1
Galdrakarlinn Ă Oz
Eftir L. Frank Baum Íslensk þýðing eftir Berg Þór Ingólfsson Tónlist og textar eftir Harold Arlen og E.Y. Harburg. Aðlögun fyrir leiksvið eftir John Kane fyrir Royal Shakespeare Company. Borgarleikhúsið 2011–2012
2
Galdrakarlinn í Oz
Borgarleikhúsið 2011 / 2012
Persónur og leikendur Dóróthea . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lára Jóhanna Jónsdóttir Viðar/Fuglahræða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hilmar Guðjónsson Ástþór/Tinkarl. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórir Sæmundsson Högni/Ljón. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldór Gylfason Emma frænka/Glinda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhanna Vigdís Arnardóttir Hinrik frændi/hliðvörður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhann Sigurðarson Frenja/Vonda vesturnornin. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Katla Margrét Þorgeirsdóttir Marvel/Galdrakarlinn í Oz. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhallur Sigurðsson (Laddi) Tótó. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tíkin Myrra
Pinklar | Oz búar | Draumsóleyjar | Vínkar o.fl. Þórey Birgisdóttir Elísabet Skagfjörð Viktoría Sigurðardóttir Elísa Birta Ingólfsdóttir Torfi Tómasson Halldór Ívar Stefánsson Höskuldur Jónsson Viktor Pétur Finnsson Margrét Hörn Jóhannsdóttir Gunnhildur Halla Ármannsdóttir Jana Katrín Magnúsdóttir Tinna Sól Þrastardóttir Áslaug Lárusdóttir Svava Sól Matthíasdóttir Ásdís Lóa Erlendsdóttir Grettir Valsson Steinunn Lárusdóttir Einar Karl Jónsson
Melkorka Kormáksdóttir Brynhildur Karlsdóttir Vilborg Þrastardóttir Urður Bergsdóttir Sigurbergur Hákonarson Ólafur Haukur Matthíasson Vignir Davíð Valtýsson Ari Ólafsson Melkorka Davíðsdóttir Pitt Telma Jóhannesdóttir Rán Ragnarsdóttir Hekla Nína Hafliðadóttir Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir Sigríður Marta Ingvarsdóttir Stefanía Ragnarsdóttir Lísbet Sveinsdóttir Helena Hjörvar
Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Snorri Freyr Hilmarsson Búningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Helga I. Stefánsdóttir Lýsing. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórður Orri Pétursson Tónlistarstjórn og útsetningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristjana Stefánsdóttir Hljóðhönnun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Thorbjørn Knudsen Danshöfundur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Katrín Ingvadóttir Myndbandshönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bragi Þór Hinriksson Leikgervi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Árdís Bjarnþórsdóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir Aðstoðarleikstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórunn Erna Clausen Sýningarstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ingibjörg E. Bjarnadóttir Barnaumsjón. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ebba Katrín Finnsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir Hundaþjálfun: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ásta Dóra Ingadóttir, hundaskólanum Gallerí Voff Eigandi Myrru (Tótó). . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lilja Björk Guðmundsdóttir Hljóðfæraleikur: Davíð Þór Jónsson-píanó og orgel Helgi Svavar Helgason-trommur Kjartan Hákonarson-trompett og flygelhorn Ómar Guðjónsson-bassi, gítar og túba Óskar Guðjónsson-tenórsaxófónn Samúel J. Samúelson-básúna Thorbjørn Knudsen-slagverk Kristjana Stefánsdóttir-píanó, söngur, hljóðgerfill, slagverk og spiladós Upptökur og upptökustjórn á hljómsveit: Ómar Guðjónsson og Kristjana Stefánsdóttir Upptökur og upptökustjórn á söng: Kristjana Stefánsdóttir og Thorbjørn Knudsen Hljóðblöndun og eftirvinnsla: Thorbjørn Knudsen Söngstjórn og raddþjálfun: Kristjana Stefánsdóttir Í sýningunni eru einnig tónlist og textar eftir Kristjönu Stefánsdóttur og Berg Þór Ingólfsson
Borgarleikhúsið 2011–2012
4
Þakkir Ásdís Ingvadóttir Danslistaskóli JSB Jón K. Jacobsen Krísuvíkursamtökin Hundurinn Tumi Sérstakar þakkir Þórunn Guðmundsdóttir Ómar Guðjónsson Páll Óskar Hjálmtýsson Foreldrar og skólayfirvöld allra krakkanna í sýningunni Búningagerð: Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir, Elma Bjarney Guðmundsdóttir Katrín Óskarsdóttir Júlíanna Lára Steingrímsdóttir Ingunn Lára Brynjólfsdóttir Harpa Haraldsdóttir Heiðdís Norðfjörð Gunnarsdóttir Tinna Kvaran Kataryna Agata Burszenska Rósa Gísladóttir Sigríður Guðjónsdóttir Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Svanhvít Valgeirsdóttir Elín Sigríður Gísladóttir Margrét Benediktsd Elsa Þ. Þórisdóttir Gunnhildur Erlingsdóttir Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir Harpa Haraldsdóttir Leikmyndagerð: Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Gunnlaugur Einarsson Egill Hjaltalín Haraldur Halldórsson Ingvar Einarsson Steingrímur Þorvaldsson Viktor Guðmundur Cilia Leikmunir: Móeiður Helgadóttir Þorleikur Karlsson Aðalheiður Jóhannesdóttir Anna María Tómasdóttir Nína Rún Bergsdóttir Brynja Björnsdóttir Sara Torcato Friðjón Ólafsson.
Hljóð : Jakob Tryggvason Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Baldvin Magnússon Lýsing : Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Magnús Helgi Kristjánsson Kjartan Þórisson Ljósakeyrsla: Jón Þorgeir Kristjánsson Hlynur Daði Sævarsson Eltiljós: Hermann Karl Björnsson Halla Káradóttir Ljósamaður á sviði: Elmar Þórarinsson Leiksvið: Kristinn Karlsson Friðþjófur Sigurðsson Þorbjörn Þorgeirsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson Haraldur U. Guðmundsson Magnús Hafliðason Hávarr Hermóðsson Bergur Ólafsson
The Wizard of Oz by L. Frank Baum With Music and Lyrics by Harold Arlen and E.Y. Harburg. Background Music by Herbert Stothart. Dance and Vocal Arrangements by Peter Howard. Orchestration by Larry Wilcox. Adapted by John Kane for the Royal Shakespeare Company. Based upon the Vlassic Motion Picture owned by Turner Entertainment Co. And distributed in all media by Werner Bros. The Wizard of Oz is presented by arrangement with Tams-Witmark Music Library, Inc. 560 Lexington Avenue, New York, 10022 U.S.A. Sýningarréttur Nordiska Aps – Köbenhavn
Leikskrá: Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi : Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri : Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun : Grímur Bjarnason Útlit : Fíton Umbrot : Jorri Prentun : Oddi
Galdrakarlinn í Oz er 556. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur Frumsýning 17. september 2011 á Stóra sviði Borgarleikhússins Sýningartími er u.þ.b. tvær klukkustundir. Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.
5
Galdrakarlinn í Oz
Fyrir ofan regnbogann ER ALLT ÞITT LÍF VIRÐIST ÞREYTTAR BRELLUR ÞUNGLYNT REGNIÐ FELLUR ENDALAUST HIMNA-BRAUT ÞÉR (ÞÁ) OPNAST HEIÐ. ER ÞRUMUSKÝ HEIMSINS SORTA BREIÐA‘ INN BIRTIST LITRÍK LEIÐIN BJÖRT OG TRAUST. REGNSINS-BOGA-GÖNGULEIÐ. LIGGUR HÆRRA‘ EN SÓLIN SJÁLF. GAKK AF STAÐ HÚN ER ÞÉR GREIÐ.
OFAR REGNBOGAHÆÐUM, HIMINDJÚPT, HEF ÉG HEYRT UM Í KVÆÐUM LÍFIÐ SÉ GOTT OG LJÚFT OFAR REGNBOGAHEIMUM HEIÐRÍKT ER, ALLT SEM ÞORI AÐ DREYM´UM ÞARNA MUN RÆTAST MÉR. EINN DAGINN FINN ÉG ÓSKASTEIN SEM MARSÍPAN MUN ÓSKIN EINA STREYMA OG RIGNINGIN ER KÖKUSKRAUT SEM SKOLAR VANDRÆÐUM Á BRAUT. ÞAR Á ÉG HEIMA. OFAR REGNBOGAHÆÐUM FUGLINN FER. SMÁFUGL NÆR ÞESSUM HÆÐUM, SKYLDI ÞAÐ ÆTLAÐ MÉR? EF SMÁFUGL HÆSTU HÆÐIR FER HVERSVEGNA ER ÞAÐ EKKI ÆTLAÐ MÉR?
Borgarleikhúsið 2011–2012
6
GaldrakarlinnSöguþráður í Oz Dóróthea er munaðarlaus stúlka sem elst upp hjá frændfólki sínu í Kansas. Hún á lítinn hund sem heitir Tótó sem er nánast eini gleðigjafinn í lífi hennar. Dag einn skellur á hvirfilbylur og þeytir húsi Dórótheu til ævintýralandsins Oz. Húsið hennar Dórótheu lendir hins vegar á vondu austannorninni og drap hana. Í Oz búa Pinklarnir og þeir bjóða Dórótheu velkomna með mikilli athöfn og þakka henni fyrir að losa sig við hina grimmu norn. Með Pinklunum er góða nornin Glinda og hún segir Dórótheu að til þess að komast aftur heim þurfi hún að heimsækja Galdrakarlinn í Oz - hann einn geti hjálpað henni heim á leið. En hún segir henni líka að í skóm vondu austannornarinnar búi töframáttur og gefur Dórótheu skóna. Á leið sinni til Galdrakarlsins kynnist hún þremur öðrum íbúum Oz, Fuglahræðunni, Tinkarlinum og Ljóninu. Fuglahræðuna vantar heila, Tinkarlinn hjartað og Ljónið skortir hugrekki. Dóróthea segir þeim að Galdrakarlinn í Oz geti ábyggilega hjálpað þeim og þeir slást í för með henni. Á leiðinni lenda þau fljótlega í hremmingum sem þau sigrast á í sameiningu og þau verða miklir vinir í kjölfarið. Þegar þau koma loks til Gimsteinaborgar, þar sem galdrakarlinn býr, þá segir hann þeim að hann muni hjálpa þeim með einu skilyrði: Að þau komi vondu vestannorninni fyrir kattarnef. Vonda vestannornin vill hins vegar ná töfraskónum af Dórótheu og gerir allt sem í sínu valdi stendur til þess að ná þeim af henni og er næstum búið að takast það þegar hún hótar að drepa Tótó. Þá ætlar Dóróthea að gefa henni skóna en getur það ekki, því nornin getur ekki fengið þá á meðan Dóróthea er enn á lífi. Vonda nornin fer því aftur til síns heima. Tótó sleppur hins vegar frá norninni og vísar Dórótheu og vinum hennar leiðina að kastala nornarinnar. Þar verður heilmikil barátta upp á líf og dauða sem endar með því að Dóróthea og vinir hennar yfirbuga nornina og fara sigri hrósandi aftur til Gimsteinaborgar. Þegar þau hitta Galdrakarlinn í Oz, þá kemur hins vegar í ljós að hann er alls enginn galdrakarl, heldur bara venjulegur maður. Hann segir þeim að þau þurfi ekki á galdrakarli að halda, allt sem þau hafa talið sig vanta hafa þau átt allan tímann. Enda hefur það komið í ljós á ferðalaginu að Fuglahræðan var allra klárust, Tinkarlinn var allra góðhjartastur og Ljónið hugrakkast af öllum. Góða nornin Glinda birtist svo og segir Dórótheu að hún þurfi heldur ekki á neinum galdrakarli að halda, hún þurfi einungis að smella saman hælunum og óska sér aftur heim. Líkt og með Fuglahræðuna, Tinkarlinn og Ljónið bjó Dóróthea sjálf yfir mættinum að komast heim en þurfti að komast að því sjálf á ferðalaginu og í ævintýrinu. Dóróthea vaknar svo heima í Kansas og segir fólkinu á bænum söguna sem þau halda auðvitað að hafi verið draumur. En við vitum betur.
7
Galdrakarlinn í Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
8
9
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
10
11
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
12
13
Galdrakarlinn Ă Oz
Ef ég heila hefð‘ í haus
Ef ég hefði bara hjarta í mér.
Ef ég hefði einhvern dug
´GÆTI SPÖKÚLERAÐ STUNDUM Á ENGJA-ÚTIFUNDUM UM FROSTRÓS SEM AÐ FRAUS. ´GÆTI VELT ÖLLUM VÖNGUM, VALIÐ RÉTT SVÖR FRÁ RÖNGUM EF ÉG HEILA HEFÐI´ Í HAUS.
ÉG BRÝT ÖLDUR EINS OG BÁTUR OG BÆRI´ AÐ VERA KÁTUR EN SAMT ÉG SIGLI´ Á SKER JÁ, ÉG ER EKKERT GLAÐUR ÞVÍ ÉG VÆRI MEIRI MAÐUR EF ÉG HJARTA HEFÐI´ Í MÉR.
SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÆFA ÞVÍ ÉG FÆDDIST ALGJÖR SKRÆFA OG VINN EKKI´ Á ÞVÍ BUG NÚ ÉG SKELF EINS OG HRÍSLA. ´VÆRI LJÓN EN ENGIN MÝSLA EF ÉG HEFÐI EINHVERN DUG
´FINNDI NÁL Í HEILLI SÁTU OG SVAR VIÐ HVERRI GÁTU EF LAUSNIN VÆRI LAUS.
´VÆRI BLÍÐUR, ´VÆRI BLJÚGUR OG EINKAR SKÁLDADRJÚGUR VIÐ ÁSTARLJÓÐAKVER. JÁ, ÉG VÆRI SVO LJÚFUR, AÐ MÉR HÆNDUST TURTILDÚFUR, EF ÉG HJARTA HEFÐI´ Í MÉR.
ÞÉR GET SAGT MEÐ NOKKRUM ÞUNGA AÐ ÉG ER MESTA GUNGA SEM DOTTIÐ GÆTI´ Í HUG EN ÉG KÓNGS- FÆRI´ Á -PALLINN
´GÆTI BREYST ÚR LITLU GREYJI MEÐ HÖFUÐFYLLI´ AF HEYJI SVO MARK- OG MINNISLAUS. ´MYNDI DANSA AF KÆTI, LÍFIÐ YRÐI GLEÐILÆTI EF ÉG HEFÐI HEILA´ Í HAUS. HVE ÞAÐ YRÐI MIKILL LÉTTIR AÐ FATTA ALLAR FRÉTTIR SEM FORÐUM FANNST MÉR RAUS. ALLIR TÆKJU MIG GILDAN ´ÆTTI JAFNVEL VINSKAP SKILDAN EF ÉG HEILA HEFÐI´ Í HAUS.
´GÆTI SÝNT ÞÉR TILFINNINGAR ÁSTAR-GEÐS-HRÆRINGAR SLÍKT ELSKHUGANUM BER. JÁ, ÞAÐ VÆRI SVO POTTÞÉTT, ´MYNDI ELDA LÍFSINS POTTRÉTT EF ÉG HJARTA HEFÐI´ Í MÉR.
Borgarleikhúsið 2011–2012
14
15
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
16
17
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
18
19
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
20
21
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
22
23
Galdrakarlinn Ă Oz
Af stað að hitta kallinn AF STAÐ AÐ HITTA KALLINN JÁ, GÖLDRÓTTA KALLINN Í OZ ÞAÐ SKJALLA ALLIR ÞENNAN KALL SEM KALLAR FRAM GALDRABROS. JÁ, GÖLDRÓTTI KALLINN SEM ER Í OZ HANN KALLAR FRAM ROSA ROSA BROS JÁ, ROSA ROSA ROSA ROSA BROS HANN GALDRAR FRAM GÍFURLEGT GLEÐIGOS. AF STAÐ AÐ HITTA KALLINN JÁ, GÖLDRÓTTA KALLINN Í OZ.
Borgarleikhúsið 2011–2012
24
25
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
26
27
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
28
29
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
30
31
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
32
33
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
34
35
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
36
Frank Baum Höfundur Galdrakarlsins í Oz Ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz er í tölu frægustu og útbreiddustu barnabóka heims, skrifuð í Bandaríkjunum um aldamótin 1900. Höfundurinn, Frank Baum, skrifaði fjölda bóka um Oz-landið og íbúa þess. Höfundurinn Lyman Frank Baum fæddist 1856 í bænum Chittenago í New York-fylki, sem er þó ekki í samnefndri stórborg, heldur langt úti á landsbyggðinni norður undir Lárensfljóti. Ungur fékk hann áhuga á blaðamennsku, stofnaði rúmlega tvítugur eigið dagblað, Nýju Öldina, en það gaf honum ekki lífvænlega afkomu eftir að hann kvæntist og ákváðu ungu hjónin að fylgja straumi landnema vestur á sléttuna miklu. Þar starfaði hann við blaðamennsku, fyrst í Suður-Dakóta og síðar í vaxandi stórborg Chicago. Smám saman fékk Baum leið á blaðamennsku og áhugi hans á skáldskap óx. Svo fór að hann sagði starfi sínu lausu og réði sig sem leiksviðsmann hjá farandleikflokki. Reyndar tók hann að sér ýmis önnur verkefni á ferðum hópsins, lék og samdi auk þess leikrit. Hann hafði mikla gleði af að segja börnunum sínum sögur og ævintýri og fékk þannig útrás fyrir fjörugt hugmyndaflug. Í upphafi hafði hann ekki í hyggju að gefa sögurnar sínar út en þar sem barnmargri fjölskyldu veitti ekki af aukatekjum datt honum í hug að útgáfa gæti fleytt þeim áfram. Fyrst gaf hann út tvö ævintýrasöfn: Gæsamamma (1897) og Gæsapabbi (1899) og voru þau í samræmi við ríkjandi hefðir í þeim efnum. En svo fór hann að segja börnunum sínum ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz og tók hann það miklu fastari tökum, hugleiddi náið tilgang og form og hætti sér inn á ótroðnar slóðir. Börnum líkaði nýbreytnin vel, en hún mætti litlum skilningi þeirra sem þóttust hafa vit á. Bókin heillaði börnin og hún varð margföld metsölubók aldamótaárið 1900. Eftirspurnin svo mikil að lítil prentsmiðja hafði ekki undan að prenta. Það jók enn á frægð Galdrakarlsins í Oz þegar kvikmyndin var gerð árið 1939 sem var reyndar ein fyrsta litkvikmynd sögunnar. Judy Garland, þá 16 ára, lék Kansasstúlkuna Dórótheu og sló í gegn. Þar með hófst sigurför Galdrakarlsins um heiminn. Hefur bókin síðan verið prentuð í tugmilljónatali um víða veröld og söngleikurinn orðinn sígildur og hefur verið fluttur tvisvar áður í atvinnuleikhúsunum, árið 1967 í Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu árið 1997. Samtals skrifaði Baum 13 bækur um Oz-land. Þær komu út reglulega ár eftir ár og urðu allar metsölubækur. Tvær þeirra teljast nú sígildar barnabækur: Galdrakarlinn í Oz og önnur sem á eftir fylgdi og kallast “Undralandið Oz” með ýmsum nýjum söguhetjum eins og stráknum Tip, furðukarlinum Jack Pumpkinhead og fleiri skrítnum fígúrum. Ritun Oz-bókanna fullnægði þó hvergi getu höfundar og samdi hann fjölda annarra barnabóka, sumar undir dulnefni. Baum lést í Hollywood árið 1919 og eftir það réð útgáfufélag hans nýja höfunda til að halda flokknum áfram. Bættust við 19 bækur eftir aðra höfunda, svo að samtals urðu Oz-bækurnar 32 talsins.
37
Galdrakarlinn í Oz
Lára Jóhanna Jónsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 en áður hafði hún leikið með Stúdentaleikhúsinu. Lára Jóhanna var ráðin til Borgarleikhússins á fastan samning strax eftir útskrift. Í Nemendaleikhúsi leiklistardeildar Listaháskólans lék Lára í Eftirlitsmanninum eftir Gogol, Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur og Stræti eftir Jim Cartwright. Lára lék sitt fyrsta hlutverk í Borgarleikhúsinu haustið 2010 í Enron á Stóra sviðinu, en svo hlutverk Miröndu í Ofviðrinu og Gógóar í Nei, ráðherra. Lára lék einnig í kvikmyndinni Rokland. Sýningar Láru á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz, Nei, ráðherra! og Eldhaf
Hilmar Guðjónsson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þegar fastráðinn við Borgarleikhúsið. Hilmar hefur þó áður stigið á svið með Leikfélagi Reykjavíkur en hann lék hlutverk Billy í sýningunni Geitin, eða hver er Sylvía áður en hann hóf leiklistarnám. Auk þess hefur hann farið með hlutverk í kvikmyndunum Bjarnfreðarson og Á annan veg. Hilmar lék sitt fyrsta hlutverk í Borgarleikhúsinu að lokinni útskrift haustið 2010 í sýningunni Enron en lék svo hlutverk Trinkúlós í Ofviðrinu á Stóra sviðinu og hlutverk Guðfinns Maacks í Nei, Ráðherra. Sýningar Hilmars á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz, Fanny & Alexander og Nei, ráðherra.
Þórir Sæmundsson útskrifaðist úr Statens teaterhögskole í Osló 2002 og þreytti frumraun sína hjá Teatret Vaart í Molde og hefur leikið þar Anders í Orðinu eftir Kaj Munck, Lísander í Draumi á Jónsmessunótt, Engilinn í Telemakos eftir Jon Fosse og The Complete Works of Shakespeare condenced ásamt hlutverkum í söngleikjum og barnasýningum. Við Det Norske teater í Osló lék Þórir Razumichin í Glæpi og refsingu eftir Dostojevskij, Ulf í Angerhöy eftir Marit Tusvik, Makka hníf í Túskildingsóperunni eftir Brecht hjá Riksteatret. Einnig lék Þórir í nokkrum sjónvarpsþáttum og bíómyndum ytra. Í Þjóðleikhúsinu hefur Þórir m.a. leikið Stóradverg í Skilaboðaskjóðunni, Ágúst í Norway today eftir Igor Bauersima og Láka í Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Í Borgarleikhúsinu hefur Þórir leikið í Strýhærða Pétri. Þórir lék Davíð í Ástríði á Stöð 2 og í Tíma nornarinnar í leikstjórn Friðriks Þórs á RÚV. Sýningar Þóris á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz og Eldhaf.
Halldór Gylfason útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hann réði sig til Borgarleikhússins árið 1998 og hefur verið þar allar götur síðan. Telja hlutverk hans í húsinu nú á fjórða tug. Meðal eftirminnilegra hlutverka Halldórs í Borgarleikhúsinu eru Grettir úr samnefndum söngleik, Þráinn í And Björk, of course..., Hänschen í Vorið vaknar, Ósvald í Lé konungi, Skolli í Gosa, Lucky í Beðið eftir Godot, Haddi í Fólkinu í blokkinni og hlutverk hans í Góðum Íslendingum, Ofviðrinu og Strýhærða Pétri. Einnig lék Halldór norðurljós og dögg í norskum skógi í Búasögu. Halldór hefur sömuleiðis komið víða við í sjónvarpi, hann hefur leikið í Áramótaskaupum og er einn leikara og handritshöfunda Sigtisins sem sýnt var á Skjá einum. Halldór er líka tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Geirfuglunum. Sýningar Halldórs á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz, Gyllti drekinn og Fanny & Alexander.
Jóhanna Vigdís Arnardóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999. Auk leikaramenntunar hefur hún lokið burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Jóhanna Vigdís hefur starfað hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 1998. Hún hefur farið með fjölda hlutverka og haldið tónleika í Borgarleikhúsinu auk þess sem hún hefur sungið inn á hljómplötur. Af eftirminnilegri hlutverkum Jóhönnu Vigdísar má nefna hlutverk hennar í Píkusögum, Kysstu mig Kata, Lé Konungi, Kryddlegnum hjörtum, Boðorðunum 9, Fjölskyldunni, Enron og Ofviðrinu. Jóhanna var tilnefnd til Grímunnar fyrir hlutverk sitt í Chicago og Fjölskyldunni. Jóhanna Vigdís hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2000. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpi m.a. Rétti, Allir litir hafsins eru kaldir og Áramótaskaupum Sjónvarpsins. Sýningar Jóhönnu Vigdísar á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz og Fanny & Alexander.
Jóhann Sigurðarson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og var fyrst um sinn fastráðinn hjá LR þar sem hann lék mörg burðarhlutverk, til að mynda titilhlutverkið í Jóa, Arnald í Sölku Völku, Leslie í Gísl og Kjartan í Guðrúnu og nýverið í söngleiknum Gretti og í Gosa. Jóhann lék svo í Þjóðleikhúsinu í fjölda ára, m.a. í Aurasálinni, Hafinu, Trígorín í Mávinum, titilhlutverkið í Don Juan, í Þreki og tárum, Grandavegi 7, Abel Snorko býr einn, Krítarhringnum, Veginum brennur, Ivanov og Öllum sonum mínum. Jóhann er nú fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu hefur m.a. leikið í Milljarðamærin snýr aftur, Fólkinu í blokkinni, Gauragangi, Ofviðrinu og Fólkinu í kjallaranum. Einnig má nefna aðalhlutverk í nokkrum söngleikjum; Vesalingunum, Söngvaseiði, My Fair Lady og Fiðlaranum á þakinu auk hlutverka í Íslensku óperunni; Valdi örlaganna og Rakaranum í Sevilla. Meðal kvikmynda sem Jóhann hefur leikið í eru Óðal feðranna, Eins og skepnan deyr, Húsið, Tár úr steini, 101 Reykjavík, Brúðkaup og Heiðin. Jóhann var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í Svartri mjólk, söngleiknum Gretti, Öllum sonum mínum og Fólkinu í kjallaranum. Sýningar Jóhanns á leikárinu: Fólkið í kjallaranum, Galdrakarlinn í Oz og Fanný & Alexander.
Borgarleikhúsið 2011–2012
38
Katla Margrét Þorgeirsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1997. Katla Margrét hóf störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur haustið 2000. Fyrst gekk hún inn í hlutverk Rosie í söngleiknum Kysstu mig Kata, þá fór hún með hlutverk Huldu í Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason og úlfamömmunnar og apa í Móglí, leikgerð á Skógarlífi eftir Rudyard Kipling. Hún lék í Blíðfinni, Gróu í Boðorðunum 9, Rósauru í Kryddlegnum hjörtum, í söngleiknum Honk!, Púntila bónda og Matta vinnumanni, Donnu í Kvetch, Eunice í Sporgvagninum Girnd, Maríu í Sekt er kennd og Sæunni í Hýbíli vindanna. Hún lék einnig í Héra Hérasyni, Terrorisma og Söngvaseið. Katla Margrét hefur síðan leikið fjölmörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu, m.a. í Óhapp eftir Bjarna Jónsson, Legi og Sumardegi. Sýningar Kötlu á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz og Fanný & Alexander.
Þórhallur Sigurðsson best þekktur sem Laddi, er leikari, söngvari, tónskáld og skemmtikraftur. Hann hefur gefið út plötur, leikið í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi og gert fjöldann allan af skemmtiþáttum. Meðal kvikmynda sem Þórhallur hefur leikið í má nefna Stellu í orlofi, Stellu í framboði, Magnús, Regínu, Íslenska drauminn og fleiri. Þórhallur hefur líka starfað talsvert í leikhúsi og meðal eftirminnilegra hlutverka þar má nefna Fagin í Óliver Twist, Tannlækninn í Litlu Hryllingsbúðinni og meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Salka Valka, Ronja Ræningjadóttir, Ófagra veröld og Viltu finna milljón. Árið 2007 setti Laddi upp sýninguna Laddi 6-tugur í Borgarleikhúsinu og sló sú sýning rækilega í gegn. Hann hefur talsett mikið af teiknimyndum og kvikmyndum og má þar nefna Aladdin, Lion King, Mulan, Strumpana, Brakúla og margar fleiri. Sýningar Þórhalls á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz
Pinklar | Oz búar | Draumsóleyjar | Vínkar o.fl. Þórey Birgisdóttir Elísabet Skagfjörð Viktoría Sigurðardóttir Elísa Birta Ingólfsdóttir Einar Karl Jónsson Torfi Tómasson Halldór Ívar Stefánsson Höskuldur Jónsson Viktor Pétur Finnsson Margrét Hörn Jóhannsdóttir Gunnhildur Halla Ármannsdóttir Jana Katrín Magnúsdóttir Tinna Sól Þrastardóttir Áslaug Lárusdóttir Svava Sól Matthíasdóttir Ásdís Lóa Erlendsdóttir Grettir Valsson Steinunn Lárusdóttir
Melkorka Kormáksdóttir Brynhildur Karlsdóttir Vilborg Þrastardóttir Urður Bergsdóttir Helena Hjörvar Sigurbergur Hákonarson Ólafur Haukur Matthíasson Vignir Davíð Valtýsson Ari Ólafsson Melkorka Davíðsdóttir Pitt Telma Jóhannesdóttir Rán Ragnarsdóttir Hekla Nína Hafliðadóttir Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir Sigríður Marta Ingvarsdóttir Stefanía Ragnarsdóttir Lísbet Sveinsdóttir
39
Galdrakarlinn í Oz
Snorri Freyr Hilmarsson lauk námi í leikmyndahönnun frá Tækniháskólanum í Birmingham 1989. Hlaut Linsbury Price For Stage Design sama ár og átti samvinnu við Théâtre de Complicité í London. Hann hefur gert fjölda leikmynda fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús. Meðal verkefna hans í sjónvarpi eru Sigla himinfley, Jörundur hundadagakonungur, stuttmyndirnar Óskir skara, Fiskur og Besti vinur kvenna, Lazytown (BAFTA-verðlaun 2007). Drög að svínasteik sem var samvinnuverkefni EGG-leikhússins og Þjóðleikhússins 1993, Rommí og Stjörnur á morgunhimni í Iðnó, Tobacco Road hjá LA. Fyrir Borgarleikhúsið: Öndvegiskonur, Blíðfinnur, Boðorðin níu, Kvetch (Gríman sem sýning ársins 2003), Sporvagninn Girnd, Draugalestin, Belgíska Kongó, Sekt er kennd, Mein Kampf, Söngvaseiður, Gauragangur og Fólkið í kjallaranum. Hann var hönnuður og meðhöfundur að Jesú litla sem fékk Grímuna árið 2010 sem sýning ársins og leikrit ársins. Fyrir Íslensku óperuna: Sweeny Todd, Tökin hert og Brottnámið úr kvennabúrinu, Kabarett hjá Á senunni og Úlfhamssaga hjá Öðru sviði og Hafnarfjarðarleikhúsinu. Meðal verkefna fyrir Þjóðleikhúsið eru Sannar sögur af sálarlífi systra sem hlaut Menningarverðlaun DV, Hægan Elektra, Laufin í Toscana, Lífið þrisvar sinnum, Rakstur og Sælueyjan. Snorri Freyr er fastráðinn leikmyndahöfundur við Borgarleikhúsið.
Helga I. Stefánsdóttir
Listrænir stjórnendur Bergur Þór Ingólfsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995, var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið til aldamóta og hefur starfað við Borgarleikhúsið síðan. Hann hefur leikið fjölmörg hlutverk á sextán ára ferli. Í Þjóðleikhúsinu lék hann m.a. Model í Fiðlaranum á þakinu, Sörensen rakara í Kardemommubænum, Litla Kláus í Litla Kláusi og Stóra Kláusi, Ranúr í Meiri gauragangi, Hauk í Grandavegi 7, Gvend í Sjálfstæðu fólki og Jón Kvist í Draumi á Jónsmessunótt. Í Borgarleikhúsinu hefur hann m.a. farið með hlutverk Heródesar í Súperstar, Tarzan í Gretti, Mána í Sól og Mána, Matta í Púntila og Matta, Sansjó Pansa í Don Kíkóta, Mörtu Smart í Chicago, Hitlers í Mein Kampf, Úlfars í Dauðasyndunum og skólameistarans í Milljarðarmærin snýr aftur. Hann hefur leikstýrt yfir tuttugu áhugamannasýningum og sett upp 5 sýningar í atvinnuleikhúsum: Móglí og Kristnihald undir jökli í Borgarleikhúsinu, 21 manns saknað og Horn á höfði hjá GRAL og Yfirvofandi fyrir Naív. Bergur hefur skrifað nokkur leikrit í hópi með öðrum og hlotið þrjár Grímuverðlaunatilnefningar sem leikskáld fyrir verkin Dauðasyndirnar, 21 manns saknað og Jesús litla en fyrir það verk hlaut hann Grímunuverðlaun og Menningarverðlaun DV. Árið 2010 fékk Horn á höfði, sem Bergur leikstýrði og skrifaði ásamt Guðmundi Brynjólfssyni, Grímuverðlaun sem barnasýning ársins. Á þessu leikári leikur Bergur í sýningunum Nei, ráðherra, Jesús litla og Eldhafi ásamt því að leikstýra og þýða Galdrakarlinn í Oz.
Borgarleikhúsið 2011–2012
40
lauk námi frá leikmyndadeild L’Accademia di Belle Arti di Roma 1989 og hefur starfað sem leikmynda og búningahöfundur frá þeim tíma fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Meðal síðustu verkefna Helgu voru búningar fyrir Enron, Ófagra og Amadeus hér í Borgarleikhúsinu og leikmynd og búningar fyrir Dauðasyndirnar, Gítarleikarana og Carmen einnig í Borgarleikhúsinu. Búningar fyrir Lé konung, Gerplu, Ivanov, Pétur Gaut, Þetta er allt að koma hjá og leikmynd og búningar fyrir Þrettándakvöld, Hálsfesti Helenu einnig hjá Þjóðleikhúsinu. Helga hefur verið tilnefnd til fjölda Grímuverðlauna fyrir verk sín. Hún er búningahöfundur kvikmyndarinnar Djúpið sem er í eftirvinnslu, einnig Mömmu Gógó og Brúðgumans en fyrir hana fékk hún Edduverðlaunin 2008, Last Winter, A Little Trip to Heaven, Niceland, Kaldaljóss, Virus in Paradise, Fálka, No Such Thing og Engla Alheimssins. Hún var höfundur leikmyndar fyrir kvikmyndina Regínu og þáttaraðarinnar Allir litir hafsins eru kaldir.Helga var yfirmaður búningadeildar fyrir kvikmyndina Flags of our Fathers.
Kristjana Stefánsdóttir hefur verið leiðandi söngkona í íslenskri jazztónlist um árabil. Vorið 2000 lauk hún með láði námi í jazzsöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi. Fyrsta geislaplata hennar “Ég verð heima um jólin” kom út árið 1996 (endurútgefin 2006). Á þeirri plötu eru engir ómerkari gestasöngvarar en Páll ÓskarHjálmtýsson og Emilíana Torrini. Síðan þá hefur hún hljóðritað fjölda platna í eigin nafni. Hún syngur reglulega með Stórsveit Reykjavíkur og hefur unnið m.a. með stjórnendunum Daniel Nolgard og Ole Kock Hansen. Kristjana hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar. Hún hefur haldið tónleika víða, m.a. í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Kristjana hefur í seinni tíð unnið meira með frumsamda tónlist og útsetningar auk þess að starfa við upptökustjórn á söng með vinsælustu söngvurum þjóðarinnar. Kristjana starfar reglulega með listamönnunum Ómari Guðjónssyni, Páli Óskari Hjálmtýssyni, Benzin bræðrum (Stúdíó Sýrland), Bubba Morthens og Jónasi Sigurðssyni. Kristjana sá um tónlist, tónlistarstjórn og lék í sýningunni Jesú litla árið 2009 og var tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir tónlist sína í sýningunni.
Þórður Orri Pétursson
Árdís Bjarnþórsdóttir
er forstöðumaður ljósadeildar Borgarleikhússins. Hann lærði leikhúslýsingu við Central School of Speech and Drama og síðar meistaranám í byggingalýsingu við Bartlett School of Architecture. Hann starfaði í fimm ár hjá virtum arkitekta- og lýsingafyrirtækjum í London og vann að byggingalýsingum víða um heim. Meðal leiksýninga sem Þórður hefur unnið við í Borgarleikhúsinu er Rústað, Söngvaseiður, Faust, Dúfurnar, Elsku barn og Húsmóðirin. Þórður fékk tilnefningar til Grímunnar fyrir Rústað og Faust.
nam gervahönnun í Los Angeles á árunum 1988-1990. Hún nam einnig hárkollugerð hjá Margréti Matthíasdóttur. Árdís hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu árið 1991 og tók þar við stöðu forstöðumanns hákollu-og förðunardeildar árið 2003. Hún sinnti því starfi fram til ársins 2011 en tók þá við stöðu deildarstjóra leikgervadeildar Borgarleikhússins. Árdís hefur sinnt fjölda leikhúsförðunarverkefna hjá Þjóðleikhúsinu og má þar nefna Utangátta, Frida viva la vida, Oliver Twist, Hart í bak auk fjölda annarra sýninga í gegnum árin. Auk þess hefur Árdís sinnt ýmiss konar kvikmynda- og auglýsingaverkefnum.
Thorbjørn Knudsen er hljóðmaður og hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið. Hann hefur unnið með fjölda danskra tónlistarmanna, í hljóðveri og á tónleikum. Meðal þeirra má nefna Mads Vinding, Carsten Dahl, DR Big Band og Caroline Henderson. Thorbjørn hannaði hljóðmynd fyrir Faust, Gauragang, Enron og Nei, ráðherra á Stóra sviði Borgarleikhússins og hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir Faust. Hann hefur einnig unnið sem hljóðmaður við hin ýmsu hljóðver í Danmörku, var meðal annars fastur starfsmaður hjá Full Moon hljóðverinu í Kaupmannahöfn. Á Íslandi hefur Thorbjørn unnið fyrir hina ýmsu listamenn, bæði hjá Exton og sömuleiðis á eigin vegum en hann rekur sjálfur lítið hljóðver.
Svanhvít Valgeirsdóttir lærði leikhús- og kvikmyndaförðun í London árið 1988. Hún vann fyrst hjá Þjóðleikhúsinu og Íslensku Óperunni en starfaði svo við leikhús, auglýsingar, kvikmyndir og kennslu í Lettlandi, Berlín og Japan um tólf ára skeið. Svanhvít hélt einnig fyrilestra og sýnikennslu í líkamsförðun (bodypaint) í Japan og hannaði meðal annars leikgervi fyrir Aidu, Nabucco og Don Juan hjá Lettnesku óperunni. Meðal nýlegra leikhúsförðunarverkefna hennar er Svanurinn hjá Íslenska dansflokknum, Gosi og Ræðismannsskrifstofan hjá Borgarleikhúsinu, dansverkið Bræður á Listahátíð 2010, Kardimommubærinn, Utangátta, Frida Viva la Vida, Gerpla, Fíasól hjá Þjóðleikhúsinu og Súldarsker í Tjarnarbíói. Svanhvít er einnig skólastjóri Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar.
Katrín Ingvadóttir hóf nám hjá Jassballetskóla Báru, samhliða því var hún í balletnámi hjá Sigríði Ármann og síðar hjá Listandsskóla Þjóðleikhússins. Katrín fór í framhaldsnám til Englands í Arts Educational School of London. Katrín hefur dansað m.a fyrir Þjóðleikhúsið, Íslensku Óperuna, Leikfélag Reykjavíkur, BBC og Íslenska Jassballetflokkinn. Katrín var fastráðin hjá Íslenska dansflokknum á árunum 1993-2011 og dansaði í flestum uppfærslum hans á þeim tíma. Katrín hefur samið fjölda verka og sett upp margar sýningar m.a. samdi hún þrjú verk fyrir Dansleikhúsið, sá um hreyfingar í söngleiknum „Prinsessan“ og setti upp hársýningar, m.a fyrir Intercoiffure sem voru sýndar í Tokyo, Japan og á Waldorf Astoria í New York. Hún samdi dansa og hreyfingar fyrir Verslunarskóla Íslands, fyrir óperu og fyrir tónlistarmyndband. Hún var aðstoðarmaður Jo Stromgren við uppsetningu á verkinu Kvart bæði í Svíþjóð og Danmörku og hefur einnig aðstoðað við hreyfingar í uppfærslum Borgarleikhússins. Katrín kennir við Danslistarskóla JSB og hefur samið fjölda verka fyrir nemendur skólans en hún hefur séð um kennslu m.a. hjá Íslenska dansflokknum, Listdansskóla Íslands og Listaháskólanum.Katrín er einn af stofnendum grínspuna hópsins Follow The Fun
Bragi Þór Hinriksson stundaði nám við Gene Evans Cinematography Class árið 1994 og sótti handritanámskeið hjá Jennifer Heuff. Bragi hefur unnið við ýmiss konar kvikmynda- og sjónvarpsgerð frá árinu 1994 og má þar nefna auglýsingagerð fyrir Hreyfimyndasmiðjuna, stuttmyndina Síðasta kynslóðin, og sjónvarpsþáttinn Búbbana. Bragi skrifaði einnig handrit að og leikstýrði kvikmyndunum Algjör Sveppi og leitin að Villa, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið og nú síðast Algjör Sveppi og töfraskápurinn.
Þórunn Erna Clausen Þórunn Erna Clausen útskrifaðist frá Webber Douglas-leiklistarskólanum í London árið 2001. Hún hefur m.a. leikið með Vesturporti, hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og Borgarleikhúsinu í sjónvarpi og kvikmyndum. Meðal hlutverka í Þjóðleikhúsinu má nefna Ragnheiði Birnu í Þetta er allt að koma, Reyndar í Leitinni að jólunum, bangsann í Góðu kvöldi í Sitji Guðs englar, og söngleiknum Syngjandi í rigningunni. Af öðrum sýningum má nefna Dýrlingagengið og Óliver hjá Leikfélagi Akureyrar og einleikinn Ferðasaga Guðríðar. Þórunn hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir hlutverk sitt í Dýrlingagenginu og var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni Dís og sjónvarpsþáttunum Reykjavíkurnóttum. Í Borgarleikhúsinu hefur Þórunn leikið í Söngvaseið og Fjölskyldunni. Hún mun leika Lilith í Faust í komandi leikferð Vesturports og Borgarleikhússins til Suður-Kóreu.
41
Galdrakarlinn í Oz
Glænýr geisladiskur með tónlistinni úr sýningunni
Sjóðhe Geisla itur diskur
Útgefandi 12tónar
rgarleikhúsið
í samvinnu við Bo
Plaköt, bolir og barmmerki
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg. Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.
Borgarleikhúsið 2011–2012
42
Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.
Stjórn Borgarleikhússins
Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir
Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins.
Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •. . . Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Magnús Geir Þórðarson 2008 –
Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Marta Nordal, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru þær Edda Þórarinsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Finnur Oddsson.
Fastráðnir starfsmenn: Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Bergur Þór Ingólfsson Birgitta Birgisdóttir Elma Lísa Gunnarsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Jörundur Ragnarsson Katla Margrét Þorgeirsdóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna Jónsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Rúnar Freyr Gíslason Sigrún Edda Björnsdóttir Theódór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þórir Sæmundsson Þröstur Leó Gunnarsson Listrænir stjórnendur Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður
Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið Haraldur Björn Halldórsson, sýningastjóri Litla svið Leiksvið Kristinn Karlsson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður Þorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Kjartan Þórisson, ljósamaður Hljóð- og tölvudeild Jakob Tryggvason, forstöðumaður Ólafur Örn Thoroddsen, hljóðmaður, verkefnastjóri Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir, búningagerð Elma Bjarney Guðmundsdóttir, starfsmaður
Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Anna María Tómasdóttir Þorleikur Karlsson Smíðaverkstæði Gunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Egill Örn Hjaltalín, smiður Haraldur Björn Halldórsson, smiður Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Guðrún Sölvadóttir Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir Stefanía Þórarinsdóttir Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Gréta Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari Umsjón húss: Ögmundur Þór Jóhannesson Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir
43
Galdrakarlinn í Oz
Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri Gói og Þröstur opna dyr leikhússins upp á gátt fyrir öllum landsmönnum, ungum sem öldnum og ferðast um töfraheim ævintýranna. Á ferðalaginu nýta þeir til hins ýtrasta leik, söng og dans og bregða sér í allra kvikinda líki í anda furðusagnanna.
Eldfærin
Gói og Baunagrasið
dátinn, nornin og hundurinn snúa aftur
Einn Gói, þrjár baunir og margfaldur Þröstur verða að heilu ævintýri
Fyrsta ævintýrið, Eldfærin eftir H. C. Andersen, var frumsýnt á síðasta leikári. Allar persónurnar birtust ljóslifandi; nornin,
Fyrst komu Eldfærin – næst er það Baunagrasið. Gói og Þröstur
prinsessan, allir þorpsbúar og síðast en ekki síst hundarnir þrír
halda áfram að kafa í gömlu ævintýrin og blása í þau nýju lífi á
með ógnarstóru augun. Sýningin fékk afburðaviðtökur áhorfenda
leiksviðinu. Risinn, gamla konan, fallega ríka stelpan, sjálfspilandi
og gagnrýnenda og hlaut tilnefningu til Grímunnar sem barnasýning
harpan, hænan sem verpir gulleggjum og allir þorpsbúarnir mæta
ársins. Hún hætti fyrir fullu húsi á vormánuðum og snýr því aftur
til leiks á Litla sviði Borgarleikhússins. Gói leikur Jóa og Þröstur
á fjalirnar í haust. Það ætti enginn að láta þessa ævintýralegu
sér um rest.
töfrastund fram hjá sér fara. Höfundur: H.C. Andersen „Fantafín skemmtun þar sem fagmennskan
Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson
er hvarvetna í fyrirrúmi.“ A.Þ. Fbl.
Tónlist: Guðjón Davíð Karlsson og Vignir Snær Vigfússon Leikmynd og búningar: Rannveig Eva Karlsdóttir
„Minn fylgdarsveinn, þriggja ára, sat þó gersamlega
Lýsing: Kjartan Þórisson
bergnuminn allan tímann og sleppti ekki augum af
Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson.
dásemdunum á sviðinu.“ S.A. TMM Frumsýnt 11. febrúar 2012
Sýnt frá 18. september 2011
Samstarfsverkefni Baunagrassins og Borgarleikhússins Borgarleikhúsið 2011–2012
44
45
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
46
47
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
48
49
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
50
51
Galdrakarlinn Ă Oz
Borgarleikhúsið 2011–2012
52