1
Gulleyjan
Sett upp af Borgarleikhúsinu í samstarfi við Leikfélag Akureyrar
Borgarleikhúsið 2012–2013
2
Gulleyjan eftir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigurjónsson
Borgarleikhúsið 2012 / 2013
3
Gulleyjan
Persónur og leikendur Langi-Jón Silvur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björn Jörundur Friðbjörnsson Jim Hawkins. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Þór Óskarsson Trellaný óðalsbóndi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Theodór Júlíusson Flint skiptstjóri, Pew blindi og Skarlat . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bergur Þór Ingólfsson Billy bein, Ben Gunn og Robbi rauði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kjartan Guðjónsson Beta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Álfrún Helga Örnólfsdóttir Livesy læknir, Svarti rakki. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallgrímur Ólafsson Mamma, Svartleggja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórunn Erna Clausen Sjóræningjar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðmundur Elías Knudsen og Arnar Orri Arnarson Páfagaukurinn Flint . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Joshua
Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Sigurjónsson Leikmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Snorri Freyr Hilmarsson Búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Agnieszka Baranowska og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Helgi Kristjánsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Hljóð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gunnar Sigurbjörnsson Sviðshreyfingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Katrín Ingvadóttir Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Árdís Bjanþórsdóttir
Borgarleikhúsið 2012–2013
4
Sýningarstjórn Ingibjörg E. Bjarnadóttir
Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Gunnar Sigurbjörnsson
Aðstoðarleikstjóri Katrín Ingvadóttir
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Magnús Helgi Kristjánsson Garðar Borgþórsson.
Hvíslari o.fl. Arna Ýr Karelsdóttir Aðstoð við myndband Bragi Þór Hinriksson
Ljósakeyrsla Hlynur Daði Sævarsson Gísli Bergur Sigurðsson
Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Ingunn Lára Brynjólfsdóttir Linda Húmdís Hafsteinsdóttir
Eltiljós Halla Káradóttir Elmar Þórarinsson
Leikgervi Margrét Benediktsdóttir Árdís Bjarnþórsdóttir Elín Gísladóttir Urður Arna Ómarsdóttir Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir
Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Þorbjörn Þorgeirsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson
Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Gunnlaugur Einarsson Haraldur Halldórsson Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson Dýri H. Hreiðarsson Bjarki Árnason og B. Hreiðarssynir
Umsjón með framleiðslu á Akureyri Eiríkur Haukur Hauksson Helga Mjöll Oddsdóttir Þakkir Starfsfólk Leikfélags Akureyrar Sigurborg Daðadóttir Arnoddur Magnús Danks Jenný og Örvar Filippía Elísdóttir Lind Völundardóttir Max Leo
Leikmunir Móeiður Helgadóttir Aðalheiður Jóhannesdóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir
Leikskrá: Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi : Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri : Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun : Grímur Bjarnason Útlit : Fíton Umbrot : Jorri Prentun : Oddi
Gulleyjan er 563. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur Frumsýning 14. september 2012 á Stóra sviði Borgarleikhússins Sýningartími er u.þ.b. tvær klukkustundir Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna. Gulleyjan er sett upp af Borgarleikhúsinu í samstarfi við Leikfélag Akureyrar Listrænn stjórnandi: Ragnheiður Skúladóttir Framkvæmdastjóri: Eiríkur H. Hauksson Bókhald og miðasala: Þóra Guðrún Hjaltadóttir Sviðsstjóri: Bjarki Árnason
5
Gulleyjan
Robert Louis Stevenson
Höfundur skáldsögunnar Gulleyjan
Robert Louis Stevenson fæddist þann 13. nóvember árið 1850 í Edinborg í Skotlandi. Snemma var ljóst að þarna var rithöfundur í uppsiglingu, því Robert var farinn að skrifa sögur og ljóð þegar í barnæsku. Hann hóf þó nám í verkfræði við Edinborgarháskóla, með það fyrir augum að feta í fótspor föður síns. Fáeinum árum síðar tók hann til við lögfræði og varð lögmaður árið 1875. Hann starfaði þó aldrei sem lögmaður, því hann hafði þá þegar áttað sig á því að ritstörfin áttu hug hans allan. Robert var heilsuveill alla tíð og ferðaðist víða í leit að heilnæmara loftslagi enda eru ferðalýsingar meðal fyrstu útgefinna verka hans eftir að hann komst á fullorðinsár. Robert var fjölhæfur rithöfundur og ljóðskáld og eftir hann liggur mikill fjöldi verka. Vinsældir Roberts byggjast þó fyrst og fremst á ævintýra- og fantasíusögum. Gulleyjan kom út árið 1883 og Hið undarlega mál Jekylls læknis og herra Hydes árið 1886. Hann settist að á Samóa-eyjum 1889, þar sem hann lést fimm árum síðar. Hann var grafinn á fjallstindi nálægt heimili sínu á Samóa-eyjum. Þegar Gulleyja Roberts Louis Stevensons kom fyrst út varð hún strax eins konar fyrirmynd allra annarra sjóræningjasagna sem seinna voru skrifaðar. Í sögu Stevensons kemur fyrst fyrir einfættur sjóræningi, sem þó var mjög trúverðugt, þar sem vinnuslys á sjónum voru mjög algeng á þessum tíma. Páfagaukur á öxl er líka uppfinning Stevensons og það sama má segja um fjársjóðskort þar sem staðsetning fjársjóðsins er merkt með X. Þannig má segja að Stevenson hafi slegið tóninn fyrir allar sjóræningjasögur sem fylgdu í kjölfarið allt fram á okkar daga.
Söguþráður Fyrir langa löngu var uppi sjóræningi sem nefndur var Flint skipstjóri. Til eru margar sögur af græðgi hans og grimmd, en frægust er sagan af því þegar hann gróf auðæfi sín á lítilli eyju í Karabíska hafinu. Enginn var til frásagnar um hvar kistan væri grafin, því enginn af þeim sem hjálpuðu Flint við að grafa hana áttu afturkvæmt frá Gulleyjunni. Mörgum árum seinna skýtur Billý Bein upp kollinum á Aðmíralskránni og segir öllum sem heyra vilja söguna af Flint skipstjóra. Jim Hawkins, sonur kráareigandans, heyrir þessar sögur og fyllist ævintýraþrá. Það sama má segja um Betu, dóttur óðalsbóndans Trellanýs, en hún er auðvitað stelpa og á ekki mikla möguleika á að lenda í ævintýrum eins og fjársjóðsleit. Þegar Jim eignast fjársjóðskort Flints halda honum engin bönd lengur og innan skamms er hann kominn út á sjó á glæsifleytunni Hispanjólu. Trellaný óðalsbóndi er skipstjóri í leiðangrinum, þó að hann hafi aldrei migið í saltan sjó, en skipskokkurinn er náungi að nafni Langi-Jón Silvur. Það er líka Langi-Jón sem útvegar áhöfn á skipið, en þegar Hispanjóla fer að nálgast Gulleyjuna kemur í ljós að Langi-Jón hefur ýmislegt annað í huga en að steikja beikon og egg í ferðinni. Áhöfnin reynist vera gamlir félagar Flints skipstjóra og nú gerir hún uppreisn undir forystu Langa-Jóns. Jim áttar sig á því að Langi-Jón, sem hann hélt að væri vinur sinn, er ekki allur þar sem hann er séður. Sjóræningjarnir ná skipinu á sitt vald, en Jim uppgötvar óvæntan bandamann um borð og í sameiningu tekst þeim að snúa á sjóræningjana. Þegar komið er í land í Gulleyjunni hefjast þorpararnir handa við að leita að fjársjóðnum, en gengur ekki eins vel og þeir höfðu vonast til. Jim finnur hins vegar furðufugl sem kallar sig Ben Gunn og reynist hafa búið einn á þessu eyðiskeri í átta ár, eða frá því að Langi-Jón skildi hann þar eftir. Það tekst góður vinskapur með Jim og Ben Gunn og þeir láta sér detta snjallræði í hug til að skjóta sjóræningjunum ref fyrir rass. Þegar ræningjarnir finna engan fjársjóð snúast þeir gegn Langa-Jóni, en skyndilega birtist draugur úr fortíðinni, sem setur heldur betur strik í reikninginn. Þó fer allt vel að lokum, eins og í öllum góðum ævintýrum.
Borgarleikhúsið 2012–2013
6
7
Gulleyjan
Helstu persónur í Gulleyjunni Langi-Jón Silvur Er ráðinn sem skipskokkur á Hispanjólu. Hann virðist vera harðduglegur og viðkunnanlegur sjómaður og sér um að ráða áhöfn á skipið. Þegar á líður kemur hins vegar í ljós að hann er foringi sjóræningjanna og ætlar sjálfum sér fjársjóð Flints skipstjóra. Framkoma hans bendir þó til þess að hann sé ekki bara ótíndur glæpamaður, heldur gamaldags ruddi með hjarta úr gulli. Jim Hawkins Er aðeins unglingsstrákur þegar Billý Bein afhendir honum fjársjóðskort Flints skipstjóra eftir að Pew blindi afhendir Billý Beini svarta depilinn. Jim leggur síðan upp í leiðangur með Hispanjólu í leit að Gulleyjunni og fjarsjóði Flints. Trellaný óðalsbóndi Heillaðist af hetjuskap sjómennskunnar á unga aldri, en hefur reyndar aldrei komið á sjó. Að vísu er aðal áhugamál hans matur, en hann hefur heldur ekkert á móti því að græða peninga. Þegar hann áttar sig á því að hann gæti komist í ævintýralega sjóferð og grætt vel í leiðinni, finnst honum ekkert að því að skella sér suður í höf í góðum félagsskap. Livsey læknir Er vel menntaður maður og vel fróður um alla þá sjúkdóma sem geta herjað á fólk. Fyrir vikið er hann hræddur við öll einkenni sem hann verður var við hjá sjálfum sér og gætu bent til þess að hann væri sjálfur orðinn veikur. Hann kemur með í fjársjóðsleitina til að þóknast Trellaný, en veit það innst inni allan tímann að hann hefði átt að vera eftir heima. Ben Gunn Eftir dauða Flints skipstjóra fór Ben Gunn með fyrrum skipsfélögum sínum til að reyna að finna fjársjóð Flints án þess þó að hafa fjársjóðskortið. Þegar fjársjóðurinn fannst ekki skildu félagarnir hann eftir á Gulleyjunni. Þegar Jim Hawkins kemur til eyjarinnar hefur Ben verið þar aleinn í átta ár. Beta Er dóttir Trellanýs óðalsbónda og vinkona Jims. Henni finnnst ósanngjarnt að stelpur skuli ekki mega ólmast og lenda í ævintýrum eins og strákar. Þess vegna dulbýr hún sig sem sjóræningja og fer með í fjársjóðsleitina, hvað sem hver segir. Sjóræningjar Sjóræningjar höfðu orð á sér fyrir að vera blóðþyrstir, ruddalegir, sóðalegir, drykkfelldir og gráðugir. Þetta á eflaust við um flesta sjóræningjana sem birtast okkur á sviðinu í dag. Hitt hljótum við líka að skilja, að þegar menn voru einangraðir á skipi úti á rúmsjó í margar vikur og mánuði, þá var það kannski ekki hreinlæti og mannasiðir sem skiptu mestu máli.
Borgarleikhúsið 2012–2013
8
Sjóræningjahugtök Svarti depillinn: Svarti depillinn er (hringlaga) blað eða spjald. Á annarri hliðinni er svartur depill en á hina hliðina voru rituð skilaboð til þess sem fékk svarta depilinn. Þegar sjóræningja er afhentur svarti depillinn táknar það að hann hafi verið settur af sem foringi. Sjóræningjapáfagaukar: Sjófarendur í suðurhöfum tóku oft framandi dýr með í ferðir sínar. Páfagaukar voru mjög vinsælir þar sem þeir voru litríkir, hægt var að kenna þeim að tala og svo var auðveldara að hugsa um þá heldur en til dæmis apa. En páfagaukar voru líka verðmætir, því hægt var að selja þá fyrir fúlgur fjár. Sjóræningjafánar: Sjóræningjafáni var notaður til að auðkenna skip sem sjóræningjaskip. Algengast var að fáninn væri svartur með hauskúpu og krosslögðum beinum. Sumir sjóræningjar áttu þó sinn eigin fána sem var frábrugðinn fánum annarra sjóræningja. Tilgangurinn með því að flagga sjóræningjafánanum var að reyna að hræða áhafnir annarra skipa til að gefast upp án bardaga. En sjóræningjafáninn var ekki alltaf uppi - venjulega sigldu sjóræningjar undir fölsku flaggi og var sjóræningjafánanum ekki flaggað fyrr en ræningjarnir væru komnir í skotfæri. Sjóræningjaskip: Sjóræningjaskip þurftu að vera hraðskreið, vel vopnuð og nægilega lipur til að forðast gagnárásir. Ekki var mikið um þægindi um borð þar sem áhöfnin var yfirleitt mjög fjölmenn og einnig varð að vera gott pláss fyrir allan ránsfenginn. Yfirleitt eignuðust sjóræningjar skip sín með því að ræna þeim af öðrum. Algengustu sjóræningjaskipin voru svokallaðar skonnortur með tveim háum möstrum, þau vógu allt að 100 tonn, báru 75 manna áhöfn og 8 fallbyssur. Hispanjóla: Skipið sem Jim Hawkins, Langi - Jón Silvur og félagar sigla á heitir Hispanjóla. En eyjan Hispanjóla er stór eyja í Karabíska hafinu, þar eru nú ríkin Dóminíska lýðveldið og Haiti. Fyrirmyndina af Gulleyjunni er væntanlega á svipuðum slóðum. Falinn fjársjóður: Í flestum sjóræningjasögum er falinn fjársjóður. Þá hefur sjóræningi falið illa fenginn fjársjóð sinn á afskekktum stað og ætlar að vitja hans síðar með hjálp fjársjóðskorts. Sjóræningjar nældu sér í fjársjóði hvar sem þeir gátu, allskonar verðmætum, gulli, gimsteinum og öðrum verðmætum. Oftast var ránsfengnum skipt á milli skipverja, en þó gengu sögur um gríðarlega fjársjóði sem einstaka sjóræningjaforingjar áttu að hafa safnað sér. Enn er þessara fjársjóða leitað... Fjársjóðskort: Fjársjóðskort er sérstakt kort sem sýnir staðsetningu falins fjársjóðs, týndrar námu eða leynistaði. Á slíkum kortum er oft að finna dularfullar vísbendingar eða leiðbeiningar til þess er leitar fjársjóðarins. t.d. „Karíbahaf... Sjö fet í austur og sextíu á ská, sautján skref óþreyjufull...“
9
Gulleyjan
Borgarleikhúsið 2012–2013
10
11
Gulleyjan
Borgarleikhúsið 2012–2013
12
13
Gulleyjan
Borgarleikhúsið 2012–2013
14
15
Gulleyjan
Örspjall við Sigurð Sigurjónsson Nafn: Sigurður Sigurjónsson Starf: Leikari og leikstjóri Hvenær heyrðir þú fyrst af Gulleyjunni? Ég las bókina um Gulleyjuna eftir Robert Luis Stevenson í tímaritinu Sígildar sögur þegar ég var unglingur og heillaðist strax af henni. Hvað var svona heillandi við hana? Sagan sjálf er svo skemmtileg og spennandi. Svo gerist hún á suðrænum ströndum þar sem eru hvítar strendur og pálmatré, þangað dreymdi mig um að komast þegar ég var yngri. Svo eru sjóræningjar í svo flottum fötum enda miklir töffarar. Finnst þér þú eiga eitthvað sameiginlegt með sjóræningum? Ég er með þessa ævintýraþrá sem er í hverjum sjóræningja. Hefur þú heimsótt Gulleyjuna? Já fyrir tveimur árum fór ég á hina einu sönnu Gulleyju sem er í Karabíska hafinu. Þar leitaði ég og leitaði að gulli en fann ekkert. Ég tók hins vegar dýrmætar minningar með mér til baka og þær lifna nú við á sviðinu…. og í sýningunni er sko nóg af gulli.
Borgarleikhúsið 2012–2013
16
Gulleyjan í ótal ólíkum myndum Í gengum tíðina hefur Gulleyjan verið sett upp á leiksviði, kvikmynduð og gefin út á prenti í mörgum ólíkum myndum. Elstu kvikmyndirnar sem byggðar eru á sögunni um Gulleyjuna eru frá byrjun 20. aldar. Kvikmynd gerð árið 1972, þar sem Orson Welles var í hlutverki Langa - Jóns Silvurs. Gaman er að geta þess að Orson Welles útvarpaði einnig leikritinu Gulleyjunni í júlí 1938. Charlton Heston lék líka Langa-Jón í sjónvarpsmynd sem gerð var 1990. Í öðrum hlutverkum voru Christian Bale sem Jim Hawkins og Oliver Reed sem Billý Bein. Prúðuleikararnir hafa ekki látið sitt eftir liggja, kvikmyndin Muppet Treasure Island kom út árið 1996. Þar var Tim Curry í hlutverki Langa-Jóns Silvur, Kermit froskur í hlutverki skipstjórans og ungfrú Svínka var Benjamína Gunn. Disney hefur gert sína útgáfu af Gulleyjunni árið 2006, teiknimynd sem gerist út geimnum. Langi-Jón Silvur er rafmenni (cyborg), sjóræningjarnir eru ýmist geimverur eða vélmenni en Jim Hawkins er mannlegur. Jefferson Airplane gaf út plötu 1972 þar sem titillagið var Long John Silver. Bandarísk veitingastaðakeðja sem sérhæfir sig í sjávarréttum kallast Long John Silver‘s. Í Flórídaríki Bandaríkjanna er bær sem heitir Gulleyjan (Treasure Island).
Málfar sjóræningja Málfar sjóræningja var oft á tíðum svolítið ólíkt málfari landkrabba. Einnig eru ýmis orð sem tengjast sjómennsku sem gott er að kunna skil á Bakborði - vinstri hlið skips þegar horft er fram eftir því Beita upp í - hagræða seglum þannig að hægt sé að sigla eins mikið á móti vindi og hægt er Blóðfáni – stór, rauður ferhyrndur fáni sem dregin var að húni til að gefa til kynna að nú væri haldið til orrustu. Bógur – framstafn skips Faðmur – mælieining á dýpt, um það bil 183 cm Fríbýtari – sjóræningi sem hafði leyfi frá yfirvöldum til að ræna skip annarra þjóða Hefla segl – að vefja seglin saman og festa þau við rána eða sigluna Hefur marga fjöruna sopið – sá sem hefur öðlast mikla þekkingu og reynslu, oft í gegnum erfiðleika Hefur migið í saltan sjó – einhver sem hefur öðlast reynslu og kann til verka um borð í skipi. Hefur gjarnan komist í hann krappan á sjó Hleypa undan – sigla hratt undan vindi Hléborði – sú hlið skips sem snýr undan vindi Kjölsvín – neðsti parturinn af skipinu. Það var til siðs að plata nýliða með því að segja þeim að fara að gefa kjölsvíninu að éta Kulborði – sú hlið skips sem snýr upp í vindinn Landeyða – iðjuleysingi eða slæpingi Landkrabbi – maður sem er ekki sjómaður Rifa segl – að stytta segl með því að vefja saman neðri hlutann af því og festa við rána Sjómíla – vegalengdir á sjó eru mældar í sjómílum. Ein sjómíla er um það bil 1852 metrar Stjórnborði – hægri hlið skips þegar horft er fram eftir því Venda – að breyta um stefnu
17
Gulleyjan
Borgarleikhúsið 2012–2013
18
19
Gulleyjan
Björn Jörundur Sigurður Þór Friðbjörnsson Óskarsson lærði leiklist í Liverpool Institute for Performing Arts. Hann hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum svo sem Sódómu Reykjavík, Villiljósi, Fíaskó, Ikingut, Englum alheimsins, Desember og Svartur á leik. Hann hefur einnig leikið á sviði í verkum eins og Gauragangi, Rocky horror, Rent og Draumi á Jónsmessunótt hjá Þjóðleikhúsinu. Björn Jörundur er þó sennilega þekktastur fyrir störf sín í tónlist enda hefur hann verið iðinn tónlistarmaður allt frá árinu 1987. Hann er einn afkastamesti lagasmiður landsins og hefur sungið inn á fjölmargar hljómplötur. Björn Jörundur sendi frá sér sólóplötuna BJF árið 1994 og hefur verið meðlimur hljómsveitarinnar Nýdönsk frá stofnun hennar en hljómsveitin átti einmitt tuttugu og fimm ára afmæli nýverið. Nýdönsk hefur gefið út fjölmargar plötur og átt mörg afar vinsæl lög á síðustu 25 árum. Nýlega setti hljómsveitin upp verkið Nýdönsk í nánd í samstarfi við Borgarleikhúsið. Sýningar Björns á leikárinu: Gulleyjan
Borgarleikhúsið 2012–2013
20
útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands með BFA gráðu árið 2012. Að lokinni útskrift réði hann sig til Borgarleikhússins og er nú fastráðinn leikari þar. Sigurður lék í Grease 2009 í Loftkastalanum, barnaleikritinu Jólaævintýri 2010, í Gosa í Borgarleikhúsinu árið 2007 og fuglahræðuna í Galdrakarlinum í Oz árið 2012. Sigurður hefur talsett fjölda teiknimynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Sýningar Sigurðar á leikárinu: Gulleyjan, Bastarðar, Mýs og menn, Galdrakarlinn í Oz, Mary Poppins og Núna!
Theodór Júlíusson
Bergur Þór Ingólfsson
er með Diploma í leiklist frá The Drama Studio London. Hann var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar 1978 til 1989 og lék fjölda hlutverka t.d. Búa Árland í Atómstöðinni, Sölva Helgasson í Ég er gull og gersemi og Mjólkurpóstinn Tevje í Fiðlaranum á þakinu. Theodór lék sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi Reikjavíkur sem gestaleikari 1987 í söngleiknum Maraþondansi en kom svo aftur til starfa hjá félaginu við opnun Borgarleikhúss árið 1989, hefur starfað þar síðan og leikið fjölda hlutverka auk þess sem hann lék í Kaffi í Þjóðleikhúsinu. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu má nefna Gosa, Fló á skinni, Fýsn, Milljarðamærin snýr aftur, Söngvaseið, Fjölskylduna og Kirsuberjagarðinn. Theodór hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Puntilla og Matta, Söngleiknum Ást og Fjölskyldunni. Theodór hefur leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og einnig hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hefur leikið í ótal útvarpsleikritum, sjónvarps- og kvikmyndum t.a.m Englum alheimsins, Hafinu, Ikingút, Mýrinni, Sveitabrúðkaupi, Reykjavík-Rotterdam og Eldfjalli, en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann Edduverðlaunin, verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo. Theodór er varaformaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur.
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1995 og var þá ráðinn til Þjóðleikhússins en hefur verið fastráðinn við Borgarleikhúsið frá árinu 2000. Meðal fjölmargra hlutverka sem Bergur hefur leikið eru Sörensen rakari í Kardemommubænum, Haukur í Grandavegi 7, Heródes í Jesus Christ Superstar, Tarzan í Gretti, Hitler í Mein Kampf, Dante í Dauðasyndunum, kennarinn í Gauragangi, ýmis hlutverk í Jesú litla og Lebel í Eldhafi. Bergur hlaut Grímuverðlaun fyrir hlutverk skólameistarans í Milljarðamærin snýr aftur árið 2009. Hann hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Stelpurnar og Venni Páer - og kvikmyndinni Órói. Bergur er einn af stofnendum GRAL-leikhópsins í Grindavík, þar sem hann hefur bæði skrifað og leikstýrt, meðal annars Horn á höfði sem fékk Grímuverðlaun fyrir barnasýningu ársins 2010 en það sama ár hlaut hann einnig verðlaun fyrir Jesú litla, ásamt félögum sínum í Borgarleikhúsinu, bæði fyrir sýningu ársins og handrit ársins. Bergur hefur leikstýrt Kristnihaldi undir jökli, Móglí og Galdrakarlinum í Oz hjá Borgarleikhúsinu. Sýningar Bergs á leikárinu: Gulleyjan, Jesús litli og Núna! ásamt því að leikstýra Mary Poppins.
Sýningar Theodórs á leikárinu: Gulleyjan, Fanny & Alexander, Mýs og menn og Mary Poppins
21
Gulleyjan
Kjartan Guðjónsson
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
stundaði nám við Neighborhood Playhouse leiklistarskólann í New York veturinn 1988-89 en lauk síðan prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1995. Kjartan lék í Ef væri ég gullfiskur, Trúðaskólanum, Fögru veröld og Galdrakarlinum í Oz í Borgarleikhúsinu, auk þess sem hann tók þar þátt í söngdagskránni Augun þín blá. Hann lék í Í djúpi daganna hjá Íslenska leikhúsinu, Konur skelfa hjá Alheimsleikhúsinu, Stone Free og Veðmálinu hjá Leikfélagi Íslands. Hann lék sem gestaleikari í Ivanov hjá Nemendaleikhúsinu, í Ávaxtakörfunni í Íslensku óperunni og Þjóni í súpunni og Frankie og Johnny í Iðnó. Kjartan var fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu 1999 -2011og lék þar meðal annars í Tveimur tvöföldum, Latabæ, Gullna hliðinu, Landkrabbanum, Bláa hnettinum, Vatni lífsins, Syngjandi í rigningunni, Önnu Kareninu, Rauða spjaldinu, Veislunni, Með fullri reisn, Svartri mjólk, Dýrunum í Hálsaskógi, Þetta er allt að koma, Öxinni og jörðinni, Eldhúsi eftir máli, Dínamíti, Óhapp!, Sólarferð, Hart í bak, Kardemommubænum, Fridu, Finnska hestinum og Íslandsklukkunni. Nýlegast leikverka Kjartans utan Gulleyjunnar er Alvöru menn í Austurbæ. Kjartan hefur leikið í fjölda áramótaskaupa, leikið aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Stelpurnar, Pressu I, II og III, Ástríði I og II (Stöð 2), Hjá Marteini og Hinn eini sanni (RÚV) og Hæ Gosa I II og III (Skjár einn). Hann lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Sumarlandið.
útskrifaðist frá Webber Douglas leiklistarskólanum í London vorið 2003 og hefur leikið fjölmörg hlutverk á sviði og í kvikmyndum, meðal annars hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og leikhópum. Í Þjóðleikhúsinu lék Álfrún í Bakkynjum, Oliver og Lé konungi. Hún lék í Gretti og Segðu mér allt í Borgarleikhúsinu og Litlu hryllingsbúðinni, Fullkomnu brúðkaupi og Maríubjöllunni hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún lék í Úlfhamssögu, Abbababb, Grease, Eldað með Elvis og Fame með sjálfstæðum leikhópum. Meðal þeirra kvikmynda sem hún hefur leikið í má nefna Dís, Villiljós, Svo á jörðu sem á himni og sjónvarpsþáttunum Sigtið. Álfrún er einn af meðlimum og stofnendum leikhópsins Ég og vinir mínir sem vöktu mikla athygli með dansleikhúsverkunum Húmanímal og Verði þér að góðu. Álfrún lék síðast í einleiknum Kameljón sem hún samdi ásamt Friðgeiri Einarssyni og Margréti Örnólfsdóttur. Álfrún er nú fastráðin við Borgarleikhúsið.
Sýningar Kjartans á leikárinu: Gulleyjan
Borgarleikhúsið 2012–2013
22
Sýningar Álfrúnar á leikárinu: Gulleyjan, Bastarðar, Mýs og menn og Mary Poppins
Hallgrímur Ólafsson
Þórunn Erna Clausen
útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar strax við útskrift en vorið 2008 gerðist hann fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu. Hjá Leikfélagi Akureyrar lék Hallgrímur í Óvitum og fór með ýmis hlutverk í Ökutímum ásamt því að leika í Fló á skinni. Hjá Borgarleikhúsinu hefur Hallgrímur m.a. leikið í Fólkinu í blokkinni, Söngvaseið, Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldunni, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum, Elsku barni, Strýhærða Pétri, Kirsuberjagarðinum og Hótel Volkswagen en fyrir síðastnefnda hlutverkið fékk hann tilnefningu til Grímunnar. Hann hefur einnig á undanförnum árum leikið í sjónvarpsþáttum til að mynda Fangavaktinni, Heimsenda og fl.
útskrifaðist sem leikkona frá Webber Douglas Academy í London árið 2001. Meðal hlutverka og leiksýninga í Þjóðleikhúsinu má nefna Ragnheiði Birnu í Þetta er allt að koma, Sitji Guðs Englar, Gott kvöld, Leitin að jólunum og Syngjandi í rigningunni. Hún lék Nansí í Olíver hjá Leikfélagi Akureyrar 2005. Þórunn var tilnefnd til Grímunnar fyrir hlutverk sitt í Dýrlingagenginu sem sett var upp í Listasafni Reykjavíkur og tvívegis til Eddunnar fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni Dís og þáttunum Reykjavíkurnætur. Önnur verkefni eru m.a. einleikurinn Ferðasaga Guðríðar, leikstjórn hjá áhugaleikfélögum ásamt því að hafa fengist töluvert við textagerð og söng utan leikhússins. Hjá Borgarleikhúsinu hefur Þórunn leikið í Söngvaseiði, Fjölskyldunni og Lilith í Faust í leikferð Borgarleikhússins og Vesturports til Kóreu 2011. Hún var einnig aðstoðarleikstjóri í Fjölskyldunni og Galdrakarlinum í Oz. Þórunn lék í Gulleyjunni þegar hún var sýnd á Akureyri á síðasta leikári.
Sýningar Hallgríms á leikárinu: Gulleyjan, Gullregn, Fanný og Alexander og Mary Poppins
Sýningar Þórunnar á leikárinu: Gulleyjan
23
Gulleyjan
Guðmundur Elías Knudsen
Arnar Orri Arnarson
stundaði nám við Listdansskóla Íslands á árunum 1994 til 1996 og fór svo til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten Arnhem og útskrifaðist þaðan vorið 2000. Guðmundur vann með Dansleikhúsi Ekka eftir útskrift og var svo fastráðinn við Íslenska Dansflokkinn frá hausti 2001-2011 og hefur tekið þátt í flestum uppfærslum flokksins á því tímabili. Guðmundur dansar annað tveggja hlutverka í dansmynd Katrínar Hall “Burst” sem hlaut verðlaun á danshátíð í Toronto, Kanada. G.Elías er fjölhæfur maður og er einnig meðlimur í spunagrínhópnum Follow the fun. Guðmundur tók þátt í Footlose, Chicago, Sól og Mána, sýningum í Borgarleikhúsinu og var hreyfimeistari fyrir Algjör sveppur, Dagur í lífi drengs, sem fékk tilnefningu til Grímunnar sem besta barnasýningin.
hefur æft Parkour í mörg ár og er í framvarðarsveit hér á landi í því fagi. Hann hefur einnig æft Breakdans, Free style og nútímadans í mörg ár. Arnar hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum með hinum ýmsu danshópum m.a. sýningum með Danshópnum Rebel, Bláu ninjunum og JSB. Arnar hefur einnig fengist við sirkuslistir bæði hér á Íslandi og í London.
Sýningar Guðmundar á leikárinu: Gulleyjan og Á sama tíma að ári
Borgarleikhúsið 2012–2013
24
Sýningar Guðmundar á leikárinu: Gulleyjan
Joshua er níu ára gamall, fæddur á Írlandi og er af tegundinni Red-sided Eclectus frá Solomon-eyjum í V-Kyrrahafi. Hann er yfirvegaður en forvitinn fugl og þarf að fá útrás fyrir forvitni sína við og við, því finnst honum gaman að fá að labba um og skoða umhverfi sitt. Hann þreytir nú frumraun sína á Stóra sviði Borgarleikhússins.
25
Gulleyjan
Sigurður Sigurjónsson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1976 og lék lengi vel hjá Þjóðleikhúsinu. Meðal hlutverka hans þar má nefna Kalla í Stalín er ekki hér, Árna í Stundarfriði, Amadeus í samnefndu verki, Vlas í Sumargestum, Ragga í Bílaverkstæði Badda, Dofrann í Pétri Gaut, Sigurð Pétursson í Gleðispilinu, Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi, Ranúr í Gauragangi, Martini í Gaukshreiðrinu, Sganarelle í Don Juan, Gregers Werle í Villiöndinni, Asdak og fleiri hlutverk í Krítarhringnum í Kákasus, Alfreð í Allir á svið og F2 og Albert í Edith Piaf. Í Borgarleikhúsinu lék Sigurður í Harry og Heimi, Dúfunum, Afanum og Nei, ráðherra. Þá hefur Sigurður leikið í fjölmörgum íslenskum kvikmyndum og í sjónvarpi, meðal annars með Spaugstofunni. Sigurður hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 1978. Á síðari árum hefur Sigurður snúið sér í auknum mæli að leikstjórn. Hann leikstýrði Hellisbúanum í Íslensku óperunni, Dýrunum i Hálsaskógi, Gamansama harmleiknum, Manni í mislitum sokkum, barnaleikritinu Glanna glæp í Latabæ og Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu. Sigurður leikstýrði einnig sýningunni Óvitum hjá Leikfélagi Akureyrar. Sigurður leikstýrir einnig leikritinu Á sama tíma að ári hér í Borgarleikhúsinu.
Karl Ágúst Úlfsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og lék í mörg ár á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann m.a. í Undir álminum, Írlandskortinu og Draumi á jónsmessunótt. Hjá Þjóðleikhúsinu lék hann m.a. í Skugga-Sveini, Valborgu og bekknum og Uppreisn á Ísafirði. Á síðari árum hefur hann einkum starfað í leikhúsi og við sjónvarp sem höfundur, leikstjóri og þýðandi. Karl Ágúst lauk MFA-gráðu í leikritun og handritagerð við Ohio University árið 1994. Fjögur verka hans hafa verið sett á svið í Bandaríkjunum, The Guarding Angel, A Guy Named Al, Body Parts og The Iceman Is Here. Meðal leikverka Karls Ágústs sem sýnd hafa verið á Íslandi eru Í hvítu myrkri í Þjóðleikhúsinu, söngleikirnir Fagra veröld, Sól og Máni og Gosi í Borgarleikhúsinu og Ó, þessi þjóð í Kaffileikhúsinu. Útvarpsleikrit hans Ómerktur ópus í C-moll var tilnefnt til Grímuverðlauna árið 2006. Auk þess hefur hann þýtt yfir þrjátíu leikverk fyrir útvarp og leiksvið, þar á meðal Pétur Gaut, Leitt hún skyldi vera skækja og Með fullri reisn fyrir Þjóðleikhúsið og Kabarett, Galdrakarlinn í Oz, Pétur Pan og Jesus Christ Superstar fyrir Borgarleikhúsið.
Snorri Freyr Hilmarsson
lauk námi í leikmyndahönnun frá Tækniháskólanum í Birmingham 1989. Hlaut Linsbury Price For Stage Design sama ár og átti samvinnu við Théâtre de Complicité í London. Hann hefur gert fjölda leikmynda fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús. Meðal verkefna hans í sjónvarpi eru Sigla himinfley, Jörundur hundadagakonungur, stuttmyndirnar Óskir skara, Fiskur og Besti vinur kvenna, Lazytown (BAFTA-verðlaun 2007). Drög að svínasteik sem var samvinnuverkefni EGG-leikhússins og Þjóðleikhússins 1993, Rommí og Stjörnur á morgunhimni í Iðnó, Tobacco Road hjá LA. Fyrir Borgarleikhúsið: Öndvegiskonur, Blíðfinnur, Boðorðin níu, Kvetch (Gríman sem sýning ársins 2003), Sporvagninn Girnd, Draugalestin, Belgíska Kongó, Sekt er kennd, Mein Kampf, Söngvaseiður, Gauragangur, Fólkið í kjallaranum, Galdrakarlinn í Oz og Svar við bréfi Helgu í Borgarleikhúsinu. Hann var hönnuður og meðhöfundur að Jesú litla sem fékk Grímuna árið 2010 sem sýning ársins og leikrit ársins. Fyrir Íslensku óperuna: Sweeny Todd, Tökin hert og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá Íslensku óperunni, Kabarett hjá Á senunni og Úlfhamssaga hjá Öðru sviði og Hafnarfjarðarleikhúsinu. Meðal verkefna fyrir Þjóðleikhúsið eru Sannar sögur af sálarlífi systra sem hlaut Menningarverðlaun DV, Hægan Elektra, Laufin í Toscana, Lífið þrisvar sinnum, Rakstur og Sælueyjan. Snorri Freyr er fastráðinn leikmyndahöfundur við Borgarleikhúsið.
Magnús Helgi Kristjánsson er rafvirki að mennt og hefur unnið í og með í leikhúsi frá árinu 1988. Hann er fastráðinn ljósamaður hjá Borgarleikhúsinu og hefur verið það síðastliðin 4 ár. Magnús hefur unnið að allmörgum sýningum Borgarleikhússins á þessu tímabili en þar má helst nefna Við borgum ekki og Skoppu og Skrítlu. Magnús hefur einnig unnið talsvert við ljósahönnun tónleika af ýmsu tagi, bæði popphljómsveita en einnig tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Meðal sýninga sem Björn hefur lýst eru Brúðuheimilið, Krítarhringurinn í Kákasus, Hægan Elektra, Kirsuberjagarðurinn, Blái hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cyrano frá Bergerac, Veislan, Rauða spjaldið, Jón Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Nítjánhundruð, Öxin og jörðin og Leg í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur unnið lýsingu margra sýninga Hafnarfjarðarleikhússins, Íslensku óperunnar og ýmissa leikhópa. Hjá LA lýsti Björn m.a. Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærði Pétur, Kirsuberjagarðurinn og Svar við bréfi Helgu. Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. hefur hann hlotið Grímuna fyrir vinnu sína. Björn er nú yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu. Borgarleikhúsið 2012–2013
26
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir útskrifaðist úr leikstjórn og grafískri hönnun frá Central Saint Martins í London 2010. Lokaverkefni hennar, uppsetning á dansverkinu Aftursnúið, var unnið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og sýnt í Rýminu árið 2010 og aftur í Tjarnabíói á vegum Reykjavík Dance Festival. Þar sá hún um leikmynd, búninga og grafík auk þess að leikstýra stuttmyndinni Retrograde sem lauslega er byggð á verkinu. Hún hefur leikstýrt ýmsum verkefnum fyrir m.a. Auroru sinfóníuna í London og stiklum fyrir MTV í Evrópu og fengist við listræna stjórnun og búningahönnun í auglýsingum, tónlistarmyndböndum og stuttmyndum.
Agnieszka Baranowska hefur starfað sem stílisti og búningahönnuður. Hún hóf störf hjá franska fatahönnuðinum Gilles Rosier og vann einnig fyrir tískuhús Kenzo. Í störfum sínum fyrir Gilles Rosier í París kynntist hún Dick Kayek, Barbara Bui og Isabelle Marant og starfaði með þeim. Agnieszka hefur einnig hannað auglýsingar og geisladiskaumslög fyrir Virgin, Sony, Emi o.fl. og hannaði útlit geisladiska fyrir Karen Ann, Bang Gang, Singapore, Sling, Marlene Kuntz og vann myndbönd ásamt með Ítalanum Masbedo. Hún hefur starfað sem búningahöfundur við dansleikverkin Blink of an Eye og Velkomin heim hjá Íslenska dansflokknum með Filippíu Elísdóttur og einnig í stuttmyndunum Read Dead eftir Barða Jóhannsson, Little Geimfar eftir Ara Alexander Egris, Transs eftir Sigtrygg Magnason.
27
Gulleyjan
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útskrifaðist með einleikarapróf á klassískan gítar frá Tónskóla Sigursveins 1986 og burtfararpróf frá tónfræðideild Tónlistarskóla Reykjavíkur 1989. Hefur einnig sótt námskeið í tónsmíðum hjá Malcolm Singer í Englandi. Hann hefur starfað sem lagasmiður/tónskáld, upptökustjóri, útsetjari og gítarleikari við fjölda ólíkra verkefna. Hann stofnaði hljómsveitina Todmobile og hefur samið flest tónverka sveitarinnar í gegnum tíðina. Þorvaldur hefur samið tónlist við sex söngleiki, Ávaxtakörfuna, Benedikt búálf, Hafið blá, Gosa, Ástin er diskó lífið er pönk og nú Gulleyjuna. Hann hefur einnig samið og útsett tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, td. Astrópíu, Sporlaust og Hafið. Hann hefur verið tónlistarstjóri fjölda söngleikja á Íslandi og víðar, m.a. Rocky Horror, Evitu, Hárinu, Footloose, Grease, Litlu hryllingsbúðinni og nú síðast Vesalingunum. Einnig hefur hann skrifað töluvert fyrir sinfóníuhljómsveitir og aðra hljóðfærahópa frá árinu 1989 og hafa flest þau verk öll verið flutt á tónleikum eða leiksviði. Hann hefur nýlokið við að semja hljómsveitarverk upp úr ljóðum Völuspár. Hann hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin sem lagasmiður.
Gunnar Sigurbjörnsson er hljóðmaður og hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið. Hann kom að fjölmörgum sýningum Leikfélagi Akureyrar allt frá árinu 1986 og var fastráðinn tæknistjóri þar síðustu árin. Hjá LA hannaði hann hljóðmyndir, hljóðblandaði og keyrði fjölmargar sýningar, meðal þeirra eru Slavar, Pakkið á móti, Litla hryllingsbúðin, Óliver!, Lífið – notkunarreglur, Óvitar, Fló á skinni, Músagildran, Lápur, Skrápur og jólaskapið, Fúlar á móti, Falið fylgi, Lilju, Lykilinn að jólunum og 39 þrep. Gunnar hefur verið hljóðhönnuður fyrir margar þekktustu hljómsveitir landsins og hefur hljóðblandað fjölda tónleika hér heima og erlendis á síðsutu 20 árum. Gunnar var ráðgefandi í hljóðmálum við byggingu Menningarhússins Hof á Akureyri og tók þátt í hljóðhönnun stóra salsins þar.
Katrín Ingvadóttir hefur samið dansa og aðstoðað við hreyfingar fyrir fjölda sýninga af öllum gerðum. Katrín fór í framhaldsnám til London og var svo fastráðin hjá Íslenska dansflokknum á árunum 1993-2011. Hún dansaði líka m.a. fyrir Þjóðleikhúsið, Íslensku óperuna, Borgarleikhúsið, BBC og Íslenska Jassballetflokkinn. Hún hefur séð um þjálfun og kennslu m.a. fyrir Íslenska dansflokkinn, Jo Strömgren, Listaháskólann, og Danslistaskóla JSB þar sem að hún kennir núna. Hún er danshöfundur á uppsetningu Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz og var aðalþjálfari og ráðgjafi sjónvarpsþáttarins Dans Dans Dans haustið 2011 og 2012.
Margrét Benediktsdóttir nam leikhús- og kvikmyndaförðun í Christian Chauveau París á árunum 1988-1989. Að námi loknu hóf hún störf í Borgarleikhúsinu árin 1989-1990 en fór þá yfir í Þjóðleikhúsið og starfaði þar til ársins 2011 en þá hóf hún störf að nýju við Borgarleikhúsið. Margrét hefur unnið við fjölmargar leiksýningar í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Einnig hefur hún starfað við kvikmyndir, auglýsingar, tískusýningar ofl.
Ingibjörg E. Bjarnadóttir lauk námi í sýningastjórn frá Guildford School of Acting and Dance árið 1990. Hún hóf störf hjá Borgarleikhúsinu sem sýningarstjóri sama ár og starfaði þar til 1999 við mörg verkefni á Stóra sviðinu eins og Þrúgur reiðinnar, Ljón í síðbuxum, Stone free, Galdrakarlinn í OZ, Grease og Pétur Pan. Ingibjörg var ráðin sem sýningarstjóri hjá Þjóðleikhúsinu árið 2001 og var m.a. sýningarstjóri í Önnu Kareninu, Jóni Oddi og Jóni Bjarna, Allir á svið, Ríkarði þriðja, Dínamíti og Dýrunum í Hálsaskógi. Hún kom svo aftur til starfa hjá Borgarleikhúsinu árið 2004 og er nú fastráðinn sýningarstjóri á Stóra sviðinu. Síðustu sýningar sem Ingibjörg vann við eru Gosi, Miljarðamærin snýr aftur, Gauragangur, Fjölskyldan, Ofviðrið, Galdrakarlinn í OZ og Fanný & Alexander.
Borgarleikhúsið 2012–2013
28
29
Gulleyjan
Borgarleikhúsið 2012–2013
30
31
Gulleyjan
Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.
Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –
Stjórn Borgarleikhússins
Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir
Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Marta Nordal, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru Edda Þórarinsdóttir og Finnur Oddsson.
Borgarleikhúsið 2012–2013
32
Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Álfrún Helga Örnólfsdóttir Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna Jónsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson
Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Gunnar Sigurbjörnsson, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Margrét Benediktsdóttir, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Nína Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir Smíðaverkstæði Gunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, smiður Haraldur Björn Haraldsson, smiður Karl Jóhann Baldursson, smiður
Listrænir stjórnendur Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður
Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir
Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið
Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir Stefanía Þórarinsdóttir
Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður Þorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður
Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Garðar Borgþórsson, ljósamaður
Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
33
Gulleyjan
Mary Poppins
Einn vinsælasti söngleikur heims – nú loksins á Íslandi Allt getur gerst í söngleiknum um Mary Poppins – ef þú leyfir því að gerast! Hér er ekkert venjulegt leikverk á ferðinni; sagan er leiftrandi og sjónarspilinu eru engin takmörk sett. Áhorfendur fylgjast með Mary Poppins lífga upp á heimilislífið í Kirsutrjárunni, breyta grárri Lundúnaborg í litríkt ævintýri þar sem sótarar dansa upp um veggi og loft. Tónlistina þekkja allir og hún birtist hér í nýjum heillandi útsetningum. Dansatriðin í Mary Poppins eru stórglæsi- leg enda gengur Íslenski dansflokkurinn til liðs við listamenn Borgarleikhússins í þessari stórsýningu. Kvikmyndin um Mary Poppins sló rækilega í gegn um allan heim þegar hún var frumsýnd árið 1964 með Julie Andrews í aðalhlutverkinu. Myndin fékk fimm Óskarsverðlaun og er löngu orðin sígild. Það var svo árið 2004 að loks var gerður söngleikur. Hann fékk hreint ótrúlegar viðtökur þegar hann var frumsýndur á West End; hlaut sjö Tony verðlaun, m.a. sem besti söngleikurinn. Síðan hefur Mary Poppins farið sigurför um heiminn og notið mikilla vinsælda. Söngleikurinn um Mary Poppins hefur aldrei áður verið sýndur á Íslandi og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra. frumsýnt 22. febrúar 2013 | sýnt á stóra sviðinu
Borgarleikhúsið 2012–2013
34
Byggt á sögum P.L. Travers og kvikmynd frá Walt Disney Handrit: Julian Fellowes Tónlist og texti: Richard M. Sherman og Robert B. Sherman Ný lög og textar: George Stiles og Antgony Drewe Upphaflega sett upp af Cameron Mackintosh og Thomas Schumacher fyrir Disney Sett upp með leyfi Josef Weinberger Limited fyrir Music Theatre International í New York.
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Íslenskun á lausu máli og bundnu: Gísli Rúnar Jónsson Leikmynd: Petr Hloušek Búningar: María Ólafsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Hljóð: Thorbjørn Knudsen Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfa- son, Esther Thalía Casey, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Hallgrímur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Álfrún Örnólfsdóttir, Þórir Sæmundsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Theodór Júlíusson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, kór, dansarar Íslenska dans- flokksins og fleiri.
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.
35
Gulleyjan
Brimsölt óvissuferð
1 dauður sjóræningi Skuggaleg áhöfn Brakandi skipsfjöl Kryddað með gulli, græðgi, blekkingum og bardögum Framreitt af skipskokkinum Langa-Jóni Silfur Borið fram í höfuðkúpu
Fullkomin leikhúsveisla
Við erum stolt af því að vera einn af máttarstólpum Borgarleikhússins. Góða skemmtun!
Borgarleikhúsið 2012–2013
36
Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is
VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ
6.990
Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.
37
Gulleyjan
Borgarleikhúsið 2012–2013
38
39
Gulleyjan
Borgarleikhúsið 2012–2013
40