Bergur Þór Ingólfsson
Hamlet litli Byggt á Hamlet eftir William Shakespeare
Borgarleikhúsið 2013 / 2014
Persónur og leikendur Kristín Þóra Haraldsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ófelía, Laertes, Póloníus o.fl. Kristjana Stefánsdóttir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Geirþrúður, Kládíus o.fl. Sigurður Þór Óskarsson. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hamlet o.fl.
Leikstjórn og handrit. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd, leikbrúður og búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigríður Sunna Reynisdóttir Lýsing. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Garðar Borgþórsson Tónlist. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristjana Stefánsdóttir Hljóðmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Garðar Borgþórsson /Kristjana Stefánsdóttir Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elín S. Gísladóttir Sýningarstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hlynur Páll Pálsson
Borgarleikhúsið 2013–2014
4
Ljósa- og hljóðstjórn Halla Káradóttir
Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Richard H. Sævarsson Haraldur Unnar Guðmundsson Bergur Ólafsson
Eltiljós Elmar Þórarinsson Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir
Þakkir Unicef, Set, Stefán Ingi Stefánsson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Bergsteinn Einarsson, Thorbjörn Knudsen, Anna Sóley Ásmundsdóttir, Jón Ívars, Anniina Manninen, Enni-Maija Ahovaara, Erla Ólafsdóttir, Valgeir Sigurðsson, börn okkar og fjölskyldur.
Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Guðbjörg Ívarsdóttir Margrét Benediktsdóttir
Tónlist Kristjana Stefánsdóttir
Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson Guðmundur Hreiðarsson
Söngtextar Bergur Þór Ingólfsson Lögin í sýningunni 1. Hamlet litli 2. Pabbi minn 3. Marit 4. Dásamlega drenginn minn 5. Snjókornið 6. Dauði Ófelíu 7. Ekki hleypa eitri inn
Leikmunir Móeiður Helgadóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Blöndal Guðjónsson Ísold Ingvadóttir Móa Hjartardóttir Stella Önnudóttir Anniina Manninen Enni-Maija Ahovaara
Hjóðfæraleikur og raflúppur Kristjana Stefánsdóttir
Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Baldvin Þór Magnússon
Gítar í Snjókornið Jón Ívars
Trommur í Dauði Ófelíu Thorbjörn Knudsen
Upptökur Kristjana Stefánsdóttir Thorbjörn Knudsen
Strengir í Dauði Ófelíu, Hamlet litli og Ekki hleypa eitri inn Anna Sóley Ásmundsdóttir
Hljóðblöndun Thorbjörn Knudsen
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Garðar Borgþórsson Dusan Loki Markovic
Hljóðritað í Borgarleikhúsinu í febrúar, mars og apríl 2014
Leikskrá:
Hamlet litli er 577. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur. Frumsýning 12. apríl 2014 á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningartími er um það bil ein klukkustund. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.
Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun: Grímur Bjarnason Umbrot: Jorri Prentun: Oddi
5
Hamlet litli
William Shakespeare Við vitum fátt Í sannleika sagt vitum við afar lítið um líf Shakespeares sem þó er álitinn eitt veigamesta og spakasta leikskáld sögunnar. Því gefst okkur ágætt tækifæri til að skálda í eyðurnar. Líklega fæddist hann í apríl árið 1564 í Stratford Upon Avon í Englandi, elsti sonur velstæðs ullarkaupmanns, sem síðar varð bæjarstjóri í Stratford. Móðir hans var af lægri stéttum, sennilega af sveitafólki komin. Lítið sem ekkert er vitað um æsku og uppvöxt Shakespeares og þar sem hann kemur frá smáborg álitu sumir að fremur lítið hafi farið fyrir menntun hans og hefði hann því ekki getað skrifað sum þeirra leikrita sem honum eru eignuð og hljóta að hafa verið skrifuð af vel menntuðum manni. En í Stratford var reyndar býsna góður skóli, latínuskóli, þannig að vel stæðir íbúar borgarinnar áttu kost á ágætri menntun. Ekki er vitað neitt með vissu um skólagöngu Shakespeares en þó mælir ekkert gegn því að hann hafi gengið í latínuskólann í Stratford. Árið 1582 giftist Shakespeare landeigendadótturinni Ann Hathaway og var hún einum átta árum eldri en hann. Áður en þrjú ár voru liðin höfðu þau eignast þrjú börn. Ekki er vitað hver ástæða lá að baki skyndilegri brottför Shakespeares frá Stratford 1586, en sumir hafa gefið í skyn að hann hafi þannig reynt að komast undan refsingu vegna veiðiþjófnaðar.
Í London –Shakespeare verður leikari
Menn grunar að Shakespeare hafi verið í London frá því 1586 og þykjast geta lesið það úr afar fátæklegum heimildum frá þeim tíma. Sagt er að hann hafi fyrst starfað sem hestasveinn leikhúsgesta og þannig unnið fyrir sér og klifið síðan metorðastigann og orðið leikari og leiðbeinandi í leik, eða einhvers konar leikstjóri. Elsta trygga heimild um Shakespeare sem leikara er frá 1592. Þá hafði hann þegar skrifað Hinrik VI og Ríkharð III en þá voru þau bæði leikin án höfundarnafns; eftir óþekktan mann frá Stratford. Ekki er vitað hvernig hann komst í kynni við leiklist eða hvernig hann hafnaði í leikhúsi, en áreiðanlega hefur hann kynnst leikhúsi í æsku í Stratford því það var áningastaður ferðaleikflokka og í kring um 1580 voru heimsóknir leikhópa afar tíðar.
Leikhúsin og eigendur
Á árunum 1570 – 1630 var afar mikið blómaskeið í enskri leiklist og var London miðstöð leikhúslífsins. Fyrsta leikhúsið í London er byggt 1576 og um 1590 eru þau orðin nokkuð mörg, líklega á annan tug. Árið 1594 var leikhúsið Lord Chamberlain´s Men reist og var Shakespeare líklega einn eiganda þess. Vitað er með vissu, að á árunum 1594 – 1596 voru yfir 40 ný verk sýnd í London. Fjöldi heimilda frá árinu 1598 benda á frægð Shakespeare sem leikritahöfundar enda hefur hann þá lokið við á annan tug leikrita. Hann var einn af mörgum starfandi leikskáldum og samkeppnin milli leikhópa var gífurleg og leikritaþörfin mikil. Yfirleitt var hvert leikrit flutt 8 – 10 sinnum svo líklega þurfti að skrifa leikrit hálfsmánaðarlega.
Borgarleikhúsið 2013–2014
6
Leikhóparnir voru þannig skipulagðir að hluthafar voru helstu leikarar hópsins og voru þeir ábyrgir fyrir fjármálum hans og sáu um allar greiðslur, svo sem laun, leigu á húsnæði, búninga o.s.frv. Ef einhver afgangur var af tekjum var honum skipt á milli þeirra. Geta má þess að á dögum Shakerspeares var það ennþá venja, eins og hjá Grikkjum og Rómverjum, að leikararnir voru allir karlmenn. Drengir eða ungir menn léku kvenhlutverk. Þess vegna sögðu gárungarnir, er leika átti Rómeó og Júlíu, og leiksýningin hófst ekki á réttum tíma, að það stafaði af því, að ungfrú Júlía væri ekki búin að raka sig! Shakespeare var sem sagt ekki aðeins skáld, heldur einnig leikari þótt talið sé að hann hafi aldrei verið framúrskarandi leikari og ekki er vitað til þess að hann hafi leikið höfuðhlutverk í verkum sínum eins og Moliere gerði.
Fjárfestirinn Shakespeare
Leikhóparnir eignuðust oft og tíðum umtalsvert fé og Shakespeare náði frægð og frama á tveimur áratugum, einkum sem leikritaskáld, og hann eignaðist hlut í hinu fræga leikhúsi Globe sem stofnað var með dyggri aðstoð drottningar, Elísabetu 1. árið 1599 og flest verka sinna skrifaði hann fyrir það. Árið 1599 yfirtók leikhópurinn einnig Blackfriars-leikhúsið. Árið 1597 keypti Shakespeare stærstu fasteign Stratford, New Palace, og hélt áfram að fjárfesta í heimabyggð sinni uns hann dró sig í hlé frá skarkala leikhúslífsins og flutti til Stratford 1609 og þar var hann til dauðadags. William Shakespeare lést 23. apríl 1616, 52 ára að aldri. Þetta er nú um það bil allt sem vitað er með vissu um líf Shakespeares. Við sjáum að hann hefur helgað leiklistinni allt sitt líf án þess þó að loka sig algerlega af innan veggja leikhússins því af verkum hans má dæma að hann hafi verið vel lesinn og jafnvel hefur hann ferðast lítilsháttar erlendis, ef til vill fór hann til Ítalíu.
7
Hamlet litli
Leikskáldið og áhorfendur Leikskáld þessa tíma voru í nánu sambandi við leikhúsgesti og höfðu næmt auga fyrir því hvað þeir vildu heyra og sjá, enda voru skáldin flest einnig leikarar. Ensku leikritaskáldin eru að þessu leyti afar frábrugðin flestum öðrum starfssystkinum sínum í Evrópu sem lögðu mikið upp úr því að skrifa eftir forskrift sígildra leikverka, rómverskra og grískra. Þetta var einkenni endurreisnarstefnunnar sem svo var nefnd. Annað sem einkenndi leiklist Englendinga var leiksviðið, sem menn nefna eftir Elísabetu 1. Það var án alls íburðar og líklega aðeins prýtt himintjöldum, svörtum er harmleikir voru á fjölunum, bláum þegar það voru gamanleikir. Leikmyndin var autt svið og auðir veggir og því var það undir hugmyndaflugi áhorfenda komið hve vel tókst til. Áhorfandinn varð að búa sér til myndina sjálfur með hjálp orða og látbragðs leikaranna. Ef til vill er þetta undarlega framandi okkur leikhúsgestum í dag, en þetta gaf leikskáldinu býsna mikið frelsi: Það gat ferðast að vild í tíma og rúmi án tæknilegra hindrana, engar flóknar sviðsskiptingar. Þetta er meðal annars forsendan fyrir öllum verkum Shakespeares og gerði hann að einhverjum mesta snillingi leiklistarsögunnar.
Shakespeare skrifaði 36 leikrit
Vitað er að hann skrifaði að minnsta kosti þrjátíu og sex leikrit, sem áhorfendur tóku afar vel. Þrátt fyrir það sýndi hann engan áhuga á því að varðveita leikritin sín, eða gefa þau út. Þetta er svolítið erfitt að skilja en á þessum tíma var siður að semja leikrit aðeins til sýninga en ekki til lestrar. Reyndar má segja að það sé eðli leikritsins. Það er eiginlega ekki ætlað til lestrar heldur til að verða leikið. Leikskáldin hugsuðu aðeins um sinn leikhóp. Að flestra dómi spillti prentun og útgáfa leikrits aðeins fyrir gleði áhorfenda og því höfðu leikhóparnir engan áhuga á að prenta verkin ef líkur voru á að aðsóknin minnkaði af þeim sökum. Aðeins fölsuð leikrit voru gefin út, leikrit sem voru skrifuð niður á laun á sýningum og seld síðan öðrum leikhópi, - samkeppnisaðila. Shakespeare skrifaði aðeins illlæsilegar leikstjórnarbækur og krotaði þar einhverjar athugasemdir í flýti. Vinir hans reyndu síðan að lesa í þessi handrit eftir dauða hans. Með hjálp leikara er léku í leikritum hans skrifuðu þeir leikritin upp og studdust þannig að mestu við minni leikaranna. Fyrsta útgáfa af leikritum Shakespeares kom út 1623. Hvort þetta eru nákvæmlega verkin sem komu úr skriffærum Shakespeares er ólíklegt og enn í dag vitum við ekki nákvæmlega hvernig þau voru í raun og veru. Áhrif leikrita Shakespeares á heimsmenninguna eru einstæð og aðeins grísku harmleikirnir eru sterkari áhrifavaldar. Engin verk, að undanskilinni Biblíunni, hafa verið gefin út jafn oft og í jafn mörgum þýðingum og verk Shakespeares. Allt til þessa dags hafa þau verið á verkefnaskrám leikhúsa um allan heim. Líklega er þetta vegna þess að þarna er á ferðinni maður, sem er í senn mikið skáld og leikari, maður sem hefur sterka tilfinningu fyrir leiksviðinu og eiginleikum leikhússins. Ben Jonson, leikskáld og samtímamaður Shakespeares, og þar að auki líklega af íslenskum ættum, skrifaði í formála að fyrstu útgáfu leikrita Shakespeares; „He was not of an age, but for all times.“ („Hann er ekki maður eins tíma heldur allra tíma“.) Stór orð, gæti manni fundist, en ennþá þrjú hundruð níutíu og átta árum eftir dauða hans er hann mest leikna og mest dáða leikskáld veraldar.
Borgarleikhúsið 2013–2014
8
PABBI MINN Pabbi minn. Innan konungdæmisins varst þú kóngur og ég var prins endur fyrir ekki svo löngu og við dunduðum okkur daglangt við að greiða hár-rétta hluti frá röngu. Pabbi minn. Kóngar eiga að vera eins og þú, eins og þú þeir eiga að gera. En hver á þá að stjórna þegar þú ert ekki hér Hvað geri ég ef það lendir á mér? Þú varst alltaf að vinna og sagðir mér einhverju sinni að kóngar væru aldrei í fríi. Þeir hafa svo mörgu að sinna en núna ertu á fundi í eilífðinni sitjandi á einhverju skýji. Pabbi minn.
9
Hamlet litli
DÁSAMLEGA DRENGINN MINN Dásamlega drenginn minn draugar elta á röndum. Ég horfi upp á hryllinginn. Harmur flaug í hjartað inn. Á hengiflugi stöndum. Burt er hrifið brosið hlýtt. Hjartað gleðisnauða ólmast í mér ótt og títt. Óhamingjan hefur grýtt okkur inn í dauða. Þitt háa vit nú horfið er sem hljómur skemmdri bjöllu. Sjá, ég fell að fótum þér. Ó, viltu fyrirgefa mér. Ég sé svo eftir öllu.
Borgarleikhúsið 2013–2014
10
11
Hamlet litli
Borgarleikhúsið 2013–2014
12
SNJÓKORNIÐ Ég sigli um á snjókorni við hlið mér skoppar íkorni og pælir skarpt í poppkorni með sínu klóka skyni. Í öðru hverju heimshorni við hittum nýja vini. Úr himinbláma rignir blautum bátum sem bera með sér svör við lífsins gátum. Þeim mikla fróðleik fjólublöðin skvetta: Úr mömmufræum kærleiksblómin spretta Við mætum stórum vindmyllum sem varpa frá sér saltpillum á undurmjúkum tátillum og tjútta út á torgum. Þær dansa grimmt með górillum og gleyma öllum sorgum.
13
Hamlet litli
Hamlet: Að vera eða ekki vera það er stóra spurningin. Hvort er betra: ...að fela sig meðan örlögin skjóta á mann ólukku-örvum af milljón bogum? ...eða standa upp og berjast á móti hafsjó af vandræðum með sverði og skildi? Best er að sofna frá öllu illu. Helst að eilífu. Ég óska þess af öllu hjarta – að sofna í dá. Sofna í dálítið draumadá? Er það hægt? Þetta er rembihnútur sem erfitt er að leysa. Dreymir dauðan mann eitthvað? Þetta er svo flókið en samt sú pæling sem fær mann til halda áfram; Myndi maður láta háðsins högg á sér dynja, leyfa ranglætinu að ryðjast áfram, hrokanum að hrækja í andlit manns, hlusta á hágrátandi ástarsorg, og láta svindla á sér af aumingjum ef maður gæti bara síðan skrifað með beittum hníf: „Hér endar sagan“...? Myndum við halda áfram að andvarpa, kvarta og kveina yfir því hvað lífið er erfitt, ef við óttuðumst ekki þetta eitthvað eftir dauðann sem enginn þekkir? Dauðinn er land sem ótal margir hafa ferðast til en enginn snúið við til að segja frá. Við vitum að við deyjum en ekki hvenær, hvernig og hvar. Við vitum bara að við vitum ekkert hvað gerist eftir dauðann. Þessvegna er fáránlegt að flýja þangað. Já, hugsuður er huglaus. Skraf er fyrir skræfur. Hetja hinkrar aldrei. Og það er einmitt efinn um að vera eða ekki vera sem hindrar mann að gera það sem þarf að gera.
Borgarleikhúsið 2013–2014
14
15
Hamlet litli
DAUÐI ÓFELÍU Hún hljóp sem himinfætla upp´ í hlíðar og hló og söng og grét með ljúfum rómi. Þá tillti´ hún bak við eyrað túnvorsblómi sem teygði sig á kinnar niður fríðar. Á fjórum fótum skreið í mosalyngi var líkt og vildi fela sig í leyni en hruflaði sig skarpt á hrjúfum steini samt heyrðist mér þó ennþá að hún syngi. Hún spratt á fætur, flaug sem fælin lóa á örskotsstund var stödd klettastalli. Svo hvarf hún mér. Næst sá ég hana dána.
Borgarleikhúsið 2013–2014
16
17
Hamlet litli
Borgarleikhúsið 2013–2014
18
EKKI HLEYPA EITRI INN Ekki hleypa eitri inn þótt einhver vilji keyra því hatursfullt í huga þinn og hella þér í eyra. Hlustaðu á hjartagátt, heyrðu kærleikssláttinn. Lifðu æ í ljúfri sátt við lífsins töframáttinn.
19
Hamlet litli
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Sigurður Þór Óskarsson
útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og var þegar fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar. Kristín lék systurina í Óvitum og Tínu í Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar og Borgarleikhúsinu. Vorið 2008 gerðist hún fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu. Þar hefur hún m.a. leikið Girleen í Vestrinu eina, Cate í Rústað, eftir Söru Kane, í Fólkinu í kjallaranum, Ariel í Ofviðrinu, í Strýhærða Pétri, Fólkinu í kjallaranum, Elsku barni, Fanný og Alexander, Tengdó og Óskasteinum. Kristín Þóra lék Ástu systur Orms í Gauragangi og fékk tilnefningu til Grímunnar sem leikkona ársins í aukahlutverki.
útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands með BFA gráðu árið 2012. Að lokinni útskrift réði hann sig til Borgarleikhússins og er nú fastráðinn leikari þar. Sigurður lék í Grease 2009 í Loftkastalanum, barnaleikritinu Jólaævintýri 2010, í Gosa í Borgarleikhúsinu árið 2007 og fuglahræðuna í Galdrakarlinum í Oz árið 2012. Sigurður lék í Gulleyjunni á Litla sviðinu haustið 2012, í Bastörðum, Mýs og menn, Mary Poppins, Núna! og Hamlet sem frumsýnt var á Stóra sviðinu í vetur. Sigurður hefur talsett fjölda teiknimynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahús.
Sýningar Kristínar á leikárinu: Óskasteinar, Hamlet litli.
Sýningar Sigurðar á leikárinu: Mary Poppins, Mýs og menn, Hamlet, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Hamlet litli.
Borgarleikhúsið 2013–2014
20
Kristjana Stefánsdóttir hefur verið leiðandi söngkona í íslenskri jazztónlist um árabil. Vorið 2000 lauk hún með láði námi í jazzsöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi. Fyrsta geislaplata hennar “Ég verð heima um jólin” kom út árið 1996 (endurútgefin 2006). Á þeirri plötu eru engir ómerkari gestasöngvarar en Páll Óskar Hjálmtýsson og Emilíana Torrini. Síðan þá hefur hún hljóðritað fjölda platna í eigin nafni en eitt stærsta verkefni hennar var að hljóðrita 24 íslensk jazzsönglög á plötunni “Hvar er tunglið” sem kom út árið 2006 og inniheldur tónlist Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásbergs. Hún syngur reglulega með Stórsveit Reykjavíkur og hefur unnið m.a. með stjórnendum á borð við Daniel Nolgard og Ole Kock Hansen. Kristjana hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar. Hún hefur haldið tónleika víða, m.a. í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Kristjana hefur í seinni tíð unnið meira með frumsamda tónlist og útsetningar auk þess að starfa við upptökustjórn á söng með vinsælustu söngvurum þjóðarinnar. Kristjana hefur starfað sem tónlistarstjóri, tónskáld og útsetjari í Borgarleikhúsinu í nokkur ár. Hún hlaut Grímuverðlauninn ásamt kollegum sínum fyrir sýninguna Jesú litla árið 2009 og var einnig tilnefnd fyrir tónlist sína og söng í sýningunni.
21
Hamlet litli
Bergur Þór Ingólfsson
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995 og hefur síðan þá verið afkastamikill í Íslensku leikhúsi. Hlutverk sem hann hefur leikið sviðum stóru leikhúsanna eru yfir 40 að tölu, flest í Borgarleikhúsinu þar sem hann hefur verið fastráðinn frá aldamótum. Hann hefur verið í fararbroddi við útbreiðslu „hins nýja trúðleiks“ sem sjá mátti dæmi um í sýningum Borgarleikhússins Dauðasyndunum og Jesú litla. Sem leikstjóri og stofnandi GRAL-hópsins hefur hann sett upp fjögur ný íslensk verk skrifuð af honum og fleirum. Bergur hefur hlotið tíu tilnefningar til Grímuverðlauna í sex ólíkum flokkum. Meðal hlutverka sem hann hefur leikið eru Hitler í Mein Kampf, Andy Fastow í Enron og Heródes í Jesus Christ Superstar. Af leiksýningum sem Bergur hefur leikstýrt upp á síðkastið má nefna Galdrakarlinn í Oz, Horn á höfði, Eiðurinn og eitthvað og Mary Poppins.
Sigríður Sunna Reynisdóttir
útskrifaðist vorið 2012 með BATP gráðu frá Central School of Speech and Drama í London, þar sem hún lærði leikbrúðulist og sviðslistir. Áður hafði hún lokið BA námi í bókmennta- og leikhúsfræði frá Háskóla Íslands og Karlova Universitá. Sunna stofnaði leikhópinn VaVaVoom árið 2011 ásamt Söru Martí og hefur auk þess unnið með ýmsum leikhópum, en Hamlet Litli er hennar fyrsta verk í Borgarleikhúsinu. Á meðal verkefna sem hún hefur unnið að nýlega eru: Waiting Room (Nordic Puppet Ambassadors, Copenhagen Puppet Festival, 2013), Nýjustu fréttir (VaVaVoom, Þjóðleikhúsið og Summerhall 2012-13), The Wind Gatherers (Fork Beard Fantasy, The Cultural Olympiad, 2012) og Hands Up! (VaVaVoom, Tallinn Treff Festival Awards, 2011). Hún vinnur nú að tónleikhúsverkinu Wide Slumber sem verður frumflutt á Listahátíð í maí.
Garðar Borgþórsson
hefur starfað sem ljósa- og tæknimaður frá árinu 2002. Hann var tæknistjóri Hafnarfjarðarleikhúsins á árunum 2005 til 2010. Garðar er nú fastráðinn ljósamaður við Borgarleikhúsið. Hann hefur hannað lýsingar fyrir fjölda leiksýninga. Þar á meðal Sellofón í Iðnó, Himnaríki, Abbababb, Draumalandið, Svartur Fugl, Halla og Kári, MammaMamma, Steinar í djúpinu (tilnefndur til grímuverðlaunana 2009), Dubbeldusch, Húmanímal, Ufsagrýlur í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Skilaboðaskjóðan í þjóðleikhúsinu, Ljós og tónlist í Svikaranum og tónlist í Stóru börnin í uppsetningu Labloka, Úps! og Comming up í uppsetningu Íslensku Hreyfiþróunarsamsteypunar í Tjarnarbíó, Á sama tíma að ári, Á nýju sviði (ÍD), Stundarbrot, Ormstungu, Saumur, Refurinn og Bláskjár í Borgarleikhúsinu. Einnig hefur hann hannað lýsingu fyrir fjölda danssýninga. Garðar hefur einnig unnið ýmsa tæknivinnu og séð um tæknikeyrslu við tugi sýninga.
Elín Sigríður Gísladóttir
stundaði nám við textíldeild MHÍ 1986-1990. Elín hefur starfað við leikgervadeild Borgarleikhússins frá árinu 2005 og var fastráðin árið 2007. Hún hefur starfað við fjölda sýninga, svo sem Blíðfinn, Ronju Ræningjadóttir, Dauðasyndirnar, Söngvaseið, Strýhærða Pétur, Gauragang, Fanney og Alexander, Mary poppins og margar fleiri. Auk starfa í leikhúsinu hefur Elín tekið að sér verkefni í kvikmyndum og að auki sinnt listsköpun í eigin nafni.
Hlynur Páll Pálsson
útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009, en honum var boðið að sýna útskriftarverk sitt, Homo Absconditus, á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal sama ár. Í kjölfarið leikstýrði hann einleiknum Ellý, alltaf góð eftir Þorvald Þorsteinsson á sviðslistahátíðinni artFart árið 2009. Eftir útskrift hefur Hlynur starfað sem sviðs- og sýningarstjóri á Litla sviði Borgarleikhússins og sem leikstjóri Götuleikhúss Reykjavíkurborgar. Hlynur er jafnframt meðlimur í Sviðslistahópnum 16 elskendum, sem eiga að baki sýningarnar IKEA-ferðir, Orbis Terrae-ORA á Listahátíð í Reykjavík (í leikstjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur), Nígeríusvindlið og Sýningu ársins, sem fékk sérstök sprotaverðlaun Grímunnar árið 2012 fyrir framúrskarandi nýbreytni og frumleika í sviðslistum. Borgarleikhúsið 2013–2014
22
23
Hamlet litli
Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.
Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 – 2014 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristín Eysteinsdóttir 2014 –
Stjórn Borgarleikhússins
Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðalheiður Jóhannesdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðmundur Guðmundsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Margrét Helga Jóhannsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ragnar Hólmarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tómas Zoëga •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorleikur Karlsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorsteinn Gunnarsson
Borgarleikhúsið 2013–2014
Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, Eggert Guðmundsson, varaformaður, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, ritari, Ármann Jakobsson, Hilmar Oddsson. Varamenn eru Bessí Jóhannsdóttir og Finnur Oddsson.
24
Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Ástrós Elísdóttir, fræðslufulltrúi Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Arnar Dan Kristjánsson Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hanna María Karlsdóttir Hildur Berglind Arndal Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Nanna Kristín Magnúsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Valur Freyr Einarsson Þorvaldur Davíð Kristjánsson Þröstur Leó Gunnarsson
Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Guðbjörg Ívarsdóttir, hárgreiðsla Hulda Finnsdóttir, hárgreiðsla Margrét Benediktsson, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Ísold Ingvadóttir, leikmunavörður Lárus Guðjónsson, leikmunagerð Nína Bergsdóttir, leikmunavörður Smíðaverkstæði Ingvar Einarsson, forstöðumaður Karl Jóhann Baldursson, smiður Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölustjóri Kristín Ólafsdóttir, veitingastjóri Erna Ýr Guðjónsdóttir, miðasala Guðrún Sölvadóttir, miðasala Hörður Ágústsson, miðasala Ingibjörg Magnúsdóttir, ræsting Sól Margrét Bjarnadóttir, miðasala
Listrænir stjórnendur Gísli Örn Garðarson, leikstjóri Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahönnuður Tyrfingur Tyrfingsson, leikskáld
Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir, matreiðslumaður
Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið
Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari
Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður
Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Garðar Borgþórsson, ljósamaður
Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Baldvin Magnússon, hljóðmaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón 25
Hamlet litli
Borgarleikhúsið 2013–2014
26
27
Hamlet litli
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.
Borgarleikhúsið 2013–2014
28
Rör frá Set
notuð í leikmyndina Leikmyndin fyrir Hamlet litla er að miklu leiti gerð úr rörum frá Set röraverksmiðju
Þekking, reynsla og gæði í 35 ár www.set.is
Set ehf. Röraverksmiðja Eyravegur 41 800 Selfoss Sími Fax set@set.is
+354 480 2700 +354 482 2099
Árið 1968 hóf Steypuiðjan, er síðar varð SET, framleiðslu á steinsteyptum fráveiturörum, og áratug síðar, einangruðum stálpípum fyrir hitaveitur. Í framhaldi af þessu hafa bæst við ýmsar fleiri gerðir plaströra og rörakerfa, en öll framleiðsla fer fram í verksmiðjum Set á Selfossi og í Þýskalandi. Fjögurra áratuga starfsemi fyrirtækisins hefur öðru fremur
einkennst af mjög virku samkeppnisumhverfi. Þær aðstæður hafa kallað á árvekni og skjót viðbrögð þar sem áhersla hefur verið lögð á hátt tæknistig, framleiðni og gæðavitund. Mikil þekking og reynsla hefur skapast á sviði framleiðslutækni hjá fyrirtækinu. Á það einnig við um kunnáttu á sviði markaðsmála og þjónustu við lagnaiðnaðinn.
Millifærðu með hraðfærslum í Appinu einn
...
tveir
og þrír!
1.000 kr.
Millifærðu með hraðfærslum Með Íslandsbanka Appinu einföldum við millifærslur í snjallsímanum margfalt. Millifærðu smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með örfáum smellum.
Við bjóðum góða þjónustu
Skannaðu kóðann til að sækja Appið.
LEGGJUM
Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI
10 KRÓNUR AF HVERRI EGILS MALT RENNA TIL SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR Í ár er heil öld síðan Egils Malt kom fyrst á markað og hefur þessi einstaki drykkur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Af því tilefni ætlum við að láta 10 kr. af hverri seldri dós og flösku af Egils Malti renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ástæðan er einföld: FÍTON SÍA
VIÐ LEGGJUM MALT Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI.
UmhverfisvottUð prentsmiðja
Umbúðir sem tryggja bragðgæði Oddi hefur gegnum tíðina séð íslenskum fyrirtækjum í matvælaiðnaði og inn flutningi fyrir umbúðum af öllu tagi. Við framleiðum umbúðir úr pappír og plasti sem ná utan um alla vörulínuna, hvort heldur í iðnaði eða verslun. Framleiðsla þín er í öruggum höndum hjá Odda.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Umbúðir og prentun
Góða skemmtun!
Valitor er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins.
www.valitor.is
Borgarleikhúsið 2013–2014
34
35
Hamlet litli