Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna
Ólgandi ástríður,
þrá eftir frelsi og betra lífi
Ekkjan Bernharða Alba fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum föngnum í húsi sínu án samskipta við umheiminn. Hún er heimilisharðstjóri. En þrátt fyrir að ytri aðstæður séu óbærilegar, þá er ekki hægt að bæla tilfinningarnar sem krauma undir niðri. Dæturnar eru allar við það að springa af þrá eftir frelsi, ást og betra lífi. Þegar svo tvær þeirra verða ástfangnar af sama manninum bresta allar hömlur og tilfinningarnar sjóða upp úr með ófyrirséðum afleiðingum.
Federico García Lorca (1898–1936) er þekktasta og mikilvægasta ljóð- og leikskáld Spánverja á tuttugustu öld. Kvenlýsingar Lorca eru engu líkar. Hús Bernhörðu Alba er eitt þekktasta verk hans.