Federico García Lorca
Hús Bernhörðu Alba Leikrit um konur í bæjum Spánar Íslensk þýðing Jón Hallur Stefánsson Höfundur milliatriða Kristín Jóhannesdóttir
Borgarleikhúsið 2013 / 2014
Persónur og leikendur Bernharða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þröstur Leó Gunnarsson María Jósefa, móðir Bernhörðu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hanna María Karlsdóttir Angústías, dóttir Bernhörðu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Harpa Arnardóttir Magdalena, dóttir Bernhörðu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Unnur Ösp Stefánsdóttir Amalía, dóttir Bernhörðu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Maríanna Clara Lúthersdóttir Martírío, dóttir Bernhörðu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nína Dögg Filippusdóttir Adela, dóttir Bernhörðu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hildur Berglind Arndal Pontía, vinnukona . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Sigrún Edda Björnsdóttir Vinnukona . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Charlotte Bøving Prúdentía/Guerilla Girl / syrgjandi kona/Tawakkol Karman. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Esther Talía Casey Betlikona með barn / Pussy Riot / syrgjandi kona / Femen / Simone de Beauvoir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Stúlka. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jana Katrín Magnúsdóttir / Sigrún Valdís Kristjánsdóttir / Bryndís Eva Erlingsdóttir Malala Yousafzai . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jasmín Dúfa Pitt /María Cristina Kristmanns Barn í forleik. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Áróra Vigdís Orradóttir / Steinunn Kristín Valtýsdóttir Syrgjandi konur, hópur þorpskvenna. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vox feminae og Stúlknakór Reykjavíkur
Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristín Jóhannesdóttir Leikmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Brynja Björnsdóttir Búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórunn María Jónsdóttir Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Þórður Orri Pétursson Tónlist. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir Kórstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Margrét Jóhanna Pálmadóttir Sviðshreyfingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Hljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ólafur Örn Thoroddsen Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Árdís Bjarnþórsdóttir
Borgarleikhúsið 2013–2014
4
Sýningarstjórn Hlynur Páll Pálsson Þorvaldur H. Gröndal
Leikmunir Móeiður Helgadóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir
Myndbandshönnun Brynja Björnsdóttir
Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Baldvin Þór Magnússon
Aðstoð við textameðferð Sigurður Skúlason Ljósa og hljóðstjórn Þorgrímur Darri Jónsson
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Garðar Borgþórsson Dusan Loki Malcovic
Aðstoð á æfingum Arna Ýr Karelsdóttir Sviðsmaður Bergur Kelti Ólafsson
Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson Haraldur Unnar Guðmundsson
Dresser Heiðdís Norðfjörð Gunnarsdóttir Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Linda Húmdís Hafsteinsdóttir Heiðdís Norðfjörð Gunnarsdóttir
Þakkir Norðlenska Símavaktin ehf Samhentir
Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Elín Sigríður Gísladóttir Þóra Birgisdóttir Hulda Finnsdóttir
Tónlistartilvísanir Twister Never og Battle Without Honor or Humanity úr kvikmyndinni Kill Bill Puttin’ Light Up The Fires - Pussy Riot Barnakór úr kvikmyndinni Viva La Muerte Olympic Theme Song
Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Zedrus Gunnlaugur Einarsson Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson Guðmundur Hreiðarsson Guðmundur Jónsson/GJ-járn.
Leikskrá: Hús Bernhörðu Alba er 570. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur. Hús Bernhörðu Alba (La casa de Bernarda Alba) var skrifað árið 1936 en frumflutt í Buenos Aires árið 1945 Frumsýning 18. október 2013 í Gamla bíói, Ingólfsstræti. Sýningartími er u.þ.b. tvær og hálf klukkustund. Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.
Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun: Grímur Bjarnason Útlit: Fíton Umbrot: Jorri Prentun: Oddi
5
Hús Bernhörðu Alba
Sjálfsævisöguleg greinargerð Federico Garcia Lorca Pabbi minn: Federico García Rodríguez. Mamma: Vicenta Lorca Romero. Ég fæddist í Fuenta Vaqueros, litlu þorpi í nágrenni Granada. Sjö ára fór ég til Almería þar sem ég gekk í skóla og þar náði ég inntökuprófi í tónlistarskóla. Þar fékk ég einnig sýkingu í munn og barka svo svæsna að ég gat ekki talað og var næstum kominn í gröfina. Þegar ég sá mig í spegli svona á mig kominn með þrútið andlit af bólgu þá skrifaði ég fyrsta gamanljóðið mitt þar sem ég líkti sjálfum mér við Mulai Hafid, soldáninn af Marokko. Svo sneri ég aftur til Granada þar sem ég hélt tónlistarnámi áfram hjá öldruðu tónskáldi, nemanda Verdís, Don Antonio Segura, sem ég tileinkaði fyrstu bókina mína, Hughrif og landslag. Hann kynnti mig fyrir þjóðsagnafræðunum. Líf skáldsins í Granada einkenndist fyrst og fremst af tónlistariðkun. Hann hélt fjölda tónleika og stofnaði Kammermúsikfélag þar sem hægt var að hlýða á alla sígilda kvartetta og á þann hátt sem ekki hafði áður heyrst vegna sérstakra aðstæðna á Spáni. Þar sem foreldrar skáldsins leyfðu honum ekki að fara til Parísar í nám og vegna þess að tónlistarkennari hans lést, einbeitti Lorca sér að skáldskap til að veita dramatískum sköpunarkrafti sínum útrás. Þá gaf hann út Hughrif og landslag og síðan óendanlega mikinn fjölda ljóða sem sum komu út í ljóðahefti en önnur glötuðust. Þannig flaut skáldalífið áfram. Eitt af mörgu sem skáldinu var hugleikið var sígaunalífið. Það var þema sem hann skrifaði mikið um þótt það væri ekki efniviður sem hann gleymdi sér í. Sígaunaljóðin komu svo út á bók. Segja má að New York- ferð skáldsins hafi auðgað skáldskap hans og jafnframt breytt honum enda var það í fyrsta sinn sem hann leit nýjan heim augum. Hann á þrjú systkini: Francisco, Consepción og Isabel. Síðastnefnd mikil vinkona hins mikla Ramóns Jiménez, sem undirritaður hefur tileinkað eitt ljóða sinna. Áhugamál: Skáldið dáir nautaat og íþróttir. Stundar tennisleik, sem hann álítur vera afar fíngerða íþrótt og sérlega leiðinlega, - næstum jafn leiðinleg og biljard. (1929 – 1930?)
Borgarleikhúsið 2013–2014
6
Pussy Riot er feminísk pönkhljómsveit frá Moskvu í Rússlandi sem vakti heimsathygli þegar tveir meðlimir hennar voru handteknir fyrir mótmælasöng í einni stærstu dómkirkju Rússlands.
Malala Yousafzai er pakistönsk stúlka sem mótmælti opinberlega þegar Talibanar bönnuðu stúlkum að ganga í skóla. Þann 9. október árið 2012 reyndu Talibanar að myrða Malölu með þem afleiðingum að hún særðist alvarlega.
Tawakkol Karman er jemensk blaðakona og stjórnmálamaður sem hefur barist ötullega fyrir mannréttindum. Hún vakti heimsathygli í arabíska vorinu árið 2011 þegar hún barðist fyrir lýðræðisbótum í Jemen. Tawakkol fékk nóbelsverðlaun árið 2011 og varð þar með fyrsta arabíska konan til að hljóta þau verðlaun.
7
Hús Bernhörðu Alba
Skáldið talar - símaviðtal við Lorca Hvenær fæddistu? 1899, þann fimmtánda júní.
Hvar? Í Fuente Vaqueros, Granada.
Hvað heita foreldrar þínir? Federico García Rodríguez. Vicenta Romero.
Hvaðan eru þau? Andalúsíufólk, Granadabúar.
Hvaða mikilvæga eiginleika erfir þú frá föður þínum? Tilfinningarnar.
Og frá mömmu þinni? Gáfurnar.
Segðu mér frá ætt þinni og arfi? Ég er ekki sígauni
Hvað ertu? Andalúsíumaður, sem er ekki það sama jafnvel þótt við Andalúsíumenn höfum töluvert frá sígaunum í blóði okkar. Sígauninn í mér er fyrst og fremst bókmenntalegur. Eiginlega bók. Annað ekki.
Fleiri staðreyndir? Faðir minn er bóndi, ríkur óðalsbóndi, góður knapi. Móðir mín er af góðum ættum. Fjölskylda mín hefur verið tvístruð um aldir. Nú hefur hún náð saman.
Fyrir þína tilstilli? Gott, fyrir mína tilstilli.
Segðu mér frá æsku þinni. Faðir minn var ekkill er hann giftist mömmu. Æska mín einkenndist af einhvers konar þráhyggju, vegna silfurborðbúnaðar og nokkurra portretmálverka af konu nokkurri, Mathilde de Palacios, sem hefði getað verið móðir mín. Æska mín einkennist af bókstöfum og tónlist sem ég lærði af mömmu. Ég var ríkt barn og stoltur foringi.
Fórstu snemma að heiman? Ég fór tiltölulega fljótt í heimavistarskóla í Almería. Þar fékk ég heiftarlega sýkingu og foreldrar mínir héldu að ég myndi deyja og fluttu mig heim í þorpið mitt til að hjúkra mér.
Borgarleikhúsið 2013–2014
8
Hvernig lékstu þér sem barn? Eins og flest börn. Útileikir. Skáldskapur. Leikhús.
Hvað lærðirðu annað? Ég lærði mjög margt. Og þegar ég hóf skólagöngu vissi ég mjög, mjög mikið. Svo fór ég í háskóla. Hætti í bókmenntum, lögfræði og spænskri málsögu. Þar var ég aftur á móti mjög vinsæll vegna þess að ég var svo fær í að uppnefna fólk og gefa því viðurnefni.
Hve mörg systkini áttu? Þrjú
Vini? Marga.
Viltu nefna einhverja? Gallo-hópurinn í kring um tímaritið okkar, Nýjar raddir Granada: Joaquín Amigo, Ramos, Arboleya, Casado...
Hverjar voru fyrri raddir Granada? Á undan okkur: Almagro, Navarro Pardo, Campos Aravaca og hinn mikli Paquito Soriano Lapresa... Þar áður Ganivet-hópurinn með Don Nicolás María López, S. Matías Méndez, Bellido... Þar á undan Petro Soto de Rojas og vinir hans... Þar áður...
Boabdil? Já, Boabdil.
Og vinir þínir í Madrid. Hvernig komstu inn í „Residencia“? Í Granada lærði ég bókmenntir og lögfræði. Áður hafði ég stundað tónlistarnám hjá kennara sem hafði samið ógnarstóra óperu, Dætur Jephtas, sem vakti gríðarmikið fjaðrafok. Ég tileinkaði honum fyrstu bók mína, Hughrif og landslag. Ég ferðaðist um Spán með prófessornum mínum og hinum mikla vini mínum Dominguez Berrueta, sem ég á svo mikið að þakka. Þeir hjálpuðu mér við að komast sem styrkþegi til Bologna á Ítalíu. En samtal við Fernando de los Ríos vakti áhuga minn á “Residencia” og ég fór í staðinn til Madrid til að halda áfram við að stunda bókmenntanámið.
Og vinir þínir núna... Dalí, Bunuel, Sánchez Ventura, Vicéns, Pepino Bello, Prados og margir fleiri.
Það er sagt að hægt sé að skrifa heila bók um ævintýri þín í “Residencia”. Hvert þeirra er skemmtilegast að þínu áliti? Það var Kofinn í eyðimörkinni. Við stóðum dag nokkurn, ég og Dalí, algerlega slippir og snauðir, áttum ekki túskilding með gati. Þannig var líf okkar oft á tíðum. Við breyttum herberginu okkar í eyðimörk og bjuggum til kofa úr myndavélarstatívi. Við opnuðum glugga og hrópuðum á hjálp vegna þess að við værum týndir í eyðimörk. Við leyfðum skeggi okkar vaxa í tvo daga og fórum ekki úr húsi. Fjöldi Madridarbúa komu og skoðaði kofann okkar.
Hvað ertu að undirbúa núna? Bók með teikningum mínum frá Barcelóna, bók með leikritum og margt fleira.
Og fræðilega. Hvernig stendurðu í þeim efnum? Einungis vinna. Afturhvarf til innblásturs sem er eina hvatning skálda. Ég þoli ekki rökréttan skáldskap. Ósjálfráðar ástríður - þessa stundina.
E. Giménez Caballero, 1928
9
Hús Bernhörðu Alba
Borgarleikhúsið 2013–2014
10
11
Hús Bernhörðu Alba
Federico Garcia Lorca eftir Jón Hall Stefánsson
Þann 22. júní árið 1919 las skáldið Federico García Lorca fáein ljóð fyrir þrjá áheyrendur í einum af turnum skrúðgarðsins Generalife í heimaborg sinni, Granada. Lorca var þá tuttugu og eins árs gamall – fæddur 5. júní árið 1898 í bænum Fuente Vaqueros í Granadahéraði. Hann var sonur auðugs landeiganda, rétt farinn að birta ljóð í tímaritum en hafði árið áður gefið út ferðaminningabók. Viðstödd upplesturinn voru ein af þekktustu leikkonum Spánar, Catalina Bárcena, og elskhugi hennar, rithöfundurinn og leikhússtjórinn Gregorio Martínez Sierra. Eitt ljóðanna sagði frá vængbrotnu fiðrildi sem kakkalakkafjölskylda hjúkraði til heilsu; sonurinn á heimilinu hreifst af fiðrildastúlkunni en hún flaug burt og skildi hann eftir í ástarsorg. Leikhúsparið var stórhrifið af kvæðinu, Martínez Sierra skoraði á Lorca að skrifa upp úr því leikverk sem hann lofaði að setja upp.. Þetta varð úr og í mars árið eftir var Hrakfarir fiðrildisins, fyrsta leikrit García Lorca frumflutt. Það er skemmst frá því að segja að verkið var nánast púað niður á frumsýningunni og í framhaldi af því slátrað af gagnrýnendum, enda skortir það alla dramatíska eiginleika til að virka á sviði. En þetta ævintýri þjófstartaði alla vega leikskáldaferli Lorca og smitaði hann rækilega af leikhúsbakteríunni. Í bili sneri hann sér þó að öðru. Hann náði gráðu í lögræði, sem hann hafði skráð sig í til að þóknast föður sínum, og flutti síðan til Madrídar, þar sem hann bjó á stúdentagarðinum Residencia de Estudiantes sem var stórmerkilegt menningasetur á þeim tíma. Ekki síst lagði hann stund á kvæðagerð. Fyrsta ljóðabók hans, Kvæðakver, (Libro de poemas), kom út árið 1921, safn af æskuljóðum sem fór næstum í taugarnar á Lorca, sem var farinn að yrkja mun betur. Næsta leikverk hans sem sett var á svið, sögulegi harmleikurinn Mariana Pineda, var frumsýnt árið 1927 og sýningin hlaut góðar viðtökur enda efniviðurinn öllu dramatískari. Samt var ljóðskáldið enn að þvælast fyrir leikskáldinu. Um leikmynd og búninga í sýningunni sá Salvador Dalí, þeir Lorca kynntust í Residencia de Estudiantes og voru um tíma óaðskiljanlegir. Þriðji vinurinn í þríhyrningi sem átti eftir að verða Lorca bæði blíður og stríður var Luis Buñuel, verðandi kvikmyndaleikstjóri. Á því sama ári sló Lorca í gegn sem ljóðskáld með bókinni Söngvar (Canciones) og árið eftir innsiglaði hann vinsældir sínar hjá hinum almenna ljóðalesanda með Tataraljóðum (Romancero Gitano), einni ástsælustu ljóðabók allra tíma á spænsku. En gleði Lorca yfir þessum sigrum var skammvinn. Ljóðagerð hans var af síðrómantískri rót en sótti kraft og kyngi í alþýðukveðskap og reyndar myndmál nokkurra af skáldum barrokktímans. En strax árið 1928 fara vindar súrrealismans að blása af miklum krafti á Spáni og fagurfræði Lorca þótti í þeim sviptivindum gamaldags, afdönkuð. Sjálfur var Lorca farinn að prófa sig áfram með súrrealisma en velgengi hans vann að einhverju leyti á móti honum, hann var auðveldur skotspónn harðlínumanna framúrstefnunnar. Buñuel og Dalí fjarlægðust hann báðir og Lorca tók það mjög nærri sér. Um svipað leyti lenti Lorca í djúpri ástarsorg. Kynhneigð hans hafði vitanlega gert honum erfitt fyrir í þessu íhaldssama landi sem Spánn var, Lorca var meira að segja trúaður og átti fram eftir ævi erfitt með að horfast í augu við sannleikann um sjálfan sig. Fyrsta langvinna sambandi hans lauk í upphafi ársins 1929 þegar kærastinn hans, myndhöggvarinn Emilio Alardén, tók upp samband við stúlku sem hann svo seinna giftist. Lorca virtist enginn vegur fær. Honum hafði ekki tekist að ná fótfestu sem leikskáld, rúmlega þrítugur var hann því nánast algjörlega upp á foreldra sína kominn og samsamaði sig ekki einu sinni lengur þeirri ljóðlist sem þó hélt nafni hans á lofti. Þá bauðst honum að ferðast til Bandaríkjanna og dveljast veturlangt í New York. Þann vetur, 1929-1930, orti hann ljóðasafnið Skáld í New York (Poeta en Nueva York), sem endurnýjaði skáldskaparmál hans á róttækan hátt um leið og sjónarhorn hans breyttist: hinn félagslegi veruleiki varð miðlægari í verkum hans því súrrealisminn varð Lorca verkfæri til að úthrópa óréttlætið og hryllinginn í framandi og firrtum heimi stórborgarinnar. Augljós þrá eftir gagngerri endurskoðun í leikritagerðinni kom svo fram í framúrstefnuverkinu Áhorfendur
Borgarleikhúsið 2013–2014
12
(El Público), sem hann skrifaði á heimleiðinni. Bandaríkjadvölin var Lorca erfið, einsog sjá má á þeim ljóðum og textum sem hann skrifaði. En sú eldskírn opnaði flóðgáttir sköpunar sem streymdu óhindraðar til hinsta dags. Eftir heimkomuna til Spánar einbeitti Lorca sér að leiklistinni, bæði stúdentaleikhúsinu La Barraca, sem hann stjórnaði og ferðaðist með um sveitir Spánar, og leikritaskrifum. Hann sló í gegn árið 1933 með verkinu Blóðbrúðkaup (Bodas de sangre); árið eftir var Yerma frumflutt. Hann skrifaði hratt en oft eftir langan meðgöngutíma, hann var sneisafullur af hugmyndum og prójektum, í hverju viðtali sem við hann var tekið minntist hann á mörg verk sem sum eru til í brotum eða lauslegum drögum, af öðrum hefur ekkert varðveist nema titillinn einn og kannski listi yfir persónur. Hús Bernhörðu Alba var síðasta verkið sem hann gekk frá. Kannski var kveikjan að skrifunum sú að leikkonan Margarita Xirgu, sem árið áður hafði farið með aðalhlutverkið í minna þekktu verki eftir Lorca, hafði beðið hann um að skrifa fyrir sig hörkulegra hlutverk. Hún fékk það sem hún vildi með Bernhörðu Alba. Leikritið var skrifað á nokkrum vikum í Madríd vorið og framan af sumrinu 1936 og næstu vikurnar þar á eftir las skáldið verkið oft upphátt fyrir vini og kunningja. Það voru blikur á lofti í þjóðlífinu og í júlí, nokkrum dögum áður en spænska borgarastyrjöldin hófst hélt hann svo heim til Granada, þar sem hann hélt að hann yrði öruggur. Nú er það svo að Bernharða Alba, fjölskylda hennar og þorpið, áttu sér að einhverju leyti beinar fyrirmyndir í fjarskyldum ættingjum Lorca. Hann notaði meira að segja rétt ættarnafn þeirra, Alba, og neitaði að breyta því þótt bæði móðir hans og bróðir bæðu hann um það. Á allra síðustu árum hefur sú kenning komið fram að þeir sem stóðu á bakvið morðið á Lorca hafi verið nokkrir þjóðernissinnar úr ranni Alba fjölskyldunnar sem hötuðust við föður Lorca. Kornið sem fyllti mælinn hafi hins vegar verið fréttirnar af því að sonurinn, rauðliðinn og homminn Lorca, hafi skrifað leikrit til að níða niður fjölskylduna. Það lá beint við fyrir þeim að hann fengi að gjalda fyrir það. Lorca var handtekinn að kvöldi 16. ágúst á æskuheimili skáldsins Luis Rosales þar sem hann hafði leitað skjóls eftir að ljóst var hvert stefndi. „Ég ætla ekki að kveðja þig með handabandi svo þú haldir ekki að við munum ekki sjást aftur,“ sagði hann við dótturina á heimilinu. Hann var skotinn af aftökusveit í gili rétt fyrir utan smábæinn Viznar ásamt tveimur anarkistum og barnakennara. Þeir voru urðaðir saman í ómerktri gröf.
13
Hús Bernhörðu Alba
Borgarleikhúsið 2013–2014
14
15
Hús Bernhörðu Alba
Borgarleikhúsið 2013–2014
16
17
Hús Bernhörðu Alba
Litla samhengið er stóra samhengið
Eftir Maríönnu Clöru Lúthersdóttur Vald og ólíkar birtingarmyndir þess voru franska heimspekingnum Michel Foucault hugleiknar. Í einni af mörgum ritgerðum sínum skrifaði hann um fangelsið Panopticon sem enski heimspekingurinn Jeremy Bentham hannaði árið 1785. Grunnhugmyndin að baki byggingunni gekk út á það að ólíkt dimmum dyflissum fyrri alda skyldi þetta fangelsi vera bjart og opið. Í stað hlekkja kæmi eftirlit. Í miðju hússins skyldi vera eftirlitsturn og úr honum sæist inn í alla klefa. Fangarnir væru meðvitaðir um að hægt væri að fylgjast með þeim öllum stundum úr eftirlitsturninum en hins vegar gætu þeir ekki séð nákvæmlega hvenær þeir væru undir eftirliti. Smám saman myndi þetta verða til þess að þeir gerðu ráð fyrir að vera alltaf undir eftirliti og höguðu sér samkvæmt því. Hver og einn fangi yrði sinn eiginn fangavörður. Foucault yfirfærði þessa hugmynd á óhugnanlegt útópískt samfélag þar sem allir íbúarnir væru meðvitaðir um að á öllum stundum væri mögulega verið að fylgjast með þeim og þannig yrði eftirlitið að lokum innbyggt í þá sjálfa. Þarna er kominn draumur allra einræðisríkja: samfélag þar sem valdið er orðið svo innbyggt í borgarana að ekki er þörf á að fylgjast með þeim og framfylgja refsingum – þeir sjá um slíkt sjálfir. Foucault hélt því líka fram að valdið eða valdboðið kæmi ekki að ofan, eða öllu heldur, það kæmi ekki bara að ofan heldur úr öllum áttum og færðist sífellt úr stað. Valdið er þannig stöðugum breytingum háð og þótt það kunni við fyrstu sýn að virðast óhagganlegt er það í raun eins og kvikasilfur í samfélagsbyggingunni. Valdið í tilteknu samfélagi kemur þá ekki aðeins að ofan heldur einnig t.d. frá óbreyttum borgurum sem taka að sér að framfylgja valdboðinu. Sagan er full af dæmum um slíkt; í galdraofsóknum fyrri tíma komu boðorðin frá kirkjunni en ákærurnar sem leiddu til galdrabrennanna komu frá miskunnarlausum eða hræddum nágrönnum. Í Austur-Þýskalandi kalda stríðsins var einræði en hver og einn einasti þegn hafði sömuleiðis vald til að koma með hjálplegar ábendingar um fólkið í næsta húsi, lognar eða sannar. Ef valdið er á þennan máta alls staðar er það hættulegra og óviðráðanlegra – óvinurinn getur nálgast þig úr öllum áttum – en um leið felst í þessu lykillinn að því að snúast gegn valdinu. Ef borgari hefur vald til að snúast gegn nágranna sínum hefur hann einnig vald til að snúast gegn yfirvaldinu. Ef allir óhlýðnast yfirboðaranum er hann augljóslega ekki yfirboðari lengur. Þar sem er vald er mótspyrna – ekki ein endanleg uppreisn heldur stöðugur núningur og þar sem valdið er alls staðar er núningurinn líka alls staðar. Innifalið í valdinu er nefnilega uppreisn gegn því – annað er ekki til án hins. Hér má líka hafa það hugfast að sagan hefur sýnt að ekkert vald er ósigrandi – öllum einræðisherrum sögunnar hefur verið kollvarpað, allir múrar brotnir niður og öll stórveldi á endanum sigruð. Hvert samfélag hefur sitt eigið valdaskipulag, mis dulið auðvitað - en hvert og eitt okkar lýtur ákveðnum reglum. Sumar reglurnar eru skráðar, aðrar óskráðar en allar eru þær í sífelldri þróun. Boð og bönn – jafnvel lög sem virðast óhagganleg og óbreytanleg reynast ekki höggvin í stein heldur skrifuð í sand. Og það er skylda okkar að vera sífellt á verði og breyta þeim í tilraun til að gera heiminn betri. Reynslan hefur sýnt svo ekki verður um villst að mannréttindi verða ekki bætt nema fyrir þrotlausa baráttu. Stundum eru mannréttindabrot sveipuð skikkju hefða og jafnvel kölluð menning eða siðir en verða ekkert réttmætari fyrir það. Þrælahald, sýruárásir, umskurður stúlkubarna og barnungar brúðir svo eitthvað sé nefnt – allt hefur þetta verið flokkað sem menning en það mun seint teljast réttlæting. Barátta kvenna, samkynhneigðra, mismunandi kynþátta og í raun allra svokallaðra minnihlutahópa fyrir mannréttindum eiga það allar sameiginlegt að hafa náð árangri einmitt með baráttu – stundum blóðugri, stundum friðsamri en ekkert gerðist „af sjálfu sér“ sem er þó aðferð sem margir hafa tröllatrú á.
Borgarleikhúsið 2013–2014
18
Rétt eins og valdamynstur hvers samfélags er ólíkt getur uppreisn gegn valdinu sömuleiðis verið af ýmsum toga. Alltaf þegar afstaða er tekin gagnvart einhverjum ríkjandi gildum er hægt að kalla það andóf – og það skiptir máli – bæði í litla og í stóra samhenginu því litla samhengið er stóra samhengið. Ísland er kannski eyja en „enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ eins og skáldið John Donne orti fyrir margt löngu. Þögn og aðgerðaleysi er hins vegar sama og samþykki. Það er hægt að grípa til vopna, til hryðjuverka eða sjálfsmorða – en það er líka hægt að setjast niður í strætisvagni, kyssast á almannafæri, láta hringla í lyklakippu, mennta sig þvert á boð og bönn, senda sms, blogga eða jafnvel bara læka á facebook.
Femen eru alþjóðleg samtök femínista sem voru stofnuð í Úkraínu árið 2008. Samtökin hafa vakið heimsathygli fyrir umdeild mótmæli þar sem meðlimireru berbrjósta. Samtökin beita sér gegn kynjamisrétti. Um ástæður þess að vera berbrjósta sögðu meðlimir hópsins: „Þetta er eina leiðin til að vekja athygli í þessu landi [Úkraínu]. Ef við myndum skipuleggja hefðbundin mótmæli þá myndi enginn taka eftir okkur.“
Óþekkt baráttukona
Guerilla Girls er hópur kvenna og feminista sem berjast gegn kynjamisrétti. Hópurinn var stofnaður í New York árið 1985 með það að markmiði að varpa ljósi á kynja- og kynþáttamisrétti innan listaheimsins. Meðlimir hópsins eru þekktir fyrir górillugrímurnar sem þeir nota í því skyni að halda nafnleynd. 19
Hús Bernhörðu Alba
Borgarleikhúsið 2013–2014
20
21
Hús Bernhörðu Alba
Borgarleikhúsið 2013–2014
22
23
Hús Bernhörðu Alba
Þröstur Leó Gunnarsson
Hanna María Karlsdóttir
lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og var þá ráðinn til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem hann lék fjölda aðalhlutverka. Meðal þeirra eru Hörður í Degi vonar, Aðalsteinn í Kjöti, Tom Joad í Þrúgum reiðinnar og titilhlutverkin í Platonov, Tartuffe og Hamlet. Þröstur hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Jón Leifs í Tárum úr steini og föður Nóa í Nóa albínóa, en fyrir það hlutverk hlaut hann Edduverðlaunin árið 2003. Þröstur hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2009. Hann hefur einnig hlotið Grímuverðlaun fyrir hlutverk sín í Killer Joe, Ökutímum og Koddamanninum. Þröstur er nú fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið og meðal nýlegra hlutverk hans þar eru Coleman í Vestrinu eina, Fló á skinni, Dinny í Heima er best, Barði í Fólkinu í kjallaranum, líkið í Nei, ráðherra, Gaév í Kirsuberjagarðinum, Bjarni í Svar við bréfi Helgu og Haraldur í Skúrnum á sléttunni. Einnig leikstýrði Þröstur verkinu Við borgum ekki sem sett var upp á Nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við Nýja Ísland.
lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1978. Hanna María hefur verið fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur í 34 ár og sat í stjórn félagsins árin 2001-2003. Hún hefur leikið yfir 75 hlutverk á ferlinum m.a. í Jóa, Djöflaeyjunni, Þrúgum reiðinnar, Dómínó, Mávahlátri, Öndvegiskonum, Söngleiknum Ást, Fjölskyldunni og Faust. Hún dansaði einnig hlutverk Nönu í Through Nana‘s eyes, með Íslenska dansflokknum. Hanna María leikstýrði einleiknum Sigrúnu Ástrós. Hjá LA lék hún í Stálblómum og Tobacco Road. Hún hefur talað inn á fjölmargar teiknimyndir. Af fjölda kvikmynda má nefna Gullsand, Einkalíf, Agnesi, Börn, Sveitabrúðkaup, Kóngaveg og 101 Reykjavík en Hanna María var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd og einnig fyrir hlutverk sitt í Sveitabrúðkaupi. Hanna María hlaut Grímuna sem besta leikkona í aðalhlutverki árið 2005 fyrir hlutverk sitt í Héra Hérasyni og tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Degi vonar.
Sýningar Hönnu Maríu á leikárinu: Mary Poppins, Hús Bernhörðu Alba og Óskasteinar.
Sýningar Þrastar á leikárinu: Hús Bernhörðu Alba og Óskasteinar
Borgarleikhúsið 2013–2014
24
Harpa Arnardóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990. Sýningar Hörpu í Borgarleikhúsinu eru m. a. Ég er hættur! Farinn!, Kabaret, Maðurinn sem..., Púntilla og Matti, Dauðasyndirnar, And Björk of course... og Sporvagninn Girnd. Í Þjóðleikhúsinu lék hún m.a. í Heddu Gabler, Skilaboðaskjóðunni og Gleðispilinu. Einnig í Sjöundá hjá Aldrei óstelandi. Hjá sjálfstæðum leikhópum m.a. Woyzeck í Borgarleikhúsinu, Hundrað ára hús, Kirsuberjagarðinn og Rhodimenia palmata hjá Frú Emilíu, Steinar í djúpinu, Ragnarök 2002 og Heima er best hjá Lab Loka og Dimmalimm og Júlíu og Mánafólkið hjá Augnabliki. Harpa leikstýrði og gerði leikgerðir fyrir Blíðfinn og Rómeó, Júlíu og Amor hjá Borgarleikhúsinu og Tristan og Ísól hjá Augnabliki. Hún leikstýrði Náttúruóperunni eftir Andra Snæ í MH, Þremur systrum í Nemendaleikhúsinu, Súldarskeri hjá Soðnu sviði og Jónsmessunótt í Þjóðleikhúsinu. Harpa stofnaði listafélagið Augnablik árið 1991 sem hefur sett upp leiksýningar, haldið tónleika og námskeið og skipulagt hálendisferðir á Íslandi. Harpa hlaut Grímuna árið 2009 fyrir leik sinn í Steinar í djúpinu og var tilnefnd til Grímunnar fyrir Sjöundá, And Björk of course..., Sporvagninn Girnd, Dauðasyndirnar og Dubbeldusch og fyrir handritið að Dauðasyndunum ásamt samstarfsfólki sínu.
útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan starfað við leikhús og kvikmyndir, sem framleiðandi, leikari og leikstjóri og er fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið. Hún framleiddi og leikstýrði kvikmyndinni Reykjavík Guesthouse-rent a bike, leikstýrði dansmyndinni While the Cats Away og var höfundur og leikari í heimildarleikverkinu Venjuleg kona? sem var sýnt í Nýlistasafninu. Hún leikstýrði Fólkinu í blokkinni og Footloose í Borgarleikhúsinu. Hún hefur leikið í Þjóðleikhúsi, Borgarleikhúsi, hjá Vesturporti, Sjálfstæðu leikhúsunum og í kvikmyndum. Í Borgarleikhúsi má nefna Eldhaf, Elsku barn, Faust, Nei, ráðherra, Núna!, Fjölskylduna og Dúfurnar. Í Þjóðleikhúsi lék hún í Klaufar og kóngsdætur, Edith Piaf, Halldór í Hollywood og Eldhús eftir máli. Önnur hlutverk Unnar eru m.a. Vigdís í sjónvarpsseríunni Rétti, Laufey í kvikmyndinni Dís, Dionne í söngleiknum Hárinu. Einnig lék hún í 5 stelpur.com, Hamskiptunum, Titus, Killer Joe og Herra Kolbert. Unnur fékk Grímuna sem besta leikkona í aðalhlutverki árið 2011 fyrir hlutverk sitt í Elsku barni, var tilnefnd besta aðalleikkona sem Dottie í Killer Joe og Nawal í Eldhafi. Unnur fékk Stefaníustjakann á síðasta ári. Hún lék í stuttmyndinni Hvalfjörður sem hlaut verðlaun í Cannes árið 2013. Unnur er verndari UN WOMEN á Íslandi.
Sýningar Hörpu á árinu: Hús Bernhörðu Alba.
Sýningar Unnar á árinu: Hús Bernhörðu Alba og Ferjan.
25
Hús Bernhörðu Alba
Maríanna Clara Nína Dögg Lúthersdóttir Filippusdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2003 og lauk MA prófi í bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 2012. Hún er einn af stofnmeðlimum leikhópsins Kvenfélagsins Garps og hefur tekið þátt í þremur uppfærslum hópsins. Hún hefur lengst af starfað með sjálfstæðu leikhúsunum. Af leikhúsverkefnum má nefna Fullkomið brúðkaup hjá Leikfélagi Akureyrar, Killer Joe á vegum Skámána í Borgarleikhúsinu, Gunnlaðar sögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Dubbel Dusch í samstarfi Vesturports og Leikfélags Akureyrar, Fólkið í blokkinni í Borgarleikhúsinu, Við borgum ekki, við borgum ekki hjá Leikfélagi Akureyrar og Borgarleikhúsinu, Súldarsker í uppsetningu Soðins sviðs í Tjarnarbíói, Jónsmessunótt, Karma fyrir fugla og Kvennafræðarann í Þjóðleikhúsinu. Meðal verkefna í kvikmyndum og sjónvarpi eru kvikmyndin Þetta reddast í leikstjórn Barkar Gunnarssonar og eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum Marteini sem sýndir voru á RÚV. Maríanna var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Fullkomnu brúðkaupi og Killer Joe. Sýningar Maríönnu á leikárinu: Hús Bernhörðu Alba
Borgarleikhúsið 2013–2014
26
útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Síðan hefur hún starfað við leikhús og kvikmyndir hérlendis sem og erlendis. Hún er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlía, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúninni og Faust. Meðal annarra hlutverka Nínu eru Karen í Englabörnum í Hafnafjarðaleikhúsinu, Stjarna í Rambó 7 og Katrín í Átta konum í Þjóðleikhúsinu. Nína er fastráðin við Borgarleikhúsið og meðal sýninga þar eru Kryddlegin hjörtu, Púntilla og Matti, Fjölskyldan, Dúfurnar og Elsku barn. Nína lék einnig Önnu í Don Jon í uppsetningu breska leikhópsins Kneehigh og ferðaðist með þá sýningu um Bretland. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljós, Hafið, Börn og Foreldrar, Sveitabrúðkaup og Kóngavegur og sjónvarpsþáttunum Stelpurnar. Nína Dögg var valin Shooting Star árið 2003, hún hefur verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem og Edduverðlaunanna og hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Sýningar Nínu á leikárinu: Hús Bernhörðu Alba og Furðulegt háttalag hunds um nótt
Hildur Berglind Sigrún Edda Arndal Björnsdóttir útskrifaðist með BA gráðu frá leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands síðast liðið vor. Hildur Berglind lék í leiksýningunni Hrópíum með Stúdentaleikhúsinu árið 2010. Hún dansaði í sýningunni Discomfort in Comfort með Spíral dansflokknum árið 2012. og lék hlutverk Lindu í kvikmyndinni Gauragangur sumarið 2010.
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981. Hún hefur verið fastráðin leikkona bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og leikið fjölmörg burðarhlutverk, Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu má nefna Fjölskylduna, Milljarðamærin snýr aftur, Fólkið í kjallaranum, Kirsuberjagarðinn og Gullregn. Hún hefur einnig leikið í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi auk þess að starfa sem höfundur og leikstjóri. Sigrún Edda hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og tilnefningar fyrir störf sín, m.a. úr minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur, Menningarverðlaun DV og Grímuna.
Sýningar Hildar á leikárinu: Hús Bernhörðu Alba, Hamlet og Ferjan
Sýningar Sigrúnar Eddu á leikárinu: Mary Poppins, Hús Bernhörðu Alba og Ferjan
27
Hús Bernhörðu Alba
Charlotte Bøving
Esther Talia Casey
lauk leiklistarnámi við leiklistarskólann í Árósum árið 1992. Hún lék ýmis hlutverk við Aarhus teater á árunum 1992 til 1996, meðal annars Ariel í Ofviðrinu eftir Shakespeare, Maríu í Sjúk æska eftir Brückner og Víólu í Þrettándakvöldi Shakespeares. Hún lék við ýmis leikhús í Kaupmannahöfn á árunum 1996 til 1999, meðal annars Katrine í Die Fremdenführerin eftir Botho Strauss og Toru í Bildmakarna eftir Per Olov Enquist. Hún hefur einnig leikið í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum. Charlotte hefur fengið nokkur verðlaun á sviði leiklistar, Inge Dams skuespillerlegat 1994, Bikubens Gule kort 1995, Henkelprisen 1995 og Grímuverðlaun árið 2007 fyrir hlutverk sitt í Ófögru veröld. Charlotte hefur búið á Íslandi frá árinu 2000. Hún hefur leikstýrt verkefnum bæði hérlendis og í Danmörku en meðal verkefna hér á Íslandi má nefna Ævintýrið um Rauðhettu í Hafnarfjarðarleikhúsinu, þar sem hún samdi jafnframt handrit og tónlist. Einnig má nefna Mamma mamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Bláa Gullið í Borgarleikhúsinu, sem samið var af leikhópnum. Charlotte samdi einleikina Hin smyrjandi jómfrú ásamt Steinunni Knútsdottir og Þetta er lífið sem báðir voru sýndir í Iðnó.
útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003. Esther var fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar 2005 – 2006 og lék þar í Óliver Twist, Litlu hryllingsbúðinni og Ladybird. Esther var fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu á árunum 2007 til 2010 og lék þar í Kardimommubænum, Ástin er diskó, lífið er pönk, Frida, viva la vida og Oliver. Hún hefur leikið í nokkrum söngleikjum, Grease í Borgarleikhúsinu árið 2003, Fame hjá Íslensku Leikhúsgrúppunni árið 2004 og Mary Poppins í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Esther Thalia hefur sungið í kórum og einsöng á ýmsar barnaplötur, var söngkona hljómsveitarinnar Bang Gang frá árinu 1997 til ársins 2004 og söng inn á plöturnar You og Something Wrong ásamt því að ferðast með hljómsveitinni á ýmsar tónlistarhátíðir innanlands sem og víðsvegar um Evrópu m.a Montreux Jazz Festival. Auk þess hefur hún leikið í sjónvarpi og kvikmyndum.
Sýningar Charlotte á leikárinu: Hús Bernhörðu Alba
Borgarleikhúsið 2013–2014
28
Sýningar Estherar á leikárinu: Mary Poppins og Hús Bernhörðu Alba
29
Hús Bernhörðu Alba
Jón Hallur Stefánsson
las almenna bókmenntafræði við Háskóla Íslands og spænskar bókmenntir og málvísindi við Háskólann í Granada á Spáni. Hann starfaði lengi sem dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu og hefur lagt stund á ritstörf og þýðingar. Jón Hallur er höfundur þriggja útgefinna ljóðabóka og tveggja skáldsagna auk þess sem hann hefur samið dægurtónlist og leikhústónlist. Síðasta útgefna verk hans er ritgerðin Bautasteinn Borgesar, sem kom út síðastliðið vor í tímaritröðinni 1005
Kristín Jóhannesdóttir
stundaði nám í bókmenntafræði (License ès lettres) og kvikmyndafræði í Montpellier og París og lauk þaðan maîtrise og DEA (f.hl. doktorsgráðu) í kvikmyndafræðum. Hún lauk ennfremur lokaprófi frá CLCF í kvikmyndaleikstjórn. Kristín hefur skrifað handrit og leikstýrt stuttmyndum, myndböndum og sjónvarpsmyndunum Líf til einhvers og Glerbrot. Hún er einnig höfundur handrita, framleiðandi og leikstjóri kvikmyndanna Á hjara veraldar (1983) og Svo á jörðu sem á himni (1992). Myndir hennar hafa verið sýndar víða erlendis og unnið til verðlauna á fjölmörgum hátíðum. Kristín hefur verið virkur þátttakandi í uppbyggingu kvikmyndasviðs á Íslandi, hefur setið í stjórnum allra fagfélaganna. Í leikhúsum hefur Kristín meðal annars leikstýrt Dómínó, Sumrinu ’37, Ofanljósi, Horft frá brúnni, Vorið vaknar, Einhver í dyrunum og Rautt í Borgarleikhúsinu. Strompleik, Brennuvörgunum, Utan gátta, Svörtum hundi prestsins og Karma fyrir fugla í Þjóðleikhúsinu, Svívirtum áhorfendum í Stúdentaleikhúsinu, Leikslokum í Smyrnu í Nemendaleikhúsinu, Draumleik hjá Listaháskóla Íslands og Beðið eftir Godot í uppsetningu Kvenfélagsins Garps og Borgarleikhússins. Einnig leikstýrði hún óperunni Tunglskinseyjunni sem frumflutt var í Peking og sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Kristín hefur leikstýrt fjölda verkefna í útvarpi. Hún hlaut Grímuna fyrir leikstjórn sína á Utan gátta eftir Sigurð Pálsson. Utan gátta hlaut meðal annars Grímuna sem leiksýning ársins. Hún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir leikstjórn sína á Svörtum hundi prestsins.
Brynja Björnsdóttir
útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 og frá The Royal Central School of Speech and Drama með MA gráðu í leikmyndahönnun árið 2013. Hún hannaði leikmynd fyrir barnaleikritið Hættuför í Huliðsdal í Þjóðleikhúsinu og Súldarsker og Eftir lokin sem frumsýnd voru árið 2011. Brynja hannaði leikmynd fyrir dansverkið Glymskrattann sem frumsýnt var á Listahátíð í Reykjavík árið 2012 og Kameljón sem frumsýnt var á LÓKAL sama ár. Brynja er meðlimur í sviðslistahópnum 16 elskendur sem settu ma. upp Nígeríusvindlið árið 2010 og Sýningu ársins árið 2012. 16 elskendur voru tilnefnd til tveggja Grímuverðlauna árið 2012; leikskáld ársins og sproti ársins, fyrir leiksýninguna Sýning ársins, og hlutu verðlaunin fyrir sprota ársins. Brynja var tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir leikmynd ársins árið 2011 fyrir Súldarsker.
Þórunn María Jónsdóttir
nam fag sitt í Frakklandi og Belgíu, þar sem hún bjó, nam og starfaði í 12 ár. Hún hefur hannað búninga fyrir leikverk, óperur, danssýningar og kvikmyndir. Helstu leiksýningar eru Óvitar, Hreinsun, Brennuvargarnir, Ástin er diskó lífið er pönk, Sumarljós, Skilaboðaskjóðan, Öxin og Jörðin, Edith Piaf, Dýrin í Hálsaskógi og Cyrano de Bergerac í Þjóðleikhúsinu. Il Trovatore, Tosca og La Boheme í Íslensku Óperunni og Kryddlegin Hjörtu, Sól og Máni, Vorið vaknar, Ástarsaga 3 og Afaspil í Borgarleikhúsinu. Hún hefur hannað búninga í ýmsum sýningum Hafnarfjarðarleikhússins; Höllu og Kára, Meistaranum og Margarítu, Grettissögu, Englabörnum, Að eilífu og í Birtingi og Mömmumömmu. Hún er höfundur búninga í kvikmyndunum Hross í Oss, Ófeigur, Dansinn og Mávahlátri, og hlaut Edduverðlaunin fyrir búninga sína í Dansinum. Hún hefur þrisvar verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna.
Þórður Orri Pétursson
er forstöðumaður ljósadeildar Borgarleikhússins. Hann lærði leikhúslýsingu við Central School of Speech and Drama og síðar meistaranám í byggingalýsingu við Bartlett School of Architecture. Hann starfaði í átta ár hjá virtum arkitektaog lýsingafyrirtækjum í London og vann að byggingalýsingu víða um heim. Meðal leiksýninga sem Þórður hefur unnið við í Borgarleikhúsinu Rústað, Söngvaseiður, Faust, Húsmóðirin, Galdrakarlinn í Oz, Hótel Volkswagen, Eldhaf, Bastarðar og Mary Poppins. Þórður fékk tilnefningar til Grímunnar fyrir Rústað, Faust og Bastarða.
Ólafur Örn Thoroddsen
lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1976 og lék hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur áður en hann gerðist tæknistjóri Leiklistarskóla Íslands árið 1981. Þar var hann hljóð- og ljósahönnuður og hefur auk þess lýst áhugamannasýningar. Hann var tæknistjóri leikflokksins Bandamenn á leikferð um heiminn og lýsti m.a. Bandamannasögu. Ólafur hefur verið fastráðinn hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið frá opnun þess og unnið við fjölda sýninga, m.a. Einhver í dyrunum, Öndvegiskonur, Boðorðin 9, Híbýli vindanna, Woyzeck, Ófagra veröld, Amadeus, Dauðasyndirnar og Harry og Heimir. Ólafur var tilnefndur til Grímunnar fyrir hljóðhönnun fyrir síðastnefnda verkið.
Borgarleikhúsið 2013–2014
30
Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir
lagði stund á sellóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og lauk BA gráðu árið 2005. Á námsárunum dvaldi hún í Berlín þar sem hún stundaði nám við Universität der Künste. Hildur hefur samið verk fyrir margs konar hljóðfærasamsetningar og raddir ásamt því að semja hreina raftónlist einnig við leikrit, dansverk og kvikmyndir fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsið, Tate Modern, Bresku Kvikmyndasamsteypuna (BFI), Óperuna í Stokkhólmi og borgarleikhúsið í Gautaborg. Hún hlaut Grímuna 2011 fyrir tónlist í Lé konungi í Þjóðleikhúsinu. Hildur hefur sent frá sér þrjár sólóplötur Mount A, Leyfðu ljósinu og Without Sinking sem var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2009 og var Hildur tilnefnd tónskáld ársins. Without Sinking vann Kraums verðlaunin sem ein af plötum ársins 2009. Síðastliðin ár hefur Hildur komið fram í Evrópu, Ástralíu, Asíu og Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem hún hefur leikið með má nefna Skúla Sverrisson, Jóhann Jóhannsson, múm, Schneider TM, Angel, Pan Sonic, Valgeir Sigurðsson, Ben Frost, Wildbirds & Peacedrums, Jamie Lidell, The Knife og Throbbing Gristle. www.hildurness.com
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
útskrifaðist frá Ballettakademíunni í Stokkhólmi árið 2002 og hefur síðan þá starfað af fullum krafti við danslistina. Lovísa tók þátt í flestum uppfærslum Íslenska dansflokksins 2005-2012 en hefur einnig starfað í sjálfstæða geiranum bæði sem dansari og danshöfundur og stofnaði Samsuðuna&co. ásamt Höllu Ólafsdóttur. Hún hefur verið tíður gestur á Reykjavík Dance Festival og starfar um þessar mundir með Ernu Ómarsdóttur og hópi hennar Shalala og ferðast um heiminn með sýninguna Við sáum skrímsli og To the bone. Lovísa hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín og hefur meðal annars verið tilnefnd til fimm Grímuverðlauna bæði sem dansari og danshöfundur.
Árdís Bjarnþórsdóttir
nam leikhús- og kvikmyndaförðun í Los Angeles á árunum 1988-1990. Hún nam einnig hárkollugerð hjá Margréti Matthíasdóttur. Árdís hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu árið 1991 og tók þar við stöðu forstöðumanns hárkollu-og förðunardeildar árið 2003. Hún sinnti því starfi fram til ársins 2011 en tók þá við stöðu deildarstjóra leikgervadeildar Borgarleikhússins. Árdís hefur sinnt fjölda leikhúsförðunarverkefna hjá Þjóðleikhúsinu og má þar nefna Utangátta, Frida viva la vida, Oliver Twist, Hart í bak auk fjölda annarra sýninga í gegnum árin. Árdís hannaði m.a. leikgervi fyrir Galdrakarlinn í Oz, Kirsuberjagarðinn og Mary Poppins á Stóra sviði Borgarleikhússins. Auk starfa í leikhúsinu hefur Árdís sinnt ýmiss konar kvikmynda- og auglýsingaverkefnum.
Hlynur Páll Pálsson
útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009, en honum var boðið að sýna útskriftarverk sitt, Homo Absconditus, á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal sama ár. Í kjölfarið leikstýrði hann einleiknum Ellý, alltaf góð eftir Þorvald Þorsteinsson á sviðslistahátíðinni artFart árið 2009. Eftir útskrift hefur Hlynur starfað sem sviðs- og sýningarstjóri á Litla sviði Borgarleikhússins og sem leikstjóri Götuleikhúss Reykjavíkurborgar. Hlynur er jafnframt meðlimur í Sviðslistahópnum 16 elskendum, sem eiga að baki sýningarnar IKEA-ferðir, Orbis Terrae-ORA á Listahátíð í Reykjavík (í leikstjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur), Nígeríusvindlið og Sýningu ársins, sem fékk sérstök sprotaverðlaun Grímunnar árið 2012 fyrir framúrskarandi nýbreytni og frumleika í sviðslistum. 31
Hús Bernhörðu Alba
Vox feminae Anna Birgitta Bóasdóttir Ásdís Björnsdóttir Ástrós Elísdóttir Bjarnheiður Hallsdóttir Björg Helen Andrésdóttir Bryndís Eva Erlingsdóttir Dagbjört Andrésdóttir Dagmey Ellen E. Arnarsdóttir
Elísa Schram Elsa Særún Helgadóttir Guðný Jónsdóttir Guðrún Björk Bjarnadóttir Guðrún Hulda Gunnarsdóttir Guðrún Sesselja Arnardóttir Guðrún Sigríður Sævarsdóttir Hallveig Andrésdóttir Helga Arngrímsdóttir Hildur Elín Vignir
Hildur Friðriksdóttir Hulda Jónsdóttir Hulda Stefánsdóttir Ingibjörg B. Sigurðardóttir Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir Ingibjörg Óladóttir Jóhanna Kristín Jónsdóttir Karitas Sumati Árnadóttir Kristín Björg Kristjánsdóttir Kristín Sigurleifsdóttir
Kristín Vilbergsdóttir Lilja Klein María Ólafsdóttir Matthildur Guðrún Hafliðadóttir Nanna Katrín Hannesdóttir Ólafía Lára Ágústsdóttir Rakel Rósa Ingimundardóttir Sif Arnardóttir Sigríður Helga Sigurðardóttir Sigríður Anna Ellerup
Kvennakórinn Vox feminae
var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur og hefur hún verið listrænn stjórnandi kórsins frá upphafi. Kórinn hefur aðsetur í sönghúsinu Domus vox í Reykjavík. Þar er einnig til húsa kvennakórinn Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur sem Margrét stjórnar einnig. Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins í gegnum tíðina. Vox feminae hefur lagt áherslu á að kynna íslenska kvennakóratónlist með tónleikahaldi ásamt útgáfu geisladiska: Mamma geymir gullin þín (2000), Himnadrottning (2003) og Ave Maria (2006). Kórinn hefur haldið tónleika í Listasafni Íslands, Norræna húsinu, Þjóðmenningarhúsinu og mörgum kirkjum í Reykjavík, m.a. Hallgrímskirkju, Dómkirkjunni, Háteigskirkju og Grensáskirkju, svo dæmi séu tekin. Kórinn hefur haldið tónleika m.a. á Akureyri, Hólum í Hjaltadal, Húsavík, Hellissandi, Reykholti og Skálholti. Þá hefur kórinn farið í tónleikaferðir til útlanda, m.a. til Bretlands, Danmerkur, Ítalíu og Þýskalands. Kórinn vann til silfurverðlauna árið 2000 í VIII. kórakeppninni í flutningi trúarlegrar tónlistar sem kennd er við tónskáldið Palestrina og haldin í Vatíkaninu í Róm. Á kvenréttindadaginn þann 19. júní 2010 kom út bókin da capo Andartak í ljósi sem fjallar um sögu kórsins í máli og myndum. Bókina prýða myndir af kórkonum ásamt örsögum og hugleiðingum um hlutverk söngsins í lífi þeirra. da capo var gefin út í tilefni af 15 ára starfsafmæli kórsins og er ætlað að veita innsýn í starf kvennakórs á Íslandi og þeirra kvenna sem í honum starfa. Vox feminae á 20 ára starfsafmæli á þessu ári. Þeim tímamótum mun kórinn fagna með ýmsum hætti, svo sem söngferð til Parísar í nóvember 2013 og fjölbreyttu tónleikahald á afmælisárinu. Borgarleikhúsið 2013–2014
32
Sigríður Guðmundsdóttir Sigríður Soffía Hafliðadóttir Sigríður Þorsteinsdóttir Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir Snjólaug Elín Sigurðardóttir Sólveig Svava Gísladóttir Stella Óladóttir Þorgerður Valdimarsdóttir Þórdís Guðmundsdóttir Þuríður Helga Jónasdóttir
Félagar úr Stúlknakór Reykjavíkur Alma Ágústsdóttir Ása Alexía Unnarsdóttir Eygló Káradóttir Guðný Guðmundsdóttir Heiða Darradóttir Herborg Lúðvíksdóttir Ingeborg Andersen Ísól Rut Reynisdóttir
Jana Katrín Magnúsdóttir Jasmín Dúfa Pitt Klara Sigurðardóttir Maria Christina Kristmanns Marta Kristín Friðriksdóttir Sigrún Valdís Kristjánsdóttir Þórunn Inga Ólafsdóttir
Margrét Jóhanna Pálmadóttir
stjórnandi Vox feminae, hóf tónlistarferil sinn í Hafnarfirði þar sem hún, auk píanónáms, söng með Kór Öldutúnsskóla og kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarháskólann í Vínarborg, Söngskólann í Reykjavík og á Ítalíu. Leiðbeinendur hennar voru meðal annarra Elísabet Erlingsdóttir, Svanhvít Egilsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Lina Pagliughi og Eugenia Ratti. Margrét kom fyrst fram sem einsöngvari tólf ára gömul m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Hún söng með Þjóðleikhúskórnum í fjögur ár og tók á þeim tíma þátt í ýmsum uppfærslum með honum. Þá starfaði Margrét sem raddþjálfari Pólýfónkórsins og Söngsveitarinnar Fílharmoníu auk ýmissa annarra kóra og söng með sönghópnum Fjórar klassískar á árunum 1994-2000. Margrét stofnaði Vox feminae árið 1993, sama ár og hún stofnaði Kvennakór Reykjavíkur. Árið 2000 stofnaði Margrét í félagi við aðra sönghúsið Domus vox í Reykjavík sem sameinar undir einu þaki söngskóla og kórastarfsemi. Margrét hefur unnið mikið frumkvöðla- og hvatningarstarf í þágu stúlknaog kvennakóra á Íslandi og hlaut fyrir það Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2004. Þá sæmdi Karl Gustav XVI, konungur Svía, Margréti Riddarakrossi hinnar konunglegu Norðurstjörnu í opinberri heimsókn sinni í september 2004.
33
Hús Bernhörðu Alba
Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.
Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –
Stjórn Borgarleikhússins
Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir
Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Edda Þórarinsdóttir, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru Bessý Jóhannsdóttir og Finnur Oddsson.
2012–2013 Borgarleikhúsið 2013–2014
34
Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Ástrós Elísdóttir, fræðslufulltrúi Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Arnar Dan Kristjánsson Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hildur Berglind Arndal Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Nanna Kristín Magnúsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Valur Freyr Einarsson Þorvaldur Davíð Kristjánsson Þröstur Leó Gunnarsson
Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Guðbjörg Ívarsdóttir, hárgreiðsla Hulda Finnsdóttir, hárgreiðsla Margrét Benediktsson, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Ísold Ingvadóttir, leikmunavörður Lárus Guðjónsson, leikmunagerð Nína Bergsdóttir, leikmunavörður Smíðaverkstæði Ingvar Einarsson, forstöðumaður Gunnlaugur Einarsson (í leyfi), fostöðumaður Karl Jóhann Baldursson, smiður Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölustjóri Kristín Ólafsdóttir, veitingastjóri Erna Ýr Guðjónsdóttir, miðasala Guðrún Sölvadóttir, miðasala Hörður Ágústsson, miðasala Ingibjörg Magnúsdóttir, ræsting Sól Margrét Bjarnadóttir, miðasala
Listrænir stjórnendur Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri
Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir, matreiðslumaður
Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið
Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir
Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður
Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Garðar Borgþórsson, ljósamaður
Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Baldvin Magnússon, hljóðmaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón 35
Gullregn Hús Bernhörðu Alba
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.
Borgarleikhúsið 2013–2014
36
37
Hús Bernhörðu Alba
Millifærðu með hraðfærslum í Appinu einn
...
tveir
og þrír!
1.000 kr.
Millifærðu með hraðfærslum Með Íslandsbanka Appinu einföldum við millifærslur í snjallsímanum margfalt. Millifærðu smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með örfáum smellum.
Við bjóðum góða þjónustu
Skannaðu kóðann til að sækja Appið.
LEGGJUM
Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI
10 KRÓNUR AF HVERRI EGILS MALT RENNA TIL SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR Í ár er heil öld síðan Egils Malt kom fyrst á markað og hefur þessi einstaki drykkur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Af því tilefni ætlum við að láta 10 kr. af hverri seldri dós og flösku af Egils Malti renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ástæðan er einföld: FÍTON SÍA
VIÐ LEGGJUM MALT Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI.
UmhverfisvottUð prentsmiðja
Umbúðir sem tryggja bragðgæði Oddi hefur gegnum tíðina séð íslenskum fyrirtækjum í matvælaiðnaði og inn flutningi fyrir umbúðum af öllu tagi. Við framleiðum umbúðir úr pappír og plasti sem ná utan um alla vörulínuna, hvort heldur í iðnaði eða verslun. Framleiðsla þín er í öruggum höndum hjá Odda.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Umbúðir og prentun
Góða skemmtun!
Valitor er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins.
www.valitor.is
Borgarleikhúsið 2013–2014
42
43
Hús Bernhörðu Alba