Jeppi á Fjalli

Page 1



Ludvig Holberg

Jeppi á Fjalli Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason Tónlist og söngtextar: Megas og Bragi Valdimar Skúlason

Borgarleikhúsið 2013 / 2014


Persónur og leikendur Jeppi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ingvar E. Sigurðsson Nilla. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ilmur Kristjánsdóttir Baróninn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bergþór Pálsson Eiríkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bergur Þór Ingólfsson Albert. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Arnmundur Ernst B. Björnsson Jakob skómakari, hljóðfæraleikari. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Arnar Dan Kristjánsson Fógeti, hljóðfæraleikari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björn Stefánsson Fógetafrú, hljóðfæraleikari. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Unnur Birna Björnsdóttir Djákninn, hljómsveitarstjóri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Már Magnússon

Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Benedikt Erlingsson Leikmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gretar Reynisson Búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Agnieszka Baranowska Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist og söngtextar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Megas og Bragi Valdimar Skúlason Tónlistarstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Már Magnússon Hljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gunnar Sigurbjörnsson Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elín S. Gísladóttir

2012–2013 Borgarleikhúsið 2013–2014

4


Sýningarstjórn Christopher Astridge

Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Zedrus Gunnlaugur Einarsson Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson

Aðstoðarmaður leikstjóra Jenný Lára Arnórsdóttir Eltiljós Kristín Þórarinsdóttir

Leikmunir Móeiður Helgadóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir

Hljóðstjórn Bjargmundur Ingi Kjartansson Áhættulausnir Friðþjófur Sigurðsson Bergur Ólafsson

Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Baldvin Þór Magnússon

Hattahönnun Thelma Björk

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Garðar Borgþórsson

Tónlistarstjórn í hljóðveri Guðmundur Pétursson Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Linda Húmdís Hafsteinsdóttir Heiðdís Norðfjörð

Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson

Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Elín Sigríður Gísladóttir Guðbjörg Ívarsdóttir Hulda Finnsdóttir Margrét Benediktsson

Þakkir Filippía Elísdóttir Thelma Björk Icepharma hf.

Leikskrá: Jeppi á Fjalli er 569. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur. Frumsýning 4. október 2013 á Nýja sviði Borgarleikhússins. Jeppi á Fjalli (Jeppe på Bjerget) var frumflutt í Kómedíuleikhúsinu í Lille Grønnegade í Kaupmannahöfn árið 1722. Sýningartími er u.þ.b. tvær og hálf klukkustund. Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.

Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun: Grímur Bjarnason Útlit: Fíton Umbrot: Jorri Prentun: Oddi

5

Jeppi frá Fjalli


Holberg, Jeppi Heldri þegnar og aumir Ludvig Holberg er fæddur í Bergen í Noregi árið 1684, deyr í Kaupmannahöfn 1754. Móðir hans var biskupsdóttir og því af aðalsættum. Faðirinn var á hinn bóginn af bændum kominn en fékk nafnbótina yfirherforingi og taldist eftir það til aðalsins. Segja má að Holberg hafi bæði verið Dani og Norðmaður þar sem hann ólst upp í eins konar fjölþjóðlegu sambandsríki Danmerkur, Noregs og hertogadæmisins Slesvík-Holtsetalands. Ríki þessu var stjórnað af einvalda konungi í Kaupmannahöfn.

Hinir lægstu, fávísu og „ókúltíveruðu“ Holberg innritaðist í Kaupmannahafnarháskóla og tók próf í heimspeki og guðfræði og fékk síðar prófessorsembætti við háskólann sem hann þáði aldrei laun fyrir. Hann var afar víðförull framan af ævinni og ferðast meðal annars um Holland, Þýskaland, England og Ítalíu. Ferðir þessar vöktu áhuga hans á högum fólks og einnig á ritstörfum og áhrifa frá þeim gætir víða í verkum hans. Fyrst og fremst var Holberg gamanleikjahöfundur en einnig ritaði hann ýmislegt annað, ekki síst greinar um land og þjóð, heimspeki og siðfræði. Hann hafði afar mikla þýðingu í menningar- og samfélagssögu Danmerkur þar sem hann var fremsti fulltrúi ráðandi heimspeki á hans tíma sem var Upplýsingin og hann tjáði sig einnig í ræðu og riti um lýðræðið sem hann áleit ekki stjórnskipun framtíðar heldur aðhylltist hann upplýst einræði. Þetta stjórnarform var að áliti Holbergs hin eina rétta aðferð við landsstjórnina þar sem hann, líkt og Platon og Aristóteles, óttaðist það sem kallað var „skrílræði“ sem sagt að hinir lægstu, fávísu og „ókúltíveruðu“ myndu valda miklum skaða ef þeir kæmust á valdastól. Frá sjónarhóli Holbergs var það hinum ómenntaða lýð fyrir bestu að upplýst einræði væri við lýði, sem sagt að konungur sem nyti skynsamlegrar leiðsagnar upplýstra og menntaðra manna, tæki nauðsynlegar og réttar ákvarðanir. Einmitt vegna þess að Holberg var hluti Upplýsingarinnar var það einnig ætlun hans að verja frelsið með þessum hætti þar sem hann sá í hinu upplýsta einræði vörn gegn harðstjórn. Holberg má því flokka sem góðviljaðan heimspeking og gamanleikjahöfund: Hann aðhylltist og var hluti samfélagsformsins og reyndi að fullvissa samferðafólk sitt um að ríkjandi staða væri eftir aðstæðum öllum fyrir bestu. Reyndar var Holberg ekki samferða öllum upplýsingarheimspekingum hvað þetta varðar.

Tuttugu og sjö gamanleikir á fimm árum Fyrstu leikritin skrifaði hann undir dulnefninu Hans Mickelsen og voru þau gefin út á prenti árið 1723 þar sem Just nokkur Justesen ritaði hugleiðingar sínar um gamanleiki, form þeirra, efni og gerð. Reyndar var Just þessi Holberg sjálfur. Þetta voru hvorki meira né minna en tuttugu og sjö gamanleikir sem skáldið skrifaði á einungis fimm árum fyrir Kómedíuleikhúsið í Kaupmannahöfn sem stofnað var árið 1722. Það var fyrsta leikhúsið í Kaupmannahöfn þar sem eingöngu voru sýnd leikrit á dönsku. Áður höfðu franskir leikflokkar skemmt hirðinni með leiklist og engu líkara en danski aðallinn hafi skammast sín fyrir móðurmál sitt. Fyrsta leikrit leikhússins var þýðing á leikriti eftir Moliere. Næsta leikrit var leikrit Holbergs Könnusteypirinn pólitíski sem er fyrsta frumsamda leikrit í nútímalegum skilningi sem sýnt var á dönsku leiksviði. Síðan komu önnur leikrit Holbergs hvert á fætur öðru. Á meðal þeirra eru flest þekktustu verk hans, Æðikollurinn, Jeppi á Fjalli, Grímudans, Tímaleysinginn, Hviklynda konan sem öll hafa verið leikin hér á landi. Holberg skrifar undir áhrifum frá Moliere og hinum rómverska gamanleikjahöfundi Plautusi. Moliere var aftur undir áhrifum ítalska leikstílsins Commedia dell‘Arte sem Holberg dáði einnig. Gróf kómík og gróteskur húmor átti hug hans í leikritun.

Bændur og kaupstaðarpakk Fólk gæti haldið að í leikritinu um Jeppa á Fjalli væri ætlun höfundarins að sýna okkur hvernig bændamenningin væri í raun og veru. En hafi fólk lesið annan texta Holbergs kemst það að raun um að svo er ekki. Í það minnsta ekki eingöngu. Hann langaði einnig að segja margt annað. „Ég tala aldrei við bændur án þess að læra eitthvað af þeim. Þeir kunna að yrkja jörðina, umgangast hesta og kýr, byggja gripahús og þess háttar. Þar að auki lærði ég af þeim hvernig þeir umgangast tungumálið. Ég læri góðu

Borgarleikhúsið 2013–2014

6


gömlu dönsku orðin sem eru gleymd í kaupstöðunum og menntað fólk þekkir ekki og þau orð sem einvörðungu eru geymd í gömlum lagasöfnum. Svo er málnotkun bændanna eðlileg og án tilgerðar. Þegar bóndi heilsar mér óskar hann mér Guðs friðar og þegar hann kveður segir hann „Vertu sæll“. Kaupstaðarmaðurinn bugtar sig og beygir og snýst í kring um mig þótt engin ástæða sé til. Spyrji ég bóndann frétta þá flytur hann mér ekki fréttir sem hann þekkir ekki í hörgul heldur einskorðast þær við sveitina hans. Spyrji ég kaupstaðarbúann segir hann mér nýjustu fréttir úr dagblöðunum sem ég hef þegar lesið og fer með mig í sögum sínum til Þýskalands og þaðan til Ungverjalands og Tyrklands og út á Persaskagann og fræðir mig um hluti sem hann veit ekki hið minnsta um og engin nauðsyn fyrir mig að vita. Stórir kaupstaðir eru slúðurstaðir þar sem talað er um ómerkilega hluti á spilltu tungumáli.“

Þrælarnir í Danmörku og Barbados Árið 1697 kom út bók bresks upplýsingarheimspekings, Roberts Molesworth, þar sem hann gagnrýnir afar harkalega einveldið í Danmörku og ekki síst aðstæður bænda í landinu. Hann segir danska bændur þræla og segir aðstæður þeirra ömurlegri en þeldökku þrælanna á Barbados. Þar fái þeir þó meira að borða. Hann gagnrýnir skort á frelsi sem hann segir aðalinn og einvaldur kóngur hafi tekið af þeim og ákveðið að bændur skuli engin völd hafa af neinu tagi og þar með séu þeir í ánauð. Vistarband var enn við lýði í Danmörku og bændur skikkaðir til að vera þar sem þeir bjuggu og í flestum tilfellum undir stjórn óðalsherra, baróns og þess háttar fólks. Þessi bók er sem sagt harkaleg árás á stjórnkerfið danska en um leið er enska stjórnkerfið lofað fyrir að stefna að lýðræði. Bókin var því miklu fremur varnarrit lýðræðis en árás á Danmörku. Holberg mótmælti þessu af miklum styrk. Hann var sannfærður um að það gætu ekki allir höndlað frelsið, til dæmis bændur, þótt að sjálfsögðu ætti frelsi að ríkja í samfélagi manna. Holberg svaraði gagnrýninni ekki einungis í löngum greinum þar sem hann réttlætti að upplýst einveldi væri hin eina rétta stjórnskipun heldur einnig með því að semja gamanleikinn Jeppa á Fjalli. Jeppi veldur því ekki að hafa frelsi til að gera hvað sem er og þegar hann fær vald upp í hendurnar, ef svo má segja, verður hann harðstjóri sem misnotar það. Holberg reyndi sem sagt að verja hið upplýsta einveldi sem grundvallaðist á skynsemi bæði með heimspekilegum skrifum og með því að skemmta með gamanleikjum sínum. Leikritið Jeppi á Fjalli hefur ávallt verið afar vinsælt í Danmörku og á öllum Norðurlöndum ekki síst hin síðari ár og hefur gefið tilefni til að rökræða gildi lýðræðisins. Er það rétta stjórnskipunarformið og taka í raun og veru allir þátt í því, - öll þjóðin? Eða eru einhverjir sem ekki taka þátt, „ókúltíverað“ fólk sem haldið er utan við alla þátttöku í samfélaginu?

7

Jeppi frá Fjalli


Borgarleikhúsið 2013–2014

8


9

Jeppi frรก Fjalli


Verk um kúgun fyrir kúgara

- stutt spjall við Braga Valdimar

Það hlýtur að hafa verið áskorun að þýða verk sem var skrifað á 18. öld fyrir okkur, áhorfendur á 21. öldinni. Hvernig nálgaðist þú verkið? Þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvað verkið var, hélt raunar að það væri um akstur utan vega, þá byrjaði ég á að lesa gömlu þýðinguna. Og hafði býsna gaman af. Ákvað síðan að vinna alveg nýja þýðingu upp úr frumtextanum, með enska þýðingu til hliðsjónar.

Settirðu þig í einhverjar sérstakar stellingar þegar þú varst að fást við þýðinguna? Það var helst þannig að ég reyndi að láta mér líka vel við Jeppa ræfilinn. Það er farið ansi illa með hann og höfundur er ekkert alltaf að springa úr samúð með karllufsunni. Annars ákvað ég bara að reyna að halda kjarnanum, en poppa þetta dálítið upp.

Vegna þess að sennilega hefurðu gaman að orðum: Gerðirðu meira en að þýða? Samdirðu eitthvað nýtt inn í leikritið? Ég leyfði mér að fara mjög frjálslega með frumtextann. Fullvissaði mig samt fyrst um að Holberg væri örugglega dauður og óafturgenginn. Bætti víða við, einkum svívirðingum og almennum klúrheitum — enda dóni að upplagi. En allt hangir þetta saman á upphaflega þræðinum.

Mann grunar, miðað við orðfæri Jeppa, að hann eigi sér fyrirmynd, er eitthvað til í því? Mér varð ansi oft hugsað til Kolbeins kafteins úr Tinnabókunum, þýðingar Lofts Guðmundssonar á kjaftbrúki hans. Það má eflaust finna nokkur líkindi þar.

Hver finnst þér Jeppi vera? Hvað heldurðu að Holberg hafi ætlað að segja okkur með þessu leikriti? Jeppi er lúser. Hann á aldrei nokkurn séns. Það er erfitt að vita hvort Holberg hafði einhverja sérstaka ástæðu aðra til að semja verkið en að semja skemmtileikrit um ólánsama örlagabyttu. Aðallega er þarna verið að fara illa með mann, sem menn komast upp með að fara illa með. Verk um kúgun fyrir kúgara.

Þú og Megas sömduð tónlist og texta fyrir sýninguna. Segðu okkur aðeins frá því samstarfi. Samstarfið gekk bara ljómandi. Enda kurteisir menn. Megas semur megnið af músíkinni og textunum — og samdi í raun mun meira en rúmast í sviðsetningunni. Það efni kemur allt út á sérstökum geisladiski, sem er einskonar viðauki eða ítarefni við verkið. Ég lauma þarna inn nokkrum lögum í púkkið. Svona til að sýna lit. Okkur til halds og trausts höfðum við svo Guðmund Pétursson sem lék á flest hljóðfæri á plötunni og kveikti líf í lögunum.

Lögðuð þið upp með einhvern ákveðinn stíl í tónlistinni? Í raun ekki. Þetta er allt frá ljúfum bellmanískum ljúflingslögum upp í argasta rokk og ról. Við færðum leikhópnum í raun úrval laga, sem hann gat valið úr til að flytja á sviðinu, að hluta eða í heild — með þeim orðum að þetta væru lögin sem Jeppi kynni að raula ... og myndi nokkurn veginn textann við.

Borgarleikhúsið 2013–2014

10


11

Jeppi frรก Fjalli


Borgarleikhúsið 2013–2014

12


Fyrsta drykkjuvísa Jeppa — á þurrafylleríi Í alsælu vímunnar get ég vel greint hið góða sem skapað er og oss meint. Sem konsept er lífið ei alfarið illt en ætti að vera meir vímunni skylt. Mér ólukkan skikkaði skass þvílíkt að skrattinn sjálfur ei þekkir slíkt. Með Eiríki sínum minn hýðstrýkir hrygg og hrakyrðir þarsem ég örþreyttur ligg. Og í allri minni kröm og kvöl hún kokkálar Jeppa og það gerir mitt böl þó stórt allmiklu verra að veit um vergirni hennar hvert fól hér í sveit. Eða yfirvöld þau sem að á oss hér öll hafa ráð geta ei reynst oss ver. Þau segja að almættið setji þeim vald en sjálfur er djöfullinn traust þeirra og hald. Brennivínið það veitir mér sýn inní veröld sem betur héti mín. Þó vari aðeins eitt augnablik sem eilífð er þetta tímans hik. Brennivínið eitt gefur mér grið og grið er það sem ég sárast um bið. Því í veruleika þeim sem verstust er kvöl þó von sú fær lifað, að annars sé völ. Upptalið hef ég ástæður þrjár af allmörgum til þess að flýja það fár sem lífið er — raunir og rangindi án gríns og rata oní heiltunnu brennivíns. Lag og texti: Megas

13

Jeppi frá Fjalli


Borgarleikhúsið 2013–2014

14


15

Jeppi frรก Fjalli


Jeppi í útrás - hugleiðingar Guðmundar Andra um leikrit Holbergs Eftir áfall finnast manni öll listaverk vera um það. Svo líða árin og allt dofnar, einkum tilfinningin fyrir eigin sársauka og smán. Og sjálft þjóðaráfallið, Hrunið, er smám saman að breytast í „Hrunið“ og jafnvel „hið svokallaða hrun“ í munni sumra sem leitast við að drepa öllu á dreif um aðdraganda þess, ástæður og aðalleikendur - og gengur prýðilega við þá iðju. En svo stendur maður allt í einu andspænis listaverki og hugsar: Já einmitt. Þetta er um okkur eins og við vorum fyrir Hrun og megum ekki verða aftur. Um okkur. Þetta verk hér fjallar um það þegar Jeppi á Fjalli fór á fyllirí og keypti Sívala turninn í Kaupmannahöfn og Daels Varehus. Það er um það þegar langdrukkið bóndakorn fer í útrás, kaupir það sem hann mun aldrei eignast, eyðir því sem hann aldrei átti. Það fjallar um þessa sérstöku tegund af óraunveruleika sem fyllirí er. Farsarnir fornu fjalla oft um stétta-usla; fólk sem álpast inn í félagslegt umhverfi þar sem það er úti á þekju, talar vitlaust, fer til vinstri þegar það á að fara til hægri, kann ekki að hósta rétt og svo framvegis. Þeir fjalla um stéttvillinginn og uppskafningshátt hans. Þeir deila á þann sem heldur að hann geti farið úr einum kima þjóðfélagsins í annan. Það er óneitanlega skrýtin hugmynd fyrir Íslendinga sem á seinni hluta 20. aldarinnar klifruðu upp og húrruðu niður þjóðfélagsstigann af miklum þrótti áður en kvótakerfið kom aftur á nýrri stéttafestu. En kannski var útrásin hálfgerður stétta-usli. Þegar Íslendingar hugðust kaupa helstu kennileiti Evrópu með krítarkortinu sínu; vildu kaupa sér aðgang að heimstorgunum á afborgunum, eignast Evrópu með skuldsettri yfirtöku, og voru allan tímann með kókþrútið nefið upp í loft, voru þeir eiginlega eins og skrifaðir af sjálfum Holberg. Enda sjálfsagt enn verið að hlæja að okkur þarna í Daels Varehus. Og nú hugsa Íslendingar um Evrópu með þeirri sérstöku blöndu af heift og skömm sem sá finnur sem delerað hefur í boði hjá fólki sem hann dáðist eitt sinn að. Útrásin var kaupstaðarferð sem fór úr böndunum. Og Jeppi á Fjalli er leikritið um það. En fyrst og fremst er þetta leikrit um ógurlegt fyllirí. Þegar ég var krakki gátu karlmenn „farið á túr“. Þá var iðulega hringt í vinnuna hjá viðkomandi, sem kannski var skólastjóri eða gröfumaður, ráðherra eða kannski fulltrúi í haftaeftirlitsdeild hjá skömmtunarstjóra ríkisins, og spurt: - Er hann Jóhann við? - Nei , hann er nú ekki við í dag, hann er á túr.

- Nú jæja? Er vitað hversu lengi það mun standa? - Ja, við vorum einmitt að tala við konuna hans og hún heldur að það séu kannski svona tveir dagar eftir.

Þar með náði það ekki lengra. Þetta var viðurkennt ástand - að vera „á túr“ - eiginlega nokkurs konar blæðingar karla. Þetta var sjálfskipuð útlegð, hálfgert Walkabout eins og frumbyggjar Ástralíu stunda þegar þeir fara að ná sambandi við sig og landið. Þeir fóru inn í óbyggðir eigin tilveru, hittu þar hver annan og gerðust nokkurs konar útilegumannaflokkur - sátu þarna rausandi hver yfir öðum á Naustinu, hlekkjaðir við barinn á galeiðu alkóhólsins. Þeim fannst þeir vera frjálsir. Þeir aðhylltust óraunveruleikann, því að þeir fundu ekki lífið í tilveru sinni, nema í vímunni. Dagar þeirra runnu saman í samfellt ástand, þeir voru staddir hver í annars draumi, rammvilltir, allt varð eitt augnablik, ein ljóðlína sem hægt var að þrástagast á meðan lífið fyrir utan þaut hjá. Hegðun þessara manna var í samræmi

Borgarleikhúsið 2013–2014

16


við hina viðurkenndu karlmennskuhugsjón þeirra tíma sem við sjáum nú í andaslitrunum því að raunveruleikinn knýr menn um síðir til að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna: hin nietzscheíska hugmynd um dýonísískan karltarf, sem er umfram á valdi hvata sinna og lætur örvandi angan teyma sig inn í öll skúmaskot sem kunna að bjóðast, sé upplifun, sæla, útrás, svölun, í boði, og eigrar óáreittur inn á alls kyns bannsvæði því að þannig sé nú einu sinni hömlulaust eðli hans - þessi mannshugsjón er að hrynja fyrir augunum á okkur með braki og brestum. Því svona er þetta ekki lengur. Menn standa naumast upp úr vinnu sinni á miðvikudegi þegar óbyggðirnar kalla og fara á tveggja vikna túr fyrirvaralaust - að minnsta kosti ekki átölulaust eða án þess að vera sendir upp á Vog. Þar með er ekki sagt að alkóhólisminn sé horfinn úr íslensku samfélagi eða Íslendingar séu hættir að taka þessar fáránlegu rokur sínar sem forðum lýstu sér í túramennskunni. Þær koma fram í öðru. Enn eru Íslendingar jafn lítið ginnkeyptir fyrir veruleikanum og þeir hafa löngum verið og vímuna finna þeir í draumórum um hlutverk sitt á norðurslóðum og smásálarlegu þrefi á netinu, að ógleymdum öllum húsunum sem menn byggja í einhvers konar æði sem helst mætti líkja við ölvunarástand. En Jeppi greyið. Hann er kannski ekki mikill bógur. Hann er smælingi og finnur sínar einu sólskinsstundir í svikafró brennivínsins. Og þegar þeir dubba hann upp í að vera barón, sér til tilbreytingar í leiðindum allsnægtanna, reynist grunnt á stórbokkanum í honum. Þannig gerir ranglætið okkur: stórbokkinn og smælinginn er sama manngerðin með öfugum formerkjum, hvorugur kannast við þá mannlegu reisn sem athöfn þörf gefur og hófsemdin nærir. Guðmundur Andri Thorsson

Gát vá! Vaknar upp og vill ekki sofna á ný vondur grunur um að ekki valdi hann því ábyrgðarhlutverki að hafa annars fé undir höndum — Jeppi, gættu þín á fíkninne. Fíknin er lævís og lærð á allar smugur sem einn lögfræðingur, finnur á sér hvar bil er bugur rök hennar sem lumman heit þau renna beint inn í rænuna og umhverfa henni — en þá er allt of seint. Lag og texti: Megas

17

Jeppi frá Fjalli


Borgarleikhúsið 2013–2014

18


19

Jeppi frรก Fjalli


Jeppi drekkur sig full leiðinlegan „Ég var nú ekki mikið til í þetta fyrst í stað,“ segir Megas. „En svo þegar ég fór að kynna mér leikritið og upp á hvað það bauð þá fór mér að finnast þetta svolítið spennandi. Þetta reyndist nú síðan verða dálítil yfirlega. Sumt greip maður ekki alveg fyrsta kastið en svo fór þetta að lýsast fyrir manni og maður áttaði sig betur á hlutunum. Vinnan fólst ekki síst í að reyna að hafa þetta svolítið sannfærandi og viðeigandi þannig að þetta hentaði þessu gamla leikriti sem er búið að vera rosalega vinsælt alveg frá 1720- og eitthvað.“ Þótt Jeppi sé kominn til ára sinna virðist hann alltaf eiga erindi og Megas bendir á að verkið hafi gengið í gegnum alla síðustu öld á Íslandi. „Ég held að það séu alveg óteljandi skipti sem þetta hefur verið sett upp og fólk sem er komið á einhvern aldur það þekkir allt Jeppa. Ég man nú ekki hvenær hann var síðast sýndur í borginni en ég held að leikklúbbar og leikfélög úti á landi hafi töluvert verið með einhvern Jeppa í gangi.“

Málsvari fyllibyttunnar Jeppi á Fjalli er í meira lagi vínhneigður og væri líklega best lýst sem fyllibyttu og sumir þeirra söngva sem Megas leggur honum til draga dám af því. „Fíkn er náttúrlega ekki til á þessum tíma en ég samdi þrjú lög sem hann syngur nánast í beit. Þetta er lag um þurrafyllirí, annað um glaðafyllirí og það þriðja um blindafyllirí. Hvert með sínu móti eins og vill verða í slíku ástandi.“ En hvernig fór á með þeim Megasi og Jeppa á meðan tónlistarmaðurinn glímdi við hann í höfðinu? „Ég tók nú eiginlega að mér að vera hans advókat og það fór vel á með okkur að vissu marki. Hann drekkur sig full leiðinlegan. Er svolítið lítill í sér og verður einvaldur heimsins þegar hann er orðinn nógu ölóður og það stýrir ekki góðri lukku. Hann er því nokkuð venjuleg, þekkt stærð. Dæmi um menn sem eru litlir en vex ásmegin þegar hugrekkið í brennivíninu rennur út í blóðið.“

Hrist upp í textanum Megas segir hugmyndina hafa verið að reyna að bæta einhverri vídd við verkið með lögunum og hann hafi í raun samið þau jafnóðum eftir því hvernig Braga Valdimar sóttist þýðingin. „Ég las þetta leikrit nú bara fyrst í gömlu þýðingunni sem var svolítið svona pempíuleg. En svo fór ég að gera texta eftir því sem Braga sóttist þýðingin og ég fékk það sem hann var búinn að þýða. Einn kafla í einu. Hann var svo vænn að merkja inn tilgátur um hvar mætti skreyta með lagi og ég fór mestan part eftir því sem hann benti á og reyndi þá aðeins að smeygja inn aðeins öðrum órum en leikritið virðist í fljótu bragði hafa að geyma.“ Bragi leggur sjálfur til fjögur lög en Megas sér um rest. Fjöldinn er að vísu slíkur að Megas reiknar ekki með að öll lögin rati í sýninguna en þau verði þó öll á geisladiski sem kemur út á næstunni. „Bragi kom nú fyrst með ein fjögur lög og eitthvað af þeim verður notað en ég var það snöggur að taka við mér í götunum að hann lét þetta nú nægja. Ég gerði átján lög í allt en veit ekki hversu mikið af því verður notað og er ekki alveg kunnugur því hvernig endanlega útgáfan verður. Ég gerði alla vegana texta þar sem mér fannst þá helst þurfa.“

2012–2013 Borgarleikhúsið 2013–2014

20


Megas segir að það hafi ekki beinlínis verið um samstarf hjá þeim Braga að ræða og hvor hafi sýslað í sínu horni og það hafi gengið vel. „Hann er gargandi talent í bæði málum og tónum. Það vantar ekki.“ Megas gerir ráð fyrir að nokkuð yfirfall verði af lögum enda séu átján lög frá honum og fjögur frá Braga ríflegur skammtur fyrir leikritið. Öll þessi lög verða þó á geisladiskinum þar sem Megas syngur lög Jeppa. „Meiningin var eiginlega að diskurinn yrði tilbúinn áður en æfingum væri lokið og þetta yrði svona banki fyrir Benedikt að sækja í eftir því hvenær honum þætti lag viðeigandi svoleiðis. Þannig að það verður sennilega eitthvað meira efni á plötunni heldur en er í leikritinu.“ Megas segist ekki hafa fylgst með æfingum á verkinu og láti duga að legga til sönglögin. „Ég held það þurfi ekkert að vakta Benedikt. Hann virðist hafa það til að bera að verkin sem hann hefur sett upp hafa orðið „hitt.““ Þórarinn Þórarinsson Viðtalið birtist í Fréttatímanum 27. september 2013 en hér í styttri útgáfu með góðfúslegu leyfi höfundar.

21

Gullregn Jeppi frá Fjalli


Ingvar E. Sigurðsson

Ilmur Kristjánsdóttir

útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og hefur síðan sett mark sitt á íslenskt leikhúslíf. Hann hefur víðtæka reynslu í leikhúsum hérlendis sem erlendis og hefur farið með hátt á þriðja tug hlutverka í íslenskum og erlendum kvikmyndum auk hlutverka í sjónvarpsþáttum og stuttmyndum. Ingvar hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn bæði á sviði sem á hvíta tjaldinu en hann hefur hneppt fimm Edduverðlaun þ.á.m. fyrir túlkun sína á Erlendi í Mýrinni og hlaut hann Grímuverðlaun fyrir hlutverk Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukkunni árið 2010. Ingvar hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2000. Ingvar er einn af stofnendum Vesturports og hefur tekið þátt í mörgum verkefnum þeirra þ.á.m. Brimi, Hamskiptunum og samstarfssýningunum Rómeó og Júlíu og Woyzeck hér í Borgarleikhúsinu en báðar þessar sýningar hafa verið sýndar í London og farið í leikferðir víða um heim.

útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2003. Fyrsta hlutverk hennar að lokinni útskrift var titilhlutverkið í Línu langsokk í Borgarleikhúsinu. Meðal annarra verkefna hennar þar má nefna Ófögru veröld, Chicago, Púntila og Matta, Sekt er kennd, Belgísku Kongó, Terrorisma, Ræðismannsskrifstofuna, Sölku Völku, Fólkið í kjallaranum, Kirsuberjagarðinn og nú síðast Svar við bréfi Helgu. Ilmur lék einnig í Ívanov, Gerplu, Íslandsklukkunni og Heddu Gabler í Þjóðleikhúsinu. Ilmur hefur fengið tilnefningar til Grímunnar fyrir hlutverk sín í Sölku Völku, Ófögru veröld, Ausu Steinberg, Íslandsklukkunni og Fólkið í kjallaranum og hlaut Grímuna fyrir hlutverk sitt í Ívanov. Hún hefur einnig verið tilnefnd þrisvar sinnum til Edduverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Ilmur er ein af leikkonum og handritshöfundum gamanþáttanna Stelpurnar, Ástríður 1 og 2 og var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Stelpurnar á Eddu-hátíðinni 2005.

Sýningar Ingvars á leikárinu: Jeppi á Fjalli

Sýningar Ilmar á leikárinu: Jeppi á Fjalli

Borgarleikhúsið 2013–2014

22


Bergþór Pálsson

Bergur Þór Ingólfsson

lauk meistaranámi frá Indiana University árið 1987, en stundaði leiklistarnám í Drama Studio London 1995-96. Hann starfaði um þriggja ára skeið í Þýskalandi, en einnig hefur hann farið með um fimmtíu hlutverk af ýmsu tagi á sviðum íslenskra leikhúsa. Af hlutverkum hans má nefna titilhlutverkin í „Évgéní Ónégín“ eftir Tsjækofskí og „Don Giovanni“ eftir Mozart, Germont í „La Traviata“ eftir Verdi, Marcello í „La Bohème“ eftir Puccini, Fred/Petruccio í „Kysstu mig Kata“ eftir Porter. Um árabil hefur hann brugðið sér í ýmis hlutverk í dagskrám fyrir börn, bæði í skólum og með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995 og hefur síðan þá verið afkastamikill í íslensku leikhúsi. Hlutverk sem hann hefur leikið á sviðum stóru leikhúsanna eru yfir 40 að tölu, flest í Borgarleikhúsinu þar sem hann hefur verið fastráðinn frá aldamótum. Hann hefur verið í fararbroddi við útbreiðslu „hins nýja trúðleiks“ sem sjá mátti dæmi um í sýningum Borgarleikhússins Dauðasyndunum og Jesú litla. Sem leikstjóri og stofnandi GRAL-hópsins hefur hann sett upp fjögur ný íslensk verk skrifuð af honum og fleirum. Bergur hefur hlotið tíu tilnefningar til Grímuverðlauna í sex ólíkum flokkum. Meðal hlutverka sem hann hefur leikið eru Hitler í Mein Kampf, Andy Fastow í Enron og Heródes í Jesus Christ Superstar. Af leiksýningum sem Bergur hefur leikstýrt upp á síðkastið má nefna Galdrakarlinn í Oz, Horn á höfði, Eiðurinn og eitthvað og Mary Poppins.

Sýningar Bergþórs á leikárinu: Jeppi á Fjalli

Sýningar Bergs á leikárinu: Jeppi á Fjalli, Furðulegt háttalag hunds um nótt. Auk leikstjórnar á Mary Poppins og Hamlet litla.

23

Jeppi frá Fjalli


Arnmundur E. B. Arnar Dan Björnsson Kristjánsson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Sem barn lék hann í nokkrum leiksýningum, meðal annars í Galdrakarlinum í Oz, Pétri Pan, Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu og í Mýrarljósi í Þjóðleikhúsinu. Hann tók einnig þátt í kvikmyndunum Strákarnir okkar árið 2005 og Veðramót 2007 auk þess sem hann lék í sjónvarpsþáttunum Hamarinn árið 2009.

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Áður en leiklistarnám hófst stundaði hann tónlistarnám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og sálfræðinám við Háskóla Íslands. Hann var höfundur, leikari og aðstoðarleikstjóri söngleiksins ,,Sorry að ég svaf hjá systur þinni “ sem settur var upp í Flensborgarskólanum. Arnar leikur Abel í væntanlegri kvikmynd Darren Aronofsky, Noah.

Sýningar Arnmundar á leikárinu: Jeppi á Fjalli

Sýningar Arnars á leikárinu: Jeppi á Fjalli, Refurinn, Furðulegt háttalag hunds um nótt

Borgarleikhúsið 2013–2014

24


Björn Stefánsson

Unnur Birna Björnsdóttir

hefur í gegnum árin starfað sem tónlistarmaður og þá einna helst sem trommuleikari. Hann hóf feril sinn með hljómsveitinni Mínus, en sú sveit gerði fjórar breiðskífur og spilaði tónlist sína víðsvegar um heiminn. Björn hefur einnig spilað með tónlistarmönnum á borð við Bubba Morthens, FM Belfast, Motion Boys, Bang Gang og Stóns, en þar bregður hann sér í gervi rokksöngvarans Mick Jagger. Árið 2008 tók Björn þátt í uppsetningu söngleikjarins Jesus Christ Superstar hjá Borgarleikhúsinu og lék þar á trommur og aðstoðaði við útsetningar. Um tíma starfaði Björn sem blaðamaður hjá útgáfufélaginu Birtingur og einnig sem útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu. Nýverið útskrifaðist hann úr leiklistarskólanum Film ogTeaterskolen Holberg sem staðsettur er í Danmörku og má því segja að Björn sé að stíga sín fyrstu skref sem leikari á fjölum Borgarleikhússins.

tók framhaldspróf á fiðlu frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og útskrifaðist síðan úr söng og kennaradeild Tónlistarskóla FÍH 2011. Hún hefur komið fram með fjöldamörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum, m.a. Ian Anderson úr Jethro Tull, Fabúlu, Fjallabræðrum, Robin Nolan Trio, South River Band, Mánum frá Selfossi o.fl. Einnig hefur hún komið fram sem hljóðfæraleikari og leikkona í mörgum leiksýningum, má nefna Lífið - Notkunarreglur eftir Þorvald Þorsteinsson og Megas hjá Leikfélagi Akureyrar og Nemendaleikhúsinu 2007, Jesus Christ Superstar í uppsetningu Borgarleikhússins 2007, dansverkið ,,Duo - Not ecactly, maybe” eftir Peter Anderson hjá Íslenska dansflokknum 2008, Buddy Holly söngleikinn í Austurbæ 2010 og Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju í Þjóðleikhúsinu 2010-2011. Einnig hefur hún komið fram með sjálfstæðum leikhópum. Auk þess að koma fram í Jeppa á Fjalli kennir hún söng í Listaskóla Mosfellsbæjar, starfar sem sjálfstæður tónlistarmaður og stefnir að því að gefa út sitt eigið efni 2014.

Sýningar Björns á leikárinu: Jeppi á Fjalli

Sýningar Unnar á leikárinu: Jeppi á Fjalli

25

Jeppi frá Fjalli


Borgarleikhúsið 2013–2014

26


Líttu sérhvert sólarlag Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn — og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt — aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund — því fegurðin í henni býr. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Lag og texti: Bragi Valdimar Skúlason

27

Jeppi frá Fjalli


Bragi Valdimar Skúlason

er fyrir alllöngu alræmdur fyrir störf sín fyrir afþreyingarrisann Baggalút, auk þess sem hann er hluti af Memfismafíunni svonefndu. Hann er harðduglegur laga- og textasmiður, ástríðufullur auglýsingamaður og hefur einnig komið að dagskrárgerð, m.a. fyrir Edduverðlaunaþáttinn Hljómskálann og útvarpsþáttinn Tungubrjót. Hann hefur einnig sinnt tónlistarlegu uppeldi þjóðarinnar með barnaplötunni Gilligill, fönkóperunni Diskóeyjunni og tónlist við leikritið Ballið á Bessastöðum. Hann er einnig afbragðs prófarkarlesari.

Megas

er einn þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Hann hefur gefið út fjölda hljómplatna ýmist einn síns liðs eða með hljómsveitum eins og Íkarusi, Spilverki þjóðanna, Súkkat og Senuþjófunum. Megas hefur einnig komið við í leikhúsinu, hann þýddi til að mynda leikverkin Litlu Hryllingsbúðina, Rauðhóla Rannsí, Blóðbræður og Í Djúpinu eftir Maxim Gorkí. Megas skrifaði einnig einleikinn Gefin fyrir drama þessi dama sem leikkonan Sigrún Sól Ólafsdóttir lék og Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrði. Hann samdi tónlist við texta Þorvaldar Þorsteinssonar í verkinu Lífið - notkunarreglur sem sett var upp af Leikfélagi Akureyrar og Leiklistardeild LHÍ árið 2007. Megas skrifaði einnig bókina Björn og Sveinn: eða Makleg málagjöld sem kom út hjá Máli og menningu árið 1994.

Benedikt Erlingsson

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og lék Galdra-Loft í Óskinni eftir Jóhann Sigurjónsson haustið eftir. Hann setti upp leikritið Ormstungu, ásamt leikkonunni Halldóru Geirharðsdóttur og sænska leikstjóranum Peter Engkvist. Benedikt leikstýrði Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason á Stóra sviði Borgarleikhússins haustið 2000 og haustið eftir lék hann Vladimir í Beðið eftir Godot. Benedikt leikstýrði á Nýja sviðinu verkunum Fyrst er að fæðast eftir Line Knutson, And Björk of course... eftir Þorvald Þorsteinsson og Sumarævintýri - byggt á Vetrarævintýri Shakespeares. Benedikt var búsettur í Kaupmannahöfn um tveggja ára skeið og starfaði þar og víðar á Norðurlöndum. Benedikt hlaut Grímuverðlaunin sem leikskáld og leikari ársins 2007 fyrir Mr. Skallagrímsson hjá Landnámssetrinu, fyrir leikstjórn sína í Ófögru veröld og Draumleik sem báðar voru sýndar í Borgarleikhúsinu. Nýlegustu sýningar Benedikts hjá Borgarleikhúsinu eru Jesús litli og Hótel Volkswagen. Benedikt hefur einnig leikið í ófáum kvikmyndum og í sjónvarpi, þar má nefna mynd leikstjórans Lars von Trier, Direktoren for de hele, kvikmyndirnar Mávahlátur og Tár úr steini og sjónvarsþættina Fóstbræður. Benedikt frumsýndi nýverið sína fyrstu kvikmynd, Hross í oss og fékk verðlaun á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian sem besti nýi leikstjórinn.

Gretar Reynisson

lauk myndlistarnámi frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans 1978 og stundaði framhaldsnám í Amsterdam 1978-79. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga, m.a. í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Galleríi i8, Listasafni ASÍ og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis, m.a. í Listasafni Íslands, Kjarvalsstöðum, með Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Nýlistasafninu, nú síðast sem heiðurslistamaður á myndlistahátíðinni Sequences. Hann á verk í eigu allra helstu safna Reykjavíkur. Hann hóf feril sinn sem leikmyndahöfundur árið 1980 og hefur gert á sjöunda tug leikmynda síðan. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur gerði hann meðal annars leikmyndir við Draum á Jónsmessunótt, Gísl, Hamlet, Djöflaeyjuna, Ljós heimsins sem hann fékk DV-verðlaunin fyrir 1990, Lé konung, Don Quixote, Draumleik, Ófögru veröld og Milljarðamærin snýr aftur, Rhodymenia Palmata, Kirsuberjagarðinn og Makbeð hjá Frú Emilíu og Ofviðrið hjá Riksteatern í Svíþjóð. Gretar hefur gert fjölda leikmynda í Þjóðleikhúsinu, m.a. Milli skinns og hörunds, Bílaverkstæði Badda, Stór og smá, Rómeó og Júlíu, Stræti, Halta Billa, Græna landið, Þetta er allt að koma, Pétur Gaut, Ívanov, Gerplu, Heimsljós, Utan gátta og Afmælisveisluna auk Il Trovatore hjá Íslensku Óperunni. Hann hefur margsinnis verið tilnefndur til Grímunnar og hlaut Grímuna fyrir Þetta er allt að koma árið 2004, Draumleik árið 2005, Ófögru veröld árið 2007 og Utan gátta 2011 bæði fyrir leikmynd og búninga. Gretar hlaut viðurkenningu úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur fyrir störf sín að leiklist árið 2006.

Agnieszka Baranowska

hefur starfað sem stílisti og búningahönnuður. Hún hóf störf hjá franska fatahönnuðinum Gilles Rosier og vann einnig fyrir tískuhús Kenzo. Í störfum sínum fyrir Gilles Rosier í París kynntist hún Dice Kayek, Barbara Bui og Isabelle Marant og starfaði með þeim. Hún vann búninga fyrir Draum á Jónsmessunótt hjá Nemendaleikhúsinu og Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Stefáns Jónssonar, Gulleyjuna í Borgarleikhúsinu, On New Ground hjá Íslenska dansflokknum og Nú er himneska sumarið komið, Einnig hefur hún unnið við dansleikverkin Blink of an Eye og Velkomin heim hjá Íslenska dansflokknum með Filippíu Elísdóttur, í stuttmyndunum Read Dead eftir Barða Jóhannsson, Little Geimfar eftir Ara Alexander Egris, Transs eftir Sigtrygg Magnason og The Lack eftir Masbedo. Agnieszka hefur einnig hannað auglýsingar og geisladiskaumslög fyrir Virgin, Sony, Emi o.fl. og hannaði útlit geisladiska fyrir Karen Ann, Bang Gang, Singapore, Sling, Marlene Kuntz og vann myndbönd ásamt Ítalanum Masbedo. www.ivisual.com/agnieszkabaranowska Borgarleikhúsið 2013–2014

28


Björn Bergsteinn Guðmundsson

hefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Meðal sýninga sem Björn hefur lýst eru Brúðuheimilið, Krítarhringurinn í Kákasus, Hægan Elektra, Kirsuberjagarðurinn, Blái hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cyrano frá Bergerac, Veislan, Rauða spjaldið, Jón Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Nítjánhundruð, Öxin og jörðin og Leg í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur unnið lýsingu margra sýninga Hafnarfjarðarleikhússins, Íslensku óperunnar og ýmissa leikhópa. Hjá LA lýsti Björn m.a. Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærði Pétur, Svar við bréfi Helgu, Rautt og Mýs og menn. Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. hefur hann hlotið Grímuna fyrir vinnu sína. Björn er nú yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu.

Stefán Már Magnússon

er fæddur í Reykjavík árið 1971, lauk stúdentsprófi frá MR 1991 og nam enskar bókmenntir og heimspeki við Háskóla Íslands. Hann er að mestu sjálfmenntaður tónlistarmaður og hefur haft tónlist að sínu aðalstarfi síðan 1999. Stefán hefur komið að fjölmörgum sýningum í leikhúsi frá árinu 2000 hjá Leikfélagi Íslands, Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Meðal verkefna í Borgarleikhúsinu má nefna Boðorðin 9, Línu Langsokk, Fólkið í blokkinni, Gauragang og Fjölskylduna. Auk þess hefur hann spilað með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna, Mannakornum, Jóni Ólafssyni, Magnúsi og Jóhanni, Valgeiri Guðjónssyni, Geirfuglunum, KK bandi og fjölmörgum fleirum. Stefán hefur að auki samið tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir og auglýsingar.

Gunnar Sigurbjörnsson

er hljóðmaður og hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið. Hann kom að fjölmörgum sýningum Leikfélagi Akureyrar allt frá árinu 1986 og var fastráðinn tæknistjóri þar síðustu árin. Hjá LA hannaði hann hljóðmyndir, hljóðblandaði og keyrði fjölmargar sýningar, meðal þeirra eru Slavar, Pakkið á móti, Litla hryllingsbúðin, Óliver!, Lífið – notkunarreglur, Óvitar, Fló á skinni, Músagildran, Lápur, Skrápur og jólaskapið, Fúlar á móti, Falið fylgi, Lilju, Lykilinn að jólunum og 39 þrep. Gunnar hefur verið hljóðhönnuður fyrir margar þekktustu hljómsveitir landsins og hefur hljóðblandað fjölda tónleika hér heima og erlendis á síðustu 20 árum. Gunnar var ráðgefandi í hljóðmálum við byggingu Menningarhússins Hof á Akureyri og tók þátt í hljóðhönnun stóra salarins þar.

Elín Sigríður Gísladóttir

stundaði nám við textíldeild MHÍ 1986-1990. Elín hefur starfað við leikgervadeild Borgarleikhússins frá árinu 2005 og var fastráðin árið 2007. Hún hefur starfað við fjölda sýninga, svo sem Blíðfinn, Ronju Ræningjadóttir, Dauðasyndirnar, Söngvaseið, Strýhærða Pétur, Gauragang, Fanney og Alexander, Mary poppins og margar fleiri. Auk starfa í leikhúsinu hefur Elín tekið að sér verkefni í kvikmyndum og að auki sinnt listsköpun í eigin nafni.

Christopher Astridge

er fæddur í London en ólst upp í Wendover í Buckinghamshire norðvestur af London. Á meðan á skólagöngu stóð stundaði Astridge nám í víóluleik. Hann vann hjá Breska ríkisútvarpinu, BBC en flutti til Íslands árið 1991 til að læra íslensku við Háskóla Íslands. Á Íslandi vann hann við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og sem blaðamaður og þýðandi hjá Iceland Review. Árið 1998 hóf hann störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sviðsmaður en varð sýningarstjóri og umsjónarmaður Nýja sviðsins við opnun þess árið 2001. Hann hefur séð um allar sýningar sviðsins síðan. 29

Jeppi frá Fjalli


Borgarleikhúsið 2013–2014

30


Lokasöngur Baróns Af litlu ævintýri má oft lærdóm stóran draga: látum aldrei stjórn og völd í hendur múgamanns. Honum er það ekki í blóð borið í háu að sitja sæti að sinna kvikfénaði og draga plóg er eðli hans. Fáfræðin og smæðin hleypa firrum stórum lausum og fyrirséð hann brúki vald sitt miður mjög en betur. Því er hættulegra að fela völd í hendur kotunganum en að hefta frelsi þess til athafna er vill og getur. Og augljóst er að smælinginn er allri gæfu rúinn svo ekki er þess langt að bíða að breytist hann í vönd veldissprotinn — heyrðuð öll — hann hóf jú ærið snemma að hóta straffi og tukt. Nei, plógnum hans er ætluð hönd. Vér herrafólkið sem meðfædda höfum siði og fágun megum hafa fyrir lýðnum vit og tukta hann og aga. Hér fengum við dæmið sem hvað hrópar skýrast til vor. Ég hygg þarflaust að orðlengja hvað kennir oss sú saga . Hugið að, ég þekki skrílinn þegar að ég sé hann, mælti þekktur lögspekingur hér í borg, sem margan kærði. Og sekur reyndist einatt hver sem sat á lægsta þrepi. Sektina það hefur eðlislæga, kvað sá lærði. Engum þarf að blandast hugur um það sem ég veit og þekki; æra mín er hollustan við þá er landið eiga — og hlekki. Lag og texti: Megas

31

Jeppi frá Fjalli


Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –

Stjórn Borgarleikhússins

Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir

Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Edda Þórarinsdóttir, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru Bessý Jóhannsdóttir og Finnur Oddsson.

2012–2013 Borgarleikhúsið 2013–2014

32


Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Ástrós Elísdóttir, fræðslufulltrúi Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Arnar Dan Kristjánsson Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hildur Berglind Arndal Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Nanna Kristín Magnúsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Valur Freyr Einarsson Þorvaldur Davíð Kristjánsson Þröstur Leó Gunnarsson

Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Guðbjörg Ívarsdóttir, hárgreiðsla Hulda Finnsdóttir, hárgreiðsla Margrét Benediktsson, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Ísold Ingvadóttir, leikmunavörður Lárus Guðjónsson, leikmunagerð Nína Bergsdóttir, leikmunavörður Smíðaverkstæði Ingvar Einarsson, forstöðumaður Gunnlaugur Einarsson (í leyfi), fostöðumaður Karl Jóhann Baldursson, smiður Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölustjóri Kristín Ólafsdóttir, veitingastjóri Erna Ýr Guðjónsdóttir, miðasala Guðrún Sölvadóttir, miðasala Hörður Ágústsson, miðasala Ingibjörg Magnúsdóttir, ræsting Sól Margrét Bjarnadóttir, miðasala

Listrænir stjórnendur Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri

Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir, matreiðslumaður

Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið

Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir

Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður

Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Garðar Borgþórsson, ljósamaður

Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Baldvin Magnússon, hljóðmaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón 33

Gullregn Jeppi frá Fjalli


Hús Bernhörðu Alba Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna. Ólgandi ástríður, þrá eftir frelsi og betra lífi Ekkjan Bernharða Alba fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum föngnum í húsi sínu án samskipta við umheiminn. Hún er heimilisharðstjóri. En þrátt fyrir að ytri aðstæður séu óbærilegar, þá er ekki hægt að bæla tilfinningarnar sem krauma undir niðri. Dæturnar eru allar við það að springa af þrá eftir frelsi, ást og betra lífi. Þegar svo tvær þeirra verða ástfangnar af sama manninum bresta allar hömlur og tilfinningarnar sjóða upp úr með ófyrirséðum afleiðingum. Federico García Lorca (1898–1936) er þekktasta og mikilvægasta ljóð- og leikskáld Spánverja á tuttugustu öld. Kvenlýsingar Lorca eru engu líkar. Hús Bernhörðu Alba er eitt þekktasta verk hans. Það er samið skömmu fyrir borgarastyrjöldina á Spáni og lýsir átökum valds og frelsisþrár, menningar og náttúru, siðsemi og kynhvatar. Valið stendur um frelsið eða dauðann. Kristín Jóhannesdóttir stýrir hér frábærum hópi listamanna í uppsetningu sem er samtal nútímans við sögusvið Lorca. Síðustu leiksýningar Kristínar í Borgarleikhúsinu voru Beðið eftir Godot og Rautt sem báðar hlutu verðskuldaða athygli og lof.

Leikarar: Charlotte Böving Esther Thalía Casey Hanna María Karlsdóttir Harpa Arnardóttir Hildur Berglind Arndal Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Maríanna Clara Lúthersdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Sigrún Edda Björnsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson

Frumsýnt 18. október Sýnt í Gamla bíói, Ingólfsstræti

Borgarleikhúsið 2013–2014

Höfundur: Federico García Lorca Aðlögun og leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Þýðing: Jón Hallur Stefánsson Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Sviðs­ hreyfingar: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Kór: Vox feminae Kórstjóri: Margrét J. Pálmadóttir

34


Refurinn Glænýtt verðlaunaverk – spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Ertu nógu hræddur? Samúel og Júlía eru ung hjón sem búa á hrörlegu sveitabýli. Uppskerubrestur ógnar lífsviðurværi þeirra, þau hafa orðið fyrir sárum missi og það ætlar aldrei að hætta að rigna. Kvöld eitt knýr dyra ungur maður, sendur af yfirvöldum vegna gruns um að býli hjónanna sé sýkt af refum. Refurinn er mesti óvinur ríkisins og þegna þess. Í krossferð sinni gegn refunum er manninum unga ekkert heilagt. Áhugi hans á málinu verður æ persónulegri og við tekur atburðarás sem mun setja mark sitt á líf þeirra allra það sem þau eiga eftir ólifað. Refurinn er gríðarlega vel skrifað, spennuþrungið verk með hárbeittum undirtóni. Um leið og spennan í verkinu magnast veltum við fyrir okkur hver refurinn sé og hvort það sé yfirhöfuð ástæða til að óttast?

Höfundur: Dawn King Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson Þýðing: Jón Atli Jónasson Leikmynd og búningar: Systa Björnsdóttir Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Tónlist: Frank Hall Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikarar Arnar Dan Kristjánsson Hallgrímur Ólafsson Nanna Kristín Magnúsdóttir Tinna Lind Gunnarsdóttir

Refurinn gerði höfundinn Dawn King að stjörnu í bresku leikhúslífi. Henni tekst að tvinna saman atburðarás sem heldur áhorfendum í heljartökum um leið og verkið er snilldarlega skrifuð dæmisaga. Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri, hefur getið sér gott orð fyrir sýningarnar Munaðarlaus og Lúkas en leikstýrir nú í fyrsta sinn í Borgarleikhúsinu. Frumsýnt 16. nóvember Sýnt á Litla sviðinu

35

Jeppi frá Fjalli


Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.

Borgarleikhúsið 2013–2014

36


37

Jeppi frรก Fjalli


Millifærðu með hraðfærslum í Appinu einn

...

tveir

og þrír!

1.000 kr.

Millifærðu með hraðfærslum Með Íslandsbanka Appinu einföldum við millifærslur í snjallsímanum margfalt. Millifærðu smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með örfáum smellum.

Við bjóðum góða þjónustu

Skannaðu kóðann til að sækja Appið.


LEGGJUM

Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI

10 KRÓNUR AF HVERRI EGILS MALT RENNA TIL SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR Í ár er heil öld síðan Egils Malt kom fyrst á markað og hefur þessi einstaki drykkur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Af því tilefni ætlum við að láta 10 kr. af hverri seldri dós og flösku af Egils Malti renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ástæðan er einföld: FÍTON SÍA

VIÐ LEGGJUM MALT Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI.


UmhverfisvottUð prentsmiðja

Umbúðir sem tryggja bragðgæði Oddi hefur gegnum tíðina séð íslenskum fyrirtækjum í matvælaiðnaði og inn­ flutningi fyrir umbúðum af öllu tagi. Við framleiðum umbúðir úr pappír og plasti sem ná utan um alla vörulínuna, hvort heldur í iðnaði eða verslun. Framleiðsla þín er í öruggum höndum hjá Odda.

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Umbúðir og prentun


Góða skemmtun!

Valitor er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins.

www.valitor.is


Borgarleikhúsið 2013–2014

42


43

Jeppi frรก Fjalli



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.