1
Mýs og menn
Borgarleikhúsið 2012–2013
2
John Steinbeck
Mýs og menn Þýðing: Ólafur Jóhann Sigurðsson Ný og endurbætt útgáfa Jóns Atla Jónassonar og Jóns Páls Eyjólfssonar
Borgarleikhúsið 2012 / 2013
Persónur og leikendur George. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hilmar Guðjónsson Lennie . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ólafur Darri Ólafsson Candy. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Theodór Júlíusson Bústjórinn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þröstur Leó Gunnarsson Curley. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórir Sæmundsson Kona Curleys. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Álfrún Örnólfsdóttir Slim . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Valur Freyr Einarsson Karlsson. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kjartan Guðjónsson Whit. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldór Gylfason Crooks . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Þór Óskarsson Hundur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Máni
Leikstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Páll Eyjólfsson Aðstoðarleikstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Atli Jónasson Leikmynd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ilmur Stefánsdóttir Búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ilmur Stefánsdóttir og Anna Kolfinna Kuran Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Davíð Þór Jónsson Hljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gunnar Sigurbjörnsson Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Margrét Benediktsdóttir
Borgarleikhúsið 2012–2013
4
Sýningarstjórn Ingibjörg E. Bjarnadóttir
Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Gunnar Sigurbjörnsson Baldvin Magnússon
Hvíslari Fanney Sizemore Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Linda Húmdís Hafsteinsdóttir Elín Sigríður Gísladóttir Ingunn Lára Brynjólfsdóttir.
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Magnús Helgi Kristjánsson Garðar Borgþórsson Ljósakeyrsla Gísli Bergur Sigurðsson Hlynur Daði Sævarsson
Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Urður Arna Ómarsdóttir Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir
Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Þorbjörn Þorgeirsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson Haraldur Unnar Guðmundsson Magnús Rafn Hafliðason Kerjúlf Bergur Ólafsson
Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Gunnlaugur Einarsson Haraldur Halldórsson Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson Victor Guðmundur Cilia
Þakkir Ragna H. Jóhannesdóttir og Kristinn Gústafsson, eigendur Mána
Leikmunir Móeiður Helgadóttir Aðalheiður Jóhannesdóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir
Leikskrá: Mýs og menn er 568. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur Titill á frummáli: Of Mice and Men og var frumflutt í Music Box Theatre á Broadway, New York 23. nóvember 1937 Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Mýs og menn (258. viðfangsefni) í Iðnó 3. janúar 1954 Sýningaréttur: Teaterförlag Arvid Englind AB, Stockholm Frumsýning 29. desember 2012 á Stóra sviði Borgarleikhússins
Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi : Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri : Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun : Grímur Bjarnason Útlit : Fíton Umbrot : Jorri Prentun : Oddi
Sýningartími er u.þ.b. tvær klukkustundir og þrjátíu mínútur Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.
5
Mýs og menn
John Steinbeck 1902 Fæddur 27. febrúar í Salinas í Kaliforníu. Hann var af þýskum og írskum ættum. Afi John Steinbeck, Johann Adolf Großsteinbeck, stytti ættarnafnið í Steinbeck þegar hann fluttist búferlum til Bandaríkjanna. Faðir hans rak hveitimyllu bæjarins og móðir hans starfaði sem kennari. 1919
Lýkur gagnfræðaprófi og innritar sig í háskólann í Stanford. Hann stundar nám sitt stopult en hefur ákveðið innra með sér að gerast rithöfundur. Skólagangan var meira til að þóknast foreldrum. Og hann hætti án þess að ljúka námi.
1924 Fyrstu sögur Steinbecks birtast í tímariti í Stanford og fjalla um farandverkamenn og segir frá samskiptum Filippseyinga og hvítra.
1925 Flytur til New York og stundar ritstörf, semur smásögur og reynir að hafa í sig og á með ritstörfunum. Það mistekst.
1926 Hann flytur aftur til Kaliforníu og vinnur ýmis störf ásamt ritsmíðum. 1929 Fyrsta skáldsagan Cup of Gold, Gullbikarinn (Þýðing Kjartan Ólafsson) kemur út. 1930 Kvænist fyrri konu sinni Carol Henning. Sest að í Pacific Grove í Monterey við ströndina skammt frá Salinas. 1932 Önnur skáldsagan Pastures of Heaven. 1933 Skáldsögurnar To a God Unknown og fyrstu hlutar The Red Pony koma út 1934 Tortilla Flat, Kátir voru karlar (Þýðing Karl Ísfeld) kemur út. 1936 In Dubois Battle gefin út. 1937 Skáldsagan Of Mice and Men, Mýs og menn (Þýðing Ólafur Jóhann Sigurðsson) útgefin og valin bók mánaðarins. Steinbeck skrifar einnig sjálfstætt leikrit byggt á sömu sögu. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Mýs og menn árið 1954.
1938 Smásagnasafnið The Long Valley. 1939 The Grapes of Wrath, Þrúgur reiðinnar (þýðing eftir Stefán Bjarman). Of Mice and Men kvikmynduð og sýnd. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Þrúgur reiðinnar árið 1992. 1940 John Ford ráðinn til að kvikmynda The Grapes of Wrath. Steinbeck fær Pulizerverðlaunin fyrir Þrúgur reiðinnar. 1941
The Forgotten Village og Sea of Cortez koma út. Steinbeck og Carol Henning skilja.
1942
Skáldsagan The Moon is down, Máninn líður (Þýðing Sigurður Einarsson) gefin út og unnið upp úr henni leikrit. Bombs Away kemur einnig út.
1943
Kvænist Gwyndolyn Gonger. Starfar sem stríðsfréttaritari fyrir New York Herald Tribune í Evrópu.
1944
Skrifar handrit að kvikmyndinni Lifeboat. Fyrsta barn fæðist, Thomas Myles Steinbeck.
1945 Cannery Row, Ægisgata (þýðing Karl Ísfeld) kemur út. Red Pony, Litli Rauður (Þýðing Jónas Kristjánsson) loks gefin út í heild. Fjölskyldan flytur til New York.
1946 Steinbeckhjónin eignast sitt annað barn John Steinbeck IV er lést árið 1991. 1947 The Wayward Bus, Duttlungar örlaganna, (Þýðing Skúli Bjarkan) kemur út. The Pearl, Perlan (Þýðing Sigurður Haralz) kemur út og er kvikmynduð. Steinbeck ferðast um Sovétríkin ásamt ljósmyndaranum Frank Capa. Þeir koma m.a. til Moskvu, Tiblisi og Stalingrad og eru á meðal fyrstu vestrænna manna til að heimsækja mörg svæði Sovétríkjanna. 1948 Steinbeck og Capa gefa út ferðabók, A Russian Journal. Steinbeck og Gwyndolyn skilja og Steinbeck snýr aftur til Kaliforníu. 1950 Skáldsagan Burning Bright kemur út. Steinbeck kvænist þriðju konu sinni Elaine Scott. 1952 Ferðalög um Evrópu. Skáldsagan East of Eden, Austan Eden (Þýðing Sverrir Haraldsson) kemur út og Steinbeck skrifar handrit að kvikmyndinni Viva Zapata. 1954 Skáldsagan Sweet Thursday kemur út. Steinbeck og kona hans dvelja í Evrópu. 1957 The Short Reign of Pippin IV, Hundadagastjórn Pippins (Þýðing Snæbjörn Jóhannsson) kemur út. 1960 Ferðalög um Bandaríkin við efnisöflun fyrir verk sitt Travels With Charlie. 1961 Síðasta skáldsaga Steinbecks: Winter of Our Discontent. Steinbeck-fjölskyldan heldur í heimsreisu. 1962 Travels With Charlie kemur út Steinbeck fer í fimm mánaða ferð til Asíu sem fréttaritari fyrir Newsday. Steinbeck hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. 1966 Steinbeck fer til Ísrael til sjá samyrkjubúið sem forfeður hans höfðu sett á stofn nálægt Jaffa um miðja nítjándu öld. 1968 John Steinbeck fær hægt andlát 20. desember á sjúkrahúsi í New York. Ösku hans var dreift á haf út skömmu fyrir hátíðir af klettóttri strönd Monterey.
Borgarleikhúsið 2012–2013
6
7
Mýs og menn
Borgarleikhúsið 2012–2013
8
9
Mýs og menn
Borgarleikhúsið 2012–2013
10
Mannleg snerting Sambönd manna eru þéttriðið net og við mannlega snertingu getur allt farið af stað. Einn segir þetta og annar bregst við með skilyrtum hætti sem svo aftur vekur viðbrögð hjá þriðja aðila. Og þannig koll af kolli. Við segjum kannski meira og minna það sama hvert við annað dag eftir dag, ár eftir ár, kannski með tilbrigðum í orðalagi. Leikir fara í gang, misjafnlega meðvitaðir; oft er þetta langræktað samspil eins og þegar leikin er þaulreynd byrjun í skák; sum hjón eru meistarar í nimzo-indverskri vörn. Þau sambönd endast þar sem leikirnir eru hæflega óvæntir og ánægjulega fyrirsegjanlegir; vekja gagnkvæma vellíðunar-deja-vu-kennd í dagsins amstri og önn. Hvatirnar stjórna gerðum okkar, misjafnlega bældar og pældar, djúpristar eða snöggfærðar, stundum eru þær allar í einni bendu. Stundum tengjast þær hver inn í aðra og magna eitthvað upp – eitthvað ófyrirséð. Lífshvötin, dauðahvötin, drápshvötin, kynhvötin (og „bjásturshvötin“ ef marka má gamla íslenskra sálfræðibók) … Og umönnunarhvötin – þetta afl sem nær heljartökum á okkur andspænis veikburða lífi, öllum þeim sem lenda í vandræðum ef við lítum ekki eftir þeim, þurfa á okkur að halda. Þetta er frumhvöt og hún vaknar á eðlilegan og sjálfsagðan hátt. En stundum er eins og við séum í vandræðum með hana á okkar tímum, hvernig svo sem á því stendur, kannski af því að umönnun er orðið að sérstöku sérfræðingastarfi og við eins og hverjir aðrir fúskarar í manngæsku; stundum er engu líkara en að við kunnum ekki að beina þessari hvöt í farsælan farveg. Vinsælasta hugtakið eftir hrun er „meðvirkni“. Við tölum meira um meðvirkni en réttlæti, sanngirni eða kærleika. Hér fór víst allt aflaga vegna þess að við vorum „öll meðvirk“ – of tengd og of skyld, of vinaleg hvert við annað, ekki nógu klár og köld. Þetta er hranalegt orð, til þess ætlað að vekja fólk til meðvitundar um sjálft sig. Það er ættað úr fræðum sem þróast hafa kringum umönnun á aðstandendum alkóhólista, þar sem reynt er að leiða þeim fyrir sjónir að þeir séu líka veikir af þessum sjúkdómi og haldi honum jafnvel gangandi með því að hjálpa þar sem viðkomandi drykkjusjúklingur ætti fremur að „finna sinn botn“. Við megum samt ekki ganga of langt í notkun þessa hugtaks. Við virkum öll hvert á annað, virkum einhvern veginn saman. Mikilvægasta spurningin er þessi: hvar liggur einstigið milli „meðvirkni“ og „meðlíðanar“? Að vera öðrum góður: er það ekki algilt? Og ber okkur ekki að gæta hvert annars? Af hverju er maður að gera sér rellu út af öðrum? Hvað koma aðrir okkur við? Af hverju látum við gallagripina ekki bara sigla sinn úfna sjó? Er ekki búið að finna upp eitthvert eigingirni-gen? Þau snerta okkur. Með vanmætti sínum vekja þau umönnunarhvöt okkar. Þegar við hjálpum öðrum finnum við til okkar, finnum að við erum á lífi, skynjum eigin hjartslátt þegar fara saman tilfinningar okkar og gjörðir. Ábyrgðarkenndin gerir okkur heil. Sambönd manna eru þéttriðið net af tilfinningum og gagnkvæmum löngunum og skilyrtum viðbrögðum og nimzo-indverskri vörn. Við leitum samhljóms. En mannleg snerting getur verið banvæn. Sagan hér fjallar um góðmenni og hversu illa getur farið þegar við þráum að snerta þar sem bara á að vinna og tengjast þar sem bara á að þumbast. Sagan sýnir okkur mannleg tengsl við vondar kringumstæður þar sem ekki er gert ráð fyrir annarri mennsku en þeirri að vinna baki brotnu og hafa sig svo á brott. Þetta er saga um veikleika í styrk og styrk í veikleika, um pör og einstæðingshátt, girnd og bældar hvatir, hörku og miskunnarleysi og líkn – og náttúrlega meðvirkni og meðlíðan – kannski gerist þessi saga einmitt á einstiginu þar á milli – en við megum samt ekki draga of víðtækar ályktanir af þessu öllu saman. Þetta er ekki dæmisaga og hún leiðir ekki endilega í ljós altæk allsherjarsannindi um mannlegt samfélag – hún verður ekki smækkuð niður í hversdagslegan málshátt um að sjaldan sé „ein báran stök“ og enginn sé „annars bróðir í leik“. Sérhver harmsaga er sérstök. Og þessi hér er mjög sérstök. „Ætlarðu ekki að skamma mig?“ segir hann og hinn svarar því neitandi og þá vitum við að orðið hafa ískyggileg hvörf í þessum leik. Þeir eru komnir út úr handritinu, út á berangur, tveir menn. Eitthvað hefur rofnað milli þeirra og verður ekki tengt á ný. Og samt byggðist samband þeirra á því sem er sterkasta límið í öllum samböndum; því sem er ekki til nema í samvitund þeirra og verður aldrei til: drauminum, „hamingjudrauminum“ sem snýst um „að lifa af landsins gæðum“, hið góða líf sem er svo einfalt og manninum rétt að það ætti ekki einu sinni að vera fjarlægur draumur; líf sem snýst um mann og jörð og félagsskap; dálítið kot með nokkrum skepnum að hirða um, smá landskika, kanínur sem hægt er annast um, eitthvað sem hægt er að kalla sitt – eitthvað sem hægt er að kalla tilveru. Guðmundur Andri Thorsson
11
Mýs og menn
Borgarleikhúsið 2012–2013
12
13
Mýs og menn
Úr fyrstu uppsetningu á Mýs og menn sýningin var frumsýnd 23. Nóvember 1937.
Á myndinni má sjá Claire Luce sem eiginkonu Curleys og Broderick Crawford sem Lennie
Örfá orð um
Robert Burns og John Steinbeck Þegar Albert Finney snýr á illmennin í nýjustu kvikmyndinni um njósnarann James Bond vopnaður engu nema gömlum riffli og gamalgróinni djörfung sem hann tjáir með orðunum „Welcome to Scotland!“ – þá kætast Skotarnir í bíósalnum óskaplega og fagna með hlátri og lófataki. Kannski er það ekki síst ást smáþjóðar á sögu sinni og baráttuþreki sem vekur þessar kenndir með fólki; Skotar halda fast utan um sérkenni sín og eru duglegir að halda hinum jákvæðu teiknum á lofti. Burns er svo sannarlega eitt þeirra. Í bókmenntasögu Skota á hann sér ekki ólíkan sess og Jónas Hallgrímsson í okkar bókmenntum; Auld Lang Syne er þeirra Góðra vina fundur og skáldið sjálft samrunnið þjóðarsálinni. Líkindin eru raunar fleiri: báðir voru þeir frumkvöðlar rómantísku stefnunnar í sínu landi, þeir ortu á þjóðtungunni frekar en tungu herraþjóðarinnar, og báðir dóu þeir þrjátíu og sjö ára, Burns árið 1796, níu árum fyrir fæðingu Jónasar. Í hinni stórfínu þýðingu Þórarins Eldjárns á To a Mouse eftir Burns birtast mörg af einkennismerkjum skáldskapar hans: nálægðin við náttúruna, samúðin með hinu smáa, vandlega dregnar myndirnar og taktfast hljómfallið sem færir þessi ljóð svo nærri söngvalistinni, enda hafa mörg ljóða hans ekki öðlast síðri frægð sem söngtextar, eins og fyrrnefndur áramótasöngur Auld Lang Syne (Hin góðu kynni gleymast ei). „Víst ætla mýs og menn sér jafnt, svo misferst það“ – „The best-laid schemes o’ mice an’ men, Gang aft agley.“ Línan sem Steinbeck sækir titilinn að verki sínu í segir margt um skáldskap þeirra beggja. Þótt vonin sé aldrei fjarri eru fyrirheitin um allt sem aflaga getur farið í lífinu líka sífellt nærri. Og þá gildir víst einu hvort þú ert maður eða mús. Sölvi Björn Sigurðsson Upphaflegur titill skáldsögu Johns Steinbeck var “Something That Happened”. Steinbeck breytti hins vegar titlinum eftir að hann las ljóð Robert Burns, To A Mouse (Til músar í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns).
Borgarleikhúsið 2012–2013
14
15
Mýs og menn
To a Mouse On turning her up in her nest with the plough, November 1785. Wee, sleekit, cowrin, tim’rous beastie, O, what a panic ‘s in thy breastie! Thou need na start awa sae hasty, Wi’ bickering brattle! I wad be laith to rin an’ chase thee, Wi’ murdr’ing pattle! I’m truly sorry man’s dominion Has broken Nature’s social union, An’ justifies that ill opinion Which makes thee startle At me, thy poor, earth-born companion An’ fellow-mortal! I doubt na, whyles, but thou may thieve; What then? poor beastie, thou maun live! A daimen icker in a thrave ‘S a sma’ request; I’ll get a blessin wi’ the lave, An’ never miss ‘t! Thy wee-bit housie, too, in ruin! Its silly w’as the win’s are strewin! An’ naething, now, to big a new ane, O’ foggage green! An’ bleak December’s winds ensuin, Baith snell an’ keen! Thou saw the fields laid bare an’ waste, An’ weary winter comin fast, An’ cozie here, beneath the blast, Thou thought to dwell, Till crash! the cruel coulter past Out thro’ thy cell. That wee-bit heap o’ leaves an’ stibble, Has cost thee monie a weary nibble! Now thou ‘s turn’d out, for a’ thy trouble, But house or hald, To thole the winter’s sleety dribble, An’ cranreuch cauld! But, Mousie, thou art no thy lane In proving foresight may be vain: The best-laid schemes o’ mice an’ men Gang aft a-gley, An’ lea’e us nought but grief an’ pain, For promis’d joy! Still thou art blest, compar’d wi’ me! The present only toucheth thee: But och! I backward cast my e’e, On prospects drear! An’ forward tho’ I canna see, I guess an’ fear! Robert Burns (1759-1796)
Borgarleikhúsið 2012–2013
16
Til músar Er ég umturnaði henni í bæli sínu með plógnum í nóvember 1785 Æ, skinnið litla, skjarra, mjúka, ég skelk lét þér í bringu fjúka! Samt þarftu ei burt svo stygg að strjúka, mín stuttleggjaða! Á eftir síst ég reyni að rjúka með reiddan spaða! Mig hryggir víst að veldi manna ei virti sáttmál tegundanna, hvað ryktið vonda virðist sanna er vann þér snúa gegn mér, í fátækt fæddum granna og félagsbúa! Ég veit þig hendir hnupl og nart, en hvað með það? Þinn mat þú þarft! Í heilu knippi eitt kornax vart neitt kallast má: Það bætist við minn bróðurpart sem blessun smá! Þitt hús ég nú hef niður brotið! Það næða vindar gegnum kotið! Þú getur ekki gert upp slotið, því gróður þraut! Og ýlis kjör vér höfum hlotið svo hörð og blaut! Í auðn þú sást að akur lá og ógnir vetrar skollnar á. Í holu lágt þú hugðist fá að hafast við, uns plógsins tönn þér tætti frá þann trygga frið. Svo léttur bingur blaða og stráa, slík byrði fyrir munninn smáa! Nú hímirðu eftir iðju knáa án alls á jörð að standast vetrarfjúkið fláa og frostin hörð! En, mýsla, fleiri finna samt hve forsjálnin oft hrekkur skammt: Vel ætla mýs og menn sér jafnt, svo misferst það. Vér hreppum sorg og geðið gramt í gleði stað. Þó sannlega ertu sælli mér! því sífellt dvelstu nú og hér: En, vei! um öxl mitt auglit fer, sér eymd og beyg! Og eins mig framtíð fyrir ber og fyllir geig! (Þórarinn Eldjárn þýddi)
17
Mýs og menn
Úr Nóbelsverðlaunaræðu
John Steinbecks árið 1962
Ég þakka sænsku akademíunni fyrir að þykja verk mín þessa háa heiðurs verð. Það leikur vafi á því í mínu hjarta að ég þyki verðugur Nóbelsverðlauna framar öðrum rithöfundum sem ég virði og dái. En enginn skyldi draga í efa þá ánægju og það stolt sem ég finn til við að hljóta þau. Það tíðkast að viðtakandi þessara verðlauna veki máls á hugleiðingum sínum, persónulegum og faglegum, er varða eðli og stefnu bókmenntanna. Á þessari stundu finnst mér við hæfi að velta fyrir mér þeirri miklu skyldu og ábyrgð er hvílir á herðum þeirra er skrifa bókmenntirnar. Slíkur er orðstír Nóbelsverðlaunanna og það öndvegi er ég sit nú í að mér er skapi næst að tísta ekki eins og þakklát og afsakandi mús. Heldur öskra af stolti eins og ljón yfir listgrein minni og þeim er hafa lagt stund á hana í gegnum aldirnar. Bókmenntunum var ekki aflað fylgis af fölum, geldum og gólandi prestum í tómum kirkjum. Því síður eru bókmenntirnar leikvöllur fáeinna útvalinna; horaðra og heilagra betlara. Bókmenntirnar eru jafn gamlar röddinni. Þær eru kraftbirting mannlegrar þarfar sem hefur ekki breyst heldur bara aukist. Skáldin, höfundarnir, eru ekki sér á parti. Frá upphafi hefur starf þeirra, skylda og ábyrgð verið á valdi alls mannkyns. Nú um sinn er mannkynið undir gráu skýi örbirgðar og óvissu. William Faulkner, hinn merki forveri minni, stóð hér og talaði um þann harmleik er hann kaus að kalla alheimsóttann. Sem hann sagði myndi viðhaldast svo lengi sem mannsandinn og hjartað ætti í átökum. Þá væri þörf á bókmenntum. Faulkner gerði sér betri grein en margur fyrir kostum og göllum mannshjartans. Hann vissi að óttanum yrði að gera skil og taldi það forsendu tilvistar rithöfundarins. Það er ekkert nýtt. Hið forna boð höfundarins hefur ekki breyst. Honum er gefið að sök að afhjúpa misbresti okkar og draga fram dagsljósið myrka og hættulega drauma í krafti umbóta. Eins er það á ábyrgð rithöfundarins að vekja máls á margreyndu örlæti, hjartagæsku, hugrekki, hluttekningu og ást mannsins. Í endalausu stríði gegn veikleika og örvæntingu eru þetta vitar vonar og staðfestu. Ég vil meina að sá höfundur sem ekki trúir á fullkomnun mannsins eigi ekkert erindi í bókmenntum. Núvarandi alheimsótta má rekja til aukinnar þekkingar og beislunar á hættulegum þáttum efnisheimsins. Annars konar skilningur okkar er ekki kominn jafnt langt en það er ekki ástæða til að ætla að hann muni ekki gera það. Það er að miklu leyti á ábyrgð rithöfundarins að við öðlumst þann skilning. Dýrð og háski hins frjálsa vilja hvílir hjá manninnum. Prófraunin er hans.
Borgarleikhúsið 2012–2013
18
19
Mýs og menn
Borgarleikhúsið 2012–2013
20
21
Mýs og menn
Hilmar Guðjónsson
Ólafur Darri Ólafsson
útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þegar fastráðinn við Borgarleikhúsið. Hilmar hafði þó áður stigið á svið með Leikfélagi Reykjavíkur en hann lék hlutverk Billy í sýningunni Geitin, eða hver er Sylvía áður en hann hóf leiklistarnám. Auk þess hefur hann farið með hlutverk í kvikmyndunum Bjarnfreðarson og Á annan veg. Hilmar lék sitt fyrsta hlutverk í Borgarleikhúsinu að lokinni útskrift haustið 2010 í sýningunni Enron en lék svo hlutverk Trinkúlós í Ofviðrinu á Stóra sviðinu, hlutverk Guðfinns Maacks í Nei, Ráðherra, Fuglahræðuna í Galdrakarlinum í Oz, Alexander í Fanný og Alexander og Ken í Rautt. Hilmar var haustið 2011 valinn í hóp Shooting Stars, ungra efnilegra kvikmyndaleikara í Evrópu.
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1998. Hann hefur komið víða við og leikið í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Meðal kvikmynda má nefna 101 Reykjavík, Fíaskó, Blóðbönd, Börn og Foreldrar, Brim, Rokland, Contraband, Djúpið og The Secret Life of Walter Mitty. Í leikhúsinu hefur hann m.a. leikið í Shopping & Fucking hjá Egg-leikhúsinu, í Sumargestum með Nemendaleikhúsinu og Kvetch hjá leikhópnum Á senunni. Í Borgarleikhúsinu hefur Ólafur Darri meðal annars leikið í Abigail heldur partý, Blúndum og blásýru, Kristnihaldi undir jökli, Fjandmanni fólksins, Boðorðunum 9 og Honk. Í Þjóðleikhúsinu hefur Ólafur Darri leikið í Bróðir minn Ljónshjarta, Gullna hliðinu, Með fullri reisn, Rambó 7, Pétri Gaut, Fagnaði, Bakkynjum, Gerplu, Íslandsklukkunni og Lé konungi Síðasta haust lék Ólafur Darri í The Heart of Robin Hood hjá Royal Shakespeare leikhúsinu í Stratford upon Avon. Ólafur Darri er einn af stofnendum Vesturports þar sem hann hefur leikið í Rómeó og Júlíu, Kringlunni rústað, Títusi, Glæpi gegn diskóinu, Kommúnunni, Bastards og Woyzeck. Ólafur Darri hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Rómeó og Júlíu, Kvetch og Ívanov og var tilnefndur fyrir leik sinn í Pétri Gaut og Steinar í Djúpinu. Hann hefur sjö sinnum verið tilnefndur til Eddu verðlauna og hlotið verðlaunin fyrir Rokland.
Sýningar Hilmars á leikárinu: Rautt og Mýs og menn
Sýningar Ólafs Darra á leikárinu: Mýs og menn
Borgarleikhúsið 2012–2013
22
Þröstur Leó Gunnarsson
Sigurður Þór Óskarsson
lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og var þá ráðinn til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem hann lék fjölda aðalhlutverka. Meðal þeirra eru Hörður í Degi vonar, Aðalsteinn í Kjöti, Tom Joad í Þrúgum reiðinnar og titilhlutverkin í Platonov, Tartuffe og Hamlet. Þröstur hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Jón Leifs í Tárum úr steini og föður Nóa í Nóa albínóa, en fyrir það hlutverk hlaut hann Edduverðlaunin 2003. Þröstur hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2009. Hann hefur einnig hlotið Grímuverðlaun fyrir hlutverk sín í Killer Joe, Ökutímum, og Koddamanninum. Þröstur er nú fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið og meðal nýlegra hlutverka hans þar eru Coleman í Vestrinu eina, Fló á skinni, Dinny í Heima er best, Barði í Fólkinu í kjallaranum, líkið í Nei, ráðherra, Gaév í Kirsuberjagarðinum og Bjarna í Svar við bréfi Helgu. Einnig leikstýrði Þröstur verkinu Við borgum ekki sem sett var upp á Nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við Nýja Ísland.
útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands með BFA gráðu árið 2012. Að lokinni útskrift réði hann sig til Borgarleikhússins og er nú fastráðinn leikari þar. Sigurður lék í Grease 2009 í Loftkastalanum, barnaleikritinu Jólaævintýri 2010, í Gosa í Borgarleikhúsinu árið 2007, fuglahræðuna í Galdrakarlinum í Oz, Jim í Gulleyjunni og Alex í Bastörðum. Sigurður hefur talsett fjölda teiknimynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Sýningar Sigurðar á leikárinu: Gulleyjan, Bastarðar, Mýs og menn, Mary Poppins og Núna!
Sýningar Þrastar Leós á leikárinu: Fólkið í kjallaranum,Eldfærin, Baunagrasið, og Svar við bréfi Helgu
23
Mýs og menn
Theodór Júlíusson
Þórir Sæmundsson
er með Diploma í leiklist frá The Drama Studio London. Hann var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar 1978 til 1989 og lék fjölda hlutverka t.d. Búa Árland í Atómstöðinni, Sölva Helgasson í Ég er gull og gersemi og Mjólkurpóstinn Tevje í Fiðlaranum á þakinu. Theodór lék sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem gestaleikari 1987 í söngleiknum Maraþondansi en kom svo aftur til starfa hjá félaginu við opnun Borgarleikhúss árið 1989, hefur starfað þar síðan og leikið fjölda hlutverka auk þess sem hann lék í Kaffi í Þjóðleikhúsinu. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu má nefna Gosa, Fló á skinni, Fýsn, Milljarðamærin snýr aftur, Söngvaseið, Fjölskylduna og Kirsuberjagarðinn. Theodór hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Puntilla og Matta, Söngleiknum Ást og Fjölskyldunni. Theodór hefur leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og einnig hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hefur leikið í ótal útvarpsleikritum, sjónvarps- og kvikmyndum t.a.m Englum alheimsins, Hafinu, Ikingút, Mýrinni, Sveitabrúðkaupi, Reykjavík-Rotterdam og Eldfjalli, en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann Edduverðlaunin, verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo. Theodór er varaformaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur.
útskrifaðist úr Statens teaterhögskole í Osló 2002 og þreytti frumraun sína hjá Teatret Vaart í Molde og hefur leikið þar Anders í Orðinu eftir Kaj Munck, Lísander í Draumi á Jónsmessunótt, Engilinn í Telemakos eftir Jon Fosse og The Complete Works of Shakespeare Condenced ásamt hlutverkum í söngleikjum og barnasýningum. Við Det Norske Teater í Osló lék Þórir Razumichin í Glæpi og refsingu eftir Dostojevskij, Ulf í Angerhöy eftir Marit Tusvik, Makka hníf í Túskildingsóperunni eftir Brecht hjá Riksteatret. Einnig lék Þórir í nokkrum sjónvarpsþáttum og bíómyndum ytra. Í Þjóðleikhúsinu hefur Þórir m.a. leikið Stóradverg í Skilaboðaskjóðunni, Ágúst í Norway Today eftir Igor Bauersima, Láka í Hart í bak eftir Jökul Jakobssonog einleikinn Eterinn. Í Borgarleikhúsinu hefur Þórir leikið í Strýhærða Pétri, Galdrakarlinum í OZ og Eldhafi. Þórir leikur Davíð í sjónvarpsþáttunum Ástríði á Stöð 2.
Sýningar Theodórs á leikárinu: Gulleyjan, Mýs og menn og Mary Poppins
Borgarleikhúsið 2012–2013
24
Sýningar Þóris á leikárinu: Mýs og menn og Mary Poppins
Valur Freyr Einarsson
Halldór Gylfason
nam leiklist við Manchester Metropolitan School of Theatre og lauk námi 1995. Frá útskrift hefur hann einkum starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Valur er annar stofnenda CommonNonsense sem stóð fyrir samnefndri sýningu og sýningunni Forðist okkur í Borgarleikhúsinu og Legi, Baðstofunni og Af ástum manns og hrærivélar í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Meðal verkefna Vals í Borgarleikhúsinu má nefna Litlu hryllingsbúðina, Lé konung, Djöflana, Lífsins tré, Enron og Elsku barn. Valur samdi sjálfur og lék einleikinn Heilt ár og þrír dagar í Kaffileikhúsinu og hefur leikstýrt Herranótt og fleiri leikhópum í framhaldsskólum landsins. Einnig leikstýrði Valur sýningunni Af ástum manns og hrærivéla hjá Þjóðleikhúsinu. Meðal sýninga sem Valur hefur leikið í hjá Þjóðleikhúsinu má nefna Villiöndina, Fiðlarann á þakinu, Kaffi, Cyrano, Brennuvargana og Heddu Gabler. Valur var tilnefndur til Grímunnar í Heddu Gabler en hann hlaut verðlaunin fyrir leik í Tengdó auk þess að vera valin leikskáld ársins 2012.
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hann réði sig til Borgarleikhússins árið 1998 og hefur verið þar allar götur síðan. Telja hlutverk hans í húsinu nú á fjórða tug. Meðal eftirminnilegra hlutverka Halldórs í Borgarleikhúsinu eru Grettir úr samnefndum söngleik, Þráinn í And Björk, of course..., Hänschen í Vorið vaknar, Ósvald í Lé konungi, Skolli í Gosa, Lucky í Beðið eftir Godot, Haddi í Fólkinu í blokkinni og hlutverk hans í Góðum Íslendingum, Ofviðrinu, Strýhærða Pétri, Galdrakarlinum í Oz og Gyllta drekanum. Einnig lék Halldór norðurljós og dögg í norskum skógi í Búasögu. Halldór hefur sömuleiðis komið víða við í sjónvarpi, hann hefur leikið í áramótaskaupum og er einn leikara og handritshöfunda Sigtisins sem sýnt var á Skjá einum. Halldór er líka tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Geirfuglunum. Sýningar Halldórs á leikárinu: Gullregn, Mýs og menn og Mary Poppins
Sýningar Vals Freys á árinu: Mýs og men, Tengdó og Núna.
25
Mýs og menn
Kjartan Guðjónsson
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
stundaði nám við Neighborhood Playhouse leiklistarskólann í New York veturinn 1988-89 en lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands vorið1995. Hann lék í Í djúpi daganna hjá Íslenska leikhúsinu, Konur skelfa hjá Alheimsleikhúsinu, Stone Free og Veðmálinu hjá Leikfélagi Íslands. Hann lék sem gestaleikari í Ivanov hjá Nemendaleikhúsinu, í Ávaxtakörfunni í Íslensku óperunni og Þjóni í súpunni og Frankie og Johnny í Iðnó. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék Kjartan í Ef væri ég gullfiskur, Trúðaskólanum, Fögru veröld, Galdrakarlinum í Oz og í Augun þín blá.Kjartan var fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinih árin 1999 - 12011. Hann lék meðal annars í barnaleikritinu Glanna glæp í Latabæ, Gullna hliðinu, Landkrabbanum, Bláa hnettinum, Vatni lífsins, Syngjandi í rigningunni, Önnu Kareninu, Rauða spjaldinu, Veislunni, Með fullri reisn, Svartri mjólk, Dýrunum í Hálsaskógi, Þetta er allt að koma, Öxinni og jörðinni, Dínamíti, Eldhúsi eftir máli, Óhapp!, Sólarferð, Hart í bak, Kardimommubænum, Fridu og Íslandsklukkunni.
útskrifaðist frá Webber Douglas leiklistarskólanum í London vorið 2003 og hefur leikið fjölmörg hlutverk á sviði og í kvikmyndum, meðal annars hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og leikhópum. Í Þjóðleikhúsinu lék Álfrún í Bakkynjum, Oliver og Lé konungi. Hún lék í Gretti og Segðu mér allt í Borgarleikhúsinu og Litlu hryllingsbúðinni, Fullkomnu brúðkaupi og Maríubjöllunni hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún lék í Úlfhamssögu, Abbababb, Grease, Eldað með Elvis og Fame með sjálfstæðum leikhópum. Meðal þeirra kvikmynda sem hún hefur leikið í má nefna Dís, Villiljós, Svo á jörðu sem á himni og sjónvarpsþáttunum Sigtið. Álfrún er einn af meðlimum og stofnendum leikhópsins Ég og vinir mínir sem vöktu mikla athygli með dansleikhúsverkunum Húmanímal og Verði þér að góðu. Álfrún lék síðast í einleiknum Kameljón sem hún samdi ásamt Friðgeiri Einarssyni og Margréti Örnólfsdóttur. Álfrún er nú fastráðin við Borgarleikhúsið.
Sýningar á leikárinu: Gulleyjan og Mýs og menn
Sýningar Álfrúnar á leikárinu: Gulleyjan, Mýs og menn og Mary Poppins
Borgarleikhúsið 2012–2013
26
27
Mýs og menn
Jón Páll Eyjólfsson
útskrifaðist árið 2000 frá East 15 Acting School í London og lék í uppfærslu Young Vic Theatre Company á The Three Musketeers sama ár. Hann hefur leikið í flestum leikhúsa landsins auk þess að vinna með sjálfstæðum leikhópum. Þar má nefna Syngjandi í Rigningunni, Cyrano, Grettisögu, Gaggalagú, Grís, Meistarann og Margarítu, Rauðu Skóna, Úlfhamsögu og Íslandsklukkuna. Jón Páll fékk tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir síðastnefnda hlutverkið. Á síðari árum hefur Jón Páll snúið sér æ meira að leikstjórn. Hann leikstýrði Maríubjöllunni og Herra Kolberg hjá Leikfélagi Akureyrar á árunum 2005 og 2006, einnig setti hann upp Hér og nú fyrir Sokkabandið. Frá árinu 2008 hefur Jón verið einn helsti leikstjóri Borgarleikhússins. Meðal verka hans fyrir Borgarleikhúsið eru Vestrið eina, Óskar og bleikklædda konan, Heima er best, Elsku barn, Strýhærði Pétur, Eldhaf og Tengdó (í samstarfi Borgarleikhússins og CommonNonsense). Einnig vann hann ásamt Halli Ingólfssyni og Jóni Atla Jónassyni þríleik sem hleypt var af stokkunum í kjölfar hrunsins. Þríleikurinn samanstóð af Þú ert hér, Góðir Íslendingar og Zombíljóðin. Margar sýningar Jóns hafa hlotið tilnefningar til Grímuverðlauna, m.a. sem sýningar ársins og leikstjórn ársins. Tengdó var ótvíræður sigurvegari Grímuverðlaunanna 2012 var m.a. sýning ársins. Tilkynnt hefur verið að Jón Páll leikstýri Hamlet á næsta leikári.
Jón Atli Jónasson
er eitt af leikskáldum Borgarleikhússins. Hann hefur meðal annars samið leikritin 100 ára hús fyrir Frú Emilíu, Krádplíser fyrir Reykvíska Listaleikhúsið, Brim fyrir Vesturport, Draugalest fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Rambó 7 fyrir Þjóðleikhúsið og Mindcamp og Democrazy ásamt Agli Heiðari Antoni Pálssyni fyrir CampX leikhúsið í Kaupmannahöfn. Jón Atli er einn af stofnendum Mindgroup sem eru evrópsk regnhlífasamtök leikhúsfólks sem vinna að tilraunakenndri leiklist. Síðustu verkefni Jóns Atla fyrir Borgarleikhúsið eru Þú ert hér, Góðir íslendingar og Zombíljóðin sem hann gerði ásamt Mindgroup og Djúpið, rómaður einleikur sem hann skrifaði og leikstýrði. Nýjasta leikverk Jóns Atla, Nóttin nærist á deginum í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar verður frumsýnt í lok janúar í Borgarleikhúsinu.
Ilmur Stefánsdóttir
útskrifaðist úr Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk síðar Mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagt stund á gjörningalist hérlendis og erlendis. Ilmur hefur hannað ýmsar leikmyndir í Þjóðleikhúsi, Borgarleikhúsi og víðar. Meðal verkefna eru þríleikur Hugleiks Dagssonar sem samanstóð af Forðist okkur hjá Nemendaleikhúsi LHÍ og CommonNonsense í Borgarleikhúsinu og söngleiknum Legi og leikritinu Baðstofunni í Þjóðleikhúsinu. Hún gerði einnig leikmynd fyrir Hreinsun, Brennuvargana, Finnska hestinn og Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu og Af ástum manns og hrærivélar á vegum CommonNonsense sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Af leikmyndum Ilmar í Borgarleikhúsinu má nefna Vestrið eina, Lík í óskilum, Heima er best, Dúfurnar, Elsku barn og Eldhaf. Meðal annarra sýninga sem Ilmur hefur unnið að eru Húsmóðirin hjá Vesturporti, Hvít kanína og Gangverkið hjá Nemendaleikhúsi LHÍ, Hinn útvaldi í Loftkastalanum og CommonNonsense og CommonCouple á vegum CommonNonsense. Hún starfar í leikhópnum CommonNonsense sem hefur staðið fyrir ýmsum sýningum og setti upp heimildaleikverkið Tengdó á síðasta leikári, en þar var Ilmur höfundur leikmyndar. Ilmur var tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir leikmynd í Forðist okkur, Legi og Elsku barni og hlaut verðlaunin fyrir leikmynd sína í Hreinsun. Stökkbreyting hluta er henni einstaklega hugleikið viðfangsefni.
Anna Kolfinna Kuran
stundaði dansnám við Listdansskóla Íslands, Konunglega danska Ballettskólann í Kaupmannahöfn, auk fjölda dansnámskeiða m.a. í Ísrael, Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún stundar nú nám í samtímadansi við Listaháskóla Íslands og mun útskrifast þaðan næsta vor. Anna Kolfinna hefur tekið þátt í öllum helstu dansverkefnum Konunglega danska Ballettsins 2006 – 2008 auk annarra verkefna bæði erlendis og hér á Íslandi meðal annars í dansverkinu Salka Valka eftir Auði Bjarnadóttur árið 2008, í sýningu Aude Busson, Svörður fyrir sálina sem flutt var á leiklistarhátíðinni Lókal 2011, í Pétri Gaut, sýningu frá Luzern í Sviss er sýnd var á Listahátíð í Reykjavík árið 2012.
Björn Bergsteinn Guðmundsson
hefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Meðal sýninga sem Björn hefur lýst eru Brúðuheimilið, Krítarhringurinn í Kákasus, Hægan Elektra, Kirsuberjagarðurinn, Blái hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cyrano frá Bergerac, Veislan, Rauða spjaldið, Jón Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Nítjánhundruð, Öxin og jörðin og Leg í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur unnið lýsingu margra sýninga Hafnarfjarðarleikhússins, Íslensku óperunnar og ýmissa leikhópa. Hjá LA lýsti Björn m.a. Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærði Pétur, Kirsuberjagarðurinn og Svar við bréfi Helgu. Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. hefur hann hlotið Grímuna fyrir vinnu sína. Björn er nú yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu. Borgarleikhúsið 2012–2013
28
Davíð Þór Jónsson
er fæddur á Seyðisfirði 1978. Davíð Þór stundaði nám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist vorið 2001. Auk þess að vera afkastamikill sem hljóðfæraleikari á margvísleg hljóðfæri, píanóleikari, tónskáld, útsetjari og upptökumaður fyrir fjölda tónlistamanna á borð við Mugison, FLÍS, Megas, Skúla Sverrisson, Tómas R . Einarsson, Samúel J . Samúelsson, Jóel Pálsson og ADHD hefur Davíð Þór unnið náið með sviðslistafólki og myndlistarmönnum sem tónlistarmaður og performer. Mætti þar helst nefna Ragnar Kjartansson, en saman sköpuðu þeir tónlistar- og myndbandsverkin “The End” (framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum 2009) og “Guð”, en Davíð samdi og útsetti tónlistina og flutti, ásamt Ragnari. Davíð stjórnaði hljómsveit og söngvurum í verkinu “BLiSS” eftir Ragnar og verkið vann McLaren verðlaunin sem besta verk hátíðarinnar. Davíð hefur gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda leiksýninga, Tengdó, Hrærivélina, söngleikinn Leg sem hlaut Grímuverðlaunin fyrir bestu tónlist árið 2007, Baðstofuna, Héra Hérason, Manntafl og Hótel Volkswagen. Davíð hefur einnig tónsett útvarpsleikrit og sjónvarpsverk af ýmsu tagi. Hann samdi tónlist fyrir dansverkin Where do we go from this, Confessions of an amnesiac og Wonderland sem öll hafa verið sýnd á fjölum Borgarleikhússins. Davíð hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins 2009
Gunnar Sigurbjörnsson
er hljóðmaður og hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið. Hann var áður fastráðinn tæknistjóri hjá Leikfélagi Akureyrar og kom að fjölmörgum sýningum þess allt frá árinu 1986. Hjá LA hannaði hann hljóðmyndir, hljóðblandaði og keyrði fjölmargar sýningar, meðal þeirra eru Slavar, Pakkið á móti, Litla hryllingsbúðin, Óliver!, Lífið – notkunarreglur, Óvitar, Fló á skinni, Músagildran, Lápur, Skrápur og jólaskapið, Fúlar á móti, Falið fylgi, Lilju, Lykilinn að jólunum og 39 þrep. Gunnar var einnig ráðgefandi í hljóðmálum í Hofi og tók þátt í hljóðhönnun stóra salarins þar.
Margrét Benediktsdóttir
nam leikhús- og kvikmyndaförðun í Christian Chauveau París á árunum 1988-1989. Að námi loknu hóf hún störf í Borgarleikhúsinu árin 1989-1990 en fór þá yfir í Þjóðleikhúsið og starfaði þar til ársins 2011 en þá hóf hún störf að nýju við Borgarleikhúsið. Margrét hefur unnið við fjölmargar leiksýningar í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, m.a. Utangátta, Íslandsklukkuna, Dýrin í hálsaskógi, Kardimommubæinn, Kirsuberjagarðinn, Fanný og Alexander og Galdrakarlinn í Oz. Einnig hefur hún starfað við kvikmyndir, auglýsingar, tískusýningar ofl.
Ingibjörg E. Bjarnadóttir
lauk námi í sýningastjórn frá Guildford School of Acting and Dance árið 1990. Hún hóf störf hjá Borgarleikhúsinu sem sýningarstjóri sama ár og starfaði þar til 1999 við mörg verkefni á Stóra sviðinu eins og Þrúgur reiðinnar, Ljón í síðbuxum, Stone free, Galdrakarlinn í OZ, Grease og Pétur Pan. Ingibjörg var ráðin sem sýningarstjóri hjá Þjóðleikhúsinu árið 2001 og var m.a. sýningarstjóri í Önnu Kareninu, Jóni Oddi og Jóni Bjarna, Allir á svið, Ríkarði þriðja, Dínamíti og Dýrunum í Hálsaskógi. Hún kom svo aftur til starfa hjá Borgarleikhúsinu árið 2007 og er nú fastráðinn sýningarstjóri á Stóra sviðinu. Síðustu sýningar sem Ingibjörg vann við eru Gosi, Miljarðamærin snýr aftur, Gauragangur, Fjölskyldan, Ofviðrið, Galdrakarlinn í OZ og Fanný & Alexander. 29
Mýs og menn
Lennie mælikvarðinn og aftaka Marvins Wilsons í Texas fylki.
Þann 7. ágúst síðastliðinn var Marvin Wilson, 54 ára fangi á dauðadeild, tekinn af lífi af yfirvöldum í Texasfylki í Bandaríkjunum. Lögfræðingum hans tókst ekki að sannfæra fylkis- og alríkisdómstóla um að Marvin væri þroskaheftur og því undanskilinn dauðarefsingu samkvæmt dómsúrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 2002. Marvin var úrskurðaður látinn að kvöldi dags klukkan 6.27 að staðartíma. Hann hrópaði til fjölskyldu sinnar, sem var viðstödd aftökuna, rétt áður en hann lést að sögn embættismanna í Texas. „Faðmaðu mömmu og segðu henni að ég elski hana“. Hrópaði Marvin. „Fylgdu mér heim, Jesú. Drottinn, fylgdu mér heim. Ég er ekki ennþá dáinn. Það hlýtur að vera kraftaverk. Ég er kraftaverk.“ Bætti hann svo við. Síðdegis hafði Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnað síðustu áfrýjun lögfræðinga Marvins án ummæla og þar með var aftaka Marvins ákveðin. Í áfrýjuninni var vísað til sálfræðirannsóknar sem Marvin gekkst undir árið 2004 og sýndu niðurstöður hennar fram á það að greindarvísitala Marvins hefði mælst rétt undir 61. Samkvæmt dómstólum í Texas eru þeir sem eru með greindarvísitöluna 70 eða þar undir taldir þroskaheftir. „Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur valdið okkur miklum vonbrigðum með því að skerast ekki í leikinn”, sagði Lee Kovarsky, lögfræðingur Marvins og lagaprófessor við Háskólann í Maryland. Árið 1994 var Marvin Wilson dæmdur fyrir að hafa skotið Jerry Williams fyrir þær sakir að hafa sagt lögreglunni að Marvin væri fíkniefnasali. Terry Lewis sem tók þátt í skotárásinni með Marvin hlaut ævilangan fangelsisdóm með möguleika á náðun eftir að eiginkona hans hafði vitnað um það að Marvin hafi játað að hafa tekið í gikkinn. Engin lífsýni eða vitnisburð var að finna sem staðfest gæti hver tók í gikkinn. Marvin hélt því statt og stöðugt fram að hann hafi ekki framið glæpinn. En á endanum hverfðist vörn hans um það fyrir fylkis og alríkisrétti að andleg fötlun hans útilokaði aftöku hans.
Borgarleikhúsið 2012–2013
30
Lágar einkunnir Marvins úr skóla sýndu fram á afar lélega frammistöðu. Þrátt fyrir sérkennslu tókst honum ekki að ljúka grunnskólanámi. Fjölskylda Marvins bar vitni um það að Marvin hafi verið kallaður heimskingi og fáviti af öðrum börnum þegar hann var yngri. Hann hafi líka átt í erfiðleikum með að inna af hendi einföldustu hluti á borð við það að reima skó, telja peninga og slá gras. Fylkisdómstóll í Texas og Alríkisdómstólar höfnuðu þeirri kröfu að Marvin væri andlega þroskaheftur og studdu þess í stað þá fullyrðingu saksóknara að gjörðir Marvins sýndu að hann væri útsmoginn glæpamaður. Saksóknarar fullyrtu einnig að önnur greindarvísitölupróf sýndu fram á að greindarvísitala Marvins væri vel yfir 70. „Wilson setti á svið sjónarspil og notaði í þeim tilgangi tálbeitu til að villa fyrir um eigin þjófnað. Hann skipulagði glæpi í samfélaginu og lagði á ráðin um morð á uppljóstrara og sýndi þar með fram á talsverða útsjónarsemi, uppfinningasemi, ásetning og leiðtogafærni,” sagði Edwin Marshall, aðstoðarsaksóknari Texas fylkis í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Árið 2002 bannaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að andlega þroskaheftir skyldu teknir af lífi af mannúðarástæðum og vísaði í því tilliti til áttundu greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna. Rökin fyrir ákvörðuninni voru þau að andlega fatlað fólk er ekki jafn meðvitað um afleiðingar glæpa sinna en það sem hefur yfir fullum vitsmunum að ráða. Þetta eru nánast sömu lagalegu rök og rétturinn beitti þegar hann bannaði aftökur á ólögráða afbrotamönnum. Rétturinn fól fylkjunum að úrskurða um andlegan þroska og hæfni sakborninga. Áfrýjunarréttur í Texas, réttur á æðsta dómsstigi, vísaði í dómi sínum til hinnar barnalegu persónu Lenny úr hinni klassísku skáldsögu John Steinbeck Mýs og menn, til að skilgreina hverjir væru undanþegnir aftöku. Rétturinn taldi að almennt gætu íbúar Texas fylkis sammælst um það að Lenny úr skáldsögu John Steinbeck myndi sleppa við aftöku sökum skorts á almennri skynsemi og aðlögunarhæfni. Þeir sem byggju yfir meiri vitsmunum skyldu líflátnir þvert á öll sálfræðipróf sem sýndu fram á skerta andlega getu. Þessi mælistika Texas fylkis hefur margsinnis verið notuð til að réttlæta aftökur þeirra sem myndu annars hafa verið undanþegnir henni af sökum vægrar andlegrar fötlunar. Fötlunar sem hefur verið læknisfræðilega sýnt fram á eins og í tilviki Marvins Wilsons. Hann sýndi reyndar fram á alvarlega andlega fötlun strax í barnæsku samkvæmt einum fjölskyldumeðlimi hans. Að sögn systur sinnar þá saug Marvin þumal sinn fram á þrítugsaldur. Beverly Wilson, frænka Marvins, sagði að honum hefði verið strítt stöðugt í barnæsku sökum andlegrar fötlunar sinnar. „Skólasystkini hans kölluðu hann heimskingja,” sagði Beverly árið 2003. Rökin fyrir aftöku Marvins og notkun á persónu þeirri er John Steinbeck skrifaði í því samhengi var harðlega mótmælt af syni rithöfundarins. „Áður en ég las um mál Marvins hafði ég enga vitneskju um það að persóna sem faðir minn skapaði í þeim tilgangi að ávarpa mannlega trúfestu og skyldurækni væri notuð til að ákvarða hvort andlega fatlaðir sakborningar skyldu lifa eða deyja,” sagði Thomas Steinbeck í yfirlýsingu. „Ég er handviss um að ef faðir minn væri á lífi myndi þetta vekja hjá honum djúpa reiði og skömm yfir því að verk hans væru notuð á þennan hátt”, sagði Thomas. Wilson var sjöunda manneskjan sem var tekin af lífi í Texas árið 2012. (Sá listi telur tíu manns þegar þetta er skrifað.) Til stóð að taka alls 16 manns af lífi í fylkinu á árinu 2012. Jón Atli Jónasson
31
Mýs og menn
Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.
Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –
Stjórn Borgarleikhússins
Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur
•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir
Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Edda Þórarinsdóttir, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru Bessý Jóhannsdóttir og Finnur Oddsson.
Borgarleikhúsið 2012–2013
32
Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Álfrún Helga Örnólfsdóttir Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna Jónsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson
Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Gunnar Sigurbjörnsson, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Margrét Benediktsdóttir, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Nína Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir Smíðaverkstæði Gunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, smiður Haraldur Björn Haraldsson, smiður Karl Jóhann Baldursson, smiður
Listrænir stjórnendur Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður
Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir
Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið
Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir Stefanía Þórarinsdóttir
Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður Þorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður
Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari
Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Garðar Borgþórsson, ljósamaður
Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
33
Mýs og menn
Gullregn
Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Indíana Jónsdóttir býr í blokk í Fellahverfinu umkringd fólki af erlendum uppruna sem hún fyrirlítur. Indíana lifir á bótum en er fullkomlega heilbrigð. Hún kann á kerfið – er svokallaður kerfisfræðingur. Í litla garðskikanum fyrir aftan íbúðina hefur hún ræktað tré sem er hennar stolt og yndi – Gullregn. Þegar fulltrúi Umhverfisráðuneytisins bankar upp á og tilkynnir að uppræta skuli allar gróðurtegundir sem ekki voru til staðar á Íslandi fyrir árið 1900 snýst heimur Indíönu á hvolf með baráttu upp á líf og dauða. Gullregn Ragnars Bragasonar er mannlegt og broslegt en um leið harmrænt verk um fólk sem við þekkjum öll. Hér birtast Íslendingar nútímans með öllum sínum kostum og göllum. Hrár og ómengaður samtími. Ragnar Bragason er í fremsta flokki íslenskra kvikmyndagerðarmanna en meðal verka hans eru Börn, Foreldrar, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin og Bjarnfreðarson. Gullregn hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Löngu er orðið uppselt á allar sýningar verksins á Nýja sviðinu og einnig á aukasýningar sem bætt hefur verið við. Til að mæta hinni miklu eftirspurn hefur sýningin verið flutt upp á Stóra svið frá og með lokum janúar.
Borgarleikhúsið 2012–2013
34
Höfundur og leikstjórn: Ragnar Bragason Leikmynd: Hálfdán Pedersen Búningar: Helga Rós V. Hannam Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Mugison Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir Hallgrímur Ólafsson Halldóra Geirharðsdóttir Brynhildur Guðjónsdóttir Halldór Gylfason Hanna María Karlsdóttir Jóhanna Axelsdóttir
Mary Poppins Einn vinsælasti söngleikur heims – nú loksins á Íslandi
Allt getur gerst í söngleiknum um Mary Poppins – ef þú leyfir því að gerast! Hér er ekkert venjulegt leikverk á ferðinni; sagan er leiftrandi og sjónarspilinu eru engin takmörk sett. Áhorfendur fylgjast með Mary Poppins lífga upp á heimilislífið í Kirsutrjárunni, breyta grárri Lundúnaborg í litríkt ævintýri þar sem sótarar dansa upp um veggi og loft. Tónlistina þekkja allir og hún birtist hér í nýjum heillandi útsetningum. Dansatriðin í Mary Poppins eru stórglæsi- leg enda gengur Íslenski dansflokkurinn til liðs við listamenn Borgarleikhússins í þessari stórsýningu. Kvikmyndin um Mary Poppins sló rækilega í gegn um allan heim þegar hún var frumsýnd árið 1964 með Julie Andrews í aðalhlutverkinu. Myndin fékk fimm Óskarsverðlaun og er löngu orðin sígild. Það var svo árið 2004 að loks var gerður söngleikur. Hann fékk hreint ótrúlegar viðtökur þegar hann var frumsýndur á West End; hlaut sjö Tony verðlaun, m.a. sem besti söngleikurinn. Síðan hefur Mary Poppins farið sigurför um heiminn og notið mikilla vinsælda. Söngleikurinn um Mary Poppins hefur aldrei áður verið sýndur á Íslandi og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra. Frumsýnt í lok febrúar 2013 á Stóra sviðinu
35
Byggt á sögum P.L. Travers og kvikmynd frá Walt Disney Handrit: Julian Fellowes Tónlist og texti: Richard M. Sherman og Robert B. Sherman Ný lög og textar: George Stiles og Antgony Drewe Upphaflega sett upp af Cameron Mackintosh og Thomas Schumacher fyrir Disney Sett upp með leyfi Josef Weinberger Limited fyrir Music Theatre International í New York.
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Íslenskun á lausu máli og bundnu: Gísli Rúnar Jónsson Leikmynd: Petr Hloušek Búningar: María Ólafsdóttir Danshöfundur: Lee Proud Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Hljóð: Thorbjørn Knudsen Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfa- son, Esther Thalía Casey, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Hallgrímur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Álfrún Örnólfsdóttir, Þórir Sæmundsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Theodór Júlíusson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, kór, dansarar Íslenska dansflokksins og fleiri.
Mýs og menn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.
Borgarleikhúsið 2012–2013
36
Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is
VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ
6.990
Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.
37
Mýs og menn
Borgarleikhúsið 2012–2013
38
39
Mýs og menn
Borgarleikhúsið 2012–2013
40