Saga um gildi manneskjunnar,
drauma hennar og þrár
George og Lennie eru farandverkamenn sem flakka saman á milli vinnustaða. Annar er risavaxinn og barnslegur, hinn smávaxinn en lífsreyndur. Þeir vinna til að lifa af og þrauka en deila saman fjarlægum draumi um betra líf. Það er draumurinn um eigin jörð þar sem Lennie fær að halda kanínur í friði og ró og George getur ræktað jörðina. Þeir hefja vinnu á nýjum stað og skyndilega er draumurinn innan seilingar.