Hjón á fimmtugsaldri standa allslaus og ein eftir hrunið. Þau búa í hálfkláruðu einbýlishúsi með kjallaraíbúð sem var ætluð dóttur þeirra þegar hún kæmi heim úr sérnáminu. En hún er ekki á leiðinni heim. Eiginmaðurinn ákveður að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda í drauminn um það sem átti að verða. En það hafa ekki allir kjarkinn til þess að byrja upp á nýtt.