Rautt

Page 1

1

Rautt


Borgarleikhúsið 2012–2013

2


John Logan

Rautt Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir

Borgarleikhúsið 2012 / 2013

3

Rautt


Persónur og leikendur Mark Rothko . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhann Sigurðarson Ken. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hilmar Guðjónsson

Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristín Jóhannesdóttir Leikmynd og búningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Helga I. Stefánsdóttir Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóðmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Thorbjørn Knudsen Sviðshreyfingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Valgerður Rúnarsdóttir Málverk. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Victor Cilia

Borgarleikhúsið 2012–2013

4


Sýningarstjórn Hlynur Páll Pálsson

Þakkir Margrét Benediktsdóttir Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir Helgi Jónsson

Aðstoð við æfingar Hanna María Karlsdóttir

Tónlistin í sýningunni

Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Ingunn Lára Brynjólfsdóttir Linda Húmdís Hafsteinsdóttir

Píanókonsert nr. 21, C-dúr - II Andante Höf. Wolfgang Amadeus Mozart | Flytj. Enska kammersveitin, Daniel Barenboim Ebben Ne Andro Lontana (La Wally) Höf. Alfredo Catalini | Flytj. Maria Callas

Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Elín Gísladóttir Margrét Benediktsdóttir

Goldbergtilbrigðin Höf.Johann Sebastian Bach | Flytj. Glenn Gould Strengjakvintett, C-dúr D.956 Höf. Franz Scubert | Flytj. Emerson kvartettinn og Mstislav Rostropovich

Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Gunnlaugur Einarsson Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson

Volare Höf. Domenico Modugno, Franco Migliacci | Flytj. Domenico Modugno Johnny B. Goode Höf. Chuck Berry | Flytj, Chuck Berry Ständchen (Úr ljóðasyrpunni Schwanengesang) Höf. Franz Schubert, Úts. Franz Liszt | Flytj. Vladimir Horowitz

Leikmunir Móeiður Helgadóttir Aðalheiður Jóhannesdóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir

Nocturne, C-moll, ópus 48 nr. 1 Höf. Frederic Chopin | Flytj. Valentina Igoshina Requiem, Dies Irae Höf. Wolfgang Amadeus Mozart | Flytj. Barbara Bonney, Anne Sofie von Otter, o.fl, English Baroque Soloists, Monteverdi Choir, stjórnandi John Eliot Gardener

Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Gunnar Sigurbjörnsson

That Old Feeling Höf. Lew Brown, Sammy Fain | Flytj. Chet Baker All The Things You Are Höf. Jerome Kern, Oscar Hammerstein II | Flytj. Chet Baker

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Magnús Helgi Kristjánsson Garðar Borgþórsson.

Liturgy of St. John Chrysostom, ópus 41, Hymn of The Cherubim Höf. Pyotr Ilyich Tchaikovsky | Flytj. Kammerkór menningarráðuneytis Sovétríkjanna, stjórnandi Valery Polyansky Árstíðirnar, sumar, konsert í G-moll, ópus 8, nr. 2 Presto Höf. Antonio Vivaldi | Flytj. Anne-Sophie Mutter, Fílharmóníusveit Vínarborgar, stjórnandi Herbert von Karajan

Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Þorbjörn Þorgeirsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson

Leikskrá: Rautt er 564. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur. Rautt (Red) var frumflutt 8. desember 2009 í Donmar Warehouse, London. Sýningarréttur: Nordiska ApS – København. Frumsýning 21. september 2012 á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningartími er u.þ.b. tvær klukkustundir og tuttugu mínútur. Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.

Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi : Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri : Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun : Grímur Bjarnason Útlit : Fíton Umbrot : Jorri Prentun : Oddi

5

Rautt


Um höfundinn John Logan

John Logan, fæddur í San Diego 24. september árið 1961. Foreldrar hans flýðu Norður-Írland. Logan ólst upp í Kalíforníu og New Jersey áður en hann settist að í Chicago þar sem hann stundaði nám við Northwesternháskóla. Hann skrifaði fjölmörg leikrit á námsárum sínum áður en hann sneri sér meir að kvikmyndum. Fyrsta leikrit hans, Never the Sinner, segir frá hinu þekkta Leopold og Loeb-morðmáli, þar sem tveir auðugir laganemar við Chicago gerðu tilraun til að fremja hinn fullkomna glæp og myrtu árið 1924 Robert „Bobby“ Franks, fjórtán ára son Jacobs Franks, vellauðugs milljónamærings. Síðar samdi hann leikritið Hauptmann um Lindbergh barnaránið en árið 1932 var syni Charles Lindbergs, flugkappa, rænt úr barnaherbergi sínu og krafist lausnargjalds. Rannsókn málsins tók tvö ár og leiddi loks til handtöku morðingjans Brunos Hauptmanns sem hafði myrt drenginn áður en lausnargjaldið var greitt. Hauptmann var líflátinn árið 1936. Hann skrifaði kvikmyndahandritið að Gladiator og The Aviator með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki sem Martin Scorsese leikstýrði. Hann fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir Aviator. Logan skrifaði m.a. einnig handritin að Star Trek: Nemesis, The Time Machine og The Last Samurai. Hann fékk Golden Globe verðlaunin 2011 fyrir kvikmyndina Sweeney Todd. Síðustu handrit Logans eru að teiknimyndinni Rango, kvikmyndinni Kóríólanus eftir Shakespeare sem Ralph Fiennes leikstýrði og Hugo í leikstjórn Martin Scorsese. Loks skrifaði hann handritin að nýjustu Bond-myndinni Skyfall og Noah sem einmitt var verið að mynda hér á landi sl. sumar. Hún verður frumsýnd árið 2014. Rautt var frumsýnt í Donmar Warehouse-leikhúsinu í London árið 2009 og hlaut Drama Desk verðlaunin, Drama League verðlaunin og fékk Tony verðlaunin árið 2010 sem besta leikritið. Sýningin á Broadway hlaut samtals sex Tony-verðlaun árið 2010.

Borgarleikhúsið 2012–2013

6


7

Rautt


1958

1. Atriði

jan feb mars apríl maí júní Vetur

Borgarleikhúsið 2012–2013

Vor

júlí ágúst

Sumar

8

2. Atriði sept

okt

Haust

nóv Vetur

des


1959

3. Atriði

4 og 5. Atriði

jan feb mars apríl maí júní Vetur

Vor

júlí ágúst

sept

Sumar

9

okt

Haust

Rautt

nóv Vetur

des


Um Mark Rothko Mark Rothko er einn af helstu listamönnum sinnar kynslóðar. Hann er nátengdur New York skólanum, kenndum við abstrakt expressjónisma, hópi myndlistarmanna sem varð áberandi á fimmta áratugnum og hafði mikil áhrif á bandarískt listalíf. Á ferli hans, sem spannar fimm áratugi, má segja að til hafi orðið nýtt og tilfinningaþrungið afsprengi abstrakt málverksins. Það sem helst einkennir verk Rothkos er nánast þráhyggja fyrir formlegum þáttum; litir, form, jafnvægi, dýpt, samsetning og hlutföll. Engu að síður þvertók hann fyrir það að skilgreina verk sín eingöngu út frá þessum hugtökum. Rothko sagði: „Það er almennt viðurkennd hugmynd meðal myndlistarmanna að það skipti ekki máli hvað maður málar svo lengi sem það er vel málað. Þetta er kjarni akademískrar hugsunar. Það er ekki til gott málverk sem fjallar ekki um neitt.“ Mark Rothko fæddist þann 25. september árið 1903 í Dvinsk í Rússlandi (nú Daugavpils í Lettlandi). Hann var fjórða barn Jacobs Rothkowitz, lyfsala og Önnu Goldin Rothkowitz. Rothko og systkini hans hlutu menningarlegt uppeldi, þau voru gyðingar en foreldrar þeirra lögðu frekar áherslu á menntun og menningu en strangt trúarlegt uppeldi. Rothko var skírður Marcus Rothkowitz, en á fjórða áratugnum, þegar fór að bera á hatri í garð gyðinga, tók hann upp nafnið sem hann er þekktur undir. Af ótta við að Rothko og bræður hans yrðu hvattir í herinn, fluttist fjölskyldan til Bandaríkjanna þegar hann var tíu ára gamall og settist að í Portland í Oregan fylki. Rothko hóf nám við Yale háskóla árið 1921. Hann ætlaði sér í fyrstu að verða verkfræðingur eða lögfræðingur en fann sig illa með elítunni í Yale. Honum fannst samnemendur sínir smáborgaralegir og jafnvel haldnir kynþáttafordómum. Rothko hætti því námi haustið 1923 og flutti til New York. Hann sneri ekki aftur fyrr en honum var veitt heiðursgráða fjörutíu og sex árum síðar. Í New York fékk Rothko myndlistina beint í æð, borgin var miðstöð nútímalistarinnar, galleríin voru full af verkum módernistanna, en aðrir áhrifavaldar voru Paul Klee og Georges Rouault. Mestu skipti þó hópur myndlistarmanna sem Rothko varð hluti af og átti eftir að hafa mikil áhrif á hann, m.a. Adolph Gottlieb en þó sérstaklega lærifaðir hópsins, Milton Avery. Það var einkum skilningur og næmi Averys fyrir formi og litum sem átti eftir að setja mark sitt á Rothko. Á fjórða áratugnum urðu goðsöguleg efni fyrirferðarmikil í verkum hans en stærsta breytingin varð þó þegar hann las Fæðingu harmleiksins eftir Nietzsche. Heimspeki Nietzsches hafði mikil áhrif á hann og yfirlýst markmið Rothko á þessum tíma var að fylla upp í tómarúm mannsins. Og samkvæmt Rothko var skorturinn á goðsögnunum helsti orsakavaldur þessa tómarúms. Á fimmta áratugnum varð myndmál Rothkos æ táknrænna. Í heimsmynd fjórða áratugarins og stríðsáranna sem einkenndist af ótta urðu hversdagslegar myndir - sama hversu ónatúralískar þær voru - á einhvern hátt úreltar. Ef listin átti að tjá harmleik hins mannlega ástands varð að finna ný viðfangsefni og nýtt tjáningarform að mati Rothkos. Hann sagði: „Ég komst að því, mér til mikillar armæðu, að hið figúratíva var mér ekki lengur til nokkurs gagns … það kom að því að enginn okkar gat notað hið figúratíva án þess að afskræma það.“ Í stefnuyfirlýsingu sinni í New York Times skrifuðu þeir Rothko og Gottlieb: „Við styðjum einfalda tjáningu á flókinni hugsun. Við erum fylgjandi hinu stóra formi því það hefur slagkraft hins ótvíræða. Við ætlum okkur að endurvekja myndflötinn. Við erum fylgjandi flötum formum vegna þess að þau tortíma blekkingunni en afhjúpa sannleikann.“ Árið 1947 var Rothko nánast búinn að útrýma öllum þáttum myndmáls súrrealisma eða goðsagna úr verkum sínum og í staðinn komu abstrakt samsetningar óljósra forma.

Borgarleikhúsið 2012–2013

10


Árið 1947 hætti Rothko nær alfarið að nota hefðbundna titla en notaði stundum númer eða liti til þess að greina verkin hvert frá öðru. Um svipað leyti varð hann einnig mjög tregur til þess að útskýra merkingu verka sinna. „Þögnin lýgur engu,“ sagði hann þar sem hann óttaðist að orð myndu einungis verða til þess að lama hug og ímyndun áhorfenda. Á síðari hluta sjötta áratugarins urðu verk Rothkos æ dekkri. Svart gleypir rautt. Þessi þróun er einmitt nátengd veggmyndunum sem hann var beðinn um að gera fyrir Four Seasons veitingastaðinn í Seagram byggingunni í New York. Í þessum verkum notaðist Rothko við litapalettu úr rauðum, dumbrauðum, brúnum og svörtum. Rothko hætti hins vegar við að selja verkin á veitingastaðinn þar sem hann efaðist um að hann væri viðeigandi umgjörð um verk sín. Þá voru fjölmörg verk fullbúin en Rothko málaði yfir þrjátíu þeirra þegar hann tók þá ákvörðun að hætta við. Önnur fengu þó að lifa og eru nú í eigu Tate listasafnsins í London. Í þessum verkum breytti Rothko mótífi sínu, nú var það opið að forminu til og gaf þannig til kynna nokkurs konar þröskuld, hlið eða inngang að einhverju; dyragætt. Árið 1968 greindist Rothko með æðasjúkdóm en hirti ekki um fyrirmæli lækna um að bæta lifnaðarhætti sína, hann drakk í óhófi, reykti og matarræðið var ekki til fyrirmyndar. Eina læknisráðið sem hann fylgdi var að forðast álagið við að mála of stór verk og því eru verk hans frá þessum árum talsvert minni en þau sem hann er þekktastur fyrir. Sjúkdómurinn gerði það að verkum að Rothko einangraðist æ meir, hann skildi við þáverandi konu sína árið 1969 og flutti inn í vinnustofuna sína. Þann 25. febrúar árið 1970 kom aðstoðarmaður hans að honum á gólfinu, blóði drifnum, en hann hafði skorið sig á púls og John Logan, höfundur Rautt, vísar einmitt í þessa aðkomu í verkinu. Við krufningu kom einnig í ljós að hann hafði tekið inn stóran skammt af lyfjum. Þann sama dag og aðstoðarmaðurinn kom að Rothko voru Seagrams verkin, sem hingað til höfðu legið í geymslu, í þann mund að fara upp á Tate listasafninu í London. Í maí á þessu ári seldist eitt verka Rothkos, Orange, red, yellow, fyrir tæpar 87 milljónir bandaríkjadala, hátt í ellefu milljarða íslenskra króna. Þar með varð verk Rothkos dýrasta nútímalistaverk sögunnar.

11

Rautt


Borgarleikhúsið 2012–2013

12


13

Rautt


Borgarleikhúsið 2012–2013

14


15

Rautt


Viðtal við John Logan Þú skrifar um afar ólík efni: Franskan einstæðing, rómverska hetju, kaldrifjaða morðingja, ástríðufullan listmálara. Er einhver sameiginlegur þráður í verkum þínum? Bæði og. Ég hef alltaf laðast að stórum persónum og góðum leikhúshugmyndum. Flóknar og dimmar persónur höfða til mín. Ég sækist í að fjalla um efni sem ég á erfitt með að skilja, hvort sem það er Rothko í Rauðu, eða Leopold og Loeb í Never the Sinner eða Sweeney Todd eða Howard Huges í Aviator. Allt þetta fólk höfðar sterkt til mín. Mér finnst ég ekki hafa tilhneigingu til að skrifa natúralískan texta heldur reyni ég að færa í stílinn eða lyfta á annað plan ef svo má segja. Þetta er eiginlega rauði þráðurinn í starfi mínu sem handrits- og leikritahöfundur. Ég laðast að persónum sem nota tungumálið á annan hátt en þorri fólks og tjáir sig í orðum af áhugaverðum styrk. Þegar öllu er á botninn hvolft þá felst starf mitt einmitt í því að skrifa setningar í munn leikara. Svo gæti ég einnig svarað sem svo: Eiginlega ekki. Ég dái mest allra amerískra leikskálda, Eugene O´Neill. Hann skrifaði meðal annars Loðna apann, Dagleiðina löngu og Óbyggðir. Það virðist óhugsandi að einn og sami maður skuli hafa skrifað þessi verk. En það sem O´Neill gerði var að ögra sjálfum sér og skrifa í ólíkum stílum fyrir ólíkar raddir sem allar væru sannar lifandi mannverur. Þannig leita ég uppi ólíka hluti og öðru vísi en ég hef fengist við áður. Starf leikskálda er afar sérhæft. Ég gæti ekki skrifað skáldsögu þó ég ætti lífið að leysa. Ég hef unun af að skrifa fyrir leikara og veita þeim innblástur til að skapa spennandi persónur á leiksviði eða í kvikmynd. Leikhúsið verður strax í upphafi að vekja áhuga áhorfandans. Það gerist á stund og stað: Tjaldið er dregið frá og leikararnir flytja verk sitt, segja sögu og sýna hana í tvær til þrjár klukkustundir og þá fellur tjaldið. Allt er búið. Skáldsagan er eiginlega hugleiðsla í einveru. Í mínum huga jafnast það á við maraþonhlaup að lesa skáldsögu. Í leikhúsi og jafnvel í kvikmyndum eru allir þátttakendur, áhorfendur sem leikarar. Á vissan hátt er leikhúsið persónulegra og það krefst hugrekkis og opins persónuleika að standa á sviði fyrir framan áhorfendur. Þegar þú finnur efni til að vinna með, veistu þá strax hvort til verður leikrit eða kvikmynd? Já. Ég finn það á augabragði. Á einhvern hátt finn ég það í beinunum hvert stefnir. Til dæmis vissi ég samstundis að Rautt ætti að verða leikrit fyrir tvo leikara og rétta leiðin að segja söguna. Ég fann fljótt að í þessu verki yrði mikið talað um listir, hugmyndir að baki listinni um dauðann, aldur, elli og æsku. Það er annað orðfæri í kvikmyndum og frásagnaraðferðin er önnur. Hugmyndin um Rautt kom þegar ég vann að Sweeney Todd í London árið 2007 og álpaðist inn á Tate Modern listasafnið og sá málverk Rothkos. Þau höfðu djúp áhrif á mig og satt að segja varð ég gjörsamlega agndofa. Þau voru svo yfirþyrmandi, - svo alvarleg - svo ég reyni að orða tilfinninguna - og sorgleg á einhvern hátt. Enginn sem ekki hefur fundið fyrir miklum sársauka og angist getur gert önnur eins verk og hengja átti upp á veitingastaðnum Fjórum árstíðum í Seagram byggingunni í NY. Þetta voru einmitt þau. Rothko var tvö ár að gera þessi verk en að lokum ákvað hann að halda þeim fyrir sig. Baráttan innra með þessum stórkostlega listamanni hlýtur að hafa verið ógnvænleg. Nú hefur þú náð miklum frama sem handritshöfundur kvikmynda og þú hefur unnið við það í meir en áratug. Hvers vegna snýrðu þér aftur að leikritun og skrifar leikrit eins og Rautt? Það er satt að segja eins konar misskilningur að ég skuli hafa snúið baki við leikritun. Ég var allan tímann að læra að skrifa kvikmyndahandrit og alltaf að fást við dramatískt efni. Að sjálfsögðu vakna ég á hverjum morgni og finnst ég vera leikskáld eins og ég hef alltaf verið. Þegar þú skrifar um þekktar persónur eins og Howard Hughes eða Mark Rothko, hvernig fara rannsóknir þínar fram? Það er eins og að kasta steini í tjörn. Byrjunin er mjög einföld, hrein og bein, eins og allar sögur. Síðan stækkar allt í rannsókninni eins og gárurnar eftir steininn. Varðandi Rautt var ég um það bil eitt ár að rannsaka listamanninn, verk hans og líf. Ég byrjaði á að lesa mér til um feril Mark Rothkos. Ég las það sem hann hafði skrifað sem leiddi mig svo áfram í átt að listaverkunum hans. Ég las um þau, skoðaði þau og stúderaði myndlist og almenna listasögu. Og alltaf víkka gárurnar eftir steininn og ég fór að rannsaka hvernig það var að búa í New York árin 1959 og 1960. Mig langaði ekki að skrifa leikrit þar sem talað væri út í eitt um listir. Ég hafði engan áhuga á því. Ég vildi skrifa orkumeira verk og mig langaði til að skrifa leikrit þar sem áhorfendur sæu hvað listamenn gera í raun og veru. Um það hafði ég ekki

Borgarleikhúsið 2012–2013

16


hugmynd og töluverður tími fór í að heimsækja málarana sem ég þekkti í LA, vera á vinnustofu þeirra og fá málningu undir neglurnar. Ég tek Rautt sem dæmi um ferlið. Smám saman mótast kjarni hugmyndarinnar og sagan birtist mér ljóslifandi og þá veit ég að ég þarf ekki að rannsaka meira heldur get ég byrjað að skrifa af alvöru. Rannsóknarferlið getur tekið afar langan tíma áður en ég get hafist handa við skriftir. En þetta er heimur sem ég vil vera í. Þetta er það eina sem ég get og held ég kunni. Ég veit að það hljómar yfirborðskennt en mér finnst ég vera fæddur til að skrifa leikrit. Frá fyrstu mínútu hefur mér liðið vel við leikritaskrif og þannig er það enn í dag. Þegar leikritið var frumsýnt í London voru þá þegar áætlanir um að flytja það á Broadway? Guð minn góður! Nei alls ekki. Þegar við hófum æfingar vorum við nokkuð viss um að svona efni ætti ekkert erindi á Broadway. Og satt að segja var æfingatíminn í Donmar Warehouse einhver stórkostlegasti tími ævi minnar. Við trúðum öll á þetta verk. Ekkert annað komst að. Okkur kom aldrei til hugar að hér væri svokallað gangstykki að fæðast. En viðtökurnar á frumsýningu voru meiri en okkur hafði dreymt um. Breytirðu leiktextanum mikið á æfingum? Það fer eftir ýmsu. Rautt breyttist afar lítið eftir að æfingar hófust. Ég breytti smáræði á ferðalagi verksins á Broadway. Ég er alltaf tilbúinn til að endurskoða verk mín. Ég hef alltaf haldið að leikskáld séu afar vel í stakk búin til að verða kvikmyndahandritshöfundar vegna þess að í eðli sínu eru þau úrræðagóð og fljót að leysa óvænt vandamál. Hafa komið upp vangaveltur um að gera kvikmynd upp úr Rauðu? Ef við myndum finna réttu aðferðina, rétt tungumál sem hæfir frásagnaraðferð kvikmyndarinnar þá væri það virkilega þess virði að skoða. Sem leikskáld er það mín von að geta búið til hráefni fyrir aðra listamenn til að vinna úr og gera sína eigin útfærslu á verkinu. Mig langar til að sjá hvað aðrir leikmyndahöfundar, aðrir leikarar, aðrir leikstjórar gera úr þessum efniviði.

17

Rautt


Borgarleikhúsið 2012–2013

18


19

Rautt


Jóhann Sigurðarson

Hilmar Guðjónsson

lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið1981 og var fyrst um sinn fastráðinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hann lék mörg burðarhlutverk, til að mynda titilhlutverkið í Jóa, Arnald í Sölku Völku, Leslie í Gísl og Kjartan í Guðrúnu og nýverið í söngleiknum Gretti og í Gosa. Jóhann lék svo í Þjóðleikhúsinu í fjölda ára, m.a. í Aurasálinni, Hafinu, Trígorín í Mávinum, titilhlutverkið í Don Juan, í Þreki og tárum, Grandavegi 7, Abel Snorko býr einn, Krítarhringnum, Veginum brennur, Ivanov og Öllum sonum mínum. Jóhann er nú fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu hefur m.a. leikið í Milljarðamærin snýr aftur, Fólkinu í blokkinni, Gauragangi, Ofviðrinu og Fólkinu í kjallaranum. Einnig má nefna aðalhlutverk í nokkrum söngleikjum; Vesalingunum, Söngvaseiði, My Fair Lady og Fiðlaranum á þakinu auk hlutverka í Íslensku óperunni; Valdi örlaganna og Rakaranum í Sevilla. Meðal kvikmynda sem Jóhann hefur leikið í eru Óðal feðranna, Eins og skepnan deyr, Húsið, Tár úr steini, 101 Reykjavík, Brúðkaup og Heiðin. Jóhann var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í Svartri mjólk, söngleiknum Gretti, Öllum sonum mínum og Fólkinu í kjallaranum.

útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þegar fastráðinn við Borgarleikhúsið. Hilmar hefur þó áður stigið á svið með Leikfélagi Reykjavíkur en hann lék hlutverk Billy í sýningunni Geitin, eða hver er Sylvía áður en hann hóf leiklistarnám. Auk þess hefur hann farið með hlutverk í kvikmyndunum Bjarnfreðarson og Á annan veg. Hilmar lék sitt fyrsta hlutverk í Borgarleikhúsinu að lokinni útskrift haustið 2010 í sýningunni Enron en lék svo hlutverk Trinkúlós í Ofviðrinu á Stóra sviðinu og hlutverk, Guðfinns Maacks í Nei, Ráðherra og nú síðast Fuglahræðuna í Galdrakarlinum í Oz. Hilmar var haustið 2011 valinn í hóp Shooting Stars, ungra efnilegra kvikmyndaleikara í Evrópu.

Sýningar Jóhanns á leikárinu: Rautt, Fanný & Alexander, Galdrakarlinn í Oz, Bastarðar og Mary Poppins

Borgarleikhúsið 2012–2013

20

Sýningar Hilmars á leikárinu: Rautt, Fanný & Alexander, Galdrakarlinn í Oz og Mýs og menn


21

Rautt


Borgarleikhúsið 2012–2013

22


23

Rautt


Guðrún Vilmundardóttir

las leikhúsfræði við Parísarháskóla og í Centre des études théatreales í Louvain-la-nevue, Belgíu. Hún starfaði sem leiklistarráðunautur hjá Borgarleikhúsinu um árabil, en hefur verið útgáfustjóri bókaforlagsins Bjarts frá árinu 2006. Hún hefur þýtt skáldsögur úr frönsku og ensku, m.a. eftir Amélie Nothomb, Eric-Emmanuel Schmidt, Philippe Claudel og Jim Powell. Þá hefur hún þýtt leikrit fyrir Borgarleikhúsið: Jón og Hólmfríði eftir hinn franska Gabor Rassov og Rústað eftir Söruh Kane. Guðrún hefur setið í dómnefndum hjá Festival International des Films d’Amour í Mons, Kvikmyndasjóði og Evrópusambandinu, er núverandi formaður Leiklistarráðs og stjórnarmaður í Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Kristín Jóhannesdóttir

stundaði nám í bókmenntafræði (License ès lettres) og kvikmyndafræði í Montpellier og París og lauk þaðan maîtrise og DEA (f.hl. doktorsgráðu) í kvikmyndafræðum. Hún lauk ennfremur lokaprófi frá CLCF í kvikmyndaleikstjórn. Kristín hefur skrifað handrit, og leikstýrt stuttmyndum, myndböndum og sjónvarpsmyndunum Líf til einhvers og Glerbrot. Hún er einnig höfundur handrita, framleiðandi og leikstjóri leikinna kvikmynda í fullri lengd, Á hjara veraldar (1983) og Svo á jörðu sem á himni (1992). Myndir hennar hafa verið sýndar víða erlendis og unnið til verðlauna á fjölmörgum hátíðum.Kristín hefur verið frá upphafi virkur þátttakandi í uppbyggingu kvikmyndasviðs á Íslandi, hefur setið í stjórnum allra fagfélaganna, í stjórn Kvikmyndasjóðs, Listahátíðar, Kvikmyndahátíðar og Kvikmyndaklúbbs Íslands ofl. Í leikhúsum hefur Kristín meðal annars leikstýrt Dómínó, Sumrinu ’37, Ofanljósi, Horft frá brúnni, Vorið vaknar og Einhver í dyrunum í Borgarleikhúsinu. Strompleik, Brennuvörgunum, Utan gátta og Svörtum hundi prestsins í Þjóðleikhúsinu, Svívirtum áhorfendum í Stúdentaleikhúsinu, Leikslokum í Smyrnu í Nemendaleikhúsinu, Draumleik hjá Listaháskóla Íslands og Beðið eftir Godot í uppsetningu Kvenfélagsins Garps og Borgarleikhússins. Einnig leikstýrði hún óperunni Tunglskinseyjunni sem frumflutt var í Peking og sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Kristín hefur leikstýrt fjölda verkefna í útvarpi.Kristín hlaut Grímuna - Íslensku leiklistarverðlaunin fyrir leikstjórn sína á Utan gátta eftir Sigurð Pálsson. Utan gátta hlaut meðal annars Grímuna sem leiksýning ársins. Hún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir leikstjórn sína á Svörtum hundi prestsins. Bæði leikritin voru sýnd í Þjóðleikhúsinu.

Helga I. Stefánsdóttir

lauk námi frá leikmyndadeild L’Accademia di Belle Arti di Roma 1989 og hefur starfað sem leikmynda- og búningahöfundur frá þeim tíma fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Meðal verkefna Helgu voru búningar Galdrakarlinn í Oz, Enron, Ófagra veröld, Amadeus, Púntila og Matti, Bláa herbergið og Horft frá brúnni sem og Beðið eftir Godot, Dauðasyndirnar, Gítarleikararnir, Carmen, HONK, Largo Desolato og Fló á skinni sem leikmynda- og búningahöfundur. Í Þjóðleikhúsinu gerði hún síðast búninga fyrir Afmælisveisluna, Heimsljós, Lé konung, Gerplu, Pétur Gaut, Ívanov, Þetta er allt að koma og RENT. Hún var leikmynda- og búningahöfundur í Þrettándakvöldi, Hálsfesti Helenu, Já, hamingjan, Komdu nær, Kaffi og Krabbasvölunum. Helga hefur starfað við fjölmargar kvikmyndir. Nú síðast við Djúpið sem búningahöfundur, en einnig við Mömmu Gógó, Brúðgumann, Last Winter, A Little Trip to Heaven, Niceland, Kaldaljós, Fálka, No Such Thing, Engla alheimssins, Sporlaust, Agnesi, Tár úr steini, Svo á jörðu sem á himni, og sjónvarpsmyndirnar Virus au Paradis og Djáknann. Hún var höfundur leikmyndar í kvikmyndinni Regína og sjónvarpsþáttaröðinni Allir litir hafsins eru kaldir. Helga var yfirmaður búningadeildar kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og Flags of Our Fathers. Helga var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir Lé konung, Gerplu, Þrettándakv öld, Dauðasyndirnar, Ívanov, Ófögru veröld, Pétur Gaut, Úlfhamssögu, Þetta er allt að koma og Púntila bónda og Matta vinnumann. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann.

Björn Bergsteinn Guðmundsson

hefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Meðal sýninga sem Björn hefur lýst eru Brúðuheimilið, Krítarhringurinn í Kákasus, Hægan Elektra, Kirsuberjagarðurinn, Blái hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cyrano frá Bergerac, Veislan, Rauða spjaldið, Jón Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Nítjánhundruð, Öxin og jörðin og Leg í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur unnið lýsingu margra sýninga Hafnarfjarðarleikhússins, Íslensku óperunnar og ýmissa leikhópa. Hjá Leikfélagi Akureyrar lýsti Björn m.a. Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærði Pétur, Kirsuberjagarðurinn og Svar við bréfi Helgu. Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. hefur hann hlotið Grímuna fyrir vinnu sína. Björn er nú yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu.

Borgarleikhúsið 2012–2013

24


Thorbjørn Knudsen

Á myndina vantar Helgu I. Stefánsdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur

er hljóðmaður og hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið. Hann hefur unnið með fjölda danskra tónlistarmanna, í hljóðveri og á tónleikum. Meðal þeirra má nefna Mads Vinding, Carsten Dahl, DR Big Band og Caroline Henderson. Thorbjørn hannaði hljóðmynd fyrir Faust, Gauragang, Enron, Strýhærða Pétur og Galdrakarlinn í Oz á Stóra sviði Borgarleikhússins og hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir Faust. Hann hefur einnig unnið sem hljóðmaður við hin ýmsu hljóðver í Danmörku, var meðal annars fastur starfsmaður hjá Full Moon hljóðverinu í Kaupmannahöfn og hljóðmaður í Copenhagen Jazzhouse. Á Íslandi hefur Thorbjørn unnið fyrir hina ýmsu listamenn, bæði hjá Exton og sömuleiðis á eigin vegum en hann rekur sjálfur lítið hljóðver.

Valgerður Rúnarsdóttir

hefur starfað sem samtímadansari og danshöfundur frá árinu 1998 frá útskrift frá Listaháskólanum í Osló. Hún hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins 2011 fyrir dansverk sitt Eyjaskegg. Hún starfaði hjá Íslenska dansflokknum á árunum 2002-2007 og með hinum virta danshöfundi Sidi Larbi Cherkaoui frá árinu 2007. Einnig dansar Valgerður með dansflokki Ernu Ómarsdóttur Shalala í sýningunni Teach Us To Outgrow Our Madness sem hefur ferðast um Evrópu frá frumsýningu í Frakklandi 2009. Valgerður dansar í verki Cherkaoui Puzzel sem var frumsýnt á sviðslistahátíðinni í Avignon sl. sumar og mun fara í sýningarferðir víða um heim næsta ár. Hún dansar í kvikmynd Joe Wrights, Anna Karenina en Cherkaoui er danshöfundur. Valgerður hefur auk þessa fengist við kennslu, setið í stjórn Reykjavik dansfestival og í stjórn íslenskra listdansara.

Victor Cilia

er myndlistarmaður og leiktjaldamálari. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1979 til 1982 og aftur á árunum 1990 til 1992. Hann hefur komið víða við í leikhúsi, kvikmyndum og auglýsingagerð allt frá árinu 1982 og haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum, bæði einn og með öðrum, nú síðast einkasýningu í Gallerí Reykjavík árið 2009. Meðal kvikmynda sem Victor hefur unnið við má nefna bandarísku kvikmyndina Noah, Djúpið, Reykjavík Whale Watching Massacre, Veðramót, A Little Trip to Heaven, Hafið og Engla Alheimsins. Meðal leikhúsverkefna í Borgarleikhúsinu má nefna Svar við bréfi Helgu, Fanný og Alexander, Ofviðrið og Nei, ráðherra.

Hlynur Páll Pálsson

útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009, en honum var boðið að sýna útskriftarverk sitt, Homo Absconditus, á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal sama ár. Í kjölfarið leikstýrði hann einleiknum Ellý, alltaf góð eftir Þorvald Þorsteinsson á sviðslistahátíðinni artFart, 2009. Eftir útskrift hefur Hlynur starfað sem sviðs- og sýningarstjóri á Litla sviði Borgarleikhússins og sem leikstjóri Götuleikhúss Reykjavíkurborgar. Hlynur er jafnframt meðlimur í Sviðslistahópnum 16 elskendum, sem eiga að baki sýningarnar IKEA-ferðir, Orbis Terrae-ORA á Listahátíð í Reykjavík (í leikstjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur), Nígeríusvindlið og Sýningu ársins, sem fékk sérstök sprotaverðlaun Grímunnar árið 2012 fyrir framúrskarandi nýbreytni og frumleika í sviðslistum.

25

Rautt


Borgarleikhúsið 2012–2013

26


27

Rautt


Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –

Stjórn Borgarleikhússins

Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir

Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Marta Nordal, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru Edda Þórarinsdóttir og Finnur Oddsson.

Borgarleikhúsið 2012–2013

28


Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Álfrún Helga Örnólfsdóttir Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna Jónsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson

Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Gunnar Sigurbjörnsson, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Margrét Benediktsdóttir, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Nína Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir Smíðaverkstæði Gunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, smiður Haraldur Björn Haraldsson, smiður Karl Jóhann Baldursson, smiður

Listrænir stjórnendur Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður

Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir

Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið

Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir Stefanía Þórarinsdóttir

Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður Þorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður

Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Garðar Borgþórsson, ljósamaður

Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

29

Rautt


Mary Poppins

Einn vinsælasti söngleikur heims – nú loksins á Íslandi Allt getur gerst í söngleiknum um Mary Poppins – ef þú leyfir því að gerast! Hér er ekkert venjulegt leikverk á ferðinni; sagan er leiftrandi og sjónarspilinu eru engin takmörk sett. Áhorfendur fylgjast með Mary Poppins lífga upp á heimilislífið í Kirsutrjárunni, breyta grárri Lundúnaborg í litríkt ævintýri þar sem sótarar dansa upp um veggi og loft. Tónlistina þekkja allir og hún birtist hér í nýjum heillandi útsetningum. Dansatriðin í Mary Poppins eru stórglæsi- leg enda gengur Íslenski dansflokkurinn til liðs við listamenn Borgarleikhússins í þessari stórsýningu. Kvikmyndin um Mary Poppins sló rækilega í gegn um allan heim þegar hún var frumsýnd árið 1964 með Julie Andrews í aðalhlutverkinu. Myndin fékk fimm Óskarsverðlaun og er löngu orðin sígild. Það var svo árið 2004 að loks var gerður söngleikur. Hann fékk hreint ótrúlegar viðtökur þegar hann var frumsýndur á West End; hlaut sjö Tony verðlaun, m.a. sem besti söngleikurinn. Síðan hefur Mary Poppins farið sigurför um heiminn og notið mikilla vinsælda. Söngleikurinn um Mary Poppins hefur aldrei áður verið sýndur á Íslandi og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra. Frumsýnt 22. febrúar 2013 | sýnt á stóra sviðinu

Borgarleikhúsið 2012–2013

30

Byggt á sögum P.L. Travers og kvikmynd frá Walt Disney Handrit: Julian Fellowes Tónlist og texti: Richard M. Sherman og Robert B. Sherman Ný lög og textar: George Stiles og Antgony Drewe Upphaflega sett upp af Cameron Mackintosh og Thomas Schumacher fyrir Disney Sett upp með leyfi Josef Weinberger Limited fyrir Music Theatre International í New York.

Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Íslenskun á lausu máli og bundnu: Gísli Rúnar Jónsson Leikmynd: Petr Hloušek Búningar: María Ólafsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Hljóð: Thorbjørn Knudsen Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfa- son, Esther Thalía Casey, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Hallgrímur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Álfrún Örnólfsdóttir, Þórir Sæmundsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Theodór Júlíusson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, kór, dansarar Íslenska dans- flokksins og fleiri.


Nóttin nærist á deginum

Nýtt ögrandi verk eftir jón atla jónasson Sumu verður ekki snúið við ... Hjón á fimmtugsaldri standa allslaus og ein eftir hrunið. Þau búa í hálfkláruðu einbýlishúsi með kjallaraíbúð sem var ætluð dóttur þeirra þegar hún kæmi heim úr sérnáminu. En hún er ekki á leiðinni heim. Eiginmaðurinn ákveður að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda í drauminn um það sem átti að verða. En það hafa ekki allir kjarkinn til þess að byrja upp á nýtt.

Handrit: Jón Atli Jónasson Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Björn Bergsveinn Guðmundsson Tónlist: Hallur Ingólfsson

Jón Atli Jónasson (1972) er eitt helsta leikskáld þjóðarinnar og starfar nú sem eitt leikskálda Borgarleikhússins. Verk hans fjalla um íslenskan samtíma og íslensku þjóðina. Þau hafa verið sett upp víða um heim og tvö þeirra, Brim og Djúpið, hafa verið kvikmynduð. Á síðustu árum hefur Jón Atli sett upp þrjú verk fyrir Borgarleikhúsið, Þú ert hér, Góðir Íslendingar og Zombíljóðin í samstarfi við félaga sína Jón Pál Eyjólfsson og Hall Ingólfsson. Jón hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Nú síðast hlaut hann Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin og Grímuverðlaunin fyrir besta útvarpsverkið.

Leikarar: Hilmar Jónsson Elva Ósk Ólafsdóttir Birta Huga Selmudóttir

Frumsýnt 31. janúar 2012 | sýnt á Litla sviðinu

31

Rautt


Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.

Borgarleikhúsið 2012–2013

32


Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ

6.990

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

33

Rautt


Borgarleikhúsið 2012–2013

34


35

Rautt


Borgarleikhúsið 2012–2013

36


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.