Glænýtt verðlaunaverk – spennuþrungið, reifarakennt og margrætt
Ertu nógu
hræddur?
Samúel og Júlía eru ung hjón sem búa á hrörlegu sveitabýli. Uppskerubrestur ógnar lífsviðurværi þeirra, þau hafa orðið fyrir sárum missi og það ætlar aldrei að hætta að rigna. Kvöld eitt knýr dyra ungur maður, sendur af yfirvöldum vegna gruns um að býli hjónanna sé sýkt af refum. Refurinn er mesti óvinur ríkisins og þegna þess. Í krossferð sinni gegn refunum er manninum unga ekkert heilagt. Áhugi hans á málinu verður æ persónulegri og við tekur atburðarás sem mun setja mark sitt á líf þeirra allra það sem þau eiga eftir ólifað.