Refurinn

Page 1



Dawn King

Refurinn Þýðing Jón Atli Jónasson

Borgarleikhúsið 2013 / 2014


Persónur og leikendur Vilhelm, refabendir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Arnar Dan Kristjánsson Samuel, bóndi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallgrímur Ólafsson Julia, kona hans. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nanna Kristín Magnúsdóttir Sara, nágranni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tinna Lind Gunnarsdóttir

Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vignir Rafn Valþórsson Leikmynd og búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Systa Björnsdóttir Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Garðar Borgþórsson / Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Frank Hall Hljóðmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Þór Magnússon Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Margrét Benediktsdóttir Aðstoðarleikstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Pétur Ármannsson

Borgarleikhúsið 2013–2014

4


Sýningarstjórn Hlynur Páll Pálsson

Leikmunir Móeiður Helgadóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir

Aðstoð á æfingum Ingibjörg Elva Bjarnadóttir Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Linda Húmdís Hafsteinsdóttir

Hljóðdeild Thorbjørn Knudsen Baldvin Þór Magnússon Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Garðar Borgþórsson

Leikgervi Margrét Benediktsdóttir, Hulda Finnsdóttir Guðbjörg Ívarsdóttir

Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson

Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Gunnlaugur Einarsson Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson Guðmundur Hreiðarsson

Þakkir Hjörtur Jóhann Jónsson Eddi

Leikskrá: Refurinn er 572. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur Refurinn (Foxfinder) var frumsýnt árið 2011 í Finborough Theatre London. Frumsýning 16. nóvember 2013 á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningartími er u.þ.b. tvær klukkustundir. Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.

Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun: Grímur Bjarnason Útlit: Fíton Umbrot: Jorri Prentun: Oddi

5

Refurinn


Dawn King Dawn King er margverðlaunað leikskáld sem starfar jöfnum höndum í leikhúsi, hljóðvarpi og við kvikmyndir. Refurinn vann fyrstu verðlaun í Papatango leikritasamkeppni Finborough leikhússins í London árið 2011. Leikritið vann einnig Off West verðlaunin árið 2012 þar sem Dawn King var valin áhugaverðasta unga leikskáldið og var einnig tilnefnt til Susan Smith Blackburn verðlaunanna 2012, James Tait Black leikritaverðlaunanna 2011/2012 og Royal National Theatre Foundation Playwright verðlaunin árið 2012. Refurinn var frumsýnt í Finborough-leikhúsinu í London árið 2011 og hefur einnig verið sviðsett í Svíþjóð, Ástralíu, Bandaríkjunum og Grikklandi. Dawn King var leikskáld Finborough-leikhússins árið 2012 og var ein tíu leikskálda valin til að skrifa fyrir Breska ríkisútvarpið BBC árið 2012 og í kjölfarið var hún ráðin sem leikskáld við West Yorkshire Playhouse þar sem hún samdi nýjasta leikrit sitt Chipers. Chipers var sviðsett af Out of Joint, Exeter Northcott og The Bush og ferðast um Bretland í vetur. Á þessu ári starfar Dawn King hjá hinu virðulega sjónvarpi Channel Four og er að þróa sjónvarpsþætti hjá Touchpaper. Kvikmyndahandrit hennar, The Squatter´s Handbook vann í samkeppni UK Film Council árið 2005 og stuttmynd hennar The Karman Line er á lokastigi framleiðslu. King skrifar gjarnan hljóðvarpsleikrit sem hafa verið flutt af BBC Radio 4 og 4 Extra. Tvö stutt leikrit hennar Water Sculptures og ZOO voru sviðsett af The Union leikhúsinu í London árið 2008. Dawn King er félagsbundin bæði Soho og Royal Court leikhúsunum í London og hefur MA gráðu í skapandi skrifum frá Goldsmiths University í London.

Borgarleikhúsið 2013–2014

6


7

Refurinn


Ég hef unnið margvísleg og hræðileg störf Samtal við Dawn King Þú byrjaðir að skrifa sem barn. Manstu eftir fyrstu sögunni þinni? Reyndar man ég ekki eftir fyrstu sögunni en ég man vel eftir fyrsta leikritinu mínu sem var tíu mínútna langt. Ég skrifaði það þegar ég var átján ára og var í grunnáfanga í leiklistarfræðum. Ég skrifaði, leikstýrði, hannaði leikmynd og búninga (með hjálp mömmu), gerði hljóðmyndina og lýsti. Leikritið var um konu sem var orðin tveir persónuleikar sökum álagsins sem lífið var henni. Ein leikkona lék konuna og tveir leikarar léku hvor um sig tvær persónur og þeir voru í tvílitum búningum, - skipt eftir endilöngum líkamanum í hægri og vinstri hluta.

Hafði þessi reynsla áhrif á þig síðar þegar þú varst orðin leikskáld? Á þessum tíma hafði ég aldrei hugsað út í að verða leikskáld. Mig langaði hvorki til að verða leikari né leikstjóri (né gera ljóta búninga) þannig að vangaveltur um leikhús hurfu algerlega úr huga mínum um skeið. Nokkrum árum síðar þegar ég minntist reynslunnar af þessu fyrsta verki mínu og mundi hve skemmtileg hún var ákvað ég að reyna að komast einhvern veginn aftur inn í leikhúsið.

Hvað af því sem þú hefur skrifað þykir þér vænst um? Það er mjög erfitt að segja til um það. Allt sem ég hef skrifað hefur verið sérstök reynsla og ólík hver annarri. Ég skrifaði Refinn að mestu leyti upp á eigin spýtur án þess að vera í samstarfi eða á launum við eitthvert leikhús. Ég sagði engum frá því hvað ég var að skrifa. Ég veit ekki alveg hvers vegna en ég vildi ekki að einhver myndi vekja með mér efasemdir um leikritið og þar með eyðileggja það. Stundum var erfitt og einmanalegt að sitja svona ein við skriftir en um leið og ég hafði skapað heim leikritsins naut ég þess að dvelja þar.

Hefur þú einhvern tíma unnið önnur störf en tengd leikhúsi, útvarpi eða kvikmyndum? Guð, já! Ég hef unnið við margvísleg og hræðileg störf. Ég starfaði tímabundið á skrifstofu við skjalagerð, ljósritun og tölvuvinnu. Flest störf mín á þeim tíma voru ömurleg en hafa sennilega verið góð reynsla. Ég kynntist fjölda fólks og fór inn á alls kyns vinnustaði. Ég held það sé hollt rithöfundi að vinna á skrifstofu eða í banka. Ég vann í tíu ár í kvikmyndahúsi sem einbeitti sér að listrænum kvikmyndum. Þetta var afskaplega illa launuð vinna en þó var ótvíræður kostur að geta horft á allar kvikmyndirnar án þess að þurfa að greiða aðgangseyri.

Borgarleikhúsið 2013–2014

8


Í Refnum lýsirðu áhugaverðum fulltrúum starfsgreina; bónda og refabendi. Störf bóndans eru okkur kunnari en refabendisins. Hvaðan kom hugmyndin um að skrifa um starf refabendis? Ég held að einhver samlíking sé með köllun refabendis og köllun rithöfundar sem og allra sem eru drifnir áfram af einhverju. Stundum er maður við það að gefast upp en köllunin heldur manni gangandi. Til allrar hamingju drekk ég te mér til styrkingar. Ef ég hefði ekki haft annað en brauðskorpur til að borða í hádeginu eins og Vilhelm í Refnum þá er ég ekki viss um að ég hefði haft það af að skrifa heilt leikrit.

Það eru margar skepnur sem eru álitnar skaðvaldur í landbúnaði. Hvers vegna valdirðu refinn sem örlagadýr leikritsins? Já, dýrin eru svo sannarlega margvísleg. Það hafa verið miklar umræður um læmingja hér í Bretlandi og álitið að þeir smiti nautgripi af berklum. En „mannorð“ refsins, ef svo má segja, er alveg sérstakt og er ekki einungis bundið við breska menningu. Hann er lævís, slægur og útsmoginn. Þess vegna langaði mig að nota hann. Svo eru refir falleg dýr.

Hvað er það þrennt sem þú dáir í fari refsins? (Við myndum ekki vilja að fólk haldi að þú sért í persónulegu stríði við refi.) Nei, ég elska refi. Þeir eru mjög algengir í London og við sjáum þá oft þar. Þeir eru fallegir. Það er yndislegt að sjá þetta villta dýr í hjarta borgarinnar, dýr sem lætur sér í léttu rúmi liggja nærvera mannskepnunnar og verður feitt og sællegt af því að éta ruslið okkar.

Hvað er það að þínu áliti sem gestir ættu vera með í huganum eftir að hafa séð leikritið, hvað vonarðu að það sé? Þetta er líka erfið spurning. Það er ýmislegt í leikritinu sem gæti haft áhrif á fólk og við vitum að enginn bregst við á sama hátt. Ég myndi aldrei reyna að giska á hvað annað fólk er að hugsa. Hins vegar finnst mér gaman að hugsa til þess að ef til vill líta þeir sem séð hafa verkið refinn öðrum augum næst þegar þeir sjá hann.

Ef þú þyrftir að lýsa leikritinu í einu orði, hvaða orð myndi það vera? Í einni setningu? Dimmt. Drungaleg staðleysa, svartsýn dæmisaga um trú og girnd.

Og nú kemur mjög erfið spurning: Ef þú ættir bóndabæ, hvað myndirðu rækta? Ég á lítinn garð í London og ég get ekki einu sinni haldið illgresinu í skefjum þannig að ég held ég geti ekki náð að rækta neitt. Ég myndi hafa nokkra smáhesta og geitur sem myndu naga grasið og þá þyrfti ég ekki að slá það.

Hvert sækirðu innblásturinn? Ég er eins og flestir rithöfundar, sæki innblástur í allt það sem í kringum mig er. Refurinn varð til þegar ég dvaldi á gömlum bóndabæ í febrúar árið 2010. Veðrið var hræðilegt og akrarnir allt um kring voru á floti. Á göngu í forinni og vatninu sá ég hauskúpur dýra og hangandi ullarlagða á girðingum og ég fór að ímynda mér að þetta væri tákn um eitthvað, skilaboð náttúrunnar til mín. Ég bjó til persónu sem raunverulega trúði því að náttúran væri full tákna og skilaboða. Ég vissi að ef ég setti persónu þessa, ungan mann sem tryði því að refir væru óvinir okkar og jafnvel í samsæri með öðrum dýrum um að útrýma okkur, - ef ég setti hann inn í okkar heim hlyti hann að vera haldinn ranghugmyndum eða þá geðveikur. Mig langaði ekki að skrifa leikrit um geðveiki þannig að ég skapaði heim þar sem hann trúði því að allir tryðu hinu sama. Ég held að í verkinu komi líka berlega í ljós að ég er innblásin af ævintýrum og þjóðsögum þar sem að dimmur skógurinn er hættulegur og dularfullur staður og sömuleiðis hryllingsmyndum eins og Man Wicker og Witchfinder General.

9

Refurinn


Borgarleikhúsið 2013–2014

10


11

Refurinn


Slóttugur, lævís og hálfgöldróttur Hildur Knútsdóttir

Í viðtali við leikskáldið Dawn King er hún spurð hvers vegna hún hafi valið að skrifa um refinn frekar en eitthvert annað dýr í samnefndu leikriti sínu. Hún svarar eitthvað á þessa leið: „Refurinn hefur það orð á sér, og ekki bara í breskri menningu, að hann sé slóttugur, lævís og hálfgöldróttur bragðarefur.“ Við þurfum ekki að leita langt til að sannreyna fullyrðingu hennar. Hið sama orð fer af refnum í íslenskri menningu, eins og tungumál okkar ber glöggt vitni um. Dawn King notaði enska orðið „trickster“ um refinn. Samkvæmt ensk-íslenskum orðabókum felur íslenska þýðingin á því orði refinn bókstaflega í sér: bragðarefur. Sé flett upp á orðinu refur í samheitaorðabók fást m.a. þessi samheiti: blóðdrekkur, dratthali, dýr, dýrbítur, holtaþór, tæfa, bragðakarl og undirferlismaður. Síðan bendir samheitaorðabókin á hugtakið „að skjóta einhverjum ref fyrir rass“, sem þýðir að leika á einhvern eða skjóta einhverjum aftur fyrir sig.

Blekkingar og lygar Þessa ímynd refsins má finna í fjölmörgum ólíkum menningarheimum, raunar flestum þar sem refurinn býr og hefur átt eitthvert samneyti við mannfólk. Í kínverskum, japönskum og kóreskum goðsögnum má finna lævísa og hrekkjótta anda í refalíki. Hjá Dogon-þjóðflokknum í Malí táknar refurinn glundroða og er guð eyðimerkurinnar. Í finnskum goðsögnum eru refir bæði slyngir og undirförlir og bókstaflega þýðingin á finnska orðinu yfir norðurljós er: „eldur refsins“. Í Evrópu á miðöldum voru refir stundum brenndir sem tákn fyrir djöfulinn. Refurinn er einnig áberandi í grískum og keltneskum goðsögnum sem og í goðsögnum frumbyggja í Ameríku. Þar birtist hann yfirleitt í slagtogi við sléttuúlfinn, en refurinn er svo undirförull og óheiðarlegur að hann stelur meira að segja mat af félaga sínum. Í sjálfri Biblíunni eru falsspámenn svo kallaðir refir. Elstu heimildir um þessa ímynd refsins eru hinar svokölluðu Panchatantra (eða Bidpai) dæmisögur sem talið er að eigi uppruna sinn í Indlandi um það bil 300 árum fyrir Krist. Dæmisögurnar voru þýddar á arabísku í kringum 750 eftir Krist og eru taldar hafa borist til Evrópu í munnmælum og þýðingum og þannig litað evrópskar þjóðsögur, ævintýri og dæmisögur. Talið er að dæmisögur Esóps byggi á þessum indversku sögum, þar sem þær eru um margt keimlíkar, en í fjölmörgum dæmisögum Esóps má finna sögur af refum. Þær sögur fjalla flestar um blekkingar eða lygar.

Dystópískir blórabögglar Kannski mætti segja að Dawn King rói á svipuð mið og Esóp, því seinna í sama viðtali og nefnt var hér í upphafi segir hún Refinn vera dystópíska dæmisögu. Og það má vel færa rök fyrir því að leikritið fjalli öðrum þræði um blekkingar og lygar. Orðið dystópía þýðir bókstaflega „vondur staður“ og er andstæða orðsins útópía. Dystópísk samfélög eru hnignandi samfélög. Alræði er oft við lýði, þegnar eru kerfisbundið afmennskaðir og ofurseldir kúgandi yfirboðurum. Í alræðissamfélögum reynir ríkið að hafa stjórn á öllu og ríkið byggir valdið, eða tilkallið til valdsins, á ákveðinni hugmyndafræði. Í alræðissamfélögum er bæði ofbeldi og áróður notaður til að stjórna fólki. Til þess að áróður sé vel heppnaður þarf markvisst að beita táknum. Táknin eru notuð til að einfalda flókin vandamál. Oft er skapaður óvinur sem menn fylkja liði gegn, einhver sem hægt er að sameinast um að hata. Ótta og reiði er fundinn farvegur, því annars gæti óttinn og reiðin beinst að ríkinu sjálfu. Það er búinn til blóraböggull. Raunveruleg dæmi um alræðisríki sýna okkur til dæmis hvernig ákveðinn þjóðfélagshópur er valinn til að verða táknmynd sem er hægt að kenna um það sem úrskeiðis hefur farið í samfélaginu. Hópurinn verður þannig táknmynd hins illa sem þarf að útrýma. Ofsóknir nasista á hendur Gyðingum eru nærtækt dæmi. Margir óttast að ofsóknir á hendur Róma-fólki í Evrópu stefni í sömu átt.

Borgarleikhúsið 2013–2014

12


Sameiginlegur óvinur Samfélagið sem við sjáum glitta í Refnum er að mörgu leyti dæmigert dystópískt samfélag. Veðrið er vont og það fer versnandi. Uppskerubrestir verða sífellt tíðari og hungurvofan vomir ógnandi yfir. Ríkið heldur öllu í járngreipum sínum. Það ræður hver fær að stunda búskap og hvar. Ríkið ræður því hver vinnur í verksmiðjunum. Ríkið skiptir sér bókstaflega af öllu, meira að segja ástarlífi fólks, eins og sést þegar Vilhelm, fulltrúi ríkisins, krefur Júlíu svara um samlyndi þeirra hjóna. Hugmyndafræði ríkisins er líka skýr. Sameiginlegur óvinur hefur verið fundinn. Óvinur sem ber ábyrgð á öllu sem hefur farið úrskeiðis, óvinur sem þarf að útrýma. Leikritið fjallar ekki um baráttu góðs og ills. Veröldin sem Dawn King skapar er ekki svona einföld. Hún dregur ekki línu á milli tveggja hliða, málar aðra hvíta og hina svarta. Veröldin í Refnum er full af gráum svæðum, alveg eins og veröldin sem við búum í. Þannig er ekkert eiginlegt illmenni í leikritinu, þar eru bara manneskjur. Og manneskjur eru margbrotnar en ekki einsleitar eða einhliða. Vilhelm er í senn fulltrúi ríkisins og fórnarlamb þess. Hann er bæði gerandi og þolandi. Hann beitir valdi en hann er líka beittur valdi. Hann er fastur í hugmyndafræði sem gengur ekki upp og það má velta fyrir sér hvaða spurningum leikritið varpar fram um ranghugmyndir og geðveiki. Eru fordómar og ríkjandi og sameiginlegar ranghugmyndir eitthvað minna rangar en ranghugmyndir einstaklings? Verður trú rökréttari eftir því sem fleiri aðhyllast hana?

Hið undirförula, hið hættulega og hið villta Refurinn er augljóslega að mörgu leyti heppilegt tákn fyrir hið illa sem leynist víða, hið undirförula sem spillir, hið hættulega og hið villta. „Þetta land er vígvöllur siðmenningar og náttúru“ segir Vilhelm, „án mannsins mun refurinn ríkja“. En málið er ekki alveg svo einfalt; Menning og náttúra er tvenndarpar sem oft er stillt upp sem andstæðum pólum. En veröldin er ekki svarthvít. Tvenndarpör eru tákn sem einfalda hlutina um of. Menning ekki sjálfkrafa „góð“, ekki frekar en náttúra er sjálfkrafa „vond“. Ímynd refsins sem fulltrúa villtrar náttúru fær til dæmis á sig aðra mynd þegar við hugsum um refaveiðar, sem lengi hafa tíðkast á meðal breskra aristókrata. Refurinn, þetta villta dýr, er bókstaflega hundelt af siðmenningunni; hreinræktuðum hundum og vel menntaðri valdastétt. Og afstaða breskrar menningar til refa er heldur ekki einföld. Refaveiðar með stórum flokki hunda hafa meira að segja verið bannaðar í Bretlandi. Þær eru taldar óþarflega grimmilegt sport, þar sem níðst er á saklausu dýri til skemmtunar. Nú má ekki nota fleiri en tvo hunda.

13

Refurinn


Borgarleikhúsið 2013–2014

14


15

Refurinn


Borgarleikhúsið 2013–2014

16


17

Refurinn


Borgarleikhúsið 2013–2014

18


19

Refurinn


Borgarleikhúsið 2013–2014

20


21

Refurinn


Arnar Dan Kristjánsson

Hallgrímur Ólafsson

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Áður en leiklistarnám hófst stundaði hann tónlistarnám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og sálfræðinám við Háskóla Íslands. Arnar var höfundur, leikari og aðstoðarleikstjóri söngleiksins ,,Sorry að ég svaf hjá systur þinni “ sem settur var upp í Flensborgarskólanum. Arnar leikur Abel í væntanlegri kvikmynd Darren Aronofsky, Noah.

útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar strax við útskrift en vorið 2008 gerðist hann fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu Hjá Borgarleikhúsinu hefur Hallgrímur m.a. leikið í Fólkinu í blokkinni, Fló á skinni, Söngvaseið, Fjölskyldunni, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum, Elsku barni, Strýhærða Pétri, Kirsuberjagarðinum, Hótel Volkswagen og Gullregni en fyrir tvö síðastnefndu hlutverkin fékk hann tilnefningar til Grímunnar. Á undanförnum árum hefur hann einnig leikið í sjónvarpsþáttum, til að mynda Fangavaktinni, Heimsenda og fl.

Sýningar Arnars á leikárinu: Jeppi á Fjalli, Refurinn og Furðulegt háttalag hunds um nótt

Sýningar Hallgríms á leikárinu: Mary Poppins, Refurinn og Óskasteinar

Borgarleikhúsið 2013–2014

22


Nanna Kristín Magnúsdóttir

Tinna Lind Gunnarsdóttir

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1999. Á meðan á námi stóð lék hún Patty í Grease hjá Leikfélagi Reykjavíkur og burðarhlutverk í kvikmyndinni Sporlaust en fyrir leik sinn í henni var hún tilnefnd til Edduverðlaunanna. Þá lék hún Góneríl í Lé konungi og Siggu í Gretti hjá L.R., Maríu í Stjörnum á morgunhimni og kvenhlutverkið í Leikjum í Iðnó, einleikinn Bannað að blóta í brúðarkjól í Kaffileikhúsinu, Lúlú í Shopping & Fucking hjá Egg-leikhúsinu í Nýlistasafninu og Písl í Diskópakki, Benvólíó í Rómeó og Júlíu og Marsibil í Kringlunni rústað í Vesturporti. Nanna Kristín er einn af stofnendum Vesturports. Hún hefur leikið í fjölda sjónvarps-, stutt- og kvikmynda, þar á meðal burðarhlutverk í Sporlaust, Villiljósi, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi, XL og París Norðursins. Hún var tilnefnd til Eddunar fyrir hlutverk sitt í Brim og hlaut verðlaun sem leikkona í aðalhlutverki og handritshöfundur í Foreldrum. Í Þjóðleikhúsinu hefur Nanna Kristín m.a. leikið í Laufunum í Toscana, Vatni lífsins, Cyrano frá Bergerac, Viktoríu og Georg, Veislunni, Rauða spjaldinu, en fyrir það hlutverk var hún tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2003, Ríkarði þriðja, Vegurinn brennur, Sorgin klæðir Elektru, Böndin á milli okkar, Öxinni og jörðinni og Magdalenu í Svartur hundi prestsins. Nanna Kristín hefur nýlokið námi við Vancouver Film School í handritagerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp.

útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007. Eftir útskrift lék Tinna í Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Hjá Borgarleikhúsinu hefur Tinna leikið ýmis hlutverk í Gauragangi auk þess að vera aðstoðarleikstjóri í sýningunum Fólkið í blokkinni og Óskar og bleikklædda konan. Meðal annarra verkefna Tinnu á sviði eru Glerdýrin eftir Tennessee Williams og Rándýr eftir Simon Bowen í uppsetningu Fátæka leikhússins, Munaðarlaus eftir Dennis Kelly í uppsetningu Munaðarleysingja, Rauður sem sýnt var á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal, Horn á höfði í uppsetningu GRAL og Dubbeldusch í uppsetningu Vesturports. Sýningar Tinnu Lindar á leikárinu: Refurinn

Sýningar Nönnu Kristínar á leikárinu: Refurinn og Óskasteinar. 23

Refurinn


Jón Atli Jónasson

hefur þýtt og samið fjölda leikrita. Af leikritum hans má nefna 100 ára hús fyrir Frú Emilíu, Krádplíser fyrir Reykvíska Listaleikhúsið, Brim fyrir Vesturport, Draugalest fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Rambó 7 fyrir Þjóðleikhúsið og Mindcamp og Democrazy ásamt Agli Heiðari Antoni Pálssyni fyrir CampX leikhúsið í Kaupmannahöfn. Jón Atli er einn af stofnendum Mindgroup sem eru evrópsk regnhlífasamtök leikhúsfólks sem vinna að tilraunakenndri leiklist. Síðustu verkefni Jóns Atla fyrir Borgarleikhúsið eru Þú ert hér, Góðir íslendingar og Zombíljóðin sem hann gerði ásamt Mindgroup og Djúpið, rómaður einleikur sem hann skrifaði og leikstýrði. Nýjasta leikverk Jóns Atla, Nóttin nærist á deginum í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðinn vetur.

Vignir Rafn Valþórsson

útskrifaðist með BFA gráðu Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Hann hefur starfað sem leikari og leikstjóri síðan með ýmsum sjálfstæðum leikhópum. Meðal annars lék hann í Penetreitor, Bubba kóngi, (H)Art í bak á 10 mínútum. Á árunum 2007 til 2009 lék hann hjá Þjóðleikhúsinu. Má þar nefna leikritin Gott kvöld, Sá ljóti, Skilaboðaskjóðan, Konan áður, Macbeth, Sumarljós, Kardímommubærinn, Frida... viva la vida. Hann var aðstoðarleikstjóri við sviðsetningu Vesturports á Axlar-Birni. Vignir leikstýrði leikritinu Munaðarlaus með leikhópnum Munaðarleysingjar, Nóttin var sú ágæt ein og Lúkas með Óskabörnum ógæfunnar. Af kvikmyndum má nefna Astrópíu, Svartur á leik og Ófeigur gengur aftur og hann hefur einnig leikið í nokkrum sjónvarpsmyndum svo sem Næturvaktinni, Mannaveiðum, Rétti, Feðralok og Hlemmavídeó. Hann þýddi leikritin Munaðarlaus, Penetreitor og Ritskoðarann.

Systa Björnsdóttir

hefur starfað erlendis við auglýsingagerð, sjónvarp, kvimyndagerð, sýningar og fl. frá árinu 1994 þegar hún útskrifaðist sem leikmyndahönnuður frá Istituto Europeo di Design í Milano. Hún hefur m.a. unnið með alþjóðlegum leikstjórum á borð við Laurenc Dunmore, Tony Kaye , Paul Arden, Luke Scott og Michael Haussman. Hún hefur unnið fyrir fyrirtæki eins og Lavazza, Enel, Armani, Ikea, Vodafone, Toyota, Barilla, Pampero og Fiat. Systa kom aftur heim fyrir ári síðan og er Refurinn fyrsta sýning hennar í Borgarleikhúsinu. Einnig gerði hún leikmyndina í þáttarröðinni Hraunið fyrir RUV.

Garðar Borgþórsson

hefur starfað sem ljósa- og tæknimaður frá árinu 2002. Hann var tæknistjóri Hafnarfjarðarleikhússins 2005 til 2010. Garðar er nú fastráðinn ljósamaður við Borgarleikhúsið. Hann hefur hannað lýsingar fyrir fjölda leiksýninga, m.a. Himnaríki, Abbababb, Draumalandið, Svartan Fugl, Höllu og Kára, Mömmumömmu, Steinar í djúpinu (tilnefndur til grímuverðlaunana 2009), Dubbeldusch, Húmanímal og Ufsagrýlur í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu, Ljós og tónlist í Svikaranum í uppsetningu Labloka, Úps! og Comming up hjá Íslensku Hreyfiþróunarsamsteypunni í Tjarnarbíó og Á sama tíma að ári, Stundarbrot og Saum í Borgarleikhúsinu. Einnig hefur hann hannað lýsingu fyrir fjölda danssýninga hjá sjálfstætt starfandi danshópum og Íslenska dansflokknum.

Björn Bergsteinn Guðmundsson

hefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn . Meðal sýninga sem Björn hefur lýst eru Brúðuheimilið, Krítarhringurinn í Kákasus, Hægan Elektra, Kirsuberjagarðurinn, Blái hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cyrano frá Bergerac, Veislan, Rauða spjaldið, Jón Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Nítjánhundruð, Öxin og jörðin og Leg í Þjóðleikhúsinu . Hann hefur unnið lýsingu margra sýninga Hafnarfjarðarleikhússins, Íslensku óperunnar og ýmissa leikhópa . Hjá LA lýsti Björn m .a . Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma . Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærði Pétur, Svar við bréfi Helgu, Rautt og Mýs og menn . Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m .a . hefur hann hlotið Grímuna fyrir vinnu sína . Björn er nú yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu .

Frank Hall

lærði tón- og myndlist við The Royal Conservatory og The Royal Academy í Hollandi og útskrifaðist þaðan með MA gráðu árið 2006. Hann hefur einnig lokið BA prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands. Frank hefur unnið tónlist, hljóðmynd og myndbandsverk fyrir fjölda leikrita, hvort sem er einn sín liðs eða með hljómsveitunum Ske og Skárren ekkert. Meðal verkefna má nefna Óhapp í Þjóðleikhúsinu, Rústað, Faust, Rautt brennur fyrir, Milljarðamærin snýr aftur, Jesus Christ Superstar, Faust, Fólkið í kjallaranum og Svar við bréfi Helgu í Borgarleikhúsinu, Kirsuberjagarðurinn hjá Frú Emilíu, NPK hjá Íslenska dansflokknum og Dubbeldusch hjá LA. Frank samdi einnig tónlist við dansverkið Velkomin heim hjá ÍD ásamt þeim Pétri Ben og Sigtryggi Baldurssyni. Frank gerði tónlist við kvikmyndirnar Svartur á leik, í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar og Julia í leikstjórn Matthew A. Brown.

Borgarleikhúsið 2013–2014

24


Hlynur Páll Pálsson

útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009, en honum var boðið að sýna útskriftarverk sitt, Homo Absconditus, á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal sama ár. Í kjölfarið leikstýrði hann einleiknum Ellý, alltaf góð eftir Þorvald Þorsteinsson á sviðslistahátíðinni artFart árið 2009. Eftir útskrift hefur Hlynur starfað sem sviðs- og sýningarstjóri á Litla sviði Borgarleikhússins og sem leikstjóri Götuleikhúss Reykjavíkurborgar. Hlynur er jafnframt meðlimur í Sviðslistahópnum 16 elskendum, sem eiga að baki sýningarnar IKEA-ferðir, Orbis Terrae-ORA á Listahátíð í Reykjavík (í leikstjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur), Nígeríusvindlið og Sýningu ársins, sem fékk sérstök sprotaverðlaun Grímunnar árið 2012 fyrir framúrskarandi nýbreytni og frumleika í sviðslistum. Hlynur Páll var aðstoðarleikstjóri í Gauragangi, Mary Poppins og Húsi Bernhörðu Alba.

Margrét Benediktsdóttir

nam leikhús- og kvikmyndaförðun í Christian Chauveau í París á árunum 1988 og 1989. Að námi loknu hóf hún störf í Borgarleikhúsinu en fór yfir til Þjóðleikhússins og starfaði þar frá 1990 til 2011 en þá hóf hún störf að nýju hjá Borgarleikhúsinu. Margrét hefur unnið við fjölmargar leiksýningar í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, m.a. Utangátta, Íslandsklukkuna, Dýrin í Hálsaskógi, Kardimommubæinn, Kirsuberjagarðinn, Fanný og Alexander, Galdrakarlinn í OZ og Mýs og menn. Margrét hefur einnig starfað við kvikmyndir, auglýsingar, tískusýningar o.fl.

Baldvin Þór Magnússon

útskrifaðist úr hljóðtækninámi frá SAE Institute of Technology í New York í lok árs 2008 og hefur starfað sem hljóðmaður hjá Leikfélagi Reykjavíkur síðan árið 2009, við keyrslu og hönnun sýninga. Auk þess hefur hann unnið með sjálfstæðum leikhópum, tónlistarfólki og danshópum af ýmsu tagi bæði hérlendis og í Danmörku. Til helstu verkefna má telja margar af sýningum Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins síðustu ára, auk Journey - samstarfsverkefni Gus Gus og Reykjavik Dance Productions sem sýnt var á Listahátíð í Hörpu árið 2012 og á mennigarhátíðinni Lys Over Lolland í Danmörku árið 2013 og matarleikhússýningin Völuspá, samstarfsverkefni Norræna hússins og Teater Republique frá Danmörku og verðlaunaverkið Coming Up með Hreyfiþróunarsamsteypunni.

Pétur Ármannsson

útskrifaðist sem leikari frá leiklistar- og dansdeild LHÍ sumarið 2012. Frá útskrift hefur Pétur unnið sem aðstoðarmaður leikstjóra í Schaubühne-leikhúsinu í Berlín auk þess að leikstýra sýningunni “Dansaðu fyrir mig” sem meðal annars var sýnd á leiklistarhátíðinni LÓKAL 2013. Einnig er Pétur höfundur og leikstjóri sýningarinnar “Sá á fund sem finnur sig” hjá Stúdentaleikhúsinu og “Pétur og Úlfurinn” hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs.

25

Refurinn


Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –

Stjórn Borgarleikhússins

Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðalheiður Jóhannesdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðmundur Guðmundsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Margrét Helga Jóhannsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ragnar Hólmarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tómas Zoëga •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorleikur Karlsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorsteinn Gunnarsson

Borgarleikhúsið 2013–2014

Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Þorgerður Gunnarsdóttir, formaður, Eggert Guðmundsson, varaformaður, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, ritari, Ármann Jakobsson, Hilmar Oddsson. Varamenn eru Bessí Jóhannsdóttir og Finnur Oddsson.

26


Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Ástrós Elísdóttir, fræðslufulltrúi Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Arnar Dan Kristjánsson Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hildur Berglind Arndal Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Nanna Kristín Magnúsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Valur Freyr Einarsson Þorvaldur Davíð Kristjánsson Þröstur Leó Gunnarsson

Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Guðbjörg Ívarsdóttir, hárgreiðsla Hulda Finnsdóttir, hárgreiðsla Margrét Benediktsson, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Ísold Ingvadóttir, leikmunavörður Lárus Guðjónsson, leikmunagerð Nína Bergsdóttir, leikmunavörður Smíðaverkstæði Ingvar Einarsson, forstöðumaður Gunnlaugur Einarsson (í leyfi), fostöðumaður Karl Jóhann Baldursson, smiður Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölustjóri Kristín Ólafsdóttir, veitingastjóri Erna Ýr Guðjónsdóttir, miðasala Guðrún Sölvadóttir, miðasala Hörður Ágústsson, miðasala Ingibjörg Magnúsdóttir, ræsting Sól Margrét Bjarnadóttir, miðasala

Listrænir stjórnendur Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri

Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir, matreiðslumaður

Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið

Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir

Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður

Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Garðar Borgþórsson, ljósamaður

Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Baldvin Magnússon, hljóðmaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón 27

Refurinn


Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.

Borgarleikhúsið 2013–2014

28


29

Refurinn


Millifærðu með hraðfærslum í Appinu einn

...

tveir

og þrír!

1.000 kr.

Millifærðu með hraðfærslum Með Íslandsbanka Appinu einföldum við millifærslur í snjallsímanum margfalt. Millifærðu smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með örfáum smellum.

Við bjóðum góða þjónustu

Skannaðu kóðann til að sækja Appið.


LEGGJUM

Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI

10 KRÓNUR AF HVERRI EGILS MALT RENNA TIL SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR Í ár er heil öld síðan Egils Malt kom fyrst á markað og hefur þessi einstaki drykkur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Af því tilefni ætlum við að láta 10 kr. af hverri seldri dós og flösku af Egils Malti renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ástæðan er einföld: FÍTON SÍA

VIÐ LEGGJUM MALT Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI.


UmhverfisvottUð prentsmiðja

Umbúðir sem tryggja bragðgæði Oddi hefur gegnum tíðina séð íslenskum fyrirtækjum í matvælaiðnaði og inn­ flutningi fyrir umbúðum af öllu tagi. Við framleiðum umbúðir úr pappír og plasti sem ná utan um alla vörulínuna, hvort heldur í iðnaði eða verslun. Framleiðsla þín er í öruggum höndum hjá Odda.

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Umbúðir og prentun


Góða skemmtun!

Valitor er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins.

www.valitor.is


Rauðrefurinn. Vulpes Vulpes, er, eins og nafnið gefu til kynna, rauðbrúnn, en tónninn á litnum getur verið allt frá silfruðum yfir í svartan. Hann hefur mjóar loppur, langt trýni og oddmjó eyru sem vísa upp. Skottið er þakið lengri hárum og er dálítið í laginu eins og pensill og er stundum kallaður það. Augu hans eru gyllt og augnsteinarnir eru dökkir og sporöskjulaga. Lóðréttir eins og í köttum. Hann er á stærð við meðalstóran hund og fullvaxið karldýr getur orðið tveir og hálfur metri á lengd frá nefi aftur á skottendann. Byrjendur ættu að vera meðvitaðir um að úr fjarlægð svipar stórum, brúnum hundi til skepnunnar, en skuggamyndir þeirra eru í raun ansi ólíkar. Skoðið vel skýringarmyndirnar og teikningarnar sem á eftir fylgja og leggið þær á minnið, svo þær megi verða ykkur að liði við það að bera kennsl á skepnuna. Refurinn er alæta og étur nánast allt; ávexti, dýrahræ, skordýr, lítil og meðalstór spendýr á borð við mýs og kanínur, grandalausa ketti, litla hunda, nýborin lömb og veika kálfa. Það er vitað um mörg tilfelli þess að mæður sem hafa skilið börn sín eftir úti í vagni, eitt andartak, hafi komið að tómri vöggunni og börnin þá verið hrifsuð og étin. Blóðlosti skepnunnar er langtum meiri en matarlyst hennar og hún slátrar hverri einustu hænu í hænsnahúsinu en skilur svo hauslaus hræin eftir. Þetta er fullkomlega þróuð drápsvél, með tennur sem geta orðið allt að tíu sentímetrar að lengd og klær sem megna að kviðrista fullvaxta mann. Í takt við slóttugt eðlið er skepnan helst á ferðinni í ljósaskiptunum og að næturlagi, þegar hún getur framið myrkraverk sín óáreitt. Skepnan hefur veðrið á valdi sínu og veldur bændum búsifjum með óhóflegu regni eða þurrkatímabilum. Hún getur einni kveikt elda (sjá Refaeldur, fjórði kafli) og er sýkt af sníkjudýrum og hættulegum sjúkdómum sem hún er ónæm fyrir en smitberi í sveitum landsins. Refurinn hefur ringulreiðina á valdi sínu og getur villt andlega vanheilum sýn og truflað drauma veikgeðja fólks. Undir áhrifum refsins verður heiðarlegt og harðduglegt fólk að feitum, lötum byttum eða... ...kynferðislega, brengluðum öfuguggum. Sumir eru fórnarlömb, sem þvert gegn vilja sínum snúa baki við heiðarlegu brauðstriti. Aðrir hafa látið lokkast af skepnunni og tekið henni opnum örmum. Að skilja milli hinna seku og saklausu er vandmeðfarið og því skyldi skoða alla þá er búa á sýktum býlum með tortryggni. Þú, refabendir, skalt vera hreinn á sál og líkama. Mundu ávallt að þínir smæstu persónuleikabrestir gætu orðið að glufu sem skepnan mætti smeygja sér inn í, líkt og frosið vatnið klýfur grjótið. Dawn King, Refurinn

Borgarleikhúsið 2013–2014

34


35

Refurinn



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.