Bpro Magazine - Sumarið 2021

Page 1

S UMARIÐ 2021

BPRO MAGAZINE


EFNISYFIRLIT

SÍÐA

3

SÍÐA

4-5

SÍÐA

Bréf f rá Baldri

Ný herferð HH Simonsen

label.m vörur sem eru 100% vegan

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

7

10

12

13

Með bestu húðina í bransanum

Hollywood krullur skref fyrir skref

Spennandi nýjungar f rá Comfort Zone

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

15

16- 17

18- 19

Klassískar krullur skref fyrir skref

Heart of Glass í ljósu lokkana

Allt um sólarvarnir fyrir húð og hár

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

20

22-23

24 -2 5

Hönnunarhótel býður gestum upp á Comfort Zone

Fyrsta húðumhirðan

Davines með í för á Everest

SÍÐA

SÍÐA

27

Nýtt f rá /skin regimen/ Recharging Mist

SÍÐA

2 8-2 9

bpro fólkið segir f rá sínum uppáhalds vörum

30- 31

Fagfólkið litar með Davines

SÍÐA

SÍÐA

32

34- 35

Nýtt f rá Comfort Zone

FORSÍÐUMYND

Tvær nýjar vörur f rá MARC INBANE

HÁR: THEODÓRA MJÖLL LJÓSMYNDARI: ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR FÖRÐUN: SARA DÖGG JOHANSEN STÍLISERÍNG: HILDUR SUMARLIÐADÓTTIR FYRIRSÆTA: ÁSTRÓS TRAUSTADOTTIR


FRÁ BALDRI

Sól sól skín á mig. Með jákvæðni og samstöðu erum við að komast í gegnum þetta og ég er ofboðslega spenntur fyrir komandi mánuðum. Loksins erum við í Bpro aðeins farin að geta tekið á móti viðskiptavinum eins og við viljum gera og gerum vel, eftir þessa skrítnu tíma. Við viljum ekki bara vera með bestu hár- og snyrtivörur sem völ er á. Við viljum líka að öll þjónusta sem við veitum sé sú besta. Eins og allir vita er menntun og þekking í sínu fagi eitt það mikilvægasta sem við höfum í sölu og þjónustu. Góð vara, góð þekking og þjónusta hljómar bara rétt. Bpro er fyritæki sem tekur alltaf allt alla leið og gefur aldrei eftir. Við veljum vörurnar okkar vel og hugum vel að því góða sem við höfum, en Bpro er stækkandi og hvergi nærri hætt að leita að tækifærum. Ég er ótrúlega stoltur af starfsfólki Bpro sem slær sama takt og fyritækið gengur fyrir, að taka alltaf allt alla leið. Mig langar líka að nota þetta tækifæri til að gefa fagfólki á hár- og snyrtistofum RISA hrós og klapp á bakið. Það hefur verið alveg mögnuð samstaða hjá fagfólkinu að passa upp á sóttvarnir og passa bara upp á hvort annað og það hefur verið alveg geggjað að fylgjast með því. En eins og við erum glöð, þakklát og fegin að allt sé á fullu núna, mun seint gleymast hversu mikið þessir tímar tóku á í rekstri allra þessara fyrirtækja. Það er með margt sem fer ekki alveg eins og á var kosið eða planað, að gott er að geyma það í reynslubankanum til að minna sig á hversu gott maður hefur það. Við erum heppin að búa á okkar sjóðheita eldfjallalandi og verðum við fljót að koma okkur aftur í fullan gír. Það vitum við og kunnum best. Munum að REYNA að lifa í núinu og njóta hvers tímabils í botn. Áfram Ísland!

BRÉF

bpro Mag sumar 2021

3



Á BAK VIÐ TJÖLDIN

NÝ HERFERÐ HH SIMONSEN

Snemma á þessu ári var ný alhliða auglýsingaherferð HH Simonsen mynduð hér á landi. Herferðin kemur út í haust en það var Theodóra Mjöll, hárgreiðslukona á Barbarellu, sem vann þetta verkefni í samvinnu við glæsilegan hóp kvenna. Sara Dögg Johansen, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, sá um förðun, Hildur Sumarliðadóttir stíliseraði og Íris Dögg Einarsdóttir, ljósmyndari, tók myndirnar. Undanfarin ár hafa nánast allar vörurnar frá HH Simonsen fengið yfirhalningu og nýtt útlit og því var enn meiri áhersla lögð á glæsilega herferð. Þetta er í fjórða sinn sem Theodóra Mjöll vinnur að auglýsingaherferð með HH Simonsen en auk þess hefur hún gert fjöldan allan af kennslumyndböndum með raftækjarisanum.

HÁR: THEODÓRA MJÖLL LJÓSMYNDARI: ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR FÖRÐUN: SARA DÖGG JOHANSEN STÍLISERÍNG: HILDUR SUMARLIÐADÓTTIR AÐSTOÐ: ÁSA EGILSDÓTTIR, VIKTORÍA, HALLDÓRA, SILJA, AGNES OG ÞÓRDÍS HRUND FRÁ HÁRAKADEMÍUNNI. MÓDEL: LÍNA BIRGITTA SIGURÐARDÓTTIR, KATRÍN SÓL, SARA LIND TEITSDÓTTIR, HILDUR MARIA, PATTRA SRIYANONGE, ÁSDÍS EVA ÓLAFSDÓTTIR, ÁSTRÓS TRAUSTADOTTIR, JÓNA KRISTÍN, KOLBRÚN MARÍA, RAKEL MARÍA, HAFDÍS RENÖTUDÓTTIR, SILJA ÓMARS OG EMILÍA.

bpro Mag sumar 2021

5


Keep it Real


GRÆNN LÍFSTÍLL LÍKA FYRIR HÁRIÐ Tímarnir breytast og mennirnir með og fyrir þá sem kjósa grænan lífstíl verður æ auðveldara að taka hann alla leið. Hjá label.m erum við meðvituð um þau brýnu mál sem plánetan okkar stendur frammi fyrir og erum staðráðin í að finna sjálfbærar leiðir til að framleiða vörur sem eru góðar fyrir umhverfið okkar sem og hárið og hársvörðinn. Sjálfbærni er lífstíll sem label.m hefur nú þegar tileinkað sér. 63% af vörunum frá label.m eru vegan-friendly, 86% af pakkningum eru endurvinnanlegar og vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.

EFTIRFARANDI VÖRUR FRÁ LABEL.M ERU 100% VEGAN: SJAMPÓ Treatment Shampoo Deep Cleansing Shampoo Gentle Cleansing Shampoo Brightening Blonde Shampoo Cool Blonde Shampoo

ORGANIC LÍNAN Organic Moisturising Lemongrass Shampoo Organic Moisturising Lemongrass conditioner Orange blossom shampoo Orange blossom conditioner ANTI-FRIZZ LÍNAN Allar vörurnar í Anti-Frizz línunni frá label.m eru vegan. Vörurnar eru hannaðar til að veita góðan raka og næringu, útrýma „frizzi“ og færa hárinu einstakan, langvarandi ávinning.

HÁRNÆRING Moisturising Conditioner Leave-in Conditioner Daily Shine Conditioner Brightening Blonde Conditioner

LABEL.MEN Scalp Purifying Shampoo Scalp Tonic Grooming Cream Sculpting Pomade

MÓTUNARVÖRUR Protein Spray Heat Protection Mist Gel Volume Mousse Blow Out Spray Sea Salt Spray Dry Shampoo Brunette Dry Shampoo Shine Mist Texturising Volume Spray Brunette Texturising Volume Spray Wax Spray Powder to Wax Curl Define Foam Curl Define Cream Curl Define Shine Top Coat Volume Foam Thickening Cream

SNAPSHOT Snapshot eru fjögur orkumikil meðferðarskot frá label.m, uppáskrifuð af hársnyrtum eftir þörfum viðskiptavina. Meðferðirnar, sem aðeins eru í boði á hárgreiðslustofum, eru Colour Revive, Scalp Soothing, Damage Control og Volume Boost og innihalda þær kraftmikil virk innihaldsefni sem gefa tafarlausan árangur.

bpro Mag sumar 2021

7


SJAMPÓSTYKKI FIMM ÁSTÆÐUR TIL AÐ PRÓFA!

Fjögur af vinsælustu sjampóunum úr Essential Haircare línunni frá Davines eru nú fáanleg í föstu formi! Sjampóstykkin koma í 100% endurvinnanlegum pappír, innihalda virk innihaldsefni frá Slow Food Presidia býlum og duga í allt að 40 þvotta.

Tilfinningin á meðan hárið er enn blautt getur verið öðruvísi en þú ert vön/vanur, en þegar það er orðið þurrt ættir þú að fá sömu útkomu og þú hefðir fengið með hefðbundnu sjampói. Sjampóstykkin gera hárið mjúkt og glansandi og gefa fyllingu.

Sjampóstykkin, sem við kynnum með miklu stolti, eru:

#2 – UMBÚÐIR ÚR 100% ENDURVINNANLEGUM PAPPÍR Sjampóstykkjunum er pakkað í 100% endurvinnanlegan pappír. Taktu stykkið varlega úr pappírnum og forðastu að rífa hann. Innan í umbúðunum finnur þú gagnlegar upplýsingar um hvernig á að nota sjampóið og hvernig best sé að varðveita það til að fá sem mest út úr stykkinu og forðast sóun. Allt ferlið sem sjampóstykkin fara í gegn um, fyrir utan notkunartímann, er kolefnisjafnað og eru umbúðirnar búnar til úr FSC vottuðum endurvinnanlegum pappír

• VOLU sem gefur fíngerðu hári fyllingu • MOMO fyrir dásamlegan raka • LOVE fyrir úfið og óstýrilátt hár • DEDE sem er milt sjampó sem hentar vel til daglegra nota Hvort sem þú ert nú þegar aðdáandi Essential sjampóanna í sinni upprunalegu útgáfu eða notar venjulega aðra tegund af sjampóstykki þá erum við viss um að þú munir falla fyrir Essential sjampóstykkjunum. FIMM ÁSTÆÐUR TIL AÐ PRÓFA SJAMPÓSTYKKIN #1 – FAGLEG GÆÐI TRYGGÐ Einhverjum kann að þykja erfiðara að hreinsa hárið með sjampóstykkjum eða finnast froðan sem myndast of létt. Það gleður okkur því að segja frá því að það er ekki vandamál þegar kemur að Davines sjampóstykkjunum.Með því að bleyta og nudda sjampóinu á milli handanna myndast dásamlega rík og kremkennd froða.

8

#3 – AUÐVELT Í FLUTNINGI OG GEYMSLU Sjampóstykkin taka minna pláss í flutningi en venjuleg sjampó sem gerir það að verkum að einfaldara (og umhverfisvænna!) er að flytja þau.n Hægt er að taka sjampóið með í handfarangur í flugi eða í sund- og/eða ræktartöskuna áhyggjulaust þar sem það er ekki í fljótandi formi. Svo tekur það afar lítið pláss í töskunni! Innan Essential Haircare línunnar er að finna þægilegt og sérhannað Davines álbox undir sjampóstykkin. Í boxinu er rist sem leyfir sjampóstykkinu að þorna hratt og örugglega. Ristina er hægt að taka úr boxinu og þvo.

bpro Mag sumar 2021


#4 - VERNDUN LÍFFRÆÐILEGRAR FJÖLBREYTNI OG VATNSUMHVERFIS Með Essential Haircare línunni er mikið lagt upp úr sjálfbærni og þar eru sjampóstykkin engin undantekning. Stykkin innihalda allt að 97,4% lífbrjótanleg innihaldsefni sem þýðir að eftir að þau eru skoluð úr brotna þau flest niður á innan við 28 dögum. Ef þú vilt vita meira fylgjum við OECD 301 aðferðinni. Öll sjampóstykkin innihalda einnig innihaldsefni frá Slow Food Presidia býlum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á Ítalíu. Þegar þú kaupir Essential sjampóstykki ert þú að taka þátt í að vernda störf bændafjölskyldna sem og mikilvæga iðnaðarþekkingu. #5 – ENDIST Í ALLT AÐ 40 ÞVOTTA Ef rétt er hugsað um sjampóstykkin er endingin á þeim mjög góð. Almennt endist 100g sjampóstykki í 30-40 þvotta sem er meira en 250ml flaska af fljótandi sjampó. Þetta er auðvitað bara til viðmiðunar, en endingin fer að sjálfsögðu eftir sídd og þykkt hársins og því hvort sjampóið sé sett í hárið einu sinni eða tvisvar þegar það er þvegið. SJAMPÓSTYKKI EÐA FLJÓTANDI SJAMPÓ? Á þessum tímapunkti gætir þú verið að velta fyrir þér: eru sjampóstykki betri en fljótandi sjampó? Í raun og veru er ekkert eitt rétt svar við þessari spurningu því það er ekkert sjampó sem er fullkomið til allra nota og með tilliti til sjálfbærni. En sjampóstykkin þurfa ekki að koma í staðinn fyrir fljótandi sjampó heldur geta þau unnið frábærlega vel saman.

MOMO/sjampóstykki Rakagefandi og mýkjandi sjampó fyrir þurrt hár.

Inniheldur þykkni úr gulri melónu frá Slow Food býli á Sikiley. Ríkt af raka, vítamínum og steinefnasöltum. Þykkni úr gulri melónu gefur langvarandi raka.

DEDE/sjampóstykki Milt sjampó til daglegrar notkunar fyrir allar hárgerðir.

UMBÚÐIR Sjampóstykkin eru í FSC vottuðum pappírsumbúðum á meðan fljótandi sjampóið í Essential Haircare línunni er í bio-based plastumbúðum. Bio-based plast er plast sem á uppruna sinn í lífmassa, þ.e.a.s. plöntum í stað jarðolíu. Bæði efnin eru vottuð, unnin úr endurvinnanlegum auðlindum og að fullu endurvinnanleg. FORMÚLA Bæði sjampóstykkin og fljótandi sjampóin innihalda virk innihaldsefni frá Slow Food Presidia býlum og hátt hlutfall af lífbrjótanlegum innihaldsefnum. Það er aftur á móti hærra hlutfall af náttúrulegum innihaldsefnum í fljótandi sjampóinu. Þetta er vegna þess að til að ná föstu formi þarf formúlan að innihalda efni sem hafa efnasmíðaða sameindabyggingu. FRAMMISTAÐA Eins og er eru ekki öll sjampóin í Essential línunni til í föstu formi. Við erum að vinna í því, en viljum bara vera viss um að frammistaða allra sjampóstykkjanna sé 100% áður en við skellum þeim í hillurnar. Við mælum því með að þið fylgist vel með - það eru spennandi tímar framundan!

LOVE/sjampóstykki Mýkjandi sjampó fyrir þykkt eða gróft hár.

Inniheldur þykkni úr ólífum frá Ficarra frá Messina, Slow Food býli.

Inniheldur þykkni úr rauðu sellerí frá Slow Food býli í Orbassano, Turin. Ríkt af seinefnasöltum. Þykkni úr rauðu sellerí endurnýjar steinefnaforða hársins.

Ríkt af fitusýrum og vítamínum. Ólífuþykknið eykur teygjanleika hársins og mýkir það.

VOLU/sjampóstykki Sjampó fyrir þunnt eða fíntgert hár sem gefur lyftingu.

Innheldur þykkni úr næpurót frá Slow Food býli í Caprauna, Cuneo. Ríkt af steinefnum og vítamínum. Næpurótin gefur hárinu lyftingu og fyllingu.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR: 1. Bleyttu sjampóstykkið og nuddaðu það til að búa til mjúka froðu. 2. Berðu froðuna í blautt hárið og nuddaðu þar til henni er jafnt dreift í hárið. 3. Skolaðu vel og fylgdu eftir með hárnæringu ef þörf er á. 4. Skolaðu sjampóstykkið og leyfðu því að þorna.

bpro Mag sumar 2021

9


MEÐ BESTU HÚÐINA Í BRANSANUM

Baldur Rafn Gylfason, eigandi Bpro, og Hildur Elísabet Ingadóttir, snyrtifræðimeistari, hafa verið reglulegir gestir hjá þeim Kristínu Ruth, Agli og Rikka G í morgunþættinum Brennslunni á FM957. Þar hefur mikið verið spjallað og hlegið en það sem hefur þó staðið upp úr er allur fróðleikurinn sem þau Baldur og Hildur hafa mætt með og skellt út í kosmósið. Við tókum Brennslu-crewið tali og forvitnuðumst um það sem þau hafa lært og tileinkað sér í húðumhirðu en þau hafa undanfarna mánuði verið dugleg að prófa vörur frá /skin regimen/ og MARC INBANE Hvernig er húðrútínan þín í dag?

Kristín: Ég hreinsa húðina daglega í sturtu á morgnanna. Næri hana vel með góðu kremi og inn á milli nota ég booster. Egill: Krem, booster og reglulega tan sprey. Rikki: Krem og hreinsir í sturtu.

Notar þú sólarvörn daglega?

Kristín: Já, farin að gera það, en gerði það ekki daglega fyrr en ég kynntist Hildi. Egill: Nei. Rikki: Niiiiii.

Verstu snyrtivörukaupin eða versta vara sem þú hefur prófað?

Kristín: Vatnsheldur maskari sem klessti og braut augnhárin. Skelfing! Egill: Ohhh maður, man ekkert eins og er. Rikki: Nivea krem – (soft), vond húð eftirá – varð rauður og fékk útbrot.

Uppáhalds húðvaran?

Kristín: Boosterinn og Cleansing Cream andlitshreinsirinn frá Skin Regimen. Egill: Andlitskremið mitt og Tulsi boosterinn minn. Hann er reyndar búinn og ég þarf að fara að uppfæra. Rikki: Hreinsirinn.

Hvað er það merkilegasta sem þú hefur lært í sambandi við húðumhirðu?

Kristín: Notkun á sólarvörn og hversu mikilvægt það er. Hreinsun og að næra húðina. Taka þessi skref sem Hildur hefur kennt okkur. Egill: Að mengun og annað í umhverfi okkar eru allskonar eiturefni og þessvegna er mikilvægt að þrífa húðina reglulega með góðum vörum. Rikki: Skrúbbinn í sturtu. Að þrífa húðina betur og skrúbba.

10

bpro Mag sumar 2021


LITRÍKT SUMAR MEÐ

WONDER BRUSH

bpro Mag sumar 2021

11


STYLE

[ SKREF F YRIR SKREF ]

HOLLYWOOD KRULLUR VERKFÆRI: ROD VS6 + ROD VS4

1

2

[ Byrjaðu aftast. Gerðu eina skiptingu og festu restina upp með spennu. Klemmdu ROD6 einu sinni þétt upp við rótina. ]

3

4 [ Endurtaktu upp allt hárið á annarri hliðinni. Snúðu járninu í sömu átt alla leið upp. ]

[ Gerðu beina miðjuskiptingu efst og sikk sakk skiptingu að aftan. Byrjaðu aftast og krullaðu lítinn lokk í einu með ROD4. ]

5

6 [ Endurtaktu sama ferli á hinni hliðinni en snúðu járninu þá í hina áttina. ]

12

[ Endurtaktu í allt hárið en skildu lokkana í kring um andlitið eftir. ]

bpro Mag sumar 2021

[ Greiddu vel í gegn um hárið fyrir fallega lokaútkomu. ]


ENDURMÓTANDI OG ÞÉTTANDI TVÆR NÝJAR VÖRUR ÚR BODY STRATEGIST LÍNUNNI Body strategist líkamslínan frá [comfort zone] hentar vel hvort sem markmiðið er að þétta húðina, afeitra hana eða vinna á appelsínuhúð. Body Strategist býður upp á alls kyns sérsniðnar lausnir fyrir flestar húðgerðir og nýlega bættust tvær vörur við línuna; Attack Serum og Contour Cream. Attack Serum er endurmótandi serum með mikla virkni. Serumið örvar fitubrennslu og vinnur vel með og eykur virkni Cream Gel og Thermo Cream úr sömu línu sem vinna á appelsínuhúð. Serumið skal bera á þau svæði þar sem þörf er á einu sinni á dag með léttum hreyfingum. Athugið að ekki er ráðlagt að nota Attack Serum á meðgöngu. Contour Cream er þéttandi og rakagefandi krem sem gerir húðina samstundis silkimjúka. Áferðin er létt og kremið hentar vel fyrir yngri húð og í heitu loftslagi. Kremið skal bera á allan líkamann kvölds og morgna og nudda þar til það hefur síast alveg inn í húðina. Óhætt er að nota Contour Cream á meðgöngu. Báðar vörurnar innihalda yfir 92% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna og eru án sílíkona og gervi ilmefna. Þær eru framleiddar með endurnýtanlegum auðlindum og umbúðirnar eru kolefnisjafnaðar og pappírinn FSC vottaður.

bpro Mag sumar 2021

13


HUGSAÐU UM HÁRIÐ ALLT ÁRIÐ

VER GEGN OG VINNUR Á SKEMMDUM AF VÖLDUM SÓLAR, SJÁVAR OG KLÓRS


STYLE

[ SKREF F YRIR SKREF ]

KLASSÍSKAR KRULLUR VERKFÆRI: ROD VS12 + ROD VS10

1

2 [ Endurtaktu í alla skiptinguna. ]

[ Byrjaðu aftast. Gerðu eina skiptingu og festu restina upp með spennu. Taktu lítinn lokk og krullaðu með ROD12. ]

3 [ Gerðu aðra skiptingu fyrir ofan þessa fyrstu og krullaðu eins með ROD10. ]

4 [ Gerðu aðra skiptingu fyrir ofan þessa og krullaðu með ROD12 og næstu fyrir ofan með ROD10. ]

5

6

[ Losaðu um krullurnar með fingrunum. ]

[ Endurtaktu upp allt hárið. ]

bpro Mag sumar 2021

15


16

bpro Mag sumar 2021


LJÓMANDI LJÓSIR LOKKAR HEART OF GLASS LÍNAN FRÁ DAVINES ER SÉRSTAKLEGA HÖNNUÐ FYRIR NÁTTÚRULEGA LJÓST EÐA LITAÐ LJÓST HÁR

Ljóst hár, allt frá náttúrulega ljósu yfir í aflitað, þarf sérstaka athygli og aukna umönnun til að halda því heilbrigðu og glansandi. Ljóst hár er afar viðkvæmt og getur til dæmis tapað glans í sól, saltvatni eða klór. En með réttum vörum og réttri hárumhirðu er mögulegt að varðveita náttúrulegan gljáa hársins. Heart of Glass línan frá Davines samanstendur af fjórum vörum sem styrkja, vernda og næra ljóst hár ásamt því að viðhalda lit, vinna gegn óæskilegum tónum og gefa ljóma.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR: Berið í lengd og enda. Látið bíða í 5-10 mínútur, greiðið í gegn og skolið vel úr. Því lengur sem meðferðin fær að bíða, þeim mun meiri verður virknin.

#1 – BLÁTT SJAMPÓ SEM SKERPIR Á LJÓSA LITNUM Heart of Glass Silkening Shampoo inniheldur þykkni úr Jagua ávextinum sem lífgar upp á og skerpir alla ljósa liti og vinnur gegn óæskilegum tónum. Sjampóið er milt og nærandi og viðheldur glansi í ljósu hári. NOTKUNARLEIÐBEININGAR: Berið í rakt hár og hársvörð og nuddið létt. Skolið vel úr og endurtakið eftir þörfum. #2 – RÍK NÆRING TIL AÐ NÆRA LJÓST HÁR Ljóst hár, og þá sérstaklega (en þó alls ekki eingöngu) hár sem hefur verið aflitað, þarf að meðhöndla með vörum sem styrkja hárið. Heart of Glass hárnæringin – Rich Conditioner – inniheldur Biacidic Bond Complex og Baobab þykkni sem lífga upp á hárið og gera ljósa litinn bjartari. Blái liturinn á næringunni kemur frá náttúrulegu þykkni Jagua ávaxtarins. Þetta er mikilvæg nýjung sem gerir okkur kleift að forðast gervi litarefni. NOTKUNARLEIÐBEININGAR: Berið í lengd og enda á handklæðaþurru hári. Látið liggja í 5 mínútur, greiðið í gegn og skolið vel úr. Við mælum með að hárnæringin sé notuð í hvert skipti sem hárið er þvegið.

#3 – MEÐFERÐ SEM STYRKIR AFLITAÐ HÁR Það er ekki bara litað ljóst og aflitað hár sem getur verið viðkvæmt og brothætt heldur einnig náttúrulega ljóst hár sem hefur verið mikið í sól eða sjó til dæmis. Heart of Glass Intense Treatment er meðferð sem gott er að nota að minnsta kosti einu sinni í viku, en hún nærir og hemur hárið. Formúlan inniheldur Biacidic Bond Complex – sem Davines á einkaleyfi á – sem endurbyggir hárið og kemur í veg fyrir frekari skemmdir.

#4 – RAKAGEFANDI HITAVÖRN SEM GEFUR LJÓMA Síðasta skrefið áður en hárið er þurrkað og stælað er Heart of Glass Sheer Glaze. Sheer Glaze er leave-in meðferð sem gefur raka og glans auk þess sem það ver hárið fyrir hita og UV geislum sólar. Það inniheldur styrkjandi jurtaþykkni sem eykur teygjanleika og kraft hársins. NOTKUNARLEIÐBEININGAR: Notið 7-15 pumpur og dreifið jafnt í handklæðaþurrt hárið. Greiðið í gegn og mótið að vild. SÉRSNIÐIN RÁÐ FYRIR ALLAR TEGUNDIR AF LJÓSU HÁRI Eins og með svo margt annað er stöðugleiki mikilvægur til að ná sem bestum árangri. Vörurnar í Heart of Glass línunni virka best þegar þær eru notaðar reglulega og saman en hægt er að blanda þeim saman eftir því sem hentar hverjum og einum.

bpro Mag sumar 2021

17


LANGIR DAGAR, STUTTAR NÆTUR OG SÓLSKIN Það er dásamlegt þegar sólin fer að hækka á lofti og við förum að njóta geisla hennar og hita. En eins dásamleg og sólin er þá er skaðsemi hennar á húð og hár mikil. Jafnvel þegar skýjað er úti skaðar sólin okkur. Neikvæð áhrif sólar á húðina eru ekki síðri en af völdum reykinga og umhverfismengunar hvað varðar hrukkumyndun, litabreytingar, rakatap, frumuskemmdir og húðkrabbamein.

Urban shield SPF30 er ein vinsælasta varan frá /skin regimen/

SPF Margir velta fyrir sér hvað SPF þýðir og hver er munurinn á t.d. SPF 30 og SPF 50. SPF stendur fyrir sun protection factor og talar þá um verndarstyrk gegn UVB sem eru geislarnir sem valda frumuskaða og húðkrabbameini. Ef þú getur verið í sól í 10 mínútur án þess að roðna þá ætti SPF 30 að leyfa þér að vera í 30x þann tíma án skaða sem eru c.a. 300 mínútur, og þá væri SPF 50 vera í sólinni 50x tíminn sem þú getur verið án þess að roðna. En það miðast við að þú berir reglulega á þig og alls ekki sjaldnar en á tveggja tíma fresti. Þættir sem þarf einnig að taka til greina eru staðsetning við miðbaug jarðar og tegund útiveru. Það skiptir til dæmis máli hvort þú ert úti í garði eða í sundi því það hefur áhrif á endurkast og styrk sólargeisla. HÚÐ Það eru þrjár gerðir sólargeisla sem valda hvað mestum skaða; UVA, UVB og UVC. Það er mjög mikilvægt að nota alltaf breiðvirka sólarvörn sem verndar okkur sem mest og þá horfum við helst á UVA og UVB vörn.

/skin regimen/ recharging mist ver gegn bláum geislum sem koma frá skjátækjum

18

UVA geislar eru mýsnar sem læðast því við finnum ekki alltaf fyrir þeim. Þeir komast í gegnum gler í bílum og húsum þannig að ef að við sitjum við glugga alla daga mun sólin valda húðinni skaða. UVB geislar komast almennt ekki í gegn um gler. UVC geislar valda skaða í mikilli hæð en yfirleitt er talið

bpro Mag sumar 2021


Comfort Zone Sun Soul og Water Soul eru hágæða vörur sem verja húðina fyrir skaðlegum geislum sólar og vinna gegn öldrunareinkennum

að osonlagið verndi okkur fyrir þeim. Hins vegar hefur mannkynið valdið miklum skaða á osonlaginu og eru komin stór göt í það og ekki lengur hægt að treysta á vernd þess. Sólavörn með zink-oxíð veitir vörn gegn UVC geislum.

litafrumur hársins sem gerir hárið svo veikbyggt að það getur farið að brotna.

Ekki má gleyma bláu geislunum sem koma frá skjátækjum s.s. tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum en þeir skaða ekki bara augun því rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir brjóta niður kollagen og elastín húðar og valda ótímabærri öldrun. Þennan skaða er hægt að minnka með því að stilla skjátæki á blue filter eða fá hreinlega blue filter filmu til að líma yfir skjáinn á tækinu. Einnig eru til sérstakar varnir fyrir húðina sem vernda gegn bláum geislum og þær þarf að nota allan ársins hring. Það er nánast ómögulegt að viðhalda æskuljóma húðar án þess að nota sólarvörn daglega. Öll vera í sól, sama hversu stutt, mun skaða húðina. Flest höldum við að það sé nóg að nota sólarvörn þegar við förum í sund, sólbað eða þegar að við ætlum að eyða lengri tíma utandyra. En staðreyndin er sú að sólarskaði og frumuskaði byrjar um leið og við löbbum út úr húsinu í dagsbirtu.

UVA og UVB geislar sólar skaða varanlega ysta lag hársins sem kallast Cuticle. Einkenni sólarskaða eru litabreytingar, þurrt og brothætt hár, klofnir endar, hárþynning og úfin hár. Sólarskaðað hár er sjáanlega þurrt og mjög þurrt viðkomu. Ef þú ert með þunnt eða fíngert hár er einnig mikil hætta á því að skaða húðina í hársverðinum varanlega og í slæmum tilfellum getur það valdið húðkrabbameini. Húðin í hársverðinum verður nefninlega fyrir sama skaða og húðin annarstaðar á líkamanum ef við verndum hana ekki. Sólargeislar valda ekki ósvipuðum skaða á hárinu og mikil aflitun. Náttúrulega ljóst hár er viðkvæmara í sól og það er sérstaklega mikilvægt að verja krullað og liðað hár fyrir geislum sólar þar sem krullurnar eru mjög viðkvæmar fyrir sólinni. Og eitt sem allir þurfa að hafa í huga: allur hárlitur dofnar og er viðkvæmari í sól!

HÁR Sólin upplitar hárið á okkur. Sumum finnst frábært að fá smá “sólarstrípur í hárið” en málið er bara miklu verra og flóknara en það. Sólargeislar brjóta niður prótín og

Það sem þarf að huga að áður en farið er í sól er að sjálfsögðu sólarvörn fyrir hár og hársvörð, og ef ferðinni er heitið í sund eða á ströndina er nauðsynlegt að eiga gott sjampó sem hreinsar vel burt klór og salt og vinnur gegn stakeindum. Svo er algjört möst að eiga góðan rakamaska eða rakamikla næringu til þess að vinna upp rakatap sem verður í sól.

label.m Sun Edition ver hárið fyrir skemmdum af völdum klórs, sjávar og sólar

Davines SU/ sólarlínan hentar fyrir bæði húð og hár

bpro Mag sumar 2021

19


360 HÓTEL KÓSÝ MEÐ COMFORT ZONE 360 Hótel er fallega hannað Boutique hótel á suðurlandi. Hótelið opnaði árið 2018 og hefur fengið hæstu einkunnir frá erlendum sem og innlendum gestum og vottun frá Vakanum sem fjögurra stjörnu hótel. Vakinn er byggður á nýsjálensku gæðakerfi fyrir ferðaþjónstu sem kallast Qualmark og er markmið hans að auka fagmennsku og efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í íslenskri ferðaþjónstu ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.

Falleg og rúmgóð herbergi

Boutique hótel byggja oft á sérstakri hönnun en á 360 Hótel var lögð áhersla á hráa áferð í bland við hágæða húsgögn. Á hótelinu, sem er 1000 m2, eru 13 herbergi: 10 Deluxe, 2 Junior Suites og 1 Grand Suite, 200 m2 spa og glæsilegur veitingasalur sem tekur um 40 gesti í sæti. Í spa-inu eru tvær náttúrulaugar, kaldur pottur, sauna, nuddherbergi og slökunarrými með arinofni. Á hótelinu er lögð rík áhersla á gæði á öllum sviðum og er ekkert gefið eftir þegar kemur að líkamsvörum fyrir gestina. Gestum hótelsins býðst að nota Tranquillity líkamsvörurnar frá [comfort zone] á meðan á dvöl þeirra stendur en þær eru einstaklega nærandi auk þess sem ilmurinn dregur úr streitu og kvíða, bætir svefngæði og veitir slökun á líkama og sál. Á svæðinu er að finna afþreyingu við allra hæfi en meðal annars er hægt að komast í íshellaleiðangra, hvalaskoðun, ribsafari, golf og hestaferðir í nágrenninu.

Hágæða húsgögn prýða hótelið

Comfort Zone í boði fyrir gestina

20

Þú finnur allar nánari upplýsingar um þetta stórkostlega hótel á www.360hotel.is

Norðurljósin dansa yfir hótelinu

bpro Mag sumar 2021


bpro Mag sumar 2021

21


FYRSTA HÚÐUMHIRÐAN Sá tími kemur í lífi allra að huga þarf að réttri og góðri húðumhirðu. Það eru óneitanlega ákveðin tímamót í lífi hverrar manneskju og ákveðin manndómsvígsla þegar fyrsta húðumhirðan hefst. Hún getur byrjað allt frá 12 ára aldri en það er að sjálfsögðu einstaklingsbundið.

Það er ýmislegt sem þarf að huga að, en fyrst og fremst mælum við með að bóka tíma hjá fagmanni í húðgreiningu og húðráðgjöf. Þar mun fagmaðurinn fara yfir hvaða húðgerð viðkomandi er með og í kjölfarið ráðleggja vöruval og fræða um rétta vörunotkun. RÚTÍNAN Við byrjum yfirleitt mjög einfalt og byggjum síðan ofan á það. En það eru nokkrir meginþættir sem eiga við um allar húðgerðir. Húðina skal þvo með yfirborðshreinsi alla daga, tvisvar á kvöldin og svo einu sinni á morgnana. Svo er nauðsynlegt að djúphreinsa húðina einu sinni til tvisvar í viku til að losa burt dauðar húðfrumur, auka endurnýjun og losa húðina við erfiðari óhreinindi.

/skin regimen/ boosterarnir eru fimm talsins og eru allir mjög virkir

Eftir yfirborðshreinsun, bæði kvölds og morgna, er nauðsynlegt að nota rakakrem við hæfi - létt krem fyrir feita húð og ríkara krem fyrir þurra húð sem þarf meiri næringu. Andlitsmaska notum við svo einu sinni til tvisvar í viku og er hann valinn eftir þörfum húðarinnar, húðgerð og húðástandi. Sértækar vörur eins og serum er notað kvölds og morgna, undir andlitskrem og er það valið eftir þörfum húðar. Með boosterunum frá /skin regimen/ er hægt að sérsníða húðumhirðu fyrir hvern og einn þar sem þeir sinna öllum húðáhyggjum og húðástandi.

/skin regimen/ polypeptide rich cream og tripeptide cream

Augnkrem er ekki nauðsynlegt í fyrstu húðumhirðu en notkun þess byrjar yfirleitt ekki fyrr en við 20-25 ára aldurinn. Því fyrr sem við byrjum góða húðumhirðu því betra og með því að fá faglega ráðgjöf má reikna með betri árangri. Munum að heilbrigð húð er lífstíll og það geta allir verið með góða, heilbrigða og fallega húð með réttu húðumhirðunni. /skin regimen/ cleansing cream 22

bpro Mag sumar 2021


bpro Mag sumar 2021

23


KLIFU EVEREST FYRIR UMHYGGJU Fjall­göngu­menn­irn­ir Heim­ir Fann­ar Hall­gríms­son og Sig­urður Bjarni Sveins­son náðu á topp Everest, hæsta fjalls heims um miðnætti þann 24. maí síðastliðinn og eru þeir nú búnir að bætast í fríðan hóp þeirra Íslendinga sem hafa toppað fjallið. Þeir Heimir og Sigurður ákváðu að fara á Everest í nóv­em­ber 2020. Heim­ir Fann­ar bar hugmyndina undir félaga sinn Sig­urð Bjarna og eft­ir aðeins stuttan umhugsunartíma ákvað Sig­urður að slá til og var tekin ákvörðun um það að stefna á toppinn núna í maí 2021. Þeim þótti mik­il­vægt að láta gott af sér leiða með leiðangr­in­um og ákváðu þeir að safna fé fyr­ir Um­hyggju – fé­lag lang­veikra barna. Í viðtali sem var tekið við þá félaga áður en þeir lögðu af stað í leiðangurinn sagði Sigurður „Við horf­um á þetta þannig að við séum að klífa fjallið með Um­hyggju. Ætlum að hleypa þeim inn í og leyfa þeim að taka þátt bæði í und­ir­bún­ingn­um og leiðangr­in­um. Við ætl­um að reyna að virkja fjöl­skyld­ur lang­veikra barna með okk­ur. Ef lang­veik börn hafa áhuga á því að senda inn drauma til okk­ar ætl­um við að taka þá með okk­ur í ferðalagið, lesa þá upp á fal­leg­um stöðum og reyna að taka þá með okk­ur alla leið upp á topp Ev­erest.“ Við hjá bpro höfum fylgst spennt með ferðalagi þeirra félaga frá upphafi og erum stoltir og umhyggjusamir styrktaraðilar Með Umhyggju á Everest 2021.

Félagarnir á leiðinni upp á toppinn

24

bpro Mag sumar 2021


Þegar lagt er af stað í svona ferðalag þarf að reyna að hafa farangurinn sem allra léttastan. Þegar hann Heimir kíkti í heimsókn í bpro rétt áður en hann lagði af stað þá fannst okkur tilvalið að senda hann með úrval af sjampó og kremprufum. Baldur heyrði í Heimi þegar þeir félagar voru komnir niður af Everest og í öryggt skjól og spurði hann hvernig prufurnar hafi reynst.

Vinirnir njóta útsýnisins

1. Hvernig reyndist að vera með Davines sjampó á toppi Everest? Það reyndist mun meiri lúxus en ég hefði getað ímyndað mér í upphafi. Ég uppgötvaði það ekki almennilega fyrr en við vorum komnir í grunnbúðir Everest. Við vorum þá búnir að vera á ferðalagi í tæpan mánuð áður en við komum í grunnbúðir Everest. Það er erfitt að finna eitthvað sem heitir lúxus í 5400 metra hæð í Himalayafjöllum. Að komast í sturtu er þvílíkur lúxus og að hafa verið með sjampó frá Davines toppaði þá upplifun algjörlega. Það má segja að sjampóið frá Davines hafi verið punkturinn yfir i-ið í sturtuferðunum sem voru ca. einu sinni í viku á meðan 70 daga ferð stóð yfir. 2. Gafstu Sigga smá með þér eða hélstu þessu leyndarmáli bara fyrir þig? Þegar ég fattaði að það var handsápa í boði í sturtutjaldinu okkar í grunnbúðum Everest þá talaði ég ekki hátt um hversu gott sjampó ég var með í pokanum mínum. Að vísu gaf ég Sigga félaga mínum Davines sjampó með mér sem gerði hann afar hamingjusaman.

Ekkert greiðfarin leið

3. Hvernig var tilfinningin að standa á toppnum? Það er rosalega erfitt að lýsa tilfinningunni að standa á hæsta tindiveraldar og ég held ég sé enn að móttaka upplifunina af því. Svona til þess að koma því eitthvað í orð þá var það í alla staði mögnuð tilfinning eftir alla þá vinnu og erfiði sem það hefði tekið að komast á þennan stað. Um leið var það virkilega erfitt og yfirþyrmandi að standa á toppnum. Dauðaþögnin, kuldinn og nándin við dauðann öskraði í huga manns að koma sér niður af þessum heilaga stað. Eftir nokkrar myndatökur viltu bara koma þér niður og komast í öruggt skjól. 4. Notaðir þú einhver krem til að halda húðinni í lagi í öllum kuldanum? Sem betur fer notaði ég krem frá /skin regimen/. Húðin hefur þurft að þola mikið undanfarna 70 daga. Gífurlegar hitabreytingar og þrátt fyrir sólarvörn þá hefur verið erfitt að hindra bruna á húðinni. Nokkrar tegundir af kremum frá /skin regimen/ hafa algjörlega bjargað mér síðustu rúma 2 mánuði. Við skorum á fyrirtæki og einstaklinga sem hafa tök á að leggja málefninu lið. Hægt er að finna allar nánari upplýsingar á Facebook síðu Með Umhyggju á Everest.

Heimir með Davines sjampóið góða í sturtutjaldinu

/skin regimen/ til að græða upp húðina

Heimir og Siggi á toppi Everest bpro Mag sumar 2021

25


www.hhsimonsen.is


heilbrigð húð er lífsstíll

/ný vara/ /skin regimen/ recharging mist Vissir þú að blátt ljós frá tölvuskjám og símum brýtur niður elastín og kollagen í húð og flýtir fyrir ótímabærri öldrun? Flest eyðum við talsverðum tíma á hverjum degi fyrir framan skjái og er þetta því frekar óhugnaleg staðreynd fyrir þá sem er annt um að viðhalda heilbrigðri húð sem lengst. Við tökum því fagnandi á móti nýjustu viðbótinni við /skin regimen/ fjölskylduna: Recharging mist. Recharging mist er fíngerður andoxandi og rakagefandi úði sem viðheldur raka, gefur ljóma og ver húðina fyrir bláu ljósi frá tölvuskjám og símum. Gott er að spreyja úðanum á andlit og háls úr ca. 20cm fjarlægð með lokuð augu. Úðanum má spreyja yfir farða og gott er að endurtaka yfir daginn eftir þörfum, sérstaklega þegar setið er fyrir framan tölvuskjá eða í rými þar sem loftið er þurrt. Recharging mist er án gervi ilmefna, sílikona, SLES og SLS og hentar fyrir vegan. Ilmurinn er 100% náttúrulegur ilmur með rósum og lavender. Það er framleitt með orku frá endurnýtanlegum auðlindum og umbúðirnar eru að fullu kolefnisjafnaðar. Þú finnur allar nánari upplýsingar um /skin regimen/ vörurnar á www.skinregimen.is

bpro Mag sumar 2021

27


Í UPPÁHALDI HJÁ BPRO FÓLKINU

INGUNN

FANNÝ

Organic Lemongrass sjampó og hárnæring frá label.m: Algjör rakabomba fyrir krullurnar og svo skemmir ferskur ilmurinn ekki fyrir. Medium hold modeling gel frá Davines: Dásamlega létt gel sem er samt með ótrúlega mikið og gott hald. Mæli með fyrir allar krullur. Perle de Soleil brúnkudroparnir frá MARC INBANE: Fullkomnir fyrir fólk sem er alltaf á hraðferð og gefur sér ekki tíma í almennilega brúnkumeðferð. Þú einfaldlega blandar dropunum út í dagkremið og færð samstundis fallegan lit og ljóma. C vítamín boosterinn frá /skin regimen/: Allra besta húðvara sem ég hef prófað. C vítamín serum sem jafnar húðtóninn og gefur húðinni svo fallegan ljóma. Tranquillity Body Lotion frá Comfort Zone: Silkimjúkt og ótrúlega létt body lotion sem skilur húðina ekki eftir feita eða klístraða. Tranquillity ilmurinn er líka hands down besta lykt sem til er.

Remedy línan frá Comfort Zone: Sérstaklega Remedy Toner – léttur úði yfir andlit og háls er hápunktur húðreinsunarinnar. Heart of Glass sjampó og hárnæring frá Davines: Hittir alveg í mark enda hannað fyrir ljóst hár eins og mitt. Ég elska glansinn, lyktina, mýktina og ekki skemmir fyrir hvað umbúðirnar eru fallegar inni á baði. Hýalúronsýru brúnkuspreyið frá Marc Inbane: Hentar minni húð fullkomlega, en það gefur góðan raka og helst ótrúlega vel á húðinni. Volume Brush frá HH Simonsen: Stendur upp úr þar sem hann er fullkominn í millisítt hár til að fá extra fyllingu. Rod VS3 keilujárnið frá HH Simonsen: Klárlega járnið sem ég elska. Hentar hvort sem ég er með sítt eða stutt hár og einnig hvort sem ég vil fíngerða eða grófari liði. Til að fullkomna krullurnar byrja ég alltaf á að spreyja Heat Protection Mist frá label.m áður en ég krulla, enda svo með Dry Texturizer frá Davines í rótina, hristi vel upp í krullunum og set svo 2-3 pumpur af Therapy olíunni frá label.m í endana. Og að lokum finnst mér ég eiga skilið medalíu að hafa náð að velja svona fáar vörur!

Markaðsfulltrúi

28

Sala

bpro Mag sumar 2021

BALDUR CEO

Label.m Thickening tonic: Nauðsynlegt til að þurrka eða blása hárið til að fá fyllingu og kraft sem endist allan daginn. Davines Medium Hold Finishing Gum: Fullkomið til að klára greiðsluna. Label.m Dry Shampoo Brunette: Þurrsjampó með lit sem ég spreyja aðeins í hvirfilinn svo ekki skíni í skallann. Davines Purifying sjampó: Algjört must þegar hársvörðurinn fer að pirrast og þorna sem gerist hjá mér inná milli en þetta lagar það um leið. Davines Energizing sjampó: Líka algjört must fyrir mig. Ég er alveg viss um að ef ég væri ekki að nota það væru hárin á hausnum orðin töluvert færri. Label.men: sjampóið er alltaf best þegar ég vill vera FRESH og þetta er ég alltaf með það í ræktartöskunni. Skin Regimen Cleansing Cream: er mitt uppáhald til að þrífa húðina kvölds og morgna. Náttúrulegt brúnkusprey frá MARC INBANE: Besta brúnkuspreyið sem hefur reddað mörgum þreyttum dögum! Davines OI/ handbalm: Allra besti handáburður sem til er og alls ekki hægt að sleppa honum.


FRÍÐA

HILDUR

Energizing sjampó frá Davines: Eitt það besta sem ég nota í hárið á mér. Sjampóið örvar blóðflæðið í hársverðinum, bætir mýkt og kemur í veg fyrir hárlos. Energizing superactive serumið er líka frábært serum sem dregur úr hárlosi og bætir þéttleika hársins. Ég veit ekki hvar ég væri án þessarar tvennu. OI/ hárnæringing frá Davines: Sjúklega nærandi, gefur raka og glans svo hárið verður eitthvað annað mjúkt og glansandi. OI/ All in one milk er einnig dásamleg vara með margskonar virkni. Hún kemur í veg fyrir frizz, er hitavörn og mýkir hárið. Algjör dásemd sem ilmar svo vel eins og öll OI/ línan gerir. Davines Relaxing moisturizing fluid: Ein af mínumm uppáhalds vörum. Ég set það í hárið áður enn ég blæs það og slétti, en það gefur mikinn raka og tekur allt frizz. Það sem er svo frábært við vöruna er að hún er einnig hitavörn og gefur svo fallegan glans. Hún er auðvitað paraben laus og ilmurinn er dásamlegur. Marc Inbane shower foam: Hér er á ferðinni ein besta sturtufroða sem ég hef prufað. Ég ber hana á mig í sturtu áður en ég nota Marc Inbane brúnkuspreyið, en froðan gefur góðan raka og brúnkuspreyið verður svo fullkomlega fallegt á líkmanum á eftir. Body Strategist Peel Scrub frá Comfort Zone: Ein mesta snilld sem ég hef prufað á líkmann. Ótrúlega góður djúphreinsir sem er settur á þurran líkmann og svo skolaður af eða látinn bíða yfir nótt. Gerir húðina á líkamanum silkimjúka.

Glyco lactic peel frá /skin regimen/: Gríðarlega endurnýjandi djúphreinsir með ávaxtasýrum, sem sléttir yfirborðið og gefur raka og ljóma. Comfort Zone Sublime skin lift mask: Dásamlegur maski sem nærir húðina, gefur ljóma lyftingu og fyllingu. Sacred Nature Cleansing Balm frá Comfort Zone: er dásamlegur yfirborðshreinsir sem er einstaklega mjúkur og hreinsar mjög auðveldlega burtu jafnvel erfiðasta farða. Comfort Zone Hydramemory ampúlur: Mjög kröftug virkni sem er tekin í kúr. Gefur húðinni mikinn ljóma, raka og fyllingu. /skin regimen/ Recharging mist: Dásamlegur úði sem ver húðina fyrir bláa ljósinu, gefur góðan raka og endurnýjar ferskleika og ljóma. /skin regimen/ Retinol booster: Gríðarlega endurnýjandi serum sem vinnur vel á línum og hrukkum. /skin regimen/ Polypeptide cream: Dásamlegt nærandi krem sem örvar kollagen framleiðslu. Vinnur vel á línum og hrukkum og gefur húðinni dásamlegan ljóma. Love Curl sjampó og hárnæring frá Davines: Yndislegt sjampó sem krullurnar mínar elska og hárnæring sem gefur þyrstum krullum þann raka sem þær þurfa. More Inside Curl Moisturizing Mousse: Rakagefandi froða sem gefur liðum raka og glans og gefur lyftingu og fyllingu. Love curl primer: Primer sem gefur hárinu góðan raka og undirbýr liðina til að taka við þeim mótunarefnum sem á eftir koma.

Lager

Sala

bpro Mag sumar 2021

FÍA Sala

Davines Replumping sjampó og hárnæring: Algjör rakabomba en samt svo létt og næs með bestu lykt í heimi. Davines Heart of Glass Sheer Glaze: Hita og UV-vörn sem gefur raka og er það létt að mér líður eins og ekkert sé í hárinu sem mér finnst æði. Intensive mask frá label.m: Besti hármaskinn að mínu mati, líka með lykt sem er alveg to die for. Davines Liquid Spell: Ég elska að blása upp úr Liquid Spell, mjúk og létt froða sem gefur algjört extra. Rod XXL frá HH Simonsen: Keilujárn sem gerir fullkomnar semí krullur þegar mig langar í krullur en samt ekki krullur. Sacred Nature Hydra Cream frá Comfort Zone: Undurdásamlegt rakakrem sem ég get ekki verið án eftir að ég kynntist því, svo silkimjúkt og rakagefandi, ilmurinn líka einn af mörgum uppáhálds. Sacred Nature Exfoliant Mask frá Comfort Zone: Algjör nauðsynjarvara að mínu mati, djúphreinsir með áferð sem ég get ekki lýst. Mig langar endalaust að gluða honum á mig. Sacred Nature Body Butter frá Comfort Zone: Svo mikið silkimjúkt að engin orð fá lýst, og auðvitað lyktin – elska hana mjög mikið. Skin Regimen Tripeptide cream: Rakakrem sem mér finnst nauðsynlegt að eiga samhliða Sacred Nature, aðeins léttara og meira glowy. Skin Regimen Cleansing Cream: Besti yfirborðshreinsirinn, þarf ekki að segja meir! Marc Inbane Tanning Mousse: Ég var mjög lengi á móti froðunni án þess að hafa prófað hana því ég var svo viss um að ekkert gæti verið betra en Marc Inbane spreyið, en svo gaf ég henni séns og ohmygod hún er í algjöru uppáhaldi. Svo mjúk og rakagefandi og rennur svo jafnt og vel á húðina. Og svo auðveld á hendurnar.

29


VIÐ LITUM MEÐ DAVINES Davines Mask with Vibrachrom eru permanent litir sem er að finna á mörgum helstu hárgreiðslustofum landsins. Litirnir gefa dýpt og extra mikinn glans og haldast vel í hári. Davines Mask litirnir eru vegan, en í staðinn fyrir mjólkurprótein er notað qinoa. A New Colour litirnir frá Davines eru ammóníakslausir litir sem henta mjög vel fyrir þá sem eru viðkvæmir. Kraftmiklir litir með mjúkri áferð. Davines View er demi-permanent skol sem henta sérstaklega vel til að tóna og gefa áferð en þeir skilja hárið eftir silkimjúkt og glansandi.

HEIMALITUN LEIÐRÉTT Sara á Kompaníinu IG: @sarascime

„Þessi stelpa er búin að vera aflituð, með aflitunar strípur og svo í Covid setti hún einhverja litanæringu í sig og endað blágræn í endunum (sést ekki nógu vel á mynd). Ég byrjaði à því að þvo henni upp úr Alchemic Copper sjampóinu og lokaði hàrinu með Alchemic Copper næringunni. Blés hàrið. Èg notaði Mask til að lita á henni hárið dökkt. Í rótina (3-4 cm) setti ég 40 gr 5.0 og 15 gr 5,14 í 5 vol. Notaði svo tvær blöndur í endana til að fá hreyfingu. Nr 1: 20 gr 514, 10 gr 5.0 og 7 gr 534 í 5 vol. Nr 2: 20 gr 614, 10 gr 6.0 og 4 gr 643 í 5 vol.“

LANGAÐI AÐ PRÓFA Solla á Slippnum IG: @hairbysolla

„Þessari elsku langaði svo að prófa að vera rauðhærð en vildi samt ekki festa sig með permanent lit. Enduðum í View sem eðlilega veðraðist svo úr í mjög fallegan strawberry blond sem var svo mjög auðvelt að lýsa aftur upp. Notaði 6,0 30gr / 7,34 20gr / 6,44 10 gr í rótina. 8,0 40 gr / 7,34 20 gr / 6,44 15gr í lengdina. Setti allt í þurrt hárið og poka yfir ( hitaði aðeins öðru hvoru með diffuser til að gefa auka kick í litinn).“

MÝKRI SKIL Theodóra á Barbarellu IG: @theodoramjoll

„Mig langar svo að deila með ykkur aðferð sem ég nota gjarnan í hár sem er með úr sér vaxið balayage til að mýkja skilin án þess að rótin verði bröndótt. Ég set microstrípur í allt hárið (örþunnar skiptingar og vef alla skiptinguna örfínt), eða um 50-60 bréf af álpappír. Set þéttari strípur við hárlínuna að framan. Við vaskinn tek ég fremstuhárin frá og set 7,1 í New Colour með smá dashi af violet út í 10 vol í alla rót við vaskinn nema fremsta partinn. Bíð í 3-5 mín. Skola og set svo 9,78 og 9,22 til helminga í view yfir allt hárið í 10-15 mínútur.“ 30

bpro Mag sumar 2021


KLASSÍSKT OG FAGURT

HUNANGSLITUR

Eyrún á Skuggafalli IG: @skuggafall

Silla á Hárbeitt IG: @harbeittharstofa

„Hún vildi lýsa hárið vel og fá meiri birtu í endana. Það var byrjað á að setja í hana strípur aftan í hnakka, vann sig upp í hvirfil með Progress 10 vol, hækkaði svo upp í 20 vol í vanga og 30 vol ofan höfðinu.Þar sem hún vildi lýsa út í lengdina á hárninu var notað Tolerance 1/4 + Progress 1/4 + 10 vol festi 2/4 -til að grilla ekki alveg lengdina þar sem það var ljóst fyrir.Notaði svo alla Heart of Glass línuna við vaskinn og blés hana svo upp úr Love Hair Smoother og Sheer glaze.“

„View 7.32 60 gr + 7.0 15gr elska View.“

FYRSTA LITUN Hugrún á Barbarellu IG: @barbarellahairsalon

„Var að fá lit í fyrsta sinn og vildi dökkna töluvert. Ég stakk uppá að byrja á View skoli til að fá fílinginn en eiga samt afturkvæmt ef hún vildi. Setti í hana View 3.51+4.0 til helminga með On protection.“

LJÓST OG LEKKERT Agata á Rampa IG: @rampaandthefunkyflocks

„Hún er náttúruleg sjöa með ösku- eða músalit og var með fjögurra mánaða rót. Ég gerði fríhendis balayage með Liberty og 20/30vol og lét bíða í 40 mínútur. Ég hef aldrei notað fríhendis strípuefni sem er svona mjúkt og ég elska það - útkoman er lýtalaus!“

MÖLLET UM MÖLLET Karlotta á Ónix IG: @karlottamargretar

„Breytti til og breytti svo aftur til. Aflitaði hana með 20 vol. Setti 2.0 mask i 10 vol í toppinn Tónaði hana síðan með 10.11 í 10 vol - 15 mínútur.

SÓLARKYSST

Eftir að hafa prófað að vera platínumlitaðan möllet var tekin ákvörðun um að fara enn lengra og fara út í glóðrauðan. Ég setti 7.4 í 10 vol í rótina. 8.44 30gr + 7.64 5gr í 10 vol í endana. (Parturinn undir var dökkur fyrir). Ég kalla þennan lit Fagradalsfjall.“

Hafrún á Skugga IG: @hafrunmakeupandhair

„Fríhendis lýsing með Liberty strípuefninu fá Davines.“

bpro Mag sumar 2021

31


SPENNANDI NÝJUNGAR MIKIL VIRKNI - SAMSTUNDIS SJÁANLEGUR ÁRANGUR Til að svara vaxandi kröfum um virkar vörur sem eru innblásnar af meðferðum húðlækna og gefa samstundis sjáanlegan árangur hefur [comfort zone] breikkað vöruúrvalið með framúrskarandi lausnum sem eru notaðar í kúr á milli andlitsmeðferða. Nýju Hydramemory og Sublime Skin ampúlurnar innihalda ofur virk innihaldsefni og er sjáanlegur munur eftir 7 daga kúr. Ampúlurnar skal nota kvölds og morgna í 7 daga eftir yfirborðshreinsun og fyrir serum og krem. Ef Essence er notað að staðaldri er það sett til hliðar á meðan ampúlurnar eru notaðar. Ampúlurnar eru án ilmefna. Hydramemory Hydra & Glow ampúlurnar innihalda rakagefandi þykkni sem styður við og leiðréttir starfsemi varnahjúps húðar, bætir raka hennar og gefur henni birtu og ljóma. Í klínískri rannsókn með 20 sjálfboðaliðum fundu 95% þátttakenda samstundis meiri raka í húð og eftir tvær vikur fundu 90% af þátttakendum fyrir bætingu á jafnvægi í húðtóni og áferð. Sublime Skin Lift & Firm ampúlurnar innihalda lyftandi og þéttandi þykkni sem endurnýjar teygjanleika og þéttleika húðar. Þykknið veitir samstundis lyftandi virkni og vinnur gegn sjáanlegum öldrunar ummerkjum. Í klínískri rannsókn með 20 sjálfboðaliðum fannst 100% af þátttakendum húðin samstundis mýkri og þéttari með meiri fyllingu. Mánuði seinna fannst 95% þátttakenda sjáanlegur munur á yfirborðshrukkum og svipbrigðalínum.



NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT -

tvær nýjar vörur frá

MARC INBANE Tvær spennandi nýjungar frá MARC INBANE hafa litið dagsins ljós á þessu ári – Oriental Boisé ilmkerti og Hýalúronsýru brúnkusprey. Þú finnur allar nánari upplýsingar um vörurnar okkar á www.marcinbane.is

ORIENTAL BOISÉ BOUGIE PARFUMÉE ilmkertin frá MARC INBANE eru í uppáhaldi hjá kertaaðdáendum um allan heim enda er seiðandi ilmur af þeim og ekki skemma falleg munnblásin glerglösin fyrir. Kertin eru framleidd eftir klassískum aðferðum og hellt í mörgum lögum til að vaxið og ilmurinn blandist fullkomlega út allan brunatímann. Kveikarnir eru sérvaldir til að eiga við hvern ilm og brenna kertin í allt að 50 klst. Ilmkertin eru falleg gjöf við hvaða tilefni sem er handa þér eða þeim sem þér þykir vænt um og langar að dekra við, en kerti með ljúfum ilm lífga upp á heimilið og eru því fullkomin tækifærisgjöf. Nú hefur nýr ilmur bæst í flóruna frá MARC INBANE - Oriental Boisé sem er dásamlega ferskur viðarilmur sem inniheldur meðal annars jasmín og lárviðarlauf. Oriental Boisé er fjórði ilmurinn í BOUGIE PARFUMÉE línunni en hinir þrír eru: Pastèque Ananas: sætur ilmur með blóma- og ávaxtakeim. Tabac Cuir: einkennist af hinni klassísku Chypre ilmblöndu, fágaðri blöndu af sandalvið og bergamíu sem gefur léttan sítrusilm og hlýjan patchouli undirtón. Scandy Chic: einkennist af blómum með viðar, vanillu og musku undirtónum. Djúpur og hlýr ilmur.

34

bpro Mag sumar 2021


- NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT

HÝALÚRONSÝRU BRÚNKUSPREY Nýjasta brúnkuvaran frá MARC INBANE er Hýalúronsýru brúnkusprey sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Brúnkuspreyið inniheldur þriðju kynslóðar hýalúronsýru sem hjálpar húðfrumum þínum að drekka í sig og viðhalda raka auk þess sem hún viðheldur þéttleika og teygjanleika og stuðlar að heilbrigði húðar. Niðurstaðan er mjúk og ljómandi húð með náttúrulegum lit. Spreyið örvar kollagen framleiðslu húðar sem gerir hana frísklega og sléttari. Nærandi og mjúk formúlan er án alkohóls og inniheldur Arlasolve™ sem gerir það að verkum að spreyið dreifist vel, þornar hratt og aðlagast fallega að þínum náttúrulega húðlit. Einn brúsi dugir í allt að 30 skipti á andlit, háls og bringu og allt að 5 skipti á allan líkamann og liturinn endist í allt að 9 daga. Spreyið hentar öllum húðgerðum og gerir húðina ekki appelsínugula. Eins og allar aðrar vörur frá MARC INBANE er Hýalúronsýru brúnkuspreyið vegan og án parabena og sílikona auk þess sem það er prófað af húðlæknum. Það er svo stór plús að brúsinn er Eco-friendly og að fullu endurvinnanlegur.

bpro Mag sumar 2021

35


ANDIS // COMFORT ZONE // DAVINES // DISICIDE // EXCELLENT EDGES // HH SIMONSEN // LABEL.M // MARC INBANE // SKIN REGIMEN

ANDIS // COMFORT ZONE // DAVINES // DISICIDE // EXCELLENT EDGES // HH SIMONSEN // LABEL.M // MARC INBANE // SKIN REGIMEN bpro heildverslun - Smiðsbúð 2 - 210 Garðabæ - sími: 552-5252 - www.bpro.is - IG: @bproiceland - FB: /bproiceland/


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.