EFNISYFIRLIT
5. BRÉF FRÁ BALDRI
Baldur, eigandi bpro, sendir sumarkveðju.
7. BEHIND THE SCENES
Á bak við tjöldin í stúdíóinu hjá
Kára Sverriss með snillingunum sem unnu saman að tískuþættinum í blaðinu.
8. MYNDAÞÁTTUR
Davines og HH Simonsen sameina krafta sína í stórglæsilegum myndaþætti.
20. M-PLEX
Farið yfir töfra M-PLEX línunnar frá LABEL.M.
24. ÞEIRRA UPPÁHALDS
Nokkur af okkar uppáhalds segja frá sínum uppáhalds.
30. SNYRTITASKAN HANS
Þessar eiga heima í snyrtitöskunni hans.
32. YFIRBORÐSHREINSIR VS. DJÚPHREINSIR
Allt um muninn á yfirborðshreinsum og djúphreinsum.
34. A BLONDE STORY
A Blonde Story er nýjasta lína Davines þar sem ljóst hár fær að njóta sín.
EFNISYFIRLIT
40. HVERSU HREINN ER HÁRBURSTINN ÞINN?
Ó já það þarf nefnilega líka að þrífa hárburstann. Hér finnur þú góð ráð varðandi þrif á burstanum þínum.
44. SLOWSTUDIO
Skemmtilegt spjall við Halldóru Guðlaugu Þorvaldsdóttur, eiganda slowstudio.
46. SÓLARVÖRN Í ANDLITIÐ
Hildur, snyrtisérfræðingur og trainer hjá Comfort Zone, fer yfir mikilvægi þess að nota sólarvörn allan ársins hring.
48. LABEL.M X IDOL
LABEL.M sá um að hárið á IDOL liðinu væri upp á tíu.
50. SUMAR MUST-HAVES
Allt sem þú þarft fyrir húðina og hárið í sumar.
52. DREIFARI
Ekki blása frissi í fallegu krullurnar. Svona verða krullurnar fullkomnar.
54. LABEL.M KLIKKAR EKKI
Ný og endurbætt vörulína LABEL.M hefur slegið rækilega í gegn.
FORSÍÐUMYND/
Ljósmyndari: Kári Sverriss
Fyrirsæta: Hanna Rakel
Hár: Steinunn Ósk
Förðun: Andrea Ruth
Stílisti: Sigrún Ásta Jörgensen
MÆTTU MEÐ TAN
Í SÓLINA
Vissir þú ...
AÐ ÞÚ FÆRÐ LIT Í GEGN UM BRÚNKUVÖRURNAR FRÁ MARC INBANE?
FRÁ BALDRI
Sumarið er tíminn, allt í gangi hjá öllum og gleði og hamingja vonandi fyrir alla með hækkandi sól.
Það er gaman að sjá og finna sem aðili í innflutningi á lúxus hár- og húðvörum hversu mikið við erum farin að vanda okkur við val á vörum og umhirðuna á okkar stærsta líffæri.
Það er mín tilfinning að fyrir einhverjum árum hafi quick fix vörur (sem eru frábærar inn á milli) verið vinsælli en að mikil breyting sé þar á í dag. Í dag eru pælingarnar orðnar dýpri og meiri og snúast ekki bara um lúkkið. Vinsælustu vörurnar eru oftast einhverjar sem stuðla að betri húð eða hári til lengri tíma litið. Við erum líka farin að vanda okkur og velja þá vörur sem eru ekki bara góðar eða flottar fyrir okkur heldur líka fyrir jörðina okkar.
Þetta er falleg og góð þróun að sjá.
Fjölmörg hugtök sem voru fyrir einhverjum árum ekki notuð eða jafnvel ekki til, að minnsta kosti ekki í mínum orðaforða, eru í dag orðin sjálfsagður hluti af lífinu.
Sjálfbærni
Líffræðilegur fjölbreytileiki
Binda kolefni
Hreinsun stranda
Engar plast agnir í snyrtivörum sem skolast í niðurfallið í sturtunni eða sundinu
Hrein innihaldsefni
Náttúruleg innihaldsefni
Án parabena, SLS, gervi litarefna, ofl.
Hugtökin eru að sjálfsögðu mikið fleiri en þessi komu fyrst upp í hugann.
Hvað hugsaðir þú ?
Við hjá bpro erum stolt af því að vinna með fjölmörgum fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja sitt af mörkum fyrir umhverfið og eru samfélagslega ábyrg. Einnig erum við stolt af öllu því sem við gerum sjálf til að gera heiminn að betri stað. Eitt af því er Davines lundurinn okkar í Þorláksskógum við Þorlákshöfn. Þar höfum við sett niður græðlinga frá árinu 2019 og fylgjumst stolt með lundinum okkar vaxa og dafna með hverju árinu.
Höldum áfram að bæta okkur og vinna saman að bættri framtíð.
Góðan lestur og gleðilegt sumar.
BRÉF
Við í bpro erum umkringd geggjuðu hæfileikafólki og elskum að smala þessu liði saman í alls kyns skemmtileg verkefni. Nú á vordögum hentum við okkur í eitt slíkt til að mynda forsíðuna og myndaþáttinn fyrir blaðið. Áherslan var í þetta sinn á hár og myndatakan unnin í samstarfi við Davines og HH Simonsen. Steinunn Ósk sá um hárið og var förðunin í höndunum á
Andreu Ruth. Sigrún Ásta Jörgensen stílíseraði og sem fyrr var það snillingurinn hann Kári Sverriss sem myndaði.
Fyrirsæturnar eru þær Hanna Rakel og Sigrún Eva hjá Eskimo.
Ljósmyndari: Kári Sverriss
Fyrirsætur: Hanna Rakel og Sigrún Eva
Hár: Steinunn Ósk með mótunarvörum
frá Davines og raftækjum frá HH Simonsen
Förðun: Andrea Ruth
Stílisti: Sigrún Ásta Jörgensen
HH Simonsen Rod XXL, Davines Medium Hold Modeling Gel og Davines Dry TexturizerBIG HUG
ER KNÚSIÐ SEM ÞÚ ÞARFT Á ÞANNIG DÖGUM
SJÁLFHITANDI PLÁSTRAR SEM
DRAGA ÚR TÚRVERKJUM.
HALDAST HEITIR Í ALLT AÐ
TÓLF KLUKKUSTUNDIR.
Líkamskrem sem hægir á hárvexti
LABEL.M M-PLEX
HVAÐ ER M-PLEX BOND TECHNOLOGY?
Nú nýverið var endurbætt vörulína LABEL.M kynnt til leiks og þar á meðal heil ný lína, M-PLEX, sem hefur algjörlega slegið í gegn. Vörurnar í M-PLEX línunni styðjast við nýstárlega tækni; M-PLEX Bond Technology. Þær byggja hárið upp, vernda það og styrkja og gera við hár sem hefur verið mikið efnameðhöndlað. M-PLEX tæknin eykur virkni litameðferða og annarra stofumeðferða en einnig eru í línunni vörur fyrir heimanotkun sem styrkja hárið og gera það heilbrigðara.
HELSTU KOSTIR M-PLEX BOND TECHNOLOGY
• Kemur í veg fyrir skemmdir og gerir við hár sem hefur verið mikið efnameðhöndlað.
• Verndar tengin í hárinu og gerir við þau.
• Gefur hárlit aukinn kraft.
• Mýkir og róar hárið og gefur ljóma.
• Gerir það auðveldara að greiða hárið, bæði blautt og þurrt.
STOFUMEÐFERÐ
M-PLEX stofumeðferðin er sérhæfð meðferð sem er sérstaklega þróuð til að gera við tengin í hárinu. Hún er ætluð til að nota samhliða litun eða til að styrkja og vernda dísúlfíð tengin í hárinu sem styrkir og mýkir hárið á áberandi hátt auk þess að gefa fallegan glans.
SKREF 1
• Mesti styrkur af M-PLEX Bond Technology.
• Gerir við og verndar dísúlfíð tengin í hárinu á kröftugan hátt á meðan hárið er efnameðhöndlað á stofu.
• Styrkir og mýkir hárið á áberandi hátt.
SKREF 2
• Gerir við og verndar dísúlfíð tengin í hárinu eftir efnameðhöndlun á stofu.
• Nærir og lokar ysta lagi hársins fyrir mýkra og heilbrigðara útlítandi hár.
• Hárið verður áberandi mýkra, viðráðanlegra og meira glansandi.
HVENÆR HENTAR M-PLEX STOFUMEÐFERÐ:
• Sem sjálfstæð meðferð
• Með aflitun eða strípum
• Með aflitun í rót
• Með Balayage
• Þegar hárið er litað hvort sem það eru notaðir hárlitir eða skol
• Fyrir Keratín meðferð
• Þegar sett er permanent
HEIMAMEÐFERÐ
SKREF 1 - SJAMPÓ
• Nýstárleg formúla sem inniheldur ekki súlföt.
• Gerir við og verndar tengin í hárinu og kemur í veg fyrir að þau skemmist.
• Gefur djúpan raka með einstöku Hydropower Bond Technology.
SKREF 2 - HÁRNÆRING
• Rík og nærandi hárnæring.
• Gerir við og verndar tengin í hárinu og kemur í veg fyrir að þau skemmist.
• Gefur djúpan raka með einstöku Hydropower Bond Technology.
SKREF 3 – MASKI
• Mildur meðferðarmaski.
• Gerir við og verndar hárið innan frá og út fyrir viðráðanlegra hár.
• Endurheimtir fullkomna mýkt og glans.
• Langvarandi virkni.
/cleansing cream/
Mildur, freyðandi yfirborðshreinsir með margþætta virkni. Verndar húðina gegn neikvæðum áhrifum mengunar ásamt því að fjarlægja SPF, farða, ryk og mengun.
Hentar vel í daglegu húðrútínuna fyrir allar húðgerðir.
Þú finnur upplýsingar um vörurnar okkar og sölustaði á skinregimen.is
UPPÁHALDS ÞEIRRA
Davines Liquid Luster
Liquid luster frá Davines er vara sem ég prófaði bara fyrir stuttu síðan en er strax orðin algjört „must have“ í sturtunni. Ég ber þetta í hárið af og til þegar mér finnst hárið þurfa smá extra trít og meiri glans og þetta snarvirkar. Mjög gott að grípa í þetta inná milli þegar maður er farin að bíða eftir næsta tíma í litun. Og það besta er að vökvinn þarf ekki að liggja lengi í hárinu og því er þetta mjög hentugt fyrir óþolinmóðar týpur eins og mig.
LABEL.M Brunette Texturising Volume Spray
Þetta er önnur vara sem ég hef notað lengi og á alltaf til. Mér finnst geggjað að spreyja þessu í rótina til að fá smá lyftingu sem endist allan daginn frá morgni til kvölds. Nota þetta til dæmis alltaf fyrir myndatökur og svoleiðis, kemur svo næs áferð á hárið og gott fyrir svona smá „messy“ lúkk. Auðvelt í notkun og ekki of mikið vesen til þess að gefa hárinu smá extra trít þegar maður vill líta vel út.
Davines Nourishing Shampoo
ÞÓRDÍS BJÖRK
LEIKKONA/SÖNGKONA
Davines OI Oil
Ég er búin að nota OI hárolíuna frá Davines í mörg ár og hún er algjörlega ómissandi í minni hárrútínu. Ég tek hana með mér í öll ferðalög og er með litla flösku af henni í sundtöskunni. Hárið mitt á til að flækjast auðveldlega og verða stundum aðeins of úfið en þessi olía sér til þess að halda því í skefjum. Hárið verður silkimjúkt og glansandi en mér finnst líka mikill kostur að hún er ekki of „heavy“ fyrir hárið. Ég get ekki farið úr sturtu án þess að setja þessa olíu í hárið fyrir utan það að það verður töluvert auðveldara að greiða hárið. Svo er lyktin alveg ótrúlega góð, allt úr OI línunni lyktar guðdómlega.
HARPA KÁRA
EIGANDI MAKE-UP STUDIO HÖRPU KÁRA
Davines Volu Shampoo
Volu sjampóið frá Davines er uppáhalds sjampóið mitt. Ég er með þykkt en fíngert hár og þetta hentar minni hárgerð mjög vel. Mér gengur betur að blása hárið og viðhalda lyftingu þegar ég nota þetta sjampó.
Davines Liquid Spell
Þessi froða hentar mér mjög vel. Hún auðveldar mér að móta hárið og halda blæstrinum mínum í fleiri daga.
Hún er æðisleg fyrir fíngert hár og ég nota hana alltaf þegar ég vil að hárið mitt haldist í góðu standi yfir lengri tíma.
Það eru rosalega mörg sjampó og hárnæringar sem ég held upp á bæði frá Davines og LABEL.M. En Nourishing Shampoo frá Davines er sjampóið sem ég gríp alltaf í inná milli. Þegar það eru miklar hitabreytingar úti og hársvörðurinn verður viðkvæmur og leiðinlegur er þetta eina sjampóið sem virkar. Mjög nærandi og hentar vel þegar hárið er þurrt og brothætt. Hárið á mér verður stundum viðkvæmt þegar það hefur verið mikið álag og þá er þetta sjampó algjör töfralausn, best að setja svo góðan rakamaska eftir á.
LABEL.M Sea Salt Spray
Sea Salt Spray frá LABEL.M er fyrsta hárvaran sem ég prófaði frá merkinu og ég hef notað þetta sprey í örugglega 8-9 ár. Ég er alveg hræðilega löt við að gera eitthvað við hárið á mér og þá sjaldan sem ég er ekki með hárið sleikt aftur í snúð og leyfi því að vera niðri þá elska ég að nota þetta sprey. Ég er með smá liði í hárinu og þetta sprey mótar liðina og býr til strandarkrullur. Ég spreyja þessu í rakt hárið, og blæs það stundum og stundum ekki, og hárið verður úfið, þykkt og með þessu beach-lúkki sem er svo áreynslulaust og kúl.
JÓNATAN
LJÓSMYNDARI
Volume Mousse frá bæði HH Simonsen og LABEL.M
Persónulega get ég ekki gert upp á milli LABEL.M Volume Mousse og HH Simonsen Volume Mousse því þær eru báðar að ná fram akkurat því sem ég vil þegar ég blæs hárið en það er góð lyfting og gott hald.
Hársprey og vax
Davines Medium hárspreyið er í miklu uppáhaldi en ég spreyja því yfir hárið áður en ég móta það með LABEL.M Deconstructor.
HH Simonsen Hair Spray
Rúsínan í pylsuendanum er svo HH Simonsen Hair Spray en það nota ég í lokin svona til að fullkomna dúið. Hársprey með geggjuðu haldi sem endist út daginn.
Davines Pasta & Love Pre-shaving & beard oil
Það er ekki hægt að vera að telja upp uppáhaldsvörurnar nema að minnast á Pasta & Love skeggolíuna frá Davines en hún er algjör snilld. Ég set hana í þurrt skeggið en olían mýkir skeggið og gefur manni séns á að móta það smá.
ALE SIF
FÖRÐUNARFRÆÐINGUR OG KENNARI
Davines Liquid Spell
Liquid Spell frá Davines er mín allra uppáhalds vara sem ég nota bæði hversdags og einnig þegar ég er að preppa hárið mitt vel fyrir liði eða krullur. Froðan gefur fyllingu og krullurnar endast betur þegar ég nota hana. Ég set froðuna í rótina og smá í endana í handklæðablautt hárið og blæs hárið upp úr henni. Oft eru svona vörur mjög stamar og klístraðar sem gerir það
að verkum að það þarf að þvo hárið eftir daginn en það á alls ekki við um Liquid Spell. Þar sem ég er með mjög fíngert og flatt hár þá er þessi vara algjör game changer fyrir mig. Pínu eins og make-up en bara fyrir hárið.
Davines Melu Hair Shield
Ég elska Melu Hair Shield hitavörnina frá Davines. Ég úða henni yfir þurrt eða rakt hárið og greiði svo vel í gegn um hárið áður en ég blæs það eða nota krullujárn.
HH Simonsen Rod VS4
Mitt allra uppáhalds krullujárn er Rod VS4 keilujárnið frá
HH Simonsen. Járn sem er einstaklega þægilegt í notkun og gerir fallega Hollywood liði sem virka alltaf.
Davines More Inside Dry Texturizer
Ég prófaði mörg texture sprey áður en ég fann More Inside Dry Texturizer frá Davines en ég hef notað það seinustu þrjú árin og gjörsamlega elska það og amma mín elskar það líka. Ég nota Dry Texturizer líkt og margir nota hárlakk eða í allt hárið. Ásæðan fyrir því er að þetta sprey gefur aðra áferð en hárlakkið. Ég vil að krullurnar séu með “smooth” áferð. Það er létt og þægilegt, klístrar ekki hárið né gerir það hart en gefur samt geggjað hald. Ég spreyja líka í rótina og hristi vel upp í hárnu en þannig fæ ég auka fyllingu og lyftingu.
Davines Shine Wax
Davines Shine Wax er nýjasta uppáhalds varan sem ég hef bætt í hárrútínuna mína þegar ég set í mig krullur - sem lokaskrefið. Þar sem þetta vax er frekar þungt er mjög mikilvægt að nota bara lítið í einu. Ég set smá vax í lófann og hita upp með að nudda höndunum saman því næst klípi ég vaxið upp í krullurnar og þannig finnst mér koma örlítið meiri mótun á krullurnar. Ég hef líka tekið eftir því að eftir að ég bætti þessari vöru í krullurútínuna mína að þá haldast krullurnar betur daginn eftir ef mig langar að nýta þær þá.
GERÐA JÓNS
ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR
Davines Heart of Glass
Heart of Glass sjampóið og hárnæringin frá Davines eru mínar allra uppáhalds vörur. Ég hef farið marga hringi en enda alltaf á þeim aftur. Þar sem ég er alltaf að æfa og þarf því að þvo á mér hárið mjög oft er nauðsynlegt að vera með vörur sem gefa hárinu góðan raka og halda ljósa litnum við og þar kemur Heart of Glass sterkt inn.
LABEL.M Cool Blonde
Ég á einnig alltaf til Cool Blonde frá LABEL.M og nota það inn á milli svona til að kæla ljósa litinn.
LABEL.M Rejuvenating Radiance Oil
Ef það er einhver hárvara sem ég hreinlega get ekki lifað án þá er það Rejuvenating Radiance Oil hárolían frá LABEL.M en ég nota hana eftir hvern hárþvott.
KÁRI SVERRISS
LJÓSMYNDARI
Davines Medium Hold Pliable Paste Ég fíla best hárvörur sem lúkka náttúrulegar þegar þær eru settar í en samt með smá haldi til að geta mótað hárið og það er akkurat það sem Medium Hold Pliable Paste gerir. Paste-ið er auðvelt í notkun, létt og mjög góð lykt af því. Þetta er algjörlega ein af mínum go to mótunarvörum.
Fudge Professional Salt Spray Ég elska áferðina sem kemur í hárið þegar ég nota Salt Spray frá Fudge. Það sést ekki að ég sé með eitthvað í hárinu en ég get samt mótað það vel. Það kemur svona smá gljái í hárið og hárið verður örlítið þykkara og auðvelt að móta að vild og það helst alveg út daginn.
PATTRA
TÍSKUBLOGGARI
Davines Purifying Gel
Purifying gelið frá frá Davines hefur verið ómissandi vara í hárrútínunni minni í mörg ár. Það bjargar hársverðinum okkar hjóna og ég gæti ekki mælt meira með fyrir þurran hársvörð.
Davines LOVE/ Curl Revitalizer
Ég varð strax hrifin af þessu spreyi við fyrstu notkun. Krullurnar mínar verða extra ferskar og líflegar.
LABEL.M Brunette Dry Shampoo
Besta þurrsjampó sem ég hef fundið sem hentar hárinu mínu. Algjör bjargvættur á milli þvotta.
Davines OI Liquid Luster
Nýjasta uppáhalds varan mín frá Davines. Gerir ofsalega mikið fyrir mitt matta hár og lyktin af vörunum í OI línunni er unaðsleg.
Sveinn Kjarval hannaði Kjarvalstólinn árið 1962 fyrir Kaffi Tröð sem staðsett var í Austurstræti.
Verð kr.139.800.-
HOT AIR STYLER
LOKSINS KOMINN AFTUR EN FYRSTA SENDING SELDIST UPP Á METTÍMA
Stórglæsilegur og nytsamlegur blástursbursti sem er auðveldur í notkun. Kröftugur blásturinn, hitinn og Ionic tækni gefa fyllingu og glans á auðveldan hátt og draga úr frizzi. Hot Air Styler hentar öllum hárgerðum. Kíktu við á næsta sölustað HH Simonsen á Íslandi og fáðu að prófa.
5 ÁRA
Á BY RGÐ
EKKI BARA GULLFALLEGAR
KRAFTMIKLAR OG HLJÓÐLÁTAR Í SENN
JRL FRESHFADE 2020CSnyrtitaskan hans
JRL RAKVÉL OG BARTSKERI
Hljóðlátar, kraftmiklar og endingargóðar rakvélar með sérstaka Cool Blade tækni sem kemur í veg fyrir að blaðið á vélunum hitni.
LABEL.M BRUNETTE DRY SHAMPOO
Undraefni í brúsa! Notaðu það til að hressa upp á hárið þegar þú hefur ekki tíma til að þvo það, til að hylja gráu hárin eða fela skalla. Það er ekki að ástæðulausu að þetta er ein vinsælasta varan frá LABEL.M.
POPMASK ANGEL EYES
Gel augnmaskar sem gefa augnsvæðinu ljóma og draga úr bólgum og þrota á aðeins 15 mínútum.
DAVINES NATURALTECH
Vörurnar úr Naturaltech línunni frá Davines fyrirbyggja og vinna á vandamálum í hári og hársverði eins og þurrum hársverði, flösu, hárlosi, brotnu hári, kláða og ójafnvægi á fituframleiðslu í hársverði. Energizing sjampóið er milt sjampó sem örvar viðkvæman hársvörð og eykur blóðflæði til hára sem losna auðveldlega. Purifying sjampóið er í miklu uppáhaldi hér á landi en það er róandi og sótthreinsandi sjampó fyrir hársvörð sem þjáist af þurri eða feitri flösu og er tilvalið í íslenskri veðráttu og endalausum veðursveiflum. Mælt er með að taka nokkra vikna kúr með þessum tveimur sjampóum og nota svo milt sjampó þess á milli eins og t.d. Well Being sem er létt, mýkjandi sjampó sem hentar öllum.
HH SIMONSEN BEACH SPRAY
Hið fullkomna saltsprey. Spreyið gefur flötu og líflausu hári lyftingu og áferð og inniheldur nærandi olíur og vítamín sem styrkja hárið.
[COMFORT ZONE] ACTIVE PURENESS CORRECTOR
Bakteríudrepandi og sótthreinsandi meðferðarvara sem er notuð staðbundið á bólur og frunsur. Dregur úr bólgum og sýkingum og er einstaklega einföld í notkun.
/SKIN REGIMEN/ SHAVING FOAM
Milt rakstursgel sem breytist í froðu og gefur mýkri og nákvæmari rakstur. Með léttum ilm sem er endurnýjandi og orkugefandi.
[COMFORT ZONE] HYDRAMEORY CREAM GEL
24-tíma tvöfalt rakakrem með léttri sorbet áferð sem endurnýjar rakabirgðir húðarinnar.
FUDGE MATTE HED
Algjörlega geggjað vax sem hentar fyrir allar hárgerðir. Matte Hed er matt vax sem gefur þétt hald og þurra áferð og gerir það auðvelt að móta hárið.
MARC INBANE PERLE DE SOLEIL
Það sem þessir hafa bjargað mörgum dögum! Brúnkudropar sem þú blandar út í þitt eftirlætis rakakrem, líkamskrem eða sólarvörn og nærð þannig fram náttúrulegri brúnku. Auðveld brúnkuvara sem er á allra færi að nota.
CIREPIL DEODORANT
Svitalyktareyðir sem róar viðkvæm svæði og hægir á hárvexti (76% hægari endurvöxtur).
YFIRBORÐSHREINSIR vs
Undirstaða heilbrigðrar húðar er góð og regluleg hreinsun.
Það er nauðsynlegt að nota góðan yfirborðshreinsi sem hentar þinni húðgerð bæði kvölds og morgna. Hreinsa þarf húðina tvisvar á kvöldin og einu sinni á morgnana. Einnig er nauðsynlegt að djúphreinsa en það skal gera einu sinni til tvisvar í viku eftir því sem fagmaðurinn þinn ráðleggur þér.
Hvað er það sem djúphreinsir gerir sem aðrir hreinsar gera ekki?
Yfirborðshreinsir fjarlægir farða, mengun, sólarvörn, umframfitu og önnur óhreinindi af húðinni. Nauðsynlegt er að nota yfirborðshreinsi tvisvar á dag til að viðhalda heilbrigði húðar og hámarka virkni annarra húðvara sem þú notar.
DJÚPHREINSAR
Sacred Nature Exfoliant Mask Djúphreinsir með ávaxtasýrum sem vinnur á fínum línum, endurnýjar, mýkir og gefur ljóma. Hentar fyrir unga jafnt sem þroskaða húð og er án ilmefna. Jafnar sebum framleiðslu.
Essential Peeling Djúphreinsir sem inniheldur ensímið Bromelain sem er unnið úr ananas. Án korna og hentar því sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð sem og acne húð og sýkta húð.
Það sem djúphreinsir gerir umfram yfirborðshreinsi er að losa um dauðar húðfrumur sem safnast fyrir á yfirborði húðar og geta valdið húðstíflum og bólumyndun, hindrað súrefnisflæði og komið í veg fyrir að kremin sem þú notar gangi vel í inn í húðina og næri hana rétt. Eftir djúphreinsun er tilvalið að nota góðan maska þar sem húðin er þá mjög móttækileg og öll góðu efnin í maskanum nýtast miklu betur.
[comfort zone] og /skin regimen/ eru með nokkrar mismunandi gerðir af yfirborðshreinsum og djúphreinsum en þegar húðmeðferðarvörur eru valdar þarf að hugsa út frá húðgerð og húðástandi og mælum við alltaf með að fá ráðgjöf frá fagaðila.
Essential Scrub Djúphreinsir sem inniheldur kísil og jojoba korn í þremur mismunandi stærðum. Hentar flestum húðgerðum nema viðkvæmum.
Enzymatic Powder
Duft sem breytist í freyðandi djúphreinsi þegar því er blandað við vatn. Fjarlægir dauðar húðfrumur og mengun á mildan hátt og skilur húðina eftir mjúka og ljómandi.
YFIRBORÐSHREINSAR
Active Pureness Gel
Yfirborðshreinsir fyrir feita húð með sótthreinsandi, bakteríudrepandi og milda djúphreinsandi virkni sem jafnar sebum framleiðslu.
Essential Face Wash
Mjúkur og freyðandi yfirborðshreinsir sem fjarlægir öll óhreinindi og gefur ljóma. Hentar sérstaklega fyrir unga húð, venjulega til blandaða húð sem er ekki viðvkæm eða of þurr og í heitu, röku loftslagi.
Remedy Cream to Oil
Mjög mildur yfirborðshreinsir fyrir viðkæma húð. Hentar einnig fyrir þurra húð og í köldu og þurru loftslagi.
Sacred Nature Cleansing Balm
Ríkur yfirborðshreinsir sem líkist léttu smyrsli eða salva og er rakagefandi, mýkjandi og verndandi. Án ilmefna og má nota sem augnfarðarhreinsi. Hentar bæði fyrir unga og þroskaða húð.
Cleansing Cream
Mildur, freyðandi yfirborðshreinsir með margþætta virkni sem hentar öllum húðgerðum. Verndar húðina fyrir neikvæðum áhrifum mengunar ásamt því að fjarlægja SPF, farða, ryk og mengun.
Ginger Cleansing Oil
Mildur yfirborðshreinsir fyrir þurra húð. Hreinsirinn er olíukenndur en breytist í mjólk við notkun og hentar vel til að fjarlægja farða, mengun og SPF. Notið einan og sér eða með Skin Regimen Cleansing Cream fyrir tvöfalda hreinsun.
Við mælum með að þú farir á næstu [comfort zone] snyrtistofu og fáir ráðgjöf hjá fagmanni um rétt val á hreinsum og öðrum vörum sem henta fyrir þína húð.
A Blonde Story línan sýnir fjögur iconic ljós lúkk. Hvort sem þú ert með náttúrulega ljóst, litað ljóst eða aflitað hár og hver sem persónuleiki þinn, aldur og lífstíll er, þá finnur þú eitthvað í A Blonde Story sem hentar þér.
Hér er um að ræða fjóra flokka af ljósum lit: draped blonde, crescent blonde, a single tone og blended blonde.
A Blonde Story er nýjasta lína Davines. Hún var unnin af Tom Connell, listrænum stjórnanda Davines, og Ashleigh Hodges, alþjóðlegum trainer og lita ambassador Davines.MORE INSIDE
Dry Texturizer
Texturising sprey sem gefur góða áferð með miðlungs haldi.
Milt balayage sem ýtir undir náttúrulega fegurð með ljósum tónum sem henta þér. Fullkomið fyrir miðlungs sítt eða sítt hár og allar hárgerðir.
NÝTT
HEART OF GLASS Instant Bonding Glow Styrkir og gerir við. Inniheldur amínóþykkni sem gefur ljóma og mýkt. Viðheldur heilbrigðum glans og kraftinum í ljósum lit.
NÝTT
MORE INSIDE Invisible Serum Serum sem gefur mjúka áferð og sveigjanlegt hald.
Crescent Blonde er platínum ljóst hár með fáguðum dekkri tónum. Hentar vel í miðlungs þykkt eða þykkt, slétt hár.
HEART OF GLASS Intense Treatment Styrkjandi meðferð sem endurbyggir náttúrulega ljóst og litað ljóst hár og eykur ljóma. Inniheldur Biacidic Bond Complex og Baobab þykkni sem styrkja og endurnýja hárstráið og koma í veg fyrir frekara slit ásamt því að næra og hemja hárið.
A Single Tone er stigvaxandi hunangslitur sem gefur náttúrulega fágaðan ljósan lit. Fullkomið fyrir miðlungs sítt, liðað eða krullað, miðlungs þykkt eða þykkt hár.
HEART OF GLASS
Sheer Glaze
Rakagefandi hitavörn sem eykur glans ásamt því að verja hárið fyrir hita og UV geislum. Inniheldur styrkjandi jurtaþykkni sem hjúpar hárið og styrkir það, eykur teygjanleika og kraft hársins og lengir líftíma greiðslunnar.
ESSENTIAL HAIR CARE
Love Curl Primer
Rakagefandi mjólk sem mótar og ýkir krullur og liði. Losar um flóka og veitir létt hald án þess þó að þyngja hárið.
MORE INSIDE
Shimmering Mist
Létt sprey sem gefur glans og mýkt og hjálpar til við að hemja frizz.
Blended Blonde er óaðfinnanlegur ash blonde litur sem blandar ljósu hári við náttúrulega hvítt eða grátt hár. Fullkomið í miðlungs sítt, liðað, miðlungs þykkt eða þykkt hár.
NÝTT
MORE INSIDE
Curl Building Serum
Serum sem býr til vel mótaðar og léttar krullur.
HEART OF GLASS
Rich Conditioner
Styrkjandi og fegrandi hárnæring fyrir náttúrulegt ljóst og litað ljóst hár. Inniheldur
Biacidic Bond Complex og Baobab þykkni sem næra og styrkja hárið og blátt Jagua þykkni sem jafnar litatón og gefur glans.
WHATEVER BLONDE YOU LIKE TO BE, WE’LL STAND
BY YOU
HVERSU HREINN ER
hárburstinn
EKKI VANMETA MIKILVÆGI ÞESS AÐ HREINSA HÁRBURSTANN ÞINN
Alls kyns húðfrumur, bakteríur, leyfar af hárvörum og önnur óhreinindi safnast fyrir á hárburstanum þínum daglega. Þessi óhreinindi festast á pinnunum og í hvert skipti sem þú greiðir hárið berðu óhreinindin aftur í hársvörðinn. Þetta getur valdið ertingu, bólgu og þurrki og jafnvel stíflað hársekki Ekki er mælt með því að deila hárbursta með öðrum vegna þess að þá geta óhreinindi og bakteríur borist á milli einstaklinga.
HVERSU OFT ÁTT ÞÚ AÐ HREINSA HÁRBURSTANN ÞINN?
Þú ættir að hreinsa hárburstana þína að minnsta kosti einu sinni í viku. Ef ástandið á burstanum er orðið þannig að þú getur ekki lengur fjarlægt óhreinindin á pinnunum, þá er kominn tími á að endurnýja hárburstann.
HVERNIG ER BEST AÐ HREINSA HÁRBURSTANN?
Það hvernig best er að hreinsa burstann, fer eftir tegund hans. Auðveldast er að hreinsa bursta sem eru gerðir úr gerviefnum á meðan pinnar gerðir úr náttúrulegum efnum eða burstar úr við krefjast meiri varfærni.
HÁRBURSTI MEÐ PINNUM OG HANDFANGI ÚR GERVIEFNI
1. FJARLÆGÐU HÁRIN. Fjarlægðu eins mikið af hárum úr burstanum og þú getur með fingrunum eða plokkara.
2. ÞVOÐU BURSTANN. Fylltu baðherbergisvaskinn eða stóra skál með volgu vatni. Kreistu vel af sjampói í vatnið og hrærðu hressilega í vatninu með burstanum.
3. LEGGÐU BURSTANN Í BLEYTI. Láttu burstann liggja í vatninu í 10 mínútur áður en þú svo tekur hreinan tannbursta og skrúbbar á milli pinnana.
4. SKRÚBBAÐU MEÐ MATARSÓDA. Dýfðu rökum tannburstanum í matarsóda og skrúbbaðu hárburstann. Matarsódinn leysir upp skítinn á burstanum.
5. SKOLAÐU VEL. Skolaðu hárburstann vel með volgu vatni og leggðu hann á handklæði með pinnana niður og leyfðu honum að þorna.
6. SÓTTHREINSAÐU BURSTANN. Ef þú telur að það þurfi að sótthreinsa burstann blandaðu 50/50 própanól og vatni, dýfðu burstanum í blönduna og leggðu hann á handklæði með pinnana niður og leyfðu honum að þorna.
HÁRBURSTI MEÐ PINNUM ÚR NÁTTÚRULEGU EFNI
1. FJARLÆGÐU HÁRIN. Fjarlægðu eins mikið af hárum úr burstanum og þú getur með fingrunum eða plokkara.
2. ÞVOÐU PINNANA. Finndu grunna skál sem er nógu breið til að dýfa pinnunum í en ekki handfanginu. Blandaðu volgu vatni og u.þ.b einni teskeið af sjampói í skálina. Leggðu hárburstann yfir skálina þannig aðeins pinnarnir fari á kaf. Leyfðu pinnunum að liggja í bleyti í 10 mínútur. Taktu burstann úr vatninu og nuddaðu milli pinnana með fingrunum.
3. SKOLAÐU BURSTANN. Skolaðu bursta snögglega undir rennandi, volgu vatni og leggðu hann á handklæði með pinnana niður til að þorna yfir nótt.
4. SÓTTHREINSAÐU BURSTANN. Ef þú telur að það þurfi að sótthreinsa burstann skaltu spreyja smá sótthreinsi spreyi til að drepa bakteríurnar. Ekki nota própanól þar sem það getur þurrkað náttúrulegu efnin í pinnunum.
HÁRBURSTI ÚR VIÐ
Hárburstar sem gerðir eru úr við geta bæði verið með pinna úr náttúrulegum efnum eða gerviefnum. Ólíkt burstum úr plasti má ekki leggja viðarbursta í bleyti. Vatnið getur valdið því að viðurinn skemmist og pinnarnir losni frá. Ef það hafa safnast mikil óhreinindi á burstann dýfðu þá hreinum tannbursta í sápuvatn og skrúbbaðu létt til að fjarlægja óhreinindin. Þurrkaðu svo með handklæði og leggðu burstann á handklæði með pinnana niður og leyfðu honum að þorna.
HETJURNAR Í HÁRIÐ ÞITT
með lit Sólarvörn
UM SLOWSTUDIO slowstudio er vettvangur sem einblínir á að hjálpa sjálfbærum og siðferðislega þenkjandi fyrirtækjum að koma sér á framfæri með því að bjóða upp á þá þjónustu sem þörf er á. Má þá helst nefna; vörumerkja- og markaðsstjórnun, vefsíðugerð, stefnumótun og vörumerkjahönnun.
Halldóra Guðlaug Þorvaldsdóttir, eigandi slowstudio, er með BA gráðu í Branding and Marketing Management frá Via Design University í Danmörku og hefur lokið allskonar námskeiðum til að styrkja hæfni sína og þekkingu um sjálfbæran viðskiptamáta.
Markmið slowstudio er einnig að upplýsa almenning um mikilvægi meðvitaðrar neysluhyggju og meðvitað líf almennt og er slowstudio hlaðvarpið stór liður í að ná því markmiði. Þáttastjórnendur eru Halldóra og Sesselía Dan en í hlaðvarpinu ræða þær um allt sem tengist tísku og sjálfbærum lífstíl ásamt því að fá til sín sérfræðinga og sjálfbær vörumerki í einlægt spjall um slík málefni. Halldóra hefur einnig verið fengin til að halda fyrirlestra í menntaskólum og stofnunum um meðvitaða neysluhyggju.
SKIN REGIMEN ER Í UPPÁHALDI
„Ég hef hægt og rólega verið að vinna að því að eiga einungis eiturefnalausar húðvörur þar sem nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess, ásamt því er húðin mín mjög viðkvæm og þarf ég þar af leiðandi að vera mjög meðvituð um allt sem ég læt á hana.“
„Skin Regimen er klárlega eitt af mínum uppáhalds merkjum. Fyrirtækið sjálft er fyrirmyndar fyrirtæki með flotta stefnu sem býður einungis upp á gæða vörur sem samsvara mínum gildum.“
„Mínar uppáhalds vörur frá Skin Regimen eru Cleansing Cream og Night Detox en þær vörur eru mikilvægur partur af minni kvöldrútínu og eiga stóran þátt í jákvæðum breytingum á húðheilsu minni.“
Sólavörn í andlitið
A LL AN Á R S IN S HRI NG
Flest vitum við orðið að það er nauðsynlegt að verja húðina fyrir sólinni með góðri sólarvörn. Til að fá góða og breiðvirka vörn og verja okkur frá skaðsemi sólar notum við aldrei lægri stuðul en SPF30. Mörg koma með þau rök að þau brenni aldrei, en þrátt fyrir að vera í þeim heppna hópi að brenna aldrei þá er húðin samt alltaf að verða fyrir óafturkræfum skaða og mikilli ótímabærri öldrun ef sólarvörn er ekki notuð. Ég fæ oft spurningar um það hvernig er best að forðast línur og hrukkur og koma í veg fyrir ótímabæra öldrun. Svarið er mjög einfalt; notið sólarvörn allan ársins hring og já, líka á veturna og í myrkrinu því skaðlegir geislar eru alltaf til staðar. Svo megum við ekki gleyma skaðlegum geislum sem koma frá síma- og tölvuskjám sem hafa neikvæð áhrif á húðina sem og augun og trufla lífsklukkuna okkar.
Þrátt fyrir að húðin okkar sé undir mestu sólaráreiti í sumarfríi á sólarströnd, þá er hættan á skaða eitthvað sem er til staðar allan ársins hring alls staðar í heiminum. Það er því mjög mikilvægt að nota sólarvörn líka yfir vetrarmánuðina vegna þess að skaðlegir geislar sólar skína á okkur 12 mánuði á ári.
[comfort zone], /skin regimen/ og MARC INBANE bjóða upp á hágæða sólarvarnir fyrir andlitið sem eru líka frábærir farðagrunnar og henta öllum þörfum, húðgerðum og húðástandi. Ef þú ert óviss um hvaða vörn skal velja mælum við með heimsókn á næstu snyrtistofu þar sem hægt er að fá aðstoð um rétt val hjá fagmanni.
URBAN SHIELD SPF30
Sólarvörn með SPF30 sem gefur húðinni ljóma ásamt því að jafna húðtón. Verndar gegn UVA/UVB geislun og vinnur gegn mengun. Létt og olíulaus áferð sem gerir hana góða sem primer undir farða.
MARC INBANE CRÉME SOLAIRE SPF30 Rakagefandi sólarvörn með lit sem verndar húðina og vinnur gegn ótímabærri öldrun. Hraðvirk og breiðvirk SPF30 vörn með létta og olíulausa áferð sem veitir mikla andoxandi vörn og verndar gegn UVA/UVB geislun. Tilvalið að nota sem grunn fyrir farða og gefur fallegan ljóma.
SUN SOUL SUN STICK SPF50 Sólarstifti með hárri vörn fyrir viðkvæm svæði sem fá mikla sól. Verndar gegn UVA/UVB geislun. Hentar vel á nef, eyru, fæðingarbletti og ör.
SUN SOUL FACE CREAM SPF30 OG SPF50+ Sólarvörn fyrir andlit með SPF30 eða SPF50+ sem vinnur gegn ótímabærri öldrun og litabreytingum. Verndar gegn UVA/UVB geislun.
X IDOL
Það fór varla framhjá neinum að Idol sneri aftur með stæl nú í vetur. Fjórar þáttaraðir af Idol Stjörnuleit voru sýndar á Stöð 2 á árunum 2003 til 2009. Þættirnar fóru svo í nokkurra ára pásu áður en rykið var þurrkað af míkrafónunum og leitin að næstu íslensku Idol-stjörnunni var sett af stað sumarið 2022.
Það var glæsilegur hópur keppenda sem komst í þættina sem voru sýndir í beinni útsendingu á föstudagskvöldum í vetur og sungu þau sig svo sannarlega öll inn í hjörtu landsmanna.
LABEL.M á Íslandi elskar að vera baksviðs og erum við afar stolt af því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í Idolinu. Rakel María Hjaltadóttir, yfirsminka Stöðvar 2, leiddi hóp förðunarfræðinga og hárgreiðslufólks sem sá til þess að keppendur, dómarar og kynnar litu óaðfinnanlega út á skjám allra landsmanna - að sjálfsögðu með LABEL.M í hárinu.
CIRÈPIL HAIR MINIMIZING
BODY LOTION
Líkamskrem sem dregur úr hárvexti og mýkir húðina auk þess sem það róar viðkvæm svæði. Hentar fyrir allar húðgerðir.
POPMASK Sjálfhitandi augngrímur sem hitna á nokkrum sekúndum og haldast heitar í meira en 20 mínútur. Auka blóðflæði á augnsvæði og draga úr baugamyndun og augnþurrki. Geta dregið úr mígreni og spennu höfuðverk.
SUN SOUL AFTER SUN
Mjúkt og endurnærandi after sun krem fyrir líkama og andlit. Róar, nærir og mýkir húðina samstundis eftir veru í sól og vinnur gegn öldrunareinkennum.
URBAN SHIELD SPF30
Urban Shield SPF30 frá Skin Regimen er létt og olíulaus sólarvörn sem gefur húðinni ljóma ásamt því að jafna húðtón og hentar því vel sem primer undir farða. Verndar gegn UVA/UVB og vinnur gegn mengun.
sumar
MUST-HAVES
HEAT PROTECTION MIST
Heat Protection Mist frá LABEL.M er hitavörn sem ver hárið ekki bara fyrir hita allt upp í 230°C heldur einnig fyrir UV geislum sólar. Því hárið þarf jú sólarvörn rétt eins og húðin.
SUN SOUL TAN MAXIMIZER
Sun Soul Tan Maximizer frá Comfort Zone er olíulaust krem-gel fyrir andlit og líkama sem undirbýr húðina fyrir veru í sól, magnar brúnkuna og lengir líftíma hennar auk þess sem það vinnur gegn öldrun húðar.
DAVINES MINIS
Fyrir fólk á ferðinni. Öll sjampó og hárnæringar frá Davines eru fáanleg í ferðastærð. Einnig er töluvert úrval af mótunarvörum í ferðastærð. Tilvalið í sundtöskuna eða með í fríið.
THE RENAISSANCE CIRCLE Hármaski frá Davines sem er fullkominn fyrir þá sem lita hárið reglulega eða fyrir þá sem stunda mikla útiveru og sund. Hann kemur sér því sérstaklega vel ef hárið er að grillast í sólinni í sumar en hann er nærandi og mýkjandi og gefur fallegan glans.
Brúnkuvörurnar frá MARC INBANE eru heilbrigð og örugg leið til að fá og viðhalda fallegri brúnku allt árið um kring. Vörurnar henta öllum húðgerðum og má nota á allan líkamann. Svo er auka bónus að þú tanar í gegn um brúnkuna frá MARC INBANE.
BODY STRATEGIST PEEL SCRUB
Peel Scrub frá Comfort Zone er djúphreinsandi gel með náttúrulegum kísilögnum, appelsínu berki og 10% Alpha-Polyhydroxy sýru. Vinnur gegn appelsínuhúð, stinnir, þéttir og afeitrar.
SUN SOUL CREAM SPF30
Sun Soul Cream SPF30 frá Comfort Zone er sólarvörn fyrir líkama og andlit sem vinnur gegn öldrunareinkennum. Sólarvörnin er vatnsþolin og ver gegn UVA- og UVB geislun.
CIRÈPIL DEODORANT Svitalyktareyðir sem sefar og róar viðkvæm svæði og dregur verulega úr hárvexti. Hentar öllum húðgerðum.
STURTU- OG RAKFROÐA
MARC INBANE lúxus sturtufroðan nærir og mýkir húðina og hentar vel sem rakstursfroða. Formúlan er 100% vegan og án parabena, sílíkona og súlfata. Fáanleg með tveimur mismunandi ilmum.
MIDI FERÐABLÁSARI
Midi Dryer frá HH Simonsen er lítill og léttur hárblásari sem er hægt að leggja saman til að koma honum auðveldlega fyrir í veski eða ferðatösku. Fullkomið fyrir ferðalög sumarsins.
STÓRAR BYLGJUR
5 ÁRA Á BY RGÐ
5 ÁRA Á BY RGÐ
Nýjasti meðlimur ROD fjölskyldunnar er bylgjujárnið ROD VS8. Með ROD VS8 nærð þú fram stórum og náttúrulegum beach waves. Létt og þægilega hannað járn sem er einstaklega auðvelt í notkun. Til að fullkomna bylgjurnar mælum við með að úða létt yfir hárið með Beach Spray frá HH Simonsen.
DREIFARI
- besti vinur krullunnar -
Krullað hár getur verið óútreiknanlegt og erfitt að meðhöndla. Algengt er að þegar krullur fá að þorna sjálfar missi þær lyftingu og form en séu þær blásnar eins og slétt hár enda þær sem eitt stórt frizz.
Leyndarmálið á bak við fallegar krullur er að nota dreifara þegar hárið er blásið því það gefur krullunum fallega mótun, lyftingu og glans. Góður dreifari er því eitt mikilvægasta vopnið í baðskáp allra krullhausa.
HVAÐ ER DREIFARI?
Dreifari er stykki sem er fest framan á hárblásarann í staðinn fyrir stút. Hann breytir loftflæðinu úr blásaranum þannig að loftið dreifist meira og jafnt um höfuðið og þurrkar þannig krullurnar mjúklega og minnkar frizz. Dreifarinn gefur líka lyftingu og ýkir krullurnar með því að lyfta þeim á meðan hárið er blásið.
HVERNIG ER BEST AÐ BLÁSA KRULLAÐ HÁR ÁN ÞESS AÐ GERA ÞAÐ FRIZZY?
Leyfðu mótunarvörunum að vinna í 10-30 mínútur Berðu mótunarvörurnar í hárið og gefðu krullunum þínum smá tíma til að drekka þær í sig áður en þú byrjar að blása. Krullurnar falla þá í sitt náttúrulega form og halda sér betur á meðan hárið er að þorna. Prófaðu mismunandi biðtíma til að finna út úr því hvað gefur þér bestu niðurstöðuna. 1 2
Veldu rétta stillingu fyrir blásturinn
Þegar hárið er blásið þarf að passa að nota ekki of háan hita því það getur farið illa með krullurnar og búið till frizz þrátt fyrir að dreifari sé notaður. Gott er að nota miðlungs hita á lágri kraftstillingu til að byrja með en enda á köldum blæstri til að festa formið á krullunum. 3
Fáðu vel mótaðar krullur og lyftingu í rót Gott er að byrja á að blása rótina til að fá sem bestal yftingu og ennþá betra að hvolfa höfðinu og blása rótina alveg þurra þannig. Taktu svo nokkra lokka og komdu þeim fyrir í dreifaranum og reyndu að hreyfa dreifarann sem minnst á meðan á blæstrinum stendur. Frizz getur myndast ef dreifarinn er á of mikilli hreyfingu.
ALGENG MISTÖK ÞEGAR KRULLAÐ HÁR ER BLÁSIÐ MEÐ DREIFARA
AÐ NOTA EKKI NÓGU MIKIÐ MAGN AF MÓTUNARVÖRUM
Þegar þú hefur fundið þær mótunarvörur sem henta þínu hári skaltu passa að nota nógu mikið til að þekja allt hárið og búa til eins mjúka lokka og hægt er. Gott viðmið er að þegar klipið er í krullurnar blautar með mótunarvörum í heyrist „squish“ hljóð.
AÐ NOTA EKKI RÉTTA BLÁSARANN EÐA STILLINGU Á BLÁSARA
Óþolinmæði er versti óvinur krullanna eftir að blástur hefst. Það er mikilvægt að nota lágan hita og ekki of mikinn kraft fyrir fallegar og vel mótaðar krullur. Það tekur lengri tíma, en loka útkoman er vel þess virði.
AÐ HREYFA DREIFARANN OF MIKIÐ
Ef þú ert alltaf að færa dreifarann til í krullunum getur það búið til frizz. Haltu dreifaranum kyrrum á hverjum stað fyrir sig þar til sá hluti er alveg þurr.
AÐ SNERTA HÁRIÐ
Það að snerta hárið á meðan það er að þorna getur skilið krullurnar í sundur og búið til frizz. Eins erfitt og það er er mjög mikilvægt að koma sem minnst við hárið þangað til það er orðið alveg þurrt.
VIÐ HÖFUM ALDREI VERIÐ BETRI
LABEL.M var stofnað árið 2005 af feðginunum Sacha Mascolo-Tarbuck og Toni Mascolo, en Toni var annar helmingur tvíeykisins á bak við TONI&GUY. Árið 2010 fór LABEL.M að taka þátt í London Fashion Week og hefur merkið verið opinbert hárvörumerki tískuvikunnar frá árinu 2013.
Nú nýverið leit ný og endurbætt vörulína LABEL.M dagsins ljós. Þar sameinar
LABEL.M tísku og sjálfbærni og býður eingöngu upp á hágæða vörur þar sem áhersla er lögð á virkni og uppruna. Hver einasta vara er innblásin af margverðlaunuðu listrænu teymi TONI&GUY, fagaðilum með áratuga reynslu af kennslu og víðtæka þekkingu á tískuheiminum, og er hönnuð af sérfræðingum með nýjustu og öflugustu tækni sem í boði er. Vörurnar eru svo prófaðar af listræna teyminu ásamt völdum TONI&GUY hársnyrtistofum til að tryggja virkni og gæði.
LABEL.M vörurnar eru ekki einungis góðar fyrir hárið heldur einnig fyrir umhverfið. Þekkingu og umhyggju er dælt í hverja vöru og henta þær öllum kynjum og öllum aldurshópum.
HVAÐA LABEL.M VÖRUR HENTA ÞÍNU HÁRI?
HEALTHY HAIR & SCALP
FYRIR ALLAR HÁRGERÐIR
Viðheldur heilbrigði hárs og verndar það fyrir skemmdum. Mýkir og styrkir hárið.
NOURISH & REPAIR
FYRIR ÞURRT & ILLA FARIÐ HÁR
Nærir og styrkir þurrt og illa farið hár. Hárið verður mýkra og meðfærilegra.
COLOUR CARE
FYRIR LJÓST & LITAÐ HÁR
Verndar litað og ljóst hár. Kemur í veg fyrir að litur dofni eða upplitist. Hárið verður glansandi og heilbrigt.
CURL CONTROL & SMOOTH
FYRIR KRULLAÐ OG FRIZZY HÁR
Mýkir, styrkir og dregur úr frizzi. Auðveldar mótun og þyngir ekki hárið.
VOLUMISE & THICKEN
FYRIR FÍNGERT HÁR
Nærir og byggir upp án þess að þyngja hárið. Styrkir og gefur lyftingu og fyllingu.
STYLING
FYRIR ALLAR HÁRGERÐIR
Hágæða mótunarvörur sem eru prófaðar á tískupöllunum og elskaðar af aðdáendum label.m um allan heim.
FINISHING
FYRIR ALLAR HÁRGERÐIR
Mótunarvörur sem setja punktinn yfir i-ið.
• HONEY & OAT MOISTURISING
SHAMPOO
• HONEY & OAT MOISTURISING
CONDITIONER
• ORGANIC LEMONGRASS
MOISTURISING SHAMPOO
• ORGANIC LEMONGRASS
MOISTURISING CONDITIONER
• PROTEIN SPRAY
• DIAMOND DUST NOURISHING SHAMPOO
• DIAMOND DUST NOURISHING CONDITIONER
• DIAMOND DUST NOURISHING LEAVE-IN CONDITIONER
• M-PLEX BOND REPAIRING SHAMPOO
• M-PLEX BOND REPAIRING CONDITIONER
• M-PLEX BOND REPAIRING MIRACLE MASK
• PURE BOTANICAL NOURISHING SHAMPOO
• PURE BOTANICAL NOURISHING CONDITIONER
• COOL BLONDE TONING SHAMPOO
• COOL BLONDE TONING CONDITIONER
• VIBRANT ROSE COLOUR CARE SHAMPOO
• VIBRANT ROSE COLOUR CARE CONDITIONER
• ANTI-FRIZZ SMOOTHING MASK
• CURL ACTIVATING LOTION
• ROYAL YUZU ANTI-FRIZZ SHAMPOO
• ROYAL YUZU ANTI-FRIZZ CONDITIONER
• AMARANTH THICKENING SHAMPOO
• AMARANTH THICKENING CONDITIONER
• ORGANIC ORANGE BLOSSOM VOLUMISING SHAMPOO
• ORGANIC ORANGE BLOSSOM VOLUMISING CONDITIONER
• ANTI-FRIZZ SMOOTHING MIST
ANTI-FRIZZ SMOOTHING BALM
• BLOW OUT SPRAY
CURL DEFINE CREAM
• CURL DEFINE FOAM
GEL
• HEAT PROTECTION MIST
SEA SALT SPRAY
• THICKENING CREAM
VOLUME MOUSSE
• VOLUME FOAM
• BRUNETTE DRY SHAMPOO
• BRUNETTE TEXTURISING VOLUME SPRAY
• DECONSTRUCTOR
• DRY SHAMPOO
• HEALTHY HAIR MIST
• MATT PASTE
• REJUVENATING RADIANCE OIL
• SHINE MIST
• STYLING CREAM
• TEXTURISING VOLUME SPRAY
• ULTIMATE HAIRSPRAY
• WAX SPRAY
• WEIGHTLESS SOUFFLÉ
ginger cleansing oil
Ginger Cleansing Oil er mildur hreinsir fyrir þurra húð. Hreinsirinn er olíukenndur en breytist í mjólk við notkun og hentar vel til að fjarlægja farða, mengun og sólarvörn. Notið Ginger Cleansing Oil einan og sér eða með /skin regimen/ Cleansing Cream fyrir tvöfalda hreinsun.
SUN SOUL
VELDU HÁGÆÐA SÓLARVÖRUR
SUN SOUL ver húðina fyrir skaðlegum geislum sólar og eru vörurnar án allra efna sem eru
skaðleg lífríki sjávar