BPRO MAGAZINE
KVEÐJA FRÁ
BPRO GENGINU
Nú líður árið 2024 senn undir lok og árið í Bpro hefur heldur betur verið einstaklega viðburðarríkt, virkilega skemmtilegt og mjög svo lærdómsríkt.
Í frábæran hóp viðskiptavina Bpro hafa bæst við nýjir viðskiptavinir og samstarfsfélagar sem við erum svo sannarlega spennt fyrir að starfa með. Við fengum líka til okkar frábæra erlenda gesti sem kenndu okkur nýja hluti og sögðu okkur frá mjög spennandi hlutum sem eru framundan hjá merkjunum okkar.
Á árinu var nú líka flakkað aðeins um heiminn. Í byrjun október fór hópur af snillingum á okkar vegum til Berlín á þriggja daga alþjóðlega hársýningu, Davines - World Wide Hair Tour. Aðeins þremur dögum eftir að þeirri hátíð lauk þá var annar hópur af snillingum mættur til London á eftirsótt námskeið hjá Allilon Education. Íslenski hópurinn vakti mikla athygli og fékk mikið hrós fyrir vönduð vinnubrögð og mikla fagmennsku. Eigandi Allilon, súperstjarnan Johnny Othana hafði einmitt orð á því að þeir Íslendingar sem hann hefur séð að störfum væru svo áberandi á öðru leveli hvað fagmennsku varðar svona miðað við það sem þekkist almennt úti í heimi. Það var óneitanlega góð tilfinning að heyra það frá manni sem þekkir fagið eins vel og hann gerir en Johnny hefur síðustu rúma tvo áratugi ferðast um allan heim og haldið fyrirlestra og námskeið fyrir fólk úr faginu.
Með þessum stutta pistli viljum við hjá Bpro þó allra mest hrósa öllu okkar frábæra hár- og snyrti fagfólki um land allt fyrir gríðalegan áhuga, kraft og eldmóð. Það er það sem okkar erlendu vinir og samstarfsaðilar taka eftir og hafa ítrekað orð á við okkur. Við erum klárlega mest og best í heimi hvað það varðar eins og öllu því sem við Íslendingar tökum okkur fyrir hendur.
Mjög oft eru þessir hlutir ræddir „miðað við höfðatölu“, en það er alls ekki alltaf sanngjarnt þar sem hjá nokkrum af þeim vörumerkjum sem við bjóðum upp á þá erum við LANGSTÆRSTI og LANGBESTI viðskiptavinur þeIrra í heiminum. Að meðtöldum dreifingaraðilum í löndum þar sem búa milljónir manna. Á þessu ári höfum við hlotið þrenn verðlaun því til staðfestingar og sönnunar á því hvað Íslendingar eru kröftugir.
Við erum komin vel á veg með að skipuleggja næsta ár og okkur hlakkar gríðarlega mikið til þeirra verkefna sem bíða okkar. Fagfólk í hár- og snyrtifaginu vinnur við sitt fag af ástríðu, heilindum og þekkingu og við gerum okkar allra besta í að styðja við fagfólkið af fullum krafti áfram um ókomna tíð.
Bpro gengið þakkar ykkur samveruna og viðskiptin á árinu sem senn mun líða og hlökkum til að takast á við glænýtt ár með ykkur öllum.
EFNISYFIRLIT
2. KVEÐJA FRÁ BPRO GENGINU
2024 var viðburðaríkt hjá bpro genginu í Smiðsbúðinni.
6. JÓLAGJAFAHANDBÓK BPRO
Hér finnur þú jólagjafir fyrir alla á listanum. Líka þessa sem þú veist aldrei hvað á að gefa.
10. THE CONSCIOUS GARDENS
Kíkjum aðeins ofan í fallegu gjafaöskjurnar frá Comfort Zone.
15. BARBER GLEÐI Í SMIÐSBÚÐ
Það var brallað og spjallað, rakað og snyrt. Mottumars átakið var einnig afhjúpað.
19. BEING ME
Ljósmyndasýning Kára Sverriss ljósmyndara.
20. CIREPIL STUÐNINGSVÖRUR
Vörur sem draga úr hárvexti og inngrónum hárum.
21. NANO ION DRYER
Allt um nýja tryllitækið frá HH Simonsen.
24. DAVINES LITAKVÖLD
Sjáðu myndir af allri dýrðinni.
28. SKIN REGIMEN/LX
Þegar gott verður enn betra. Húðvörurnar frá /skin regimen/ komnar í nýjan búning.
32. VÍSINDAGARÐUR DAVINES
Það er hér sem töfrarnir gerast. Kíkt í ó svo fallega Vísindagarðinn í Davines þorpinu sem er í Parma á Ítalíu.
34. POPMASK VÖRURNAR
Allt um Popmask vörurnar sem hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi.
36. MISS LABEL.M 2024
Sóldís Vala Ívarsdóttir Ungfrú Ísland 2024 og Miss label.m 2024 situr fyrir svörum.
38. [COMFORT ZONE] HYDRAMEMORY
Þegar húðin þín er að biðja um meiri raka þá er hún að biðja um Hydramemory frá [comfort zone].
40. [COMFORT ZONE] LUMINANT
Luminant vörurnar leiðrétta allar tegundir litabreytinga. Eftir aðeins nokkrar vikur á markaði var vörulínan þegar byrjuð að vinna til verðlauna.
42. BEARD MONKEY IN THE HOUSE
Eigendur Beard Monkey kíktu á klakann og að því tilefni var haldið Barberkvöld.
44. HH SIMONSEN WETLINE
Keratínmeðferð í hvert sinn sem þú þværð hárið með vörunum úr þessari háþróuðu vörulínu frá HH Simonsen.
45. KERATÍN Í HVERJUM HÁRÞVOTTI
Fræðumst aðeins um Keratín?
47. NÝTT FRÁ CIREPIL
YONA er nafnið á nýjastu vörulínunni frá Cirépil. YONA vörurnar eru sérhannaðar meðferðarvörur fyrir píkuna.
50. BREYTINGASKEIÐIÐ
Hvaða áhrif hefur það á húð og hár?
52. SJÁLFSÁST
Viðburður á vegum /skin regimen/ Lx á Íslandi og Speedo í Sundhöll Hafnarfjarðar.
54. FUDGE THE RULES
Fudge vörurnar eiga sér dyggan aðdáendahóp á Íslandi. Fræðumst aðeins um þessar allra vinsælustu.
58. ALLILON Í LONDON BEIBÍ
Sigrún Ísey segir ferðasögu frá því hún fór með geggjuðum hóp á vegum Bpro til London til að læra meira og leika smá.
62. NÝ VARA VÆNTANLEG FRÁ DAVINES
Enn einn gullmoli að fara að bætast í dásamlegu OI línuna frá Davines.
66. ANDLITSMASKAR
Hvaða andlitsmaski hentar þér best?
BPRO MAGAZINE HAUST/VETUR 2023
RITSTJÓRI: Bertha María Smáradóttir
UMBROT: María Katrín Jónsdóttir
PRENTUN: Svansprent
FORSÍÐUMYND/
LJÓSMYNDARI: Kári Sverriss
FYRIRSÆTA: Ísabella Kristín Káradóttir
FÖRÐUN: Sigurey Svava
HÁR: Erna Rut
STÍLISTI: Sigrún Ásta Jörgensen
FATNAÐUR: Brynja Líf Haraldsdóttir - Alter ego. White leather dress
MYNDVINNSLA: TM Retouching
JÓLAGJAFIR FYRIR ALLA Á LISTANUM
MARC INBANE BODY LOTION OG BLACK EXFOLIATOR
HH SIMONSEN ROD VS9 Bylgjujárn
SKIN REGIMEN LX GUA SHA
HH SIMONSEN SLÉTTUJÁRN
True Divinity Sunglow og Wonderbrush
gloss í litnum Sunglow
LABEL.M DIAMOND DUST SJAMPÓ NÆRING OG LEAVE-IN NÆRING
JRL FORTE PRO HÁRBLÁSARI
MARC INBANE SHOWER FOAM
Lúxus sturtufroða/rakfroða - no.09 og no.80
COMFORT ZONE TRANQUILLITY KERTASETT
REGIMEN LX
HH SIMONSEN STYLING OIL
MARC INBANE GJAFAASKJA Powder Brush með í kaupbæti
DAVINES OI HAIR BUTTER DJÚPNÆRING
HH SIMONSEN NANO DRYER
HH SIMONSEN ROD VS7
Fjólublátt sjampó og hárnæring
FUDGE CLEAN BLONDE DAMAGE REWIND
Þessir
BEARD MONKEY BEARD KIT NIGHT SKY Skegg sjampó, skegg næring og skegg olía HH SIMONSEN
JRL ONYX SF PRO SHAVER
SKIN REGIMEN WINTER GARDEN
Detox cleanser 75ml, HA jelly serum 30ml, Tripeptide gel cream 50ml
COMFORT ZONE THE SECRET GARDEN
Gjafabox með Tranquillity sturtusápu, body lotion og líkamsskrúbb
HH SIMONSEN STYLINGBOX Dry Texture Spray + Dry Texture Spray í ferðastærð
FUDGE MATTE HED OG SALT SPRAY
LABEL.M M-PLEX HÁRMASKI
HH SIMONSEN WONDERBRUSH Sunglow og Moonrise
DAVINES PASTA & LOVE Hár- og rakstursvörur
BEARD MONKEY MULTON & SUBLEVO
Dáleiðandi lúxus unisex ilmir
ANDIS INEDGE 4 IN 1 ÞRÁÐLAUS MULTI RAKVÉL Ein vél fyrir líkama, andlit, eyru og nefhár
LABEL.M HITAVÖRN OG WAX SPRAY
THE CONSCIOUS GARDENS
GJAFAÖSKJUR JÓLIN 2024
Gjafaöskjurnar frá [comfort zone] og /skin regimen/ hafa notið gríðalegra vinsælda undanfarin ár og eru á óskalistanum hjá mörgum hér á landi. Í ár eru öskjurnar níu talsins og eiga það allar sameiginlegt að geyma einstakar vörur sem dekra við líkama og sál.
Gjafaöskjurnar eru úr endurunnum FSC vottuðum pappír og nýtast vel sem falleg geymslubox eftir að gjöfin hefur verið opnuð.
Hver askja er myndskreytt með einstöku listaverki en innblástur listamannsins eru skrúðgarðar frá öllum heimsins hornum.
Innan í lokinu á hverri öskju má finna ljóðræna túlkun, á fjórum tungumálum, á listaverkinu sem prýðir öskjuna. Þar má einnig
finna QR kóða sem inniheldur hinar ýmsu upplýsingar ásamt útskýringu á hugtökunum á bak við þemað.
Fallegu [comfort zone] og /skin regimen/Lx gjafaöskjurnar eru vel valin gjöf sem veitir vellíðan og sómir sér vel undir hvaða jólatré sem er.
ITALIAN GARDEN
SUBLIME SKIN SERUM 30ml
SUBLIME SKIN CREAM 60ml
SUBLIME SKIN EYE PATCH 6 stk.
FYLLANDI OG ÞÉTTANDI PAKKINN
Teikningarnar á kassanum eru innblásnar af heimspeki náttúrunnar um gullna sniðið sem skapar fullkomið jafnvægi og sjónræna fegurð. Þessi kassi inniheldur vörur sem þétta og stinna húðina og gefa henni fyllingu og gefa ljóma.
NIGHT GARDEN
RENIGHT MASK 60ml
RENIGHT CREAM 60ml
HYDRAMEMORY RICH SORBET CREAM 50ml
NÆRANDI PAKKINN
Töfrandi garður, þar sem allt vaknar í tunglsljósinu og plöntur blómstra í mykrinu og skapa töfrandi andrúmsloft. Fullkomin dag og kvöld rútína, raki og ljómi yfir daginn og andoxandi virkni á nóttunni. Það minnir okkur á hversu mikilvægt það er að næra húðina kvölds og morgna.
WINTER GARDEN
DETOX CLEANSER 75ml
HA4 JELLY SERUM 30ml
TRIPEPTIDE GEL CREAM 50ml
RAKAGEFANDI OG RAKAFYLLANDI PAKKINN
Fullkomið samspil náttúru og vísinda, töfrandi staður í vetrarkuldanum. Inniheldur Longevity Complex™, einstakt samspil af þykkni úr lífrænni ofurfæðu og hátækni innihaldsefnum. Hönnunin er innblásin af vísindagarðinum þar sem innihaldsefnin eru skoðuð og rannsökuð.
MEDITERRANEAN GARDEN
HYDRAMEMORY WATER SOURCE SERUM 30ml
HYDRAMEMORY DEPUFF EYE CREAM 15ml
HYDRAMEMORY RICH SORBET CREAM 50ml
RAKA- OG LJÓMAGEFANDI PAKKINN
Hönnunin er innblásin af einstöku landslagi við miðjarðarhafið. Þar sem styrkur, lífskraftur og ilmur náttúrunnar blómstrar jafnvel við erfiðustu aðstæður og endurspeglar heimspeki jólalínunnar. Þessar 3 vörur eru hannaðar til þess að gefa húðinni tækifæri til að aðlagast mismunandi aðstæðum sem tengjast lífi, náttúru og veðri og tryggja langvarandi raka húðar.
FRENCH GARDEN
SUBLIME SKIN LIFT-MASK 60ml
RENIGHT BRIGHT & SMOOTH AMPOULE 2x2ml
HYDRAMEMORY HYDRA & GLOW AMPOULE 2x2ml
SUBLIME SKIN LIFT & FIRM AMPOULE 2x2ml ÞÉTTANDI, STINNANDI OG
LJÓMANDI PAKKINN"
Garður seiðandi fegurðar sem fer með þig í ferðalag sjálfsuppgötvunnar og hjálpar þér að sýna þitt besta andlit hvert sem tilefnið er. Innblásið af lúxus og mikilfenglega, sýna myndirnar á umbúðunum konunglega garða, þar sem náttúran skartar sínu fegursta í hönnunarlistaverki sem endurspeglar barrok tímann. Það er kominn partý tími.
ZEN GARDEN
LUMINANT SERUM 30ml
LUMINANT CREAM 60ml
LITALEIÐRÉTTANDI OG LJÓMANDI PAKKINN
Fullkomnar húðmeðferðarvörur til að vinna á öllum tegundum af litabreytingum, jafna húðtón og gefa húðinni ljóma. Hönnunin er innblásin af japönskum garði og sýnir abstrakt munstur á hvítum sandi sem er stanslausum breytingum og endursköpun háður og kennir okkur það hversu mikið gildi felst í ferlinu umfram endamarkmið. Rétt eins og í garðinum er dagleg umhirða húðar kjarni þess að hún starfi rétt og vel og ljómi af heilbrigði og innri fegurð.
EXOTIC GARDEN
ESSENTIAL FACE WASH 75ml
HYDRAMEMORY LIGHT SORBET CREAM 30ml
HYDRAMEMORY BODY LOTION 50ml
HREINSANDI OG RAKAGEFANDI PAKKINN
Fullkomin húðrútína fyrir andlit og líkama fyrir hámarks raka og ljóma. Hentugar stærðir til að hafa með sér á ferðinni. Kaktusfíkju þykknið er hetju innihaldsefnið í Hydramemory línunni, það eykur hæfni húðar til að halda raka og styrkir varnarhjúp húðar. Þessi garður endurspeglar jafnvægi og tengingu og samskipti í takt við daglega húðumhirðu..
SECRET GARDEN
TRANQUILLITY BODY LOTION 200ml
TRANQUILLITY SHOWER CREAM 200ml
TRANQUILLITY BODY SCRUB 270ml
SLAKANDI
OG NÆRANDI LÚXUS LÍKAMSPAKKINN
Einstakt úrval af vörum sem endurspegla stað kyrrðar, íhugunar og endurhleðslu þar sem þú finnur kyrrð og ró. Pakkin innheldur dásamlega ilmandi vörur og er innblásinn af hugmyndinni um leynigarðinn þar sem fegurðin býr í sinni eigin vídd og er upplifun fyrir þá sem hennar leita. Inniheldur dásamlega slakandi og róandi Tranquillity ilminn sem er hjarta [comfort zone]
TRANQUILLITY KERTA SETT
CREAMY CANDLE 35g
SPICY CANDLE 35g
TRANQUILLITYTM CANDLE 35g
ILMKERTA ÞRENNA
Fullkomin til að skapa dásamlegt og slakandi andrúmsloft. Þrír einstakir ilmir Kremað kerti, Kryddað kerti og Tranquillity kerti fara með skilningarvitin í slakandi ferðalag. Þetta er einstök gjöf fyrir alla.
Vörur og meðferðir sem fyrirbyggja og vinna á vandamálum í hári og hársverði
Dæmi um vandamál sem Naturaltech vörurnar vinna á: þurr hársvörður, flasa, hárlos, brotið hár, kláði og ójafnvægi á fituframleiðslu í hársverði
HVERSU NETTUR?
XS HÁRBLÁSARINN VEGUR AÐEINS 430 GRÖMM
Ionic tækni sem takmarkar “frizz”
Aðeins 430 grömm.
Á BLÁSTURSTÆKJUM
BEARD MONKEY EXCLUSIVE
BARBER GLEÐI Í SMIÐSBÚÐ
Fimmtudaginn 29. febrúar var haldið skemmtilegt Barber námskeið í húsakynnum Bpro í Smiðsbúð 2 í Garðabæ í samvinnu við JRL og Beard Monkey. Fimm fagaðilar sýndu herraklippingar og rakstur á módelum en það voru þau Gunnar Jónas Hauksson eða Guzcut og Magnus Andri Ólafsson eða Slakur Barber á Studio 220 í Hafnarfirði, Ingólfur Már Grímsson og Stefán Reynisson á Hárbeitt í Hafnarfirði og Kristín Gunnarsdóttir á Stúdíó 109.
Það var fullt út úr dyrum af áhugasömu fagfólki sem var mætt til að læra og miðla upplýsingum og óhætt að segja að það hafi verið mikil stemning.
Bpro tók þátt í Mottmars í ár og var átakið kynnt fyrir gestum kvöldsins. En Bpro og Beard Monkey tóku höndum saman og létu framleiða sérmerkt mottuvax fyrir Mottumars. Mottuvaxið var selt í netverslun Krabbameinsfélagsins og á sölustöðum um allt land í mars og rann allur ágóði af sölunni óskiptur til Krabbameinsfélagsins.
BIG HUG
ER KNÚSIÐ SEM ÞÚ ÞARFT Á ÞANNIG DÖGUM
BEING ME Kári Sverriss
Kári Sverriss er ein skærasta stjarna Íslendinga í tísku og beautyljósmyndun. Kári útskrifaðist úr London College of Fashion árið 2014 með meistaragráðu í tískuljósmyndun og hefur síðan þá unnið fyrir erlend tískutímarit eins og ELLE, Glamour og Marie Claire US. Kári hefur einnig unnið fyrir fjölmörg þekkt fyrirtæki eins og MAC, CHANEL, Eucerin, YAMAHA, Blue Lagoon, WELLA og Six Mix.
Forsíðumyndin sem prýðir BPRO MAGAZINE þessu sinni er ein af myndunum sem Kári sýndi á ljósmyndasýningunni Being Me sem opnaði formlega á Menningarnótt nú í ágúst síðastliðnum í Hafnartorgi Gallery.
Með verkunum á Being Me sýningunni svipti Kári hulunni af draumum sínum og segir frá því sem snertir hann í daglegu amstri. Hvað drífur hann áfram? Hvernig lífi vill hann lifa? Hvaða máli skipta ljós og skuggar?
Í verkum Kára Sverriss mætast ólík form, litir og áferðir. Hann hefur næmt auga fyrir fegurð og fangar birtuna með sólarljósinu sem er misjafnt og margbreytilegt.
Á sýningunni túlkar hann það sem hann sér þegar hann hægir á sér. Hann sér fegurðina í litlu hlutunum sem gefa lífinu gildi. Hann sótti innblástur í draumana sem hann dreymir um nætur en líka dagdraumana sem koma óvænt og án fyrirhafnar. Fyrir sköpun verkanna á sýningunni sótti Kári einnig innblástur til sinna nánustu, fjölskyldu, vina og barna og einnig einstaklinga sem hafa orðið á hans vegi á ferðum hans gegn um lífið.
Við erum stolt að segja frá því að label.m var einn af styrktaraðilum sýningarinnar og þær Andrea Ruth, Erna Rut og Íris Hrund sem sáu um hárið á fyrirsætunum notuðu að sjálfsögðu hárvörur frá label.m við vinnu sína.
Við mælum eindregið með að þú kíkir við á vefsíðuna sem var gerð sérstaklega fyrir sýninguna www.beingme.is til að fræðast nánar um verkin og njóta þeirra.
Teymið á bak við Being Me sýninguna:
Ljósmyndari: Kári Sverriss / Ljós og aðstoð: Arnór Trausti / Cinematographer: Elvar Jens / Hár: Andrea Ruth, Erna Rut, Íris Hrund Förðun: Sunna Björk, Laufey Katrín, Sigurey Svava / Grafískur hönnuður: Mateja Deigner / Vefsíðuhönnun: Friðbjörn Óskar Fyrirsætur: Sigurey Svava, Ísak, Sandra hjá Ey, Ásdís hjá Grounded Creative studios, Ísak hjá Ey, Sara hjá Ey, Sverrir Gauti, Móa, Ísabella, Iðunn, Daron, Liv, Elsa, Lara, Sóley ,Katla, Cynthia.
CIRÉPIL STUÐNINGSVÖRUR
Cirépil er franskt merki sem býður upp á hágæða vax, vax tæki og einstakar stuðningsvörur til notkunar eftir vaxmeðferðir. Þetta eru vörur sem draga úr hárvexti auk þess sem þær draga úr bólgum og sýkingum í hársekkjum og fara mildum höndum um húð sem er viðkvæm eftir vaxmeðferð. Vörur sem draga úr hárvexti eiga það sameiginlegt að veikja hársekkinn og hægja á hárvexti. Þetta lengir tímann á milli þess sem þörf er á háreyðingu en virkar ekki sem eiginleg háreyðingarmeðferð.
CIRÉPIL DJÚPHREINSIR MEÐ KORNUM OG ÁVAXTASÝRUM
Cirépil Double Scrub er djúphreinsir fyrir líkama sem endurnýjar húðina og undirbýr hana fyrir vaxmeðferð auk þess að draga úr inngrónum hárum. Djúphreinsirinn innheldur bæði AHA sýrur og korn sem losa um inngróin hár, fjarlægja dauðar húðfrumur og losa um stíflur í hársekkjum.
CIRÉPIL SERUM SEM DREGUR ÚR INNGRÓNUM HÁRUM
Cirépil Ingrown Hair Care er frískandi serum með gel áferð sem kemur í veg fyrir inngróin hár. Það endurnýjar, mýkir og nærir húðina og dregur úr roða og ertingu.
CIRÉPIL LÍKAMSKREM SEM DREGUR ÚR HÁRVEXTI
Rakagefandi líkamskrem sem sefar og róar húðina og hentar því vel eftir vaxmeðferð. Kremið dregur verulega úr hárvexti en hárin verða fíngerðari, færri og minna sjáanleg. Hentar öllum húðgerðum og má nota á líkama, handleggi og fætur.
CIRÉPIL SVITALYKTAREYÐIR
Cirépil Deodorant er mildur svitalyktareyðir með 24 tíma virkni sem hentar öllum húðgerðum og skilar fíngerðari og strjálli endurvexti. Hann þornar hratt og smitast ekki í föt. 76% hægari hárvöxtur.
CIRÉPIL SERUM SEM DREGUR ÚR HÁRVEXTI
Cirépil Hair Minimizing Serum er ætlað til notkunar eftir vaxmeðferð til að hægja á hárvexti. Regluleg notkun dregur verulega úr hárvexti en hárin verða fíngerðari og endurvöxtur hægari. Hentar vel fyrir viðkvæma húð. Notist á smærri svæði eins og andlit, holhönd og bikinísvæði.
NANO ION DRYER
ÞÚ BARA VERÐUR AÐ PRÓFA ÞENNAN?
Nano Ion Dryer er tæknilegasti blásarinn sem finnst á markaðnum í dag. Það sem hann hefur fram yfir aðra blásara frá HH er hreyfiskynjari sem nemur þegar blásarinn er lagður niður eða tekinn upp. Nano Ion Dryer hefur hina byltingarkenndu Ionic bonding tækni sem dregur úr frizzi og bindur rakann í hárinu. Nano Dryer vegur einungis 380 grömm sem gerir hann einstaklega þægilegan í notkun. Tveggja ára ábyrgð er á öllum HH Simonsen blásturstækjum sem eru keypt á einum af viðurkenndu sölustöðum HH Simonsen á Íslandi. Þú finnur lista yfir viðurkennda sölustaði á bpro.is
KÍKJUM AÐEINS BETUR Á HVAÐ ÞETTA TRYLLITÆKI HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA
• Stútur og dreifari með segulfestingu sem veitir aukahlutunum betra hald.
• Sjálfhreinsi stilling. Blásarinn blæs í öfuga átt á 6 klst fresti til að hreinsa fílterinn.
• 4 hraðastillingar
• 4 hitastillingar
• Slekkur á sér þegar hann er lagður niður, og kveikir á sér þegar tekinn er upp
• Kælitakki
• Vörn gegn ofhitnun
• 3 metra snúra með frönskum rennilás til að ganga rétt frá blásaranum
• Hægt að geyma stillingar í minni
• Læsistilling
• 1700 W
• Blástur: 26 M/S
• Hljóð: 79 dB
• Þyngd: 380g
"Ég er venjulega 20 mínútur að blása mitt þykka hár en með þessum þá tekur það aðeins 7 mínútu. Ég tók sko tímann"
Helena hárgreiðslumeistari og eigandi Hár Studio, Akranesi.
SKEGGIÐ HÚÐIN HÁRIÐ
DAVINES LITAKVÖLD
Það er ekki hægt að segja annað en að hafi verið stuð og stemning á litakvöldi Davines. Fullt hús af frábæru og hressu fagfólki sem deildu sögum, tipsum og trixum sín á milli. Aðalstjörnurnar voru fimm hæfileikaríkar og hugmyndaríkar listakonur úr faginu þær Sara Aníta (Kompaníinu), Aldís (Blondie Garðatorgi), Sirrý Huld (Kompaníinu), Linda - (Blondie Síðumúla), Hildur Ösp (Vidore). Allar mættu með hóp af módelum og sýndu gestum heitustu trendin og tæknina sem þær nota þegar þær vinna með hárlitina frá Davines. Gestir kvöldsins stukku svo með bros á vör út í lífið með fullt af nýjum hugmyndum í farteskinu.
Pétur Fjeldsted ljósmyndari www.peturfjeldsted.is á heiðurinn af þessum skemmtilegu ljósmyndum.
STÓRAR BYLGJUR
HÚÐVÖRURNAR SEM
þú átt skilið
/Húðumhirða í skrefum
1/ Detox
/skin regimen/Lx er sjálfbært, hreint húðvörumerki sem er sprottið úr 12 ára byltingarkenndum rannsóknum, fjölda rannsókna á langlífi húðar og virkni Exposome’s á húðina.
Nú er búið að endurgera og endurhanna 14 öflugar formúlur sem eru hópaðar saman í 3 skref sem eru sérsniðin fyrir hvern og einn, sem og hvert einstakt aldursferli og húðáhyggjur.
1 / detox
2 / power
3 / treat
Allar formúlur eru sjálfbærar, hreinar og vegan og með háu prósentuhlutfalli af innihaldsefnum með náttúrulegum uppruna.
Daglega/ Yfirborðshreinsa húðina tvisar sinnum öll kvöld og einu sinni alla morgna.
Vikulega/ Djúphreinsa hreina húðina til að losa hana við dauðar húðfrumur, endurnýja, jafna og slétta yfirborð húðar og auka þar með innsíun á virkum efnum.
2/ Power
Daglega/ Serum sem hentar þinni húðgerð og húðástandi borið á hreina húð.
Vikulega/ Andlitsmaski sem er hentar þinni húðgerð og húðástandi.
3/ Treat
Daglega/ Augnkrem ef þörf er á og síðan rakakrem eða annað krem valið eftir húðgerð eða húðástandi. Þá annað hvort 24 stunda krem eða dagkrem á morgnana og næturkrem á kvöldin.
/skref 01. detox
/skref 02. power
detox cleanser
yfirborðshreinsir sem vinnur á óhreinindum og mengun.
Freyðandi yfirborðshreinsir sem fjarlægir vel allan farða, SPF og mengun, á mildan hátt. Náttúrulegi ilmurinn styður við vellíðan og slökun. 88,6% innihaldsefna með náttúrulegan uppruna.
Hentar líka vel fyrir viðkæma húð.
charcoal mask
hreinsandi leirmaski
Hreinsandi maski með þægilegri kremkenndri og mildri áferð, húðin verður silkimjúk og húðholur minna áberandi. 99,3% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna.
Hentar öllum húðgerðum.
enzyme exfoliator
vatnsrofinn freyðandi djúphreinsir
Breytist úr dufti í froðu hreinsar og fjarlægir dauðar húðfrumur, jafnar húðina, gefur henni ljóma og jafnar húðyfirborð. 65% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna.Hentar öllum húðgerðum. Notist 1x – 2x í viku. Viðkvæma húð ætti að nudda minna og nota vöruna sjaldnar.
RÁÐ: forðist að nota sama dag og aðrar vörur sem innihalda sýrur og retinóða
/skref 03. treat
retinol serum
endurnýjandi serum
Serum ríkt af retínóðum og Longevity Complex. Hentar vel til að leiðrétta línur og hrukkur of til að gera húðina mjúka og áferðar fallega. 95,7% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna. Hentar líka viðkvæmari húðgerðum, vegna sértæku lífvirku innihaldsefnanna.
RÁÐ: forðist að nota sama dag og aðrar húðflagnandi vörur (ensím,sýrur) og aðra retínóða.
ha4 jelly serum
rakagefandi serum með fyllandi virkni
Inniheldur 1.075% Hydrating Complex. Bindur raka í húðinni á mismunandi stigum sem endurnýjar og viðheldur raka og gefur fyllingu. 99,5% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna.
Hentar líka fyrir viðkvæma húð.
vitamin c serum
serum sem gefur ljóma
Serum með öflugu 15% Vitamin C og Longevity Complex sem verndar húðina gegn stakeindum og eykur ljóma og bætir húðásýnd. Hentar vel til að leiðrétta litabreytingar, dökka bletti, ójafnan húðtón, þétta húðholur, og auka ljóma. 98,9% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna. Hentar líka viðkvæmum húðgerðum.
RÁÐ: má nota með öllum CZ línum, forðist að nota með öðrum húðflagnandi efnum eins og ensímum, sýrum og retínóðum→ góð hugmynd er að nota slíkar vörur til skiptis á milli daga.
tripeptide gel cream
lyftandi krem gel
Andlitskrem sem veitir alhliða vernd gegn umhverfis áreiti, verndar og bætir gæði húðar, gefur henni raka og stinnir, sem gefur henni yngri og heilbrigðari ásýnd. Náttúrulegur ilmurinn eykur slökun og vellíðan. 98,2% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna.
Hentar líka fyrir viðkvæma húð.
polypeptide rich cream
ríkt krem sem vinnur á ótimabærri öldrun
Nærandi andlitskrem sem verndar húðina gegn umhverfis áreiti og leiðréttir sjáanleg ummerki öldrunar. Það styður við byggingu húðar, dregur sjáanlega úr töpuðum teygjanleika og yfirborðs linum og hrukkum. Náttúrulegur ilmurinn eykur slökun og vellíðan. 98,3% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna.
Hentar líka fyrir viðkvæma húð.
night renewal cream
endurnýjandi nætur krem gel afeitrandi næturkrem sem endurnýjar og frískar með því að styja við losun eiturefna úr húðinni, gefur ljóma og mýkt. Náttúrulegur ilmurinn eykur slökun og vellíðan. 96,0% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna.
Hentar vel fyrir viðkvæma húð.
RÁÐ: notkun með Multi Acid Ampoule og Retinol Serum er í lagi.
WONDER BRUSH
BPRO X HH SIMONSEN
EKKERT FLÓKIÐ
MEÐ WONDERS OF ICELAND FLÆKJUBURSTUNUM
[ TRUE DIVINITY MK2 SLÉTTUJÁRN OG GLOSS BRUSH ]
GJÖF SEM MUN SLÁ Í GEGN
SUNGLOW TRUE DIVINITY + STARDUST GLOSS BRUSH MOONRISE TRUE DIVINITY + NIGHTSKY GLOSS BRUSH
Vísindagarður Davines
VÍSINDAGARÐUR DAVINES
Sjálfbær fegurð - beint úr garðinum heima
Vísindagarðurinn í Davines þorpinu er dásamlegur og töfrandi staður sem er u.þ.b. 3000 fermetrar að stærð. Við ræktun jurtanna í garðinum er hafðar að leiðarljósi meginreglur lífrænnar ræktunar, garðurinn er líka verndari líffjölbreytileik.
Vísindagaðurinn er tákn gilda Davines um fegurð og sjálfbærni. Garðurinn er líka staður þar sem vísindafólkið sækir sér innblástur og rannsóknir fara fram.
Í Vísindagarðinum rannsaka vísindamenn Davines eiginleika jurta, fá innblástur til að skapa nýja ilmi og uppgötva ný virk innihaldsefni fyrir hár og húðvörur.
SÓLBLÓM
Sólblóm er ein merkilegasta planta Ítalíu og hún vex að sjálsögðu í vísindagarðinum. Sólblómaolía er virkt innihaldsefni í Authentic línunni en hún nærir hárið og gefur því raka.
ÞISTILHJÖRTU
Þykkni unnið úr þistihjörtum hefur hreinsandi eiginleika og það er ein meginástæða þessa að þistilhjörtu eru ræktuð í vísindagarðinum. Þykknið er virkt innihaldsefni í Natural Tech Detoxifying línunni, en Detoxifying línan endurnýjar, frískar og afeitar hársvörðinn.
LAVANDER OG RÓSMARÍN
Jurtirnar Lavender og Rósmarín finnast að sjálfsögðu í einnig í vísindagarðinum, enda jurtir sem hafa verið þekktar fyrir ilm sinn og eiginleika í þúsundir ára. Dásamlegi ilmurinn í single shampoo er einmitt unninn úr þessum 2 jurtum. Lavender kemur upphaflega frá Miðjarðarhafssvæðinu og hefur verið nýttur fyrir hreinsandi eiginleika sína allt frá dögum Rómverja. Nafnið á Rósmarín jurtinni er samsett úr latnesku orðunum ros og maris, sem þýðir sjávardögg, sem er í vísun í ljósblán lit blómanna.
SÓLHATTUR
Sólhattur var heilög jurt hjá frumbyggjum Ameríku vegna margþættra lækningareiginleika hennar. Jurtin er ræktuð í vísindagarðinum og hún er eitt af virku efnunum í Natural Tech Well being línunni. Sólhattur er ríkur af Pólýfenól sem hefur mikla andoxandi eiginleika.
AGASTACHE
Agastache Mexicana inniheldur þykkni sem hefur mikla bólgueyðandi virkni sem einnig róar og sefar húð. Þetta þykkni er eitt af virku efnunum í Natural Tech Energizing línunni sem vinnur gegn hárlosi.
SÍTRÓNA
Í vísindagarðunum vaxa dásamlega ilmandi sítrónu tré. Þykkni úr sítrónu er eitt af virku innihaldsefnunum í Natural Tech Rebalancing línunni sem jafnar fituframleiðslu húðar.
Popmask er vellíðunar- og lífstílsmerki sem var stofnað í London árið 2012. Popmask hannar og framleiðir skemmtilegar og praktískar vörur sem veita okkur vellíðan og gleði og hafa þær notið gríðarlegra vinsælda um heim allan. Þar má meðal annars nefna Popmask sjálfhitandi augngrímurnar sem draga úr augnþurrki, styðja við slökun og svefn og geta verið góðar við höfuðverk og Big Hug sjálfhitandi plásturinn sem dregur úr tíðaverkjum.
Popmask vörurnar eru fáanlegar í verslunum Hagkaupa og á völdum snyrti- og hársnyrtistofum. Þú finnur allar nánari upplýsingar um vörurnar frá Popmask á bpro.is.
BIG HUG PERIOD
SUPPORT PATCHES
Big Hug Period Support Patches eru forðaplástrar sem innihalda jurtablöndur sem eru klínskt prófaðar og B-vítamín blöndu sem hafa þann sameiginlega eiginleika að draga úr algengum einkennum fyrirtíðaspennu og blæðinga. Dæmi um algeng einkenni eru: orkuleysi, spenna, pirringur, þunglyndi, höfuðverkur, breytt kynhvöt, brjóstverkir, bakverkir, uppþemba og bjúgur á fingrum og ökklum og aukin löngun í sætindi. Í pakkanum eru tíu sætir hjartalaga plástrar sem gefa þér knúsið sem þú þarft á erfiðustu dögunum þeir smátt og smátt draga úr einkennunum og auka þannig lífsgæðin þín. Svo ilma þeir líka eins og jarðaberjaterta.
POPMASK
Calm, Deep Sleep, Jet Setter, Sleepover & Starry Eyes
Sjálfhitandi augngrímur sem hitna á nokkrum sekúndum og haldast heitar í meira en 20 mínútur. Auka blóðflæði á augnsvæði og draga úr baugamyndun og augnþurrki. Geta dregið úr mígreni og spennu höfuðverk. Veita slökun, styðja við hugleiðslu og bæta svefngæði.
BIG HUG HJARTALAGA BÓLUPLÁSTUR
Plástur úr vatnskvoðulausn (hydrocolloid) sem dregur út óhreinindi og notar salisýlsýru til að vinna á bólum og tea tree olíu sem er bakteríudrepandi og sótthreinsandi sem og róandi og sefandi fyrir húðina og koma í veg fyrir ertingu.
HÁRTÚRBAN
Hártúrban úr örtrefjaefni sem dregur vel í sig raka og afrafmagnar hárið. Mjög léttur samanborið við hefðbundin handklæði og togar þar af leiðandi ekki í hárið.
GLOW GETTER
Andlitsmaski sem dregur úr bólgum og þrota auk þess sem hann getur dregið úr höfuðverk með róandi og sjálfhitandi virkni. Notist með kremmaska að eigin vali.
POPSPOT
Plástur úr vatnskvoðulausn (hydrocolloid) sem dregur út óhreinindi og notar salisýlsýru til að vinna á bólum og tea tree olíu sem er bakteríudrepandi og sótthreinsandi sem og róandi og sefandi fyrir húðina og koma í veg fyrir ertingu. Nú eru þessir geysivinsælu bóluplástrar einnig fáanlegir í ferðastærð (Jet Setter) eða með 24 plástrum í pakka.
BARE HUG
Bare Hug frá Popmask er sjálfhitandi plástur sem hitnar um leið og hann er opnaður og helst heitur í allt að 12 tíma. Hann slakar á vöðvum og virkar vel á verki í baki, öxlum og hálsi.
PEACHY FRESH
Popmask Peachy Fresh eru intimate klútar sem eru frábærir á ferðalögum. Í hverjum kassa eru 12 innpakkaðir klútar sem gerir það auðvelt að kippa þeim með sér í veski eða snyrtitösku.
BIG HUG
Sjálfhitandi plástur sem dregur úr tíðaverkjum. Settur á fatnað eða nærfatnað á þann stað sem verkurinn er og helst heitur í allt að 12 tíma. 5 stk. í pakka.
ANGEL EYES
Gel augnmaskar sem gefa augnsvæðinu ljóma og draga úr bólgum og þrota á aðeins 15 mínútum.
EVEN BIGGER HUG
Sjálfhitandi plástur sem dregur úr tíðaverkjum. Settur á fatnað eða nærfatnað á þann stað sem verkurinn er og helst heitur í allt að 12 tíma.
M ISS L A B E L .M ' 2 4
Ungfrú Ísland 2024 fór fram með pompi og prakt í Gamla Bíó í ágúst síðastliðnum. Það var hin 18 ára gamla
Sóldís Vala Ívarsdóttir bar sigur býtum í keppninni þetta árið og var krýnd Ungfrú Ísland 2024. Eins og undanfarin ár var label.m á Íslandi styrktaraðili keppninnar og Sóldís hlaut einnig titilinn Miss LABEL.M 2024. Hún mun starfa náið með LABEL.M á Íslandi og Blondie hársnyrtistofu árið sem hún ber titilinn. Þegar þessi orð eru skrifuð er Sóldís Vala stödd í Mexíkó þar sem hún mun stíga á svið síðar í þessum mánuði og keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe 2024. Við hittum á Sóldísi Völu í stutt spjall áður en hún lagði af stað til Mexíkóborgar.
HVERNIG LEIÐ ÞÉR ÞEGAR ÞÚ HEYRÐIR NAFN ÞITT KALLAÐ UPP Á ÚRSLITAKVÖLDINU?
Sú tilfinning sem ég fann á þessu kvöldi er ólýsanleg. Ég fann fyrir öllum tilfinningum saman í einum bolta en samt aðallega var ég með þakklæti og kærleika efst í huga.
NÚ ER VÆNTANLEGA MIKIÐ AF VERKEFNUM FRAMUNDAN, HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÞÚ ERT SPENNTUST FYRIR? Ég er mest spennt fyrir því að fara til Mexíkó að keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe! Ég get ekki beðið að sýna hvað í mér býr og gera land mitt stolt.
HVAÐ VARÐ TIL ÞESS AÐ ÞÚ ÁKVAÐST AÐ TAKA ÞÁTT Í MISS ICELAND? Frá því ég var lítil hefur mér alltaf fundist eins og minn tilgangur væri að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Ísland hefur sterkar og flottar konur í samfélaginu sem hefur gefið mér mikinn innblástur, og mig langar til þess að vera fyrirmynd komandi kynslóðar.
HVER ER ÞÍN SKILGREINING Á FEGURÐ? Mín skilgreining á fegurð kemur að innan. Þegar við erum góð og komum vel fram við hvort annað þá kemur okkar sanna fegurð í ljós. Fegurð er erfitt að skilgreina, því hún birtist í svo mörgum myndum. Fyrir mér er sönn fegurð þegar hún kemur innan frá, þegar við sýnum góðvild og virðingu í garð annarra og umhverfisins. Það er þá sem við upplifum fegurðina sjálf.
HVER ER STÆRSTI LÆRDÓMURINN SEM ÞÚ HEFUR DREGIÐ AF ÞÁTTTÖKU ÞINNI Í MISS ICELAND?
Að hætta að hugsa hvað öðrum finnst um mig. Um leið og ég byrjaði að elta draumana mína og horfði beint áfram, það er þegar ég byrjaði að vaxa og verða að þeirri manneskju sem ég vil.
HVAÐ FANNST ÞÉR MEST KREFJANDI VIÐ KEPPNINA OG HVERNIG TÓKST ÞÉR AÐ SIGRAST Á ÞVÍ? Mér fannst mest krefjandi að hætta að pæla hvað öðrum finnst um mig. En mig langar ekki að leyfa öðrum að stjórna eigin hamingju og því eigum við að kjósa að vera í kringum fólk sem gefur okkur góða orku. Þannig náum við að þróast og vaxa í þá manneskju sem við viljum verða.
HVER ER ÞÍN FYRIRMYND Í LÍFINU OG HVERS VEGNA? Mín fyrirmynd í lífinu er Emma Watson sem hefur gefið mér mikinn innblástur á hvað það þýðir að vera góður leiðtogi. Hún nýtir sína frægð til þess að opna á umræðuna um jafnrétti kvenna sem hefur vakið umræðu um allan heim.
NÚ VARST ÞÚ KOSIN LABEL.M STÚLKAN 2024 OG HEFUR FENGIÐ AÐ KYNNAST VÖRUNUM, HVAÐA ÞRJÁR VÖRUR FRÁ LABEL.M MYNDIR ÞÚ TAKA MEÐ ÞÉR Á EYÐIEYJU?
Ég myndi taka með mér Dry Shampoo Brunette, M-Plex djúpnæringuna og Shine Mist
ERTU MEÐ EINHVERJA SÉRSTAKA HÁRRÚTÍNU?
Ég nota Label.m sjampó og næringu í hvert skipti sem ég þvæ hárið og djúpnæri það einu sinni í viku með M-Plex
Bond Repairing Miracle Mask. Mér finnst svo gott að nota Diamond Dust Leave-in næringuna í rakt hárið til að halda því heilbrigðu og mjúku.
HVAÐA RÁÐ MYNDIR ÞÚ GEFA ÞEIM STELPUM SEM ÁHUGA Á AÐ FETA Í ÞÍN FÓTSPOR OG TAKA
ÞÁTT Í MISS ICELAND? Trúið á ykkur sjálfar og ekki gefast upp á ykkar draumum. Farið á ykkar eigin hraða og ekki pæla hvað aðrir segja, því þið sjálfar eruð ykkar eigin leiðtogar í lífinu og enginn á að koma í veg fyrir ykkar eigin hamingju.
HYDRAMEMORY SKIN-ADAPTIVE™ HYDRATION
RAKI, RAKI OG ENN MEIRI RAKI
Hydramemory línan frá [comfort zone] hefur lengi verið í uppáhaldi hjá landsmönnum enda einstakar vörur sem gefa húðinni langvarandi raka sem við þurfum öll á að halda í okkar þurra loftslagi. Nú hefur þessi frábæra vörulína fengið allsherjar yfirhalningu og sjö nýjar og endurbættar vörur verið kynntar til leiks sem allar hafa slegið rækilega í gegn nú þegar.
Í öllum vörunum í Hydramemory línunni er þykkni unnið úr fíkjukaktus sem bindur og heldur raka auk þess sem það styrkir og verndar varnarhjúp húðarinnar.
Ampúlur sem innihalda rakagefandi þykkni sem mýkir og gefur ljóma og fyllingu.
DEPUFF EYE CREAM
Létt augnkrem sem inniheldur meðal annars koffín. Frískar augnsvæðið og leiðréttir þrota og bauga. Án ilmefna.
LIGHT SORBET CREAM
Létt, rakagefandi andlitskrem sem gefur langvarandi raka og ljóma. Hentar vel fyrir normal, blandaða eða feita húð eða í heitu loftslagi.
FACE MIST
Rakagefandi og frískandi sprey sem gefur ljóma. Hægt að spreyja yfir farða.
RICH SORBET CREAM
Nærandi og rakagefandi andlitskrem með sorbet áferð sem gefur langvarandi raka og ljóma. Hentar vel fyrir normal húð eða þurra húð í köldu loftslagi.
Rakamaski sem gefur ljóma, mýkt og fyllingu á einungis fimmtán mínútum.
WATER SOURCE SERUM
Rakaserum með ferska og létta áferð sem gefur ljóma og fyllingu.
LUMINANT
LEIÐRÉTTIR ALLAR TEGUNDIR LITABREYTINGA
Luminant er ný lína frá [comfort zone] sem leiðréttir allar tegundir litabreytinga og kemur í veg fyrir myndun nýrra bletta. Vörurnar endurvekja náttúrulegan ljóma húðarinnar og jafna húðtón auk þess sem þær draga úr sólarskemmdum, melasma og bólgum. Þær henta öllum aldri og öllum kynþáttum og gefa frábæran árangur á einungis 28 dögum.
Luminant línan er með sannprófaða virkni og hentar fyrir grænkera.
Luminant línan samanstendur af þremur vörum:
Luminant Serum
Luminant Cream
Luminant Defense Fluid
LUMINANT
SERUM
LEIÐRÉTTIR LITABREYTINGAR
Mjög virkt leiðréttandi serum sem dregur úr nýmyndun litabletta
Virkar á allar tegundir litabreytinga
Létt áferð
Hentar vel fyrir allar húðgerðir og húðlit
Notist kvölds og morgna
Má nota á meðgöngu
LUMINANT
CREAM
LEIÐRÉTTANDI KREM SEM GEFUR LJÓMA
Samstundis ljómi
Langvarandi leiðréttandi virkni
Virkar á allar tegundir litabreytinga
Létt áferð sem gefur ljóma
Hentar vel fyrir allar húðgerðir og húðlit
Má nota á meðgöngu
LUMINANT
DEFENSE FLUID
VÖRN GEGN LITABREYTINGUM - SPF50
Há UVA/UVB vörn
Vinnur gegn litabreytingum og umhverfismengun á húð
Byltingarkennd létt áferð - hristist fyrir notkun
Hentar vel fyrir allar húðgerðir
Notist á morgnana
Má nota á meðgöngu
MEÐFERÐ: 3-BRIGHT TM FACIAL
Jafnar húðtón og endurnýjar ljóma
Vinnur gegn öldrunarblettum, sólarskemmdum, litabreytingum eftir acne, melasma og töpuðum ljóma
BARBERKVÖLD MEÐ BEARD MONKEY
Eftir langa og vandaða leit að gæða skegg- og hárvörumerki fyrir herra þá var sænska herramerkið Beard Monkey fyrir valinu og það var svo haustið 2023 sem Beard Monkey bættist í Bpro fjölskylduna. Það var strax ljóst að okkar nákvæma leit að góðu herravörumerki hafði borið árangur. Við fengum strax góð viðbrögð frá fagfólkinu okkar um hversu gott væri að vinna með vörurnar og ekki leið að löngu þar til Beard Monkey var kominn með diggann hóp aðdáenda hér á landi. Hóp sem fer sífellt stækkandi.
Eigendur Beard Monkey þeir Alexander og Markus voru mjög spenntir yfir að heyra þessi góðu viðbrögð sem vörurnar þeirra voru að fá hér á landi og var það því fljótt ákveðið að við tækifæri myndu þeir kíkja í heimsókn hingað á klakann. Nú í ágúst á þessu ári varð af þeirri heimsókn og að því tilefni var haldið Barberkvöld með Beard Monkey í húsakynnum Bpro. Viðburðurinn var opinn fyrir fólk úr faginu og miðað við hvað húsið fylltist á stuttum tíma þá var fólk greinilega búið að bíða spennt. Alexander og Markus sögðu skemmtilega frá sögunni á bak við Beard Monkey frá stofnunni og fram til dagsins í dag. Þeir fóru vel yfir allar pælingarnar sem liggja á bak við hverja vöru og fóru djúpt í alla hugmyndafræðina á bak við val þeirra á ilmum fyrir vörurnar og þeirra samvinnu við þekkt ilmhús. Einnig sögðu þeir Alexander og Markus frá spennandi nýjum vörum og framtíðarplönum Beard Monkey.
Eftir kynninguna þeirra var barber Look & Learn þar sem við fengum til liðs við okkur snillingana þá Frikka á Slippnum og samstarfsfélagana Ingó og Stebba af hárgreiðslustofunni Hárbeitt. Þeir komu sér allir fyrir við sína vinnustöðina hver og hófust handa eins og þeim einum er lagið. Í allt klipptu þeir og rökuðu fimm módel og gátu gestir labbað á milli og fylgst með þeim vinna. Þeir deildu með áhorfendum tipsum og trixum og svöruðu spurningum mjög áhugasamra gesta.
Viðburðurinn heppnaðist einstaklega vel og við viljum nýta tækifærið og aftur þakka þeim sem tóku þátt í því að gera þennan skemmtilega viðburð að veruleika.
SAGA BEARD MONKEY
Beard Monkey var stofnað árið 2015 af vinunum Alexander og Markus sem fannst vanta hágæða skeggvörur á markað. Þeir vildu búa til vörur sem ekki bara virka vel heldur eru líka skemmtilegar í notkun. Þeir þróuðu vörurnar í nánu samstarfi við rakara- og hárgreiðslumeistara til að tryggja gæði og virkni og að þörfum markaðarins væri mætt. Einnig settu þeir mikið púður í að rannsaka og prófa mismunandi innihaldsefni þar til þeir fundu hina fullkomnu blöndu fyrir vörurnar sínar.
Þó að upprunalega kveikjan að Beard Monkey hafi verið skortur á skeggvörum á markaðnum hefur fyrirtækið lagt mikið upp úr nýsköpun til að mæta þörfum viðskiptavina sinna og hefur vöruúrvalið aukist jafnt og þétt frá árinu 2015. Auk skeggvaranna er nú einnig boðið upp á raksturs-, húð- og hárvörur auk rakspíra og eru ilmirnir ekki af verri endanum en þeir eru meðal annars Oud & Saffron, Licorice og Minty & Raspberry. Vörurnar eru hugsaðar fyrir breiðan hóp viðskiptavina – bæði með skegg og án – og mælum við með að kíkja á næsta sölustað til að skoða vöruúrvalið og prófa þessar frábæru vörur.
HÁÞRÓUÐ SJAMPÓ OG NÆRINGALÍNA FRÁ
HH SIMONSEN
Metnaðarfulla takmark okkar í byrjun, þegar að við byrjuðum að þróa HH Simonsen Wetline, var að gera bestu og virkustu hárvörulínu sem til væri. Við vildum skapa sjampó línu sem færi fram úr okkar mestu faglegu væntingum. Sjampólínu sem myndi umbreyta hári,hvaða hárgerð sem við á. Þremur árum seinna varð HH Simonsen Wetline að veruleika og vörurnar uppfylltu allar okkar væntingar.
Við trúum því að fegurð og tækni haldist í hendur þess vegna vinnum við alltaf með hámenntuðum vísindamönnum og við eigum okkar eigin rannsóknarstofu þar sem vöruþróun, prófanir og endurbætur á vörunum fara fram. Í Wetline voru öll innihaldsefnin vandlega valin og sett saman til þess að gera hverja vöru eins virka og mögulegt er, hverjar svo sem þarfir
hársins eru. Það sem allar vörurnar eiga sameiginlegt er Keratín sem styrkir hárið og eykur heilbrigði þess og náttúrulegar olíur sem endurnýja rakabirgðir og auka sveigjanleika og teygjanleika. Þegar að við sköpum sjampólínu þá viljum við hækka staðalinn!
HH Simonsen Wetline er breytt úrval af einstökum vörum sem eru virkar og án parabena og inniheldur sjampó, hárnæringar og maska fyrir allar hárgerðir og hárástand.
Fáðu ráfgjöf hjá fagfólkinu um hvaða HH Simonsen Wetline vörur henta þér og þínu hári og þú átt eftir að upplifa einstaka hármeðferð sem styrkir hárið þitt með hverjum þvotti.
STERKARA HÁR | HEILBRIGÐARA HÁR | MEIRA GLANSANDI HÁR
KERATÍN Í HVERJUM HÁRÞVOTTI
Hárið á okkur er um það bil 85% keratín og því er það nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigðu og sterku hári. Þess vegna var keratín ómissandi og nauðsynlegt sem innihaldsefni við sköpun Wetline línunnar. Það er nauðsynlegt að nota keratín af mismunandi tegundum og samsetningum og það gerir hvert einasta sjampó, hárnæringu og maska sannarlega einstakt.
HVAÐ ER KERATÍN?
Keratín er flókin bygging prótína, lykil byggingarefni í nöglum, húð, tönnum og hári. Byggingarefni keratíns er amínósýrur sem gefa hárinu teygjanleika, mýkt og styrk. Hár sem inniheldur rétt magn af keratíni hefur betra viðnám og getur betur varist só, köldu veðri og hita frá hitatækjum og umhverfis áreiti.
Á hinn bóginn getur skortur á keratíni veikt byggingu hársins.
Þetta gerir það að verkum að ysta lag hársins getur ekki verndað rakabirgðir og haldið vel hárlit og hárið er líklegra að slitna, brotna og fá klofna enda.
HVERJIR ERU ÓVINIR KERATÍNS
Hiti frá hitatækjum dregur úr keratín birgðum hárins. Sem og efnameðhöndlun og skaðlegir geislar sólar.
HANNAÐ TIL AÐ STYRKJA HÁRIÐ ÞITT Í
HVERJUM ÞVOTTI
Þegar keratíni er bætt í hárvöru þá er markmiðið að styrkja hárið og auka náttúrulega framleiðslu þess. Sem þýðir að hárið muni endurheimta náttúrulegt heilbrigði, styrk og endurbyggjast. Wetline vörurnar nota keratín á mismunandi formi og það sem mikilvægast er með mismunandi mólþyngd. Þyngd sameinda ákvarða hversu djúpt þær komast inn í hárið og þar af leiðandi hvað hluta þess þær hafa áhrif á. Þannig getum við smíðað hverja vöru rétt svo að tegund keratíns passi hárgerð og tegund vöru (sjampó, næring, maski) og getur fundið skemmdu hlutana og gert við þá. Lág mólþyngd gerir keratíninu kleift að smjúga djúpt inn í hárstráið, en há mólþyngd þýðir að keratínið virkar meira á ytra lag hársins.
VATNSROFIÐ
Vatnsrofið keratín er í stórum hluta vöruúrvals okkar. Vatnsrof er þegar að sameind dregur í sig vökva og skiptir sér í tvennt. Til verða keratín sameindir með „ofur krafta sem ganga ennþá lengra í því að auka teygjanleika og rakastig í hárinu.
YONA er nafnið á nýjustu vörulínunni frá Cirépil. YONA vörurnar eru sérhannaðar meðferðarvörur fyrir píkuna. Innan vörulínunnar má finna meðal annars yfirborðshreinsi með ávaxtasýrum til að endurnýja húðina og draga úr líkum á inngrónum hárum. Serum sem mýkir, nærir, dregur úr myndun inngrónna hára og bólumyndun. Sheet maski sem djúphreinsar húðina, eykur húðendurnýjun og dregur úr inngrónum hárum. Einnig eru fáanlegir í línunni gúmmífletti maskar til þess að nota eftir vaxmeðferð til þess að róa og sefa vinnusvæðið og til að draga úr bólumyndun. Fullkomið til að dekra við viðskiptavinin í lok meðferðar.
YONA vörurnar gera meðferðaraðilum kleift að bjóða upp á Vajacial eða píkumeðferð eins og við köllum hana sem er meðferð sem nýtur sífellt meiri vinsælda erlendis.
Nú þegar eru snyrtistofur hérna á Íslandi sem bjóða uppá þessa frábæru meðferð.
Breytingaskeiðið
ÁHRIF Á HÚÐ & HÁR
ÞAÐ ER VÍSINDALEG STAÐREYND AÐ ALLAR KONUR GANGA Í GEGNUM BREYTINGASKEIÐIÐ OG EINNIG HEFUR ÞAÐ VERIÐ SANNAÐ
AÐ KARLMENN GERA ÞAÐ LÍKA. ÖLL KYN UPPLIFA LÍKAMLEGAR OG ANDLEGAR BREYTINGAR Á ÞESSUM TÍMA SEM ÞÝÐIR JÚ
AUÐVITAÐ ÞAÐ VERÐA TALSVERÐAR BREYTINGAR Á HÚÐ OG HÁRI. EN HVAÐA BREYTINGAR ERU ÞAÐ?
HILDUR ELÍSABET INGADÓTTIR
Snyrtisérfræðingur og trainer
Húð hjá þeim sem eru leghafar breytist talsvert. Þegar Estrogenið i líkamanum minnkar hefur það bein áhrif á kollagen framleiðsluna sem þýðir að húðin tapar hratt fyllingu og verður þynnri, þurrari og æðaberari. Það er mjög algengt að fólk byrji á þessum tíma að taka inn bætiefni sem auka kollagen framleiðsluna og finna jákvæðan mun, þó að slíkur árangur hafi aldrei verið vísindalega sannaður. Það er líka mjög gott að nota nærandi og andoxandi húðvörur og vörur sem innihalda hýalúron sýru, en mörg góð vörumerki eru með sér vörur eða línu fyrir húð sem er að glíma við hormónaöldrun, þar er [comfort zone] að sjálfsögðu engin undantekning. Gott andlitsnudd er líka gott til að örva kollagenframleiðslu húðarinnar, þess vegna er gott að nudda andlitið á sér reglulega eða nota hágæða Gua Sha eða nuddrúllur. Í sumum tilfellum fá leghafar á breytingarskeiðinu Acne húð og upplifa nánast unglingabólur aftur og þá þarf að meðhöndla húðina sem slíka.
Hár leghafa breytist líka. Það tapar þéttleika og þynnist þar sem estrógen styður við heilbrigðan hárvöxt. Fyrir utan þær breytingar sem verða þegar að hárið gránar. Þess vegna mælum við með að nota hárvörur sem örva og styðja við heilbrigðan hárvöxt sem og hárvörur sem mýkja hár og auka sveigjanleika þess á meðan á breytingarskeiðinu stendur sem og eftir það. Þeir sem eru limhafar upplifa það að húð þeirra verður þurrari, þynnri og viðkvæmari og þess vegna þurfa þeir einstaklingar rakameiri og meira nærandi húðvörur og jafnvel vörur fyrir viðkvæma húð. Þeir geta líka lennt í því eins og leghafar að fá Acne húð eða unglingabólur aftur, húð þeirra er þá einnig meðhöndluð sem slík.
Hárið hjá þeim þynnist og hverfur jafnvel alveg sú þróun byrjar fyrr hjá þeim og því þurfa þeir fyrr að byrja að nota vörur sem vinna gegn hárlosi í bland við nærandi hárvörur.
Það er dagljóst að þetta tímabil í lífi allra er umbrotamikið og allir upplifa þetta á sinn hátt, sífellt fleiri velja hormónameðferð til þess að taka á þessu og minnka óþægindi á meðan þetta gengur yfir.
Við mælum með því að því að tala við fagmenn til að fá góð ráð um umhirðu húðar og hárs á þessu tímabili og til að aðstoða við rétt val á vörum og fá gott meðferðarplan.
Þann 30. október síðastliðinn mættu fimmtíu konur á öllum aldri í Sundhöll Hafnarfjarðar á viðburð á vegum /skin regimen/Lx á Íslandi og Speedo
Viðburðurinn bar heitið Sjálfsást og var einungis ætlaður konum. Með hverjum miða fylgdi Speedo sundbolur að eigin vali svo það er eiginlega hægt að segja að dagskráin hafi byrjað í húsakynnum H-verslunar með vali á sundbol og síðan haldið áfram í Sundhöll Hafnarfjarðar.
Á sundlaugarbakkanum tók Hildur Elísabet á móti konunum þar sem þær voru mættar í nýju sundbolunum sínum. Hildur Elísabet er [comfort zone] og /skin regimen/Lx sérfræðingur og trainer og kynnti hún endurbætta vörulínu /skin regimen/Lx fyrir hópnum og fór yfir grundvallaratriðin á bak við húðumhirðu í skrefum
Sigga frá Flothettum tók svo við af Hildi og leiddi dömurnar í gegn um flæðandi hreyfingu við mjúkan takt og þægilegan öldugang laugarinnar.
Veitingar voru í boði Muna og Töst og áður en konurnar héldu af stað heim með hlaðin batteríin voru þær leystar út með glæsilegum gjöfum frá /skin regimen/Lx, Camelbak og Muna.
FUDGE THE RULES
Fudge Professional fæst á hárgreiðslustofum um land allt. Þú finnur lista yfir sölustaði á bpro.is BRANDING.indd 1
Fudge Professional var stofnað árið 1992 og er því enginn noob í hárbransanum. Fudge er algjör game changer og skilar alltaf árangri, hvort sem þú ert að leita eftir sterkara, meira glansandi eða ljósara hári.
Fudge fagnar fólki sem vill fara út fyrir rammann, fólki sem vill hafa hátt og fara sínar eigin leiðir en gera það með algjörlega fabulous hár.
FJÖLBREYTTAR VÖRUR SEM EFFIN VIRKA
Clean Blonde línuna frá Fudge ættu öll ljóshærð á landinu að þekkja, en vörurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir ljóst hár og eru þær með þeim öflugustu á markaðnum í dag. Þær eru rakagefandi og uppbyggjandi og eyða öllum gulum tónum og ættu því að vera til í baðskápnum hjá öllum sem eiga það til að gulna með tímanum.
Ljóst hár er þó ekki það eina sem er dekrað við því Fudge býður upp á sjampó og hárnæringar sem henta öllum hárgerðum. Sem dæmi má nefna Xpander línuna sem gefur fíngerðu hári samstundis lyftingu og fyllingu
og Luminizer línuna sem gefur raka og glans án þess að þyngja hárið. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma Fudge mótunarvörunum en þar eru vörur fyrir öll tilefni og allar hárgerðir. Hetjan sem kom öllum á Fudge vagninn, Matte Hed vaxið, stendur alltaf fyrir sínu, og svo er Push It Up Blow Dry spreyið hratt að verða það allra vinsælasta á markaðnum.
SJÁLFBÆRNI
Fudge leggur mikla áherslu á sjálfbærni. Stefna fyrirtækisins er að árið 2025 verði farið að nota 25% minna plast og að umbúðirnar muni þá innihalda 30% endurunnið plast. Einnig er stefnt að því að allar vörur verði komnar í endurnýtanlegar, endurvinnanlegar eða niðurbrjótanlegar umbúðir.
12:42
BROT AF ÞVÍ BESTA
Clean Blonde Pre-Toning Primer
Primer til að nota áður en fjólublátt sjampó er notað. Primernum er spreyjað í hárið og hann látinn liggja
í hárinu í 2 mínútur áður en það er þvegið. Hann hreinsar þá hárið og undirbýr það fyrir fjólublátt sjampó. Gefur jafnari og bjartari tón.
Clean Blonde Sjampó
Fjólublátt sjampó sem eyðir öllum gulum tónum. Hreinsar hárið um leið og það kælir ljósa litinn. Inniheldur rakagefandi Guarana.
Matte Hed
Algjörlega geggjað vax sem hentar fyrir allar hárgerðir. Matt vax sem gefur þétt hald og þurra áferð og gerir það auðvelt að móta hárið.
Xpander Sjampó
Sjampó fyrir fíngert og líflaust hár sem þarf á lyftingu að halda. Eykur þéttleika og gefur samstundis lyftingu. Inniheldur koffín og ginseng.
Push It Up Blow Dry Spray
Létt hitavörn og blásturssprey sem hentar fyrir stutt jafnt sem sítt hár og gefur hámarks lyftingu. Inniheldur bambus- og ananasþykkni sem gefa fyllingu og keratín sem verndar hárið.
Fudge Shaper
Orginal Fudge varan! Shaper er kremkennt vax sem gefur góða áferð sem auðvelt er að vinna með. Gefur semi-matta áferð og veitir vörn gegn raka sem gerir það að verkum að greiðslan endist lengur.
SPOTTAÐU BÓLUNA
MEÐ POPSPOT BÓLUPLÁSTRINUM
NÝSENDING KOMIN LANDSINSTIL MEST SELDA POPMASK VARAN Á ÍSLANDI
ÖRÞUNNIR BÓLUPLÁSTRAR ÚR VATNSKVOÐULAUSN SEM VINNA Á BÓLUM Á AÐEINS NOKKRUM KLUKKUSTUNDUM
Innihalda salísýlsýru en hún dregur úr bólgumyndun og er einnig bakteríudrepandi. Plástrarnir innihalda einnig tea tree olíu sem sefar húðina og kemur í veg fyrir ertingu. Plástrarnir eru glærir og mattir svo þeir verða nánast ósýnilegir þegar þeir eru settir á húðina. Þú finnur lista yfir sölustaði POPMASK á bpro.is
HÁRSNYRTINÁMSKEIÐ Í
L NDON BEIBÍ
Það er ómetanlegt að geta unnið við eitthvað sem veitir manni gleði, lífið er of stutt fyrirleiðinlega vinnu, þó hún geti verið erfið. Í hársnyrtifaginu er alltaf eitthvað nýtt að læra og nýtt fólk að kynnast, hvort sem það er í stólnum eða í bransanum. Bpro hefur boðið upp á fjölmörg framúrskarandi námskeið þar sem fræðsla, fagmennska og tengslamyndun blómstra. Það nýjasta var námskeið á vegum Allilon Education í London Baby.
Allilon Education er ‘hársnyrtifræðslufyrirtæki’ (rosalega formlegt orð en við höldum okkur við það) í London sem stefnir að því að hækka standardinn í faginu á heimsvísu. Frá stofnun þess árið 2008 hefur Allilon miðlað yfirgripsmikilli fræðslu sem eflir tæknilega hæfni, sköpun og sjálfstraust í iðninni. Með námskeiðum og stafrænu efni á Allilon+ hefur fyrirtækið byggt upp þroskandi námsferli fyrir bæði nýliða og reyndara fagfólk. Teymið leggur áherslu á gildi eins og skuldbindingu, hógværð og stöðuga listsköpun, og býr til stuðningsríkt umhverfi fyrir kennara og nemendur. Allilon vinnur einnig með Davines sem við þekkjum og elskum og setur punktinn yfir i-ið fyrir mig hvað varðar gæði og traust.
Fyrst kynntist ég Allilon Education þegar Johnny Othona, eigandi Allilon, og vel valdir aðilar úr teyminu hans voru með klippi-, barber- og litanámskeið hjá Bpro í Smiðsbúðinni í apríl á þessu ári. Það var gríðarlega lærdómsríkt og hefur breytt því hvernig ég hugsa um klippingar og framkvæmi þær. Johnny sagðist ætla að „brjóta okkur niður og byggja aftur upp“ sem hljómar óþægilega en var nákvæmlega það sem gerðist. Nálgun Allilon á klippingum var frábrugðin þeirri sem við lærum hér heima og við þurftum að endurhugsa og byggja upp kunnáttuna á ný.
Nú í október hélt hópur á vegum Bpro til London á námskeið sem var alls ekki síðra en það fyrra en nú fengum við að kynnast fleiri leiðbeinendum úr Allilon teyminu sem gáfu námskeiðinu líflegt og heimilislegt andrúmsloft. Bpro liðið yfirtók Ena Salon, sem Johnny
á einnig, hársnyrtistofa á 5 hæðum og lítill hópur nemenda á hverri hæð sem gaf leiðbeinendum tækifæri til þess að sinna vel hverjum og einum. Það sem gladdi mitt fagmannshjarta var hversu mikið af nýjum fagmönnum var þarna með okkur á námskeiði. Þetta hefur verið sérstaklega dýrmætt fyrir þau.
Á meðan á dvölinni í London stóð, hélt Allilon góðgerðarkvöld, Open House, þar sem teymið sýndi færni sína þar sem bæði fagmenn og áhugamenn gátu fylgst með og spjallað auk þess að styðja gott málefni. Viðburðurinn var frábær og studdi við markmið Allilon um að efla fagið og innblástur fagmanna.
Þessi reynsla með Allilon hefur verið bæði faglega og persónulega verðmæt. Ég er afar þakklát Bpro fyrir að skipuleggja námskeiðin og ég hlakka þvílíkt til að komast aftur á námskeið hjá Allilon Education og vona að sjá sem flesta fagmenn þegar þau koma næst til Íslands.
Ísey með einbeitninguna skrúfaða í botn á námskeiðinu hjá Allilon Eduaction. Til hægri má svo sjá æfingagínuna sem Sigrún Ísey klippti á námskeiðinu hjá þeim Johnny og félögum.
ABSOLUTE BEAUTY
Þegar teymið á rannsóknarstofu Davines var að skapa dásemlegu OI línuna var markmiðið að búa til línu sem myndi henta fyrir og fegra allar hárgerðir.
OI línan er bland af ögrun fyrir skilningarvitin. Fjölþætt og virk hárfegrunarlína, sem virðir bæði menn og umhverfið. Allar vörurnar í OI línunni innihalda Roucou þykkni. Sem er jurt sem finnst í Amazon og einnig þekkt sem “Annatto”. Olían sem er unnin úr Roucou fræunum er ríkt af karótenóíðum sem hafa verndandi og andoxandi virkni og draga úr skemmdum af völdum ytra áreitis.
OI vörurnar eru allar framleiddar og þeim pakkað í umbúðir í Davines þorpinu, með endurnýtanlegum auðlindum. Öll framleiðsla Davines er með öllu kolefnahlutlaus eða án kolefnaspors. OI flöskurnar og dósirnar eru gerðar úr endurunnu plasti og eru endurvinnanlegar. Í ofaná lag er allt kolefnið sem til kemur af framleiðslunni hlutleyst með Ethiotrees verkefninu en það verkefni snýst einnig um að endurnýja skóga og nátturuauðlindir hjá samfélögum í norður héraðinu Tigray í Tembien hálöndum Eþíópíu, en þau eru nú þegar hætt komin.
OI SOUFFLE VER GEGN HITA FRÁ HITATÆKJUM ALLT AÐ 230°C.
SPENNANDI NÝJUNG FRÁ DAVINES VÆNTANLEG OI SOUFFLÉ
ÞYNGDARLAUS OG SILKIMJÚK FROÐA SEM GEFUR LÉTTA LYFTINGU OG FYLLINGU OG LÆTUR HÁRIÐ GLANSA SEM ALDREI FYRR. HENTAR VEL FYRIR FÍNGERT TIL MIÐLUNGS FÍNGERT HÁR.
MEÐ SINN EFTIRSÓTTA ILM ER FÍNGERÐ FROÐAN
DÁSAMLEGUR LÚXUS SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ LEYFA AÐ BÆTA INN Í HÁRRÚTÍNUNA.
NOTKUN: EFTIR AÐ HAFA ÞVEGIÐ HÁRIÐ OG NÆRT ÞAÐ, SETJIÐ OI SOUFFLE Í LÓFANN OG VINNIÐ ÞAÐ Í GEGNUM
HANDKLÆÐAÞURRT HÁRIÐ. BÆÐI Í LENGD OG ENDA EN FORÐIST AÐ BERA FROÐUNA Í RÓTINA.
MAGN: NOTIÐ TVÆR PUMPUR Í MJÖG FÍNGERT HÁR EN ÞRJÁR TIL FJÓRAR
PUMPUR Í MIÐLUNGS TIL ÞYKKT HÁR. FROÐUNA Á EKKI AÐ SKOLA ÚR. Í
LOKIN MÓTAR ÞÚ SVO HÁRIÐ AÐ VILD.
BARA GULLFALLEGAR
HELDUR KRAFTMIKLAR OG HLJÓÐLÁTAR Í SENN
Andlitsmaski
um andlitsmaska frá andlitsmaska til andlitsmaska
Andlitsmaskar eru vara sem er mjög gott að hafa í sinni reglulegu húðumhirðu. Maskar eru vara sem eru með mikla virkni og þá er hægt að velja bæði fyrir húðgerð og húðástand.Andlitsmaska skal nota 1x í viku þar sem þessi vara er mjög virk, nema að þinn fagmaður ráðleggi annað. En fyrst verður að undirbúa húðina rétt, eftirfarandi verkröðun er gott að hafa í huga þegar maski er notaður:
1. Yfirborðshreinsa
2. Djúphreinsa svo virku efnin nái betur til húðarinnar
3. Setja maskann á húðina og láta liggja 5-15 mínútur
4. Hreinsa maskann af
5. Serum ef það er í þinni rútínu
6. Augnkrem ef þú notar það
7. Krem
HYDRAMEMORY HYDRA
PLUMP MASK
Hydramemory Hydra Plump Mask frá Comfort Zone er rakamaski sem gefur samstundis ljóma, mýkt og fyllingu. Hentar vel fyrir þurra húð og húð sem skortir ljóma. Vinnur vel á þurrki og fínum línum.
ACTIVE PURENESS MASK
Bakteríudrepandi og sótthreinsandi maski sem dregur vel úr umframfitu á yfirborði húðar. Hentar vel fyrir feita vandamála húð.
RENIGHT MASK
Nærandi maski stútfullur af vítamínum og andoxandi efnum. Hentar vel fyrir þurra eða þroskaða húð.
PINK KAOLIN MASK
Bleikur leirmaski sem
gefur húðinni ljóma jafnar húðtón og gerir hana silkimjúka. Innheldur Longevity complex. Hentar vel fyrir flestar húðgerðir.
SUBLIME SKIN LIFT MASK
Sublime Skin Lift Mask er maski sem lyftir, þéttir, gefur ljóma og fyllingu er með sjáanlega, samstundis virkni. Frábært partýmaski þegar húðin þarf að ver gordjöss með stuttum fyrirvara. Hentar vel fyrir þroskaða húð
CHARCOAL MASK
Leirmaski/djúphreinsir sem þornar ekki og er hægt að nudda. Hann er mjög skemmtilegur í notkun, verður ekki stífur, og hann er svo nuddaður á húðinni vegna þess að hann innheldur djúphreinsandi agnir. Hann afeitrar og hreinsar húðina og losar burt umframfitu af yfirborði húðar. Hentar vel fyrir feita húð.
KÆRI JÓLI
Wonder Brush krakkaburstarnir eru fallega myndskreyttir og eru tilvalin jólagjöf
EKKERT FLÓKIÐ
MEÐ WONDER BRUSH
The Evermoon Collection