BPRO MAGAZINE VETUR 2023

Page 1

BPRO MAGAZINE HAUST/ VETUR 2023


FRÁ BALDRI

Ég er oft spurður hvernig sé að vera svona heildsali og hvernig það virki. Ég ætla því aðeins að fara yfir það hvernig er að vera fagheildsali sem vill bara bjóða uppá það besta af því sem er í boði. Það er nefnilega oft löng leið frá því að hugmynd verður til og þar til vara er komin á markað. Oft sér maður gat á markaðnum og þörf á einhverri vöru. Það getur auðvitað verið allskonar og margt spilað þar inn í hvort sem það er eitthvað sem er í tísku, gætt einstökum eiginleikum eða fyrir einhvern ákveðinn markhóp. Þetta á allt við hvort sem um er að ræða krem, hárvörur, raftæki, túrverkjaplástur, bóluplástur eða tan. Þegar maður áttar sig á ákveðinni þörf á markaðnum þarf fyrst að hafa uppi á þeim sem eru leiðandi á þeim markaði úti í hinum stóra heimi. Þá þarf að lesa sig til og kynna sér kosti og galla og alla mögulega samkeppnisaðila. Svo er að mynda samband, fá prufur og prófa. Ef prufan fer vel og vörurnar eru allt sem maður vonaðist eftir er komið að fyrstu pöntun. Sú er oft tricky því það er engin saga til að versla eftir og þá reynir á að vera góður að giska eða áætla og lesa markaðinn. Einhversstaðar þarna á milli kemur svo fjármögnun inn í en það er eitthvað sem þarf auðvitað alltaf að huga að þó það sé mis mikið verk eftir því hversu stórar vörulínurnar eru. Þegar búið er að leggja inn pöntun og vörurnar lagðar af stað í siglingu til okkar litlu eyju er komið að markaðssetningunni. Hvernig, hvar og fyrir hvern varan er seld. Ef þetta eru til dæmis fagvörur þarf fyrst að kynna þær fyrir fagfólkinu svo allar upplýsingar séu réttar og fólk viti með hvað það er að vinna. Eftir það þarf að útbúa allt almennt markaðsefni og koma því á þá staði og miðla sem þykja bestir hverju sinni. Þetta ferli tekur oft marga mánuði og fer í gegnum margar hendur til að allt gangi rétt fyrir sig. Svo tekur ef til vill ennþá lengri tíma þar til neytandinn eða fagaðilinn fattar hvað þessi ákveðna vara er frábær. Þetta er oft mjög spennandi og áhugaverður tími fyrir alla sem koma að verkefninu því eins og sést á þessu eru ansi mörg skref sem þurfa að ganga upp. Þetta er svona létt innsýn inn í heim heildsalans, en ég kjafta kannski ekki öllu og held nokkrum leyndarmálum út af fyrir mig! Ég er stoltur af því mikla og fjölbreytta vöruúrvali sem Bpro býður upp á og eins hversu frábært starfsfólk er í hverri stöðu svo allir þessir litlu og stóru hlutir gangi upp.

Stoltur framkvæmdastjóri

BRÉF



EFNISYFIRLIT

2. BRÉF FRÁ BALDRI Baldur, eigandi Bpro, segir frá starfi heildsalans.

30. NÝ HYDRAMEMORY LÍNA Allt um nýju Hydramemory línuna frá [comfort zone].

50. EINSTAKAR ANDLITSMEÐFERÐIR Rebekka Einarsdóttir, meistari í snyrtifræði, segir frá Hydramemory andlitsmeðferðunum.

6. JÓLAGJAFAHANDBÓK BPRO

32. MISS LABEL.M 2023

52. ÚTLIT

Hér finnur þú jólagjafir fyrir alla á listanum. Líka þessa sem þú veist aldrei hvað á að gefa.

13. BEHIND THE SCENES

Skyggnumst á bak við tjöldin hjá Kára Sverriss.

14. KÁRI SVERRISS

Miss LABEL.M 2023 situr fyrir svörum.

36. WONDERS OF ICELAND

Baldur segir frá sögunni á bak við Wonders of Iceland flækjuburstana.

38. TÓLF BESTU DJÚPNÆRINGARNAR

Við spjölluðum við Kára Sverriss um ferilinn og ljósmyndasýningu sumarsins - Listin að vera ég.

16. BPRO HÆLÆTS

Hvaða djúpnæring hentar þínu hári?

41. FJÓLUBLÁTT SJAMPÓ

Rifjum upp skemmtilegar stundir síðasta árs.

18. MYNDAÞÁTTUR

Glæsilegur [comfort zone] myndaþáttur.

Allt um þetta fjólubláa.

Bpro tók þátt í förðunarþættinum Útlit á Stöð 2.

54. BEHIND THE SCENES

Útlit - þáttur fimm.

59. HÝALÚRONSÝRA

Af hverju ættir þú að bæta Hýalúronsýru inn í þína húðrútínu?

60. TANAÐ MEÐ SUNNEVU

Sunneva Einars deilir einfaldri brúnkurútínu.

43. NÝTT FRÁ [COMFORT ZONE]

61. CIREPIL STUÐNINGSVÖRUR

Luminant er nýjasta línan frá [comfort zone].

Vörur sem draga úr hárvexti og inngrónum hárum.

26. GÓÐ RÁÐ OG GALDRAR

46. POPMASK REDDAR MÁLUNUM

64. BURSTI ER EKKI BARA BURSTI

Starfsfólk Bpro deilir góðum ráðum með lesendum.

Ingunn, markaðsstjóri Bpro, segir frá sínum uppáhalds Popmask vörum.

Allt um mismunandi tegundir af hárburstum.

29. NÝTT OG VÆNTANLEGT Spennandi nýjungar.

49. BEARD MONKEY Nýtt herramerki hjá Bpro.

BPRO MAGAZINE HAUST/ VETUR 2023

Ritstjóri: Ingunn Sigurpálsdóttir Umbrot: María Katrín Jónsdóttir Prentun: Svansprent

FORSÍÐUMYND

Ljósmyndari: Kári Sverriss Fyrirsæta: Emma - EY Agency Hár og förðun: Andrea Ruth

ANDIS // BEARD MONKEY // CIRÉPIL // COMFORT ZONE // DAVINES // FUDGE // HH SIMONSEN // JRL // LABEL.M // MARC INBANE // POPMASK // SKIN REGIMEN

bpro heildverslun - Smiðsbúð 2 - 210 Garðabæ - sími: 552-5252 - www.bpro.is - IG: @bproiceland - FB: /bproiceland/


LIMITED EDITION

[ TRUE DIVINIT Y OG WONDER BRUSH ]

GJÖF SEM SLÆR Í GEGN

FB: /HHSIMONSENICEL AND

WWW.BPRO.IS

IG: @HHSIMONSENICEL AND


JÓLAGJAFAHANDBÓKIN - gjafir fyrir alla á listanum 3)

2) 4)

1)

7) 6)

8)

5)

FYRIR HANA 1. MARC INBANE NATURAL TANNING SPRAY EÐA HYALURONIC SELF-TAN SPRAY & BAKHANSKI 2. JRL HÁRBLÁSARI 3. HH SIMONSEN ROD VS8 BYLGJUJÁRN FYRIR HANN 4. MARC INBANE PERLE DE SOLEIL BRÚNKUDROPAR 5. BEARD MONKEY GJAFABOX: OUD & SAFFRON SKEGGOLÍA OG SKEGG SJAMPÓ 6. JRL FRESHFADE 2020T TRIMMER FYRIR UPPTEKNU MANNESKJUNA 7. LABEL.M FASHION EDITION DRY SHAMPOO 8. DAVINES OI GJAFABOX: OI SJAMPÓ, HÁRNÆRING OG OLÍA Í FERÐASTÆRÐ

6

bpro


9) 10)

12) 11) 13)

15)

14)

16)

17)

FYRIR JÓLALOKKANA 9. HH SIMONSEN ROD VS3 BLACK ORBIT LIMITED EDITION 10. WONDER BRUSH Í LITNUM PURPLE MIST 11. HH SIMONSEN VOLUME MOUSSE FYRIR DEKURDÝRIÐ 12. COMFORT ZONE TIME FOR YOU GJAFABOX: RENIGHT MASK, TRANQUILLITY SHOWER CREAM OG BODY STRATEGIST D-AGE CREAM 13. DAVINES NATURALTECH HANDÁBURÐUR FYRIR UNGLINGINN 14. POPMASK GREATEST HITS GJAFABOX: GLOW GETTER ANDLITSGRÍMA, BIG HUG TÚRVERKJAPLÁSTUR OG ÞRJÁR SJÁLFHITANDI AUGNGRÍMUR 15. COMFORT ZONE YOUNG KIT GJAFABOX: HYDRAMEMORY HYDRA PLUMP MASK, HYDRAMEMORY LIGHT SORBET CREAM OG ESSENTIAL FACE WASH 16. BEARD MONKEY GJAFASETT: MOISTURIZING FACE WASH OG DAY CREAM FYRIR VINI OG ÆTTINGJA ERLENDIS 17. WONDERS OF ICELAND FLÆKJUBURSTARNIR VOLCANO OG AURORA BOREALIS

bpro

7


19)

20)

18)

21)

23)

26) 22)

24)

25)

FYRIR DÖKKU LOKKANA 18. FUDGE COOL BRUNETTE SJAMPÓ OG HÁRNÆRING 19. DAVINES ALCHEMIC CHOCOLATE SJAMPÓ OG HÁRNÆRING 20. LABEL.M FASHION EDITION BRUNETTE TEXTURISING SPRAY FYRIR LJÓSU LOKKANA 21. FUDGE CLEAN BLONDE VIOLET XPANDER FOAM 22. DAVINES HEART OF GLASS GJAFABOX: HEART OF GLASS SJAMPÓ, HÁRNÆRING OG SHEER GLAZE HITAVÖRN FYRIR FÍNGERT HÁR 23. DAVINES MOMO/ GJAFABOX: MOMO/ SJAMPÓ, HÁRNÆRING OG MORE INSIDE BLOW DRY PRIMER FYRIR KRULLUNA 24. DAVINES LOVE/CURL GJAFABOX: LOVE/CURL SJAMPÓ, HÁRNÆRING OG MORE INSIDE CURL BUILDING SERUM 25. HH SIMONSEN CURL CREAM 26. POPMASK HÁRHANDKLÆÐI

8

bpro


29)

27)

32)

33)

28) 34)

30)

35)

31)

36)

FYRIR ÞANN SEM Á ALLT 27. TRANQUILLITY ILMKERTI 28. DAVINES THE CIRCLE CHRONICLES HÁRMASKAR FYRIR ÞROSKAÐA HÚÐ 29. COMFORT ZONE SUBLIME SKIN GJAFABOX: SUBLIME SKIN INTENSIVE SERUM, CREAM OG EYE FYRIR ÞURRA HÚÐ 30. COMFORT ZONE HYDRAMEMORY GJAFABOX: HYDRA PLUMP MASK, WATER SOURCE SERUM OG RICH SORBET CREAM 31. SKIN REGIMEN NIGHT DETOX NÆTURKREM FYRIR RÆKTARUNNANDANN 32. FUDGE SKYSCRAPER HÁRLAKK Í FERÐASTÆRÐ 33. HH SIMONSEN XS DRYER BLACK ORBIT LIMITED EDITION 34. HH SIMONSEN MIRACLE SPRAY Í FERÐASTÆRÐ FYRIR ÞYKKT/GRÓFT HÁR 35. LABEL.M ROYAL YUZU SJAMPÓ OG HÁRNÆRING OG FASHION EDITION DRY SHAMPOO 36. HH SIMONSEN TRUE DIVINITY SLÉTTUJÁRN Í LITNUM ASTRAL & WONDER BRUSH Í LITNUM STARRY GREY bpro

9


BIG HUG ER KNÚSIÐ SEM ÞÚ ÞARFT Á ÞANNIG DÖGUM

SJÁLFHITANDI PLÁSTRAR SEM DRAGA ÚR TÚRVERKJUM. HALDAST HEITIR Í ALLT AÐ TÓLF KLUKKUSTUNDIR.

ÞÚ FINNUR LISTA YFIR SÖLUSTAÐI POPMASK Á BPRO.IS FB: /BPROICEL AND

IG: @BPROICEL AND



GLEÐILEGA HÁRTÍÐ

ÞÚ KAUPIR SJAMPÓ OG HÁRNÆRINGU OG FÆRÐ MÓTUNARVÖRU FRÍTT MEÐ

WWW.LABELM.IS

FB: /LABELMICELAND

IG: @LABELMICELAND


Það var margt um manninn í stúdíóinu hjá Kára Sverriss þá daga sem myndatakan fyrir sýninguna hans Listin að vera ég fór fram. 13 fyrirsætur voru myndaðar en þær fengu svo það verkefni að útskýra á sinn persónulega hátt hver listin að vera þau er og hvað það er sem gerir þau hamingjusöm. Edda Lovísa Björgvinsdóttir myndaði stemninguna á bak við tjöldin sem við sjáum hér.


KÁRI SVERRISS Kári Sverriss er einn af okkar færustu ljósmyndurum. Hann er hvað þekktastur fyrir tískuljósmyndun og hefur myndað fyrir stórfyrirtæki á borð við MAC, CHANEL og Eucerin. Á Menningarnótt opnaði ljósmyndasýning Kára, Listin að vera ég, í Pósthússtræti. Markmið Kára með sýningunni var að fanga innri fegurð einstaklinga og gefa þeim færi á að segja hvað það er sem gera þá hamingjusama. Við náðum Kára í smá spjall um ljósmyndaferilinn og þessa glæsilegu sýningu. HVENÆR KVIKNAÐI ÁHUGINN Á LJÓSMYNDUN? Það má eiginlega segja að hann hafi kviknað þegar ég var lítill strákur að framkalla með afa mínum. Ég held mikið upp á þær minningar. Ég man svo alltaf líka eftir því þegar ég keypti mína fyrstu myndavél 2005. Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í en ég vissi að mig langaði að taka myndir og svo þróaðist það í gegnum árin. Ég man svo greinilega eftir því þegar ég tók fyrsta tískuþáttinn minn 2006 þá vissi ég að ég væri kominn á rétta braut. HVENÆR OG HVAR LÆRÐIR ÞÚ? Ég lærði fyrst í Tækniskólanum, tók grunnnám í ljósmyndun. Það má eiginlega að segja að ég hafi lært basics í ljósmyndun en svo lærði ég mest á því að gera. Ég er búinn að vera taka myndir síðan 2005 og er

14

búinn að gera milljón mistök sem ég hef lært af. Mér finnst ég alltaf vera að læra og vaxa sem ljósmyndari. Árið 2011 ákvað ég að fara alla leið í ljósmyndun og ákvað að fara í nám til London í skóla sem heitir London College of Fashion. Ég komst beint inn í Mastersnám og slapp við BA út af reynslu og möppunni minni og var mjög feginn að hoppa yfir 4 ár og fara beint í Mastersnám. Að fara í þetta nám var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég útskrifaðist svo 2014 og hef unnið sem ljósmyndari í fullu starfi síðan þá. SÁSTU ALLTAF FYRIR ÞÉR AÐ GERA ÞETTA AÐ ÆVISTARFI? Eftir að ég var búinn að finna taktinn minn í ljósmyndun, hver ég er og hvernig myndir vil ég taka, þá gerði ég mér betur grein fyrir að þetta er eitthvað sem ég mun alltaf gera og að þetta er ein af mínum gjöfum og mig langaði að nota hana. Það skemmtilega við

bpro


vera ég? Hvað gerir mig hamingjusaman/hamingjusama? Svo fannst mér mjög mikilvægt að allir gætu tekið þátt í þessari herferð á samfélagsmiðlum, að það eru ekki bara einhverjir útvaldir heldur að við getum öll tekið þátt í því að hvetja aðra og okkur sjálf til þess að líta inn á við.

ljósmyndun er að starfið er svo fjölbreytt. Stundum eru þetta portrait myndir í stúdíói kannski 2-3 á setti og svo getur þetta farið í það að vinna með 30-40 manns á setti. Mér finnst svo margt skemmtilegt við mitt starf. Ég hef haldið námskeið í social media ljósmyndun, ljósmyndanámskeið, kennt í ljósmyndaskóla, tekið matarmyndir, interior myndir og svo yfir í tísku og bjútí myndir fyrir fyrirtæki um allan heim. Ég elska hvað starfið mitt er fjölbreytt.

HVERNIG GEKK AÐ FINNA MÓDEL? Það gekk mjög vel. Það voru margir sem tóku þátt og sóttu um að vera með í sýningunni í gegn um samfélagsmiðla og svo fengum við hjálp hjá Grounded Creative Studios að velja úr þeim sem sóttu um og bættum aðeins í hópinn til þess að hafa fjölbreyttan hóp af módelum.

ÁTTU EINHVER UPPÁHALDS VERKEFNI Á FERLINUM? Þau eru rosalega mörg, en kannski er fyrsta stóra auglýsingaherferðin mín svona í uppáhaldi af því að hún opnaði svo mörg tækifæri fyrir mig eftir að herferðin var birt út um allan heim. Skemmtilegt að segja frá því að herferðin var tekin í Cape Town í Suður Afríku og átti upprunalega að vera tekin öll á strönd í Cape Town en var svo öll tekin upp í stúdíói þannig að í rauninni hefðum við getað verið hvar sem er í heiminum. Mér fannst líka mjög skemmtilegt að taka upp tískuþátt á Íslandi fyrir Glamour Magazine en þetta var forsíðuþáttur með heimsfrægri fyrirsætu sem hefur setið fyrir hjá Vogue mörgum sinnum. Það sem mér fannst svo skemmtilegt við þetta verkefni var að hún var svo auðmjúk og næs allan tímann, þrátt fyrir rok og rigningu og viðbjóðslegt veður. Fyrirsætan er í dag vinkona mín og það gerir þessa minningu enn skemmtilegri. Svo var bara frábært teymi sem var með mér í tökunum og þau gerðu þessar tökur mjög skemmtilegar.

HVERNIG VAR MYNDATAKAN SJÁLF OG HVERNIG VAR AÐ TAKA MYNDIR VITANDI AÐ ÞAÐ YRÐI ENGIN EFTIRVINNSLA? Þetta voru tveir tökudagar og margir sem komu að tökunum. Við vissum að þetta yrði mikil keyrsla en það gekk allt eins og í sögu. Ég er svo þakklátur fyrir allt hæfileikaríka fólkið sem hjálpaði mér að láta þetta verða að veruleika. Það komu margir að þessu og án þeirra hefði ég aldrei getað þetta. Ég ákvað fyrirfram að það yrði engin myndvinnsla á myndunum nema litaleiðréttingar. Ég vildi alls ekki breyta útliti módelanna á neinn hátt en flest allar myndir í dag eru frekar mikið unnar og mjög oft átt við útlit fólks á myndum. En til þess að þetta komi vel út þá þarf að hugsa vel út í lýsinguna fyrirfram þannig að allir fái að skína á myndunum. HVERNIG TILFINNING VAR ÞAÐ AÐ OPNA SÝNINGU Á STAÐ EINS OG PÓSTHÚSSTRÆTI OG Á STÆRSTU MENNINGARHÁTÍÐ ÍSLANDS? Frábær tilfinning. Ég fékk svo mikið af skilaboðum og margt fólk sem tók mynd af sér í speglinum sem er á einum standinum. Þetta fékk mikinn meðbyr og allir mjög hrifnir af sýningunni. Ég er ofboðslega þakkátur fyrir starfsfólkið hjá Reykjavíkurborg sem hafði trú á þessu verkefni og bauð mér að sýna í Pósthússtræti. Ég fór á Menningarnótt í miðbæinn til þess að skoða sýninguna og ég var mjög hamingjusamur að sjá hversu margir tóku sér tíma til þess að taka þátt í sýningunni og skoða sýninguna.

HEFUR ÞÚ LENT Í EINHVERJU SKEMMTILEGU Á FERÐALÖGUM VEGNA VINNUNNAR EÐA Í VERKEFNUM? Ég hef fengið tækifæri til að kynnast fullt af skemmtilegu fólki út um allan heim og myndi segja að það standi upp úr. Ég á í dag fullt af vinum og kunningjum út um allan heim sem ég hef kynnst í gegn um starfið mitt. HVERNIG FÉKKSTU HUGMYNDINA AÐ SÝNINGUNNI LISTIN AÐ VERA ÉG? Ég fékk hugmynd fyrir 10 árum síðan að halda sýningu um fegurð en síðan þróaðist sú hugmynd og er búin að breytast síðastliðin ár og í dag fyrir mér er fegurð eitthvað sem kemur fyrst og fremst innan frá og skín í gegn á myndum. Mig langaði að taka klassískar portrait myndir af fólki og fá þau til þess að deila með mér og okkur listinni að vera þau og hvað gerir þau hamingjusöm og með þessari sýningu hvetja aðra til að horfa inn á við og hugsa hver er listin að

Við hjá bpro óskum Kára til hamingju með stórglæsilega ljósmyndasýningu og hlökkum til að fylgjast áfram með honum. www.karisverriss.com

bpro

15


BPRO HÆLÆTS í Bpro er alltaf nóg um að vera. Kynningar á nýjungum, námskeið, partý, heimsóknir erlendra gesta, myndatökur, utanlandsferðir og við gætum haldið endalaust áfram. Það er gaman að fletta í gegn um myndaalbúmin og rifja upp allar skemmtilegu stundirnar síðasta árið.

OKTÓBER ´22

• Hot Air Styler frá HH Simonsen

mætti til landsins • Launch á nýrri LABEL.M línu. Hársýning með stórstjörnum LABEL.M og risapartý

16

NÓVEMBER ´22

• Námskeið með Davines snillingunum Brian Suhr og Kirsten Demant

DESEMBER ´22 • Ný merki hjá Bpro - Framar og JRL

bpro

FEBRÚAR ´23

• Peppkvöld með Önnu Steinsen og Sveppi og Pétur Jóhann stýrðu pub quiz • Morgunverðarfundur Davines


MARS ´23

APRÍL ´23

MAÍ ´23

JÚNÍ ´23

JÚLÍ ´23

ÁGÚST ´23

SEPTEMBER ´23

OKTÓBER ´23

• 20 ára afmælislína HH Simonsen mætti til landsins í allri sinni dýrð

Fallegu Wonders of Iceland flækjuburstarnir okkar fóru í sölu hér á landi

• Davines Sjálfbær apríl • Árlegt keilumót og búningakeppni Bpro

• Davines morgunverðarfundur • Ljósmyndasýning Kára Sverriss Listin að vera ég frumsýnd á Menningarnótt • Ungfrú Ísland - LABEL.M stúlkan 2023 krýnd

• Námskeið með Davines stórstjörnunni Ashleigh Hodges • Sumarblað Bpro kom út • Bpro heimsótti Norðurlandið

• Skæranámskeið með Claus og Carl frá HH Simonsen. Nýju HH Simonsen Signature skærin kynnt fyrir fagfólkinu

bpro

• Ný Hydramemory lína frá [comfort zone] frumsýnd • Ný vara frá Davines: Heart of Glass Instant Bonding Glow

• Árleg Lundúnarferð Bpro og vina. Kíkt í heimsókn til Allilon og á stórglæsilega LABEL.M sýningu

17


[comfort zone] myndaþáttur Ljósmyndari: Kári Sverriss | Fyrirsæta: Emma - EY Agency | Hár og förðun: Andrea Ruth | Hárvörur: Davines


[comfort zone] myndaþáttur Ljósmyndari: Kári Sverriss Fyrirsæta: Emma EY Agency Hár og förðun: Andrea Ruth






NÝTT FRÁ DAVINES

Naturaltech Tailoring. Sérhannaðar meðferðir bara fyrir þig. Með náttúrulegum innihaldsefnum úr jarðvegsbætandi lífrænum landbúnaði

Þú finnur allar nánari upplýsingar um vörurnar frá Davines á bpro.is

E /davinesiceland

Q @davinesiceland

#davinesiceland


SIGN S K A RTG R I P I R

FORNUBÚÐUM 12 | HAFNARFJÖRÐUR | S:555 0800 | SIGN@SIGN.IS


GÓÐ RÁÐ

&

LUKKA Trixið mitt til að tana handabak og fingur er að setja smá Comfort Zone Specialist handáburð og 2-3 dropa af MARC INBANE Perle de Soleil brúnkudropunum á handabakið og dreifa svo vel og vandlega úr því með Powder Brush frá MARC INBANE. Þá sest engin brúnka í þurr svæði á hnúunum og liturinn verður jafn og fallegur.

INGUNN Uppáhalds leiðin mín til að fríska upp á þreyttar krullur á degi 2 eða 3 er að strjúka yfir þær með leave-in næringu og smá vatni. Það endurmótar krullurnar sem gætu hafa beyglast á koddanum og sléttir úr frizzi sem á það til að myndast.

ÍRIS

BALDUR

Ég nota alltaf MARC INBANE brúnkufroðuna á allan líkamann þar sem það er svo mikill raki í henni. Í froðunni er hýalúronsýra sem nærir og viðheldur raka í húðinni. Þegar froðan er þornuð fer ég aðra umferð á þá staði sem ég vil vera extra með MARC INBANE Natural Tanning spreyinu, eins og til dæmis hendur, bringu og háls. Mér finnst algjört hax að setja á mig OI handáburð frá Davines áður en ég ber brúnku á hendurnar og svo þegar ég er búin að bera á mig set ég smá tóner í bómul og strýk yfir naglaböndin til að hreinsa þau.

Brunette Dry Shampoo frá LABEL.M er uppáhalds fix-trixið mitt til að fela skallann. Ég spreyja létt yfir þar sem hárið er farið að þynnast og það virkar strax þykkara og þéttara og skallinn hverfur.

HILDUR Ég ferðast alltaf með djúphreinsi og rakamaska. Á ferðalögum er það fyrsta sem ég geri þegar ég kem á hótelherbergið að fara í sturtu, yfirborðshreinsa og djúphreinsa húðina, skella á mig rakamaska og panta Prosecco og mat í rúmservis. Stundum hendi ég í mig TCC hármaska frá Davines í leiðinni en þeir eru í litlum og handhægum bréfum og því mjög þægilegir á ferðalögum. Svo má ekki gleyma Popmask augngrímunum fyrir flugið sjálft. 26

bpro


&

GALDRAR frá bpro genginu

MAYA Það er ekki til betri djúpnæring til að róa frizzy og úfið hár en LOVE Smoothing Instant Mask. Það mætti eiginlega segja að þetta sé sléttujárn í dós og ekki skemmir fyrir að LOVE Smoothing ilmar eins og draumur og svo tekur það aðeins 30 sekúndur að virka. Eitt gott ráð til allra þeirra sem sitja mikið fyrir framan tölvuskjá eða eru mikið í símanum þá er Recharging Mist frá Skin Regimen algjör snilld. Frískandi úði með blue light filter sem ver húðina fyrir bláa ljósinu sem annars hefur skaðleg áhrif á húðina. Síðan ég kynntist Recharging Mist er ég alltaf með eitt stykki á skrifborðinu og spreyja reglulega á mig yfir daginn.

EVA Það sem mér finnst best að gera þegar ég er komin með rót er að skella LABEL.M Brunette Dry Shampoo í rótina. Það felur rótina og gráu hárin sem eru farin að kíkja í gegn. Ef mér finnst hárið of matt með þurrsjampóinu set ég smá LABEL.M Shine Mist yfir en það gefur hárinu fallegan glans.

SIGRÚN Mitt must have er MARC INBANE Créme Solaire SPF30 sólarvörnin, sérstaklega á ferðalögum. Sólarvörnin er með léttum lit og gefur svo fallegan ljóma að það þarf ekkert nema maskara með þessari vöru og þá er maður good to go.

FÍA Mitt go to í MARC INBANE er Natural Tanning spreyið á handleggi og bringu með hanskanum. Svo nota ég það sem er eftir í hanskanum á andlit og sama með handabak og fingur. Fyrir stærri parta eins og fætur finnst mér froðan algjörlega best. Ég nota alltaf gott rakakrem (Sacred Nature Body Butter er best!) á líkamann sem mér finnst hjálpa við að halda taninu fallegu sem lengst. Svo er algjört hax að taka MARC INBANE með sér í sólina þar sem þú tanar í gegnum brúnkuna. Fyrir extra glow í andlit nota ég MARC INBANE Créme Solaire SPF30 sólarvörnina sérstaklega þegar ég nenni ekki að mála mig. Fyrir extra góða sturtuferð, prófaðu MARC INBANE Shower Foam no.9 og thank me later.

bpro

BERTHA Rejuvenating Radiance olían frá LABEL.M er ekki bara silkimjúk í hárið heldur er hún líka snilld sem ilmolía á úlnliði og á bak við eyrun. Svo gæti ég ekki verið án LOVE Smoothing Instant Mask frá Davines en það er go to djúpnæringin mín og það allra besta fyrir mjúkt hár.

27



NÝTT OG VÆNTANLEGT (NÝ VARA)

DAVINES INSTANT BONDING GLOW Heart of Glass Instant Bonding Glow frá Davines er hraðvirk og uppbyggjandi meðferð sem styrkir ljóst hár. Hún inniheldur virk innihaldsefni sem styrkja og gera við hárstráið, gefa geggjaðan glans og lengja líftíma ljósa litarins. Meðferðin er rakagefandi án þess að þyngja og hentar því ekki síður vel í krullað hár. Einstaklega hraðvirk meðferð með engan biðtíma og hárið virkar samstundis meira glansandi og heilbrigðara. Veitir bæði hita- og UV-vörn og er án sílíkona og alkohóls.

(NÝ VARA)

DAVINES MORE INSIDE DRY WAX More Inside línan frá Davines er með mótunarvörur fyrir allar hárgerðir og allar þær greiðslur sem hugurinn girnist. Nýjasta viðbótin við þessa frábæru línu er More Inside Dry Wax Finishing Sprey. Dry Wax gefur lyftingu og létta vax áferð sem auðvelt er að vinna með. Hárið fær náttúrulegt útlit og verður hvorki stíft né fitugt. Hentar í allar síddir.

(VÆNTANLEGT)

MARC INBANE BAKHANSKI Hefur þú einhvern tímann beygt þig og böglað til að reyna að teygja höndina inn á mitt bakið þegar þú ert að brúnka þig? Kannski skellt hárbursta inn í brúnkuhanska til að ná þessum erfiðustu stöðum eða jafnvel beðið með brúnkurútínuna þar til aðrir fjölskyldumeðlimir koma heim svo þú getir fengið aðstoð við verkið? Nú er þetta vandamál loksins úr sögunni því nýjasta varan frá MARC INBANE er engin önnur en bakhanskinn sem við höfum öll beðið eftir. Þessi frábæri hanski er úr sama dúnmjúka örtrefjaefni og upprunalegi hanskinn frá MARC INBANE. Hann er langur og með handföngum á sitthvorum endanum sem gerir það einstaklega auðvelt að bera brúnku á allt bakið. Hanskinn hentar fyrir bæði brúnkusprey og brúnkufroðu en efnið dregur ekki brúnkuna í sig heldur dreifir henni jafnt og kemur í veg fyrir að það fari eitthvað til spillis. Hanskann má þvo í þvottavél á 30°C.

bpro

29


HYDRAMEMORY SKIN-ADAPTIVE™ HYDRATION RAKI, RAKI OG ENN MEIRI RAKI

Hydramemory línan frá [comfort zone] hefur lengi verið í uppáhaldi hjá landsmönnum enda einstakar vörur sem gefa húðinni langvarandi raka sem við þurfum öll á að halda í okkar þurra loftslagi. Nú hefur þessi frábæra vörulína fengið allsherjar yfirhalningu og sjö nýjar og endurbættar vörur verið kynntar til leiks sem allar hafa slegið rækilega í gegn nú þegar. Í öllum vörunum í Hydramemory línunni er þykkni unnið úr fíkjukaktus sem bindur og heldur raka auk þess sem það styrkir og verndar varnarhjúp húðarinnar.

ALLAR VÖRURNAR Í HYDRAMEMORY LÍNUNNI ERU VEGAN

30

HYDRA & GLOW AMPOULE

DEPUFF EYE CREAM

FACE MIST

HYDRA PLUMP MASK

Ampúlur sem innihalda rakagefandi þykkni sem mýkir og gefur ljóma og fyllingu.

Létt augnkrem sem inniheldur meðal annars koffín. Frískar augnsvæðið og leiðréttir þrota og bauga. Án ilmefna.

Rakagefandi og frískandi sprey sem gefur ljóma. Hægt að spreyja yfir farða.

Rakamaski sem gefur ljóma, mýkt og fyllingu á einungis fimmtán mínútum.

LIGHT SORBET CREAM

RICH SORBET CREAM

WATER SOURCE SERUM

Létt, rakagefandi andlitskrem sem gefur langvarandi raka og ljóma. Hentar vel fyrir normal, blandaða eða feita húð eða í heitu loftslagi.

Nærandi og rakagefandi andlitskrem með sorbet áferð sem gefur langvarandi raka og ljóma. Hentar vel fyrir normal húð eða þurra húð í köldu loftslagi.

Rakaserum með ferska og létta áferð sem gefur ljóma og fyllingu.

bpro


Klassísk hönnun

EGGIÐ HÖNNUN ARNE JACKOBSSEN Skeifan 6 / Smáralind / Kringlan / Laugavegur 7 / 5687733 / www.epal.is


2023

MISS LABEL.M 32

Kolfinna Mist stórglæsileg á sviðinu í Gamla bíó

Kolfinna Mist og Elvar Orri verkefnastjóri hjá Ungfrú Ísland

Ungfrú Ísland 2023 fór fram með pompi og prakt í Gamla Bíó í ágúst síðastliðnum. Þar hafnaði Kolfinna Mist Austfjörð í þriðja sæti auk þess sem hún hlaut titilinn Miss LABEL.M 2023. Hún mun starfa náið með LABEL.M á Íslandi og Blondie hársnyrtistofu árið sem hún ber titilinn. Við hittum Kolfinnu í stutt spjall um keppnina, hárumhirðu og Villikanínur. AF HVERJU ÁKVAÐST ÞÚ AÐ TAKA ÞÁTT Í UNGFRÚ ÍSLAND? Ég tók fyrst þátt í keppninni árið 2019 og það var ein af bestu upplifunum lífs míns. Ég vissi alltaf að ég myndi keppa aftur, en það var sérstök ástæða fyrir þátttökunni minni í ár. Ég hef unnið með Villikanínum í yfir tvö ár núna við að gefa kanínunum í Elliðarárdalnum sem eru þar vegna þess að þeim hefur verið hent út af heimilum sínum. Þetta er stórt vandamál hérna og alls staðar í heiminum, að kanínum sé hent út þegar fólk nennir ekki að sjá um þær lengur eða fær að vita að þær geta lifað í 8-12 ár. Ungfrú Ísland er magnaður vettvangur til þess að koma slíku á framfæri. Einnig er ég sjálf að búa til efni á Instagram og Tiktok til þess að fræða um t.d. kanínu umhirðu og auka meðvitund fólks um að þær geta ekki bjargað sér úti. HVAÐ STENDUR UPP ÚR EFTIR UNDIRBÚNINGSTÍMANN OG KEPPNINA SJÁLFA? Eitt af því besta við þessa keppni er hvað ég hef lært mikið um sjálfa mig, hvaða árangri ég vil ná í mínu lífi og hvaða breytingu ég vil sjá í heiminum. En það sem stendur alltaf mest upp úr er hvað maður tengist stelpunum sem maður er að keppa með. Við verðum allar bestu vinkonur eftir svona keppni. ERTU MEÐ EINHVERJA HÁRRÚTÍNU? Ég reyni að þvo hárið max tvisvar í viku og nota Anti-Frizz sjampóið og hárnæringuna frá LABEL.M. Svo nota ég alltaf Rejuvenating olíuna í endana til að koma í veg fyrir að þeir verði þurrir. Ég nota líka þurrsjampóið og flétta hárið fyrir svefnin til þess að koma í veg fyrir að það slitni. HVERJAR ERU ÞÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR FRÁ LABEL.M? Ég get ekki lifað án Brunette Dry Shampoo. Það er algjört möst að geta gripið í það og ég nota það á hverjum degi á milli þess sem ég þvæ hárið. Hitavörnin [Heat Protection Mist] er líka æðisleg þar sem mér finnst mjög mikilvægt að vernda hárið fyrir hita og hún gefur svo fallegan glans á hárið. HVAÐ ERTU AÐ GERA Í DAG OG HVAÐ ER FRAMUNDAN? Ég vinn í Noma þar sem við seljum heimilisilm og likamsilm, t.d. Victoria's Secret og Bath and Body Works, og ég stefni á að opna mitt eigið athvarf fyrir kanínur þar sem ég get tekið við kanínum sem myndu annars enda á götunni. ERTU MEÐ EINHVER SKILABOÐ TIL STELPNA SEM ERU AÐ ÍHUGA AÐ TAKA ÞÁTT Í UNGFRÚ ÍSLAND? Ef þú ert að íhuga að taka þátt, sæktu um! Ég gæti ekki mælt meira með þessari upplifun, þetta hefur verið svo ólýsanlega gott fyrir mig, sjálfstraustið og trúnna á sjálfa mig. Þetta er algjörlega fyrir utan þægindarammann hjá mörgum en þess vegna er þetta svo frábært fyrir mann.

bpro


Ljósmyndari: Arnór Trausti




BPRO X HH SIMONSEN


WONDERS of Iceland

Við hjá Bpro kynnum með stolti nýju Wonder Brush hárburstana sem við hönnuðum í samstarfi við HH Simonsen og hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi. Hárburstarnir, sem eru seldir undir merkinu Wonders of Iceland, koma í tveimur útgáfum. Annars vegar er það Aurora Borealis með mynd af norðurljósum og hins vegar Volcano með mynd af eldgosinu við Fagradalsfjall.

BALDUR RAFN GYLFASON Hárgreiðslumeistari og eigandi Bpro

Wonder Brush burstarnir frá HH Simonsen hafa farið sigurför um heiminn og selst í um sex milljónum eintaka. Þeir eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn en sveigjanlegir SmartFlex pinnar koma í veg fyrir að hárið brotni og endar þess klofni.

NORÐURLJÓS OG ELDGOS Það að taka góða ljósmynd af norðurljósum er ekki á allra færi. Eftir mikla leit að hinni fullkomnu mynd varð fyrir valinu ljósmynd úr einkasafni Óðins Eymundssonar sem hann tók af af dansandi norðurljósum rétt fyrir utan Höfn í Hornafirði.

MIKIL VINNA Á BAK VIÐ NÝJU BURSTANA Rekja má upphafið að þróun burstanna til haustsins 2019 en þá fengum við til liðs við okkur Lukku Óðinsdóttur sem starfsnema í markaðsdeild en í dag er Lukka partur af starfsmannateyminu. Hluti af námi hennar í Danmörku var vöruhönnun og fannst okkur því kjörið tækifæri fyrir bæði okkur og hana að nýta það innanhúss. Þannig kviknaði sú hugmynd að hanna og láta framleiða okkar eigin Wonder Brush hárbursta í samstarfi við HH Simonsen.

Það var strax ákveðið að myndin sem ætti að prýða eldgosaburstann þyrfti að vera af því einstaka sjónarspili sem eldgosið við Fagradalsfjall bauð heiminum upp á. Fyrir valinu varð mynd eftir hinn hæfileikaríka ljósmyndara Andra Jónasson en myndin sýnir vel kraft og fegurð hraungossins.

Hugmyndavinnan fór vel af stað og við vorum mjög spennt að keyra verkefnið í gang. En þá skall Covid á heimsbyggðina og eins og svo margt annað í heiminum fór skemmtilega verkefnið aftur ofan í skúffu og við vissum ekkert hvort eða hvenær þetta samstarfsverkefni færi aftur í gang.

Öll grafísk hönnun á burstunum og umbúðum var í höndum Maríu Katrínar Jónsdóttur og um textasmíði sá Ingunn Sigurpálsdóttir. Wonder Brush hárburstarnir ættu að sjálfsögðu að vera til á öllum heimilum enda henta þeir öllum aldurshópum. Þá skiptir engu máli hvort hárið sé stutt eða sítt, hrokkið eða slétt því burstinn er einstakur fyrir allt hár. Burstinn losar allar flækjur sársaukalaust og hentar mjög vel til að greiða bæði blautt og þurrt hár.

En vinir okkar hjá HH Simonsen voru svo sannarlega ekki búnir að gleyma verkefninu og strax og tækifæri gafst settu þau allt á fullt aftur í nóvember 2022. Átta mánuðum síðar voru burstarnir komnir til landsins og komnir í dreifingu um land allt. Við erum algjörlega í skýjunum með útkomuna og viðtökurnar og hlökkum til að bæta fleiri burstum í línuna. Við erum sem dæmi tilbúin í samstarf við fyrirtæki í ferðaþjónustu ef þau hafa skemmtilegar hugmyndir varðandi myndir á burstana.

bpro

37


Tólf bestu DJÚPNÆRINGARNAR FYRIR ÞÍNA HÁRGERÐ Við erum eins misjöfn og við erum mörg og það er hárið okkar líka. Þetta vita snillingarnir hjá Davines vel og hafa þeir því þróað mismunandi djúpnæringar fyrir mismunandi hárgerðir; krullað hár, þurrt hár, skemmt hár, fíngert hár og allt þar á milli. Djúpnæring er klárlega leynivopnið í hvers kyns hárumhirðu. Hvort sem hárið þitt er illa farið eftir sólina eða aflitun eða þarf bara smá ást og umhyggju, þá eru djúpnæringar fljótleg lausn sem skilar skjótum árangri. En hvaða djúpnæring hentar þinni hárgerð?

MÝKJANDI DJÚPNÆRINGAR FYRIR FRIZZÝ HÁR Frizz getur myndast vegna veðuraðstæðna, umhverfisþátta eða skemmda. Frizzý hár virkar gróft og úfið og stendur yfirleitt aðeins út í loftið, en það er lítið mál að gera það meðfærilegra og slétta úr því með réttu djúpnæringunni.

LOVE/ CURL MASK

LOVE/ SMOOTHING INSTANT MASK

OI HAIR BUTTER

Ef þú ert með liðað eða krullað hár...

Ef þú ert með mikið frizz en lítinn tíma...

Ef þú ert með gróft, frizzý hár...

Þykkt, liðað eða krullað hár þarf oft örlítið kraftmeiri meðferðir en fíngert hár. LOVE/ Curl Mask er rakagefandi djúpnæring sem eykur teygjanleika hársins og er einstaklega gott fyrir liðað og krullað hár.

LOVE/ Smoothing Instant Mask er hraðvirk djúpnæring sem mýkir og temur frizzý hár á einungis 30 sekúndum. Fullkomið fyrir fólk á hraðferð.

Ef hárið er ekki bara frizzý heldur einnig gróft er OI Hair Butter algjört undraefni. Næringin er stútfull af andoxunarefnum og sléttir vel úr grófu hári og gerir það silkimjúkt.

FLJÓTVIRKAR DJÚPNÆRINGAR

Þegar er mikið að gera getur verið erfitt að gefa sér tíma í dekur eins og djúpnæringu. En það er alltaf hægt að finna lausn á því. Hér eru nokkrar djúpnæringar sem leysa málið á örskotstundu eða án mikillar fyrirhafnar.

38

THE RESTLESS CIRCLE

THE QUICK FIX CIRCLE

OI ALL IN ONE MILK

Ef það er mikið að gera...

Ef þú ert á hraðferð...

Ef þú ert á ferðinni...

Skelltu The Restless Circle í þig fyrir æfingu eða sund eða á meðan þú eldar kvöldmatinn. Maskinn sést ekki í hárinu og er því tilvalið að leyfa honum að vinna á meðan þú sinnir öðru.

The Quick Fix Circle gefur raka og mýkt á einungis þremur mínútum. Tilvalið fyrir fólk á hraðferð.

Ef þú ert á ferðinni er OI All In One Milk fullkomin næring til að grípa í. Mjólkin er létt leave-in næring sem mýkir og verndar hárið.

bpro


DJÚPNÆRINGAR FYRIR MIKIÐ EFNAMEÐHÖNDLAÐ EÐA ILLA FARIÐ HÁR Illa farið hár getur valdið okkur miklum áhyggjum en rétta djúpnæringin getur komið okkur ansi langt. Skemmdir geta orsakast af mikilli efnameðhöndlun (t.d. aflitun), við notkun hitatækja eða af mikilli veru í sól, saltvatni eða klór. Þá virkar hárið oft þurrt, matt og jafnvel slitið eða með slitna enda og frizzý. Það er góð regla að nota alltaf hitavörn og verndandi mótunarvörur, en þegar skemmdirnar eru til staðar er góð djúpnæring frábær bjargvættur.

NOURISHING VEGETARIAN MIRACLE MASK

THE RENAISSANCE CIRCLE

NOUNOU/ HAIR MASK

Ef þú ert með mikið skemmt hár...

Ef þú notar hitatæki reglulega... Gefðu hárinu kraft á ný með The Circle Chronicle‘s Renaissance Circle. Þegar notuð eru hitatæki reglulega getur hárið orðið matt og brothætt. Þessi djúpnæring hlúir að hárinu og gefur því fallegan glans.

Ef þú aflitar hárið eða ferð í permanent eða keratínmeðferð...

Dekraðu við það með Naturaltech Nourishing Vegetarian Miracle Mask. Næringin endurbyggir hárið, gefur góðan raka og gerir það auðveldara að greiða en hún inniheldur keratín úr jurtaríkinu, hrísgrjónaprótein og amínósýrur sem loka hárinu.

Þá er NOUNOU/ Hair Mask fyrir þig. Næringin inniheldur E-vítamín og önnur andoxunarefni sem fríska upp á hárið og gera það silkimjúkt án þess að þyngja það.

DJÚPNÆRINGAR FYRIR LITAÐ HÁR Þegar litað hár er heilbrigt er það kraftmikið og glansandi en þegar það er illa farið getur það virkað matt og líflaust. Þeir sem aflita á sér hárið vita hvað góð djúpnæring er mikilvæg, en hún getur gert við hárið og verndað það auk þess sem það getur viðhaldið litnum að næra hárið vel. Rétta djúpnæringin getur einnig endurheimt glans sem gæti tapast með litun.

MINU/ HAIR MASK

THE SPOTLIGHT CIRCLE

Ef þú ert með mikið skemmt hár...

Ef litað hár er orðið matt...

Prófaðu hina margverðlaunuðu MINU/ Hair Mask. Hún inniheldur caper extract sem ræðst á flækjur og þurrt hár með því að næra hárið og gera það silkimjúkt. Hún verndar þennan fullkomna lit sem

Fáðu fallegan glans og frískaðu litinn við með The Circle Chronicles Spotlight Circle. Næringin er þykk og kraftmikil en þyngir ekki hárið eða gerir það fitugt heldur verður það einfaldlega glansandi, silkimjúkt og vel nært.

þú hefur lagt mikið á þig til að ná.

RÁÐGJÖF Á STOFU

HEART OF GLASS INTENSE TREATMENT

Ef þú ert með aflitað eða strípað hár... Ljóst og aflitað hár þarf milda en jafnframt virka meðferð. Heart of Glass Intensive Treatment er með allt sem þessar hárgerðir þurfa á að halda. Þökk sé einstöku innihaldsefni, Biacidic Cond Complex, styrkir næringin og verndar ljóst hár auk þess sem hún gefur ljósa litnum aukinn kraft.

Regluleg klipping og góð hárumhirða er besta leiðin til að viðhalda heilbrigðu hári. Við mælum með heimsókn á næstu Davines stofu

til að fá ráðgjöf um hvaða vörur eru bestar fyrir þína hárgerð.

bpro

39


Líkamskrem sem hægir á hárvexti

ÞÚ FINNUR ALL AR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRURNAR FRÁ CIRÉPIL Á BPRO.IS

FB: /BPROICEL AND

IG: @BPROICEL AND


BURT MEÐ GULA HROLLINN

VELDU RÉTTA FJÓLUBLÁA SJAMPÓIÐ Fyrsta skrefið er að velja rétta sjampóið. Ef þú vilt einn kröftugan fjólubláan þvott í viku er Clean Blonde Damage Rewind sjampóið fyrir þig. Það inniheldur OptiPLEXTM tækni sem fjarlægir alla gula og kopar tóna og viðheldur köldum lit á meðan hún gerir við hárið og gerir það silkimjúkt.

gleymir hönskum eða átt þá ekki til mælum við með að þú þvoir hendur mjög vel strax eftir hárþvottinn til að skola allan lit af höndunum. Til að kóróna ljósa lúkkið mælum við með að fylgja þvottinum eftir með Everyday Clean Blonde eða Clean Blonde Damage Rewind hárnæringu.

Ef þú vilt frekar mildara sjampó sem er óhætt að nota í hverjum þvotti er Everyday Clean Blonde Damage Rewind sjampóið málið. Það inniheldur lægri styrk af fjólubláu litarefni og hentar þar af leiðandi fyrir daglega notkun. VERNDAÐU HENDURNAR ÞÍNAR Við mælum alltaf alltaf alltaf með því að þú notir hanska við fjólubláa þvottinn. Þú myndir aldrei setja hárlit eða aflitunarefni í hárið með berum höndum og það sama ætti að gilda um fjólublátt sjampó. Þó þú veljir sjampó með minna litarefni, eins og Everyday Clean Blonde Damage Rewind sjampóið, mælum við alltaf með hönskum til að koma í veg fyrir fjólubláar hendur. ÞVOTTURINN Nú þegar sjampóið hefur verið valið og hanskarnir eru komnir á getur þú skellt fjólubláa sjampóinu í þig. Leyfðu því að vinna í nokkrar mínútur og skolaðu svo úr. Ef svo óheppilega vill til að þú

AÐ FJARLÆGJA FJÓLUBLÁA BLETTI AF HÖNDUNUM Ef eitthvað klikkaði og þú situr uppi með fjólubláar hendur er engin ástæða til að örvænta því við kunnum nokkur skotheld ráð til að ná litnum af. FARÐAHREINSIR Settu farðahreinsi eða micellar vatn í bómull og þurrkaðu yfir fjólubláa bletti og nuddaðu létt ef þess þarf. VÖRUR SEM INNIHALDA OLÍU Olía virkar mjög vel til að ná fjólubláum blettum af húðinni. Ef þú átt kókosolíu, barnaolíu eða farðahreinsi með olíu eru það allt vörur sem þú getur prófað. DJÚPHREINSIHANSKI Ef einhverjir blettir þrjóskast ennþá við mælum við með að bera farðahreinsi eða olíu á blettina og nudda vel með rökum djúphreinsihanska.

Nú þegar hendurnar eru orðnar eðlilegar á litinn getur þú notið þess í botn að vera með fallega tónaða ljósa lokka.

bpro

41


LUMINANT NÝ LÍNA FRÁ COMFORT ZONE Luminant er ný lína frá [comfort zone] sem leiðréttir allar tegundir litabreytinga og kemur í veg fyrir myndun nýrra bletta. Vörurnar endurvekja náttúrulegan ljóma húðarinnar og jafna húðtón auk þess sem þær draga úr sólarskemmdum, melasma og bólgum. Þær henta öllum aldri og öllum kynþáttum og gefa frábæran árangur á einungis 28 dögum. Luminant línan er með sannprófaða virkni og hentar fyrir grænkera. Luminant línan samanstendur af þremur vörum: Luminant Serum Luminant Cream Luminant Defense Fluid


LUMINANT

SERUM LEIÐRÉTTIR LITABREYTINGAR Mjög virkt leiðréttandi serum sem dregur úr nýmyndun litabletta Virkar á allar tegundir litabreytinga Létt áferð Hentar vel fyrir allar húðgerðir og húðlit Notist kvölds og morgna Má nota á meðgöngu

LUMINANT

CREAM LEIÐRÉTTANDI KREM SEM GEFUR LJÓMA Samstundis ljómi Langvarandi leiðréttandi virkni Virkar á allar tegundir litabreytinga Létt áferð sem gefur ljóma Hentar vel fyrir allar húðgerðir og húðlit Má nota á meðgöngu

LUMINANT

DEFENSE FLUID VÖRN GEGN LITABREYTINGUM - SPF50 Há UVA/UVB vörn Vinnur gegn litabreytingum og umhverfismengun á húð Byltingarkennd létt áferð - hristist fyrir notkun Hentar vel fyrir allar húðgerðir Notist á morgnana Má nota á meðgöngu

MEÐFERÐ: 3-BRIGHT TM FACIAL Jafnar húðtón og endurnýjar ljóma Vinnur gegn öldrunarblettum, sólarskemmdum, litabreytingum eftir acne, melasma og töpuðum ljóma

bpro

43


BYLTINGARKENND NÝJUNG Í RÚLLUGARDÍNUM

Margt fallegt fyrir heimilið!

www.z.is 525 8200 Faxafeni 14, 108 Rvk

FYLGDU OKKUR Á SAMFÉLAGS MIÐLUM


SKÆRI ÚR JAPÖNSKU STÁLI

HÖNNUÐ AF FAGMANNI FYRIR FAGFÓLK

ÆVILÖNG ÁBYRGÐ

ÞÚ FINNUR ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM SIGNATURE Á BPRO.IS


INGUNN SIGURPÁLSDÓTTIR Markaðsstjóri Bpro

REDDAR MÁLUNUM Popmask vörurnar hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi enda eru þær með lausnina við alls kyns vandamálum sem við dílum við alla daga. Það er eiginlega hægt að segja að Popmask sé vinurinn sem reddar þér þegar þörfin er mest. Hér eru þær vörur sem eru hvað mest notaðar á mínu heimili. ANGEL EYES Eftir langt ferðalag eða of mörg glös af Prosecco Hver kannast ekki við að vakna daginn eftir veislu þar sem Prosecco glösin urðu mögulega fleiri en eitt og fleiri en tvö og sjá sokkin augu og þrútið andlit í speglinum? Nú er þetta vandamál alls ekki vandamál lengur þar sem Angel Eyes augnmaskarnir redda málunum á örskotstundu. Þeir draga úr bólgum og þrota á aðeins 10 mínútum og gefa augnsvæðinu ljóma sem lætur þig samstundis gleyma hversu lágskýjað var þegar þú vaknaðir. BIG HUG Þegar þig langar helst ekki fram úr á verstu túrverkjadögunum Þau okkar sem díla við túrverki vita að stundum þarf maður bara knús og rólegheit til að takast á við allra verstu dagana en Big Hug er akkúrat knúsið sem þú þarft á þannig dögum. Þessi sjálfhitandi plástur er festur á fatnað eða nærfatnað og helst heitur í allt að 12 klukkutíma. Hann er verkjastillandi og slakandi og svo er algjör bónus að hann er lífbrjótanlegur sem er frábært fyrir umhverfishjartað okkar. POPSPOT Þegar bólan mætir á nefið daginn fyrir árshátíðina Samkvæmt lögmáli Murphys þá ef eitthvað getur farið úrskeiðis mun það gera það og á allra versta tíma. Og lögmálinu samkvæmt fær maður auðvitað stærstu bóluna á nefið akkúrat daginn fyrir árshátíðina eða annan stóran viðburð. En nú þurfum við ekki lengur að óttast þessa Murphy bólu því Popspot bóluplásturinn losar okkur við jafnvel hinar leiðinlegustu bólur á einni nóttu. Plásturinn dregur út óhreinindi og notar salisýlsýru til að vinna á bólum og tea tree olíu til að sefa húðina og koma í veg fyrir ertingu. Skelltu plástrinum á bóluna fyrir svefninn og vaknaðu ready í veisluhöld dagsins. Bless bless bólur!

46

bpro


POPMASK AUGNGRÍMUR Þegar þú þarft aðeins að loka augunum eftir langan dag Sjálfhitandi augngrímurnar frá Popmask hitna á nokkrum sekúndum og haldast heitar í meira en 20 mínútur. Þær hjálpa þér að slaka og geta dregið úr augnþurrki og höfuðverk. Svo auka þær blóðflæði á augnsvæði sem getur dregið úr baugum og hver elskar það ekki? Eftir langan dag er því fátt betra en að skella einni svona á sig og loka augunum í eins og 20 mínútur. POPFRESH Þegar þú kemst ekki í handþvott Á undanförnum árum höfum við öll lært mikilvægi handþvottar. Það er hins vegar ekki alltaf hlaupið að því að komast í rennandi vatn og sápu og þá er geggjuð redding að vera með Popfresh blautþurrkurnar frá Popmask á sér. Þurrkurnar eru bakteríudrepandi og henta ekki bara fyrir hendur heldur má nota þær til að þurrka af símum, lyklum, hurðahúnum og öllum öðrum snertiflötum sem eru kannski ekki alveg þeir hreinustu. Og þó þær séu mjög öflugar eru þær samt sem áður nærandi og verndandi fyrir hendurnar þökk sé Aloe Vera og E-vítamíni. Svo eru þær líka 100% lífbrjótanlegar og umbúðirnar eru 100% endurvinnanlegar – high five! BARE HUG Þegar vöðvabólgan mætir Það væri geggjað að geta bara hent sér í nudd í hvert sinn sem vöðvabólgan lætur á sér kræla en það er ekki alltaf valmöguleiki. Næst besta lausnin er Bare Hug verkjaplásturinn frá Popmask. Þessi sjálfhitandi plástur virkar eins og túrverkjaplásturinn en er hugsaður til að setja á háls, herðar eða mjóbak. Plásturinn helst heitur í allt að 12 tíma og er ekki bara verkjastillandi heldur líka einstaklega notalegur knús inn í daginn.

bpro

47


SKEGGIÐ HÚÐIN HÁRIÐ

WWW.BPRO.IS

FB: /BPROICELAND

IG: @BPROICELAND


SÆNSKT & SEXÍ

Sænska herramerkið Beard Monkey framleiðir hágæða vörur fyrir skegg, hár, andlit og líkama og eru allar vörurnar hannaðar og framleiddar í samstarfi við rakarameistara. SAGA MERKISINS Beard Monkey var stofnað árið 2015 af vinunum Alexander og Markus sem fannst vanta hágæða skeggvörur á markað. Þeir vildu búa til vörur sem ekki bara virka vel heldur eru líka skemmtilegar í notkun. Þeir þróuðu vörurnar í nánu samstarfi við rakara- og hárgreiðslumeistara til að tryggja gæði og virkni og að þörfum markaðarins væri mætt. Einnig settu þeir mikið púður í að rannsaka og prófa mismunandi innihaldsefni þar til þeir fundu hina fullkomnu blöndu fyrir vörurnar sínar. Þó að upprunalega kveikjan að Beard Monkey hafi verið skortur á skeggvörum á markaðnum hefur fyrirtækið lagt mikið upp úr nýsköpun til að mæta þörfum viðskiptavina sinna og hefur vöruúrvalið aukist jafnt og þétt frá árinu 2015. Auk skeggvaranna er nú einnig boðið upp á raksturs-, húð- og hárvörur auk rakspíra og eru ilmirnir ekki af verri endanum en þeir eru meðal annars Oud & Saffron, Licorice og Minty & Raspberry. Vörurnar eru hugsaðar fyrir breiðan hóp viðskiptavina – bæði með skegg og án – og mælum við með að kíkja á næsta sölustað til að skoða vöruúrvalið og prófa af þessum frábæru vörum.

HÉR MÁ SJÁ BROT AF VÖRUÚRVALINU FRÁ BEARD MONKEY

AFTERSHAVE LOTION

Klassískt aftershave sem nærir, mýkir og kælir. Inniheldur aloe vera sem róar húðina og mentól sem er sótthreinsandi og kælandi.

SKEGGVAX

OUD & SAFFRON

Mjúkt vax fyrir skegg sem sléttir og mótar og gefur matta áferð. Hlýr ilmur með keim af við og sætu kryddi.

HAIR SHAPER

Vax með sem gefur miðlungs hald og léttan glans. Léttur og ferskur ilmur.

bpro

SKEGGOLÍA

SWEET TOBACCO

Skeggolía sem mýkir og verndar bæði skegg og húð. Mjúkur ilmur af sætu tóbaki.

HAIR & BODY WASH

LICORICE

Sápa fyrir húð og hár sem inniheldur meðal annars arganolíu og grænt te. Léttur og ferskur ilmur af sætum lakkrís með léttum sítruskeim. 49


EINSTAKAR ANDLITSMEÐFERÐIR REBEKKA EINARSDÓTTIR Meistari í snyrtifræði á Snyrtistofunni Dimmalimm

Í sumar var gefin út þriðja kynslóðin af Hydramemory línunni frá [comfort zone] frá því að ég byrjaði að vinna með merkið árið 2015. Þau náðu svo sannarlega að endurbæta línuna án þess að taka frá henni það sem við dýrkum öll og dáum. Nú fáum við úr vörunum enn meiri raka og ljóma með hjálp frá nýjum innihaldsefnum eins og kaktusfíkju þykkni og öðrum sem við þekkjum vel eins og hýalúrónsýru og glýserín. Með línunni koma nýjar andlitsmeðferðir, Hydramemory Hydra Glow og Insta Hydra, með möguleika á viðbótum eins og Glow Peel hýdroxíðsýrumeðferð og augnmaska. Meðferðirnar eru kærkomin viðbót við fjölbreytt úrval andlitsmeðferða frá [comfort zone] en allar hafa þær sérstöðu og tengjast vel vörulínunni sem þær þjóna. Hydramemory meðferðirnar eru einstakar á markaðinum í dag þar sem þær þræða saman virkni hýdroxíðsýrumeðferða, rakagefandi andlitsmeðferðar og andlitsnuddi með kælandi skeiðum sem draga innblástur sinn frá kryomeðferð. Útkoman er mjúk og rakamettuð húð með ljómandi frísklegt útlit. Meðferðirnar eru kjörnar allan ársins hring en henta sérstaklega vel á haustin þegar húðin þarf oft auka húðflögnun og raka eftir sumarið og fyrir veðurbreytingarnar sem reynast oft erfiðar fyrir húðina. Meðferðirnar hafa notið mikilla vinsælda meðal starfsmanna á stofunni hjá okkur og viðskiptavina en það kemur öllum skemmtilega á óvart hve áhrifaríkt og notalegt andlitsnuddið er. Flesta langar strax að bóka næsta tíma þegar meðferðinni er lokið. Mín uppáhalds útgáfa er Hydra Glow með Glow peel viðbót sem veitir raka meðferð með fullri hýdroxíðsýrumeðferð, Hydra&Drain og Hydra&Lift nuddi með kælandi skeiðum ásamt áhrifum frá Hydramemory Hydra Mask. Ég mæli eindregið með því að prófa þessar áhrifaríku meðferðir og fara ljómandi inn í veturinn.

50

bpro


Ég kemst í hátíðartan MEÐ BRÚNKUVÖRUNUM FRÁ MARC INBANE

ÞÚ KAUPIR BRÚNKUFROÐU, BRÚNKUSPREY, BRÚNKUDROPA, HÝALÚRONSÝRU BRÚNKUSPREY EÐA CRÈME SOLAIRE SPF30 OG FÆRÐ 50ML HÝALÚRONSÝRU BRÚNKUSPREY OG FALLEGA GJAFAÖSKJU MEÐ Í KAUPBÆTI

www.marcinbane.is

E /marcinbaneiceland Q @marcinbaneiceland


ÚTLIT FIMMTI ÞÁTTUR

Útlit er förðunarþáttur sem framleiddur er af ORCA Films fyrir Stöð 2. Útlit er skemmtiefni fyrir alla fjölskylduna þar sem við sjáum 8 keppendur spreyta sig í áhugaverðum áskorunum þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Þáttastjórnandi er Marín Manda Magnúsdóttir en dómarar þáttarins eru þau Ísak Freyr Helgason og Harpa Káradóttir en þau eru okkar færasta fólk í þessum bransa. Keppendur fá tækifæri til að læra af þeim Ísaki og Hörpu þar sem þau eru með áskoranir í þáttunum sem reyna á tækni og sköpunargáfu keppenda. Í hverjum þætti eru gestadómarar sem hafa allir sitt sérsvið sem tengist þema þáttarins og í lokaþættinum mætir erlendur gestadómari sem hefur unnið með stórstjörnum í London og í Bandaríkjunum. Þættirnir eru 6 talsins en hver þáttur hefur sitt þema sem gerir áskoranirnar krefjandi, spennandi og skemmtilegar. Bpro fékk það skemmtilega tækifæri að vera með í fimmta og næstsíðasta þætti seríunnar. Í áskorun þáttarins var þemað gull og silfur og áttu keppendur að skapa forsíðulúkk fyrir Bpro Magazine. Hver keppandi fékk til liðs við sig fagaðila í hári en það voru þær Steinunn Ósk, Elín Rós, Salóme Ósk og Fía sem sáu um hárið á fyrirsætunum. Fjórar glæsilegar forsíður urðu til en það var Sigurveig Þórmundsdóttir sem bar sigur úr býtum. Sigurveig kemur því til með að vinna með okkur að forðsíðunni sem mun prýða næstu útgáfu blaðsins, sumarblaðsins 2024. Við óskum Sigurveigu til hamingju með sigurinn í áskoruninni og hlökkum til að vinna með henni í næsta blaði.

52

LJÓSMYNDARI: STÖÐ 2/HULDA MARGRÉT

bpro



ÚTLIT FIMMTI ÞÁTTUR

Á BAK VIÐ TJÖLDIN LJÓSMYNDARI: GARPUR ELÍSARBETARSON


LEYNDARDÓMAR NÁTTÚRUNNAR VEL VALIN GJÖF SEM VEITIR VELLÍÐAN

E /comfortzoneiceland

Q @comfortzoneiceland

www.bpro.is

#comfortzoneiceland

#bproiceland


LIMITED EDITION

BLACK ORBIT ROD VS3

XS DRYER

[ ENDURBÆTTUR FILTER ]

[ IONIC BONDING TÆKNI ] [ KRAFTMIKILL 2000W MÓTOR ]

[ GYLLT GLIMMER ]

WONDER BRUSH LIMITED EDITION STARRY GREY FYLGIR MEÐ + HITAPOKI

[ VEGUR AÐEINS 430 GRÖMM ]

[ SÉRSTAKLEGA HLJÓÐLÁTUR ]

TVEIR STÚTAR + DREIFARI FYLGJA MEÐ

FB: /HHSIMONSENICEL AND

WWW.BPRO.IS

IG: @HHSIMONSENICEL AND


GEFÐU GJÖF SEM GLEÐUR

Þú finnur allar nánari upplýsingar um vörurnar frá Davines á bpro.is

E /davinesiceland

Q @davinesiceland

#davinesiceland


HH SIMONSEN

[ ÞÚ KAUPIR SJAMPÓ OG HÁRNÆRINGU FRÁ HH SIMONSEN OG FÆRÐ MÓTUNARVÖRU FRÍTT MEÐ ]

FB: /HHSIMONSENICEL AND

WWW.BPRO.IS

IG: @HHSIMONSENICEL AND


hýalúronsýra HÝ - A - LÚR - ON - SÝRA EÐA BARA EINFALDLEGA HA ÞAÐ ER VÍSINDALEGA SANNAÐ AÐ HÝALÚRONSÝRA DREGUR ÚR FÍNUM LÍNUM OG HRUKKUM OG VINNUR VEL GEGN ÓTÍMABÆRRI ÖLDRUN. EN HVERNIG VIRKAR ÞETTA UNDRAEFNI NÁKVÆMLEGA OG ÆTTIR ÞÚ AÐ BÆTA ÞVÍ VIÐ HÚÐUMHIRÐUNA ÞÍNA?

HVAÐ ER HÝALÚRONSÝRA? Hýalúronsýra, eða HA, er náttúrulegt efni sem finnst meðal annars í liðamótum, augum og taugum. Hýalúronsýra mýkir þessi svæði og sér til þess að líkaminn sé vel smurður og eigi auðvelt með hreyfingu. Hýalúronsýra er einnig í neðra húðlaginu, Dermis, og umlykur þar meðal annars netþræði eins og kollagen og elastín og gefur húðinni fyllingu og heldur henni þrýstinni. Vörur sem innihalda hýalúronsýru viðhalda rakastigi húðarinnar. Þær bindast við vatnssameindir og gefa húðfrumum meiri fyllingu sem dregur úr fínum línum og hrukkum.

KOSTIR ÞESS AÐ BÆTA HÝALÚRONSÝRU VIÐ HÚÐRÚTÍNUNA ÞÍNA DREGUR ÚR FÍNUM LÍNUM

Hýalúronsýra getur dregið úr fínum línum og hrukkum sem gerir hana öfluga í að vinna gegn ótímabærri öldrun. Með því að bindast vatnssameindum í húðfrumum gefur HA þeim meiri fyllingu sem gerir húðina stinnari og unglegri. Þegar við eldumst missir húðin raka og teygjanleika, en hrukkur sjást betur á þurri og slappri húð. Þar af leiðandi gera rakagefandi eiginleikar hýalúronsýru hana að öflugum bandamanni í baráttunni við ótímabæra öldrun. ERTIR EKKI

Ef þú ert með viðkvæma húð reynir þú mögulega að forðast húðvörur sem innihalda hvers kyns sýrur. En þó að margar sýrur geti verið slæmar fyrir viðkvæma húð á það sama ekki við um hýalúronsýru þar sem hún er rakagefandi sýra en ekki húðflagnandi. Ofnæmisviðbrögð við hýalúronsýru eru mjög sjaldgæf og húðvörur sem innihalda HA eru öruggar fyrir jafnvel viðkvæmustu húðgerðir. HA er best fyrir þroskaða eða þurra húð en hentar samt sem áður öllum húðgerðum. GEFUR NÁTTÚRULEGAN RAKA

Ólíkt því sem oft vill verða með rík rakakrem situr hýalúronsýra ekki utan á húðinni og gerir hana feita eða olíukennda. Þetta gerir hýalúronsýru að ofurinnihaldsefni sem er frábært í krem og serum fyrir blandaða eða feita húð. ÖRUGGT Á MEÐGÖNGU

Hýalúronsýra er fullkomlega örugg á meðan á meðgöngu eða brjóstagjöf stendur. Náttúruleg framleiðsla líkamans á HA eykst meira að segja á meðan á meðgöngu stendur til að losa um og smyrja liðamótin í undirbúningi fyrir fæðinguna. SKIN REGIMEN 1.85 HA BOOSTER 1.85 HA Booster frá Skin Regimen er serum sem rakafyllir húðina. Boosterinn er fullkominn til að draga úr þurrki og leiðrétta fínar línur. Hann inniheldur þrjú hýalúron sameindaform: • Míkró: örvar framleiðslu á nýrri hýalúronsýru • Makró: gefur yfirborði húðar góðan raka • Krosstengd: gefa langvarandi raka

bpro

59


TANAÐ MEÐ SUNNEVU Það getur flækst fyrir fólki hvernig best sé að bera sig að þegar kemur að því að nota brúnkuvörur. Við fáum reglulega spurningar á borð við: Hvernig er best að undirbúa húðina? Hvenær er best að bera á sig brúnku? Hvernig næ ég jafnri brúnku? Hvernig læt ég brúnku endast sem lengst? Við fengum Sunnevu Einars, MARC INBANE ambassador og sérfræðing í fallegri brúnku, til að deila sinni brúnkurútínu með lesendum.

Hér er brúnkurútínan mín en ég mæli alltaf með að gefa sér góðan tíma og vanda til verka þegar þegar það er kominn tími á tan. 1. Fyrsta skrefið er alltaf góð sturta. 2. Notaðu góðan djúphreinsi eða djúphreinsihanska til að skrúbba í burtu dauða húð og gamla brúnku. 3. Ef þú ætlar á annað borð að raka þá er þetta rétti tíminn í það. Svo þarf að passa að skola svæðin sem þú rakar með ísköldu vatni eftir rakstur til að loka húðinni. 4. Eftir sturtu skaltu bera á þig gott rakakrem en passa að það sé ekki olía í kreminu. 5. Leyfðu kreminu að síast alveg inn í húðina. 6. Nú er komið að sjálfu taninu. Settu brúnkuspreyið (Natural Tanning eða Hyaluronic Self-tan Spray) eða froðuna (Natural Tanning Mousse) í hanskann og nuddaðu jafnt á húðina með hringlaga hreyfingum. 7. Ef þú vilt vera smá extra er hægt að setja aðra umferð en passaðu að leyfa brúnkunni að þorna alveg á milli. 8. Fyrir erfið svæði eins og háls, andlit, eyru, handabak og ristar nota ég Kabuki eða Powder burstann til að blanda vel. 9. Leyfðu taninu að þorna áður en þú klæðir þig. 10. Eftir 6-8 tíma mæli ég með að fara í snögga sturtu og skola ysta lagið af og þá ertu ready. Happy tanning, Sunneva Einars

60

bpro


HÁREYÐING

CIRÉPIL STUÐNINGSVÖRUR Cirépil er franskt merki sem býður upp á hágæða vax, vax tæki og einstakar stuðningsvörur til notkunar eftir vaxmeðferðir. Þetta eru vörur sem draga úr hárvexti auk þess sem þær draga úr bólgum og sýkingum í hársekkjum og fara mildum höndum um húð sem er viðkvæm eftir vaxmeðferð. Vörur sem draga úr hárvexti eiga það sameiginlegt að veikja hársekkinn og hægja á hárvexti. Þetta lengir tímann á milli þess sem þörf er á háreyðingu en virkar ekki sem eiginleg háreyðingarmeðferð.

CIRÉPIL DJÚPHREINSIR MEÐ KORNUM OG ÁVAXTASÝRUM Cirépil Double Scrub er djúphreinsir fyrir líkama sem endurnýjar húðina og undirbýr hana fyrir vaxmeðferð auk þess að draga úr inngrónum hárum. Djúphreinsirinn innheldur bæði AHA sýrur og korn sem losa um inngróin hár, fjarlægja dauðar húðfrumur og losa um stíflur í hársekkjum. CIRÉPIL SERUM SEM DREGUR ÚR INNGRÓNUM HÁRUM

CIRÉPIL LÍKAMSKREM SEM DREGUR ÚR HÁRVEXTI

Cirépil Ingrown Hair Care er frískandi serum með gel áferð sem kemur í veg fyrir inngróin hár. Það endurnýjar, mýkir og nærir húðina og dregur úr roða og ertingu.

Rakagefandi líkamskrem sem sefar og róar húðina og hentar því vel eftir vaxmeðferð. Kremið dregur verulega úr hárvexti en hárin verða fíngerðari, færri og minna sjáanleg. Hentar öllum húðgerðum og má nota á líkama, handleggi og fætur.

CIRÉPIL SVITALYKTAREYÐIR Cirépil Deodorant er mildur svitalyktareyðir með 24 tíma virkni sem hentar öllum húðgerðum og skilar fíngerðari og strjálli endurvexti. Hann þornar hratt og smitast ekki í föt. 76% hægari hárvöxtur.

bpro

CIRÉPIL SERUM SEM DREGUR ÚR HÁRVEXTI Cirépil Hair Minimizing Serum er ætlað til notkunar eftir vaxmeðferð til að hægja á hárvexti. Regluleg notkun dregur verulega úr hárvexti en hárin verða fíngerðari og endurvöxtur hægari. Hentar vel fyrir viðkvæma húð. Notist á smærri svæði eins og andlit, holhönd og bikinísvæði.

61


d e m t bur t,ona´ a l u g ÞÚ KAUPIR CLEAN BLONDE DAMAGE REWIND SJAMPÓ OG NÆRINGU OG FÆRÐ SKYSCRAPER HÁRSPREY MEÐ Í KAUPBÆTI ÞÚ FINNUR ALL AR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRURNAR FRÁ FUDGE Á BPRO.IS

FB: /BPROICEL AND

IG: @BPROICEL AND


LIMITED EDITION

[ WONDER BRUSH ]

GLITRANDI GLEÐI [ Wonder Brush Purple Mist ]

[ Wonder Brush Cosmic Green ]

[ Wonder Brush Starry Grey ]

´

[ Wonder Brush Midnight Blue ]

FB: /HHSIMONSENICEL AND

WWW.BPRO.IS

IG: @HHSIMONSENICEL AND


BURSTI - ER EKKI BARA BURSTI -

Blástursbursti, flækjubursti, svínshárabursti, rúllubursti, túperingarbursti... þekkir þú muninn? Vissir þú að það væru til margar mismunandi týpur og að þessar mismunandi týpur gerðu allar mismunandi hluti? Í grófum dráttum getum við skipt burstum upp í fjóra hópa. FLÆKJUBURSTAR • • • •

Flækjuburstarnir eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn Pinnarnir eru sérstaklega sveigjanlegir og greiða því mjúklega úr öllum flækjum Þægilegra að greiða hvort sem er þurrt eða blautt hár og lágmarkar sársauka Koma í veg fyrir að hárið brotni og endar klofni

Flækjuburstar: Wonder Brush, Wonder Brush Midi, Paddle Wonder Brush

64

bpro


STYLING BURSTAR • • •

Burstar sem auðvelda okkur að móta hárið Þægilegt að halda á þeim og auðvelt að stjórna Takmarka slit og frizz

Styling burstar: Air Brush, Gloss Air Brush, Paddle Air Brush, Heat Brush, Turn Brush, Styling Brush

BEAUTY BURSTAR • • • •

Fríska upp á hárið Tilvaldir til að renna í gegn um hárið on the go Fara vel með hárið Halda hárinu heilbrigðu og glansandi

Beauty burstar: Gloss Brush, Gloss Brush Midi, Smooth Brush, Styling Brush

BLÁSTURSBURSTAR • • • •

Sérstaklega hannaðir til að nota þegar hárið er blásið Hitaþolnir Hönnunin tryggir gott loftflæði svo hárið þornar hratt Sveigjanlegir pinnar sem greiða mjúklega úr flækjum

Blástursburstar: Air Brush, Gloss Air Brush, Paddle Air Brush, Heat Brush, Volume Brush, Turn Brush

bpro

65


EKKI BARA GULLFALLEGAR HELDUR KRAFTMIKLAR OG HLJÓÐLÁTAR Í SENN

ÞÚ FINNUR ALLT UM JRL Á BPRO.IS


FÖT OG SKÓR


TRANQUILLITYTM BODY SCRUB NÝTT TRANQUILLITY BODY SCRUB MEÐ HINUM EINSTAKA TRANQUILLITY ILM FYRIR SILKIMJÚKA HÚÐ

E /comfortzoneiceland

Q @comfortzoneiceland

www.bpro.is

#comfortzoneiceland

#bproiceland


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.