BPRO MAGAZINE
HAUST/VETUR 2022
5. BRÉF FRÁ BALDRI
Baldur, eigandi bpro, fer yfir viðburðarríkt ár.
22. HH SIMONSEN Í HÁRIÐ
Allt um geggjuðu mótunarvörurnar frá HH Simonsen. Þú veist, þessar sem gera alla daga að góðum hárdögum.
8. Í JÓLAPAKKANN
Það verður sko ekkert mál að finna jólagjafir fyrir þína nánustu með jólagjafahandbók bpro við höndina.
14. FUDGE
Fudge er komið til bpro og því ber að fagna. Frábærar vörur sem klikka ekki.
16. KATRÍN HALLDÓRA
Spjölluðum við hina fögru og hárprúðu Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, leik- og söngkonu með meiru.
25. BEHIND THE SCENES
Heill dagur í ljósmyndstúdíói með Kára Sverriss og æðislegu teymi sem vann saman að fyrstu íslensku myndatökunni fyrir /skin regimen/.
26.
MYNDAÞÁTTUR
Þvílík fegurð, þvílíkt fagfólk. Hér getur þú séð myndirnar sem Kári Sverriss tók fyrir /skin regimen/ fyrir stuttu.
38.
POPMASK
Nýtt hjá bpro. POPMASK eru skemmtilegar og praktískar vörur sem veita okkur vellíðan og gleði.
- IG: @bproiceland -
/bproiceland/
EFNISYFIRLIT bpro heildverslun - Smiðsbúð 2 - 210 Garðabæ - sími: 552-5252 - www.bpro.is
FB:
ANDIS // CIRÉPIL // COMFORT ZONE // DAVINES // EXCELLENT EDGES // FUDGE // HH SIMONSEN // LABEL.M // MARC INBANE // POPMASK // SKIN REGIMEN
EFNISYFIRLIT
42. MISS LABEL.M
Viðtal við nýkrýnda Miss Universe Iceland, Hrafnhildi Haraldsdóttur, en hún hlaut einnig titilinn Miss label.m 2022.
46. NÝTT LABEL.M
Label.m aðdáendur um allan heim eru búnir að bíða spenntir eftir að hið nýja útlit label.m verði afhjúpað en biðin er loks á enda.
52.
SÝRUMEÐFERÐIR
Veist þú hvað er átt við þegar talað er um sýrumeðferðir í húðumhirðu? Ef ekki þá er þetta lesning fyrir þig.
54. SATT & LOGIÐ
Farið yfir hinar og þessar mýtur tengdar umhirðu á hári. Hvað er rétt og hvað er rangt? Hvað er satt og hvað er logið?
58. NÝTT SAMSTARF
Bpro er stoltur samstarfsaðili Make-Up Studio Hörpu Kára, en nemendur í skólanum vinna með hárvörur frá label.m og HH Simonsen.
63. MORGUNSTUND MEÐ DAVINES
Andreea Ion frá Davines heimsótti okkur einn morguninn með fræðslu, spjall og kósíheit.
66. CRÈME SOLAIRE SPF30
Við erum gjörsamlega að tapa okkur yfir þessari nýju snilld frá MARC INBANE. Fyrsta sending seldist upp á mettíma.
FORSÍÐUMYND/
Ljósmyndari: Kári Sverriss
Fyrirsæta: Áslaug María Hár og förðun: Andrea Ruth Stílisti: Sigrún Ásta Jörgensen
Á BPRO.IS GETUR ÞÚ FUNDIÐ ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRURNAR FRÁ DAVINES SEM OG LISTA YFIR SÖLUSTAÐI UM ALLT LAND E /davinesiceland Q @davinesiceland #davinesiceland JÓLAGJÖFIN HANS hágæða vörur fyrir hár, húð og skegg
Áður en við höldum inn í uppáhalds tímann okkar – hátíðarnar – er gott að staldra aðeins við og fagna öllu því frábæra sem hefur gerst á árinu. Eins og alltaf er ekkert gefið eftir og allt á fullu í bpro. Það hefur hellingur gerst á árinu og það væri of langt að telja allt upp en ég ætla að stikla á stóru fyrir áhugasama.
Við höfum haldið fjöldann allan af námskeiðum í bpro akademíunni og farið í helling af ferðum erlendis. Síðan í júní á þessu ári hafa um 150 áhugasamir fagmenn úr hár- og snyrtigeiranum ferðast erlendis með okkur á námskeið, kynningar og allskonar upplifanir.
HH Simonsen sem allir þekkja fullkláraði sína sjampó og mótunarlínu sem hefur fengið frábær viðbrögð því auðvitað gera frændur okkar Danir allt vel.
Davines heldur sinni sigurgöngu áfram og slær í gegn hjá öllum sem prófa. Davines framleiðir ekki bara magnaðar vörur heldur er þeim annt um að bæta jörðina og hugsa alltaf skrefi lengra í sjálfbærni og verndun umhverfisins.
Eftir ansi langa bið er label.m að koma með algjörlega uppfærða línu. Nýjar vörur og nýtt lúkk og ná þeir að halda elegans alla leið eins og þeim einum er lagið. Það er líklega ekki til sú manneskja á Íslandi sem hefur einhvern áhuga á hári og flottum vörum sem þekkir ekki label.m.
Í vor tókum við inn merki sem ansi margir þekkja en það er auðvitað Fudge. Fudge er með allt sem þarf í hárið; sjampó, hárnæringar, mótunarvörur og liti fyrir fagfólk. Fudge er virkilega góð viðbót við vöruúrvalið okkar. Vörurnar eru ferskar og einhvernvegin pínu disco í þeim. Fudge er þekktast um allan heim fyrir sínar fjólubláu vörur sem eru hannaðar fyrir ljóst hár og fáir sem komast nálægt þeim í þeim efnum. Þetta eru einfaldlega vörur sem virka.
[comfort zone] og /skin regimen/ halda áfram að vera leiðandi í snyrtivöruheiminum. Þar er leitast við að vinna með virkustu náttúrulegu innihaldsefni sem völ er á og er aðal markmið þeirra að gera jörðina að betri stað og láta okkur líða vel.
Popmask er nýtt lífstílsmerki með margar magnaðar vörur. Þar má til dæmis nefna róandi augngrímur sem bæta svefn, bóluplástra, tíðarverkjaplástra og einhverjar mögnuðustu hárteygjur sem eru á markaðnum auk margra annarra snilldar vara.
Eins og ég sagði er þetta bara partur af því sem hefur verið í gangi hjá okkur á þessi ári. Ég vil þakka öllu frábæra samstarfsfólkinu okkar út um allt land fyrir að sýna okkar fallegu vörum ást og virðingu og ég vil þakka frábæra bpro genginu fyrir að vera algjörir töffarar og vera alltaf til í að gera meira og fara lengra.
bpro 5
Áfram gakk!
FRÁ BALDRI BRÉF
burt med gula tona´
UPPBYGGJANDI TVENNA SEM STYRKIR HÁRIÐ OG EYÐIR ÖLLUM GULUM TÓNUM
, www.bpro.is #fudgeiceland #bproiceland
STÓRAR BYLGJUR
ROD VS8
Nýjasti meðlimur ROD fjölskyldunnar er kominn til landsins - ROD VS8. Með ROD VS8 bylgjujárninu nærð þú fram stórum og náttúrulegum Beach waves. Létt og þægilega hannað járn sem er einstaklega auðvelt í notkun. Til að fullkomna bylgjurnar mælum við með að úða létt yfir hárið með Beach Spray frá HH Simonsen.
na´
HH SIMONSEN ROD VS8
www.bpro.is FB: /hhsimonseniceland IG: @hhsimonseniceland NÝTT 5 ÁRA Á BY RGÐ
bpro 8 j ólagjafahandbókin GJAFIR FYRIR ALLA Á LISTANUM 1 6 7 5 2 3 FYRIR HANN 1. POPMASK - DEEP SLEEP SJÁLFHITANDI AUGNGRÍMA 2. DAVINES PASTA & LOVE - HAIR, BEARD & BODY WASH, STYLING CLAY OG AFTERSHAVE & MOISTURIZER 3. FUDGE - MATTE HED VAX FYRIR HANA 4. HH SIMONSEN - BLÁSTURSBURSTI 5. MARC INBANE - CRÉME SOLAIRE SPF 30 - ANDLITSSÓLARVÖRN MEÐ LIT 6. DAVINES NOU NOU GJAFABOX - NOU NOU SJAMPÓ, NOU NOU HÁRNÆRING OG LIQUID SPELL BLÁSTURSFROÐA 7. LABEL.M - DIAMOND DUST SJAMPÓ OG HÁRNÆRING FYRIR UPPTEKNU MANNESKJUNA 8. HH SIMONSEN - ROD VS8 BYLGJUJÁRN 9. POPMASK - JET SETTER SJÁLFHITANDI AUGNGRÍMA 10. MARC INBANE - HYALURONIC BRÚNKUSPREY
bpro 9 11 14 16 FYRIR JÓLALOKKANA 11. FUDGE - HED SHINE SPRAY 12. HH SIMONSEN - SMOOTH BRUSH SVÍNSHÁRABURSTI 13. HH SIMONSEN - ROD XXL KEILUJÁRN FYRIR DEKURDÝRIÐ 14. COMFORT ZONE TIME FOR YOU KIT - HYDRAMEMORY CREAM ANDLITSKREM, SPECIALIST HANDÁBURÐUR OG BODY STRAGETIST D-AGE LÍKAMSKREM 15. POPMASK - GLOW GETTER SJÁLFHITANDI ANDLITSMASKI 16. COMFORT ZONE - TRANQUILLITY ILMKERTI FYRIR UNGLINGINN 17. LABEL.M - HEAT PROTECTION MIST HITAVÖRN 18. HH SIMONSEN - TRUE DIVINITY SLÉTTUJÁRN Í LITNUM SAPPHIRE SOUL & WONDER BRUSH Í STÍL 19. COMFORT ZONE YOUNG KIT - ESSENTIAL FACE WASH ANDLITSHREINSIR, HYDRAMEMORY RAKAMASKI OG HYDRAMEMORY CREAM GEL ANDLITSKREM
bpro 10 20 21 23 25 29 FYRIR DÖKKU LOKKANA 20. FUDGE - COOL BRUNETTE SJAMPÓ OG HÁRNÆRING 21. LABEL.M - BRUNETTE DRY SHAMPOO FYRIR LJÓSU LOKKANA 22. DAVINES HEART OF GLASS GJAFABOX - SJAMPÓ, HÁRNÆRING OG SHEER GLAZE HITAVÖRN 23. FUDGE - VIOLET TRI-BLO FJÓLUBLÁ HITAVÖRN FYRIR FÍNGERT HÁR 24. HH SIMONSEN - HOT AIR STYLER 25. HH SIMONSEN - VOLUME MOUSSE & MAXIMIZE SPRAY FYRIR KRULLUNA 26. DAVINES LOVE CURL GJAFABOX - SJAMPÓ, HÁRNÆRING OG MORE INSIDE CURL BUILDING SERUM 27. LABEL.M - CURL ACTIVATING LOTION FYRIR ÞANN SEM Á ALLT 28. DAVINES - OI LIP KIT GJAFAASKJA - VARASKRÚBBUR OG VARASALVI 29. DAVINES - ELEVATING ILMKERTI
bpro 11 30 31 33 40 37 35 34 30. POPMASK - ÖRTREFJA HÁRHANDKLÆÐI 31. COMFORT ZONE - TRANQUILLITY FRAGRANCE MIST FYRIR ÞROSKAÐA HÚÐ 32. COMFORT ZONE SUBLIME SKIN GJAFABOX - SUBLIME SKIN CREAM ANDLITSKREM, SUBLIME SKIN INTENSIVE SERUM OG LIFT & FIRM AMPÚLUR X3 33. SKIN REGIMEN - RETINOL BOOSTER FYRIR ÞURRA HÚÐ 34. SKIN REGIMEN GJAFABOX - CLEANSING CREAM ANDLITSHREINSIR, POLYPEPTIDE RICH CREAM ANDLITSKREM OG NIGHT DETOX NÆTURKREM 35. DAVINES - DEDY RAKAGEFANDI ANDLITSMASKI FYRIR RÆKTARUNNANDANN 36. DAVINES OI GJAFABOX - SJAMPÓ, HÁRNÆRING OG OLÍA Í FERÐASTÆRÐ 37. POPBAND - HÁRBÖND SEM DRAGA EKKI Í SIG RAKA FYRIR ÞYKKT/GRÓFT HÁR 38. HH SIMONSEN - XS HÁRBLÁSARI 39. DAVINES - LIQUID LUSTER GLANSMEÐFERÐ 40. DAVINES LOVE SMOOTHING GJAFABOX - SJAMPÓ, HÁRNÆRING OG OI ALL IN ONE MILK
/15.0 vit C booster/
Öflugt andoxandi serum sem inniheldur 15% C vítamín sem dregur úr litabreytingum, jafnar húðtón, dregur saman húðholur, þéttir húð og örvar kollegen framleiðslu. C vítamín í húðvörum er þekkt fyrir að gefa einstakan ljóma og fallegan húðtón. 92.8% innihaldsefni með náttúrulegan uppruna. Án gervi litarefna, sílikona, SLES og SLS.
Þú finnur upplýsingar um vörurnar okkar og sölustaði á skinregimen.is
heilbrigð
húð er lífsstíll
/skinregimeniceland@skinregimeniceland
HVERSU
Aðeins 430 grömm – með léttustu blásurum á markaðnum Dreifari fylgir Ionic tækni sem takmarkar “frizz” Sérstaklega hljóðlátur Kraftmikill 2000W mótor Blowdry Cream hitavörn sem verndar hárið gegn hita allt að 230°C fylgir með JÓLIN 2022
NETTUR? XS HÁRBLÁSARINN VEGUR AÐEINS 430 GRÖMM 5 ÁRA Á BY RGÐ www.bpro.is FB: /hhsimonseniceland IG: @hhsimonseniceland
FUDGE THE RULES
Fudge Professional var stofnað árið 1992 og er því enginn noob í hárbransanum. Fudge er algjör game changer og skilar alltaf árangri, hvort sem þú ert að leita eftir sterkara, meira glansandi eða ljósara hári. Fudge fagnar fólki sem vill fara út fyrir rammann, fólki sem vill hafa hátt og fara sínar eigin leiðir en gera það með algjörlega fabulous hár.
FJÖLBREYTTAR VÖRUR SEM EFFIN VIRKA
Clean Blonde línuna frá Fudge ættu öll ljóshærð á landinu að þekkja, en vörurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir ljóst hár og eru þær með þeim öflugustu á markaðnum í dag. Þær eru rakagefandi og uppbyggjandi og eyða öllum gulum tónum og ættu því að vera til í baðskápnum hjá öllum sem eiga það til að gulna með tímanum.
Ljóst hár er þó ekki það eina sem er dekrað við því Fudge býður upp á sjampó og hárnæringar sem henta öllum hárgerðum. Sem dæmi má nefna Xpander línuna sem gefur fíngerðu hári samstundis lyftingu og fyllingu
og Luminizer línuna sem gefur raka og glans án þess að þyngja hárið. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma Fudge mótunarvörunum en þar eru vörur fyrir öll tilefni og allar hárgerðir. Hetjan sem kom öllum á Fudge vagninn, Matte Hed vaxið, stendur alltaf fyrir sínu, og svo er Push It Up Blow Dry spreyið hratt að verða það allra vinsælasta á markaðnum.
SJÁLFBÆRNI
Fudge leggur mikla áherslu á sjálfbærni. Stefna fyrirtækisins er að árið 2025 verði farið að nota 25% minna plast og að umbúðirnar muni þá innihalda 30% endurunnið plast. Einnig er stefnt að því að allar vörur verði komnar í endurnýtanlegar, endurvinnanlegar eða niðurbrjótanlegar umbúðir.
Fudge Professional fæst á hárgreiðslustofum um land allt. Þú finnur lista yfir sölustaði á bpro.is
BRANDING.indd 1 11/11/2020
BROT AF ÞVÍ BESTA
Clean Blonde Pre-Toning Primer
Primer til að nota áður en fjólublátt sjampó er notað. Primernum er spreyjað í hárið og hann látinn liggja í hárinu í 2 mínútur áður en það er þvegið. Hann hreinsar þá hárið og undirbýr það fyrir fjólublátt sjampó. Gefur jafnari og bjartari tón.
Matte Hed
Algjörlega geggjað vax sem hentar fyrir allar hárgerðir. Matt vax sem gefur þétt hald og þurra áferð og gerir það auðvelt að móta hárið.
Xpander Sjampó
Sjampó fyrir fíngert og líflaust hár sem þarf á lyftingu að halda. Eykur þéttleika og gefur samstundis lyftingu. Inniheldur koffín og ginseng.
Clean Blonde Sjampó
Fjólublátt sjampó sem eyðir öllum gulum tónum. Hreinsar hárið um leið og það kælir ljósa litinn. Inniheldur rakagefandi Guarana.
Push It Up Blow Dry Spray
Létt hitavörn og blásturssprey sem hentar fyrir stutt jafnt sem sítt hár og gefur hámarks lyftingu. Inniheldur bambus- og ananasþykkni sem gefa fyllingu og keratín sem verndar hárið.
Fudge Shaper
Orginal Fudge varan! Shaper er kremkennt vax sem gefur góða áferð sem auðvelt er að vinna með. Gefur semi-matta áferð og veitir vörn gegn raka sem gerir það að verkum að greiðslan endist lengur.
12:42
Krukkurnar frá Fudge innihalda nú 30% minna plast Krukkurnar eru nú allar 100% endurvinnanlegar Allar krukkurnar innihalda endurunnið plast allir spreybrúsarnir eru að fullu endurvinnanlegir 73% af mótunarvörunum eru að fullu endurvinnanlegar(við erum að vinna í að koma því upp í 100%!)
LJÓSMYNDARI: JÓNATAN GRÉTARS
KATRÍN
halldóra
Katrín Halldóra Sigurðardóttir söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar sem Elly Vilhjálms í uppfærslu Borgarleikhússins og Vesturports fyrir nokkrum árum. Sýningin fjallaði um ástir og ævi Ellyjar og sáu hana rúmlega 100.000 Íslendingar. Fyrir hlutverk sitt var Katrín tilnefnd til Grímunnar sem leikkona ársins
hlaut hún Grímuna sem söngvari ársins. En Katrín er ekki bara frábær leikkona
kann að meta góðar hárvörur. Við náðum
EF ÞÚ MÆTTIR BARA TAKA 3 HÁRVÖRUR MEÐ ÞÉR Í FERÐALAG, HVAÐA VÖRUR VÆRU ÞAÐ?
Ég myndi taka með mér HH Simonsen hárblásarann minn, Volume Boosting Mousse frá Davines og Brunette Texturising Spray frá label.m. Algjörlega ómissandi vörur.
HVERNIG VAR FERMINGARGREIÐSLAN ÞÍN?
Ég leit út eins og diskókúla. Ég var með stutt hár og mikið af ljósum strípum, sléttað út í svona vængi, setti demanta sem voru á vír hér og þar og spreyjaði með glimmer hárlakki og toppaði þetta svo með kórónu.
MANSTU EFTIR HÁRGREIÐSLU EÐA KIPPINGU SEM FÓR EKKI ALVEG EINS OG HÚN ÁTTI AÐ FARA?
Þegar ég var lítil leit ég svakalega upp til Völu Flosa stangarstökkvara sem var með þverbeina klippingu niður að eyrnasneplum og alveg slétt hár. Ég var með hár niður á rass en beit það í mig að ég vildi svona klippingu og suðaði og suðaði þar til mamma gaf loks undan og hárið var klippt stutt. En ég er með frekar liðað og frizzy hár og þegar hún blés það eftir klippinguna lyftist hárið svo mikið upp að það var alltaf eins og ég væri nýbúin í
hárumhirðu
eftirminnileg hármóment.
HVERT ER BESTA HÁRMÓMENTIÐ SEM ÞÚ MANST EFTIR?
Ég er með frekar sítt og mikið hár og nota aðeins vörur frá Davines og label.m. Ég elska þessar vörur, sjampóið og hárnæringarnar og rakamaska sem gefa hárinu góðan glans. Áður fyrr var hárið mitt alltaf þurrt og leiðinlegt en ég hef passað vel upp á það með þessum vörum síðustu ár og það er núna alltaf glansandi og fallegt. Svo besta hármómentið mitt er eiginlega búið að vera síðan ég kynntist þessum vörum.
ERTU MEÐ EINHVERJA GO-TO GREIÐSLU EÐA HÁRRÚTÍNU?
Ég elska að blása hárið með Davines Volume Boosting Mousse og svo nota ég HH Simonsen keilujárn yfir allt hárið til að búa til fallega liði sem ég greiði létt úr og toppa svo með Texturising Volume Spray frá label.m til að fá meiri fyllingu og hald í hárið.
bpro 17
í aðalhlutverki og
með silkirödd heldur er hún líka með eindæmum hárprúð og
henni í stutt spjall og forvitnuðumst aðeins um
og
More Inside Volume Boosting Mousse frá Davines XS hárblásarinn frá HH Simonsen er nettur og kröftugur
label.m Brunette Texturising Volume Spray er nú komið
í
nýjar umbúðir
Rod VS4 keilujárnið er eitt vinsælasta keilujárnið frá HH Simonsen
ÞÚ OG ÉG
Sérstök útgáfa af Wonder Brush í takmörkuðu upplagi. Tveir fagurlega skreyttir burstar saman í pakka. Einn fyrir þig og einn fyrir mig!
Wonder Brush burstarnir frá HH Simonsen eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn.Sérstakir SmartFlex pinnarnir eru mjög sveigjanlegir og koma í veg fyrir að hárið brotni og endar klofni.
Hvort sem hárið er stutt eða sítt, hrokkið eða slétt þá er burstinn einstakur. Wonder Brush hentar mjög vel til að greiða bæði blautt og þurrt hár.
FB: /hhsimonseniceland IG: @hhsimonseniceland
LÍTILL OG STÓR
www.bpro.is
VEL VALIN GJÖF SEM VEITIR VELLÍÐAN E /comfortzoneiceland Q @comfortzoneiceland www.bpro.is #comfortzoneiceland #bproiceland
hátíðartan Ég kemst í
Marc Inbane
www.marcinbane.is E /marcinbaneiceland Q @marcinbaneiceland
með brúnkuvörunum frá
ÞÚ KAUPIR BRÚNKUFROÐU, BRÚNKUSPREY, BRÚNKUDROPA EÐA HÝALÚRONSÝRU BRÚNKUSPREY OG FÆRÐ MARC INBANE SPA HÁRBAND OG FALLEGA GJAFAÖSKJU MEÐ Í KAUPBÆTI
NÝTT
EKKI BARA GULLFALLEGAR
HJÁ BPRO
hárdag
MEÐ HH SIMONSEN
HH Simonsen er heldur betur þekkt hér á landi fyrir hágæða og endingargóðar vörur; hárblásara, úrval krullu- og sléttujárna og háþróaða hárbursta af öllum stærðum og gerðum.
Útlit og vellíðan fer hönd í hönd hjá HH Simonsen. Þar er lagður mikill metnaður í vöruþróun og er markmiðið að láta hárið ekki bara lúkka heldur líka líða vel. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á að fullkoma HH Simonsen mótunarvörurnar. Vöruúrvalið hefur aukist og einnig hafa vörurnar fengið nýtt og enn fallegra útlit.
Fullkomnar vörur fyrir fullkomið lúkk!
BEACH SPRAY
Hið fullkomna saltsprey. Gefur lyftingu og áferð og inniheldur nærandi olíur og vítamín sem styrkja hárið. Inniheldur UVA-vörn sem kemur í veg fyrir að hárlitur upplitist í sólinni.
BLOWDRY CREAM
Blásturskrem sem gefur geggjaða lyftingu. Verndar hárið fyrir hita allt að 230°C og dregur úr frizzi og rafmagni í hári.
VOLUME MOUSSE
Froða sem gefur lyftingu og góða áferð án þess að þyngja hárið. Tilvalið til að móta krullur. Inniheldur prótein sem ver og styrkir hárið og trefjar sem setjast utan á hárið og gefa því meiri fyllingu.
HEAT PROTECTION SPRAY
Létt hitavörn sem kemur í veg fyrir að hiti valdi skemmdum á próteini hársins og eyði náttúrulegum olíum þess.
Inniheldur nærandi argan olíu sem ver hárið fyrir UV-geislum auk þess að vera mýkjandi og gefa glans.
CREATIVE GLUE
Gel með sveigjanlegu en jafnframt miklu haldi sem gerir þér kleift að móta hárið nákvæmlega eins og þú vilt. Hentar öllum hárgerðum.
CURL CREAM
Krullukrem sem mýkir krullurnar og gefur þeim lyftingu og glans. Inniheldur nærandi Macadamia olíu og lífrænt hunang sem gera hárið silkimjúkt og draga úr frizzi.
bpro 22
ÞÚ ÁTT ALLTAF GÓÐAN
HH SIMONSEN MÓTUNARVÖRUR
GREY MUD
Vax sem gefur lyftingu og hald án þess að hárið verði klístrað. Fullkomið til að búa til matta og slétta greiðslu. Inni heldur ilmkjarnaolíur sem veita hárinu næringu og raka.
BLUE EXTREME WAX
Vax sem gefur mikið hald og matta áferð. Inniheldur olíur sem næra hárið og gefa því raka.
BROWN MATTE WAX
Leirkennt vax sem er fullkomið fyrir úfnu greiðslurnar. Gefur mikið hald án þess að virka stíft eða feitt. Inniheldur nærandi ilmkjarnaolíur sem vernda og næra hárið og gefa því raka.
QUICKSAND
Kremað þurrsjampó með léttu haldi. Gefur góða áferð, svipað og saltsprey.
HAIRSPRAY
Rakaþolið hársprey sem gefur mikið hald og ómótstæðilegan glans. Ver hár og hárlit fyrir UV geislum.
STYLING LOTION
Krem sem gefur gott hald og er fullkomið til að móta og búa til úfnar greiðslur. Hentar sérstaklega í stutt og miðlungs sítt hár.
KERATIN BOOST
Sérstaklega þróað til að byggja upp keratín í hári á sama tíma og það mýkir, nærir og gefur glans. Hægt að nota með Nourishing Styler sléttujárninu frá HH Simonsen eða sem nærandi meðferð áður en hárnæring er sett í hárið.
STYLING OIL
Nærandi olía sem temur óstýrilátt hár, gefur glans og mýkt og gerir það auðveldara að greiða hárið. Dregur úr frizzi, veitir hitavörn og hentar öllum hárgerðum.
MIRACLE SPRAY
Sannkallað töfrasprey sem gerir hárið silkimjúkt og glansandi á meðan það nærir það og ver fyrir skemmdum af völdum UV-geisla. Hentar öllum hárgerðum.
DRY TEXTURE SPRAY
Texture sprey sem gefur lyftingu og hald sem endist allan daginn. Hægt að nota í þurrt eða blautt hár og gefur góða áferð.
MAXIMIZE SPRAY
Blautt þurrsjampó sem gefur lyftingu og fyllingu og hentar öllum hárgerðum. Hægt að nota í blautt hár til að gefa lyftingu við blástur eða í þurrt hár fyrir náttúrulega áferð.
bpro 23
GLEÐUR
GEFÐU GJÖF SEM
þína ástvini og okkar sameiginlegu jörð Þú finnur allar nánari upplýsingar um vörurnar frá Davines á bpro.is E /davinesiceland Q @davinesiceland #davinesiceland
Kári Sverriss er ein skærasta stjarna Íslendinga í tísku og beauty ljósmyndun. Kári útskrifaðist úr London College of Fashion árið 2014 með meistara gráðu í tískuljósmyndun og hefur síðan þá unnið með stórfyrirtækjum á borð við MAC, CHANEL, Eucerin og YAMAHA.
Hár og förðun var í höndum Andreu Ruthar Andrés dóttur og Sigrún Ásta Jörgensen sá um stílíseringu og props. Dagný Skúladóttir og Thelma Arngríms aðstoðuðu. Fyrirsæturnar eru þær Aníta Ósk og Áslaug María frá Eskimo.behind the scenes
Kári er mikill aðdáandi /skin regimen/ húðvaranna og hefur sjálfur notað þær undanfarin ár. /skin regimen/ á Íslandi fékk Kára tll að mynda fyrstu íslensku herferð merkisins á milli verkefna hjá honum erlendis.
bpro
Ljósmyndari: Kári Sverriss / Fyrirsætur: Áslaug María og Aníta Ósk / Hár og förðun: Andrea Ruth / Stílisti og props: Sigrún Ásta Jörgensen
HÚÐINA VERNDAÐU JÖRÐINA
ENDURNÝJAÐU
E / com fortzone iceland Q @ comfortzoneiceland www.bpro .is
HIN GYLLTA
www.bpro.is FB: /hhsimonseniceland IG: @hhsimonseniceland
Popmask er vellíðunar- og lífstílsmerki sem var stofnað í London árið 2012. Popmask hannar og framleiðir skemmtilegar og praktískar vörur sem veita okkur vellíðan og gleði og hafa þær notið gríðarlegra vinsælda um heim allan. Þar má meðal annars nefna Popmask sjálfhitandi augngrímurnar sem draga úr augnþurrki, styðja við slökun og svefn og geta verið góðar við höfuðverk og Big Hug sjálfhitandi plásturinn sem dregur úr tíðaverkjum.
Popmask vörurnar eru fáanlegar í verslunum Hagkaupa og á völdum hárgreiðslustofum. Nánari upplýsingar á bpro.is.
POPBAND Fallegar, sterkar og einstaklega blíðar hárteygjur og hárbönd.
ANGEL EYES Gel augnmaskar sem gefa augnsvæðinu ljóma og draga úr bólgum og þrota á aðeins 15 mínútum.
GLOW GETTER Andlitsmaski sem dregur úr bólgum og þrota auk þess sem hann getur dregið úr höfuðverk með róandi og sjálfhitandi virkni. Notist með maska að eigin vali.
HÁRTÚRBAN Hártúrban úr örtrefjaefni sem dregur vel í sig raka og afrafmagnar hárið. Mjög léttur saman borið við hefðbundin handklæði og togar þar af leiðandi ekki í hárið.
BIG HUG
Sjálfhitandi plástur sem dregur úr tíðaverkjum. Settur á fatnað eða nær fatnað á þann stað sem verkurinn er og helst heitur í allt að 12 tíma.
POPMASK
Calm, Deep Sleep, Jet Setter, Sleepover & Starry Eyes Sjálfhitandi augngrímur sem hitna á nokkrum sekúndum og haldast heitar í meira en 20 mínútur. Auka blóðflæði á augnsvæði og draga úr bauga myndun og augnþurrki. Geta dregið úr mígreni og spennu höfuðverk. Veita slökun, styðja við hugleiðslu og bæta svefngæði.
POPSPOT Plástur úr vatnskvoðu lausn (hydrocolloid) sem dregur út óhreinindi og notar salisýlsýru til að vinna á bólum og tea tree olíu til að sefa húðina og koma í veg fyrir ertingu.
POPFRESH
Sótthreinsandi og bakteríudrepandi blautþurrkur í handhægum pakkningum sem er frábært að hafa í veskinu og á ferðalögum. Hægt að nota á símann, lyklana og flest yfirborð sem við viljum sótthreinsa. Lífbrjótanlegar og í endurvinnanlegum umbúðum.
bpro 38 NÝTT HJÁ BPRO
FYRIR FÍNGERT OG LÍFLAUST HÁR SEM ÞARF Á LYFTINGU AÐ HALDA
Body Brush
frá Marc Inbane breytir
leiknum
www.marcinbane.is E /marcinbaneiceland Q @marcinbaneiceland NÝTT
LABEL.M
MISS
Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022 í ágúst síðastliðnum eftir glæsilega keppni í Gamla Bíó. Hrafnhildur hlaut einnig titilinn Miss label.m 2022 og mun hún starfa náið með label.m á Íslandi og Blondie hársnyrtistofu árið sem hún ber titilinn. Strax eftir keppnina lagði Hrafnhildur af stað í Ameríkureisu til að undirbúa sig fyrir Miss Universe 2022 en hún gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum á milli viðburða á ferðalaginu.
AF HVERJU ÁKVAÐST ÞÚ AÐ TAKA ÞÁTT Í MISS UNIVERSE ICELAND?
Ég ákvað að taka þátt eiginlega bara til gamans og til að kynnast nýju fólki. Ég hef lengi fylgst með keppninni og haft mikinn áhuga á henni en kannski aldrei búist við því að einn daginn myndi ég taka þátt í henni. En þetta var mögulega ein besta ákvörðun sem ég hef tekið.
HVAÐ STENDUR HELST UPP ÚR EFTIR UNDIRBÚNINGSTÍMANN OG KEPPNINA SJÁLFA?
Ég verð að segja AK Pure Skin myndatakan. Hún var svo ótrúlega flott og svo gaman að fá að hanga með stelpunum í pottunum. En annars var bara svo yndislegt að fá að kynnast þessum yndislega hóp á öllum æfingunum okkar.
HVERNIG VAR TILFINNINGIN ÞEGAR NAFNIÐ Á MISS UNIVERSE ICELAND 2022 VAR TILKYNNT?
Ég var lengi að átta mig á þessu því auðvitað langar mann að vinna og er búinn að ímynda sér hvernig tilfinningin er en vá hvað ég var í miklu sjokki. Ég fór strax að leita að fjölskyldunni minni og hugsa „hvað í ósköpunum er ég búin að koma mér út í?“ Ég gleymdi meira að segja næstum því að setja kórónuna á mig. En auðvitað hef ég held ég aldrei verið jafn hamingjusöm og spennt.
NÚ VARST ÞÚ VALIN MISS LABEL.M 2022. HVERJAR ERU UPPÁHALDS HÁRVÖRURNAR ÞÍNAR FRÁ LABEL.M?
Uppáhalds vörurnar mínar eru klárlega Honey & Oat sjampóið og hárnæringin. Ég elska líka krullu froðuna [Curl Define Foam] og krullu kremið [Curl Define Cream].
ERTU MEÐ SÉRSTAKA RÚTÍNU ÞEGAR KEMUR AÐ HÁRUMHIRÐU?
Það fer svolítið eftir því hvað ég er að fara að gera en alltaf þegar ég er búin í sturtu set ég krullukrem og síðan froðu í hárið og læt það þorna náttúrulega.
ERTU BYRJUÐ AÐ UNDIRBÚA ÞIG FYRIR MISS UNIVERSE 2022?
Já, ég fór til Bandaríkjanna til að undirbúa mig. Þar fór ég í myndatökur og hitti styrktaraðila þannig að ég held ég sé orðin nokkuð vel undirbúin fyrir keppnina úti.
Við óskum Hrafnhildi góðs gengis í Miss Universe 2022 sem fer fram í New Orleans í Bandaríkjunum þann 14. janúar næstkomandi.
bpro 43
COMING SOON
TRYLLITÆKI SEM ÞÚ VERÐUR AÐ KYNNAST
VIÐ HÖFUM ALDREI VERIÐ BETRI
NÝJAR OG ENDURBÆTTAR VÖRUR Í NÝJUM UMBÚÐUM
Label.m var stofnað árið 2005 af feðginunum Sacha Mascolo-Tarbuck og Toni Mascolo, en Toni var annar helmingur tvíeykisins á bak við TONI&GUY. Árið 2010 fór label.m að taka þátt í London Fashion Week og hefur merkið verið opinbert hárvörumerki tískuvikunnar frá árinu 2013.
Nú hefur ný og endurbætt vörulína frá label.m litið dagsins ljós. Með þessu skrefi sameinar label.m tísku og sjálfbærni og býður eingöngu upp á hágæða vörur þar sem áhersla er lögð á virkni og uppruna. Hver einasta vara er innblásin af margverðlaunuðu listrænu teymi TONI&GUY, fagaðilum með áratuga reynslu af kennslu og víðtæka þekkingu á tískuheiminum, og er hönnuð af sérfræðingum með nýjustu og öflugustu tækni sem í boði er. Vörurnar eru svo prófaðar af listræna teyminu ásamt völdum TONI&GUY hársnyrtistofum til að tryggja virkni og gæði.
Label.m vörurnar eru ekki einungis góðar fyrir hárið heldur einnig fyrir umhverfið. Þekkingu og umhyggju er dælt í hverja vöru og henta þær öllum kynjum og öllum aldurshópum.
bpro 46
HEALTHY HAIR & SCALP
FYRIR ALLAR HÁRGERÐIR
Viðheldur heilbrigði hárs og verndar það fyrir skemmdum. Mýkir og styrkir hárið.
NOURISH & REPAIR
FYRIR ÞURRT & ILLA FARIÐ HÁR
Nærir og styrkir þurrt og illa farið hár. Hárið verður mýkra og meðfærilegra.
COLOUR CARE
FYRIR LJÓST & LITAÐ HÁR
Verndar litað og ljóst hár. Kemur í veg fyrir að litur dofni eða upplitist. Hárið verður glansandi og heilbrigt.
&
Mýkir, styrkir
dregur
hárið.
frizzi.
mótun
CONDITIONER
MIRACLE
STYLING
FYRIR ALLAR HÁRGERÐIR
Hágæða mótunarvörur sem eru prófaðar á tískupöllunum og elskaðar af aðdáendum label.m um allan heim.
FINISHING
FYRIR ALLAR HÁRGERÐIR
Mótunarvörur sem setja punktinn yfir i-ið.
bpro 47
• HONEY & OAT MOISTURISING SHAMPOO • HONEY & OAT MOISTURISING CONDITIONER • ORGANIC LEMONGRASS MOISTURISING SHAMPOO • ORGANIC LEMONGRASS MOISTURISING CONDITIONER • PROTEIN SPRAY
• DIAMOND DUST NOURISHING SHAMPOO • DIAMOND DUST NOURISHING CONDITIONER • DIAMOND DUST NOURISHING LEAVE-IN CONDITIONER • M-PLEX BOND REPAIRING SHAMPOO • M-PLEX BOND REPAIRING
• M-PLEX BOND REPAIRING
MASK • PURE BOTANICAL NOURISHING SHAMPOO • PURE BOTANICAL NOURISHING CONDITIONER
• COOL BLONDE TONING SHAMPOO • COOL BLONDE TONING CONDITIONER • VIBRANT ROSE COLOUR CARE SHAMPOO • VIBRANT ROSE COLOUR CARE CONDITIONER
• ANTI-FRIZZ SMOOTHING MIST ANTI-FRIZZ SMOOTHING BALM • BLOW OUT SPRAY CURL DEFINE CREAM • CURL DEFINE FOAM GEL • HEAT PROTECTION MIST SEA SALT SPRAY • THICKENING CREAM VOLUME MOUSSE • VOLUME FOAM
• BRUNETTE DRY SHAMPOO • BRUNETTE TEXTURISING VOLUME SPRAY • DECONSTRUCTOR • DRY SHAMPOO • HEALTHY HAIR MIST • MATT PASTE • REJUVENATING RADIANCE OIL • SHINE MIST • STYLING CREAM • TEXTURISING VOLUME SPRAY • ULTIMATE HAIRSPRAY • WAX SPRAY • WEIGHTLESS SOUFFLÉ CURL CONTROL
SMOOTH
og
úr
Auðveldar
og þyngir ekki
FYRIR KRULLAÐ OG FRIZZY HÁR • ANTI-FRIZZ SMOOTHING MASK • CURL ACTIVATING LOTION • ROYAL YUZU ANTI-FRIZZ SHAMPOO • ROYAL YUZU ANTI-FRIZZ CONDITIONER VOLUMISE & THICKEN Nærir og byggir upp án þess að þyngja hárið. Styrkir og gefur lyftingu og fyllingu. FYRIR FÍNGERT HÁR • AMARANTH THICKENING SHAMPOO • AMARANTH THICKENING CONDITIONER • ORGANIC ORANGE BLOSSOM VOLUMISING SHAMPOO • ORGANIC ORANGE BLOSSOM VOLUMISING CONDITIONER VÖRURNAR SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR
WWW.LABELM.IS FB: /LABELMICELAND IG: @LABELMICELAND
TRANQUILLITY
Tranquillity ilmurinn er hjartað í [comfort zone]. Ilmurinn dregur úr streitu og kvíða, bætir svefngæði og veitir slökun á líkama og sál.
E /comfortzoneiceland Q @comfortzoneiceland www.bpro.is #comfortzoneiceland #bproiceland
sýrumeðferðir
Helstu flokkar sýru sem við notum í húðumhirðu eru AHA (alpha hydroxy acid), BHA (beta hydroxy acid) og PHA (poly hydroxy acid) en þær hafa allar mismunandi virkni. Það er misjafnt hvaða sýrur eru notaðar hverju sinni en lang algengast er að blanda sýrum saman til að fá sem besta virkni.
FJÖLÞÆTT VIRKNI
Sýrur valda húðflögnun sem þýðir að þær losa burt dauðar húðfrumur og endurnýja þar með húðina. Þær slétta húðina, jafna yfirborð hennar og minnka línur og hrukkur. Sýrur bæta húðtón, minnka litabreytingar og auka blóðflæði til húðar.
Þær auka kollagen framleiðslu, lyfta og þétta húðina, draga úr opnum húðholum, minnka bólumyndun og vinna vel á acne örum og annarri öramyndun í húð.
Haustið er frábær tími til að bæta sýruvirkni inn í daglega húðumhirðu. Á þessum tíma þarf húðin á umhyggju og endurnýjun að halda og við þurfum að laga þann skaða sem sólin og lífstíll hefur valdið henni. Við mælum eindregið með að fara á næstu [comfort zone] snyrtistofu til að fá ráðgjöf um sýrunotkun og panta tíma í meðferð.
Skin Regimen Glyco-Lacto Peel Húðendurnýjandi maski með 10% Glycolic (AHA) og 6% Lactobionic sýru (AHA) sem jafnar húðtón, sléttir fínar línur og hrukkur og gefur húðinni samstundis ljóma. Maskann skal nota tvisvar í viku í fjórar vikur og eftir það einu sinni í viku. Berið á andlit og háls á hreina húð, látið liggja í 10 mínútur og skolið svo af.
Comfort Zone Sublime Skin Micropeel Lotion Húðflagnandi vökvi fyrir milda daglega endurnýjun kvölds og morgna. Berið á hreina húð. Bætir áferð húðar og undirbýr hana fyrir frekari meðhöndlun.
Comfort Zone Sublime Skin Peel Pads
Djúphreinsandi skífur með ávaxtasýrum sem ýta undir endurnýjun húðarinnar, leiðrétta línur, hrukkur og litabreytingar og gefa húðinni ljóma. Mánaðar meðferð þar sem ein skífa er notuð á hverjum degi í 28 daga á andlit, háls og bringu.
bpro 52
SÝRUR OG SÝRUMEÐFERÐIR ERU HEITASTA TRENDIÐ Í HÚÐUMHIRÐU Í DAG. EN HVAÐA SÝRUR ERU ÞETTA? HVERNIG VIRKA ÞÆR? OG HVAÐ GERIR ÞÆR SVONA FRÁBÆRAR?
SATT
HÁRIÐ ÞARF SÓLARVÖRN RÉTT EINS OG HÚÐIN
Sólarljós getur valdið því að hárlitur dofnar auk þess sem hárið þornar og verður viðkvæmara. Við mælum með að nota alltaf sólarvörn í hárið áður en farið er í sól.
AÐ SKOLA HÁRIÐ MEÐ KÖLDU VATNI GEFUR ÞVÍ GLANS
Við lokum hárstráinu með því að skola það með köldu vatni. Þá kastast ljós betur af hárinu og það glansar meira. Svo eru til frábærar hárvörur eins og OI olían frá Davines sem gefur hárinu samstundis glans ef þú vilt síður enda sturtuna á kaldri gusu.
STRESS VELDUR GRÁUM HÁRUM
Nýjar rannsóknir sýna fram á að stress getur valdið því að hár gránar fyrr. Frumunum sem framleiða hárlit fækkar þegar við eldumst og þegar engar litafrumur eru eftir verður hárið grátt. Streita getur hraðað þessu ferli og valdið því að hár gránar fyrr.
ÞAÐ AÐ GREIÐA HÁRIÐ GERIR ÞAÐ HEILBRIGÐARA
Það hefur góð áhrif á hárið að greiða það. Það örvar hársvörðinn, sem er gott fyrir hárvöxt, og dreifir olíu úr hársverðinum jafnt í hárið. Við mælum með að eiga góðan hárbursta í verkið og alltaf fara mjúkum höndum um hárið.
LOGIÐ
ÞAÐ AÐ KLIPPA HÁRIÐ LÆTUR ÞAÐ
SÍKKA HRAÐAR
Hár síkkar að meðaltali um 15cm á ári sem þýðir að í síðu hári hafa endarnir gengið í gegn um ýmislegt.
Eðlilegt slit á hári getur látið hárið líta út fyrir að vera óheilbrigt og fíngerðara en það er. Það að láta snyrta hárið reglulega lætur það ekki síkka hraðar en það hjálpar samt sem áður við að halda hárinu heilbrigðu og koma í veg fyrir að endarnir slitni.
ÞÚ GETUR LAGAÐ SLITNA ENDA
Það er ekki hægt að ná slitnum endum aftur í sína upprunalegu mynd en það er hægt að koma í veg fyrir að þeir versni með vörum eins og Heart of Glass og Naturaltech Nourishing sem innihalda Biacidic Bond Complex. Það er mikilvægt að nota hitavörn sem ver fyrir skemmdum af völdum hita, sem aftur getur valdið klofnum endum og muna að regluleg klipping minnkar líkurnar á að endar slitni.
HITATÆKI ERU SKAÐLEG FYRIR HÁRIÐ
Við mælum ekki með að nota hitatæki án þess að verja hárið fyrst þar sem það fer afar illa með hárið. Í dag eru hins vegar til alls kyns hitavarnir sem gera þér kleift að halda hárinu heilbrigðu þrátt fyrir daglega notkun á hitatækjum. Hárið helst heilbrigðara og liturinn endist lengur ef þú notar hitavörn en gott er að leyfa hárinu alltaf að þorna aðeins áður en hitatæki eru notuð til að minnka líkurnar á að hárið verði fyrir einhverjum skaða.
HATTAR VALDA HÁRÞYNNINGU
Það eitt og sér að ganga með hatt mun ekki gera það að verkum að hárið þitt þynnist. Hinsvegar getur nudd eða tog valdið hárlosi á álagssvæðinu.
EF ÞÚ ERT MEÐ FEITT HÁR ÆTTIR ÞÚ
EKKI AÐ NOTA HÁRNÆRINGU
Við þurfum að nota hárnæringu í sídd og enda í allar hárgerðir sama hvert ástandið á hársverðinum er. Til að tækla offramleiðsu á sebum í hársverði er hægt að nota sjampó eins og Rebalancing sjampóið úr Naturaltech línunni sem kemur jafnvægi á fituframleiðsluna.
ÞÚ FÆRÐ KVEF AF ÞVÍ AÐ SOFA MEÐ BLAUTT HÁR
Neinei, kvef er veirusýking og hefur ekkert með hárið að gera.
EF ÞÚ PLOKKAR EITT GRÁTT HÁR VAXA TVÖ GRÁ HÁR Í STAÐINN
Það vex bara eitt hár úr hverjum hársekk. Ef þú plokkar eitt grátt hár mun því einungis eitt grátt hár vaxa í staðinn. Það að plokka hárið verður heldur ekki til þess að nærliggjandi hársekkir fari að framleiða grá hár. Við mælum hins vegar ekki með því að plokka gráu hárin. Þau eru falleg rétt eins og önnur hár og það má alltaf lita þau ef við erum ekki tilbúin til að taka fagnandi á móti þeim.
JÁ OG NEI
AÐ NOTA OF MIKLA HÁRNÆRINGU GETUR VALDIÐ HÁRLOSI
Ef þú setur hárnæringu í hársvörðinn getur það stíflað hársekkina og valdið hárlosi. Flestar hárnæringar eru hannaðar fyrir sídd og enda og gott er að passa að þær fari ekki í hársvörðinn. En svo eru til næringar eins og Renewing Conditioning Treatment sem er sérstaklega hönnuð til að nota í hár og hársvörð.
bpro 54
UPPLÝSINGAFLÆÐIÐ Í DAG ER GRÍÐARLEGT OG INTERNETIÐ STÚTFULLT AF DO‘S AND DON‘TS Á ÖLLUM SVIÐUM LÍFSINS. ÞETTA Á LÍKA VIÐ UM HÁRUMHIRÐU OG ÞVÍ AUÐVELT AÐ TÝNAST Í ALLS KYNS UPPLÝSINGUM UM HVAÐ SKAL GERA OG HVAÐ EKKI. VIÐ TÓKUM SAMAN NOKKRAR ALGENGAR MÝTUR OG MISSKILNING EN EINNIG NOKKUR SANNLEIKSKORN.
SATT & LOGIÐ
Vörur og meðferðir sem fyrirbyggja og vinna á vandamálum í hári og hársverði Dæmi um vandamál sem Naturaltech vörurnar vinna á: þurr hársvörður, flasa, hárlos, brotið hár, kláði og ójafnvægi á fituframleiðslu í hársverði Þú finnur allar nánari upplýsingar um vörurnar frá Davines á bpro.is E /davinesiceland Q @davinesiceland #davinesiceland
ER
KRISTALTÆRU
AÐ JÓLAGJÖF FRÁ HH SIMONSEN ER GJÖF SEM SLÆR Í GEGN
ÞAÐ
Á
JÓLIN 2022 [ TRUE DIVINITY SLÉTTUJÁRN + WONDERBRUSH FLÆKJUBURSTI ] www.bpro.is FB: /hhsimonseniceland IG: @hhsimonseniceland
HOT AIR STYLER
RGÐ
www.bpro.is FB: /hhsimonseniceland IG: @hhsimonseniceland NÝTT FRÁ HH SIMONSEN NÝTT ÁR A BY
Eftir langa bið hefur HH Simonsen svarað kallinu og hefur nú sett á markað stórglæsilegan og nytsamlegan blásturs/hita/rúllu bursta sem er auðveldur í notkun. Kröftugur blásturinn, hitinn og Ionic tækni gefa fyllingu og glans á auðveldan hátt og draga úr frizzi. Hot Air Styler hentar öllum hárgerðum. Kíktu við á næsta sölustað HH Simonsen á Íslandi og fáðu að prófa.
„Ég stofnaði Make-Up Studio með það að markmiði að bjóða upp á framúrskarandi förðunarkennslu á ólíkum stigum fyrir alla hópa samfélagsins.
Make-Up Studio stendur fyrir gæði, reynslu og fagleg vinnubrögð“
- Harpa Káradóttir eigandi og stofnandi
Bpro er stoltur samstarfsaðili Make-Up Studio Hörpu Kára, en nemendur í skólanum vinna með hárvörur frá label.m og HH Simonsen.
bpro 58
káraharpa kára
harpa
Hjá Make-Up Studio Hörpu Kára er lögð áhersla á faglega kennslu og hafa kennarar skólans og leiðbeinendur sem koma að náminu framúrskarandi reynslu á sínu sviði. Harpa hefur starfað sem förðunarfræðingur í meira en áratug og hefur aflað sér mikillar reynslu og þekkingar á síðustu 15 árum í faginu.
Harpa er álitin meðal fremstu förðunarfræðinga landsins og hefur stutt undir feril fjölda förðunarfræðinga sem starfa við fagið í dag. Harpa er fyrrum skólastjóri Mood Makeup School og hefur lengstan starfsaldur þeirra förðunarkennara sem starfa á landinu í dag.
Árið 2018 stofnaði Harpa Make-Up Studio með það að leiðarljósi að bjóða upp á framúrskarandi og faglegt förðunarnám fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í fjölbreyttu og líflegu umhverfi sem förðunarbransinn á Íslandi hefur upp á að bjóða. Eftir að hafa verið starfandi förðunarfræðingur til margra ára útbjó Harpa
ásamt fjölda annarra fagaðila námsskrá sem telur til helstu undirstöðuatriða sem förðunarfræðingur þarf að búa yfir til að hefja störf í faginu. Í dag sinna þau Harpa Kára, Ísak Freyr förðunarfræðingur og Hulda Halldóra stílisti starfi námsstjóra og hafa þau í sameiningu útbúið kennsluáætlun og námsefni út frá helstu kröfum förðunarbransans. Ísak Freyr og Hulda Halldóra hafa átt farsælan feril á sínu sviði sem spannar yfir 10 ár í faginu.
Stefna Make-Up Studio er að standast fyllilega samanburð við sambærilega skóla erlendis og er lögð mikil áhersla á að námsefni sé í takt við tíðarandann. Boðið er upp á lengri og styttri námskeið fyrir alla þá sem vilja læra sitthvað um förðun af viðurkenndum fagaðilum. Ásamt diplómanámi má m.a. nefna unglinga- og helgarnámskeið, 2 vikna förðunarnámskeið og 4 klukkustunda förðunarnámskeið sem hafa verið sívinsæl fyrir samstarfs- og vinahópa.
bpro 59
Leyfðu okkur að segja
sögu.
þér
KÆRI JÓLI
Wonder Brush krakkaburstarnir eru fallega myndskreyttir og eru tilvalin jólagjöf
FLÆKJUBURSTAR www.bpro.is FB: /hhsimonseniceland IG: @hhsimonseniceland
WE STAND/for regeneration
mild sápa fyrir allar húð- og hárgerðir
Gefur raka, glans og mýkt
friendly og án sílíkona
lífbrjótanleg innihaldsefni
náttúruleg innihaldsefni
Kolefnisjafnaðar umbúðir
•
• Vegan
• 94%
• 81%
•
Morgunstund
MEÐ DAVINES
Andreea Ion frá Davines heimsótti bpro á dögunum. Í tilefni af því var boðið til glæsilegs morgunverðarfundar þar sem starfsmenn Davines hársnyrtistofa kíktu í heimsókn til okkar, fengu sér morgunverð og ræddu málin.
Aðal umræðuefni fundarins var samstarfsverkefni Davines og Rodale Institute þar sem unnið er að jarðvegsbætandi lífrænum landbúnaði. Jarðvegsbætandi lífrænn landbúnaður miðar að því að endurheimta auðlindir jarðar og koma jafnvægi á þær aftur með heilbrigðum jarðvegi, dýravelferð og góðu vinnuumhverfi bændur og vinnufólk.
Til að styðja við þetta verkefni hefur Davines hafið sölu á WE STAND/ for regeneration sem er mild sápa fyrir allar
húð- og hárgerðir. Með sölu á sápunni leggur Davines allt að €50.000 til Rodale Institute og Slow Food International til að styðja við starf þeirra.
WE STAND/ for regeneration inniheldur sérstök virk innihaldsefni frá Slow Food Presidium og jarðvegsbætandi lífrænum landbúnaði. Hún gefur raka, glans og mýkt, er vegan friendly og án sílíkona. Hún inniheldur 94% lífbrjótanleg innihaldsefni og 81% náttúruleg innihaldsefni. Umbúðirnar eru kolefnisjafnaðar með EthioTrees verkefni Davines í Eþíópíu.
Eftir einstaklega góða og fræðandi samverustund hlökkum við mikið til næsta Davines morgunverðarfundar.
bpro 63
Heimir 849 0672
Guðmundur 898 5115
NÝTT
STRAX ORÐIÐ FAV
Það má með sanni segja að MARC INBANE hafi fangað hug og hjörtu allra þeirra sem vilja tana á heilbrigðan hátt allt árið um kring. Brúnkuvörurnar frá MARC INBANE aðlaga sig að þínum náttúrulega húðlit og innihalda ekki karotín sem þýðir að liturinn verður ekki appelsínugulur. Allar vörurnar eru prófaðar af húðlæknum. Þær eru vegan og eru án parabena, annarra rotvarnarefna, sílíkona og súlfata.
Crème Solaire SPF30 Nýjasta varan frá MARC INBANE er Crème Solaire SPF30, rakagefandi sólarvörn með lit sem verndar húðina og viðheldur náttúrulegri fegurð hennar. Hér er um að ræða hraðvirka og breiðvirka SPF30 vörn með létta og olíulausa áferð sem veitir mikla andoxandi vörn. Nærandi formúlan hefur mjúka áferð sem auðvelt
er að bera á húðina. Hún er með léttan lit sem jafnar húðtón og gefur fallegt glow. Crème Solaire hentar vel sem grunnur fyrir farða og er nú þegar í uppáhaldi hjá nokkrum af færustu förðunarfræðingum landsins.
Crème Solaire inniheldur vítamín, hýalúrónsýru, Bronzyl© og NMF-complex sem vinna gegn ótímabærri öldrun húðar. Hún inniheldur ekki efni sem hafa skaðleg áhrif á lífríki sjávar.
Við minnum á mikilvægi þess að verja húðina fyrir skaðlegum geislum sólar allan ársins hring og mælum með þessari frábæru nýjung í verkið.
Þú finnur allar nánari upplýsingar um vörurnar frá MARC INBANE og lista yfir sölustaði á marcinbane.is
bpro 67
WWW.LABELM.IS FB: /LABELMICELAND IG: @LABELMICELAND