Bpro Magazine - Sumar 2022

Page 1

BPRO MAGAZINE VOR/SUMAR 2022 SUMAR 2022


EFNISYFIRLIT

SÍÐA

SÍÐA

Bréf f rá Baldri

Sumarhár í salti og klór

Hvaða booster hentar þér?

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

3

4

10 - 11

12-15

SÍÐA

6-7

16 -17

Á bak við tjöldin í tískumyndatöku label.m

label.m myndaþáttur

Sun Soul sólarlínan f rá [comfort zone]

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

18-19

20

22-23

Viðtal við Berglindi Festival

Krullur sem endast út daginn

Marc Inbane x Sunneva tanað saman í 5 ár

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

25

26-27

30-31

Naturaltech Rebalancing meðferðarvörur

Skref fyrir skref krullur með HH Simonsen

Tíu skref í átt að glerhúð

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

32-33

Davines Pasta&Love vörulínan stækkar

SÍÐA

44-45

Skref fyrir skref krullur með HH Simonsen

36-37

Plastið burt úr sjónum Davines X Plastic Bank

SÍÐA

46-47 [comfort zone] Body Strategist

40-41 Nýtt f rá Davines OI Liquid Luster

SÍÐA

49

[comfort zone] Ampúlur

BPRO MAGAZINE VOR/SUMAR 2022

FORSÍÐUMYND/

Ljósmyndari: Hlín Arngrímsdóttir Fyrirsætur: Íris Freyja Salguero og Sunna Harðardóttir Hár: Harpa Ómars Förðun: Sara Dögg Johansen Stílisti: Sigrún Ásta Jörgensen

ANDIS // COMFORT ZONE // DAVINES // DISICIDE // EXCELLENT EDGES // HH SIMONSEN // LABEL.M // MARC INBANE // SKIN REGIMEN bpro heildverslun - Smiðsbúð 2 - 210 Garðabæ - sími: 552-5252 - www.bpro.is - IG: @bproiceland - FB: /bproiceland/


FRÁ BALDRI

Sól sól skín á mig! LOKSINS er þessi góði tími kominn og þessi gula er farin að láta sjá sig meira. Sólarvörn, saltspray og Speedo skýla... sumarið er tíminn og við eigum það heldur betur skilið núna. Á þessum skrítnu tímum undanfarið gerðist það góða að fólk fór að hugsa betur um sig. Djúphreinsar, serum og djúpnæringar urðu vinsælli, en þetta eru efni sem skipta húð og hár miklu máli. Ástæðan var líklega sú að flestir höfðu aðeins meiri tíma til að dúlla sér en vonandi er þetta bara komið í rútínuna hjá sem flestum núna og komið til að vera því það er betra fyrir alla. Við hjá bpro erum spennt eins og allir að mega loksins hitta fólk aftur. Við trúum á hittinga innan fagsins svo fólk fái tækifæri til að deila hugmyndum og innblæstri sín á milli en það styrkir, kætir og bætir fag hjartað. Það er margt spennandi framundan hjá okkur í bpro. Nýjar vörur og vörumerki og ferð til Parma á Ítalíu ásamt fallegum og góðum hópi fagfólks í Davines þorpið sem er alveg magnað að sjá. Við erum full orku, til í að keyra áfram og halda áfram með lífið. Sumarkveðja,

BRÉF

bpro

3


sumarhár Í SALTI OG KLÓR

Öll þekkjum við það að í sólarlöndum og á sólríkari tímum hefur umhverfið önnur og skaðlegri áhrif á hárið á okkur en gengur og gerist. Við höfum oft rætt skaðsemi sólar og þau neikvæðu áhrif sem UV geislar sólar hafa á hárið, en það er mikilvægt að vera einnig meðvitaður um áhrif klórs og saltvatns. Margir kannast við að ljóst hár getur tekið á sig grænan lit í klór og hárið orðið erfitt eftir sundsprett í sjónum. En hvaða áhrif eru þessir þættir í raun og veru að hafa á hárið á okkur og hvaða ráð eru við því?

leiðandi hárið grænt. Góð leið til að hreinsa græna litinn úr hárinu er að nota þar til gerð sjampó og hárnæringar eða leita aðstoðar hjá fagmanni til að gera það rétt án þess að skaða hárið varanlega. SALTVATN Selta í sjó er lítið betri en klórinn hvað varðar skaða á hárinu. Saltið þurrkar hárið og skaðar ysta lag hárstrásins. Það sogar allan raka úr bæði hári og hársverði og getur valdið miklum þurrki sem aftur getur valdið klofnum endum, brotnum hárum og flösu. Þegar við erum í saltvatni í sól getur það valdið skaða á hárinu, upplitað það og brotið það niður. Það er gott ráð að þvo sér strax um hárið þegar úr sjónum er komið og nota góðan rakamaska eða hárnæringu.

KLÓR Klór getur haft þurrkandi áhrif á hár þar sem hann brýtur niður náttúrulegar olíur í hárinu. Þetta þurrkar hárið og gerir það stökkt og brothætt og endar geta klofnað. Það er gott ráð að bleyta hárið alveg í gegn með ferskvatni fyrir sund til að minnka innsíun hársins á klórvatni. Það er líka gott ráð að setja hárnæringu í rakt hárið áður en farið er í sund til að vernda það enn betur. Hár verður alls ekki alltaf grænt í klórvatni heldur gerist það þegar hátt kopar hlutfall er í vatninu eða í efnum sem eru notuð til sótthreinsunar á sundlaugum. Koparinn oxast þá í klórvatninu og gerir þar af

4

Áður en haldið er á sólríka staði er alltaf gott að fá ráðgjöf hjá sínum fagmanni um hvernig best er að hugsa um hárið í sól og eftir sól og aldrei aldrei gleyma sólarvörninni.

bpro


VERTU ÁHYGGJULAUS Í SÓLINNI SU/ sólarlínan ver húð og hár fyrir sól, salti og klór

E /davinesiceland

Q @davinesiceland bpro

www.bpro.is

5


booster HVAÐA

HENTAR ÞÉR?

Þegar kemur að sérhæfðri húðumhirðu hugsum við hjá /skin regimen/ út fyrir kassann. Engin tvö andlit eru eins og okkar nálgun við húðumhirðu er langt frá því að vera „ein stærð hentar öllum“. Sveigjanleiki er lykilatriði þegar kemur að því að sinna húðáhyggjum og í því hlutverki skína boosterarnir skært. Boosterarnir eru serum sem voru þróuð með það að markmiði að hægt væri að sinna öllu frá fínum línum og hrukkum yfir í bólur og tapaðan teygjanleika og allt þar á milli. Með boosterunum er hægt að sérsníða húðumhirðu fyrir hvern og einn sem gefur góðan árangur.

Ef húðin er þurr eða vannærð 10.0 TULSI BOOSTER 1.85 HA BOOSTER

Ef þú ert með feita vandamála húð TEA TREE BOOSTER

Ef þú ert með litabreytingar, stórar húðholur, litlausan húðtón og/eða skort á ljóma 15.0 VIT C BOOSTER

Ef þú ert með fínar línur og hrukkur eru byrjaðar að sjást 1.5 RETINOL BOOSTER

6

bpro


1.85 HA BOOSTER 1.5 RETINOL BOOSTER Retinol boosterinn inniheldur 1.5% af Retinol og Sylibin í skammtahylkjum og Longevity Complex™ sem verndar heilbrigði og ljóma húðar. Hann örvar frumendurnýjun, vinnur vel á línum og hrukkum og eykur þéttleika húðar.

HA boosterinn inniheldur þrjú sameindaform af hyaluronic sýru í 1.85% hlutfalli (míkró, makró og krosstengdar). Þau gefa mikinn raka og fyllingu og henta vel fyrir þurra húð og húð með streitu- og/eða þreytumerki og fínar línur. Hyaluronic sýra er náttúrulegt efni sem finnst í mannslíkamanum sem dregur í sig raka og bindur hann og getur haldið allt að 1000 sinnum eigin þyngd af raka.

10.0 TULSI BOOSTER

1.0 TEA TREE BOOSTER Tea tree boosterinn er bakteríudrepandi og sótthreinsandi og inniheldur 1% tea tree olíu, 3% möndlusýru og Longevity complex™. Hann vinnur vel á óhreinindum, stórum húðholum og bólum og er fullkominn fyrir feita, óhreina vandamálahúð. Möndlusýran er AHA sýra sem dregur úr umfram sebum í húð, hindrar frekari bólumyndun og vinnur vel á súrefnisfirrtum óhreinindum. Vinnur einnig vel á ótímabærri öldrun.

15.0 VIT C BOOSTER C-vítamín boosterinn er andoxandi serum sem inniheldur 15% C-vítamín sem dregur úr litabreytingum, jafnar húðtón, dregur saman húðholur, þéttir húð og örvar kollegen framleiðslu. C-vítamín í húðvörum er þekkt fyrir að gefa einstakan ljóma og fallegan húðtón. C-vítamín boosterinn hentar mjög vel til að endurnýja húð sem hefur orðið fyrir miklum umhverfis- og/eða sólarskaða.

Tulsi boosterinn inniheldur 10% virkt Tulsi þykkni. Tulsi er indversk jurt sem hefur verið notuð öldum saman fyrir afeitrandi, nærandi og andoxandi eiginleika sína. Tulsi gefur húðinni heilbrigða ásýnd og ljóma og hentar fullkomlega í köldu loftslagi (eins og hér á Íslandi) og fyrir þurra og vannærða húð. Öll innihaldsefnin eru 100% náttúruleg. 10.0 Tulsi hefur silkimjúka áferð, síast vel inn í húð og er hvorki olíukennd né klístruð. Tulsi er einnig þekkt fyrir einstaka aðlögunar eiginleika sína sem gera það að verkum að hún aðlagast þörfum húðarinnar og gefur húðinni það sem hana vantar, hvort sem það er raki, næring eða að slá á viðkvæmni.

Eins og sjá má er auðveldlega hægt að finna eitthvað við allra hæfi. Ef valið er ennþá óljóst mælum við eindregið með heimsókn á næstu /skin regimen/ snyrtistofu þar sem þú getur fengið aðstoð hjá fagmanni við rétt val. Þú finnur upplýsingar um vörurnar okkar og sölustaði á skinregimen.is

bpro

7


að næra sig

MUNA.IS 8

muna _himneskhollusta bpro


BRÚNKUVÖRURNAR SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM ÖRVAR KOLLAGEN FRAMLEIÐSLU HÚÐAR

HÝALÚRONSÝRU BRÚNKUSPREY - Fyrsta brúnkuspreyið sem inniheldur þriðju kynslóðar hýalúronsýru en hún hjálpar húðfrumum þínum að drekka í sig og viðhalda raka, viðheldur þéttleika og teygjanleika og stuðlar að heilbrigði húðar. Spreyið örvar kollagen framleiðslu húðar sem gerir hana frísklega og sléttari. Nærandi og mjúk formúla án alkóhóls sem inniheldur Arlasolve™ sem gerir það að verkum að spreyið dreifist vel, þornar hratt og aðlagast fallega að þínum náttúrulega húðlit. Falleg brúnka á innan við mínútu sem hentar öllum húðgerðum og er prófuð af húðlæknum.

MARC INBANE Black Exfoliator - Rakagefandi djúphreinsir með kornum sem gefur húðinni heilbrigðan ljóma. Hann hjálpar til við að endurnýja ysta lag húðarinnar og inniheldur náttúruleg innihaldsefni. Með því að nota djúphreinsinn áður en þú berð á þig brúnku færðu jafnari lit sem endist lengur.

MARC INBANE Perle de Soleil - Brúnkudroparnir eru mjög auðveldir í notkun - þú einfaldlega blandar þeim saman við þitt eftirlætis rakakrem/líkamskrem eða í sólarvörnina þína og nærð þannig fram náttúrulegri brúnku.

ÞÚ FINNUR ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRURNAR FRÁ MARC INBANE ÁSAMT LISTA YFIR SÖLUSTAÐI UM LAND ALLT Á MARCINBANE.IS www.marcinbane.is

E

/marcinbaneiceland bpro

Q

@marcinbaneiceland

9


Á BAK VIÐ TJÖLDIN

Í MYNDATÖKU FYRIR LABEL.M Á ÍSLANDI

Við hjá label.m á Íslandi erum umkringd hæfileikaríku fólki sem okkur finnst alltaf jafn gaman að vinna með. Á dögunum fengum við glæsilegan hóp með okkur í verkefni þar sem unninn var myndaþáttur í samstarfi við Hörpu Ómarsdóttur, hársnyrtimeistara og ambassador label.m á Íslandi. Það var geggjað að láta þennan langþráða draum loks verða að veruleika og erum við afar þakklát þessu magnaða teymi sem var sérstaklega gaman að vinna með. Hlín Arngrímsdóttir ljósmyndari myndaði herlegheitin, Sara Dögg Johansen sá um förðun og Sigrún Ásta Jörgensen stíliseraði. Linda Kjartansdóttir, Elvar Orri Pálsson og Elín Guðmundsdóttir aðstoðuðu. Fyrirsæturnar eru þær Íris Freyja Salguero, sem var valin Miss label.m í Miss Universe 2021, Sunna Harðardóttir og Kelly Avila.







SUN SOUL verndar húðina og lífríki sjávar Sun Soul sólarlínan frá [comfort zone] er hönnuð með það að leiðarljósi að hámarka vernd og öryggi húðarinnar og vera skaðlaus lífríki sjávar. Línan skiptist í tvennt en annars vegar eru vörur til notkunar fyrir og í sól og hins vegar vörur til notkunar eftir veru í sól. Sólarvarnirnar innihalda ljósstöðuga UVA og UVB filtera og innihaldsefni sem vernda DNA húðar og vernda húðina gegn ótímabærri öldrun. Sun Soul hentar fyrir vegan og inniheldur hátt hlutfall af lífbrjótanlegum efnum. Vörurnar eru án nanófiltera og eru vatns- og svitaþolnar ýmist í 40 eða 80 mínútur.

VERNDAR HÚÐINA OG LÍFRÍKI SJÁVAR

Allar [comfort zone] vörur eru án sílikona, parabena, jarðfituefna, gervi litarefna og dýraafleiða. Allir hlutar umbúðanna eru endurvinnanlegir og úr endurunnum efnum. Sun Soul er algjörlega CO2 hlutlaus vörulína.

16

bpro


HÚÐUMHIRÐA FYRIR OG Í SÓL

TAN MAXIMIZER intensifying tanning cream

Olíulaust krem-gel fyrir andlit og líkama sem undirbýr húðina fyrir veru í sól, magnar brúnkuna og lengir líftíma hennar. Vinnur gegn ótímabærri öldrun.

FACE CREAM SPF30

FACE CREAM SPF50+ MILK SPRAY SPF20 anti-blemish sunscreen

anti-aging sun milk

MILK SPRAY SPF30

Sólarvörn sem vinnur gegn ótímabærri öldrun og litabreytingum og verndar gegn skaðlegum geislum sólar. Vatnsþolin í allt að 40 mínútur.

Mjög há sólarvörn sem vinnur gegn ótímabærri öldrun og litabreytingum og verndar gegn skaðlegum geislum sólar. Vatnsþolin í allt að 40 mínútur.

Lág sólarvörn fyrir líkama. Vatnsþolin í allt að 40 mínútur.

Sólarvörn fyrir líkama sem vinnur gegn ótímabærri öldrun. Vatnsþolin í allt að 40 mínútur.

anti-aging sunscreen

anti-aging sun milk

MILK SPRAY SPF50+ KIDS

protective sun milk Mjög há sólarvörn sem er sérstaklega ætluð börnum. Hentar einnig vel fyrir viðkvæma húð. Vatnsþolin í allt að 40 mínútur.

150 ml 150 ml

200 ml

60 ml

60 ml 150 ml

HÚÐUMHIRÐA EFTIR SÓL

CREAM SPF30

CREAM SPF50

2in1 SHOWER GEL

Sólarvörn fyrir líkama sem vinnur gegn ótímabærri öldrun. Vatnsþolin í allt að 80 mínútur.

Há sólarvörn fyrir líkama sem vinnur gegn ótímabærri öldrun. Vatnsþolin í allt að 80 mínútur.

Sturtugel fyrir líkama og hár. Hreinsar án þess að þurrka húðina og skaðar ekki lífríki sjávar.

anti-aging sunscreen

150 ml

anti-aging sunscreen

body and hair shower gel

FACE&BODY AFTER SUN

soothing anti-aging moisturizer Frískandi, róandi og sefandi gel fyrir andlit og líkama. Veitir samstundis létti og ferskleika eftir mikla veru í sól.

200 ml

ALOE GEL

soothing refreshing gel Frískandi, róandi og sefandi gel. Veitir samstundis létti og ferskleika eftir mikla veru í sól.

150 ml

150 ml 200 ml

bpro

17


LJÓSMYNDARI: ARNÓR TRAUSTI


BERGLIND Berglind Pétursdóttir, eða Berglind Festival eins og margir þekkja hana, skemmtir landsmönnum vikulega í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini. Auk þess vinnur hún sem hugmyndasmiður á auglýsingastofu en þegar hún er ekki að vinna er hún oftast heima með fjölskyldunni að elda eitthvað gott og spila kappakstursleiki við strákinn sinn í PlayStation. Hverjar eru uppáhalds hárvörurnar þínar ?

Hvað er besta brúnkuráð sem þú getur gefið ?

Ég reyni að þvo hárið max tvisvar í viku og nota bara Davines sjampó. Mér finnst Replumping algjört æði (svo góð lykt af því!) en held að OI sjampóið og næringin séu uppáhaldið mitt núna. Svo er ég með alveg aflitað hár og þarf að vera duglega að setja OI olíu í það inn á milli. Mér finnst voða gaman að setja smá hair scent í hárið þegar ég er ekki með ilmvatn og er búin að vera að nota bæði OI og Miss Dior hárilmspreyin í vetur.

Ég er mikil áhugakona um brúnkukrem og til í að ræða brúnkukremsmál endalaust. Mér finnst fólk oftast vera í mestum vandræðum með hvernig er best að bera á hendurnar og fingurna. Ég set oftast smá rakakrem og passa svo að bera vel á alla puttana, allan hringinn og passa öll puttasamskeyti. Smá eins og maður sé að þvo sér um hendurnar nema sleppa lófanum. Áttu einhverjar skemmtilegar brúnkusögur, fail eða success, sem þig langar að segja frá ?

Er einhver klipping eða litur sem þú ferð aldrei aftur í ?

Ég á ennþá eftir að lenda í mínu mesta brúnkuslysi en bíð bara spennt eftir því!

Einu sinni prófuðum við að aflita allt hárið nema toppinn. Það var ótrúlega fyndið í svona einn og hálfan dag. Þá gafst ég upp og fór og lét lita hann líka.

Hvað er framundan ?

Nú hefur þú notað brúnkuvörurnar frá MARC INBANE í talsverðan tíma. Hverjar eru uppáhalds vörurnar þínar ?

Ég hlakka geðveikt til að fara í litun bráðum og byrja þetta gellusumar á því að eiga æðislegt gelluvor. Vor er besti tíminn til að vera gella, þegar það er ennþá kalt svo maður getur verið í æðislegri kápu en samt komin sól svo að það er hægt að vera með sólgleraugu.

Ég elska alltaf klassíska spreyið mest af öllu. Froðan er líka góð en ég er algjör sprey-stelpa og finnst það dreifast best á minni húð. Hanskinn er líka svo mikið æði, sérstaklega þegar maður fær sér nýjan og hann er mesti mjúkilíus.

Kalt og sól – gelluveður!

MARC INBANE náttúrulega brúnkuspreyið er létt sprey sem lagar sig að þínum húðlit og gefur fallega og jafna brúnku.

OI er vörulína sem er þróuð á rannsóknarstofum Davines með það að markmiði að allar tegundir hárs og húðar öðlist takmarkalausa fegurð.

bpro

19


krullur

SVONA GERIR ÞÚ

SEM ENDAST

endana. Ef ég vil extra volume í rótina og meiri stífleika nota ég líka smá Maximize sprey frá HH. Svo má ekki gleyma að spreyja hitavörn jafnt yfir allt hárið, en ég nota Heat Protection Mist frá label.m. Ég nota Compact Dryer hárblásarann frá HH Simonsen og nota alltaf stútinn til að hafa betri stjórn á blæstrinum og blæs með Gloss Air Brush til að fá silkimjúka og glansandi áferð. KRULLUR Næst krulla ég hárið en mitt uppáhalds járn er Rod VS3 frá HH Simonsen. Það er gott að greiða í gegn um krullurnar til að mýkja þær og fá náttúrulegra útlit, en nauðsynlegt að leyfa hárinu að kólna aðeins áður en það er gert. Næst skipti ég hárinu upp í nokkrar skiptingar og spreyja Dry Texturizer frá Davines í rótina og hristi upp í krullunum. Ég móta hárið eins og ég vil að það liggi og er þá með létt krem eins og Pliable Paste frá Davines og klíp aðeins í endana. Til að festa niður babyhárin spreyja ég léttu hárlakki eins og Medium Hold hárspreyi frá Davines í túperingarbursta og greiði litlu hárin niður. Ég enda svo alltaf á því að gefa hárinu smá boost og gljáa með Healthy Hair Mist frá label.m og greiði í gegn með fingrunum og ef mig langar að vera extra shiny spreyja ég Shimmering Mist frá Davines yfir í lokin.

Fanný Norðfjörð er með svarta beltið í að krulla á sér hárið. Hún veit hvað þarf til að krullurnar endist út daginn og deilir hér með okkur uppskrift að hinum fullkomnu krullum. ÞVOTTUR Til að fá krullur sem endast er mikilvægt að undirbúa hárið vel og byggja góðan grunn. Ég vil alltaf ná sem mestri fyllingu í hárið og byrja ég því alltaf á að nota gott volume sjampó og létta hárnæringu sem þyngir ekki hárið. Þessa dagana er mitt go to combo Volume sjampóið og hárnæringin frá HH Simonsen. UNDIRBÚNINGUR Eftir hárþvott nota ég Blow Out sprey frá label.m sem temur hárið, gefur því létta fyllingu og auðveldar blásturinn auk þess sem hárið hlýðir betur þegar kemur að krullumótun. Ég spreyja Blow Out í rótina og greiði létt í gegn og set svo Styling Oil frá HH Simonsen í

20

bpro


EINSTÖK BLANDA FYRIR HÚÐ, HÁR OG NEGLUR Inniheldur Biotín sem stuðlar að eðlilegu viðhaldi húðar og hárs.

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.


- TANAÐ SAMAN Í 5 ÁR Sunneva Eir Einarsdóttir, áhrifavaldur og markaðsfræðinemi, situr ekki auðum höndum þessa dagana. Hún er að klára mastersnám samhliða því að vinna í skemmtilegum verkefnum bæði á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Á dögunum fagnaði Sunneva 5 ára samstarfsafmæli með Marc Inbane, en undanfarin ár hefur hún verið mjög öflug í að kenna Íslendingum réttu handtökin þegar kemur að því að setja á sig hið fullkomna tan. Svo er ég mjög forvitin manneskja og finnst gaman að prufa hluti sem fólk er að tala um. Um daginn prufaði ég mjög vinsæla brúnkuvöru og long story short, jakkinn minn varð bleikur og grænn að innan, smitaðist í allar buxurnar mínar og liturinn var steingrár.... Það er ástæða fyrir því að þetta er svona ódýrt.

HVERNIG KYNNTIST ÞÚ MARC INBANE?

Okkar fyrstu kynni voru í lok árs 2016 þegar ég prufaði Marc Inbane í fyrsta sinn. Í byrjun árs 2017 fórum við svo í okkar fyrsta verkefni saman og höfum verið óaðskiljanleg síðan. AF HVERJU MARC INBANE?

HVAÐ ER FRAMUNDAN?

Vá, það sem ég hef prufað mikið af brúnkuvörum í gegnum tíðina. Ég vann meira að segja á stofu með brúnkuklefa í langan tíma og hef ráðlagt fólki lengi vel hvað varðar brúnku. Ég hef verið að fikta við brúnku frá því í grunnskóla en ekkert kemst með tærnar þar sem Marc Inbane er með hælana. Marc Inbane er með hágæða brúnkuvörur og það er áberandi frá umbúðum til innihalds og alla leið að endingu. Það sem er líka svo frábært er að lyktin er ekki þessi týpíska brúnkukremslykt heldur bara mjög góð lykt eins og væri af body lotion. Marc Inbane hentar fyrir alla hvort sem þú vilt léttan ferskleika eða ýkt tan.

Framundan er fullt af skemmtilegum verkefnum, sumarfrí, utanlandsferðir og tan!

HVER ER UPPÁHALDS MARC INBANE VARAN ÞÍN?

Þessi er erfið, má segja allt? Ég nota litla spreyið (Hýalúronsýru brúnkuspreyið) alla daga í andlitið þannig að það stendur upp úr sem mín uppáhalds daglega vara. En annars er orginal spreyið og froðan my besties líka. ERTU ALLTAF MEÐ SÖMU BRÚNKURÚTÍNU EÐA FER ÞAÐ EFTIR ÞVÍ HVAÐ ÞÚ ERT AÐ FARA AÐ GERA?

Ég er alltaf með sömu rútínu. Ég skrúbba allt gamla af og set nýtt einu sinni í viku. HEFUR ÞÚ EINHVERN TÍMANN LENT Í BRÚNKUSLYSI?

Ekki tengt Marc Inbane, enda væri það erfitt. En þegar ég var yngri að prufa mig áfram með brúnku sem ég vann í skóla bingo (hverjar eru líkurnar á að ég hafi unnið það?). Það fór þannig að það þurfti að þrífa alla veggi og hillur í herberginu mínu þar sem mistið gjörsamlega settist á allt rýmið.

22

bpro


Gleðin var við völd í 5 ára afmælisfögnuði Sunnevu og MARC INBANE eins og sjá má hér á myndunum. Ljósmyndari: Hermann Sigurðsson


24

bpro


NATURALTECH REBALANCING

Naturaltech fjölskyldan frá Davines inniheldur frábærar vörur sem hafa bjargað hársverði ansi margra hér á landi. Í Naturaltech er meðal annars að finna Rebalancing línuna sem er einstaklega kröftug og virk gegn of mikilli fituframleiðslu í hársverði, en hún samanstendur af sjampói og meðferðarvöru.

keyra inn kröftuga virkni. Eftir það má nota það tvisvar sinnum í viku í tvo mánuði og síðan til viðhalds eftir þörfum. Við notkun á svona virkri vöru skal alltaf fá ráðleggingar fyrst frá fagmanni. REBLANCING TREATMENT Rebalancing treatment er byltingarkennd nýjung, en þetta er mjög virk meðferðarvara sem dregur úr fituframleiðslu í hársverði og viðheldur heilbrigði hársvarðar. Auk þess frískar hún bæði hár og hársvörð en meðferðin inniheldur piparmyntu og eucalyptus ilmkjarnaolíur.

Of mikla fituframleiðslu má rekja til ýmissa þátta, t.a.m. hormóna, gena, innkirtla, lyfjatöku, lélegs mataræðis, streitu og lélegs hreinlætis. Að sjálfsögðu er mjög gott að leiðrétta þessa þætti þar sem hægt er því það hjálpar til við að ná góðu jafnvægi á fituframleiðsluna, en svo kemur Rebalancing línan sterk inn.

Fyrir mjög öfluga startmeðferð má nota bæði sjampóið og meðferðina í samráði við fagmann.

REBALANCING SJAMPÓ Rebalancing sjampóið er hannað til að jafna fituframleiðslu í hársverði, en það hefur einnig andoxandi virkni. Það hefur samherpandi áhrif á húðina og róandi virkni á fitukirtlana. Þetta er mjög virk vara og hana má ekki nota á hverjum degi. Sjampóið skal nota þrisvar sinnum í viku í fjórar vikur til að

bpro

Þú finnur allar nánari upplýsingar um vörurnar frá Davines og lista yfir sölustaði á bpro.is

25


26

LOKKANDI LOKKAR bpro


HH SIMONSEN

SKREF FYRIR SKREF [ ROD VS10 + ROD VS3 ]

2

1 Byrjaðu aftast. Gerðu eina skiptingu og festu restina upp með spennu. Taktu lítinn lokk og krullaðu hann með Rod VS10.

Krullaðu næsta lokk við með Rod VS3.

3

4

Krullaðu næsta lokk með Rod VS10.

Endurtaktu í litlum skiptingum upp allt hárið. Skiptu um járn í hvert sinn sem þú tekur nýjan lokk.

5

6

Krullaðu fremstu lokkana í áttina frá andlitinu.

Hristu upp í krullunum með fingrunum.

bpro

27


VOR/SUMAR 2022

EKKERT FLÓKIÐ [ BLUE SKIES AHEAD]

Wonder Brush hentar bæði fyrir blautt og þurrt hár

Wonder Brush burstarnir eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn

[ COTTON CANDY ] [ LAVISH LAVENDER ]

SmartFlex pinnarnir eru mjög sveigjanlegir og koma í veg fyrir að hárið brotni og endar klofni

E /hhsimonseniceland Q @hhsimonseniceland www.bpro.is #hhsimonseniceland #bproiceland



TREND

glerhúð

SKREFIN TÍU Í ÁTT AÐ

(GLASS SKIN)

Eitt af heitustu trendunum í húðumhirðu í dag er hin svokallaða glerhúð (e. glass skin). En hvað er það og afhverju er það svona eftirsóknarvert? Margir kannast við 10 þrepa kóresku húðumhirðuna sem tröllríður nú öllu í netheimum og á samfélagsmiðlum en með því að fylgja þessum 10 þrepum er talið að hægt sé að ná hinni eftirsóttu gler húð. Það sem einkennir þetta húðástand er að húðin er tær, rakamikil, þrýstin og með jafnan húðtón og áferð. Húðholur eru vart sjáanlegar og húðin ljómar af heilbrigði innan frá og út. Það er misjafnt hversu auðvelt það er að ná þessu takmarki og það fer algerlega eftir húðgerð hvernig skal bera sig að og hvaða vörur henta best. Hérna á hugtakið „ein stærð hentar öllum“ alls ekki við. Það skiptir að sjálfsögðu líka miklu máli að næra líkamann rétt, en húðin nýtur góðs af því. Það þarf meðal annars að drekka vel af vatni, taka inn góðar olíur eins og ómega og hörfræolíu og borða ávexti og grænmeti með hátt vatnsinnihald. Við mælum eindregið með heimsókn á næstu [comfort zone] eða /skin regimen/ snyrtistofu til að fá ráðgjöf um rétta húðumhirðu hjá fagmanni. Þú finnur lista yfir sölustaði Comfort Zone á Íslandi og nánari upplýsingar um vörurnar á bpro.is

SKREF 1 Yfirborðshreinsir - fyrsta hreinsun: Oft er gott að velja olíumikinn hreinsi í fyrstu hreinsun til að ná öllum farða og óhreinindum af húðinni.

SKREF 2 Yfirborðshreinsir – önnur hreinsun: Ef það á við er hægt að nota sama hreinsinn í fyrstu og annarri hreinsun. Á þessu stigi málsins erum við að hreinsa húðina sjálfa.

SKREF 3 Djúphreinsir: Einu sinni til tvisvar í viku er nauðsynlegt að nota djúphreinsi til að fjarlægja dauðar húðfrumur og uppsöfnuð óhreinindi. Þetta gerum við til að tryggja góða innsíun virkra efna og til að tryggja að húðin andi og starfi rétt.

SKREF 4 Andlitsmaski: Gott er að nota andlitsmaska einu sinni í viku eftir húðgerð. Þeir sem vilja fá mikinn raka nota sem dæmi rakamaska og þeir sem þurfa að draga úr óhreinindum nota hreinsandi maska.

SKREF 5 Andlitsvatn: Í lok hreinsunar notum við andlitsvatn til að leiðrétta sýrustig húðar og fjarlægja örugglega allar leifar af yfirborðshreinsum.

Það sem einkennir glerhúð er að húðin er tær, rakamikil, þrýstin og með jafnan húðtón og áferð.

30

bpro


SKREF 6

SKREF 9

Essence: Essence er vara sem er létt eins og andlitsvatn og öflug eins og serum. Við setjum nokkra dropa í lófana og þrýstum vörunni inn í húðina. Essence virkar líka eins og magnari fyrir aðrar vörur sem á eftir koma.

Rakakrem: Rakakrem á að nota kvölds og morgna eða dagkrem á morgnana og næturkrem á kvöldin. Kremin eru valin eftir húðgerð og húðástandi og þeim árangri sem óskað er eftir.

SKREF 7

SKREF 10

Ampúlur: Með reglulegu millibili er gott að taka kúr með ampúlum sem henta húðgerð. Þær eru mjög öflug meðferð sem hægt er að ná gríðarlegum árangri með. Þegar ampúlukúr er tekinn hvílum við Essence á meðan.

Sólarvörn: Sólarvörn er eitthvað það allra mikilvægasta í daglegri húðumhirðu og hana á að nota alla daga sumar, vetur, vor og haust. Sólarvörnin er það sem kemur í veg fyrir línur, hrukkur og litabreytingar. Aldrei nota vörn með lægri stuðul en SPF30.

SKREF 8

Serum: Serum notum við kvölds og morgna alla daga og veljum það eftir húðgerð. Þeir sem eru að reyna að ná miklum raka til húðar velja sem dæmi raka serum. En það er mjög öflug vara með smærri sameindir sem komast dýpra ofan í húðina.

VÖRUR SEM HÆGT ER AÐ NOTA TIL AÐ NÁ FRAM GLERHÚÐ [comfort zone]

/skin regimen/

/skin regimen/

[comfort zone]

/skin regimen/

[comfort zone]

[comfort zone]

[comfort zone]

[comfort zone]

/skin regimen/

Sacred Nature Cleansing Balm er ríkur lúxus yfirborðshreinsir sem líkist léttu smyrsli eða salva og má nota sem augnfarðarhreinsir. Hentar fyrir allan aldur.

Essence gefur húðinni ljóma og orku. Hentar öllum húðgerðum og er hægt að nota daglega eftir hreinsun eða sem maska.

Skin Regimen Cleansing Cream er mildur, freyðandi yfirborðshreinsir með margþætta virkni. Verndar húðina gegn neikvæðum áhrifum mengunar ásamt því að fjarlægja SPF, farða, ryk og mengun. Hentar vel í daglegu húðrútínuna fyrir allar húðgerðir.

Hydramemory Hydra & Glow ampúlurnar innihalda rakagefandi þykkni sem styður við og leiðréttir starfsemi varnahjúps húðar, bætir raka hennar og gefur henni birtu og ljóma.

Enzymatic powder er duft sem breytist í freyðandi djúphreinsi þegar því er blandað við vatn. Djúphreinsirinn fjarlægir dauðar húðfrumur og mengun á mildan hátt. Mýkir húðina og gefur ljóma.

Sacred Nature Youth Serum er létt en jafnframt mjög virkt serum sem vinnur gegn ótímabærri öldrun.

Renight mask er nærandi vítamín maski sem má láta liggja á yfir nótt. Gerir við og endurnýjar. Með nærandi og andoxandi virkni og róandi og slakandi næturilm.

Hydramemory Cream er 24-tíma tvöfalt rakakrem með ríkri ,,sorbet’’ áferð. Hjálpar til við að koma rakastigi húðarinnar í rétt jafvægi.

Essential Toner er andlitsvatn án alkóhóls sem hentar öllum húðgerðum og í öllu loftslagi.

Urban Shield SPF30 gefur húðinni ljóma ásamt því að jafna húðtón. Verndar gegn UVA/UVB og vinnur gegn mengun. Einnig er hægt að nota Urban Shield sem primer undir farða.

bpro

31


Pasta & Love, herralínan frá Davines, hefur farið sigurför um heiminn frá því hún var fyrst kynnt fyrir tveimur árum en í henni er allt sem þarf fyrir hinn fullkomna rakstur og daglega húð-, hár- og skeggumhirðu. Línan stækkar með hverju árinu en hún inniheldur nú átta frábærar raksturs-, húð- og mótunarvörur. Nýjustu vörurnar í Pasta & Love eru Hair beard & body wash sem er mildur alhliða hreinsir og Medium hold fiber cream sem er fíber mótunarvara fyrir hár og skegg. Hluti af línunni er í endurunnum glerflöskum til að takmarka umhverfisáhrif. Umbúðirnar eru 100% kolefnisjafnaðar með skógræktar- og jarðvegsverndarverkefni í Eþíópíu. Vörurnar innihalda þykkni úr lífrænt vottuðum blæjuberjum. Blæjuber eru af brasilískum uppruna og sérstaklega þekkt fyrir fagurfræðilega og næringarlega eiginleika sína. Þykknið er unnið með green technology aðferðinni sem gefur okkur hreinna þykkni og hefur minni umhverfisáhrif miðað við hefðbundnar aðferðir.

32

bpro


FYRIR hár, skegg & líkama

ný vara

HAIR BEARD & BODY WASH Hair beard & body wash er hressandi hreinsir fyrir hár, skegg og líkama. Hreinsirinn hefur auðkennandi sítrusilm og inniheldur þykkni úr lífrænt ræktuðum blæjuberjum sem er stútfullt af andoxunarefnum. Hair beard & body wash gefur góðan raka og mýkir því húðina og hentar vel til að undirbúa skegg fyrir rakstur.

Fyrir hár & skegg

ný vara

MEDIUM-HOLD FIBER CREAM Medium hold fiber cream er fíber sem hentar best í stutt eða miðlungssítt hár. Kremið gefur gott hald og léttan glans en einnig er hægt að nota það til að búa til „wet look“.

bpro

33



/ ný vara

ginger cleansing oil Ginger Cleansing Oil er mildur hreinsir fyrir þurra húð. Hreinsirinn er olíukenndur en breytist í mjólk við notkun og hentar vel til að fjarlægja farða, mengun og sólarvörn. Notið Ginger Cleansing Oil einan og sér eða með /skin regimen/ Cleansing Cream fyrir tvöfalda hreinsun.

Þú finnur upplýsingar um vörurnar okkar og sölustaði á skinregimen.is

/SkinRegimenIceland

@skinregimeniceland


PLASTIÐ BURT ÚR SJÓNUM Davines Group er ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1983. Fyrirtækið framleiðir Davines hárvörurnar og Comfort Zone og Skin Regimen húðvörurnar. Frá árinu 2006 hafa umhverfisáhrif og sjálfbærni fengið sérstaka athygli innan fyrirtækisins og nú í ár hefur markið verið sett hátt með því að heita því að öll framleiðsla verði vottuð 100% Plastic Neutral.

Um það bil 91% af öllu plasti sem framleitt er í heiminum endar ekki í endurvinnslu.

PLASTIC BANK Plastic Bank er fyrirtæki sem byggir upp endurvinnsluvistkerfi í þróunarlöndum og slær tvær flugur í einu höggi með því að berjast bæði gegn plastmengun í hafinu sem og mikilli fátækt í þeim löndum sem það starfar. Plastic Bank vinnur að því að safna saman plasti á ströndum Indónesíu, Filipseyjum og Brasilíu og kemur þannig í veg fyrir að plastið endi í sjónum. Verkefnið er auk þess atvinnuskapandi og bætir því lífsgæði fólksins sem vinnur við að safna plastinu saman. Þau geta þá séð fyrir fjölskyldum sínum, keypt mat og eldsneyti og greitt meðal annars fyrir skóla og sjúkratryggar.

Plastic Bank verkefnið er atvinnuskapandi og bætir því lífsgæði fólksins sem vinnur við að safna plastinu saman.

36

bpro


100% PLASTIC NEUTRAL Árið 2022 verða allar vörur frá Davines Group vottaðar 100% Plastic Neutral af Plastic Bank. Það þýðir að fyrir allar seldar vörur árið 2022 mun Davines sjá til þess að sama magn af plasti sé hreinsað við sjóinn í samstarfi við Plastic Bank. Þetta er risastórt skref í sjálfbærni ferðalagi Davines en ekki það fyrsta. Árið 2021 vann Davines fyrst með Plastic Bank og kom þá í veg fyrir að 100 tonn af plasti enduðu í sjónum. Plastic Bank tryggir 100% gagnsæi og rekjanleika í verkefninu.

Árið 2022 verða allar vörur frá Davines Group vottaðar 100% Plastic Neutral af Plastic Bank.

Árið 2021 vann Davines fyrst með Plastic Bank og kom þá í veg fyrir að 100 tonn af plasti enduðu í sjónum.

bpro

Plastic Bank vinnur að því að safna saman plasti á ströndum Indónesíu, Filipseyjum og Brasilíu.

37


ENDURNÝJAÐU HÚÐINA VERNDAÐU JÖRÐINA

E /davinesiceland Q @davinesiceland

www.bpro.is


ESSENTIAL HAIRCARE SJAMPÓSTYKKIN ERU FULLKOMNIR FERÐAFÉLAGAR

SJAMPÓSTYKKIN ERU ÁN SÚLFATA, ROTVARNAREFNA, SÍLÍKONA OG HVÍTTUNAREFNA OG KOMA Í 100% ENDURVINNANLEGUM, FSC VOTTUÐUM PAPPÍRSUMBÚÐUM. EITT SJAMPÓSTYKKI VEGUR 100G OG DUGAR Í 30- 40 ÞVOTTA.

E /davinesiceland Q @davinesiceland www.bpro.is


OI LIQUID LUSTER OI

OI LIQUID LUSTER

OI línan er mest selda vörulínan frá Davines. Hún er þróuð með það að markmiði að allar tegundir hárs og húðar öðlist takmarkalausa fegurð. Allar vörurnar í OI línunni innihalda olíu sem unnin er úr Amazon plöntunni Roucou, einnig þekkt sem Annatto. Olían sem fengin er úr Roucou fræjunum inniheldur mikið af beta-karótíni, eða hundrað sinnum meira en gulrætur. Hún byggir hárið upp og hefur jákvæð áhrif á hárvöxt. Olían takmarkar einnig skaða af völdum UV-geisla og sindurefna og vinnur gegn ótímabærri öldrun hársins.

40

Nýjasta viðbótin við OI línuna er Liquid Luster sem er vatnskennd, þyngdarlaus glansmeðferð sem hentar fyrir allar hárgerðir og gefur bæði ljóma og mýkt. Þessi byltingarkennda vara er rík af rakagefandi efnum sem komast í beina tengingu við hárstráið án þess að nokkuð hindri innsíun. Með Liquid Luster verður hárið þitt samstundis silkimjúkt og glansandi sem aldrei fyrr.

bpro


bpro

41


Keep it Real www.bpro.is

E /labelmiceland Q @label.m_iceland


heilbrigð húð er lífsstíll

/skin regimen/ recharging mist Vissir þú að blátt ljós frá tölvuskjám og símum brýtur niður elastín og kollagen í húð og flýtir fyrir ótímabærri öldrun? Flest eyðum við talsverðum tíma á hverjum degi fyrir framan skjái og er þetta því frekar óhugnaleg staðreynd fyrir þá sem er annt um að viðhalda heilbrigðri húð sem lengst. Recharging mist frá /skin regimen/ er svarið við þessum áhyggjum. Recharging mist er fíngerður andoxandi og rakagefandi úði sem viðheldur raka, gefur ljóma og ver húðina fyrir bláu ljósi frá tölvuskjám og símum. Gott er að spreyja úðanum á andlit og háls úr ca. 20cm fjarlægð með lokuð augu. Úðanum má spreyja yfir farða og gott er að endurtaka yfir daginn eftir þörfum, sérstaklega þegar setið er fyrir framan tölvuskjá eða í rými þar sem loftið er þurrt. Recharging mist er án gervi ilmefna, sílikona, SLES og SLS og hentar fyrir vegan. Ilmurinn er 100% náttúrulegur ilmur með rósum og lavender. Það er framleitt með orku frá endurnýtanlegum auðlindum og umbúðirnar eru að fullu kolefnisjafnaðar. Þú finnur allar nánari upplýsingar um /skin regimen/ vörurnar og sölustaði á www.skinregimen.is


HH SIMONSEN

SKREF FYRIR SKREF [ ROD VS1 + ROD VS4 ]

1

2

Byrjaðu aftast. Gerðu eina skiptingu og festu restina af hárinu upp með spennu. Taktu lítinn lokk og krullaðu hann með Rod VS1. Endurtaktu í alla skiptinguna.

Gerðu aðra skiptingu fyrir ofan þessa fyrstu og krullaðu litla lokka með Rod VS4.

3

4

Með því að gera minni skiptingar verða til fleiri krullur. Stærri skiptingar gefa mýkri og léttari krullur.

Krullaðu næstu skiptingu með Rod VS1. Næstu þar á eftir með Rod VS4 og svo koll af kolli í allt hárið.

5

6

Krullaðu fremstu lokkana í áttina frá andlitinu.

44

Greiddu í gegn um hárið fyrir mjúkar og líflegar krullur.

bpro


STÓRAR OG LITLAR ALLT Í BLAND


BODY STRATEGIST LÍKAMSVÖRUR SEM STINNA, ÞÉTTA OG AFEITRA

Body Strategist línan frá [comfort zone] endurnýjar, endurmótar og stinnir líkamann með öflugum formúlum sem sannprófaðar eru af húðlæknum. Vörurnar í Body Strategist línunni henta vel hvort sem markmiðið er að þétta húðina, afeitra hana eða vinna á appelsínuhúð. Body Strategist býður upp á sérsniðnar lausnir fyrir flestar húðgerðir.

BEAUTY ROUTINE APPELSÍNUHÚÐ einu sinni í viku

daglega á erfið svæði

daglega kvölds og morgna á vandamálasvæði

daglega kvölds og morgna á vandamálasvæði

tvisvar í viku

PEEL SCRUB

ATTACK SERUM

CREAM GEL

THERMO CREAM

BAGNI DI MONTALCINO

Djúphreinsandi gel með náttúrulegum kísilögnum, appelsínuberki og 10% Alpha-Polyhydroxy sýru. Hentar öllum húðtegundum.

Endurmótandi serum með mikla virkni. Örvar fitubrennslu og vinnur vel með og eykur virkni Cream Gel og Thermo Cream.

Liposomal gel krem sem vinnur á appelsínuhúð. Liposomal er skammtaog flutningskerfi sem skammtar húðinni virku innihaldsefnin á réttum tíma.

Hitavirkt krem sem örvar æðaútvíkkun og blóðstreymi. Vinnur staðbundið á fituvef.

Örvandi leir meðferð sem vinnur á appelsínuhúð. Afeitrar, þéttir og stinnir.

double-action scrub

remodeling serum

reshaping gel cream

thermogenic cream

CASTELLO DI VELONA


BEAUTY ROUTINE ÞÉTTIR OG STINNIR daglega kvölds og morgna á allan líkamann

daglega kvölds og morgna á allan líkamann

daglega á vandamálasvæði

daglega á fótleggi

CONTOUR CREAM

D-AGE CREAM

OIL

CRYO LEG GEL

Þéttandi og rakagefandi krem sem gerir húðina samstundis silkimjúka. Áferðin er létt og kremið hentar vel fyrir yngri húð og í heitu loftslagi.

Ríkt krem sem inniheldur lífræna Tamanu olíu, vatnsrofið þykkni úr valhnetu og Boswellic sýru. Þéttandi, andoxandi og stuðlar að auknum teygjanleika húðar.

Olía sem stuðlar að aukinni mýkt og þéttleika húðar og kemur í veg fyrir slit. Sérstaklega mælt með fyrir eftirfarandi svæði: innri læri, bringu, kvið og handleggi. Hægt að nota bæði á og eftir meðgöngu.

Meðferð með hesperidíni, aescin og mentóli sem gefur ferskleika, dregur úr bólgum og léttir á þreyttum fótum. Hjálpar til við að auka blóðflæði og losun umfram vökva.

moisturizing toning cream

nourishing firming cream

elasticizing oil

vikulega á valin svæði

daglega kvölds og morgna

TONE SHOT

BUST SERUM

Þykkni sem þéttir og stinnir húðina og eykur collagen framleiðslu. Má nota á handleggi, fótleggi og bringu.

Serum sem þéttir og stinnir húð á brjóstum og bringu og dregur úr línum og hrukkum.

toning concentrate

bust firming serum

refreshing leg gel


LIMITED EDITION

NÍAN Í NÝJUM LIT [ Rod VS9 bylgjujárn í litnum Cotton Candy, Wonder Brush og hitapoki ]

5 ÁRA ÁBYRGÐ

E /hhsimonseniceland Q @hhsimonseniceland www.bpro.is #hhsimonseniceland #bproiceland


AMPÚLUR

MIKIL VIRKNI - SAMSTUNDIS SJÁANLEGUR ÁRANGUR Á síðasta ári kynnti [comfort zone] skemmtilega nýjung fyrir viðskiptavinum sínum um allan heim; ampúlur sem innihalda mikið magn af virkum efnum sem henta hinum ýmsu húðgerðum og húðástandi. Upprunalega voru tvær tegundir, Hydramemory og Sublime Skin, en nú á dögunum bættist í vöruúrvalið þegar nýjar Renight ampúlur voru kynntar til leiks. Viðbrögðin við þessum frábæru vörum hafa verið gríðarlega jákvæð og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Ampúlurnar á að nota í 7 daga kvölds og morgna á hreina húð undir serum og krem.

Hydramemory

Hydramemory ampúlurnar eru fábærar fyrir þurra eða þreytta húð og húð sem skortir ljóma og fyllingu. Þær gefa húðinni mikinn raka, ljóma og fyllingu. Aldur: 20+

Renight

Renight ampúlurnar henta fyrir þá sem vilja leiðrétta línur og hrukkur og endurnýja húðina en einnig er hægt að nota þær til að endurstilla acne húð þegar ástandið er slæmt. Renight eru nætur ampúlur sem innihalda retinol. Þær endurnýja húðina, draga úr línum og hrukkum og gefa birtu og ljóma. Ampúlurnar mega fara á augnsvæðið, en þó þarf að passa að setja innihaldið ekki á augun sjálf. Aldur: 30+

Sublime Skin

Sublime Skin ampúlurnar henta vel fyrir þroskaða og þurra húð sem vantar endurnýjun. Þær draga gríðarlega úr línum og hrukkum og gefa yngri ásýnd. Þær hafa bótox-líka virkni og lyfta, stinna, draga úr línum og hrukkum og endurnýja húðina. Aldur: 40+

Þór­dís Lára Her­berts­dótt­ir snyrti­fræðing­ur og einn af eigendum hár-og snyrti­stof­unnar Primos í Reykja­nes­bæ fékk móður sína Kar­en Ástu til að prófa Sublime Skin ampúlurnar. Hér sjáum við myndir sem voru teknar yfir tveggja mánaða tímabil en á þeim tíma tók Karen Ásta tvo Su­blime Skin Lift & Firm am­púl­u kúra. Þór­dís Lára seg­ir að ár­ang­ur­inn hafi verið miklu betri en hún þorði að vona og vill meina að meðferðin geti gert sama gagn og bótox.


Hreinlætisvörur sem vernda umhverfið

sonett.is

sonett.island


HÁGÆÐA RAKVÉLAR Í 100 ÁR www.bpro.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.