Bpro Magazine - Haust/Vetur 2021

Page 1

BPRO MAGAZINE HAUST/VETUR 2021


EFNISYFIRLIT

SÍÐA

SÍÐA

3

SÍÐA

4-5

6-7

Bréf f rá Baldri

Davines litakvöld í bpro

Íris Freyja Salguero Miss label.m 2021

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

8

10

12-13

Do´s and Don´ts í húð, hár og sjálfbrúnku

Nýtt f rá HH Simonsen Wetline

Davines gjafaboxin 2021

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

14-15

17

18

Pasta & Love nýjungar

Svör við algengum spurningum varðandi MARC INBANE

Selma Björns situr fyrir svörum

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

20 -2 1

22-23

24 -2 5

Gjafaboxin f rá [Comfort Zone] og /Skin Regimen/

Excellent Edges Skæri hinna vandlátu

Húðumhirða karla

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

26

Bleiki burstinn Bleikur Október 2021

2 8-2 9

Stelpurnar í Andisliðinu

32-33

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

Swimslow

34 - 3 7

3 8-3 9

42-43

SÍÐA

SÍÐA

SÍÐA

Heimur Naturaltech

44

Davineslundur

[Comfort Zone] Sublime Skin

47

Hárið, húðin og haustið

SÍÐA

52-55

Jólagjafahandbók bpro

FORSÍÐUMYND: Sólborg Guðbrandsdóttir

CGM Curly Girl Method

48-49 Í uppáhaldi hjá bpro fólkinu


FRÁ BALDRI

Bpro gengið er súper gengi með sérvalinn starfsmann í hverjum krók og kima í okkar fallega fyritæki sem er staðsett í Smiðsbúð 2 í Garðabæ. Við erum jafn misjöfn eins og við erum mörg sem gerir fjölbreytileikann svo skemmtilegan og þannig er bara lífið og þannig viljum við hafa það. Það er eins í hár- og snyrtivörunum; vörurnar eru mismunandi eins og þær eru margar og því gríðarlega mikilvægt að fagmaður ráðleggi hvað hentar þér og þinni húð eða hári til að fá hámarks árangur. Það hefur verið sérstaklega gaman að fylgjast með fólki á þeirra miðlum um allan heim í þessu ástandi sem hefur verið síðustu 18-19 mánuði, hversu vel fólk passaði að hugsa vel um sig. Það er allt morandi á miðlunum af video og færslum af fólki að bera á sig krem, maska, krulla hár eða hvað það nú er. Ég held að þessir litlu daglegu hlutir hafi hjálpað okkur í gegn um þessa tíma og fengið okkur til að passa að okkur liði eitthvað betur. Auðvitað ásamt ýmsu öðru eins og hreyfingu og útiveru. Nú er tími gleði og gjafa að hellast yfir okkur og hvað er betra en að sýna ást og umhyggju með einhverju sem virkilega gleður og hægt er að njóta? Bpro er sérstaklega stolt af hversu glæsilegar jólavörur eru í boði frá öllum okkar frábæru merkjum. Ég fer þakklátur inn í þennan annasama tíma með von í hjarta um að við reynum að nýta hvern dag vel, lifa í núinu og hlúa að okkar besta fólki.

BRÉF

bpro Mag

3


LITAKVÖLD Í BPRO

FAGFÓLKIÐ SÝNDI HVAÐ DAVINES LITIRNIR BJÓÐA UPP Á Í sumar var haldið glæsilegt litakvöld á vegum Davines í húsnæði Bpro í Smiðsbúð 2 í Garðabæ. Það voru þrjár hæfileikabombur úr hárbransanum - þær Harpa Ómarsdóttir eigandi Blondie og Hárakademíunnar, Karlotta Margrétardóttir á Ónix og Sara Anita Scime á Kompaníinu - sem komu fram og sýndu nýjustu tísku og trend í hárlitum með aðstoð Davines. Eftir rúmt ár af Zoom námskeiðum var gríðarlega gaman að geta loksins haldið live viðburð þar sem hægt var að koma saman, spjalla, læra og skemmta sér! Litirnir frá Davines bjóða upp á endalausa möguleika Davines Mask with Vibrachrom eru permanent litir sem gefa dýpt og extra mikinn glans og haldast vel í hári. Mask litirnir eru vegan, en í staðinn fyrir mjólkurprótein er notað qinoa. A New Colour litnirnir eru ammoníakslausir litir sem henta mjög vel fyrir þá sem eru með viðkvæman hársvörð. Þetta eru kraftmiklir litir með mjúkri áferð. Davines View er demi-permanent skol sem hentar sérstaklega vel til að tóna og gefa fallega áferð, en það skilur hárið eftir silkimjúkt og glansandi. Í Alchemic línunni frá Davines eru 6 sjampó og 11 hárnæringar í mismunandi litatónum. Alchemic vörurnar eru hannaðar til þess að bæði hressa við og skerpa hárlitinn og þar með lengja líftíma litarins eða til að breyta um lit tímabundið. Liturinn á að hverfa með öllu úr hárinu eftir nokkra þvotta en þó skal fara varlega með aflitað eða mjög ljóst hár.



ÍRIS FREYJA LJÓSMYNDARI: ARNÓR TRAUSTI


Miss label.m - ÍRIS FREYJA SALGUERO HREPPTI TITILINN MISS LABEL.M 2021 Í KEPPNINNI UM MISS UNIVERSE ICELAND -

Þann 29. september síðastliðinn var öllu tjaldað til í Gamla Bíó þegar 20 dömur kepptu í glæsilegri keppni um titlana Miss Universe Iceland og Miss Supranational Iceland. Það var Elísa Gróa Steinþórsdóttir sem hlaut titilinn Miss Universe Iceland og Íris Freyja Salguero sem hreppti titilinn Miss Supranational Iceland. Íris Freyja var einnig valin Miss label.m 2021 og mun hún starfa náið með label.m á Íslandi og Blondie Hársnyrtistofu árið sem hún ber titilinn.

1. HVAÐ FÉKK ÞIG TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í MISS UNIVERSE?

Ég ákvað að taka þátt í Miss Universe Iceland eftir að hafa fylgst með keppninni og ferlinu hjá öðrum stelpum fyrri árin og sá hversu mikið sjálfsöryggi þetta var að gefa þeim. Það sem hjálpaði mér að taka endanlega ákvörðun um að taka þátt var tækifærið til þess að kynnast mér betur, taka við nýrri krefjandi áskorun og byggja upp sjálfsöryggi. Og til að fá ný tækifæri.

blautt hárið en það gefur mér góða vörn fyrir hárið. Þegar ég þarf að gera einhverjar krullur í hárið mitt (nota HH Simonsen Rod VS4) sem ég elska að gera þá byrja ég á að nota label.m Texturising spray og blæs það. Svo smá label.m Shine Mist og label.m Texturising spray áður en ég krulla það og svo aftur þegar eg er búin að krulla allt að lokum greiði ég vel úr krullunum svo þær verði stórar og flottar.

2. HVAÐ STENDUR UPP ÚR EFTIR UNDIRBÚNINGSTÍMANN OG KEPPNINA SJÁLFA?

Hvað ég lærði mikið og hvað ég er ánægð með það að hafa lagt mig alla fram. Hvatningin sem maður fékk frá Manuelu, Elvari, Jorge, Elísabetu og Dísu til þess að mæta gera sitt besta og alltaf að vera bæta sig er það sem kom mér áfram. Að mæta á æfingar og hvað ég fékk að kynnast mörgum yndislegum stelpum og konurnar í dómnefndinni eru allar æðislegar og svo flottar fyrirmyndir. 3. HVAÐ LÆRÐIR ÞÚ Á ÖLLU FERLINU

Þetta er svo miklu meira en maður heldur. Þú mætir ekki bara og gefur þessu 50%. Maður verður að leggja sig alla fram til þess að ná framförum eins og með allt í lífinu. Ég lærði helst að það versta sem maður getur gert er að bera sig saman við hinar stelpurnar, það er svo slæmt að bera sig við aðra. Um leið og ég hætti því og byrjaði að hafa trú á sjálfri mér þá náði ég mesta árangrinum. 4. HVERJAR ERU UPPÁHALDS VÖRURNAR ÞÍNAR FRÁ LABEL.M?

Label.m er svo gott merki. Ég gæti talið upp endalaust, en mínar uppáhalds vörur eru Shine mist, Therapy olían og Texturising spreyið. 6. EITTHVAÐ AÐ LOKUM 5. ERTU MEÐ EINHVERJA HÁRRÚTÍNU?

Ég hef alltaf hugsað mjög vel um hárið mitt og húðina. Hárrútínan mín er mjög einföld sem ég tel vera það besta fyrir mitt hár. Það sem mér finnst mikilvægast til að halda hárinu mínu heilbrigðu er að fara reglulega í klippingu og taka alla slitna enda. Ég reyni að þvo það á 3-4 daga fresti, en það fer mikið eftir vikum og einu sinni í viku eða aðra hverja viku nota ég djúpnæringu. Ég nota Label.m Therapy olíu í

bpro Mag

Mig langar til að hvetja allar stelpur sem eru að hugsa um að taka þátt í Miss Universe Iceland til að taka skrefið og gera það. Þetta ferli byggir mann upp sem manneskju, gerir mann sterkari, öruggari og getur opnað nýjar dyr. Plús allt yndislega fólkið sem þú færð að kynnast. Þetta er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið ég mun alltaf hugsa um þetta sem bestu ákvörðun sem ég hef tekið.

7


do´s & don´ts

8

}

TAN

}

HÚÐ

}

HÁR

• • • • • •

• • • • •

• • • • •

Notaðu hæfilegt magn af sjampói og nuddaðu hársvörðinn með mjúkum hringlaga hreyfingum og dreifið sjampóinu út í enda. Þegar hágæða vara er notuð er nóg að nota magn á stærð við 5 krónu pening. Gott er að nota djúpnæringu einu sinni í viku til að viðhalda gljáa, mýkt, raka og heilbrigði hársins. Mundu eftir hitavörn! Hvort sem þú ert að blása, slétta eða krulla hárið er hitavörnin lykilatriði. Ekki þvo á þér hárið á hverjum degi. Með því að þvo það daglega hreinsarðu hárið af náttúrulegum olíum sem getur gert hárið líflaust. Notaðu þurrsjampó til að lengja tímann á milli þvotta. Notaðu sólarvörn í hárið. Hárið er jafn viðkvæmt fyrir sólinni og húðin og getur þornað og brotnað ef við verjum það ekki fyrir geislum sólar.

Nauðsynlegt er að hreinsa húðina kvölds og morgna. Lykilatriði er að fara aldrei að sofa með óhreina húð. Þó þú sért ekki með farða þá safnast óhreinindi á húðina yfir daginn sem er nauðsynlegt að þvo af fyrir svefninn. Yfir nóttina skilar húðin út eiturefnum sem nauðsynlegt er að þvo af á morgnana. Notaðu maska sem hentar þinni húðgerð 1x í viku. Notaðu sólavörn daglega og undir farða líka. Þó það sé skýjað eru alltaf geislar sem ná í gegn og flýta fyrir öldrun húðarinnar ef hún er ekki varin. Notaðu húðvörur sem henta þinni húð og húðástandi. Fáðu fagmann til að aðstoða þig við val á húðvörum sem henta þinni húð því rangar húðvörur geta haft neikvæð áhrif. Aldrei nota kókosolíu á húðina. Kókosolía stíflar húðholurnar sem getur valdið bólumyndun. Ekki nota fleiri en einn maska í röð á sama svæði þar sem það er of mikið álag fyrir húðina.

Djúphreinsaðu húðina og notaðu olíulaust rakakrem áður en þú berð á þig brúnku. Ekki bera brúnku á þig með berum höndum. Notaðu sérstakan hanska eða bursta til að fá jafna og fallega áferð. Ekki ofnota sápu, sítrónu eða önnur húsráð til að hreinsa brúnku. Notaðu exfoliating hanska eða djúphreinsi sem hreinsar húðina og gerir hana silkimjúka. Þvoðu hanskann reglulega. Örtrefjahanskann frá MARC INBANE má þvo á 30°C. Mundu eftir stöðum sem gleymast auðveldlega eins og á bak við eyru og aftan á hálsi.

bpro Mag


/ ný vara

/ ný vara

ginger cleansing oil Ginger Cleansing Oil er mildur hreinsir fyrir þurra húð. Hreinsirinn er olíukenndur en breytist í mjólk við notkun og hentar vel til að fjarlægja farða, mengun og SPF. Notið einan og sér eða með Skin Regimen Cleansing Cream fyrir tvöfalda hreinsun.

Þú finnur upplýsingar um vörurnar okkar og sölustaði á skinregimen.is

/SkinRegimenIceland

@skinregimeniceland


NÝTT FRÁ HH SIMONSEN

WETLINE VOLUME

REPAIR

DREAM BIG

RETURN TO WOW

AND TURN U P TH E VOLUME

MOISTURE

YO U BELO NG T HER E

COLOR

ANTI-YELLOW

CLEANSING

STAY VIBRANT

SHINE BRIGHT

PUT THE PAST BEHIND YOU AND

FIGHT THE FA D E

YOU’RE F LAW LESS

START FRESH

WHY BE DRY

WHEN YO U CAN BE FABULO US?

DANDRUFF

KEEP IT COOL

GO O DBYE DANDR U FF

Þegar nýjasta línan frá HH Simonsen, Wetline sjampólínan, var þróuð var markmiðið að gera bestu og virkustu hárvörulínu sem til væri, línu sem færi fram úr öllum faglegum væntingum og myndi umbreyta hári af hvaða hárgerð sem er. Eftir þriggja ára vinnu varð HH Simonsen Wetline að veruleika og uppfyllti hún allar þær væntingar sem til hennar voru gerðar. HH Simonsen trúir því að fegurð og vísindi fari hönd í hönd. Fyrirtækið vinnur með vísindamönnum sem eru fremstir á sínu sviði og rekur rannsóknarstofu þar sem vöruþróun, prófanir og endurbætur á vörunum fara fram. Keratín Keratín er prótín sem er aðaluppistaðan í hári. Byggingarefni keratíns er amínósýrur sem gefa hárinu teygjanleika, mýkt og styrk. Keratín er nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigðu og sterku hári, en hár sem inniheldur rétt magn af keratíni hefur betra viðnám og er betur varið gegn sól, köldu veðri og hita frá hitatækjum og umhverfisáreiti. Hiti frá hitatækjum, efnameðhöndlun og skaðlegir geislar sólar eru allt atriði sem geta gengið á keratín birgðir hárins, en skortur á keratíni veikir byggingu þess. Þetta gerir það að verkum að ysta lag hársins getur ekki verndað rakabirgðir hársins og það er líklegra til að slitna, brotna og fá klofna enda. Innihaldsefni Allar vörurnar í Wet línunni frá HH Simonsen innihalda keratín sem styrkir hárið og eykur heilbrigði þess sem og náttúrulegar olíur sem endurnýja rakabirgðir og auka sveigjanleika og teygjanleika hársins. Önnur innihaldsefni í vörunum eru vandlega valin og sett saman til að gera hverja vöru eins virka og mögulegt er, hverjar sem þarfir hársins eru. HH Simonsen Wetline inniheldur sjampó, hárnæringar og djúpnæringar fyrir allar hárgerðir og hárástand. Línan býður upp á breitt úrval af einstaklega virkum vörum sem allar eru án parabena. Línan er fáanleg á sölustöðum HH Simonsen um land allt.

10

bpro Mag


R O D FJ Ö L S Y L D A N

HVER ER ÞÍN UPPÁHALDS KRULLA ?

ROD VS12

ROD VS11

ROD VS10

ROD VS7

ROD VS6

E hhsimonseniceland Q bpro Mag

ROD VS4

ROD VS3

ROD VS2

ROD VS1

hhsimonseniceland www.bpro.is 11


NJÓTTU ÞESS AÐ GEFA Davines... dekur fyrir þig og þína um jólin Heart of Glass Heart of Glass sjampó 250ml: Fyrir náttúrulegt og litað ljóst hár. Sjampó sem hreinsar á mildan hátt, skerpir lit og nærir vel. Vinnur gegn óæskilegum tónum ásamt því að skerpa alla ljósa liti og gefa ljóma. Heart of Glass næring 250ml: Styrkjandi og fegrandi hárnæring fyrir náttúrulegt og litað ljóst hár. Nærir og styrkir hárið auk þess sem hún vinnur gegn óæskilegum tónum og gefur glans. Heart of Glass Sheer Glaze 150ml: Rakagefandi hitavörn sem gefur ljóma, eykur glans og teygjanleika og ver hárið fyrir hita og UV geislum.

MINU/ MINU/ sjampó: Sjampó sem verndar litað hár og gefur langvarandi gljáa.

LOVE/ Curl LOVE/ curl sjampó 250ml: Fyrir liðað eða krullað hár. Sjampó sem eykur teygjanleika og róar óstýrilátar krullur. Gefur fyllingu og heldur hárinu léttu og mjúku.

MINU/ næring: Næring sem verndar litað hár og gefur extra gljáa.

LOVE/ curl næring 250ml: Fyrir liðað eða krullað hár. Næring sem eykur teygjanleika og róar óstýrilátar krullur. Gefur teygjanleika og fyllingu og þyngir ekki hárið.

OI/ All in one Milk: Einstaklega ríkt og nærandi leave-in sprey sem veitir gljáa og mýkt, minnkar flókamyndun og ver hárið fyrir hita.

This is a Curl Building Serum 250ml: Serum sem nær fram vel mótuðum og mjúkum krullum. Verndar hárið gegn raka og dregur úr frizzi.

OI/ ferðastærð Oi sjampó 90ml: Milt sjampó sem er hannað með það að markmiði að hárið fái einstaka mýkt, gljáa og fyllingu. Oi næring 75ml: Rík hárnæring sem er hönnuð með það að markmiði að hárið fái einstaka mýkt, gljáa og fyllingu. Styttir þurrkunartíma hársins og verndar byggingu þess fyrir skemmdum af völdum hita eða efnasambanda. Oi olía 50ml: Blanda sem er hönnuð til að veita hárinu einstaka mýkt og gljáa um leið og hún minnkar flókamyndun og ýfni. Olían myndar himnu yfir hárið, er rík af andoxunarefnum og gerir sindurefni hlutlaus. Þannig verndar hún byggingu hársins án þess að þyngja það og þurrkunartími styttist verulega. 12

bpro Mag


NOUNOU/ NOUNOU/ sjampó 250ml: Nærandi sjampó sem gefur hárinu fyllingu. Fyrir hár sem er þurrt eða skemmt eftir efnameðhöndlun. NOUNOU/ næring 250ml: Mýkjandi og uppbyggjandi hárnæring sem gefur hárinu fyllingu og gerir það silkimjúkt. Fyrir hár sem er þurrt eða skemmt eftir efnameðhöndlun. Liquid Spell 125ml: Byltingarkennd nýjung í umönnun á líflausu og veikburða hári. Hreinir töfrar fyrir hár sem hefur orðið fyrir skaða af völdum efnameðhöndlunar, hitatækja eða skaðlegra umhverfisáhrifa. Styrkir og þéttir hárið og gefur fallega lyftingu sem endist lengi.

OI/ OI/ sjampó 250ml: Milt sjampó sem er hannað með það að markmiði að hárið fái einstaka mýkt, gljáa og fyllingu. OI/ næring 250ml: Rík hárnæring sem er hönnuð með það að markmiði að hárið fái einstaka mýkt, gljáa og fyllingu. Styttir þurrkunartíma hársins og verndar byggingu þess fyrir skemmdum af völdum hita eða efnasambanda. OI/ olía 135ml: Blanda sem er hönnuð til að veita hárinu einstaka mýkt og gljáa um leið og hún minnkar flókamyndun og ýfni. Olían myndar himnu yfir hárið, er rík af andoxunarefnum og gerir sindurefni hlutlaus. Þannig verndar hún byggingu hársins án þess að þyngja það og þurrkunartími styttist verulega.

LOVE/ Smooth LOVE/ smoothing sjampó 250ml: Fyrir úfið, gróft eða óstýrilátt hár. Sjampó sem hreinsar hárið á mildan hátt og hentar vel fyrir hár sem á að slétta. LOVE/ smoothing næring 250ml: Næring sem hentar vel í úfið, gróft eða óstýrilátt hár sem á að slétta. Eykur teygjanleika og gefur góðan raka. Oi All in One Milk 135ml: Einstaklega ríkt og nærandi leave-in sprey sem veitir gljáa og mýkt, minnkar flókamyndun og ver hárið fyrir hita.

PASTA & LOVE Pasta & Love pre-shave & skeggolía 50ml: Hin fullkomna skeggolía sem er hægt að nota til að undirbúa skegg fyrir rakstur eða til að mýkja og móta þurrt skegg. Veitir einnig sérstaka vörn fyrir viðkvæma húð og þyngir ekki skeggið. Pasta & Love rakstursgel 200ml: Milt rakstursgel sem hentar öllum húðgerðum. Þegar því er nuddað með höndum eða bursta breytist gelið í ríka froðu sem hjálpar til við að mýkja húðina og hefur einnig róandi eiginleika. Pasta & Love after shave & rakakrem 100ml: Krem sem hægt er að nota sem annað hvort after shave eða rakakrem. Formúlan er rakagefandi og róandi með létta áferð og hentar sérstaklega eftir rakstur til að draga úr roða og viðkvæmni í húð.

bpro Mag

13


PASTA & LOVE LÍNAN STÆKKAR ÞRJÁR NÝJAR VÖRUR KYNNTAR TIL LEIKS Skegg- og hárvörur sem eru sérhannaðar fyrir karlmenn njóta sífellt meiri vinsælda um allan heim og því ætti engan að undra að Pasta & Love, herralínan frá Davines, hefur farið sigurför um heiminn frá því hún var frumsýnd á síðasta ári. Upprunalega voru þrjár húð- og skeggvörur í línunni; Pre-shave & skeggolía, rakstursgel og after shave & rakakrem. Nú hafa þrjár nýjar og spennandi vörur bæst við línuna, þar á meðal tvær mótunarvörur fyrir hár.

14

bpro Mag


FYRIR RAKSTUR

NON-FOAMING TRANSPARENT SHAVING GEL

ný vara

Non-foaming transparent shaving gel er sefandi rakstursgel sem freyðir ekki. Gelið er glært sem gerir það að verkum að auðveldara er að snyrta línur af nákvæmni og móta yfirvaraskegg og hökutoppa. Gel áferðin er frískandi og rakagefandi og tryggir að skilyrðin fyrir fullnægjandi rakstur séu rétt og raksturinn þægilegur. Gelið hentar einstaklega vel með skeggolíunni og aftershave-inu úr Pasta & Love línunni.

í hárið

MEDIUM-HOLD STYLING PASTE

ný vara

Medium-hold styling paste er krem með sveigjanlegu haldi sem gefur náttúrulegt útlit og auðveldar mótun. Kremið hentar öllum hárgerðum en það gefur góða áferð og viðheldur náttúrulegum glans og hreyfingu án þess að hárið verði stíft eða klístrað. Það inniheldur Vegetal Vaseline sem er 100% náttúrulegt efni unnið úr laxerolíu og karnúbavaxi. Vegetal Vaseline mýkir hárið og gefur því glans og er notað til að koma í veg fyrir að efnið „flagni“ og sjáist í hárinu.

í hárið

strong-HOLD MAT CLAY

ný vara

Strong-hold mat clay er mattur leir sem gefur góða áferð fyrir nákvæma mótun og mikið hald. Leirinn eykur lyftingu og fyllingu og gefur hald sem endist án þess að hárið verði feitt eða þurrt viðkomu. Mat clay inniheldur Kaolín og Bentonít. Kaolín er postulínsleir sem gefur matta áferð og Bentonít er náttúrulegur leir sem gefur einnig matta áferð en einnig mjög gott hald. Hann er þurr viðkomu og skilur ekki eftir sig efnisleifar.

Í annasömum heimi þar sem tími er af skornum skammti kjósa karlmenn æ oftar einfaldleika og virkni þegar kemur að húðumhirðu. Þeir vilja fjölnota vörur og rakstursrútínu sem er einföld en árangursrík. Jafnframt gera þeir kröfu um gæðavörur sem eru framleiddar með sjálfbærum hætti og í sátt við umhverfið. En þar komast fáir með tærnar þar sem Davines hefur hælana. Öll framleiðsla Davines er sjálfbær, kolefnisjöfnuð, náttúruleg og vísindaleg. Davines hefur fengið þá virtu vottun að vera B-Corp sem þýðir að fyrirtækið skilar hagnaði til að vera sjálfbært, en beitir líka kröftum sínum í þágu umhverfis og samfélags.

Við hönnun á Pasta & Love vörulínunni var stefnu Davines að sjálfsögðu fylgt, en Davines hefur það ávallt að leiðarljósi að finna hina fullkomnu blöndu af hámarks sjálfbærni og framúrskarandi virkni. Pasta & Love gleður kröfuharða karlmanninn sem er meðvitaður um gæði, virkni og umhverfið. Allar vörurnar innihalda þykkni úr lífrænt vottuðum blæjuberjum sem hafa bólgueyðandi og andoxandi eiginleika.


16

www.labelm.is

E /labelmiceland Q @label.m_iceland bpro Mag


QA &

1

SMITAST SPREYIÐ Í FÖT EÐA RÚMFÖT? Þegar þú ferð í sturtu eða þværð þér í framan fyrst eftir að hafa borið á þig brúnku frá MARC INBANE getur liturinn dofnað örlítið. Þetta er umfram brúnka sem síaðist ekki inn í húðina. Eftir fyrsta þvott smitast liturinn ekki lengur.

3 5

Algengum spurningum um lúxus sjálfbrúnkuvörurnar frá MARC INBANE svarað

2

HVENÆR ER SPREYIÐ ÞORNAÐ? Spreyið þornar á 10-15 mínútum (hægt að flýta ennþá meira fyrir með hárblásara!). Eftir þann tíma er þér óhætt að klæða þig. Ekki fara á æfingu eða í sturtu fyrstu þrjá tímana þar sem spreyið þarf tíma til að síast inn í húðina og framkalla lit.

GETA ALLIR NOTAÐ BRÚNKUSPREYIÐ? Já, brúnkuspreyið frá MARC INBANE hentar öllum húðgerðum! Það er tilvalið fyrir óléttar konur eða fólk sem af læknisfræðilegum ástæðum ætti ekki að eyða miklum tíma í sól til að fá náttúrulegan og fallegan lit.

4

Vörurnar frá MARC INBANE bjóða upp á örugga leið til að fá fallegan og náttúrulegan lit án aðkomu skaðlegra UV geisla frá sólinni. Heilbrigður ljómi fyrir allar húðgerðir. ER HÆGT AÐ SETJA BRÚNKUSPREYIN YFIR FARÐA? Já, það er möguleiki. Spreyin frá MARC INBANE gefa náttúrulegan ljóma yfir farða. En það er gott að hafa í huga að þegar farðinn er þrifinn af fer liturinn að öllum líkindum af líka. Farði þekur húðina sem þýðir að spreyið síast ekki inn að fullu. Þetta þýðir að ef spreyið er sett yfir farða endist liturinn oftast í einn dag á meðan hann endist í allt að fimm daga (Náttúrulega brúnkuspreyið) eða níu daga (Hýalúronsýru brúnkuspreyið) ef spreyjað er á hreina húð.

VERÐ ÉG APPELSÍNUGUL(UR) AF SPREYJUNUM? Nei, brúnkuspreyin frá MARC INBANE innihalda ekki karotín en karotín veldur því að margar brúnkuvörur gefa appelsínugulan lit. Með MARC INBANE er óþarfi að hafa áhyggjur af gulrótalitnum.

6

ERU MISMUNANDI LITIR AF BRÚNKUSPREYI? Nei, spreyin frá MARC INBANE koma bara í einum lit. Þau aðlagast fullkomlega þínum náttúrulega húðlit sem gerir það óþarft að vera með mismunandi liti af spreyi. Einfalt og gott.

bpro Mag

17


SELMA BJÖRNS Selma Björnsdóttir, fjöllistakona, situr ekki auðum höndum þessa dagana, en hún eyðir vinnudeginum ýmist í stúdíóinu, leikhúsinu eða veislu- og tónleikasölum borgarinnar. Selma kynntist nýlega vörunum frá MARC INBANE og tókum við stöðuna á því hvernig þær leggjast í hana. HVAÐ ERTU AÐ GERA ÞESSA DAGANA OG HVAÐA VERKEFNI ERU FRAMUNDAN? Ég var að frumsýna Bíddu Bara í Gaflaraleikhúsinu sem er gleðileikur fyrir glaðsinna grindarbotna. Ég, Salka Sól og Björk Jakobs skrifuðum þetta grínverk og sömdum tónlistina. Það er bara allt uppselt og var verið að henda inn auka sýningum núna því þetta er búið að fá svo fínar viðtökur og frábæra dóma. Svo eru náttúrulega veislur að fara í gang og ég er að fara að veislustýra og syngja út um allt. Ég er líka að júróvisjónast út um allt og er til dæmis að fara að syngja í Kaupmannahöfn í nóvember. Svo er ég alltaf að gifta fólk og ferma börn og gefa börnum nafn. Núna var ég að koma úr myndatöku fyrir Dívu-tónleika og ég tek líka þátt í jólatónleikunum. Í apríl er ég að fara að leikstýra 50 ára afmæli ABBA og svo er ég að fara að leikstýra Verzló. Með þessu er ég líka að leikstýra talsetningum á teiknimyndum og er t.d. að fara að leikstýra enskri talsetningu fyrir Netflix á Ófærð 3 og sá líka um enska talsetningu á Kötlu. Þannig að það er nóg að gera!

Ég elska líka brúnkuspreyið í andlitið og er mikill aðdáandi burstans [Powder brush]. Og litaða dagkremið – það er náttúrulega æðislegt og ég nota það á hverjum degi! ÁTTU ÞÉR EINHVERJA BRÚNKURÚTÍNU? Já, ég á brúnkurútínu. Ég byrja á að bursta húðina mína – þurrbursta hana – og svo þegar ég er búin í sturtu ber ég brúnkuna á hreina og burstaða húðina. Mér finnst það alltaf koma best út. HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÞÉR LÍKAR BEST VIÐ MARC INBANE? Það sem er í uppáhaldi hjá mér við MARC INBANE vörurnar er að þær eru allar svo fallega útlítandi. Þær ilma allar vel og það er mjög auðvelt að bera þær á sig því maður sér litinn og sér strax hvað maður er að gera og verður ekki flekkóttur og liturinn fer jafnt af.

HVER ER ÞÍN UPPÁHALDS VARA FRÁ MARC INBANE? Uppáhalds varan mín er tvímælalaust brúnkufroðan. Það er svo auðvelt að setja hana á og hún gerir húðina á mér svo mjúka. Flest önnur brúnkukrem þurrka 18

húðina mína og þá fer mig að klæja en þessi froða er einstaklega mjúk og endist ofboðslega vel og fer einhvern veginn jafnt af þannig að maður er aldrei skellóttur. Svo auðvitað sér maður litinn þegar maður er að bera hana á sig sem gerir gæfumuninn. Mér finnst líka góð lykt af henni en hún er mjög mild.

bpro Mag


Lúxus vatnsflaska

fylgir með sem gjöf til þín

ÞEGAR VERSLAÐ ER FYRIR MEIRA EN TÓLF ÞÚSUND

ÞÚ GETUR VERSLAÐ VÖRURNAR FRÁ MARC INBANE Í VEFVERSLUN OKKAR WWW.MARCINBANE.IS,

ÞÚ GETUR VERSLAÐ VÖRURNAR Í VEFVERSLUNINNI OKKAR Á HÁRGREIÐSLUSTOFUM UM FRÁ LAND MARC ALLT OG Í INBANE VÖLDUM VERSLUNUM LYFJU WWW.MARCINBANE.IS, Á HÁRGREIÐSLUSTOFUM UM LAND ALLT OG Í VÖLDUM VERSLUNUM LYFJU www.marcinbane.is www.marcinbane.is

E marcinbaneiceland Q

marcinbaneiceland marcinbaneiceland

E marcinbaneiceland Q


VEL VALIN GJÖF SEM VEITIR VELLÍÐAN

/skin regimen/ glow trio /skin regimen/ microalgae essence 25ml: Essence er létt eins og andlitsvatn og virkt eins og serum og magnar upp virkni þeirra húðvara sem á eftir koma. Essence gefur húðinni ljóma og orku og er hægt að nota daglega eftir hreinsun eða sem maska

[ Comfort Zone ] Sublime Skin Kit Sublime Skin Cream 60ml: Krem sem nærir, gefur fyllingu og eykur teygjanleika húðar. Mýkir húðina og gefur aukinn ljóma. Hentar fyrir normal til þurra húð eða í köldu loftslagi. Sublime Skin Intensive Serum 30ml: Þéttandi serum sem vinnur gegn frumuöldrun. Mýkir, þéttir og stinnir húðina sjáanlega. Hentar fyrir allar húðgerðir.

/skin regimen/ polypeptide rich cream 50ml: Nærandi andlitskrem sem örvar kollagen framleiðslu húðar og vinnur gegn öldrunareinkennum. Kremið hentar vel fyrir þurra húð sem skortir þéttleika og er einnig gott í köldu loftslagi. /skin regimen/ lip balm 12ml: Rakagefandi varasalvi sem mýkir, fegrar og gefur fyllra útlit. Inniheldur Avocado og Karité smjör.

Sublime Skin Eye Cream 15ml: Mýkjandi augnkrem sem þéttir og vinnur gegn ótímabærri öldrun. Vinnur vel á línum og hrukkum, þrota og bólgum.

/skin regimen/ daily kit /skin regimen/ cleansing cream 75ml: Mildur, freyðandi yfirborðshreinsir með margþætta virkni. Verndar húðina gegn neikvæðum áhrifum mengunar ásamt því að fjarlægja SPF, farða, ryk og mengun. /skin regimen/ tripeptide cream 40ml: andlitskrem sem vinnur gegn ótímabærri öldrun. Þéttir, gefur raka og vinnur gegn mengun. Tripeptide kremið er með kælandi áferð og inniheldur náttúruleg efni sem örva náttúrulega hæfni húðarinnar til þess að framleiða kollagen.

[ Comfort Zone ] Tranquillity ilmkerti Tranquillity ilmkerti 70g: Tranquillity ilmurinn er hjartað í [comfort zone]. Ilmurinn dregur úr streitu og kvíða, bætir svefngæði og veitir slökun á líkama og sál.

20

bpro Mag


[ Comfort Zone ] Sacred Nature Kit Sacred Nature Cleansing Balm 50ml: Ríkur lúxus yfirborðshreinsir sem líkist léttu smyrsli eða salva og má nota sem augnfarðarhreinsi. Hentar bæði fyrir unga og þroska húð. Sacred Nature Hydra Cream 50ml: Hydra Cream er létt rakakrem með andoxandi og endurnýjandi virkni. Sacred Nature Youth Serum 30ml: Létt en jafnframt mjög virkt serum sem vinnur á ótímabærri öldrun.

[ Comfort Zone ] 24 Hour Kit

[ Comfort Zone ] Time for you

Hydramemory Cream 60ml: 24-tíma tvöfalt rakakrem með ríkri ,,sorbet’’ áferð. Hjálpar til við að koma rakastigi húðarinnar í rétt jafvægi. Tilvalið til notkunar í þurru og köldu loftslagi.

Renight Cream 30ml: nærandi krem sem hentar öllum húðgerðum allan ársins hring. Specialist Hand Cream 75ml: Mjög rakagefandi handáburður með léttri áferð. Mýkir og nærir húðina og ilmar af hvítu te.

Renight Mask 60ml: Nærandi vítamín maski sem má láta liggja á yfir nótt. Gerir við og endurnýjar. Með andoxandi virkni og róandi og slakandi næturilmi.

Tranquillity Body Lotion 50ml: Silkimjúkt, létt og nærandi líkamskrem með dásamlegri blöndu af ilmkjarnaolíum sem róa taugakerfið og dregur úr kvíða og streitu.

Hydramemory Eye Gel 15ml: Frískandi og rakagefandi augngel sem hjálpar til við að draga úr þrota og þreytumerkjum.

[ Comfort Zone ] Remedy Kit Remedy Defense Cream 60ml: Róandi, verndandi og nærandi krem fyrir mjög þurra húð eða í mjög köldu loftslagi.

[ Comfort Zone ] Tranquillity Kit

Remedy Cream to Oil 100ml: Mjög mildur yfirborðshreinsir fyrir viðkæma húð. Tilvalið einnig fyrir þurra húð og í köldu og þurru loftslagi.

Tranquillity Shower Cream 200ml: Nærandi og mýkjandi kremkennd sturtusápa. Tranquillity Body Cream 180ml: Ríkt, nærandi og silkimjúkt líkamskrem á líkama og sál.

bpro Mag

21


SCISSORS FOR THE SERIOUS HH Simonsen er stoltur samstarfsaðili hins þekkta ástralska skærafarmleiðanda Excellent EdgesTM. Excellent Edges var stofnað árið 1988 og er mottó fyrirtækisins „Scissors for the Serious.“ Í framleiðslunni er einungis er notast við japanskt stál til að tryggja bestu mögulegu gæðin í þessum hágæða handsmíðuðu skærum. Excellent Edges býður upp á breitt úrval skæra til að mæta þörfum allra fagmanna, bæði tegundir sem eru sérhannaðar fyrir ákveðna tækni sem og alhliða skæri. Excellent Edges skæri eru lífstíðar eign og þar af leiðandi er lífstíðarábyrgð á framleiðslunni.

22

bpro Mag


SARA ANÍTA HÁRSNYRTIMEISTARI

Árið 2014 keypti ég mér mín fyrstu Excellent Edges skæri og frá því hefur standardinn minn á skærum gjörbreyst! Þau eru lífstíðarvara og þá sérstaklega ef þú hugsar vel um þau. Ég nota enn skærin sem ég keypti mér 2014 en hef bætt töluvert í safnið síðan þá. Það eru nokkur skæri sem ég á sem ég gæti ekki verið án. Ein þeirra eru Crocs og veit ég að margir eru sammála því. Crocs eru ekki þessi venjulegu þynningarskæri heldur meira texture skæri en þau eru geggjuð í stuttar klippingar og einnig frábær í að létta á hári. Svo eru það mín dýrmætustu skær bókstaflega - Fuji President. Ég nota þau í hverja einustu klippingu. Þau eru multifunctioning skæri sem þú getur notað í allar klippingar og eru svakalega kröftug. Það eru ein skæri sem mig dreymir um að eignast og það er Marlin. Það eru bestu slide/slize skæri sem ég hef nokkurn tíman prufað. Þau eru svo vel gerð og einstaklega mjúk og þau vernda ysta lag hársins þegar þú notar þau þannig að hárið rispast ekki. Þessi skæri eru framúrskarandi og ég fæst ekki til að nota nein önnur. Ég gæti talað endalaust um þessi skæri og mæli eindregið með þeim. Sara Anita Scime

INGÓ

HÁRSNYRTIMEISTARI

Það eru ekki mörg ár síðan ég sagði að hver sem keypti svona dýr skæri væri vitleysingur. Í dag þarf ég svo þokkalega að éta þau orð ofan í mig. Að byrja að fjárfesta í Excellent Edges skærum var ein erfiðasta en jafnframt besta fjárfesting sem ég hef gert í faginu. Það bókstaflega umbreytti klippistílnum hjá mér. Margskonar klippitækni sem ég áður nennti ekki varð allt í einu skemmtileg. Eftir að ég byrjaði að mæta á Excellent Edges námskeiðin hjá Claus [eiganda HH Simonsen og umboðsaðila Excellent Edges í Evrópu] og lærði á skærakerfið frá þeim uppgvötvaði ég að ég var búinn að raða í skæraveskið mitt skærum með mismunandi eiginleikum. Skærum sem ég þorði varla að senda í brýningu, því að eftir brýningu komu skærin alltaf til baka með öðruvísi bit sem ruglaði þá öllu kerfinu. Í dag er vinnan mín auðveldari og skemmtilegri, að stórum hluta betri verkfærum að þakka. Ég get ekki mælt nógu mikið með því að fjárfesta í góðum verkfærum. Ingólfur Már Grímsson

bpro Mag

23


HÚÐUMHIRÐA KARLA Í grunninn er talsverður munur á karlmanna og kvenna. Karlmenn eru með talsvert meira sebum (húðfitu) í húðinni eða allt að 2x meira og 30-40% minni raka í húðinni en konur. Þeir eru einnig með mun fleiri húðholur í andliti en konur og húðholurnar eru mun sjáanlegri hjá karlmönnum og eiga það frekar til að stíflast. Húð karla (dermis lagið) er 20-25% þykkari en húð kvenna og með mun grófara yfirborð. Húð kvenna er miklu mýkri vegna þess að þær geyma meira af fitu og það gerir húð þeirra mýkri og fyllri. Karlmenn raka sig margir nokkrum sinnum í viku, sem ertir húð þeirra og getur valdið ertingu, kláða og bólgum í húðinni. Kollagen er náttúrulega til staðar í húðinni en það hrörnar og minnkar eftir því sem við eldumst. Kollagenið fer minnkandi mun hraðar í húð karla en kvenna en

24

það minnkar hraðar hjá konum þegar þær fara á breytingaskeiðið. Þetta þýðir að húð karla eldist hraðar en kvenna. HVERNIG ÆTTI HÚÐUMHIRÐA KARLA AÐ VERA? Fyrir það fyrsta þurfa allir sem eru með húð að yfirborðshreinsa hana kvölds og morgna. Ef það er ekki gert getum við nánast sleppt því að tala um restina. Karlmenn þurfa að fá yfirborðshreinsi sem hentar húð þeirra en hreinsar fyrir karla eru yfirleitt fituminni og jafnvel með innihaldsefnum sem þétta húðholur og draga úr sebum framleiðslu. Það er nauðsynlegt að djúphreinsa húðina einu sinni til tvisvar í viku til að losa betur um óhreinindi, taka burt dauðar húðfrumur og endurnýja húðina. Þá komast virku efnin í húðvörunum betur til húðarinnar.

bpro Mag


Serum er vara sem fer á hreina húðina undir krem. Serum er mjög virk vara með smáar sameindir sem gera henni kleift að smjúga dýpra inn í húðina en hefðbundin krem gera. Serum er valið eftir húðgerð og húðástandi hverju sinni. Það er oft notað í kúrum í 4-6 vikur í einu en líka notað alla daga, allan ársins hring. Augnkrem er mjög virk vara fyrir viðkvæmt augnsvæðið. Fagmenn mæla yfirleitt ekki með að hefja notkun á því fyrir 25 ára aldurinn. Þá er yfirleitt byrjað á augngeli sem tekur á baugum, þrota og fínum línum. Með aldrinum er gott að færa sig yfir í augnkrem sem tekur á dýpri línum og hrukkum og þéttir augnsvæðið. Augnkrem skal nota í litlu magni og bera aðeins á augnbeinið en alls ekki á augnlokið eða nálægt auganu við neðri hvarminn. Húðin við augun er viðkvæm og þunn og þessi virka vara getur

valdið bólgum, þrota og í verstu tilfellum einhverju sem líkist ofnæmisviðbragði. Andlitskrem er hægt að fá bæði 24 stunda og einnig dagkrem og næturkrem. Notkun á næturkremi hefst yfirleitt í kringum 35 ára aldurinn en fram að því eru notuð 24 stunda krem kvölds og morgna. Krem eru til fyrir allar húðgerðir og allt húðástand og það er hægt að finna eitthvað sem hentar öllum. Algengast er að karlmenn þurfi léttari krem en konur þar sem þeir eru með meiri fituframleiðslu í húðinni. Við mælum alltaf með því að fara í húðgreiningu á snyrtistofu og láta fagmann aðstoða við val á réttum vörum og fá aðstoð við að setja upp húðumhirðu plan. Húðumhirða er lífstíll - það geta allir verið með góða húð.

/skin regimen/ enzymatic powder

/skin regimen/ hydra fluid

/skin regimen/ urban shield SPF30

/skin regimen/ shaving gel

/skin regimen/ cleansing cream

/skin regimen/ lift eye cream

/skin regimen/ enzymatic powder er duft sem breytist í freyðandi djúphreinsi þegar því er blandað við vatn.

Rakagefandi, frískandi og sefandi krem með léttri áferð.

Gefur húðinni ljóma ásamt því að jafna húðtón. Urban Shield verndar gegn UVA/ UVB og vinnur gegn mengun.

/skin regimen/ shaving gel er milt rakstursgel sem breytist í froðu og gefur mýkri og nákvæmari rakstur. Nýr ilmur frá /skin regimen/ sem er endurnýjandi og orkugefandi. Hentar öllum húðgerðum.

Mildur, freyðandi yfirborðshreinsir með margþætta virkni. Verndar húðina gegn neikvæðum áhrifum mengunar ásamt því að fjarlægja SPF, farða, ryk og mengun.

Augnkrem með margþætta virkni sem leiðréttir línur, þrota, bauga og sigin augnlok.

Djúphreinsirinn fjarlægir dauðar húðfrumur og megnun á mildan hátt og skilur húðina eftir mjúka og ljómandi.

Hentar vel til daglegrar notkunar sem rakakrem fyrir blandaða til feita húð.

Hentar vel í daglegu húðrútínuna fyrir allar húðgerðir.

Kremið er með létta áferð og síast hratt inn í húðina. Lyftir, þéttir og gefur húðinni þann raka sem hún þarf. Styrkir húðfrumurnar á augnlokinu og eykur teygjanleika jafnframt því sem að það styrkir æðaveggi. Inniheldur koffín sem dregur úr þrota og baugum.

Þú finnur allar nánari upplýsingar um /skin regimen/ vörurnar á www.skinregimen.is

bpro Mag

25


BLEIKA SLAUFAN Við hjá Bpro og HH Simonsen á Íslandi erum stolt af því að vera hluti af herferð Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum í Bleikum október. Þetta er í annað sinn sem Bpro tekur þátt í þessu magnaða átaki, en árið 2017 söfnuðum við rúmum þremur milljónum sem voru nýttar í ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins. Wonder Brush hárburstarnir frá HH Simonsen hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi og bætist nú Wonder Brush sérmerktur Bleiku Slaufunni við glæsilegt litaúrvalið. Bleiki burstinn verður seldur um allt land og rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Wonder Brush burstarnir frá HH Simonsen eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn, en þeir eru mjög sveigjanlegir og koma í veg fyrir að hárið brotni og endar klofni. Þetta er hárbursti sem ætti að vera til á öllum heimilum, en hann hentar öllum hárgerðum og aldurshópum og hentar bæði til að greiða blautt og þurrt hár.

Baldur Rafn Gylfason og Sigrún Bender, eigendur bpro.

Þú færð Bleika burstann á öllum sölustöðum HH Simonsen á Íslandi, í verslunum Lyfju um land allt, á skinregimen.is, marcinbane.is og í vefverslun Krabbameinsfélagsins vefverslun.krabb.is

Claus Nissen eigandi HH Simonsen og Baldur Rafn í bleika boðinu á vegum Krabbameinsfélagsins.

26

Þetta er í annað skipti sem bpro X HH Simonsen tekur þátt í bleikum október.

bpro Mag


BLEIKI BURSTINN

EKKERT FLÓKIÐ STÖNDUM SAMAN OG STYRKJUM KRABBAMEINSFÉLAGIÐ

ALLUR ÁGÓÐI RENNUR ÓSKIPTUR TIL KRABBAMEINSFÉLAGSINS ÞÚ FINNUR LISTA YFIR SÖLUSTAÐI BLEIKA BURSTANS Á BPRO.IS

Wonder Brush flækjuburstarnir eru i miklu uppáhaldi bæði hjá ungum sem öldnum. Til styrktar herferðinni gegn krabbameinum hjá konum höfum við hannað sérstaka útgáfu af þessum vinsæla bursta skreyttum bleiku slaufunni.

hhsimonsenicelandwww.bpro.is www.bpro.is #bleikiburstinn #bleikuroktóber E hhsimonseniceland #bleikiburstinn #bleikuroktóber E hhsimonseniceland Q Q hhsimonseniceland


WHO RUN THE WORLD

Fyrir tæpum 100 árum bjó Mathew Andis til fyrstu Andis rakvélina í kjallaranum heima hjá sér í Wisconsin í Bandaríkjunum. Fjórum kynslóðum síðar er fyrirtækið enn í eigu fjölskyldunnar og staðsett í næsta nágrenni við upprunastaðinn. Hjá Andis er í dag lögð jafn mikil áhersla á nýsköpun og gæði og fyrir hundrað árum og stefnir fjölskyldan á að vera enn að eftir önnur hundrað ár.

SINDI DEVITTE IG: @SINDIDEVITTE

Sindi er upprunalega frá Brasilíu en hefur starfað sem rakari í Bretlandi í rúm 20 ár. Hún á rakarastofu á Englandi og rakaraskóla í Brasilíu. Ástríða hennar liggur í að bæði kenna rakaralist um allan heim sem og að læra meira sjálf. Sindi startaði verkefninu Inclusion í Afríku og Brasilíu en þar er rakaralistin kynnt sem raunhæft starfsval fyrir þeim sem minna mega sín.

28

bpro Mag


ALISON THE BARBER IG: @ALISONTHEBARBER

Alison er upprunalega frá New York borg og opnaði fyrstu AlisonTheBarber rakarastofuna í Albuquerque í New York fylki árið 2017. Stuttu eftir opnun hlaut stofan viðurkenninguna „Best in the City“. Alison ferðast núna um Bandaríkin til að kenna en hún býður einnig upp á ókeypis klippingu í athvörfum fyrir heimilislausa og fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis.

LICI LADY BARBER @LICI_LADYBARBER

Lici er margverðlaunaður platform artisti og kennari frá Bandaríkjunum. Hún er virtur rakari en hún sérhæfir sig í nákvæmri fagurfræðilegri hárhönnun og hefur haldið og dæmt fjölmargar hárgreiðslukeppnir. Hún hefur kennt þúsundum Bandaríkjamanna á rakaraviðburðum og leggur áherslu á að hækka standardinn innan greinarinnar með því að byggja upp öflugt net leiðtoga.

HAYDEN CASSIDY IG: @HAYDEN_CASSIDY

Hayden byrjaði feril sinn á Írlandi en hreinar línurnar og stíllinn sem hún er þekkt fyrir njóta nú vinsælda um allan heim. Hayden hefur unnið með tískutímaritum, ljósmyndurum og listafólki til að skapa look sem sameinar tísku og rakstur.

ANDIS MASTER BARBER SCHOOL Þú getur lært af þeim allra bestu í Andis Master Barber School. Á vefsíðunni er að finna fjölda ókeypis námskeiða sem er hægt að horfa á hvar og hvenær sem er. Námskeiðunum er skipt í flokka og eru þau kennd af mögnuðu fræðsluteymi Andis. Á vefsíðunni er einnig að finna lista yfir námskeið sem kennd eru í staðnámi. Kíktu á https://master-barberschool.com/ fyrir frekari upplýsingar. bpro Mag

29


Keep it Real www.labelm.is

E /labelmiceland Q @label.m_iceland


heilbrigð húð er lífsstíll

/ný vara/ /skin regimen/ recharging mist Vissir þú að blátt ljós frá tölvuskjám og símum brýtur niður elastín og kollagen í húð og flýtir fyrir ótímabærri öldrun? Flest eyðum við talsverðum tíma á hverjum degi fyrir framan skjái og er þetta því frekar óhugnaleg staðreynd fyrir þá sem er annt um að viðhalda heilbrigðri húð sem lengst. Við tökum því fagnandi á móti nýjustu viðbótinni við /skin regimen/ fjölskylduna: Recharging mist. Recharging mist er fíngerður andoxandi og rakagefandi úði sem viðheldur raka, gefur ljóma og ver húðina fyrir bláu ljósi frá tölvuskjám og símum. Gott er að spreyja úðanum á andlit og háls úr ca. 20cm fjarlægð með lokuð augu. Úðanum má spreyja yfir farða og gott er að endurtaka yfir daginn eftir þörfum, sérstaklega þegar setið er fyrir framan tölvuskjá eða í rými þar sem loftið er þurrt. Recharging mist er án gervi ilmefna, sílikona, SLES og SLS og hentar fyrir vegan. Ilmurinn er 100% náttúrulegur ilmur með rósum og lavender. Það er framleitt með orku frá endurnýtanlegum auðlindum og umbúðirnar eru að fullu kolefnisjafnaðar. Þú finnur allar nánari upplýsingar um /skin regimen/ vörurnar á www.skinregimen.is


swimslow

Swimslow er sjálfbært sundfatamerki sem hannað er á Íslandi og framleitt á Ítalíu. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 2017, leggur áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif með endingargóðri hönnun sem hentar hinni íslensku baðmenningu. Við tókum Ernu Bergmann, hönnuð og eiganda Swimslow, tali. Hver er sagan á bak við Swimslow?

Íslendingar hafa lengi verið í sambandi við töfra og heilindi vatnsins og er baðmenning Íslendinga einstök á heimsvísu og byggir á náttúrugæðum landsins. Bað- og sundmenningin er okkur í blóð borin og nær alla leið aftur til 12. aldar. Ég fékk innblástur að Swimslow úr reglulegum sundferðum í mína hverfislaug. Hugmyndin kom til mín þegar ég var í slökun í gufubaði - en ég átti erfitt með að finna mér sundföt sem að höfðuðu til mín. Hugmyndafræði Swimslow sprettur út frá baðmenningu Íslendinga og trúir Swimslow ekki á sundfatatímabil - heldur telur það vera allan ársins hring. Sundbolirnir eru klassískir og áreynslulausir í sniðum og faðma kvenlíkamann í öllum sínum myndum án þess að vera of kynþokkafullir eða of sportlegir. Swimslow sundbolirnir eru hugsaðir fyrir allar konur sem vilja líða vel og bera virðingu fyrir umhverfinu. Nafnið kom til mín þegar ég var á lokaári í hönnun í masternámi í LHÍ. Þar lagði ég áherslu á sjálfbærni innan tískuheimsins.

jarðarinnar, taka ábyrgð þegar það kemur að framleiðslunni og hanna einungis vörur með lágmarksáhrifum á umhverfið, með lengri endingartíma og styðja almenn mannréttindi í leiðinni. Ég tel mikilvægt að hönnuðir taki ábyrgð og byrji hjá sjálfum sér í átt að sjálfbærari lífstíl og upplýsi neytendur í leiðinni. Þegar það kemur að sundbolum Swimslow huga ég að hverju smáatriði og vel gæði fram yfir magn. Sundbolirnir eru saumaðir og framleiddir hjá litlu frábæru fjölskyldufyrirtæki sem er nokkra kílómetra frá efnaverksmiðjunni og gæðin ráða ríkjum. Sundbolirnir eru svo seldir í fjölnota pokum úr endurunnu efni sem nýtist síðar í baðferðirnar. Auk þess eru þvottaleiðbeiningar inni í bolunum þar sem neytendur eru hvattir til þess að hugsa vel um flíkina til þess að ná hámarksendingartíma. Ef ég hef þurft að prenta út markaðsefni, sem ég vil síður gera hef ég notast við endurunninn pappír. Hvert skref í ferlinu skiptir máli og því er mikilvægt að allir hönnuðir tileinki sér sjáfbærari hugsunarhátt því eins og allir vita gerir margt smátt eitt stórt sem er mikilvægt á þessum örlagatímum.

Hvað er það sem gerir Swimslow að ábyrgu vörumerki?

Hvað er framundan hjá Swimslow?

Swimslow er sjálfbært sundafatamerki, hannað á Íslandi og framleitt á Ítalíu úr endurunnum gæðefnum. Efni sundbolanna og framleiðsla þeirra fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverfið. Þráðurinn í efni sundbolanna er unninn úr notuðum teppum og fiskinetum sem er bjargað úr sjónum og er OEKO-TEX® vottað. Hugmyndafræði Swimslow sprettur út frá baðmenninngu Íslendinga og trúir Swimslow ekki á eina sundfataárstíð. Sundföt eiga að notast allt árið um kring. Swimslow leggur mikla áherslu á að láta konum líða vel og á gagnsæi í framleiðsluferlinu - allt frá teikningu til lokaafurðar. Mér finnst það skylda mín sem fatahönnuður að virða mörk

Erna Bergmann, hönnuður og eigandi Swimslow

32

Það eru spennandi tímar framundan hjá Swimslow, en við munum kynna nýja stíla og vörur í haust. Auk þess mun ein glæsilegasta verslun landsins, Andrá, taka sundbolina í sölu með haustinu. Einnig er verslun Kormáks og Skjaldar að opna tvær verslanir í Hveragerði þar sem Swimslow sundbolirnir verða til sölu.

Hvar er hægt að versla sundfötin frá Swimslow?

Í vefverslun okkar swimslow.com, Andrá Reykjavík, Sambúðinni og verslunum Kormáks og Skjaldar í Hveragerði.

Swimslow er sjálfbært sundafatamerki, hannað á Íslandi og framleitt á Ítalíu úr endurunnum gæðefnum.

bpro Mag

Sundbolirnir eru klassískir og áreynslulausir í sniðum.


“Þráðurinn í efni sundbolanna er unninn úr notuðum teppum og fiskinetum sem er bjargað úr sjónum og er OEKO-TEX® vottað”

bpro Mag

33


HEIMUR NATURALTECH Litla náttúrulega apótekið úr Davines þorpinu Eftirspurn eftir meðferðum á hárgreiðslustofum fyrir bæði hár og hársvörð hefur aukist mikið síðustu ár auk þess sem sífellt fleiri notfæra sér þær heimameðferðir sem eru í boði. Naturaltech línan frá Davines samanstendur af vörum og meðferðum sem eru sérstaklega hannaðar til að fyrirbyggja og vinna á þeim hár- og hársvarðarvandamálum sem algengust eru meðal fólks og er alltaf að bætast í vöruúrvalið. Nú á haustdögum var uppfærð vörulína kynnt en þar á meðal eru nýjar formúlur og nýjar vörur innan þriggja fjölskyldna í Naturaltech línunni auk þess sem heil ný fjölskylda bættist við vöruúrvalið. Þú finnur allar nánari upplýsingar um vörurnar frá Davines og lista yfir sölustaði á bpro.is

34

bpro Mag


bpro Mag

35


NÝ LÍNA : ELEVATING ELEVATING er ný fjölskylda innan Naturaltech línunnar sem er sérhönnuð til að efla virkni meðferða og upplifun á meðan á meðferð stendur. Í Elevating línunni eru fjórar öflugar vörur. ELEVATING SCALP RECOVERY TREATMENT er rakagefandi leave-in meðferð sem inniheldur Microbiotic Booster og hentar vel fyrir þurran eða viðkvæman hársvörð. Meðferðin kemur jafnvægi á hársvörðinn og ver hann meðal annars fyrir mengun. Það er tilvalið að nota þessa meðferð eftir litameðferð til að koma jafnvægi á hársvörðinn og gefa raka en mælingar hafa sýnt að rakastig í hársverði jókst um 23% samstundis eftir fyrstu notkun. ELEVATING CLAY SUPERCLEANSER er meðferð sem er einungis í boði á stofu. 100% náttúrulegu leirduftinu er blandað saman við sjampó úr Naturaltech línunni til að djúphreinsa og afeitra hár og hársvörð. Hreinsirinn losar burt óhreinindi og dregur úr umfram sebum framleiðslu auk þess sem hann gefur léttleika og ferskleika og hreinsar hár og hársvörð einstaklega vel. ELEVATING MASSAGE OIL er nuddolía sem hentar vel í höfuðnudd fyrir þvott og handanudd á meðan á meðferð stendur. Olían inniheldur fjölglýseríð sem umbreytast þegar efnið kemst í snertingu við vatn og er þar af leiðandi auðvelt að skola olíuna úr hárinu. Hún inniheldur sæta möndluolíu sem er rík af fitusýrum og er góð fyrir hár og húð sem skortir raka og teygjanleika. ELEVATING FRAGRANCE er heimilisilmur sem eykur upplifun og ýtir undir slökun í meðferðum. Frískandi ilmur sem hreinsar andrúmsloftið og skapar dásamlega upplifun.

REPLUMPING REPLUMPING HAIR FILLER SUPERACTIVE er sérunnin breiðvirk blanda sem hefur þykkjandi og þéttandi áhrif á allar hárgerðir. Formúlan hefur verið endurbætt og er nú með meiri virkni og aukin fegrunaráhrif. Virk innihaldsefni: Hýalúronsýra er ofurhetju innihaldsefni sem er þekkt fyrir mikla rakagefandi eiginleika og eiginleika sína til að halda og binda raka. Hýalúronsýran tryggir langvarandi raka og verndar hárið fyrir álagi. Fortifying Botanical Shield er innihaldsefni sem Davines er með einkaleyfi á. Þetta er sjálfbært innihaldsefni sem styrkir bindingu efnis og virkar sem magnari, með því að efla virkni vöru ásamt því að lengja líftíma blásturs.

36

bpro Mag


REBALANCING REBALANCING CLEANSING TREATMENT er byltingarkennd nýjung, en meðferðin dregur úr sebum framleiðslu og viðheldur heilbrigði hársvarðar. Hún gefur léttleika og frískar bæði hár og hársvörð. Virk innihaldsefni: Lemon phytoceuticals er lífrænt vottað innihaldsefni sem er ríkt af polyphenólum og flavínóðum og er þekkt fyrir andoxandi virkni. 100% náttúruleg engifer-, kanil- og þyrnirósarþykkni. Þessi innihaldsefni hafa samherpandi eiginleika og leika því lykilhlutverk í stjórnun á sebum framleiðslu. Piparmintu og Eucalyptus ilmkjarnaolíur gefa þægilega fríska og létta tilfinningu í hársverðinum.

ENERGIZING Enn öflugri formúlur til að sporna við hárlosi ENERGIZING SUPERACTIVE OG ENERGIZING SEASONAL SUPERACTIVE - Ný byltingarkennd formúla sem eykur virkni gegn hárlosi. Það hefur verið sannprófað með verkunarprófum að þessar vörur eru núna ennþá virkari í að fyrirbyggja hárlos en áður. Virk innihaldsefni: Formúlurnar innihalda núna svokallaðan Microbiotic Booster sem kemur jafnvægi á örveruflóruna í hársverðinum. Örlífverur í hársverðinum vernda hann gegn ofnæmisvökum, sindurefnum, ótímabærri öldrun, mengun og öðru áreiti. Microbiotic booster veitir auka vörn sem stuðlar að minni óþægindum í hársverðinum og aukinni virkni gegn hárlosi. Hair Energy Complex sem kemur jafnvægi á hársvörðinn með því að draga úr bólgum og vinna gegn sindurefnum. ENERGIZING SEASONAL SUPERACTIVE vinnur gegn hárlosi af völdum streitu og árstíðabundinna áhrifa. Seasonal Superactive inniheldur 100% náttúrulegt þykkni úr mexíkósku ísópssblómi. Þykknið inniheldur hátt hlutfall flavínóða sem vinna gegn bólgum, en bólgumyndun í hársverði er ein algengasta orsök hárloss. ENERGIZING SUPERACTIVE vinnur gegn hárlosi af völdum hormónabreytinga. Energizing Superactive inniheldur þykkni úr mungbaunum og logasmára. Þessi þykkni koma jafnvægi á frumurnar í hársverðinum og hamla ensímið sem breytir testósteróni í díhýdrótestósterón og kemur þannig í veg fyrir hárlos af völdum hormónabreytinga. ENERGIZING THICKENING TONIC - Ný formúla sem þykkir hárið enn meira. Mælingar sýndu að þvermál hársins jókst samstundis um 10% við notkun. Tonicið er nú í spreyformi sem auðveldar notkun og dreifingu. Formúlan inniheldur koffín sem örvar efnaskipti frumna í hársverði og örvar súrefnisflæði til vefja.

bpro Mag

37


SUBLIME SKIN

THE NATURAL FILLER SOLUTION Eftir byltingarkenndar rannsóknir [ comfort zone ] á frumuöldrun og hrörnun á byggingu húðar kynnir húðvöruframleiðandinn nú með stolti endurbætta Sublime Skin línu sem er fullkomin blanda vísinda og sjálfbærni. Vörurnar leiðrétta línur og hrukkur og bæta húðtón með hreinum, hágæða innihaldsefnum með sannprófaða virkni.

38

bpro Mag


HÚÐUMHIRÐA DAGLEG

MICROPEEL LOTION exfoliating lotion

Húðflagnandi vökvi fyrir milda daglega endurnýjun. Endurnýjar og bætir áferð húðar og undirbýr hana fyrir frekari meðhöndlun.

INTENSIVE SERUM

FLUID CREAM

CREAM

EYE CREAM

Þéttandi serum sem vinnur gegn frumuöldrun. Mýkir, þéttir og stinnir húðina sjáanlega. Hentar fyrir allar húðgerðir.

Fljótandi krem sem gefur fyllingu og raka og eykur teygjanleika húðar. Mýkir húðina og gefur aukinn ljóma. Hentar fyrir normal til blandaða húð eða í heitu, rakamiklu loftslagi.

Krem sem nærir, gefur fyllingu og eykur teygjanleika húðar. Mýkir húðina og gefur aukinn ljóma. Hentar fyrir normal til þurra húð eða í köldu loftslagi.

Mýkjandi augnkrem sem þéttir og vinnur gegn ótímabærri öldrun. Vinnur vel á línum og hrukkum, þrota og bólgum .

firming smoothing serum

replumping fluid cream

replumping cream

smoothing eye contour cream

HÚÐUMHIRÐA AUKIN VIRKNI

LIFT&FIRM AMPOULE

LIFT-MASK

PEEL PADS

Þéttandi þykkni fyrir mjög virka vikulanga meðferð. Endurnýjar teygjanleika og þéttleika húðar og dregur úr sjáanlegum merkjum öldrunar. Hefur samstundis lyftandi virkni.

Maski sem lyftir, þéttir og gefur ljóma.

Djúphreinsandi skífur sem leiðrétta línur, hrukkur og litabreytingar og gefur húðinni ljóma.

firming concentrate

immediate-effect mask

double exfoliation pads

28 stykki

bpro Mag

EYE PATCH

immediate effect eye mask with peptides

Augnmaskar sem virka samstundis á línur og hrukkur, þrota og bauga og gefa aukinn ljóma. Húðin verður samstundis þéttari.

6 stykki

39


LIMITED EDITION

[ COMPACT HÁRBL ÁSARI + DREIFARI ]

GOLDEN DELIGHT

[ Allt að 25% meira loftflæði en í hefðbundnum hárblásurum ] [ Einstaklega létt og vinnuvistfræðileg hönnun ] [ Kraftmikill 2500 vatta mótor ]

[ Þriggja metra snúra ]


LIMITED EDITION

[ TRUE DIVINIT Y MK 2 + PADDLE WONDER BRUSH ]

GOLDEN DELIGHT [ Tilbúið til notkunar á 10 sekúndum ]

[ Með snertiskjá ]

[ Fer sjálfkrafa í svefnham ]

[ Wonder Brush Paddle bursti fylgir með ]


cgm CURLY GIRL METHOD

The Curly Girl Method er nálgun við hárumhirðu sem hárgreiðslukonan Lorraine Massey kynnti fyrst árið 2001. Þessi aðferð hentar öllum þeim sem eru með krullur eða liði en í grunninn gengur hún út á að forðast hárvörur sem innihalda sílíkon, hörð súlföt, vax, jarðolíu og þurrkandi alkóhól svo náttúruleg hreyfing hársins fái að njóta sín sem best. Hugrún Harðardóttir hárgreiðslukona og eigandi Hárgreiðslustofunnar Barbarella coiffeur byrjaði að prófa sig áfram með Curly Girl aðferðinni fyrir tæpu ári síðan og við fengum hana til að svara nokkrum spurningum.

HVAÐ FÉKK ÞIG TIL AÐ FARA ÚT Í CURLY GIRL METHOD? Ég ákvað að prófa Curly Girl Method með innihaldsefnin í huga eða prófa að sniðganga þau efni sem ekki eru leyfð samkvæmt CGM. Þetta byrjaði sem forvitni þar sem margir af mínum viðskiptavinum voru að fylgja CGM. Það hvernig ég meðhöndla hárið á mér hefur hins vegar ekki breyst. Ég bara fylgi minni tilfinningu þar þó hún sé að mörgu leiti það sem mælt er með í CGM. SÉRÐU ÁRANGUR EFTIR AÐ ÞÚ BYRJAÐIR Á CGM? Já, mér finnst krullurnar fallegri og með meiri glans og minna friss. Eftir að ég byrjaði á þessu kemur það mér mest á óvart að krullurnar mínar þurfa góðan sjampó þvott til að þær séu léttar og fallegar. Ekki of oft, en góðan þvott ofan í hársvörðinn 1-2x í viku með hreinsandi sjampói og ekki mikilli olíu. Það sem kom líka á óvart er að vörurnar sem eru leyfilegar samkvæmt CGM frá Davines eru alls ekki vörur sem ég hefði valið mér áður. HVERJAR ERU ÞÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR? Authentic sjampóið hélt ég að væri allt of hart fyrir mitt frissý hár, en það gerir það einmitt svo létt og loftmikið og sérstaklega þegar ég nota Solu sjampóið með sem ég geri 2-4 sinnum í mánuði og nudda því þá vel í hársvörðinn. Það er svo tilvalið að nota djúpnæringu eftir Solu þvottinn þegar hárið er svo vel djúphreinsað.

42

bpro Mag


Næringin er algert aðalatriði fyrir mig og ég var svo fegin að sjá að ein af þeim sem ég má nota frá Davines er Replumping næringin. Ég hef elskað hana frá því ég prófaði hana fyrst en ég upplifði hana á alveg nýjan og enn betri hátt samhliða hinu efnavalinu. Replumping næringuna nota ég alla daga og ef ég bleyti hárið set ég alltaf næringu þó ég sé ekki að þvo það með sjampói. Ég nota líka Replumping næringuna sem leave in næringu en þá set ég dropa á stærð við 5kr pening í lófann og dreifi. Á eftir því set ég Medium Hold Modeling Gel frá Davines sem ég hafði aldrei áður notað í mitt hár en það harðnar meira en flest efni sem ég hef fallið fyrir. Ef ég set gelið yfir Replumping næringuna finnst mér það æðislegt, en það mótar lokkana svo vel og harðnar ekki eins þegar næringin er undir.

SOLU/ SJAMPÓ

Afar virkt frískandi sjampó sem djúphreinsar hárið og fjarlægir allar leifar af mótunarvörum.

Næsta skref er algjörlega crucial en það er að gera ekkert fyrr en hárið er orðið þurrt nema í mesta lagi að kreista við og við. Hvort sem þú ert að móta miklar krullur eða létta liði þá er það þessi þolinmæði sem gerir loka útkomuna fallegasta. Þegar hárið er orðið alveg þurrt þarftu svo að hnoða lokkana rólega og þétt þannig það brotni af þeim og þá eru þeir svo fallega mótaðir og náttúrulegir. EINHVER RÁÐ HANDA KRULLUM SEM VILJA PRÓFA? OG MYNDIRÐU MÆLA MEÐ ÞESSARI AÐFERÐ FYRIR ÞÁ SEM ERU EKKI ENDILEGA MEÐ KRULLUR EÐA LIÐI? Ég mæli með að allir sem eru með einhverja hreyfingu í hárinu noti þessa aðferð vegna þess að það er svo fallegt að fanga meðfædda eiginleika hársins þíns. Það look getur ekki klikkað. En Curly Girl Method aðferðin er til þess að fanga þá hreyfingu sem er í hárinu sem mest og býr ekki til krullur úr engu. Ef þú ert með slétt hár og langar í smá hreyfingu þá mæli ég með Sea Salt spreyinu frá Davines með gelinu en þá færðu svona beach stemningu í hárið frekar en krullur.

MEDIUM HOLD MODELING GEL Rakagefandi gel sem veitir miðlungs hald.

AUTHENTIC CLEANSING NECTAR SJAMPÓ Milt sjampó með olíuáferð sem hreinsar hár og líkama á mildan hátt. Það inniheldur 98% náttúruleg innihaldsefni og lífræna jurtaolíu (e. safflower oil).

MORE INSIDE SEA SALT

Salt sprey sem gefur hárinu hreyfingu, fyllingu og matta áferð.

NATURALTECH REPLUMPING NÆRING Rakagefandi hárnæring sem eykur teygjanleika. Hentar fyrir allar hárgerðir.

bpro Mag

43


DAVINESLUNDUR Gróðursetningarverkef ni Bpro og Davines í Þorláksskógum

Árið 2019 var stærsta hársýning Íslandssögunnar, World Wide Hair Tour, haldin hér á landi á vegum Davines. Þá komu 1500 gestir til landsins allstaðar að úr heiminum auk þess sem fríður hópur íslensks fagfólks fjölmennti á sýninguna. Súperstjörnur í hárbransanum mættu til landsins og dugði ekkert minna en öll Harpan í allri sinni fegurð fyrir þetta risa partý. Davines er mjög annt um umhverfið og leggur mikið upp úr umhverfisvernd og sjálfbærni.Það var því sérstaklega skemmtilegt að geta kolefnisjafnað World Wide Hair Tour ferðina að hluta til með sérstöku trjáplöntunarverkefni í Þorláksskógum við Þorlákshöfn Sjálfbær apríl Okkur í Bpro þykir mikilvægt að halda áfram með þetta verkefni og þess vegna stóðum við í apríl á þessu ári fyrir verkefninu Sjálfbær apríl þar sem viðskiptavinir okkar gátu tekið þátt í að safna fyrir græðlingum til að bæta við Davines lundinn í Þorláksskógum.

44

bpro Mag

Davines lundurinn stækkar Á dögunum hélt svo vaskur hópur frá Bpro í gróðursetningu og voru settir niður rúmlega 1.000 græðlingar í talsverðri rigningu sem hlýtur að vera afskaplega gott fyrir gróðurinn. Nokkur börn voru með í för og höfðu þau öll einstaklega gaman af því að fræðast um málstaðinn og voru spennt að gera þetta góðverk fyrir jörðina. Það er fátt betra en að sjá að börnin okkar hafa gaman af þessu verkefni og sjá hversu mikilvægt það er að allir hjálpist að við að gera jörðina okkar að betri stað og hvað lítill hópur getur í raun gert mikið því margt smátt gerir eitt stórt. Í gróðursetningarferðinni notuðum við einnig tækifærið og kíktum á græðlingana sem voru settir niður af World Wide Hair Tour gestum árið 2019 og var afskaplega gaman að sjá hvað þeir hafa dafnað. Forsvarsmenn Davines fylgjast vel með græðlingunum, en þeir eru vaktaðir og myndaðir á 6 mánaða fresti.


NJÓTTU ÞESS AÐ GEFA gjöf sem gerir heiminn að betri stað

bpro Mag

45


LIMITED EDITION

[ TRUE DIVINIT Y MK 2 SLÉT TUJÁRN + PADDLE WONDER BRUSH ]

PINK CHAMPAGNE [ Tilbúið til notkunar á 10 sekúndum ]

[ Wonder Brush Paddle bursti fylgir með ]

[ Með snertiskjá ]

[ Fer sjálfkrafa í svefnham ]

E hhsimonseniceland Q

hhsimonseniceland www.bpro.is


HÁRIÐ, HÚÐIN OG HAUSTIÐ Þegar hausta tekur og sól lækkar á lofti breytist húð- og hárumhirðan okkar talsvert. Það kólnar úti og við hækkum hitann í miðstöðvarofnum og umhverfið hefur önnur áhrif á húð og hár. Það sem við tökum auðvitað fyrst eftir er að húðin fölnar og við fáum aukinn yfirborðsþurrk. Oft tökum við eftir skaðanum sem sólin hefur valdið á húð og hári, sérstaklega ef við vorum ekki dugleg að nota sólarvörn og þurfum við þá að meðhöndla það. Húð Það sem við þurfum að gera er að djúphreinsa húðina reglulega og nota góðan maska á eftir sem hentar húðgerð okkar. Við mælum eindregið með endurnýjandi meðferðum á snyrtistofu eins og ávaxtasýrumeðferð sem losar burt dauðar húðfrumur, jafnar húðtón, eykur raka í húð og vinnur á línum og hrukkum. Við þurfum líka að nota góð, nærandi og rík krem til að endurnýja rakabirgðir húðar. Til að viðhalda raka húðar er nauðsynlegt að drekka nóg af vatni og taka inn olíur eins og ómega og hörfræolíu.

Hydramemory línan frá [Comfort Zone] gefur húðinni 24-stunda tvöfaldan raka.

Það sem er einnig gott að eiga í vopnabúrinu yfir vetrartímann eru góðar sjálfbrúnkuvörur. Marc Inbane býður gott úrval af vörum sem ættu að henta þörfum flestra. Hár og hársvörður: Margir upplifa flösu, kláða og bólgur í hársverðinum þegar kólna tekur. Þá er nauðsynlegt að djúphreinsa hársvörðinn og nota flösusjampó og sjampó sem dregur úr kláða og bólgum, en bólgur geta með tímanum valdið hárlosi.

Calming línan frá Davines hefur róandi og bólgueyðandi áhrif á viðkvæman hársvörð.

Hárið er oft viðkvæmt þegar það kólnar. Þetta á sérstaklega við ef það hefur farið illa í sólinni þá getur það hreinlega brotnað. Þá er gott að nota sjampó og næringu sem endurbyggja hárið og næra það vel og nota djúpnæringu að lágmarki einu sinni í viku.

Bókaðu ávaxtasýrumeðferð á næstu [Comfort Zone] stofu.

bpro Mag

47


Í UPPÁHALDI HJÁ BPRO FÓLKINU

EVA

FJÓLA

Nounou sjampó og hárnæring frá Davines: Þetta kombó er einstaklega nærandi fyrir litaða hárið mitt, hárið verður silkimjúkt og ekki skemmir fyrir að lyktin er mjög góð. Brunette Texturising volume sprey frá label.m: Þetta sprey setur punktinn yfir i-ið áður en maður fer út í daginn. Gefur lyftingu og hald sem helst vel yfir daginn. Rod VS9 frá HH Simonsen: Nýja uppáhalds raftækið mitt sem gefur mjúkar, fínar bylgjur. Hentar bæði fyrir daglega notkun og ef maður er að fara eitthvað fínt. Hydramemory Eye gel frá Comfort Zone: Þægilegt að bera það á sig með stálkúlunni, sem er kælandi og frískandi. Einnig dregur það úr þrota. Marc Inbane Perl de Soleil brúnkudroparnir: Þessir dropar bjarga manni alla daga, nokkrir dropar út í dagkremið og maður verður ferskur og sólkysstur. Therapy Rejuvenating Radiance Oil frá label.m: Þetta er varan sem ég nota langmest. Ég set hana í rakt hárið fyrir blástur til að fá raka og svo eftir á til að fá glansinn. Lyktin er dásamleg og ég fæ bara ekki nóg af henni.

Body Strategist D-age Cream gefur ótrúlega góðan raka á þurran kropp. Cool Blonde dúóið frá label.m heldur ljósu lokkunum köldum og næringin gefur mesta raka sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Comfort Zone Specialist Foot Balm er besta fótakrem sem ég hef prófað, og ilmar dásamlega! Liquid Spell froðan frá Davines gefur geggjaða fyllingu í hárið og lyktin er alveg tryllt. Ef því er svo blandað við Davines Blowdry Primerinn úr More Inside línunni þá gerast kraftaverk. /skin regimen/ Tripetide Cream er fullkomið rakagefandi andlitskrem sem vinnur gegn ótímabærri öldrun. /skin regimen/ Lift Eye Cream er létt augnkrem sem leiðréttir línur og þrota Styling Oil frá HH Simonsen er dásamleg nærandi olía fyrir hárið.

Bókhald

48

Skrifstofa

bpro Mag


SIGRÚN

JÓI

MAYA

Mín uppháhalds mótunarvara sem ég gæti ekki verið án í starfi sem hárgreiðslumaður er Texturising Volume spray frá label.m, það er frábært í allt finishing og þú færð góða lyftingu og getur mótað hárið í leiðinni. Svo er label.m Dry Shampoo Brunette frábært fyrir okkur strákana sem hafa aðeins týnt hárinu eftir þrítugt eða stelpur sem eru með rót og vilja aðeins hylja hana eina kvöldstund.

Comfort Zone Tranquillity sturtusápan: Er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Mild og góð og svo ilmar hún eins og draumur. Comfort Zone Body Strategist Peel Scrub: Hvar hefur þú verið allt mitt líf? var það sem ég hugsaði eftir að prófa þennan skrúbb í fyrsta skipti. Maður ber hann á þurra húðina og skolar svo af í sturtunni og húðin verður svo mjúk og fín. Davines Heart of Glass sjampóið og hárnæringin: Þetta er tvenna sem ég vil aldrei vera án. Fann strax hvernig hárið á mér styrktist og svo verður það líka silkimjúkt. Ekki skemma fallegu umbúðirnar heldur fyrir. Glyco lactic peel frá /skin regimen/: Algjör draumur fyrir mína þurru húð. Mjög virkur djúp hreinsir með ávaxtasýrum, sem sléttir yfirborðið og gefur raka og ljóma. /skin regimen/ Polypeptide cream: Dásamlegt nærandi krem sem örvar kollagen framleiðslu. Vinnur vel á línum og hrukkum og gefur húðinni dásamlegan ljóma. Davines All in One Milk : Úða þessari dásemd yfir handklæðablautt hárið. En þetta er leave-in næring, hitavörn og flókavörn allt í senn. /skin regimen/ lip balm: Þetta er sá allra besti varasalvi sem ég hef á ævi minni prófað og það segja reyndar allir sem prófa hann. Þessi reddar leiðinlegum þurrum vörum í mjúkar og kyssulegar á núll einni.

Sala

Mitt uppáhalds sjampó og næring eru frá snillingunum hjá Davines, OI/ sjampóið og næringin. Sjampóið freyðir vel og hreinsar mjög vel án þess að þurrka hárið og ekki skemmir fyrir að lyktin er alveg unaðsleg. Næringin er létt og góð, þyngir hárið ekkert og hentar í allar hártýpur. Það sem hjálpar mér að komast í gegnum vikunar ferskur er Marc Inbane brúnkuspreyið. Bara spreyja smá í hanskan á sunnudögum og ég er með tanið uppá 10 næstu vikuna. Mitt uppáhalds krem er frá /skin regimen/ það heitir Hydra fluid og heldur mér ungum og ferskum. Mitt uppáhalds tæki er frá Andis. Vélin heitir Andis Master og er flaggskipið frá Andis. Ég gæti ekki hugsað mér betri vinnufélaga í mínu starfi sem hárgreiðslumaður. Kraftmikill mótor og öflug blöð sem komast auðveldlega í gegnum mikinn hárlubba og er mjög góð í fade vinnu. Svo skemmir ekki 120 mín vinnslutími á batterí.

Grafísk hönnun

bpro Mag

Fjármálastjóri

Volume mousse frá label.m: Algjör nauðsyn fyrir blástur fyrir fíngert hár eins og mitt sem vantar fyllingu í rót. Texturising volume spray frá label.m: Snilldar sprey til að fá texture í hárið. Hydramemory Cream frá Comfort Zone: Besta rakakremið fyrir mína húð sem á það til að verða pínu þurr. Sublime skin peel pads frá Comfort Zone: Þetta eru litlar skífur með ávaxtasýrum og c-vítamíni. Eftir að ég hef hreinsað húðina á kvöldin með Essential face wash þá nudda ég skífunni yfir allt andlitið, háls og bringu og húðin verður svo fersk og þétt daginn eftir að það er ekkert sem jafnast á við þessa vöru. Specialist hand cream frá Comfort Zone: Fylgir mér hvert sem er, algjör nauðsyn hvort sem er út af tíðum handþvotti og sótthreinsi notkun eða þá bara vegna kalda og þurra loftsins sem er viðvarandi á veturna. Marc Inbane Hyaluronic self tan spray: Æðislegt brúnkusprey með hyaluronic sýru sem gefur góðan raka og örvar framleiðslu á kollageni.

49


VEL VALIN GJÖF SEM VEITIR VELLÍÐAN


LIMITED EDITION

[ ROD X XL KEILUJÁRN + PADDLE WONDER BRUSH ]

PINK CHAMPAGNE [ Wonder Brush Paddle bursti fylgir með ]

[ Með tvöfaldri Teflonhúðun ]

[ Með snertiskjá ]

[ Þriggja metra snúra ]

E hhsimonseniceland Q

hhsimonseniceland www.bpro.is


JÓLAGJAFA HANDBÓK 3

1

2

4 5

8

7

FYRIR HANN 1. PASTA & LOVE HERRALÍNAN FRÁ DAVINES 2. MARC INBANE STURTUSÁPA 3. HH SIMONSEN RAKVÉL- MIDI TRIMMER

6

FYRIR HANA 4. HH SIMONSEN HÁRBLÁSARI - COMPACT DRYER MOONLIGHT CHROME 5. LABEL.M - DIAMOND DUST SJAMPÓ OG HÁRNÆRING 6. MARC INBANE - HÝALÚRONSÝRU BRÚNKUSPREY


10 12

9 11 13

14

15

16

17

18 FYRIR UNGLINGINN 7. SKIN REGIMEN - DAILY KIT 8. HH SIMONSEN - TRUE DIVINITY MK2 PINK CHAMPANGE FYRIR ÞANN SEM Á ALLT 9. SKIN REGIMEN HANDÁBURÐUR 10. SKIN REGIMEN VARASALVI 11. ILMKERTI FRÁ MARC INBANE FYRIR KRULLUNA 12. HH SIMONSEN - CURL CREAM 13. LOVE CURL LÍNAN FRÁ DAVINES

FYRIR DEKURDÝRIÐ 14. COMFORT ZONE - TRANQUILITY KIT FYRIR ÞANN UMHVERFISVÆNA 15. DAVINES - SINGLE SHAMPOO 16. COMFORT ZONE - SACRED NATURE KIT 17. SJAMPÓ STYKKIN FRÁ DAVINES FYRIR JÓLALOKKANA 18. HH SIMONSEN - ROD XXL


19

21 22 20

23

24 27

25 FYRIR RÆKTARUNNANDAN 19. DAVINES SJAMPÓ OG HÁRNÆRINGAR Í FERÐASTÆRÐ 20. MIDI WONDER BRUSH 21. MARC INBANE VATNSFLASKA 22. HH SIMONSEN XS DRYER FYRIR ÞYKKT HÁR 23. DAVINES - LOVE SMOOTHING HÁRNÆRING 24. DAVINES - LOVE SMOOTHING SJAMPÓ 25. LABEL.M - ANTI-FRIZZ LÍNAN

FYRIR ÞROSKAÐA HÚÐ 26. SUBLIME SKIN KIT 27. SKIN REGIMEN - RETINOL BOOSTER

26


28

29

30

31

37 32 36 34

38 33 FYRIR LJÓSU LOKKANA 28. DAVINES - HEART OF GLASS LÍNAN FYRIR FÍNGERT HÁR 29. DAVINES - LIQUID SPELL 30. DAVINES - VOLU MIST OG VOLU SJAMPÓ 31. HH SIMONSEN - ROD VS9 FYRIR ÞURRA HÚÐ 32. COMFORT ZONE - 24HOUR KIT 33. SKIN REGIMEN - GINGER CLEANSING OIL

35 FYRIR ÞENNAN UPPTEKNA 34. SKIN REGIMEN - RECHARGING MIST 35. SKIN REGIMEN - URBAN SHIELD SPF30 36. LABEL.M - HEALTHY HAIR MIST 37. LABEL.M - BAKPOKI FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ 38. COMFORT ZONE - REMEDY KIT


ANDIS // COMFORT ZONE // DAVINES // DISICIDE // EXCELLENT EDGES // HH SIMONSEN // LABEL.M // MARC INBANE // SKIN REGIMEN

ANDIS // COMFORT ZONE // DAVINES // DISICIDE // EXCELLENT EDGES // HH SIMONSEN // LABEL.M // MARC INBANE // SKIN REGIMEN bpro heildverslun - Smiðsbúð 2 - 210 Garðabæ - sími: 552-5252 - www.bpro.is - IG: @bproiceland - FB: /bproiceland/


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.