Davines Pasta & Love - rakstursvörur

Page 1

1. tölublað

the bonvivant way

Að kunna að njóta lífsins, finna fegurð í hversdagslegum stundum og hugsa vel um sjálfan sig, að fullkomna upplifunina með hágæðavörum.


BONVIVANT SÁ SEM ELSKAR LÍFIÐ OG UMHVERFIÐ SITT Vissir þú að meðal karlmaður eyðir um það bil 3.350 klukkustundum af ævi sinni í rakstur og rakar sig að meðaltali 20.000 sinnum yfir ævina? Í annasömum heimi þar sem tími er af skornum skammti kjósa karlmenn æ oftar einfaldleika og virkni þegar kemur að húðumhirðu. Þeir vilja fjölnota vörur og rakstursrútínu sem er einföld en árangursrík. Jafnframt gera þeir kröfu um gæðavörur sem eru framleiddar með sjálfbærum hætti og í sátt við umhverfið. En þar komast fáir með tærnar þar sem Davines hefur hælana.

Öll framleiðsla Davines er sjálfbær, kolefnisjöfnuð, náttúruleg og vísindaleg. Davines hefur fengið þá virtu vottun að vera B-Corp sem þýðir að fyrirtækið skilar hagnaði til að vera sjálfbært en beitir líka kröftum sínum í þágu umhverfis og samfélags. Við hönnun á Pasta & Love vörulínunni var stefnu Davines að sjálfsögðu fylgt, en Davines hefur það ávallt að leiðarljósi að finna hina fullkomnu blöndu af hámarks sjálfbærni og framúrskarandi virkni. Pasta & Love gleður kröfuharða karlmanninn sem er meðvitaður

um gæði, virkni og umhverfið. Allar vörurnar innihalda þykkni úr lífrænt vottuðum blæjuberjum sem hafa bólgueyðandi og andoxandi eiginleika.

VERKFÆRI SEM LÉTTA RAKSTUR Pasta & Love er fyrsta herralínan frá Davines. Línan samanstendur af þremur dásamlegum vörum sem fullkomna raksturinn í þremur einföldum skrefum.



Fullkominn

PRE-SHAVING & BEARD OIL Fjölvirk olía sem er bæði hægt að nota til að undirbúa skeggið fyrir rakstur og í þurrt skegg til að móta og mýkja. Sem pre-shave veitir olían sérstaka vörn fyrir viðkvæma húð. Olían mýkir og nærir húðina sem gerir rakvélinni kleift að renna mjúklega yfir og gerir þannig raksturinn þægilegri á allan hátt. Olían virkar eins og draumur í þurrt skegg en hún nærir og mýkir skeggið og gefur fallegan glans. Létt olía sem skilur ekki eftir sig efnisleifar né þyngir skeggið. Inniheldur möndlu- og Jojoba olíu og blæjuberjaþykkni vegna róandi eiginleika þess.

SOFTENING SHAVING GEL

AFTER SHAVE & MOISTURIZING CREAM

Milt rakstursgel sem hentar öllum húðgerðum. Þegar því er nuddað með höndum eða bursta breytist það í ríka froðu sem hjálpar til við að mýkja húðina fyrir þægilegan og áhrifaríkan rakstur.

Rakagefandi formúla sem er tilvalin eftir rakstur eða sem létt rakakrem. Fullkomið síðasta skref í rakstursrútínuna.

Inniheldur mild yfirborðsvirk efni og blæjuberjaþykkni vegna róandi eiginleika þess.

Róandi formúlan hentar sérstaklega eftir rakstur til að róa rjóða og erta húð. Kremið hentar einnig sem dagkrem þá daga sem ekki er þörf á rakstri til að gefa húðinni raka og viðhalda jafnvægi hennar. Inniheldur Karité smjör, Babassú smjör og blæjuberjaþykkni sem næra, mýkja og vernda húðina.


rakstur

Nokkur góð ráð frá fagmanni Fyrir hinn fullkomna rakstur mælum við með að raka skeggið í sturtunni. Hiti og raki opna húðholurnar svo hárin mýkjast sem auðveldar raksturinn.

MORGUN- EÐA KVÖLDRAKSTUR?

RAKSTUR ÞEGAR ER HEITT ÚTI?

Húðin þarf ekki sömu umhirðu á morgnana og á kvöldin. Á morgnana er húðin mýkri sem auðveldar rakstur. Á kvöldin er minni teygjanleiki vegna uppsafnaðrar streitu yfir daginn og þess vegna þarf að undirbúa húðina betur fyrir rakstur seinni partinn.

Við mælum ekki með því að raka þegar húðin er sveitt þar sem það eykur hættu á bólgum, ertingi og húðskemmdum. Skolið húðina með köldu vatni til að lækka hitastig hennar og bleytið svo með heitu vatni til að mynda rétt jafnvægi fyrir rakstur.

RAKSTUR ÞEGAR ER KALT ÚTI? Við mælum með því að nota heitt vatn og nudda húðina vel til að auka súrefnisflæði sem eykur raka og teygjanleika.


VOTTAÐ LÍFRÆNT BLÆJUBERJAÞYKKNI Blæjuber eiga uppruna sinn að rekja til Brasilíu. Svokölluð græn tækni er notuð til að vinna þykkni úr berjunum. Með þessari aðferð er hægt að vinna enn hreinna þykkni úr berjunum en með hefðbundinni aðferð og með minni neikvæðum áhrifum á umhverfið. Róandi og sefandi eiginleikar ávaxtarins gera hann sérstaklega hentugan fyrir rakstursvörurnar okkar. Allar vörurnar í Pasta & Love línunni innihalda þykkni úr lífrænum blæjuberjum.

KARITÉ SMJÖR OG BABASSÚ SMJÖR Úr fræi afrísku Karité plöntunnar, einnig þekkt sem „æskutré“, fáum við smjör með ríka næringar- og verndandi eiginleika. Babassú smjör, sem unnið er úr brasilísku pálmatré, mýkir húðina og frískar hana. Hvoru tveggja er að finna í Pasta & Love after shave & moisturizing cream.

JOJOBA-, MÖNDLU- OG ABYSSÍNSK CRAMBE OLÍA Pre-shaving & beard oil inniheldur einstaka blöndu af náttúrulegum olíum sem næra húðina og mýkja skeggið. Jojoba olía er dásamlegur fegurðarelixir með mýkjandi og verndandi eiginleika. Sæt möndluolía er rík af fitusýrum sem mýkja húðina og auka teygjanleika hennar. Abyssínsk Crambe olía er rík af Omega-3 og -6 sem næra og vernda húðina.


NÁTTÚRULEGAR FORMÚLUR Pasta & Love formúlurnar voru þróaðar með fullkomið jafnvægi á milli náttúrulegra innihaldsefna og tækni í huga. Í pre-shaving & beard oil eru 97,8% náttúruleg innihaldsefni, 93,3% í after shave & moisturizing cream og 85,8% í softening shaving gel.

UPPLÍFGANDI SÍTRUS ILMUR Ilmurinn er ferskur og upplífgandi en á sama tíma mjúkur og mildur. Ilmurinn einkennist af hressandi efstu nótum af sítrónu, bergamóti og appelsínublómi, ásamt hlýjum nótum af írisi og patchouli.

SJÁLFBÆRAR UMBÚÐIR Pasta & Love glerflöskurnar eru úr endurunnu gleri (þar af eru 34% neytendaumbúðir og 24% frá iðnaðarúrgangi) til að takmarka umhverfisáhrif. Umbúðirnar eru með öllu kolefnisjafnaðar þökk sé Davines EthioTrees verkefninu sem styður við skógrækt í friðlöndum í Norður-Eþíópíu þar sem hætta er á eyðimerkurmyndun.


the bonvivant way

Þú finnur nánari upplýsingar um vörurnar okkar og sölustaði inn á www.davines.is

E davinesaislandi Q davinesiceland


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.