VEGVÍSIR - SKAPANDI VANDAMÁLASAUSNIR FYRIR FRUMKVÖÐLUN
3. kafli - Verkfæri, aðferðafræði og nálgun í skapandi vandamálalausnum og aðferðum þeirra VERKFÆRI: Hugstormun Hugstormun er aðferð, nálgun sem Alex Osborn fann upp. Þetta eru leiðbeiningar til að mynda skapandi samstarf í hópi til að finna lausn fyrir ákveðið vandamál með því að safna saman ýmsum hugmyndum sem flæða frá hópnum. Fólki er frjálst að hugsa og nefna hugmyndir í umhverfi þar sem ekki er fundið að hugmyndunum eða þær metnar. Mikilvægt er að rugla þessu ekki saman við hópumræður þar sem allar hugmyndir eru yfirleitt velkomnar. Þetta er gagnlegt því við erum ekki vön að tjá skoðanir okkar jafnvel þar sem hvatt er til þess af vinnumarkaðnum. Þverfaglegu heitin koma frá félagsvísindum, hugrænum rannsóknum, sálfræði og markaðsfræðum. Tenglar: https://www.mindtools.com/brainstm.html http://www.businessballs.com/brainstorming.htm www.brainstorming.co.uk/
Lýsing Osborn 16 setti fram fjórar grunnreglur fyrir hugstormun: 1. Aðfinnslur og gagnrýni á hugmyndum er ekki leyfð 2. Hvatt er til frjáls flæðis – furðulegar, skrítnar og klikkaðar hugmyndir eru velkomnar – þátttakendur ættu ekki að vera hræddir við að tjá sig 3. Magn er nauðsynlegt – sem flestar hugmyndir ættu að koma fram 4. Samsetningar og endurbætur er af hinu góða – hugmyndir annarra má laga, breyta og endurskoða til að kalla fram nýja hugmynd Mögulegt ferli hugstormunar: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
Skilgreinið og samþykkið skýrt markmið Setjið tímaramma Flokkið og sameinið hugmyndir Metið og greinið áhrif og niðurstöður Forgangsraðið ef það á við Sammælist um framkvæmd og tímaramma Stjórnið og fylgist með eftirfylgninni
Hvernig Til að gera hugstormunina gagnlegri er hægt að nota límmiða og kveikjuaðferðina. Í hugstormun getur fjöldi hugmynda komið hratt fram sem getur verið til trafala. Ef aðeins einn ritari er á svona fundi geta áhugverðar hugmyndir glatast eða hægst á flæðinu. Ein leið er að láta alla nota límmiða til að safna hugmyndum. Nokkurs konar hugmyndastjóri gæti hjálpað við að ná hugmyndunum og raða þeim niður. Þátttakendur skrifa á límmiða eigin hugmyndir, eina hugmynd á hvern miða, segja hugmyndina upphátt og líma hana svo á flettiblöðin. Að segja hugmyndina upphátt getur orðið til þess að kveikja í öðrum til að endurskoða, breyta og aðlaga hugmynd frá öðrum þátttakanda.
16
Osborn, A. F., Applied Imagination. Scribner 1979