VEGVÍSIR - SKAPANDI VANDAMÁLASAUSNIR FYRIR FRUMKVÖÐLUN
NÁLGUN: Hópvinna og hugmyndaflæði eftir dr. Peppino Franco (EURO-NET) Frumkvöðull getur ekki horft framhjá þörfinni á teymisvinnu til að ná og auka framleiðni. Til að gera hópstarf gagnlegt þarf að læra að horfa fram hjá einstaklingsbundnum sjónarmiðum og skapa umhverfi fyrir framlag annarra og þróa viðhorf sem er víðsýnt, einkennist af samstarfi og stefnir að sameiginlegum markmiðum. Sveigjanleg og skapandi nálgun fæst ekki með ósveigjanlegu og mjög formföstu umhverfi: oft ríkja úrelt viðhorf þar sem einblínt er um of á einstaklingsframtakið. Augljóslega skapar þetta andrúmsloft samkeppni milli fagfólksins innan starfsvettvangsins þrátt fyrir yfirlýst sameiginleg markmið. Til að hópur geti starfað og virkað rétt þar hann að hafa í huga nokkur atriði sem virðast nauðsynleg til að búa til virkan og gagnlegan vinnuhóp: opið og uppbyggjandi andrúmsloft hæfileiki til að beita virkri hlustun með innleggi og þátttöku að markmið séu skýr og öllum skiljanleg viðurkenning á hæfileikum samstarfsfólks að aðstæður séu þannig settar upp að þær hvetji til samstarfs hvatning til skapandi og sveigjanlegrar nálgunar Mögulegt er að skilgreina vinnuhóp sem „hóp fólks sem sér sig sem sameiginlega heild, sem umgengst og starfar saman til lengri tíma, sem er meðviðtaður um sameiginlega þörf að koma sér saman um viss skráð og sameiginleg markmið sem hópurinn ákveður: hlutverk, samsetningu, viðmið og reglur sem stjórna hegðun hvers þátttakanda21. Teymisvinna þjónar ýmsum tilgangi innan stofnana: Eflir ábyrgð og hvetur þátttakendur Styður við skilning og fylgni við yfirlýstan tilgang stofnunarinnar Hjálpar við að einfalda og hagræða skipulagið Gerir sameiginlegt nám og samsetningu sameiginlegrar þekkingar mögulega Þó svo hver vinnuhópur sé einstakur með sín séreinkenni þá skilgreinist hver þeirra af vissum þáttum sem birtast aftur og aftur: - samskiptamót sem tengist samskiptum innan hópsins; - valdauppbyggingu sem sýnir eðli valdsins sem er til staðar innan hópsins; - stöðu og hlutverkaskipulag sem skilgreinir gildi það sem hópurinn og stofnunin gefur vissum innri þáttum og tegundir væntinga sem tengjast hegðun sem einstaklingur með ákveðið hlutverk ætti að hafa; - tilfinningaþátturinn sem snertir samskiptin innan hópsins og enn frekar óskir milli mismunandi einstaklinga. Vinnuhópur er sífellt beðinn um að takast á við og leysa mjög flókin mál sem krefjast margskonar hæfni og þekkingar22. Hegðun hóps getur stýrst af fjölda flókinna og samtengdra þátta, alveg frá samsetningu hópsins sjálfs (einsleitni, misleitni, stærð), samskipta- og venslaþátta eða tegund þátttöku og af tegund aðferða við ákvarðanatöku, sjálfstæðis í verkefnavinnu, hlutverk og markmið sem eru ákveðin, og að lokum af menningunni sem ríkir innan stofnunarinnar.
21
Lucarelli G., Il gruppo al lavoro. Strategie e consigli per migliorare le performance e la creatività del vostro gruppo, FrancoAngeli 2010 22 Malaguti D., Fare squadra. Psicologia dei gruppi di lavoro, Il Mulino 2018.