Project- Laugarnes analysis

Page 1

Laugarnes - Greiningar

Umsk IV - Haust 2010

Edda, Davíð og Hulda



efnisyfirlit 2-4 7-10 13 14 15 16 17 18 19 20-21 22

Staðsetning Sagan Kevin Lynch Tengingar Umferð Byggingarmassi Rýmin á milli húsanna Græn Svæði Grá Svæði Verslun og Þjónusta Hæðarmódel

23 24 27 28 29 30 31 32 33 34

SVÓT Náttúrusvæði Laugarnesvegur Otrateigur Rauðalækur Kleppsvegur Leiksvæði Þjónustusvæði Iðnaður Kirkjusandur


N


Tíðni vindátta (%), 14. júl. 2004 − 26. okt. 2010 NNA

12

NV

Breytileg átt: 0%

N

NNV

Fjöldi athugana: 54979

NA

10 8 6

VNV

ANA

4 2

V

A

VSV

ASA

SV

SA SSV

S

SSA

N


N


Saga Laugarness Sögu Laugarness má rekja aftur til landnáms þegar Ingólfur Arnarson nam land sumarið 877 í Reykjavík. Örnefnið Reykjavík hefur væntanlega átt við víkina milli Laugarness og Örifiseyja þar sem nú er Grandi. Sagan segir að Reykjavík hafi fengið nafn sitt af reyknum sem Ingólfur sá stíga upp úr laugunum þegar hann kom fyrst. Talið er að Hallgerður Langbrók hafi búið á Laugarnesi þar til hún giftist Gunnari á Hlíðarenda og munnmæli herma að hún hafi sest þar að á ný eftir víg Gunnars og síðar dáið þar. Sagt er að hún hafi verið grafin að Laugarnesi þar sem kallað er Hallgerðarleiði því hún hefði átt að sjá það fyrir að þar myndi síðar verða reist kirkja, en aðrir segja settur biskupsstóll. Sagt var að þústin, þekkt sem leiði Hallgerðar, hafi verið jafn græn vetur sem sumar. Þúfa þessi er nú horfin undir Sæbrautina. Grafið var í hana þegar Sæbrautin var gerð og fundust þar hleðslur og gjall. Talið er að þar hafi verið rauðablásturssmiðja og að Hallgerður sé grafin í kirkjugarðinum í Laugarnesi sem var fyrsti kirkjugarðurinn í Reykjavík. Ekkert er vitað meira um byggð á Laugarnesi fyrr en eftir 1200, en þá er kirkju er getið í kirkjatali Páls biskups Jónssonar sem reist hafði verið fyrir þann tíma. Þetta bendir til þess að þar hafi verið sæmilegur búskapur því fystu tvær aldirnar eftir kristnitöku var það mikið metnaðarmál bænda að kirkja væri á bæjunum.

Við byrjun 18 aldar voru á jörðinni fjórar hjáleigur þó búskapurinn hafi verið mestur hjá Laugarnesbóndanum sjálfum. Tvö hjáleigukotanna, Norðurvör og Suðurvör, voru vestan á Laugarnesanga og stóðu við sína vörina hvor. Þriðja hjáleigan hét Barnhóll og stóð austar við Laugarnesbæinn við samnefndan hól sem enn má sjá. Barnhóll stóð þar til ársins 1825 og í meira en öld eftir það voru þar fjárhús Laugarness. Fjórða hjáleigan var tvíbýl og hét Bústaðir og bjó hún yfir einhverjum engjum en þröngum úthögum. Árið 1758 samdi Skúli „fógeti“ Magnússon við Laugnesinga um að Viðeyingar fengju kirkjuloft Laugarneskirkju til afnota þar sem Viðeyjarkirkjan hafði verið rifin áður. Hann fékk þessu framgeng og nokkum árum síðar var kirkjan í Engey lögð af svo Engeyingar sóttu líka í Laugarneskirkju. Næstu ár voru erfið, hungursneyð, fátækt, kulda- og vætutíð að ógleymdum Móðuharðindunum svo ekkert var um viðhald eða uppbyggingu á svæðinu. Árið 1794 var tíðin orðin betri, en Laugarneskirkja var rifin og dómkirkjan tekin við sóknarbörnunum.


Árið 1825 var reistur embættisbústaður handa biskupi í Laugarnesi sem þekktist undir heitinu Stofan. Steingrímur biskup Jónsson bjó í Laugarnesstofu og var Jón „forseti“ Sigurðsson skrifari hjá honum árið 1830-1833. Þessi ár Jóns Sigurðssonar á Laugarnesi urðu til þess að hann fékk áhuga á gömlum handritum enda hafði hann aðgang að stæðilegu bókasafni biskups. Í apríl árið 1871 var Laugarnesstofa nýtt sem Bólusóttarsjúkrahús. Hún stóð svo auð til ársins 1882 og var þá rifin að undanskildum ystu veggjunum. Byggingarefnið var flutt með árabát að fjörunni neðan við Hafnarstræti og boðið til sölu. Árið 1882 var Birni Blöndal formlega leyft að kenna sund í Laugalæknum og markaði það upphaf sundkennslu á Íslandi. Laugarnar á Laugarnesinu, sem þekktar hafa verið frá landnámi og gegnt hlutverki sem baðstaður og þvottaaðstaða frá fyrstu tíð og urðu þær síðar að sundlaug. Árið 1898 var Holdveikraspítalinn reistur á Laugarnesinu þar sem Stofan hafði staðið. Spítalinn var í þá tíð stærsta hús sem reist hafði verið á Íslandi og stærsta timburhús sem staðið hefur á Íslandi fyrr eða síðar. Þegar holdsveikum fækkaði og breski herinn var kominn hingað til lands lagði hann húsið undir sig 1940. Spítalinn nægði þeim þó ekki og byggðu þeir fjölda bragga í kring um hann. Þekktust þessir braggar undir heitinu Laugarneskampur eða Laugarnes camp. Einn bragginn varð síðar vinnustofa Sigurjóns Ólafssonar og grunnurinn að Listasafninu sem stendur þar í dag. Herinn brenndi svo spítalann ofan af sér árið 1943.

Snemma á 20.öld hafði jörðinni verið skipt í mörg ræktunarlönd og var þar stundaður nokkur búskapur. Upp úr 1920 var iðnvæðingin farin að segja til sín á svæði Laugarness og áratug síðar var töluverð byggð farin að myndast þar. Beitarlönd Laugarnesbænda tóku smám saman að hverfa undir íbúðarhús og önnur mannvirki en byggðin teygði sig þó aldrei lengra en að túnfæti Laugarnestanga sem var heyjaður áfram. Bæjarhóllinn þar sem Laugarnesbærinn stóð áður, nú við hornið á Héðinsgötu og Sæbraut, er orðið að friðlýstum fornleifum ásamt kirkjugarðinum sem enn má sjá móta fyrir sem og bæjarstæðinu. Vesturhorn Laugarness er auk þess á náttúruminjaskrá . Strandlengjan er að mestu leyti óröskuð og er í rauninni eina náttúrulega strandsvæðið sem eftir er á þessari fornu landnámsjörð.


Fornminjar

Vör Rúst

Stríðsminjar

Bæjarstæði - Hjálega

Bryggja - Hleðsla Steinhús Hjallur - Tóft Braggar - Grunnar Bæjarstæði - Hjálega Vör

Sjúkrahús - Hleðsla

Beðasléttur

Bæjarstæði Tröð

Afbýli Kirkja-Tóft

Hjálega Garður

Kirkjugarður

Túngarður Rauðablástursminjar

N


Landfyllingar

2009

1999

1900

N


greiningar



N


Tengingar Vegartรกlmar Leiรฐir frรก svรฆรฐi

N


Umferรฐ Mikil umferรฐ

Minnst umferรฐ

NN


Byggingarmassi

N


Rýmin milli húsanna

N


Græn svæði Í almenningseign Í einkaeigu


Grรก svรฆรฐi

NN


Verslun og þjónusta Skólar Þjónustuíbúðir og stofnanir Verslun og þjónusta Íbúðir Iðnaður

N


Verslun og þjónusta Innan við 300m frá Laugarlækjarkjarna

N


Hæðarmódel Landið liggur hæst í vestur og hallar niður að ströndinni og niður að Laugardalnum.

N



Náttúrusvæði Náttúruleg strandlína

Mói

Beðasléttur Holt Helgunarsvæði Sæbrautar Brimvarnargarður

N


Gรถtumyndir



Laugarnesvegur Elsti hluti hverfissins. Byggt í kringum 1930. Gömul húsamynd. Hallandi þök og bárujárn. 2-3ja hæða hús. Svolítið sundurleitt vegna mikilla breytinga sem gerðar hafa verið á húsunum.

a A

N

A

a


Otrateigur Einkennist af raðhúsum á 2 hæðum og kjallara. Byggð á 6 áratugnum. Bílar komast ekki að húsunum. Þröngir göngustígar. Litlir garðar í Suðurátt. Gróið umhverfi og skjólsælt.

A

Raðhúsin umlykja Bjarg sem er eitt elsta hús svæðisins frá 1921

a

N

a

A


Rauðalækur 3-4ra hæða steinsteypt hús. Byggð um 1960. Garðar snúa til suðurs. Hávaxin tré. Húsin ólík en í sama stíl.

A a

N

a

A


Kleppsvegur Blokkir frá um 1960.

a

5-8 hæðir. Mikil umferð frá Sæbraut. Garðar til suðurs.

A

Blokkirnar standa þétt við götuna.

N

A

a


Leiksvæði Innan hvers svæðis er að minnsta kosti 1 leiksvæði. Flest börn á svæðinu ættu að komast á leikvöll án þess að fara yfir götu.

2

Fjölbreytni leiksvæða ágæt.

1 5

6 3

4

1 4

N

2 5

3

6 N


Þjónustusvæði Svæði með þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Barna og unglingageðdeild. Leikskóli og Laugalækjaskóli. Grænt svæði.

N


Iðnaður Einkennist af bílastæðum, stórum vöruskemmum og órækt.

N


Kirkjusandur Hálfgert afgangssvæði. Einkennist af bílastæðum og órækt. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða alveg úr takt við svæðið.

N



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.