Ávarp
Stefnumál Eftirfarandi eru þau atriði sem ég vil leggja mesta áherslu á, nái ég kjöri sem forseti. Þessi listi mun hanga uppi á vegg niðri í nemendakjallara svo þið getið fylgst með því að ég standi við gefin loforð.
Kæri Verzlingur Það er líklega þannig með mörg okkar að við völdum Verzló, fram yfir aðra skóla, vegna þess hve frábært félagslífið er í skólanum. Nemendafélagið er margrómað fyrir að skipuleggja stórglæsilega atburði, gefa út flottustu skólablöð landsins og halda böll sem eru með þeim allra bestu á Íslandi. Nú er komið að því að velja fulltrúa til að hafa umsjón með félagslífinu næsta árið og sést það líklega best á fjölda hæfra frambjóðanda hversu mikill áhugi nemenda er á nemendafélaginu.
Fjármál Ég vil halda stefnu núverandi stjórnar um að reka nemendafélagið án hagnaðar. Ef hagnaður er mikill þýðir það aðeins eitt, nemendur eru að borga of mikið fyrir atburði nemendafélagsins.
Upplýsingaflæði
Að vandlega íhuguðu máli hef ég, Arnar Geir Sæmundsson, ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands á komandi skólaári. Undanfarna mánuði hef ég rætt við fjöldann allan af nemendum, sitjandi stjórn nemendafélagsins og marga fleiri í þeim tilgangi að finna út hvernig hægt sé að gera gott nemendafélag enn betra. Ég tel að félagslífið í skólanum sé frábært, þó að alltaf megi gera betur. Því er meirihluti minna helstu stefnumála ekki neinar byltingarkenndar hugmyndir heldur einkennast þau frekar að því að bæta og nýta betur þá hluti sem nú þegar eru til staðar. Ég tel öll mín stefnumál vera raunhæf og vel framkvæmanleg og nái ég kjöri þá lofa ég því að leggja mig allan fram við að koma þeim í verk. Að mínu mati eru mikilvægustu verkefni forseta þau að sjá til þess að allir sem hafi áhuga geti tekið þátt í starfi nemendafélagsins og að sjá til þess að þeir sem hafa tekið að sér verkefni skili þeim vel unnum. Þessi tvö atriði ætla ég að leggja sem áherslu á þar sem ég tel þau vera nauðsynleg til þess að nemendafélagið geti unnið sem best starf í þágu nemenda. Það sem þú, kæri samnemandi, þarft að gera upp við þig í komandi kosningum er hverjum þú treystir til að vera í forsvari fyrir félagslíf skólans. Ef það vakna einhverjar spurningar eða vangaveltur varðandi framboð mitt þá er þér velkomið að koma í básinn minn eða stoppa mig á göngum skólans og spjalla.
Arnar Geir Sæmundsson
Í lögum nemendafélagsins stendur að allar nefndir skuli skila skýrslu um störf nefndarinnar í lok kjörtímabils. Ég ætla að sjá til þess að nefndirnar fylgi þessu. Það hjálpar nýrri nefnd mikið að hafa upplýsingar um hvað gekk vel og hvað hefði mátt betur fara.
Markaðsmál Samhæfa þarf markaðsmál nemendafélagsins. Þetta vil ég gera á einfaldan hátt með notkun t.d. GoogleDocs. Yfirumsjón með markaðsmálum á markaðsnefnd síðan að hafa og einnig þarf að virkja hana í að aðstoða aðrar nefndir við söfnun auglýsinga. Ég mun stefna að því að gera samninga sem tryggja nefndunum innan nemendafélagsins auglýsingar og styrki. Þannig má spara mikla vinnu og gera markaðsstarf skilvirkara. Markaðsnefnd og stjórn munu sjá um gerð þessara samninga.
Nefndir Ég vil efla þær nefndir sem þegar eru til. Þar má sérstaklega nefna markaðsnefnd og ljósmyndanefnd. Fulltrúi frá ljósmyndanefnd á að vera á öllum atburðum á vegum nemendafélagsins. Ljósmyndanefnd á síðan að halda skrá yfir það hver á myndir af hverjum atburði. Ritnefndir eiga ekki að þurfa hafa áhyggjur af því að ekki séu til myndir af atburðum.
Marmarinn Það þarf ekki mikið til að hleypa smá lífi í marmastemninguna, eitt stykki i-pod í samband í frímínútum. Mætti jafnvel hafa þemadaga, t.d. rock-dagar, pop-dagar, rap-dagar o.s.frv. Markmið mitt er að vekja Ívarsmenn af dvalanum og láta þá spila af og til á marmaranum. Ég er mjög sáttur með framtak fráfarandi stjórnar að bæta við sófum og þægindum á marmarann. Ég ætla að halda við þeim hlutum sem keyptir hafa verið og kaupa nýja ef þess þarf.
NFVÍ.is Ég veit, ég veit... Þetta stefnumál fer að verða þreytt! En á næsta ári verður þetta gert almennilega. Núverandi heimasíða var byggð sem grunnur sem hægt er að byggja á. Grunnurinn er góður en það þarf að gera síðuna meira aðlaðandi. Tengingin sem er núna við upplýsingakerfið og tölvupóstinn er til dæmis mjög góð hugmynd en ekki nógu aðgengileg þar sem ekki er hægt að skipta um lykilorð. Með því að laga litlu gallana sem angra okkur og gera síðuna þægilegri í notkun getur hún orðið miðpunktur í netnotkun nemenda þar sem þeir
geta farið inn á póstinn, skoðað heimanámið og fylgst með félagslífinu, allt á einum stað. Hljómar vel? Ég held nú það og þetta verður gert.
Nemendakjallari Að hafa blöð á hurðum ljósmyndaherbergis og stjórnarherbergis var mjög góð hugmynd. Þannig geta minni nefndir, sem hafa ekki sína eigin aðstöðu, bókað herbergi og nýtt það sem kjallarinn hefur fram að færa. Þess vegna vil ég halda þessu áfram allt skólaárið, ekki aðeins hluta þess eins og í ár. Ég vil einnig bæta aðstöðuna sem er til staðar. Ég mun athuga möguleikann á því að kaupa ný ljós eða láta gera við þau gömlu í ljósmyndaherberginu. Nemendafélagið eyddi miklum fjármunum í leigu á ljósum á síðasta skólaári og því gætu kaup á nýjum ljósum sparað verulega fjármuni.
3.bekkur Það skiptir miklu fyrir áframhaldandi gott félagslíf að allir árgangar skólans komi að starfi nemendafélagsins. Ég hyggst því bjóða öllum nefndum að taka inn nýnema að hausti. Þannig komast þeir strax í byrjun inn í félagslífið og verða betur með á nótunum hvað er að gerast. 3.bekkjarráð hefur verið minnst á í öllum kosningum en lítið verið gert í. Mér finnst sjálfsagt mál að láta kjósa einn fulltrúa úr hverjum bekk í þetta ráð og ég mun persónulega aðstoða þau við að koma starfinu í gang. Litlir en skemmtilegir atburðir sem þyrftu ekki að kosta mikið geta aukið samheldni svo um munar.
Stemning!!! Um daginn var haldinn klappliðsfundur þar sem gestir voru álíka margir og lögsögumenn sem sáu um fundinn. Þetta gengur ekki lengur. Auglýsa þarf klappliðsfundi betur og gefa fleirum kost á að semja lög. Jafnvel mætti stofna til samkeppni þar sem fólk gæti sent inn tillögur að stuðningssöngvum.
Stuðningsmenn
Stuðningsgreinar
Heiðrun Ingrid Hlíðberg Ritstjóri V77
Það eru sannkölluð forréttindi að fá að kynnast manni eins og Arnari Geir. Eftir að hafa unnið með honum í vetur hefur hann aldrei brugðist eða valdið mér vonbrigðum. Þvert á móti, það er alveg sama hvað það er, það er alltaf hægt að treysta honum fyrir því. Það er hægt að fela honum hvaða verkefni sem er og vera handviss um að það skilar því vel unnu. Addi er gæddur mesta jafnaðargeði sem ég hef nokkurn tímann kynnst og það virðist ekkert geti komið honum úr jafnvægi. Hann tekur öll verkefni að sér með glöðu geði og hann kvartar aldrei. Hann er mesta „Pollýana“ sem ég þekki og tekst alltaf að sannfæra mig um að það verði allt í góðu þegar mér finnst eins og allt sé að fara til fjandans. Mannkostir hans eru óteljandi og ég er handviss um að þeir munu nýtast nemendafélaginu virkilega vel verði hann forseti á komandi skólaári. Hann er í senn frábær samstarfsfélagi og góður vinur. Ég er í hjarta mínu sannfærð um að Arnar Geir sé maðurinn í þetta starf og vona að þið, kæru Verzlingar, setjið X við Arnar Geir.
Við fáum ekki oft tækifæri til að ausa úr skálum tilfinninga okkar, verandi frekar harðir gaurar og svona. Þess vegna viljum við byrja á að þakka Arnari fyrir að leyfa okkur að skrifa þessa stuðningsgrein, hún verður mjög væmin. Arnar Geir er yndislegur náungi, draumatengdasonur og okkur líður eins og hann sé bróðir okkar. En þú verður víst ekki forseti á þeim kostum einum. Þó svo að við höfum ekki þekkt Arnar alla ævi líður okkur þannig eftir að hafa starfað með honum í ritnefnd Verzlunarskólablaðsins. Þar stóð hann sig frábærlega, lifði hreinlega fyrir nefndina og tók við stöðu fjármálastjóra þegar Egill varð að hætta. Í þeirri stöðu stóð hann sig síðan með eindæmum vel, eins og við var að búast. Rétt eins og við myndum treysta honum fyrir börnum okkar treystum við honum fullkomlega fyrir forsetaembættinu. Hann er einfaldlega svo ótrúlega þægilegur í samskiptum, skilningsríkur og hugmyndafrjór. Það besta við Arnar er að hann er hann sjálfur og það sem hann er er allt sem gerir einstakling að góðum, hæfum forseta.
Heiðrún Ingrid Hlíðberg Elísabet Hanna Maríudóttir Unnur Helga Briem Rakel Matthea Dofradóttir Jörundur Jörundsson Bjaki Þórsson Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir Daníel Kári Snorrason Daníel Freyr Guðmundsson Birna Dís Ólafsdóttir Ásgeir Kári Ásgeirsson Jóhann Skúli Jónsson Gunnar Ingi Magnússon Helgi Már Hrafnkelsson Snorri Björnsson Jakob Rolfsson Rúnar Steinn Rúnarsson Baldvin Hugi Gíslason Óttar Guðmundsson S. Arnór Hreiðarsson Arnar Sigurðsson Egill Sigurðarson Hjördís Lára Hlíðberg Ingvar Haraldsson Jóhanna Sigurjónsdóttir Reynir Jónasson Steinn Orri Erlendsson Sveinn Breki Hróbjartsson Anna Katrín Einarsdóttir
Egill Sigurðarson Gettu betur og Morfís
Ritstjóri V77 V77 V77 V77 V77 Nemó Nemó Formaður Íþró Íþró Íþró Íþró Skemmtó Skemmtó Skemmtó Viljinn og ljósmyndagúru Viljinn Viljinn 12:00 12:00 Listó Listó Gettu betur og Morfís Kvasir Formaður Grillnefndar Formaður Verzló Waves Formaður Lögsögumanna Formaður Lögsögumanna Nemóstjarna og allsherjarmódel Formaður Fréttaskots
Reynsla
Jörundur Jörundsson V77 og Morfís
·
Gaf út Verzlunarskólablaðið 2010-2011
·
Gaf út Snobbið 2010-2011
·
Fór sem skiptinemi til Perú 2008-2009
·
Komið að gerð fleiri skólablaða með greinaskrifum
·
Hef tekið þátt í Bekeví á hverju ári með fínasta árangri
·
Var kjörinn í 3.bekkjarráð
Arnar Geir
·
Hef verið virkur þáttakandi í félagslífinu frá fyrsta degi
í forsetann