Kjóstu Kristínu í Málfó
Elsku Verzlingur
Ég heiti Kristín Dóra Ólafsdóttir og ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formanns Málfundafélags Verzlunarskóla Íslands 2011-2012. Ég hef lengi hugsað um framboð mitt og geri mér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir formennsku Málfó sem og setu í stjórn. Ég hef nú þegar setið í tveimur stjórnarnefndum og er farin að þekkja vel til verka nemendafélagsins í heild. Mér þykir alveg óskaplega vænt um skólann minn og meiri Verzling en mig er erfitt að finna. Nái ég kjöri mun ég leggja mig alla fram til þess að halda félagslífinu í skólanum okkar því besta á Íslandi.
Helstu stuðningsmenn Egill Sigurðarson RLVÍ og Gettu betur Finnur Ágúst Ingimundarson Formaður Málfó 2009-2010 Jörundur Jörundsson RLVÍ og V77 Rúnar Steinn Rúnarsson Viljinn og nemóstjarna Svanhildur Gréta Kristjánsd. Viljinn Snorri Björnsson Viljinn Rósa María Árnadóttir Viljinn og aðstoðarleikstjóri Draumsins Jakob Rolfsson Viljinn Hrafnkell Ásgeirsson Málfó Víðir Þór Rúnarsson Nemóstjarna Sveinn Breki Hróbjartsson Nemó- og Listóstjarna Hildigunnur Anna Hall Kvasir og Listó leikrit María Ólafsdóttir Nemóstjarna Bjarki Þórsson Fjármálastjóri Nemó Hildigunnur Sigvaldadóttir 4-B
Málfundafélagið er elsta félag skólans og því þarf að tryggja stöðu þess innan Verzló. Ég sat í Málfó nefndinni veturinn 2009-2010 og veit því hvernig á að framkvæma hlutina og hvernig ég vil gera þá. Ég bið þig þó um að lesa stefnumálin mín, og finna eitthvað fyrir þig.
Kristín Dóra Ólafsdóttir
Stefnumál fyrir stjórn TÓNLIST Í HLÉUM Skipta má árinu niður á bekki skólans og hver bekkur sem óskaði eftir því gæti stjórnað tónlist í hléum. ÚTRÝMA MISMUNUN NEMENDA Ég vil ekki að fólki í skólanum mínum sé mismunað eftir aldri þegar að kemur að böllum. Ég vil breyta kerfinu með áfengismælana í samvinnu við skólastjórn. BETRI GRAUT Skemmtilegt er að bæta einhverju við grautarmeðlætið, til dæmis rúsínum. Peningum fyrir því mætti safna með fjáröflun af allskonar tagi. HALDA MIÐASÖLUKERFINU Miðasölukerfið, að senda lista í bekki hefur virkað vel hingað til og vil ég halda í það.
Stefnumál fyrir málfundafélagið
INNANSKÓLAKEPPNIR Bekeví- og Spurkeppnirnar eru mér mjög hugleiknar. Ég vil auglýsa þær betur svo fleiri láti ljós sitt skína, einkum nýnemar. Keppnirnar þurfa að byrja á haustönn. PEYSUR Verzlópeysurnar eru sameiningartákn okkar Verzlinga sem þurfa að vera komnar í ykkar hendur fyrir VÍ-mr daginn. Ég vil kanna möguleikann á nýjum litum en halda í gamla góða prentið. KYNNINGAMÁL Upplýsingaflæði um nemendafélagið okkar má bæta. Nú hef ég setið í ritnefnd í heilan vetur og þekki vel til blaðaútgáfu, því veit ég að stækkun á Storminum, málgagni Málfundafélagsins er raunhæfur möguleiki. Bekeví hefur verið lítið auglýst í skólanum í vetur og vil ég bæta úr því, í samstarfi við auglýsingaráð. NÝNEMAR Í upphafi skólaársins þarf að kynna störf Málfundafélagsins fyrir nýnemum. Það myndi vera gert með blaðsnepli, Logninu, og myndi hann koma út í fyrstu viku skólans. Í Logninu á að vera útlistun á öllum stjórnarnefndum NFVÍ. MORFÍS Ég sjálf hef mikinn áhuga á Morfís og þess vegna vil ég beita mér fyrir því að finna hæfasta ræðufólkið í skólanum í upphafi skólaársins. Það er gert á ræðunámskeiði MFVÍ sem ég vil auglýsa meira og hvetja alla til þess að æfa sig í ræðumennsku. Næsta haust þarf Verzlunarskólinn að finna einsktakling til setu í stjórn Morfís. Tryggja þarf að sá sem fer fyrir hönd skólans sé hæfur og hafi brennandi áhuga á Morfís. GETTU BETUR Klárasta fólk skólans á skilið allt það besta. Þjálfarar Gettu betur liðsins þurfa að vera þeir færusu í bransanum. Þá þarf að hvetja alla í 3. og 4. bekk til þess að mæta í Gettu betur forpróf til þess að sýna hvað í þeim býr. LÖGSÖGUMENN Í vetur hafa Lögsögumenn staðið sig frekar vel, en alltaf má bæta það. Ég vil að lögsögumenn dreifi sér betur á Morfís og Gettu betur keppnum svo meiri stemmning myndist um allan salinn. Þeir þurfa í alvörunni að hafa mun hærra og fannst mér skemmtileg viðbót í vetur að bæta trommuleik við fagnið. Skoða má að fá annan hljóðfæraleik til viðbótar, jafnvel í samstarfi við Skólahljómsveitina.
Reynsla GRUNNSKÓLI Sat í nemendaráði Breiðholtsskóla í 8. og 9. bekk og var formaður þess í 10. bekk. 4. BEKKUR Var í Málfó. Var í stjórn Morfís, gegndi embætti ritara. Tók þátt í Bekeví.
3. BEKKUR Fékk dómararéttindi Morfís. 5. BEKKUR Er í ritstjórn Viljans. Er í 5. bekkjarráði. Var sýningarstjóri Nemó. Tók þátt í Bekeví.
Kristín Dóra hóf störf sín fyrir nemendafélagið þegar hún var valin inn í Málfundafélagið fyrir veturinn 2009-10, þar sem ég gegndi formennsku. Valið stóð milli rúmlega 20 einstaklinga og hún, nemandi á fyrsta ári í skólanum, sannaði sig og hreppti sætið. Þar með fékk hún tækifæri til að sinna félagsstörfum af kappi og safna reynslu. Hvert og eitt þeirra sem var í Málfundafélaginu þennan vetur, þar sem samstarfið byggðist síðar á sterkum vinaböndum, myndi staðfesta ágæti Kristínar. Það gildir jafnt um bæði vinskap og vinnuafköst. Á vettvangi félagsstarfa líkt og í menntaskólum, þar sem veltan á nemendum er mikil, getur skipt sköpum að hafa reynsluríkt fólk í brúnni. Kristín hefur unnið víða og vel í félagsstarfi NFVÍ og það er sennilega ekki fjölmennur hópur sem er jafn hokinn af reynslu og hún. Eftir að hafa hlotið eldskírnina innan Málfundafélagsins hyggst hún snúa aftur á þann vettvang til að miðla reynslu og vinna í þágu nemendafélagsins í heild sinni. Þess vegna veit ég að hún mun vera traust stoð í stjórnar- og nefndarstarfi. Hún veit líka hvaða máli það skiptir að gefa yngri nemendum tækifæri til að taka þátt í störfum nemendafélagsins. Kristín hefur þann kraft og þá reynslu, sem NFVÍ þarfnast til að stuðla að öflugu félagslífi, fyrir ykkur.
Finnur Ágúst Ingimundarson, formaður Málfundafélags Verzlunarskóla Íslands 2009-2010
Já, hún Kristín Dóra er engri lík. Ég fékk þann heiður að sitja með henni í ritstjórn Viljans þetta árið og hef unnið mikið með henni. Við höfum skrifað saman greinar, gert myndaþætti nokkra og setið saman heilu næturnar í uppsetningu blaðsins. Á þessum tíma hef ég komist að því að hún er ein sú jákvæðasta og metnaðarfyllsta unga dama sem ég hef kynnst. Það er sama hvað hún tekur sér fyrir hendur það er alltaf hægt að treysta á að hún tækli það með stæl. Nú þegar það er komið að því að velja nýjustu leiðtoga Verzlunarskólans þá er mikilvægt að velja einhvern sem hefur reynslu og ég held að fáir búi yfir jafn mikið af henni og Kristín. Hún tók þátt í uppsetningu Draumsins, sat í Viljanum, Málfundafélaginu og í þokkabót stjórn Morfís. Ég get fullyrt að hún hafi allt til brunns að bera, með bullandi áhuga þar sem hún hefur mætt á allir Morfís keppnir ef ekki allar Bekeví keppnir líka og er algjör sérfræðingur á þessu sviði. Hún mætti stundvíslega á alla fundi stútfull af hugmyndum og góðu skapi. Ég er stoltur stuðningsmaður Kristínar Dóru Ólafsdóttur til formanns Málfundarfélags NFVÍ.
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, ritstjórn Viljans 2010-2011 Kæru Verzlingar, nú er komið að því að velja nýja leiðtoga í nemendafélagið okkar góða. Það sem hafa ber í huga þegar við veljum fólk til áhrifa er fernt, hefur aðillinn reynslu, áhuga, metnað og hefur hann hæfileika til að stjórna. Ég get fullvissað ykkur um það að Kristín Dóra Ólafsdóttir er búin öllum þessum kostum. Í störfum sínum sem sýningastjóri fyrir Drauminn hefur hún sýnt og sannað hvað í hana er spunnið en hún er samviskusöm, skipulögð og hefur einstaklega þægilega nærveru. Sýningarnar hjá okkur hafa gengið eins og smurð vél og er það að miklu leiti viðleitni og dugnaði hennar að þakka. Í hvert skipti sem ég hef beðið hana Kristínu um að gera eitthvað þá fer hún í málið og leysir það af öryggi og aga. Það var líka frábært að sjá hvað Kristín var yfirveguð og skipulögð á frumsýningu Draumsins, en það gerði það að verkum að frumsýningarstress leikaranna, dansaranna og okkar nefndarinnar varð fyrir bí. Kristín hefur líka reynslu á við tvo, enda búin ad vera í Málfundafélaginu, Viljanum, taka þátt í nemendamótinu og vera í stjórn Morfís. Þessi störf hefur hún leyst af hendi af algjörri fagmennsku eins og við er að búast af þessari flottu og duglegu stelpu. Ég styð stoltur framboð Kristínar Dóru Ólafsdóttur til formanns Málfundarfélags NFVÍ, Bjarki Þórsson, Fjármálastjóri Nemendamóts 2010-2011