Viljinn 4. tbl. 103. árgangur. Nóvember 2011
Ritstjórn Viljans 2011-2012
Publisher N.F.V.Í
Editor-in-chief Rafn Erlingsson
Editors
Áslaug Björnsdóttir Edda Konráðsdóttir Hildigunnur Sigvaldadóttir Magnús Mar Arnarson Sara Sigurðardóttir Þórey Bergsdóttir
Design
Rafn Erlingsson Hildigunnur Sigvaldadóttir
Photographers
Rafn Erlingsson Sara Sigurðardóttir Kristinn Pálsson Þórdís Þorkelsdóttir Þórdís Erla Sveinsdóttir Hildigunnur Sigvaldadóttir Fleira gott fólk
Cover model
Brynja Guðmundsdóttir 3-R
Rafn Erlingsson Ritstjóri
Printing
Stafræna Prentsmiðjan
Special thanks to:
Ólafur Víðir Björnsson, íslenskukennari Þórdís Þorkelsdóttir, 5-R Kristinn Pálsson, 6-U Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir, 6-H Ari Páll Ísberg, 6-X Arnar Geir Sæmundsson, 6-E Davíð Baldursson, 6-R Egill Guðlaugsson, 5-H Gísli Karl Ingvarsson, á lausu;) Gísli Grímsson, 6-R Hilmar Ragnarsson, 6-R Kolbrún Sara Másdóttir, 6-B Kristín Björk Smáradóttir, 6-B Kristín Þóra Gunnlaugsdóttir, 6-U Kristófer Þór Magnússon, 6-Y Ólafur Jón Thoroddsen, 6-X Rósa Björndsdóttir, 6-B Sigríður Erla Sturludóttir, 6-A Unnur Vený Kristinsdóttir, 6-E Unnur Ósk Úlfarsdóttir, 6-F Þórdís Erla Sveinsdóttir, 6-A Skórinn hans Péturs Geirs Einhver gaur Arna Steinsen Árni vaktmaður Eiríkur K. Björnsson Ingibjörg Ósk Jón Ingvar Kjaran, landsliðsmaður Sigrún Halla Allir viðmælendur Allir greinahöfundar Öll model
Áslaug Björnsdóttir
Edda Konráðsdóttir
Hildigunnur Sigvaldadóttir
Magnús Mar Arnarson
Sara Sigurðardóttir
Þórey Bergsdóttir
Efnisyfirlit Hugleiðingar ritstjóra. . . . . 4 Tips fyrir próf. . . . . . . . . 7 Mottumeistarar. . . . . . . . 7 Busaferð . . . . . . . . . . . 8 Busaball . . . . . . . . . . . 9 Gangatíska. . . . . . . . . 10 Nemótrailer . . . . . . . . 12 Graduale Nobili . . . . . . 13 VÍ-mr. . . . . . . . . . . . 14 Verzló Waves. . . . . . . . 15 Iceland Airwaves. . . . . . 16 Einhver gaur. . . . . . . . . 19 Viljinn mælir með . . . . . 19 Rússland. . . . . . . . . . 22 Tískuþáttur. . . . . . . . . 24 Kökuskreytingarkeppni. . . 30 Rockabilly . . . . . . . . . 31 Adrenalínfíklar. . . . . . . 32 Listóvika . . . . . . . . . . 36 Vælið . . . . . . . . . . . 40 Tvívídd. . . . . . . . . . . 42
32
24
22
40
13
14
8
36
16
31
Fákafeni 9 Sími: 5687244
Hugleiðingar ritstjóra Ég vil byrja þennan litla pistil minn á að óska sigurvegurum í keppnunum okkar til hamingju. Sigurvegararnir í kökuskreytingarkeppninni eru Arna Sigurðardóttir í 4-Y og Margrét Ármannsdóttir í 4-B. Hinrik Árni Wöhler, 6-D, bar sigur úr býtum í mottukeppni karla og Ída Logadóttir, 3-X, kom sá og sigraði í kvennaflokki. Glæsilegur árangur hjá henni. En nóg um það. Mér finnst nýja varðskipið Þór fáránlega töff. Ég fór að skoða það með fjölskyldunni um daginn og mér leið eins og ég væri á flugmóðurskipi. Allt geðveikt stórt og alls konar dót og græjur. Vantaði bara bigass F18 flugvélar. Í nánustu framtíð verður svo sett fallbyssa á skipið! Hversu kúl? Mig langar virkilega mikið til að vinna á því. Svo seinna meir get ég farið að vinna hjá NCIS. Special Agent Rafn Erlingsson. Sem Special Agent hjá NCIS gæti ég gert alls konar kúnstir því möguleikarnir eru endalausir. Ég gæti örugglega fengið frítt strætókort eða fengið að vinna sem gæðastjóri hjá japönsku stórfyrirtæki sem framleiðir geislasverð og selur hálfvitum á netinu. Ég gæti líka pottþétt fengið fríar beyglur í nýju matbúðinni. Þær eru svo fokking góðar að ég myndi segja upp starfinu sem Special Agent bara til þess að fá að vinna sem smakkari hjá þeim. Rjómaostur, skinka, spínat og pesto. Hversu einfalt og gott? En fyrst ég er farinn að tala um matbúð þá langar mig að tala um sushi. Ég skil ekki af hverju það er alltaf fokking sushi í matinn á föstudögum. Það er dýrt, það er vont, það lyktar illa og það er ekki seðjandi. Þetta er bara tískubóla sem á eftir að springa og ég veit að fólk er sammála mér. Meirihluti fólks, sem borðar sushi, eru skinkur að reyna að vera artý og menningarlegar. Ég skil ekki heldur hvernig soðin hrísgrjón, hrár fiskur og smá þari geti verið svona fokking dýrt? Matbúð ætti frekar að hafa mexíkósku kjúklingasúpuna í matinn á föstudögum. Ég kannaði málið og það er engum í skólanum sem finnst hún vond. Svo væri hægt að bjóða upp á himneskar beyglur með. Það væri sko mun ódýrara en sushi-ið í framleiðslu. Fyrir afganginn af matarinnkaupasjóðnum væri hægt að kaupa sérherbergi á Marmarann með hjartalaga rúmi, kósí tónlist og sleipiefni handa Jakobi Sæternes og Sigrúnu Hrönn. Án djóks, það er eins og þau séu föst í bílaatriðinu í Titanic allan fokking daginn.
4
En nóg um þau tvö. Inni á heimasíðu Verzlunarskólans má finna frétt um Rockabilly-ballið með titilinn „Rúmlega 40% nemenda skemmta sér án áfengis“. Það er frábær árangur hjá 15-19 ára ungmennum sem mega ekki drekka áfengi. Sérstaklega ef maður lítur á þá staðreynd að allir nýnemar voru látnir blása í áfengismæla og stjórn NFVÍ mætti edrú as always. Þessir tveir hópar voru 38% af ballgestum. Samkvæmt útreikningum mínum mættu þá 2% af 4., 5., og 6. bekk edrú. Glæsilegur árangur hjá þeim. Forvarnastefnan greinilega að skila árangri! Ætli þessi 2% hafi mætt á Dirty Night á Players? Hvað sem því líður létu MC menn og Marmaramafían sig ekki vanta þangað. Bodyshot á tvöföldu verði, DJ Óli Geir ber að ofan og MC Kriss á mæknum. What more to ask for? Talandi um Players þá frétti ég að fótboltalið kennara í skólanum hafi dregið lykilmenn úr liði stjórnar NFVÍ á borð við Kristínu Dóru og Kristin Pálsson á Dirty Night í þeim tilgangi að taka þau úr jafnvægi fyrir leik kennara á móti stjórn. Þeim tókst það svo sannarlega enda náði Kiddi Ronaldo ekki að skora neitt en hann skoraði að meðaltali 4 mörk í leik á undirbúningstímabilinu. Sömu sögu má segja um Kristínu Dóru. Hún var alls ekki í jafnvægi og náði sér aldrei á strik í leiknum. Virkilega ódrengilegt hjá kennurunum sem spiluðu einnig með Gísla Má Reynisson í hjarta varnarinnar. Sá maður kunni ekki neitt í fótbolta en hann var greinilega búinn að koma sér vel fyrir í hjarta Katrínar Eyjólfs, hún hreinlega blindaðist af útgeislun hans og sjarma og lét lítið til sín taka í leiknum. Lengra verður það ekki að sinni. Kætumst meðan kostur er.
Rafn Erlingsson Ritstjóri
5
6
Prófatips
Mottumeistarar
Núna er klukkan korter í próf og alvaran fyrst að byrja. Viljinn ákvað að grafa upp nokkur prófaheilræði handa nemendum skólans þar sem það er ekki kúl að falla. Það er þó eitt sem er verra en að falla, og það er að vera böggandi gaurinn í prófinu. Fylgdu þessum reglum og þú munt koma út úr prófatörninni sem betri og myndarlegri manneskja
Komdu með eitthvað að borða Prófatíminn í Verzló getur verið allt að tveir klukkutímar og á þessum tíma þarft þú að halda fullri einbeitingu. Sykur örvar heilann og þess vegna er sniðugt að koma með nammi til að maula eða gos að drekka.
Ekki koma með mat sem að skrjáfar í Ef að þú ætlar að koma með eitthvað til að borða í prófinu, reyndu þá að velja eitthvað sem að heyrist ekki í..Fólk er að reyna að einbeita sér, show some respect.
Ekki koma með mat sem lyktar Basic regla.
Ekki vera sjúklega stressaði aðilinn Ekki vera alltof stressaður. Ekki láta alla hlýða þér yfir (þó að þú vitir svörin við öllu) áður en þú ferð í prófið. Það er góð leið til að stressa upp alla í kringum þig.
Ekki svindla Það er ekkert vandræðalegra en að láta busta sig við að svindla.
Ekki draga ur kunnáttu þinni Ekki vera sá sem segist ekki kunna neitt en fá svo 10 á prófinu.
Ekki fara að gráta Ef að þú klúðraðir prófinu gjörsamlega og langar til þess að leggjast á gólfið og gráta úr þér augun, gerðu það þá frekar heima hjá þér.
FJÖLSKYLDU
Ekki vera ógeðslegri en þú þarft. Það er ekki samasem merki á milli þess að vera í prófum og að hætta að sjá um sjálfan sig.
Mættu tímanlega Í prófunum tekur alvaran við, stilltu vekjaraklukkuna rétt og losnaðu við óþarfa stress.
Komdu með klukku í prófið. Að geta fylgst vel með tímanum í prófi getur gert gæfumun og getur einnig komið í veg fyrir að þú gleymir þér og rennir út á tíma.
Show respect Ekki tala hátt á ganginum þegar þú kemur úr prófi. Hurðirnar eru ekki hljóðeinangraðar og geta læti fyrir utan stofuna borist inn og valdið truflun.
C
3290 kr.
2 RISABÁTAR AÐ EIGIN VALI EÐA 2 PIZZUR M/2 ÁLEGGJUM & 2L GOS
20% afsláttur af matseðli & 15% afsláttur af tilboðum fyrir Verzlinga í allan vetur
Busaferรฐin
8
Busa ball
9
Gangatíska
Klara Hödd Ásgrímsd. Peysa: Urban Outfitters Bolur: Cheap Monday Buxur: Weekday Skór: Scorett Sokkar: H&M
10
Davíð Steinar Ásgrímsson Ingileif Friðriksdóttir Skyrta: Jack&Jones Bolur: Cheap Monday Belti: Herra Kuskan Flauelsbuxur: H&M Skór: Norberto Costa
Skór: River Island Stuttbuxur: H&M Peysa: New Look Feldur: H&M Belti: Urban Outfitters
Ve rz l i n g a
Sigvaldi Sigurðarson Peysa:H&M Buxur: Dressman Skór: Markaður í Sviss
Jenný Harðardóttir
Feldur: Markaður í Rússlandi Kjóll : H&M Peysa: H&M Skór: Vagabond
Jakob Daníel Jakobsson Leðurjakki: H&M Skyrta: H&M Bolur: Levis Buxur: Element Skór: Yimida
11
Nemóvikugleði! Vikan 19.23. september var sannkölluð gleðivika. Nemendamótsnefndin var búin að ráða leikstjóra, danshöfund, tónlistarstjóra, gera trailer, bóka Austurbæ og síðast en ekki síst ákveða að setja upp skemmtilegasta söngleik í heimi. En þetta var jú allt leynileyni og Unnur nefndin var að springa úr spenningi. Skólinn var líka að springa Formaður Nemó úr spenningi enda um spennandi viðburð að ræða; frumsýning Nemótrailersins! Þar sem Nemónefndin í ár er einstaklega hugmyndarík ákvað hún að gera aðeins meira úr þessum degi en hefur verið gert áður. Hún ákvað að hafa heiiila Nemóviku. Þar sem nefndin er einnig mjög peningasjúk var ákveðið að slá til í eitt stykki happdrætti og vöfflusölu. Það gekk ótrúlega vel fyrir sig og skólinn slafraði í sig vöfflur með rjóma og sultu og nokkrir virkilega heppnir einstaklingar fengu frítt í gokart, lazertag, hvalaskoðun og svo margt, margt fleira. Nemónefndin vill þakka öllum kærlega fyrir frábær viðbrögð við trailernum og öllum þeim sem mættu í kjölfarið í prufur og undirnefndarviðtöl.
12
Í samstarfi við Björk:
Graduale Nobili Stúlknakórinn Graduale Nobili var stofnaður árið 2000. Kórinn er undir stjórn Jóns Stefánssonar og hann skipa 24 hljómfagrar stúlkur. Kórinn hefur ferðast víða og unnið til verðlauna ásamt því að hafa fengið endalaust lof gagnrýnenda. Mikið umtal hefur verið um kórinn síðastliðna mánuði vegna samstarfs hans við Björk í Biophilia verkefninu. Ég hafði samband við Ester Auðunsdóttur kórstúlku og ræddi við hana um Biophilia verkefnið. Edda Ritnefnd Hvenær byrjaðir þú að æfa söng? Ég byrjaði í kór á Selfossi þegar ég var um 6 ára, svo byrjaði ég að æfa söng hjá söngdeild Langholtskirkju þegar ég var 13 ára. Þannig að ég hef verið í söng í svona 13 ár! Hvað hefurðu verið lengi í Graduale Nobili? Ég er búin að vera í kórnum í um 3 ár. Þetta er mjög skemmtilegt og við stelpurnar eigum allar mjög vel saman. Hvenær kom fram sú humgynd að þið mynduð hefja samstarf með Björk og hvernig hófst ferlið? Hugmyndin kom fyrst fram um sumarið í fyrra þegar við í kórnum vorum nýkomnar heim úr keppnisferð til Wales. Þá hafði Björk samband við kórstjórann okkar, Jón Stefánsson, og sagðist hafa áhuga á samstarfi við okkur. Hún var ekki komin með neinar ákveðnar hugmyndir um hvernig samstarfið yrði en hafði áhuga á að vinna með okkur að gerð nýrrar plötu sem ber nafnið Biophilia. Svo fór hún að mæta á æfingar hjá okkur til þess að sjá vinnubrögðin okkar og hvernig þau pössuðu við hugmyndir hennar. Það var svo ekki fyrr en í kringum jólin sem farið var að ræða um frekara samstarf og ferðina til Manchester á MIF-hátíðina.
Þetta varð eiginlega ekki raunverulegt fyrr en við vorum komnar út! Segðu mér í stuttu máli frá ferðinni til Manchester. Við vorum sem sagt að spila tónleikaröð með Björk á MIF-hátíðinni sem er listahátíð í Manchester. Það var allt rosalega spennandi og mjög mikil vinna í kringum verkefnið. Það voru sérsaumaðir á okkur búningar og við fengum svona vatnspoka með röri inn á búningana eins og hjólreiðamenn nota. Það kom sér mjög vel!
„Þar
rákumst við á fjöldann allan af fólki, þar á meðal Damon Albarn, Peaches, Willem Dafoe og fyndinn húlladansara-ladyboy.“
Hvernig var tilfinningin að fá að heyra að þið væruð á leið í ævintýraferð með Björk? Það var ótrúlega klikkuð tilfinning að heyra þetta og maður áttaði sig einhvern veginn ekki á því hversu stórt verkefni þetta var fyrr en við byrjuðum að vinna í því fyrir alvöru.
Fyrstu tónleikarnir okkar voru svo generalprufa sem selt var inn á. Ég man rosalega lítið eftir þeim því ég var í algjöru adrenalínsjokki allan tímann. Þetta var svo óraunverulegt, við vorum að flytja þetta í fyrsta skipti fyrir um 1400 manns og það var mjög skrýtið hvað áhorfendurnir voru rosalega nálægt manni. Það voru nokkrir byrjunarörðugleikar þetta kvöld, t.d. gleymdist að láta Björk fá míkrafóninn sinn í byrjun tónleikanna og svona en þetta gekk mjög vel í heildina. Við fórum batnandi með hverjum tónleikunum og undir lokin gekk þetta alltaf mjög vel. Eftir lokatónleikana var svo stórt eftirpartí fyrir alla, sem komu að Biophilia verkefninu, og vini Bjarkar. Þar rákumst við á fjöldann allan af fólki, þar á meðal Damon Albarn, Peaches, Willem Dafoe (vonda karlinn í Spiderman) og fyndinn húlladansara-ladyboy.
Hvernig er Björk? Það er ótrúlega þægilegt að vinna með henni. Hún er kröfuhörfð, setur skýrt fram hvað hún vill og spyr okkur líka álits til þess að okkur líði sem allra best á sviðinu sem er mjög gott. Hver er helsti munurinn á að spila úti og hér heima? Munurinn er eiginlega mestur á áhorfendunum og viðbrögðum þeirra. Hérna á Íslandi er fólk ekki eins æst og úti, það er miklu rólegra því það vita allir hver Björk er og svona. Hún er miklu meiri stórstjarna úti og viðbrögðin frá áhorfendunum eru allt öðruvísi og miklu meiri. Þar dansar fólk meira og kann öll lögin en á Íslandi eru allir mjög yfirvegaðir. Hvað er fram undan hjá ykkur? Samstarfið við Björk heldur eitthvað áfram. Við förum til London núna í nóvember og komum fram í þættinum „Jools Holland“ sem er breskur sjónvarpsþáttur um tónlist. Svo erum við líka hugsanlega að fara til Bandaríkjanna eftir áramót með Björk.
Ég þakka Ester fyrir gott spjall og óska henni og Graduale Nobili alls hins besta í framtíðinni.
13
VÍ-mr
Þann 7. október síðastliðinn rann upp bjartur dagur í margs konar skilningi. Eftir fína viku af okkar fræga Verzlóstolti komum við galvösk í skólann, tilbúin fyrir spennu dagsins. VÍ-mr dagurinn er bara einu sinni á ári og það er mikilvægt að við sýnum mr-ingum rækilega hvar Davíð kaupir ölið á þessum degi. Við vorum svo sannarlega tilbúin í það.
Verzlingar fengu langflestir peysurnar sínar þennan dag og mættu í Hljómskálagarðinn til að fylgjast með dagsránni sem þar fór fram. Verzlingar létu svolítið bíða eftir sér margir hverjir en hægt var að byrja keppni þegar lopapeysufólkið Kristín Dóra mætti þrammandi frá gamla skóla. Formaður Málfó Á meðan voru Verzlingar að leggja bílunum sínum. Glæsilegt fólk í bómullarpeysum og dúnúlpum tók á móti lopapeysulúðunum í frekar köldu veðri en mjög fallegu um þrjúleytið. Keppni gekk vel fyrir sig þrátt fyrir að mr-ingar mættu á mannbroddum í reiptogið, træðu tveimur færri en Verzlingar í bílinn og brytu rúðu í leiðinni. Unnum við allar alvöru keppnisgreinarnar í garðinum. Eftir dagskrána í Hljómskálagarðinum skunduðu allir heim á leið að gera sig til fyrir kvöldið, eða að minnsta kosti Verzlingarnir. Klukkan sjö lá leið allra í okkar glæsilega Bláa sal að horfa á aðalkeppni dagsins, sjálfa ræðukeppnina. Um 700 manns mættu til að horfa á Sigurð, Jörund, Sigríði og Hrafnkel keppa fyrir hönd Verzlunarskólans við mr-ingana. Keppnin var æsispennandi og rafmagnað andrúmsloft einkenndi salinn. Í dómarahléi voru myndirnar frá báðum skólunum sýndar og var mynd Verzló glæsileg í alla staði á meðan mr myndin var arfaslök. Að lokum steig oddadómari kvöldsins, Halldór Armand, í pontu og tilkynnti ræðumann kvöldsins. Það var stuðningsmaður Verzló, hún Sigríður María. Hún sýndi afbragðsframmistöðu í sinni fyrstu keppni fyrir hönd Verzlunarskólans og hlaut 564 stig. Þá kom að því að tilkynna sigurvegara kvöldsins. Eins og allir Verzlingar vita sigruðum við mr með 13 stigum og héldum við fagnandi út í nóttina. Þessi dagur hefði ekki getað heppnast betur og mun ég aldrei gleyma honum. Núna höfum við farið með sigur af hólmi á VÍ-mr daginn í þrjú af síðustu fjórum skiptum svo þetta er orðið að ágætis hefð. Þess má til gamans geta að ég átti 7.000 daga afmæli þennan dag og sigurinn var besta afmælisgjöf sem hugsast getur. VIVA VERZLÓ!
14
Verzló Waves Daníel
Formaður Versló Waves
Það fór ekki fram hjá neinum að Verzló Waves vikan var haldin hátíðleg vikuna 10.-13. október. Hljómsveitir á borð við Agent Fresco, Sykur, Lockerbie og Bloodgroup prýddu Marmarann og féll það vel í kramið hjá tónlistarþyrstum Verzlingum. Það má segja að vikan hafi gengið áfallalaust fyrir sig og gengu Verzlingar inn í vetrarfríið með bros á vör.
15
Eftir Verzló Waves tónlistarhátiðina haustið ’98 var ákveðið að stofna til nýrrar tónlistarhátíðar með það að markmiði að kynna nýja og ferska tónlist en einnig til að veita VW samkeppni. Hún hlaut nafnið Iceland Airwaves og var sett í gang í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli ári síðar. Síðan þá hefur hún verið haldin árlega og verður hún stærri og stærri með hverju ári. Á meðal hljómsveita, sem hafa spilað á Airwaves, má nefna TV on the Radio, Hot Chip, Chromeo, Florence and the Machine, Fatboy Slim og lengi mætti telja. Viljinn ákvað að slá þessu upp í kæruleysi, beila á Rússlandi, leigja sér íbúð niðri í bæ og skella sér á Airwaves.
Skemmtilegast
Retro Stefson, T.E.E.D(UK), tUnE-yArDs
Kom mest á óvart
(US)
Hermigervill, Clock Opera
Dope D.O.D.
Hörðustu tónleikarnir Mestu vonbrigðin
Hjaltalín og veikindi Benjamin F. Leftwich
Flottustu tónleikarnir
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Björk
Uppgvötun hátíðarinnar
(UK)
Besta Crowd Surfið Rich Aucoin(CA)
Flottasta outfittið
Risaeðlubúningur og indíánahattur
Besta nafn á hljómsveit IKEA SATAN
Pro tip
Leigðu þér íbúð niðri í bæ
Flottasta húðflúrið
„666“ á hálsinum á dyraverði NASA
Besti skyndibitinn
Sizarr(DE)
Harpa
Stuðbolti helgarinnar Rich Aucoin(CA)
Ostagott með gráðostasósu á Dominos
Flottasti tónleikastaðurinn
Þó svo að Iceland Airwaves sé oft kölluð árshátíð tónlistarmanna og jól tónlistarunnenda eru líka leiðinleg atvik sem koma upp. Í fjölmiðlum var viðtal við 18 ára stúlku sem keypti sér miða á sinni kennitölu og sínu nafni en var svo meinaður aðgangur að tónleikunum þar sem hún hafði ekki aldur til að vera þar inni. Við miðakaup var hvergi minnst á aldurstakmark en undir skilmálum inni á heimasíðu hátíðarinnar var minnst á 20 ára aldurstakmark. Við heyrðum einnig í 19 ára dönskum strák sem lenti í því sama. Hann flaug hingað frá Kaupmannahöfn og borgaði fyrir sex nætur á hóteli í Reykjavík en komst svo ekki inn á tónleikastaði. One expensive fýluferð! Annað sem okkur þótti leiðinlegt voru biðraðirnar. Það var eins og „stóru“ böndunum væri raðað þannig upp að þau spiluðu ekki á sama tíma. Það leiddi til þess að alla daga voru allt of langar biðraðir á stóru tónleikastöðunum á meðan engar raðir voru við þá litlu. Til að nefna dæmi máttu undirrituð þola að þurfa að bíða í röð í rúma tvo og hálfan tíma í einni röðinni. Til allrar hamingju mættum við þó þremur og hálfum tíma fyrir tónleikana.
Sem betur fer voru þessi atvik þó aðeins lítill blettur á hátíðina og náðu ekki að skemma hana fyrir okkur. Við skemmtum okkur konunglega eins og allir aðrir sem við höfum talað við og hlökkum til að fara aftur að ári.
SBTRKT ©Rúnar Sigurður Sigurjónsson
Sizarr ©Alexander Matukhno
Totally Enormous Extinct Dinosaurs ©Rúnar Sigurður Sigurjónson
Hermigervill ©Siggi
Daníel Bjarnason/Sinfó ©Hvalreki
Rich Aucoin ©Alexander Matukhno
18
Einhver gaur V i l j i n n Leiðinleg villa sást í síðasta tölublaði. Þar var ungur maður í Málfundafélaginu titlaður sem einhver gaur, en hann ber svo sannarlega ekki það nafn. Viljinn ákvað að taka hann stuttu tali og kynnast þessum unga manni betur.
mælir með Smákökubakstri í IKEA Síðustu laugardaga hefur IKEA verið með smákökubakstur og gefið viðskiptavinum sínum fríar kökur. Að fara í IKEA um jólin getur lífgað upp á daginn auk þess sem frír matur er besti vinur námsmannsins.
Super Mega Worm Í tölvuleiknum Super Mega Worm stjórnar þú orminum Wojira. Markmiðið er að drepa mannkynið. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi og ekki er lagt mikið upp úr grafík. Leikurinn fæst frítt í App Store fyrir Mac-tölvur, en kostar $0.99 fyrir iPhone/iPod Touch.
Kertum Á dimmum vetrarkvöldum er snilld að kveikja á kertum. Þau lýsa upp skammdegið með hlýju sinni og geta einnig þjónað rómantískum tilgangi. Við mælum sérstaklega með ilmkertum.
Sturtum
Hver er maðurinn á bak við „einhvern gaur“? Hann er 18 ára nemi úr 5-I og meðlimur í Gettu betur sveit skólans.
Að lykta illa er ekki kúl. Rífðu þig upp af rassgatinu og farðu í sturtu. Viljirðu dekra við þig er góð hugmynd að fara í bað. Gott combo: Bað og kerti!
Hvernig finnst þér að vera bara einhver gaur? Það er svo sem ekkert slæmt. Þetta hefur verið uppspretta af mörgum stórfurðulegum en samt frábærum samtölum. Ef þú værir einhver annar gaur, hver myndirðu vilja vera? George Bernard Shaw, ekki spurning. Hvað færðu þér í morgunmat? Cheerios með rúsínum og ískaldri léttmjólk. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég hef mjög gaman af því að spila golf og undanfarið hefur einnig mikil tími farið í lestur hjá mér. Auk þess hef ég spilað á gítar í mörg ár með ágætisárangri. Hversu oft kemurðu of seint í skólann? Fyrstu tvö árin hér í Verzlunarskólanum hefur það aldrei gerst svo ég verð að segja frekar sjaldan.
Að vera í björgunarsveit Við í Viljanum dáumst að þeim sem hugsa ekki bara um sitt eigið rassgat og hjálpa öðrum. Hawt!
Krossum Krossar ráða ríkjum í vetrartískunni. Þú getur fundið þá í eyrnalokkum, hálsmenum, hringjum og framan á biblíunni þinni.
Ragga risaeðlu Raggi er ekki búinn að láta mikið til sín taka síðustu misserum en fólk er að tala um endurkomu hans. Það verður spennandi að sjá hvernig fer.
Bókum
Tekurðu eitthvað í bekk? Já, já, svona tæpan „einhvern gaur“.
Ný fer að líða að jólabókaflóðinu. Hvort sem um er að ræða uppflettirit, skáldsögur, orðabækur, matreiðslubækur, sjálfhjálparbækur eða námsbækur, þá mælir Viljinn með þeim..
Hvort ykkar sýndi meiri viðbrögð þegar þú hlaust gælunafnið „einhver gaur“, þú eða Kristín Dóra? Það verður að viðurkennast að það var hún Kristín Dóra sem sýndi töluvert meiri viðbrögð.
Við þökkum þessum mikla manni kærlega fyrir spjallið og biðjumst um leið velvirðingar á þessu leiðinlega og jafnframt vandræðalega atviki. Einnig óskum við honum góðs gengis í Gettu betur.
Malti&Appelsíni Það var ást við fyrstu sín, Egils Malt og Appelsín.
Bæjarins Beztu Pylsum ‘Nuff said.
19
20
E k ke r t a n n a ð e n H R ko m t i l g re i n a Pétur Heide Pétursson er 21 árs gamall fyrrum Verzlingur sem vinnur hjá Vodafone sem þjónustufulltrúi. Hann útskrifaðist árið 2010 af viðskiptabraut. Pétur er mjög félagslyndur og skemmtilegur strákur sem finnst fátt skemmtilegra en að skrifa skrýtlur um samstarfsfélaga sína. Hann er gjaldkeri markaðsráðs og mjög virkur í félagslífi innan sem utan skóla. Áhugamál hans eru rauðvín, ostar og rómantískar gamanmyndir. Hvað ertu að læra? Ég er á öðru ári í viðskiptafræði.
Hefur HR staðið undir væntingum? Námið í HR hefur staðið undir væntingum. Flestir kennarar eru ótrúlega góðir og vilja allt fyrir mann gera sem er ótrúlega gott. Reyndar er námið miklu meiri vinna en ég hafði ætlað en þetta er svo skemmtilegt nám að það er ekkert leiðinlegt að læra. Ég bjóst ekki við miklu af félagslífinu og hefur það þess vegna farið langt fram úr mínum væntingum.
Af hverju HR? Ég valdi HR af því að í HR ertu ekki einn af þrjú hundruð manns í Háskólabíói og það er rosalega auðvelt að nálgast kennarana. Einnig höfðaði áherslan á hópavinnu mikið til mín. Ég vildi fara í skóla með góðri aðstöðu og sterkum tengslum við atvinnulífið og þá Hvað hefurðu hugsað þér að nýta námið í/ kom HR eiginlega bara til greina. gera í framtíðinni? Ég hef rosalega mikinn áhuga á fjármálum Hvernig er félagslífið? og viðskiptum þannig að ég býst við að Félagslífið í HR er frábært. Ég er núna vinna í fjármálageiranum í framtíðinni en gjaldkeri í Félagi viðskiptafræðinema það góða við viðskiptafræðina er hversu og það er rosalega mikið að gerast hjá fjölbreytt námið er og þannig hef ég fullt af okkur. Við gerum alltaf eitthvað skemmti- möguleikum þegar ég klára. Ef mig langar legt á föstudögum, eins og að fara í vísinda- að gera eitthvað annað verður það ekkert mál. ferðir. Allir sem koma að félagslífinu hérna eru rosalega metnaðargjarnt og hresst fólk. Ætlar þú að taka meistaranám í HR? Nei, ég ætla í master erlendis. Hvernig er aðstaðan? Aðstaðan er fullkomin, nánast allt í kennslustofunum er tölvustýrt og það er Hvað er best við HR? rosalega mikið pláss alls staðar. Ég var góðu Ekki spurning að fólkið er best í HR. vanur úr Verzló en aðstaðan hérna er enn þá betri. Einnig er algjör snilld að hafa World Hvað er verst við HR? Class niðri í kjallara skólans. Maturinn og verðið í mötuneytinu.
Hvernig fer kennslan fram í HR? Í hverjum tíma eru 30-70 manns og svo eru dæmatímar með færri nemendum. Þetta þýðir að það er lítið mál að nálgast kennarann. Kennararnir eru náttúrulega mjög mismunandi en allir fagmenn á sínu sviði. Síðan er mikið af hópaverkefnum og stemning myndast þegar allir eru að hjálpa öllum. Mig langaði ekkert mikið að vera alltaf einn að læra þannig að mér finnst það frábært. Sérðu eftir því að hafa valið HR í stað HÍ? Nei, alls ekki. Að fara í HR er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Mér líður mjög vel hérna.
21
Российская Федерация 54 nemendur í valgreininni Rússland: Saga og menning, fóru í fimm daga vettvangsferð til Sankti Pétursborgar á dögunum 12. til 17. október. Rússneska utanríkisráðuneytið og utanríkismálaskrifstofa Sankti Pétursborgar var hópnum innan handar og greiddu götu hans í ferðinni. Fararstjórar og skipuleggjendur ferðarinnar voru þau Bessí Jóhannsdóttir, Hallur Örn Jónsson og Jón Ingvar Kjaran. Flogið var til Helskinki þann 12. október og síðan var farið þaðan í rútu til Pétursborgar. Dagurinn eftir var tekinn snemma og heimsóttu nemendur tvo háskóla, annars vegar Tækni- og hönnunarháskólann og hins vegar Menningar- og listaháskólann. Þar hlýddu nemendur á fyrirlestra um menningu og listir og sögu Pétursborgar. Í millitíðinni var kirkja heilags Ísaks heimsótt. Góður rómur var gerður að fyrirlestrunum og spurðu nemendur fyrirlesara fjölda spurninga og náðu að tengja viðfangsefnið vel við námsefni áfangans. Þann 14. október var svo Vetrarhöllin og Hermitage-safnið heimsótt. Fengu nem-
22
endur þar ágætis kynningu á höllinni og sögu hennar. Ennfremur voru vel valin málverk af þeim 3 millj. verka sem safnið hefur að geyma skoðuð og kynnt nemendum. Því næst var virki Péturs og Páls heimsótt og samnefnd kirkja en þar eru Rómanóvarnir grafnir. Um kvöldið fór stór hluti hópsins á ballettinn Öskubusku eftir Prókófiev í hinu fræga óperuhúsi borgarinnar, Marinskí. Þann 15. október, var farið út fyrir borgina, allaleið til þorpsins Pushkin sem er í um 30 km utan við Sankti Pétursborg. Þar var sumaraðsetur Rómanóvanna og var ein af höllum þeirra heimsótt þar, Katrínarhöllin. Nemendur voru leiddir um bygginguna og
fengu góða leiðsögn um sögu hallarinnar. Þegar aftur var komið til Pétursborgar var farið með hópinn á markað rétt við Blóðkirkjuna. Þar gerðu margir nemendur góð kaup. Pétursborg var svo kvödd með söknuði þann 16. október og farið í rútu aftur til Helsinki. Þangað var komið seint um kvöld og kom hópurinn sér fyrir á gistiheimili í miðborg borgarinnar. Eftir það tóku fararstjórar hópinn í stutta kvöldgöngu um borgina þar sem vel valdar byggingar voru skoðaðar. Daginn eftir var svo farið í flug heim til Íslands og komið þangað seinni part dags. Má segja að ferðin hafi heppnast mjög vel og voru nemendur og kennarar ánægðir með ferðina.
23
Tíska Ljósmyndir:
Sara Sigurðardóttir
Myndvinnsla:
Hildigunnur Sigvaldadóttir
24
Daníel Ómar Jakobsson, GK
Daníel Ómar Jakobsson og Valtýr Bjarnason, GK
25
26
Daníel Ómar Jakobsson og Valtýr Bjarnason, GK
Telma Ólafsdóttir og Brynja Guðmundsdóttir, Kron Kron og Einvera
27
28
Telma Ólafsdóttir og Brynja Guðmundsdóttir, Einvera
Telma Ólafsdóttir og Brynja Guðmundsdóttir, Einvera og Kiosk
29
Kรถkuskreytingarkeppni
30
Rockabilly
31
Adrenalínfíklar Ve rz l u n a rs kó l a n s Fallhlífarstökk
Í Verzló eru fullt af misjafnlega klikkuðum krökkum. Við ákváðum að leita af nokkrum sem eru drullu klikkaðir og komast að því afhverju þau eru svona klikkuð. Rafn Ritstjóri
Snjóbretti Hvað ertu búinn að vera á snjóbretti lengi? Ég byrjaði á snjóbretti að alvöru fyrir svona fimm árum. Hvað er svona heillandi við snjóAlexander 5-X bretti? Snjóbrettari Skemmtilegur lífsstíll, góður félagsskapur með vinum, alltaf nóg af möguleikum og maður getur alltaf náð lengra. Ertu mikið á snjóbretti á veturna? Það má segja það að ég mæti oftar heldur en fjallið er opið. Hvað hefurðu tekið þátt í mörgum mótum og hvaða? Ég hef tekið þátt í tveimur Íslandsmeistaramótum. Hver er uppáhalds snjóbrettakappinn þinn? Rosa gaman að fylgjast með íslensku strákunum og þá sérstaklega Halldóri, þeir gefa út flotta vídeóparta á hverju ári og eru duglegir að henda vídeóum af sér inn á netið. Hefur þú farið út á bretti? Hef farið fjórum sinnum út, til Bandaríkjanna, Andorra, Sviss og Austurríkis. Það var geðveikt í Sviss. Vorum á helluðu skíðasvæði sem heitir Laax með endalausu púðri og risa parki.
32
Magnús Ritnefnd
Af hverju fórstu ekki út að keppa? Það voru alltaf pælingar að fara út í skóla og vera á snjóbretti en ég var ekki nógu ákveðinn. Hvernig snjóbretti áttu? Bataleon Riot 155 og Bataleon Fun-Kink 151. Hvað hefurðu átt mörg bretti? Sex. Hvaða bretti mælir Verzlinginn? Bataleon, auðvitað.
þú
með
fyrir
Hefurðu meiðst á snjóbretti? Ef svo er, hvernig? Lenti í því síðasta vetur, daginn fyrir afmælisdaginn minn, að bakbrjóta mig aldeilis skemmtilega á palli í Hlíðarfjalli á Akureyri. Það tók þrjá mánuði að jafna mig en annars hef ég sloppið vel. Lumar þú á einhverjum fróðleik sem gæti nýst Verzlingnum? Beardo og Thuggie. Mjög gott combo á köldum dögum.
Bláfjöll eða Skálafell? Bláfjöll. Hefur þú hugleitt að flytja til AK til þess að gera stundað bretti að alvöru? Eiginlega sama pæling og með útlönd, fór aldrei all in. Hvað er erfiðasta „trickið“ sem þú hefur gert? Cork 720° með grabi. Hvernig nennirðu þessu? Af hverju ekki að nenna þessu, það er allt frábært við þetta og þú gleymir öllu stressi í kringum þig og sekkur alveg inn í það að renna þér bara og hugsa ekki um neitt annað. Lýstu draumariðinu, hvernig snjór, með hverjum, hvar, hvenær og á hvaða bretti. Draumurinn er að komast í Heli-skiing í góðum hópi í risa brekku með metra af púðri í glampandi sól og nóg af natural pöllum fram af klettum og hengjum. Ekkert annað skiptir máli.
Parkour
Ólafur 4-A Parkouristi
Hvað er parkour? Parkour er aðferð til að komast frá A til B á sem hraðastan og skilvirkastan hátt og mögulegt er með stökkum, klifri o.fl. Engin hindrun í umhverfinu á að geta stöðvað mann.
Hvenær kom parkour til Íslands? Fyrir svona 5-6 árum byrjuðu nokkrir strákar að hoppa og leika sér að gera myndbönd. Svo árið 2007 eða 2008 byrjaði maður, sem heitir Sindri Viborg, að kenna parkour í Björkinni. Er hægt að æfa parkour á Íslandi? Já, það er hægt að æfa í Björkinni í Hafnarfirði, Gerplu, í Norðlingaholtinu, á Akranesi og Akureyri. Hver er munurinn á free running og parkour? Parkour er það sem ég lýsti við spurningunni á undan. Free running er svo það sem ég hef verið að stunda miklu meira. Því er best
M o to r C ro s s Í nokkrum orðum, hvað er krossari? Tvö hjól, vél, dass af snilld og SWAG.
Hvar stundar maður þetta sport? er maður Halla 5-R Annaðhvort í brautum eða í Krossarastelpa enduro. Það eru alveg nokkrar brautir nálægt Reykjavík eins og hjá Litlu kaffistofunni, í Mosó, Grindavík og á Álftanesi. Svo er líka hægt að fara í enduro en þá er maður að hjóla um einhverja slóða, þess vegna á hálendinu. Er hægt að æfa þetta á Íslandi? Það er alveg hægt og það eru margir sem gera það. Þeir sem eru bestir og eru að keppa fara líklega nánast á hverjum degi.
lýst sem streetfimleikum þar sem áherslan er frekar lögð á heljarstökk og annað fimleikaskylt í stað þess að komast bara yfir hindranir. Í free running notar maður umhverfið til að gera eitthvað flott og skapandi. Hvað ertu búinn að æfa þetta lengi? Rúm 3 ár, held ég. Er þetta hættulegt sport? Eru meiðsli tíð? Myndi ekki segja að þetta væri neitt sérstaklega hættulegt ef fólk veit hvað það er að gera og er búið að æfa sig innanhúss áður en það fer að gera stökkin úti. En meiðsli eru alveg nokkuð algeng eins og í flestum íþróttum en það eru nokkrir heppnir sem hafa verið í þessu lengi og hafa sloppið. Hefurðu slasast við þetta? Já, hef þurft að taka mér frí í átta mánuði vegna álagsmeiðsla í baki sem ég var búinn að hundsa alltof lengi og var þess vegna kominn með sprungu í hryggjarlið. Svo hef ég alveg dottið og lent á hausnum en aldrei neitt mjög alvarlegt.
Eru margir sem stunda parkour? Er ekki með neina nákvæma tölu en held að þeir sem stundi parkour og free running á Íslandi séu eitthvað á milli 200 og 300. Er til félag áhugamanna? Haha, nei, því miður.
íslenskra
parkour
Er þetta eitthvað sem þú mælir með fyrir almenna Verzlinginn? Algjörlega! Sérstaklega fyrir þá sem elska adrenalín.
Getur hver sem er farið út á næsta grasbala og byrjað að stunda parkour? Já, í rauninni, myndi samt skipta grasbalanum út fyrir innanhússaðstöðu svona til að byrja með. Er notaður einhver sérstakur búnaður? Innanhúss eru notuð áhöld eins og trampólín, stökkbretti, slár, dýnur og púðar en úti notar maður bara umhverfið. Svo eru hlaupaskór snilld þegar maður er úti.
Hvað ertu búinn að stunda krossarann lengi? Ég held ég hafi byrjaði í 8. bekk en þá fór ég eitthvað voða lítið. Síðan í 9. og 10. bekk var ég að keppa í þessu þó ég hafi nú ekkert verið að sigra heiminn. Síðan þá hef ég bara verið að leika mér á þessu. Eru margar stelpur sem stunda þetta? Það er alveg slatti. Það eru mun fleiri strákar en það er til dæmis alveg keppt sér í kvennaflokki. Hvað þarf maður til að byrja? Er startpakkinn dýr? Hann er eiginlega alveg drulludýr. Við byrjuðum 2007 þannig að það var nú muuuun ódýrara. Það þarf að eiga hjól, brynju, galla, hjálm, skó og svo kerru til að ferðast með hjólið þar sem það er bannað að keyra á götunum. Núna er þetta líklega í kringum milljón.
Er þetta hættulegt sport? Eru meiðsli tíð? Það er alveg öruggara að vera í skák en þetta er samt ekkert það hættulegt. Algengustu meiðslin eru beinbrot og þau geta alveg verið frekar brutal en eru oftast ekkert svo slæm. Hefurðu slasast við þetta? Það hefur nú aldrei neitt komið fyrir mig en einu sinni handleggsbrotnaði Andrea, vinkona mín, þegar við fórum á krossara á Tenerife. Þá var ferðin nú eiginlega ónýt en það er önnur saga. Hvenær varð þetta vinsælt á Íslandi? Það varð algjör sprengja í þessu 2006-2007 eða eins og Ari nokkur Ísberg myndi kannski orða það: Kaboom… POW Hefurðu gert eitthvað kúl á krossaranum? Svona venjulega fer ég í 360 en tek tvöfalt afturábak heljar við tilefni. Veistu um einhvern frægan Íslending sem stundar sportið? Ekki sem ég man eftir, nema Heiða NIKITA. Ég hef allavega aldrei dottið í Halla&Frægir á krossara.
33
BMX
Benedikt 4-X Hjólagaur
Stendur BMX fyrir eitthvað? Já það stendur fyrir Bicycle Motocross. Hvar stundar maður þetta sport? Það er hægt að stunda BMX út um allt. Miðbærinn er mjög skemmtilegur en svo er einnig hægt að fara á skatepörk, en bestu pörkinn eru í Garðabæ, Fífunni, Mosó og Laugardalnum.
Stunda þetta margir hér á landi? Eins og er eru ekkert rosalega margir í þessu, við erum að tala um svona þrjátíu manns. En ég hef trú á að þetta sé á góðri uppleið og stefnan er að gera þetta vinsælla en fótboltann árið 2015 og þjóðaríþrótt Íslendinga árið 2016!!! Hefuru keppt í þessu? Ég hef tekið þátt í nokkrum keppnum og til dæmis var síðasta keppnin haldin í
Hvað er svona gaman við að hjóla? Það sem gerir BMX svona skemmtilegt er FRELSIÐ. Ég get farið á BMX hvenær sem er, hvar sem er og gert hvað sem er. Það fylgja þessu engar reglur og hver hjólari hefur sinn stíl. Svo má ekki gleyma félagsskapnum, sem er alveg frábær. Eru margar stelpur sem stunda þetta? Því miður eru engar stelpur á Íslandi sem stunda þetta en það væri alltaf gaman að fá einhverjar í hópinn. Hvað þarf maður til að byrja? Er startpakkinn dýr? Það sem þarf er hjól og svo er það auðvitað hjálmurinn og legghlífar fyrir suma. Ég myndi ekki segja að þetta væri dýrt, nema þú ætlir að kaupa þér allt það besta strax. Hvernig datt þér í hug að byrja í þessu? Þegar ég var lítill æfði ég fótbolta. Ég hjólaði á æfingarnar og á leiðinni fór ég framhjá stökkpöllum. Ég komst að því að það var skemmtilegra að hjóla á æfingarnar en að spila fótboltann, þannig ég hætti að æfa og byrjaði að hjóla. Með tímanum óx áhuginn og ég varð betri og mér finnst núna ekkert skemmtilegra en að hjóla. Er þetta hættulegt sport? Eru meiðsli tíð? Eins og öllum jaðarsportum fylgir BMX-sportinu líka áhætta. Ég þekki marga sem hafa lent í því að brjóta sig, slíta liðbönd og fá góðar skrámur á líkamann.
Hefurðu gert eitthvað kúl á hjólinu? Tjaaa ætli ég hafi ekki gert eitthvað kúl, annars væri nú ekki mikill tilgangur í þessu. Það er nú samt voða persónubundið hvað fólki finnst kúl og hvað er ekki kúl. Ef einhver hefur áhuga getur hann skoðað http://vimeo.com/user1083072 og séð hvort ég sé að gera eitthvað kúl. Áttu þér draumahjól? Hjólið mitt er nú bara eiginlega draumahjólið enda hef ég keypt bestu varahlutina á það og byggt það upp af ástríðu eins og ég vil hafa það.
Hefurðu slasast við þetta? Sem betur fer hef ég bara lent í skrámunum og vona að það verði áfram þannig! Laugardalshöllinni sem var fáránlega gaman. Ég vona bara að það verði fleiri svoleiðis keppnir í komandi framtíð.
Hvenær varð þetta vinsælt á Íslandi? Ég myndi segja að þetta hafi orðið vinsælt í kringum 2006 og núna hefur þetta aldrei verið stærra.
Fallhlífarstökk Elísabet 6-B Fallhlífarstökkvari
Í nokkrum orðum, hvað er fallhlífarstökk? Fallhlífarstökk er þegar maður stekkur úr hæð og dettur í frjálsu falli og losar að lokum skerm sem hægir á þér svo þú lendir örugglega á löppunum á jörðinni.
Hver er munurinn á fallhlífarstökki og base jump? Sko, fallhlífarstökk og basejump byggir á því sama nema í fallhlífarstökki er stokkið úr flugvél, þyrlu, loftbelg eða álíka farartæki en í basejumpi er stokkið af föstum hlut, eins og t.d. húsi, turni eða fjalli. Er hægt að æfa fallhlífarstökk á Íslandi? Hvar? Já, ef maður er ógeðslega ríkur og á flugvél, flugmann og fallhlíf. Þú getur æft það alls staðar þar sem er flugvöllur og gott veður.
34
Ert þú þá ógeðslega rík? Nei, ég á ekki flugmann. Hvað ertu búinn að stunda þetta sport lengi? Síðan í október 2009. Hvernig datt þér í hug að byrja að stunda fallhlífarstökk? Sú hugmynd var nú ekki alveg úr lausu lofti gripin. Ég fékk þá hugdettu þegar halakartan mín féll frá þegar hún stökk fram af brúninni á búrinu sínu.
Er þetta hættulegt sport? Eru meiðsli tíð? Afar hættulegt ef óvarlega er farið. En sem betur fer eru meiðsli eru ekki tíð. Hefurðu slasast við þetta? Ég fótbrotnaði einu sinni. Hvenær kom fallhlífarstökk til Íslands? 1941 með hernáminu. Hvernig líður þér í loftinu? Um hvað hugsarðu? Ég er frjáls eins og fuglinn og hugsanir mínar endurspegla líf arnarins sem svífur um snæviþakta tinda Vestfjarðakjálkans.
Klettaklifur
Guðmundur 6-R Klifurköttur
Hvar stundar maður klifur? Ef maður ætlar að gera það í alvörunni þá verður maður að gera það í útlöndum. Hérna á Íslandi eru samt alveg slatti að svæðum sem hægt er að fara á, t.d. uppi í Hvalfirði og fyrir austan.
Hvað ertu búinn að klifra lengi? Ég er búinn að klifra alla mína æfi en ég byrjaði í klettaklifri 11 ára. Hvað þarf maður til að byrja? Er startpakkinn dýr? Í grunninn þarf hendur og fætur til að byrja. En alvöru pakkinn inniheldur belti, skó, karabínur, tvista, línu og t r yg g i n ga r t ó l og er ekki undir hundraðþúsundkallinum. Er þetta hættulegt sport? Ein mistök eru ekki leyfileg. Ef það klik-
Kö f u n Hvar stundar maður köfun? Allstaðar þar sem er vatn.
Starkaður 6-X
Líka í geislavirku vatni? Já, ef það er eina vatnið í boði.
Kafari
Hvað ertu búinn að kafa lengi? Ég fékk kafararéttindi í sumar. Var samt byrjaður að fikta við þetta smá áður en ég fékk þau. Hvað þarf maður til að byrja? Er startpakkinn dýr? Hann er rosadýr. Maður þarf BCD, loftkút, regulator og lóðbelti. Gætir sloppið með 400.000 kr., en þá færðu örrugglega ekki galla með.
kar einn hnútur þá er þetta búið spil. Þetta er samt ekki hættulegt ef þú gerir það rétt. Grjóthrun og vont veður geta líka reynst hættulegt. Hefurðu slasast við þetta? Ekki alvarlega, bara minniháttar sár og svona. En hef verið mjög oft nálægt því. Hver er hættulegasti/skrítnasti staðurinn sem þú hefur klifrað á? Hættulegasti staðurinn sem ég hef klifrað á er í jökulsprungu á Sólheimajökli. Það brotnaði stórt stykki úr jöklinum og það þaut framhjá mér. Hefði steindrepist ef ég hefði fengið það í mig. Hvar æfir maður sig? Á fjöllum og í klifurhúsum.
Ertu þá ekki lofthræddur? Nei, ég myndi ekki segja það. Ef maður gerir ekki neitt í langan tíma þá kemur lofthræðslan alltaf aftur en hún er ekki lengi að fara.
Er til klifurfélag á Íslandi? Já, Íslenski Alpaklúbburinn Er hægt að gera einhver klifur „trikk”? Það er hægt að gera ýmis trikk, t.d. dyno og hlauparinn. Útskýrðu hlauparann Maður er í línunni og hleypur meðfram veggnum. Eins og í The Matrix Hvar dreymir þig um að klifra? Á Íslandi langar mig að klifra Gýgjarsporshamri í Jökulfjörðum en útlöndum er það Chamonix í Frakklandi.
Hvað er skemmtilegast við að klifra? Það skemmtilegasta við þetta er að vera í hæðinni. Það er svo róandi og það eru svo fáir sem upplifa þetta.
í í
Fórstu einhverntímann í klifurturninn í Kringlunni? Já, heldur betur. Fór þangað einu sinni og var skíthræddur! Er þetta einstaklingssport? Nei, alls ekki. Ef maður stundar þetta einn þá gæti maður þurft að sarga af sér hendina. Stundaru eitthvað annað en klifur? Já ég stunda alla útivist.
Hvernig datt þér í hug að byrja að kafa? Hefur verið draumur frá barnæsku
Hvað er skemmtilegast við að kafa? Að finna fyrir þyngdarleysinu og anda undir vatni.
Er þetta hættulegt sport? Nei, en getur verið það ef maður fer ekki varlega og eftir settum reglum.
Hvað er það dýpsta sem þú hefur kafað? 18,5 metrar.
Hefurðu slasast við þetta? Nei, sem betur fer ekki. Hver er hættulegasti/skrítnasti staðurinn sem þú hefur kafað á? Klárlega á búsvæði árásagjarna kolkrabba við strendur Grikklands. Hefuru fengið að fara í Kafaraskálann í Nauthólsvík? Já, margoft. Er hægt að gera einhver trikk í kafi? Maður getur búið til lofthringi. Svo er hægt að fara í endalus heljarstökk. Hvar dreymir þig um að kafa? Við Galapagos eyjarnar Sefuru með fiskunum? Nei, ég hef aldrei sofnað í kafi. Því fylgir mikil hætta og ég mæli ekki með að fólk prófi það.
Er þetta einstaklingsíþrótt? Nei, alls ekki. Mælst er með því að maður kafi tveir og tveir saman. Nú er til þekkt orðtak sem segir að kalt sé á toppnum. Myndiru segja að það væri kalt á botninum? Það er helvíti kalt á botninum.
35
36
Listó
Listavikan byrjaði þann 31. október og stóð til 4. nóvember. Aðdragandi og undirbúningur hafði verið Gísli langur og var því allt Formaður Listó lagt í að gera þessa viku sem skemmtilegasta.
Það vildi svo heppilega/óheppilega til að á þriðjudeginum var alþjóðlegur dagur án lista. Hann átti að vekja athygli á því hve tómlegt lífið væri án listar. Við létum það ekki á okkur fá heldur hentum við í heljarinnar djazzveislu að hætti Gísla Viðars og co og að sjálfsögðu einn bleikan möndlugraut. Í hádeginu á þriðjudeginum var svo mögnuð danssýning þar sem sex mismunandi danshópar komu og sýndu mismunandi dansform. Fram komu ýmsir danshópar, þar á meðal keppendur úr Dans Dans Dans og 16 tíu ára gamlar ballerínur.
Marmarinn var troðinn af fólki og gerði danssýningin mikla lukku. Miðvikudagurinn innihélt dagskrá sem ég held að hafi aldrei sést áður á Marmaranum. Í korterinu var haldið Rave-partí með öllu tilheyrandi. Strobe-ljós, rave-tónlist, glowsticks, hvítir hlýrabolir, guggur og auðvitað möndlugrautur. Hádegið var nýtt í eftirpartí með viðeigandi tónlist og blómalýsingu. Um kvöldið var haldið sundlaugarpartí í Sundhöll Reykjavíkur. Fimmtudagurinn var ekki af verri endanum þar sem Stuðmaðurinn Egill Ólafsson kíkti á okkur í korterinu og söng þrjú gömul og góð lög. Í hádeginu var mögnuð tískusýning á vegum tískuráðs Listafélagsins. Þar sýndu allir helstu íslenskir hönnuðir vinnu sína. Einnig var fatahönnunarkeppni þar sem Júlíanna Ósk Hafberg bar sigur úr býtum. Nú var kominn föstudagur. Í korterinu spilaði skólahljómsveitin og hádegið var nýtt í miðasölu. Um kvöldið var leikritið Drepið á dyr frumsýnt. Mikil stemning var í Bláa sal sem var þétt setinn. Allir mættu í sínu fínasta pússi.
Við í Listafélaginu þökkum öllum kærlega fyrir frábæra viku og vonum að allir hafi haft gaman af.
37
Pool party
38
39
Vælið
Vælsvikan hófst með pompi og prakt. Marmarinn var skreyttur hátt og lágt með rauðum dregli, blöðrum og plakötum af keppendum. Nemendur voru æstir í að kaupa miða á þennan stóra viðburð og Katrín miklar biðraðir mynduðust í korters- og Formaður Skemmtinefndar hádegishléum. Áður en skemmtinefndin vissi var orðið uppselt í 970 sæti í Háskólabíói og fólk komið á biðlista þar að auki.
Ýmis skemmtiatriði voru fengin á Marmarann í vikunni til að skapa stemningu fyrir keppnina. Tómas Hrafn í 5-B kitlaði hláturtaugarnar hjá Verzlingum með uppistandinu sínu, Ívar Schram, betur þekktur undir rapparanafninu IMMO, hippaði og hoppaði við góðar undirektir. Síðast en ekki síst tróð Jón Jónsson, fyrrum Verzlingur, upp og heillaði Verzlinga upp úr skónum með ljúfum tónum sínum og góðu gríni. Allt ætlaði um koll að keyra þegar hann fékk upp á svið til sín grímuklæddan mann úr áhorfendaskaranum. Maðurinn túlkaði tónlistina með seiðandi dansi. Á föstudagskvöldið var loksins komið að því sem allir höfðu beðið eftir. Vælið hófst með fréttaflutningi Boga Ágústssonar (Stóra B) og metnaðarfullu dansatriði frá nokkrum flinkustu dönsurum skólans. Því næst voru kynnar kvöldsins kynntir til leiks, þeir Jörundur, Anton og Egill. Hvert glæsiatriðið á fætur öðru steig á svið og keppendur létu ljós sitt skína fyrir framan allan hópinn. Þegar öll atriðin voru búin kom Hugleikur Dagsson áhorfendum úr jafnvægi með svörtum húmor sínum á meðan dómararnir réðu ráðum sínum. Dómnefndina skipuðu Jón Jónsson, Ágústa Eva og Arnór í Agent Fresco en fyrstu verðlaunin, sem þau veittu, fengu drengirnir í Downtown Boys fyrir sjarmerandi takta á sviði. Þá fengu María Nelson og co verðlaun fyrir frumlegasta atriðið, Hringrás lífsins úr Konungi ljónanna. Í þriðja sæti voru Hildur Vala og Víðir Þór með lagið „Broken Strings“ eftir James Morrison. Annað sætið hreppti María Ólafs fyrir flutning sinn á laginu „Moment Like This“ eftir Kelly Clarkson. En sigurvegari Vælsins árið 2011 var engin önnur en Þórdís Birna með lagið „The Trouble With Love Is“, einnig eftir Kelly Clarkson.
Þetta var frábært kvöld sem verður eflaust lengi haft í manna minnum. Ég vil þakka öllum sem komu að undirbúningi þess rosalega vel fyrir! Viva Verzló!
40
41
Tvívídd...
Módel:
Gunnar Ari Kristjánsson Hjörtur Ívan Sigbjörnsson Gunnhildur Sif Oddsdóttir Davíð Baldursson Svanhildur Erla Traustadóttir Ósvald Jarl Traustason Snorri Björnsson
Ljósmyndarar:
Rafn Erlingsson Hildigunnur Sigvaldadóttir
Myndvinnsla:
Hildigunnur Sigvaldadóttir Rafn Erlingsson
DANS
STUDIO WORLD
CLASS
DANSNÁMSKEIÐ FRÁ 16. JANÚAR 2012 12 vikna námskeið Verð kr. 23.900 Nemendasýning í Borgarleikhúsinu
C
M
Y
CM
Danskeppnin DANSOFF í Tjarnarbíó
MY
CY
MY
K
Skemmtun & heilsa í jólagjöf Kynntu þér úrvalið á www.worldclass.is
World Class Laugum Reykjavík • Kringlunni Reykjavík • HR Reykjavík • Spönginni Grafarvogi Dalshrauni Hafnarfirði • Ögurhvarfi Kópavogi • Turninum Kópavogi • Lágafellslaug Mosfellsbæ • Sundlaug Seltjarnarness Korthafar fá aðgang að Laugardalslaug, Lágafellslaug og Sundlaug Seltjarnarness
www.worldclass.is