Viljinn

Page 1


Viljinn 1. tbl. 104. árgangur. Febrúar 2012

Publisher N.F.V.Í

Editor-in-chief Rafn Erlingsson

Editors

Áslaug Björnsdóttir Edda Konráðsdóttir Hildigunnur Sigvaldadóttir Magnús Mar Arnarson Sara Sigurðardóttir Þórey Bergsdóttir

Design

Rafn Erlingsson Hildigunnur Sigvaldadóttir Haukur Kristinsson

Photographers

Rafn Erlingsson Þórdís Erla Sveinsdóttir Sara Sigurðardóttir Hildigunnur Sigvaldadóttir Þórdís Þorkelsdóttir Þórey Bergsdóttir Baldur Kristjánsson Fleira gott fólk

Cover model

Hel: Þórhildur Þórarinsdóttir, 4-D

Printing

Stafræna Prentsmiðjan

Special thanks to:

Ari Páll Ísberg, 6-X Arnar Geir Sæmundsson, 6-E Davíð Baldursson, 6-R Gísli Grímsson, 6-R Hilmar Ragnarsson, 6-R Ragnar Þór Valgeirsson, 5-X Sigríður Erla Sturludóttir, 6-A Þórdís Erla Sveinsdóttir, 6-A Þórdís Þorkelsdóttir, 5-R Agnar Bergsson, 13 ára Baldur Kristjánsson, ljósmyndari Birta Stefánsdóttir, 5-X Guðrún Gígja Georgsdóttir, 5-B Gísli Karl Ingvarsson, háskólastrákur Haukur Kristinsson, 3-X Hrafninn hennar Gígju Hrafnkell Oddi Guðjónsson, 5-I Hörður Guðmundsson, 3-D Hörn Valdimarsdóttir, 5-A Jakob Gabríel Þórhallsson, 3-I Olga Lilja Bjarnardóttir Sæþór Bergsson, 11 ára Þóra Katrín Þórsdóttir, 6-U Allir viðmælendur Greinahöfundar Öll model Bókasafn Verzlunarskólans Tiger Partýbúðin Mjölnir

Ritstjórn Viljans 2011-2012


Efnisyfirlit Hugleiðingar ritstjóra. . . . .4 Íþróvika . . . . . . . . . . .6 Að kúka í kringum kæró . . . 7 Jólaball. . . . . . . . . . . . 8 Gleðipinnar . . . . . . . . . 9 Að eignast pening. . . . . 10 Fatafíkn. . . . . . . . . . . 12 Afhverju að deita strippara. 13 Öðruvísi störf. . . . . . . . 14 Stúdíó Dásamlegt . . . . . . 15 Demó . . . . . . . . . . . 16 Gagnleg fegurðarráð. . . . 18 Heitt/kalt. . . . . . . . . . 19 Aðsent efni. . . . . . . . . 20 Tískufangi . . . . . . . . . 21 Verzlingar með frægum . . 23 Stelur fötum foreldranna . . 24 iPhonebrjálæðið . . . . . . 25 Miðjuplagg. . . . . . . . . 26 Rómantískar kvikmyndir . . 28 Bestu plötur 2011 . . . . . 30 Gangatíska. . . . . . . . . 32 Nemó . . . . . . . . . . . 34 This is why I’m broke. . . . 36 Bókaormar Verzló. . . . . 37 Fornir guðir. . . . . . . . . 40

25

6

8

16

36

34

26

37

30


Hugleiðingar ritstjóra Það er búin að vera mikil lægð yfir landinu. Fólk meira og minna mætir seint eða er steinsofandi í öllum tímum. Til þess að slá á áhrif Óla Lokbrá er til sölu kaffidrykkur í okkar heittelskuðu Matbúð eða McBúð eins og ég vil kalla hana. Hins vegar er einn hængur á. Þetta kaffi virkar ekki eins og ætlast er til. Grunur allra beinist nú til þess að þetta svokallaða „kaffi“ sé koffeinlaust eða díkjef. Þetta kaffi er jafn hressandi og að lesa greinar á bleikt.is sem fjalla um 10 eitthvað sem má eða má ekki í einhverju tilviki. Eins þolinmóður og ég er fyrir ruslpressu þá geta þessar greinar gengið af mér dauðum. Greinarnar eru alltaf skrifaðar af fólki sem heldur að það sé sérfræðingar í öllum heimsins málefnum. Ég las um daginn grein sem hét „10 hlutir sem karlmenn eiga ekki að gera á fyrsta stefnumóti.“ Hlutur númer 4 var svo-hljóðandi: „Ekki leysa vind og stynja eða gefa frá þér búkhljóð á meðan prumpinu stendur við matarborðið.“ Hver í helvítinu myndi gera það? Er það ekki bara common sense að maður kúkar ekki á sig og öskar á sama tíma og maður er að reyna við stelpu. Afhverju ekki að kalla greinarnar „10 hlutir sem þú veist og allir aðrir sem lesa þessa grein og kemur engum á óvart varðandi samskipti kynjanna, kynlíf, mannasiði og aðra hluti sem maður lærði í leikskóla.“ En þrátt fyrir pirrandi greinahöfunda þá eru fimm mínútna hléin í skólanum ein bestu. Maður situr inni í stofunni að læra í 40 mínútur og þegar bjallan hringir þá flýtir maður sér eitt mesta til að fara fram og sitja þar... Í fimm mínútur. Mesta chill sem hægt er að hugsa sér. Reyndar er pirrandi hvað það kemur enginn á Marmarann eftir áramót. Það er eins og að Marmarinn sé mikið þægilegri til að vera á fyrir áramót. Það er fáránlegt. Stemmningin er þar sem fólkið er. Fólk sem vill ekki chilla á Marmaranum er eins og fólk sem finnst góðar bíómyndir lélegar. Ég skil

4

ekki fólk sem kann ekki að meta góðar bíómyndir. Einu sinni var ég að deita stelpu. Við vorum búin að vera að hittast í þónokkurn tíma og mér var farið að lítast vel á hana. Hins vegar breyttist það skyndilega eftir eina kvöldstund þegar við ætluðum að kúra og horfa á mynd. Ég stakk uppá Forrest Gump og þá sagði hún: „Njeee mér finnst hún leiðinleg. Getum við ekki frekar horft á You, Me and Dupree?“ Sambandið fjaraði töluvert út eftir þetta bíókvöld. Eftir að hafa átt núna í hamingjusömu sambandi í nokkurn tíma þá tek ég eftir stelpum á svolítið annan hátt. Ég horfi ekki á þær með þessum girndaraugum líkt og hinn almenni Verzlingur. Ég pæli frekar í þeim og týpunni sem þær púlla. Í byrjun skólans þótti rosa mikið inn að slétta hárið, sletta á sig púðrinu og drekkja sér í ilmvatni Skinkur voru þær kallaðar. En þegar líður á skólann og fólk er farið að fullorðnast virðist fatastíll þeirra þroskast, sumar þó meira en aðrar, eins og bragðlaukarnir gera með tímanum. Stelpur virðast hafa skilið skinku dressið eftir heima og ákveðið að mæta í því sem liggur hendi næst á morgnanna. Artý týpan kemur því sterk inn með aldrinum. Það er eins og skinkan hafi dáið út jafn skjótt og vesti á böllum hafa gert hjá strákum. Stelpur hafa misst allan metnað á því að líta út eins og þær séu á leiðinni á ball og eru lang flestnar farnar að líta út eins og þær séu að fara í sleepover partý með stelpunum. Hvort þetta sé jákvæð þróun verður hver að dæma fyrir sig. Ó skinka, where art thou?

Rafn Erlingsson Ritstjóri



Íþróvika

6


Að kúka í kringum

kærustuna

Það getur tekið sinn tíma að venjast því að eiga kærustu. Hægt og rólega lærið þið þó inn á siði og venjur hvors annars, verðið eins og eitt og deilið öllu. Þó er eitt skref sem erfitt er að komast yfir. Sú athöfn að fara inn á klósett og gera númer tvö er það skref sem pör eiga í mestum erfiðleikum við að yfirstíga. Fátt er eðlilegra en að kúka. Samt finnst strákum óþægilegt að gera það nálægt nýju kærustunni og stelpur kúka víst ekki. Eða svo segja þær. Á fyrstu vikunum er hægt að komast hjá þessu og sleppa allri umræðu, en á endanum verður þetta óumflýjanlegt. Hérna eru nokkrar hugmyndir til að hjálpa strákum (nú eða stelpum) að höndla vandamálið.

Með sturtuna í gangi

Á meðan hún sefur

Með tónlist í gangi

Þú verður að plana þetta frekar vel. Ef þú ert morgunpersóna verður þú að vakna á undann henni til að „gera þig til“. Á morgnanna er alltaf leyfilegt að taka mikinn tíma til að hafa sig til svo henni ætti ekki að gruna neitt. Ef þú ert hinsvegar nátthrafn verður þú að bíða þar til hún dottar yfir sjónvarpinu eða sofnar uppi í rúmi.

Á meðan hún horfir á sjónvarpið Stelpur glata gjörsamlega tímaskyninu þegar þær horfa á sjónvarpið. Ef þið komið heim úr skólanum saman á miðjum degi og þú ert alveg í spreng, plantaðu þér þá með henni fyrir framan sjónvarpið og kveiktu á Neighbours. Þeir eru alltaf í sjónvarpinu á daginn. Eftir um fimm mínútur verður hún úr út heiminum og þú hefur nægan tíma til að leika listir þínar á klósettinu. Ef hún er hinsvegar ekki mikið fyrir sjónvarp, þá er hægt að plata hana með YouTube eða tískubloggum.

Ef sturtan er í gangi ætti vonandi ekki að heyrast neitt fram og þú hefur nægan tíma. Gott ráð er að sturta samt ekki niður fyrr en eftir sturtuna. Einnig er hægt að kveikja á hárblásaranum og þykjast vera að blása á sér hárið.

Þegar hún er nýbúin á klósettinu Stelpur eyða gríðarlegum tíma á klósettinu. Við höldum að þær séu þar að gera sig „sætar“, en miðað við tímanum sem þær eyða í að gera sig „sætar“ þá held ég að það sé kjaftæði. Þær eru inni á klósetti að gera hið ónátturlega. Þessvegna er gott að grípa gæsina þegar þær eru nýbúnar. Þegar þær koma af klósettinu er eðli þeirra að halda sig fjærri sönnunargögnunum og vera saklausar. Því er tilvalið fyrir stráka að drífa sig strax á eftir þeim og njóta þess.

Segðu henni frá nýju bandi sem hún verði að hlusta á. Láttu hana fá iPodinn og stóru Sennheiser heyrnartólin svo hún geti notið tónlistarinnar betur. Þú segir við hana að þú komir að vörmu spori, þurfir aðeins að kíkja á netið til að finna upplýsingar um hljómsveitina. Þú hefur hátt í fimmtán mínútur áður en hún setur spurningamerki við fjarveru þína og lækkar í tónlistinni.

Með hana nálægt Hægt og rólega yfirstígið þið vandræðaleikann sem fylgir því að kúka og fátt verður eðlilegra en að skreppa í númer tvö.

7


J贸laball

8


Gleðipinnar

Viljans Appelsínu-mangó íspinni Smá jógúrt 200 ml. Vatn 150 g. Sykur 2 mangó 1 appelsína Fyrst fyllirðu botninn á ísmótinu sem þú ætlar að nota með jógúrti. Þú getur notað hreint jógúrt eða þá valið þér jógúrt með bragði. Þetta getur þú prófað þig áfram með til þess að finna út hvað þér finnst best. Þú frystir jógúrtið og á meðan býrðu til mangó blönduna. Til að byrja með þarftu að hita 200 ml. af vatni og 150 g. af sykri í litlum potti. Passaðu að hafa ekki of mikinn hita því sykurinn getur auðveldlega brunnið. Þegar þetta byrjar að sjóða lækkarðu hitann niður í meðalhita og lætur krauma í þrjár til fjórar mínútur. Takið pottinn svo af hitanum og leyfðu þessu að kólna. Á meðan geturðu skorið niður tvö mango í teninga og kreist eina stóra appelsínu. Næst seturðu þetta allt saman í blandara og blandar vel saman. Gott er að setja svo blönduna í ískápinn í smá stund áður en þú setur hana í ísmótin. Þegar blandan er kólnuð hellirðu henni í mótin og setur pinnan í áður en þú setur mótin aftur í frystinn til að leyfa þessu að frjósa.

Vatnsmelónu og myntu íspinni ¼ vatnsmelóna 1/3 bolli sykur 1/3 bolli mintulauf 1 límóna Skerðu um það bil ¼ af vatnsmelónu niður í bita. Betra er ef melónan er steinlaus en ef hún er það ekki þarftu að hreinsa steinana í burtu. Settu melónuna, sykurinn, myntuna og safann úr einni límónu í blandara og blandaðu vel saman. Flóknara er það ekki. Þú setur þetta svo bara í mót og frysti.

Bleikur og grænn íspinni Græni hlutinn: 2 bananar 2 handfylli af spínati ½ bolli vanillujógúrt ½ bolli vatn

Bleiki hlutinn: 3 bollar jarðaber ½ bolli vanillujógúrt 1 msk. Hunang

Græni hlutinn af íspinnanum er búinn til fyrst. Þú byrjar á því að setja tvo banana, tvö handfylli af spínati, ½ bolla af vanillu jógúrti og ½ bolla af vatni í blandara. Þegar þetta er búið að blandast vel saman hellirðu því í ísmót. Þú verður að passa að skilja eftir nóg pláss fyrir bleika hlutann. Næst skellirðu mótunum í frystinn og byrjar á bleika hlutanum. Í honum eru þrír bollar af skornum jarðaberjum, ½ bolli af vanillujógúrti og ein matskeið hunang. Þú blandar þessu öllu vel saman eins og áður. Þegar græni hlutinn er tilbúin stingur þú pinnanum í frosna partinn og hellir svo bleika hlutanum ofan á. Þá er ekkert annað að gera en að stinga þessu aftur í frystinn og bíða eftir að þetta verði tilbúið.

Pro tips • Ef þú átt ekki plastmót til að nota þá er stórsniðugt að nota pappaglös í staðinn. Þau eru ódýr og þægilegt og svo þegar ísinn er tilbúin er bara hægt að rífa þau utan af ísnum. • Gott er að setja mótið undir rennandi heitt vatn ef erfitt reynist að ná ísnum úr mótinu. • Ef pinninn vill ekki haldast uppréttur í forminu er gott að setja ísinn í smá stund í frystinn svo blandan verið stinn og stinga svo pinnanum í. Þú þarft bara að passa að gleyma ísnum ekki í frystinum svo hann verði ekki orðinn of harður áður.

9


Að eignast pening með skóla Sara Ritnefnd

Margir námsmenn kannast við að vera með tóm veski og innistæðulaus kort. Hér eru nokkrar hugmyndir að leiðum til að drýgja tekjurnar sem fela ekki í sér að mæta bara í vinnuna heldur eru þetta einfaldlega skemmtileg verkefni sem hægt er að taka að sér með skólanum.

Ræktaðu grænmeti eða blóm. Bæði sparar það matarkostnað fyrir þig og svo geturðu líka selt til nágrannanna. Garðyrkja er líka mjög róandi og skemmtilegt áhugamál.

Stofnaðu bloggsíðu. Ef hún verður vinsæl getur þú fengið auglýsingar og í hvert skipti sem fólk klikkar á þær færðu hluta af gróðanum. Bloggsíðan getur verið um allt milli himins og jarðar. Finndu hvað það er sem þú hefur áhuga á, hvort sem það er tíska eða tæknivörur.

Reyndu fyrir þér í módelbransanum.

Kanntu að sauma?

Hver vill ekki vera módel? Hellingur af flottum fötum og make-uppi og þú þarft bara að brosa og vera sætur. Ef þú ert ekki svo heppinn í andlitinu en með flottan maga eða fallegar hendur geturðu orðið líkamspartamódel. Margar kvikmyndastjörnur nýta sér t.d. líkamshlutamódel í nektarsenum.

Ertu góður ljósmyndari?

Gerðu við föt fyrir fólk. Lagaðu rifna vasa, bilaða rennilása og annað smálegt sem fólk nennir ekki að gera.

Það vantar alltaf kroppa fyrir módel. Það eina sem þú þarft að gera er að standa kyrr í ákveðinn tíma. Er hægt að biðja um þægilegra starf ? Þetta verkefni er samt alls ekki fyrir alla, sjálfstraust er lykilatriði og spéhræðsla er bönnuð.

Seldu myndirnar þínar! Það eru til myndabankar á netinu sem geyma myndirnar þínar og ef einhver áhugasamur kaupandi birtist selja þeir hana fyrir þig og þú færð hluta af ágóðanum. Það er hægt að hafa mikið upp úr þessu ef þú landar góðum díl. Dagblöð og tímarit eru alltaf að leita að sniðugum myndum og sama má segja um fyrirtæki fyrir auglýsingar og fleira. Þetta þurfa ekki endilega að vera einverjar pro landslagsmyndir heldur kannski bara skemmtilegar eða fyndnar myndir af þér og þínum á góðri stundu.

Ertu flinkur bakari?

Kauptu týndan farangur.

Vertu statisti Vertu statisti í bíómynd eða sjónvarpsþætti. Nokkrar mínútur af frægð og nokkrir seðlar í vasann.

Vertu nakið módel á teikninámskeiði.

Seldu kökur á kökubasar eða gangtu í hús í hverfinu og seldu nýbakaðar kleinur. Enginn getur sagt nei við því. Ef þú ert laginn við sykurmassa er um að gera að bjóðast til að búa til kökur fyrir alls konar tilefni, t.d. afmæli, skírnir og fleira þvíumlíkt.

Ótrúlegt en satt þá bjóða sumir flugvellir upp á að fólk geti keypt farangur sem enginn hefur vitjað um. Þú veist ekki hvað er í töskunum fyrr en þú hefur keypt þær en eftir það er þér frjálst að gera hvað sem er við innihaldið! Þú getur t.d. selt það og grætt slatta.

Ertu flinkur á hljóðfæri?

Ertu klár?

Afhverju ekki að koma sér fyrir á Laugaveginum og leika ljúfa tóna fyrir lýðinn, græða nokkra hundraðkalla og lífga upp á bæjarlífið í leiðinni.

Seldu gömlu fötin þín.

Miðlaðu þekkingu þinni og veittu einkakennslu. Notfærðu þér það sem guð gaf þér, hvort sem þú ert stærðfræðiséní, tölvunörd eða sleipur í spænskunni, þetta er tækifæri fyrir þinn innri nörd til að blómstra. Þú getur t.d. byrjað á að bjóða fram þjónustu þína til busalinga fyrir jólaprófin.

Basic. Hvaða stelpa í Verzló á ekki ógrynni af fötum sem hún notar ekki? Viðurkennið það, stelpur, þið eruð sekar. Til hvers að láta gömlu fötin liggja inni í skáp og taka pláss. Skelltu þér í Kolaportið eða hentu gripunum á netið. Hver veit nema þú gætir grætt eitthvað á draslinu þínu. Ef þú átt ekkert drasl geturðu boðist til að sjá um að selja dót fyrir vini þína og fengið í staðinn hluta af sölunni.

Fáðu þér auglýsingu á bílinn þinn.

Bjóddu þig fram sem tilraunadýr.

Vertu þýðandi. Fullt af fólki þarf aðstoð við að þýða skjöl, skýrslur, ritgerðir, bækur og ýmislegt fleira. Ef þú færð þér löggilt þýðandaleyfi geturðu farið að græða verulega á þessum bransa. Hjálpaðu fólki að hlaða tónlist af geisladiskum inn á ipodinn sinn. Það er ótrúlega mikið af gamlingjum sem kann því miður ekkert á tölvur og gæti vel þegið smá hjálp, t.d við að hlaða inn myndum, hlaða niður tónlist, læra á Facebook og fleira. Þessi geiri býður upp á helling af möguleikum.

Mörg fyrirtæki eru að setja nýjar vörur á markaðinn og leita eftir fólki til að prófa þær. Í þessu felst oft frír matur eða önnur aukaleg fríðindi. Ýmsar stofnanir á borð við Íslenska erfðagreiningu eru líka oft að leita að tilraunadýrum til að gangast undir alls konar læknisfræðilegar eða sálrænar rannsóknir, t.d. svefnrannsóknir eða lyfjaprófanir. Hafa ber í huga að þessum prófum fylgir samt ákveðin áhætta. Ef þú kýst fremur eitthvað áhættulaust getur þú skráð þig á markaðskannanasíður og fengið borgað fyrir að taka skoðanakannanir. Passaðu samt að nota ekki aðalnetfangið þitt svo þú verðir ekki bomberaður af spammi.

Ertu snyrtifræðingur í þér?

10

Ertu með góðan garð og græna fingur?

Bjóddu upp á litun og plokkun eða settu gervineglur á vinkonur mömmu þinnar. Þú gætir líka boðist til að mála stelpur fyrir grunnskólaböll gegn smágreiðslu.

Kannski ekki ef þú ekur um á glænýjum bíl frá mömmu og pabba, en ef þetta er gömul Lada eða þaðan af verra þá skaðar ein auglýsing á húddið ekki neitt.

Ertu klár í tungumálum?

Ertu flinkur penni? Skrifaðu smásögu og seldu á netinu. Það selst ógrynni af smásögum á hverjum degi í Bretlandi. Hver veit líka nema þetta gæti leitt þig til frægðar.

Ertu dýravinur? Taktu að þér að fara út að labba með hunda í hverfinu. Hreyfing, útivist og peningar, allt í einum pakka.

Bílaþvottur. Skelltu þér í sundskýluna (eða pollagallann) og bjóddu fólki upp á ódýrt bílabón.


Chillmeistari Viljans Halla Berglind Jónsdóttir Er ein heima og leiðist!!!!

Halla Berglind Jónsdóttir

ég hefði nú alveg átt von á þessu niðrí bæ... en rétt í þessu kom ég á mitt eigið heimili og þar stóð öryggisvörður frá securitas sem bað mig vinsamlegast um að sýna skilríki

Arnar Geir Sæmundsson

á skalanum 1-10, hversu lauslátur er ég?

Hilmar Ragnarsson

Starkaður Hróbjartsson er maður sem aldrei skal lána eitt né ipod því hann lætur frænku sína fá það og hún flytur með það út á land þar sem greinilega er ekkert símasamband því hann getur ómögulega hringt í hana!

Aron Már Ólafsson

Fór typpaminnkunar aðgerð. Er núna bara með 1

Halla Berglind Jónsdóttir

skrópaði í tíma í fyrsta skiptið í dag!! það væri kannski meira badass ef ég hefði ekki gert það til að læra undir stærðfræðipróf

Sigurður Þór Haraldsson ég er lítil kúkafýla

FJÖLSKYLDU

Sóley Rún

Ókei djöfull er ég ánægð hvað ég er mikil skvísa í Verzló og vá hvað ég vonaað að sagt verði nafnið mitt í útvarpi verzló á hálftímafresti

Halla Berglind Jónsdóttir

Pikuprump í hljóðlátum joga sal er ekkert skemmtilegt..

Snorri Björnsson

Kallinn á leiðinni i bæjinn, stelpurnar í nfví hata ekki að sjá strákinn i bænum þar sem kjellinn er i nefndinni. Tjekkið a gjemla, verð a B5, 8682824!!

C

3290 kr.

2 RISABÁTAR AÐ EIGIN VALI EÐA 2 PIZZUR M/2 ÁLEGGJUM & 2L GOS

20% afsláttur af matseðli & 15% afsláttur af tilboðum fyrir Verzlinga í allan vetur

Hilmar Ragnarsson

Vasarúnkarinn sem ég gaf sjálfum mér í jólagjöf er nú orðinn slitinn og ljótur, og svo er ég kominn með nuddsár. 2012 byrjar ekkert alltof vel

Steinn Arnar Kjartansson

Það er single vika!!! Likeaðu ef þú vilt byrja með mér sendu mer hjarta ef þu elskar mig og broskall ef þu vilt bara vera vinir

Hrafnkell Ásgeirsson

þoli ekki pressuna sem fylgir því að vera liðsstjóri morfís ..

Hörður Guðmundsson

Var að kveikja á iPod eftir helgina og sá að Pétur Helgi Einarsson hafði skreitt hann með “blue waffle” og “kúka” myndum ... takk fyrir haha


Fatafíkn Þórey Ritnefnd

Ég heiti Þórey Bergsdóttir og ég á við vandamál að stríða sem margar stelpur ættu að kannast við. Ég kaupi alltof mikið af fötum. Mér finnst ég aldrei eiga neitt til að fara í og eyði peningunum mínum óspart í nýjar flíkur. En að sjálfsögðu er ein staðreynd sem að erfitt er að líta framhjá - föt kosta peninga. Auk þess hefur það örugglega ekki farið fram hjá neinum að föt á Íslandi kosta ógeðslega mikið af peningum.

Eins og flestir hafa tekið eftir hefur tískan verið að fara í hringi og gömul föt verið að líta aftur dagsins ljós. Þessi second-hand tíska hefur nú verið ráðandi í nokkur ár og nýta búðir, eins og Spútútnik, Nostalgía og Rokk og Rósir sér það óspart og selja notaðar flíkur fyrir himinháar upphæðir. Þetta hefur lengi farið í taugarnar á mér, sérstaklega af því að oft á tíðum er ekkert samræmi á milli verðs og gæða. Ég er mikill gramsari og hef alltaf haft gaman að því að fara á flóamarkaði, í kolaportið og þess háttar. Fyrir tveimur árum kynntist ég nýju hugtaki sem ég vissi ekki að væri til og breytti fjárhagsástandi mínu til muna.

Nytjamarkaðir! Nytjamarkaðir eru búðir sem að selja allskonar dót úr búi fólks á mjög ódýru verði, t.d. raftæki, bækur, málverk, húsgögn og að sjálfsögðu föt, skó og skartgripi. Allur ágóðinn rennur óspart til góðgerðarmála og eru lang flestir sem að vinna á þessum mörkuðum sjálfboðaliðar. Fatnaðurinn sem fæst á þessum nytjamörkuðum er flest allur notaður og ef vel er gáð er hægt að finna flíkur sem eru af sama toga og verið er að selja í þessum rándýru second hand búðum nema á miklu, miklu lægra verði!

Auðvitað hafa Nytjamarkaðir að geyma aragrúa af allskonar flíkum og vil ég benda á að oft þarf að gramsa vel eftir einhverju flottu, en eins og máltækið segir „leitið og þér munuð finna!“ Til eru margir nytjamarkaðir á höfuðborgarsvæðinu og þar sem að ég hef heimsótt flesta þeirra oftar en einu sinni veit ég að úrvalið er misgott. Ég hef samt ákveðið að taka saman mínar uppáhaldsbúðir sem að ég mæli með svo þeir sem að nenna að gramsa eftir ódýrum gersemum geti kíkt á!

Nytjamarkaðurinn ABC Það er ekki langt síðan að ég uppgvötaði þennan skemmtilega markað, sem er staðsettur í Súðavogi 3, rétt hjá Holtagörðum. Þar kennir margra grasa, en þessi nytjamarkaður er á tveimur hæðum og er stútfullur af fötum og allskonar dóti. Þarna eru seld húsgögn, bækur, plötur, leirtau og svo mætti lengi telja. Það sem mér finnst mjög skemmtilegt við þennan markað er að allt sem í honum fæst er á verðbilinu 100-2000 kr. sem þýðir að þetta er klárlega staðurinn til að gera þrusugóð kaup!

12


Rauði Krossinn Fatamarkaðir Rauða Krossins eru fimm á höfuborgarsvæðinu. Tvo þeirra má finna á Laugarveginum. Annan á Laugarvegi 116 og hinn á Laugarvegi 12. Þessir nytjamarkaðir selja aðallega föt, fylgihluti og skó. Þessi á Laugarvegi 12 er frekar lítill, en mjög kósý. Öll fötin þarna eru mjög vel farin, enda er búið að sortera það flottasta frá öllum fötunum sem að berast til Rauða Krossins og setja í þessa búð. Fötin þarna eru þó aðeins dýrari en í nytjamarkaði ABC, en þau eru flest á verðbilinu 1000-3000 kr. Einnig rekur Rauði Krossinn markað í Mjóddinni, Hafnarfirði og Garðabæ

Af h v e r j u a ð d e i t a

strippara? Heitar vinkonur Allir stripparar eiga heitar vinkonur og að hanga með gellum er gaman.

Strákar munu öfunda þig Ef strákur sést með stelpu sem er heitari en hann, þá munu allir strákar hata þann strák. Það er vísindalega sannað. Og það vilja allir vera þessi strákur.

Basarinn - Nytjamarkaður Kristniboða Basarinn er staðsettur í Austurveri á Háaleitisbraut 68. Basarinn er ekki einungis með föt heldur er hann líka með skemmtilegt úrval af gömlum antík húsgögnum á mjög góðu verði og að mínu mati, mjög skemmtilegt skartgripaúrval! Eins og hinir nytjamarkaðarnir er Basarinn líka með fata- og skóhorn sem gaman er að gramsa í. Ég enda samt oftast í skartgripaleit þegar að ég legg leið mína á þennan skemmtilega basar.

Reynsla Stripparar fá borgað fyrir að láta þér líða eins og þú sért Lionel Messi í lóðréttum íþróttum. Þær veita þér bestu stundir lífs þíns eins og enginn sé morgundagurinn og geta skilið þig eftir í fósturstellingu sjúgandi þumalinn.

Þær koma þér inn Stripparar fara alltaf fremst í röðina og komast alltaf inn. Enginn dyravörður neitar að hleypa strippara inn. Þeir gætuhinsvegar gefið þér auga, en ef þú ert með strippara þá kemstu inn.

Lítið sjálfsálit Stripparar eru ekki með mikið sjálsálit. Þær er ef til vill ekki sáttar með drykkfellda feður sína og eru sífellt að rífast við þá. Þá finnst þeim þær vera meiri vesalingar en þú ert og það er gott fyrir þitt eigið sjálfsálit!

Hún mun verja þig í slagsmálum Ef kærastan þín er strippari, þá munt þú lenda í slagsmálum, hvort sem þér líkar það eður ei. Hún mun samt alltaf verja þig og ráðast á andstæðinginn eins og svangur skógarbjörn. Öskrið í henni mun einnig vekja athygli og laða að vel vaxna herramenn sum taka við og pakka saman aumingja manninum sem byrjaði slagsmálin.

Allar aðrar stelpur munu líta venjulega út Ef þú ferð að deita aðrar stelpur seinna meir, þá skiptir engu máli hversu skrítnar eða klikkaðar þær eru. Þær munu alltaf líta eðlilega út borið saman við stripparann.

13


Verzlingar í öðruvísi störfum Í Verzlunarskólanum er fjöldinn allur af ungu menntafólki á framabraut. Flestir vinna til þess að eiga pening fyrir bensíni, skólagjöldum, útskriftarferðum og öðrum nauðsynjum í lífinu. Viljinn fann nokkra krakka sem vinna ekki beint þessa týpísku „vinnu með skóla“ og spurði þau spjaranna úr.

Formaður unglingadeildar Hundaræktafélags Íslands Við hvað starfar þú? Ég er formaður unglingadeildar Hundaræktafélags Íslands

Eigandi garðsláttursfyrirtækis Hvernig er að vera tvítugur og eiga þitt eigið fyrirtæki? Það er bara nokkuð gott. Ég fæ að vera minn eigin herra og ráða vinnutímanum sjálfur. Ég hef líka uppgötvað það á mínum stutta ferli að þetta er skotheld leið til að heilla mömmur upp úr skónum. Af hverju garðsláttufyrirtæki? Ég ásamt frænda mínum stofnuðum þetta Sláttuvél fyrirtæki því að við vissum að það væri erfitt að redda annari sumarvinnu. Ég hafði nefninlega unnið hjá garðyrkjumanni áður svo ég vissi sirka hvað ég átti að gera þegar það kom að garðaþjónustu.

Jónas 6-Y

Hefur þig einhverntíman dreymt um að verða garðyrkjumaður? Eins og staðan er í dag þá sé ég allavega ekki sjálfan mig sem einhvern garðakóng í framtíðinni. Þó má í raun segja það að æskudraumur sé að rætast því að þegar ég var yngri langaði mig oft til að slá garða hjá fólki fyrir pening til að fjármagna sælgætiskaup.

Rannveig 6-U Hundaræktandi

Hvað áttu marga hunda? Ég á 3 papillon hunda. Ertu sammála því þegar fólk segir hunda vera bestu vinir mannsins? Að sjálfsögðu. Hver er uppáhalds hundabrellan þín? Þegar ég næ þeim til að fara í afturábak flikk.

Súrálsbílstjóri Geturðu útskýrt starf þitt aðeins fyrir okkur? Ég keyri um kerskálana í álverinu á stórum gulum bíl og dreifi súráli yfir nýju skautin í kerunum.

Vitaviðgerðarmaður

Sigvaldi 5-S

Geturðu lýst starfi þínu örlítið fyrir okkur? Þetta er semsagt þannig að við erum fimm saman í hóp, plús einn hundur, og við förum út á land í sirka 1-3 vikur í senn. Í þessum túrum erum við í stuttu máli að vinna við það að viðhalda vitum. Við annað hvort málum vitann eða berum á hann múrviðgerðarefni að utan og síðan er ljóshúsið tekið í gegn, ryðhreinsað og málað og að innan málum við bæði veggi og gólf.

Hvert er hlutverk þitt í þínu starfi? Ég og stelpurnar, sem eru með mér í stjórn, höfum umsjón með unglingastarfinu í félaginu og sjáum um sýningakeppnir fyrir unga krakka og kennum fólki að sýna hundana sína.

Kristín Þóra 6-U

Þarftu að kunna eitthvað í efnafræði til að geta keyrt bíl fullan af súráli? Nei.

Bílstjóri

Hvað þarf maður að gera ef manni langar til að verða súrálsbílstjóri? Sækja um í álverinu og biðja til guðs.

Vitasérfræðingur

Hvað kom til að þú ákvaðst að gerast vitaviðgerðarmaður? Ég frétti af þessari vinnu í gegnum föður minn sem vinnur hjá Siglingastofnun. Mig langaði virkilega að vera í einhverri spennandi útivinnu og þessi vinna uppfyllti þau skilyrði vel. Síðan er maður er ekkert að hata mánaðarmótin.

Sjókona Hvernig er það að vera kvenmaður á sjó? Þetta var erfitt jobb en skemmtilegt, ótrúlega gaman að fá tækifæri að fara á sjóinn og vinna sem alvöru sjómaður. Kallarnir um borð voru líka algjörir fagmenn.

Ertu mikill vitaáhugamaður? Nei, ég get nú ekki sagt það. Áttu þér uppáhalds vita á Íslandi? Ég er nú ennþá bara semi rookie í þessu en af þeim vitum sem ég hef farið í er það Kálfshamarsvíkurviti fyrir norðan, umhverfi hans er stórbrotið.

Rebekka 6-D Sjókvendi

Hvert var hlutverk þitt á bátnum? Mismunandi, fyrri túrinn var ég á litlum snurvoðubát og seinni á 2.000 tonna frystitogara. Finnst þér fiskur góður? Hollur og góður.

Er þetta vel launað starf ? Launin samræma sér vel við alla erfiðis vinnuna.

14


be

u yout

o

tudi

/S .com

legt

m Dasa

-F

n3 Ólaso Snær r ó d n ei -X, St

n3 insso Krist r u k , Hau n 3-F gósso g i V inn

Ste Árni

Studlo Dasamlegt Hvað er Studio Dasamlegt? Það er nafnið á tilvonandi fyrirtæki okkar. Hvert stefnið þið? Við stefnum á stærri opnun en Contraband. Í hverju sérhæfið þið ykkur? Okkar sérsvið liggur vissulega í myndbandagerð en tónlistin er að koma sterk inn núna og erum við að vin na að glænýju tónlistarmyndbandi í þessum töluðu orðum. Hvaða myndband eruð þið stoltastir af ? Við erum mjög stoltir af snilldarlausna myndbandinu okkar en áhorfendur okkar eru á einu máli um að myndbandið Mannasiðir sé þar efst á lista. Hefur Studio Dasamlegt unnið til verðlauna? Jú jú mikið rétt, við hrepptum titilinn “Flottasta myndbandið” í snilldarlausnum Marel á síðastliðnu ári. Eru öll myndböndin ykkar sýnileg almenningi? Nei einungis það nýjasta er á síðunni okkar en vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að setja saman “Best of Dasamlegt” myndband sem mun innihalda bestu moment Dasamlegt. Hvenær mun næsta meistaraverk ykkar líta dagsins ljós? Jú eins og við sögðum áðan þá erum við að vinna að splunkunýju tónlistarmyndbandi sem við vonumst til þess að klára á næstu dögum. Þetta mun vera fyrsta tónlistarmyndbandið úr okkar smiðju svo það verður spennandi að sjá viðbrögðin. Að lokum, hverjir eruð þið og hvaðan komið þið? Við erum prúðir pörupiltar í 3. bekk Verzlunarskólans. Við erum Árni Steinn, Haukur og Steindór Snær. Við komum frá Kórahverfi Kópavogs og vorum allir í sama grunnskóla eða Hörðuvallaskóla eins og hann er oftast kallaður.

Stærsta leyndarmál Studio Dasamlegts Á öllum okkar starfsferli sem spannar um 5 ár hafa fullt af myndböndum litið dagsins ljós. Það sem er merkilegt er að við höfum aldrei gert eitt einasta handrit.

Á næstunni: Við erum að vinna í nýju tónlistarmyndbandi sem mun birtast á veraldarvefnum innan skamms, einnig erum við að huga að nýju efni.

15


Dem贸


L i c e n s e to F u n k ! Rafn Ritstjóri

Baldursbrá hélt tónsmíðakeppnina Demó í Bláa sal þann 19. janúar síðastliðinn. Átta frábær atriði tóku þátt í þessari flottu keppni og á nefndin hrós skilið fyrir vel heppnað kvöld. Allir keppendur stóðu sig vel en í lokin voru þrír ungir drengir á tvítugsaldri sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Það voru þeir Fróði Ploder, Benedikt Eyfjörð og Þorbergur Ingvi í 6-S, en þeir kalla sig License to Funk!, en þeir lentu í 2. sæti í keppninni í fyrra. Ég settist niður með Þorbergi á Kaffi Flóru og átti gott spjall við hann yfir Mangó tei og hrökkbrauði

Hvaðan kemur nafnið? Það var Benni sem datt þetta í hug og okkur Fróða leyst bara vel á það.

Á hvað spilar þú? Ég spila á bassa.

Hvernig tónlist spilið þið? Við erum allir í funkinu, enda með skírteinið.

Hefurðu æft? Hversu lengi? Já ég var svona 13 ára þegar ég sótti bassatíma hjá Gís gítarskólanum en það var ekki nema í tvær annir. Síðan þá hef ég bara spilað sjálfur.

Eruð þið búnir að spila lengi saman? Ég get varla sagt það. Við tókum þátt í Demó í fyrra og það var þá sem ég kynntist Fróða. Síðan þá höfðum við ekkert spilað þangað til nú í ár á Demó 2012. En á þessu ári ætlum við að reyna að spila meira saman. Hafið þið samið mörg lög? Nei þau eru ekki nema tvö eins og er en þau eru fljót að koma. Bæði lögin sömdum við á innan við viku.

Hvarflaði aldrei að ykkur að taka þátt í undankeppni Eurovision? Nei það held ég að muni aldrei gerast enda vandræðalegasta keppnin að okkar mati. En ef einn af okkur deyr er aldrei að vita hvort við reynum á það. Pissið þið í sturtu? Bara í Laugardalslaug og Sundhöllinni.

Hvað getur maður heyrt efnið ykkar? Tékkið á myndbandinu af okkur á youtube ef þið voruð of miklir sauðir til þess að mæta á Demó. Bráðlega verður síðan stúdíó útgáfan sett inn. Er eitthvað framundan? Við unnum frían stúdíó tíma í Demó svo að við ætlum að taka upp sigurlagið á næstu dögum og bara spila meira, vera slakir á því og hafa gaman. Stefnið þið hátt? Við komumst upp í skýin fyrir löngu en stefnum á geiminn einn daginn.

Við óskum stráknum til hamingju með sigurinn og vonumst til að sjá meira frá þeim í framtíðinni.

17


Gagnleg fegurðarráð

(Fyrir bættri heilsu og frískara útlit!)

Háls:

Magi & mitti:

Geymdu ilmvatnið þitt á dökkum og köldum stað því hiti og sól geta eyðilagt lyktina og gert hana súra eða skrítna. Ef þú hefur engan dimman og kaldan stað er ráðlagt að geyma það í ísskáp!

Borðaðu morgunmat! Að sleppa morgunmat eykur líkurnar á hjartasjúkdómum. Líkaminn fastar á meðan þú sefur og við það eykst stress- hormónið cortisol. Þetta veldur kolvetnis þrá sem getur leitt til þyngdaraukningar um miðjuna. Minnkaðu cortisolið með því að borða próteinríkan morgunmat innan við klukkutíma eftir að þú vaknar, td egg, skyr, eða smoothie. Stattu upp! Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem td. sitja og horfa á sjónvarpið í meira en fjóra tíma á dag eru 80% líklegri til að deyja úr hjarta og æðasjúkdómum. Rannsóknir sýna að kirsuber hjálpa til við að brenna fitu. Ef þú borðar kirsuber reglulega í 12 vikur hjálpar það þér að minnka líkamsfituna um 9% , sérstaklega um miðjuna. Kirsuber hjálpa að auki til við að berjast gegn sýkingum sem læknar telja að ýti undir þyngaraukningu. Það er eitt sem tryggir að þú lítir betur út, hreyfing! Ekki nóg með að línurnar lagist heldur færðu líka frískari húð og hár.

Augu: Dragðu hyljarann þinn alltaf alla leið upp að augnkróknum, að nefinu en ekki bara undir augun. Settu ljósan eye-liner meðfram innri barmi augans til að opna upp augun. Augun virka stærri og bjartari. Settu mestan maskara á ystu augnhárin og dragðu liquid-eyelinerinn alltaf alla leið frá augnkróknum og út að enda, ekki byrja á miðju augnlokinu.

Varir: Til að láta lýta út fyrir að þú sért með stærri varir, teiknaðu þá umhverfis varirnar með föl gylltum varablýant. Gerðu þetta eftir að þú hefur meikað þig og áður en þú setur varalitinn Settu laust púður á varirnar áður en þú setur varalit, þannig helst hann mun lengur og klínist mun minna.

Hár: Til að fá flotta strandarliði í staðin fyrir krullur er gott að vefja lokkunum um stórt krullujárn og skilja endana eftir. Hreyfðu svo krullujárnið upp og niður til að passa að hárið festist ekki í krullu. Kláraðu svo lookið með því að greiða í gegnum krullurnar með grófri greiðu. Þegar kemur að hárvörum þá gildir að minna er meira. Ekki nota of mikið sjampó og hárnæringu. Hægt er að nota jógúrt í stað djúpnæringu. Prótín í jógúrtinu getur mýkt þurrt hár. Reyndu að þurrka a.m.k 70% af rakanum úr hárinu þínu áður en þú setur í það froðu eða krem. Eftir því sem hárið er blautara því lélegri verður virknin. Þegar þú setur hárið þitt upp borgar sig að spreyja endana með hársprey áður en þú festir þá á rétta stað. Þá haldast þeir lengur. Ef þú ert náttútulega dökkhærð og hárið þitt hefur lýst í sólinni getur þú lagað það með þvi að hella kókflösku yfir hárið eftir að hafa þvegið það með sjampó. Hreinsaðu hárið eftir 5 mín og settu í það hárnæringu. Ef hárið þitt virkar þreytt og líflaust skaltu skella höfðinu á hvolf og nudda höfuðleðrið með fingurgómunum í allt að eina mínútu. Hárið virkar samstundis þykkara og meira. Nauðsynleg efni fyrir hárið eru a) B-vítamín, þau fást úr kornvörum, mjólkurvörum og salati. b) Fjölómettaðar fitusýrur því annars verður það þurrt. c) Prótín, því annars verður það líflaust og missir gljáann. d) H-vítamín. Það eykur vöxt hárs og nagla. Nudd eykur blóðflæði og þar með hárvöxt. Gott er að nudda hársvörðinn, hnakkann og axlirnar reglulega. Vöðvabólga getur leitt til hármissis!


Neglur: Alltaf nota undirlag með sterku naglalakki því það getur eyðilagt neglurnar. Til að koma í veg fyrir að það komi randarför þegar þú naglalakkar þig skaltu passa að hafa nóg naglalakk á burstanum til að hylja alla nöglina. Forðastu að setja burstan aftur ofan í dósina því þá verða neglurnar subbulegri.

Heitt Mottumars slaufur Mottumars slaufur til styrktar Krabbameinsfélaginu eru mjög nettar flauel slaufur fyrir stelpur sem vilja taka þátt í mottumars eða fyrir stráka sem geta ekki safnað í eina hnausþykka. Ódýrar og styrkja gott málefni!

Lipfinity Lipfinity varalitatússpennarnir frá MAX-Factor eru eitt það sniðugasta. Varalitatússpenni sem þú litar varirnar með líkt og með tússpenna. Það er ótrúlega auðvelt að gera fallegar varir sem smitast ekkert út fyrir og hann endist vel og lengi!

Augabrúnir: Ekki plokka mjög löng hár. Það eyðileggur formið á augabrúnunum. Önnur góð þumalputtaregla er að plokka aldrei hárin fyrir ofan augabrúnirnar, aðeins þau fyrir neðan. Spreyjaðu smá hársprey á augnabrúnaburstann áður en þú lagar augabrúnirnar. Þannig haldast þær lengur á sýnum stað.

Timberland Það er vafasamt hvort þeir eigi heima í heitt eða kalt, en ALLIR virðast eiga a.m.k. eitt par, sem hlýtur að þýða að þeir séu heitir. Þeir eru allavega mjög nytsamlegir hér á Íslandinu. (HiPsTeRuNuM finnst þeir samt orðnir of mainstream og 2cold)

Disco pants Diskóbuxurnar úr American Apparel eru að tröllríða öllu þessa dagana. Þær eru ófáar Verzlópíurnar sem eru farnar að skarta þeim undanfarið, enda er maður sjúklega heit í þeim!

Valli Hvar er Valli?

Kalt

Andlit: Sofðu á bakinu til að forðast að kremja andlitið því það getur valdið hrukkum. Svæðið frá nefinu niður á munn er sérstaklega viðkvæmt. Það er um að gera að splæsa í eitt stk. silkipúða fyrir fegurðarblundinn. Taktu ísmola, legðu hann í vasaklút og nuddaðu honum um andlitið nokkrum sinnum. Það endurnærir húðina og eykur blóðflæði svo húðin verður falleg og fersk. Gufa losar um óhreinindi. Stundaðu gufuna í sundi reglulega.

Kinnar: Blandaðu kinnalitnum þínum í laust púður áður en þú setur hann á andlitið, þá er auðveldara að blanda litinn. Litaðar kinnar lífga upp á andlitið! Prófaðu til dæmis ferskjulitaðan kinnalit.

Valentínusardagurinn Við erum Íslendingar og við búum á Íslandi og höldum því upp á okkar íslensku hefðir, Konudag og Bóndadag!

Matarmyndir á Facebook Það er öllum sama hvað þú borðar. Þú þarft ekki að auglýsa það á netinu.

Busar Djók, þeir eru heitir.

Kælirinn í Bónus Holtagörðum Þessi kælir er max kaldur. Færð brainfreeze þegar þú drekkur mjólkina þaðan.

19


Aðsent efni Snjórinn, hann er þungur. Hann dynur niður í janúar lok. hvenær fer hann? Sumarið, hinu megin við fjallið, Hvenær kemur það? Ég hlakka til... Þá birtir til. Höfundur óþekktur

Efni sendist á viljinn@verslo.is

20



Alexandra Sif Nikulásdóir Módel Fitness keppandi

AMINO ENERGY

Amino Energy er frábær orkudrykkur sem hægt er að drekka hvenær sem er yfir daginn til að fá auka orku. Tvær skeiðar á morgnanna í staðinn fyrir kaffið til að hressa þig við eða órar skeiðar fyrir æfingu til að gera æfinguna ennþá betri ! Amino Energy formúlan frá Optimum Nutrition er einstök blanda af amínósýrum (þar á meðal BCAA, glútamín og, tyrosine) og náúrulegum orkugjöfum eins og grænu tei og náúrulegu koffíni. Inniheldur einnig arginine fyrir aukið blóðflæði og meira "pump" á æfingum. Allt þea og aðeins 10 hitaeiningar í hverjum skammti ! Svo að hvort sem þú ert að byggja upp, passa matarræðið eða vantar auka orku þá hentar Amino Energy fullkomlega !.

NÝTT NÝTT

perform*is

HOLTASMÁRA  //  KÓPAVOGUR // 


Verzlingar meรฐ frรฆgum

23


Stelur fötum foreldranna Þórey Ritnefnd

Birta Stefánsdóttir er 18 ára og er á sínu þriðja ári hér í Versló. Hún stundar nám á eðlisfræðibraut og er í 5-X. Hún hefur eflaust fangað augu margra á göngum skólans, en Birta er með mjög öðruvísi en skemmtilegan fatasmekk. Mig langaði að forvitnast aðeins um fataval hennar og fékk að spyrja hana nokkurra spurninga.

Hvar verslarðu helst? Ég versla ábyggilega mest í Nostalgíu og Spúútnik, allavega hérna heima. Allt vintage er í miklu uppáhaldi og ég leita því mikið í þannig búðir. Ég kem eiginlega alltaf við í Rokk og Rósum eða Lólu á Laugarveginum ef ég er í nágreninu. Fyrir ekki svo löngu byrjaði ég að versla á netinu og er komin á góða leið með að verða fastagestur inn á www.elisabetgunnars.com. Þar panta ég oftast frá H&M eða GinaTricot. Mest af fötunum mínum eru samt komin frá mömmu og pabba. Ég er alltaf að finna eitthvað nýtt (gamalt) inn í skáp hjá þeim.

Hverjar eru uppáhalds búðirnar þínar? Uppáhalds búðirnar mínar eru tvímælalaust Nostalgía og Spúútnik. En svo finnst mér flestallar vintage-búðir mjög skemmtilegar. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Blár pallíettubolur sem ég keypti í einni af árangursríku verslunarferðunum mínum í Nostalgíu. Hver er þín helsta tískufyrirmynd? Ég fylgist mikið með ýmsum tískubloggurum. Þá aðallega á borð við Elin Kling og Victorita Törnegren. Þær tvær eru í miklu uppáhaldi. Stíllinn þeirra er oft mjög einfaldur og þær hafa þessa effortless ímynd sem mér finnst mjög heillandi. Svo finnst mér Olsen systurnar alltaf flottar, þá sérstaklega Mary Kate. Hvernig myndir þú lýsa fatasmekknum þínum? Eitt orð. Vintage. Eða svona að mestu leyti. Ég leitast við að klæðast þægilegum og í senn töff fötum. Það gengur nú reyndar að mínu mati misvel, en maður er jú alltaf að læra. Mér finnst mjög gaman að prófa eitthvað nýtt og reyni að vera svolítið djörf inn á milli. Stíllinn minn er frekar frjálslegur og klæðnaður fer oftast eftir því í hvernig skapi ég er. Ég er oftast í frekar einföldum sniðum og reyni þá frekar að skreyta þau með fallegum smáatriðum – skartgripum og öðrum fylgihlutum. Um daginn las ég á tískubloggi að „less is more“ og ég reyni að hafa það svona á bak við eyrað.

24


iPhonebrjálæði Við í Viljanum gerðum litla skoðanakönnun eftir jól til að komast að því hvað nemendur fengu í jólagjafir. Við komumst að því að um það bil 89% nemenda fengu annaðhvort iPhone eða Timberland skó. Því ákváðum við að taka saman nokkra iPhone-leiki fyrir alla iPhone eigendurna. Því miður eru ekki til margir leikir fyrir Timberlandskó-eigendur en þeim verður allavega hlýtt á tánum sem við í Viljanum teljum mikinn kost.

Angry birds Það er varla hægt að tala um iPhone leiki án þess að minnast á Angry Birds. Hann hefur slegið all rækilega í gegn enda engin furða, hver elskar ekki að kasta reiðum fuglum í svín?

Peggle Einfaldur en samt svo flókinn. Markmið leiksins er að losna við eins marga kubba og þú getur með því að skjóta í þá með botla. Þú átt að reyna að láta boltann hitta í eins marga kubba og þú mögulega getur í einu skoti og að ná að losna við alla appelsínugulu boltana úr borðinu áður en skotin klárast. Svo færðu fleiri stig fyrir flott skot!

Fruit ninja Bráðskemmtilegur og ávanabindandi leikur sem snýst um það að skera niður ávexti. Í hinum raunverulega heimi er kannski ekkert einstaklega spennandi að skera ávexti en allt virðist vera spennandi í hinum ótrúlega heimi iPhone’a. Varaðu þig samt á sprengjunum því ef þú skerð þær óvart er allt á enda. Kaboom...POW!

María Dögg Nelson

Ég er svo hot að það er bara djók! Ég er það hot að ég þarf ekki að ganga í nærbuxum! Beat that!

Kristín Dóra Ólafsdóttir

Sjúmmlaaah nýkomin úr ræktini, þessar byssur rækta sig ekki sjálfar!! Svo er bara að henda í sig eitt stk hámark og skella sér í ljós!! Gúmlaa er öll að koma til fyrir nemó hehehe ;’P

Bjarki Vilmarsson

Aldrei grunaði mig að mánudagar yrðu skemmtilegustu dagar vikunnar.

Kári Mímisson

Fór út að skokka og tók smá upphífingar og armbeygjur og vígði þar með átakið sem ég ætla að kalla “Ekki lengur mjór” en þegar ég kom heim var pabbi búinn að fara á subbulega thai veitingarstaðin sem er hérna rétt hjá og kaupa sveittasta borgara með frönskum sem ég hef séð og sykrað kók með því! Ég skammast mín fyrir að segja að ég stútaði þessu öllu og restinni af djúpsteiktu núðlunum sem þau gömlu gátu ekki klárað, en ég lofa átakið byrjar á morgun.

Ída Pálsdóttir

korteri og 3 sveittum hjálpsömum karlmönnum seinna tók ég handbremsuna af og keyrði af stað kv kona í umferðinni

Hafþór Snær Þórsson

Djöfull ætla ég að fara í snúrubað í kvöld og flækjast eitt mesta! Ég elska að vera svona mikið snúruLEGEND! :***

María Gyða Pétursdóttir

Doodle god Einn tilgangslausasti leikur sem þú munt nokkurntíman spila. Í þessum einstaka leik færðu hvorki meira né minna en að leika Guð. Með því að blanda saman tveim mismunandi efnum og reyna þannig að búa til ný efni færðu að skapa heiminn á nýjan leik. Meira er ekki hægt að gera en bara að prófa hvaða tvö efni blandast saman en samt er þetta leikur sem maður getur ekki hætt að spila.

Leiðist! Kemur einhver í Tetris Battle ? Er sjúklega góð

Auður Finnbogadóttir

Ohhh ég er svo geðveikt sææææææt vá hvað ég er sæt ég er nemóstjarna vá

Unblock me

Salka Þórðardóttir

Skemmtilegur og einfaldur þrautaleikur með 4200 skemmtilegum borðum til að spreyta sig á. Þitt eina markmið er að koma rauða kassanum út um raufina en það getur reynst hægara sagt en gert.

Bjarki Vilmarsson

Temple run Þetta er einstaklega spennandi og ávanabindandi hasarleikur í anda Indiana Jones. Í þessum leik hleypur maður eftir ævintýrabraut en þú þart að passa þig á djöflaöpunum sem elta þig út um allt. Þú þarft að hoppa yfir og renna þér undir allskyns hindranir og safna peningum en með þeim geturu keypt allskyns hjálpartæki og tól.

Gott ad kuka sma .... Ufffff svakaleg lykt

Svakalega skemmtilegt að finna fullt af lús í salatinu þegar maður er alveg að verða búinn með það. Frítt prótín.

Kristín Dóra Ólafsdóttir

Sumir hafa kannski heyrt þetta með að grænmetis-ætur prumpi mikið! ég get sagt af eigin reynslu að það er svo sannarlega satt!!#beiláþessu #nautasteikíkvöld #omnomnom

Glow hockey

Eyþór Logi Þorsteinsson

Þetta er skemmtilegur og einfaldur þythokkí leikur sem flytur mann aftur í tímann þegar maður spreðaði hundraðköllunum í þythokkívélina í Keiluhöllinni! Hægt er að velja um 4 stig frá „Easy” til „Insane” og hægt er að spila bæðia single player og two player! Það er fátt betra en að eyða 5 mínútna hléum í two player Glow Hockey við sessunautinn!

Aron Freyr Lárusson

Gjemle nýbúinn að stúta volcano boxi á KFC og prumpið er svo heitt að það gæti hitað upp kanilsnúða

Englast í snjónum ....




Rómantísk atriði úr kvikmyndum

& hvernig á að endurtaka þau 10 Things I Hate About You Þegar persóna Heath Ledgers, Patrick Verona, hættir að vera ,,bad boy“ til að heilla persónu Juliu Stiles, Kat, og syngur lagið ,,Can‘t take my eyes off of you“ fyrir framan fullan leikvang af fólki með undirspil lúðrasveitar þar til hann er dreginn í burtu. Hlutir sem þú þarft: Leikvangur, míkrafónn og lúðrasveit Tímasetning: Um miðjan dag í björtu veðri, helst þegar fólk er á vellinum. Staðsetning: Nánast hvaða íþróttavöllur sem er kemur til greina. Áætlaður kostnaður: Tiltölulega lítill fyrir utan að borga hljómsveitinni, nema þú eigir vin sem spilar á básúnu og er tilbúinn að leggja þér lið. Undirspil: Lúðrasveit og lagið ,,Cant take my eyes off of you“

Say Anything Klassísk unglingamynd með John Cusack í aðalhlutverki. Atriðið þar sem hann stendur fyrir utan gluggann hennar með boom-boxið yfir öxlunum er ódauðlegt og ótrúlega rómantískt.

Hlutir sem þú þarft: Tímasetning: Staðsetning: Áætlaður kostnaður: Undirspil:

Boom-box. Sumar kvöld væri best, þó það skipti ekki öllu máli. Fyrir utan glugga þinnar heittelskuðu. Lítill. Þarf einungis boom-box. Einhver klassískur, rómantískur smellur.

Titanic ,,Flug senan“ er svo falleg að maður fær verk í hjartað við að horfa.

Love Actually Senan þegar Mark, besti vinur eiginmanns Juliet, birtist á tröppum hennar með spjöld þar sem hann er búinn að skrifa ástarjátningu til hennar.

28

Hlutir sem þú þarft: Stór pappaspjöld og geislaspilara. Tímasetning: Um jólin þegar það er dimmt úti. Staðsetning: Á tröppunum hjá þinni heitelskuðu/þínum heitelskaða. Áætlaður kostnaður: Lítill. Þú ættir að geta fundið gamlann geislaspilara í kjallaranum. Undirspil: Silent Night

Hlutir sem þú þarft: Skip eða skúta. Þú gætir t.d. tekið þetta í Herjólfi. Tímasetning: Skiptir ekki öllu máli en við sólarlag væri geðveikt. Staðsetning: Í stafni skipsins/skútunnar. Kostnaður: ? Undirspil: Celine Dion og panflautan.


Dirty Dancing Dirty Dancing er full af sjóðheitum dansatriðum sem gaman væri að geta leikið eftir. Hlutir sem þú þarft: Dans outfit. Tíma- og staðsetning: Hægt er að dansa hvar og hvenær sem er. Kostnaður: Danstímar fyrir ykkur tvö. Salsatímar fyrir pör hjá dansskóla Jóns Péturs og Köru kostar 15.000 á mann. Undirspil Eitthvað sem fær þig til að dilla þér.

Twilight Senan í fyrstu myndinni þar sem þau liggja í grasinu og horfa á hvort annað og Edward sýnir henni að hann glitrar er kannski aðeins of væmin í augum margra en það er samt auðvelt að leika hana eftir (fyrir utan glimmerið). Finnið ykkur fallega laut út í skóg og farið í rómantíska lautarferð.

Notebook

Þessi mynd er stútfull af rómantískum atriðum sem gjörsamlega bræða hjartað. Á meðal þeirra er atriðið þar sem þau dansa saman út á miðri götu á meðan hann raular ,,I‘ll be seeing you“ með Billie Holiday. Þetta ætti ekki að vera svo erfitt að leika eftir. Hlutir sem þú þarft: Ekkert. Tímasetning: Seint um sumarkvöld. Staðsetning: Fáfarin gata. Áætlaður kostnaður: Enginn, fyrir utan hugsanlega danstíma. Undirspil: I‘ll be seeing you.

Hlutir sem þú þarft: Teppi og gott nesti. Tíma- og staðsetning: Um sumar í fallegri laut eða garði. Kostnaður: Misjafn. Fer eftir hve mikið er eytt í mat. Undirspil Flautuleikur, píanótónar eða bara fuglasöngurinn.

Annað mjög svo rómantískt deit sem hægt væri að endurtaka úr þessari mynd er bátsferðin á svanavatninu. Hlutir sem þú þarft: Árabátur og matur handa fuglunum. Tímasetning: Um sumar, þegar það er bjart og fallegt úti. (Það er samt í lagi þó það fari að rigna). Staðsetning: Eitthvað fallegt vatn, það er t.d. bátaleiga á Laugarvatni. Áætlaður kostnaður: Miðlungs, fer eftir hvar og hvernig bát þú leigir. Undirspil: Óþarfi. Bara náttúrukyrrð og fuglasöngur.

Pretty Woman Atriðið þar sem Richard Gere birtist eins og riddari á hvítri limmu til að ná í ástina sína. Hlutir sem þú þarft: Limósína, blómvöndur og kampavín Tímasetning: Um kvöld þegar þú kemur að ná í hana á rómantíska deitið ykkar. Staðsetning: Taktu einn góðan rúnt um bæinn og endaðu svo á einhverjum fínum veitingastað eða á tónleikum í Hörpunni Kostnaður: Þetta er lúxuskvöld sem menn leyfa sér aðeins ef um er að ræða ,,hina einu réttu“ eða eitthvað mjög sérstakt tilefni. Þetta gæti reynst fátækum námsmönnum frekar dýrt spaug en á móti kemur að þú ert pottþétt að fara að skora eftir þennan rúnt.

29


Bestu plötur Því verður varla neitað að árið 2011 var einstaklega gott ár í heimi tónlistarinnar. Mörg meistaraverk litu dagsins ljós og ákváðum við að taka saman þau sem að okkur þótti best. Þegar kom að því að velja hvaða plötur okkur fannst eiga heima á listanum vandaðist valið. Þær voru einfaldlega allt of margar. Ákváðum við þess vegna að líta á listann okkar frá öðru sjónarhorni og skoðuðum útgáfurnar í hverjum mánuði fyrir sig. Við völdum þá plötu fyrir hvern mánuð ársins sem okkur fannst best og hér er niðurstaðan.

Janúar

James Blake James Blake

Þessi hæfileikaríki drengur frá Einfeld í Bretlandi, er fæddur árið 1988. Hann hefur gefið út nokkrar smáskífur síðan hann hóf tónlistarferil sinn árið 2009. Fyrsta platan hans James Blake er eintóm veisla fyrir þá sem hlusta á raftónlist. Hann sló fyrst í gegn með laginu Limit To Your Love sem var mikið spilað á útvarpsstöðvum landsins en það er að finna á plötunni. Klárlega ein besta plata ársins 2011. Pitchfork 9/10 Rolling stone 3,5/5 Metacritic 81/100 Viljinn 92/100

Apríl

Whokill tUnE-yArDs

w h o k i l l er tíu laga plata frá hinni 32 ára gömlu Merrill Garbuss, sem kemur fram undir nafninu tUnE-yArDs. vW h o k i l l er önnur breiðskífan sem þessi magnaða tónlistarkona gefur frá sér og jafnframt platan sem kom Garbuss á kortið. tUnE-yArDs spiluðu á Iceland Airwaves 2011 við góðar viðtökur á Nasa. Platan er í skrítnari kanntinum rétt eins og Garbuss en kemur skemmtilega á óvart. tUnE-yArDs spilar blöndu sem sjaldan ef ekki aldrei hefur áður heyrst í. Hún blandar saman folk, afropop, R&B, funk og rock.

Pitchfork 8,8/10 Rolling stone 3,5/5 Metacritic 86/100 Viljinn 85/100

30

Febrúar

King of Limbs Radiohead

Radiohead er hljómsveit sem lítt þarf að kynna. Eins og flestir vita þá eiga þeir tvær af topp þremur bestu/vinsælustu plötum 10. áratugarins. The King of Limbs, sem er áttunda breiðskífa hljómsveitarinnar, er ekki eins rokkuð og annað efni sem hljómsveitin hefur gefið frá sér og féll því ekki jafn vel í kramið hjá öllum aðdáendum sveitarinnar. Hún er eilítið frábrugðin þeirra fyrri verkum. Þessi 27 ára gamla hljómsveit slær ekki feilnótu og fær topp dóma hvaðan æfa. Fyrir electrohausana þá er Thom Yorke búinn að vera vinna í sóló verkefni sem hefur fengið góðar undirtektir. Pitchfork 7,9/10 Rolling stone 4/5 Metacritic 88/100 Viljinn 88/100

Maí

Helplessness Blues Fleet Foxes

Helplessness Blues er aðeins önnur stúdíóplata Fleet Foxes sem hófu starfsemi sína árið 2006. Það er óhætt að segja að Fleet Foxes er ein best spilandi hljómsveit samtímans. Fleet Foxes er málið ef þú villt að rólegheitin ráði ríkjum. Pitchfork 8,8/10 Rolling stone 4/5 Metacritic 85/100 Viljinn 94/100

Mars

Þórey Ritnefnd

Magnús Ritnefnd

House of Balloons The Weekend

Abel Tesfaye, betur þekktur sem The Weeknd, er kanadískur listamaður. Abel er fæddur árið 1990 og er því nýr í bransanum. Hann skaut upp kollinum á youtube árið 2010, en gaf út sitt fyrsta efni í mars á síðasta ári. Það var níu laga platan „House of Ballons“. Platan var partur af trílógíu hans á árinu 2011, en í kjölfar plötunnar gaf hann út plöturnar „Thursday“ og „Echoes of Silence“. Lög hans hafa fengið góðar viðtökur hjá tónlistarunnendum jafnt sem gagnrýnendum. The Weekend er rísandi stjarna sem vert er að fylgjast með. Pitchfork 8,5/10 Rolling stone 4/5 Metacritic 87/100 Viljinn 88/100

Júní

Bon Iver Bon Iver

Bon Iver er klárlega ein af skemmtilegustu hljómsveitum heims um þessar mundir. Platan Bon Iver, sem þýðir „góður vetur“, er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hún er á rólegri nótunum en samt heldur hún manni alltaf við efnið. Bon Iver er önnur plata hljómsveitarinnar en fyrst plata þeirra heitir „For Emma, Forever Ago“ sem skartar lögum á borð við „Skinny Love“ og „Flume“. Það má til gamans geta að myndband sveitarinnar við lagið „Holocene“ er tekið upp á Íslandi og leikið af ungum skagamanni. Pitchfork 9,5/10 Rolling stone 3,5/5 Metacritic 86/100 Viljinn 96/100


ársins 2011 Júlí

Within and Without Washed Out

Washed Out er 29 ára strákur frá Bandaríkjunum. Hann er með meistaragráðu í bókmenntum úr háskólanum í Suður Karólínu. Eftir að hann lauk við meistaranám hófst leitin að vinnu en það tókst ekki betur en það að hann endaði heima í Georgíu í herberginu sínu að búa til tónlist, thank god! Hann er þekktastur fyrir lagið sitt „Feel it all around“ sem sló rækilega í gegn fyrir nokkrum árum síðan. Within And Without er plata sem allir raftónlistarunnendur ættu að skoða. Pitchfork 8,3/10 Rolling stone 3,5/5 Metacritic 70/100 Viljinn 80/100

Október

Days Real Estate

Glitrandi gítarhljómar og góður fýlingur einkennir þessa plötu tvímælalaust. Þessi hljómsveit er leidd af söngvaranum Martin Courtney og er þetta önnur breiðskífa þeirra. Platan „Days“ hefur fengið mjög góða dóma og var m.a. í 9. sæti hjá tónlistarsíðunni Pitchfork yfir 50 bestu plötur ársins 2011. Pitchfork 8,7/10 Rolling stone 3/5 Metacritic 77/100 Viljinn 72/100

Ágúst

Watch the Throne Kanye West & Jay Z

„Watch the Throne“ er eflaust búin að vera á repeat hjá flest öllum Verzlingum síðustu mánuði enda þrusu flott plata hér á ferð. Kanye West og Jay Z fá með sér í lið þekkta listamenn á borð við Frank Ocean, Otis Redding, Curtis Mayfield og Beyoncé. Kanye West og Jay Z er blanda sem getur ekki farið úrskeiðis. Pitchfork 8,5/10 Rolling stone 3,5/5 Metacritic 76/100 Viljinn 74/100

Nóvember

Take Care Drake

September

Velociraptor! Kasabian

Taktföstu töffararnir í Kasabian eru hér á ferð með annað meistarverkið. Kasabian er breskt band sem var stofnað árið 1997. Þeir unnu til verðlauna sem besta breska bandið árið 2010 ásamt bestu plötu og besta umslaginu. Velociraptor er fjórða stúdíó plata þeirra. Mjög skemmtileg plata með slögurum á við „Switchblade Smiles“ og „Re-wired“.

Pitchfork 7,1/10 Rolling stone N/A Metacritic 65/100 Viljinn 85/100

Desember

El Camino Black Keys

Meistarinn Drake fær til liðs við sig stór nöfn úr tónlistarbransanum á borð við Nicki Minaj, Rihönnu og The Weeknd á þessari nýjustu plötu sinni. Eins og við mátti búast er útkoman úr þessari blöndu gríðarlega góð!

Rokkararnir Dan Auerbach og Patrick Carney klikka ekki í þessari nýju plötu, en þeir sem fíluðu fyrri plötuna þeirra, „Brothers“ ættu ekki að láta þessa fram hjá sér fara.

Pitchfork 8,6/10 Rolling stone 4/5 Metacritic 77/100 Viljinn 65/100

Pitchfork 7,4/10 Rolling stone 4/5 Metacritic 83/100 Viljinn 73/100

31


Gangatíska

Guðrún Halla Pálsdóttir Peysa: Frá pabba Leggings: Kolaportið Skór: Converse

32

Brynjar Jochumsson Skyrta: American Apparel Golla: Diesel Store Buxur: Gallerí Sautján Sokkar: Hugo Boss Skór: H&M

Ragna Bernburg Skór: Mango Buxur: Cheap Monday Peysa: H&M Úlpa: Zara Trefill: H&M


Ve rz l i n g a

Ásgrímur Gunnarsson Jakki: Zara Buxur: H&M Skór: Converse Peysa: Selected Skyrta: Fann hana inni í skáp

Jóhanna Gunnþóra

Buxur: Weekday Bolur: Zara Blazer: Vintage Hálsmen: Listagallerí á Spáni Skór: Vagabond

Starkaður Hróbjartsson Peysa: Herragarðurinn Buxur: Zara Men Skór: Deres Hár: Natural Red

33


Nem贸


Bugsy Malone Kristín Bu - 3-V

Hvernig fannst þér leikritið? Mér fannst leikritið mjög skemmtilegt og fyndið. Sýningin sjálf mætti samt vera örlítið styttri. Gerðuð þið bekkurinn eitthvað skemmtilegt saman? Já, við fórum á leikritið, í brunch, á Vegamót og

fyrirpartý! Varstu ánægð með ballið? Þetta var klárlega besta ball sem ég hef farið á.

Eyþór Ingi - 4-E Hvernig fannst þér Viddi Verzló standa sig sem Bugsy Malone? Viddi Verzló var þræl flottur sem Bugsy Malone. Hvað gerði bekkurinn saman á nemódaginn? Við fórum á leikritið kl. 10 og síðan beint í ljúfengan brunch. Þar var startaður ratleikur þar sem mitt lið tók easy sigur á liðinu hans Dags (gæinn sem á forsíðuna á Viljanum). Eftir ratleikinn var gert sig til og haldið á Hamborgarafabrikuna og skellt í sig einum Morthens. Síðan var komið sér í Grafarvogin í tryllt fyrirpartý áður en farið var á ballið. Var erfitt að finna outfit fyrir kvöldið? Alls ekki, er með sérsaumuð Nemó tuxedo. Fórstu hamförum á ballinu? Gat lítið gert þar sem vængmaðurinn minn (Haukur Jóns) var með allt niðrum sig og dreif ekki á ballið.

Magnús Örn Fjármálastjóri Nemó

Hvernig gekk undirbúningurinn fyrir nemó? Undirbúningurinn gekk að mestu leyti mjög vel og ferlið er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt. Ótúlegt hvað það er mikið til af hæfileikaríku fólki í skólanum. Ég er líka búinn að kynnast fullt af skemmtilegu fólki. Ég er búinn að hafa mjög gaman af öllu því sem við erum búin að vera að gera og þetta er búið að vera virkilega reynslumikið. Ertu sáttur með útkomuna á leikritinu? Ég er fáránlega sáttur með útkomuna! Þetta er án efa besta Nemó sem ég hef séð og það er í rauninni ótrúlegt að þetta sé menntaskóla leikrit! Að mínu mati hreinlega frábær sem almenn leiksýning. Allir þessir frábæru krakkar sem og listrænu stjórnendurnir eiga mikið hrós skilið. Gerði nefndin eitthvað saman eftir sýninguna? Nefndin fór saman á kaffihús eftir general prufuna og eftir sýningarnar á fimmtudaginn fórum við saman út að borða. Það var mjög gaman en við eigum eflaust eftir að fagna eitthvað betur síðar. Ferlið er samt langt í frá búið og enn nóg að gera. Hvet ég alla Verzlinga sem ekki sáu söngleikinn að mæta á þær sýningar sem eftir eru! Hvernig fannst þér á ballinu? Ég skemmti mér nokkuð vel á ballinu. Maður var samt ábyrgðarmaður (edrú) og vissi að maður þyrfti að taka til eftir ballið þannig maður var ekkert að missa sig í gleðinni. En það var gaman að sjá það, sem maður er búinn að vera að vinna að, verða að veruleika og auðvitað var gaman að hitta allt fólkið. Síðan gekk ballið svo rosalega vel fyrir sig. KR heimilið kom vel út, það tók enga stund að ganga frá og fólk var almennt sátt. Hvernig líður þér núna þegar nemó er búið? Maður finnur fyrir mjög blendnum tilfinningum. Það er eitthvað óraunverulegt við það að sýningin sé loksins tilbúin og eitthvað, sem maður er búinn að vinna að síðan í sumar, sé að verða búið. Maður mun virkilega sakna þess að hafa endalaust að gera, hanga alla daga í Austurbæ og vinna með fólkinu sem kom að sýningunni. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í Nemó og finnst ég í raun vera sannari Verzlingur fyrir vikið enda er Nemó stolt okkar Verzlinga. Ég er alveg ótrúlega stoltur af sýningunni og líður fáránlega vel að svo vel hafi til tekist en bý yfir tregablandinni tilfinningu að ferlinu fari senn að ljúka.

Úlfur 5-F Varstu ánægður með leikritið? Já þetta var flottasta Nemó leikritið hingað til. Gerðuð þið bekkurinn eitthvað saman? Við fórum á genaral sýninguna, svo morgunparty daginn eftir, spiluðum og svo var fyrirpartý og matur fyrir

ballið. Hvað fannst þér um glimmergallan hans Palla? Fínn. Hvað fannst þér standa upp úr á Nemó í ár? Ballið.

Unnur Ósk 6-F Hvernig var svo á síðasta nemóinu? Það var rosalega gaman, ég skemmti mér allavega konunglega. Hvað fannst þér um Bugsy? Sýningin var mjög flott og skemmtileg og lögin voru geðveik. Held að þetta sé skemmtilegasta sýningin sem settu hefur verið upp síðan ég byrjaði í Versló. Hvað gerði bekkurinn þinn saman? Þar sem við vorum á seinni sýningunni þá hittumst við bara um hádegið hjá Báru, borðuðum saman og fórum svo saman á sýninguna. Varstu ánægð með Palla á ballinu? Já mjög, Palli stendur alltaf fyrir sínu.

Ólöf Kristín Leikkona Hvernig fannst þér að frumsýna loks Bugsy Malone? Algjör snilld. Fáar betri tilfinningar til heldur en sú sem maður fékk við að standa uppi á sviðinu í lokin á frumsýningunni eftir að hafa gert sitt allra allra besta! Hvernig hafa viðtökurnar verið? Rosalega góðar. Kemur manni í einstaklega gott skap þegar fólk segir þetta vera eina skemmtilegustu Verzló sýningu sem það hafi séð. Alls ekki leiðinlegt fyrir þá aðila sem komu að sýningunni á einhvern hátt að vera partur af því. Er mikið um æfingar nú þegar frumsýningin er búin? Nei hingað til hafa ekki verið neinar æfingar. Ofast nær er það þannig að eftir frumsýningu taka bara almennar sýningar við. Ef það þarf að fara yfir einhverjar einstaka senur þá er bara mætt tímanlega og farið í þær senur sem þarf áður en sýningin byrjar. Hvað var gert eftir sýninguna? Allir í spennufalli að óska öllum til hamingu, tónlist sett í botn, fólk að missa sig í fagnaðarlátum og þeir sem gátu fóru heim í sturtu oh svo bara beeeeint út að borða/í fyrirparty og á sveittasta ball ársins. Hvert var álit þitt á ballinu? Eitt það skemmtilegasta sem ég hef farið á! Páll Óskar klikkar aldrei, það er bara þannig. Ef hann er á staðnum þá getur fátt eyðilagt fyrir mér. Plús það að mér fannst uuunaður hvað þessi salur var stór og maður var ekki endalaust dettandi á mann og annan eða óvart vera fyrir þessum eða hinum.

35


Old Leather Book Laptop Case

Shower Shock

Hver vill stela gamalli bók? Sturtusápa með koffíni. Örugglega færri en nýrri tölvu. Það er morgnanna. líka mjög praktískt að geyma tölvuna sína í bókahillunni. $40

$80

Morgunkornsskál

Íspinnakökuform

Kasettu hulstur

Fínt

á Það er mjög sniðugt að geta Hversu fínt væri að negla sér á einn skipt um útlit á símanum þínum, ilvolgan kökupinna ? sérstaklega ef þú ert ein(n) af þessum iPhone-sjúklingum. $3.49

Vasagreiða

$15.56

iPhone linsa

Vatnsbrúsi með vasa

Hver hefur ekki lent í því að Mjög hentugt fyrir stráka á djammið Það er þægilegt að þurfa ekki að pæla Með þessari græju losnar maður við morgunkornið sé orðið lint og og í skólann, það skiptir miklu máli í bíllyklunum né kortinu þegar maður að þurfa að eiga dýra síma og dýrar myndavélar. er í ræktinni. ógeðslegt í endan. Segðu bless við að líta vel út. þann vanda. Það er líka snilld að nota þetta með mjólk og kexi. $19.99

$2.95

Kúrubangsi

$13

Beikonplástrar

$249

Sprotafjarstýring

Drykkjarbelti

Hver myndi ekki vilja taka smá kríu á Þarf að segja meira? Koma reyndar Mjög basic en samt svo mikil snilld. Þetta er ekkert grín. Og hún virkar. Harry Potter aðdáendur eru að Hversu fínt að Þjóðhátíð? þessum bangsa beint eftir skóla ? Eða ekki með bragði. tryllast! bara akkúrat núna!

$599.95

$7

$32.95

$65


Bókaormar með söfnunaráráttu Það kannast allir við Steinunni og Helgu á bókasafninu. Þær eru algjörar dúllur sem eru alltaf tilbúnar til að hjálpa manni. En þær Edda Ritnefnd eru þó óhræddar við að sussa grimmdarlega þegar raddirnar fara að hækka inni á safninu. Það er þeirra heimasvæði þar sem heragi ríkir á. Steinunn hefur unnið á bókasafninu alveg frá upphafi þegar skólinn var staðsettur á Grundarstíg, en Helga slóst svo í lið bókasafnsstarfsmannanna árið 2000. Flestir ættu að kannast við söfnunaráráttuna þeirra, en þær safna nánast öllu sem kemur skólanum við. Það er þeim að þakka að hægt er að fletta nánast öllu í sögu skólans upp. Á bókasafninu má finna allskyns blaðaúrklippur sem tengjast nemendum skólans, meira að segja allar myndir sem Kristinn Pálsson hefur teiknað í Morgunblaðið! Flestir vita þó ekki að hægt er að finna allt milli himins og jarðar á þessu bókasafni. Ég tók stutt viðtal við þær stöllur þar sem ég fékk að forvitnast um sögu bókasafnsins og starf þeirra þar.

Úrklippusöfnunin Steinunn skipulagsdrottning byrjaði úrklippusöfnunina fyrir langa löngu og er því hægt að ganga að allskyns gögnum alveg frá upphafi skólans á Grundarstíg. Hún safnaði saman allskyns blaðaúrklippum sem tengdust skólanum og nemendum hans. Í gegnum tíðina hefur svo söfnunin aukist til muna og má nú finna nánast allt á þessu safni hvort sem það tengist Verzló eða ekki. Það er hægt að ganga að ýmsu efni, öllum blaðaúrklippum sem tengjast skólanum, allskyns efni um dönsku konungsfjölskylduna, allskyns gömlum ljósmyndum, bæklingum, plaggötum, teiknimyndasögum og svo ótal mörgu fleira. Svo er þetta auðvitað allt skipulagt út í ystu æsar.

Hvernig finna þær ALLT sem tengist Verzló og nemendum hans? Margir hafa líklegast spurt sig að þessu og haldið því fram að þær séu með í vinnu eitthvað vélmenni sem skoðar öll blöð fyrir þær og flettir upp öllum nöfnunum sem koma fram. En þær einfaldlega finna þetta bara sjálfar. Oft koma nemendur og láta þær vita að einhver nemandi skólans sé í einhverju blaði, en oftast þekkja þær bara andlitin eða nöfnin við lestur á blöðunum. Þetta þykir mér alveg hreint ótrúlegur metnaður, svona litlir hlutir geta gert svo mikið. Ég fræddist alveg heilmikið á því að eiga þetta spjall við dömurnar og þakka Helgu og Steinunni innilega fyrir að vera hjálpsamar og sýna mér og segja allt frá safninu og sögu þess.

Frá Grundarstíg til dagsins í dag Bókasafnið byrjaði sem örlítið safn á háalofti í Hellusundi þegar skólinn var ennþá á Grundarstígnum. Þegar skólinn var fluttur frá Grundarstíg yfir í Ofanleitið árið 1986 kom í ljós að ekki hafði verið gert mikið ráð fyrir bókasafni þar. Safnið var því ekki mikið um sig til að byrja með og var því komið fyrir þar sem lesstofan er núna en stuttu seinna var svo bætt við smá plássi á hæðinni fyrir ofan. Með Steinunni í fararbroddi varð safnið vel skipulagt og reynt var að nýta litla plássið sem best. Seinna var svo byggt yfir marmarann, en í upphafi átti ekkert að vera fyrir ofan hann. Það stækkaði safnið heilmikið, Steinunni og öllum öðrum til mikillar ánægju. Glöggir geta áttað sig á því hversu miklu var bætt við safnið með því að skoða dúkinn á gólfinu, en hann er grár á því sem fyrir var og er rauður á því sem bætt var við, sem er heilmikið. Uppsetningin á safninu er útpæld hjá skipulagsdrottningunni henni Steinunni enda er það flottasta safnið í bænum!

37


Saman látum við hjólin snúast

Velkomin í HR Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi? Þannig er Háskólinn í Reykjavík: Framsækinn og alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tæknigreinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir öflugt atvinnulíf.

Komdu í heimsókn eða kynntu þér möguleikana á www.hr.is.

Friðrik Már Jónsson • Stúdent frá Verzló 2009 • Tölvunarfræðideild, 2. ár. Tók eina önn í skiptinámi í Kanada • Áhersla í námi: forritun gagnvirkra vefja, eins og Facebook og Google, verkefnastjórn hugbúnaðar • Áhugamál: Borgarskipulag, tónlist og ísbíltúrar á sunnudögum

Marjan Sirjani • Dósent í tölvunarfræðideild • Doktorspróf frá Sharif University of Technology í Tehran í Íran • Sérsvið: Hugbúnaðarverkfræði • Situr í fagráði Rannsóknasjóðs Íslands á sviði verkfræði, tæknivísinda og raunvísinda


Háskólinn í Reykjavík er málið Árna Kristjánsson þarf ekki að kynna fyrir eldri nemendum skólans. Fyrir þá sem ekki vita hver hann er, þá var hann forseti NFVÍ ‘09 - ‘10. Hann fór í Rekstrarverkfræði í HR eftir að hafa lokið námi hér í Verzló. Hann sér ekki eftir því að hafa valið HR, enda hefur hann varla ástæðu til þess að fara heim eftir skóla.

Afhverju valdiru HR? Mér fannst rekstrarverkfræði vera spennandi námsbraut og þar sem HÍ býður ekki upp á þá braut var valið nokkuð auðvelt. Einnig er aðstaðan og félagslífið í Nauthólsvíkinni til fyrirmyndar. Þeir vinir mínir sem voru þá í HR sannfærðu mig að þetta væri málið - og nú segi ég við ykkur: Þetta er málið. Hvernig er aðstaðan? Hún er rosalega góð. Nóg af plássi til að læra og hægt er að velja um að vera í herbergjum, básum eða opnu rými. Þess á milli er hægt að fara í fúsball, borðtennis, billjarð eða í ræktina. Maður hefur varla ástæðu til þess að fara heim á daginn. Hvernig er félagslífið? Það er mjög gott. Vísindaferðir í hverri viku, árshátíðir, skíðaferð, útilega, böll og ég get haldið svona endalsut áfram. Einnig eru minni hlutir eins og hvern föstudag leigir HR tvo sparkvelli í Sporthúsinu þar sem nemendur geta komið og spilað fótbolta. Hefur nám þitt úr Verzló nýst vel í HR? Ekki spurning. Ég var á náttúrufræðibraut - eðlisfræðisviði í Verzló þannig ég var með góðan grunn þegar ég byrjaði í verkfræðinni, enda mikill reikningur í verkfræði. Hefur skólinn staðist undir væntingum? Klárlega, toppháskóli hér á ferð. Ég veit þó ekki hvernig þetta er miðað við aðra skóla á landinu en ég sé alls ekki eftir því að hafa valið HR. Hvað er það besta við skólann? Gott og krefjandi nám og aðstaðan til fyrirmyndar. Einnig er þetta eins og Verzló að því leyti að það er mjög auðvelt að kynnast fólki og eignast nýja vini. Er rígur á milli HR og HÍ? Eflaust einhver en ég tek voðalega lítið eftir því. Maður heyrir af og til einhvern vera að skjóta á HR eða HÍ en það er alltaf voða saklaust. Núna ert þú í skiptinámi í Þýskalandi. Býður HR upp á góða möguleika á skiptinámi? Já ég er nú ekki með á hreinu hversu marga skóla þeir bjóða uppá en þeir eru margir og úr öllum heimsálfum. Auk þess er alltaf verið að bæta skólum við listann og hægt er að biðja um að fara í ákveðinn skóla sem er ekki á listanum ef maður er nógu snemma í því. Alþjóðadeildin (í HR) reynir þá að ná samningi við þann skóla. Hægt er að velja um að fara út í eina eða tvær annir, þó að sumir skólar bjóða bara upp á eina (aðallega í Asíu). Færðu allt námsefnið metið? Það virkar þannig að þú velur áfanga í erlenda skólanum sem HR getur metið og er það gert í samvinnu við alþjóðadeildina. Þú getur samt líka tekið þá áfanga sem þér finnst spennandi þó að HR metur þá ekki til eininga - þá færðu bara ekki einingarnar þegar þú kemur til baka en hefur lært eitthvað sem þú hefur áhuga á. Í mínu tilfelli mun ég ekki fá allt metið. Mæliru með náminu í HR? Hiklaust. Ég get reyndar bara talað fyrir verkfræðideildina en ég er viss um að fólk, í öðru námi í HR, hafi sömu sögu að segja.

39


Fornir guðir Módel Töfralæknir - Rán Ísold Eysteinsdóttir Vishnu - Berglind Brá Jóhannsdóttir Buddah - Pétur Geir Magnússon Isis - Rán Ísold Eysteinsdóttir Osiris - Snæbjörn Valur Ólafsson Seifur - Jón Óli Ómarsson Athena - Diljá Heba Petersen Sif - Steinunn Hlíf Guðmundsdóttir Iðunn - Gunnhildur Jónsdóttir Þór - Davíð Þór Ásbjörnsson Óðinn - Albert Jóhannsson

Ljósmyndarar Hildigunnur Sigvaldadóttir Sara Sigurðardóttir

Myndvinnsla Hildigunnur Sigvaldadóttir Ragnar Þór Valgeirsson

Förðun Viljastelpur Olga Lilja Bjarnardóttir













Hafðu það aðeins betra

Hafðu bankann með þér

Námsmönnum í Námsvild bjóðast námsstyrkir, bókastyrkir, fríar debetkortafærslur og margt fleira. Handhöfum stúdentakortsins bjóðast einnig ýmis sértilboð og afslættir svo þeir hafi það aðeins betra.

Skannaðu strikamerkið til að sækja appið í símann

Kynntu þér Námsvild í næsta útibúi eða á www.isb.is.

Sæktu appið í snjallsímann þinn á m.isb.is.

http://www.islandsbanki.is/farsiminn/


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.