01 07 2016 amk

Page 1

FÖSTUDAGUR

01.07.16

SAGÐI UPP VINNUNNI OG KEYPTI FLUGMIÐA TIL ASÍU ÚTILEGUTÍSKAN STÍGVÉL, ULLARPEYSUR OG PONSJÓ

BRYNJAR STEINN

LÍFSSTÍLSBLOGGARI ÆFIR MEÐ EIGIN LÍKAMSÞYNGD

STRÁKAR MEGA ALVEG MÁLA SIG

TINNA Í HRÍM BÝR Í DRAUMAHÚSI Í HLÍÐUNUM Mynd | Auðunn Níelsson

8


…fólk

2 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Mamma Beyonce hannaði brúðarkjól dóttur sinnar Tina Knowles, móðir Beyonce Knowles, hefur hannað nokkra kjóla á dóttur sína. Kjólarnir sem móðir Beyonce hefur hannað fyrir hana hafa margir hverjir vakið athygli í gegnum árin. Einn af þeim var brúðarkjóll Beyonce. Kjóllinn var mjög einfaldur, hlýralaus kjóll með flottu mynstri á bakinu. Beyonce og Jay Z gengu í hjónaband í apríl 2008 en aðdáendur hennar fengu bara að sjá kjólinn í tónlistarmyndbandi við lagið I Was Here, árið 2011. Tina segir að Beyonce hafi ekki verið neitt alltof ánægð með brúðarkjólinn en Tina hafi fundist hún vera svo góð að

leyfa sér að gera kjólinn. „Hún sagði við mig einn daginn eftir brúðkaupið: „Þegar dóttir mín giftir sig ætla ég að leyfa henni að velja sér sinn eigin brúðarkjól.“ Kannski var hún ekki svo ánægð með kjólinn eftir allt saman, en hún var svo góð við mig.“ Blue Ivy mun kannski ekki klæðast kjól eftir ömmu sína en Beyonce vill samt að hún þekki gildi fjölskyldunnar. Í ræðu sem hún hélt á Fashion Icon Aware þakkað hún fjölskyldu sinni fyrir að kenna sér að meta innri fegurð

og vinnusemi. Hún tók mömmu sína sem dæmi sem hafði saumað og sniðið föt á presta og nunnur, til að eiga fyrir skólagjöldunum.

Brúðarkjóllinn Skjáskot úr tónlistarmyndbandi Beyonce en þetta er eina myndefnið sem er til af söngkonunni í brúðarkjólnum.

Gengur í það heilaga Kylie Minogue og Joshua Sasse eru að fara að ganga í hjónaband á Ítalíu í næsta mánuði. Hin ástralska Kylie er 48 ára og unnusti hennar er 28 ára gamall en samkvæmt Hello! er brúðkaup í vændum. Heimildarmaður blaðsins sagði að Joshua hafi sagt vinum sínum frá því hver áform þessara turtildúfna væru en þau eru víst mjög ástfangin, þrátt fyrir að vera á sitthvorum hluta hnattarins þessa dagana.

Forðast sviðsljósið í þetta skiptið Hinn 41 árs gamli Russell Brand er að fara að gifta sig, en áður var hann giftur Katy Perry. Sú heppna verðandi eiginkona heitir Laura Gallacher og gengur hún með fyrsta barn þeirra Russell. Að sögn nákomins vinar parsins vill Russell halda sambandi sínu og fæðingu barns þeirra utan sviðsljóssins eftir að hafa verið í mjög opinberu hjónabandi með Katy Perry. Þau héldu lítið boð til að tilkynna væntanlegan erfingja og voru bara þeir allra nánustu viðstaddir.

Kemur Depp til varnar Winona Ryder hefur stigið fram til að verja sinn fyrrverandi eiginmann, Johnny Depp. Flestir hafa heyrt af ásökunum Amber Heard á hendur Johnny um heimilisofbeldi og margir vita ekki hverju á að trúa í þessum efnum. Ryder sagði í TIME: „Mín reynsla af Johnny var allt önnur en sú sem er lýst í þessu. Hann var aldrei vondur við mig og ég þekki hann bara sem góðan, ástríkan og hlýjan mann sem verndar þá sem hann elskar.“

Elskar Bruce Caitlyn Jenner sagði frá því opinberlega að hún muni alltaf elska manninn sem hún var áður en hún fór í kynleiðréttinguna, Bruce Jenner. Caitlyn prýðir nú forsíðu blaðsins Sports Illustrated, 40 árum eftir að hafa unnið gullverðlaun á ólympíuleikum árið 1976 í Montreal, þá sem Bruce Jenner. „Ég elskaði Bruce og elska hann enn í dag. Mér líkaði allt sem hann gerði og hversu góð fyrirmynd hann var í vinnu og markmiðum,“ sagði Caitlyn.

Húsið til sölu Hús Brittany Murphy heitinnar er komið á sölu en bæði hún og eiginmaður hennar létust í húsinu með nokkurra mánaða millibili. Húsið er til sölu á litlar 18,4 milljónir dollara. Brittany lést í desember árið 2009 eftir að hún féll í gólfið á baðherbergi sínu og fór í hjartastopp. Krufning leiddi í ljós að dánarorsök var lungnabólga og blóðleysi. 5 mánuðum síðar lést eiginmaður hennar á svipaðan hátt á heimili þeirra.

SUNDFÖT Í ÚRVALI!

Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is

Selena undirfataverslun

Ætlar að finna sjálfa sig Brynhildur vonast til að fá aðeins skýrari sýn á lífið og hvað hún vill gera á meðan hún ferðast um Asíu. Mynd | Rut

Fær svo skýra sýn á lífið í útlöndum

Brynhildur sagði upp vinnunni og bókaði ferð til Asíu ásamt kærastanum sínum. Hún veit ekkert hvað tekur við að ferðalagi loknu en ætlar að reyna að finna út hvað hana langar að gera þegar hún verður stór. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

É

g var búin að vera að hugsa hvort ég væri ánægð í vinnunni og hvort mér þætti raunverulega gaman. Og kannski ekki búin að vera alveg nógu sátt. Ég er nefnilega alin upp þannig að maður eigi að vakna á hverjum degi, vera glaður og hlakka til alls sem tekur við,“ segir lögfræðingurinn Brynhildur Bolladóttir sem sagði á dögunum upp vinnunni sinni á auglýsingastofu og bókaði sér flugmiða til Asíu ásamt kærastanum sínum. Hann missti sjálfur vinnuna fyrir skömmu og við það fór Brynhildur að ókyrrast enn frekar. Það var því ekki um annað að ræða en að gera eitthvað í málinu. „Við fórum saman í ferðalag til Níkaragva og Kosta Ríka í nóvember og ég var bara ekki búin að fá nóg þegar við komum heim þaðan. Ég fann að mig langaði að ferðast miklu meira,“ segir Brynhildur sem tók sér ekki frí eftir menntaskóla til að ferðast, líkt og margir gera, heldur fór hún beint í lögfræði í Háskóla Íslands. Henni finnst hún því eiga smá ferðlagapakka inni. Planið er að vera úti í tvo mánuði, en þau eru þó ekki búin

að skipuleggja ferðina í þaula. Það eina sem er öruggt er að þau ætla að ljúka ævintýrinu á októberfest í München með stórfjölskyldu Brynhildar. „Svo verður bara að koma í ljós hvað gerist þegar ég kem heim aftur. Ég er ekki smeyk núna en ég verð það pottþétt þegar nær dregur. Það koma eflaust upp peningaáhyggjur og fleira. Þetta reddast samt pottþétt allt,“ segir hún hlæjandi. „Ég þarf líka bara smá tíma til að finna út hvað ég vil verða þegar ég verð stór. Ég er menntaður lögfræðingur og vann aðeins sem slíkur, en var ekki viss um að það væri fyrir mig. Svo fór ég að vinna á auglýsingastofu og er ekki heldur viss hvort það er fyrir mig. Ég þarf bara að finna sjálfa mig.“ Brynhildi finnst hún einmitt fá svo skýra sýn á lífið þegar hún er í útlöndum og því finnst henni Asíureisa tilvalinn vettvangur fyrir þessa naflaskoðun. „Manni líður eins og maður finni einhvern sannleika þegar maður fer í burtu. Þegar maður vaknar á hverjum degi bara til að vera til, skoða eitthvað nýtt, fá sér gott að borða og fara svo að sofa. Þetta er ekki líf sem ég myndi vilja lifa að eilífu en ég held að það sé stundum hollt að sinna sínum eigin duttlungum og þörfum.“ Eftir að Brynhildur sagði frá ákvörðun sinni um að hætta í

Svo verður bara að koma í ljós hvað gerist þegar ég kem heim aftur. Ég er ekki smeyk núna en ég verð það pottþétt þegar nær dregur. Það koma eflaust upp peningaáhyggjur og fleira. Þetta reddast samt pottþétt allt.

vinnunni og fara í langt ferðalag hafa margir komið að máli við hana og tjáð henni hvað hún sé hugrökk. Sjálfri finnst henni það hins vegar ekki, allavega ekki vegna þessarar ákvörðunar. „Mér finnst ég bara vera að gera það sem maður á að gera. Ég efast ekki um þessa ákvörðun. Ég er ung, klár og dugleg og það mun allt reddast. Ég trúi því staðfastlega,“ segir Brynhildur sem efast ekki um að hún fái einhverja vinnu þegar hún kemur heim. Þó ég sé lögfræðingur þá er ég ekki of góð fyrir neitt starf. Það hlýtur einhver að vilja ráða mig í vinnu,“ segir hún kímin.


N I E Ð

2

FN

G

TIL ST

E

DA

AR

U!

S

A

A M Á G SALA ALLT AÐ

% 0 4AFSLÁTTUR

Í L Ú J . 2 Í N Ú J 29. S G A D R A G U A L L I T R U G A D U K I V Ð MI

M E S M U L Ó J H E S O O G N O M F A R U M Á G R U FULL ! X A R T S Ð I V A N S O L Ð A VIÐ ÞURFUM HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200

VERSLAÐU Á

WWW.GÁP.IS


…vidtal

4 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Vill bara vera hann sjálfur

Brynjar Steinn slær í gegn á snapchat með einlægum og persónulegum myndböndum. Hann ræðir allt milli himins og jarðar og farðar sig af mikilli snilld. Í síðustu viku sagði hann frá því þegar hann kom út úr skápnum fyrir föður sínum og vakti það mikla athygli. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

É

g er ekki ennþá að trúa þessu, segir hinn 17 ára gamli Brynjar Steinn Gylfason, eða Binni Glee, eins og hann kallar sig á samfélagsmiðlum. Hann hefur vakið verðskuldaða athygli á Snapchat upp á síðkastið og er með rúmlega 8000 þúsund fylgjendur. Sjálfur er hann enn að átta sig á því að hann sé orðinn vinsæl snapchat-stjarna. Enda gerðist það nánast á einni nóttu.

5.000 á einum mánuði

„Það hvarflaði ekki að mér að ég yrði svona vinsæll, en frænka mín hafði mikla trú á mér og hvatti mig áfram. Hún segist alltaf hafa vitað að ég næði langt.“ Til að gefa gleggri mynd af vinsældum Binna, þá fjölgaði snapchat-fylgjendum hans um 5.000 manns á einum mánuði. Sem jaðrar eflaust við Íslandsmet. Mig langar a Hann er einlægur ýn bara svo að skar og persónulegur og á það að str . Og ræðir meðal annars ig opinskátt um kyngeta málað sf þeir hneigð sína, en hann mega það e er nýkominn út úr vilja. skápnum. Þá er hann nýbyrjaður að taka upp förðunarmyndbönd sem hafa svo sannarlega engan byrjendabrag á sér. Farðar sig Binni fékk áhuga á förðun á síðasta ári og hefur verið duglegur að rækta áhugamálið síðustu mánuði, með miklum árangri. Mynd | Auðunn Níelsson

Kýldi á förðunarmyndband

„Ég fékk áhuga á förðun í fyrra eftir að ég sá homma mála sig, en hann er líka hálf filippískur eins og ég. Í kjölfarið fór ég að prófa mig áfram og frænka mín hjálpaði mér. Ég er ennþá að læra í dag en er með eitthvað á hreinu,“ segir Binni og blaðamaður getur staðfest það. Eyeliner-línan hans er til að mynda óaðfinnanleg, eitthvað sem blaðamanni hefur ekki tekist að ná fram á sínum augnlokum, þrátt fyrir margra ára æfingu. Hann viðurkennir samt að hafa verið frekar óöruggur fyrst þegar hann byrjaði. „Ég var ótrúlega feiminn og stressaður. Ég vissi ekki hvernig fólk myndi taka í þetta. Ég er ennþá alveg feiminn því það eru svo margir að horfa á mig, en mér er samt farið að vera sama um hvað fólki finnst. Ég er bara ég sjálfur. Ég tók upp förðunarmyndband um síðustu helgi, en þorði því samt varla. Fannst ég ekki tilbúinn.

En svo kýldi ég á það og fékk mjög falleg skilaboð í kjölfarið.“

Allir eiga að vera þeir sjálfir

Í apríl á þessu ári átti Binni nánast engar förðunarvörur, en síðustu vikur hefur heldur betur orðið breyting á. Hann hefur fengið mikið gefins, til dæmis frá netversluninni haustfjord.is, og umboðsaðilar ýmissa snyrtivörumerkja hér á landi hafa efnt til gjafaleikja í samstarfi við hann. Fyrir vikið hefur hann svo fengið frá þeim vörur. Þegar „snapparar“ eru farnir að fá gefins vörur frá fyrirtækjum má eiginlega segja að þeir séu búnir að meika það. Binni fer hálfpartinn hjá sér þegar blaðamaður imprar á þeirri staðreynd. Hann er hógværðin uppmáluð. „Mig langar bara svo að sýna það að strákar geta málað sig. Og mega það ef þeir vilja. Það eiga allir að vera þeir sjálfir. Það eru skilaboðin sem ég vil senda,“ segir Binni

sem farðar sig þó ekki dagsdaglega. Förðunin er einfaldlega áhugamálið hans og hann grípur í snyrtivörurnar og förðunarpenslana þegar hann langar til. Aðspurður hvort hann langi kannski að mennta sig eitthvað í förðun í framtíðinni segir Binni það vel koma til greina, en í dag stundar hann nám við Menntaskólann á Akureyri. „Ég veit ekki hvað ætla að gera en núna þegar ég er kominn með svona mikinn áhuga á förðun þá langar mig að læra meira, enda finnst mér þetta mjög gaman.“

Út úr skápnum fyrir pabba

Þrátt fyrir að Binni sé fær að farða sig stafa vinsældir hans á snapchat ekki síður af því hve hann er einlægur og duglegur að opna sig um persónuleg mál. Í síðustu viku tilkynnti hann fylgjendum sínum til dæmis að hann ætlaði að koma út úr skápnum fyrir föður sínum. En á síðasta ári sagði hann móður sinni og vinum að hann væri samkynhneigður, ásamt því að birta færslu í facebook-hópnum Beauty tips. Binni hafði frestað því að ræða málin við föður sinn, en fannst rétti tíminn til þess í síðustu viku. „Mér leið svo vel og langaði að segja honum. Ég hélt að hann hefði kannski grunað þetta, en svo var ekki. Hann trúði mér ekki fyrst. Sagði margoft að hann trúði þessu ekki og gekk svo í burtu. Við höfum ekki rætt þetta frekar en hann kemur fram við mig alveg eins og áður og er mjög góður við mig. Ég held að hann hafi fengið sjokk. Mamma hins vegar vissi þetta alltaf og sagði bara „loksins“ þegar ég kom út úr skápnum fyrir henni. Mamma sagði svo við pabba að þau gætu ekki breytt mér, svona væri ég bara, og ég held að hann átti sig alveg á því.“

Var spurður beint út

Binni segist hafa fengið mikinn og góðan stuðning frá fólkinu í kringum sig þegar hann kom út úr

Við höfum ekki rætt þetta frekar en hann kemur fram við mig alveg eins og áður og er mjög góður við mig.

skápnum, en líkt og móður hans, þá grunaði marga vini að hann væri samkynhneigður. „Allir vinir mínir eru glaðir fyrir mína hönd. Ég var sjálfur búinn að vita þetta frá því ég var lítill, en það er bara erfitt að koma út. Ég ætlaði ekkert að koma út úr skápnum í fyrra en vinkona mín spurði mig beint út. Ég gat þá ekki annað en sagt henni sannleikann, enda langaði mig ekki til að lifa lengur í einhverri blekkingu. Þann 24. desember kom ég svo út úr skápnum á Beauty tips, sama dag og ég sagði mömmu.“

Samkynhneigðir frændur

Þrátt fyrir að marga hafi grunað að Binni væri samkynhneigður var enginn sem minntist á það við hann, ekki fyrr en vinkona hans tók af skarið í fyrra í trúnaðarsamtali þeirra á milli. Fólk tók honum einfaldlega eins og hann var, og gerir enn, hvort sem hann skilgreinir sig svona eða hinsegin. „Ég hef aldrei orðið fyrir neinu áreiti eða lent í einelti,“ tekur hann fram. Binni er fæddur og uppalinn á Akureyri, en hann á filippíska móður og íslenskan föður. Þrátt fyrir að hafa aldrei búið í Filippseyjum er hann í góðu sambandi við fjölskylduna sína þar. „Ég á marga frændur í Filippseyjum sem eru hommar þannig þetta er ekkert skrýtið fyrir filippísku fjölskylduna mína. Þau hafa því tekið þessu mjög vel,“ segir Binni sem er mjög þakklátur fyrir allt góða fólkið í kringum sig.


Brúðkaup 2016

Skráðu þig á brúðargjafalista á www.hrim.is

ÚTSKRIFT 2016

www.hrim.is KRINGLUNNI - S: 553-0500 LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003

LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002


…fjölskylda

6 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Frítíminn með fjölskyldunni Það besta sem fjölskyldan veit er gott kaffiboð. „Ég er móðir fjögurra barna á aldrinum tveggja til tuttugu ára. Í haust breyttust fjölskylduaðstæður mínar úr því að vera „við og krakkarnir“ yfir í „ég og krakkarnir“ og hróflaði það talsvert við heimsmyndinni, ekki síst um helgar,“ segir Kristborg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður á Austurlandi, dagskrágerðarkona í þættinum Að austan á N4 og móðir í hjáverkum. „Tvær helgar í mánuði erum við öll saman, já nema þessi elsti sem floginn er úr hreiðrinu og þarf að panta viðtalstíma hjá með að minnsta kosti tveggja mánaða fyrirvara, svona næstum,“ segir Kristborg og hlær. Að sögn Kristborgar ná þarfir fjölskyldumeðlima sjaldnast saman vegna breiðs aldursbils. „Tvistinn langar bara að hitta vinkonur, þristinn í fótbolta, fjarkann að horfa á Bubba Byggi og mig að prjóna. Oft langar okkur líka að gera bara alls ekki neitt eftir langa viku í vinnu og skóla, bara vera.“ Það besta sem fjölskyldan veit er að komast í gott kaffiboð um helgar eða bjóða einhverjum heim. „Gott er ef kaffiboðið inniheldur mæjónes, rjóma og kaffi í lítravís. Best er auðvitað ef mér tekst að endurheimta týnda soninn. Svona boð verða helst að standa lengi yfir, þar sem allir borða á sig gat, tala, hlæja og njóta þess að kúldrast saman.“

Uppeldisáhöldin Börn eru ekki bara hamingja. Fjölskyldan Kristborg Bóel ásamt börnum sínum, Almari Blæ, Bríeti, Þór og Emil.

Tvær helgar í mánuði er Kristborg ein. „Þá geri ég það sem ég vil, þegar ég vil. Að vísu er eitt sem ég hef ekki gert um helgar síðan í haust. Það er að fara að kaupa í matinn, í það minnsta ekki undir nokkrum einustu kringumstæðum seinnipartinn á föstudögum. Þá er svokallaður „para-tími“ í búðinni. Tíminn þar sem ástfangin pör valhoppa hönd í hönd á milli rekkanna í leit að varningi fyrir hið fullkomna kósíkvöld, úff ég get ekki. DJÓK, minn tími mun koma,“ segir Kristborg og skellihlær.

Gott er ef kaffiboðið inniheldur mæjónes, rjóma og kaffi í lítravís. Best er auðvitað ef mér tekst að endurheimta týnda soninn.

er komið aftur til Íslands! – körfur, box og fötur til allra nota

– fyrir þína hluti

Curver karfa Knit með höldum 3l, hvít

Curver karfa ferköntuð Knit með höldum 19l, hvít

Kn i t í na Ný l 6 201

Curver karfa ferköntuð Knit með höldum 8l, hvít

Curver karfa ferköntuð Knit með höldum 3l, hvít

Curver taukarfa Style með loki - 59x38x27 cm - 45 l - hvít

Curver taukarfa Style

– fyrir þvottinn

með loki - 59x38x27 cm - 45 l - svört

Curver taukarfa Style Curver taukarfa Style

með loki - 45x26x62 cm - 60 l - dökkgrá

Curver fata með fótstigi Slim Bin - 25 l - málm

Curver fata m.fótstigi

Slim Bin - 25x42x61 cm 40 l - málm

Curver fata m.fótstigi 30x27x45 cm - 20 l - svört

Curver fata m.fótstigi 31x35x70 cm - 40 l - svört

Rekstrarvörur

Söluaðilar:

Kæra móðir. Þú afsakar að ég þurfti að stytta þitt frábæra bréf en þú vekur máls á gríðarlega mikilvægri staðreynd í okkar samfélagi sem fáir foreldrar þora að ræða upphátt; sem sagt að barneignir færa foreldrum ekki bara hamingju. Börn krefjast endalausrar vinnu, þau þarfnast gríðarmikillar athygli, þau krafsa í taugar foreldranna sem flestir eru þreyttir eftir vinnu eða nám utan heimilis og þarfir þeirra krefja foreldra um að setja sínar eigin þarfir í annað sætið. Allt þetta gengur þvert á það sem nútímasamfélag hefur kennt ungu fólki því allt hefur snúist um að allir geti gert allt sem þeir vilja og þegar þeir vilja, að allir eigi að rækta sig og sínar þarfir og fylgja sínum eigin löngunum. Að auki er ímyndin um börn sýnd rósrauðum bjarma sem hámark hamingjunnar í parasambandi og hamrað á að barneignir eigi ekki að hamla fólki (í reynd konum) frá námi og starfsframa og áhugamálum og þátttöku í öllu því sem er í boði; ræktin og kaffihúsin og vinkonur og vinir og leikhúsferðir og rómantísk útlandafrí, svo dæmi séu tekin.

Barnafrí – foreldravinna

með loki - 45x26x62 cm - 60 l - hvít

– fyrir ruslið

Komdu blessuð og sæl, kæra Magga Pála og þakka þér innilega fyrir að gefa þér svona tíma til að svara okkur foreldrum. Ég les alltaf pistlana þína og stundum klippi ég þá líka út og hengi á ísskápinn til að minna mig á og líka til að ýta við manninum mínum sem mér finnst ekki vera nógu duglegur í pabbahlutverkinu. En ég ætlaði nú ekkert að vera að kvarta undan honum því að stundum finnst mér ég líka vera svo misheppnuð mamma … Ég verð stundum svo óþolinmóð og pirruð þegar ég er þreytt og finnst þau endalaust hanga í mér … Þau rífast og slást út af öllu … Mér finnst ég aldrei hafa tíma fyrir mig og er bara alltaf þreytt … Við eigum tvö börn, strák og stelpu, og fólk segir við mig hvað við séum rík og að við séum bara komin með draumabörnin en mér líður ekki alltaf þannig. Stelpan er fimm ára og var alltaf auðveld þegar hún var yngri og við hjónin höfðum eitthvað svo mikinn tíma fyrir hana og hún gat alltaf verið með okkur. Strákurinn er tveggja og hálfs árs … Hann var alltaf miklu erfiðari og svo var hann með eyrnabólgur … Strákurinn komst í leikskóla um áramótin og þar gat ég haft hann lengur en hjá dagmömmunni … Ég sæki þau bæði seint til að ég komist ein í ræktina … En fyrirgefðu þetta langa bréf en málið er að mig kvíðir svo fyrir sumarfríinu þegar leikskólinn lokar. Í fyrra var strákurinn enn að sofa á daginn og svo ég gat ég farið út með hann í kerrunni á kaffihús og svona … Maðurinn minn er smiður og brjálað að gera hjá honum á sumrin og þess vegna fórum við í frí í nóvember til Kanarí í fyrra en mamma passaði krakkana þá … Er ég ekki ómöguleg mamma …

– fyrir þig og þinn vinnustað Rekstrarvörur

Húsasmiðjan, um allt land • Miðstöðin, Vestmannaeyjum Vaskur, Egilsstöðum • Rekstrarvörur, Reykjavik og RV.is

Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is

- vinna með þér

En – svo fæðast börnin og hvert eitt og einasta breytir lífi foreldra sinna gríðarlega. Fyrsta barn reynir á þar sem foreldrarnir eru að glíma við allt í fyrsta sinni en um leið er gleðin og ástin til barnsins svo ný og óvænt og margt er svo auðvelt með aðeins eitt barn í fangi. Barn nr. tvö tvöfaldar ekki álagið heldur margfaldar það eða „eitt sem ekkert, tvö sem tíu,“ sögðu lífsreyndar konur hér áður fyrri. Sem sagt; framundan er hörkuvinna sem heitir sumarfrí barna og þau þurfa hvíld frá þessu venjubundna lífi. Þau þurfa tíma með foreldrum sínum og þið öll þurfið að læra að vera öll saman og skapa fjölskylduminningar sem ásamt mörgu fleiru verður fjölskyldustyrkurinn ykkar um alla framtíð. Allir

geta tekið eitthvert frí og maðurinn þinn líka enda völduð þið að eiga börnin ykkar. Það er ekki léttvæg ákvörðun.

Planaðu fríið

Hins vegar munt þú þurfa að taka ein ábyrgð á hluta frísins og hana skaltu axla á skynsamlegan hátt. Besta leiðin er að skipuleggja dagana til að forðast úfin og úrill börn fram undir hádegi sem geta þá valdið pirringi hjá þér og átökum milli systkina. Það margborgar sig að fara út með þau eftir morgunmatinn þótt þig langi að kúra lengur og skildu símann eftir heima. Alls staðar má finna skemmtilega róluvelli og sundferðir slá í gegn. Taktu rólega stund með þeim eftir matinn, hver veit nema sá yngri sofni og þú getur þá gefið stelpunni þinni góðan tíma. Húsdýragarðurinn með nesti dugar heilan dag og fáðu endilega vinkonu eða einhvern fullorðinn með þér ef hægt er. Allir geta skemmt sér og þá nærð þú að spjalla ögn á fullorðinsnótum. Svo getur þú líka leitað aðstoðar í fjölskyldu- eða vinahópi. Er einhvers staðar ungmenni sem væri til í að taka vaktina einhverja daga eða getur einhver tekið einhverja seinniparta svo þú komist aðeins frá. Það er nauðsynlegt.

Ástin útheimtir sitt

Allt verður auðveldara þegar foreldrar viðurkenna álagið sem barnastússið útheimtir og mundu svo, kæra móðir, að þessi fyrstu ár ganga yfir. Þinn tími mun koma með rólegum fríum og kvöldnæði við tölvuna og ótrufluðum samskiptum við manninn þinn. Álagið er hér og nú, vertu raunhæf, stattu vaktina – og horfðu svo á þau á koddanum á kvöldin þegar þér hefur tekist að skapa góðan dag og svæfa snemma. Ekkert í heiminum mun nokkru sinni jafnast á við það; hina tæru hamingju og ást sem er ástæða þess að þrátt fyrir allt munum við áfram kjósa að eignast börnin okkar.

Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum.



…heimili og hönnun

8 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Loksins komin í draumahúsið

Tinna Brá heillaðist mest af sólstofunni þegar hún skoðaði húsið fyrst og arininn gerir rýmið einstaklega kósí á veturna. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

É

g er loksins komin í draumahúsið og ætla aldrei að flytja aftur. Vinir og fjölskylda trúa mér ekki því ég flyt ansi reglulega. Mér þykir ekkert leiðinlegt að gera upp hús en ég er komin með nóg núna. Núna er bara að njóta,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hrím hönnunarhúss, sem flutti í Hlíðarnar ásamt fjölskyldu sinni í nóvember á síðasta ári. Þau eru búin að standa í framkvæmdum síðustu mánuði en nú er nánast allt orðið eins og þau vilja hafa það. Til stendur þó að opna frá húsinu út í bílskúr og útbúa fataherbergi eða skápapláss í svefnherbergin. Tinna sótti sér innblástur á Pinterest þegar hún var að innrétta húsið og vann svo út frá litapallettu sem hún ákvað að hafa; gull, grátt, svart og mintugrænt. Hvað stílinn varðar segir hún allt í gangi á heimilinu. „Þetta er norrænn stíll í bland við retro húsgögn og hluti. Þegar ég hannaði eldhúsið langaði mig að tengja múrsteininn inn í húsið og fá smá karakter inn. Ég á eftir að klára nokkur smáatriði eins og gull sökkla, gull arin og vínrekka á vegginn. Þar kemur þá smá „royal“ fílingur í þetta eins og sonur minn myndi segja,“ segir Tinna kímin. Sólstofan er uppáhalds rýmið hennar í húsinu, enda er hún bæði björt og hlý. „Arininn gerir rýmið líka extra kósí á veturna. Þegar ég skoðaði húsið fyrst þá var það sólstofan sem heillaði mig mest. Þessa dagana held ég mest upp á hengistólinn sem ég keypti á facebook og lét yfirdekkja upplitaða blómaáklæðið í sama efni og á hinum hægindastólnum. Það er hrikalega róandi að rugga sér í honum með rauðvínsglas í hendi.“

Æðislegt Nú er bara að njóta, segir Tinna Brá, sem komin er í draumahúsið í Hlíðunum. Mynd | Hari

Þetta er í norrænn stíll o bland við retr húsgögn og hluti

DANSKAR

INNRÉTTINGAR

Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS

FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI.

STERKAR OG GLÆSILEGAR Opið: Mán. - fimmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17. Lokað á laugardögum í sumar. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is


ÚTSALAN HEFST Í DAG 40%

20-50%

AF VÖLDUM STELLUM OG GLÖSUM

AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM

40%

AF VÖLDUM PÚÐUM OG TEPPUM

20-40% AF ÖLLUM MOTTUM

3 FYRIR 2

AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


…heilabrot

10 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Sudoku miðlungs

Spurt til vegar fyrir alla fjölskylduna

3 9

1

8 2

8 1 7 6

8 2 8

5

6 9 7

6 7

5 9

Sudoku þung 3 9

8 4 5 9 8

JÁ B

Var frostaveturinn mikli svokallaður veturinn 1908?

JÁ A

4 1 3 9 5

NEI G

1 6

3 6 2 5 7 6 2 2 1 8

Eru augun í síamsköttum gul? JÁ K

Eru beiður og glæmur skordýr?

JÁ M

Fórst skemmtiferðaskipið Titanic árið 1922?

JÁ U

Má breyta með tvisti í ólsen-ólsen? NEI G

JÁ A

NEI J

3 7

8

Eru sex rétt horn í rétthyrningi?

Heitir uglan hans Harry Potter Hedwig?

1 2

5

BYRJA HÉR

Byrjaðu á byrjunarreit og svaraðu fyrstu spurningunni já eða nei og skráðu hjá þér bókstafinn sem fylgir svarinu. Eltu svo örvarnar eftir því yfir á næstu spurningu og svo koll af kolli. Ef þú ert kominn í mark er þar lokaspurningin. Þá tekur þú saman bókstafina við öll svörin þín (þeir eru ekki endilega í réttri röð). Svarið við lokaspurningunni raðast saman úr þessum bókstöfum ef þú hefur svarað öllum spurningunum rétt. Góða skemmtun.

NEI D

Hétu Bakkabræður Gísli, Eiríkur og Halldór?

NEI Ú

NEI R

NEI Y

NEI E

NEI R

JÁ Ó

NEI T

JÁ R

Nam Náttfari land við Skjálfanda?

NEI I

JÁ G

JÁ T

NEI I

Var Jean-Paul Sartre frægur sálkönnuður?

NEI E

NEI O

JÁ Ú

Er eiturbroddur sporðdrekans í klóm hans?

Bjó Anna Frank í Berlín?

Eru Íslensku landvættirnir dreki, örn, risi og griðungur?

JÁ N

Er öskudagur á milli sprengidags og bolludags?

Kenndi Medúsu-hópurinn sig við súrrealisma?

NEI A

JÁ A

JÁ É

JÁ R

NEI S

JÁ G

Tala gyðingar jiddísku?

JÁ H

Er Katalónska keltneskt tungumál?

JÁ R

Eru Falklandseyjar frægar fyrir risaskjaldbökur?

NEI Ú

JÁ D

JÁ Ð

Kallast kvenfiskur hrognkelsisins grásleppa?

NEI P

Var Guiseppe Garibaldi ítölsk frelsishetja?

NEI Ó

JÁ U

JÁ A

JÁ N

Er partítúr raddskrá fyrir hljómsveitarstjóra?

JÁ R

Var Konfúsíus frá Japan?

NEI F

NEI N

JÁ Ð

NEI K

Er Emilíana Torrini hálf íslensk og hálf Spænsk?

KOMIN Í MARK!

NEI G

Hvað kallast kaskótrygging öðru nafni?

Krossgáta á föstudegi 1

2

3

4

5

6

7

11

12

13

14

15

16 18

17 20 23

24

31

25

22

26

27

34

35

36

37

38

39

Lóðrétt 1. Botnfall 2. Pila 3. Tíðar 4. Minnka 5. Viðskipti 6. Lumbra 7. Afl 8. Dimmt 9. Á kviði 10. Heilan 18. Orga 21. Bresta 22. Býfur 23. Misjafn 24. Gösla 25. Fæddar 28. Nýr 29. Skraut 30. Rannsaka 32. Lampi 33. Umrót

10

28

29

30

33

32

1. Tólf tylftir 6. Sleppa 11. Snúa heyi 12. Fjölbreytni 13. Afspurn 14. Snjóhrúga 15. Týna 16. Kvk nafn 17. Band 18. Óður 19. Málmur 20. Spergill 23. Rjúka 26. Átt 27. Ryk 31. Lítill bátur 33. Gælunafn 34. Áratala 35. Lykt 36. Flandur 37. Skel 38. Naga 39. Froskur

9

19

21

Lárétt

8

Lausn síðustu viku S Ö L S A

K L A P P

E G G J A

A S P A S

S K U R N

K O M M A

G E N A

G R A R S I L L L Ó J A Ð R A S Á A Ð R H P A Ú U R S R I

A T L A G A A L L T

S V Í F A

P I P A R

A K A R N

Ó L Í F A

B Æ T U R

Ó Ð A R A


Við gefum Grænt ljós Grænt ljós frá Orkusölunni

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is

Öll raforkusala Orkusölunnar er vottuð 100% endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Allir okkar viðskiptavinir fá því Grænt ljós frá okkur, sérstaka vottun sem staðfestir þetta. Það felur í sér tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir lykilhlutverki. Kynntu þér málið og fáðu Grænt ljós frá Orkusölunni.

Finndu okkur á Facebook


…heilsa

12 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Glúteinlausar pönnukökur

Fljótlegar, einfaldar og hollar bananaog hafrapönnsur Það tekur aðeins 5 mínútur að útbúa þessar gómsætu glútenlausu pönnukökur. Uppskriftin er fullkomin þegar sykur- og hveitilöngunin bankar upp á. Einu hráefnin sem þarf eru bananar, egg, hafrar, lyftiduft og salt.

Uppskrift

2 bananar 2 egg ½ bolli hafrar ½ tsk lyftiduft ½ tsk salt

Leiðbeiningar

Banönum er stappað saman og restin af hráefnunum blandað saman í skál og hrært, ýmist með handafli eða í blandara. Ef tími gefst má láta deigið standa í nokkrar mínútur. Hitið litlar pönnukökur á pönnu yfir miðlungshita á báðum hliðum í sitt hvora mínútuna. Berið fram með hunangi eða sætu að eigin vali og ávöxtum.

Best að æfa eftir prógrammi Lína Birgitta Sigurðardóttir er lífsstílsbloggari sem heldur uppi vefsíðunni linethefine.com. Stílistinn, einkaþjálfarinn og bloggarinn fer í gegnum nokkur ráð hvað varðar hreyfingu og heilsu.

Hollar og einfaldar Gott er að henda í þessa einföldu uppskrift þegar líkaminn öskrar á sykurinn.

Fatnaðurinn

Létt æfingaföt og léttir skór svo það sé auðvelt að hoppa og skoppa. Ég æfi alltaf í Reebok skóm og uppáhalds æfingabuxurnar mínar í dag eru „aim’n“ buxurnar sem er sænskt merki.

Staðurí nináttnúr-

Hreyfingin

Heima, úti r sem unni eða hva ni. er í raunin

Æfingar með eigin líkamsþyngd sem hægt er að gera heima, úti og í líkamsrækt. Tilvalið er að grípa til svoleiðis æfinga uppi á hótelherbergi í fríinu ef maður vill ekki missa úr æfingu. Þetta eru frábærar æfingar til að styrkja sig. Áhrifaríkt náttúruefni sem færir okkur vellíðan að innan sem utan. Kísill er næstalgengasta frumefni jarðarinnar og sé það tekið inn þá hefur það undraverð áhrif á meltinguna auk þess að hafa jákvæð áhrif á húð og hár. RE-SILICA er náttúruleg kísilsýra í kvoðuformi sem vinnur hratt og vel á vandamálinu.

Dæmi af æfingum með eigin líkamsþyngd:  Klettaklifur á gólfi: 4 x 20-40  Sippa á staðnum: 4 x 50-100  Magaæfingar á gólfi: 4 x 50-100  Asnaspark á gólfi: 4 x 20-40 hvor fótur  Hliðarspark á fjórum fótum á gólfi: 4 x 20-30 hvor fótur  Planki á gólfi: 4 x halda í 30-60 sek  Dauðaganga/hamingjuganga: 4 x 15 hvor fótur

Búnaðurinn

Það er alltaf best að æfa eftir góðu æfingaprógrami svo þú vitir 100% hvað þú átt að gera á æfingunni. Það er ekkert leiðinlegra en að ákveða á staðnum hvaða æfingu maður á að taka.

Mataræðið

Fyrir æfingu: Eitthvað létt eins og epli og hálfur banani eða hafragrautur fyrir þá sem þola hann fyrir æfingar.

Eftir æfingu: Prótein er eitt það mikilvægasta sem við þurfum eftir æfingu til að koma í veg fyrir niðurbrot vöðva. Ef við erum að byggja okkur upp og móta okkur þá er prótein nauðsynlegt! Prótein er meðal annars finna í kjúklingi, svörtum baunum, prótein sjeikum og eggjum.


…heilsa kynningar

13 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Dregur úr bólgum og smyr liðina

Norðurkrill, eitt öflugasta form af Omega-3 fitusýrum sem völ er á, unnið úr krilli (ljósátu) frá einu hreinasta hafsvæði veraldar, Suðurskautinu. Unnið í samstarfi við Artasan

M

sem vistvænar og sjálfbærar. Það þýðir að ekki er gengið á auðlindina og jafnframt er um að ræða gríðarlega hreina afurð en ljósátan er neðst í fæðukeðjunni og því ómenguð af þungmálmum sem eru að verða sífellt stærra vandamál þegar kemur að fiskafurðum.

inni bólgur, betri húð og skarpari hugsun Omega-3 og 6 kallast lífsnauðsynlegar fitusýrur því líkaminn okkar getur ekki framleitt þær sjálfur og þurfum við því að fá þær úr fæðunni. ÞessMikið öflugra ar fitusýrur þurfa að vera í réttum Krill inniheldur fitusýrur sem nefnhlutföllum í líkamanum en hver ast fosfólípíð en þær er að finna í einasta frumuhimna í líkamanum öllum frumuhimnum líkamans. Það er samansett úr þeim. Rannsóknauðveldar frásog og eykur ir hafa sýnt að Omega-3 dregur úr nýtanleika en rannsóknir sýna að bólgumyndun í líkamanum, er gott fyrir æðakerfið, heilann, húðina og við þurfum minna magn af krilli ónæmiskerfið. Sífellt fleiri rannheldur en af venjulegum fiskiolíum*. sóknir leiða í ljós kosti reglulegrEPA og DHA fitusýrur eru í mjög ar inntöku en við getum m.a. mýkt ríkum mæli í krillolíunni en það eru liðina, dregið úr stirðleika, bætt þær fitusýrur sem við sækjumst minnið, aukið einbeitingu og haft sérstaklega eftir. Fjöldi rannsókna góð áhrif á kólesterólið. Við fáum hefur sýnt fram á að nægjanlegt Omega-3 úr ýmsum matvælum og magn af þessum fitusýrum í líkeru makríll og lax þar efst á amanum hefur jákvæð áhrif blaði. Í jurtaríkinu eru það á heilsufar okkar og hörfræ, chiafræ og valþroska. hnetur, svo fátt eitt sé „Rannsóknþir urf- Astaxanthin er talið. Fæst okkar ná sýna að vaiðmagn bólgueyðandi því þó að fá nægilegt n um min ldur en Það magn úr matnum og sem margt sem e h i ll af kri þá kemur Norðurkrillið gerir krillið sérstakt m u g le ju n e v af til sögunnar. en sú tegund sem fiskiolíum.“ notuð er í framleiðslu Af hverju Norðurkrill? Norðurkrills heitir EupVeiðar á krilli, sem Norðurkrill hausia superba og inninotar í framleiðsluna sína, eru vottheldur hún náttúrulegt andoxaðar af World Wildlife Foundation unarefni sem heitir Astaxanthin.

Omega-3 og 6 kallast lífsnauðsynlegar fitusýrur því líkaminn okkar getur ekki framleitt þær sjálfur og þurfum við því að fá þær úr fæðuni

Tilboð Nú er tilboð á Norðurkrilli á öllum sölustöðum, 2 fyrir 1.

Astaxanthin er talið vera einn öflugasti andoxari/sindurvari sem völ er á og er það einnig bólgueyðandi. Vegna mikillar andoxunar þessa efnis hefur krillolían mikinn stöðugleika og því með mikla vörn gegn þránun. Norðurkrill geymist í allt að tvö ár við stofuhita.

Dr. Mercola – merki um gæði

Superba™ er framleiðandi krillolíunnar sem Norðurkrill notar og er það sá sami og Dr. Mercola skiptir við en allar hans vörur þekktar fyrir mikil gæði. Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur verslana

Bætir meltingu, dregur úr bólgum og eykur blóðflæði

Engifer, túrmerik og brómelain frá Natures Aid er einstök blanda sem byggð er á árþúsunda gömlum austurlenskum lækningahefðum. Hún hefur reynst sérstaklega vel við bólgum í liðamótum og er afar góð fyrir meltinguna. Unnið i samstarfi við Artasan

liðina, minnkar magn histamíns og eykur náttúrulega framleiðslu igt og álagsmeiðsl. kortisóns sem hefur bólgueyðandi Engiferrótin hefur áhrif. Engifer er blóðþynnandi verið notuð í árþúsundog er mjög gott fyrir blóðflæðið. ir í Kína við margskonar Einnig getur það dregið úr bólgkvillum svo sem við gigt og við um, jafnað blóðsykur og minnkað álagsmeiðsli. Túrmerikrótin, sem ógleði ásamt því að hafa jákvæð inniheldur virka efnið kúrkúmín, áhrif á ónæmiskerfið. Bromelain er náskyld engifer og mikið notuð er græðandi og hefur góð áhrif á í kínverskum og indverskum meltinguna og segja má að þetta náttúrulækningum en ensím fullkomni þessa jurtahún er bæði bólgueyðblöndu. la e Brom andi og gríðarlega Athugið að ekki i öflugur andoxari/ in er græððanádhrif er mælt með því að sindurvari. ófrískar konur eða og hefur góuna og á melting ð þetta með barn á brjósti taki blönduna og þeir sem segja má allkomni eru Betri melting á blóðþynnandi sím fu n e a Bromelain er ensím lyfjum eða hafa fengið rt ju a s s e þ úr ananasplöntunni gallsteina ættu að ráðlöndu. b en þetta ensím brýtur færa sig við lækni. niður prótein og getur því nýst fólki með meltingarvandaSölustaðir: Flest apótek, heilsumál, rétt eins og meltingarensím. búðir og heilsuhillur verslana. Einnig er bromelain notað til að draga úr bólgum en það hefur hjálpað fólki með liðverki og liðagigt. Einnig eru vísbendingar um að það hafi góð áhrif á frjókornaofnæmi, vandamál í ennisog kinnholum, magabólgur eða magasár og niðurgang en það þarfnast þó fleiri rannsókna.

G

Græðir og eykur blóðflæði

Erfitt er í stuttu máli að telja upp kosti þessara efna en þau hafa lengi verði notuð innan óhefðbundinna lækninga og eru mikið notuð í hinum indversku Ayurveda-fræðum við verkjum og bólgum vegna meiðsla, slitum, tognun og fleiru. Kúrkúmín, sem er virka efnið í túrmerik, hefur einstök andoxunaráhrif, verndar

Engifer, túrmerik og bromelain er gott við: • Bólgum í líkamanum, bæði í liðum sem og annars staðar. • Meltingarvanda. • Slæmu blóðflæði. • Íþróttameiðslum, tognunum og verkjum.

Fæðukeðja Ljósátan er neðst í fæðukeðjunni og því ómenguð af þungmálmum sem eru að verða sífellt stærra vandamál þegar kemur að fiskafurðum.

Hvernig er sjónin?

Bellavista inniheldur sérvalin náttúruleg efni sem eru mikilvæg til að viðhalda góðri sjón. Unnið í samstarfi við Artasan

H

elstu innihaldsefni Bellavista eru kjarninn úr bláberjum, klæðisblómi (lútein), bókhveiti og gulrótum ásamt vítamínum og steinefnum sem eru sérvalin með heilbrigði augna í huga. Sjónin er eitt mikilvægasta skilningarvit okkar. Með hækkandi aldri dofnar hún, við verðum fjarsýnni og sjáum verr í myrkri. Einnig getur útfjólublátt ljós, þurrt loft og fleira haft áhrif á hana. Bellavista hefur reynst vel gegn augnþurrki og nota fjölmargir Bellavista að staðaldri vegna þess. Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur verslana

Helstu innihaldsefni Bellavista eru kjarninn úr bláberjum, klæðisblómi (lútein), bókhveiti og gulrótum ásamt vítamínum og steinefnum sem eru sérvalin með heilbrigði augna í huga.


…heilsa

14 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Þetta skaltu hafa í huga við kaup á sólarvörn

Mikilvægt er að nota góða sólarvörn sem veitir breiðvirka vörn gegn geislum sólarinnar. Einnig er nauðsynlegt að forðast ákveðin innihaldsefni. Það virðist vera fastur liður á hverju sumri að ég gang fari umræða um sólarvarnir. Hvaða sólarvarnir sé best að nota og hverjar eigi að forðast. Fólk getur því orðið ringlað þegar kemur að því að velja hina réttu vörn. Úrvalið er allavega nógu mikið. Hér eru nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við kaup á sólarvörn. Kauptu breiðvirka vörn

Það er mikilvægt að vörnin veiti vernd gegn bæði UVA og UVB geislum sem geta skaðað húðina, flýtt fyrir öldrun og aukið líkur á sólbruna og húðkrabbameini. Sólarvörn sem ekki er breiðvirk getur ekki varið þig gegn þessum þáttum.

Varastu efnið oxybenzone

Það er mikilvægt að kynna sér innihaldsefni í sólarvörnum líkt öðrum vörum. Oxybenzone er virkt innihaldsefni sem finnst í mörgum ódýrari sólavörnum sem fást í stórmörkuðum. Þetta efni getur ert viðkvæma húð og valdið húðskemmdum í sólinni. Þá er jafnframt talið að oxybenzone dragi úr framleiðslu sáðfruma hjá körlum og geti Vatnsheld vörn er ekki til aukið líkur á krabbaÞað er ekki til neitt sem meini. Leitaðu eftir heitir vatns- eða svitasólarvörn sem inniheld sólarvörn. Það er Forðist líka ð e m tæknilega ómöguheldur avobenzone rn ö rv la só a sem virkar eins og legt. Sólvarvörn getd n e i ín m a ít A-v ur hins vegar hrint oxybenzone en er ð a ð a k getur það s ól frá sér vatni en þá er ekki skaðlegt heilss húðina í mikilvægt að hún veiti unni. jafn mikla vörn (SPF) eftir 40 mínútur í vatni. Engin parben Paraben er rotvarnarefni sem lengi hefur verið notað í snyrtiHaltu þig undir SPF 50 vörur, en það getur meðal annars Þegar sólarvörn er sögð hafa SPF truflað hórmónabúskap líkamans stuðul 70 er það líklega bara sölutrix. Ástæðan er einföld; SPF 15 og aukið vöxt krabbameinsfruma. verndar gegn 93 prósentum UVB Skaðsemi parabena hefur vergeisla, SPF 30 verndar gegn 97 próið mikið í umræðunni síðustu ár og framleiðendur snyrtivara taka sentum geisla og SPF 50 verndar því gjarnan fram á umbúðum ef gegn 98 prósentum geisla. Allt þar vörurnar eru lausar við efnið. Sé fyrir ofan bætir mjög litlu við þessa það hins vegar ekki tekið fram er vernd. Húðsjúkdómalæknar mæla mikilvægt að leita eftir innihaldsyfirleitt með því að fólki noti sólarefnum eins og methylparaben, vörn með SPF stuðli 30 til 50.

Oxybenzone er virkt innihaldsefni sem finnst í mörgum ódýrari sólavörnum sem fást í stórmörkuðum. Efnið getur ert viðkvæma húð og valdið húðskemmdum.

propylparaben og butylparaben sem yfirleitt eru talin upp síðustu í innihaldslýsingum. Forðist líka sólarvörn með A-vítamíni enda getur það skaðað húðina í sól.

Forðist vörn í úðaformi

Það að nota sólarvörn í úðaformi kemur vissulega í veg fyrir klístraðar hendur, enda er vörninni þá spreyjað beint úr brúsanum á húðina. En húðsjúkdómalæknar mæla gegn notkun hennar vegna þess hvað hún dreifist mikið. Stór hluti þess sem spreyjað er lendir ekki á húðinni og vörnin veitir minni vernd fyrir vikið.


…heilsa kynningar

15 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Þjáistu af frjókornaofnæmi á sumrin?

Hay Max er lífrænn salvi sem fyrirbyggir frjókornaofnæmi. Fólk hnerrar minna og fær minni ofnæmisviðbrögð við frjókornum Unnið í samstarfi við Icecare

H

ay Max er áhrifaríkur, lífrænn og lyfjalaus frjókornatálmi fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi. Hann hefur fengið fjölda viðurkenninga, meðal annars frá bresku astma- og ofnæmissamtökunum. Hay Max er einfaldur í notkun og kemur í veg fyrir að frjókorn komist inn í líkamann. Hay Max er framleiddur úr hágæða, vottuðum lífrænum efnum, bývaxi, ilmkjarnaolíum, aloe vera og sólblómaolíu og er vottaður fyrir grænmetisætur. Með því að koma í veg fyrir að of mikið magn frjókorna berist inn í líkamann er hægt að forðast einkenni ofnæmisins, svo sem hnerra og kláða í augum, hálsi og eyrum. Hay Max hentar ófrískum konum, konum með barn á brjósti og börnum. Salvinn er borinn vandlega á svæðið umhverfis hvora nös nokkrum sinnum á dag á meðan á frjókornatímabilinu stendur. Einnig má setja salvann aðeins inn í nasir og í kringum augu.

Allt annað líf

Erna Guðrún Björnsdóttir er mikið innan um hesta og stundar útivist af kappi. „Ég var alltaf með nefrennsli og hnerraði endalaust. Ég vaknaði á hverjum morgni hnerrandi með nefrennsli og ekkert virkaði á mig.

Móðir mín heyrði af Hay Max salvanum og gaf mér. Ég smurði Hay Max á húðina fyrir neðan nefið og á nokkrum dögum leið mér betur þegar ég notaði salvann. Núna nota ég alltaf Hay Max áður en ég fer að sofa.

Hay Max salvinn er til í þremur útgáfum:

Bætt líf

Hay Max Lavender: Lavender hefur verið notað í árþúsundir í mörgum tilgangi, þar með talið við ofnæmi, hrotum, sem skordýrafæla og ilmgjafi – mjög notadrjúg ilmkjarnaolía.

Birna Birgisdóttir segist hafa verið með frjókornaofnæmi, með tilheyrandi kláða og leiðindum nánast alla tíð. „Hvert einasta sumar hef ég leitað að hinu fullkomna ofnæmislyfi sem gerir eitthvert gagn en slævir mann ekki. Ég var komin að þeirri niðurstöðu að þetta lyf væri ekki til. Síðan kynntist ég Hay Max salvanum og síðustu tvö sumur hef ég notað hann með ofnæmislyfjunum sem hafa hingað til ekki gert nægilega mikið gagn á slæmum dögum. Þessi sumur hafa verið þau bestu sem ég hef upplifað lengi,“ segir Birna. „Ég hef borið Hay Max salva á mig á morgnana og er svo með hann á mér og tek hann upp þegar ég finn að það fer að styttast í ofnæmiskast. Hann virkar hratt og örugglega og kemur í veg fyrir slæmt kast. Ég mæli því hiklaust með Hay Max salvanum því hann hefur gert mikið fyrir mig í baráttunni við frjókornin.“

Hay Max Pure: Engin viðbætt ilmefni eða ilmkjarnaolíur fyrir þá sem hafa viðkvæma húð og kjósa náttúrulegan ilm af bývaxi.

Hay Max Aloe Vera: Sameinar frjókornatálmandi áhrif Hay Max og mýkjandi og græðandi áhrif aloe vera plöntunnar.

Þvílíkur munur

„Sonur minn, hefur verið með frjókornaofnæmi frá barnæsku. Í fyrrasumar byrjaði hann að nota Hey Max salvann og þvílíkur munur,“ segir Íris Rut Árnadóttir. „Hann er allt annar drengur, hann getur verið úti á sumrin, spilað golf og gert allt það sem hann vill gera utanhúss. Frjókornaofnæmið var svo slæmt að þegar við fórum í sumarbústað þurfti hann að vera innanhúss mestallan tímann. Hann ber Hay Max salvann vel undir augu og nef, þetta svínvirkar. Hann notar Hay Max salvann með ofnæmislyfjum og líður miklu betur en áður.

Hay Max: Lausn við frjókornaofnæmi. Einfaldur í notkun, salvinn er borinn á svæði umhverfis hvora nös og augu ef vill. Inniheldur hágæða lífræn efni. Vottaður fyrir grænmetisætur. Lyfjalaus og hentar öllum. Kemur í veg fyrir hnerra, kláða í augum, hálsi og eyrum.

Laus við stirðleika í liðum Snorri Snorrason finnur ekki fyrir stirðleika í ökkla og úlnlið eftir að hann fór að nota Amino liði Unnið í samstarfi við Icecare

S Guðbjörg Gísladóttir.

Mælir heils hugar með Bio-Kult Bio-Kult er öflug blanda vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna. Guðbjörg Gísladóttir finnur stórkostlegan mun á sér eftir að hún hóf notkun Bio-Kult Candéa Unnið í samstarfi við Icecare

G

uðbjörg Gísladóttir hefur góða reynslu af notkun Bio-Kult Candéa og finnur mun á sér eftir að hún fór að nota það. „Eftir að ég komst á ákveðinn aldur fór ég að finna í auknum mæli fyrir óþægindum vegna breytinga í slímhúðinni en eftir að ég byrjaði að nota Bio-Kult Candéa fann ég stórkostlegan mun á mér. Í gegnum tíðina hef ég einnig glímt við allskonar vandamál tengt ójafnvægi í flóru líkamans og finn ég að Bio Kult Candéa er að virka rosalega vel fyrir mig,“ segir Guðbjörg.

Innihald Bio-Kult Candéa-hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og „grape seed extract“. Bio-Kult Candéa hylkin stuðla að eðlilegu flórujafnvægi og stuðla að eðlilegri meltingu. Vinnur meðal annars á brjóstsviða, húðvandamálum og roða í húð. Bio-Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. Bio-Kult hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota vörurnar. Mælt er með Bio-Kult í bókinni Melt­ingar­vegurinn og geðheilsa eftir dr. Natasha Campbell-McBride.

norri Snorrason er að norðan en býr í Kópavoginum og starfar sem vélamaður hjá Alexander Ólafssyni ehf. Hann er þykir einnig mikill og efnilegur tenór og stundar söngnám meðfram vinnu. En fyrir um rúmu einu ári fór að bera á miklum stirðleika í liðum hjá Snorra. Hann hefur enn ekki fengið neina nákvæma skýringu hvað hrjáði hann, hugsanlega þetta og hugsanlega hitt. Síðan tóku liðir upp á því að bólgna mjög mikið og kom sá tími að hann gat ekki stigið í fæturna vegna stirðleika og bólgu. Hann er búinn að prófa ýmislegt en ekkert hefur virkað sem hefur slegið almennilega á þessi einkenni. Konan hans heyrði af þessu undraefni Amino Liðir og ákvað að setja honum fyrir að taka þetta nú reglulega og prófa í um einn mánuð og sjá hvort hann myndi finna mun. Það vantaði ekki virknina! Innan fárra daga eftir að Snorri byrjaði að taka inn Amino Liði

Snorri Snorrason getur sinnt betur vinnu sinni og söngnámi eftir að hann fór að nota Amino Liði.

fann hann mikinn mun og gat fljótlega stigið óhikað í fæturna. Í dag er enginn stirðleiki og hann tekur bara Amino Liði inn. Þetta „svínvirkar“ á hann og gerir honum gott. „Stirðleiki í ökkla og úlnlið eru ekki lengur til staðar og það er Amino Liðum að þakka, engin spurning,“ segir Snorri.


…sjónvarp

16 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

David Beckham á ókunnugum slóðum

Vinsælasti þáttur Sjónvarps Símans endursýndur Sjónvarp Símans Biggest Loser – Ísland laugardag, klukkan 12.30. Þeir sem misstu af annarri seríu af Biggest Loser sem sýnd var fyrr á árinu geta tekið gleði sína á ný. SkjárEinn endursýnir nú þessa geysivinsælu þætti þar sem 14 einstaklingar sem kljást við yfirþyngd snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Umsjón með þættinum hefur Inga Lind Karlsdóttir.

RÚV David Beckham: Into the Unknown laugardag, klukkan 15. Fótboltastjarnan geysivinsæla, David Beckham, bregður sér hér í hlutverk ævintýramanns og fer í mótorhjólaferð um regnskóga Amazon. BBC fylgdist með 12 daga ævintýri fótboltamannsins þar sem hann ferðaðist um svæði þar sem fáir vita hver David Beckham er. Skemmtileg mynd fyrir alla aðdáendur breska goðsins.

Landsmót hestamanna 2016 RÚV Landsmót hestamanna 2016 laugardag, klukkan 10. RÚV hefur fylgst vel með landsmóti hestamanna á Hólum og boðið upp á bæði beinar útsendingar og samantektarþætti. Bæði föstudag og laugardag verða beinar útsendingar frá hápunktum mótsins. Klukkan 10 á laugardagsmorgun verður hægt að fylgjast með A-úrslitum unglinga, A-úrslitum ungmenna og A-úrslitum barna í beinni útsendingu.

Föstudagur 01.07.2016 rúv 16.30 Ekki bara leikur (2:10) (Not Just a Game) Heimildarþáttaröð sem afhjúpar hvernig keppnisíþróttir í Bandaríkjunum hafa ítrekað endurspeglað pólitískan áróður á tuttugustu öld. Einkum hefur orðræða forréttindahópa um málefni s.s. þjóðernishyggju, stríð, kyngervi, kynþætti, samkynhneigð og kapítalisma verið haldið á lofti í heimi íþróttanna. e. 17.00 Landsmót hestamanna 2016 Bein útsending frá Landsmóti hestamanna á Hólum. Sýnt frá 150 og 250 metra skeiði. 18.00 Táknmálsfréttir 18.10 KrakkaRÚV (89:386) 18.28 Drekar (10:20) (Dragons: Defenders of Berk) 18.50 Öldin hennar (26:52) 52 örþættir sendir út á jafnmörgum vikum um stórar og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna, baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpar ljósi kvennapólitík í sínum víðasta skilningi. e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir (209) 19.35 Veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (26:50) Litið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. 20.00 Popppunktur (1:7) (Íslenska popp- og rokksagan) Hinn sívinsæli Popppunktur snýr aftur á RÚV í sumar. Spurningarnar verða að þessu sinni eingöngu um íslenska popp og rokktónlist. Liðin sem keppa í sumarútgáfu Popppunkts 2016 eru: Grísalappalísa, Reykjavíkurdætur, Moses Hightower, Retro Stefson, FM Belfast, Boogie Trouble, Amabadama og Agent Fresco. Stjórnendur eru eins og áður þeir Felix Bergsson og Gunnar Lárus Hjálmarsson. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson. 21.20 Miranda (2:6) Gamanþáttaröð frá BBC um Miröndu sem er seinheppin og klaufaleg í samskiptum við annað fólk. Aðalleikarar: Miranda Hart, Patricia Hodge og Tom Ellis. 21.55 Skarpsýn skötuhjú (3:6) (Partners in Crime) Breskur spennumyndaflokkur byggður á sögum Aghötu Christie. Hjónin Tommy og Tuppence elta uppi njósnara í Lundúnum á sjötta áratugnum. Það reynist hjónunum erfiðara að segja skilið við heim njósna og kalds stríðs en þau nokkurn tíma óraði fyrir. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna.

22.50 Handan hæðanna (Dupa dealuri) Verðlaunamynd um vináttu tveggja kvenna, þeirra Voichitu og Alinu, sem ólust saman upp á munaðarleysingjahæli í Rúmeníu. Voichita gerðist nunna í heimalandi sínu en Alina fluttist til Þýskalands í leit að betra lífi. Þegar Alina snýr aftur heim og vill endurnýja kynnin sýnir Voichita því lítinn áhuga. Aðalhlutverk: Cosmina Statran, Cristina Flutur og Valeriu Andriuta. Leikstjóri: Cristian Mungiu. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (84)

sjónvarp símans 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rules of Engagement (8:24) 08:20 Dr. Phil 09:00 America's Next Top Model (2:16) 09:45 Hotel Hell (1:6) 10:30 Pepsi MAX tónlist 11:40 EM 2016 á 30 mínútum (17:23) Skemmtilegur þáttur þar sem farið er yfir allt það helsta á EM 2016. 12:15 The Biggest Loser - Ísland (6:11) Vinsælasti þáttur SkjásEins snýr aftur! 13:15 The Voice Ísland (6:10) Hinir geysivinsælu raunveruleikaþættir þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn eru nú loks komnir til Íslands! 14:25 The Millers (10:23) 14:45 The Odd Couple (1:13) 15:05 Jane the Virgin (1:22) 15:50 Three Rivers (13:13) 16:35 The Tonight Show with Jimmy Fallon 17:15 The Late Late Show with James Corden 17:55 Korter í kvöldmat (5:12) Ástríðukokkurinn Óskar Finnsson kennir Íslendingum að elda bragðgóðan kvöldmat á auðveldan og hagkvæman máta. 18:00 EM 2016 svítan: 8 liða úrslit 18:50 8 liða úrslit á EM 2016 Útsending frá leik í 8 liða úrslitum á EM 2016. Leikurinn fer fram á Stade Pierre-Mauroy í Lille. 21:30 EM 2016 á 30 mínútum (18:23) Skemmtilegur þáttur þar sem farið er yfir allt það helsta á EM 2016. 22:05 Second Chance (5:11) 22:50 The Tonight Show with Jimmy Fallon 23:30 The Late Late Show with James Corden 00:10 Code Black (10:18) Dramatísk þáttaröð sem gerist á bráðamóttöku sjúkrahúss í Los Angeles, þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og læknanemar

leggja allt í sölurnar til að bjarga mannslífum. 00:55 The People v. O.J. Simpson: American Crime Story (6:10) Stórbrotin þáttaröð um eitt frægasta sakamál allra tíma. 01:40 House of Lies (9:12) Marty Khan og félagar snúa aftur í þessum vinsælu þáttum sem hinir raunverulegu hákarlar viðskiptalífsins. 02:10 Penny Dreadful (5:10) 02:55 Second Chance (5:11) 03:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon 04:20 The Late Late Show with James Corden 05:00 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Hringbraut 20:00 Heimilið Fjölbreyttur þáttur um neytendamál, fasteignir, viðhald, heimilisrekstur og húsráð. Umsjón: Sigmundur Ernir Rúnarsson 21:00 Skúrinn Lifandi þættir og líf og yndi bíladellukarla. Umsjón: Jóhannes Bachmann 21:30 Kokkasögur Kokkasögur með Gissa er spjallþáttur á léttum nótum með sögum úr veitingageiranum og matvælaiðnaðinum - Kokkanámið, kokkapólitíkin, áskoranir og staðreyndir tengdar faginu. Umsjón: Gissur Guðmundsson 22:00 Lífið og Herrahorn Sigmundar Ernis Magasínþáttur Hringbrautar. Mannlífið, matur, heilsa, kúltúr, útivist, kynningar og fleira. 22:30 Fólk með Sirrý Góðir gestir koma í mannlegt spjall hjá Sirrý. Umsjón: Sigríður Arnardóttir 23:00 Lífið og Borðleggjandi með Sirrý Magasínþáttur Hringbrautar. Mannlífið, matur, heilsa, kúltúr, útivist, kynningar og fleira. 23:30 Kvikan Fréttaskýringaþáttur um áhugaverð þjóðmál. Umsjón: Björn Þorláksson

N4 19:30 Föstudagsþáttur Föstudagsþátturinn verður að þessu sinni á Vesturlandi Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

552-6060 552-6060 Ugly.is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21


…sjónvarp

17 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Komst að því að Ronaldo á son Sófakartaflan Adolf Smári Unnarsson, rithöfundur og spunaleikari

Fyrir aðdáendur Stephen King

Netflix Mercy. Aðdáendur Stephen King kunna að muna eftir smásögu hans Grammar, en kvikmyndin Mercy er byggð á þeirri sögu. Myndin fjallar um einstæða móður tveggja drengja sem hefur tekið að sér að hugsa um veika móður sína. Undarlegir hlutir taka að gerast sem drengirnir rekja til ömmu sinnar, sem virðist hafa einhverskonar dulræna krafta. Kvikmynd sem aðdáendur hryllingsmynda ættu að skoða á rólegu föstudagskvöldi. Með aðalhlutverk fara Dylan McDermott, Chandler Riggs og Frances O´Connor.

„Vegna Evrópumótsins í fótbolta horfði ég á heimildarmynd um Ronaldo, sem er frekar fyndin. Ég komst að því að hann á barn sem er móðurlaust. Það virðist eingetið eða hann hafi klónað sjálfan sig. Barnið er samt mjög nett, það vill verða markmaður en Ronaldo tekur ekki vel í það. Þegar ég fór síðan á leik í Frakklandi opnaðist fyrir franska Netflix hjá mér og nýtt úrval af bíómyndum. Á meðal þeirra er mynd sem heitir Kon-Tiki um fjóra Norðmenn og Svía á fleka í

Blússandi rómans Adolf Smári fylgist með náttúrulífsþáttunum Life þar sem mannlegur rómans og vandræðalegheit dýranna koma í ljós. Mynd | Rut

Designer Mints

Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna

Stöð 2 Cheaper by the Dozen laugardag, klukkan 19.55. Stórskemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með spéfuglinum Steve Martin í aðalhlutverki. Klaufskur faðir þarf að sjá um heimili og börn á meðan eiginkona hans bregður sér í vinnuferð – sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema að börnin á heimilinu eru hvorki fleiri né færri en 12 stykki. Með önnur aðalhlutverk fara Bonnie Hunt, Piper Perabo og Hillary Duff.

Kyrrahafinu og er í raun táknmynd fyrir íslenska landsliðið í fótbolta að sigra heiminn og láta drauma sína rætast. Fyrir skömmu leigði ég mér þættina Spaced á Borgarbókasafninu, fyrstu þættirnir sem Simon Pegg sló í gegn í. Þeir eru rosalega skemmtilegir. Einnig verð ég að horfa á einn Seinfeld þátt á dag. Ég og vinkona mín horfum saman á náttúrulífsþættina Life. Frábært að sjá það mannlega í dýrunum, það er blússandi rómans og vandræðilegheit hjá dýrunum. Gott fyrir borgarbarn eins og mig að komast í samband við náttúruna á þennan máta.“

Nýtt bragð

Allar risaeðlurnar

Netflix Jurassic Park. Fyrstu þrjár myndirnar um Júragarðinn duttu inn á Netflix í byrjun júní og ekki úr vegi að taka risaeðlumaraþon um helgina. Fyrsta myndin, Jurassic Park, var langvinsælasta kvikmyndin í kvikmyndahúsum á Íslandi árið 1993. Mannfólkinu hefur tekist að endurskapa risaeðlur með ótrúlegri tækni og opna svokallaðan risaeðlugarð á afskekktri eyju þar sem fólki gefst tækifæri á að berja risaeðlurnar augum. En spurningin er hvort allt gangi að óskum og hvort fólki og ferðamönnum sé óhætt á eyjunni góðu.

Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: “Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.” einnig fáanlegar... www.versdagsins.is


…tíska kynningar

18 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Vertu töff í útilegunni Það er ekki mjög smart að vera að krókna úr kulda í útilegunni. Klæddu þig frekar eftir veðri því það kemur alltaf betur út heldur út en hitt.

Í

slensku sumrin gæta bæði verið köld og blaut. Það er bara staðreynd sem við Íslendingar verðum að lifa með. Staðalbúnaðurinn í útileguna er því ekki endilega bikiní og stuttbuxur þó vissulega sé gott að hafa það með líka. En betra er að hafa varann á og hafa með hlýjar og vatnsheldar flíkur. Þær munu að öllum líkindum nýtast meira en þessar fyrrnefndu. Allavega ef þú ert á nokkurra daga ferðalagi og gistir í tjaldi. Það er meira að segja hægt að tolla í tískunni og samt klæða sig eftir veðri.

Ullarpeysur

Þær þykja alltaf smart. Það er nefnilega hægt að prjóna í öllum stærðum og gerðum með því mynstri sem hugurinn girnist. Ef þú kannt að prjóna eða þekkir einhvern sem kann að prjóna geturðu látið útbúa peysu alveg eftir þínu höfði og máli. Þú munt elska að klæðast þessari flík í útilegunni og tískustuðullinn þarf ekkert að falla.

Húfa

Hlý og góð húfa er oft það sem munar um til að halda almennilega á sér hita. Enda fer mikil uppgufun hita út um höfuðið. Við viljum fanga þennan hita og halda honum í líkamanum. Það er ekki töff að vera kalt. Þess vegna er alltaf flott að vera með húfu, hvernig sem hún lítur út.

Ullarponsjó

Tískuflík sem gott er að sveipa um sig á svölum sumarkvöldum. Kosturinn við ponsjóið er að það getur líka nýst sem teppi. Svo kemur þessi flík bara svo einstaklega vel út með fallegum stígvélum.

Stígvél

Nauðsynlegt að eiga slík á Íslandi og þau koma sér vel í útilegu. Nú er meira að segja víða hægt að fá stígvél sem líta út eins og hátískuskór, fyrir þá sem það vilja. Hinir geta fengið sér skrautleg og falleg stígvél í öllum regnbogans litum. Það er allt leyfilegt þegar kemur að stígvélum. Það eina sem skiptir máli er að þau haldi vatni og drullu.

Regnponsjó

Kannski ekki mjög falleg flík en það er yfirleitt hægt að pakka henni vel saman í poka sem fylgja með og því auðvelt að hafa hana í töskunni og taka upp þegar fer að rigna. Svo þegar hættir að rigna þá hristir maður einfaldlega bleytuna af henni og setur aftur í veskið. maður er kannski ekki töff akkúrat meðan rignir, en maður er heldur ekki töff hundblautur og niðurrigndur.

Hárvörur Masterline vörulínan er í hæsta gæðaflokki og framleidd á Ítalíu og rómuð fyrir gæði á góðu verði.

Heilbrigt og fallegt hár skiptir máli Masterline hárvörurnar eru gæðavörur á góðu verði. Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson ehf.

M

asterline hárvörurnar eru allar án parabena og búið er að betrumbæta formúluna

enn frekar. Áherslan er áfram lögð á góð innihaldsefni sem veita hárinu mýkt og skínandi fallega áferð. Masterline vörulínan er í hæsta gæðaflokki og framleidd á Ítalíu og rómuð fyrir gæði á góðu verði. Masterline fæst í stórmörkuðum, en vörurnar eru þróaðar í samstarfi við hárgreiðslumeistara og standast fyllilega samanburð við dýrari vörur á markaði.

Gæðavörur á góðu verði

ekki lakari gæði, heldur þvert Við vöruþróun var einblínt á að á móti. Sífellt fleiri framleiða gæðavöru með kjósa vörur eins og einstökum stíl. Masterline Masterline þar sem vörurnar eru afrakstur höfuðin in mikilla rannsókna áherslan er á in ó p m ja S og gæðaprófana til mildari innihaldsa s.s. engin– ld a h S að tryggja notendefni. Sjampóin E L S , n e parab sílikon. um vellíðan og gæði. innihalda s.s. a ð e , SLS Vörurnar eru ofnæmengin paraben, isprófaðar og standa SLES – SLS, eða fyllilega undir merkinu – sílikon. Masterline Made in Italy. næringin inniheldur engin paraben og ekkert Efnin skipta máli Isothiazolinones. Þar sem ekkert SLES er í Sjampóið og næringin eru með Masterline sjampóinu þá freyðir pumpu sem er einstaklega þægiþað minna en „hefðbundin“ sjampó legt og hármaskarnir koma í krukksem nota SLES. Þetta þýðir alls um sem endast lengi.

Þar sem ekkert SLES er í Masterline sjampóinu þá freyðir það minna en „hefðbundin“ sjampó sem nota SLES.


…heilsa kynningar

19 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

Nýtt frá Lancôme Sourcil Styler

Nokkrar skemmtilegar nýjar vörur frá Lancome hafa litið dagsins ljós það sem af er sumri. Má þar nefna einstaklega frískandi kremlínu sem nærir húðina og gefur aukna orku. Og þrjár skemmtilegar vörur til að ná fram fullkominni augnförðun á einfaldan og fljótlegan hátt.

el sem Augabrúnagrúnirnar b R tA ó m litar an hátt á náttúruleg litur án þess að a. fari á húðin

50% afsl. 50% afsl.

Möst.C ÚTSALAN ER HAFIN

Slá með fallegum fötum á 2000 kr.

Grandiose Extreme maskari Grandiose liner Einstaklega notendavænn eyeliner sem endist allan daginn. Sveigjanlegur háls með hreyfanlegri kúlu sem auðveldar ásetningu.

Dreymir þig um hin fullkomnu augnhár? Prófaðu þá nýja Grandiose Extreme maskarann sem þykkir, lengir og sveigir án þess að klessa augnahárin.

50% afsl.

Loksins Loksins komnar komnaraftur aftur

50% afsl.

50% afsl.

50% afsl.

50% afsl.

JAKKAR, SKÓR, SKART, TÚNIKUR, GALLABUXUR OG KJÓLAR

50% afsl.

50% afsl.

*leggings *leggings háar háar íí 20% 20% afsláttur afsláttur 50% Loksins afsl. Loksins Loksins Loksins mittinu mittinu SKÓR af af öllum öllum vörum vörum VERÐ FRÁ komnar komnar aftur aftur komnar komnar aftur aftur KR 1950 til 17.júní júní *leggings *leggings háar háarí í *leggings *leggingsháar háar í til í 17.

Energie de Vie kremlínan Nýjasta kremlínan frá Lancôme samanstendur af þremur vörum sem samsettar eru úr einstökum orkugjöfum. Pearly Lotion rakavatni, Liquid care dagkremi og Sleeping nightmask næturkremmaska sem styrkja húðina og næra svo hún haldist fersk og heilbrigð.

50% afsl.

50% afsl.

50% afsl.

50% afsl.

mittinu mittinu kr. kr. 5500. . Túnika Túnika 5500

mittinu mittinu

50% afsl. 50% afsl.

kr.Frábær kr. 3000 3000 Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, 50% 50% AFSL. . . . . afsl. góð góð þjónusta þjónusta AF ÖLLUM Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, VÖRUM góðgóð þjónusta þjónusta góðgóð þjónusta þjónusta

5500 kr.kr.5500 5500 kr.kr.5500 50% afsl.

280cm

98cm

50% afsl.

50% afsl.

Tökum Tökum uppupp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega

Bláu Bláu húsin Faxafeni Faxafeni · S.· 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙ vörur Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur daglega daglega Tökum Tökum upphúsin upp nýjarnýjar vörur vörur daglega daglega

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 588 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 BláuBláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 S. 588 44994499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙S.laug. ∙4499 laug. 11-16 11-16

ÚTSALA * 30-50% AFSLÁTTUR

Pantaðu á www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9 Opið Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16 SKOÐAÐU ÚRVALIÐ EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga frá kl.11-18 Laugardaga frá kl. 11-16

Fákafeni 9, 108 RVK Sími 581-1552 | www.curvy.is


„Ég held að kynlíf sé eitthvað sem geti sameinað okkur öll.“

alla föstudaga og laugardaga

Gerður Huld Arinbjarnardóttir í viðtali við amk á morgun

Mátti ekki fara í lýtaaðgerð

Chloe Moretz er eitt af stærstu ungstirnunum í Hollywood í dag. Hún segir frá því nýlega í tímaritinu ELLE að hún hafi ekki alltaf verið ánægð með útlit sitt og hafi verið mjög nálægt því að leggjast undir hnífinn. Chloe var aðeins 16 ára gömul þegar hún ætlaði í lýtaaðgerð en móðir hennar, Teri, hafi gripið inn í: „Þegar ég var 16 ára langaði mig í brjóstastækkun. Ég vildi láta taka undirhökuna, láta minnka á mér rassinn og allan pakkann. Þá sagði

mamma mín: „Alls ekki. Ég gef þér ekki leyfi til að fara í lýtaaðgerðir.“ Chloe segir einnig: „Já, ég hef fengið mér hárlengingar. Já, líkami minn er svona af því ég æfi 7 sinnum í viku. Já, ég borða hreina fæðu, jafnvel þó mig langi það alls ekki og ég svindla oft.“ Hún bætir því líka við að maður fæðist ekki alltaf nákvæmlega eins og maður vill. Stundum þarf maður að berjast fyrir hlutunum og vinna fyrir

þeim. Chloe segist vilja sýna ungum konum að það sé hægt að finna jafnvægi í lífinu. Chloe er kærasta Brooklyn Beckham, sem er sonur Victoriu Beckham og David Beckham. Hún hefur leikið í myndum á borð við Diary of a Wimpy Kid, Kick-Ass, Let Me In, Hugo, Dark Shadows og Carrie en hún hóf leikferil sinn aðeins 7 ára gömul.

Ung á uppleið Chloe Moretz og Brooklyn Beckham eru eitt frægasta unga parið í heiminum í dag. Mynd | GettyImages

Yrsa og Ragnar tilnefnd til bókmenntaverðlauna Glæpasögurnar Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur og Náttblinda eftir Ragnar Jónasson eru tilnefndar til Dead Good Reader Awards í flokki glæpasagna í ár. Lesendur síðunnar deadgoodbooks.co.uk tilnefndu sögurnar og stendur nú kosning yfir í þeirra flokki. Ásamt Yrsu og Ragnari eru tilnefnd Frakkinn Pierre Lemaitre, Svíinn Erik Axl Sund, sú finnska Kati Hiekkapelto og Norðmaðurinn Samuel Björk. Verðlaunin verða afhent á Harrogate-glæpasagnahátíðinni síðar í mánuðinum.

ÍSLAND - FRAKKLAND 3. júlí 2016

Vonast eftir vínylútgáfu Þriðja plata rapparans Emmsjé Gauta, Vagg og Velta, er væntanleg á næstunni. Platan inniheldur 13 ný lög og þar á meðal slagarana Strákarnir og Djammæli. Emmsjé Gauti hefur efnt til hópfjármögnunar á vínylútgáfu á Karolina Fund og þeir sem styrkja málefnið eignast plötuna ásamt öðrum fylgihlutum. Útgáfutónleikarnir verða 14. júlí á Nasa en mikil eftirvænting ríkir eftir plötunni en tónlistarmennirnir Logi Pedro, Aron Can, Gísli Pálmi, Úlfur Úlfur, Bent, Dóri DNA og Unnsteinn Manuel koma einnig að henni.

SÖGULEGUR VIÐBURÐUR FLOGIÐ UM MORGUN OG HEIM EFTIR LEIK Brottfarastaðir eru frá Reykjavík og Akureyri Útvegum einnig miða á leikinn REYKJAVÍK

Verð 144.900.Báðar leiðir með sköttum

Draumurinn rættist Vigdís Perla Maack var ráðin sýningarstjóri á stóra sviði Borgarleikhússins á dögunum. Vigdísi hefur dreymt um starfið frá því hún var lítil og er alsæl með stöðuna. Frá 16 ára aldri hefur Vigdís starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu í hinum ýmsu deildum, síðast í leikmyndadeild. „Hér sannast að allt er hægt ef maður vinnur að markmiðum sínum, stendur sig vel og safnar sér reynslu,“ segir Vigdís á Facebook síðu sinni.

AKUREYRI

Verð 139.900.Báðar leiðir með sköttum

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.