07 10 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 61. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 07.10.2016

Við verðum að tala um sjálfsvíg Jóhanna María Eyjólfsdóttir missti 30 manninn sinn

Stríðið gegn konunum Kosningabarátta í afturhaldslandinu 24

Eigendur 17 fyrirtækja efnuðust um 38 milljarða Ofsagróði útgerðarinnar 8 í fyrra FÖSTUDAGUR

07.10.16

SÓLRÚN DIEGO

Sáu ekki dóminn fyrr en 30 árum seinna

STOPPUÐ Á DJAMMINU TIL AÐ VEITA RÁÐ UM ÞRIF

STÓRÞÆTTIRNIR VIKINGS Í TÖKUM Á ÍSLANDI JÓN GUNNAR RIFJAR UPP GAMLA TAKTA AF ASTRÓ OG SKUGGABARNUM

SÉRKAFLI UM JÓLAHLAÐBORÐ Mynd | Rut

KOMIÐ Í VERSLANIR

Anna María Þórðardóttir, systir þroskaskertrar stúlku sem varð fyrir hrottalegu kynferðisofbeldi sem barn, spyr sig hvort ofbeldismaðurinn hafi fengið vægari dóm, þar sem fórnarlambið var fatlað. Fjölskyldan sá ekki dóminn yfir manninum fyrr en fyrir nokkrum dögum. Mynd | Heiðar Kristjánsson

Nokkrir erfingjar vilja borga sjálfir fyrir Kroll-rannsókn Nokkrir erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur hafa boðist til þess að borga sjálfir fyrir rannsókn ráðgjafafyrirtækisins Kroll á afdrifum týndra sjóða foreldra sinna erlendis. Skiptastjórinn hefur lagst gegn því að gefa fyrirtækinu heimild til þess, samkvæmt upplýsingum Fréttatímans. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

Dómsmál erfingjanna gegn Guðmundi Ágústi Ingvarssyni og Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur dag. Bræðurnir höfnuðu óháðri rannsókn á sjóðunum á vegum ráðgjafafyrirtækisins Kroll sem hefur meðal annars starfað fyrir þrotabú bankanna eftir hrun og sérhæfir sig í að elta uppi fjármuni. Kostnaður vegna rannsóknarinnar nemur um fimm milljónum. Rætur málsins má rekja til Panamaskjalanna þar sem upplýst var að Júlíus

Vífill hefði stofnað aflandsfélag árið 2014. Það var Kastljós sem greindi fyrst frá tilurð félagsins en gögn úr grunni Mossack Fonseca sýndu að í ársbyrjun 2014 stofnaði Júlíus Vífill félagið Silwood Foundation á Panama, og greiddi fyrir um 200 þúsund krónur fyrir. Rík áhersla var lögð á að nafn Júlíusar Vífils yrði ekki í forgrunni félagsins, hlutabréf þess stíluð á handhafa en ekki nafn hans. Töldu erfingjar að þarna væri hugsanlega kominn varasjóður Ingvars Helgasonar sem lést árið 1999 og ekkja hans leitaði ítrekað að árangurslaust. Talið er að sjóðurinn nemi tveimur milljörðum, hið minnsta.

Nokkrir erfingjar hjónanna hafa boðist til þess að greiða sjálfir fyrir rannsóknina að því gefnu að þeir fái upphæðina endurgreidda vinnist dómsmálið. Samkvæmt upplýsingum Sögu Ýrar Jónsdóttur, lögmanns hluta erfingjanna, var ekki fallist á að það af hálfu skiptastjóra dánarbúsins, Láru V. Júlíusdóttur. Segir Saga að ákvörðunin hafi komið erfingjunum í opna skjöldu, enda viðbúið að dómsmálið taki mánuði, jafnvel ár. Óttast er að hugsananlegir fjármunir kunni að glatast á þeim tíma. Lára vildi ekki tjá sig um málið við Fréttatímann en sagði dómsmálið í dag aðeins einn anga af nokkrum í málinu.

Guli miðinn styrkir Bleiku slaufuna. 200 kr. af hverju bleiku glasi renna til styrktar Bleiku slaufunni.

- DÚNÚLPUR - KÁPUR - DÚNVESTI SMÁRALIND

Hausttilboð á Phantom 4. Frá 199.990 kr.

Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI ISTORE.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.