LAUGARDAGUR
01.10.16
SÉRBLAÐ UM GÓLFEFNI FYLGIR FJÓLA FÉKK SÉR PARKET Á VEGGINN Í SVEFNHERBERGINU HELGA GUÐRÚN MÁLAÐI PARKETIÐ BLÁTT
ANNA GUNNDÍS
HEIMAÆFINGAR SKILA GÓÐUM ÁRANGRI
FLUTT HEIM OG SKRIFAR HANDRIT AÐ TVEIMUR BÍÓMYNDUM
GUÐMUNDUR BJÖRN FÆR ATHUGASEMDIR UM ÚTLITIÐ Á SKJÁNUM
Mynd | Hari
Við eigum afmæli og nú er veisla
Við eigum afmæli og nú er veisla
PURE COMFORT
Fibersæng & fiberkoddi
NATURE’S REST heilsurúm
PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr.
Nature’s Rest heilsudýna með botni. Stærð: 160x200 cm. Fullt verð: 99.900 kr.
Aðeins 79.920 kr.
Aðeins kr. 1.900 kr. PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr.
Aðeins kr. 5.900 kr.
20%
AFMÆLIS-
AFSLÁTTUR
TILBOÐ PU leður Val um svart eða hvítt botni. eða grátt áklæði á Classic
Sæng + koddi
Aðeins 7.800 kr. | Akureyri | Ísafjörður Smáratorg | Holtagarðar
www.dorma.is
Þú finnur afmælisbæklinginn okkar á www.dorma.is Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 12–16 (Smáratorg) www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566
…fólk
2 | amk… LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Hraðfréttadrengir fara á sjóinn
Klárir í slaginn Benni og Fannar eru á leið á sjó og munu gera út frá Grindavík.
Fannar og Benni ráða sig sem háseta í Grindavík og gera sjónvarpsþætti um ævintýrið. „Benni segist aldrei hafa orðið sjóveikur en ég á eftir að sjá hann þola þetta. Þegar ég fór á sjóinn lá ég í koju í tvo daga og langaði að deyja,“ segir Fannar Sveinsson dagskrárgerðarmaður. Fannar hefur getið sér gott orð sem umsjónarmaður Hraðfrétta ásamt félaga sínum Benedikt Vals syni síðustu ár en í vetur venda þeir kvæði sínu í kross. Þeir hafa ráðið sig sem háseta á frystitogar
ann Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 sem Þorbjörn í Grindavík gerir út. „Við verðum ekki lengur Fannar og Benni í Hraðfréttum. Við verð um bara við sjálfir og kynnumst okkur sjálfum í þessu nýja ljósi,“ segir Fannar en þeir fara á sjó 25. október næstkomandi og róa í mánuð. Afraksturinn kemur landsmönnum fyrir sjónir á RÚV á nýju ári. Fannar fór einn túr á sjó þegar
Kvíðir unglingsárum drengja sinna Britney Spears hefur heillað Breta upp úr skónum að undanförnu en hún kom fram á tónleikum á Roundhouse í London á þriðjudaginn. Britney sagði í viðtali við The Sun að sér þættu börnin sín vera að stækka alltof hratt og hún er ekki spennt fyrir unglingsárum drengjanna sinna, 10 og 11 ára. „Þetta er svolítið skrýtið og ég er stressuð því ég veit það er ógnvænlegt að vera táningur.“
að taka ykkur, vel til höfðum og greiddum drengjum úr borginni? „Þetta verður skrautlegt. Við erum búnir að hitta áhöfnina og þeir voru svona flestir til í þetta. Skipstjórinn var nokkuð jákvæður. Ég held að þeir taki okkur ágæt lega. Vonandi.“ | hdm
Mesta áreitið er frá gömlum körlum
Guðmundur Björn hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína sem fréttamaður á RÚV. Ekki síst fyrir útlit og klæðaburð sem hann segir að fréttastjórinn sé sáttur við en móðir hans ekki. Guðmundur lærði guðfræði og heimspeki áður en hann byrjaði í fréttunum og þykist vera góður í fótbolta.
G
Segir Noel hafa komið mjög illa fram við sig Hljómsveitin Oasis, með þá Liam og Noel Gallagher í fararbroddi, naut svakalegra vinsælda á níunda áratugnum en þeir bræður talast varla við í dag. Liam var í viðtali hjá Metro nýverið, vegna heimildarmyndarinnar Supersonic sem er um farsæld Oasis, og þar fór hann ekki fögrum orðum um bróður sinn. Aðspurður um hvort hann sakni gamla tímans sagði Liam: „Sum atriði voru tilfinningaþrungin og þarna eru myndbrot þar sem við bræðurnir vorum að fíflast sem ég hló að.“ Liam sagði líka að hann saknaði þess að vera með bróður sínum og hann væri til í að sættast við hann, mömmu þeirra vegna. „Ég elska hann en á sama tíma kom hann mjög illa fram við mig.“
Robbie fór úr að neðan Hinn 42 ára gamli Robbie Williams kom fram á tónleikum í vikunni, á Roundhouse í London, og sló að sjálfsögðu í gegn eins og hans er von og vísa. Hann var í óhefðbundnum fötum en hann klæddist buxum og skyrtu með fiðrildamynstri. Eftir að leið aðeins á lagið hjá honum tók hann sig til og girti buxurnar niður um sig og sýndi nærbuxur sínar sem voru þær sömu og hann brúkaði í tónlistarmyndbandinu Rock DJ. Rétt fyrir tónleikana tilkynnti Robbie á Facebook-síðu sinni að hann væri að fara að gefa út nýja plötu. Hann skrifaði: „Nýja platan mín, Heavy Entertainment Show, mun koma út 4. nóvember. Þið getið pantað eintak núna.“ Þetta er fyrsta plata Robbie í þrjú ár.
LIÐIR – BÓLGUR – GIGT
CURCUMIN Gullkryddið
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni
Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í með liðagigt. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.”
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
hann var tvítugur og segir að það fari iðulega í taugarnar á Benna þegar hann rifjar upp þá tíma. Benni hafi í fyrstu ekki tekið vel í hugmyndir um að þeir færu á sjó en svo hafi hann látið til leiðast. Þeim gekk reyndar bölvanlega að verða sér úti um pláss á bát og það var ekki fyrr en framleiðslufyrir tækið Skot gekk í málið að skriður komst á. Hvernig eiga sjómennirnir eftir
balsam.is
uðmundur Björn Þorbjörnsson hefur komið eins og ferskur andvari inn í fréttirn ar á RÚV að undan förnu. Hann hefur skorið sig úr í fremur formföstu umhverfi með frjálslegu fasi og óhefðbundnum klæðaburði. Guðmundur Björn, sem er þrítugur og alinn upp á Mýrum í Borgarfirði, er síðhærður og skeggjaður og klæðist litríkum fötum, köflóttum skyrtum, vestum og fleiru í þeim dúr. Hann lítur frekar út fyrir að vera að fara að leika í Geysisauglýsingu en að vera á leið á blaðamannafund í sjávar útvegsráðuneytinu. Og það er frá bær tilbreyting. „Ég er guðfræðingur, er með embættispróf í guðfræði og meistaragráðu í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla. Að því loknu fór ég í doktorsnám í heim speki í Brussel árið 2013,“ segir Guðmundur Björn þegar hann er beðinn að lýsa bakgrunni sínum. „Svo finnst mér ég líka vera mjög góður í fótbolta.“ „Ég kom aftur heim til Íslands í fyrrasumar vegna þess að doktors sjóðurinn var orðinn tómur. Ég þurfti því einhvern veginn að fá mér vinnu til að brúa bilið í þessu doktorsnámi og bauðst vinna á fréttastofu RÚV. Ég sló til og taldi að þetta gæti verið góð til breyting og ég þurfti að halda á smá fjarlægð frá ritgerðinni. Svo fór ég í Krakkafréttir um haustið en var samt alltaf líka að vinna á fréttastofunni og hef verið í f réttunum síðan í apríl.“ Þú ert óneitanlega frjálslegri í útliti en flestir fréttamennirnar þarna. Hefurðu fengið athugasemdir vegna útlitsins? „Já, það hefur komið fyrir. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði aldrei að vera í sjónvarpi en þó það hafi gerst er alger óþarfi að skipta um karakter. Sjáðu bara Gísla Einarsson. Ég held að það sé ekkert stórmál þó einhverjir súpi hveljur þegar ég kem í sjónvarpið, fólk verður bara að þola það. Von andi segi ég í staðinn eitthvað af viti. Ég og fréttastjórinn höfum rætt þetta og á meðan hún gerir engar athugasemdir er ég ekkert að hugsa um þetta. En elsku leg móðir mín er náttúrlega ekki ánægð með þetta.“ Hvað segja stelpurnar, er ekki allt vitlaust á Facebook? „Nei, nei, ég slepp að mestu leyti
Úr guðfræði í Krakkafréttir Guðmundur Björn Þorbjörnsson er sveitastrákur úr Borgarfirðinum sem lauk embættisprófi í guðfræði og er í doktorsnámi í heimspeki. Hann hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína og útlit í fréttunum á RÚV að undanförnu. Mynd | Hari
Þetta er skemmti legasti vinnustaður sem ég hef verið á. Það er aldrei dauður punktur og maður er alltaf að læra eitt hvað nýtt. við það. Mesta áreitið er frá gömlum körlum.“ Ertu búinn að finna fjölina þína í fréttunum? Ég veit það ekki. Ég hef mjög gam an af þessum miðlum, útvarpi og sjónvarpi, og er alltaf að verða áhugasamari um þetta. En ég hef aldrei verið neinn fréttahaukur og er ekki vakinn og sofinn yfir heimsfréttunum. En ég skil núna hvers vegna fólk fær þessa fjöl miðlabakteríu. Ég er þó alls ekki búinn að finna neina fjöl og ég vona að ég geri það aldrei. Ég vona að ég haldi áfram að breyta til og gera eitthvað nýtt, haldi áfram að þroskast og staðni ekki í neinu.
Hvernig datt þér í hug að fara í g uðfræði? „Ég var forvitinn um eilífðarmálin eftir menntaskóla og á einhverj um tímapunkti ætlaði ég að verða prestur en undir það síðasta í náminu missti ég áhuga á því. Þá fór ég að einbeita mér að fræði mennsku og heimspekin varð ofan á. Núna er þessi doktorsritgerð eiginlega orðin að persónulegu keppikefli, en ég tel litlar líkur á að hún muni greiða götu mína í mis kunnarlausum heimi atvinnulífs ins. Enda skiptir það engu máli.“ Hvað er framundan, verðurðu í fréttunum í vetur? „Nei, nú ætla ég að fara að draga úr þessu svo ég geti farið aftur að skrifa. En ég vona að ég eigi aft urkvæmt vegna þess að þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef verið á. Það er aldrei dauð ur punktur og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Sem er í raun þveröfugt við doktorsdæmið þar sem maður er bara einn að harka og hefur engan til að tala við. Sem hefur líka sínar góðu hliðar – fólk talar alltof mikið. “ | hdm
Laugarnar í Reykjavík
Bleikur
o k t ó b e r ó okt
m u n u g u í la fyrir alla fjölsk ylduna
í þí n u hv erf i
Fr á m or gn i t il kvölds
Í október verða laugarnar í Reykjavík bleiklýstar í tilefni af herferð Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni. Styðjið baráttuna gegn krabbameini og hafið slaufuna ykkar sýnilega í október.
Sími: 411 5000 ı www.itr.is
…viðtal
4 | amk… LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Hárið flæktist í hrærivél og rifnaði af
Fyrsta stuttmynd Önnu Gunndísar er sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF sem stendur nú yfir. Myndin byggir á hennar eigin reynslu, slysi sem hún varð fyrir og samskiptum systkina í kjölfarið. Anna er nýflutt heim frá New York, þar sem hún var í námi í leikstjórn og handritagerð, og er komin á kaf í spennandi verkefni. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is
Þ
að var mjög næs að koma heim því það var ekki viðbjóðslegt veður eins og er nánast alltaf þegar maður lendir í Keflavík. Það er líka mjög gaman að fara að vinna á íslensku því ég hef ekki gert það í þrjú ár. Það er bara ótrúlega gott að koma aftur í sitt umhverfi þó þetta hafi vissulega verið súrsæt ákvörðun,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, leikkona, leikstjóri og handritshöfundur, sem flutti ásamt manni sínum, Einari Aðalsteinssyni, heim frá New York á dögunum, eftir þriggja ára búsetu þar. Tveir kettir þeirra hjóna eru reyndar enn úti, en þeir bíða eftir að komast í sóttkví hér á landi og er sárt saknað á meðan.
Fleiri tækifæri eftir námið
Anna var í námi í leikstjórn og handritagerð við New York University og á hún aðeins lokaverkefni sitt eftir sem hún hyggst klára á næstu tveimur árum. „Ég get gert það hvar sem er. Fólk byrjar yfirleitt bara að vinna í öðrum verkefnum, en vinnur þetta stundum meðfram. En ég setti það á bið vegna annarra verkefna,“ segir Anna, en ástæðan fyrir því að hún er komin heim er sú að henni buðust spennandi verkefni sem hún gat ekki hafnað. Hún útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskólans árið 2010 og starfaði sem leikkona þangað til hún fór út 2013. „Ég hætti samt ekkert að vera leikkona þó ég sé að skrifa og leikstýra, ég hef áhuga á að leika líka. Nú eru bara fleiri tækifæri í vinnu. Það var einmitt geggjað að fá að leika aftur eftir að ég byrjaði í náminu,“ segir Anna en hún leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni Ég man þig í leikstjórn Óskars Þórs
Axelssonar, en myndin er byggð á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur. Tökur á myndinni standa enn yfir en hún verður frumsýnd á næsta ári. Hún hafði varla snert myndavél eða skrifað staf áður en hún fór út í námið, en það var alltaf draumurinn að fara út í leikstjórn. „Í inntökuprófunum fyrir leiklistarnámið sagðist ég meira ætla að verða leikstjóri, ég vissi bara ekki hvort ég vildi leggja áherslu á leikhús eða kvikmyndir. En ég var búin að lifa og hrærast í leikhúsinu frá því ég var tólf ára þannig mér fannst meiri áskorun að fara út í kvikmyndaleikstjórn, af því ég vissi ekki rassgat. Mér finnst líka svo ótrúlega gaman á setti. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Anna sem var á samningi hjá Leikfélagi Akureyrar þegar hún komst inn í skólann, og reyndar maðurinn hennar líka.
Voru ekki á leið heim
Hún viðurkennir að það hafi verið algjört helvíti að flytjast búferlum til New York á sínum tíma og næstum jafn erfitt að flytja heim aftur, sérstaklega í ljósi þess að tveir kettir hafa bæst í fjölskylduna. Það er svo mikil pappírsvinna sem fylgir. „Ég man bara þegar ég sat í rútunni á leið frá flugvellinum úti á sínum tíma, það var 35 stiga hiti og ég var ekki búin að sofa í fjóra daga út af flutningunum, og ég hugsaði með mér af hverju ég væri ekki bara heima hjá mér sofandi.“ Önnu þótti engu að síður æðislegt að búa í New York og námið alveg frábært, en það var strembið engu að síður. „Þetta var ótrúlega erfitt. Ég held ég hafi aldrei upplifað jafn mikið stress og sofið jafn lítið. Hrukkurnar undir augunum fjórfölduðust á einum degi,“ segir hún og hlær.
Þar fyrir utan fylgir því töluverður kostnaður að læra í útlöndum, en Anna var heppin að fá styrk fyrir nánast öllu náminu, þannig hún og maðurinn hennar eru ekki stórskuldug eftir New York ævintýrið. „Þetta hefði ekki gengið öðruvísi. Og ég hefði aldrei getað gert þetta nema af því maðurinn minn kom með og var í fullri vinnu sem forritari. Það bjargaði okkur alveg og við tókum bara eitt ár í einu,“ segir Anna. Þau voru samt ekkert á leiðinni heim strax. „Ef þú hefðir spurt mig fyrir ári þá hefði ég sagt að ég væri ekkert á leiðinni heim. Við vorum búin að kaupa okkur bíl og á leiðinni til Los Angeles. Ég ætlaði að nota árs atvinnuleyfið mitt, sem ég fæ eftir námið, og vinna þar. Það eru geðveikir ávextir og grænmeti þar, veðrið er alltaf gott og við vorum búin að kynnast fólki sem er vel tengt inn í bransann. Við ætluðum bara að prófa eitthvað nýtt. Við höfum aldrei gert plön, hættum bara öllu í einu og gerum eitthvað nýtt. Það er alveg ennþá á dagskránni að fara til LA, en það er kannski á fimm ára planinu, ef við gerum plan. LA er allavega ekki að fara neitt.“
Komin á kaf í verkefni
Verkefnin sem Anna kom til landsins fyrir eru þrjú talsins. Eitt þeirra er að skrifa, ásamt fleirum, sjónvarpsþætti sem nefnast Frístæl, fyrir framleiðslufyrirækið Pegasus. En Kristófer Dignus er heilinn á bak við það. Hin tvö verkefnin snúa að leikstjórn og handritagerð á tveimur bíómyndum í fullri lengd. Hún getur þó ekki talað um þau verkefni nema að litlu leyti vegna þess hve skammt á veg þau eru komin. „Annað er að skrifa handrit og leikstýra ásamt Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, en við erum búin að þekkjast í mörg ár. Það er geggjað að vinna með honum. Svo erum við líka saman með hitt verkefnið sem ég get ekki talað um ennþá,“ segir hún sposk á svip og heldur áfram: „Það er mikill blómatími í kvikmyndagerð á Íslandi. En kvikmyndagerð tekur mjög langan tíma. Það getur tekið nokkur ár að byrja á einhverju, þannig maður
Á kafi í verkefnum Anna flutti heim frá New York því henni buðust verkefni á Íslandi sem hún gat ekki hafnað. Mynd | Hari
verður að hafa mörg járn í eldinum. Svo langar mig líka að leika inn á milli, sérstaklega í bíói, en ég held ég muni ekki fara aftur í fastráðningu í leikhúsi.“ Hún segir frábært að fá svona flott tækifæri í kvikmyndabransanum hérna heima. „Að fara beint í að skrifa sjónvarpsþætti og undirbúa tökur á tveimur myndum í fullri lengd er eitthvað sem hefði aldrei gerst úti, ekki á þessum hraða. Það er ótrúlega gott að hafa það á ferilskránni að hafa gert eitthvað svona stórt þegar við förum út aftur. Að mörgu leyti er það því frábær ákvörðun hjá okkur að koma heim.”
og skellir upp úr. „Við erum svo mörg systkinin og vorum öll alveg snarvitlaus,“ bætir hún hlæjandi við. Anna, sem er yngst í systkinahópnum, segir það mjög gott að eiga mörg systkini, þó fjörið á heimilinu hafi stundum verið hálf yfirþyrmandi. Með aldrinum hefur samband þeirra þróast og þau orðið nánari. Sjálf myndi hún þó ekki geta hugsað sér að eiga sjö börn. „Þetta var algjör geðveiki. Pabbi og mamma fóru í búðina og keyptu þúsund lítra af mjólk, sem voru búnir eftir tvo daga. Og ef það var til kex þá var slegist.”
Yngst af sjö systkinum
En við snúum okkur aftur að myndinni sjálfri og þessu atviki sem hún hverfist í raun um. Anna var átta ára og þær systurnar voru að baka köku. Hún var með hárið laust og gætti ekki að sér við hrærivélina með þeim afleiðingum að hárið flæktist í þeytaranum og rifnaði af að hluta. „Líkaminn sendir mann í blackout og ég man ekkert eftir þessu. En pabbi kom heim og fór með mig upp á spítala og ég man að ég lá á gólfinu í bílnum því ég vildi ekki að neinn sæi mig. Ég var eins og Frankenstein. En ég var heppin að hársekkirnir fóru ekki með þannig að hárið óx aftur. Ég var reyndar ekki send í klippingu þannig ég var eins og eitthvert ógeð með hárlufsur öðrum megin. Í minningunni var ég mjög töff með þetta og var bara alltaf með húfu þangað til hárið óx aftur.“ Þrátt fyrir að hafa verið nokkuð töff fékk Anna samt einhvers konar sjokk. Það kom bara ekki alveg strax. „Ég vaknaði grátandi og skreið upp í rúm til foreldra minna. Þetta var einhvers konar hræðslusjokk. Það kom sjúkrabíll, ég var send í hjartalínurit og var á spítala í eina nótt,“ útskýrir hún, en tekur jafnframt fram að það að gera þessa mynd sé alls ekki einhver þerapía fyrir sig vegna þessa atviks. Enda sitji það ekki sérstaklega í henni. „Mér finnst þetta frekar fyndið í minningunni, þetta er alls ekki eitthvert „trauma“ sem hefur fylgt mér í gegnum lífið.“
Fyrsta stuttmyndin hennar Önnu, I Can’t Be Seen Like This eða Enginn má sjá mig, sem hún gerði á öðru árinu sínu í náminu er sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem stendur nú yfir. Myndin fjallar um samband tveggja systra og slys sem önnur þeirra verður fyrir, en hún er byggð á atburðum í lífi Önnu, eiginlega meira en hún ætlaði sér. „Við erum reyndar sjö systkinin og mig langaði svo að skoða þetta systkinasamband, sem er oft svona ástar/haturs samband. Það þarf oft svo lítið til að fólk hætti að tala saman, en systkini fara samt aldrei alveg. Svo leyfir maður sér verri framkomu gagnvart þeim sem standa manni næst. Eldri stelpan í myndinni byggir á systir minni sem er næst mér í aldri. Ég lamdi hana í klessu þegar við vorum litlar, en hún var alltaf mjög góð við mig og lamdi mig aldrei,“ segir Anna
Eldri stelpan í myndinni byggir á systir minni sem er næst mér í aldri. Ég lamdi hana í klessu þegar við vorum litlar, en hún var alltaf mjög góð við mig og lamdi mig aldrei
„Ég var eins og Frankenstein“
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.
TAX-FREE af öllum spilum og púslum um helgina! Yfir 500 tegundir af spilum og púslum!
TAX-FREE
Borðspil
TAX-FREE
Púsluspil Tax Free jafngildir 19,35% afslætti. Heimkaup.is stendur að sjálfsögðu skil á virðisaukaskattinum. Stærsta íslenska vefverslunin Frí heimsending ef verslað er fyrir 4.000 eða meira *Afhendum samdægurs á höfuðborgarsvæðinu!
www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700
…heilsa
Colonic Plus
6 | amk… LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Finndu hamingjuna með Happify
Kehonpuhdistaja
Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.
Auðvitað er til smáforrit sem leiðbeinir okkur í átt að hamingjuríkara lífi. Að láta óþarfa áhyggjur, depurð og leiða ná tökum á sér er hálfgerð sóun á lífinu. Vissulega eru ýmsir sjúkdómar sem valda slíku ástandi og hér er ekki verið að gera lítið úr þeim. En í daglegu amstri eigum við það til að taka lífið of alvarlega og tapa gleðinni. Þá er gott að hafa í huga að góð hreyfing getur bætt skapið til muna. Það þarf ekki nema stutta gönguferð til, eða smá dansæfingu í stofunni heima. Ef þú veist ekki hvernig best er að bæta skapið með hreyfingu eða
www.birkiaska.is
Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
www.birkiaska.is
breyttri hegðun þá geturðu sótt smáforritið Happify í snjalltækið þitt. Forritið á að hjálpa fólki að finna leiðina í átt að hamingjusamara lífi. Hljómar frekar ótrúlega en forritið bendir þér á ýmis konar leiki og afþreyingu sem eiga að hafa jákvæð áhrif á andlega heilsu. Og það sem meira er, það er þróað af fagfólki með niðurstöður margvíslegra rannsókna að leiðarljósi. Næst þegar þú finnur fyrir leiða eða áhyggjurnar eru að taka yfir líf þitt, prófaðu að sækja Happify,
Gleði, gleði Happify er þróað af fagfólki sem veit hvernig best er að bæta andlega heilsu.
gerðu nokkrar æfingar og sjáðu hvort þér líður ekki betur. Forritið er ókeypis fyrir bæði iPhone og Android tæki.
Heimaæfingar skila góðum árangri
Bodyflex Strong
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Þú þarft hvorki að borga fúlgur fjár né fara út úr húsi til að k omast í form.
www.birkiaska.is
E
Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.
www.birkiaska.is
SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ
MAGNOLIA
OFFICINALIS
Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu
Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
balsam.is
f þú hefur ekki tíma til að fara í ræktina, finnst það óþægilegt, hefur ekki efni á því eða færð ekki barnapössun, er vel hægt að gera æfingar heima við og ná jafn góðum árangri. Það eina sem þú þarft er þunn dýna, handlóð, gúmmíteygjur og lítil trappa eða skemill. Heimaæfingar eru ekki bara fyrir byrjendur, eins og margir halda, enda er hægt að gera æfingar á mismunandi erfiðleikastigum. En best er að fara rólega af stað. Eini gallinn við heimaæfingarnar er sá að manni hættir til að fara frekar í tölvuna eða setjast fyrir framan sjónvarpið en að fara í æfingagallann og sækja lóðin. Það er auðvelt að svindla. Þess vegna er mikilvægt að skrá æfingarnar inn á dagatalið sitt og ekki hvika frá þeim nema eitthvað komi upp á. Gott er að hafa fastar æfingar alltaf á sama tíma sólarhringsins, kannski tvisvar til þrisvar í viku. Jafnvel oftar. Ef þú heldur það út í þrjár vikur þá er mjög líklegt að sú hugsun, að sleppa æfingu, hætti að hvarfla að þér. Þá er gott að reyna að hafa æfingarnar fjölbreyttar og ekki gera alltaf þær alltaf í sömu röð. Það er vissulega aðeins meira takmarkandi að gera æfingar heima en í sal fullum af líkamsræktartækjum, en það þýðir ekki að þú þurfir að hafa æfingarnar einhæfar. Gættu þess að hita létt upp fyrir hverja æfingu og gera teygjur í lokin. Alls ekki sleppa þessu. Það sem þú gerir á æfingunni í dag eykur bæði lið- og styrkleika á æfingunni á morgun.
Hér eru hugmyndir að nokkrum æfingum sem auðvelt er að gera heima fyrir með einföldum búnaði.
Beygðu þig með lóð
Hafðu lóð í báðum höndum, beygðu þig fram og lyftu lóðunum upp og niður.
Hnélyftur
Í þessari æfingu er hægt að nota litla tröppu eða skemil. Stígðu upp á tröppuna og lyftu hnjánum upp 3x12.
Hnébeygjur
Gerðu 3x12 hnébeygjur með lóð og fætur í sundur.
Rasslyftur
Liggðu á dýnu og lyftu rassinum upp 3x12.
Teygjuganga
Gakktu til hliðar 3x12 með gúmmíteygju utan um fæturna. Slíkar teygjur fást í flestum verslunum sem selja líkamsræktarvörur.
…heilsa kynningar
7 | amk… LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
„Regla komst á tíðarhringinn og ég er öll í betra jafnvægi.“ Selma Björk Grétarsdóttir
for Menopause & Bone Health
„Ég er í mun betra jafnvægi og mæli heilshugar með Femarelle.“ Valgerður Kummer
200 krónur af hverjum seldum pakka af Femarelle í október munu renna til styrktar Bleiku slaufunni 2016 Fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna
„Femarelle hefur gert mikið fyrir mig, ég hef mun meiri orku.“ Eva Ólöf Hjaltadóttir
Fæðubótarefni fyrir innra eyrað Vita Ear frá New Nordic er byltingarkend vara Unnið í samstarfi við Icecare
U
m 30% einstaklinga á aldrinum 45 ára og eldri upplifa einhverskonar óþægindi vegna heyrnar og/eða heyrnartaps. Slíkt getur haft mikil áhrif á líf þeirra sem lifa virku lífi og ekki síður rænt fólk mikilli orku. Sífellt fleiri hafa gripið til ráðstafana gegn þessari þróun sem getur hægt verulega á lífsstílnum. Það gera þeir með því að taka Vita
Ear frá New Nordic. New Nordic hefur þróað byltingarkennt fæðubótarefni með jurtaefnum sem unnin eru úr ginkgo biloba, sem hjálpar til við að viðhalda heyrn, berki franskra barrtjráa, sem hjálpa til við að viðhalda góðri háræðablóðrás, og magnesíum, sem hjálpar til við að viðhalda eðlilegri starfsemi taugakerfisins svo sem boðflutningi, móttöku og úr vinnslu skynupplýsinga (taugaboða). Fullorðnir einstaklingar á öllum aldri mega nota fæðubótarefnið. Með aldrinum
minnkar magnesíummagn líkamans vanalega. Geta líkamans til að taka upp magnesíum úr fæðunni minnkar. Bæði þessi náttúruefni hafa verið notuð um aldir sökum lífefnafræðilegrar virkni þeirra. Börkur ákveðinna barrtrjáa hjálpar til við að viðhalda góðri æðavirkni og blóðrás í háræðum. Lauf gingko biloba-trésins hjálpa sömuleiðis við að viðhalda góðri blóðrás háræða sem og góðri heyrn. Vita Ear fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða um land allt og í vefverslun Icecare, www.icecare.is.
Hvílist betur með Melissa Dream
Melissa Dreamtöflurnar eru ekki lyf heldur náttúruleg vítamín og jurtir. Unnið í samstarf við Icecare
Í
gegnum aldirnar hefur sítrónumelissa (lemon balm), melissa officinalissa, verið vinsæl meðal grasalækna, en þaðan dregur varan nafn sitt. Þessar vísindalegu samsettu náttúruvörur eru hannaðar til að
aðstoða þig við að sofa betur og vakna endurnærð/ur og innihalda ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Sítrónumelissu taflan inniheldur náttúrulegu amínósýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun auk alhliða B-vítamína, sem stuðla að eðlilegri taugastarfsemi. Auk þess inniheldur taflan mikið af magnesíum, sem stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og dregur þar með úr óþægindum í fótum og handleggjum og bætir svefn. Melissa Dream fæst í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má finna á www.icecare.is.
…heilabrot
8 | amk… LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Sudoku miðlungs
Krossgátan
5 6 7 4 9
3
313
2
LEIKFANG
5 6 8
GLÓSA
SNÁÐA
GEÐ
SUÐ
ÞYS
AÐALSTITILL
HNÝSAST
EYÐAST UPP
FJÁRHIRÐIR
GÆTA SÍN
SKRYKKJAST
4
ILMVATN
6 2 8 1 7
3
5 2 6 9
1 8
mynd: Robokow (CC by-SA 3.0)
NAG HLUTI SEYÐI
4 2 7 9 8 4 6 2 1 4 9 4 3 6 1 7 4 1 6 7 8
DÚKUR
FERMA
BOTNFALL
DURTUR
Í RÖÐ
DVÍNA
DRÝGJA
ÆSINGUR
HARÐNA
GLEÐI
S T O R K S N I T A L U T J S T A P V A S A R A N Á E K T F A T L A A R Ö G N R Á T A
K Á T Í N A
mynd: Guillaume Paumier (CC By-Sa 3.0)
TILBÚNINGUR GRÁTA
POT
HÆKKAR ÖLDURHÚS
SKAMMT
D Á R E K E I S V I G Ö S R A U Ð N S U N D N Ú A A N U R R T A F A U R E F N A L A U A R Ð RÖK
FERÐALAG
ÁSÆKJA STRÝTU SKÍÐAÍÞRÓTT
VANDRÆÐI
ÞVAGA
FYRIR
GROBB
TVÍSTRA
ÞEFA
NÚNA
NUGGA REIÐIHLJÓÐ
KLÆÐLEYSIS
AÐ VÍSU
ÍLÁT
FROÐA
LEIKUR
PENINGAR UPPFYLLA
RÁÐABRUGG ÖGN
FANGI ÞÓFI
SKVAMPA EYJA Í ASÍU
SKAÐI
NAUMUR
HITA
SAFNA
TUNGUMÁL TALA
HVÍLD
STYRKJA
STÖÐVUN PÍPA
RÍKI Í AFRÍKU
VARKÁRNI
ESPA ÁTT
NÖLDRA
FÆGJA
B Ó N A TVEIR EINS ELLEGAR
E Ð A UMHVERFIS BURT
F A R Ð U
H R Ö K R F E T R S F Æ P A R I L E U S L N S D K R M A U U N S K T O R K U M L Á T L S Í A T M A Ð A
SKIPULEGGJA
TVEIR EINS
VANRÆKJA RÁN
SKÓLI FLÍK
EINS
UNNA
SKRIFA HISSA
RÓSEMD HRUKKA ALDINLÖGUR
SJÁVARDÝR KVERK
HALDIST
HLUTVERK
NÖGL
BLÁSTUR
MEGIN
LÓUÞRÆLL
TIKKA
PRÓFGRÁÐA
RÝR
SÝKING
TÆRANDI
ÓNEYSLUHÆFUR
ÁTT
GÁSKI
HVETJA
ÓKLEIFUR SKÍNA
HÓTA
V S A G A L L A K A S S A G S M A Í S A M A T R A A S P E K T I P R A L A K F I S K A S A L L I L Ó Ö A Ð A L A L L R T U I F A G U R S M I T LOFTTEGUND
HJARTAÁFALL
MEIÐSLI
TRÉ
TVEIR EINS
KLETTUR
LABB
DANS
Í RÖÐ
GLYRNA
STRIT
VILLTUR
BOR
VIÐDVÖL
EKKERT
DRYKKUR DASA
GUBB
VÍSA
SKERPA
MÆLIEINING
LÉST
KIRTILL
TEMJA
BREIÐ
ÞANGAÐ TIL
KÁL
GOSMÖL
KLÓ
TEYGUR
Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net BÖNN
EIGA Í ÓFRIÐI
TÓRA
Lausn síðustu krossgátu 312
TÁGAR
MONT
Sudoku þung 5 7 8 9 1
FLETTA
ODDI
ÁTT
SKAMMA
ERGJA
MULDUR
SAMTÖK
EYÐILEGGJA
SKJÓTUR
VESÆLL
AFHENDING SAMSKEYTI
KANNA
SKOT
GAFL
BLÓÐHLAUP
BETL
KRINGUM
HELGIMYNDA
ELDHÚSÁHALD
DÆLD
PLATA
MÁNUÐUR HÖFÐI
YFIRHAFNIR
ÁVÖXTUR
ANGAN
ÞVOTTUR
FÆÐA
KROT
KROTI
RÓMVERSK TALA
PENINGAR
ÁVÖXTUR
DRULLA
YFIRBREIÐSLA
SKILABOÐ
DETTA
SAMTÖK MÆLA DÝPT
SKARÐ
HEILU
ÓLMUR
STÍGANDI
Í RÖÐ
PÍLA
VÍGT BORÐ
EINKAR
AGNARLÍTILL
HÚSBROT
GÖNGULAG
Í RÖÐ FÁLM
FÆDDAR
SUNDBÍÓ:
FRANKENSTEIN LAUGARDALSLAUG KL. 20 Í KVÖLD
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á RIFF.IS
KROTI
FORFAÐIR
Í G N I N Á SKR
N N I G N I R H L L U G A I S I . K N N I R U G RIN H L L U G A I K NNIÐ U Á U T N I Æ F G A R E H B KTÓ ER O . 5 1 R I R Y F G I JÓL KRÁ S
SE H E K I B T ÞEIR SEM S A F D E Z CIALI E P S T R Æ B Á NN R I F R U T E V R I R Y FRÁ KRÍU F
ALLIR HJÓLA, ALLIR VINNA OG ALLIR VELKOMNIR Forskráning í KIA Gullhringinn, skemmtilegasta hjólreiðamót ársins, hefst á morgun laugardaginn 1. október fyrir keppnina 2017 en aðeins verða skráðir inn 200 keppendur í fyrstu umferð.
UR ÞÚ GET ETTA Þ UNNIÐ ÐA HJÓL GEGGJAIALIZED SPEC IKE SE FAT B
Allir sem skrá sig fyrir 15. október komast í pott sem dregið verður úr 16. október. Einn heppinn keppandi vinnur Specialized FAT BIKE SE frá Kríu hjólreiðaverslun.
Skráðu þig til leiks strax á www.kiagullhringurinn.is
Við hjólum í málin með KIA Gullhringum ®
®
…sjónvarp
10 | amk… LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Fyrsti heimaleikurinn í undankeppni HM 2018
S ke m m ti l e g a r sögur af s kel f i l e g u m dreng
RÚV fimmtudag klukkan 18.20 Ísland – Finnland Bein útsending frá leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Í fyrsta leik riðilsins gerðu Íslendingar jafntefli við Úkraínumenn á útivelli og framundan eru tveir heimaleikir sem nauðsynlega verða að vinnast. Það verða Íslendingar að gera án framherjans Kolbeins Sigþórssonar sem er meiddur.
Laugardagur 01.10.16 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.20 Ævintýri Merlíns (1:2) 11.05 Sækjast sér um líkir (2:2) 11.35 Blackadder (1:2) 12.05 Allt í hers höndum (2:2) 12.40 Sókn í stöðutákn (2:2) 13.10 Tildurrófur (1:2) 13.45 Grótta - Haukar (Olísdeild kvenna í handbolta) Bein útsending frá leik Gróttu og Hauka í Olísdeild kvenna í handbolta. e. 15.45 Grótta - Valur (Olísdeild karla í handbolta) Bein útsending frá leik Gróttu og Vals í Olísdeild karla í handbolta. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV (94:300) 18.01 Krakkafréttir vikunnar (4:40) 18.20 Skömm (2:11) 18.40 Bækur og staðir (Nonnahús) 18.54 Lottó (58) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Opið hús hjá RÚV Samantekt frá útsendingu frá opnu húsi í Efstaleiti í tilefni af 50 ára afmæli Sjónvarpsins. 20.05 Í hjarta Hróa Hattar Upptaka frá þessari vinsælu fjölskyldusýningu úr smiðju Vesturports og Þjóðleikhússins. 22.00 King's Speech 23.55 Stóra planið e. 01.25 Morse lögreglufulltrúi (2:2) 03.05 Ævintýri Merlíns (1:2) 03.50 Sækjast sér um líkir (2:2) e. 04.20 Blackadder (2:3) e. 04.50 Allt í hers höndum (2:2) e. 05.25 Sókn í stöðutákn (2:2) e. 05.55 Tildurrófur (1:2) e. 06.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Sjónvarp símans 10:15 The Odd Couple (10:13) 10:35 Younger (5:12) 11:00 Dr. Phil 12:20 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 14:20 Life Unexpected (11:13)
15:05 90210 (22:24) 15:50 Rachel Allen's Everyday Kitchen (11:13) 16:15 Jane the Virgin (15:22) 17:00 Parks & Recreation (3:22) 17:25 Men at Work (4:10) 17:50 Baskets (9:10) 18:15 Everybody Loves Raymond (8:16) 18:40 King of Queens (17:24) 19:05 How I Met Your Mother (24:24) 19:30 The Voice USA (4:24) 20:15 Dear Frankie 22:05 The Washington Snipers 23:40 The 40 Year Old Virgin 01:40 The Raven 03:30 Solitary Man 05:00 Pepsi MAX tónlist
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir
Hringbraut 20:00 Ísland aldamótanna: Í Vestur víking 1 e. 20:30 Hringbraut á Grænlandi: Kulusuk e. 21:00 Mannamál með Sigmundi Erni e. 21:30 Nálin: Þjóðmál og pólitík e. 22:00 Okkar fólk með Helga P.: Viðhorf til eldra fólks e. 22:30 Þjóðbraut á þriðjudegi e. 23:00 Ritstjórarnir 23:30 Sástu þennan? Forsetinn um nýsköpun 2015 e.
N4 16:30 Hvítir mávar 17:00 Að norðan 17:30 Mótorhaus e. 18:30 Að austan 19:00 Að Norðan 19:30 Föstudagsþáttur 20:30 Skeifnasprettur e. 21:00 Að vestan 21:30 Hvítir mávar 22:00 Að norðan 22:30 Mótorhaus e. 23:00 Að austan Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.
Sunnudagur 02.10.16 rúv 07.00 KrakkaRÚV 11.20 Ævintýri Merlíns (2:2) 12.05 Húsbændur og hjú (2:2) 12.55 Onedin skipafélagið (2:2) 13.50 Ættarsetrið (2:2) 14.45 Blackadder (2:2) 15.20 Já, ráðherra (2:2) 15.50 Tildurrófur (2:2) 16.20 Little Britain (1:2) 16.55 Nonni og Manni (5:6) 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (95:300) 18.00 Stundin okkar (1:27) 18.25 Basl er búskapur 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Landinn (3:20) 20.15 Orðbragð (5:6) 20.45 Dagur í lífi þjóðar Miðvikudaginn 30. september 2015 bauð RÚV landsmönnum að taka upp brot úr lífi sínu. 21.45 Poldark (4:10) 22.45 Veðramót Íslensk bíómynd frá 2007. e. 00.25 Little Britain (2:2) 00.50 Spooks 01.50 Ævintýri Merlíns (2:2) 02.30 Húsbændur og hjú (2:2) e. 03.20 Onedin skipafélagið (2:2) 04.10 Ættarsetrið (2:2) e. 05.00 Tildurrófur (2:2) e. 05.30 Ættarsetrið (1:2) e. 07.10 Blackadder (3:3) e. 07.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Sjónvarp símans 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Black-ish (8:24) 08:20 King of Queens (14:24) 09:05 How I Met Your Mother (22:24) 09:50 Odd Mom Out (3:10) 10:15 Cooper Barrett's Guide to Surviving Life (11:13) 10:35 Jennifer Falls (5:10) 11:00 Dr. Phil 13:00 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 14:20 The Voice USA (4:24) 15:05 Justin Bieber Live@ Home 15:50 Superstore (2:11)
16:10 Hotel Hell (4:8) 16:55 Royal Pains (7:13) 17:40 Parenthood (6:13) 18:20 King of Queens (18:24) 18:40 How I Met Your Mother (1:24) 19:05 Rachel Allen's Everyday Kitchen (12:13) 19:30 The Voice USA (5:24) 21:00 Law & Order: Special Victims Unit (2:23) 21:45 American Gothic (13:13) 22:30 Ray Donovan (5:12) 23:15 Fargo (9:10) 00:00 Limitless (22:22) 00:45 Shades of Blue (3:13) 01:30 Law & Order: Special Victims Unit (2:23) 02:15 American Gothic (13:13) 03:00 Ray Donovan (5:12) 03:45 Under the Dome (7:13) 04:30 The Late Late Show with James Corden 05:10 Pepsi MAX tónlist
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir
Hringbraut 20:00 Heimilið 21:00 Okkar fólk með Helga P.: Viðhorf til eldra fólks e. 21:30 Hringbraut á Grænlandi: Kulusuk e. 22:00 Þjóðbraut á þriðjudegi e. 22:30 Ritstjórarnir e. 23:00 Þjóðbraut á fimmtudegi e.
N4 15:30 Föstudagsþáttur 16:30 Skeifnasprettur e. 17:00 Að vestan 17:30 Hvítir mávar 18:00 Að norðan 18:30 Mótorhaus e. 19:00 Milli himins og jarðar 19:30 Að austan 20:00 Að Norðan 20:30 Að vestan 21:00 Hvað segja bændur? 21:30 Skeifnasprettur e. 22:00 Hvað segja bændur? Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.
Hverjir komast í Evrópukeppnina og hverjir falla?
Va r ú ð ! Í bókinni eru drungalegir draugar
w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9
Stöð 2 Sport laugardag kl. 13.30 Fjórir leikir í Pepsi-deild karla Lokaumferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu verður leikin í dag og þá kemur í ljós hvaða lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið falla í 1. deild. Fjórir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport; Breiðablik gegn Fjölni, FH gegn ÍBV, Stjarnan gegn Víkingi Ólafsvík og KR gegn Fylki. Útsending hefst klukkan 13.30. Klukkan 17 verða svo Pepsimörkin í opinni dagskrá.
Hrói höttur og félagar
RÚV laugardag kl. 20.05 Í hjarta Hróa Hattar Upptaka frá þessari vinsælu fjölskyldusýningu úr smiðju Vesturports og Þjóðleikhússins sem gekk í allan vetur fyrir fullu húsi. Í uppsetningunni ræna Hrói höttur og félagar hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg án þess að gefa nokkuð af þýfinu til fátækra. Hér berst einnig hin hjartahreina Maríanna fyrir réttlætinu og Jóhann prins hækkar og hækkar skatta á almúgann. Með helstu hlutverk fara Lára Jóhanna Jónsdóttir, Þórir Sæmundsson, Stefán Karl Stefánsson, Guðjón Davíð Karlsson og Sigurður Þór Óskarsson. Leikstjórn er í höndum Gísla Arnar Garðarssonar og Selmu Björnsdóttur.
…sjónvarp
11 | amk… LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Nostalgía, ádeilur og Breaking Bad Uppáhalds þættirnir Bjarni Lárus Hall, tónlistarmaður og ræktunarráðunautur.
Cheers Frábærir þættir með Ted Danson sem einn flottasta karakter allra tíma. Tengist líka æsku manns sem er alltaf skemmtilegt. Mikil nostalgía. Besta „cast“ sjónvarpsþátta frá upphafi.
Maðurinn sem átti ekki að verða kóngur
RÚV laugardag kl. 22.00 Ræða konungs Óskarsverðlaunamyndin King's Speech byggir á atburðum í lífi Georgs sjötta Bretlandskonungs en hann var faðir Elísabetar annarrar drottningar. Georg átti aldrei að verða konungur en þegar bróðir hans, erfingi krúnunnar, hafnar henni lendir ábyrgðin á Georg. Alvarlegur talgalli konungsins setur strik í reikninginn en hann einsetur sér að ná tökum á röddinni svo hann standi sig í embætti. Leikarar: Colin Firth, Geoffrey Rush og Helena Bonham Carter.
Simpsons Sama og með Cheers, mikil nostalgía og þó ég horfi ekki lengur þá kann ég gömlu þættina utan að. Curb Your Entusiasm Í stað Seinfeld þar sem ég byrjaði á að komast inn í Curb áður en ég datt algjörlega inn í Seinfeld.
Breaking Bad Fullkomin þáttaröð með besta leikara þáttaraðar allra tíma, Bryan Cranston. South Park Þeir geta sett í samhengi það sem er að gerast í heiminum á fyndinn og fræðandi hátt. Svo „spot on“ með ádeiluna. Ég elska sérstaklega síðustu seríu sem snérist nær eingöngu um það sem er að gerast hjá hipsterum heimsins (þeir eru að breytast í yupsters sem er samblanda af yuppie og hipster, þ.e. nú er komið dollaramerki í augu hipstera heimsins). Líka þetta með að við erum orðin svo pólítískt rétthugsandi að það fer að verða til ama meira en að bæta.
Last Week Tonight with John Oliver Einfaldlega snillingur. Það sama gildir um hann og South Park, að geta sett hlutina svo vel í samhengi og útskýrt að maður fyllist aðdáun.
Nostalgía og gott grín Bjarni Lárus Hall heldur enn mikið upp á Cheers og Simpsons en horfir í dag meira á Veep og South Park.
Veep Næst besta „cast“ í þáttaröð frá upphafi. Rosalega vel skrifað og leikararnir hver öðrum betri með Julia Louis-Dreyfuss fremsta í flokki.
30 ár frá frídeginum
Netflix Ferris Bueller’s Day Off Þrír áratugir eru nú liðnir síðan þessi frábæra kvikmynd var frumsýnd og af því tilefni er hún komin inn á Netflix. Matthew Broderick leikur aðalhlutverkið, menntaskólastrák sem skrópar í skólanum og lendir í heilmiklum ævintýrum.
Heimilislegt spjall með Hildi
VANILLU
JARÐARBERJUM & SKYRKÖKU
DÖ KKU SÚKKULAÐI & SÚKKULAÐIBITAKÖ KU
SUÐRÆNNI LÍMÓNU
SALTKARAMELLU & KEXKÚLUM
SÚKKULAÐI & BÖ NUNUM
PEKANHNETUM & KARAMELLU
MYNTU & SÚKKULAÐI
SÚKKULAÐI
N4 miðvikudag kl. 20 Milli himins og jarðar Séra Hildur Eir Bolladóttir fær til sín góða gesti og spjallar um allt milli himins og jarðar.
Lady Gaga á Superbowl
alla föstudaga og laugardaga
Kunngjört hefur verið að Lady Gaga mun troða upp í hálfleik á næsta Superbowl í febrúar næstkomandi.
Vill mann eins og Brad Pitt
Kate Hudson er á lausu og leitar að fyndnum og „heitum“ manni.
Fræddi fréttamann BBC um norðurljósin Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og ritstjóri Stjörnufræðivefsins, sem hefur verið áberandi í umræðunni um himingeiminn á síðustu árum, gerðist svo frægur að komast í fréttirnar hjá BBC í vikunni. Tilefnið var að sjálfsögðu hin magnaða norðurljósasýning sem Íslendingar hafa orðið vitni að síðustu daga. Og það uppátæki hjá borginni að slökkva á öllum götulýsingum á miðvikudagskvöld. Sævar útskýrði það á mannamáli af hverju norðurljósin væru svona áberandi núna. Þá sagðist hann fagna því að slökkt hefði verið á götulýsingunni og vonast til að það yrði gert oftar í framtíðinni. „Það er hvetjandi fyrir fólk að fara út og líta upp í næturhimininn, sem er alveg frábært,“ er haft eftir Sævari.
Högni hættir í GusGus Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson mun segja skilið við hljómsveitina GusGus á næstunni, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Högni hefur starfað með sveitinni um árabil og myndað skemmtilega framlínu með Daníel Ágúst Haraldssyni en brátt verður breyting á. Högni mun klára nokkur verkefni með sveitinni, sem er bókuð á tónleika erlendis, en mun svo einbeita sér að öðrum verkefnum. Þau eru vitaskuld hljómsveitin Hjaltalín og svo sólóplata sem hann er með í bígerð og stefnt er að komi út á næsta ári.
Hin 37 ára gamla Kate Hudson er á lausu núna og langar til að hitta mann sem er mjög „heitur“. Þetta kom fram í viðtali hjá hinum nafntogaða Howard Stern á dögunum. „Veistu hvað ég vil akkúrat núna? Heiðarlega sagt er ég að leita að fyndnum manni. Fyndnir menn gera mig hamingjusama. En hann þarf líka að vera mjög „heitur“. Ég er til í „heitan“ mann en ekkert endilega framtíðarmaka, skilurðu?“ sagði Kate í viðtalinu. Howard spurði því næst hvort hún vildi mann sem líktist Brad Pitt og Kate svaraði: „Já! Mér finnst Brad vera mjög, mjög m yndarlegur.“ Howard minnir Kate þá á að Brad sé að skilja þessa dagana en Kate sló þessa lúmsku uppástungu út af borðinu um leið með orðunum: „Ó, guð minn góður Howard.“
Á lausu Kate Hudson er að svipast um eftir nýjum bónda. Mynd | Getty