Ft 08102016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 62. tölublað 7. árgangur

Laugardagur 08.10.2016 Grét í hvert sinn sem hún yfirgaf Ísland Helena Kadecková er útvörður íslenskra bókmennta í 30 Tékklandi

Biophilia Bjarkar: Verkfæri sem virkar við kennslu 8

Fór ólétt á Litla Hraun í hverri viku Auður Alfa lýsir fátækt, einelti, ágreiningi við föður og framboði amk fylgir Fréttatímanum

Huldumaður vill 500 íbúðir af Kadeco Stöðugleikaeignir seldar fyrir kosningar

2

Greindist með heilaskaða eftir 20 ár

Daníel Þór Sigurðsson glímir við afleiðingar bílslyss

6

KOMIÐ Í VERSLANIR

Guli miðinn styrkir Bleiku slaufuna. 200 kr. af hverju bleiku glasi renna til styrktar Bleiku slaufunni.

Ég er feitur og mér líður vel

HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ?

Kristján Lindberg Björnsson lærði snemma að skammast sín fyrir líkama sinn. Samfélagið kenndi honum að hamingjan fælist í því að verða mjór en ekki í því að taka líkama sinn í sátt. Hann og fleiri viðmælendur Fréttatímans segja fitusmán stríð á hendur. 18

Mynd | Hari


2|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Eigendur 118 hafa greitt út 1650 milljóna króna arð Viðskipti Eigendur upplýsingasímanúmersins 118 hafa malað gull síðastliðin ár í skjóli gamallar ríkiseinokunar sem nú hefur verið afnumin. Eigandi fyrirtækisins, sem meðal annars er í eigu lífeyrissjóða, lánaði því 261 milljón í fyrra en sama ár var greiddur út 250 milljóna arður til hluthafa.

Eigendur Já hf., fyrirtækis sem rekur upplýsingasímanúmerið 118, greiddu sér 250 milljóna króna arð í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2015 sem skilað var til ársreikningaskrár í lok ágúst síðastliðins. Athygli vekur að hluthafi félagsins, Eignarhaldsfélagið Njála ehf. sem meðal annars er í eigu lífeyrissjóða í gegnum fagfjárfestasjóðinn Auði I, lánaði fyrirtækinu 261 milljón króna í fyrra. Aðrir hluthafar Njálu eru fram-

kvæmdastjórinn, Sigríður Margrét Oddsdóttir, og stjórnarformaðurinn, Katrín Olga Jóhannesdóttir. Þjónusta Já hf. í 118 var áður ríkisvarin þegar þjónustan var veitt í ríkisfyrirtækinu Símanum hf. Síminn hf. var einkavæddur árið 2005. Já hf. var svo selt út úr Símanum til núverandi hluthafa árið 2010 en ríkisvarin einokun fyrirtækisins, til að veita upplýsingar um símanúmer, hélst til sumarsins 2015. Með þessari arðgreiðslu í fyrra

Ríkið keypti Geysi í gær.

Viðskipti

Ríkið kaupir Geysi Eigandi Já hf. lánaði félaginu 261 milljón króna í fyrra en félagið greiddi tæplega sömu upphæð, 250 milljónir króna, í arð til hluthafans. Katrín Olga Jóhannesdóttir er stjórnarformaður Já hf. og hluthafi í félaginu.

nema samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Já hf. 1650 milljónum króna síðastliðin sex ár. | ifv

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigenda, undirrituðu í gær samning um kaup ríkisins á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Ekki kemur fram í tilkynningu sem birtist um málið hvert kaupverðið sé en samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. | vg

Þinghald í erfingjamáli lokað fyrir mistök Dómsmál Mál erfingja Ingvars Helgasonar var þingfest í gær en þar var deilt um það hvort dánarbúið eigi að standa straum af kostnaði vegna rannsókn ráðgjafafyrirtækisins Kroll. Þinghaldi í máli dánarbús Ingvars Helgasonar var lokað fyrir mistök en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar deila afkomendur um það hvort dánarbúið eigi að standa straum af kostnaði vegna rannsóknar ráðgjafafyrirtæksins Kroll. Afkomendur óttast að varasjóðir Ingvars Helgasonar séu á forræði Júlíusar Vífils Helgasonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en upp komst um leynifélag á vegum Júlíusar í Panamaskjölunum fyrr á árinu. Allir fjölskyldumeðlimir nema Júlíus og bróðir hans, Guðmundur Ágúst, vilja að dánarbúið standi straum af kostnaði vegna rannsóknarinnar. Að sögn lögmanns Júlíusar Vífils og Guðmundar er þó fyrirséð að upphæðin sem hefur verið nefnd, fimm milljónir, geti hækkað verulega ef rannsóknin dregst

Júlíus Vífill Ingvarsson leggst gegn því að dánarbúið greiði fyrir rannsókn.

á langinn. Því hafna bræðurnir að dánarbúið standi straum af kostnaðinum. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er ekki aðeins deilt um meinta leynisjóði, heldur einnig hvort erfðaskrá Ingvars og eiginkonu hans sé yfirhöfuð lögleg. Líklega þarf að reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum, þó talið sé að slíkt hafi ekki nein úrslitaáhrif í málinu. Þegar blaðamaður hugðist sitja dómshaldið í gær fengust þau svör að það væri lokað þinghald. Engin lögmaður kannaðist þó við það eftir þinghaldið og kom í ljós að þinghaldið var skráð lokað fyrir mistök, að því er fram kemur í svari Þórhildar Líndal, aðstoðarmanns dómara. | vg

E ÝF

Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar selur eignir ríkisins á varnarliðssvæðinu eftir að þær hafa verið auglýstar til sölu. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er formaður stjórnarinnar.

Leynd yfir stórum kaupanda 500 ríkiseigna á varnarliðssvæðinu Viðskipti - Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar gengur nú frá stórri eignasölu fyrir hönd ríkisins. Innan við tíu fasteignir á varnarliðssvæðinu verða í eigu ríkisins ef af henni verður. Sala eigna ríkisins á svæðinu hefur verið umdeild í gegnum árin en bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ keypti meðal annars 22 eignir á undirverði.

N

Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Jólaferð til Brussel & Brugge 24. - 27. nóvember

Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir

Í Brussel og Brugge ríkir hátíðleg jólastemning á aðventunni. Báðar borgirnar eru með einstaklega huggulega jólamarkaði innan um virðulegar gamlar byggingar og hefur jólamarkaður Brussel verið tilnefndur sá frumlegasti í Evrópu. Belgískar vöfflur, súkkulaði og annað góðgæti heimamanna sjá til þess að allir njóti aðventunnar. Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Skoðunarferð til Brugge er innifalin!

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar vinnur nú að síðustu stóru eignasölunni á svæði varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll. Viðræður standa yfir við fjárfesti sem ætlar sér að kaupa um 500 fasteignir á svæðinu á einu bretti, segir Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri félagsins. Um er að ræða rúmlega 500 eignir af ýmsum stærðum og gerðum og getur ein eign jafnvel verið lítið herbergi í fjölbýlishúsi. Kjartan segir að um innlenda aðila sé að ræða en vill gefa ekki upp hverjir þeir eru þar sem ekki sé búið að ganga frá kaupsamningi í viðskiptunum. Hann segir að þessi viðskipti verði líklega kynnt opinberlega þegar þar að kemur en um er að ræða um 1/6 af öllum eignunum á varnarliðssvæðinu. Eftir þá eignasölu verða einungis örfáar fasteignir eftir – innan við

tíu – sem íslenska ríkið á í gegnum Þróunarfélag Keflavíkur. „Þetta eru bæði einstaka eignir sem við höfum verið að selja til einstaklinga og svo stærri eignir sem við höfum verið að selja til fyrirtækja eins og WOW air og Icelandair sem hafa keypt af okkur blokkir. Wow hefur gert hótel í tveimur blokkum.“ Bandaríska varnarliðið gaf íslenska ríkinu þessar eignir, meðal annars nokkur fjölbýlishús, þegar herinn fór frá Íslandi árið 2006 eftir 55 ára veru á Íslandi. Síðan hefur legið ljóst fyrir að íslenska ríkið þyrfti að selja eignirnar og var þetta gert að hluta til strax eftir að bandaríski herinn gaf eignirnar. Svo kom íslenska efnahagshrunið árið 2008 og hafði slæm áhrif á söluferli en nú sér fyrir endann á því. „Við erum búin að selja mjög mikið af eignum á þessu ári,“ segir Kjartan. Hann segir að á síðastliðnu ári hafi verið seldar rúmar 500 eignir fyrir samtals rúma fimm milljarða króna. Fyrirkomulagið við eignasöluna á varnarliðssvæðinu er þannig, segir Kjartan, að fasteignir félagsins eru auglýstar og svo geta áhugasamir aðilar gert tilboð í þær. Stjórn félagsins, sem valin er af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, tekur svo ákvörðun um hvort gengið er að tilboðunum sem borist hafa. Stjórnarformaður Þróunarfélagsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, Sigrún Árnadótt-

„Við erum búin að selja mjög mikið af eignum á þessu ári.“ ir, bæjarstjóri í Sandgerði, og Fjóla Hrund Björnsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins. Salan á eignum varnarliðsins hefur oftsinnis verið til umræðu í samfélaginu. Árið 2007 var til dæmis fjallað um það að fyrirtæki bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, Steinþórs Jónssonar, hefði keypt 22 eignir af Þróunarfélaginu fyrir 600 milljónir króna þrátt fyrir að verðmat eignanna hafi verið 1200 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sat þá í stjórn Þróunarfélagsins. Umræður um þessi viðskipti rötuðu meðal annars inn á Alþingi þar sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði að viðskipti með eignirnar á varnarliðssvæðinu væru brot á stjórnsýslulögum. Ríkisendurskoðun taldi hins vegar ekkert athugavert við viðskiptin í skýrslu um þau. Viðlíka hörð umræða hefur ekki verið um eignasölu Þróunarfélagsins síðustu ár þar sem ekkert hefur komið fram að misjafnlega hafi verið staðið að henni. Auk fasteignanna sem Þróunarfélagið er með í söluferli hefur fyrirtækið líka til umsýslu og þróunar 50 ferkílómetra svæði í nágrenni flugvallarins þar sem mögulegt er að byggja nýjar fasteignir, segir Kjartan.


Landsbankinn lækkar kostnað við íbúðakaup Nú greiða viðskiptavinir ekki meira en 52.500 kr. í lántökugjald vegna íbúðalána hjá Landsbankanum. 1

Lántökugjald af íbúðalánum er nú föst upphæð, óháð lánsfjárhæð

Lántökugjald er nú ein upphæð eða 52.500 kr.* vegna íbúðalána einstaklinga sem lækkar kostnað mikið í lang flestum tilvikum. Lántökugjald og kostnaður vegna 20 m. kr. íbúðaláns til einstaklings var áður 155.000 kr. svo dæmi sé tekið.

Lántökugjald af 20 milljóna króna íbúðaláni til einstaklinga

155.000 kr.

52.500 kr.

Áður

2

Þeir sem eru að kaupa í fyrsta skipti greiða ekkert lántökugjald

Landsbankinn hefur um árabil fellt niður lántökugjald hjá einstak lingum sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Þetta helst óbreytt og hefur aðgerðin því engin áhrif á kostnað fyrstu kaupenda.

Kynntu þér allt um íbúðalán á landsbankinn.is/ibudalan. Þú færð einnig upplýsingar og ráðgjöf í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

*Gjald miðað við verðskrá Landsbankans 6. október 2016.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


4|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Íslenskir bílaeigendur gætu krafist bóta vegna Volkswagen-svindlsins Neytendur Félag íslenskra bifreiðaeigenda bíður eftir aðgerðum systursamtaka sinna í Evrópu. Volkswagen viðurkenndi bótaskylda vegna útblásturssvindls með bótagreiðslum til Bandaríkjanna. Hekla hefur ekki krafist bóta af Volkswagen.

Íslenskir bifreiðaeigendur gætu reynt að sækja bætur til þýska bifreiðarisans Volkswagen vegna galla í Volkswagen-bifreiðum sem seldar

hafa verið hér á landi í gegnum bílaumboðið Heklu. Þetta segir Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Runólfur var spurður um hver staða íslenska neytenda væri gagnvart þýska bílafyrirtækinu í ljósi frétta í síðustu viku um 1800 milljarða skaðabætur sem Volkswagen hefur greitt til bandarískra umboðsaðila sinna vegna þess að framleiðandinn svindlaði á útblásturpófum á vissum gerðum Volkswagen-bíla. Um var að ræða bætur vegna rúmlega 500 þúsund

Gullna kynslóðin fær mest Miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um að hækka lágmarksbætur almannatrygginga upp í 300 þúsund krónur á mánuði munu aldurshóparnir sem fæddir eru 1948 til 1960 koma best út úr þessum breytingum. Kynslóðirnar á undan hafa fengið lægri lífeyrisgreiðslur en kynslóðirnar á eftir munu í raun greiða fyrir hækkun lífeyris með skemmri lífeyristíma, en ráðgert er hækka lífeyristökualdurinn úr 67 í 70 ár á næstu tólf árum. Fólk sem er fætt 1961 og síðan mun fá hærri bætur en um skemmri

Ríkisstjórnin vill hækka lífeyri strax en stytta lífeyristímann seinna. Það gagnast ekki Sigurði Inga, forsætisráðherra, sem er fæddur 1962.

tíma. Miðað við 82 ára meðalaldur munu þau sem fædd eru 1949 fá um fjórðungi hærri ellilífeyri um sína daga en þau sem fædd eru í upphafi sjöunda áratugarins. Það má því segja að kynslóðin frá 1948 til 1960 sé gullkynslóð Íslands, kynslóðin sem fær það besta út úr báðum kerfum; hærri bætur og langan lífeyristíma. | gse

Finnar deila við dómarann Fótbolti Norski knattspyrnudómarinn Svein Oddvar Moen hefur verið harkalega dæmdur í fjölmiðlum víða um Evrópu eftir landsleik Íslands og Finnlands á miðvikudag. Fullyrt er í finnskum fjölmiðlum að Ísland hafi unnið leikinn vegna dómaraskandals og landsliðsþjálfarinn, Hans Backe, sagði í samtali við finnska sjónvarpið að tapið væri það sárasta á sínum ferli. Í finnska sjónvarpinu var einnig sagt frá reiði finnsku þjóðarinnar út í dómarann sem birtist í kjölfarið á samfélagsmiðlum. Hart er deilt um hvort Ísland hafi komið boltanum inn fyrir marklínu

Norskir fjölmiðlar koma Svein Oddvar Moen til bjargar og birta ljósmynd þar sem boltinn virðist hafa farið inn fyrir markalínu Finna. Mynd | Getty Images

á fimmtu mínútu í uppbótartíma leiksins. Svein Oddvar Moen dæmdi markið gilt og samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Evrópu má hann ekki tjá sig um ákvörðunina. Landsliðsþjálfari Finna var brjálaður eftir leikinn. „Þetta er umspil um þátttöku á HM, ekki einhverjir andskotans Abu Dhabi-leikar,“ sagði Backe við sænska Aftonbladet. | þt

BLEIKASLAUFAN.IS

bíla sem voru gallaðir. Runólfur segir hins vegar að félagið sem hann stýrir muni bíða og sjá hvað systurfélög þess á Norðurlöndunum og í Þýskalandi gera í kjölfar frétta um skaðabæturnar í Bandaríkjunum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda mun svo kannski einnig krefjast bóta ef aðrir gera það. Friðbert Friðbertsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Heklu, sem flytur inn Volkswagen, segir að fyrirtækið hafi ekki átt í neinum samskiptum við Volkswagen um

ÞÆR HAFA ALLTAF VERIÐ TIL STAÐAR FYRIR OKKUR Kaupum Bleiku slaufuna #fyrirmömmu

Friðbert Friðbertsson segir að Hekla hafi ekki rætt við Volkswagen um bótagreiðslur. Hann sést hér gefa Volkswagen-bjöllu í páskaleik Smáralindar.

sækja rétt sinn gagnvart Volkswagen. Boltinn er því hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda að sinni. | ifv

Formaður Viðreisnar sætti rannsókn vegna innherjaviðskipta Stjórnmál Formaður Viðreisnar seldi hlutafé fyrir 130 milljónir í félagi sem hann var stjórnarformaður, aðeins viku áður en tilkynnt var um umtalsverða hlutafjáraukningu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Formaður Viðreisnar sætti rannsókn Fjármálaeftirlitsins vegna sölu á hlutum sínum í Nýherja á síðasta ári fyrir á annað hundrað milljónir króna. Rannsókn lauk í febrúar á þessu ári en í skriflegu svari Fjármálaeftirlitsins segir að málið hafi verið látið niður falla þar sem svör reguvarðar hafi þótt fullnægjandi. Það var Óttar Guðjónsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, sem vakti athygli á málinu í aðsendri grein í Morgunblaðinu á fimmtudag. Fyrirsögn greinarinnar var: „Ærandi þögn um innherjaviðskipti formanns Viðreisnar“. Benedikt Jóhannesson, eiginkona hans og Talnakönnun ehf., félag í eigu Benedikts, seldu bréf í Nýherja í lok nóvember á síðasta ári. Hlutirnir voru seldir á genginu 14,7 krónur á hlut. Sjálfur seldi Benedikt fyrir 105,8 milljónir og Vigdís fyrir rúmar 16 milljónir. Benedikt var þarna stjórnarformaður Nýherja. Rúmri viku síðar, eða þann 3. desember, ákvað stjórn Nýherja að bjóða út allt að 40 milljónir hluta í félaginu í lokuðu hlutafjárútboði til fagfjárfesta. Í umfjöllun DV um málið á sínum tíma kom fram að við ákvörðunina varð ljóst að bréf eigenda Nýherja myndu þynnast út um 9,76%, en þeir höfðu fallið frá forgangsrétti að nýju hlutunum með því að samþykkja heimild fyr-

Palli var einn í þingheimi Eliza Reid, Ewan Reid og Allison Reid

greiðslu skaðabóta. „Það hefur ekki neitt svoleiðis kom upp hjá okkur.“ Hann segist ekki vera með á hreinu hversu marga bíla Hekla seldi sem eru gallaðir vegna útblásturssvindls Volkswagen. Volkswagen hefur því viðurkennt bótaskyldu sína vegna svindlsins, bótaskyldu sem ætti þá væntanlega að ná til allra eigenda hinna gölluðu Volkswagen-bíla. Runólfur segir að Félag íslenskra bifreiðaeigenda myndi þá reyna að sækja bæturnar til Heklu sem aftur myndi þá þurfa að

Stjórnmál „Þetta var ósköp notalegt, en dálítið skrítið,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem skeggræddi um samgönguáætlun fyrir tómum þingsal í gær.

Benedikt Jóhannesson sætti rannsókn vegna innherjasvika. Sú rannsóknar var látin niður falla í febrúar.

ir hlutafjárútboðinu á aðalfundi félagsins 14. mars 2014. „Þá vaknar spurningin hvort hlutafjáraukninguna hafi borið að með svo skyndilegum hætti að formaður stjórnar væri fullkomlega grunlaus um að slíkt stæði til þegar hann og aðilar honum tengdir seldu hlutabréf sín,“ sagði Óttar í grein sinni í Morgunblaðinu og ýjar þarna að því að Benedikt hafi gerst sekur um innherjaviðskipti. Benedikt svarar Óttari fullum hálsi á Facebook-síðu sinni en þar upplýsir hann að hann hafi borið söluna undir regluvörð. Hann bendir ennfremur á að gengið sem hann seldi á hefði verið 14,7 á hlut, en svo „Það er einmanalegt að standa uppi í pontu og horfa yfir 63 tóma stóla.“ Páll var með fyrstu ræðu um samgönguáætlun eftir hádegi á föstudag og enginn þingmaður var mættur í salinn. „Þetta er alltaf að gerast,“ segir Páll.sem benti að forseti þingsins og starfsmenn hefðu þó að minnsta kosti verið til staðar. Formenn og þingflokksformenn reyna að ná samkomulagi um þinglok til að kosningabaráttan geti hafist af krafti en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Stjórnarandstaðan segir að stjórnarflokkarnir geti ekki náð saman um hvaða mál skuli setja í forgang, „Það má segja að það sé allt uppi í loft og enginn með hugann við þingið,“ segir Páll. | þká

fór að hlutaféð seldist á genginu 16.0. Því hafi hann í raun tapað á sölunni. Benedikt upplýsir einnig á Facebook að Fjármálaeftirlitið hafi óskað eftir upplýsingum um söluna hjá regluverði, og það staðfesta upplýsingar sem FME gefur Fréttatímanum. Í svari eftirlitsins segir að athugun þess hafi lokið í febrúar á þessu ári og að það taldi skýringar regluvarðarins á viðskiptunum fullnægjandi. Benedikt hafði ekki svarað fyrirspurn Fréttatímans þegar þetta var skrifað en hann neitar alfarið á Facebook, og í viðtali við DV í desember á síðasta ári, að hann hafi gert neitt rangt.

Páll Valur Björnsson talaði við tóman þingsal í gær.

Mynd | Ásgeir Ásgeirsson — Press photo


?

MEIRI SAMVERA / ÞÁT T TAKA Í ÍÞRÓT TA OG ÆSKULÝÐSSTARFI / AUKIN FOR VÖRN

??

FORVARNARDAGURINN 12. OKTÓBER

rAtAR ÞÚ tIL bEsSaStAÐA? Ungt fólk fætt árin 1999–2002 getur tekið þátt í netratleik með því að svara nokkrum vel völdum spurningum sem tengjast aðildarfélögum Forvarnardagsins. Í verðlaun eru sex gjafabréf frá 66°Norður að verðmæti 50.000 kr. hvert, sem forseti Íslands afhendir sigurvegurum við athöfn á Bessastöðum. H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / 1 6 - 2 9 3 3

Ratleikinn má nálgast á www.forvarnardagur.is Rannsóknir sýna að samvera er ein besta forvörnin gegn vímuefnanotkun – ásamt þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og því að fresta því að hefja neyslu áfengis sem lengst. Hvert ár skiptir þar máli.

Forvarnardagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2006 að frumkvæði Actavis og forseta Íslands, í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskólann í Reykjavík og Rannsókn og greiningu. Actavis hefur verið bakhjarl Forvarnardagsins frá upphafi.


6|

Frá kr.

145.390

20. des. Fá sæti laus!

22. des. Aukaferð

GRAN CANARIA

S

kelltu þér í sólina um jólin með fjölskyldunni, makanum eða vinum. Jólaferðir til Gran Canaria hafa verið afar vinsælar síðustu ár enda frábært að njóta sólarinnar þar ytra yfir hátíðina. Heimsferðir bjóða úrval gistingar á frábærum kjörum en Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria eyjunni er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn.

20 DES

Frá kr. 152.990

m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 152.990 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 158.395 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 20. desember í 13 nætur.

Don Diego

20 DES

Frá kr. 145.390

m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 135.595 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 153.795 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 20. desember í 13 nætur.

Barcelo Margaritas

22 DES

Frá kr. 184.665

ENNEMM / SIA • NM77428

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 181.830 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 202.535 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 22. desember í 10 nætur.

Maspalomas & Tabaiba Princess Frá kr. 174.695

m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 174.695 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 217.895 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 22.des í 10 nætur

Greindur með heilaskaða 20 árum eftir slys Daníel Þór Sigurðsson slasaðist alvarlega þegar bíll keyrði yfir höfuð hans, þegar hann var fimm ára gamall. Hann var hinsvegar orðinn fullorðinn þegar hann komst að því að slysið olli heilaskaða sem hefur litað allt hans líf síðan. Ef heilaskaðinn hefði uppgötvast fyrr hefði hann fengið allt aðra meðhöndlun.

Um jólin til

Roque Nublo

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

22 DES

Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

„Ég virðist vera heilbrigður, eins og ekkert sé að mér. Það er svolítið skrítið að átta sig allt í einu á því að maður sé fatlaður og búinn að vera það öll þessi ár,“ segir Daníel. „Það getur verið mjög snúið að lifa með fötlun sem háir manni svona mikið en er algjörlega ósýnileg utan frá. Hvað þá þegar maður veit ekki af henni sjálfur.“ Daníel Þór Sigurðsson var fimm ára gamall þegar bíll ók á hann fyrir utan heimili hans við Bröttukinn í Hafnarfirði árið 1996. Bíllinn keyrði yfir höfuðkúpu hans svo hún brotnaði. Daníel missti meðvitund og var haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu í einhverja daga á eftir. „Ég man þegar ég rankaði við mér skyndilega inn á spítala. Ég var með slöngu ofan í hálsinum og reyndi að toga hana út úr mér. Mér fannst ég ekki þekkja þá sem voru þarna hjá mér, mömmu og pabba og fjölskylduna mína. Ég man þegar verið var að plokka saumana úr hársverðinum á mér. Svo var ég bara sendur heim, allt önnur manneskja en sú sem varð fyrir bílnum.“ Daníel segir foreldra sína ekki hafa verið upplýsta um afleiðingar af heilaskaðanum. „Eftir þetta var okkur kastað á milli í kerfinu árum saman. Ég var settur á lyf og fékk óþarfar greiningar eins og athyglisbrest. Þrátt fyrir að læknarnir eigi að vita betur þá var mér hent út í óvissuna. Óupplýstum um stöðuna og úrræðalaus. Sá heilaskaddaði hefur jafnvel ekki vitneskju um að hann sé með fötlun sem líklegast á eftir að fylgja honum til æviloka.“ Endurhæfing í lamasessi Þó Daníel hafi leitað sér hjálpar hjá Hugarfari, félags fólks með ákominn heilaskaða, telur hann að endurhæfing heilaskaddaðra sé í lamasessi. Málið sé alþekkt í heilbrigðiskerfinu og hafi verið vanrækt í áraraðir. Algengt sé að þeir sem nýlega hafa greinst með heilaskaða Frétt um slysið birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 1996.

Daníel glímir við margþættar afleiðingar af framheilaskaða sem hann hlaut í hræðilegu bílslysi árið 1996. Hann segir líf sitt hefði þróast í aðrar áttir ef heilaskaðinn hefði uppgötvast fyrr. Mynd | Rut

séu sendir í sjúkraþjálfun en lítið sé rýnt í andleg áhrif skaðans. „En svoleiðis er staðan enn í dag, öll áhersla er á líkamlegt ástand en það er ekkert pælt í vitrænum, hugrænum, geðrænum og félagslegum áhrifum heilaskaðans.“ Áhrif framheilaskaðans á líf Daníels eru margþætt. Hann geri það að verkum að hversdagslegir hlutir flækist fyrir honum og hann mæti hindrunum við minnstu litlu athafnir. „Fólk með framheilaskaða er oft með skert innsæi í eigin vandamál og það getur tekið langan tíma að átta sig á þeim, jafnvel þó maður sé meðvitaður um að maður sé með heilaskaða. Þess vegna get ég lent í því að haga mér eins og hálfviti þegar ég held að ég sé að haga mér eðlilega. Mér finnst samt innsæi mitt vera að smám saman að aukast með tímanum.“ Hann segir heilaskaðann einnig valda vanvirkni, alvarlegu þunglyndi og hann hafi oft glímt við sjálfsvígshugsanir. Hegðunarvandamálin sem fylgi séu einnig erfið og kvíðinn lamandi. Brjálæðisköstin verst „Alverst eru brjálæðis- og bræðis­ köstin. Þau einu sem vita nákvæmlega um hvað ég er að tala eru foreldrar mínir og ein af systrum mínum. Ég fékk nefnilega alltaf svoleiðis köst þegar ég var yngri. Þau byrjuðu að mig minnir fljótlega eftir slysið og versnuðu fram á unglingsár. Þau reyndust mínum nánustu mjög erfið. Í dag næ ég að beisla þessa bræði og fæ því ekki þannig köst lengur að ég ógni sjálfum mér

Daníel fimm ára gamall á spítalanum eftir slysið

eða öðrum. En ef ég verð fyrir áfalli þá koma köstin.“ Daníel segist hafa reynt að leita sér hjálpar, meðal annars hjá sálfræðingum. Hann hafi einnig verið settur á lyf sem að hans mati hjálpuðu ekki neitt. „Því miður er ekki mikið af úrræðum í boði hér á landi. Ef það væri eitthvað í boði, væri ég að nýta mér að það akkúrat núna. En ég finn ekkert!“ Hann nefnir að algengt sé að heilaskaddaðir fá endurhæfingu á Grensási en engin langtíma eftirfylgni sé til staðar. „Ég er viss um að ef við fjölskylda mín hefðum fengið rétta aðstoð frá upphafi, þá væri ég örugglega í skóla eða vinnu í dag og hefði betri tök á lífi mínu. Það er alvitað að þegar börn fá heilaskaða þá koma jafnvel verstu einkennin ekki í ljós fyrr en þau verða fullorðin. Ég bað ekki um að verða svona en ég varð svona og ég er svona.“

Saga Daníels dæmigerð Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, segir sögu Daníels lýsandi fyrir ­aðstæður fólks með ákominn heilaskaða á Íslandi. „Það hefur lengi ríkt algjört úrræðaleysi fyrir þetta fólk og engin langtíma endurhæfing er í boði. Hugarfar og

fjölmargir fagaðilar berjast því fyrir að koma á fót endurhæfingar- og fræðslumiðstöð fyrir fólk með ákominn heilaskaða. Grensás og Reykjalundur eru sammála um að úrræðið verði að opna. Baráttan fyrir meðferðarúrræði hefur staðið yfir í rúm tuttugu ár. Í fyrra komu 1400 manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna höfuðhöggs. Samkvæmt upplýsingum sérfræðinga má áætla að um 500-600 manns af þeim hafi hlotið heilaáverka eða

skaða en lítill hluti af þeim fer í endurhæfingarmeðferð. „Það er fullt af fólki sem hefur fengið höfuðáverka, kannski í slysi en einnig eru mörg ofbeldismál, sem greinist ekki. Við höfum ekki greiningartæki sem eru nægilega næm til að greina þá í bráðafasanum. Svo kemur það ekki í greiningu fyrr en of seint. Það þarf ekki mikið höfuðhögg til að vera mjög hættulegt,“ segir Stefán Ingvason, yfirlæknir á Grensási. | þt


EINSTAKUR

Bíll á mynd: Honda Jazz Elegance

Á ALLA VEGU

Það er ekki að ástæðulausu sem nýr Honda Jazz fékk verðlaunin Besti bíllinn í sínum flokki af Euro NCAP! Í Jazz færðu ekki aðeins mesta fáanlega öryggi sem bíll í þessum stærðarflokki býður uppá! Þú færð einnig ríkulegan staðalbúnaði og eitt mesta rými fyrir farþega og farangur sem þekkist í bílum í þessum flokki! Ekki skemmir fyrir að Jazz er einstaklega hagkvæmur í rekstri en hann eyðir aðeins frá 4,6 L/100km í blönduðum akstri!* Jazz er frábær kostur fyrir þá sem vilja viðhaldslítinn og endingargóðan bíl en Jazz er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir áræðanleika og hátt endursöluverð. Kynntu þér Jazz verðlaunabílinn frá Honda, einum áræðanlegasta bílaframleiðanda heims!

www.honda.is

Honda Jazz

kostar frá kr. 2.840.000

MEÐ SJÁLFSKIPTINGU

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


8|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 Biophilia Bjarkar er einstakt verkfæri fyrir kennara til að undirbúa nemendur fyrir veruleika framtíðarinnar. Áhersla á sköpun, frumkvæði, sjálfstæði og samvinnu verður sífellt mikilvægari, að sögn sérfræðinga í menntamálum, og hafa Finnar til að mynda nýverið breytt aðalnámskrá sinni til að auka vægi þessara þátta. Biophilia æfir nemendur einmitt í þeim.

BIOPHILIA: FULLKOMIÐ VERKFÆRI FYRIR BREYTTAN SKÓLA

Breytt samfélag með nýrri tækni kallar á nýja nálgun í menntamálum. Finnar, sem eru með eitt besta menntakerfi heims, hafa til að mynda nýlega endurskoðað aðalnámskrá sína með það að markmiði að búa nemendur betur undir breyttan heim. Þeir þurfa til að mynda að geta tileinkað sér upplýsingar og nýtt þær á skapandi hátt og skólakerfið þarf að stuðla að því. Að loknu þriggja ára tilraunaverkefninu Biophilia, sem öll Norðurlöndin tóku þátt í, segja Finnar að Biophilia sé fullkomið verkfæri til þess að innleiða nýja námskrá en Biophilia, sköpunarverk Bjarkar Guðmundsdóttur, snýst um að kenna börnum tónlist og raungreinar á skapandi hátt með hjálp tækni.

Pinex® Smelt

Munndreifitöflur

H V Í TA H Ú S I Ð / A c t a v i s 5 1 1 0 7 2

250 mg

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Þriggja ára risastóru samnorrænu tilraunaverkefni um kennslufræði Bjarkar Guðmundsdóttur, tónlistarmanns, náttúuunnanda og frumkvöðuls, Biophilia, er lokið. Alls tóku 77 skólar á öllum Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðum þeirra, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum, þátt og var afrakstur vinnu þátttakenda gerður upp á stórum fundi hér í Reykjavík fyrr í vikunni. Biophilia menntaverkefnið snýst um að kenna börnum um tónlist, náttúrufræði og vísindi á framúrstefnulegan hátt með aðstoð tækni og að veita þeim innblástur við að vera skapandi í námi sínu í gegnum hina ólíku miðla. Þá var markmiðið að stuðla að þverfaglegri samvinnu kennara og brjóta upp hefðbundnar kennsluaðferðir og var því lagt upp með í verkefninu að tónlistarkennari og raungreinakennari kenndu Biophiliu í sameiningu sem eitt teymi. Einnig var verkefnið, sem var á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytisins og norrænu ráðherranefndarinnar, tilraun til þess að koma á norrænu samstarfi á sviði menntamála. Árangur fram úr vonum Allir þeir þátttakendur sem Fréttatíminn ræddi við voru sammála um að árangur verkefnisins hafi farið fram úr björtustu vonum, bæði hvað varðar áhuga nemenda og kennara sem og afrakstur vinnunnar, jafnt tónlistarlega sem raunvís-

Auður Rán Þorgeirsdóttir og Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnisstjórar segja að sjálfstraust nemenda hafi styrkst við að gera hluti sem þeir héldu að þeir gætu ekki gert, svo sem að semja tónlist.“ Myndir | Hari

indalega séð. Auk þess hafi það nánast þvingað kennara til að hugsa út fyrir rammann og endurskilgreina hvað kennsla felur í sér, hvernig kennslufyrirkomulagi geti verið háttað og hvernig hægt sé að tvinna saman ólíkar námsgreinar á áhugaverðan og árangursríkan hátt. Biophilia Bjarkar kom út árið 2011 og er margslungið margmiðlunarverk. Það samanstendur meðal annars af hefðbundinni breiðskífu, öppum með gagnvirku kennsluefni tengdum lögunum, sérsmíðuðum hljóðfærum og sérstökum vef (biophiliaeducational. org). Menntaverkefnið vann Björk í samstarfi við Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg. Umfjöllunarefni laganna er náttúran og vísindi, allt frá vírusum yfir í himingeiminn, en tónsmíðarnar sjálfar hafa

það að markmiði að kenna börnum um tónlist, tónsmíðar, tónfræði og hljóð. Björk hefur sjálf útskýrt hugsunina á bak við sköpunina þannig að hún sjái oft samhljóm í náttúrunni og tónlistinni enda byggjast lögin oft á tengslum milli tónlistarlegra og náttúrulegra hugmynda. Auður Rán Þorgeirsdóttir og Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir eru verkefnisstjórar Biophilia verkefnisins. „Niðurstöðurnar sýndu heilt yfir að kennsluverkefnið hefur jákvæð áhrif á kennsluaðferðirnar,“ segir Auður. „Stór hluti af verkefninu er að vinna þvert á námsgreinar og með kennurum í ólíkum fögum og það tókst vel,“ segir hún. „Kennarar voru að vinna saman þvert á námsgreinar sem hópur í fyrsta sinn og það var stórkostlegt að sjá hverju samvinnan skilaði,“


90

„Tannlæknakostnaðurinn var að sliga fjölskylduna þar til ég gerði eins og mamma mín sagði mér – keypti mér miða í HHÍ.“ Jens Einarsson vinningshafi

UM

MILLJÓNIR

PIPAR\TBWA • SÍA • 156137

GREIDDAR ÚT Í HVERJUM ÚTDRÆTTI

VERTU MEÐ - DRÖGUM 11. OKTÓBER TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á HHI.IS

Vænlegast til vinnings


10 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

segir Arnfríður. Nýjungin hafi meðal annars falist í því að nú taki 3-4 kennarar þátt í kennslustundinni og njóta stuðnings hver af öðrum. Arnfríður bendir jafnframt á að áhugavert hafi verið að fylgjast með því hversu ólíkt kennarar nálguðust viðfangsefnið. „Sumir vildu mjög skýran ramma en aðrir þorðu að hugsa út fyrir boxið og þorðu að taka eitthvað sem var frekar óljóst í upphafi og gera að sínu, að taka þátt í sköpuninni,“ segir hún. Endurskoða þarf kennsluhætti Arnfríður segir að kominn sé tími á að endurhugsa miðlun og kennsluhætti ef ætlunin sé að fylgja þróuninni í samfélaginu. „Heimurinn er að breytast svo mikið og tæknin er komin til að vera. Við þurfum að gefa börnum tæki og tól svo þau geti aðlagast breyttu samfélagi. Það þýðir ekki að nota sömu aðferðir og fyrir 100 árum heldur þurfum við

Björk Guðmundsdóttir fylgdist með kynningum þátttakenda á lokafundi þriggja ára tilraunaverkefnis Biophiliu í vikunni.

að aðlaga skólakerfið að nútímanum,“ segir hún. Auður bendir á að í aðalnámskrá sé meðal annars lögð

áhersla á framsækni og nýsköpun og að mörg áhugaverð verkefni séu í gangi í mörgum skólum. „Biophil-

ia er tæki sem kennarar geta notað til þess að kenna á skapandi hátt,“ segir hún. Flestir þeirra sem rætt var við sögðust hafa verið eitt stórt spurningamerki eftir að hafa fengið kynningu á verkefninu fyrir tveimur árum. „Kynningin veitti mér innblástur en skildi samt fyrst og fremst eftir fullt af spurningum,“ segir Johannes Iihle, kennari í Strand Kommune í Noregi. „Hvernig bjóðum við öðrum kennurum inn í þessa hugsun? Hvað er leyfilegt? Hvað er ekki leyfilegt? Okkur var sagt í upphafi að í verkefninu væri mikið pláss fyrir alls kyns hugmyndir. Verkefnið sjálft væri bara upphafsreitur. Meginverkefnið var að gefa nemendum pláss – og leyfa þeim að læra á þann hátt sem þeim hentar sjálfum best. Biophilia hjálpar okkur að nálgast nemendur á mismunandi hátt vegna þess að þegar okkur er gefið pláss til

Aðferðir við kennslu Biophiliu Hér kemur listi yfir aðferðir við kennslu Biophiliu. Athugið að ekki eru alltaf allar þessar aðferðir notaðar saman, sumar henta kannski ekki og mikilvægt er að það er engin regla sem segir til um í hvaða röð á að nota þær; það fer eftir eðli viðkomandi lagaapps. Samkennsla. Best er að allir kennararnir vinni saman að þeim verkefnum sem leysa þarf. Kynning á tónlistarlegum, náttúrufræðilegum og mannlegum þemum. Þetta mætti gera með stuttum fyrirlestri sem kennarahópurinn flytur saman, með myndbandi um efnið, þankahríð, rituðu efni eða á annan hátt. Ef ætlunin er að nemendur uppgötvi sjálfir hugmyndirnar gæti þessi liður komið síðar í ferlinu eða orðið ónauðsynlegur. Hugmyndirnar í TH-/N-/M-/T-/BT-textunum geta gagnast hér og einnig mörg myndböndin sem fylgja. Þetta er mjög hentugur staður til að opna augu nemenda fyrir tengslum tónlistarlegra og vísindalegra hugmynda. Einbeitt hlustun á lögin eða áhorf á myndbönd. Sitjið kyrr, beinið athyglinni að önduninni og reynslunni sem í vændum er – annaðhvort beint án nokkurs undirbúnings eða hugsanlega með upphafsspurninguna um lagaappið í huga. Þegar fengist er við aðgengileg lög gæti verið gott að byrja á þessu en hvað þau flóknari snertir kann að vera rétt að geyma þennan þátt þar til síðar. www.n1.is

Krakki í eigin rými. Talsverðum tíma ætti að verja til þess að leyfa börnunum að gera sjálf tilraunir með lagaöppin með heyrnartól á höfði, svo að sköpunargáfa einstaklingsins fái að njóta sín. Afurðir. Tryggið að hópurinn deili afurðum eða árangri af vinnunni. Byggja ætti upp vettvang til að deila á netinu listaverkum, ritverkum eða lögum sem verða til í starfinu. Umræðuhópar. Til að gera upp vinnuna og það sem hún hefur skilað getur verið dýrmætt að gefa sér tíma til að ræða, deila hvert með öðru, hlusta og melta það sem gert hefur verið. Besta leiðin er að sitja einfaldlega í hring og gefa sér tíma til að hlusta á hvern og einn, heyra upplifun hans, sjónarmið og hugsanir. Stundum geta komið fram spurningar sem krefjast svara eða lausnar, stundum verða þetta frjálsari skoðanaskipti. Leiðbeiningar „Velkomin í Biophiliu, sem er ást á náttúrunni í öllum sínum myndum, frá smæstu lífverum til stærstu risastjarna sem svífa um fjarlægustu víddir alheimsins. Biophiliu fylgir óslökkvandi forvitni, áköf löngun til að rannsaka og uppgötva þá tálfögru staði þar sem við komumst í tæri við náttúruna; þar sem hún leikur á skynjun okkar með litum og formum; ilmefnum og lykt.“

Johannes Iihle, kennari í Strand Kommune í Noregi: „Biophilia opnar fyrir sköpunargáfuna, opnar nýjar víddir og nýjar leiðir.“

að prófa okkur áfram, að takast á við nýja hugsun, verðum við fyrir innblæstri og finnum að það er mögulegt að gera hvað sem er fyrir utan rammann,“ segir Johannes. „Aðalatriðið er að Biofilia er ekki kennsluaðferð heldur leið til þess að hugsa á skapandi hátt þar sem tónlist og þekking koma saman,“ segir hann. „Biophilia opnar fyrir þessa sköpunargáfu, opnar nýjar víddir og nýjar leiðir,“ segir hann. Að sögn Auðar hafði verkefnið jákvæð áhrif á sjálfsmynd margra nemenda. „Kennarar fundu fyrir því að sjálfsmynd nemenda styrktist því sjálfstraust þeirra jókst við að gera hluti sem þeir héldu að þeir gætu ekki gert, til dæmis að semja tónlist. Einnig var mikilvægt að allir nemendur byrja sem jafningjar, eru á sama grunni að taka þátt í verkefninu,“ bætir Auður við. Erfitt að hugsa út fyrir rammann Fossvogsskóli í Reykjavík er einn tilraunaskólanna sem tók þátt. Ragna Skinner myndlistarkennari seg-

facebook.com/enneinn

Vertu á undan vetrinum OSRAM perur

Rúðusköfur

Vertu með öll ljós kveikt í umferðinni.

Skilvirkasta tækið á snjóþungum degi.

Verð frá 330 kr.

Verð frá 595 kr.

N1 þjónustustöðvar og verslanir um land allt.

Rúðuvökvi

Tjöruhreinsir

Rúðuvökvi 2,5 lítrar með allt að -18°C frostvörn.

Hreinsar tjöru og önnur óhreinindi af bílnum.

795 kr.

999 kr.

Hluti af vetrinum



12 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

ir að einna áhugaverðast við verkefnið hafi verið að kennarar og nemendur þurftu að fara að hugsa út fyrir rammann. „Það var áhugavert hve misvel kennarar og nemendur tóku í það að breyta til en það þarf mikla uppstokkun á hefðbundnu skólastarfi til þess að svona verkefni gangi upp,“ segir Ragna. Hún segir að nemendurnir hafi margir hverjir fyrst í stað ekki verið tilbúnir til þess að brjóta upp kennslustofufyrirkomulagið. Fossvogsskóli hafi ákveðið að fjarlægja borð og stóla úr skólastofunni sem nýtt var í verkefninu og þess í stað settar inn jógadýnur og púðar þar sem setið var við kertaljós. Ragna segir að börnunum hafi þótt þetta allt saman frekar skrýtið en eftir því sem á leið hafi þau verið

Ragna Skinner, myndlistarkennari í Fossvogsskóla: „Í þessu verkefni var það sem kom frá nemendunum og það sem kom frá kennurunum alveg jafnmikilvægt. Við vorum saman að læra,“

komin inn í hugarheim Bjarkar og fóru að tengja betur við tónlistina og skilja samhengið allt miklu betur. „Helsti lærdómurinn var að við kennararnir þurftum að fara út fyrir rammann og hugsuðum ver-

kefnið út frá nemendunum strax frá upphafi. Það er svo auðveldlega hægt að sækja sér þekkingu, við erum ekki að miðla þekkingu heldur eru kennarar og nemendur saman í ferðalagi. Í þessu verkefni var það sem kom frá nemendunum og það sem kom frá kennurunum alveg jafnmikilvægt. Við vorum saman að læra,“ segir hún. Margar námsgreinar voru þættaðar saman í Biophiliu verkefninu í Fossvogsskóla. „Nemendur voru ánægðir að fá aftur tónlistarkennslu sem þeir höfðu ekki fengið í 2-3 ár, þau gerðu sínar eigin plánetur og við lærðum um jarðfræðina og líffræðina á þeirri plánetu og einnig sköpuðust miklar pælingar um hljóð. Við tókum upp alls konar hljóð og lékum okkur með þau og

Heyrðu með bleiku

fórum út í hljóðeðlisfræði í tengslum við þau,“ segir Ragna. Hún segir að það hafi verið áhugavert að fylgjast með því hvernig börnin breyttust eftir því sem leið á verkefnið. „Þau spurðu mikið í byrjun um hvað þau ættu nákvæmlega að gera og hvernig. Við gáfum þeim algjörlega frjálsar hendur og urðu svo sífellt meira skapandi, hættu að spyrja og fóru að gera. Mörg gerðu stuttmynd, aðrir skúlptúra, enn aðrir hljóðverk,“ segir Ragna. „Með því að vinna viðfangsefnin á svona skapandi hátt urðu til heilmiklar pælingar,“ segir hún. Börnin full innblásturs Satu Roberg er verkefnisstjóri Biophilia menntaverkefnisins í Finnlandi. Þar í landi tóku alls 9 skólar á mismunandi skólastigum þátt og var hún mjög ánægð með útkomuna. „Börnin voru ánægð og full innblásturs yfir því hvað þau gátu skapað sjálf og yfir vísindunum því list er skapandi en vísindi geta verið það líka,“ segir hún. „Þeim líkaði einnig vel að nýta sér tæknina því börnin lifa í þeim heimi núna og það var mjög áhugavert að sjá hvernig tækninni var blandað saman inn í kennsluna,“ segir hún. Verkefnið fór fram að hausti og að vori fóru fram mælingar á því hversu mikið af þekkingunni enn var til staðar hjá börnunum. „Það var ótrúlegt að sjá að þau mundu nánast allt af því sem við höfðum unnið með í Biophiliu haustið áður,“ segir Satu. Finnar hafa nýverið endurskoðað aðalnámskrá sína og var endurskoðunin í vinnslu þegar Biophiliu verkefnið hófst. „Í Biophiliu er lögð áhersla á fjöllæsi (e. multiliteracy), kennslu þvert á námsgreinar (e. multidiciplinary) og að kennarar vinni í teymum og pörum. Einnig er áhersla á að kenna börnum þvert á árganga. Allt þetta var einmitt tekið upp í nýju námskránni sem við erum að vinna eftir núna og er því Biophilia algjörlega í anda hennar,“ segir Satu. Hún segir að þó svo að tilraunaverkefninu sé formlega lokið muni verkefnið halda áfram í Finnlandi og fleiri skólar munu taka þátt í haust. Satu segir að eitt af því áhuga-

Satu Roberg, verkefnisstjóri í Finnlandi. „Upplýsingarnar eru til staðar en börn þurfa að vita hvernig þau eigi að nota þær og nýta þær og skapa út frá þeim. Þau þurfa þá hæfileika til að geta spjarað sig í framtíðinni. Biophilia gerir allt þetta.“

verðasta sem kom út úr verkefninu hafi verið norræna samstarfið. „Við höfum aldrei gert neitt af þessari stærðargráðu í Finnlandi og það var magnað að upplifa þessa samkennd og samvinnu. Ef við höldum áfram þessu verkefni getum við breytt ýmsu í skólakerfinu og komið inn nýjum áherslum. Við erum á þessari vegferð í Finnlandi þar sem ríkir mikil ánægja með nýja skólanámskrá. Biophilia var eins konar punkturinn yfir i-ið, fullkomið verkfæri til að innleiða þessa nýju námskrá,“ segir Satu. Aðspurð seg ir hún helstu breytingar í aðalnámskránni felast í því að áherslan sé nú fyrst og fremst á það hvernig hjálpa megi börnum að fullorðnast og þroskast og verða gildur þegn samfélagsins. „Við vitum ekki hvernig samfélagið verður eftir 30 ár. Við þurfum að kenna börnum að læra og nýta sér upplýsingar. Þau verða að geta hugsað á nýjan hátt, vera skapandi og geta fundið nýjar lausnir. Upplýsingarnar eru til staðar en börn þurfa að vita hvernig þau eigi að nota þær og nýta þær og skapa út frá þeim. Þau þurfa þá hæfileika til að geta spjarað sig í framtíðinni. Biophilia gerir allt þetta.“

Dæmi um lagaapp og kennsluleiðbeiningar

Október er mánuður Bleiku slaufunnar. Heyrnartækni leggur málefninu lið. Allur ágóði af sölu á rafhlöðum og 10.000 kr. af hverju seldu bleiku heyrnartæki renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins.

Fáðu heyrnartæki til prufu í 7 daga

Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu

Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is

Hvaðan kemur þetta allt? Hvernig varð alheimurinn til? Textinn er í brennidepli hér. Uppsetning textans við Cosmogony er hefðbundin, þar skiptast á vers og viðlag og í hverri vísu er fjallað um eina goðsögn tengda sköpun heimsins. Kannið hvaðan goðsagnirnar í textanum koma. Bætið við vísum með öðrum goðsögnum sem þið þekkið eða uppgötvið. Kenningin um miklahvell. Ræðið og útskýrið hvernig alheimurinn þenst út og hvers vegna vísindamenn telja líklegast að þessi kenning sé rétt. Ræðið þann vanda að það er engin leið til þess að við getum sagt neitt um hvað var „fyrir miklahvell“. Sköpunarsaga skiptir iðulega miklu máli í trúarbrögðum og hugmyndakerfum. Í sumum kerfum er engin sköpunarsaga heldur einfaldlega gert ráð fyrir því að raunveruleikinn hafi alltaf verið til staðar og verði það um alla tíð. Skiptir þetta máli, til dæmis varðandi það hvernig við skynjum tímann?

Njóttu þess að taka virkan þátt í samræðum í góðra vina hópi eða fjölmenni. Áratuga þróunarstarf

Söngtextar eru samdir eða verða einhvern veginn til. Ræðið hvernig textar verða til og hvernig þeir eru upp byggðir. Ræðið persónulega reynslu, vísindi og líka „fundna“ texta eins og til dæmis „Being for the benefit of Mr. Kite?“ hjá Bítlunum.

hjá Oticon hefur nú fært okkur ný heyrnartæki sem hjálpa þér að greina talmál betur og skýrar en nokkurn tímann áður í krefjandi aðstæðum.

COSMOGONY TÓNLIST: Texti, jafnvægi NÁTTÚRA, LYKILORÐ: Stóri hvellur VÍSINDAGREINAR: Kosmólógía MAÐURINN: Sköpunarsögur

Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra

Það eru tengsl við Dark matter þar sem fjallað er um að megnið af því sem varð til í miklahvelli er hulduefni. Formgerð Cosmogony er athyglisverð, viðlagið lyftir verkinu svo að hægt er að taka það sem dæmi þegar fjallað er um formgerðina í Crystalline. Kannið nánar flókin vísindi í tengslum við miklahvell, afstæði, skammtakenninguna, strengjafræðina og þess háttar. Vinnustofa í að semja söngtexta/ljóð/stutt leikrit með mismunandi aðferðum.

Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Kennsluapp: https://www.youtube.com/watch?v=3dlRg6lM4mQ C


6 vikna námskeið fyrir konur

Hefst 10. okt.

Barre æfingakerfið er sérstaklega samsett styrktar- og teygjuæfingakerfi sem mótar og tónar vöðva og stuðlar að grönnum og fallega mótuðum líkama. Æfingakerfið byggist helst á þjálfun með eigin líkamsþyngd á gólfi og við stöng. Vöðvarnir eru þjálfaðir að þreytumarki eftir ákveðnu kerfi ofhleðslu og teygjuæfinga. Stífar æfingar fyrir rass, kvið og læri skila grennri, stinnari og stæltari líkama. ATH. Einnig boðið upp á Hot Barre Fit í heitum sal. Nánari upplýsingar og skráning á www.hreyfing.is

Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - S: 414-4000 - www.hreyfing.is


14 |

Dráttarbeisli

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Mogginn kaupir Andabæ

undir flestar tegundir bíla

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Eftir stutt bað var Jóakim alsæll með kvótapeningana úr Vestmannaeyjum

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

F

LOFORÐ ERU LÉTT Í VASA

rumvarp ríkisstjórnarinn­ ar, sem átti að jafna lífeyr­ isréttindi starfsmanna hins opinbera og starfsfólks á al­ mennum vinnumarkaði, var einn af ásunum í ermi fjármálaráðherra fyrir þessar kosningar.

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Forystumenn opinberra starfs­ manna hlupu léttfætir á fund ráð­ herra, baðaðir geislum myndavéla, til að afsala sér glaðlega lífeyris­ réttindum umbjóðenda sinna í framtíðinni. Sínum eigin réttindum og jafnaldra sinna gátu þeir ekki af­ salað sér, þau eru varin af eignar­ réttarákvæði stjórnarskrárinnar. Núna er málið í algeru uppnámi og það verður ólíklega að lögum á þessu þingi. Ástæðan er sú að for­ ystumenn launþega virðast hafa áttað sig á því að þeir höfðu samið af sér. Það er betra að flýta sér hægt. Bank­ arnir eru nærtækasta dæmið. Til að hægt væri að einkavæða bankana var nauðsynlegt að sann­ færa starfsmenn þeirra um að breyta eftirlaunasjóði starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans og afnema ríkisábyrgð á lífeyris­ greiðslum.

Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR

Þetta var gert þegar bönkunum var breytt í hlutafélög 1998, ríkið reiddi fram eingreiðslu sem átti að duga fyrir viðbótarútgjöldum vegna þeirra sjóðfélaga sem höfðu þegar

áunnið sér réttindi. Á sama tíma voru samþykkt lög frá Alþingi sem banna stjórninni að hrófla við líf­ eyrissgreiðslum sjóðfélaga. Ljóst var að það gekk ekki upp. Á árunum fyrir fall bankanna ríkti mikil léttúð í starfsmannamál­ um, yfirmenn og millistjórnendur fengu ríflegar launahækkanir rétt fyrir starfslok sem hækkuðu lífeyr­ isgreiðslur langt um fram áætlan­ ir, en lífeyrisgreiðslur miðuðust við laun síðustu fimm ár fyrir hrun. Þá var öðru starfsfólki gjarnan vísað á eftirlaun, löngu áður en 67 ára aldri var náð. Fyrir hrun var sjóðurinn því að niðurlotum kominn og sjóðfélagar biðluðu til ríkisins um að taka aft­ ur við ábyrgðinni áður en stefndi í frekara óefni og véfengdu forsend­ urnar sem lágu til grundvallar ein­ greiðslu ríkisins á sínum tíma. Nú er þolinmæði sjóðfélaga á þrotum og það er í gangi málarekstur fyrir héraðsdómi vegna þessa. Lífeyrissjóður bankamanna, eins og hann heitir í dag, skiptist í tvær einingar, hlutfallsdeild, með þá inn­ anborðs sem eiga að njóta réttinda eins og fyrir einkavæðinguna og eftirlaunasjóð hinna sem njóta réttinda eftir að ríkisábyrgðin var afnumin. Þar eru auðvitað himinn og haf á milli.

Þeir sem njóta gömlu réttindanna hafa mikið fram yfir hina. Þeir eiga rétt á því að hætta störfum mun fyrr, ef starfsaldur leyfir, makalíf­ eyrir er ríflegri og greiddur til ævi­ loka og fleira og fleira. Þó hefur far­ ið svo að lífeyrisgreiðslur þeirra sem eru í hlutfallsdeildinni hafa verið skertar um nær 10 prósent. Það er ástæða málaferlanna núna. Bankastjórarnir og f ram­ kvæmdastjórarnir þurfa ekki að reiða sig á lífeyrissjóð bankamanna frekar en þeir vilja, því þeir semja sjálfir um ríflegar starfslokagreiðsl­ ur. Það þurfa hinsvegar háttsettir millistjórnendur að gera og allt nið­ ur í gjaldkera á gólfinu. Gjaldkeri sem hafði 314 þúsund krónur í laun árið 2014, eftir 32 ára starf, fær rúmar 200 þúsund í eftirlaun í stað 222 þúsunda vegna skerðingarinnar,. Þegar lífeyrisréttindum ríkisstarfs­ manna var breytt var greint á milli A hluta og B hluta lífeyrissjóðs­ ins, en þeir nutu þó báðir ríkis­ tryggingar. Manneskja með 314 þúsund krónur í laun fengi 245 þúsund krónur í líf­ eyri á mánuði í B-hluta Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það munar 45 þúsund krónum. Munurinn liggur aðallega í ríkisá­ byrgðinni. Það er mikill ávinningur fyrir ríkið að opna vinnumarkaðinn og losna við lífeyrisskuldbindingar sem eru að ríða ríkinu á slig. Það er ekki sátt um það að helmingur landsmanna beri ábyrgð á miklu hærri lífeyris­ skuldbindingum fyrir ríkisstarfs­ menn en hann á sjálfur völ á. En kannski er rétt að taka sér aðeins lengri tíma í að vinna málið áður en lengra er haldið. Því loforð eru létt í vasa.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Gólfefna- og hreinlætistækjadagar 15 - 50% A da! n e r u k tt te Allt go ftir e a k i v ara um! g ö Nú er b d a n ef af Gólf

FSLÁTTUR

15%

2.971

kr. m2 AFSLÁTTUR

Harðparket EVEREST Hvíttuð eik verð áður 3.495

Hitastýrð blöndunartæki

20%

BOZZ hitastýrt baðtæki m/úrtaki

13.990

afsláttur

15%

AFSLÁTTUR

CERAVIVA 60X60

15x60 30x60 60x60

2.797 kr. m

2

VERÐ ÁÐUR KR. 3.290

Málm handföng. Rósettur og hjámiðjur fylgja.

20%

20%

afsláttur

afsláttur

Guoren TLY Sturtusett

39.990

Guoren-AL Hitastýrt tæki með uppstút

31.992

13.990

11.192 25%

15%

15%

AFSLÁTTUR

afsláttur

AFSLÁTTUR

2mm undirlag 16,5m2 kr

2.890

AC4

EUROWOOD 8 mm Harðparket TWO STRIP bandsöguð

2.168

áferð 19,3x138cm

15%

1.995 kr. m

2

1.696

3.392

TTUR AFSLÁ

15%

16.990

1.595

16.900

Vinsælasta harðparket í Evrópu 2015

25%

AFSLÁTTUR

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, lau. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18

5.990 1.390

15%

afsláttur

Schutte blöndunartæki 79110

9.890

5.092

25%

afsláttur

1.043

8.407

20%

AFSLÁTT UR

Hágæða flísalím og fúga 2.552 5.032 Murexin flísafúga 8kg kr. 2.795 20% afsl. kr. 2.236 Murexin Silicone kr. 1.395 20% afsl. kr. 1.116 Murexin Rakaþéttikvoða 7kg kr. 6.290 20% afsl. kr.

CERAVIVA

Reykjavík

afsláttur

Cisa Layer kr.

Murexin Flísalím 25kg kr. 3.190 20% afsl. kr.

GÆÐA UNDIRLAG FYRIR PARKET OG FLÍSAR

1.276

15%

14.442 16.142

14.365

Breidd: 67cm Verð pr. lengdarmeter

11.192

18.990

WINEO harðparket (LA048SV4) Dökk eik 1380x160x8 mm kr. 2.990

TTUR AFSLÁ

13.990

Ido Trevi vegghengt með setu

afsláttur

KRAIBURG og

Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút

afsláttur Gua 539-1 með veggstálplötu, grind fylgir, 1mm stál

2.542

20%

afsláttur

15%

EN 1111:1997

Ceravid Basic handlaug - Sett með öllu

TTUR AFSLÁ

20%

15%

WINEO harðparket planki Tirol eik grá 1845x195x10mm kr. 3.990

11.192

Tilboð gilda 22/9-15/10 2016 meðan birgðir endast - Fyrirvari um prentvillur.

BOZZ

SCHÜTTE

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


Val á flísum sem standast tímans tönn krefst útsjónarsemi og þekkingar. Flísar frá Ítalíu og Spáni, brenndar, rétt skornar og í fyrsta flokki, skipa sér þar með í flokk bestu fáanlegu flísa. Það skilur á milli framleiðenda þegar kröfurnar eru miklar. Kynntu þér flísarnar í verslun okkar Suðurlandsbraut 20.

Suðurlandsbraut 20

108 Reykjavík

Sími: 595 0500

www.egillarnason.is


GERÐU KRÖFUR

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15


18 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Ég er feitur og mér líður vel Að horfa á stól og kvíða því að setjast, að kvíða því að fljúga, að kvíða augnagotunum í matarkörfuna og að þurfa að taka á móti grenningarráðum flest alla daga er nokkuð sem feitir upplifa í samfélagi sem virðist hata feita. Svo eru það þeir sem eru ekki feitir en eru samt sem áður fordæmdir og þeir sem eru minna feitir en eru stöðugt minntir á það. Fréttatíminn hitti nokkra einstaklinga sem deila hér reynslu sinni af því að búa í samfélagi sem ber aðeins virðingu fyrir fólki í einni tegund af líkama. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Skilaboðin voru þau að ég gæti alls ekki orðið hamingjusamur í dag, fyrsta skrefið í átt að vellíðan var alltaf að missa fyrst kíló og svo yrði ég hamingjusamur. Mér var aldrei bent á að byrja á að taka sjálfan mig í sátt og elska mig eins og ég er.“ Myndir | Hari

Lærði snemma að skammast mín Kristján Lindberg Björnsson ákvað fyrir ekki svo löngu að taka sjálfan sig í sátt og stíga fram sem feitur í samfélagi sem hatar feita. Í dag reynir hann að vera hamingjusamur þó hann sé feitur en ekki þegar hann verður mjór. Það má eiginlega segja að ég hafi nýlega komið út úr skápnum sem feitur einstaklingur. Sem kom svo sem engum á óvart því það fór ekki fram hjá neinum að ég er feitur,“ seg-

ir Kristján Lindberg Björnsson. Með því að nota hugtakið að koma úr skápnum segist Kristján játa sig feitan í samfélagi sem hatar feita. „Þetta snýst um að samþykkja sig eins og maður er, fyrir sjálfum sér og öðrum. Ég er búinn að sætta mig við að ég sé feitur og þá þarf samfélagið að gera það líka. Það virðast margir halda að inni í mér búi mjóna sem bíði eftir því að komast út. Að þessi líkami sem er utan á mér sé ekki ég, að ég sé einhverskonar blóm sem eigi eftir að springa út, en þannig er

HÁGÆða DaNSKar

ELDHÚSINNRÉTTINGAR

styrkur - ending - gæði

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum

Þitt er valið

Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

það ekki. Ég er öll þessi kíló sem eru á mér og það fylgir því mikill léttir að sætta mig við það. „Þetta,“ segir Kristján og bendir á sjálfan sig, „er ég.“ Kennt að vera óhamingjusamur Kristján byrjaði að þyngjast í grunnskóla og samhliða því fór hann að hata líkama sinn. „Krakkarnir fóru fljótlega að benda á líkama minn og ég lærði snemma að skammast mín. Þetta var erfitt en varð ennþá erfiðara þegar ég var unglingur og mér fór að líða virkilega illa í menntaskóla. Ég skammaðist mín ekki bara vegna stríðninnar heldur líka vegna hugmynda samfélagsins sem stöðugt er haldið að okkur um granna hamingjusama fólkið og svo feita lata fólkið. Ég lærði snemma að staðsetja mig í seinni hópnum, með lata óhamingjusama fólkinu sem gerir ekkert nema horfa á sjónvarp og borða snakk, þó ég væri ekkert endilega þannig. Það var búið að kenna mér að ég ætti að vera óhamingjusamur því ég væri feitur, svo ég varð óhamingjusamur.“ „Alltaf þegar ég ræddi hlutina við einhvern, hvort sem það var ráðgjafi, sálfræðingur eða vinir mínir var alltaf farið beint í þyngdina. Skilaboðin voru þau að ég gæti alls ekki orðið hamingjusamur í dag, fyrsta skrefið í átt að vellíðan var alltaf að missa fyrst kíló og svo yrði ég hamingjusamur. Mér var aldrei bent á að byrja á að taka sjálfan mig í sátt og elska mig eins og ég er.“ Erfitt að fara út í búð Kristján segir engan vendipunkt hafa látið sig sjá ljósið og kennt sér að virða sjálfan sig, hann hafi bara hægt og rólega tekið sjálfan sig í sátt. „Það er ekkert svo langt síðan ég uppgötvaði að ég á ekki að skammast mín fyrir að vera feitur en það tók mig langan tíma að sjá það. Ég veit að þetta hljómar klisjukennt en það hjálpaði mér að heyra annað fólk hafa sömu sögu að segja og ég. Ég hélt alltaf að ég væri sá eini sem hefði upplifað suma hluti út af þyngdinni en það hafa flestir feitir sömu reynslusögur og ég. Hræðsla

„Ég hef aldrei fengið þau skilaboð frá samfélaginu að mér geti liðið vel og verið feitur.“ við plaststóla er eitt dæmi,“ segir Kristján, hlær og lýsir því hvernig það er að mæta á stað þar sem einungis eru aumir plaststólar sem líta ekki út fyrir að bera mikla þyngd. Hann getur hlegið að slíkum uppákomum og hefur tekið þátt í uppistandi þar sem hann gerði meðal annars stólpagrín að líkamsþyngd sinni. Sumir hversdagslegir hlutir geta þó enn valdið kvíða og skömm, ekki síst þegar augngotur granna fólksins bætast við upplifunina. „Að finna fyrir skömm þegar maður fer í flugvél og passar illa í sætið er eitt dæmi. Nýlega lenti ég í því að fá sæti við glugga í röð með tveimur gömlum konum. Þær sögðu mér að ég hefði átt að kaupa tvö sæti og kvörtuðu svo við flugfreyjuna undan því að þurfa að sitja við hliðina á mér. Flugfreyjan gat sem betur fer reddað þeim öðrum sætum svo ég þurfti ekki að sitja með þeim alla ferðina en þetta er eitthvað sem feitir upplifa alla daga.“ „Að fara út í búð að versla er annað sem er ekki skemmtilegt. Ég er auðvitað alltaf ofur meðvitaður um það hvað er í körfunni hjá mér því fólk starir bæði á mig og ofan í körfuna. Svo getur líka verið erfitt að borða mat í hópi fólks því hin týpíska mynd af feitu fólki er að það borði rosalega hratt og mikið og er helst ógeðslegt á meðan. Einu sinni var ég að borða með vini mínum sem sagði það koma sér á óvart hversu hægt og rólega ég borðaði, eins og það væri skrítið frávik frá feitu fólki. En ég hef aldrei orðið vitni að því að feitir borði hraðar en aðrir,“ segir Kristján og bendir á að fólk tengi marga fleiri neikvæða eiginleika við feitt fólk. Feitir hljóti ekki aðeins að vera almennt vitlausara og latara fólk fyrst það er feitt, heldur líka hömlulausara og agalausara. „Það að vera feitur þýðir ekkert endilega hrun alls siðferðis. Ástæða


Glæsilegur

Hyundai Tucson

* Viðmiðunartölur

framleiðanda um eldsney tisnotkun í blönduðum akstri.

E N N E M M / S Í A / N M 7 7 1 6 2 H y u n d a i Tu c s o n 5 x 3 8 s e p t e m b e r

Fjórhjóladrifinn sjálfskiptur eða beinskiptur, bensín eða dísil.

Eigum bíla til afgreiðslu strax! Nýr Hyundai Tucson er einstaklega fallegur, með sjálfskiptingu, fullkomið fjórhjóladrif og sparneytna bensín- eða dísilvél. Komdu og upplifðu gæði Hyundai í reynsluakstri á nýjum Hyundai TUCSON með fimm ára ábyrgð.

Hyundai Tucson - verð frá 4.490.000 kr. Hyundai Tucson / Dísilvél 2,0 lítrar, 136 hestöfl, eldsneytisnotkun 6,1 l/100 km* / Bensínvél 1,6 lítrar, 175 hestöfl, eldsneytisnotkun 7,6 l/100 km*. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur.

Hyundai / Kauptúni 1 / Sími 575 1200 / www.hyundai.is

OPIÐ Í DAG FRÁ 12-16


20 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Hvað er fitusmán? Að fitusmána manneskju er að fordæma hana fyrir þyngdina, með því markmiði að láta henni líða illa og finna til skammar fyrir útlit sitt. Sumir trúa því að skömmin muni virka sem hvatning til þess að breyta um lifnaðarhætti og jafnvel grennast en þess að ég er feitur er örugglega sambland af mörgum atriðum sem koma í raun engum við. En það að ég sé feitur þýðir ekki að ég sé uppfullur af göllum.“ Góðæri og líkamsdýrkun „Ég held að eitt mesta hatrið komi frá fólki sem sér mig og tengir mig við feitu Bandaríkjamennina. Fólki sem finnst allt feitt fólk vera einhverskonar birtingarmynd góðæris, ofur-kapítalisma og ofdekraðra Vesturlandabúa. Önnur ástæða fyrir fituskömm og andúð í garð feitra held ég að sé þessi líkamsdýrkun sem hefur verður sífellt öfgakenndari. Það hefur orðið til sú hugmynd að stundir þú líkamsrækt þá hljótir þú að vera frábær manneskja en ef þú ræktar ekki líkamann þá hljótir þó að vera gallaður,“ segir Kristján. Hann segir þó einn versta fylgifisk þess að vera feitur ekki vera sjálfa þyngdina, heldur öll óumbeðnu grenningarráðin frá fólki úti í bæ. „Fólk kemur mikið upp að mér að fyrra bragði og ræðir heilsu mína. Svona eins og ég sé ekki nógu meðvitaður um það fyrir að ég sé feitur. Oftast er þetta afskaplega ljúft fólk og í flestum tilfellum eru þetta gamlar konur. Þegar ég var ungur að vinna í sjoppu kom upp að mér gömul kona og sagðist eiga son í sömu aðstæðum og ég. Nú, sagði ég kátur, vinnur hann líka í sjoppu? Nei, sagði hún, hann er feitur. Ég veit að flest fólk vill vel en þetta særir. Og sú mynd sem dregin er upp af feitu fólki í fjölmiðlum særir ennþá meira. Við erum gerð að hálfgerðum skrímslum og mér líður alltaf illa þegar ég sit í hópi fólks þar sem verið er að tala um offitufaraldurinn. Það gleymist að það eru lífssögur á bak við hvern einasta feita einstakling. Við erum líka manneskjur.“ Feitum getur liðið vel Annað sem pirrar Kristján er það hvernig fólk gefur sér að þyngd og geðheilsa séu eitt. Að andleg veikindi á borð við þunglyndi hljóti að vera annaðhvort orsök eða afleiðing af mikilli þyngd. „Það getur vel verið að það sé fylgni á milli þess að vera þungur og líða illa, en ég veit af eigin reynslu að vanlíðanin kemur ekki beint frá kílóunum heldur frá því hvernig fólk horfir á þessi kíló. Það er oft talað um að fólk sé á slæmum stað í lífinu hafi það annaðhvort bætt eða misst of mikið af kílóum. Ég held að þetta sé einhvers-

Ástæður þess að börn eru oftast talin verða fyrir stríðni eða einelti rannsóknir sýna að skömmin veldur mikilli vanlíðan sem getur aldrei orðið hvatning. Fitufordómar auka líkur á þunglyndi, neikvæðu sjálfsmati, slæmri líkamsmynd, ofátsvanda og minni þátttöku í hreyfingu. konar Biggest Looser menning, að það hljóti að vera einhver ástæða eða hryllileg saga á bak við hvert aukakíló. Sem er fáránlegt því sumir eru bara feitir án þess að hafa lent í einhverju. Feitu fólki getur liðið vel rétt eins og öllum öðrum en ég hef aldrei fengið þau skilaboð frá samfélaginu að mér geti liðið vel og verið feitur. Ef þú ert feitur þá er annaðhvort eitthvað mikið að eða þá að þú ert að deyja.“ „Það getur líka vel verið að það sé fylgni milli þess að vera með stóran líkama og að vera með veikt hjarta og ég neita því ekki að feitt fólk fær frekar sykursýki. En ég held að fordómar valdi því að þetta er það eina sem fólk sér við okkur. Fólk horfir á mig og sér bara gangandi sykursýki og hjartaáfall, það sér ekki mig. Samkvæmt skilgreiningu er ég drepfeitur, eða „morbidly-obese“, og nafnið gefur til kynna að ég sé að deyja en það er ekki að gerast. Ég er lifandi og er að lifa lífinu og mér líður vel.“

Þegar ég var ungur að vinna í sjoppu kom upp að mér gömul kona og sagðist eiga son í sömu aðstæðum og ég. Nú, sagði ég kátur, vinnur hann líka í sjoppu? Nei, sagði hún, hann er feitur. Hættur í baráttu „Mér leið alltaf ömurlega þegar komið var illa fram við mig vegna þess hvernig ég lít út en samt leið mér líka eins og ég ætti það skilið. Ég er frekar nýbúinn að uppgötva að ég á ekki að þurfa að afsaka það fyrir neinum að ég er feitur, það kemur engum við nema sjálfum mér. Og mér hefur eiginlega sjaldan liðið betur með sjálfan mig en eftir þessa uppgötvun. Og mér finnst ég þurfa að segja það við fólk, þetta er ég, ég er feitur og mér líður vel. Fólk á svo erfitt með að horfa á feitt fólk og bara sætta sig við það. Það horfir á fituna og sér manneskju í breytingu, að þetta geti ekki verið varanlegt ástand. En ég er ekki í baráttu við sjálfan mig lengur. Ég er loksins búinn að ná sáttum við sjálfan mig. Kannski missi ég kíló í framtíðinni en kannski ekki, en það er ekki aðalatriðið í dag. Í dag ætla ég að vera hamingjusamur þó ég sé feitur en ekki þegar ég verð mjór.“

Fyrir að vera feit

Vegna efnahags foreldra þeirra

Vegna trúar þeirra

Fyrir að hafa einhverja fötlun

Vegna námsgetu þeirra

Aðrar ástæður

Vegna kynþáttar/uppruna þeirra

Vegna kynhneigðar þeirra

47,5%

10,6% 7,0%

5,2%

0,1%

4,8% 0,6%

24,1%

Heimild: Fordómar á grundvelli holdafars, Embætti landlæknis 2015.

Niðurrif hjálpar ekki Þegar Súsanna var grönn hélt hún að heimurinn myndi hrynja yrði hún feit. Svo varð hún feit og heimurinn hrundi alls ekki heldur er hann bara nokkuð frábær. „Mér finnst ég alltaf þurfa að segja frá því að ég sé ekki löt, að ég sé sko alin upp í sveit og ég sé ekki feit af því að ég sé svo löt. Auðvitað skiptir engu máli út af hverju ég er feit en samt finnst mér ég þurfa að afsaka það. Það er ákveðið skotleyfi á þig ef þú ert feitur, þú ert svo afskræmdur og lítils virði,“ segir Súsanna Gottsveinsdóttir og rifjar upp nokkrar sögur tengdar útliti sínu. „Ég fór í sund um daginn og þá gekk upp að mér eldri maður sem sagðist hafa lesið grein í Mogganum um það hvernig best væri að grenna sig. Ég þyrfti endilega að finna blaðið og lesa greinina. Hvernig heldurðu að manni líði þegar fólki finnst það hafa rétt á þessu? Ég skil alveg lítil börn sem ganga upp að mér í sundi og spyrja hvort ég sé með barn í maganum, það er allt annað. Þá segist ég bara vera með bumbu, eins og svo margir menn séu með, og krakkarnir taka því bara. En það er allt annað að vera fullorðin og skipta sér af líkama ókunnugs fólks. Ég held samt að uppáhalds kommentið mitt sé: „Þú ert svo hugrökk að ganga í svona fötum, ég myndi aldrei þora það væri ég þú.““ „Ég veit að ég er of feit en ég er líka stór, hef alltaf verið og mun alltaf verða. Ég fór ekki að fitna fyrr en ég flutti í bæinn og fór í menntaskóla svo ég veit líka hvernig það er að vera mjó. Þegar ég var grönn hélt ég að heimurinn myndi hrynja ef ég fitnaði. Það skiptir öllu máli að vera grannur þegar þú ert unglingur. En heimurinn hrundi bara alls ekki. Ég á ógeðslega gott líf, er hamingjusamlega gift í frábærri nýrri vinnu og skipti um háralit á þriggja mánaða fresti,“ segir Súsanna og hlær. „Ef fólk langar að grennast þá er það frábært en ef það vill ekki grennast þá er það líka frábært. Þetta grenningaræði á Íslandi nær engri átt. Ég heyri fólk tala um það að fitna eins og það sé heimsendir. Mér líður rosalega vel í dag en það er ekki fólkinu sem rífur niður að þakka. Mig langar að segja við annað feitt fólk, ekki detta í það að af-

„Fólk má bara láta mig vera ef það vill ekki hrósa mér.“ Mynd | Hari

„Þú ert svo hugrökk að ganga í svona fötum, ég myndi aldrei þora það væri ég þú.“ saka þig fyrir að vera feitur. Ekki leyfa fólki að fordæma þig, það er

allt í lagi að vera feitur. Sama hversu mikið þú fordæmir mig, smánar mig og smættir, þá er ég ekki að fara að grennast yfir því. Ef eitthvað er þá mun ég frekar fitna. Niðurrifsgagnrýni virkar ekki heldur eyðileggur hún. Fólk má bara láta mig vera ef það vill ekki hrósa mér.“ | hh


AFNEMUM VIRÐISAUKASKATT*

AF ÖLLUM RAFTÆKJUM 6.-10. OKTÓBER**

*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað Hagkaups. **Gildir ekki í Holtagörðum.


22 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Feitir líkamar eru líka fallegir „Tilgangurinn með Instagramminu mínu er að deila á það hvernig líkamar birtast okkur í gegnum fjölmiðla og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Tara hefur frá því í sumar birt reglulega myndir af sér í mismunandi fatadressum á Instagram. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og greinilegt að fólk vill meiri fjölbreytni þegar kemur að líkamsstærðum. Það þurfa allir að vera svo fullkomnir, fótósjoppaðir, grannir og í „réttum hlutföllum“. Við sjáum feita líkama einungis á niðrandi hátt. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái allskonar líkama í kringum sig því að ef við sjáum bara eina tegund líkamsgerðar í kringum okkur, líkamsgerð sem langfæstir ná að uppfylla og það hefur neikvæð áhrif á líkamsmynd fólks. Mig langar til að valdefla sjálfa mig og aðra í kringum mig með því að stíga fram og sýna að feitir líkamar geta líka verið fallegir og sterkir, en umfram allt að við eigum líkama okkar sjálf.“

„Það sem er óþægilegast er að upplifa fólk sem fávita.“ „Ég er frábær manneskja með kosti og galla og bumban mín skilgreinir ekkert hver ég er,“ segir Svavar Knútur. Mynd | Hari

Nenni ekki að þóknast fólki út í bæ

Heimili & hönnun

Heimilistæki Þann 14. október auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300

Svavar Knútur er kominn með algjörlega nóg af fólki sem smættar annað fólk niður í holdarfar þess. „Maður vill halda að þetta sé vel meinandi, þegar fólk kemur og klappar manni á bumbuna eins og maður sé einhver búdda. Nú er ég ekkert öfgafeitur, bara með frekar venjulega bumbu, en hef verið frekar þéttur alla mína fullorðinsævi. Fólk heldur að föðurlegt eða móðurlegt klapp láti mann líða betur með að vera feitur. Ég bara veit ekki hvað fólki gengur til. Þetta er svo mikil innrás og bara svo furðulegt,“ segir Svavar Knútur. „Mér finnst líka alltaf jafn skrítið þegar fólk gefur manni óumbeðin ráð, um að borða minna og hreyfa mig meira, svona eins og manni hafi bara aldrei dottið það í hug,“ segir Svavar og hlær. „Þetta er eitthvað svo brjálæðislega yfirlætislegt og furðulegt. Ég er ekkert með bumbu því ég er átvagl og letihaugur. Ég labba alveg fullt, og ég hjóla alveg fullt og borða jú kannski of mikið en ég sé bara alls ekki fyrir mér hvernig þetta fólk horfir á feita manneskju lifa. Að við séum bara með extra rjómatertu alltaf á

kantinum, að það sé bara þannig sem við lifum!“ „Ég viðurkenni það alveg að ég borða þegar mér liður illa. Þegar ég er undir miklu stressi þá borða ég og næ ekki að stunda jafnmikla líkamsrækt og ég vildi því ég er á fullu í allskonar verkefnum. Þannig að ég á það til að fitna þegar ég er undir álagi og þá kemur eitthvað lið og eykur á þessa vanlíðan með því að lesa manni pistil um það hversu hvað óæðri manneskja maður sé því maður er feitur. Og upphefur um leið sjálft sig sem betri manneskju. Svo koma svona karlrembutýpur og segja, „já, en hann ER feitur,“ (með digurri röddu). En það skiptir bara engu máli hvort einhver er feitur eða ekki. Það er ekki þitt að skipta þér af því. Það er líka algjör óþarfi að segja manni það því samfélagið er löngu búið að innræta okkur sjálfsfyrirlitningu fyrir að vera með nokkur aukakíló. Það þarf engan hressan kall á internetinu til að segja manni það.“ „Ég er frábær manneskja með kosti og galla og bumban mín skilgreinir ekkert hver ég er. Ég er alveg jafn góður pabbi þó ég sé með bumbu, ég er jafn góður eiginmaður, vinur og tónlistarmaður. Og ég

hjóla og er í fínu formi og get hlaupið tíu kílómetra þó ég sé með bumbu. Er hægt að ætlast til einhvers meira? Er það raunhæft að ætlast til þess að maður sé líka eitthvert módel. Bumban skilgreinir mig ekkert sem manneskju, ekki frekar en aldurinn eða háraliturinn. Ég nenni ekki að þóknast einhverju fólki úti í bæ sem hefur meiningar um það hvernig ég lít út, ég lifi allt of skemmtilegu lífi til þess.“ „Það vantar dálítið samhygðina í fólk sem talar svona til manns. Feitt fólk eru flóknar mannverur eins og allir aðrir en ekki bara einhverjir fituhlunkar. Að smætta fólk niður í holdafar þess er bara svo glötuð framkoma. Það er samt alls ekkert þannig að ég verði hrikalega móðgaður þegar fólk kemur svona fram. Og ég fer ekkert að gráta innan í mér þegar fólk talar illa um feitt fólk. Ég fer alls ekkert í keng því ég er búin að díla við mitt, en ég fer hjá mér fyrir hönd þess sem talar svona. Það sem er óþægilegast er að upplifa fólk sem fávita. Því mér finnst fólk sem talar niður til annarra, vegna holdafars þeirra, vera fávitar og þá verður maður miður sín og vandræðalegur.“ | hh

Auðveldara að vera feit ef þú ert kvenleg og sæt Setta María segir kynferðislega áreitni á djamminu hafa orðið ágengari eftir að hún fitnaði.

Sérblað um Bíla & Vetrardekk Þann 15. október

gt@frettatiminn.is | 531 3300

„Þetta eru oftast ómerkilegir litlir hlutir sem maður pælir ekkert í en svo þegar þetta safnast saman þá finnur maður að það er allt í fitufordómum. Fólk hefur til dæmis kommenterað á það hvað ég er með á færibandinu í Bónus. Hvað er fólk eiginlega að pæla í því hvað eða hversu mikið ég er að borða,“ spyr Setta María og hlær að vitleysunni. „Ég gæti allt eins verið á leið heim til tólf manna fjölskyldunnar minnar með matinn.“ „Ég hef verið grennri og hef því fundið hvernig viðmótið er annað gagnvart feitum og grönnum. Eitt sem mér finnst áhugavert er kynferðisleg áreitni á djamminu. Hún hefur ekki orðið minni eða meiri en hún varð miklu ágengari eftir að ég fitnaði. Ég fæ svo rosalega hörð viðbrögð við höfnun, eins og ég sé alveg hrikalega dónaleg að láta mér detta í hug að hafna fólki því ég er feit. Fólk verður bara mjög reitt og segir að ég sé feit tussa og álíka viðbjóðslega hluti.“ „Ég hef líka upplifað að það sé ásættanlegra fyrir mig að vera feit ef ég er líka kvenleg,“ segir Setta María sem er ötul baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur í gegnum tíðina leikið sér að

Þegar Setta María lendir í því að vera fitusmánuð segir hún það hjálpa að nota samfélagsmiðla til að varpa ljósi á fáránleikann. Mynd | Hari

kynjuðum staðalímyndum með útliti sínu. „Mér finnst fólk vera óvinalegra ef ég er ekki stelpuleg, það er eins og það sé meira ásættanlegt að ég sé feit ef ég er sæt og mála mig. Því færri norm sem þú brýtur því auðveldara verður lífið. Ef þú ætlar að vera feit þá verður þú að minnsta kosti að reyna að vera sæt.“ Þegar Setta María lendir í því að vera fitusmánuð segir hún það hjálpa að nota samfélagsmiðla til að varpa ljósi á fáránleikann. „Sumt fók er auðvitað bara ruglað og maður á bara að leiða þetta hjá sér. En svo finnst mér ekki alltaf hjálpa að

Fólk en ekki faraldur

„Fólk verður bara mjög reitt og segir að ég sé feit tussa og álíka viðbjóðslega hluti.“ leiða hlutina hjá sér. Þegar ég skrifa um þessa hluti á facebook finn ég hvað fólk verður hissa að heyra í hverju maður lendir og líka hissa á því hvað ég lendi oft í skrítnum hlutum. En ég held það sé ekki svo óalgengt, fólk bara talar ekki nógu mikið um þetta. Fólk á bara að standa upp og tjá sig.“ | hh

Samtök um líkamsvirðingu, í samvinnu við Gunnar Frey Steinsson ljósmyndara og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, opna mánudaginn 10. október ljósmyndasýninguna Við erum fólk en ekki faraldur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því hvernig fitufordómar birtast í samfélaginu og þeirri bjöguðu mynd sem einkennir umfjöllun um „offitufaraldurinn“. Á sýningunni er dregin upp mynd af manneskjunum á bak við tölurnar sem mynda „faraldurinn“. Viðmælendur okkar í Fréttatímanum, þau Kristján, Súsanna, Svavar Knútur og Setta María, eru meðal þeirra sem taka þátt í verkefninu.


Villt og stillt

Guðmundur Óskarsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2009 fyrir skáldsöguna Bankster. Nú sendir hann frá sér fádæma skemmtilega og vel gerða sögu með óvæntum endi.

1. Metsölulisti Eymundsson vika 39 - innbundin skáldverk

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39

Höfundur málar sjálfur á ríflega 2000 eintök af bókinni


24 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Sjálfsmorð þingmanns og slæm útreið í kosningum

Morðmál skekur þýska Pírata Þetta hefur verið erfitt haust fyrir Pírata í Þýskalandi. Ekki aðeins ­töpuðu þeir öllum sætum sínum á héraðsþinginu í Berlín í ný­af­ stöðn­­um kosningum, heldur fannst einn helsti talsmaður þeirra lát­ inn í íbúð sinni þá sömu helgi. Við hlið hans var lík ungs manns sem hann er talinn hafa myrt, og síðan flutt líkið 11 kílómetra í hjólbörum að ­eigin íbúð. Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is

P

írataflokkurinn í Þýska­ landi var stofnaður árið 2006, en fékk í fyrsta sinn sæti á héraðsþingi árið 2011 þegar hann fékk 8.9 prósent atkvæða og 15 manns kjörna í höfuðborginni Berlín. Vakti þetta nokkra athygli, þar sem að­ eins voru 15 manns á listanum og fengu þeir því allir sæti. Í kjölfarið kom flokkurinn mönnum að í fleiri sveitarstjórnarkosningum, og náði jafnframt manni inn á Evrópuþing­ ið í Strassborg. Um tíma voru þeir farnir að mælast með 13 prósent fylgi á landsvísu, en í þingkosning­ unum 2013 mistókst þeim þó að ná því fimm prósenta lágmarki sem til þarf til að fá þingsetu og var sigur­ göngu þeirra lokið í bili. Meðal stefnumála flokksins eru endurskoðun á höfundarétti hvort sem um er að ræða hjá menntastofn­ unum, varðandi læknalyf eða líf­ rænan mat, gegnsæi hjá yfirvöld­ um, beint lýðræði með aðstoð netkosninga og borgaralaun fyrir alla. Andúðin á ríkisvaldinu hefur gert það að verkum að flokkurinn rúmar bæði frjálshyggjumenn og anarkista, en sú sambúð hefur ekki alltaf gengið snurðulaust fyrir sig. Á undanförnum árum hefur hann lent í nokkrum hneykslismálum

sem að sjálfsögðu hafa öll fengið viðurnefni sem enda á „-gate.“ Vinstri eða hægri? Hið svonefnda „Bombergate“ mál hófst með tveim konum sem tóku þátt í mótmælum gegn nýnasistum í borginni Dresden undir merkjum „femen“ samtakanna. Voru þær með hulin andlit en berar að ofan og hafði önnur þeirra skrifað „Takk fyrir Bomber Harris“ á líkama sinn. Harris þessi var yfirmaður breska sprengjuf lugvélaf lotans í seinni heimsstyrjöld og bar meðal annars ábyrgð á eldsprengjuárásinni á Dresden sem drap 25.000 óbreytta borgara. Þótti mörgum þetta því afar ósmekklegt. Það kom brátt í ljós að önnur konan var Anne Helm, sem var í fimmta sæti á lista flokksins í Evrópuþingskosningun­ um. Flokksforustan ákvað að styðja hana áfram, en helmingur ­hennar sagði af sér í kjölfarið og margir gengu úr flokknum. Þegar hústökufólk og anarkistar börðust við lögreglu í Hamborg árið 2013 studdi flokkurinn hina fyrrnefndu og þegar önnur kona, sem var undir merkjum femen en einnig á framboðslista Pírata í Berlín, kastaði gervi-eldsprengju á rússneska sendiráðið fannst

Klaus-­Brunner, sem var 44 ára, hafði hagað sér undarlega um nokkurt skeið, meðal annars hafði hann talað um yfirvofandi andlát sitt og mæltist til þess að Berlínarþingið héldi mínútu­þögn honum til minningar.

­mörgum frjálshyggjumeð­l imum sem flokkurinn væri staddur lengst til vinstri frekar en fyrir utan hefðbundið f lokkakerfi eins og ­meiningin hafði verið. Í stað hefð­ bundinnar forystu er ætlast til þess að flokksmenn, sem eru um 35.000 talsins, komi saman og ákveði stefnu f lokksins. Í framkvæmd ­hefur þetta hinsvegar reynst erfitt og er kerfið jafnvel talið hygla þeim efnameiri sem hafa tíma og fjárráð til að sækja fundina. Skorturinn á beinum leiðtogum, sem er r­ eyndar meðal stefnumála, er jafnframt talinn hafa leitt til mikilla innherja­ átaka sem gjarnan rata í fjölmiðla.

OrkupOkinn HOll ð Og gó Ork A

Allt sem þú þArft

Gerwald Klaus-Brunner, einn helsti talsmaður Pírata í Þýskalandi, fannst látinn í íbúð sinni. Við hlið hans var lík ungs manns sem hann er talinn hafa myrt. Klaus-­Brunner var áberandi í stjórnmálalífi Berlínar. Hann bar jafnan litríka höfuðklúta og klæddist bláum eða appelsínugulum vinnusamfestingi.

Sjálfsmorð rétt fyrir kosningar Hver svo sem meginástæðan er, þá var niðurstaðan sú að flokkurinn fékk aðeins 1.7 prósent fylgi í sveit­ arstjórnarkosningunum í Berlín þann 18. september síðastliðinn og missti þar með alla þingmenn sína. Þetta var þó ekki versta áfall flokksins þá vikuna, því daginn eft­ ir fannst Gerwald Klaus-Brunner, einn helsti talsmaður flokksins, ­látinn og hafði það borið að með voveiflegum hætti. K laus-Brunner hafði verið ­áberandi í stjórnmálalífi borgar­ innar, og var auðkenndur af litrík­ um höfuð­k lútum, sem hann bar ávallt, jafnt sem bláum eða app­ elsínugulum vinnusamfestingi ­sínum. Klaus-­Brunner, sem var 44 ára, hafði hagað sér undarlega um nokkurt skeið, meðal annars hafði hann talað um yfirvofandi andlát sitt og mæltist til þess að Berlínar­ þingið héldi mínútu­þögn honum til minningar. Maðurinn sem fannst látinn með honum hét Jan Mirko L og var 29 ára gamall. Hafði hann unnið á skrifstofu Klaus-Brunners

um skeið og í kjölfarið kært hann sem eltihrelli til lögreglunnar. Til­ raunir til að fá Klaus-Brunner rek­ inn úr flokknum voru þó felldar. Ástarglæpur Klaus-Brunner var opinskátt tvíkynhneigður en þeir eru ekki taldir hafa átt í ástarsambandi. Á hinn bóginn hafði Klaus-Brunnar tvítað skilaboðum þar sem hann kallaði Mirko „sinn ástkæra krullu-­ haus“ og sagðist myndu elska hann að eilífu. Er talið að Brunner hafi drepið Mirko í íbúð hins fyrrnefnda í norður Berlín með bitlausu vopni, og síðan flutt líkið með hjólbörum í sína eigin íbúð í suðurhluta borgar­ innar. Þar drap hann síðan sjálfan sig daginn fyrir kosningarnar. Rétt fyrir andlát sitt sendi Klaus-Brunn­ er öðrum flokksfélaga sínum pakka með nokkrum persónulegum mun­ um ásamt skilaboðum þar sem hann lýsti morðinu á hendur sér. Telur þýska lögreglan það þar með upplýst. Hvort þýski pírataflokk­ urinn muni jafna sig eftir áföll þessi á tíminn eftir að leiða í ljós.

Ótti við innflytjendur frekar en opið stjórnkerfi Á meðan fáni Pírata í Þýskalandi mætti með réttu vera dreginn í hálfa stöng er annar nýr flokkur, Alternativ für Deutschland eða AfD, á hraðri siglingu, en helsta stefnumál hans er gagnrýni á hina opnu innflytjendastefnu Angelu Merkel kanslara. AfD er nú með þingmenn í 10 af 16 sambandsríkjum Þýskaland og er Berlín eitt af þeim. Í kosningum þar í síðasta mánuði fékk flokkurinn 14 prósent atkvæða, sem er álíka mikið og Pírataflokkurinn missti. Ekki er það þó vegna þessa að fylgið hafi flust yfir, heldur sækir AfD fylgi sitt helst til þeirra sem ekki hafa kosið áður og jókst kosningaþátttaka um sjö prósent frá því í síðustu kosningum. Jafnframt sækir flokkurinn fylgi til óánægðra kjósenda Kristilegra

demókrata, sem er flokkur Merkel, og eru þeir orðnir stærri en flokkur kanslarans í heimafylki hennar Mecklenburg-Vorpommern. AfD er þó ekki nema fimmti stærsti flokkur Berlínar, enn sem komið er, en forystumenn hanns vonast til að ná yfir 10 prósenta fylgi í landskosningunum á næsta ári. Tveggja flokka stjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata féll í Berlín, en sömu flokkar fara nú með völd í Þýskalandi öllu. Sósíaldemókratinn Michael Müller verður áfram borgarstjóri, en ekki hefur enn tekist að mynda nýja stjórn og hefur hann boðið öllum nema AfD til viðræðna. Kosningarnar í Berlín eru taldar gefa góða vísbendingu um hvernig fer í landskosningunum að ári.


Lifðu þig inn í Sjónvarp Símans Premium með Heimilispakka Símans

TVIST 10047

Yfir 5.500 klukkustundir af heilum þáttaröðum þegar þér hentar. Svona á sjónvarp að vera. Heimilispakkinn Sjónvarp Símans Premium

Sjónvarp Símans Appið

Sjónvarpsþjónusta Símans

9 erlendar sjónvarpsstöðvar

13.000

kr./mán.

Línugjald ekki innifalið. Verð frá 2.600 kr./mán.

Endalaus heimasími

Netið 250 GB

Spotify Premium

Pantaðu Heimilispakkann í síma 800 7000 eða opnaðu Netspjall á siminn.is


26 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Ævisaga í fimm bindum

Veiddi eiginmanninn með bindi Guðfinnur Sigurvinsson hefur elskað að lífga upp á lífið með litríkum bindum frá því hann mætti með lakkrísbindi fyrsta daginn sinn í menntaskóla. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Útskriftarbindið „Ég útskrifaðist með þetta bindi þegar ég lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði sumarið 2013. Ég var blankur á þessum tíma enda launin hjá RÚV ekki beint feitasti bitinn í bænum. Ég keypti mér því nýtt bindi og skyrtu við eldri jakkaföt sem frískaði mikið upp á þau. Bindi og skór geta lyft eldri fötum mikið upp, það þarf ekki alltaf að kaupa allt nýtt frá grunni til að maður sé ferskur. Ég útskrifast næsta sumar með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og kannski ég noti þetta bindi bara aftur en nú við ný föt? Svo geymi ég það sem útskriftarbindið, ef mig skyldi langa í doktorsnám.“

Bindið sem veiddi ­eiginmanninn „Þetta bindi keypti ég á vordögum 2006 og í stíl var neóngræn skyrta. Á þessum tíma var ég fréttamaður á Sjónvarpinu og í fyrsta sinn sem ég vildi skrýðast þessu á skjánum fékk ég það verkefni að tala við Björn Inga Hrafnsson, þáverandi oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, sem var í kosningaslag og reyndist alveg eins klæddur í viðtalinu þegar á staðinn var komið. Eftir þetta sáust þessi föt lítið á mér á skjánum enda þekkt sem framsóknargallinn á fréttastofunni. Þau reyndust hins vegar happadrjúg beita að kvöldi 8. júlí sama ár þegar ég fór með þetta bindi á ball á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Það kvöld hitti ég fyrst ungan glæsipilt úr Skagafirði, Símon Ormarsson að nafni, sem rann á græna litinn eins og 18 punda lax á svartan Toby. Við giftum okkur sumarið 2011 og hjónabandið heldur enn farsællega.“

Sumarbindið „Mér finnst gaman að klæðast björtum litum, sérstaklega á sumrin, og þetta bindi finnst mér lífga mikið upp á mig og umhverfið þar sem ég er. Ég var með þetta bindi í afmælisveislu Guðfinns afa míns sem varð 80 ára í sumar og það er til fín ljósmynd af mér með það þar sem ég held ræðu honum til heiðurs. Afi minn er frábær kall, mikill vinur minn, ráðgjafi og fyrirmynd. Hann var alltaf mikið með bindi enda vann hann skrifstofuvinnu og var um tíma bæjarstjóri í Keflavík. Kannski að þaðan komi áhugi minn á að vera með bindi? Ég mætti í það minnsta í Menntaskólann á Akureyri haustið 1994, þá 16 ára gamall, með lakkrísbindi og gömlu skjalatöskuna hans afa. Það segir sína sögu.“

FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á

o k k ar b ak ar i.i s

Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari

Glæsimannabindið „Þetta er nýjasta bindið mitt og þar af leiðandi það sem ég hef mest dálæti á. Ég keypti það nú í sumar í München í Þýskalandi, að sjálfsögðu í Boss. Ég sá það í búðinni og heillaðist samstundis, það þurfti ekki að hugsa þetta lengi. Ég er hrifinn af þessum 60´s áhrifum sem sjást víða núna enda hef ég mikinn áhuga á þeim tíma, sérstaklega í bandarísku þjóðlífi þar sem saman fóru glæsimennska og ægilegir umbrotatímar. Andstæðurnar voru svo hrópandi og heimurinn að breytast á leifturhraða. Þetta er til dæmis bindi sem Frank Sinatra, JFK eða Bobby Kennedy, Martin Luther King jr., eða jafnvel ungur Elvis Presley, hefðu getað notað. Kannski eru þessi áhrif að koma inn núna því um margt stöndum við á sams konar umbrotatímum, þótt mér finnist vera dýpra á glæsimennskunni nú.“

Miklagarðsbindið „Þetta karrýgula bindi vekur upp skemmtilegar minningar frá einu furðulegasta skeiði ævi minnar. Þetta er sjónvarpsbindi sem ég var með í þættinum „Góður dagur“ sem við Edda Hermannsdóttir, vinkona mín, stýrðum á sjónvarpsstöðinni Miklagarði. Ég á fleiri svona taubindi sem lafa enn í tísku en mér finnst frekar leiðinlegt að hnýta bindishnútinn á þau. Við gerðum bara átta þætti af „Góðum degi“ en eftir tvo mánuði lognaðist sjónvarpsstöðin út af. Við Edda nutum hins vegar samstarfsins og hefðum alveg verið til í að þróa þáttinn áfram því að baki var mjög fært fagfólk í fjölmiðlun. Eftir stendur góð vinátta sem rígheldur og við hittumst af og til þessi hópur og rifjum upp þetta ævintýri okkur til skemmtunar.“


1. Metsölulisti Eymundsson vika 39 barnabækur

Margr ét tryg gva d óttir r i t a r sni ll da r tex t a u m la ndi ð ok ka r og L inda óL af sd óttir ger i r b ók i na að s a n nkölluðu li s t averk i me ð my ndu m s í nu m .

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


PHILIPS Performer Compact RYKSUGA

25%

40%

PHILIPS PowerLife Eco Range RYKSUGA

20% afsláttur af öllum pottum og pönnum!

20%

GUFUSLÉTTIR ALGJÖR SNILLD ALDREI VERIÐ LÉTTARA AÐ SLÉTTA ÚR FLÍKUM VERÐ ÁÐUR ...9.995 TILBOÐ .........5.995

VERÐ ÁÐUR ...22.995 TILBOÐ .........16.995

VERÐ ÁÐUR ...15.995 TILBOÐ .........12.795

KRINGLUKAST

AeroPress KAFFIPRESSA

25% Fyrir kaffiunnendur

ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR

VERÐ ÁÐUR ...8.995 TILBOÐ .........6.795

TRISTAR

VÖFFLUJÁRN EKTA BELGÍSKAR

40%

VERÐ ÁÐUR ...9.995 TILBOÐ .........5.995

25% Thomas by Rosenthal

GÆÐAGLÖS FYRIR ÖLL TILEFNI Severin RACLETTE GRILL

20%

„Eins og amma á“

Melissa RAFMAGNS SALTOG PIPARKVARNIR

25% Keramik malari - 2 saman í pakka

VERÐ ÁÐUR ... 7.995 TILBOÐ ......... 6.395

„Let the sunshine in“ HRÆRIVÉL

20%

ÍSLENSKA PÖNNNUKÖKU PANNAN

25%

VERÐ ÁÐUR .....10.995 TILBOÐ .............8.795

VERÐ ÁÐUR ... 4.995 TILBOÐ ......... 3.745

KENWOOD MATVINNSLUVÉL

RYKSUGUVÉLMENNI HREIN

SNILLD!

ÞÚ SPARAR 10.000 KR. VERÐ ÁÐUR ...59.995 TILBOÐ .........49.995

750W

20% VERÐ ÁÐUR ...12.995 TILBOÐ .........10.395

+ 5 stk. BÖKUNARSETT

Bökunarsett að verðmæti

14.995

KAUPAUKI

Settið inniheldur 5 vönduð og viðloðunarfrí KitchenAid bökunarform. FULLT VERÐ ... 107.990

( Hrærivél 92.995 + Bökunarsett 14.995 )

TILBOÐSVERÐ .. 92.995

UNNIR LITIR Fjöldi lita

FULLT VERÐ ... 104.990 (Hrærivél 89.995 + Bökunarsett 14.995)

TILBOÐSVERÐ .. 89.995

ÝMSIR LITIR

Veglegur Kringlukast kaupauki sem inniheldur 2 Senseo glös og 8 mismunandi gerðir af Senseo kaffi að verðmæti 5.250 kr. fylgir með!

VERÐ

13.995


Öll Villeroy & Boch kaffistell

20%

afsláttur

af öllum Le Creuset vörum

Vönduð þýsk gjafavara

ASA SELECTION

20%

50%

BABYLISS HÁRBLÁSARI AC MÓTOR HÁRBURSTI FYLGIR

KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS

33%

EVA TRIO SÓSU POTTUR

VERÐ ÁÐUR ....14.995 TILBOÐ ............9.995 GRUNWERG HNÍFASETT

ÞRÁÐLAUS KJÖTHITAMÆLIR

30%

35% VERÐ ÁÐUR ... 5.995 TILBOÐ ......... 3.895

VERÐ ÁÐUR ... 6.495 TILBOÐ ......... 4.495

33%

ÖRBYLGJUOFNAR

ROASTER POTTUR MIÐSTÆRÐ 509

SJÁLFVIRKAR

KAFFIVÉLAR

20.000 KR. AFSLÁTTUR Á KRINGLUKASTI

VERÐ ÁÐUR ... 9.995 TILBOÐ ......... 4.995

ZASSENHAUS OSTA- OG SMJÖRHNÍFAR

20%

33%

750W ÖRBYLGJUOFN - SILFUR

4 stk. sett

VERÐ ÁÐUR .....24.995 TILBOÐ ...........19.995

VERÐ ÁÐUR ... 2.995 TILBOÐ ......... 1.995

Litaúrval

SEGULBLANDARI

30%

40%

ÖRBYLGJUOFN 28L M/GRILLI

VERÐ ÁÐUR .....24.995 TILBOÐ ...........17.495

20% ÖRBYLGJUOFN 28L M/GRILLI

VERÐ ÁÐUR ... 5.995 TILBOÐ ......... 3.995

50%

Byltingarkennt seguldrif með Slide-In hönnun og handfrjálsri notkun. Tveggja hestafla mótor.

VERÐ ÁÐUR .....16.995 TILBOÐ ...........13.595

VERÐ ÁÐUR .....99.995 TILBOÐ ...........59.995

GEORGE FOREMAN

HEILSUGRILLIN Ný lína - þessi einu sönnu

Nýjung! CoffeeSwitch

40% FAMILY 5

PHS-HD8821

FULLT VERÐ ...... 89.995 TILBOÐSVERÐ ... 69.995

PHS-HD8841

FULLT VERÐ ...... 99.995 TILBOÐSVERÐ ... 79.995

51sm2 grillflötur

FULLT VERÐ .....14.995 KRINGLUKAST ...8.995

*FAMILY

51sm2 grillflötur

FULLT VERÐ .......19.995 KRINGLUKAST ...14.995

• Losanlegar plötur, má setja í uppþvottavél* • Ný Permacoat húðun sem endist 3 x lengur

25%

25%

Losanlegar plötur

*ENTERTAINING

64sm2 grillflötur

FULLT VERÐ .......22.995 KRINGLUKAST ...17.295

• Lamirnar gefa eftir fyrir mjög þykkar sneiðar • Bakki sem tekur við fitu

Losanlegar plötur


30 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 Vilborg Dagbjartsdóttir og Helena voru miklar vinkonur – og Vilborg hitti Þorgeir Þorgeirson, verðandi eiginmann, upphaflega með Helenu á einu frægasta kaffihúsi Prag.

Íslenskir ofsamenn og einmana nóbelsskáld Helena Kadecková hefur áratugum saman þýtt á tékknesku fjölda íslenskra höfunda. Laxness, sem hún telur besta rithöfund Norðurlanda á 20. öld, var erfiðastur en einnig var næstum ómögulegt að þýða Guðberg. Hún ræðir um Þórberg, Laxness og árin á Íslandi um miðja síðustu öld en hún hefur einnig fært tékkneskum lesendum þýðingar á yngri höfundum, Jóni Kalman, Auði Övu, Gyrði og Sjón. Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is

„Ég var voða hrifinn af Íslandi, ferðaðist mikið og vann, í frystihúsi og á sveitabæjum. Mér fannst mjög gaman að kynnast fólkinu. Þetta var bara draumalandið, þegar ég fór heim fór ég alltaf að gráta. Heim til Prag, sem ég elska líka,“ segir Helena Kadecková um meira en hálfrar aldar gömul Íslandsævintýri. Haustið er á næstu grösum en það er enn steikjandi sumarhiti þegar ég geng upp að fjölbýlishúsi í Prag og finn „Kadecková“ á dyrabjöllunni. Helena hefur búið þarna frá 1965. „Ég hef bara aldrei haft tíma til að flytja.“ Það er tvöfalt tímaferðalag að koma til Helenu, ekki bara að koma í íbúð sem hefur hýst sama íbúann í meira en 50 ár, heldur geng ég líka inn í gamla Ísland; þar sem manni

kynnir með stolti

Norðurljósasal Hörpu 29. og 30. des. og 1. jan. Miðasala hafin á harpa.is Jólagjöf tónlistarunnenda

er boðið sæti og kaffi og rukkaður um ítarlega kynningu, áður en lengra er haldið, allt á gullaldaríslensku. „Hverra manna ertu?“ fylgir vitaskuld. En nútíminn tekur samt líka á móti manni, fyrsta bókin sem ég rek augun í er „Planina“ eftir Steinar Braga. Hálendið. Nemandi Helenu, Lucie Korecká, þýddi bókina, en Helena hefur alið upp heila kynslóð af íslenskuþýðendum. Aðventa Gunnars Gunnarssonar liggur á borðinu undir kaffibolla og það er viðeigandi, því þetta byrjaði allt með Aðventu. Það var bókin sem kom Helenu á sporið, síðan las hún allt sem hún gat eftir Laxness og Þórberg og um leið og námsstyrkur til Íslands bauðst tékkneskum námsmönnum haustið 1957 varð hún fyrir valinu. „Þetta var fyrsti háskólastyrkurinn til Vestur-Evrópu, því Ísland þótti meinlaust, engin ídeólógísk hætta,“ segir hún mér. Hún átti eftir að eyða drjúgum hluta næstu átta ára á Íslandi, stundum veturlangt, stundum yfir sumar – og einum jólunum eyddi hún á litlum sveitabæ. „Það voru systkini sem bjuggu þar og ég upplifði þar fyrstu jólin, það var eins og í Aðventu. Snjókoma og stormur. Voðalega spennandi.“ Svo fór hún aftur heim og fór að þýða, beint úr íslensku, ólíkt flestum þeim bókum Laxness og Gunnars sem höfðu komið út á tékk-

nesku áður en hún hélt til Íslands. Og eftir að hafa þýtt í hálfa öld hefur hún svo loks verið beðin um að þýða Aðventu á nýjan leik. Þorláksdropar og grásleppa „Ég kynntist mörgu fólki í Reykjavík – bæði leikhúsfólki og rithöfundum, ég þekkti flesta lifandi höfunda þá, sem var ekki erfitt,“ segir hún og ég kinka kolli, það hefur greinilega fátt breyst. „Aðalvinur minn var Þórbergur Þórðarson sem bjó skammt frá Gamla garði á Hringbraut. Hann gaf mér Þorláksdropa, heimabruggaða vínið hans. Svo komu oft margir aðrir gestir, mjög merkilegt fólk sem ég kynntist eiginlega hjá honum. Svo fór Þórbergur að kenna mér og ég kom til hans reglulega, einu sinni þegar Margrét, konan hans, var á sjúkrahúsi. Þá fór ég að elda fyrir hann. Þórberg langaði í grásleppu og ég fór og keypti hana. Svo fór ég, með hans hjálp, á Hala í Suðursveit, fólkið á Hala var alveg sérstakt,“ segir hún með dreymandi röddu. En lá þá ekki beinast við að þýða Þórberg þegar hún kom til baka til Tékklands? Já og nei, hún reyndi; „en hann er svo rammíslenskur að það er næstum því ekki hægt að þýða hann, ég byrjaði á að þýða smásögur eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. En svo þýddi ég Steinarnir tala.“ Sú bók gerði mikla lukku, þótt aldrei hafi þau vitað hvað upplagið var stórt – þeim upplýsingum hélt ríkisrekna bókaforlagið fyrir sjálft sig. „En svo var kona sem las bókina, Zuzana Kocová, leikkona og rithöfundur, og var svo hrifin að hún ætlaði líka að fara til Íslands og tala við steinana, sem hún og gerði, áttatíu og eitthvað, löngu seinna. Hún skrifaði bók um sjálfa sig á Íslandi, sem var bland af fantasíu og raunveruleika, Chvála putování – sem þýðir Lofgjörð um flakk.“ Þessi Íslandsáhugi gekk í ættir. „Sonur hennar, Jan Burian, sem var frægur poppsöngvari, rithöfundur og þulur í sjónvarpi, erfði áhugann á Íslandi frá mömmu sinni og eftir byltinguna 1989 stofnaði hann félag tékkneskra Íslandsvina, sem kallaðist „Íslenskir ofsamenn.“ Þeir gerðu Helena var dugleg við að kynna sér sem fjölbreyttastar hliðar íslensks samfélags, eins og sést ágætlega á þessari úrklippu úr Tímanum frá maí 1958.

Nálægt Skálholti sjást oft fljótaskrímsli sem eru svo stór að hafskip geta siglt undir kryppur þeirra, eða svo segja altént tékkneskar miðaldaheimildir.

Fyrsti Tékkinn á Íslandi?

Tékkar voru vissulega sjaldgæf sjón á Íslandi árið 1957 – en þeir voru enn sjaldgæfari á miðöldum. Fyrsta ferðasaga Tékka til Íslands er frá ferðalagi Daniels Feterus árið 1613 til landsins og þegar Helena hélt fyrirlestur um hann í Árnagarði árið 1981 tók Inga Huld Hákonardóttir viðtal við hana um efnið fyrir Dagblaðið. Daniel rómaði gestrisni Íslendinga i mat og drykk, en einnig eru ýmsar kynjasögur í ritinu – enda skrifað sem skemmtisaga. Meðal annars segir hann að konur geti ekki fætt börn í Vestmannaeyjum og þurfi að flytja þær upp á land til þess og að nálægt Skálholti sjáist oft fljótaskrímsli sem séu svo stór að hafskip geti siglt undir kryppur þeirra. Það boði jafnan tíðindi, mögulega andlát höfðingja úti í heimi. Daniel skrifaði ferðasöguna til þess að fjármagna tékkneska útlaga, sem þá börðust upp á líf og dauða til að vernda menningu sína fyrir austurrískum áhrifum Habsborgara. Ferðasagan varð feikivinsæl og fjármagnaði útgáfu pólitískra verka. Þau rit höfðu svo óvænt áhrif á íslenskar bókmenntir. Martein Möller var undir miklum áhrifum frá skrifum þessara tékknesku andspyrnumanna þegar hann skrifaði guðfræðiritið Eintal sálarinnar – sem átti svo eftir að hafa mikil áhrif á Hallgrím Pétursson þegar hann ritaði Passíusálmana.


BÓKIN UM BALTIMORE-FJÖLSKYLDUNA EFTIR JOËL DICKER

LANGBEST SELDA BÓKIN! 1. Metsölulisti Eymundsson

„Frásögnin er svo spennandi að þessi marghliða fjölskyldusaga er eins og þriller aflestrar.“ Frankfurter Neue Presse

„Mæli eindregið með henni … Stöðugar vendingar … Síðustu 100 síðurnar eru rosalegar.“ Kolbrún Bergþórsdóttir í Kiljunni (um Sannleikurinn um mál Harrys Quebert)

NÝ!

3. Metsölulisti Eymundsson


32 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Steinarnir tala að sinni biblíu og gáfu bókina út aftur,“ segir Helena og biðst afsökunar á tímaflakkinu: „Nú kem ég aftur til baka, má ég hoppa svona á milli?“ Hanastél og Kundera í felum Helena hefur þýtt fjölda íslenskra höfunda í gegnum árin. En hvað var erfiðast? „Auðvitað er Laxness erfiðastur. Það er svo margt á milli línanna og málið er svo skrítið. Það er svo mikill munur á málskilningi Tékka og Íslendinga. Ég tel Laxness vera besta Norðurlandahöfundinn á 20. öld. Það er svo margt skemmtilegt hjá honum sem er ekki hægt að skilja þegar maður er bara að lesa, en þegar þú þýðir þá færðu svo miklu meira. Til dæmis var setning þar sem orðið hanastél var í skrítnu samhengi og ég bara ...“ segir hún og fórnar höndum. „Þrátt fyrir að ég viti hvað cocktail er á ensku þá datt mér aldrei þetta í hug.“ Hún þekkti Halldór Laxness ágætlega. „Mér fannst alltaf pínulítið leiðinlegt hvernig Íslendingar töluðu um hann. Einu sinni fór ég heim með skipi, með Gullfossi, hann var samferða, sem ég vissi ekki. Hann fór að leita að mér á skipinu og fann mig og kom með bók handa mér sem mér fannst voðalega elskulegt. Við sátum þarna, svo kom fólk, Íslendingar, spásséraði í kring og allir heilsuðu Halldóri, en mér fannst hann samt einmana. Hann var eiginlega þakklátur að við værum tvö saman – þetta var svo sterk tilfinning.“ Sú þýðing Helenu sem fór víðast, þótt óbeint væri, var líklega þýðing

Hálendið er fyrsta bókin sem mætir blaðamanni – þýdd af fyrrum nemanda Helenu.

Bréf frá Þórbergi

Þórbergur Þórðarson ritaði Helenu nokkur bréf sem geymd eru á Landsbókasafni. Hér eru nokkur brot úr einu þeirra, skrifuðu 1962. Kæra Helena! Nú sezt ég niður að pára þér línur, eins og íslenzkt sveitafólk komst að orði í ungdæmi mínu. Margrét mun hafa hripað þér seðil einhverntíma í vetur. ***

Helena hittir hér Gyrði Elísson, en hún þýddi Sandárbókina árið 2013.

hennar á Svaninum. „Guðbergur var góður vinur minn, en það var næstum ómögulegt að þýða hann. Ég reyndi einu sinni að þýða Tómas Jónsson – Metsölubók, en það var alveg ómögulegt. En svo loksins þegar Svanurinn kom, þá þýddi ég hana – og hún kom á tékknesku fyrst. Þetta var á þeim tíma sem Kundera kom oft til Íslands. Hann vildi ekki tala við blaðamenn og kom því til Íslands til að fela sig. Þýðandi Kundera á Íslandi gaf honum Svaninn á tékknesku og hann lét alltaf konuna sína lesa það sem hann nennti ekki að lesa sjálfur. Konan var mjög hrifin,

Steinarnir tala eftir Þórberg voru kveikjan að þessari lofgjörð, Lofgjörð um flakk.

Nýjasta þýðing Helenu var þessi verðlaunabók Sjóns.

Helstu þýðingar Helenu af íslensku: Steinarnir tala, eftir Þórberg Þórðarson Brekkukotsannáll, Paradísarheimt og Kristnihald undir jökli, eftir Halldór Laxness Litbrigði jarðarinnar og Mýrin heima, þjóðarskútan og tunglið, eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Draumur til kaups, eftir Halldór Stefánsson Svanurinn, eftir Guðberg Bergsson Á meðan nóttin líður, eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur

Dagur vonar, eftir Birgi Sigurðsson Snorra-Edda Ynglingasaga Íslendingaþættir Völsungasaga og fleiri fornaldarsögur Sumarljós og svo kemur nóttin, eftir Jón Kalman Stefánsson Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttur Sandárbókin eftir Gyrði Elísson Mánasteinn eftir Sjón

4. - 15. október

Albanía

Hin fagra og forna Albanía.

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi

Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.

Upplýsingar í síma 588 8900

þannig að Kundera las Svaninn líka. Hann var líka hrifinn og útvegaði þýðingu á frönsku, hjá Galimard, svo Svanurinn kom út á frönsku – og svo fleiri og fleiri málum. Þetta getur gerst svona, bara einn lesandi ...“ Vorið og Brekkukotsannáll Eftir Íslandsárin fór Helena að vinna sem kennari í norrænudeild Karlsháskóla, elsta háskóla Mið-Evrópu. Þetta var í aðdraganda vorsins í Prag, en svo rúlluðu skriðdrekarnir inn í borgina og allt breyttist. Þýðingarnar hjálpuðu henni að lifa af, segir hún. „Ég mátti ekki ferðast, ég mátti ekki neitt, bara kenna og svo þýða.“ En þá kom Laxness til bjargar á ný eins og hún greindi frá í grein í Ritmennt árið 2002: „Hinir nýju stjórnarherrar hertu tökin á öllum sviðum mannlífsins, og ástandið í háskólanum þar sem ég kenndi Norðurlandabókmenntir varð óbærilegt. Nýir yfirmenn, strangt eftirlit. Aldrei hafa vonbrigði þjóðarinnar orðið sárari og siðleysið meira í þjóðfélaginu. Nú var ekki til umræðu að fara til Íslands né neitt annað. Um þetta leyti hóf ég að þýða Brekkukotsannál. Efni bókarinnar var eins og smyrsl á opin sárin, og þýðingarstarfið stóð eins og bjarg upp úr gráum veruleikanum. Sambúð mín við þessa skáldsögu var hjákátleg samkvæmt þeim kenningum sem þá voru í tísku hjá bókmenntafræðingum í hinum svokallaða frjálsa heimi. Þeir héldu því fram að ekkert nema textinn sjálfur hefði gildi við faglegan lestur bókmenntaverka, en hérumbil allt sem ég las í skáldsögunni vakti hins vegar með mér hugmyndir, ótengdar bókmenntunum, og þær voru fullkomlega persónulegar.“ Eftir flauelsbyltinguna 1989 fóru hlutirnir þó að glæðast. „Þá var gaman, þá gat ég ferðast og ég fór til Ís-

Í borginni bjó þá líka verðandi eiginmaður Vilborgar, Þorgeir Þorgeirson, skáld og kvikmyndagerðarmaður, sem er einn af fáum sem hefur gefið sig að því að þýða úr tékknesku á íslensku. „Þau urðu ástfangin í Prag, í mínum skugga.“

lands á hverju ári og fékk styrki og var í lengri tíma þar og gat lesið.“ En hvernig finnst Helenu þróunin hafa orðið síðan? „Allir verða fyrir vonbrigðum. Nú sér maður gallana á því sem stjórnin gerði. Auðvitað er frelsi, en maður veit ekki hvað á að gera með frelsi, engin skilur það, hvað frelsi er. Það er tilfinningin sem margir hafa, ekki bara í Tékklandi, alls staðar í heiminum.“ Börn og sendinefndir Árið 1964 kom tékknesk sendinefnd til Íslands og Helena var með í för sem túlkur. Það voru ótal fréttir skrifaðar um þetta en þegar ég spyr Helenu út í þetta segist hún muna lítið eftir þessu. „Þarna komu saman íslenskir pólitíkusar, sem ég þekkti bara úr dagblöðum, ég fékk Þjóðviljann öll árin, sem var eiginlega and-kommúnískt blað í mínum augum, hér í Tékklandi. Þeir skömmuðu hver annan í blöðunum en komu svo saman og voru vinsamlegir við hvor annan.“ Hún man hins vegar miklu betur eftir börnunum. „Af því ég gat ekki ferðast var ég næstum því á hverju sumri túlkur hjá hópum íslenskra skólabarna sem komu hingað í alþjóðlegar æskubúðir. Það var mjög gaman. Íslensku krakkarnir voru allt öðruvísi en tékkneskir. Svo komu fararstjórar, að mestu leyti konur. Við urðum miklar vinkonur, Vilborg Dagbjartsdóttir, Solla Jónsdóttir, merkilegar konur ... en það var agi þarna, sem íslenskir krakkar þoldu illa. Svo voru fánar reistir og haldnar ræður, ríkisstjórnin stóð fyrir þessu. En í staðinn fyrir að þýða ræðurnar sagði ég bara skrítlur í staðinn.“ Vilborg Dagbjartsdóttir ljóðskáld bjó um skeið í Prag og þær Helena urðu góðar vinkonur. Í borginni bjó þá líka verðandi eiginmaður Vilborgar, Þorgeir Þorgeirson, skáld og kvikmyndagerðarmaður, sem er einn af fáum sem hefur gefið sig að því að þýða úr tékknesku á íslensku. „Þau urðu ástfangin í Prag, í mínum skugga,“ segir Helena kímin. „Við Vilborg, tvær kellingarnar, vorum á National Cafe, Národní kavárna, spjölluðum saman á íslensku þar. Þá kemur maður á móti okkur, sem var Þorgeir, hann var við nám þá í kvikmyndafræði. Svo mæltu þau sér mót um kvöldið og þar byrjaði þetta.“

Lífið í landi voru gengur svipaðan gang og þegar þú fórst héðan og þó með sífellt nýjum tilbrigðum, enda kemur díalektík Guðs almáttugs og díalektík Karls Marx saman um það, að lífið sé rennandi straumur, ýmist sem hjalandi lækur í brekkukorni, ýmist sem drynjandi Skeiðará í hlaupunum miklu. Guð verndi oss fyrir lífsfölsun statismans. *** Ánægjulegt er að heyra fréttirnar frá Rússlandi. Þar hafa vísindamenn séð tvö skrímsli í tveimur fjallavötnum í Austur-Asíu, og annað át hund. *** Rússneskum vísindamanni, Semyon Kirlian og konu hans Valentinu hefur tekist með hjálp hátíðnigeisla að ná myndum af hinum ósýnilega geislabaug, sem umlykur allar lifandi verur og alla „dauða“ hluti. Þarna opnaðist þeim furðulegt útsýni, sem þau segja, að enginn vísindamaður hefði haft hugmynd um að væri til allt til þessa. Þau eru í nokkuri óvissu um, hvað þau eigi að kalla þetta undur, en kalla það til bráðabirgða „lifandi rafmagn“. Fleiri vísindamenn í Ráðstjórnarríkjunum hafa sannprófað þetta. Þarna er með öðrum orðum fundin „áran“, það er ósýnilegt geislaútstreymi frá mönnum, dýrum, jurtum og einnig „dauðum“ hlutum, sem dulskyggnir menn hafa sagt frá og lýst greinilega. Nú eiga þessir rússnesku vísindamenn aðeins eftir eitt stutt skref til að geta ljósmyndað framliðið fólk. Sagði ég þetta ekki fyrir í Kompaníinu? Það er hægur vandi að segja fyrir óorðna hluti, ef manni er gefin sú gáfa, af heiminum fyrirlitin, að geta hugsað eins og nýfæddur kálfur. *** Laugardaginn 3. marz var hingað boðinn slatti af útlendum háskólastúdentum: Japani, tveir Kínverjar, sænsk stúlka, færeyskur piltur og stúlka og finnsk stúlka (sú sem fór með þér á andatrúaróperuna til Hafsteins). Þar að auki voru þrír íslenzkir gestir: Tómas nokkur óperumaður og kona hans og Bidda systir. Allir sungu lög frá sínum löndum og óperumaðurinn spilaði undir á gítar. Ég stjórnaði músikinni. Tólf þriggjapelaflöskur af Þorláksdropum drukknar upp. *** Fjórtán flöskur drukknar í botn. Samt enginn fullur. Þýzka stúlkan sagði við mig, þegar hún kvaddi mig í stiganum: „Hafðu sona aftur næsta vetur.“ *** Nú er 5. maí. Enni Petro kom hér í gær og sat í sófanum þínum góða stund. *** Gráskinna er ekki ennþá komin út, en kemur væntanlega í haust. Flaskan bíður. Svo bið ég þennan miða að flytja þér kveðju mína. Þess hins sama biður Margrét. Bréfið má í heild sinni lesa í 4. hefti Tímarits máls og menningar frá árinu 2000.


U-20 ÁRA LANDSLIÐ KARLA

7. SÆTI Á EM 2016

TAKK FYRIR STUÐNINGINN!

FERSKFISKUR EHF

GULLFOSS KAFFI EHF

HAGKAUP

HLAÐBÆR COLAS

HÖFÐI EHF

LITALÍNAN EHF

MÁLNING HF

KARL ÚRSMIÐUR

KEX HOSTEL

RAFEYRI EHF

SEGLAGERÐIN

SPORTBÆR


34 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Fölu þingmennirnir okkar Birgir Snæbjörn Birgisson málar fölar mannamyndir. Undanfarna mánuði hefur hann málað hvern þingmanninn á Alþingi á fætur öðrum, alla 63 talsins og reyndar einn til viðbótar. Sýningin heitir Von og vekur upp hugsanir um væntingar okkar með lýðræðinu. Hún verður opnuð í dag í Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

P ORTRET T

Handhafar Hasselblad-verðlaunanna

24. 9. 2016 –15.1. 2017

AÐGANGUR ÓKEYPIS

Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is

25%

AFSLÁTTUR AF ICOPAL ÞAKRENNUM til 24. október

„Vonin er oft í rauninni það eina sem við eigum en hún er líka eitthvað sem við eigum svo ósköp auðvelt með að glata,“ segir Birgir Snæbjörn Birgisson um sýninguna Von, sem er samsett úr málverkum af núverandi þingmönnum þjóðarinnar.

„Það liggur við að mér hafi liðið á tímabili dálítið eins og ég væri einn úr þessum hópi,“ segir Birgir Snæbjörn Birgisson sem um eins og hálfs árs skeið umkringdi sig málverkum af þingmönnum á vinnustofu sinni. „Það var í upphafi árs 2015 sem ég tók nafnakallið, eins og ég kalla það. Við þá tímasetningu er þingmannalistinn miðaður og þá var einn utanþings ráðherra að störfum og þess vegna eru myndirnar 64.“ Fólkið sem við bindum vonir við Með fulltrúalýðræðinu leggjum við byrðar á herðar þeirra sem við kjósum á þing og bindum vonir okkar við þá og þeirra hyggjuvit. Þeirra er að byggja upp fyrir okkur betra samfélag. Þetta er hugmyndin fagra sem býr að baki. „Verkið er ekki um persónurnar á myndunum,“ segir Birgir Snæbjörn, „heldur um það fyrir hvað fólkið á þingi stendur, hvernig það birtist almenningi og hvaða hlutverki okkur finnst það eiga að gegna. Að baki eru síðan þær himinháu kröfur sem við gerum gagnvart þessum einstaklingum sem á einhvern hátt eru samnefnari okkar allra en við notum samt stundum eins og eins konar sorphaug fyrir alla okkar angist og kvíða. Vonin er oft í rauninni það

Þau eru eins og við. Nánast. Þessi 64 eru öðruvísi. Þau eru ekki sérstök. Þau eru öðruvísi af því að þau hafa hlutverk sem ekki er bara hlutverkaleikur, heldur hlutverk sem er vandlega stjórnað og heldur endalaust áfram. – Úr texta sýningarstjórans Mika Hannula með sýningunni Von.

Myndir | Rut

taugarnar geta málverkin verið erfið, rétt eins og stjórnmálin fyrir taugarnar almennt.“ Birgir Snæbjörn Birgisson hefur í mörgum myndasería sinna málað það sem er ljóshært. Hér er ljóshærður tónlistarmaður frá árinu 2011. Hún hefur ekki setið á þingi.

eina sem við eigum en hún er líka eitthvað sem við eigum svo ósköp auðvelt með að glata. Það hafa þessir umrótstímar í stjórnmálum á undanförnum árum sýnt okkur svo ekki verður um villst.“ Myndirnar af þingmönnunum eru allar í sama staðlaða stílnum. Myndirnar eru allar jafn stórar og fölar, maður þarf að píra augun og eins og í svo mörgum myndaseríum Birgis Snæbjörns eru allir ljóshærðir og bláeygðir, burt séð frá öllum pælingum okkar um að augun séu spegill sálarinnar. „Ég vinn út frá opinberum ljósmyndum af þessum einstaklingnum, af vef Alþingis og víðar. Allir eru gerðir dálítið eins og þetta kveikir þennan ratleik þar sem maður þarf að reyna að átta sig á hver er hver. Allir eru þingmennirnir auðvitað einstakir og líka misjafnlega svipsterkir að upplagi en einkennin fletjast út. Þeir sem eru dökkir á brún og brá virka því eins og nývaknaðir. Þetta er ekkert auðvelt listaverk, maður þarf að rýna í það. Fyrir sjón-

Áhorfandinn þarf að rýna vel í myndirnar af þingmönnunum. Þeir eru heldur litlausir, en ljóshærðir og bláeygir þegar að er gáð.

Að toppa á réttum tíma Tímasetningin á sýningunni er eins góð og á verður kosið, í aðdraganda kosninga og undir miklum umræðum og einræðum um hvert samfélagið á að stefna í framtíðinni. Vinnutímabil Birgis Snæbjörns var hins vegar langt og hann var feginn að ekki var farið að kröfum um tafarlausar kosningar í kjölfar Panamalekans í vor. „Það hefði ekki hentað því ég var ekki tilbúinn. Á endanum getur þetta ekki hitt á betri tíma. Það kann að virka dálítíð „popúlískt“ að gera þetta og það að vinna pólitíska list í dag getur virkað dálítið eins og að boða trú á meðal rétttrúaðra. Tími stórra yfirlýsinga er liðinn og maður þarf að nálgast huga áhorfandans á annan hátt en áður í pólitískri list. Vonandi tekst manni að láta verkið virka í augum og huga þess sem á horfir og jafnvel á fleiri en einn ólíkan máta.“ Allt um verkið Birgir Snæbjörn bendir á að það sé oft sagt að öll góð samtímalist eigi að vera í nánu samtali við sinn samtíma. „Ég hef aldrei unnið neitt verk sem er í eins rækilegu samtali við umhverfið og umræðuna. Upp á síðkastið hefur mér fundist að allur fréttaflutningur af stjórnmálaástandinu sé um verkið mitt. Mér fannst ég allt að því óþægilega samofinn atburðunum á tímabili. Eftir að hafa skilað af mér verkinu, eftir svona langa fæðingu, líður mér eiginlega eins og ég sé einn af þeim þingmönnum sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur. Það er gott að sjá ljósið við enda ganganna.“ Það styttist í kosningar og nú leggjum við vonir okkar aftur á herðar nýrra þingmanna á Alþingi. Sumir hafa borið vonina áður, aðrir ekki. „Ég veit ekki hvort þingmenn, núverandi og verðandi, gefi sér tíma til að koma á sýninguna, en ég vona að þeir sem koma njóti vel og fólk kjósi á endanum vonina.“


S Ó R Y E L SÓ R Æ S T I TÆ K N I R

"Leikur Sólveigar og Sveins „Saga sem bætir heiminn.” J.S.J. Kvennablaðið

Ólafs er óaðfinnanlegur, og áhrifin eru mögnuð. Farið og sjáið sýninguna, takið með vasaklút."

„Sýningin er rammpólitísk

R.E. Pressan.is

en tekst að sama skapi að vera bráðskemmtileg og áhrifamikil.“ R.E. Pressan.is

S.J. Fréttablaðið

„Sólveig túlkar sársauka

S.J. Fréttablaðið

Sóleyjar Rósar af sterkri innlifun sem lætur engan ósnortinn.“ S.B.H. MBL

SÝNINGAR: Fim. 13. okt. kl. 20.30 - umræður eftir sýningu.

Lau. 15.okt. kl. 20.30 - örfá sæti laus.

Fim. 3.nóv. kl. 20.30 Fös. 11. nóv. kl. 20.30 Takmarkaður sýningafjöldi! Miðasala : midi.is og midasala@tjarnarbio.is


NÝ SENDING NÝ SENDING FRÁ FRÁ

NOT NROET R E MONDE MONDE PÁSKA TILBOÐ

DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-

DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-

NEST BASTLAMPI HUGO BAÐVARA 34.500,VERÐ FRÁ 1450,-

NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT

NÝJAR VÖRUR FRÁ BLYTH HABITAT YELLOW

TRIPOD NEST BORÐLAMPI BASTLAMPI 12.500,34.500,-

NÝTT FRÁ ETHNICRAFT 24.500,-

PÁSKA TILBOÐ

CITRONADE BLYTH 9800,- YELLOW 24.500,-

COULEUR DISKUR CITRONADE 950,-9800,-

5.900,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

TEPPI 5.900,9.800,-

AFRICA DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR STÓLL 11.250,145.000,-

TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-

TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ COULEUR 14.900,DISKUR 950,-

20%

HELENA HANDKLÆÐI TEPPI 9.800,2400,-

SHADI AGNES MOTTA HANDKLÆÐI (120X180) 19.500,- 2400,-

DENA ARMSTÓLL GRETA GRÁR/SVARTUR SKRIFBORÐ 145.000,48.000,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-

NOTRE MONDE

Blackbird línan

Hönnuðurinn Alain van Havre leikur sér að andstæðunum, og teflir saman svörtum HAL PÚÐI ramma á móti HELENA HAL PÚÐI eik. SHADI fínlegum náttúrulegri

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-

TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-

20%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM

AF ÖLLUM

GULUM VÖRUM AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

GRETA OKEN SKRIFBORÐ HLIÐARBORÐ 48.000,HVÍTT/SVART 24.500,-

GULUM VÖRU

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-


HANNAÐU HANNAÐU 50% EIGINÞINN 50% EIGIN ÞINN SÓFA SÓFA

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM

AF ÖLLUM

KUBBAKERTUM

KUBBAKERTUM

HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

20%

AFSLÁTTUR

R

AF ÖLLUM „MORE“

50%

OG „NORDIC“

AFSLÁTTUR

UM

EININGASÓFUM

AF ÖLLUM KUBBAKERTUM

20%

20%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AF

AF

EININGASÓFUM

EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND NÝR STAÐUR:

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI | SKÓGARLIND HABITAT

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG 2, SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 TEKK COMPANY OG HABITAT TEKK COMPANY OG HABITAT VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI TEKK SÍMI COMPANY OG|HABITAT | SKÓGARLIND TEKKKL. COMPANY 2,4400 KÓPAVOGI OG|HABITAT | SKÓGARLIND 564 4400 OPIÐ MÁN-LAU SÍMI 10–18 564 OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–182, KÓPAVOGI OGKL. SUN KL. 12–17 SUN KL. OG 12–17 SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU SÍMI 10–18 564 OG 4400SUN | OPIÐ KL. MÁN-LAU 12–17 OGKL. 10–18 SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


38 |

AÐVENTU GAMAN!

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

GOTT UM HELGINA

RVK Soundsystem fastakvöld #70

Aðventuferð til Berlínar Frá:

Ef reggae, dub eða dancehall tónlist er tónlistin þín, þá er Paloma staðurinn í kvöld. Þar ætla félagarnir í Reykjavík Soundsystem að halda sitt sjötugasta fastakvöld. Í Reykjavík Soundsystem eru plötusnúðar sem eru ástríðufullir um að kynna reggí fyrir landanum og markmiðið er að auka áhuga okkar á þessari tónlist sem á rætur að rekja í takta Karabíahafsins. Hvar? Kjallari Paloma, Naustunum 1—3. Hvenær? Í kvöld kl. 23.45.

30 ár frá því að Ísland var aðal Ráðstefna í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundi Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov í Höfða, verður haldin í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarpar ráðstefnuna, sem ber yfirskriftina Arfleifð og áhrif leiðtogafundarins. Vigdís Finnbogadóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Albert Jónsson og Silja Bára Ómarsdóttir taka til máls. Hvar? Hátíðarsalur Háskóla Íslands. Hvenær? Í dag milli kl. 15—18.

78.900 kr.

Berlín er dásamleg borg og einstök upplifun á aðventunni. Borgin er fallega skreytt og jólamarkaðir eru um alla borg. Ferðatímabil: 1.-4. des. & 8.-11. des. 2016.

Julefrokost í Köben Frá:

69.900 kr.

Danir eru frægir fyrir Julefrokost matinn og Íslendingar einfaldlega elska Kaupmannahöfn. Ferðatímabil: 25.-27. nóv, 2.-4. des og 9.-11. des. 2016.

Jólastemming í Dublin Frá:

69.900 kr.

Dublin er alltaf jafn vinsæl að heimsækja og tilvalið að gera jólainnkaupin í ekta írskri stemmingu. Ferðatímabil: 1.-4. des. 2016.

Kormákur og Skjöldur á Kex Hönnunarnemar selja af sér spjarirnar Í dag heldur hönnunardeild LHÍ fatamarkað á Loft Hostel. Hönnunarnemar ætla að selja af sér spjarirnar, bæði notaðar og nýjar flíkur af öllum stærðum og gerðum. Vænta má mikilla gersema en það verða merkjavörur, vintage-fatnaður, yfirhafnir, treflar, skór, töskur, skart og margt annað spennandi. Hvar? Loft, Bankastræti Hvenær? Í dag kl. 12

Fatamarkaður Kormáks og Skjaldar er í dag. Markaðurinn verður með sama sniði og undanfarin ár, mikið úrval af fatnaði á lágu verði, notað og nýtt. Allir áhugamenn um snyrtilegan klæðnað geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvar? Kex Hostel Hvenær? Í dag kl. 12

MEXICO ALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN VERÐ FRÁ 255.000.- Í VIKU Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt. Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóga, tær lón og neðanjarðarhella, þá má nefna úrval veitingahúsa, verslana og spennandi næturlíf. Þú finnur allt i Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við bjóðum uppá glæsilegt 4*hótel og allt innifalið, yfir 40 atriði.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is

SÍMI: 588 8900


FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

| 39

JúllaDiskó í Hafnarfirði Já, það er víst komið að hinu eina sanna JúllaDiskói og það er bara strax í kvöld. Júlli lofar miklu stuði, og eins og hans er von og vísa, og selfie-myndatökur með Júlla eru sagðar algjört skilyrði. Hvar? Ölhúsið, R ­ eykjavíkurvegi. Hvenær? Í kvöld kl. 23.

Börn búa til myndasögu Í dag mun sænski myndabókahöfundurinn Pernilla Stalfelt vinna með krökkum á aldrinum 6 til 9 ára og gera tilraunir með frásagnarformið í myndum og texta. Pernille hefur skrifað fjörlegar bækur um hvernig segja megi sögur um ástina, lífið, erfið málefni svo sem dauðann, ofbeldi, hár, hrylling, mat, kúk og prump, ketti, fiska, ánamaðka, töfraský, vasa-drauga og margt fleira. Hvar? Norræna húsið Hvenær? Í dag kl. 14

Hvassast komin út Ljósmyndabókin Hvassast, eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur, er komin út en í dag er útgáfuteiti í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15. Teitið verður á Kaffitári og hefst klukkan fimm þar sem nálgast má bækur af ljósmyndum, heilsa upp á höfundinn og hægt verður að gæða sér á veigum. Þá verður boðið upp á allskyns kaffidrykki. Hvar? Safnahúsinu Hvenær? Í dag kl. 17

Íslenskt-kanadískt skáldastefnumót Þrjú íslensk skáld og þrjú kanadísk koma fram í ljóðadagskrá sem er hluti af Lestrarhátíð í Bókmenntaborg sem nú stendur yfir. Þarna leiða Gyrðir Elíasson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg Þrastardóttir fram sína skáldafáka ásamt gestunum góðu úr Vesturheimi, Chantal Neveu, Daniel Canty og François Turcot. Öll hafa þau unnið saman í þýðingasmiðjum og kynna afraksturinn og ljóðlist hvers annars. Hvar? Kaffi Slippur, Mýrargötu 2. Hvenær? Í dag kl. 16

Börn búa til skúlptúr

Skúlptúrspjall með höfundum Á morgun spjalla þau Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson um sýningar Evu Ísleifsdóttur og Sindra Leifssonar. Ræða þau um verkin út frá túlkunum sem birtast í sýningartextum þeirra í sýningarröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR. Höfundareinkenni og stílbragð kemur fram á skemmtilegan hátt í samræðu við listina. Hvar? Gerðarsafn Kópavogi Hvenær? Á morgun kl. 15

Blómabúðadagar 6.-9. október 2016

Líttu við í næstu blómabúð. Fjölbreytt úrval talandi blóma á frábæru verði.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Í dag fer fram skúlptúrnámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára í Gerðarsafni. Á námskeiðinu kynnast allir skúlptúrum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) og munu þátttakendur vinna að eigin tilraunum í fræðslurýminu Stúdíó Gerðar. Hvar? Gerðarsafn Kópavogi Hvenær? Í dag kl. 13-14.30


40 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Vinnustofan: Sjálfspilandi harpa og trommuvélmenni Halldór semur tónlist með áður óþekktum hljóðfærum.

Smíðar hljóðfæri á kvöldin og um helgar. Mynd | Rut

„Á þessari vinnustofu fer fram smíði og önnur tilraunastarfsemi,“ segir tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn um vinnustofu sína sem hann notar á kvöldin og um helgar. Halldór hefur verið að hanna sjálfspilandi hörpu og trommuvélmenni sem hann hyggst nota fyrir sólóverkefni sitt sem tón-

listarmaðurinn Halldór Eldjárn. „Ég kem fram undir eigin nafni í því verkefni en ég er trommari að mennt og finnst það lang skemmtilegast. Hef ekki spilað á trommur að neinu ráði með hljómsveitinni minni Sykur en langar að gera meira af því. Þar sem ég er líka tölvunarfræðingur frá HÍ fannst mér tilvalið að sameina þetta tvennt og búa til verkefni sem er mjög skemmtilegt að vinna í.“ Halldór stefnir á að vera búinn að ljúka við smíði hörpunnar og

trommuvélmennanna fyrir tónlistarhátíðina Airwaves en hann spilar í Gamla bíói á laugardeginum klukkan átta. „Ég ætla bara að sitja við trommusettið mitt og spila á trommur. Svo eiga harpan og vélmennin bara að geta spilað sjálf, fundið út úr sínu.“ segir hann og hlær. Tónlistarmaðurinn stefnir á að gefa út lag um miðjan mánuðinn þar sem hlýða má á tóna hinna framandi hljóðfæra. | bg

Gengur frá Reykjavík til Ísafjarðar með bréf Göngugarpurinn Einar Skúlason ætlar að ganga gömlu póstleiðina, einn með nesti og nýja skó.

Haust er … „ … þegar mömmur á náttsloppum eru á bak við stýrið fyrir utan MR og afferma syfjaða unglinga,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, ferðafrömuður hjá Mundo.

„Það væri minna mál að ganga þetta í júlí en mig langaði til að setja mig enn betur í spor gömlu landpóstanna og fara um vetur. Upplifa almennilega skammdegið, myrkrið, þögnina og óvissuna,“ segir atvinnugöngugarpurinn Einar Skúlason sem ætlar að ganga gömlu póstleiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. „Ég hef lengi verið áhugasamur um gamlar þjóðleiðir en það eru til hundruð gamalla leiða sem

eru margar hverjar horfnar. Leiðirnar eru oft merktar með vörðum en sumstaðar sjást líka slóðar í landinu eftir mörg hundruð ára umgang manna og hesta. Sumar þjóðleiðirnar eru frá upphafi landnáms og liggja þær flestar yfir holt og hæðir en stundum dett ég inn á fjölfarna vegi því sumstaðar er búið að leggja vegi yfir gömlu leiðirnar. Til eru fjölmargar frásagnir af ferðum landpóstanna og þeim raunum

Einar stefnir á að vera tvær vikur á leiðinni en gamla póstleiðin milli höfuðborgarinnar og Ísafjarðar er um 400 km. Hægt verður að fylgjast með ferðum hans á facebook-síðunni Póstleiðin. Mynd | Rut

sem þeir lentu í og það er þekkt að sumir komust ekki alla leið með bréf og böggla til fólks,“ segir Einar sem verður með nokkur bréf í farteskinu, meðal annars eitt frá forseta Íslands til Ísafjarðarbæjar. Hann leggur af

stað sunnudaginn 16. október með nesti, tjald og nýja skó og áætlar um tvær vikur í ferðina. Það er þó allra veðra von á þessum árstíma svo bréfin gætu borist á eftir áætlun, eða á undan. | hh

RISA HAUSTTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta

www.volundarhus.is

kr. 199.900,- m/fylgihlutum

VH/16- 04

50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda. 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga

GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 70 mm bjálki / Tvöföld nótun

VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti.

Vel valið fyrir húsið þitt volundarhus.is · Sími 864-2400

Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is

kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum

Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði

á heimasíðunni volundarhus.is

ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum


* *

*

Með áletrun og uppsetningu

Með áletrun og uppsetningu

Með lukt, áletrun og uppsetningu

Með áletrun og uppsetningu

Með áletrun og uppsetningu

Með áletrun og uppsetningu

verð aðeins kr: 269.900

verð aðeins kr: 303.900

verð aðeins kr: 159.900

verð aðeins kr: 239.900

verð aðeins kr: 309.900

verð aðeins kr: 119.900

MIKIÐ ÚRVAL LUKTA OG FYLGIHLUTA FRÁ BIONDAN, EINUM VIRTASTA FRAMLEIÐENDA Í EVRÓPU

Granítsteinar.is – Helluhrauni 2 – Hafnafjörður – Sími: 544-5100

* Aukahlutir á mynd fylgja ekki

Sendum út um allt land án kostnaðar


42 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016

Solange vill fá sæti við borðið Ný plata bandarísku tónlistarkonunnar Solange, A seat at the table, hefur vakið mikla og góða athygli í tónlistarpressunni á síðustu dögum. Sunna Sasha Larosiliere hefur hrifist að nýju plötunni. „Ég er búin að hlusta stanslaust á þessa plötu síðustu daga, frá því að hún kom út,“ segir Sunna Sasha Larosiliere. „Ég er búin að fylgjast með Solange í nokkur ár og finnst hún algjörlega frábær. Það er alltaf verið að bera þær systur saman en fólk gleymir því þá að þær eru

gjörólíkar í því hvernig þær nálgast og myndböndin sem þau hafa gert tónlistina. Samanburðurinn gengur í sameiningu við lögin af nýju plötekki upp, enda er þetta unni og hann leikstýrir allt önnur manneskja.“ eru glæsileg, frumleg og Solange er undir miklfalleg. Sunna Sasha segir um áhrifum frá soultónað það sé mikið stolt í list og arfi Motown-­ þessari tónlist. „Solange útgáfunnar. „Þarna er talar inn í Black Lives hún líka að vinna með Matter hreyfinguna sem ótrúlega spennandi, hefur verið svo áberandi sjálfstæðum og frumlegí Bandaríkjunum síðustu um listamönnum eins og Tónlistin á nýjustu plötu Solange, A seat mánuði. Hún vitnar til Raphael Saadiq og André at the table, er vel 3000 úr Outkast.“ Eigheppnað bland af R&B dæmis með hljóðuppinmaður Solange er leik- samtímans og áhrifum tökum í mömmu sína í frá eldri soultónlist. lögunum um að það sé stjórinn Alan Ferguson

vel. Ég lendi oft í því að fólk vilji sjálfsagt að fagna menningu svartra snerta hárið mitt, án þess að fyrir í samfélaginu og með því sé maður því sé nokkur ástæða. Það ekki endilega að líta niðer ­ekkert endilega alltaf ur á menningu annarra eðlilegt ef fólk þekkir mann þjóðfélagshópa. Þessum ekki, en Solange ­talar um skilaboðum kemur hún að fólk eigi líka að láta sig í vel frá sér á tímum þegar friði með sitt stolt og sína sál. kynþáttaólgan er mikil í Hún er sín eigin manneskja. landinu.“ Ég bara þarf þessa fallegu, Sunna Sasha, með Sunna Sasha svörtu tónlist þessa dagana sitt hrokkna hár líkt og Solange, segist hafa tengt Larosiliere segist og hlusta alla daga. Þetta er strax hafa orðið mikilvæg plata, ég held að sérstaklega við eitt lagháð hljómnum anna á nýju plötunni. og boðskapnum hún verði það áfram og vona á nýju plötunni að hún nái til sem flestra.“ | gt „Það heitir Don’t Touch hennar Solange. My Hair og ég skil það

Draslskúffa Örnu

Flestir eiga eina skúffu sem allt drasl heimilisins lendir í. Allskonar gersemar geta leynst í skúffunni. Arna Beth leyfði Fréttatímanum að sjá hvað er í draslkassanum sínum. „Ég er ekki með neina skúffu á litla heimilinu mínu þar sem það kemst varla fyrir nema ein fatakommóða þannig að ég geymi allt drasl og svoleiðis í litlum kassa upp á hillu. Er búin að vera grisja rosa mikið heima hjá mér undanfarið, eftir að hafa horft á mikið af Marie Kondo myndböndum á Youtube svo ég á ekkert svo mikið af dóti lengur. En í þessum kassa er eftirfarandi: Pokemon Black og Nintendo DS original: Eitt af fáum gjöfum sem ég á frá pabba mínum og ég get ekki hugsað mér að losa mig við þó ég spili eiginlega aldrei lengur á hann.

Arna á ekki draslskúffu heldur kassa. Myndir | Rut

Holographic sticker album sem ég keypti átta ára gömul í Úlfarsfelli „back in the days“. Maður veit aldrei hvenær maður þarf að nota límmiða.

Fyrsta ástin Fréttatíminn talaði við nokkra einstaklinga um fyrstu ástina. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Helga Dögg Ólafsdóttir helga@frettatiminn.is

Bleikir hitapokar sem kæró gaf mér í jólagjöf því mér er alltaf kalt.

Superia filmupakki, fyrir þær 5 filmuvélar sem ég á. HENTAI BABES zines sem kærastinn minn gerði þegar við vorum ein að vinna upp í Gallery Gallera. Mjög sexí.

Mercilon: Versta getnaðarvarnarpilla í heimi.

Anna Gyða ­Sigurgísladóttir Fyrsta ástin var ást við fyrstu sýn. Ég var 15 ára og sat fyrir utan íþróttahús Garðaskóla með sundkennaranum mínum. Var að segja henni að ég væri á blæðingum og kæmist því ekki í sund. Lygi þar á ferð enda byrjaði ég ekki á blæðingum fyrr en seint á lífsleiðinni. Mér fannst bara réttlætanlegt að ég fengi líka frípassa í sund einu sinni í mánuði eins og hinar stelpurnar. Hvað sem því líður, ég sat með sundkennaranum þegar strákur, sem ég hafði aldrei séð áður, labbar inn með félögum sínum. Strákarnir tala saman og

hlæja er þeir labba í átt að sundklefanum. Augu okkar mættust og tíminn stoppaði. Í minningunni var augnablikið hálftímalangt en hvað veit maður, minningar eru hverfular og skrýtnar. Kannski hef ég búið til meiri sjarma í kringum atvikið með árunum. Ég man þetta þó vel. Þetta var ást við fyrstu sýn. 15 ára og ég hugsaði meira segja: „Ég skil nú hvað er verið að tala um í öllum þessum bíómyndum.“ Hann var fyrsti strákurinn sem ég kyssti og við áttum sætt unglingasamband sem entist þar til við þroskuðumst í sitt hvora áttina.

Xylocain: Píkukrem fyrir þessa daga þegar sveppasýkingin er sérstaklega slæm.

Heimili & hönnun

Heimilistæki Þann 14. október auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Sigursteinn J. ­Gunnarsson Fyrsta ástin mín er eina ástin mín. Við byrjuðum saman þegar við vorum 15 ára þannig við erum búin að vera saman í 12 ár núna. Við kynntumst í Hagaskóla. Ég komst einhvernveginn inn í vinahópinn hennar, við vorum búin að vera vinir í eitt ár þegar við byrjuðum að tala saman á MSN í marga, marga klukkutíma. Ég ætlaði að bjóða henni í bíó en hún bauð öllum vinum okkar með en þar héldumst við í hendur í fyrsta skipti, það var alveg mögnuð tilfinning. Við fórum út í hléi og þá fannst mér eins og ég væri að ganga á skýi, eins og þegar maður er búinn að vera hlaupa á hlaupabrettinu í hálftíma og ætlar að reyna að byrja að labba á jörðinni, það var svolítið tilfinningin þegar við héldumst í hendur í fyrsta skiptið.

Hvað voruð þið búin að vera lengi saman þegar þið trúlofuðið ykkur? Við vorum búin að vera saman í 5 ár þegar við trúlofuðum okkur, þá vorum við 20 ára. Svo giftum við okkur hálfu ári seinna. Var ekkert ógnvekjandi að gifta sig svona ungur? Nei, þetta var bara eðlilegt. Við vorum búin að vera saman í heila eilífð, að okkur fannst, og það var ekkert að fara breytast. Þetta var aldrei nein spurning ­einhvernveginn.

Fyrsta ástin sem ég varð heilluð og gagntekin af var maður að nafni Skúli, hann er dáinn. Ég var 5 ára og hann var miklu eldri en ég. Hann var í Stýrimannaskólanum þegar ég varð ástfangin af honum. Skúli var góður maður og mér fannst hann alveg stórkostlegur. Hann var alltaf að koma í kaffi heima. Ég kveið alltaf fyrir því þegar hann færi, mér fannst það svo leiðinlegt. Einu sinni tók ég skóna hans og faldi þá svo hann kæmist ekki í burtu. Svo var leitað og leitað þegar hann var að fara og enginn skildi neitt. En var mér farið að líða svolítið illa því mamma og Skúli skildu ekkert í þessu. Það sem ég hafði gert var að setja skóna út á tröppur sem var svolítið sniðugt hjá mér. Það slæma var að það var rigning.


SMILE SÓFINN SÍVINSÆLI FÁANLEGUR SEM 3JA SÆTA, 2,5 SÆTA, 2JA SÆTA, STÓLL OG SKEMILL

SMILE 3JA SÆTA SÓFI 217 cm / NANCY ÁKLÆÐI / kr. 202.100 - SMILE STÓLL 97 cm / NANCY ÁKLÆÐI kr. 113.700

- SÉRPANTAÐU DRAUMASÓFANN NÚNA OG FÁÐU AFHENT FYRIR JÓL Frábært úrval af áklæðum og leðri - Vertu velkomin í verslun okkar ÆVINTÝRALEGT ÚRVAL AF PÚÐUM

SALMA SÓFI

ELMER SÓFI

BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARD. 11 - 16


LAUGARDAGS ÞRENNAN

Fólkið mælir með…

Kvöld Hugsa sér hvað þú ert vel heppnaður einstaklingur. Teldu upp allt sem þú ert góður í og skælbrostu til himins. Eldaðu góðan mat og bjóddu einhverjum sem fær þig til að hlæja með. Drekktu vín og dillaðu þér við tónlist, heima í stofu eða niður í bæ.

Hádegi Það er gott að vera jarðtengdur í jafnvægi eftir huggulega morgungöngu. Hvernig væri að kíkja til þeirra sem hafa verið góðir við þig frá því þú manst eftir þér, eins og til dæmis ömmu og afa, eða til fyndnu frænku þinnar sem heldur svo upp á þig?

Morgunn Sjáðu bara hvað er fallegt veður úti. Haustið með sínum mjúku og hlýju litum stendur fyrir utan gluggann þinn og bíður eftir að geta faðmað þig. Vaknaðu snemma og skelltu þér í hlýja kápu. Farðu í göngutúr og taktu heitt te eða kaffi með í brúsa.

AFMÆLISHÁTÍÐ ILVA LÝKUR Á SUNNUDAG

Una María Magnúsdóttir Kvikmynd: The Rocky Horror því það er október. Bók: The Bro Code eftir Barney Stinson. Morgunmatur: Ristað brauð með jarðarberjasultu.

ára

SPARAÐU

40%

SPARAÐU

25%

Hobby deluxeborðlampi. Hvítur. 7.995 kr. Nú 4.495 kr.

nú 142.425 kr. sparaðu 47.475 kr.

SPARAÐU

30% Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir Kvikmynd: Fór á Bridget Jones‘s Baby í bíó um daginn, mjög skemmtileg. Bók: Matilda eftir Roald Dahl er „all time favorite“ (mæli með myndinni líka). Morgunmatur: Cheerios með rúsínum eða bragðarefur frá Vesturbæjarís.

25% af öllum Andorra-sófum. Andorra. Hornsófi + legubekkur. Ljósgrátt áklæði. 189.900 kr. Nú 142.425 kr.

Link-stóll. Grá seta með svörtum fótum. 12.900 kr. Nú 8.900 kr.

SPARAÐU

SPARAÐU

30%

SPARAÐU

25%

Ghost-hægindastóll. Tauáklæði. Þrír mismunandi litir. 129.900 kr. Nú 97.425 kr. Einnig til í leðri.

25%

25% af öllum kertum og kertastjökum.

Elín María Árnadóttir Mynd: High School Musical 1. Bók: Pollýanna, góð í rokinu, rigningunni og skammdegisþunglyndinu. Morgunmatur: Ostagott með brauðstangasósu.

Náttúrulegt Þörunga magnesíum

Mikil virkni

Hannaðu þína eigin útfærslu á Ipad eða á tölvunni 30% af öllum fatastöndum. Sprout-fatastandur. Tvær gerðir. Svartir eða hvítir. 12.900 kr./stk. Nú 9.030 kr./stk.

Duft í kalt vatn, bragðlaust eða hylki

SPARAÐU

25%

• • • •

Glæsilegt teikniforrit. Veldu á milli 3D eða 2D Þú getur vistað teikningarnar Þú getur breytt um lit á meðan á hönnun stendur. • Þú getur sent þér teikningarnar í netpósti og prentað þær út. • Og ýmislegt annað... Þú finnur hlekk inn á teikniforritið á www.ilva.is/mistral

25%

AF MISTRAL Í OKTÓBER 25% af öllum matarstellum. EN GI N M AG AÓ NO

T

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

SPARAÐU

30-

60%

30-60% afsláttur af öllum myndum, speglum og römmum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.