Amk 07 10 2016

Page 1

FÖSTUDAGUR

07.10.16

SÓLRÚN DIEGO STOPPUÐ Á DJAMMINU TIL AÐ VEITA RÁÐ UM ÞRIF

STÓRÞÆTTIRNIR VIKINGS Í TÖKUM Á ÍSLANDI

JÓN GUNNAR RIFJAR UPP GAMLA TAKTA AF ASTRÓ OG SKUGGABARNUM SÉRKAFLI UM JÓLAHLAÐBORÐ Mynd | Rut


…fólk

2 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

Stuðningur úr óvæntri átt Lena Dunham sendir baráttukveðjur til Kim Kardashian. Kim Kardashian á ekki sjö dagana sæla eftir að hafa lent illa í bíræfnum ræningjum í París í vikunni. Fólk hefur keppst við að sýna henni stuðning á opinberum vettvangi og það sem meira er; kenna henni um hvernig fór, fyrir að flagga rándýrum skartgripum sínum á samfélagsmiðlum. Hún sjálf er þar raunar fremst í flokki auk lögreglunnar og Karli Lagerfeld sem skammaði hana opinberlega fyrir að vera ekki varkárari með demantana sína.

Málið hefur verið milli tannanna á fólki alla vikuna og háðfuglar gert sér mat úr því. Kardashian hefur nú fengið stuðning úr fremur óvæntri átt – frá Girls leikkonunni Lenu Dunham sem er þekkt fyrir að standa fyrir allt sem Kardashian stendur ekki fyrir. Dunham var í viðtali í vikunni þar sem málið bar á góma. „Það sem mér finnst verst við þetta mál er að fólki finnst það hafa leyfi til þess að gera grín að því – en þetta er manneskja,“ sagði Dunham. „Kim

Ný bók um Jennifer og mömmu hennar Móðir leikkonunnar Jennifer Aniston, Nancy Dow, lést í maí síðastliðnum, 79 ára að aldri eftir langvarandi veikindi. Þær tvær höfðu vart talast við í áratug þar til skömmu fyrir andlátið að þær náðu stuttlega saman. Nú er útlit fyrir að þær fáu góðu minningar sem hin 47 ára Aniston á frá sambandi þeirra undir það síðasta verði að engu því kona sem annaðist móðurina í veikindum hennar ætlar að skrifa bók um samband þeirra. „Hún var viðstödd þessi fáu símtöl og enn færri heimsóknir og hún ætlar að afhjúpa hina sönnu Jennifer Aniston. Nancy var mjög veik og einmana,“ segir heimildarmaður In Touch. Samband þeirra mæðgna var eldfimt eftir að móðirin talaði um dóttur sína í viðtali í sjónvarpsþættinum Hard Copy árið 1996 og gaf síðar út bók um sig og dóttur sína.

Jamie Oliver móðgar Spánverja Flestir kunna vel við kokkinn og sjónvarpsstjörnuna Jamie ­Oliver og taka uppskriftum hans fagnandi. En honum tókst heldur ­betur að móðga ­Spánverja í vikunni með óvenjulegri uppskrift sinni að paellu. Í uppskriftinni ætlaði Jamie heldur betur að hrista upp í hlutunum með því að lauma smá chorizo-kryddpylsu með en það lagðist ekki vel í Spánverja. „Þetta er ekki bara móðgun við matarhefðir okkar heldur líka við menningu okkar,“ voru skilaboð eins Twitter-notenda en tiltækið fékk mikla athygli á samfélagsmiðlunum. Jamie ætti kannski bara að halda sig við fisk og franskar.

Eiga von á fimmta barninu Leikkonan Tori Spelling og eiginmaður hennar, Dean McDermott, eiga von á fimmta barni sínu á næstunni. Tori er 43 ára og frægust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210. Þau hjón eiga fyrir fjögur börn saman á aldrinum fjögurra til níu ára og Dean á 18 ára son af fyrra hjónabandi. Tori viðurkenndi að fjölgunin hefði ekki verið á áætlun en þau tækju henni fagnandi, enda hefðu þau alltaf ætlað að eignast stóra fjölskyldu.

Laugavegur - Kringlan - Glerártorg - kunigund.is

Nú einnig á Glerártorgi

Miður sín Kim Kardashian sér mjög eftir því að hafa verið glannaleg með skartið sitt á samfélagsmiðlum.

hefur gefið ákveðinn aðgang að lífi sínu og þú ert kannski ekki sammála öllu sem hún gerir en hún er kona, móðir og dóttir sem gekk í gegnum skelfilegan hlut. Hugur minn er hjá henni.“

Haukur í horni Lena Dunham hljóp í vörn fyrir Kim Kardashian og bað fólk að hafa í huga að þrátt fyrir allt væri hún bara manneskja.

Skemmtanastjóri Skuggabarsins setur sig í gamalkunnar stellingar 80's barinn verður formlega opnaður í kvöld á efri hæð veitingastaðarins Lobster & Stuff. Einn eigenda staðarins leggur til sérfræðiþekkingu enda var hann skemmtana­stjóri á Astró og Skuggabarnum og glasabarn á Casablanca. „Nei, ég mun nú ekki standa í búrinu sjálfur. Ég mun treysta á aðra snillinga á miðjum aldri með nostalgíumúsíkina,“ segir Jón Gunnar Geirdal, einn eigenda veitingastaðarins Lobster & Stuff sem rekinn er í gömlu verbúðunum við Reykjavíkurhöfn. Jón og félagar hans hafa gefið barnum á efri hæð staðarins andlitslyftingu og ætla nú að fara alla leið með konseptið, að helga barinn vinsælli tónlist og menningu frá níunda og tíunda áratugnum. „Þetta var svona grín-vinnuheiti á þessum bar, 80's barinn, af því öll tónlistin var frá síðari hluta áttunda áratugarins, níunda áratugnum og fyrri part tíunda áratugarins. En núna ætlum við að taka þetta skrefinu lengra og fá plötusnúða til að rifja upp það allra besta frá skemmtistöðum á borð við Casablanca, Hollywood, Broadway, Klúbbinn, Villta tryllta Villa og fleiri,“ segir Jón Gunnar. Jón ætti nú að vita sínu viti um þessi mál, enda hefur hann verið viðriðinn skemmtanabransann í aldarfjórðung, eða þar um bil. „Casablanca, þar byrjaði ég sem glasabarn ásamt Jóa franska og fleirum, sællar minningar. Svo tengist ég fleiri af þessum stöðum. Ég var skemmtanastjóri á Skuggabarnum með Svala og skemmtanastjóri á Astró með Svavari Erni. Ég fór meira að segja á módelnámskeið í Tunglinu!,“ segir hann. Gamli skemmtanastjórinn viðurkennir fúslega að hann hafi einstaklega gaman af því að rifja upp þessa gömlu tíma. „Já, þessi nostalgíufílingur er svo skemmtilegur. Þegar við vorum að búa til „playlista“ fyrir 80's barinn þá rifjuðust ótal sögur upp. Eins og þegar við Þór Bæring

Rifjar upp gamla takta Jón Gunnar Geirdal opnar 80's barinn formlega um helgina. Staðurinn er á efri hæð veitingastaðarins Lobster & Stuff og þar mun tónlist og stemning níunda og tíunda áratugarins ráða ríkjum. Mynd | Rut

fórum á dagskrárgerðarnámskeið í FG hjá Þorsteini J árið 1990. Við vorum á einhverri fjölmiðlalínu og einum kennaranum af Rás 1 fannst við FM-hnakkarnir ekkert fyndnir og felldi okkur. Það var nú reyndar leiðrétt eftir á.“ Það er auðvitað ekki bara tónlistin sem stendur upp úr frá níunda og tíunda áratugnum. Ýmislegt fleira stendur Jóni Gunnari og fólki á hans aldri ljóslifandi í minningunni. „Drykkirnir, maður. Hver man ekki eftir Eplasnafs, Sambuca og Captain í Kók? Það er gaman fyrir fólk í kringum fertugt og upp úr að rifja þetta upp. Við erum nú sem betur fer með aðeins betri kokteilaseðil á 80's barnum en þá var í boði. Það er aðeins búið að uppfæra þetta.“ | hdm

Ég var skemmtanastjóri á Skuggabarnum með Svala og skemmtanastjóri á Astró með Svavari Erni. Ég fór meira að segja á módelnámskeið í Tunglinu!


STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL.

RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM Seljum í stuttan tíma eldri gerðir af rúmum og öðrum vörum með veglegum afslætti. Við erum að taka inn mikið magn af nýjum vörum og rýmum til með því að selja

RÝMINGARSAL A

25-50%

A F S L ÁT T U R

eldri gerðir og sýningareintök með veglegum afslætti.

EKKI MISSA AF ÞESSU! STILLANLEG RÚM

FA X A F E NI 5 Reykjavík 588 8477

DA L S B R AU T 1 Akureyri 588 1100

HEILSURÚM OG RÚMGAFLAR

S KE I Ð I 1 Ísafirði 456 4566

A FG R E I Ð S LU TÍ M I Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is

S V E F N S Ó FA R


…viðtal

4 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

Það er sama hvað ég sýni, það breytist í gull

Sólrún Lilja hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum á síðustu mánuðum fyrir góðar ábendingar varðandi þrif. Hún er svo vinsæl og vel metin að þegar hún talar um einhvern hlut þá selst hann strax upp í verslunum. Hún viðurkennir að vera með fullkomnunaráráttu og er bæði hörundssár og feimin. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

S

ólrún Lilja Diego hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði, bæði sem bloggari á síðunni mamie.is og á snapchat, þar sem hún er dugleg að deila ýmsum töfraráðum sem viðkoma þrifum. Hún hefur til að mynda þróað sýna eigin ediksblöndu, sem hún notar mikið til að þrífa með. Ráðin frá henni fljúga manna á milli á samfélagsmiðlum og í saumaklúbbum, þannig þeir sem ekki hafa fylgst með henni, notfæra sér jafnvel ráðin án þess að vita hvaðan þau koma. En Sólrún, sem er 25 ára, gerir ýmislegt fleira en að þrífa. Ásamt því að vera móðir og unnusta þá lærir hún viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, þar sem hún settist á skólabekk í haust. Hún eignaðist dóttur sína, Maísól, fyrir rúmu ári og var heima með hana fyrsta árið. Hún segir það því töluverð viðbrigði að vera komin í skóla og að rútínan hafi breyst aðeins á síðustu vikum.

Bjargaði fæðingarorlofinu

Sólrún sat þó ekki auðum höndum í fæðingarorlofinu, enda gerir hún það sjaldan. Þegar Maísól var fjögurra mánaða kom hún að stofnun vefsíðunnar mamie.is, ásamt fleiri ungum mæðrum. Það hafði aldrei hvarflað að henni að henni að hún ætti eftir að taka þátt í slíku verkefni, enda fannst henni þetta ekki alveg sinn tebolli. „Sú sem átti hugmyndina að síðunni fannst vanta vettvang fyrir mæður með ýmsum upplýsingum og afþreyingu og hún hafði mjög stórar hugmyndir. Þegar hún bað mig um að vera með þá hló ég bara að henni, en svo hittumst við og ræddum þetta betur. Hún var með ákveðnar stelpur í huga og þær voru allar til. Það var félagsskapurinn sem heillaði mig fyrst. Bloggið var í öðru sæti. Við vorum fimm mömmur í fæðingarorlofi, alltaf að gera eitthvað saman. Þetta bjargaði alveg fæðingarorlofinu mínu,“ segir Sólrún til að útskýra hvernig hún varð hluti af þessum hópi.

Fékk næstum hjartaáfall

Fljótlega ákváðu ungu mæðurnar

erum bara með okkar verkaskiptingu á heimilinu,“ útskýrir hún. Sólrún segist lítið spá í það heima hjá öðrum hvort það sé hreint eða ekki, eða hvernig skipulagi er háttað. Nema þá kannski heima hjá mömmu sinni. Þá á hún það til að færa til hluti. „Vinkonur mínar eru stundum að afsaka hvað er mikið drasl eða skítugt hjá þeim en ég tek ekki eftir því. Manni finnst alltaf skítugra heima hjá sjálfum sér en öðrum. Ég veit að fólk er oft mjög „nojað“ þegar ég kem, en það er algjör óþarfi.“

að opna einnig snapchat-reikning sem þær skiptust á að vera með, og fimmtudagar voru dagarnir hennar Sólrúnar. Viðbrögðin voru misjöfn. „Margir byrjuðu á því að hneykslast yfir því hvað það væri alltaf hreint heima hjá mér. Sögðu að ég væri þessi týpíska glansmynd og vildu meina að ég eyddi allri vikunni í að gera hreint fyrir fimmtudagana. Það var auðvitað ekki rétt, þannig ég ákvað að sýna hvernig ég héldi heimilinu svona hreinu. Ég var því farin að bíða með að þrífa þangað til á fimmtudögum og var þá með sex, sjö ráð í einu og fólk var alveg að drukkna í upplýsingum,“ segir Sólrún og skellir upp úr. Hún tók því ákvörðun um að opna sinn eigin snapchat-reikning þar sem fólk gæti fylgst með sér alla daga vikunnar, og þá byrjaði ballið fyrir alvöru. „Það var svo sjúklega mikið af fólki sem kom inn fyrstu nóttina að ég fékk næstum hjartaáfall. Mér fannst svo skrýtið að fólk hefði svona mikinn áhuga á að fylgjast með því sem ég var að gera. En ég ákvað að taka bara einn dag í einu og sjá hvert þetta myndi leiða mig.“

Kannski næsta Martha

Finnur fyrir þakklæti

Sólrún segir viðhorf fólks til sín hafa breyst mikið eftir að hún opnaði sitt dagsdaglega líf fyrir almenningi. Neikvæðnin er miklu minni og umræðan um að hún sé glansmynd samfélagsmiðlanna holdi klædd er á undanhaldi. Nú finnur Sólrún frekar fyrir þakklæti. „Fólk skilur nú frekar hvernig ég er og ég veiti öðrum innblástur hvernig megi halda heimilinu hreinu. Ég fæ mörg þakkarbréf frá konum. Ég er stoppuð í bíó og á djamminu og fólk er að taka myndir af mér,“ segir Sólrún hálf feimnislega, en konur senda henni gjarnan myndir, bæði af sjálfum sér og mönnunum sínum með tuskuna á lofti, að nýta sér þrifaráðin hennar. Sólrún er með 9000 fylgjendur og þeim fer ört fjölgandi. Hún viðurkennir að sér finnist stundum óþægilegt að vita ekki hvaða fólk er að fylgjast með sér, því ólíkt facebook þá er ekki hægt að fletta fylgjendunum á snapchat upp og sjá hvernig þeir líta út. Henni

Ekki allt fullkomið Sólrún segir að allir hafi sinn djöful að draga. Þó allt virðist fullkomið út á við þá sé það aldrei þannig. Hún hefði til dæmis alveg getað skipulagt sig betur varðandi námið. Mynd | Rut

finnst þetta sérstaklega óþægilegt þegar hún fær ljót skilaboð, en er þó dugleg að henda þeim út sem eru ókurteisir.

Hörundssár og feimin

„Þó að snapchatið mitt sé opið þá má fólk ekki segja hvað sem er við mig. Ég er ennþá bara ég,“ segir Sólrún en hún hefur til að mynda fengið að heyra að hún sinni ekki barninu sínu því hún sé alltaf að þrífa og sé algjörlega manísk. Í því samhengi bendir hún á að hún sé heppin að eiga barnsföður sem tekur mikinn þátt í uppeldi dótturinnar og þá sé mamma hennar líka dugleg að vera með ömmustelpunni sinni. „Ég hef því miklu meiri tíma til að þrífa en til dæmis einstæð móðir sem hefur engan stuðning. En ég er löngu hætt að afsaka sjálfa mig,“ segir Sólrún sem viðurkennir að hún sé mjög hörundsár, en kærastinn hennar hefur hjálpað henni að takast á við neikvæða gagnrýni. „Ég var líka mjög feimin. En það hefur styrkt mig mjög mikið að vera með bloggið og snappið, eins og ég átti ótrúlega erfitt með þetta fyrst. Nú vita allir hvernig ég er og ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því hinir og þessir halda um mig. Ég er komin með ágætlega breitt bak gagnvart gagnrýni og ef ég sé eitthvað um mig þá reyni ég bara að hlæja að því.“

Bjóst við að fá femínista á móti sér

Sólrún vill ekki ganga svo langt að meina að þrifin séu áhugamál

Það var svo sjúklega mikið af fólki sem kom inn fyrstu nóttina að ég fékk næstum hjartaáfall. Mér fannst svo skrýtið að fólk hefði svona mikinn áhuga á að fylgjast með því sem ég var að gera. En ég ákvað að taka bara einn dag í einu og sjá hvert þetta myndi leiða mig.“ hennar, en hún vill hafa hreint og fínt í kringum sig og hefur verið dugleg að finna auðveldari leiðir til að ná því markmiði. Hún er alin upp við að ganga vel um og hefur reynt að halda því við á sínu eigin heimili. Aðspurð hvort hún hafi fengið að heyra að hún sé að halda á loft úreltri verkaskiptingu kynjanna inni á heimilinu, segir hún að aldrei hafa gerst. „Það hefur komið mér svolítið á óvart. Ég bjóst alveg við því að fá öfgafemínista upp á móti mér og að vera gagnrýnd fyrir að stuðla að ákveðinni ímynd kvenna. En það hefur til dæmis enginn spurt mig hvort kærastinn minn geri ekki neitt. Það finnst mér jákvætt. Enda finnst mér þetta ekki vera mitt hlutverk frekar en hans. Fólk sér ekkert það sem hann er að gera. Hann eldar til dæmis alltaf. Við

Þegar blaðamaður spyr hvort hún sé með fullkomnunaráráttu, þá stendur ekki á svari: „Já. Hiklaust já. Mjög mikla. Ég hef fengið mörg skilaboð frá stelpum sem eru að læra sálfræði sem spyrja mig hvort ég sé ekki með OCD og það er alveg líklegt, þó ég hafi ekki verið greind með það,“ segir hún og brosir. En er eitthvað í lífi Sólrúnar sem er ekki jafn fullkomið og það lítur út fyrir að vera? „Já auðvitað, það hafa allir sinn djöful að draga. Ég gæti til dæmis verið löngu búin með skólann. Ég gæti hafa forgangsraðað öðruvísi. Ég er samt alveg á því að skólinn gefi manni ekkert endilega bestu tækifærin. Lífið leiðir mann bara áfram. Hver veit til dæmis nema ég verði næsta Martha Stewart og fái minn eigin þátt um þrif. Ég þarf enga menntun í það. Ég held ég myndi ekki vilja breyta neinu. Ég er að fá fullt af tækifærum í dag vegna þess sem ég hef verið að gera.“

„Þetta var alveg sjúkt“

Og skal engann undra. Það er nefnilega nóg að Sólrún minnist á einhvern hlut á snapchat, þá er hann horfinn úr hillum verslana daginn eftir. „Allt sem ég sýni selst upp. Það er alveg magnað. Hvort sem það er kökubók, moppa eða barnaföt. Ég held bara að ég sé búin að vinna mér inn virðingu hjá fólki, það er sama hvað ég sýni, það breytist í gull.“ Sólrún segist því vel skilja að fyrirtæki séu á höttunum á eftir fólki eins og sér, enda er þetta auðveld og ódýr leið til að auglýsa vörur. „En fyrirtækin gera sér ekki grein fyrir því hvað það fylgir þessu mikil vinna. Bara það að auglýsa skó felur það í sér að ég er að svara spurningum um þá oft á dag í marga mánuði,“ segir Sólrún, en henni finnst stundum nóg um. „Ég kannski legg símann frá mér í smástund og þá er búin að fá 70 skilaboð. Og með mína fullkomnunaráráttu finnst mér ég verða að skoða allt og svara öllu strax. Þetta hafði mjög mikil áhrif á mig fyrst. Ef ég var til dæmis að keyra og síminn var í augsýn þá langaði mig að svara. Þetta var alveg sjúkt. En svo tók ég bara ákvörðun um að á meðan ég er að keyra og eftir leikskóla hjá Maísól, þá er síminn ekki til staðar. Ekki nema hún sé sjálf að dunda sér. Þetta er svo dýrmætur tími og ég vil ekki missa af honum af því ég er að sýna eitthvert þrifaráð. Það getur alveg beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að læra með mína fullkomnunaráráttu.“

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Innréttingar í öllum stærðum og gerðum

Við aðstoðum þig við að hanna Schmidt eldhúsinnréttingu sem hentar þér og þínum þörfum. Óteljandi möguleikar eru í boði í hæsta gæðaflokki sem völ er á. Komdu og sjáðu úrvalið! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570


…tíska kynningar

6 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

Hárvörur fyrir allar týpur Wella Professionals kynnir EIMI mótunarvörur. Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson

H

ugmyndafræðin á bak við EIMI vörulínuna er að hver einstaklingur er einstakur og hefur sinn eigin stíl, þar af leiðandi eiga allir að finna vöru sem hentar þeim, óháð aldri eða kyni. Innblásturinn er tekinn af götunni, hvernig fólk er mismunandi. Hver og einn er eins og hann er.

EIMI vörurnar skiptast í 5 flokka:

Fyllingu, mýkt, mótun, háglans og hald. Því er ekkert mál að finna sína uppáhalds vöru. Eugene Souleiman er þekktur hárgreiðslumaður í tískuheiminum og vinnur einungis með EIMI hárvörurnar á Fashion Week í New York, París, London. Hann hefur unnið með hönnuðum á borð við Prada og Calvin Klein. Hann er líka hárgreiðslumaður Lady GAGA. Vörurnar sem hann telur „must have“ eru þessar og því erum við alveg sammála.

EIMI DRY ME

Hinar vinsælu EIMI mótunarvörur fást eingöngu á hársnyrtistofum

EIMI EXTRA VOLUME

Blástursfroða með fullkominni ­fyllingu og miklu haldi. Endurbætt formúla sem kemur í veg fyrir að hárið þorni upp við blástur.

Þurrsjampó sem gefur frábæra fyllingu og matta áferð. Frískaðu upp á greiðsluna hvaða tíma dags sem er. Hreinsar upp fitu og lyftir hárinu.

EIMI SUGAR LIFT

EIMI ROOT SHOOT

EIMI THERMAL IMAGE

Fullkomið rótarsprey sem gerir nákvæmlega það sem það á að gera: Lyfta rótinni.

Sveigjanlegt sykursprey sem gefur hald og fyllingu, gljáa og skemmtilega áferð. Tvær formúlur í einni frábærri hitavörn, sem ver hárið gegn hita upp í allt að 220°. Önnur formúlan nærir

hárið og ver það gegn hita og hin gefur mýkt og fullkominn gljáa.

EIMI GRIP CREAM

Mjúkt, kremað gel sem hentar bæði síðu og stuttu hári. Gefur gott og sveigjanlegt hald.

EIMI DYNAMIC FIX

Sveigjanlegt sprey sem fullkomnar útkomuna og þornar á einungis 45 sekúndum. Ný formúla gerir það að verkum að spreyið ver hárið gegn raka og UV geislum. Vandlátur Eugene Souleiman er þekktur hárgreiðslumaður í tískuheiminum og vinnur einungis með EIMI hárvörurnar á Fashion Week í New York, París, London.

ÍÞRÓTTAFATNAÐUR Í STÆRÐUM 14-28 Komdu við í verslun okkar að Fákafeni 9 eða pantaðu í netverslun www.curvy.is

Pantaðu á www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9 Opið Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16

| Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is


…heilsa kynningar

7 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

Fegurð að innan

Carmen Electra er hæstánægð með Skin Care Collagen Filler. Unnið í samstarfi við Icecare

L

eyndarmál Carmen Electra í viðhaldi unglegrar og geislandi húðar er hollt mataræði og Skin Care Collagen Filler töflurnar. Töflurnar eru þróaðar með skandinavískri tækni sem getur minnkað hrukkur verulega eftir 14 daga notkun.

Hvað finnst þér um að vera orðin andlit Skin Care Collagen Filler? Ég er mjög spennt að taka þátt í þessu. Danskur vinur minn, Claus Hjelmbak, sendi mér pakka af vörunni fyrir nokkru og ég féll algjörlega fyrir henni. Ég deildi henni á samfélagsmiðlum einfaldlega af því að hún er mjög góð og hefur haft mikil áhrif á húðina á mér. Þar sem ég varð heilluð af þeim áhrifum sem varan hefur þá er það mér heiður að taka þátt í að kynna hana. Þetta verkefni er ólíkt öðru sem ég er að taka þátt í svo það er bæði skemmtilegt og krefjandi. Ég hef virkilega gaman af þessu.

er magnað hvað svona lítil tafla getur haft mikil áhrif. Ég er mjög ánægð! ­

Hvaða skoðanir hefurðu á heilbrigðu líferni?

Heilbrigt líferni er gríðarlega mikilvægt, sérstaklega í mínu starfi. Því fylgir mikil streita. Ég reyni að drekka mikið af vatni, borða grænmeti og ganga þegar tími gefst til. Mataræði mitt er ekki alltaf fullkomið, mig langar stundum í gos, köku og súkkulaði. Eftir að ég byrjaði að dansa aftur er mikilvægt fyrir mig að vera í góðu formi.

Hvílist betur með Melissa Dream Melissa Dream-töflurnar eru ekki lyf heldur náttúruleg vítamín og jurtir.

É

Veik fyrir…?

Það hlýtur að vera súkkulaði.

Hvað er f­ egurð í þínum huga?

Að líða vel með sjálfa sig. Til að vera í góðu formi og líta vel út verður að stunda einhverja þjálfun. Ég trúi því að fegurðin komi að innan. Það þarf meira en snyrtivörur til að halda húðinni heilbrigðri og fallegri.

Skin Care Collagen Filler töflurnar næra lifandi frumur sem framleiða kollagen djúpt í húðinni sem hefðbundin krem ná ekki til. Eftir því sem árin færast yfir minnkar kollagenframleiðsla húðfruma. Við það fara að myndast fínar línur og hrukkur í húðinni auk þess sem hún tapar stinnleika sínum og raka. Gerðu það sem Carmen Electra gerir. Gerðu Skin Care Collagen Filler að hluta af daglegri rútínu. Skin Care Collagen Filler hentar konum og körlum á öllum aldri. Ekki bíða eftir því að hrukkurnar komi fram. Gerðu eitthvað gott fyrir þig. Fáanlegt í apótekum, heilsubúðum, heilsuhillum stórmarkaða og í ­vefverslun IceCare, www.icecare.is.

Hún kom mér verulega á óvart. Húð mín tók stakkaskiptum á mjög stuttum tíma. Ég er mjög hrifin af náttúrulegum vörum og það

g er fimmtug kona í krefjandi stjórnunarstarfi og hef átt við svefnvandamál að stríða af og til undanfarin 10 ár, sem lýsir sér þannig að ég næ ekki að slökkva á mér á kvöldin,“ segir Lísa Geirsdóttir. „Heilinn fer á fullt að hugsa um næstu vinnudaga og ég næ ekki að slaka nægilega á til að sofna. Það eru örugglega margir sem kannast við þessar aðstæður.“ Fyrir nokkrum árum fékk Lísa vægt svefnlyf hjá lækni sem hjálpaði, en hún var ekki hrifin af því að taka svefnlyf að staðaldri. „Lyfin fóru einnig illa í mig, ég vaknaði á morgnana með hálfgerða timburmenn.“ Fyrir nokkrum mánuðum ráðlagði góð vinkona Lísu henni að prófa Melissa Dream. „Eftir að ég fór að nota Melissa Dream næ ég að slaka á og festa svefn. Ég sef eins og ungbarn og er hress morguninn eftir. Einnig hefur Melissa Dream hjálpað mér mikið vegna pirrings í fótum sem angraði mig oft á kvöldin. Ég tek tvær töflur um það bil klukkustund áður en ég fer upp í rúm og næ að lesa mína bók og slaka á áður en ég fer inn í

Að ganga. Það hljómar ekki skemmtilega en er svo frábært og slakandi. Haltu þér í góðu formi og vertu alltaf með vatn með þér.

Af hverju virkar húðumhirða í töfluformi vel?

Hvaða skoðun hefurðu á vörunni?

Unnið í samstarf við Icecare

Heilsuráð?

for Menopause & Bone Health

draumalandið. Ég vakna hress og kát á morgnana og er tilbúin að takast á við verkefni dagsins án svefnleysis og þreytu.“ Lísa mælir eindregið með Melissa Dream fyrir alla þá sem eiga erfitt með að slaka á og festa svefn. „Það er líka góð tilfinning við að notast við náttúruleg lyf, ef þess gerist kostur.“

Sofðu betur

Í gegnum aldirnar hefur sítrónumelissa (lemon balm), melissa officinalissa, verið vinsæl meðal grasalækna, en þaðan dregur varan nafn sitt. Þessar vísindalegu samsettu náttúruvörur eru hannaðar til að aðstoða þig við að sofa betur og vakna endurnærð/ur og innihalda ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Sítrónumelissu taflan inniheldur náttúrulegu amínó­sýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun auk alhliða B-vítamína, sem stuðla að eðlilegri taugastarfsemi. Auk þess inniheldur taflan mikið af magnesíum, sem stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og dregur þar með úr óþægindum í fótum og handleggjum og bætir svefn. Melissa Dream fæst í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða.

200 krónur af hverjum seldum pakka af Femarelle í október munu renna til styrktar Bleiku slaufunni 2016 Fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna


…heilsa

8 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

með Sjónaukanum rá Iceherbs

g vinn við tölvur og veit að góð sjón er eitt af ví mikilvægasta sem við eigum. Ég var ég oft með eytu og pirring í augum þegar leið á daginn og átti fit með að einbeita mér að vinnu. Ég ákvað að prófa ónauka og fór fljótlega að fynna mun, ég er nú laus ð þreituverkina og sjónin hefur lagast til muna. et þess vegna mælt með Sjónaukanum.

æþór G Guðmundsson tölfunarfræðingur ).

Búðu þig rétt Mikilvægt er að klæða sig rétt áður en haldið er út í kuldann að hlaupa. Mynd | Getty

Njóttu þess að hlaupa í vetrarkuldanum magnesíum MAGNESÍUM með

hreinsandi MJÓLKURÞISTILL

Nýtt frá Iceherbs!

Magnesíum og Hreinsandi Fæst í Lyfju & Heilsuhúsinu

E

Það eru nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga ef fólk ætlar að stunda útihlaup á veturna.

itt það frábæra við útihlaup er að þau er hægt að stunda allan ársins hring, sama hvort það er sól og sumar eða hávetur. En á veturna er mikilvægt að búa sig rétt, bæði hvað fatnað og skóbúnað varðar. Þá eru nokkrir aðrir þættir sem mikilvægt er að hafa í huga, eins og sýnileiki og rétt upphitun. Hér er nokkrar ábendingar sem gott er að fylgja til að fá sem mest út úr vetrarhlaupum.

1

Klæddu þig rétt

Hvernig þú klæðir þig getur haft úrslitaáhrif varðandi það hvort þú hefur ánægju af hlaupunum eða ekki, því það er fátt verra en að vera of kalt eða heitt þegar hlaupið er. Vertu í nokkrum lögum af þunn-

um fötum. Það hjálpar til við að fanga líkamshitann og er því mun hlýrra heldur en ein þykk flík. Þetta á líka við um sokka. Vertu frekar í tvennum þunnum sokkum en einum þykkum. Réttu efnin skipta líka máli. Hægt er að fá sérstakan hlaupafatnað sem hentar vel til að hlaupa í kulda. Þá er líka gott að nota ullina, hún heldur líkamanum þurrum. Forðastu bómullarflíkur, þær einangra lítið og verða þungar og kaldar um leið og þær blotna. Gott er að hafa ysta lagið vind- og vatnshelt og er Gore-Tex góður kostur í þeim efnum. Nylon gerir einnig sitt gagn og það er töluvert ódýrara. Svo er mikilvægt að muna eftir góðri húfu og vettlingum, og í raun að hylja eins mikið af líkamanum og hægt er. Þannig nýtist líkamshitinn best í kuldanum. En gott er að bera vaselín á þau svæði sem standa út, til að forðast frostbit.

2

Veldu góða skó

Góðir skór eru mikilvægir í vetrarhlaupum, sérstaklega þegar snjór er yfir öllu og lúmsk hálka getur leynst víða. Það er bæði hægt að kaupa sérstaklega hlaupaskó með nöglum eða láta setja nagla í gamla skó, fyrir betra grip. Þá er mikilvægt að skórnir séu þokkalega vatnsheldir, því blautir fætur komast ekki langt. Þá kemur Gore-tex aftur sterkt inn. Þá er sniðugt að vatnsverja skó með sílikonspreyi sem fæst í flestum skóbúðum og stórmörkuðum.

3

Vertu sýnileg/ur

Þegar hlaupið er í myrkri er mikilvægt að vera í sýnilegum fatnaði. Skærum litum og með endurskinsmerki. Það er mikilvægt að aðrir hlauparar, hjólreiðamenn og bílstjórar sjái þig. Mikið af hlaupafatnaði kemur með áföstum endurskinsmerkjum,

en áberandi litir eru góð viðbót við sýnileikann. Ef lýsingin er takmörkuð á hlaupasvæðinu getur verið gott að vera með höfuðljós til að sjá vel það sem framundan er.

4

Hitaðu upp

Gott er að hita sig aðeins upp innandyra áður en haldið er út í kuldann að hlaupa. Þá eru minni líkur á því að þér nái að verða kalt í upphafi hlaups. Hlauptu til dæmis nokkrum sinnum upp og niður stiga áður en þú ferð út. Ef þú ert hluti af hlaupahópi, ekki standa úti í kuldanum og spjalla við félagana fyrir hlaupið. Bíðið inni þangað til hlaupið er af stað.

5

Leiktu á vindinn

Ef það er vindur úti, byrjaðu þá á því að hlaupa á móti vindi og kláraðu hlaupið með vindinn í bakið. Hljómar kannski kjánalega, en með því að gera það þá kemurðu í veg fyrir að nístingskaldur vindurinn bíti í þig þegar þú ert orðin/n sveitt/ur eftir hlaupin. Það getur líka verið sniðugt að hlaupa á móti vindinum í tíu mínútur, snúa svo við og hlaupa með vindinn í bakið í fimm mínútur. Og endurtaka þetta meðan á hlaupunum stendur.

6

Farðu strax inn

Þú byrjar að kólna um leið og þú hættir að hlaupa. Þess vegna er mikilvægt að komast inn og í ný föt strax að hlaupi loknu. Sérstaklega ef þú hefur náð að svitna duglega. Þá getur líka verið gott að drekka eitthvað heitt til að koma hita í kólnandi kroppinn. Svo er ágætt að hafa það í huga að bíða með hlaupin ef frost er mjög mikið eða veður vont. Ekki fá samviskubit yfir því.

Ef það er vindur úti, byrjaðu þá á því að hlaupa á móti vindi og kláraðu hlaupið með vindinn í bakið.


…heilsa kynningar

9 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

Börn þurfa líka meltingargerla Kidz Pro-4 bætir meltinguna og ver gegn sýkingum. Unnið í samstarfi við Artasan

K

öflugs ónæmiskerfis. Þarmaflóran flyst frá móður til barns í fæðingunni. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem tekin eru með keisaraskurði eru gjarnari á að fá sýkingar og ónæmissjúkdóma, eins og astma og barnaexem. Verðandi mæður og mæður með börn á brjósti þurfa því að gefa þarmaflórunni gaum til að styrkja ónæmiskerfi ungbarnanna.

idz Pro-4 mjólkursýrugerlar frá Natures Aid eru sérstaklega ætlaðir börnum frá 1 árs aldri. 5 milljarðar af sérvöldum gerlum sem hjálpa til við að halda jafnvægi á þarmaflórunni, hindra vöxt óæskilegra baktería, bæta meltinguna, efla ónæmiskerfið og varnir gegn sýkingum. Gerlarnir eru í duftformi sem hægt er að Sýkingar og sýklalyf strá yfir grautinn eða hræra Börn fá að meðaltali sex saman við vökva. til átta vírussýkingar í Það er fátt sem öndunarfæri árlega en skiptir jafn miklu máli sýkingar í öndunarMjólkurfyrir heilsuna okkar færum eru ein alru e r sýrugerla eins og heilbrigð gengasta ástæða ir og rétt samsett nauðsynleg u fyrir heimsókn til þarmaflóra. Þarmalæknis og um 75% tök samhliða inn flóran í venjulegri af notkun sýkla­lyfja . sýklalyfja manneskju inniheldur er vegna öndunaryfir þúsund mismunfærasýkinga. Oft á andi tegundir gerla og tíðum ræður líkaminn baktería. Jafnvægi þessara við sýkingu eða smitsjúkdóm baktería getur auðveldlega raskast með sínum náttúrulegu vörnum vegna veikinda, inntöku sýklalyfen ef ónæmiskerfið ræður ekki við ja, mikillar kaffidrykkju og ýmissa vandamálið, þarf að meðhöndla viðlífsstílstengdra þátta eins og mikils komandi með lyfjum. Algengast er álags, neyslu næringarsnauðrar þá að notuð séu sýklalyf. Endurtekfæðu og fæðu sem er mikið unnin. in sýklalyfjanotkun getur hreinlega Fyrir 2000 árum sagði gengið af þarmaflórunni dauðri. Hippocrates: „Allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi.“ Það er ekki Sýklalyf drepa góðu fyrr en nú hin síðari ár sem við erum ­bakteríurnar að skilja hversu mikið er til í þessSýklalyf eru sérstaklega hönnuð um orðum. til þess að berjast gegna bakteríum í líkamanum, jafnt góðum sem Þarmaflóra ungbarna slæmum og eru góðu bakteríurnar Gríðarlega mikilvægt er að þarmaí þörmunum þá ekki ­undanskildar. flóran hjá börnunum okkar sé í Allir sem taka sýklalyf þurfa að góðu lagi en hún er undirstaða passa þarmaflóruna og taka inn

Engin viðbætt bragð- eða litarefni

mjólkursýrugerla (probiotics). Best er að taka inn gerla 2-3 klukkustundum fyrir eða eftir inntöku á sýklalyfjum, ekki samtímis.

í meltingunni og svo eru líka ákveðin matvæli, eins og sykur og unnin matvara ýmiskonar, sem hafa afar slæm áhrif á þarmaflóruna.

Uppþemba og vindgangur

Strá yfir grautinn eða í drykkinn

Börn, rétt eins og fullorðnir, geta fengið magaónot, uppþembu og vindgang og geta góðir gerlar þá gert kraftaverk. Það verður að sjálfsögðu að huga að mataræðinu en ef það er ekki jafnvægi í þarmaflórunni, er meltingin ekki að vinna rétt og getur það valdið miklum óþægindum. Í mörgum tilfellum er óþol fyrir ákveðnum matvælum beintengt skorti á góðum ­bakteríum

Kidz Pro-5 eru mjólkursýrugerlar ætlaðir fyrir börn frá 1 árs aldri. Þeir innihalda 8 gerlastofna og þeirra á meðal eru hinn öflugi asídófílus (Lactobacillus Acidophilus) sem m.a. ver okkur fyrir óvinveittum bakteríum sem geta verið í þörmunum, Lactobacillus Plantarum hefur mikilvæg áhrif á einkenni eins og niðurgang, hægðatregðu og vind-

gang og hann fóðrar einnig þarmaveggina þannig að líkurnar á því að slæmar bakteríur komist í blóðrásina minnka. Að lokum skal nefna stofn sem kallast Steptococcus Thermophilus en hann er þekktur fyrir að draga úr líkum á niðurgangi sem orsakast af inntöku á sýklalyfjum. Kidz Pro-5 eru án allra aukaefna, þeir eru bragðlausir og í duftformi og því sérlega þægilegir í notkun. Það má strá þeim yfir graut eða hollt morgunkorn, setja í boost og raunar blanda þeim í hvað sem er.

Án sykurs og gerviefna

Gæðavítamín á fljótandi formi fyrir börn frá 6 ára aldri

KRAKKARNIR ELSKA BRAGÐIÐ!


…jólahlaðborð Frá 22. nóvember

10 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

Jólamatseðill Tapasbarsins Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk

7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Tvíreykt hangikjötstartar með balsamik vinaigrette • Rauðrófu- og piparrótargrafinn lax • Spænsk marineruð síld með koríander og mangó •Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu • Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús •Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir

RESTAURANT- BAR

• Rise a la mande með berjasaft • Ekta súkkulaðiterta

7.990 kr.

Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | www.tapas.is

Gullnu reglurnar á jólahlaðborðinu

Colonic Plus Kehonpuhdistaja

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

www.birkiaska.is

Redasin Strong • • •

Redasin bætir vellíðan hjarta- og æðakerfis og stuðlar að lægra kólesteróli. Redasin Strong inniheldur Q10, rauð hrísgrjónager, Fólínsýru, B12 og B6. Daglegur skammtur af Redasin Strong er tvær töflur á dag.

www.birkiaska.is

Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

www.birkiaska.is

Njóttu betur og borðaðu rétt H ver kannast ekki við það að fara á jólahlaðborð og borða yfir sig af einni eða tveimur sortum og standa svo á blístri restina af kvöldinu. Þetta er vandamál sem alltof margir þekkja af biturri reynslu. Þvílík sóun á magaplássi og góðri skemmtun! Áður en þú heldur á jólahlaðborðið er því vissara að hafa þessar gullnu reglur í huga svo þú getir notið þess að borða og skemmta þér.

E

f þú átt möguleika á því að skoða fyrirfram hvað er í boði á hlaðborðinu þá er góð regla að gera það. Þá veistu hvað er í boði og hvað þig langar að smakka. Yfirleitt eru veitingastaðir með lista yfir góðgætið á vefsíðum sínum þannig að hægt er að renna yfir listann áður en haldið er af stað.

Njóttu vel Passaðu þig á því að borða ekki yfir þig á jólahlaðborðunum.

E

orðaðu hægt. Yfirleitt er gert ráð fyrir að jólahlaðborð taki dálítinn tíma, sér í lagi ef innifalið er einhverskonar „sjóv“. Tyggðu vel og leyfðu matnum að sjatna áður en þú rýkur í næstu ferð.

B

kki gleyma að borða það grænmeti og salöt sem í boði eru – þó að þig langi mögulega að sneiða framhjá því og einbeita þér að alfarið patéinu og purusteikinni. Bæði léttir það máltíðina og hjálpar til við meltinguna.

F

eyndu að sneiða hjá brauðmeti ef slíkt er að finna á hlaðborðinu. Sér í lagi hvítu brauði sem gerir lítið annað en að blása út í maganum og taka allt plássið. Flís af laufabrauði og rúgbrauði er auðvitað í lagi enda fylgir það mjög oft jólahlaðborðunum en reyndu að takmarka brauðátið eins og þú getur.

kki drekka of mikið með matnum. Góð regla er að drekka vatnsglas meðan þú ert í „átpásu“ og auðvitað er ljómandi gott að dreypa á víni með matnum, fyrir þau sem slíkt drekka. Ef þú hins vegar þambar bjór eða jólaöl með matnum fyllist magaplássið fljótt sem er mikil synd.

rtu meira fyrir forrétti en aðalrétt? Eða öfugt? Ekki halda að það sé skylda að smakka allt af hlaðborðinu, það er ógjörningur, sér í lagi á stórum hlaðborðum. Ef þú ert meiri forréttamanneskja skaltu einblína á þá en spara plássið ef þú ert meira fyrir aðalrétti. áðu þér lítið á diskinn í einu, bara örlitlar flísar af öllu – svo geturðu fengið þér aftur ef það er eitthvað sem þér líkar sérlega vel. Með því að smakka örlítið af hverjum rétti ertu líka að minnka matarsóun og minnka líkurnar á því að helmingurinn af hlaðborðinu endi í ruslinu.

R

E E

Ellý Vilhjálms, Raggi Bjarna, Maggi Kjartans, Ómar Ragnarsson og Helena Eyjólfs hafa öll stigið á svið í Súlnasal, ásamt svo mörgum öðrum. Þau eru partur af sögunni okkar og í ár gerum við þeim skil. Regína Ósk og Örn Árna syngja sig í gegnum þessa glæsilegu sögu og glæða hana lífi við undirleik Jónasar Þóris á jólahlaðborði Hótel Sögu í Súlnasal. Inn læðist júróvisíonsveifla og lögin sem allir þekkja. Sérstakur gestur er Baldur Dýrfjörð. Siggi Hlö mætir að vanda og gerir allt vitlaust. Jólamatur, góðgæti og geggjað stuð sem þú vilt ekki missa af. Föstud. 18.11 Föstud. 25.11 Föstud. 02.12

Laugard. Laugard. Laugard.

19.11 26.11 03.12

Föstud. 9.12 Laugard. 10.12 Föstud. 16.12 Laugard. 17.12 Jólahlaðborð & skemmtun verð: 10.900,-

Bókaðu þinn hóp á hotelsaga@hotelsaga.is eða í síma 525 9930 www.hotelsaga.is


11 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

…jólahlaðborð

Allsnægtir í mat og drykk á aðventunni

Nýslátrað og nóg af öllu

Jólahátíðin hefur löngum verið mikil matarhátíð þar sem menn belgja sig út af góðum mat og hefur kjötneysla verið sérstaklega áberandi hér á landi á þessum árstíma. Í seinni tíð hefur það reyndar þróast svo að það er ekki aðeins um hátíðina sjálfa sem mikið er borðað heldur byrjar átið jafnvel strax á aðventunni og stundum fyrr. Þá fer fólk að leggja leið sína á jólahlaðborð þar sem hægt er að borða nægju sína af alls kyns dýrindis krásum. Til að finna uppruna jólahlaðborða hér á landi þarf að fara 35 á aftur í tímann, til Bjarna Árnasonar, veitingamanns í Brauðbæ, sem síðar hét Óðinsvé. Á þessum árstíma var yfirleitt lítið að gera á veitingastöðum bæjarins og því hóf Bjarni að bjóða gestum jólahlaðborð að danskri fyrirmynd. Í dag þykja jólahlaðborð ómissandi hluti af aðventustemningu og f lest fyrirtæki landsins reyna að bjóða starfsfólki sínu til slíkrar veislu.

Jólaát eða jólafasta?

Hér áður fyrr voru síðustu vikurnar fyrir jól kallaðar jólafasta vegna þess að í kaþólskum sið var fastað á þessum tíma og kjöt ekki borðað. Þetta orðalag hélst lengi fram eftir öldum þó að ekki væri lengur fastað í eiginlegum skilningi þess orðs. Í dag á þetta orð þó tæpast við þar sem aðventunni fylgir yfirleitt meira át en gengur og gerist. Það er samt áhugavert að sjá að einn er sá siður sem tíðkast hér á landi sem gæti flokkast sem nokkurs konar

leifar af þessari kaþólsku föstuhefð en það er að á Þorláksmessu, þann 23. desember, er það siður margra að borða svokallaða Þorláksmessuskötu.

Nýslátrað um jólin

Löng hefð er fyrir því hér á landi að vel sé gert við menn í mat og drykk um jólin. Heimildir eru til sem benda til þess að á þjóðve ld i s öld h a f i það þótt brýnasta nauðsyn að menn feng ju nýtt kjöt um jólin. Lengi f r a m e f tir öldum slátruðu þeir bændur sem efni höfðu á vænni kind fyrir jólin svo heimilisfólkið gæti fengið kjöt af nýslátruðu í jólamatinn. Hins vegar fór þetta allt eftir efnahag bændanna og ekki gátu allir séð af heilli kind um jólaleytið. Þá var brugðið á það ráð að bjóða upp á næstbesta kostinn sem var reyktur matur á borð við hangikjöt sem síðar varð einn vinsælasti jólamatur landsins og mörgum þykir enn í dag ómissandi um jólin. Algengt hefur verið að rjúpur, hamborgarhryggur, lambalæri eða kalkúnn hafi verið á borðum landsmanna um jólin en ekki er til neinn tæmandi listi um það hvað Íslendingar borða um jólin þar sem úrvalið er svo mikið og smekkur manna misjafn. Upplýsingar fengnar af vef Þjóðminjasafnsins

Minniborgir.is Ferðaþjónusta Gisting * Veitingar * Afþreying

Veitingastaðurinn í Minniborgum er opinn allt árið um kring. Frábær aðstaða fyrir hópa og fjölskyldur. Verðum með villibráðar-, og jólahlaðborð í haust og vetur. Verð á jólahlaðborði með gistingu og morgunmat 16.900 kr. á mann. Verð á jólahlaðborði án gistingar 8.900 kr. á mann. Nánari upplýsingar og bókanir í síma 486 1500 eða á emaili info@minniborgir.is

Minniborgir.is ferðaþjónusta á góðum stað

LOKSIN

S! HIN FR ÆGA RJÚPU S KOMIN ÚPA AFTUR .

PERLAN: VILLIBRÁÐARHLAÐBORÐ 27. OKTÓBER TIL 16. NÓVEMBER Matreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni víðsvegar að til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar. Verð 9.900 kr. · Tilboð frá mán. til mið. 7.900 kr. Veitingahúsið Perlan · Sími 562 0200 · www.perlan.is · perlan@perlan.is


…heilabrot

12 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

Sudoku miðlungs 7

Spurt til vegar fyrir alla fjölskylduna

5 1 9 8

4 3 5

1

8 6 6 1

2 5

7 4 8 2 5 1 8 3

Sudoku þung 6 5 8 3 7 1 5 9 7 8 1 9 3 9 2 2 8 4 8 3 2 6 4 4 8

BYRJA HÉR Er Kuggur einn af hvolpunum í Hvolpasveitinni?

Byrjaðu á byrjunarreit og svaraðu fyrstu spurningunni já eða nei og skráðu hjá þér bókstafinn sem fylgir svarinu. Eltu svo örvarnar eftir því yfir á næstu spurningu og svo koll af kolli. Ef þú ert kominn í mark er þar lokaspurningin. Þá tekur þú saman bókstafina við öll svörin þín. Svarið við lokaspurningunni raðast saman úr þessum bókstöfum ef þú hefur svarað öllum spurningunum rétt. Góða skemmtun.

JÁ S

NEI T

Voru Stubbarnir fjórir?

NEI E

NEI Í

Er Afríka stærsta heimsálfan?

JÁ N

Eru kósakkar upprunnir í Arabíu?

JÁ O

Telst þíamín til B-vítamína?

Hét faðir Eiríks rauða Leifur heppni?

NEI Á

NEI B

NEI A

NEI S

NEI L

JÁ T

Lék Victoria Principal Pamelu í Dallas?

NEI E

JÁ S

JÁ I

Bjó Anna Frank í Amsterdam?

JÁ A

NEI P

JÁ Ú

Er Lara Croft aðalhetjan í tölvuleiknum Dark Raider?

JÁ N

NEI T

JÁ R

Byrjar skólaskylda íslenskra barna við 5. aldursárið?

Tekur kökugerðarmaðurinn fyrst af öllu steikarpott í piparkökusöngnum?

JÁ Ð

NEI K

Tilheyrir Colorado vesturríkjum bandaríkjanna?

NEI Ó

NEI S

JÁ A

Er Noregur fjölmennasta ríki á Norðurlöndunum?

Eru keilurnar í keiluspili tíu?

Heitir íþróttafélagið á Höfn í Hornafirði Sindri?

NEI S

JÁ H

JÁ Ú

JÁ U

NEI Á

JÁ G

Er Róm stundum kölluð borgin eilífa?

JÁ A

Er neon lofttegund?

JÁ M

Er franska opinbert tungumál á Haítí?

NEI T

NEI Í

JÁ E

Er hin forna borg Karþagó í Túnis?

Er C++ vítamín?

NEI N

NEI Ó

Er smáríkið Andorra fámennara en San Marino?

Kastar hver keppandi í pílukasti 5 pílum í hverri umferð?

JÁ U

NEI R

JÁ S

NEI S

Heitir höfuðborgin í Armeníu Bakú?

JÁ Í

JÁ A

NEI A

KOMIN Í MARK!

JÁ T

Hvað kallast fjármark öðru nafni?

S

Krossgáta á föstudegi 1

2

3

4

5

6

7

11

12

13

14

15 19

24

27

28

29

22

25

26 31

30 33

10

20

21 23

9

17

16

18

8

32 35

34

36

37

38

39

Lárétt

Lóðrétt

1. Báts 6. Hjala 11. Rölta 12. Dáð 13. Óskiptan 14. Ísmola 15. Dúra 17. Sáðjörð 18. Krá 19. Umhverfis 20. Band 21. Toga 23. Hestur 26. Býli 27. Umrót 30. Númer tónverks 31. Hnífjafn 33. Nikka 35. Blaða 36. Nýr 37. Vesæll 38. Fangi 39. Drabb

1. Krapi 2. Hrópa 3. Reiður 4. Áætlun 5. Eyðimörk 6. Hryggur 7. Skemma 8. Marra 9. Gisinn 10. Hneta 16. Teygjudýr 21. Matarílát 22. Matarréttur 23. Brennivídd 24. Skjóllaus 25. Líffæri 27. Læða 28. Fórnargjöf 29. Brestir 32. Aðalstitill 34. Fugl

Lausn síðustu viku S K E G G

Ö L G E R

L A G N I

A T V I K

F E I L A

L I T L U

S P J A L D S N U Ð

A P A

A S P T I L U R E Í K A N T A M A A R S I

S K O T S K R A U T

P A N T A

A F T U R

S L A R K

V A R M A

Í S K U R

S K A R A

Lausn á síðustu spurningagátu Spurt var: Hvað merkti orðið fjalaköttur upphaflega? Rétt svar er: Músagildra



…sjónvarp

-

14 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

Landsleikir í beinni

ÞRJÁR SPENNANDI SPÆJARABÆKUR! Gísli Marteinn snýr aftur

RÚV kl. 21.15 Vikan með Gísla Marteini Þessi vinsæli spjallþáttur Gísla Marteins Baldurssonar fer af stað á ný í kvöld með eilítið breyttum áherslum. Nú hefur Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, bæst í hópinn og fer yfir hápunkta vikunnar. Þá verður sýnt innslag sem Berglind Pétursdóttir gerði frá heimsókn sinni á landsfund Framsóknarflokksins um liðna helgi. Gísla veitir enda ekki af hjálpinni eftir að hann sleit hásin á dögunum.

NY

ÞRÖSTUR ÞÓR JÓNSSON / NEMANDI Í ÍSAKS SKÓLA

rúv 15:25 Alþingiskosningar 2016: Forystusætið (Alþýðufylkingin) e. 15:50 Alþingiskosningar 2016: Málefnin (Efnahagsmál og atvinnulíf) e. 16:50 Popp- og rokksaga Íslands e. 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 KrakkaRÚV (139) 18:30 Jessie (1:28) Önnur þáttaröð um sveitastelpuna Jessie sem flytur til New York til að láta drauma sína rætast en endar sem barnfóstra fjögurra barna. 18:50 Öldin hennar (40:52) e. 19:00 Fréttir 19:25 Íþróttir 19:30 Veður 19:40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (39:50) Litið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. 20:00 Útsvar (4:27) (Árborg - Akranes) Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Sigyn Blöndal. Dómari: Sveinn Guðmarsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson. 21:15 Vikan með Gísla Marteini (1:14) Gísli Marteinn snýr aftur á skjáinn á föstudagskvöldum í vetur. Allir helstu atburðir vikunnar í sjórnmálum, menningu og mannlífi eru krufnir í beinni útsendingu. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Vilhjálmur Siggeirsson. 22:00 I Could Never Be Your Woman (Ástin spyr ekki um aldur) Rómantísk gamanmynd um móður á miðjum aldri leikna af Michelle Pfeiffer sem fellur kylliflöt fyrir yngri manni á sama tíma og dóttir hennar verður kynþroska og kynnist ástinni í fyrsta skipti. Leikarar: Michelle Pfeiffer, Paul Rudd og Saoirse Ronan. Leistjóri: Amy Heckerling. 23:35 Blue Velvet (Blátt flauel) Dulmagnaður spennutryllir úr smiðju Davids Lynch. Þegar afskorið eyra finnst úti í haga kemst ungur maður á sporið um hvað hefur orðið um fagra og dularfulla söngkonu í næturklúbbi og hóp geðveikra glæpamanna sem rændu barninu hennar. Leikarar: Isabella Rossellini, Kyle MacLachlan, Dennis Hopper og Laura Dern. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e. 01:30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

“ ógeðslega skemmtileg!

Föstudagur 07.10.16

(UM HÓTELRÁÐGÁTU NA)

w w w.forl a g i d.i s | B ó k a b ú ð Forl a gs i n s | F i s k i s l ó ð 3 9

Ferðalög frá öllum hliðum

Hringbraut kl. 21 Ferðalagið: Fréttir, viðtöl og lífsstíll Linda Blöndal og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjalla um ferðalög í nýstárlegum frétta-, viðtals- og lífsstílsþætti um eitt helsta áhugamál fólks, ferðalög jafnt heima og erlendis.

sjónvarp símans 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Black-ish (13:24) 08:20 Dr. Phil 09:00 The Biggest Loser (3:38) 10:30 Pepsi MAX tónlist 13:20 Dr. Phil 14:00 Cooper Barrett's Guide to Surviving Life (12:13) 14:20 Girlfriends' Guide to Divorce (8:13) 15:05 The Bachelor (15:15) 15:50 The Good Wife (14:22) 16:35 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 17:15 The Late Late Show with James Corden 17:55 Dr. Phil 18:35 Everybody Loves Raymond (13:16) 19:00 King of Queens (23:24) 19:25 How I Met Your Mother (8:24) 19:50 What to Expect When You're Expecting Gamanmynd frá 2012 með Cameron Diaz, Anna Kendrick, Jennifer Lopez, Elizabeth Banks, Dennis Quaid, Matthew Morrison, Chace Crawford og Chris Rock í aðalhlutverkum. 21:45 Under the Dome (8:13) 22:30 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 23:10 Prison Break (13:22) 23:55 Elementary (9:24) 00:35 Sex & the City (9:18) Bráðskemmtileg þáttaröð um Carrie Bradshaw og vinkonur hennar í New York. 01:00 Ray Donovan (5:12) 01:45 Quantico (6:22) Spennuþáttaröð um unga nýliða í bandarísku alríkislögreglunni sem þurfa að komast í gegnum þrotlausa þjálfun hjá FBI í Quantico. 02:30 Billions (9:12) Mögnuð þáttaröð og að margra mati besta nýja þáttaröð vetrarins 2015-16. Milljónamæringurinn Bobby “Axe” Axelrod hefur byggt upp stórveldi í kringum vogurnarsjóð og er grunaður um ólöglega starfshætti. Saksóknarinn Chuck Rhoades er staðráðinn í að koma honum á bak við lás og slá og er tilbúinn að beyta öllum tiltækum ráðum. Aðalhlutverkin leika Damian Lewis og Paul Giamatti. 03:15 Under the Dome (8:13) 04:00 The Tonight Show starring Jimmy Fallon Spjallþáttakóngurinn Jimmy Fallon tekur á móti góðum gestum og slær á létta strengi. 04:40 The Late Late Show with James Corden 05:20 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 Sport klukkan 18.45 Undankeppni HM í knattspyrnu Undankeppni HM í knattspyrnu heldur áfram í kvöld og Stöð 2 Sport býður upp á þrjá leiki í beinni. Holland mætir Hvíta-Rússlandi, Zlatan-lausir Svíar fara í heimsókn til Lúxemborgar og stjörnum prýtt lið Belga tekur á móti Bosníu-Hersegóvínu.

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Hringbraut 11:00 Leyndardómar veitingahúsanna með Völu Matt e. 11:30 Mannamál með Sigmundi Erni e. 12:00 Þjóðbraut á fimmtudegi e. 13:00 Viðreisn: Nýr, frjálslyndur stjórnmálaflokkur e. 13:30 Atvinnulífið: Síldarvinnslan Neskaupsstað e. 14:00 Leyndardómar veitingahúsanna með Völu Matt e. 14:30 Mannamál með Sigmundi Erni e. 15:00 Þjóðbraut á fimmtudegi e. 16:00 Viðreisn: Nýr, frjálslyndur stjórnmálaflokkur e. 16:30 Atvinnulífið: Síldarvinnslan Neskaupsstað e. 17:00 Leyndardómar veitingahúsanna með Völu Matt e. 17:30 Mannamál með Sigmundi Erni e. 18:00 Þjóðbraut á fimmtudegi e. 19:00 Viðreisn: Nýr, frjálslyndur stjórnmálaflokkur e. 19:30 Atvinnulífið: Síldarvinnslan Neskaupsstað e. 20:00 Heimilið Fjölbreyttur þáttur um neytendamál, fasteignir, viðhald, heimilisrekstur og húsráð. Umsjón: Sigmundur Ernir Rúnarsson 21:00 Ferðalagið: Fréttir, viðtöl og lífstíll Nýstárlegur frétta-, viðtals- og lífstílsþáttur um eitt helsta áhugamál fólks, ferðalög jafnt heima og erlendis. Umsjónarmenn: Linda Blöndal, Sigmundur Ernir Rúnarsson 22:00 Framsókn fyrir framtíðina XB: Framsóknarflokkurinn kynnir sínar áherslur fyrir komandi kosningar og helstu frambjóðendur 22:30 Örlögin: Lífsreynslusögur e. 23:00 Þjóðbraut á mánudegi e.

N4 19:30 Föstudagsþáttur Karl Eskil Pálsson sér um Föstudagsþáttinn þessa vikuna og ræðir við góða gesti um málefni líðandi stundar. Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

Persónuleg mál og einkamál á RIFF

Bíó Paradís kl. 20.40 Persónuleg mál Kvikmyndin Personal Affairs, eftir leikstjórann Maha Haj, lýsir vandkvæðum við að halda fjölskyldutengslum í umdeildu pólitísku andrúmslofti. Í Nasaret búa eldri hjón við þreytandi daglegt amstur. Hinum megin við landamærin, í Ramallah, vill sonur þeirra vera eilífur piparsveinn, dóttir þeirra er við það að fara eiga barn á meðan eiginmaður hennar fær hlutverk í kvikmynd og amman er að missa stjórn á lífi sínu. Innan um eftirlitsstöðvar og drauma, léttúð og stjórnmál, vilja sum þeirra flytjast á brott, hin vilja vera eftir en öll eru þau að kljást við persónuleg mál sem þau þurfa að leysa.


…sjónvarp

15 | amk… FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016

Ólst upp sem sjónvarpsáhorfandi með Survivor Hefur fylgst með þáttunum, með örfáum hléum, frá því hann var tíu ára. Sófakartaflan Aðalsteinn Kjartansson fjölmiðlamaður

Ofurhetjan Luke

Netflix Luke Cage Ný Netflix-sería sem byggð er á Marvel-hetju sem ber sama nafn. Carl Lucas leikur Luke Cage sem er fyrrum fangi með ofurhetju krafta sem nú berst gegn illum öflum og glæpum. Allir þrettán þættirnir eru komnir inn á Netflix og hafa fengið góðar viðtökur, þó sumir segi að þeir séu nokkuð lengi í gang. Þá hefur 70's lúkki þáttanna og tónlistinni verið hrósað í hástert.

„Það er engin ein lína hjá mér þegar kemur að sjónvarpsefni. Núna er ég til dæmis að fylgjast með þrítugustu og þriðju seríu af Survivor. Það er svona original raunveruleikaþátturinn og eiginlega sá eini sem ég horfi markvisst á. Ég ólst í sjálfu sér upp sem sjónvarpsáhorfandi með Survivor; ég var tíu ára þegar fyrsta þáttaröðin var sýnd og hef, með örfáum hléum, fylgst nokkuð vel með

­þáttunum síðan. Það er samt ekki hægt að dæma mig út frá þeim áhuga einum og sér. Ég elska heimildaþætti, lá yfir Making a Murderer og Jinx, og ét upp sambærilega þætti um leið og þeir koma út. Það er samt fátt sem slær út gott pólitískt drama. Þar tek ég allan skalann frá bresku House of Cards yfir í West Wing og svo líka nýja þætti eins og Designated Survivor. Þar hjálpar auðvitað til að ég er mikill aðdáandi Kiefer Sutherland eftir 24 ­þáttaraðirnar.

Þegar ég þarf hins vegar bara eitthvað til að slökkva alveg á huganum set ég oftar en ekki Frasier í gang. Þeir eru algjörlega úreltir að öllu leyti en samt virkar þetta alltaf fyrir mig. Svo er Seinfeld alltaf við höndina.“

Hrifinn af pólitísku drama Aðalsteinn tekur allan skalann af pólitísku drama, allt frá House of Cards yfir í West Wing. Mynd | Rut

Leyndardómar fröken Peregrine

Smárabíó Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn Stórskemmtileg fjölskyldumynd byggð á samnefndri bók sem hefur notið mikilla vinsælda. Tim Burton leikstýrir og í aðalhlutverkum eru þekktir leikarar á borð við Evu Green, Samuel L. Jackson, Judi Dench og Rupert Everett. Þegar Jakob eltir vísbendingar sem hann finnur kemst hann að leyndardómum sem ná yfir bæði mismunandi heima og tíma. Hann finnur hús sem honum þykir töfrum líkast og er heimili fyrir sérkennileg börn, stjórnað af fröken Peregrine. En leyndardómarnir og hætturnar færast í aukana þegar hann kynnist íbúum hússins nánar og kemst að því hverjir kraftar þeirra eru ... og kraftar óvina þeirra.

Sígild spenna frá David Lynch

RÚV kl. 23.35 Blátt flauel Sígildur spennutryllir úr smiðju Davids Lynch frá árinu 1986 með frábærum leikurum. Þegar afskorið eyra finnst úti í haga kemst ungur maður á sporið um hvað hefur orðið um fagra og dularfulla söngkonu í næturklúbbi og hóp geðveikra glæpamanna sem rændu barninu hennar. Leikarar: Isabella Rossellini, Kyle MacLachlan, Dennis Hopper og Laura Dern. Blue Velvet fær 7.8 í einkunn á IMDB.

Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir...

www.versdagsins.is

2s0lát%tur

af

Gildir 6-9 okt


alla föstudaga og laugardaga

„Ég fór oft niður á Vernd og var þar í mat með nýfædda barnið mitt. Við sátum til borðs með dæmdum morðingjum og barnaníðingum.“ Auður Alfa Ólafsdóttir í viðtali í amk... á morgun.

Miklar líkur taldar á endurkomu Oasis

Gallagher-bræður þurfa að hætta í störukeppni og sættast ef af á að verða.

Víkingarnir teknir á Íslandi Tökur standa nú yfir hér á landi á fimmtu þáttaröð sjónvarpsþáttanna Víkingarnir, Vikings. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda hin síðustu ár en þeir fjalla um víkinginn Ragnar loðbrók, fjölskyldu hans og kumpána. Fram til þessa hafa Víkingarnir að mestu verið teknir upp á Írlandi. Ekki fylgir sögunni hvar tökurnar fara fram hér á landi en víst má telja að Íslendingar fylgist vel með þegar þessi þáttaröð verður sýnd á RÚV á næsta ári.

Jo Nesbø áritaði í Leifsstöð Norski rithöfundurinn Jo Nesbø millilenti á Íslandi á dögunum. Í Leifsstöð kom hann við í bókabúðinni Eymundsson en þar blasti við flennistór mynd af Nesbø sjálfum við úrval bóka hans á íslensku. Hinn alþýðilegi Íslandsvinur gaf sig á tal við starfsfólkið, kynnti sig og spurði hvort hann gæti ekki eitthvað gert fyrir það. Úr varð að hann áritaði góðan stafla af bókum sínum. Bækurnar seldust fljótt þegar þetta spurðist út, enda Nesbø afar vinsæll hér á landi líkt og erlendis.

STAFRÆNT Þarftu skjóta afgreiðslu á einblöðungum, bæklingum, veggspjöldum, skýrslum, eða nafnspjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð.

Veðbankar í Bretlandi eru hættir að taka við veðmálum um endurkomu hljómsveitarinnar Oasis á næsta ári. Hljómsveitin hætti störfum árið 2009 og síðan hafa reglulega verið uppi sögur um endurkomu. Ósætti bræðranna Liams og Noel Gallagher hefur hins vegar alltaf staðið í vegi fyrir því. Oasis var sem kunnugt er ein vinsælasta hljómsveit heims á sínum tíma. Mikið hefur verið veðjað á endurkomuna að undanförnu sem þykir

benda til þess að innanbúðarmenn ætli sér að græða áður en tilkynnt verður um tónleikaferð á næsta ári. Heimildarmynd um hljómsveitina var frumsýnd á dögunum og kveðst Liam hafa rétt bróður sínum sáttahönd af því tilefni. Hann kveðst vilja sættast, þó ekki væri nema fyrir móður þeirra. „Hún vill augljóslega að við borðum saman á jólunum. En þetta er heimskuleg störukeppni og við ættum að vita betur, því við eigum börn. En

Endurkoma Talið er líklegt að hljómsveitin Oasis komi saman til tónleikahalds á næsta ári.

störukeppnin er samt skemmtileg. Ég nýt hennar og ég ætla ekki að

gefast upp. Hann ætlar ekki að gefast upp.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.