Ástin á Facebook
Karlatískan 2012 Þrír verslunarstjórar leggja línurnar fyrir sumarið
Innilegar ástar játningar fyrir opnum tjöldum
tÍSKA 14
úttekt 22
Viltu vinna draumaferð til Akureyrar?
Smelltu þér á
www.visitakureyri.is 3.-5. febrúar 2012 5. tölublað 3. árgangur
VIÐTAL Svanhildur Jakobsdóttir
Ljósmynd/Hari
„Við vorum ekki bara hjón“
síða 18
Svanhildur Jakobsdóttir, útvarps- og söngkona, tekst nú á við lífið án maka síns til hálfrar aldar; tónlistarmaðurinn Ólafur Gaukur lést á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein. Svanhildur tekst á við sorgina á sinn hátt eins og fram kemur í viðtali Önnu Kristine: Þau voru góðir félagar og vinir, samstarfs menn en Svanhildur fagnar því að hafa í nægu að snúast – hún hefur ekki tíma til að dvelja um of við sorgina. Hún má ekki tjá sig um frægan skilnað dóttur sinnar Önnu Mjallar og bílasalans aldraða Cal Worthington, en segist þó alltaf hafa kunnað vel við hann eða í þau átta ár sem þau hafa þekkst.
Stöðva tugmilljón króna styrk til kvennadeildar
Iðunn og Jónína Breyttur lífstíll og lífið leikur við þær
Viðtal 12
Eldhaf fær
„Eldhaf er sýning fyrir þá sem kunna að meta gott leikhús og list með verðugum boðskap“ leikhús 50
Greta Salóme
Óljóst er hvort kvenlækningadeildin fær inni í fyrsta áfanga nýja Landspítalans. Yfirlæknir fæðingadeildarinnar segist vona að hún verði þar svo nýta megi nýju skurðstofurnar. Líf styrktarfélag hefur ákveðið að fjármagna ekki framkvæmdir á kvenlækningadeildinni fyrr en ákveðið hefur verið hvort hún fari eða veri.
S
tyrktarfélagið Líf, sem styrkir kvennadeild Landspítalans, ætlar ekki að leggja fé til framkvæmda á kvenlækningadeildinni fyrr en ákveðið hefur verið hvar hún verður í framtíðinni. Bjarney Harðardóttir, formaður styrktarfélagsins, segir sængurkvennaog fæðingadeild Landspítalans ekki verða innan hátæknisjúkrahússins. En enn sé óákveðið hvort kvenlækningadeildin verði þar. „Við leggjum ekki peninga úr söfnuninni í eitthvað sem mun hugsanlega breytast eftir tvö ár,“ segir Bjarney, en kvenlækningadeildin átti að verða næsta stórverkefni í fjáröflun félagsins, en allt að sex konur deila þar sjúkrastofu. Styrktarfélaginu Líf tókst með landssöfnun fyrir tæpu ári að safna tæpum sjötíu milljónum króna að meðtöldum búnaði. Líf hefur þegar veitt 40 milljónum af þeim í sængurkvennaganginn, rétt eins og spítalinn sjálfur, svo konur sem dvelja lengur en sólarhring eftir barnsfæðingu séu almennt einar á stofu.
PIPAR\TBWA
•
SÍA
•
120350
Er Apótekarinn nálægt þér? Höfða Mjóddinni Melhaga Fjarðarkaupum
Salavegi Smiðjuvegi Mosfellsbæ
www.apotekarinn.is
Hildur Harðardóttir, yfirlæknir fæðingardeildarinnar og varamaður í stjórn Lífs, segir að ákveðið hafi verið að sængurkvenna- og fæðingardeildin yrðu á sínum stað þegar nýju byggingarnar voru minnkaðar í kjölfar kreppunnar. Nýta eigi nothæfar byggingar á lóð spítalans lengur. Hins vegar er enn til athugunar hvort kvenlækningadeildin verði færð á hátæknisjúkrahúsið. Sú er, að mati Hildar, óskaniðurstaða: „Svo hægt verði að nýta skurðstofurnar þar sameiginlega með skurðdeildunum.“ Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir óskaniðurstöðu Hildar líklegustu niðurstöðuna en þar sem stokka verði upp alla starfsemi spítalans geti allt að þrjú ár liðið þar til endanlega verður ákveðið hvaða deildir fari yfir í nýja hlutann. „Við þurfum hins vegar allan þann stuðning sem við fáum. Ef það strandar á einhverjum ákvörðunum sem við þurfum að taka svo fólk haldi áfram að styðja okkur, þá tökum við þær.“ - gag
LYF Á LÆGRA VERÐI
Fitness og fiðluleikur fer vel saman
54 Dægurmál
2
fréttir
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Fasteignir Eftirspurn í miðbænum
Lúxusvilla Hannesar seld Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
„Ég get staðfest það. Húsið er selt,“ segir Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Eignamiðlunar, sem auglýsti lúxusvillu á Fjölnisvegi til sölu á föstudaginn fyrir tæpum tveimur vikum á 190 milljónir. Húsið var áður í eigu félags í eigu Hannesar Smárasonar en Landsbankinn tók félagið Fjölnisveg 9 ehf yfir vegna skulda. Aðspurður um verð segir Sverrir að ekki sé hægt að gefa það upp en það hafi verið viðunandi að mati seljandans. Eignamiðlun auglýsti einnig á sama tíma einbýlishús við Laufásveg til sölu á rétt tæpar 90 milljónir. Sverrir segir að það sé selt enda sé mikil eftirspurn eftir eignum á þessu svæði. Þá auglýsti fasteignasalan tvær glæsi-
villur í Ásahverfinu í Garðabæ. Ásett verð á eignirnar voru; 149 milljónir á hús í Brekkuási í eigu Steinunnar Jónsdóttur, dóttur Jóns Helga í Byko og manns hennar Finns Reyrs Stefánssonar og 140 milljónir á hús í Eikarási en það er í eigu Helga Antons Eiríkssonar, fyrrverandi forstöðumanns í Glitni og konu hans. Meðal fyrri eigenda eru Íris Björk Jónsdóttir, kennd við GK, athafnamaðurinn Engilbert Runólfsson og hjónin Jón Arnar og Ingibjörg Þorvaldsdóttir í 3 Smárum. Sverrir segir margar fyrirspurnir hafi borist í húsin en meira framboð sé á þessu svæði en í miðbænum og því geti það tekið lengri tíma að selja þau.
Fjölnisvegur 11 staldraði ekki lengi við á fasteignasölunni. Ljósmynd/Hari
Dómstólar Fagfólk uggandi vegna aukinnar hörku í undirheimum
Þingmenn fá 35.900 krónum meira í vasann Alþingismenn fengu 27 prósentum meira greitt út vegna ferða- og starfskostnaðs um mánaðamótin en þau síðustu. Starfskostnaður fór úr 66.400 krónum í 84.500 og ferðakostnaður úr 61.400 krónum í 78.200 krónur, samkvæmt heimildum . Samtals nemur hækkunin milli mánaða því 35.900 krónum. Kjararáð afturkallaði launalækkun þingmanna í kjölfar efnahagshrunsins um 7 til 15 prósent í desember og 1. október síðastliðinn hækkuðu laun varaformanna nefnda og 2. varaforseta. Fyrsti varaformaður fékk þá tíu prósent ofan á þingfararkaup og 2. varaforseti fimm prósent. Forsætisnefnd tók ákvörðun um hækkunina nú; að hún sé leiðrétting. Í henni sitja þingmenn fjögurra flokka, allra nema Hreyfingarinnar. - gag
Konurnar eiga PIP-púðana sjálfar Landlæknisembættið hefur ekki skipað lýtalæknum að taka fölsku, frönsku sílikonpúðana af konum sem láta fjarlægja þá. „Konurnar eiga þessa púða,“ bendir Geir Gunnlaugsson, landlæknir á. Dæmi eru um að lýtalæknir hafi neitað konum um að fá púðana afhenta að aðgerð lokinni. Geir segir að skoðað sé innan embættisins að konurnar sem beri púðana taki sjálfar ákvörðun um að láta fjarlægja þá á Landspítalanum, óháð því hvort þeir leki eða ekki. „Ég hef fullan skilning á líðan þeirra kvenna sem líður illa með slíka púða. Það er klárlega eitt af þeim málum sem þarf að taka fyrir.“ Geir vill koma því á framfæri vegna fréttar Fréttatímans frá síðustu viku að Kolbrúnu Jónsdóttur hafi verið boðið á fund embættisins. - gag
Nýr meirihluti sagður í burðarliðnum Viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa báru árangur í gær, að því er fram kom á mbl. is. Þar sagði að samkomulag hefði náðst milli flokkanna um að mynda nýjan meirihluta. Margrét Björnsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar í frétt Ríkisútvarpsins síðdegis í gær að enn hefði ekki verið gengið frá meirihluta-
27% hækkun á FERÐAOG STARFSKOSNAÐI ALÞINGISMANNA 1. febrúar 2012 Skv. heimildum Fréttatímans
samstarfinu. Kalla þyrfti alla viðkomandi bæjarfulltrúa saman og fara yfir málefnin. Hún átti von á að þeir funduðu í gærkvöld eða árla í dag. Ellefu fulltrúar eru í bæjarstjórn Kópavogs: Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra fulltrúa, Framsóknarflokkurinn einn og Listi Kópavogsbúa einn. Meirihlutsamstarf Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Næstbesta flokksins og Lista Kópavogsbúa sprakk í janúar. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er gengið út frá því að bæjarstjóri komi ekki úr hópi bæjarfulltrúa heldur verði ráðinn sérstaklega til starfans. -jh
Gott ár hjá Marel Afkoma Marels á síðasta ársfjórðungi liðins árs var mjög góð. Hagnaður tímabilsins nam 15 milljónum evra, eða sem nemur 2,5 milljörðum króna, en á sama fjórðungi árið áður nam hagnaðurinn 5,5 milljónum evra, um 900 milljónum króna. Sölutekjur Marels á fjórðungnum námu 183,9 milljónum evra, tæplega 30 milljörðum króna, og jukust um rétt tæp 10 prósent frá sama fjórðungi árið áður. Rekstrarhagnaður var 21,6 milljónir evra, 3,5 milljarðar króna, sem er 11,8 prósent af tekjum. Pantanir námu 196,2 milljónum evra í árslok, eða sem svarar nær 32 milljörðum króna. Hagnaður síðasta árs nam 34,5 milljónum evra, 5,6 milljörðum króna, miðað við 13,6 milljóna evra hagnað árið 2010, eða sem svarar 2,2 milljörðum króna. - jh
Hvað ef þú stæðir þarna sem vitni, gæfir upp nafn, heimilisfang og kennitölu fyrir framan mann sem grunaður er um líkamsáras eða nauðgun? Mynd/Hari
Fagfólk óttast ofbeldis menn sem fá persónu upplýsingar um það Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa mætt með hnút í maga vegna áhyggna af því af gefa upp persónuupplýsingar sínar fyrir framan ofbeldismenn í málum fórnarlamba sem hafa sótt þjónustu þeirra. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þekkt að þeir sem beri vitni verði fyrir hótunum, jafnvel líkamsmeiðingum.
Lífrænt grænt te
Ofbeldismenn fá upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang fagfólks sem vitnar um heilsuástand fórnarlamba þeirra. Fæst í helstu matvöruverslunum landsins
D
æmi eru um að læknar og hjúkrunarfræðingar fyllist ónotum í réttarsal þegar þeim er gert að gefa upp fullt nafn, kennitölu og heimilisfang fyrir framan þá sem ákærðir hafa verið fyrir ofbeldi og nauðgun. Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku nauðgana, segir heilbrigðisstarfsfólki ekki hafa verið ógnað til þessa. En tilfinningin sé óþægileg. „Fólki stendur ekkert á sama þegar harka
færist í mál og annað þó að það sé aðeins þarna vegna starfa sinna,“ segir hún. „Lögreglan er vön að sýna [dómurum] skilríki sín. Það hefur verið rætt og beðið um það að fagfólk sem kemur fyrir dóminn þurfi ekki að gefa þessar persónuupplýsingar upp. Það væri því réttmætt að við fengjum sömu meðferð og lögreglumenn.“ Lögreglan hefur að undanförnu bent á aukna hörku í undirheimunum, sérstaklega vegna vélhjólagengja eins og Outlaws og Hells Angels. Búast má við því að heilbrigðisstarfsfólk þurfi til dæmis á næstunni að vitna um ástand konu sem í tvígang varð fyrir árás meðlima Hells Angels í Hafnarfirði. Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þekkt að þeir sem beri vitni verði fyrir hótunum, jafnvel líkamsmeiðingum. Hann hafi þó ekki forsendur til að meta hvort málum hafi fjölgað miðað við það sem áður var. Málið sé snúið í þessu litla samfélagi. „En auðvitað þarf að skoða þetta með öryggi vitna og annarra sem koma fyrir dóm í huga.“ Eggert Óskarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, bendir á 122. grein laga um meðferð sakamála. Þar kemur fram sú megin regla að dómari skuli fyrst láta vitni gera grein fyrir nafni sínu, kennitölu og heimili. Frá þessu megi gera undantekningu. Dómari geti að kröfu ákæranda, ákærða eða vitnis ákveðið að vitni sem komi fyrir dóm geri ekki grein fyrir sér í heyranda hljóði. „En þetta er matsatriði dómara,“ segir hann. „Við förum eftir þessu ákvæði réttarfarslaga.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
12-0124 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Skýrr, HugurAx og norræn dó urfyrirtæki sækja fram undir nýju nafni:
Í tvö ár höfum við unnið að því að sameina og samþæ a starfsemi Skýrr og dó urfélaga hér heima og á Norðurlöndunum. Lokahnykkurinn er ný nafn – Advania – sem er dregið af enska orðinu „Advantage“ og þýðir forskot. Advania er ei af öflugustu fyrirtækjunum í upplýsingatækni á Norðurlöndum, með um 1.100 starfsmenn, 20 starfsstöðvar í órum löndum og 110 þúsund viðskiptavini um allan heim. Verkefni okkar spanna öll svið upplýsingatækni; hugbúnað, vélbúnað, hýsingu og rekstrarþjónustu. Við munum halda áfram að vaxa og skapa viðskiptavinum okkar forskot á sínum ve vangi með traustri þjónustu og skapandi lausnum.
Við ætlum að standa undir nafni.
Sætún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is
www.advania.is
4
fréttir
Helgin 3.-5. febrúar 2012
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Þrjár lægðir á þremur dögum
Veðurvaktin ehf
Í byrjun febrúar verða oft hvað órólegustu dagarnir á vetri hverjum. Við erum nú orðin vön ýmsu þennan veturinn, en samt virðist veðrið ætla að fylgja „reglunni“ því þrennum skilum er spáð yfir landið á rúmlega þremur dögum. Kortin miðast við hádegi. Veður næstu daga verður almennt verra að kvöldlagi og nóttuni en að degi til. Lægð seint á föstudag og laugardag gæti orðið skeinuhætt með stormum, einkum vestan- og suðvestanlands. Með þeirri sem væntanleg er seint á sunnudag gerir góða leysingu, annars snjóar á fjallvegum.
Ráðgjafafyrirtæki í eigu
3
4 2
3
1
4
5
0
0
Einars Sveinbjörnssonar
-2
veðurfræðings. Veðurvaktin býður upp á veður-
2
3
0 3
-1
þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur
Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin. is
S- og SV-strekkingur. Hiti víðast ofan frostmarks og úrkomulaust um miðjan daginn.
Hvöss SV- og V-átt og él vestantil, en birtir upp norðanlands og austan.
Veðrið lagast mikið um morguninn, lægir og kólnar í bili, áður en aftur versnar sunnanlands síðdegis.
Höfuðborgarsvæðið: Þurrt framan af degi, en stormur með slyddu rigningu undir kvöldið.
Höfuðborgarsvæðið: Krapaél og fremur hvasst lengst af degi.
Höfuðborgarsvæðið: Skaplegt verður um morguninn, en hlýnar með rigningu undir kvöldið.
veðri og veðurfari.
Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is
Kjar ar áð Ákvörðun um lægri laun konu en k arls Michelsen_255x50_B_0911.indd 1
Prentminjasafn á Hólum Á vegum vígslubiskupsembættisins á Hólum er hafinn undirbúningur að stofnun prentminjasafns. Prentminjarnar sem fundist hafa, útgefnar bækur frá Hólaprenti sem gefnar voru kirkjunni á 900 ára afmæli biskupsstóls á Hólum, prentvélar og tæki sem einnig hafa verið gefin og sú staðreynd að útgáfa var rekin á Hólum í 230 ár eru undirstaða slíks prentminjasafns – sem sýna myndi um leið prentsögu Íslands, segir á síðu innanríkisráðuneytisins. Verið er að kanna fyrirkomulag og fjárhagshlið á slíkum rekstri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fundaði um síðustu helgi með Jóni Aðalsteini Baldvinssyni vígslubiskupi og öðrum Hólamönnum þar sem málið var rætt. - jh/Ljósmynd innanríkisráðuneytið
Ferðaþjónustulán Byggðastofnunar 4,6 milljarðar Heildarútlán Byggðastofnunar í árslok til fyrirtækja í ferðaþjónustu voru um 4,6 milljarðar króna. Þar af voru tæpir 1,4 milljarðar til fyrirtækja í fjórum sveitarfélögum; Hornafirði, Mýrdalshreppi, Skútustaðahreppi og Skaftárhreppi, að því er fram kemur hjá iðnaðarráðuneytinu. Þau ferðaþjónustufyrirtæki sem tekið hafa lán hjá Byggðastofnun eru dreifð vítt um land en ekkert sveitarfélag hefur yfir 8 prósent af heildarútlánum stofnunarinnar til ferðaþjónustu. - jh
Einkareknar læknastofur rannsakaðar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur ákveðið að stofna ráðgjafahóp til að fara í saumana á faglegum þáttum í starfsemi einkarekinna læknastofa og gera tillögur til úrbóta eftir því sem þörf krefur. Tilefnið er álitaefni í tengslum við innflutning og notkun gallaðra brjóstapúða. Velferðarráðherra segir, að því er fram kemur á síðu ráðuneytisins, þetta mál hafa vakið upp fjölmargar spurningar sem tengist einkarekstri í heilbrigðisþjónustu almennt, einkum vegna þjónustu sem veitt er án greiðsluþátttöku ríkisins. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari er verkstjóri ráðgjafahópsins. - jh
OKKAR LANDSFRÆGU HJÓNABAKKAR OG ÞORRATROG HENTA VEL FYRIR STÓRA OG SMÁA HÓPA MUNIÐ AÐ PANTA TÍMANLEGA! SÍMI 553 7737 www.mulakaffi.is I mulakaffi@mulakaffi.is
Jóhanna spyr hvers vegna kjararáð lækkaði laun konu 28.09.11 15:10
Forsætisráðherra krefur fjármála- og velferðarráðherra svara við því hvers vegna laun framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar lækkuðu um 85 þúsund krónur þegar kona tók við starfinu af karli. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu skoðar hvort hún biðji Kærunefnd jafnréttismála að fara yfir úrskurði kjararáðs með það fyrir augum að úrskurða hvort það fari að lögum.
J
óhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur óskað eftir því að fjármálaráðherra og velferðarráðherra geri grein fyrir því hvers vegna kjararáð ákvað að lækka laun framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar þegar kona tók við starfinu af karli; frá fjármálaráðherra því kjararáð heyri undir hann – frá velferðarráðherra því jafnréttismál eru á hans könnu. Fréttatíminn sagi frá því í síðustu viku að Ástu Dís Óladóttur hafi verið úrskurðað sömu dagvinnulaun en 85 þúsund krónum lægri heildarlaun þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar af Hlyni Sigurðssyni. Hún er með meiri Ennþá gamlir, svart hvítir tímar – þegar sjálfsagt þótti greiða konum lægri laun en körlum, eða hálfkláruð ákvörðun kjararáðs um að lækka laun forstöðumanna ríkismenntun og reynslu. Einnig kom þar fram að konur undir kjararáði fá ins? Um það er deilt. Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. að meðaltali 654.092 fyrir dagvinnu en karlar 698.355. Meðalheildartjáð sig við Fréttatímann þar sem laun kvenna eru svo 731.936 en karla hún væri erlendis. Í samtali við 878.083 krónur. Þá undraðist Ásta RÚV hafnaði hún því að kjararáð Sigrún Helgadóttir, Umboðsmaður úrskurðaði konum lægri laun „Það er með ólíkindum að svona úrskurður skuldara, að hún fengi einungis tíu en körlum. Ástæða þess að Ásta geti legið eftir kjararáð og með nokkrum einingar fyrir álag og yfirvinnu, sem Dís Óladóttir hafi í fyrstu fengið er langtum minna en mörgum karllægri laun en forverinn væri sú að ólíkindum þegar maður plægir í gegnum anna hefur verið úthlutað. kjararáð hefði ekki verið búið að málið að þetta hafi verið niðurstaðan eftir Forsætisráðuneytið vísar til þess, lækka launin fyrir þau störf sem skoðun á stöðu þessara einstaklinga hvað eftir ósk Fréttatímans um viðtal við fóru undir kjararáð árið 2009 til varðar menntun og hæfi og allt annað.“ forsætisráðherra, að Jóhanna hafi fulls vegna meðalhófsreglunnar – Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson, formaður hvorki lagalegar heimildir né aðrar um að lækka laun forstöðumannallsherjar- og menntamálanefndar á Alþingi forsendur til þess að beita sér beint í anna ekki óhóflega mikið. á þriðjudag. málum af þessu tagi. Jafnréttisstofa „[Þ]ar af leiðandi fannst okkur „Það kallar auðvitað á útskýringar og geti hins vegar beitt sér fyrir því að rétt í ljósi ábendinga Ástu Dísar áminningu til allra, bæði kjararáðs og allra Kærunefnd jafnréttismála taki mál til að hækka hana upp í þá fjárhæð annarra sem að fara með launamál og annað skoðunar. sem forveri hennar var í,“ sagði sem snertir jafnrétti kynjanna og stöðu fólks í Kristín Ástgeirsdóttir, framhún við RÚV. Staða Umboðssamfélaginu,“ bætti hann við. kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir manns skuldara, sem Ásta Sigrún Eygló Harðardóttir, þingmaður Framað þar sem Kærunefnd jafnréttismála Helgadóttir sinni, sé hins vegar sóknarflokksins, spurði Björgvin út í málið hafi vísað máli Ástu Dísar frá í kjölfar ný og hún er því með sambærileg á Alþingi. Hún vill að ríkisstjórnin fari ofan í þess að kjararáð hækkaði laun hennlaun á við aðra í svipaðri stöðu. saumana á störfum kjararáðs í kjölfar þess ar til jafns á við laun forverans og Fimm sitja í kjararáði. Þrjú að kjararáð lækkaði laun framkvæmdastjórgreiddi henni mismuninn, geti Jafneru kosin af Alþingi. Einn valinn ans með nýjum úrskurði. réttisstofa ekki beðið nefndina um af Hæstarétti og annar af fjár„Ég vil að þau í kjararáði íhugi hvað þau að taka málið upp aftur. Hins vegar málaráðherra. Kjararáð ákveður eru að gera og hvernig þau vinna vinnuna skoði hún hvort biðja eigi Kærunefnd starfskjör þjóðkjörinna manna, sína. Það er mjög alvarlegt ef að þau í kjararjafnréttismála um að skoða hvort ráðherra og dómara og margra áði eru að brjóta jafnréttislög,“ segir hún. kjararáð hafi úrskurðað að konur annarra ríkisstarfsmanna. Björgvin sagði á þingi að það væru engir skuli hafa lægri lægri laun en karlar. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir afslættir veittir á jafnréttislögum frekar en Svanhildur Kaaber, formaður öðrum landslögum. kjararáðs, sagði að hún gæti ekki gag@frettatiminn.is
„Úrskurðurinn með ólíkindum“
ferð.is Ný ferðaskrifstofa á netinu
Bodrum í Tyrklandi
10 - 11 nátta ferðir í beinu flugi frá 22. maí.
ekki
á hausinn
ÍSLENSKA SIA.IS FER 58295 01/12
fljúgðu fyrir minna
Gümbet
Torba
Flug og gisting
Flug og gisting
Eken Resort
Voyage Torba
Allt innifalið! 22. maí - 1. júní
Allt innifalið! 1. - 12. júní
Verð frá
Verð frá
127.850kr.
Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar og gisting með öllu inniföldu. Verð m.v. 2 í tvíbýli frá 139.360 kr.
Bodrum Flugsæti 22. maí - 1. júní
185.620kr.
Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi. Innifalið: Flug, skattar og gisting með öllu inniföldu. Verð m.v. 2 í tvíbýli frá 204.960 kr.
Verð frá
Önnur gisting i boði: • Ersan Resort & SPA **** • Paloma Yasmin ****
• Parkim Ayaz *** • ISIS Hotel & Spa *****
ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað.
99.900kr.
Flug fram og til baka með flugvallarsköttum.
góða ferð
ferð.is sími 570 4455
6
fréttir
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Aflr aunir Keppni í Los Angeles
Stefán Sölvi í öðru sæti Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
K
raftajötuninn Stefán Sölvi Pétursson hafnaði í öðru sæti í All American Strongman-keppni í Los Angeles um síðustu helgi. Stefán Sölvi sagði í viðtali við Fréttatímann í síðustu viku að ekkert annað en sigur kæmi til greina í keppninni enda væru sigurlaunin boð á Arnold Classic Strongman í mars. Stefán Sölvi beið lægri hlut fyrir Bandaríkjamanninum Michael Burke en hann og Stefán Sölvi voru í algjörum sérflokki. Einn þekktasti aflraunamaður Bandaríkjanna Odd
Haugen, sem skipulagði keppnina, sagði við fjölmiðla eftir að úrslit voru ljós að Stefán Sölvi „liti út fyrir að vera sterkari en nokkru sinni áður“ og hann vildi fá hann á Arnold Classic jafnvel þótt hann hafi ekki unnið keppnina. Stefán Sölvi segir í samtali við Fréttatímann að hann fari ekki á Arnold Classic – skilaboð þess efnis hafi borist á þriðjudaginn. „Ég er brjálaður út í sjálfan mig. Ég ætlaði að vinna þetta. Frammistaðan er óafsakanleg og ég klúðraði þessu í síðustu greininni, kúlusteinum sem er mín
Staða efstu manna besta grein,“ segir Stefán Sölvi. Aðspurður hvað taki við segir hann að svo geti farið að hann keppi á móti í Abu Dhabi eftir tvær vikur en annars ætlar hann að byggja sig upp fyrir tvær keppnir um miðjan júní, keppnina um Sterkasta mann Íslands og Sterkasta mann Evrópu. „Ég ætla vinna þær keppnir,“ segir Stefán Sölvi.
Michael Burke 47 Stefán Sölvi Pétursson 44,5 Nick Best 35,5 Josh Thigpen 34,5 Vincent Urbank 32
Það er mál manna að Stefán Sölvi hafi aldrei verið sterkari en hann æðsta markmið er að ná titlinum Sterkasti maður heims. Ljósmynd/Arnold Björnsson
Fjölmiðlar Ársreikningur Smugunnar
Framúrskarandi ávöxtun Sparibréfa verðtryggðra á árinu 2011
Reglubundinn sparnaður
Ársávöxtun 2011*
Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á armalaradgjof@landsbankinn.is.
*Nafnávöxtun 30.12.2010–30.12.2011. Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að finna á landsvaki.is. Fyrirvari: Sparibréf verðtryggð er verðbréfasjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur e irliti Fjármálae irlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði
hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki. is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en árfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg um öllun um árfestingarstefnu sjóðsins og áhættu sem felst í árfestingu í honum.
Landsbankinn
410 4040
Ú JÓNSSON & LE’MACKS • jl.is • SÍA
16,3%
landsbankinn.is
Ársreikningur Smugunnar týndur Ársreikningur fjölmiðilsins Smugunnar fyrir árið 2010 er ekki til í opinberum gögnum. Forsvarsmenn segjast hafa skilað reikningi til ársreikningaskrár sem aftur kannast ekki við að hafa fengið ársreikninginn.
Landsbankinn býður upp á ölbreytt úrval ríkisskuldabréfasjóða. Sparibréf verðtryggð er sjóður sem árfestir í verðtryggðum skuldabréfum íslenska ríkisins og hefur það markmið að endurspegla ávöxtun verðtryggðra ríkisskuldabréfa.
Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eignasafn með áskri frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaupog sölugengi í áskri . Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa.
Hlynur Hallsson telur kerfið hafa týnt ársreikningi Smugunnar en ársreikningaskrá segir uppgjör fjölmiðilsins ekki hafa borist. Ljósmynd/ Myndasafn 365
Við höfum ekkert að fela. Það varð smá tap hjá okkur árið 2010 ...
tgáfufélagið Smugan er eini fjölmiðillinn sem ekki hefur skilað inn ársreikningi fyrir árið 2010, samkvæmt upplýsingum hjá ársreikningaskrá. Hlynur Hallsson, fráfarandi stjórnarformaður Smugunnar, kom af fjöllum þegar Fréttatíminn spurði hvernig á því að stæði að fjölmiðill, hvers stærsti eigandi er Vinstri hreyfingin grænt framboð, væri ekki búinn að skila ársreikningi einn íslenskra fjölmiðla? „Þú segir mér fréttir. Við skiluðum fyrst ársreikningnum í október en hann var sendur til baka vegna formgalla því það hafði láðst að tilkynna um breytingar á stjórn. Síðan skiluðum við reikningnum í byrjun desember eftir því sem ég best veit,“ sagði Hlynur. Þegar blaðamaður hafði samband við ársreikningaskrá, sem er deild hjá ríkisskattstjóra, var fyrir svörum Ólafur Sverrisson. „Það er ekki skráð að þeir hafi skilað ársreikningi aftur til ársreikningaskrár,“ hljómaði svarið frá Ólafi þegar hann var spurður um ársreikning Smugunnar fyrir árið 2010. Þá hringdi blaðamaður aftur í Hlyn og sagði honum svör ársreikningaskrár. „Ég þarf að ræða þetta við Grant Thornton, endurskoðenda okkar,“ sagði Hlynur. Að nokkurri stund liðinni hringdi Hlynur til baka í blaðamann og sagðist hafa rætt við Egil hjá Grant Thornton sem staðfesti að ársreikningnum hefði verið skilað inn til ársreikningaskrár. Í ljósi þess að ársreikningurinn finnst ekki hjá ársreikningaskrá lá beinast við spyrja Hlyn hverju væri um að kenna? „Við höfum ekkert að fela. Það varð smá tap hjá okkur árið 2010 en umfangið er ekki mikið. Ársreikningurinn er ekki týndur heldur týndur í kerfinu. Ársreikningaskrá hlýtur að hafa týnt ársreikningnum. Nú eða endurskoðendur okkar. Við erum í það minnsta með allt okkar á hreinu,“ segir Hlynur sem hætti í stjórn Smugunnar og seldi hlut sinn í kjölfar umræðu um tengsl stjórnarmanna í Ríkisútvarpinu ohf við fjölmiðla en þar er Hlynur varamaður í stjórn.
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
8
remst
– fyrst og f t – fyrs t – fyrs
mst
og fre
ódýr!
mst og fre r!
di n a t freis
ódý
ð o b til
t verð ! ábær ærum
Blaðið gildir til 29. febrúar
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Fiskur hækkar í verði en ál lækkar
Veik króna en gæti styrkst
Ólík þróun hefur verið á verði helstu útflutningsafurða Íslands undanfarið. Verðþróun á sjávarafurðum hefur verið hagstæð en óhagstæð á áli. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir í desember hækkaði um 1,9 prósent í krónum talið milli mánaða á sama tíma og vísitala fyrir afurðir stóriðju lækkaði um 1,6 prósent. Desember var sjöundi mánuðurinn í röð sem vísitalan fyrir stóriðju lækkar milli mánaða. Verðþróun áls á heimsmarkaði náði lágmarksverði á liðnu ári í desember. Þá var álverð yfir 20 prósentum lægra en það hafði verið nokkrum mánuðum áður. Samfelld hækkun hefur hins vegar orðið undanfarna 16 mánuði á vísitölu framleiðsluverðs sjávarafurða. - jh
Gengi krónunnar veiktist um 2 prósent í janúar. Hún hefur ekki verið veikari frá síðasta sumri. Hreyfingin er að mestu vegna árstíðarsveiflu, ekki síst vegna þess að straumur gjaldeyris vegna erlendra ferðamanna hefur minnkað, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. „Reyndar er útlit fyrir,“ bætir Greiningin við, „að viðsnúningurinn gæti orðið fyrr á ferðinni í ár heldur en í fyrra þar sem góð loðnuveiði gæti leitt til aukins innflæðis gjaldeyris á næstu mánuðum.“ Þá er botnfiskkvóti um 4-5 prósentum meiri en í fyrra og verð sjávarafurða á heimsmarkaði hefur hækkað undanfarið ár. „Það lítur því allt út fyrir,“ segir Greiningin, „að gjaldeyristekjur sjávarútvegsins verði umtalsvert meiri í ár
en í fyrra, og mun það að öllu jöfnu styðja við gengi krónunnar.“ - jh
Aukin bjartsýni Væntingar íslenskra neytenda hafa ekki verið meiri frá því fyrir hrun, miðað við væntingavísitölu Gallup. Hún hækkaði um 7,5 stig milli mánaða sem er aukning um 11 prósent og mælist nú 75 stig. Svo há hefur væntingavísitalan ekki verið frá því í september 2008 en vísitalan í janúar var 13,5 stigum hærri en í janúar 2011. Væntingar neytenda hafa glæðst samfellt undanfarna þrjá mánuði sem tónar við bata í efnahagslífinu. Þrátt fyrir aukna bjartsýni eru þeir enn í meirihluta sem eru svartsýnir. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir en vísitalan hefur verið undir 100 stigum samfellt undanfarin fjögur ár. -jh
Skipulagsmál fyrirferðarmikiÐ hús VIÐ FOSSVOG
Blað ið gildi r til 29. fe br
40
fr ambal ál
fréttir
%r
ttu
afslá
úar
298 t 2 t ý N KRÓNUBLAÐ 1498 kr. kg
kr. kg
49 kr.k kg ur 38ars Verð áð pip tei Ungnauta
eringu
1
Hér má sjá teikningar af hugsanlegu útliti bæjarins með fyrirhugaðri byggingu, annars vegar frá Hamri, sem hefur mótmælt byggingunni – hins vegar frá T.ark arkitektum. Myndin er úr gögnum Kópavogsbæjar.
Vilja risavaxna bátasmíðaBað og sturta! stöð gegnt Nauthólsvík nuberja og
ri með trö
lambalæ
epla marin
NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar NAPOLI hitastýrt sturtusett
14.900,-
28.900,-
Bæjaryfirvöld í Kópavogi vilja styrkja atvinnustarfsemi á Kársnesi þvert gegn vilja íbúa og fyrirtækja í kring. Þau hafa veitt Össuri Kristinssyni lóð þar sem stefnt er að byggingu húss sem er 145 metra langt og tólf metra hátt. Húsið mun blasa við framtíðarbyggð í Vatnsmýrinni og af ylströndinni í Nauthólsvík. Siglingastofnun telur að hávaði tengdur fyrirhugaðri starfsemi sem og sjónmengun geti orðið talsverð. sex vikna tímabili síðasta sumar. Íbúasamtökin Betri byggð hörmuðu það, enda fóru auglýsingar bæjaryfirvalda fram hjá þeim og þau skiluðu umsögn degi of seint. „Enn og aftur mál sem þetta á hásumarfrístíma,“ stendur í tölvupósti formannsins til bæjaryfirvalda frá því í fyrrasumar. Eigendur vélsmiðjunnar Hamars mótmæltu harðlega. Þórarinn Þórs, fyrir hönd Kynnisferða að Vesturvör 34, segir í athugasemdum sínum hugmyndina þjóna skammtíma hagsmunum: „Heildarmynd hverfisins er eyðilögð.“ Hús Kynnisferða og Hamars eru fjórum metrum lægri og lóðir þeirra álíka langar samanlagt og fyrirhugaða húsið sem rísa á fyrir framan þau.
einnig fáanlegt með áföstu sturtusetti
SAFIR sturtusett
2.595,NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu
12.900,Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum
– Afslátt eða gott verð?
Bærinn vill styrkja svæðið
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Hér er sýnd afstöðumynd af athafnasvæðinu á Kárnesi frá T. ark.
K
Húsið verður álíka langt og nemur tvöfaldri hæð Hallgrímskirkju, lengra en einn og hálfur fótboltavöllur.
ópavogsbær hefur veitt Össuri Kristinssyni, stofnanda og fyrrum eigandi stoðtækjaframleiðandans Össurar, lóð þar sem stefnt er á að byggja 4.500 fermetra hús á landfyllingu á iðnaðarsvæðinu á Kársnesi í Kópavoginum. Þar er einnig stefnt á að koma upp aðstöðu svo hægt sé að sjósetja báta. Húsið verður álíka langt og nemur tvöfaldri hæð Hallgrímskirkju, lengra en einn og hálfur fótboltavöllur. Málið er fyrir úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála, þar sem kærendur telja Kópavogsbæ ekki hafa staðið rétt að breytingu skipulags svæðisins. Kærunefndin hefur til enda maí til að úrskurða í málinu. Nýjustu hugmyndir eru að húsið verði 145 metra langt, þrjátíu metra breitt og tólf metra hátt, vegghæð tíu metrar. Það hefur styst um allt að 35 metra frá fyrstu drögum, samkvæmt gögnum sem Fréttatíminn fékk frá Kópavogsbæ.
Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, vísaði í gögn bæjarins. Þar stendur að kappkostað sé að uppfylla óskir fyrirtækja og laða ný að, fyrirtæki sem vilji hasla sér völl innan bæjarmarka; nýrri athafnalóð er ætlað að styrkja athafnarsvæðið á Kársnesi. Siglingamálastofnun benti bæjaryfirvöldum á að eigi að þróast þarna aðstaða til skipaviðgerða geti hávaða- og sjónmengun orðið talsverð. Skipulagsog byggingarsvið Reykjavíkurborgar segir að húsið muni blasa við framtíðarbyggð í Vatnsmýrinni og af ylströndinni í Nauthólsvík. Össur stefnir ótrauður á að smíða afkastamikla bátasmíðastöð og að sjósetja fjóra báta á mánuði. Fyrirtæki hans OK Hull starfar nú þegar við Vesturvör í 1.000 fermetra rými. Starfsmenn eru 14 en gert er ráð fyrir að þeir verði 40 í nýju húsi. Framkvæmdastjórinn Björn Jónsson vildi ekki tjá sig að öðru leyti en því að farið yrði að lögum og beðið verður eftir úrskurði kærunefndarinnar áður en næstu skref verða stigin.
Ósáttir nágrannar
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Bæjarbúar gátu gert athugasemdir á
gag@frettatiminn.is
10
fréttir
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Matar æði Matseðill slökkviliðsmanna
Slökkviliðið á próteini Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gert samkomulag við Kötlu sem mun framvegis sjá liðinu fyrir próteindufti. Það var íslenska próteinduftið Profitt frá Kötlu sem varð fyrir valinu en fram kemur að það sér án allra e-efna og innihaldi hvorki gervisætu né litarefni. Profitt verður hér eftir reglulega á matseðlinum hjá slökkviliðsmönnum á höfuðborgarsvæðinu en slökkviliðsmenn þurfa, öðrum fremur, að vera í gríðarlega góðu líkamlegu formi. Að sögn Elíasar Níelssonar, yfirmanns þjálfunar hjá slökkviliðinu, hafa kröfur um líkamlegt atgervi slökkviliðsmanna aukist mikið. „Síðasta sumar voru prófin samræmd
hjá öllum slökkviliðunum á Íslandi og þriðja stigs prófi bætt við. Slökkviliðsmenn þurfa að hafa styrk, úthald og þor til að bjarga fólki, klæddir þungum hlífðarfötum og samtímis að draga á eftir sér slöngur sem láta illa að stjórn, oftar en ekki inni í þykku reykjarkófi og eldi. Björgunaraðgerðir geta tekið langan tíma eins og dæmin sanna. Ég held að meðalmaðurinn mundi varla endast í tíu mínútur við þessar aðstæður.“ Aðspurður um samninginn við Kötlu segir Elías að mataræði þeirra skipti að sjálfsögðu miklu máli, og það sé fínt að geta bætt Pro fitt við matseðilinn, íslensku mysuprótíni og megrunarfæði sem sé laust við öll gerviefni.
Starf slökkviliðsmanns er erfitt og ekki veitir af hollum og góðum mat.
Lewis -taflmennirnir Kenningin um íslensk a upprunann
Einar tekur upp hanskann fyrir Guðmund Norskur bréfskákmeistari gagnrýnir Guðmund G. Þórarinsson harðlega fyrir kenningu um íslenskan uppruna hinna fornfrægu Lewis-taflmanna. Einar S. Einarsson varði kenningu Guðmundar og sakaði Norðmanninn um hroka og smekkleysi.
U Slíkt er ekki boðlegur máti vitsmunalegrar umræðu.
ppruni hinna fornfrægu Lewis-taflmanna veldur enn deilum. Fréttatíminn greindi í júní frá þeirri kenningu Guðmundar G. Þórarinssonar, fyrrverandi forseta Skáksambands Íslands, að taflmennirnir væru hugsanlega íslenskir að uppruna en ekki norskir, skornir úr rostungstönnum í Skálholti í lok 11. aldar. Þessir merkilegu skák- og listmunir fundust grafnir í sand í Uig á eyjunni Lewis árið 1831 og eru taldir meðal merkustu muna sem varðveittir eru á breska þjóðminjasafninu og að hluta á því skoska. Heitið biskup er grundvallaratriði í kenningu Guðmundar en biskup kemur þarna fyrst til skjalanna á skákborði svo vitað sé. Guðmundur telur mörg rök, söguleg og málfræðileg, hníga að því að taflmennirnir séu íslenskir að uppruna. Morten Lillören, norskur bréfskákmeistari, skrifaði í desember harðorða grein á Chessbase-skákfréttasíðuna . Hann gagnrýnir kenningu Guðmundar um hinn íslenska uppruna harðlega, telur hann misfara með heimildir og draga rangar ályktanir. Lillören hefur áður skrifað um þetta álitamál en þá svaraði Guðmundur á ChessCafe.com og einnig á Chessbase. Einar S. Einarsson, fyrrverandi formaður Skák-
Guðmundur G. Þórarinsson flytur fyrirlestur á ráðstefnu um Lewis-taflmennina á ráðstefnu í Skálholti í ágúst síðastliðnum. Kenning hans um íslenskan uppruna þeirra byggist ekki síst á biskupnum. Ljósmynd Eydís Einarsdóttir
sambands Íslands, hefur verið Guðmundi innan handar vegna málsins. Hann tók upp hanskann fyrir Guðmund í grein á Chessbase. Þar ítrekar Einar að kenning Guðmundar sé byggð á mikilli þekkingu, sögulegum staðreyndum og líkindum. Hann bætir því við að orðaval og lýsingar Lillören á Guðmundi og kenningu hans séu í senn hrokafullar og smekklausar. Slíkt sé ekki boðlegur máti vitsmunalegrar umræðu. Í grein sinni vitnar Einar til ráðstefnu þeirrar sem haldin var í Skálholti í ágúst síðastliðnum um uppruna taflmannanna frá Lewis. Það þing sóttu meðal annarra færustu fræðimenn erlendis frá á þessu sviði. Dr. David H. Caldwell frá skoska þjóðminjasafninu taldi allar umræður um málið af hinu góða og hvatti til frekari fornleifarannsókna í Skálholti.
Hann taldi allt eins líklegt að taflmennirnir væru upprunnir héðan eins og frá Noregi en hald manna var að þeir hefðu verið gerðir í Þrándheimi. Enn væri ekkert hægt að sanna í þeim efnum. Guðmundur telur að nafn fundarstaðarins, Uig, sé dregið af íslenska orðinu Vík og skammt þar undan er staðurinn Islivik sem gæti verið dregið af nafninu Íslendingavík. Svipmót taflmannanna bendir til þess að þeir séu af norrænum uppruna, hrókarnir eru í berserkslíki og riddarinn á smáhesti og ekki síst Íslandstenging biskupsins. Í Noregi heitir biskup hlaupari en Guðmundur telur að biskupsheitið sé í enskri tungu fyrir íslensk áhrif. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Lífeyrissparnaður
Ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar Arion banka Lífeyrisauki hentar þeim sem vilja leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað og nýta sér þannig mótframlag launagreiðanda. Rétthafar í Lífeyrisauka eru samtals um 22.500 og stærð sjóðsins er ríflega 29 milljarðar króna. Leitaðu til okkar varðandi ráðgjöf um lífeyrissparnað í næsta útibúi eða sendu okkur póst á lifeyristhjonusta@arionbanki.is
Lífeyrisauki Nafnávöxtun 2011
5 ára meðalnafnávöxtun
Lífeyrisauki 4
13,6%
Lífeyrisauki 3
10,7%
Lífeyrisauki 5
Lífeyrisauki 5
Lífeyrisauki Innlend skuldabréf
13,3%
15,7%
8,3%
Lífeyrisauki 4
8,5%
Lífeyrisauki 2
Lífeyrisauki Erlend verðbréf
0,3% Lífeyrisauki Innlend skuldabréf
Lífeyrisauki 3
7,3%
5,9%
Lífeyrisauki 1
Lífeyrisauki 2
3,1%
1,5%
Lífeyrisauki Erlend verðbréf
-1,1%
Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð.
arionbanki.is – 444 7000
Lífeyrisauki 1
-2,3%
Myndin sýnir 5 ára meðalnafnávöxtun á tímabilinu 31.12.2006-31.12.2011 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á arionbanki.is/lifeyrir
13,3%
12
viðtal
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Ge y
r
s
Jónína Benediktsdóttir hjálpar fólki í form á 40 dögum stro & B Bi a ir
i
m
ú
SpennAndi
T& FERSKandi T FREiS Fa
gme
nnska
y í F
ri
r
r
sjávarrétta tilBoð
Bláskel & Hvítvín
2.950 kr.
Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi.
Losaði sig við vefjagigt með breyttum lífsstíl Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi.
Borðapantanir í síma 517-4300
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
67%
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Jónína Benediktsdóttir vill sjá vitundarvakningu í samfélaginu. E-efni, sætuefni og viðbættur sykur leiði til þess að æ fleiri fái sykursýki 2. Hún segir lífsstílssjúkdómum stríð á hendur og vill hjálpa þroskuðu fólki að hægja á öldrun, léttast og auka lífsgæði sín. Iðunn Angela Andrésdóttir er ein þeirra sem leitaði til Jónínu og breytti í kjölfarið um takt eftir að hafa skilið, misst fyrirtækið sitt og húsið.
J
Dýrt að vera djönkari
á, hvort það er hægt að ná fullri heilsu eftir að hafa þjáðst af ýmsum sjúkdómum? Líttu á mig,“ segir Jónína Benediktsdóttir heilsufrömuður og hlær hressilega. „Ég var orðin fárveik sjálf af streitu. Ég var með öll einkenni streitusjúkdóma: Svefnleysi, kvíða, vefjagigt. Ég gat ekkert orðið hreyft mig. Ég endaði því í Póllandi,“ segir Jónína þegar hún lítur sjö ár aftur í tímann til þess þegar hún fór fyrst í detox-meðferð. „Ég þurfti að afeitra líkamann til að geta byrjað upp á nýtt, ég varð að fasta og nú er það lífsstíll hjá mér.“ Jónína, sem bauð í kjölfarið upp á detox-meðferðir fyrir landsmenn, heldur ókeypis fyrirlestur um það hvernig megi komast í form á fjörutíu dögum á Grand hóteli á laugardag klukkan þrjú. Hún er einnig að gefa út upplýsinga- og vinnubók til að hjálpa þroskuðu fólki að hægja á öldrun, léttast og auka lífsgæði sín.
„Þetta er fólkið sem er farið að upplifa lífsstílssjúkdóma; fá gigt og finna fyrir öðrum sjúkdómum. Það sefur illa og drekkur of mikið brennivín. Það er í vandræðum. Fyrsta viðleitni fólks er að fá lyf, svo koma meiri lyf. Við Íslendingar eyddum 30 milljörðum í lyf í fyrra og mörg þeirra fara ómelt í klósettið. Við vitum yfirleitt lítið um það hvað svona lyfjakokteilar gera fólki. Þeir sem hafa komið til okkar vilja hreinsa sig af þessu og vilja betri líðan með breyttu lífsmynstri,“ segir Jónína. Spurð hvort ekki sé of dýrt að skipta yfir í heilnæmt fæði bendir hún á Benedikt Franklínsson, skjólstæðing sinn, sem hefur misst 70 kíló og eyðir 90 þúsundum minna en áður í mat á mánuði. „Það er dýrt að vera djönkari.“ Jónína vill sjá vitundarvakningu í samfélaginu og vinnur að því. „Bara vegna þess að ég hef svo mikla reynslu af því að fólk nái sér.“
Jónína hjálpaði Iðunni Angelu
Iðunn Angela Andrésdóttir skráði sig á detox-námskeið hjá Jónínu Ben uppi á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmum tveimur árum. „Ég var rosalega langt niðri á þessum tíma og leið illa,“ segir hún. „Já, síðustu ár hafa verið mér erfið; samanber Landakots-málið, ég missti íbúðina mína, fyrirtækið mitt og skildi. Ég fann enga leið út og fór þarna fyrir algjöra rælni,“ segir hún en Iðunn Angela hefur sagt sögu sína um barnaníð í Landakotsskóla hér á síðum Fréttatímans. Lífsstílsbreyting með hjálp Jónínu hafi bjargað sér. „Ég var svo tilbúin að hlusta. Ég var tilbúin til að gá hvort mér gæti ekki liðið betur og óhjákvæmilega þegar maður hugsar vel um sig fer manni að líða betur,“ segir hún og bætir við í gamansömum tóni og hlær. „Svo var ég heilaþvegin af þessu sykur- og fitutali og óhollu mataræði.“ Iðunn Angela segir að áður en hún breytti mataræðinu hafi hún
a l a s r 40% a g n i m Rý Verslaðu á vefnum
Frí sending að 20 kg
Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 • Eirberg • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
1 árs skilaréttur*
afsláttur af völdum HOMEDICS vörum
*Verslaðu á vefnum og fáðu vöruna senda frítt í næsta pósthús. Gildir þó ekki fyrir vörusendingar yfir 20kg. Vöru, sem keypt er í vefverslun, má skila innan árs ef hún er ónotuð, í upprunalegum og söluhæfum umbúðum.
viðtal 13
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Jónína flokkar matvæli í þrjár tegundir:
1. Matur sem býr til líf – Til dæmis allt sem vex á trjám og er lifandi.
2. Maturinn sem viðheldur lífi – Það eru próteinin í fiski, lambakjöti og öðrum grasbítum.
3. Matur sem drepur líf – Það er unninn matur, með alls kyns e-efnum, rotvarnarefnum, gervisætuefnum – sem eru mjög skaðleg, kornsýróp og viðbættur sykur. Jónína segir að þessi efni hafi komið af stað þeim skelfilega faraldri sykursýki 2. Þá sé viðbættur sykur nánast settur í allan unninn mat. Sykur sé ávanabindandi og því settur í ótæpilegu magni í unna matvöru.
KAKA ÁRSINS 2012 Jónína Benediktsdóttir og Iðunn Angela Andrésdóttir hafa báðar breytt um lífsstíl og lífið leikur við þær. Jónína í Póllandi og Iðunn hjá Jónínu. Mynd/Hari
barist við sveppasýkingar sem nú séu horfnar. „Ég er algjör sykurfíkill. Var alltaf með nammi og er nammigrís. Ég borða öðruvísi nammi í dag, til dæmis hnetur og döðlur, þótt ég fái mér auðvitað stundum nammi.“
Glaðvakandi gegn sykurfíkninni
Hún segir alla óhollustuna í kringum sykurfíkn setja líkamann „í skrall.“ Hún hafi nú lært að vera glaðvakandi og meðvituð um hvað hún kaupi og borði. Það sé nauðsynlegt við breyttan lífsstíl. „Auðvitað er það erfitt, en ef þú tekur ákvörðun, hefur bein í nefinu, þá er auðvitað allt hægt.“ Þær stöllur Iðunn og Jónína eru kátar og kraftmiklar. „Þú færð ekki betri fyrirlesara. Hún er brilljant,“ skjallar Iðunn Angela Jónínu. „Hún er líka skemmtileg. Það skiptir máli. Átakið hennar um heilsuvitunarvakningu er snilld. Detoxið sem hún setti á stofn er engu líkt. Það hjálpaði mér og getur bjargað æði mörgum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Þurfum jafna orku úr fæðunni
Jónína Benediktsdóttir segir hitaeiningu ekki það sama og hitaeiningu. Leggja þurfi áherslu á fæðu sem gefi jafna orku; flókin kolvetni, kornmat, baunir og ávexti. Ekki eigi að borða mikið af ávaxtasykri. Jónína segir að steinefni séu einnig vanmetin við hreinsun líkamans. „Við tölum allt of sjaldan um steinefni og snefilefni.“ Hægt sé að losa um toxísk efni sem sitji í fituvefjunum, þeim sé breytt í vatnsleysanleg toxísk efni sem hægt sé að losa sig við með þvagi, saur, í gegnum húð og með andardrætti. - gag
Kaka ársins með ljúffengri freyjukaramellu, hnetum og súkkulaði er komin í bakarí um land allt
14
tíska
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Menn viljugri að kaupa litríkan fatnað
Heritagetískan enn á döfinni
É
g myndi segja að vor/sumar tískan sé mildari útgáfa af vetrartískunni,“ segir Pétur Ívarsson, verslunarstjóri í Hugo Boss í Kringlunni. „Stakir jakkar með olnbogabótum eru gríðarlega vinsælir, í allskonar litum, ásamt skyrtum með flottum smáatriðum. Kakí-buxur taka við af gallabuxum og maður hefur sagt við kúnnana í gríni að maður verður að selja þeim fyrstu buxurnar en svo koma þeir eins og svangir hundar og kaupa þær í öllum litum. Öll litaflóran er vinsæl í vor, bæði sterkir litir og mildir, en blái liturinn er nýi svarti liturinn í jakkafötum. Menn um þessar mundir eru mun viljugri að kaupa litaðar flíkur en áður hefur verið. Þá eru jarðlitir skór, og þá sérstaklega brúnir, ómissandi fyrir sumarið en þeir passa vel við staka jakka og kakí-buxurnar vinsælu.“
Pétur Ívarsson verslunarstjóri Hugo Boss.
Peysa: 36.980 kr.
Buxur: 22.980 kr.
Skór: 36.980 kr.
Buxur: 22.980 kr.
V
or- og sumartískan í ár er í raun áframhald á þeirri Heritageþróun sem hefur verið í gangi,“ segir Sindri Snær Jensson, verslunarstjóri Gallerí Sautján í kringlunni. „Heritagetískan var mjög sterk í vetur og heldur áfram í vor með fallegum hnepptum og bláum Oxfordskyrtum, nondenim-buxum og þunnum vestum sem taka við af dúnvestum vetrarins. Peysur með O-hálsmáli verða áberandi og einnig háskólapeysur. Léttir jakkar í margskonar litum með hvítum böndum og tölum munu sjást víða og á vorin læðast Converse-skórnir vinsælu aftur inn á göturnar. Leðurskór eru að færast meira yfir í brúnt og er ómissandi að eiga fallega brúna leðurskó fyrir fínni tilefni. Flauel ryður sér til rúms í vor, bæði í buxum og skyrtum, en gæti tekið langan tíma að festa sig í sessi. Gallajakkinn átti góða innkomu síðasta sumar og mun vonandi sjást á götum Reykjavíkur þetta sumarið.“
Sportleg og afslöppuð tíska
Sindri Snær verslunarstjóri Gallerí Sautján kringlunni.
Peysa: 17.990 kr.
Skyrta: 13.990 kr.
Buxur: 12.990 kr.
Skór: 14.990 kr.
S
Sigrún Edda Eðvarðsd óttir umarið verður litverslunarstjóri KronKron. ríkt og skemmtilegt,“ segir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir verslunarstjóri Kron-Kron sem staðsett er við Laugarveg. „Tískan er mjög sportleg en afslöppuð og Verhan Chinos-buxurnar sívinsælu verða áfram áberandi. Þær eru gjarnan í fallegum og Acne-peysa: 27.900 kr. léttum litum sem eru vel við hæfi nú með hækkandi sól. Léttir bolir og Acne-skyrta: peysur eru áber25.130 kr. andi í vor, mikið um röndótt og köflótt ... já, bara almenn litagleði. En það er eitt af okkar sérkennum; litir og léttleiki. Herrarnir okkar verða því fágaðir og glæsilegir í sumar, á afslappBuxur: aðan hátt.“ 21.900 kr. Að sögn Sigrúnar Eddu er KronKron með nokkur merki, „ansi ólík í herradeildinni okkar. Við erum til dæmis með nokkrun sænsk merki sem hafa verið afar vinsæl og eru að gera það gott, bæði hjá okkur og víða um heim. Acne er eitt af þeim merkjum og hefur til að bera ákveðinn einfaldleika. Hreinar og hlutlausar línur en ætíð einhver skemmtileg smáatriði sem gefa flíkinni skemmtilegan svip. Einnig erum við með Vivienne Westwood-línuna sem er allt annað en stílhrein. Hjá henni er hæfilega mikil dramatík þar sem hinn fágaði breski stíll er pönkaður upp. Það verður því Vivienne mikil breidd í Westwoodvortískunni í ár hjá skyrta: okkur.“ 54.900 kr
Þa ð helsta á tískupöllunum
Loðnir karlmenn
Einfaldleiki
Leður
Hnésítt klof
Rúllukragi
Hönnuðurinn Paul Smith var meðal þeirra sem notaði mikið af loðnum karlkyns fyrirsætum á tískupöllunum í ár. Þetta er einstaklega vinsæl tíska meðal karlmanna um þessar mundir, bæði úti í heimi sem og hér á Íslandi. Það er hentugt á köldum vetrardögum enda hlífir mikið hár og mikið skegg andlitinu fyrir nístandi kuldanum.
Hönnuðir Lanvin-tískulínunnar voru ekki feimnir við einfaldleika í ár og var samskonar fatnaður frá toppi til táar sérlega áberandi. „Það þarf ekki að flækja hlutina meira en það þarf,“ lét Alber Elbaz, aðalhönnuður tískuhússins, hafa eftir sér. Röndótt jakkaföt, röndótt vest og peysa í sama lit er dæmi um einfaldleika fyrirtækisins. Þetta er gauraleg tíska en á sama tíma sparileg og passar við hvaða tilefni sem er.
Tískuhúsið Songzio notaði óspart leður í karlmannslínunni í ár. „Það er eins og konur hafa eignað sér leðrið. Nú reynum við að endurheimta það.“ sagði kóreski hönnuðurinn Songzio. Línan hans í ár var frekar dökk þar sem svartar flíkur með áberandi miklu af leðri voru ríkjandi.
Tískuhúsið Ann Demeulemeester vakti mikla athygli á tískuvikunni í París á dögunum fyrir sérstæðar buxur. Fyrirsæturnar klæddust allir buxum með hnésíðu klofi, sem lítur helst út eins og stutt kvenmannspils. Vel sniðnir jakkar voru í stíl við buxurnar sem ýttu undir karlmannlegt yfirbragð.
Rúllukragar hafa lengi legið í dvala en nú er þeirra tími kominn á ný. Wooyoungmi -tískurisinn notað mikið af rúllukragapeysum undir jakka eða frakka á tískupallana í vikunni, ásamt reyndar fleiri stórum tískuhúsum. Þetta eru hlýjar og notalegar peysur sem ágætt er að nota undir jakkana í kuldanum.
JÓNaGolD EPlI
129
KR./KG
H&G VEIslUsalat, 100 G
Ú
TB KJÖ ORÐ
B
I
449
R
JÖTBOR
3568
RK
laMbafIllE MEð fItURÖND
Ú
KR./PK.
ÐI
bEstIR Í KJÖtI
ÍSLENSKT KJÖT
KR./KG
VEIslUbRaUð
349
KR./stK.
Ú
afsláttur
B
I
KJÖTBORÐ
KR./KG
ÍSLENSKT KJÖT
30% Ú I
bEstIR Í KJÖtI
TB KJÖ ORÐ
B
I
bEstIR Í KJÖtI
KJÖTBORÐ
KR./stK.
R
Ú
249
Ú
UNGNaUtaHaMboRGaRI 120 G
I
á maNN
iNT 100% hReahakk uNgNauT
R
ÍSLENSKT KJÖT
KJÖTBORÐ
KR./KG
2598
2100
B
R
1798
TB KJÖ ORÐ
Ú
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl
GRÍsalUNDIR
R
I
afsláttur
VeRð FRá
R
2298
TB KJÖ ORÐ
bEstIR Í KJÖtI
laMbaKÓtIlEttUR
1798
R
Ú
Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! Pantaðu veisluna þína á
20%
I
Fermingarveislur
ÍSLENSKT KJÖT
Við gerum meira fyrir þig
Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni ÍSLENSKT KJÖT
TB KJÖ ORÐ
B
bEstIR Í KJÖtI
I
498
119
sÓlKJaRNabRaUð fRÁ bREIðHoltsbaKaRÍ, 230 G
HRÍsMJÓlK M/ KaNIl- Eða KaRaMEllUsÓsU
KR./PK.
KR./stK.
R
KJÖTBORÐ
KR./KG
199
KR./PK.
Ú
RF
F
F ÚR
I
lIbby´s tÓMatsÓsa, 680 G
269
ISKBOR
Ð
KR./stK.
LÍFRÆNT Holta KJÚKlINGalUNDIR
2998
KR./KG
KR./stK.
ISKBORÐ
fERsKIR Í fIsKI
KR./KG
109
I
stEINbÍtUR M/KaRRÝ, CaPERs oG baNÖNUM
1798
fRÚtÍNa JÓGÚRtDRyKKUR, 4 tEGUNDIR
Ú
laMbaHRyGGUR
1698
R
I
Ú
WEEtos MoRGUNKoRN, 375 G
bURGER HRÖKKbRaUð, 3 tEGUNDIR
189
KR./PK.
bIoNa VÖRUR Í ÚRValI
ICoCo KÓKosVatN, 3 tEGUNDIR
afsláttur
afsláttur
15%
15%
18
viðtal
Helgin 3.-5. febrúar 2012
„Held það sé ekki of mikinn tíma til
„Það var auðvitað eins og að missa helming lífsins þegar Gaukur lést,“ segir Svanhildur, sem hefur reynt að aðlagast lífinu á nýjan hátt. Ljósmynd Hari.
Hún varð örugglega meðal þekktustu tengdamæðra í Los Angeles þegar einkadóttir hennar, Anna Mjöll Ólafsdóttir, giftist auðkýfingnum Cal Worthington. Skilnaður þeirra vakti mikla athygli hér heima, en það er ekki það sem er efst í huga Svanhildar Jakobsdóttur, þegar hún tekur á móti Önnu Kristine til að ræða stöðuna – komin í alveg nýtt hlutverk.
Þ
að hefur einhvern veginn alltaf verið allt svo ljúft og bjart í kringum Svanhildi Jakobsdóttur, söng- og útvarpskonu. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir alvöru á göngum Ríkisútvarpsins við Efstaleiti – en það var auðvitað löngu eftir að ég hafði tekið undir með henni í lögum eins og „Segðu ekki nei, segðu kannski, kannski, kannski“ og „Þú ert minn súkkulaðiís“ sem og lögum Oddgeirs Kristjánssonar, sem þau í Sextett Ólafs Gauks gerðu ódauðleg. Þau voru með fyrstu hljómsveitunum sem skemmtu landsmönnum í hinu nýja, íslenska sjónvarpi árið 1967 og urðu þar með auðvitað heimsfræg á Íslandi. Það er líka alveg sérstakur andi í gítarskóla Ólafs Gauks við Síðumúlann. Hlý-
Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is
leiki, fallegar myndir á veggjum og svo rauði liturinn á stólum og víðar sem veitir orku. Það eina sem vantar inn í skólann er Ólafur Gaukur sjálfur, sem lést 12. júní í fyrra. En skólinn heldur áfram eins og hann hefur gert í 37 ár. Þar er Svanhildur framkvæmdastjóri og ætlar að reka skólann eins og áður, en þau hjónin stofnuðu Gítarskólann saman árið 1975. Hún hefur ráðið ungan herra sem forstjóra skólans.
„Við vorum ekki bara hjón“
„Ég er með frábæra kennara, meðal ann-
En ég sit ekki við kertaljós og hluta á lögin hans Gauks. Það geri ég ekki. Ég er enginn masókisti.
Helgin 3.-5. febrúar 2012
gott að hafa l að hugsa“
Vinir mínir kalla mig Gauk...
Svanhildur var ung þegar hún kynntist Ólafi Gauki. Hún var ráðin til að syngja með Leiktríóinu þar sem hann var einn þriggja hljómlistarmanna. Síðar, árið 1966, eftir að þau voru gift, var stofnaður Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur, sem var ráðinn til að spila í Lídó, hinum glæsta skemmtistað sem þá var. Sjálf er Svanhildur komin af tónlistarfólki. Móðir hennar var Anna Sigurðardóttir Njarðvík íþróttakennari, en faðir hennar, Jakob Einarsson, lék meðal annars með hljómsveit Carls Billich. Frá fyrsta fundi hennar og Ólafs Gauks segir hún svo: „Ég spurði hann: ,,Hvað á ég eiginlega að kalla þig? Sumir kalla þig Óla, aðrir Ólaf og enn aðrir Gauk.“ Hann svaraði að bragði: „Vinir mínir kalla mig Gauk“. „Þaðan í frá kallaði ég hann alltaf Gauk, því fyrstu árin vorum við eingöngu vinir og samstarfsfélagar, maður sem ég kunni mjög vel við. Ástin kom síðar.“ Þau spiluðu lengi í Lídó og síðan í mörg ár á Hótel Borg. Það leiddi af sér að gerður var sjónvarpsþátturinn „Hér gala gaukar“ þegar íslenskt sjónvarp tók til starfa. Þegar ég spyr Svanhildi hvernig lög henni líki best að syngja svarar hún án þess að hugsa sig um: „Þau lög sem ég ræð vel við! Oft urðu vinsæl lög sem ég réði ekkert vel við en varð bara að gjöra svo
Hátíð í hjarta Reykjavíkur! Við kveikjum ljós í skammdeginu á Löngum laugardegi og göngum Kærleiksgöngu í kringum tjörnina með frábærum hljóðfæraleikurum og fjörugu götuleikhúsfólki.
vel að syngja, því þau höfðu slegið í gegn. Sum laganna hentuðu ekki minni rödd, en þau vinsælustu gat engin hljómsveit verið þekkt fyrir að neita að flytja. Það fylgir starfi hljómsveita.“
Rómantíkin horfin
Við ræðum um breytinguna sem hefur orðið á undanförnum árum, þegar dansstaðir með hljómsveitum lögðust af og í staðinn komu barir og diskótek: „Það er ekki nærri því eins skemmtilegt,“ segir Svanhildur. „Hér áður fyrr klæddist fólk sínu fínasta pússi og fór á fallega staði til að stíga dans og fá sér í gogginn. Það vantar smá rómantík í þetta núna finnst mér. Mér finnst vanta stað hér þar sem boðið er upp á mat, skemmtiatriði og hljómsveit. Ég er sannfærð um að slíkur staður myndi bera sig vel. Slíkan stað myndi fólk frá 35 ára aldri sækja.“
Eldgleypar, harmónikka, englar, tónlistarmenn, kórar, leikarar og margir fleiri mæta á hvatningahátíðina Kærleikar sem er hugmyndasmíð Bergljótar Arnalds. Á hátíðinni fögnum við lífinu, ástinni og öllu því sem sameinar okkur.
Allir velkomnir á Austurvöll laugardaginn 4. febrúar kl. 14:00
Héldu krabbameininu leyndu
Framhald á næstu opnu
sjá nánar Kærleikar á facebook
t
Verum, gerum og njótum þar sem hjartað slær!
ýt
Þau Ólafur Gaukur voru gift í 48 ár, en áttu samleið í rúm 50 ár eins og fyrr segir: „Við vorum farin að plana næstu 48 árin,“ segir hún brosandi. „En Gaukur fékk krabbamein eins og annar hver maður virðist fá. Þetta gekk hægt til að byrja með og hann vildi ekki láta vita af því. Hann var að kenna hér og vildi ekki að nemendurnir vissu að hann væri veikur, svo við vorum ekkert að blaðra um það. Við reyndum auðvitað allt til að finna leið til lækninga fyrir hann. Við fórum meira að segja í leyniferð til Bandaríkjanna, en á sjúkrahúsi á Rhode Island er boðið upp á krabbameinsmeðferð sem heitir „Radiofrequency ablation“ og hefur verið unnið með í nokkur ár. Þótt undarlegt megi virðast fáir krabbameinssjúklingar hér vita af þessari meðferð, enda ekkert verið að flagga henni. Hún felst meðal annars í því, skilst mér, að örbylgjum er beint að meininu sem skreppur við það saman og eyðist og það hefur sýnt afar góðan árangur. En þetta er auðvitað dýr meðferð sem Tryggingastofnun tekur ekki þátt í að greiða fyrir. Hins vegar finnst mér að fólk eigi að hafa val og vil þess vegna segja frá þessu. Læknirinn sem fann upp þessa aðferð heitir Dr. Damien Dupuy. Hann starfar við Rhode Island spítalann og við vorum svo heppin, að það var einmitt hann sem framkvæmdi aðgerðina. En það mun ekki vera alveg sama á hvaða stað í líkamanum krabbameinsæxlið er. Geislunum er hægt að beina á ákveðna staði, eins og til dæmis lungu og bein, þar sem krabbameins-æxlin í Gauki voru. Það heppnaðist að skjóta bæði meinin í kaf – þau hurfu alveg – en hins vegar höfðu myndast minni æxli í lungum sem ekki var hægt að greina á þeim tíma og því fór sem fór. Þetta er stórkostleg aðferð og það mælir að mínu viti ekkert á móti því að fólk leiti allra leiða þegar það greinist með alvarlega sjúkdóma. Það er í eðli mannsins að leita eftir bata hvar sem er. Eftir heimkomuna fór hann í lyfja- og geislameðferð. Hann þoldi alls ekki lyfin, svo síðasta árið varð honum nokkuð erfitt. Hann kenndi samt hér við gítarskólann alveg fram í apríl í fyrra og lést tæpum tveimur mánuðum síðar.“
N
arra þá Carl Möller, sem kennir á píanó og hljómborð, en við erum nýlega búin að bæta því við tónlistarnámið í skólanum, Jón Pál Bjarnason gítarsnilling sem allir þekkja og Helga E. Kristjánsson bassa- og gítarleikara. Allt eru þetta einstaklega hæfileikaríkir tónlistarmenn sem hafa spilað saman í áratugi,” segir Svanhildur. Þegar við hittumst eru rólegheit í skólanum, enda tveir klukkutímar þar til hann opnar og nemendur mæta. Svanhildur er yfirveguð og róleg þrátt fyrir að hún eigi eftir að skreppa heim áður og sækja forstjórann, herra Prins, sem á sinn heiðurssess í skólanum. Þegar Ólafur Gaukur lést í fyrra, höfðu þau Svanhildur átt hálfrar aldar samleið. Hún segir að vissulega sé erfitt að missa maka sinn eftir svo langan tíma: „Við vorum ekki bara hjón,“ segir hún hugsandi. „Við vorum félagar og góðir vinir. Við áttum svo auðvelt með að tala saman, ræða öll mál og hann studdi mig í öllu sem ég gerði og talaði í mig kjark ef á þurfti að halda og það var gagnkvæmt. Hann samdi gríðarlega mikið af textum, sýndi mér þá alla og bað mig að fara yfir þá. Hann var mjög ritfær, var ritstjóri VR-blaðsins í 20 ár og þótti mjög vænt um blaðið, líkt og þennan gítarskóla. Hann kom hingað oft um helgar til að semja og vinna, enda er gott að vera hérna. Við ferðuðumst mikið saman, unnum saman og vorum bara alltaf saman. Það eru gríðarleg viðbrigði fyrir mig að vera allt í einu orðin ein, en ég hef haldið mér á floti með því að vinna mikið. Ég held það sé ekki gott að hafa mikinn tíma til að hugsa,“ bætir hún við. „Þær stundir sem maður hefur til þess eru oft of margar, þrátt fyrir að ég sé á stöðugu spani, og þá hugsa ég um góðu tímana okkar.“
LANGUR LAUGARDAGUR
Umm ... beikonbragð! Kartöflugratín með beikoni er fljótlegt og auðvelt í matreiðslu. Þú rífur einfaldlega plastfilmuna af bakkanum, stráir osti yfir og það tekur aðeins 20 mínútur að hita kartöflugratínið í ofni. Auðveldara getur það ekki verið! Kartöflugratín - alltaf ljúffengt
– íslensk gæði eftir þínum smekk!
20
viðtal
Helgin 3.-5. febrúar 2012
barnlaus en með tvo hunda sem heita bara eftir því sem vindurinn blæs. Stundum heita þeir Bonnie and Clyde, stundum Louie og Ella, stundum Chanel og Gucci og alls konar nöfn koma upp eftir því hvernig aðstæður eru. Anna Mjöll flutti meira eða minna til Bandaríkjanna ári eftir að hún keppti hér í Söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva, eða árið 1997. En um það leyti fór hún fór að starfa með spænska stórsöngvaranum Julio Iglesias og ferðaðist vítt og breitt um heiminn með honum í þrjú ár. Hún ílengdist í Los Angeles og gengur mjög vel í starfi sínu þar og hefur mikið að gera. Auðvitað getur maður ekki annað en glaðst yfir því þegar börnunum manns gengur vel í lífinu, hvar sem það er. Við samglöddumst þeim og höfðum sem betur fer tækifæri til að heimsækja þau. Ég er svo heppin að hafa alltaf ástæðu til að fara til Bandaríkjanna!“ Fjölskyldan saman komin í Bandaríkjunum um jól. Svanhildur og Ólafur Gaukur samglöddust börnunum sínum þegar þau fengu bæði störf við hæfi í Bandaríkjunum þar sem þau una vel sínum hag og gengur vel.
g Kynnin 8 -1 6 1 . l .k
Fös lind í smára
vatn
Í form á 40 dögum inniheldur verkefnabók, DVD og CD. Lærðu að hægja á öldrun, léttast og forðast lífstílssjúkdóma!
Héldu voninni vakandi
blóðfita
Svanhildur segir að þegar úrskurðurinn hafi komið um að Gaukur væri með krabbamein hafi þau fyrst afneitað því, einhver misskilningur hlyti að hafa átt sér stað, en síðan haldið í vonina „enda svo mörgum hægt að hjálpa,“ segir hún. „Ég held að Gaukur hafi ekki vitað að hverju dró. Ég held að okkur, mér og börnunum okkar, hafi tekist að halda voninni vakandi hjá honum allan tímann, við töluðum þannig, „þegar þér er batnað, þá gerum við þetta,“ og svo framvegis. Ég trúði þessu eiginlega ekki sjálf fyrr en alveg undir lokin. Þetta var mikill missir og erfiður. Þegar Gaukur lést þá syrgði ég á minn hátt. Fólk syrgir á svo mismunandi hátt; hver á sinn hátt. Mín leið var sú að steypa mér í vinnu. Það var auðvitað gríðarlegt áfall að missa maka sinn til fimmtíu ára. Það var auðvitað eins og að missa helming lífsins. Maður veit aldrei hvernig maður bregst við hlutunum fyrr en staðið er frammi fyrir þeim. Börnin okkar, Andri og Anna Mjöll, sem bæði eru búsett í Bandaríkjunum komu heim þegar við sáum hvert stefndi og þetta var þeim óskaplega erfitt, kannski ekki síst vegna fjarlægðarinnar – og þá er ég að tala um höf og lönd – sem hafði verið á milli þeirra og okkar. Að vísu vorum við mjög dugleg að heimsækja þau og frá því Gaukur lést hef ég farið til þeirra beggja og átt góðar stundir með þeim.“
Samglöddust börnunum þegar þau fengu störf í Bandaríkjunum
Kynningarfyrirlestur á grand hótel kl. 15 laugardaginn 4. febrúar
Var ekkert erfitt þegar bæði börnin ykkar fluttust búferlum til Bandaríkjanna? „Nei, í rauninni ekki,“ segir hún eftir örstutta þögn. „Andri Gaukur var svo heppinn að komast að í læknisnámi í skurðlækningum við Dartmouth Hitchcock-spítala og þá urðum við sem foreldrar auðvitað mjög glöð. Að námi loknu bauðst honum starf í New Hampshire og þar býr hann nú ásamt eiginkonu sinni Ingu Olafsson og börnunum, þeim Aroni Gauki og Alexöndru, sem eru orðin 15 ára og 18 ára, í bæ sem heitir Wolfeboro og Andri Gaukur starfar sem skurðlæknir á sjúkrahúsi í grenndinni. Anna Mjöll býr hins vegar í Los Angeles og er
Umtalaður skilnaður dótturinnar
Hvað fannst þér þegar hún giftist Cal Worthington – og um skilnaðinn? „Veistu, ég get bara ekki rætt þetta mál. Það er á bannsvæði. En mér hefur alltaf líkað mjög vel við Cal. Við Gaukur höfðum þekkt hann í átta eða níu ár í gegnum Önnu Mjöll. Þetta var ekkert nýtt en það má ekki ræða skilnaðinn opinberlega fyrr en eftir að hann er genginn í gegn, en það tekur um það bil sex mánuði að klára það dæmi. Ég er alveg viss um að Anna Mjöll kemur þá í viðtal við þig og segir þér alla sólarsöguna! Við tölum oft saman, bæði á Skype og í símanum, og auðvitað ætti ég að vera hjá henni núna, en ég get ekki verið alls staðar. Meðan þetta skilnaðarbasl stendur yfir má ekki tala um það, en ég er viss um að hún segir þér söguna þegar punktur hefur verið settur aftan við þetta allt saman,“ ítrekar hún. „Að auki er Anna Mjöll fullorðin manneskja og ég get ekki talað fyrir hana. Hún verður að segja sína sögu sjálf.“ En vill Anna Mjöll ekki flytja heim til Íslands? „Það held ég nú ekki, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli. Henni gengur prýðilega í Los Angeles og er orðin mjög þekkt þar. Hún syngur í virtum, glæsilegum klúbbi sem heitir Vibrato og er í Beverly Hills. Þetta er klassastaður í eigu trompetleikarans Herbs Alpert, sem margir muna eflaust eftir og það er uppselt á alla tónleika hjá henni. Þangað leggja margir frægir gestir leið sína og núna um daginn kom Sir Tom Jones aftur á tónleika hjá henni, án þess þó að taka lagið með henni, eins og hann gerði ekki alls fyrir löngu.“
Allt tilbúið fyrir opnun skólans þegar Ólafur Gaukur lést
Hjá Svanhildi var aldrei spurning um að reka gítarskóla Ólafs Gauks áfram. Við Síðumúlann hafði skólinn starfað í tuttugu ár og þar er allt til alls. Gítarar hafa alltaf staðið til boða að láni fyrir nemendur skólans og því ætlar Svanhildur að halda áfram. „Gaukur var búinn að semja efni fyrir hvern einasta tíma sem
Laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbestar?
viðtal 21
Helgin 3.-5. febrúar 2012
kenndur er hér í skólanum, auk þess sem að með nýjum kennurum kemur auðvitað nýtt blóð. Því var engin ástæða til að loka skólanum. Við stofnuðum skólann saman svo við höfum bæði verið í þessu allan tímann og því þekki ég allt hér, bókunarkerfið og slíkt – en auðvitað kenni ég ekki á gítar! Nemendurnir okkar eru á aldrinum frá 7 ára upp í áttrætt og það geta „næstum allir lært að spila á gítar“ eins og við segjum í auglýsingunni, því kisur geta ekki lært að spila á gítar! En þetta segi ég ekki vegna þess að ég elski ekki kisur. Ég er mikil kattamanneskja og bara almennt dýravinur, eins og þú! Við áttum Kisu með stórum staf, mikið uppáhaldsdýr, í tíu ár. Alltaf hafa verið einhverjir fjórfætlingar heima hjá okkur. Það er kisa í næsta húsi sem mætir bara óboðin inn til okkar, bíður fyrir utan dyrnar þangað til ég opna og segi: „Gjörðu svo vel, gakktu í bæinn.“ Svo borðar hún hundamatinn beint fyrir framan Prins sem segir ekki stakt orð á meðan.“
Chello hjálpaði mér út úr svitakófi og svefnerfiðleikum
„Ég er enginn masókisti“
Kvöldunum ver Svanhildur að mestu heima með Prinsinum sínum og þau hafa það notalegt meðan þau eru að venjast breyttum lífsstíl. „Já, við horfum á sjónvarpið og nögum bein en erum búin að fá svolítið leið á lögfræðiþáttunum. Nú eru þættirnir um Kennedy-fjölskylduna aðalmálið þessa dagana og Barnaby stendur alltaf fyrir sínu. En ég sit ekki við kertaljós og hluta á lögin hans Gauks. Það geri ég ekki. Ég er enginn masókisti. Mér líður mjög vel heima hjá mér og hef ekkert hugsað mér til hreyfings. Enda er sagt að maður eigi ekki að ráðast í róttækar breytingar of fljótt eftir að maður missir þann sem maður elskar. Svo förum við Prins að sofa með allt við hliðina á okkur, sjónvarp, útvarp, iPad og síma. Það væsir ekkert um okkur.Við höfum það gott miðað við aðstæður. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað verður í framtíðinni. Meðan ég hef þáttinn minn „Stefnumót“ hjá útvarpinu og þennan skóla, þá er ég í góðu lagi.“
Kolbrún Ósk er 43 ára þriggja barna móðir. „Sumarið 2009 fór ég að finna fyrir miklu svitakófi og svefnerfiðleikum. Þegar ég hafði ekki haft blæðingar í tvo mánuði ákvað ég að fara til læknis, sem sendi mig í blóðprufu til að athuga hvort ég væri komin á breytingaraldur. Ekki datt mér í hug að það væri mögulegt þar sem ég er rétt rúmlega fertug. Sú var þó niðurstaðan og kynnti þá læknirinn fyrir mér hormónagjöf. Ég var frekar treg til þess en farin að sofa mjög illa og leið ekki vel andlega eða líkamlega. Læknirinn taldi mig á að prufa hormón þar sem einkennin voru farin að skerða lífsgæði mín“.
Hormónarnir hentuðu mér ekki
„Um tveimur árum áður eða 2007 tók ég þátt í rannsókn á vegum Erfðargreiningar v/ beinþynningar og var mér tjáð að beinþynning væri á byrjunarstigi í mjöðm. Þegar ég hafði svo tekið hormón sem viðhéldu blæðingum í eitt ár, fór að bera á óreglulegum blæðingum og leitaði ég þá til heimilislæknis sem ráðlagði mér að fara til kvensjúkdómalæknis. Eftir rannsóknir var niðurstaðan að mikil þykknun hafði orðið á slímhimnu í leginu og varð ég því að hætta á hormónum“.
Mæðgur flytja óbirta texta og lög eftir Ólaf Gauk?
Prófaði nokkur náttúruleg fæðubótaefni
„Mjög fljótlega byrjuðu svitakófin aftur ásamt því að ég fann fyrir almennri vanlíðan og svefnerfiðleikum. Ég prófaði tvenn náttúruleg fæðubótaefni en þau virkuðu ekki sem skyldi“.
Chello virkaði á rúmri viku!
prentun.is
Svanhildur segir ýmislegt efni liggja eftir Ólaf Gauk, bæði lög og texta. Má eiga von á plötu með þeim mæðgum með áður óútgefnum lögum Gauks? „Það er aldrei að vita,“ segir hún. „Ég ætla að biðja Önnu Mjöll að fara yfir þetta, því hún er góð að lesa nótur og hljóma og hún er líklega betri en ég að meta það. Ég ætla til Bandaríkjanna í vor eftir að skólanum lýkur og þá kannski förum við yfir lögin og hver veit hvað verður úr því?“ En trúir hún því að þeir sem eru horfnir sjónum okkar séu áfram hjá okkur? Heldur hún til dæmis að Ólafur Gaukur sé með okkur á staðnum sem hann elskaði einna mest, í gítarskólanum sínum? „Já, ég hugsa það bara. Held að hann sé einmitt hérna að hlusta á okkur núna og fylgjast með af áhuga,” segir hún og lítur brosandi í kringum sig. Vonandi. Því ef svo hefur verið þá lagði Gaukurinn blessun sína yfir þetta samtal.
„Svo sá ég auglýsingu í apóteki og umfjöllun um Chello náttúrulega fæðubótaefnið á facebook og ákvað að ekki sakaði að reyna. Þegar ég fór að kaupa efnið var mér bent á að taka Chello í bláum umbúðum m/viðbættu D - vítamíni ásamt því að taka omega- 3. Ég las á umbúðunum að taka ætti tvær töflur í tvær til fjórar vikur til að byrja með sem ég og gerði. Ekki var liðin nema rúm vika þegar ég fór að finna mikinn mun, ég finn ekki lengur fyrir svitakófi og sef vel. Ég mæli sko hiklaust með Chello þetta efni hefur reynst mér meiriháttar vel og hvet ég allar konur að prófa þessa náttúrulegu leið sem finna fyrir breytingaskeiðkvillum“ segir Kolbrún að lokum. Kolbrún Ósk Albertsdóttir
Chello fæst í flestum apótekum, Fjarðarkaupum og í Heilsuhúsinu
Náttúruleg lausn á breytingarskeiðinu Mikilvægt er að annast sig vel allt lífið og þá sérstaklega þegar kemur að þeim tímamótum þegar breytingar verða á hormónakerfi kvenna. Gott er að huga að hreyfingu og hollu mataræði. Afar nauðsynlegt er að neyta nægilegs kalks með D-vítamíni fyrir beinin. Chello Classic - Fyrir allar konur. Gott við mildum einkennum af svita-og hitakófi . Inniheldur ekki soja heldur mikið af plöntuþykkni úr kínversku plöntunni dong quai sem hefur verið notuð í mörg ár gegn hita-og svitakófi. Inniheldur einnig rauðsmára, vallhumal, kamillu og mjólkurþystil. Chello Forte - Yfir fimmtugt Gott við miklu svita-og hitakófi . Inniheldur ríkulegan skammt af plöntu kjörnum og soja þykkni sem hefur sýnt sig að virka vel á svitaog hitakóf. Chello Forte inniheldur einnig rauðsmára og salviu sem hefur verið notað í mörg ár af konum á breytingarskeiðinu með frábærum árangri. Chello Forte+D vítamín - Undir fimmtugu Gott við miklu svita-og hitakófi . Inniheldur sömu efni og rauða Chello en er með viðbættu D vítamíni sem styrkir beinin sem er mikilvægt fyrir konur sem byrja snemma á breytingarskeiðinu. Innflutningsaðili: Gengur vel ehf
22
úttekt
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Ástin á tímum Fésbókar Persónuleg samskipti fólks og tjáning hefur tekið stökkbreytingum með upplýsingatæknibyltingunni og þá ekki síst samskiptamiðlinum Facebook. Þar getur ástarbálið logað glatt. Fréttatíminn kíkti á síður þriggja þekktra para sem eru með öllu ófeimin við að tjá ást sína frammi fyrir alþjóð – þau skammast sín ekki fyrir tilfinningar sínar. Ástfangið fólk hefur í gegnum tíðina haft einhverja óútskýranlega löngun til þess að tjá umheiminum ást sína og ekkert nema gott eitt um það að segja enda gerir fólk ekkert annað en fegra lífið og lífga upp á tilveruna með því að leiðast niður Laugaveginn eða skella sér í blautan koss í kvikmynda- eða kaffihúsi. Vitaskuld getur þessi opinberun ástar á almannafæri farið í taugarnar á bitru fólki og þeim sem eiga erfitt með tilfinningar sínar og jafnvel gert út af við þá sem eru í ástarsorg – en vitaskuld er þetta bara sætt og jákvætt. Ástarbríminn á Facebook getur verið með nokkrum ólíkindum og tjáningarþörfin rík; fólk þar hefur tekið létt atlot á almannafæri upp á næsta stig ástarjátninga.
Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segist, í spjalli við Fréttatímann, ekki telja að hægt sé að skýra tjáningarþörf hinna ástföngnu með ódýrum skýringum og einföldum hugtökum á borð við athyglissýki eða sýniþörf. Hér er meira undir. Tjáning fólks á Netinu er svo margbreytileg enda mjög mismunandi hversu opið fólk er. „Þegar þú ert ástfanginn í nýju sambandi er kannski eðlilegt að þú viljir láta alla vita af því. Fá fólk til þess að taka þátt í gleðinni með þér. Þetta á kannski sérstaklega við um ungt fólk,“ segir Kolbrún og vísar til þess hversu mikil breyting hefur orðið á samskiptum með Netinu.
Pressuparið Björn Ingi Hrafnsson og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, eru með þeim allra ástföngnustu á Facebook. Þau fóru mjög leynt með samband sitt til að byrja með en eftir að þau „opinberuðu“ á Facebook seint á síðasta ári hefur ástarbálið logað glatt á Netinu. Hlín Einarsdóttir January 20 near Reykjavík Til hamingju með daginn drengir, menn og bændur! Það verður dekrað við besta bóndann á bænum í dag Björn Ingi Hrafnsson Björn Ingi Hrafnsson Takk ástin mín, þú ert algjört æði Björn Ingi Hrafnsson January 20 Bóndadagsdekur, medal annars ferd i Bláa lónid, dinner og spa i bodi ástarinnar minnar... — with Hlín Einarsdóttir at The Blue Lagoon Spa. Hlín Einarsdóttir January 29 near Reykjavík Elska, elska, elska þig! Like · Björn Ingi Hrafnsson likes this. Björn Ingi Hrafnsson Monday at 11:57am · Like
ENNEMM / SÍA / NM49420
Flestir láta sér nægja að gera grein fyrir hjúskaparstöðu sinni á Facebook en slíkt er svipað því og að spóka sig með trúlofunarhring. Þá er á hreinu ef maður er frátekinn eða ekki og auðveldar þeim eftir atvikum sem eru að fiska eftir ástinni í þeirri gruggugu tjörn sem Facebook er. En tilfinningar annarra eru síðan við að sprengja brjóst þeirra og hinir ofurástföngnu fá útrás með
því að líma hjörtu á síðu makans og ausa hinn eða hina heittelskuðu lofi og hlýjum orðum. Heitustu ástarjátningarnar á Facebook, sé miðað við þá tíma er skotinn var hann afi gamli í ömmu, jafngilda því að elskendurnir stæðu á kössum á torgum úti og góluðu í gjallarhorn: ÉG ELSK A ÞIG! Þannig má kannski segja að ástin hafi færst í aukana sem eru nokkur tíðindi á þessum síðustu og verstu tímum meints kaldlyndis.
trítar bóndann á Fiskfélaginu ?
Ég elska þig baby
Karl Sigurðsson January 20 near Reykjavík var trítaður sem höfðingi væri í hádeginu. Enda einstaklega heppinn með kvonfang. Tobba Marinósdóttir Tuesday læk á þig ! Like · Karl Sigurðsson likes this.
Heppinn með kvonfang Rithöfundurinn og fjölmiðlastjarnan Tobba Marínós og Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi og Baggalútur, eru með glæsilegri pörum. Þau fóru ekki í felur með tilfinningar sínar þegar þau voru að draga sig saman á Facebook. Og enn blómstrar rómantíkin en þeir sem fylgjast með þeim á Facebook vita að nú stendur til að flytja inn saman. Karl Sigurðsson Tuesday near Reykjavík Hvaða fyrirtæki á maður að tala við til að leigja búslóðargeymslu? Karl Pétur Jónsson Ég myndi bara henda því sem Tobba vill ekki nota af búslóðinni þinni. Tobba Marinósdóttir January 20
Kraftur ástarinnar Hjónakornin Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson kenndur við Krossinn þekkja sviðsljósið bæði af góðu og illu. Þau standa saman í blíðu og stríðu og þá ekki
Fleiri v Nýtt!
Nú fylgja fjórar erlendar stöðvar
Sjónvarpið beint eða með klukkutíma seinkun Um leið og þú tengist Sjónvarpi Símans geturðu horft á opnu, íslensku stöðvarnar og færð fjórar erlendar stöðvar að auki. Á Plús-stöðvunum geturðu séð útsendinguna með klukkutíma seinkun.
siminn.is Greidd eru mánaðargjöld skv. verðskrá. Nánar á siminn.is
Veldu þér
Helgin 3.-5. febrúar 2012
sófa!
90
LYON BONN VERONA PARÍS PISA TORINO RÍN MILANO
teg und ir
OSLO BASEL
VALENCIA VÍN ROMA ASPEN BOSTON DELUX
árSaLA 0 3REYN
BONN NICE
RÍN DELUX
VERÐDÆMI - TORINO SÓFI 2 SÆTI + 2 TUNGUR kR. 368.850 2 SÆTI + TUNGA 245.900 2 SÆTI + HORN +2 SÆTI kR. 317.900 Torino
boston
Jónína Benediktsdóttir Mig langar bara að minna þig á hvað þú ert frábær einstaklingur og þrátt fyrir mótlæti missir þú aldrei móðinn. Það er í lagi að hvíla sig um stund og síðan tekur maður fram takkaskóna :-) Takk fyrir að vera besti vinur minn. Betra að segja það núna en seinna elskan mín. Á facebook :-)))) Like · · See Friendship · January 23 at 10:34pm · Gunnar Í Krossinum Þorsteins-
son and 9 others like this.
Valencia
Jónína Benediktsdóttir Til hamingju með að föstuna, ég er svo stolt af þér og finn hvernig þú styrkist á hverjum degi elskan mín. Þú verður næstum því sérkennilega yfirvegaður. Svo Guðlegur eitthvað, Jónína Benediktsdóttir Ræktin núna ! Share · January 25 at 5:46am ·
Vín
Torino
aspen
Gæði í gegn
Betri Stofan
síst á Facebook þar sem hyldýpi ástar þeirra fer ekki framhjá neinum sem þar lítur við.
nice
dallas
basel
París lux
1. Veldu GeRÐ oG lenGd - 90 ÚTFÆRSluR í boÐi 2. Veldu áklÆÐi oG liT / Tau eÐa leÐuR. YFiR 2300 miSmunandi áklÆÐi oG liTiR í boÐi
3. Veldu aRma - 6 GeRÐiR í boÐi 4. Veldu FÆTuR - TRé, jáRn, kRÓm o.Fl. Patti verslun er húsgagnaverslun með 30 ára reynslu að baki á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, hornsófum og tungusófum nákvæmlega eftir máli og óskum hvers og eins.
Gunnar Í Krossinum Þorsteinsson Það er engin smá kraftur í þér elskan mín. Ég kem með þér í fyrramálið.
Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað
basel Mismunandi útfærslur og áklæði hafa áhrif á endanlegt verð.
HÚSGÖGN
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is
valkostir í Sjónvarpi Símans Nettenging hjá Símanum gefur þér möguleika á Sjónvarpi Símans og fjölbreyttu úrvali sjónvarps- og afþreyingarefnis.
Nýtt! Háskerpuútsending á 0 kr.
er opin án endurgjalds til kynningar
Frelsi til að horfa þegar þér hentar
Bestu lögin skapa stemninguna
Nú geta viðskiptavinir Símans leigt myndir
Með smelli á VOD takkann opnarðu
Ef þú smellir á MENU takkann og velur
og séð útsendingar í háskerpu. Ef tengingin
SkjáBíó með yfir 4000 titlum, bíómyndum,
útvarp opnast Bestu lögin, sérsniðnar
þín ber HD-útsendingar geturðu virkjað
þáttum, barnamyndum og efni á 0 kr. Í
tónlistarrásir fyrir öll möguleg tilefni.
aðganginn á þjónustuvefnum og séð
SkjáFrelsi, Stöð 2 Frelsi og RÚV Frelsi
Þar eru líka allar íslensku útvarps-
Sjónvarp Símans í allri sinni dýrð.
sérðu nýjustu þættina og fréttirnar þegar
stöðvarnar og tugir erlendra.
þér hentar.
MAX Ú ÚTSÖLUNNI
R U K Ý L HELGINA UM
Mikill afsláttur af kæliskápum
Ofnar Verð frá
49.989
1400sn Whirlpool þvottavél
79.989
ALLT Á LÁGMAX VERÐI - ALLT Á LÁGMAX VERÐI Saumavélar
Heyrnartól
Pottar, pönnur og búsáhöld
Sjálfvirkar kaffivélar
Hljómborð
Sjónaukar
Tökuvélar
25% afsl. 30% afsl. 30% afsl. 20% afsl. I N N U L Ö S T Ú afsl.
20%
R LÝKHEU LGINA UM
Fartölvutöskur
30% afsl. 25% afsl. 35% afsl. Síðustu eintök og útlitsgölluð
ÚTSALA ÚTSÖLUNNI
R LÝMKHEU LGINA U
Frábær verð á frystikistum
Verð frá
39.989
40” LCD
40” Toshiba sjónvarp
99.989
50” sjónvörp Verð frá
149.989 ÚTSÖLUNNI
R LÝKHEU LGINA
- ALLT Á LÁGMAX VERÐI - ALLT Á LÁGMAX VERÐI Töfrasprotar Ryksugur
UM
Safapressur
Samlokugrill
15% afsl. 20% afsl. 20% afsl. 25% afsl. Vöfflujárn
Hárblásarar
Sléttu- og krullujárn
Rakvélar
25% afsl. 30% afsl. 30% afsl. 20% afsl. tæki með miklum afslætti Opið mán. - fös. kl. 11-19 Laugardaga kl. 11-18 Sunnudaga kl. 12-18
MAX Kauptúni 1 - Garðabæ Sími 412 2200 - www.max.is
26
fréttir vikunnar
Helgin 3.-5. febrúar 2012
25
Vikan í tölum
prósent er hlutfallslegur munur á fjölda marka Heiðars Helgusonar fyrir QPR í deildinni og marka þeirra Bobby Zamora og Djibril Cisse sem voru keyptir til félagsins í vikunni á tæpa tvo milljarða. Heiðar hefur skorað átta mörk, Zamora fimm og Cisse eitt.
HÖRKUSPENNANDI MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF!
Torkennilegur hlutur fannst í porti bak við Stjórnarráðið að morgni þriðjudags. Óttast var að um sprengju væri að ræða og var hluturinn eyðilagður af vélmenni lögreglunnar. Mikill viðbúnaður var. Húsið við Hverfisgötu 4 var rýmt meðan á aðgerðum stóð. Stjórnarráðið sjálft var hins vegar ekki rýmt. Leit fór einnig fram í nærliggjandi ráðuneytum.
SENDU SMS SKEYTIÐ ESL CHR Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
Heitustu kolin á
Moskudeilan Trúarbragðastríð braust út á Facebook í vikunni þegar Facebook-síðan Mótmælum mosku á Íslandi skaut aftur upp kollinum í umræðunni eftir að hafa legið í láginni. Víðsýna og góða fólkið á Facebook snöggreiddist þeim sem hafa lagt nafn sitt við síðuna og hreinsanir hófust.
Þorfinnur Ómarsson
KOMIN Í BÍÓ!
VILTU VINNA MIÐA?
FFULLT ULLT A AFF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
WWW.SENA.IS/CHRONICLE
Orri Harðarson á a.m.k. tólf „vini“ á Fésbók sem mótfallnir eru byggingu mosku á Íslandi. Þeir um það. Ekki hefur hvarflað að mér að henda þeim út, þótt „góða fólkið“ beiti slíkum meðulum. Sjálfur er ég t.d. ekkert sérstaklega hrifinn af kirkjum.
Í gær höfðu 16 á mínum vinalista “líkað” við rasistasíðuna gegn mosku. Þrír þeirra hafa í dag látið af þessum stuðningi sínum, vonandi bakka hinir út líka.
Erla Hlynsdóttir
Illugi Jökulsson
Sinalco snýr aftur
Ég aðhyllist engin trúarbrögð, finnst þau eiginlega öll jafn furðuleg. En það er fáránlegt og ískyggilegt mannréttindabrot að ætla að gera upp á milli fólks með því að leggja stein í götu einna trúarbragða en ekki annarra. Röksemdir á FB-síðu, þar sem mótmælt er byggingu mosku á Íslandi halda ekki vatni, en geta aukið úlfúð og þröngsýni í samfélaginu. Því miður hafa 127 Facebook-vinir mínir skráð sig á þessa síðu. Þeim verður öllum eytt af mínum vinalista, verði þeir enn skráðir á þessa fordómasíðu eftir þrjá daga.
Úr lýsingu á hópnum Mótmælum mosku á Íslandi: „Dónalegt orðbragð og óviðeigandi umræða verður fjarlægt.” Helgi í Góu er maður sem lætur verkin tala og gladdi margt íslendingshjartað þegar hann tilkynnti að hann væri byrjaður að selja hinn fornfræga gosdrykk Sinalco sem hvarf af landi brott fyrir margt löngu.
Guðmundur Andri Thorsson
5,6
milljarðar var hagnaður Marels á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi félagsins sem birtur var í vikunni. Það er 152,9 prósent aukning frá árinu 2010.
110
ár eru frá því að gosdrykkurinn Sinalco kom fyrst á markað í Evrópu.
Ljósmynd Hari
Sinalco fá ekki verðlaun Hagþenkis, í það minnsta ljóðstaf Jóns úr Vör, eða íslensku bókmenntaverðlaunin með lakkrísröri
Ég sprengi klukkan tíu! Sprengjuvélmenni eru sjaldséðari en hvítir hrafnar í Reykjavík en einn slíkur mætti að stjórnarráðshúsinu í vikunni þar sem búið var að koma einhverju fyrir sem virtist ekki geta verið annað en sprengja. Fólki á Facebook var þó ekkert sérstaklega brugðið.
6000
manns hafa fallið í mótmælunum í Sýrlandi frá því að þau hófust fyrir tíu mánuðum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum.
Bragi Valdimar Skúlason myndi aldrei þora að hóta sprengju.
Andrés Magnússon Aumingja Hrannar hélt auðvitað að það væri eitthvað allt annað í aðsigi, braut rúðu og öskraði út: ”Come and get me, copper!” Á meðan velti Jóka skrifborðinu, setti stól fyrir dyrnar, raðaði í pumpuna og beið þess sem vera vildi.
Vonandi að sínalkóið verði betra en Royal-búðingurinn sem ég prufaði aftur eftir öll þessi ár.
Freyr Bjarnason
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Yngvi Eysteins
Skil ekki af hverju hugmyndir um að byrja aftur framleiðslu á
Er einhver að reyna að sprengja ríkisstjórnina?
Er verið að taka upp The Hurt Locker 2 í Reykjavík?
26,3
ár var meðalaldur byrjunarliðs dönsku Evrópumeistaranna í handbolta í úrslitaleiknum gegn Serbíu um síðustu helgi.
Slæm vika
Góð vika
Fyrir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóri Já.
Fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands
Verðlaun í skugga gagnrýni Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Já, brosti breitt í síðustu viku þegar hún tók við Gæfusporinu, verðlaunum Félags kvenna í atvinnurekstri. Sennilega er þó lítið eftir af brosinu nú því í kjölfarið hefur hún verið harkalega gagnrýnd af, meðal annarra, bæjarstjóra Akureyrar. Þar lokaði Já starfsstöð sinni í ágúst á síðasta ári, starfsstöð þar sem langflestir starfsmanna eru/voru konur. Þykir það nánast brandari að reka konur úr vinnu og vera síðan verðlaunuð af konum. Jafnframt hefur mönnum ekki leiðst að draga fram í sviðsljósið enn eina ferðina þá umdeildu ákvörðun að setja Egil Einarsson á forsíðu Símaskrárinnar 2011.
Milljónasparnaður á mörgæsaslóðum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skellti sér á Suðurheimsskautið með Dorrit í vikunni. Með í för voru aðrir höfðingjar á borð við Al Gore, kvikmyndaleikstjórann James Cameron og athafnamaðurinn Richard Branson. Segja má að Ólafur Ragnar hafi sparað sér milljónir í ferðinni því líkt og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, getur kvittað upp á kostar margar milljónir að fara í leiðangur á Suðurskautið til að skoða mörgæsir.
t s m e r f g o t s r y f –
ódýr!
40
%r
u t t á l s af
2298 1498 799 1198
kr. kg
Verð áður 3849 kr. kg Ungnauta piparsteik
kr. kg
Lambalæri, New York marinerað
kr. kg
kr. stk.
Lamba súpukjöt, 1. flokkur
FráBær
VErð!
t
Grillaður heill kjúklingur
2248 490 998 998 kr. kg Krónu kjúklingabringur
Krónu lasagna
kr. kg
kr. pk.kr. kg
59 989
kr. stk. kr. Pepsi, Pepsi Max og pk.
McCain franskar, sléttar, rifflaðar og fínar, 1 kg Krónu appelsín, 33 cl Bautabúrs blandað nauta- og grísahakk GLK ýsubitar, roð- og beinlausir, 800 g
ÓDÝRT OG GOTT FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
598
Þú kaupir 3 pinizzsur kr. stk.
en borgar aðe fyrir 2
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl
Iceland pizzur
229
69
kr. stk.
Quickbury marmarakaka
Krónan Krónan Krónan Árbæ Bíldsöfða Breiðholti
kr. stk.
Egils pilsner, 0,5 l Krónan Granda
Krónan Krónan Hvaleyrarbraut Lindum
Krónan Mosfellsbæ
129 Baguette
kr. stk.
Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Reykjavíkurvegi Akranesi Reyðarfirði Selfossi Vestmannaeyjum
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 0 2 5 7
KIA fjölskyldan Kia Sorento 2.2 EX Classic sjálfskiptur, dísil 197 hö. meðaleyðsla 7,4 l/100 km CO2 194 g/km (fáanlegur 7 manna)
Verð 7.297.777 kr.
Kia Sportage 1.7 EX 2WD beinskiptur, dísil 115 hö. meðaleyðsla 5,5 l/100 km CO2 139 g/km
Kia Sportage 2.0 EX 4WD sjálfskiptur, dísil 136 hö. meðaleyðsla 6,9 l/100 km CO2 179 g/km
Verð 4.777.777 kr. Verð 6.197.777 kr.
Kíktu við í Öskju að Krókhálsi 11 og reynsluaktu glæsilegum bílum frá KIA sem standast kröfur nútímans. Við tökum vel á móti þér.
Opið á morgun laugardag kl. 12-16 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
sýnir sig
7 ára ábyrgð
á öllum nýjum KIA bílum
KIA fjölskyldan er í stórsókn á Íslandi og er önnur söluhæsta bílategundin á þessu ári. Nútíma tækni og hönnun hefur ekki einungis skilað glæsilegum gæðabílum, heldur eru þeir einstaklega sparneytnir. Allir nýjir bílar frá Kia eru með sjö ára ábyrgð.
rir Nokk e’d á Kia ce boði! sértil
Kia cee’d 1.6 LX Sporty Wagon beinskiptur, dísil 115 hö. meðaleyðsla 4,5 l/100 km CO2 122 g/km
Kia cee’d 1.6 LX beinskiptur, dísil 115 hö. meðaleyðsla 4,4 l/100 km CO2 118 g/km
NÝR Kia Rio 1.1 LX beinskiptur, dísil 75 hö. meðaleyðsla 3,2 l/100 km CO2 85 g/km
Verð 3.497.777 kr.
Verð 3.097.777 kr.
Verð 2.497.777 kr.
Einn i ytnast sparne eimi bíll í h
Sýndir bílar eru með mismunandi aukabúnaði
Kia fjölskyldan fer í sparifötin á laugardaginn og heldur stórsýningu að Krókhálsi 11. Komdu og kynnstu þessari fjölskrúðugu og litríku fjölskyldu – það er aldrei að vita nema einhver meðlima hennar smellpassi við þína fjölskyldu.
Nýr Kia Picanto 1.0 LX beinskiptur, bensín 68 hö. meðaleyðsla 4,2 l/100 km CO2 99 g/km
Verð 1.997.777 kr.
www.kia.is
Fermingarveislur
Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! Verð frá
2100 á mann
pantaðu veisluna þína á
www.noatun.is
Topplistinn Efstu 5 - Vika 5
Veitingahús 1
Krúska ehf
Suðurlandsbraut 12
2
Karma Keflavík ehf
3
SuZushii Stjörnutorgi
Grófinni 8
Kringlunni 4-12
4
Sjávargrillið ehf Skólavörðustíg 14
5
Saffran
17 ummæli
12 ummæli
18 ummæli
6 ummæli
10 ummæli
30
viðhorf
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Kosningar
Forsetinn segi af eða á
F
Flestir skildu Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, svo í áramótaávarpi að forsetatíð hans lyki á sumri komanda, að hann gæfi ekki kost á sér að loknu fjórða kjörtímabili sínu. Hefð er fyrir því að forseti skýri frá ákvörðun sinni á slíkri stundu. Tvær grímur runnu hins vegar á marga við nánari skoðun á ummælum forsetans. Hann sagði sig og fjölskyldu sína hlakka til frjálsari stunda en vísaði um leið til þess að tímarnir nú væri markaðir óvissu og að á grundvelli þess væri höfðað til skyldurækni forsetans, trúnaðarins sem fólkið í landinu hefði sýnt honum. Forsetinn sagðist vissulega hafa íhugað þessi sjónarmið Jónas Haraldsson vandlega og sagði síðan: „Niðurjonas@frettatiminn.is staðan kann að hljóma eins og þversögn en er engu að síður sú að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.“ Ólafur Ragnar bætti því síðan við að hann fengi meira frelsi til að sinna hugsjónum sínum og málefnum þegar skyldur forsetaembættisins hvíldu ekki lengur á herðum sér. Ákvörðunin fæli því ekki í sér kveðjustund heldur markaði upphaf að annarri vegferð. Vegferð forsetans verður önnur að lokinni Bessastaðavist en af túlkun manna á orðum hans sést að vafi ríkir um það hvenær sú vegferð hefst. Sá vafi jókst þegar einstaklingar, nánir forsetanum, hófu undirskriftasöfnun þar sem skorað er á hann að gefa kost á sér í eitt kjörtímabil í viðbót. Þar eru þau rök helst tilgreind að Ólafur Ragnar Grímsson hafi reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar og veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði. Mál-
flutningur hans hafi reynst mikilvægur innanlands og ekki síður ytra, sérstaklega í Evrópu. Þar er vísað til deilna um svokallaðar Icesave-skuldir. Meðal forvígismanna þessarar undirskriftasöfnunar eru Baldur Óskarsson, gamall vopnabróðir Ólafs Ragnars og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra. Ólíklegt verður að telja að þeir hefðu farið af stað með söfnunina án vitundar og vilja forseta Íslands en í hvatningarorðum Guðna segir meðal annars: „Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur, um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu – glímunni við yfirþjóðlegt vald.“ Efann um afstöðu Ólafs Ragnars Grímssonar má einnig lesa úr skoðanakönnun Capacent sem birt var í þessari viku. Spurt var: „Hver myndir þú vilja að gegndi embætti forseta Íslands næsta kjörtímabil?“ Í aðfararorðum Capacent að í könnuninni kom hins vegar fram sá efi sem ríkir um afstöðu forsetans, eða: „Eins og kunnugt er hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefið í skyn að hann muni ekki gefa kost á sér áfram í embætti á næsta kjörtímabili.“ Við þennan vafa er óþolandi að búa. Það er kominn febrúar og forsetakosningarnar fara fram í júní. Afstaða hugsanlegra frambjóðenda til embættisins mótast af því hvort forsetinn sækist eftir endurkjöri eður ei. Kannski hefur forsetinn talið það koma skýrt fram, þegar hann ávarpaði þjóð sína á nýársdag, að hann ætlaði sér að hætta að loknu þessu kjörtímabili. Hann fylgist hins vegar með umræðum í samfélaginu og veit því af mismunandi túlkun á þeim orðum. Ólafur Ragnar á því að segja af eða á og það strax. Hvorki blaðamannafund né þjóðarávarp þarf til. Einföld fréttatilkynning frá skrifstofu forseta dugar.
Íþróttasálfræði
Sálfræðilegir þættir hafa mikil áhrif á frammistöðu
Í
ótrúlega fyrirferðamiklar í skýringakerfi þróttasálfræði (sport psychology) þjálfara og íþróttamanna. „Menn komu er ung fræðigrein. Meginmarkmið ekki með hausinn skrúfaðan á, sjálfsíþróttasálfræðinnar er að rannsaka traustið er í botni, liðsheildinn skóp áhrif sálfræðilegra þátta á frammistöðu sigurinn, menn höfðu ekki nægilega og hagnýta þá þekkingu sem fæst með trú á verkefninu, hitt liðið langaði bara rannsóknum íþróttamönnum og þjálfmeira í sigurinn.“ Allt eru þetta skýringar urum til hagsbóta. Dæmi um klassískar sem allir sem hafa fylgst með íþróttum rannsókn innan íþróttasálfræðinnar hafa heyrt..... oft! Líklega hefur hinn er að skoða hvaða áhrif streita hefur á almenni íþróttáhugamaður heyrt sálvítahittni hjá körfuboltamönnum, meta fræðilegar skýringar á frammistöðu oftar hverskonar endurgjöf er heppilegust en leikfræðilegar skýringar. Það er hins til að bæta frammistöðu og rannsaka vegar fullkomlega eðlilegt að þjálfarar hvaða áhrif sjónmyndaþjálfun hefur á og íþróttamenn grípi til sálfræðilegra tæknilega framkvæmd á fótatökum í Hafrún Kristjánsdóttir skýringa í viðtölum eftir leiki. Sálfræðisundi. Þótt að íþróttasálfræði sé ung er aðjúnkt í tækni- og legir þættir hafa nefnilega mikil áhrif fræðigrein, í raun rétt að slíta ungbarnaverkfræðideild Háskólans í á frammistöðu. Í raun er það svo að líkskónum, þá hefur safnast töluverð þekkReykjavík legast er að sálfræðilegir þættir ákvarði ing sem hægt er að hagnýta. Það er til sigurvegara ef geta er mjög svipuð. Það dæmis vitað að það er ekkert sérstaklega sem meira er, líklegast er að sálfræðilegir þættir vænlegt til árangurs að vonast til þess að einbeiting skýri breytingar á frammistöðu yfir stuttan tíma ef verði til staðar þegar miklu skiptir að vera með fulla ekki koma til þættir eins og meiðsli og/eða miklar einbeitingu í kappleik. Hver kannast ekki við að hafa breytingar á leikskipulagi. Í þessu ljósi er áhugahorft á viðtöl eftir leik þar sem grautfúll þjálfari segir vert að velta fyrir sér frammistöðu einstakra liða og þungur á brún: „Við misstum einbeitingu í örskotsleikmanna á EM í handknattleik sem var að ljúka. stund og var refsað grimmilega fyrir vikið.“ Hann Björgvin Páll Gústafsson, markmaður íslenska landser líka kunnuglegur reiði þjálfarinn sem segir háum liðisins, átti afleita leiki í upphafi móts en beit í skjaldrómi eftir tapleik: „Ef menn geta ekki einbeitt sér að arrendur og spilaði nálægt því sem hann er þekktur verkefninu geta þeir alveg eins verið heima.“ Rannfyrir í milliriði. Er líklegt að Björgvin Páll hafi tekið sóknir innan íþróttasálfræðinnar hafa leitt í ljós að stórstígum líkamlegum framförum á þeim tíma sem ýmsir þættir geta bætt einbeitingu íþróttamanna og var á milli leikja í riðli og milliriðli? Nei líklega ekki. í raun er hægt að þjálfa hana upp á markvissan hátt Líklegast er að sálfræðilegir þættir skýri að mestu meðal annars með svo kölluðu sjálfstali og lykilorðaf breytingu á frammistöðu. Evrópumeistarar Dana um, ákveðinni tegund af markmiðssetningu, sjónspiluðu líkt og Björgvin Páll illa í riðlinum sínum en myndaþjálfun og rútínum. stóðu uppi sem sigurvegarar. Urðu leikmenn Dana Fæstir þjálfarar sem nota skort á einbeitingu sem mikið betri í handbolta þegar á leið mótið? Líklega skýringu á döpru gengi þjálfa einbeitingu leikmanna ekki. Líklegra er að skýringin á umbreytingu í spilasinna markvisst líkt og skottækni, styrk og þol. mennsku þeirra sé sálfræðilegur. Reyndar er það svo að sálfræðilegar skýringar eru Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
AÐEINS ÖRFÁIR DAGAR EFTIR. FRÁBÆRT VERÐ. ALLT Á AÐ SELJAST. HAGLABYSSUR, RIFFLAR, VEIÐISTANGIR, HJÓL, BYSSUSKÁPAR, GERVIGÆSIR, SPÚNAR, FLOTHOLT, VÖÐLUR, JAKKAR, UNDIRFÖT, VEIÐIVESTI, FLUGULÍNUR, OG MARGT FLEIRA Á VERÐI SEM ALDREI Á EFTIR AÐ SJÁST AFTUR. VIÐ FÖRUM AÐ LOKA. MISSTU EKKI AF ÞESSU OPIÐ TIL 18 FÖSTUDAG 10 TIL 16 Á LAUGARDAG AUÐVELDAÐU OKKUR FLUTNINGINN OG HJÁLPAÐU OKKUR VIÐ AÐ TÆMA BÚÐINA
Sportbúðin flytur í febrúar frá Krókhálsi 5 og opnar í mars að Krókhálsi 4.
KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 Í leiðinni úr bænum MÁN. TIL FÖS.- 10 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16
32
viðhorf
STÓR É ÚTSALA ALLT AÐ
70%
HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
AFSLÁTTUR
EINA ÚTSALA ÁRSINS !
ÓTRÚLEG VERÐ !
Teikning/Hari
AÐEINS NOKKRIR DAGAR !
Tveir kostir í boði Ég hef fengið mig fullsaddan af því að skafa bílrúður í vetur. Það hefur varla liðið dagur frá því í nóvember að ekki hafi þurft að skafa rúðurnar í kulda, trekki og myrkri. Við þetta bætist að slíta þarf rúðuþurrkurnar upp úr frosnum farvegi sínum. Gúmmíin eru sem henglar eftir þá meðferð. Veðurfarið virðist sérhannað fyrir rúðublaðasala og kannski aðra gúmmísala, það er að segja þá sem selja hurðagúmmí. Oftar en ekki þarf að rífa upp gaddfreðna hlerana og verður þá að ráðast hvort hægt er að loka á ný svo orna megi sér við miðstöðvarblástur og rasshitun. Við þetta bætast snjóþyngslin. Suma morgna hefur varla sést í bílinn. Þá er að leita að heimiliskústinum og sópa af þar til sést í vagninn. Snjórinn er þó skömminni skárri en frosthörkurnar. Þá er ekki eins fast á rúðunum. Það er bévítans klakabrynjan sem er óvinurinn. En það er ekki nóg að skafa. Bílnum þarf að koma á milli staða í þessari eilífu ófærð. Minn gamli, góði ferðafélagi er hvorki hannaður né smíðaður til slíkra átaka, afturhjóladrifinn, kviðsíður og spólgjarn. Hann hefur því stundum setið fastur á stæðinu heima, einkum eftir að snjóplógar hafa rutt upp fyrirstöðu. Í öðrum tilfellum hefur verið hægt að koma honum áleiðis og stundum alveg á áfangastað. Því fylgir hins vegar vandinn að koma bílnum burt úr því stæði. Þegar að heimferð er komið hefur nokkurn veginn mátt ganga út frá því sem vísu að aftur hafi snjóað á bílinn, einkum rúðurnar, og gott ef ekki frosið ofan í allt heila klabbið. Ég var að vonast til þess að rigningin um síðustu helgi næði klakanum burt en það er seigt í honum. Hann gaf sig því ekki að fullu enda átt svæðið samfellt í tvo mánuði. Það var líka eins og við var að búast. Rúðurnar voru frosnar á ný í byrjun vinnuvikunnar. Vesæl rúðugúmmíin máttu illa við því. Siggi Stormur, sá knái veðurfræðingur, sagði að vísu að heldur betri tíð væri í vændum en því er varlegt að treysta. Ekki af því að Siggi sé verri í veðurfræðunum en aðrir heldur vegna þess að febrúar er rétt að byrja. Þótt hann sé styttri en aðrir mánuðir, jafnvel á hlaupári, er óvíst að hann verði blíður á manninn. Við eigum því eftir að þreyja það sem eftir er af þorra og góu sem við tekur. Sú nær fram á vorjafndægur.
Þá fyrst má reikna með því að úr gluggahreinsun dragi. Mars er nefnilega talinn meðal vetrarmánaða hér norður undir heimskautsbaug. Mín ágæta eiginkona er ekki síður orðin leið á vetrarhörkum, klaka og ófærð. Munurinn á okkur er hins vegar sá að í stað þess að tuða yfir þessum leiðindum leitar hún lausna. Hún vill af landi brott, suður í höf í frí svo þurrka megi sultardropann af um hríð, draga úr hættu á hálkuslysum og gleyma myrkum og köldum hvunndegi. Hún hefur því kíkt á ferðatilboð og sýnt mér fagurbrúnar yndismeyjar á sundlaugarbörmum og vöðvastælt ofurmenni í baksýn, heltönuð, eins og sagt er um þá sem brennt hafa af sér grænbláan húðlit norðursins. Allir eru glaðir á þessum myndum, með gyllt í glasi. Áhyggjur af frosti og gluggasköfun eru víðs fjarri. Það þarf sterkt bein til að standast slíka freistingu, gefa kreppunni og hallærinu langt nef og slá öllu upp í kæruleysi. Samt reyni ég og bendi á þjóðarhag, ekki sé gott að eyða þeim dýrmæta gjaldeyri sem Már í Seðlabankanum hefur fengið að láni. „Mig varðar ekkert um þessa kalla,“ segir konan og á ekki aðeins við þá sem fá gjaldeyri að láni í nafni þjóðar sinnar heldur líka þá sem þjóðarskútunni stýra. „Ég veit ekki betur en þessi söfnuður sé í eilífum utanlandsferðum á okkar kostnað. Það er ekki að sjá kreppu þar.“ Ég benti henni á að það væru ekki allt kallar sem þessu stýrðu, þar væru fyrir kellingar á fleti, auk forsætisráðherrans hefði kona tekið við æðstu stjórn fjármála í landi voru. „Það er sami rassinn undir þeim öllum, óháð kyni,“ sagði mín um leið og hún benti mér á hótel á suðrænni strönd. „Hvað kostar buna fyrir okkur?,“ sagði ég enda fyrirstaðan lítil þar sem úti ólmaðist veturinn og skafrenningur byrgði sýn. Konan nefndi tölu. „Tékkaðu á smáa letrinu,“ sagði ég. „Ferðaskrifstofurnar auglýsa alltaf verð miðað við tvo fullorðna og tvö börn til þess að slá ryki í augun á kaupendum, ná okkur á öngulinn svo ekki verði aftur snúið.“ Frúin skoðaði betur og sá að bóndi hennar hafði rétt fyrir sér. Verðið var umtalsvert hærra þegar aðeins voru tveir á ferð. Markaðsfræðin lætur ekki að sér hæða. Þetta breytti hins vegar engu um einarða afstöðu hennar. Það vissi ég fyrirfram. Hún var orðin hundleið á klakanum, frostinu og vetrarýlfrinu. Eigin hagur gekk fyrir þjóðarhag. Það gat varla verið að armur gjaldeyrisvarasjóðurinn skaðaðist varanlega þótt hún kæmist um stundarsakir í sól. Már var afgangsstærð í þessu dæmi, jafnvel sjálf Oddný líka. „Ætlarðu að koma með?,“ sagði hún og bauð upp á tvo kosti: „Þú mátt ráða hvort þú svarar játandi eða segir einfaldlega já.“
Málefni lífeyrissjóða
Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar – hver var glæpurinn?
Þ
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - Sími 414 1700 GLERÁRGÖTU 30 - AKUREYRI - Sími 414 1730 MIÐVANGI 2-4 - EGILSSTÖÐUM - SÍMI 414 1735 HAFNARGÖTU 90 - KEFLAVÍK - Sími 414 1740 AUSTURVEGI 34 - SELFOSSI - Sími 414 1745
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Ég tel aftur á móti að frekar hefði átt að hefur vakið undrun mína að að verðlauna fyrrum stjórnarmenn og stjórn og framkvæmdarstjóri Lífframkvæmdarstjóra lífeyrissjóðsins eyrissjóðs starfsmanna Kópavogsfyrir að bjarga fjármunum hans út úr bæjar skulu vera ákærð af ríkissaksóknbankakerfinu fyrir hrun og geyma síðan ara að beiðni Fjármálaeftirlitsins. Fyrir fjármunina í öruggu skjóli hjá bæjarhvað, spyr ég? Kannski var það fyrir það sjóði Kópavogs fremur en að draga þá að geyma lausa fjármuni sjóðsins inni í fyrir dómstóla og rægja af þeim mannbæjarsjóði meðan að fjármálakerfi landsorðið. Ef mig minnir rétt var útkoma ins var í rúst, bankakerfið fallið og engir lífeyrissjóðsins ein sú besta miðað við fjárfestingarkostir voru fyrir hendi. Mér aðra lífeyrissjóði árin 2008 og 2009. skilst að bæjarsjóður Kópavogsbæjar Þetta ágæta fólk fór greinilega í þessberi hvort eð er 100 prósenta ábyrgð á ar aðgerðir með hagsmuni sjóðsfélaga málum lífeyrissjóðsins. og skattgreiðenda í Kópavogi að leiðarFjármálaeftirlitið setur út á það að Benedikt Guðmundsson ljósi. Enginn þeirra sem að þessum sjóðsstjórnin hafi farið út fyrir lánareglMarkaðsstjóri Steypubjörgunaraðgerðum stóðu hagnaðist ur, sem síðan voru rýmkaðar (í desembheldur voru hagsmunir lífeyrissjóðsins er 2008) úr 10 í 20 prósenta nettóeign stöðvarinnar ehf og Kópasettir ofar eigin hagsmunum. sjóðsins. Þá spyr ég, hvers vegna var vogsbúi. Ég spyr því að lokum: Hver var glæpþað gert? Spyr sá sem ekki veit en mig urinn? Hann var enginn. Væri ekki farsælla að nýta grunar að viðmiðið hafi verið of lágt að mati þeirra afl dómskerfisins í aðra alvarlegri hluti sem áttu sér sem um þau mál fjölluðu miðað við aðstæðurnar sem stað fyrir bankahrun? uppi voru á þeim tíma.
34
bækur
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Tilnefningar til verðlauna Hagþenkis Fagnefnd Hagþenkis hefur birt tilnefningar til verðlauna samtakanna. Þær eru eftirfarandi Birna Lárusdóttir aðalhöfundur og ritstjóri fyrir Mannvist. Sýnisbók íslenskra fornleifa, Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903, Jóhann Óli Hilmarsson fyrir Íslenskan fuglavísi, Jón Yngvi Jóhannsson fyrir Landnám. Ævisaga Gunnars Gunnarssonar, Ólafur Kvaran ritstjóri fyrir Íslenska listasögu I-V frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, Páll Björnsson fyrir Jón forseta allan?, Pétur Pétursson fyrir Trúmann á tímamótum. Ævisögu Haralds Níelssonar, Sigríður Víðis Jónsdóttir fyrir Ríkisfang: Ekkert. Flóttinn frá Írak á Akranes, Sylvía Guðmundsdóttir ritstjóri fyrir Lestrarlandið og Úlfhildur Dagsdóttir fyrir Sæborgina. -pbb
Sigríður Víðis Jónsdóttir fékk fimm stjörnur hjá bókagagnrýnanda Fréttatímans fyrir bók sína Ríkisfang: Ekkert.
RITDÓMUR HJÁLMAR BÁRÐARSON Í SVARTHVÍTU
Brot af löngum ferli Hjálmar Bárðarson verkfræðingur var um margt merkilegur ljósmyndari. Út er komið lítið kver í bókaröð Þjóðminjasafnsins sem birtir brot af hans miklu gjöf til safnsins en þar stendur nú yfir sýning á stækkunum úr safni hans. Hjálmar var brautryðjandi í útgáfu ljósmyndabóka á Íslandi og gaf út margar ljósmyndabækur helgaðar tilteknum efnum á fleiri en einu tungumáli. Þær voru alla jafna prentaðar í völdum prentsmiðjum á meginlandinu og sérstaklega vel til þeirra vandað. Það er merkilegast við feril Hjálmars hvað hann byrjar snemma að taka myndir og hversu vel hann skráir þær. Þá er einnig mikilvægt hversu áhugi hans á myndefnum liggur víða, hvað hann myndar. Þroska sinn sem ljósmyndari tekur hann út á námsárum sínum í Danmörku þar sem hann er virkur í starfi klúbba áhugamanna og þreifar fyrir sér í stefnum og stíl sem þá eru áberandi í evrópskri ljósmyndun. Í kynningu um Hjálmar í heftinu gerir Inga Lára Baldvinsdóttir grein fyrir helstu þáttum Við val á myndum fyrir heftið og sýninguna hefur eðlilega verið valin sú leið að draga fram afmarkaða þætti úr safninu: Fyrstu myndirnar að vestan og af Hornströndum, myndir frá ýmsum tímum af vinnandi fólki, verkamönnum og listafólki og svo syrpa úr Surtsey. Flestar myndanna eru kirfilega skráðar, þó skorti á fulla nafngreiningu sem í hugum margra ljósmyndara virðist ráðast af stéttarstöðu, múgafólk telur ekki. Í formála þjóðminjavarðar kemur fram að Hjálmar hefur arfleitt þá deild Þjóðminjasafns sem ber heitið Ljósmyndasafn Íslands að stórum hluta eigna þeirra hjóna, allan ljósmyndapartinn með miklum gögnum og þannig styrkt starfsemi þess hluta Þjóðminja safnsins. Sem vekur upp þá spurningu sem yfirvöld Hjálmar R. verða að svara: Hversvegna eru ljósmyndasöfn landsBárðarson í ins dreifð um allar jarðir, á byggðasöfn og sérsöfn, svarthvítu Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur Þjóðminjasafn Íslands, 72 og Þjóðminjasafn? Ljósmyndir eiga heima á einu síður, 2011. safni með bærilega aðstöðu til skráningar, rannsókna og þjónustu. Á sama stað á Kvikmyndasafn Íslands að vera, þar á líka að geyma myndrit sjónvarpsstöðvanna og hljóðfæla útvarpsstöðva. Sú skipulagða dreifingarstefna sem vaxið hefur upp hjá sveitarfélögum og ríki í safnamálum er réttlætanleg í samfélögum sem eru tíu og hundrað sinnum stærri en hér þrífst. Hún kann að hafa þann tilgang að styrkja smákóngaveldi, en réttlætir líka smáskammtastefnu í safnamálum sem er ómenntuðu fjárveitingavaldi þénanleg: Þjóðarsafn mynda og hljóðs er framtíðarskipun. Og ekki veitir af þegar elsta menningarstofnun landsins í varðveislu hljóðs og myndar – Ríkisútvarpið – er uppvís að því að hafa áratugum saman skipulega eyðilagt skráðar heimildir á hljóðböndum, myndböndum og filmu. Sýning á dæmum úr safni Hjálmars R. Bárðarsonar er áminning um mikilvægi skipulagðrar vörslu á heimildum í landinu. -pbb
Bókmenntaverðlaun og efsta sæti
Máttur bókmenntaverðlauna bókaútgefenda virðist mikill. Allt með kossi vekur eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, sem vann í flokki fagurbókmennta, fór í kjölfar þess beint á topp metsölulista Eymundsson, þess sem tekur til bóksölu síðustu viku.
Dimmalimm-verðlaun fyrir Hávamál Kristín Ragna Gunnarsdóttir hlaut Dimmalimm - íslensku myndskreytiverðlaunin 2011 fyrir myndlýsingar í bókinni Hávamál sem Þórarinn Eldjárn endurorti og gefin var út af Máli og menningu síðastliðið haust. Í dómnefnd sátu Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Kalman le Sage de Fontenay, grafískur hönnuður og Bryndís Loftsdóttir bóksali. Í rökstuðningi segir meðal annars að dómnefndin leggi áhersla á að myndirnar í bókunum séu ekki einskær endurspeglun textans, heldur auki við hann og geri hann innihaldsríkari, séu jafnvel lífvænlegar utan bóka. Þetta á sannarlega við um bók Kristínar Rögnu, sem nú hlýtur þessi verðlaun öðru sinni. Hún teflir saman hreinni teikningu, málverki og samklippi sem vísar í allar áttir og þá sérstaklega í íslenskan samtíma. - pbb
Kristín Ragna Gunnarsdóttir.
RITDÓMUR DAGBÓK FR Á VERÖLD SEM VAR
Svarthvít stríðsár
Úr bók Emils Erd grens Dagbók frá veröld sem var.
Dagbók frá veröld sem var Emil Erdgren Mál og menning, 116 s. 2011.
Ú
tgáfa á ljósmyndabókum færist í vöxt. Ljósmyndun er fyrir löngu orðin víðtækt tómstundagaman og aðgengi almennings að vinnslu mynda tók stökk með stafrænum vélum. Flestir þeirra sem ráðast í útgáfu á ljósmyndabókum eru atvinnumenn þótt amatörar færi sig uppá skaftið. Þá hafa gæði prentunar í útgáfum batnað mikið. Eitt þeirra safna eldri mynda sem kom út á síðasta ári er dæmi um það, þótt útgáfan sé að nokkru gölluð: Bandaríkjamaðurinn Emil Edgren var staðsettur hér í seinna stríði og í haust kom út bók með ríflega hundrað myndum hans frá árunum 1942 til 1943. Þær hafa fyrst og fremst minjagildi. Slíkum útgáfum er mikilvægt að fylgi eins ítarlegar upplýsingar um myndefnið og mögulegt er. Á því er mikill misbrestur í bók Edgren. Þá líta útgefendur hjá því að myndirnar mynda raðir. Skulu nú nokkur dæmi um það rakin. Á síðum 12 og 19 eru myndir af ónafngreindum eldri manni við Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Hann er með hring í eyra, sýnilega erfiðismaður, prúðbúinn í skyrtu með mansjettuhnöppum og úr í vestisvasa í keðju. Hver var hann? Hvað starfaði hann? Myndir frá Árbæ fyrir ofan Reykjavík þess tíma á síðum 34 og 35 eru staðgreindar en karl og kona á þeim ekki nafngreind. Bæði eru við vinnu og ætti því frá aldri og búsetuskrá að reynast auðvelt að finna hver þau eru. Þriðja myndin frá sama tíma og stað á síðu 49 er ekki staðgreind. Á opnu, síðum 58- 59, eru myndir teknar við sama tækifæri af tveimur mönnum við flutninga á torfi til einangrunar hitaveitustokks en textasmiðir gera sér engan mat úr því. Á opnu 90-91, eru myndir af strák og fullorðnum manni undir fallega hlöðnum stunguvegg. Sama mótif er á síðu 80 án þess að á það sé bent enda ekki vitað hver staðurinn er „nálægt Hafnarfirði“.
Hann er einnig að sjá á mynd á síðu 96. Tvær myndir af Lækjargötu teknar við sama tækifæri á síðum 72 og 85 og sú þriðja á síðu 237. Enginn er nafngreindur á myndunum, né vakin athygli á nokkru efnisatriði þeirra. Tvær stúlkur er myndatexti á blaðsíðu 20 af tveimur fullorðnum konum. Önnur er tekin að grána í vöngum. Ef litið er til allra þeirra mynda í bókinni af „stúlkum“ er myndatextinn óskiljanlegur. Hvorug konan er nafnkennd. Kona sem birtist bæði á myndum á síðum 26 og 36 er ónafngreind sem og tökustaðurinn. Tveir drengir eru myndefni á síðum 18 og 44, báðir ónafngreindir en myndirnar eru teknar í Hafnarfirði. Annar þeirra kemur einnig á mynd á blaðsíðu 41. Tvær myndir á síðum 82 og 83 sem greinilega eru teknar í Álafoss-verksmiðjunni eru ógreindar, bæði hverjir eru á þeim eða hvar þær eru teknar. Mynd á blaðsíðu 108 sýnir eldri mann henda stungu með gafli, en er kölluð Skemmtilegur heyskapur! Höfundar myndatexta hafa kastað höndum til þessarar vinnu og þar með látið ónotað gott tækifæri sem er að skýra þann heim sem þeir eru að fást við. Þeir eru áhugalausir að lesa myndirnar: Á blaðsíðu 74 er stúlka á sundfötum að fara úr bandskóm: Myndin er tekin við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði: Hvar var hún? Það vekur athygli að stúlkan er naglalökkuð á tám en ekki höndum. Fóru konur á Íslandi að naglalakka sig svo snemma? Við sama tækifæri er mynd tekin sem skartar forsíðuna en konurnar á henni eru ekki nafngreindar. Tvær myndir eru af Tjörninni í Reykjavík og sýna báðar lága flóðstöðu í Tjörninni svo miklar leirur eru við bakkana að vestanverðu. Hverju víkur það við? Á síðum 56 og 84 eru myndir teknar í vinnuherbergjum á veitingastað: Ekki er vísað á milli myndanna lesanda til glöggvunar né nokkur á þeim nafngreindur. Jafnvel þegar myndefnið er auðþekkjanlegt eins og á síðu 101 er látið vera að staðgreina það: Úr gamla Austurbænum í Reykjavík er tekin á Bergþórugötu og sýnir bakgarða hornhúss Bergþórugötu og húss á Frakkastíg þar fyrir neðan. Myndir frá liðnum tíma hafa nánast ekkert gildi ef við vitum ekki hvenær þær eru teknar sirka, af hverju þær eru, hverjir eru á þeim og hver staða þeirra er. Brýnt er að líta sérstaklega til efnisatriða myndanna sem eru horfin úr almennri þekkingu. Annars eru þær harla lítils virði. Það er glæsilega staðið að prentun bókarinnar, pappír sérvalinn, band gott með borða. En því þá ekki að vanda sig betur við verkið en ofangreint tekur til?
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
á heima í Húsasmiðjunni
Húsasmiðjan býður upp á mikið úrval af heimilistækjum á frábæru verði. Gæði og gott verð skipta okkur miklu máli. Þess vegna bjóðum við 5 ára ábyrgð og 30 daga skilarétt á öllum stórum heimilistækjum. Það borgar sig að versla í Húsasmiðjunni.
36
heimurinn
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Tvöfaldur Marx
Fítonskraftur femínismans Femínísk hugmyndafræði kom fram á býsna hófstilltan hátt í skrifum nokkurra kvenrithöfunda á sjöunda áratugnum – í kjölfar endurskoðunar á frjálslyndu stefnunni í Bandaríkjunum og sósíaldemókratískra hugmynda í Evrópu. Skömmu síðar spratt réttindabarátta kvenna fram af slíkum fítonskrafti að marga valdakarla sundlaði. Femínisminn skipaði sér skjótt á meðal áhrifamestu hugmyndafræðikenninga vestrænna stjórnmála í síðari tíð. Konur kröfðust ekki aðeins jafnra launa og áhrifa heldur vildu þær brjóta af sér hlekkina sem birtust í ríkjandi hugmyndum um ólík kynjahlutverk. Í klámvæðingunni, sem tröllriðið hefur vestrænum þjóðfélögum undanfarið, er fátt hollara ungum stúlkum en að hella sér af heilum hug á bólakaf í femíníska hugmyndafræði – helst alla leið í millitant femínisma. -eb
Franskir femínstar mótmæla.
Hugmyndakerfi Anarkismi
Víðfeðm kirkja
Örðugt er að skipa anarkismanum á afmarkaðan bás. Orðið anarchos kemur úr grísku og merkir án yfirboðara. Anarkistar trúa því að regla geti orðið til í samfélagi án yfirvalds. En þetta er ansi víðfeðm kirkja sem rúmar allskonar afkima; bundin saman í andstöðu við ríkisvald. Sumir vilja bylta því með ofbeldi (e. revolutionary anarchism) á meðan aðrir aðhyllast friðarstefnu (e. anarcho-pacifism). Til eru félagshyggjuanarkistar (e. social anarchism) og einstaklingshyggju-anarkistar (e. individualist anarchism). Anarkistar geta allt eins verið fylgjandi frjálshyggju Adam Smith og kommúnisma Karl Marx. En Marx taldi ríkisvaldið óþarft í þúsund ára ríki kommúnismans þegar einkaeignarrétturinn væri gleymdur. Að forskrift anarkismans byggðu hreyfingar kommúnista gjarnan á starfsemi fámennra sella. Rætur anarkismans liggja í hugmyndinni um hinn frjálsa mann í ríki náttúrunnar sem til að mynda má finna í skrifum Jean-Jacques Rousseau á átjándu öldinni. Hugmyndafræði anarkista óx í uppreisnarástandinu í Evrópu undir miðja nítjándu öldina, svo sem í skrifum franska sósíalistans Pierre-Joseph Proudhon. En þegar íhaldsmenn náðu undurtökum víða í álfunni eftir að hafa hrundið byltingarbylgjunni árið 1848 áttu anarkistar aftur undir högg að sækja. Sumir segja anarkismann fyrst hafa fengið raunverulega pólitíska merkingu þegar Rússinn Mikhail Bakunin sagði skilið við Marx og félaga og gekk til liðs við Fyrsta alþjóðasamband anarkista árið 1868. Anarkistar voru lykilhópur í rússnesku byltingunni en síðar áttu Bolsivikar eftir að snúast gegn þeim. Anarkistar sóttu aftur í sig veðrið í baráttunni gegn fasismanum á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, svo sem í spænsku borgarastríðunum, á Ítalíu og í Þýskalandi þar sem uppgangur fasistanna var hvað mestur. Sumir segja að anarkistar hafi með baráttu sinni komið í veg fyrir að fasistar kæmust til valda í Frakklandi í febrúar 1934. Uppreisnarhreyfingar sjöunda og áttunda áratugarins sóttu margar í anarkismann, svo sem hústökufólk og hópar sem boðuðu óhefðbundinn lífsstíl – til að mynda í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Með vísan í anarkisma vildu sumir brjóta upp stofnanir á borð við hjónabandið og fjölskylduna og boðu þess í stað frjálsar ástir og annars konar búsetuform. Hugmyndaheimur anarkista blandaðist einnig inn í pönkhreyfinguna í Bretlandi í textum hljómsveita á borð við Crass og Sex Pistols. Anarkistar höfðu því áhrif á allskonar ólíka baráttuhópa og menningarafkima. Sumir segja að femínisminn sé eitt af afsprengjum anarkismans. Undir aldamótin sóttu laustengdir hópar andglóbalista í anarkismann í margvíslegum aðgerðum gegn alþjóðavaldinu. -eb HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
Hádegismálþing Háskólans á Bifröst í húsnæði skólans í Reykjavík, Hverfisgötu 4-6, 5. hæð. Næsti mánudagur kl. 12.00 - 13.00 Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda: „Neytendavernd - falskt öryggi eða virk vernd?“ Boðið er upp á kaffi og líflegar umræður
www.bifrost.is
Nordic Photos/Getty Images
Karl Marx var bæði greinandi kenningasmiður og boðandi hugmyndafræðingur – sem enn þvælir umræðuna um hugmyndakerfi hans; fléttaði saman efnahagslegum, sögulegum og félagslegum skýringum. Taldi að vegna stöðugt aukinnar framleiðslu og samþjöppunar sem kapítalisminn þrýstir fram safnist sífellt fleiri í stétt verkafólks. En sökum lágra launa hafi fjöldinn ekki efni á framleiðslunni. Þetta leiði til offramleiðslu, bólumyndunar og kreppu; hagsveiflurnar yrðu sífellt svakalegri þar til ósjálfbært hagkerfið hryndi. Enga stjórn málastefnu þyrfti til að knýja hrunið fram – það yrði af sjálfu sér. Þrátt fyrir augljósa galla er kenning Marx um kapítalískt hagkerfi enn gagnleg en hugmyndafræði kommúnismans sem hann tók þátt í að boða í Kommúnistaávarpinu árið 1848 hefur vitaskuld beðið skipbrot. Þó ber að hafa í huga að Marx sagði aldrei til um hvernig hið kommúníska ástand ætti að vera – sagðist ekki vilja vera kokkur í eldhúsi framtíðarinnar. -eb Karl Marx. Nordic Photos/Getty Images
Hugmyndakerfi Þjóðernishyggja og fasismi
Maóismi 1930
Títóismi 1950
Evrópukommúnismi 1970
Anarkismi 1848
Femínismi 1960 Sósíal demókratía Bernstein, 1901
Kommúnismi Lenin, 1903
Nýíhaldsstefna 1970 Andstaða við
Nútíma (bandarísk) frjálslyndisstefna Green, 1880
Frjálshyggja Friedman, 1960 Fasismi Mussolini, 1922
Fölsk tenging
Sósíalismi Marx, 1848 Þjóðernishyggja Mazzini, 1850 Radíkalismi Rousseau, 1762 Tomas Paine, 1793
Klassísk íhaldsstefna Burke, 1792
Andstaða við
Vinstri
Hægri Frjálslyndisstefnan, sú upprunalega Adam Smith 1776
Þjóðinni allt
Hugmyndafræðikort sem sýnir tengsl stjórnmálahugmynda. Stofn myndarinnar er fenginn frá Roskin Cord og Medeiros Jones.
Á fyrri hluta tuttugustu aldar þróaðist fasisminn út úr þjóðernisstefnunni með skelfilegum afleiðingum en meginvandi þjóðernishyggjunnar er að beiting hennar leiðir gjarnan til einangrunar í efnahagsmálum og öfga í stjórnmálum.
Í
síðustu viku var hér gerð tilraun til að greina tengsl helstu hugmyndafræðikerfa. Slíkt felur alltaf í sér agalega einföldun og í viðleitni til að skýra einkum þróun hugmyndabaráttunnar á vinstri/hægri ásnum urðu ýmsar hugmyndafræðikenningar sem féllu utan meginstraumsins útundan, svo sem þjóðernishyggja, fasimi, anarkismi og femínismi – sem hér eru til umfjöllunar.
Frelsi þjóða
Þjóðernishyggjan (e. nationalism) spratt fram úr róttæku útgáfu frjálslyndisstefnunnar upp úr miðri átjándu öld í aðdraganda frönsku stjórnarbyltingarinnar. Hefur hún síðan verið miðlæg í hugmyndakerfi mannsins. Í sinni einföldustu mynd þjóðernishyggjan í sér þá trú að eðlilegt sé að þjóðir myndi með sér fullvalda ríki. Við innrás Prússa í Frakkland árið 1792 voru hetjudáðir franska „þjóðarhersins“ upphafnar í frelsissöngnum Marseillaise í þeim anda. Þjóðernistefnan breiddist svo út um Evrópu samhliða lýðræðiskröfunni á nítjándu öldinni og brátt tók þjóðríkið við af einveldi konunga sem ríkjandi stjórnarform; stefndi þaðan út um heim á tuttugustu öldinni í gegnum nýlendur Evrópuríkja. Þjóðernishyggja sprettur enda gjarnan fram í baráttu þjóða gegn erlendum yfiráðum eins og til að mynda í Palestínu, Bosníu, Litháen, Kúbú, Írak og Kína. Einnig á
meðal þjóðarbrota á borð við Katalóna og Baska á Spáni, Québéc-búa í Kanada og Skota í Bretlandi. Smám saman þróaðist þjóðernishyggjan víða yfir í upphafningu eigin þjóðernis – umfram önnur. Rætur slíkrar þjóðernishyggju má rekja til skrifa ítalska hugmyndafræðingsins Guiseppe Mazzini sem sagði æðsta stig frelsisins vera þjóðarinnar en ekki einstaklingsins: Til þess að öðlast æðra frelsi afsali einstaklingurinn frelsi sínu til þjóðarheildarinnar. Þjóðernishyggjan hefur að sumu leyti trónað yfir öðrum hugmyndakerfum og til að mynda ofist þétt saman við nýíhaldsstefnuna í Bandaríkjunum.
Alræði þjóða
Meginvandi þjóðernishyggjunnar er að beiting hennar leiðir gjarnan til einangrunar í efnahagsmálum og öfga í stjórnmálum – eins og greina má á meðal margra stjórnmálaflokka sem játa hana í Evrópu um þessar mundir. Á Ítalíu og í Þýskalandi þróaðist þjóðernishyggjan yfir í fasisma á fyrri hluta tuttugustu aldar með öllum þeim skelfilegu afleiðingum sem við þekkjum. Blaðamaðurinn fyrrverandi, Benito Mussolíni – sem hafði verði sannfærður sósíalisti allt þar til að agi herþjálfunar breytti honum í einarðan þjóðernissinna – nýtti sér efnahagslega örvæntingu og pólitíska ringulreið á milli stríða til að hrifsa völdin á Ítalíu úr höndum kóngsins sem kiknaði undan álaginu. Mussolini fylkti
svartstakkasveitum sínum undir gömlu tákni Rómverja um yfirráð: Facismo – knippi prika vöðluð saman við exi. Í viðleitni til að koma á reglufestu og hefja ítalskt þjóðerni aftur til vegs og virðingar boðuðu fasistar styrka stjórn byggða á hugmyndafræði hermennsku. Á yfirborðinu virtist sem regla kæmist á við valdatöku fasista árið 1922 en undir niðri var sama óstjórnin og áður með földu atvinnuleysi og lítilli framleiðslu. Í kjölfar heimskreppunnar miklu magnaði Adolf Hitler svo fasisma Ítalíu enn frekar upp í nasisma Þýskalands. Tengsl þýska nasismans við sósíalíska hugmyndafræði sem finna má í nafni flokks þjóðernissósíalista eru þó aðeins í orði en ekki á borði. Að flestu leyti er um öndverðar stefnur að ræða. Í huga flestra er fasisminn voðaleg stjórnmálastefna sem fáir játa en einkenni hans má þó enn víða finna. Í Evrópu er skýrskotunin hvergi skýrari en á meðal einkennisklæddra liðsmanna Jobbikflokksins sem marsera um götur í Ungverjalandi.
heimurinn
dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is
World Class opnar í Egilshöll 0 9 9 . 2
. N Á M / KR.
D L A J G T R A T S EKKERT G N I D N I B N I G EN
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Æfðu frítt í Egilshöll vikuna 6.-11. febrúar Öllum áhgasömum stendur til boða að æfa frítt í Egilshöll opnunarvikuna 6. - 11. febrúar. Kynntu þér opna tíma í Egilshöll á heimasíðu okkar, www.worldclass.is
T T Í R F U Ð F Æ 11. febrúar 6.-
CrossFit Iceland í Egilshöll CrossFit Iceland er fyrsta CrossFit stöðin sem rekur tvær starfsstöðvar, í World Class Kringlunni og nú í World Class Egilshöll. Fyrstu CrossFit námskeiðin í Egilshöll hefjast 6. febrúar. Að því tilefni bjóðum við sérstakt kynningarverð, aðeins kr. 17.900.
námskeið 4 vikna CrossFit . febrúar 6 t fs e h , ll ö h s il g E í
KR. 17.900
www.worldclass.is
38
heimilið
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Hönnun Upphafsmaður fjöldafr amleiðslunnar
Ævintýri Thonets Michael Thonet fæddist árið 1796 í Þýskalandi og átti eftir að verða einn áhrifamesti maður hönnunarsögunnar. Hann er meðal annars höfundur mest selda stóls heims.
S
em ungur maður setti Michael Thonet upp vinnustofu og einblíndi á tilraunir við að hita og beygja við í stað hefðbundinna aðferða í trésmíði. Hann notaði til þess krossvið og vakti athygli austurrísks jarls sem bauð honum til starfa og dvalar í Vínarborgar. Þar hófust tilraunirnar fyrir alvöru og margir kannast við kaffihúsastólinn sem
kenndur er við borgina Vín, og átti eftir að verða mest seldi stóll í heimi. Yfir 60 milljónir eintaka hafa þegar selst og eru þá ekki nefndar allar eftirlíkingarnar sem eru óteljandi. Þessi stóll setti hlutina í gang og það eru nokkur meginatriði sem skýra þá ótrúlegu velgengni. Í fyrsta lagi gætti Thonet hagkvæmni í framleiðslu sem þótti nýtt á þessum
tíma. Áður fyrr voru húsgögn gerð af einum og sama smiðnum en hann byrjaði á því að skipta niður verkum svo að miklu meiri framlegð skapaðist. Stóllinn varð þar af leiðandi einnig ódýr í framleiðslu og var seldur á mjög viðráðanlegu verði. Þó ber að nefna að helsta nýnæmið bjó í tækninni við að beygja við, sem bauð upp á algjörlega nýja framleiðslumöguleika. Thonet
Michael Thonet með sonum sínum fimm í fjölskyldufyrirtækinu Gebrüdern Thonet.
átti einkarétt á þessari tækni í nokkur ár og með frábæru skipulagi og útsjónarsemi lukkaðist hann koma undir sig fótunum og framleiðslunni í gang áður en það rann út. Til að gera stólinn svo enn ódýrari var hann fluttur ósamsettur frá verksmiðju til útsölustaða sem gerði gæfumuninn þegar hlutirnir fóru af stað af alvöru. Thonet stóll nr. 14, en það er vinnuheitið á mest selda stól í heimi, var fyrsta dæmið um frábærlega lukkaða fjöldaframleiðslu á húsgagni og selst hann enn vel í dag. Á þriðja áratug síðustu aldar hófu Thonet-verksmiðjurnar framleiðslu á húsgögnum úr stálrörum. Þau þóttu framúrstefnu-
Robert Stadler hannaði þennan stól fyrir veitingarhúsið Corso í París árið 2011. Hann er gott dæmi um nýja vöru sem framleidd er af Thonet í dag og má greinilega sjá innblástur frá gamla góða nr. 14.
Þegar stálrörin komu til sögunnar var hægt að framleiða hönnun sem áður var ómöguleg að gera úr hefðbundnum viði.
Stóll nr. 14 eða Vínarkaffi húsastóllinn eins og hann er oft kallaður.
leg húsgögnin sem gerð voru á þennan máta og ollu straumhvörfum í útliti og notkun. En þar sem eitt helsta einkenni Thonet var einmitt áhuginn á að rannsaka ný efni og möguleika í framleiðslu þá þótti þetta ekkert sérstaklega skrýtið. Í dag blómstrar fyrirtækið í höndum fimmtu kynslóðar Thonet-fjölskyldunnar og er enn öll framleiðsla í Þýskalandi. Fyrirtækið er búið að lifa tímana tvenna og þurfti til dæmis að endurreisa það frá grunni eftir seinni heimstyrjöld. Í dag starfa þeir með mörgum helstu hönnuðum samtímans og voru áberandi á húsgagnasýningunni í Köln í janúar í ár. Sigga Heimis
Fjölskyldur og húsgögn Mörg húsgagnafyrirtæki sem eru starfandi í dag eru gamalgróin fjölskyldufyrirtæki sem hafa lifað lengi með sömu fjölskyldu. Sem dæmi má nefna stærsta húsgagnafyrirtæki í heiminum; Ikea sem er í eigu Kamprads-fjölskyldunnar. Þar er þó búið að ganga frá eignarhaldi þannig að það mun aldrei lenda á hlutabréfamarkaði og er sjálfstæð stofnun sem stýrir því og mun gera í framtíðinni. Annað þekkt fjölskyldufyrirtæki í hönnunarbransanum er hið danska Fritz Hansen sem framleiðir hönnun sem meðal annars er frá Arne Jacobsen. Það var í eigu sömu fjölskyldu í margar kynslóðir en var svo selt
á áttunda áratugnum. Fjölskyldan hélt þó áfram í húsgagnaframleiðslu og stofnaði fyrirtækið Montana sem sérhæfir sig í hillukerfum. Enn eitt dæmið er Vitra sem er eitt virtasta húsgagnahönnunarfyrirtækið í heiminum en þar hefur þriðja kynslóðin tekin við stjórnartaumunum. Fólki virðist því renna blóð til skyldunnar í þessum geira enda oft hugsjónamenn á ferð og áhuginn á hönnun virðist berast með móðurmjólkinni.
Fritz Hansen stofnaði sitt fyrirtæki 1872 og dafnar það enn 140 árum síðar.
Mest seldu stólar í heimi
www.lyfja.is
S 42 eftir Mart Stam frá Thonet.
Fyrir börnin í Lyfju
20%
afsláttur af allri Biomega línunni.
Gildir 1.-15. febrúar 2012.
ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 58101 01/12
– Lifið heil
Sjöan hönnuð af Arne Jacobsen fyrir Fritz Hansen.
Stóll nr. 14 frá Thonet.
KOLI OG HVÍTT – 5900 kr. Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu
FORRÉTTUR PARMASKINKA , GLÓÐAÐ BRAUÐ OG GEITAOSTASÓSA
AÐALRÉTTUR PÖNNUSTEIKTUR KOLI, FENNEL , MASCARPONE, BYGG OG PERUSÓSA
EFTIRRÉTTUR SÚKKULAÐI, KARAMELLA, MJÓLK OG LAKKRÍS
Borðapantanir 519 9700 info@kolabrautin.is w w w.kolabrautin.is
40
heilabrot
Helgin 3.-5. febrĂşar 2012
Spurningakeppni fĂłlksins
ďƒ¨
Sudoku
3 8 3 1 4 7 1 9 6 2 8 5 3 1 4 9 6 2 2 7
Spurningar 1. Hver er bankastjĂłri Landsbankans? 2. Hver er forstjĂłri Samkeppniseftirlitsins? 3. HvaĂ°a rĂkisstofnun stĂ˝rir Ă sta DĂs Ă“ladĂłttir? 4. Ă? hvaĂ°a kirkju ĂžjĂłnar SigrĂĂ°ur GuĂ°marsdĂłttir biskupaframbjóðandi?
2 1
5. Undir hvaĂ°a lĂśgregluembĂŚtti heyra lĂśggurnar ĂĄ HĂłlmavĂk?
Saga GarĂ°arsdĂłttir,
6. HvaĂ° heitir hĂŚsti tindur EvrĂłpu?
à rni Þór Hlynsson,
leiklistarnemi
7. HvaĂ°a Ăžjóð varĂ° EvrĂłpumeistari Ă handbolta um sĂĂ°ustu helgi?
reikningsskilamaĂ°ur
8. HvaĂ°a tveir lagahĂśfundar eiga tvo lĂśg Ă Ăşrslitum forkeppni Eurovision?
2. GuĂ°mundur SigurĂ°sson?
9. Hvaða lag hefst å orðunum Veistu gÌskur að ekki er allt sem sýnist. Hvað er bak við ystu sjónarrÜnd? og með hverjum er Það?
4. GuĂ°rĂĂ°arkirkju
10. Hver lÊk óÞokkann Hans Grßber à fyrstu Die Hard-myndinni?
7. Danir.
1. Pass. 2. Halim Al.
ďƒź
4. Grafarvogi. 5. Borgarness? 6. El’brus.
ďƒź ďƒź
7. DanmĂśrk
8. JĂłnsi Ă SvĂśrtum fĂśtum og Bubbi. 9. Pass.
ďƒź 11. Malcolm Walker. ďƒź 12. JĂłhann Hauksson. ďƒź 13. SuĂ°urskautiĂ°. ďƒź
10. Alan Rickman.
14. MarĂa Ellingsen? 15. Ingvar E.
ďƒź
8 rĂŠtt
3. FrĂhĂśfninni.
6
ďƒź ďƒź
ďƒ¨
6. Mont Blanc.
ďƒź
8. Sveinn RĂşnar SigurĂ°sson og Greta SalĂłme StefĂĄnsdĂłttir.
ďƒź
11. HvaĂ° heitir forstjĂłri og stofnandi Iceland FoodsverslunarkeĂ°junnar?
9. Pass.
12. Hver er nĂ˝r upplĂ˝singafulltrĂşi rĂkisstjĂłrnarinnar?
10. Pass.
13. Hvert fĂłr Ă“lafur Ragnar GrĂmsson meĂ° ekki Ăłmerkari mĂśnnum en Al Gore og James Cameron?
11. Malcolm Walker.
14. Hver leikstýrir Gulleyjunni sem sýnd er hjå LeikfÊlagi Akureyrar?
14. SigurĂ°ur SigurjĂłnsson.
Ă rni Þór hefur sigraĂ° Ăžrisvar sinnum og er kominn Ă Ăşrslitakeppnina. Hann skorar ĂĄ RagnheiĂ°i RĂkarĂ°sdĂłttur, alĂžingiskonu.
ďƒź ďƒź 13. SuĂ°urskautiĂ°. ďƒź 12. JĂłhann Hauksson.
ďƒź 15. Ingvar E. SigurĂ°sson. ďƒź 10 rĂŠtt
ďƒ¨
krossgĂĄtan
6
Sudoku fyrir lengr a komna
4 5 1 7 2 4
5. Ă?safirĂ°i.
15. Hver leikur Egil Ă EgilssĂśgu Ă ĂštvarpsleikhĂşsinu?
Saga skorar ĂĄ Ă sgeir PĂŠtur Ăžorvaldsson, lĂŚknanema.
ďƒź
6
3
9 3 8 6
9
1 5 7
4
3
9
1. SteinÞór PĂĄlsson, 2. PĂĄll Gunnar PĂĄlsson, 3. FrĂhĂśfninni, 4. GuĂ°rĂĂ°arkirkju, 5. LĂśgregluembĂŚtti VestfjarĂ°a, 6. El’brus Ă RĂşsslandi (5642 metrar). 7. DanmĂśrk 8. Sveinn RĂşnar SigurĂ°sson og Greta SalĂłme StefĂĄnsdĂłttir 9. FljĂşgĂ°u meĂ° StuĂ°mĂśnnum 10. Alan Rickman, 11. Malcolm Walker, 12. JĂłhann Hauksson, 13. Ă SuĂ°urskautiĂ°, 14. SigurĂ°ur SigurjĂłnsson, 15. Ingvar E. SigurĂ°sson.
3. FrĂhĂśfninni
1. SteinÞór Pålsson.
9
5 2 8
5
ATH Nýr vefur með krossgåtulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. :53*
&41"
4.",,"
(3&.+"
,+"'5
"/%-*54 1"3563
,"1Âś56-*
4&'"45
MYND: HONZA SOUKUP (CC BY 2.0)
#&-+",* œ 3½š
*-.63
-½(63
"503," 5*-(3&*/" )7Š4"
)",*
("5"
47*,6-4,3ÂŤ."
47Âś,+"
+"'/7&-
&*(/"3 '03/"'/
(0š œ 3½š
,"37*š ,7Š./*
56/(6 .ÂŤ-4
5Âś."#*-
HvaĂ°a fyrirbĂŚri, sem er Ă seinni tĂĂ° helst bundiĂ° viĂ° kvikmynda- og ĂłperuhĂşs, sĂĄst fyrst ĂĄ ĂĄtjĂĄndu Ăśld og sĂĂ°ast ĂĄriĂ° 1944 Ăşti fyrir strĂśndum SuĂ°ur-AfrĂku? Svar:Hollendingurinn fljĂşgandi, frĂŚgasta draugaskip allra tĂma.
47"3%"(*
(&:4"45
)+½3
7Š55"
45&*/ 5&(6/%
&*/-&*,63
#"3%"(*
."33"
(3š*
%Å3" )-+š
ÂŤ 4+Âť
47"3"š*
4/&*š
45Š,," 7&*š"3 'Š3* &'5*3 -œ,*/(
'03-½(
'6(-
ÂŤ)3*'
)½'6š %+4/
'03'"š*3
*š/
Ă…'6/
3ÂŤ,*3
'03.
4"3(
5"-"
5+Âť/
.:/5
'6(-
45:,,*
4-ÂŤ
."5"3 #*3(š*3
%Å3" )-+š
#3&45"
7Š5-" 4/œ,+6%Å3
-"/% 6//"
4,".."
TROOPER
Ă rgerĂ° 1999, ekinn 315 Ăž.km. DĂsel, 7 manna, 2999 cc. slagrĂ˝mi, Beinskiptur, DrĂĄttarkĂşla. FjarstĂ˝rĂ°ar samlĂŚsingar, Intercooler, Rafdrifnar rúður, Rafdrifnir speglar, Reyklaust ĂśkutĂŚki. MikiĂ° endurnĂ˝jaĂ°ur bĂll. NĂ˝skoĂ°aĂ°ur ĂĄn athugasemda. NĂ˝leg heilsĂĄrsdekk.
Frekari upplĂ˝singar Ă sĂma 575 1010 og bilapris@bilapris.is
Â?6/(*
,7, /"'/ %6-/&'/*
47*,
5*611/ÂŤ.
63("
'3ÂŤ
65"/
)"/% '&45"/ .+½(
,½5563
3½/%*/
)&*-%"3 &*(/
ISUZU
,3:%% #-"/%"
Â?Ă…'* ,&3
SĂšPER TROOPER!
1"11œ34 #-"š
#03š"š*
)&3."š63
%3&1"
,/Š1"
4&55
42
sjónvarp
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Föstudagur 3. febrúar
Föstudagur RUV
20:10 Spurningabomban Önnur þáttaröðin af stórskemmtilegum spurningaþætti í umsjá Loga Bergmanns Eiðssonar.
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
21:55 HA? (19:31) Íslenskur skemmtiþáttur með spurningaívafi.
Laugardagur
15.55 Leiðarljós e 16.35 Leiðarljós e 17.20 Leó (15:52) 17.23 Músahús Mikka (66:78) 17.50 Óskabarnið (3:13) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Framandi og freistandi e 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Útsvar Skagafjörður-Grindavík 21.20 Aulaboðið 23.15 Lewis – Vetrarmegn (1:4) Bresk sakamálamynd þar sem Lewis lögreglufulltrúi í Oxford glímir við dularfullt sakamál. 5 6 Leikstjóri er Bill Anderson og meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.50 Allir kóngsins menn e 02.55 Söngvakeppni Sjónvarpsins e 03.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SkjárEinn 21.25 Eyðsluklóin Háskólastúlka fær vinnu sem fjármálablaðamaður í New York, ræktar þar kaupæði sitt og fellur fyrir auðugum athafnamanni.
21:40 Rendition Spennumynd með Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum.
Sunnudagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
20.10 Höllin (2:20) (Borgen) Danskur myndaflokkur um valdataflið í dönskum stjórnmálum. Meðal leikenda eru Sidse Babett Knudsen, Pilou Asbæk og Birgitte Hjort Sørensen.
21:50 The Walking Dead NÝTT Bandarísk þáttaröð sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári.
06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví (2:14) e 08:00 Dr. Phil e 08:45 Rachael Ray e 09:30 Pepsi MAX tónlist 12:00 Game Tíví (2:14) e 12:30 Pepsi MAX tónlist 14:25 Parenthood (22:22) e 15:15 7th Heaven (5:22) e 16:05 America's Next Top Model e 16:55 Rachael Ray 17:40 Dr. Phil 18:25 Being Erica (12:13) 19:10 America's Funniest Home ... e 19:35 Live To Dance (5:8) 20:25 Minute To Win It 21:10 Minute To Win It 21:55 HA? (19:31) 22:45 Jonathan Ross (11:19) 23:35 30 Rock (23:23) e 00:00 Flashpoint (5:13) e 00:50 Saturday Night Live (6:22) e 01:40 Jimmy Kimmel e 03:10 Whose Line is it Anyway? e 5 6 03:35 Smash Cuts (17:52) e 04:00 Pepsi MAX tónlist
STÖÐ 2
RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Kóala 07:00 Barnatími Stöðvar 2 bræður / Sæfarar / Músahús Mikka 08:15 Oprah / Múmínálfarnir / Spurt og sprellað 08:55 Í fínu formi / Engilbert ræður / Teiknum dýrin / 09:10 Bold and the Beautiful Lóa/ Grettir / Uppfinningar Valda og 09:30 Doctors (35/175) Grímsa 10:15 Covert Affairs (1/11) 10.20 Söngvakeppni Sjónvarpsins e 11:50 Off the Map (12/13) 10.35 Reykjavíkurleikarnir e 12:35 Nágrannar 11.10 Sterkasti fatlaði maður heims 13:00 Frasier (5/24) allt fyrir áskrifendur 11.40 Kastljós e 13:25 10 Items of Less 12.15 Leiðarljós e 14:45 Friends (18/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.35 Kiljan e 15:10 Sorry I’ve Got No Head 14.25 Í skugga hljóðnemans e 15:40 Barnatími Stöðvar 2 (5/23) 15.25 Dönsk tíska í New York e. 17:05 Bold and the Beautiful 15.55 Útsvar Skagafjörður 17:30 Nágrannar Grindavík e 17:55 The Simpsons (12/23) 4 5 17.00 Ástin grípur unglinginn 18:23 Veður 17.45 Táknmálsfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.55 Bombubyrgið (16:26) e 18:47 Íþróttir 18.25 Úrval úr Kastljósi 18:54 Ísland í dag 18.54 Lottó 19:06 Veður 19.00 Fréttir 19:15 The Simpsons (18/23) 19.30 Veðurfréttir 19:40 Týnda kynslóðin (21/40) 19.40 Ævintýri Merlíns (4:13) 20:10 Spurningabomban (2/5) 20.30 Söngvakeppni Sjónvarpsins 20:55 American Idol (6/39) Upphitun fyrir úrslitakvöldið. 21:40 Austin Powers in Goldmember 21.25 Eyðsluklóin 23:15 The Lookout 23.10 Köfunarkúlan og fiðrildið e. 00:50 The Express 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 03:00 10 Items of Less 04:20 Spurningabomban (2/5) 05:05 The Simpsons (18/23) 05:30 Fréttir og Ísland í dag
SkjárEinn
06:00 Pepsi MAX tónlist 11:20 Rachael Ray e 13:25 Dr. Phil e 14:50 Being Erica (12:13) e 18:15 Liverpool - Man. Utd. 15:35 Live To Dance (5:8) e 20:00 Ensku bikarmörkin 16:25 Pan Am (11:14) e 20:30 La Liga Report 17:15 7th Heaven (6:22) 21:00 Reggie Miller vs NY Knicks 18:00 The Jonathan Ross Show e 22:20 UFC 121 18:50 Minute To Win It e 01:00 Boston - New York Beint allt fyrir áskrifendur19:35 Mad Love (13:13) e 20:00 America's Funniest Home ... 20:25 Eureka (5:20) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 Once Upon A Time (5:22) 15:00 Fulham - WBA 22:05 Saturday Night Live (7:22) 16:50 Everton - Man. City 22:55 Rocky IV (e) 18:40 Aston Villa - QPR 00:30 HA? (19:31) (e) 20:30 Football League Show allt fyrir áskrifendur 01:20 Jimmy Kimmel (e)5 4 21:00 Premier League Preview 02:50 Whose Line is it Anyway? e 21:30 Premier League World 03:15 Real Hustle (1:20) e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Newcastle - Liverpool, 1998 03:40 Smash Cuts (18:52) e 22:30 Premier League Preview 04:05 Pepsi MAX tónlist 23:00 Bolton - Arsenal
SkjárGolf
4 08:00 Copying Beethoven 06:00 ESPN America 10:00 30 Days Until I’m Famous allt fyrir áskrifendur 08:00 Waste Management Open 2012 12:00 Prince and Me II 11:00 Golfing World 14:00 Copying Beethoven 11:50 Waste Management Open 2012 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 30 Days Until I’m Famous 14:50 Abu Dhabi Golf Championship 18:00 Prince and Me II 18:00 Waste Management Open 2012 20:00 Tooth Fairy 21:00 Waste Management Open 2012 22:00 Quarantine 00:00 PGA Tour - Highlights (4:45) 00:00 Five Fingers 00:55 4 ESPN America 5 02:00 Day of Wrath 04:00 Quarantine 06:00 Slumdog Millionaire
Sunnudagur
Laugardagur 4. febrúar
5 08:00 Marley & Me 6
RUV
STÖÐ 2
08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir kisukló / Teitur / Litli draugurinn 07:25 Lalli Laban / Mókó / Paddi og Steinn 07:35 Brunabílarnir / Skellibær / Paddi og Steinn / 08:00 Algjör Sveppi Töfrahnötturinn / Paddi og Steinn / 09:50 Latibær Disneystundin / Finnbogi og Felix / 10:00 Lukku láki Sígildar teiknimyndir / Gló magnaða / 10:25 Tasmanía Enyo / Hérastöð 10:50 Ofurhetjusérsveitin 10.50 Söngvakeppni Sjónvarpsins e 11:15 The Glee Project (5/11)allt fyrir áskrifendur 11.45 Djöflaeyjan e 12:00 Bold and the Beautiful 12.30 Silfur Egils 13:45 American Idol (6/39) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.50 Mannslíkaminn (1:4) e 14:30 The Block (5/9) 14.45 Bikarkeppnin í körfubolta Beint 15:15 Sjálfstætt fólk (16/38) 16.50 Hvað veistu? 15:55 Modern Family (9/24) 17.20 Táknmálsfréttir 16:15 ET Weekend 17.35 Veröld dýranna (42:52) 17:00 Two and a Half Men (8/16) 4 5 6 17.41 Hrúturinn Hreinn (40:40) 17:25 Íslenski listinn 18.00 Stundin okkar 17:55 Sjáðu 18.25 Við bakaraofninn (4:6) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Fréttir 18:49 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 18:56 Lottó 19.40 Landinn 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 20.10 Höllin (2:20) (Borgen) 19:29 Veður 21.15 Kviksjá 19:35 Spaugstofan 21.20 Góðir gestir e. 20:05 Hachiko: A Dog’s Story 21.45 Njálsgata 21:40 Rendition 22.10 Hrein 01:20 RocknRolla 22.30 Sunnudagsbíó - Hvíti borðinn 03:10 Australia Þýsk bíómynd frá 2009. Atriði í 05:50 Fréttir myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.50 Silfur Egils e 02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 10:40 Spænsku mörkin 11:10 Boston - New York SkjárEinn 13:00 Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ 09:45 Rachael Ray e 13:55 Watford - Tottenham 11:10 Dr. Phil e 15:40 Ensku bikarmörkin 13:15 90210 (3:22) e 16:10 Golfskóli Birgis Leifs (3/12) 14:05 America's Next Top Model e 16:35 Liverpool - Man. City allt fyrir áskrifendur 14:50 Once Upon A Time (5:22) e 18:20 La Liga Report 15:40 HA? (19:31) e 18:50 Getafe - Real Madridfréttir, Beint fræðsla, sport og skemmtun 20:50 Barcelona - Real Sociedad Beint 16:30 7th Heaven (7:22) 17:15 Outsourced (21:22) e 23:00 UFC 123 17:40 The Office (16:27) e 18:05 30 Rock (23:23) e 18:30 4 Survivor (9 & 10:16) 5 e 08:35 Blackburn - Newcastle 20:10 Top Gear (5:6) 10:25 Tottenham - Wigan 21:00 L&O: Special Victims Unit 12:15 Premier League Preview 21:50 The Walking Dead - NÝTT (1:13) 6 12:45 Arsenal - Blackburn Beint allt fyrir áskrifendur 22:40 House (22:23) e 14:45 WBA - Swansea Beint 23:30 Prime Suspect (2:13) e 17:15 Man. City - Fulham Beint 00:20 The Walking Dead (1:13) e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:30 QPR - Wolves 01:10 Whose Line is it Anyway? e 21:20 Norwich - Bolton 01:35 Smash Cuts (19:52) e 23:10 Stoke - Sunderland 02:00 Pepsi MAX tónlist 01:00 Wigan - Everton
4 10:00 Ghosts of Girlfriends Past SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 12:00 Chestnut: Hero of Central Park 06:00 ESPN America 14:00 Marley & Me 08:00 Waste Management Open 2012 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Ghosts of Girlfriends Past 11:00 Inside the PGA Tour (5:45) 18:00 Chestnut: Hero of Central Park 11:25 Abu Dhabi Golf Championship 20:00 Slumdog Millionaire 15:25 Waste Management Open 2012 22:00 Frágiles 18:00 Waste Management Open 2012 00:00 Edmond 23:00 Golfing World 5 4 6 02:00 Window Theory 23:50 ESPN America 04:00 Frágiles 06:00 Seven Pounds
Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.
5
6
6
08:00 Mr. Woodcock 10:00 Love Wrecked allt fyrir áskrifendur 12:00 Open Season 2 14:00 Mr. Woodcock fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Love Wrecked 18:00 Open Season 2 20:00 Seven Pounds 22:006 Inglourious Basterds 00:30 Pride 4 02:15 Drop Dead Sexy 04:00 Inglourious Basterds
Náttföt Sloppar Náttkjólar Undirkjólar Sundföt Undirföt
Náttföt Sloppar Náttkjólar Undirkjólar Sundföt Undirföt
Vertu vinur á facebook
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is
6
Frú Sigurlaug
Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377
Mjóddin s. 774-7377
sjónvarp 43
Helgin 3.-5. febrúar 2012
5. febrúar
Stöð 2 Borgen
STÖÐ 2 07:00 Svampur Sveinsson 07:25 Áfram Diego, áfram! 07:50 Elías 08:00 Algjör Sveppi 10:10 Skoppa og Skrítla 10:20 Ofurhundurinn Krypto 10:45 Ofuröndin 11:10 Hundagengið 11:35 Tricky TV (23/23) allt fyrir áskrifendur 12:00 Spaugstofan 12:25 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:10 American Dad (5/18) 14:35 The Cleveland Show (8/21) 15:00 American Idol (7/39) 15:45 Týnda kynslóðin (21/40) 16:15 Kalli Berndsen - Í nýju ljósi. 4 16:50 Spurningabomban (2/5) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (21/24) 19:40 Sjálfstætt fólk (17/38) 20:20 The Mentalist (7/24) 21:05 The Kennedys (5/8) 21:50 Mad Men (13/13) 22:40 60 mínútur 23:25 The Daily Show: Global Edition 23:50 The Glades (5/13) 00:35 V (1/10) 01:20 Supernatural (1/22) 02:05 Injustice (1/2) Fyrri hluti 03:45 Injustice (2/2) Seinni hluti 05:25 American Dad (5/18) 05:50 Fréttir Fréttir
Danskur þáttur um íslenskan veruleika! Smáflokkur í Danmörku kemst í lykilstöðu þegar forsætisráðherra til sjö ára borgar fatainnkaup frúar sinnar með krítarkorti ríkisins. Það var fyrirséð frá fyrstu stundu að þessi kortafærsla færi með forsætisráðherrann. Birgitte Nyborg verður forsætisráðherra Dana, fyrst kvenna. Hún talar frá hjartanu og neitar að beita brögðum til að komast að kjötkötlunum. En útlit er fyrir að hún verði að breyta vinnubrögðunum. Spennandi fyrsti þáttur sem sýndur er á sunnudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu. Það sló þó rýni hve herinn á bakvið Nyborg var lítill. Hún, sem í stressköstum kosningabaráttunnar hafði bætt á sig fimm kílóum, reyndi að troða sér í gömlu dragtina en greip í gömlu öryggisflíkina frekar á leið í afdrifaríkar sjónvarpskappræður. Þeim 5
stýrði ung blómarós, Katrine Fønsmark, sem hafði þá skömmu fyrr sofið hjá aðstoðarmanni forsætisráðherra og tók við þáttastjórninni eftir falskar ásakanir á hendur forvera hennar sem sá eignaði svo henni. Þessi söguþráður gæti svo átt við í íslensku samfélagi: Blaðamaður sem sefur hjá aðstoðarmanni ráðherra. Stjórnmálamaður sem hendist áfram af hugsjón í kringum smurðar flokksvélar andstæðinganna. Eldri og reyndari fréttamanni sem ýtt er frá fyrir ungan og kappsaman. Framhjáhald, svik og prettir. Metnaður á kostnað fjölskyldulífs. Þetta gerði þáttinn sérstaklega góðan og væntingarnar því miklar fyrir þann næsta. Öll vinnsla Borgen er til fyrirmyndar. Leikar-
arnir valdir af kostgæfni, samræðurnar raunverulegri en sjást í bandarískum þáttum og leikararnir ekki fylliefnafylltir eins og þar. Þetta er bara eitthvað svo raunverulegt. Veruleiki sem maður þekkir. Borgen slagar því í fjórar stjörnur. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
6
Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl
10:35 Getafe - Real Madrid 12:20 Barcelona - Real Sociedad 14:05 EAS þrekmótaröðin 14:35 Liverpool - Man. Utd. 16:20 Nedbank Golf Challenge 19:50 Boston - New York 21:45 Reggie Miller vs NY Knicks allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
07:50 QPR - Wolves 09:40 Man. City - Fulham 11:30 WBA - Swansea 13:20 Newcastle - Aston Villa Beint allt fyrir áskrifendur 15:30 Chelsea - Man. Utd. Beint 18:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:20 Arsenal - Blackburn 21:10 Sunnudagsmessan 22:30 Chelsea - Man. Utd. 00:20 Sunnudagsmessan 01:40 Newcastle - Aston Villa 4 03:30 Sunnudagsmessan
4
5
5
6
6
SkjárGolf 06:00 ESPN America 08:15 Inside the PGA Tour (5:45) 08:40 Golfing World 09:30 Qatar Masters (2:2) 13:30 Waste Management Open 2012 15:30 Qatar Masters (2:2) 18:00 Waste Management Open 2012 23:00 Golfing World 23:50 ESPN America
Fegurð - Hreysti - Hollusta KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust. KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt.
Ný nd. bragðtegu ! Karamella
44
bíó
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Bíódómur L‘Age des Ténèbres (Öld myrkursins)
Lúða dreymir hetjudrauma Kanadíska kvikmyndin L‘Age des Ténèbres er ein þeirra mynda sem sýndar eru á frönsku kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói. Leikstjóri myndarinnar Denys Arcand á meðal annars að baki myndirnar Hnignun ameríska heimsveldisins (Le Déclin de l’Empire américain) og Innrás villimannanna (Les invasions barbares) sem rak á fjörur íslenskra kvikmyndaáhugamanna á sínum tíma. Tilvistarkreppa nútímamannsins er Arcand enn ofarlega í huga og hér kynnir hann til leiks Jean-Marc, gráan og gugginn lúða, félagsráðgjafa og möppudýr sem er fastur í ömurlegu hjónabandi
með hrokafullri tík og er ekki í neinum tengslum við dætur sínar tvær. Þessa ömurlegu tilveru flýr hann í dagdrauma þar sem hann er meðal annars metsöluhöfundur, frægur leikari og dáður stjórnmálamaður sem fagrar konur falla fyrir unnvörpum og rífa sig umsvifalaust úr nærbuxunum fyrir. Þegar áföllin dynja á manngarminum, konan fer frá honum og móðir hans deyr, reynir hann að gera uppreisn og takast á við raunveruleikann sem treður sér óþægilega inn í draumaveröldina. Allt þetta brölt á Jean-Marc er frekar fyndið og myndin tekur nokkra kostulega
spretti þar sem dagdraumarnir standa upp úr í tragikómískum fáránleika sínum en Jean-Marc er svo misheppnaður að meira að segja draumadísirnar hans er fúlar og móðgaðar yfir því að þurfa að mæta í fantasíurnar. Þær vilja miklu frekar vera í dagdraumum Tiger Woods en þessa aula. L‘Age des Ténèbres er þó dálítið stefnulaus, eðlilega kannski og í takt við líf aðalpersónunnar, þannig að myndin er ekki jafn þétt og áhrifarík og hún hefði getað orðið. Hún er samt sem áður fín skemmtun og fyndin ádeila á okkar ömurlegu og innantómu tíma.
Þórarinn Þórarinsson
Draumadísir Jean-Marc eru villtar og glæsilegar og lífga upp á glataða tilveru hans.
Cronenberg Teflir Mortensen fr am í þriðja sinn
Frumsýndar
Strákar breytast í Carrie
Spennumyndin Chronicle segir frá þremur skólafélögum sem öðlast yfirnáttúrlega hæfileika eftir að þeir brölta af forvitni ofan í holu sem þeir ramba á fyrir utan heimabæ sinn. Þar rekast þeir á dularfullan hlut af öðrum heimi sem eflir hugarorku þeirra svo mjög að þeir fara að geta fært hluti til með henni þannig að þeir minna einna mest á Carrie, hugarfóstur Stepehens King, sem rústaði eineltispúkum sælla minninga með hugarorkunni. Félagarnir skemmta sér ágætlega með þennan nýfengna hæfileika sem þeir nota aðallega til þess að hrekkja fólk og hrella í góðlátlegu gríni. Gamanið kárnar hins vegar þegar einn þeirra missir tökin og byrjar að nota orkuna til þess að fremja ýmis illvirki og ofbeldisverk.
The Lady Franski leikstjórinn Luc Besson hefur verið iðnari við framleiðslu og handritaskrif undanfarið frekar en leikstjórn en hér leiðir hann sem leikstjóri saman þau David Thewlis og Michelle Yeoh í sögu búrmísku baráttukonunnar Aung San Suu Kyi. Þetta er ástarsaga um það hvernig par og fjölskylda, fórna hamingju sinni fyrir æðri tilgang. Þetta er saga Aung San Suu Kyi og eiginmanns hennar, Michael Aris. Þrátt fyrir mikla fjarlægð á milli þeirra, og stórhættulegt ástand í Búrma, sigrar ekkert ást þeirra.
Viggo Mortensen og Michael Fassbender í hlutverkum Freuds og Jung sem áttu samleið án þess að ganga í takt snemma á síðustu öld.
Hættuleg samtalsmeðferð
One for the Money
Í þessari nýjustu mynd sinni leikur Katherine Heigl mannaveiðarann Stephanie Plum en myndin er gerð eftir fyrstu bók Janet Evanovich um hetjuna – bækurnar eru nú orðnar sautján og hafa ellefu þeirra farið í fyrsta sæti sölulista New York Times. Þegar Stephanie missir vinnuna ræður hún sig sem mannaveiðara og þykir nokkuð efnileg sem slíkur. Fyrsta verkefni hennar er að hafa hendur í hári flóttamannsins og fyrrverandi löggunnar Joe Morrelli sem hefur stungið af frá tryggingu í morðmáli. Svo illa vill þó til að hann er einnig fyrrverandi kærasti hennar og enn lifir í gömlum glæðum.
67%
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg hefur aldrei verið allra og verður það líklega seint enda óhræddur við alls konar tilraunir, ágengan hrylling og sturlaða sýru þegar viðfangsefnin eru annars vegar. Tvær síðustu myndir hans, A History of Violence frá 2005 og Eastern Promises frá 2007, eru með aðgengilegustu myndum hans. Frábærar og ofbeldisfullar glæpamyndir með Viggo Mortensen í fremstu víglínu. Cronenberg býður upp á Mortensen í A Dangerous Method en þeir félagar skipta nú aðeins um gír en Mortensen leikur nú sálkönnuðinn Sigmund Freud.
S Ferill Cronenbergs er orðinn æði langur og litskrúðugur og í raun er ekki svo galið að hann taki þá félaga Freud og Jung fyrir.
visslendingurinn Carl Jung og Austurríkismaðurinn Sigmund Freud eru báðir þekkt nöfn í sálarfræðunum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, og höfðu á sinum tíma mikil áhrif með rannsóknum sínum og skrifum. Og hafa enn í dag. Alkóhólistar sem berjast við fíkn sína halla sér enn þann dag margir hverjir að kenningum Jungs um sálarlíf fíkla en heldur hefur reyndar fjarað undan Freud þótt verk hans bjóði vitaskuld enn upp á endalausar pælingar. Þá má til gamans geta að útvarpsgeðlæknirinn Frasier Crane hafði Freud í miklum hávegum í þeim lífseigu gamanþáttum Frasier og stökk iðulega á hugmyndir Freuds þegar hann reyndi að fá botn í eigið sálarlíf og annarra. Cronenberg leiðir þessa höfðingja saman í A Dangerous Method. Myndin gerist um það leyti sem fyrri heimsstyrjöldin er að skella á og fjallar um samskipti og átök vísindamannanna auk þess sem samband Jungs við einn sjúklinga sinna, Sabine Spielrein, vegur þungt í myndinni. Hin fagra Sabine varð síðar ein fyrsta konan til þess að fást við sálarrannsóknir og lærði undir handleiðslu Jungs. Óskarsverðlaunahafinn Christopher Hampton (Dangerous Liaisons) vann handritið upp úr leikriti sínu The Talking Cure frá árinu 2002 en verkið byggði hann á bókinni A Most Dangerous Method: the story of Jung, Freud, and Sabina Spielrein. Viggo Mortensen leikur Freud en sá ört vaxandi og eitursvali leikari Michael Fassbender fer með hlutverk Jungs. Keira Knightley leikur Sabine og franski töffarinn Vincent Cassell, sem við sáum síðast í Black Swan, leikur Otto Gross. Christoph Waltz, sem lék illmennið Hans Landa í Inglorious Basyerds, átti upphaflega að leika Freud en Mortensen hljóp í skarðið þegar á daginn kom að tökur sköruðust á við önnur verkefni Waltz. Þá stóð til að Christian Bale léki Jung en hann þurfti að sleppa hlutverkinu af sömu ástæðu og Waltz. Hlutverk Sabine var síðan skrifað með Juliu Roberts í huga en óhætt er að segja að Cronenberg hafi
fundið sér úrvals afleysingarfólk í allar helstu stöður. Ferill Cronenbergs er orðinn æði langur og litskrúðugur og í raun er ekki svo galið að hann taki þá félaga Freud og Jung fyrir þar sem hann hefur í gegnum tíðina oft kafað ofan í myrkustu sálarfylgsn mannskepnunnar í verkum sínum. Cronenberg vakti fyrst athygli í byrjun níunda áratugarins með hryllingsmyndunum Scanners og Videodrome og spennumyndinni The Dead Zone sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Stephens King. Árið 1986 bauð Cronenberg upp á hrollinn The Fly með Jeff Goldblum og Gena Davis í aðalhlutverkum. Þar lék Goldblum vísindamann sem rann saman við húsflugu með skelfilegum afleiðingum eftir misheppnaða tilraun. Tveimur árum síðar vakti Cronenberg mikla athygli með Dead Ringers, gróteskri og erfiðri mynd um eineggja tvíbura og kvensjúkdómalækna sem lenda í meiriháttar hremmingum með sjálfa sig. Myndin þótti þó fyrst og fremst merkileg fyrir frábæran leik Jeremy Irons sem lék á móti sjálfum sér í hlutverkum beggja tvíburana en á þeim tíma þótti tæknilegt afrek að stilla leikaranum upp á móti sjálfum sér á tjaldinu. Cronenberg reyndi enn frekar á þolrif áhorfenda með sýrutrippinu Naked Lunch sem byggði á dópórum William S. Burroughs og ekki tók „betra“ við í Crash þar sem James Spader lék mann sem fékk kynferðislega örvun í bílslysum. Aðrir miðlar: Imdb: 7.5, Rotten Tomatoes: 76%, Metacritic: 76%
bíó
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
R A K I E L N Ó T A K AU
Performer í samstarfi við Gilbert úrsmið og JS Watch co. Reykjavik kynna:
JETHRO TULL IAN ANDERSON FLYTUR
THICK AS A BRICK Í heild sinni Eldborgarsal Hörpu 22. júní
K C I R B A S A THICK ! ! R U O T N O GOES
E SINCE '72
M LAYED LIVE. FIRST TI P M U LB A IC SS A CL ENTIRE
í n jú . 2 2 R A K I E L AUKATÓN gi n a g m u ll u f í la Miðasa idi.is á Harpa.is og M HEIMSVIÐBURÐUR Á ÍSLANDI Tilefnið er 40 ára afmæli plötunnar. Sérstök videosýning og breskir leikarar taka þátt í að gera tónleikana sem magnaðasta. Hljómsveitin mun að auki flytja bæði nýtt og gamalt efni með Jethro Tull.
SELDIST UPP Á FYRRI TÓNLEIKANA Á 7 MÍNÚTUM Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá útkomu plötunnar verði framhald hennar, Thick As Brick 2, gefið út þann 2. apríl næstkomandi. Hluti þessa nýja verks verður leikinn á tónleikunum.
www.performer.is
46
tíska
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Rihanna stjórnar raunveruleikaþætti
Halle hannar skó Nú er leikkonan Halle Berry komin í hóp þeirra fjölmörgu stjarna sem hefur hannað sérstaklega fatnað á markað. Í vikunni setti hún af stað auglýsingaherferð fyrir nýja skólínu sem við hana er kennd en Berry hannaði skóna í samstarfi með þýsku skókeðjunni Deichmann. Hally hafði haldið þessu verkefni alveg út af fyrir sig fram að þessu og kom þetta því tískuáhugamönnum og aðdáendum hennar nokkuð á óvart. „Þetta eru að mestu þægilegir hælaskór – sem ekki eru of háir. Hælaskór sem væri hægt að hlaupa maraþon í, þess vegna,“ sagði Hally við tímaritið Us Magazine. Skórnir verða aðeins seldir í verslunum Deichmann á þessu ári en munu síðar verða seldir víðar um heim.
Söngkonan Rihanna ætlar að færa sig örlítið nær tískunni ef marka má nýjustu fréttir af henni, en nýr raunveruleikaþáttur hefst í mars á þessu ári þar sem hún er potturinn og pannan. Þátturinn er unnin í samstarfi með bresku sjónvarpsstöðinni Sky Living og byggist á því að nokkrir fatahönnuðir keppast við að heilla sönkonunna upp úr skónum með hönnun sinni. Þátturinn varir í alls tíu vikur og í hverri viku dettur keppandi út, ekkert ólíkt og í tískuþætti fyrirsætunnar Heidi Klum; Project Runway. Sigurvegarinn fær svo að sýna tískulínu sína á hinni virtu Mercedes Benz-tískusýningu í vor, auk þess að hanna sviðsbúninga á söngkonuna fyrir næstu tónlistaferð hennar.
Marni fyrir H&M
Ítalska tískuhúsið Marni kynnti í vikunni nýjustu hönnun sína fyrir tískurisann H&M. Mikill spenningur hefur legið í loftinu vegna þessarar nýju línu frá Marni enda um harðan keppinaut Donnatellu Versace að ræða, sem einnig vinnur að nýrri vorlínu fyrir sænska fyrirtækið. Línan frá Marni er hátískuleg, eins og búast mátti við, vönduð og falleg. Hún er væntanleg í verslanir H&M um allan heim 8. mars næstkomandi og mun seljast í örlítið hærri verðflokki en venjulegt er fyrir flíkur frá H&M.
Þriðjudagur Kjóll: Kolaportið Skór: Kolaportið
Samkeppnin í ræktinni Í ræktinni safnast ólíkir einstaklingar saman til þess að gera líkama sínum gott. Þetta er staður þar sem samkeppnin liggur í loftinu, án orða og við berum okkur saman við næsta mann. Hvor lyftir þyngri lóðum, hver getur hlaupið hraðar og hver svitnar meira.
tíska
Kolbrún Pálsdóttir skrifar
Samanburður okkar við næsta mann er þó ekki aðeins tengdur æfingunum. Ræktarfatnaðurinn skiptir miklu máli, þá sérstaklega meðal kynsystra minna. Þú þarft að minnsta kosti að eiga tvennar til þrennar íþróttabuxur. Ekki viltu láta sjá þig í sömu íþróttabuxunum tvo daga í röð og bolurinn sem þú klæðist við má ekki vera of þröngur, að minnsta kosti ekki fyrr en björgunarhringurinn er farinn. Andlitsmálningin verður að vera óaðfinnanleg og því viltu ekki svitna of mikið; vilt ekki líta út eins og seitt svín ef draumaprinsinn er í næsta tæki. Einhvern tíma í fyrra var ég á teygjusvæðinu að ljúka við æfingar. Við hlið mér sátu nokkrar vinkonur, ekki beint að sinna liðleikaþörfum líkamans. Útundan mér heyrði ég þær tala um stelpu sem sat hinum megin í herberginu. Flott og stælt stelpa í þröngum íþróttafötum og greinilega búin að vera taka heilmikið á því. Stelpurnar hneyksluðust mjög á klæðaburði hennar. Þeim fannst hún of mikil glenna, „greinilega hér til að tæla hitt kynið“. En það kaldhæðnislega við þetta var að stelpan sem lét þetta út úr sér, var í nákvæmlega sömu fötum og þessi stælta stelpa sem hafði haft mikið fyrir æfingum dagsins. Samkeppnin í ræktinni getur dregið fram leiðinlega hlið á okkur. Við þurfum ekki alltaf að sjá og segja það versta um næsta mann. Við verðum að læra að keppa við okkur sjálf. Ekki við stelpuna í teygjusalnum sem hefur unnið fyrir því að líta vel út.
5
dagar dress
Mánudagur Skór: Spúútnik Buxur: H&M Kjóll: Nostalgía Kápa: Vintage frá Finnlandi
Fötin koma mest úr Kolaportinu Bára Kristgeirsdóttir er 29 ára nemi á öðru ári í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og liðsmaður fótboltaliðsins FC ógn. „Stíllinn minn er mjög breytilegur frá degi til dags,“ segir Bára. „Ég er mikil buxnatýpa og tel mig vera meiri „tomboy“ heldur en einhverja pæju. Hælaskórnir fá
oft kyrrir að liggja, nema kannski um helgar enda legg ég mikið uppúr því að þægindin komi fyrst. Fötin mín koma líklega mest frá Kolaport inu eða Vintageverslunum. Ég á mikið af uppáhalds hönn-
Ísland
uðum og er Thelma Design, sem gerir ofboðslega falleg höfuðföt, Hildur Jóman, sem gerir falleg hálsmen og Áróra sem gerir æðislega kraga, sérstaklega í uppáhaldi.“
Föstudagur: Skór: Eva Buxur: Rauða kross búðin Skyrta: Götumarkaður Jakki: H&M Loðhúfa: Götumarkaður
í allt sumar
Opið um helgina: Laugardag 12 til 16 Sunnudag 13 til 17 VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720 - WWW.VIKURVERK.IS
Miðvikudagur Félagsbúningur fótboltafélagsins FC ógn
Fimmtudagur Skór: Spúútnik Kjóll: Gjöf frá kærasta - Vivenne Westwood
Nú, nær rakinn dýpra1.
2 sinnum áhrifaríkara, 2 sinnum endingarbetra . 2
Rakafyllt og ljómandi. Húðin hefur aldrei verið frísklegri.
Djúpvirkur raki í 5 lögum1 húðar sem endist í allt 48 tíma2. Inniheldur 36 nauðsynleg næringarefni: Vítamín, steinefni og amínósýrur
1) Mælingarformúlunnar voru gerðar á efri lögum yfirhúðar á 41 konu. 2) Mælingar prófana voru framkvæmdar með tækjum á 24 viðfangsefnum til samanburðar við eldri formúlu Aquasource.
BIOTHERM BOMBA
Í LYFJUM & HEILSU, KRINGLUNNI 2. – 8. FEBRÚAR
*Gildir á kynningu meðan birgðir endast. Einn kaupauki á viðskiptavin. Gildir ekki með öðrum tilboðum.
Kaupaukinn þinn* þegar þú kaupir Biotherm vörur fyrir 6.900 krónur eða meira:
30% kynninga a f s l á t t u rr
af Aquasource SKIN PERFECTION rakakreminu 50 ml. Kynningarverð nú: 5.246 kr.- Verð áður: 7.494 kr. af Celluli Laser kremi gegn appelsínuhúð 200 ml. Kynningarverð nú: 4.948 kr.- Verð áður: 7.069 kr.
~ Skin Ergetic næturkrem 15 ml ~ Aquasource SOS rakamaski 75 ml ~ Eau de Paradis sturtusápa 75 ml ~ Eau de Paradis ilmur 15 ml ~ Biocils augnfarðahreinsir 30 ml ~ Andlitsvatn 30 ml ~ Biotherm taska Verðmæti kaupaukans kr. 11.000
við hlustum!
48
Útsölulok
tíska
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Hártísk a drengjakollur
30 - 50% afsláttur af útsöluvöru útsöluvörum
afsláttur af a 25% aukaikn ast við kass re
Flott föt fyrir flottar konur,
Stærðir 40-60.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is
Frumkvöðull hártískunnar hún Emma Watson.
90210 leikkonan Jessica Stroup.
Leikkonan Michelle Williams.
Drengjakollurinn vinsæll í ár Harry Potter leikkonan Emma Watson klippti sig stutthærða fyrir nokkrum árum og æ síðan hefur sú klipping orðið meira og meira áberandi meðal kvenfólks í Hollywood. Tískuspekúlantar segja að drengjakollurinn muni
ná hæstu hæðum núna í sumar, enda létt og þægileg greiðsla sem auðvelt er að meðhöndla í sumarfríinu. Greiðslan fer þó ekki hverjum sem er; langleitum og hjartalaga andlitum fer best slík klipping.
Áhrifamestu fyrirsætur heims Á hverju ári er áhrifamesta fyrirsætan heim kosin á heimasíðu Forbes en þetta árið voru þær tvær sem deildu toppsætinnu: Kate Moss og Heidi Klum voru hnífjafnar í netkosningunni en athyglisvert er að báðar eru að nálgast fertugt og ekki eins virkar í fyrirsætustörfum og þær hinar yngri. Pólska fyrirsætan Anja Rubik, sem vermdi efsta sætið í fyrra, náði ekki inn á listann í þetta sinn, en hún hefur dregið sig að verulegu leyti í hlé eftir brúðkaup sitt sem var á síðasta ári. Victoria's Secret fyrirtækið átti fimm fyrirsætur á listanum af tíu og Lara Stone var eina fyrirsætan í yfirstærð sem náði á listann.
Kate Middleton hreppir hatta-verðlaunin Bandarísku höfuðfatasamtökin The Headwear Association útnefna á hverju ári persónu ársins, þá sem sýnt hefur höfuðfötum tilhlýðilega athygli og virðingu og í ár nældi kvenmaður fyrstu verðlaun og mun það vera í fyrsta sinn í sögunni. Á heimasíðu fyrirtækisins var hægt að kjósa „höfuðfata-persónu“ ársins og fékk krónprinsessan Kate Middleton 91 prósent atkvæðanna. Tískudrottningin Rachel Zoe, söngvarinn Ne-Yo og leikarinn umdeildi Charlie Sheen voru einnig tilnefnd en fengu augljóslega umtalsvert færri atkvæði. Þetta eru verðlaun sem fræga fólkið leggur ekki mikið uppúr, en leikarar á borð við Johnny Depp og Brad Pitt eru meðal þeirra sem hafa hreppt hatta-verðlaunin.
Icepharma
Aðeins það besta í hárið mitt! NATURTINT hárvörurnar eru alveg lausar við óæskileg eitur- og aukaefni sem finna má í mörgum hárvörum og háraliturnarefnum
Bepanthen bossakremið
er loksins komið aftur fæst í apótekum
Græn tækni Til háralitunar með alþjóðlega vottuðum og sérvöldum náttúrulegum og lífrænum efnum til litunar!
Einnig sjampó, hárnæring o.fl. Fæst í Heilsuhúsinu og apótekum
Sími: 552 6500
Nテスtt テ。 テ行landi
Heima Spa to go
50 Galdrakarlinn í Oz –HHHHH KHH. Ftími Fanný og Alexander (Stóra sviðið)
Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Lau 17/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Fös 23/3 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fim 8/3 kl. 20:00 Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Fös 3/2 kl. 20:00 Lau 18/2 kl. 20:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011
Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Mið 15/2 kl. 20:00 8.k Sun 5/2 kl. 20:00 4.k Fim 16/2 kl. 20:00 aukas Mið 8/2 kl. 20:00 5.k Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Sun 19/2 kl. 20:00 10.k Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 11.k Lau 11/2 kl. 20:00 7.k Fös 24/2 kl. 20:00 12.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Ath! Snarpur sýningartími. Aðeins sýnt út mars.
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Hugleikur fæst við Jesú
Úr leikritinu Sá glataði.
Leikfélagið Hugleikur frumsýnir nýtt leikrit, Sá glataði, eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur á morgun, laugardag, í húsnæði félagsins við Eyjaslóð 9. Að þessu sinni fæst Hugleikur við eitt af grundvallarritum vestrænnar menningar, sjálfa Biblíuna. Megin efniviður Sigríðar Láru eru dæmisögur Jesú í Nýja Testamentinu, bæði þessar alþekktu um glataða soninn og miskunnsama Samverjann en einnig aðrar minna þekktar sem gjarnan fjalla um peninga og kallast þannig með áþreifanlegum hætti á við samtímann. Ágústa sér um að þræða þessar perlur upp á band með leikhópnum sem inniheldur bæði gamlar og gljáfægðar Hugleikskanónur og ferska og ilmandi nýliða. Líkt og oft áður í sýningum Hugleiks er tónlistin fyrirferðarmikil, en tónlistarstjóri er Þorgeir Tryggvason. Uppselt er á sýninguna annað kvöld en alls verða tíu sýningar. Sú síðasta er sunnudaginn 11. mars. -óhþ
Sun 4/3 kl. 14:00 Sun 11/3 kl. 14:00 Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00
Eldhaf (Nýja sviðið)
menning
Sun 26/2 kl. 20:00 aukas Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Sun 18/3 kl. 20:00
Leikdómur Eldhaf í Borgarleikhúsinu
Axlar - Björn (Litla sviðið)
Kirsuberjagarðurinn Kirsuberjagarðurinn Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Lau 18/2 kl. 20:00 9.k
Fim 1/3 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00
Sun 19/2 kl. 20:00 Sun 5/2 kl. 20:00 7.k Lau 25/2 kl. 20:00 Lau 11/2 kl. 20:00 8.k Sun 26/2 kl. 20:00 Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Nýtt verk úr smiðju Vesturports
Saga Þjóðar (Litla svið)
Fös 3/2 kl. 20:00 Lau 11/2 kl. 20:00 Stóra svið! Fim 23/2 kl. 20:00 Fim 9/2 kl. 20:00 Fim 16/2 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 Fös 10/2 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Á Stóra sviðinu 11/2
Gói og baunagrasið (Litla sviðið)
Lau 11/2 kl. 13:00 frums Lau 18/2 kl. 14:30 aukas Sun 12/2 kl. 13:00 aukas Sun 19/2 kl. 13:00 4.k Sun 12/2 kl. 14:30 2.k Sun 19/2 kl. 14:30 aukas Lau 18/2 kl. 13:00 3.k Lau 25/2 kl. 13:00 5.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
Lau 25/2 kl. 14:30 aukas Sun 26/2 kl. 13:00
Mínus 16 (Stóra sviðið)
Éh`g^[iVg`dgi
Lau 4/2 kl. 20:00 frums
Sun 19/2 kl. 20:00 3.k
Sun 26/2 kl. 20:00 4.k
͕ ÝƇØÓØÑËÜ Ëƒ ÏÓÑÓØ àËÖÓ å ͒͒˛͚͑͑ Õܲ Sun 12/2 kl. 20:00 2.k Mið 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin ͓͖ åÜË ÙÑ ãØÑÜÓ Ðå ÕÙÜÞÓƒ å ˃ÏÓØÝ ͗˛͖͑͑ Õܲ
Unnur Ösp Stefánsdóttir vinnur enn einn leiksigur sinn í hlutverki Nawal.
͖͙͗ ̋ ͙͑͑͑ ˻ ÌÙÜÑËÜÖÏÓÕÒßݲÓÝ
Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 4.2. Kl. 19:30 12. sýn. U Sun 12.2. Kl. 19:30 Sun 5.2. Kl. 19:30 13. sýn. U Lau 18.2. Kl. 19:30 Lau 11.2. Kl. 19:30 1. Aukas. Ö Sun 19.2. Kl. 19:30
2. Aukas. Ö 14. sýn. Ö
Lau 25.2. Kl. 19:30 Sun 26.2. Kl. 19:30
16. sýn. 17. sýn.
15. sýn. Ö
Les Misérables – Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 2.3. Kl. 19:30 Fös 9.3. Kl. 19:30 Lau 10.3. Kl. 19:30 Sun 11.3. Kl. 19:30 Fös 16.3. Kl. 19:30 Lau 17.3. Kl. 19:30 Sun 18.3. Kl. 19:30 Fös 23.3. Kl. 19:30
U Lau 24.3. Kl. 19:30 U Sun 25.3. Kl. 19:30 3. sýn. U Mið 28.3. Kl. 19:30 4. sýn. U Fim 29.3. Kl. 19:30 5. sýn. U Fös 30.3. Kl. 19:30
11. sýn.
6. sýn. U
Aukas.
7. sýn.
13. sýn.
U Fös 13.4. Kl. 19:30 Aukas. Ö Lau 14.4. Kl. 19:30 Aukas. Ö U Sun 15.4. Kl. 19:30 15. sýn. U U Fös 20.4. Kl. 19:30 Aukas. Ö Ö Lau 21.4. Kl. 19:30 16. sýn. U Ö Sun 22.4. Kl. 19:30 17. sýn. U
Frums.
9. sýn.
2. sýn.
10. sýn. U
8. sýn.
Lau 31.3. Kl. 19:30 U Sun 1.4. Kl. 19:30 U Fim 12.4. Kl. 19:30
12. sýn. Aukas.
14. sýn.
U U
Að endimörkum mennskunnar – og aftur til baka L
Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 24.2. Kl. 19:30 Frums. Mið 29.2. Kl. 19:30 2. sýn. Fim 1.3. Kl. 19:30 3. sýn. Fös 2.3. Kl. 19:30 4. sýn.
U Lau 3.3. Kl. 19:30 U Mið 7.3. Kl. 19:30 U Fös 9.3. Kl. 19:30 U Lau 10.3. Kl. 19:30
5. sýn. 6. sýn. 7. sýn. 8. sýn.
U Sun 11.3. Kl. 19:30 9. sýn. U Ö Fös 16.3. Kl. 19:30 10. sýn. Ö Ö Lau 17.3. Kl. 19:30 11. sýn. Ö Ö Sun 18.3. Kl. 19:30 12. sýn. Ö
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu Sun 5.2. Kl. 13:30 Sun 5.2. Kl. 15:00 Sun 12.2. Kl. 13:30
U
(Kúlan)
U Sun 26.2. Kl. 13:30 Ö Sun 26.2. Kl. 15:00
Sun 12.2. Kl. 15:00 U Sun 19.2. Kl. 13:30 U Sun 19.2. Kl. 15:00
Ö
Ö Sun 4.3. Kl. 13:30
Uppnám(Stóra sviðið) Fös 3.2. Kl. 21:00
AUKAS.
Uppistand – Mið-Ísland (Stóra sviðið) Fös 10.2. Kl. 20:00
AUKAS. U
Fös 10.2. Kl. 23:00
AUKAS.
FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN John Coltrane – risi í jazzsögunni
Saga læknisfræðinnar frá fornöld til nútímans
Don Kíkóti
Pílagrímaleiðin til Santiago de Compostella
hefst 6. febrúar
skráningarfrestur til 7. febrúar
Innlit í heim óperunnar
skráningarfrestur til 22. febrúar
Eldhaf er í stuttu máli sýning fyrir alla sem fíla gott leikhús og vilja sá list með verðugan boðskap.
eikritið Eldhaf eftir Wajdi Mouawad er virkilega vel skrifað verk. Sigurför þess um heiminn er skiljanleg, efnið hefur víða skírskotun og er því komið til skila á magnaðan hátt, þetta er bæði spennandi og hádramatísk saga. Raunar skiptir ekki máli hvar eða hvenær sagan gerist, hún fjallar um það að vera manneskja og glíma við grimmd heimsins, að standa í hringiðu stríðs, hörmunga og ómennsku og þurfa að taka rétta ákvörðun. Eldhaf fjallar um hugsjónir og loforð og í hvers nafni margar mikilvægustu ákvarðanir lífsins eru teknar. Ég er bæði afar hrifin af verkinu og sýningu Jóns Páls Eyjólfssonar á Nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningin er ekki síst borin uppi af sterkum leik og áhrifamikilli heildarumgjörð leikmyndar Ilmar Stefánsdóttur, hljóðmynd Halls Ingólfssonar, lýsingar Þórðar Orra Péturssonar og myndbandshönnun Arnar Steins Friðbjarnarsonar. Ljóðrænn og fallegur texti verksins, þýddur af Hrafnhildi Hagalín, grípur áhorfandann svo mér fannst reyndar að það væri líka hægt að loka augunum og njóta þess án nokkurra sjónrænna hjálparmeðala leikhússins. En allt sem fyrir augu ber er svipmikil og eftirminnileg viðbót sem hentar verkinu afar vel. Leikhópurinn stendur sig fantavel. Unnur Ösp Stefánsdóttir vinnur enn einn leiksigur sinn í hlutverki Nawal, móðurinnar í verkinu. Systkinin leika Lára Jóhanna Jóns-
dóttir og Guðjón Davíð Karlsson og hreyfa djúpt við áhorfendum. Þórir Sæmundsson var frábær sem Nihad sem og Bergur Þór Ingólfsson í kómísku hlutverki lögbókarans. Birgitta Birgisdóttir brá sér í nokkur hlutverk en þeirra stærst var vinkonan Sawda. Samleikur þeirra Unnar fannst mér virkilega góður, nema í kveðjusenunni sem líkast til á einfaldlega eftir að slípast betur. Jörundur Ragnarsson glímdi ef til vill við erfiðasta hlutskiptið í leikhópnum því hann er mikið kamelljón í sýningunni og bregður sér í fjöldmörg smáhlutverk. Spurning hvort það hefði ekki verið vert að splæsa í einn leikara í viðbót og létta aðeins álaginu af honum? Eldhaf er í stuttu máli sýning fyrir alla sem fíla gott leikhús og vilja sá list með verðugan boðskap. Það má ræða efni hennar langt fram á nótt, frá öllum hliðum stjórnmála, hugsjóna og siðferðisspursmála. Þetta er ekkert flókið, drífið ykkur í leikhús. Niðurstaða: Áhrifamikið verk og afar sterk sýning.
Eldhaf Borgarleikhúsið Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson
hefst 8. febrúar
Hjónabandssæla
hefst 13. febrúar
4. feb. Ö og 25. feb. Ö
Kína: Menning, land og saga
Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand
skráningarfrestur til 22. febrúar
Námskeið Endurmenntunar eru öllum opin Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is
í Vestmannaeyjum 9. mars.
Leikhús
Kristrún Heiða Hauksdóttir ritstjórn@frettatiminn.is
Nýja
Orku-appið App í hendi
Með nýja Orku-appinu hefurðu innan handar: - Alla afgreiðslustaði Orkunnar, Shell og Stöðvarinnar - Nýjustu tilboðin á Orkunni, Shell og Stöðinni og hjá samstarfsaðilum - Upplýsingar um lægsta eldsneytisverðið samkvæmt bensinverd.is - Yfirlit yfir öll þín viðskipti hjá Orkunni, Shell og Stöðinni Og svo getur þú að sjálfsögðu greitt fyrir eldsneyti með Orku-appinu.
ENNEMM / SÍA / NM46422
Þú getur sótt Orku-appið ókeypis í snjallsíma með Android stýrikerfi og iPhone.
Hægt er að tengja Orkulykilinn og Staðgreiðslukort Skeljungs við Orku-appið. AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI!
52
dægurmál
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Leiksýning fyrir börn frá 4 ára aLdri
Ólafur Jóhann Málverkið kemur út í Bandaríkjunum
Afkvæmið er í góðum höndum höfundur HELGA ARNALDS leikstjórn CHARLOTTE BØVING tónlist EIVØR PÁLSDÓTTIR
Skáldsagan Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kemur út í Bandaríkjunum í næstu viku undir nafninu Restoration. Nýr útgefandi Ólafs Jóhanns í Bandaríkjunum, Ecco winter paperbacks, leggur mikinn metnað í útgáfuna og til marks um þá trú sem forlagið hefur á bókinni má nefna að það keypti forsíðuna á Publishers Weekly í byrjun árs undir auglýsingu á bókinni. Ólafur Jóhann heldur þó ró sinni og fylgist með afkvæminu úr hæfilegri fjarlægð.
Sýningar í Norræna húsinu laugardag og sunnudag kl. 15.00
P
„VERKIð fæR MíN BESTu MEðMæLI“ Hugo Þórisson, sálfræðingur
BÖRNIN SKAPA Eftir sýninguna sem er öll túlkuð með pappír fá börnin tækifæri til að skapa úr pappírnum undir handleiðslu myndlistarmanna. Miðapantanir á midi.is og í Norræna húsinu s: 551 7030 Nánari upplýsingar á www.tiufingur.is
Leikhúsið 10 fingur
ublishers Weekly er virt og útbreitt tímarit og það er síður en svo sjálfgefið að prýða forsíðu þess. Ecco winter paperbacks lét sér ekki forsíðuna duga og keypti tvær fyrstu síðurnar í blaðinu undir ítarlega umfjöllun um Ólaf Jóhann og bókina. Ólafur Jóhann kippir sér ekki upp við tilstandið og segist lítið stressa sig á þessum miklu væntingum. „Nei, ég er líklega ekki mikið að stressa mig enda er mínum þætti að mestu lokið, bókin komin úr prentun hérna fyrir vestan og á leið í búðir,“ sagði Ólafur Jóhann í samtali við Fréttatímann. „Það má kannski orða það sem svo að hún sé flutt að heiman og farin að spila upp á eigin spýtur. Mér finnst auðvitað gaman að sjá hvað útgefandinn er áhugasamur og metnaðarfullur fyrir hönd bókarinnar. Þetta er svona eins og að
Það má kannski orða það sem svo að hún sé flutt að heiman og farin að spila upp á eigin spýtur.
Ólafur Jóhann er ánægður með kraftinn sem nýr útgefandi hans í Bandaríkjunum setur í kynningu á Málverkinu, sem heitir Restoration í enskri þýðingu. Hann lætur væntingarnar þó ekki slá sig út af laginu og vill komast sem fyrst í að skrifa næstu bók. Málverkið kemur út í kilju hér á Íslandi í febrúar.
Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012
Gunnlaugur Scheving
Listmunauppboð í Gallerí Fold mánudaginn 6. febrúar, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
fylgjast með afkvæmi sínu í góðum höndum þegar það er komið út í heiminn og maður er búinn að sleppa af því hendinni, “ sagði Ólafur Jóhann sem er farinn að huga að sínu næsta verki. „Það sem stendur upp á mig núna öðru fremur er að ljúka undirbúningi að næstu bók svo að ég geti farið að stinga niður penna fyrr en síðar.“ Í kynningunni á Ólafi í blaðinu er hann sagður lifa tveimur mjög svo ólíkum lífum. Annars vegar er hann hæfileikaríkur rithöfundur sem dáður er af lesendum og gagnrýnendum en hins vegar sé hann einn æðsti stjórnandi fjölmiðla í Bandaríkjunum sem aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Time Warner.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Nú er Angelica 10 ára! Angelica er íslensk náttúruafurð úr ætihvönn. Angelica inniheldur heilsubætandi efni sem geta gefið þér aukna orku og styrkt varnir þínar gegn vetrarpestum. Sæktu styrk í náttúru Íslands!
Kauptu Angelicu jurtaveig og poki af Voxis hálstöflum fylgir KI KAUPAU
www.sagamedica.is
Þú færð kaupauka í verslunum Heilsuhússins til og með 7. febrúar
Þá er vitnað í gagnrýnendur tveggja blaða, Los Angeles Times og Library Journal. Los Angeles Times segir Ólaf Jóhann vera mikinn brúðumeistara sem kippi harkalega í strengi minninga, þrár og örlaga í bókinni. Library Journal sparar heldur ekki hrósið en þar er Restoration sögð falleg bók og að Ólafur Jóhann lýsi innra lífi tveggja kvenpersónanna meistaralega í auðugu og flóknu málverki ástar og ástríðna. Hann er einnig lofaður fyrir lýsingar sínar á daglegu lífi í stríðshrjáðri Ítalíu sem gefi sögunni aukna dýpt og kraft. Blaðið mælir eindregið með bókinni fyrir þá sem hafa áhuga á sögulegum skáldskap. toti@frettatiminn.is
Plötudómar dr. gunna
Svartir Sandar
Spilaðu lag fyrir mig
Sólstafir
Valgeir Guðjónsson
Bix
Þorrametall
Hlunkur er þetta!
Nettur tryllingur
Hljómsveitin Sólstafir er ekkert að flýta sér. Bandið varð til árið 1995 en Svartir sandar er samt bara fjórða platan þeirra. Hún er tvöföld, bæði diskurinn og hin glæsilega vinýl-útgáfa; 12 lög á tæplega 80 mínútum. Hér fjarlægist sveitin enn frekar heim þungarokksins þótt nokkurra black-metal áhrifa gæti enn. Sólstafir spila seigfljótandi sandblásið óbyggðarokk, dimmt og oft dapurlegt. Gítartónarnir eru teygðir og hlaðnir bergmáli, söngvarinn hrín eins og útburður, vindar gnauða og það er langt og illfært á milli bæja. Þetta er metnaðarfull plata sem vinnur stöðugt á, enda slungin. Hún ætti alls ekki að fara framhjá þeim sem vilja nýsköpun og frumleika í rokkinu. Einstakt band og alíslenskt.
Þegar poppsnillingar eins og Valgeir verða sextugir þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana: Fylla Hörpuna og safna saman lögum til útgáfu. Valgeir er ástsæll listamaður enda lögin hans lengi búin að vera dásamlegt sándtrakk fyrir okkur sem hírumst á djöflaeyjunni. Á diskana þrjá er 70 helstu lögunum hrúgað saman óskipulega, bæði sóló sem og Spilverk og Stuðmenn, ýmis samstarfsverkefni og endurgerðir. Allt hefur heyrst áður nema eitt nýtt þokkalegt lag sem Valgeir syngur með Jóni Jónssyni. Sem nörd hefði ég ekkert haft á móti meira djúsi, til dæmis meira af óútgefnu efni og ferils-krufningu, en sem pakki sem stílaður er inn á „almenna hlustendur“ gengur þessi hlunkur fullkomlega upp.
Birgir „Bix“ Sigurðsson hefur frá unglingsaldri verið gruflandi í tölvu- og rafheimum tónlistarinnar. Hann var á tímabili í hörkuvinnu í LA og New York við að remixa Madonnu og ég veit ekki hvað og hvað, en kom með Animalog í fyrra, sína fyrstu plötu. Hún mætti að ósekju fara hærra því þetta er gott og skemmtilegt stöff, sem sýnir fram á mikla færni og mikla listræna leit. Sándið er ferskt og gljáandi, lögin ósungin nema tvö útvarpsvænstu lögin, sem sungin eru af Daníel Ágúst og Phil Mossmann. Andinn á plötunni er yfirvegaður og afslappaður, svokallað „down-tempo“ í meirihluta, en stundum þó kveikt upp í nettum tryllingi og þá er dansgólfið í augsýn. Töff stöff.
Animalog
Ísland í allt sumar
Komdu á sýninguna hjá okkur um helgina og sjáðu hvernig hægt er að ferðast um fallega landið okkar í sumar. Á sýningunni er fullur salur af ferðavögnum við allra hæfi hvort sem þú ætlar að ferðast um láglendið eða hálendið. Vegna mjög hagstæðra samninga við framleiðendur getum við boðið úrval ferðavagna á verði sem kemur verulega á óvart. Nú er rétti tíminn til að undirbúa næsta sumar og láta draumana rætast. Komdu og veldu rétta ferðavagninn. Við tökum gamla vagninn þinn upp í nýjan þó hann sé í geymslu! Hjá okkur verður opið um helgina, laugardag frá klukkan 12 til 16 og sunnudag frá klukkan 13 til 17
HOBBY hjólhýsi verð frá 2.990.000
HOBBY Landhaus verð 6.250.000
HOBBY húsbílar verð frá 13.900.000
FamilyCamp verð frá 995.000
Coachmen fellihýsi verð 2.990.000
Esterella verð frá 3.295.000
Bürstner hjólhýsi verð frá 3.875.000
VÍKURVERK - ALLT Í FERÐALAGIÐ! VÍKURVERK EHF - VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720 - WWW.VIKURVERK.IS
54
dægurmál
Helgin 3.-5. febrúar 2012
Bækur Yrsa Sigurðardóttir
Frábærir dómar og sjötta sæti í Noregi Metsölubókin Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttir kom nýverið út í Noregi og hefur slegið í gegn. Bókin, sem heitir Jeg vet hvem du er á norsku, er í sjötta sæti bóksölulistans í Bergensavisen þar sem hún fær hæstu einkunn, eða sex, í teningagjöf blaðsins. „Það er ekki eftir margar síður að þú sem lesandi ert dreginn inní sífellt miskunnarlausara og meira dáleiðandi myrkur,“ segir Monika Nordland Yndestad í Bergensavisen og heldur áfram: „Gleymdu því sem er rökrétt. Hér geta blandast inn í önnur öfl, jafnvel þótt spor eftir barnsfætur ilmi af fersku saltvatni.
[...] Höfundinum tekst að gera óhugnaðinn í verstöðinni svo lifandi að þér finnst þú vera staddur í honum miðjum. [...] Bókin er að minnsta kosti mánaðarskammtur af spennu. Sama hversu háður þú ert glæpasögum.“ Bergensavisen er ekki eina norska blaðið þar sem gætir hrifningar á bókinni. Tvö stærstu blöð Noregs, VG og Dagbladet, gefa henni bæði fimm á teningaskalanum. Cathrine Krøger segir einfaldlega við lesendur Dagbladets: „Þú þarft að bíða lengi eftir viðlíka glæpahryllingi. Ég vil vara þig við. Þú verður að hafa stáltaugar til að komast í
Þorsteinn Joð í meistaradeildina Fjölmiðlamaðurinn víðförli Þorsteinn Joð Vilhjálmsson hefur fundið sér samastað á vinnumarkaði næstu mánuðina. Þorsteinn, sem er hokinn af reynslu við stjórn þátta í útvarpi og sjónvarpi, mun stýra markaþætti meistaradeildar Evrópu á Stöð 2 sport. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá vegna skilyrða í samningi stöðvarinnar og Knattspyrnusambands Evrópu. Þorsteinn Joð mun hafa sér til aðstoðar Pétur Marteinsson sem hefur hingað til staðið vaktina á Ríkisútvarpinu, bæði á stórmótum og í íslenska boltanum. Þessi ráðning fylgir í kjölfar þess að fækkað var um einn starfsmann á íþróttadeild 365 en íþróttafréttamaðurinn Hans Steinar Bjarnason fékk uppsagnarbréf fyrir nokkrum dögum.
gegnum skáldsögu Yrsu Sigurðardóttir, Ég man þig. Ef þú lest hana í rúminu áttu fyrir höndum erfiða nótt. [...] Bókin er tilnefnd til Glerlykilsins sem besta norræna glæpasagan. Það er verðskuldað. [...] Þetta er glæpahryllingur sem grípur þig heljartökum. [...] Sigurjón Sighvatsson hyggst gera kvikmynd byggða á sögunni. Ég þori ekki að sjá hana.“ Nú þegar er önnur prentun á leið í verslanir að sögn Péturs Más Ólafssonar, útgefanda Yrsu í Veröld. Áður hefur hún komið út á þýsku þar sem hún var kölluð „meistaraverk“ og hefur selst í hátt í hundrað þúsund eintökum.
Yrsa Sigurðardóttir slær í gegn í Noregi um þessar mundir.
Greta Salóme Br jálað að ger a
Nær að hitta kærastann í ræktinni Líf Gretu Salóme Stefánsdóttur er á yfirsnúningi þessa dagana. Hún er með tvö lög, Aldrei sleppir mér og Mundu eftir mér, í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins auk þess sem hún leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá stundar hún crossfit af miklum móð og er í toppformi sem kemur sér vel þegar átt er við fiðluna dagana langa.
Aumingja Brynjar ef rétt reynist Brynjar Níelsson, lögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, ritaði harðorðan pistil í vikunni um DV og hvernig blaðið hefur lagt þá aðila sem eru því ekki þóknalegir í einelti yfir langan tíma. Ef Brynjar hefur rétt fyrir sér getur hann strax farið að kvíða næstu útgáfum blaðsins því þá munu væntanlega birtast fréttir og jafnvel sandkorn í neikvæðari kantinum um hann sjálfan. Vaði Brynjar hins vegar í villu og ekkert einelti er til staðar í DV þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því þá birtast engar fréttir – og engin sandkorn.
Uppnám í leikhúsinu
Uppnámið hefst á framlagi Pörupilta, þeirra Dóra Maack, Nonna Bö og Hermanns Gunnarssonar. Þeir eru harðir í horn að taka en engu að síður óhræddir við að takast á við stórar spurningar um ástir og örlög og tilgang lífsins. Viggó og Víóletta taka við eftir hlé og beina söngleikjasjónum sínum að útlendingahatri, kynþáttafordómum og hómófóbíu og fleiru krúttlegu sem best er að sópa undir teppið. Svo syngja þau og brosa út í eitt. Það eru þau Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sem leika Viggó og Víólettu, en hlutverk Pörupilta er í höndum Sólveigar Guðmundsdóttur, Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur og Maríu Pálsdóttur. Sýningin er í kvöld á stóra sviði Þjóðleikhússins en hún hefur vakið mikla lukku í Þjóðleikhúskjallaranum undanfarnar vikur. Fréttatíminn greip Gretu Salóme glóðvolga á æfingu með Sinfóníunni í Hörpu. Hún segir sígildu tónlistina og poppið vel eiga samleið. „Ég held að þetta fari ótrúlega vel saman og styður hvort annað á jákvæðan hátt. Og ég nýti náttúrlega það sem ég hef lært í námi mínu í lagasmíðarnar.“ Ljósmynd/Hari
G
reta Salóme útskrifaðist með bachelorgráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands fyrir fjórum árum og er á síðustu önn í meistaranámi í tónlist við sama skóla. Hún er í fullu starfi sem fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveitinni og leikur einnig á fiðlu við ýmis tækifæri þannig að daglegt líf hennar snýst að mestu um tónlist. Greta Salóme segir lögin tvö sem keppa munu til úrslita í Söngvakeppninni eftir rúma viku ekki hafa verið samin sérstaklega fyrir keppnina. „Ég get nú ekki sagt að ég sé neinn Eurovision-brjálæðingur en ég horfi samt alltaf á þetta eins og flestir Íslendingar,“ segir Greta Salóme og bætir við að það sé dálítið skrýtin tilfinning að eiga tvö lög í úrslitum. „Ég sendi þessi tvö lög, aðallega vegna þess að ég var hvött til þess og þetta endaði bara svona vel að þau fóru bæði áfram. Lögin voru tilbúin til út-
varpsspilunar og útgáfu þegar ég sendi þau inn en hafði bara ætlað mér að koma þeim í útvarp. En það er mjög skemmtilegt að þau hafi bæði komist áfram vegna þess að þau eru mjög ólík og þetta er ótrúleg hvatning til þess að halda áfram í þessa átt.“ Greta söng í báðum lögunum í forkeppninni en ætlar að draga sig í hlé frá Aldrei sleppir mér í úrslitunum en syngja áfram með Jónsa í Mundu eftir mér. „Þetta minnkar álagið aðeins,“ segir Greta Salóme sem vill ekki kannast við að taugar hennar séu þandar eins og fiðlustrengir. „Nei, við erum mjög róleg yfir þessu en við æfum reyndar alveg brjálæðislega mikið. Við æfðum líka rosalega vel fyrir forkeppnina þannig að þetta er þaulæft og við búum vel að því fyrir úrslitakeppnina. Auðvitað er spenna en ef maður er mjög vel undirbúinn, eins og við erum, þá held ég að ekkert eigi að geta klikkað.“ Greta Salóme segist vera með ýmislegt í bígerð að Eurovision-törninni lokinni en gætir þess að gefa ekki of mikið upp. „Eftir keppni hugsa ég að við kýlum bara á meira efni. Ég er náttúrlega búin að vera að semja og syngja lengi en ekki mikið opinberlega, hef verið með eitt og eitt lag í spilun en ekkert jafn áberandi og núna.“ Dagarnir eru að vonum langir hjá Gretu Salóme en hún sækir andlegan og líkamlegan styrk í crossfit sem hún æfir alveg grjóthörð og af miklu kappi. „Það er svo gaman að geta verið í svona fjölbreyttum tónlistarverkefnum. Í raun eru forréttindi að geta gert þetta allt og það hjálpar rosalega til að vera í fínu formi. Sérstaklega í minni vinnu vegna þess að fiðlustaðan er frekar óeðlileg líkamsstaða og það hjálpar mjög að vera með sterkt bak og sterka miðju. Svo trekkir þetta svolítið upp í manni keppnisskapið og maður fær góða útrás,“ segir Greta Salóme og hlær. Greta Salóme æfir í Bootcamp við Suðurlandsbraut og unir sér vel þar, enda ekki furða þar sem kærastinn hennar, Elvar Þór Karlsson, rekur staðinn. „Ég næ að hitta hann þar,“ segir Greta Salóme sem er á endalausum þeytingi þessa dagana. „Hann kann heldur betur að hvetja mig áfram hvort sem það er í crossfitinu eða tónlistinni þannig að ég er með rosalega góðan bakhjarl þar. Þetta er mjög fínt fyrirkomulag sem svínvirkar alveg.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Ég get nú ekki sagt að ég sé neinn Eurovision-brjálæðingur en ég horfi samt alltaf á þetta.
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
Í HÁSKÓLABÍÓI 27. janúar - 9. febrúar
-betra bíó
HEFURÐU SÉÐ AÐRAR EINS UMSAGNIR? „The Artist er sannkallað listaverk og stendur fyllilega undir öllum þeim væntingum sem til hennar eru bornar. Þegar maður sér hvernig hún notar myndmálið rennur það upp fyrir manni að stór hluti þeirra mynda sem út koma nú á dögum gætu eins verið útvarpsleikrit.“
- Þóarinn Þórarinsson, Fréttatíminn / Svarthöfði.is
- Haukur Viðar Alfreðsson, Fréttablaðið
3
GOLDEN GLOBE VERÐLAUN
„The Artist er í stuttu máli einfaldlega stórkostleg kvikmynd. Heillandi og ógleymanleg, gerð af svo mikilli fagmennsku og alúð að mann bókstaflega sundlar af töfrunum sem bera fyrir augu manns á hvíta tjaldinu.“
BESTA
BESTA
BESTI
MYNDIN TÓNLISTIN LEIKARINN
„Allir þessir þættir tvinnast svo saman og skila sér í frábærri mynd. The Artist gengur þannig fullkomlega upp, hér erum við að tala um þessa sígildu, styrkjandi bíóupplifun, þar sem þú gengur léttur á fæti úr salnum,
„...ég er nú þegar búin að plana næstu ferð í bíóhúsin til að sjá hana aftur. Ég mæli eindregið með því að fólk upplifi hana í kvikmyndahúsi því þetta er bíóferð sem þið munuð ekki gleyma svo auðveldlega. nærður og fjörgaður – endurhlaðinn.“ Hún er frábær í alla staði.“ - Arnar Eggert Thoroddsen, Morgunblaðið
- Ninna Rún Pálmadóttir, BíóFilman.is
10 ÓSKARSTILNEFNINGAR
ÞAR Á MEÐAL: BESTA MYNDIN · BESTI LEIKSTJÓRI · BESTA HANDRIT
10 GÆÐAMYNDIR Á KVIKMYNDAVEISLU ÁRSINS
Listamaðurinn
Stríðsyfirlýsing
Athvarfið
Barnsfaðirinn
Hadewijch
Saman er einum of
Sá sem kallar
WWW.FACEOOK.COM/GRAENALJOSID
Sérsveitin
Þrauki einn, fylgja hinir
Öld myrkursins
HE LG A RB L A Ð
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Ingibjörg á Spáni
Spænska forlagið Libros del Innombrable hefur gefið út ljóðabókina Höfuð konunnar eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Magnús Sigurðsson ritar formála bókarinnar sem heitir La cabeza de la mujer á spænsku. Þetta er fyrsta bók Ingibjargar sem kemur út á spænsku en ljóðabækur hennar hafa komið út í Ungverjalandi, Þýskalandi, Lettlandi, Litháen, Búlgaríu, Rússlandi, Slóvakíu sem og á Norðurlöndunum. Ingibjörg, sem verður sjötug á þessu ári, hefur tvívegis verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs; árin 1993 og 2004. -óhþ
Sálartónlist á Sögu
Sveinn Guðjónsson, blaðamaður og fyrrverandi meðlimur hinnar fornfrægu sveitar Roof Tops, mun leiða gamalreyndar hljómsveitarkempur á Febrúarballi á Hótel Sögu á morgun laugardag. Sveinn mun rúlla í gegnum úrval sálarlaga enda þar á heimavelli sem söngvari og hljómborðsleikari í frægustu sálarsveit landsins. Þetta er þriðja árið í röð sem ballið fer fram en það hefur notið mikilla vinsælda meðal Vesturbæinga. Kjarni tónlistarmanna er sá hinn sami og undanfarin ár; Gaui Hilmars, Pétur Hjaltested, Atli Viðar, Kristján Blöndal og Hallberg Svavarsson ásamt því svo að fjöldi gamalla kempa mætir til leiks. -óhþ
!"#$%$&'&!"#$%$ $%%"&$(& )* +&$,#%-""./
Útsala - Útsala!
allt að 50% afsláttur
01/(&-(./
2345**6'& 01/(&78
9:43)*6'
Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, www.topphusid.is
!"#$%&'()*"+,
Hrósið ... ... fær málarinn Gunnar Smári Jónbjörnsson sem bjargaði tveimur hundum og slökkti eld í potti á eldavél mannlausrar íbúðar meðan beðið var eftir slökkviliðinu.