Ný efnahagsáætlun fyrir Ísland ÓKEYPIS
ÓKEYPIS Fimmmenningar koma með tillögur
20
FAST Verð 3.-5. júní 2011 2. árgangur
2. tölublað 1. árgangur 22. tölublað
ÓKEYPIS ÓKEYPIS Viðtal Sorg og gleði Eyjólfs Sverrissonar
Ég held að það sé mikilvægt að fólk sé einbeitt í því sem það er að gera hverju sinni. Að taka sér svo annan tíma í að vinna úr ÓKEYPIS svona málum, eins og ÓKEYPIS t.d. sorg ... Sorgin er eilífðarverkefni og hver dagur hefur sinn tíma.
Steinar Aðalbjörns Vill láta taka of feit börn af foreldrum 14 Viðtal
Einar Már fær
ÓKEYPIS ÓKEYPIS
Við bíðum þess spennt að skáldið þjóni lund sinni og skrifi okkur sögur þótt greinar hans skemmti oss.
Bækur 38
Nína Dögg Útlifuð útigangs kona í Gullbrá
Ljósmynd/Hari
58
Síða 24 Eyjólfur Sverrisson er einn farsælasti knattspyrnumaður Íslands. Hann hefur náð frábærum árangri með U-21 árs landslið Íslands sem tekur þátt í úrslitakeppni EM sem hefst eftir nokkra daga. Hann ræðir við Heiðdísi Lilju um boltann, sorgina vegna sonarmissis, gleðina yfir því að eignast annan dreng og framtíðina.
GRUNNNÁM, MEISTARANÁM OG DOKTORSNÁM UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ www.hr.is
2
fréttir
Helgin 3.-5. júní 2011
Bílar Íslendingar búsettir erlendis
Bakkabróðir á bílaleigubíl Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
Bakkabróðirinn Lýður Guðmundsson, sem búsettur er í London, nánar tiltekið í einu dýrasta hverfi borgarinnar, og starfar sem stjórnarformaður Bakkavarar, er í stuttri heimsókn á Íslandi þessa dagana. Hann dvelur eins og venjulega í glæsilegu einbýlishúsi sínu á Starhaga sem er reyndar skráð á félagið GT 1 ehf. Það félag er í eigu GT One Trust en í stjórninni sitja Lýður og eiginkona hans. Húsið var flutt á félagið rétt eftir hrun, undir lok árs 2008. Glæsileg BMW-bifreið hefur staðið fyrir utan húsið á Starhaga, 420 hestafla sportbíll af gerðinni M3. Hún er þó ekki í eigu Lýðs eða annarra fjölskyldumeðlima
heldur er hún leigð af Bílaleigunni Geysi í Reykjanesbæ. Þetta er ekki óþekkt fyrirkomulag hjá Lýði því á uppgangstímum í íslensku þjóðfélagi – þegar veldi útrásarvíkinganna var sem mest – var Lýður með þrjá bíla, Porsche Cheyenne-jeppa, Range Rover og Mercedes Benz-sportbíl á leigu hjá Geysi sem er í eigu Garðars Vilhjálmssonar, eins nánasta samstarfsmanns útrásarvíkinganna í bílamálum á blómatíma þeirra. Heimsókn Lýðs var þó viðburðarík eins og sjá má hér fyrir neðan. BMW-sportbíllinn tók sig vel út í innkeyrslunni hjá Lýði.
Húsleit Sérstakur saksóknari hjá VÍS og Existu
Endurreisn bankanna kostaði 190 milljarða Endurreisn viðskiptabankanna þriggja kostaði ríkissjóð 190 milljarða króna. Skuldabréfin sem út voru gefin vegna þessa eru á gjalddaga árið 2018, að því er Steingrímur J. Sigfússon greindi frá á Alþingi er hann flutti þinginu skýrslu sína um endurreisn bankanna. Ráðherrann sagði, að því er Ríkisútvarpið greindi frá, að aðgerðin hefði tekist vel. Hún stæðist alla skoðun og það hefði veri þrekvirki að koma verkefninu í höfn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var ósammála fjármálaráðherra og sagði aðgerðina hafa mistekist. Staðreyndin væri sú að kröfuhafarnir fengju að soga til sín hagvöxtinn. Enginn viti hver eigi bankana og þeir verði sem fyrst að komast í hendur framtíðareigenda. -jh
Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Íslandsbanka reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum sem er 15. júní næstkomandi. Verða vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana því áfram í 3,25% og hámarksvextir 28 daga innistæðubréfa í 4,00%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 4,25% og daglánavextir 5,25%. Slakinn í efnahagslífinu er mikill og aukin verðbólga komin til vegna mikilla hækkana í hrávöruverði á heimsmarkaði og því sem hugsanlega er tímabundin veiking krónunnar. Aukin verðbólga, lækkun krónunnar og ríflegar kjarasamningsbundnar hækkanir í nýlegum samningum valda því þó að Greiningin útilokar ekki vaxtahækkun. Verði um hækkun að ræða er þó líklegast að hún verði lítil eða 0,25 prósentur. - jh
Farið fram á fimm ára fangelsi
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 08-2386
Saksóknari hefur farið fram á að Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðssjóri Byrs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, verði dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna svokallaðs Exeters-máls, að því er fram kom í frétt Ríkisútvarpsins. „Styrmir Þór er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Hámarksrefsing fyrir þessi brot er sex ár. Að mati saksóknara,“ segir enn fremur, „er ljóst að ákærðu máttu vita að þeir væru að færa tap á Byr til að forða MP banka, sjálfum sér og lykilstarfsmönnum Byrs frá tjóni. Saksóknari vitnaði til orða Ragnars um umhverfið í október 2008; flýtirinn, örvæntingin og hraðinn hefði leitt af sér þessar ákvarðanir. Örvæntingin vísaði,
Mikið úrval rjómaosta við öll tækifæri
190
milljarðar kostnaður ríkisins við endurreisn bankanna Á gjalddaga 2018 Fjármálaráðherra
að mati saksóknara, til þess að margir voru í miklum skuldavanda. Verjendur ákærðu hafa farið fram á sýknu en að öðrum kosti lágmarksrefsingu.“
Þór nýmálaður úr kvínni Nýja varðskipið Þór flaut nýmálað og glæsilegt úr kví Asmar skipasmíðastöðvarinnar í Chile á þriðjudaginn, að því er fram kemur á síðu Landhelgisgæslunnar. Þar segir að stórum áfanga sé náð í smíði skipisins en það er væntanlegt til Íslands 30. september. Fram undan eru sjó- og togprófanir sem standa munu til loka júlí. Að því loknu fer Þór í flotkví til botnhreinsunar og lokamálunar. Taka þá við hallaprófanir sem eru síðasti verkþáttur í smíðaáætlun skipsins. „Verður Þór bylting í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar, mun varðskipið gjörbreyta möguleikum í björgun og aðstoð við skip á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar.“ -jh
Starfstími stjórnlagaráðs framlengdur Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á erindi stjórnlagaráðs um að starfstími ráðsins verði framlengdur um mánuð, að því er fram kemur á síðu ráðsins. Stjórnlagaráð hefur, samkvæmt þessu, tíma þar til í lok júlí til að skila frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Framlenging á starfstíma ráðsins er í samræmi við þingsályktun um skipun stjórnlagaráðs en þar kemur fram: „Stjórnlagaráð skili tillögum sínum til Alþingis í formi frumvarps til stjórnskipunarlaga fyrir lok júní 2011. Stjórnlagaráði er heimilt að óska eftir því við forseta Alþingis og forsætisnefnd að starfstími ráðsins verði framlengdur um allt að einn mánuð.“ - jh
með kryddblöndu
með sólþurrkuðum tómötum
Lýður Guðmundsson og Erlendur Hjaltason voru á meðal þeirra sem voru yfirheyrðir af starfsmönnum sérstaks saksóknara.
Skoða sex milljarða lán VÍS til Existu Sérstakur saksóknari rannsakar milljarða lánveitingar VÍS til eigenda sinna á árunum 2007 til 2010. Guðmundur Gunnarsson hefur þegar hætt sem forstjóri vegna rannsóknar á lánveitingunum.
S Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lýður Guðmundsson kemur við sögu í rannsóknum sérstaks saksóknara á málefnum banka og félaga á árunum fyrir hrun.
érstakur saksóknari gerði húsleit í höfuðstöðvum VÍS og Existu, eiganda VÍS, á þriðjudaginn. Fjórir einstaklingar, þeir Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu, Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Bjarni Brynjólfsson, framkvæmdastjóri eigin viðskipta hjá Existu, voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. Embætti sérstaks saksóknara rannsakar nú milljarða lánveitingar VÍS til Existu og tengdra aðila. Heimildir Fréttatímans herma að helst sé verið að skoða sex milljarða lán sem VÍS veitti Existu árið 2008. Auk þess eru lánveitingar til Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, vegna byggingar sumarhúss hans við Norðurá í Borgarfirði, til skoðunar. Fjórmenningunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur á þriðjudaginn. Í síðustu viku hætti Guðmundur Gunnarsson sem forstjóri hjá VÍS eftir að Fjármálaeftirlitið hafði gert rannsókn á starfsháttum fyrirtækisins undanfarin ár. Þar voru gerðar athugasemdir við lánveitingar
með appelsínulíkjör
með hvítlauk
hreinn
með svörtum pipar
til Existu og tengdra aðila og kemur rannsókn sérstaks saksóknara í kjölfarið á því að Fjármálaeftirlitið sendi skýrslu um málefni VÍS til embættisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lýður Guðmundsson kemur við sögu í rannsóknum sérstaks saksóknara á málefnum banka og félaga á árunum fyrir hrun. Hann og bróðir hans, Ágúst, voru yfirheyrðir af embættinu á síðasta ári vegna umdeilds yfirtökutilboðs félags bræðranna á Existu haustið 2008. Þeir áttu þá 45 prósent í félaginu en gerðu yfirtökutilboð sem sérstökum saksóknara þótti ástæða til að skoða. Ekkert hefur þó komið frekar út úr þeirri rannsókn sem enn er í gangi. Lýður hefur dvalið á landinu undanfarna daga og ekur um á bílaleigubíl frá Geysi í Reykjanesbæ. Fréttir voru fluttar af því að Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Existu, hefði verið á meðal þeirra sem fluttir voru til yfirheyrslu. Það er ekki rétt. Sigurður er búsettur í Lúxemborg og er ekki á landinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
ms.is
15
Nr. 15: Allir starfsmenn undirrita siðasáttmálann fyrir 1. júní
AÐGERÐIR Í TAKT VIÐ NÝJA STEFNU
Starfsmenn hafa nú allir staðfest nýjan siðasáttmála Allir starfsmenn Landsbankans hafa staðfest nýjan siðasáttmála bankans, sem kynntur var opinberlega 1. mars sl. Markmið okkar var að starfsmenn hefðu fengið kynningu og skrifað undir sáttmálann fyrir 1. júní. Við munum öll staðfesta siðasáttmálann árlega hér eftir.
Gunnlaugur Sveinsson, útibússtjóri á Selfossi, við undirritun á siðasáttmála bankans.
Landsbankinn þinn er heiti á nýrri stefnu bankans. Hann er í eigu þjóðarinnar og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Landsbankinn hefur breyst mikið og mun breytast og eflast enn frekar í takt við nýja stefnu. Við skiptum ekki um nafn heldur hugarfar.
Hornsteinn í nýrri stefnu Nýr siðasáttmáli Landsbankans myndar grunnviðmið fyrir góða viðskiptahætti og siðferði starfsmanna. Sáttmálinn er hornsteinn í nýrri stefnu Landsbankans og jafnframt leiðbeinandi um hvernig bregðast skuli við siðferðilegum álitamálum. Siðareglurnar eru skrifaðar frá sjónarhorni starfsmanna og lýsa því hvernig þeir vinna og koma fram. Þetta er gert til að árétta ábyrgð hvers og eins.
Landsbankinn
1249
starfsmenn hafa staðfest siðasáttmála
nú skrifað undir eða 1249 talsins. Þeir sem eru í leyfi fá kynningu og skrifa undir þegar þeir koma til vinnu aftur. Allir sumarstarfsmenn bankans skrifa undir sáttmálann líkt og fastir starfsmenn.
Fimmtánda loforðið Fjölgun starfsmanna Síðan siðasáttmálinn var kynntur í vetur fjölgaði starfsmönnum Landsbankans nokkuð við samruna við Spkef. Allir starfsmenn hafa
landsbankinn.is
Með undirritun allra starfsmanna á siðasáttmálanum fyrir 1. júní efnum við fimmtánda loforðið á aðgerðalista okkar. Hægt er að kynna sér aðgerðalista bankans á vef okkar.
410 4000
4
fréttir
Helgin 3.-5. júní 2011
Föstudagur
veður
l augar dagur
Sól í heiði
sunnudagur
Fremur vindasamt, en sólríkt austanlands
Þó vænt sumarloft sé hér skammt suðvesturundan, er eins og það nái ekki almennilega inn á landið. Þó á laugardag og þá er reiknað með allt að 15 til 17 stiga hita suðaustanlands eftir miðjan daginn, en síðan er eins og svalara loft úr norðri ætli aftur að ná yfirhöndinni. Um helgina verður strekkingur af vestri meira og minna viðloðandi. Ekki beinlínis úrkomusamt um vestan- og suðvestanvert landið, en samt talsvert um skúraleiðingar. Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin. is
Vertu samt í einhverju hlýju svo það slái ekki að þér.
7
8
59
8
10
9
11
Sums staðar strekkingsvindur. Smáskúrir en sól á milli vestan- og suðvestanlands, en léttskýjað verður um suðaustanvert landið. Fremur svalt fyrir árstímann. Höfuðborgarsvæðið: Skúrir af og til og hiti 6 til 8 stig.
12
15
13
9
16 9
14
14
Enn sums staðar strekkingsvindur. Þurrt um land allt og hlýnandi. Sólin mun skína glatt einkum austantil.
Víða léttskýjað um sunnan- og austanvert landið, en annars smáskúrir. Kólnar um kvöldið.
Höfuðborgarsvæðið: Hafgola og sól, en síðdegisskúrir. Hiti um 10 til 12 stig þegar best lætur.
Höfuðborgarsvæðið: Bjart með köflum, en hætt við skúrum annað slagið.
CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS
Heilbrigðismál Vill komast í handa ágr æðslu
Íslendingar 433 þúsund árið 2060 Í mannfjöldaspá sem Hagstofa Íslands hefur uppfært fyrir árabilið 2011-2060 er gert ráð fyrir að mannfjöldi hér á landi í lok spátímabilsins verði 433 þúsund en þar er miðað við svokallaða miðspá. Samkvæmt lágspánni yrði mannfjöldinn 384 þúsund, en 491 þúsund samkvæmt háspánni. Aldursskipting landsmanna breytist mjög á tímabilinu. Fjöldi þeirra sem eru 65 ára og eldri eykst mjög í hlutfalli við fólk á vinnualdri (20-64 ára) en yngra fólki fækkar. Í öllum spáafbrigðum er gert ráð fyrir jákvæðum flutningsjöfnuði til langs tíma. Sá flutningsjöfnuður er borinn uppi af erlendum ríkisborgurum, en til lengri tíma litið flytja jafnan fleiri íslenskir ríkisborgarar til útlanda en snúa heim. -jh
Fyrirtækin í sama skuldavanda og áður Lánum fyrirtækja í vanskilum hefur nánast ekkert fækkað frá því í lok árs 2010. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika. Heildarlán í óskilum voru rétt rúmlega 40% af öllum lánum í árslok 2009, en voru slétt 40% í mars síðastliðnum. Seðlabankinn segir að stór hluti af lánum heimilanna hafi verið endurskipulagður en endurskipulagning skulda fyrirtækja hafi gengið hægar fyrir sig, að því er fram kemur í Vísisfrétt. Skuldsetning heimila og fyrirtækja sé enn mjög mikil og geti haft neikvæð áhrif á hagvöxt sem aftur sé forsenda þess að þau ráði við skuldsetninguna. Í skýrslu Seðlabankans kemur enn fremur fram að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu gætu veikt sjávarútvegsfyrirtæki og þar með rýrt lánasöfn viðskiptabankanna.-jh
Rútustríð Sýslumaðurinn í Kópavogi hefur sett lögbann á fyrirhugaðar áætlunarferðir rútufyrirtækisins Kynnisferða, frá Akureyri og austur fyrir land að Höfn í Hornafirði. Ástæðan er sú, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins, að annað rútufyrirtæki, Bílar og fólk, er með sérleyfi á leiðunum og hefur haldið uppi áætlunarferðum á svæðinu allt árið um kring undir nafninu Sterna. Kynnisferðir höfðu í hyggju að bjóða upp á sínar ferðir frá 15. júní og fram
491
þúsund Mannfjöldi hér á landi árið 2060 Samkvæmt háspá Hagsstofa Íslands
í ágúst. Forsvarsmenn Bíla og fólks fóru fram á að á þessar ferðir yrði lagt lögbann, sem sýslumaðurinn í Kópavogi samþykkti. -jh
Íbúðalánasjóður fylgi í kjölfar Landsbankans Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, telur einboðið að Íbúðalánasjóður bjóði viðskiptavinum sínum sambærilegar lausnir í skuldamálum og Landsbankinn kynnti í síðustu viku. Að öðrum kosti sé tilgangslaust fyrir ríkið að reka sjóðinn, að því er Vísir greinir frá. Landsbankinn kynnti í síðustu viku aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Bankinn ætlar meðal annars að bjóða viðskiptavinum sínum vaxtafslátt og niðurfærslu skulda. Landsbankinn gengur með þessu lengra en Íbúðalánasjóður en breyta þarf lögum sjóðsins til að heimila slíkar aðgerðir. -jh
Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira
Þjónustuver 440 7700 www.ekkigeraekkineitt.is
Hér er Guðmundur Felix (í miðjunni) á spítalanum í Lyon ásamt frönsku konunni sem fékk ágrædda framhandleggi fyrir fjórum árum. Ljósmynd: Úr einkasafni
Bíður eftir lokasvari um nýja handleggi
Guðmundur Felix Grétarsson væntir á næstu vikum lokasvars um hvort græddir verði á hann handleggir. Aldrei áður hefur svo flókin handaágræðsla verið framkvæmd í heiminum. Fái Guðmundur jákvætt svar verður þrjátíu manna læknateymi sent í æfingabúðir til að undirbúa aðgerðina.
G
Ég lít hins vegar svo á að það væri stórkostlegur árangur fyrir mig að vera með handleggi og geta hreyft axlir og olnboga.
uðmundur Felix missti báða handleggi eftir vinnuslys fyrir rúmum áratug. Hann var að störfum sem rafveituvirki við Úlfarsfell þegar hann greip um rafstreng og fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig. Síðan hefur Guðmundur Felix sýnt ótrúlegan dugnað og æðruleysi í endurhæfingu, að mati lækna hans. Fyrir nokkrum árum komst hann í samband við heimsfrægan franskan lækni, Jean-Michel Dubernard, sem var sá fyrsti til að græða hendur á fólk. Dubernard komst einnig í heimsfréttir fyrir að græða andlit á konu sem var bitin af hundi. Guðmundur Felix tók af Dubernard loforð um að ef læknavísindin þróuðust á þann veg að unnt yrði að græða á hann nýja handleggi, skyldi Dubernard sjá til þess að það yrði gert. Undanfarin tvö ár hefur Guðmundur farið í rannsóknir hjá frönsku læknateymi til að fá skorið úr um hvort mögulegt sé að græða á hann handleggi. Lokasvars er að vænta í júní. „Hingað til hafa handaágræðslur verið gerðar í þeirri von að fólk geti hreyft fingurna. Það eru aðeins þrjátíu prósent líkur á að ég muni geta hreyft fingurna ef ég fæ nýja handleggi. Ég lít hins vegar svo á að það væri stórkostlegur árangur fyrir mig að vera með handleggi og geta hreyft axlir og olnboga. Læknarnir eru hissa á því að ég geri ekki meiri kröfur um árangur,“ segir Guðmundur sem kom heim frá Lyon
í Frakklandi á dögunum þar sem síðustu rannsóknir fóru fram. „Í rauninni yrði aðgerðin á mér langt út fyrir það sem telst mögulegt. Hingað til hafa aðgerðir verið gerðar á fólki sem er með lengri útlimi en ég. Þeir þurfa að brjóta í gegnum viðbeinin á mér til að tengja saman taugarnar við nýja handleggi. Ég hugsa samt að þeir geri aðgerðina en læknateymið skiptist í tvo hópa. Annar hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að réttlæta svo tímaog mannaflsfreka aðgerð ef ekki næst betri árangur en þetta. Mér heyrist samt á þeim að þeir vilji allir framkvæma aðgerðina.“ Telji læknarnir að hægt sé að græða handleggi á Guðmund verður þrjátíu manna læknateymi sent í æfingabúðir til að fara í gegnum alla þætti hennar. Í október eða nóvember yrði Guðmundur settur á biðlista eftir handleggjum og þegar þeir réttu fyndust yrði aðgerðin framkvæmd. Á spítalanum í Frakklandi, þar sem Guðmundur hefur verið í rannsóknum undanfarna daga, hitti hann franska konu sem fékk framhandleggi ágrædda fyrir fjórum árum. „Ég kom að henni þar sem hún sat og var að fikta í iphone-símanum sínum. Hún er með fulla tilfinningu í höndum og fingrum og getur gert alls konar fínhreyfingar,“ segir Guðmundur bjartsýnn og vonast eftir jákvæðu svari frá læknunum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Beina brautin
Arion banki hefur boðið öllum fyrirtækjum úrlausn 470 fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka hafa fengið tilboð um úrlausn. Með því hefur bankinn treyst grundvöll mörg hundruð starfa.
Markmið stjórnvalda með Beinu brautinni var að öll fyrirtæki sem uppfylltu skilyrði fengju tilboð um úrlausn fyrir 1. júní. Arion banki hefur gert öllum þeim fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við bankann og falla undir skilyrði Beinu brautarinnar tilboð um úrlausn. Það skiptir máli – og af því erum við hjá Arion banka stolt. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir fyrirtækin sjálf og starfsmenn þeirra heldur ekki síður mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fyrirtækin séu laus við óvissu og geti starfað af krafti, sjálfsöryggi og geti gert áætlanir til framtíðar.
„Það skiptir máli að geta horft fram á veginn.“
Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, á arionbanki.is eða komdu í næsta útibú. Við tökum vel á móti þér.
ÍSLENSKA SIA.IS ARI 54893 05/11
„ Uppbygging atvinnulífsins skiptir miklu máli.“
Helgin 3.-5. júní 2011
Lífeyrissjóðir kaupa hlut í HS Orku Fjórtán lífeyrissjóðir hafa gengið frá samningum um kaup á hlut í HS Orku við dótturfélag Alterra Power, áður Magma Energy. Lífeyrissjóðirnir hafa stofnað samlagshlutafélagið Jarðvarma til að halda utan um eignarhlutinn fyrir hönd sjóðanna, að því er fram kemur á síðu HS Orku. Magma Sweden selur 25% hlut af 98,5% hlut sínum í HS Orku til Jarðvarma slhf. fyrir 8,06 milljarða króna. Keypt er á genginu 4,63 krónur á hlut. Jarðvarmi fær jafnframt kauprétt á nýjum hlutum í HS Orku á genginu 5,35 krónur á hlut en verði kauprétturinn nýttur að fullu verður eignarhlutur Jarðvarma í HS Orku 33,4 prósent. Samkomulagið felur einnig í sér rétt Jarðvarma til að skrá sig fyrir allt að helmingi heildarhlutafjár HS Orku með kaupum á nýjum hlutum sem HS Orka kann að gefa út í framtíðinni. Þeir lífeyrissjóðir sem standa að baki kaupunum eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður FÍA, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður bænda, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins – A-deild, Lífeyrissjóður verkfræðinga, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stafir lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. -jh
Útr ás Klassísk tónlist
Melkorka segir Japana hafa veðjað á öflugt menningarstarf í endurreisninni eftir Kobe-skjálftann. Stofnun sinfóníuhljómsveitarinnar var liður í því. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
Valin í japanska sinfóníuhljómsveit Flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir var valin úr hundrað um sækjendum í stöðu flautuleikara hjá japanskri sinfóníuhljómsveit.
H
WWW.SKJARGOLF.IS
Það er merkilegt að við hér heima bölvum Hörpunni og segjum að það hefði átt að hætta við framkvæmdina fyrir löngu. Japanar tóku þá ákvörðun að byggja upp tónlistarhús því menning væri svo mikilvægur liður í endurreisn á svæðinu.
in alþjóðlega sinfóníuhljómsveit sem Melkorka mun spila í er til húsa í Hyogohéraði í Japan en þar reið hinn frægi Kobeskjálfti yfir 17. janúar árið 1995. Stór hluti landsvæðisins lagðist í rúst í hamförunum og á sjötta þúsund manns létust. „Hluti af uppbyggingarstarfinu eftir skjálftann var að stofna þessa hljómsveit og reisa menningarhöll eða listasetur á staðnum. Hljómsveitin er ástríðuverkefni Yukata Sado, eins fremsta tónlistarstjórnanda Japana, en hann er listrænn stjórn andi sveitarinnar. Það er merkilegt að við hér heima bölvum Hörpunni og segjum að það hefði átt að hætta við framkvæmdina fyrir löngu. Japanar tóku þá ákvörðun að byggja upp tónlistarhús því menning væri svo mikilvægur liður í endurreisn á svæðinu.“ Melkorka var meðal hundrað umsækjenda um stöðu flautuleikara í sinfóníuhljómsveitinni og eftir langt ferli, meðal annars með áheyrnarprufum í London, bauðst henni loks starfið. Spurð um hvernig verkefni bíði hennar þegar hún kemur út segir Melkorka að það sé stefna sveitarinnar að taka þátt í mörgum fjölmennum verkefnum. „Þetta er alvöru toppklassa sinfóníuhljómsveit. Hún er með í mörgum samfélagsverkefnum, spilar mikið fyrir ungt fólk og skólakrakka. Til dæmis spilum við með tíu þúsund manna kór í október.“ Melkorka var að kaupa sér flugmiða til Japans og er að undirbúa flutninga. „Ég var að skrifa undir samning við sveitina til allt að þriggja ára. Þetta er allt að verða að veruleika og nú bíður mín íbúð með hljóðeinangruðu herbergi þarna úti. Hugmyndin með hljómsveitinni er að hún hjálpi manni að komast áfram í þessum hljómsveitarheimi.“ Melkorka hefur hins vegar fengið heimild til að koma til Íslands í haust til að spila einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpunni 29. september.
Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
d Tilbo
d Tilbo
Margarítur
Petuniur
895
kr
695
Sólboði
kr
d Tilbo
d Tilbo
Snædrífa
Dalíur
Hengilobeliur
695
Fuksíur
kr
Nellikkur
695
kr
ad er komid sumar! Stjúpur | Alísur | Fjólur | Silfurkambur | Flauelsblóm
d Tilbo
d Tilbo
1.950kr
995kr
10 sumarblóm í bakka
20 stjúpur í bakka
ur t t á l s 25% af
d Tilbo
4 matjurtir saman
380kr
Hágæða rattan garðhúsgögn
d Tilbo
15% afsláttur
af öllu gæludýrafóðri
d Tilbo
d Tilbo
Blákorn
Vatnskristallar
15% afslátt afsláttur GÓÐ RÁÐ
GARÐHEIMA:
Sumarblóm þurfa áburð Stráið smávegis af blákorni yfir moldina eftir útplöntun eða vökvið með blómaáaburði blönduðum í vatn þrisvar í viku eftir útplöntun.
15% afsláttur GÓÐ RÁÐ
GARÐHEIMA:
vatnskristallar t k i t ll geyma í sér é raka k ffyrir i rætur plantnanna. Blandið 1-2 tsk út í vatn og hrærið og blandið út í moldina við gróðursetningu.
fjölskyldufyrirtæki í 19ár
Láttu ekki flugnabitin eyðileggja fríið Effitan flugnafæluúði er með mikla kla virkni en á sama tíma náttúrulegur gur og án DEET. Rannsóknir* sýna að Effitan verndar í allt að 8 tíma. örn Öruggt fyrir ófrískar konur og börn frá þriggja mánaða. Einungis þarf að passa að bera ekki efnið þar sem hægt er að setja í augu og munn. Virku innihaldsefnin í Effitan eru ma. kókosolía, Eucalyptus Citriodora (sítrónu júkalyptus) og citronella (grastegund sem er notuð í ilmolíur).
fréttir
Helgin 3.-5. júní 2011
Væntingar neytenda glæðast Svo virðist sem væntingar neytenda hafi heldur betur glæðst nú í maí ef marka má væntingavísitölu Gallup. Að þessu sinni hækkaði vísitalan um tæp 11 stig á milli mánaða og mælist gildi hennar nú 66,3 stig. Er því um að ræða mikinn viðsnúning á þróun vísitölunnar sem hefur lækkað stöðugt síðustu þrjá mánuði, og í raun hefur gildi hennar aðeins þrívegis mælst hærra frá því á haustdögum 2008. Það var í júlí, ágúst og september í fyrra en hæst fór vísitalan upp í 69,9 stig sem var í ágústmánuði. Þó er ljóst að enn er nokkuð í land með að landinn geti talist vera bjartsýnn, segir Greining Íslandsbanka, þar sem fleiri neytendur eru svartsýnir en bjartsýnir þegar gildi vísitölunnar er undir 100 stigum. Allar undirvísitölur væntingavísitölunnar hækkuðu á milli apríl og maí. Svo virðist sem nýgerðir kjarasamningar hafi aukið væntingarnar. -jh
Framleiðsluverð hækkaði í apríl
Verð á framleiðsluvörum til sölu innanlands hækkaði um tæpt prósentustig í aprílmánuði og hækkuðu slíkar vörur um nærri 3% á fyrsta þriðjungi ársins. Þetta skýrir hluta af mikilli hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu, og er meðal þess sem lesa má úr vísitölu framleiðsluverðs til og með apríl sem Hagstofan hefur birt. Vísitalan hækkaði um 1,6% í aprílmánuði og hækkuðu allar undirvísitölur hennar nokkuð nema vísitalan fyrir stóriðjuverð, sem lækkaði um hálft prósentustig. Frá apríl í fyrra til sama mánaðar þetta árið hækkaði vísitala framleiðsluverðs um 6%. Vísitala fyrir útfluttar afurðir hækkaði um 6,2%, en reiknað á föstu gengi nam hækkunin ríflega 11%. Sú þróun endurspeglar hagstæða verðþróun á helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Verð sjávarafurða hækkaði um 13,5% og verð á afurðum stóriðju um 9%. -jh
Skipulagsmál Bílastæði við íþróttavelli
Víkingar vonast eftir 70 nýjum stæðum í Fossvogi
Effitan er 98,88% náttúrulegur og án allra Paraben efna. PRENTUN.IS
Hertar aðgerðir lögreglunnar við stöðulagabrotum í tengslum við knattspyrnuleiki valda erfiðleikum hjá félögum og reiði meðal knattspyrnuáhugamanna. Aðstaða Víkinga í Fossvogi er sérlega þröng.
EITUREFNALAUST *Rannsóknir frá Swiss tropical institute í Basel og Dr. Dautel Institut í Berlin.
Niðurföll Renna, verð pr. meter
kr. 3.900 Einnig fáanlegt með Pott-rist
100x100x188
1.490 kr.
100x100x118
1.290 kr. Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum
8
100x100x125
1.290 kr. – Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
A
uðvitað er maður svekktur yfir aðstöðunni í bílastæðamálum hjá okkur hérna í Víkinni. Það segir sig sjálft. Það er óskiljanlegt hvernig borgin hefur dregið lappirnar í þessum málum undanfarin ár,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings, um hörmulega bílastæðaaðstöðu félagsins við svæði þess í Fossvogi. Á sama tíma hefur lögreglan keyrt áfram af mikilli hörku átak sitt gegn stöðulagabrotum í tengslum við viðburði í borginni. Hann segir þó aðeins vera að rofa til í málinu. „Við erum búnir að funda með Reykjavíkurborg og mér sýnist að það geti eitthvað gerst í málinu á næstunni. Það er reitur á deiliskipulagi svæðisins sem er merktur sem bílastæðareitur og okkur var gefið vilyrði fyrir því að það yrði farið í þetta á næstunni. Við vonumst til að þetta verði framkvæmt í sumar enda veitir ekki af,“ segir Haraldur. Félagið hefur ekki farið varhluta af sektarátaki lögreglunnar, að sögn Haraldar, og hann telur að sorgleg bílastæðaaðstaða og hræðsla við sektir lögreglunnar hafi áhrif á aðsókn að leikjum Víkings. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við fengum KR-inga í heimsókn um daginn og reiknuðum með um tvö þúsund manns. Á endanum skiluðu sér ekki nema 1.600 áhorfendur á leik-
ÚRVAL
notaðra bíla Verð kr. 2.290.000 Toyota Corolla 1.8, 7 sæta árg. 2006, ekinn 39 þús. km 1800cc, bensín, beinsk.
Verð: kr. 3.690.000 Subaru Forester 2.0, 4x4 árg. 2009, ekinn 25 þús. km 2000cc, bensín, beinsk.
Allt að 70% fjármögnun Opið virka daga frá kl. 9-18
Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík Sími 590 2100 · askja.is
Haraldur Haraldsson við reitinn í Fossvogi þar sem vonast er eftir 70 bílastæðum. Ljósmynd/Hari
inn. Þetta hlýtur að hafa áhrif,“ segir Haraldur. Kristinn Ólafur Guðnason hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Fréttatímann að lögreglan hafi fundað með framkvæmdastjóra KSÍ 27. apríl, þremur dögum fyrir fyrsta leik í Pepsi-deild karla, og óskað eftir samstarfi KSÍ og knattspyrnufélaganna á höfuðborgarsvæðinu í efstu deild til að taka á þeim vanda sem stöðubrot væru. „L ögreglan hefur glímt við stöðubrot á höfuðborgarsvæðinu í talsverðan tíma, ekki bara við íþróttaleikvanga heldur í miðborg Reykjavíkur á uppákomum eins og Menningarnótt, Gay Pride og 17. júní, svo dæmi séu tekin. Bílum hefur þá verið lagt á auð grasivaxin svæði, á umferðareyjum, á gangstéttum, gangbrautum og öllum þeim stöðum sem til greina hafa komið sem stöðureitir fyrir bifreið. Þetta hefur valdið skemmdum á eigum sveitarfélagsins, hættu fyrir akandi og gangandi vegfarendur, auk þess sem neyðaraksturstæki eins og slökkvibifreiðar, sjúkrabifreiðar og lögreglubifreiðar hafa ekki komist um sökum þrengsla.
Þá hafa óþægindi hlotist af þar sem almenningsvagnar hafa lent í vandræðum af sömu sökum. Á svona stöðubrotum hefur lögreglan verið að taka síðustu ár, meðal annars í samstarfi við Reykjavíkurborg, og orðið nokkuð ágengt. Mikið hefur þá verið lagt upp úr kynningu til ökumanna áður um að leggja löglega og eftir atvikum hvar gera má ráð fyrir auðum stæðum. Þetta hefur verið gert með það að markmiði að koma megi í veg fyrir vandræða- og hættuástand og jafnframt að koma í veg fyrir beitingu sekta af hálfu lögreglu eða Bílastæðasjóðs. Svipuð verkefni hafa verið í gangi síðustu ár vegna stöðubrota við íþróttasvæði og þá knattspyrnuvelli sérstaklega þar sem mikið hefur verið lagt upp úr kynningu í fjölmiðlum til að hvetja ökumenn til að leggja ökutækjum sínum löglega,“ segir Kristján Ólafur og bætir við að félögin hafi, í framhaldi af aðgerðum lögreglu, verið í sambandi við hana og óskað eftir fundi með lögreglu og Reykjavíkurborg um lausnir. „Sá fundur verður haldinn fljótlega.“ Óakar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Á endanum skiluðu sér ekki nema 1.600 áhorfendur á leikinn. Þetta hlýtur að hafa áhrif.
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
Yfir hafið og heim
10
fréttir
Helgin 3.-5. júní 2011
Garðyrkja Tilr aun gerð með r æktun ávaxtatr á a
Epli, perur, plómur og kirsuber í íslenskum görðum Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Um 160 félagar í Garðyrkjufélagi Íslands fengu afhent tæplega 1.800 ung ávaxtatré í gær og fyrradag. Um er að ræða epli, perur, plómur og súr og sæt kirsuber sem gerðar verða tilraunir með undir umsjón Landbúnaðarháskólans. Alls er um 100 mismunandi yrki að ræða. Nokkrir félagar í Garðyrkjufélaginu hafa unnið brautryðjendastarf á þessu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu þess. Nú hefur félagið fylgt þessu starfi félagsmanna eftir og haft forgöngu um innflutning á mjög breiðu úrvali af áður lítt þekktum yrkjum sem talin eru afar harðger og ættuð frá Rússlandi, Finn-
landi og Eystrasaltslöndunum. Félagið leitaði til Landbúnaðarháskóla Íslands um samstarf um formlegar tilraunir með þennan efnivið. Samstarfið byggist á því að hópur félaga kaupir tiltekinn fjölda yrkja og plantar þeim í garðlönd sín og annast þau. Landbúnaðarháskólinn veitir ráðgjöf. Viðbrögð og áhugi félaga við þessu útspili félagsins fór fram úr öllum væntingum. Um 160 manns frá öllum landshornum buðu sig fram til þátttöku; félagar frá veðursælum vildarsvæðum Suðurlands vestur til Bjarnarfjarðar á Ströndum og Ísafjarðar og norður til Húsavíkur .
„Merkilegt er hve Íslendingar hafa verið lengi að taka við sér í ræktun ávaxtatrjáa. Við nánari skoðun kemur í ljós að t.d. epli hafa lengi verið ræktuð norður um allar byggðir Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands á svæðum þar sem sumur eru sannarlega ekki lengri en hjá okkur, vor og haustáföll ekki óalgeng en vetur þó mun mildari hér á landi. Af hverju vorum við ekki byrjuð löngu fyrr?“ Félagar í Garðyrkjufélagi Íslands hafa tekið við um 1.800 ávaxtatjám til tilraunaræktunar í samstarfi við Landbúnaðarháskólann.
Endurmenntun Norsk an vinsæl
Fyrirtækjasöfnunin vegna gossins gengur vel Fjársöfnun meðal fyrirtækja í landinu vegna eldgossins í Grímsvötnum fer vel af stað en eins og fram kom í Fréttatímanum fyrir viku fer söfnunin fram í samráði við Samtök atvinnulífsins. Stofnaður hefur verið sjóður til að veita bændum, og þeirri starfsemi sem fram fer á þessu svæði, fjárhagslegan stuðning eftir því
sem söfnunarfé hrekkur til og hægt er að bæta með fjárstyrkjum. Lagt verður upp með að taka á með fólkinu á gossvæðinu í því sem út af stendur hjá Bjargráðasjóði og Viðlagatryggingu, að því er fram kemur á síðu SA. Þegar hafa 25-30 milljónir króna safnast meðal fjölda fyrirtækja sem lagt hafa málinu lið. Fjögurra
manna verkefnisstjórn hefur umsjón með söfnuninni, skipuleggur hana og mótar reglur, en tengiliður er Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, en fram kom hjá honum í viðtali við Fréttatímann á föstudaginn var að vel hefði verið tekið í erindið. -jh
Heilbrigðisstarfsmenn flykkjast á norskunámskeið Þrýstingur frá heilbrigðisstarfsmönnum var hvatinn að námskeiðahaldinu.
VELKOMIN Á BIFRÖST
Menningarstjórnun MA - stjórnun og rekstur í menningarumhverfi -
Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunarstofnunar HÍ, segir hagnýta norsku fyrir heilbrigðisstarfsmenn hafa slegið í gegn. Ljósmynd/Hari
Nám í menningarstjórnun býr nemendur undir viðamikil og oft vandasöm störf á sviði menningar og menntunar. Námið byggir jafnt á fræðilegri og hagnýtri nálgun og gerir nemendum kleift að þróa gagnrýna sýn á menningu og menningarpólitík um leið og þeir öðlast þjálfun í rekstri, stjórnun og skipulagningu. Bifröst er eini háskólinn hér á landi sem býður upp á þessa samsetningu náms sem hefur sérstaklega verið lagað að íslensku menningarumhverfi.
Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is
Flestir eru komnir með vinnu úti eða eru að fara í framhaldsnám í Noregi og vilja bæta orðaforðann í þessum mjög svo sérhæfða hluta tungumálsins.
G
ríðarleg ásókn er í námskeið í hagnýtri norsku fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands hefur staðið fyrir. Byrjað var með námskeiðin um síðustu áramót vegna þrýstings frá áhugasömu heilbrigðisstarfsfólki en stofnunin hefur staðið fyrir námskeiðum í hagnýtri sænsku fyrir fjölmiðlafólk frá árinu 2008. Ekki hefur staðið á viðbrögðum – heilbrigðisstéttir landsins hafa flykkst á námskeiðin. Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunarstofnunarinnar, segir í samtali við Fréttatímann að fullt hafi verið á þeim tveimur námskeiðum sem haldin hafa verið á þessu ári. „Við héldum námskeið bæði í febrúar og apríl og það var fullt á þeim,“ segir Thelma en um 25 manns komust að á hvort námskeið. Thelma segir jafnframt að þegar séu komnar bókanir á nýtt námskeið sem hefst í haust. Spurð hverjir það séu sem sæki þessi námskeið segir Thelma að það séu allar tegundir heilbrigðisstarfsfólks. „Þetta eru læknar og hjúkrunarfólk. Það er líka misjafnt hvað fólk ætlar sér með þessa þekkingu. Flestir eru komnir með vinnu úti eða eru að fara í framhaldsnám í Noregi og vilja bæta orðaforðann í þessum mjög svo sérhæfða hluta tungumálsins,“ segir Thelma og bætir því við að nú sé svo komið að norskan sé miklu vinsælli en sænskan. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem fjöldinn allur af íslenskum heilbrigðisstarfsmönnum hefur brugðið hér búi í lengri eða skemmri tíma og þá yfirleitt fært sig til Noregs. „Það verður bara að segjast eins og er að á meðan norskunámskeiðin fyllast fljótt hefur okkur ekki tekist að fylla þau sænsku,“ segir Thelma. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Original Vans vรถrur - รก betra verรฐi
HREYFING ALLT LÍFIÐ HITTUMST 4. JÚNÍ Í SJÓVÁ KVENNAHLAUPI ÍSÍ STAÐUR
HLAUPIÐ FRÁ
FORSKRÁNING
Vogar Garðabær Viðey Reykjanesbær Grindavík Sandgerði Garður Mosfellsbær Kjós Akranes Hvalfjarðarsveit Borgarnes Hvanneyri Reykholt Stykkishólmur Grundarfjörður Ólafsvík Lýsuhóll Búðardalur Reykhólahreppur Ísafjörður Bolungavík Súðavík Flateyri Flatey
Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 Garðatorgi kl. 14:00 Viðeyjarstofu kl. 13:00 Húsinu okkar, Hringbraut 108, Keflavík kl. 11:00 Sundmiðstöðinni Grindavík kl.11:00 Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 Íþróttavellinum að Varmá kl. 11:00 Kaffi Kjós v/ Meðalfellsvatn kl. 14:00 Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum kl. 10:30 Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, kl. 11:00 Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 Sverrisvelli á Hvanneyri kl. 11:00 Hlaupið frá Fosshóteli Reykholti kl. 10:00 Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 Íþróttahúsinu kl. 11:00 Sjómannagarðinum kl. 11:00 Lýsuhólsskóla kl. 11:00 Leifsbúð kl. 11:00 Grettislaug á Reykhólum kl. 10:00 Íþróttahúsinu Torfnesi kl. 13:00 Hrafnakletti kl. 10:30 Gamla pósthúsinu kl. 11:00 Íþróttahúsinu kl. 13:00 Samkomuhúsinu í Flatey kl. 13:30
Íþróttamiðstöðinni Sjá á www.sjova.is Á netfanginu gulla@reykjavik.is og á sölustað Viðeyjarferða á Skarfabakka Í Húsinu okkar 1. og 3. júní milli kl . 17 og 19 Sundmiðstöðinni Vörðunni Miðnestorgi og í Íþróttamiðstöðinni Íþróttamiðstöðinni Íþróttamiðstöðinni að Lækjarhlíð Kaffi Kjós Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum Á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3 Á Hyrnutorgi Hjá Ástríði Guðmundsdóttur, Túngötu 8 Í móttöku Fosshótels Reykholti 31. maí Bónus í Stykkishólmi og Íþróttamiðstöðinni á hlaupadag Hjá Kristínu Höllu Sundlauginni Ólafsvík Hraunsmúla í Staðarsveit Samkaup Strax 3. júní milli kl. 16 og 18 Sjóvá Almennum, versluninni Hlíf og versluninni Jón og Gunna Samkaup 3. júní frá kl. 15 og 17 Víkurbúðinni Í Eyjabergi eða hjá Kristínu Sævarsdóttur í síma 898-3060
HLAUPIÐ FRÁ
FORSKRÁNING
Suðureyri Patreksfjörður Barðaströnd Bíldudalur Þingeyri Drangsnes Hvammstangi Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Hólar Varmahlíð Hofsós Fljót Siglufjörður Akureyri Eyjafjarðarsveit Grenivík Dalvík Ólafsfjörður Hrísey Húsavík Laugar Mývatn Kópasker Raufarhöfn Þórshöfn Vopnafjörður Egilstaðir Seyðisfjörður Borgarfjörður Eystri Reyðarfjörður Eskifjörður Neskaupstaður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Höfn Selfoss Sólheimar Gnúpverjahreppur Hraunborgir Grímsnesi Hveragerði Ölfus Þorlákshöfn Eyrarbakki Stokkseyri Laugarvatn Úthlíð Flúðir Hella Þykkvibær Hvolsvöllur Seljalandsfoss Vík Kirkjubæjarklaustur Vestmannaeyjar
Íþróttahúsinu kl. 11:00 Bröttuhlíð 2. júní kl. 20:00 Innri-Múla kl. 17:00 Slökkvistöðinni kl. 14:00 Íþróttamiðstöð Þingeyrarodda kl. 11:00 Fiskvinnslunni Dranga kl. 11:00 Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 Íþróttahúsinu kl. 10:00 Sundlaug Sauðárkróks kl. 11:00 Hólaskóla kl. 10:30 Varmahlíðarskóla kl. 10:00 Sundlauginni Hofsósi kl. 11:00 Haganesvík - Sólgarðaskóla kl. 11:00 Torginu kl. 11:00 Ráðhústorginu kl. 11:00 Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit kl. 11:00 Íþróttahúsinu 3. júní kl. 17:00 Sundlaug Dalvíkur kl. 11:00 Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 Eyjabúðinni kl. 14:00 Sundlaug Húsavíkur kl. 11:00 Húsmæðraskólanum á Laugum kl. 10:00 Jarðböðunum við Mývatn kl. 11:00 Heilsugæslunni á Kópaskeri kl. 11:00 Íþróttahúsinu kl. 11:00 Íþróttamiðstöðinni Sport-Ver kl. 11:00 Skrifstofu Einherja, Hafnarbyggð 4, kl. 11:00 Tjarnargarðinum kl. 11:00 Torgi kl. 09:45 Fjarðarborg kl. 13:00 Andapollinum á Reyðarfirði kl. 10:00 Sundlaug Eskifjarðar 2. júní kl. 14:00 Kaffihúsinu Nesbæ kl. 11:00 Sundlaug Fáskrúðsfjarðar kl. 10:00 Veitingahúsinu Brekkunni kl. 11:00 Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps kl. 11:00 Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 Sundlaug Hafnar kl. 11:00 Byko í Langholti kl. 13:00 Grænu könnunni, Sólheimum, kl. 10:00 Félagsheimilinu Árnesi kl. 13:00 Þjónustumiðstöðinni Grímsnesi kl. 14:00 Sundlauginni Laugaskarði kl. 15:00 Gengið 16. júní kl. 18:00 frá Breiðabólstað Ölfusi að Litlalandi Hafnarsvæðinu kl. 11:00, sjá dagskrá Hafnardaga Gónhól kl. 12:00 Sundlaug Stokkseyrar kl. 11:00 Íþróttahúsi Háskóla Íslands, Laugarvatni kl. 14:00 Réttinni kl. 11:00 Íþróttahúsinu á Flúðum kl. 13:00 Íþróttahúsinu á Hellu kl. 11:00 Borg kl. 10:00 17.júní Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli kl. 10:00 Seljalandsfossi kl. 14:00 Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 Íþróttamiðstöðinni Klaustri kl. 11:00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja kl. 12:00
Hjá Þorgerði Karlsdóttur í s. 899-9562
www. sjova.is
Líf styrktarfélag vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kvenlækningar á kvennadeild Landspítalans. Markmiðið er að byggja upp öfluga miðstöð fæðinga og kvenlækninga á Íslandi og mun miðstöðin þjónusta konur og fjölskyldur þeirra. Hægt er að gerast styrktarfélagi Lífs á heimasíðunni www.gefdulif.is.
HVÍTA HÚSIÐ/SÍA
STAÐUR
Hjá Kristínu Hauks í s. 616-7965 Hjá Ragnheiði og Elínborgu í s. 846-8859, 456-2203 eða 456-2142 Brekkugötu 42 Kaupfélag Steingrímsfjarðar Drangsnesi Í síma 897-9300 eða á netfangið: usvh@usvh.is Í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar 31. maí frá kl. 11 - 16 Í Leikskólanum Barnabóli og í Söluskálanum. Í þreksport og Sundlaug Sauðárkróks Hjá sillu í s. 865-3582 eða á netfangið sigbrynl@visir.is Hjá Stefáníu Fjólu, Birkimel 12 Sundlauginni Hofsósi
Glerártorgi, Hagkaup, Bónus og Samkaup Úrval 1. og 3. júní frá kl. 16 - 18
Í Samkaup - Úrval og hjá Sundfélaginu Rán
Íþróttahúsinu á hlaupadag frá kl. 10:30 Íþróttamiðstöðinni Sport - Ver í s. 468-1515 Hefst klukkutíma fyrir hlaup Tjarnargarðinum á hlaupadag frá kl. 10:00 Íþróttahúsinu Fjarðarborg Við Andapollinn kl. 9:00 á hlaupadag Sundlaug Eskifjarðar og s. 866-8868 og 867-0346 Hjá Þorbjörgu Traustadóttur í s. 896-6884 og í Kaffihúsinu Nesbæ Í Sundlauginni og að Skólavegi 75 Íþróttamiðstöðinni s. 470-5575 og hjá Jóhönnu í s. 849-3369 Sindrahúsinu Hafnarbraut 25 Krónunni Austurvegi, 1. og 3. júní frá kl. 14 - 18 Á netfangið runajona@solheimar.is, skrá nafn og stærð á bol Þjónustumiðstöðinni Grímsnesi Bónus 3. júní Íþróttamiðstöðinni 1. júní frá kl. 17 - 19 og 2. júní frá kl. 11 - 13 Vesturbúðinni Eyrarbakka Á staðnum Íþróttahúsi Háskóla Íslands, Laugarvatni Hlíðarlaug Við Samkaup Strax 1. og 3. júní frá kl. 16 - 18 Lyf og Heilsu á Hellu Lyf og Heilsu Hvolsvelli Hjá Auði að Eystra - Seljalandi í s. 847-1657 Á netfangið salome@vik.is Íþróttamiðstöðinni 3. júní Líkamsræktarstöðinni Hressó, Íþróttamiðstöðinni og að Breiðabliksvegi 4
Þátttökugjald 1.250 kr. Viltu vinna 30.000 kr. gjafabréf ? Í tilefni af Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ býðst þátttakendum í hlaupinu að taka þátt í skemmtilegum leik. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út umsókn og þú gætir unnið 30.000 kr. gjafakort að eigin vali, dekurdag eða aðra veglega aukavinninga. Þátttökuseðlar munu liggja frammi á hlaupastöðum en einnig er hægt að skrá sig í leikinn á sjova.is.
14
viðtal
Helgin 3.-5. júní 2011
Ofeldi hættulegra en vanræksla Barnaverndar yfirvöld verða að hafa sömu úrræði til að bregðast við þegar börn eru of feit og þegar þau eru vanrækt. Að mati Steinars B. Aðalbjörns sonar, nær ingarfræðings hjá Matís, ætti það neyðar úrræði að vera fyrir hendi að of feit börn væru tekin af for eldrum sínum þegar allt annað hefði verið reynt.
O
ffita þjóðarinnar er svo alvarleg að kostnaðurinn sem henni fylgir verður margfaldur Icesave-reikningurinn. Þetta er skoðun Steinars sem telur að fastar þurfi að taka á vandanum. Hann hefur verið ötull við að skrifa greinar og vekja athygli á hættunni við offitu og oftar en ekki hefur hann uppskorið sterk viðbrögð. „Ég er undrandi á því hvernig fólk bregst við þegar bent er á dæmi um hve feit þjóðin er orðin. Erum við farin að samþykkja ferlið? Erum við búin að samþykkja að offita og ofþyngd sé orðin hluti af lífsgæðum Íslendinga? Því hafna ég,“ segir Steinar og bendir á að það sé einmitt að gerast í Bandaríkjunum þar sem stöðlum er breytt, til dæmis í fatastærðum, til að falla betur að meðaltalinu. „Þar eru flíkur merktar einni stærð minni en þær eru í Evrópu því að við viljum jú að sem flestir passi í normalkúrvuna. Ég vona að sá dagur komi aldrei á Íslandi að stærð L (large) verði breytt í M (medium).“ Steinar hefur áhyggjur af börnum í ofþyngd sem alast upp hjá of feitum foreldrum og veltir því fyrir sér hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir að krakkar fari sömu leið og foreldrarnir. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að lífsgæði þessara barna eru skert og munu halda áfram að skerðast, verði ekkert að gert. Og kostnaðinn við slíka lífsgæðaskerðingu verður ekki hægt að meta í peningum. Hver er munurinn á því hvort börn eru vanrækt eða ofalin? Í mínum huga er enginn munur þar á og ef ég þyrfti að segja að annað væri hættulegra en hitt þá segði ég ofeldi. Foreldrar kenna börnunum sínum gildi sem fylgja þeim til lífstíðar.“ Steinar segir sáran skort á íhlutunarúrræðum þegar heilu fjölskyldurnar glíma við offitu. „Barnaverndaryfirvöld verða að hafa sömu úrræði til að bregðast við hvoru tveggja. Þau þurfa að fá að nota sömu leiðir til að skoða þessi mál eins og vanrækslu. Það þarf að vera hægt að bjóða foreldrum upp á fræðslu svo að þau geti lært að gefa börnunum sínum hollari mat.“ Steinar segir það vandamál að ekki séu allir tilbúnir að breyta matarvenjum sínum. „Að vel ígrunduðu máli og þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd án árangurs, tel ég rétt að taka börn af foreldrum sem ekki vilja breyta sínu mynstri. Það yrði að sjálfsögðu algjört neyðarúrræði.“ Næringarfræðingar þyrftu að koma inn í skólana og veita bæði börnum og kennurum fræðslu til að sporna gegn offituvandamálinu. „Því á sama tíma og umræðan um heilbrigðan lífsstíl verður meiri, er þjóðin enn að fitna. Ég tel að hér þurfi samstillt átak allra að hefjast. Það þarf að koma þeim einföldu skilaboðum áleiðis að maturinn veitir okkur orku sem við þurfum að brenna og ef við brennum ekki lendum við í því að fitna. Fólk þarf líka að vita meira um hvernig matur er samsettur.“ Steinar segir vel markaðssettar „heilsuvörur“ vera hluta af vandanum og fólk kaupi orkudrykki, megrunarkúra
Hver er munurinn á því hvort börn eru vanrækt eða ofalin? Í mínum huga er enginn munur þar á og ef ég þyrfti að segja að annað væri hættulegra en hitt þá segði ég ofeldi.
og fæðubótarefni til að auka árangurinn. „Oftar en ekki skemmir það fyrir fólki. Við að drekka orkudrykk á borð við Euroshopper, Red Bull eða Monster, fær maður skammtímaáhrif en dettur svo jafnvel neðar í orkustigi en maður var fyrir drykkinn. Fyrirtækin sem markaðssetja skyndilausnir bera mikla ábyrgð á vandanum. Þeir hafa fjárhagslegan ávinning af því
að slíkar vörur séu notaðar og við það eitt ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja. Flest loforðin eru of góð til að standast. Og á sama tíma og meðvitund um heilbrigt líferni eykst, tvöfaldast nammibarinn í Hagkaupum.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Steinar B. Aðalbjörnsson hefur áhyggjur af börnum sem alast upp í of feitum fjölskyldum. Barnaverndaryfirvöld verði að skerast í leikinn. Ljósmynd/Hari
16
íþróttir
Helgin 3.-5. júní 2011
Tók þátt í Kínamúrsmaraþoninu á gervifæti frá Össuri Bandaríska íþróttakonan Sarah Reinertsen hljóp tíu kíló metra í Kínamúrsmaraþoninu á gervifæti frá stoðtækja fyrirtækinu Össuri, fyrst kvenna með slíka fötlun. Kínamúrinn er erfiður hlaupurum, ófötluðum jafnt sem fötluðum.
Á heimsmeistaramóti fatlaðra, sem haldið var á Nýja-Sjálandi í janúar, notuðu til dæmis allir verðlaunahafarnir í 100 og 400 metra hlaupi vörur frá okkur.“ Edda Heiðrún Geirsdóttir, markaðsstjóri Össurar
S
toðtækjaframleiðandinn Össur fékk enn eina rósina í hnappagatið þegar maraþonhlauparinn Sarah Reinertsen hljóp 10 kílómetra í Kínamúrsmaraþoninu, 21. maí síðastliðinn, á gervifæti frá fyrirtækinu. Hún er fyrsta konan með slíka fötlun sem tekið hefur þátt í hlaupinu á hinum heimsfræga múr, „The Great Wall Marathon“, en það hefur verið hlaupið frá árinu 1999. Afrek Söru hefur vakið mikla athygli enda Kínamúrinn erfiður hlaupurum; undirlagið er gróft og víða tröppur, auk þess sem sitt á hvað er hlaupið upp og niður enda fylgir múrinn hæðóttu landslaginu.
Borgarferðir
Sarah Reinertsen varð fyrst aflimaðra kvenna til að taka þátt í Kínamúrsmaraþoninu. Þar hljóp hún tíu kílómetra á Flex-Run koltrefjagervifæti frá Össuri en hann er sérhannaður fyrir hlaup. Fóturinn samanstendur af sílíkonhulsu utan um stúfinn, hné úr títani og C-laga koltrefjafjöður.
Hlaupið er áskorun
Sarah Reinertsen er bandarísk, 36 ára gömul, og segir hlaup hafa breytt lífi sínu en taka þurfti af henni fótinn ofan við hné þegar hún var sjö ára vegna truflunar í beinvexti. Önnur börn stríddu henni vegna fötlunarinnar en hún breytti stöðunni með því að fara að hlaupa ellefu ára gömul, þrátt fyrir aflimunina. Hún varð fljótust kvenna með slíka fötlun til að hlaupa 100 metra og á enn metið í flokki þeirra sem misst hafa fót fyrir ofan hné, 17,99 sekúndur. Sarah lítur á hlaup sem áskorun og það að keppa að því að bæta tímann. Hún keppir bæði við fatlaða og ófatlaða, sigrar ýmist eða tapar en takmarkið er að hlaupa hraðar en hún gerði áður. Tími hennar í tíu kílómetra hlaupinu á Kínamúrnum á dögunum var ein klukkustund, 49 mínútur og 46 sekúndur.
Áfangi í sögu Kínamúrshlaupsins
Njóttu lífsins í Berlín og París! Sumarferð til Berlínar 26.–31. júlí
F í t o n / S Í A
Fararstjóri: Erik Sördahl
Hin óviðjafnanlega París 30. ágúst– 4. sept. Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir
Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100
Verð á mann í tvíbýli
94.500 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í fimm nætur á Leonardo Hotel með ríkulegum morgunverði og íslensk fararstjórn.
Verð á mann í tvíbýli
119.800 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli og gisting í fimm nætur í Montmartre-hverfinu á Hotel Carlton með morgunverði.
„Hún er með svokallaðan FlexRun-fót sem er sérhannaður fyrir hlaup,“ segir Edda Heiðrún Geirsdóttir, markaðsstjóri Össurar um gervifót Söru. „Þetta er eftirgefanleg koltrefjafjöður, eins og C í laginu, og veitir spyrnu. Fóturinn er með sílíkonhulsu sem sett er á stúfinn fyrir ofan hné. Við hulsuna er tengt gervihné sem búið er til úr títani. Það er líka okkar framleiðsla og kallast Total Knee. Síðan er það koltrefjafóturinn. Þetta eru þrír lykilþættirnir,“ segir Edda Heiðrún um fótinn sem gerir Söru Reinertsen kleift að stunda afrekshlaup – og raunar aðrar íþróttagreinar líka. Edda Heiðrún segir að þátttaka Söru í hlaupinu á Kínamúrnum hafi verið ákveðinn áfangi í sögu þess. „Meirihluti allra þeirra fötluðu íþróttamanna með stoðtæki sem fremstir standa í heiminum nota vörur frá okkur, það er koltrefjafætur. Það eru hins vegar færri sem eru aflimaðir fyrir ofan hné,“ segir Edda Heiðrún. Hún segir að slíkt valdi gríðarlegu álagi á heila fótinn, mjaðmir og bak, ekki síst við svo erfiðar aðstæður sem á Kínamúrnum. „Sarah hleypur svolítið
út á hlið en beitir sinni tækni. Hún hefur tekið þátt í mörgum erfiðum þrekraunum og var til dæmis fyrsta konan með slíka fötlun sem kláraði Ironman-keppnina þar sem skiptast á hjólreiðar, hlaup og sund. Það var gríðarlegur sigur fyrir hana að klára það,“ segir Edda Heiðrún.
Forysta Össurar
Koltrefjatækni hefur verið nýtt við gerð gervifóta allt frá árinu 1986, þótt búnaðurinn komi að sjálfsögðu ekki í stað allra þeirra vöðva sem vantar. Edda Heiðrún segir að með vissu megi halda því fram að Össur sé í forystu í þessari framleiðslu fyrir íþróttamenn. „Á heimsmeistaramóti fatlaðra, sem haldið var á NýjaSjálandi í janúar, notuðu til dæmis allir verðlaunahafarnir í 100 og 400 metra hlaupi vörur frá okkur.“ Edda Heiðrún segir þó meginhluta stoðtækjaframleiðslu Össurar fara til annarra en íþróttamanna, en fyrirtækið einbeitir sér að framleiðslu gervifóta. „Menn halda að flestir þeirra sem misst hafa útlimi hafi særst í stríði eða orðið fyrir slysi en svo er ekki. Aðallega er um að ræða eldra fólk, yfir sextugt, sem misst hefur útlimi vegna æðasjúkdóma, sykursýki eða slíkra sjúkdóma en einn fylgifiskur þeirra er aflimun. Það fólk er langstærsti kúnnahópurinn okkar,“ segir Edda Heiðrún.
Líf án takmarkana
Sarah Reinertsen hefur frá ellefu ára aldri kynnst fjölmörgum gerðum gervifóta allt til hins sérhannaða Flex-Run-fótar frá Össuri. Í viðtali eftir hlaupið á Kínamúrnum, þar sem ófatlaðir þurftu að sýna sérstaka aðgæslu vegna aðstæðna, hvað þá fatlaðir, sagði Sarah að fóturinn frá Össuri hefði gert sér kleift að hlaupa miklu lengri vegalengdir en hún hefði getað ímyndað sér þegar hún byrjaði að hlaupa sem lítil stúlka. Á ferlinum hefur hún meðal annars hlaupið sjö heil maraþonhlaup og yfir þrjátíu hálfmaraþon, meðal annars í Reykjavík, á Kúbu, Havaíeyjum, New York og San Francisco. Þá hefur hún oft keppt
í þríþraut. „Þegar ég hleyp finnst mér ég virkilega vera á lífi; ég sveifla örmunum, svitna og hjartað hamast í brjóstinu,“ segir Sarah. Hún segist lengi hafa haft hug á að hlaupa á Kínamúrnum og verið afar stolt af því að hlaupa í bol með merki Össurar. „Ég vil breyta skoðunum fólks á getu hinna fötluðu og jafnframt sýna öðru fötluðu fólki hvaða erfiðleika það getur yfirstigið í lífi sínu. Ég hef fyrir löngu tileinkað mér slagorð Össurar: „Líf án takmarkana“. Þótt tíminn í 10 kílómetra hlaupinu á Kínamúrnum hafi verið minn lakasti í slíku hlaupi hef ég aldrei verið stoltari af að ljúka hlaupi.“
Takmarkið að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra 2016
Sarah er menntuð í blaðamennsku og vann sem íþróttafréttamaður í nokkur ár en einbeitir sér nú að íþróttaferlinum. „Íþróttir eru mín ástríða,“ segir hún og í þrígang hefur hún unnið heimsmeistaratitil í þríþraut í sínum flokki. Næsta takmark hennar er að sigra í þríþraut á heimsmeistaramótinu í Peking í september næstkomandi. „Ég vann árið 2009, tapaði árið 2010 svo að ég ætla að ná titlinum aftur í ár,“ segir afrekskonan. Enn metnaðarfyllra takmark er að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra árið 2016 en þá verður þríþrautin, hjólreiðar, sund og hlaup, í fyrsta sinn meðal keppnisgreina. „Takmark mitt er að komast í bandaríska liðið þá,“ segir Sarah Reinertsen sem vonast til að komast á verðlaunapall þar, hvort sem hún vinnur til gull-, silfur- eða bronsverðlauna. „Hvaða litur sem er dugir mér,“ segir hún, „en það er eins í íþróttunum og lífinu; við mætum mótlæti og verðum fyrir vonbrigðum. Maður verður því að búa sig undir ferðalagið, jafnvel þótt áfangastaður náist ekki. En að sjálfsögðu reyni ég að ná gullinu.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Erfitt hlaup á hinum fræga Kínamúr Tvö þúsund hlauparar kaupa aðgang að Kínamúrs hlaupinu ár hvert, ungir jafnt sem gamlir. Keppt er í 5 og 10 kílómetra hlaupi, hálfu maraþoni og maraþonhlaupi. Sarah Reinertsen hljóp 10
kílómetrana á gervifæt inum frá Össuri. Hlaupið er erfiðara en mörg hliðstæð hlaup vegna aðstæðna á Kínamúrnum. Hlaupið er upp og niður og við bætast þrep og mjög ójafnt undirlag.
Hlaupari á gervifæti þarf því að skipuleggja hlaupið í smáatriðum og vanda sig í hverju skrefi. Sarah sagði í viðtali að hlaupið á múrnum hefði verið ein mesta áskorun sín á íþróttaferlinum. „Ég
þurfti að taka á honum stóra mínum á ákveðnum köflum í hlaupinu, t.d. niður tröppur þar sem komið var niður á mjög gróft svæði. En þetta var mjög gefandi og ákaflega gaman,“ segir Sarah. -jh
eiður smári guðjohnsen - 63 leikir, 24 mörk
Ísland - danMörk á laugardag kl. 18:45 styðjuM við bakið á str ákunuM okk ar! allir á laugardalsvöllinn! Miðasala á midi.is forsala til og með 3. júní
GLÆSILEG TILBOÐ 20%
35%
25%
afsláttur af öllum klútum
30%
afsláttur af öllum vörum
20%
afsláttur af öllum vörum
afsláttur af liljum
20%
afsláttur af ilmkertum
2.000 kr.
30%
afsláttur af sandölum og sumarskóm
afsláttur af öllum gallabuxum
afsláttur af silfurskartgripum Trúlofunar- og giftingarhringar
70.000 kr.
3 FYRIR 2
af snyrtivörum (ekki MAC)
verð áður 89.900 kr.
Skóverslun Smáralind
20%
afsláttur af buxum
10%
afsláttur af leðurjökkum
20%
afsláttur af öllum vörum
20%
afsláttur af öllum vörum
Tvennar gallabuxur á
9.990 kr.
20% afsláttur af kiljum & verkefnabókum f. börn 30% afsláttur af amerískum blöðum 15% afsláttur af ferðatöskum
jolagjafahandbok_skoris_smaralind.ai
20%
40%
afsláttur af völdum töskum
afsláttur af öllum vörum
99 kr.
tilboðsborð
11/20/07
20%
30%
afsláttur af völdum vörum og fleiri góð tilboð
afsláttur af öllum herrabolum
20%
afsláttur af öllum sandölum
20%
afsláttur af herragallabuxum
10:29:39 AM
Hettupeysur
3.990 kr. Gallabuxur
7.990 kr. 2 boxer
20%
afsláttur af öllum toppum
10%
afsláttur af öllum vörum
20%
afsláttur af völdum vörum
2.990 kr.
30%
afsláttur af völdum undirfötum
20%
afsláttur af töskum
BASIC SIGNATURE
ALTERNATE BASIC SIGNATURE
20%
20%
afsláttur af öllum vörum
afsláttur af snyrtivörum
Clarins, Clinique, Sothy´s, Maybelline, Loréal og Gosh
Sérfræðingar á staðnum
SkólATöSkuTilBoð
35%
afsláttur af SPA vörulínu
20%
fjögur verð
2 FYRIR 1 af öllum leikföngum
20%
afsláttur af völdum vörum
afsláttur af ilmvötnum
590 - 1.990 2.990 - 3.990
20%
afsláttur af pennaveskjum
25%
afsláttur af öllum kjólum
20%
afsláttur af öllum keyptum gleraugum (umgjörð og gler)
Gallabuxur
7.990 kr.
20%
afsláttur af öllum kjólum og herraskyrtum
afnemum
VSK
af öllum umgjörðum
Verð áður 10.900 kr.
15%
afsláttur af Adidas vörum
Hettupeysur
4.990 kr.
Verð áður 6.990 kr.
Sumarskyrtur
4.990 kr.
30-50%
afsláttur af völdum vörum
20%
afsláttur af völdum vörum
25%
25%
afsláttur af öllum vörum
afsláttur af töskum, skóm og skarti
30%
20-50%
Verð áður 6.990 kr.
Sumarfrakki
ORGINAL
20%
afsláttur af öllum vörum
HOLTAGÖRÐUM
GLÆSIBÆ
KRINGLUNNI
SMÁRALIND
11.900 kr.
Verð áður 16.900 kr.
www. p l us mi nus . i s
20%
afsláttur af barnasportfatnaði frá Nike, Adidas og Puma
50%
afsláttur af völdum vörum
20%
afsláttur af nærfatnaði
30-60%
afsláttur af völdum vörum
20%
afsláttur af völdum vörum
30%
afsláttur af basic bolum auk annarra tilboða
afsláttur af öllum vörum
afsláttur af völdum vörum
SÍMI 545 1500
30%
afsláttur af
½ steikarsamloku bearnaise m. frönskum kartöflum
2 FYRIR 1
kaffi & marengsterta
30%
afsláttur af völdum vörum
Friday´s World Famous Bacon Burger
1.190 kr. Verð áður 1.690 kr.
hELGInA
3. - 5. júní
Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18 | www.smaralind.is | 528 8000
STÓRI LUKKUPOTTURInn Fylltu út þátttökuseðil í júní og freistaðu gæfunnar. Aðalvinningurinn er: · Afnot af fellihýsi í júlí og ágúst frá Víkurverki · 30.000 kr. bensíninneign hjá Atlantsolíu · 50.000 kr. matarúttekt hjá Hagkaup
lAuGARDAGuR kl. 14
SO YOU ThInK YOU CAn DAnCE Stjörnunar li’l C og legacy mæta á svæðið ásamt fríðu föruneyti dansara frá DanceCenter Reykjavík.
FYLLTU ÚT ÞÁTTTÖKUSEÐIL um helgina og þú gætir unnið · Snjallsíma frá Vodafone · 70.000 kr. inneign hjá Vero Moda, Jack & Jones, Vila, Selected og Name it · 3X dansnámskeið hjá DanceCenter Reykjavík
20
efnahagsáætlun
Helgin 3.-5. júní 2011
Tillaga að efnahagsaðgerðum Fréttatíminn bað um raunhæfa efnahagsáætlun fyrir Ísland. Ársæll Valfells hagfræðingur, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur, Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, og Andri Snær Magnason rithöfundur köstuðu á milli sín hugmyndum í vikunni – undir þeim formerkjum hvað væri raunhæf efnahagsáætlun fyrir Ísland. Við birtum hér niðurstöðurnar sem gætu orðið gott upplegg í frekari umræður.
S
amfélagsumræðan á Íslandi í dag ein kennist af doða og deyfð. Ástæðan er sú að stjórnmálin beina stærstum hluta sinna krafta í tvö umdeild mál – umsóknarferlið inn í Evrópusambandið og fyrirkomulag fiskveiða. Ráðamenn valda landsmönnum miklum kostnaði með því að eyða nánast allri sinni orku í þessi tvö mál. Lesa má úr hagtölum að Ísland dregst nú hratt aftur úr nágrannaþjóðum sínum hvað varðar kaupmátt og lífsgæði. Umræða um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar kerfisins eða umsóknarferlið að ESB þarf ekki að þýða að Íslend ingar þurfi að búa við efnahags leg höft, skort á sýn í skyn samlegri auðlindanýtingu og óskilvirkt fjármálakerfi. Hægt er að grípa til aðgerða sem munu hafa tafarlaus áhrif til hins betra á íslenskt efnahags líf. Óvissa mun minnka og höft munu losna. Aðgerðirnar eru eftir farandi:
Gjaldeyrismál
Upptaka nýrrar myntar með afnámi haftastefnu og verulegri lækkun verðbólgu. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka al þjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um 40%. Evran og dollarinn eiga undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspeglar einna helst íslenskt atvinnu líf er Kanadadollar en Kanada eygir langt hagvaxtar skeið og myntin mun verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku þeirrar myntar hefur verið kynntur stjórnvöldum í Ottawa. Bæði fjármála ráðuneyti Kanada og Bank of Canada eru mjög já kvæð í garð aðgerðarinnar. Afnám hafta yrði mikil innspýting fyrir íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.
Fjármálakerfi
Girða þarf fyrir samrekstur viðskiptabanka og fjár festingarbanka. Á sama tíma ætti að afnema inn stæðutryggingar, en með því eru fjármagnseigendur þvingaðir til að finna fé sínu annan og hagkvæmari farveg. Komið yrði í veg fyrir áhættuspil banka með sparifé almennings.
Ríkisfjármál
Einkaframtaki og fjárfestingu einkageirans er rutt úr vegi með hallarekstri ríkisins. Ríkið getur ekki skapað sjálfbæran hagvöxt. Því þarf að loka fjárlaga gatinu hið snarasta.
Ríkisrekstur
Velferðarkerfi Svíþjóðar árið 1970 var ósjálfbært. Ráð stöfunartekjur sænskra heimila jukust um eitt pró sentustig yfir allt tímabilið 1970-1990. Því er rangt hjá íslenskum ráðamönnum að ætla sér að byggja upp vel ferðarkerfi með það sænska, árgerð 1970, sem fyrir mynd. Velferðarkerfi Svíþjóðar árið 2010 er straum línulagað og gerði það að verkum að hagvöxtur þar í landi árið 2010 var sá hæsti í Evrópu, 5%, og verður 4,5% í ár, samkvæmt nýjustu spám. Svíar lyftu grettistaki með því að hverfa frá höftum og miðstýringu.
Auðlindir
Orkuframleiðsla á að miðast við að hámarka rentu, fremur en atkvæði ákveðinna stjórnmálaafla í ein stökum kjördæmum. Hægt er að selja orku til heimila á mun lægra verði en til fyrirtækja. Hækka þarf verð til erlendra kaupenda íslenskr ar orku. Umræða um nýtingu virkj anakosta á Íslandi er ennþá of menguð af kjördæmapoti og sérhagsmunum. Þó ber að nefna að veruleg hugarfarsbreyt ing hefur átt sér stað í stjórn Landsvirkjunar og óskandi er að ríkið, sem eigandi fyrirtækisins, styðji þessa endurbættu rekstraráætlun.
Skilanefndir
Skilanefndir gömlu bankanna þurfa að bera ábyrgð. Miðað við núverandi lagaumhverfi þurfa skilanefndir hvorki að svara til Fjármálaeftirlitsins, íslenska ríkis ins né kröfuhafa bankanna. Í dag reyna skilanefndir að hámarka völd sín og umsýsluþóknanir, með því að aðhafast ekkert og halda atvinnulífi og fyrirtækjum í gíslingu. Frumvarp sem snýr að því að afnema valda stöðu þeirra einstaklinga sem sitja í skilanefndum er tilbúið. Leggja þarf það frumvarp fram til umræðu á Alþingi hið fyrsta.
GETA LAUNIN HÆKKAÐ Í NÚVERANDI KERFI? Miklir og erfiðir kjarasamningar eru nú að baki. Vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin hafa búið við síversnandi umhverfi. Þó samdist um 4,25% launahækkanir en hvað verður um þær hækkanir í því kerfi sem Ísland býr nú við? Þar sem atvinnuleysi er umtalsvert og neysla lítil er lítil eftirspurn í hagkerfinu. Vinnuveitendur munu því að einhverju leyti þurfa að velta launahækkunum út í verðlagið. Við það hækkar verðbólga og því gæti lítið orðið eftir af þeirri 4,25% launahækkun sem um samdist. Á móti kemur að verðbólga mun hækka flestar skuldir, sem eru að stærstum hluta verðtryggðar, og þar með hækka afborganir. Einnig mun Seðlabankinn væntanlega hækka vexti sem einnig hækkar afborganir. Til þess að einhver raunverulegur árangur verði af þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í liðnum mánuði, verður efnahagslífið að komast af stað og raunverulegur hagvöxtur að verða til á vettvangi atvinnulífsins. Það kallar á breytingar.
ÓNÝT PENINGAMÁLASTJÓRN Seðlabankinn hefur misst tökin á verðbólgunni. Síðustu mælingar sýna það svo ekki verður um villst. Krónan hefur einnig lækkað stöðugt síðustu ársfjórðunga þrátt fyrir að raunvaxtastig á Íslandi sé hærra en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. Ísland, sem hefur hlotið verstu efnahagslegu útreið allra Evrópuríkja – þjóðarframleiðsla hér, mæld í evrum (svo ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur), hefur lækkað mun meira en t.d. í Lettlandi og á Írlandi – hefur búið við hæsta raunvaxtastig í allri Evrópu. Nú hafa síðustu fundargerðir peningamálanefndar Seðlabankans sýnt, sem og yfirlýsingar hans, að hann telur rétt að fara að hækka vexti. Hvernig má það vera, þegar ráðstöfunartekjur eru nálægt lágmarki síðustu ára, atvinnuleysi í hámarki og fjárfesting í lágmarki, að það sé tímabært að hækka vexti?
Framkvæmanlegt á einum ársfjórðungi
Hægt er að breyta þessum sex atriðum á tveimur til þremur mánuðum sem myndi tryggja mikinn hagvöxt strax á seinni hluta ársins 2011. Þá væri tekinn við sjálfbær hagvöxtur, án lána, sem gæti verið að meðal tali 5% á næsta áratug. Atvinnusköpun yrði þá sjálf sprottin en ekki t.d. með vegaframkvæmdum ríkis ins, sem engu skila til lengri tíma litið. Þar sem ásókn heimsins í hrávörur verður gríðarleg næstu áratugi mun nóg fjármagn leita í að kaupa það sem við fram leiðum og lána til einstakra verkefna. Ríkið þarf því ekki á neinni fjármögnun að halda.
Hægt er að breyta þessum sex atriðum á tveimur til þremur mánuðum sem myndi tryggja mikinn hagvöxt strax á seinni hluta ársins 2011.
FJÁRMAGNSHÖFT DRAGA ÚR FRAMLEIÐSLU Upphaflega áttu fjármagnshöft Seðlabankans einungis að vara í nokkra mánuði. Þeir eru nú orðnir 31 talsins. Síðast voru sett á fjármagnshöft árið 1924 sem áttu einungis að vara í nokkur misseri en voru ekki afnumin fyrr en 73 árum síðar, árið 1997. Fjármagnshöftin gera það að verkum að nýfjárfesting er nánast engin en miklir peningar, t.d. frá lífeyrissjóðum og skilanefndum, elta þær fáu eignir sem eru til sölu innan landsins með tilheyrandi verðhækkunum, sem aftur hækka verðbólgu og búa til óeðlilega eftirspurn á ákveðnum sviðum samfélagsins. Fjármagnið leitar því ekki í hagkvæmustu nyt og á meðan líður framleiðsla grunnatvinnuvega fyrir það.
Forsaga skuldakreppunnar og einkavæðingin á Íslandi
P
eningakerfi heimsins, eins og það er í dag, er einungis fjörutíu ára gömul tilraun. Hún hófst árið 1971 þegar Bretton Woods-kerfið hrundi. Þá kostaði ein únsa af gulli 35 dollara en kostar í dag 1.400. Munurinn liggur í því að í gamla daga var kerfið allt tengt við hrávörur, helst góðmálma. Bretton Woods var kerfi sem byggðist á gullfæti. Pappírspeningakerfið, sem vísar ekki á nein raunveruleg verðmæti, er því einungis fjörutíu ára gömul tilraun. Peningakerfi hafa verið til í yfir tíu þúsund ár. Tilraunin með rekstur pappírspeningakerfis hefur ekki heppnast vel, eins og dæmin sanna. Ástæðan fyrir því að ríkin sögðu upp Bret ton Woods-myntsamstarfinu var síaukin skuldsetning þeirra. Þau vantaði peninga fyrir næstu afborgunum en áttu ekki gull til að standa undir skuldum sínum. Ríkis stjórnir fóru því að prenta peninga, eins og
hverja aðra skuldaviðurkenningu til þess að mæta afborgunum. Með þessu nýja tæki til skuldsetningar var ekkert sem hamlaði því að frekari fjárlagahalli yrði fjármagnaður. Hagfræðingar vitnuðu síð an í Keynes og sögðu fjárlagahalla af hinu góða. Keynes væri eflaust ekki ánægður með að vita til þess hvernig nafn hans er nú notað því hann sagði að ef útgjöld hins opinbera færu fram úr 25% af þjóðarfram leiðslu þyrfti ríki að skila fjárlagaafgangi. Keynes sagði líka að ríki ættu að skila fjár lagaafgangi á níu árum af tíu.
Eytt um efni fram
Ríki heimsins hafa því eytt um efni fram. Hagvöxtur hefur verið drifinn áfram af frekari útlánaþenslu, fremur en auknum framförum og aukinni framleiðni. En nú fer að koma að skuldadögum. Ástæðan er sú að bankakerfið, sem þandist út vegna
aukins framboðs peninga (sem voru einfald lega prentaðir) óx fram úr ríkiskerfinu. Peningaprentun ríkja, eða skuldaaukning, getur því ekki lengur fjármagnað bæði bankakerfið og ríkisbáknið. Þess vegna ríkir nú alþjóðleg skuldakreppa sem nú veldur einnig titringi í peningakerfinu því það er ekki lengur trúverðugt miðað við þá aukningu peningamagns í umferð sem átt hefur sér stað.
Ísland alþjóðavæðist á einstökum tíma
Á Íslandi var aðgangur að fjármagni alltaf mjög takmarkaður og ríkisstýrður, sem olli því að gríðarlegt óhagræði byggðist
Bretton Woodskerfið hvíldi á gullfæti. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images
upp í kringum haftakerfið. Þegar flutningur fjármagns var gefinn frjáls Íslandi var framboð hrávara að aukast gríðarlega á alþjóðlegum mark aði (e. The Great Moderation). Ástæðan var fall Sovétríkjanna og þess kerfis sem hafði haldið hrávöruríkum þjóðum innan haftakerfis sem framleiddi sáralítið. Það er óheppileg tilviljun að fjármagnsflutningar á Íslandi hafi orðið frjálsir á þessu sérstaka skeiði þegar seðlabankar voru nýbúnir að taka upp verðbólgumarkmið (Nýja-Sjáland fyrst til árið 1991) og prentuðu peninga í síauknum mæli, en alþjóðlegt ógnarfram boð af hrávörum hélt niðri verðbólgu. Við þetta bættist innkoma hinna vinnuafls ríku landa eins og Kína og Indlands, sem aftur hélt niðri launakostnaði, þó aðeins
efnahagsáætlun 21
Helgin 3.-5. júní 2011
NÝ MYNT HLEYPIR NÝJU BLÓÐI Í HAGKERFIÐ Íslenska krónan er mikil hindrun viðskipta, sérstaklega þegar fjármagnshöft eru til staðar. Fyrir fjármagnshöft mat aðalhagfræðingur Seðlabankans það svo að útflutningur gæti aukist um 40% ef tekin yrði upp alþjóðleg mynt, í rannsókn sem gefin var út 2004. Alþjóðleg mynt býður upp á alþjóðlega vexti og aðgang að alþjóðlegum markaði. Þannig mun fjármagnskostnaður á Íslandi lækka mjög mikið, því gengisáhætta krónunnar er frá, sem þýðir að hagkvæmni eykst. Eins munu þá erlend fyrirtæki geta hugsað sér að hefja starfsemi á Íslandi, svo sem bankar, tryggingafélög, olíufélög en einnig iðn- og tæknifyrirtæki. Þetta myndi efla samkeppni á Íslandi og skapa hagkvæmari framleiðslu. Háir vextir krónu hafa alltaf hamlað nýsköpun á Íslandi. Með alþjóðlegri mynt kemur algerlega nýtt rekstrarumhverfi fyrir nýsköpun fyrirtækja og einstaklinga.
Hellisheiðarvirkjun. Við notum fallvötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhitasvæðum sem framleiða í dag fimm sinnum meira af hreinni orku en við notum til innlends reksturs. Ljósmynd/Hari
LÆRÐIST EKKERT AF HRUNINU? Á árunum 2003-2008 voru helst fjögur atriði sem stuðluðu að mikilli siglingu hagkerfisins og síðan skipbroti: 1. Virkjun og álver fyrir um 250 milljarða króna, sem féll til á fimm árum, og nam þá um 20% af þjóðarframleiðslu.
Ísland er í öfundsverðri stöðu. Við framleiðum tíu sinnum meira af próteini, í gegnum fiskveiðar, en þjóðin neytir. Við getum framleitt yfir hundrað sinnum meira af hreinu vatni. Svo notum við fallvötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhitasvæðum sem framleiða í dag fimm sinnum meira af hreinni orku en við notum til innlends reksturs.
2. Útgjöld ríkisins jukust um meira en 50% að raunvirði, þótt leiðrétt sé fyrir kostnaði tengdum hruni 2008. 3. Fljótandi króna sem falsaði kaupmátt og skekkti alla verðlagningu. 4. Samrekstur viðskipta og fjárfestingarbanka sem fól í sér gríðarlega áhættusækni. Á nú að endurtaka leikinn? Forsætisráðherra hefur kynnt að stórframkvæmdir upp á allt að 440 milljarða gætu fallið til á næstu fimm árum. Hafið er ferli í afnámi hafta og undirbúningur að fleytingu krónu. Ríkið ætlar að ráðast í vegaframkvæmdir og hugsanlega byggingu stórspítala. Búið er að endurreisa bankana í óbreyttri mynd.
tímabundið. Vöxtur peningamagnsins var því byggður á fölskum forsendum og ósjálfbærum grunni, ef svo má kalla, því afleiðingin, verðbólga og fall gjaldmiðla, kom ekki fram. Ísland opnaði fjármagnsmarkaði sína þegar aðgangur að alþjóðlegu fjármagni var að komast inn á einstaka braut. Þeir Íslendingar sem höfðu búið við lánsfjárskömmtun, og þá hugmynd að lán væri happ, fóru fram úr sér. Alþjóðlegt verð gaf röng skilaboð, íslenskt verð einnig með alltof sterkri krónu, og menn byggðu ákvarðanir á fölskum forsendum.
Hrávörur hinn endanlegi gjaldmiðill
Á næstu árum munu hrávörur aftur verða hinn endanlegi gjaldmiðill. Eftirsókn hinna fátæku ríkja, sem einungis áttu hrávörur, eftir alþjóðlegu fjármagni er lokið. Það sést best á hrávöruverði sem hefur hækkað mikið síðan 1997, en sé tekið tillit til aukins peningamagns, til að mynda dollara, er hækkunin minni. Endalaust framboð af ódýru vinnuafli hefur náð hámarki, eins og sést á aukinni verðbólgu og hækkun launakostnaðar í Kína, Indlandi og Brasilíu. Fæða er það sem allir í heiminum þurfa til að lifa. Þar er prótein í hæsta gæða-
Peningakerfi framtíðarinnar mun hvíla á hrávöru á borð við prótein, sem Ísland er ríkt af vegna fiskistofna landsins. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images
flokki. Einnig þarf vatn og orku til að knýja framleiðslutækin. Ísland á meira en nóg af þessu þrennu en hefur ekki nýtt sér með hagkvæmum hætti. Líkt og hjá Sovétríkjunum, sem voru forðabúr fyrir hrávörur, ríkir á Íslandi haftakerfi og miðstýring, með miklum inngripum ríkisins.
Ísland er í öfundsverðri stöðu. Við framleiðum tíu sinnum meira af próteini, í gegnum fiskveiðar, en þjóðin neytir. Við getum framleitt yfir hundrað sinnum meira af hreinu vatni. Svo notum við fallvötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhitasvæðum sem framleiða í dag fimm sinnum
meira af hreinni orku en við notum til innlends reksturs. Allt eru þetta hreinar og endurnýtanlegar auðlindir. Allt eru þetta auðlindir sem erlendir aðilar geta ekki eignast. Það eina sem við þurfum að gera er að nota þessar auðlindir með hagkvæmum hætti.
4
r u t t á l s f a
fyrst og fremst ódýr
t k s r Fe
2548 1258 1398 kr. kg
kr. kg
Lambalæri, hvítlauks og rósmarín marinerað
Ferskt lambalæri
kr. kg
Lamba prime, hvítlauks og rósmarín marinerað
GirniLeGt á GriLLið 4 3 í pk.
698
kr. pk.
Grillborgarar m/brauði, 4 stk. í pk.
í pk.
398
kr. pk.
Grillpylsur, Bratwürst eða toscana
628
Ungnauta hamborgari, 3 x 120 g
2,6
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl
nýtt!
1088
kr. kg
Kjúklingur m/lime og rósmarín
GjaFKaort
1998
kr. kg
Holta kjúklingabringur m/texas kryddlegi eða hvítlauk og rósmarín marineringu
kr. pk.
kg
2498
kr. stk.
Herragarðsönd, dönsk, 2,6 kg
Gjafakort Krónunnar fæst á www.kronan.is
40
33
35
%r
%r
%r
afsláttu
afsláttu
afsláttu
998 1599 1169 kr. kg
Verð áður 1798 kr. kg Kryddaður grísahnakki, úrbeinaður
kr. kg
Verð áður 1498 kr. kg Grísakótilettur, magnpakkning
kr. kg
Verð áður 2698 kr. kg Grísalundir erl. frosnar
meira Fyrir minna! 129 379 186 kr. stk.
Fanta exotic, 0,5 l
kr. pk.
Freyju Buffalóbitar
69
kr. pk.
Coca-Cola, Coke-Light og Coke-Zero, 33 cl
Paprikustjörnur, 90 g
5 lítrar
kr. dósin
1 lí
tri
999
kr. stk.
Krónu vanillu og súkkulaðiís, 5 l
KÍKtU á
199
kr. pk
Krónubrauð, stórt og gróft
279 699 kr. stk.
trópí sjöa, 1 l
kr. pk.
Home-Plus grillkol, 2,5 kg
s Sjá opnunartíma verslana Krónunnar i . n a n k– mreoira fyrir minna á www.kronan.is
24
viðtal
Helgin 3.-5. júní 2011
Lífsgildin breyttust eftir barnsmissi Eyjólfur Sverrisson hefur klæðst íþróttatreyjum í alls kyns litum á ferlinum. Þar á meðal bláa landsliðsbúningnum og búningum jafnólíkra félagsliða og Tindastóls, Stuttgart, Herthu Berlínar og Besiktas. Nú stýrir hann einu efnilegasta ungmennalandsliði fyrr og síðar og er á leiðinni með það í úrslitakeppni EM í Danmörku. Eyjólfur ræddi við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur um fótboltann, fyrirtækið, þá átakanlegu lífsreynslu að missa barn og gleðina yfir nýfæddum erfingja. Ljósmyndir/Hari
Þ
ennan sólarlausa miðvikudag, fyrsta dag júnímánaðar, er Eyjólfur Sverrisson þó ekki í neinni íþróttatreyju, heldur einfaldlega klæddur eftir veðri. Vindurinn gnauðar fyrir utan skrifstofur KSÍ á Laugardagsvelli og Eyjólfur, eða Jolli eins og hann er kallaður, er dúðaður þykkri, drapplitaðri peysu. Úlpan er innan seilingar og hann er tilbúinn að mæta á morgunæfingu með U21-landsliði karla eftir klukkutíma. Liðið leikur sinn fyrsta leik á Evrópumeistaramótinu í Danmörku 11. júní en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt karlalandslið í knattspyrnu kemst á EM. Eyjólfur segir spennu og tilhlökkun vera sér efst í huga nú, þegar einungis nokkrir dagar eru í brottför. U21-landsliðið þykir óvenjusterkt og hæfileikaríkt enda er árangurinn eftir því. Eyjólfur þakkar það meðal annars einingunni sem ríkir í liðinu. „Leikmennirnir í þessum hópi eru samheldnir og staðráðnir í að ná árangri. Þeir eru mjög ákveðnir í öllum sínum gjörðum. Það held ég að hafi verið okkar aðalstyrkur,“ segir hann. Þú hefur fengið að njóta ákveðins forgangs umfram A-landsliðið, varðandi val á leikmönnum. „Reyndar ekkert í byrjun. Ég fékk forgang í einum leik, í úrslitaleiknum, þegar við þurftum að koma okkur í keppnina á Evrópumeistaramótinu. Ekkert þar fyrir utan. Annars höfum við bara púslað, notað fjölda leikmanna og náð að vinna vel úr því.“ Fannst þér gagnrýni á þetta fyrirkomulag eiga rétt á sér og hverju svararðu henni? „Þetta er bara ákvörðun sem menn þurfa að taka. Hvaða stefnu menn vilja fylgja og það er náttúrlega Knattspyrnusambandið sem ákveður það. Ég tel að þetta hafi verið rétt ákvörðun því það verður frábær reynsla fyrir þessa stráka að komast á stórmót. Þetta fer í reynslubankann. Vonandi eiga þessir strákar eftir að fara með A-liðinu á svona stórmót. Það er það sem stefnt hefur verið að frá því byrjað var að spila knattspyrnu á landinu! Ég held að það sé draumur allra. Mér fannst þetta vera lógískt og augljóst skref sem átti að taka á þessum tíma og blæs á alla gagnrýni gagnvart því.“ Út á hvað ganga þín daglegu störf hjá KSÍ? „Að fylgjast með leikmönnum og mótherjum; vera vel undirbúinn fyrir leikina og ákveða hvaða leikmenn og kerfi við getum notað. Það er mitt verkefni hjá þessu U21-árs liði.“ Hvernig er dæmigerður vinnudagur í lífi þínu? „Ég er svo sem í mörgu öðru líka. Ég mæti snemma á morgnana í fyrirtæki sem ég á ásamt fleirum. Þar vinn ég minn vinnudag. En ég er
Allir hafa skoðanir og þegar gleðipinninn og holdgervingur jákvæðninnar, Ómar Ragnarsson, er farinn að segja manni til syndanna er botninum náð.
Eyjólfur Sverrisson á gangi með hund sinn Húna.
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is
með fótboltann í kollinum allan daginn og er alltaf að fylgjast með og hugsa um hvað hægt sé að bæta og gera betur.“ Segðu mér frá fyrirtækinu þínu. „Um leið og ég hætti í atvinnumennskunni og kom heim stofnaði ég heildsölu sem fæst við sölu á pappír og pappírstengdum efnum fyrir prentsmiðjur, skiltagerðir og auglýsingageirann. Fyrirtækið heitir Arkir ehf. og hefur verið starfandi frá árinu 2003. Ég hef verið heppinn með góða starfsmenn sem hafa haldið utan um rekstur þess. Sjálfur hef ég ekki alltaf verið í þessum daglega rekstri en ég hef verið með puttana í þessu og tekið þátt.“ Þú þjálfaðir A-landslið karla í knattspyrnu um tíma. Varstu ósáttur við að þurfa að hætta? „Minn samningur rann bara út á þeim tíma og Knattspyrnusambandið vildi ekki framlengja hann. Það var þá alveg á hreinu að það væri ekki vilji til að halda því samstarfi áfram. Þetta var mjög erfiður tími hjá okkur í landsliðinu. Við vorum að berjast við að
finna okkar leið og vorum engan veginn sáttir við árangurinn þar. Þótt við hefðum náð átta stigum í undankeppni Evrópumótsins og náð góðum leikjum þá áttum við líka nokkra lélega og hreint út sagt ömurlega leiki. En við áttum góða leiki inn á milli. Það var lítill stöðugleiki í liðinu. Oft þarf tíma til að vinna í slíku.“ Myndirðu vilja þjálfa A-landsliðið aftur ef það verkefni byðist? „Nei, ég held að sá kafli sé búinn. Ég er búinn að prófa það. Þetta er ekkert draumadjobb fyrir marga.“ Af hverju ekki? „Að vera með alla þjóðina á bakinu er kannski ekki það skemmtilegasta sem menn gera. Sérstaklega ekki fyrir fjölskyldu, vini og vandamenn. Þar tekur þetta mest á. Sjálfur er maður með harðan skráp eftir að hafa verið í atvinnumennskunni og öðru og kippir sér ekki mikið upp við þetta. En vinir og vandamenn taka þetta mikið inn á sig. Þetta er lítið land og hér þekkjast allir. Allir hafa skoðanir og þegar gleðipinninn og holdgervingur jákvæðninnar, Ómar Ragnarsson, er farinn að segja manni til syndanna er botninum náð. Það er mjög erfitt að eiga við þetta. Ég held að ég sé búinn að kvelja fjölskylduna nógu mikið með því,“ segir Eyjólfur og brosir.
Andlegt ofbeldi á netinu Hefur gagnrýni af þessu tagi harðnað með tilkomu spjallsíðna á netinu? „Já, engin spurning. Allar rannsóknir og tölur sýna fram á að ofbeldi hefur aukist, ekki bara í líkamlegu formi heldur líka andlegu, á netinu. Fólk hefur vettvang eins og Facebook, Twitter og allar þessar síður þar sem það á auðvelt með að henda einhverju frá sér. Aðrir fjölmiðlar taka svo kannski ummæli af þessum vettvangi og halda þeim á lofti, þar sem allir geta lesið. Það er bara hluti af lífinu í dag, sem mér finnst miður. Mér finnst oft mikill ruddaskapur og ofbeldi í kringum fótboltann en líka bara yfirhöfuð. Þessi árásargirni hefur líka aukist í prentuðum miðlum og svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir mætti orða sinna. Ég er einn af þeim sem ekki eru ánægðir með þá þróun. En það hefur lítið að segja!“ Þú reyndir fyrir þér sem aðstoðarþjálfari Wolfsburg í janúar. Leitar hugur þinn út? „Nei, reyndar ekki. Hugur minn leitar ekki út. Ég er kominn heim til þess að vera. Ég var nú bara að hjálpa Dieter Höness, félaga mínum, sem var knattspyrnustjóri þarna og vantaði mann til að Framhald á næstu opnu
EM U21-árs landsliða í knattspyrnu fer fram í Danmörku 11. - 25. júní. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi 11. júní, Sviss 14. júní og Danmörku 18. júní. Undanúrslit og úrslit fara fram 22. og 25. júní. Íslenska landsliðið er í hópi bestu landsliða Evrópu. Kolbeinn Sigþórsson er ein af hetjum íslenska U21-árs landsliðsins.
26
viðtal
Helgin 3.-5. júní 2011
aðstoða Pierre Littbarski, aðalþjálfara liðsins, í þrjá mánuði. Ég leit á það sem smá reynslu; var ekki til í þetta í byrjun en hann lagði hart að mér og þá ákvað ég að prófa. Það stóð mun skemur en til stóð en var mjög gaman. Ég skemmti mér konunglega við þetta í þennan rúma mánuð sem ég var úti.“ Þú hlýtur að hafa kynnst mörgu eftirminnilegu fólki á undanförnum árum. Hverjir eru eftirminnilegastir? „Það er kannski mest fólk úr knattspyrnuheiminum. En maður er endalaust að kynnast nýju og skemmtilegu fólki, það er erfitt að gera upp á milli.“ Mér skilst að ykkur Einari Kársyni rithöfundi hafi orðið vel til vina í Berlín. „Já, við Einar Kára kynntumst í Berlín. Við urðum miklir mátar, hittumst mjög reglulega og ræddum málin og gerum enn. Einar er á þeirri skoðun að ég hafi hjálpað honum við að skrifa söguna Storm og hann hafi komið Herthu Berlín á beinu brautina. Eftir að hann kom til Berlínar gekk liðinu mun betur. Hann eignaði sér algerlega heiðurinn af því. Ég efast ekkert um að það sé rétt hjá honum. Ég held að hann hafi lagt sitt af mörkum,“ segir Eyjólfur og hlær. Hvernig hjálpaðir þú honum að skrifa Storm? „Það er mér hulin ráðgáta ennþá!“ Þetta er ekki ein af Sturlungasögunum úr Skagafirði, er það? „Nei, þetta er vafasamur heiður. Bókin fjallar nefnilega um iðjuleysingja sem lifir á kerfinu í Danmörku. Ég veit ekki hvernig ég fléttast inn í það og hversu mikill heiður það er,“ segir Eyjólfur og glottir. Húmoristinn greinilega kominn upp í honum.
Þjálfar soninn
Eyjólfur fæddist 3. ágúst 1968 og ólst upp á Sauðárkróki. Hann vakti fyrst athygli erlendra knattspyrnuliða með frammistöðu sinni í U21-
Vil tu Vin inn na 7.00 þér á 3 0 kr tím . um Við æ fól tlum k 2-4 i á al að rá kVö drin ða s ld í um tór Vik 18-2 an h u í s 5 á óp uma ra í af h r. Vinn res u su
Við eigum fallegar minningar um Sverri Rafn. Þetta var mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hann var bara sex mánaða þegar við misstum hann og þetta var gríðarlegt áfall fyrir okkur.
Eyjólfur, sem hefur náð frábærum árangri með U-21 árs landsliðið, hefur ekki áhuga á því að taka við A-landsliðinu á nýjan leik.
landsleik á Akureyri en hann var þá leikmaður Tindastóls á Sauðárkróki. Í framhaldi af því fór hann út til Stuttgart í atvinnumennsku, þá tuttugu og eins árs að aldri. Nú er elsti sonur hans, Hólmar Örn, einnig orðinn atvinnumaður í knattspyrnu en hann var sautján ára þegar hann fór út til West Ham í Englandi. Þá leikur Hólmar Örn undir stjórn pabba síns í U21-liðinu. Hvernig er að þjálfa son sinn? „Fyrir mér erum við leikmaður og þjálfari. En ég hugsa að það sé mjög erfitt fyrir hann að vera sonur pabba síns.“
t t í r f a l a n r? t n a og ms ma e u s g í llt ía 9 23:5 . l m k til ktu u r e a æ tur 011. s aVinn s e k 2 r arf . júní l.is/au n k 3 ó 1 ta ums ánud. úna á m n
Að hvaða leyti? „Það er alltaf pressa á öllum leikmönnum. Hann er kannski opnari fyrir gagnrýni gagnvart pabbanum og öðru. En hann hefur höndlað það virkilega vel. Hann er alveg ískaldur í þessu, einbeitir sér bara að sínum leik og hefur verið að spila vel fyrir okkur.“ Áttirðu ráð í pokahorninu handa honum þegar hann fór af stað? „Já, já. Aðallega að vera einbeittur í því sem hann er að gera og því sem þarf að gera til að verða betri leikmaður. Vera duglegur að æfa, taka aukaæfingar, hugsa vel um sig og hvílast vel á milli. Ekki vera ánægður og saddur, eins og komið sé á leiðarenda, þótt menn séu komnir út í atvinnumennsku. Þá er þetta rétt að byrja. Líkaminn er verkfærið, þinn peningur og kapítal. Það verður að hugsa vel um hann. Svo þarf að hafa mikla þolinmæði til að bera, til dæmis ef menn komast ekki í liðið og eiga erfitt með að sanna sig. Þá þarf að halda áfram að æfa, hugsa um að taka framförum og horfa fram á veginn. Einnig er mikilvægt að halda áfram í skóla. Hólmar Örn hefur gert það. Hann hefur verið utanskóla og ætlar sér að ljúka námi. Svo auðvitað það mikilvægasta: að halda sig á jörðinni og tapa ekki áttum í einkalífinu. Muna hvaðan maður kemur, hvar ræturnar eru.“ Laukst þú stúdentsprófi áður en þú fórst út sjálfur? „Ég rétt náði að klára það. Ég fór út um áramót, hlaðinn fögum í skólanum. Það var með ólíkindum! Ég var einmitt í tveimur þýskuáföngum en ég held að ég hafi aldrei fengið betri einkunnir en einmitt þá, þegar pressan var svona mikil. Ég náði að klára það og hefði örugglega lært meira ef netið og tækifæri til að stunda nám utanskóla hefðu verið komin til sögunnar. Nú er þetta mjög auðvelt og aðgangur að utanskólaefni greiður. Fólk getur menntað sig í því sem það hefur áhuga á.“ Hvaða fag hefðirðu valið þér? „Ég hafði mikinn áhuga á sálfræðinni. Ég efast ekki um að ég hefði farið í þá áttina.“ Íþróttasálfræði þá? „Já. Svo hafði ég mikinn áhuga á viðskiptum almennt. Þegar ég hætti í atvinnumennsku og kom heim fór ég í MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík.“ Hafði það blundað lengi í þér að setjast á skólabekk? „Já, að fara í skóla og mennta mig
aðeins. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á því. Ég sé aldeilis ekki eftir því að hafa farið í þetta nám. Það var mjög erfitt að setjast á skólabekk eftir tuttugu ár – gríðarlega erfitt – en ég er mjög ánægður með það núna að hafa tekið þessari áskorun og skellt mér af stað.“ Af hverju valdirðu þetta nám? „Ég hafði verið mikið í viðskiptum, til dæmis á verðbréfamörkuðum erlendis. Þar var ég bara að fjárfesta og vinna með mína eigin peninga. Ég hafði svolítinn áhuga á þessu og ákvað því að taka meira nám þessu tengt. Þetta var mjög hentugt. Ég gat stundað námið með vinnu, verið með þjálfun og með puttana í fyrirtækinu mínu hérna heima líka.“
Sorgin er eilífðarverkefni
Eyjólfur og kona hans, Anna Pála Gísladóttir, eiga fjóra syni; Hólmar Örn, Trausta Má, Sverri Rafn og Kára Rafnar en Sverrir Rafn lést 17. nóvember 2008, aðeins sex mánaða að aldri. Um var að ræða svokallaðan ungbarnadauða, dánarorsök sem læknavísindin standa enn ráðþrota gagnvart. Hinn 4. nóvember í fyrra kom yngsti sonurinn, Kári Rafnar, í heiminn og er óhætt að segja að fæðing hans hafi vakið mikla gleði í fjölskyldunni. Hvernig hefur ykkur gengið að vinna úr því áfalli að missa barn? „Það hefur svo sem gengið vel, þannig, en þetta er ekkert sem hverfur eða fer. Við eigum fallegar minningar um Sverri Rafn. Þetta var mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hann var bara sex mánaða þegar við misstum hann og þetta var gríðarlegt áfall fyrir okkur. Við stóðum vel saman, fjölskyldan, og reyndum að koma sterk út úr þessu. Það er það sem skiptir máli. Að hafa vini og vandamenn í kringum sig sem hjálpa manni í gegnum þetta. Það var mikið átak. Sverrir Rafn lifir hjá okkur sem yndisleg minning,“ segir Eyjólfur. Fyrir hálfu ári birti til í lífi fjölskyldunnar á ný þegar sonurinn Kári Rafnar leit dagsins ljós. „Hann er algjör engill og við erum þakklát fyrir hann. Þetta er spennandi tími og virkilega gaman,“ segir Eyjólfur og bætir því við að í þeirra huga komi Kári Rafnar alls ekki í staðinn fyrir Sverri Rafn. „Kári Rafnar er einstaklingur út af fyrir sig og Sverrir Rafn lifir í minningu okkar sem sérstakur einstaklingur.“ Þér hefur tekist að halda þínu striki í námi og vinnu þrátt fyrir þetta? „Já, við Anna Pála ákváðum það í sameiningu að reyna að halda
áfram. Reyndum eftir fremsta megni að vera sterk og hjálpast að; halda áfram með okkar daglega líf og raska því eins lítið og við gátum. Við þurftum að standa okkur fyrir hina strákana okkar. Ég held að það hafi verið mjög góð ákvörðun hjá okkur. Við höfum samt breyst að mörgu leyti; erum meira heima, leitum í að umgangast okkar nánustu meira og þar af leiðandi hafa lífsgildin breyst. Það er ýmislegt sem við höfum enn ekki treyst okkur í en það mun kannski koma með tímanum.“
VEGLEG VERKFÆRI
í Múrbúðinni
NOVA 18V Rafhlöðuborvél 2 hraðar
Hjálpaði það þér kannski að hafa nóg fyrir stafni? „Það er fyrst og fremst fjölskyldan, vinir og vandamenn og samheldnin þar sem hjálpar manni í gegnum svona lagað. Við svona áfall áttar maður sig á hvað það er nauðsynlegt að eiga góða að. En það er gott að hafa eitthvað að gera. Ég ákvað að halda náminu áfram, ótrauður. Ég held að það sé mikilvægt að fólk sé einbeitt í því sem það er að gera hverju sinni. Að taka sér svo annan tíma í að vinna úr svona málum, eins og til dæmis sorg, sem maður er náttúrlega að vinna með allt sitt líf. Það er ekkert sem tekur eitt til tvö ár. Sorgin er eilífðarverkefni og hver dagur hefur sinn tíma.“
Verkfærasett 33 hlutir
1.495 kr. NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar
1.790 kr.
Markmiðið að komast upp
Ekki er ólíklegt að þeir eiginleikar sem koma knattspyrnumönnum í fremstu röð séu einmitt þeir eiginleikar sem hjálpa fólki að takast á við erfiðleika utan vallar: einbeiting og æðruleysi, ásamt góðum skammti af viljastyrk. Viljastyrk á Eyjólfur til í ríkum mæli og hann skín í gegn í næstu setningu, þegar við færum talið aftur að því verkefni sem bíður hans eftir viku: „Við ætlum okkur að komast upp úr riðlinum,“ segir hann ákveðinn. „Okkar markmið í keppninni hefur alltaf verið að vinna næsta leik. Við förum í alla leiki til að sigra. Að fara í leiki með hugsunina „við töpum ekki þessum leik“ tel ég vera ranga nálgun. Við förum í leikinn með hugsunina: „Hvernig getum við unnið leikinn?“. Hann byrjar í 0:0 jafntefli og það þarf að finna leiðir til að koma út sem sigurvegari í hverjum leik. Þar erum við með skýra sýn og höfum stefnt á það í öllum okkar leikjum. Það hefur gengið gríðarlega vel og við munum halda því áfram.“ Einhver langtímamarkmið? „Þetta er næsta markmið og svo sjáum við bara hvert það leiðir.“
4.990 kr.
Verkfærasett 5 hlutir
395 kr. DURATOOL Rafhlöðuborvél 18V
Black&Decker háþrýstidæla 110 bar
2.990 kr.
13.900 kr.
Flísasög 800w, sagar 52 cm
1400W 360 min/lit/klst Þolir 50C heitt vatn 5 metra barki Sápubox
19.900 kr.
Reykjavík Klettháls 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16 Suðurnes Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18 Akureyri Furuvellir 15. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Húsavík Garðarsbraut 50. Opið virka daga kl. 8-18 Vestmannaeyjar Flatir 29. Opið virka daga kl. 8-18
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
Bröns alla laugardaga og sunnudaga
Verð aðeins
1.795
með kaf fi eða te Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
Fjarðarkaup 3. - 4. júní
úr kjötborði
Nauta innralæri
KF Herragarðs svínakótilettur
2.498,kr./kg
1.648,kr./kg
189,kr.
verð áður 1.800,-/kg
verð áður 223,-
1.498,kr./kg
1.398,kr./kg
Myllu FK brauð
SS CajP´s Grísa T-bein Vínarpylsur 10 stk. Myllu pylsubrauð FK Grill lambalærisneiðar Sweet chilli
498,kr./pk.
95,kr.
1.745,kr./kg
verð áður 720,-/pk.
verð áður 144,-
verð áður 2.245,-/kg
Frosnir hamborgarar KF Kofareykt bjúgu 1,26kg KF Pizzaskinka 125g 10x80g
598,kr./pk.
1.598,kr./kg
úr kjötborði
Nautagúllas
FK svínahnakki úrb./ svínakótilettur m/beini
KF Íslenskt heiðarlamb
1.084,kr./pk.
113,kr./pk.
ALI álegg með 25% afslætti
1.672,kr./kg
Hamborgarar 2x115g m/brauði
396,kr./pk.
verð áður 1.355,-/pk.
- Tilvalið gjafakort
www.FJARDARKAUP.is
Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag
SS Bláberjalærisneiðar
2.510,kr./kg
Maryland kex 150g 4 teg.
Homeblest 300g
1.199,kr./kg
75,kr./pk.
148,kr.
verð áður 1.498,-/kg
verð áður 109,-/pk.
verð áður 198,-
Fjallalambs læri frosið
Tilboðs Gotti
Merril kaffi nr.103
1.085,kr./kg
498,kr.
verð áður 1.356,-/kg
verð áður 748,-
Libero XL 52stk. 5 stærðir
Pampers stór pk. 5 stærðir
verð áður 2.498,-
verð áður 1.798,-
1.998,kr.
25%
verðlækkun á HIPP barnamat
1.598,kr.
Ísfugl Holda kjúklingur
Nýmjólk 1L
Léttmjólk 1L
595,kr./kg
85,kr.
85,kr.
99,kr.
85,kr.
75,kr.
189,kr.
verð áður 785,-/kg
verð áður 112,-
verð áður 109,-
verð áður 136,-
verð áður 113,-
verð áður 95,-
verð áður 259,-
Cheerios twinpack 992g
698,kr. verð áður 898,-
Fjörmjólk 1L Undanrenna 1L Stoðmjólk 1/2L Floridana heilsusafi
Bananar
Epli rauð
Appelsínur
298,kr.
140,kr./kg
179,kr./kg
98,kr./kg
verð áður 368,-
verð áður 279,-/kg
verð áður 358,-/kg
verð áður 198,-/kg
Meðalstór egg 10 stk.
Tilboð gilda til laugardagsins 4. júní Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is
30
viðhorf
Helgin 3.-5. júní 2011
Jafnvægi í orkubúskapnum mikilvægt
Heilun gegn þunglyndi
F
or maður G eð amanum með verkjum. læknafélagsHeilun kemur jafnvægi á orkubúskapinn. ins sagði hér í Hún hreinsar út staðnFréttatímanum f yrir viku að ef lyfja nyti ekki aða orku sem myndast í við, myndu um þúsund áföllum og erfiðleikum og hleður okkur nýrri manns leggjast inn á og hreinni orku. Fólk geðdeild með tilheyrandi kostnaði. Heimilismeð depurð upplifir heillæknir var hins vegar á un, jafnvel í fyrsta tíma, því að þetta væri bara að þannig að því finnst eins og drunganum sé lyft af stórum hluta gleðileysi, Hildur Þórðardóttir geðvonska og fýla. því og það fer út miklu léttara. Eftir margra Óhætt er að segja heilari að þunglyndum finnmánaða svefnleysi getur ist byrðar lífsins oft erfiðar og það loksins sofið heila nótt. Vandafinna ekki gleðina í neinu. Þeir málin eru ekki jafn óyfirstíganhafa kannski unnið baki brotnu til leg og lausnir jafnvel í sjónmáli. að hafa efni á því sem þeir telja að Heilun hjálpar okkur nefnilega að færi þeim hamingju, en þegar þeim lyfta okkur upp úr hjólfarinu og sjá loksins tekst að eignast það, varir vandamálin frá stærra sjónarhorni. hamingjan aðeins stuttan tíma og Mín reynsla er sú að stór hluti tilgangsleysið herjar aftur á. fólks sem í kerfinu er kallað „þungÞá er leitað til læknis sem ávísar lyndissjúklingar“ er afar næmt og geðlyfjum svo að fólkið geti áfram hefur ekki fengið aðstoð við að „tekið virkan þátt í lífinu“. En lyfin brynja sig og læra á næmnina. Þess fletja út tilfinningalífið svo að þeir í stað tekur viðkomandi allt inn á finna hvorki gleðina né tilgang lífs- sig, þ.m.t. vandamál annarra, geðins og verða getulausir í þokkabót. vonsku og neikvæðni, sem bætist Þannig silast fólkið í gegnum lífið, á þau verkefni sem hann sjálfur sinnir gleðisnautt daglegum skyld- glímir við og hann kiknar undan um og sest svo fyrir framan sjón- álaginu. varpið og bíður þess að enn einum Það er rangt hjá formanni Geðdeginum ljúki. læknafélagsins að halda því fram að Við fæddumst ekki hér á jörð til án lyfjanna yrði allt þetta fólk spítað silast dofin eða tilfinningaslöpp alamatur og byrði á samfélaginu. í gegnum lífið. Við fæddumst til að Stærstur hluti lyfjanotendanna þarf upplifa allt það stórkostlega sem líf- bara hjálp við að takast á við vandaið á jörðinni býður upp á, hvort sem málin og sú hjálp fæst ekki í lyfjum. það eru gleðistundir eða áföll og erfMunurinn á lyfjagjöf og heilun er iðleikar, í þeim tilgangi að þroska að sú síðarnefnda ræðst að uppruna með okkur góðar dyggðir eins og vandans á meðan lyfjagjöfin bælir þakklæti og fyrirgefningu. Til að niður einkennin. Lyfin gera okkur læra af áföllum og erfiðleikum er kleift að þrauka gleðisnauð í gegnmikilvægt að vinna úr þeim. Sé það um lífið en heilun hjálpar við að takekki gert hefur það djúpstæð áhrif ast á við áföllin og erfiðleikana svo á orkubúskapinn, sem getur þá ekki að við verðum sterkari fyrir vikið. séð líkamanum fyrir nægilegri orku Heilun hjálpar okkur að njóta lífstil að endurnýja frumur og líffæri. ins á jörðinni með fullri vitund svo Áhrifin koma fram þar sem við að við getum grátið af gleði, fundið erum veikust fyrir, t.d. í taugunum til með öðrum og upplifað fullnægju með depurð og þunglyndi eða lík- í lífinu.
Ábyrgð sveitarfélaganna
Vinnan göfgar unglinginn
L
Löng hefð er fyrir sumarvinnu unglinga hér á landi. Almennt hefur verið litið jákvæðum augum á atvinnuþátttöku ungmenna. Þau læra að vinna og öðlast reynslu, hvort heldur er í verslun eða öðrum þjónustugreinum, byggingarvinnu eða annarri almennri verkamannavinnu, í fiskvinnslu eða öðrum greinum tengdum sjávarútvegi. Ónefnd er þá svokölluð unglingavinna, þ.e. vinna hjá vinnuskólum sveitarfélaganna. Þar hefur margur unglingurinn stigið sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Sumarlaun ungmennanna skipta máli. Flest heimili hafa þurft að taka á sig verulega kjaraskerðingu undanfarin misseri. Minna er umleikis og erfiðara að ná endum saman. Útgjöldin hverfa ekki. Þá munar um sumarlaun unglinganna, vasapenJónas Haraldsson inga til sumars og hausts. jonas@frettatiminn.is Verst eru heimilin sett þar sem atvinnuleysi setur strik í reikninginn. Það hefur verið meira eftir efnahagshrunið en þekkst hefur frá kreppuárunum fyrir stríð. Vegna hrunsins er ástandið á vinnumarkaði erfiðara en áður, ekki síst fyrir allan þann fjölda ungmenna sem leitar sumarvinnu. Þá reynir á sveitarfélögin en þau hafa því miður brugðist, bæði í ár og í fyrra. Fjárhagur margra sveitarfélaga er að sönnu bágborinn og þau þurfa að forgangsraða. Í þeirri forgangsröðun hlýtur æskan, dýrmætasta eign hvers þjóðfélags, að vega þungt. Því valda viðbrögð forráðamanna sveitarfélaganna vonbrigðum en þau stærstu, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Hafnarfjarðarbær, hafa hafnað þúsundum ungmenna sem sótt hafa um sumarvinnu, að því er fram hefur komið í fréttum. Þeir unglingar sem fá vinnu njóta hennar í tiltölulegan stuttan tíma. Það er því ljóst að fjöldi unglinga mun mæla göturnar í sumar, sjálfum sér og öðrum til ama í iðjuleysinu. Margir þeirra munu snúa sólarhringnum við, stara á tölvu- eða sjónvarpsskjái langt fram á nótt og vakna ekki fyrr en um miðjan dag. Flestir unglingar lifa sem betur fer heilbrigðu lífi en hætturnar eru margar á þessu
viðkvæma aldursskeiði. Hvert líf er dýrmætt og því miður tapast þau mörg. Inn í dimman heim unglinga sem komnir eru í vímuefnaneyslu hefur Kastljós Ríkissjónvarpsins leitt okkur undanfarna daga. Sá heimur er svartur og viðmælendur Kastljóssins eru sammála um að hörð neysla ungmenna hafi aukist mikið síðustu misseri. Beita þarf öllum tiltækum ráðum til að bjarga þeim ungmennum sem ánetjast hafa fíkninni en grundvallaratriðið er að byrgja brunninn, koma í veg fyrir að önnur rati þessa dapurlegu leið tortímingar. Það gera menn meðal annars með því að sjá til þess að unglingar hafi nóg fyrir stafni í skólahléi sumarsins. Þá er ekki verið að tala um vinnuþrælkun heldur að vinnan, á hinum almenna markaði en ekki síst í vinnuskólum sveitarfélaganna, sé fræðandi og uppbyggjandi – og að hið vinnandi ungmenni fái laun fyrir, sjái afrakstur framlags síns. Þess vegna ættu sveitarfélögin stóru að endurskoða afstöðu sína til vinnuskólanna. Sum smærri sveitarfélaga bjóða öllum ungmennum sem sóttu um sumarstarf vinnu. Alls sóttu 3.800 ungmenni, 17 ára og eldri, um sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg. Ætlunin er að ráða 1.900, að því er fram kom í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Helmingurinn mun því mæla göturnar. Fjórtán ára unglingar fá enga vinnu hjá borginni í sumar. Fimmtán ára fá vinnu hálfan daginn í þrjár vikur en sextán ára fá vinnu allan daginn í þrjár vikur. Í Hafnarfirði sóttu um 800 ungmenni, 17 ára og eldri, um vinnu. Rúmlega 300 fengu. Kópavogsbær vísaði sömuleiðis hundruðum ungmenna frá. Dregið var úr hópi þeirra sem sóttu um. Sumir duttu í lukkupottinn. Afgangurinn hangir heima. Kastljósþættirnir um hinn myrka heim ungmenna í harðri vímuefnaneyslu eru áminning. Þangað má engum ýta. Holl sumarvinna er þáttur í forvörnum. Þar er hlutverk vinnuskólanna stórt. Á upphafssíðu Landlæknisembættisins segir: „Vinnan göfgar manninn er vel þekkt máltæki. Það er staðreynd að það er mikilvægt fyrir heilsu og vellíðan fólks að hafa atvinnu eða einhverja iðju. Vinnan eflir þroska og sjálfstraust fólks og gefur þannig lífinu gildi.“ Að þessu þarf að hyggja, ekki síst á krepputímum.
Atvinnulífið
Auka lág laun samkeppnishæfni?
M
og tölvunarfræði nær ekki að anna þörf eð reglulegu millibili heyrast atvinnulífsins. raddir framámanna úr Þá komum við að kjarna málsins. Kaupatvinnulífinu um skort á máttur launa á Íslandi hefur versnað miktæknimenntuðu fólki. Illa gangi að ið frá hruni bankakerfisins, sérfræðinga fylla stöður verkfræðinga, tæknifræðsem annarra. Þótt laun þeirra séu ágæt á inga og tölvunarfræðinga. Sem dæmi íslenskan mælikvarða eru verkfræðingar má nefna viðtal við forstjóra verkog tæknifræðingar sem starfa hér á landi fræðistofunnar Mannvits nú í vikunni með innan við helming þeirra launa sem og auglýsingar fjölmargra fyrirtækja bjóðast í nágrannalöndunum. Að auki hafa úr Samtökum iðnaðarins þar sem þau kauphækkanir, skattar, bótaumhverfi og hvetja nemendur til náms í tæknigreinívilnanir beinst að því að bæta kjör þeirra um. Sérstaklega skortir sérfræðinga lægst launuðu, en þeir sem tilheyra hærri með bakgrunn á sviði hátækni, véla tekjuhópum hafa setið eftir og þurft að og rafmagns sem endurspeglar að taka á sig auknar álögur. Í þessu felst vægi nýsköpunar og framleiðslu er verulegur hvati til að fara úr landi fyrir þá að aukast í íslensku atvinnulífi. Þá er Guðrún Sævarsdóttir sem hafa eftirsótta þekkingu sem veitir gjarna hnippt í skólakerfið sem ekki er lektor við tækni- og verkfræðistarfstækifæri víða, og að sama skapi er sagt standa sig í því að laða nemendur deild Háskólans í Reykjavík síður fýsilegt fyrir sérfræðinga að snúa að þessum greinum í þeim mæli sem heim að framhaldsnámi loknu. atvinnulífið þarfnast til að byggja upp Tæknimenntað fólk á sviðum tölva, rekstrar, hástarfsemi tengda nýsköpun og framleiðslu. tækni, véla og rafmagns er lykillinn að nýsköpun og Frá bæjardyrum háskólakennara séð væri vissulega uppbyggingu þekkingarmiðaðs, framleiðsludrifins gaman að sjá fleiri nemendur velja þessar greinar en atvinnulífs. Það er misskilningur að lág laun á Íslandi þó eru margir góðir nemendur sem fara í gegnum styrki samkeppnisstöðu þekkingarfyrirtækja hér. Til námsbrautir á þessum sviðum. Vandinn er að fá þá út lengri tíma litið mun það skerða samkeppnishæfni í íslenskt atvinnulíf. Það er upplifun háskólakennara í þessara fyrirtækja hér ef kjör sérfræðistétta eru langt tæknigreinum að í enn ríkari mæli en áður séu nemfrá því að vera samkeppnishæf miðað við nágrannaendur á leið úr landi að námi loknu. Margir fara út löndin. Af sömu ástæðu er varhugavert fyrir hið opinfyrir landsteinana í framhaldsnám, eins og rík hefð er bera að þrengja óhóflega að þeim sem eru með tekjur fyrir á Íslandi, en breytingin sem má merkja er fyrst yfir meðallagi. Evrópa er eitt atvinnusvæði og hætta er og fremst sú að þessir nemendur virðast ekki endilega á því að þeir sem hafa tækifæri víða kjósi með fótunum. stefna aftur heim að námi loknu. Þeir vita sem er að Þá munu háskólarnir bara halda áfram að mennta fyrir sérfræðiþekking á þessum sviðum er eftirsótt alþjóðNoreg, en íslenskt atvinnulíf eflist hægar en annars lega og veitir tækifæri víða. Fleiri lönd en Ísland eru í gæti orðið. þeirri stöðu að sókn nemenda í verkfræði, tæknifræði
Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
FLUGURNAR FÆRÐU HÉR
.IS N IN UR AD IM ID VE IÐ N OR IH IÐ VE IN SPORTBÚÐ
VEIÐIBLAÐIÐ – EINTAKIÐ ÞIT T
GEYMDU BLAÐIÐ
SAGE ER VINSÆLASTA FLUGUSTÖNGIN. ÞAÐ ER EKKI TILVILJUN. Það er ekki tilviljun að Sage flugustangirnar eru þær vinsælustu í úrvalsflokki flugustanga. Að margra mati eru flugustangirnar frá Sage þær bestu á markaðnum. Því mótmælum við ekki. Allar Sage flugustangir eru hannaðar og þróaðar af flugveiðimönnum og framleiddar í Seattle í Bandaríkjunum. Að kasta fyrir fisk og veiða með Sage er einstök upplifun. Allir fluguveiðimenn verða að eiga að minnsta kosti eina Sage stöng.
Allar Sage stangir eru með lífstíðar ábyrgð frá framleiðanda!
SAGE FLIGHT FLUGUVEIÐIPAKKI
AÐEINS
69.900,-
Fjögurra hluta hröð stöng. Vandað Sage hjól með diskabremsu. Góð Rio flotlína ása mt undirlínu og taumi. Hólkur fylg ir. Aðeins 69.900 fyrir þennan fráb æra pakka.
Allar Sage flugustangir eru framleiddar í Bandaríkjunum
SAGE VANTAGE FLUGUVEIÐIPAKKI
Fjögurra hluta miðhröð stöng, vandað Sage hjól með diskabremsu. Góð Rio flotlína ásamt undirlínu og taumi. Hólkur fylg ir. Aðeins 59.900 fyrir þennan frábæra pakka.
EINHENDUPAKKI AÐEINS
ZPEY ZERO FLUGUVEIÐIPAKKI
79.900,-
Zpey Zero kom fyrst á markaðinn í ársbyrjun 2010. Hér eru þessi vinsælu sett komin aftur en nú með enn betri og kröftugri stöng. Hleðsla nýju stangarinnar er mun dýpri. Zpey Zero er fáanleg sem 9 feta einhenda fyrir línu 5 og 9,6 feta einhenda fyrir línu 7. Stöngunum fylgir Zpey Switch handfang sem auðvelt er að bæta aftan við hjólsætið og breyta stöngunum þannig í minni tvíhendur. Með því móti er auðveldara að rúllukasta sem er nauðsynlegt í erfiðu baklandi t.d. ef trjágróður eða hár bakki er fyrir aftan veiðimann. Settinu fylgir Zpey Zero fluguhjól sem er úr léttmálmi. Hjólið er “large arbour” og með afar öflugri bremsu. Þá fylgir settinu vönduð Zpey skotlína, undirlína og taumur. Allt settið kemur í vönduðum hólki. Hér er á ferð vandað sett jafnt fyrir byrjendur og reyndari fluguveiðimenn.
TVÍHENDUPAKKI AÐEINS
109.900,-
AÐEINS
59.900,-
REDINGTON CROSSWATER FLUGUVEIÐIPAKKI
Fjögurra hluta miðhröð stöng ásamt góðu hjóli með flotlínu, undirlínu og taumi. Góð Rio flot lína. Hólkur fylgir. Aðeins 29.900
AÐEINS
29.900,-
SCIERRA
EMERGER FLUGUVEIÐIPAKK I Fjögurra hluta miðhröð grafítstön g ásamt “large arbour” fluguhjóli með góðri bremsu og þægilegri stilling u. Góð flotlína ásamt baklínu fylgir Em erger settinu auk kastkennslu á DVD.
AÐEINS
19.900,-
TVÍHENDUPAKKI AÐEINS
39.900,-
VÖNDUÐ UPPSETT SKOTLÍNA MEÐ BAKLÍNU OG TAUMI.
Allir veiðimenn þekkja Simms gæði! Meira úrval í Veiðihorninu og í veiðibúðinni á netinu
– veidimadurinn.is
FRAMLEIDDAR Í BANDARÍKJUNUM
FRAMLEIDDAR Í BANDARÍKJUNUM
AÐEINS
AÐEINS
G4Z GORE-TEX VÖÐLUR
G3 GUIDE GORE-TEX VÖÐLUR
119.900,-
79.900,-
Bestu Simms vöðlurnar. Níðsterkar og vel Vel sniðnar vöðlur. Sér styrktar á sniðnar vöðlur. Fótlaga neoprensokkálagsstöðum. Fótlaga sokkar og áfastar ar og áfastar sandhlífar. Góðir vasar, sandhlífar. Belti fylgir. Góðir vasar. vandað belti og vatnsheldur rennilás.
FRAMLEIDDAR Í BANDARÍKJUNUM
FRAMLEIDDAR Í BANDARÍKJUNUM
AÐEINS
FRAMLEIDDAR Í BANDARÍKJUNUM
AÐEINS
59.900,-
AÐEINS
59.900,-
65.900,-
HEADWATER GORE-TEX VÖÐLUR HEADWATER MITTISVÖÐLUR
Einhverjar vinsælustu Simms vöðlurnar enda líklega ódýrustu Gore-tex vöðlurnar á markaðnum. Fótlaga neoprensokkar og áfastar sandhlífar. Belti fylgir.
Þægilegar, sterkar og góðar mittisvöðlur með Gore-tex filmu. Fótlaga neoprensokkar og áfastar sandhlífar. Gott belti í mittið.
GORE-TEX VÖÐLUR - DÖMUR
Fótlaga neoprensokkar og áfastar sandhlífar. Vöðlurnar eru styrktar á álagsstöðum. Góður vasi. Vandaðar og sterkar öndunarvöðlur fyrir veiðikonur.
Frábært úrval af vöðluskóm í mörgum verðflokkum
AÐEINS
SIMMS KVEN VÖÐLUSKÓR
SIMMS G4 STREAMTREAD
GUIDE STREAMTREAD SKÓR
AÐEINS
AÐEINS
AÐEINS
G4 JAKKI - nýir litir
G3 JAKKI - nýir litir
25.900,-
35.900,-
AÐEINS
68.900,-
Fullkomnasti jakkinn á markaðnum ! Vatnsheldur veiðijakki með góðri útöndLéttur og þægilegur en um leið algjör- un. Það tryggir Gore-tex. Góð hetta og lega vatnsheldur og með góðri útöndun. stórir vasar. Vatnsheldur rennilás. Það tryggir Gore-tex.
5.995,-
18.900,-
35.900,-
Headwaters vöðluskór. Frábærir Frábærir vöðluskór úr sterku gerviefni. Líklega bestu vöðluskórnir á markvöðluskór úr sterku gerviefni. Stream- StreamTread sólinn frá Vibram. Hægt að aðnum. Sérhannaður sóli frá Vibram sem framleiðir sóla undir öll bestu merTread sólinn frá Vibram. Hægt að negla. negla. kin í gönguskóm. Hægt að negla.
79.900,-
AÐEINS
AÐEINS FRÁ
AÐEINS
FREESTONE SKÓR
Frábærir skór á afar hagstæðu verði. Sterkt vinylefni sem breytir sér ekki. Sterkir skór með góðum ökklastuðningi. Hægt að velja um filt eða Vibram sóla.
AÐEINS
62.900,-
AÐEINS
49.900,-
GUIDE JAKKI - nýir litir
Gamli góði Simms jakkinn sem verið hefur nánast óbreyttur í fjöldamörg ár. Vatnsheldur með góðri útöndun. Það tryggir Gore-tex.
35.900,-
GUIDE JAKKI - DÖMUR
Léttur vatnsheldur veiðijakki með góðri útöndun. Það tryggir Gore-tex. Góð hetta og stórir vasar. Vatnsheldur rennilás.
Skandinavísk hjól á betra verði
AÐEINS
108.900,-
EINARSSON INVICTUS 8
Nýtt, íslenskt byltingarkennt fluguhjól. Bremsubúnaður Invictus fluguhjólsins er einstakur og á engan sinn líkan. Komdu í heimsókn og skoðaðu Invictus
VERÐ FRÁ
64.900,-
EINARSSON PLUS
Einhver bestu fluguhjólin á markaðnum og ekki skemmir að hér eru á ferð alíslensk hjól, smíðuð hjá Einarsson á Ísafirði.
TILBOÐ - VERÐ FRÁ
26.995,-
SCIERRA TX2+ FLUGUHJÓL
Nýtt! Léttara, sterkara, og fallegra hjól með enn betri bremsubúnaði. Að okkar mati er TX2+ hjólið einhver bestu kaup í fluguhjólum í úrvalsflokki.
HEADWATER VÖÐLUTASKA
Bráðsniðug og einföld vöðlutaska. Þegar veiði lýkur er breitt úr töskunni og stigið í hana, farið úr blautum vöðlum og skóm og töskunni einfaldlega lokað.
FREESTONE VEIÐIJAKKI
Vandaður veiðijakki frá Simms á afar hagstæðu verði. Algjörlega vatnsheldur jakki með góðri útöndun. Góð hetta og stórir vasar. Skandinavísk hjól á betra verði
TILBOÐ - VERÐ FRÁ
TILBOÐ
21.995,-
15.995,-
XDP+ MEÐ AUKASPÓLUM
Nýtt! Hjólinu fylgja 3 aukaspólur (Samtals 4 spólur) og taska. Scierra XDP+ er “large arbour” hjól búið öflugri diskabremsu. Fyrir línuþyngd 7 til 9.
SCIERRA D-LITE FLUGUHJÓL
Vandað fluguhjól frá Scierra sem sannarlega hefur slegið í gegn. Hjólið er úr áli með öflugum bremsubúnaði og á frábæru verði.
VEIÐIBÚÐ ALLRA LAN
FLUGURNAR FÆRÐU HÉR
Gott úrval af góðum flugum
KRÓKHÁLS 5 - SÍMI 517 8050
VEIDIMAD
Hvergi betra verð
AÐEINS
PAKKATILBOÐ AÐEINS
PAKKAVERÐ AÐEINS
29.900,-
24.900,-
REDINGTON DÖMUVÖÐLUR
Vandaðar vöðlur í kvensniði. Góður vasi. Áfastar sandhlífar. Belti fylgir. Verð aðeins 29.900,- og aðeins 39.900,- með Redington dömuskóm.
29.900,-
RON THOMPSON VÖÐLUPAKKI SCIERRA CC3 VÖÐLUPAKKI
Sterkar öndunarvöðlur með útöndun. Góður brjóstvasi. Áfastar sandhlífar. Belti fylgir. Skórnir eru Scierra Contour. Léttir og sterkir skór með filtsóla.
Gott úrval af vönduðum Simms vestum í mörgum verðflokkum.
VERÐ FRÁ
34.900,-
AÐEINS
29.900.,-
Góður jakki sem hentar jafnt í veiði eða til daglegra nota.100% vindheldur með góðri öndun. Gore Windstopper gerir gæfumuninn.
Vestið er úr léttu efni sem drekkur ekki í Fullkomnasta vestið á markaðnum. sig vatn og er fljótt að þorna. Því hentar Formaðir vasar fyrir boxin. Innbyggð þetta vesti sérstaklega vel yfir veiðijakka. áhaldahengi. Axlastykki úr efni sem jafnar þyngd og loftar vel.
HEADWATERS VEIÐIVESTI
SIMMS G3 GUIDE VEIÐIVESTI
AÐEINS
AÐEINS
AÐEINS
SIMMS GUIDE FLEECE TOP
SCIERRA AQUATEX PRO JAKKI
AÐEINS
VERÐ FRÁ
12.995,-
29.995,-
12.995,-
Hlýr fleecetoppur úr efni sem er teygjan- Vandaður vatnsheldur jakki frá Scierra. legt á fjóra vegu. Ytra byrði úr mjúku Góð útöndun. Stór hetta og góðir vasar. sterku nælonefni. Innra byrði úr mjúku Einn vinsælasti jakkinn. og hlýju velourefni. Rennilás í hálsmáli.
29.900,-
SAGE 2000 FLUGUHJÓL
Vönduð hjól úr léttmálmi. Fislétt en sterk hjól með góðri bremsu. Sage 2000 eru vönduð fluguhjól á hagstæðu verði.
35.900,-
WATERWORKS VANQUISH
Bylting í fluguhjólum. Vanquish er hjól sem þú verður að fá að handleika. Sjón er sögu ríkari.
SCIERRA CC4 VÖÐLUPAKKI
Fjögurra laga sterkar og þægilegar öndunarvöðlur. Góð reynsla við íslenskar aðstæður undanfarin ár. Stillanleg axlabönd. Brjóstvasar. Áfastar sandhlífar.
LAMSON VELOCITY
Lamson fluguhjólin eru vönduð hjól á hagstæðu verði. Hjólin eru sterkbyggð úr léttmálmi með einhverjum besta bremsubúnaði sem völ er á.
VERÐ FRÁ
9.995,-
SIMMS VEIÐISKYRTUR
Gott úrval af Simms skyrtum sem henta í veiðiferðina eða til daglegra nota. Margir litir. Fyrir veiðimenn og konur!
AÐEINS
17.995,-
SIMMS GUIDE BIB
VERÐ FRÁ
11.995,-
OKUMA SLV
Af mörgum talin bestu kaupin í fluguhjólum. Hjólið sem er úr áli er létt og sterkt með öflugri bremsu. Fáanleg í fjölmörgum stærðum fyrir línu #2 til #11.
SCIERRA CC6VÖÐLUPAKKI
Sex laga vöðlur. Vatnsheldur rennilás að framan. Áfastar sandhlífar. Reynsla okkar af þessum vöðlur er fantagóð enda er hér um afar sterkar vöðlur að ræða.
HNÍFASETT Í VEIÐIFERÐINA
14.995,-
ROGUE HOODY CAMO
Flott hettupeysa úr vindstopp flísefni. Simms camo. Einnig úrval af húfum í Simms camo.
VERÐ FRÁ
3.995,-
POLAROID GLERAUGU
FRÁBÆRT VERÐ
12.995,-
FLUGUHJÓL - PAKKI
Okuma Airframe “Large arbour” úr grafít. Vönduð lega og góð diskabremsa. 3 auka spólur fylgja (samtals 4 spólur) og taska utan um allt. Fyrir línu 7 til 9.
8.995,-
REYKOFN
3 hnífar, stál og bretti í tösku.
AÐEINS
TILBOÐ AÐEINS
5.995,-
SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410
59.900,-
Samfestingur frá Simms, hugsaður Linsur sem vernda augun og auðvelda undir vöðlurnar og veiðigallann. Hlýr og þér að sjá undir vatnsyfirborðið. góður samfestingur með brjóstvasa og Yfir 20 gerðir af veiðigleraugum. rennilás.
AÐEINS
NDSMANNA Á NETINU
DURINN.IS
RT ONTARIO VEIÐIJAKKI
Trúlega ódýrasti veiðijakkin á markaðnum. Vatnsheldur jakki með fjölda vasa. Hægt að renna ermum af og breyta jakkanum í vesti.
VERÐ FRÁ
99.900,-
49.900,-
PAKKATILBOÐ AÐEINS
G3 veiðivesti fyrir vandlátustu veiðimennina
AÐEINS
13.995,-
WINDSTOPPER SOFTSHELL
Vandaðar og þægilegar þriggja laga vöðlur með góðri útöndun. Góður brjóstvasi og áfastar sandhlífar. Scierra Contour vöðluskór.
PAKKATILBOÐ AÐEINS
Stór og góður reykofn. Hvort heldur sem er fugl eða fiskur þá er einfalt að töfra fram veislurétti úr villibráð með reykofninum. Þú færð einnig reyksagið hér en margir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur nota einmitt reyksag frá okkur.
GÓÐAR VÖÐLUR, FRÁBÆRT VERÐ!
Dam Taslan nælonvöðlur
AÐEINS
DAM neoprenvöðlur
AÐEINS
MAD neoprenvöðlur í felulitum. AÐEINS
Ron Thompson Neo Force vöðlur
AÐEINS
8.995,- 16.995,- 19.995,- 15.995,-
TILBOÐSVERÐ
11.895,-
TILBOÐSVERÐ
TILBOÐSVERÐ
TILBOÐSVERÐ
14.995,-
8.995,-
12.995,-
DAM KASTVEIÐIPAKKI
DAM PTS kaststöng og DAM Quick SLR hjól. Fullt verð 20.990. Tilboðsverð aðeins 14.995 og DAM letingi í kaupbæti.
FRÁBÆRT VERÐ
DAM KASTVEIÐIPAKKI
DAM Devilstick kaststög og DAM HPN hjól. Fullt verð 17.990. Tilboðsverð aðeins 12.995 og DAM letingi í kaupbæti.
54.900,-
21.995,-
PROLOGIC FELUGALLI
Jakki og smekkbuxur úr vatnsheldu efni með útöndun. Góðir vasar og hetta. Góður galli í gæsaveiðina.
TILBOÐSVERÐ
PROLOGIC GÖNGUSKÓR
Vatnsheldir skór með útöndun. Millistífur sóli. Gott grip. MAX4 felumynstur
TILBOÐSVERÐ
52.720,-
45.900,-
STOEGER P350 MAX4 PUMPA
Vinsæl pumpa. Tekur 2 ¾“, 3“ og 3 ½“ skot. 26“ hlaup. 3 þrengingar fylgja. Fullt verð 65.900,Tilboð aðeins 52.720,-
ESCORT FIELDHUNTER PUMPA
RON THOMPSON + OKUMA KASTVEIÐIPAKKI
Ron Thompson Tyran kaststöng og Okuma Safina Ron Thompson Steelhead kaststöng og Okuma hjól. Fullt verð 16.990. Tilboðsverð aðeins 11.895 Electron hjól. DAM letingi í kaupbæti. og DAM letingi í kaupbæti. Girni fylgir.
TILBOÐSVERÐ
FRÁBÆRT VERÐ
29.900,-
RON THOMPSON + OKUMA KASTVEIÐIPAKKI
NORINCO RIFFILPAKKI
22 cal lr. riffill með boltalás. 9 skota magasín. Sigti og snittað hlaup. 3-9x40 Norconia sjónauki ásamt festingum. Aim Pod tvífótur með veltihaus. Byssupoki. Góður pakki á frábæru verði.
TILBOÐSVERÐ
59.900,-
ESCORT FIELDHUNTER PUMPA
TILBOÐSVERÐ
49.900,-
STOEGER P350 SYNTHETIC PUMPA
Vinsæl pumpa. Tekur 2 ¾“, 3“ og 3 ½“ skot. 26“ hlaup. 3 þrengingar fylgja. Fullt verð 61.900,Tilboð aðeins 49.900,-
TILBOÐSVERÐ
74.900,-
BOITO MIURA I TVÍHLEYPA
Vinsæl pumpa. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. 26“ hlaup. Vinsæl pumpa. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. 26“ hlaup. Yfir / undir tvíhleypa. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Einn 5 þrengingar fylgja ásamt skeftishallaplötum. 5 þrengingar fylgja ásamt skeftishallaplötum. gikkur, útdragari. 28“ hlaup. 5 þrengingar. Fullt verð 55.900,Fullt verð 69.900,Fullt verð 99.900,Tilboð aðeins 45.900,Tilboð aðeins 59.900,Tilboð aðeins 74.900,-
FLESTAR VÖRURNAR FÁST Í SPORTBÚÐINNI. ALLAR VÖRURNAR FÁST Í VEIÐIHORNINU. VEIÐIBÚÐ ALLRA LANDSMANNA Á NETINU
KRÓKHÁLS 5 - SÍMI 517 8050
VEIDIMADURINN.IS
SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410
Veiðikortið aðeins 5.000 krónur þegar veiðibúnaðurinn er keyptur í Veiðihorninu
Vik an sem var Má ekki blása á vandann? „Greiðslubyrði hárskera þyngist“ Nýsamþykktir kjarasamningar koma mjög illa við lítil fyrirtæki í þjónustuiðnaði, að sögn Jóns Aðalsteins Sveinssonar hárgreiðslumeistara. Skjaldborgin komin í leitirnar „Bankar felli niður skuldir“ Bankarnir eiga að sjá um að fella niður skuldir heimilanna. Þetta sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 2. Bíða spenntir eftir því næsta „Finna leið til að hagnast á eldgosi“ Hugvitssamir Íslendingar voru fljótir að nýta færið þegar gjósa tók í Grímsvötnum. Í ferðamannaverslunum má nú þegar finna boli með áletrunum sem vísa í gosið. Þar má einnig kaupa eldfjallaösku úr tveimur síðustu gosum. Víagra á línuna „Getulausir til að taka á styrkjunum“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnmálaflokka hafa verið getulausa við að taka á styrkjamálum. Áhættuhegðun? „Íhuga að kaupa krónur útlendinga“ Lífeyrissjóðir skoða krónueign útlendinga sem mögulegan fjárfestingarkost. Hefst útrásin þá á ný? „Kaflaskil í íslensku efnahagslífi“ Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið bjartara yfir íslensku efnahagslífi um langa hríð, raunveruleg lífskjarasókn sé hafin. Evrópustjórnin í verki „Vill tollavernd gengi Ísland í ESB“ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að samningamenn Íslands hljóti að krefjast tollverndar fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir í viðræðum um aðild Íslands að ESB, þótt engir tollar séu lagðir á vörur milli landa innan sambandsins. Átti hún ekki að vera með hæstu launin? „Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fái ekki að soga til sín hagvöxtinn sem fram undan sé.
Eignastýring
•
Markaðsviðskipti
•
Fyrirtækjaráðgjöf
Arctica Finance er framsækið, óháð og sjálfstætt fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið er í eigu starfsmanna sem búa að áralangri og víðtækri reynslu af innlendum og erlendum fjármálamörkuðum.
www.arctica.is
|
Smáratorgi 3
|
201 Kópavogi
|
Sími 513 3300
32
viðhorf
Helgin 3.-5. júní 2011
Langar helgar og Jónsmessa í kaupbæti
Fært til bókar
Mótun foringjans Jóhanna Sigurðardóttir tók við formennsku í Samfylkingunni við óvenjulegar aðstæður. Efnahagslegt hrun varð á sama tíma og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, veiktist. Jóhanna naut trausts umfram aðra á þeim tíma og tók við keflinu en áður var gengið út frá því að hún væri á sínu síðasta kjörtímabili eftir langa þingsetu enda er hún aldursforseti Alþingis. Að vonum horfa Samfylkingarmenn því til arftaka Jóhönnu, hvort sem það verður árinu fyrr eða síðar. Þar hafa tveir menn helst verið nefndir til sögunnar, Dagur B. Eggertsson, varaformaður flokksins og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur, og Árni Páll Árnason, efnahagsog viðskiptaráðherra. Þeir kepptu um varaformannssætið þar sem Dagur hafði betur. Hvorugur hefur þó náð að festa sig í sessi sem augljós arftaki Jóhönnu.
Samfylkingin náði aðeins þremur borgarfulltrúum í borgarstjórnarkosningunum í fyrra, undir forystu Dags. Árni Páll hefur ekki þótt afgerandi í sínum ráðherraembættum. Þriðji maðurinn hefur verið á kantinum en þess hefur verið beðið að hann sýndi forystutakta. Það gerði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í Kastljósviðtali á mánudagskvöldið. Kastljós hefur, svo sem kunnugt er, verið með þáttaröð um læknadóp. Velferðarráðherrann þótti taka með festu á vandanum. Hann mætti vel undirbúinn, yfirvegaður og boðaði aðgerðir. Guðbjartur var með landsföðurlegt yfirbragð sem beðið hefur verið eftir, talaði af festu en æsingslaust. Margir eru orðnir langþreyttir á ferköntuðum foringjum og fúkyrðaflaumi þar sem meira er í orði en á borði. Þeir sjá framtíðarforingjann í manni eins og Guðbjarti, yfirveguðum og málefnalegum. Foringinn er í mótun.
M HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Nýtt!
Maí er liðinn og vorið búið, að minnsta kosti ef miðað er við almanakið, en það lét lítt eða ekki sjá sig. Trén hafa að vísu laufgast en þau gerðu það frekar af gömlum vana en að veður hafi leyft þeim slíkan munað. Það hefur verið kalt sunnan heiða en hreinn og klár vetur á hinum end anum á landinu. Myndir birtust af fuglum á hreiðri síðla í maí þar sem aðeins sást goggurinn upp úr snjónum. Jarðýtur þurfti til að opna Fjarðarheiði svo að hundruð ferðamanna úr ferjunni Norrænu kæmust frá Seyðisfirði í liðinni viku. Íslenskir sumarmánuðir eru aðeins þrír, júní, júlí og ágúst. Í raun eru þeir varla meira en tveir því fyrri hluti júní tilheyrir eiginlega síðasta hluta vorsins og síðari hluti ágústmánaðar aðdraganda hausts þegar kvöldmyrkur fer að verða merkjan legt á ný. Það er því mikilvægt að nýta þennan stutta tíma vel. Engu skal spáð um veður þessa þrjá opinberu sumarmánuði sem í hönd fara. Því verðum við að taka af æðru leysi og nýta þá daga sem gefast. Nýbyrj aður júní býður okkur ólíkt fleiri og betri kosti en hinn liðni vetrarmánuður, maí. Það var enginn frídagur í maí að þessu sinni. Meira að segja bar verkalýðsdaginn upp á sunnudag. Það var því ekki aðeins skítviðri og öskufall sem angraði okkur í maí heldur samfellt púl. Það á ekki við um þann bjarta júní sem byrjaði á miðvikudag inn. Hann bauð strax upp á frídag í gær, fimmtudag. Páskarnir voru óvenjuseint á ferðinni þetta árið. Það þýðir að upp stigningardagur var 2. dag júnímánaðar. Það er með því lengsta sem sá ágæti dagur nær inn í sumarið því hann getur verið á tímabilinu frá 30. apríl til 4. júní. Eins og biblíufróðir menn vita er uppstigningar dagur, þegar minnst er himnafarar Krists, fjörutíu dögum eftir páska. Uppstigningardagur er einn af helgi dögum þjóðkirkjunnar og hið sama gildir um hvítasunnuna sem er ein af sameigin legum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hún markar lok páskatímans, sem stóð í fimmtíu daga. Nútímamenn líta þó helst til hvítasunnunnar sem fyrstu þriggja daga sumarhelgarinnar, að minnsta kosti ef páskar eru ekki svo snemma að verulega snjói þá helgi. Hvítasunnan færir okkur sem sagt annan aukafrídag í þessum mán
uði, mánudaginn 13. júní. Vikan sem þá byrjar er óvenjuvæn fyrir hinn vinnandi lýð, aðeins þriggja daga, því þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, er á föstudeginum. Það eru því í vændum tvær þriggja daga helgar í röð. Húllumhæ vegna þjóðhátíðardagsins verður óvenju mikið núna því rétt tvö hundruð ár eru frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, þjóðhetju Ís lendinga. Það má því búast við að grillarar þessa lands verði orðnir ansi maríneraðir þegar kemur fram yfir miðjan mánuðinn, svo fremi að bærilega viðri. Við aðra hátíðisdaga í júní bætist sjó mannadagurinn sem verður haldinn hátíð legur næstkomandi sunnudag, 5. júní. Þá verður flotinn í landi og væntanlega hressi lega tekið á því eftir að lýkur koddaslag og öðrum skemmtiatriðum í tilefni dagsins. Fleira skemmtilegt er framundan í júní; sumarsólstöður hinn 21. og sjálf Jónsmess an 24. júní. Jónsmessu ber upp á föstudag að þessu sinni, sem býður upp á enn eina stuðhelgina í þeim júní sem bíður okkar. Margt má segja um veðurfar á landinu bláa en það er þó fátt sem tekur björtum sumar nóttum fram. Pistilskrifarinn hefur víða farið um land ið, skoðað nánast hvern krók og kima, en einn staður hefur þó orðið út undan enda tæpast í alfaraleið. Það er Grímsey, nyrsti hluti landsins og sá eini sem teygir sig norður fyrir heimskautsbauginn. Úr þessu á hins vegar að bæta á Jónsmessu, þegar nótt er björtust norður þar og sólin sest ekki. Það er tilhlökkunarefni að fara þang að í góðra vina hópi ötulla göngumeyja og barstyðjenda í piltahópi. Það er auðvitað ekki sjálfgefið að skýjafar verði með þeim hætti í Grímsey á Jónsmessu að til sólar sjáist en þá áhættu verður að taka. Ef þungskýjað verður – eða jafnvel rigning – verða menn að snúa sér að öðru en sólarglápi. Hlera má hljóðið í heimamönnum, ganga um og skoða fugla. Síðast en ekki síst má tjútta í félagsheim ilinu og fá sér Kalda af Árskógssandi – og kannski annan til þegar líður á nóttina. Lítil hætta er á því að menn freistist til að aka heim af ballinu, ef skilningur á að stæðum er réttur. Stutt mun vera á milli húsa, sýslumaðurinn uppi á fastalandinu og bíllinn heima á stæði í Kópavoginum.
Teikning/Hari
Hvað ætlar þú að hafa í matinn?
Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni.
Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is
Fullt hús matar Hjá Eik finnur þú hentugt húsnæði
Veitingahúsið Argentína er í húsnæði hjá Eik fasteignafélagi sem sérhæfir sig í rekstrarleigu atvinnuhúsnæðis. Við bjóðum m.a. húsnæði sem hentar vel til að kokka kræsingar. Einnig er í boði húsnæði fyrir verkstæði, verslanir, lagerhald, skrifstofur og margt fleira. Ef þú ert að efla starfsemina, flytja, stækka, endurskipuleggja eða hefja rekstur er Eik með rétta kostinn fyrir þig.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 590 2200 eða utleiga@eik.is.
FERSKT TI MEÐLÆ TÓMATAR KIRSUBERJA ÍSLENSKIR
LAMBHAGASALAT
329
299
KR./PK.
Ð A D D Y R K I L A V N I G I AÐ E
KR./STK.
BAKAÐ UM Á STAÐN HVÍTLAUKSBRAUÐ
AMERÍSKIR KLEINUHRINGIR
149
BESTIR Í KJÖTI
LAMBA INNRALÆRI
2888 KR./KG
KR./STK.
Við gerum þig! r i r y f a r i e m
Ú
NÝBAKAÐ NDI OG ILMA
B
ÐI
KR./STK.
JÖTBOR
KR./STK.
Ú
149
TB KJÖ ORÐ I
249
R
RK
BREIÐHOLTSB. PÁLMABRAUÐ
ÍSLENSKT KJÖT
NÝTT ÚNI Í NÓAT
20% afsláttur
Ú
TB KJÖ ORÐ
B
I
BESTIR Í KJÖTI R
KJÖTBORÐ
KR./KG
Ú
1518
R
I
GRÍSAGRILLPINNI MEÐ MAÍS EÐA KÚRBÍT
1898
NÝTT ÚNI Í NÓAT
Ú
B
BESTIR Í KJÖTI
I
798
R
KJÖTBORÐ
KR./KG
Nýttu þér sérþekkingu okkar því við erum hér fyrir þig. Ú
ISKBORÐ
F
I
FERSKIR Í FISKI ISKBORÐ
KR./KG
Hamraborg – Nóatún 17 – Austurver - Hringbraut – Grafarholt
Ú
2498
RF
I
Við erum boðin og búin að vinna kjötið eftir þínum óskum. Við skerum í pöruna, fyllum svínalundina og kryddum lærið að okkar besta hætti. Leitaðu ráða hjá okkur og tryggðu þér þannig vel heppnaða máltíð.
LAX, GLJÁÐUR MEÐ MANGO CHILI
RF
Kjötmeistarar Nóatúns
noatun.is
TB KJÖ ORÐ
Ú
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl
R
I
HOT wINGS STERKIR
Við gerum meira fyrir þig
ÍSLENSKT KJÖT
ÍSLENSKT KJÖT
NÝTT ÚNI Í NÓAT
Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni 10%
afsláttur
20% afsláttur
Ú
B
I
BESTIR Í KJÖTI
KJÖTBORÐ
KR./KG
R
3998
TB KJÖ ORÐ
RONDINO SÚKKULAÐITRUFFLUR
498 KR./PK.
B
I
BESTIR Í KJÖTI
JACK DANIEL’S BBQ SÓSUR
R
KJÖTBORÐ
100% KJÖT NAUTA
GÖTEBORGS BALLERINA KLADDAKEX
289 KR./PK.
FRÁBÆRT VERÐ!
TB KJÖ ORÐ
Ú
KR./STK
R
I
Ú
HUNANGSRISTUÐ KJÚKLINGASPJÓT
198
159
FYRIR ERANA SÆLK
NÝTT ÚNI Í NÓAT
ÍSLENSKT KJÖT
LORENZ CLUBS SALTKEX 150 G
KR./PK.
Ú
3198
R
I
NAUTA MÍNUTU GRILLSTEIK
CAMEMBERT DALAHRINGUR GRÁÐAOSTUR HÖFÐINGI
GOTT MEUÐM! OSTUN
398
KR./STK.
BRAZZI 1 LÍTRI 3 TEGUNDIR
149
KR./STK.
FYRIR ! BÖRNIN Ú
B
I
BESTIR Í KJÖTI R
KJÖTBORÐ
KR./STK.
Ú
298
R
TB KJÖ ORÐ I
UNGNAUTAHAMBORGARI 200 G
EMMESSÍS ÁVAXTA- OG REGNBOGASTANGIR.
398
KR./PK.
LÝSI HEILSUTVENNA
799 KR./PK.
36
skólar
Helgin 3.-5. júní 2011
Mismunandi áherslur á hverri önn Kennarar Viðskiptasmiðjunnar eru stundakennarar úr öllum háskólunum og nýsköpunarsjóðum, sérfræðingar á sínu sviði. „Þeir eru fengnir til að kenna og ekki síður að vera prófdómarar. Þeir sjá þá hvernig frumkvöðlarnir, karlar jafnt sem konur, og verkefnin þeirra þróast frá önn til annar,“ segir María Þorgeirsdóttir og bætir því við að hugmyndir þeirra séu fjölbreyttar og nefnir sem dæmi einn sem er að þróa leitarróbót fyrir björgun arsveitir. Margir eru einnig að vinna við fjölmargt sem viðkemur hugbúnaði og einn er að hanna leiki, bæði borðspil og nettengda leiki. „Það horfa allir til
CCP sem hefur gengið svo vel. Þá hafa ýmsir fatahönnuðir komið við hjá okkur. Frumkvöðlarnir fá viðskiptastuðning, kennslu í fjármálum, markaðssetningu, mannauðsstjórnun og öllu því sem þarf til að reka fyrirtæki. Það er svo ótrúlega margt sem þarf að kunna,“ segir María. Mismunandi áherslur eru á hverri önn. Á þeirri fyrstu einbeita menn sér að því að gera viðskiptaáætlun um hugmyndina og þá fær hver og einn mentor, stuðningsaðila, en á annarri önninni er frekar litið til markaðsáætlunar. Á þeirri þriðju er síðan heildarstefnumótun sem lokaverkefni. Eftir hverja önn kynnir fólk
Viðskiptasmiðjan – Hraðbraut nýrra fyrirtækja er þekkingarstuðningskerfi fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
sitt verkefni frammi fyrir þriggja manna dómnefnd en tveir dómnefndarmanna eru utanaðkomandi.
Viðskiptasmiðjan Sérhæft nám á háskólastigi fyrir frumkvöðla
Vinnan snýst um eigin hugmynd Nám í haust, skráning hafin Flugfreyju/flugþjónanám 12. september Nemendur útskrifast með evrópsk réttindi í flugþjónustu. 8 vikna nám. Kennt á kvöldin, bekkjarkerfi.
Einkaflugmannsnám 5. september Fullkomin kennsluaðstaða. 10 vikna nám. Kennt á kvöldin, bekkjarkerfi. Gæði og fagmennska er okkar fag!
www.flugskoli.is
Náttúru- og umhverfisfræði skógfræði og laNdgræðsla umhverfisskipulag
Hlið við hlið eru kannski hönnuður sem er að hanna fatalínu og annar sem er að hanna fljúgandi róbót. Þau vinna verkefni um sína hugmynd – eru sér en samt saman.
Á
vegum Klaks – Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og Háskólans í Reykjavík býðst frumkvöðlum sérhæft nám á háskólastigi, í Viðskiptasmiðjunni – hraðbraut, sem gefur frumkvöðlum möguleika á að stofna ný fyrirtæki eða koma fyrirtækjum á rétta braut. Verkefnið er
BúvÍsiNdi hestafræði
háskóli lífs og lands hægt er að stunda nám til Bs- prófs á fimm námsbrautum við lbhÍ: Búvísindum, hestafræði, náttúruog umhverfisfræði, skógfræði/landgræðslu og umhverfisskipulagi (fornám að landslagsarkitektúr). miðstöð háskólanámsins er á hvanneyri í Borgarfirði.
umsóknarfrestur um háskólanám er til
4. júní.
Nemendagarðar á hvanneyri bjóða einstaklingsherbergi, einstaklingsíbúðir og tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. allar upplýsingar um verð og stærð húsnæðis á vegum garðanna eru á heimasíðu Nemendagarða. félagslíf nemenda er með miklum ágætum, en því stýrir stjórn Nemendafélags landbúnaðaháskóla Íslands.
kyNNtu þér Bs Nám við laNdBúNaðarháskóla ÍslaNds. á heimasÍðu skólaNs - www.lBhi.is - fiNNur þú greiNagóðar upplýsiNgar um Námið. sÍmiNN er 433 5000
Tilgangur Viðskiptasmiðjunnar er að hjálpa frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum að skapa verðmæti og undirstöður fyrir farsælan fyrirtækjarekstur.
að búa til samkeppnisfært fyrirtæki en rannsóknir hafa sýnt að flest ný fyrirtæki ná aldrei flugi vegna þess að frumkvöðlar gera grundvallarmistök í rekstrinum því að þeir hafa hvorki nauðsynlega þekkingu né góða ráðgjafa. Úrval námskeiða í samstarfi við HR gerir frumkvöðlum kleift að fá viðeigandi viðskiptaþekkingu
Merkilegt framtak
Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks og skólastjóri Viðskiptasmiðjunnar, segir þessa námsleið mjög merkilegt framtak á evrópskan mælikvarða. Nemendur eru valdir í námið annars vegar á grundvelli viðskiptahugmynda sem þeir senda inn og hins vegar á grundvelli reynslu og bakgrunns. Markmiðið er að mynda hóp af áhugaverðum einstaklingum sem geta ekki síður lært mikið hver af öðrum en náminu. Aðalatriðið er þó að nemendur hafi þegar byrjað að þróa viðskiptahugmyndina áður en námið hefst. Einstaklingar jafnt sem hópar tveggja til fjögurra sem vinna að sömu viðskiptahugmynd geta sótt um. Einnig er hægt að sækja um með fyrirtæki sem þegar er í rekstri. Mögulegt er að stunda námið með vinnu eða öðru námi. „Nú hafa fleiri en sjötíu fyrirtæki verið til náms og ráðgjafar í Viðskiptasmiðjunni í skemmri og lengri tíma. Árangurinn er verulegur hvort sem litið er til þeirra fyrirtækja sem hafa komið út úr ferlinu, breytinga sem orðið hafa á fyrirtækjum í ferlinu, fjárfestinga sem þau hafa fengið eða þess þekkingaryfirflæðis sem átt hefur sér stað út í samfélagið. Fjárfest hefur verið í þessum fyrirtækjum fyrir á annan milljarð króna og t.d. voru þrjú af sex verkefnum sem tilnefnd voru til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands nátengd Viðskiptasmiðjunni,“ segir Eyþór Ívar. „Viðskiptasmiðjan er í stöðugri þróun og markmiðið er að byggja brýr fyrir íslenska frumkvöðla inn á erlenda markaði, um leið og hugmyndin er að gera Ísland og Viðskiptasmiðjuna áhugaverð fyrir erlend sprotafyrirtæki,” segir Eyþór Ívar. „Með það að leiðarljósi var ákveð-
ið að hún hefði frumkvæði að því að fara í rannsóknar- og tengslanetsleiðangur í Kísildalinn vorið 2011. Tólf fyrirtæki fóru í þennan leiðangur þar sem fyrirtæki eins og Google. com, Facebook, Berkley Bionics og fleiri voru skoðuð, ásamt því að farið var í Stanford- og Berkeley-háskóla. Enginn vafi leikur á að þau fyrirtæki sem fóru í þennan leiðangur lærðu mikið af því en jafnframt hafa þau getað hjálpað öðrum íslenskum sprotafyrirtækjum að byggja upp sitt tengslanet á þessu svæði.“
Viðskiptahlutann hefur vantað
María Þorgeirsdóttir er verkefnisstjóri hjá Klaki. Hún segir að Viðskiptasmiðjan sé frumkvöðlamiðað nám á háskólastigi fyrir fólk með hugmyndir og líka fólk sem vill fá hugmyndir. Í smiðjunni eru námskeið á fimm sviðum; fjármálasviði, markaðssviði, stjórnunarsviði, stefnumótunarsviði og frumkvöðlaog nýsköpunarsviði. Námið tekur þrjár annir, haust-, vor- og haustönn, eða hálft annað ár. „Nemendurnir taka námskeið í öllum þessum greinum,“ segir María. „Allt námið og öll vinna þeirra snýst um eigin hugmynd þótt unnið sé í hópum. Hlið við hlið eru kannski hönnuður sem er að hanna fatalínu og annar sem er að hanna fljúgandi róbót. Þau vinna verkefni um sína hugmynd, eru sér en samt saman. Það skiptir miklu máli að vera saman þótt þau séu að vinna í gerólíkum hlutum. Fatahönnuðurinn fer t.d. í hugarflug um markaðssetningu og þá hjálpa allir hinir.“ „Viðskiptahlutann hefur oft vantað, t.d. hjá uppfinningamönnum, þótt þeir séu með snilldarhugmyndir. Þar komum við að með Viðskiptasmiðjunni og tengslaneti við aðra frumkvöðla og fjárfesta,“ segir María. „Kennarar okkar koma úr háskólunum og einnig frá fjárfestingarsjóðunum. Það skiptir svo miklu máli að kynnast þessum heimi, fá að vita hvernig fjárfestarnir hugsa og við viljum líka að fjárfestarnir viti hvernig frumkvöðlarnir hugsa þannig að þetta fólk geti talað saman.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
KEILIR ER GóÐUR KOstUR Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka og byggist upp á fjórum mismunandi skólum: Háskólabrú, Heilsuskóla, Orku- og tækniskóla og Flugakademíu. Komdu í nútímalegt, metnaðarfullt og skemmtilegt nám. Komdu í Keili.
HÁsKóLabRúIN
HEILsUsKóLINN
Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla þeir inntökuskilyrði í háskóla. Heilsuskóli Keilis býður upp á fjölbreytt nám í þjálfun og á sviði heilsu-, heilbrigðis- og íþróttafræða.
HEILsUsKóLINN ÍAK EINKAÞJÁLFUN ÍAK HÓPÞJÁLFUN Heilsuskóli Keilis býður upp á fjölbreytt nám í þjálfun og á sviði heilsu-, heilbrigðis- og íþróttafræða. ÍAK ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN
ÍAK einKAþjálfun ÍAK ÍþróttAþjálfun ÍAK Hópþjálfun
fLUGaKadEMíaN flugakademía Keilis leggur áherslu á nútímalega kennsluhætti og flugfloti Keilis er bæði nýstárlegur og hátæknilegur.
einKAflug AtVinnuflug flugumferðArStjórn flugþjónuStA
ORKU- OG tæKNIsKóLINN
PiPar\TBWa • Sía • 111141
Orku- og tækniskóli Keilis býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám á háskólastigi. námið fléttar saman atvinnutengdum verkefnum og bóklegu námi.
OrKu- Og umHVerfiStæKnifræði meKAtrónÍK tæKnifræði trOmpið VerKefnA- Og ViðBurðAStjórnun
NÁM OG HEIMILI 63.000 KR. Á MÁNUÐI! Verðið miðast við skólagjöld í B.Sc. námi í tæknifræði og leigu á 3ja herbergja fjölskyldu- eða paraíbúð.
UMsóKNaRfREstUR ER tIL 6. júNí.
Nánari upplýsingar er að finna á www.keilir.net
38
bækur
Helgin 3.-5. júní 2011
Björn á toppnum
Ný NEO Blek-blöð
Áhugamenn um viðgang myndasögunnar geta fagnað því að líf er að færast aftur í myndasögublaðið NEO Blek. Snemma á þessu ári kom út 16. tölublaðið með nýútsprunginni endurlífgun þeirra Svals og Vals í svarthvítu í bland við annan þátt af Þriðja testamentinu, hvort tveggja rómönskum sögum af bestu gerð. Í fyrrahaust kom feitt blað merkt 14/15 og nú er 17da heftið komið á markað. Engin von er til að blað eins og NEO Blek lifi af nema kaupendur splæsi í heftin. Þau er auðvelt að nálgast á vægu verði í helstu bókaverslunum og á vefnum www.myndasogur.is -pbb
Rosabaugur yfir Íslandi, bók Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um Baugsmálið og þræði þess um íslenskt samfélag, kom út í síðustu viku og var mest selda bókin í bókaverslunum Eymundsson í vikunni sem leið. -óhþ
Bók adómur Bavíani
Bavíani Naja Marie Aidt Þýðandi Ingunn Ásdísardóttir 200 bls. Bjartur 2011
Naja Marie Aidt er skáldkona dönsk, fædd á Grænlandi og býr nú í New York eftir að hún fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásagnasafn frá 2006. Baboon hét það á dönsku. Fimmtán smásögur, flestar með nokkuð mismunandi sniði en allar sama markinu brenndar, snilldarlega samsettar og þaulhugsaðar í samþjöppuðu og niðurnjörvuðu formi hver um sig. Margar býsna bersöglar um myrka kima sálarinnar, siðskakka karla og konur, saklaus og sek fórnarlömb. Heimurinn sem Naja lýsir af svo mikilli fágun og skírleika í hugsun stendur okkur nærri; háir og lágir, ungir og gamlir, koma þar við sögu og yfir öllu stafar heiðum himni, undursamlegri birtu, en um leið ótta og hættu, skaðanum sem býr í sköpuninni allri. Hún útmálar umhverfi í smáu af glöggleika myndhugsunar, safnar saman í knappa texta miklu magni upplýsinga sem varpa ljósi á þröng svið og fáar persónur. Sprengikraftinn leysir hún svo úr læðingi á óvæntu augnabliki, gjarna undir það síðasta svo að grunlítill en óviss lesandi hrekkur við og allt söguefnið verður undurljóst á augabragði. Naja er mikill meistari, hún á að baki tvö eldri smásagnasöfn og ljóðabækur, er hálffimmtug og vinnur nú að skáldsögu. Hún kom hingað til lands á vegum Norræna hússins, sagði það sína þriðju heimsókn til landsins og taldi sögur sínar kjörnar til að lýsa aðstæðum uppgangstímans fyrir hrun. Þess gætir ekki nema að litlu leyti í sögunum nema þær höndla margar siðrof af einhverju tagi, láta persónurnar standa strípaðar á endanum, flegnar öllum umbúðum. Nú þegar þýðingar Ingunnar Ásdísardóttur eru komnar á þessa litlu bók, sem þó heimtar nákvæman og hægan lestur, er ekki hægt annað en fagna því að safnið er komið út á íslensku og sem flestir njóti þess. Naja segir smásöguna henta vel og vera spennandi form. Það er alla vega í hennar sköpun. -pbb
Til dýrðar almenningsklósettum Einar Már Guðmundsson hefur verið öðrum höfundum duglegri í hruninu og kreppunni sem eftir fylgdi. Nú er önnur bók hans helguð þessu efni komin út.
Æ
Einar Már Guðmundsson
Hjálpar þér að hanna HNOTSKÓGUR grafísk hönnun
draumagarðinn þinn
Stútfull bók af hugmyndum og leiðbeiningum fyrir garðeigendur
Fæst í bókabúðum um land allt Einnig hægt að panta í síma 578 4800 og á www.rit.is
Út er komin hjá Veröld seinni hluti Pálssögu eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson sem forlagið hóf útgáfa á með stóru bindi í fyrra. Skáldverk Ólafs Jóhanns um Pál Jónsson blaðamann er uppgjör við mestu átakatíma síðustu aldar á Íslandi, hernámið og eftirstríðsárin. Drekar og smáfuglar er lokabindi þessa mikla sagnabálks en áður eru komin út í einni kilju fyrri Ólafur Jóhann Sigurðsson. bindin tvö, Gangvirkið og Seiður og hélog. Ólafur Jóhann Sigurðsson (1918-1988) var einn af helstu stílsnillingum síns tíma. Persónurnar endurspegla margslungið andrúmsloftið í samfélaginu og eru í senn skoplegar og tragískar. Ólafur Jóhann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976, fyrstur Íslendinga. -pbb
Bók adómar bank astr æti núll
Bavíani og aðrir apar
Naja Marie Aidt, dönsk skáldkona, fædd á Grænlandi og býr í New York.
Drekar og smáfuglar í kilju
SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN
Bankastræti núll Einar Már Guðmundsson 185 bls. Mál og menning 2011
tla mætti að yfirskrift þessa laustengda ritgerðasafns Einars, sem hann kallar Bankastræti núll eftir niðurgröfnum almenningsklósettum sem byggð voru um miðja síðustu öld neðarlega í Bakarabrekkunni, séu til dýrðar almenningssalernum, en það reynist ekki vera þótt skrifin fjalli um skítamál, skítalabba og forn minni. Einar fléttar í tuttugu og fimm köflum saman vandlætingarflaum sinn um hruntímann, lausnir vinstristjórnarinnar (Einar var skrautfjöður á lista VG í Reykjavík), ýmsar endurminningar sínar frá fyrri tíð sem nú eru upplýstar í bleikum bjarma hinna rauðu daga í lífi skáldsins og hinna strákanna – og svo fáum við létta slettu af AA-speki og hugleiðingum um fíknina. Þetta er fallega umbrotin bók með grænblárri kápu og neon-rauðum innkápum, glóandi sem minnir á hina fornu daga Neon-seríunnar áður en hún datt úr hinu frábæra kápusniði hirðbrotskonu Bjarts, Ástu hinnar dularfullu. Ritgerðirnar eru flestar samtengdar á einhvern hátt, langur flaumur, víða stríður, en alltaf mótaður af hinni kunnu mælsku skáldsins, andagift þess og ljóðrænni sýn á mannlíf, hagfræði, huldar lendur og heimamenn, einkum þá sem nú fara með aflöndum í dulbúningum og reyna að komast heim – hvar sem það verður nú þeim og þeirra niðjum – koma víða við sögu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og hans sendimenn og fulltrúar eru þráfaldlega stungnir, ætlun þeirra, erindi og árangur mældur. Skáldið skortir mikið innsýn í hið flókna og ófyrirleitna endurbótakerfi sem nú er að byggja upp nýtt eignarhald í íslenska hagkerfinu; hann mætti á sínum ferðum um landið hlusta meira eftir sönnum sögum úr viðskiptalífinu, hverfa frá hinu almenna til hins sértæka, taka hluta og greina þá frekar en fljúga hátt yfir eynni og reyna að greina meginstrauma. Fyrr á tíð valdi Einar sér Morgunblaðið til að birta reiðilestra sína yfir meðreiðarsveinum í stórri sveit alþjóðakapítalista. Í þessari sérútgáfu – þótt ég trúi að eitthvað af þessum skrifum hafi reyndar birst í Mogganum – vefur hann skrifin haganlega í fléttu, reipi
sem dygði til að hengja menn, væri bent á þá. Þess á milli dettur hann niður í tilraunir til að greina bernskuljósin sín og þá fyrst og fremst bítlana, sína gömlu félaga, og nokkra aðra samferðarmenn. Einari tekst alltaf að gera menjar og minningamörk ljóslifandi. Hann er jú mikill og sérstakur sögumaður. Ekki fannst mér Hvíta bókin hans vera leikur frjálsra anda, stíf og einstrengingsleg. Það er nú rekið ofan í mig og aðra með fjölda tilvitnana um hrifna lesendur á þýðingum. Meira að segja skartar forsíða bókarinnar stjörnum þótt skáldið hallmæli þeim í textum sínum. Íhaldpressan danska kallar EMG „fremsta núlifandi rithöfund Íslands“. Hvers má sín þá kvak okkar smáfuglanna þegar Berlingurinn heldur ekki vatni. Þetta eru skemmtileg skrif. Fjölbreytileg þótt þau séu ekki af mörgum þáttum. Einar er orðinn hress, laus við reiðikenndan boðunartón, mildaður af ljóðum sem hann vitnar gjarna til, einkum til Sigfúsar Daðasonar, síns gamla meistara. Verkið verður þannig djörf tilraun til að draga saman í þematengdan ópus marga þræði og verður ljómandi í hinum persónulega stíl hans sem þroskast um leið og hann ber æ sterkari höfundareinkenni sem hljóta að þýðast sæmilega á önnur mál ef marka má fjölda tilvitnana um ágæti skáldsins og verka hans á innbroti kápunnar aftanverðu. Ég hélt reyndar að skáldið þyrfti ekki þá sjálfstyrkingu á íslenskum lesendamarkaði – ekki lengur. En skáldum er víst aldrei nógsamlega hrósað. Ritverk sem standa utan við skáldskapaðan heim, tilbúnar persónur og söguþráð eru að verða tilteknum aldri höfunda töm. Margir eru þeir reyndir agitatorar; Einar Már Guðmunds- og Jónssynir, Björn Bjarnason og fleiri velktir bitar úr hruninni höll kaldastríðsvaldanna. Víst má fagna því að samfélagsumræðan skuli endurbyggjast með þeirri rekahrúgu á fjörum lesenda. En allt eru það hoggin tré, sum sködduð eftir volkið, fæst nýtileg til nýrra bygginga, mest notuð í nýjar girðingar, rammsölt eftir langa útivist á höfum hugans og fúna eftir sprungum undir sól og vindum þegar á land eru komin. Við bíðum þess spennt að skáldið þjóni lund sinni og skrifi okkur sögur þótt greinar hans skemmti oss og hafi skarpan tón um liðna daga.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
LOKSINS Í KILJU!
„EITT
AF
MEISTARAVERKUM 20. ALDARINNAR“
Arnaldur Indriðason
Skáldverk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar (1918-1988) um Pál Jónsson blaðamann er stórbrotið uppgjör við mestu átakatíma síðustu aldar á Íslandi, hernámið og eftirstríðsárin. Nú er þríleikurinn loksins allur kominn í kilju í tveimur bindum; Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar. Ólafur Jóhann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976, fyrstur Íslendinga.
„Einhver hetjulegasta tilraun sem ég hef séð til að gera upp sakir við dramatískasta tímabil Íslandssögunnar á þessari öld.“ Heimir Pálsson, Helgarpóstinum
„Eitt af öndvegisverkum íslenskrar skáldsagnagerðar.“ Vésteinn Ólason, Tímariti Máls og menningar
40
matur
Helgin 3.-5. júní 2011
Fiskisögur Villtur lax og eldis
Af sambúð fisks við soð, lit, salt og bílvélar Þegar þið hafið soðið laxinn skuluð þið geyma soðið. Það má nota sem grunn í fiskisúpu eða sem tært fiskisoð. Sigtið soðið og sjóðið niður um helming eða svo (þetta er ástæðan fyrir því að salta ekki soðið) eða þar til ykkur líkar bragðið. Ef þið viljið tært soð getið þið tekið eina eggjahvítu og þeytt saman við örlítið af hráum fiski sem þið hafið maukað og setjið út í heitt soðið og sjóðið vægt í
smá stund. Eggjahvítan og fiskmaukið á að draga öll óhreinindi til sín og það á að vera auðvelt að fleyta þau ofan af. Rauði liturinn í laxholdinu kemur af rækjum og öðrum skeldýrum sem hann étur á flakki sínu um úthöfin. Þessi litarefni setjast í holdið eins og önnur efni sem laxinn dregur úr fæðunni. Þar geymir hann þau fyrir hina löngu föstu í ánni.
Fiskar sem ekki fasta geyma ekki jafn mikið af næringarefnum í holdinu og hafa því hvítt en ekki bleikt hold – þótt þeir éti kannski ekki minna af rækju en laxinn. Eldislax fær aldrei rækju. Honum er gefið fóður sem hefur verið litað með litarefnum unnum úr skeljum – eða annað litarefni sem leggst í holdið.
Í sumum tilvikum getur verið gott að salta fisk áður en hann er soðinn. Hann losar sig þá við vatn og verður þéttari en missir síðan minna vatn við suðuna og verður því í raun safaríkari á eftir en ósaltur fiskur. Þið getið reynt þetta á laxaflökum eða laxasneiðum seinna í sumar. Á youtube má finna myndband af manni sem eldaði lax ofan á bílvél.
Ef þið viljið reyna þetta, saltið og piprið þið laxasneið, sáldrið smá af ólívuolíu yfir og pakkið sneiðinni vel inn í sterkan álpappír og leggið ofan á bílvélina þar sem pakkinn er þokkalega skorðaður. Lokið húddinu og keyrið á Selfoss. Þegar þangað er komið ætti að vera safaríkur og vel bakaður lax í álpappírnum.
Uppskrift Agúrkusalat og majónesa
Matartíminn Konungur vorsins
Íslenskt (gróðurhúsa)vor
Lax, lax, lax – og lítið meira en lax
Þunnt skornar agúrkur sem hafa hvílt sig í ediki eru ómissandi með fyrsta laxi sumarsins.
Þegar þið berið laxinn fram skuluð þið hafa sjávarsalt á borðinu svo að fólk geti stráð eilitlu salti yfir fiskinn. Þess þarf þar sem soðið var ósaltað. Og það er einhvern veginn betra að strá saltinu yfir fiskinn í lokin frekar en að salta soðið. Hvers vegna? Það má Guð vita. En áður en þið sjóðið laxinn skuluð þið taka eina agúrku og sneiða örþunnt. Notið mandólín ef þið eigið, annars ostaskera eða hvað annað sem þið hafið komist upp á lag með. Dreifið sneiðunum á grunnan disk og stráið salti yfir. Skerið 6-8 myntublöð smátt og dreifið yfir (þið getið líka nota kerfil ef myntan er ekki komin upp) og dreypið síðan um tveimur matskeiðum af hvítvínsediki yfir og látið standa í um klukkustund. Og meira þarf ekki að gera til að búa til gott agúrkusalat. Majónesan er álíka einföld. Bleytið viskustykki, vefjið í hring og leggið á borðið þannig að þið hafið góða undirstöðu fyrir skál. Setjið eina eggjarauðu í skálina, hálfa teskeið af dijon-sinnepi, hálfa teskeið af hvítvínsediki, örlítinn hvítan pipar og smá salt og hrærið. Dreypið síðan á þetta einum og einum dropa af bragðlítilli (en samt góðri) olívuolíu og hrærið hratt og vel á meðan. Aukið hægt og bítandi við dropana þar til þeir mynda þunna bunu. Þegar majónesan tekur að þykkna hellið þið enn hraðar og loks þegar ykkur finnst eins og þið séuð að hræra af ykkur handlegginn hafið þið hellt rúmum bolla af olíu út í og eigið að hafa aðeins of þykka majónesu í skálinni. Þynnið hana nú með svo sem einni matskeið sítrónusafa. Ef majónesan er enn of þykk, þynnið hana með annarri matskeið af vatni, því þið viljið mjög fínlega majónesu með laxinum en ekki of súra af sítrónu. Seinna í sumar bætið þið við nýuppteknum kartöflum sem þið sjóðið í söltu vatni með einni eða tveimur greinum af myntu eða dilli.
Nýttu þér nóttina í
Nóatúni
Rétt soðinn villtur lax er einhvern veginn hreinn og svalur – eins og íslenska vorið sem hann tilheyrir. Og það er ekki til betri leið til að fagna sumri og þakka fyrir sig en að setjast til borðs þar sem soðinn lax er reiddur fram. Skerið það grænasta burt af tveimur blaðlaukum, kljúfið þá, hreinsið og sneiðið í sentimetraþykkar sneiðar. Skrælið tvær gulrætur og skerið í jafnþykkar sneiðar. Afhýðið tvo lauka og brytjið og sömuleiðis einn fennellauk eða fjóra stöngla af selleríi ef þið finnið ekki fennel. Bætið við lárviðarlaufi, þremur greinum af blóðbergi og krömdum geira af hvítlauk. Setjið í pott ásamt tveimur lítrum af vatni og hitið að suðu. Bætið við 10 svörtum piparkornum, bolla af hvítvíni, hálfum bolla af hvítvínsediki og hitið aftur að suðu og látið malla eilitla stund. Kreistið eina sítrónu yfir og hendið sítrónuhelmingunum út í soðið og hitið að suðu. Nú gætuð þið sett laxinn út í soðið, hitað aftur að suðu, lækkað undir, látið soðið kólna niður að um 70°C og haldið því þar. Mælt með mæli hitann á laxinum þar sem hann er þykkastur og tekið hann upp úr þegar hann hefur náð 50°C. Þetta ætti að taka um 20-30 mínútur (fer eftir stærð fisksins). Þetta er góð aðferð og örugglega sú eina rétta á allan fisk – nema kannski lax.
Öfug suða
Það er ekki hægt að fá þykkari sögu á diskinn sinn en lax sem leitar aftur heim í ána sína eftir ævintýralegt flakk um víðáttur hafsins. Ekki er rétt að spilla þeirri sögu með of íburðarmiklum leiktjöldum. Ljósmyndir/ Nordic Photos / Getty Images
Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn
F
átt rímar betur við bjart en svalt íslenskt vor eða snemmsumar en vægt soðinn villtur lax. Upp úr miðju sumri er sjálfsagt að hafa með honum nýuppteknar kartöflur en svona snemma sumars er nóg að bera fram með laxinum heimagert agúrkusalat og majónesu. Eflaust eru einhverjir til sem halda því fram að ræktaður lax sé jafn góður eða betri en villtur. Það var líka til fólk sem fannst Monkees betri en Bítlarnir. Við hin tökum hátíðlega á móti fyrsta villta laxi sumarsins. Hann ber að sjóða við vægan hita í góðu soði og bera fram á eins einfaldan hátt og mögulegt er. Ræktaða laxinn má reykja, grilla eða kaffæra í teriyaki yfir dimma vetrarmánuðina en þegar vorar er rétt að leyfa villta laxinum að njóta einfaldleikans. Hann hefur heldur ekkert að fela; hvorki keim af sojamjöli eða lýsi né losaralega áferð. Best er að sjóða laxinn heilan. Ef þið eigið ekki fiskpott eða nógu stóran ofnpott (sem þið notið undir lambalærið) getið þið skorið laxinn í tvennt. Hreinsið fiskinn, skrapið hreistrið af roðinu og skerið burt tálknin (þau gefa vont bragð í soðið).
Svarið liggur í soðinu
www.noatun.is
Þar sem fiskur þarf mun minni suðu en kjöt þarf fyrst að sjóða grænmeti, jurtir og krydd til að búa til bragðgott soð að sjóða laxinn í. Þetta kalla Frakkar court bouillon (sem mætti þýða sem létt soð). Og þar sem við viljum taka vel á móti fyrsta laxi sumarsins skulum við vanda til soðsins:
Eins og þið vitið næst oft bestur árangur við eldun á kjöti að hita það löturhægt upp í akkúrat rétt hitastig; þar sem það er hætt að vera hrátt en ekki orðið þurrt. En fiskar lifa í hálfgerðu þyngdarleysi í samanburði við landdýr og því ætti það ekki að koma neinum á óvart að áferð fisks og viðbrögð við hita eru önnur en kjöts. Það fer fæstum fiski vel að fara hægt úr kulda upp í kjörhita, hann vill verða hálf maukkenndur – en laxinn þolir þessa aðferð einkar vel. Þið getið reynt að kæla court bouillon-ið niður, sigtað það og kælt enn frekar í ísskáp. Sett laxinn síðan í pottinn og hellt soðinu yfir þannig að það rétt fljóti yfir fiskinn. Kveikt undir pottinum og hitað hægt upp í tæplega 70°C. Fylgist með hitanum í fiskinum þar sem hann er þykkastur og takið hann upp úr þegar hann er orðinn 50°C. Dundið ykkur síðan við það í sumar að ná fullkomnun í að sjóða villtan lax. Það er miklu meiri breidd í áferð og bragði laxins eftir því hvernig hann er soðinn en ykkur grunar. Og þið verðið með þessum æfingum miklu ríkari af reynslu og upplifun í haust en ef þið reynduð mismunandi uppskriftir af bökuðum, grilluðum, maríneruðum eða steiktum laxi með mörgum ólíkum sósum.
Matur
Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is
Í T T I S I L I M I N E A H P A I J T Í S I S N I N M U J G L N Y B E Ð R KA RA FLÓ
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
6Á
HVERT BARN SKIPTIR MÁLI
-VERTU HEILLAVINUR
Eftir flóðbylgjuna í Japan hafa Barnaheill – Save the Children sett upp örugg svæði þar sem börn fá vernd og stuðning. Þegar náttúruhamfarir verða leggja Barnaheill – Save the Children áherslu á að sameina foreldra og börn sem verða viðskila hvort við annað. Taktu þátt í að efla mannréttindi barna með því að vera heillavinur. Farðu á barnaheill.is eða hringdu í 580 8022 og vertu heillavinur með 1.000 kr. framlagi eða meira á mánuði.
Magni Ásgeirsson heillavinur
42
heilabrot
Helgin 3.-5. jĂşnĂ 2011
?
Spurningakeppni fĂłlksins
ďƒ¨
Sudoku
4
3
2. HvaĂ° heitir serbneski hershĂśfĂ°inginn sem handtekinn var ĂĄ dĂśgunum og hefur lengi veriĂ° eftirlĂ˝stur fyrir strĂĂ°sglĂŚpi Ă BosnĂustrĂĂ°inu?
8 1 4 2
3. Hver var valinn besti leikstjĂłrinn ĂĄ kvikmyndahĂĄtĂĂ°inni Ă Cannes Ă ĂĄr? 4. Hvert er fullt nafn sĂśngvarans Justins Bieber?
5
5. HvaĂ° er KĂnamĂşrinn langur?
1. 14 milljarĂ°ar. 2. Ratko Mladic.
ďƒź
3. Lars von Trier. 4. Ég er nokkuĂ° montin af aĂ° vita ĂžaĂ° ekki. 5. 7.000 kĂlĂłmetrar. 6. MagnĂşs Geir. 7. Sirkus Geira Smart og Spilverk Ăžjóðanna.
ďƒź
8. Þýskaland, BrasilĂa, SvĂĂžjóð og England.
ďƒź 10. Gunnar SmĂĄri. ďƒź 9. Cal Worthington.
11. Miami Heat og Dallas Mavericks.
ďƒź
12. Ég veit aĂ° Ăśnnur Ăžeirra heitir KatrĂn Alda. 13. Rosabaugur yfir Ă?slandi. 14. Pass. 15. Hef ekki hugmynd.
6 rĂŠtt
ďƒź
6
KatrĂn JĂşlĂusdĂłttir
7. HvaĂ°a lag hefst ĂĄ orĂ°unum „Þeir rĂĄku fĂŠĂ° Ă rĂŠttirnar Ă fyrsta og annan flokk. KĂlĂłiĂ° af sĂşpukjĂśti hĂŚkkaĂ°i Ă dag“ og meĂ° hvaĂ°a hljĂłmsveit er ĂžaĂ°?
iĂ°naĂ°arrĂĄĂ°herra
8. FjĂśgurra manna varnarlĂna Manchester United Ă Ăşrslitaleik Meistaradeildarinnar kom frĂĄ fjĂłrum lĂśndum. HvaĂ°a lĂśnd eru ĂžaĂ°?
3. Man ĂžaĂ° ekki.
1. 12,7 milljarĂ°ar. 2. Mladic.
ďƒź
4 7 9 8 1
3
ďƒź
8 ďƒ¨
Sudoku fyrir lengr a komna
4. Pass.
8
5. 5.000 kĂlĂłmetrar.
9. HvaĂ° heitir eiginmaĂ°ur Ă–nnu Mjallar Ă“lafsdĂłttur?
6 4 2 6 1 5
6. MagnĂşs Geir.
10. Hver er nýr formaður Sà à ?
7. Sirkus Geira Smart. Spilverk Þjóðanna.
11. HvaĂ°a liĂ° mĂŚtast Ă Ăşrslitum NBA-deildarinnar Ă kĂśrfubolta?
8. SerbĂa, England, BrasilĂa og Frakkland.
12. HvaĂ° heita systurnar sem standa aĂ° Ăslenskum tĂskufatnaĂ°i undir vĂśrumerkinu KALDA?
10. Gunnar SmĂĄri Egilsson.
9. Cal Worthington.
ďƒź
ďƒź ďƒź
7 3 2 5 6 3
ďƒź
11. Veit ĂžaĂ° ekki.
13. Hvað heitir nýútkomin bók BjÜrns Bjarnasonar um Baugsmålið?
12. KatrĂn og Rebekka RafnsdĂŚtur.
14. HvaĂ° heitir vĂŚntanleg kvikmynd Ăžar sem AnĂta Briem semur og syngur titillagiĂ°?
14. Pass.
13. Rosabaugur yfir Ă?slandi. 15. Andri ĂĄ flandri.
15. HvaĂ° heitir ferĂ°aÞåttur Ăştvarpsmannsins Andra Freys sem hefur gĂśngu sĂna Ă sjĂłnvarpi Ă jĂşlĂ?
ďƒź
ďƒź
ďƒź
7 3 9
9 rĂŠtt
SvĂśr: 1. 12,7 milljarĂ°ar krĂłna, 2. Ratko Mladic, 3. Nicolas Winding Refn, 4. Justin Drew Bieber, 5. 8.800 kĂlĂłmetrar, 6. Hilmir SnĂŚr GuĂ°nason, 7. Sirkus Geira Smart meĂ° Spilverki Ăžjóðanna, 8. BrasilĂu, SerbĂu, Englandi og Frakklandi, 9. Cal Worthington, 10. Gunnar SmĂĄri Egilsson, 11. Miami Heat og Dallas Mavericks, 12. KatrĂn Alda og Rebekka RafnsdĂŚtur, 13. Rosabaugur yfir Ă?slandi, 14. Theo, 15. Andri ĂĄ flandri.
ďƒ¨
7
krossgĂĄtan
2
1
4 9 1 5 2 4
lausn krossgĂĄtunnar er birt ĂĄ vefnum: www.this.is/krossgatur, aĂ° viku liĂ°inni "/4*
,Š3 -&*,63
)*--*/("3
-"/%
"š 65"/
.Š55*3
%36,,*//
'3ÂŤ 3&//4-*
7*š"34½( MYND: (CC BY-SA 2.0) YUVI PANDA
4*(5* ,/"1163 .Š-* &*/*/( ."4"3
45&*/#0(*
#&:(-"
7Š4,*--
-"/(5 /*š63
)7Š4" (3"/%*
#:3+"š63
(/Š(š
)-+Âť5"
."3
4644
ÂŤ55
'304, 5&(6/%
(-Šš" �3&'"-5  4+
)&*š63
,, /"'/
Âť7*-% ':--*3Âś*
3Âť'"
57&*3 &*/4 #-","
57&*3 &*/4
#-6/%63
�3š"
/+Âť-*
4+Ă ("
"š"-4 ."//4
7Š/,"45
53&'+"3
#",4"
)²-%6 #3055
#"6/" 5&(6/%
)Š55*
4,&.."
3:,
03(
611*45"š" 4,("3 ."š63
,:33š (&/(*
'*4,63
611(&3š"3 7&*,* -"(
Âť3&(-"
-&:'*
)Ă 4" Â?:31*/("3
.Š-* &*/*/(
4,&-
611)"'
%0--"
4&(- )3*/(63
4,Âť-*
½(/
'"/(* )Š/"
3&*š."š63 105
/&š"/
Â?",#3Ă /
-Âś5*--
56//"
530.."
413&*" 53&:45"
&*/4
&*//*(
-*5" .&*3*
#03(
Âť4*(63
/*š63 '&--*/(
,7"35 "/*3
1Ă 44"
(Š'"
7&-5"
(3*163 œ 3½š
#Âś-" 5&(6/%
%Š-*/(
leikskĂĄld og frĂŠttakona
6. Hver mun leikstýra Kirsuberjagarðinum à uppfÌrslu Borgarleikhússins nÌsta haust?
*š/
ÞórdĂs Elva ĂžorvaldsdĂłttir
6 3 4
1
8 9
1. Hver var hagnaĂ°ur Landsbankans ĂĄ fyrstu Ăžremur mĂĄnuĂ°um ĂĄrsins?
7
63("
,-"'*
LENGI LIFI
SAMKEPPNI SÆKTU UM DÆLULYKIL Á WWW.ATLANTSOLIA.IS Dælulykill gefur afslátt hjá þessum frábæru fyrirtækjum: Atlantsolía var stofnuð til að veita stóru olíufélögunum samkeppni. Við rufum einokun olíurisanna þriggja árið 2003 og höfum haldið keppinautunum við efnið síðan.
44
sjónvarp
Helgin 3.-5. júní 2011
Föstudagur 3. júní
Föstudagur
Sjónvarpið 16:20 Kallakaffi (12:12) e 16:50 Vormenn Íslands (6:7) e 17:20 Mörk vikunnar 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Otrabörnin (23:26) 18:22 Pálína (17:28) 18:30 Galdrakrakkar (22:47) 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 20:10 Bolti 21:50 Vera Vera 23:20 Lögguland Cop Land e Lögguland (Cop Land) er bandarísk spennumynd frá 1997. Lögreglustjóri í smábæ í New Jersey þar sem fjöldi lögreglumanna í New York býr rannsakar spillingu innan þeirra raða. Leikstjóri er James Mangold og meðal leikenda eru Sylvester Stallone, Harvey Keitel, Ray Liotta og Robert De Niro. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 01:00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
21:50 Vera Vera Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rannsóknarlögreglumann á Norðymbralandi.
19:20 The Simpsons (2/23) 21. þáttaröðin í þessum langlífasta gamanþætti bandarískrar sjónvarpssögu.
Laugardagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
SkjárEinn 6
5
06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 16:15 WAGS, Kids & World Cup Dreams 17:05 Girlfriends (18:22) (e) 17:25 Rachael Ray 18:10 Life Unexpected (4:13) (e) 18:55 Real Hustle (5:8) (e) 19:20 America's Funniest Home Videos 19:45 Will & Grace (17:25) 20:10 The Biggest Loser (7:26) 21:00 The Bachelor (6:11) 22:30 Parks & Recreation (4:22) (e) 22:55 Law & Order: Los Angeles 23:40 Whose Line is it Anyway? 00:05 Saturday Night Live (22:22) 00:55 Smash Cuts (1:52) 01:20 Girlfriends (17:22) (e) 01:40 High School Reunion (3:8) (e) 02:25 The Real Housewives of Orange County 03:10 Will & Grace (17:25) (e) 03:30 Penn & Teller (7 & 8:9) (e) 04:30 Pepsi MAX tónlist
20:50 Popppunktur Í öðrum Popppunkti sumarsins keppa Mezzoforte og Hljómsveitin
20:50 Rocky Bandarísk kvikmynd frá árinu 1976 um hnefaleikakappann Rocky Balboa.
Sunnudagur
20:15 Roðlaust og beinlaust Heimildarmynd eftir Ingvar Á. Þórisson um sjómannahljómsveitina Roðlaust og beinlaust sem skipuð er áhöfninni á frystitogaranum Kleifabergi ÓF-2.
Sjónvarpið
08:00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Skellibær / Konungsríki 08:15 Oprah Benna og Sóleyjar / Litlu snillingarnir 08:55 Í fínu formi / Múmínálfarnir 09:10 Bold and the Beautiful 09:06 Veröld dýranna (14:52) 09:30 The Doctors 09:11 Sveitasæla (6:20) 10:15 60 mínútur 09:23 Millý og Mollý (23:26) 11:00 Life on Mars (5/17) 09:36 Hrúturinn Hreinn (40:40) 11:50 Jamie Oliver’s Food Revolution 09:44 Engilbert ræður (12:78) 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 09:52 Lóa (15:52) 13:00 Friends (9/24) 10:05 Hérastöð (9:26) 13:25 School for Scoundrels fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:30 Enginn má við mörgum (5:6) e 15:10 Auddi og Sveppi 11:00 Að duga eða drepast (28:31) e 15:35 Leðurblökumaðurinn 11:50 Kastljós e 15:55 Ofuröndin 12:25 Biðsalur eða betri stofa 888 16:15 Nornfélagið 13:00 Altunga 888 16:40 Ofurhundurinn Krypto 4 5 13:30 Mörk vikunnar e 17:05 Bold and the Beautiful 14:00 Íslenski boltinn e 17:30 Nágrannar 14:55 Vormenn Íslands (6:7) e 17:55 The Simpsons (20/22) (20:22) 15:25 Vísindakirkjan e 18:23 Veður 17:05 Táknmálsfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17:15 Ástin grípur unglinginn (5:10) 18:47 Íþróttir 18:00 Fréttir 18:54 Ísland í dag 18:25 Veðurfréttir 19:11 Veður 18:30 Landsleikur í fótbolta 19:20 The Simpsons (2/23) Ísland - Danmörk BEINT 19:45 The Nutty Professor 20:40 Lottó 21:20 The Phantom Seinni hluti 20:50 Popppunktur 22:50 Marilyn Hotchkiss Ballroom 21:55 Dalur óttans Dancing and Charm School 23:55 Risaskrímslið 00:35 The Onion Movie 01:20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 01:55 The Incredible Hulk 03:45 Surrogates 05:10 The Simpsons (2/23) 05:35 Fréttir og Ísland í dag
SkjárEinn
06:00 Pepsi MAX tónlist 12:50 Rachael Ray (e) 15:05 High School Reunion (3:8) (e) 15:50 America's Next Top Model 07:00 Miami - Dallas 16:35 90210 (21:22) (e) 17:55 Pepsi mörkin 17:20 An Idiot Abroad (7:9) (e) 19:05 LA Liga Review 18:10 Girlfriends (19:22) 20:10 Miami - Dallas 18:30 The Bachelor (6:11) (e) 22:00 European Poker Tour 6 20:00 Last Comic Standing NÝTT 22:50 LA Liga Review 23:55 Box: M. Pacquiao - S. Mosley allt fyrir áskrifendur20:50 Rocky 22:55 Soul Men (e) 00:35 The Real L Word: Los Angeles fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:25 Smash Cuts (2:52) 19:00 Premier League World 01:50 Girlfriends (18:22) (e) 19:30 Ensku mörkin 02:10 The Real Housewives of Orange County 20:00 Ronaldinho 02:55 Whose Line is it Anyway? 20:25 Tottenham - Manchester Utd. 03:20 Penn & Teller (9 & allt fyrir áskrifendur 4 5 10:9) (e) 20:55 Bolton - Birmingham 03:50 Penn & Teller (1:10) (e) 22:40 Man United - Ipswich. 1994 04:20 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:10 Liverpool - Blackburn
STÖÐ 2
Sunnudagur Sjónvarpið
08:00 Morgunstundin okkar 07:00 Brunabílarnir 08:01 Fæturnir á Fanneyju (35:39) 07:25 Strumparnir 08:13 Herramenn (21:52) 07:50 Hello Kitty 08:24 Ólivía (32:52) 08:00 Algjör Sveppi 08:34 Töfrahnötturinn (12:52) 09:40 Latibær 08:47 Með afa í vasanum 09:50 Tommi og Jenni 08:57 Leó (39:52) 10:15 Stuðboltastelpurnar 09:00 Disneystundin 10:35 Bardagauppgjörið 09:01 Finnbogi og Felix 11:00 iCarly (16/45) allt fyrir áskrifendur 09:24 Sígildar teiknimyndir (37:42) 11:25 Glee (20/22) 09:30 Fínni kostur (16:21) 12:10 Bold and the Beautiful fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:53 Hið mikla Bé (5:20) 13:35 Friends 2 (4/24) 10:20 Popppunktur e 14:00 Cougar Town (8/24) 14:25 The New Adventures of Old Christine 11:25 Landinn e 11:55 Horfnir heimar Ancient Worlds 14:55 Sjálfstætt fólk 12:55 Demantamót í frjálsum íþróttum 15:35 Gossip Girl (16/22) 4 5 6 15:05 Skarfar - einstök aðlögun e 16:25 The Ex List (7/13) 16:00 Önnumatur frá Spáni e 17:10 ET Weekend 16:30 Landsleikur í handbolta 17:55 Sjáðu Ísland - Úkraína BEINT 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:00 Táknmálsfréttir 18:49 Íþróttir 18:10 Stundin okkar e 18:56 Lottó 18:35 Með afa í vasanum (40:52) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 18:48 Ungur nemur - gamall temur 19:29 Veður 19:00 Fréttir 19:35 America’s Got Talent (1/32) 19:30 Veðurfréttir 21:00 Ghosts of Girlfriends Past 19:40 Landinn 22:40 Unknown 20:15 Roðlaust og beinlaust 00:20 Copying Beethoven 21:10 Downton Abbey (7:7) 02:00 Wanted 22:15 Sunnudagsbíó - Byssurnar í 03:50 Rocky Balboa Navarone The Guns of Navarone 05:30 Fréttir 00:45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SkjárEinn 12:00 Golfskóli Birgis Leifs (10/12) 13:05 Rachael Ray (e) 12:30 Veiðiperlur 14:35 Million Dollar Listing (5:9) (e) 13:05 Nanshan China Masters 15:20 Top Chef (2:15) (e) 15:35 England - Sviss Beint 16:10 The Biggest Loser (7:26) (e) 17:45 Magdeburg - Füchse Berlin 17:00 Survivor (3:16) (e) Beint 17:45 WAGS, Kids & World Cup Dreams 19:10 LA Liga Review allt fyrir áskrifendur 18:35 Girlfriends (20:22) 20:15 Nanshan China Masters 18:55 Rules of Engagement (4:26) 22:45 England - Sviss fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:20 Parks & Recreation (4:22) 00:30 Magdeburg - Füchse Berlin 19:45 America's Funniest Home Videos 20:10 An Idiot Abroad (8:9) 21:00 Law & Order: Criminal Intent 21:50 Californication (10:12) 17:00 Premier League World 4 5 22:20 Blue Bloods (18:22) (e) 17:30 Season Highlights 2010/2011 23:05 Royal Pains (18:18) (e) 18:25 Alfonso 23:55 Last Comic Standing (1:12) (e) 18:50 Everton Man. Utd. 6 fyrir áskrifendur allt 00:45 The Real L Word: Los Angeles 20:35 Fulham - Man. City 01:35 CSI: New York (19:23) (e) 22:20 Liverpool - Bolton fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:20 Pepsi MAX tónlist
6
6
08:00 Mr. Woodcock SkjárGolf 10:00 More of Me SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 06:00 ESPN America 12:00 Astro boy 08:15 The Object of My Affection 06:00 ESPN America 07:20 Golfing World 08:00 Grey Gardens 14:00 Mr. Woodcock 08:10 The Memorial Tournament (1:4) 10:05 What Happens in Vegas... allt fyrir áskrifendur08:10 The Memorial Tournament (2:4) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 4 5 6 10:00 Baby Mama 16:00 More of Me 12:00 Abrafax og sjóræningjarnir 4 5 6 11:10 Golfing World allt fyrir áskrifendur 11:10 Golfing World 12:00 Beethoven’s Big Break 18:00 Astro boy 14:00 The Object of My Affection 12:00 Golfing World fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:00 The Celtic Manor Wales Open 14:00 Grey Gardens 20:00 I Love You Beth Cooper 16:00 What Happens in Vegas... 12:50 PGA Tour - Highlights (21:45) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:30 The Memorial Tournament (3:4) 16:00 Baby Mama 22:00 Nights in Rodanthe 18:00 Abrafax og sjóræningjarnir 13:45 The Memorial Tournament (1:4) 22:00 Ryder Cup Official Film 2008 18:00 Beethoven’s Big Break 00:00 Blonde Ambition 20:00 Jerry Maguire 16:50 4 Champions Tour - 5Highlights 23:15 Golfing World 20:00 Köld slóð 02:00 Men at Work 22:156Prince of Persia: The Sands... 17:45 Inside the PGA Tour (22:42) 00:05 ESPN America 22:00 Hancock 04:00 Nights in Rodanthe 00:10 30 Days Until I’m Famous 18:10 Golfing World 4 5 6 Stop-Loss 00:00 06:00 Jerry Maguire 02:00 Find Me Guilty 19:00 The Memorial Tournament (2:4) 4 02:00 Jindabyne 04:00 Prince of Persia: The Sands... 22:00 Golfing World 04:00 Hancock 06:00 Köld slóð 22:50 PGA Tour - Highlights (20:45) 06:00 Australia 23:45 ESPN America
00:00 Dallas - Miami Bein útsending frá þriðja leik Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitum NBA. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
STÖÐ 2
Laugardagur 4. júní
5
6
sjónvarp 45
Helgin 3.-5. júní 2011
5. júní
STÖÐ 2 07:00 Könnuðurinn Dóra 07:25 Áfram Diego, áfram! 07:50 Algjör Sveppi 09:35 Histeria! 11:20 Sorry I’ve Got No Head 11:50 Nágrannar 13:10 Mad Men (7/13) 13:55 America’s Got Talent (1/32) Fimmta þáttaröðin af þessari stærstu allt fyrir áskrifendur hæfileikakeppni heims. Keppendur eru af öllum stærðum og gerðum og hæfifréttir, fræðsla, sport og skemmtun leikarnir jafn misjafnir og keppendur eru margir. Dómararnir eru þau Piers Morgan, Sharon Osbourne og grínistinn góðkunni Howie Mandel. Kynnir er Nick Cannon sem er vel þekktur leikari, 4 grínisti með meiru og þar að auki eiginmaður söngkonunnar Mariuh Carey. 16:10 Grey’s Anatomy (22/22) 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (17/24) 19:40 Sjálfstætt fólk 20:20 The Mentalist (22/24) 21:05 Rizzoli & Isles (4/10) 21:50 Damages (3/13) 22:35 60 mínútur 23:20 Daily Show: Global Edition 23:50 Glee (20/22) 00:35 The Event (22/22) 01:20 Nikita (11/22) 02:05 Saving Grace (10/14) 02:50 The Closer (6/15) 03:35 Undercovers (6/13) 04:20 The Mentalist (22/24) 05:05 Frasier (17/24) 05:30 Fréttir
Í sjónvarpinu Virkir morgnar á R ás 2
Áreynslulaus fyndni Það er ekki dyggð að vakna snemma á morgnana. Að vera aðeins of seinn í vinnuna er daglegt brauð hjá mér en því fylgir sá kostur að ná nokkrum mínútum af Virkum morgnum á Rás 2 í bílnum á leiðinni. Ég man ekki eftir að hafa hlustað á jafn ljúfan og fyndinn útvarpsþátt í áraraðir eða líklega síðan Tvíhöfði var og hét. Efnistökin skipta engu máli og ólíkt öðrum þáttum finnst mér skemmtilegast að hlusta á umsjónarmennina tala saman. Tónninn á milli Andra Freys og Gunnu Dísar er tilgerðarlaus, hlýr og heimilislegur. Andri Freyr er leiftrandi húmoristi, gæddur þeim aðdáunarverða eiginleika að gera óspart grín að veikleikum sínum og mistökum. Enda 5
hvað er leiðinlegra en fólk sem tekur sjálft sig of hátíðlega? Gunna Dís er ánægð með Andra sinn og sér björtu hliðarnar á því að hann hafi ekki lifað lífinu eftir leiðbeiningabæklingi. Sjálf er hún mikil týpa og ófeimin við að viðra skyndilegar hugdettur sem oftast nær eru frumleg sýn á hversdagsleikann. Eins og dyggir hlustendur Virkra morgna vita fær Andri stundum mánudagsveikina. Og stundum kemur eitthvað upp á sem gerir það að verkum að Gunna Dís stýrir skútunni ein. Það gerir hún með glans. Til að vera sanngjörn skal þess getið að enginn verður gáfaðri af því að hlusta á þáttinn en það er
6
jarnsteypan.is
Strætóbekkurinn - er lífstíðareign Þægilegur og endingargóður bekkur sem þolir íslenskt veðurfar. Verð 93.043 kr. með vsk.
12:00 LA Liga Review 13:05 Nanshan China Masters 15:35 Magdeburg - Füchse Berlin 16:55 Logi Geirsson 17:35 LA Liga’s Best Goals 18:30 England - Sviss 20:15 Nanshan China Mastersallt fyrir áskrifendur 22:45 Pepsi mörkin 00:00 Dallas - Miami Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
17:00 Arsenal - Tottenham 18:45 Players 50 - 26 19:40 Premier League World 20:10 Man. Utd. - Blackburn allt fyrir áskrifendur 21:55 Newcastle - Man. City 23:40 Liverpool - Chelsea, 1997
4
5
6
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:00 The Memorial Tournament (3:4) 12:00 The Celtic Manor Wales Open 4 5 16:00 The Memorial Tournament (4:4) 22:00 Golfing World 22:50 US Open 2000 - Official Film 23:50 ESPN America
6
ellingsen.is
daxara– kerrur FÁST Í ellingSen
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • AKUREYRI
þrautin þyngri að koma syfjuðu og úrillu fólki í gott skap á morgnana. Andra Frey og Gunnu Dís tekst það áreynslulaust og fá hér með verðskuldaðar þakkir fyrir. Þóra Tómasdóttir
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 552 4407
46
bíó
bíódómur X-Men: First Class
Helgin 3.-5. júní 2011
Úrvalsdeild ofurhetja
S
á dásamlegi og alltof sjaldséði leikari Kevin Bacon skýtur hér upp kollinum í útrýmingarbúðum nasista. Hann leikur Sebastian Shaw, einhvers konar yfirnáttúrulega útgáfu af Jósef Mengele, sem kemst heldur betur í feitt þegar á fjörur hans rekur gyðinginn unga, Erik Lensherr. Sá hefur þann magnaða hæfileika að geta sveigt og beygt málma eins og honum sýnist. Á meðan Erik litli missir foreldra sína og þjáist í klónum á Shaw elst hinn ungi Charles Xavier upp í vellystingum en vanrækslu á óðali ættar sinnar.
Síðan víkur sögunni til ársins 1963. Erik er orðinn fullorðinn og rekur slóð Shaws um víða veröld, harðákveðinn í að drepa hann. Xavier er hins vegar að ljúka námi í erfðafræðum enda heltekinn af viðfangsefninu. Eðlilega kannski þar sem sjálfur er hann stökkbreyttur og getur lesið hugsanir. Shaw er sturluð stökkbreyta sem ætlar sér að etja Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum út í heimsstyrjöld með því að véla Rússa til að koma fyrir kjarnorkuflaugum á Kúbu. Á meðan Shaw bruggar sín laun-
frumsýnd
Angist unga fólksins
Töffið lekur af Michael Fassbender.
ráð kynnast þeir Xavier og Erik og með hjálp CIA smala þeir saman slatta af stökkbreytum og áður en yfir lýkur þarf þessi ósamstæði hópur að taka á honum stóra sínum til þess að stoppa Shaw og bjarga heiminum. X-Men: First Class er ofurhetjumynd í hæsta gæðaflokki og hér er teflt fram úrvalsliði stökkbreytna. Bacon er frábær skúrkur, James McAvoy er fágunin og gæskan uppmáluð í hlutverki Xaviers en mest gustar af Michael Fassbender. Töffið sem lekur af honum er svo
ískalt og flott að hann hefur ekkert fyrir því að vera aðalgæinn í þessu stökkbreytudrama og maður getur ekki annað en haldið með Magneto og öfgahugmyndum hans. Allt smellur þetta saman, skemmtileg saga, spenna og áhugaverðar persónur, í grjótharða heild sem er krydduð fínum nördahúmor. Þórarinn Þórarinsson
Græna ljósið frumsýnir Myth of the American Sleepover í Bíó Paradís í dag, föstudag. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Davids Roberts Mitchell sem þykir hafa búið til meistaraverk úr litlum fjármunum og hópi óreyndra leikara. Hér fléttast saman sögur af ungu fólki í leit að sínum fyrsta kossi, partíum og ævintýrum áður en raunveruleiki skólalífsins tekur aftur völdin. Eins og gefur að skilja rætist ekki alltaf úr barnslegu dagdraumunum en það eru hins vegar hin óvæntu augnablik sem móta unglingana fyrir lífstíð.
x-Men Aftur fyrir byr junarreit
Kung Fu Panda 2
Pandabjörninn og fyrrum núðlukokkurinn Pó er í góðum málum eftir þrautagöngu og manndómsvígsluna sem hann gekk í gegnum í Kung Fu Panda árið 2008. Nú er Pó orðinn Drekabardagakappi og verndari Friðardalsins, þrátt fyrir að hann sé enn í yfirvigt. Pandan káta er þó ekki lengi í Paradís og þegar fregnir berast af skúrki sem ætlar sér að ná yfirráðum í gervöllu Kína með leynivopni sem mun gera út af við Kung Fubardagalistina. Þá eru góð ráð dýr og Pó leggur upp
í ferðalag ásamt félögum sínum, Tigress, Crane, Mantis, Viper og Monkey, til að mæta óvinunum. Pó þarf á allri sinni einbeitingu að halda til að geta staðist hinu illa snúning og þarf að leita aftur til uppruna síns og finna þar leyndardóma sem veita honum þann styrk sem hann þarf. Sem fyrr mætir stórskotalið úr Hollywood og talar fyrir
Pandan Pó leggur land undir fót ásamt félögum sínum.
persónur teiknimyndarinnar. Gamanleikarinn Jack Black ljær Pó rödd sína, Angelina Jolie talar fyrir Tigress, Lucy Lu fyrir Viper, David Cross fyrir Crane og Jackie Chan fyrir Monkey. Aðrir miðlar: Imdb: 7,8. Rotten Tomatoes: 77%. Metacritic: 68/100.
DiCaprio gæti orðið skúrkur
Orðrómur er kominn á kreik um að Leonardo DiCaprio muni leika aðalskúrkinn Calvin Candie í spaghettí-vestranum Django Unchained sem Quentin Tarantino er að undirbúa. Tarantino er sagður hafa haft hug á samstarfi við DiCaprio um nokkurt skeið og jafnvel séð hann fyrir sér sem ófétið Hans Landa í Inglorious Basterds en Christoph Walz gerði þeirri persónu síðan eftirminnileg skil. Talið er að Tarantino hafi fyrst skrifað hlutverkið með DiCaprio í huga en þegar leikarinn gaf ekki kost á sér hafi hann breytt því og lagað persónuna að Waltz.
Xavier og Lensherr taka skák í mesta bróðerni í X-Men: First Class enda perluvinir.
Fincher lofar góðu Deildar meiningar hafa verið uppi um þá ákvörðun að endurgera sænsku spennumyndina Karlar sem hata konur fyrir Bandaríkjamarkað en ef eitthvað er að marka fyrstu stikluna sem birt hefur verið úr væntanlegri jólamynd Davids Fincher, The Girl With the Dragon Tattoo, er Fincher vandanum vel vaxinn. Sýnishornið er drungalegt enda dynur gamli Zeppelin-slagarinn Immigrant Song með Karen O yfir kaldhömruðum norrænum veruleikanum sem birtist í bókum Stiegs Larsson. Daniel Craig er ábúðarmikill sem Mikael Blomkvist og úr fjarlægð virðist Rooney Mara vera ágæt Lisbeth Salander þótt samanburður við Noomi Rapace í frummyndinni verði henni líklega alltaf í óhag.
grillið
ódýrt alla daga
% 3 3 afsláttur
998
Stökkbreyttur forleikur Ofurhetjurnar sem kenndar eru við X eiga sér nokkuð langa sögu. Myndasöguhöfundurinn Stan Lee og teiknarinn Jack Kirby kynntu X-Men til sögunnar í hasarblöðum árið 1963 og leikstjórinn Bryan Singer leiddi sókn X-fólksins í bíó árið 2000 með fyrstu myndinni í þríleik um stökkbreytt ofurmennin sem berjast jafn innbyrðis sem og fyrir tilverurétti sínum í samfélagi mannanna.
Þ
X-Men eiga enn helling inni og því ekki að undra þótt ráðist hafi verið í gerð fjórðu myndarinnar.
eir Patrick Stewart og Ian McKellen léku Charles Xavier og Eric Lensherr, höfuðandstæðingana í þríleiknum, en nú hafa James McAvoy og Michael Fassbender tekið við hlutverkum þeirra í fjórðu myndinni, X-Men: First Class, sem segir forsöguna að því sem þegar er komið. Xavier og Lensherr, sem eru þekktari sem Prófessor X og Magneto, hafa ólíkar áherslur í réttindabaráttu hinna stökkbreyttu. Prófessor X rekur skóla fyrir ungar stökkbreytur sem hann leitar uppi og reynir síðan að leiðbeina þeim og kenna þeim að nota hæfileika sína öllum til góðs, venjulegu fólki og
kr. kg
Verð áður 1498 kr. kg grísakótilettur, magnpakkning
Af sem áður var. Prófessor X sækir sinn gamla félaga Magneto heim í fangelsi í The X-Men og þeir taka eina bröndótta þótt litlir kærleikar séu nú með þeim.
stökkbreytum. Magneto er aftur á móti brenndur af biturri lífsreynslu en hann missti foreldra sína í útrýmingarbúðum nasista þar sem hann þurfti sjálfur að þola ýmsar pínslir. Xavier trúir því að stökkbreytur og manneskjur geti lifað í sátt og samlyndi á meðan Magneto hefur því miður lært ansi margt af kvölurum sínum. Hann lítur á stökkbreyturnar sem æðri kynstofn sem eigi að erfa jörðina og vill því taka á mannskepnunni af fullri hörku. Singer tefldi fram miklum stjörnufans í X-Men árið 2000. Auk þeirra Stewarts og McKellens stigu fram í ýmsum gervum Hugh Jackman (Wolverine), Famke Janssen ( Jean Grey), Halle Berry (Storm), A nna Paquin (Rogue) og Rebecca Romijn (Mystique). Áherslan hjá Singer var mest á Wolverine og uppruna hans enda gaurinn vinsæll í myndasöguheiminum og árið 2009 lék Jackman hetjuna í hliðarverkefninu XMen Origins: Wolverine. Singer leyfði persónunum að þróast milli mynda og með því að teygja dæmið upp í þríleik fékk hann svigrúm til
bíó
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
að grafa dýpra í fortíð lykilpersónanna og gefa vísbendingar um það sem beið þeirra í framtíðinni. Singer sá sér samt ekki fært að klára þrennuna þannig að Brett Ratner stýrði X-Men: The Last Stand. Sú mynd gaf þeim tveimur fyrri nokkuð eftir en lokaði samt sem áður þrennunni sómasamlega. X-Men eiga enn helling inni og því ekki að undra þótt ráðist hafi verið í gerð fjórðu myndarinnar. En í stað þess að halda áfram að spinna söguna frá The Last Stand er nú farið aftur í tíma og sagt frá því þegar Charles Xavier og Erik Lensherr kynnast árið 1963. Þeim verður vel til vina og sameinast gegn öflugum óvini en áherslumunur þeirra í samskiptum við umheiminn rekur síðar slíkan fleyg á milli þeirra að þeir verða erkifjendurnir Prófessor X og Magneto.
S J Ó M A N N A D A G U R I N N
2 0 1 1
Sjórinn er hættulegur vinnustaður Sýnum stuðning í merki! Um aldirnar hefur sjórinn verið helsta auðlind Íslendinga og samgönguæð. Mikill fjöldi íslenskra sjómanna hefur farist við störf sín á hafinu auk þeirra fjölmörgu sem hafa slasast. Á síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir í slysavörnum og 2008 var fyrsta og eina árið í sögunni án dauðaslysa við Íslandsstrendur. Öflugar slysavarnir kosta ómælda vinnu og fjármagn – til að geta haldið áfram á sömu braut þurfa allir landsmenn að leggjast á eitt. Stöndum þétt við bak okkar vösku sjómanna og eflum öryggi þeirra með því að kaupa merki sjómannadagsins 2011. Tökum öll vel á móti sölufólki á næstu dögum.
Aukum öryggi sjómanna.
Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar selja merki sjómannadagsins en félagið rekur m.a. Slysavarnaskóla sjómanna um borð í skólaskipinu Sæbjörgu.
48
grill og matur
Grillið á að vera alveg blússandi heitt til þess að grindurnar nái að karameli sera þessar flottu grillrendur í kjötið. Grindurnar verða líka að vera þykkar til þess að ná þessu.
Þ
Helgin 3.-5. júní 2011
Á rauðglóandi grillið
að er oft sagt að bragðið felist í fitunni. Það er alveg rétt. En öllu má ofgera. Það þarf ekki einn og hálfan sentimetra af fitu utan á kjötinu. Svoleiðis fita smýgur ekkert inn í kjötið, hún ýrir bara eldinn og lætur steikina brenna. Nóg er að fituröndin sé hálfur sentimetri. Það er fitan sem er inni í kjötinu, það sem kallað er marbling á ensku en gæti útlagst marmarafita á íslensku. Sú fita bráðnar inn í kjötið og gerir allt djúsí. Þykktin á kjötinu á líka að vera að minnsta kosti tveir sentimetrar eigi að vera mögulegt að ná þessari marmarafitu inn í kjötið áður en það ofþornar í eldinum. Salt og pipar má líka alveg fara á kjötið um fimm mínútum áður en það er grillað. Grillið á líka að vera alveg blússandi heitt til þess að grindurnar nái að karamelisera þessar flottu grillrendur í kjötið. Grindurnar verða líka að vera þykkar til þess að ná þessu. Lokið á líka að vera niðri eins mikið og hægt er. Grilltíminn er auðvitað mismunandi eftir grillum og þeim hita sem þau ná upp en fjórar mínútur á fyrri hliðinni og tvær til fjórar á hinni ætti að vera um það bil medium. Ef það á að reyna við krossrendur er það bara gert á fyrri hliðinni með því að snúa steikinni 90 gráður eftir um 2 til 3 mínútur á fullu blasti. Ef það gýs upp eldur þarf að koma steikinni í var í nokkrar sekúndur og setja hana svo yfir eldinn aftur. Það borgar sig því að vera alltaf með pláss á grillinu þar sem ekki er beinn logi undir þótt ekki sé verið að grilla við óbeinan hita. Svo þarf að hvíla steikina í nokkrar mínútur áður en byrjað er að borða. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is
Prime ribs eru með stórri fiturönd sem gengur í gegnum steikina. Hún bráðnar ofan í kjötið að hluta en gæta verður þess að hafa steikina nógu þykka, minnst tvo sentimetra, til að hún ofþorni ekki á grillinu.
Allt í steik Val á góðum steikarbita
L
undin er á toppnum hvað mýkt varðar. Hún er líka dýrasti hlutinn. Vandamál lundarinnar er þó að hún býr yfir mjög lítilli fitu, sem þýðir að ef hún er ofelduð bara um nokkrar gráður er hún þurr og allt að því vond. Þá er það eina sem bjargar málinu heimalöguð bernes. Ekkert úr pakka, innihaldið úr pakka bjargar ekki ofelduðum lundum. Prime ribs eða Entrecote eru beinlausar sneiðar úr framhryggnum. Þetta stykki er með því bragðmeira af nautinu en þetta er líka fyrir þá sem þola smá fitu á steikinni sinni. Salta og pipra rausnarlega og grilla til medium, annars er hætta á að það verði erfitt að tyggja.
Að velja góða nautasteik er ekki alltaf einfalt mál. Mismunandi hlutar nautsins bjóða upp á mis munandi bragð, áferð og tyggjanleika. Einfaldasta leiðin til að tryggja að kjálkarnir þurfi ekki þriggja daga hvíld er að því nær bakinu sem steikarbitinn var skorinn frá, því mýkri verður steikin.
50
grill og matur
Helgin 3.-5. júní 2011
Ferskt hrásalat
Þ
Það er hægt að bragðbæta smjör með fleira en hvítlauk. Ferskar kryddjurtir eru góðar út í þetta gula og eins er með börk af sítrónum eða límónum.
Kartöflur
Grillaður maísstöngull með límónusmjöri
Grilla maísstöngla í 10-15 mínútur við miðlungshita. Stappa 50 grömm af smjöri svo að það verði mjúkt, rífa börk af einni límónu yfir smörið og pipra eftir smekk. Stappa þessu saman og láta bráðna yfir stöngulinn. Svo er saltað eftir smekk.
í jakkanum G rilluð bökun arkartafla er hið full komna með læti með kjöti og fiski. Prófið að grilla kartöfluna þangað til hún er tilbúin. Það finnst með því að stinga grillsp jóti inn í miðjuna og ef það er auðvelt er hún tilbúin. Skerið kartöfluna og skafið mest allt innan úr en skiljið hýðið heilt eftir. Þá er hægt
að stappa saman við hverju því sem hugurinn girnist; osti hvers konar, krydd smjöri, sýrðum rjóma og ferskum kryddjurtum. Eins er hægt að blanda við öðru meðlæti eins og maís korni eða papriku. Gott er að blanda aðeins smjöri saman við og smá salti og pipar.
að er fátt betra með grillmatnum en brakandi ferskt heimalagað hrá salat. Fyrst skal rífa niður hálfan hvítkáls haus og eina gulrót. Gott að hafa gul rótina aðeins fínna rifna. Saxa fínt niður 1/4 rauðlauk. Blanda saman í skál mat skeið af matarolíu, t.d. sólblóma, laukn um, sykrinum og edikinu. Láta bíða smá stund og blanda svo saman við grænmet ið. Þá er að hræra majónesinu út í. Sumir vilja mikið mæjó en aðrir minna. Gott að prófa aðeins minna og bæta svo bara við eftir smekk. Hræra svo kálinu saman við blönduna. Það tekur svolitla stund fyrir þetta að koma almennilega saman þannig að ekki stökkva strax til og setja óþarf lega mikið af hvíta stöffinu. Geymist í kæli í að minnsta kosti tvo tíma. Fínt að gera þetta daginn fyrir grillpartíið. Hálfur hvítkálshaus 1/4 rauðlaukur 1 gulrót 1 msk. olía 3 msk. sykur 1 msk. edik 6 msk. majónes smá salt
Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is
VIKUTILBOÐ 2. - 8. JÚNÍ
ALVÖRU HAMBORGARAR
100% HREINT KJÖT þyngd frá 115-200 gr Grísaspjót í lemmon&koriander marineringu 1.995 kr/kg Lamba ribeye í „grillmarineringu“ 2.995 kr/kg
A P Ó H R I R Y F Ð GRILLTILBAO I NNS EÐA FLEIR FYRIR 10 M
GRILLTILBOÐ 1 Grísahnakki kryddað/ marinerað, ferskt salat með fetaosti, kartöflusalat, sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með.
Verð kr 1.490 á mann
GRILLTILBOÐ 4
GRILLTILBOÐ 3
GRILLTILBOÐ 2 Grísahnakki og lambalærisneiðar kryddað/marinerað, sætkartöflusalat, ferskt salat með fetaosti og ólívum og sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með.
Leitaðu til fagmanna
Lamba file eða rib-eye í rósmarin- og hvítlauksmarineringu, sætkartöflusalat, bökuð kartafla, ferskt salat með sólþurkuðum tómötum og fetaosti og sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með.
Nauta rib-eye í amerískri Texas marineringu, sætkartöflusalat, ferskt salat með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti. Kartöflustrá og/eða bökuð kartafla með kryddsmjöri eða bearnessósu og sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með.
Verð 2.490 á mann
Verð 2.990 á mann
Verð kr 1.690 á mann
OPIÐ UM HELGINA FÖSTUDAGUR KL. 10-19 LAUGARDAGUR KL. 11-17
KJÖTbúðin KJÖT búðin
Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 -
52
tíska
Helgin 3.-5. júní 2011
Heimilislausa tískan sló í gegn Olsen-systurnar hafa alltaf verið þekktar fyrir fatastílinn sem minnir helst
á tísku heimilislausra. Þær komu þeirri tísku af stað og hafa verið útnefndar
Fylgjum óskráðum reglum í klæðavali Það er auðséð og vitað að kynslóðir klæða sig ólíkt. Ákveðin tíska fylgir hverju aldursskeiði sem hentar vel líkamsburði, virðingu og lífsháttum. Oft líta eldri kynslóðir niður á hinar yngri, hneykslast og skammast og á sama tíma gagnrýnum við fatastíl þeirra eldri. Tískuverslanir keppast því við að höfða til sem flestra og reyna að hafa fjölbreytilegt úrval af fötum.
sem helstu frumkvöðlar hennar. En á dögunum komu þær með skýringu á þessu klæðavali og sögðu þetta vera ákveðna vernd fyrir fjölmiðlum. Þegar þær voru yngri og gengu í skóla, reyndu þær að draga sem mest úr athyglinni og skelltu sér í stór, víð og þægileg föt. Flókið hár, skítugir skór og víðar mussur eru einkennandi fyrir tvíburana, stíllinn festist við þær og varð svo að helsta tískutrendi síðari ára.
tíska
Tara stelur hugmynd Louboutain Í síðustu viku lögsótti skóhönnuðurinn Christian Louboutain fyrirtækið YSL fyrir að hafa stolið rauða sólanum hans. Rauði sólinn, sem er að finna undir himinháa hælnum, hefur verið einkennismerki Louboutain en skódeild YSL tók upp á því að hanna skó með rauðum sóla. Í öllum látunum hefur hin sextán ára Tara Haughton frá Írlandi hafið framleiðslu á sólum í öllum litum og hefur rauði sólinn að sjálfsögðu
selst betur en nokkur annar. Hún selur sólana á tæpar 3.000 krónur og eru þeir límdir með sérstöku lími undir skóna. Fyrirtækið hennar vex ört og hún er komin með tvo starfsmenn í fullri vinnu sem búa til og selja sólana. Nú er spurning hvort Louboutain mun einnig lögsækja Töru.
Lakk sem heitir eftir keppendum Nýjar naglalakkslínur frá fyrirtækinu OPI hafa verið margar á árinu og allar hafa þær slegið rækilega í gegn.
Mánudagur Kjóll: Topshop Skór: H&M Eyrnalokkar: Gyllti kötturinn
Kolbrún Pálsdóttir skrifar
Tíska karlmanna einkennist af meira frelsi en kvenmanna. Líkamsburður okkar kvennanna breytist mikið gegnum árin og við þurfum á einhverjum tímapunkti að sleppa takinu á flegnu bolunum, stuttu pilsunum og 15 cm hælunum. Virðulegri klæðnaður tekur við og við leggjum meiri áherslu á aðra líkamsparta en brjóstin og lærin. Karlmenn komast upp með meira í klæðaburð og er ekki óvenjulegt að sjá tvítugan strák og fimmtugan karlmann klæðast sams konar fötum.
Nú hefur fyrirtækið lekið út upplýsingum um nýjustu línuna sem á að setja á markað í september næstkomandi, OPI-Miss America. Keppnin Ungfrú Ameríka verður haldin núna í júní í Las Vegas og munu núverandi Ungfrú Ameríka, Rima Fakih, og Ungfrú Alheimur, Ximena Navarrete, kynna línuna á keppninni. Mikill glamúr og glæsileiki einkennir línuna og mun hvert lakk heita eftir keppanda í Ungfrú Ameríka.
5
dagar dress
Þriðjudagur Skór: GS skór Leggings: Gina Tricot Skyrta: American Apparel Hálsmen: Spúútnik Eyrnalokkar: Topshop
Það er mér minnisstætt þegar ég, ung að árum, tók ömmu mína í meikóver og gerði hana að átján ára unglingi. Það heppnaðist vel en myndi aldrei virka í okkar samfélagi. Fólk snýr sér við, horfir á eftir einstaklingnum og hneykslast á óviðeigandi klæðaburði. Það er eitthvert ákveðið lögmál sem við Íslendingar höfum sett okkur og við þurfum að fylgja þessum óskráðu reglum.
Sjöundi áratugurinn í miklu uppáhaldi Dóra Júlía Agnarsdóttir er 18 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Danslistaskóla Báru. Einnig dansar hún með danshópnum Rebel sem kemur fram á alls konar viðburðum. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri mjög fjölbreyttur. Sixties-stíllinn er mér alltaf mikil fyrirmynd og ég kaupi fötin mín mest í Topshop og þegar ég kemst út er Urban Outfitters, H&M og American
Apparel í miklu uppáhaldi. Mér finnst líka mjög gaman að fara á götumarkaði og í Kolaportið. Edie Sedgwick frá sjöunda áratugnum er í miklu uppáhaldi hjá mér og var mikil tískufyrirmynd. Smekkinn fyrir stuttu hári og stórum eyrnalokkum fæ ég frá henni. Einnig fæ ég mikinn innblástur frá tískutímaritunum W, Vogue, ID og fleiri.“
Miðvikudagur Skór: Barcelona Buxur: Gamlar af mömmu Bolur: Topshop Eyrnalokkar: Topshop
HELGARBLAÐ
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
Fimmtudagur Skór: Carolina Boix Buxur: Kolaportið Bolur: Gina Tricot Eyrnalokkar: Gyllti kötturinn
Föstudagur Skór: Sautján Sokkabuxur: H&M Kjóll: Baby Phat Eyrnalokkar: Gyllti kötturinn
H:N markaðssamskipti / SÍA
t i le s ó j s r á j F i r e g Ís e m Pollapönk
Á Granda
Síldaræv p p o k S int r Hopp og Sjóræningjasiglin Fiskas ning g
l l a b u k i i t n Flöskuskey Harmo Siglingakeppni s a g e M g o r a n ú R i, lf Gy matur og men ning p p la í k verbú unum a b b a r K Kassak lifur Handverk og hönnu n ... og miklu fleira
hatidhafsins.is
SKÓMARKAÐUR Góðir skór
Gott verð
54
Helgin 3.-5. júní 2011
Innblástur frá uppeldinu
kr. 6.595
St. 41-50
St. 36-41
kr. 5.895
St. 40-46
tísk a Hvít jakk aföt
St. 41-46
kr. 6.795
Opið
mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16
Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell fær ekki eins mikið af verkefnum í fyrirsætubransanum og áður. Hún er því farin að einbeita sér meira að markaðs- og viðskiptasviðinu og er dugleg að markaðssetja vörur í eigin nafni. Nú hefur hún gefið út yfirlýsingu um að sjötti ilmurinn í hennar nafni muni koma á markað seinna á árinu. Hann kallast Wild Pearl og ku vara frískandi, sumarlegur og einkennast af melónu- og eplalykt.
3
Hvít jakkaföt vinsæl meðal kvenna
St. 24-35
kr. 40-46 4.395 St.
Sjötti ilmurinn á markaðinn
Bandaríska leikkonan Jenny McCarthy var í vikunni stödd í heimabæ sínum í Illinois-fylki þar sem hún frumsýndi nýju fatalínuna sína, Too Good by Jenny. Þetta er hennar fyrsta fatalína, sem er eingöngu ætluð börnum og allar vörurnar eru úr hreinni bómull. Sjálf segir hún að innblástur línunnar komi frá uppeldi sonar síns og henni finnst vanta barnaföt sem aðeins eru gerð úr bómull. Sem foreldri hafi hún alltaf verið smeyk við að klæða barnið sitt í föt sem ekki voru hundrað prósent náttúruleg og því hóf hún að hanna sína eigin línu.
St. 36-41
St. 41-46
tíska
Jakkaföt hafa alltaf verið nauðsynlegur spariklæðnaður meðal stráka en nú eru þau einnig orðin gríðarlega eftirsótt meðal kvenna og hafa frægar leikkonur og söngkonur látið sjá sig í slíkum klæðnaði á síðstu misserum. Hvít jakkaföt er meira áberandi en önnur, enda hvíti liturinn vinsæll í sumar.
K auptu stílinn Sophia Bush
Bush með útgeislun í hámarki
S
ophia Bush hefur alltaf verið glæsileg kona. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum One Tree Hill þar sem hún leikur fatahönnuð og eiganda verslunarinnar Clothes over bros. Hún er jafn flott í raunveruleikanum og á skjánum, flott til fara og með útgeislunina í hámarki.
2
1
Vero Moda, 5.490 kr 1 Leikkonan Mila Kunis í sumarsamkvæmi tímaritsins Cosmopolitan. 2 Leikkonan Halle Berry í einkasæmkvæmi 19. maí. 3 Tískufrumkvöðullinn og söngkonan Rihanna á Billboard Music Awards 22. maí.
Vila, 3.490 kr
Friis & Co, 10.990 kr
Sautján, 14.990 kr
HERBAL OLÍA Herbal olían er sérstaklega góð ef þú ert með líflausa húð, vantar vítamín boost fyrir húðina, með þurra /blandaða húðgerð, karlmaður og rakar þig með sköfu. Herbal olían er innihaldsrík af vítamínum sem gefa húðinni afar mikinn frískleika og milda næringu. Þú getur notað Herbal olíuna á margvislegan hátt. Olían er ekki húðstíflandi hún hefur að geyma lifrænan grunn og er án allra kemískra rótvarnarefna. Vítamín boost sem við mælum með fyrir húðina.
Kynningar tilboð núna um helgina 15 % afsláttur
GOLDEN BODY BUTTER LEMONGRASS/LAVENDER kremið er sérstaklega gott ef þú ert; -með mjög þurra húð eða staðbundna þurrkubletti á likamanum - með psoriasis eða exem - með liflausa húðgerð -með mjög þurra kálfa -mikið i sólböðum i sumar Kremið er með mikinn lækningarmátt og hefur reynst mörgum afar vel, body butterið okkar er hálfgert undrakrem sem hægt er að nota á margvislegan hátt en við ráðleggjum þér hvernig best er að nota það.
Kynningar tilboð á body butter um helgina 15 % afsláttur
SIGNATURES OF NATURE SMÁRALIND SIMI 511-10-09
Kaupfélagið, 24.995 kr
aTVINNULÍFIÐ KaLLaR Á VeRKFRÆÐINGA tÖLVUNARFRÆÐINGA KeRFISFRÆÐINGA tÆKNIFRÆÐINGA IÐNFRÆÐINGA...
TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD DOKTORsNám • PhD í verk- og tæknivísindum mEIsTaRaNám • MSc í ákvarðanaverkfræði • MSc í byggingarverkfræði – Framkvæmdastjórnun – Mannvirkjahönnun – Steinsteyputækni – Umferð og skipulag • MSc í fjármálaverkfræði • MSc í framkvæmdastjórnun • MSc í heilbrigðisverkfræði • MSc í lífupplýsingafræðum • MSc í orkuverkfræði (ReySt) • MSc í rafmagnsverkfræði • MSc í rekstrarverkfræði • MSc í skipulagsfræðum og samgöngum • MSc í vélaverkfræði GRUNNNám • BSc í byggingafræði • BSc í byggingartæknifræði • BSc í fjármálaverkfræði • BSc í hátækniverkfræði • BSc í heilbrigðisverkfræði • BSc í iðnaðartæknifræði • BSc í rafmagnstæknifræði • BSc í rekstrarverkfræði • BSc í vélaverkfræði • BSc í vél- og orkutæknifræði • Diplóma í byggingariðnfræði • Diplóma í rafiðnfræði • Diplóma í rekstrariðnfræði • Diplóma í véliðnfræði
„Á Íslandi útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun en í mörgum samkeppnislöndum okkar. Á sama tíma vantar sárlega tæknimenntað fólk til að uppfylla þarfir atvinnulífsins og styðja þannig við uppbyggingu hagkerfisins.“ Hugaðu að framtíðinni – auglýsing frá mörgum stærstu fyrirtækjum landsins.
Í Háskólanum í Reykjavík leggjum við áherslu á að miðla þekkingu í greinum þar sem helstu tækifæri framtíðarinnar liggja. HR er stærsti tækniháskóli landsins og útskrifar tvo af hverjum þremur sem ljúka tækninámi á háskólastigi.
TÖLVUNaRFRÆÐIDEILD DOKTORsNám • PhD í tölvunarfræði mEIsTaRaNám • MSc í hugbúnaðarverkfræði • MSc í tölvunarfræði GRUNNNám • BSc í tölvunarfræði • BSc í hugbúnaðarverkfræði • Diplómanám í kerfisfræði
UMSÓKNARFRESTUR
ER TIL 5. JÚNÍ
www.hr.is
Helgin 3.-5. júní 2011
Vesturvör 30c S:575-1500 Ef þú ert einstaklingur sem villt taka þátt í að breyta, bæta og tryggja sanngjarnt verð á þjónustu við bíleigandann, og vilt vinna með fólki sem er á sömu skoðun þá hafðu samband því við önnum ekki eftirspurn lengur. Viljum ráða í eftirtalin störf: 2 bifvélavirkja. 1 vanan smurmann. 1 manneskju í móttöku.
Aldur skiptir ekki máli en heiðarleiki og trú á Nýja Tíma er skilyrði. Góð laun eru í boði fyrir rétta fólkið. Sendu upplýsingar á kvikkfix@kvikkfix.is ef þú telur ofangreind störf henta þér.
Náttúruupplifun bundin í bók Hinn fyrsta þessa mánaðar kom út hjá Crymogeu bókin Júní en í henni spila saman vatnslitamyndir og ljóðræn dagbókarbrot Hörpu Árnadóttur.
Á
ferðum sínum um land og fjöll skráir hún undrin sem verða á vegi hennar og alls staðar skín í gegn að þessi veröld er hverful og brothætt; að innan skamms sé sumarið liðið. „Þetta eru augnablik sem ég reyni að fanga,“ segir Harpa Árnadóttir. „Það má segja að þarna séu hugleiðingar um síkvika andrá.“ Hún heldur um þessar mundir sýningu í Listasafni ASÍ þar sem hún sýnir afrakstur sumardvalarinnar undir heitinu Mýrarljós. „Sýningin sem ég er með hérna hverfist um upplifun mína í júní í fyrrasumar á meðan ég dvaldi í gestavinnustofunni Bæ,“ segir Harpa, „en í raun má segja að sýningin hafi runnið yfir í bókina Júní sem er ansi hreint sérstakt verk. Hún líkist innbundnu safni nýgerðra vatnslitamynda og textablaða sem smeygt hefur verið inn í möppu.“ Verkin á sýningunni voru ýmist unnin í hendingu úti í náttúrunni í Skagafirði, útfærð nánar í gestavinnustofunni þar, þaulunnin á lengri tíma í vinnustofu Hörpu í Reykjavík eða hugsuð beint inn í rými sýningarsalanna í Listasafni ASÍ. Harpa teiknaði og skrifaði hjá sér úti í náttúrunni og hengdi síðan blöðin með upplifunum sínum upp á vegg í vinnustofunni á Bæ. „Þegar veggurinn var orðinn alþakinn og ég tók þetta niður og raðaði saman var þetta orðinn myndarlegur bunki sem nú er orðinn að bókverki.“ Harpa segir því hugmyndina að bókinni hafa komið eftir á. „Þetta er bara eitthvað sem ég vann, hugsaði beint á blöðin og var mjög spontant þarna úti. Á þessum stað var bara eitthvað sem streymdi fram áreynslulaust og það endaði á þessum blöðum. Það er svo seinni tíma ákvörðun að þetta eigi erindi á bók.“ Harpa fæddist árið 1965 á Bíldudal í Arnarfirði. Eftir háskólanám í sagnfræði og bókmenntum fór hún í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi við listaháskólann Valand í Gautaborg. Harpa hefur sýnt víða og eru verk hennar í eigu ýmissa opinberra safna og einkasafnara á Íslandi og í Svíþjóð. Hún hefur hlotið verðlaun fyrir teikningar hjá Þjóðlistasafni Svíþjóðar.
Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is
blóm og texti Renna saman
Harpa Árnadóttir Á þessum stað var bara eitthvað sem streymdi fram áreynslulaust og það endaði á þessum blöðum.
Það er svo seinni tíma ákvörðun að þetta eigi erindi á bók.
Plötuhorn Dr. Gunna
You Can Be As Bad As You Can Be Good
Sjómenn íslenskir erum við
101
Ferlegheit
60 vinsæl sjómannalög
Keren Ann
Á röngum áratug
Saltur pakki
Fágað og flott
Hljómsveitin Ferlegheit er skipuð sex krökkum á þrítugsaldri, en þótt liðsmenn séu ungir er tónlistin gamaldags. Þessi plata hefði getað komið út svona tíu árum áður en elsti meðlimur sveitarinnar fæddist. Ferlegheit er hippaleg hljómsveit og rokkið blúsað. Mikil Hammond-notkun minnir á Trúbrot, munnhörpublástur á Bó í essinu sínu með Ævintýri og Ferlegheit fer oft á ágætis flug í djamminu, sem minnir á þær tónhrærur sem stundaðar voru af síðhærðum hljómsveitum, m.a. af Óðmönnum, sem kölluðu djammið „Frelsi“. Lögin eru misgóð og söngkonan, Margrét Guðrúnardóttir (dóttir Ásgeirs Óskarssonar Stuðmannatrommara), leiðir þau af skörungsskap. Þetta er ágæt frumsmíð en hljómsveitin mætti gjarna víkka sjóndeildarhringinn fyrir næstu plötu.
Sena hefur safnað saman 60 þekktustu sjómannalögunum í þriggja diska pakka. Þessi lög gerðu sjómannslífið mun rómantískara en það er í raun og veru og fáum hefur dottið í hug að syngja ný svona lög eftir að Bubbi reif glansmyndina niður á fyrstu plötunum sínum. Engin önnur atvinnugrein hefur átt sína eigin tónlistarstefnu, það voru ekki einu sinni „bankamannalög“ í góðærinu. Þá hefðu lög eins og Tær snilld, Græðgi er góð og Eyddu þessum pósti tröllriðið listunum. Í salta sjómannapakkanum eru allar lummurnar í upprunalegum eða nýrri útgáfum, ef lögin hafa verið endurgerð á slípaðri hátt. Hér er þessum hluta tónlistarsögunnar pakkað inn í handhægan pakka og útgáfan er fín sem slík.
Íslenskir tónlistaráhugamenn þekkja söngkonuna Keren Ann vegna samstarfs hennar við Barða Jóhannsson (Lady & Bird). 101 er sjötta sólóplatan hennar og sú fyrsta síðan 2007. Keren er engin loftfimleikasöngkona, heldur jarðbundin og blátt áfram. Lögin eru sett fram í fjölbreyttum hljóðheimi. Mörg eru verulega grípandi. Ég heyrði opnunarlagið, My Name is Trouble, á Rás 2 og ánetjaðist umsvifalaust. Það lag er eitursvalt í Goldfrapp-fílingi, önnur eru í ætt við svalandi gáfumannapopp Gainsbourg, St. Etienne og Beth Orton. Það er rólegt yfirbragð á plötunni, en stundum sýður í pottinum eins og í hinu „girl-group“-lega Sugar Mama. Þessi plata er virkilega fín, fágað evrópskt popp fyrir vandláta.
Menning á Sólheimum í sumar Á laugardag hefst menningarveisla Sólheima sem er þétt dagskrá sýninga, tónleika og fyrirlestra fyrir alla aldurshópa. Á hverjum laugardegi í sumar verða fræðandi, skemmtilegar og nærandi uppákomur á Sólheimum. Meðal þeirra sem fram koma eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bogomil Font, Svavar Knútur, Barbörukórinn, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds. Þá verða guðsþjónustur og lífrænn markaður þar sem fram fer kynning og sala á lífrænum afurðum. Sesselíuhús stendur fyrir fræðslufundum um sveppatínslu, fugla, hamingju, ferðamennsku og garðyrkju. -þt
Leitað að barnasöngvurum
ÍSLENSKA / SIA.IS / NAT 55278 6/11
Íslenska óperan leitar að börnum með góðar og bjartar sópranraddir til að syngja í Töfraflautunni eftir Mozart. Um hlutverk „drengjanna þriggja“ er að ræða og leitað er að stelpum eða strákum sem náð hafa tíu ára aldri. Tekið er fram að menntun eða reynsla í söng eða leik sé kostur. Umsækjandi þarf að syngja lag eða aríu að eigin vali og æskilegt væri ef hann syngi líka upphaf síðari Finale, „Brátt kynnir ársól komu sína“, úr Töfraflautunni. Einnig er hægt að skrá sig í prufuna sem tríó. Þeir sem hafa áhuga á að koma í prufusöng hafi samband við skrifstofu Íslensku óperunnar í síma 511 6400. -þt
Safnaðu! Skjóttu! Sigraðu!
Nú fylgir Kung Fu Panda 2 þyrla með öllum seldum Lucky Charms pökkum. Safnaðu öllum 8 Kung Fu þyrlunum og náðu tign Kung Fu skotmeistara.
58
dægurmál
Helgin 3.-5. júní 2011
Kvikmyndir Heimildarmynd um Melavöllinn
Melavöllurinn var miðpunktur alheimsins
K
vikmyndagerðarmaðurinn Kári Schram hefur undanfarin ár safnað gömlum filmuupptökum, ljósmyndum og öðru myndefni sem til er frá gamla Melavellinum sem eitt sinn var í Vesturbæ Reykjavíkur. „Völlurinn var náttúrlega miðpunktur alheimsins á Íslandi í 4050 ár. Það var ekkert að gerast í bænum þannig að þetta var helsti samkomustaður Íslendinga,“ segir Kári en hann hefur leitað í smiðju margra þeirra sem vöndu komur sínar á völlinn og fundið myndefni frá árunum 1910-1987, þegar völlurinn var rifinn. Kári er að leggja lokahönd á 90 mínútna
mynd sem skiptist í fyrri og seinni hluta en stefnt er að frumsýningu í sumarlok. Sýnishorn verður birt á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg í júní. Myndin hefur hlotið nafnið Blikk og segir sögu allra þeirra góðu karla og kvenna sem svitnuðu, blæddi og felldu tár í rykmettaðan völlinn á þessum árum. „Hápunktur íslenskrar íþróttasögu er tvímælalaust landsleikur Íslands og Svíþjóðar á Melavellinum árið 1951. Þá vann Ísland Svía í fótbolta en á sama tíma kepptu frjálsíþróttamennirnir okkar á stórmóti í Ósló. Í miðjum landsleiknum var tilkynnt að Íslendingarnir
Kalli Werners yfirgaf sína menn
hefðu unnið bæði Dani og Norðmenn í frjálsum íþróttum. Það varð allt gjörsamlega brjálað. Við vorum svo heppnir að finna 16 mm filmuupptökur frá leiknum sem sýna þessi augnablik,“ segir Kári. Hann segir Melavöllinn ekki einungis hafa verið merkilegan stað fyrir gullár íþróttasögunnar heldur líka vettvang fyrir mikilvæga umræðu, svo sem lýðveldispælingar. „Íslendingar áttu Norðurlanda- og Evrópumeistara í öllum frjálsíþróttagreinum á þessum tíma og slíkur tími hefur ekki komið aftur. Eins og Bjarni Fel segir í myndinni þá efldist þjóðerniskennd Íslendinga til muna á Melavellinum.“ -þt
Fylgst var með íþróttaviðburðum á Melavellinum frá öllum sjónarhornum.
nína Dögg Öl og böl tekur sinn toll
Athafnamaðurinn Karl Wernersson, einatt kenndur við Milestone, var mættur á Vodafonevöllinn á Hlíðarenda á sunnudagskvöldið til að hvetja sína menn í Breiðabliki gegn heimamönnum í Val í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Enda stutt að fara fyrir lyfjakónginn sem býr rétt handan götunnar í lúxusvillu við Engihlíð. Eitthvað virtist Karl þó ósáttur við sína menn því um leið og Valsmenn skoruðu annað mark sitt í leiknum yfirgaf hann völlinn í snarhasti – nokkru áður en leikurinn var flautaður af.
Spánverjar hressir með Sólkross
Sletta af sprengiefni hjá GusGus
Arabian Horse, ellefta og nýjasta plata GusGus, hefur fengið glimrandi viðtökur gagnrýnenda og Dr. Gunni gekk svo langt í Fréttatímanum í síðustu viku að lýsa plötuna þá bestu sem frá hljómsveitinni hefði komið. Lögin á plötunni þykja virkilega grípandi og líma sig mörg hver vandlega á heilabörk hlustenda. Athygli vekur að Atli Bollason, einn aðalspaðinn í Sprengjuhöllinni, er nefndur til sögunnar sem meðhöfundur tveggja laga. Atli býr í Kanada þar sem hann unir hag sínum vel og vill sem minnst gera úr framlagi sínu á plötunni. Hann hafi bara verið heima um jólin og aðstoðað við textagerð í tveimur lögum.
Rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð gerði lukku á Fería del Libro, bókakaupstefnunni í Madríd, um síðustu helgi. Röð myndaðist við bás hans á hátíðinni þar sem hann áritaði skáldsögu sína Sólkross sem er nýkomin út á Spáni undir nafninu La Cruz Solar en bókin kom út á Íslandi árið 2008. Spænski útgefandinn hefur sýnt áhuga sinn á bókinni í verki með því að útbúa alls kyns aukahluti sem stillt er upp með bókinni í búðargluggum. Óttar var í viðtölum hjá öllum helstu fréttaveitum landsins, þar á meðal El Mundo, næststærsta dagblaði landsins, og Radio Nacional, stærstu útvarpsstöð landsins.
Nína Dögg bregður sér í gervi útigangskonu í stuttmynd Björns Hlyns Haraldssonar og verður á fleygiferð fram eftir sumri í ýmsum verkefnum.
Nístandi sársauki í stuttmynd Nína Dögg Filipusdóttir er leikkona eigi einhöm en um þessar mundir túlkar hún húsmóðurina á ýmsum tímaskeiðum í samnefndu verki Vesturports í Borgarleikhúsinu auk þess sem hún fer með hlutverk í aukasýningum á Faust í sama leikkhúsi. Hún brá sér einnig nýlega í hlutverk útigangskonu í stuttmynd sem Björn Hlynur Haraldsson er að gera og sækir í söguna um Gullbrá.
Þ
Tónlistarskólinn í Reykjavík Enn eru nokkur pláss laus fyrir næsta vetur!
Nánari upplýsingar á www.tono.is og í síma 553 0625 milli kl. 13-16
Hún sá til þess að ég væri rauðsprengd og veðruð.
etta er stuttmynd sem Björn Hlynur er að gera og Rakel Garðarsdóttir framleiðir þannig að það er nú svolítill Vesturports-keimur af þessu,“ segir Nína Dögg. „Handritið er ógeðslega flott. Átakanleg lítil saga sem er vísun í ævintýrið um hana Gullbrá og ég hlakka bara til að sjá útkomuna þegar það verður búið að ganga frá öllu. Björn Hlynur Haraldsson er mjög efnilegur kvikmyndaleikstjóri, verð ég að segja. En þetta er fyrsta stuttmyndin sem hann leikstýrir.“ Þrátt fyrir að afleiðingar langvarandi ólifnaðar hafi verið settar framan í Nínu Dögg segist hún þó ekki vera sérstaklega illþekkjanleg í myndinni. „Neinei,“ segir hún og hlær. „Hún er bara vel lifuð enda tekur öl og böl sinn toll. Það sleppur enginn við það. Við vorum með ótrúlega færan förðunarlistamann með okkur, hana Áslaugu, og hún sá til þess að ég væri rauðsprengd og veðruð. Þrútin af drykkju og ólifnaði. Það er nístandi sársauki í þessu og maður finnur alveg fyrir því að þetta er kona sem hefur tekið fíkn sína fram yfir allt og valið að lífa í skrýtnu samfélagi sem maður kannski skilur ekki alveg.“
Nína Dögg segir Gullbrá í raun vera undanfara stærri myndar sem Björn Hlynur hefur verið með í sigtinu í dágóðan tíma. Það handrit hans byggist á bókinni Bæjarins verstu en þar lýsti utangarðsmaðurinn Hreinn Vilhjálmsson hremmingum sínum í áfengis- og lyfjaneyslu. „Björn Hlynur er búinn að vera að vinna að þessu verkefni og þessi mynd er svona smá upptaktur fyrir það.“ „Þetta bara rúllar,“ segir Nína Dögg aðspurð um hvernig hún komist yfir öll þessi verkefni á sama tíma. „Þetta kemur alltaf í törnum. Það er bara svoleiðis. Það er rosamikið að gera aðra vikuna og aðeins minna þá næstu. Maður kvartar ekki á meðan það er gangur í þessu.“ Nína Dögg verður á fleygiferð í allt sumar og sér ekki fram á að geta blásið úr nös fyrr en í ágúst. Hún er að byrja í tökum á Heimsendi, nýrri sjónvarpsþáttaröð sem Ragnar Bragason ætlar að taka upp frá júníbyrjun og fram að verslunarmannahelgi. „Það verður allt á fullu fram í ágúst en þá ætla ég líka að leyfa kúlunni að blómstra út. Af því að ég er sem sagt með barn í maganum,“ segir Nína Dögg sem stefnir á allsherjar slökun í sumarlok. toti@frettatiminn.is
VERÐHRUN Í OUTLET 10 Erum búin að stækka og troðfylla tilboðsdeildina okkar. 80%
500 kr. - 1000 kr. - 2000 kr. - 3000 kr. - 4000 kr. - 5000 kr.
Kíktu á okkur og dressaðu þig upp - fyrstir koma fyrstir fá.
90%
Spot
frá r. ð k r
Ve 00 0
og vesti, herraúlpur tiveruna. frábært í ú Fjórir litir. 2000 kr.
1
70%
On Verð skór. frá 5
Sokkaðu þig upp! 3 í pakka á 500 kr.
00 k
r.
Flottar hettupeysur á unglinginn á 2000 kr.
Herra skyrtur frá 1000 kr.
ALLT Á AÐ KLÁRAST
OPIÐ: MÁN - FÖS 11 - 18, LAUGARDAG 11 - 18 SUNNUDAG 12 - 18 erum á
FAXAFENI 10 - s. 578 7977
HE LG A RB L A Ð
Hrósið … ... fær fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson fyrir að opna umræðuna um læknadóp, útbreiðsluna, eftirlitsleysið og misnotkunina.
Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Hlaupandi konur
Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvár fer fram á morgun, laugardag, en slagorð hlaupsins að þessu sinni er „Hreyfing allt lífið“. Nú er hlaupið í samstarfi við Styrktarfélagið Líf sem vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kvenlækningar á kvennadeild Landspítalans. Kvennahlaupið er útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður á Íslandi en hlaupið er á 85 stöðum hér á landi og á 14 stöðum í útlöndum. Stærsta hlaupið hefst í Garðabæ kl. 14 en hlaupið er frá Mosfellsbæ og Akureyri kl. 11. Nánari upplýsingar um hlaupastaði á sjova.is. Nú er bara að reima á sig skóna! -þt
Hátíð hafsins um helgina
Hátíð hafsins fer fram á Granda í Reykjavík nú um helgina. Markmið hátíðarinnar er að varpa ljósi á menningu og menntun tengda sjávarútvegi ásamt fjölbreyttri dagskrá sem höfðar til allrar fjölskyldunnar. Boðið verður upp á margt skemmtilegt fyrir börn og fjölskyldur, svo sem fiskasýningu, flöskuskeytasmiðju, hoppkastala, kassaklifur, fjársjóðsleit og fleira. Hátíð hafsins er haldin af Sjómannadagsráði og Faxaflóahöfnum. Auk þess verður boðið upp á sjóræningjasiglingar, geimskipasamkeppni á vegum CCP og síldarsmakk. -óhþ
Flóamarkaður á Eiðistorgi
Flóamarkaður verður haldinn á ný á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á morgun, laugardag, en þar er sölupláss ókeypis og öllum frjálst að taka þátt. Þetta er í annað sinn sem markaðurinn er haldinn en síðast var fullt út úr dyrum. Seljendur þurfa að hafa með sér söluborð og slár sjálfir en handverksfólk er sérstaklega hvatt til að vera með. Markaðurinn verður opnaður kl. 11 og stendur til kl. 17.
Fréttir og fréttaskýringar
Nýtt blað komið út Ókeypis eintak um land allt
Útvegsblaðið Áskriftarsími: 445 9000
GoGGur útGáfufél aG www.goggur.is