4. nóvember 2011

Page 1

Ellý Ármanns

Guðrún Eva

Hótað af Skjánum vegna samningsbrots

Í mildu maníu­ ástandi í Ómarga K E Y P I mánuði S ÓKEYPIS Viðtal 22

TAL TROMP FRíTT í háLFT áR

68 4.-6. nóvember 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 44. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Fréttaskýring FormannsslagurINN í Sjálfstæðisflokknum

Valdatafl í Valhöll ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Guðrún Kristín Berst með bjartsýni að vopni við áráttu og þráhyggju 30 Viðtal

Hallgrímur fær

 „Engum blöðum er um að fletta að HH er afburðasnjall stílisti“

Mynd/Hari

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

síða 14 Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að berjast við Bjarna Benediktsson um formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Hennar helsti bakhjarl er Kjartan Gunnarsson sem vann náið með Davíð Oddssyni að sigrum hans í Sjálfstæðisflokknum á árunum 1989 og 1991.

44

Sendiráðið í London tengiliður í deilu Wikileaks og Visa Europe

Sigrún Lilja Fékk verð­ laun og djammaði með Simon Cowell

Sendráð Íslands í London leikur lykilhlutverk í tilraun til að koma á sáttum á milli Wikileaks og kortarisans Visa.

Þ

etta mál kom inn á borð til okkar fyrr á þessi ári. Við gerðumst tengiliðir á milli Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns Wikileaks, annars vegar og Visa Europe hins vegar. Við létum vita af því að við værum boðnir og búnir að hýsa fund með málsaðilum ef það mætti vera til þess að aðilar nái saman. Sendiráðið er þjónustustofnun og þetta er eitt hlutverka okkar – að bjóða aðstöðu fyrir hvaðeina sem talist geta íslenskir hagsmunir,“ segir Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í London, um aðkomu sendiráðsins að sáttafundi Wikileaks

og Visa Europe sem fram fer í sendiráðinu á miðvikudaginn í næstu viku. Wikileaks hefur átt í hatrömmum deilum við kortarisana Visa og Mastercard allt frá því að fyrirtækin lokuðu fyrir möguleika á að styrkja Wikileaks með greiðslum í gegnum greiðslukort frá þeim 7. desember á síðasta ári. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Wikileaks, segir í samtali við Fréttatímann að málið sé í „svokölluðum“ farvegi en tap Wikileaks hlaupi á milljörðum: „Við sendum inn kvörtun til framkvæmdastjórnar

Evrópusambandsins vegna þess sem við teljum vera samkeppnislagabrot hjá fyrirtækjunum. Ég geri ráð fyrir því að það komi í ljós í þessum mánuði hvað stjórnin gerir í málinu. Við erum ekki að tala um kaupmanninn á horninu í þessu tilfelli, þar sem þú getur bara farið og verslað við þann næsta ef þér er vísað frá. Visa og Mastercard eru með 93 prósent af kortamarkaðnum og ef þau loka á þig þá ertu bara ekki með. Svo einfalt er það nú,“ segir Sveinn Andri. oskar@frettatiminn.is

JL-húsinu Hringbraut 121 Við opnum kl:

Og lokum kl:

Sjá nánar síðu 4

70

Jólahlaðborð  JólauNd irbúNiNg

ur á NítJáNd u

Hóparnir eiga

Helgin 4.-6. nóvember

N

sérstöðu að ur efstu hæðunum vera á tveimí hæstu byggingu Íslands, í Turninum Smáratorg í Kópavogi, við til sanns vegar færa að það finnast og því má Íslandi með jafn fáir staðir á óviðjafnanleg t útsýni. „Já, það er víst mikið rétt en allt árið um kring við njótum þess auðvitað hérna í Turninum myrkrið skellur en þegar á og það fer að líða nær jólum með tilheyrandi ljósadýrð og jólaskreyting þá eru fáir staðir um sem standa okkur hvað það varðar snúning að Ólafsdóttir, sölu- njóta þeirra,“ segir Þórey og markaðsstjór ins/Nítjánda veitingastaða i Veisluturnsr. „Ég hlakka mikið til jólanna enda algjört jólabarn,“ segir Þórey og hlær við en jólin í Turninum hefjast miðvikudaginn ber en þá verða 16. fyrstu jólakræsinga nóvemar á borð þetta rnar bornárið. „Jólin og undirbúningu þeirra eru alltaf r svo yndislegur tími og það yljar okkur alltaf um hjarta rætur fjölskyldurnar, að sjá sömu vinahópana og vinnustaðina koma hingað ár eftir ár.“ Hún segir staðinn sérlega vel búinn að taka veitingahópum af öllum á móti stærðum enda vítt til veggja á báðum hæðum, gott aðgengi að bílastæði. „Nú, húsinu og næg síðan er það okkar starfsfólk, kokk arnir í eldhúsinu, frábæra fram þessi óviðjafnanleg sem galdra u hlaðborð hvert ir öðru og þjónar á eftí við gesti okkar,“ sal sem njóta þess að stjana segir Þórey full tilhlökkunar.

Fjölbragða forréttaveis

2011

Kynning

heima hjá okku

Veitingastaðurinn Nítjánda í Turninum allar helgar og hið sívinsæla jólahlaðborí Kópavogi hefur fyrir nokkru hafið jólaundirbú ð staðarins öll kvöld ninginn en eins frá miðvikudeg ítjánda veitingastaðu og undanfarin ár i til sunnudags. r nýtur verður boðið þeirrar

upp á gómsætan

r

„jólabrunch“

la

„Jólahlaðborð in okkar tað alveg óviðjafnanleg sívinsælu eru auðvi,“ segir Þórey „en meðal þess og hlær sem blóðbergsgra finn boðið verður upp á er lambavöðvi með hnetudressingu, sætri valreykt hunangsskin trönuberjasultu, ka með smjörsteikt kalkúnabring með brasseruðum a grísalæri á beini sætum kartöflum, léttreykt með sætum sinnepsgljáa heilsteikt nauta og Rib Eye með krydd vínssósu sem aðri rauðeflaust gjörlega ómótstæðilegeinhver kannast við, alsegja frá fjölbragðavei t. Það er líka gaman að slunni okkar sem alveg einstaka skapar stemningu en við setjum sem sagt upp forréttahlaðb orð á glersnúningsplatta sem fer á hvert og eitt borð. Þar réttum komið er öllum forfyrir og stöndum sem á skemmtilegum bökkum búið er að bera gestir mæta og fram þegar því heimilislegri og verður umgjörðin öll miklu kósí og gestir geta strax byrjað að gæða sér á gómsætum forréttunum. helgar verðum Um við með lifandi tónlist í anda amerísku snillinganna Frank Sinatra, Crosby, Dolly Bing Parton og fleiri en það eru Ólöf Jara & félagar sem fyrir gesti okkar.“ munu syngja ljúfa jólatóna „„Jólabrunchinn“ og þá er það stór okkar er allt af jafn vinsæll fjölskyldan sem eiga saman hátíðlega kemur til að samverustund sér á gómsætum veit ingum,“ segir og gæða bendir á að þá Þórey og sé mikið mikið líf í húsinu. „Þá kemur mikið af börnum enda vita því að hingað kíkja jólasveinar foreldrar af hverju ári sem í kæta börn á öllum heimsókn á leikherbergið aldri. Disney er líka á sínum stað en það hefur sannarlega slegið í gegn hjá krökkunum og þar erum við líka með tvær yndislegar stúlkur sem hafa auga með þeim meðan sér.“ Þórey segir börnin leika um að gera að að borðapöntunu huga fljótlega m. „Það er strax bókað og ég get orðið mjög vel því bara hvatt sig í samband fólk til að setja við okkur sem fyrst til sér borð í tíma því jólin eru bara að tryggja við hornið.“ rétt handan Að lokum má nefna að einn ig verður boðið uppá hefðbundið hádegisverða rhlaðborð með jóla legu ívafi alla virka daga í desember frekari upplýsingar en allar má finna á www.veislutu inn.is eða í síma rn575 7500.

Jólahlaðboð í miðju Fréttatímans

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar

JL-húsinu


2

fréttir

Helgin 4.-6. nóvember 2011

 Fasteignir Glæsihýsi skiptir um eigendur

Friðrik Steinn Kristjánsson, lyfjafræðingur og konsúll Spánar á Íslandi. Ljós-

Konsúll kaupir Fonshöll Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

„Ég þekki Pálma Haraldsson ekki neitt en sá að húsið var komið í sölu. Þetta er mjög fínt hús,“ segir Friðrik Steinn Kristjánsson lyfjafræðingur sem hefur fest kaup á glæsihýsinu að Suðurgötu 22. Það hús hýsti áður skrifstofur Fons og Fengs og var í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar. Friðrik Steinn, sem er konsúll fyrir Spán, segir í samtali við Fréttatímann að Suðurgötunni sé ætlað að hýsa ræðismannskrifstofu Spánar sem og skrifstofur Silfurbergs sem er félag í hans eigu. Helsta eign

þess er Invent Pharma sem Friðrik Steinn segir að sé lyfjaframleiðslufyrirtæki í Barcelona á Spáni. „Þetta fyrirtæki framleiðir samheitalyf og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga,“ segir Friðrik Steinn sem er sjálfur stjórnarformaður. Friðrik gerðist konsúll Spánar á Íslandi árið 2008 og segist aðspurður um aðdraganda þess hafa búið í latínsku Ameríku um nokkurra ára skeið og ferðast mikið um Spán. „Ég hef áhuga á menningunni og tungumálinu. Það þarf að sinna þeim rúmlega hundrað Spánverjum

Milljónin eyrnamerkt

Níutíu prósent kjósa bólusetninguna Um níutíu prósent tólf og þrettán ára stúlkna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur staðið til boða bólusetning gegn HPV-veirunni hafa nýtt sér tækifærið. Veiran veldur leghálskrabbameini. Þetta er niðurstaða könnunar landlæknisembættisins. „Enn sem komið er erum við ekki með nákvæmar tölur yfir allt landið, en þetta gefur vísbendingu,“ segir Þorbjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á sóttvarnarsviði. „Almennt þykir yfir níutíu prósent mjög gott.“ Eins og kom fram á vefnum Vísi hefur óánægja ríkt meðal kvensjúkdómalækna þar sem ríkið valdi ekki bóluefni sem kemur einnig í veg fyrir kynfæravörtur. Lyfjaverð ræður því, segir Þorbjörg. „Í næsta útboði kemur í ljós hvort lyfjafyrirtækjanna tveggja sem bjóða bóluefnin verði hlutskarpara. Það er því ekkert í hendi hvort lyfið verður fyrir valinu í framtíðinni,“ segir hún. „Kynfæravörtur eru hvimleiðar en ekki illkynja. Þær koma og fara,“ segir hún. Mikill verðmunur hefur verið á lyfjunum og því hefur einnig verið hægt að bólusetja þrettán ára stúlkur þetta fyrsta ár bólusetningar gegn HPV. „Cervarix gefur sjötíu prósent vörn. Gardasil lyfið hefur til viðbótar gefið mótefni við vörtunum.“ - gag

„Ég ef ekki fengið frekari upplýsingar frá lögreglunni, bíð bara eftir því að fá að vita nánar um afhendingu upphæðarinnar, hvort og hverjum,“ segir Frank Michelsen úrsmíðameistari sem lofaði milljón krónum hverjum þeim sem kæmi á framfæri upplýsingum sem leiddu til þess að vopnað rán í verslun hans upplýstist. „Upphæðin fer, það er á hreinu. Ég er búinn að eyrnamerkja þessa peninga. Ef upphæðin fer ekki til neins sérstaks þá fer hún á einhvern góðan stað.“ Aðspurður um hvort milljónin ætti hugsanlega heima hjá tollvörðum á Seyðisfirði, sem vöktu athygli lögreglunnar á grunsamlegum Pólverja sem kom með Norrænu, en þær upplýsingar leiddu til þess að ránsfengurinn fannst í bíl hans, sagði Frank að lögreglan segði til um hvert verðlaunaféð ætti að fara. „En að hugsa sér hve þetta fólk er árvökult og samviskusamt.“ - jh

Undrast kaup borgar á 15 spjaldtölvum Minnihlutinn í borgarstjórn óskaði, á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær, eftir upplýsingum um kaup Reykjavíkurborgar á fimmtán iPad-spjaldtölvum, sem, svo vitnað sé í fundargerð, eru „notaðir eru í samstarfsverkefni við einkaaðila“ á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær. Fréttatíminn greindi frá kaupunum í síðustu viku. Sagði að eftir samstarf við tónlistarkonuna Björk um tónvísindasmiðju eigi iPad-tölvurnar að nýtast í ýmsum öðrum verkefnum og skólum. Því spyr minnihlutinn hvaða aðferðir verði viðhafðar við úthlutun tölvanna til skóla og/ eða nemenda? Einnig hvar ákvörðun hafi verið tekin um umrædd kaup. „Ég heyrt undrunar- og óánægjuraddir úr nokkrum skólum borgarinnar í kjölfar fréttarinnar þar sem tölvukostur er orðinn afar bágborinn, því fé hefur ekki fengist til að endurnýja tölvur og tengdar vörur,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Því sé einnig óskað upplýsinga um hvort fé hafi verið veitt til slíkra kaupa og þá hvaða. iPadarnir fimmtán kostuðu tæpa milljón króna. - gag

mynd/Myndasafn Morgunblaðsins

sem búa hér á landi og aðstoða spánska ferðamenn,“ segir Friðrik Steinn en hann hefur starfsmann á ræðismannskrifstofunni – konu frá Mexikó sem hefur verið búsett hér á landi í fjölmörg ár. Ekki ætti að væsa um Friðrik og hans fólk í húsinu að Suðurgötu 22 því húsið er hið glæsilegasta, 507 fermetrar, og var áður gistiheimili sem bar nafnið Krían.

Suðurgata 22 er glæsilegt hús. Ljósmynd/Hari

 Ógnarhr aði Vakta ferðir lögreglu og stíga bensíngjöfina í botn

Á 215 km hraða á hádegi í Bolungarvíkurgöngum Íbúum Ísafjarðar og Bolungarvíkur stendur ógn af hópi ungra ökumanna sem ekur á yfir 200 kílómetra hraða í gegnum Bolungarvíkurgöng. Vegagerðin hefur mælt 24 farartæki á yfir 170 frá því göngin voru opnuð og trúa starfsmenn vart eigin augum. Það gerir löggan, þekkir hópinn en nær ekki því hópurinn vaktar ferðir löggunnar fyrir ógnarhraðaksturinn.

U

„Það skiptir þá engu máli þótt það sé bullandi umferð, bara ef þeir komast í gegnum göngin.“

ngir ökumenn stunda að aka um Bolungarvíkurgöng á ofsahraða. Þeir fylgjast með ferðum lögreglunnar og tilkynna félögum sínum hvenær óhætt sé að fara í gegn, segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Mælingar vegagerðarinnar í göngunum mældu vélhjól á 215 kílómetra hraða á klukkustund í göngunum í mars. Hjólið fór um göngin 24 mínútur í tólf á hádegi á þriðjudegi. Vegagerðin mældi níu ferðir á yfir 170 kílómetra hraða á klukkustund á tæpum tuttugu mínútum. Ekið var fram og til baka, á öfugum vegarhelmingi og réttum, þennan dag. Hjólin gætu því hafa verið fleiri en eitt.

Trúa vart eigin gögnum

Vegagerðin tók tölurnar saman eftir fyrirspurn Fréttatímans. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar, rengdi þær. „Þetta getur ekki verið.“ Margar mælinganna sýni að ógnarakstur sé stundaður um miðjan dag, þegar nokkur umferð ætti að vera í göngunum og lítið rými til frjáls hraða. „Því verðum við að draga þá ályktun, að svo komnu, að um ótrúverðug gögn sé að ræða,“ segir hann.

Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, finnst gögnin hins vegar trúverðug. Hann viti ekki nákvæmlega hver ók í gegnum göngin á þessum hraða en hafi ákveðinn hóp drengja í huga. „Það skiptir þá engu máli þótt það sé bullandi umferð, bara ef þeir komast í gegnum göngin. Við þekkjum þennan hraðakstur og verðum varir við þetta á einkabílum okkar,“ segir hann og að lögreglan eigi við hópinn dags daglega.

Allt í botn milli hraðamyndavéla

Önundur segir að vegna þess hve sönnunarbirgðin sé þung þegar umferðarlagabrot eru annars vegar sé lítið hægt að eiga við strákana. „Og það þótt þeir séu vel yfir flugtakshraða Fokker-véla, sem er um 150 km á klukkustund.“ Bolungarvíkurgöngin eru 5,4 kílómetrar á lengd. Um mitt sumar voru settar upp tvær hraðamyndavélar og hefur Vegagerðin ekki mælt hraðakstur yfir 170 frá því á síðasta degi júlímánaðar. „Nú er botngefið og stoppað á milli myndavélanna,“ segir Önundur. Hraðaksturinn sé því enn til staðar. Gunnhildur Arna Gunnardóttir gag@frettatiminn.is

Kastast í veggi, loft og inn um bílrúður á 200 km hraða

Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is

„Rússnesk rúlletta og nær 100 prósent líkur á því að vélhjólamaður á yfir 200 kílómetra hraða á klukkustund inni í jarðgöngum lifi það ekki af lendi hann í slysi,“ segir Sævar Helgi Lárusson, sérfræðingur hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. „Á 200 km hraða fer hjólið 56 metra á sekúndu.“ Viðbragð ökumanna sé frá hálfri að 2,5 sekúndum. „Ökumaðurinn er því kominn fleiri tugi eða hundruð metra þegar hann byrjar að hemla,“ segir hann. Verði slys kastist ökumenn ansi langt með götunni og

getur lent undir öðrum bíl, upp í loft eða á veggjum. Sævar segir að aki vélhjól á þessum hraða framan á bíl verði hörkuárekstur. „Við rannsökuðum hliðarárekstur bifhjóls og jeppa, þar sem hjólið var á 100 km hraða. Jeppinn valt.“ Á 200 kílómetra hraða á klukkustund eru líkur á því að bæði hjólið og ökumaður þess kastist yfir fólksbíl. Því hærri bíll því meiri líkur á því að maður og hjól kastist inn um framrúðu bílsins með ógurlegum afleiðingum. - gag

Topp fimm* 1. mars 2011

215

1. mars 2011

213

1. mars 2011

207 klukkan 11:49

28. október 2010

205 klukkan 08:54

28. október 2010

205 klukkan 08:56

klukkan 11:36

klukkan 11:43

*hraðakstur í Bolungarvíkurgöngum frá opnum þeirra


MeTSöluhöFundur ÍSlandS! Einvígið eftir Arnald indriðason er snilldarlega samin saga um spennuþrungið andrúmsloft kalda stríðsins – en líka um átakanleg örlög, glataða bernsku og hjartasár A r nA l du r i n dr iðA son

„Sannkallaður sagnameistari.“ Th e G u a r d i a n

„arnaldur skrifar betur en nokkur annar íslenskur glæpasagnahöfundur.“ K B / Mo r Gu nB la ð i ð

„Fremstur norrænna sakamálahöfunda.“ Th e Ti M e S

in m o K slanir! í ver

w w w.forlagid.i s – alvör u bókave rslun á net inu


4

fréttir

Helgin 4.-6. nóvember 2011

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Hlýtt í fyrstu en sviptingar á sunnudag

Miðborgin okkar!

Það er einkar milt í lofti þennan föstudag og hiti kemst vestanlands í um og yfir 10 stig. Á laugardag er von á úrkomubakka norðaustur yfir landið. Í kjölfar hans snýst vindur til SV-áttar og kólnar heldur. En aðeins í bili því spáð er myndarlegri lægð sem stefnir beint á okkur eða öllu heldur rétt vestan við landið. Henni fylgir slagveðursrigning, einkum sunnan- og vestanlands um nóttina og snemma dags, en síðan snýst vindur til hvassrar SV-áttar og þá verður stutt í mun kaldara loft með krapaéljum. Einar Sveinbjörnsson

7

8

6

9

5

5 7

7

6

3

6

5

4

5

5

Hlýtt á landinu. Léttskýjað norðanlands, en annars skúrir eða rigning.

Kólnar heldur, en áfram frostlaust. Rigning um tíma sunnanlands og vestan.

Slagveðursrigning um nóttina og morguninn, en síðan skúrir eða slydduél vestantil og kólnar.

Höfuðborgarsvæðið: Hiti allt að 9 til 10 stig og skúrir yfir daginn.

Höfuðborgarsvæðið: Rigning og strekkingur framan af degi, en úrkomulítið síðari hluta dagsins.

Höfuðborgarsvæðið: Skil fara yfir með slagviðri og síðar slydduéljum. Hvasst.

vedurvaktin@vedurvaktin. is

Hundruð verslana og veitingahúsa bjóða vörur og þjónustu. Langur laugardagur í miðborginni.

Sjá nánar auglýsingu á bls. 34-35 og á www.miðborgin.is

 Deilur Wikileaks og Visa

Michelsen_255x50_A_0811.indd 1

Vill rjúpnavængi til rannsóknar Veiðimenn ganga nú til rjúpna aðra helgina í röð en auk komandi helgar má veiða rjúpu tvær helgar í viðbót; 19. og 20. nóvember og 26. og 27. nóvember. Náttúrufræðistofnun greinir frá því að hlutfall ungfugla í veiðinni í fyrra hafi verið 75%, eða svipað og árin þar á undan, en alls voru aldursgreindar 5136 rjúpur. Stofnunin hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama svæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum. Þessi gögn eru meðal annars notuð til að reikna út heildarstofnstærð rjúpunnar í landinu og til að rannsaka afföll. - jh

Bakkavör stærst

Hagar í Kauphöllina

Bakkavör Group var stærsta fyrirtæki landsins í lok síðasta árs, miðað við veltu, að því er fram kemur í samantekt Frjálsrar verslunar yfir þrjúhundruð stærstu fyrirtækin. Þrjú stærstu voru þau sömu og í fyrra og árið áður. Actavis er númer tvö og Icelandic Group í þriðja sæti. Velta Bakka­ varar Group var rúmlega 293 milljarðar, Actavis 273 milljarðar og Icelandic Group 153 milljarðar. Alcoa Fjarðaál hækkar sig úr 12. sæti í það 7. og jókst velta fyrirtækisins um 27 prósent milli ára. Nokkur fyrirtæki á listanum hafa aukið veltu sína töluvert. Skýrr hækkar úr 125 sæti í 31 sæti og nær áttfaldar veltu milli ára, meðal annars vegna sameiningar fyrirtækisins og EJS. Starfsmenn Bakkavarar Group eru rúmlega 18.000 en 10.600 hjá Actavis- jh

Stjórn verslunarfyrirtækisins Haga hf. hefur óskað eftir því að hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinar, Nasdaq OMX Iceland. Innan vébanda Haga eru fjölmargar stórverslanir, meðal annarra Hagkaup, Bónus, Debenhams, Zara og Útilíf, auk dreifingarfyrirtækisins Aðfanga. Stefnt er að því að viðskipti með hluti í Högum hefjist í Kauphöllinni í næsta mánuði, í kjölfar almenns hlutafjárútboðs. Dótturfélag Arion banka, Eignabjarg, stefnir að því að selja 20 til 30 prósenta hlut í Högum með almennu útboði, sem er beint að fagfjárfestum og almennum fjárfestum. Lágmarksáskrift verður 100 þúsund krónur en hámarksárskrift er 500 milljónir króna. Áætlað er að sölutímabilið verði 5. til 8. desember. -jh

ekki nota hvað Sem er...

Sendiráð í London hýsir sáttafund Sáttafundur verður haldinn að frumkvæði sendiráðs Íslands í London milli Wikileaks og kortarisans Visa í næstu viku. Wikileaks hefur kært Visa til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna samkeppnisbrota og krefst milljarða í skaðabætur.

Þ

Miðað við að lokað hefur verið fyrir greiðslur í rúma 330 daga er upphæðin að minnsta kosti komin í 6,8 milljarða íslenskra króna.

Sápa og varnarkrem til daglegrar umhirðu á kynfæraSvæðinu eftir breytingaSkeið

Fæst í apótekum, Fjarðarkaup og Hagkaup

04.08.11 15:46

Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Wikileaks.

að er rétt. Haldinn verður sátta­ fundur milli Wikileaks og Visa 9. nóvember næstkomandi að frumkvæði sendiráðs Íslands í London. Fundurinn verður haldinn í sendiráðinu – á hlutlausum stað,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Wikileaks, um stöðuna á deilum Wiki­ leaks við kortarisana Visa og Master­ card sem spruttu í kjölfar ákvörðunar kortafyrirtækjanna um að loka fyrir möguleika korthafa að styrkja Wiki­ leaks þann 7. desember á síðasta ári. „Við rennum blint í sjóinn með þennan fund en aðilar ætla væntanlega að þreifa hvor á öðrum og sjá hvort flötur sé á að leysa þetta mál án aðkomu dóm­ stóla,“ segir Sveinn Andri. Sveinn Andri segir að Wikileaks og Datacell, sem hýsir vefsvæði Wikileaks og telur sig einnig fórnarlamb aðgerða kortarisanna, hafi lagt inn kæru til framkvæmdastjórnar Evrópusam­ bandsins vegna ætlaðra samkeppnis­ lagabrota Visa og Mastercard í júlí á þessu ári. Síðan hafi málið verið í farvegi. „Menn fá tíma til andsvara en reglan er að stjórnin hafi fjóra mánuði til að ákveða hvort hún heldur áfram með málið. Sá tími er að renna út en mér sýnist á öllu að vegna umfangs málsins muni hún taka sér lengri tíma til að ákveða næstu skref,“ segir Sveinn Andri. Aðspurður um ætlaðan skaða Wikileaks og DataCell vegna aðgerða kortarisanna segir Sveinn Andri að upphæðirnar hlaupi á milljörðum. „Þeg­ ar fyrirtækin ákváðu að skrúfa fyrir Wikileaks voru styrktargreiðslur á dag komnar upp í 130 þúsund evrur eða um 20 milljónir króna og fóru vaxandi. Miðað við að lokað hefur verið fyrir greiðslur í rúma 330 daga er upphæðin að minnsta kosti komin í 6,8 milljarða íslenskra króna,“ segir Sveinn Andri. Lögmaðurinn segir ákvarðanir kortafyritækjanna gerræðislegar og lykta af ótta við Bandaríkjastjórn en skrúfað var fyrir greiðslur á sama tíma og Wikileaks birti viðkvæmar upp­ lýsingar um stjórnkerfið í Bandaríkj­

Kristinn Hrafnsson er einn af æðstu mönnum Wikileaks.

unum – svokallaða sendiráðspósta. „Þeir halda því fram að það hafi skaðað vörumerkið að fólk væri að styrkja Wikileaks með Visa-korti. Styrkja má Ku Klux Klan með Visakorti sem og Sea Shepard en ég veit ekki betur en að Paul Watson, forsprakki þeirra sam­ taka, sé eftirlýstur glæpamaður,“ segir Sveinn Andri og gefur lítið fyrir þá röksemd. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is


E&Co.

Fjällräven fjölskyldan fæst í GEYSI. Á fullorðna f yrir 49.000 kr. og á börnin f yrir 24.000 kr.

*

FJÖLSKYLDAN AÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 býður yður að reka inn nefið og rifja upp gamlar og góðar stundir á heimili sínu í verzlunarhúsinu Geysi.

Verið hjartanlega velkomin í verzlanir okkar. Geysir Skólavörðustíg 16, opið alla daga frá 10 til 19, Sími 555 6310 og Geysir Haukadal, opið alla daga frá 10 til 18. Sími 555 6311.


6 

fréttir

Helgin 4.-6. nóvember 2011

R annsóknarnefnd K aþólsk a kirkjan

Tilbúin að taka við ábendingum Rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar, sem Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, skipaði í 29. ágúst síðastliðinn, hefur lokið frumgagnaöflun og er nú tilbúin að taka við ábendingum og ræða við alla þá sem telja sig eiga erindi við hana. Nefndin, sem er skipuð þremur einstaklingum og er stýrt af Hjördísi Hákonardóttur, fyrrum hæstaréttardómara, var sett á laggirnar í tilefni ásakana sem upp hafa komið þess efnis að vígðir þjónar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hafi framið kynferðisbrot og/eða önnur ofbeldisbrot gegn skjólstæðing-

um kirkjunnar eins og Fréttatíminn greindi frá fyrstur fjölmiðla. Hlutverk nefndarinnar er að rannsaka viðbrögð og starfshætti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í kjölfar ásakana og leggja mat á hvort mistök, vanræksla eða vísvitandi þöggun, eða tilraun til þöggunar, hafi átt sér stað eftir að ábendingar um brot komu fram og hver beri ábyrgð á því. Þá er nefndinni ætlað að setja fram ábendingar og tillögur um breytingar á starfsháttum í ljósi niðurstöðunnar. Rannsóknin tekur einnig til verklags við Landakotsskóla allt til ársins 2005. -óhþ

Kaþólska kirkjan við Landakot.

 Seltjarnarnes Uppsögn veldur titringi meðal bæjarstarfsmanna

Rekin eftir 25 ára starf hjá bænum Ekki höfðu verið gerðar athugasemdir við störf deildarstjóra launadeildar Seltjarnarnesbæjar þegar honum var sagt upp í lok dags. Hann hafði unnið hjá bænum í 25 ár. Minnihlutinn í bæjarstjórn gagnrýnir uppsögnina og segir starfsreglur brotnar. Systir fyrrum deildastjórans finnst vegið að starfsheiðri hans í bréfi sem hún sendi bæjarstjórninni. að vita um uppsögnina fyrr en bréf systurinnar barst á bæjarstjórnarfund.“ Starfsmanninum var tilkynnt í lok vinnudags að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað. Konan fékk aðeins að kveðja nánustu samstarfskonur sínar til áratuga en ekki að ganga frá skrifborði sínu í ró og næði. Staðið var yfir henni. Yfirmenn kvöddu ekki. Aldrei höfðu verið gerðar athugasemdir við störf hennar og samkvæmt heimildum gekk samstarf hennar við fyrri yfirmenn bæjarins vel.

Titringur meðal starfsmanna

Frá síðasta bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi, sem varpað er út á netinu og á heimasíðu bæjarins. Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjórinn.

B

réf systur konu sem rekin var eftir 25 ára starfsaldur á skrifstofu Seltjarnarnesbæjar var ekki lesið upp á bæjarstjórnarfundi, eins og hún óskaði. Í bréfinu gagnrýndi hún hvernig staðið var að uppsögninni og vegið að starfsheiðri systur hennar. Bærinn sagði konunni upp vegna skipulagsbreytinga. Hún var deildarstjóri launadeildar. Auglýst hefur verið eftir mannauðsstjóra í staðinn. Margrét Lind Ólafsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í minnihluta bæjarstjórnarinnar, gagnrýnir uppsögnina harðlega ásamt fulltrúa Neslistans. Hún segir að enn og aftur sé meirihlutinn uppvís af slælegum vinnubrögðum í starfsmannamálum bæjarins. „Við fengum ekkert

Margrét Lind segir að málið hafi valdið titringi meðal starfsmanna bæjarins, sem óttist þetta ófagleg vinnubrögð og Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, formaður Starfsmannafélags Seltjarnarness, segir að óskað hafi verið eftir rökstuðningi fyrir uppsögninni að höfðu samráði við BSRB. „Allar uppsagnir valda titringi. Hér á Seltjarnarnesi er mjög hár starfsaldur. Auðvitað vekur uppsögnin hræðslu. Fólk er svo persónulega tengt og margir unnið saman í áratugi,“ segir Ingunn. Margrét segir að ekki hafi verið farið eftir verklagsreglum í starfsmannastefnu Seltjarnarnesbæjar. „Þar stendur að ekki skuli ráðið í nýtt starf án þess að bæjarstjóri eða viðkomandi sviðsstjóri skili kostnaðarmati og greinargerð um þörf fyrir ráðningu í starfið til fjárhags- og launanefndar. Og ekki á að auglýsa starfið fyrr en stöðuheimild er veitt af nefndinni. Við vissum hins vegar fyrst af starfinu þegar það var auglýst í Morgunblaðinu,“ segir hún. „Þá á að tilkynna bæjarstjórn tafarlaust um lausn starfsmanna úr starfi. Það var ekki gert í þessu tilviki,“ segir hún. „Uppsögnin er bænum ekki til sóma.“ Samkvæmt heimildum blaðsins hafði starfsmaðurinn ekki aðeins starfað í 25 ár hjá bænum við launaútreikninga heldur einnig sótt sér endurmenntun varðandi mannauðsmál og farið á fleiri námskeið. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Ásgerður og Gunnar svara ekki gagnrýninni

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, vísaði fyrirspurn Fréttatímans til Gunnars Lúðvíkssonar fjármálastjóra. Hann staðfesti að hafa lagt niður starf deildarstjóra launadeildar en vildi fátt umfram það segja. „Ég er ekki tilbúinn að tjá mig um bókun minnihlutans frá þessum fundi,“ segir hann um gagnrýni minnihlutans á síðasta bæjarstjórnarfundi. „Ég tel mig vinna eftir öllum reglum og hef ekki meira um málið að segja.“ Gunnar vísar til þess að málið snúi að tilteknum starfsmanni. - gag


Nýr Yaris frumsýndur.

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 56745 11/11

Hannaður með framtíðina í huga.

Á morgun, laugardaginn 5. nóvember, frumsýnum við nýja kynslóð Yaris hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota milli kl. 11 og 16. Nýr Yaris er leiðandi bíll. Hann er búinn Toyota Touch kerfinu sem inniheldur bakkmyndavél, snertiskjá og framtíðarvænt fjarskiptakerfi sem veitir þér m.a. aðgang að tónlistinni þinni, upplýsingar úr aksturstölvu og notkunarmöguleika með farsímanum þínum. Toyota Touch & Go gefur þér kost á kortaleiðsögn á íslenskum vegum.

TOYOTA TOUCH & GO

Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogi Sími: 570-5070

www.toyota.is

Það er sama hvert þú ætlar í lífinu. Nýr Yaris með Toyota Touch & Go, bakkmyndavél, sjö loftpúðum og eldsneytisnýtingu frá 3.9 l á 100 km auðveldar þér vegferðina. Erum á Facebook - Toyota á Íslandi

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Búnaðurinn í bílnum í þessari auglýsingu getur í einhverjum tilvikum verið frábrugðinn því sem í boði er hér á landi.

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


8

fréttir

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Almenningur tjáir sig um íslensk fyrirtæki Nýr upplýsinga- og leitarvefur fyrirtækisins Já, stjörnur.is, hefur formlega verið opnaður. Um 700 umsagnir um íslensk fyrirtæki og þjónustuaðila eru komnar inn á vefinn en þar eru upplýsingar um öll fyrirtæki og þjónustuaðila sem skráð eru hjá Já. Þar geta notendur skoðað og/eða gefið íslenskum fyrirtækjum og þjónustuaðilum umsagnir og stjörnur, sem byggðar eru á upplifun og reynslu þeirra af þjónustu fyrirtækjanna. Umsagnir eru merktar þeim sem þær veita, en notendur þurfa að vera með aðgang að Facebook til að geta gefið umsagnir. „Við gerum okkur vonir um að umsagnir á Stjörnur.is verði komnar í um tíu þúsund næsta vor,“ segir Stefán B. Önundarson, samfélagsstjóri fyrir Stjörnur.is. - jh

Stýrivaxtahækkun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Stýrivextir verða því 4,75% og innlánsvextir 3,75%. Síðasta vaxtaákvörðun var 21. september. Þá ákvað Seðlabankinn að halda vöxtum óbreyttum. Í rökhækkun stuðningi nefndarinnar segir að nýjustu hagtölur og stýrivaxta spá Seðlabankans staðfesti að efnahagsbatinn hafi Peningastefnunefnd haldið áfram þrátt fyrir að dregið hafi úr hagvexti í heiminum og óvissa aukist. Gert sé ráð fyrir því að Seðlabanki hagvöxtur verði nokkru meiri í ár og á næsta ári en íslands spáð var í ágúst. Þá verði verðbólga heldur minni á næstu misserum vegna þess að gengi krónunnar sé sterkt og vegna minni innfluttrar verðbólgu. Fram kom í fréttum að Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambandsins, hafi brugðið vegna vaxtahækkunarinnar. Hann sagði vexti hér þegar vera 3,5-4 prósentum hærri en í nágrannalöndunum. Fjárfestingar séu í sögulegu lágmarki en Seðlabankinn glími við þenslu. - jh

0,25%

 K alkþörungaverksmiðjan Unnið allan sólarhringinn á Bíldudal

Rýmingarsala! Kalkþörungaverkmiðjan á Bíldudal annar ekki eftirspurn. Stefnt er að stækkun hennar. Ljósmynd Guðmundur Valgeir.

Alicante sett m/4 stólum kr. 219.500,verð nú kr. 109.750,- m/50% afsl.

Seljum garðhúsgögn, bastsófasett, blómapotta ofl. með allt að 80% afsl. í nokkra daga! Frábært tækifæri til að eignast vandaða vöru á pallinn, svalirnar eða í sólstofuna.

Getur þú verið heimilisvinur Dieter?

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 1 - 2 0 1 1

www.soleyogfelagar.is

Annar ekki eftirspurn Ársframleiðslan nemur 35 þúsund tonnum en stefnt er að 57 þúsund tonna framleiðslu með stækkun. Hráefnið er unnið úr setlögum í Arnarfirði.

Leiðin hefur bara legið upp á við.

V

ið vinnum á tólf tíma vöktum allan sólarhringinn,“ segir Guðmundur Valgeir Magnússon, verksmiðjustjóri Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Rúmlega fimm þúsund tonnum af kalkþörungum var skipað út í nýliðnum október en þrír farmar á ári fara til vatnshreinsiverksmiðju í Frakklandi. Frönsku kaupendurnir hafa óskað eftir því að fá meira en verksmiðjan annar því ekki að sinni. „Við framleiðum um 35 þúsund tonn á ári. Verkefnið gengur mjög vel og leiðin hefur bara legið upp á við frá því að verksmiðjan var sett á laggirnar haustið 2007,“ segir Guðmundur Valgeir. Nú er verið að stækka lagerhús um 1000 fermetra og til stendur að stækka verksmiðjuna með því að bæta við öðrum þurrkara. „Við erum að vinna í leyfismálum vegna stækkunarinnar en í dag erum við ekki að nýta starfsleyfið til fulls, það er 57 þúsund tonn af unnu efni á ári,“ segir Guðmundur Valgeir. Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal er nánast að fullu í eigu írska fyrirtækisins CelticSea Minerals. Hún vinnur hráefnið úr setlögum í Arnarfirði en kalkþörungarnir eru að mestu notaðir sem steinefni fyrir búpening. Stærstu kaupendurnir eru í Sádi-Arabíu. Þess utan nýta Frakkar af-

urðirnar í vatnsmeðhöndlun og lítill hluti fer til matvælaframleiðslu, að sögn Guðmundar Valgeirs. Skipafélagið Nes flytur hráefnið til Írlands en þar er umskipunarhöfn fyrir smásöludreifingu á vegum írska félagsins sem einnig rekur verksmiðju þar. Guðmundur Valgeir segir setlögin vera mest í innanverðum Arnarfirði en einnig hafa svæði verið skoðuð í Ísafjarðardjúpi og innfjörðum Húnaflóa. Í matsskýrslu var áætlað að í Arnarfirðinum væri hægt að vinna 21-22 milljónir rúmmetra en verksmiðjan hefur leyfi iðnaðarráðuneytisins til að taka 87 þúsund rúmmetra á ári. Í fyrstu nýtti verksmiðjan gas til þurrkunar en í fyrra hófst þurrkun með rafmagni frá Orkubúi Vestfjarða. „Það er mjög þægilegt og hefur í alla staði gengið vel,“ segir verksmiðjustjórinn. Velta verksmiðjunnar nemur hundruðum milljóna á ári. „Ég hef stundum sagt,“ segir Guðmundur Valgeir, „að þessir 160 íbúar á Bíldudal séu að skapa milljarð í útflutningstekjur, þ.e. verksmiðjan okkar, frystihúsið og rækjuvinnslan. Það mættu þeir hafa í huga sem stundum virðast ætla að leggja niður landsbyggðina.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁ Bensínlaus, straumlaus, sprungið, tjónaskýrsla?

ÞÚ HRINGIR Í

440 2222 ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ


A M O K R I T S R Y F ! Á F R I - FYRST

30 TIL 60%

AFSLÁTTUR Í ÖRFÁA DAGA! SELJUM SÝNINGARRÚM

Queen Size rúm (153x203cm)

ARGH! 281111

VERÐ FRÁ 99.000 kr.

Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M


10

fréttir

Helgin 4.-6. nóvember 2011

 Bók amessa Íslenski sk álinn

Of dýrt að flytja skálann heim Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Íslendingar munu ekki fá að njóta skálans á heimavelli þess sem hýsti íslenska hluta bókamessunnar í Frankfurt í síðasta mánuði hvar landið skipaði heiðursess. Ástæðan er sú að það ekki er til fjarmagn til að flytja skálann heim. Jónína Michaelsdóttir rithöfundur sló þeirri hugmynd fram í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku hvort ekki væri upplagt að flytja skálann heim og leyfa Íslendingum að njóta hans í bókamánuðinum mikla desember. Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sögueyjunnar, segir í samtali við Fréttatímann að margir hafi komið að máli við sig og nefnt þessa hugmynd. „Þetta er frábær hugmynd en skál-

inn er 2500 fermetrar og ansi mikið fyrirtæki að flytja hann. Ég myndi gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta þetta verða að veruleika ef fjármagn myndi finnast. En það er enginn til að fjármagna þetta,“ segir Halldór. Aðspurður um kostnað við flutning á skálanum til Íslands segir Halldór hann hlaupa á milljónum. „Skálinn heppnaðist frábærlega og sú hugmynd okkar að tengja saman bækur, lesendur og náttúru virkaði. Þjóðverjar voru í hugleiðslu þarna inni en því miður er þetta ógerlegt.“ Halldór Guðmundsson í viðtali í skálanum góða. Ljósmynd/Þorsteinn Joð

 Fr amkvæmdir Úrskurðarnefnd skipulags - og byggingarmála

Heimilt verði að dreifa ösku látinna yfir öræfi eða sjó Lagt er til að sýslumaður veiti leyfi til þess að ösku látins manns verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Svo segir meðal annars í drögum að lagafrumvarpi til breytinga á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, sem eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneyrinu. Í drögunum er lagt til að flytja skuli lík í líkhús eftir að læknir hefur úrskurðað mann látinn og að tilgreina skuli hámarksdagafjölda sem megi líða frá andláti til útfarar. Í nýjum kirkjugörðum verði skylt að gera ráð fyrir óvígðum reit og sérstökum reitum fyrir önnur trúarbrögð en kristin. Auk þess verði bætt við ákvæði um sérstakan minningarreit við kirkju vegna horfinna eða drukknaðra er skuli njóta sömu helgi og legstaður. - jh

Skíðagöngubraut opnuð í Hlíðarfjalli Skíðagöngubrautin í Hlíðarfjalli hefur verið opnuð en troðinn hefur verið 3,5 kílómetra hringur, en nokkuð hefur snjóað í fjallinu að undanförnu. Frá þessu segir á vef Akureyrarbæjar. Ljós munu loga yfir brautinni til klukkan 22 á kvöldin. Haft er eftir Guðmundi Karli Jónssyni, forstöðumanni skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, að varla sé útlit fyrir að svigbrautirnar verði opnaðar á næstu dögum en þess sé þó ekki langt að bíða. - jh

Keltneskt fræðasetur opnað á Akranesi Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að stofna fræðasetur um keltnesk fræði í bænum. Bent hefur verið á, segir á síðu Akranesskaupstaðar, að á Akranesi og í næsta nágrenni séu keltnesk áhrif áberandi, meðal annars í örnefnum. Þess er vænst að hið nýja fræðasetur, sem verður á Safnasvæðinu á Akranesi, verði

Borgin gerð afturreka með dagsektir á villu Vegvísis Afturkallað byggingarleyfi Reykjavíkurborgar er óljóst og óframkvæmanlegt og því fellt úr gildi sem og dagsektir upp á rúmar fjórtán milljónir króna. Ljósmyndir/Hari

farvegur fyrir frekari rannsóknir: „En vitað er að fræðimenn greinir nokkuð á um margt er þetta varðar,“ segir meðal annars á síðunni. Á næstu vikum verður unnið að frekari undirbúningi vegna stofnunar fræðasetursins. - jh

Skuldatryggingarálag hækkar Skuldatryggingarálag á ríkissjóð Íslands hefur hækkað nokkuð á síðustu dögum, eða í 300 punkta, sem nemur þremur prósentum, samkvæmt gögnum Bloomberg-gagnaveitunnar sem Greining Íslandsbanka vísar til. Á árinu hefur álagið farið hæst í 330 punkta sem var í byrjun október en lægst niður í 200 punkta, snemma í júní. Að jafnaði hefur skuldatryggingarálag ríkissjóðs verið 260 punktar á árinu. Álagið á Ísland er á ný orðið hærra en álagið á Belgíu sem stóð í 270 punktum. Ísland er hið sjötta hæsta af 17 ríkjum Vestur-Evrópu. Álagið á Grikkland er lang hæst en lægst er það á Noreg eða 38 punktar. - jh

Mikill styrr hefur staðið um framkvæmdir á Laufásvegi 68. Nú er búið að úrskurða að réttur húseigenda til breytinga var fyrir hendi.

Ú

rskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur ógilt ákvörðun Reykjavíkurborgar um að afturkalla að hluta byggingarleyfi vegna breytinga húss við Laufásveg 68. Fréttatíminn hefur fjallað töluvert um málið en húsið er í eigu eignarhaldsfélagsins Vegvísis. Það hús var áður í eigu Stefáns H. Hilmarssonar sem seldi það skömmu eftir hrun til Vegvísis, sem er í eigu móður hans. Eins og kom fram í Fréttatímanum fyrr á þessu ári

staðfesti Magnús Sædal, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, að lagðar hefðu verið dagsektir á framkvæmdina í mars 2010 þar sem hún taldist ekki að öllu leyti samræmast gildandi deiliskipulagi svæðisins. Þetta var jafnvel þó samþykki og leyfi hafi verið fyrir framkvæmdinni þegar hafist var handa við hana árið 2007. Þá var byggt anddyri við húsið, svalir stækkaðar og komið fyrir heitum potti á stækkuðum svölum. Eftir kæru frá nágranna var byggingarleyfið að endingu afturkallað að hluta og húseiganda tilkynnt í mars 2010 að lagðar yrðu á hann 25 þúsund króna dagsektir þar til hann hefði fjarlægt sumar framkvæmdirnar og komið öðrum í það horf sem samræmdist aðaluppdráttum. Húseigandinn kærði úrskurðinn til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála sem felldi úrskurð fyrir stuttu. Þar var Reykjavíkurborg gerð afturreka með bæði afturkallað byggingarleyfi og dagsektir en áður hafði borgin gert fjárnám að upphæð 2,5 milljónir í húseigninni að Laufásvegi vegna dagsektanna. Um er að ræða tvo úrskurði sem báðir féllu kæranda í hag. „Verður að gera þá kröfu að íþyngjandi ákvarðanir um beitingu þvingunarúrræða séu skýrar og framkvæmanlegar og studdar málefnalegum rökum. Þykir mikið á skorta að hin kærða ákvörðun fullnægi þessum skilyrðum og verður hún því felld úr gildi,“ segir úrskurðarnefndin í öðrum af úrskurðum sínum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Stefán H. Hilmarsson hefur leigt Laufásveg 68 af Vegvísi ehf frá því að hann seldi húsið til félagsins síðla árs 2008.

Sama á hverju gengur – þú getur alltaf reitt þig á Siemens. Þvottavél og þurrkari frá Siemens.

ATA R N A

Einstök gæði. Góð þjónusta. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup.

Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is


L A N D S S Ö F N U N

B J Ö R G U N A R S V E I T A N N A

2 0 1 1

Neyðarkall til þín Dagana 3. - 6. nóvember fer fram fjáröflunarátakið Neyðarkall björgunarsveitanna. Líkt og áður er um að ræða sölu á litlum neyðarkalli á lyklakippu en sjálfboðaliðar björgunarsveitanna bjóða hann til sölu um allt land á 1.500 krónur. Við hvetjum alla til þess að taka vel á móti okkar fólki.

Aukin verkefni björgunarsveitanna kalla á meira fé til starfseminnar og er þetta okkar leið til að bregðast við því. Almenningur er því hvattur til þess að stuðla að eigin öryggi með því að styðja þetta átak.

Þetta er Neyðarkall til þín!


12 

fréttir

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Orkuveitan Lánasjóður sveitarfélaga lánar 1,6 milljarð króna og allt að 10 milljónir evr a

Lána milljarða af skattfé með veði í vösum skattgreiðenda

L

ánasjóður sveitarfélaga stefnir að því að lána Orkuveitu Reykjavíkur 1,6 milljarða króna og allt að 10 milljónir evra með veði í sköttum Reykvíkinga, Akurnesinga og Borgnesinga. Lánin munu bera fjögurra prósenta verðtryggða vexti, og verða tekin til 10 til 25 ára, skemur eða lengur. Óttar Guðjónsson er framkvæmdastjóri Lánasjóðsins. Hann segir lánin ekki verða þau stærstu í sögu sjóðsins, en vill ekki gefa upp hver hafi fengið meira vegna bankaleyndar. Spurður hvort hún eigi einnig við þar sem Lánasjóðurinn sé í eigu fólksins í landinu, það er sveitarfélaga, og

láni aðeins í verkefni og stofnunum í eigu þeirra segir hann svo vera lögum samkvæmt. Á vef Orkuveitunnar má lesa að samningurinn sé til marks um að fjármálastofnanir innanlands og utan hafi trú á áætluninni sem unnið sé eftir. Þrátt fyrir þetta vildi Norræni fjárfestingabankinn ekki lána Orkuveitunni og á það við um næstu misseri. Það kom fram í minnisblaði forstjóra og sagt var frá á Vísi í lok mars. Jukke Ahonen, upplýsingafulltrúi Norræna fjárfestingabankans, vill ekki staðfesta að það eigi enn við. Sjóðurinn gefi ekki upp afstöðu til einstakra fyrirtækja.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akraness, sem á um 5 prósent í Orkuveitunni, samþykkti hún lánin. Bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson segir bæjarfulltrúa hafa áhyggjur af skuldastöðu Orkuveitunnar, sem var um mitt ár tæpir 244 milljarðar króna. „Það væri barnaskapur að segja að búið sé að vinna sigurinn,“ segir hann, en miðað við framvinduna hafi hann trú á að aðgerðir skili árangri. Ekki náðist í stjórnendur Orkuveitunnar. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Ekki bestu kjörin

Hagstæðara væri fyrir Orkuveituna ef Reykjavíkurborg færi í skuldabréfaútgáfu og léti féð renna til Orkuveitunnar frekar en að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Það er mat Davíðs Stefánssonar, hagfræðings í greiningardeild Arion-banka. „Reykjavíkurborg hefur verið að gefa út ríkisskuldabréf með 0,7 prósenta álagi á sambærileg ríkisskuldabréf. Þessi kjör sem Lánasjóðurinn býður Orkuveitunni eru hins vegar einu og hálfu til tveimur prósentum ofan við þau sem hinu opinbera bjóðast,“ segir hann. - gag

 Verð á áli Fjórðungslækkun fr á í vor

LEIKHÚSMATSEÐILL

Hefur neikvæð áhrif á rekstur Landsvirkjunar Landsvirkjun hefur unnið að því að draga úr álverðstengingu í sölusamningum og mun gera það áfram. Svör fengust ekki frá fjármálaráðuneytinu um áhrif verðlækkunarinnar á hagkerfið.

Forréttur

Laxatvenna – reyktur og grafinn lax

Aðalréttir Bleikja & humar með hollandaise sósu Brasserað fennell, kartöflustappa og ostrusveppir eða...

Grillað Lambafille

Með rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu

Eftirréttur Jack Daniel’s súkkulaðikaka

Djúpsteiktur ís og súkkulaðihjúpuð jarðarber

Þriggja rétta máltíð á

4.900 kr.

Álverð hefur lækkað um fjórðung frá í maí. Þetta hefur neikvæð áhrif á íslenskt hagkerfi og á rekstur Landsvirkjunar, en fyrirtækið hefur unnið að því að draga úr álverðstengingu í sölusamningum. Ljósmynd Hari

Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is

Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

Milljónir tonna áls eru geymdar í vöruhúsum víða um heim.

V

erð á áli hefur lækkað um fjórðung frá því í maíbyrjun. Þróun þess skiptir íslenska hagkerfið verulegu máli, enda eru framleidd hér um 830 þúsund tonn af áli á ári, sem svarar til nær 2 prósenta heimsframleiðslu. Fyrstu átta mánuði ársins nam útflutningsverðmæti áls tæplega 155 milljörðum króna og jókst um tæp 6 prósent á milli ára þrátt fyrir ríflega 4 prósenta samdrátt í útfluttu magni og 2 prósenta sterkari krónu að jafnaði þetta árið en var í fyrra, að því er Greining Íslandsbanka bendir á. Þar kemur enn fremur fram að verðmæti útflutnings áls nú er nánast hið sama og útflutningsverðmæti sjávarafurða. Vægi hvorrar greinar er um 25 prósent af heildarútflutningstekjum. „Eftir lækkunina undanfarið er álverð nú nálægt meðalverði áranna 2001-2010 á heimsmarkaði og er því vart hægt að fullyrða að verðið sé lágt í sögulegum skilningi í dollurum talið þrátt fyrir óhagfelldar aðstæður á markaði þessa dagana. Hins vegar er á það að líta að verðlag hefur almennt hækkað á þessum tíma. Til að mynda hefur neysluverð í Bandaríkjunum hækkað um u.þ.b. 27% frá síðustu aldamótum, og í ljósi þess er álverð ekki ýkja hátt,“ segir Greiningin. Þróun verðs á áli hefur neikvæð áhrif á rekstur Landsvirkjunar, að því er Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður Samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir: „Landsvirkjun hefur unnið að því

undanfarið, og mun halda því áfram, að draga úr álverðstengingu í sölusamningum. Með endursamningi við Rio Tinto Alcan í fyrra tókst að lækka álverðstengingu í tekjum Landsvirkjunar úr 72 prósent í 50 prósent. Til skemmri tíma er Landsvirkjun einnig með álvarnarsamninga (afleiðusamninga) sem draga úr áhrifum af breytingum álverðs á rekstur félagsins,“ segir Ragna Sara. Stjórnendur Alcoa bentu á við kynningu á síðasta uppgjöri sínu að líklega væri framboð áls á þessu ári, ef Kína væri undanskilið, um það bil 1 milljón tonna umfram eftirspurn þetta árið. Hins vegar er talið að Kínverjar þurfi á umtalsvert meira ál en framleitt er þar. Fram til þessa hefur umframálinu verið haldið utan markaðar af fjárfestum. Um 4,6 milljón tonn eru geymd í vöruhúsum víðs vegar um heiminn. Þessa geymslu áls þarf að fjármagna, segir Greiningin, og hefur það orðið þyngri róður sem tengist skuldakreppunni í Evrópu sem sett hefur aukið mark sitt á fjármálamarkaði. Gæti sú staðreynd aukið verulega framboð áls á markaði á næstunni. Fréttatíminn leitaði eftir viðbrögðum fjármálaráðuneytisins vegna þessa og hvaða áhrif lækkun álverðs hefði á hagkerfið? Þrátt fyrir ítrekun fyrirspurna í símtölum og í tölvupóstum í þessari viku og þeirri fyrri hefur ráðuneytið engu svarað.


Þegar þú fyllir á tankinn með Shell V-Power fær bíllinn það eldsneyti sem við höfum lagt hvað mesta þróunarvinnu í, þau 60 ár sem við höfum starfað með Ferrari. Afrakstur þess samstarfs er einstök eldsneytisblanda sem þróuð er til að hreinsa vélina að innan, bæta endingu hennar og auka þar með afköstin.

Aukin afkastageta með framúrskarandi tækniþróun.


14

fréttaskýring

3

Helgin 4.-6. nóvember 2011

slagur Bjarna á þremur árum Hanna Birna Kristjánsdóttir fer fram gegn Bjarna Benediktssyni í formannskosningu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 17. til 20. nóvember. Hún gaf út tilkynningu þess efnis í gær. Fréttatíminn skoðar þessi tvö ólíku formannsefni.

Þ

egar stuðningsmenn þínir hafa látið framkvæma og fengið birtar þrjár skoðanakannanir sem sýna að það er vilji bæði meirihluta kjósenda og meirihluta Sjálfstæðis-

Bjarni Benediktsson horfir fram á þriðja slaginn um formannsstólinn á þremur árum.

Tækifærisveislur uð

rbra

Gala

Smu

kt

íkós Mex

t nsk

Spæ

Pantaðu veisluna þína á

hi

Sus

kt

Ítals

www.noatun.is

kt

ens

turl

Aus

tur

ðter

Brau

manna að þú leiðir Sjálfstæðisflokkinn næsta eina og hálfa árið – fram að landsfundi fyrir kosningarnar 2013 og þinn helsti stuðningsmaður hefur laskað eigin orðstír í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir að bæði kona og bróðurdóttir þess sem þú vilt sigra í formannskjöri, taki sæti á landsfundinum, þá er í raun og veru fátt annað í stöðunni en að taka slaginn. Og það gerði Hanna Birna Kristjánsdóttir í gær þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hún átti tæplega annarra kosta völ. Ef hún hefði látið undir höfuð leggjast að fara fram hefði slíkt verið túlkað sem veikleikamerki, nokkuð sem gæti skemmt fyrir henni í framtíðinni. Sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins hefur aðeins einu sinni í sögu flokksins verið velt af stóli. Það var í frægu formannskjöri árið 1991 þegar Davíð Oddsson ýtti Þorsteini Pálssyni til hliðar. Davíð hafði þá verið borgarstjóri í níu ár og varaformaður frá árinu 1989. Bjarni hefur tvívegis sigrað í formannskjöri. Árið 2009 tók hann við sem formaður eftir sigur á Kristjáni V. Júlíussyni og í fyrra lagði hann Pétur H. Blöndal. Komandi átök er fyrsti alvöru slagur Hönnu Birnu innan Sjálfstæðisflokksins. Hún var önnur á lista flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar árið 2006 og komst þar upp á milli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Gísla Marteins Baldurssonar sem börðust um annað sætið. Fyrir síðustu kosningar var hún sjálfkjörinn oddviti flokksins. Viðmælendur Fréttatímans, sem voru fjölmargir, telja þá staðreynd geta veikt hana en Ólafur

Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það þó allsendis óvíst. Hann bendir á að Davíð Oddsson hafi aldrei farið í alvöru kosningu fyrr en 1991 og það hafi ekki háð honum sérstaklega. „Það þarf þó að hafa í huga að Davíð er Davíð og ekki margir sem geta leikið sama leik og hann,“ segir Ólafur.

Hershöfðinginn Kjartan

Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hafa stuðningsmenn Hönnu Birnu þrýst mjög á að hún taki formannsslaginn við Bjarna. Hershöfðingi Hönnu Birnu er Kjartan Gunnarsson sem kalla má pólitískan föður hennar. Kjartan réði hana sem aðstoðarframkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins í framkvæmdastjóratíð sinni, í stöðu sem var hvorki til áður en hún var ráðin né eftir að hún hætti. Kjartan mun vera hugmyndafræðingurinn á bak við framboð Hönnu Birnu en hann var lykilmaður í uppgangi Davíðs Oddssonar innan flokksins, bæði þegar hann varð varaformaður árið 1989 og þá í formannslagnum fræga árið 1991. Viðmælendur Fréttatímans

hafa misjafnar skoðanir á Kjartani í dag. Sumir telja að hann eigi eftir að draga upp úr hatti sínum nokkur tromp áður en að landsfundi kemur og að Bjarni geti ekki slakað á vitandi af Kjartani á hliðarlínunni. Aðrir telja hann greinilega vera galinn að etja Hönnu Birnu á foraðið á þessum tímapunkti þar sem hún er ekki á þingi og rúmt eitt og hálft ár er til kosninga. Einn viðmælenda blaðsins segist ekki skilja hvernig hún ætli sér að vera formaður utan þings og gengur svo Hanna Birna Kristjánsdóttir fer fram gegn Bjarna Benediktssyni í formannskjöri eftir tvær vikur.

Framhald á næstu opnu


Allt fyrir bílskúrinn á góðu verði MARC-LEO3

MARC-Errex1

Leo hillueining 90x40x165cm. 4 hillur

6.450

DURATOOL Rafhlöðuborvél 18V

MARC-LEO1

Errex hillueining. 100x40x185cm. 5 hillur

Leo hillueining. 75x30x135cm. 4 hillur

14.990

2.990

4.990

Öflug snjóskófla

1.790 Slípirokkur HDA 436 1050w

7.490 MARC-LEO5

Leo hillueining. 100x30x185cm. 5 hillur

6.990 Rafmagnsborvél, HDA 310 850w

11.990 Rafhlöðuborvél, HDA2544 18V HAGMANS-39292

Gólfmálning 4 kg

9.195

COL-25004

Veggjamálning 4 L

3.795

COL-73003

COL-06100

3.795

4.590

Gólflakk 3 L

17.900

Hágæða sænsk veggmálning, 10L

295

Verkfærakista með hjólum 20,5”

1.998

Verkfærakista á hjólum 24” Deka Tjöru og Olíuhreinsir 4 l.

1.550

Rúðuvökvi -18°C, 4 l.

4.990

SHA-3901

Loftljós flúor rakaþ. 1x18w 67,5x11,2cm

2.865

KAI

Bílskúrsflís 33x33 cm

1.975 pr. m

540

2

TRUP-19790

Verkfærakista 16”

1.495

SHA-2625

SHA-3902A

Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár

Loftljós flúor rakaþ. 2x36w 128x16,6cm

5.995

5.595 SHA-0203

MEI-4533660

Vinnuljóskastari 500W m handf 1,8m snúra

Stígvél Kapalkefli 15 mtr

4.290

Kapalkefli 10 mtr

2.990

1.395

2.195

1.999

145

999

Loftljós flúor rakaþ. 2x18w 67,5x16,6cm

3.395

2.990

4.900

ANN-12902

Black&Decker háþrýstidæla 110 bar TRUP-22090

Handryksuga

3.625

SHA-V5228 IP65

Flúor lampi 2x28w 120cm

Loftdæla

Vinnuhanskar Meister ruslapokar 120 lítrar 25 stk

SHA-3901A

TRUP-21689

TES-343001

LED Bílavasaljós

1.795

Brotblaðshnífur 18mm

NEW-JF-3054-D

MEIJ-2029

TIA-JM-3340

Bílaþvottakústur

Málband, 5 metra

295

15.900 Gúmmídreglar

2.695pr. meter Þrýstiúðabrúsi 1 líter

CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botnventli og vatnslás

385 Þrýstiúðabrúsi

Ljósaperur í úrvali, frábært verð!

TRUP-22972

Verkfærasett

1.975

GAH-802028

Slönguhengi á vegg

1.390

6.990

RYC-NSB-200C

Rafmagnshitablásari 2Kw

1.995

RYC-IFH01-2

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.490

995

Reykjavík Klettháls 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16 Suðurnes Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18 Akureyri Furuvellir 15. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Húsavík Garðarsbraut 50. Opið virka daga kl. 8-18 Vestmannaeyjar Flatir 29. Opið virka daga kl. 8-18

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


fréttaskýring

Helgin 4.-6. nóvember 2011

sínar því báðar tillögurnar voru felldar með 33 langt að segja að „ekki einu sinni Jesús Kristur atkvæðum gegn tveimur. Þykir mönnum sem gæti verið formaður Sjálfstæðisflokksins utan Fréttatíminn ræddi við sérstakt í því samhengi þings.“ Það sé langt í kosningar og betra sé fyrir hversu lítið bakland bæjarstjórinn fyrrverandi hana að bíða þar til í byrjun árs 2013 þegar næsti hefur í Garðabæ. landsfundur verður haldinn því þá séu kosningar Hanna Birna er oddviti Sjálfstæðismanna í nánd. Bæði Geir Hallgrímsson og Þorsteinn í borginni og er staða hennar sterk innan Pálsson voru formenn Sjálfstæðisflokksins borgarstjórnarflokksins ef litið er til hugsanlegs án þess að gegna ráðherraembætti. Það þótti framboðs hennar. Þar hangir einkum tvennt á óheppilegt svo mjög að farið var að tala um „stól spýtunni. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem er fyrir Steina“ strax eftir að hann tók við, krafa reyndar í fæðingarorlofi þessa dagana, styður sem var áberandi veturinn 1983 til 1984. Davíð Hönnu Birnu algjörlega en Júlíus Vífill IngvarsOddson var ekki þingmaður þegar hann vann Þorstein árið 1991 en þá komu alþingiskosningar son, Kjartan Magnússon og Gísli Marteinn Baldursson gætu litið á sigur hennar í formannskjöri nokkrum vikum seinna og í kjölfarið flaug Davíð sem tækifæri fyrir sig til að komast í oddavitainn á þing. sætið sem hún hlyti að víkja úr í fyllingu tímans. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Björn Bjarnason, náfrændi Bjarna, standi á bak við Með þingflokkinn á bak við sig Hönnu Birnu. Þau hafa átt náin samskipti í gegnum árin og herma heimildir Fréttatímans að Samdóma álit viðmælenda Fréttatímans er að Björn hafi hvatt hana dyggilega til staða Bjarna Benediktssonar innan að byrja með – allt þar til honum þingflokks Sjálfstæðismanna sé afvar bent á af ættingjum sínum úr skaplega sterk. Ekki er endilega víst Bjarnaarmi að halda sér til hlés. að allir þingmennirnir muni kjósa Einn viðmælandi Fréttatímans hann en ólíklegt er talið að nokkur sagði að Björn tæki hlýðni fram þeirra muni vinna gegn honum. Aldur: 41 árs yfir frændsemi. Þess vegna væri Tveir af öflugustu þingmönnum Starf: þingmaður og hann hrifnari af Hönnu Birnu flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson formaður Sjálfstæðisen Bjarna frænda sínum. Hún og Illugi Gunnarsson, sem barist flokksins hlýddi honum en hann ekki. hafa hatrammlega um yfirráðin í Ábyrgðarstöður: forVíst er að bæði Þór og Árni Reykjavík, standa þétt við bak Bjarna maður SjálfstæðisSigfússynir standa þétt við og sömu sögu er að segja af Ólöfu flokksins bakið á Hönnu Birnu ásamt Nordal, núverandi varaformanni Gylfa bróður þeirra sem er forásamt þeim formannsframbjóðendstjóri Eimskips. Staða Þórs hefur unum Kristjáni V. Júlíussyni og Pétri oft verið sterkari innan flokksins H. Blöndal. Einu spurningarmerkin en nú vegna laskaðrar ímyndar er þingkonurnar þrjár; Þorgerður eftir forstjórsetu hjá Sjóvá en Katrín Gunnarsdóttir, Ragnheiður bæði Árni, bæjarstjóri ReykjaElín Árnadóttir og Ragnheiður Ríknesbæjar, og hann hafa verið atharðsdóttir. Þorgerður Katrín og Aldur: 45 ára kvæðamiklir innan flokksins. Ragnheiður Elín eru vinkonur Hönnu Starf: borgarfulltrúi Helsti stuðningsmaður Birnu og tengdadóttir Ragnheiðar Ábyrgðarstöður: forseti Hönnu Birnu og hennar nánasti Ríkharðs er Þórey Vilhjálmsdóttir, borgarstjórnar 2006 til samstarfsmaður er Ásdís Halla framkvæmdastjóri borgarstjórnar2008, borgarstjóri 2008 Bragadóttir, fyrrverandi bæjarflokks Sjálfstæðismanna og náin samtil 2010 stjóri í Garðabæ. Sagt er að hún starfskona Hönnu Birnu. Viðmælhafi jafnvel meiri áhuga á því að endur Fréttatímans eru á einu máli Hanna Birna verði formaður en um að þrír síðustu formenn flokksins, Hanna Birna sjálf og eru viðmælendur FréttaDavíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Geir H. tímans einróma í þeirri skoðun sinni að hún vilji Haarde, styðji allir Bjarna. Davíð hefur reyndar fá framkvæmdastjórastöðu flokksins ef Hönnu tuskað Bjarna til í leiðurum í Morgunblaðinu en Birnu tekst að vinna – og hún muni fá hana. hann kýs frekar óþægan mann eins og Bjarna Ásdís Halla hefur unnið grimmt að því að vinna heldur en Hönnu Birnu sem hann hefur lítinn Hönnu Birnu brautargengi í væntanlegum forsmekk fyrir vegna ákvarðanafælni og lélegrar mannsslag og er skemmst að minnast uppákomu (að mati Davíðs) stjórnarandstöðu í borgarhennar og Auðar Finnbogadóttur á fundi sjálfstjórn. Þorsteinn Pálsson hefur ráðlagt Hönnu stæðisfélaganna í Garðabæ þar sem þær stöllur Birnu á opinberum vettvangi að fara ekki fram reyndu að koma í veg fyrir að Þóra Baldvinsdóttog Geir H. Haarde stendur þétt við bak Bjarna ir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, og Kristín eftir framgöngu Bjarna í Landsdómsmálinu en Jónsdóttir, bróðurdóttir Bjarna, yrðu landsfunda- í því hefur Bjarni varið Geir með kjafti og klóm. fulltrúar. Óhætt er að segja að þær stöllur hafi Varla þarf að geta þess að Benedikt Sveinsson, verið reknar til föðurhúsanna með hugmyndir faðir Bjarna, og frændur hans Benedikt Jóhann-

Bjarni Benediktsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir

esson og Halldór Blöndal, sem nú er formaður Félags eldri sjálfstæðismanna, styðja Bjarna.

Að hræða Bjarna

Ef eitthvað er að marka þær þrjár kannanir sem birtar hafa verið á undanförnum vikum má segja að staða Hönnu Birnu sé sterk. Hún hefur rúllað upp tveimur netkönnunum á vegum MMR og einni Gallup-könnun sem reyndar var geymd í tvo mánuði áður en hún var birt. Í öllum könnununum nýtur hún yfirburðarfylgis umfram Bjarna í formannsstólinn hvort heldur sem það er hjá almennum kjósendum eða kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælandi Fréttatímans segir það augljóst að tilgangur þessara kannana hafi verið að stugga við Bjarna jafnvel þannig að hann segði sig sjálfur frá formennsku. Sú sé krafa stuðningsmanna Hönnu Birnu í ljósi niðurstöðu sem kannanirnar bera með sér. Talað hefur verið um að stuðningsmenn hennar hafi lekið því til DV að Bjarni hafi verið yfirheyrður af embætti sérstaks saksóknara í tengslum við málefni Sjóvá en það hefur ekki fengist staðfest. Innan herbúða Bjarna telja menn þó að sú frétt hafi komið sér vel fyrir Bjarna því þar með tókst honum að svara fyrir mál sem hefur reynst honum afskaplega erfitt: Tengsl hans við viðskipti Karls Wernerssonar og Milrstone. Bjarni er þannig langt frá því að vera óumdeildur innan Sjálfstæðisflokksins. Flestir er sammála um að hann hafi styrkst mikið á undanförnum árum og sé öruggari og með sterkari sjálfsmynd sem stjórnarmálamaður en áður. Viðmælendur Fréttatímans telja allir sem einn að það veiki Hönnu Birnu að fátt sé vitað um hennar pólitísku skoðanir. Það viti engin fyrir hvað hún stendur. Allir þeir sem Fréttatíminn ræddi við telja að hik hennar undir lok síðasta kjörtímabils í borginni, þar sem hún talaði niður gjaldskrárhækkanir hjá Orkuveitunni sem og uppsagnir hjá fyrirtækinu, hafi komið illilega í bakið á henni þegar „grínistar“ eins og einn viðmælandinn orðaði það sáu að það eina sem hægt var að gera í stöðunni var að hækka gjaldskrá og segja upp fólki – þveröfugt við það sem Hanna Birna sagði. Flestir hafa mikið álit á Hönnu Birnu, segja hana klára og útsjónarsama þótt einhverjir efist um leiðtogahæfaleika hennar. Það á reyndar við um Bjarna einnig en margoft hefur verið sett spurningarmerki við það innan flokksins hvort hann sé nægilega aðsópsmikill til að leiða flokk eins og Sjálfstæðisflokksins. Hvað sem verður skal þó hafa eitt í huga. Á landsfundinn kemur fólk allstaðar að úr öllum kjördæmum, eða eins ogeinn viðmælandinn orðaði: Landsfundurinn hefur sitt eigið líf. Menn fara inn á fund vissir um eitthvað en koma síðan út af fundinum með allt aðra niðurstöðu í farteskinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson

Björn Bjarnason veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga. Ættartengsl hans við Bjarna gera honum nær ómögulegt að styðja eins vel við bakið á Hönnu Birnu og hann vildi.

Kjartan Gunnarsson er sagður heilinn á bak við framboð Hönnu Birnu og er hennar nánasti ráðgjafi

Davíð Oddsson hefur hvorki smekk fyrir Bjarna né Hönnu Birnu en styður að öllum líkindum Bjarna. Ekki af því hann sé svo öflugur heldur af því hann sé skárri.

oskar@frettatiminn.is

KJARADAGAR Notaðir bílar á góðu verði. Sérstök kjör á völdum bílum og frábærir lánamöguleikar.

Dæmi um kjarabíla

Dæmi um frábær kaup Kia cee’d 2008 Verð 1.790.000 kr. Útborgun 537.000 kr.

25.990 kr.

m.v. 60 mán.

Tegund

Gerð

Árgerð

Hyundai Volkswagen Honda Hyundai Volkswagen Toyota Kia Nissan

Getz Touran Accord Santa Fe Passat Avensis Sorento Patrol

06/08 04/04 05/08 02/06 03/07 09/06 12/10 02/07

Akstur

Tilboðs-

72.000 154.000 40.000 122.000 38.000 80.000 21.000 79.000

1.090.000 990.000 2.590.000 2.090.000 3.490.000 2.590.000 4.890.000 4.590.000

km.

verð

Mán. Afborgun

pr. mánuð*

60 24 72 48 72 48 72 60

*Afborgun miðast við 30% útborgun og óverðtryggðan bílasamning á 8,95% föstum vöxtum fyrstu 36 mánuðina. Nánari upplýsingar á www.landsbankinn.is.

6 ára ábyrgð eftir frá framleiðanda

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi.

15.890 32.490 32.590 36.990 44.590 45.790 62.390 66.690

kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 0 - 0 8 6 5

16


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 57069 11/11

Vel gert. ÍSLENSKU MARKAÐSVERÐLAUNIN 2011

Íslensk ferðaþjónusta hlýtur verðlaun fyrir framúrskarandi markaðsstarf. Íslenska auglýsingastofan óskar markaðsfyrirtæki ársins, Icelandair, og markaðsmanni ársins, Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, til hamingju með árangurinn. Við hjá Íslensku auglýsingastofunni erum stolt af starfi okkar með Icelandair og því að hafa komið að mótun og framkvæmd Inspired by Iceland verkefnisins með Íslandsstofu og öðrum þátttakendum. Til hamingju.


40%

Lambafille með sveppasósu

afsláttur mANGÓ

KR./KG

Hráefni:

LÍFRÆNT LÍFRæN EPLI, RAUð

KR./KG

PáLmABRAUð FRá BREIðHOLTSBAKARÍ

Bræðið smjörið á pönnu og steikið sveppina. Kryddið með salti og pipar. Hellið því næst rjómanum og hvítvíninu út á og sjóðið niður um 10%. Kryddið með kjötkrafti. Bætið þá sérríi við og smakkið til og þykkið ef þarf.

KR./PK.

11

ól 20 J 1 1 Jól 20

ÍsLeNsKT KJÖT

Jólahlaðborð Kalt jólahlaðborð með heitu meðlæti Hátíðarkvöldverður Kalkúnaveisla Hangikjötsveisla

Ú

B

BESTIR Í KJÖTI

KR./KG

1998

ÍsLeNsKT KJÖT

20% afsláttur

Tb KJÖ Orð

B

i

BESTIR Í KJÖTI

KR./KG

Ú

1998

r

i

1598

LAmBALæRISSNEIðAR

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

Tb KJÖ Orð

i

1498

r

Ú

2011

NÓATÚNS GRÍSAHAmBORGARHRYGGUR

i

GLæsiLeG JóLahLaðborð

afsláttur

Ú

JóLaveisLur

25%

KJÖTbOrð

249

Sveppasósa 250 g sveppir, skornir 250 ml rjómi 250 ml hvítvín 1 dl sætt sérrí kjötkraftur sjávarsalt og nýmalaður pipar smjörklípa

r

549

4 x 200 g lambafille með fitu sjávarsalt nýmalaður pipar 2 dl rabarbarasulta 4 tsk lambakrydd

Leiðbeiningar: Brúnið kjötið á heitri pönnu, fyrst á fituhliðinni, kryddið með salti og pipar og setjið í eldfast mót. Blandið saman kryddinu og sultunni og smyrjið blöndunni á kjötið. Bakið í 180 °C heitum ofni í 15 mínútur. Takið þá út og látið standa í 5 mínútur.

KJÖTbOrð

595

r

357

LJÚFFENGIK! STE dÖNSK HERRAGARðSÖNd, 2,6 KG

2498

KR./STK.

noatun.is


r

Tb KJÖ Orð

B

i

Ú

Við gerum meira fyrir þig

Ú

rK

JÖTbOr

ÍsLeNsKT KJÖT

LAmBAFILLE mEð FITURÖNd

ði

BESTIR Í KJÖTI

3568 KR./KG

ÍsLeNsKT KJÖT

1 LÍTRI EGILS KRISTALL mEð SÍTRÓNUBRAGðI, 1 LÍTRI

179

KR./STK.

Ú

B

i

BESTIR Í KJÖTI r

KJÖTbOrð

KR./KG

KELLOGG´S RICE KRISPIES, 340 G

ÍsLeNsKT KJÖT

Ú

B

i

BESTIR Í KJÖTI Ú

r

KJÖTbOrð

KR./STK.

Tb KJÖ Orð i

298

r

798

KR./KG

HIPP BARNAmATUR, 5 BRAGðTEGUNdIR, 400 G

469

TORTILLA CHIPS, CHESSE/NATURAL, 453 G

m&m OG mALTESERS

KR./PK.

398

339

PUSSI KATTARmATUR Í áLPOKA, 100 G, 2 TEGUNdIR

NIvEA SJAmPÓ EðA HáRNæRING

KR./PK.

TANdOORI KJÚKLINGUR, FERSKUR

4 DÓSIR Í PAKKA!

498

KR./PK.

UNGNAUTAHAmBORGARI, 200 G

KR./PK.

Tb KJÖ Orð

Ú

1998

r

338

i

GRÍSALUNdIR

PIK-NIK KARTÖFLUSTRá, 113 G

129

KR./PK.

KR./PK.

449

KR./STK.


20

heilsa

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Fíkniefnið

sykur Nýverið kom út hjá Bókafélaginu bókin Hvers vegna fitnum við - og hvað getum við gert við því? eftir Gary Taubes. Bókin kom fyrst út í Bandaríkjnum nú í vor en kemur út á öllum Norðurlöndunum á næstunni. Bókin hefur vakið mikla athygli en í henni fer höfundurinn yfir hvað veldur offitufaraldrinum sem nú geisar á Vesturlöndum og hvað gerist í líkamanum þegar við fitnum. Fréttatíminn birtir hér kafla úr bókinni sem nefnist Uppsafnað ranglæti. Þar er farið yfir hlutverk sykra (kolvetnis) og insúlínsins í fitusöfnuninni.

B

oðskapurinn á byrjunarnámskeiðinu um offitu er eins einfaldur og hugsast getur: Ef maður hefur tilhneigingu til að fitna og vill vera eins grannur og hann getur orðið án þess að spilla heilsu sinni, þá verður hann að takmarka neyslu sína á sykrum og halda þannig blóðsykri sínum og insúlíni lágu. Það sem þarf að hafa í huga er að hann losnar ekki við fitu vegna þess að hann minnkar innbyrtar hitaeiningar. Hann losnar við hana vegna þess að hann hættir að neyta fitandi fæðu - sykranna. Ef hann kemst niður í þyngd sem hann er sáttur við og bætir þessum fæðutegundum aftur við, þá fitnar hann aftur. Þótt það séu aðeins sumir sem fitna af því að borða sykrur (alveg eins og aðeins sumir fá lungnakrabba af reykingum), breytir það engu um þá staðreynd, ef maðurinn er einn þeirra, að hann getur aðeins grennt sig og haldið sér grönnum ef hann sneiðir hjá þessum fæðutegundum.

Lystin kemur með matnum

Þetta er ekki eina ranglætið hér. Þetta er jafnvel ekki hið versta. Eins og ég sagði í inngangi þessa rits eru ályktanirnar af byrjunarnámskeiði um offitu ekki að menn geti grennst eða haldið sér grönnum án fórna. Hér hefur boðskapurinn verið að sykrur fiti okkur og haldi okkur feitum. En þær fæðutegundir sem við fitnum af eru líka þær sem við erum líkleg til að setja ofarlega á lista um mat sem við viljum ekki vera án – pasta, snúðar, brauð, franskar kartöflur, sætindi og bjór meðal annars. Þetta er engin tilviljun. Ljóst er af rannsóknum á dýrum að fæðuteg-

undirnar sem dýrin vilja helst háma í sig eru þær sem fljótastar eru að dreifa orku í frumur - auðmeltanlegar sykrur. Annar þáttur er hversu svöng við erum, sem er önnur aðferð við að segja hversu langt er frá síðasta málsverði og hversu mikla orku við höfum notað frá þeim tíma. Því lengra sem líður milli máltíða og því meiri orku sem við notum, þeim mun svengri verðum við og matur bragðast betur! Þetta var gott. Ég var að farast úr hungri. „Oft er sagt og ekki að ástæðulausu,“ skrifaði Pavlov fyrir meira en öld, „að hungrið sé besti kokkurinn.“ Jafnvel áður en við byrjum að borða verkar insúlín til að auka svengdartilfinningu okkar. Munum að við byrjum að safna insúlíni með því einu að hugsa um að borða (og sérstaklega borða sykruríkan mat og sætindi), og þessi insúlínsöfnun eykst síðan á augnabliki eftir að við brögðum á fyrsta bitanum. Þetta gerist áður en við byrjum að melta matinn og áður en nokkur þrúgusykur myndast í blóðinu. Þetta insúlín gegnir því hlutverki að búa líkama okkar undir hið væntanlega flóð af þrúgusykri með því að flytja burtu næringarefni í blóðrásinni, sérstaklega fitusýrur. Þannig eykst svengdartilfinning okkar með því einu að hugsa um mat, og síðan eykst hún enn frekar með fyrstu bitunum. (Frakkar kunna orð um þetta: „L’appétit vient en mangeant,“ lystin kemur með matnum.)

Efnaskipti svengdarinnar

Þegar maturinn heldur áfram, fara þessi „efnaskipti að baki svengdarinnar“ eins og franski vísindamaðurinn Jacques Le Magnen kallar

Gefðu því gaum sem þú setur á húðina! Episilk andlits-serum er náttúruleg hyaluronicsýra sem endurnýjar og byggir upp húðina.

• Óerfðabreytt • Ekki unnið úr dýrum • 6 tegundir

Episilk andlits-serum gefur húðinni tækifæri til að draga aftur í sig raka, gefur fyllingu og dregur úr hrukkum. Laugavegi, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla Akureyri, Selfossi og Reykjanesbæ

Heilinn Hvernig hver og einn er prógrammaður hefur áhrifa á holdarfarið. Sumir eru útsettari en aðrir fyrir því að fitna og þurfa því að umgangast mat öðruvísi en hinir.

það, að minnka. Við höfum fullnægt matarlyst okkar, en um leið dregur úr skynjun okkar á því hversu hæfilegur maturinn er og bragðgóður. Insúlínið verkar nú á heilann til að halda matarlystinni í skefjum og sjálfu borðhaldinu. Afleiðingin er sú að fyrstu bitarnir í máltíð bragðast jafnan betur en hinir síðustu. (Þetta er ástæða þess að menn tala um að eitthvað sé „gott til síðasta bita“, þegar það er sérstaklega bragðgott eða eftirminnilegt.) Þetta er líklegasta lífeðlisfræðilega skýringin á því hvers vegna svo mörg okkar – hvort sem við erum feit eða grönn – verða hrifin af pasta eða snúðum eða öðrum sykruríkum fæðutegundum. Okkur nægir að hugsa um að borða þær og þá söfnum við insúlíni. Insúlínið gerir okkur svöng með því að kippa tímabundið næringarefnum út úr blóðrásinni og geyma þau, en þetta veldur því síðan að við njótum fyrstu bitanna enn frekar en ella. Því hærri sem blóðsykurinn er og sterkari viðbrögð insúlíns við ákveðinni fæðutegund, þeim mun betur bragðast hún – því sólgnari verðum við í hana. Þessi bragðgæði samkvæmt blóðsykurs-og-insúlín-viðbrögðum eru áreiðanlega óeðlilega sterk í fólki sem er feitt eða hefur tilhneigingu til að fitna. Og því feitara sem það verður, þeim mun frekar mun það sækjast eftir sykruríku fæði, því að þetta insúlín verður skilvirkara í að safna upp fitu og próteini í vöðva- og fituvefjum þeirra, þar sem ekki er hægt að nota það sem eldsneyti.

Þegar við myndum mótvirkni gegn insúlíni, sem mun fyrr eða síðar gerast, mun meira insúlín renna um æðar okkar á daginn, jafnvel allan daginn. Þess vegna verða líka lengri tímabil á hverjum sólarhring þar sem eina eldsneytið sem við getum brennt verður þrúgusykur úr sykrum. Við verðum að muna að insúlín vinnur að því að geyma prótein og fitu og jafnvel dýramjölva (en það er sú mynd sem sykrur geymast á) sem forða til seinni tíma. Insúlínið er að segja frumum okkar að umframblóðsykur sé til að brenna. En sá blóðsykur er ekki til. Þess vegna sækjumst við eftir þrúgusykri. Jafnvel þegar maður borðar fitu og prótein - hamborgara án brauðsins til dæmis eða ostbita - mun insúlínið verka í því skyni að geyma þessa næringu í stað þess að leyfa líkamanum að brenna henni sem eldsneyti. Maðurinn hefur litla löngun til að borða þessi efni, að minnsta kosti ekki nema með fylgi sykruríkt brauð, því að líkaminn hefur á því tímabili lítinn áhuga á að brenna þau sem eldsneyti.

Hægt að rjúfa vítahringinn

Sætindi eru síðan sérstakt tilvik sem ætti ekki að vera neinum undrunarefni sem er gefinn fyrir þau (eða neinum sem hefur alið upp börn). Í fyrsta lagi nægja hin sérstöku áhrif af ávaxtasykri í lifrinni samfara örvun insúlíns vegna þrúgusykurs til að vekja löngun þeirra sem feitlagnir eru. En síðan eru áhrifin á heilann. Þegar maður borðar sykur, sam-

Sykur Leggst óhóflega á „verðlaunastöðina í heilanum“. Ljósmyndir/Nordicphotos Getty-Images

kvæmt rannsókn Bartleys Hoebels í Princeton-háskóla, vekur það viðbrögð í sama hluta heilans – sem gengur undir nafninu „verðlaunastöðin“ – og kókaín, vínandi, nikótín og önnur fíkniefni verka á. Öll fæða gerir þetta að einhverju marki vegna þess að til þess hefur verðlaunastöðin þróast: Hún er til þess að hvetja til hegðunar (áts og kynlífs) sem gagnast tegundinni. En sykur virðist leggjast óhóflega á stöðina, eins og kókaín og nikótín. Ef marka má rannsóknir á dýrum, þá valda sykur og kornsíróp fíkn á sama hátt og venjuleg fíkniefni og af sömu lífefnafræðilegu ástæðunum. Hér sjáum við því vítahringinn. Fæðan sem gerir okkur feit fær okkur einnig til að verða sólgin í fæðu sem gerir okkur feit. (Þetta er aftur svipað reykingum: Vindlingarnir sem valda lungnakrabbameini hjá okkur gera okkur sólgin í vindlinga sem valda því.) Því meiri áhrif sem fæðan hefur til þess að fita okkur og því meiri tilhneigingu sem maður hefur til þess að verða feitur af henni, þeim mun sterkari verður löngunin. Þennan vítahring má þó rjúfa, þótt það feli í sér að hemja verði þessa löngun - alveg eins og ofdrykkjumaður getur hætt að drekka og reykingamaður getur hætt að reykja, en ekki án sífellds eftirlits og áreynslu. Millifyrirsagnir eru blaðsins.


Jólin í Dorma! Við erum með fleira en dýnur og gorma...

Hver er þinn jólailmur?

MEÐ ÖRMUM

ÁN ARMA

Daisy svefnsófi

Daisy svefnsófi

TVEIR LITIR •

TVEIR LITIR •

kr. 89.900,-

Alvöru dúnsæng

kr. 79.900,-

kr. 14.900,Full af dún

MEÐ

KOMDU NÚNA •

RÚMF ATAG EY

MSLU

N.Rest 180x200

kr. 109.900,-

Svæðaskipt pokagormakerfi

100% bómullaráklæði

Góðar kantstyrkingar

Sterkur botn

Nature’s Rest

FRÁBÆRT VERÐ

KOMDU NÚNA •

Gegnheilar viðarlappir

OPIÐ

Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-17 Sun frá kl. 13-17

Jólatilboð

dorma.is

Stærð cm. 90x200 100x200 120x200 140x200 160x200 180x200

Dýna Með botni 39.000,- 59.900,42.000,- 69.900,48.000,- 75.900,53.000,- 79.900,67.900,- 99.900,73.900,- 109.900,-

Pöntunarsími ☎ 512 6800 Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is


22

viðtal

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Hinn eini sanni koss Myndasögur. Er það ekki bara eitthvað fyrir börn eða Nexus-elskandi nörda? Ekki aldeilis. Í splunkunýrri skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Allt með kossi vekur, er textinn brotinn upp með þremur myndasögum eftir Sunnu Sigurðardóttur. Myndasögurnar tengjast efni skáldsögunnar beint en ein aðalpersóna bókarinnar er myndasagnahöfundur. Frumleg samsetning, enda ekki við öðru að búast en kraumandi sköpunargleði frá höfundi Yosoy og Skaparans. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hitti þær Guðrúnu Evu og Sunnu.

Í

Sunna gekk í hlutverk persónu Guðrúnar Evu og teiknaði myndasögur í hennar nafni. Ljósmynd Hari

anddyri heimilis Guðrúnar Evu í miðbænum er snarbrattur stigi sem fær fjallvegi á Austurlandi til að blikna í samanburðinum. Guðrún Eva kemur til dyra í svörtum kjól og með myndarlega kúlu. Hún á von á sínu fyrsta barni innan skamms en fer engu að síður létt með að ganga aftur upp stigann langa og bratta. Þær taka á sig ýmsar myndir, áskoranirnar í lífinu. Þrjú ár eru liðin frá því að síðasta bók Guðrúnar Evu kom út og tilhlökkunin eftir að fá nýja bók í hendur er því mikil. Í skáldsögunni Allt með kossi vekur fetar Guðrún Eva nýjar slóðir að því leyti að bókin inniheldur þrjár myndasögur sem Sunna Sigurðardóttir á heiðurinn af. Ekki er vitað til að þessi tvö form, skáldsagan og myndasagan, hafi áður verið fléttuð saman með þessum hætti hér á landi. Eða bara yfirhöfuð. Guðrún Eva hefur verið með skáldsöguna Allt með kossi í vekur í smíðum síðan árið 2006. Raunar hafði hún „fitjað upp á henni“, eins og hún orðar það, áður en hún skrifaði Skaparann, sem kom út árið 2008. „Einn af karakterunum í Allt með kossi vekur er myndasagnahöfundur og það kom að því að sagan kallaði á að það yrðu myndasögur í bókinni. Þær eru sannarlega ekki þarna upp á punt! Þær urðu að vera með, til að gefa sögunni aukna dýpt og útskýra ýmislegt. Ég fór á stúfana, fór að spyrjast fyrir og leita að réttu manneskjunni. Ég fattaði ekki fyrr en eftir á hvað ég var ótrúlega heppin að finna Sunnu. Hvað ég hafði í raun verið í miklum háska stödd. Því það skiptir öllu máli hvernig þetta er gert og það hefði svo auðveldlega verið hægt að klúðra þessu. En ég hafði ekki vit á að vera með hjartað í buxunum, heldur var bara saklaus á vappi í leit að rétta teiknaranum. Svo var mér bent á Sunnu, sem ég þekkti þá ekki neitt. Ég fór að hitta hana, í garðinum heima hjá henni, ræddi við hana um söguna og hún sýndi mér skissubækurnar sínar,“ segir Guðrún Eva. Við erum sestar við borðstofuborðið, ásamt teiknaranum, Sunnu. Skammt undan eru hillur sem svigna undan bókum, eins og lög gera ráð fyrir á íslensku menningarheimili. Ilmur af rótsterku kaffi berst að vitum og hnausþykkar súkkulaðibitakökur bíða örlaga sinna á borðinu.

Ævintýri fyrir fullorðna

„Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Sunna. „Ég fékk símtal, bauð Evu yfir og hún kom bara heim til mín, þar sem ég reif fram allar mínar

skissubækur. Mér fannst þetta strax ótrúlega spennandi verkefni. Ég þekkti hennar bækur og verk fyrir, virði hana sem rithöfund og hef alltaf verið hrifin af hennar verkum.“ Sagan fjallar um það þegar sögumaðurinn Davíð fær send eftirlátin gögn Láka, sambýlismanns Elísabetar móður hans; teikningar, blaðagreinar og ljósmyndir. Við það vaknar hjá honum löngun til að komast til botns í atburðum sem áttu sér stað haustið 2003 og hver þáttur móður hans hafi verið í örlögum vina hennar, Indi og Jóns. Inn í söguna fléttast meðal annars Kötlugos og hinn eini sanni koss. „Þetta er ævintýri,“ segir Guðrún Eva. „En sagan er raunsæ líka. Sögumaðurinn, sem lesandinn kynnist strax í fyrsta kaflanum, er raunsær á þetta allt. En atburðirnir sjálfir og aðrar persónur vilja stundum toga þetta í aðrar áttir, í átt að hinu ótrúlega og stundum hádramatíska. Mér fannst allan tímann að ég væri að skrifa ævintýri fyrir fullorðna.“ Hvernig unnuð þið þetta? Hittust þið reglulega einu sinni í viku eða eitthvað svoleiðis? „Það var ekkert stíft skipulag á því,“ svarar Sunna. „En við hittumst oft og fengum að sveiflast fram og til baka. Maður þurfti að fá að melta hvert og eitt atriði út af fyrir sig.“ „Við hittumst oft, ræddum og skoðuðum þegar Sunna kom til mín með nýja skammt,“ segir Guðrún Eva. „Ef þú lest fyrstu myndasöguna þá sérðu hvað það er mikil hugsun á bak við hana. Það er tilkomið af því að ég skrifaði fimm blaðsíðna handrit án nokkurrar tillitssemi gagnvart því hvernig það yrði fyrir Sunnu að túlka það með myndum. Sem ég held að hafi orðið til þess að það varð eitthvað ótrúlegt til. Hún þurfti að fara svo langt til að sækja það. Þetta er verkið hennar Sunnu. Ég gaf henni engar leiðbeiningar, bað ekki um að fá „svona“ mynd með þessum texta, heldur lét hana alfarið um þetta,“ segir Guðrún Eva. „Um leið var þetta frábært fyrir mig. Ég fékk svo frjálsar hendur,“ segir Sunna. „Svo vil ég endilega minnast á að myndasögur eru ekki aldurstengdar. Þetta er ekki barnaefni. Það er algengur misskilningur að svona sögur séu bara fyrir börn og unglinga. En „graphic novel“ geirinn er heill heimur út af fyrir sig. Þetta eru ekki brandarabækur“.

Barn og bók á sama tíma

Guðrún Eva er nýkomin frá Frankfurt þar sem hún flutti opnunarávarp við setningu árlegrar bókamessu þar sem Ísland var í heiðurssæti. Í ávarpi sínu varaði Guðrún Eva meðal annars við því að Íslendingar noti

þjóðrembu sem hækju til að reisa sig við eftir bankahrun og talaði um þær breytingar sem orðið hefðu á íslensku samfélagi á síðustu áratugum. Ekki taldi hún þó breytingarnar hafa verið til hins verra, þjóðfélagið hefði bara breyst. „Stundum líður mér eins og ég sé alin upp í amerískum menntaskóla með ruðningsbolta og klappstýrum. Ég hef lesið margar fagrar landslagslýsingar en ég hef séð hundrað sinnum fleiri morð. Ég hef unnið á bóndabæ en samt finnst mér ég vita meira um starf rannsóknarlögreglunnar en líf og starf bóndans. Það er í góðu lagi; bíómyndir og sjónvarpsþættir eru líka skáldskapur. Og ég sakna ekki gamla tímans. Það sem við höfum fengið í staðinn er einnig mikils virði. Einangrunin hefur verið rofin,“ sagði Guðrún Eva meðal annars í ávarpinu. Hún segir umfang og skipulag bókamessunnar hafa komið sér mjög á óvart. „Það gekk ótrúlega vel. Þetta er stærsta bókamessa í heimi en maður finnur varla fyrir því að þar séu mörghundruð manns því hún er svo vel rekin. Svo var ég mjög ánægð með íslenska framtakið. Vinnan sem íslenska teymið skilaði undir stjórn Halldórs Guðmundssonar var eiginlega algert þrekvirki sem fyllti mann stolti og gleði. Það fór ekki milli mála að maður var þarna í öruggum höndum. Þar fóru saman vandvirkni, fagmennska og skínandi hugvit. Svo var líka ótrúlegt hvað þetta gekk vel hjá mér, svona prívat, miðað við að áður en ég fór þarna út var ég eiginlega alveg búin á því. Lokaspretturinn á þessari bók var mjög langur. Það eru ekkert miklar ýkjur að segja að ég hafi unnið í tíu tíma á dag í tíu mánuði. Svo skilaði ég bókinni inn, skreið með hana upp í Forlag tveimur dögum áður en ég fór út til Frankfurt og sá ekki alveg fyrir mér hvernig ég ætti að fara að þessu. En síðan var bara svo gaman og mikil orka þarna; að hitta alla þessa forleggjara og lesendur. Ég var líka mjög glöð yfir þeim heiðri að fá að ávarpa samkomuna í byrjun. Það var svo hátíðlegt.“ Hún segist ekki mikið leiða hugann að hinum stóra bókabransa þegar hún situr heima á náttbuxunum að skrifa. „Stundum hugsa ég samt um það hversu mikil hugsjón það er að gefa út bækur. Það er oft merkilegt fólk sem stendur í því. Þetta er ekkert augljóslega gróðavænlegur bissness. Það þarf að hafa hjartað í þessu.“ Hittirðu einhver af átrúnaðargoðunum þínum þarna úti – ef þú átt einhver slík? „Ég á ekki beinlínis nein átrúnaðargoð. Mér finnst margir rithöfundar frábærir. En

Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is

ég hitti ekki marga rithöfunda þarna. Þetta er ekki bókmenntahátíð þar sem allt gengur út á höfunda með bækurnar sínar, heldur viðskiptaráðstefna sem gengur meira út á forleggjarana.“ Hvernig tilfinning er það skila svona bók frá sér? Ertu hvíldinni fegin eða strax farin að leiða hugann að næsta verkefni? „Bækurnar fara stundum í hálfgert höfrungahlaup, samanber að ég var komin af stað með þessa þegar ég skrifaði Skaparann. En fyrst eftir að ég skila, sérstaklega eftir svona rosalegan sprett, þá reyni ég að hugsa sem minnst um hugmyndir að nýjum bókum. Maður þarf að læra að trappa sig niður og hvíla höfuðið eftir vinnutörn. Mér finnst eins og ég hafi verið í mildu maníuástandi í marga mánuði. Vaknandi fyrir klukkan átta með vinnufiðring í maganum. Ég er búin að vera í því að trappa mig markvisst niður síðustu daga og vikur. Og ýta þá frá mér næstu bók, bara svo maður klári sig ekki gjörsamlega. Líka bara að njóta þess þegar bók loksins kemur. Það eru farin að liða þrjú ár á milli hjá mér, þannig að það er ekkert oft sem maður fær að upplifa það að halda á nýrri útprentaðri bók.“ Það verður líka um nóg annað að hugsa á komandi mánuðum. Áður en langt um líður kemur barn í heiminn og Guðrún Eva fagnar því meðgöngulokum í fleiri en einum skilningi þetta árið. „Já, ætli barnið komi ekki bara um svipað leyti og bókin,“ segir hún og lítur kímin á bumbuna.

Brúðkaup í Flatey

Á veggnum við eldhúsið er mynd af Vatnasafninu í Stykkishólmi. Þar dvaldi Guðrún Eva við skriftir sumarið sem hún kynntist eiginmanni sínum, Marteini Steinari Þórssyni kvikmyndagerðarmanni. Þau gengu í hjónaband í sumar, í Flatey á Skjálfanda. Má ég spyrja þig út í brúðkaupið? „Já, það er ekkert leyndarmál. Við settum meira að segja myndir á Facebook. Ákváðum að vera ekkert að pukrast með þetta, enda eru brúðkaup ekki til þess. Þau eru opinbert heit og tilkynning til samfélagsins. Það var Framhald á næstu opnu


Denis Matsuev

03.11.11 » 19:30

UPPSELT

/ 04.11.11 » 19:30

Pláneturnar og Rakhmaninoff Sergei Rakhmaninoff: Píanókonsert nr. 2 Gustav Holst: Pláneturnar

Pláneturnar eru eitt glæsilegasta hljómsveitarverk 20. aldar. Hér er sjö reikistjörnum lýst í tónum með sérlega áhrifamiklum hætti.

Rumon Gamba hljómsveitarstjóri Denis Matsuev einleikari Vox feminae kór Margrét Pálmadóttir kórstjóri

Píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmaninoff er ein ástsælasta tónsmíð meistarans og sennilega mest leikni píanókonsert 20. aldarinnar, hér í flutningi eins fremsta píanista heims, Denis Matsuev. Tryggðu þér miða á þessa glæsilegu tónleika.

Miðasala

»

www.sinfonia.is

»

www.harpa.is

»

Miðasala í anddyri Hörpu

»

Sími: 528 5050

»

Opið 10–18 virka daga og 12–18 um helgar


14 | MORGUNBLAÐIÐ 24 viðtal

Helgin 4.-6. nóvember 2011

sem ég er mjög hrifin af, þess vegna var vel við sem ganga út á íroníska hæfi að gifta okkur í sjálfsskoðun í dagbókarhinni Flateynni.“ formi. Þá má gera grín Það styttist ekki bara að konunni á þennan í fjölgun í fjölskyldunni, kaldhæðna hátt. Maður heldur eru Guðrún Eva sér kvenkaraktera helst og Marteinn að flytja út þannig í myndasögunum á land. Þau ætla þó ekki Það sem mér fannst svo stórkostlegt en karlarnir eru allur að fara langt. var að fá að vera svona stór hluti af skalinn.“ „Við erum að flytja í Hveragerði því okkur ferlinu. Fá að fylgja sögunni eftir og Erum öll karla og verður meira úr verki kynnast þessum karakter almenniúti á landi. Ef maður er kerlingar hérna í bænum verða Guðrún Eva skrifar jöfnlega sem ég var að teikna fyrir. ekki nógu margir um höndum um karl- og Sunna klukkutímar í sólarkvenpersónur í bókum hringnum og allt fer í sínum og segir kyn rugl. Marteinn vinnur ekki fæla sig frá neinni líka mikið heima og persónu. skrifar mikið.“ „Einhver höfundur, ég Guðrún Eva hefur man ekki í svipinn hver gert mikið af því að fara það var, sagði að það væri úr bænum til að skrifa ekki nóg fyrir rithöfund og þau hjónin hafa líka að búa yfir eigin huga, farið mikið í slíkar hann þyrfti eiginlega ferðir. „Svo fórum við líka að búa yfir huga vina Sunna eitt sinn í vinnusinna. Ég hef leyft mér búðir í sumarbústað.“ að skrifa jafnt um konÞótt Guðrún Eva sé ur og karla af því að ég fædd í Reykjavík og þekki jafnmargar konur hafi búið í Vesturbænog karla.“ um fyrstu árin er hún Skipti kyn þig einhverju þó aðallega alin upp úti máli þegar þú varst að á landi, meðal annars í trúir hlutunum og hvort þú trúir á leita þér að teiknara? Mosfellssveit, Kirkjubæjarklaustri þá eða ekki.“ „Alls ekki,“ svarar Guðrún Eva. Grænt og blátt Epli í fallegri skál og púði í stíl. og Garði. „Meinarðu með því að færa inn á „Jafnvel þótt uppskáldaði höfÞú veist þá alveg hvað þú ert að persónulega sviðið hluti sem ekki undurinn væri karl þá fannst mér fara út í? er alltaf fjallað um á þeim nótum?“ ekki að teiknarinn þyrfti að vera „Já, þannig séð. Þótt ég hafi spyr Guðrún Eva. „Eins og hvað sé karl. Ég vildi bara finna réttu mannöll mín fullorðinsár búið í miðbæ veruleiki og trú? Já, það er alveg eskjuna.“ Reykjavíkur og kunni ekki einu rétt. Þetta er mér greinilega hugSunna segist hafa velt þessu aðsinni að keyra. Auðvitað verða þetta leikið.“ eins fyrir sér til að byrja með: „Það viðbrigði. En vonandi gæfuríkt Hvað finnst þér þú hafa lært af var pínulítið áhyggjuefni hjá mér að skref.“ þessu samstarfi öllu, Sunna? ég væri að teikna fyrir karlmann. „Bara svo margt. Ég veit ekki Ég var hrædd um að teiknistíllinn Samstarf er lykilatriði hvar ég á að byrja. Ég hef aldrei minn væri of... ekki kvenlegur, upplifað svona samstarf í myndaen...“ Hún lætur setninguna hanga Guðrún Eva er með BA-gráðu í sögugerð. Það var spennandi að fá í lausu lofti svolitla stund. „Svo var heimspeki og skrifaði lokaritgerðtexta í hendurnar og túlka hann svo það bara spurning um að ég fengi ina sína um brandara. Eftir að hún sjálf. Vera sjálfstæð en eiga alltaf að kynnast Láka. Um leið og ég var hafið skilað henni komst hún að því þessa öruggu endastöð sem alltaf farin að skilja hann betur þá var að lokaritgerð afa hennar í lögfræði var hægt að bera allt undir.“ þetta ekkert mál. Þá gat ég alveg hefði líka fjallað um brandara. „Það Sænsk hönnun í skemmtilegum litatónum allsráðandi Morgunblaðið/Golli Þótt rithöfundarstarfið virðist stillt mig inn hann áhyggjulaust.“ er stórfyndin tilviljun. Ritgerðin hjá Village, sem er ný búð við Laugaveginn í Reykjavík. Ný búð „Svart, grátt, vínrautt, með grænum bláum tónum eru ráðandi hjá Village í haustað og einmanalegt ogog einangrandi úr fjar„Ég litir er komin á þá skoðun mín fjallaði um litla myndasögu af orange, vetur,“ segir Ég Hallgunnur Skaptason verslunarstjóri í búðinni. lægð segist Guðrún Eva gera mikið við séum öll svo miklir karlar og einhyrningi. hafði myndasögaf því að vinna með öðru fólki. kerlingar, segir Guðrún Eva. „Við una fremst í ritgerðinni og lagði svo Í Village er fjölbreytt heimilisvart, grátt, vínrautt, með orange, „Það er svo merkilegt við samstarf, höfum bæði kynin svo mikið í okkút fráog henni. Ritgerðin fjallar um Undirtónngjafavöruúrval. Í búðinni á Laugavegi 70og í um muninn á trú og grænum og bláum tónum eru ráðhvað það kemur oft eitthvað út úr ur og skiljum hvert annað miklu trú án guðs Reykjavík er byggt á rými og einfaldleika Fyrir mér er trú eitt- því sem er meira en það sem einandi litir hjá Village í haust og inn ígera. þessu betur en við þykjumst Það er trúarbrögðum. og hver vara fær sitt svæði. Undirtónninn vetur. Ég tel þessa liti falla vel að staklingarnir kunna eða geta. Það munur á kynjunum en hann er ekki hvað algerlega persónulegt, bara er að koma viðí þessu er að koma viðskiptavinum á óvart þeim smekk sem Íslendingar hafa, sérverður til þriðja persónan einhvern svo mikill eða flókinn. Einhvern tilfinning. Kórsöngur í hjartanu. með skemmtilegum hugmyndum sem gefa staklega hvað textílvörur varðar, en þær skiptavinum á veginn. Samstarfið hefur persónutímann sagði ritstjóri minn mér, Trúarbrögð eru tegund af pólitík hversdagsleikanum gildi og gleði. eru stór þáttur sem stjórnar samsetningu leika. Ég trúi á þannig vinnu. Ég þegar ég var að skrifa eina bókina, sem ég hef engan sérstakan áhuga litavals í búðinni,“ segir Hallgunnur óvart með Miklar hreyfingar vinn líka þannig með ritstjórum að honum þætti karlarnir mínir of á, nema bara eins og maður hefur Skaptason verslunarstjóri Village á Ísmínum.“ kvenlegir. Ég spurði „hvernig?“ áhuga mannkynssögu eða stjórskemmtilegum Vörunum er stillt upp til þess að áauðlandi. „Að kasta á milli og grípa,“ bætir og hann svaraði „ég veit það ekki“. nmálafræði. velda viðskiptavininum að velja sér vör- Alveg tvennt ólíkt.“ Taki fyrsta skrefið Sunna við. „Alltaf fær hluturinn Ég fór heimhugmyndum og hugsaði málið. Svo hljómar þetta kunnuguna. Þar má nefna textílvörur, Eitthvað glervörur, trévörur og fleira. „Litir, áferð, textíll; einhverja nýja lögun og það er ótrú„Eins og Íslendingar eru áhugasamir fór ég yfir alla bókina oghversfínstillti lega. Myndasaga í bland við texta. sem gefa vöruúrvalið allt er sett samanÞær eftir um nýstárlega hönnun þarf alltaf svolítið lega spennandi.“ nokkrar setningar. Tók sjálfsefapælingar eru kannski ekki að ákveðnu fyrirkomulagi. Miklar hreyfingar til þess að brjóta ísinn. Frá því við opnTalið berst að muninum á kvensemdirnar dagsleikanum úr hugsun karlanna og skjóta upp kollinum fyrsta skipti eru í Village búðunum árið um kring uðum í maí nú í vor hafa erlendir ferðaog karlpersónum í hinum ólíku afsökunartóninn úr þeirra. Svo með nýjuog bókinni eftir allt saman. gildi ogtali gleði. hafa þær allar sem eru um þaðSunna bil fjörutíu menn verið allstór hluti viðskiptavina okkbókmenntaformum. Að sögn bara skilaði ég. Og ritstjórinn sagði: brosir að þessu: „Mér í ýmsum borgum Svíþjóðar, sama ar og eru þeir óhræddir við að velja sér Sunnu er lítið um spennandi kvenHVAÐ GERÐIRÐU? Þetta er bara finnstútlit ótrúlega skemmtilegt að þrátt fyrir mismunandi umhverfi,“ segir eitthvað nýtt sem óvíða sést. Íslendingar hlutverk í myndasagnaheiminum. allt annað!“ heyra þetta. Þarna erum við komnHallgunnur. www.village.se vilja hins vegar að einhver sé búinn að „Þærog erukertastjaki oft bara fylgihlutur karlAfar athyglisvert. ar hringinn varðandiFjólublátt það hvernig Dúkur, bakki í stíl. sbs@mbl.is taka fyrsta skrefið,“ segir Hallgunnur. mannsins. Nema í þeim bókum, „Finnst ykkur það ekki?“ þú tekur hlutunum, hvernig þú

ótrúlega gaman og heppnaðist mjög vel. Þetta var fífldjörf aðgerð. Brúðkaupið fór fram úti á ballarhafi, á Flatey á Skjálfanda. Þangað eru engar áætlunarferðir, þannig að við þurftum sjálf að standa fyrir bátsferðum, eða réttara sagt fengum við til liðs við okkur hið frábæra hvalaskoðunarfyrirtæki Gentle Giants á Húsavík. Ég hefði verið hæstánægð að fá tuttugu manns því þetta var langt ferðalag. En ég held að fólk hafi litið á þetta sem tækifæri til að koma á þennan sérstaka stað og á endanum voru gestirnir hátt í hundrað. Svo hafði snjóað fyrir norðan allan júní en við fengum fyrsta sumardaginn. Það var hægt að vera úti á lopapeysunni þótt það væri ekki hlýtt. Þannig að

við vorum mjög heppin.“ Hvernig kynntust þið Marteinn? „Við kynntumst í Stykkishólmi,“ segir Guðrún Eva og brosir. „Hann hafði lesið Yosoy og var spenntur fyrir að gera mynd eftir henni. Hann kynnti sig fyrir mér á bar og sagði mér þetta. Ég kippti mér ekkert upp við það, vitandi hvernig kvikmyndabransinn er, og sagði bara „já, gaman að heyra og gangi þér vel!“. Heilu ári seinna hringdi hann í mig aftur með samstarf í huga. Þá var ég búsett í Vatnasafninu í Stykkishólmi og bauð honum bara í heimsókn. Svo kom hann. Ég opnaði fyrir honum og fékk beitta ör í hjartað. Sama kvöld fengum við karl á trillu til að skutla okkur út í Flatey á Breiðafirði. Meðal annars

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?

Hugmyndir með gildi og gleði

S

Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is



26

viðtal

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Birgir Svan Símonarson gefur út sautjándu ljóðabók sína á sextugsafmælinu. Hann fagnar ekki aðeins nýju ári heldur hverjum nýjum degi því ólæknandi krabbamein breytir lífssýn. Ljósmynd Hari

Maður hugsar lífið á annan hátt, nýtur þess jafnvel betur þegar maður veit að þetta er ekki endalaus yfirdráttur.

Spilað utan deilda Utangarðsskáldið Birgir Svan Símonarson gefur út sína sautjándu bók, eftir atvikum, á sextugsafmælinu. Útkoma nýrrar ljóðabókar Birgis er stór áfangi því hann glímir við ólæknandi krabbamein og fagnar því hverjum nýjum degi. Jónas Haraldsson ræddi við skáldið um lífið og ljóðin, Listaskáldin vondu og þann vörð sem staðinn er um ungmenni sem geta ekki nýtt sér þjónustu hins hefðbundna skólakerfis. suma morgna passa ég ekki í líkamann stofublómin svara þegar ég ávarpa þau stöku sinnum er ég í frjálsu falli fallhlífin neitar að opnast eins og einhver hafi komið fyrir trójuhesti í huga mér eins og um æðar mér renni stanslaus ruslpóstur annars hef ég það bara bærilegt Það er einmitt það sem Birgir Svan Símonarson ljóðskáld segir, „annars gengur þetta vel,“ eftir að hafa lýst því að útkoma nýrrar ljóðabókar sé stór áfangi – og það á sextugsafmælinu: „Því ég er að drepast úr krabbameini,“ segir hann æðrulaust. Birgir segist því ekki aðeins fagna nýju ári í lífi sínu heldur hverri nýrri viku, hverjum nýjum degi. „Ég fékk fyrst krabba í görnina sem var skorinn úr en svo hljóp hann í lifrina. Þetta er ólæknandi, það er ekkert hægt að gera nema halda þessu niðri. Í þessu ljósi er gaman að lifa hvern dag.“ Birgir segir lyf halda krabbameininu í skefjum, það hafi ekki hreyft sig undanfarin þrjú ár og hann segist vita til þess að menn hafi lifað með slíku í allt að átta árum eftir greiningu. „En þetta breytir lífinu, þegar maður áttar sig á því að það er ekki endalaust. Maður hugsar lífið á annan hátt, nýtur þess jafnvel betur þegar maður veit að þetta er ekki

endalaus yfirdráttur.“ Ljóðabók Birgis, eftir atvikum, er sú sautjánda í röðinni og gefin út af höfundi sjálfum. Í henni eru bæði örsögur og ljóð. Undanfarin ár hefur hann einnig unnið að tónsmíðum og hyggur á útgáfu plötu með frumsömdum ljóðum og lögum. Þá hefur Birgir unnið að ritun endurminninga. „Ég hef gefið þetta út sjálfur – er svolítið utangarðs,“ segir Birgir. „Það gengur ekki neitt peningalega,“ bætir hann við en virðist ekki kippa sér upp við það. „Ég hef alltaf litið á útgáfuna sem skemmtun, sendingu til vina minna fremur er gróðabrall. Eru ekki allir eitthvað að brasa, konur að prjóna eða baka kleinur og setja í poka til að selja? Ætli þetta sé ekki sammannleg þörf, það hafa allir þörf á að búa eitthvað til,“ segir Birgir og lýsir sjálfur stöðu utangarðsskáldsins í upphafi ljóðs í nýju bókinni: sumir segja að ljóðskáld séu svolítið skrítin og spili utan deilda

Gott þegar gamlar rokkgrúppur fá að hvíla í friði

Birgir Svan Símonarson byrjaði ungur að yrkja. Skáldgyðjan er sterk í þeim Símonarsonum en Ólafur Haukur rithöfundur er fjórum árum eldri. „Ólafur bróðir minn segir að við séum eitthvað tengdir skáldskaparmönnum aftur í ættir en ég hef ekki kynnt mér það, hef aldrei haft áhuga á ættfræði. Ólafur veit þetta miklu betur. Hann er

grúskari.“ Ferillinn byrjaði með frægu fólki, þegar Listaskáldin vondu fylltu Háskólabíó janúarkvöld árið 1976. Reynslan hefur sýnt að þau voru ekki svo vond, enda sagði Megas, einn úr hópnum í Tímaviðtali frá þeim tíma, að þeim hefði verið bent á að listaskáldin góðu væri aðeins notað yfir látin skáld en þau væru öll ofanjarðar. Auk Megasar og Birgis Svans voru Listaskáldin vondu: Guðbergur Bergsson, Þórarinn Eldjárn, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sigurður Pálsson og Hrafn Gunnlaugsson. „Þetta var frábær hópur, fenómen, eiginlega svolítið eins og Bítlarnir. Við ferðuðumst um landið í einkaflugvél, fjármögnuð af verkalýðshreyfingunni. Þá voru til staðar félagsheimili víða um land, meira og minna rekin af ríkinu. Við lásum upp og komum fram í þessum félagsheimilum en það voru oft verkalýðsfélögin sem pöntuðu okkur á staðinn, eins hverja aðra rokkgrúppu. Verkalýðsfélög voru yfirleitt menningarlega sinnuð á þessum tíma. Við flugum til Akureyrar, Hornafjarðar, Siglufjarðar og fleiri staða. Allt var það vel borgað og skemmtilegt. Stuðmenn voru með okkur þegar við flugum til Hafnar. Þá var tengingin fullkomin, bókmenntir og tónlist. Ég hef ekki séð þetta gerast síðan, að þessar greinar hafi náð svona saman. Það voru þeir Hrafn og Siggi Páls sem voru helsta klíkan í þessu. Þessi áskorun að fylla Háskólabíó var hugmynd þeirra. Það þótti ótrúlega ófyrirleitið að láta sér detta

svona della í hug. Það væri eins og ljóðskáld í dag ætluðu sér að fylla Egilshöllina.“ Listaskáldin voru að í um það bil tvö ár. „Svo fór hver sína leið og sem betur fer hefur þessi draugur aldrei verið vakinn upp. Það var mjög góð ákvörðun. Það er gott þegar gamlar rokkgrúppur fá að hvíla í friði. Eitthvert bókaforlag var að reyna að fá okkur af stað, vildi gefa út bók, en því var hafnað.“

Góða hliðin á Íslendingum

Ætla mætti, miðað við þriggja línu ljóð Birgis Svans í nýju bókinni, að hann hefði lítið álit á samfélaginu...: fjallkonan er flutt úr landi skautbúningur til sölu í góða hirðinum ... en svo er alls ekki, að minnsta kosti ekki hvað varðar framlög og leiðsögn til handa ungu fólki sem fetar ekki troðnar slóðir. Hans meginstarf undanfarna þrjá áratugi hefur verið kennsla, fyrst víða um land og síðan í sjö ár við Hjallaskóla í Kópavogi. Þá tók við sú kennsla sem hann sinnir enn í dag. Birgir byggði upp starfsemi í Hvammshúsi í Kópavogi þar sem gripið var til sérúrræða fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér þjónustu hins hefðbundna skólakerfis. Kennsluaðferðirnar voru óhefðbundnar þar sem mikil áhersla var lögð á verklegan þátt kennslunnar. Nú hefur starfsemi yngri deildar og unglingadeildar verið sameinuð á nýjum stað, Tröð, við Neðstutröð í Kópavogi þar sem unglingarnir eru á neðri hæðinni en yngri nemendur á þeirri efri. „Mér finnst þetta sýna góða hlið á Íslendingum, að hugsa um þá sem hafa átt erfitt í þessum geira,“ segir Birgir. „Grunnskóla- og unglingsárin eru oft erfið mörgum. Þá er

karakter okkar að byggjast upp. Það er mikilvægt að hjálpa fólki á þessum aldri. Þetta eru oft fínir krakkar sem hafa ekki náð að fóta sig í stóru skólunum. Margir þeirra sem hafa fengið þessi úrræði hafa komið ágætlega út síðar. Þetta hefur hjálpað þeim að öðlast betri sjálfsmynd sem hefur komið þeim vel í lífinu. Mér finnst ennþá meira gaman að fást við stærri hóp. Við erum fimm kennarar með 12-13 börn svo það er mikið lagt í þetta. Þrátt fyrir samdrátt hefur verið staðinn vörður um þetta starf.“ Birgir segir fyrirmyndina að þessu skólastarfi sótta til tveggja skóla í Noregi. Þar hafi börnum meðal annars verið falið það verkefni að sjá um veðhlaupahesta og rækta hunda. Námið sé aðgerðasniðið að hverjum og einum. „Hið sama á við hér. Við höfum lengi rekið hjólreiðaverkstæði og smíðaverkstæði, verið í alls konar föndri.“ Birgir segir hópinn meðal annars hafa unnið við að kljúfa eldivið sem fyrirtækið Funi keypti. „Þannig söfnuðum við peningum, alveg fram að hruni, og fórum með hópinn til Danmerkur og vorum í viku í sumarbústað þar. Það er talsvert afrek með krakka sem nánast enginn þóttist geta þolað eða verið með stundinni lengur.“ Ekkert vex skáldinu og kennaranum í augum. Utandeildinni lýkur þannig: ég hef séð ljóðskáld breyta sér í lax synda mót straumnum það kom mér eftir atvikum ekki á óvart Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


að hætti Jóa Fel! skógarberja lambalæri úrbeinað

1.998

kr/kg.

Verð áður 2.598.-

tilbúið beint í ofninn... TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

afsláttur við kassa

afsláttur við kassa

afsláttur við kassa

25%

25%

TILBOÐ

TILBOÐ

712

2.099

kr/kg.

bbQ Hversdagssteik

30%

TILBOÐ

TILBOÐ

1.749

kr/kg.

2 x 175g gr.

kr/kg.

Verð áður 2.498.-

gráðosta- og villisveppafyllt grísalund

ný og stærri kaka

vinsælasta fabrikku skyrtertan í heiminum

era ppmsk u p e ý n auðu lum

afsláttur við kassa

Verð áður 739.-

ungnauta hamborgarar

ferskar

cappuchino karamellu ís

af r

Verð áður 2.798.-

kjúklingalundir

læri með legg

25%

554

kr/kg.

Verð áður 949.-

TILBOÐ

TT nífý rænir l

sa frá u

TILBOÐ jóa fel kökudeig

ct deep disH pizza

559

479

kr/pk.

kr/pk.

Verð áður 529-

TILBOÐ

TILBOÐ

jólabrauð

epla- og kanilHringur

259

kr/stk.

Verð áður 339.-

799

kr/stk.

Verð áður 999.-

Gildir til 6. nóvember á meðan birgðir endast.

uruitnn t s k a a b fyrir form, skr Val köku mikið úr . & litir

r

safa


ngaleggir

fries rifflaðar

úr kjötborði

úr kjötborði

Nauta-fille

Svínakótilettur

2.798,kr./kg

998,kr./kg

verð áður 3.498,-/kg

verð áður 1.498,-/kg

Fjarðarkaup 4. - 5. nóvember

FK ferskur kjúklingur

765,kr./kg

verð áður 890,-/kg

FK kjúklingabringur

FK kjúklingalæri

FK kjúklingaleggir

Ali Reykt medisterpylsa

2.098,kr./kg

757,kr./kg

757,kr./kg

774,kr./kg

verð áður 2.498,-/kg

verð áður 946,-/kg

verð áður 946,-/kg

verð áður 967,-/kg

Grísasnitsel m/osti og skinku 1kg

Grísakjötbollur 1kg

Kjúklingasnitsel 1kg

1.098,kr./kg

1.098,kr./kg

1.098,kr./kg

verð áður 1.498,-/kg

verð áður 1.498,-/kg

verð áður 1.498,-/kg

- Tilvalið gjafakort

Ali grísa lasagna

Ali bjúgu 4 í pk.

998,kr.

398,kr.

verð áður 1.098,-/kg

verð áður 498,-/kg

www.FJARDARKAUP.is


McCain superfries 900g

Pringles 165g 3 gerðir

498,kr.

288,kr./stk.

FK vanilluís 2L

verð áður 638,-

Pantene sjampó

Pantene hárnæring

398,kr.

398,kr.

298,kr.

FK súkkulaðiís 2L

Fairy uppþvottalögur

298,kr.

248,kr.

verð áður 488,-

verð áður 488,-

H&S hárnæring 3 gerðir

H&S sjampó 3 gerðir

348,kr./stk

348,kr./stk

ein-stök Ariel Futur 1,5L

Ariel Regular 2,240kg

798,kr.

1.198,kr.

verslun

Pampers þurrkur sens.

368,kr.

Always Giga pk. 3 teg.

Alldays 4 teg.

Pampers baby wipes

Pampers 4 stærðir

798,kr./pk.

398,kr./pk.

398,kr.

1.698,kr./pk.

Tilboð gilda til laugardagsins 5. nóvember Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is


30

viðtal

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Horfðist í augu við veikindin og öðlaðist nýtt líf

Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir Byrjaði í MR nú í haust og er ekki feimin við að útskýra fyrir bekkjarsystrum sínum að hún glími við veikindi. „Ég tel að gott sé fyrir þær að vita það ef eitthvað kemur upp á.“

Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir hefur glímt við áráttu og þráhyggju frá því hún var barn og þurfti að kalla til lögreglu þegar hún fékk verstu köstin. Hér segir hún Sölva Tryggvasyni frá því hvernig hún náði tökunum á sjúkdómnum og lærði að bera höfuðið hátt. Ljósmyndir/Hari

Á

rátta og þráhyggja er ekkert alltaf eins og í bíómyndunum. Þeir sem þjást af þessum sjúkdómi þvo sér ekki alltaf hundrað sinnum á dag um hendurnar eða passa sig á að stíga ekki á strikin á gangstéttum. Þetta getur verið rosalega lúmskt og þess vegna erfitt að eiga við.“ Stelpan sem segir þetta og er nýbúin að taka á móti mér í Skipasundinu er ákveðin og greinilega mjög þroskuð eftir aldri. Það er bjart yfir henni og langt í frá að það sjáist utan á þessari sextán ára stúlku að hún hafi svo árum skiptir barist við erfiða áráttu og þráhyggju og þunglyndi sem hefur fylgt í kjölfarið. En þó skynjar maður fljótt ákveðna dýpt og þroska sem augljóslega ekki hafa komið átakalaust. „Ég var í sjöunda bekk þegar ég var loksins greind, en fram að því hélt ég bara að ég væri eitthvað rugluð. Skapsveiflurnar voru rosalegar og ég var aldrei sátt í eigin skinni. Ég tók ofsafengin reiðiköst og fjölskyldan tiplaði á tánum í kringum mig. Það var ekki fyrr en lögreglan var kölluð til í þriðja eða fjórða skiptið sem ég fékk þá hjálp sem ég þurfti. Þá var ég tólf ára og lagðist inn á Barna- og unglingageðdeild. Ég fann strax að það myndi breyta öllu fyrir mig að fá þá aðstoð sem þar var til staðar, þótt ég hafi ekki viðurkennt það í fyrstu. Þegar mér var sagt að ég væri með áráttu og þráhyggju vissi ég ekkert hvað það var, en síðan þá hef ég orðið margs vísari og aflað mér mikilla upplýsinga um sjúkdóminn.“ Nýlegar rannsóknir benda til þess að eitt af hverjum 100 til 200 börnum sé haldið áráttu og þráhyggju. Dagleg notkun orðanna lýsir á engan hátt alvarleika þess sem greinist með sjúklega áráttu og þráhyggju. Hjá þeim taka hugsanir og órökréttar athafnir stundum alveg yfir líf manneskjunnar, sem oft verður kvíðin og þunglynd í kjölfarið, enda lífsgæðin ekki mikil. Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir, sem hefur glímt við sjúkdóminn frá því hún var barn, þekkir þetta betur en flestir. Allt frá því að hún var lítil stelpa hefur hún glímt við hegðunarvandamál. Það var ekki fyrr en hún var tólf ára gömul sem vandinn var fyrst greindur. Þá hafði henni liðið illa lengi..

Endaði í reiðiköstum og þunglyndi

„Þráhyggjan veldur því að sömu hugsanir leita aftur og aftur á mann, valda óþægindum, kvíða, stressi, sektarkennd og jafnvel skömm. Hugsanir eins og hvort maður sé að gera rétt, stöðugar hugsanir um reglu og skipulag, hvort einhver sé ógeðslegur við mann og svo verstu tilvikin sem eru hugsanir um að ráðast á og skaða aðra. Áráttan veldur því svo að maður framkvæmir það sem maður hefur þráhyggju fyrir, athugar í sífellu hvort maður sé örugglega að gera rétt, raðar hlutum stanslaust í röð, spyr oft sömu spurninganna bara til að fullvissa sig um að maður hafi heyrt rétt. Hjá mér er birtingarformið aðallega þannig að ég reyni alltaf að fá nýja útkomu með sömu aðferðunum. Ef fólk er öðruvísi en ég vil að það sé, held ég endalaust áfram að reyna að fá mínu fram. Svo getur það endað í miklum reiðiköstum, sem síðan valda sektarkennd og þunglyndi.“ Guðrún segir að hin birtingarmyndin á áráttunni hjá sér sé mikil þörf fyrir skipulag og tiltektir. Hún verði að hafa hlutina í full-

kominni röð og reglu til þess að hún finni frið í sálinni. „Til dæmis þegar þú komst hingað. Mér hefði liðið rosalega illa ef einhver óregla hefði verið hérna inni. En ég veit auðvitað að þetta er þunn lína. Það þarf ekkert endilega að vera sjúklegt að vilja hafa hreint í kringum sig eða vera skipulagður. Og heldur ekki að lenda stundum í rifrildi við foreldra sína þegar maður er unglingur. En þegar lögreglan er ítrekað komin inn í dæmið er augljóst að þetta er orðið eitthvað meira en venjulegt.“

eins og stundum gerist hjá unglingum sem líður mjög illa. Ég skar mig einu sinni djúpt í hendina og var í raun kominn á endastöð. Mig langaði ekki að lifa.“ Hún klökknar þegar hér er komið sögu og það tekur á hana að halda áfram. „Mér fannst foreldrum mínum bara ekki koma þetta neitt við. Mér var sama um allt. En þau voru orðin mjög hrædd um mig þarna. Og ég áttaði mig á því seinna að auðvitað yrði það hræðilegt áfall fyrir þau ef ég hefði bara farið.“

Reyndi að fyrirfara sér

Fékk hjálp og öðlaðist nýtt líf

Hin hliðin á peningnum eru svo þráhyggja. Hún, segir Guðrún, hefur einkum snúið að útliti og þyngd. „Á tímabili heltók þetta mig algjörlega. Ég var alltaf óánægð með sjálfa mig og fannst ég aldrei nógu góð. Mér fannst ég alltaf of feit og gat ekki einbeitt mér vegna þess að ég var stöðugt að hugsa um útlitið og í að rífa mig niður. Ég held reyndar að það sé eitthvað sem er orðið allt allt of algengt hjá stelpum á mínum aldri. Það eiga allar að vera í stærð fjögur eða sex vegna þess að samfélagið segir það. Fyrir ungar og áhrifagjarnar sálir er þetta stórhættulegt.“ Í kjölfarið segist Guðrún hafa sokkið niður í mikið þunglyndi og um tíma var myrkrið svo mikið að hana langaði að enda líf sitt. „Ég var farin að skera mig í hendurnar

Hún segist í dag afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið þá hjálp sem hún sannarlega þurfti á að halda og eins það að hún gat horfst í augu við veikindi sín og viðurkennt þau fyrir sjálfri sér og öðrum. „Fyrst var ég alls ekki ánægð þegar ég fékk greininguna á barnageðdeildinni. Þó að ég sjái núna að það bjargaði lífi mínu vill auðvitað enginn vera talinn geðveikur. Allra síst þegar maður er svo ungur að maður skilur varla greininguna! Þannig horfði það við mér þá. Að ég væri öðruvísi og að skólafélagarnir myndu ekki líta mig sömu augum. En ég hafði ekkert val og var strax látin ganga til sálfræðings, sem ég var afskaplega ósátt við þá, eins og reyndar flest annað. Mér fannst líf mitt hrunið. Í dag þakka ég fyrir að hafa komist í sálfræðimeðferð og að hafa fengið

lyf, sem ég byrjaði strax á eftir að meðferðin hófst. Ég var (auðvitað) bara 12 ára þarna og sá þetta með allt öðrum augum en í dag. Mér fannst að verið væri að dópa mig og kalla það svo hjálp. Ég sá ekkert jákvætt við þetta. Í dag sé ég að þetta hefur algjörlega bjargað mér og breytt lífi mínu á allan hátt til hins betra. Þetta ferli tók langan tíma og ég var rosalega þrjósk. En smátt og smátt byrjaði ég að ná sambandi við sálfræðinginn og sætta mig við lyfin; mér fór að líða miklu betur.“ Guðrún segist hafa náð ákveðnum tökum á því að ýta niðurrifshugsunum frá og sjá eitthvað jákvætt. „En eins og þeir vita sem hafa greinst með sjúkdóma af þessu tagi tekur þetta allt tíma og maður gengur ekkert um á bleiku skýi. Ég fór smátt og smátt aftur í mótþróa og hvatvísin hjá mér jókst á nýjan leik. Mamma gafst upp og treysti sér ekki lengur til þess að leyfa mér að búa hjá sér. Ég skil hana vel í dag, þar sem ég var stundum rosalega erfið. Ég var látin flytja til pabba. Algjörlega gegn mínum vilja og einungis með nokkurra daga fyrirvara. Það tók mig tæpt ár að sætta mig við það. Ég minnti pabba og konuna hans reglulega á að það hefði ekki verið ég sem vildi flytja til þeirra og að þess vegna þyrfti ég ekki að koma vel fram við þau. Þetta var mikil togstreita því ofan á áráttuna og þráhyggjuna var ég náttúrulega unglingur á erfiðasta aldri. Í dag sé ég mikið eftir því


Helgin 4.-6. nóvember 2011

að hafa komið svona fram við þau, því ég hef áttað mig á því að þetta var það besta í stöðunni. Með því að flytja til þeirra fékk ég líka tækifæri til þess að vera viðstödd mikilvægustu tímana í lífi hálfsystkina minna, sem eru fædd 2007 og 2009. Ég verð alltaf þakklát fyrir það.“

Lykillinn að viðurkenna veikindin og fá hjálp

Í dag er Guðrún á fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík og námið gengur mjög vel. Hún hefur með hjálp fagaðila, lyfja, stuðningi fjölskyldu og heilbrigðs lífsstíls náð góðum tökum á veikindum sínum. „Auðvitað koma vondir dagar inn á milli, eins og hjá öllum, en ég þekki sjálfa mig orðið vel og líka veikindi mín og veit hverju ég þarf að passa mig á til að sökkva ekki niður. Ég kom í þetta viðtal vegna þess að mér finnst svo rosalega mikilvægt að opna umræðuna um geðsjúkdóma. Stærsta skrefið til að ná bata er að viðurkenna veikindin og þora að horfast í augu við þau. Fyrst vildi ég alls ekki viðurkenna að ég væri að ganga til sálfræðings. Mér fannst það niðurlægjandi og skammaðist mín fyrir það. Í dag ber ég höfuðið hátt og er búin að segja mörgum stelpum í bekknum mínum að ég sé greind með áráttu og þráhyggju og þunglyndi. Ég tel að gott sé fyrir þær að vita það ef eitthvað kemur upp á. Mér finnst umræðan um geðsjúkdóma vera allt of fordómafull. Þetta er eins og í gamla daga þegar fólk þorði ekki að koma út úr skápnum af því að það var samkynhneigt. Sem flestir sjá í dag að er tómt bull. Fólk verður að leita sér aðstoðar lækna og sálfræðinga ef það þarf þess. Og enginn á að skammast sín fyrir það. Þú lagast ekki mikið ef þú burðast með þetta einn úti í horni. Ef þér er illt í maganum eða fætinum gerir þú eitthvað í því. Það sama á að gilda um geðsjúkdóma.“ Guðrún segir veikindi sín hafa þroskað sig gríðarlega og að hún taki lífið alvarlegar eftir þau. Hún finni miklu meiri samkennd Framhald á næstu opnu

Hvað er þráhyggja og árátta?

Þráhyggja og árátta er hamlandi kvíðaröskun sem einkennist af þrálátri og tímafrekri þráhyggju eða áráttu. Áætla má að vandinn hrjái um það bil 5.000 Íslendinga einhvern tímann á ævinni. Þráhyggja vísar til óboðinna og áleitinna hugsana, hvata eða ímynda, sem algengast er að snúist um smit (til dæmis að smitast við það að snerta peninga), efasemdir (til dæmis hvort slökkt hafi verið á eldavélinni), hryllilegar eða ofbeldisfullar hvatir (eins og að skaða barnið sitt) eða kynóra (sjá eitthvað klámfengið fyrir sér). Árátta lýsir sér í síendurteknu atferli eins og að þvo sér um hendurnar, tékka á, eða raða hlutum. Hún getur einnig verið framkvæmd í huganum til dæmis með því að telja, endurtaka orð eða biðjast fyrir. Áráttan dregur úr kvíða til skamms tíma og er oftast ætlað að afstýra því að þráhyggjuhugsanir verði að veruleika. Fólk gerir sér grein fyrir að þráhyggjan eða áráttan er meiri en eðlilegt er, skammast sín oft fyrir vandann og á því oft erfitt með að leita sér aðstoðar.

Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum

Tilboð

B2

3ja sæta

97.900kr. 5 litir í boði

Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Þú velur

GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)

og draumasófinn þinn er klár

Basel Íslensk framleiðsla

Verðdæmi:

Sófasett 3+1+1 tau áklæði - Verð frá 360.900 kr. Sófasett 3+1+1 leður áklæði - Verð frá 566.600 kr.

Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is

Litlar eyjur

www.spain.info

*

, y L oksins t nd


32

viðtal

Auðvitað koma vondir dagar inn á milli, eins og hjá öllum, en ég þekki sjálfa mig orðið vel og líka veikindi mín og veit hverju ég þarf að passa mig á til að sökkva ekki niður. Ég kom í þetta viðtal vegna þess að mér finnst svo rosalega mikilvægt að opna umræðuna um geðsjúkdóma.

Helgin 4.-6. nóvember 2011

og skilji betur þá sem glíma við erfiðleika. „Ég finn líka að margir leita til mín með sína erfiðleika núorðið. Fólki finnst gott að tala við mig ef eitthvað bjátar á. Bæði vinir mínir og líka fólk í fjölskyldunni.“

Tók mataræðið í gegn

Guðrún hefur gert ýmislegt til að auka lífsgæði sín og halda einkennum sjúkdómsins niðri. Hún hefur tekið mataræði sitt í gegn á þessu ári og finnur mikinn mun við það. „Það er aðallega sykurinn sem er vondur fyrir mig. Hann espar mig

upp og gerir mig örari, sem ég má alls ekki við. Þó að ég sé mjög á móti öllum öfgum í mataræði, sérstaklega ef þær tengjast útliti, vil ég borða hollt. Ég hef núna sleppt öllum sykri í mánuð og ætla að halda því áfram. Þeir sem glíma við svona veikindi verða að fara vel með sig. Reyna að hreyfa sig, borða hollt og hafa reglu á svefninum. En að sjálfsögðu fæ ég mér líka það sem er gott, bara í minna magni. Ég er rosalega þakklát mömmu fyrir að hafa boðist til að kaupa handa mér kort í ræktinni. Um leið og manni líður betur líkamlega líður manni betur and-

lega. Þetta helst í hendur. Áður fyrr forðaðist ég spegilinn, mér fannst alltaf eitthvað rangt við spegilmynd mína. Nú stend ég oft fyrir framan spegilinn og dáist að því hversu mikil breyting hefur orðið á mér og hversu vel ég lít út!“

Útlitsdýrkun er að drepa ungar stelpur

Þegar ég spyr Guðrúnu út í hvaða skilaboð hún vill senda út í samfélagið stendur ekki á svörum. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það séu allir eðlilegir innst inni og að allir séu góðir og vilji vel ef

þeir eru í jafnvægi. Fyrir þá sem glíma við erfiðleika eins og ég er mikilvægast að tala um hlutina og fara ekki í feluleik. Svo verður maður að læra að elska sjálfan sig eins og maður er. Þegar ég byrjaði í MR ákvað ég að gera ekki sömu mistökin aftur. Ég skipti ekki út fataskápnum og ætla ekki að láta aðra segja mér hvernig ég á að vera. Ungar stelpur eru allt of háðar útlitskröfum. Þær vilja allar vera í stærð fjögur eða sex og passa sig að vera ofurgrannar. Fyrir hvern? Fyrir strákana, sem sjálfir eru svo bara eins og þeim sýnist? Ég tek ekki lengur þátt í þessu. Til hvers að vera í stærð 6 ef þú getur verið flott í stærð fjórtán? Þetta er falið vandamál; hvað stelpur festast í sjálfsásökunum og eilífum hugsunum um útlitið. Þær eru margar að sligast undan þessu.“ Guðrún horfir björtum augum fram á vegin og er sannfærð um að hún muni ná betri og betri tökum á veikindum sínum. „Nú er á dagskrá að minnka lyfjaskammtinn í samráði við lækninn minn, vegna þess að mig langar til að ná tökum á þessu með náttúrulegum aðferðum líka. Umræðan um lyf er rosalega skökk og allt of neikvæð. Þau hafa bjargað lífi margra og geta verið lífsnauðsynleg, að minnsta kosti tímabundið. Fólk á aldrei að skammast sín fyrir að taka lyf. Ég lifi mjög góðu lífi í dag, og ef ég ber stöðu mína í dag saman við stöðu mína á sama tíma fyrir þremur til fjórum árum, þá er svo mikill munur að fólk ætti örugglega erfitt með því að trúa því að það sé sama manneskjan sem um er rætt,“ segir þessi jákvæða og hugrakka unga kona. Sölvi Tryggvason

R A G A D U S S BY

ritstjorn@frettatiminn.is

Í SPORTBÚÐINNI

30% AFSLÁTTUGAR ALLT AÐ GLA BYSSUM Í FÁEINA DA Á VÖLDUM HA

LANGÓDÝRUSTU

RJÚPNASKOTIN?

Rio 36 gr. aðeins 1.595,pakkinn (25 skot)

Sellier & Bellot 36 gr. aðeins 1.695,pakkinn (25 skot)

MUNIÐ VINSÆLU GJAFABRÉFIN OKKAR

RJÚPNAVESTI aðeins 8.995,-

KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 Í leiðinni úr bænum MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16


iPad 2 Verð frá: 84.990.-

iPhone 4S er kominn í verslanir okkar.

iPhone 4S er öflugasti iPhone síminn hingað til. Hann er stútfullur af nýjungum eins og tveggja-kjarna A5 örgjörvanum frá Apple sem gerir hann sneggri og hraðari í bæði almennri vinnslu og grafík. Glæný 8MP myndavél er í iPhone 4S sem hefur að geyma magnaða linsu og 1080p vídeóupptöku með hristivörn. Siri er nýjung sem gerir manni kleyft að stjórna símanum með því að tala við hann (Siri skilur ensku, þýsku og frönsku) og fá aðgang að upplýsingum hratt og vel.

Smáralind

Opnunartímar Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1300 | www.epli.is

Laugavegi 182

Opnunartímar Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 SSími 512 1300 | www.epli.is


orginni

. 14:00 hól kl. 15:30

Bride,

Gja Mið fako bor g nleg arin rt tíö n llum ar oLaugavegi kka 15 • sími: 420 8849 b mið bor ókaver r gar inna slunum r!

fáa

Guðjónsson

Bankastræti 7 • sími: 533 3390 r á gi ttu de slá ar af laug % 20 gum lön

Laugavegi 1 • sími: 511 0991 • www.elm.is

0 Valgeir Guðjónssdon

u fyrir kr. 700 Laugavegi 26 • sími: 512-1715

na lgi he dag m u g u án nin ð m sý o Rauðarárstigur 12-14 • s: 551-0400 For Uppb

Skólavörðustíg 16 www.geysirshops.is

Skólavörðustíg 16 • sími: 555-6310 • www.geysir.net

Laugavegi 66 • sími: 5652820

Laugavegi 24 S: 578-4888 www.scandinavian.is

Skólavörðustíg 8b • sími: 552-2028 • www.graennkostur.is

Laugarvegi 13 S: 660-8202

Laugavegur 35 S: 893-0575

LANGUR LAUGARDAGUR ––– OG LJÓSIN Í BÆNUM TENDRAST –––


OPIÐ TIL 17:00 OG VÍÐA LENGUR Laugavegi 4 • sími: 555-4477

LIFANDI TÓNLIST Á GÖTUM OG TORGUM

i c e l a n d i c

d e s i g n

Aðalstræti 10 • sími: 517 7797 • www.kraum.is

stofnsett 1916

VERUM, VERSLUM OG NJÓTUM ÞAR SEM MIÐBORGARHJARTAÐ SLÆR

Laugavegi 82, á horni Barónsstígs • sími: 551-4473

Skólavörðustíg 12 • sími: 578 60 90 • www.minja.is

Hafnarstræti 19 • sími: 535 6690 • icelandgiftstore.com

Laugarveg 80 • sími: 561 1330 • www.sigurboginn.is

Laugavegur 27 sími:5526260 Eymundsson Skólavörðustíg sími: 8208371 Eymundsson Austurstræti sími: 6607934 Lækjartorg sími: 8644620

Laugavegi 6 • sími: 533-2291 • www.timberland.is

Laugavegi 49 • sími: 552 2020

Skólavörðustíg 8 • sími: 552 4499


36

fréttir vikunnar

Helgin 4.-6. nóvember 2011

16

Vikan í tölum

13,8 milljarða tap Tap samfélagsins vegna svartrar atvinnu er metið á 13,8 milljarða króna á ári. Þar af eru glötuð réttindi launafólks metin á 8 milljarða. Ríkisskattstjóri, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins draga þessa ályktun af niðurstöðum könnunar á svartri atvinnustarfsemi hérlendis. Fulltrúar þeirra heimsóttu 2.000 lítil og meðalstór fyrirtæki um allt land til að kanna skattskil. Í ljós kom að 12 prósent starfsmanna þeirra vinna svarta vinnu. Fáir þeirra þiggja hins vegar atvinnuleysisbætur á sama tíma. 39 slík tilvik komu upp af þeim tæplega 6.200 starfsmönnum sem könnunin tók til.

Fjöldi mála sem háttvirtur þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen, stóð að í þinginu á miðvikudag. Hann átti 73 prósent af öllum málum sem tekin voru á dagskrá þann daginn. Ísraelskur hermaður (til vinstri) býður hina 27 ára gömlu Mayanda Abud (fyrir miðju til hægri) og hinn þrítuga Munjed Awad (fyrir miðju til vinstri) velkomin þegar þau ganga yfir landamæri Sýrlands og Ísrael á Golan-hæðum. Abud yfirgaf fjölskyldu sína í Sýrlandi til giftast Awad sem býr á yfirráðasvæði Ísraelsmanna, því sem þeir náðu af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Ljósmynd/

Fréttamaður sýknaður Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fréttamann Ríkisútvarpsins, Svavar Halldórsson, af kröfum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns, sem sakaði Svavar um ærumeiðingar. Er Jóni Ásgeiri gert að greiða Svavari eina milljón króna í málskostnað. Jón Ásgeir krafðist þess að ummæli sem birtust í fréttatíma Sjónvarpsins 6. desember síðastliðinn yrðu dæmd dauð og ómerk. Hann krafðist þess enn fremur að Svavar yrði dæmdur til refsingar og vegna ummælanna og birtingar þeirra. Auk þess að honum yrði gert að greiða 3 milljónir króna í miskabætur.

Nordic Photos/AFP

Samið við Sinfóníuna Fulltrúar starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og samninganefnd ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning á miðvikudagskvöld eftir rúmlega tólf klukkustunda samningafund. Verkfalli hljómsveitarmanna var frestað fram yfir atkvæðagreiðslu um samninginn. Tónleikar hljómsveitarinnar hafa því verið haldnir samkvæmt áætlun.

Vill breyta kirkjunni Ríkisendurskoðun vill róttækar breytingar á starfsemi þjóðkirkjunnar og biskupsstofu. Að mati hennar þarf að skapa meiri festu í fjármálum og takmarka völd biskups þannig að hann sinni ekki fjármálaumsýslu. Ríkisendurskoðun vill að trúarlegir og rekstrarlegir þættir biskupsstofu verði aðskildir og að biskup verði ekki lengur æðsti yfirmaður veraldlegs hluta kirkjustarfsins. Hann er formaður kirkjuráðs sem tekur ákvarðanir um rekstur og fjármál þjóðkirkjunnar.

IE verður flugfélag Iceland Express hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst í framhaldinu kaupa flota af nýjum flugvélum. Félagið hefur til þessa leigt flugvélar frá breska félaginu Astraeus, sem er í eigu eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar eins og Iceland Express.

Heitustu kolin á Svavar hvítskúraður í héraði Svavar Halldórsson, fréttamaður, var sýknaður í héraðsdómi í meiðyrðamáli sem Jón Ásgeir Jóhannesson höfðaði gegn honum. Víða var fagnað á Facebook en Jón Ásgeir ætlar ekki að una dómnum, ætlar að áfrýja til Hæstaréttar til þess að fá úr því skorið hvor Svavar „megi vera ónákvæmur í fréttaflutningi sínum,“ eins og hann orðaði það á Pressunni.

Andrés Magnússon Góð dómsniðurstaða, en ekki alveg nógu traustur dómur.

Hilmar Þór Guðmundsson Jón Ásgeir - þú fórst illa að ráði þínu og þarft að fara að sýna iðrun en ekki gagga eins og frekt hænsn ef fólk talar um þig.

Lára Hanna Einarsdóttir Það er ótrúlegur léttir í hvert sinn sem blaða- og fréttamenn eru sýknaðir af ærumeiðingarásökunum. Jafnskítt finnst manni þegar þeir eru sakfelldir og það gjarnan á ótrúlegum forsendum. Ég vona að a.m.k. Blaðamannafélagið haldi öllum dómunum saman og rýni rækilega í forsendur þeirra, beri þá saman og veki athygli á þessari tilraun til þöggunar í kjölfar hrunsins.

Sony Center býður 5 ára ábyrgð á sjónvörpum án aukakostnaðar

40” Sony gæði á góðu verði

Tilboð

199.990,Sparaðu 50.000.-

5

ÁRA

ÁBYRGÐ

Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is

Hvernig fleka skal íslenska konu

G. Pétur Matthíasson Var kominn á skynsemi í þessum málum frá dómsstólum: „Skoða verði fréttina í heild sinni en ekki út frá einstökum ummælum. Jafnframt beri að líta til þess jarðvegs sem ummælin spruttu úr og til nauðsynlegrar umræðu í þjóðfélaginu um orsakir og afleiðingar bankahrunsins og jafnframt hafa í huga að einhverrar ónákvæmni geti gætt þegar fjallað er um flóknar lánveitingar og viðskiptafléttur.“

staðið í slag við flokk eins og besta flokkinn. Flokk sem er í heiðarlegri pólitík. ... Greyið

Einar Bardarson Þetta er mjög sterkt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, tveir sterkir leiðtogar í boði. Ef Bjarni vinnur, styrkir hann sig sem formaður. Ef Hanna Birna vinnur þá er kominn fram nýr sterkur leiðtogi. Kannski kominn tími til að kona taki formanns sætið. Allavega tapar flokkurinn aldrei þessum kosningum.

Borgar Þór Einarsson

Hanna Birna sýndi spilin Á fimmtudaginn eyddi Hanna Birna Kristjánsdóttir loks þeirri rafmögnuðu óvissu sem leikið hefur á um hvort hún myndi taka slaginn um formennsku í Sjálfstæðisflokknum við Bjarna Benediktsson. Nú liggur fyrir að það verður fjör á landsfundi flokksins síðar í mánuðinum.

Mani Pétursson haha 1-0 fyrir bestaflokkinn. Hanna birna er nógu undirförul til þess að fara í Landspólitíkina. Getur ekki

Jæja, þá er að koma sér makindalega fyrir, fá sér popp og kók og fylgjast með.

Ragnar Hilmarsson Mun leiða flokkinn til sigurs? humm... hún er á móti ESB og vill hætta aðildarviðræðum. Er það ekki það sama og Bjarni hefur sagt. hver er þá munurinn? kona vs karl. Ekki viss um að hún sé betri en BB. Hvað segja Evrópu sinnaðir Sjálfstæðismenn um þetta, ekkert pláss fyrir þeirra hugmyndir.

Furðuritið Bang Iceland er nú fáanlegt í rafrænni útgáfi hjá Amazon. com en samkvæmt innihaldslýsingu er um leiðbeiningarit um hvernig lokka megi íslenskar konur í bólið með sem minnstri fyrirhöfn og tilstandi. Höfundurinn virðsit þó fullviss um að hvergi á byggðu bóli sé þetta jafn auðvelt og einmitt hér þannig að í því ljósi er óljóst hvað rak hann til þess að færa vísindi þessi í letur. Fáum á Facebook er skemmt yfir þessu uppátæki.

Nanna Elísa Snædal Já! Þetta er nú fræðirit sem á heima á hillum allra landsmanna.

Baldur Hermannsson Lauslæti íslenskra kvenna vekur heims athygli. Trúlega eykst ferðamanna straumurinn um allan helming eftir útkomu þessarar bókar.

Hildur Knútsdóttir WHAT?

Sveinn H. Guðmarsson WTF! „Dirty Weekend in Iceland“ áróðurinn hefur skilað sér.

Egill Örn Jóhannsson Ætli þessi bók verði þýdd?

11

Fjöldi vikna í röð sem hljómsveitin Of Monsters and Men hefur átt topplagið á Lagalistanum, lista yfir mest spiluðu lögin í útvarpi á Íslandi. Fyrst var það lagið Little Talks og síðan er það King and Lionheart sem trónir nú á toppnum.

53.346

Fjöldi eintaka sem bókaþyrstir Þjóðverjar höfðu keypt af Ég man þig, nýjustu bók glæpasagnadrottningarinnar Yrsu Sigurðardóttir. Bókin var næstsöluhæsta bók ársins í fyrra á Íslandi og einnig það sem af er ári.

39

Fjöldi stiga sem íslenski körfuboltakappinn Helgi Már Magnússon skoraði fyrir lið sitt 08 Stockholm í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Hann hefur aldrei skorað fleiri stig á ferlinum að eigin sögn.

202

Fjöldi marka sem argentínski galdramaðurinn Lionel Messi hefur skorað fyrir Barcelona á ferlinum. Enginn leikmaður hefur verið jafn snöggur til að ná þeim áfanga en Messi tókst það í 286 leikjum.

Slæm vika

Góð vika

fyrir Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi yfirmann verðbréfaviðskipta hjá Kaupþingi

fyrir Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóra

Tæpir þrír milljarðar á gjalddaga

Margfaldari endurráðinn

Þetta var slæm vika í lífi Ingvars Vilhjálmssonar, fyrrverandi yfirmanni verðbréfaviðskipta hjá Kaupþingi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í vikunni til að greiða 2,6 milljarða til Kaupþings eftir að niðurfelling persónulegra ábyrgða hans á milljarða kúlulánum bankans til hans var rift. Ingvar skutlaði hlutabréfaeign sinni í Kaupþingi og skuldum með inn í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf. tveimur dögum fyrir hrun árið 2008 en héraðsdómur telur að um málamyndagjörning sé að ræða. Hæstiréttur á eftir að fjalla um málið en staðfesti hann dóminn gæti reynst erfitt fyrir Ingvar að borga skuldina, meðal annars sé til þess litið að hann flutti eignarhlut sinn í tveimur einbýlishúsum í Skerjafirði yfir á konu sína og tengdamóður.

Stjórn Borgarleikhússins hafði snör handtök í vikunni og framlengdi starfssamning Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra við húsið um fjögur ár. Skal engan furða. Magnús hefur átt fantagóð ár við Listabrautina. Friður og ró hefur ríkt innanhúss, sem er alls ekki gefið því drama þar innan dyra hefur á stundum náð langt út fyrir sviðið. En mestu skiptir að starfsemin hefur verið hallalaus undir hans stjórn. Er það nýbreytni hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Á síðustu þremur árum hefur fjöldi kortagesta Borgarleikhússins ríflega tuttugufaldast sem er, eins og menn geta ímyndað sér, meiri aukning en áður hefur sést.


Jólahlaðborð

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Kynning

 Jólaundirbúningur á Nítjándu

Hóparnir eiga heima hjá okkur

Veitingastaðurinn Nítjánda í Turninum í Kópavogi hefur fyrir nokkru hafið jólaundirbúninginn en eins og undanfarin ár verður boðið upp á gómsætan „jólabrunch“ allar helgar og hið sívinsæla jólahlaðborð staðarins öll kvöld frá miðvikudegi til sunnudags.

N

ítjánda veitingastaður nýtur þeirrar sérstöðu að vera á tveimur efstu hæðunum í hæstu byggingu Íslands, í Turninum við Smáratorg í Kópavogi, og því má til sanns vegar færa að það finnast fáir staðir á Íslandi með jafn óviðjafnanlegt útsýni. „Já, það er víst mikið rétt en við njótum þess auðvitað allt árið um kring hérna í Turninum en þegar myrkrið skellur á og það fer að líða nær jólum með tilheyrandi ljósadýrð og jólaskreytingum þá eru fáir staðir sem standa okkur snúning hvað það varðar að njóta þeirra,“ segir Þórey Ólafsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Veisluturnsins/Nítjánda veitingastaðar. „Ég hlakka mikið til jólanna enda algjört jólabarn,“ segir Þórey og hlær við en jólin í Turninum hefjast miðviku­daginn 16. nóvember en þá verða fyrstu jólakræsingarnar bornar á borð þetta árið. „Jólin og undirbúningur þeirra eru alltaf svo yndislegur tími og það yljar okkur alltaf um hjarta­rætur að sjá sömu fjölskyldurn­a r, vinahópana og vinnustað­i na koma hingað ár eftir ár.“ Hún segir veitinga­ staðinn sérlega vel búinn að taka á móti hópum af öllum stærð­um enda vítt til veggja á báðum hæðum, gott aðgengi að húsinu og næg bílastæði. „Nú, síðan er það okkar frábæra starfsfólk, kokk­a rnir í eldhúsinu, sem galdra fram þessi óviðjafnanlegu hlaðborð hvert á eftir öðru og þjónar í sal sem njóta þess að stjana við gesti okkar,“ segir Þórey full tilhlökkunar.

Fjölbragða forréttaveisla

„Jólahlaðborðin okkar sívinsælu eru auðvitað alveg óviðjafnanleg,“ segir Þórey og hlær „en meðal þess sem boðið verður upp á er blóðbergsgrafinn lambavöðvi með sætri valhnetudressingu, reykt hunangsskinka með trönuberja­sultu, smjörsteikt kalkúnabringa með brasseruðum sætum kart­öflum, léttreykt grísalæri á beini með sætum sinnepsgljáa og heil­steikt nauta Rib Eye með krydd­aðri rauðvínssósu sem eflaust einhver kannast við, algjörlega ómótstæðilegt. Það er líka gaman að segja frá fjölbragðaveislunni okkar sem skapar alveg einstaka stemningu en við setjum sem sagt upp forréttahlaðborð á glersnúningsplatta sem fer á hvert og eitt borð. Þar er öllum forréttum komið fyrir á skemmtilegum bökkum og stöndum sem búið er að bera fram þegar gestir mæta og því verður umgjörðin öll miklu heimilislegri og kósí og gestir geta strax byrjað að gæða sér á gómsætum forréttunum. Um helgar verðum við með lifandi tónlist í anda amerísku snillinganna Frank Sinatra, Bing Crosby, Dolly Parton og fleiri en það eru Ólöf Jara & félagar sem munu syngja ljúfa jólatóna fyrir gesti okkar.“ „„Jólabrunchinn“ okkar er allt­a f jafn vinsæll og þá er það stór­fjölskyldan sem kemur til að eiga saman hátíðlega samverustund og gæða sér á gómsætum veit­ingum,“ segir Þórey og bendir á að þá sé mikið mikið líf í hús­inu. „Þá kemur mikið af börnum enda vita foreldrar af því að hing­að kíkja jólasveinar í heimsókn á hverju ári sem kæta börn á öllum aldri. Disney leikherbergið er líka á sínum stað en það hefur sann­a rlega slegið í gegn hjá krökkun­um og þar erum við líka með tvær yndislegar stúlkur sem hafa auga með þeim meðan börnin leika sér.“ Þórey segir um að gera að huga fljótlega að borðapöntunum. „Það er strax orðið mjög vel bókað og ég get því bara hvatt fólk til að setja sig í samband við okkur sem fyrst til að tryggja sér borð í tíma því jólin eru bara rétt handan við hornið.“ Að lokum má nefna að einn­ig verður boðið uppá hefðbundið hádegisverðarhlaðborð með jóla­legu ívafi alla virka daga í desember en allar frekari upplýsingar má finna á www.veisluturninn.is eða í síma 575 7500.


Helgin 4.-6. nóvember 2011 Kynning

Jólahlaðborð í Blá a Lóninu

JÓLABLAÐ

FRÉTTATÍMANS

Jólablað

Fréttatímans kemur út 25. nóvember BLAÐIÐ VERÐUR STÚTFULLT AF SPENNANDI EFNI

Ef

þú vilt koma að

skilaboðum þá hikaðu ekki við að hafa samband við:

auglýsingadeild Fréttatímans í síma: 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Jasstónlist og jólahlaðborð

J

asstónlist og ferskleiki bíður gesta í jólahlaðborði Bláa Lónsins. Matreiðslumeistarar Bláa Lónsins, undir stjórn Viktors Arnar Andréssonar yfirmatreiðslumeistara, leggja mikinn metnað í jólahlaðborð Lava. Viktor, sem er meðlimur í landsliði íslenskra matreiðslumeistara, segir undirbúning jólahlaðborðsins vera skemmtilegan. „Við vinnum alla okkar rétti frá grunni hér í eldhúsinu og tryggir það hámarksgæði og ferskleika. Því fylgir alltaf mikil stemning að undirbúa hátíðarréttina.“ Jasstónlist verður í boði og er tónlistin í hönd-

um Andrésar Þórs Gunnlaugssonar gítarleikara sem kemur fram ásamt kontrabassaleikurunum Jóni Rafnssyni og Þórgrími Jónssyni auk söngkvennanna Gullu Ólafsdóttur og Ernu Hrannar Jólahlaðborðin henta vel fyrir minni og stærri hópa. Innifalið í jólahlaðborði er fordrykkur og boðskort í Bláa Lónið sem gildir út apríl 2012. Starfsmenn Bláa Lónsins aðstoða við tilboð og bókun á sætaferðum fyrir allar stærðir af hópum. Einstakt náttúrulegt umhverfi og arkitektúr, matur og góð þjónusta gera jólahlaðborð í Bláa Lóninu að einstakri upplifun.

Kynning

Um 50 hátíðarréttir á jólahlaðborði Perlunnar

Fyrstir með jólahlaðborðið Gestir með borðið allt kvöldið

J

ólahlaðborð Perlunnar hefur lengi skipað sérstakan sess í hugum marga landsmanna. Þar ræður vitaskuld góður og girnilegur matur mestu en um er að ræða eitt vinsælasta jólahlaðborð landsins. Reyndar er það svo að veitingamennirnir sem standa að baki veitingastaðnum Perlunni eru frumkvöðlarnir í jólahlaðborðum. „Við byrjuðum með jólahlaðborðið,“ segir Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins. Þetta var fyrir þremur áratugum þegar þeir hinir sömu og standa að Perlunni ráku Brauðbæ að Þórsgötu 1. Stefán bendir á að jólahlaðborðshefðin sé upphaflega dönsk en í upphafi fengu þeir til liðs við sig kokka sem höfðu starfað þar ytra til þess að ná rétta bragðinu. Nú hefur jólahlaðborðshefðin fest sig kirfilega í sessi hér á landi sem skemmtilegur og ómissandi þáttur í jólahaldinu. Jólahlaðborð veitingastaðarins er mikið vöxtum. Boðið er upp á 40 til 50 rétti. Stefán segir að þar ættu allir finna eitthvað við sitt hæfi; til að mynda purusteik og kalkún. Vandlega er þess gætt að hlaðborðið sé fjórskipt: Forréttir,

heitur matur, kokkar skera matinn fyrir gesti og eftirréttir. Rík áhersla er lögð á að bjóða upp á virkilega góðan mat. „Við viljum að maturinn sé fyrsta flokks,“ segir Stefán. Stefán leggur áherslu á að gestir Perlunnar hafi borðið fyrir sig allt kvöldið. Þá geti þeir notið matarins, félagsskaparins og andrúmsloftsins út í ystu æsar, á sínum hraða. Með þessu móti má njóta kvöldsins sem best og hafa það hátíðlegt um jólin, án stress og tímahraks. Hann nefnir þó að þess sé gætt að allir gestir veitingastaðarins mæti ekki á sama tíma svo ekki myndist örtröð. Hann nefnir, í því sambandi, að ýmsir veitingastaðir tvísetji staðinn, það er bóka sama borðið tvisvar yfir kvöldið, og því geta þeir gestir trauðla haft sína hentisemi. Ekki er boðið upp á hádegishlaðborð hjá Perlunni, en á Þorláksmessu er boðið upp á skötuhlaðborð, sem Stefán segir að sé ávallt vel sótt, enda sé skatan stórgóð. Um helgar leikur píanisti á konsertflygil staðarins sem skapar ljúfa og skemmtilega stemningu en Stefán segir að höfuðáhersla sé lögð á matinn.


Jólahlaðborð fjölskyldunnar á Hótel Sögu

r æ b i t a L , ð or b ð a l h ! a a l t ó J m m e a sk n r Á n r a og Ö rð fyrir all o b ð la h la gisjó

Hádegishlaðborð með Latabæ: 26. og 27. nóvember. 3. og 4. desember. Bókaðu núna á hotelsaga@hotelsaga.is, eða í síma 525 9930. www.hotelsaga.is

PIPAR\TBWA • SÍA• 112700

p á háde p u r u ívaf i, með ð ý u b d il a íg g s a S ð l e Hóte tirrét ta. ið er m f ð e r g o o b ð a t la t é lr a. H rrét ta, aða f jölsk yldun fo a r g e il n . r vali gir fyrir börnin ð ríkulegu ú r o b ð la ér s t ak t h Einnig er s skapi og la jó í a ð r e av r Solla stirð g o n g honum e o in r s u in lf á e a t m t u ó Íþr es t ð kemmtir g s n o lsk ylduna a s jö a f n r ir r fy i r Ör n Á kifæ . Tilvalið tæ ið g la m u ein ar saman. n n u t n e v ð . njóta a t kl. 12.00 s f e h á r k s dag l. 11.30 og k r a n p o Hú sið


4

jólahlaðborð

Helgin 4.-6. nóvember 2011 Kynning

Vín á jólahlaðborði

Magnús Kjartansson með mikla söngskemmtun á aðventunni

Val á vínum með jólahlaðborði er ekki einfalt því þetta er jú – hlaðborð. Þegar fjölbreyttur matur er á disknum er best er að velja sér vín í léttari stíl eins og Búrgundarvín úr Pinot Noir þrúgu eða vín sömu þrúgu frá öðrum löndum. Ástæðan er sú að það vín skyggir aldrei á matinn en stelur senunni milli ferða. Munið að Pinot Noir á að drekka við um 16 gráður og verður því að ferskum blæ með annars miklum mat. Biðjið því hiklaust um kælingu ef á þarf að halda því Pinot Noir í 25 gráðum er dapur drykkur. Góður kostur gæti verið Joseph Drouhin Laforet Pinot Noir frá Búrgúndí.

Fagnar 45 ára ferli Veislumatur og fjölmargir tónlistarmenn koma fram

M

agnús Kjartansson mun halda söngskemmtun sem byggir á hans langa og farsæla ferli sem tónlistarmaður. Magnús hefur verið að í 45 ár og komið víða við, enda tekið að sér mörg hlutverk í gegnum tíðina; verið flytjandi, hljóðfæraleikari, útsetjari og upptökustjóri. Magnús segir að gengið hafi vel að velja lög úr hans mikla safni til að spila á tónleikunum en hann segir mikilvægt að leika lög sem fólk þekkir. Lögin sem leikin verða hafa notið almennra vinsælda. „Þetta er ekkert öðruvísi hjá en hjá Paul McCartney. Það verður að spila lög sem fólk þekkir,” segir hann. Þekkt lög sem leikin verða eru til dæmis: My friend and I, To be grateful, Helga, Einskonar ást, Lítill drengur og Skólaball. Söngskemmtunin verður á Broadway á aðventunni. „Við vonumst til að ná þessari gömlu góðu Broadway stemningu, þar sem fólk getur notið þess að borða góðan mat og fá góða skemmtun,“ segir Magnús. Sýningin er fyrir matargesti en auk þess opin fyrir aðra, þó eru matargestir nær sviðinu. „Þetta er form sem hefur sannað sig víða um heim,“ segir Magnús. Magnús segir að það hafi ekki blundað í honum lengi að halda stóra tónleika til að fagna löngum og miklum ferli sem tónlistarmaður. „Nei, ég hélt alltaf að það væri mitt hlutverk að halda öðrum á lofti en sjálfum mér. En Jóhannes Bachmann á Broadway fannst kominn tími til að ég léti til skara skríða. Ég var lengi mjög tvístíg-

andi með það, en nú verður ekki aftur snúið,“ segir hann. Eðli málsins samkvæmt horfir Magnús um öxl á þessum tímamótum. „Það hellast yfir mann minningarnar frá liðnum tíma,“ segir hann, en Magnús varð sextugur í sumar. Hann segist að hafa upplifað væntumþykju og þakklæti; að hafa fengið að vinna með öllu þessu tónlistarfólki. En líka söknuð, því margir hafi farið of snemma yfir móðuna miklu. Þá segist hann hafa upplifað vonbrigði vegna þess hversu fljótfær hann hefur verið og látið sjálfan sig mæta afgangi. „En að vera nú neyddur til að horfa til baka hefur verið dýrmætt,“ segir hann. En aftur í núið. Magnús segir að það hafi verið mjög gaman að vinna að því að setja þessa söngskemmtun saman. „Það sem er gaman við þetta er það sama og hefur verið gaman við þetta alla tíð; að vinna með frábæru tónlistarfólki og fá tækifæri til að njóta krafta góðra manna, sem hjálpa mér við þetta,“ segir Magnús. Heill her kemur að þessum tónleikum. Má til dæmis nefna sjálfan Gunnar Þórðarson og söngvarana Jóhann Vilhjálmsson, son Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar, Jónsa og Stefaníu Svavarsdóttur. Hljómsveitin er að grunni til Sálin hans Jóns míns en þó án Stefáns Hilmarssonar söngvara og Guðmundar en að viðbættum þeim Sigurgeir Sigmundssyni gítarleikara, Pétri Valgarð gítarleikara og Þóri Úlfarssyni sem leikur á hljómborð og stjórnar hljómsveitinni.


jólahlaðborð 5

Helgin 4.-6. nóvember 2011 Kynning

Áttugasta og fyrsta jólahlaðborð Hótel Borgar

Silfurbjöllur hringja Birta, ylur og jólahlaðborð á Silfri á Hótel Borg

S

ilfur teflir um þessar mundir fram veglegu jólahlaðborði. Fjölbreytt samsetning þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir eru fyrir hið hefðbundna eða eitthvað meira framandi. Gestir njóta veglegrar veislu í einu sögufrægasta húsi Reykjavíkur í nýlega uppfærðum veitingastaðnum sem fléttar saman það allra nýjasta og klassíkina, jafnt í umhverfi sem og matargerð.

Hótel Borg hefur á síðustu árum verið gerð upp af mikilli natni og í raun að sumu leyti verið færð nær upprunalegri teikningu Guðjóns Samúelssonar en líkt og gengur með veitingastaði þá hefur veitingasalur Borgarinnar fylgt straumum og tísku. Reyndar er sannað mál að tískan fer í hringi og um þessar mundir er mikill áhugi fyrir að líta sér nær í matargerð og fer því vel á því að Silfur sérhæfir sig í vestnorrænni matarhefð,

bæði fylgir henni og brýtur hana með spennandi samsuðu gamla og nýja tímans. Eitt breytist seint og það er hinn sanni jólaandi, hann er alltaf sá sami, eins núna og hann var fyrir áttatíu og einu ári þegar fyrst var blásið til jólahlaðborðs á Hótel Borg. Upplýsingar má finna á síðunni www.silfur.is, með rafpósti á info@silfur.is eða í síma 578 2008.

UPPLIFÐU JÓLIN Sósan ræður víninu

Sósan er sá þáttur sem einna mestu ætti að ráða um hvaða vín er best að velja með jólamatnum. Það þýðir lítt að velja létt rauðvín með hátíðarsósunni sé hún hlaðin rjóma, ef til vill smjöri og öðru góðgæti. Vín með mikilli fyllingu er lykilatriði til að máltíðin öll sé sem best þegar um er að ræða þykkar og bragmiklar sósur. Gott er að hafa í huga að sömu þrúgu er gott að nota í sósuna og drukkin er með matnum. Þetta þarf samt ekkert endilega að þýða flott vín í sósu eða lélegt vín á borði, það nægir að þrúga og stíll sé hinn sami. Til dæmis er hægt að nota crianza vín í sósuna og gran reserva vín sömu tegundar með matnum.

Í EINUM GLÆSILEGASTA SAL LANDSINS

Portvín

Portvín er ekta vetrardrykkur sem á það til að gleymast. Þessi ágæti drykkur er sérstaklega hentugur í að veita yl í kroppinn í jólaösinni. Portvín er sætt, alkóhólríkt og bragðmikið en um er að ræða styrkt léttvín sem hefur fengið að eldast. Góður „portari“ er tilvalinn með eftirréttum eða bara sem eftirréttur í sjálfu sér. Sandeman Old Invalid gott dæmi um flauelsmjúkt portvín með hæfilegri sætu sem getur gert góða eftirrétti algjörlega frábæra.

Hvaða vín passa með söltuðu og reyktu kjöti?

Helgarnar 25. & 26. nóvember, 2. & 3. desember, 9. & 10.desember og 16. & 17 desember Verð 7.900 krónur á mann Innifalið: Jólahlaðborð, fordrykkur og boðsmiði í Bláa Lónið

AN TON& BE RGUR

Erfitt getur reynst að finna vín sem passa vel með söltuðu eða reyktu kjöti. Hálfsæt og feit hvítvín myndu helst passa með hamborgarhryggnum: Vín úr þrúgunni Gewurztraminer, sérstaklega frá Alsacehéraðinu í Frakklandi, eru tilvalin en einnig góður Pinot Gris. Ef velja ætti rauðvín gæti vín úr Pinot Noir-þrúgunni hentað ágætlega. Hangikjötið þarfnast sætu; sæt hvítvín eru tilvalin með hangikjötinu til að vinna á móti seltunni, til dæmis sætur þýskur Riesling. Sætt freyðivín gæti líka gengið upp sem og Gancia Asti. Rauðvín passa ekki nógu vel með hangikjöti. Þau hafa ekki þá eiginleika sem þarf til mótvægis við seltu og reyk auk þess sem tannín og reykt kjöt eiga sjaldnast samleið.

Jólahlaðborð á LAVA - Bláa Lóninu

„Við viljum þakka fyrir alveg einstaklega vel heppnað jólahlaðborð. Við vorum alsæl með allt sem þessu kvöldi tengdist, maturinn var alveg æði, þjónustan framúrskarandi og veitingastaðurinn sjálfur svakalega flottur.“ Starfsfólks Frímerkjasölu Íslandsspósts

Bókanir í síma 420 8800 eða sales@bluelagoon.is

www.bluelagoon.is


6

jólahlaðborð 

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Radisson Blu hótel saga Jóladagskr áin

Kynning

Hótel Saga blæs til jólagleði

Um áraraðir hefur Hótel Saga hringt inn jólin með skemmtilegum atburðum og girnilegum veitingum; glæsiilegum jólahlaðborðum. Hvort sem þú ert amma eða afi, með stórfjölskylduna eða tilheyrir vinahópi sem vill eiga góða samstund á aðventunni... allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Stærri hópar og vinnustaðir eru velkomnir.

Söguleg jólagleði! Hið margrómaða og sívinsæla jólahlaðborð verður í Súlnasal Hótel Sögu alla föstudaga og laugardaga frá 18.nóvember og fram til jóla. Stórkostlegt jólahlaðborð með úrvali forrétta, aðal- og eftirrétta. Grín og glens með Erni Árnasyni og dansað fram á nóttu með hinum eina sanna Sigga Hlö.

Matseðill Forréttir Suðræn og seiðandi síld, eplasíld, sinnepssíld, marineruð síld oriental „Chevice”, „blackeraður“ lax, jólakryddaðar smálúðuþynnur, kjúklingasalat, grafinn lax, , nauta carpaccio, heitreykt andabringa með „ávaxta-chutney“. Meðlæti; kartöflusalat, epla- og vínberjasalat, graflaxsósa, sinnepssósa, wasabirjómi, snittubrauð, rúgbrauð, laufabrauð og smjör Aðalréttir Nautaprime, drottningaskinka með sinnepssósu, grísasíða með puru, kalkúnabringa, steiktur lax og hangikjöt.

Meðlæti; byggsalat, salat, grænmetisblanda, rauðvínssósa, heimalagað rauðkál, hvítar kartöflur, uppstúf, sykurbrúnaðar kartöflur og kartöflugratín. Ábætisréttir „Riz a la mande“ með kirsuberjasósu, Irish-coffee frauð, þrjár tegundir af tertum, kókostoppar, vanillusósa og tvær tegundir heimalagaður ís. Skemmtidagskrá Tekið er á móti gestum með lifandi jólatónum. Örn Árnason sér um að skemmta gestum eftir borðhald eins og honum er einum lagið og Jónas Þórir spilar. Dansleikur Hinn eini sanni Siggi Hlö mun svo halda uppi fjörinu fram eftir nóttu. Allir velkomnir á dansleikinn, aðgangseyrir 1.500 kr fyrir gesti sem ekki eru á jólahlaðborði. Verð á mann: 8.900 kr Innifalið er sígilt jólahlaðborð, skemmtidagskrá og dansleikur. Vínpakki (2 1/2 glös á mann) fyrir hópa sem telja 10 eða fleiri, 2.000 kr á mann. Dagsetningar: 18., 19., 25. og 26. nóvember 2., 3., 9., 10. og 17. desember 2011

Jólahlaðborð í hádeginu og Latibær skemmtir Biðin til jóla getur reynst erfið og þá sérstaklega fyrir börnin. Jólahlaðborð í hádeginu á Sögu er tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna, stóra sem smáa. Íþróttaálfurinn og Solla stirða verða í jólaskapi og Örn Árnason skemmtir gestum eins og honum er einum lagið. Hlaðborðið verður með sígildu ívafi þar sem meðal annars verður boðið uppá hangikjöt, laufab-

salur sem tekur allt að 400 manns í sæti. Í salnum er upphækkanlegt svið og rúmgott dansgólf, tilvalið til að dansa á í kringum jólatré.

rauð, síld, lax, heimalagaðan ís og ýmislegt fleira sem miðast sérstaklega við börnin. Dagsetningar 26. og 27. nóvember 3. og 4. desember Húsið opnar klukkan 11:30 og dagskrá hefst klukkan 12:00 Bókanir í síma 525 9930 eða á hotelsaga@hotelsaga.is Verð á mann: 0-6 ára : frítt 7-14 ára : 2.900 krónur. 14 ára og eldri : 3.900 krónur.

Jólahlaðborð í sérsal að kvöldi

Jólamatseðill í Grillinu

Jólahlaðborð í Skrúði

Í Grillinu er hægt að njóta glæsilegra þriggja, fjögurra og sjö rétta óvæntra jólamatseðla sem matreiðslumenn okkar hafa sett saman. Ljósadýrðin sem blasir við á Grillinu í vetur er eitthvað sem engin má láta fram hjá sér fara. Verð fyrir þriggja rétta: 8.900 kr Verð fyrir fjögurra rétta: 9.400 kr Verð fyrir sjö rétta: 12.400 kr

Komdu og upplifðu jólahlaðborðið í Skrúði. Sannkölluð jólastemning ríkir hvort sem er í hádeginu með vinnufélögunum eða að kvöldi með fjölskyldu og vinum. Verð í hádegi: 3.700 kr Verð á kvöldin: 5.900 kr

Jólaböll á hótel sögu Súlnasalinn þarf vart að kynna; stórglæsilegur veislu-

Fjölmargir salir eru á Hótel Sögu hannaðir fyrir hópa til að koma saman í hvort heldur sem hentar að í hádeginu, seinnipart dags eða að kvöldi. Stórglæsileg jólahlaðborð eru í boði sem og jólalegir smáréttir.

Skötuveisla Skötuveisla í Súlnasal er fyrir löngu orðin fastur hluti af aðventunni hjá mörgum og verður hún á sínum stað í hádeginu 23.desember. Verð: 4500 kr


STÓRBROTIN AFMÆLISSÝNING

MAGGA KJARTANS

Á BROADWAY – 45 ÁR Í BRANSANUM

m e s n i Lög skar! l e n i ð jó

þ Glæsilegt jólahlaðborð með afmælissýningu Magga Kjartans. Pantaðu jólahlaðborðið á Broadway og skemmtu þér konunglega í leiðinni. Verð á mann með afmælissýningu kr. 8.400. Magnús Kjartansson þekkja allir úr hljómsveitum á borð við Óðmenn, Júdas, Trúbrot, Mannakorn, Brunaliðið, HLH-flokkinn, Brimkló, Hauka, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og Sléttuúlfana ...

... og lögin líka; My friend and I, Einskonar ást, Lítill drengur, Skólaball, To be grateful, Sólarsamba, Svefnljóð, Trúbrotslögin og allar hinar perlurnar.

Ásamt Magga og hljómsveit koma fram: Jónsi  Gísli Einars  Gunni Þórðar Stefanía Svavars  Jóhann Vilhjálms  Þórir Úlfarsson

Hljómsveitina skipa: Jóhann Hjörleifsson, trommur Friðrik Sturluson, bassi  Jens Hansson, saxófónn og hljómborð Pétur Valgarð Pétursson, gítar  Sigurgeir Sigmundsson, gítar Hljómsveitarstjóri: Þórir Úlfarsson, hljómborð Leikstjórn: Egill Eðvarðsson

Láttu ekki magnaða tónlistarveislu framhjá þér fara!

broadway.is

Sýningar á Broadway: Fös. 25. nóvember Lau. 26. nóvember Fös. 2. desember

Lau. 3. desember Fös. 9. desember Lau. 10. desember

Miðasala í síma 533 1100 eða á broadway@broadway.is

PIPAR \ TBWA • SÍA

30 ára


Hið virta tímarit What Hi-Fi veitti sín árlegu verðlaun fyrir bestu tæki ársins 2011 fyrir skemmstu. Panasonic gerði sér lítið fyrir og vann til fjölda verðlauna. Besta sjónvarpið yfir 52" - Panasonic TXP55VT30 "Seriously good in so many ways, the VT30 has set the benchmark at this screen size." Besta 50-52" sjónvarpið - Panasonic TXP50GT30 Smart Viera "Everything about the television is impressive, from the ease with which to set it up to the amazing picture quality, the whole package screams quality."

ideas for life

Besta 46-47" Sjónvarpið - Panasonic TXP46GT30 Smart Viera "This versatile 46in plasma is our favourite TV at this screen size - a worthy Award winner."

Besti Blu-ray spilarinn - Panasonic DMPBDT210 "The jewel in Panasonic’s crown is undoubtedly the DMP-BDT210. No other player at this money can match it."

Besta hágæða 40-42" sjónvarpið - Panasonic TXP42GT30 Smart Viera "You won't find a TV more deserving of a Product of a Year than this"

Besta Heimabíóið - Panasonic SCBTT370 "Panasonic has produced yet another highly polished all-in-one system."

STOFNAÐ 1971

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is

UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Samkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Samkaup, Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Öryggi, Húsavík. AUSTURLAND: Samkaup, Egilsstöðum. Kauptún, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyðisfirði. Sparkaup, Fáskrúðsfirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Heimilistæki, Reykjanesbæ. Hagkaup, Njarðvík.


viðhorf 37

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Fært til bókar

Biskupa drápu báðir þeir Enginn verður óbarinn biskup, sagði í eina tíð. Í seinni tíð eru biskupar einkum barðir eftir að þeir eru komnir í embætti. Allt er það á alvörunótum en vænt er þó til þess að vita að prestastéttin hefur ekki alveg tapað kímnigáfunni, þrátt fyrir biskupabarninginn allan. Á vefnum 640.is, sem segir tíðindi úr Norðurþingi og nágrenni, er greint með eftirfarandi hætti frá skákmóti þar sem hinir geistlegu komu við sögu: „Meðal keppenda á Framsýnarmótinu í skák sem fram fór um helgina voru prestarnir Sighvatur Karlsson og Sigurður Ægisson á Siglufirði. Þegar þeir áttust við skákborðið samdi Sigurður eftirfarandi vísu snemma í skákinni: Sitja og þenkja sérar tveir og sálin í fordæming herðist biskupa drápu báðir þeir og brostu á meðan það gerðist.”

Að ýmsu að hyggja í fluginu Það er að ýmsu að hyggja þegar menn stofna félög sem vinna eiga á alþjóðlegum markaði, eins og til dæmis flugfélög. Fram kom í fréttum nýverið að Skúli Mogensen fjárfestir og fleiri, meðal annars Matthías Imsland fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Express, hyggjast setja á laggirnar nýtt flugfélag, WOW Air. Félagið er að sjálfsögðu komið með heimasíðu, wowair.is, þar sem starfsemin er kynnt og sama gildir um woowair.com. „Gúggli“ menn hins vegar wowair kemur fyrst upp þýsk síða, wowair.de, en hún er í eigu fyrirtækis sem sérhæfir sig í málningarskreytingum, það er myndskreytir bíla, mótorhjól, hjálma og annan búnað með svokallaðri „airbrush“-tækni. Skúli og Matthías verða því væntanlega að semja við þýska bílaskreytingamanninn í Essen ætli þeir sér að fljúga á Þýskalandsmarkað og selja miðana á netinu.

Forstjóri sem mun leggja sjálfan sig og stofnunina niður Búið er að skipa nýja stjórn Bankasýslu ríkisins eftir mikið fjaðrafok vegna ráðningar Páls Magnússonar, bæjarritara í Kópavogi. Gamla stjórnin sagði af sér og Páll ákvað í kjölfarið að þiggja ekki forstjórastöðuna. Það bíður því hinnar nýju stjórnar að ráða forstjóra. Stjórnarmenn nýja stjórnarinnar eru Guðrún Ragnarsdóttir formaður, Jón Sigurðsson varaformaður og Hulda Dóra Styrmisdóttir. Egill Tryggvason er varamaður. Úlfúð vakti að Páll tengdist fyrrverandi ráðherrum Framsóknarflokksins, var meðal annars aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, þáverandi viðskiptaráðherra, þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir. Þá var einnig deilt á menntun Páls, sem er guðfræðimenntaður og stjórnsýslufræðingur.

Þingmaðurinn Helgi Hjörvar kallaði ráðninguna hneyksli. Margir furðuðu sig hins vegar á sókn Páls og annarra umsækjenda í þetta embætti enda á stofnunin að leggja sjálfa sig niður. Þarna er því tæpast um framtíðarstarf að ræða. Þegar lögin um Bankasýslu ríkisins voru sett, 18. ágúst 2009, sagði í 9. grein: „Stofnunin skal hafa lokið störfum eigi síðar en fimm árum frá því að hún er sett á fót og verður hún þá lögð niður.“ Senn gengur árið 2012 í garð og stofnun þessari er ekki ætlað lengri æviskeið en fram á síðsumar 2014. Hefði þá margur haldið að betra væri að sitja sem bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra í næst stærsta kaupstað landsins. Sé betur gætt að þessari skammlífu ríkisstofnun þá er það stórt orð að vera forstjóri þar enda eru starfsmenn, auk forstjórans, aðeins þrír samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu hennar. Þeir hefðu því með ágætu lagi komist fyrir í einu herbergi í Arnarhváli, enda heyrir stofnunin beint undir fjármálaráðherrann. Nær lagi hefði verið að auglýsa eftir flokksstjóra. Það verður kannski ekki með fyrstu störfum nýja forstjórans að leggja sjálfan sig niður en þess verður þó ekki langt að bíða - nema lögunum verði breytt. Annað eins hefur víst gerst.

Afmælistilboð 15-40% afsláttur Opið laugardag 11-16 lokadagur

30% afsláttur af öllum barnavörum Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

Svona eru þá þakkirnar Þorsteinn Gunnarsson, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, komst að því í vikunni að það er ekki alltaf þakkarvert að starfa sem sjálfboðaliði í knattspyrnufélagi. Þorsteinn hætti sem formaður á dögunum vegna andstöðu sinnar við þann vilja annarra stjórnarmanna að munstra Guðjón Þórðarson á Grindavíkurskútuna. Þor-

steinn var varla búinn að loka hurðinni á eftir sér þegar yfir hann dundi fréttaflutningur af gríðarlegu tapi deildarinnar á hans vakt. Og Jónas Þórhallsson, maðurinn sem bar sig aumlega undan því að taka við formennsku í nær gjaldþrota deild og skellti allri skuldinni á Þorstein, gleymdi reyndar að minnast á nokkra hluti. Að hann var varaformaður deildarinnar á þeim tíma sem hið mikla tap var, að útistandandi kröfur eru helmingur tapsins, að enn á eftir gera upp styrktarsamning við aðalstyrktaraðila liðsins Lýsi og að enn eru tveir mánuðir eftir árinu og ekki hefur verið birtur neinn ársreikningur. Menn ættu kannski að hugsa sig tvisvar um ef þeir hyggja á sjálfboðaliðastarf í íþróttafélögum. Sérstaklega ef þeir eru með sjálfstæðan vilja.

              



 



             



    



            



  



         

                          



         

Ódýrari bílar frá öllum helstu framleiðendum. www.islandus.is — Sími 552 2000


38

viðhorf

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Svört atvinnustarfsemi

H

Myndavíxl

Í síðustu viku birtist fyrir mistök mynd af Þorgeiri Pálssyni prófessor við tækni- og verkfræðideild HR við greinina „Hjálpaði okkur að losna við danska kónginn“. Höfundar greinarinnar er hins vegar nafni hans Þorgeir Pálsson, sem er rekstrarráðgjafi og stundakennari við Viðskiptadeild HR og er mynd af hér til hliðar.

Topplistinn Efstu 5 - Vika 44

Verslun 1

MacLand

2

Spilavinir ehf

3

Kostur lágvöruverslun ehf

4

IKEA

5

Kría Hjól ehf, hjólaverkstæði

Klapparstíg 30

16 ummæli

Langholtsvegi 126

Dalvegi 10

Hólmaslóð 4

13 ummæli

31 ummæli

3 ummæli 3 ummæli

Svínað á samborgurum

Svört vinna er viðvarandi vandamál hér á landi. Í þeim efnum er þörf viðhorfsbreytingar. Ekki er líðandi að hluti borgara fari á svig við settar reglur, svíni á öðrum þegnum, þiggi dýra samfélagsþjónustu, hvort heldur á er heilsugæsla, menntun eða annað, án þess að leggja sitt af mörkum. Ríkissjóður, sveitarfélög, lífeyrissjóðir og stéttarfélög verða árlega af tæpum 14 milljörðum króna vegna svartrar vinnu, að því er ný könnun á vegum ríkisskattstjóra, Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sýnir. Þá er ótalinn skaði launþega sem verða af lífeyrisgreiðslum, auk annars. Í könnuninni var miðað við veltu fyrirtækja undJónas Haraldsson ir milljarði þannig að heildarskaði verður ekki metinn út frá jonas@frettatiminn.is niðurstöðum hennar. Hópur á vegum þessara aðila kannaði rekstur yfir tvö þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja og aðstæður yfir sex þúsund starfsmanna þeirra. Niðurstaðan er sláandi. Yfir 12 prósent starfsmanna voru á svörtum launum, borguðu hvorki skatta né önnur launatengd gjöld. Enginn efi er hins vegar á því að þessi hópur geri kröfur um samfélagsþjónustu til jafns við aðra. En það eru ekki bara þeir sem þiggja svörtu launin sem svindla. Það gera líka þeir sem þau greiða. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði þegar niðurstaða könnunarinnar lá fyrir að ólíðandi væri að ákveðin fyrirtæki byggju við heimatilbúin skattalög og tækju lögin þannig í sínar hendur. Vilmundur Jósefsson, formaður sömu samtaka, sagði grafalvarlegt að fyrirtæki stunduðu svarta atvinnustarfsemi þar sem slíkt skekkti samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem færu að lögum og reglum. Ótaldir eru þá þeir einstaklingar sem kaupa svarta þjónustu og stunda þar með sömu svikin og þau sem snerta í senn launaskatta og virðisaukaskatt. Svarta hagkerfið veltir því án efa umtalsvert hærri upphæðum

en sem nemur fjórtán milljörðum. Samtök iðnaðarins áætluðu fyrir nokkru að heildartekjutap hins opinbera vegna svartrar atvinnustarfsemi gæti numið um fjörutíu milljörðum króna. Vinnumálastofnun hefur aukið eftirlit með svartri vinnu, eins og fram kom í Fréttatímanum nýverið. Með því næst til margra sem svarta vinnu stunda en eru samtímis á atvinnuleysisskrá. Þannig sparast hundruð milljóna króna. Óþolandi er að fólk þiggi atvinnuleysisbætur en vinni um leið svart. Með því er vegið að samfélaginu en einkum þeim sem eru raunverulega atvinnulausir og njóta hinna mikilvægu bóta. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, benti nýlega á einkennilega stöðu á íslenskum vinnumarkaði: Atvinnuleysi væri mikið en samt kvörtuðu iðnfyrirtæki í öllum greinum undan skorti á hæfu fólki. Hann skýrði þetta með tvennu, annars vegar að kaupmáttur lágmarksbóta almannatrygginga hefði hækkað meira en kaupmáttur almennra launa og hins vegar háum sköttum. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, talaði á svipuðum nótum í umræðu á þingi um fyrrgreinda könnun en þar sagði hún neðanjarðarhagkerfið blómstra í skattapíningarkerfi stjórnvalda. Endalaust má deila um skattlagningu einstaklinga og fyrirtækja, hvort um skattpíningu sé að ræða eður ei, en skattlagningin sem slík réttlætir ekki svörtu atvinnustarfsemina; að hluti fólks og fyrirtækja grípi til þess ráðs að leika eftir eigin reglum en ekki samfélagsins. Þegar niðurstaða könnunarinnar lá fyrir tilkynnti ríkisskattstjóri átak til að taka á vandanum. Í samantekt Alþýðusambandsins kemur fram að skortur sé á úrræðum til eftirlits sem beinast að brotum á lögbundnu verklagi við tekjuskráningu, skilum á virðisaukaskatti og launatengdum gjöldum. Þörf er talin á lagabreytingum sem skilað gætu milljörðum króna á hverju ári í sameiginlega sjóði. Um slíkt munar í kerfi þar sem velta þarf fyrir sér hverri krónu.

Húsbyggingar

Vistvænt er smart

Í

ingar- og skipulagsmálum eða á öðrum liðinni viku stóð Vistbyggðarráð fyrir sviðum samfélagsins, mega ekki einvel sóttum morgunfundi á KEX hosskorðast við að vera viðfangsefni „fagidtel. Þar jós Árni Friðriksson arkitekt jóta“ og sérvitringa. Vistvænt á og þarf úr reynslubrunni sínum um hönnun og að verða að „mainstream“ nálgun á þessu byggingu vistvænna bygginga hérlendis sviði sem öðrum. Þróun auðlindanýt– á Sólheimum í Grímsnesi og víðar. Að ingar og loftslagsmála gerir hreinlega þá framlagi Árna, og annarra þeirra sem kröfu á hendur okkar allra. Fundurinn í voru með stutt innlegg á fundinum, ólöstsíðustu viku er dæmi um eitt lítið skref í uðum vakti þó ekki síst til umhugsunar þá átt að koma vistvænum málum á dagframlag Péturs Marteinssonar. Í erindi skrá í íslenska byggingar- og skipulagssínu sagði Pétur, sem er einn af eigendgeiranum. Vistbyggðarráð, sem stóð um KEX hostel, frá því hvernig hann og fyrir honum, er vettvangur fyrirtækja og félagar hans hafa meðvitað þróað þennan stofnana á sviði byggingar- og skipulagsnýja frumlega og áhugaverða áfangastað í Ásdís Hlökk mála. Megintilgangur Vistbyggðarráðs skemmtanalífi og ferðaþjónustu ReykjaTheodórsdóttir er að vera leiðandi vettvangur á sviði víkur með vistvænum brag. KEX hostel formaður Vistbyggðarráðs vistvænnar þróunar við skipulag, hönnun, er til húsa í gömlu verksmiðjuhúsnæði og aðjúnkt við Háskólann í byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja Kexverksmiðjunnar Frón við Skúlagötu á Íslandi. þar sem hráu verksmiðjuhúsnæði er gefið Reykjavík Langtímamarkmið okkar hlýtur að nýtt líf. Þeir félagar hafa á hugvitsamlegan og áræðinn hátt endurnýtt bygginguna sjálfa og vera að vistvænar áherslur verði ekki spurning um endurnýtt byggingarefni og húsgögn annarsstaðar að. val hinna umhverfisvænu, heldur að þær verði festar í sessi sem almenn viðmið og meginreglur í mannParketið á barnum er búið til úr vörubrettum, parket í virkjagerð og skipulagi hérlendis. Til þess þarf samsal er gamalt íþróttavallargólf og loftpanellinn í gestastillt átak stjórnvalda og aðila í atvinnulífinu, en frummótttökunni klæddi áður loft skíðaskála, svo eitthvað kvæði einstakra aðila eins og þeirra KEX manna er sé nefnt. Sannarlega smart og spennandi framlag til ómetanlegt á þeirri leið. Það sýnir okkur í verki að ört vaxandi áherslna á sjálfbærar lausnir í byggingarvistvæn hönnun og hugmyndafræði snýst ekki bara og skipulagsmálum hér á landi. um staðla og hömlur, heldur einmitt, þegar best tekst Framlag þeirra KEX manna minnir okkur kannski til, um frumleika og nýsköpun. líka á að vistvænar áherslur, hvort sem það er í bygg-

Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

Megintilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði vistvænnar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


An

h

léttar!

Heimild: Fréttablaðið 8. janúar 2011

keljadekkjum frá TOYO

Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin. Nagladekk valda svifryki og slíta akbrautum hundraðfalt meira en önnur dekk. Árlega þarf Reykjavíkurborg að endurnýja um 10.000 tonn af malbiki vegna slits af völdum nagladekkja. Í Reykjavík er svifryk 50% uppspænt malbik, 10% sót, 15% eyddir bremsuborðar og 25% jarðvegur og salt. Fjöldi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu hleypir stundum börnum ekki út að leika vegna svifryksmengunar. Toyo harðskeljadekkin innihalda brot úr valhnetuskeljum, sem er með hörðustu efnum sem finnast í náttúrunni. Skeljabrotin grípa eins og klær í hálkuna, draga verulega úr svifryksmengun og Silica gúmmíblöndunarefnið heldur þeim stöðugt mjúkum í miklu frosti. Toyo harðskeljadekkin eru því raunhæf og örugg lausn í stað nagladekkja.

ey

R

Sérfræðingar í bílum

æ

ykjavík Re

k j a n es b

Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - Reykjavík - 590 2000 - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð 30 - Reykjavík - 561 4110 / Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3333

Meira grip án nagla


40

viðhorf

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Kreppur

Hvernig atvinnulíf á Íslandi?

K

hagkerfi varð í auknum mæli reppur opinbera veik­ nýsköpunardrifið. leika í atvinnulífi, Ákveðin tímamót urðu hins þær hvetja til endur­ vegar við einkavæðingu banka­ mats og sóknar á nýjar lendur. kerfisins. Auknir möguleikar Við endurreisn er mikilvægt til fjárfestinga nýttust ekki að íhuga hvaðan við komum til nýsköpunar heldur soguðu og hvert við viljum stefna. bankarnir til sín vel menntað Í Tímariti um viðskipti og starfsfólk, hækkandi gengi efnahagsmál 2010 (2) settu krónunnar kom sér illa fyrir prófessor Örn Daníel Jónsson tæknifyrirtæki í útflutningi og Rögnvaldur J. Sæmunds­ og ofvöxtur bankakerfis varð son dósent fram kenningu um að risavöxnu eyðileggingar­ þróun atvinnulífsins á Íslandi afli. Fjölmörg fyrirtæki gripu en að þeirra mati var íslenskt Magnús Orri Schram til þess ráðs að byggja upp atvinnulíf fram á miðja 20. öld þingmaður Samfylkingarstarfsemi sína erlendis. Árin auðlindadrifið þar sem vörur innar eftir hrun hefur atvinnulífið til útflutnings voru einsleitar verið í vörn og byggir að miklu og framleiðni lítil. Næsta stig leyti á að tryggja og viðhalda þeim auði þróunar varð þegar sparnaður stríðsáranna sem myndast hefur. Núverandi umhverfi er og þróunaraðstoð gerði ríkinu kleift að fjár­ óhentugt fyrirtækjum til vaxtar og hætta festa í innviðum og gæði vöru og þjónustu er á að nýsköpun minnki með stöðnun og urðu betri. Þriðja stig þróunar varð við jafnvel samdrætti. Þannig má óttast að við upphaf níunda áratugarins þegar fram höfum misst af tækifæri til nýsköpunar í stigu fyrirtæki eins og Marel og Sæplast hagkerfinu. sem byggðu sínar viðskiptahugmyndir á nýsköpun og aukinni verðmætasköpun úr Vaxtarmöguleikar í útflutningi auðlindum landsins. Innganga í EES, betra Um langa hríð hafa stoðir hagkerfisins aðgengi að fjármunum og öflug grunn­ byggst á öflugum útflutningi enda aðeins gerð samfélagsins leiddi til þess að íslenskt

litlum hluta innlendrar framleiðslu neytt hér á landi. Útflutningur Íslands skiptist í fjórar meginstoðir; stóriðju, matvæli, ferðaþjónustu og hugverkaiðnað. Okkur er hins vegar nokkur vandi á höndum við frekari uppbyggingu útflutnings. Þrjár af fjórum stoðum hans eiga sitt samkeppnis­ forskot með beinum eða óbeinum hætti undir auðlindum landsins. Stóriðjunni er kleift að skapa samkeppnishæfa afurðir með ódýrri og endurnýjanlegri raforku í gegnum fallvötn og jarðhita. Hagkvæmum orkukostum hefur fækkað á undanförnum árum og skiptar skoðanir eru um áfram­ haldandi uppbyggingu virkjana. Þá byggir matvælaframleiðslan á auðlindum lands og sjávar þar sem einungis er hægt að stefna að betri nýtingu afurða frekar en miklum vexti þeirra. Ferðaþjónustan á vissulega bjarta fram­ tíð á Íslandi og með uppbyggingu inn­ viða er hægt að styrkja til muna arðsemi greinarinnar. Hins vegar býr ferðaþjón­ ustan við takmörkun er kemur að ágengni ferðamanna við viðkvæma náttúru og víða er komið að þolmörkum vinsælla ferða­ mannastaða. Þannig getur mikil fjölgun ferðamanna dregið úr samkeppnishæfni ís­ lenskrar ferðaþjónustu.

Hvar vill unga fólkið vinna?

Þrjár stoðir útflutnings nýta þannig vand­ meðfarnar auðlindir til verðmætasköpunar og búa við skerta möguleika til vaxtar. Aukinheldur munu þessar greinar ekki geta staðið undir fjölgun starfa sem nauð­ synlegur er á næstu árum. Ungt vel mennt­ að fólk vill geta átt kost á vel launuðum og spennandi störfum og þau er ekki að finna í nægilegu magni í álverum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Því virðist liggja beint við að skapa hér forsendur fyrir öflugan hugverkaiðnað þar sem samkeppnisfor­ skotið liggur í hugviti, menntun og tækni­ þekkingu starfsfólksins. Þessi fyrirtæki gegna lykilhlutverki í nýsköpunardrifnu hagkerfi. Fyrirtæki í þessum geira kvarta sáran undan oki íslensku krónunnar og hafa óskað eftir betra aðgengi að fjármagni og erlendum mörkuðum. Ísland hefur mikla möguleika á að eiga öflugan iðnað sem byggir á hugviti, tækni og skapandi hugsun en þá þarf að skapa fyrirtækjunum umhverfi til vaxtar. Það er verkefni stjórn­ málamanna að móta umhverfi svo öflug fyrirtæki í hugverkaiðnaði geti dafnað á Ís­ landi og þannig skapað spennandi og eftir­ sótt störf fyrir unga fólkið okkar.

Skólakerfið

Óátalið einelti gegn barni er dauðans alvara

H

elstu fórnar­ skólastjórnenda? Í lömb kreppu mesta jafnréttisríki er u bör n. heims? Öðru mesta Dauði barns sem þjáð­ lýðræðisríki hans? Og: Hve mörg ís­ ist svo mikið í daglegu lífi að það fórnaði lífi lensk börn þurfa að sínu og framdi sjálfs­ taka eigið líf áður en þessir vanhæfu morð – er óbætanlegt tjón. Og tapað líf þessa kennarar og skóla­ barns er á ábyrgð okk­ yfirvöld þurfa að ar allra. Enginn getur sæta ábyrgð? þvegið hendur sínar Getur verið að alveg af hryllilegum stór hluti starfs­ örlögum þess. Hvað manna á launaskrá þá kennarar þess og Ragnar Halldórsson í skólum lands ­ skólastjórnendur ef ins séu svo miklir ráðgjafi ónytjungar að þeir barnið mátti þola ein­ elti í skólanum sínum. nenni hvorki né vilji Börn eru það dýrmætasta sem koma í veg fyrir einelti gagnvart við­ þjóðin á. Getur verið að þúsundir kvæmustu börnunum í skólanum? þeirra séu skilin eftir árum saman Væri þetta svona erfitt ef ofbeldið í höndunum vanhæfra kennara og beindist gegn kennurum eða skóla­

Morgunverðarfundur KPMg og vÍ

Hver er hinn íslenski stjórnarmaður? Kynning á niðurstöðum könnunar meðal stjórnarmanna 8. nóvember | kl. 8:30 | Borgartúni 27 farið verður yfir helstu niðurstöður könnunarinnar og í kjölfarið fara fram pallborðsumræður um hvernig viðskiptalífið geti nýtt sér þær. Skráning og nánari upplýsingar um fundinn og þátttakendur í pallborði á kpmg.is

stjóranum? Og: Hve margir kenn­ arar taka þátt í ofbeldinu og þykjast ekkert geta gert til að sporna við því?

Óhæfir kennarar

Það er hlálegt að fullorðið fagfólk skóla þykist ekki geta eytt ofbeldi eineltis í fæðingu. Jafn hlálegt og ef gjaldkeri í banka þættist ekki kunna að telja upp að tíu. Öryggi varnar­ lausra barna er á ábyrgð skólans. Og kennari sem grípur ekki inn í einelti barns er þátttakandi í ofbeldinu. Að ekki sé talað um ef hann eða hún er upphafsmaðurinn. Og: Óátalið ein­ elti gegn barni getur leitt til sjálfs­ morðs. Er til verri glæpur en að valda beint eða óbeint dauða barns sem tekur eigið líf vegna eineltis? Allir fullorðnir starfsmenn barna­ stofnana ættu að kunna nóg í uppeld­ isfræðum til að geta leyst upp ofbeld­

isfullt ferli eineltis hjá sjálfum sér eða börnum sem beita önnur börn einelti. Og: Kennarar sem kunna ekkert í uppeldisfræðum, geta ekki tileinkað sér undirstöðuatriðin strax – eða eru svo illa innrættir að það er sama hvað þeir kunna – eru á rangri hillu í lífinu. Hvaða fullorðin kona eða karl myndu þola að vera ítrekað höfð að háði, í þau væri sparkað eða rifið í hár þeirra í vinnunni? Á þetta allt í einu að vera öðruvísi í tilfelli barna? Eiga börn að þola það betur en full­ orðið fólk að lifa á gráum svæðum ofbeldis í daga, vikur, mánuði, jafn­ vel ár, á sínum vinnustað? Það er full vinna fyrir börn undir átján ára aldri að stunda nám í skóla og takast á við lífið. Ekkert barn þol­ ir – í viðbót við það álag – að takast á við einelti. Hvað þá frá kennaranum

sínum. Þess vegna kallar eitt barn sem skóli sinnir ekki vegna ofbeld­ is sem það verður fyrir í skólanum á tafarlausa afsögn skólastjórans. Kennara sem leggur barn í einelti eða sér í gegnum fingur sér vegna eineltis á að reka strax. Líf barns gæti legið við því að hafa viðkom­ andi á launaskrá. Einelti er gróft ofbeldi sem þarf að eyða í fæðingu. Skólastjórar, kennarar og aðrir starfsmenn í barnaskólum sem kveinka sér und­ an því skortir faglega hæfni. Svo einfalt er það. Og þeir eiga að finna sér annað starf strax. Fórn þeirra að missa starfið er lítil í samanburði við þjáningar barna undir þeirra um­ sjón, tapaðri framtíð þeirra, eyðilagt andlegt heilbrigði fyrir lífstíð og jafnvel dauða.

Góðir kennarar

Því má alls ekki gleyma að börn sem beita önnur börn einelti eiga bágt. Þau eru jafn viðkvæm og fórnar­ lömb þeirra og þurfa jafnmikla hjálp, hlýju, nærgætni og skilning. Þeim líður ekki vel. Það er eitthvað að. Sum upplifa ef til vill ofbeldi heima hjá sér. Þetta veit allt fært fagfólk. Enda leiðast slík börn oft út í óreglu, eiturlyfja- og áfengisneyslu, flosna upp úr skóla eða taka eigið líf – alveg eins og fórnarlömb þeirra. Og í þess­ um börnum búa oft mestu óþrosk­ uðu hæfileikar þjóðfélagsins – alveg eins og í fórnarlömbum þeirra. Sumir kennarar hafa köllun og náðargáfu til kennslu barna, tekst að laða fram hæfileika og velgengni hvers einasta barns og undrið í öll­ um námsgreinum. Góðir kennarar hafa núll umburðarlyndi gagnvart einelti. Góður kennari myndi aldrei yfirfæra eigin vanhæfni eða skort á sjálfstrausti yfir á viðkvæm börn. Góður kennari kann að aga og laða fram það besta í hverju barni. Öll börn njóta sín í nærveru hans. Þetta þekkja allir úr eigin æsku. En þetta ómetanlegasta fólk skóla­ kerfisins kvartar ítrekað yfir því að fá ekki notið sín í starfi. Að það sé unnið gegn sér innan skólans. Ætli það séu sömu vanhæfu skólastjórar og siðlausu kennararnir sem leggja börn í einelti eða sitja þegjandi yfir ofbeldinu, sem koma í veg fyrir að bestu kennararnir innan skólans fái notið sín? Er þetta kannski stærsta óupplýsta leyndarmál íslenska skóla­ kerfisins?


viðhorf 41

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Ný stjórnarskrá

Var stjórnlagaráð óskeikult?

V

itaskuld ekki. Ráðið hefði mátt fá meiri tíma. Margt lá þó til grundvallar starfi ráðsins svo sem fyrri stjórnarskrárnefndir, stjórnlaganefnd til undirbúnings þjóðf undar og ráðgerðs stjórnlagaþings, svo og þjóðfundurinn sjálfur. Spurningin er ekki hvort tillögur stjórnar- Þorkell Helgason skrárnefndar séu fullsat í stjórnlagaráði komnar heldur hvort þær taki núgildandi stjórnarskrá fram. Jafnframt má spyrja hvort tillögur ráðsins megi enn bæta. Svo er efalaust, en brýnt er að það gerist þá með markvissum hætti. Um framgangsmátann skrifaði ég pistillinn „Hvað nú?“ 14. október síðastliðinn. Alþingi hefur þegar haft eina umræðu um frumvarp ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Þar kom bæði fram lof og last en í heild var umræðan málaefnaleg. Nú hefst umfjöllun um tillögurnar í nýrri fastanefnd þingsins, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar munu málin efalaust verða krufin. Lítum á þá gagnrýni sem fram kom á þingfundinum 6. október síðast liðinn.

erindi forseti Íslands eigi að því máli. Fátt var jafn ítarlega rætt í ráðinu eins og aðferð við val á dómurum, enda tilefni ærin. Forsetinn fær aðhaldshlutverk í þeim efnum, allt eins og ráðið vill sjá hlutverk hans almennt. • Kosningareglur: Eru sagðar flóknar og markmiðin óljós. Þessu hef ég svarað í þremur pistlum í ágúst. Vitaskuld bera ákvæðin þess merki að reynt var að samræma sem flest sjónarmið. Meðvitað var farinn meðalvegur milli þess að fastsetja sumt, eins og jafnan

atkvæðisrétt og persónukjör, og hins vegar þess að halda hæfilega miklu opnu fyrir löggjafann. • Vernd stofnana: Gagnrýnd er að vissar stofnanir eigi að njóta sérstakrar verndar. Í ljósi reynslunnar taldi stjórnlagaráð að tryggja yrði tilvist eftirlits- og upplýsingastofnana gegn geðþótta stjórn­ valda. Útfærsluna má vitaskuld gaumgæfa. • Sanngjörn laun: Ákvæði um rétta til sanngjarnra launa eru sögð óljós óskhyggja. Fyrirmyndin er sótt til alþjóðasamning Samein-

uðu þjóðanna sem Ísland hefur undirgengist. Upptalningin er ekki tæmandi. Þó er athyglisvert að einungis um fimmtungur lagagreina í stjórnarskrárdrögunum voru tilefni gagnrýni við þessa fyrstu en löngu umræðu á Alþingi. Nú má ekki láta deigan síga. Koma verður stjórnarskrármálinu í höfn. Fulltrúar í stjórnlagaráði lýstu því yfir í skilaskjali með frumvarpi sínu að þeir væru fúsir til að ljá málinu aftur lið.

Nú má ekki láta deigan síga. Koma verður stjórnarskrármálinu í höfn.

Leiktu þér með ostakubbana

Hér verður ekki hirt um gagnrýni á aðdragandann, stjórnlagaþingskosninguna, ógildingu Hæstaréttar eða skipun í stjórnlagaráð heldur aðeins fjallað um efnið, frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Fyrst má nefna atriði almenns eðlis: • Óskýr skil milli stjórnarskrár og laga: Of víða sé sagt að Alþingi beri að útfæra viss atriði með lögum. Hér er vandrataður meðalvegur. Hefðum við njörvað hlutina meira niður í stjórnarskrárákvæðum væri efalaust gagnrýnt að Alþingi hefði ekki nægt svigrúm til að útfæra og laga að þörfum hvers tíma. • Óskhyggja: Sumt sé óskhyggja sem ekki eigi erindi í stjórnarskrá, einkum vissir þættir félagslegra réttinda. Við teljum okkur vera að fylgja þeirri stefnu um félagsleg réttindi sem mótuð var með stjórnarskrárbreytingum 1995 svo og þróun erlendis meðal annars með vísan til ýmissa alþjóðasamninga sem Íslendingar hafa undirgengist. • Óljós ákvæði: Nokkur dæmi voru nefnd um óskýrt orðalag eða annað sem mætti mistúlka. Sé svo er það miður. Fátt vildum við í stjórnlagaráði leggja meira kapp á en hafa ákvæðin skýr og þannig að ekki verði út úr þeim snúið. Gott væri að fram kæmu uppbyggjandi ábendingar um bættan texta, ef þess sé þörf. Sértækari gagnrýni var meðal annars þessi: • Auðlindir í almannaeigu: Hér togast á þau sjónarmið sem uppi hafa verið í marga áratugi um auðlindirnar og gjaldtöku fyrir afnot af þeim, hvort sem það eru fiskimið eða orkulindir. Stjórnlagaráðið tók af skarið í þeim efnum; í takt við það sem fram kom til dæmis á þjóðfundinum. • Vald forseta: Sumir þingmenn segja vald forseta Íslands óljóst í tillögunum og vitna þá til túlkunar núverandi forseta. Sú túlkun er mjög vafasöm. Hún skiptir þó ekki meginmáli heldur verður að spyrja hvort þau verkefni sem forsetinn fær séu rétt valin og vel skilgreind, óháð því hvort þau eru meiri eða minni en nú. • Skipun dómara: Spurt var hvað

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA - AU3790

Hvað gagnrýna þingmenn?

NÝJUNG

HÆGUM Í HAND ÐUM UMBÚ

Í salatið, í nestisboxið, á ostapinnann og út í heita rétti. Það eru nánast engin takmörk fyrir möguleikum ostakubbanna.


42

viðhorf

Helgin 4.-6. nóvember 2011

www.heilaheill.is

Laugardagsfundur HEILAHEILLA verður á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu 5. nóvember n.k. kl.11:00-13:00. Sérstakir gestir verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra og Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á Grensásdeild.

Dagskrá: Þórir Steingrímssonformaður gefur skýrslu Ingibjörg Sólrún um starfið og á dagskrá verður flutt: Edda Þórarinsdóttir, leikkona, Hjalti Már Þórisson, röntgenlæknir á Landspítala Hjalti Rögnvaldsson, leikari, Þórunn Lárusdóttir, leikkona og söngkona Snorri Petersen, viðskiptafræðingur/gítarleikari Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á Grensásdeild Önnur mál – Fólkið fær sér kaffi og ræðir saman

Tannholdið er veikt

S

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?

Teikning/Hari

Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

Til eru þeir sem frægir eru fyrir það eitt að vera frægir. Þeirra er linnulítið getið í fjölmiðlum. Reikna verður með því að eftirspurn sé eftir fregnum af þessum einstaklingum, að minnsta kosti hlýtur það að vera mat þeirra sem stjórna léttmetisdálkum blaða og ljósvakamiðla. Netið hefur síðan slegið hefðbundnu miðlunum við í þessum efnum, hvort heldur er fréttaflutningur formlegra netmiðla eða annar farvegur tíðinda í þeim flókna furðuheimi. Við fáum okkar skammt af lesefni og myndum af þessu fólki hingað á norðurhjarann því þessari stöðu ná ekki nema örfáir einstaklingar stórþjóðanna. Þeir sem fylgjast með fjölmiðlum komast ekki hjá því að reka augun í frægðarmennin, stundum ungmenni sem hafa farið bærilega af stað en misst fótanna vegna frægðarinnar og verða þá enn frægari, einkum af endemum. Fyrir fáeinum misserum var Paris nokkur Hilton efst á þessum lista, hæfileikalítil leik- og söngkona. Einkum var það ættarnafnið sem fleytti henni á forsíðurnar. Hótelkeðjan hékk beinlínis um háls hennar. Fyrst hæfileikana skorti var ekki um annað að ræða en stunda sukk og svínarí af þeim þunga að athygli vekti. Stúlkunni tókst það, náði að hneyksla heimsbyggðina í nokkur misseri þar til hún hvarf í skugga gleymskunnar. Af afrekum hennar á opinberum lista er það eitt talið upp að hún hafi leikið í þáttaröðinni The Simple Life. Kannski segir það allt sem segja þarf. Heimsfræðgin entist þó um hríð. Sú sem tók við keflinu var söngkonan Amy Winehouse. Frá náttúrunnar hendi var hún hæfileikaríkari en hótelerfinginn, verðlaunuð söngkona, en eyddi þó meiri tíma í dóp og drykkju uns hún gekk á fund feðra sinna fyrr á þessu ári eftir margan og magnaðan skandalinn. Það voru þeir en ekki söngurinn sem héldu nafni hennar á lofti á síðari hluta frægðarferilsins. Við ótímabært andlátið bættist Amy í 27 ára klúbbinn svokallaða, lítt eftirsóknarverðan félagsskap þeirra tónlistarmanna sem horfið hafa yfir móðuna miklu aðeins 27 ára. Þar eru frægastir félagsmanna Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison og Kurt Cobain. Þessir listamenn stóðu vissulega fyrir sínu en þegar leið á feril þeirra þótti sukkið fréttnæmara en tónlistarafrekin. Sú sem ber hins vegar höfuð og herðar

HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA

HeiLSáRS- og veTRARDeKK UMHveRFiSvæNNi KoSTUR FyRiR FÓLKSBÍLA og JeppA DæMi UM FRáBæR TiLBoÐ á iNTeRSTATe HeiLSáRS- og veTRARDeKKJUM veRÐiN eRU FyRiR FJögUR DeKK áSAMT UMFeLgUN

175/65 R14

45.900 kr.

195/65 R15

55.900 kr.

185/65 R14

49.900 kr.

205/55 R16

63.900 kr.

185/70 R14

49.900 kr.

245/75 R16

99.800 kr.

185/65 R15

51.900 kr.

225/45 R17

73.900 kr.

viÐ eigUM FLeSTAR STæRÐiR DeKKJA á HAgSTæÐU veRÐi. HAFÐU SAMBAND TiL AÐ Fá veRÐ Í DeKK FyRiR BÍLiNN ÞiNN.

568 2020 SÍMi

RAUÐHeLLU 11 HFJ

DUggUvogi 10 RvK

HJALLAHRAUNi 4 HFJ

AUSTURvegi 52 SeLFoSS

piTSTop.iS www

Interstate heilsárs- og vetrardekkin eru umhverfisvænni kostur. Munstrið inniheldur minna magn af mengandi olíum og uppfyllir evrópska staðla um efnisinnihald hágæða hjólbarða.

yfir önnur slík frægðarmenni samtímans er bandaríska leikkonan Lindsay Lohan. Misserum og árum saman hefur hún haldið dálkahöfundunum við efnið og allt síast það inn í huga okkar, slíkt er fréttafárið. Lindsay byrjaði bærilega en hún hefur verið að frá því að hún var þriggja ára, sungið og leikið. Kvikmyndaferillinn er þó fremur ómerkilegur, fór versnandi og er sennilega alveg dottinn upp fyrir. Frá því er greint nánast daglega. Allt er tínt til meðan frægðin endist. Er á meðan er. Við höfum ekki komist hjá því að lesa að leikkonan var óheppin með foreldra. Karl faðir hennar er fyrrverandi tugthúslimur og móðirin frægðarsjúk. Hún hefði sennilega getað fengið heppilegri uppalendur. Vegna fréttanna tíðu getum við ekki annað en sett okkur inn í líf Lohan-fjölskyldunnar þótt hún búi ekki beinlínis í næstu götu. Við vitum að tugthúslimurinn heitir Michael og sú fræðgarsjúka Dina. Jafnvel systkini Lindsayar ber á góma í frægðarsögum af henni, þau Aliana, Dakota og Michael yngri. En Lindsay er ekkert smábarn lengur, orðin 25 ára og ber því ábyrgð á sjálfri sér. Það hefur henni gengið svona og svona, að því er títtnefndir dálkar segja okkur. Af myndum að dæma var ásjóna stúlkunnar falleg og hún prýðilega sköpuð en fölva hefur slegið á fegurðina eftir því sem dópog drykkjudögum hefur fjölgað. Ógæfu leikkonunnar eru hins vegar gerð góð skil og því betur sem verr gengur hjá henni. Við komumst ekki hjá því að fræðast um fylliríin, meðferðirnar, skartgripastuld, fangelsun, samfélagsþjónustu og annað það sem fylgir fólki á hraðri leið til andskotans. Fyrr í þessum mánuði fluttu flestir netmiðlar, innlendir jafnt sem erlendir, þau tíðindi að tanngarður gyðjunnar hefði látið á sjá við sukkið. Pabbinn sagði skýringuna krakk- eða amfetamínneyslu. Ljótt er til að vita og hefðu einhverjir kosið að vera án upplýsinganna eða þess að sjá tanngarðinn – en ekki verður við allt ráðið hjá þeim sem fylgjast grannt með. Í kjölfarið fylgdu þau tíðindi að stúlkukindin ætlaði að bera sig fyrir framan myndavélar ljósmyndara tímaritsins Playboy. Bílífið kostar sitt og aurar frá Hugh gamla Hefner koma sér væntanlega vel í harðindunum. Sannast þá hið fornkveðna, að neyðin kennir nakri konu að spinna. Vera kann að þeir sem skoða myndir í því blaði stari á eitthvað annað en tanngarð fyrirsætunnar en auðvitað er skemmtilegra að hann sé ekki átakanlega brunninn, hendi það hana að brosa að hugsun sinni meðan á myndatökunni stendur. Þess var enda ekki langt að bíða að fréttir bærust af Lindsay á tannlæknastofu. Sennilega hefur sá gamli borgað fyrirfram enda dugar ekki að fara auralaus til tannlæknis í Hollywood. Þar eru reikningar háir. Tannlæknir stjörnunnar heitir einmitt Bill, sem vissulega er viðeigandi. Það fylgdi sögnunni, af því að ekkert er okkur óviðkomandi í lífi Lindsayar, að eftir aðgerð Bills verkjaði hana mjög í tannholdið.


Byggir upp styrk Hjá Eik finnur þú hentugt húsnæði

CrossFit Reykjavík er í húsnæði hjá Eik fasteignafélagi sem sérhæfir sig í rekstrarleigu atvinnuhúsnæðis. Við bjóðum m.a. húsnæði sem hentar vel til að temja kroppinn. Einnig er í boði húsnæði fyrir verslanir, lagerhald, skrifstofur, veitinga- og skemmtistaði og margt fleira. Ef þú ert að efla starfsemina, flytja, stækka, endurskipuleggja eða hefja rekstur er Eik með rétta kostinn fyrir þig.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 590 2200 eða utleiga@eik.is.


44

bækur

Helgin 4.-6. nóvember 2011

 Bók adómur Hvernig ég kynntist fiskunum

Fáheyrðar vinsældir

Gyrðir bætir djásni í safnið

 Hvernig ég kynntist fiskunum Ota Pavel Gyrðir Elíasson þýddi Uppheimar, 171 bls. 2011

Gyrðir Elíasson hefur með fulltingi þýðingarsjóðs snúið tékknesku smásagnasafni lítt þekkts höfundar, Ota Pavel, á íslensku og bætir þar í þýðingasafn sitt einu djásni til. Hvernig ég kynntist fiskunum segir sögur af dreng, föður hans og þorpinu þeirra á árunum fyrir stríð; hvernig móður og syni farnast undir hernámi Þjóðverja og við stríðslok. Safnið er í senn fallegt, skemmtilegt og ber með sér ljúfsáran blæ sem verður áleitinn þegar frá líður og kallar lesanda

aftur að heftinu. Heimur sögumanns er fyrst og fremst árbakkinn og skógartjarnir þar sem drengurinn, faðir hans og frændalið unir sér á bakka við veiðar og íhugar. Heimurinn umhverfis heldur sína leið; frampot pabbans og bjartsýnisórar í viðskiptum, hernám og fangelsanir megna ekki að rjúfa yndisleik veiðanna og í eftirmála gerir höfundur grein fyrir þeirri vissu að dvöl á bakkanum sé mannbætandi. Svo er einnig um sögurnar hans. -pbb

 Bók adómar

... í eftirmála gerir höfundur grein fyrir þeirri vissu að dvöl á bakkanum sé mannbætandi.

Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson er fimmtu vikuna í röð á topp aðallista Eymundssonar. Skemmtilegasta bók ársins og mest selda bók ársins.

Ota Pavel.

 Bók adómur Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason

Þrír krimmar yfir meðallagi Þrír krimmar, tveir innbundnir og einn í kilju. Danskur, sænskur og amerískur. Allir þrír yfir meðallagi þótt allir séu krimmarnir klisjukenndir einkum framan af meðan verið er að kynna aðstæður; persónur eru millistéttarfólk, lögreglumenn í starfi eða á eftirlaunum og útbrunninn auglýsingamaður. Allar gerast sögurnar í nútímanum og hafa hliðarfléttur sem varða sambönd karls og konu í hjónabandi eða sambandi jafnframt því sem efni er sótt í samstarfsörðugleika, spennu innan rannsóknarhóps og minni háttar árekstra sem hjálpa til við keyrslu meginplottsins í sögunni. Allar gerast sögurnar á jaðri byggðar og borgar; „Fallið“ í dönskum smábæ, „Hugsaðu“ í sveit New York og „Paganini“ í Stokkhólmi og skerjagarðinum. Samfélagsleg ádeila lúrir að baki í öllum þremur en plottin flokkast í undirdeildir: Grue gerir sér mat úr hvítu mansali, Verdon hinn ameríski er á raðmorðingjaslóðum en Kepler-tvíeykið dregur efnið úr alþjóðlegri vopnasölu og fjármálamisferli því tengdu. Bók þeirra hjóna rennur að síðustu út í mikinn aksjóntrylli með þyrlum, eltingarleik og mikilli fyrirsát í miðborg Stokkhólms í stórmyndastíl. Þótt helmingur umræddra höfundanna sé kvenkyns er athyglisvert hversu daufleg persónusköpun kvenpersóna er á sama tíma og karlhetjurnar hafa keimlíkt yfirbragð. Það er helst að Dan Sommerdahl hinn danski, sem er útbrunninn karríeristi úr auglýsingabransanum, sé bragðmeiri en þeir Dave Gurney, lögga á eftirlaunum og Joona Linna, hinn finnskættaði rannsóknarmaður í Stokkhólmi. Allar bækurnar þrjár duga ágætlega sem afþreying, þótt bundnu bækurnar (Hugsaðu.. og Paganini) séu helst til þungar fyrir lestur undir sæng. Allar þrjár eru með sæmilega stóru letri. Ef velja ætti eina af þessum þremur úr, má helst að mæla með Kepler: Paganini-samningnum og þá sem hreinni afþreyingu. Þessum lesanda er aftur illskiljanlegt að útgefendur skuli hafa afráðið að setja tvær þessara bóka í band. Allt er þetta léttmeti og á heima í kilju. -pbb







Fallið er hátt

Hugsaðu þér tölu

Paganini-samningurinn

Ann Grue Þýðing Berglind Steinsdóttir Vaka Helgafell, 358 bls. 2011.

John Verdon: Þýðing:Nanna B. Þórsdóttir Vaka Helgafell. 409 bls. 2011

Kepler Þýðing Jón Daníelsson JPV, 510 bls. 2011

Hér kemur munnfyllin þín Hallgrímur Helgason er afburðasnjall stílisti, tök hans á málinu eru alltaf að herðast.

Hallgrímur Helgason Leggur fyrir lesandann hvern gullmolann á fætur öðrum, leiftrandi sagnalist hans er yndisleg, innsýn hans í persónur getur verið með afbrigðum. Ljósmynd/Hari

Eðal léttvínsdagar í Ámunni 25% afsláttur

af völdum Selection gæðaþrúgum.

Tilboðið gildir út nóvember eða á meðan birgðir endast!

 Konan við 1000°

www.aman.is • Háteigsvegur 1

Hallgrímur Helgason 477 bls. JPV 2011

S

tór skáldsaga, sem teygir sig yfir lunga lýðveldistímans, og kíkir raunar inn í rígbundið og vanafast samfélag eyjarskeggja í Breiðafirði einsog það hefur haldist í þúsund ár, ætti að vekja mikla athygli. Þó hefur verið furðu hljótt um þessa nýju sögu Hallgríms Helgasonar sem leit dagsins ljós í þýskri þýðingu fyrir nokkrum vikum; undarlegt, ekki síst í ljósi þess að í sögunni bregður fyrir nafnkunnum einstaklingum. Má þar fremst telja forsetahjónin Svein og Georgíu. (Er svo komið að nafnhelgi opinberra persóna er engin?) Bakgrunnur þess er að einn sona þeirra hjóna starfaði með þýska hernum en þá staðreynd nýtir Hallgrímur Helgason (hér eftir HH) sér sem efnivið og kveikju. Ræðuskörungurinn sem segir frá, Herbjörg María Björnsson, er sonardóttir forsetahjónanna, fædd 1929 - dáin 2009. Hún ber öll merki skapara síns: Tautar fyrir munni sér í stuðlum , leikur sér dátt í hljómbrigðum málsins, smíðar samsetningar eins og Jónas Hallgrímsson á amfetamíni – en er hrak, einskonar erkitýpa fyrir tuttugustu öldina, stórgripur úr eftirhreytum veldis Danakóngs, undirsáta veldis Þjóðverja um aldir, fígúra brædd saman úr dönsk-þýskum borgaraskap (og þarafleiðandi bældur fasisti) og einhvers konar upphafinni íslenskri sveita­rómantík. Hún er í kör, próvintukona hjá íslenskum nútímahjónum í smáíbúðahverfinu, sem situr við daga og nætur og þeytist um á netinu. Alla sína ævi hefur hún verið á hrakhól-

um; diplómatabarn sem er heimilislaust, helst ekki á mönnum, ósvífin í orðum og fyndin í skarpri hugsun, en hrapar alltaf - ein þessara tragísku aðalpersóna sem eru HH svo kærar af því þær geta talað fyrir hans munn afdráttarlaust og alhæft um eðli og skipan okkar daga. HH lætur Herbjörgu Maríu fara um víðan völl; hún er alin upp í Svefneyjum, svo skamma hríð á mölinni en þá í Höfn. Þaðan fer hún á frísnesku eyjarnar en þá er komið stríð og þá þvælist hún um álfuna sem á í hildarleik allt til Póllands og endar í Berlín sem þá er hertekin. Þaðan fer Herbjörg heim, þá aftur til Suður Ameríku og norður, til Reykjavíkur í barneignir og þaðan vestur að Djúpi. Þetta er löng leið og tilgangur þessa flandurs ekki alltaf skýr ef leita á erindis HH með þessa fígúru sína. Sagan er uppbyggð af stuttum köflum þar sem stokkið er ört milli mismunandi tímabelta í æfi konunnar. Frásagnarháttur og stíll lagar sig að efninu en kaflar okkar daga lýsa aðstæðum hennar og geyma hugleiðingar. Um allt verkið, ef frá eru taldir örfáir kaflar sem lýsa má sem risi verksins og gerast í helstu hörmungum stríðsins í rústum Þýskalands, er svo löðrandi gamansemi skáldsins. HH getur aldrei stillt sig, verður alltaf að leggja brandara fyrir lesandann, flestir eru snjallir, fullir af andlegu fjöri, en hann er eins og hrókur í veislu, einn sem getur aldrei verið án þess að ná athyglinni með enn einum aulabrandaranum svo þeir sem sitja gefist ekki færi á að hugsa: Æji, þegiðu nú í smástund. Engum blöðum er um að fletta að HH er afburðasnjall stílisti, tök hans á málinu eru alltaf að herðast, hann leggur fyrir lesandann hvern gullmolann á fætur öðrum, leiftrandi sagnalist hans er yndisleg, innsýn hans í persónur getur verið með afbrigðum góð. Sem dæmi má nefna lýsingar á heimsóknum stúlkunnar til þriggja kvenna í einum stigagangi í Höfn. Nú eða hápunkta - kaflana við stríðslok. Þá er HH hæstvirtur höfundur. En í heild er verkið með brestum, einræði sögumanns, daufu kaflarnir í Buenos Aires og Súðavík verða erindisleysa fyrir lesanda, höfund og Herbjörgu þó HH takist í bláenda verksins að setja glæsilega slaufu á sitt metnaðarfulla verk sem er að gera slíku lífshlaupi skil. Með tíu fingur upp til guðs.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


Örar verðbreytingar eru merki um heilbrigða samkeppni. og talandi um það: hvenær haldið þið að atlantsolía hafi komið inn á íslenska olíumarkaðinn?

ÍSLENSKA SIA.IS / AOL 57031 11/11

2010

92 91 88 87 88 2006

2005

2008

2007

2009

73 2004

2003

17 14 12 11 2000

2001

2002

Atlantsolía var stofnuð til að veita stóru olíufélögunum samkeppni. Við rufum einokun olíurisanna þriggja árið 2003 og höfum haldið keppinautunum við efnið síðan.

33 w.atlantsolia.is

il á ww sæktu um dælulyk

fjÖldi opinberra verðbreytinga til hækkunar og lækkunar á eldsneytisverði Dælulykillinn gefur afslátt hjá þessum frábæru fyrirtækjum:


46

heimurinn

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Öfgahreyfingar í Evrópu Þegar hægja tók á hagkerfinu í Evrópu í kjölfar uppbyggingarinnar eftir síðari heimstyrjöld, sem dró til sín fjölda erlends verkafólks, leið ekki á löngu þar til andstaða við innflytjendur og fjölmenningarstefnunna fór að gera vart við sig. Margir töldu straum innflytjenda ógn við atvinnuöryggi og eigin menningu. Strax á áttunda áratugnum náðu lýðhylli flokkar sem spruttu fram í andstöðu við innflytjendur, svo sem Þjóðarframvarðarflokkur Jean Marie Le Pens í Frakklandi og Framfaraflokkur Mogens Glistrups í Danmörku. Á níunda áratugnum gerði Frelsisflokkur Jörg Haiders usla í Austurríki og Flæmska blokkin reis í Belgíu undir lok aldarinnar. Á fyrsta áratug nýrrar aldar náðu hægri öfgaflokkar sterkri stöðu víða í Austur-Evrópu, til að mynda Jobbik-flokkurinn sem marserar um Ungverjaland í einkennisbúningi fasista. Í Þýskalandi hafa nýnasistar meira að segja látið á sér kræla. Þá hefur Frelsisflokkur Geert Wilders í Hollandi og Breski þjóðernisflokkurinn, undir forystu hins öfgafulla Nick Griffins, náð sterkri stöðu. -eb

Öfgahreyfingar Norðurlanda

Ungverskir fasistar elska einkennisklæðnað eins og margir skoðanabræður þeirra.

 Ísland Þjóðernishreyfingar

Þjóðleg gildi og andstaða við innflytjendur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Undir stjórn hans hefur Framsóknarflokkurinn daðrað við þjóðernisstefnuna.

Þjóðernissinnaðar hægri öfgahreyfingar hafa ekki enn náð fótfestu í íslenskum stjórnmálum en ýmsir hafa þó reynt fyrir sér innan þess mengis. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var hér fjöldi slíkra hreyfinga, svo samtök þjóðernissinna á fjórða áratugnum og Þjóðvarnarfélagið á þeim fimmta. Í seinni tíð má nefna félagsskapinn Norrænn kynstofn sem kom fram á áttunda áratugnum og barðist gegn blöndun við fólk af erlendum uppruna. Undir aldamótin héldu ungir piltar í Félagi íslenskra þjóðernissinna uppi merki kynþáttahyggju þar til Félag framfarasinna tók við keflinu. Félag framfarasinna barðist einkum gegn hugmyndinni um fjölmenningu og vildi umfram allt varðveita íslensk og norræn gildi. Undanfarið hafa svo fámennir hópar hérlendis jafnvel tengt sig við ofbeldisfull haturssamtök á borð við Combat 18 og nýnasista í Blood&Honor-alþjóðasamtökunum. Haustið 2006 tók Frjálslyndi flokkurinn stöðu gegn innflytjendum og bjargaði sér frá því að þurrkast út af þingi í kosningunum þá um vorið. Oddviti flokksins í Reykjavík sagðist ekki vilja fá hingað til lands „fólk úr bræðralagi Múhameðs.“ Formaðurinn vildi skima innflytjendur fyrir berklum. Varaformaðurinn sagði að það hafi verið „svartur dagur í sögu þjóðarinnar“ þegar Pólverjar og aðrir ESB-borgarar frá ríkjum Austur-Evrópu fengu atvinnuréttindi á Íslandi árið 2006. Leiðtogi ungliðahreyfingarinnar óttaðist að innflytjendum fylgdi „eiturlyfjasala“, „mansal“, „berklar“, „nauðungarvinna“ og „skipulagðar nauðganir“. Á einum mánuði rauk flokkurinn úr rúmum tveimur prósentum í ellefu í mælingu Gallup. Endaði í 7,3 prósent í kosningunum. Í allra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar á merki flokksins vísa til að mynda í klassísk fasísk minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóðleg gildi á fundum flokksins, svo sem glímusýningu undir blaktandi þjóðfánanum. Orðræða sumra þingmanna hefur í auknum mæli einkennst af hollustu við þjóðernið. Enn þó er þó ekki ljóst hvort flokkurinn ætli sér að sækja enn lengra inn í þetta mengi. -eb

HÁSKÓLINN Á BIFRÖST

Velkomin á Bifröst

Nýir tímar í fallegu umhverfi

www.bifrost.is

Á Norðurlöndunum færðust Danski Þjóðarflokkurinn, undir forystu Píu Kærsgaard, og Norski framfaraflokkurinn á liðnum árum, með lítilli fyrirhöfn, af jaðrinum og inn á svið viðurkenndra almennra stjórn­ mála. Nýjustu dæmin eru Sannir Finnar og Svíþjóðardemókratarnir sem náðu góðum árangri í nýliðnum þingkosningum. Fram að því höfðu viðlíka flokkar ekki náð árangri í Svíþjóð og í Finnlandi. Fasískir straumar og þræðir þjóðernishyggju hafa þó löngum legið undir yfirborðinu á öllum Norðurlöndum. En í flóru hægri sinnaðra öfgahreyfinga eru þær á Norðurlöndunum þó heldur hófsamar. -eb Pía Kærsgaard

 Togstreitan Opnun eða aflokun?

Ógnir hins opna samfélags Leiðtogar Norðurlanda ræða ógnir hins opna samfélags á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í vikunni.

Frá minningar- og samstöðudegi í Noregi í kjölfar hryðjuverka Breiviks. Þau hvíldu hugmyndafræðilega á þjóðernisofstopa, sem ýfir sinn ljóta haus víða um Evrópu um þessar mundir. Ljósmyndir/Nordicphots Getty-Images

F

riðsæld Norðurlandanna var rofin með árásunum í Osló og í Útey þann 22. júlí síðastliðinn. Barnslegt sakleysið hvarf á augabragði. Grimmd veraldarinnar, sem Norðurlandabúar voru orðnir vanir að fylgjast með úr fjarlægð, var skyndilega komin heim í hlaðið. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins – holdgervingur þess sem Anders Bhering Breivik og kónar hans hata – brást við með því að boða enn opnara og enn frjálslyndara samfélag: Án þess þó að loka augunum fyrir aðsteðjandi hættu, eins og hann orðaði það. En á þeim landamærum er einmitt togstreytuna milli opnunar og aflokunar að finna.

Rætur þjóðernishyggjunnar

Fjölmenning snýst ekki aðeins um minnihlutahópa heldur um sambandið á milli ólíkra menningarhópa.

Eins öfugsnúið og það kann að virðast eiga þjóðernishugmyndir nútímans rætur að rekja til upplýsingarinnar og frjálslyndu stefnunnar sem lagði grunninn að þjóðfrelsisstefnunni í Evrópu á átjándu og nítjándu öld. Einveldi konunga var brotið á bak aftur og markalínur ríkja skornar á grundvelli hugmyndarinnar um sjálfstjórn þjóða. Í kjölfar frönsku stjórnarbyltingarinnar tók þjóðríkið við af einveldi krúnu sem ríkjandi stjórnarform. Lýðræðisþróunin og þjóðríkjavæðingin fylgdust að allt þar til að fasisminn fór að ryðja sér til rúms á fyrri hluta tuttugustu aldar og lýðræðið lét undan. Eftir sat áframhaldandi áhersla á þjóðríkið. Það var svo ekki fyrr en eftir síðari heimstyrjöld að Evrópumenn fóru að gera upp við skefjalausa þjóðernishyggju sem leikið hafði álfuna svo grátt. Álfan var í rúst og fólkið í sárum. Við uppbygginguna vantaði vinnufúsar hendur sem sóttar voru til nálægra svæða, svo sem til Tyrklands og Norður Afríku. Með stríðum straumi verkafólks urðu samfélög Evrópu fjölbreyttari, til að mynda hvað varðar ásýnd fólksins, trúmál, tónlist og matarmenningu. Hugmyndin um fjölmenningarlegt samfélag fór þá að skjóta rótum. Enda engin leið að horfa hjá hörmungum skipulagðra þjóðernishreinsana fyrri ára.

og thrasískum menningarheildum svo dæmi séu nefnd. Ólík trúarbrögð flæddu þá yfir mörk þjóðernishópa, svo sem kaþólska, mótmælendatrú og rétttrúnaðarkirkjan auk víðfeðmra áhrifa gyðingdóms og múslima­ trúar. Þá tala Evrópubúar hartnær hundrað ólík tungumál. Landamæri Evrópuríkja ganga nú þvers og kruss á þessar markalínur. Upp úr 1970 fóru flest Evrópuríki að reka virka samlögunarstefnu í anda fjölmenningar. Stefnunni var ætlað að vernda minnihlutahópa og vinna gegn fordómum auk þess sem fjölbreytnin var álitin æskileg í sjálfu sér. Fjölmenningu má skilja á ólíkan hátt og margir stjórnmálamenn hafa einmitt kappkostað að misskilja hugtakið, toga og teygja eftir eigin hentugleik. Almennt má þó segja að í fjölmenningarlegu samfélagi virði fólk af ólíkum uppruna siði og venjur hvers annars. Hér er því um samlögun að ræða en ekki aðeins aðlögun eins hóps að öðrum. Dæmi um vel hepnaða fjölmenningu er þegar að innfæddir láta þorrablót Íslendingafélaga í útlöndum átölulaus og taka jafnvel þátt í veisluhöldunum. Fjölmenning snýst ekki aðeins um minnihlutahópa heldur um sambandið á milli ólíkra menningarhópa.

... og andstaðan við hana

Andstaðan við fjölmenningarstefnuna er víðtæk. Hollenski heimspekingurinn Paul Cliteur gengur svo langt að halda því fram að fjölmenningin ógni vestrænni menningu sem beri höfuð og herðar yfir aðra menningarheima. Opni jafnvel fyrir pyntingar, þrælahald, kvennakúgun, hommahatur, gengjavæðingu og misþyrmingu á kynfærum kvenna. Undanfarið hafa leiðtogar voldugra ríkja lýst auknum efasemdum um fjölmenninguna. Hægri stjórnir í Danmörku og Hollandi boðuðu brátt afturhvarf til einsleitnisstefnu í þjóðernismálum. Á fundi með ungliðahreyfingu kristilegra demókrata fyrir um ári sagði Angela Merkel að tilraunin til að byggja fjölmenningarlegt samfélag hafi gjörsamlega mistekist. Hún hafnaði samlögun og boðaði þess í stað hreina aðlögun innflytjenda að þýsku samfélagi og menningu. Í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í London í júlí 2005 boðaði Íhaldsflokkurinn afnám fjölmenningarstefnu í Bretlandi. Í febrúar á þessu ári lýsti David Cameron svo yfir afnámi á fjölmenningarstefnu Verkamannaflokksins sem hann sagði að hefði misheppnast algjörlega. Hann boðaði enn sterkari breska þjóðar­ sjálfsmynd. Í Frakklandi hefur Nicolas Sarkozy tekið í svipaðan streng.

heimurinn

Fjölmenningarstefnan ...

Þrátt fyrir meinta einsleitni einstakra ríkja hefur Evrópa raunar alltaf verið byggð fólki af ólíkum uppruna. Sett saman úr germönskum, keltneskum, latneskum, slavneskum, hellenískum, úrölskum, illýrískum

dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu­ maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is


ný sending frá ethnicraft KYNNUM NÝJA HÚSGAGNALÍNU

ÚR TEKKI FRÁ

20% afsláttur af öllum húsgögnum frá ethnicraft

FABRIKAN

Gerum hús að heimili Tekk-Company

Opið

Kauptúni

Mánudaga–föstudaga kl. 10 –18

Sími 564 4400

Laugardaga kl. 10 –17

www.tekk.is

Sunnudaga kl. 13 –17


48

heilsa

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Hollara að sofa við lágan hita Veturinn er kominn. Um leið og kólnar freistast margir til þess að hækka á ofnum. Vísir menn benda hins vegar á að hollara sé að sofa við tiltölulega lágan hita svo menn ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir kynda. Jótlandspósturinn danski hefur það eftir Mikael Rassmussen svefnsérfræðingi að menn sofi best þegar hitinn í svefnherberginu sé á milli 13 og 18 gráður. Hætt er við að Íslendingum þyki þetta heldur kalt enda yfirleitt heitara í húsum hér en í Danmörku. Hérlendir færu væntanlega skjálfandi í háttinn í þrettán gráðunum. Rassmussen segir æskilegt að kaldara sé í svefnherbergjum en í öðrum vistarverum. Ástæðan er sú, að hans sögn, að

Heilsa Bæta þarf aðgengi að hollustuvörum

Sykurhúðaðir spítalasjálfsalar

innra hitastýringarkerfi mannskepnunnar virkar ekki í svokölluðum REM-svefni, sem er hinn létti svefn. Margir vakna því sveittir ef of heitt er í svefnherberginu. Hann tekur þó fram að þetta sé einstaklingsbundið, 13-18 stiga hiti sé aðeins til viðmiðunar. Kannanir sýni enn fremur að konur sækjast fremur eftir meiri hita í svefnherbergjum en karlar.

Sjö af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eiga í viðskiptum við sjálfsala á hverjum einasta degi ársins. Japanir slá þó öllum þjóðum við en þar er einn sjálfsali á hverja 23 íbúa.

b Í b ínum sporum Upplýsingavefur um aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri áreitni.

Dæmigerður sjálfsali á íslenskri heilbrigðisstofnun: Troðfullur af sælgæti. Ljósmynd/Hari

Frjáls og frír adgangur ad frædslu og leidbeiningum

S

höldum saman

www.kolbrunbaldurs.is

SKYRTUTILBOÐ! 300 kr. skyrtan – ef komið er með þrjár eða fleiri í einu. Opnunartími Hverafold: Virka daga 8:00–18:00 og föstudaga 8:00–18:30 Opnunartími í Smáralind: Virka daga 11:00–19:00 og laugardaga 11:00–18:00

Smáralind 201 Kópavogur Hverafold 1- 3 112 Reykjavík 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is

lAger

sAlA tekk-compAny

jálfsalar eru að mörgu leyti merkileg fyrirbæri og kostir sjálfsala eru margir út frá viðskiptalegu sjónarmiði. Menn uppgötvuðu það til dæmis fljótlega að sjálfsalinn hefur það fram yfir starfsfólk að hann biður aldrei um frí, veikist ekki og getur unnið allan sólarhringinn sleitulaust. Hann tekur bara staðgreiðslu, lánar ekki, þarf enga þjálfun og malar gull á meðan eigandinn sefur. Markaðs- og sölukostnaður er enginn. Hvað er hægt að hafa það betra? Það eina sem eigandinn þarf að gera er að finna góða staðsetningu. Það var því ekki að undra að vöxtur á sölu vöru og þjónustu með sjálfsölum hafi aukist gríðarlega frá því að fyrirbærið kom fram í London um árið 1880. Í fyrstu voru það póstkort sem voru seld í sjálfsölum í Bretlandi en í Bandaríkjunum færðu menn sig fljótlega uppá skaftið og tóku að selja sælgæti, sígarettur, áfengi, og aðrar neysluvörur sem höfðu langan líftíma.

Íslenskir spítalasjálfsalar stútfullur af nammi

Nú er svo komið að sjö af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eiga í viðskiptum við sjálfsala á hverjum einasta degi ársins. Japanir slá þó öllum þjóðum við en þar er varla hægt að þverfóta fyrir sjálfsölum og er einn sjálfsali á hverja 23 íbúa eða um 7 milljónir sjálfsala! Sé horft til Íslands eru sjálfsalar víða. Það sem vekur þó sérstaka athygli hér á landi er að sjálfsalar eru helst staðsettir á spítölum, heilbrigðisstofnunum, framhaldsskólum, íþróttahúsum, sundlaugum og háskólum! Það sem meira er að í þeim er ekkert af vörum sem eru hollar og góðar og í fæstum þeirra er hægt að finna það sem mætti kalla mat í eiginlegum skilningi þess orðs. Það er eins og það sé lögmál að eingöngu sé hægt að selja í þeim vörur sem eiga það sammerkt að innihalda litla næringu, litlar trefjar, en innihalda mikinn sykur, eða sætuefni og of mikið salt. Oftast er því þannig háttað að því lengri sem líftími vara er því meira hefur verið bætt við af rotvarnarefnum og öðrum óæskilegum efnum í vöruna. Það er nefnilega að koma betur og betur í ljós að því lengri sem líftími matvörunnar er sem við borðum þeim mun styttri verður okkar eigin líftími. Neysla á mat sem hægt er að fá í sjálfsala mun seint

50 80

auka hreysti okkar og heilbrigði. Hugsanlega er vöruframboð í sjálfsölum hér á landi ein af stóru skýringum á því af hverju þjóðin hefur fitnað jafn hratt og raun ber vitni. Það kemur því á óvart að spítalar og skólar, oftar en ekki í eigu ríkisins, skuli vera samningsaðilar rekstraraðila sjálfsala sem bjóða svo óhollt vöruframboð og raun ber vitni fyrir ungt fólk og sjúklinga.

Fordæmi hins opinbera

Allir vilja að börnin okkar borði holla og góða fæðu en þegar aðgengi að slíkum mat er ekki til staðar þá er erfitt að krefjast þess. Það eru ungmenni og veikt fólk sem þurfa virkilega á því að halda að hafa aðgengi að hollum mat. Hver ber ábyrgð á að þau hafa ekki val og þau eru tilneydd að borða það sem er auðvelt og handhægt að ná í? Ríki og sveitarfélög ættu að ganga á undan með góðu fordæmi og taka inn hollar vörur í sjálfsala á spítölum og í skólum. Hvað kemur í veg fyrir að hafa sjálfsala sem selja, hnetur, möndlur, rúsínur, múslí og lífræna jógúrt, gulrætur, epli, banana, þurrkaða ávexti, hollustu samlokur, hreinan ávaxtasafa, döðlur, trönuber, fræ og svo mætti lengi telja? Það skiptir máli hvað við borðum – já það skiptir öllu máli. Við þurfum ekki að efast um það öllu lengur. Við þurfum að bjóða upp á gott aðgengi að góðum mat sem byggir okkur upp og gerir okkur gott! Þar geta margir gert miklu betur, líklega kæmi mörgum á óvart þegar það kemur í ljós að meiri eftirspurn er eftir betri mat en margir halda. Hver ætlar að ríða á vaðið og byrja?

Kristján Vigfússon

Þórdís Sigurðardóttir

kennari í Háskólanum í Reykjavík

félagsfræðingur og heilsuráðgjafi hjá IIN

70%

6 glös í pk.

1.770 kr.

til

% Afsláttur

60%

F A B R I K A N

kertAluktir frá

70%

v

6 kerti í pk.

357 kr.

60%

gjAfAbox

1.960 kr. 4 stk. sAmAn

550 kr.

60%

snAgAhillA 7.560 kr.

Opið virka daga 13–18, laugardaga kl.10–17 og sunnudaga kl. 13–17

Sími 564 4400

Ath. lAgersAlAn er í kAuptúni (gegnt ikeA, við hliðinA á verslunum tekk-compAny og hAbitAt)


.

AÐEINS til 8. nóv.

RÝMUM TIL FYRIR NÝJUM VÖRUM

30-50% afsláttur af sængurverasettum ! 15% afsláttur af nýju jólasendingunni !

Lök

Þegar mjúkt á að vera mjúkt getur þú treyst okkar vörumerkjum. Betra bak er einungis með sérvalin sængurverasett, svo ekki sé talað um Aloe Vera bómullar-lökin sem slegið hafa í gegn.

Farðu inn á betrabak.is hér

betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16


50

heilabrot

Helgin 4.-6. nĂłvember 2011

Spurningakeppni fĂłlksins

ďƒ¨

Sudoku

9

3 2 7 4

8 1. Hver er framkvĂŚmdastjĂłri NATO? 2. Hverjir buĂ°u sig fram til formennsku Ă­ VG gegn SteingrĂ­mi J. SigfĂşssyni? 3. Hver leikstĂ˝rir Hreinsun Ă­ ĂžjóðleikhĂşsinu? 4. HvaĂ° heitir skaginn sem mexĂ­kĂłska borgin Cancun er ĂĄ? 5. HvaĂ° er hĂŚsta trĂŠ heims hĂĄtt og af hvaĂ°a tegund er ĂžaĂ°? 6. HvaĂ° hefur Robin Van Persie, framherji Arsenal, skoraĂ° mĂśrg mĂśrk Ă­ ensku Ăşrvalsdeildinni ĂĄ Svanborg SigmarsdĂłttir Ăžessu ĂĄri? sviĂ°sstjĂłri kynningasviĂ°s umboĂ°smanns skuldara. 7. HvaĂ° heitir Kolbeinn kafteinn upprunalega Ă­ 1. Anders Fogh Rasmussen bĂłkum HergĂŠ um Tinna? 2. Ăžorvaldur Ăžorvaldsson og MargrĂŠt PĂŠtursdĂłttir 8. HvaĂ°a dĂşett syngur lagiĂ° Moves Like Jagger 3. Veit ĂžaĂ° ekki sem er eitt ĂžaĂ° vinsĂŚlasta ĂĄ Ă?slandi um Ăžessar mundir? 4. JĂşkatanskaga 9. HvaĂ° heitir ĂŚvisaga Þórhalls Bjarnasonar 18555. 30 metra amerĂ­skur rauĂ°lerki 1916? 6. 23 10. Hvar er IngibjĂśrg ValgeirsdĂłttir sveitarstjĂłri? 7. Veit ĂžaĂ° ekki slĂŚr ekkert nafniĂ° Kolbeinn kafteinn Ăşt 11. Hver er eiginkona PĂŠturs Ă rna JĂłnssonar? 8. Eberg? 12. Hvert er algengasta kvennmannsnafniĂ° hĂŠr ĂĄ 9. Vestur ĂŠg fĂłr? landi? 13. Ber einhver kona nafniĂ° HrafnabjĂśrg ĂĄ landinu? 10. HvalfjarĂ°arsveit 14. Hversu lengi entist hjĂłnaband Kim Kardashian og 11. Veit ĂžaĂ° ekki kĂśrfuboltamannsins Kris Humphries? 12. Anna? 15. HvaĂ° heitir nĂ˝jasta bĂłk Arnaldar IndriĂ°asonar? 13. JĂĄ 16. Ă tĂśk hvaĂ°a tveggja Ăžekktu rappara fyrir viĂ°tal ĂĄ 14. 72 X-inu telur lĂśgregla aĂ° hafi veriĂ° sviĂ°sett? 15. EinvĂ­giĂ° 17. HvaĂ° heitir norska skĂĄldsagan um BjĂśrku sem hefur veriĂ° tilnefnd til norsku bĂłkmenntaverĂ°16. MĂłri og Erpur launanna Bragaprisen? 17. BjĂśrk? 18. HvaĂ°a tveimur einstaklingum laust saman Ă­ 18. DavĂ­Ă° Þór JĂłnssyni og MarĂ­u Lilju ĂžrastardĂłttur harkalegri ritdeilu um femĂ­nistahĂłpinn StĂłru 7 rĂŠtt systur Ă­ vikunni?

ďƒź

7 JĂłhann AlfreĂ° Kristinsson uppistandari Ă­ MiĂ°-Ă?slandi.

ďƒź

ďƒź

7 2 3

4 2

ďƒź ďƒ¨

ďƒź ďƒź

8 rĂŠtt

krossgĂĄtan

4

2

3

2 6 4 3

5 1 9 3 7 6 8 8 2 6 7

6 ďƒź

5

SvÜr: 1. Anders Fogh Rasmussen, 2. Þorvaldur Þorvaldsson og MargrÊt PÊtursdóttir, 3. Stefån Jónsson, 4. Júkatanskagi, 5. Það er 115,5 metrar og af Ìtt strandrauðviðar. Staðsett í Kaliforníu, 6. 28 mÜrk í 27 leikjum, 7. Capitaine Haddock, 8. Adam Levine og Christina Aquilera, 9. Brautryðjandinn, 10. Strandabyggð, 11. María Sigrún Hilmarsdóttir, 12. Guðrún, 13. Nei, ekki samkvÌmt Hagstofunni, 14. 72 daga, 15. Einvígið, 16. Erpur Eyvindarson og Móri, 17. Bli BjÜrk, 18. Davíð Þór Jónssyni og Maríu Lilju Þrastardóttur.

ďƒ¨

9

9

5

ďƒź

ďƒź

ďƒź

6 7

ďƒź

8

Sudoku fyrir lengr a komna

ďƒź

ďƒź

Að loknum bråðabana skorar Svanborg å Bryndísi �sfold HlÜðversdóttur, framkvÌmdastjóra hjå Jå-�sland.

ďƒź

1. Anders Fogh Rasmussen 2. MargrÊt PÊtursdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson 3. Þórhallur Sigurðsson? 4. Guatalope eða eitthvað svoleiðis 5. Risafura sem er svo mikið sem 120 metrar 6. 28 mÜrk í 27 leikjum 7. Ég er ekki með Þetta 8. Maroon Five og einhver kona. Katy Perry? 9. Þå var fjÜr og tÌmt úr glÜsum 10. Hornafirði 11. Veit Það ekki 12. Anna? 13. Jå 14. 72 dagar 15. Einvígið 16. Erpur Eyvindarson og Móri 17. Bli BjÜrk 18. Davíð Þór Jónssyni og Maríu Lilju Þrastardóttur

5 9 6 4

5

ďƒź

ďƒź

8

4 1 6 8

Spurningar

1

ATH Nýr vefur með krossgåtulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 5&/(4-

'6(-

#05/'"--

7Âś/

4,45

7"/%-&("

5Âś5-"

�6."-- &*3š"3-"64

3&// #-"6563 MYND: MARK BOLIN (CC BY-SA 2.0)

"3* &'/* /Š(+6 4.55 4644

"-63

41*-

1055 3²5563

("(/4Š3

4".5½,

/ÂŤ.4 (3&*/

,"1œ56-* (-+)à š

Âś 3½Âš

0'3&:/"

)ÂŤ3

)-"61

)-65%&*-%

:'*3-*š

4,Âť-*

)&*-"/ (-:3/"

&'/*

53+ÂŤ 5&(6/%"3

Â?3"65 4&*(+6

-&*,/*

'+"/%"/4

/Š(*-&(5

."5+635

Flott tilboĂ° ĂĄ lĂśngum laugardegi 5.nĂłvember!

*-.63

)-+š'Š3* %+Š'

(Š5*//

'63š"

63(

.","

#63š63

3Âś,*

#:-(+"

5&.+"

453*5

4-"( #3"/%63

(0((

"(/"3 -Âś5*-)-Ă…+"

(3+Âť5

*//"/

+635

'Ă…4/ )6(("

'+½3("

'6(-

41Âś36/ 4-ÂŤ Âś-ÂŤ5

/&40%%*

(Š55

½4-"

.ÂŤ-.63

%"/4

56/(6.ÂŤ-

4½/()à 4

5"6(

"/(3"

(6š4 �+/645"

&3-&/%*4

57&*3 &*/4

/Ă .&3

-*5-"64

Âś 3½Âš

7&3,/ÂŤ.

#3",

www.janus.no

&'5*3 4,3*'5

3:,,03/

UllarfatnaĂ°ur ĂĄ stĂłra, sem smĂĄa!

,ÂŤ-

#&-5*

)","

Ný fÜt, nýjir litir!

)3:((+" -Š3"

57&*3 &*/4

#-6/%63

7½36 .&3,*

611 )3Âť16/ "/("/

Spurning: Indland var skråð til leiks í úrslitakeppni HM í knattspyrnu årið 1950. à síðustu stundu åkvað liðið hins vegar að draga sig úr keppni. Hvernig stóð å Því? Svar: Indverjar voru ósåttir við að leikmenn måttu ekki spila berfÌttir.

4,3"'"

4/½((63

65"/

("/("



KJARTAN GUÐJÓNSSON

N ÝJ A R S Ý N

! U L Ö S Í R A N AUS I N G A R KOM SÆTI L

RFÁ AUS 0:00 · Ö 2 . L SÆTI L K Á F R U R G Ö 0· TUDA KL. 20:0 L. 20:00 R · FÖS R E U B G M A E D K AR 4. NÓV DAGUR 0 U · LAUG T R S E Ö F B KL. 20:0 EM R· R E U B G I LAUS M A E D 5. NÓV V GAR Á SÆT U F A R 11. NÓ L Ö · · R 0:00 VEMBE 0 R KL. 2 U G 12. NÓ A KL. 20:0 D U R T U S G Ö A R·F 0:00 STUD VEMBE R KL. 2 ER · FÖ U B G M A E D 18. NÓ V 20:00 AUGAR 24. NÓ UR KL. BER · L G M A E D V U 0 Ó N 25. N R · SUN KL. 20:0 E R B U M G E A V 0:00 STUD 26. NÓ R KL. 2 ER · FÖ U B G M A E D S R 2. DE AUGA . 20:00 BER · L GUR KL A M D E U S T E 9. D · FÖS EMBER S E D . 10

JÓHANNES HAUKUR JÓHANNESSON

ÞÖKKUM

10.000 G

„Hér er vali valinn inn maður mað ður í hverju rúmi... leikurinn er upp á fimm stjörnur." - Elísabet Brekkan, Fréttablaðið.

MIÐASALA Í AUSTURBÆ Í SÍMA 571 5900 OG Á MIÐI.IS


JÓHANN G. JÓHANNSSON

EGILL ÓLAFSSON

GESTUM FYRIR FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR! „…þú emjaðir af hlátri… fb ð l g vell framkvæmt… f k t ofboðslega látbragðsleikur í hæsta gæðaflokki…“

„…drepfyndið all allan lan ttímann… frábær skemmtun með miklum fagmönnum“ - Ó.H.Þ, Fréttatíminn

- Djöflaeyjan, RÚV LEIKIKSTJÓ LE LEIKSTJÓRI STJÓÓRII

GUNN GU GUNNAR NNAR AR HELGASON HEL ELGAASOON TÓNLISTARSTJÓRN T ISTA TÓNL ISTARSTJ RSTJÓRN RSTJ ÓR OG PPÍANÓ ÓRN PÍANÓLEIKARI ÍANÓ N LEIK LEIKAARI A RI PÁLMI PÁÁLMMI SISSIGURHJARTARSON IGUURH RHJA JART JA RTAR RT AARRSON SOON HÖHÖFUND HHÖFUNDAR ÖFUND UNDAR AR GLYNN GLYNN GL YNNN NICHOLAS N CHHOL NI OLASS OG SCOTT SCOT SCOT SC OTT RANKIN RANK RA N INN


54

sjónvarp

Föstudagur

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Föstudagur 4. nóvember Sjónvarpið

20.25 Útsvar Spurningakeppni sveitarfélaga. Lið Hveragerðis og Norðurþings keppa. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.

20:45 The X Factor Skemmtiþáttur með Simon Cowell í fararbroddi.

Laugardagur

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20.40 Bréf til Júlíu Rómantísk gamanmynd um4 bandaríska skólastúlku í fríi á Ítalíu. Leikstjóri er Gary Winick og meðal leikenda eru Amanda Seyfried og Gael García

21:00 Mr. Nobody Kvikmynd frá árinu 2009 með Jared Leto, Sarah Polley, Diane Kruger og Rhys Ifans

Sunnudagur

20:35 Heimsendir (5/9) Íslensk þáttaröð frá þeim sömu og færðu okkur Fangavaktina. Þættirnir gerast á afskekktri geðdeild árið 1992 allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 17:00 Ungfrú Heimur 2011 Bein útsending frá því þegar fegurstu fljóð heims keppa um titilinn Ungfrú heimur 2011.

14.40 Handbolti (Króatía - Tékkland) 16.00 Leiðarljós e 16.40 Leiðarljós e 17.25 Otrabörnin (31:41) 17.50 Galdrakrakkar (43:47) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Með okkar augum (1:6) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Dans dans dans - Keppendur kynntir 20.25 Útsvar Hveragerði - Norðurþing 21.35 Hjólaskautahetjurnar Ung hjólaskautadrottning í smábæ í Texas lætur að sér kveða. Leikstjóri er Shauna Cross og meðal leikenda eru Ellen Page, Drew Barrymore og Kristen Wiig. 23.25 Gleymdar minningar (Tatort) Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.55 Horfin Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e. 02.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví 6(8:14) e 5 08:00 Dr. Phil e 08:45 Rachael Ray e 09:30 Pepsi MAX tónlist 12:00 Game Tíví (8:14) e 12:30 Pepsi MAX tónlist 16:05 Being Erica (11:12) e 16:50 Rachael Ray 17:35 Dr. Phil 18:20 Parenthood (11:22) e 19:10 America's Funniest ... - OPIÐ e 19:35 America's Funniest ... - OPIÐ 20:00 Will & Grace - OPIÐ (11:22) e 20:25 According to Jim (12:18) 20:50 Mr. Sunshine (12:13) 21:15 HA? (7:14) 22:05 The Bachelorette - LOKAÞÁTTUR 22:55 Hæ Gosi (6:8) e 23:25 Tobba (7:12) e 23:55 30 Rock (10:23) e 00:20 Got To Dance (11:21) e 01:20 Judging Amy (21:23) e 02:05 Smash Cuts (45:52) 02:25 Jimmy Kimmel e 03:55 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

Laugardagur 5. nóvember Sjónvarpið

08.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08.02 Lítil prinsessa (32:35) 08:15 Oprah 08.15 Sæfarar (21:52) 08:55 Í fínu formi 08.29 Otrabörnin (32:41) 09:10 Bold and the Beautiful 08.54 Múmínálfarnir (26:39) 09:30 Doctors (10/175) 09.06 Veröld dýranna (36:52) 10:15 Ramsay’s Kitchen Nightmares 09.13 Engilbert ræður (34:78) 11:05 The Amazing Race (11/12) 09.21 Teiknum dýrin (5:52) 11:50 Fairly Legal (3/10) 09.26 Lóa (37:52) 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 09.41 Skrekkur íkorni (16:26) 13:00 The Middle (4/24) 10.04 Grettir (7:52) 13:25 The Rocker fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10.16 Geimverurnar (3:52) 15:05 Sorry I’ve Got No Head 10.30 Hljómskálinn (2:5) e. 15:35 Barnatími Stöðvar 2 11.00 360 gráður (5:20) e. 17:05 Bold and the Beautiful 11.30 Leiðarljós e 17:30 Nágrannar 12.15 Leiðarljós e 17:55 The Simpsons (20/21) 4 5 13.00 Kastljós e 18:23 Veður 13.35 Kiljan e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 14.25 Að missa sjónina e. 18:47 Íþróttir 15.50 Útsvar e. 18:54 Ísland í dag 16.50 Táknmálsfréttir 19:11 Veður 17.00 Handb. (Serbía - Króatía) beint 19:20 Týnda kynslóðin (12/40) 18.25 Úrval úr Kastljósi. 19:50 Spurningabomban (6/9) 18.54 Lottó 20:45 The X Factor (11 & 12/26) 19.00 Fréttir 22:55 Lethal Weapon 2 19.30 Veðurfréttir 00:45 Fletch Lives 19.40 Dans dans dans 02:20 Body of Lies Þegar CIA 20.40 Bréf til Júlíu útsendarinn Roger Ferris 22.25 Heimsendir BB (Leonardo DiCaprio) finnur 00.25 Handb.(Tékkl. - Ungverjal.) vísbendingar sem gætu leitt 01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok til klófestingar á leiðtoga hryðjuverkasamtaka, leitar hann hjálpar hjá öðrum útsendara. 04:25 Severance 06:05 The Simpsons (20/21)

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 11:05 Rachael Ray e 13:10 Dr. Phil e 14:40 Being Erica (11:12) e 15:25 Friday Night Lights (11:13) e 07:00 Köbenhavn - Hannover 16:15 Kitchen Nightmares (5:13) e 16:30 Köbenhavn - Hannover 17:05 Top Gear USA (5:10) e 18:15 Atl. Madrid - Udinese 17:55 Game Tíví (8:14) e 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 18:25 The Bachelorette (12:12) e 20:30 La Liga Report 19:15 The Marriage Ref (10:10) e 21:00 Evrópudeildarmörkin 21:50 UFC Live Events 125 allt fyrir áskrifendur20:00 Got To Dance (12:21) 21:00 Mr. Nobody 23:20 Mississipi Burning e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:30 HA? (7:14) e 02:20 Smash Cuts (46:52) 15:35 Sunnudagsmessan 02:40 Judging Amy (19:23) e 16:50 Man. City - Wolves 03:25 Jimmy Kimmel e 18:40 Sunderland - Aston Villa 04:55 Got To Dance (12:21) e 20:30 Football League Show allt fyrir áskrifendur 4 5 05:55 Pepsi MAX tónlist 21:00 Premier League Preview 21:30 Premier League World fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Liverpool - Man. United, 1993 22:30 Premier League Preview 08:00 Duplicity 23:00 Swansea - Bolton 10:05 Stuck On You

08:00 Nights in Rodanthe 10:00 Funny Money allt fyrir áskrifendur 12:00 The Nutty Professor SkjárGolf 4 14:00 Nights in Rodanthe 06:00 ESPN America fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Funny Money 08:20 Golfing World 18:00 The Nutty Professor 09:10 World Golf Champ. 2011 (2:4) 20:00 Crazy on the Outside 13:10 World Golf Champ. 2011 (2:4) 5 6 22:00 Premonition 17:10 Golfing World 00:00 Ferris Bueller’s Day Off 18:00 Golfing World 4 02:00 Seraphim Falls 18:50 World Golf Champ.5 2011 (2:4) 04:00 Premonition 22:50 The Open Champ. Official Film 06:00 Observe and Report 23:50 ESPN America

STÖÐ 2

Sunnudagur Sjónvarpið

08.00 Morgunstundin okkar Poppý 07:00 Brunabílarnir kisukló / Teitur / Herramenn / 07:25 Strumparnir Skellibær / Töfrahnötturinn / Disney07:50 Latibær stundin /Finnbogi og Felix / Sígildar 08:00 Algjör Sveppi teiknimyndir / Gló magnaða 09:55 Grallararnir 09.49 Enyo (6:26) 10:20 Bardagauppgjörið 10.15 Dans dans dans e. 10:45 iCarly (38/45) 11.20 Landinn e. 11:10 Glee (2/22) 11.50 Djöflaeyjan (7:27) e. 12:00 Bold and the Beautifulallt fyrir áskrifendur 12.30 Silfur Egils 13:45 The X Factor (11 & 12/26) 13.55 Maður og jörð – Norðurskauts16:05 Sjálfstætt fólk (6/38) Jón fréttir, fræðsla, sport og skemmtun svæðið - Lífið í frystinum (3:8) e. 16:45 Friends (21/24) 14.45 Maður og jörð - Á tökustað (3:8) 17:10 ET Weekend 15.00 Hvað veistu? - Hættu í gróða e. 17:55 Sjáðu 15.30 Stjarnan - Fram, konur Bein 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.20 Táknmálsfréttir 18:49 Íþróttir 4 5 6 17.30 Pálína (31:54) 18:56 Lottó 17.41 Hrúturinn Hreinn (31:40) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 17.48 Skúli Skelfir (48:52) 19:29 Veður 18.00 Stundin okkar 19:35 Spaugstofan 18.25 Hljómskálinn (2:5) e. 21:45 The Contract 19.00 Fréttir 23:20 Hudsucker Proxy 19.30 Veðurfréttir 01:10 Changeling 19.40 Landinn 03:30 Ocean’s Eleven 20.10 Ingimar Eydal 05:25 Fréttir 21.15 Lífverðirnir 22.15 Höfuðlausa konan Margverðlaunuð argentínsk mynd frá 2008. 08:50 Stoke - Newcastle 23.40 Silfur Egils 10:40 Premier League Review 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 11:35 Premier League World 12:05 Premier League Preview SkjárEinn 12:35 Newcastle - Everton Beint 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:45 Liverpool - Swansea Beint 10:45 Rachael Ray e 17:15 QPR - Man. City Beint allt fyrir áskrifendur 12:10 Dr. Phil e 19:45 Man. Utd. - Sunderland 14:25 Outsourced (8:22) e 21:35 Blackburn - Chelsea fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:50 According to Jim (12:18) e 23:25 Arsenal - WBA 15:15 Mr. Sunshine (12:13) e 01:15 Aston Villa - Norwich 15:40 Nýtt útlit (8:12) e 16:10 HA? (7:14) e 17:00 Ungfrú Heimur 2011 BEINT 4 5 19:00 The Office (3:27) e 08:50 Stoke - Newcastle . 19:25 30 Rock (10:23) e 10:40 Premier League Review 19:50 America's Funniest ... (28:50) e 11:35 Premier League World 20:10 Top Gear USA (6:10) 12:05 Premier League Preview allt fyrir áskrifendur 21:00 L&O: Special Victims Unit (8:24) 12:35 Newcastle - Everton Beint 21:50 Dexter (2:12) 14:45 Liverpool - Swansea Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:40 Hæ Gosi (6:8) e 17:15 QPR - Man. City Beint 23:10 House (9:23) e 19:45 Man. Utd. - Sunderland 00:00 Nurse Jackie (5:12) e 21:35 Blackburn - Chelsea 00:30 United States of Tara (5:12) e 23:25 Arsenal - WBA 6 01:00 Top Gear USA (6:10) e 01:15 Aston Villa - Norwich 4 5 6 01:50 Pepsi MAX tónlist

6

6

SkjárGolf

06:00 ESPN America 08:00 World Golf Champ. 2011 (3:4) allt fyrir áskrifendur 12:00 Golfing World 12:00 Shark Bait 12:50 World Golf Champ. 2011 (3:4) 14:00 Duplicity 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:50 PGA Tour - Highlights (39:45) 16:05 Stuck On You 17:45 Inside the PGA Tour (42:45) 18:00 Shark Bait 18:10 Presidents Cup 2009 (1:1) 20:00 Observe and Report 19:00 World Golf Championship 2011 22:00 Hannibal 23:00 LPGA Highlights (18:20) 00:10 You Don’t Mess with the Zohan 4 00:20 ESPN America 5 02:00 Trading Places 6 04:00 Hannibal 06:10 Bourne Identity

08:05 Make It Happen 10:00 Step Brothers allt fyrir áskrifendur 12:00 Kapteinn Skögultönn 14:00 Make It Happen fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Step Brothers 18:00 Kapteinn Skögultönn 20:00 Bourne Identity 22:00 Fargo 6 00:00 Das Leben der Anderen 4 02:15 The Number 23 04:00 Fargo 06:00 The Things About My Folks


sjónvarp 55

Helgin 4.-6. nóvember 2011

6. nóvember

 Í sjónvarpinu Dans, dans, dans

STÖÐ 2 07:00 Lalli 07:10 Dóra könnuður 07:35 Stubbarnir 08:00 Algjör Sveppi 09:05 Daffi önd og félagar 09:30 Histeria! 09:55 Herbie: Fully Loaded 11:35 Tricky TV (12/23) 12:00 Spaugstofan allt fyrir áskrifendur 12:30 Nágrannar 14:15 American Dad (17/20) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:40 The Cleveland Show 15:05 Neighbours from Hell 15:30 Týnda kynslóðin (12/40) 16:05 Spurningabomban (6/9) 16:55 Heimsendir (4/9) 4 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:20 Ljósvakavíkingar - Stöð 2 (2/5) 19:55 Sjálfstætt fólk (7/38) Jón 20:35 Heimsendir (5/9) 21:20 The Killing (7/13) 22:10 Mad Men (2/13) 23:00 60 mínútur 23:50 Daily Show: Global Edition 00:20 Covert Affairs (4/11) 01:05 The Usual Suspects 02:50 Once Upon a Time In the West 05:30 Big Love (9/9)

10:50 Real Madrid - Osasuna 13:00 Meistaradeild Evrópu 14:50 Meistaradeildin - meistaramörk 15:35 Köbenhavn - Hannover 17:25 Einvígið á Nesinu 18:20 La Liga Report 18:50 Ath. Bilbao - Barcelonaallt fyrir áskrifendur 21:00 Portúgal - Ísland 22:45 Real Madrid - Osasuna fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Man. Utd. - Sunderland 09:45 Newcastle - Everton 11:30 Liverpool - Swansea 13:20 Wolves - Wigan Beint allt fyrir áskrifendur 15:45 Fulham - Tottenham Beint 18:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:20 Bolton - Stoke 21:10 Sunnudagsmessan 22:30 Wolves - Wigan 00:20 Sunnudagsmessan 01:40 Fulham - Tottenham 4 03:30 Sunnudagsmessan

Klappa fyrir Ragnhildi Steinunni og þríeykinu hennar Vá! Flottur þáttur. Loksins íslenskur þáttur í Sjónvarpinu sem stenst allar gæðakröfur. Dans, dans, dans á RÚV er þátturinn sem mun sýna stjórnendum Sjónvarpsins að það verður ekkert mál að rjúfa 40 prósenta áhorfstölumark – og meira, ef vel er að verki staðið. Dans, dans, dans er reyndar bara uppsuða úr bandaríska þættinum So You Think You Can Dance, sem sló í gegn þar í landi – en hver hefði trúað því að það kæmi svona vel út? Þvílíkt hæfileikafólk! Atvinnudansararnir eiga hrós skilið fyrir að hafa látið slag standa, tekið þátt og tekið þá áhættu að fá slæma dóma fyrir framan alþjóð. Þeir gefa þeim amerísku lítið sem ekkert eftir – og þeir bestu þeim bestu ekkert. Dómararnir Kristín Hall, Gunnar Helgason og 5

Karen Björk voru töff. Þær Kristín og Karen voru rétt eins og þær hefðu ekki gert annað en koma fram í sjónvarpi. Heyrði að einhverjum hafi fundist Kristín full jákvæð – en hvernig var annað hægt? Flottir dansarar. Gunnar Helgason hress að vanda. Ragnhildur Steinunn er líka virkilega á heimavelli. Fersk, frískleg og flott. En það besta við þáttinn er að hann hentar allri fjölskyldunni, sem og stelpukvöldum, já og strákakvöldum. Veit í það minnsta um fjórar rjúpnaskyttur sem sátu límdar yfir skjánum eftir að hafa staðið úti í rigningarsudda norður í landi með allt of fáar rjúpur í knippi á tröppunum. Uss, uss. Það kom á óvart að engri símakosningu var tvinnað saman við þennan fyrsta þátt, því þannig

6

hefði stöðin getað halað inn tekjur — sem ekki er vanþörf á. Þá mætti gera fleiri svona skínandi þætti. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl

4

5



5

6

6

SkjárGolf 06:00 ESPN America 08:00 World Golf Championship 2011 13:00 Golfing World 13:50 World Golf Championship 2011 18:40 Inside the PGA Tour (42:45) 19:00 World Golf Championship 2011 00:00 ESPN America

1. BRIDESMAIDS 2. THOR 3. SOMETHING BORROWED 4. LIMITLESS 5. SOURCE CODE 6. DREKABANAR 7. SCREAM 4 8. LOVE & OTHER DRUGS 9. Á ANNAN VEG 10. FAST FIVE

Fegurð - Hreysti - Hollusta KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust. KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt.

Ný nd. bragðtegu ! Karamella


56

bíó

Helgin 4.-6. nóvember 2011

 Bíódómur Hodejegerne (Hausaveiðar arnir)



Tittur tekur blóðugan þroskakipp Þórarinn Þórarinsson toti@ frettatiminn.is

Roger Brown er fær hausaveiðari sem handvelur fólk í stöður forstjóra stórfyrirtækja og önnur vel borguð og eftirsótt störf. Hann er á yfirborðinu hrokafullur og góður með sig og nýtur þess að berast á. Ástæðan fyrir því að hann spennir bogann svona hátt í neyslunni er sú að hann er bara 1.68 metrar á hæð, þjakaður af minnimáttarkennd og óttast að eiginkonan yfirgefi hann ef hann skaffar ekki nógu vel. Roger fjármagnar gjálífið með því að brjótast inn hjá auðugum skjólstæðingum sínum og ræna dýrmætum málverkum. Hann er býsna lunkinn þjófur en allt

fer á versta veg þegar hann freistast til þess að brjótast inn hjá hinum vörpulega Clas Greve og ræna fokdýru málverki sem gæti bundið enda á allar fjárhagsáhyggjur hans. Gallinn er sá að Greve er grjótharður fyrrverandi sérsveitarmaður og Roger er varla kominn með málverkið í öruggt skjól þegar Greve sækir að honum á fullu trukki og áður en Roger veit hvaðan á sig stendur veðrið situr hann uppi með líkið af vitorðsmanni sínum. Vandræði hans eru samt rétt að byrja og hörmungarnar sem á kappanum dynja í framhaldinu eru vægast sagt magnaðar,

ógeðslegar en samt aðallega fáránlega fyndnar. Seinheppnari krimmi hefur varla sést í glæpamynd en Roger er samt enginn bjáni og snýr vörn í sókn í vonlausum aðstæðum. Myndin er byggð á skáldsögu Jo Nesbø sem er einhver allra besti og skemmtilegasti krimmahöfundur á Norðurlöndum um þessar mundir. Hann hefur aflað sér mikilla vinsælda víða um heim með bókum sínum um fyllibyttuna Harry Hole sem leysir flókin sakamál í Osló en hér er hann í allt öðrum gír og býður upp á spennandi, fyndna og flotta sögu sem er fáránlega einföld en kemur

samt ítrekað á óvart og tekur nokkrar óvæntar beygjur. Nikolaj Coster-Waldau, einn aðal vondi kallinn í Game of Thrones, fer hamförum í hlutverki ískalds skúrksins og Aksel Hennie er ekkert minna en frábær í túlkun sinni á smávaxna lúðanum sem lærir sína lexíu svo um munar.

 moneyball social network þessa árs

 Frumsýndar

Dýrmætar klukkustundir Vísindaskáldskapurinn In Time gerist í framtíðinni þegar ódauðleiki er orðinn raunverulegur valkostur þar sem öldrunargenið hefur verið tekið úr sambandi. Fólk hættir því að eldast þegar það er 25 ára en til þess að koma í veg fyrir offjölgun er niðurteljari græddur í fólk og það getur ekki lifað nema í eitt ár eftir að það nær 25 ára aldri. Líftíma má hins vegar flytja á milli fólks og tíminn er því orðinn eftirsóttur gjaldmiðill og þeir ríku geta lifað endalaust á meðan fátæka fólkið berst við að krækja sér í aukatíma til þess að framlengja jarðvist sína. Justin Timberlake leikur ungan mann sem kemst yfir ótakmarkaðan líftíma og getur þannig komist úr fátækrahverfinu og umgengist hina ríku og eilífu. Hann er þó ósáttur við þau kröppu líftímakjör sem fátæklingarnir búa við og hristir upp í kerfinu með þeim afleiðingum að allt verður vitlaust og hann er hundeltur af tímavörðum sem gæta þess vandlega að einungis aðallinn geti setið að endalausum umframtíma. Írski leikarinn Chillian Murphy (Inception, Batman Begins og The Wind That Shakes the Barley) leikur einbeittan og harðan foringja tímavarðanna en á meðal annarra leikara eru Olivia Wilde (House) og Johnny Galecki (The Big Bang Theory). Aðrir miðlar: Imdb.6.5, Rotten Tomatoes: 37%, Metacritic: 55/100.

 Frumsýndar

The Inbetweeners

Mannréttindi í bíó Kvikmyndaveisla Amnesty International og Bíó Paradís hófst á fimmtudaginn og stendur til sunnudagsins 13. nóvember. Yfirskrift kvikmyndadaganna er (Ó)sýnileg með vísan í starf samtakanna síðastliðinna fimmtíu ára en félagar í Amnesty neita að líta undan og krefjast þess að mannréttindabrot séu gerð sýnileg en ekki reynt að fela þau. Sýndar verða tólf ólíkar myndir sem allar hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna, hver með sína nálgun á viðfangsefnið. Heimildarmyndin Travel Advice for Syria er ein þessara mynda en hún þykir veita einstaka innsýn í sýrlenskt samfélag í aðdraganda uppreisnarinnar.

Jay, Simon, Neil og Will eru utangarðs í skólanum, frekar óvinsælir og klaufskir í samskiptum. Þeir ganga að því sem gefnu að líf þeirra muni taka breytingum til hins betra að skólagöngu lokinni en vandræðin halda áfram eftir útskrift þannig að félagarnir ákveða að skella sér í frí á gríska sólarströnd, njóta lífsins og kynnast því hvernig það er að vera alvöru karlmenn. Þeir eru þó því miður sjálfum sér samkvæmir og eru ekki lengi að róta sér í botnlaus vandræði sem vandséð er að þeir nái að losa sig út úr. Aðrir miðlar: Imdb: 7.9, Rotten Tomatoes: 79%

MacBook Air Verð frá: 179.990.Smáralind | Laugaveg 182 Sími: 512 1300 | www.epli.is

Brad Pitt og Jonah Hill sameinast um að rífa Oakland Athletics upp úr lægð með því að smala saman ódýrum leikmönnum sem þó er heilmikið í spunnið.

Brad Pitt hleypur í höfn Brad Pitt er ein mesta aflaklóin í Hollywood og virðist hafa hitt enn eina ferðina beint í mark í Moneyball sem er frumsýnd á Íslandi um helgina. Myndin hverfist um þjóðaríþrótt Bandaríkjamann eða hinn hrútleiðinlega hafnarbolta sem Hómer Simpson vill meina að ekki sé hægt að horfa á ófullur. Moneyball snýst þó ekki aðeins um það sem fer fram á vellinum heldur segir hún sanna sögu Billy Beane, framkvæmdastjóra Oakland Athletics, sem notaði tölfræði til þess að raða saman ódýru liði manna sem höfðu samt það til að bera sem þarf til þess að sigra.

M

Moneyball þykir líkleg til þess að sópa að sér Óskarsverðlaunatilnefningum og einhverjir spekingar ytra veðja á að Brad Pitt muni hirða verðlaunin.

oneyball er byggð á samnefndri bók eftir Michael Lewis. Bókin kom út árið 2003 og fjallar um gengi Oakland A árið á undan. Colombia tryggði sér kvikmyndaréttinn á myndinni 2004 og eftir að sagan hafði velkst í þróunarvinnu í nokkur ár leit myndin dagsins ljós. Hún var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún fékk góðar viðtökur og gagnrýnendur hafa ausið hana lofi. Moneyball þykir líkleg til þess að sópa að sér Óskarsverðlaunatilnefningum og einhverjir spekingar ytra veðja á að Brad Pitt muni hirða verðlaunin sem besti karlleikarinn í byrjun næsta árs. Myndinni hefur verið líkt við Social Network, sem fékk átta Óskarstilnefningar í fyrra, enda eiga myndirnar ýmislegt sameiginlegt. Sömu framleiðendur koma að gerð myndanna og handritshöfundur Social Network, Aaron Sorkin, er einn höfunda handrits Moneyball. Facebook-myndin Social Network vakti strax mikla athygli, eðlilega þar sem hún fjallar um samskiptavef sem drjúgur hluti heimsbyggðarinnar hangir á nótt sem nýtan dag. Moneyball fór engu að síður af stað í Bandaríkjunum með meiri byr í seglunum en Social Network. Facebook er ágætis mælikvarði á eftirvæntingu og áhuga fólks. Helgina fyrir frumsýningu fékk Social Network 34.645 „læk“ á Facebook en Moneyball var komin með 64.073 „læk“ fyrir frumsýningu í Bandaríkjunum. Rauði þráðurinn í myndunum er áþekkur en í báðum tilfellum er sagt frá þekktum mönnum, Mark Zuckerberg,

stofnanda Facebook, og Billy Beane sem er þekkt nafn í hafnarboltaheiminum. Báðir eru þeir hálfgerðir minnipokamenn sem ráðast gegn ofurefli með kjark og dugnað að vopni og ná góðum árangri. Tveir holdgervingar ameríska draumsins í aðstæðum sem Bandaríkjamenn elska að fylgjast með á hvíta tjaldinu. Billy Beane sér fram á erfiða tíma hjá Oakland A eftir tap gegn New York Yankees árið 2001, ekki síst þar sem lykilmenn í liðinu eru á förum. Takmörkuð fjárráð gera honum erfitt fyrir með að setja saman sigurstranglegt lið en það breytist þegar hann hittir hagfræðinginn unga Peter Brand. Jonah Hill (Superbad) leikur hagfræðinginn sem hefur hannað kerfi til að velja leikmenn á grundvelli tölfræði frekar en reynslu og innsæi hausaveiðara í greininni. Þeir félagar sigta þannig út vanmetna leikmenn sem hafa ekki fengið tækifæri til þess að njóta sín þótt geta sé meiri en eftirspurnin eftir þeim. Stjórnendur liðsins eru lítt hrifnir af þessari óhefðbundnu aðferðafræði en Beane gefur sig ekki, leggur allt undir og getur ekki annað gert en að sýna árangur til þess að komast upp með að nota kerfi Brands sem er illa þokkað í hafnarboltaheiminum.

bíó

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


SVARTUR HUNDUR PRESTSINS eftir Auði Övu Ólafsdóttur

EINRÓMA LOF! „Stórskemmtilegt og áhugavert íslenskt leikverk“ Sigurður G. Valgeirsson - Morgunblaðið „Beinskeyttur háðleikur þar sem öll element hins sjónræna verka saman. Góð sýning.“ Elísabet Brekkan - Fréttablaðið PIPAR\TBWA - SÍA \ 112519

„Hér hefur tekist vel til við að skapa heildstæða og forvitnilega sýningu með áhugaverðan boðskap og hæfilegan skammt af húmor og óvæntum uppákomum. Ég vona að sem flestir kynni sér Svartan hund prestsins...“ Kristrún Heiða Hauksdóttir, Fréttatíminn „Drepfyndið verk. Meira svona, takk.“ Salka Guðmundsdóttir - Víðsjá, Rás1

„Þetta er stórviðburður. Nýtt íslenskt verk, og það er ný skáldkona stigin fram á sjónarsviðið í leikhúsinu...“ Símon Örn Birgisson - Djöflaeyjan, RÚV „Fyrsta leikrit þessa dáða skáldsagnahöfundar bar sannarlega engin byrjandamerki; það skal sagt undir eins í upphafi að þetta var einstaklega frumleg, falleg og fyndin sýning. Ekki missa af Svörtum hundi prestsins!“ Silja Aðalsteinsdóttir - TMM „Þetta var mögnuð kvöldstund í leikhúsinu, við kölluðum þetta í gamla daga “tótal teater” þar sem allar listgreinarnar sameinast í æðri einingu.“ Vigdís Finnbogadóttir iða sölu Sí m i í m

551 1200


58

tíska

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Nýjar umbúðir Guerlain sólarpúðurs

Stór stund hjá tískutímaritinu V

Á sumrin er oft nóg að setja á sig maskara, gloss og sólarpúður til að fríska sig upp og líta þokkalega út. Á veturna, þegar húðin er ekki lengur böðuð d-vítamíni og er orðin föl, þarf að huga sérstaklega að því hvaða litur af púðri og farða er settur á húðina. Mælt er með því að tóna þetta niður og taka sem nemur einum ljósari lit að vetri en sumri og gildir þá einu hvort um er að ræða farða eða sólarpúður. Guerlain hefur í tilefni af 25 ára afmælis fyrirtækisins sett sitt sívinsæla sólarpúður í örlítið breytta öskju en eftir sem áður er þetta sama góða varan. Fyrir þá húðgerð sem er algengust hér á norðurhjara veraldar er litur nr. 1 sá sem passar best okkar fölu húð í svartasta skammdeginu en síðan má skipta yfir í dekkri liti þegar líður nær vori.

Nýjasta tölublað tímaritsins V magazine hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um tísku en þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem fyrirsætur prýða forsíðuna. Fyrrum ritstýra Vogue, Carine Roitfeld, stjórnaði myndatökunni ásamt hinum umdeilda ljósmyndara Terry Richardson. Roitfeld segir þetta stóra stund hjá tímaritinu – tímamót. Alls eru fjórar forsíður í umferð sem sýna átta ólíkar fyrirsætur og segir Carine þetta nýja kynslóð fyrirsæta sem munu umbreyta tískuheiminum á komandi árum. -kp

Blæs lífi í America’s Next Top Model

Fyrirsætan Tyra Banks hefur haldið raunveruleikaþætti sínum, America’s Next Top Model, lengi á lífi og er hún síður en svo á þeim buxunum að láta þá geispa golunni. Nú hefur hún ákveðið að markaðssetja nafn þáttarins betur og í byrjun næsta árs mun koma út nýr ilmur undir nafninu Dreams Comes True – ANTM. Ilmurinn var kynntur í þætti sem sýndur var í Bandaríkjunum á miðvikudaginn síðasta og mun sigurvegarinn í yfirstandandi þáttaröð verða andlit ilmvatnsins. Ilmurinn verður ekki dýr, seldur í litlum flöskum og ætlaður konum á öllum aldri,

Þriðjudagur Skór: GS skór Samfestingur: Forever21 Jakki: Spúútnik

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Kolbrún er í Úganda þessa dagana. Hér er hún með nokkrum vinum úr hópi heimafólks. Ljósmynd/Haakon Broder Lund

Dúkkulísuleikur mæðranna Skrítið að hugsa til þess hversu vinsæl barnafatatíska getur reynst. Foreldrarnir, þá helst mæðurnar, njóta þess að klæða barnið sitt upp í allskonar fatnað og leika dúkkulísuleik. Börnin spranga um í dýrum merkjavörum sem þau svo vaxa uppúr á nokkrum vikum. Ég hafði alltaf staðið í þeirri trú að þetta barnafatasnobb einskorðaðist við vestræn samfélög og kom mér það því sannarlega á óvart þegar ég tók eftir þessu hér í Úganda þar sem ég hef dvalið í heimahúsi síðustu vikur. Við búum alls fimmtán saman, í rúmgóðu húsi, og eru það tvær litlar stelpur, eins árs og þriggja ára, sem lífga upp á heimilislífið. Þær eru duglegar að merkja sitt svæði og pissa þær á okkur sjálfboðaliðana á nokkurra daga fresti. Bleiur eru ekki fáanlegar hér í Jinja og svo virðist sem móðirin eyði þeim peningum sem annars gætu farið í bleiukaup í merkjaföt handa litlu stelpunum. Aldrei hef ég séð þær í sömu flíkinni tvisvar þessar tvær vikur sem ég hef dvalið hérna, enda fataskápur þeirra endurnýjaður reglulega. En þrátt fyrir mikið fataflóð hér á bæ telst þessi fjölskylda sem ég bý hjá ekki rík. Eins og í vestrænum samfélögum hefur móðirin fatnað ofarlega á forgangslistanum. Á morgnanna leikur hún dúkkulísuleikinn og heimtar að við sjálfboðaliðarnir tökum þátt. Bleikir kjólar, slaufur í hárið og skór í stíl er yfirleitt fyrsta verkefni dagsins.

5

dagar dress

Mánudagur Skór: Converse Stuttbuxur: Topshop Bolur: Topshop Peysa: Spúútnik

Pælir ekki mikið í tísku Esther Viktoría Ragnarsdóttir er tuttugu ára starfsmaður í Garðsapóteki og spilar handbolta með Stjörnunni. Í vor kláraði hún Verzlunarskóla Íslands og stefnir á að sjá heiminn á komandi mánuðum. „Ég pæli ekkert rosalega mikið í fötum eða tísku. Ég skoða ekki blöð eða blogg

og klæði mig bara í það sem mér finnst þægilegt og flott. Þótt að fötin mín koma líklegast mest frá þessum þekktu búðum eins og H&M, Topshop og stundum Spútnik, á ég mér engar sérstakar uppáhaldsbúðir. Kaupi bara föt sem mér finnst flott, sama hvar ég finn þau.“

Föstudagur: Skór: GS Skór Sokkabuxur: Oriblu Pils: H&M Bolur: Zara Hálsmen: Götumarkaður

Getur þú verið heimilisvinur Abigale? www.soleyogfelagar.is

Miðvikudagur Skór: Fókus Stuttbuxur: H&M Bolur: Spúútnik Hálsmen: Forever21

Fimmtudagur: Skyrta: Monki Gallabuxur: Zara Skór: Gs Skór Hálsmen: Forever21


Án parabena Án tilbúinna ilmefna Án litarefna

Brúðkaupslína Veru Wang beint á útsölu

Nýjasta brúðarkjólalína Veru Wang, sem ber nafnið White, er væntanleg næstkomandi febrúar en ef marka má talsmann hönnuðarins mun línan fara beint á útsölu. Línan er innblásinn af kjólunum þremur sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian klæddist á brúkaupsdegi, en þar sem brúðkaupið er á enda, eftir aðeins 72 daga, segir fröken Wang að ekki geti mikil gæfa fylgt línunni. -kp

Lagerfeld hannar vínflöskur

Franski víngarðurinn Château RauzanSégla, sem er í eigu tískuhússins Chanel, fagnar 350 ára afmæli sínu á þessu ári og í tilefni þess fengu þau Karl Lagerfeld til þess að hanna fyrir sig nýjar afmælisumbúðir fyrir vínið sitt. Karl er ekki óvanur því að hanna flöskuumbúðir en hönnun hans á kókflöskum sló rækilega í gegn fyrr á þessu ári.

Náttúruleg

útgeislun

Burt´s Bees Radiance línan inniheldur Royal Jelly sem er talið eitt næringarríkasta efni jarðarinnar, Radiance línan er full af næringu og andoxunarefnum ásamt fjölda náttúrulegra innihaldsefna sem öll hafa þann eiginleika að draga úr fínum línum og laða fram náttúrulegan ljóma húðarinnar. Fæst í apótekum

náttúran og ég

Auglýsingasími Fréttatímans

531 3300 auglysingar@frettatiminn.is H E LG A R B L A Ð


60

Nýju haustvörurnar streyma inn

Flott föt fyrir flottar konur,

tíska

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Stærðir 40-60.

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is

Fatalína byggð á Lisbeth Salander

T

ískur isinn H&M mun hefja sölu á nýrri fatalínu í desember sem byggð er á sænska karakternum Lisbeth Salander sem við þekkjum úr bókum Stieg Larsson og kvikmyndum sem

byggja á þeim. Línan hefur fengið nafnið „The girl with the dragon tatto“ og mun innihalda þrjátíu ólíkar flíkur fyrir stelpur og er svarti liturinn er mest áberandi. Auglýsingaherferð er farin á stað og eru það

r a g a d s ð o Tilb

AfÊšllumÊvšrumÊnemaÊMINERVAÊBASIC Laugavegi 53b sími: 553 1144

sex fyrirsætur sem sitja fyrir henni tengdar; svartmálaðar um augu með allskonar húðflúr. Línan mun vera í ódýrari kantinum og ríkir mikil eftirvænting vegna „The girl with the dragon tatto“ víða um heim. -kp

Húflúruð Barbídúkka

Barbídúkkurnar hafa verið vinsælar í nokkra áratugi meðal barna og annarra áhugamanna um þetta fyrirbæri. Hefur dúkkan, og varningur sem henni tengist, breyst mikið gegnum árin. Ýmsir sérfræðingar hafa gagnrýnt þessa ímynd mjög og þá sérstaklega hlutföllin sem hún er í: Stór brjóst, þvengmjótt mitti, langar lappir og líkamsbyggingin sem væri langt undir kjörþyngd ef um raunverulega manneskju væri að ræða; ímynd sem ungar stelpur líta upp til. Nú hefur japanskt fyrirtæki hafið framleiðslu á Tokidoki Barbídúkkum sem eru alveg eins og þær sem við þekkjum hérna heima nema þær skarta allskyns áberandi húðflúrum á brúðulíkamanum. Talsvert uppnám hefur orðið vegna þessa í Japan og víðar og segja gagnrýnendur þetta ýta undir óreglu í undirmeðvitund barna. -kp


Herra kuldaskór loðfóðraðir

St. 40-47 Verð 18.995

Dömu kuldaskór loðfóðraðir

Miss Piggylína frá MAC Ungfrú Svínka, sem margir þekkja úr þáttunum og kvikmyndum um Prúðuleikarana, virðist vera eitt það heitasta í dag innan tískuheimsins en snyrtivörufyrirtækið MAC hefur tileinkað henni nýjasta varning sinn. Hann ber einfaldlega yfirskriftina Miss Piggy og er væntanlegur í Bandaríkjunum 14. nóvember og þá í takmörkuðu magni. Varan inniheldur aðeins augnsnyrtivörur eins og 36 fjölbreytileg gerviaugnhár, augnblýant í allskonar litum og maskara. Þessi snyrtivörulína mun verða aðgengileg á vefsíðum fyrirtækisins fyrir okkur Íslendinga og kostar varningurinn frá 1.500 krónum. -kp

St. 37-42 Verð 18.995

Kuldastígvél

St. 40-46 Verð 11.995

Opið

mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16

Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040

laugavegi 82

NyjarÊvö rurÊdaglegaÊ

b b NjóttuÊÊÊess adÊkoma! Full bœd af fallegum undirfštum og n‡ttfatnadi til gjafa L’fstykkjabudin.is S:551-4473


62 

FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN

menning

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Bókmenntir R agnar Jónasson

Snjóblinda ein af fjórum bestu skáldsögum haustsins

Súkkulaði … himneskt um jólin

Draumar – auður svefnsins

Fyrsta útgefna bók Ragnars Jónassonar í Þýskalandi fær frábærar viðtökur. Höfundurinn segir að þetta komi sér skemmtilega á óvart.

Kínversk heimspeki

Jólahald fyrir tíma Jesúbarnsins

G

Englar með Jóni Björnssyni

Snorri Sturluson 1179-1241

skráningarfrestur til 7. nóvember

haldið 7. nóvember

skráningarfrestur til 9. nóvember

hefst 10. nóvember

skráningarfrestur til 14. nóvember

skráningarfrestur til 14. nóvember

Námskeið Endurmenntunar eru öllum opin Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is

Svartur hundur prestsins (Kassinn) Fös 4.11. Kl. 19:30 5. au. Lau 5.11. Kl. 19:30 6. au. Mið 9.11. Kl. 19:30 19. sýn. Ö Lau 12.11. Kl. 19:30 20. sýn.

Fös 25.11. Kl. 19:30 25. sýn. Sun 27.11. Kl. 19:30 26. sýn. Fim 1.12. Kl. 19:30 27. sýn. Fös 2.12. Kl. 19:30 28. sýn.

Sun 13.11. Kl. 19:30 21. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 22. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:30 23. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:30 24. sýn.

Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 4.11. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 5.11. Kl. 19:30 4. sýn. Lau 12.11. Kl. 19:30 5. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:30 6. sýn.

U Ö Ö Ö

Lau 19.11. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:30 8. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:3010. sýn.

Ö Ö U Ö

Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn. Ö Lau 3.12. Kl. 19:3012. sýn. Lau 10.12. Kl. 19:3013. sýn. Sun 11.12. Kl. 19:3014. sýn.

Allir synir mínir (Stóra sviðið) Fim 10.11. Kl. 19:3021. sýn. Fös 11.11. Kl. 19:3022. sýn.

Fim 17.11. Kl. 19:30 23. sýn. Fös 18.11. Kl. 19:30 24. sýn.

Lau 26.11. Kl. 19:3025. sýn.

Hlini kóngsson (Kúlan ) Sun 6.11. Kl. 15:00

Sun 13.11. Kl. 15:00

Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 5.11. Kl. 22:00 5. sýn. Sun 6.11. Kl. 22:00 6. sýn.

Lau 12.11. Kl. 22:00 7. sýn. Sun 20.11. Kl. 22:00 8. sýn.

Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 25.11. Kl. 22:00

Lau 10.12. Kl. 22:00

Fös 2.12. Kl. 22:00

Kjartan eða Bolli? (Kúlan) Lau 5.11. Kl. 17:00

læpasagan Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson er ein af fjórum bestu skáldsögum haustsins 2011 að mati þýska tímaritsins Gala. Bókin, sem nefnist Schneebraut á þýsku, kom út í haust á vegum Fischer Verlag. Að sögn Péturs Más Ólafssonar, útgefanda Ragnars, eru viðræður þegar hafnar við forlagið um útgáfu á Myrknætti, nýútkominni bók Ragnars, í Þýskalandi. Pétur segir þetta gleðiefni og bendir líka á að Spiegel Online hafi farið fögrum orðum um Snjóblindu í ritdómi. „Vel heppnuð flétta, sígild morðgáta þar sem heill leikflokkur liggur undir grun. Og þegar upp er staðið var það ekki neinn sem maður var með á listanum. Hvað vill maður meira?“ segir í umsögninni. Ragnar er að vonum afskaplega ánægður: „Þetta kemur skemmtilega á óvart. Þetta er nýr markaður og stór og maður veit í raun ekki við hverju maður á að búast. En viðtökurnar hafa klárlega farið fram úr björtustu vonum,“ segir Ragnar í samtali við Fréttatímann. Ragnar Jónasson fær fína dóma fyrir bók sína Snjóblinda í Þýskalandi. Hann hefur ekki Ljósmynd/Bjartur enn fengið neinar sölutölur en segir skellti sér á bókamessuna árum. RagnBækur Ragnars: ar segir að að bókin hafi verið í Frankfurt í síðasta mánprentuð í fimmtán uði þar sem Ísland skipaði hann sé Fölsk nóta 2009 þúsund eintökum. þegar byrjheiðurssess. „Það var mikSnjóblinda 2010 „Það er í raun lítið il upplifun að sjá bókina á aður á næstu Myrknætti 2011 sem maður getur þessari risamessu. Ég hitti bók. „Ætli ég gert búandi á Ís- Schneebraut heitir bók fólk frá forlaginu og þýðhæt ti ekki landi. Ég fylgist Ragnars á þýsku. anda bókarinnar sem var að skrifa þegar ég er ekki lengur mjög skemmtilegt,“ segir nokkrum skrefum á undan þeirri með umsögnum á netinu en það hafa Ragnar. bók sem ég er að skrifa í hvert ekki verið skipulagðar neinar uppNú í haust kom þriðja bók hans skipti. Ég er alltaf með hugmyndir,“ lestrarferðir,“ segir Ragnar sem Myrknætti út – sú þriðja á þremur segir Ragnar. oskar@frettatiminn.is

Kirsuberjagarðurinn – HHHHH EB. Mbl Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)

Lau 5/11 kl. 14:00 15.k Lau 26/11 kl. 14:00 21.k Sun 6/11 kl. 14:00 16.k Sun 27/11 kl. 14:00 22.k Lau 12/11 kl. 14:00 17.k Lau 3/12 kl. 14:00 23.k Sun 13/11 kl. 14:00 18.k Lau 3/12 kl. 17:00 aukas Sun 13/11 kl. 17:00 aukas Sun 4/12 kl. 14:00 24.k Lau 10/12 kl. 14:00 25.k Lau 19/11 kl. 14:00 19.k Sun 20/11 kl. 14:00 20.k Sun 11/12 kl. 14:00 26.k Sun 20/11 kl. 17:00 aukas Sun 18/12 kl. 14:00 27.k Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma

NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)

Lau 5/11 kl. 19:00 13.k Fös 25/11 kl. 19:00 15.k Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 12/11 kl. 19:00 14.k Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011

Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)

Fös 4/11 kl. 20:00 3.k Fös 18/11 kl. 20:00 aukas Mið 9/11 kl. 20:00 4.k Lau 19/11 kl. 20:00 7.k Fim 10/11 kl. 20:00 aukas Mið 23/11 kl. 20:00 8.k Fös 11/11 kl. 20:00 5.k Lau 26/11 kl. 20:00 aukas Mið 16/11 kl. 20:00 6.k Sun 27/11 kl. 20:00 9.k Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir

Gyllti drekinn (Nýja sviðið)

Fim 10/11 kl. 20:00 fors Fös 18/11 kl. 19:00 4.k Fös 11/11 kl. 20:00 frums Fös 18/11 kl. 22:00 5.k Lau 12/11 kl. 20:00 2.k Lau 19/11 kl. 19:00 6.k Mið 16/11 kl. 20:00 3.k Lau 19/11 kl. 22:00 aukas Fim 17/11 kl. 20:00 aukas Lau 26/11 kl. 19:00 7.k 5 leikarar, 15 hlutverk og banvæn tannpína

Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Lau 14/1 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00

Fös 9/12 kl. 19:00

Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Sun 11/12 kl. 20:00 12.k Fös 16/12 kl. 20:00 13.k

Lau 26/11 kl. 22:00 aukas Sun 27/11 kl. 20:00 8.k Fim 1/12 kl. 20:00 9.k Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Fim 8/12 kl. 20:00 11.k

Klúbburinn (Litla sviðið)

Lau 12/11 kl. 17:00 3.k Dansleikhús um karlmenn. Snýr aftur frá fyrra leikári. Aðeins þessar sýningar

Kr aumur Hönnun og súkkulaði

Sýning á hönnun Péturs Lútherssonar Á fimmtudaginn opnaði sýning á nýrri hönnun Péturs B. Lútherssonar, húsgagnahönnuðar og innanhússarkitekts, á efri hæð Kraums. Pétur hefur árum saman fengist við hönnun nytjahluta og þá aðallega húsgagna og lampa. STACCO stólinn er líklega þekktasti gripur hans en stóllinn hefur verið á markaði í rúm 30 ár. Pétur hefur starfað fyrir mörg erlend fyrirtæki og hefur hönnun hans farið víða í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur hann hlotið margar viðurkenningar fyrir hönnun sína. Kraumur er í stöðugri mótun í elsta húsi

landsins við Aðalstræti 10 og hluti af því ferli er að bjóða hönnuðum að sýna á efri hæð verslunarinnar. Þá er unnið að því að þróa búðina í framhúsinu enn frekar og á næstu dögum opnar súkkulaðibútík í suðurstofunni þar sem Jón Sigurðsson gisti á sínum tíma þegar hann dvaldi á Íslandi. Súkkulaðibútíkin er rekin í samstarfið við súkkulaðimeistarann góðkunna Hafliða Ragnarsson. Súkkulaðimeistarinn Hafliði sér til þess að eðal súkkulaði verði á boðstólum í súkkulaðibútíkinni í Kraumi.

Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

Afinn (Litla sviðið)

Fös 4/11 kl. 20:00 11.k Fös 18/11 kl. 20:00 13.k Fös 11/11 kl. 20:00 12.k Lau 19/11 kl. 20:00 14.k Hlýlegt gamanverk með stórt hjarta. Síðustu sýningar

Eldfærin (Litla sviðið)

Sun 6/11 kl. 13:00 9.k Sun 13/11 kl. 13:00 10.k Sun 20/11 kl. 13:00 Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri. Sýningum lýkur í nóvember.

Fullkominn dagur til drauma (Stóra sviðið)

Sun 6/11 kl. 20:00 6.k Íslenski Dansflokkurinn. Verk eftir Anton Lackhy úr Les Slovaks. Lokasýning

HELGARBLAÐ


menning 63

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Hugleikur Æði í Finnlandi

Finnskar stúlkur óðar í Hulla

F

innskar stúlkur hópuðust að myndlistar- og myndasögumanninum Hugleiki Dagssyni hvar sem hann fór til þess að fá hjá honum eiginhandaráritun en þetta var þegar Hulli var í Finnlandi á dögunum að kynna bækur sínar sem kenndar eru við „Okkur“. Þýðingar örmyndasagna Hugleiks hafa notið umtalsverðra vinsælda hjá frændum vorum Finnum og hafa náð inn á metsölulista. Stúlkurnar þar í landi hrópa og kalla af hrifningu ef þær komast í tæri við Hugleik og

útgefandi hans í Finnlandi, Atena, segir algert Hulla-æði ríkja í landinu. Útgefandinn finnur þetta ágætlega á eigin skinni og segist vart hafa undan við að svara fyrirspurnum finnskra stúlkan um Hugleik. Verið er að ganga frá samningi á nýrri útgáfu bóka Hugleiks í Finnlandi en hér á Íslandi mun bókin Popular hits II koma út í næstu viku. Í Popular Hits II heldur Hugleikur áfram að myndskreyta valinkunnar erlendar dægurlagaperlur eftir sínu höfði. -þþ

TÍBRÁ

LJÓÐAVEISLA Í FARANGRINUM Hallveig Rúnarsdóttir, sópran og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari flytja ljúfa ljóðatónlist. Þriðjudaginn 8. 11. kl. 20.00

Hugleikur Dagsson hefur gefið út 17 bækur hér á landi og fyrstu þrjár bækurnar hans hafa komið út í um 10 löndum og tveimur heimsálfum.

Upplífgandi gleðigjafi í skammdeginu

London Jazz Fjór ar íslensk ar sveitir spila í Barbican

Íslenskur til djass til útflutnings Boði á London jazzhátíðina fagnað með tónleikum í sal FÍH um helgina.

- hljómar vel

F

jórar íslenskar djasshljómsveitir munu troða upp á London jazzhátíðinni, en hátíðin er ein sú virtasta í heimi. Þetta eru Tríó Sunnu Gunnlaugs, Kvartett Ómars Guðjónssonar, Frelsissveit Íslands og Stórsveit Samúels Samúelssonar en alls telur hópurinn 25 manns. Goðsögnin Ornette Coleman er aðalnúmer hátíðarinnar en þessi aldni saxófónleikari er einn af risum djassögunnar. Tildrög þess að íslensku sveitunum var boðið á hátíðina má, að sögn Péturs Grétarssonar úr Frelsisveitinni, rekja til þess að fulltrúar sveitanna, ásamt fulltrúa frá ÚTÓN, sóttu JazzAhead ráðstefnuna í Bremen í vor þar sem viðræður við London Jazzhátíðina voru teknar upp. Sérstakt íslenskt svið verður sett upp í menningarmiðstöðinni Barbican Center og þar mun íslenskur djass duna í fjórar klukkustundir samfleytt laugardaginn12. nóvember. Stærsta djasstímarit Bretlands, Jazzwise, sendi fyrr í haust blaðamann á Djasshátíð Reykjavíkur til að sjá sveitirnar. Afrakstur ferðarinnar birtist í nýju nóvemberhefti tímaritsins og er þar farið fögrum orðum um íslensku listamennina. Um þessa helgi ætla hljómsveitirnar hins vegar að hita upp fyrir Lundúnarferðina með tónleikum sem hefjast klukkan 16:00 á sunnudag í sal FÍH við Rauðagerði.

Ljósmynd/Kjartan Einarsson

Safnar fyrir plötuútgáfu á netinu Tríó píanóleikarans Sunnu Gunnlaugs er meðal fulltrúa Íslands í Lundúnum um næstu helgi. Sunna og félagar, Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á trommur, eru einmitt að um þessar mundir að gefa út nýja plötu sem heitir Long Pair Bond. Sunna fer óvenjulega leið við fjármögnun útgáfunnar en hún er í óða önn að safna fyrir henni á netinu. „Já, ég er með herferð á örfjármögnunarsíðunni Kickstarter.com þar sem áhugasamir geta gerst bakhjarlar og heitið á útgáfu disksins gegn skemmtilegum verðlaunum,“ segir Sunna. Hún var meðal fyrstu djassara til að fara þessa fjármögnunarleið þegar hún gaf út diskinn The Dream í fyrra en aðferðin er útbreidd í indípopp- og rokkgeiranum. Stafræn útgáfa Long Pair Bond kemur út 11.11.11 kl 11:11 (á New York tíma) og verða útgáfutónleikarnir einmitt á djasshátíðinni í London um næstu helgi.

Jazzwise Ornette Coleman prýðir forsíðu nóvemberheftisins. Íslensku sveitirnar koma við sögu á fimm síðum þessa tölublaðs.

Sunnudaginn 20. nóvember | kl. 17.00

LISTMUNA

UPPBOÐ Getum enn tekið við verkum fyrir næsta listmunauppboð okkar. Tryggvi Ólafsson

Söluþókn

un

10%

+ virðisau k

askattur

Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is

SALURINN

Áhugasamir hafi samband við Ólaf í síma 893 9663 eða oli@gasar.is.

SALURINN.IS


dægurmál

64 

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Holly wood Mislukk að hjónaband

72 daga hamingja Kim Hjónaband Kim Kardashian og Kris Humphries er á enda. Parið gifti sig með pomp og pragt 20.

Þ

okkagyðjan Kim Kardashian er skilin við bandaríska kör f uboltakappann K ris Humphries – aðeins 72 dögum eftir að þau giftust með mikilli viðhöfn. Hún sleikir nú sárin í Ástralíu þar sem hún kynnir nýja handtöskulínu Kardashian-systranna ásamt systur sinni. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um ástæður skilnaðarins.

Meðal þess sem hefur verið nefnt er að hjónabandið hafi verið sjónarspil og ein allsherjar auglýsingabrella en Kim hefur þráfaldlega neitað því. Hún segir í yfirlýsingu að hún sé fljótfær í ástum eins og mörgu öðru og það hafi orðið henni að falli. Kris Humphries ku vera með böggum hildar og fer ekki út úr húsi vegna ástarsorgar.

Dagur 74. Enginn hringur á baugfingri vinstri handar Kim þar sem hún kynnti döpur handtöskulínu þeirra systra í Ástralíu á miðvikudag. Nordic Photos/Getty

Dagur 63. Kim og Kris hamingjusöm í afmælisveislu hennar á Marquee skemmtistaðnum í Las Vegas. Nordic Photos/Getty Images

Dagur 45. Gaman hjá hjónakornunum í spjallþætti Jay Leno. Nordic Photos/Getty

Dagur 31. Rómantík í New York. Hveitibrauðsdagarnir ekki liðnir. Nordic Photos/ Getty Images

Dagur 23. Sæt saman á tískusýningu Avril Lavigne. Nordic Photos/Getty Images

Dagur 11. Hjónakornin í eigin heimkomuveislu í New York. Nordic Photos/

Þremur dögum fyrir giftingu. Kossa­ flens Kim og Kris. Nordic Photos/Getty

Wire Images

Images

Plötuhorn Dr. Gunna

Órar

Töf

Den of Lions







Hjálmar

Náttfari

Ourlives

Róttækir og leitandi

Tíu árum síðar

Mött gæði

Hljómsveitin Náttfari var starfandi í kringum 2000, spilaði póstrokk (mitt á milli Tortoise og Sigur Rósar) og var langt komin með plötu þegar hún koðnaði niður og hætti. Sveitin lofaði góðu og því er vissulega gott að hún hafi snúið aftur, klárað plötuna (eða öllu heldur tekið hana upp frá grunni og bætt við hana) og komið henni út undir viðeigandi heiti. Ósungin músíkin byggir á flæðandi stefum sem rísa og hníga. Þessi tegund tónlistar angar vissulega ekki af sama nýjabrumi og hún gerði fyrir 10 árum - virðist ekki eins áríðandi í dag - en meðlimir Náttfara eru þrumuklárir og halda vel á spöðunum á heilsteyptri og sannfærandi plötu.

Á annarri plötu sinni heldur hljómsveitin Ourlives áfram að þróa sitt slípaða gæðarokk (a la Dikta, Muse og Radiohead áður en tilraunagleðin tók yfir). Barði Jóhannsson gerir þetta dálítið Bang Ganglegt, rokkið er settlega snyrtilegt, evrópskt og ekki mjög væld. Hvíslsöngurinn er angurvær, popprokkgítarar þykkt ofnir og bítið þétt. Þetta er flott plata, ekki síst séð frá iðnaðarlegum sjónarhóli; rokkmúsík en nógu „seif“ til að keyra í hátalarakerfi stórmarkaðar. Mörg laganna vinna á með lúmskum popphúkkum, sérstaklega er byrjunin sterk. En það tekur á að halda athygli því platan rennur aðeins saman í mattri einhæfni.

Á fimmtu plötunni sinni eru Hjálmarnir sjálfum sér líkir eins og þeir eigi sitthvað eftir ósagt í fámennri deild lopapeysuraggísins. Boðið er upp á ellefu misþykka slagara, suma alveg hnaus en nokkra aðeins þynnri. Bandið hefur slík tök á forminu að það getur óhindrað brugðið á leik eins og í lögunum Ég teikna stjörnu, með sínu sterka og óvenjulega grúvi, og Í gegnum móðuna, með sínum æsandi rafdöbbkafla. Bandið mætti að ósekju grípa til slíkra róttækra aðgerða því mjög flott er hvernig róttæknin blandast við poppað raggíið. Í stuttu máli: Enn ein frábær og leitandi plata frá Hjálmum!


FRUMSÝNT Í KVÖLD

Nýtt íslenskt leikrit eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson.

SÝNT Í KVIKUNNI, HAFNARGÖTU 12A, GRINDAVÍK Miðasala á www.midi.is og í síma 6973799. Bláa lónið býður leikhúsgestum 2 fyrir 1 í Lónið og Sushi á Lava veitingastað, fimmtudaga og sunnudaga á meðan á sýningum stendur.

,,Stefnir, Freyja, Jón og Elvis eru síðustu manneskjurnar á jörðinni. Gott fyrir þau - vont fyrir heiminn."

Sýningar: Fös. 4. nóv. kl. 20.00

Lau. 19. nóv. kl. 20.00

Sun. 6. nóv. kl. 20.00

Sun. 20. nóv. kl. 20.00

Fim. 10. nóv. kl. 20.00

Fim. 24. nóv. kl. 20.00

Sun. 13. nóv. kl. 20.00

Sun. 27. nóv. kl. 20.00


www.icelandexpress.is

Leiðandi í Osló

Ísland

Gautaborg Varsjá

Akureyri

Kaupmannahöfn Billund

Reykjavík

Bandaríkin

Berlín

Edinborg

Frankfurt Hahn New York

Evrópa Basel París

Sumar 2012 FÍTON / SÍA

Flogið til 16 áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum

Zurich

Barcelona Alicante

Bologna


samkeppni Við erum stolt yfir því að flytja tæplega 600 þúsund farþega á þessu ári Iceland Express skapar hundruð starfa og öðrum fyrirtækjum um 10 milljarða í gjaldeyristekjur á ári

Iceland Express hefur frá upphafi verið leiðandi í samkeppni í flugi til og frá landinu allt árið um kring. Reynslan sýnir að félagið býður oftast hagstæðasta verðið hvort sem um er að ræða áfangastaði í Evrópu eða Bandaríkjunum. Enda hefur Iceland Express aldrei flutt fleiri farþega en á þessu ári og má reikna með að þeir verði tæplega sex hundruð þúsund. Næsta sumar mun félagið einbeita sér að flugi til fjögurra áfangastaða á Norðurlöndunum og ellefu annarra staða í Evrópu og eins og undanfarin ár verður suma daga flogið tvisvar á dag til

Sannkölluð stóriðja í íslensku atvinnulífi Leiðandi í samkeppni um hagstætt verð, allt árið um kring

London og Kaupmannahafnar. Undanfarin tvö ár hefur Iceland Express stækkað mjög hratt og flaug meðal annars til fjögurra áfangastaða í Norður-Ameríku á þessu ári. En næsta sumar verður vinsælasti áfangastaðurinn, New York, eini áfangastaðurinn í Norður-Ameríku. Þetta einfaldar leiðakerfi félagsins og styrkir þjónustuna við hundruð þúsunda viðskiptavina þess. Iceland Express mun áfram tryggja hagstæðustu kjörin í flugi á Íslandi og stuðla að frelsi fólks til að ferðast alla mánuði ársins.


68

dægurmál

Helgin 4.-6. nóvember 2011

 Ellý k aldar kveðjur fr á Skjá einum Tobba og Ellý á meðan allt lék í lyndi og stefndi í mikið stuð á Skjá einum. Ævintýri vinkvennanna varð þó aldrei að veruleika.

„Og bíllinn minn, hann ætti að „kovera“ skuldirnar mínar.“

B

Var hótað vegna samningsrofs

Þ

Brynja Þorgeirsdóttir Fylgdist með aðgerð Elvu Daggar

að vakti litla kátínu hjá Skjá einum í haust þegar Ellý Ármanns hætti við að vera með vinkonu sinni Tobbu Marínós í fyrirhugðum sjónvarpsþætti þeirra. Brotthvarf Ellýar gekk ekki átakalaust fyrir sig en Skjárinn sendi henni bréf þar sem kom fram að Skjárinn teldi hana hafa gert sig seka um samningsrof og myndi jafnvel leita réttar síns. Tobba hélt hins vegar ótrauð áfram og stendur ein í eldlínunni í þættinum Tobba sem Skjár einn sýnir á miðvikudagskvöldum. Þegar Fréttatíminn spurði Friðrik Friðriksson, sjónvarpsstjóra Skjás eins, hvort stöðin ætlaði hart við Ellý neitaði hann því alfarið. Sjónvarpsstöðin hafi hins vegar sent Ellý bréf þar sem henni var gerð grein fyrir afstöðu stöðvarinnar en þar með hafi málinu verið lokið af hálfu Skjásins.

„Þetta mál er gleymt og grafið hvað okkur varðar. Tobba hélt áfram og stendur sig vel,“ segir Friðrik. Ellý og Tobba sögðu fyrst frá áformum sínum um sjónvarpsþátt sérstaklega ætlaðan konum í Fréttatímanum síðsumars og í kjölfarið spratt upp hörð og óvægin umræða þar sem þeim var legið á hálsi fyrir að einblína um of á staðalímyndir af konum og láta eins og ekkert kæmist að í kolli íslenskra kvenna annað en snyrtivörur, megrun og kynlíf. Eftir ruddalega tölvupósta, hótanir og símtöl ákvað Ellý að draga sig í hlé og láta þann slag eiga sig sem virtist í uppsiglingu vegna þáttarins. Ellý vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttatíminn leitaði eftir því en heimildir blaðsins herma að henni hafi verið mjög brugðið þegar hennibréfið frá Skjá einum barst henni í hendur. -þþ

rynja Þorgeirsdóttir og Egill Eðvarðsson frumsýndu heimildarmynd sína Snúið líf Elvu í Bíó Paradís á fimmtudaginn. Myndina gerðu þau í framhaldi af því að þau hittu Elvu Dögg Gunnarsdóttur vegna umfjöllunar í Kastljósi um tourette-heilkennið en Elva Dögg er með versta tilfelli touretteheilkennis sem læknir hennar hefur nokkru sinni séð. „Það má segja að myndin sé innslag sem vatt upp á sig,“ segir Brynja en hún og Egill hrifust af einlægni og hispursleysi Elvu Daggar. „Ég sá strax að hún er fædd stjarna. Hún er svo ófeimin og blátt áfram og veitti okkur innsýn í líf sitt og talaði opinskátt um líðan sína. Við Egill vorum bara að gera það sem við gerum venjulega og það er Elva sjálf sem gerir myndina óvenjulega.“ Nánast stöðugir og ósjálfráðir kækir hafa þjakað Elvu Dögg árum saman og engin lyf hafa slegið á höfuðkippi og óstjórnlega þörf fyrir að snúa sér í hringi á nokkurra skrefa fresti. Síðasta von hennar var aðgerð þar sem rafskaut voru grædd átta sentimetra í heila hennar. Hún undirgekkst þessa aðgerð fyrst íslenskra tourette sjúklinga og Brynja og Egill fylgdu henni alla leið á skurðarborðið. Aðgerðin er ekki hættulaus enda borað fram hjá málstöðvum heilans og stöðvum sem stjórna hreyfingum. „Elva var óttalaus fram á síðustu stundu fyrir aðgerðina. Þá sótti að henni ótti og kvíði þannig að hún skrifaði fimm ára syni sínum bréf, sem hún setti í náttborðsskúffuna sína, ef illa myndi fara.

Elva Dögg (fyrir miðju) og Brynja ásamt Agli (til vinstri) og Jóni Víði Haukssyni.

Hún sagði móður sinni frá bréfinu rétt áður en hún var svæfð. Og bætti svo við á sinn einstaka kaldhæðna hátt: „Og bíllinn minn, hann ætti að „kovera“ skuldirnar mínar.““ Elva Dögg er húmoristi af guðs náð og Brynja segir skopskynið hafa komið Elvu og fjölskyldu hennar í gegnum erfiðleikana sem fylgja veikindum hennar. „Þau eru öll svona í fjölskyldunni; gera óspart grín að henni og kækjunum. Þetta er þeirra leið til að takast á við þetta,“ segir Brynja. Snúið líf Elvu verður sýnd í Sjónvarpinu sunnudagskvöldið 13. nóvember.

SIÐMENNT

Kynningarfundur í Háskólabíói

Borgaraleg ferming 2012 Laugardaginn 12. nóvember kl. 11 Salur 1 Öll ungmenni og foreldrar / aðstandendur velkomin Upplýsingar og skráning í námskeiðin er á www.sidmennt.is

„Það er dýrmætt að eiga val” sími: 567 7752, 557 3734 eða 553 0877

„Þau eru öll svona í fjölskyldunni; gera óspart grín að henni og kækjunum.“

Kvikmyndir Jesus Christ Superstar

Nicole leikur frægustu vændiskonu veraldar

S

öngkonan Nicole Scherzinger, sem er meðal dómara í X factor-þáttunum í Bandaríkjunum, mun leika eitt aðalhlutverkanna í endurgerð myndarinnar Jesus Christ Superstar sem byggir á samnefndum söngleik eftir Andrew Lloyd Webber. Frumgerðin var frumsýnd árið 1973 en ekki er búist við að endurgerðin verði sýnd fyrr en árið 2014. Scherzinger, sem mun vera mikill aðdáandi söngleiksins, hefur átt í viðræðum við Webber undanfarna sex mánuði og nú er ljóst, ef marka má enska götublaðið The Sun, að hún mun leika frægustu vændiskonu veraldar, Mariu Magdalenu, í myndinni. Þetta verður ekki frumraun söngkonunnar þokkafullu á hvíta tjaldinu því hún leikur í stórmyndinni Men in Black III sem kemur út á næsta ári. Auk þess lék hún í unglingaþáttunum um nornina Sabrinu sem sýndir voru fyrir tíu árum. Og hæfileikar Scherzinger ættu að koma sér vel við gerð myndarinnar því hún þykir prýðileg söngkona og liðtækur dansari.

Þokkagyðjan Nicole Scherzinger. Nordic Photos/Getty Images


dægurmál 69

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Vivienne Westwood Ljósmyndir/Nordicphots Getty-Images

Klassísk eða fórnarlamb tískunnar? Á hverju ári birtir tímaritið Harper´s Bazar lista yfir mestu áhrifavalda innan tískuheimsins. Kom það fáum á óvart að Kate Middleton var á toppi listans. Tímaritið sagði stílinn hennar vera klassískan og tímalausan og mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar. Hönnuðurinn Vivienne Westwood var ein af þeim sem var fljót að segja sína skoðun á listanum og var hún afdráttarlaus í viðtali við tískusíðuna W WD; sagði að Kate væri ekkert nema eftirherma og fórnarlamb tískunnar rétt eins og annað fólk. -kp Kate Middleton

ÞURRKUR KLÁÐI SVEPPASÝKINGAR? Veltir þú fyrir þér hvað þú ert að nota á þitt viðkvæmasta svæði

LÍFRÆN dömubindi og tíðatappar án klórs án ilmefna án plastefna

Á rauða dreglinum Í fatnaði frá H&M Leikaraparið Justin Timberlake og Amanda Seyfried létu sig ekki vanta á frumsýningu kvikmyndarinnar In Time í London á dögunum þar sem þau kynntu þetta nýjasta verk sitt. Klæði leikkonunnar á rauða dreglinum kom mörgum á óvart en hún valdi glansandi bláa buxnadragt frá H&M sem hver sem er getur keypt í næstu búð tískurisans. Justin fór hins vegar hefðbundari leið og klæddist glæsilegum jakkafötum og glansskóm í stíl frá Dolce & Gabbana. -kp

NÀTTÚRULEG VELLÍÐAN


70

dægurmál

Helgin 4.-6. nóvember 2011

Sjónvarp Dans Dans Dans

Baltasar gestadómari

Baltasar Kormákur segist koma með mikla dansþekkingu í þáttinn.

Leikstjórinn og leikarinn Baltasar Kormákur verður gestadómari í dansþættinum Dans Dans Dans á RÚV á morgun, laugardag. Í þættinum munu sex atriði keppa um tvo laus sæti og komast þar með áfram á næsta stig keppninnar. Baltasar segir í samtali við Fréttatímann að hann sé mikill dansáhugamaður og hafi alltaf dansað mjög mikið. „Þú ert að tala hérna við mann sem var tangódansari, hefur dansað með ballettflokknum og lék aðalhlutverkið í West Side Story. Ég kann þetta allt,“ segir Baltasar og bætir við að auðvitað snúist þetta líka um

Blessið kostaði 4,5 milljónir

Guðjón Þórðarson,sem er orðaður við Grindavík, fékk 4,5 milljónir í starfslokasamning frá BÍ/Bolungarvík eftir því sem fregnir herma. Guðjóni var sagt upp störfum hjá Vestfjarðaliðinu eftir ár í starfi en heimildir segja að hann hafi verið með sex mánaða uppsagnarfrest. Sjötta sæti í 1. deild og undanúrslit í bikar var ekki nægur árangur fyrir metnaðarfulla Vestfirðinga sem ákváðu að láta Guðjón taka pokann sinn. Maður með ferilskrá Guðjóns situr þó ekki lengi aðgerðarlaus ef allt er eðlilegt.

almennan „performance“ á svíðinu. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, kynnir þáttanna, segir það tilhlökkunarefni að fá Baltasar sem gestadómara. „Hann hefur mikið vit á þessu að eigin sögn,“ segir Ragnhildur Steinunn og hlær. Hún segir mikið hafa gengið á hjá dönsurunum á æfingum í vikunni. „Þessir krakkar eru búnir að æfa marga tíma á dag. Þau leggja allt undir til að þetta verði sem best. Ein er puttabrotin og önnur sleit vöðva en þær munu harka þetta af sér fyrir þáttinn,“ segir Ragnhildur Steinunn. -óhþ

Ragnhildur Steinunn segir Dans Dans Dans hafa fengið góðar viðtökur og allt niður í þriggja ára börn hafi komið að máli við hana og dásamað þáttinn.

Verðlaun Samtök metsöluhöfunda

Gyðja fékk Golden Quill verðlaunin í Hollywood Sigrún Lilja Guðjónsdóttir var verðlaunuð fyrir framlag sitt til metsölubókarinnar The Next Big Thing við glæsilega athöfn í Hollywood.

Bergsveinn þessa árs

Fyrir jólin í fyrra sló Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson eftirminnilega í gegn. Bjartur er útgefandi en þar á bæ áttu menn ekki von á neinum stórtíðindum, fyrsta prentun var 1000 eintök en áður en yfir lauk hafði bókin verið prentuð fimm sinnum og endaði í 8.500 eintökum seldum. Nú gætu svipaðir hlutir verið að gerast hjá litlu systur Bjarts, Veröld. Farandskuggar eftir Úlfar Þormóðsson hefur hlotið frábæra dóma eins og var raunin með Svar við bréfi Helgu. Bækurnar eiga fleira sammerkt: Farandskuggar eru ekki nema rétt um 100 síður eins og „Svarið“ og fjallar einnig um íslenskt alþýðufólk á síðustu öld af hlýju og næmi en hún segir frá syni sem reynir að raða saman brotum úr lífi aldraðrar móður sinnar. Útgefendurnir velta því nú fyrir sér hvort Farandskuggar verði hinn óvænti senuþjófur jólavertíðarinnar eins og „Svarið“ í fyrra.

Ryan Seacrest, Radny Jackson og Simon Cowell skemmtu sér með Sigrúnu Lilju á einum heitasta staðnum í Hollywood.

S Lúsiðinn Stefán

Stefán Jónsson, leikstjóri, leikari og prófessor, er maður sem fellur sjaldan verk úr hendi eins og komið hefur fram í Fréttatímanum. Einhverjir myndu jafnvel kalla hann lúsiðinn. Hann gegnir fullri stöðu prófessors við leiklistardeild Listaháskóla Íslands en leikstýrir jafnframt verkum bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Þrátt fyrir þetta hefur hann fundið lausan tíma í þéttriðinni dagskrá sinni til að leika í auglýsingu fyrir Gevalia-kaffi. Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa séð Stefáni bregða fyrir í auglýsingu með Brynhildi Guðjónsdóttur þar sem þau sitja prúðbúin við kaffidrykkju. Gera má ráð fyrir því að tökur hafi verið snöggar og snarpar að teknu tilliti til þess hversu stíft bókaður maður Stefán er.

VIÐ ERUM 50 ÁRA

FAGNAÐU MEÐ OKKUR

AFSLÁTTUR AF ÖLLU 3.–5. NÓVEMBER FRÁ KLUKKAN 8:50–21:50 Gleraugnasalan | Laugarvegi 65 | 551 8780 | gleraugnasalan.is

igrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og framkvæmdastjóri Gyðju, hlaut hin eftirsóttu Golden Quill verðlaun afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood núna fyrir stuttu. The National Academy of Best Selling Authors veitti Sigrúnu Lilju verðlaunin fyrir framlag sitt til bókarinnar The Next Big Thing sem fólst í því að skrifa kafla í bókina. The Next Big Thing varð metsölubók á Amazon aðeins 24 klukkustundum eftir að hún fór í sölu fyrr á þessu ári. „Þetta var einstök tilfinning og frekar óraunverulegt allt saman. Hátíðin var virkilega vel heppnuð og ég er einstaklega stolt að hafa fengið þessi verðlaun. Mikill heiður. Í kjölfar þeirra hafa mér boðist nokkur spennandi verkefni í þessu sviði sem ég er nú að skoða vandlega,“ segir Sigrún í samtali við Fréttatímann. Guðfaðir sjálfshjálparbókanna, Brian Tracy, hlaut einnig verðlaun fyrir ævistarf sitt við sama tækifæri en verðlaunaafhendingin fór fram á hinu margrómaða Roosevelt hóteli sem er í hjarta Hollywood. Golden Quill verðlaunastyttan, sem er hin glæsilegasta, er búin til af þeim sömu og gera Óskarinn og Emmy-verðlaunin. „Það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að skarta íslenskri hönnun og vera í roði frá toppi til táar við þetta tækifæri. Íslenska efnið vakti mikla athygli meðal gesta á hátíðinni,“ segir Sigrún Lilja sem klæddist sérhönnuðum hvítum og gylltum kjól frá íslenska merkinu Arfleifð – hönnuður er Ágústa Margrét Arnardóttir. Sigrún Lilja fékk Jóhannes Ottóson gullsmið, sem er með skartgripahönnunina Nox, til liðs við sig en hann sérhannaði skartgripi fyrir viðburðinn; hárskraut úr gulli og eyrnalokkar í stíl. Skórnir sem hún klæddist voru að sjálfsögðu frá Gyðju Collection en þeir bera nafnið Aníta í höfuðið á Anítu Briem enda upphaflega hannaðir sérstaklega fyrir brúðkaup leikkonunar. Voru skórnir úr perluhvítu laxaroði. Sigrún hefur dvalið undanfarna daga í Los Angeles en auk þess að taka á móti verðlaununum er hún ásamt sínu liði á fundum frá morgni til kvölds vegna fyrirtækis síns Gyðju Collection. Síðar um kvöldið eftir hátíðina sást Sigrún Lilja ásamt vinafólki í fylgd þeirra Ryan Secrest, Simon Cowell og Randy Jackson, sem fólk þekkir úr hinum vinsæla þætti Amerian Idol, þar sem þau sátu saman í góðu yfirlæti og snæddu kvöldverð á Drai´s sem er einn heitasti staðurinn í Hollywood um þessar mundir. Sigrún vill lítið tjá sig um það að öðru leyti en því að þeir séu mjög indælir félagarnir og að þar sé Simon Cowell, sem þekktur er fyrir að geta verið

Sigrún Lilja klæddist sérhönnuðum hvítum og gylltum kjól frá hönnuðinum Ágústu Margréti Arnardóttur á verðlaunaafhendingunni.

skæður á skjánum, ekki undanskilinn. Næst á dagskrá hjá Sigrúnu er að kynna til leiks nýja fylgihlutalínu, reyndar nú strax um helgina, sem ber nafnið Meyja by Gyðja. Línan var framleidd sérstaklega fyrir verslanir Hagkaups og verður eingöngu til sölu í takmörkuðu upplagi. Sérstök áhersla var lögð á að línan væri á mjög viðráðanlegu verði og kemur hún í valdar verslanir Hagkaupa í dag föstudaginn 4. nóvember. Línan verður svo formlega kynnt á morgun laugardag með með glæsilegri tískusýningu sem haldin verður fyrir utan Hagkaup í Kringlunni á 2. hæð klukkan 14.30. Fegurðardrottningar fyrri tíma munu frumsýna línuna að sögn Sigrúnar Lilju. oskar@frettatiminn.is



HE LG A RB L A Ð

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Hrósið … ... fær Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi, heilbrigðisráðherra sem hringdi í síðdegisútvarpið á Rás 2 og hélt til haga staðreyndum um ömurlegt afskiptaleysi íslenskra geðlækna gagnvart geðsjúkum sakamönnum á árum áður. Rétt skal vera rétt.

, ál m , ga a tið u lík tli , áh itt , ú ar t h tin ing all Ás en og p r, an nu yld ko lsk vin fjö

Í fjórða sæti á einum degi

KEMUR ÚT Í DAG!

Á nýjum metsölulista Eymundsson, sem nær yfir tímabilið 26. október til 1. nóvember, vekur athygli að Arnaldur Indriðason situr í fjórða sæti með nýjustu bók sína Einvígið. Það kemur ekki á óvart í sjálfu sér að Arnaldur sé á listanum enda margfaldur metsöluhöfundur en vel er gert hjá honum að komast á listann nú þar sem bókin kom út 1. nóvember og var því aðeins í sölu í einn dag þess tíma sem listinn tekur til. -óhþ

Árlegur gleðskapur auglýsingageirans fer fram í kvöld, föstudag, á Hótel Sögu. Að vanda eru hátíðarhöldin byggð í kringum ákveðið þema. Í fyrra var það skóla-reunion en í þetta skiptið er innblásturinn sóttur í nýjustu heimildarmynd super-size-meleikstjórans Morgans Spurlock, sem heitir The Greatest Movie Ever Sold og fjallar einmitt um gríðarleg áhrif og umsvif auglýsingaheimsins þar sem allt er til sölu. Veislustjóri kvöldsins er útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson og dj. Margeir verður við plötuspilarann. Skipuleggjandi hátíðarhaldanna að þessu sinni er Íslenska auglýsingastofan en stofurnar innan Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA) skiptast á að halda utan um viðburðinn.

„Dásam legar spurnin gar frá ís lenskum stelpum sem sva rað er á fallega n o g heiðarle gan hát t.“ ILMUR K R ISTJÁN LEIKKON SDÓTTIR, A.

DY N AMO RE YKJ AVÍK

Auglýsingabransinn skemmtir sér

sning „Meinholl le , llu á ö m aldri fyrir stelpur .“ g læ n ei g hispurslaus o ORLACIUS, SIGRÍÐUR THKONA SÖNG

TVEIR GÓÐIR Í VETUR. VERÐ 13.490 KR

BÓK FYRIR ALLAR STELPUR! Hvaða spurningar brenna á vörum íslenskra stelpna? Þegar Kristín og Þóra Tómasdætur kynntu í fyrra metsölubók sína Kristí Stelpur! í skólum og félagsmiðstöðvum söfnuðu þær Stelpu spurningum sem stelpur leituðu svara við. Í bókinni Stelpur spurn er að finna svör við öllum þessum spurningum um allt A-Ö e himins og jarðar. Ómissandi bók fyrir allar stelpur! milli h

fyrstu hæð

Sími 511 2020

Erum á


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.