08 08 2014

Page 1

10

Hjónabandið stóðst áföllin

Stelst í tölvuna hjá konunni

Guðmundur og Vilhjálmur ráku hótel í Afríku

Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði

52 PIPAR\TBWA • SÍA • 141692

Fékk að vita 12 ára að ég væri intersex

16

Laugavegi 61

Kringlan

Smáralind

www.jonogoskar.is

8.–10. ágúst 2014 32. tölublað 5. árgangur

Til í fjögur börn – Ákvað ef ég fæ deyfingu

að láta karlmann aldrei stoppa mig

Ljósmynd/Hari

Það er mesta samsæri í heiminum að segja að þegar þú færð barnið í hendurnar þá gleymirðu öllu sem á undan gekk. Þetta var hræðilegt, segir Tobba Marínós sem hefur fundið sig knúna til þess að eyðileggja dýrðarupplifun nýbakaðs og hamingjusams föðurins, Kalla í Baggalúti. Þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir mánuði og njóta foreldrahlutverksins í botn.

síða 24

Sigrún Guðjónsdóttir var 16 ára MR-ingur þegar hún ákvað að hún myndi aldrei láta karlmann eða barneignir koma í veg fyrir að hún gæti látið drauma sína rætast. Nú, rúmum aldarfjórðungi síðar og fjórum meistaragráðum, er hún í draumastarfinu sínu – þar sem hún hjálpar einmitt öðrum konum að gera slíkt hið sama: Að láta drauma sína rætast.

40 matur & VÍn

Geta hommar ekki fitnað?

64% Gott að vera hinsegin á Íslandi úttekt 12

Sextugur sjentilmaðurselur sinnep og skó 30 Viðtal

NÝJAR VÖRUR VIKULEGA

Í KRINGLUNNI OUTFITTERS NATION ICELAND @OUTFITTERSNATIONICELAND


2

fréttir

Helgin 8.-10. ágúst 2014

 reykjavÍkUrmar aþon yfir átta þúsUnd hafa skr áð sig

Metfjöldi stefnir á þátttöku í maraþoni Yfir átta þúsund manns, eða 8.035, hafa skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst, um 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Skráning er í fullum gangi á vefnum marathon.is. Að sögn Önnu Lilju Sigurðardóttur upplýsingafulltrúa stefnir metfjöldi hlaupara á þátttöku í maraþoni, 42,2 kílómetra, en 1.037 hafa skráð sig í vegalengdina. Gamla þátttökumetið var sett í fyrra þegar 977 skráðu sig í maraþon.

10 kílómetra hlaupið er vinsælasta vegalengdin, líkt og undanfarin ár, en rúmlega helmingur skráða þátttakenda stefnir á að hlaupa þá vegalengd, eða 4200. Einnig er hægt að velja um að skrá sig í hálft maraþon, 3 kílómetra skemmtiskokk, Latabæjarhlaup og boðhlaup þar sem 2-4 skipta á milli sín maraþonvegalengdinni. Skráðir erlendir þátttakendur eru nú 2.025 og af 60 mismunandi þjóðernum. Flestir erlendu þátttakendanna koma frá Bandaríkjunum, 468 manns og næst flestir frá Bretlandi,

353. Þá eru skráðir Þjóðverjar 219 talsins, Kanadabúar 193 og Norðmenn 106. Netskráningu í hlaupið lýkur fimmtudaginn 21. ágúst, klukkan 13. Einnig verður hægt að skrá sig í hlaupið á skráningarhátíð í Laugardalshöll en þá er þátttökugjaldið hærra. Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. 2506 hlauparar eru byrjaðir að safna áheitum á vefnum og hafa þegar safnast rúmlega 17 milljónir til góðra mál-

Í metþátttöku stefnir í maraþonhlaupinu. Mynd marathon.is

efna en það er 7% hærri upphæð en búið var að safna á sama tíma í

fyrra. Hægt er að velja á milli 155 mismunandi góðgerðafélaga.

 Íþróttir Ungmennafélagsandinn er ekki alltaf við lýði á landsmótUm

Ólafur Darri í Hollywoodmynd Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur landað hlutverki í hasarmynd í Hollywood. Myndin kallast The Last Witch Hunter og leikur Ólafur Darri á móti ekki ómerkari mönnum en Vin Diesel, Michael Caine og Elijah Wood. Tökur á myndinni hefjast í september. Hinn 19. september verður einmitt frumsýnd vestanhafs kvikmyndin A Walk Among the Tombstones þar sem Ólafur Darri leikur á móti Liam Neeson.

Stigahæsti íslenski meistarinn nær aðeins 514. sæti Íslendingar hafa löngum státað af glæstum árangri skákmeistara sinna – en nú um stundir er fjarri lagi að stigahæstu íslensku stórmeistararnir komist á lista með þeim bestu. Raunar eru 513 skákmeistarar ofar á lista stigahæstu skákmanna heims, að því er fram kemur á nýrri heimasíðu skákfélagsins Hróksins, hrokurinn.is. Ritstjóri síðunnar er Hrafn Jökulsson. Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen trónir á toppnum með 2877 skákstig en í 100. sæti er búlgarski stórmeistarinn Aleksander Delchev með 2655 stig. Til samanburðar er Hannes Hlífar Stefánsson, sem teflir á 1. borði fyrir Ísland á Ólympíuskákmótinu, með 2536 stig, sem skilar honum sæti 514 á heimslistanum. -jh

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Helstar eru þær að fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst um rúm tvö prósentustig en tæplega 28% segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Fylgi annarra flokka breytist á bilinu 0,0-0,5 prósentustig. Rúmlega 18% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, liðlega 15% Bjarta framtíð, rúmlega 13% Framsóknarflokkinn, nær 13% VG, tæplega 8% Pírata og tæplega 6% myndu kjósa

aðra flokka. Liðlega 9% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og 13% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um tvö prósentustig milli mánaða, en nær 42% þeirra sem tóku afstöðu styðja hana. - jh

Á 220 á Jökuldal Bifhjólamaður mældist á 220 kílómetra hraða á klukkustund á Jökuldal í gær en hámarkshraði þar er 90 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn féll af hjóli sínu og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum. Hann reyndist lítið sem ekkert slasaður. Maðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Götumarkaður í Fógetagarðinum KRÁS Götumatarhátíð verður í Fógetagarðinum á laugardaginn. Hátíðin hófst 26. júlí og verður á hverjum laugardegi fram að menningarnótt. Þar leiða saman hesta sína margir af þekktustu kokkum af fínustu veitingahúsum og aðrir sem þekktir eru fyrir einfaldan götumat og búa til sína útgáfu. Í Fógetagarðinum er tilvalið að setjast niður með rósavíns- eða freyðivínsflösku, ganga svo á milli bása og kokka og smakka það sem upp á er boðið njóta og deila hver með öðrum. Hátíðin hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 18.

2afsl0átt%u r

Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.

Allt að tíu þúsund manns voru á Unglingalandsmóti UMFÍ um liðna helgi. Aldurstakmörk þátttakenda til að keppa á mótunum eru 11 - 18 ára, og er miðað við fæðingarár. Af Unglingalandsmóti 2013/UMFÍ

Svindla börnunum inn á landsmót UMFÍ

Tíu ára stúlku, sem æfir fótbolta með ellefu ára stúlkum, var synjað um undanþágu til þátttöku á Unglingalandsmóti UMFÍ. Framkvæmdastjóri landsmótsins segir engar undanþágur veittar vegna þess fordæmis sem myndi skapast. Hann þekkir til þess að foreldrar hafi svindlað börnum inn á mótið á rangri kennitölu en segist vilja treysta á heiðarleika fólks.

v

Við reynum bara að höfða til heiðarleika fólks.

ið getum ekki gefið undanþágur frá aldurstakmarkinu. Við höfum ekki þorað að fara þá leið vegna þeirra fordæma sem það myndi skapa,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ, sem fram fór um síðustu helgi. Ellefu ára aldurstakmark er á mótið og því sótti móðir tíu ára stúlku, sem er ári á undan í skóla og æfir fótbolta með ellefu ára stúlkum, um undanþágu fyrir dóttur sína en var synjað. Ómar segir að á hverju ári berist ein eða tvær umsóknir um undanþágu frá aldurstakmarki og séu ástæðurnar til dæmis þær að vinir séu að keppa, systkini, eða að barn hefur verið fært upp um bekk í skóla. „Við höfum haldið þeirri línu að veita ekki undanþágu. Ef við veitum eina undanþágu koma enn fleiri foreldrar næst og vilja fá undanþágu fyrir sín börn. Margir hafa mjög góðar ástæður fyrir sínum óskum en við höfum haldið fast við reglurnar. Við höfum meira að segja stundum verið með tárin í augunum yfir því að þurfa að neita,“ segir Ómar.

Móðir tíu ára stúlkunnar segist hafa fengið ábendingar frá fólki í kring um sig um að skrá dóttur sína inn á mótið á kennitölu annars barns svo hún fengi að spila og veit hún um dæmi þess að foreldrar hafi gert það en móðurinni hugnaðist ekki slíkur óheiðarleiki auk þess sem hún vildi ekki senda dóttur sinni slík siðferðislega röng skilaboð. Mæðgurnar fóru þrátt fyrir allt á mótið enda var eldri dóttirin að keppa og sú yngri horfði á liðsfélaga sína spila fótbolta. Ómar segist hins vegar þekkja dæmi um að foreldrar hlíti ekki reglunum. „Það hafa slæðst inn á mótin hjá okkur krakkar sem eru undir aldri. Það á ekki að geta gerst og það eina sem í raun kemur til greina er að foreldrar svindli á kerfinu og noti aðra kennitölu fyrir barnið sitt. Það er erfitt fyrir okkur að eiga við það en við höfum fengið ábendingar um slíkt frá öðrum foreldrum. Við reynum bara að höfða til heiðarleika fólks,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Knús á ykkur öll! VÍS ÓSKAR HINSEGIN FÓLKI TIL HAMINGJU MEÐ HINSEGIN DAGA F plús fjölskyldutrygging nær til allra fjölskyldugerða og er hreint ótrúlega víðtæk. Í F plús er meðal annars heimilistrygging, slysatrygging í frítíma, farangurstrygging og ferðarofstrygging. VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

Kynntu þér kosti F plús og tryggðu öryggi fjölskyldu þinnar. Gleðjumst saman örugg og áhyggjulaus. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.


4

fréttir

Helgin 8.-10. ágúst 2014

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

á laugardag sýnir sólin sig í reykjavík vindur er að snúast út í na-átt og svo verður yfir mest alla helgina. Strekkingur norðvestantil í dag og á morgun og allhvasst verður víða um land á sunnudag. Nær samfelld rigning norðan- og austanlands í dag, en minni væta á morgun, suddi eða smá rigning. SV- og S-lands léttir hins vegar til og þar verður vindur að auki hægur. Á sunnudag nálgast lægð úr austri og þá þarf að gæta að vindinum. Kólnar líka heldur. einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

9

11

13

14

12

13

10

13

14

12

10

10

12

12

13

NA-gjólA á Vestfjörðum, rigNiNg NAog A-lANds, eN þurrt sV-til.

NA-átt. smá VætA N- og NA-lANds, eN bjArt suNNAN og suðVestANlANds.

AllHVöss N- og NA-átt og kólNAr Heldur. Að mestu skýjAð og VætA NA-til.

HöfuðborgArsVæðið: Þurrt, en skýjað að mestu.

HöfuðborgArsVæðið: Hægur vindur og fremur sólríkt.

HöfuðborgArsVæðið: n-gjóla og skýjað með köflum.

 KirKjan um 20 íslensKir prestar starFa í noregi

 viK an sem var

easyjet með aukin umsvif á Íslandi

Forsvarsmenn breska lággjaldafélagsins easyJet áætla að um 400.000 farþegar nýti sér áætlunarflugið til og frá Íslandi til sex breskra borga og Basel og Genf í Sviss. Undanfarið hafa íslenskir farþegar skipað 11 prósent sætanna í Íslandsflugi easyJet. Samkvæmt því munu um 44 þúsund íslenskir farþegar fljúga frá Keflavík til áfangastaða flugfélagsins í Bretlandi og Sviss. Þessu greinir Túristi.is frá. Í viðtali við Viðskiptablaðið segist Ali Gayward, framkvæmdastjóri easyJet, búast við að hlutfall Íslendinga um borð haldist óbreytt þrátt fyrir aukin umsvif í vetur og á næsta ári. Um 358.000 íslenskir farþegar innrituðu sig í flug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og því er markmið easyJet að ná að lágmarki tíunda hverjum íslenska farþega um borð í sínar vélar.

50 sagt upp

50 starfsmönnum fyrirtækisins Sparnaðar var sagt upp í vikunni. Uppsagnirnar verða dregnar til baka náist samningar við Seðlabankann vegna reglna um gjaldeyrismál.

Píratar gegn drónum Þingflokki Pírata hugnast illa fyrirhuguð notkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á drónum. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins vegna ætlana lögreglunnar um að festa kaup á drónum til nota við lögreglustörf. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir einu fyrirstöðu þess að drón séu ekki þegar í notkun lögreglu vera fjárskort.

75% söluaukning

Áætlanir TM Software gera ráð fyrir að á þessu ári verði seldur Tempo-hugbúnaður fyrir um 700 milljónir króna

sem er 75 prósentum yfir sölu síðasta árs og nærri þreföld sala ársins 2012.

staða reykjanesbæjar verri en talið var Nauðsynlegt er að ráðast í enn frekari niðurskurð í Reykjanesbæ, til þess að rétta af skuldastöðu bæjarins. Þetta segir settur bæjarstjóri. Framkvæmdir á borð við Hljómahöllina hafi gert stöðuna enn verri en talið var.

björgólfur gerir upp Björgólfur Thor Björgólfsson hefur lokið uppgjöri við lánardrottna sína. Hann gagnrýnir harðlega þá sem hann segir að hafi tekið stærstu lánin fyrir hrun, en aldrei átt raunverulegar eignir.

Séra Sigríður Guðmarsdóttir fékk aukinn áhuga á skipulagi innan kirkjunnar eftir að taka þátt í biskupskosningunum og fór að líta Noreg hýru auga. Mynd/Hari

Fyrsti útlenski prófasturinn í Noregi Séra Sigríður Guðmarsdóttir hefur verið ráðin prófastur hjá norsku kirkjunni og er fyrsti útlendingurinn til þess. Skipulag innan norsku kirkjunnar er annað en hér á landi og verður Sigríður þar yfirmaður sem hefur umsjón með störfum presta. Vegna atvinnuleysis íslenskra presta hafa þeir sótt til Noregs og segir Sigríður það nýtast stéttinni til lengri tíma.

Þ

H VÍTA H ÚSIÐ / SÍA

Mér finnst mjög áhugavert að fá tækifæri til að þjálfa upp fagmennsku innan stéttarinnar.

að hefur aldrei áður gerst að útlendingur hafi verið ráðinn prófastur í Noregi,“ segir séra Sigríður Guðmarsdóttir sem þann 1. september tekur við sem prófastur í Brønnøysund en bærinn er Íslendingum hvað kunnastur sem sögusviðiðið í þáttunum Himmelblå. Sigríður hefur verið sóknarprestur við Guðríðarkirkju í Grafarholti en hefur fengið árs leyfi frá Biskupsstofu. Hún er hins vegar fastráðin hjá norsku þjóðkirkjunni en fær árs umhugsunarfrest. „Kannski kem ég aftur eftir ár en kannski verð ég áfram í Noregi,“ segir hún. Skipulag innan norsku kirkjunnar er ólíkt því sem gerist á Íslandi og það heillaði Sigríði. „Hér höfum við sóknir, prestaköll og svo prófastsdæmi. Í Noregi hafa prestaköllin í raun verið afnumin en þess í stað vinna prestar saman undir stjórn prófasts sem ræður hvaða prestur messar á hverjum stað, hvernig vinnuframlagnu er skipt og skrifar auk þess upp á alla reikninga. Á Íslandi stjórna prestar að mestu störfum sínum innan hvers prestakalls sem hefur bæði kosti og galla. Mér finnst mjög áhugavert að fá tækifæri til að þjálfa upp fagmennsku innan stéttarinnar og þess vegna leitaði ég eftir prófaststarfi,“ segir hún. Sigríður gaf kost á sér sem biskup Íslands í síðustu biskupskosningum og segir hún kosningabaráttuna hafa verið mjög skemmtilega. „Fólk spurði mann fjölda

spurninga og ég þurfti að velta fyrir mér hlutum sem ég hafði lítið hugleitt áður. Skipulag prestþjónustunnar, fagmennska og samvinna urðu mér hugleiknari eftir það og má því segja að þátttaka í biskupskosningunum hafi ýtt undir þennan áhuga. “ Það sætir tíðindum í Noregi að erlendur ríkisborgari fái yfirmannsstöðu hjá norsku kirkjunni og hefur Sigríður þegar farið í stórt viðtal í héraðsfréttablaðinu. „Eitt af mínum fyrstu verkefnum verður að fara á námskeið hjá menningarmálaráðuneytinu í Osló ásamt öðrum nýjum próföstum. Þar verð ég eina konan og eini útlendingurinn,“ segir hún. En Sigríður er einnig doktor í guðfræði og meðfram því að starfa sem prófastur í Noregi kennir hún trúarheimspeki við Háskóla Íslands á komandi vetri og heldur áfram meistaranámi sínu í menntavísinum. Hún er fjarri því að vera eini íslenski presturinn sem leitar til Noregs því alls eru þeir um 20 talsins. „Eftir hrun fóru fyrstu prestarnir til Noregs. Það er atvinnuleysi meðal presta á Íslandi en prestastéttin er að eldast og eftir nokkur ár verða mörg brauð laus sem þarf að fylla fljótt. Það er því gott að prestar starfi sem prestar annars staðar, í stað þess að fara yfir í önnur störf, og það mun nýtast íslensku prestastéttinni til frambúðar.“ erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


ÞAÐ ER EKKI OF SEINT AÐ VELJA FRELSI

Samsung Galaxy S5 veitir frelsi ...farðu vel með það! Skilur íslensku

Fingrafaraskanni

Púlsmælir og einkaþjálfari

Aukin nethraði

Öflugri myndavél

Vatns- og rykvarinn

Farðu inn á www.fimman.is og sjáðu myndbandið.

w w w.fi

mman

.is


6

fréttir

Helgin 8.-10. ágúst 2014

 Viðskipti Þriðjungi fleiri bílar hafa selst á fyrstu sjö mánuðum ársins

Rúmlega 4000 bílaleigubílar skráðir Jónas Haraldsson

rúmlega 4.000 bílaleigubílar hafa verið skráðir á árinu. Sala til einstaklinga og fyrirtækja er þó meiri en hún var í fyrra og um 3.000 bílar hafa verið seldir til þeirra en það er um 15% aukning frá fyrra ári,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins. „Stöðugra gengi krónu og óhagstæð aldursamsetning flotans eru þeir þættir sem helst knýja þetta áfram að mínu mati. Það er mikill ávinningur í því að reka nýjan bíl samanborið við 10-15 ára bíla, en meðalaldur bíla á Íslandi er 12 ár.

Bílasala á Íslandi hefur aukist um rúmlega 30% á fyrstu sjö mánuðum ársins. Alls hafa verið skráðir 7.120 fólksbílar sem eru 1.646 fleiri fólksbílar en skráðir voru á sama tímabili í fyrra. Á öllu árinu 2013 voru skráðir allt árið rétt tæplega 7.300 bifreiðar, að því er fram kemur í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Bílasala hefur tekið hressilega við sér, og á það jafnt við um fólksbíla, atvinnubíla og vörubíla. Bílaleigur eiga þó mestan þátt í þessari aukningu í fólksbílasölunni, en rétt

jonas@ frettatiminn.is

Eyðslan hefur lækkað mjög hratt,“ segir Jón Trausti. Hann segir enn fremur mikilvægt að stuðningur við rafbílavæðingu haldi áfram á meðan tæknin er í þróun og uppbygging innviða rafbílavæðingar eigi sér stað. „Það er mjög kostnaðarsamt,“ segir Jón Trausti, „að kynna rafbíla til leiks bæði í tækni, búnaði og innri strúktur. Þess vegna viljum við að áframhaldandi stuðningur við rafbílavæðinguna eigi sér stað, svo sem með niðurfellingu vörugjalda, virðisaukaskatts og fleiri þátta.“

Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins.

 sjáVarútVegur Viðskiptabann rússa gildir í eitt ár

– Ko m d u n ú n a –

TAXFREE

DAGAR 20,32% afsláttur af öllum vörum

– EKKI mISSa aF ÞESSu – að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.

Útflutningstekjur frá Rússlandi vegna makríls og annars uppsjávarfisks námu um 15 milljörðum á síðasta ári.

ta x f

rEE

254. K ró

vEr

ð!

972 nu r

BriGHtOn – 3jA sætA sófi – Eik & LEðuR arOs stóll, margir litir

E ta x f r E

ivv spEEdy skálar, 6 í setti

vErð!

Innflutningsbann Rússa vegna matvæla frá Vesturlöndum tekur ekki til Íslands. Rússlandsmarkaður er einn sá stærsti þegar kemur að útflutningi fisks frá Íslandi. Bannið hefur því ekki bein áhrif á þann útflutning en erfitt er að spá fyrir um afleiðingarnar bannsins í hnattrænu samhengi. Útflutningstekjur Íslendinga vegna fiskafurða til Rússlands námu um 30 milljörðum í fyrra.

Þ

E ta x f r E

10.35r0

Innflutningsbann Rússa tekur ekki til Íslands

vErð!

12.74r1

K ró n u

K ró n u

lOKa HElGin

Opið alla HElGina

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir innflutningsbann Rússa ekki hafa bein áhrif á útflutning Íslendinga til Rússlands en áhrifin geta orðið af öðrum toga.

– Reykjavík – Akureyri –

E i t t

s í m a n ú m E r

5 5 8

1 1 0 0

essar aðgerðir hafa ekki bein áhrif á útflutning okkar til Rússlands,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, um innflutningsbann Rússa á matvælum frá Vesturlöndum. Bannið kemur til vegna efnahagslegra refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum og tekur til matvæla frá Bandaríkjunum, ríkjum Evrópusambandsins og nokkrum til viðbótar, svo sem Noregi, Kanada og Ástralíu. Fiskafurðir eru þar á meðal en að óbreyttu munu Íslendingar áfram flytja fisk til Rússlands, sem er einn stærsti útflutningsmarkaðurinn. Kolbeinn segir að um 10-12% af þeim tekjum sem Íslendingar fá af útflutningi sjávarafurða koma til vegna útflutnings til Rússlands og Úkraínu, eða um 30 milljarðar árlega. „Þetta eru stórar og miklar tölur,“ segir hann. Rússland er til að mynda mikilvægur markaður fyrir makríl og aðrar uppsjávartegundir en útflutningstekjur af þeim tegundum voru rúmir 15 milljarðar á síðasta ári. Þó það sé jákvætt í sjálfu sér fyrir Íslendinga að halda markaðnum hafa viðskiptaþvinganir hvaða nafni sem þær kunna að nefnast alltaf

hnattræn áhrif. „Þetta er einn heimur útflutnings og innflutnings. Það sem ekki fer til Rússlands fer þá á aðra markaði sem við erum einnig að keppa á, og hafa þannig áhrif á eftirspurn og verð,“ segir hann. Spurður hvort aðrir markaðir en Rússlandsmarkaður verði þá það mettir að ekki verði eftirspurn eftir fiski frá Íslandi segir Kolbeinn: „Menn verða að leyfa sér að velta fyrir sér hvort það sé líklegt. Hins vegar er mjög erfitt að spá fyrir um afleiðingarnar,“ segir Kolbeinn. Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, tilkynnti um aðgerðirnar í sjónvarpsávarpi í gær. Í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi frá sér í kjölfarið segir að sambandið áskilji sér rétt til að grípa til ráðstafana vegna innflutningsbanns Rússa. Bannið hefur gríðarleg áhrif í öðrum löndum, til að mynda í Noregi en mest af sjávarafurðum þaðan eru seldar til Rússlands. En bannið tekur ekki aðeins til fisks heldur einnig mjólkfurafurða, ávaxta og grænmetis. Áhrifin eru ekki síður á íbúa Rússlands sem munu hafa minna aðgengi að þessum matvörum „Ísland er ekki á lista Rússlands yfir þau lönd sem hafa fengið á sig innflutningsbann. Það sem við höfum lagt áherslu á er að menn eigi samtal við rússnesk stjórnvöld um ástandið. Það er brýnt að farið sé eftir alþjóðalögum og við leggjum eftir sem áður áherslu á að menn finni lausn á ástandinu í Úkraínu og virði réttindi þeirra,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is



8

Nú eru tilboðsdagar hjá okkur í fullum gangi. Bosch-heimilistæki, borðbúnaður og gjafavara. Líttu inn og gerðu góðu kaup.

fréttir

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Eldfimt samband Bandaríkjanna og Ísraels Gagnkvæmur ávinningur hefur hlotist af nánu sambandi Bandaríkjanna og Ísraels í gegnum tíðina. Bandaríkin hafa stutt Ísrael með innflutningi og fjárstyrkjum og um leið styrkt stöðu sína í Mið-Austurlöndum. Stuðningurinn hefur ekki minnkað með auknu fjárhagslegu sjálfstæði Ísraelsríkis en á síðasta ári styrktu Bandaríkin Ísraelsher um 3,1 milljarð Bandaríkjadala, sem er hæsta upphæðin frá upphafi. Á sama tíma eru Bandaríkin helsti styrktaraðili UNWRA, flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem hlúa nú að fórnarlömbum Ísraelshers á Gaza og spila stórt hlutverk í friðarviðræðum á svæðinu. Margir hafa bent á þverstæðuna sem í felist í þessum staðreyndum. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í alþjóðasamskiptum, segir ómögulegt fyrir Bandaríkin að draga sig til hlés.

S

Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í alþjóðasamskiptum, segir að ef Bandaríkin hætti að styðja Ísrael gætu afleiðingarnar verið hörmulegar.

Hlíðasmára 3 I 520 3090 I www.bosch.is

íðan Ísraelsríki var stofnað árið 1948 hafa Bandaríkin verið helsti stuðningsmaður þess. Hvers vegna? Það hafa reyndar komið nokkur frávik frá þessum stuðningi, eins og til að mynda í Suez-deilunni, en stuðningurinn hefur farið vaxandi með árunum. Það er að hluta til vegna þess að Ísrael skilgreinir sig inn í hið vestræna módel, sem kapítalískt lýðræðisríki og er eina ríkið í Mið-Austurlöndum sem gerir það. Með því að rækta þessi nánu tengsl við Ísraelsríki þá hafa Bandaríkin stutt svokallaða „tveggja stöpla stefnu“ , en það er utanríkisstefna sem byggir á því að eiga alltaf tvo bandamenn í Mið-Austurlöndum. Ávinningurinn hefur verið gagnkvæmur þar sem bæði ríkin hafa hagnast á sambandinu. Bandaríkin fluttu mat og aðrar nauðsynjar til Ísraels, sem var umkringt óvinum og því einangrað. Og Bandaríkin settu upp herstöðvar og flugmóðurskip í Ísrael til að tryggja stöðu sína á svæðinu.“ Eftir kalda stríðið hafa Bandaríkin haldið fjárhagslegum stuðningi við Ísrael áfram og segir Silja Bára aðallega tvo þætti spila þar inn í. „Í fyrsta lagi er það almenningsálitið, bæði kristinna bókstafstrúarmanna sem trúa því að gyðingar eigi rétt á því að setjast að í fyrirheitna landinu og svo þeirra bandarísku gyðinga sem styðja Ísrael. Þessir tveir hópar settir saman mynda meirihluta kjósenda í Bandaríkjunum. En það er rétt að taka það fram að allra hörðustu stuðningsmenn Ísraels í Bandaríkjunum eru kristnir bókstafstrúarmenn, á meðan ungir gyðingar hafa verið mjög gagnrýnir á Ísrael.“ „Í öðru lagi er það AIPAC (Amercan Israeli Public Affairs Committe) en það er mjög öflugur ísraelskur þrýstihópur í Bandaríkjunum sem hefur gífurlega mikil áhrif á útkomu stjórnmála. Það þorir enginn að ganga í alvöru gegn þeim. Þegar Obama var að keppa við Hillary Clinton um tilnefninguna til forsetaframbjóðanda þá daðraði hann mjög mikið við Palestínumenn en um leið og hann var búinn að fá meirihluta og ljóst var að hann myndi vinna, þá mætti hann á fund hjá AIPAC og hélt ræðu þar sem hann lofaði samband Bandaríkjanna og Ísrael.“ Í umræddri ræðu, sem Obama hélt á fundi ísraelska þrýstihópsins þann 5.júni 2008, sagði hann meðal annars; „Ameríkanar og Ísraelar eiga það sameiginlegt að trúa á framtíðina, að trúa því að lýðræðisríki geti mótað sín eigin örlög og að allir þegnar skuli standa jafnir fyrir lögum lýðræðisins.“ Er Ísraelsríki ekki að fjarlægjast þessi sameiginlegu gildi?

Nálgast stjórnarhætti einræðisríkis „Jú, og þess vegna er mjög áhugavert að fylgjast með því hvað muni gerast núna. Ísrael er að nálgast mjög hratt stjórnarhætti einræðisríkis og hvernig ætla vestræn ríki að bregðast við því? Ísraelar hafa til að mynda neitað Bandaríkjamönnum um öruggan aðgang að Ísrael þar sem margir bandarískir ríkisborgarar eru af palestínskum uppruna. Ísrael er því að mismuna borgurum þrátt fyrir að kalla sig lýðræðisríki. Ísrael er fjölmenningarríki en samt ekki fyrir alla, bara fyrir hvíta gyðinga.“ Bandaríkin hafa óspart beitt neitunarvaldi sínu innan Sameinuðu þjóðanna sem gerir það að verkum að ráðið getur ekki samþykkt bindandi ályktanir um aðgerðir gegn Ísrael. Þeir voru eina ríkið sem neitaði og kaus gegn rannsókn á stríðsglæpum á Gaza 22. júlí síðastliðinn. Er eðlilegt í ljósi þessa, og þess sambands við Ísrael sem þú hefur lýst, að Bandaríkin spili svo stórt hlutverk í friðarviðræðunum? „Það er rétt að Bandaríkin hafa ofboðslegt vald yfir örlögum Palestínumanna. En í þessum samningum verður að vera milligöngumaður sem báðir treysta og Palestínumenn hafa að mörgu leyti ekki annars kosta völ en að treysta Bandaríkjunum þar sem þeir hafa alltaf verið þeir einu sem Ísrael treystir. Núna var Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að reyna að blanda Tyrkalandi í viðræðurnar, og Katar, sem á í samskiptum við Hamas. Þetta eru ríki sem hafa trúverðugleika gagnvart Palestínu. Abbas, forseti Palestínu, hefur átt í þokkalegum samskiptum við Bandaríkin, en auðvitað miklu minni en Netanyahu, forsætisráðerra Ísraels. En ég held að það verði aldrei samningaviðræður án Bandaríkjanna.“ Stofnanir á borð við Human Rights Watch og Amnesty International hafa bent á tvískinnunginn sem felist í utanríkispólitík Bandaríkjanna. Þeir leika eitt aðalhlutverkið í friðarviðræðunum en á sama tíma útvega þeir Ísraelsher peninga og vopn til að ráðast á Gaza. Á utanríkispólitík Bandaríkjanna óbeinan þátt í hörmungunum sem eiga sér stað á Gaza? „Já, Ísrael gæti ekki haldið þessu stríði áfram ef ekki væri fyrir stuðning Bandaríkjanna. En Bandaríkin munu ekki hætta að styðja Ísrael því þeir geta það ekki. Fæst Arabaríki hafa viðurkennt tilverurétt Ísraelsríkis þannig að ef Bandaríkin hætta að styðja Ísrael þá verða Ísraelsmenn hreinlega réttdræpir á svæðinu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


ÞEIR ERU MÆTTIR AFTUR

ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 69723 07/14

FÁST Í VERSLUN NÆRRI ÞÉR


10

fréttaviðtal

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Ég er intersex Kitty Anderson var greind intersex sem ungbarn og læknar fjarlægðu innri kynfæri hennar. Hún getur ekki eignast börn og verður á hormónameðferð til æviloka. Kitty er formaður nýstofnaðra samtaka intersexfólks á Íslandi, hún vill opna umræðuna og fræða almenning.

Í

praktískum skilningi er ég kona. Ég versla í kvenfataverslunum því sniðin þar henta betur líkamsgerð minni. Ég er kvenleg að sumu leyti en á mér líka karllæg áhugamál. Stundum fatta ég konur betur og stundum fatta ég karlmenn betur. Í heildina samsama ég mig best með öðru intersex fólki,“ segir Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland – nýrra samtaka intersexfólks á Íslandi og aðstandenda þeirra. Intersex er meðfæddur líffræðilegur munur á kyni þar sem ytri eða innri kynfæri eða litningasamstæða samræmast ekki hinum hefðbundnu kynjum.

Innri og ytri kynfæri ósamstæð

Kitty var greind mjög ung, aðeins nokkurra vikna gömul. „Ég fæddist kviðslitin sem er mjög algengt hjá fólki með mitt form af intersex. Ég var skorin upp til að laga það en aðgerðin sem átti að taka rúma klukkustund dróst í marga tíma. Það var þá sem læknar uppgötvuðu innri kynfæri sem voru karlkyns og pössuðu ekki við ytri kynfæri sem eru kvenkyns,“ segir Kitty. Læknar sögðu móður hennar að nauðsynlegt væri að fjarlægja þau vegna krabbameinshættu, sem raunar var stórlega ýkt. Eftir mikinn vandræðagang hjá læknunum við að segja móður hennar frá raunverulegu ástandi dótturinnar fór móðirin að ímynda sér það versta og var henni því í raun eilítið létt þegar henni var loks sagt nákvæmlega hver staðan var. „Auðvitað var þetta áfall fyrir hana. Sérstaklega því hún hafði aldrei áður heyrt um intersex, en henni var létt að heyra að ég gæti lifað tiltölulega eðlilegu lífi, ég gæti gengið og klætt mig sjálf.“

Niðurlægð í krabbameinsleit

Intersexfólk er í raun eins misjafnt

og það er margt, enda er hugtakið svokallað regnhlífarhugtak sem nær yfir fjölda afbrigða. Kitty er greind með CAIS, Complete Androgene Insensitivity Syndrome, sem er ónæmi fyrir andrógeni eða karlhormónum. Hún er með XY-litninga, sem almennt eru tengdir við karlmenn, en algjörlega ónæma andrógen-móttakara sem þýðir að karlhormón hafa lítil áhrif á hana. Vegna þess að innri kynfæri hennar voru fjarlægð þegar hún var ungbarn – nokkuð sem er fæddra barna gert mun sjaldnar í dag á heimsvísu – þá framleiðir hún ekki sjálf kynhormón. Kitty eru intersex getur ekki gengið með barn og þarf að vera á hormónameðferð allt sitt líf. „Eins og staðan er núna fæ ég hormónasprautu hjá hjúkrunarfræðingi á fjögurra vikna fresti. Ég þarf að passa að eiga sprautur og panta tíma hjá lækni til að barn fæðist árlega fá lyfseðla því lyfin eru á Íslandi að meðalsérinnflutt. Í raun er of líttali með óræð ið fyrir mig að fá sprautu á fjögurra vikna fresti og kynfæri. því fer ég í gegnum hormónafall í hverjum mánuði. Það er þó mikill munur að það sé aðeins nokkrir dagar í staðinn fyrir margir mánuðir eins og þegar ég var með hormónaígræðslu. Á nokkurra ára tímabili fór ég yfir 30 sinnum í gegn um tíðahvörf, því það er auðvitað það sem gerist þegar hormónarnir minnka. Hvort sem hormónin eru gefin með nálum, plástrum eða pillum þá er afleiðingin alltaf sú sama ef þeir minnka, maður Kitty Anderson var orðin tólf ára gömul þegfær sömu einkenni og fylgja tíðaar henni var sagt frá því að hún væri intersex hvörfum.“ En því að fá kvenhormen innri kynfæri hennar voru fjarlægð þegar ónagjöf fylgir aukin hætta á því að hún var ungbarn þar sem þau pössuðu ekki fá brjóstakrabbamein og þarf Kitty við ytri kynfæri. Ljósmynd/Birkir Jónsson því að fara í krabbameinsleit árlega. „Það eitt og sér er mjög erfitt. Í eitt af fyrstu skiptunum sem ég fór á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins gerði ritari athugasemdir við hversu ung ég var og ég þurfti að lýsa allri minni sögu fyrir framan fullan biðsal af fólki. Það var mjög niðurlægjandi.“

1,7%

1

Ekki alveg kona

Haust 8

5. - 12. október

Haustlitir í Svartaskógi Vínakrar, kastalar og skógar er nokkuð sem við kynnumst í þessari skemmtilegu ferð til Þýskalands, Frakklands og Sviss. Förum í spennandi og áhugaverðar skoðunarferðir m.a. um Klukkuveginn í Svartaskógi, Heidelberg og Strassburg og ökum um „Vínslóðina“ í Alsace.

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Spör ehf.

Verð: 172.100 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson

Kitty segir mikið þekkingarleysi ríkja meðal heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi þegar kemur að intersex og skortur á sérhæfðri læknisþjónustu. „Ég hef verið í sambandi við stelpur erlendis sem eru með CAIS og hef reynt að fá viðurkennda hér sömu hormónameðferð. Þær sem eru með mitt form af CAIS fá testosterón en þar sem ég á að vera kona fæ ég bara estrógen. Ef innri kynfæri mín hefðu ekki verið fjarlægð hefðu þau framleitt testosterón sem líkami minn hefði að hluta breytt í estrógen. Það er fjarri því að það sé einfalt að ákveða hvers kyns barn er. Ég er ekki alveg kona en flestir líta á mig sem konu. Ég þarf samt ekki læknisþjónustu fyrir konu heldur fyrir intersexmanneskju.“ Á Hinsegin dögum í ár er sérstök vitundarvakning á málefnum intersexfólks en intersex snýst alls ekki um kynhneigð heldur líffræðilegt kyn viðkomandi. Samkynhneigð er ekki algengari meðal intersexfólks en hjá öðrum, flestar intersex konur eru gagnkynhneigðar en Kitty skilgreinir sjálfa sig sem pankynhneigða. „Ég verð skotin í fólki,“ segir hún og það er því persónan sem hún verður hrifin af, óháð kyni. Hún hefur í áratug verið í sambandi með núverandi eiginmanni sínum og aðra

hverja viku býr sonur hans hjá þeim.

Á intersex frænku

Á nokkurra ára tímabili fór ég yfir 30 sinnum í gegn um tíðahvörf. H va ð er inter sex?

Intersex-hugtakið er mjög vítt og nær yfir margs konar ólíkar greiningar. Intersex-ástand er greint á tvennan hátt. Stundum sést að útlit ytri kynfæra samsvarar ekki venjulegum kynfærum karla eða kvenna. Hins vegar, og það er mun algengara, kemur intersex-ástand í ljós með kynlitningagreiningu, til dæmis þegar fólk leitar til læknis vegna ófrjósemi. Fólk með óræð ytri kynfæri er því bara hluti af þeim margbreytilega hópi sem er intersex. inter sex Ísl and

Samtökin funda fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði í nýju húsnæði Samtakanna 78 á Suðurgötu 3. Netfang samtakanna er intersex@samtokin78.is og ný vefsíða er Intersex.samtokin78.is

Það var ekki fyrr en Kitty var tólf ára gömul þegar móðir hennar og læknir sögðu henni frá því að hún væri intersex og hvað fælist í því. „Ég viðurkenni að fyrst á eftir missti ég traust á móður minni. Þarna voru þau að segja mér hluti um sjálfa mig sem aðrir vissu löngu á undan mér. Ég hef síðan búið við mjög gott stuðningsnet og það er því að þakka að ég hef komið tiltölulega heil út úr þessu.“ Seinna eignaðist Kitty frænku sem hefur verið greind intersex. „Eftir legvatnsástungu var hún greind sem heilbrigt karlkyns barn með XY-litninga en síðan fæddist stúlka. Því hefur aldrei verið haldið leyndu fyrir henni að hún er intersex og við fjölskyldan höfum gefið henni tólin til að tala um þetta þegar hún vill og þarf.“ Sumir sem eru intersex eru greindir strax sem ungbörn, aðrir þegar þeir verða kynþroska eða jafnvel á fullorðinsárum þegar fólk leitar sér aðstoðar vegna frjósemisvandamála. Sumir eru aldrei greindir. Kitty hefur tekið þátt í alþjóðlegu starfi intersexfólks og heldur því áfram sem formaður Intersex Ísland. „Ég mæli með því að intersex fólk hitti aðra sem eru intersex og að intersex börn séu frá upphafi upplýst um stöðuna. Það gefur manni ótrúlega mikið að upplifa sig ekki sem einangraða heldur sem hluta af hópi. Það er ómetanlegt að vera ekki ein. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


9.995 kr.

NýTT

lampi 59.900 kr.

í verslun Tibet-púði

mynd 34.995 kr.

sófi 199.900 kr.

Ljósblár púði. Ull. 40 x 40 cm. Til í fleiri litum. 9.995 kr.

14.900 kr.

sófaborð 129.900 kr.

Aros-stóll

Poppy-sófi

Borðstofustóll. Svartur með svörtum fótum. Fæst einnig í fleiri litum. 14.900 kr.

Þriggja sæta sófi með mjúku Step-áklæði. L 240 cm. 199.900 kr. Edge-sófaborð úr gegnheilli, lakkaðri eik. L 164 x B 64 cm. 129.900 kr. Matrikel-mynd. 60 x 80 cm. 34.995 kr. Gooseneck-gólflampi. 59.900 kr.

24.995 kr.

795 kr./stk.

11.995 kr.

39.900 kr.

Musco-ábreiða

Polar-skrifborð

Blá prjónuð ábreiða. 130 x 170 cm. Ýmsir litir. 11.995 kr.

Skrifborð með glerplötum og stálfótum. 65 x 125 cm. 39.900 kr.

4.995 kr.

22.995 kr.

9.995 kr.

Salis-veggklukka

Longhorn

Twist grå-vegglampi

Svört og hvít veggklukka. 31 cm. 4.995 kr.

Hauskúpa með hornum. 64 cm. 22.995 kr.

Vegglampi. 13 cm. Grár, grænn eða gulur. 9.995 kr.

1.995 kr.

7.995 kr.

995,-

& eða @ viskastykki

Stuff-geymslupoki

Trofeum-veggstytta

Laxabeygla

Hvítt viskastykki með svörtu tákni. 50 x 70 cm. 795 kr.

Lítill geymslupoki. 30 x 30 cm. 1.995 kr.

Hvítt hestshöfuð. 15 cm. 7.995 kr.

Reyktur lax, egg, graflaxsósa og salatblanda. 995,-

Smooth lysblå-loftljós

Coathook black-snagi

Ø 18 cm ljósblátt loftljós. Til í fleiri litum. 24.995 kr. Gólflampi. 34.995 kr. Borðlampi. 29.995 kr. Vegglampi. 29.995 kr.

Þrjár mismunandi gerðir. 4 cm. 795 kr./stk. 6 cm. 995 kr./stk. 8 cm. 1.195 kr./stk. Fæst einnig með gylltu munstri.

795 kr.

Mikið úrval af viskastykkjum

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30


12

úttekt

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Ísland í 9. sæti á Regnbogakortinu 100%

Fullt jafnrrétti og mannréttindi virt í hvívetna

95% 90% 85% 80% 75% 70% 65% 60% 55% 50% 45%

Stóra-Bretland Belgía Spánn Holland Noregur Portúgal Svíþjóð Ísland, Frakkland Danmörk Malta Króatía, Þýskaland Ungverjaland Austurríki Svartfjallaland Finnland

40% Albanía

5%

Tékkland, Eistland, Slóvenía Írland Grikkland, Slóvakía Búlgaría, Serbía Sviss Lúxemborg, Pólland, Rúmenía Georgía Ítalía Litháen Andorra Bosnía, Kýpur, Lettland Lichtenstein Kosovó, Moldavía Hvíta-Rússland, San Marínó, Tyrkland Makedónía Úkraína Mónakó Armenína Aserbaídsjan Rússland

0%

Gríðarleg mannréttindabrot og misrétti

35% 30% 25% 20% 15%

Áfangar í réttindabaráttu á Íslandi 1978 Samtökin ´78 stofnuð. Þeim var meinað að auglýsa í útvarpi með orðunum hommi eða lesbía. 1992 Alþingi samþykkir ein lög um samræðisaldur, óháð kynhneigð.

65% Svíþjóð 35% Eisland

34% Írland

82% StóraBretland

2006 Réttur samkynhneigðra og gagnkynheigðra til ættleiðinga varð sá sami.

35% Tékkland

18% Lichtenstein 29% Sviss 10% Mónakó

21% Andorra 67% Portúgal

73% Spánn

28% Pólland

56% Þýskaland

28% Lúxemborg 64% Frakkland

22% Litháen 14% Hvíta-Rússland

64% Holland 78% Belgía

2000 Stjúpættleiðingar samkynhneigðra para lögleiddar.

6% Rússland

20% Lettland

60% Danmörk

1996 Lög um staðfesta samvist taka gildi.

2008 Prestum og forstöðumönnum trúfélaga heimilt að staðfesta samband samkynhneigðra.

45% Finnland

31% Slóvakía

12% Úkraína

52% 17% 54% Austurríki Moldavía Ungverjaland 35% 28% Slóvenía 56% Rúmenía Króaatía 14% 30% 20% Serbía San Marínó Bosnía 17% 30% 47% Kósovó Búlgaría Svartfjallaland 25% 13% 38%Makedónía Ítalía Albanía

2010 Alþingi samþykkir ein hjúskaparlög, óháð kyni.

26% Georgía

31% Grikkland

2012 Alþingi samþykkir lög sem tryggja réttarstöðu transfólks.

57% Malta

14% Tyrkland

20% Kýpur

PIPAR\TBWA • SÍA • 133146

10%

Evrópusamtök hinsegin fólks (ILGA- Europe) birta árlega úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Staða hinsegin fólks er afar mismunandi milli Evrópuþjóða. Samkvæmt úttektinni í ár er hún best í Bretlandi – þriðja árið í röð – en verst í Rússlandi. Evrópukort ILGA kallast Regnbogakort en því er ætlað að endurspegla lagalega stöðu hinsegin fólks, úttekt á stefnu stjórnvalda á sviði jafnréttismála, aðgerðir stjórnvalda 64% Ísland gegn mismunun, hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki. Kortið tekur til 49 landa og gefin er einkunn á skalanum 0-100. Samkvæmt úttektinni hlýtur Ísland 64 stig af 100 möguleikum og er í níunda sæti í Evrópu, 68% Noregur á pari við Svíþjóð og Frakkland. Réttarstaða hinsegin fólks á Íslandi hefur tekið framförum frá síðustu mælingu en þá hlaut Ísland 56 stig og var í tíunda sæti. Staða hinsegin fólks í Evrópu er mjög misjöfn og fær Bretland hæstu einkunnina, 82 en Rússland fær sex stig.

Bambo Nature

Umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar bleiur

Sölustaðir Bambo Nature

Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega.

Bambo Nature – er annt um barnið þitt.

9% Armenía 7% Aserbaídsjan


ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –


14

viðhorf

Helgin 8.-10. ágúst 2014

LóABOR ATORÍUM

LóA hjáLMTýsdóTTiR

- Samkvæmt 840.000 notendum GoodReads!

Framhald Divergentkvikmyndarinnar!

Önnur bókin í hinum geysivinsæla Divergent-bókaflokki er nú komin út í kilju. Fæst hjá öllum betri bóksölum!

Jákvæðum samfélagsbreytingum fagnað www.bjortutgafa.is

Glútenlaust, góðan daginn!

Réttur allra skal vera sá sami

Í

Í þjóðfélagsumræðu hérlendis er mönnun heldur tamt að gagnrýna það sem miður fer en horfa síður til þess sem vel hefur tekist og hróss er vert. Meðal helstu jákvæðra samfélagsbreytinga hér á síðustu árum er afstaða löggjafans og almennings til samkynhneigðra. Barátta þeirra – og fjöldamargra annarra – hefur skilað Íslandi í fremstu röð þjóða hvað almenn mannréttindi varðar. Mikil þróun hefur orðið á síðastliðnum árum á réttarstöðu samkynhneigðra í þjóðfélaginu, hvort sem er á sviði löggjafar eða í samfélagslegu ljósi. Þá hefur mikil breyting orðið á viðhorfum almennings og dregið hefur úr fordómum. Jónas Haraldsson Þessari þróun ber að fagna og það er markmið Hinsegin jonas@frettatiminn.is daga, sem staðið hafa frá þriðjudegi og ná hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag, að gleðjast yfir þeim áföngum sem náðst hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna sýnileika þeirra. Hinsegin dagar hafa vaxið hratt og undanfarin ár hafa samkynhneigðir, fjölskyldur þeirra og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborg Reykjavíkur og endað með útitónleikum. Slík hefur þróunin verið að nú eru Hinsegin dagar ein af þremur stærstu útihátíðum þjóðarinnar með um eða yfir sjötíu þúsund þátttakendum ár hvert. Hátíðin hefur því breyst úr eins dags hátíð, eins og hún var þegar um 1500 manns komu saman á Ingólfstorgi árið 1999, í það að vera sex daga samfelld menningarhátíð. Þótt meginmarkmið göngunnar sé gleði yfir þeim sigrum sem náðst hafa er markmið Hinsegin daga líka að stuðla að umfjöllun um menningu og sögu hinsegin fólks og minna á þau réttindi sem enn hafa ekki náðst í baráttu þess, hvort heldur er hérlendis eða erlendis. Straumhvörf urðu í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar Alþingi ályktaði í annað sinn, í maí 1992, um málefni sam-

kynhneigðra. Þingsályktunartillagan var samhljóða tillögu frá 1985 og var hún flutt af fulltrúum allra stjórnmálaflokka en með henni lýsti Alþingi yfir vilja sínum til þess að tryggja að misrétti gagnvart samkynhneigðum ætti sér ekki stað. Margir áfangar hafa náðst síðan og má fullyrða að eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra hafi verið stigið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um alla. Með þeim breytingum féllu lög um staðfesta samvist úr gildi en í lögunum segir að þau gildi um hjúskap „tveggja einstaklinga“ en ekki „karls og konu“ eins og áður. Lögin gilda því um hjúskap allra, burtséð frá kyni eða kynhneigð. Fyrir tveimur árum voru síðan samþykkt lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáráttunarvanda en lögin eru þau fyrstu hér á landi sem varða réttarstöðu transfólks og kveða einkum á um úrbætur sem lúta að stjórnsýslu og málsmeðferð, tilhögun kynleiðréttingar og nafnabreytingar í þjóðskrá. Þrátt fyrir miklar úrbætur og breytt viðhorf eimir enn eftir af fordómum í garð hinsegin fólks. Því vekja Samtökin 78 athygli á, nú í tengslum við Hinsegin daga og gleðigönguna „hatri sem enn viðgengst í garð hinsegin fólks, einkum og sér í lagi á netinu.“ Samtökin segja að undanfarið hafi borið á röddum fólks sem telji réttindabaráttu hinsegin fólks formlega lokið og að lítil þörf sé á samtökum eða réttindabaráttu til handa hinsegin fólki „af því að við höfum það svo gott á góða Íslandi.“ Samtökin 78 telja sannarlega ekki nóg komið og vilja draga fram í dagsljósið „þær athugasemdir sem beinast gegn hinsegin fólki, ekki síst í athugasemdakerfi fréttamiðla.“ Gegn hvers konar fordómum og illmælgi skal berjast – en ekki síst fagna með þátttöku í gleðigöngunni á laugardag þeim sigrum sem hafa unnist og áföngum sem náðst hafa í jöfnun réttinda allra, hvort heldur er hérlendis eða erlendis enda eru réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks mjög mismunandi eftir löndum – og sums staðar afar takmörkuð.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Vaxtalausar raðgreiðslur í tólf mánuði!

25%

22%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

kaffivélar, brauðristar, blandarar, töfrasprotar, hraðsuðukönnur, straujárn, espressovélar o.m.fl.

þvottatæki, kæliskápar, ofnar, helluborð, viftur, gufugleypar, ryksugur o.m.fl.

Allar vörur á SPARIDÖGUM frá LW60260

Þvottavél

6 kg ·1200 sn/mín

135.900

TILBOÐSVERÐ

106.000

T76280AC

Þurrkari

8 kg ·barkalaus/rakaskynjara

149.900

TILBOÐSVERÐ

116.900

Jamie Oliver

TILBOÐSVERÐ Á KÆLI- OG FRYSTISKÁPUM

POTTAR&PÖNNUR

Úrval Samsung kæli- og frystiskápa á Sparidaga verði. Dæmi: 178 78 cm hár hvítur skápur = Kr. 136.900

TÆR SNILLD!

á Sparidögum: 119.900

Treystu Samsung til að framleiða afburða uppþvottavélar uppþvottavélar. Verð frá kr. 142.900

á Sparidögum: 119.900

AEG ofnar og helluborð

Þvottavélar frá: 71.920 Þurrkarar frá: 75.920 Uppþvottavélar frá: 71.920 Kæliskápar frá: 72.000 Eldavélar frá: 95.920

Topp vara á frábæru verði!

Stilltu á hámarks gæði.

SAMSUNG-SETRIÐ ER HLUTI AF ORMSSON EHF.

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · ormsson.is ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500

SR · BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

SÍÐUMÚLA 9 · SÍMI 530 2900 · samsungsetrid.is ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 3333

3.5% lántökugjald

Það er at, það er annríki og það er gaman á Ormsson lagernum á SPARIDÖGUM - allt í þína þágu.


16

viðtal

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Afríkubaslið styrkti hjónabandið Þar sem þeir Guðmundur Þorvarðarson og Vilhjálmur Guðjónsson stóðu inni á hótelinu sem þeir höfðu keypt, Greyton Lodge í bænum Greyton í Suður-Afríku, varð þeim ljóst að ekkert yrði af markmiðum þeirra, enda segir máltæki í Afríku að ef eitthvað getur farið illa, þá fer það illa. Núna, tíu árum, tveimur hjartaáföllum og einu heilablóðfalli síðar eru þeir komnir heim.

A

litaða fólkið þjónustufólk hvítra, reyndar bara eins og þrælar þeirra, en svartir telja þá hafa verið handbendi hvíta mannsins. Litaða fólkið segir að þeim hafi fundist lífið betra meðan aðskilnaðarstefnan ríkti. Fátæktin þarna er ekki mælanleg samkvæmt íslenskum staðli, þetta fólk átti ekkert. Það var ekki til matur, ekki stólar og borð, ekki rúm. Þau búa í skúrum sem líkjast helst spýtnakofum sem íslensk börn smíða á leikskólanum á sumrin. Þar sofa þau í hrúgu á gólfinu.“ Það sést á andlitum þeirra hversu mikið tilhugsunin fær á þá. Slíkt hið sama verður ekki sagt um hina tvo sambýlingana á heimilinu á Bræðraborgarstíg. Meðan Franz syngur hástöfum liggur Frímann í fangi mér og lygnir aftur augunum. Franz er kanarífugl og Frímann chihuahua hundur. „Við vissum af fátækt á þessu svæði, því ári áður en við fluttum út áttum við samtöl við kennara í skólum til að athuga hvernig aðstæður til menntunar væru; hvort samfélagið væri að styrkja skólana. Mörg börn gátu ekki farið í skóla, því heimilin áttu ekki peninga fyrir bókum og foreldrar oft ólæsir og óskrifandi. Mörg barnanna þurftu að ganga kílómetra leiðir að næsta skóla. Allt okkar starfsfólk bjó í fátækrahverfi skammt frá Greyton og það kom í ljós að það vantaði mikið hjá þeim; það var ekkert rafmagn, gluggar voru brotnir, ekki heitt vatn og laskaðar hurðir, þannig að hjálparstarfið okkar hófst bara á degi eitt.“

fríkuævintýri og hótelrekstur Guðmundar Þorvarðarsonar og Vilhjálms Guðjónssonar þar var þeim mikil lífsreynsla en styrkti um leið hjónaband þeirra og ást, þrátt fyrir ýmis áföll.

Sturtuvatn eða kaffi?

„Það beið okkar svo sem tilbúið hótel með fimmtán starfsmönnum en það kom í ljós að það vantaði allan innri strúktúr, svo miklar endurbætur hófust strax. Úr sturtunni kom yfirleitt ekki vatn og ef það kom vatn var það dekkra á litinn en svart kaffi. Við settum hreinsibúnað á allt vatnsinntak á hótelinu þannig að vatnið varð hreint. Rafmagnsmálin voru í ólestri nánast öll árin því línurnar til þorpsins þjónuðu í raun ekki rafmagnsnotkun íbúanna, hvað þá heilu hóteli. Um helgar þegar mikið var af gestum og eldavélar á fullu allan daginn þá var svo lítil spenna á rafmagninu að ég vissi nákvæmlega hvaða hlutar hótelsins gætu verið rafmagnslausir. Ég var orðinn meistari í öryggistöflunni; vissi nákvæmlega hvaða öryggi ætti að slá út ef það voru tónleikar,“ segir Guðmundur hlæjandi. „Það var ekki mjög góð kynning fyrir hótelið að vera með tónleikahald, hundrað gesti eða fleiri og svo fór rafmagnið af í miðju lagi.“

Sumir sakna aðskilnaðarstefnunnar

Greyton er lítið fjallaþorp þar sem búa um 1.500 hvítir. Þeir telja að trúlegt sé að litaða fólkið í fátæku þorpunum hafi verið frá 10-12 þúsund, en oftast þegar spurt var um íbúafjölda voru svörin einungis um fjölda hvítra. „Litaða fólkið átti ekki upp á pallborðið, það hafði litla möguleika á atvinnu eða menntun. Það er ekki af ættbálki þannig að það er skörinni lægra en svarta fólkið. Meðan aðskilnaðarstefnan ríkti var

Kreppan á Íslandi teygði anga sína til S-Afríku

„Markmið okkar með hótelkaupunum var að reka hótelið í tíu ár, fyrstu fimm árin við byggja það upp og markaðssetja og svo ætluðum við koma rekstrinum meira yfir á starfsfólk og nota þá tímann okkar meira í hjálparstarf, borga til baka í þakklætisskyni og gera eitt-

Vilhjálmur Guðjónsson og Guðmundur Þorvarðarson mættu mótlæti í Suður-Afríku en það styrkti hjónaband þeirra. Ljósmynd/ Teitur

t

rems – fyrst og f

ódýr!

1998

kr. kg

Krónu kjúklingab

ringur

„Nokkrum mánuðum síðar fór ég aftur að finna til og það þurfti að hjartaþræða mig aftur.“ „Og ég staðgreiddi,“ segir Villi brosandi. „Nokkrar milljónir og þar fór varasjóðurinn okkar.“

hvað gott fyrir aðra,“ segir Villi. „En það breyttist allt á fyrsta degi. Við vorum allt í einu komnir með fimmtán manns sem við höfðum „ættleitt“ ásamt fjölskyldum þeirra. Við bárum ábyrgð á þeim. Sem atvinnurekendur vorum við líka bankinn þeirra, fólkið fékk lán hjá atvinnurekendum, sjúkratryggingar og jarðarfarir, allt kom inn á borð til okkar. Eftir því sem tíminn leið varð fjárhagur okkar verri og verri. Einu ári eftir að kreppan skall á hér á Íslandi hurfu 40% hótelgesta og 100% ráðstefnugesta. Ráðstefnur voru mikilvægar í rekstrinum og því mikið áfall að missa öll þessi viðskipti.“

Úr pallbíl í limmósínu

En það var ekki nóg með að þeir þyrftu að vera hótelstjórar, kokkar, vinna í þvottahúsinu og elda matinn því oft vantaði starfsfólk: „Við þurftum að sækja starfsfólkið og keyra það heim þrisvar á dag. Fyrrverandi eigendur áttu pallbíl og sóttu starfsfólkið á pallinn eins og rollur að okkar mati. Þar stigu niður fallegar stúlkur og konur í mjallahvítum búningum sem voru orðnir brúnir af rykinu frá vegunum. Okkur fannst þetta niðurlægjandi. Hótelinu fylgdi ónýtur bíll svo fyrstu dagana hjóluðum við í matvöruverslunina eða gengum. Þá kom til okkar elskulegur kunningi okkar og sagði að það væri ómögulegt að hóteleigendurnir ættu ekki bíl og lánaði okkur lengdan Jagúar, þannig að frá því að hoppa skítugt ofan af pallbíl, ferðaðist starfsfólkið með limmósínu. Það tók langan tíma að byggja upp traust til okkar, en þegar traustið var komið, þá vorum við komnir með mjög sterkan kjarna sem stóð við bakið á okkur. Í fyrstu áttum við

von á öllu, starfsfólkið reykti maríjúana í vinnunni, viðgerðarmaðurinn datt svo oft í það að hann datt og braut sig og datt enn eina ferðina í það í tilefni af því. Þvottakonan okkar gekk út á miðjum vinnudegi og kom mörgum vikum síðar til að segja okkur að hún væri ekki hætt, hún væri bara þunglynd og kæmi seinna.“

Með súpueldhús í fátækrahverfi

„Við veltum fyrir okkur hvað við gætum gert til að láta gott af okkur leiða og ákváðum að fara af stað með súpueldhús fyrir fátækustu börnin í næsta þorpi. Við vorum með heita súpu í hádeginu á laugardögum og kjötkássu á sunnudögum. Kona, sem hafði unnið í þvottahúsinu á hótelinu og bjó í Heuwelkroon sem var fátækasta hverfið rétt utan við Greyton, bauð okkur að hafa þetta heima hjá sér. Ástæðan fyrir því að þetta var bara um helgar var sú að börnin fá mat í skólanum en um helgar var engan mat að fá heima. Það voru eingöngu börn sem komu og sóttu mat, sum reyndar báðu um fyrir ömmu sína og afa, sem var velkomið. Þau fengu þá tíu skammta og roguðust með þetta heim. Sum þeirra gengu marga kílómetra til að fá mat. Það hafði mjög mikil áhrif á okkur.“

„Bói! Bói! Bói!“

Til að útskýra það sem á eftir kemur, er Guðmundur kallaður Bói: „Súpupottarnir voru settir inn í skottið á Land Rover jeppa og það var svo mikill hávaði í honum að þegar við nálguðumst fátækrahverfið heyrðist kallað úr öllum áttum: Bói, Bói! Börnin vissu hvaða bíll var að koma og hvað væri í bílnum. Þau birtust alls staðar, bak við hóla og Framhald á næstu opnu


Berberi franskar andabringur

Lamba prime

3398 3798

rum

e Við g

a

meir

3598 3998

þig fyrir

kr./kg

kr./kg

kr./kg

kr./kg

ðar i e n as Lax

8 9 116498

kg kr./

kg kr./

Lax í heilu

1198 1398

kr./kg

kr./kg

Grill

Grísakótilettur

1298 1598

sumar!

kr./kg

kr./kg

Helgartilboð! Bakað á staðnum

Baguette

219 279

kr./stk.

kr./stk.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

MS kryddsmjör m/hvítlauk eða m/jurtakryddi, 100 g

Ömmu kleinur, 10 stk.

kr./pk.

kr./pk.

10s0%afi

Floridana Heilsusafi, 1 lítri

229 265

379 455

kr./stk.

kr./stk.

229

Lion Bar King size

169

kr./pk.

Maxí ostapopp

kr./stk.

198

kr./pk.

Frugt jarðarber, 400 g

279

Frugt mango, 500 g

kr./pk.

kr./pk.

Toppur án bragðefna, 4x2 lítrar

Maxí popp

159

329

kr./pk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

476

kr./kippan


Haust

2014

18

viðtal

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Nýjar vörur frá Loka dagar útsölunnar allar útsölu vörur með

50% afsl Iana Reykjavík Markmiðið með hótelkaupunum var að reka það í tíu ár.

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Nýr og speNNaNdi mat seÐill

tapashúsid bordpaNtaNir í síma 512-8181

Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is

Guðmundur fór í jólasveinabúning og skellti að sjálfsögðu á eftir sér öllum hurðum, enda Hurðaskellir mættur til Afríku. Hann las svo fyrir börnin og kynnti þau fyrir Grýlu, Leppalúða og Jólakettinum.

Við vorum með brúðkaupsveislur. Oft voru 200 gestir í þeim veislum.

hæðir: „Bói! Bói!“ Þau tróðu sér inn í bílinn og stundum voru 20 krakkar í jeppanum! Sjónin sem sló mig mest var tæplega ársgamall strákur, berfættur með bleiu sem kom gangandi upp bratta brekku að húsinu þar sem súpan var. Hann hélt á matarílátinu sínu, alvarlegur á svip og það var greinilega lífsins mál að fá mat. Hann brosti ekki og sagði ekki orð.“ „Ég hafði líka gaman af því að heita Bói einhverjar helgar þegar Guðmundur var veikur,“ segir Villi. „Þá fór ég með súpupottana og upplifði þessi hundruð radda: „Bói,Bói!“

Fátækrabyggðir fyrir aftan hóla

Þeir segja það hafa verið ótrúlega upplifun að uppgötva að fátækraþorpin eru alltaf staðsett handan við hæð svo hvíta fólkið þurfti ekki að sjá þau. „Þegar aðskilnaðarstefnan var sett á var litaða fólkið rekið úr húsum sínum og búin til ný byggð fyrir það. Margt hvítt fólk hafði aldrei komið í fátækraþorp þótt það væri í göngufæri við þau. Bresk vinahjón okkar sem búa í Greyton komu oft til okkar og einu sinni fórum við með þau í fátæka þorpið og konunni féllust hendur. Hún hafði búið í SAfríku í fimmtán ár og hafði ekki hugmynd um aðstæður margra.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 1 6 5 4

MURE

Svona var sumt fólk algjörlega ómeðvitað um ástandið áratugum saman. Við erum þó mjög þakklátir öllum þeim Íslendingum sem komu á hótelið með fatnað fyrir börnin og aðra hluti sem komu sér vel.“

Tvö hjartaáföll...

Það var ekki nóg með að þeir þyrftu að bogra við vinnu fyrir hótelið alla daga ársins, heldur settu alvarleg veikindi stórt strik í reikninginn. Guðmundur fékk hjartaáfall. „Ég man vel hvað eða réttara sagt hver leysti úr læðingi fyrsta hjartaáfallið,“ segir Guðmundur kíminn á svip. „Það var stúlka sem vann í þvottahúsinu hjá okkur. Ég hafði haldið verndarhendi yfir henni því satt að segja var ég pínu skotinn í henni! Við höfðum ekki getað þvegið fötin af okkur í þvottavél í hálfan mánuð, því vélarnar voru í stöðugri notkun. Einn morguninn sá ég að þurrkarinn var í gangi, leit inn í hann og sá að þetta voru fötin hennar. Það fauk svo illa í mig að ég fékk hjartaáfall! Um nóttina var ég með mikinn verk í handlegg og daginn eftir fórum við til læknisins í þorpinu sem tók hjartalínurit og sagði Villa að keyra mig strax á sjúkrahús því ekki mætti tæpara standa. Sjúkrahúsið í Somerset West er í klukkustundar fjarlægð frá Greyton og ég var kominn í hjartaþræðingu 12 mínútum

eftir að við komum þangað. Þetta var einkaspítali, mjög flottur og allt mjög vel skipulagt. Nokkrum mánuðum síðar fór ég aftur að finna til og það þurfti að hjartaþræða mig aftur.“ „Og ég staðgreiddi,“ segir Villi brosandi. „Nokkrar milljónir og þar fór varasjóðurinn okkar.“

...og eitt heilablóðfall

En sjúkdómum var ekki lokið. „Ég vaknaði að nóttu til og var alveg lamaður frá hálsi og niður úr,“ segir Guðmundur. „Danskur læknir sem var í þorpinu kom og áttaði sig fljótt á hvað hafði gerst. Villi fór með mig á sjúkrahúsið í Caledon, þar sem voru bara litaðir og ég! Þar var ekkert gert, ég var bara geymdur þar. Svo kom í ljós að þetta hafði verið gúlpur í heila sem hafði sprungið og ég gat gengið strax daginn eftir. Það var gott hjá Villa að skutla mér bara á fátækrasjúkrahúsið því það var ókeypis, enda var ekkert gert, heldur bara haft eftirlit með mér.“

Hörkunám í að vera manneskja

Þetta bakslag gerði það að verkum að strax árið 2007 settu þeir hótelið á sölu og vildu komast heim. Enginn sýndi því áhuga að kaupa. En sáu þeir aldrei eftir að hafa farið út í þetta?

Framhald á næstu opnu

SPENNANDI HUGMYNDIR VERÐA AÐ VERULEIKA Startup Reykjavík verkefnið er í fullum gangi. Tíu sprotafyrirtæki þróa hugmyndir sínar með aðstoð frá Arion banka og Klak-Innovit.

Inspiral.ly

Fylgstu með á www.startupreykjavik.com og á Facebook.com/StartupReykjavik. ViralTrade

Authenteq

Boon Music


esprit.com

20% afmælisafsláttur Þökkum frábærar móttökur

- gildir af nýjum vörum dagana 8.-10. ágúst

SMÁRALIND


20

viðtal

Helgin 8.-10. ágúst 2014

„Jú,“ segir Guðmundur „ég sá oft eftir því. Kvíðinn kom út í líkamlegum verkjum. Ég kveið því þegar við fengum staðfestingargjald á gistingu frá viðskiptavinum sem ætluðu að koma eftir hálfan mánuð að við yrðum búnir að loka hótelinu þegar þeir kæmu. Þeir peningar fóru auðvitað í daglegan rekstur, annað höfðum við ekki. Það var oft sagt við okkur: Af hverju skiljið þið bara ekki lyklana eftir á hótelinu og farið? Jesús Pétur! Ísland nýbúið að velta svo illa á hliðina að illa var um okkur rætt sem Íslendinga og við ætluðum ekki að stinga af frá skuldum. Ég fann aldrei fyrir uppgjöf og eftir á að hyggja hefði ég ekki viljað missa af þessu. Þetta var ótrúlega mikil reynsla á samþjöppuðum tíma, þetta var eins og að hafa verið í hörkuskóla um það, hvað það er að vera manneskja.“ Vilhjálmur tekur undir þetta: „Við höfðum ekkert val. Við fluttum með okkur frá Íslandi allt sem við áttum og ævistarfið okkar var fast þarna í steypu. Við áttum því ekki hótelið, hótelið átti okkur! Það sem hélt okkur úti var vonin um að geta selt hótelið og fá eitthvað fyrir ævistarfið.“

„Payback“ tími runninn upp

„Fólkið í Suður-Afríku er mun glaðlyndara en Íslendingar. Litaða fólkið er sérlega glatt fólk, hefur góða kímnigáfu og er æðrulaust. Hvíta fólkið sem við kynntumst var flest í hjálparstörfum. Tíminn eftir aðskilnaðarstefnuna heitir „Payback“ tími, og hvíta fólkið sættir sig við það. Margir vina okkar studdu fólk fjárhagslega, útvegaði því vinnu, margir fóru í skólana og kenndu ensku eða afrikaans, styrktu börn til að kaupa

Fyrir utan ástina og kærleikann ríkir djúp vinátta milli okkar. Ljósmynd/Teitur

Allt fyrir Hinsegin daga

Kjötbollur og skandinavískt hlaðborð

s ra n

a

r

b lö ðr

u r,

fá n a ...o

,k l e n g j u r, h at t a r

skólabúninga og bækur. Mér finnst fólkið í SuðurAfríku lifa meira í núinu. Hlutirnir hafa breyst mjög mikið, á þessum tæpu tíu árum sem við vorum þarna. Þegar við vorum að flytja heim var það líka sumt hvíta fólkið sem átti ekki neitt, átti ekki fyrir mat, bjó við rafmagnsleysi, átti ekki fyrir lyfjum og fór ekki til læknis. Kreppan í heiminum virðist vera að jafna út bilið milli ríkra og fátækra. Nú er það þannig að hvítt, ómenntað fólk á erfitt með að bjarga sér.“

g m a rg t f l ei r a !

Partýbúðin Faxafeni 11 Sími 534-0534

Þeir segja mér af hópum sem hafi komið á hótelið. Einn þeirra var karlahópur sem kom alla mánudaga öll árin sem þeir ráku hótelið og eftirlætisréttur þeirra var íslenskar kjötbollur í brúnni sósu. „Mér tókst að búa til ágætis íslenskt kjötfars og gestunum líkaði maturinn vel,“ segir Villi. „Eitt sinn höfðum við „skandinavískt“ hlaðborð, því starfsfólkið sem átti að sjá um matinn hafði annað hvort dottið í það eða látið sig hverfa úr vinnunni. Við vitum nú ekki alveg hversu skandinavískt þetta var, en það vakti alla vega lukku! Stærsti hluti viðskiptavina okkar var frá Höfðaborg, aðallega Hollendingar og Bretar, enda er saga Suður-Afríku samofin þessum þjóðum.“ „Við vorum með brúðkaupsveislur, tjölduðum í garðinum og skreyttum allt hátt og lágt. Oft voru 200 gestir í þeim veislum. Við fengum tónlistarmenn, myndlistarmenn sýndu verk sín og ráðstefnugestir héldu okkur á floti. Við vorum með veitingastað fyrir 80 manns innandyra sem gekk þokkalega.“

Hurðaskellir í Afríku

Þeir ákváðu að gefa ekki hvor öðrum jólagjafir. Þess í stað buðu þeir yngstu árgöngum barna úr skóla í fátækrahverfinu að koma á hótelið og læra um íslensk jól: „Þá fór Guðmundur í jólasveinabúning og skellti að sjálfsögðu á eftir sér öllum hurðum, enda Hurðaskellir mættur til Afríku. Hann las svo fyrir börnin upp úr jólasveinabókinni með teikningum eftir Brian Pilkinton, og kynnti þau fyrir Grýlu, Leppalúða og Jólakettinum. Það var gaman að heyra í þessi tíu ár börnin segja „búh,búh“ þegar myndin af Grýlu birtist. Svo fengu þau pylsur, gos og ís en aðal skemmtunin var að fá að leika sér í sundlauginni því þetta var heitasti tími ársins.“ Guðmundur bætir við og segir að með skólabörnunum og börnum starfsfólks þeirra hafi verið um 130 börn hver jól: „Svo nú þekkja kynslóðir í litlu þorpi í Suður-Afríku íslenska jólasiði.“

,,Hve hjörtum manna svipar saman...“

SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS

KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164

Hvað lærðuð þið helst af þessari lífsreynslu? „Auðmýkt og þakklæti,“ svarar Guðmundur. „Fjölmenningarsamfélagið í Afríku kenndi okkur hversu líkt mannfólkið er hvort sem það er fátækt eða ríkt, svart eða hvítt. Það eru sömu áhyggjur og sama gleði. Búsetan kenndi okkur að við fæðumst öll eins og deyjum öll eins.“ „Ég sakna samkenndarinnar sem ríkir í þessu litla þorpi,“ segir Vilhjálmur. „Þegar Guðmundur fór í

gegnum veikindin var endalaust bankað hjá mér, allir vildu vita hvernig honum liði, báðu fyrir honum, sendu baráttukveðjur og spurðu hvort þeir gætu gert eitthvað fyrir okkur.“

Loksins, loksins!

Eftir að hafa reynt að selja hótelið í sex ár breyttist allt á einum degi. Þrjú tilboð bárust. „Ég segi að sem betur fer hafi verið kippt í þræðina,“ segir Guðmundur. „Ég er viss um að þetta hafi gerst fyrir tilstilli bæna vina og vandamanna auk þess sem fólkið „uppi“ hjálpaði til.“ „Maðurinn sem keypti hótelið hafði aldrei séð það,“ segir Villi hlæjandi. „Sonur hans kom að skoða og við höfðum ekki miklar væntingar til að það gengi upp – en í sömu ferð skoðaði sonurinn þrjú hús og pabbinn keypti hótelið og þrjú hús óséð! Þetta er fín Búa Afrikaans (Búar eru hollenskir landnámsmenn) fjölskylda, allt gekk upp og við erum góðir vinir.“ Þeir dvöldu í Greyton í hálft ár eftir söluna. Vilhjálmur aðstoðaði á hótelinu og setti nýja eigandann inn í málin, enda höfðu hann aldrei komið nálægt svona rekstri. Guðmundur vann í pappírunum sem fylgja því að flytja milli landa. „Það var bara vindurinn beint í bakið til stuðnings frá vinum okkar þegar við komum heim. Í fyrsta skipti í tíu ár gekk allt í einu allt upp. Við skoðuðum þrjár íbúðir og keyptum eina þeirra daginn eftir, þrátt fyrir að peningarnir frá Afríku væru ekki komnir.“ Nema kannski það að fá vinnu? „Ég sótti um hjá um það bil eitt hundrað fyrirtækjum og fékk varla svar til baka,“ segir Villi. Guðmundur sótti um vinnu í blómabúð og fékk ekkert svar. „Ég var að segja vini okkar, Árna Einarssyni, frá því að ég væri greinilega orðinn of gamall til að fá vinnu í blómabúð. Árni segir mér þá að hann og maðurinn hans, Ómar Ellertsson, séu að fara að opna blóma- og bókabúðina Upplifun í Hörpu og bauð okkur að taka þátt í því. Núna erum við að undirbúa með öllum í bransanum stærstu blómasýningu sem haldin hefur verið á Íslandi, en hún verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í september.“ „Það var svo gaman að setja verslunina upp að ég hætti að leita mér að vinnu og er enn í versluninni. Auk þess er ég formaður Halaleikhópsins, sem er leikhópur þar sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman. Það var gaman að koma aftur í Hátún 12, þar sem Halaleikhópurinn starfar, því í sama húsnæði var fyrirtækið Össur h.f. stofnað sem ég vann fyrir í 20 ár áður en við fluttum út.“ Fimmtán ára brúðkaupsafmælið ykkar er að renna upp. Stefndi aldrei í skilnað á þessum erfiðu árum? „Nei,“ er svarið sem kemur umhugsunarlaust frá þeim báðum. „Þetta styrkti hjónabandið ótrúlega mikið. Við vorum alltaf sammála og samstíga. Fyrir utan ástina og kærleikann, ríkir djúp vinátta milli okkar.“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is


TILBOÐ

25% afsláttur á kassa

NAUTA RIBEYE

3.374 kr/kg

Að hætti Hrefnu Rósu Sætran

verð áður 4.499

GRILLAÐ NAUTA RIBEYE MEÐ PONZU DRESSINGU 4 sneiðar nauta ribeye 2 stk hvítlaukur olía til að pensla með salt pipar

Takið kjötið og skerið mestu fituna burt. Skerið hvítlaukinn í tvennt og nuddið sárinu vel á kjötið á báðum hliðum. Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið

kjötið á vel heitu grillinu í 4 mínútur á hvorri hlið. Takið kjötið af og látið hvíla í 10 mínútur. Grillið kjötið aftur í 2 mínútur á hvorri hlið og leyfið því að hvíla í 5 mínútur áður en þið borðið.

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

30%

KALKÚNAGRILLSNEIÐAR

BLANDAÐAR LÆRISNEIÐAR

GRÍSASÍÐA KRYDDLEGIN

verð áður 1.999

verð áður 2.699

verð áður 1.799

afsláttur á kassa

1.889 kr/kg

1.399 kr/kg

MERKIÐ

FYRIR 4

30% afsláttur á kassa

TRYGGIR GÆÐIN

Ponzu dressing: 60 ml sojasósa 40 ml sítrónusafi 60 ml ólífuolía Blandið öllu skál.

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

TILBOÐ

30% afsláttur á kassa

30% afsláttur á kassa

1.259 kr/kg

TILBOÐ

25% afsláttur á kassa

GRILLLÆRI HAGKAUPS

KJÚKLINGALUNDIR

verð áður 2.598

verð áður 2.998

1.819 kr/kg

RISTORANTE PIZZUR 499 kr/stk

2.249 kr/kg


22

forsetakadídatar

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Jón Gnarr eða Rögnu sem næsta forseta? Jón Gnarr og Ragna Árnadóttir fengu flest atkvæði þeirra tíu forsetaefna sem lesendur Fréttatímans kusu á milli í vikunni. Undanfarnar tvær vikur hefur Fréttatíminn leitað að næsta forseta með hjálp þjóðarinnar í gegnum kannanir á Facebook-síðu sinni og með tölvupóstum. Alls tóku um 1300 manns þátt í síðustu könnun og fékk Jón Gnarr flest atkvæði, um 24 prósent og Ragna næstflest, um 19 prósent. Næstu vikuna gefst lesendum kostur á að velja á milli þeirra tveggja og verða úrslitin á vali lesenda Fréttatímans á næsta forseta lýðveldisins kynnt í næsta blaði.

J

ón Gnarr er fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hann vakti heimsathygli með uppátæki sínu fyrir fjórum árum – þegar hann náði kjöri. Hann hefur verið þráspurður um hvort hann ætli að bjóða sig fram til forseta og segist ekkert útiloka í þeim efnum. Jón er fæddur árið 1967. Hann er kvæntur Jóhönnu (Jógu) Jóhannsdóttur nuddara og eiga þau fimm börn, fædd 1986, 1987, 1989, 1992 og 2005. Jón hefur sagt frá því í viðtali við fjölmiðla að Jóga sé hans helsti ráðgjafi og stór hluti af öllum þeim ákvörðunum sem hann tekur. Í viðtali við Grapevine frá því í vor segir Jón að Jóga spili mun stærri rullu en fólk geri sér grein fyrir vegna þess að hún sé ekki mikið í framlínunni heldur kjósi fremur að halda sig utan kastljóss fjölmiðlanna. Jón segist snemma hafa verið ódæll og til vandræða. Á unglingsárum varð hann pönkari og þekktur undir nafninu Jónsi Pönk. Eftir grunnskólapróf frá Héraðsskólanum Núpi við Dýrafjörð sótti Jón Gnarr ýmsa framhaldsskóla, m.a. Flensborgarskóla í Hafnarfirði, Fjölbrautaskólann í Ármúla, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Menntaskólann við Hamrahlíð. Hann staldraði þó stutt við á hverjum stað fyrir sig og lauk ekki stúdentsprófi. Hann hefur unnið ýmis störf á lífsleiðinni, hann var starfsmaður á

40A-L6LR0I U SUMA

RVÖR

40 MAUI sólstóll með taubaki 10.350 kr.

Jón Gnarr 24%

40 TEVA sólstóll/bekkur Fjórir litir – 8.700 kr.

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is

Kópavogshæli og næturvaktmaður á Kleppi á árunum 1985-90 og fluttist svo til Svíþjóðar árið 1990 þar sem hann vann í verksmiðju bílaframleiðandans Volvo. Eftir að hann kom heim aftur tveimur árum síðar sá hann fjölskyldu sinni farborða með akstri leigubifreiðar hjá Bæjar-

leiðum. Árið 1994 fóru hann og Sigurjón Kjartansson að skrifa og leika í grínsketsum á Rás 2 sem var upphafið að grínferli Jóns sem meðal annars skóp Tvíhöfða og Fóstbræður. Þá sló Jón í gegn í vakta-þríleiknum svokallaða og kvikmyndinni Bjarnfreðarsyni.

önd, Dick Tracy og fleiri. Hún sótti námskeið í Beyoncé-dönsum hjá Kramhúsinu í fyrravetur og sagði frá uppátækinu í fjölmiðlum.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

Ragna Árnadóttir 19%

R

agna er lögfræðingur sem vakti athygli þegar hún var dómsmálaráðherra, utan þings, í kjölfar hrunsins. Hún hefur lengi verið orðuð við forsetaframboð en hefur hvorki sagt af né á um áform sín í þeim efnum. Hún er í dag aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Hún er fædd árið 1966. Eiginmaður hennar er Magnús Jón Björnsson tannlæknir og eiga þau tvær dætur, fæddar 1993 og 2000. Ragna hefur mikla reynslu úr opinberri stjórnsýslu, hefur verið í stjórnunarstöðum í heilbrigðisráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu og var dómsmálaráðherra á árunum 2009-10. Hún stýrir samstarfshópi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair sem vinnur að því að finna nýjan stað fyrir Reykjavíkurflugvöll. Þá stýrir Ragna einnig þverpólitískum og þverfaglegum samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi. Á vettvangnum eiga sæti formenn allra stjórnmálaf lokka sem sæti eiga á Alþingi og ýmis hagsmunasamtök, fulltrúar sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja. Í viðtali við RÚV sagði Ragna frá því að hún væri mikill teiknimyndanörd og safnaði sögum um Andrés

sigridur@frettatiminn.is


forsetakandídatar 23

Helgin 8.-10. ágúst 2014

VATNSHELDAR TÖSKUR OG SJÓPOKAR

Úrslit í vali á milli 10 efstu

margar gerðir, stærðir og litir

Duffle

Big Zip

Þóra Arnórsdóttir

15%

Katrín Jakobsdóttir

Þorsteinn Pálsson

8%

8%

Davíð Oddsson

Rack-Pack

6%

Moto dry bag PS 10 X-tremer

Stefán Jón Hafstein

Salvör Nordal

5%

4%

Hildur Eir Bolladóttir

4%

Sölustaðir: Útilíf Smáralind og Glæsibæ Kaupfélag Skagfirðinga Verslunin Eyri www.fjalli.is

PD 350

í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, sími: 564 5040

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 1 7 3 9

6%

Bergþór Pálsson

PD 350

• • • • •

• • • • •

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

• • •

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


24

viðtal

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Stoltir foreldrar, Kalli og Tobba, með Regínu. Ljósmyndir/Hari

Tækifærum til dagdrykkju fækkar! baða allar fæðingasögur í dýrðarljóma, mér fannst eins og ég væri einhver aumingi. Af hverju fannst mér þetta svona erfitt? Ég sem er svo hörð. Kalli sat svo bara á kantinum með djúsglas.“ „Maður verður mjög lítill og bjargarlaus og eina sem maður getur gert er að hlýða,“ segir Kalli. „En samt er svo mikilvægt að hafa ykkur á staðnum,“ skýtur Tobba inn í.

Þorbjörgu Marínósdóttur og Karl Sigurðsson þarf vart að kynna. Tobba Marínós er þekktur höfundur fjögurra bóka, pistlahöfundur, fyrrum blaðamaður og núverandi markaðsstjóri Skjás eins, og Kalli fyrrverandi borgarfulltrúi Besta flokksins og söngvari Baggalúts. Þau hafa verið áberandi í jafnt leik sem starfi. Nú eru þau í algerlega nýjum hlutverkum. Hlutverkum sem þau vissu ekki almennilega hvernig ætti að undirbúa sig fyrir og hlutverkum sem þau eru mjög hamingjusöm í. Þau eru foreldrar.

V

ið erum alltaf spurð hvort fæðingin hafi gengið vel. Við höfum engan samanburð. Hún rembdist alveg svakalega mikið og kvaldist. Þetta voru rosa átök, en þetta var allt saman mjög eðlilegt og gekk allt vel, er okkur sagt. Við vitum ekki betur, við höfum ekki gert þetta áður og maður veit ekkert hvernig til tókst, nema bara það að það er komið barn í heiminn,“ segir Kalli sem greinilega nýtur þessa nýja hlutverks. „Kannski ætti maður að spyrja ljósmóðurina bara „var þetta ekki bara fínt?“ – svona eins og maður spyr áhorfendur eftir tónleika.

Samsæriskenning Tobbu

„Það er mesta samsæri í heiminum að segja að þegar þú færð barnið í

hendurnar þá gleymirðu öllu sem á undan gekk. Þetta var hræðilegt,“ segir Tobba sem hefur fundið sig knúna til þess að eyðileggja dýrðarupplifun föðurins. Enda þurfti hún að sjá um vinnuna, eins og allar mæður þegar kemur að þessu. „Ég held að alltof fáar konur viðurkenni að þetta hafi verið vont. Svo er spurt, „fékkstu deyfingu?“ sem er einhver mælikvarði um það hvort maður hafi verið töff eða ekki. Ég álít sjálfa mig vera nagla, en í þessum aðstæðum hugsaði ég bara „þetta er hræðilegt.“ Þetta er sársauki sem er ekki hægt að lýsa. Vinkona mín ólétt og ég kvíði því að segja henni hvernig þetta er. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu samsæri,“ segir Tobba og það er greinilega aldrei langt í svartan húmorinn.

„Reyndar þurfti að setja mig af stað og legvatnið hafði lekið í þrjá daga og þá þurfti ég að fara á sýklalyf svo þetta var smá maus, en þetta gekk allt vel. Barnið er dásamlegt og það fennir fljótt yfir. Svo lærir maður líka á þetta, næst mun ég bara biðja um deyfingu og vera ekkert að sjá til og reyna að þrauka, byrjuð að æla og missa löngunina til þess að lifa, ég skal fæða þrjú til fjögur börn ef ég fæ þessa deyfingu.“ „Mér fannst þetta alveg mögnuð upplifun. Svo kemur barnið í plastkassa og maður sér að allir eru með eins. Allir búnir að ganga í gegnum þetta eins og þetta sé ekkert mál. Mér fannst þetta mjög mikið mál. Ég fann fyrir ákveðnum vonbrigðum að hafa þótt þetta erfitt. Það er búið að

Það er búið að baða allar fæðingarsögur í dýrðarljóma.

Stórkostleg aðstaða og starfsfólk

„Ég átti ekki til orð þegar ég kom á fæðingardeildina. Ég hef bara lesið bækur og séð bíómyndir og bjóst ekki við miklu. Svo fær maður tvöfalt rúm, La-Z-Boy og bað. Ristað brauð og djús, manni leið bara eins og á hóteli.“ „Maður verður mjög þakklátur þeim sem standa að þessu. Góðvild og hlýhug þeirra félagasamtaka sem styrkja fæðingardeild Landspítalans og alls starfsfólksins sem er þar að störfum,“ segir Kalli. „Ég ber ótrúlega virðingu fyrir ljósmæðrum, af hverju vill einhver vinna við þetta. Þær taka við konum í allskonar ástandi. Framhald á næstu opnu


DRÖGUM

Tryggðu þér miða á

hhi.is

12. ÁGÚST

HUGLEIDDU FRAMTÍÐ FULLA AF MILLJÓNUM EINN MIÐI, ÞREFALDIR MÖGULEIKAR

www.hhi.is, í síma

PIPAR\TBWA • SÍA • 142375

563 83OO

Vænlegast til vinnings

TAKK FYRIR STUÐNINGINN Á 80 árum hefur Happdrætti Háskóla Íslands átt stóran þátt í uppbyggingu háskóla í fremstu röð og fjármagnað yfir 20 byggingar skólans. Stuðningur viðskiptavina okkar gerði þetta mögulegt.


26

viðtal

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Fara heim til ókunnugs fólks og fylgja börnum og foreldrum eftir. Alveg ótrúlegt að einhver vilji fara inn á gafl hjá móðursjúkum konum. Þetta er ótrúlegt starf. Við vorum í algeru panikki fyrstu nóttina okkar heima. Barnið hafði ekki sofið neitt og grét bara, ég var farin að gráta sjálf svo Kalli hringdi á heilsugæslustöðina sem er í næsta húsi og ljósmóðirin hljóp bara yfir og lagaði allt. Alveg ótrúlegt. Konur eru í ótrúlegu ástandi í kringum fæðingar og það er ekki fyrir hvern sem er að díla við það.“

Rökrétt skref eftir 4 ára samband

Var það á planinu að eignast barn? „Þetta mátti koma, en ekkert planað,“ segir Tobba. „Um leið og hömlunum var lyft þá bara gerðist þetta,“ tekur Kalli undir. „Þetta var rökrétt skref, við erum búin að gera mikið tvö ein og fara á alveg nógu marga „happy hours“, svo þetta var gott skref að taka,“ segir Kalli en þau hafa verið saman í 4 ár. „Barnið er svo þægt að það er ekkert mál að halda áfram því félagslífi sem við erum vön. Maður bara ákveður hvernig maður vill hafa þetta, förum á kaffihús og til útlanda.“ Var þrýstingur kominn á Kalla að eignast barn, orðinn rúmlega fertugur? „Ég hef fundið fyrir honum í mörg ár. Endalausar spurningar um hvort maður ætli ekki að festa ráð sitt og stofna fjölskyldu. Ég pældi aldrei neitt í því og margir örugglega búnir að gefa upp vonina,“ segir Kalli. „Meira að segja mamma þín sagði að hún hefði ekkert endilega haldið að þetta mundi gerast,“ segir Tobba. „Gummi Páls, félagi minn í Baggalúti, var alltaf að segja við mig að ég yrði að prófa þetta og talaði mikið um að þetta væri það merkilegasta sem maður áorkaði. Ég get alveg tekið undir það í dag, enda fór hann nánast að gráta þegar ég sagði honum fréttirnar.

Svo eru margir sem halda að ég eigi börn fyrir, eru bara búnir að gefa sér það, en svo er nú ekki.“

Utanaðkomandi forvitni

Var einhver önnur utanaðkomandi pressa um það að eignast barn? „Við fengum stundum spurningu frá allskonar fólki hvort það sé ekki að fara að koma barn. Sem er í rauninni mjög dónalegt. Það eru ekkert allir sem geta eignast barn. Þetta er rosalega stór ákvörðun. Er maður tilbúin í allt sem getur komið upp á? Þetta er miklu meira en að eiga bara eitthvað krútt í barnavagni,“ segir Tobba og Kalli bætir við. „Stundum er fólk full aðgangshart í forvitni sinni.“ Hvað hefur komið mest á óvart? „Aðallega bara hvað hún er þæg. Við vorum búin að búa okkur undir andvökunætur og maður fékk að heyra allar slæmu sögurnar,“ segir Tobba. „Og kannski kemur að því,“ bætir Kalli við. „Ég fékk allar bækurnar um uppeldi. Maður er óöruggur og flettir upp í öllu í einu. Svo lærir maður og kannski er bara best að hlusta á sjálfan sig. Maður fattar að það þekkir enginn þetta barn eins og við. Þó við séum með 10 foreldrahandbækur þá vitum við kannski bara best. Enn sem komið er hefur þetta gengið vel og hún sefur bara á nóttunni, eins og við hin. En maður er undirbúinn undir allt hitt. Einnig voru svona hlutir eins og að sækja um dagmömmur og leikskóla og slíkt. Vinkonurnar fengu andköf af því að ég var ekki búin að þessu þegar ég var komin fjóra mánuði á leið. Þetta er bara eins og sækja um að ganga í Oddfellow. En maður lærir þetta smám saman. Hún er komin með dagmömmu á næsta ári og hún á herbergi með fullt af dóti sem ég veit ekki einu sinni hvað gerir.“ Unga stúlkan fékk nafnið Regína, í

höfuð systur Tobbu og héldu þau nafnaveislu en það eru misjafnar skoðanir um skírnina sjálfa. „Ég er óskírður og ófermdur,“ segir Kalli. „Ég vildi láta nafnagiftina duga í bili.“ „Ég er samt næstum búinn að sannfæra hann um að ef við giftum okkur einhverntímann þá getum við skírt í leiðinni,“ segir Tobba með glotti. „Við erum ekki búin að afskrifa skírnina.“ „Nafnið kom nánast strax. Við veltum því aðeins fyrir okkur og héldum okkur við það, enda þykir okkur vænt um það. Hún fær ættarnafnið Birkis sem er í móðurfjölskyldu Tobbu, svo hún heitir Regína Birkis Karlsdóttir.“

Nýtt hlutverk, foreldrahlutverkið.

Skrýtið að vera heima

Kalli og Tobba eru bæði í mjög krefjandi vinnu og hafa hingað til getað unnið á öllum tímum sólarhringsins og það eru því viðbrigði að vera heima með lítið barn. „Ætli það séu ekki mestu viðbrigðin,“ segir Tobba. „Ég gat unnið 12 tíma vinnudag og er háð vinnunni minni. Ég er bara með svo frábæra vinnuveitendur og vinn með svo miklum snillingum að það er minna mál fyrir mig að fara í frí vitandi af þeim. Það tók samt alveg tíma að venja sig á það.“ Kalli hefur undanfarin 4 ár verið borgarfulltrúi en var ekki í framboði í kosningunum í vor. „Ég veit ekki alveg hvað tekur við eftir orlof, og ég er ekkert að stressa mig of mikið á því. Eina sem ég veit er að ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt.“ Er kominn innblástur að nýrri bók? „Það er ótrúlega margt sem ég vissi ekki og enginn sagði mér, og ég gæti alveg miðlað einhverju af minni reynslu. En vissulega hefur tækifærunum til dagdrykkju fækkað,“ segir Tobba. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is

ÚTSALA 20-50% REYKJAVÍK AKUREYRI

A F S L Á T T U R

160x200cm

Rafmagnsrúm frá: 253.400.-

NAPCO Heilsurúm Með höfðagafli

50% AFSLÁTTUR

Verð: 134.700.-

160x200cm án höfðagafls

MEDILINE Heilsurúm

Íslenskt hugvit og hönnun

20% AFSLÁTTUR

Verð: 154.160.-

160x200cm án höfðagafls

STARLUX Heilsurúm Margir litir

30% AFSLÁTTUR Verð: 98.770.-

OFNÆMISPRÓFAÐ

THERMOFIT Heilsukoddar

TILBOÐ 10.430.Fullt verð: 14.900.-

CEASAR Koddi og sæng úr microfiber

TILBOÐ 9.600.TVENNUTILBOÐ

MAKRO SATIN Sængurver - Margir litir

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

30% AFSLÁTTUR Margar gerðir


Hrollvekjandi sænsk

spennusaga sem seld hefur verið

25

til landa

VIÐ VITUM HVAÐ ER Í VÆNDUM

Mannkynið

er á barmi

tortímingar

Hvað á

maðurinn eftir

langan tíma á jörðinni?

Eins og að vera staddur í

spennumynd

EN EKKI HVERNIG Á AÐ STÖÐVA ÞAÐ

w w w.forlagid.i s – alvör u bókabúð á net inu


28

gleðiganga

Helgin 8.-10. ágúst 2014

 Gay Pride GleðiGanGan í reykjavík á lauGardaG

Ný bók

eftir höfund Skugga vindsins Stór og flók i n l ey n da r m á l , h v e nær nær fortíði n að ba n k a u ppá?

Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur í fullum skrúða í gleðigöngunni 2012. Ljósmynd/Hari

Gríðarlegur metnaður í þátttakendum Gleðiganga hinsegin daga í Reykjavík fer fram á morgun, laugardag. Gangan er hápunktur hátíðarinnar sem staðið hefur frá þriðjudegi. Að venju ríkir mikil leynd yfir öllum þeim atriðum sem hafa skráð sig til leiks í göngunni en um 30 pallar og vagnar hafa tilkynnt komu sína.

H

elga Kristjana Bjarnadóttir ein göngustýra hinsegin daga segir eftirvæntinguna gríðarlega. „Mér sýnist þetta verða frábær ganga í ár og mjög margir áhugaverðir hópar sem munu taka þátt. Þar ber hæst að nefna hóp frá Amnesty International og Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Það verður mikið um gleði þar sem litir og hamingja ráða ríkjum,“ segir Helga. Ekki er vitað hvort Jón Gnarr komi fram eins og undanfarin ár en Helga segir Dag B. Eggertsson, núverandi borgarstjóra Reykjavík-

ur, vera búinn að boða komu sína. „Ég held samt að hann verði ekki í drag-i en það er aldrei að vita,“ segir Helga. Einnig eru fastir liðir í göngunni eins og hópar frá Dragkeppni Íslands og sendiráðum Kanada og Bandaríkjanna. „Við gerum ráð fyrir því að gangan taki um einn og hálfan til tvo tíma og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Arnarhóli.“ Einn hópurinn sem tekur þátt samanstendur af tveimur félögum sem vinna saman að sínu atriði. Það eru Ungliðahreyfing samtakanna 78, og Q – félag hinsegin stúdenta. Þessi hópur hefur unnið

Fangi himinsins er þriðja bókin úr sagnaheimi metsöluhöfundarins Carlosar ruiz Zafón um kirkjugarð gleymdu bókanna. Göngustýrurnar og kærustuparið, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Helga Kristjana Bjarnadóttir.

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

Sigurður Ýmir Sigurjónsson formaður Q-félags hinsegin stúdenta undirbýr gleðigönguna ásamt öðrum þátttakendum.

lengi að skipulagningu síns atriðis sem ber yfirskriftina Fögnum fjölbreytileikanum. „Við ætlum að flagga fánum eins margra landa og hópa heimsins og hægt er,“ segir Sigurður Ýmir Sigurjónsson einn forsprakka hópsins og formaður Q-félagsins. „Það eru 25 manns sem eru í atriðinu ásamt um 8 gæsluvörðum sem vernda vagninn á meðan göngunni stendur. Það er mikill metnaður í þessu hjá okkur eins og öllum öðrum sem taka þátt. Eftirvæntingin er gríðarleg.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð S Í A

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

14-0581

NIGESNIH

KLÓJMIÐALUKKÚS


30

viðtal

Helgin 8.-10. ágúst 2014

BókMenntaverðl aun nóBels 2013

bbbbb bbbbb Independent

the telegr aph

Jón Ásgeir selur tímalausan töffaraskap í verslun sinni Kickstart við Vesturgötuna. Ljósmynd/Teitur.

Sextugur en hættir aldrei að rokka

KJÚKLINGAMÁLTÍÐ FYRIR

4

Við Vesturgötu í Reykjavík er staðsett verslunin Kickstart, sem grafíski hönnuðurinn Jón Ásgeir Hreinsson rekur af ástríðu, enda fagurkerafíkill að eðlisfari. Hann segist selja standard og gæði fyrir karlmenn á öllum aldri enda sé engin ástæða til að hætta að rokka þó maður sé að nálgast sextugt.

Þ

etta byrjaði með því að mig langaði til að selja fallegan mótorhjólafatnað,“ segir Jón Ásgeir Hreinsson, grafískur hönnuður og eigandi verslunarinnar Kickstart við Vesturgötuna. „En ég komst fljótlega að því að á Íslandi fer áhugi á mótorhjólum og áhugi á fötum ekki endilega saman svo búðin hefur þróast í aðra átt. Nú er ég með allskonar fatnað og fylgihluti fyrir karlmenn á öllum aldri. Mér finnst góður matur góður svo ég er líka komin með smávegis af mat, eins og gott salt og sex

GRILLVEISLUR FYRIR HÓPA OG SAMKVÆMI

„alice Munro ... skrifar smásögur sem hafa umfang og dýpt skáldsagna: heilu lífshlaupi er þjappað saman á fáeinar blaðsíður ...“

Gómsætar grillveislur tilbúnar beint á grillið.

the new York tIMes

Grill

sumar!

w w w .f o r l a g i d . i s – alvöru bókabúð á netinu

Pantaðu á www.noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

tegundir af sinnepi. Og ýmiskonar „gourmet“ meðlæti með ostum. Búðin er alltaf að verða meiri og meiri lífsstílsverslun því ég sel allt sem mér finnst gott og fallegt.“ Jón Ásgeir þvertekur fyrir að vera mikill mótorhjólagæi þrátt fyrir að hafa upphaflega ætlað að selja mótorhjólaföt. „Ég átti hjól hérna í „den“, þegar ég var ungur en svo komu börnin og maður hafði hvorki tíma né peninga til að standa í þessu. En nú eru börnin orðin stór og þá hefur maður tíma til að standa í þessu aftur. Mér finnst þetta orð „mótorhjólagæi“ vera svo mikil klisja að ég vil helst ekki nota það. Ég á mótorhjól og fer alltaf á því í vinnuna því ég nýt frelsisins sem fylgir því að vera á hjóli.“

Velur standard og gæði

Jón Ásgeir er hrifinn af gæðavörum sem standast tímans tönn og vill helst skipta við lítil fyrirtæki sem sauma sinn fatnað sjálf. „Áður fyrr keypti ég öll mín föt í Berlín og í Englandi. Mér finnst skipta máli að föt séu vönduð og að þau endist. Ég leita uppi þannig merki og fyrirtækin sem ég versla við eiga það öll sameiginlegt að framleiða sínar vörur í Evrópu. Mér finnst mikilvægt að allir fái laun fyrir að búa til fatnaðinn sem ég sel,“ segir Jón Ásgeir og bætir því við að þetta sé svona „rugged guy’s“ stíll. „Þetta eru föt sem klæða allan aldur og þetta er ekki fatnaður sem eru eftirmyndir þess sem var, en hönnuðirnir eru greinilega fullir nostalgíu, ég kalla það tímalausan töffraskap.


viðtal 31

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Það er alltaf einhver saga á bak við allar flíkurnar. Mallory jakkinn frá „Nigel Cabourn“ innblásinn af jökkunum sem leiðangursmenn breska leiðangursins á Everest árið 1924 klæddust, hann er ekki kópía af þessum jökkum, en innblásturinn er greinilegur. Eins er Martiniere jakkinn frá „Fleurs de Bagne“ er tímalaus skírskotun í sjóara jakka frá Marseille.“

Algjörlega glataður bisness

Að standa í verslunarrekstri úr alfaraleið, selja föt sem eru fyrir afmarkaðan kúnnahóp auk úrvals af „gourmet“ matvöru, segir Jón Ásgeir að sjálfsögðu vera glataðan bisness, en það skipti ekki máli. „Ég er bara fagurkerafíkill að eðlisfari. Þetta er algjört „passion“. Ég hef alltaf unnið sem grafískur hönnuður og er með stúdíóið mitt hér baka til. Fatnaðurinn sem ég sel er frekar dýr en hann er samt ódýrari hér en í Evrópu því ég er úr alfaraleið og leigan því tiltölulega hagstæð. Hugmyndin var að vera utan meginstraumsins en miðbærinn er alltaf að stækka og nú rata heilu hóparnir af ferðamönnum inn á Vesturgötu. Það er brjálæðislega mikið af túristum sem koma hérna, sérstaklega Bandaríkjamönnum í leit að evrópskum fatnaði. Hér versla aðallega karlar eins og ég sjálfur, menn á besta aldri sem eru ekki hættir að rokka. Menn sem aðhyllast ákveðin lífsstíl, standard og gæði,“ segir Jón Ásgeir sem er að verða sextugur og segir þá tilfinningu blendna. „Ég byrjaði í fyrra að stunda box í Mjölni hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og boxa þar þrisvar í viku, það er eitt skemmtilegasta sport sem ég hef stundað. Ég finn fyrir því að snerpan er ekki eins og áður og líkaminn farinn að hægja á sér en með því að virkja ástríðu sína og leika sér þá verður hugurinn alltaf ferskur og snarpur“.

Æva r S

víSindaman

1

nS

Íslenskar barnabækur 1.07.–31.07.2014

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Dressmann Er með til sölu vandaðan fatnað sem hentar við öll tækifæri svo sem mikið úr val af gæða jakkafötum og öðrum formlegum klæðnaði á samkeppnishæfu verði í stærðum frá S-3XL. Dressmann XL Er með til sölu vandaðan klæðnað sem hentar við öll tækifæri í stærðum frá 2XL-9XL. www.dressmann.com www.dressmannxl.com

Skrítin, skemmtileg, fyndin og forvitnileg bók sem er ómissandi fyrir ferðalanga – hvort sem þeir ferðast með bíl, bát, á hjóli eða bara í huganum.

www.visindamadur.is

Stútfull af tilraunum og fróðleik! SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800

SMÁRALIND XL 5650304

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu


32

viðhorf

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Afgreitt með fljúgandi stæl

Topp Þ kiljur

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

1

Kiljulistinn 1.07.–31.07.2014

Matur, morð, ást og ógnandi óvissa

2

Það er nauðsynlegt að sofa í góðu rúmi, það er margsannað, enda dveljum við víst þriðjung ævinnar í rúminu. Minn betri helmingur hefur verið á útkikki eftir bærilegu rúmi í sumarbústaðinn. Þar var endurnýjunar þörf. Hún hafði skoðað og metið ýmis rúm og nú var málið komið á það stig að kalla þurfti til bóndann. Ég er lélegur í búðum, einkum þar sem þarf að máta, hvort heldur það eru föt eða rúm. Þar kemur þó að undan slíku verður ekki vikist. Við fórum því í leiðangur föstudagssíðdegið fyrir verslunarmannahelgi. Kannski ekki gáfulegasti tíminn til slíks en við höfðum ekki annan tíma. Þá grunaði mig ekki að málið yrði afgreitt með fljúgandi stæl. Ég fylgdi eiginkonunni í þá rúmabúð sem henni leist best á og lagði mig við hlið hennar í fjölda rúma, sneri mér á alla kanta, flesta að minnsta kosti, lá á bakinu og sitt hvorri hliðinni en kunni ekki almennilega við að leggjast á kviðinn. Sjálfsagt á maður að gera það enda erum við víst á fleygiferð í svefni allar nætur. Viðmótsþýð kona annaðist okkur og sýndi okkur hvert rúmið á fætur öðru. Sum voru mjúk, önnur harðari. Rúmsmekkur manna er misjafn. Það er verðið á rúmunum líka. Við veltum okkur fyrst í rúmum á bærilegu verði, ágætum að mér fannst enda lá ég ekki lengi í hverju þeirra. Að minnsta kosti tvenn hjón voru á eftir okkur og stunduðu sömu rúmfræði og við. Ég neita því ekki að það er svolítið undarlegt að horfa á önnur hjón veltast um í tvíbreiðu rúmi, sitt á hvað á rassi eða mjöðm, hossandi sér upp og niður til að kanna stífleika. Ég gekk ekki svo langt, lagðist bara í rúmið, sneri mér fljótt á hvora hlið, stóð svo upp og lýsti því yfir að rúmið væri ágætt. Það átti við um öll rúmin sem við mátuðum. Frúin fór fyrir í valinu. Hún vissi það fyrir – og ég líka. Ég sá fljótt að hún flutti sig frá hefðbundnu dýnunum yfir í þær sem laga sig að líkamanum. Ég elti og mátaði – og sagði sem fyrr að rúmið væri ágætt. Að lokum stóð valið milli tveggja dýnutegunda af aðlögunargerðinni. Ég mátaði en fann varla mun. Önnur gaf kannski heldur minna eftir. Þessi gerð var dýrari en slíkt á maður ekki að setja fyrir sig þegar valið er rúm til margra ára. Ég samþykkti því umsvifalaust val konu minnar – en setti þó eitt skilyrði. Rúmið yrðum við að fá með það sama, þótt liðið væri á þennan annasama dag. Við værum á leið í sveitina til þriggja nátta og gamla rúmið farið. Afgreiðslukonan ljúfa hringdi á lagerinn og bað sína menn að fara ekki fyrr en við hefðum fengið rúmið. Síðan vísaði hún okkur leiðina að lagernum í Mosfellsbæ. Þangað brunuðum við með okkar sumarbústaðakerru í eftir-

dragi. Það stóð heima, lagermennirnir voru klárir með dýnuna, rúmbotninn og lappir undir herlegheitin. Kraftalegir strákarnir skutluðu rúmdýnunni á kerruna og settu rúmbotninn ofan á. Kassa með rúmfótunum stakk ég inn í bílinn. Strákarnir lokuð lagernum snarlega, hlupu út í bíl og brunuðu af stað, sennilega á leið á Þjóðhátíð í Eyjum. Við stóðum eftir á lagerhlaðinu með hlaðna kerru. „Dýnan og rúmbotninn haggast varla,“ sagði ég við konuna en leið okkar lá heim í Kópavog áður en haldið væri í sveitina. „Þú metur það,“ sagði frúin en hún hefur stundum undrast þá iðju mína að binda alla skapaða hluti allt of rammlega á kerruna. Til þess er ég með langan bláan kaðal í bílnum. Ég er ekki eins flinkur á strappara svokallaða sem sérfræðingar, eins og sendibílstjórar, nota og eru mun handhægari og fljótlegra að eiga við – fyrir þá sem á þá kunna. Ég horfði á dýnuna og rúmbotninn á kerrunni, vitandi af bláa kaðlinum í bílnum, en mat það svo að hvort tveggja væri nógu þungt til að hanga á kerrunni á ekki lengri leið en úr Mosfellsbæ í Kópavog. Rúmið fína myndi ég síðan binda vel og drengilega á kerruna áður en við héldum af stað í sveitina. Umferðin var þung á móti okkur á Vesturlandsveginum en rólegra var okkar megin á leið í bæinn. Ég var því áhyggjulaus þegar ég ók heim á leið með nýju dýnuna – og rúmbotninn. Það yrði ekki amalegt að leggjast til hvíldar í svo fínu rúmi í sveitinni. „Þetta haggast ekki,“ sagði ég rogginn við konuna þar sem ég fylgdist með rúminu í kerrunni í baksýnisspeglinum – en hafði ekki fyrr sleppt orðinu en ég sá rúmbotninn hefja sig til flugs á miðjum Vesturlandsveginum, svífa yfir báðar akreinarnar á okkar leið og brotlenda við járnþil sem skilur að brautirnar. Það vildi okkur til happs að umferðin var lítil okkar megin svo rúmbotninn skaðaði engan. Við vildum ekki hugsa þá hugsun til enda hefði flugferð rúmbotnsins verið lengri og náð yfir stálþilið. Þá hefði illa getað farið. Ég snarstoppaði bílinn, blótaði heimsku minni og kæruleysi um leið og ég þakkaði mínum sæla fyrir að hafa ekki skaðað neinn með bjánaskapnum – með bláa kaðalinn óbrúkaðan í skottinu. Við hlupum yfir akreinarnar báðar og sóttum leðurklæddan rúmbotninn. Á þeim eðla grip mátti sá að hann var ekki hannaður til flugferða. Þótt hann væri brúkhæfur, svona yfir helgina, kemst ég sennilega ekki hjá því að heimsækja konuna í rúmabúðinni og kaupa nýjan. Dýnan haggaðist hins vegar ekki á kerrunni svo ég hugga mig við það að þegar þar að kemur þarf ég ekki að máta.

Kiljulistinn 1.07.–31.07.2014

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

Teikning/Hari

Spennutryllir sumarsins


Það er at, það er annríki og það er gaman á Ormsson lagernum á SPARIDÖGUM - allt í þína þágu.

25%

22%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

kaffivélar, brauðristar, blandarar, töfrasprotar, hraðsuðukönnur, straujárn, espressovélar o.m.fl.

þvottatæki, kæliskápar, ofnar, helluborð, viftur, gufugleypar, ryksugur o.m.fl.

Allar vörur á SPARIDÖGUM frá · 15.6” skjár · AMD Dual-Core E2-2000 örgjörvi · 500 GB HDD · 4 GB vinnsluminni

NP275E5E-K01SE

–Takmarkað magn í boði

LED sjónvarp

25%

TILBOÐSVERÐ

40" 129.900 40

afsláttur

TILBOÐSVERÐ

48" 159.900 48

84.900

LC39LE751

TÖLVUAUKAHLUTIR 1.290

UE48H5005

99.900

Skotheld skólatölva Sparidagaverð: USB MÚS

Hágæða hljómflutningstæki

USB HUB 4 PORTA

1.990

25% TÖLVU MÍKRAFÓNN

afsláttur

1.190 ÍSL. LYKLABORÐ

2.690 ÞRÁÐLAUS MÚS

2.890

3D · LED sjónvarp

SPILAÐ ÐALIKS

189.900 TILBOÐSVERÐ

39" 129.900

Notaðir tölvuleikir

2DS

Kaupir 4 og borgar fyrir 2 Færð tvo ódýrustu frítt

Leikjatölva · þrír litir

ÚTSÖLUMARKAÐUR Allt að 90% afsláttur!

iPod vagga · hvít og svört

TILBOÐSVERÐ

30% afsláttur

24.900

29.900

TILBOÐSVERÐ

39.900

29.900

DEH-1600

Astromaster 70AZ

Stjörnusjónauki

Síðustu eintök, sýnishorn ofl. Flott vara – Fáránlegt verð!

FLOTT BÍLTÆKI TILBOÐSVERÐ

TILBOÐSVERÐ

24.900

Komdu og gerðu frábær kaup!

X-SMC00

17.900

22.900

16.900

OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 10–18 LAUGARDAGA FRÁ KL. 11–15

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS


n/beikon

159 kr. stk.

498 kr. askjan

Amerísk bláber 290g

359 Græn Hollensk paprika

298

359

kr. 250g

kr 150g

NÝIR Íslenskir

Kirsuberjatómatar

frá spáni; RAUÐ VATNSMELÓNA

Nýtt íslenskt grænkál

SEEDLESS WATERMELON

159 kr. kg

398 rauð Hollensk paprika

169 kr. kg

1598 kr. kg

698 259 kr. 650g

BÓNUS NÝBAKAÐ Normalbrauð

kr 4 stk.

198

Fjórir 80g hamborgarar m.brauði

kr. stk.

BÓNUS NÝBAKAÐ Ostaslaufa

159 kr 4 stk.

198 kr. 1.5 ltr.

129 kr. 1 ltr.

298 kr 300ml

498 kr. 2 stk.

ÍSLANDSNAUT Hamborgarar 2 stk. 140g


698

1995

698

298

kr. kg

kr. kg.

1198 kr. kg

1198 kr. kg

kr. kg.

898 kr. kg.

kr. kg.

759

1398

kr. kg.

kr. kg

1198 1198

kr贸nur kg.

kr. kg

698 kr. kg.

1198 kr贸nur kg.

998 kr. kg.

229 kr. 1 kg.

1398 kr贸nur kg.

1098 kr. kg


tíska

36

Evonia

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Herrar að

Evonia stuðlar að auknum hárvexti með því að færa hárrótunum styrk til vaxtar. Evonia er þrungið bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.

www.birkiaska.is

Nýjar vörur

Sumri hallar og hausta fer svo ekki er seinna vænna fyrir herrana en að huga að hlýrri flíkum. Hér gefur að líta hluta þess úrvals sem er að fylla verslanirnar þessa dagana.

Ponjo slár kr. 7900 margir litir

1

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Mjúkur og yndislegur

2

Teg 31016 stærðir 70-85B og 75-85C á kr. 5.800,-

4

Buxurnar á kr. 1.995,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Mjög vinsælar

3 1

Martiniere jakki frá Fleurs de Bagne. Kickstart. Verð 43.954

Gallabuxurnar frá C-RO eru komnar aftur. 2 litir: svart og gallablátt. Stærð 34 - 48 (50) Þröngt snið en skálmar beinar niður (straight leg).

2

Trench duffel jakki frá Nigel Cabourn. Kickstart. Væntanlegur með haustinu

3

Peysa frá North Sea Clothing, Verð 31.480 og buxur frá Nigel Cabourn Verð 37.394. Kickstart.

ÚTSALAN í fullum gangi

enn meiri verðlækkun 50% afsláttur af öllum útsöluvörum (reiknast af upphaflegu verði)

Stærðir 38-58 "Kryddaðu" fataskápinn með fatnaði frá

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 10-15

Le Boxeur skyrtubolur. Kickstart. Verð 22.000 kr.

5

Verð 15.900 kr.

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

4

Verslunin Belladonna

síðuna okkar

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

5

Mallory jakki frá Nigel Cabourn. Kickstart. Verð 172.246


tíska 37

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Hausti C.C. Filson jakki. Kormákur og Skjöldur. Verð: 78.750 kr.

T FRÁBÆR! VERÐ Slátrari. Kormákur og Skjöldur fyrir Kormák og Skjöld. Teinótt skyrta. Verð: 16.900 kr.

Babour Ullarpeysa. Kormákur og Skjöldur. Verð: 29.900 kr.

NÁTTÚRULEGAR HÚÐVÖRUR – VOTTAÐAR LÍFRÆNAR

Barbour- Ullarpeysa. Kormákur og Skjöldur. Verð: 29.900 kr.

SÖLUSTAÐIR: HEILSUHÚSIN OG LIFANDI MARKAÐUR www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

FLOTTIR BARNASKÓR

Prentari. Kormákur og Skjöldur fyrir Kormák og Skjöld. Drapplituð skyrta. Verð: 16.900 kr.

Stærðir 20-26

Verð 10.995

Sérverslun með C.C. Filson - Guide, 100% Virgin Wool jakki. Kormákur og Skjöldur. Verð: 94.500 kr.

FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 16

ÚTSÖLULOK - RISA SKÓBOMBA AÐEINS 3 VERÐ

4.900 1.900 2.900 70% Smáralind • Við elskum skó


38

Bodyflex Strong

tíska

Helgin 8.-10. ágúst 2014

 NýsköpuN suNdfatalíNa k asy kom á mark að á síðasta ári

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

www.birkiaska.is

Fleiri litir fyrir þrýstnar konur Frumkvöðlafyrirtækið Kasy hóf í fyrra framleiðslu á sundfatnaði fyrir þrýstnar konur. Hingað til hafa sundfötin aðeins fengist í svörtu en fjármögnun á sundfatalínunni í litum er þegar hafin. Stofnandi Kasy segir íslenska fjárfesta ekki hafa verið áhugasama og því býður hún viðskiptavinum að panta vorlínuna 2015 til að tryggja áframhaldandi framleiðslu.

Til stendur að bæta við bláum og fjólubláum við sundlínu Kasy. Sundfatalínan samanstendur af fimm flíkum sem hægt er að blanda saman á ólíka vegu; brjóstahaldara, sundbuxum, kjól, toppi og pilsi.

s

ÚTSALAN 25-60% afsláttur

ER HAFIN

Íslenskir fjárfestar hafa meiri áhuga á tæknigeiranum en kvenfatnaði.

Ert þú að huga

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220

að dreifingu?

Fréttatímanum Ert þú að huga aðdreift dreifingu? er á heimili á höfuðborgarsvæðinu Fréttatímanum og dreift Akureyri auk á er á heimili höfuðborgarsvæðinu lausadreifingar um land allt. og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á Leitið upplýsinga á auglýsingadeild auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á Dreifing með bæklingum og fylgiblöðum Fréttatímanum á er hagkvæmur kostur. bæklingum og fylgiblöðum

taðan hjá okkur er núna sú að konur vilja fleiri liti af sundfötunum en hingað til höfum við bara boðið upp á svartan lit,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, stofnandi frumkvöðlafyrirtækisins Kasy sem framleiðir sundfatnað fyrir þrýstnar konur. „Íslenskir fjárfestar hafa þó meiri áhuga á tæknigeiranum en kvenfatnaði og því ákváðum við að fjármagna framleiðsluna í gegnum síðuna IndieGoGo.com þar sem konur geta pantað fyrirfram vorlínuna 2015 en þá bætist við túrkísblár og fjólublár sundfatnaður,“ segir hún. Um þrjú ár eru síðan Katrín ákvað að stökkva í djúpu laugina með hugmyndina sína að „þægilegum sundfatnaði fyrir konur með línur sem vilja upplifa sig kynþokkafullar,“ eins og hún orðar það. Katrín varð atvinnulaus í kjölfar bankahrunsins og greip til sinna ráða. Hún hefur síðan tekið þátt í Viðskiptasmiðju Klaks, verkefnið komst á topp 10 í frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu, og var í hópi þeirra sem fékk styrk frá velferðarráðuneytinu til atvinnumála kvenna bæði í fyrra og aftur í ár. Fyrsta sending kom í hús í maí 2013 og hef-

ur Katrín síðan kynnt framleiðsluna á sölusýningu erlendis. „Erlendis hefur einnig verið kallað eftir fleiri litum og stílum, þannig að það er sannarlega kominn tími á að taka það skref í framleiðslunni,“ segir hún. Sundfatalína Kasy samanstendur af fimm flíkum sem hægt er að setja saman eftir því hvaða aðstæðum konan er í. Fötin eru til sölu í Belladonnu í Skeifunni og Rósinni á Akureyri, auk þess sem hægt er að panta í gegn um vef Kasy. Katrín segir fjölda kvenna hafa lýst yfir þakklæti sínu vegna sundfatanna en ekki síður hafi eiginmenn verið ánægðir. „Ég hef heyrt frá karlmönnum sem segja að konunni sinni hafi ekki liðið vel í sundfötum þar til hún kynntist Kasy og þá loks hafi hún verið til í að fara í sólarlandaferð með fjölskyldunni. Það gefur mér mikið að heyra svona sögur,“ segir hún. Í gegnum allt hönnunarferlið hefur Katrín gert kannanir á þörfum kvenna og það sama var uppi á teningnum þegar hún ákvað að bæta við túrkís og fjólubláum lit. „Þetta voru þeir litir sem flestar óskuðu eftir,“ segir hún. Fjármögnunin á IndieGoGo stendur yfir til 18. september og fer það eftir árangrinum þar hversu mikið verður framleitt af Kasy í lit. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

er hagkvæmur kostur.

Katrín Sylvía Símonardóttir er konan á bak við Kasy-sundfatalínuna. Ljósmynd/Hari


a ð f ö h s d l Bí eyri og r u i k s A s o Self

T R O

I N I N U ! L A N Ö I G S L E T H Ú R UM P S R

E T N

% U 0 K r 7 u Ý t % t á L % l 0 s f r 0 6 a u t t 5 á l afs % 0 4sláttur r u t t á l s f a

3afs0láttur %

af

U D M KO RÐU

E G G R O Æ B

EXPO • www.expo.is

Á R F P U A K

R U P Ý T I R D L E U L Ö S M R A G ANU N I M ÖFÐ Ý R H Á

M Ó K S AF

Ð 0 R E 500 3V

S D L Í ÍB

0r 0 0 0 u 3 n 0 ó 10krónur kr

INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

ur krón


40

matur & vín

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Ab gerlar stuðla að jafnvægi Líkamar okkar verða stöðugt fyrir áreiti frá óæskilegum þáttum í nánasta umhverfi okkar. Óæskilegar bakteríur og sveppir geta sest að í meltingarveginum og valdið óþægindum og veikt mótstöðuafl líkamans. Holl fæða hjálpar okkur að halda jafnvægi í daglegu lífi. Góðu gerlarnir sem ab-vörurnar innihalda, Lactobacillus acidophilus (a) og Bifidobacterium bifidum (b), eru ólíkir flestum öðrum mjólkursýrugerlum. Þeir lifa af ferðalagið um magann og halda áfram mikilvægri starfsemi sinni í þörmunum. Dagleg neysla á ab-mjólk tryggir hæfilegt magn af a- og b-gerlum í meltingarvegi og gerir óæskilegum gerlum erfitt uppdráttar. Aog b-gerlarnir treysta mótstöðuafl okkar gegn bakteríum. Þeir bæta meltinguna og styrkja um leið innri varnir líkamans.

Þannig helst líkaminn í lifandi jafnvægi. Ab-vörurnar eru þróaðar með það fyrir augum að gegna lykilhlutverki í mataræði nútímafólks. Þær eru svokallað markfæði sem er skilgreint sem matvæli sem hefur heilsusamlega virkni umfram hefðbundin matvæli. Eins og aðrar mjólkurvörur eru ab-vörurnar næringarríkar og innihalda hina heilnæmu a- og b- gerla. Í einu grammi af ab-mjólk eru að minnsta kosti 500 milljón a-gerlar og 500 milljón b-gerlar. Þegar eðlilegt jafnvægi í meltingarvegi raskast, t.d. vegna inntöku sýklalyfja, er mikilvægt að neyta vara sem innihalda heilnæma gerla til að byggja aftur upp heilbrigða gerlaflóru. Góðu gerlarnir sem ab-vörurnar innihalda lifa af ferðalagið í gegnum magann og hjálpa til við að ná aftur og viðhalda mikilvægu jafnvægi í meltingarvegi. Unnið í samstarfi við MS

M

 Hinsegin Vinsæll matur meðal samkynHneigðr a

Hommar fitna ekki, eða hvað? Hápunktur Hinsegin daga í Reykjavík verður á morgun, laugardag, þegar gleðigangan fer fram í miðbænum með öllum sínum glæsileika og litadýrð. Við fögnum fordómaleysi og fjölbreytileika með samkynhneigðum og sýnum um leið stuðning okkar við þeirra réttindabaráttu með gleði og bjartsýni í hjarta.

Panini er lúxusútgáfa af hefðbundinni samloku. Samkynhneigðir fara yfirleitt ekki hefðbundnu leiðina. Panini getur verið alveg einstaklega góð leið til þess að borða mikið af kjöti og osti án þess að margir taki eftir því.

V

ið forvitnuðumst um það hvort einhver matur eigi betur við samkynhneigða menningu en aðra, hvort einhver fæðuteg und sé vinsælli meðal samkynhneigðra en annarra og komumst að ýmsu f róðlegu. F yrir t veimur árum kom út bók sem nefnist „Hommar fitna ekki“ og er höfundurinn listrænn hönnuður hjá Barney´s í New York og er samkynhneigður. Samkynhneigðir menn eru víst með ákveðnari skoðanir á þessum málum en samkynhneigðar konur. Hér eru nokkrar hugmyndir um mat sem er vinsæll hjá samkynhneigðum mönnum.

Hvítvín. Þrátt fyrir að hvítvín sé mjög kaloríuríkt þá er það mjög vinsælt meðal samkynhneigðra manna. Hvítvín er oftast tekið fram yfir vatn. Hver hefur svo sem gaman af vatni?

Mikilvægt Magnesíum plús með B12, B6 og fólinsýru er slakandi og styrkjandi fyrir líkama og sál.

Guacamole. Samkynhneigðir og þá sérstaklega hommar elska allt með avocado. Eina vandamálið er það að Guacamole er fitandi, lífshættulega fitandi. Því verður að passa skammtana. Bakaðar kartöflur. Samkynhneigðir menn borða ekki djúpsteiktar kartöflur, heldur bakaðar. Ástæðuna þarf ekki að útskýra.

VERTU

VAKANDI!

36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. blattafram.is

Makkarónur eru eftirlæti samkynhneigðra manna. Litadýrðin er mjög að þeirra skapi og svo eru þær sætari en allt sætt. Þú sérð aldrei gagnkynhneigðan mann með makkarónur, allavega ekki einan.

VERNDARI BARNA Í 10 ÁR

Sushi er gríðarlega vinsæll meðal samkynhneigðra. Enda inniheldur hann fáar kaloríur og svo er mikil stemning í því að borða sushi.

Súkkulaði. Það eru allir vitlausir í súkkulaði. Alveg sama hvar þeir eru staddir í flórunni.


Reykjavík Pride

Hinsegin dagar Reykjavík 2014

Gleðilega hátíð! Hinsegin dagar í Reykjavík þakka ómetanlegan stuðning frá bakhjörlum, listamönnum og ótal sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu hinsegin málefna. Um leið og við fögnum þeim sigrum sem hafa unnist, tökum við þátt í Gleðigöngunni til að minna okkur á að meðan fólk mætir enn fordómum vegna kynhneigðar og kynvitundar, hvar sem er í heiminum, er baráttunni hvergi nærri lokið. Gleðigangan hefst stundvíslega á morgun, laugardaginn 9. ágúst kl. 14:00 við BSÍ og endar við Arnarhól með glæsilegri regnbogahátíð þar sem fram koma Sigga Beinteins, Páll Óskar, Felix Bergsson, Lay Low, Kimono og fleiri.

HINSEGIN DAGAR REYKJAVIK PRIDE

Fögnum mannréttindum, menningu og margbreytileika!

Hinsegin dagar í Reykjavík 2014

#reykjavikpride reykjavikpride.com


42

heilabrot

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Spurningakeppni fólksins

 sudoku

 2. Júpíter.  1. Jerúsalem.

1. Hvað heitir höfuðborg Ísrael? 2. Um hvaða reikistjörnu ganga tunglin Ganymedes, Kallistó og Evrópa?

9. Dalvík.

3. Jón Hreggviðsson.

3. Hver spurði: Hvenær drepur maður

4. 1945.

mann, og hvenær drepur maður ekki

10. Brautarholti, Selárdal.

12. Chrysler.

4. Hvaða ár lauk seinni heimstyrjöldinni?

6. Manchester City.

5. Hvaða ár voru Hinsegin dagar fyrst

7. Húsavík.

haldnir hátíðlegir í Reykjavík? ensku úrvalsdeildinni í vetur? 7. Hvar á útvarpskonan Guðrún Dís Emils-

15. Pass.

upptökustjóri.

8. Hver stjórnaði brekkusöngnum á

1. Tel Aviv.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár? 9. Hvar verður haldið upp á Fiskidaginn

9. Dalvík.

2. Júpíter.

10. Hvar á landinu bjó og starfaði listamað-

4. 1945.

urinn og bóndinn Samúel Jónsson?

 14. 2016. 

13. Hvert er póstnúmerið á Hvammstanga?

14. Hvenær er næst hlaupár? 15. Hvaða skagi skilur að Axarfjörð og Þistilfjörð?

myndlistarkona.

 svör

?

Dóra Hrund skorar á Pétur Orra Gíslason sagnfræðinörd. Björgvin hefur unnið þrisvar í röð og kemst því í undanúrslit. Hann skorar á Valdimar Guðmundsson söngvara.

5 6

4 8 9 1 4

 6 stig

Dóra Hrund Gísladóttir

9 1 2

2 8

15. Langanes.

8. Pass.

6 3 8

2

13. 530.

7. Húsavík.

unum?

4

12. Pass.

6. Pass.

12. Hvaða bílarisi sameinaðist Fiat á dög-

 sudoku fyrir lengr a komna

11. Pass.

5. 1978.

11. Hver er dagskrárstjóri Rásar 2?

10. Pass.

3. Pass.

mikla nú um helgina?

6 4

?

dóttir heima?

5

7 5 9 6 5 8 1 4 2 5 8 3 9 3 2 9 1

 14. 2016. 

 12 stig

Björgvin Ívar Baldursson

3

13. 530.

8. Ingó veðurguð.

6. Með hvaða liði leikur Frank Lampard í

4

11. Óli Palli.

5. 1993.

mann?

8 5 7 6

1

6

3 2 5 1 8

7 5

 krossgátan

1. Jerúsalem. 2. Júpíter. 3. Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni. 4. 1945. 5. 1999. 6. Manchester City. 7. Á Húsavík. 8. Ingólfur Þórarinsson (Ingó veðurguð). 9. Á Dalvík. 10. Í Selárdal í Arnarfirði. 11. Frank Hall. 12. Chrysler. 13. 530. 14. 2016. 15. Melrakkaslétta.

201

SKORDÝR

FLATFÓTUR

RÍKI

ÞAKBRÚN

KEYRA

SVARA

RENNA

HINDRUN

TAPAST

200

F S O S F G Ó U R T L E A R L Í A T A K K A S G T R Á F R F

DÆLING

SÆTI

VÖRUFLUTNINGUR GJÁLFRA

H H A R M E F A S E L S T S A V V I L L A N O L G A F S P I L S L S O R S Ö K Í L Á K Æ L I F I T U S A M A ÚRGANGUR

LJÚFUR

AFHENDING

SJÚKDÓMUR

SORG

Í VAFA FYRST FÆDD

AFGANGUR DANS

ÁTT

VEGVÍSIR

SKEKKJA

HRÓSS

FITA

SAMTALS

ÚTHLUTAÐIR FLÍK

KEYRA

SKAKKI

FRENJA

ÁSTÆÐA

VELDIS

HVERJUM EINASTA

LÍTIÐ

TÆRA

ÍSSKÁPUR SPIK

FRAMVEGIS

MEÐERFINGI

F B Í F L A L G Á G Ó E T A Ð R A G T Ð U R M Á K E M E Ð A L I F S T Ð A S A A M P I Á R V B L Ó M I A F Æ Ð S S R U T A M R L Ö M A T L A S R A M M I Ý M S

FRUMEFNI GRAFTARBÓLGA

APASKAPUR

LYF

KVK. NAFN

LJÓS

ÁHRIFAVALD

EGGJARAUÐA HVIÐA

MÁLHELTI LITLAUS

GOÐSAGNAVERA

TVEIR EINS

DREYRI

HALLI

STEINTEGUND

HAGNAÐUR EFNI

YFIRSTÉTT SNJÓFÖL

ÍHUGA

BRAK BOX

SIGTA

KAPPSEMI VAFI

DÚTL

SAFNA

KÖNNUN

SJÓN TRÉ

TÍMABIL

STJÓRN

JURTATREFJAR

STÚLKA

ALA

SETJA Í PÆKIL

VAGGA FLUGA

DJAMM SKÓLI

HJÖR

BLÓM

FUGL

SMÁSKILABOÐ

SKORDÝR

MARGVÍSLEGAR

ÞJÓTA

SKÖPUN

VONDUR

Æ T I Ð I L A L L U U A R R F Ð Æ Ú S S N K A S Ý N A L D I I A G G A A L L R Ó S S Í A U R A R

TVEIR EINS FRÁ

mynd:Saleem Hameed (CC By-2.5)

 lausn

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

MÁL NASL GERAST

TVEIR

MEINYRÐI

LAND

ALA

VÖRUBYRGÐIR

LÖSKUN

Í RÖÐ

afsláttu

r

GATA HLEYPA

FJANDMANNA

HALLAST

VÍNANDI

KLIÐUR

RÍKI

ÁVINNA

FUGL

LÍTILL

AFLAST

ÖNDUNARFÆRI

NÆÐA

SNÖGGUR

ÆTÍÐ

SAMTÖK

TVEIR EINS

FRESTA

UTANMÁL

HÓTUN

UNGUR FUGL

SÚREFNI TÁLKNBLÖÐ

FISKUR

ÞEKKJA LEIÐ

FRÍ

KROPP KOMST SKAPRAUNA

FÆDDI

AFL

GLYRNA

HÁR

ÁRATALA

NÚMER

TOTA

STÍFNI

TIGNA

EFNI

SLÆMA

TÆPLEGA

FRAMBURÐUR

GÁLEYSI

SUNDLA

MATARSÓDI FISKUR ANDSPÆNIS

URMULL ÓHLJÓÐ

REKALD

KARL

FRÚ

Á FLÍK

GRAS

SÓÐA

KK NAFN

FÁLM

FLÝTIR

FROSKTEGUND

FÁGA

TVEIR EINS

ÞUNGI

SKYLDIR

Í RÖÐ

YNDI

fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420

KRINGUM ÓNEFNDUR

ANDLITSPARTUR

EFTIRMATUR

Kæliskápadagar út ágúst

20%

STÖKUM

SKORDÝR

AFDREP

SEYTLAR

MÁLMUR

SMÁMJAKA

SPENNANDI

MÆLIEINING

NARSL

SUSS

VERKNÁM

SÝN

FYRIRBOÐI

ÁVÖXTUR


NÝR 8BLS BÆKLINGUR

ALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR FYRIR SKÓLANN ENN A BETRÐ VER

16GB MINNISLYKILL Stílhreinn og stórglæsilegur USB3 minnislykill með inndraganlegu USB tengi á frábæru verði!

1.990 32GB 3.990 • 64GB 7.990 • 128GB 12.900

NÝR SJÓ SKÓLAB ÐHEITUR Æ STÚTFUL KLINGUR LUR AF SNILLD : )

2.990 ÓTRÚLEGT SKÓLAVERÐ:)

PIXMA iP2850 Frábær tveggja hylkja bleksprautuprentari á ótrúlegu verði í Tölvutek meðan birgðir endast

5.990 GLÆSILEGUR CANON PRENTARI

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

8BLS

ÖRYGGISVÖRN

Heildarlausn á öllu öryggi í tölvunni þinni, öflugasta öryggisvörnin ásamt eldvegg sem ver heimanetið


44

stjörnufréttir

Helgin 8.–10. ágúst 2014

Skilnaðarpappírarnir lagðir fram Næstum tveimur árum eftir að leikarahjónin Will Arnett og Amy Poehler slitu samvistir hefur Will nú lagt fram skilnaðarpappíra til undirritunar. The Millers-stjarnan óskar eftir sameiginlegu forræði yfir tveimur ungum sonum þeirra hjóna, Archie (5) og Abel (3). Síðan þau hættu saman hefur Will verið orðaður við konur á borð við Katie Lee stjörnukokk, og Erin David framleiðanda, en Amy hefur verið í sambandi við grínistann Nick Kroll síðan í maí 2013. Will Arnett verður gestur Jimmy Fallon í kvöld á SkjáEinum klukkan 22.30.

Tveir fyrir einn á nikulás í sumarfríi Nú er frábært tækifæri til að fara með alla fjölskylduna í bíó því áskrifendum SkjásEins bjóðast tveir bíómiðar á verði eins á stórskemmtilegu fjölskyldumyndina Nikulás í sumarfríi. Myndin er sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói

Akureyri. Áskrifendur SkjásEins fengu sendan tölvupóst með leiðbeiningum um hvernig skuli nýta tilboðið á midi.is og emidi.is. Það má kaupa eins marga miða og fólk vill og gildir tilboðið til og með 11. ágúst.

K100 verður GAY100 í dag!

V Viltu vinna miða á Justin Timberlake?

ið viljum fagna margbreytileikanum í samfélaginu og taka þátt í að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður á K100.5 en í tilefni af gleðigöngu Hinsegin daga sem haldin verður á morgun, laugardag, verður öll dagskrá á stöðinni í dag miðuð að réttindabaráttu hinsegin fólks. „Við verðum gay for a day eins og sagt er, og við breytum nafni

stöðvarinnar úr K100 í GAY100 þennan eina dag. Þetta verður einstaklega lifandi dagur á stöðinni, mikill gestagangur og mikið fjör.“ Mikilvæg málefni um réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans fólks verða rædd á léttu nótunum og mun útvarpsstöðin skarta öllum regnbogans litum í dag með frábærri dagskrá. Ekki missa af gleðinni í dag á GAY100.5.

Þótt það sé lööööngu uppselt á tónleika Justin Timberlake eiga lesendur Fréttatímans kost á því að vinna miða á tónleika ársins. Á Facebook-síðu Fréttatímans er laufléttur og skemmtilegur spurningaleikur upp úr efni blaðsins þessa vikuna. Hafðu blaðið við hendina meðan þú svarar spurningunum og þú ferð létt með að svara og ert þar með komin/n í pott sem dregið verður úr á mánudaginn. Hinn heppni fær tvo miða á tónleikana sem fram fara í Kórnum þann 24. ágúst.

Finndu okkur á Facebook!

Karl Pilkington í nýjum ferðaþáttum Það virtist ekki vera nóg fyrir Karl Pilkington að vera sendur um allan heim í Ricky Gervais þáttunum An Idiot Abroad sem sýndir voru á SkjáEinum, heldur endurtekur hann nú leikinn í sinni eigin þáttaröð, The Moaning of Life. Nú velur hann sjálfur áfangastaði sína og leitast við að uppgötva hvernig fólkið sem hann heimsækir tekst á við stærstu mál tilverunnar. „Ég var viðstaddur útför í Gana sem var furðulegasta lífsreynsla ævi minnar og skoðaði líka hvernig skipulögð hjónabönd verða til á Indlandi, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Karl um ferðalögin sín. The Moaning of Life hefjast á SkjáEinum fimmtudaginn 14. ágúst.

Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS


565 6000 / somi.is

SKELLTU ÞÉR ÚT AÐ BORÐA.

Við bjóðum spennandi matseðil Íslendingar hafa fjölbreyttan smekk sem við gerum okkar allra besta á hverjum degi að sinna. Þitt er valið! Ferskt á hverjum degi


46

sjónvarp

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Föstudagur 8. ágúst

Föstudagur RÚV

21.20 Wallander – Horfinn Sænsk sakamálamynd frá 2013. Kurt Wallander rannsóknarlögreglumaður glímir við erfitt sakamál.

23:15 David Bowie - Five Years In Making Of An Icon Einlæg heimildarmynd sem spannar fimm örlagaár í lífi David Bowie.

Laugardagur

19.35 Vaski grísinn Baddi Grísinn Baddi elst upp á meðal fjárhunda og fer að haga sér eins og hann sé einn af þeim.

15.40 Ástareldur e 17.20 Kúlugúbbarnir (5:18) 17.44 Undraveröld Gúnda (10:11) 18.05 Nína Pataló (33:39) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Með okkar augum (4:6) e. 18.55 Verðlaunafé 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Orðbragð (5:6) e. 20.05 Saga af strák (10:13) Bandarísk gamanþáttaröð um áhyggjulausan piparsvein sem sér sér leik á borði þegar einstæð móðir flytur í næsta hús. 20.30 Séra Brown (5:10) Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown.. 21.20 Wallander – Horfinn Sænsk sakamálamynd frá 2013. Kurt Wallander rannsóknarlögreglumaður í Ystad á Skáni glímir við erfitt sakamál. Leikstjóri er Charlotte Brändström og meðal leikenda eru Krister Henriksson og Charlotta Jonsson Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 22.50 Bræðraböl Tveir bræður hittast í jarðarför móður sinnar. Báðir eru þeir illa haldnir af sjálfseyðingarhvöt og laskaðir á sálinni vegna harmleiks frá æskuárunum.e. 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 21:30 The Big Wedding Gamanmynd frá 2013 með Robert DeNiro, Katherine Heigl, Diane Keaton, Ben Barnes, Susan Sarandon, Robin Williams o.fl.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21:45 The Knick (1/10) Glæný þáttaröð með Clive Owen í aðalhlutverki. Hún fjallar um lækna og hjúkrunarkonur á Knickerbocker sjúkrahúsinu í New York í upphafi 20. aldar. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21:10 Inside Men - LOKAÞÁTTUR Bresk smáþáttaröð um vopnað rán sem framið er í peningageymslu í Bristol, Bretlandi.

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 15:05 The Voice (19:26) 16:35 The Voice (20:26) 17:20 Dr. Phil 18:00 Necessary Roughness (16:16) 18:45 An Idiot Abroad (8:9) 19:30 30 Rock (10:22) 19:50 America's Funniest Home Vid. 20:15 Survior (11:15) 5 6 21:00 The Bachelorette (8:12) 22:30 The Tonight Show 23:15 David Bowie - Five Years In ... 00:00 Leverage (14:15) 00:45 Inside Men (3:4) 01:35 Survior (11:15) 02:25 The Tonight Show 03:10 The Tonight Show 03:55 Pepsi MAX tónlist

Sunnudagur

Laugardagur 9. ágúst RÚV

STÖÐ 2

RÚV

STÖÐ 2

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.20 Fagri Blakkur e. 07:40 Malcolm in the Middle (13/22) 12.05 Golfið (4:7) e. 08:05 Young Justice 12.35 Ferðastiklur - þá og nú e. 08:25 Drop Dead Diva (10/13) 13.00 Spóinn var að vella e. 09:15 Bold and the Beautiful 13.55 Alheimurinn (2:10) e. 09:35 Doctors (33/175) 14.40 Attenborough: Furðudýr í ... e. 10:15 Last Man Standing (14/24) 15.05 Miðj.eyjak. Ottolenghis – Krít e. 10:40 The Face (8/8) 15.50 Með okkar augum (4:6) e. 11:25 Junior Masterchef Australia allt fyrir áskrifendur 16.20 Hrein og bein 12:15 Heimsókn 17.20 Tré-Fú Tom (4:26) 12:35 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.42 Grettir (28:52) 13:00 Notting Hill 17.55 Táknmálsfréttir 15:05 Pönk í Reykjavík (4/4) 18.05 Violetta (15:26) 15:55 Young Justice 18.54 Lottó 16:20 The Big Bang Theory (19/24) Fréttir 16:45 How I Met Your Mother (23/24) 19.00 4 5 19.20 Veðurfréttir 17:10 Bold and the Beautiful 19.25 Íþróttir 17:32 Nágrannar 19.35 Vaski grísinn Baddi Grísinn 17:57 Simpson-fjölskyldan (4/22) Baddi elst upp á meðal fjár18:23 Veður hunda og fer að haga sér eins og 18:30 Fréttir Stöðvar 2 hann sé einn af þeim. Myndin er 18:47 Íþróttir talsett á íslensku. 18:54 Ísland í dag 21.05 Leyndarmálið í lestinni Atriði í 19:06 Veður myndinni eru ekki við hæfi ungra 19:15 Super Fun Night (10/17) barna. e. 19:35 Impractical Jokers (2/15) 22.55 Óheillakrákur Gamanmynd 20:00 Mike & Molly (20/23) um tvo seinheppna smáglæpa20:20 NCIS: Los Angeles (10/24) menn sem verða vitni að morði 21:05 Sense and Sensibility Fráen lenda sjálfir á flótta undan bærlega vel gerð bíómynd eftir klóm morðingjanna. Aðalhlutsögu Jane Austen um systurnar verk: Seth Rogen, James Franco Elinor og Marianne sem eru og Gary Cole. Leikstjóri: David ólíkar mjög. Elinor er raunsæ Gordon Green. Atriðið í myndinni en Marianne tilfinninganæm eru ekki við hæfi barna. og fyrirferðarmikil. Þegar faðir 00.45 Skuld - Á Broadway Frá systranna deyr gengur sveitasýningu á söngleiknum fræga e. setrið þar sem þær búa lögum 03.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok samkvæmt í arf til sonar hans

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.40 Undrabörn Sagan gerist 11:35 Big Time Rush í Úkraínu árið 1941, fyrir og í 12:00 Bold and the Beautiful hernámi Þjóðverja, og segir 13:20 Oceans frá vináttu þriggja barna. Tvö 15:00 Derek (2/8) þeirra eru gyðingar og það 15:30 Veep (1/10) þriðja þýskt. Vinskapur þeirra 16:00 The Night Shift (3/8) brúar þá gjá sem mismunandi 16:40 ET Weekend (47/52) trúarbrögð og þjóðerni valda. 17:25 Íslenski listinn allt fyrir áskrifendur Þýsk verðlaunamynd frá 2011. 18:23 Veður Leikstjóri er Markus Rosenmüller 18:30 Fréttir Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun og meðal leikenda eru Kai 18:50 Íþróttir Wiesinger, Catherine Flemming, 18:55 Stelpurnar (2/20) Gudrun Landgrebe og Konstan19:15 Lottó tin Wecker.e. 19:20 The Big Bang Theory (2/24) 12.15 Jiro dreymir um Sushi e. 19:456 Percy Jackson: Sea of Monsters 4 5 13.35 Landinn e. Spennandi ævintýramynd 21:30 The Big Wedding Gamanmynd 14.05 Fum og fát 14.15 Hraðafíkn e. frá 2013 með Robert DeNiro, 14.45 Hvað varð um flug MH370? e. Katherine Heigl, Diane Keaton, 15.40 Lesbíur e. Amanda Seyfried, Topher Grace, 16.10 Hrafnhildur e. Ben Barnes, Susan Sarandon og 17.10 Táknmálsfréttir Robin Williams. 17.20 Stella og Steinn (8:42) 23:00 Arbitrage Dramatísk 17.32 Stundarkorn spennumynd frá 2012 með 17.56 Skrípin (18:52) Richard Gere, Susan Sarandon, 18.00 Stundin okkar e. Brit Marling og Tim Roth í 18.25 Brúnsósulandið (4:8) e. aðalhlutverkum. Stjórnandi 19.00 Fréttir fjárfestingasjóðs í New York 19.20 Veðurfréttir gerir örvæntingafulla tilraun til 19.25 Íþróttir að selja fyrirtækið en skelfileg 19.30 Forkeppni EM í körfubolta uppákoma og dómgreindarÍsland-Bretland Beint brestur hans virðist ætla að verða honum að falli. Hann leitar 20.35 Paradís (4:8) 21.30 Fálkar e. til gamals vinar með vafasama 23.05 Alvöru fólk (4:10) fortíð um að bjarga því sem 00.05 Löðrungurinn (5:8) e. bjargað verður. 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 00:45 Hitchcock

af fyrra hjónabandi. Systurnar neyðast til að flytja í fábrotnari húsakynni ásamt móður sinni og þar gerast ævintýrin. 23:20 Killing Bono 01:10 Midnight Run 03:15 Wrecked 04:45 Notting Hill

02:20 A Dangerous Method 04:00 Total Recall 05:55 Fréttir

SkjárEinn

6

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 15:50 Dr. Phil 16:30 Kirstie (4:12) 16:55 Catfish (7:12) 11:20 Community Shield 2014 - Prev. 17:40 America's Next Top Model 11:50 Man. City - Sunderland 18:25 Rookie Blue (10:13) 13:45 NBA Special: 1984 NBA Draft 19:10 King & Maxwell (4:10) 14:55 Bballography: Bob Pettit 19:55 Gordon Ramsay Ultimate ... 15:20 Community Shield 2014 - Prev. 20:20 Top Gear USA (12:16) 15:55 Demantamótin 21:10 Inside Men - LOKAÞÁTTUR 17:55 KR - Breiðablik allt fyrir áskrifendur22:00 Leverage - LOKAÞÁTTUR 19:45 Pepsímörkin 2014 22:45 Nurse Jackie (7:10) 21:00 UFC Now 2014 23:15 Californication (7:12) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:55 UFC 173 23:45 Agents of S.H.I.E.L.D. (17:22) 00:30 Scandal (7:18) 01:15 Beauty and the Beast (19:22) 02:00 The Tonight Show 08:25 Blackburn - Cardiff 02:45 Leverage (15:15) 5 4 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:05 Cardiff - Man. City 11:50 Everton - Liverpool 14:10 Liverpool - Norwich 13:35 Season Highlights 2013/2014 allt fyrir áskrifendur 08:30 & 13:55 The Young Victoria 15:50 Premier League World 14:30 Blackburn - Cardiff 07:10 & 15:45 Say Anything 10:15 & 15:40 Honey 5 6 allt fyrir áskrifendur 16:20 WBA - Man. City 16:10 Ipswich - Fulham Beint 08:50 % 17:25 Michael Jackson Life ... 12:05 09:30 & 15:45 Dolphin Tale 4 & 20:10 Bjarnfreðarson 5 6fræðsla, sport og skemmtun fréttir, allt fyrir áskrifendur 18:05 Blackburn - Leeds, 1997 18:15 Community Shield 2014 - Prev. allt fyrir áskrifendur 11:20 & 19:55 Wall Street 17:30 Harry Potter and the Chamb ... 11:20 & 17:35 Broadcast News allt fyrir áskrifendur 18:35 Blackburn - Cardiff Beint 18:45 Guinness International Cham. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:25 Hook 22:00 & 03:05 Sarah’s Key 13:30 & 19:45 The Bourne Legacy 20:40 Community Shield 2014 - Prev. 20:35 Preston North End - Liverpool 22:00 & 03:05 Interv. Withfréttir, the fræðsla, Vamp.sport og skemmtun 23:50 For a Good Time, Call.... 22:00 & 02:50 Phil Spector fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:10 Guinness International Cham. 22:25 Ipswich - Fulham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:00 The Darkest Hour 01:15 Scream 4 23:35 Runner, Runner 22:55 Blackburn - Cardiff 00:05 Tottenham - Southampton 01:05 This is The End 4 5 01:30 The Samaritan 6 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:25 Dr. Phil 15:45 Men at Work (4:10) 16:10 Top Gear USA (11:16) 17:00 Emily Owens M.D (11:13) 17:45 Survior (11:15) 18:30 The Bachelorette (8:12) 20:00 Eureka (9:20) 20:45 Beauty and the Beast (19:22) 14:15 Bayern Munchen - Man. City 21:35 Upstairs Downstairs (3:6) 16:00 Íslandsmót í hestaíþróttum 22:25 A Gifted Man (6:16) 17:45 Pepsímörkin 2014 23:10 Falling Skies (8:10) 19:00 Keflavík - Víkingur 23:55 Rookie Blue (10:13) 21:30 Community Shield 2014 - Prev. 00:40 Betrayal (8:13) 22:00 Stjarnan 01:25 Ironside (9:9) 22:30 Box - Sergey Kovalev vs. allt B fyrir áskrifendur 02:10 The Tonight Show 00:50 Community Shield 2014 - Prev. 03:40 Pepsi MAX tónlist

4 4

4

5

5

6

5

6

6

H E I M S K L A S S A H LJ Ó M F L U T N I N G U R Úrval af gæðahátölurum frá Pioneer Veldu vandað – það borgar sig alltaf. BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI

4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP

4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900

Verð: 28.900

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson.is · Verslanir og umboðsmenn um land allt

4


sjónvarp 47

Helgin 8.-10. ágúst 2014  Undarlegt sjónvarpsleysi fortíðar

10. ágúst STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:25 Mr. Selfridge (5/10) 14:20 Broadchurch (4/8) 15:15 Gatan mín 15:35 Mike & Molly (6/23) 16:00 How I Met Your Mother (16/24) 16:25 Anger Management (18/22) 16:50 The Big Bang Theory (11/24) allt fyrir áskrifendur 17:10 Modern Family (14/24) 17:35 60 mínútur (44/52) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (50/60) 19:10 A Totally Different Me 20:05 The Crimson Field (1/6) Vönduð 4 bresk þáttaröð frá BBC. Sagan gerist í Fyrri heimsstyrjöldinni og aðalsöguhetjurnar eru læknar, hjúkrunarkonur og sjúklingar í sjúkrabúðum breska hersins í Frakklandi. Hjúkkurnar þurfa að sinna mönnum sem koma særðir, bæði á líkama og sál, úr skotgröfunum. 21:00 Rizzoli & Isles (4/16) 21:45 The Knick (1/10) 22:30 Tyrant (7/10) 23:15 60 mínútur (45/52) 00:00 Daily Show: Global Edition 00:25 Suits (1/16) Fjórða þáttaröðin um hinn eitursnalla Mike Ross, sem áður fyrr hafði lifibrauð sitt af því að taka margvísleg próf fyrir fólk gegn greiðslu. Lögfræðingurinn harðsvíraði, Harvey Specter, kemur auga á kosti kauða og útvegar honum vinnu á lögfræðistofunni. 01:10 The Leftovers (6/10) 02:05 Crisis (9/13) 02:50 Looking (5/8) 03:15 The Sessions 04:50 The Julian Assange Story

Sjónvarp á fimmtudögum Ég verð Stöð 2 alltaf þakklátur fyrir sjónvarp á fimmtudögum og í júlí. Hvers vegna allt þetta sjónvarpsleysi var á fimmtudögum og yfir hásumarið veit ég ekki fyrir víst, enda ekki nema tíu vetra þegar þessi vitleysa hætti með einkareknu sjónvarpi. En líklegt þykir mér að rykfallnir karlar í efri deild Alþingis, þessir sömu og sögðu litasjónvarp og sjónvarp yfir höfuð bara bólu og vitleysu til að byrja með, hafi ákveðið að nútíminn færi nú ekki að eyðileggja fyrir þeim bridgekvöldin og sénsinn á að fá smá romm í kók, samviskubitslaust á virkum degi. Og á sumrin á ekki að horfa á sjónvarpið – það veit hver maður. Þótt júlí hafi aldrei náð sér á strik sem besti sjónvarpsmánuðurinn hafa fimmtudagskvöld 5

4

6

40 – 60% afsláttur

Vertu litrík

Útsala! Síðustu dagar Komdu og gerðu frábær kaup á útsölunni

ÚTSALA!

SÍÐUSTU DAGAR 4

5

6

Síðustu dagar útsölunnar í Dalakofanum

Útsala! Síðustu dagar

Sjón er sögu ríkari 5

Hvað glápið þennan síðastliðinn júlí þakka ég æðri máttarvöldum að ég er orðinn minn eigin sjónvarpsstjóri. Haraldur Jónasson

Útsala – Síðustu dagar

11:30 Barcelona - Atletico Madrid 13:15 Community Shield 2014 - Prev. 13:45 Arsenal - Man. City Beint 16:15 Stjarnan - FH 18:00 Moto GP - Bandaríkin Beint 19:00 Arsenal - Man. City 20:45 Pepsímörkin 2014 allt fyrir áskrifendur 22:00 Moto GP - Bandaríkin 23:00 Royce Gracie - Ultimate Gracie fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:25 Ipswich - Fulham 11:05 Liverpool - Dortmund Beint 13:15 Community Shield 2014 - Prev. 13:45 Arsenal - Man. City Beint allt fyrir áskrifendur 16:15 Liverpool - Dortmund 17:55 Arsenal - Man. City fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:40 Liverpool - Arsenal 21:25 Ipswich - Fulham 23:05 Blackburn - Cardiff

yfirleitt verið góð til sjónvarpsgláps og nú í andaslitrum línulegrar sjónvarpsdagskrár sem börnin mín, á leikskóla- og grunnskólaaldri hundsa algerlega, verður mér stundum hugsað til þess þegar ég þurfti að hætta í miðjum Hunter til þess að fara á körfuboltaæfingu. Þá reyndist vídeóið oft bjargvættur og kom í veg fyrir margan refsisprettinn ef Dee Dee McCall og Rick Hunter lentu í krefjandi málum á tímum þegar ekkert var sjónvarpsfrelsið, tímaflakkið, sjónvarp Símans, OZ app, Netflix eða ólöglegt dánlód. Ég sá reyndar vídeóspólu um daginn, svipaða þeirri og geymdi margan Hunterendann og leið eins og fornleifafræðingi. Svo gamaldags þótti mér þessi fyrrum bjargvættur minn orðinn.

6

SUÐURLANDSTRÖLLIÐ 2014

Keppni sterkustu manna Íslands fer fram fyrir faman Verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði, föstudaginn 8. ágúst, kl. 16:30. Keppnisgreinin er sleðadráttur með höndum. Ari Gunnarsson sterkasti maður á Íslandi og Daníel Þór Gerana eru meðal keppenda. Hjalti Úrsus Árnason er skipuleggjandi keppninnar.

KOMIÐ OG GERIÐ FRÁBÆR KAUP!

– í miðbæ Hafnarfjarðar


METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 30.07.14 - 05.08.14

1

Amma biður að heilsa Fredrik Backman

2

Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson

48

menning

Helgin 8.-10. ágúst 2014

 Ópera stÓrLið Óperusöngvara í La traviata

Þóra syngur Víolettu Óperukórinn og Söngskólinn í Reykjavík efna til óperutónleika í Hörpu 6. og 7. september næstkomandi en þá verður La traviata eftir Giuseppe Verdi flutt í konsertformi. Flytjendur eru Óperukórinn í Reykjavík ásamt einsöngvurum og sinfóníuhljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. Í aðalhlutverkum eru Þóra Einarsdóttir sem Kamelíufrúin Víoletta, Garðar Thór Cortes er ástmaður hennar, Alfredo, Bergþór Pálsson er Giorgio Germont, faðir Alfredo, og Viðar Gunnarson er Grenville, læknir Violettu.

La traviata er ein af þremur vinsælustu óperum sögunnar og byggir á sögunni um Kamelíufrúna eftir Alexander Dumas yngri. Kamelíufrúin Marie Duplessis, sem heitir Víoletta í óperunni La traviata, hafði verið ástkona Dumas. Verdi sá Kamelíufrúna leikna í París vorið 1852 og fáeinum mánuðum síðar hafði Verdi samið óperuna La traviata og var hún frumsýnd í Feneyjum 1853. „La traviata er afar heillandi verk og við erum mjög stolt að setja það upp með sannkölluðu stórliði óperusöngvara í Hörpu.

Þóra Einarsdóttir syngur Kamelíufrúna Víólettu og Garðar Thór Cortes í hlutverki ástmanns hennar, Alfredo.

Það er spennandi að setja La traviata upp í konsertformi og það er mikil tilhlökkun hjá tónlistarfólkinu. Tilefnið er ekki síst 40 ára afmælisgleðskapur Söngskólans í Reykjavík og Óperukórsins,“ segir Garðar Cortes, stjórnandi sýningarinnar. –jh

 LeikList LandsLiðið á Línu sýnt í síðasta sinn um heLgina

3

Niceland Kristján Ingi Einarsson

4

Piparkökuhúsið Carin Gerhardsen

Arnar Dan Kristjánsson skrifaði einleik í leiklistarnáminu sem hann hefur sýnt í Tjarnarbíói að undanförnu. Í haust flytur Arnar Dan til Mílanó þar sem kærastan hans er að fara í nám. Ljósmynd/Hari

5

7

9

Iceland Small World - stór Sigurgeir Sigurjónsson

Frosinn - Þrautir Walt Disney

Vegahandbókin 2014 Steindór Steindórsson

6

8

10

Frosinn - Anna og Elsa eignast vin Walt Disney

I was here Kristján Ingi Einarsson

Bragð af ást Dorothy Koomson

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

Sjómannslíf án dýrðarljómans Arnar Dan Kristjánsson er ungur leikari á uppleið. Hann útskrifaðist vorið 2013 sem leikari frá Listaháskólanum og eftir útskrift réð hann sig hjá Borgarleikhúsinu þar sem hann starfaði síðasta leikár. Í sumar ákvað hann að taka málin í sínar eigin hendur og setti upp einleik sem hann skrifaði og hefur sýnt í Tjarnarbíói að undanförnu. Aðeins einn sjómaður hefur nýtt sér 2 fyrir 1 tilboð á miðum á leikritinu.

É

g vann alveg gríðarlega mikið í leikhúsinu í vetur og fór að hugsa um af hverju ég fór í leiklist. Mig hefur alltaf langað til þess að segja sögu og grunnspurningin er alltaf: Af hverju? Það eru tvær leiðir fyrir þá sem útskrifast sem leikarar, annars vegar að ráða sig hjá stóru leikhúsunum eða fara sína eigin leið og gera eitthvað sjálfur. Eftir fyrsta árið fann ég að mig langaði svakalega að gera eitthvað algerlega sjálfur. Ég lærði jafnmikið af þessu ári í Borgarleikhúsinu eins og ég lærði öll árin í skólanum, að mér fannst, svo mér fannst ég vera tilbúinn að setja þennan einleik á svið. Þegar maður útskrifast þá hefur maður oft fyrirfram gefnar hugmyndir um bransann, en kemst svo að því að maður er alltaf að læra,“ segir Arnar Dan.

Sjómennska ekki dans á rósum

Einleikurinn sem Arnar setti upp heitir Landsliðið á línu og fjallar um sjómannslíf á línubáti. „Þetta er saga ungs manns sem ræður sig á bát og lendir í ýmsum hremmingum, hann kemst að því að sjómannslífið er ekki í þeim dýrðarljóma sem sungið er um í sjómannalögum. Konur og peningar,“ segir Arnar, sem hefur sjálfur farið á sjó. „Ég fór á sjó í þrjú sumur með menntaskóla til þess að afla tekna, en þetta er alls ekki sagan mín. Ég er samt að segja sögu af innsýn, það er ekki hægt að skrifa um þetta án þess

að hafa prófað það, það væri mjög hrokafullt.“ „Þessu hefur verið tekið mjög vel og ég bauð sjómönnum 2 fyrir 1 tilboð á miðum, en það hefur bara einn látið sjá sig. Enda eru þeir allir á sjó í sumar. Sjómaðurinn sem kom á sýninguna var mjög uppnuminn og tengdi gríðarlega við það sem ég var að segja og er það eiginlega mesta viðurkenningin sem ég hef fengið.“

Flytur til Mílanó

Síðustu sýningar einleiksins eru fyrirhugaðar um helgina, á föstudags- og sunnudagskvöld en þó er ekki útilokað að þeim muni fjölga. „Ég mun kannski vera með fleiri sýningar í ágúst vegna þess að þessu hefur verið mjög vel tekið.“ Sýningarnar verða þó ekki margar þar sem Arnar er að flytja til Mílanó í haust. „Kærastan mín er að fara í nám í klassískum söng og ég ætla að komast að í starfsnám hjá leikstjórum í Mílanó. Einnig hef ég mikinn áhuga á því að vinna á heimssýningunni sem er í Mílanó á næsta ári og kynna mér land og þjóð. Er aðeins byrjaður að pæla í tungumálinu og er bara nokkuð spenntur fyrir þessu öllu saman.“ Allar upplýsingar um Landsliðið á línu og miðasala er á heimasíðu Tjarnarbíós www.tjarnarbio.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


60% afsláttur

af öllum barnafötum Peysa

Pils

0-8 ára Áður 2.490 kr Nú 996

0-7 ára Áður 1.990 kr Nú 796

30-50%

Stærð 70x100 Stærð 100x140 25 tegundir

af öllum

barnaverum

Peysa

0-8 ára Áður 2.490 kr Nú 996

Náttgalli

0-4 ára Áður 2.890 kr Nú 1.156

Buxur

Íslensk hönnun

0-8 ára Áður 1.990 kr Nú 796

100% bómull

ÚTSALAN ER HAFIN 25-60% afsláttur

30-50% af öllum

Sendum frítt úr vefverslun lindesign.is

barnavörum

Hettuhandklæði Áður 3.990 kr

30% afsláttur

Nú 2.990 kr

af eldhúsvörum

25-50%

af öllum rúmfötum

50%

af öllum

40% afsláttur

af öllum púðum

handklæðum

Stærðir

30%

af öllum

dúnsængum

70x140 50x90 30x30

Stærðir 140x200 100x140 70x100

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is


50

menning

Helgin 8.-10. ágúst 2014

Grísalappalísa á Pönki á Patró

Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri / nyherji.is/skolatolvur

Græjaðu skólann! Allt sem námsmaðurinn þarf

samkvæmt um að ræða tvískipta dagskrá. „Börn og unglingar eru í forgrunni og markmiðið er að svala rokkþörfum þeirra og gefa þeim kost á að upplifa nýja hluti, njóta tónlistar á sínum forsendum á skemmtilegum stað og kynnast í leiðinni tónlistarfólkinu,“ segir Jóhann. Dagurinn hefst með tónlistarsmiðju, svo er boðið upp á hressingu og að henni lokinni eru tónleikar með Grísalappalísu og dj. flugvél og geimskip fyrir

krakkana en þeir hefjast klukkan 15. Frítt er inn á alla dagskrá og tónleika dagsins fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri en inn á kvöldtónleikana kostar 2500 krónur fyrir fullorðna en þeir byrja um klukkan 21. Grísalappalísa og dj. flugvél og geimskip bætast á ansi myndarlegan lista hljómsveita sem spilað hafa á Pönki á Patró en þar má finna fyrir Skálmöld, Pollapönk, Diktu, Prinspóló og Amiinu.

Strákarnir í Grísalappalísu verða á Pönki á Patró um helgina.

 Fjölmiðlar Óðinn jÓnsson stýrir morgunútgáFunni í vetur

Gamli fréttastjórinn tekur morgunvaktina Óðinn Jónsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Guðrún Sóley Gestsdóttir stýra nýjum morgunþætti á samtengdum útvarpsrásum RÚV, Morgunútgáfunni. Auk þeirra leggja stjórnendur Landans og Bogi Ágústsson sitt af mörkum. Ætlum að slá nýja tóna, segir Óðinn.

Lenovo Yoga 2 13,3” Verð: 154.900 kr.

Spjald- eða fartölvu? Sameinaðu kosti beggja með einni græju.

Pönk á Patró verður haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í sjötta sinn á morgun, laugardag. Að þessu sinni eru það dj. flugvél og geimskip (Steinunn Eldflaug Harðardóttir) og hljómsveitin Grísalappalísa sem ætla að skemmta ungum sem öldnum. Upphitun verður á föstudagskvöld með sundlaugarpartíi í sundlaug Patreksfjarðar. Að sögn Jóhanns Ágústs Jóhannssonar skipuleggjenda er venju

É

360

Lenovo G50 15,6” Verð: 54.900 kr.

g held að ég leyfi mér að segja að þetta sé metnaðarfyllsta atlaga okkar að morgnunum í langan tíma,“ segir Óðinn Jónsson, fyrrum fréttastjóri RÚV, sem stýra mun nýjum morgunþætti á samtengdum rásum 1 og 2 í vetur. Þátturinn kallast Morgunútgáfan og við hlið Óðins verða þær Hrafnhildur Halldórsdóttir og Guðrún Sóley Gestsdóttir. Auk þeirra leggur fjöldi annarra dagskrárgerðarmanna hönd á plóg, til að mynda Bogi Ágústsson, ritstjórn Landans og starfsfólk RÚV á landsbyggðinni. „Við hugsum okkur að Morgunútgáfan sé vettvangur til að koma landsmönnum í samband við daginn, að koma á framfæri því helsta í heiminum og hér heima,“ segir Óðinn. Hann segir að þar sem þátturinn verði bæði sendur út á Rás 1 og Rás 2 þurfi að þjóna breiðum hópi hlustenda. Því er lagt upp með að sem flest dagskrárgerðarfólk stofnunarinnar vinni efni fyrir þáttinn. „Það er engin tilviljum að við gefum þættinum þetta tiltölulega hlutlausa nafn; þetta á að vera vettvangur fyrir okkur á RÚV í heild að sýna hvað við getum og hvað

við höfum fram að færa. Það er öflugur mannskapur hérna og ég vona að þessi þáttur muni endurspegla kraftinn í starfsfólkinu.“ Morgunútgáfan verður tveggja og hálfs tíma þáttur, frá klukkan 6.30 til 9 á morgnana á virkum dögum. Óðinn segir að þetta verði nútímaþáttur í klassísku útvarpi. „Við byggjum á löngum og góðum hefðum en ætlum líka að slá nýja tóna. Enda þurfum við að ná til nýrra kynslóða sem hefur vefinn sem sinn fyrsta miðil. Þetta verður því gamla góða útvarpið en svo munum við auðvitað miðla efninu eftir þeim leiðum sem komnar eru, samskiptasíðum, sérstakri vefsíðu,

hlaðvarpi og öllu slíku.“ Nýi þátturinn fer í loftið fimmtudaginn 28. ágúst og er Óðinn kominn á fullt við undirbúning hans eftir „ítarlegt frí“ sem hann tók sér þegar hann lét af starfi fréttastjóra í vor. Hann kveðst vera tilbúinn í slaginn. „Já, við erum með metnaðarfull áform enda erum við að keppa við öflugan þátt á Bylgjunni sem er vinsæll og við berum fulla virðingu fyrir. En við ætlum að gera hlutina öðruvísi og vonum að það falli í góðan jarðveg.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

Fólk á ferðinni Þegar Óðinn og hans fólk fer í loftið í lok mánaðarins verða breytingar á högum nokkurra útvarpsmanna í Efstaleiti. Bergsteinn Sigurðsson, sem stýrt hefur Morgunútvarpinu síðan í haust, tekur við Síðdegisútvarpinu á Rás 2. Kjartan Guðmundsson, sem starfað hefur með Bergsteini, færist yfir á Rás 1 þar sem hann mun stjórna tónlistarþætti. Þá mun Guðrún Gunnarsdóttir, sem að undanförnu hefur stýrt Síðdegisútvarpinu, aftur hverfa til starfa á Rás 1 þar sem hún og Magnús R. Einarsson stýra saman nýjum þætti.

Stílhrein námstölva á frábæru verði.

Lenovo Yoga 10” HD+ Verð: 51.990 kr.

Skærasta stjarnan á svæðinu. Með innbyggðum standi.

18 klst. Óðinn Jónsson stýrir Morgunútgáfunni á samtengdum rásum útvarps í vetur. Honum til halds og trausts verða Hrafnhildur Halldórsdóttir, sem er „reynslumikil útvarpskona“, og Guðrún Sóley Gestsdóttir sem er „gríðarlega efnilegur nýliði sem þó hefur sannað sig í útvarpi og sjónvarpi,“ eins og Óðinn orðar það. Myndir/Ragnar Visage


! N I M O K N I Ð O B L I T A L Ó SK EIN SÚ VINSÆLASTA Þessi verður örugglega ein af okkar vinsælustu fyrir skólann og heimilið. Mjög hagstætt verð fyrir 15,6” fartölvu með Intel Pentium örgjörva. Traust og sterkbyggð með miklu geymsluplássi á 500GB hörðum diski og sambyggðu Intel HD skjákorti.

15,6”

69.990

TOS-C50B133

HAGKVÆM HEIMILISTÖLVA Frábær kostur fyrir alla almenna tölvuvinnslu eins og netið, tölvupóstinn, ritvinnslu og þetta helsta. AMD Dual Core örgjörvi, HD8210 skjástýring, 4GB vinnsluminni og 500GB diskur.

TOS-C50DA147

54.990

HAGSTÆÐUR INTEL i5 HASWELL

INTEL i3 OG TRUBRITE

Hagkvæmasta Intel i3 fartölvan í skólaúrvalinu með þriðju kynslóðar örgjörva og TruBrite skjá með sérstaklega háu birtustigi til að ná betri myndgæðum.

TOS-C50B118

HVÍT MEÐ 8GB VINNSLUMINNI

15,6”

Ein sú heitasta í úrvalinu. Glæsileg hvít 15,6” fartölva með 8GB vinnsluminni og stórum 1TB hörðum diski. Hraðari gagnaflutningur með USB3 og HDMI til að tengja við sjónvarp eða skjá.

79.990

EINSTAKT VERÐ FYRIR INTEL i7

Ein allra bestu kaupin í ár. Intel i5 Haswell örgjörvi sem þolir þunga vinnslu og lengir líftíma rafhlöðunnar. Intel HD Graphics 4400 skjákjarni og 500GB diskur.

TOS-L50B1LE

99.990

Ein öflugasta vélin fyrir peninginn. Kröftugur Intel i7 Haswell örgjörvi fyrir þunga og kröfuharða vinnslu ásamt 2GB AMD R7 M260 skjákorti fyrir betri grafík og leiki.

TOS-L50B1LF

TOS-L50B1FP

DRAUMATÖLVA MEÐ AMD R9 Öflugasta 15,6” tölvan frá Toshiba í ár. Glæsileg silfruð leikjafartölva með i7 Haswell og nýja 2GB AMD R9 265X leikjaskjákortinu. 6GB vinnsluminni og stór 1TB diskur. Full HD skjár og Harman Kardon hátalarar.

139.990

84.990

179.990

TOS-P50B103

SKOÐAÐU ALLT SKÓLAÚRVALIÐ Í NETVERSLUN TÖLVULISTANS Á TL.IS

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333

HAFNARFJÖRÐUR REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750


52

dægurmál

Helgin 8.-10. ágúst 2014

 Í takt við tÍmann ÓlÍna viðarsdÓttir

Lúði í fatavali og á ekki tölvu Ólína Viðarsdóttir er 31 árs sálfræðingur og leikmaður Vals í Pepsideild kvenna. Hún vinnur á Laugarásnum sem er endurhæfingadeild fyrir ungt fólk með byrjandi geðrofssjúkdóma. Hún hlakkar til að demba sér á fullu í sálfræðina eftir fótboltann. Ólína er í sambúð með Eddu Garðarsdóttur og eiga þær dótturina Bergþóru Hönnu. Hún var skírð eftir ömmum sínum. Staðalbúnaður

Vá, ég er algjör lúði þegar kemur að fatavali. Ég hef t.d. aldrei átt Diesel gallabuxur eða Ray-Ban sólgleraugu og mæti með takkaskóna í Bónuspoka. Er í fínni fötum í vinnunni en er fljót að skipta í „sweats“ þegar ég kem heim. Er mjög dugleg að versla í landsliðsferðum og fer þá oftast í H&M. Ég yfirleitt ekki meira en 3 tíma að eyða dagpeningunum í allskonar nauðsynjar.

Hugbúnaður

Er náttúrulega á fullu í fótboltanum alla daga. Boltinn er enn í dag, eftir 20 ár, eitt það skemmtilegasta sem ég geri. En mér finnst langskemmtilegast að eyða tíma með dóttur minni.

Við erum nýkomnar úr yndislegu 4 vikna sumarfríi þar sem hver dagur var sem nýtt ævintýri. Annars er ég mikil félagsvera og finnst mér gaman að vera með vinum, skemmta mér og ferðast. Er líka að fikta við golfið og það er að koma skemmtilega á óvart.

Vélbúnaður

Iphone 5s er mest notaður til að hringja og senda sms, taka myndir og spila 2048. Er einnig mikið inn á fasteignaappinu þessa dagana að skoða. Á enga tölvu en Edda leyfir mér að nota sína þegar hún er í góðu skapi.

Aukabúnaður

Veitingastaðurinn Local er í algjöru uppáhaldi þessa dagana en svo er pabbi sjómaður og er duglegur að skaffa fisk sem tengdamamma matreiðir óaðfinnanlega. Það er besti matur í heimi og svo mikill kærleikur sem fylgir. Í haust er það skemmtiferð til Svíþjóðar og vinnuferð til Tókýó sem bíður. Fyrst er það að klára tímabilið með stæl og svo auðvitað fagna Gay Pride núna um helgina.

 appafengur

Bugs and Buttons

Ekki veit ég hvernig höfundar appsins „Bugs and Buttons“ – sem á íslensku myndi útleggjast sem „Pöddur og hnappar“ – fengu hugmyndina. Mér fannst nafnið alltaf fráhrindandi en nú þegar það er komið Bugs and Buttons 2 ákvað ég að prófa fyrra appið með dóttur minni. Í stuttu máli er í appinu að finna alls 18 leiki fyrir börn þar sem þau læra tölustafi og bókstafi, fylgja ákveðnu mynstri og spila myllu, en líka bara að kremja pöddur. Þó er hægt að færa rök fyrir því að sá leikir æfi viðbragðsflýti. Eins mikilla vinsælda og þetta app hefur notið þá er það vart fyrir viðkvæma. Ég viðurkenni að fá nettan hroll þegar maurar og kakkalakkar skríða yfir skjáinn á iPadnum, þar sem pöddurnar sjást enn betur en á símaskjánum. En miðað við hversu ánægð dóttirin er með þetta app eru töluverðar líkur á að hún fái hið seinna þegar fram líða stundir. - eh


Við erum nærri þér!

12

STAÐIR

+1

Nú er Löður á 12 stöðum + 1 á Akureyri

Löður • hreinlega allstaðar! www.lodur.is


54

dægurmál

Helgin 8.-10. ágúst 2014

 Sjónvarp Tökur á SenSe8 undirbúnar á ÍSlandi

Íslenskir leikarar í þáttum Wachowski-systkinanna Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is

Íslenska framleiðsluf yrirtækið TrueNorth undirbýr nú tökur á nýjum sjónvarpsþáttum Wachowskisystkinanna hér á landi. Tökurnar hefjast á næstu dögum. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, vildi ekki tjá sig um þetta verkefni þegar Fréttatíminn leitaði eftir því. Um er að ræða athyglisverða þætti sem Wachowski-systkinin, Lana og Lawrence, gera með J. Michael Straczynski. Þættirnir kallast Sense8 og gerast í átta borgum. Netflix hefur þegar keypt réttinn af þáttunum.

Ein af aðalpers ónunum át t a er veisluglöð íslensk stúlka. Á tímabili stóð til að íslensk lei k kona fær i með hlut verk hennar en svo fór að bandarísk leikkona hreppti hnossið. Hins vegar ha fa farið f r a m

Wachowski-systkinin, Lana og Lawrence, undirbúa nú tökur á nýjum sjónvarpsþáttum hér á landi í samvinnu við TrueNorth. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

prufur fyrir íslenska leikara vegna hlutverka í þáttunum. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans liggur enn ekki fyrir hverjir fá hlutverk í þáttunum. Talið er að tökurnar hér á landi standi í eina til tvær vikur. Áður hefur komið fram í fjölmiðlum að tökuliðið komi aftur í október til að ná íslenskum vetri og norðurljósunum í mynd. Wachowski-systkinin eru þekktust fyrir að hafa skrifað handrit Matrix-myndanna, V For Vendetta og Cloud Atlas.

 Fjölmiðlar magnúS geir brýTur niður veggi og núTÍmavæðir rúv

Dorrit í afmæli Jóns Ólafs Athafnamaðurinn Jón Ólafsson fagnaði sextugsafmæli sínu í Hörpu á miðvikudagskvöld. Um þrjú hundruð manns var boðið í veisluna og nutu gestirnir þriggja rétta málsverðar og skemmtiatriða. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, voru meðal gesta en meðal þeirra sem héldu ræður voru Einar Kárason rithöfundur, sem skrifaði ævisögu Jóns fyrir nokkrum árum, og synir Jóns en athygli vakti að þeir fluttu sína ræðu á ensku. Pálmi Gunnarsson og Laddi sungu með Brunaliðinu, Högni Egilsson spilaði undir á píanó fyrir Helga Björnsson, Stuðmenn tróðu upp en fyrstur á svið var þó Geir Ólafsson.

laugardegi. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans verða Ríkharður Daðason og Bjarni Guðjónsson meðal álitsgjafa í þáttunum í vetur.

Brennivínið ekki lengur grænt

Þrjár messur á viku

Enski boltinn fer aftur að rúlla um næstu helgi og munu Gummi Ben og hans menn á Stöð 2 Sport 2 bjóða upp á mun veglegri umfjöllun í vetur en áður hefur verið. Auk þess að sýna alla leikina í beinni verða þrjár Messur á viku, einn spjallþáttur og klukkutíma upphitunarþáttur á hverjum

Íslenska brennivínið fær nýtt útlit í tilefni 80 ára afmælis þess. Flaskan góðkunna verður hér eftir glær en hefur verið græn um áratugaskeið. Svarti miðinn fær að halda sér en er núna úr pappa í stað plasts. Myndin af Íslandi er nú fyllt í stað hvítra útlína og Vestmannaeyjar eru loks komnar á sinn stað. Það var Hjalti Karlsson sem hannaði nýtt útlit Brennivínsins. Hann starfar sem kunnugt er í New York og hlaut á síðasta ári hin eftirsóttu og virtu Söderberg-verðlaun í Svíþjóð þar sem tæpar nítján miljónir króna komu í hans hlut. Þess má geta að sýning á verkum Hjalta í Hönnunarsafni Íslands stendur nú yfir og mun gera til 20. október.

Demantshringur 0.70ct Verð 680.000.-

www.siggaogtimo.is

Líður betur eftir að ég flutti af lúxusskrifstofunni Fimm mánuðir eru síðan Magnús Geir Þórðarson tók við starfi útvarpsstjóra. Hann hefur flutt skrifstofu sína úr turni útvarpshússins og vinnur nú að því að brjóta niður veggi milli starfsfólks og miðla Ríkisútvarpsins. Starfsfólk getur nú slakað á í nýjum sófum undir bláum ljósum.

Þ

Við ætlum að auka flæði á milli miðla og færa fólk saman. Það skapast alltaf hagræði þegar það er styttra á milli fólks.

að er verið að gera ýmsar breytingar á starfsemi Ríkisútvarpsins. Hingað er komið nýtt fólk með nýjar áherslur og við erum rétt byrjuð á þessari spennandi vegferð,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Fimm mánuðir eru nú liðnir síðan Magnús Geir tók við starfi útvarpsstjóra og starfsfólk RÚV er farið að finna fyrir breyttum áherslum. Fyrsta verkefni Magnúsar var að endurnýja alla yfirstjórn félagsins þegar hann réð inn nýja framkvæmdastjórn sem samanstendur af jafn mörgum konum og körlum. Þá kynnti hann að innlend gæðaframleiðsla yrði sett á oddinn auk þess sem aukin áhersla yrði lögð á barnaefni, öflugri miðlun á netinu, jafnrétti, opið samtal um Ríkisútvarpið og bætta þjónustu við landsbyggðina. Eins og kunnugt er verða efstu tvær hæðir Útvarpshússins leigðar út og því hefur Magnús komið sér fyrir á skrifstofu meðal almennra starfsmanna. Samfara þessum breytingum hafa verið sett upp blá ljós í loftin og starfsfólk getur nú slakað á í nýmóðins sófum og við barborð. Enginn er þó barinn, enn sem komið er alla vega. Þykja þessir nýju innanstokksmunir bera smekkvísi útvarpsstjóra gott vitni. „Fyrst og fremst erum við að gera breytingar á vinnustaðnum til að skapa dýnamískara og frjórra umhverfi,“ segir Magnús Geir um þessar breytingar. Hann segir jafnframt að breytingar á umhverfi starfsfólksins muni styðja við dagskrárbreytingar sem unnið sé að. „Markmiðið er að nýta betur þann mikla slagkraft sem býr í okkar frábæra starfsfólki, auka flæðið á milli fólks og miðla. Nú er búið að brjóta niður veggi og færa fólk saman. Við vonumst til að samtalið verði opnara og vinnustaðurinn skemmtilegri.“

Hitt markmiðið er, að sögn Magnúsar Geirs, fjárhagslegs eðlis. „Við erum að gera miklar breytingar á starfsemi RÚV og miða þær allar að því að sem mest af okkar fjármunum nýtist beint í dagskrá en sem minnst fari í umbúðir eins og húsnæði, tækni og þess háttar. Húsnæðið var einfaldlega óþarflega stórt og dýrt. Því fannst okkur liggja beint við að losa þar um. Með því leigja út efstu tvær hæðirnar skapast bæði leigutekjur og rekstrarkostnaður lækkar. Ávinningurinn af því eins og öðrum breytingum nýtist svo til að bæta dagskránna.“ Hvenær má búast við því að landsmenn verði varir við breyttar áherslur nýrra stjórnenda á RÚV? „Það er allt á fleygiferð, skal ég segja þér, og margar breytingar í farvatninu. Einhverjar áherslubreytingar verða þegar sýnilegar þegar haustdagskráin fer í gang en annað hefur lengri meðgöngutíma. Við erum mjög bjartsýn og hlökkum til að kynna fjölbreytta og spennandi vetrardagskrá í öllum miðlum.“ Hvernig hefur starfsfólk tekið þessum breytingum? „Hér er frábær hópur starfsfólks sem hefur tekið þessum breytingum fagnandi enda er öllum ljóst að fjölmiðill á að vera lifandi og á sífelldri hreyfingu. Starfsfólk RÚV hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera og við ætlum að gera gott RÚV enn betra.“ Og hvernig líður þér á nýju skrifstofunni? „Þó útsýnið hafi verið með eindæmum fallegt á fimmtu hæðinni, þá get ég ekki líst því hvað það á miklu betur við mig að vera hér í hringiðunni, innan um fólk. Þetta er miklu meira gefandi og skemmtilegra,“ segir Magnús Geir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


45 MILLJÓNIR

TAUMLAUS

GLEÐI! PIPAR\TBWA • SÍA

Potturinn í Lottóinu stefnir í 45 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!

Ert þú á Facebook? Magnað, við líka! facebook.com/lotto.is

0

W.L 14 | W W 9/0 8 2 0

OT TO.I

S


HE LG A RB L A Ð

Hrósið...

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Benni Hemm Hemm

Pottþéttur og fagur Aldur: 34 ára. Maki: Auður Jörundsdóttir. Börn: Þorlákur og Guðmundur Ari. Menntun: Var að klára master í listkennslufræðum frá LHÍ. Starf: Tónlistarmaður og kennari. Fyrri störf: Bókasafnsstarfmaður. Áhugamál: Ævisögur tónlistarmanna. Stjörnumerki: Vatnsberi. Stjörnuspá: Þú átt hauk í horni, sem getur aðstoðað þig í vandasömu máli. Til þess að skapa þarf maður fyrst að trúa því að það sé hægt.

B

enni er fyrir það fyrsta alveg einstaklega fagur maður og einn af mínum allra fegurstu vinum,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistar- og bulsugerðarmaður og góðvinur Benna. „Svo er hann líka alveg pottþéttur náungi og geysilega góður trúnaðarvinur. Það er hægt að bera á hans borð hinar mestu tilfinningaflækjur og fá lausn á. En eins og Benni er nú frábær þá á hann sér dökka hlið og hún er þráhyggja fyrir snakki. Ef Benni væri ekki svona vel giftur þá mundi hann lifa á kartöfluflögum eingöngu og þegar við erum saman á tónleikaferðum þarf ég að hafa gætur á honum. Það er sko ekkert grín.“

Í kvöld, föstudagskvöldið 8. ágúst, kemur Benni Hemm Hemm fram í Mengi á Óðinsgötu 2. Á tónleikunum verða meðal annars leikin lög af plötunni Eliminate Evil, Revive Good Times auk laga af Makkvírakk, lagasafni sem gefið var út á nótnaformi. Benni kemur fram einn og óstuddur og verða tónleikarnir algjörlega óuppmagnaðir. Tónleikarnir í Mengi verða síðustu tónleikar Benna í þó nokkurn tíma.

....fær Elín Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur Rauða Krossins. Hún er komin til starfa á Gaza-ströndinni, þar sem hún mun hjúkra stríðssærðum næstu vikur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.