08 11 2013 2 lr

Page 1

Sprottin úr íslenskum kulda

arnar Jónsson stóð fyrst á leiksviði tólf ára. Hann kveður nú Þjóðleikhúsið eftir hálfa öld en er þó ekki sestur í helgan stein.

lani yamamoto skrifaði bækurnar um litla heimspekinginn albert. Hún sendir nú frá sér nýja bók sem sprottin er upp úr íslenskum kulda.

viðtaL 20

michelsenwatch.com

22 viðtaL

helgarblað

8.–10. nóvember 2013 45. tölublað 4. árgangur

ókeypis  Viðtal Dóra takefusa athafnakona

Þarf stöðugt nýjar áskoranir vefur risapíkur

Dóra takefusa er þekkt fyrir fjölmiðlastörf sín fyrr á árum. hún sagði skilið við þann geira fyrir mörgum árum og hefur komið undir sig fótunum í fyrirtækjarekstri sem hún segist hafa leiðst óvart út í. hún rekur nú þrjú fyrirtæki í tveimur löndum og er með 70 manns í vinnu. Dóra segist stöðugt þurfa á nýjum áskorunum að halda, að vera á fullu og að gera eitthvað nýtt. Hún flutti aftur heim til Íslands vegna dóttur sinnar, sem nú er orðin 11 ára en hún á einnig 23 ára son.

Kristín fór úr íkonum í kvensköp

viðtaL 36

Líftíminn Nýtt blað um heilbrigðismál fylgir Fréttatímanum.

1. tölublað 1. árgangur 8. nóvember 2013

Sykuróð þjóð að springa úr spiki Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða og neyta óhóflegs magns af sykri. Hundrað manns fara í offitumeðferð á Reykjalundi á ári hverju og sjúklingarnir verða sífellt yngri og yngri. Tíðni sykursýki 2 hefur aukist um helming hjá körlum og rúma tvo þriðju hjá konum undanfarna áratugi og á sama tíma hefur meðalþyngd þjóðarinnar rokið upp. 57 prósent fullorðinna og 18,6 prósent barna eru yfir kjörþyngd. Íslendingar borða 60 kíló af sætindum á ári. Síða 10

Komast eKKi á Klósettið

Álag á hjúkrunarfræðing a er slíkt að þeir komast ekki á salernið heilu vaktirnar né geta tekið sér matarhlé.

Síða 2

Getum bjarGað 40 mannslífum á ári Læknir segir að skimun eftir ristilkrabbameini getið lækkað dánartíðni um 70-80%.

Síða 4

Græða sár með þorsKroði

Nýsköpunarfyrirtæ kið Kerecis nær eftirtektarverðum árangri við þróun lækningavara.

Síða 6

nýtt líf á reyKjalundi Gróa

Axelsdóttir var 120 kíló og með áunna sykursýki. Hún umbylti lífi sínu og varð í kjölfarið ólétt.

Síða 12

ljósmynd/Hari

Umhirða húðar í Fréttatímanum í dag: Hrein Húð, Falleg Húð – næring á nóttunni - Karlmannleg HúðHirða – OFurFæða Fyrir Húðina

hefur marga hildi háð

síða 24

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Austurveri


2

fréttir

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 HeilbrigðiSmál líftíminn kemur út í fyrStA Sinn í dAg

Skimun myndi bjarga fjörutíu mannslífum árlega Skimun gegn ristilkrabbameini er hafin í mörgum löndum Evrópu og hefur gefið góða raun. Niðurstöður nýrrar evrópskrar rannsóknar sýna að með skimun gegn ristilkrabbameini er hægt að minnka dánartíðni af þess völdum meðal kvenna að meðaltali um 82 prósent en um 73 prósent meðal karla. Rannsóknin var framkvæmd í ellefu löndum yfir tólf ára tímabil. Að mati Ásgeirs Theódórs, sérfræðings í meltingarsjúkdómum, hafa Íslendingar dregist verulega aftur úr öðrum þegar kemur að forvörnum gegn ristilkrabbameini. Árlega deyja að meðaltali 55 Íslendingar

af völdum þess. Skimun gæti því bjargað um fjörutíu mannslífum á hverju ári. Umtalsverðir fjármunir myndu sparast með skimun því árlega ver ríkið einum og hálfum milljarði í meðferðir við ristilkrabbameini. Til samanburðar myndi kosta um hundrað milljónir að framkvæma skimun hjá þeim aldurshópi sem í mestri áhættu er. „Nær öll ristilkrabbamein hafa góðkynja forstig sem er svokallaður ristilsepi. Með því að finna sepann og fjarlægja hann getum við forðað því að krabbamein nái að myndast. Forstigssepar gefa yfirleitt engin einkenni og því veit fólk ekki af þeim. Þegar einkennin koma

fram er sjúkdómurinn oft orðinn útbreiddur og mun erfiðara að beita meðferð sem læknar meinið,“ segir Ásgeir í nýju blaði, Líftímanum. Líftíminn fjallar um heilbrigðismál og verður gefinn út mánaðarlega hér eftir. Meðal annars efnis í blaðinu í dag er umfjöllun um offituvandann hér á landi, talað er við hjúkrunarfræðinga sem komast ekki á salernið á vöktum á Landsspítalanum og rætt við aðstandendur nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis sem hafa þróað lækningavörur úr þorskroði. Líftíminn fylgir Fréttatímanum og er dreift í 82.000 eintökum.

1. tölublað 1. árgangur

8. nóvember 2013

Sykuróð þjóð að springa úr spiki Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða og neyta óhóflegs magns af sykri. Hundrað manns fara í offitumeðferð á Reykjalundi á ári hverju og sjúklingarnir verða sífellt yngri og yngri. Tíðni sykursýki 2 hefur aukist um helming hjá körlum og rúma tvo þriðju hjá konum undanfarna áratugi og á sama tíma hefur meðalþyngd þjóðarinnar rokið upp. 57 prósent fullorðinna og 18,6 prósent barna eru yfir kjörþyngd. Íslendingar borða 60 kíló af sætindum á ári. Síða 10

Komast eKKi á Klósettið

Álag á hjúkrunarfræðinga er slíkt að þeir komast ekki á salernið heilu vaktirnar né geta tekið sér matarhlé.

Síða 2

Getum bjarGað 40 mannslífum á ári

Græða sár með þorsKroði

Læknir segir að skimun eftir ristilkrabbameini getið lækkað dánartíðni um 70-80%.

Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis nær eftirtektarverðum árangri við þróun lækningavara.

Síða 4

Síða 6

nýtt líf á reyKjalundi Gróa Axelsdóttir var 120 kíló og með áunna sykursýki. Hún umbylti lífi sínu og varð í kjölfarið ólétt.

Síða 12

 Stjórnmál 14 nefndir StArfAndi um SkuldAvAndAnn

Allir verði skráðir líffæragjafar

Nefndir um aðgerðir ríkisstjórnar vegna skuldavanda heimilanna:

Velferðarnefnd er nú með til umfjöllunar frumvarp sem þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um brottnám líffæra. Frumvarpið felur það í sér grundvallarbreytingu á lögum um líffæragjöf þar sem með lögunum muni allir verða skráðir líffæragjafar en þess í stað skuli þeir sem ekki kjósa að gefa líffæri sín eftir dauða sinn óska eftir skráningu á þar til gerða skrá. Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að gengið sé út frá ætluðu samþykki í nágrannalöndum okkar enda sé það mun eðlilegra að gera ráð fyrir að fólk vilji gefa líffæri en að það vilji það ekki. „Ég er bjartsýn að það takist að koma þessu máli í gegnum þingið enda hafa margir hagsmunahópar bent á nauðsyn þess að breyta lögum í þessa veru,“ segir hún. Silja bendir á að einn líkami geti hjálpað sjö manns, ýmist með því að bæta lífsgæði eða hreinlega bjarga mannslífum. „Það er síðan útfærsluatriði hvernig fólk skráir sig á lista vilji það ekki gefa líffæri eftir lát sitt,“ segir hún. -sda

1

Höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána = 1 sérfræðingahópur og 4 undirhópar + sérfræðingar (7+ekki uppgefið=?)

Einn sérfræðingahópur skipaður í ágúst og fjórir undirhópar (fjöldi sérfræðinga í hverjum undirhópi fékkst ekki uppgefinn hjá forsætisráðuneytinu) Mun hópurinn skila niðurstöðum sínum fyrir lok þessa mánaðar.

2 3 4

Sérstakur leiðréttingasjóður vegna húsnæðislána = 1 undirhópur (úr lið 1) Tímabundin aðgerð vegna yfirveðsettra eigna = 1 vinnuhópur (7)

Treysta vel Matvælastofnun

Á þriðja hundrað prjónaðar brjóstahúfur Í október komu hátt í hundrað prjónakonur saman og prjónuðu á þriðja hundrað léttlopahúfur. Brjóst af öllum stærðum og gerðum eru fyrirmyndin og byggðist þetta verkefni á samstarfi Göngum saman og Fjallaverksmiðju Íslands. Afraksturinn gefur að líta á Prjónabrjóstahátíð Göngum saman sem haldin verður á laugardaginn í Hannesarholti, Grundarstíg 10, milli klukkan 15-17. Þar verða húfurnar til sýnis og sölu. Húfurnar hannaði Kristín Helga Gunnarsdóttir sem þekktust er fyrir barnabækur sínar. Prjónakonurnar fengu uppskrift Kristínar Helgu og léttlopa af ýmsum litum frá Ístex og þar sem handbragð og litir eru ólíkir endurspegla húfurnar alla þá fjölbreytni sem býr í brjóstum kvenna.

Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála = 2 hópar + 4 teymi= 6 nefndir (7+32+4x32-32=155)

Sjö manna verkefnisstjórn og 32 manna samvinnuhópur auk fjögurra teyma sem í geta setið allt að 32 (fulltrúar í verkefnastjórn sitja sjálfir í einu teymi og mega tilefna einn í hvert af hinum þremur teymum sem eftir eru).

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðhorfskönnun fyrir Matvælastofnun í október um traust almennings til stofnunarinnar. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 39% svarenda bera „frekar / mjög mikið“ traust til Matvælastofnunar og 15% bera „frekar / mjög lítið“ traust til stofnunarinnar. Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem framkvæmd var í október voru þátttakendur meðal annars beðnir um að svara spurningu um traust til Matvælastofnunar (MAST). Alls svöruðu 979 og er svarhlutfall 65%. 46% svarenda sögðust hvorki bera mikið né lítið traust til stofnunarinnar. Í tilkynningu frá MAST segir að könnunin hafi verið gerð með svipuðum hætti og könnun MMR um traust til helstu stofnana samfélagsins, og samanburður á niðurstöðunum sýni að MAST flokkist með efstu stofnunum þegar kemur að trausti almennings. Aðeins Lögreglan, Háskóli Íslands, Ríkisútvarpið og Háskólinn í Reykjavík eru ofar. -eh

5 6

Flýtimeðferð dómsmála vegna myntkörfulánaFrumvarp samþykkt Afnám verðtryggingar af neytendalánum = 1 sérfræðingahópur (7)

Sérfræðingahópur skipaður í ágúst. Áætluð skil eru upp úr miðjum desember.

7

Kostnaður eignalausra einstaklinga vegna gjaldþrotaskipta

Unnið að frumvarpi sem áætlað er að lagt verði fram á Alþingi í lok nóvember 2013.

8

Gjald á fjármálafyrirtæki vegna umtalsverðra tafa á endurútreikningi lána = 1 nefnd (5)

9

Endurskoðun stimpilgjalda vegna húsnæðiskaupa Frumvarp komið fram.

10

Hagstofa Íslands fái skýrar heimildir til að afla upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um fjárhagsstöðu

heimila og fyrirtækja.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Frumvarp samþykkt í september

LÉTT OG LAKTÓSAFRÍ SÚRMJÓLK

Fleiri í nefndum Sigmundar en búa í Súðavík Fleiri sitja í nefndum Sigmundar Davíðs um skuldavanda heimilanna en búa í Súðavík. Alls eru 14 nefndir starfandi sem ætlað er að leysa úr þeim sex liðum sem enn eru óleystir af áætlun ríkisstjórnar til að leysa skuldavanda heimilanna. Í fjórum liðum eru frumvörp tilbúin og/eða samþykkt.

A

lls eru hátt í tvö hundruð manns starfandi í þeim 14 nefndum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur stofnað til að leysa skuldavanda heimilanna. Það eru fleiri en allir íbúar Súðavíkur. Forsætisráðherra fór yfir tíu liði aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar um skuldavandann á Alþingi í gær. Þar kom fram að frumvörp til laga hafa verið lögð fram, samþykkt eða eru rétt óútkomin, í fjórum liðum. Sex liðir eru enn óleystir og starfa alls 14 nefndir að því að

finna lausnir á þeim. „Eins og sést á þessari yfirferð gengur framkvæmd þingsályktunarinnar samkvæmt áætlun,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í gær. „Það er mjög gleðilegt og það er von mín að góð samstaða myndist á Alþingi um þau mál sem enn eiga eftir að koma til kasta Alþingis vegna þessarar þingsályktunar. Íslensk heimili eiga það skilið,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


FORSKOT Á VETURINN

Avensis

Yaris

Corolla

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 65893 10/13

Prius

Auris Touring Sports

Auris

Hverjum nýjum fólksbíl frá Toyota sem við afhendum fram að áramótum fylgir glæsilegur vetrarpakki: Vetrardekk Fyrsta flokks vetrardekk sem munstra þig inn í veturinn. Toyota ProTect filman - þú þarft aldrei að bóna framar - skotheld vörn gegn mengun og veðri - lakkið eins og nýbónað eftir hvern þvott

Sérstakt vetrartilboð á takmörkuðum fjölda RAV4

Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

Bílarnir á myndinni kunna að vera búnir aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Vetrarpakkinn fylgir ekki með RAV4, Land Cruiser 150, Land Cruiser 200, Hilux og PRoACe. Vetrarpakkinn gildir ekki með öðrum tilboðum.


4

fréttir

Helgin 8.-10. nóvember 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

vetrarveður – hríðarveður norðantil á sunnudag. Helgin byrjar vel með hæglætis veðri um allt land. á morgun sækir að landinu lægð úr suðri, hún dýpar hratt og Sa-áttin fer heldur vaxandi Sv-lands seint á morgun. austanátt eykst svo á sunnudag, hvassviðri með rigningu eða slyddu S-lands síðdegis en norðanátt og stórhríð n-lands um kvöldið.

-3

-4

-3

-1

elín björk jónasdóttir

-6

-7

-6

-3

-7

0

-1

-1

vedurvaktin@vedurvaktin.is

-4

-2

1

NorðausTaN 3-8 m/s og bjarT eN líTilsháTTar él um laNdið ausTaNverT. FrosT.

hæg ausTlæg áTT og léTTskýjað og TalsverT FrosT.

a-læg áTT, hvassviðri eða sTormur um kvöldið og Talsverð úrkoma.

höFuðborgarsvæðið: HæGviðri oG léTTSkýjað.

höFuðborgarsvæðið: auSTlæG áTT oG léTTSkýjað framan af.

höFuðborgarsvæðið: auSTan STrekkinGur oG riGninG eða SlyDDa.

 samFélagsábyrgð verðlaun veitt í Fyrsta skipti á íslandi

Táknmálstúlkun á Óvitunum Þjóðleikhúsið býður heyrnarlausum og heyrnarskertum á öllum aldri að njóta sýningar leikhússins á Óvitum eftir Guðrúnu Helgadóttur, með táknmálstúlkun. Sérstök sýning verður næsta sunnudag með táknmálstúlkun í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Táknmálstúlkunin fer þannig fram að tveir túlkar eru hvor sínum megin við sviðið og túlka sýninguna jafnóðum. Sýningin hentar þó öllum og Þjóðleikhúsið bauð til dæmis nýlega upp á táknmálstúlkun á sýninguna Dýrin í Hálsaskógi og nutu allir sýningarinnar. Sýningin Óvitar hefur fengið mjög góðar viðtökur en í verkinu er hlutunum snúið á hvolf þar sem börnin fæðast stór og minnka með aldrinum.

Hagvaxtarhorfur betri Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum á miðvikudaginn að halda vöxtum bankans óbreyttum. Daglánavextir verða 7,00%, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 6,00%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 5,75% og innlánsvextir 5,00%. Samkvæmt þjóðhagsspá Seðlabankans eru horfur á að hagvöxtur í ár verði nokkru meiri en bankinn spáði í ágúst, eða 2,3%, en næstu tvö árin er gert ráð fyrir svipuðum vexti og áður, að því er fram kemur hjá bankanum. Batinn á vinnumarkaði heldur áfram af auknum krafti. eftir að hafa aukist nokkuð á þriðja fjórðungi ársins hefur verðbólga minnkað á ný. viðskiptakjör Íslands hafa versnað á undanförnum misserum og hefur það sett þrýsting á gengi krónunnar. Óvissa vegna kjarasamninga ræður

þó mestu. „Í spá Seðlabankans er sem fyrr gert ráð fyrir launahækkunum í kjarasamningum sem eru umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu og er þá byggt á sögulegri reynslu. verði launahækkanir í samræmi við spána er líklegt að nafnvextir bankans muni að óbreyttu hækka í framhaldinu, sérstaklega ef slakinn í þjóðarbúskapnum heldur áfram að minnka.“ -jh

áhyggjur af verðbólgu ný könnun Capacent fyrir Samtök atvinnulífsins sýnir að 67,4% landsmanna hafa miklar áhyggjur af verðbólgunni, 10,5% hafa litlar áhyggjur en 22% segja að verðbólgan valdi þeim hvorki miklum né litlum áhyggjum. áhyggjur fólks af verðbólgu hafa vaxið frá árinu 2005 þegar Samtök atvinnulífsins gerðu sambærilega könnun en þá höfðu 54% landsmanna miklar áhyggjur af verðbólgunni. -jh

GæðaBÍLSTÓLaR fyRiR BöRnin Veldu gæði og öryggi fyrir þig og þína

marg-

EXPO - www.expo.is

verðlaunaðir BarnaBílstólar

ReykjavÍk, Bíldshöfða 9, kÓpavoGuR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HafnaRfjöRðuR, Dalshrauni 17 ReykjaneSBæR, Krossmóa 4, SeLfoSS, Hrísmýri 7 akuReyRi, Furuvöllum 15, eGiLSSTaðiR, Lyngás 13

www.bilanaust.is

Sími: 535 9000

Gæði, reynsla og gott verð!

lyuba kharitonova segir að nauðsynlegt sé að auka meðvitund um samfélagslega ábyrgð hjá íslenskum fyrirtækjum. Ljósmynd/Hari

Auka þarf vitund um samfélagslega ábyrgð

opið er fyrir tilnefningar á einstaklingum sem hafa verið að vinna í málum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð eða CSr „corporate social responsibility“ í því fyrirtæki sem þeir vinna hjá. Gott viðskiptasiðferði, umhverfismál, öryggismál og mannréttindamál eru dæmi um lykilatriði í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja.

J

CI Ísland vinnur að því að því að fá fyrirtæki sem eru að vinna í samfélagslegri ábyrgð til að taka þátt og ræða um sín verkefni til að vekja meðvitund og skilning á málefninu. Verkefnið byrjaði með það takmark í huga að auka meðvitund um grundvallarhugsun og meginreglur samfélagslegrar ábyrgðar og þær breytingar er hægt að gera,“ segir Lyuba Kharitonova sem starfar í markaðsrannsóknum hjá tölvuleikafyrirtækinu CCP og er meðlimur í JCI Ísland. JCI Ísland eru alþjóðleg samtök sem stuðla að því að vekja meðvitund og skilning á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja eða „corporate social responsibility“ og vinnur að verkefninu „The Creative Young Entrepreneur Award“ (CYEA) sem verður haldið í fyrsta skiptið nú í lok nóvember og verður árlegur viðburður. Segir Lyuba að það að fyrirtæki hafi stefnu í samfélagslegri ábyrgð þurfi ekki að fela í sér að fyrirtæki leggi til beina fjármuni í verkefni heldur sé hægt að taka þátt með ýmsum hætti. Segir hún gott viðskiptasiðferði, áhrif starfsemi fyrirtækisins á umhverfið, heilsu, öryggismál, og mannréttindamál vera lykilatriði í samfélagslegri ábyrgð. „Nú er búið að opna fyrir tilnefningar á þeim einstaklingum sem hafa verið að vinna í samfélagslegri ábyrgð innan sinna fyrirtækja. Þetta í fyrsta skipti sem svona verðlaun verða veitt á Íslandi en lokað verður fyrir tilnefningar í lok mánaðarins,“ segir Lyuba. Verkefnið hóf göngu sína á þessu ári því að menn skynjuðu að það vantaði þekkingu á hugtakinu og talið var að íslensk fyrirtæki væru ekki meðvituð eða virk í þessum efnum. „Það eru margir sem vita ekki hvað samfélagsleg ábyrgð snýst um og halda að það feli í sér kostnað og fjárfestingar á meðan aðrir telja að það feli í sér viðamikla þátttöku í góðgerðarmálum og haldi þess vegna

að þeir geti ekki tekið þátt, en það er misskilningur,“ segir Lyuba. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segir að samkvæmt lögum um Matís grundvallist starfsemi félagsins á samfélagslegri ábyrgð sem stuðli að aukinni verðmætasköpun í matvælaiðnaði, bættu matvælaöryggi og lýðheilsu. „Ef maður á að taka dæmi um sérstök verkefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð þá haldast lýðheilsa og bætt mataræði alveg í hendur og við höfum auðvitað lagt mjög mikið á okkur í tengslum við kaup á tækjum til þess að mæla varnarefni í ávöxtum og grænmeti. Við verðum að vera í stakk búin til að geta mælt hvaða efni eru í matnum sem við borðum,“ segir Sveinn. Þórunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Skema, segir að fyrirtækið sé samfélagslegt í grunninn því starfsmenn vinni að því að efla tæknimenntun í landinu og bæði með því að halda námskeið sjálfir með því og að aðstoða skóla og sveitarfélög við að efla tæknimenntun innan skólakerfisins. „Á námskeiðunum fáum við mikið af börnum sem hefur gengið illa að fóta sig í skólakerfinu. Þeim hefur gengið vel á námskeiðunum hjá okkur og við höfum fengið fjöldann af þakkarpóstum og símtölum frá foreldrum því að velgengnin hefur svo smitast yfir í skólana,“ segir Þórunn. Telur hún að almennt geti stjórnendur fyrirtækja horft á sína kjarnastarfsemi og í fyrsta lagi skoðað hvaða áhrif hún hefur á umhverfi þeirra og samfélag og þá hvort hægt sé að nýta kjarnastarfsemina með einhverjum hætti til að vera góð fyrirmynd og taka þátt í samfélagsverkefnum. Hægt sé að leggja til þekkingu eins og beina fjármuni. maría elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


www.n1.is

facebook.com/enneinn ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 66514 10/13

Helstu næringarefni sem Booztdrykkir innihalda eru prótein, B2-vítamín, kalk, fosfór og kalíum.

Sívinsæl samsetning:

Hluti af daglegu lífi Viðskiptavinir N1 vilja pylsuna sína með:

N1 mótið á Akureyri er eitt stærsta fótboltamót landsins.

Tómatsósu, sinnepi & steiktum

45% Öllu

32%

1.350

keppendur mæta þangað árlega ásamt fjölskyldu og forráðamönnum.

Tankur fólksbíls rúmar að jafnaði

Daglega seljast á N1 um v

Tómatsósu

8%

lítil kók í gleri.

Sinnepi & hráum

3% Öðru

12%

50 lítra = 151 ½

Úr endurunnum fernum er hægt að framleiða t.d. kartonpappír, umslög, möppur, eggjabakka og einangrunarefni í byggingar.

Daglegt líf. Þetta hversdagslega gangverk sem þarf að eiga sér stað. Samfélagið treystir á lifandi aflstöðvar um allt land. Þéttriðið þjónustunet N1 veitir Íslendingum orku til að komast áfram – því að saman höldum við samfélaginu á hreyfingu.

Kringum

10.000

hjólbarðar fá á hverju ári langþráð frí með hvíldarinnlögn á Dekkjahótelum N1. Þar geta dekkin þín slakað vel á og þú getur notað plássið undir eitthvað annað.

Komum af stað!


6

fréttir

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 fjölskylda saft r annsak ar einelti

Fleiri verða fyrir einelti í skólanum en á netinu María Elísabet Pallé maria@ frettatiminn.is

Saft stóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga sem gætu nýst til vitundarvakningar um örugga netnotkun barna og ung­ linga. Þátttakendur voru spurðir um einelti með áherslu á netið og farsíma. Voru börn spurð hvort að þau hefðu orðið fyrir einelti sem og hvort þau hefðu sjálf verið gerendur í einelti á netinu. Niðurstöður bentu til þess að líklegra væri að börn hefðu verið fyrir einelti í skólanum en á net­

inu. Rúmlega 19% barna sögðust hafa orðið fyrir einelti í skól­ anum eða á meðan skólastarfi stóð á síðastliðnum 12 mánuðum og þar af 7,8% einu sinni í mán­ uði eða oftar. Færri eða 9% að­ spurðra sögðust hafa orðið fyrir einelti á netinu á undanförnum 12 mánuðum og þar af 1,9% einu sinni í mánuði eða oftar. Yfir helmingur þeirra sem höfðu orðið fyrir einelti á netinu nefndu samskiptasíður eins og Facebook og rúmlega 36% nefndu MSN, Snapchat og Facebook chat.

Niðurstöður um einelti á netinu í Evrópu eru svipaðar. Niður­ stöður könnunarinnar bentu til þess að mjög stór hluti þeirra barna sem verða fyrir einelti sögðu ekki foreldrum sínum frá því en aðeins 40% sögðu foreldr­ um sínum frá einelti og tæp 54% þeirra sem höfðu orðið fyrir ein­ elti í gegnum farsíma. Saft, eða Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu­ og nýmiðlanotk­ un barna og unglinga á Íslandi. www.saft.is.

 Heilbrigðismál biðlistar eftir Hjúkrunarrýmum lengjast

Gæðin skipta máli Í Rekstrarlandi finnurðu mikið úrval af vistvænum og vottuðum vörum.

extra sterkur alhreinsir á erfiða bletti. Verð frá 979 kr.

Skortur á hjúkrunarrýmum lengir biðlista á Landspítala

salernispappír 8 rúllur í pakka, umhverfisvottaður, húðofnæmisprófaður, eyðir lykt, stíflar ekki lagnir.

PIPAR\TBWA • SÍA • 132327

Verð 738 kr.

alhliða hreinsiefni með ilmi. Verð 499 kr.

Skeifunni 11 | Sími 515 1100

74,6%

www.rekstrarland.is

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

Hver sjúklingur sem bíður í 50 daga að meðaltali á Landspítala eftir plássi á hjúkrunarheimili er að teppa sjúkrarúm sem nýst gætu fyrir fimm sjúklinga, því meðallegutími sjúklinga er innan við 10 dagar á lyflækningasviði

Betra líf! 100% LÍFRÆNT FÓÐUR

FYRIR HUNDINN ÞINN!

Hægt væri að þjónusta sex sjúklinga fyrir hvern og einn sem bíður á Landspítalanum eftir plássi á hjúkrunarheimili. Þrjú þúsund manns eru á biðlista eftir þjónustu á Landspítala en allt að 50 sjúklingar liggja að meðaltali í 50 daga á spítalanum og bíða eftir hjúkrunarrými. Engin áform eru um fjölgun hjúkrunarrýma og gert er ráð fyrir að biðlistar tvöfaldist á næstu árum.

g ÞAR SEM GRASIÐ ER GRÆNNA...

FÆST HJÁ: VÍÐIR, FJARÐARKAUP, GÆLUDÝR.IS OG GARÐHEIMUM

ert er ráð fyrir að biðlist­ ar eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu ríf­ lega tvöfaldist á næstu sjö árum og hefur ríkið engin áform um að bregðast við því umfram þau rými sem þegar gert er ráð fyrir að bæta við á næsta og þarnæsta ári. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Júlí­

ussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bjarkar Vilhjálmsdótt­ ur á Alþingi. Í lok september voru 124 á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu en gert er ráð fyrir að árið 2020 verði þeir orðnir 270. Þriðjungur þeirra sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilinu liggur á Landspítalanum, að meðaltali 47 sjúklingar á degi hverjum, flestir á lyflækningasviði. Hver sjúkling­ ur bíður að meðaltali í 50 daga á spítalanum eftir plássi á hjúkrunar­ heimili. Karl Andersen, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans, bendir á að hver legudagur á Landspítal­ anum sé mun dýrari en hver dag­ ur á hjúkrunarheimili. „Ég bendi á að St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og Vífilsstaðir eru sjúkrastofnanir sem standa tómar. Það eru auðvit­ að ekki ákjósanleg úrræði en það myndi bjarga miklu hér á Landspít­ alanum ef þær yrðu nýttar,“ segir Karl. Hver sjúklingur sem bíður í 50 daga að meðaltali á Landspítala

eftir plássi á hjúkrunarheimili er að sögn Karls að teppa sjúkrarúm sem nýst gætu fyrir fimm sjúklinga, því meðallegutími sjúklinga er innan við 10 dagar á lyflækningasviði. Alls eru rúmlega þrjú þúsund manns á biðlista eftir þjónustu á Landspítala og hafa tæplega tvö þúsund beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir þjónustu. Bylgja Kærnested, deildarstjóri hjúkrunar á hjartadeild, segir það valda heilbrigðisstarfsfólki áhyggj­ um að engin áform séu um bygg­ ingu hjúkrunarheimila í nánustu framtíð. „Sjúklingar fá að auki ekki sömu þjónustu hér og þeir myndu fá á viðeigandi deildum, svo sem hjúkrunarheimilum, þar sem end­ urhæfing og örvun er mun mark­ vissari og allur aðbúnaður betri fyrir þetta fólk sem þarf að dveljast langdvölum á sjúkrastofnun,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


Heilsíða 5x39 BIRT

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-1019

„Það borgar sig aldrei að flýta sér í þessum ákvörðunum og það að bíða – sem kostar tíma – getur sparað mikið af peningum.“ Egill Snær Þorsteinsson Fjármálaráðgjafi hjá Arion banka

GÓÐ RÁÐGJÖF LÉTTIR ÞÉR RÓÐURINN Kostnaður við húsnæði er stærsti einstaki útgjaldaliður fjölskyldunnar. Því er mikilvægt að standa vel að ákvörðunum um íbúðakaup. Þá skiptir máli að sækja sér ráðgjöf og flýta sér hægt. Á arionbanki.is/ibudalausnir finnur þú myndbönd þar sem Egill og aðrir fjármálaráðgjafar Arion banka gefa góð ráð.

ARION ÍBÚÐALAUSNIR


Haustfundur Landsvirkjunar

H

lutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Á haustfundinum þann 13. nóvember verður opin umræða um hvernig við getum best staðið undir því hlutverki í breyttu umhverfi.

Hver er framtíð íslenskrar orku?

Landsvirkjun hefur verið leiðandi í uppbyggingu ís­ lenska raforkukerfisins og byggt upp öflugan raforku­ búskap í farsælu samstarfi við viðskiptavini okkar í tæpa hálfa öld. Á þeim trausta grunni viljum við byggja.

sem er bæði endurnýjanleg og stýranleg er orðin eftirsóttari en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma vinna Íslendingar mesta raforku í heiminum miðað við íbúafjölda.

Aukin eftirspurn

Í þessu nýja umhverfi felast tækifæri fyrir þjóðina. Það er stefna Landsvirkjunar að byggja upp stærri og fjöl­ breyttari hóp viðskiptavina og viðræður okkar staðfesta að fjölmörg iðnfyrirtæki eru áhugasöm um rekstur hér á landi þrátt fyrir erfitt efna­ hagsástand í heiminum.

Landslag orkumála í heim­ inum er gjörbreytt og orku­ verð fer hækkandi. Margar þjóðir telja orkuöryggi sínu ógnað og mengun er vaxandi vandamál. Samkeppni í raf­ orkuframleiðslu og opnun raforkumarkaða milli landa hefur leitt af sér nýjar áskor­ anir og tækifæri. Vatnsorka

Ný tækifæri fyrir Ísland

Opin umræða um stór mál

Staða Íslands er því um margt eftirsóknarverð og þau miklu verðmæti sem í orkunni búa geta bætt lífskjör á Íslandi ef vel er á málum haldið. Hvers vegna er raforka verðmæt vara? Af hverju ættum við að auka raforkufram­ leiðslu? Hvernig tryggjum við samkeppnishæft rekstrar­ umhverfi iðnaðar á Íslandi? Hverjir eru kostir og gallar sæstrengs? Hvernig gætum við hagsmuna Íslands? Við teljum mikilvægt að sem breiðust sátt ríki um þessi stóru mál og köllum eftir opinni umræðu um þá kosti sem nú eru að opnast.

Verið velkomin á haustfund Landsvirkjunar í Hörpu þann 13. nóvember kl. 14. Nánari upplýsingar, skráning og bein útsending á landsvirkjun.is.


Fossinn Hverfandi viรฐ Hรกlslรณn


10

fréttir

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 Dómsmál Ekki Eru nEin DæmigErð viðbrögð við nauðgun Nauðgararnir voru oft jafnaldrar stúlknanna eða litlu eldri og tæp 70% gerenda voru undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. NordicPhotos/Getty

Einn gerendanna var aðeins fjórtán ára og því ósakhæfur. Í Tölum

Gerendur

Börn

29% Fullorðnir

71

%

TenGsl Geranda oG þolanda

Þekktust

23% Þekktust ekkert

20% Þekktust lítið sem ekkert

57%

Þriðjungur nauðgara stúlkna er á barnsaldri Frá stofnun Hæstaréttar hafa fallið 29 dómar þar sem sakfellt er fyrir nauðgun unglingsstúlku. Í meirihluta málanna er gerandi ókunnugur. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur. Algengt er að stúlkurnar beri áverka og í tæpum þriðjungi mála eru gerendurnir á barnsaldri. Svala segir að ekki séu til nein dæmigerð viðbrögð við nauðgun.

Í

flestum málum þar sem sakfellt er í Hæstarétti fyrir nauðgun á unglingsstúlku er gerandinn ókunnugur. Aðeins í 23% málanna hefur unglingsstúlkan þekkt gerandann vel, en í öðrum tilvikum lítið og jafnvel ekkert. „Ég held að líkurnar á að lögð sé fram kæra þegar gerandi er ókunnugur séu meiri, en því meira sem fólk þekkist því minni eru líkur á kæru. Í þeim tilvikum eru þolendur líka frekar í þeirri stöðu að kenna sjálfum sér um, að þeir hafi gefið röng skilaboð og sitja uppi með mikla skömm og sektarkennd,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík. Á nýafstöðnu Jafnréttisþingi kynnti hún niðurstöður óbirtrar rannsóknar sinnar á hæstaréttardómum þegar um er að ræða nauðganir á unglingsstúlkum. Rannsóknin tekur til allra uppkveðinna dóma frá stofnum réttarins árið 1920 og til 1. ágúst 2013. Rannsóknartímabilið spannar því tæpa öld en fyrstu dómar þar sem sakfellt var fyrir nauðgun á unglingsstúlku féllu á sjöunda áratugnum, eða þrír dómar. Næstu tvo áratugina þar á eftir féll einn sakfellingardómur á hvorum áratug. Mikil breyting varð á árunum 1990-1999 þegar 10 sakfellingardómar féllu, 12 á áratugnum þar á eftir og tveir hafa fallið á áratugnum sem er að líða, alls 29 dómar. Svala hefur áður birt viðamiklar rannsóknir á hæstaréttardómum á kynferðisbrotum gegn börnum; þar sem kynferðisbrot eru framin í blóðtengslasambandi, kynferðisbrot gegn aðila sem gerandi á að annast og ber ábyrgð á, og svo þar sem gerandi er hvorki blóðtengdur né umönnunaraðili og brotaþoli er undir kynferðislegum lögaldri. Sá aldur var 14 ár til ársins 2007 þegar hann var hækkaður í 15 ár. „Þegar ég var búin að tína út alla þá dóma, þar sem ákært hafði verið fyrir þau ákvæði kynferðisbrotakafla hegningarlaganna sem eru sérákvæði til verndar börnum, var enn eftir bunki af dómum. Í ljós kom að þetta voru dómar þar sem ákært hafði verið fyrir nauðgun og þolandinn var unglingsstúlka,“ segir Svala. Mjög algengt var að stúlkurnar bæru áverka, oftast kynfærum, sem voru staðreyndir af lækni. „Í þessum málum er langoftast kært strax. Sýnilegir áverkar bera vott um ofbeldi og auðvelda sönnun. „Það er allt annar veruleiki heldur en þegar við skoðum kynferðisbrot gegn börnum þegar kært er jafnvel árum eða áratugum seinna. Það vakti raunar athygli mína í hversu mörgum tilvikum grófu ofbeldi var beitt en aðeins í einu máli var einnig sakfellt fyrir alvarlegt ofbeldi,“ segir Svala. Það var í svonefndu Þverholtsmáli frá árinu 1983 þegar fullorðinn karlmaður keyrði grjóthnullung ítrekað í höfuð 15 ára stúlku svo hún missti meðvitund, stakk skrúfjárni víðs vegar um líkama hennar, meðal annars í augu hennar og brenndi kynfæri hennar

Tengsl geranda og þolanda Sambýlismaður

1

Frændi

1

Bílstjóri hjá ferðaþjónustu fatlaðra

1

Faðir vinkonu

1

Skólabróðir Nágranni

1 2

Vinur Kunningi Kynntust nokkrum klst. fyrir brot

1 12 8

Ókunnugur

3

Bláókunnugur

4

með kveikjara. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi og var það þyngsti dómurinn. „Eitt sem ég komst líka að er að í þessum 29 málum brugðust stúlkurnar við á margvíslegan og ólíkan hátt og segja fyrstu viðbrögð því ekki endilega neitt um alvarleika verknaðarins. Í einu málinu er ráðist á 15 ára gamla blaðburðarstúlku sem að morgni dags var að bera út Morgunblaðið. Drukkinn 21 árs maður ræðst á hana og nauðgar henni í anddyri fjölbýlishúss. Stúlkan kláraði að bera út Moggann áður en hún fór heim og sagði mömmu sinni hvað hafði gerst. Viðbrögð þolenda geta stutt við rannsóknina en þau eru síður en svo alltaf eftir fyrirfram gefnum hugmyndum okkar hinna og segja ekkert til um brotið. Það eru engin dæmigerð viðbrögð við nauðgun,“ segir Svala. Aldursmunur geranda og þolanda er mun minni þegar kemur að nauðgunum á unglingsstúlkum en þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum. „Oftast virðast þessar stúlkur vera í aðstæðum með jafnöldrum sínum eða aðeins eldri strákum þó einnig séu dæmi um að menn, sem eru nógu gamlir til að vera feður þeirra, lokki þær á afvikinn stað þar sem þeir nauðga þeim. Mesti aldursmunurinn var 33 ár. Í því máli þröngvar 49 ára karlmaður 16 ára stúlku til samræðis í hlöðu við hesthús á landareign hans. Hann hafði ekið með hana þangað til að bjóða henni í reiðtúr eins og hann hafði gert nokkrum sinnum áður.“ Stúlkan sagðist hafa litið á þennan mann sem vin sinn. Svala segir það hafa komið sér á óvart hversu stór hluti gerenda voru börn, eða tæpur þriðjungur. Í fimm málum voru gerendur fleiri en einn. Flestir voru gerendur fimm saman. „Í máli frá 1992 var 16 ára piltur sakfelldur fyrir að nauðga 14 ára gamalli stúlku á heimili hennar á meðan hinir fjórir, á aldrinum 14-16 ára, héldu henni og handléku kynfæri sín. Þrír þeirra voru sakfelldir fyrir hlutdeild í

Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, rannsakaði allar sakfellingar í Hæstarétti vegna nauðgana á unglingsstúlkum.

nauðgunarbrotinu og auk þess fyrir blygðunarsemisbrot. Einn gerendanna var aðeins fjórtán ára og því ósakhæfur. Þessir strákar fengu 15-18 mánaða fangelsisdóm. Miðað við hvað þeir voru ungir eru þetta þungir dómar sem sýnir hvað dómurinn leit þessa hópnauðgun alvarlegum augum. Þetta voru bara skólastrákar, þetta gerðist um hábjartan dag og engin ölvun til staðar.“ Ölvun var annars til staðar í meirihluta tilvika, tæp 70% gerenda voru undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og helmingur þolenda. Þar af voru 3 stúlkur rænulausar vegna áfengisneyslu þegar þeim var nauðgað. Annað sem einkenndi brotin er að karlmenn voru alltaf gerendur, játningar voru fágætar og gæsluvarðhaldi var sjaldan beitt þrátt fyrir neitun geranda. Yfirleitt var héraðsdómur fjölskipaður vegna erfiðs sönnunarmats og Hæstiréttur var einhuga í sakarmati í öllum málum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


living with

style

Jól

í ILVA

mIotAL lugt, hús. Grátt. H44,5 cm 7.995,- Hvítt. H38 cm 5.995,- Svart. H35,5 cm 4.995,-

ChrIstmAs hreindýr, silfrað. H25 cm 4.995,- H37 cm 7.995,H48 cm 14.995,-

ChrIstmAs bakki úr viði. 30 x 19 x 3 cm 1.795,- 41 x 28 x 2 cm 2.995,-

NAdur kerti í glasi með hjarta eða stjörnu. H10,5 cm 1.995,-

ChrIstmAs hjarta úr viði. 3 gerðir. H10 cm 395,-/stk. H14 cm 595,-/stk. H20 cm 795,-/stk.

ChrIstmAs tau köngull m/bandi. 2 tegundir 695,-/stk.

ChrIstmAs hvítur elgur. 22 x 5 x 20 cm 2.995,-

ChrIstmAs jólastjarna LUNA Ø 92 cm 16.995,- Pera og perustykki seld sér.

ChrIstmAs kopar köngull, kerti. Ø 11 x H 16 cm cm 3.995,Ø 8,7 x H 11 cm cm 2.495,-

ChrIstmAs krans úr könglum Ø 26 cm 3.995,-

ChrIstmAs jólakúlur. 20 stk. í pk. 6 cm 1.495,- Einnig til hvítar og gráar.

vextir

0%

*

Kauptu núna

*Nú getur þú fengið 12 mánaða vaxtalausa greiðsludreifingu þegar verslað er með VISA eða MasterCard.

ChrIstmAs Rústík kerti. 9 x 15 cm 1.195,9 x 20 cm 1.495,- 9 x 25 cm 1.995,-

ChrIstmAs jólafígúra tau, brún/grá. 1.995,-

ChrIstmAs kerti, ugla. Tveir litir.

ChrIstmAs kertaglas. Ø 8 x H 7 cm 395,-

H 12 cm 995,-

ChrIstmAs hjarta úr endurunnum viði. 6 x 10 cm 995,- 11 x 20 cm 1.995,19 x 39 cm 4.495,-

ChrIstmAs hvít ugla, 2 gerðir 695,-

ChrIstmAs köngull m/bandi. H 19 cm 3.995,- H 25 cm 4.995,H 37 cm 7.995,-

ChrIstmAs keramik köngull. 4 x 10 cm 795,- 6,5 x 16 cm 1.695,- 8,5 x 21 cm 1.995,-

ChrIstmAs stjarna. Ø 50 x H 7 cm 5.995,-

ChrIstmAs hreindýr, tvær gerðir. 13 x 4 x 15 cm 995,-

sendum um allt land

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is

mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18


Allir Air-u iPad Air

iPad mini

Verð frá: 89.990.-

Verð frá: 54.990.-

7.5mm á þykkt, 469 grömm

7.2mm á þykkt, 308 grömm

Kraftmikill og léttur

10 9 8

11 12 1

7 6 5

Nettur og flottur

2 3 4

Allt að

12 klst Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar.

Rafhlöðuending

MacBook Air 11”

MacBook Air 13”

Verð frá: 189.990.-

Verð frá: 219.990.-

0.3-1.7cm á þykkt, 1.08 kg

0.3-1.7cm á þykkt, 1.35 kg

Alvöru afl, allan daginn

Öflug, létt og ótrúleg rafhlaða


að fá sér 5mm

á brún

iMac

Bylting í hönnun, framúrskarandi tækni

Verð frá: 249.990.-


14

viðhorf

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 Vik An sem VAr Glataður gæi Mér fannst þetta fyrst og fremst hallærislegt. Svandís Svavarsdóttir, þingmanni VG, fannst forsetinn hallærislegur þegar hann skammaði fyrri ríkisstjórn á ríkisráðsfundi. Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson lýsa báðir þessum látum í nýjum bókum sínum.

Aldarafmæli Morgunblaðsins

Ja hérna! Ég er ekki sérstakur áhugamaður um kampavínsstaði. Brynjar Níelsson þingmaður furðar sig á handtökum á kampavínsstöðum en hefur annars ekki áhuga á því sem þar fer fram. Hefur fámenn þjóð efni á Herjólfi? Getur 320 þúsund manna þjóð verið með Þjóðleikhús sem tekur til sín 900 milljónir? Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hristi upp í umræðunni með vangaveltum um almenna getu íslensku þjóðarinnar.

Teygjanleg áætlun Þingsályktunin gengur samkvæmt áætlun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að úrlausn á skuldavanda heimilanna sé á réttu róli.

Nei, hvaða vitleysa Þetta er ómaklegt! Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gerði hróp að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á meðan sá var í ræðustól Alþingis. Árna þótti ráðherrann óskýr í svörum við spurningu um stefnu stjórnarinnar varðandi afnám hafta.

Var borgari á grillinu? Þetta var ótrúlegur reykur, vond lykt og magnað að sjá slökkviliðsmennina vinna á eldinum. Svavar Halldórsson var á vettvangi þegar eldur logaði í flutningaskipinu Fernanda í Hafnarfjarðarhöfn. Takk fyrir, takk, takk Væri ekki frekar ástæða til að þakka honum fyrir árvekni og djörfung? Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, skilur ekkert í hvað Steingrímur og Össur eru að barma sér yfir forsetanum. Bingó! Ekki veit ég hvaðan þetta fé á að koma en eitt veit ég að kostun er ekki leyfð í Ríkisútvarpinu. Ragnheiður Ríkarðsdóttir þingmaður vill skýr svör um hvert RÚV ætlar að sækja 10 milljóna verðlaunafé í nýjum spurningaþætti. Kemur þér ekki við! Ég get ekki manað sjálfan mig upp í að hafa skoðun á áliti þingmanns á sjónvarpsþætti sem hann hefur ekki séð. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, vill ekki gefa Ragnheiði Ríkharðsdóttur skýr svör um hvaðan peningarnir frá frúnni í Hamborg komu.

A

Öldungur í ölduróti

Aldarafmæli fyrirtækis er merkilegt og enn frekar ef um fjölmiðil er að ræða. Rekstur þeirra hefur oftar en ekki reynst erfiður, þótt vissulega séu dæmi um tímabil, jafnvel bærilega löng, þegar vel hefur gengið. Morgunblaðið fagnar 100 ára afmæli nú í nóvember. Saga blaðsins spannar meginhluta 20. aldar og upphafsár þeirrar 21., fyrri heimstyrjöldina 1914-1918, millistríðsárin og kreppu fjórða áratugarins, seinni heimstyrjöldina 19391945 og kalda stríðið í kjölfar hennar þegar heimsbyggðin stóð frammi fyrir gereyðingarógn. Kalda stríðinu lauk með falli Berlínarmúrsins og hruni Sovétríkjanna. Lesendur Morgunblaðsins þurftu ekki að velkjast í vafa um afstöðu Jónas Haraldsson þess á kaldastríðsárunum jonas@frettatiminn.is enda lýsir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri blaðsins frá 1972-2008, því svo í afmælisútgáfu, spurður um helstu áfangasigra Morgunblaðsins: „Ég held að það hljóti að vera hálfrar aldar barátta blaðsins í sambandi við aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin. Ég held að það sé ekkert mál, á þeim tíma sem ég þekki til, stærra en það.“ Dagblöð þess tíma voru flokksblöð. Þau dóu drottni sínum nema Morgunblaðið sem markaði sér þá stefnu að draga úr tengslum blaðs og flokks, þ.e. Sjálfstæðisflokksins, auk þess sem eigendur kröfðust þess, eins og Styrmir greinir frá, að tengsl blaðs og flokks yrðu rofin. Skoðun eigendanna var að Morgunblaðið ætti að vera sjálfstætt, óháð Sjálfstæðisflokknum. Þetta var líka krafa blaðalesenda sem voru langþreyttir á flokksræði blaðanna – og sú þreyta var meðal þeirra stoða sem skotið var undir stofnun Dagblaðsins, sem fékk drjúgan byr árið 1975, óháð flokkum og sameinaðist síðar Vísi sem hóf göngu sína þremur árum fyrr en Morgunblaðið. Á aldarafmælinu minnist Óskar Magnússon, útgefandi blaðsins, þess að jafnvel það stórveldi sem Morgunblaðið var um áratugaskeið hafi ratað í fjárhagslegt öngstræti. Hópur nýrra hluthafa hafi tekið við útgáfufélaginu Árvakri árið 2009 og eftir erfiða end-

urskipulagningu hafi verið hafist handa um að gera blaðið á ný að því þjóðfélagsafli sem það lengstum var. Áhrifa Morgunblaðsins hafi fljótlega tekið að gæta á ný og um leið hafi blaðið styrkst á nýjan leik sem auglýsingamiðill. Ekki er ofmælt að Morgunblaðið hafi verið umdeilt undanfarin ár – en það var blaðið jafnan áður og svo hlýtur að vera ætli það sér að skipta máli. „Fylgismönnum fjölgar,“ segir Óskar, „raðirnar þéttast og þeir sem eru öndverðra skoðana gera sér grein fyrir að sjónarmið þessa fjölmiðils eiga sér djúpan hljómgrunn á meðal þjóðarinnar.“ Á þessum tímamótum stendur Morgunblaðið, eins og aðrir prentmiðlar, frammi fyrir grundvallarspurningum og er enn í ölduróti. Vegna örra tæknibreytinga hafa dagblöð víða verið á undanhaldi þótt sumum hafi tekist að sníða sér stakk eftir vexti og haldi áfram útgáfu með sæmilegum árangri. Vefmiðlar sækja á, fólk fær í æ ríkari mæli daglegar fréttir í gegnum spjaldtölvur og síma. Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, er raunar öflugasti fréttavefur landsins. Reynslan sýnir okkur hins vegar að þeir miðlar sem fyrir eru aðlaga sig breyttum aðstæðum. Bókin lifir, sama gildir um kvikmyndir, útvarp og sjónvarp. Dagar prentmiðla eru því varla taldir. Útgefandi Morgunblaðsins – og mbl.is – segir enda að ekki verði annað séð en lesendum líki pappírsformið dável og geti – ef blaðið er skrifað af vandvirkni og kostgæfni – átt lengri framtíð en ella. Efnið og efnistökin eru það sem máli skiptir þegar upp er staðið – og ekki má gleyma því að auglýsendur finna hversu öflugir útbreiddir prentmiðlar eru þegar ná þarf til fjöldans. Á þeirri staðreynd byggir Fréttatíminn, það blað sem þú ert með í höndunum lesandi góður, fjárhagslegan grundvöll sinn en vitaskuld næst Fréttatíminn samhliða á rafrænu formi. Fagnaðarefni er að á sama tíma og Morgunblaðið minnist aldarafmælis síns er gróska í íslenskri fjölmiðlun, á hvaða formi sem er. Fréttatíminn sendir Morgunblaðinu árnaðaróskir á þessum tímamótum og óskar því velfarnaðar, hvort heldur það birtist lesendum, þegar fram í sækir, á pappír, í spjaldtölvum, símum – eða öllu þessu, auk annarra tóla sem tæknin á eftir að færa okkur.

Fréttatíminn sendir Morgunblaðinu árnaðaróskir á þessum tímamótum og óskar því velfarnaðar.

www.volkswagen.is

Volkswagen Polo

Sparar sig vel Meðaleyðsla aðeins 5,5 lítrar á hverja 100 km Polo 1.2 bensín kostar aðeins: Aukabúnaður á mynd: 16“ álflegur, þokuljós

2.460.000 kr. Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur

Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


LED SMART TV

7005 & 8005 LÍNUR FRÁ

Meðal nýjunga frá Samsung: Sjónvarpið mælir með sjónvarpsefni byggt á áhorfi þínu. Innbyggð myndavél sem þekkir andlit, hentar vel í Skype myndsímtöl. Stjórnaðu tækinu með rödd og handarhreyfingum. Uppfærslu möguleiki með „Smart Evolution“ kubbnum. UExxF70 0 5 S T 8 0 0 C M R

Auðvelt að streyma efni frá sjónvarpinu yfir á spjaldtölvuna og snjallsímann og öfugt. Snjallsjónvarp (Smart-TV) sem stjórnað er með háþróuðum aðferðum.

40" 46" 55" 60"

= = = =

329.900.389.900.599.900.849.900.-

Njóttu glæsilegrar hönnunar og framúrskarandi myndgæða SJÓNVÖRPIN FRÁ SAMSUNG ERU EINSTÖK GÆÐATÆKI OG MARG VERÐLAUNUÐ UM HEIM ALLAN

Glæsilegt verðlaunatæki

UExx F8 0 05 ST 1 00 0 CMR

40" 46" 55" 65" 75"

= = = = =

379.900.479.900.649.900.999.900.1.890.000.-

HLJÓMTÆKI HW-F751

Hágæða heimabíóstæða – "Soundbar" við sjónvarp; einnig hljómtæki með afspilun frá USB og snjallsíma. Stútfull af hátækni. Til í mörgum stærðum. Verð: 189.900

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 · samsungsetrid.is


16

viðhorf

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Reglur fyrir stjúpmömmur

Hvað má og hvað má ekki? Í

gærkvöldi hélt ég erindi á svokölluðu StjúpuStuði sem Félag stjúpforeldra stóð fyrir. Yfirskriftin á því var: Hvað má og má ekki sem stjúpa? Ég ætla að stikla hér á stóru á því sem ég fór yfir í erindinu sem ég byggi á minni eigin reynslu, sem og reynslu annarra stjúpmæðra. Þetta má:

sjónarhóll

Setja reglur Það er nauðsynlegt fyrir alla sem á heimilinu búa að vita að hverju þeir ganga, jafnt fyrir börnin sem fullorðna fólkið. Samsettar fjölskyldur eru flóknar og því er nauðsynlegt fyrir fjölskyldumeðlimi að fá aðstoð við að ganga í takt. Sestu niður með maka þínum og Sigríður komist að samkomulagi um hvernig heimilisDögg lífi þið viljið lifa og hvaða grundvallarreglum Auðunsdóttir þið viljið að börnin fylgi. Haldið svo fjölsigridur@ skyldufund og ræðið öll saman hvernig heilfrettatiminn.is milisreglur eigi að vera. Reynið að hafa þær allar á jákvæðu nótunum (boð í staðin fyrir bönn). Ein reglan gæti til dæmis verið: Á þessu heimili tala allir fallega við hvern annan (en ekki: bannað að öskra). Reglurnar miðast að sjálfsögðu við aldur barna. Hægt er að setja reglur um aðstoð á heimili og miða heimilisverkin við það sem börnin geta. (T.d. Allir setja diskinn sinn og glasið í uppþvottavélina en þeir sem eru orðnir 12 ára skiptast á að ganga frá rest).

Njóta samvista við hvort annað Það er óskaplega mikilvægt í nýjum stjúpfjölskyldum að hjónin/parið fái að njóta tíma saman án

barna. Stjúpfjölskyldur eru ólíkar öðrum fjölskyldum því parið fær ekki eins mikinn aðlögunartíma hvort að öðru áður en börnin koma til sögunnar. Því hefur verið haldið fram að erfiðleikar í stjúpfjölskyldum séu oft mestir í byrjun en hjá öðrum fjölskyldum sé sambandið auðveldast í byrjun. Ég gæti trúað að mikið sé til í því. Fullt af fólki er að kynnast og taka allir með sér heilmikinn farangur, börn sem fullorðnir, inn í nýju stjúpfjölskylduna, sem hver og einn þarf að fá að afgreiða með sínum hætti.

Njóta samvista við börnin Stjúpbörnum kemur ekki alltaf vel saman. Þau völdu ekki að mamma þeirra og pabbi ákváðu að taka saman – og eru ef til vill ósátt við skilnað foreldra sinna. Gefið börnunum pláss til að sætta sig við nýjar aðstæður og passið ykkur að gætið þess að þau fái að njóta tíma með blóðforeldri sínu reglulega, án þess að stjúpan/stjúpinn eða stjúpsystkinin séu með. Hið sama gildir um stjúpforeldra og börn. Þau verða að fá að kynnast í rólegheitunum og er það á ábyrgð hins fullorðna að það takist vel. Stjúpforeldrar ættu að gera það að reglu að gera eitthvað skemmtilegt með nýja stjúpbarninu sínu, svo sem að fara með það eitt í bíó eða sund, eða hvað sem barninu þykir skemmtilegt. Þetta má ekki:

Taka ábyrgðina af pabbanum Ekki taka fram fyrir hendurnar á pabbanum. Leyfðu honum að taka ábyrgð á börnunum sínum. Passaðu þig á því að taka ekki ábyrgðina uppeldi og

umönnun barna hans. Það mun koma í bakið á þér ef þú gerir það – því þú munt lítið þakklæti hljóta fyrir. Auðvitað máttu aðstoða við uppeldið – en ekki bera ábyrgð á því. Hér er að sjálfsögðu samvinna lykilatriðið – en mundu, að ábyrgðin er ekki á þínum herðum.

Gera of miklar kröfur til sín Stjúpur sjá oft stjúpmæðrahlutverkið í gullnum ljóma. Nýja stjúpfjölskyldan á að verða „ein stór hamingjusöm fjölskylda“ þar sem allir elska alla jafnt. Þannig er það bara ekki í reynd. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stjúpur elski stjúpbörnin sín með sama hætti og sín eigin. Og ekki er hægt að ætlast til þess að börn elski stjúpforelda eins og blóðforeldra. Um leið og allir gera sér grein fyrir þessu, og ræða það fallega, þá fer ákveðin pressa af og öllum líður betur. Í stjúpfjölskyldum eru lykilhugtökin væntumþykja, umburðarlyndi og virðing.

Taka stjúpuhlutverkið of alvarlega Besta leiðin til að lifa af fyrstu árin í flóknum stjúpfjölskyldum er að taka hlutina einfaldlega ekki of alvarlega. Og alls ekki að taka því persónulega ef stjúpbörnin eru ekki eins „góð“ við þig og þú vonaðist eftir. Umfram allt þarf stjúpmamman að vera fyrirmynd og sýna börnunum væntumþykju og virðingu án þess að gera of miklar tilfinningalegar kröfur til þeirra. Mundu að þú ert fullorðin og þau eru börn. Það geta verið alls kyns ástæður fyrir því að þau eru ekki tilbúin til að bindast stjúpu sinni tilfinningalega strax. Gefðu þeim tíma og rými.

VikAN í Tölum

Laaaaaaaaaangbestar?

942

eignir hafa verið seldar á nauðungarsölu það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra voru eignirnar 1.174 og 1.219 árið 2011.

15

daga sat Hannes Smárason í stóli forstjóra hjá líftæknifyrirtækinu Nextcode.

170

610

milljónir íslenskra króna kosta viðgerðir á tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar sem ráðist verður í á næstu mánuðum. TF SYN er þegar farin út til Noregs og TF GNÁ fer á næsta ári. Landhelgisgæslan er með þyrlurnar á leigu og greiðir því ekki fyrir viðgerðirnar.

milljónir króna eru eyrnamerktar embættisbústað undir aðalræðismann Íslands á Grænlandi. Utanríkisráðuneytið hefur auglýst eftir 250-350 fermetra húsi í blöðum þar í landi.

34 Mörgum finnst Superfries vera laaaangbestu frönskurnar og þær eru nú betri en nokkru sinni áður. Sérvaldar kartöflur, steiktar í repjuolíu og kryddaðar með sjávarsalti. Prófaðu núna!

milljóna króna hagnaður varð af rekstri Hamborgarafabrikkunnar á síðasta ári. Það er talsverð aukning frá árinu áður þegar hagnaður var 24,7 milljónir. Í fyrra var greiddur 34 milljóna arður til eigenda og verður aftur greiddur arður í ár. Eigendur Fabrikkunnar eru sjónvarpsmennirnir Simmi og Jói og Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway.

123456

er vinsælasta lykilorð Adobe-notenda. Alls nota 1,9 milljónir manna þetta lykilorð.



H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 7 6 1

BENSÍNLAUS, STRAUMLAUS, SPRUNGIÐ DEKK, TJÓNASKÝRSLA

ÞÚ HRINGIR Í VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁR

440 2222 AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER ÓVÆNT V VÆNT


ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ


20

viðtal

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Leikarinn stígur af sviðinu Arnar Jónsson er einn af dáðustu leikurum þjóðarinnar enda hefur hann staðið á sviði Þjóðleikhússins í hálfa öld. Arnar er sjötugur og kveður nú Þjóðleikhúsið og þakkar áhorfendum fyrir sig með sýningunni Sveinsstykki. Verk sem Þorvaldur heitinn Þorsteinsson skrifaði sérstaklega fyrir Arnar fyrir tíu árum. Arnar segist stíga sáttur af sviðinu en á þó síður en svo von á því að hann sé sestur í helgan stein.

Arnar í fyrsta hlutverki sínu í Þjóðleikhúsinu sem Leslie Williams í Gísl.

Minnisstæð hlutverk Arnars í Þjóðleikhúsinu James Tyrone eldri í Dagleiðinni löngu, Lér konungur, lögmaður Eydalín í Íslandsklukkunni, Milla í Utan gátta, Simic í Engisprettum, Malvólíó í Þrettándakvöldi. Leslie Williams í Gísl, Fadinard í Ítalska stráhattinum, Leonidik í Fyrirheitinu, Jói í Syni skóarans og dóttur bakarans, Pavel Rjúmín í Sumargestum, James Tyrone yngri í Dagleiðinni löngu inn í nótt, Platonof í Villihunangi, Bjarni í Í smásjá, Jóhann í Yermu, Pétur í Bílaverkstæði Badda, Pétur Gautur eldri í Pétri Gaut, Gallimard í M. Butterfly, Frank í Ríta gengur menntaveginn, skemmtistjórinn og biskupinn í 13. krossferðinni, Harry Hyman í Glerbrotum, Sigurbjörn í Tröllakirkju, Lazar Wolf í Fiðlaranum á þakinu og Vershínín undirofursti í Þremur systrum. Arnar fór með titilhlutverkið í Abel Snorko býr einn, hlutverk Þeseifs konungs í Fedru, lék Þórð í Niðurkotinu í Bjarti og Bjart í Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki, Arkadí Tsjædse, stigamanninn Íraklí og fleiri hlutverk í Krítarhringnum í Kákasus, Kreon konung í Antígónu, Frank Odie í Vilja Emmu, Helge í Veislunni og Jóa hross í söngleiknum Með fullri reisn. Arnar hlaut Grímuverðlaunin fyrir túlkun sína á Lé konungi og var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir leik sinn í Veislunni.

Kvikmyndahlutverk Arnar hefur leikið í fjölda kvikmynda, meðal annars burðarhlutverk í Útlaganum, Atómstöðinni, Á hjara veraldar, Maríu og Dansinum.

Sveinsstykki Í Sveinsstykki segir af reglumanninum, íslenskumanninum og lagermanninum Sveini Kristinssyni sem á bæði stórafmæli og starfsafmæli og fagnar þessum tímamótum með því að bjóða til veislu. Fyrst og fremst er hann þó að halda upp á það að hafa alla sína ævi aldrei gert annað en það sem rétt getur talist. En fyrst allt lítur svona vel út, hvernig stendur þá á því að líf þessa blíða, greinda og framsýna manns virðist vera ein rjúkandi rúst?

Ég sé það ekki alveg fyrir mér að ég setjist í helgan stein.

A

rnar Jónsson varð sjötugur í byrjun ársins og segja má að leikferill hans sé nánast jafn langur í árum talið en hann steig fyrst á svið aðeins tólf ára gamall. Arnar hefur komið víða við í leikhúsi, kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi á löngum ferli og er einn dáðasti leikari þjóðarinnar og á einhverja flottustu rödd sem hljómað hefur um landið og miðin. Arnar hefur starfað við Þjóðleikhúsið í 50 ár en kveður nú með kurt og pí með einleiknum Sveinsstykki sem Þorvaldur heitinn Þor-

steinsson skrifaði sérstaklega fyrir hann sextugan og Arnar sýndi fyrir tíu árum í Loftkastalanum og í Gamla bíói. „Mér fannst við hæfi, svona þegar maður er kominn á aldur og ekki lengur á samningi hér, að þakka fyrir mig, áhorfendum mínum og ekki síður Þorvaldi fyrir þetta góða verk sem hann samdi fyrir mig fyrir tíu árum,“ segir Arnar þar sem hann horfir yfir stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötuna. „Mér fannst kannski að ég skuldaði Þorvaldi eitthvað í því

enn, fyrir að hafa ekki farið alla leið með það. Og þar sem ég fékk að vera á mínu sviði með verkið þá var þetta bara einhvern veginn rétt,“ segir Arnar og brosir. „Ég hef marga hildina háð á þessu sviði.“

Fann sig á leiksviðinu

Arnar útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1964 en þegar hann var á öðru ári steig hann fyrst á sviðið í Þjóðleikhúsinu þegar hann lék í Gísl eftir Brendan Behan. Arnar hafði þó þreytt frumraun sína á sviði löngu


viðtal 21

Helgin 8.-10. nóvember 2013

„Ég er hættur! Farinn! Er ekki með í svona asnalegu leikriti,“ segir leikarinn og hlær. Mynd/Hari

vera staður þar sem ég gæti virkilega tjáð mig og gefið af mér. Það hefur vonandi haldist þannig og ég vona að þannig hafi fólk upplifað þetta.“ En hvernig tilfinning er það fyrir leikarann að koma aftur að verki sem hann sýndi fyrir áratug og endurtaka hlutverk sitt? „Það fer náttúrlega dálítið eftir verkinu hvernig tilfinningin er og þetta er alveg afbragðs verk hjá Þorvaldi. Góð leikrit eru þannig að þú getur farið kílómetra inn í og þau bara dýpka. Þetta er bara spurning um þig sjálfan. Hvað þú þorir að gera og hversu langt þú þorir að fara. Þetta er svoleiðis verk og það er gott að koma aftur að svoleiðis verkum.“ Arnar bætir því við að þótt hann kveðji og þakki f yrir sig með Sveinsstykki núna þá sé hann ekki alveg farinn úr húsinu. „Ég sé það ekki alveg fyrir mér að ég setjist í helgan stein. Ég verð aftur á þessu sviði á útmánuðum í The Crucible eftir Arthur Miller. Það hét nú Deiglan á sínum tíma en heitir Eldraunin í nýrri þýðingu.“

Allt er breytingum háð

Þegar Arnar horfir um öxl yfir langan ferilinn segir hann útilokað að nefna einhver ákveðin hlutverk eða verk sem standi upp úr. „Þetta er svo skrýtið og það er nú oft þannig með ævi okkar að henni er skipt í marga, marga kafla og hver kafli á kannski sitt helsta verk. Eitt verk stendur upp úr í einum kafla en svo kemur annar kafli og þar er eitthvert annað verk það helsta og samanburðurinn er eiginlega ekki gerlegur af því að þú ert breyttur, heimurinn er breyttur og allt er breytt. Þess vegna er það einhvern veginn þannig að það sem manni fannst vera helsta verk sitt fyrir tíu árum horfir öðruvísi við manni í dag. En það er auðvitað ótal, ótal margs að minnast og mörg skemmtileg glíman að baki. Virkilega. En að ætla að fara að romsa því öllu upp hér. Við höfum ekki pláss í það. Ég þurfti einhvern tímann, kannski var það þegar ég var sextugur, að taka eitthvað saman af þessu sem ég hafði aldrei gert áður. Þá reiknaðist mér til að aðalhlutverkin þau væru svona álíka mörg og aldursárin. Þannig að við skulum ekki vera að fara neitt nákvæmlega út í þetta.“

að vera ákaflega ánægjulegt.“

Slysaðist í golfið

Þegar Arnar er hann sjálfur og ekki að leika eiga stórfjölskyldan og golfið hug hans allan. „Ég er náttúrlega ástríðufullur golfari,“ segir hann þegar talið berst út fyrir veggi leikhússins. „Börnin og barnabörnin, sem eru orðin ansi mörg, eru stærsta gjöfin og ánægjan í lífinu og þegar fólk er heilbrigt er það náttúrlega bara mikil ánægja og gleði,“ segir Arnar sem sækir hugarró ekki síst í hið virðulega sport golfið. „Ég lenti í miklu slysi f yrir margt löngu þegar ég datt af stillönsum og maskaði báða hæla og ökkla. Ég var í hjólastól í hálft ár og þurfti að læra að ganga upp á nýtt og svo framvegis. Þá þurfti ég einhvern veginn að reyna að auka blóðflæði niður í fætur og þá lá golfið eiginlega dálítið beint við. Ég byrjaði í því upp úr fimmtugu og náði á því góðum tökum og hef verið mikið að keppa. Ég fór einhvern tíma neðst niður í átta komma eitthvað í forgjöf og er einhvers staðar í kringum tíu núna. Þannig að það er bara hið besta mál. Golfið er alveg ákaflega gott

sport og ég segi nú stundum að þetta hafi minnst með kúlur og prik að gera heldur mest með mann sjálfan. Það er allt nýtt alltaf. Alltaf ný áskorun af því að það er aldrei neitt eins. Veðrið er aldrei eins, þú ert aldrei eins, mótspilarinn er aldrei eins og kúlan liggur aldrei eins. Það er ekkert eins þannig að þetta er bara eins og lífið. Það er nú bara þannig.“ Og leiklistin nær vitaskuld langt út fyrir leiksviðið. „Ég hef nú ekki bara staðið á leiksviði. Maður hefur endalaust verið að flytja texta. Ég hef verið svo lánsamur að ljóð hafa fylgt mér alveg frá byrjun og ég hef flutt mikið af ljóðum og haft mikla ánægju af. Og geri það gjarnan ef ég kemst í færi. Þannig að það eru alls konar hlutir að sýsla við. Ég var mikið í kvikmyndum áður og er aðeins að byrja aftur í þeim og vona að það haldi bara áfram. Kvikmyndin er mjög skemmtilegur miðill sem gaman er að glíma við,“ segir leikarinn sem átt hefur heima á sviðinu í hálfa öld og kveður nú Þjóðleikhúsið án þess þó að vera hættur. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Arnar Jónsson steig ungur maður á svið í Þjóðleikhúsinu fyrir hart nær hálfri öld. Hann kveður nú húsið með Sveinsstykki, verki sem Þorvaldur Þorsteinsson samdi sérstaklega fyrir hann fyrir tíu árum. Mynd/Hari

Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga

Fjölskylduverkefni

áður. „Það má segja að ég hafi byrjað tólf ára en þá lék ég Hans í Hans og Grétu á Akureyri hjá Leikfélagi Akureyrar,“ segir leikarinn sem fann snemma að hann ætti heima á leiksviðinu og þurfti ekki að rekja sig þangað eftir slóð brauðmola. Leiðin var bein. „Þegar ég var orðinn aðeins fullorðnari lék ég í Pabbanum á móti föður mínum. Hann lék pabbann og ég elsta soninn og þá fann ég að þarna ætti ég heima. Mér leið mjög vel á sviðinu og hefur nánast alltaf liðið mjög vel á leiksviðinu og fundist það einhvern veginn

Segja má að þessi kveðjuupp færsla á Sveinsstykki sé hálfgert fjölskylduverkefni en Þórhildur Þorleifsdóttir, eiginkona Arnars, og sonur hans, Þorleifur, eru með í ráðum. Upphaflega ætlaði Þorleifur að leikstýra föður sínum en vegna anna dró hann sig í hlé og móðir hans tók við verkinu. „Þorleifur setti þetta upp á sínum tíma. Þá var hann bara að stíga sín fyrstu skref og þetta var held ég bara annað verkið sem hann setti á svið. Hugmyndin var að hann gerði þetta núna en drengurinn er bara svo upptekinn og aðallega erlendis þannig að það er erfitt að ná í skottið á honum. Þá varð þetta að ráði og það er nú ekki í kot vísað að móðir hans, sem hefur klappað steininn svona álíka lengi og ég, fylli skarðið. Hún er jafnvel ennþá meiri leikhúsrotta því hún byrjaði bara hér í þessu húsi sex eða sjö ára í ballett. Og hefur nú alla þessa gífurlegu reynslu og er magnaður persónuleikstjóri. Við höfum unnið farsællega saman alla tíð þannig að þetta var mjög ánægjulegt og gaman. Þau hafa líka haft pínulítið svona verkaskipti. Hún hefur komið að hans sýningum og þau hafa rætt mikið saman og hún komið með sína gagnrýni og svo framvegis. Nú kemur hann svona svipað að þessu hjá okkur og þetta er búið

Prófaðu ALTA frá Oticon Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift

Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma

Sími 568 6880

að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum.

| www.heyrnartækni.is |

Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880


22

viðtal

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Stína stórasæng spratt upp úr íslenskum kulda Lani Yamamoto vakti mikla fyrir nokkrum árum athygli með bókum sínum um litla heimspekinginn, hann Albert. Hún hefur búið á Íslandi um árabil og nýjasta og fyrsta bók hennar síðan Albert lét síðast sjá sig er komin út. Sagan er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi og kulda en verður einnig gefin út á ensku þannig að það er aldrei að vita nema nýjasta persóna Lani, Stína stórasæng, eigi eftir að verða jafn víðförul og Albert.

Landsins mesta úrval

af sófum og sófasettum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir

Lani Yamamoto vakti athygli fyrir nokkrum árum með sögunum um heimspekinginn litla Albert en nú kynnir hún til leiks Stínu stórusæng sem á sterkar íslenskar rætur.

L Havana

ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM

Lyon

ani Yamamoto ólst upp í Boston þar sem hún ólst upp. Hún nam sálfræði og heimspeki og vann að gerð heimildarmynda fyrir sjónvarpsstöð í Boston. Hún hefur búið á Íslandi um árabil. Eiginmaður Lani er Börkur Arnarson, oftast kenndur við galleríið i8, en hún kynntist honum þegar hún var hér að heimsækja íslenska vini sína. Þau eiga saman tvö börn. ún sló í gegn með bókunum um litla heimspekinginn Albert sem komu út í Bandaríkjunum og Bretlandi árið 2004 og hafa síðan verið gefnar út um allan heim á fjölda tungumála. Nú hefur sent frá sér söguna um Stínu stórusæng, fyrstu bók sína frá því Albert var og hét. Albert kom til Íslands þýddur úr ensku en nú hefur dæmið snúist við. Stína sprettur upp úr íslensku máli, kulda og menningu og verður þýdd yfir á ensku og leggur svo af stað út í hinn stóra heim. „Ég fékk meðal annars innblástur frá dóttur minni og vinkonu hennar en ég er svo hrifin af því hversu sjálfstæðar, skapandi og úrræðagóðar þær eru. Sjálfbjarga og svalar,“ segir Lani. Henni fannst einnig hvernig Íslendingar aðgreina fólk með sama nafn með gælunöfnum. Og þannig spannst sagan einnig í kringum stúlkuna með gælunafnið stórasæng. „Mér finnst þetta skemmtilegt. Hér eru svo margir með sömu nöfnin og eru aðgreindir með gælunöfnum. Stundum eru þau fyndin og stundum óheppileg. Það sem gerir þau svo áhugaverð er að það er alltaf saga á bak við þau.“ Stína stórasæng fjallar um stelpu sem er stöðugt hrædd við að verða kalt. Þegar veturinn gengur í garð verður hún að beita allri sinni hugvitssemi til að halda kuldanum úti. En hún kemst brátt að því að það er ekki alltaf skynsemin og vitið sem eru best til að halda á sér hita.

H

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16

Bókin er hluti af vinnu Lani með Hugmyndasmiðjunni , sem var hennar hugmyns, þar sem hún var með tilraunavinnustofur sem hún vann að með Orkuveitunni með krökkum, listamönnum, vísindamönnum og kennurum og meðal annars í samstarfi við MIT. Myndlistarskólinn tók svo verkefnið yfir. „Við tölum svo oft um sköpunargáfuna í sambandi við listir og jafnvel iðnað, í tengslum við framleiðslu til þess að selja. Ég hugsa þetta meira sem grunn enda eru allir sammála um að börnunum okkar sé mikilvægt að rækta þessa gáfu. Hugmynd mín er að með því að vera skapandi geti fólk leyst úr eigin vandamálum og látið sér detta eitthvað í hug til þess að auðvelda þér lífið. Finna þannig sjálfstraustið aukast og njóta þess betur að vera til. Sjá nýja möguleika og hugsa eftir nýjum brautum.“

ur Lani búið á Íslandi um árabil og saga Stínu hverfist ekki síst um það hvernig er að vera utanveltu og koma inn í framandi samfélag þar sem aðrar reglur gilda. „Ísland er svo einstakur staður og ég elska landið á sumrin en kuldinn á veturna er verri. Stína er að hluta sjálfsævisöguleg út af kuldanum hérna en ég kann mjög vel við að búa á Íslandi. Ísland er svo fallegt í öfgum sínum og er eins frábært og það getur verið slæmt.“ Stína stórasæng kemur fyrst út á íslensku en Crymogeu mun einnig gefa bókina út á ensku og dreifa í Norður-Ameríku í hönnunar-, lista- og gjafavöruverslanir í stórborgum Bandaríkjanna og Kanada. „Þetta er saga sem sprettur upp úr íslensku og hömlur íslenskunnar fengu mig til þess að endurhugsa enskuna þannig að íslenskan sjálf hafði áhrif á söguna. Þannig að þetta er dálítið sniðugt og þveröfugt við Albert. Þær bækur voru fyrst gefnar út í London og hafa nú verið þýddar á tólf tungumál og hingað kom hann í íslenskri þýðingu. En nú hefur það snúist við. Stína er skrifuð á íslensku og verður síðan þýdd á ensku.“ Lany segist gera ráð fyrir að framhald verði á ævintýrum Stínu auk þess sem hún er með aðra sögu í huga. „Ég er með aðra sögu i huga sem tengist öðru gælunafni og persónu, litlum strák sem verður vonandi einhvern tíma vinur Stínu.“

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Kuldaboli bítur

Þórarinn Þórarinsson

Torino

Að virkja sköpunargáfuna

Lyon

VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18

Vertu velkomin!

Sagan um Stínu er persónuleg á ýmsan hátt enda hef-

toti@frettatiminn.is


SÍA

Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis. Við leigjum út yfir 130 eignir af öllum stærðum og gerðum um allt land. Við leggjum okkur fram við að vanda framkvæmdir og tökum mið af nágrenni okkar þegar við byggjum eða breytum því sem fyrir er. Þannig sjáum við til þess að þinn vinnustaður sé í takt við umhverfi sitt.

Kringlan 4–12

103 Reykjavík

www.reitir.is

575 9000

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

Reitir starfa í takt við nágrenni sitt


24

viðtal

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Leiddist óvart út í fyrirtækja­ rekstur Athafnakonan Dóra Takefusa hefur opnað þriðja fyrirtækið sitt, kaffihúsið Bast við Hverfisgötu. Hún segist hafa óvart farið út í fyrirtækjarekstur en komist að því að hún sé nokkuð góð í viðskiptum. Dóra leggur mikið upp úr andrúmsloftinu á stöðunum sínum og lítur á starfsmennina 70 sem börnin sín.

Dóra Takefusa við annan þröstinn sem gestir á Bast njóta samvista við. Henni finnst bast fallegur efniviður þó hann hafi í gegn um tíðina ekki þótt mjög fínn. Ljósmynd/Hari

É

HVER SEGIR AÐ HINIR GÓÐU FARI ALLIR TIL HIMNA?

BÓKIN HLAUT DÖNSKU

ORLA-VERÐLAUNIN FYRIR BESTU BARNABÓKINA.

Æsispennandi! Fyrsta bókin af fjórum um Djöflastríðið mikla eftir einn vinsælasta barna- og unglingabókahöfund Dana. Krakkar sem aldrei lásu staf spæna þessa í sig. ,,Ef við eigum ekki það vonda þá eigum við heldur ekki það góða. Ef við aðskiljum andstæðurnar, er ekkert eftir. Ég

skal sýna þér...“

www.bjortutgafa.is

g leiddist eiginlega óvart út í fyrirtækjarekstur og nú rek ég þrjú fyrirtæki í tveimur löndum. Kannski á ég eftir að opna annan stað og kannski fer ég að gera eitthvað allt annað. Beint liggur við hjá mörgum hvað þeir fara að gera í lífinu en ég hef aldrei vitað hvað ég ætlaði að gera. Ég veit ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór,“ segir Dóra Takefusa og brosir. Eftir smá umræður komumst við að þeirri niðurstöðu að nærtækast sé að titla hana athafnakonu. „Flestir titla mig þannig. Ef einhver á verslun er hann búðareigandi en þar sem ég er í hinu og þessu held ég að fólk kalli mig athafnakonu. Mér finnst það samt eiginlega of mikil upphefð. Jón Ásgeir er athafnamaður, ég veit ekki hvort það sé alveg hægt að setja mig í sama flokk og hann,“ segir hún hlæjandi. Dóra tekur á móti mér á nýja kaffihúsinu sínu, Bast við Hverfisgötu. Það lítur út eins og gróðurhús við hlið bílastæðahússins á móti Þjóðleikhúsinu. Kaffihúsið lætur lítið yfir sér að utan en útsýnið lætur rýmið virðast mun stærra. Yfir kaffihúsagestum flögra tveir þrestir sem listamaðurinn Örn Tönsberg spreyjaði á einn vegginn. „Annar þrösturinn er íslenskur en hinn er amerískur. Við Össi völdum þetta saman. Hann veit nákvæmlega hvað ég vil og ég veit hvað hann getur. Hann hafði fyrst hugsað páfagauka og svona „tropical“-þema en mér fannst það of litríkt. Þá ákvað hann að gera þresti sem mér finnst passa vel.“

Með japanska gullfiska

Dóra hefur endurinnréttað staðinn en til 15 ára stóð þarna hiphop-verslunin Exodus. Hún þekkti eigandann, Nínu Sigríði Geirsdóttur, og hafði lengi langað að opna kaffihús einmitt þarna. „Ég held að það séu fimm ár síðan ég sagði við Nínu að ef hún myndi einhvern tímann hætta með verslunina þá myndi ég vilja opna hér kaffihús. Það eru í raun fimm ár síðan ég var búin að innrétta

allt hér í huganum.“ Í einu horninu er fiskatjörn en Nína hafði alltaf koi-fiska í búðinni. „Það eru japanskir gullfiskar. Nína setti dömurnar sínar í fóstur í Húsdýragarðinum á meðan við vorum í framkvæmdum en svo ákváðum við að það væri best að leyfa þeim bara að vera þar og að ég fengi nýja litla koifiska. Þeir koma á morgun.“ Dóra nýtur þess líka að búa við Hverfisgötuna, í íbúð sem hún hefur átt í 13 ár. „Ég leigði hana bara út á meðan ég bjó í Danmörku. Sumir spyrja hvort ég sé ekki rosalega rík en ég er bara enn í sömu íbúðinni og fyrir þrettán árum. Það kostar sitt að setja upp veitingastaði og fara fyrstu árin í að borga upp startið og koma rekstrinum á gott ról. Eftir það hafa allir peningarnir mínir hafa farið í nýja staði en ég er auðvitað að fjárfesta í sjálfri mér.“ Áður en lengra er haldið krefst Dóra þess að ég fái mér einhverja af kökunum sem boðið er upp á en ég afþakka í þetta skiptið. Hún pantar sér gulrótarköku með rjóma. „Allt á kaffihúsinu er búið til á staðnum og þetta er einfaldlega besta gulrótarkaka í heimi.“

Dóttirin orðin betri í dönsku

Sjö ár eru síðan Dóra opnaði skemmtistaðinn Jolene í Kaupmannahöfn, ásamt vinkonu sinni Dóru Dúnu Sighvatsdóttur. „Við vorum báðar á þeim stað í lífinu að okkur langaði í tilbreytingu og vildum skipta um umhverfi. Ég átti þá lítið fyrirtæki sem vann meðal annars markaðs- og viðskiptaplön fyrir fyrirtæki og komst að þeirri niðurstöðu að ég ætti kannski að fara að gera það sama fyrir mig. Dóra Dúna hafði góða reynslu af barvinnu þannig að við ákváðum að fara til Danmerkur og opna bar. Ég þarf á áskorunum að halda, vera á fullu og vera að skapa og gera eitthvað nýtt. Það er líklega þessvegna sem ég held áfram að búa til nýja staði.“ Rekstur Jolene hefur blómstrað og flutti Dóra aftur heim fyrir tveimur árum. „Litla stelpan mín sem er 11 ára í dag var farin að tala

betri dönsku en íslensku enda bara 5 ára þegar við fluttum út. Jolene var komin á þann stað að ég gat leyft mér að flytja aftur heim og þess vegna gerði ég það. Það kemur alltaf af því að maður þarf að taka ákvörðun varðandi börnin. Það er svo miklu erfiðara að koma aftur heim og aðlagast sínu landi og eignast sína bestu vini og vinkonur þegar hinir krakkarnir hafa miklu meira forskot og hafa kannski verið saman í skóla síðan þeir voru 6 ára. Eftir því sem krakkar verða eldri verður erfiðara félagslega að koma inn í hópinn.“ Dóra á einnig 23 ára son. „Ég vonaðist til að hann færi í háskóla í Danmörku en hann fór í háskóla hér. Ég hugsaði líka með mér að ef ég flytti heim þá næði ég með honum þessum síðustu árum áður en hann flytur að heiman og hefur enga þörf fyrir mömmu lengur. Ég var aðeins 19 ára þegar ég eignaðist Daníel en hef búið út um allt og gert mjög margt síðan ég eignaðist börnin mín. Það verður samt allt aðeins erfiðara þó það hafi aldrei stoppað mig. Maður gerir hlutina bara á annan hátt og er skynsamari. Eins er líka gaman fyrir börnin að fá að upplifa fjölbreytilegt líf og kynnast öðrum lífsháttum og menningu en gengur og gerist á Íslandi. Ef þau hafa næga ást og öryggi þá þurfa þau ekki að lifa í ákveðnu boxi.“ Ég spyr Dóru hvort hún sé í sambandi en hún verður mjög til baka og niðurstaðan verður: „No comment.“ Að öðru. Hún segir það alls ekki hafa verið planið að opna annan skemmtistað þegar hún kæmi til Íslands en sú varð nú raunin og hún opnaði Dolly í Hafnarstræti. „Fjárfestar sem höfðu fest sér þennan stað höfðu samband við mig og buðu mér að ganga í fyrirtækið og opna stað. Mér var farið að leiðast og ákvað að slá til. Ég er að meðaltali fjóra daga í mánuði í Kaupmannahöfn að sinna Jolene. Annars held ég bara fundi á Skype og hef samskipti, borga reikninga og stjórna rekstrinum í gegnum netið.“ Eftir að


viðtal 25

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Mér finnst svo gott að njóta augnabliksins í stað þess að skiptast á skýrslum um hvað er að gerast í lífinu.

það megi enginn koma inn fyrir dyr hjá mér án þess að ég reyni að troða ofan í hann mat og er ekki sátt nema að viðkomandi taki sér kríu í sófanum. Þetta hefur kannski nýst mér ágætlega því nú á ég 70 börn, ég er með 70 starfsmenn sem ég vil að líði alltaf sem best. Það er starfsfólkið mitt sem miðlar því andrúmslofti sem ég vil skapa.“ Bast var opnað fyrir viku og Dóra segist hafa haft skynsemina að leiðarljósi við uppbygginguna. „Ég reyni helst að búa til eitthvað úr engu. Dýrasti parturinn við svona staði er það sem sést ekki, lagnavinna, rafmagn, blikksmíði, öll iðnaðarvinnan í heild sinni og svo auðvitað tækin. Það er það sem kostar mest. Ég kaupi frekar

ódýra hrærivél á 20 þúsund og lofa starfsfólkinu að það fái 150 þúsund króna hrærivél á næsta ári. Startkostnaðurinn skiptir svo miklu. Ef maður byrjar á að eyða of miklu er svo erfitt að ná sér á strik, jafnvel þó staðurinn verði mjög vinsæll. Ég reyni því að byggja fyrirtækin þannig upp að þau verði betri með tímanum og ráði þá við reksturinn. Ég hef til dæmis ekki eytt miklu í útlitið hér.“ Heill veggur er klæddur basti, sá eini sem er ekki úr gleri, og við sitjum á bast-stólum. „Ég var löngu búin að ákveða þetta veggfóður. Bast er þjált nafn, það er þægilegt að segja það og nafnið hefur ekki of sterka merkingu. Bast hefur ekki verið mikið í tísku, og yfirleitt ekki í

tísku en mér finnst það fallegt.“ Ég bendi Dóru á að við höfum spjallað svo mikið að hún hefur ekki náð að klára gulrótarkökuna. „Elskan, ég get borðað þessa köku hvenær sem er,“ segir hún, tekur einn bita til viðbótar og fer með afganginn á afgreiðsluborðið þar sem þrír ungir strákar sem vinna á kaffihúsinu taka því fagnandi að borða kökuafgang og allt í einu eru þrír gafflar komnir í umferð. Ég læt undan og smakka þessa köku sem á að vera svo góð. Dóra nær í enn einn gaffalinn, tekur stóran bita með rjóma og matar mig. Jú, þetta var bara ansi góð gulrótarkaka. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Sjónvörp

á ótrúlegu verði hún flutti heim var líka kærkominn tími til að efla tengslin við fjölskyldu og vini. „Ég var búin að vera að vinna eins og skepna og gott að fá tækifæri til að hægja ferðina. Ég notaði fyrsta árið bara til að horfast í augu við vinkonur mínar. Mér finnst svo gott að njóta augnabliksins í stað þess að skiptast á skýrslum um hvað er að gerast í lífinu. Nærveran skiptir mig meira máli, bara að sitja á kaffihúsi með vinkonu minni, kannski með sitt hvort tímaritið og jafnvel án þess að tala – eða detta inn hjá hvor annarri, krullast upp í sófa og spjalla um allt eða ekkert.“

39” örþunn

t VanD

að tæK

I

Illa við dramatík

Dóra er ekki á Instagram og ekki á Snapchat. „Ef ég væri ekki með þessa staði væri ég ekki einu sinni á Facebook. Þetta er sterkur miðill til að ná til fólks. Ég reyni að skoða bara hvort það eru skilaboð til mín en ég hef staðið mig að því að vera farin að skoða fjölskyldumyndir hjá fólki sem ég þekki ekki neitt og hugsa bara hvað sé eiginlega að mér. Ég er þá búin að klúðra deginum og týnast inn í heimi sem er ekki einu sinni minn.“ Hún segir að sér leiðist bæði drama og leiðindi. „Mér er illa við dramatík og það að gera of mikið úr hlutunum. Ég skil ekki þegar fólk hefur þörf fyrir það. Ég er bara hrein og bein og læt vita ef það er eitthvað sem mér finnst ekki í lagi eða ef mér finnst fólk gera á minn hlut. Ég læt þá bara vita og í 99% tilvika var bara um misskilning að ræða. Mér fyndist það líka vanvirðing við fólk að fara að tala um það við aðra hvernig einhver hagar sér gagnvart mér. Það bara kemur engum við. Það er líka einhver kjarni í mér að berjast gegn óréttlæti. Þegar ég var á leikskóla og einhver í sandkassanum vildi ekki hleypa öðrum ofan í þá greip ég inn í og sagði að allir mættu vera í sandkassanum. Ég er alltaf í því að passa upp á að öllum líði vel og er með sterkt móðureðli. Daníel sonur minn gerir stundum grín að því að

89.999

39“ Full HD EDgE lED tV: lED örþunnt Full HD 1920x1080 FInlux 39FlHKr185B DVB-T2 móttakari ásamt CI+ kortarauf Styður USB upptöku á utanáliggjandi drif 2x HDMI 1.4, 2x USB, 2x Scart Dolby Digital Plus Orkunotkun A

kr 50”

32”

75.999

189.999

kr

32“ lED tV: ED HD 1366x768 DVB-T/C móttakari ásamt CI+ kortarauf 2x HDMI, 2x USB, 1x Scart, 1x VGA Dolby Digital Plus Orkunotkun A Gildir á meðan birgðir endast. Fæst í Smáralind, Garðabæ og Kringlunni, minna úrval í öðrum verslunum.

50“ Full HD EDgE lED Smart tV Edge LED Full HD 1920x1080 Smart TV snjallsjónvarp DVB-T2 móttakari ásamt CI+ kortarauf Styður USB upptöku á utanáliggjandi drif

kr

2x HDMI 1.4, 2x USB, 2x Scart Dolby Digital Plus, DLNA 1.5 WiFi með meðfylgjandi USB dongle Internet vafri Orkunotkun A


European Geography

Literature

20th & 21st Century

European History

Name the Country

Name the City Name the Flag

World War II

US History

Transportation

Tabletop Games


Chemistry

War History Movies: General Arts: General

History: General

World Capitals Video Games

Architecture

Landmarks

Cars

The Human Body

Yfir 150 þúsund spurningar í Yfir 250 flokkum Plain Vanilla kynnir stærsta spurningaleik allra tíma. Kominn út!


28

fréttaskýring

Helgin 8.-10. nóvember 2013

6. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

„Ég líki stundum spítalanum við stórútgerð. Stórútgerð gerir út mörg skip, frystitogara, og skuttogara svo eitthvað sé nefnt. Þannig má líkja krabbameinsdeildinni við skip og annað skip er hjartadeildin. Við erum hins vegar að gera út úrelt skip eða síðutogara með forneskjulegan tækjabúnað á meðan samkeppnislöndin eru með fullkomnustu skuttogara og tækjabúnað. Þegar svo er þá fara góðir læknar á betri sjúkrahús, segir Helgi Sigurðsson

Læknar hafa þagað of lengi Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir segir að heilbrigðiskerfið hafi brotnað niður innan frá því unga fólkið sé ekki að skila sér heim úr sérnámi. Hann segir þörf á hugarfarsbreytingu ráðamanna í garð Landspítalans.

R

áðamenn virðast ekki hlusta né heyra þegar kallað er á hjálp eins og hefur verið gert ítrekað á síðustu mánuðum. Við læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn höfum líka þagað of lengi,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum við Háskóla Íslands og settur yfirlæknir krabbameinsdeildarinnar. Sérfræðingar í krabbameinslækningum Landspítalans í dag eru níu talsins, jafn margir og þeir voru samtals á sjúkrahúsunum í Reykjavík fyrir um 20 árum. Á sama tíma hefur krabbameinslæknum fjölgað um meir en helming á hinum Norðurlöndunum, en samkvæmt sænskum viðmiðum ættu þeir að vera 15 hér á landi. Frá árinu 2008 hafa fjórir krabbameinslæknar sagt upp og flutt til slíkra starfa erlendis auk þess hafa tveir frumkvöðlar krabbameinslækninga á Íslandi, þeir Þórarinn Sveinsson og Sigurður Björnsson, hætt störfum fyrir aldurs sakir. Einungis einn sérfræðingur hefur komið í staðinn fyrir þess sex sérfræðinga, en á sama tíma er sjúklingum og verkefnum að fjölga. Neyðarástand hefur í raun verið ríkjandi á sviði krabbameinslækninga síðustu mánuði vegna þessa. Auk þess sem skortur á deildarlæknum og aðstoðarlæknum á Landspítalanum hefur bitnað illa á krabbameinslækningadeildinni. Helgi segir kerfið hafa brotnað niður innan frá. „Ástæðurnar er fyrst og fremst langvarandi niðurskurður til Landspítalans eða öllu frekar að uppbygging krabbameinslækninga hefur nánast staðið í stað í 10 ár eða lengur. Á sama tíma hefur sjúklingum fjölgað um 5-10% árlega og verkefnum að sama skapi,“ segir hann. „Neyðarástandinu sem skapaðist vegna læknamönnunar á krabbameinsdeild Landspítalans hefur nú vonandi verið afstýrt, þótt ástandið sé enn ótryggt og lítið megi út af bregða svo starfsemi deildarinnar fari ekki aftur úr skorðum,” segir Helgi.

Vantar enn 6 lækna til viðbótar

„Við erum með 8 starfandi sérfræðinga og verðum brátt með tvo reynda deildarlækna, sem verða hjá okkur í minnst 1/2 ár og fleiri deildarlæknar hafa sýnt áhuga að koma til starfa hjá okkur í lengri tíma,“ segir Helgi. „Það gerir níu samtals lækna – sem er samt um 6 færri en við þyrftum að vera miðað við það sem gerist í Svíþjóð. Sex íslenskir læknar eru í sérnámi á bestu stöðum erlendis, það er

háskólasjúkrahúsum í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Auk þess eru 12 íslenskir krabbameinslæknar við störf erlendis og margir þeirra á lykilstofnunum,“ bendir hann á. „Íslenska heilbrigðiskerfið er í dag ódýrara í rekstri miðað við kerfin á hinum Norðurlöndunum einkum borið saman við það í danska, en árangur okkar, til dæmis í krabbameinslækningum, er jafngóður og í Svíþjóð og hefur á síðustu áratugum verið mun betri en í Danmörku,“ segir Helgi. „Danir vöknuðu hins vegar upp við vondan draum fyrir 10 árum eða svo þegar þeir áttuðu sig á því að árangur þeirra var mun lakari á ýmsum sviðum heilbrigðismála en hinna Norðurlandanna. Nú er svo komið að Danir eru að nútímavæða sitt kerfi og eru að fara fram úr hinum Norðurlöndunum á flestum sviðum heilbrigðismála. Það varð einfaldlega hugarfarsbreyting í Danmörku,“ segir Helgi. Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur, að læknar sem ljúka sérnámi erlendis skili sér ekki heim. „Ef unga fólkið í sérnámi skilar sér ekki aftur heim er hætt við að kerfið okkar brotni niður innan frá. Þegar ég og mín kynslóð fór í sérnám kom nánast ekkert annað til greina en að koma heim að námi loknu. Mér var til dæmis boðin yfirlæknisstaða í Lundi þegar ég hætti störfum þar. Dóttir mín er krabbameinslæknir eins og ég, en hún starfar við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Hún er sennilega sest að erlendis, eins og svo margir aðrir af hennar kynslóð lækna,“ segir Helgi.

Nýliðun er forsenda framfara

„Ráðamenn þjóðarinnar virðast ekki átta sig á að jöfn nýliðun verður stöðugt að eiga sér stað á háskólasjúkrahúsi landsmanna. Það er algjör forsenda framfara. Við gætum auðvitað fengið útlenska lækna til starfa hér á landi, til dæmis frá austur Evrópu eða Austurlöndum og höfum reyndar oft ágæta reynslu af því. Það sem menn gleyma í því samhengi er í fyrsta lagi að þeir læknar sem við fengjum væru alls ekki með sambærilega menntun og reynslu og þeir íslensku læknar sem eru í sérnámi á bestu spítölum í heimi. Í öðru lagi hafa þeir heldur ekki samböndin sem okkur er nauðsynleg í þessu litla samfélagi okkar,“ segir Helgi. Hann bendir á að íslensku læknarnir hafi sambönd sem þeir hafa byggt upp í gegnum nám sitt við leiðandi lækna á sínu sviði og í raun bestu lækna heims. „Þegar við fáum flókið vandamál upp í hendurnar höfum við í raun

í gegnum tíðina haft beinan aðgang að bestu þekkingu á sviði læknisfræði á hverjum tíma, algjörlega ókeypis – þetta er stórkostlega vanmetið. Ef unga fólkið hættir að skila sér heim missum við þessi sambönd,“ segir Helgi. „Við myndum aldrei hafa efni á að ráða til okkar leiðandi erlenda lækna af þeim sjúkrahúsum sem Íslendingarnir eru að læra á. Þar má nefna John Hopkins, Yale, Mayo, Fred Hutchinson, Massachusetts General Hospital, Sonnybrook, Karolinska, Salgrenska svo eitthvað sé nefnt. Ef íslenskir læknar menntaðir frá þessum stöðum stefna á það að koma heim, þá verður aðstaðan líka að vera þeim boðleg,“ segir hann. Þegar heim er komið hafa þeir svo ómetanlegt tengslanet meðal annars til að koma ungum deildarlæknum í framhaldsnám á bestu stöðum erlendis. „Þessi keðja þekkingar getur rofnað ef ekki kemur til hugarfarsbreyting ráðamanna í garð Landspítalans,“ segir hann.

Fimm ára vanræksla

Helgi segir að ekki megi gleyma því jákvæða sem íslenskt heilbrigðiskerfi hafi upp á að bjóða. „Landspítalinn hefur staðið sig vel í gegnum tíðina. En það er bara þannig að ef ekkert gerist í fimm ár eða lengur og hlutirnir fá að drabbast niður stöndum við hrikalega illa. Nú þegar vantar aðstöðu og tæki, en umfram allt nýliðun. Með stöðugri nýliðun erum við að fá til baka bestu þekkingu og færni sem völ er á. Landspítalinn er þekkingarfyrirtæki þar sem þekking er algjör forsenda framfara. Ráðamenn virðast ekki skilja hversu mikilvægt þetta er okkur,“ segir Helgi. Krabbameinsdeildin hefur dregist aftur úr slíkum deildum á Norðurlöndum ekki síst hvað varðar tækjakost. Reyndar er verið er að taka í notkun nýjan línuhraðal, sem safnað var fyrir meðal annars af þjóðkirkjunni. „Línuhraðalinn er af bestu gerð og er hann notaður við geislameðferðina, og gerir okkur kleift að bjóða upp á ýmsa tækni og meðferðarnýjungar sem við höfum ekki haft yfir að ráða. Sá nýi er að leysa af hólmi 17 ára gamalt geislatæki,“ segir Helgi. Í mörgum löndum eru gæði krabbameinsdeilda meðal annars mæld út frá því hve mörg tæki eru innan við fimm ára gömul, en flest tækin á krabbameinsdeild Landspítalans eru mun eldri en það. Hinn línuhraðallinn er til að mynda að verða tíu ára, sem er viðmiðunarlíftími slíkra tækja. Íslendingar eiga tvö geislatæki en samkvæmt viðmiðunartölum frá Evrópu og á

Norðurlöndunum ættu þau að vera þrjú. Nýi línuhraðallinn kostaði um 360 milljónir með fylgibúnaði auk virðisaukaskatts samtals um 450 milljónir. Á síðasta ári varði ríkið með viðbótarframlögum um 600 milljónum til tækjakaupa á Landspítalanum, sem er einfaldlega allt of lítið til að viðhalda þjónustu hvað þá stuðla að frekari framförum.

Mikilvægan staðalbúnað vantar hér

Á Íslandi er ekkert svokallað PET-CT tæki með viðeigandi fylgibúnaði. Þetta er sambyggt tölvusneiðmyndar- og ísótópatæki sem í dag er staðalbúnaður í tengslum við krabbameinsmeðferð á öllum hinum Norðurlöndunum. PET-CT eru mun nákvæmari búnaður við greiningu og mati á umfangi sjúkdóms, en getur líka gefið afar mikilvægar upplýsingar um árangur meðferðar. Hægt er að fá lykilupplýsingar um efnaskipti í æxlum einkum og hve virk þau eru. Í Danmörku einni eru 30 slík tæki eða eitt tæki miðað við 300 þúsund íbúa. PET-CT tæki er notað í greiningu og sérstaklega meðferð krabbameins og einnig annarra sjúkdóma. „Við fengum sendinefnd frá Færeyjum í heimsókn til okkar um daginn. Sá sem var í forsvari hennar var algjörlega gáttaður á því að við ættum ekki slíkan búnað hér á landi,“ segir Helgi. „Það er hins vegar ekki til umræðu að kaupa það því það kostar ef til vill um 1.200 milljónir,“ segir hann. Íslenskir krabbameinslæknar geta sent sjúklinga á vegum Sjúkratrygginga Íslands í PETCT tæki í Danmörku en mörgum sjúklingum hrís hugur við að ferðast. „Við notum það því miklu minna en ef við værum með slíkt tæki hér, sendum sennilega um 40 sjúklinga á ári til Danmerkur til að fara í PET-CT. Ef við værum hins vegar með tæki hér myndum við nota það oft á dag fyrir sjúklinga auk þess sem það myndi nýtast sjúklingum á öðrum deildum, svo sem á skurðsviði eða blóðsjúkdómadeild,“ segir Helgi. Einn íslenskur sérfræðingur í krabbameinslækningum sem var að íhuga að flytja hingað til lands fyrir nokkur hætti við meðal annars þegar hann komst að því að ekki væri slíkt tæki hér á landi og ekki á döfinni að kaupa það fyrr en nýr spítali verður tekinn í notkun, að sögn Helga. „Ef til vill árið 2020,“ segir bætir hann við. PET-CT myndi skipta sköpum í ýmsum tilfellum, svo sem lungnakrabbameini, þar sem tækið myndi hjálpa til við að ákvarða hvort fólk þurfi að gangast undir skurðaðgerð eða


fréttaskýring 29

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Erum á úreltum síðutogurum

„Ég líki stundum spítalanum við stórútgerð. Stórútgerð gerir út mörg skip, frystitogara, og skuttogara svo eitthvað sé nefnt. Þannig má líkja krabbameinsdeildinni við skip og annað skip er hjartadeildin. Við erum hins vegar að gera út úrelt skip eða síðutogara með forneskjulegan tækjabúnað á meðan samkeppnislöndin eru með fullkomnustu skuttogara og tækjabúnað. Þegar svo er þá fara góðir læknar á betri sjúkrahús, rétt eins og góðir skipstjórnarmenn myndu ekki sætta sig við úreltan síðutogara og lélegan tækjabúnað. Þessu verða ráðamenn að átta sig á, við verðum að búa til háskólasjúkrahús sem gerir umhverfið það aðlaðandi að unga fólkið vilji koma heim,“ segir Helgi. Aðspurður segir hann aðbúnað sjúklinga þokkalegan. Göngu-, dagog legudeild krabbameinsdeildarinnar er í hjarta gamla spítalans. „Legudeildin var endurnýjuð árið 1996 og þótti þá mjög fín en hún þykir það ekki í dag,“ segir hann. Einungis eru tvö einbýli á 15 rúma deild. Fundarherbergi er oft sem legurými en þar er enginn opnanlegur gluggi. „Fólk sem liggur inni er mun veikara en fyrir 20 árum þegar deildin var endurnýjuð því áherslan hefur færst mjög mikið á dagdeild og göngudeildir. Því þyrftum við að geta boðið sjúklingum upp á einbýli, svo það geti verið hér með aðstandendum og haft meira næði,“ segir hann. Herbergin eru flest tvíbýli og eru fjórir sjúklingar um hvert klósett og sturtuaðstaða er frammi á gangi. Aðstaða göngudeildar er að mörgu leyti ágæt. „Við höfum verið í fararbroddi við uppbyggingu á slíkri starfsemi á Landspítalanum en deildin var endurnýjuð árið 2000. Hún þótti þá með því besta sem gerðist á Norðurlöndum en í dag er uppbygging slíkra deilda að taka miklum breytingum sem við höfum ekki fylgt eftir,“ segir Helgi. Geisladeildin er í kjallara K-byggingarinnar sem var tekin í notkun árið 1988. Gert er ráð fyrir að hún verði þar áfram eftir að nýr spítali verður tekinn í notkun en önnur starfsemi krabbameinsdeildar flyst í nýjan spítala.

1500 greinast árlega Um 1500 manns greinast með krabbamein á hverju ári. Um 70% læknast af sínum sjúkdómi. Í dag eru 13.000 manns á lífi í landinu sem hafa einhvern tímann greinst með krabbamein. Það eru 4% þjóðarinnar. Hlutfall 65 ára og eldri sem hafa greinst með krabbamein er um 10%.

Alls hljóta um 115 sjúklingar meðferð á krabbameinsdeild daglega Að jafnaði eru 15 sjúklingar inniliggjandi á krabbameinsdeild á degi hverjum. Um 50 sjúklingar koma á göngudeild krabbameinsdeildar á hverjum virkum degi. Helmingur þeirra kemur á dagdeild til lyfjagjafar í æð.

Hinn helmingurinn, sem er oft í virkri lyfjameðferð í töfluformi eða kemur vegna ýmissa annarra ástæðna, einkennameðferð svo og eftirlit. Um 50 sjúklingar fara í geislameðferð á hverjum degi. Auk þess er starfsfólk krabbameins-

deildar í samstarfi við fjölmarga aðra um meðferð sjúklinga eins og á líknardeild og í heimaþjónustu, það er hjá hjúkrunarþjónustunum Heimahlynningu, sem er starfandi í tengslum við líkanardeildina, og svo Karítas.

Framfarir í heilbrigðismálum ekki frá ráðamönnum „Helstu framfarir í heilbrigðismálum þjóðarinnar hafa yfirleitt ekki komið frá ráðamönnum né Alþingi, það eru nánast alltaf einstaklingar eða samtök sem hafa leitt þær fram. Ef við förum yfir söguna þá hafði Oddfellowhreyfingin forgöngu um að safna fé fyrir Vífilsstaðaspítala og stór fjárhæð kom sem gjafafé frá landsmönnum svo og frá Íslendingum í Vesturheimi. Konur í Reykjavík söfnuðu fyrir Landspítalanum. Vatnsveitunni var komið í gagnið fyrir baráttu kvenna og einstakra lækna. Pólitíkusarnir höfðu þá lítinn sem engan skilning á mikilvægi hennar.

A-Class - bíll ársins 2013 Framúrskarandi hönnun, hrein meistarasmíð. Hjartsláttur nýrrar kynslóðar. Mercedes-Benz A-Class var valinn Bíll ársins 2013 af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna. Við tökum undir það. Mercedes-Benz A180, CDI dísil, beinskiptur 6 gíra, verð frá 4.790.000 kr.

Miklu mótlæti getur fylgt gleði

„Sjúklingar og aðstandendur þeirra spyrja oft hvort starf krabbameinslæknis sé ekki erfitt, að umgangast stöðugt veika einstaklinga sem er í erfiðri meðferð hvað þá sjúklinga sem eru í banalegunni. Almenningur áttar sig ekki á að jafnvel miklu mótlæti getur fylgt mikil gleði, ennfremur þakklæti,“ segir Helgi. „Bara það að geta einkennastillt sjúklinga tímabundið getur verið ávinningur og það ekki síst hjá sjúklingum sem eiga lítið eftir. Það fylgir því auðmýkt að geta stutt fólk í gegnum erfiða tíma og hjálpað því og þeirra aðstandendum að aðlagast kringumstæðum. Allir helstu lífsspekingar komast alltaf að sömu niðurstöðum um lífið og hamingjuna, sem er að elska og vera elskaður og umfram allt að láta gott af sér leiða. Með þetta í huga þá er það í raun forréttindastarf að vera læknir. En sem læknir ert þú ávallt að reyna að láta gott af þér leiða í meðferð og einkennastillingu sjúklinga með því að lækna, líkna og hughreysta. Við erum í raun að fá verulega umbun í gegnum starfið. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sýna okkur stuðning, umburðarlyndi og þakklæti sérstaklega þegar þeir vita að álagið hjá okkur er mikið. Það er okkur ómetanlegt, og við lærum margt af því ekki síst það að sjúklingurinn verður okkur ávallt í öndvegi,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigríður@frettatiminn.is

Fyrsta geislatækið sem kom til landsins var gjöf frá Oddfellowhreyfingunni. Hringskonur hafa safnað í áratugi fyrir barnaspítalann. Nú er spítalinn í þeirri stöðu að nánast öll ný tæki hafa fengist fyrir gjafafé. Kirkjan er að safna fyrir nýja línuhraðlinum svo og félagasamtök með stuðningi framtaka eins og Bláa naglanum. Hvers konar búskapur er þetta? Við þurfum hugarfarsbreytingu ráðamanna í garð Landspítalans,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum við Háskóla Íslands og settur yfirlæknir krabbameinsdeildar Landspítalans. H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 6 6 8

ekki. Auk þess þarf PET-CT til þess að gefa mörg nýjustu krabbameinslyfin.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook


30

viðtal

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Heilsugúrú hlustar á innsæið Helgu Marín Bergsteinsdóttur tókst ekki að láta drauma sína rætast fyrr en hún byrjaði að hlusta á innsæið. Hún rekur eigið ráðgjafafyrirtæki í Dubai þar sem hún meðal annars heldur námskeið fyrir fyrirtæki, hvort sem þarf að vinna á streitu eða auka orku starfsmanna. Helga Marín varð fyrir einelti sem barn, hefur unnið úr þeirri reynslu og fer ítrekað út fyrir sinn þægindaramma. Hún stendur nú fyrir námskeiði fyrir íslenskar konur, ásamt fimm öðrum fyrirlesurum, þar sem markmiðið er að hver kona verði besta útgáfan af sjálfri sér.

H

elga Marín Bergsteinsdóttir er einhvers konar gúrú. Ég tek það bara fram hér í byrjun til að fólk þurfi ekki að velkjast í vafa eða lesa lengra til að komast að þessu. Hún er heilsu- og íþróttafræðingur og markþjálfi, hefur búið í Dubai í 13 ár og rekur þar fyrirtækið Health, Mind and Body. „Ég hef unnið með konum frá öllum hornum heimsins og mér finnst áberandi hvað íslenskar konur eru öflugri en flestar þær sem ég hef hitt annars staðar frá. Íslenskar konur eru miklu öflugri en þær gera sér grein fyrir og eru með ótrúlegan kraft sem þær ná stundum ekki að virkja að fullu. Ég er sjálf gott dæmi um það. Á yngri árum var ég með brotna sjálfsmynd og lélegt sjálfsmat en eftir að hafa unnið mikið í sjálfri mér er ég komin á þann stað sem ég er á í dag,“ segir Helga Marín. Hún hefur haldið fjölda nám-

Helga Marín Bergsteinsdóttir rekur eigið fyrirtæki í Dubai þar sem hún veitir fyrirtækum og einstaklingum ráð til að bæta lífsgæðin. Ljósmynd/Hari

skeiða, bæði í Dubai og á Íslandi fyrir fyrirtæki, sem stuðla að bættri heilsu og betri líðan, sjálfseflingarnámskeið og aðhaldsnámskeið. Helga Marín kennir einnig næringarfræði og markþjálfun við einkaþjálfunarskóla í Dubai. Ég spyr hvort að það sé eitthvað sem hún hefur ekki gert á þessu sviði og hún viðurkennir að fólk hafi stundum bent henni á að hún þurfi að afmarka sig meira, en einmitt svona nær hún að gera það sem hana langar til.

Orka, hreysti og vellíðan

Við hittumst við Happ á Höfðatorgi en þar verður næsta námskeið sem hún heldur, í samstarfi við fimm aðra fyrirlesara, undir einkunnarorðunum Orka, hreysti og vellíðan. Námskeiðið er aðeins fyrir konur og rennur allur ágóði til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið

krabbamein og aðstandendur þeirra. Auk Helgu Marínar halda fyrirlestra þær Edda Björgvinsdóttir leikkona, Bjargey Aðalsteinsdóttir jógakennari, Lukka Pálsdóttir hjá Happ, Ingrid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun og Guðrún Bergmann athafnakona. „Í þetta sinn langaði mig að vera með dag bara fyrir konur sem vilja fá meira út úr lífinu og sem vilja upplifa bæði sig og umhverfi sitt á jákvæðari hátt. Deginum er ætlað að efla íslenskar konur á líkama og sál. Við munum fjalla um hvernig auka megi orku og vellíðan með bættu mataræði, húmor og jákvæðu hugarfari, hvernig nýta megi innsæið betur og hvernig hin íslenska kona geti tengst kraftinum innra með sér til að umbreyta öllum þeim hliðum lífs síns sem hugur hennar stefnir að. Markmiðið er að hver kona verði besta útgáfan af sjálfri sér því þannig látum við drauma okkar rætast,“ segir Helga Marín.

Hataði íþróttir

LII Æ M F A A UM 9 ÁR JAVIK & AKUREYR

K GN DAG - REY FÖ R A G U A L STUDAG &

Íslensk hönnun

ur af t t á l s f a % 25 fötum a

öllum barn

100%

hágæða bómull Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri lindesign.is

Hún bendir á að allar þessar konur hafi reynt ýmislegt í lífinu og hafi mörgu að miðla. Sjálf hefði hún aldrei getað ímyndað sér hversu langt hún myndi ná þegar hún var unglingur. „Þegar ég var lítil var ég lögð í einelti. Ég var hávaxin, eins og risi. Strákarnir voru allir miklu minni en ég og ég varð fyrir miklu áreiti. Ég held að neikvæð reynsla á unglingsárum hafi gríðarlega sterk áhrif á mann og að hún geti verið dragbítur það sem eftir er ef ekki er unnið úr henni,“ segir Helga Marín. Á unglingsárunum þyngdist hún líka mikið og var það ekki til að bæta sjálfsmyndina. „Ég bókstaflega hataði íþróttir. Þegar ég var að alast upp snérist allt um keppni og að vera bestur. Ég var ekki góð í íþróttum og fannst þær því leiðinlegar. Það breytti öllu þegar ég uppgötvaði eróbikkið. Þetta var á þeim tíma sem það fór að njóta vinsælda. Í eróbikktímum gat ég verið aftast í salnum, enginn var að horfa á mig

og mér fór bara að finnast virkilega gaman. Þarna fann ég mig. Ég fór að tengja jákvæðar tilfinningar við líkamsræktina og fór að mæta alveg á fullu,“ segir hún. Helga Marín lét ekki við sitja að vinna í líkamanum heldur fór að vinna með hugann og um tvítugt einsetti hún sér að fara sem oftast úr fyrir þægindahringinn sinn, gera hluti sem henni fundust erfiðir og sigrast á hindrunum. Það var í framhaldi af því sem hún tók við rekstri líkamsræktarstöðvarinnar Ræktin á Seltjarnarnesi. „Ég fór að leita að samstarfsaðila en forsvarsmenn annarra stöðva tóku flestir illa í það og fannst undarlegt að ég vildi samstarf þegar við ættum að vera í samkeppni. Ég kynntist síðan Egypta sem rak líkamsræktarstöðina Gym 80 og við fórum að vinna saman.“ Til að gera langa sögu stutta þá urðu þau par, þau þyrsti bæði í ævintýri og fluttu til Dubai þar sem fjölskylda hans bjó. „Hann var búinn að dásama Dubai og sagði að þarna væru tækifærin. Þetta stóð ekki alveg undir væntingum og við vorum atvinnulaus fyrsta árið, leigðum með sjö Filippseyingum og lifðum á hrísgrjónum. Ég fékk mikla bakverki og safnaði mér fyrir tíma hjá kírópraktor. Þegar hann vissi af stöðu okkar bauð hann okkur vinnu því hann vantaði þjálfara til að vinna með sjúklingum sínum eftir meðferð.“ Þá fór boltinn að rúlla. Helga Marín færði út kvíarnar, fór að halda fitubrennslunámskeið, veita næringarráðgjöf og hjálpa fólki að breyta lífsstílnum. „Fyrir tilviljun, þó ég trúi ekki á tilviljanir, hitti ég kunningjakonu mína úti í Dubai. Hún var eróbikkkennari og saman fórum við af stað með 8 vikna námskeið. Þau slógu alveg í gegn því það var ekkert svona á markaðnum. Leiðir okkar skildu á endanum vegna ólíkra áherslna.“

irtækið Health, Mind and Body. Helga Marín er einhleyp og barnlaus og fer allur hennar tími í að afla sér fróðleiks og miðla honum áfram. „Ég legg mikla áherslu á að hlusta á innsæið. Ég fékk þá hugmynd að halda fyrirlestra í fyrirtækjum en vissi ekki hvernig ég ætti að koma mér á framfæri. Ég ákvað að hlusta á innri rödd mína, henti öllum aðgerðaáætlunum sem ég hafði gert og bara beið. Þá fékk ég þá hugmynd að bjóða fyrirtækjum einn ókeypis kynningarfyrirlestur. Vinum mínum leist illa á þetta, töldu að fólk myndi ekki meta mig að verðleikum ef ég byði eitthvað ókeypis. Ég stóð á mínu en vissi síðan ekki hvernig ég ætti að ná í öll þessi fyrirtæki. Þá kom vinkona mín með lista sem hún átti yfir þá sem stýrðu um tvö þúsund fyrirtækjum í Dubai. Ég varð fljótt fullbókuð og fór að vinna fyrir stór og virt fyrirtæki. Ég kem þá inn og greini vandann, hvort sem það þarf að minnka streitu, bæta stjórnun, auka orku eða efla starfsandann.“ Helga Marín kemur reglulega til Íslands þar sem hún heldur fyrirlestra bæði fyrir hópa og fyrirtæki. Á námskeiðinu Orka, hreysti, vellíðan ætlar hún að tala um innsæið og hvernig megi nýta það til að ná markmiðum sínum og lifa lífnu til fulls. Helga Marín er á leið í sjávarútvegsfyrirtæki þar sem hún ætlar að tala um hvernig sé hægt að breyta lífsstílnum til hins betra. Áður en hún kveður spjöllum við aðeins á persónulegu nótunum og allt í einu uppgötva ég að ég er komin í tíma hjá henni í ráðgjöf þar sem ég er, mér að óvörum, búin að segja henni hvað ég vil bæta í mínu lífi og hún gefur mér góð ráð. „Mig langar bara svo að miðla og hjálpa öðrum. Það gefur mér mikið,“ segir hún.

Hlustar á eigið innsæi

Erla Hlynsdóttir

Sex ár eru síðan hún stofnaði fyr-

erla@frettatiminn.is



32

viðtal

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Kristín lét skeika að sköpum Fágaður stíll hins klassíska málverks hefur hingað til verið áberandi í list Kristínar Gunnlaugsdóttur en hún sýnir á sér nýja hlið með verkum á sýningunni Sköpunarverk í Listasafni Íslands. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna fjallar sýningin að miklu leyti um hið kvenlæga, um sköp konunnar. Uppruna og upphaf alls. Þannig hangir rúmlega 4 metra há píka á vegg í safninu.

K

ristín Gunnlaugsdóttir er þekktust fyrir fágaðar og fallegar myndir með andlegu yfirbragði og upphafinni kyrrð. Hún opnar nú sýningu á Listasafni Íslands á verkum sem hún hefur unnið frá 2011 og styrkir enn frekar ákveðna stefnubreytingu sem hefur orðið í list hennar. „Fólk hefur velt því mikið fyrir sér hvort ég hafi gjörbreyst en ég vil nú meina að þótt ég sýni á mér þessa nýju hlið þá eigi hún dýpri rætur, allt til upphafs ferils míns sem myndlistarmanns,“ segir Kristín þar sem við stöndum umkringd kvensköpum í ýmsum stærðum. „Það hefur að sjálfsögðu orðið stefnubreyting á myndmálinu en ég hef alltaf teiknað mikið og þar liggja rætur mínar.“ Og það var með því að leyfa teikningunni að njóta sín sem breytingin á list hennar náði í gegn. Kristín var við nám á ítalíu og bjó þar í sjö ár. Hún hreifst af list endurreisnarinnar og drakk í sig áhrif hennar. „Ég er enn mjög hrifin af þessu tímabíli listasögunnar og ég vann úr henni í eigin listsköpun árum saman . Ég er tengd klassíkinni og var búin að þróa með mér ákveðið myndmál sem gaf mér mikið. Mér er mikils virði að fólk átti sig á að ég stend með öllu sem ég hef gert. En ég var hætt að finna fyrir endurnýjun í því sem ég var að gera og þurfti að breyta til.“ Það var uppúr hruninu og upplausninni sem fylgdi í kjölfarið sem Kristín fann þörf fyrir breytingar í myndlistinni. „Mig langaði að fá að vera frjálsari, losna frá yfirlegunni og komast aftur nær teikningunni. Sýna fleiri hliðar á hæfileikum mínum. Við sýnum yfirleitt bara lítið brot af því sem í okkur býr og hættan er sú að þegar markaðurinn tekur vel við því sem maður hefur fram að færa og verkin seljast, að maður þori ekki að taka áhættuna og stíga út fyrir þægindarammann. Það var erfitt að viðurkenna stöðnunina sem ég fann fyrir en enn skelfilegra að festast þar og þora ekki að taka áhættuna. En á þessu nærist listin, maður verður að segja satt og þora að ögra sjálfum sér. Gera mistök. Það var hollt fyrir mig að horfast í augu við hvort það gæti verið að ég ætti ekki meira inni sem myndlistarmaður. Ef það væri málið langaði mig að leika mér aðeins áður en ég myndi hætta. Fíflast og gera eitthvað sem enginn þyrfti að sjá og þyrfti ekki að vera fyrir neinn.“

Á börmum nýrrar sköpunar

„Ég fór að teikna og í nokkrar vikur krassaði ég og krotaði, vatt ofan af öllu sem ég hafði tileinkað mér, kækjum og flinkheitum. Þetta voru átök en leiddi mér fyrir sjónir að það var brjálæðsilega mikil orka sem bjó í því að teikna frjálst og óhindrað. Ég tók strax mark á þessu og treysti tilfinningunni,“ segir Kristín. „Ég ákvað að gera eitthvað sem lægi nær samtímanum og raunveruleika mínum sem konu í íslensku samfélagi, einstæðri móður og allt það. Teikningin átti að ráða. Verkin urðu að fá að vera hrá, nálægt jörðinni og úr efni sem kostaði ekki mikið,“ segir listakonan sem byrjaði að sauma úr garni á girðingarstriga stór verk og klukkustrengi. „Myndefnið voru stórgerðar teikningar í lopa með kraftmiklum undirtón þar sem tekið var á lífi konunnar, tabúum og kynhvöt. Það var mjög gefandi að skapa úr þeim auð sem er ekki of hátt metinn, eða hógværar hannyrðir kvenna. En fyrir mér er ekkert verk nógu stórt fyrir það myndefni sem afsannar að konur eigi að vera til friðs og ekki sýna styrk sinn. Ég sjálf hafði engu

Stærð verkanna skiptir höfuðmáli, bæði til að magna ákveðin skilaboð og eins skapa styrk og jafnvægi sem verkin búa yfir. Það hefur satt að segja komið mér jákvætt á óvart hversu mikil ró og jafnvægi er yfir sýningunni. Ljósmynd/Hari

að tapa, hrunið tók sitt og ég sat ofaná eldfjalli sprengikrafts sem þurfti út. Og það á að vera gaman að skapa.“

Misnotað tákn

Kristín segist ekki þurfa að velta vöngum lengi yfir því hvaðan kjarninn í nýju verkunum komi. „Þetta er bara speglun á því samfélagi sem við lifum í. Hvernig við horfum á konur og hvernig við sem konur upplifum okkur sjálfar. Þetta snýst líka um að falla frá staðalímyndum um æskudýrkun og útlitlsdýrkun, hafa leyfi til að eldast og lifa í sátt við líkama sinn og þarfir hans. Kristín segist þó upplifa ákveðið varnarleysi þegar sköpin eiga í hlut. „Fyrir mér er þetta eins og að opna hlið varnarleysis Fátt er eins misnotað í mannkynssögunni og þetta tákn kvenleikans. Jafnvel að fjalla um verkin í blaðaviðtali eins og þessu gefur tilefni til endalausra rangtúlkana því umræðuefnið er viðkvæmt og yfirleitt haft í flimtingum. Mér sjálfri leiðist að nota orðið

píka, er óvön því og er kanski tepra. En ég vil að fólk hugsi sig um áður en það fellir dóma um viðfangsefnið og hlusti á hvernig það talar. Fátt er eins auðvelt til hártogunar eins og umræða tengd kynlífi og kynhvöt, ein alheilbrigðasta og sterkasta kennd sem maðurinn fæðist með. Sköpunargleðin sjálf.

Ekki hægt að lifa á heiðrinum

Þegar talið berst að því hvernig er að lifa sem listamaður verður Kristín ákveðin. „Það er mikill heiður að vera boðið að halda sýningu í Listasafni Íslands og ég er mjög þakklát fyrir það góða boð. Hér er gott starfsfólk og allir boðnir og búnir til aðstoðar. En það sem láðst hefur að huga að gegnum tíðina og ég vil meina að sé vegna þekkingar- eða áhugaleysis stjórnvalda og ráðuneyta, er að borga myndlistarmönnum fyrir vinnu sína eins og öðrum. Undanfarin tvö ár hef ég unnið að sýningunni og ber allan kostnað sjálf. Hér er rekið safn með fólk á launum vegna starfs myndlistarmanna sem ekkert fá greitt fyrir framlag

sitt. Verkin eru oft ekki söluvæn og lúta öðrum gildum en að enda í stofum landsmanna. Við sækjum í hin margumtöluðu listamannalaun en það er alls óvíst hvort maður fái úthlutað eða ekki. Í launasjóð myndlistarmanna sækja mörg hundruð manns. Margir fást við stór og mikilvæg verkefni og þar er maður í langri röð. Ég fékk 9 mánaða starfslaun á 2 árum og styrk úr nýstofnuðum myndlistarsjóði, allt frábært og meira en margur, en dugir ekki til. Stuðningur við Myndlistarsjóð hefur verið skorinn niður í 0 krónur á næsta ári. Mér sýnist þjóðin þurfa að gera upp við sig hvort og þá hvernig hún vill styðja og standa með myndlistarmönnum. Að þurfa að verja listamannalaunin á hverju ári er ólíðandi hlutskipti alla sem vilja búa í menningarsamfélagi sem gengur útá fleira en skammtímasjónarmið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


20

20

% afsláttur

afsláttu% r

Aðeins

íslenskt kjöt

Aðeins

íslenskt

í kjötborði

kjöt

í kjötborði

Nóatúns grísahamborgarhryggur

Lambaprime

2998 3798

kr./kg

er

Við g

kr./kg

ri balæ Lam

8 9 13

g kr./k

g

kr./k 1698

ir þig

20

a fyr

eir um m

1298 1698

kr./kg

kr./kg

afsláttu% r

ir Bestöti í kj

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Íslensk matvæli kjúklingabringur

2198 2469

kr./kg

kr./kg

Ungnautafille

ísleAðeins n

kjötskt í kjö t

17

bor ði

3678 4598

kr./kg

kr./kg

% r u t t á l s f a

Helgartilboð! 4 0 0 2 % ur t t á l afs

2 fyrir 1

359 455

659 729

kr./stk.

kr./stk.

30

15

% afsláttur

% ttur á l s f a

Nóa karamellu, myntu og banana Pipp, 100 g

198 209

kr./stk.

kr./stk.

kr./pk.

kr./pk.

Gullostur, 250 g

Myllu Fitty samlokubrauð

Ömmu kleinur, 10 stk.

Toppur sítrónu, 2 lítrar

229 335

kr./stk.

kr./stk.

afslátt % ur

Greens maísstönglar, hálfir

299 499

kr./pk.

kr./pk.

17

afslát % tur

Maarud Supermix Salt, 165 g

399 469

kr./pk.

kr./pk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Pepsi/ Pepsi max, 2 lítrar

229 277

kr./stk.

kr./stk.


34

viðtal

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Íslendingar fyrirmynd okkar Aleqa Hammond, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, á sér þann draum að upplifa þann dag að Grænlendingar verði sjálfstæð þjóð. Hún segir að grundvöllurinn fyrir sjálfstæði Grænlands sé að landið öðlist efnahagslegt sjálfstæði. Hnattræn hlýnun hafi skapað tækifæri til nýtingar mikilla verðmæta og því sé efnahagslegt sjálfstæði landsins í sjónmáli.

A

leqa Hammond, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, telur að styttra sé í að Grænland öðlist efnahagslegt sjálfstæði en marga grunar. Í lok október skrifaði grænlenska stjórnin undir samning við breska námufyrirtækið London Mining um nýtingarrétt á járni á svæði um 90 km frá höfuðborginni Nuuk. Verkefnið er hið stærsta í Grænlandi til þessa og mun skapa um þrjú þúsund störf. Ljóst er að flytja þarf inn vinnuafl en nýverið samþykkti grænlenska þingið lög sem tryggðu að réttindi erlendra verkamanna starfandi í Grænlandi væru hin sömu og Grænlendinga. Flesta Grænlendinga dreymir um sjálfstæði. Flokkur Hammond, jafnaðarmannaflokkurinn Siumut, vann stórsigur í kosningum til landsþingsins í vor, og steypti sitjandi stjórn undir forystu Kubik Kleist. Undir stjórn Hammond hefur landstjórnin tekið þýðingarmiklar ákvarðanir, svo sem að afnema bann við úranvinnslu í óþökk dönsku stjórnarinnar og að fresta frekari leyfisveitingum vegna olíuleitar við landið.

Dreymir um sjálfstæði

Hammond á sjálf sér þann draum að lifa þann dag að Grænland lýsi yfir sjálfstæði. „Ég gæti ekki ímyndað mér merkari dag en þann,“ segir Hammond. „Grænlendingar gáfu út skýra yfirlýsingu árið 2009 um að þeir vildu stjórna

landi sínu sjálfir í æ meira mæli. Ég er fulltrúi sjálfstæðs Grænlands og verð því að taka sjálfstæðar ákvarðanir og leggja grunn að efnahagslegu öryggi landsins ásamt fólkinu í landinu í sátt við umhverfið,“ segir hún. Hammond sér fyrir sér að grænlenskur efnahagur byggist á þremur stoðum: sjávarútvegi, ferðaiðnaði og námuvinnslu. „Við höfum þá þrjár stoðir til að byggja á samfélag okkar á næstu áratugum. Það mun breyta Grænlandi efnahagslega, en einnig hvað varðar sjálfsmynd okkar. Ég sé fram á æ meira fjárhagslegt sjálfstæði á næstu árum og að þjóðin muni krefjast meir af sjálfri sér til að öðlast þetta sjálfstæði,“ segir hún. Árlega fá Grænlendingar um 72 milljarða frá Danmörku, sem er tæpur helmingur fjárlaga Grænlands. „Til þess að öðlast efnahagslegt sjálfstæði þurfum við að nýta gæði landsins. 72 milljarðar hljómar sem há upp hæð en landið okkar er mjög gjöfult og ef við nýtum það af skynsemi er fjárhagslegt sjálfstæði nær en marga grunar,“ segir Hammond. Umræða hefur verið á Grænlandi um hvernig þjóð, sem telur einungis 57 þúsund íbúa, geti staðið uppi í hárinu á alþjóðlegum stórfyritækjum þegar kemur að samningagerð. Hammond hefur ekki áhyggjur af smæð landsins. „Grænlenska þjóðin er eigandi allra málma í Grænlandi. Ekkert stórfyrirtæki getur komið hingað og gert það

sem það vill. Þetta er lýðræðisríki með eigin stjórn og þing og eigin löggjöf sem tryggir hagsmuni Grænlendinga,“ segir hún.

Aleqa Hammond sér tækifæri í auknum samskiptum við Ísland. „Við eigum meira sameiginlegt en skilur okkur að,“ segir hún. „Íslendingar eru fyrirmynd Grænlendinga í því hvernig þeir öðluðust sjálfstæði frá Dönum án ágreinings og á diplómatískan hátt.“ Ljósmynd/Hari

Tækifæri í hnattrænni hlýnun

Hún segir að hnattræn hlýnun jarðar muni hafa, og hafi þegar haft, gríðarleg áhrif á Grænlandi. Bráðnun Grænlandsjökuls hefur skapað tækifæri til námuvinnslu á svæðum sem áður voru hulin ís. „Við verðum að grípa þau tækifæri og nýta þau til efnahagslegs ávinnings. Veiðihefðir okkar munu breytast af sömu sökum. Við sjáum breytingu á árstíðabundnum ferðum hvala og fugla og fiskistofnar hafa fært sit um set. Við verðum því að breyta áherslum okkar en einnig að nýta þau tækifæri sem bjóðast í staðinn,“ segir hún. Aðspurð segist Hammond sjá tækifæri í auknum samskiptum við Ísland. „Við eigum meira sameiginlegt en skilur okkur að,“ segir hún. „Íslendingar eru fyrirmynd Grænlendinga í því hvernig þeir öðluðust sjálfstæði frá Dönum án ágreinings og á diplómatískan hátt. Við höfum líka horft á þjóðina eflast á mjög aðdáunarverðan hátt eftir að hún hlaut sjálfstæði. Það er okkur innblástur og hvatning og við munum nýta okkur reynslu Íslendinga og læra af henni á okkar vegferð til sjálfstæðis,“ segir Hammond. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Hollari jólabakstur! heilsunnar vegna ∙ Burt með hveiti og sykur ∙ Sukrin bökunarvörur heilsunnar vegna ∙ LKL vænt ∙ Uppskriftir á

sukrin.is

Sukrin vörurnar fást í eftirfarandi verslunum: Krónan · Nóatún · Kjarval · Fjarðarkaup · Hagkaup · Nettó · Melabúðin og betri matvöruverslunum landsins.


4200 ljós Verð frá 94.900 kr.

Ventura Lounge hægindastóll Verð frá 499.900 kr.

M-sófi Verð frá 229.900 kr.

Eclipse sófaborð Verð frá 29.900 kr.

Patchwork gólfmotta

Góð hönnun gerir heimilið betra

Sniðin eftir máli. Verð pr. fm 75.900 kr.

Við leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem

P I PA R \ T BWA

S ÍA

stenst tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

MARGIR LITIR Omaggio vasi 20 sm / Verð 8.990 kr.

Lalinde sófaborð / Verð frá 49.900 kr.

Miho hreindýr / Verð frá 5.500 kr.

Pasmore stóll / Verð frá 379.900 kr.

NÝTT

Ilmkerti / Verð frá 6.900 kr.

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18

• LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Cucu klukka 33 sm / 12.900 kr.


KYNNING Laugardaginn 9. nóvember kl. 13-17 í Kringlunni, Garðabæ, Skeifunni, Smáralind og á Eiðistorgi.

KYNNING

OSTAMEISTARI FRÁ AKUREYRI

kynnir Óðalsosta Föstudaginn 15. nóvember kynnir Óðalsosta

Laugardaginn 16. nóvember kl. 13-17 í Garðbæ, Kringlunni, Holtagörðum og Spöng

kl. 15-19 í Kringlunni

OSTAMEISTARI FRÁ AKUREYRI

kynnir Óðalsosta Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 15-19 í Skeifunni

KYNNING

KYNNING Föstudaginn 15. nóvember kl. 15-19 í Skeifunni, Garðbæ, Holtagörðum og á Eiðistorgi.

Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 15-19 á Eiðistorgi, í Garðabæ og Spöng.

MJÓLKUR- & OSTADAGAR TILBOÐ

20%

Í HAGKAUP

TILBOÐ

20%

afsláttur á kassa

TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%

Port salut

afsláttur á kassa

Ostakökur TILBOÐ

20%

TILBOÐ

20%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

TILBOÐ

20%

afsláttur á kassa

Hleðsla í dós

Súrmjolk

Brómberja-kókos, súkkulaði, vanilla og jarðarberja.

Jarðarberja, karamellu, og þessi venjulega.

Prima donna

Swiss fondue ostur

GEITAOSTAR Í MIKLU ÚRVALI

Kringlunni

NÝ SENDING FRÁ FRAKKLANDI Í SÆLKERABORÐI KRINGLUNNI

JÓLAKLEMENTÍNURNAR ERU KOMNAR!

Tilvaldar milli mála og innihalda:

Gildir til 10. nóvember á meðan birgðir endast.

- Mikið af C-vítamínum - Önnur vítamín svo sem þíamín (b1), ríbóflavín (b2) og fólasín - Steinefnin kalk, fosfór magnesíum og kalíum - Járn sem er snefilsteinefni - Einungis 45 hitaeiningar í 100gr af klementínum

Appolo lakkrís, Góu rúsínur Klassískt í skálina.

Yogi Christmas Tea 12 tegundir í pakkanum.

Myllu lagtertur Margar hæðir.


TILBOÐ

25%

afsláttur á kassa

KJÚKLINGUR, HEILL

749 kr/kg Verð áður 999

HEILGRILLAÐUR KJÚKLINGUR

MEÐ LIME OG CHILI SMJÖRI fyrir 2-4 að hætti Rikku 1 heill kjúklingur 1-2 hvítlauksrif 1/2 rauður chili aldin 1 msk rifinn engifer 1 tsk kóríanderkrydd

3 msk smjör safi af 1 límónu salt og nýmalaður pipar 1 msk ólífuolía

SKÓG AR BE RJ A EÐ A MA RO KKÓ KR YD DL EG IÐ

Skerið í gegnum bringubeinið á kjúklingnum og fletjið kjúklinginn út. Skolið kjúklinginn, þerrið og leggið á bökunarplötu. Setjið hvítlauk, chili, engifer og kóríander saman í

TILBOÐ

matvinnsluvél og vinnið vel saman. Bætið smjörinu og límónusafanum saman við og kryddið með salti og pipar. Stingið göt í bringuna og lærið á kjúklingnum og þrýstið

smjörblöndunni undir skinnið. Gott er að skera niður nokkrar kartöflur og setja meðfram kjúklingnum. Hellið ólífuolíunni yfir, kryddið með salti og pipar og bakið í 45mín - 1 klst.

TILBOÐ

30%

TILBOÐ

25%

afsláttur á kassa

30%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

ÚRBEINAÐ LAMBALÆRI

PIPARSTEIK UNGNAUTA

KALKÚNALÆRI HÁLF ÚRBEINAÐ

verð áður 2999

verð áður 3799

verð áður 1898

2099 kr/kg

2849 kr/kg

AÐ EI NS 17 MÍ N. Í OF NI

KÍN AR ÚL LU R ME Ð KJ ÚK LIN GI VO RR ÚL LU R ME Ð KJ ÚK LIN GI VO RR ÚL LU R ME Ð NAUTAK JÖTI

1329 kr/kg

TILBOÐ

25%

afsláttur á kassa

DALOON RÚLLUR 3 TEGUNDIR

LAMBAFILLE GRAND ORANGE

verð áður 669

verð áður 5699

579 kr/pk

4274 kr/kg

GOODFELLA´S PIZZUR

- fljótlegt og þægilegt

TILBOÐ

399 kr/pk Verð áður 579


38

Glæsilegt !

viðhorf

Varðveisla hins liðna

Á

Jakki á 11.900 kr. Stærð 36 - 46/48

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Peysa á 12.900 kr. Stærð 36 - 48

Teikning/Hari

Kjóll / skokkur á 12.900 kr. Stærð 36 - 46/48

Nýtt kortatímabil Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) • Sími 555 1516

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Kjóll á 16.900 kr. Stærð 36 - 46

-18 a kl. 11 6 g a d a -1 irk Opið v ardaga kl. 11 g u a Opið l

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Á langri leið safnast að fólki alls konar dót sem það hefur enga þörf fyrir lengur – en losar sig samt ekki við. Þess vegna eru allar geymslur og bílskúrar fullar af alls kyns drasli, mismerkilegu. Innan um og saman við er án efa nytjavara, jafnvel eiguleg, einkum fyrir aðra – en flest er þetta dót óttalegt húmbúkk, ef ekki ónýtt. Samt geymist það árum og áratugum saman, jafnvel án þess að menn hafi hugmynd um tilvist þessara hluta þar sem þeir eru faldir á bak við annað í hillum geymslna eða djúpt grafnir í draslinu í bílskúrnum. Þykist þeir hinir sömu síðan vita um eitthvað vel geymt má nokkurn veginn treysta því að það finnst ekki ef á þarf að halda. Í eðli mínu er ég enginn safnari en samt ekki nógu duglegur að henda – eða fara með gamalt góss í nytjagáma Sorpu þar sem það gæti nýst öðrum. Hið sama á við um minn betri helming. Þess vegna hýsum við allt of mikið af gömlu góssi sem á fyrri tímum var jafnvel stofustáss en datt úr tísku – en fengum okkur ekki til að henda. Það endaði í geymslunni – eða við tiltekt þar í bílskúrnum. Hvað á maður til dæmis að gera við gamlar bækur? Við eigum of mikið af þeim og því safnast þær fyrir í kassavís í bílskúrnum. Konan vill koma þeim á fornsölu en þegar ég manna mig upp í að kíkja í kassana sé ýmis fágæti og leggst í lestur í stað tiltektar. Bækurnar fara því aftur í kassana og fylla þessa vegna ómælda hillumetra í því rými sem ég í bjartsýni minni ætlaði heimilisbílnum. Þangað hefur hins vegar aldrei komið bíll. Sumt dagar uppi í skúrnum vegna hreinnar leti. Þvottavélin okkar bilaði til dæmis fyrir nokkrum mánuðum og var borin út skúr, eins og hvert annað hræ. Þar stendur hún enn og verður ekki vakin til lífsins fyrir okkar tilstilli. Kannski er bilunin smávægileg, kannski ekki, en við völdum að fá okkur nýja. Afkvæmi okkar halda því fram að þvottavél í svo óvissu ástandi seljist samt strax á vef Barnalands, sem er víst helsti smáauglýsingamiðill landsins. Við kunnum ekki á þá söluaðferð og því hvílir gamla þvottavélin lúin bein í skúrnum. Vonandi næ ég því ekki seinna en á vordögum að henda henni – með aðstoð sterkra sona eða tengdasona. Ónotuð reiðhjól taka sömuleiðis pláss í skúrnum og hið

sama á við um lítt brúkuð golfsett. Hvort tveggja vitnar um útivistaræfingar sem ekkert varð af. Við vitum innra með okkur að ólíklegt er að við komum til með að nota íþróttatólin en samt losum við okkur ekki við þessi plássfreku apparöt. Sama gildir um gönguskíðin. Þrátt fyrir góðan hug höfum við ekki hreyft þau árum saman og það verður að viðurkennast að ólíklegt er að svo verði á næstunni. Börn okkar hjóna komust raunar yfir gamla vídeóupptöku skömmu fyrir tiltölulega nýlegt stórafmæli föðurins og sýndu afmælisgestum fyrstu skref hans á gönguskíðunum. Tæplega verður sagt að stíllinn hafi verið stórkostlegur – sennilega nær því að vera forkostulegur og ógleymanlegur þeim sem fengu að njóta – en sú myndasýning eykur ekki líkur á því að skíðin verði dregin úr geymslu sinni. Samt dettur mér ekki í hug að henda þeim. Barnavagn og kerru er einnig að finna í bílskúrnum og hafa þessar hjólatíkur öðlast nýtt líf með tilkomu barnabarnanna. Gamli Silverkrossinn tekur sitt pláss en hann er góður til síns brúks þegar ungbarn sefur hjá ömmu og afa. Hann er því nytsamlegur og á sinn rétt í skúrnum en það verður varla sagt um gamlar málningardósir eða jafnvel sementspoka sem dagað hafa uppi og valda slíkum þrengingum í skúrnum að maður þarf að skáskjóta sér framhjá góssinu ef sækja á ferðatösku eða aðra brúkunarvöru. Gott ef ferðatöskurnar eru ekki allt of margar – og mörg ár síðan sumar voru notaðar. Nokkrir þessara muna hafa endað í sumarbústaðnum, í nothæfu standi þó. Það getur átt við um húsgögn og húsbúnað. Mér varð hugsað til þess um liðna helgi þegar ég gekk frá eftir uppþvott að ýmislegt má sjá í eldhússkápum bústaðarins frá fyrri tíma, jafnvel sjálft brúðkaupsleirtauið, það sem eftir er af því. Það stendur sig vel í sveitinni eins og ýmislegt annað sem þangað hefur ratað eftir dygga þjónustu heima. Borðstofustólarnir fóru einnig í sveitina þegar þeir þóttu ekki henta lengur í bænum. Það sett var hins vegar svo fyrirferðarmikið að landhreinsun var þegar dóttir okkar og tengdasonur seldu það á fyrrnefndum Barnalandsvef. Það eru jú takmörk fyrir því sem hrúga má inn í kot í sveitinni. Því miður er ekki hefð fyrir bílskúrssölum hér á landi, eins og t.d. í Bandaríkjunum. Dásamlegt væri ef maður gæti dregið allt draslið fram á góðum vordegi og selt það fyrir lítið fé – eða jafnvel gefið – og glatt með því aðra en einkum sjálfan sig. Ég kann ekki á Kolaportið frekar en vef Barnalands og fer því ekki á þann vettvang með dótið. Því þrengir æ meira að góssinu í skúrnum – og ástandið mun án efa versna innan tíðar, ef að líkum lætur. Það hafa nefnilega heyrst óhljóð í kæliskápnum og þurrkarinn virðist hafa sjálfstæðan vilja og lætur af þurrkun í tíma, en aðallega ótíma. Ef við splæsum í nýjan kæliskáp og þurrkara er stysta leiðin fyrir gamla dótið út í bílskúr, þar sem fyrir er þvottavélarhræið – en kannski finnst pláss fyrir gamla þurrkarann ofan á gömlu þvottavélinni.


UNDER ARMOUR

TAX FREE 7.-10. DAGAR NÓVEMBER

e e r f x TaAF ÖLLUM

OUR M R A R UNDE UM VÖR 3 PACK M U AF SOKK llum ðö fylgir me MOUR AR UNDER SKÓM. eðan Gildir á m st. da n birgðir e

TA X F R E E J A F N G I L D I R 2 0 , 3 2 % V E R Ð L Æ K K U N . G I L D I R A Ð E I N S Á U N D E R A R M O U R V Ö R U M D A G A N A 7 . – 1 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 3 .

INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.

INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.



Umhirða húðar Kynningarblað

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Góður farðahreinsir hjálpar húðinni að halda heilbrigði sínu og ljóma. NordicPhotos/Getty

 Húð MiKilvægt er að

HreinSa Húðina vel daglega

Hrein húð – falleg húð Allar konur ættu að eiga góðan farðahreinsi til að halda húðinni heilbrigðri og minnka líkur á filapenslum og bólum. Það fer eftir húðgerð hvaða vörur henta best.

S

leppir þú stundum að hreinsa farðann af húðinni áður en þú ferð að sofa? Kannski þegar þú ert óvenju þreytt eða jafnvel búin að fá þér í glas? Þú ert sannarlega ekki ein. Mikilvægt er að passa upp á að það verði ekki að vana að sofna með farða. Tilgangur hans er að hjálpa þér að líta betur út en ef þú sefur með hann ítrekað hefur farðinn öfug áhrif. Húðin okkar er þakin svitaholum og við svitnum ekki bara í gegn um þær heldur fer húðfitan þar líka í gegn. Húðfitan sér um að veita húðinni raka og vernda hana en farði getur hins vegar stíflað svitaholurnar og húðfitan þá safnast upp þannig að við fáum jafnvel fílapensla og bólur. Til að minnka líkur á bólum og öðrum húðlýtum þarftu að hreinsa húðina þína vel á hverju einasta kvöldi.

Mikið úrval er af vörum til að hreinsa húðina og misjafnt hvað hentar hverri. Hægt er að fá krem, sápur, gel, húðmjólk og ýmislegt fleira. Það sem skiptir máli er hvernig húðgerð þú ert með. Ef þú ert ekki viss geturðu fengið aðstoð í snyrtivöruverslunum við að greina húðina eða á snyrtistofu. Flestar vörurnar eru merktar fyrir hvernig húðgerð eða húðgerðir þær henta best. Annars er gott að hafa nokkrar þumalputtareglur bak við eyrað. Þær sem eru með þurra húð skulu forðast vörur með miklu alkóhólmagni og þær sem eru með feita húð ættu að velja vörur með lágt pH-gildi. Konur með viðkvæma húð ættu að forðast vörur sem innihalda sterk ilmefni. Annars er best að prófa sig áfram. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


umhirða húðar

42

Helgin 8.-10. nóvember 2013 KYNNING

LAVERA

HOLLT FYRIR HÚÐINA

EAU MICELLAIRE DOUCEUR frá Lancôme

GALATÉIS DOUCEUR frá Lancôme

TONIQUE DOUCEUR frá Lancôme

Hreinsivatn fyrir andlit, augu og varir. Hentar öllum húðgerðum. Vinsælasti hreinsirinn frá Lancôme sem slegið hefur í gegn.

Hreinsimjólk fyrir andlit, augu og varir. Mildur hreinsir sem hentar öllum húðgerðum. Fæst einnig fyrir þurra húð.

Andlitsvatn án alkóhóls. Undirbýr húðina fyrir krem, mýkir og gefur raka. Fæst einnig fyrir þurra húð.

LAVERA GNEUTRAL O BABY NEUTRAL EINNIG Í NEUTRAL LÍNUNNI:

Face Cream, Face Fluid, Body Lotion, Handcream, Baby Protection Cream, Baby Shampoo og Baby Skin Oil

Top Secret djúphreinsir frá Yves Saint Laurent Einstakur djúphreinsir án korna sem hentar fyrir allar húðgerðir, einnig viðkvæma húð. Hreinsar húðina á fullkominn hátt og veitir einstakan ljóma.

Biosource Self foaming cleansing water frá Biotherm Hreinsir sem er notaður með vatni, freyðir og er þurrkaður af húðinni. Virkur árangur og húðin verður fullkomlega hrein, án þess að þurrka hana. Hreint Thermal Planktan og Thermal Plankton frumuvökvi án sápu. Hentar öllum húðgerðum einnig fyrir viðkvæma húð.

FOREVER YOUTH LIBERATOR ANDLITSVATN frá Yves Saint Laurent

Sölustaðir: Heilsuhúsin

Einstaklega mjúkt andlitsvatn sem undirbýr húðina fyrir virknina sem finna má í Forever línunni. Ljómi og gagnsæi húðar eykst sem eyðir þreytumerkjum. Undirbýr húðina fyrir krem. Hentar öllum húðgerðum.

FOREVER YOUTH LIBERATOR frá Yves Saint Laurent Hreinsifroða sem er fíngert krem sem umbreytist við snertingu við vatn í þétta og fíngerða froðu. Hreinsar öll óhreinindi, mýkir húðina og gefur raka og þægindi. Hentar vel fyrir allar húðgerðir, einnig fyrir viðkvæma húð.

Visible difference Gentle Hydrating Cream SPF 15 frá Elizabeth Arden Milt rakakrem sem hressir við líflausa, þurra, flagnandi húð. Fyrirbyggir rakatap með filagrinol complex sem bindur rakann djúpt í yfirborðshúðinni. Húðmýkjandi fitusýrur og rakadræg efni hjálpa að viðhalda raka dag eftir dag.

3 Point Treatment Cream 24ra stunda krem

Wrinkle Relaxing Complex Dagkrem

Night Elixir Gel Næturgel

3 point Super Serum Andlits serum

Olay er á meðal stærstu húðkremaframleiðenda í heimi og eru fremstir á sviði þróunar á virkum andlitskremum í samanburði við önnur dýrari krem.

3ja skrefa nuddmeðferð fyrir Regenerist Dreifa - Þrýsta - Nudda

LIFE RITUAL frá Helena Rubenstein

1. Dreifðu kreminu á hvítu punktana sem myndin sýnir 2. Þrýstu á þessi svæði og haltu niðri í 3 sek. 3. Nuddaðu í þær áttir sem örvarnar sýna

Sölustaðir: Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli. Hagkaup: Kringlunni, Skeifunni & Smáralind. Lyf og HeIlsa: Austurveri, Eiðistorgi, Hringbraut, Kringlunni. Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Lyfjaborg, Nana Hólagarði & Urðarapótek. Landið: Lyf & Heilsa: Glerártorgi, Hveragerði og Vestmannaeyjum. KS Sauðarkróki.

Top Secrets pro removers frá Yves Saint Laurent Hreinsivatn fyrir andlit, augu og varir sem inniheldur einnig virkni andlitsvatns. Gefur góðan raka, mýkt og þægindi. Hentar öllum húðgerðum.

Hreinsilína sem er styrkjandi og nærandi. Hreinsilínan inniheldur olíur úr Moringa fræjum sem vinna gegn öldrun með því að þétta og styrkja húðina. Hreinsimjólkin fæst fyrir þurra og normal/blandaða húð ásamt því að einnig fæst hreinsifroða. Hreinsarnir hafa andoxandi og nærandi eiginleika. Andlitsvatnið fæst fyrir þurra og normal/blandaða húð og gefur sérstaklega mikinn raka og næringu ásamt því að þau örva kollagenþræði húðarinnar sem gefur þessa miklu styrkingu húðar.


EINSTAKT AUGNABLIK EGF Augnablik er NÝTT endurnærandi og frískandi gel sem er sérstaklega þróað fyrir húðina í kringum augun Dregur úr þrota og fínum línum á augnsvæðinu Styrkir og nærir húðina í kringum augun Án olíu, parabena og lyktarefna Ofnæmisprófað af augnlæknum Inniheldur EGF frumuvaka, prótein sem er náttúrulegt húðinni og vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar.

Fylgstu með á Facebook.com/EGFhudvorur www.egf.is


umhirða húðar

44

Helgin 8.-10. nóvember 2013

KYNNING Lipid Cream er fyrsta varan í nýrri Treatment línu frá Decubal. Línan inniheldur vörur með sérvöldum innihaldsefnum sem hafa róandi áhrif á mjög þurra og erfiða húð.

Decubal Lipid Cream inniheldur sjötíu prósent fitu og er án allra ilm-, litarog parabenefna. Kremið hentar fólki á öllum aldri.

Nýtt krem fyrir mjög þurra húð Actavis hefur sett á markað nýtt krem fyrir mjög þurra og viðkvæma húð, Decubal Lipid Cream. Kremið er áhrifaríkt en jafnframt einstaklega milt og hentar fólki á öllum aldri. Vörur Decubal hafa verið á markaðnum í rúm fjörutíu ár og eru notaðar af sérfræðingum jafnt sem almenningi víða um heim.

D

ecubal Lipid Cream frá Actavis er þróað fyrir mjög þurra og viðkvæma húð og er fituríkt, milt og mýkjandi. Kremið er áhrifaríkt en er jafnframt einstaklega milt svo allir aldurshópar geta notað það að

vild. Kremið inniheldur sjötíu prósent fitu og er án allra ilm,- litar- og parabenefna og hentar vel á mjög þurr svæði og sem viðbótar meðferð við exemi og psoriasis. Decubal Lipid Cream er vottað af norrænum astma- og ofnæmissamtökum og notað af sérfræðingum víða um heim. Kremið er það fyrsta í nýrri vörulínu frá Decubal, Treatment, fyrir mjög þurra og viðkvæma húð og er þróað í náinni samvinnu við húðsérfræðinga á Norðurlöndum. Vörur Decubal hafa verið á markaðnum rúm fjörutíu ár. Þurr húð er algengt vandamál sem getur valdið ertingi, kláða og flögnun. Húðin verður þurr þegar raka skortir í lög hennar og getur þá ekki starfað eðlilega. Þurr húð er oft viðkvæm fyrir utanaðkomandi efnum eins og bakt-

eríum og getur auðveldlega orðið fyrir ertingu. Decubal Lipid Cream er sérstaklega þróað til að mæta þörfum þeirra sem eru með mjög þurra og viðkvæma húð og má bera á allan líkamann. Kremið hjálpar húðinni að viðhalda náttúrulegum raka sínum, heldur henni mjúkri og eykur teygjanleika hennar. Það inniheldur mýkjandi smyrsl eins og vaselín og paraffín sem varðveita náttúrulegan raka húðarinnar og gera yfirborð hennar mjúkt og jafnt. Smyrslin mynda filmu ofan á húðina svo hún tapi síður raka en með því að minnka rakatap húðarinnar er auðveldara fyrir húðþekjuna að halda áfram eðlilegri starfsemi. Decubal Lipid Cream er einungis selt í apótekum og fæst í tveimur stærðum, 100 ml og 200 ml umbúðum.

 Húð Næturkrem vaðveita og Nær a

EPISILK SERUMS™ NÁTTURULEGIR HÚÐDROPAR UNGLEGRA ÚTLIT • Aukin raki og mýkri húð • Nærir og endurnýjar húðina • Minnkar sýnileika öldrunar • Gefur þéttari húð • Fyrir allar húðgerðir • Laust við Paraben • Óerfðabreytt

Næring á nóttunni

Á nóttunni byggir húðin upp eftir daginn og næturkremin veita bæði raka og endurnæra. NordicPhotos/Getty

Næturkrem eru nauðsynleg þegar aldurinn færist yfir. Á nóttunni er húðin í hvíld frá áreiti á borð við sól, kulda og mengun, og getur notað alla orku í að endurnæra sig.

Á IFL Instant Facelift

Q10 Coenzyme Q10

PHA Pure Hyaluronic acid

Hyaluronic og Pephta Tight kraftur úr grænþörungi, húðin verður silkimjúk og fínar línur hverfa. Verndar gegn skaðlegum sindurefnum.

Hyaluronic og hið öfluga andoxunarefni Q10 sem gefur húðinni djúpan raka, næringu og unglegra útlit.

Hreint Hyaluronic, dregur úr fínum línum og hrukkum, þéttir húðina og gefur henni mýkt.

Fæst í Heilsuhúsinu og Lifandi markaði.

Nánar á www.heilsa.is

nóttunni endurnýjar húðin sig, líkt og afgangurinn af líkamanum. Það er á nóttunni sem húðin byggir upp eftir daginn og þess vegna er við gerð næturkrema lögð áhersla á að veita raka og endurnæra. Næturkrem eru almennt þykkari og feitari en dagkrem og innihalda efni sem vinna gegn öldrun í meira magni en dagkrem, svo sem hyaluronic-sýru, glycolicsýru og retínóli. Sumum finnst nóg að nota dagkrem og nota jafnvel dagkremið líka sem næturkrem og það er ekkert hættulegt við það. Eftir því sem aldurinn færist yfir verður þörf húðarinnar meiri fyrir betri og meiri næringu á nóttunni og þá er um að gera að nota sérstök nætur-

krem sem hafa það eina markmið að bæta húðina, í stað þess að nota dagkrem sem þurfa yfirleitt einnig að verja húðina fyrir hvort heldur er sól, kulda eða mengun. Dagkremin eru hönnuð til að húðin verði ekki of glansandi og til að henta vel undir farða en næturkremin halda alltaf sínu eina markmiði, að næra húðina. Þegar velja skal næturkrem þarf að hafa í huga bæði húðgerð og aldur; yngri konur velja léttari krem og eldri konur nota næringarríkari krem. Til að kremin virki sem best er nauðsynlegt að hreinsa húðina vel fyrst, hvort sem hún var þakin farða yfir daginn eða ekki. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Helgin 8.-10. nóvember 2013

45

KYNNING

Rakakrem úr villtum íslenskum jurtum Sóley húðsnyrtivörur setja í vikunni á markað nýtt andlitsrakakrem sem unnið er úr villtum íslenskum jurtum. Kremið ber heitið Dögg andlitsraki og er Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona hjá Vesturporti, andlit þess. Dögg andlitsraki er hreint, lífrænt rakakrem sem nærir og mýkir þreytta og þurra húð. Kremið er létt og inniheldur andoxunarefni sem örva endurnýjun húðarinnar og gefa hraustlegt útlit. Kremið inniheldur kraftmiklar, handtíndar villtar íslenskar jurtir sem græða og vernda húðina. Leikkonan Sóley Elíasdóttir er frumkvöðullinn á bak við Sóleyju húðsnyrtivörur. Sóley framleiðir hreinar vörur úr íslenskri náttúru samkvæmt hefðu m ú r f jöl skyldu sinni sem ná aftur heilar sextán kynslóðir. Allar vörurnar eru umhverfisvænar og án rotvarnarefna og unnar úr sérvöldum og villtum íslenskum jurtum. Fram til jóla fá þeir viðskiptavinir sem kaupa vörur frá Sóleyju húðvörum fyrir 8.000 krónur eða meira sérstaka gjöf sem samanstendur af 25 ml sýnishorni af Dögg andlits-

Í vikunni kemur á markað nýtt andlitsrakakrem frá Sóleyju húðvörum, Dögg andlitsraki. Kremið unnið er úr handtíndum, vlltum íslenskum jurtum. Nína Dögg Filippusdóttir leikkona er fyrirsæta á auglýsingum kremsins.

kremi og 25 ml af Dögg mistri sem er hressandi rakaúði. Vörur Sóleyjar eru fáanlegar hjá Ly f ju, Hei lsu húsi nu, H a gkaup, K raumi, Geysi, Sóley Natura Spa, Hotel Reykjavík Natura og Hotel Marina. Á vefnum má nálgast vörurnar á soleyorganics.com.

Verndar og græðir þurra og viðkvæma húð Ceridal fitukrem inniheldur 100% fituefni og olíu Ceridal fitukrem er án litarog ilmefna, parabena og annarra rotvarnarefna Minni hætta á ofnæmisviðbrögðum


46

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 Húð Fæða skiptir HöFuðmáli Fyrir Heilbrigði Húðarinnar

Ofurfæða fyrir húðina

Garnier

Fyrir unGlinGinn

Góð krem geta hjálpað við að halda húðinni heilbrigðri en kremin duga skammt ef við innbyrðum bara ruslfæði. Mikilvægt er að borða hollan mat til að halda húðinni heilbrigðri. Hér eru 7 af helstu ofurfæðutegundum fyrir húðina.

… bólur og óhrein húð

Spínat Spínat er Hentar vel fyrir unglinga og þá sem eru með viðkvæm augu

798.-

Hverjum Hentar

Garnier Pure?

3

ríkt af næringarefnum og andoxunarefnum. Það er góð uppspretta B, C og E vítamína, kalks, járns, magnesíums og omega 3-fitusýra. Notaðu spínat í salatið eða léttsteiktu það og hafðu sem meðlæti.

auGnHreinsir

Bláber Bláber eru full

1

af andoxunarefnum sem vinna gegn öldrun húðarinnar. Bættu hálfum bolla af bláberjum í „boozt-ið“ á morgnana eða út í jógúrtið.

1.098.-

2

Lax

Villtur lax er ein besta uppspretta omega 3-fitusýra sem næra húðina og halda henni rakri. Lax inniheldur einnig selen sem verndar húðina fyrir sólargeislum og svo D-vítamín sem styrkir tennur og bein. Lax er góður grillaður, bakaður, steiktur eða í sushi.

• Feit/blönduð húð sem hættir til að fá bólur&fílapensla • Er djúphreinsandi, vinnur gegn óhreinindum

Ostrur Enn er á

4

reiki hvort ostrur auka kynhvötina en víst er að þær innihalda mikið af sinki sem stuðla að endurnýjun húðfruma. Sink styrkir einnig hár, reglur og augu. Þú þarft hvort eð er ekki kynorkuaukandi efni þegar þú bókstaflega ljómar af fegurð.

5

Tómatar

Tómzatar innihalda mikið af andoxunarefninu lýkópen sem vinnur gegn öldrun húðarinnar. Lýkópenið í tómötum nýtist líkamanum betur þegar búið er að elda tómatana. Gott er að búa til eigin tómatsósu, nota tómatana í pottrétti og baka með fyllingu.

Valhnetur

6

Kiwi

7

Það þarf ekki nema handfylli af valhnetum til að fá dagskammt af omega 3-fitusýrum og E-vítamíni. Borðaðu hneturnar eintómar eða settu þær í salat, yfir pastarétti eða í eftirmat.

Þessi litli ávöxtur er stútfullur af C-vítamíni og öðrum andoxunarefnum sem hjálpa til við að halda húðinni stinnri, minnka líkur á hrukkum og auka styrk beina. Kiwi má taka með sér sem nesti í vinnuna, borða yfir sjónvarpinu á kvöldin, setja í salöt eða skreyta kökur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

1.198.KYNNING

Hverjum Hentar

Garnier Pure active? • Opnar svitaholur • Bólur og óhreinindi • Djúphreinsar húðina • Anti bacterial virkni og inniheldur 2%salicylic sýru

Regenerist night Renewal Elixir frá Olay

1.498.-

Næturgelið frá Regenerist virkar sem rakabað fyrir húðina, endurnýjar, mýkir og stinnir húðina. Vinnur sérstaklega á þremur erfiðustu svæðum húðarinnar, augnsvæði, kjálka og hálsi.

Visible difference Gentle Hydrating Night Cream frá Elizabeth Arden

Visble difference Hydration Boost Night Mask frá Elizabeith Arden

Milt næturkrem fyrir þurra húð. Sýnilegur bati og viðgerð eftir áreiti dagsins, húðin verður þéttari viðkomu og hefur meiri mótstöðu gegn áreiti.

Rakamaskinn er fyrir allar húðgerðir sem þurfa raka og mýkt. Maskinn er hafður á í 5–10 mínútur, svo strokinn af með blautum klút. Maskinn er einstaklega góður fyrir þurra og blandaða húð.

Aquasource night frá Biotherm Næturkrem sem styrkir varnir húðarinnar gegn því að rakatap verði á nóttunni. Djúpvirk og mikil rakamettun. Varðveitir og bætir rakastig. Húðin vaknar fersk og rakamettuð, ljómandi og mjúk viðkomu.

Hverjum Hentar

BB anti sHine? • Gefur matta áferð – húðin minna feit • Svitaholur minna sýnilegar • Óhreinindi – roði, blettir, för eftir bólur og fílapensla dragast saman

Prodigy night frá Helena Rubinstein Forever Youth Liberator night creme frá Yves Saint Laurent

RENERGIE NUIT MULTILIFT frá Lancôme

Öflugt næturkrem sem vinnur gegn öldrun húðarinnar sem inniheldur Glycanactif formúlu. Dregur úr línum, lyftir og þéttir húðina. Eykur á endurnýjun yfirhúðarinnar. Inniheldur einnig Ruscus extract sem er náttúrulegt efni sem er þekkt fyrir eiginleika þess til að draga úr þrota og bólgum.

Næturkremið frá Lancôme veitir góða andlitslyftingu sem gefur húðinni ljóma. Meiri stinnleiki, meiri ljómi og færri hrukkur. Þessi lína er fyrir konur sem vilja fá lyftingu, lagfæringu á litarhætti, ljóma og sléttandi áhrif samstundis. Vatnslosandi áhrif yfir nóttina sem gefur ferskara og heilbrigðara útlit.

Næturkrem sem endurheimtir æsku húðarinnar. Með daglegri notkun endurnýjast húðin, þéttist fullkomlega og verður mýkri. Húðin verður meira ljómandi, úthvíldari og djúpnærðari. Mjúk lúxusáferð sem dreifist vel og vinnur gegn öllum helstu þáttum öldrunar. Tæknin á bak við kremið er unnin frá nýjustu þekkingu DNA-fruma.


COLLAGENIST RE-PLUMP

ÖLDRUNARMERKI HALDAST EKKI LENGUR Á HÚÐINNI

12 ÁRA KOLLAGEN RANNSÓKNIR SJÁANLEGUR ÁRANGUR – ENGIN MÁLAMIÐLUN

DREGUR ÚR HRUKKUM – ÞÉTTARI HÚÐ HELENA RUBINSTEIN RANNSÓKNARSTOFURNAR SEM HAFA SÉRHÆFT SIG Í KOLLAGENI SÍÐUSTU 12 ÁRIN KOMA NÚ MEÐ ENN EINA NÝJUNGINA. KREMLÍNU SEM VINNUR Á HRUKKUM OG ÞÉTTLEIKA HÚÐARINNAR.

Hrukkur minnka og húðin verður þéttari og ljómar af æsku. www.helenarubinstein.com

HELENA RUBINSTEIN KYNNING Í HYGEU KRINGLUNNI FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS

20%

*Gildir á kynningunni meðan birgðir endast. Einn kaupauki á viðskiptavin.

Af slá ttu r af Co lla ge ni st re pl um p lín un ni

Sérfræðingar frá Helena Rubinstein veita ráðgjöf og aðstoða við val á HR vörum.

Kringlan 533 4533

Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 HR vörur þar af eitt krem.


umhirða húðar

48

Helgin 8.-10. nóvember 2013 KYNNING

 húð Fjöldi var a er í boði Fyrir k arlmenn

African red tea frá Ole Henriksen

Karlmannleg húðhirða Karlmenn þurfa jafn mikið á því að halda að hugsa vel um húðina og konur. Handsápa á andlitið þurrkar hana of mikið og því þarf að kaupa sápu sem er gerð fyrir andlitið. Karlmenn mega heldur ekki gleyma að nota augnkrem reglulega sem getur seinkað hrukkumyndun. Húð karlmanna þarf á umhirðu og næringu að halda líkt og kvenna enda hafa flest húðvörufyrirtæki sett á markað sérstakar vörulínur fyrir karlmenn. Yngri karlmenn virðast meðvitaðri um þetta en þeir eldri láta sér margir hverjir nægja að stela augnkremi frá sambýliskonunni. Húðin er stærsta líffæri líkamans og segir ástand hennar mikið um almennt heilbrigði. Neysla á óhollum mat, áfengisneysla, kaffidrykkja og reykingar tekur allt sinn toll en hinar ýmsu húðvörur geta hjálpað til við að húðin njóti sín. Það allra mikilvægasta er að hreinsa húðina, og ekki er síður mikilvægt að nota ekki hefðbundið handsápustykki til þess því sú sápa þurrkar húðina í andliti of mikið. Hægt er að fá fjöldann allan af hreinsigeli og hreinsikremum sem nuddað er á húðina og svo skolað af með vatni. Næsta skref er að venja sig við að nota skrúbb sem hægt er að fá bæði í kremum og geli. Skrúbbur er notaður tvisvar til þrisvar í viku, hann fjarlægir dauðar húðfrumur, minnkar líkur á fílapenslum og djúphreinsar húðina. Skrúbbur gerir húðina líka móttækilegri fyrir rakakremum. Rakakrem eru mikilvæg, hvort sem er til að verja húðina í sól á sumrin eða í kuldanum á veturna. Daglegur rakstur þurrkar líka

Línan fær kraft sinn úr afrísku Rooibos tei sem er rómuð fyrir eiginleika sinn til þess að styrkja frumur líkamans. Inniheldur öfluga blöndu C vítamína og þörunga. Settið inniheldur 24 stunda krem, serum og augnkrem. Sérhver vara í þessari línu dregur úr öldrunareinkennum, þéttir og mýkir húðina ásamt því að verjast sindurefnum og stuðlar þannig að yngri og meira ljómandi ásýnd húðarinnar. Fyrir þroskaða húð. Án parabena.

Góð húðnæring skiptir máli, sérstaklega á veturna þegar kuldinn þurrkar húðina. NordicPhotos/Getty

húðina þegar rakblöðin skafa hana daglega. Þeir sem eru með þurrkubletti geta borið feitara krem á þá og léttara krem annars staðar. Svæðið í kring um augu á það til að gleymast. Húðin þar er viðkvæmari en annars staðar á andlitinu og þess vegna þarf að nota sérstök augnkrem. Regluleg notkun á augnkremi getur seinkað hrukkumyndun verulega. Varir eiga til að þorna og góður varasalvi er öllum nauðsynlegur. Þar á það sama við og með dagkremin, varasalvi verndar og nærir bæði í sól og frosti og minnkar líkur á þurrki. Erla Hlynsdóttir

Total perfector frá Biotherm

Fyrir alla karlmenn, sama á hvaða aldri og fyrir allar húðgerðir. Einstaklega frískandi, ljósblátt gelkrem sem samstundis fer inn í húðina, sléttir og gefur góðan raka. Létt áferð sem klístrast ekki. Húðin verður sléttari og mýkri, áferð húðarinnar verður jafnari og það dregur úr opnum húðholum.

erla@frettatiminn.is

Aquapower frá Biotherm Rakakrem fyrir herra. Mjúk, fitulaus hlaupkennd áferð sem færir húðinni ferskleika. Húðin verður fullkomlega rakanærð. Sefandi en jafnframt styrkjandi áhrif og umfram allt ferskleikatilfinning sem karlmenn kjósa gjarnan. Tilvalin fyrir allar húðgerðir.

Truth serum collagen booster frá Ole Henriksen

Margverðlaunað serum sem styrkir kollagenþræði húðarinnar og frískar upp á þreytta húð. Inniheldur 10% C vítamín ekstrakt sem eykur ljóma húðarinnar og dregur úr fínum línum og hrukkum. Olíulaust. Fyrir allar húðtegundir.

Augnablik frá EGF

EGF Augnablik er endurnærandi gel sem vísindamenn Sif Cosmetics hafa þróað sérstaklega fyrir húðina í kringum augun. Augnablik inniheldur EGF frumuvaka, prótein sem er náttúrulegt húðinni og vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar. Dregur úr þrota og fínum línum á augnsvæði, styrkir og nærir húðina í kringum augun. Viðheldur réttu rakajafnvægi og er án olíu, parabena og lyktarefna. Hentar vel öllum húðgerðum.

KYNNING

Mildar húðvörur fyrir alla fjölskylduna Ceridal húðvörulínan

C

eridal húðvörulínan er mild og hentar bæði fólki með venjulega húð og viðkvæma. Vörurnar verja húðina fyrir kulda og þurrki og hjálpa húðinni að græða sár. Vörurnar eru mildar og henta því börnum og fullorðnum jafnvel. Ceridal er heilsusamleg húðhirðulína fyrir alla fjölskylduna, laus við öll óþarfa aukaefni. Hægt er að nálgast hana í næsta apóteki. Ceridal er mild húðhirðulína fyrir þá sem vilja huga sérstaklega að húðinni alla daga. Afurðirnar í línunni eru lausar við ilmefni, paraben, litarefni, lanólín, fleytiefni og önnur óþörf aukaefni. Öll innihaldsefni eru sérstaklega valin þannig að Ceridal henti bæði þeim sem eru með venjulega og viðkvæma húð eða húðsjúkdóm. Ceridal hentar fyrir vikið vel fyrir alla fjölskylduna. Helstu vörurnar í línunni eru fitukrem, húðolía, andlitskrem og baðolía.

Fitukrem

Þegar haustar að, hvessir og kólnar í veðri er þurr húð algengt vandamál hjá mörgum. Þá er mikilvægt að verja húðina vel. Ceridal fitukrem minnkar hættuna á húðskemmdum af völdum kulda því fitukremið inniheldur ekki vatn og húðin andar því eðlilega. Kremið myndar hlífðarlag á yfirborði húðarinnar og kemst meðfram frumum í ysta lagi hennar. Fituefnin haldast lengi í húðinni og varna því að hún þorni upp, jafnvel þótt hún sé í snertingu við vatn, svo sem við handþvott eða í sundlaug. Auk þess hjálpar fitukremið húðinni að græða sár. Ef húðin er þurr getur tekið langan tíma fyrir sár að gróa en fitukremið varðveitir raka umhverfis sárin. Kremið gagnast einnig vel á þurrar og sprungnar varir.

Húðolía

Ef húðin er þeim mun viðkvæmari gæti Ceridal húðolían verið betri lausn. Fljótandi fituefni henta vel á þurra og viðkvæma húð. Olían inniheldur þrjár tegundir af olíu og ekkert annað. Hún er þunnfljótandi, tær fituolía, sem ver húðina gegn þurrki og kemur í veg fyrir að hún glati eðlilegum raka sínum. Olían er í fljótandi formi og því auðvelt að dreifa henni. Húðolíunni er sprautað beint á húðina og

hún hentar mjög vel á þurra staði þar sem ekki er ráðlegt að nudda of mikið. Fyrst í stað virðist húðin vera fitug en að örfáum mínútum liðnum hefur hún drukkið í sig olíuna og húðin verður mjúk. Ceridal húðolía hentar mjög vel á sumrin á þurra fótleggi og þurra húð almennt. Líkt og við á um Ceridal fitukrem gagnast húðolían einnig vel á sár.

Krem og andlitskrem

Ceridal krem og andlitskrem eru frábær vörn fyrir viðkvæma húð og hefur einnig góð áhrif á exem og ofnæmi. Kremin innihalda jurtaolíur, sem minna talsvert á olíurnar sem eru í húðinni frá náttúrunnar hendi. Vörnin sem kremin veita líkist því vörn húðarinnar sjálfrar. Geta húðarinnar til að endurnýja sig eykst þar af leiðandi og fyrr en varir verður húðin mjúk. Ceridal krem er fyrir daglega umhirðu líkamans. Sérstaklega gott á hendur, olnboga og hné. Andlitskremið er ætlað fyrir daglega umhirðu á andliti og hálsi.

Baðolía

Ceridal baðolía er mild baðolía sem gerir húðina mjúka og slétta, án þess að hún verði fitug. Baðolían er gerð úr olíum á borð við parafínolíu og vínberjakjarnaolíu, ásamt mildum hreinsiefnum.

Ólíkt öðrum baðolíum safnast Ceridal baðolía ekki í lag á yfirborðinu, heldur dreifist hún jafnt í baðvatninu og kemst þannig í beina snertingu við húðina. Þegar olían blandast baðvatninu verður það mjólkurhvítt að lit.

Barnvænar vörur

Allar vörurnar í Ceridal húðhirðulínunni eru algerlega lausar við ilmefni, parabena, litarefni, lanólín, fleytiefni og önnur óþörf aukaefni. Vörurnar henta því vel fyrir börn og ungbörn með viðkvæma húð. Börnum sem nota snuð er hætt við ertingu í kringum munninn, en til að koma í veg fyrir útbrot má bera þunnt lag af Ceridal fitukremi í kringum munninn. Ef barnið er með þurra húð er mikilvægt að bera reglulega á húðina til að forðast að þurrkurinn breytist í exem. Oft vilja börn ekki láta bera á sig. Ceridal húðolía getur gert þetta auðveldara þar sem þunnfljótandi olíunni er sprautað á húðina, sem dregur olíuna fljótt í sig án sviða. Olían gagnast ennfremur vel á rauðan bossa og bleyjuútbrot. Baðolían hentar einnig vel fyrir börn því hún er mjög mild. Ceridal vörurnar fást í apótekum og þar er jafnframt hægt að fá ráðleggingar um val á Ceridal vörum sem hentar hverjum og einum.


TILBOÐSDAGAR Í LYFJU 20% AFSLÁTTUR AF EUCERIN VÖRUM

Viltu hreina og ferska húð!

Eucerin DermatoCLEAN hreinsilínan hreinsar og lætur húð þína sannanlega anda betur.

Viltu draga úr húðblettum?

Eucerin EVEN BRIGHTER minnkar húðbletti þar sem upptökin eru.

Minnkar rósroða strax! Eucerin Anti-Redness dagkrem minnkar rósroða strax.

Færðu bólur?

Eucerin DermoPURIFYER berst gegn bólum og feitri húð á fjóra vegu.

Ertu hrædd við hrukkur?

Húðlæknar mæla með Eucerin HYALURON til að minnka hrukkur.

Viltu endurnýja húðina?

Eucerin DermoDENSIFYER eykur teygjanleika og þéttleika og hraðar endurnýjunarferli húðarinnar.

Viltu stinnari húð?

Eucerin MODELLIANCE endurnýjar andlitsdrætti og færir þér stinnari húð.

GILDIR FRÁ 7. - 13. NÓVEMBER

Viltu heilbrigðara hár?

Eucerin DermoCapillaire hárvörurnar takast á við erfiðustu vandamálin í hári og hársverði.


umhirða húðar

50

Helgin 8.-10. nóvember 2013

KYNNING

Hágæða húðvörur fyrir unga sem aldna Garnier Pure og Pure Active línurnar hentar vel fyrir fólk á aldrinum fimmtán til þrjátíu ára sem er með feita eða blandaða húð og hættir til að fá bólur og fílapensla. Í vörum línunnar eru efni sem fjarlægja bólur og óhreinindi og koma í veg fyrir að húðin glansi. Árangur er sjáanlegur eftir aðeins tveggja daga notkun. Rannsóknir hafa sýnt að eftir fjögurra vika notkun er minni fita í húðinni, svitaholur sjást síður, óhreinindi minnka auk þess sem húðin er frísklegri, betur nærð og með fallega áferð. Garnier Pure Active gefur húðinni slétta og fallega áferð.

Augnhreinsir sem einnig hentar viðkvæmum augum. Á auðveldan máta er hægt að hreinsa augnfarða og maskara af. Augnhreinsirinn er án alkóhóls, ilm- og litarefna.

Frábært skrúbbgel til daglegra nota sem dregur úr fílapenslum og ummerkjum þeirra á fjórum vikum og hefur frískandi áhrif á húðina.

Bursti með hreinsigeli í sem borið er á blauta húð með hringlaga hreyfingum. Einstök samsetning á innihaldi gelsins og hreyfingin á húðinni með burstanum dregur úr óhreinindum, blettum, bólum og fílapenslum.

Andlitsvatn sem Hreinsigel sem borið er hentar vel til á húðina og nuddað með daglegra nota sem léttum hringlaga hreyflokastig hreinsunar ingum. Gelið frískar upp á á óhreinindum húðina og er gott að nota til húðarinnar. að hreinsa burtu farða.

Rakakrem sem dregur úr fituframleiðslu og gefur húðinni raka auk mýkra og hreinna yfirborðs. Gott að bera á hreina húð kvölds og morgna.

Raka - og dagkrem sem gefur húðinni fallegan náttúrulegan lit og góða áferð. Við framleiðslu kremsins er notuð ný tækni og má því segja að kremið sé af nýrri kynslóð vara til húðumhriðu. Kremið gefur bæði raka ásamt þunnri áferð af farða. Til að gefa meiri áferð af farðanum má setja kremið á í fleiri lögum. Kremið inniheldur andoxunarefni og C vítamín og gefur húðinni einstaklega fallega áferð. Kremið er fáanlegt í tveimur litum.

Einstakt rakakrem sem notast bæði kvölds og morgna á hreina húð og vinnur gegn óhreinindum og ertingu í húð.

BB krem sem hentar unglingahúð einstaklega vel: Jafnar áferð húðar og gefur fallegan lit. Gefur matta áferð og húðin verður minna feit, svitholur verða minna sýnilegar og óhreinindi sbr. Roði, blettir, för eftir bólur og fílapensla dragast saman.

Augnkrem sem boðið er með léttum hringlaga hreyfingum. Kremið dreifist auðveldlega með kúlunni en gott er að jafna áferðina út með fingrunum. Með daglegri notkun dregur úr baugum, þrota og pokum á augnsvæðinu. Kemur einnig litað, er hyljari sem þekur bauga og dökk svæði undir augum með steinefna pigmentum.

Hreinsir, skrúbbur og maski í einu. Sparar tíma og fyrirhöfn og hreinsar húðina vel og gefur henni góða áferð.

Garnier Youth Radience línan hentar vel fyrir fólk með venjulega eða blandaða húð á aldrinum 25 til 45 ára. Vörur línunnar stuðla að auknum raka í húðinni og örva frumuuppbyggingu hennar, ásamt því að draga úr þreytumerkjum, auka teygjanleika húðarinnar og gefa henni fallega áferð. Hentar vel fyrir þreytulega húð og spornar gegn fyrstu merkjum um öldrun húðarinnar og færa henni glóð og aukinn ljóma.

Rakakrem til daglegra nota með léttri olíulausri áferð sem veitir húðinni einstakan raka og frískleika.

Blautklútar sem hreinsa húðina vel og gott er að nota til að fjarlægja vatnsheldan farða. Ekki er nauðsynlegt að nota aðrar hreinsivörur með.

Dagkrem sem inniheldur Omega 3 og 6 sem endurbyggir húðina og magnesíum sem eykur frumu uppbyggingu húðarinnar.

Næturkrem sem hefur endurbyggjandi áhrif á húðina. Rannsóknir hafa sýnt að við notkun kremsins eykst frumu uppbyggingu húðarinnar um helming.

Nordic Essentials línan hentar fólki á öllum aldri með venjulega eða blandaða húð. Vörur línunnar gefa húðinni aukinn raka og gera hana frísklegri.


umhirða húðar

51

Helgin 8.-10. nóvember 2013

KYNNING

FOREVER YOUTH LIVERATOR, serum in creme frá Yves Saint Laurent

Renegerist eyeroller frá Olay Augngelpenni sem bæði stinnir og þéttir húðina í kringum viðkvæmt augnsvæðið og gefur húðinni ljóma.

Serum in creme er uppbyggjandi og gott fyrir húð sem sýnir ummerki skaða af völdum öldrunar, streitu og umhverfisþátta. Fjögurra vikna meðferð sem inniheldur hátt magn Glycanactif sem gefur djúpa, endurnýjandi virkni og sér húðinni fyrir mikilli virkni gegn öldrun. Nærandi og þétt áferð sem umvefur húðina eins og verndandi plástur. Tilvalið fyrir allar húðgerðir og þá sérstaklega mjög illa farna og viðkvæma húð.

Visible difference Moisturizing Eye Cream frá Elizabeth Arden Rakagefandi augnkrem sem vinnur á baugum og bólgum umhverfis augu og viðheldur rakastigi húðarinnar. Einstök blanda efna sem vinna djúpt í yfirborðshúðinni. Mýkir og frískar.

RÝMUM FYRIR

NÝJUM VÖRUM

RENERGIE MULTI-LIFT, REVIVA PLASMA frá Lancôme Mjög öflugt, lyftandi serumið fyrir konur 45 ára og eldri. Ný alhliða endurnýjandi aðferð. Einstök áferð með tafarlausum árangri sem bráðnar inn í húðina og gefur mjúka flauelsáferð. Má nota eitt og sér, kvölds og morgna.

CACHE EURO Queen Size (155x203 cm)

Fullt verð 218.453 kr.

RÝMINGARVERÐ

109.226 kr. AÐEINS

• 5-svæða skipt • Millistíft / mjúkt • Frábært verð

50% AFSLÁTTUR!

CELESTIAL DIAMOND

King Size (193x203 cm

)

Fullt verð 331.231 kr.

AÐEINS

2RÚM!

• 5-svæða skipt • Stíft • Hörku rúm

AÐEINS

Visible difference Good morning frá Elizabeth Arden

2 RÚM!

STOCKHOLMcm)

Morgun serum sem gefur húðinni samstundis kraft með kraftmikilli jurtablöndu og A vítamíni. Serumið er sett yfir dagkremið og er einnig góður grunnur sem gefur farðanum jafna, fallega og þétta áferð.

Queen Size (153x203

Fullt verð 163.600 kr.

RÝMINGARVERÐ

81.800 kr.

DEVINE PLUSH

Fullt verð 282.083 kr.

• 5-svæða skipt • Pokagormakerfi • Mest selda rúmið síðasta ár

Fullt verð 232.818 kr.

116.400 kr.

141.041 kr.

165.615 kr.

SILVIA

HÆGINDASTÓLL

AÐEINS

2 RÚM!

Verð nú 34.960 kr.

2AFSL0% ÁTTUR!

FÆST Í SVÖRTU, HVÍTU OG BRÚNU

AÐEINS

ARGH!!! 111113

Ljómaserum fyrir allar húðgerðir. Alltaf að nota fyrst á húð undir aðrar vörur. Gefur ljóma, jafnar húðlit, dregur úr fínum línum, þéttir yfirborð húðar, dregur úr fínum línum og þéttir yfirborð húðar.

ALPINE

King Size (193x203 cm)

RÝMINGARVERÐ

RÝMINGARVERÐ

Visible difference Optimizing Skin Serum frá Elizabeth Arden

RÝMINGARVERÐ

Fullt verð 43.700 kr. • Millistíft-stíft • Besta verðið

Queen Size (153x203 cm)

3 RÚM!

2 RÚM! ATH.! FLEST RÚMIN ERU TIL Í FLEIRI STÆRÐUM

• 5-svæða skipt • Millistíft , eins og að sofa á skýi

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M


Haust/Vetur

2013

Ný sending Jólaföt Kjólar Pelsar Úlpur Mikið úrval af sængurgjöfum

52

tíska

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 Tísk a TilvísuN í hið óeNdaNlega

Doppuæði í vetur og fram á vor

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán. -föst. 10-18, laug. 10-17

FLOTTUR Í FERÐINA. Teg AIDA push up á kr. 6.850,buxur við á kr. 2.680,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Ert þú búin að prófa ?

N

ú telja margir vinsælir hönnuðir að tími doppn­ anna sé kominn aftur. Sum­ ir segja að doppur endurspegli óút­ skýranlegt eðli alheimsins og séu tilvísun í hið óendanlega. Doppur hafa komið og farið en nú í haust má sjá á vetrarlínu Dolce & Gabb­ ana, Moschino og Michael Kor´s að þær eru komnar til að vera. Það sem er enn jákvæðara er að doppurnar verða áfram eftirsóttar næsta vor. Sumir eru þó feimnir við dopp­ urnar og gott ráð fyrir þá sem ætla taka sénsinn í fyrsta skiptið er að klæðast miðsíðum doppupilsum eða skella sér í doppótta dragt. Fyr­ ir þá sem þora ekki að taka dopp­ urnar alvarlega er mjög saklaust að skella sér í frjálslegan doppukjól. Tískufrömuðir halda áfram að boða mjög djarfar samsetningar í vetur og mæla þeir með að blanda sam­ an doppum og blómamynstri. Því ólíkari sem mynstrin eru, því betra. Þeir sem eru mjög íhaldssamir í klæðnaði geta tekið sénsinn á dopp­ óttum fylgihlutum til að byrja með og helst í öllum regnbogans litum.

Nýtt og flott ..... Macadamia Oil sjampó og næring

Sérstaklega nærandi formúla fyllt af Macadamia olíu sem samstundis nærir og mýkir þurrt og efnameðhöndlað hár. Bambusþykkni ásamt sykurreyr gefa hárinu silkimjúka áferð og bætir klofna enda. Hentar sérstaklega vel mjög þurru hári.

www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

Túnika kr. 11.900.-

Gabor sérverslun Fákafeni 9 S: 553-7060

Opið mán-fös 11-18 & lau 11-16

Bæjarlind 6, sími 554 7030

Jakki kr. 12.900.Toppur kr. 4.900.-

www.rita.is

Ríta tískuverslun


tíska 53

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 Tísk a JólakJólar fyrir sTúlkur á öllum aldri

FATNAÐUR Í STÆRÐUM FATNAÐUR Í STÆRÐUM 42-5642-58

SKVÍSAÐU NÝJAR VÖRURÞIG OG UPP FYRIRTILBOÐ JÓLIN FLOTT Sjáðu úrvalið og pantaðu í

Sjáðu úrvalið á www.curvy.is. netverslun okkar www.curvy.is Eða kíktufrítt viðum í verslun okkar Sendum land allt!* að Nóatúni 17 * þegar greitt er með korti eða millifærslu í netverslun

www.curvy.is Nóatún 17, 105 Reykjavik Sími. 581-1552

Nóatúni 17, 105 RVK S. 581-1552

Nú fer að kólna og allra veðra von. Mikill áhugi er á nýju kjólalínunni hjá Kjólum og konfekti.

Nýir barnakjólar hjá Kjólum og konfekti vinsælir Vorum að taka inn nýja kjólalínu fyrir stelpur á aldrinum 0-14 ára. Þetta eru ótrúlega fallegir og vandaðir kjólar og samningurinn sem við gerðum gerir okkur kleift að selja þá á mjög góðu verði,“ segir A nna Magnúsdóttir, eigandi verslunarinnar Kjólar og konfekt að Laugavegi 92. „Hér er um að ræða 100 ára bandarískt fyrirtæki

sem veit nákvæmlega hvernig á að hanna góða og vandaða vöru,“ segir Anna. „Við vorum búin að leita lengi að réttum aðila, en áætlunin var alltaf að bjóða upp á kjóla fyrir stelpur þegar búðin opnaði fyrir rúmu ári. Við vildum ekki byrja á því fyrr en við værum búin að finna það sem ekki væri til nú þegar,“ segir Anna. Viðbrögðin

hafi verið mjög góð þrátt fyrir að hún hafi ekki auglýst. „Við erum með ýmsar týpur af kjólum, bæði gamaldags og vönduð snið, prjónakjóla og mjúka glimmer kjóla. Við erum líka með klassíska köflótta jólakjóla,,“ segir Anna. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

Uppháu herrakuldaskórnir komnir aftur. Þeir eru úr mjúku leðri og fóðraðir með lambsgæru. Litir: brúnt og svart. Stærðir: 40 - 48 Verð: 29.950.-

Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, á laugardögum 10 - 14 Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.


54

heilsa

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Fulltrúar veitingahúsanna eru mjög hrifnir af spírunum og þær eru mikið bornar fram sem „gourmet“ fæða þó að hún sé mjög holl. Góður fyrir meltinguna og blóðið - inniheldur fólínsýru

 Heilsa spírur eru ofurHollt „gourmet“ fæði

Hér má sjá frá v. Daikon radísuspírur, blaðlauksspírur og China Rose radísuspírur. Nánari upplýsingar á Ecospira á á Facebook.

Fór á spírufæði og fékk fullan bata Katrín H. Árnadóttir, eigandi Ecospíra, er mjög ánægð með þær viðtökur sem lífrænu spírurnar hafa fengið á íslenska markaðnum. Rannsóknir sýna að spírurnar eru mjög hollar og sá sem neytir þessa fæðis fær mjög mikið af lífvirkum efnum.

Fæst í næstu verslun Nánar á www.heilsa.is

É ÆLYRII M F A A R NUM 9 Á KJAVIK & AKURE

REY FÖUG GARDAG U A L & G A D

nafötum

bar m u l l ö f a r ttu 25% afslá

FÖST

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri lindesign.is

g var búin að ganga á milli allra í heilbrigðiskerfinu og fékk ekki lausn en þegar ég tók mataræðið í gegn þá fékk ég fullan bata,“ segir Katrín H. Árnadóttir, eigandi frumkvöðlafyrirtækisins Ecospíra, sem varð eins árs í október en fyrirtækið ræktar og selur ýmsar tegundir heilsu- og kryddspíra eins og brokkolíspírur, radísuspírur, smáraspírur, blaðlauksspírur, rauðrófuspírur og grænkálsspírur. Spírað fæði hefur mikið af andoxunarefnum og lífvirkum ensímum sem eru mikilvæg fyrir endurnýjun og viðhalds líkamans. Katrín segir að þar sem við neytum að miklu leyti soðinnar fæðu en minna af grænmeti þá séu spírur mikilvæg viðbót við daglegt fæði. „Með því að spíra fræ þá aukast ensím, vítamín og steinefni fræsins. Ensímríkt fæði er auðmelt þar sem það auðveldar upptöku næringarefnanna fyrir líkamann. Með spírun brotna prótein niður í amínósýrur, kolvetni niður í einsykrur, fita í fitusýrur o.s.frv.

Möndlumjöl. Úr möndlum með hýði og því næringarríkara en hvítt möndlumjöl. Milt og sérstaklega gott möndlubragð.

NOW framleiðir náttúrulegar og lífrænar matvörur án allra óæskilegra fyllingar- og aukefna í umbúðum sem varðveita gæðin fullkomlega út líftímann.

Gæðakröfur NOW eru einstakar og bragðið eftir því. www.nowfoods.is

Fást í öllum helstu matvöruverslunum um land allt.

Spírun brýtur næringarefnin niður í það form sem líkaminn getur nýtt sér og tekur upp í gegnum slímhúð meltingarfæranna. Með neyslu spíraðrar fæðu eyðir líkaminn þannig ekki orku né eigin emsímforða til að brjóta niður fæðuna heldur tekur næringarefnin beint upp,“ segir Katrín.

Katrín H. Árnadóttir, eigandi Ecospíra.

Margar rannsóknarstofnanir hafa staðfest að efnið glúkórafanín er að finna í spírum og mikið í brokkolíspírum.Við meltingu og niðurbrot efnisins í meltingarveginum umbreytist glúkórafanín í lífvirka efnið súlfórafan sem rannsóknir hafa sýnt að geti m.a. hindrað æxlismyndun, örvað afeitrun og hreinsun krabbameinsfruma úr líkamanum, hindrað útbreiðslu krabbameinsfruma til annarra líffæra og hægt á vexti krabbameins á lokastigi. „Ég fór á spírufæði í um eitt ár og náði mér alveg af þeim heilsufarsvandamálum sem ég átti við að glíma. Það virkaði mjög vel og ég fór að rannsaka hvað væri í þessum spírum. Það er ofboðslega mikið af lífvirkum efnum í spírunum og það var kveikja í því að ég fór af stað,“ segir Katrín. „Fulltrúar veitingahúsanna eru mjög hrifnir af spírunum og þær eru mikið bornar fram sem „gourmet“ fæða þó að hún sé mjög holl,“ segir Katrín. „Spírurnar fást í flestum matvörubúðum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar maður er að fara af stað með frumkvöðlafyrirtæki þá er spurningin hvort að maður lifir af fyrsta árið,“ segir Katrín. „Það vantar mikinn stuðning við lífræna ræktun því að hún er dýrari, krefst miklu meira en hin hefðbundna ræktun þar sem hráefnið er dýrara og kostnaðurinn er mikill vegna vottana, gjalda og fleira. Ef það á að auka lífræna neyslu á Íslandi þarf að auka stuðning við framleiðsluna. Þetta er stórt heilbrigðisatriði líka, með því að auka grænmetisneyslu í landinu verður þjóðin heilbrigðari og kostnaður vegna heilbrigðiskerfisins lækkar,“ segir Katrín. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


heilsa 55

Helgin 8.-10. nóvember 2013 KYNNING

Sukrin valin hollustuvara ársins í Danmörku Sætuefnið Sukrin var valið matvæli ársins í heilsuverslunum í Danmörku þetta árið og hafa vinsældir þess vaxið jafnt og þétt frá því það kom fyrst á markað fyrir sex árum. Að sögn Friðfinns Magnússonar, framkvæmdastjóra Sanitas, dreifingaraðila Sukrin á Íslandi, hefur salan á Íslandi gengið vonum framar. Breitt úrval Sukrin vara er á boðstólum, svo sem sykur, púðursykur, flórsykur, brauð- og kökumix. Sukrin vörurnar eru fáanlegar í Krónunni, Nóatúni, Kjarval, Hagkaup, Fjarðarkaupum, Nettó, Iceland og

á fleiri stöðum. Nánari upplýsingar og ýmsar uppskriftir má nálgast á vefnum sukrin.is. Rannsóknir sýna að Sukrin hefur hvorki áhrif á blóðsykur né magn insúlíns í líkamanum og hentar því fólki með sykursýki vel og eins þeim sem vilja takmarka sykurneyslu sína. Sukrin er náttúruleg vara án aukaefna og finnst meðal annars í perum, melónum og sveppum og ætti því ekki að vera líkamanum framandi. Sukrin er framleitt á sama hátt og jógúrt, rauðvín og soyasósa. Glúkósi er látinn gerjast og þá verður

til efnið erythritol sem er í rauninni Sukrin. Asgeir Ruud, stofnandi fyrirtækisins Funksjonell Mat sem framleiðir Sukrin, segir orðið erythritol hafa þótt of flókið í framburði og var vörunni því gefið nafnið Sukrin. Hugmyndin að framleiðslu Sukrin kviknaði hjá Asgeiri þegar hann var í háskólanámi í næringarfræði í Noregi árið 2007. „Ég vildi þróa sætuefni sem væri betra en þau sem voru þá á markaðnum. Núna, sex árum síðar, er Sukrin orðið vinsælt í Noregi og á Íslandi og reyndar um öll Norðurlöndin og víða um Evrópu,“ segir

NUTRILENK

hann. Í byrjun var Funksjonell Mat aðeins með verslun á netinu en hefur stækkað smátt og smátt og selur nú vörur sínar í yfir þúsund verslunum í Noregi og víða um heim, eins og áður segir. Sukrin hefur hvorki áhrif á blóðsykur né magn insúlins í líkamanum og hentar því bæði sykursjúkum og þeim sem vilja takmarka sykurneyslu sína. Á vefnum sukrin.is má finna ýmsar upplýsingar um vörurnar og fjölda girnilegra uppskrifta.

- hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina

 Heilsa HárHirða

Huga þarf að hárinu Kuldi getur farið illa með hárið en með því að auka eða minnka notkun ákveðinna efna er hægt að viðhalda mýkt og raka hársins. Hættu að nota efnið „glycerin“ sem er oft í efnum sem notuð eru við úfnu hári eða „de-frizzing“-vörum því að efnið getur verið skaðlegt í köldu veðri og minnkað raka í hárinu. Gott er að nota hárnæringu sem þú skolar ekki úr hárinu til að auka rakastigið. Ekki nota heldur hefðbundin hárgel því að þau verða of stíf í köldu veðri. Reyndu að forðast hárvörur sem innihalda prótein því að í köldu veðri geta þær gert hárið líflaust og brothætt. Notaðu hárnæringu oftar og prófaðu að nota minna sjampó eða jafnvel sleppa því. Notaðu olíur í hárið! Bæði „jojoba“ olíur, möndluolíur og kókosolíur eru frábærar fyrir gróft og þykkt hár. Til að tryggja það að þú sért ekki að láta kuldann fara illa með hárið skaltu vera dugleg/ur að nota hármaska yfir vetrarmánuðina og láta maskann vera í hárinu í að minnsta kosti 20 mínútur.

Nutrilenk Gold gerir gæfumuninn Ég æfi þríþraut með áherslu á hjólreiðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar að lengd og gæðum en lengstu æfingarnar eru 6 tímar. Ég prófaði Nutrilenk Gold fyrir rúmlega ári og fannst það hjálpa mér mikið. Ýmsar rannsóknir í ritrýndum alþjóðlegum timaritum hafa sýnt fram á jákvæða virkni innihaldsefna sem eru í Nutrilenk án þess að þau séu skráð sem lyf. Ég prófaði að hætta að taka inn Nutrilenk nokkrum mánuðum síðar en byrjaði aftur og hef tekið Nutrilenk núna í rúmlega hálft ár og ætla að halda því áfram enda hafa æfingar og keppnir gengið mjög vel.

Hvað getur Nutrilenk gert fyrir þig? Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamótum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.

Heilbrigður liður

Liður með slitnum brjóskvef

Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin Nutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum

Hákon Hrafn er 39 ára fjölskyldumaður, Íslandsmeistari í þríþraut síðustu þrjú ár, þríþrautarmaður ársins og Íslandsmeistari í tímakeppnihjólreiðum. Hákon Hrafn Sigurðsson

NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun.

PRENTUN.IS

Prófið sjálf - upplifið breytinguna! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Skráðu þig á facebook síðuna

Notaðu hárnæringu oftar og prófaðu að nota minna sjampó

Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!

Nutrilenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna


56

matur & vín

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 vín vikunnar

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Ferskt með fiskinum

ritstjorn@frettatiminn.is

Jólabjórinn kemur í Vínbúðirnar í næstu viku og framundan er tími þar sem þungur matur og sætindi eru gjarnan á borðum. Það er því ekki úr vegi að hafa fisk á boðstólum um helgina og næla sér í flösku af alvöru hvítvíni með. Þetta Sancerre-vín er ferskt og sýruríkt og þrátt fyrir að það kosti þrjú þúsund kall er það hverrar krónu virði. Það hentar vel með hvítum fiski og góðu salati en er líka frábært eitt og sér sem fordrykkur eða bara í saumaklúbbinn. Passið bara að bera það ekki fram of kalt, það nýtur sín ekki beint úr ísskápnum. Vilji karlpeningurinn koma frúnni á óvart er rétt að mæla með flösku af þessu hvítvíni. Strákar, það þarf ekki alltaf að vera rauðvín og steik.

Betri melting

Fæst í næstu verslun Nánar á www.heilsa.is

T R Æ B FRÁ ð o B l i T

Undir 2.000 kr.

2.000-4.000 kr.

Yfir 4.000 kr.

4lítxra 2 r

40

% afsláttur

598 Coke kipp

Réttur vikunnar

Saltfisksalat með hvítlauksbrauðteningum Hvítlauksbrauðteningar Skerið brauðið í teninga og nuddið hvítlauk í brauðið, steikið á pönnu í 3 til 4 mínútur þar til þeir eru fallega brúnaðir. Gufusjóðið saltfiskinn. Pískið eggjarauðu og dijon í 3 mínútur, hellið olíunni rólega saman við. Kælið saltfiskinn og blandið aioli saman við. Borið fram með klettasalati. Saga Íslands og Frakklands er samofin eftir að franskir sjómenn sóttu Íslandsmið um langt skeið. Sterk tengsl mynduðust milli sjómannanna og Íslendinga. Franskir dagar hafa til að mynda verið haldnir á Fáskrúðsfirði árlega síðan 1996. Þá bera nokkrar götur í borginni Paimpol á Bretagne-skaga íslensk nöfn. Frakkar kunna svo sannarlega að elda góðan mat og framleiða góð vín eins og við munum fá að kynnast á Flæmskum dögum á Vínbarnum Bistro á föstudag og laugardag. Þá mun kokkurinn Matthías Jóhannsson, Matti franski, sem lengi hefur starfað í Frakklandi reiða fram fjölmarga gómsæta rétti. Matti gefur hér lesendum Fréttatímans uppskrift af ljúffengum saltfiski.

Gerð: Hvítvín. Þrúga: Chardonnay. Uppruni: Frakkland, 2011. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr.

(750 ml, fæst aðeins í Kringlunni, Skútuvogi og Heiðrúnu).

Uppruni: Frakkland, 2012. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr. (750 ml)

100 gr. útvatnaður saltfiskur. Aioli. 1 eggjarauða 50 ml olía 1 tsk dijon sinnep 1 rif saxaður hvítlaukur Pipar eftir smekk

Með þessu drekkum við náttúrlega franskt hvítvín, til dæmis Pouilly-Fuissé frá Georges Dubeuf í Macon, rétt suður af Burgundy. Það er bjart og ferskt hvítvín með löngu eftirbragði.

Las Moras Cabernet Sauvignon

Portia Crianza

Gerð: Rauðvín.

Þrúga: Tempranillo.

Þrúga: Cabernet

Uppruni: Spánn,

Tommasi Amarone della Valpolicella Classico

Sauvignon.

2008.

Gerð: Rauðvín.

Uppruni: Argent-

Styrkleiki: 14%

Þrúgur: Valpolicella-

ína, 2013.

Verð í Vínbúð-

Styrkleiki: 13,5%

unum: 2.999 kr.

blandan (Corvina, Rondinella og Molinara).

Verð í Vínbúð-

(750 ml)

Uppruni: Ítalía,

unum: 1.699 kr.

Umsögn: Ribera

2010.

(750 ml)

del Duero héraðið á Spáni hefur sótt mikið í sig veðrið á síðustu árum. Vinsældir svæðisins þýða að sífellt fleiri vín þaðan eru nú flutt inn til Íslands. Óhætt er að mæla með því að fólk prófi sem flest þeirra. Portia Crianza er góð viðbót í flóruna frá þessu frábæra svæði.

Styrkleiki: 15%

Undanfarið hafa ratað hingað mörg skemmtileg vín í ódýrari kantinum frá Argentínu. Þetta fellur í þann flokk, það slær engin met en er létt og ávaxtaríkt og í því eru fín kaup.

r. kippan

k Verð áðura9, 946x2 lítrar

Georges Duboeuf Pouilly-Fuissé

Þrúga: Sauvignon Blanc.

Umsögn:

remst – fyrst ooggfsnjöll! ódýr kr. kippan

ð á mann mnedast! e ir ð g ir b

Gerð: Hvítvín.

Fréttatíminn mælir með remst – fyrst ogofg snjöll ódýr

Hámark 4 kippuran

Franck Millet Sancerre

Gerð: Rauðvín.

Verð í Vínbúðunum: 6.299 kr.

(750 ml) Umsögn: Amarone

er víngerðarstíll þar sem safa úr þurrkuðum vínberjum er blandað við hefðbundin. Úr verður mikið og voldugt vín. Þetta vín stendur fyllilega fyrir sínu núna en enn betra væri að geyma það í 3-4 ár og njóta þess þá.


Tilboðin gilda 7. - 10. nóv

Kræsingar & kostakjör

Ð R E V ! A J G N E R P S

SúPukJöT á frábæru verði

498

kr/kg

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi| Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


58

fjölskyldan

Helgin 8.-10 nóvember 2013

 barnabækur LjósMyndabók Með ísLensku húsdýrunuM

Fyrsta íslenska dýrabókin í þrjátíu ár Komin er út fyrsta ljósmyndabókin um íslensku húsdýrin í þrjátíu ár. Höfundur bókarinnar, sem heitir Íslensku dýrin mín, er Sara Hlín Hálfdanardóttir og ljósmyndari er Pálína Hraundal. „Þetta var mitt síðasta verk hjá forlaginu sem ég stofnaði sjálf, Unga ástin mín, og ég hef nú sagt skilið við. Ég er mjög stolt af henni enda

fannst mér vanta nýja bók með ljósmyndum af íslensku húsdýrunum okkar. Það eru næstum þrjátíu ár frá því slík bók var síðast gefin út og hálf öld síðan bókin með teikningunum af íslensku húsdýrunum kom út,“ segir Sara. Textinn í bókinni er bæði á íslensku og ensku. „Ég hugsaði mér þetta sem gjafabók fyrir útlendinga – en einnig fyrir ört vaxandi hóp íslenskra

barna sem eru búsett erlendis,“ segir Sara. Sjálf býr hún í Bretlandi ásamt eiginmanni og þremur börnum. Nýlega seldi hún forlag sitt til Íslenska bókafélagsins og stendur því á tímamótum. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þessa ákvörðun var að mig langar að hefja nýtt ævintýri hérna úti og ég er að skoða ýmsa möguleika í því sambandi,“ segir Sara Hlín. -sda

Nýbakaðir stjúpforeldrar

Endurspeglast viðhorf í hamingjuóskum og gjöfum? M

Reykjavíkur QUIZ á Bast Föstudaginn 14. nóvember frá 19:30 til 21:00 á Bast, Hverfisgötu 20. Skemmtilegur spurningaleikur og léttar veitingar frá Krombacher í boði fyrir þá sem fyrstir koma. Happy hour til 21:00. Allir velkomnir! aslaug.is

18.995,St. 37 - 42

19.995,St. 37 - 42

19.995,St. 37 - 42

19.995,St. 37 - 42

Fjarðagötu 13 • Í Firðinum Hafnarfirði • S. 555 4420

ig langaði að færa vinkonu minni kort og óska henni til hamingju með stjúpdótturina. Ég fann hinsvegar engin kort í bókabúðinni, ótrúlegt eins og stjúpfjölskyldur eru algengar“ Yfirleitt ríkir spenna og eftirvænting hjá væntanlegum foreldrum, vinum og ættingjum þeirra þegar von er á fjölgun í fjölskyldunni. Velt er fyrir sér kyni og útliti barnsins og sjálfsagt þykir að upplýsa þá um leið og barnið er fætt. Jafnvel um leið og hríðir heiMur barna byrja. Yfirleitt eru vinir og ættingjar tilbúnir til að hjálpa til við undirbúninginn. Vaggan er sótt upp á háaloft, vagninn í kjallarann og sængin inni í skáp svo taka megi sem best á móti nýjum fjölskyldumeðlimi. Eðlilegt þykir að verðandi foreldrar undirbúi komu barnsins og sæki námskeið um fæðingu og þroska þess. Þrátt fyrir góðan undirbúning og eftirvæntingu getur eðlilegur kvíði gert vart við sig hjá þeim varðandi fæðinguna, heilbrigði barnsins og hvernig til takist að sinna foreldrahlutverkinu þegar þar að kemur. Að vita hvað sé eðlilegt og við hverju megi búast er gagnlegt og dregur úr kvíða. Það er þó aldrei hægt að undirbúa allt og getur ósjálfbjarga ungbarn reynt Valgerður á samband foreldra, sérstaklega þegar svefnlausra nætur eru margar. Stokka þarf upp fyrri venjur bæði innan og utan heimilisins og koma á verkaskiptingu sem Halldórshentar nýjum aðstæðum. dóttir Vinir og ættingjar færa síðan móður og barni gjafir á sængina og ekki telja þeir félagsráðgjafi það eftir sér að koma með fleiri pakka við skírn eða í nafnaveislu barnsins. Sumri stofna bankabók í nafni þess í þeirri von að tryggja megi fjárhagslega afkomu og kennari barnsins í framtíðinni. Löngunin til að umvefja barnið er fölskvalaus. Viðbrögð vina og ættingja þegar stjúpbörn bætast í hópinn eru ekki jafn fyrirsjáanleg. Sumir taka þeim fagnandi og finnst fjölskyldan ríkari en áður, á meðan öðrum finnst það miður og tala um foreldri með „pakka“. Þeir er jafnvel ekki vissir um hvort barnið tilheyri fjölskyldunni. Fæstir spyrja um fæðingardag stjúpbarnsins en venjulega er fólk forvitið um aldur þess. Sjaldnast er stjúpbörnum færðar gjafir eða heillaóskir í tilefni þess að þau verða hluti af lífi stjúpforeldra sinna og eini „pakkinn“ sem fer á milli eru þau sjálf. Tilfinningar barnanna sjálfra geta verið blendnar. Sum eru ánægð með að foreldrar þeirra séu hamingjusamir og eru glöð með að vera hluti af „alvöru“ fjölskyldu á meðan önnur eru ósátt og höfðu jafnvel gert sér von um að foreldrar þeirra tækju saman að nýju. Hvernig eða hvort eigi að bregðast við á einhvern sérstakan hátt þegar stjúpforeldri eignast stjúpbarn eða stjúpbarn eignast stjúpforeldri er óvíst í hugum margra. Kannski vegna ráðandi hugmynda í samfélaginu um hvað telst eftirsóknarvert og hvað ekki. Ef marka má hillur bókaverslana þá er engin ástæða til að selja hamingjuóskakort fyrir nýbakaða stjúpforeldra eða „fæðingardagbók“ stjúpbarnsins. Hinsvegar má finna vörur sem ala á fordómum gagnvart stjúpfjölskyldum og sérstaklega stjúpmæðrum, eins og barbídúkkan í líki vondu stjúpmóðurinnar. Einnig litabækur, servéttur, glös, pappadiska, töskur, pennaveski, strokleður og dvd-myndir, þar sem Öskubuska, Hans og Gréta, Mjallhvít og dvergarnir sjö koma við sögu. Í ljósi þessa þarf líklega engan að undra þó fimm ára gutti hafi spurt hvort að stjúpmæður og skrímsli væru í alvöru til eða vera hissa á stúlkunni sem neitaði að fara heim til skólasystur sinni þar sem hún bjó með pabba sínum og stjúpu. Ljóst er að fordómar geta mótast snemma á lífsleiðinni og þeir eru skaðlegir. Óhætt er að fullyrða að stjúpmæður verða sérstaklega fyrir barðinu á þeim. Vert er að hafa í huga að stjúpfjölskyldur og fjölskyldur einhleypra foreldra hafa sömu verkefni og aðrar fjölskyldur en að auki hafa þær verkefni sem eru sérstök fyrir þær. Börnin sem þeim tilheyra eiga oftast tvö heimili sem taka þarf tillit til. Það er einfaldlega flóknara að vera í stjúpfjölskyldu eða e inn á vakt sem einhleypt foreldri. Það er vert að hafa í huga að fordómar beinast ekki aðeins að öðrum þeir geta líka beinst gagnvart okkur sjálfum og sjálfsmynd okkar. Það er því ómetanlegt fyrir þær mörg þúsund stjúpfjölskyldur sem og fjölskyldur einhleypra foreldra hér á landi að finna stuðning og viðurkenningu samfélagins. Í þessu samhengi langar mig til að benda áhugasömum á að taka frá 17. janúar 2014 og mæta á málþingið „Tekur samfélagið mið af margbreytileika fjölskyldugerða?“ Verður það nánar auglýst síðar!

Viðbrögð vina og ættingja þegar stjúpbörn bætast í hópinn eru ekki jafn fyrirsjáanleg. Sumir taka þeim fagnandi og finnst fjölskyldan ríkari en áður, á meðan öðrum finnst það miður og tala um foreldri með „pakka“.


Nóvembertilboð á gönguskóm Þægilegir og endingargóðir skór fyrir veturinn og útivistina.

Hiker Top Brúnn Stærðir 38–47

verð 18.990 kr.

tilboð 14.990 kr.

LeFlorians Ljós Stærðir 36–47

tilboð 15.990 kr.

tilboð 15.990 kr.

133196 •

SÍA

verð 19.990 kr.

LeFlorians Fjólublár Stærðir 36–42

LeFlorians Svartur Stærðir 36–47

tilboð 15.990 kr.

tilboð15.990 kr.

verð 19.990 kr.

AFSLÁTTUR

LeFlorians Turkis Stærðir 36–42

verð 19.990 kr.

PIPAR\TBWA

4.000 kr.

verð 19.990 kr.

Hjá Flexor fæst mikið úrval af vönduðum vetrarskóm fyrir alla fjölskylduna.

Opið virka daga kl. 9.00–17.30 Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 S. 517 3900 Fylgstu með okkur á Facebook


60

skák og bridge

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 Barnastarfið Blómstr ar í reykjavík og gr ænlandi - og heimsmeistar aeinvígið og em eru að hefjast

Skák um allar jarðir!

s

kákdeild Fjölnis býður öllum grunnskólanemendum að taka þátt í hinu árlega TORG-skákmóti sem deildin heldur nú í 10. skiptið. Mótið verður haldið á morgun, laugardaginn 9. nóvember kl. 11-13 í Foldaskóla í Grafarvogi. Að venju gefa fyrirtækin í verslunarmiðstöðinni Hverafold alla vinninga, um 20 talsins. Auk þess býður NET TÓ Hverafold öllum þátttakendum upp á ókeypis veitingar í skákhléi. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútna umhugsunarfresti. NET TÓ Hverafold gefur þrjá glæsilega eignarbikara til keppninnar en flokkarnir eru, 1998 og yngri, 2003-2007 og stúlknaflokkur. Þátttaka í mótinu er ókeypis og foreldrum velkomið að fylgjast með. Meðal þátttakenda verða hinir nýbökuðu Íslandsmeistarar, Oliver Aron Jóhannesson og Vignir Vatnar Stefánsson, Oliver er 15 ára en varð Íslandsmeistari 20 ára og yngri! Og Vignir Vatnar, 10 ára, varð Íslandsmeistari 13 ára og yngri. Miklir efnispiltar þar á ferð.

ásamt góðum hópi. Skákskóli Íslands er bæði fyrir byrjendur og lengra komna, skólastjórinn sjálfur Helgi Ólafsson stórmeistari, mestur hugsuður sinna kollega. Utan borgarmarkanna er svo víða unnið frábært starf, sem er efni í annað vers. Í stuttu máli sagt: Barnastarfið blómstrar!

Frábær Flugfélagshátíð á Grænlandi

Gróa Ásgeirsson frá Flugfélagi Íslands hafði í nógu að snúast að útdeila gjöfum og gleðin var allsráðandi.

Hellir, sem aðsetur hefur í Breiðholti, boðar að enn meiri kraftur verði settur í æskulýðsstarfið, sem Vigfús Vigfússon hefur stýrt af óþreytandi elju. Víkingar og KR-ingar eru líka komnir á fulla ferð í barnastarfinu, auk þess sem Skákakademían undir stjórn Stefáns Bergssonar vinnur þrotlaust að útbreiðslu skákkennslu í grunnskólunum í Reykjavík

Mikil rækt er lögð við barnaog ungmennastarfið hjá Fjölni og hefur Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla unnið sannkallað þrekvirki síðastliðinn áratug, með óbilandi elju. Á sama tíma blómstrar barnastarfið hjá Taflfélagi Reykjavíkur unnið stjórn hins kraftmikla Björns Jónssonar, sem hefur sér til fulltingis marga bestu þjálfara landsins. Og GM

Flugfélagshátíð Hróksins í Nuuk lauk á mánudaginn eftir 10 daga samfellda veislu. Hátíðin hófst föstudaginn 25. október í Katuaq, veglegri menningarmiðstöð höfuðborgar Grænlands. Við það tækifæri afhenti Gróa Ásgeirsdóttir frá Flugfélagi Íslands 80 kátum krökkum taflsett að gjöf. Alls lagði FÍ heil 300 taflsett til hátíðarinnar, og gaf ótal rausnarlegar gjafir, auk þess að ferja leiðangursmennina Hrafn Jökulsson, Róbert Lagerman og Jósep Gíslason. Þeir félagar heimsóttu leikskóla, athvörf, fjölsmiðju fyrir unglinga, geðdeildir, grunnskóla, auk þess að efna til þriggja stórhátíða í hinni glæsilegu verslunarmiðstöð í Nuuk, í sam-

vinnu við skákfélag heimamanna. Haldin voru fjöltefli, fyrirlestrar, hraðskákmót – í stuttu máli sagt iðaði höfuðborg Grænlands af skáklífi. Flugfélagshátíðin var haldin í samvinnu við Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, og Grænlensk-íslenska verslunarráðið með stuðningi fjölmargra íslenskra fyrirtækja og einstaklinga. Hér skal aðeins nefndur Siguringi Sigurjónsson skákfrömuður m.m. sem fyrr á árinu stóð að útgáfu fyrsta skákkversins á grænlensku með stuðningi FÍ og Ístaks. Litla gula kverið hans Siguringa er nú til á mörghundruð heimilum á Grænlandi, rétt einsog taflsettin góðu.

Já, smotterí í viðbót...

Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Anands og Carlsens hefst á morgun! Skákfíklar munu sitja límdir við beinar útsendingar á chessbomb.com. Og Evrópumót landsliða er að hefjast í Varsjá, þar sem Íslendingar tefla fram vöskum sveitum í karla- og kvennaflokki. Meira um það síðar – góða skákhelgi!

 Bridge lögfr æðistofa íslands sigurvegari í deildakeppni BridgesamBandsins

Of margir tapslagir

d

eildakeppni Bridgesambands Íslands hefur verið haldin síðustu ár og að þessu sinni vann sveit Lögfræðistofu Íslands næsta öruggan sigur í fyrstu deild. Hún var með 249 stig, 16 stigum meira en sveitin í öðru sæti. Spilarar í sveit Lögfræðistofunnar voru Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson, Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson, Steinar Jónsson og Sverrir Ármannsson. Lokastaða 5 efstu sveita í fyrstu deild varð:

1. Lögfræðistofa Íslands ................................... 2. Grant Thornton .............................................. 3. J.E.Skjanni ...................................................... 4. Haustak .......................................................... 5. Garðs apótek..................................................

249 233 229 213 212

Sveit Rúnars Einarssonar vann sigur í annarri deild og skoraði rúmlega 255 stig. Spilarar í sveit Rúnars voru auk hans, Skúli Skúlason, Guðjón Sigurjónsson og Vignir Hauksson. Sveit Frímanns Stefánsson endaði i öðru sæti með 249 stig. Spil dagsins er ágætis dæmi um gildi tapslagareglunnar. Guðjón Sigurjónsson í sveit Rúnars Einarssonar sat í vestur með 18 punkta, allir á hættu. Hann opnaði á einum spaða: Vignir Hauksson í austur svaraði á einu grandi og Guðjóni fannst 18 punkta höndin ekki mikils virði, var með 6 tapslagi (2 á spaða, 1 á hjarta, 2 á tígul og 1 á lauf) og

♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣

ÁG8754 KD K52 KD

numið – en ekki margir virðast hafa verið að nota þá sagnvenju í þessu spili.

KD3 G1032 109 G976

Madeira

N V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

♠ ♥ ♦ ♣

62 Á764 D63 10852

109 985 ÁG874 Á43

lét sér nægja að segja einfaldlega 2 spaða á hana. Enginn hafði neitt við það að athuga og hann fékk 9 slagi eftir tígultíu út og drepið á ás. Spilið var spilað á 16 borðum og aðeins þrjú pör létu sér nægja að spila 2 spaða (einn þeirra spilaði 1 spaða) á AVhendurnar. Flestir hættu sér of hátt í sögnum og spiluðu allt frá 2 gröndum í 4 spaða. Að fara einn niður gaf um meðalskor en 2 niður vont skor. Margir Íslendingar eru farnir að spila hexu-sagnvenjuna. Þá opnar vestur á einum spaða, austur svarar á 1 grandi, vestur segir 2 lauf sem jafnan sýnir 16+ punkta og austur svarar á 2 spöðum til að sýna veik spil. Vestur lætur þá staðar

Um 40 íslenskir spilarar eru að spila á alþjóðlegu móti á Madeira <http://bridge.is/ files/Boletim_0-2013_1576322647.pdf> frá 4-10. nóvember 2013.

Landsliðsmál – undirbúningur í opna flokknum

Í júní 2014 fer fram Evrópumótið í bridge í Króatíu. Til undirbúnings Evrópumótinu verða haldnar landsliðsæfingar fyrir opna flokkinn og hefjast þær föstudaginn 8. nóvember kl. 18.00 í húsnæði Bridgesambandsins. Áformað er að vera með allt að átta pör á landsliðsæfingum og er hér með auglýst eftir pörum til þátttöku. Verði þátttaka meiri en átta pör mun landsliðsnefnd velja pör til æfinga. Á fyrsta fundi verður gerð nánari grein fyrir undirbúningi. Guðmundur Páll mun stýra landsliðsæfingum og munu fleiri koma að þjálfun liðsins. Áhugasöm bridgepör, endilega hafið samband við skrifstofu sambandsins.

Íslandsmótið í Parasveitakeppni í nóvember 2013

Íslandsmótið í parasveitakeppni verður haldið helgina 16-17. nóvember. Hægt er

Sigurvegarar í Deildakeppni Bridgesambands Íslands kampakátir í mótslok, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson. Á myndina vantar Steinar Jónsson og Sverri Ármannsson.

að skrá sveitir í síma 587 9360 og á síðu Bridgesambands Íslands, bridge.is. Íslandsmeistarar fyrra árs er sveit PWC.

Yfirburðasigur í BR

Sveit Lögfræðistofu Íslands vann yfirburðarsigur í Grand hótel-hraðsveitakeppni félagsins sem lauk þriðjudaginn 29. október. Sveitin var með meir en 200 impa forystu á annað sætið í mótslok. Lokastaða efstu sveita varð þannig: 1. Lögfræðistofa Íslands .................................. 2. VÍS .................................................................. 3. Gunnar Björn ................................................. 4. Sölukerfið ...................................................... 5. Garðs apótek .................................................

2367 2166 2156 2155 2123

Spilarar í sveit Lögfræðistofunnar voru Bjarni Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson, Steinar Jónsson og Sverrir Ármannsson.

ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is


Fáðu þér síma sem veitir frelsi og skilur íslensku Nú geta notendur Android snjalltækja frá Samsung glaðst enn á ný. Snjalltækin frá Samsung skilja íslensku og getum við nú loks nýtt okkur máltækni til hagræðis og yndisauka – til dæmis með því að tala við tækin í stað þess að stimpla inn texta með lyklaborðinu. Notkunarmöguleikarnir takmarkast aðeins af ímyndunarafli okkar sjálfra. Kynntu þér málið á GalaxyS4.is


heilabrot

Helgin 8.-10. nóvember 2013

?

Spurningakeppni fólksins

 Sudoku

4

1. Morgunblaðið fagnar stórafmæli í ár. Hversu

6 8 6

gamalt er blaðið?

8

2. Hvað heitir heilbrigðisráðherra? 3. Leikurinn Call of Duty: Ghosts fór í sölu í

5

1 9

vikunni. Númer hvað er hann í Call of Dutyseríunni?

2 1 3 6 9 5 4

4. Hversu mörg tíst sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í 12 tíma alþjóðlegu tíst-maraþoni? 5. Hver syngur hið vinsæla lag Baggalúts,

Hannes Stefánsson 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12.

13. 14.

yfir 14 milljón áhorf á lagið Pretty Face á

3. 4.

Youtube?

4. 100

ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu? 9. Hvaða tónlistarmaður sendi nýverið frá sér

vegur? 11. Hvað heitir væntanleg bók Össurar Skarp-

6

Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.

 14. Fröken Reykjavík 

stæðisflokksins í Reykjavík?

3

13. Lærleggurinn

13. Hvert er stærsta bein líkamans?

1 4 1

161

PILAR VERALDIR

H S E I M K A U R R R Ý A M S N U A F Y N S I A T L R U Ú R

mynd: public domain

ER

SÚREFNI BLÓÐHLAUP

MÖGLA

I L E S T E I M U E I G I K U S S T R I T Í L Í M A L L L I Ð A S Ú A B O R R A G A T R K A N O K K H A F A STEFNA

ÍÞRÓTT

EIGNIR

Í RÖÐ

NÁM

REYKUR EKKI

DÝRAHLJÓÐ

MUN

ÁSAMT

ERFIÐI

SLÆMA

STRIK

AÐFALL

ELDA

ÁÐUR

SÝNISHORN

MÆLIEINING

FISKUR

HUND

STEINTEGUND

ÍLÁT

ÓGRYNNI

DÁLÍTIÐ EIGA

FJÖLBREYTNI

FUGL

MARGSKONAR

JÁRNA HEITI

VISNA ÞYS

DVELJA BOR

STRITA

TRAUST

R I M L A R TÓNLISTARTEGUND EINING

S T A K GANI RUGLA

G R A U T A LEIKTÆKI

V

V R T A B E L R Æ F I D I S P R T A U A T E R F Ö N K A N D L Ó G R Á Ð N A R I Ó A N G L A N N U L N A R S U N M I Ð A N A A M A S T M R Ó V I R Ó L A A L L Æ

VARKÁRNI

HEGNA

SKYLDI

KAUPSTAÐ

FIMUR

AUMINGI ÞVAÐRA

TOGVINDA KVEIKJA

ÞVOTTUR

NAGLBÍTUR

RÖND

FLINK

SKÓLI GOÐ

ANDVARI NÆGILEGUR

STÓ

MJÖG

SKRAMBI

TANGI

KVABBA

ÁTT

SÆLGÆTI

SKARÐ SKRAF

SIGTA

PLATA

LOKAORÐ TÆKI

SKJÖN

KOSTUR

FJANDMANNA BELTI

RÁS

LÍKAMSPARTUR

Æ T I L L I L S Á K M A A E N N E S I K N A D A E N I S N A Æ Ð R I

VONSKA

KERALD

FJÖLBREYTNI UMSKRIFA

SKJÓÐA SKJÓTUR KÆRLEIKUR

ÓÞURFT

TÚNGUMÁL

HLUTA

HÓTUN

STEFNA

TÍU

TVEIR EINS

MEINLÆTAMAÐUR

ÞÓFI TVÖ BÓK

TÓM

REKA FRÁ

YFIRHÖFN

PYNGJUR

ÍÞRÓTT

GARGA

SKARA

NEITUN TIL EIGNARFORNAFN

SVARAÐI

ÁRSGAMALL

ANDVARI

KUNNÁTTA

SÚLU

TEGUND

TVÍHLJÓÐI

BETL

TÍÐLEIKI

KAMBUR

HJARTAÁFALL

MYLJA

TÍMASKEIÐ

NÁÐHÚS FRENJA

VÖRUMERKI TÆMA

EINNIG

SÆTI

RÍKI

ÓFORSJÁLNI

KNÆPA

GLEÐI

HLUNKUR

SÍGA

SPÍRUN ÁRKVÍSLIR

GÆLUNAFN

OFSAÐNING

SAMSTÆÐA

GUNGA

HÁTÍÐ

EFTIRSJÁ

SAKLEYSI SVEIA

HERBERGI

MINNKA

KRAFTUR

STULDUR

FURÐA

DÝRAHLJÓÐ

SNJÓHRÚGA

LÉST

HVAÐ

TÓNVERK

TIL DÆMIS AFAR

ÓVILD

HEIÐUR

STRÁ

FLAN

GYLTU

KONUNGUR DRYKKUR BRETLAND AFHENTUM

SNERIL

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

MÁLA

AFÞÍÐA

VANÞÓKNUN

1990,-

ALMÆTTI

TALA

HLÉ

2L

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

SÆTI

MAS

MÁLUM

TVEIR EINS

1 flaska af

Verð aðeins

BOLUR

BJÁNALEGUR

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar*

7 3 2

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

ÁHLAUP

LOFTSLAGSBELTI

6

6

162

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

5 9

7

8 rétt.

 kroSSgátan

 lauSn

7

8

12. Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill

12. Hverjir keppa um fyrsta sæti á lista Sjálf-

BYLGJA

HELGAR BLAÐ

5 3 2 8 1 2

4

11. Við Jóhanna?

héðinssonar?

YFIRBRAGÐ

+

2 8

5

 

10. Grafarholti?

Hannes skorar á Gísla Þór Axelsson nema.

4 7 6 9

9. Herbert Guðmundsson.

10. Í hvaða hverfi Reykjavíkur er Veiðimanna-

Hannes Óli sigrar nafna sinn með 8 réttum svörum gegn 7.

4

7. Sóley.

9

5

1

8. Arsenal.

ferilsplötuna Örlög mín?

grasinu á Arnarhól?

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

6. Er ekki nógu vel að mér í tennis.

14. Hver sat með glóð í gullnum lokkum í

74,6%

5

 Sudoku fyrir lengr a komna

5. Jóhanna Guðrún.

8. Hvaða lið hefur fimm stiga forystu á toppi

 

2. Kristján Þór Júlíusson.

7. Hvaða íslenska tónlistarkona hefur fengið

7 rétt.

1. 100 ára.

tennis?

leikari

6. Hver er efstur karla á heimslistanum í

100 ára Kristján Þór Júlíusson 5? 3000 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Rafael Nadal. Björk var að gera eitthvað að um daginn. Getur ekki verið nein önnur. Arsenal. Pálmi Gunnarsson. Bryggjuhverfi. Að innan ? Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Kjartan Magnússon. Lærleggurinn. Fröken Reykjavík.

mynd: Simon JohnSton (CC By-SA 2.0)

kennari

Hannes Óli Ágústsson

Mamma þarf að djamma?

Svör: 1. 100 ára. 2. Kristján Þór Júlíusson. 3. Tíu. 4. 150. 5. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. 6. Rafael Nadal. 7. Sóley. 8. Arsenal. 9. Egill Ólafsson. 10. Ártúnshverfi. 11. Ár drekans. 12. Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. 13. Lærleggurinn. 14. Fröken Reykjavík.

áltíð fyrir

62

BARDAGI

ALDRI


ÁRNASYNIR

ÚLPA ER EKKI BARA ÚLPA Vinsælasti útivistarfatnaður í heimi og ekki að ástæðulausu.

frá

39.990 kr.

ÁRNASYNIR

Fáðu aðstoð við valið á rétta útivistarfatnaðinum. Starfsfólkið okkar þekkir vörurnar sem það selur.

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

utilif.is


64

sjónvarp

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Föstudagur 8. nóvember

Föstudagur RÚV

22.45 Brimbrot Jan, starfsmaður á olíuborpalli, kemur lamaður heim eftir slys og hvetur konuna sína, Bess, til þess að vera með öðrum karlmönnum.

19:55 Logi í beinni Þáttur í umsjá Loga Bergmann þar sem viðmælendur mæta í bland við tónlistaratriði.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

14:05 Ástríður (8/10) 4 Ástríður er nú orðin yfirmaður skilanefndar fjárfestingarbanka í borginni í þessum bráðskemmtilegu gamanþáttum. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

22:00 The Client List Spennandi þættir með Jennifer Love Hewitt í aðalhlutverki.

Sunnudagur

21.20 Kynlífsfræðingarnir Bandarískur myndaflokkur um William Masters og Virginiu Johnson sem voru frumkvöðlar á sviði kynlífsrannsókna. Ekki við hæfi barna.

22:00 Dexter Lokaþáttaröðin af þessum ódauðlegu þáttum um fjöldamorðingjann og prúðmennið Dexter Morgan.

STÖÐ 2

Laugardagur 9. nóvember RÚV

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

07.00 Morgunstundin okkar/ Smælki / 07.00 Morgunstundin okkar / Smælki 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Háværa ljónið Urri / Teitur / Ævintýri / Háværa ljónið Urri / Teitur / 08:10 Malcolm in the Middle (25/25) Hello Kitty / Algjör Sveppi / ScoobyBerta og Árna / Múmínálfarnir / Einar Múmínálfarnir / Hopp og hí Sessamí / 08:30 Ellen (83/170) Doo! Mystery Inc. / Ozzy & Drix / Big Áskell / Hopp og hí Sessamí / Sara og Tillý og vinir / Sebbi / Abba-labba-lá 09:15 Bold and the Beautiful Time Rush önd / Kioka / Kúlugúbbar / Stella og / Úmísúmí / Paddi og Steinn / Litli 09:35 Doctors (78/175) 12:00 Bold and the Beautiful Steinn / Millý spyr / Sveppir / Kafteinn Prinsinn / Paddi og Steinn / Kung Fu 10:20 Drop Dead Diva (4/13) 13:40 Popp og kók Karl / Chaplin /Skúli skelfir / UndraPanda / Grettir / Robbi og Skrímsli / 11:05 Fairly Legal (11/13) 14:05 Ástríður (8/10) veröld Gúnda Stundin okkar e. 11:50 Dallas 14:35 Kolla 10.15 Ævintýri Merlíns (11:13) e. 11.00 Fólkið í blokkinni (4:6) e. 12:35 Nágrannar 15:00 Heimsókn allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 11.00 Sunnudagsmorgunn 11.30 Útsvar Ísafj. - Fjallabyggð e. 13:00 Ghosts of Girlfriends Past 15:20 Sælkeraferðin (8/8) 12.15 Vertu viss (1:8) e. 12.30 Kastljós e. 14:50 Muppets, The 15:40 Sjálfstætt fólk (9/15) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.05 Stúdíó A (1:6) e. 12.55 HM 2014 umspilið (1:2) e. 16:25 Ellen (84/170) 16:15 ET Weekend 13.35 Nautnafíkn – Viskí (4:4) e. 13.25 Landinn e. 17:10 Bold and the Beautiful 17:00 Íslenski listinn 14.25 Saga kvikmyndanna (3:15) e. 13.55 Kiljan e. 17:32 Nágrannar 17:35 Sjáðu 15.25 Da Vinci - Týndi fjársjóðurinn e. 14.40 Djöflaeyjan e. 17:57 Simpson-fjölskyldan (8/22) 18:05 Ávaxtakarfan - þættir 16.15 Til fjandans með krabbann 15.10 Kattadansflokkurinn e. 18:23 Veður 18:236 Veður 4 5 4 5 6 17.00 Táknmálsfréttir 16.25 Hvað veistu? - Sæt lækningajurt 18:30 Fréttir Stöðvar 2 & Íþróttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 & Íþróttir 17.10 Poppý kisuló / Teitur / Vöfflu17.00 Táknmálsfréttir 18:54 Ísland í dag 18:55 Dagvaktin hjarta / Tóbí 17.10 Grettir (4:52) 19:21 Veður 19:25 Lottó 18.00 Stundin okkar 17.25 Ástin grípur unglinginn (83:85) 19:30 Popp og kók 19:30 Spaugstofan 18.25 Hraðfréttir e. 18.10 Íþróttir og Lottó 19:55 Logi í beinni 19:55 Jane Eyre 18.35 Íþróttir 19.00 Fréttir 20:45 Hello Ladies (6/8) 21:55 The Dept 19.00 Fréttir & Veðurfréttir 19.20 Veðurfréttir 21:15 Harry Potter and the Chamber 23:45 Two Lovers 19.30 Landinn 19.30 Ævintýri Merlíns (11:13) of Secrets Harry Potter er kominn 01:30 The Break-Up 20.00 Fólkið í blokkinni (5:6) 20.20 Vertu viss (1:8) á annað ár í Hogwarts, en sem 03:15 Space Cowboys 20.30 Downton Abbey (3:9) 21.10 Hraðfréttir e. fyrr eru vandræðin ekki lengi að 05:20 Spaugstofan 21.20 Kynlífsfræðingarnir (1:12) 21.20 Sjónvarpsstjarnan Líf Eds fer elta hann uppi. 05:45 Fréttir 22.20 Sunnudagsmorgunn e. allt úr skorðum eftir að hann 23:55 Never Let me Go 23.30 Brúin (7:10) e. leyfir sjónvarpsfólki að fylgjast 01:35 Fright Night 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok með sér í sólarhring. Bandarísk 03:15 Blue Crush 09:20 AZ Alkmaar - S. Karagandy gamanmynd frá 1999. 05:00 Ghosts of Girlfriends Past 11:00 Evrópudeildarmörkin 23.20 Greenberg Atriði í myndinni SkjárEinn 11:55 Sportspjallið eru ekki við hæfi barna. 08:50 Dr.Phil 12:40 FC Kaupmannah. - Galatasaray 01.05 Með á nótunum e. 10:20 Kitchen Nightmares (13:17) 07:00 Tottenham - Sheriff Tiraspol 14:20 Meistaradeildin - meistaramörk 02.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 11:10 Secret Street Crew (4:9) 14:45 Spænsku mörkin 2013/14 14:50 R. Madrid - R. Sociedad Beint 12:00 Save Me (7:13) 15:15 AZ Alkmaar - S. Karagandy 16:55 Tom Watson á heimaslóðum allt fyrir áskrifendur 12:25 Rules of Engagement (12:13) SkjárEinn 17:00 Tottenham - Sheriff Tiraspol 17:20 Meistaradeild Evrópu 12:50 30 Rock (7:13) 06:00 Pepsi MAX tónlist SkjárEinn 18:45 Sportspjallið 17:50 Real Sociedad - Man.fréttir, Utd.fræðsla, sport og skemmtun 13:20 Hollenska knattspyrnan - Beint 10:35 Dr.Phil 06:00 Pepsi MAX tónlist 19:30 Liðið mitt 19:30 Liðið mitt 5 15:20 Happy Endings (11:22) 12:50 Gordon Ramsay (13:20) 08:25 Dr.Phil 6 20:00 Meistaradeild Evrópu allt fyrir áskrifendur 20:00 La Liga Report 15:45 Parks & Recreation (11:22) 13:20 Borð fyrir fimm (4:8) 09:05 Pepsi MAX tónlist 20:30 La Liga Report 20:30 Real Madrid - Real Sociedad 16:10 Family Guy (1:21) 13:50 Design Star (9:13) 15:40 Once Upon A Time (10:22) 21:00 Evrópudeildarmörkin 22:10 Miami - Chicago fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:35 The Bachelor (2:13) 14:40 Judging Amy (12:24) 16:30 Secret Street Crew (3:9) 21:55 Liðið mitt 00:10 Euro Fight Night 4 5 6 18:00 Rookie Blue (13:13) 15:25 The Voice (7:13) 17:20 Borð fyrir fimm (4:8) 22:25 KR - Stjarnan 18:50 In Plain Sight (1:8) 18:55 America's Next Top Model (9) 17:50 Dr.Phil 23:55 NBA 19:40 Judging Amy (13:24) 19:40 Secret Street Crew (4:9) 18:30 Happy Endings (11:22) 00:40 Juventus - Real Madrid 20:25 Top Gear Top Fails (1:2) 20:30 The Bachelor (2:13) 18:55 Minute To Win It 07:25 Cardiff - Swansea 4 5 6 21:15 L&O: Special Victims Unit (11:23) 22:00 The Client List (2:10) 19:40 America's Funniest Home Vid. 09:05 Arsenal - Liverpool 22:00 Dexter (8:12) 22:45 The Thomas Crown Affair 20:05 Family Guy (1:21) 10:45 Match Pack 22:50 The Borgias (8:10) 00:40 Rookie Blue (13:13) 20:30 The Voice (7:13) 16:40 Man. City - Norwich 11:15alltEnsku mörkin - úrvalsdeildin fyrir áskrifendur 23:40 Sönn íslensk sakamál (3:8) 01:30 The Borgias (7:10) 00:00 Excused 18:20 Fulham - Man. Utd. 12:10 Reading - QPR Beint 00:10 Under the Dome (7:13) 02:20 The Client List (2:10) 00:25 The Bachelor (1:13) 20:00 Match Pack 14:20 Enska úrvalsdeildin - upphitun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:00 Hannibal (8:13) 03:05 Excused 01:55 Ringer (4:22) 20:30 Premier League World 14:50 Liverpool Fulham Beint allt fyrir áskrifendur 01:45 Dexter (8:12) 03:30 Pepsi MAX tónlist 02:45 Pepsi MAX tónlist 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 17:00 Laugardagsmörkin 02:35 Excused 21:30 Football League Show 2013/14 17:20 Norwich - West Ham Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Hull - Sunderland 19:30 Chelsea - WBA 23:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 21:10 Aston Villa - Cardiff City 4 5 6 10:50 Notting Hill 11:35 Office Space 00:10 Messan 22:50 Crystal Palace - Everton 09:59 Space Cowboys 12:55 The Big Year 13:05 Chronicles of Narnia 01:20 Newcastle - Chelsea 00:30 Southampton - Hull 12:09 The Pursuit of Happyness allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 14:35 The Extra Man 14:55 The Three Musketeers allt fyrir áskrifendur 14:04 Love and Other Drugs 4 5 6 16:25 Notting Hill 16:45 Office Space SkjárGolf SkjárGolf 15:54 Space Cowboys fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 The Big Year 18:15 Chronicles of Narnia fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 06:00 Eurosport 09:10 Golfing World 18:05 The Pursuit of Happyness 20:10 The Extra Man 20:10 The Three Musketeers 09:10 Golfing World 10:00 The McGladrey Classic 2013 (2) 20:05 Love and Other Drugs 22:00 Wallander 22:00 The Bourne Legacy 10:00 The McGladrey Classic 2013 (1) 13:00 Inside the PGA Tour (45:47) 22:00 The River Wild 23:35 Lockout 00:15 Red Factions: Origins 17:35 Inside the PGA Tour (45:47) 13:25 The McGladrey Classic 2013 (2) 23:50 Safe House 01:10 Streets of Blood 01:45 The Killer Inside Me 18:00 The McGladrey Classic 2013 (2) 18:00 The McGladrey Classic 2013 (3) 01:456One For the Money 4 5 4 5 6 02:45 Wallander 03:35 The Bourne Legacy 4 01:30 Eurosport 01:30 Eurosport 03:15 The River Wild

14.50 Íslenski boltinn 15.30 Ástareldur 17.10 Litli prinsinn (2:25) 17.40 Hið mikla Bé (4:20) 18.05 Táknmálsfréttir 18.15 Villt og grænt (2:8) e. 18.45 Íþróttir 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.00 Útsvar Ísafjö. - Fjallabyggð 21.10 Evan almáttugur Guð setur sig í samband við þingmanninn Evan Baxter og segir honum að smíða örk til að vera viðbúinn miklu flóði. Leikstjóri er Tom Shadvac og meðal leikenda eru Steve Carell, Morgan Freeman og Lauren Graham. Bandarísk gamanmynd frá 2007. e. 22.45 Brimbrot Myndin gerist í litlu samfélagi á Norður-Skotlandi. Jan, starfsmaður á olíuborpalli, kemur lamaður heim eftir slys og hvetur konuna sína, Bess, til þess að vera með öðrum karlmönnum. Leikstjóri er Lars von Trier og meðal leikenda 5 6 eru Emily Watson og Stellan Skarsgård. Dönsk bíómynd frá 1996. Myndin vann á sínum tíma til fjölda verðlauna og Emily Watson var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok


sjónvarp 65

Helgin 8.-10. nóvember 2013

10. nóvember

 Í sjónvarpinu Fólkið Í blokkinni

STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / UKI / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi / Ben 10 / Kalli litli kanína og vinir/ Ofurhetjusérsveitin / Loonatics Unleashed / Batman: The Brave and the bold 12:00 Spaugstofan 12:30 Nágrannar 14:15 Logi í beinni allt fyrir áskrifendur 15:05 Go On (14/22) 15:30 Mike & Molly (5/23) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:55 Grey's Anatomy (7/22) 16:40 Um land allt 17:10 Stóru málin 17:35 60 mínútur (5/52) 18:23 Veður 4 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (11/30) 19:10 Dagvaktin 19:35 Sjálfstætt fólk (10/15) 20:10 The Crazy Ones (6/13) 20:35 Ástríður (9/10) 21:00 Homeland (6/12) 21:50 Boardwalk Empire (9/12) 22:45 60 mínútur (6/52) 23:30 The Daily Show: Global Editon 00:00 Nashville (19/21) 00:40 Hostages (6/15) 01:25 The Americans (7/13) 02:05 World Without End (1/8) 02:55 Le Prix Du Chacal 05:35 Fréttir

Bráðskemmtilegir prakkarar Gamanþáttaröðin Fólkið í blokkinni á RÚV hefur slegið í gegn hjá flestum barnafjölskyldum og augljóst er að það vantaði íslenskan fjölskylduþátt í sjónvarpi allra landsmanna. Eftir að börnin sáu auglýsingarnar og brot úr fyrsta þættinum töldu þau niður í marga daga, svo mikil var eftirvæntingin. Börnin vilja meira að segja horfa á sama þáttinn aftur og aftur sem að sjálfsögðu er hægt að gera. Á sunnudögum er mikil spenna þrátt fyrir að búið sé að sýna fjóra þætti og flestir foreldrar sem og ömmur og afar hafa gaman af því að vera með. Áhyggjur hafa þó skapast vegna þess að aðeins er áætlað að sýna sex þætti enn sem komið er. Í þáttunum kynnumst við líflegri íslenskri fjölskyldu sem býr á 9. hæð í blokk. Vigga sem er 11 ára er sögukonan, Óli bróðir 5

07:45 Real Madrid - Real Sociedad 09:25 Dortmund - Arsenal 11:05 Barcelona - AC Milan 12:45 Sumarmótin 2013 13:25 Liðið mitt 13:55 Hannover og Kiel beint 15:25 Meistaradeildin - meistaramörk allt fyrir áskrifendur 16:25 KR - Stjarnan 17:55 Villarreal - A. Madridfréttir, Beint fræðsla, sport og skemmtun 19:55 Real Betis - Barcelona Beint 22:00 Hannover og Kiel 23:20 Villarreal - Atletico Madrid 01:00 Real Betis - Barcelona

í 2 kg pAkkA 5

08:30 Norwich - West Ham 10:10 Reading - QPR 11:50 Tottenham - Newcastle Beint 13:55 Sunderland - Man. City Beint allt fyrir áskrifendur 16:00 Man. Utd. - Arsenal Beint 18:05 Liverpool - Fulham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:45 Tottenham - Newcastle 21:25 Swansea - Stoke 23:05 Sunderland - Man. City 00:45 Man. Utd. - Arsenal 4

6

hennar er mjög fjörugur hrakfallabálkur og eldri systirin Sara sem er ekki eins og flestir unglingar. Börnin í þættinum eru ofsalega iðnir prakkarar og foreldrarnir eru ofsalega blíðir og geðgóðir miðað við uppátæki barna sinna. Í blokkinni búa margir ólíkar, klikkaðar manneskjur sem gefa hverjum þætti mikið skemmtanagildi með frumleika sínum. Margir foreldrar hafa líka gaman af þáttunum þó að skoðanir séu skiptar og ég veit um eina ömmu sem breytist í lítið barn á sunnudagskvöldum. RÚV á hrós skilið fyrir að sýna þættina. Greinilegt er að mikil vinna er lögð í þá og leikurinn og persónusköpunin bæði sannfærandi og eftirminnileg. Börnin trítla upp á 9. hæð í blokkinni á sunnudögum. María Elísabet Pallé

40 þVOttAr

4

SkjárGolf



ÁN OFNÆMISVALDANDI EFNA 6

Með því að nota mild þvottaefni eins og MILT, dregur þú úr líkum á því að þú eða einhverjir í þinni fjölskyldu fái ofnæmi eða exem.

5

6

06:00 Eurosport 09:10 Golfing World 10:00 The McGladrey Classic 2013 (3) 18:00 The McGladrey Classic 2013 (4) 01:30 Eurosport

Farðu mildum höndum um þIg, þVOttINN og uMhVErFIð

Þú þarft minna af MILT því það er sérþróað fyrir íslenskt vatn.


66

bíó

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 Frumsýnd skyttEn

Dönsk spenna Danska myndin Skytten er pólitískur tryllir frá Annette Olsen, leikstjóra Borgen, sem kann ýmislegt fyrir sér þegar pólitísk klækjabrögð eru annars vegar. Skytten er endurgerð kvikmyndar frá árinu 1977 og segir frá blaðakonunni Mia Moesgaard (Trine Dyrholm) kemst í feitt í stjórnmálaskandal í kringum samninga utanríkisráðherra Danmerkur (Nikolaj Lie Kaas) við bandarísk stjórnvöld um olíuvinnslu við Grænland. Leikkonan Trine Dyrholm er

einna þekktust utan Danmerkur fyrir leik sinn í Love is in the Air og Nikolaj Lie Kaas leikur einnig í Konunni í búrinu, sem var frumsýnd á Íslandi nýlega. Þá fer Kim Bodina einnig með hlutverk í myndinni en hann er mörgum minnisstæður úr spennumyndinni I Kina spiser de hunde. Þá leikur hann annað aðalhlutverkið í Brúnni en RÚV sýnir nú aðra þáttaröð þeirra mögnuðu sænsk/dönsku sjónvarpsþátta.

Leynisamkomulag um olíuvinnslu við Grænland dregur dilk á eftir sér.

 Frumsýnd EscapE plan

Stallone og Schwarzenegger hafa náð vel saman í seinni tíð og deila tjaldinu í bróðerni í Escape Plan.

Fjandvinir snúa bökum saman Vöðvabúntin Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone drottnuðu yfir hasarmyndum Hollýwúddsins á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda. Litlir kærleikar voru með þeim í þá daga og óhugsandi hefði verið að leiða þá saman í bíómynd. Það er af sem áður var og nú deila þeir tjaldinu bróðurlega í Escape Plan þar sem þeir leika menn sem þurfa að standa saman til þess að sleppa úr rammgerðasta fangelsi sem sögur fara af.

Þ

Escape Plan markar engu að síður þau tímamót í sögu jaxlanna.

eir Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger eru komnir af léttasta skeiði en neita að beygja sig fyrir elli kerlingu og þótt Stallone sé orðinn 67 ára og Arnold aðeins árinu yngri djöflast þeir enn í spennu- og hasarmyndum eins og enginn sé morgundagurinn. Þeir deila nú í fyrsta sinn tjaldinu saman, báðir í aðalhlutverkum í Escape Plan, en áður hefur Swchwarzenegger dúkkað upp í aukahlutverki í The Expendables og The Expendables 2 þar sem Stallone er allt í öllu. Stallone öðlaðist heimsfrægð með Rocky árið 1976 og fór mikinn í hlutverki hnefaleikarans á níunda áratugnum og gerði ekki síður lukku sem Víetnam-kempan Rambó. Á meðan hnyklaði Arnold vöðvana í Conan the Barbarian, Terminator, hinni sígildu og ógleymanlegu Commando og Predator svo aðeins nokkrar helstu mynda kappans séu nefndar. Vöðvatröllin möluðu sjálfum sér og framleiðendum mynda sinna gull á þessum árum og nokkur karlarígur var á milli þeirra. Stallone virðist vera viðkvæmari sál og hann hefur nú upplýst að hann hafi beinlínis hatað Arnold. Samstarf milli þeirra var því með öllu útilokað á gullöldinni en Arnold þvertók einnig fyrir slíkt en þó með viðskiptarökum frekar en tilfinningalegum. Hann er eldklár bissnissmaður og benti einfaldlega á að hann og Stallone gerðu út á sama áhorfendahópinn þannig að það væri galið að bjóða upp á þá báða fyrir einn bíómiða á meðan þeir gætu skilað jafn miklum hagnaði hvor í sínu lagi. Nú er öldin önnur og gengisvísitala kaldastríðshetjanna hefur heldur fallið. Og neyðin kennir hrokafullum körlum að snúa bökum saman og mikil þíða hefur verið í samskipt-

um þeirra félaga á undanförnum árum. Þegar Stallone fékk þá frábæru hugmynd að smala saman rosknum harðjöxlum í bland við yngri kappa í The Expendables 2010 kom auðvitað ekki annað til greina en að fá Arnie með í gleðskapinn. Schwarzenegger og Stallone áttu stutta en frábæra senu í The Expendables þar sem óspart var gert grín að gömlum væringum þeirra. Arnold fékk talsvert meira pláss í framhaldsmyndinni og verður að sjálfsögðu einnig með í The Expendables 3 á næsta ári. Escape Plan markar engu að síður þau tímamót í sögu jaxlanna að í henni deila þeir í fyrsta sinn mynd þar sem báðir eru í forgrunni. Stallone leikur öryggissérfræðinginn Ray Breslin. Hann stundar það að brjótast út úr rammgerðustu fangelsum heims til þess að finna veilur í öryggi þeirra. Þegar hann er fenginn til þess að spreyta sig á fangelsinu sem kallað er Gröfin lendir hann í meiriháttar vandræðum. Fangelsið er strokhelt með öllu og það sem verra er að þeir sem fengu hann til þess að kanna fangelsið ætla sér alls ekkert að sleppa honum þaðan aftur. Eini möguleikinn sem hann sér á því að sleppa felur í sér að hann þarf á hjálp samfanga síns að halda og þar kemur til leiks hörkutólið Swan Rottmayer sem Arnold leikur. Aðrir miðlar: 7,1, Rotten Tomatoes: 49%, Metacritic:49%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


r i ð a n u a l ð r ve

g r a M

r a p p e j s u x lú

Gerið samanburð á stærð, afli, útliti og verði

Jeep Grand Cherokee í eftirfarandi útfærslum: Limited Fjarstart, lyklalaust aðgengi og ræsing. Premium leðuráklæði, Digital miðstöð með loftkælingu. Alpine hljómkerfi, 506w, 9 hátalarar + bassabox. Útvarp með DVD, CD og hörðum diski til að vista tónlistina á beint af CD disk eða USB minnislykli, bluetooth fyrir símann en einnig hægt að spila tónlist þráðlaust beint úr símanum, einnig er leðurklætt aðgerðastýri, Bakkmyndavél og fjarlægðaskynjarar að framan og aftan. Quadra Trac II, mjög fullkomið fjórhjóladrif með lágt drif. Hleðslujafnari, Dráttarbeisli, Xenon framljós, 18“ álfelgur, Ofl. 3.0 V6 Dísel 241hö, með eyðslu í blönduðum akstri aðeins 8,1 L/100km.

Verð aðeins 10.490 þús.kr

Overland

▪ Búnaður umfram Limited ▪ Glertopplúga, DVD skjár fyrir aftan sæti, Leðursæti með kælingu, ▪ Rafmagns afturhleri, omfl ▪ 18“ / 20“ felgur, Loftpúðafjöðrun, Ofl. ▪ 3.0 V6 Dísel 241hö, með eyðslu í blönduðum akstri aðeins 8,1 L/100km.

Verð aðeins 11.900 þús.kr

Overland Summit

Búnaður umfram Overland ▪ Flaggskiptið af Grand Cherokee, þessi er með öllum aukahlutum sem Jeep býður uppá. Þennan verður þú að sjá. ▪ Adaptive cruise control hraðastillir sem skynjar og fylgir bílnum fyrir framan, ▪ Árekstrarvari sem skynjar bíl í blinda punktinum ▪ 5,7 V8 HEMI 360hö.

Verð aðeins 12.500 þús.kr

n Kominn á staðin

7.990 þ.kr

Tökum gamla bílinn uppí


68

bækur

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Blindhríð Sindra komin út

Vinsæll læknir

Ný skáldsaga Sindra Freyssonar, Blindhríð, kemur út í dag, föstudag. Í bókinni kannar Sindri myrkraheim rafrænna ofsókna og hvaða áhrif þau hafa á fórnarlambið. Sagan gerist stuttu áður en góðærið náði hámarki hér á landi. Á þeim tíma voru rafrænar ofsóknir nýtt fyrirbæri og hafa með hverri tækninýjung orðið enn skæðari og útsmognari. Aðalsögupersónan í Blindhríð er þekktur sjónvarpsmaður sem á sjóðheit skyndikynni með Sindri Freysson hefur breskri konu sem hann kynnist í flugvél á leið sent frá sér skáldtil Íslands, og heldur að hann muni hvorki sjá söguna Blindhríð. hana né heyra eftir þá nótt. Annað kemur á Ljósmynd/Hari daginn og „atburðarásin sem þá hefst er bæði æsileg í anda sálfræðitryllisins og þrauthugsuð könnun á hugarheimum kvalarans og hins kvalda,“ eins og segir í tilkynningu frá Sögum útgáfu. Sindri hefur meðal annars fengið bókmenntaverðlaun kennd við Halldór Laxness og Tómas Guðmundsson og verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

 Bók adómur ógæfa

Læknirinn í eldhúsinu, fyrsta matreiðslubók Ragnars Freys Ingvarssonar, hefur notið mikilla vinsælda frá því hún kom út á dögunum. Bókin situr í efsta sæti sölulista Eymundsson í flokki handbóka, fræðibóka og ævisagna. Bókin situr í öðru sæti á heildarlista Eymundsson en þar er Skuggasund, nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, söluhæsta bókin. Í þriðja sæti er fyrsta bók spennusagnahöfundarins Jóns Óttars Ólafssonar og í því fjórða Grimmd, nýjasti krimmi Stefáns Mána.

Fyrrum ráðherrar rifja upp hrunárin Áhugamenn um stjórnmál hafa úr nægu að moða í jólabókaflóðinu þetta árið. Mikið hefur verið fjallað um bókina Við Jóhanna sem Jónína Leósdóttir ritar um samband sitt og Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra. Þá hefur Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráð landbúnaðarráðherra, sent frá sér bókina Léttur í lund þar sem hann rifjar upp gamansögur og segir af litríkum samferðamönnum sínum. Stærstu pólitísku tíðindin er þó að finna í endurminningabókum þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar sem báðir segja frá upplifun sinni af hruninu og atburðum eftir það. Bók Össurar ber heitið Ár drekans – dagbók utanríkisráðherra á um-

brotatímum. Í henni segir meðal annars hvað gerðist á ríkisráðsfundum í tengslum við Icesave-deiluna og Össur segir að hann hafi viljað slíta ríkisstjórnarsamstarfinu árið 2012. Blaðamaðurinn Björn Þór Sigbjörnsson ritar bók Steingríms sem kallast Steingrímur J – Frá hruni og heim. Í bókinni segist Steingrímur hafa hugleitt að segja af sér ráðherradómi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að skrifa undir lögin um Icesave árið 2010.

 Bók adómur skuggasund

Klikkuð hryllingsnótt

Hugleikur Dagsson. Ljósmynd/Hari

 ógæfa Hugleikur Dagsson Rán Flygenring Ókeybæ 71 s, 20013

Uppvakningar, eða zombíur svokallar, hafa sjaldan notið jafn mikilla vinsælda og þessi misserin. Þessi annars frekar ókræsilegu, heiladauðu og ræfilegu skrímsli fara nú hamförum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Walking Dead og eru tíðir gestir í kvikmyndahúsum. Og nú ryðjast ófétin með látum og subbuskap inn í íslenskar myndasögubókmenntir fyrir atbeina Hugleiks Dagssonar og Ránar Flygenring. Hugleikur semur söguna en aldrei þessu vant eftirlætur hann öðrum að teikna og Rán kemur hér feikilega sterk inn með sprellfjörugum, fyndum, grófum og ógeðslegum teikningum sem smellpassa að söguefninu. Hugleikur er sjálfum sér líkur og sagan ber helstu höfundareinkenni hans sem njóta sín ekki síður vel þegar annar listamaður túlkar texta hans. Ógæfa er önnur bókin í bókaflokknum Endir sem Hugleikur setti af stað með Opinberun í fyrra. Þar lék þessi dónalegi öðlingur sér með dómsdagsspá Opinberunarbókarinnar í Biblíunni. Að þessu sinni sækir hann yrkisefni sitt í dægurmenningu vorra tíma og bregður á leik með uppvakningunum. Það er að kvöldi gleðigöngudags í Reykjavík sem uppvakningafaraldur brýst út. Fyrir þá sem ekki þekkja til uppvakninga þá eigra þeir um lifandi dauðir, alveg sólgnir í mannakjöt, hold og ekki síst heila. Verstur andskotinn við þá er að þeir sem uppvakningarnir narta í, breytast í uppvakninga sjálfir og þannig breiðist plágan út á ógnarhraða. Þessa Reykjavíkur hryllingsnótt virðist ofdrykkja áfengis umbreyta fólki í zombíur og þannig verður ansi erfitt að greina á milli þeirra sem eru bara venjuleg, sauðdrukkin íslensk fífl og hins vegar uppvakningar. Góðu heilli er Páll okkar Óskar að þeyta skífum á 22 við Laugaveg. Hann er flestum fróðari um hryllingsmyndir og er fljótur að átta sig á hvað er í gangi og ræðst vasklega gegn uppvakningunum ásamt fjölskrúðugu og andlega bækluðu starfsfólkinu á barnum. Úr þessu verður hið besta og blóðuga sjónarspil, með Hullískum ádeilutóni og gráglettni að hætti hússins. Varla þarf að taka fram að bókin er hvorki fyrir börn né teprur en fyrir okkur hin er þetta besta skemmtun. -ÞÞ

Firnasterkur Arnaldur H

www.facebook.com/optibaciceland

Magaró

rinn mach kú a Flat sto kk a p erjum fylgir hv g in e b ll e w af Daily endast. ir ð g ir b meðan

Gott jafnvægi á veinveittum bakteríum stuðlar að betri meltingu og öflugra ónæmiskerfi.

Í vörulínunni eru 9 tegundir sem eru sérsniðnar til að leysa ýmis vandamál í meltingu, þær helstu eru: For daily wellbeing til að viðhalda daglegri heilsu. Daily Immunity til að styrkja ónæmiskerfið. For a flat stomach til að losa út loft og koma jafnvægi á meltinguna. Bowel Calm til að stoppa niðurgang. For maintaining Regularity minnkar harðlífi. For those on antibiotics er til að taka með sýklalyfjum. Sölustaðir: Lyf & heilsa Austurveri, Domus, Firði, Glerártorgi, JL-Húsinu, Keflavík og Selfossi, Apótek Garðabæjar, Garðabæjar Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjarapótek Árbæjarapótek, Lifandi markaður markaður, Reykjavíkurapótek Reykjavíkurapótek, Lyfjaval Hæðarsmára, Mjódd og Álftamýri, Lyfjaver, Apótek Suðurnesja og Apótek Vesturlands.

ÁRNASYNIR

vellíðan NINGAR KYNjafnvægi ! TILBOÐ

 skuggasund Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 316 s, 2013

ér þarf ekki að hafa mörg orð um styrk Arnaldar Indriðasonar sem glæpasagnahöfundar og hvernig hann segir sögur sínar af natni og fagmennsku. Snyrtimennska hans í stíl hefur mér jafnvel stundum þótt vera í mótsögn við yrkisefnið og að textinn gæti vel þolað meiri subbuskap og kjafthátt. En hvað um það. Arnaldur hefur sinn stíl sem virkar svo sannarlega og í Skuggasundi sést svo glögglega að hann er enn að slípa stílinn og hér skilar hann miklum smíðisgrip. Sinni lang bestu bók um langt árabil og ég minnist þess ekki að hafa lesið Arnald mér til jafn mikillar ánægju og í þessari bók. Arnaldur hefur fyrir löngu lagt landinn og einhvern hluta heimsins að fótum sér með sögunum um rannsóknarlögreglumanninn Erlend Sveinsson og fylgihnetti hans, Sigurð Óla og Elínborgu. Nokkuð er liðið síðan Arnaldur gaf Erlendi frí og víst er að marga er farið að lengja eftir því að fá fregnir af afdrifum löggunnar dáðu. En miðað við það feiknastuð sem er á Arnaldi í Skuggasundi læðist að manni sá grunur að hann njóti frelsisins sem fylgir því að geyma Erlend úti í móa. Arthur Conan Doyle fékk sig nú á sínum tíma fullsaddan af Sherlock Holmes og kastaði honum niður foss í Sviss en neydd-

ist til þess að lífga hann við síðar. Kæmi ekki á óvart þótt Arnaldur heyrði nið frá fossi einhvers staðar úr fjarskanum. Arnaldur segir söguna í Skuggasundi á tveimur tímaskeiðum. Líkfundur í Reykjavík 1944 í miðju ástandinu hrindir atburðarás af stað sem teygir sig síðan til okkar tíma þar sem Konráð, lögga á eftirlaunum, aðstoðar fyrrverandi félaga sinn, við rannsókn á dularfullum dauða níræðs gamalmennis. Sá virðist tengjast morði á ungri konu 1944 og persónur tengjast með ýmsu móti á milli sögusviða. Arnaldur tengir þannig sögurnar tvær smekklega og skemmtilega saman og gefur frásögninni heilmikinn tilfinningalegan slagkraft. Saman við þetta fléttar hann alls konar litlum harmleikjum og vekur hvarvetna áhuga, forvitni og samúð. Fágað málfar Arnaldar smellpassar við tíðarandann 1944 og þegar hann er í þessu stuði í fortíðinni dregur hann upp svo ljóslifandi aldarspegil að unun er að lesa. Hann kann þá list að tengja saman tvenna tíma upp á tíu og sýnir hér allar sínar bestu hliðar í bók sem hlýtur að teljast með hans allra bestu verkum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


„Meistaralega fléttuð saga ... Lestrarupplifun ársins.“ Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

„… afar þétt og vönduð skáldsaga.“ Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

„… rammíslensk og afar lipur og aðgengileg … Sjálfur er Mánasteinninn margbreytileg sýning skugga og birtu, varpað úr sjóðheitum klefa sjónhverfingameistarans.“ Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is

„... bók sem hlustendur verða að lesa sjálfir, velta fyrir sér og rifja upp. Ég vona að fleiri svona vel slípaða og margbrotna steina reki á fjörur mínar í væntanlegu jólabókaflóði.“ Ásdís Sigmundsdóttir / Víðsjá

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39



SkjárKrakkar er ekki sjónvarpsstöð heldur sjónvarpsþjónusta með yfir 200 klukkustundum af vönduðu talsettu barnaefni með einum takka á fjarstýringunni. Eitt mánaðargjald og þú horfir þegar þú vilt, þar sem þú vilt, eins oft og þú vilt. SkjárKrakkar er fáanleg í Sjónvarpi Símans og Vodafone sjónvarp. Tryggðu þér áskrift í síma 595 6000.


72

menning

Helgin 8.-10. nóvember 2013

Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl

 TónlisT Jar a gefur úT aðr a plöTu sína

Mary Poppins (Stóra sviðið)

Rokk, kassagítar og raftónlist hjá Jöru

Fös 8/11 kl. 19:00 aukas Sun 17/11 kl. 13:00 Fim 28/11 kl. 19:00 aukas Lau 9/11 kl. 13:00 Fim 21/11 kl. 19:00 aukas Fös 29/11 kl. 19:00 Sun 10/11 kl. 13:00 Fös 22/11 kl. 19:00 Lau 30/11 kl. 13:00 Fim 14/11 kl. 19:00 aukas Lau 23/11 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 13:00 Fös 15/11 kl. 19:00 aukas Sun 24/11 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.

Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)

Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Þri 17/12 kl. 20:00 Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Mið 18/12 kl. 20:00 Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Fim 19/12 kl. 20:00 Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Fös 20/12 kl. 20:00 Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Fim 26/12 kl. 20:00 Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Fös 27/12 kl. 20:00 Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Lau 28/12 kl. 20:00 Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst

Mýs og menn (Stóra sviðið)

Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 17/11 kl. 20:00 8.k Lau 30/11 kl. 20:00 Lau 23/11 kl. 20:00 9.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 7.k Sun 24/11 kl. 20:00 10.k Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið. Aðeins þessar sýningar!

Tónlistarkonan Jara hefur gefið út sína aðra plötu og kallast hún Pale Blue Dot. Það er Angry Dancer Records sem gefur út. Jara, sem heitir fullu nafni Jarþrúður Karlsdóttir, hefur unnið að gerð plöt­ unnar í nokkur ár. Upptökurnar voru kláraðar í samstarfi við Sigurð Guð­ mundsson, oftast kenndan við Hjálma, í Hljóðrita í Hafnarfirði. Jara spilar sjálf á flest hljóðfærin á plötunni, útsetur, forritar og syngur en naut þó einnig aðstoðar nokkurra hljóðfæraleikara og áðurnefnds Sigurðar við að koma plöt­ unni í endanlegt horf.

Ellefu lög eru á plötunni sem spanna vítt svið, allt frá því að vera einhvers konar rokk, yfir í raftónlist, kassagít­ arrólegheit og tónlist sem gæti allt eins verið úr bíómynd eftir Dario Argento eða David Lynch, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jara hefur aðallega starfað við tónlist síðustu ár og samið tónlist fyrir leikhús og bíó. Hún gaf út plötuna Dansaðu við mig árið 2008 með tónlist úr samnefndu leikverki eftir Þórdísi Elvu Þorvalds­ dóttur og vann verðlaun fyrir bestu tón­ list í stuttmynd á stuttmyndahátíðinni Cote Court í París á síðasta ári.

Tónlistarkonan Jara hefur gefið út aðra plötu sína.

 K ammerKór suðurlands frumflyTur TónlisT bresKs TónsK álds

Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)

Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Lau 30/11 kl. 20:00 Lau 23/11 kl. 20:00 Sun 10/11 kl. 20:00 8.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Sun 24/11 kl. 20:00 Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna

Refurinn (Litla sviðið)

Lau 16/11 kl. 20:00 frums Þri 26/11 kl. 20:00 5.k Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Sun 17/11 kl. 20:00 2.k Lau 30/11 kl. 20:00 6.k Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Lau 23/11 kl. 20:00 3.k Þri 3/12 kl. 20:00 7.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Sun 24/11 kl. 20:00 4.k Mið 4/12 kl. 20:00 8.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt

Saumur (Litla sviðið)

Sun 10/11 kl. 20:00 3.k Fim 21/11 kl. 20:00 4.k Nærgöngult og nístandi verk. Aðeins þessar sýningar!

Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)

Lau 16/11 kl. 13:00 frums Lau 30/11 kl. 11:00 aukas Lau 30/11 kl. 13:00 5.k Lau 16/11 kl. 15:00 aukas Sun 1/12 kl. 11:00 aukas Sun 17/11 kl. 13:00 2.k Sun 1/12 kl. 13:00 6.k Lau 23/11 kl. 13:00 3.k Sun 24/11 kl. 11:00 aukas Sun 1/12 kl. 14:30 aukas Lau 7/12 kl. 11:00 Sun 24/11 kl. 13:00 4.k Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap

Fös 22/11 kl. 20:00 5.k

Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 8/12 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 14:30

PIPAR\TBWA - SÍA - 123154

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

Kammerkór Suðurlands. Kórinn er skipaður ungu tónlistarfólki af Suðurlandi.

Ljóðstafur jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í þrettánda sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör.

Tónleikar í Southwark Cathedral í London K

Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess til varðveislu, í eitt ár, göngustaf áletraðan með nafni sínu. Dómnefnd velur úr þeim ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilafrestur rennur út 21. desember. Ljóðum skal skilað með dulnefni. Nafn, heimilisfang og símanúmer skálds­ ins skal fylgja með í lokuðu umslagi, sem auðkennt er með sama dulnefni. Ljóðin mega ekki hafa birst áður. Utanáskrift er: Ljóðstafur Jóns úr Vör, lista- og menningarráð Kópavogs, Fannborg 2, 200 Kópavogur Greint verður frá niðurstöðum samkeppninnar og verð­ laun veitt á afmælisdegi Jóns úr Vör 21. janúar 2014. Jón úr Vör bjó nánast allan sinn starfsaldur í Kópavogi en tilgangur keppninnar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist.

kopavogur.is

Árið 2014 fagnar Sir John Tavener 70 ára afmæli og eru þessir tónleikar upptaktur að afmælisári hans.

ammerkór Suðurlands heldur tónleika í hinni fornfrægu dóm­ kirkju í Southwark í Lundúnum föstudaginn 15. nóvember næstkomandi. „Á tónleikunum frumflytur Kammerkór Suðurlands nýtt kórverk, Three Shake­ speare Sonnets, eftir Sir John Tavener eitt fremsta tónskáld Breta sinnar kyn­ slóðar. Hann hefur einkum samið trúar­ leg verk sem er ætlað að veita innsýn í æðri veröld. Three Shakespeare Sonnets samdi Tavener á Íslandi þegar hann dvaldi hér í kjölfar veikinda en hann kom fyrst hingað til lands árið 2010 til að vera viðstaddur útgáfutónleika Kammerkórs Suðurlands með verkum eftir sig. Samstarf hans við kórinn hefur staðið í um áratug,“ segir meðal annars í tilkynningu kórsins. „Það er kórnum mikill heiður,“ segir enn fremur, „að Tavener hefur valið Kammerkór Suður­ lands til að frumflytja nokkur verka sinna en hann hefur einnig samið tónlist fyrir Björk. Jafnframt verða á tónleikun­ um flutt fleiri verk eftir Tavener svo sem áðurnefnt Schuon Hymnen og Song for Athene sem samið var og frumflutt við útför Díönu prinsessu. Árið 2014 fagnar

Sir John Tavener 70 ára afmæli og eru þessir tónleikar upptaktur að afmælisári hans.“ Það er viðeigandi að frumflytja Three Shakespeare Sonnets í sóknarkirkju leikskáldsins þekkta, dómkirkjunni í Southwark. Kirkjan tengist einnig Ís­ landi á þann hátt að árið 2012 var þar vígður nýr kirkjugluggi eftir Íslending­ inn Leif Breiðfjörð á 50 ára krýningaraf­ mæli Elísabetar drottningar. Flytjendur á tónleikunum eru Kamm­ erkór Suðurlands ásamt kammersveit, stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngvarar eru Elísabet Einarsdóttir, Björg Þórhallsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Tui Hirv, Eyjólfur Eyjólfs­ son, Hrólfur Sæmundsson og Adrian Peacock. Kammerkór Suðurlands var stofnaður árið 1997 og er skipaður ungu tónlistar­ fólki, tónskáldum og áhugamönnum víðs vegar af Suðurlandi. Stofnandi og stjórn­ andi kórsins frá upphafi er Hilmar Örn Agnarsson. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


2013

d á r b i Vill

. október 24 nn þa r rja by ar nn rlu Pe rð bo að hl ar Villibráð

rinn Elgu nn mi er ko ! í hús

Foréttir

Villibráðarsúpa Blinis og kavíar Hreindýra paté m/títuberjasultu Gæsa og kjúklingafrauð Skelfisksalat Krabbasalat í sweet chilli sósu Reyktur áll á eggi Heitreyktur silungur m/piparrót Sushi Reyktur lax með wasabi majónes Hvala carpaccio m/parmisan Graflax Síldar salöt Parmaskinka með rjómaosti Dúfu-terrin með foie gras Grafið lamb m/balsamico og sultuðum lauk

Jólahlad bord Jólahlaðborð Perlunnar byrjar þann 21. nóvember

Adalréttir

Léttsteiktur zebrahestur Svartfuglsbringur Villigæsabringa Heilsteiktur hreindýravöðvi Hreindýrabuff Sultuð gæsalæri Villisveppir í smjörkænu Gufusoðinn kræklingur Hnetufylling Krónhjörtur Kryddlegin elgur Pottréttur Rauðvínssósa Kóngasveppasósa.

Gjafabréf Perlunnar

Góð g jöf v öll tækifæ ið ri!

Eftirréttir

Ostaterta Úrval osta Heit eplakaka Ferskt ávaxtasalat Rjómalagaður ítalskur ís Crème Brullée Fylltir súkklaðibollar Kókostoppar Enskt krem Karamellusósa Súkkulaðiterta Skyrkaka Tapioka búðingur Fylltar vatnsdeigsbollur.

9.290 kr.

tilboð mánud.-miðvikud 8.290 kr.

Skötuhladbord Vínsmökkun Skötuhlaðborð Perlunnar 23. desember

Mekka verður með vínsmökkun á eðalvínum fyrir mat, á hlaðborðum Perlunnar. C100 M60 Y0 K30

Veitingahúsið Perlan Sími: 562 0200 perlan@perlan.is Pantone Coated 281 www.perlan.is

Svart


74

samtíminn

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 Pollock? í Þjóðleikhúsinu

Staða falsaðra verka í fölsuðum heimi Þótt leikritið Pollock? sé fyrst og fremst skemmtun drepur það á spurningum um list og stéttaskiptingu sem sjálfsagt er að velta fyrir sér.

í

leikritinu Pollock? eftir Stephen Sachs, sem sýnt er í Kassa Þjóðleikhússins, segir listfræðingurinn Lionel Percy (Pálmi Gestsson) frá því þegar fiðluleikarinn Joshua Bell lék verk eftir Johann Sebastian Bach á neðanjarðarlestarstöð í Washington. Að sögn Percy lék þessi snillingur fegurstu tónlist sem samin hefur verið án þess að nokkur tæki eftir honum. Fólk var ónæmt fyrir fegurð og mikilfengleik listarinnar. Fyrir vegfarendum var Joshua Bell eins og hver annar búskari.

Snillingur á brautarpalli

Eins og leikritið sjálft byggir þessi frásögn leikpersónunar á raunverulegum atburðum. Blaðamaður The Washington Post, Gene Weingarten, fékk Joshua Bell í ársbyrjun 2007 til að spila snemma morguns á lestarstöðinni L'Enfant Plaza í Washington sama prógram og hann hafði leikið þremur kvöldum fyrr í Symphony Hall í Boston; verk eftir Bach, Schubert, Manuel Ponce og Massenet. Weingarten skrifaði síðan grein um viðbrögð fólks í morgunörtröðinni við fiðluleik Bell og fékk Pulitzerverðlaun fyrir. Myndband af uppákomunni var síðan sett á youtube þar sem allir geta hlýtt á hina fögru tónlist og fylgst með viðbrögðum vegfarenda. Í grein Weingarten kemur fram að af 1097 farþegum sem gengu fram hjá meistara Bell hafi aðeins sjö stoppað til að hlusta og af þeim hafi aðeins einn áttað sig á hver fiðluleikarinn var. Samtals vann Bell sér inn 32 dollara og 27 cent (3.933 íslenskar krónur) þær 45 mínútur sem hann spilaði; þar af fékk hann 20 dollara frá farþeganum sem þekkti hann. Hann fékk mun meira fyrir að flytja sama prógramm í Boston þremur dögum fyrr. Nú má túlka þessa sögu á margan hátt. Sjálfur sagðist Joshua Bell ekki hafa orðið hissa á að fólk hafi ekki haft tíma til að stoppa og hlusta þar sem hann stóð á brautarpallinum í miðri morguntraffík þegar fólk er með hugann við allt annað en klassíska tónlist. En Bell viðurkenndi að sér hefði komið á óvart hversu fáir litu upp því hann hafi vissulega haft hátt.

En er það skrítið að 7 af 1097 gefi sér tíma í morgunerli á brautarstöð til að hlusta á guðdómlega tónlist? Ef við yfirfærum niðurstöður þessarar tilraunar í Washington yfir á íslensku þjóðina þá gætum við gert ráð fyrir að rúmlega 2000 Íslendingar hefðu stoppað til að hlusta á Joshua Bell. Það er fullsetinn Eldborgarsalur Hörpu og þriðjungi betur. Og af þessum hópi hefði tæplega 300 manns borið kennsl á fiðluleikarann þótt hann væri með hafnaboltahúfu svo hann þekktist síður. Svo má ekki gleyma þeim sem heyrðu tónlistina en gáfu sér samt ekki tíma til að stoppa. Á myndbandi á youtube má til dæmis sjá þriggja ára dreng sem snýr sér strax að Joshua Bell og reynir allt hvað hann getur til að sjá og heyra betur; en er dreginn burt af föður sínum sem er að verða of seinn... einhvert.

Gamla konan og hrokagikkurinn

Ég átta mig á að það er kjánalegt að leiðrétta uppskáldaða persónu; en það er samt stórlega orðum aukið hjá Lionel Percy listfræðingi í Kassa Þjóðleikhússins að fólk gangi framhjá mestu fiðlusnillingum veraldar að spila fegurstu tónlist heimsins án þess að taka eftir því. Ef listin er perlur þá er ekki allt fólk svín? En eru allar þær perlur, sem er verið að henda í okkur svínin, raunverulegar perlur? Að einhverju leyti fjallar leikritið Pollock? um þá spurningu. Leikritið byggir á sannri sögu sem var gerð ágæt skil í heimildarmyndinni Who the *$&% Is Jackson Pollock? (2006) – sem mig minnir að hafi verið sýnd á heimildarhátíð Græna ljóssins, en kannski sá ég hana annars staðar. Myndin segir frá kjarnakonunni Teri Hurton, 73 ára vöruflutningabílstjóra á eftirlaunum, sem segist hafa keypt málverk á skransölu á fimm dollara en áttað sig síðan á að var líklega málað af Jackson Pollock. Myndin segir frá baráttu frú Hurton fyrir að fá málverkið sitt viðurkennt sem ekta Pollock. Einn helsti þröskuldurinn á þeirri leið er Thomas Hoving, fyrrum forstöðumaður Metropolitan Museum of Art, stórkanóna í listaheiminum, mikilsvirtur listfræðingur og sér-

STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR 1. nóvember – 30. nóvember 2013 Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Pálmi Gestsson gefa áhorfendum góða skemmtun í Pollock?

fræðingur í fölsunum listaverka, fæddur inn í stétt ríkra og valdamikilla á Manhattan, frægur af hroka sínum og litlum efa um eigið ágæti. Þetta par er náttúrlega frábært efni í sögu; og ekki síst í huga Bandaríkjamanna, sem þreytast aldrei á að veifa þeirri kenningu að heiðarleikinn og réttsýnin séu blue collar; tilheyri þeim sem vinna í svita síns andlits. Þeir sem eru í huggulegri innivinnu (white collar) hafi í raun svikist undan, séu óheiðarlegir og lifi óekta lífi. Við sjáum þetta látlaust í Hollywood-myndum. Ef Hollywoodpersóna er vel máli farin er hún yfirleitt illa innrætt. Ef hún hefur fágaðan smekk á list og menningu eru hún líklega mannæta.

Vörumerki verða gæðastaðall

Gallinn við Who the *$&% Is Jackson Pollock? er að lengi framan af virðist myndin stefna í að verða saga um ólíklegan sigurvegara; kjaftforu lágstéttarkonuna sem sigrar listaheiminn. Og það er auðséð af myndinni að kvikmyndafólkið þráir að segja slíka sögu. En því miður býður raunveruleikinn ekki upp á hana. Þegar líður á fer okkur að gruna að fólkið sem hvetur frú Hurton áfram geri það í von um peninga og/eða til að komast aftur inn í listaheiminn. Hennar helsti bandamaður hafði verið staðinn að því að selja fölsuð verk (þó það komi ekki skýrt fram í myndinni). Undir lok myndarinnar er okkur orðið ljóst að því miður hafði hrokagikkurinn Thomas Hoving líkast til rétt fyrir sér. Málverkið hennar Teri Hurton er einskis virði. Og engu meira virði þótt hægt sé að sannfæra þá sem þekkja lítið til myndlistar um að það gæti vel verið eftir Pollock; einkum ef pínulítil gömul kona í stríði við þunglamalegt, óaðgengilegt og illskiljanlegt establishment heldur því fram. Í raun var enginn galdur á bak við getu Thomas Hoving til að þekkja falsað málverk með því að rétt gjóa á það augunum. Þótt Ameríkanar hafi ekki áttað sig á að íslenskan hans Peter Ronson hafi hljómað undarlega í Ferðinni að miðju jarðar þá fór það ekki framhjá neinum á Íslandi. Þótt þér finnist ef til vill allir Kínverjar ósköp líkir hver öðrum þá er engu minni munur á andlitsdráttum og svip Kínverja en Evrópumanna. Undrið að baki getu Hoving er hversdagsleg geta mannsins til að greina andlit, raddir, tóna, göngulag... hvaðeina sem hann hefur séð eða heyrt nógu oft til að þekkja án umhugsunar. Það var vegna þessarar getu heilans sem farþeginn á L'Enfant Plaza þekkti Joshua Bell. Honum nægði að heyra tóninn í fiðlunni. Svona spilar enginn nema Joshua Bell. Og þess vegna dugði Thomas Hoving að gjóa á málverkið sem átti að vera eftir Pollock. Þetta hefði Pollock aldrei getað málað. Ef við efumst um getu Hoving

til að þekkja verk eftir Pollock; getum við allt eins efast um getu fólks til að þekkja ættmenni sín og vini á andlitsdráttum, röddu eða göngulagi. Í bók sinni False Impressions: The Hunt for Big-Time Art Fakes fjallar Thomas Hoving um ástæður þess að jafn mikið er af fölsunum í listaheiminum og raun ber vitni. Ástæðan er ekki sú að það sé erfitt að greina fölsun frá ekta verki; heldur er ástæðan sú að of margir eru tilbúnir að borga fyrir listina en ekki gefa henni tíma til að kynnast henni og njóta. Og of margir hafa fjárhagslegan hag af því að selja slíku fólki fölsuð verk. Þetta á svo sem við um flest annað líka. Þar sem kaupgeta hefur vaxið mun hraðar en þekking og kunnátta hafa vörumerki orðið að ígildi gæða. Stundum fer frægð merkis og gæði saman að einhverju leyti, stundum um skamma hríð; en á endanum er flest vörumerki étin upp af löngun kaupenda til að eignast gæði sem þeir kunna lítil skil á. Þetta á jafnt við um egypska bómull sem parmaskinku, balsamikedik sem málverk. Á öllum mörkuðum er meira framboð af vörumerktum eftiröpunum eða hreinum fölsunum en hinu sem upprunalega kveikti eftirspurnina. Og listamenn verða líka vörumerki; þeir listamenn sem slá í gegn eyða seinni hluta æfinnar oft í að apa eftir sjálfum sér ungum.

Við hengiflugið

Þetta er í sjálfu sér góð og þörf saga að segja. En aðstandendur Who the *$&% Is Jackson Pollock? vildu ekki sleppa höndunum af sögunni sem þeir ætluðu upphaflega segja og því leysist myndin eiginlega upp. Sagan þarfnast sigurs frú Hurton en sá sigur var ekki í boði. Og að sumu leyti er þetta líka vandi leikritsins. Eins og heimildarmyndin vill leikritið ekki taka vonina um stóra happdrættisvinninginn af Teri Hurton, sem reyndar heitir Maude Gutman (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) í leikritinu, er yngri en frú Hurton og fyrrverandi barþjónn en ekki vörubílstjóri. Það er eins og höfundarnir vilji ekki svipta þær Maude/Teri voninni því þeim finnst að hún sé það eina sem Maude/Teri eigi eftir. Til að skilja eftir glufu efasemda lætur Stephen Sachs Lionel Percy sjálfan hafa keypt falsaðan fornmun þegar hann var forstöðumaður Metropolitan Museum of Art og hrökklast af þeim sökum úr starfi. Það passar ekki við sögu Thomas Hoving. Hann var hins vegar ósmeykur við að kaupa stolna og smyglaða fornmuni af vafasömu liði; safnið neyddist til dæmis til að skila aftur til Ítalíu myndskreyttu keraldi sem tekið hafði verið úr gröf nærri Róm og smyglað til Bandaríkjanna. Vangaveltur verksins ná ekki að snerta á einsleitni listaheimsins;

hvernig hann upphefur tiltekin menningarsvæði og samfélagskima, karla fremur en konur, hvíta fremur en svarta og svo framvegis. Vangaveltur verksins um list og menningu eru miklu fremur um hvort þetta sé allt eitt allsherjar fals og blekking. Leikritið hangir því nærri því hyldýpi sem Vigdís Hauksdóttir og Elliði Vignisson eru; án þess þó að falla fram af.

Handan hyldýpisgjárinnar

Ástæða þess að bæði Stephen Sachs og höfundar Who the *$&% Is Jackson Pollock? vilja segja þessa sögu næsta augljóst sé að málverkið sé ekki eftir Jackson Pollock er að í fljótu bragði virðist þetta frábær saga af stéttaskiptingu. Þarna lýstur saman tveimur ólíkum heimum. Lionel Percy er forréttindagaur; fulltrúi þeirra sem hafa sveigt allar reglur að eigin þörfum og til þess að halda fólki eins og Maude Gutman á jaðri samfélagsins. Hann á peningana, hefur völdin og getur skilgreint hvað er gott og rétt; hvað er ekta og eftirsóknarvert. Allt sem Maude Gutman getur leyft sér er ómerkilegt og einskis virði, húmbúkk og hallæri. Og það er engin leið frá þeim stað sem Maude Gutman er á yfir í veröld Lionel Percy. Það kann að hafa verið einhvern tímann mögulegt; en það gerist vart lengur í Bandaríkjunum að nokkrum takist að hífa sig upp um öll þau samfélagslög sem skilja að þessi tvö. En þar sem málverkið er í sögunni einskonar öskubusku-töfraduft, amerískur draumur um útleið; ná þessar stéttaandstæður aldrei almennilega fram. Maude þyrfti að vakna af þessum draumi ef henni ætti að takast að fella forréttindaheim Percy. Sá heimur er ekki óekta vegna þess að hann sé hégómi og eftirsókn eftir vindi; heldur er hann falskur þar sem hann byggir á kerfisbundinni mismunun og sálarlausu óréttlæti gagnvart fólki eins Maude. Hún lifir í veröld sem er sniðin að þörfum annarra. Og hluti þeirra þarfa er að halda henni og hennar fólki niðri. Í stað þess að vinna úr þessum stéttaandstæðum leggur Sachs mest upp úr því að sýna áhorfendum að þrátt fyrir ólíka stöðu sé flest sameiginlegt með lífsglímu Percy og Maude. Það er bölvað maus að vera manneskja og lífið færir okkur mörg vonbrigðin. En þótt þetta hljómi dapurt þá er sýningin skemmtileg og ágætlega leikin. Í raun standa allir sig vel nema höfundurinn. Hann hafði úr miklu að moða en skilaði litlu. Aðrir gerðu meira úr því litla sem þeir fengu.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


Nýi habitat vörulistiNN vörulisti er komi komiNN – sæktu þitt ei eiNtak! SWINGO ruslafata 2.030 kr.

30% af öllum

umBRa vöRum

í dag og um helgina WALLFLOWER veggskraut 4.130 kr.

LUNA myndarammi 7.840 kr. MANTRA veggskraut 4.690 kr.

MANTRA - WHY WAIT veggskraut 2.450 kr.

BOHO klútahengi 2.765 kr.

BLACK TIE frá Umbra 1.820 kr. SUNFLOWER skartstandur 4.095 kr.

SCRIBE snagi 5.250 kr. MOTTO myndarammi 6.860 kr. CHRYSALIS veggskraut 2.450 kr.

CONCEAL ósýnilega hillan Lítil 2.030 kr. Stór 2.730 kr. MEMO minnisspjald 4.340 kr.

LINGUA veggklukka 8.680 kr. IMELDA skóhilla frá Umbra 5.460 kr.

ATH! Öll birt verð eru tilboðsverð.

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudega til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

Vefverslun á www.tekk.is


76

dægurmál

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 Í takt við tÍmann k aren Lind thompson

Getur ekki beðið eftir að komast í slátrið Karen Lind Thompson er 23 ára fitnessmeistari sem er uppalin á Þingeyri. Karen varð í öðru sæti í sínum flokki á Arnold Classic-mótinu á Spáni á dögunum og keppir á bikarmóti IFBB í fitness um helgina. Hún keyrir um á Skoda Octavia og horfir á Vampire Diaries. Ég fer yfirleitt til útlanda til að kaupa mér föt. Þá reyni ég að fara í Primark og þessar búðir. Annars kaupi ég fötin mín hér heima í Deres. Ég er í rauninni alltaf í æfingabuxum frá Under Armour, ég get ekki gengið í gallabuxum því þær þrengja svo að mér. Svo finnst mér stórar, kósí peysur voða þægilegar. Ég geng alltaf með víkingahálsmen með rúninni „orka“ og er ég „boddísprey“-fíkill.

Hugbúnaður

Ég æfi sex sinnum í viku nema þegar það er stutt í mót, þá æfi ég ellefu eða tólf sinnum á viku. Ég er að koma úr löngu keppnistímabili, ég er búin að vera á fullu í tvö ár, og þá er enginn tími til að vera í glasi. En í þessu örfáu skipti sem ég fer út þá fer ég á Austur og English Pub, það er svona vinsælast hjá mér. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir mínir eru Game of Thrones, Vampire Diaries og The Originals. Svo horfi ég á Greys Anatomy eins og flestar stelpur. Ég fer mikið í sund og laugin í Mosó er uppáhaldið mitt. Ég á tvo hunda, Border Collie kokteil og íslenskan, og afgangurinn af tímanum mínum fer í að fara út með þá.

Vélbúnaður

Ég þurfti að kaupa mér nýja tölvu til að geta sinnt einka- og fjarþjálfuninni

minni. Þetta er Sony Vaio, auðvitað bleik. Maður reynir að „stelpa“ sig svolítið upp eftir að hafa verið kallaður „tomboy“ í nokkur ár. Svo er ég líka með bleikan iPhone sem fer aldrei úr höndunum á mér. Ég nota mikið Instagram, Snapchat og Facebook.

Aukabúnaður

Ég reyni alltaf að elda heima. Uppáhaldið mitt er slátur. Ég get ekki borðað það þegar ég er að undirbúa mig fyrir keppni og þarf oft að bíða í fleiri mánuði eftir að komast í heimatilbúið slátur. Svona er ég enn mikil sveitastelpa, enda vorum við með eigin kindur þegar ég var að alast upp. Við erum með tvo bíla á heimilinu og ég keyri um á Skoda Octavia. Ég fæ nú ekki mikið frí en ég er nýkomin frá Úkraínu og Spáni þar sem ég var að keppa. Það er svolítið frí að komast aðeins út og það er klárlega kostur við fitnessið að fá að fara til landa sem maður færi annars ekki til. Uppáhalds staðirnir mínir eru Dýrafjörðurinn minn og Crawley í Englandi. Ég og kærastinn millilentum þar eftir mót í fyrra og festumst í tvo daga. Það hefur verið uppáhalds staðurinn okkar síðan.

Karen Lind Thompson er að læra hárgreiðslu meðfram því að keppa í fitness og starfa sem einkaþjálfari. Ljósmynd/Hari

Hvíta húsið/SÍA – 13-2734

Staðalbúnaður

14/11/2013

Hver ver ður meistari markaðsmálanna?

Hittumst á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 14. nóvember klukkan 12

Allir velkomnir Skráning á imark.is


k ns n le u Ís nn

Stjörnubörn

25% afsláttur af öllum barnafötum Stjörnubrá

tekur á móti börnum á laugardag milli 14 & 16 í verslun okkar á Laugavegi. Allir krakkar sem koma fá rúmföt fyrir bangsann og lukkumiða í skemmtilegu happdrætti. Verið velkomin!

Hlustið

á söguna um okkur á heimasíðu

lindesign.is

Þegar barnið vex upp úr flíkinni, komdu með hana gegn 15% afslætti af nýrri. Rauði krossinn sér um að endurnýta vöruna.

I L Æ M F A A YRI E R R U K Á A & 9 AVÍK

KJ M Y E R U Ð N O FÖG GARDAG - FRÁBÆR TILB LÝKUR LAU

20-40% afsláttur

af völdum rúmfötum Stærðir 140x200, 140x220 200x200, 200x220 & 220x220

Stærð 70x100 & 100x140 100% Pima bómull

Verð 34.990 kr

Afmælistilboð

29.990 kr

Ofnhanskar 25% afsláttur

Svuntur

25% afsláttur

Dúkar

Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn & bómull

30% afsláttur

100% dúnn

25% afsláttur

Ekkert fiður

Hárbönd

og margt fleira

Dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna

Barnarúmföt 20-40% afsláttur

Dúnmjúkur draumur

Stærð 140x200 - 790 gr fylling

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is


78

dægurmál

Helgin 8.-10. nóvember 2013

 SamSæri Hugvekja endurSkoðanda

Rokkað um lygavef eftirhrunsáranna Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi hefur kynnst afleiðingum hrunsins náið í starfi sínu og hefur fengið sig fullsaddan á spillingu og ráðaleysi í málefnum skuldara. Hann var í eina tíð bílskúrsrokkari og fékk gamla fiðringinn og hefur sent frá sér ádeilurokkarann Samsæri. Félagi hans, Jóhannes Eiðsson, syngur lagið sem hefur verið í spilun á Rás 2 og má nálgast á YouTube. „Það ágætt í mínu starfi að dreifa huganum við eitthvað þannig að maður er farinn að taka gítarinn upp,“ segir Gunnlaugur.

„Það er mjög mikil ádeila í textanum,“ segir hann og ekki virðist veita af miðað við upplifun hans. Hann hefur skrifað talsvert um afleiðingar hrunsins, komið að mörgum slíkum málum, höfðað dómsmál, fundað með alþingismönnum, skrifað sérfræðiskýrslur fyrir hæstarétt og fundað með þingmönnum og efnahags- og viðskiptanefnd. „Ég hef átt mikil samskipti við embættismenn og það má eiginlega segja það að þessi texti sé bara mín upplifun á þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu. Þetta er í

Kaldal aftur í Skaftahlíðina

raun og veru miklu ljótari staða heldur en hún virkar á yfirborðinu.“ Gunnlaugur segir fullt tilefni til að vera reiður og hugmyndin með laginu sé að reyna að vekja fólk til umhugsunar. „Vegna þess að eins og staðan er núna er leynt og ljóst verið að fá fólk til þess að sætta sig við það að þetta ástand í dag sé eðlilegt, þegar það er í hæsta máta óeðlilegt. Það er mikil reiði í mér. Og það kemur sennilega fram í þessum texta og ég held að ég sé að segja það sem margir hugsa.“ -þþ

„Það líður ekki sá dagur að ég geti ekki vitnað í þennan texta.“

 arna Bár a undirfatamódel opnar HárgreiðSluStofu Arna Bára opnar hárgreiðslustofuna sína á mánudaginn. Hún er þekktari fyrir að sitja fáklædd fyrir en að snyrta hár. Hún ætlar að sinna báðum störfum, öðru fullklædd en hinu hálf nakin.

Fjölmiðlamaðurinn Jón Kaldal er mættur til starfa á ný hjá 365 miðlum í Skaftahlíð. Eins og kunnugt er var Jón ritstjóri Fréttablaðsins þar til snemma árs 2010 þegar honum var sagt upp og Ólafur Stephensen ráðinn í hans stað. Í kjölfarið varð Jón fyrsti ritstjóri Fréttatímans. Jón Kaldal mun stýra nýjum vef sem ætlaður er erlendum ferðamönnum. Jón verður einn eigenda vefsins ásamt helstu eigendum 365. Vefurinn verður á ensku og hugmyndir eru um að tengja hann Miða.is sem 365 keypti nýlega. Sara McMahon, fyrrum blaðamaður á Fréttablaðinu, hefur þegar hafið störf við undirbúning vefsins ásamt Jóni. Stefnt er að því að vefurinn fari í loftið í febrúar.

Mynd/Hari

Sérhæfð í karlmönnum Veisla í Paradís Það verður nóg um að vera í Bíó Paradís þessa helgina. Á laugardagskvöld klukkan 20 rætist langþráður draumur margra þegar kvikmyndin Þúsund stormar verður sýnd. Um er að ræða heimildarmynd um Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Í myndinni er rætt við þá Björn Bjarnason, Guðna Ágústsson, Hannes Hólmstein Gissurarson, Illuga Gunnarsson og Kjartan Gunnarsson um Davíð og sýnd brot úr upptökum Sjónvarpsins af honum. Miðaverð er litlar eitt þúsund krónur og miðasala fer fram á Miða.is. Í kaupbæti tekur Hannes Hólmsteinn við spurningum úr sal að sýningu lokinni.

Torrini með tvenna tónleika

Þó Emilía Torrini hafi heillað marga með tónleikum sínum á Iceland Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi var augljóst að hún og hljómsveit hennar eru enn að slípast til fyrir væntanlegt tónleikaferðalag hennar. Þannig óskaði söngkonan eftir því að Rás 2 útvarpaði ekki tónleikum hennar frá hátíðinni eins og til stóð. Aðdáendur hennar munu þó fá tækifæri til að sjá hana í sínu besta formi í Eldborgarsal Hörpu föstudagskvöldið 6. desember. Miðasala er hafin á Miði.is og eru tvennir tónleikar í boði.

Hárgreiðslukonan og fyrirsætan Arna Bára Karlsdóttir vakti töluverða athygli þegar hún sigraði í myndasamkeppni á vegum Playboy, Miss Social, í fyrra. Hún stefndi ótrauð á heilmikla módelkeppni í Mexíkó í október en hætti við þegar henni bauðst pláss undir hárgreiðslustofu í Smáralind. Fyrirsætudraumurinn vék til þess að langþráður draumur um að opna hárgreiðslustofu mætti rætast en Arna telur sig geta farið létt með að sinna báðum þessum hugðarefnum sínum í framtíðinni.

H

árgreiðslukonan og fyrirsætan Arna Bára Karlsdóttir opnar á mánudaginn hárstofuna Fönix í Smáralind beint fyrir framan verslun Hagkaups. „Ég er með fjóra stóla hérna og Hrefna hárgreiðslumeistari verður hérna með mér og ég á von á að það fjölgi hjá okkur fljótlega,“ segir Arna. „Ég hef ekki rekið hárgreiðslustofu áður en kann bæði að klippa og reka fyrirtæki og svo er ég líka góð í markaðssetningu,“ segir Arna sem hefur lengi langað til að opna eigin stofu. „Ég ætlaði að gera það fyrir tveimur árum, þann 11.11.11, en þá var ég bara orðin ólétt að stráknum mínum. Þannig að það gekk bara ekki upp. Það er erfitt að byrja að klippa kasólétt.“ En nú er komið að því og Arna opnar Fönix á mánudaginn, þann 11.11.13. „Það verður opnunarpartí frá klukkan 16–20 þar sem allir eru velkomnir. Ég verið með tilboð á vörum, léttar veitingar og Dj A. Handsome og Dj Kiddi Ghozt spila.“ Arna ætlaði sér að vekja frekari athygli á sér sem fyrirsætu í heilmikilli keppni í Mexíkó í október en „þá fékk ég plássið í Smáralind byrjun október þannig að ég kaus að opna stofuna frekar en að fara. Mig langar samt rosalega að fara út aftur, ekki síst vegna þess að nokkrar stelpur sem ég þekki og fóru eru farnar að birtast í blöðum núna.“ En er ekki vonlaust að ætla að reka hárgreiðslustofu og vera að þeytast út um allt í ljósmyndatökum á sama tíma? „Sem betur fer er ég alveg brjálæðislega ofvirk og er rosalega mikill orkubolti og ég vil alltaf hafa nóg að gera í lífinu. Ég er alltaf í myndatökum og er alltaf að bóka ný og ný verkefni. Fyrir tveimur vikum flugu þrír ljósmyndarar hingað til að taka myndir af mér. Það var mjög gaman og vel borgað. “ En er hún alltaf að striplast fyrir framan vélarnar? „Ég er náttúrlega undirfatamódel þannig að maður er ekki mikið í fötum. Þeir voru með eitt-

Og ég er ekkert að fara að klippa í bikíníi eða flegnu.

hvert fáránlegt þema um daginn og þöktu mig með bílplötum. Ég hló mikið að því. Það var eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Annars er ég í léttum verkefnum núna og passa að bóka mig ekki mikið á næstunni vegna þess að það verður brjálað að gera í hárgreiðslunni næstu tvo mánuði en ég fer aftur af stað í janúar.“ Arna segist fylgjast vel með öllum straumum í tískunni og hún sé jafnvíg á karla og konur þegar kemur að klippingum. „Málið er samt að ég var að vinna á rakarastofu þannig að ég er alveg sérhæfð í karlmönnum og mér finnst rosalega gaman að klippa karlmenn. Upphaflega hugmyndin var að vera aðallega rakari en ég hef fundið fyrir svo miklum áhuga hjá stelpum og konum þannig að þetta verður blandað og það er öllum óhætt hjá mér.“ Arna segir að sér hafi verið strítt nokkuð með spurningum um hvort hún ætli að klippa fólk fáklædd en segir slíkt grín út í hött. „Ég er mjög fagmannleg í báðum störfum. Þegar ég er módel er ég módel og þegar ég er að klippa er ég rakari. Og ég er ekkert að fara að klippa í bikíníi eða flegnu. En þegar ég fer út að skemmta mér get ég verið rosaleg í klæðnaði. Þannig að fólk þekkir mig varla í vinnunni.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


PIPAR\TBWA • SÍA • 132922

rétt sem n n a þ u ld u KFC, ve . íð s k o o b e ið máltíð c n a n F u á r i t u t Kík og þú gæ r u t s e b þér þykir

KJÓSA

FAXAFENI GRAFARHOLTI SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI KÓPAVOGI MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ SELFOSSI

WWW.KFC.IS

facebook.com/kfc.is


HE LG A RB L A Ð

Hrósið ... fær Karen Lind Tómasdóttir sem vakti athygli á því í vikunni að ýmsar nauðsynjavörur vantar í Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur. Bloggfærsla hennar á Trendnet.is um málið hefur vakið mikla athygli.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  BakHliðin Birta Líf KriStinSdóttir

ALLT FYRIR SVEFNINN KAUPTU 2 OG SPARAÐU

SPARIÐ

153 X 203 SM.

1000

20.000

PLUS ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

Stelur alltaf senunni Aldur: 29. Maki: Nei. Börn: Nei.

FULLT VERÐ: 99.950

79.950

blue sky AMeRIsk DÝNA Miðlungsstíf dýna með 250 pokagormum pr. m2. Innifalið í verði er 4 sm. þykk og góð yfirdýna. Vnr. 8880000667

Foreldrar: Kristíana Baldursdóttir og Kristinn Steinar Karlsson.

SPARIÐ

Áhugamál: Veður og flug.

10.000

Menntun: Meistarapróf í veðurfræði og atvinnuflugmannspróf. Starf: Veðurfræðingur. Stjörnumerki: Vatnsberi. Stjörnuspá: Þú þarft að beita öllum þínum sannfæringarkrafti til þess að vinna samstarfsmenn þína á þitt band. Ef þú veist hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, þá er upplifun annarra einungis tálsýn.

AlVAR sæNGuRVeRAseTT Efni: 100% bómullarkrep. Stærð: 140 x 200 sm. / 50 x 70 sm. Lokað með tölum. 1 sett 3.995 2 sett nú 6.990 Vnr. 1279289, 1279289

SPARIÐ

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

SÆNGURVERASETT

3.995

5000

HEIT

H

ún er alveg yndisleg. Skemmtileg og rosalega sjarmerandi og góð manneskja,“ segir Perla Dís, systir Birtu Lífar. „Hún gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur og góðmennskan geislar af henni. Hún telur senunni hvar sem hún kemur. Það er ekki spurning.“

Veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir þreytti frumraun sína í veðurfréttum Sjónvarps í vikunni og vakti mikla athygli áhorfenda og Eiríkur Jónsson blaðamaður lýsti stemningunni á þessa leið á vef sínum: „Þjóðin kipptist við fyrir framan sjónvarpstækin á mánudagskvöldið þegar nýr veðurfræðingur birtist.“ Þannig að ekki er annað að sjá en ný stjarna hafi skotist upp á veðurhimininn.

PLÖTUSPILARI

135 X 200 SM. FULLT VERÐ: 19.950

NANTes fATAskápAR Flottur fataskápur með fataslá, hillum og 3 skúffum. Litir: Hvítur og hvíttuð eik. 3ja dyra Stærð: B146 x H201 x D60 sm. Vnr. 3698735, 3698704

PLUS FULLT VERÐ: 49.950

39.950

GOLD eIN St ök GÆ ÐI

Verð 39.900,-

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

VERÐ FRÁ:

ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI

sIRIus ClAssIC DúNsæNG Gæðasæng fyllt með 750 gr. af smágerðum andúni / andafjörðum og fíbertrefjum. Þessi blanda af dúni og fíbertrefjum gefur sænginni góða fyllingu og styttir þurrktímann eftir þvott. Mjúkt áklæði úr 100% bómull. Má þvo við 60°C. Sængurtaska fylgir. Stærð: 135 x 220 sm. fullt verð 22.950 nú 17.950 Vnr. 4031350

14.950

KAUPTU 2 OG SPARAÐU

1000 BÓMULLARSATÍN

GOLD eIN St ök GÆ ÐI

eRNA sæNGuRVeRAseTT Efni: 100% bómullarsatín. Stærð: 140 x 200 sm. / 50 x 70 sm. Lokað að neðan með tölum. 1 stk. 3.995 nú 2 stk. 6.990 Vnr. 1272380

2.995

kRONbORG luX TeyGjulök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir. Ath. mismunandi litir á milli stærða. Stærðir: 90 x 200 x 35 sm. 2.995 140 x 200 x 35 sm. 3.495 180 x 200 x 35 sm. 3.995 Vnr. 1483300

SÆNGURVERASETT

www.rumfatalagerinn.is

3.995


1. tölublað 1. árgangur

8. nóvember 2013

Sykuróð þjóð að springa úr spiki Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða og neyta óhóflegs magns af sykri. Hundrað manns fara í offitumeðferð á Reykjalundi á ári hverju og sjúklingarnir verða sífellt yngri og yngri. Tíðni sykursýki 2 hefur aukist um helming hjá körlum og rúma tvo þriðju hjá konum undanfarna áratugi og á sama tíma hefur meðalþyngd þjóðarinnar rokið upp. 57 prósent fullorðinna og 18,6 prósent barna eru yfir kjörþyngd. Íslendingar borða 60 kíló af sætindum á ári. Síða 10

Komast eKKi á Klósettið

Getum bjarGað 40 mannslífum á ári

Græða sár með þorsKroði

nýtt líf á reyKjalundi

Álag á hjúkrunarfræðinga er slíkt að þeir komast ekki á salernið heilu vaktirnar né geta tekið sér matarhlé.

Læknir segir að skimun eftir ristilkrabbameini getið lækkað dánartíðni um 70-80%.

Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis nær eftirtektarverðum árangri við þróun lækningavara.

Gróa Axelsdóttir var 120 kíló og með áunna sykursýki. Hún umbylti lífi sínu og varð í kjölfarið ólétt.

Síða 2

Síða 4

Síða 6

Síða 12


—2—

8. nóvember 2013

Ragnheiður S. Einarsdóttir yfirsjúkraþjálfi tekur á móti lasertækinu úr höndum þeirra Ingrid Kuhlman og Þórunnar Hildu Jónasdóttur frá Lífi styrktarfélagi.

Líf afhenti Sjúkraþjálfun Landspítalans lasertæki Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, afhenti Sjúkraþjálfun Landspítalans við Hringbraut nýtt Power Laser Pro Standard 1500 lasertæki á dögunum. Tækið er kærkomin viðbót við tækjakost til Sjúkraþjálfunarinnar og mun nýtast vel til þjónustu við það fólk sem til sjúkrahússins leitar. Auðveldlega er hægt að flytja tækið á milli deilda spítalans því það er lítið og létt. Tækið kostaði sex hundruð þúsund krónur. Þær Ingrid Kuhlman, varaformaður Lífs styrktarfélags, og Þórunn Hilda Jónasdóttir, framkvæmdastýra félagsins, afhentu Ragnheiði S. Einarsdóttur yfirsjúkraþjálfa lasertækið. 

Lilja Guðlaug Bolladóttir er hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðamóttöku LSH og segir oft erfitt að finna tíma til að fara á salerni í vinnunni. „Á vöktunum erum við stöðugt að forgangsraða og endur forgangsraða verkefnum og þá mæta klósettferðir oft afgangi og þegar maður loksins lætur eftir sér að fara á klósettið er maður oft búinn að halda í sér í nokkra klukkutíma.“ Ljósmynd/Hari.

Heilu vaktirnar án salernisferða

Hátæknisetur rís í Vatnsmýri Fyrsta skóflustungan að Hátæknisetri Alvogen var tekin í vikunni. Hús fyrirtækisins mun rísa innan Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Heildarfjárfesting fyrirtækisins vegna verkefnisins er áætluð um 25 milljarðar króna, þar með talin uppbygging á aðstöðu á Íslandi fyrir um átta milljarða króna. Um 400 ársverk munu skapast á rúmlega tveggja ára framkvæmdatíma en auk þess er búist við að 200 ný stöðugildi muni skapast til framtíðar hjá Alvogen á Íslandi á næstu árum. 

Sökum álags í starfi hjúkrunarfræðinga getur verið erfitt fyrir þá að sinna grunnþörfum á vöktum, eins og að fara á salerni og taka sér matarhlé. Álagið hefur verið viðvarandi í mörg ár og er ekki einskorðað við Landspítala.

M

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is . Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is . Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gefinn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.

ikið álag hefur verið á hjúkrunarfræðingum árum saman og getur sú staða komið upp að tími gefist ekki til að fara á salerni. Að sögn Ólafs G. Skúlasonar, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, getur það gerst að hjúkrunarfræðingar komist ekki á salerni heilu vaktirnar. „Við höfum þó ekki kannað hversu algengt það er. Eðli starfsins er þannig að við verðum að sinna fólki þegar það þarf á okkur að halda og stundum þegar álagið er mikið gefst ekki tækifæri til salernisferða. Sjálfur hef ég lent í því að komast ekki á salerni eða í mat þegar ég er á vakt,“ segir hann. Lilja Guðlaug Bolladóttir er hjúkrunarfræðingur á Slysa- og bráðadeild Landspítala og segir hún oft erfitt að finna tíma til fara á salerni í vinnunni. „Á vöktunum erum við stöðugt að forgangsraða og end-

Jólablað Fréttatímans Jólablað Fréttatímans kemur út fimmtudaginn 28. nóvember

Jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna jólavörunar. Blaðið verður stútfullt af spennandi, jólatengdu efni sem er skrifað af reyndum blaðamönnum. Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til viðskiptavina þinna. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólablaðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og gluggar ítrekað í það við jólaundirbúninginn. Við bjóðum gæði, gott verð og um 109.000 lesendur HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

ELGARBLAÐ Hafðu samband við Hauglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is ÓKEY

PIS

HELGARBLAÐ

ur forgangsraða verkefnum og þá mæta klósettferðir oft afgangi og þegar maður loksins lætur eftir sér að fara á klósettið er maður oft búinn að halda í sér í nokkra klukkutíma.“ Vaktir hjúkrunarfræðinga geta verið frá fjórum til tólf klukkustunda. Ólafur segir algengt að vaktir um helgar séu tólf tímar því þá þurfi færri hjúkrunarfræðinga til að manna þær. Sökum álags getur einnig reynst erfitt fyrir hjúkrunarfræðinga að ná samfelldu hálftíma matarhléi. Lilja borðar yfirleitt í miklum flýti vegna fjölda verkefna á sinni deild. „Við borðum þegar við getum en ekki endilega á þessum almennu matartímum. Stundum komumst við í mat en stundum gleypum við eitthvað í okkur á hlaupum. Oft erum við að standa upp frá matartímanum og þurfum að hlaupa í eitthvað brátt, svara fyrirspurnum, taka símann og svo fram-

Sjálfur hef ég lent í því að komast ekki á salerni eða í mat þegar ég er á vakt.

vegis. Næturvaktirnar hafa oft verið erfiðar og ekki óalgengt að vaktin mæti um klukkan 23 og setjist ekki niður fyrr en undir morgun, stundum um fimm leytið,“ segir hún. Ólafur segir vandamálið ekki bundið við Landspítalann heldur geti slík staða komið upp á öllum heilbrigðisstofnunum. „Ég veit að úti á landi borðar fólk á sínum deildum og það er kallað til á meðan það er að borða. Auðvitað er reynt að komast hjá því en ekki alltaf hægt.“ Vandamálið hefur verið viðvarandi í mörg ár. „Ástandið var orðið svona slæmt fyrir kreppu. Það kom aldrei neitt góðæri í heilbrigðiskerfinu,“ segir Ólafur. Lilja tekur í sama streng og segir Landspítalann hafa verið sveltan fjárhagslega í langan tíma. „Fyrir átta árum voru uppi hugmyndir meðal hjúkrunarfræðinga um að fara í verkfall. Reglurnar eru þannig að í verkföllum skuli vera neyðarmönnun á öllum deildum. Það er alltaf neyðarmönnun hvort eð er hjá okkur og hefur verið í mörg ár svo verkfall er bitlaust vopn í launabaráttunni okkar,“ segir hún.

Nýjar rannsóknir á Alzheimers-sjúkdómnum Nýleg rannsókn norskra og breskra vísindamanna hefur leitt í ljós að hægt er að hægja á eða stöðva þróun Alzheimers-sjúkdómsins með B-vítamíni. Tvö hundruð manns með Alzheimers á byrjunarstigi tóku þátt í rannsókninni sem stóð í tvö ár. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa og fékk annar hópurinn stóra skammta af B-vítamíni en hinn ekki. Niðurstaðan var sú að B-vítamín

kom í veg fyrir heilarýrnun og þeir sem tóku það inn voru með níutíu prósent minni rýrnun en þeir sem ekkert Bvítamín fengu. Önnur alþjóðleg rannsókn sýndi að í það minnsta 21 breytileiki í erfðamengi tengist Alzheimers-sjúkdómnum og er það helmingi meira en áður var talið. Hundrað fjörutíu og fimm vísindastofnanir tóku þátt í rannsókninni þar sem borið var saman erfðaefni 17.000 sjúklinga og 35.000 heilbrigðra.


Heilsa ogHreyfing.is Vefverslun með vörur sem tengjast HEILSU og HREYFINGU Frí heimsending um allt land - 14 daga skilafrestur

Ný kynslóð af liðvernd

Við erum Mylan eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims


—4—

Rannsókn yfir

Hollvinasamtök Reykjalundar stofnuð Hollvinasamtök Reykjalundar voru stofnuð um síðustu helgi. Hlutverk samtakanna verður að styðja við starfsemi Reykjalundar eins og kostur er með fjáröflun og fjárstuðningi. Félagar úr Styrktarog sjúkrasjóði verslunarmanna, sem stofnaður var 1867, hafa verið styrktaraðilar Reykjalundar til margra ára og eru nú meðal hvatamanna að stofnun hollvinasamtakanna. Að sögn Bjarna Ingvars Árnasonar, stjórnarmanns í hollvinasamtökunum, er það einlæg ósk þeirra að nokkur þúsund manns skrái sig í samtökin og leggur hann áherslu á að bæði einstaklingar og fyrirtæki geti styrkt Reykjalund. „Á Reykjalund koma á annað þúsund manns á ári og vonum við að sá hópur og þeirra aðstandendur vilji láta til sín taka og styrkja þá góðu starfsemi sem þar er. Þetta er kærkomin leið fyrir þá sem hafa notið þjónustunnar að láta þakklæti sitt í ljós með því að gerast hollvinur. Þannig verður hægt að taka á móti ennþá fleiri Íslendingum sem þurfa á heilsunni að halda.“ Bjarni segir erfitt að reka sjúkrastofnanir í dag þar sem rétt svo sé til nægt fjármagn til að greiða laun en ekkert umfram það og því sé starfsemi hollvinasamtakanna mikið tilhlökkunarefni. „Fólk er afskaplega kátt með starfið á Reykjalundi. Bæði þeir sem vinna þar og þeir sem koma þangað til að njóta þess sem boðið er upp á. Það verða allir hissa sem koma þarna hvað það er góður andi þar og dvölin góð og gagnleg.“ Í undirbúningsstjórn samtakanna eru Haukur Fossberg Leósson framkvæmdastjóri, Dagný Erna Lárusdóttir, formaður SÍBS, Auður Ólafsdóttir, varaformaður SÍBS, Ásbjörn Einarsson verkfræðingur, Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður, Jón Ágústsson skipstjóri, Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri og Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar. 

12 11 ára tímabil í

löndum Evrópu sýndi að með skimun lækkaði dánartíðni í þessum ríkjum mikið.

8. nóvember 2013

Hjá körlum lækkaði dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um

Árlega greinast

Kostnaður með meðferð við ristilkrabbamein er

Hjá konum lækkaði dánartíðnin um

með ristilkrabbamein á Íslandi. Árlega deyja

milljarður á ári. Áætlaður kostnaður við skipulagða skimun er áætlaður

af völdum ristilskrabbameins á Íslandi.

milljónir.

73% 135 1,5 82% 55 100

Skimun eftir ristilkrabbameini lækkar dánartíðni um 70-80% Niðurstöður nýrrar evrópskar rannsóknar, sem kynnt var á Evrópska krabbameinsþinginu í Amsterdam sýna að í þeim löndum þar sem boðið er upp á leit að ristilkrabbameini er dánartíðni af völdum þess mun lægri en annars staðar. Ristilkrabbamein er ein algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og deyja árlega um fimmtíu manns af þess völdum hér á Íslandi. Skipulögð skimun er nú hafin í mörgum ríkjum Evrópu og segir sérfræðingur í meltingarsjúkdómum Íslendinga vera langt á eftir öðrum og ekki einu sinni farna að undirbúa skipulagða leit að þessu krabbameini.

Á

Evrópska krabbameinsþinginu í Amsterdam nú í haust voru kynntar niðurstöður viðamikillar rannsóknar á forvörnum gegn ristilkrabbameini. Rannsóknin náði yfir tólf ára tímabil og sýndu niðurstöðurnar að í þeim löndum þar sem leitarstarf beinist að stórum hluta þeirra sem eru í áhættu er dánartíðni af völdum þessa krabbameins mun lægri en annars staðar. Í þeim löndum þar sem leit er beitt hefur dánartíðni hjá körlum lækkað um 73 prósent en um 82 prósent hjá konum. Það myndi þýða að hægt væri að bjarga um 40 mannslífum á ári hverju hér á landi. Í þeim löndum þar sem ekki er boðið upp á skimun er dánartíðnin óbreytt eða vaxandi. Þá sýndu niðurstöðurnar að skimun eftir ristilkrabbameini er jafnvel áhrifaríkari, þegar litið á kostnað til að lækka dánartíðni, borið saman við skimun eftir brjóstakrabbameini. Ásgeir Theódórs, læknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, hefur í áratugi verið ötull talsmaður skimunar gegn ristilkrabbameini. „Líkurnar á að fá ristilkrabbamein aukast með hækkandi aldri eftir fimmtugt. Skimun skilar góðum árangri og lækkar dánartíðnina til muna eins og nú kemur fram í fyrrnefndri rannsókn. Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi og greinast rúmlega 135 einstaklingar með þetta mein árlega og rúmlega 50 Íslendingar deyja árlega vegna þess. Það er því til mikils að vinna að greina meinið á forstigi og geta þannig bjargað lífi fólks,“ segir hann. Ásgeir segir Íslendinga vera að dragast verulega aftur úr öðrum vestrænum ríkjum þegar kemur að forvörnum gegn ristil-

Ásgeir Theódórs, læknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, segir mikilvægt að hefja skimun gegn ristilkrabbameini. Krabbameinið lýsi sér þannig að fólk fái góðkynja forstig en þegar einkennin komi fram sé krabbameinið yfirleitt orðið útbreitt og því erfiðara að beita meðferð sem læknar meinið. Ljósmynd/Hari.

krabbameini sem sé miður. „Hér á landi höfum við í mörg ár verið í fararbroddi varðandi skimun gegn brjósta- og leghálskrabbameini. Það er því mikil synd að við skulum nú vera eftirbátar annarra og ekki veita sambærilega þjónustu og nágrannalönd okkar í baráttunni gegn þessu algenga og skæða krabbameini. Stjórnvöld eru ekki einu sinni farin að undirbúa skipulagða leit að ristilkrabbameini, svo vitað sé, þegar löndin allt í kringum okkur hafa gert það í mörg ár og aðgerðir þeirra farnar að skila árangri.“

Pokasjóður gefur Landspítala brjóstholssjá Pokasjóður verslunarinnar afhenti skurðstofum Landspítalans við Hringbraut brjóstholssjá á dögunum. Brjóstholssjáin kostaði níu milljónir og mun leysa af hólmi annað tæki af tveimur slíkum sem fyrir eru en þau eru orðin tíu og fimmtán ára gömul og standast ekki kröfur nútímans, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Brjóstholssjá er notuð við lungnaskurðaðgerðir, til dæmis þegar verið er að fjarlægja minni æxli og þegar rof verður á lunga, við sýnatöku og fleira. Einnig er búnaðurinn notaður til kviðsjársaðgerða, til dæmis til að fjarlægja gallblöðrur og botnlanga. Búnaðurinn samanstendur af sérstakri sjá, sem eins konar myndavél, ljósgjafa, sjónvarpsskjám og loftdælu sem getur blásið upp holrými.

Pokasjóður verslunarinnar hefur breytt áherslum sínum og á þessu ári verður tímabundið dregið úr hefðbundnum úthlutunum sjóðsins sem hafa í gegnum

tíðina farið til umhverfis- og mannúðarmála, lista, menningar, íþrótta og útvistar. Í ár verða fjármunir sjóðsins nýttir til tækjakaupa fyrir sjúkrastofnanir landsins. Þá hefur

Fulltrúar Pokasjóðs og Landspítalans við afhendingu brjóstholssjárinnar. Sjóðurinn hefur breytt áherslum tímabundið og nýtir fjármuni sína nú alfarið til tækjakaupa fyrir sjúkrastofnanir á Íslandi.

sjóðurinn skuldbundið sig til að kaupa lungnatæki fyrir Landspítalann að andvirði tuttugu og fimm milljóna króna. Að Pokasjóði standa ÁTVR, Bónus, Hagkaup, Kaupfélag Héraðsbúa, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Kaupfélag V-Húnvetninga, Samkaup og Þín verslun. Á síðasta ári úthlutaði sjóðurinn sjötíu og einni milljón króna og hefur frá stofnun úthlutað um það bil einum og hálfum milljarði.

Tómas Guðbjartsson skurðlæknir tók við brjóstholssjáinni fyrir hönd Landspítalans.

Árlega kostar tæpan einn og hálfan milljarð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein. Þá er ótalinn sá kostnaður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiðingar þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum aldurshópum hér á Íslandi hefur, að sögn Ásgeirs, verið áætlaður um 100 milljónir króna. „Í heilbrigðisáætlun til ársins 2020 kemur fram að hefja eigi undirbúning að skimun árið 2014. Ég efast um að sú áætlun muni standast. Stjórnmálamenn tala fjálglega um forvarnir en virðast eiga erfitt með að setja sér langtímamarkmið. Árangur forvarna kemur ekki í ljós fyrr en eftir nokkur ár og oft ekki á einu kjörtímabili. Þó er ljóst að eftir nokkur ár munu stórar fjárhæðir sparast sem annars fara í krabbameinsmeðferðir.“ Árið 2007 var samþykkt þingsályktunartillaga um að beina þeim tilmælum til þáverandi heilbrigðisráðherra að hefja skimun og var búið að úthluta 20 milljónum króna til verkefnisins. „Þrátt fyrir góð fyrirheit voru þessir fjármunir settir í annað verkefni. Við erum raunar í sömu sporum og fyrir 30 árum.“ Nær öll ristilkrabbamein hafa góðkynja forstig sem er svokallaður ristilsepi. „Með því að finna sepann og fjarlægja hann getum við forðað því að krabbamein nái að myndast. Þessir forstigssepar gefa yfirleitt engin einkenni og því veit fólk ekki af þeim. Þess vegna er mikilvægt að koma til skoðunar áður en einkenni koma fram. Þegar fólk er komið með einkenni er sjúkdómurinn oft útbreiddur og mun erfiðara að beita meðferð sem læknar krabbameinið. Þess vegna skiptir skimunin svo miklu máli.“


Vandaðir og þægilegir vinnustólar sóma sér vel þar sem mest á reynir Gott skipulag skilar árangri Scan Modul birgðastýring • Heildstæðar lausnir fyrir heilbrigðisstofnanir • Sparar tíma, pláss og fjármuni • Aukin hagræðing og betri nýting á vörubirgðum Scan Modul vagnar • Birgðastýring á hjólum einfaldar vinnuferlið • Hreyfanleiki auðveldar aðgengi

HJÚKRUNARHEIMILI – LÆKNASTOFUR – SJÚKRAHÚS

Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd.

Clean fyrir sturtu og salerni

Guldmann endingargóði lyftarinn

Taurus göngugrindin

• Léttur og aðgengilegur stóll • Úrval aukahluta • Endingargóður og traustur

• Ný og falleg hönnun • Rafglenna á hjólastelli • Seglupphengi (herðatré) auðvelt í notkun

• Hæðarstilling með gaspumpu • Hægt að nota í sturtu • Fyrir heimili og stofnanir

Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 15 • Opið sunnudaga í aðventunni kl. 13 - 17 • Sími 569 3100 • eirberg.is


—6—

8. nóvember 2013

Græða sár með þorskroði Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur á undanförnum árum unnið að þróun lækningavara úr þorskroði sem notuð eru til að laga vefjaskaða. Fyrirtækið hefur meðal annars þróað stoðefni úr þorskroði sem notað er til að græða þrálát sár og sértæk húðkrem með omega3 fiskiolíum fyrir húðvandamál af ýmsu tagi. Yfirleitt eru slík stoðefni unnin úr svínaþörmum og var þorskroðinu því tekið fagnandi í Mið-Austurlöndum þar sem mikill meirihluti íbúanna er múslimar. Sáravaran er einnig seld í Bretlandi og er næsta skref hjá Kerecis að hefja sölu í Bandaríkjunum sem er stærsti markaður í heimi fyrir sáravörur.

Sérfræðingar Kerecis hafa þróað stoðefni úr þorskroði til að græða þrálát sár. Ljósmynd/Kerecis.

Þrír af stofnendum Kerecis, frá vinstri Guðmundur Fertram, Baldur Tumi og Hilmar Kjartansson. Ljósmynd/Kerecis

D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

K

erecis var stofnað árið 2009 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni framkvæmdastjóra ásamt Baldri Tuma Baldurssyni húðlækni, Hilmari Kjartanssyni bráðalækni og Ernest Kenney einkaleyfalögfræðingi. Þá fluttu Guðmundur og Hilmar frá Nýja-Sjálandi til Íslands þar sem þeir höfðu starfað saman í nokkur ár. Áður hafði Guðmundur starfað með Baldri Tuma og Ernest hjá Össuri. Hópurinn ákvað að ráðast í það verkefni að þróa stoðefni fyrir þrálát sár úr þorskroði og fékk tíu milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði Íslands sem Guðmundur segir hafa skipt sköpum fyrir verkefnið. Í kjölfar styrksins var Dóra Hlín Gísladóttir efnaverkfræðingur ráðin en hún er í dag rekstar- og þróunarstjóri félagsins. Nú, fjórum árum síðar, stendur fyrirtækið á tímamótum og er að komast af því stigi að vera þróunarfyrirtæki í að verða fullgilt sölu- og markaðsfyrirtæki. Verksmiðja Kerecis er á Ísafirði en skrifstofa í miðbæ Reykjavíkur. Árið 2009 var örveruprófunarstofu á staðnum lokað og fékk Kerecis því kjörið húsnæði og gat boðið því fólki starf sem áður vann þar. Vörurnar eru svo unnar úr eldisfiski úr Ísafjarðardjúpi.

Aflimun vegna þrálátra sára

Með aukinni offitu hefur tilfellum áunninnar sykursýki fjölgað víða um heim. Einn fylgifiskur sykursýkinnar eru þrálát sár á fótum sem erfitt getur verið að meðhöndla. Þegar sár hafa stækkað og ná inn að beinum geta beinin sýkst og er aflimun þá eina úrræðið. „Þrálát sár geta haft gríðarleg áhrif á lífsgæði fólks og ef til aflimunar kemur getur það stytt lífslíkur til muna. Tökum sem dæmi aldraða manneskju með sykursýki. Undir eðlilegum kringumstæðum eru lífslíkur ágætar en ef til aflimunar kemur snar minnka meðal lífslíkur niður í tvö ár. Ástæðan er sú að fólk hreyfir sig minna en áður og missir jafnvel tengsl við samfélagið,“ segir Guðmundur. Það reyni auk þess mikið á heilbrigðisstarfsfólk að annast sjúklinga með þrálát sár sem ekki er hægt að græða – það sé erfitt á tímum hátækni læknavísinda að geta ekki lokað sári. Það séu því allir að leita eftir lausn og því mjög skemmtilegt að koma með vöru sem þessa á markað. „Það er auðvelt að koma með nýja vöru á markað sem beðið er eftir,“ segir Guðmundur. Lítill bútur af stoðefninu kostar hundrað og tuttugu dollara og er grammið því dýrara en gramm af gulli.

Stoðefni fyrir kviðslit, heilabast og brjóstauppbyggingu

Kerecis vinnur nú að þróun þriggja tegunda af

stoðefni úr þorskroði sem ætluð eru til notkunar við kviðslit, endursköpunar á brjóstum og þegar bæta þarf við heilabast sem er efnið á milli heilans og höfuðkúpunnar. Að sögn Guðmundar var sú aðferð notuð áður fyrr að kviðslit voru saumuð og þurfti fólk þá að liggja alveg kyrrt í mánuð. Síðar hafi verið notast við plastefni en gallinn við þau sé sá að þau valdi oft óþægindum og aflagi jafnvel kviðinn, til dæmis ef fólk fitnar. Stoðefni fyrir heilabast er notað þegar fólk hefur fengið krabbamein eða áverka eftir slys. „Á milli heilans og höfuðkúpunnar er heilabast og ef það rofnar er erfitt að ná því saman og teljum við að stoðefnið eigi eftir að gefa góða raun.“

Fyrstu skref í sölumálum tekin í Mið-Austurlöndum

ríska matvæla- of lyfjaeftirlitinu, FDA. Félagið hefur einnig varið miklum fjármunum í skráningu á einkaleyfum og hefur skráð einkaleyfi í 56 löndum. Einkaleyfi eru mikilvæg fyrir fyrirtæki eins og Kerecis og vernda hönnun og tækni í tuttugu ár eftir að sótt hefur verið um. Sáravöru Kerecis er dreift af Medline, bandarísku fyrirtæki. „Það er ekki stefnan hjá okkur að fást sjálfir við sölumál til sjúkrahúsa erlendis. Okkar markaðsstarf byggist á samstarfi um rannsóknir við lækna og hjúkrunarfræðinga víðs vegar um heim en vísindagreinar, rannsóknargögn og kennsluefni eru markaðsefnið sem notað er í þessum geira.“ Yfirleitt er fyrirkomulagið þannig hjá sjúkrahúsum að vera með innkaupasamlög og gera síðan útboð sem stór fyrirtæki taka þátt í og því sé erfitt að komast að með aðeins eina vöru.

Ný tækni byggir á því að setja húð af líkum í alvarleg, þrálát sár en framboð af mannshúð er lítið.

Kerecis hefur þróað vörur sínar á Íslandi og eru þær fluttar til Bretlands og Mið-Austurlanda, auk þess að vera seldar á Íslandi. Guðmundur segir það ekki hafa verið flókið mál að komast inn á markaðinn í Mið-Austurlöndum og eru ástæðurnar einkum þær að hátt hlutfall íbúa þar sé með sykursýki, á sumum svæðum jafnvel allt að tuttugu prósent. Þá séu flestir íbúarnir múslimar og notist því ekki við vörur sem unnar eru úr svínum en stoðefni til að græða þrálát sár hafa hingað til yfirleitt verið unnin úr svínaþörmum. Stoðefni Kerecis eru lækningavörur og gildir það sama um þær og lyf, að markaðsleyfi þarf frá yfirvöldum í hverju því landi þar sem selja á vörurnar. Fyrirtækið hefur aflað markaðsleyfa í Evrópu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum og yfir stendur vinna við að afla markaðsleyfis hjá Banda-

Ný tækni við meðhöndlun þrálátra sára

Áður fyrr voru þrálát sár meðhöndluð með grisjum og snérist meðhöndlunin um að halda sárunum þurrum sem Guðmundur segir ekki gott því til að sár grói þurfi frumur að komast úr barmi sársins og inn í það til að búa til nýjan vef. Sé sárið alltaf þurrt fái frumurnar ekki vatn og skraufþurrt sár sé ekki lífvænlegt umhverfi fyrir frumurnar. Upp úr 1960 fóru svo að koma á markað sáraumbúðir af ýmsum gerðum sem stilla af rakastig sársins og gera það lífvænlegt fyrir frumur. Dæmi um slíkar annarrar kynslóðar sáraumbúðir

eru hælplástrar sem notaðir eru af almenningi í dag. „Nýverið hefur svo rutt sér til rúms tækni sem byggir á því að setja húð af líkum í alvarleg, þrálát sár sem ekki tekst að meðhöndla og læknar farnir að huga að aflimun. Framboð af mannshúð er hinsvegar lítið og hafa viðbrögð markaðarins verið að þróa vörur úr öðrum tegundum og eru þar vörur sem unnar eru úr svínaþörmum og svínahúð ráðandi á markaði. Það er einmitt inn á þennan markað sem við erum að fara.“ Sárastoðefnið frá Kerecis hefur verið prófað á yfir tvö hundruð sjúklingum á Íslandi og sýna niðurstöðurnar fram á góða virkni og segir Guðmundur það hafa ýmsa kosti fram yfir stoðefni úr svínum. „Þorskroðið er mun auðveldara í meðhöndlun fyrir heilbrigðisstarfsfólk og auðvelt að leggja það á sár og klippa til ef þarf auk þess sem það er þykkara en svínaefnið og rifnar því síður. Niðurstöður rannsókna hafa einnig sýnt að frumur virðast vaxa hraðar inn í þorskroðið en í svínaefnið og er það líklega vegna omega3 olíunnar sem er í roðinu.“ Þegar stoðefni er unnið úr svínum eru ýmsir veirusjúkdómar sem geta smitast í fólk, svo sem Creutzfeldt Jakob-sjúkdómurinn og svínaflensa en ekki er vitað til þess að neinir sjúkdómar smitist úr fiski í fólk.

Krem eftir uppskrift Baldurs Tuma

Kerecis framleiðir einnig fjórar tegundir af kremum sem unnin eru eftir uppskriftum Baldurs Tuma Baldurssonar húðsjúkdómalæknis og eins stofnanda fyrirtækisins. „Hann er mikill sérfræðingur í húðvandamálum og við framleiðum fjórar af hans bestu uppskriftum sem seldar eru í öllum helstu apótekum landsins.“ Ekki er stefnt að útflutningi á kremunum heldur frekar að tæknilegu samstarfi við framleiðendur sem myndu kaupa eða leigja uppskriftirnar því húðkrem eru óhentug til útflutnings og fara á markað þar sem mikil samkeppni ríkir. Eitt kremanna er ætlað mjög þurrum fótum en fólk með sykursýki þarf að huga vel að fótum sínum því algengt er að það fái sár sem gróa illa. „Fólk með sykursýki getur átt á hættu að húðin á fótunum springi vegna þurrks. Einn af fylgikvillum sykursýki er háræðadauði og í framhaldi af því deyja taugarnar í fótum og fólk missir þá alla tilfinningu þar og líkaminn missir getuna til að stjórna rakastiginu,“ segir Guðmundur. Sérfræðingar Kerecis fengu alla fótaaðgerðafræðinga landsins í lið með sér og afhentu hverjum og einum átta túpur af kreminu og var niðurstaðan sú að níutíu og sex prósent þeirra mæla með kreminu. „Við teljum auðvitað að hin fjögur prósentin hafi nú bara gleymt að senda okkur svar frekar en að þeim hafi ekki líkað kremið,“ segir Guðmundur og brosir.


15 MÍNÚTUR

GEGN HÖFUÐLÚS OG NIT

1

MEÐHÖNDLUN DUGAR Fæst í apótekum

Advanced Medical Nutrition

Þarft þú að byggja þig upp eða ert þú að jafna þig eftir veikindi Næringardrykkir fyrir börn og fullorðna

031

021

011

001

09

08

07

Fæst í apótekum


Opnar í Bæjarlind 4 í Kópavogi Föstudaginn 15. nóvember

www.gongugreining.is


Atlas göngugreining hefur undanfarin ár boðið upp á göngu- og hlaupagreiningar í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal, auk þess að reka verslun með tengdar vörur á sama stað. Atlas ferðast tvisvar á ári til allt að 30 staði á landsbyggðinni með göngugreiningar og tengda sölu. Göngugreining mun áfram verða í boði Laugardalnum. Atlas göngugreining hefur verið einn stærsti söluaðili Asics og Brooks á Íslandi undanfarin ár og sérhæft sig í að selja tæknilegustu skó Ecco. Föstudaginn 15.nóvember opnar Atlas göngugreining glæsilega þjónustumiðstöð að Bæjarlind 4 í Kópavogi undir nafninu „Eins og fætur toga“ Við erum sérfræðingar í fótum og verðum í Bæjarlindinni með fjölbreytta þjónustu fyrir fætur s.s. göngu- og hlaupagreiningu og fótaaðgerðir. Verðum með glæsilega verslun þar sem fullkominn greiningarbúnaður er notaður til að velja skó eftir fótlagi og niðurstigi. Við verðum með mikið úrval af fótavörum og seljum eingöngu vandaðan skóbúnað fyrir íþróttir, útivist og verðum með mikið úrval af vönduðum vinnuskóm. Í Bæjarlindinni höfum við bætt við okkur fagfólki með íþróttatengdan bakgrunn s.s. íþróttafræðingum, íþróttasálfræðingum, íþróttanæringarfræðingum, íþróttanuddurum, fótaaðgerðafræðingum og heilsumarkþjálfum. Við erum öflugur hópur af fagaðilum sem bjóða íþróttatengd meðferðarúrræði, bæði fyrir íþróttafólk og einstaklinga sem vilja bæta árangur sinn. Hvort sem um er að ræða afreksmann sem er að ná sér eftir meiðsli eða þarf bara örlitla viðbót til að komast í fremstu röð eða einstakling sem langar að byrja að hreyfa sig eftir langan tíma eða vill taka núverandi hreyfingu upp á annað stig. Við komum til með að halda fyrirlestra, námskeið og kynningar fyrir íþróttafélög, hlaupahópa, fyrirtæki og félagasamtök. Hvað verður í boði í Bæjarlindinni: Göngu- og hlaupagreining Íþróttasálfræðingur Íþróttanuddari Fótaaðgerðafræðingur Íþróttanæringarfræðingur Heilsumarkþjálfi Stoðkerfismælingar Í versluninni verður Ecco Performance skóverslun (shop in shop) í samstarfi við S4S umboðsaðila Ecco á Íslandi. Verðum með tæknilegustu skó Ecco og mikið af Ecco vinnuskóm. Verðum eina skóverslun á Íslandi með skó frá Ecco sem eru með viðurkenndum öryggisstöðlum s.s. fyrir lögreglu og tollgæslu, öryggisfyrirtæki o.fl. Sérvaldir vinnuskór fyrir framreiðslufólk, matreiðslufólk, verslunarfólk, heilbrigðisstarfsmenn og flesta sem stunda sína vinnu á fótunum. Úrval af stoðvörum, sjúkravörum og fylgihlutum. Bjóðum upp á góða staðsetningu og gott aðgengi Á heimasíðu okkar www.gongugreining.is getur þú nálgast allar helstu upplýsingar um fyrirtækið Tímapantanir í síma 55 77 100

www.gongugreining.is


— 10 —

8. nóvember 2013

Offita vanmetin lýðheilsuógn að mati WHO Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er engin lýðheilsuógn jafn vanmetin um heiminn og offita. Ýmsir lífshættulegir sjúkdómar geta fylgt offitu of haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks og er það mat stofnunarinnar að mögulegt sé að fyrirbyggja áttatíu prósent allra tilfella af hjarta- og æðasjúkdómum, níutíu prósent af áunninni sykursýki og þrjátíu prósent allra krabbameina með hollu mataræði, nægri hreyfingu og reykleysi. 

Offitufaraldurinn er ógn við lýðheilsu

Of þung ungmenni Frumniðurstöður könnunarinnar Atgervi ungra Íslendinga voru kynntar á dögunum og sýndu þær meðal annars að fjöldi 17 og 23 ára ungmenna á Íslandi sem skilgreindir eru of þungir hefur aukist um 25 prósent og hreyfing og virkni minnkað um 50 prósent frá því sami hópur tók þátt í rannsókn fyrir tíu árum. Niðurstöðurnar voru bornar saman við mælingar á hreyfingu og virkni 80 ára Íslendinga og kom í ljós að hreyfing þessara tveggja hópa er jafn mikil.

Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða í öllum aldurshópum og neyta jafnframt mest af sykri. Á Reykjalundi er hundrað manns veitt meðferð við offitu á hverju ári og fer meðalaldur þeirra sem þangað leita lækkandi. Offita er hættuleg og getur leitt til sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og aukið líkur á sumum tegundum krabbameina. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði forgangsverkefni og bindur heilbrigðisráðherra miklar vonir við notkun hreyfiseðla í heilsugæslunni.

Erlingur Jóhannsson, prófessor og verkefnisstjóri rannsóknarinnar, segir niðurstöðurnar gefa mjög alvarlegar vísbendingar um að heilsufar og atgervi ungra Íslendinga sé að versna og því þurfi augljóslega að efla fræðslu meðal ungs fólks og auka meðvitund, þekkingu og skilning þess á eigin heilsu. Í rannsókninni tóku þátt ungmenni fædd árin 1988 og 1994. Markmiðið var að rannsaka langtíma- og aldurshópabreytingar á holdafari, hreyfingu, þreki, andlegri líðan, félagslegum þáttum og lífsstíl í tveimur hópum ungmenna. 

D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

Leit að námskeiðum á Hreyfitorgi Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg var opnaður í september síðastliðnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um hin ýmsu námskeið, tengd hreyfingu. Hægt er að leita námskeiða eftir póstnúmerum og sérstökum aldurshópum. Þá er einnig hægt að leita sérstaklega að léttri eða erfiðri hreyfingu. Markmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, til dæmis foreldrum og fagfólki að finna hreyfingu við hæfi hvers og eins. Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en aðrir aðstandendur vefjarins eru Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður. 

Í

slendingar eru feitastir Norðurlandabúa samkvæmt rannsókn á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2011. Á Íslandi eru 57.1 prósent fullorðinna yfir kjörþyngd en 18.6 prósent barna. „Offitufaraldurinn er ein helsta ógnin við lýðheilsu í dag,“ segir Bolli Þórsson, læknir hjá Hjartavernd og sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum. Hann telur að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu hættuleg offita geti verið. „Á undanförnum fjörutíu árum höfum við náð miklum árangri og minnkað tíðni hjarta- og æðasjúkdóma en með aukinni tíðni sykursýki vegna offitu gæti sú þróun snúist við á næstu árum ef offita verður áfram jafn almenn.“ Offita er skilgreind sem 30 eða meira á BMI stuðli og sýndi rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar að 17.8 prósent Íslendinga eru með offitu sem er hæsta hlutfallið á Norðurlöndum. Lægst er hlutfallið í Noregi eða 8.7 prósent. Rannsókn Hjartaverndar á aldurshópnum 35 til 44 ára sýndi að árið 1968 vógu konur á Íslandi 64,9 kíló að meðaltali en karlarnir 81,9 kíló. Árið 2007 var meðalþyngd kvenna komin upp í 74 kíló en karla 90 kíló. „Það ætti enginn að láta það eftir sér að þyngjast því það er mjög erfitt að léttast aftur. Fólk þyngist yfirleitt hægt og hugsar með sér að það ætli bara að létta sig seinna,“ segir Bolli. Hann bendir á að heilinn stjórni efnaskiptum líkamans og sé stilltur inn á það

að léttast ekki heldur viðhalda jafnri þyngd. „Heilinn er með ýmis konar stjórntæki sem stuðla að því að við höldum þyngd og bremsar þegar við reynum að léttast og þess vegna getur verið erfitt fyrir fólk að létta sig,“ segir hann.

Innleiðing hreyfiseðla í heilsugæsluna

Á síðustu árum hefur staðið yfir tilraunaverkefni sem byggir á því að læknar geti ávísað fólki hreyfiseðlum sem hluta af meðferð við sjúkdómum tengdum lífsstíl eins og áunninni sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Fólk fær þá tíma hjá sjúkraþjálfara sem gerir áætlun um hreyfingu fyrir viðkomandi og veitir eftirfylgni. Sjúklingurinn mætir jafnframt áfram í tíma til síns læknis á heilsugæslunni. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að innleiða hreyfiseðla í heilsugæsluna til framtíðar. „Að mínu mati er þetta gríðarlega brýnt verkefni til að bæta heilsu og sporna við sjúkdómum. Ég tel að hreyfiseðlar geti orðið mikilvægur þáttur í meðferð fólks sem glímir við fylgikvilla offitu. Við höfum séð það gerast á síðustu árum að offita og hreyfingarleysi er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar og telur Kristján brýnt að svo verði.

Mikil aðsókn að meðferð á Reykjalundi

Frá árinu 2001 hefur verið starfrækt sérstakt offituog næringarteymi á Reykjalundi sem veitt hefur

Kristján Þ. Júlíusson heilbrigðisráherra telur hreyfiseðla geta orðið mikilvægan þátt í meðferð við fylgikvillum offitu. „Við höfum séð það gerast á síðustu árum að offita og hreyfingarleysi er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi.” Ljósmynd/Hari


— 11 —

8. nóvember 2013

Íslendingar borða

meðferð vegna alvarlegrar offitu. Meðferðin byggist á því að aðstoða fólk við að bæta og skipuleggja lífshætti sína og fæðuvenjur með það að markmiði að bæta heilsu og lífsgæði. Árlega eru um 100 einstaklingar innritaðir til meðferðar og hefur meðalaldur þeirra verið um 40 ár. Auk þess er umtalsverð göngudeildarstarfsemi hjá offituteyminu. Ætíð er langur biðlisti og bíða nú ríflega tvö hundruð manns offitu meðferðar en vegna manneklu á Reykjalundi er ekki fleirum bætt á listann í bili. Læknir teymisins lét af störfum 1. október og hefur verið auglýst eftir öðrum í hans stað síðan í ágúst en enginn sótt um. Að sögn Magnúsar Ólasonar, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, er nú unnið að því að breyta áherslum hjá offitu- og næringarteyminu. „Eins og staðan er núna líður heilt ár frá því fólk óskar eftir meðferð þangað til það kemst í fyrsta viðtalið. Við erum núna að undirbúa breytingar á skipulagi meðferðar svo við getum hjálpað þeim sem eru í mestri þörf fyrir endurhæfingu en mögulega beint öðrum í einfaldari úrræði.“

60 kíló af sætindum á ári

Samkvæmt úttekt vefsins Spyr.is á innflutningi á sykurvörurum hafa Íslendingar borðað að meðaltali 60 kíló af sætindum árlega. Allir Íslendingar eru teknir með í útreikninginn og ef þeir yngstu og elstu eru teknir frá hækkar meðaltalið töluvert. Til samanburðar neyta Bandaríkjamenn að meðaltali 68 kílóa af sykri árlega. Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa 9 tonn af sætindum verið flutt til landsins. Embætti landlæknis gerir árlega könnun á framboði á sykri og samkvæmt henni voru 45,4 kg í boði fyrir hvern Íslending árið 2011. Tíðni sykursýki 2 hefur tvöfaldast hjá körlum en aukist um rúma tvo þriðju hjá konum á fjörutíu ára tímabili, frá 1967 til 2007. Árið 1967 voru 1,7 prósent allra kvenna á Íslandi og 3,3 prósent karla greind með sykursýki 2. Árið 2007 var hlutfallið 3,0 prósent hjá konum en 6,3 prósent hjá körlum.

Offita veldur lífshættulegum sjúkdómum

Axel F. Sigurðsson er sérfræðingur í hjartasjúkdómum og heldur úti vefnum mataraedi.is. Hann segir algengustu afleiðingar offitu vera áunna sykursýki, háan blóðþrýsting auk hjarta- og æðasjúkdóma en þeir eru algengasta dánarorsökin á Íslandi. „Auk þess er aukin hætta á sumum krabbameinum ef fólk er of feitt.“ Hann segir erfitt að koma með einhlítt svar við ástæðum þess að offita hafi aukist svo mikið á síðustu árum. „Hefðbundna skýringin er sú að fólk borði of mikið og hreyfi sig of lítið. Ég tel þó málið flóknara en svo og að það snúist einnig um hvað við borðum, hvenær og hvernig.“ Axel segir ýmsa samfélagslega þætti, eins og lífsmynstur, hafa áhrif. „Í nútímasamfélagi erum við alltaf að flýta okkur og á hlaupum grípum við frekar til skyndilausna þegar kemur að mataræði í staðinn fyrir að elda mat úr fersku hráefni.“

Áunnin sykursýki er ein algengasta afleiðing offitu, ásamt hjarta- og æðasjúkdómum sem eru algengasta dánarorsök á Íslandi. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

Sykur er skaðvaldur

Mikilvægt að kenna börnunum

Ef snúa á þróuninni í offitumálum við segir Axel lykilatriði að fræða börn um mataræði og fá þau til að heillast af því sem er hollt og ferskt og sjá ókostina við unninn sykur og sælgæti. Offita í barnæsku eykur líkur á offitu á fullorðinsaldri og segir Axel rannsóknir sýna að séu börn of feit eru 70 til 80 prósenta líkur á að þau verði með offitu á fullorðinsárum. Sé barn í eðlilegum holdum séu ekki nema 7 til 10 prósenta líkur á að það glími við offitu síðar á ævinni.

Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjartalækningum, telur ýmsa samfélagslega þætti eins og lífsmynstur hafa áhrif á holdafar. „Í nútímasamfélagi erum við alltaf að flýta okkur og á hlaupum grípum við frekar til skyndilausna þegar kemur að mataræði í staðinn fyrir að elda mat úr fersku hráefni. Ljósmynd/Hari

Kíló 100

Meðalþyngd Íslendinga 1968 til 2007

90

90

80

81,9 74

70 60 Heimild: Hóprannsókn Hjartaverndar, sótt á hjartavernd.is.

Síðustu tvo áratugi hefur fituneysla á Íslandi nokkurn veginn staðið í stað en neysla á sykri og unnum kolvetnum aukist talsvert og neyta Íslendingar mest allra Norðurlandabúa af sykri. „Það er því ólíklegt að við séum orðin svona feit vegna þess að við borðum of mikla fitu heldur tel ég að óhófleg sykurneysla skýri þróunina að hluta.“ Axel segir mikilvægt að fólk lesi sér til og hugi að því hvað það borði. „Það virkar auðvitað að borða minna en það er oft hægara sagt en gert. Lágkolvetna mataræðið sem er svo vinsælt núna virkar oft vel fyrir fólk sem þarf að léttast, en það er eins með það og margt annað – fólk nær árangri í nokkra mánuði en leitar svo aftur í sama farið. Það getur reynst mjög gagnlegt að gera einfaldar, litlar breytingar matarvenjum og komast þannig smátt og smátt á rétta braut. Þetta getur til dæmis falist í því að hætta að borða eftir kvöldmat eða hætta að borða nammi og gos en halda öðru óbreyttu. Ég tel að með þessari aðferð sé auðveldara að halda út en að fara á einhvers konar kúr sem oft gefur lítið frelsi.“ Axel segir erfitt að gefa einhlítar ráðleggingar sem henta öllum sem glíma við offitu en segir lykilatriði að borða mikið af grænmeti. „Þeir sem ná árangri í baráttunni við aukakílóin til langs tíma eiga það flestir sameiginlegt að borða mikið af grænmeti.“

64,9

50 40 30 20 10 0

Konur

Karlar

1968

Konur

Karlar

2007


— 12 —

8. nóvember 2013

Læknaði sig af sykursýki Árið 2009 var Gróa Axelsdóttir rúmlega 120 kíló og með áunna sykursýki. Hún hafði reynt ýmislegt til að létta sig og oft gengið vel en kílóin komu alltaf aftur. Á Reykjalundi lærði hún að umgangast mat og gera hreyfingu hluta af daglegu lífi. Í dag er Gróa 40 kílóum léttari, búin að taka þátt í tveimur 10 km hlaupum og á ársgamlan dreng en vegna áhrifa offitunnar hafði henni og manni hennar ekki tekist að eignast þriðja barnið. D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

G

róa Axelsdóttir er 36 ára gömul, grunnskólakennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Sandgerði og stundar meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún er þriggja barna móðir sem geislar af hreysti og hreyfir sig nær daglega. Þannig hefur staðan þó ekki alltaf verið því árið 2009 var Gróa orðin 124 kíló og þung bæði á sál og líkama, ásamt því að vera með áunna sykursýki. Hún var búin að reyna ýmislegt í baráttunni við aukakílóin eins og Herbalife, danska kúrinn og verið dugleg að stunda líkamsrækt en þyngdist alltaf aftur.

Fagfólk Reykjalundar hjálpaði

Gróa trúði því alltaf innst inni að hún gæti náð heilsu og létt sig en að til þess þyrfti hún hjálp og leitaði því til Reykjalundar og fékk þar aðstoð sérfræðinga við að komast á beinu brautina. „Ég var alveg ákveðin að fara ekki í hjáveituaðgerð, heldur gera þetta sjálf og fór á biðista námskeið haustið 2010. Eftir það var ég tilbúin að gera breytingar hjá mér og ákvað að byrja á því að hætta að borða eftir kvöldmat. Það tókst ágætlega en ég fékk mér nú smá kvöld og kvöld.“ Eftir að Gróa hafði misst nokkur kíló var henni boðin innlögn á Reykjalund sem hún þáði með þökkum. „Meðferðin á Reykjalundi var akkúrat það sem til þurfti en þar fékk ég aðstoð við að breyta hugsunarhætti mínum og taka á vandanum. Maðurinn minn og fjölskyldan hafa líka veitt mér mikinn stuðning sem er alveg ómetanlegt.“ Gróa dvaldi í fimm vikur á Reykjalundi en fór heim um helgar og segir mjög mikilvægt að skipta um umhverfi til að brjótast út úr gömlum vana. „Á Reykjalundi eru engir skápar með óhollustu heldur bara ávextir í boði á milli mála. Þar naut ég aðstoðar hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa og næringarfræðings. Það er unnið virkilega vel með fólk þar og maður lærir að breyta hugsunarhættinum og umgangast mat á réttan hátt.“ Á Reykjalundi hreyfði Gróa sig þrisvar til fjórum sinnum á dag og segir því ekki hafa verið erfitt að halda áfram þegar heim var komið. „Ég setti æfingaáætlunina mína á ísskápinn og á henni stóð hvað ég ætlaði að gera hvern dag og hvenær. Þetta virkaði mjög vel því þá sáu allir í fjölskyldunni hvenær ég ætlaði út. Á Reykjalundi lærðum við að setja okkur sjálf í fyrsta sæti og það er mjög mikilvægt til að ná árangri og heilsunni aftur.“

Þriðja barnið kom óvænt

Gróa og eiginmaður hennar eiga saman þrjú börn sem eru sautján, þrettán og eins árs. Í mörg ár höfðu þau reynt að eignast þriðja barnið en ekki getað það því offitan hafði valdið fjölblöðrueggjastokka-heilkenni sem lýsir sér þannig að konur fara aðeins á blæðingar endrum og eins svo erfiðara verður að verða barnshafandi. „Við fórum í Art Medica til að fá hjálp við að eignast þriðja barnið en læknirinn þar sagðist ekki geta

hjálpað okkur nema ég myndi létta mig um tíu kíló. Mér fannst þau auðvitað alveg hundfúlt þá en svo reyndum við að hætta að hugsa um þetta,“ segir Gróa. Þegar hún fór að léttast áttaði hún sig ekki á því að heilkennið myndi hverfa og varð barnshafandi og eignaðist son sem er núna ársgamall. „Ég var ekki búin að vera á blæðingum í mörg ár og við höfðum gefið upp vonina um að eignast þriðja barnið svo þetta kom okkur mjög ánægjulega á óvart og hefði ekki orðið að veruleika nema vegna þess að ég léttist.“

Læknaði sig af sykursýki

Vegna offitunnar fékk Gróa áunna sykursýki og tók lyf vegna hennar í átta ár. Sykursýkin hafði þau áhrif að hún var með bjúg og sífellt þyrst og þreytt. „Þegar ég greindist fyrst tók ég mig á og léttist um nokkur kíló svo sykursýkin hvarf en svo fór ég í sama farið aftur. Á meðgöngunni þurfti ég að passa mig sérstaklega vel og mátti ekki drekka neina mjólk né borða sykur því þá hefði barnið getað verið í hættu.“ Gróa er nú alveg laus við sykursýkina en fer árlega í skoðun. „Sykursýkin er undirliggjandi og því þarf að fylgjast með mér en ef ég held áfram að vera dugleg að hreyfa mig og borða rétt er ég í góðum málum.“

„Ég er svo ánægð að geta gengið eða hlaupið án þess að vera uppgefin. Að geta unnið í garðinum mínum, hlaupið til þegar börnin þurfa á mér að halda og verið þeim góð fyrirmynd,“ segir Gróa Axelsdóttir. Ljósmynd/Hari

Matur hluti af menningunni

Gróa segir mikilvægt að kunna að umgangast mat því hann sé svo stór hluti af lífi hvers og eins. „Þetta snýst um matarmenningu. Við notum mat við nær öll tilefni, sama hvort það er jarðarför, brúðkaup eða eitthvað annað og því skiptir svo miklu máli að við lærum að umgangast hann á réttan hátt og án þess að þurfa að hætta þessu og hinu. Við eigum að geta borðað allt og notið þess. Við þurfum bara að velja alltaf betri kostinn og passa upp á skammtastærðina. Við eigum að innbyrða ákveðið magn af hitaeiningum á dag og það erum við sjálf sem veljum hvaðan þær koma.“ Á Reykjalundi lærði Gróa að endurforrita hugsun sína þegar kemur að mat. „Ég taldi mér trú um að ef ég drykki vatn með öllum mat myndi ég finna meira bragð og njóta hans betur og það er bara þannig. Það er líka mikilvægt að kunna að borða í veislum og byrja á því að ganga einn hring í kringum veisluborðið og sjá hvað er í boði og ákveða hvað maður ætlar að fá sér. Ég fæ mér til dæmis alltaf bara hóflegt magn af kökum. Á Reykjalundi lærði ég líka að í jólahlaðborðum ætti maður að velja mat sem maður fær sjaldan en ekki hangikjöt eða hamborgarhrygg því það fáum við flest um jólin.“

Skipulag er lykillinn að góðri heilsu

Gróa var ekki nema átján ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og byrjaði að búa og telur að á þeim tíma hafi hún einfaldlega ekki verið nógu klár að elda mat og ekki nógu hörð við sig til að neita sér um sjoppuferðir. „Núna

Ég var alveg ákveðin að fara ekki í hjáveituaðgerð, heldur gera þetta sjálf.

er ég með matseðil fyrir vikuna og er mjög skipulögð. Áður en ég fer út í búð skrifa ég niður á minnismiða hvað þarf að kaupa. Áður keypti ég skyndibitamat einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Þá var maður alltaf að vesenast eitthvað og hafði ekki tíma til að elda, heldur tíma til að kaupa.“ Það er liðin tíð og kaupir Gróa aðeins skyndibita örsjaldan. Hún mælir með því að fólk sem er í þeim sporum og hún var árið 2009 leiti sér hjálpar og byrji að skrifa matardagbók. Með því sé auðvelt að fylgjast með hvað borðað er og hve mikið og þannig auðvelt að sjá hvar hægt sé að taka af.

Langhlaup nýjasta áhugamálið

Gróu hafði lengi langað að stunda hlaup og síðasta vor lét hún drauminn rætast og byrjaði á því að ganga og hlaupa til skiptis. Æfingarnar gengu vonum framar og ákvað hún því að skrá sig í 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég er nú eng-

inn spretthlaupari en er alltaf að bæta tímann minn og finnst alveg yndislegt að geta farið út að hlaupa. Það var ótrúleg upplifun að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og stór áfangi hjá mér að geta hlaupið heila tíu kílómetra. Svo var líka alveg magnað að hlaupa með öllu þessu fólki og fá hvatningu frá áhorfendum.“ Stuttu síðar tók Gróa svo þátt í Reykjanesmaraþoni og bætti tímann sinn um þrjár mínútur. Næsta sumar stefnir hún svo að því að hlaupa hálft maraþon.

leggur áherslu á að hún sé ekki í átaki heldur búin að gera allsherjar breytingar á sínum lífsstíl. „Þegar ég kom heim eftir að hafa dvalið á Reykjalundi í fimm vikur sagði sonur minn við mig: „Mamma, þú ert miklu skemmtilegri eftir að hafa verið á Reykjalundi en þú varst samt ekkert leiðinleg sko.“ Þetta segir margt um andlegu hliðina því þegar við stöndum okkur vel og náum markmiðum okkar verður allt svo miklu betra og skemmtilegra.“

Lífið léttara á allan hátt

Eftir að Gróa léttist hefur líf hennar tekið miklum breytingum og er hún nú full af orku, gleði og hamingju. „Ég er svo ánægð að geta gengið eða hlaupið án þess að vera uppgefin. Að geta unnið í garðinum mínum, hlaupið til þegar börnin þurfa á mér að halda og verið þeim góð f yrirmynd. Það er líka frábært að vera ekki uppgefin eftir vinnudaginn. Góð heilsa skiptir svo miklu máli. Þá eigum við auðveldara með að takast á við erfiðleika, hvort sem það eru veikindi, áföll eða annað. Það var ástæðan fyrir því að ég vildi breyta mínum lífsstíl,“ segir Gróa og

Árið 2009 var Gróa rúmlega 120 kíló að þyngd en fékk hjálp frá sérfræðingum á Reykjalundi við að breyta um lífsstíl.


Lyf á lægra verði

Nú er Apótekarinn kominn í Glæsibæ

PIPAR \ TBWA

SÍA

133130

Komdu og nýttu þér frábær opnunartilboð

20%

afsláttur af barnavörum afsláttur af vítamínum afsláttur af húðvörum frá Gamla apótekinu Tilboðin gilda til 15. nóvember, eingöngu í Glæsibæ.

Velkomin til okkar í Glæsibæ!

Opið virka daga 9–18

www.apotekarinn.is


— 14 —

8. nóvember 2013

Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá

Bólusetningar gegn lífshættulegum sjúkdómum

börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur farið vaxandi síðustu tuttugu árin og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á milli 20 til 40 milljónir tilfella komi upp árlega í heiminum og þá aðallega í þróunarlöndum. Á árunum í kringum 1930-1940 létust þúsundir manna af völdum kíghósta en með tilkomu bóluefnis gegn sjúkdómnum hefur dregið mjög úr dánartíðni af völdum hans.

Samantekt sóttvarnalæknis á tölum yfir þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2012 sýnir að þátttaka í tólf mánaða og fjögurra ára bólusetningum er ekki ásættanleg að mati Embættis landlæknis. Yfirlæknir sóttvarna hjá embættinu telur ólíklegt að fólk ákveði að hafna bólusetningum, heldur séu skýringarnar gleymska eða vanskráning á heilsugæslustöðvum.

Barnaveiki er sjúkdómur af völdum bakteríu sem er mjög smitandi og lýsir hann sér sem svæsin hálsbólga. Bakterían sjálf framleiðir eiturefni sem berst út í blóðið og er skaðlegt vefjum líkamans, til dæmis hjartavöðva, nýrum og taugakerfi. Barnaveiki getur orðið mjög alvarlegur sjúkdómur og leitt til dauða en 40 til 50 prósent þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum deyja af völdum hans.

S

Stífkrampi er alvarleg sýking sem orsakast af bakteríu sem fyrirfinnst víða í náttúrunni, svo sem í jarðvegi og húsdýraskít og í þörmum manna og dýra. Berist bakterían í sár framleiðir hún eitur sem leggst á miðtaugakerfi, veldur stífleika og krömpum sem geta verið lífshættulegir og valdið öndunar- og hjartastoppi. Eina örugga vörnin er bólusetning.

Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur

Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages.

amkvæmt samantekt Sóttvarnalæknis er þátttaka í bólusetningum barna á Íslandi misjöfn eftir landsvæðum. Í skýrslu um bólusetningar árið 2012 kemur fram að þátttakan sé að mestu leyti ásættanleg nema hvað varðar bólusetningar tólf mánaða og fjögurra ára barna. Í tólf mánaða bólusetningu var þátttaka á landinu öllu 88 prósent en á Suðurlandi og Suðurnesjum er þátttakan aðeins 81 prósent. Hlutfall barna sem bólusett eru við fjögurra ára aldur er 82 prósent á landinu öllu. Lægst er það í Vestmannaeyjum eða 75 prósent. Á Suðurnesjum og Suðurlandi var hlutfallið 77 prósent. Til stendur að senda lista yfir þau börn sem ekki eru bólusett til heilsugæslustöðva á næstunni svo hægt verði að senda foreldrum áminningu. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis, telur ólíklegt að foreldrar ákveði sérstaklega að hafna því að senda börn sín í þessar bólusetningar heldur séu líklegustu skýringarnar á minni þátttöku þær að bólusetningarnar hafi ekki verið skráðar í bólusetningagrunn heilsugæslunnar eða þá að gleymst hafi að bólusetja börnin, til dæmis vegna veikinda. „Heilsugæslan er með kerfi þar sem hún minnir fólk á að koma á tilsettum tíma eða gefur nýjan tíma ef þess þarf. Fyrirkomulagið er vafalaust mismunandi á milli heilsugæslustöðva,“ segir hann.

Á árinu 2012 voru aðeins 75 prósent fjögurra ára barna bólusett í Vestmannaeyjum en hlutfallið yfir landið allt var 82 prósent. Foreldrum óbólusettra barna verður send áminning á næstunni.

BóluSetningar Barna 3 mánaða

5 mánaða

6 mánaða

8 mánaða

12 mánaða

18 mánaða

4 ára

12 ára

14 ára

Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, Hib, mænusótt og pneumókokkar.

Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, Hib, mænusótt og pneumókokkar.

Meningókokkar C

Meningókokkar C

Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, Hib, mænusótt og pneumókokkar.

Mislingar, hettusótt og rauðir hundar.

Kíghósti, barnaveiki og stífkrampi.

Mislingar, hettusótt og rauðir hundar. Leghálskrabbamein, eingöngu stúlkur. Þrjár sprautur gefnar á 6 til 12 mánaða tímabili.

Barnaveiki, stífkrampi, kíghósti og mænusótt.

af völdum veiru sem getur lagst á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar og eykst hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins með hærri aldri. Mikilvægt er að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er þeim hættulegastur.

Haemophilus influenzae b eða Hib getur orsakað alvarlega sjúkdóma svo sem heilahimnubólgu, barkabólgu, lungnabólgu, blóðsýkingu og liðbólgur auk annarra vægari sýkinga sem geta þó verið þrálátar. Alvarlegustu sýkingarnar af völdum bakteríunnar eru barkabólga, blóðsýkingar og heilahimnubólga sem getur verið lífshættuleg.

Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Mislingar var algengur sjúkdómur á meðal barna hér á landi á árum áður. Eftir að farið var að bólusetja gegn honum hefur dregið mjög úr algengi hans í hinum vestræna heimi. Öllu jafna eru mislingar mildur sjúkdómur hjá börnum en allt að tíu prósent þeirra sem sýkjast fá alvarlega fylgikvilla svo sem heilabólgu eða lungnabólgu. Mislingafaraldur kom upp í Evrópu á árinu 2011 og 2012 og greindust um 30 þúsund einstaklingar með mislinga hvort árið. Margir þeirra sem sýktust dóu og aðrir hlutu alvarlega fylgikvilla.

Neysla sætuefna viðheldur lönguninni Sætuvörur er mikið auglýstar þessa dagana og er fólk hvatt til að nota þær í staðinn fyrir sykur. Doktor í næringarfræði telur sætuefni alltaf óholl í of miklu magni, sama hvort það sé sykur eða annað. Neysla sætuefna viðhaldi löngun í þau og því sé ólíklegt að hún leiði til lífsstílsbreytinga í rétta átt.

Agave-sýróp og önnur sætuefni viðhalda löngun í sykur og því ekki líkleg til þess að stuðla að lífsstílsbreytingu í rétta átt.

„Það leysir ekki vandann við ofneyslu sykurs að skipta honum út fyrir önnur sætuefni því það er fátt sem bendir til þess að þau séu hollari eða betri sé þeirra einnig neytt í óhófi,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Hinar ýmsu sætuvörur eru auglýstar í fjölmiðlum þessa dagana og er fólk hvatt til að skipta út sykri og nota aðrar sætuvörur frekar. Þórhallur segir mikilvægt að fólk hafi í huga að enn hafi ekki komið á markað nein töfralausn í stað sykurs og að sætuefni í óhófi séu alltaf óholl, hvort sem það sé agavesýróp, stevia eða önnur efni. „Þó er ekkert sem mælir gegn því að

þessarra sætuefna sé neytt í hófi. Jafnvel mætti segja að gott væri að dreifa áhættunni með því að neyta mismunandi tegunda af sætuefnum þurfi fólk endilega að neyta þeirra. Það er ekki vænlegt að hafa tröllatrú á því að eitthvað eitt efni sé akkúrat það eina rétta. Þetta er mikill frumskógur efna sem aðeins lítillega er byrjað að rannsaka og birta greinar um. Við eigum að vera tortryggin gagnvart mikilli neyslu á sætu sama hvaðan hún kemur.“ Nær hundrað ár hafi tekið að komast að því sykur væri skaðlegur í miklu magni og því sé mjög varasamt að fólk skipti yfir í sama magn af öðru efni því að í ljós gæti komið síðar að það efni sé einnig mjög slæmt heilsunni. Þórhallur telur að mestur árangur í átt til betri heilsu náist ef fólk hugi betur að því hvað það borði, frekar en að viðhalda ofneyslu sætinda með því að skipta sykri út fyrir önnur efni. „Þrátt fyrir notkun þessara nýju sætuefna höfum við ekki séð viðsnúning í tíðni á sykursýki eða offitu,“ segir hann en bætir við að önnur sætuefni en sykur geti reynst betri kostur fyrir fólk með

Mikilvægt er að matvörum sem innihalda mikið af sætu- og litarefnum sé ekki haldið að börnum. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos.

Stevia er eitt þeirra sætuefna sem í boði eru. Fátt bendir til þess að ofneysla stevia sé hollari en ofneysla sykurs, að sögn dósents við heilsbrigðisvísindasvið HÍ.

sykursýki. Að mati Þórhalls viðheldur neysla sætuefna löngun í þau og því sé ólíklegt að hún leiði til lífsstílbreytinga til hollara mataræðis. „Þeir sem neyta mikils magns af sætuefnum eiga það til að þyngjast jafn mikið og hinir sem eru í sykrinum.“ Þórhallur segir mikilvægt að matvörum sem innihalda mikið af sætuog litarefnum sé ekki haldið að börnum. „Það eru vörur í verslunum sem búið er að breyta tiltölulega mikið og er betra að venja börn á annan mat sem er með eðlilegri áferð. Við eigum ekki alltaf að bíða eftir skipun að ofan um að vörur séu bannaðar. Innan ramma yfir leyfilegar matvörur vitum við alveg að sumt af því sem er í búðunum er alls ekki hollt. Við sjáum það glögglega á líkams ástandi fólks.“

Þórhallur Ingi Halldórsson


ELSA & TOBBA

Unnur Ösp varð ekki fyrir sýruárás en Tabassum 14 ára varð fyrir sýruárás því hún endurgalt ekki ást bekkjarfélaga síns.

Fiðrildafögnuður UN Women | Harpa | 14. nóvember | kl. 20

LÍFIÐ GÆTI BREYST Á SEKÚNDUBROTI Konur um allan heim verða fyrir sýruárásum á hverjum degi. Þessu verður að breyta! Tökum höndum saman og segjum stopp við ofbeldi gegn konum og mætum á Fiðrildafögnuð UN Women í Hörpu 14. nóvember. Miðaverð 3.900 kr. Miðasala fer fram á midi.is

STYRKTARLÍNUR

902 5001 | 902 5003 1.000 kr.

3.000 kr.


minn inn

mömmu

KoDDi

Pabba

KoDDi

KoDDi

DÝNUR OG KODDAR

r stíFu

milli stíFur

m J ú ku r

Tempur® TraDiTional heilsuKoDDinn frábær jólagjöf – fyrir alla í fjölskyldunni Verð aðeins 13.930 með 30% jólaafslætti

Hjónagjöfin ykkar C&J PlAtinum heilsurúm

kr. á mán. 160x200

ir

Verðdæmi 160x200 cm Jólaverð kr. 256.000

Aðeins

13.360 kr. á mán. 160x200

Verðdæmi 180x200 cm Jólaverð kr. 278.000

Frábært

Verð

kr. 494.530 á JólAtilboði

us va x ta l a

tilbo

afb

orga

ni

r

Aðeins

22.250 kr. á mán. 160x200

a

r

afb

n inndraganlegur botn.

orga

ni

Aðeins

42.820 kr. á mán.

n lyftigeta er yfir 2 x450 kg per botn.

r

n mótor þarfnast ekki viðhalds.

án* 2 m í 1

ó

la

ð

J

C&J stillAnleG stillAnleGt heilsurúm með Infinity dýnu C&J stillAnleGt með infinity heilsudýnu Verðdæmi 2x90x200 cm Verð kr. 581.800

a

r

Fæst í mörgum stærðunum.

Fæst í mörgum stærðunum.

Fæst í mörgum stærðunum.

us

Chiro Deluxe heilsurúm Dýna, Classic-botn og lappir

mán*

11.200

Verðdæmi 180x200 cm Jólaverð kr. 164.900

a

r

orga afb n

va x ta l a

Aðeins

Verðdæmi 160x200 cm Jólaverð kr. 152.900

us

ir

va x ta l a

us

C&J GolD heilsurúm Dýna, Classic-botn og lappir

2 í 1

va x ta l a

a

r

orga afb n

Gafl er ekki innfalinn í verði.

án* 2 m í 1

Verðdæmi 180x200 cm Jólaverð kr. 134.900

Gafl er ekki innfalinn í verði.

án* 2 m í 1

Verðdæmi 160x200 cm Jólaverð kr. 127.900

Chiro Deluxe heilsurúm

Gafl er ekki innfalinn í verði.

C&J PlAtinium heilsurúm Dýna, Classic-botn og lappir Verðdæmi 120x200 cm Jólaverð kr. 99.900

C&J Gol GolD heilsurúm

n Tvíhert stálgrind undir botni. n 2 nuddmótorar með tímarofa. n Þráðlaus fjarstýring með klukku, vekjara og vasaljósi. n leD lýsing undir rúmi - góð næturlýsing. n hliðar og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur.

með fjarstýringu * með 3,5% lántökugjaldi og 340 kr. greiðslugj. pr. afb.

betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477

www.betrabak.is

Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100

Leggur grunn að góðum degi

Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.