09 09 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 53. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 09.09.2016 Landlæknir: Hvað vissu læknarnir? Birgir Jakobsson vill rannsókn á plastbarkamálinu

60 ár í sömu blokkinni Hulda Hjörleifsdóttir 28 á Hjarðarhaganum

8 HEIÐA RÚN GERIR ÞAÐ GOTT Í POLDARK

Í stríði við stóriðjuna

Saga Ragnheiðar á Kúludalsá

HERA HILMARS VAR HRÆDD VIÐ AÐ BYRJA AÐ LEIKA Í HOLLYWOOD

SÉRKAFLI UM VETRAR­ FATNAÐ BARNA

RÓSA SKIPTI ÚT ÖLLU SNYRTI­ DÓTINU

FÖSTUDAGUR

09.09.16

Mynd | Rut

ÚTSALA 79 ára drulluÞúsundir fermetra af flísum með sokkur20%-70% afslætti

10 Verðdæmi:

Revestimiento Ace Negro 33,3x100 cm Ace Blanco 33,3x100 cm Pavimento Crystal Floor White 33,3x33,3 cm Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm

Finnur Bjarkason 42 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 þeysir um á Hondu

Harðparket eikarplanki 8mm kr. 1.790.- m2 Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3.790.- m2 Teppi og dúkar 25-70% afsláttur

PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...

esprit.com

Mynd | Hari

Hús Framsóknar veðsett fyrir láni frá óþekktum aðila Höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru veðsettar fyrir 50 milljóna króna láni. Stjórnarformaðurinn veit ekki hver á lánið á bak við tryggingarbréfið. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Framsóknarf lokkurinn veðsetti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu 33 fyrir 50 milljóna króna láni í lok maí. Þetta kemur fram í tryggingarbréfi sem þinglýst var á húsið þann 31. maí. Athygli vekur að í tryggingarbréfinu er ekki sagt hver lánveitandinn er, aðeins að það sé handhafi tryggingarbréfsins. Nöfn lánveitenda koma fram á öðrum lán-

Við gerum betur í fjölbreyttu vöruúrvali á góðu verði. iStore er sérverslun með Apple vörur og úrval fylgi- og aukahluta.

um sem hvíla á húsi Framsóknarflokksins. Einar Gunnar Einarsson var nýtekinn við sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins þegar gengið var frá þessum viðskiptum. Fyrirrennari hans, Hrólfur Ölvisson, hætti í lok apríl eftir opinberanir í Panamaskjölunum um viðskipti hans í skattaskjólum. Viðskiptin fóru fram í gegnum eignarhaldsfélagið sem á skrifstofuhúsnæði flokksins á Hverfisgötu, Skúlagarð hf. Stjórnarmenn þess félags, Sigrún Aspelund, Þorfinnur Jóhann Björnsson og Birkir Jón Jónsson, skrifuðu undir tryggingarbréfið vegna veðsetningar hússins. Sigrún og Jóhannes

eru starfsmenn á skrifstofu Framsóknarflokksins en Birkir Jón er sveitarstjórnarfulltrúi flokksins í Kópavogi. Bréfsefnið sem notað var við gerð tryggingarbréfsins er merkt fjármálafyrirtækinu Kviku. Þó það sé ekki tekið fram í tryggingarbréfinu telja sérfræðingar sem Fréttatíminn hefur leitað til að líklegast sé að Kvika sé sjálf handhafi bréfsins og lánveitandi flokksins. Tengsl Framsóknarflokksins og Kviku, áður MP Banka, hafa oft verið til umræðu á liðnum árum þar sem mágur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er forstjóri bankans, faðir Sigmundar Davíðs er hluthafi í honum og einn helsti efnahagsráðgjafi flokksins, Sigurður Hannesson,

20% afmælisafsláttur föstudag til sunnudags ESPRIT SMÁRALIND

er starfsmaður bankans. Sigrún Aspelund, stjórnarformaður Skúlagarðs hf., segir að hún viti ekki hver sé handhafi tryggingarbréfsins. „Ég er bara ekki með þetta. Það er framkvæmdastjóri sem semur um svona.“ Þorfinnur segist heldur ekki getað svarað því og ekki náðist í Birki Jón vegna málsins. Einar Gunnar Einarsson hefur ekki gefið Fréttatímanum kost á viðtali um málið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, gat engar upplýsingar veit um veðsetningu hússins og eða vitneskju formannsins um hana. Hann sagði málið vera á verksviði framkvæmdastjóra flokksins.

Viltu miða á Justin Bieber í kvöld? 10 fyrstu sem versla tölvu, dróna eða spjaldtölvu í iStore í dag fá miða á tónleika Justin Bieber í kvöld.

Fyrstir koma - fyrstir fá. Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Tárvotur endurfundur aðskildra bræðra Flóttamenn Sýrlensku bræðurnir Kinan og Abd Almonem Kadoni hittust í fyrsta sinn í sex ár á dögunum. Kinan sagði sögu sína í Fréttablaðinu í fyrra en stríðið hafði skilið bræðurna að og hrakið þá báða á flótta. Tilfinningarnar báru þá ofurliði við endurfundinn í vikunni. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Bræðurnir Kinan og Abd Almonem Kadoni hafa verið aðskildir frá því stríðið braust út í Sýrlandi fyrir um það bil sex árum. Viðtal við Kinan birtist í Frétta­ blaðinu í fyrra eftir að hann flutti er­ indi á þingi Norðurlandaráðs í Hörpu um aðstæður flóttamanna í Evrópu. Kinan yfirgaf Sýrland rétt áður en uppreisnin hófst en yngri bróð­ ir hans, Abd Almonem, varð eftir og hélt áfram háskólanámi. „Einn daginn brutust út mótmæli við skól­ ann hans. Hann var handtekinn og fangelsaður í rúman mánuð. Dvölin í fangelsinu reyndi mikið á hann og hann sætti illri meðferð. Hann flosn­

aði upp úr náminu í kjölfarið.“ Abd Almonem hefur haldið til í Þýskalandi að undanförnu ásamt frændum bræðranna en Kinan tókst að flýja til Belgíu. Fyrir ári fékk hann loks endurútgefið vegabréf og varð því aftur ferðafær. Hans fyrsta verk var að halda til Grikklands þar sem vann sem sjálfboðaliði við að að­ stoða flóttamenn, m.a. fyrir Lækna án landamæra. „Eftir að ég fékk vegabréfið hefur bróðir minn suðað í mér að koma til sín til Þýskalands. Ég hef alltaf gefið honum þær skýringar að ég komist ekki til hans, það sé svo langt ferða­ lag og ég geti það ekki þó ég vilji. Um

daginn fórum við hálfpartinn að ríf­ ast yfir því að ég kæmist ekki til hans. Í kjölfarið ákvað ég að panta flug til Þýskalands og birtst heima hjá hon­ um daginn eftir.“ Kinan segir frændur þeirra hafa aðstoðað við að skipuleggja endur­ fundinn, tryggja að Abd Almonem væri heima þegar hann kæmi. Kinan faldi sig svo undir teppi í stofunni hjá Abd Almonem og frændurnir báðu hann um að kanna hver væri und­ ir því. Myndband af tilfinningaþrungnum endurfundi bræðranna er á vef Fréttatímans.

Bræðurnir Abd Almonem og Kinan Kadoni hittust í fyrsta sinn í sex ár á dögunum.

Fyrrum starfsmenn Hótel Framness í Grundarfirði segja vinnuálagið á hótelinu óbærilegt.

Mikill hagnaður er á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur.

Sjálfstæðisflokkur vill lækka orkugjöld Orkuveitan Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að borgin lækki orkugjöld á borgarbúa vegna góðrar afkomu Orkuveitu Reykjavíkur. „Það er ljóst að Orkuveitan hefur rétt verulega úr kútnum og við telj­ um sanngjarnt að það verði farið í rýningu á því hvort það sé mögu­ legt að lækka orkugjöldin af þeim sökum,“ segir Halldór Halldórs­ son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en flokkurinn er ósáttur við að tillaga þeirra um að orku­ gjöld verði lækkuð hafi verið vís­ að til borgarráðs í stað þess að hún væri samþykkt. Raunar segir í bókun, sem borg­ arfulltrúar Sjálfstæðisf lokksins lögðu fram á fundi borgarstjórn­ ar á þriðjudaginn, að meirihlutinn sýndi af sér fálæti í málinu. „Þeir vísuðu málinu þannig lagað frá,“ segir Halldór sem útskýrir að í nóvember árið 2015 hafi borgar­ stjórn samþykkt að vísa tillögu um rýningu orkugjalda til borgarráðs. Tíu mánuðum síðar bólar ekki á málinu. „Það er kannski þess vegna sem við tölum um fálæti,“ segir Hall­ dór sem bendir á að það hafi ver­

Halldór Halldórsson telur að borgarbúar eigi líka að hagnast á góðu gengi Orkuveitunnar og þannig eigi að lækka orkugjöldin aftur.

ið borgarbúar sem báru hitann og þungan af erfiðri rekstrarstöðu Orkuveitunnar, enda hækkuðu orkugjöldin um tæplega 50% á ör­ fáum árum. Nú hefur rekstrinum verið snúið við og ljóst að borgin reiðir sig á arðgreiðslur á fimm ára áætlun, en hagnaður af rekstri sam­ stæðunnar var yfir fjórir milljarðar á síðasta ári. Halldór segist vongóður um að tillagan fái meðferð hjá borgarráði, en bætir þó við að pólitíski frasinn „að svæfa málið í nefnd“ eigi vel við í þessu tilfelli. Sóley Tómasdóttir, borgarfull­ trúi VG og stjórnarmaður í Orku­ veitunni, segir sjálfsagt að skoða málið. „Og það munum við gera í borgarráði. Það eru fjölmargar hlið­ ar á málinu, hagsmunir borgarbúa sem eigenda og sem viðskiptavina og hvernig þeir fái notið góðrar þjónustu á sanngjörnu verði,“ segir hún. | vg

Viltu stofna fyrirtæki? Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, útgáfu reikninga, ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt þriðjudagana 13., 20. og 27. september kl. 16:10 – 19. kennt þriðjud. 20.ersept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12 Námskeiðsstaður Katrínartún 2 (Höfðatorg), 2. Síðdegisnámskeið, 16. hæð, Reykjavík. kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30 Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið). Fyrirlesari: Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is upplýsingar og skráning í síma Nánari upplýsingar og skráning í símaNánari 894-6090 eða á alb@lexista.is 552 609 Námskeiðsgjald er 40.000 kr. og greiðist við skráningu. VR og fleiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu um 50%.

Í þessu rými svaf einn af erlendu starfsmönnum hótelsins í sumar. Myndin er tekin af öðrum starfsmanni sem var brugðið við aðkomuna.

Fékk taugaáfall eftir starf á Hótel Framnesi Ferðaþjónusta Hótel Framnes í Grundarfirði er undir smásjá lögreglu og verkalýðs­félags Snæfellinga en starfsmenn hafa lýst hörmulegum vinnuaðstæðum. Í vikunni voru aðeins þrír menn að störfum á 60 manna hóteli. Carlotta Birtoglio segist hafa brotnað saman eftir að hafa sinnt þremur störfum á hótelinu í sumar. „Ég gat ekki boðið gestunum upp á þetta,“ segir annar ­starfsmaður. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Fyrrum starfsmenn Hótel Fram­ ness segja eigandann hafa keyrt þá út með ólýsanlegu vinnuálagi í sumar. Sigurkarl Bjartur Rúnars­ son, sem keypti Hótel Framnes í maí, hefur legið undir ámæli um að hafa hælisleitendur án atvinnu­ leyfis að störfum. Hann vildi ekki svara spurningum Fréttatímans þegar eftir því var leitað. Lög­ regla, verkalýðsfélag Snæfellinga og ASÍ fóru í þrjár í eftirlitsferðir á ­hótelið í sumar. Sigurkarl rak áður Reykjavík Hótel Center í Skipholti í nokkra mánuði, án þess að hafa r­ ekstrarleyfi. Hótelið hefur verið starfrækt síðan 1954 en þar eru 38 herbergi. Um 17 starfsmenn voru á hótelinu áður, en í sumar hefur þeim fækk­ að verulega. Á föstudag var fjór­ um r­ eyndum starfsmönnum sagt upp. Þegar Verkalýðsfélag Snæfell­ inga kom í eftirlitsferð á miðviku­ dag voru aðeins þrír Pakistanar

að störfum. „Við höfum áhyggjur af hótelinu og að þar séu erlend­ ir starfsmenn sem ekki þekki rétt sinn né launakjör. Þar ríkir algjör undirmönnun og við vitum að starfsmenn hafa leitað læknishjálp­ ar vegna álags.“ Fréttatíminn hefur rætt við nokkra þeirra sem nýlega hættu störfum á hótelinu en þeir lýsa því að vinnuálagið hafi orðið óbærilegt eftir að starfsmönnum var fækkað, sem hafi bitnað á þjónustu og hrein­ læti. „Ég gat ekki boðið gestunum upp á þetta lengur,“ segir einn þeirra. „Herbergin voru hrikalega skítug og það var alls ekki alltaf skipt á rúmum fyrir nýja gesti.“ Á sama tíma og starfsfólki var fækkað, komu eigendur inn með útlent vinnuafl sem grunur leikur á að hafi verið hælisleitendur án at­ vinnuleyfa. Í upphafi sumars komu þrír karlmenn beint frá Rúmeníu en þeir hættu stuttu síðar. Fleiri útlendingar komu í kjölfarið, frá Marokkó, Afganistan og Pakistan. Sumir stoppuðu stutt við en aðrir eru enn að störfum. Hótelið er enn í rannsókn. Gat ekki meir Carlotta Birtoglio flutti frá Ítalíu til að starfa á hótelinu fyrir tæpum þremur árum. Í lok sumars segist hún hafa fengið taugaáfall eftir að hafa þurft að sjá ein um morgun­ mat, uppvask og aðstoð við þvotta á 60 manna hóteli. „Ég brotnaði bara saman og fór að ofanda. Tárin streymdu niður og ég gat ekki hætt að gráta. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður. Þetta var bara vegna álags.“

Guðbjörg Jónsdóttir hjá Verkalýðsfélagi Snæfellinga hefur áhyggjur af að starfsmenn hótelsins þekki ekki rétt sinn.

Carlotta Birtoglio brotnaði saman eftir starfið á Hótel Framnesi.

Hún segist hafa verið herbergis­ þerna fyrsta árið en eftir að hún fékk bakeymsli af vinnunni var hún færð yfir í morgunmatinn. „Ég lét nýjan eiganda vita af þessu en samt var ég látin í þrif og þvott meðfram morgunmatnum. Ég gerði athugasemd við að ég væri í raun komin í þrjú störf, og þá var bara hlegið að mér.“ Carlotta lýsir morgninum sem hún gekk út úr vinnunni; „Ég hafði mætt klukkan sex til að undirbúa morgunmatinn. Eldhúsið var fullt af óhreinu leirtaui og það var ekki til nægilega mikill matur. Gestirnir áttu að koma klukkan sjö en streymdu að miklu fyrr. Ég var ein í öllu með um fjörutíu gesti. Þeir kvörtuðu undan gæðunum á hlaðborðinu. Enginn var í móttökunni svo ég var sú eina sem þeir gátu talað við. Þegar morgunmaturinn var búin fór ég inn í eldhús til að vaska upp allt óhreina leirtauið. Svo brotnaði ég bara saman yfir uppvaskinu og gekk út.“ Önnur kona segist hafa þurft að fara í veikindaleyfi vegna álagsins.


SEPTILBOÐ.

Passat og Golf Variant á langtum betra verði. Nú er góður tími til að fá sér lengri gerðina af Passat eða Golf því þeir eru á frábæru tilboði í takmarkaðan tíma. Þú færð meira pláss fyrir fjölskylduna og meiri bíl fyrir peninginn. Komdu til okkar í reynsluakstur og taktu lengri leiðina á Passat Variant eða Golf Variant. Það borgar sig á alla vegu. Passat Variant, verð frá:

Golf Variant, verð frá:

4.390.000 kr.

2.990.000 kr.

www.volkswagen.is

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Byggðu hús á sextán dögum Sauðárkrókur Hjónin Heiðar Örn Stefánsson og Gunnhildur Ása Sigurðardóttir reistu sér fyrsta hús sinnar tegundar á Íslandi úr yleiningum. Það er fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er af einstaklingi á Sauðárkróki í meira en áratug. Efniviðurinn er meðal annars ­fjörusandur. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Þegar hjónin Heiðar Örn og Gunnhildur Ása vildu flytja á Sauðárkrók var húsnæðisúrvalið af skornum skammti. „Auk þess var fasteigna-

verðið hátt miðað við landsbyggðina. Við fórum því í leiguhúsnæði og hugsuðum vel hvernig við gætum komið okkur fyrir,“ segir Heiðar Örn. Hjónin keyptu sér steyptan grunn og ákváðu að byggja hús fyrir fjölskylduna, sem auk þeirra telur þrjá drengi. „Við skoðuðum ýmsar leiðir og enduðum á að byggja úr nýjum yleiningum frá Límtré Vírnet sem aldrei hafa verið notaðar í íbúðarhús á Íslandi áður.“ Meðal efniviðar er þéttpressuð steinull sem unnin er úr fjörusandi á Sauðárkróki. „Steinullin er skorin er í strimla og klædd með járni.

Þá eru notaðar stálrúllur frá Svíþjóð til að valsa aftur- og framhliðina en það er unnið á Flúðum. Úr verða einingar sem raðað er saman og kíttað á milli, svo veggirnir verði þéttir.“ „Þegar búið er að klæða eininguna er endanlegt útilag tilbúið. Að leggja þakið var svo afar fljótlegt og tók okkur rúman dag. Við vorum tveir handlangarar og tveir og hálfur smiður í 16 daga að gera húsið fokhelt.“ Heiðar Örn áætlar að kostnaður að fokhelt húsið kostið um 17 milljónir. Húsið er 237 fermetrar með bílskúr og vonast fjölskyldan til að allt verði tilbúið um jólin.

„Þetta er líklega fyrsta húsið sem byggt er af einstaklingi á Sauðárkróki í tíu, tuttugu ár. Nú er nágranni minn farinn af stað og ætlar að byggja sér eins hús,“ segir Heiðar Örn.

Við höfum þetta sögulega tækifæri Útlendingastofnun birti ekki frétt um umsóknarfrest til ríkisborgararéttar fyrr en í lok vikunnar.

Engar fréttir á ensku í tvo mánuði Stjórnsýsla Útlendingastofnun þýddi engar fréttir í tvo mánuði. Meðal annars er vörðuðu umsóknarfrest til ríkisborgararéttar hjá Alþingi. Engar fréttir höfðu birst á vef Útlendingastofnunar í um tvo mánuði, en þar á meðal var ekki búið að þýða frétt um veitingu ríkisborgararéttar á Alþingi, sem hafði þó verið á íslenska hlutanum í um mánuð. Síðasta frétt birtist 4. júlí á vefnum á öðru útlendu tungumáli, en þó hafa allnokkrar fréttir birst á vefnum síðan á íslensku. Fréttatíminn sendi fyrirspurn

á Útlendingastofnun á miðvikudaginn og í svari sem barst frá stofnuninni í gær sagði meðal annars: „Við reynum eftir megni að þýða fréttir sem eru birtar á heimasíðunni. Í reyndinni hafa þýðingarnar þó ekki alltaf forgang fram yfir önnur verkefni nema þegar fréttirnar varða beinlínis þjónustu stofnunarinnar, til dæmis afgreiðslutíma og umsóknarfresti, sem mikilvægast er að séu birtar á ensku.“ Það var ekki fyrr en Fréttatíminn benti á að það vantaði meðal annars frétt um skilafrest til þess að skila inn umsóknum um ríkisborgararétt til Alþingis, sem Útlendingastofnun þýddi fréttina og birti. | vg

Ástralía 18. nóv til 5. des 2016 Sydney, Brisbane, Fraser Island, strandbærinn Noosa, þjóðgarðar og fl. er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð. Verð á mann í tvíbýli kr 622.000

Færeyjar Høgni Hoydal, sjávarútvegs­ráð­herra Færeyja, segir að meginmarkmiðið með uppboð á afla­heimildum leiði til þess að hærra verð fáist fyrir kvótann. Hann segir meginmarkmiðið með uppboðsleiðinni að tryggja að afla­heimildirnir séu eign fólksins en ekki sjávarútvegs­fyrirtækja. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

„Vandamálið til að byrja með að þeir sem eru sterkir leikmenn á velli í sjávarútveginum eru að vinna á uppboðunum en þeir eru að borga miklu meira en þeir hafa gert áður fyrir kvótann. Uppboðsleiðin er því góð en það koma upp þessi vandamál,“ segir Høgni Hoydal, sjávar­ útvegsráðherra Færeyja, aðspurður um hvernig hann telji að það hafi gengið hjá Færeyingum að prófa að bjóða aflaheimildir í landinu upp á uppboði. Høgni segir því að í framtíðinni vonist hann til jafnari keppni um kvótann til að nýliðun í sjávarútveginum verði meiri og að kvótinn muni dreifast jafnar á milli sjávarútvegsfyrirtækja í ­Færeyjum: Hingað til hafi of fáir boðið í ­k vótann. Høgni kemur til Íslands í dag, föstudag, til að ræða um uppboðsleið Færeyinga á fundi í Norræna húsinu á vegum Vinstri grænna á

„Markmið okkar er að kvótinn verði ekki prívat eign einhverra ­fyrirtækja.“ laugardaginn auk þess sem hann verður á málþingi í Háskólanum á Akureyri á sunnudaginn. Í lok júlí buðu Færeyingar upp tíu prósent af aflaheimildum landsins en til stendur að innleiða nýtt fiskveiðistjórnarkerfi í landinu árið 2018 þar sem uppboðsleiðin verður farin með allan kvóta landsins. Boðinn var upp síldar- og makrílkvóti auk botnfiskskvóta í Barentshafi. Uppboðsleiðin hefur verið mikið rædd á Íslandi síðustu vikurnar og hafa Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð öll talað fyrir því að einhvers konar uppboðsleið verði farin í sjávarútvegi á Íslandi. Vinstri grænir hafa ekki gefið út að þeir séu fylgjandi uppboðsleiðinni með eins skýrum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkuinn vilja halda kvótakerfinu óbreyttu. Høgni segir að breytingarnar snúist um grundvallaratriði. „Við höfum nú þetta sögulega tækifæri í Færeyjum frá 1. janúar 2018 að kvótinn verður ekki lengur gefinn heldur boðinn út. Markmið okkar er að kvótinn verði ekki prívat eign einhverra fyrirtækja heldur eign fólksins.“ Uppboðsleiðin er hins vegar umdeild í Færeyjum og segir Høgni

Upplýsingar í símum 845 1425 / 899 1295 eða á tölvupósti info@iceline.is

að stóru sjávarútvegsfyrirtækin í landinu hafi barist gegn þessari leið. „Stærsti hluti sjávarútvegsfyrirtækja í Færeyjum vill ekki þessar breytingar í markaðsátt heldur vilja þau frekar hafa kerfið eins og það er á Íslandi.“ Høgni vill ekki segja neitt um hvaða leið hann telji að Íslendingar eigi að fara í skipulagningu síns fiskveiðistjórnunarkerfis. „Ég veit það ekki. Ég vil ekki segja hvað Ísland á að gera. En ég veit að Íslendingar fylgjast með okkur alveg eins og við fylgjumst með þeim.“

Seldu loks kolmunakvótann Kvóti Færeyingum tókst í þriðju tilraun að selja 5000 tonn af kolmunakvóta. Landstjórnin fékk 8,7 milljónir króna í kassann en hafði vonast eftir þrefalt hærri upphæð.

Nánari ferðalýsing á www.icelinetravel.com

Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að frjálst framsal kvóta og skuldsetning sjávarútvegsfyrirtækja vegna kvótaviðskipta hafi haft slæm áhrif í Færeyjum. Eitt af markmiðum nýja fiskveiðistjórnunarkerfisins í Færeyjum er að koma í veg fyrir þetta.

Eftir að engin tilboð yfir lágmarksupphæð höfðu borist í tvo tilboð fyrr í vikunni seldust loks þau 5000 tonn af kolmunnakvóta sem færeyska landsstjórnin bauð upp. Hæsta tilboð var 15 aurar danskir á kílóið eða 2,61 krónur íslenskar. Lægsta tilboðið sem fékkst samþykkt var 10 danskir aurar kílóið eða 1,74 krónur íslenskar. Við það miðast söluverðið, allir sem áttu gilt tilboð fengu keypt á því verði, fimm skip frá ­þremur útgerðum. Þar sem lítið magn af kolmunnakvóta seldist á Ís-

landi í fyrra er erfitt að segja til um hvert markaðsvirðið er á Íslandi. Á síðasta fiskveiðiári gekk aðeins um þúsundasti hluti kvótans kaupum og sölum. Meðalverðið var 6,93 ­k rónur k ­ ílóið. Upphaflegt lágmarksverð færeyskra stjórnvalda var 5,22 krónur ­íslenskar. Miðað við útboðsgengið í Færeyjum er 154 þúsund tonna kolmunnakvóti Íslendinga tæplega 270 milljón króna virði. Miðað við vonir landsstjórnar Færeyja í upphafi vikunnar væri hann 810 milljón króna virði. Miðað við tiltölulega lítil viðskipti í fyrra er markaðsvirði hans á Íslandi rúmlega einn ­milljarður króna.


Uppskriftir frรก

Provence


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Bann við arði innleitt í heilsugæsluna Heilbrigðismál Læknir sem opnar einkarekna heilsugæslustöð furðar sig á arðgreiðslubanni innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkratryggingar Íslands hafa eftirlit með arðgreiðslubanninu.

Arðgreiðslubann úr einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu mun verða til staðar í hverjum nýjum samningi um slíkan rekstur sem Sjúkratryggingar Íslands gera hér eftir. Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu í vikunni að búið væri að undirrita samninga um tvær einkareknar stöðvar á Bíldshöfða og Urriðhvarfi í Kópavogi. Samningarnir eru til fimm ára og gerð krafa um að heilsugæslustöðvarnar séu að meirihluta í eigu heilbrigðisstarfsfólksins sem vinnur á þeim. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að arðgreiðslubannið eigi ekki við um gildandi samninga

Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Fyrir þínar bestu stundir

Sjúkratrygginga við einkareknar heilsugæslustöðvar, til dæmis Salaog Lágmúlastöðina. „Þegar þeir samningar renna út er hins vegar miðað við að bann við arðgreiðslum verði áskilið í nýjum samningum, þannig að rekstraraðilar heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu sitji við sama borð óháð eignar- og rekstrarformi.“ Eigendur heilsugæslustöðvarinnar í Salahverfi greiddu sér til dæmis 194 milljóna króna arð út úr starfseminni á árunum 2008 til 2014. Sjúkratryggingar Íslands munu sjá um að arðgreiðslubanninu verði framfylgt með eftirliti. Steingrím-

ur Ari Arason, forstjóri stofnunarinnar, segir um þetta. „Við munum bara kalla eftir ársreikningum þessara fyrirtækja og fylgjast með því hvort það komi til arðtöku eða ekki.“ Einn af læknunum sem stendur að heilsugæslustöðinni í Urriðahvarfi, Teitur Guðmundsson, segir að honum þyki „sérstakt“ að þetta rekstrarform sé tekið út fyrir sviga innan einkarekinnar heilsugæslu á Íslandi. „Þetta er öðruvísi en með öll önnur fyrirtæki í rekstri. En við ákváðum að bjóða í þetta engu að síður og undirgöngumst þær kröfur sem samningurinn felur í sér.“

Teiti Guðmundssyni lækni finnst arðgreiðslubannið skrítið en segir að hann undirgangist þær kröfur sem gerðar eru til nýju einkareknu heilsugæslustöðvanna.

Valhöll veðsett fyrir 360 milljóna króna láni Fjármál Skuldirnar sem hvíla á höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins tvöfölduðust í fyrra. Ríkisbankinn Landsbankinn er lánveitandi flokksins. Ríkisendurskoðandi segir stofnunina ekki sinna eftirliti með lántökum stjórnmálaflokka, almennt séð. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

NATURE’S LUXURY heilsurúm

Nature’s Luxury heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 189.900 kr.

Aðeins 142.490 kr.

25% AFSLÁTTUR

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

Nettur

10.000

Plano

króna

AFSLÁTTUR

svefnsófi Click – Clack svefnsófi. Grátt og rautt slitsterkt áklæði. Svefnsvæði: 120 x 190 cm.

Fyrir þínar bestu stundir

Fullt verð: 59.900 kr.

Aðeins 49.900 kr. NATURE’S LUXURY heilsurúm

Þú finnur nýja bæklinginn okkar á www.dorma.is

Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður

Afgreiðslutími sjá

www.dorma.is

HELSINKI rúmgafl

20%

Nature’s Luxury heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm.

Aðeins 142.490 kr.

25%

Rúmgafl fæst í svörtu og hvítu PU leðri og í gráu áklæði. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm. Verð að neðan miðað við rúmbreidd 120 cm. Fullt verð: 39.900 kr.

Smáratorg | Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður

AFSLÁTTUR Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

www.dorma.is

Skuldirnar sem hvíla á höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, tvöfölduðust í fyrra þegar 360 milljóna króna lán var tekið hjá Landsbankanum. Mynd | Hari

Þessi lán voru upphaflega að verðmæti 15, 40 og 125 milljóna króna. Tvö síðarnefndu lánin voru tekin eftir hrunið árið 2008 og sagði Jónmundur Guðmarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, frá því í DV í janúar árið 2013 að veðsetning Valhallar tengdist ekki endurgreiðslu á próf kjörsstyrkjum til FL Group og Landsbanka Íslands sem veittir voru fyrir hrun. „Umrætt langtímalán tengist á engan hátt endurgreiðslu styrkjanna. Almennar rekstrartekjur flokksins eru nýttar til endurgreiðslu styrkjanna.“ Þá höfðu 18 milljónir af 55 milljónum krónum verið endurgreiddar út af styrkjunum. Endurgreiðsla styrkjanna setti því strik í reikninginn í fjárhag Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Ekki hefur spurst til frekari endurgreiðslna eftir þetta en flokkurinn hætti að svara fyrirspurnum um málið árið 2014. Fjármál íslenskra stjórnmálaflokka hafa verið talsvert til umræðu á Íslandi á síðstu árum, sérstaklega skömmu eftir efna-

hagshrunið árið 2008. Prófkjörsstyrkir frá stórfyrirtækjum til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokkanna vöktu þá mikla athygli. Öfugt við 50 milljóna króna lánið sem hvílir á höfuðstöðvum Framsóknarflokksins, sem sagt er frá á forsíðu Fréttatímans í dag, þá er hins vegar alveg ljóst hver lánveitandi Sjálfstæðisflokksins er. Ríkisendurskoðun hefur eftirlitshlutverk með ákveðnum þáttum í fjármálum stjórnmálaflokka, meðal annars styrkveitingum til flokka og frambjóðanda í aðdraganda kosninga. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir hins vegar að almennt séð fari stofnunin ekki í nákvæma greiningu á bókhaldi stjórnmálasamtaka, meðal annars lántökum þeirra hvers konar. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að kanna hvort fjármál flokkanna og frambjóðendanna séu innan þeirra marka sem löggjöfin setur.“ Þá skiptir almennt séð heldur ekki máli hver lánveitandi stjórnmálaflokkanna er.

Opna Marshall-húsið með verkum Ólafs Lárussonar

Myndlist Ekkja Ólafs Lárussonar, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, hefur gefið Nýlistasafninu mikið magn efnis úr vinnustofu Ólafs sem spannar tvo áratugi, frá og í kringum 1970-1990.

Fullt verð: 189.900 kr.

AFSLÁTTUR

Aðeins 31.920 kr.

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut, er veðsett Landsbankanum fyrir 360 milljóna króna láni. Lánið var tekið fyrir tæpu ári og er nú eina lánið sem hvílir á húsnæðinu. Þetta kemur fram í veðbandayfirliti Valhallar. Með lánveitingunni tvöfölduðust skuldirnar sem hvíla á Valhöll. Verðmæti Valhallar nemur rúmlega 480 milljónum króna, samkvæmt fasteignamati næsta árs. Landsbankinn er í meirihlutaeigu íslenska ríkisins og heldur Bankasýsla ríkisins, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, á hlutabréfunum í honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fjármála- og efnahagsráðherra og heyrir Bankasýslan því undir hans ráðuneyti. Bjarni var einn þeirra sem skrifaði undir lánið frá Landsbankanum sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Meðal annarra voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Fréttatíminn reyndi að ná tali af Þórði vegna veðsetningar Valhallar en án árangurs. Með láninu voru þrjú eldri lán við Íslandsbanka greidd upp og fluttust þau af veðbókarvottorði Sjálfstæðisf lokksins í kjölfarið.

Þar með talið hluta af persónulegu bókasafni hans, filmusafni, negatífur og upptökur af gjörningum og margt fleira. Nýlistasafnið mun f lytja sýningarrými sitt í Marshall-húsið út á Granda í byrjun næsta árs ásamt Kling og Bang galleríi og Ólafi Elíassyni.

Sýningin, sem jafnframt mun opna nýtt rými safnsins við höfnina, verður yfirlitssýning á verkum Ólafs ásamt heimildum um gjörninga hans og öðru efni sem ekki kom fyrir sjónir almennings á meðan hann lifði. Sýningin mun einnig innihalda verk úr safneign Listasafns Íslands og Listasafni Reykjavíkur ásamt verkum í einkaeign, frá vinum og vandamönnum Ólafs sem og söfnurum. Þess má geta að þann 10. september hefði Ólafur fagnað 65 ára afmæli sínu, en hann lést 4. desember 2014. | vg

Ólafur Lárusson lést í desember árið 2014.


HAUSTÚTSALA Á HÖRKU PLANKA HARÐPARKETI VERÐ FRÁ 1.490 kr. m²

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Embætti Landlæknis, sem Birgir Jakobsson stýrir, er ráðgefandi gagnvart stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún ákveður hvort rannsaka eigi plastbarkamálið á Íslandi. Landlæknir spyr gagnrýnna spurninga um aðkomu lækna og Háskóla Íslands að fyrstu plastbarkaagerðinni. Myndir | Hari

Landlæknir: Hvað vissu læknarnir þegar plastbarkaaðgerð var hampað? Birgir Jakobsson landlæknir segist hafa fengið rangar upplýsingar um fyrstu plastbarkaðgerðina og að hann telji að farið hafi verið á bak við sig. Hann var forstjóri Karolinska-sjúkrahússins þegar aðgerðin var gerð árið 2011. Landlæknir spyr gagnrýnna spurninga um vitneskju lækna fyrsta plastbarkaþegans, Andemariams Beyene, þegar haldið var upp á ársafmæli aðgerðarinnar á honum í Háskóla Íslands árið 2012. Hann vill láta rannsaka málið sérstaklega á Íslandi. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

„Þær upplýsingar sem ég fékk var að aðferðin væri reiðubúin til notkunar í manneskju og að þetta væri eina leiðin til að bjarga lífi sjúklingsins,“ segir Birgir Jakobsson, núverandi landlæknir og fyrrverandi forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð,

í viðtali við Fréttatímann aðspurður um hvaða upplýsingar honum voru veittar af yfirmönnum á Karolinska-sjúkrahúsinu í aðdraganda fyrstu plastbarkaaðgerðarinnar í heiminum sem gerð var á Andemariam Beyene á sjúkrahúsinu árið 2011. Beyene var ekki með ríkisborgararétt á Íslandi en bjó hér á landi og er yfirleitt talað um hann sem „Íslending“ eða „íslenska sjúklinginn" í sænskum fjölmiðlum. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir sendi Andemariam fá Landspítalanum til meðferðar á Karolinska vegna krabbameinsæxlis í hálsi í maí árið 2011. Birgir lýsir atburðarásinni svona: „Tómas Guðbjartsson, sem ég þekkti ekki áður, hringir í mig, sennilega vegna þess að ég er Íslendingur. Hann þekkir til Macchiarini. Ég vísa honum á deild sem sér um útlenska sjúklinga. Sjúklingurinn fer út til Karolinska með samþykki Sjúkratrygginga Íslands og eitt tekur við af öðru.“

Stöðvum ránið Auðlindir í þjóðareigu!

Margréti Tryggva í 1.-2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar, suðvesturkjördæmi margrettryggva.is

Svartar skýrslur Á síðustu vikum hafa verið birtar tvær gagnrýnar skýrslur um þessa plastbarkaaðgerð og tvær aðrar sem ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini gerði í Svíþjóð á árunum 2011 og 2012. Í annarri skýrslunni, um þátt og ábyrgð Karolinska-sjúkrahússins, er niðurstaðan sú að aðgerðirnar þrjár hafi verið rannsóknir á mönnum en ekki læknismeðferðir og að enginn plastbarkaþeganna hafi verið í bráðri lífshættu. Tveir af þeim sem fengu plastbarka á Karolinska eru látnir, meðal annars Andemariam, og hefur sá þriðji, tyrkneska konan Yesim Cetir, dvalið á gjörgæsludeild síðustu ár. Greint var frá því í sænskum fjölmiðlum daginn eftir að sú skýrsla kom út að tveir yfirmenn á Karolinska-sjúkrahúsinu sem komu að skipulagningu aðgerðarinnar, Ulf Lockowandt og Bo Tideholm, hefðu farið í leyfi frá störfum. Seinni skýrslan snýst um þátt Karolinska-háskólans í málinu en

það var háskólinn sem réði Macchiarini til starfa árið 2010 að beiðni rektors hans, Harriets Wallbergs, og var hann í kjölfarið ráðinn í starf yfirlæknis á sjúkrahúsinu. Sama dag og skýrslan kom út var Wallberg rekinn úr starfi sínu sem yfirmaður háskólamála í Svíþjóð og allri stjórn Karolinska-háskólans var skipt út. Í skýrslunni kom fram að nær allar reglur hefðu verið brotnar þegar Macchiarini var ráðinn til skólans árið 2010 og svo endurráðinn árið 2013. Telur hafa verið farið á bak við sig Upplýsingarnar sem Birgir fékk áður en hann samþykkti að skrifa undir samning við Sjúkratryggingar Íslands um kostun Karolinska á aðgerðinni á Andemariam voru því ekki réttar þar sem ekki var búið að prófa aðgerðina vísindalega, meðal annars á dýrum, og hann var ekki í bráðri lífshættu. „Ef ný aðferð er talin reiðubúin til notkunar í manneskju gengur maður út frá því að hún sé prófuð í dýrum. Sú spurning kom aldrei á mitt borð enda ekki venja að sjúkrahússtjórinn þurfi að leggja fyrir sig slíkar spurningar.“ Hann segir því ekki rétt að hann hafi vitað af því að aðgerðin hefði ekki „læknisfræðilega stoð“, líkt og það var orðað í Fréttatímanum í síðustu viku, heldur hafi hann ekki vitað betur en að svo væri á þeim tíma. „Ég vissi ekki að aðgerðin hefði ekki læknisfræðilega stoð enda var hún ákveðin af helstu sérfræðingum Karolinska á þessu sviði.“ Birgir þurfti að undirrita samninginn þar sem íslenska stofnunin vildi ekki greiða fyrir tilraunaaðgerð á sjúklingi, aðgerð sem ekki var búið að sannreyna læknisfræðilega til fulls og sem verið var að prófa í fyrsta skipti. Þess vegna þurfti Karolinska að gera það. „Undirskrift mín í því sambandi var hrein stjórnsýsluleg aðgerð,“ segir Birgir en hann lítur svo á að farið hafi verið á bak við sig í málinu. Fyrir utan samninginn tengist Birgir Macchiarini málinu með tvenns konar hætti því hann skrifaði undir ráðningu Macchiarinis sem yfirlæknis á spítalanum árið 2010 auk þess sem hann neitaði að endurráða hann árið 2013. Hann segir að þegar hann líti til baka þá myndi hann vilja afturkalla þær gjörðir sínar að skrifa und-

ir samninginn við Macchiarini og eins samninginn um kostun fyrstu aðgerðarinnar, þó hann telji sig hafi tekið réttar ákvarðanir miðað við þær upplýsingar sem hann fékk: „Það þýðir ekki að ég hefði ekki gjarnan viljað afturkalla fyrstu tvær ákvarðanir mínar ef það gæti breytt einhverju.“ Af hverju stoppaði hann ekki fleiri? Fréttatíminn spurði einnig þeirrar spurningar um ábyrgð Birgis í málinu í síðustu viku af hverju hann hefði ekki komið í veg fyrir að fleiri plastbarkaaðgerðir væru gerðar. Hann bendir á að læknar Andemariams, meðal annars Tómas Guðbjartsson, hafi miðlað upplýsingum um ástand Andemariams: „Spurningin um næstu tvær aðgerðir er einnig óraunhæf, ég vissi fyrst um þær aðgerðir eftir á, en þær voru gerðar tiltölulega fljótlega eftir fyrstu aðgerðina og á meðan gefið var í skyn af læknum Andemariam Beyene að allt gengi vel. Má í því sambandi benda á að hér á landi var haldið málþing á hátíðarsal HÍ til þess að halda upp á að eitt ár var frá aðgerð. Hvað vissu læknar Andemariams þá um árangur af aðgerðinni?“ Sjálfur vanhæfur en vill rannsókn Birgir segir aðspurður að hann telji að rannsaka þurfi íslenska hlið plastbarkamálsins en undirstrikar jafnframt að hann geti ekki komið slíkri rannsókn vegna tengsla sinna við málið. „Já, ég tel að það sé rétt. Sjálfur er ég augljóslega vanhæfur í því sambandi.“ Stjórnskipunarog eftirlitsnefnd Alþingis ákveður bráðlega hvort rannsaka eigi plastbarkamálið á Íslandi eða ekki. Landlæknisembættið mun verða ráðgefandi þegar nefndin tekur ákvörðun um rannsókn málsins, samkvæmt því sem Ögmundur Jónasson, formaður þingnefndarinnar, sagði við Fréttatímann í síðustu viku. Tómas Guðbjartsson hefur ekki viljað veita Fréttatímanum viðtal um málið.

Birgir Jakobsson segir að hann telji að gera þurfi innlenda rannsókn á plastbarkamálinu á Íslandi. Læknadeild Háskóla Íslands hefur fært rök gegn slíkri innlendri rannsókn þar sem sænsku rannsóknirnar á málinu nægi.


Fatnaður

Pumpur

Hjálmar

Fatnaður

ÚTSÖLULOK

Útsölunni lýkur laugard. 10 sept. kl. 16:00

20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Planet Pro

Focus Planet hjóin eru sérstaklega viðhaldsfrí, töff, þægileg, hraðskreið og skemmtileg bæjarhjól. Það hægt er að setja á þau bretti, standara, bögglabera og nagladekk. Það er búið glussa diskabremsum, innbyggðum 8 gíra Shimano alfine gírbúnaði og endingargóðri carbon reim sem endist 10 x lengur en hefðbundin keðja. Þannig losnar maður við að þurfa að smyrja skítuga og ryðgaða keðju á samgönguhjólinu sem er í stöðugri notkun. Vönduð Þýsk hönnun og verkvit færir manni úrvals hjól á góðu verði.

Pumpur

Hjálmar

Fatnaður

Pumpur

Whistler Pro 29r Shimano XT 20gíra, Tektro glussa-diskabremsur og RockShox dempari með læsingu í stýri.

Hjálmar

hjolasprettur.is Dalshrauni 13 Hafnarfjörður 565 2292 hjolasprettur@hjolasprettur.is

Cayo AL Sora Shimano Sora 9gíra, Concept R540 bremsur.


10 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Dauði sautján hrossa líklega vegna flúormengunar Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði, hefur misst sautján hross frá því vorið 2007. Hún telur að veikindi hrossanna megi rekja til mengunarslyss í álverinu á Grundartanga árið 2006. Hún fagnar niðurstöðum nýrrar skýrslu atvinnuog nýsköpunarráðuneytisins þar sem fram kemur að mestar líkur séu á að veikindi hrossanna megi rekja til flúormengunar en ekki vanrækslu, líkt og áður hafði verið haldið fram. Ragnheiður er í hópi þeirra fimmtíu íbúa Hvalfjarðar sem krefjast þess að ný sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði fari í gegnum umhverfismat.

„Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því með orðum hvernig mér leið að sjá þessa niðurstöðu. Tilfinningin var sterk og mér fannst eins og nú hefði réttlætið sigrað.“ Ragnheiður.

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Það hefur kostað Ragnheiði margra ára baráttu við kerfið að fá málið rannsakað og skiluðu sérfræðingar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins niðurstöðum rannsókna sinna á lífsýnum úr hrossum Ragnheiðar í júní síðastliðnum. Niðurstaða þeirra er að það sé nánast útilokað að rekja megi orsakir veikindanna til vanrækslu heldur sé líklegast að veikindin stafi af flúormengun frá álverinu. Mengunarslysið „Vorið 2007 veiktust nokkur hross hérna á bænum og ég áttaði mig ekki á ástæðunni. Ég var lengi að leita að orsökinni hér heima á bænum en það var ekkert sem ég var að gera öðruvísi en áður,“ segir Ragnheiður. Hún leitaði til Matvælastofnunar sem sendi að lokum dýralækni á vettvang. Hann taldi að veikindin stöfuðu af efnaskiptasjúkdómi sem kallast EMS og birtist meðal annars í hófsperru. Sjúkdómurinn væri afleiðing offóðrunar og hreyfingarleysis og gefin var út skýrsla um þessa niðurstöðu. „Matvælastofnun tók ekki mark á andmælum mínum og allt í einu var ég orðin kjáninn sem kann ekki að fóðra hross. Það var fremur óskemmtilegt,“ segir Ragnheiður sem ólst upp á Kúludalsá þar sem foreldrar hennar voru bændur í hálfa öld og áttu fjölda hrossa. „Svo heyrði ég af tilviljun af mengunarslysi sem hafði orðið í

Myndir | Hari

Umhverfisvöktun Norðuráls árið 2005 á bæjunum nálægt álverinu leiddi í ljós að magn flúors í heyi fór yfir þolmörk fyrir grasbíta sumarið fyrir mengunarslysið. Hross Ragnheiðar voru á beit á bænum um haustið og veturinn og engan grunaði neitt. Fyrsta hrossið veiktist í júní vorið eftir og fleiri hross urðu svo stirð að þau gátu varla gengið. Telja mengun valda veikindum Frá því að fyrsta hross Ragnheiðar veiktist og var fellt hefur hún misst sextán hross til viðbótar og mestallan þann tíma hefur hún átt í baráttu við opinberar eftirlitsstofnanir um að fá veikindin rannsökuð. Hún segist hafa talað fyrir daufum eyrum Umhverfisstofnunar, Mat-

„Því miður er ósköp lítið vitað um áhrif flúors á hross svo allar niðurstöður sem eru jafn afgerandi og þessar hljóta að vekja furðu og umhugsun og kalla á frekari rannsóknir.“ Sigurður Sigurðsson, dýralæknir og annar höfunda skýrslunnar.

álverinu síðsumars 2006. Það bilaði reykhreinsivirki og búnaðurinn komst ekki í fullt lag fyrr en undir næstu áramót. Enginn veit hversu mikið af flúor fór út í andrúmsloftið í allan þennan tíma því engar mælingar voru gerðar til að meta afleiðingar slyssins. Umhverfisstofnun vissi af slysinu en ákvað samt að láta íbúa í firðinum ekki vita. Þetta var kallað „slys“ en var í rauninni varla slys þar sem svo langur tími leið þar til búnaðurinn komst í fullt lag. Á sama tíma var verið að stækka álverið mjög mikið og verulegt flúor hafði mælst í heyi á nærliggjandi bæ fyrr um sumarið sem bendir til að flúormengun hafi verið mikil áður en slysið varð.“

vælastofnunar, umhverfisráðuneytis og atvinnuvegaráðuneytisins þar til fyrir tæpum fjórum árum þegar þáverandi atvinnuvegaráðherra samþykkti loks rannsókn á orsökum veikinda hrossanna. Jakob Kristinsson, doktor í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, og Sigurður Sigurðarson dýralæknir voru sérfræðingarnir sem atvinnuvegaráðuneytið fékk til að meta málið. Þeir skiluðu niðurstöðum rannsókna sinna í júní síðastliðnum og hún var skýr; Mestar líkur eru á að síendurtekin veikindi hrossanna á Kúludalsá megi rekja til flúormengunar frá álverinu og nær útilokað er að veikindin megi rekja til rangrar meðhöndlunar Ragnheiðar, líkt

og dýralæknir Matvælastofnunar, Sigríður Björnsdóttir, hefur áður haldið fram. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því með orðum hvernig mér leið að sjá þessa niðurstöðu.Tilfinningin var sterk og mér fannst eins og nú hefði réttlætið sigrað. Þrátt fyrir að vera áfangaskýrsla þá er niðurstaðan mjög afgerandi. Og það var líka gott að fá samanburð á því hvernig þessir sérfræðingar nálguðust viðfangsefnið. Dýralæknir Matvælastofnunar kom bara einu sinni hingað á bæinn til að kíkja á hrossin en sérfræðingar atvinnuvegaráðuneytisins komu hingað oft á þremur árum, fylgdust með hrossunum og tóku sýni. Skýrslan tekur af allan vafa af um það að veikindi hrossanna hafi verið mér að kenna og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir mig, sem bónda og umsjónarmann hestanna. Niðurstaðan var mikill léttir.“ Endalaus barátta Nú þegar sérfræðingar ráðuneytisins hafa komist að því að afar ólíklegt sé að veikindi hrossanna megi rekja til offóðrunar og hreyfingarleysis, krefst Ragnheiður þess að Matvælastofnun dragi skýrslu sína frá árinu 2011 til baka. En Matvælastofnun stendur fast á sínu. Nú hefur Umhverfisstofnun beðið Matvælastofnun um meta skýrslu sérfræðinganna. „Við andmælum þessari ályktun skýrsluhöfunda því það eru til þekktar orsakir fyrir þessum sjúkdómi,“ segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. „Offóðrun er þekkt orsök en þeir eru að koma fram með alveg nýja tilgátu. Núna erum við að vinna í því að færa fyrir því fagleg rök hversvegna við andmælum og sú ályktun verður svo send Umhverfisstofnun.“

„Mér finnst það nú ansi skrítið að biðja einhvern, sem nú þegar er búinn að hafna skýrslunni, um að meta hana, en ætli þetta sé ekki íslenska leiðin“, segir Ragnheiður. Hún segist vera orðin ansi þreytt á baráttunni. „Afi og amma bjuggu hér á undan mömmu og pabba og hér hafa alltaf verið haldin hross. Foreldrar mínir þurftu sem betur fer ekki að verða vitni að basli undanfarinna ára. Þau eru bæði fallin frá fyrir nokkru síðan. Ég ólst hérna upp og tók við jörðinni af mömmu á svipuðum tíma og verið var að byggja álverið. Ég var alltaf á móti álverinu en það var mjög mikil hrifning með það á Akranesi þar sem ég hafði áður verið formaður atvinnumálanefndar. Þá var atvinnuleysi og iðnaðarmenn báru sig illa. Síðar, þegar álverið kom inn í myndina, hélt ég mér til hlés og mótmælti ekki, því miður. Ég ákvað að láta bara sem ég sæi þetta álver ekki og ekki láta það pirra mig. Eftir að hrossin fóru að veikjast fór ég að velta því fyrir mér hvað hefði breyst í umhverfinu og það var bara eitt, álverið hafði bæst við. Og svo heyrði ég af mengunarslysinu.“ Aðrir nágrannar sáttir Þegar Fréttatíminn reyndi að ná tali af nágrönnum Ragnheiðar við Grundartanga, sem tilheyra Hvalfjarðarsveit en ekki Kjósahreppi, reyndist það heldur erfitt. Fæstir hafa áhuga á því að ræða sambýlið við álverið né fyrirhugaða iðnaðaruppbyggingu á Grundartanga. Karl Ingi Sveinsson, sjálfstætt starfandi tæknifræðingur sem býr á Akranesi, var þó tilbúinn til að svara því hvernig nábýlið við stóriðjuna hefði verið. Hann og systkini hans eiga fyrrverandi bújörð foreldra sinna, Kalastaðakot í Hvalfjarðar-

Deilan: 17 hross Ragnheiðar hafa drepist frá vori 2007 úr óútskýrðum veikindum. Matvælastofnun og sérfræðingar sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið réðu til að kanna málið, greinir á um hvers vegna hrossin veiktust. Matvælastofnun telur Ragnheiði hafa vanrækt hrossin. Sérfræðingar ráðuneytisins telja þau hafa veikst vegna flúormengunar frá álverinu.



12 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

sveit, þar sem þau hafa hestana sína á beit. Kalastaðakot stendur í svipaðri fjarlægt frá álverinu og jörð Ragnheiðar, en austanmegin. Karl Ingi segir þau systkinin vera sátt við iðnaðinn á Grundartanga, aldrei hafi hlotist neitt ónæði af starfseminni og samstarf við Landsvirkjun hafi verið gott þegar staurar og háspennulínur voru lagðar yfir landið þeirra. Þau fjölskyldan hafi haft hross á beit í yfir tuttugu ár á landinu og ekkert hrossanna hafi nokkurntíma veikst. Það kom honum mjög á óvart að Ragnheiður hefði misst sautján hross, hann hafði heyrt af málinu en vissi ekki hversu mörg hross hún hafði misst. „Jörðin mín er fyrir utan skilgreint þynningararsvæði flúors og við erum búin að lifa með þessum mannvirkjum á landinu okkar og það truflar okkur ekki. Persónulega finnst mér nábýli sumarhúsabyggða, ferðamennsku og stóriðju alveg geta farið saman. Það vilja allir hafa rafmagn en fáir vilja hafa strenginn sem flytur það. Það er ákveðin þversögn fólgin í því,“ segir Karl Ingi. Aðspurður um það af hverju hrossin austan megin við álverið veikist ekki segir Sigurður Sigurðs-

unum séu til komin vegna offitu og hreyfingaleysis en hvorugt á við á þessum bæ. Langvarandi flúormengun leiðir til efnaskiparöskunar hjá hrossum svo þetta er mjög skýrt í mínum huga. Ég skil ekki þessi viðbrögð Matvælastofnunar. Því miður er ósköp lítið vitað um áhrif flúors á hross svo allar niðurstöður sem eru jafn afgerandi og þessar hljóta að vekja furðu og umhugsun og kalla á frekari rannsóknir.“ Berjast gegn meiri mengun Ragnheiður hefur verið virkur þátttakandi í Umverfisvaktinni við Hvalfjörð síðan félagið var stofnað. „Við höfum sett fram einfaldar óskir á borð við að fá settan upp mæli sem sýnir í rauntíma hver loftgæðin í firðinum eru, líkt og er gert í Reykjavík, en það er ekki hlustað á okkur. Við höfum líka barist fyrir því að það verði mældur flúor í andrúmsloftinu yfir vetrartímann, en ekki bara yfir sumartímann, en það hefur heldur ekki fengist eftir öll þessi ár, líklega vegna þess að það fer jafnvel meiri flúor út í andrúmsloftið á veturna og í köldu lofti getur flúor verið lengi að færast frá upphafsstað,“ segir Ragnheiður.

„Persónulega finnst mér nábýli sumarhúsabyggða, ferðamennsku og stóriðju alveg geta farið saman.“ Karl Ingi Sveinsson, nágranni álversins.

son, dýralæknir og annar höfundur skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, það vera vegna ríkjandi vindátta. „Líkan fyrir vindáttirnar, svokölluð vindrós, sýnir að það stendur vindstrengur frá Álverinu yfir á Kúludalsá. Sérfræðingur á vegum Matvælastofnunar heldur því enn fram að veikindin í hross-

Umhverfisvaktin er ekki sátt við frekari stórðiðju í Hvalfirði og stefndi hún ásamt Kjósahreppi og fimmtíu íbúum í firðinum íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Silicor Materials í vor fyrir að samþykkja fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga án umhverfismats. Ragnheiður telur það skammar-

Helstu niðurstöður Jakobs Kristinssonar, doktors í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, og Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis: -A.m.k 50% hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða vegna efnaskiptaröskunar, sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS. -Eftir að hafa fylgst með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins telja skýrsluhöfundar nánast útilokað að rekja megi veikindi þeirra til offóðrunar eða rangrar meðferðar, en það eru taldir helstu áhættuþættir EMS. -Þegar tekið er mið af styrk flúoríðs í beinum hrossa, sem felld hafa verið, er enginn vafi á að flúormengun á bænum er umtalsverð. Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera. legt hvernig Reykjavíkurborg hefur, gegnum eignaraðild að Faxaflóahöfnum, gert Hvalfjörðinn að aðstöðu fyrir mengandi iðnað. „Það eru peningaöflin sem ráða ferðinni. Sameignarfélagið Faxaflóahafnir vinnur ötullega að því að eyðileggja Hvalfjörð með því að fylla það litla land sem félagið á af mengandi iðnaði. Og það er ekkert verið að spá í íbúana hér. Borgarbúar fá að sjá glæsta mynd af Grundartangasvæðinu þar sem verksmiðjurnar ber við græna jörð og bláan himinn en gráu og gulu mengunarskýin sem við þurfum að lifa með eru ekki sýnd.“ „Afi og amma bjuggu hér á undan mömmu og pabba og hér hafa alltaf verið haldin hross. Foreldrar mínir þurftu sem betur fer ekki að verða vitni að basli undanfarinna ára.

Á LEIÐ TIL ÚTLANDA Velkomin í verslun okkar á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811


Full búð af gæðavörum:

Sitt af hvoru tagi Mandolin: Sker grænmetið í listaverk.

ZWILLING

Pönnur sem kokkarnir þekkja

minimale 4ra manna sett

Grillpönnur

eggjasuðuvél

kaffið er komið

Vöfflur með rjóma, já takk!

Mæliskálar

Með stömum botni

Sýður eggin eins og þú vilt hafa þau.

smásjár í flottum litum Explore. Discover. Enjoy!

Verbatim V3 USB3.0 Minnislyklar 8GB - 256GB

Flakkarar 1TB og 2TB

Verð frá: 1.690,-

fyrir heimili og skóla.

rainbow sjónaukar

Misfit Flash Skrefa- og svefnmælir með 6 mánaða rafhlöðuendingu. Mælir skref, vegalend, brenndar kaloríur, léttan og djúpan svefn. Verð: 5.990,-

Útvörp með extra-bassa og BT WR-15 Borðútvarp. Hágæða hljómburður m. bassatækni. Sterkt loftnet með góðri móttöku. Innbyggð Bluetooth tenging við snjalltæki m. NFC. Falleg „Retro“ hönnun. Aux-in og heyrnartólatengi.

Filmuskanni með öllu sem þarf til að koma ljósmyndum af filmu í tölvu.

Sportmyndavélar

Fara vel í vasa.

Líttu við í Lágmúlanum og láttu úrvalið koma þér á óvart!

Veggfestingar fyrir sjónvörp

Úrvals MP3 spilari sem spilar flest allar tegundir hljóðskráa. Styður allt að 128 GB microSD kort

Gott úrval af snúrum

fyrir leik og starf FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15. ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

Greiðslukjör

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


14 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Norðurland (meðaltal)

Vestfirðir (meðaltal)

-3%

Mosfellsbær

Ísafjörður

-13%

-13%

Akureyri

-3% Grandar

Grafarholt

4%

-10%

Borgir

Melar Hagar Miðborg (innan Hringbrautar Seltjarnarnes og Snorrabrautar)

3%

10%

6%

Heimar Teigar og Tún

Hlíðar

5%

2%

-5% Seljahverfi

Norðan Kópavogslækjar

-1%

-9% Rimar

Hús

-11% Breiðholt

2%

(Ekki Lindir, Smárar, Salir, Vatnsendahæð, Lundur)

-4%

Engi

-39% Austurland (meðaltal)

Vesturland

Gbær – Sjáland Gbær

-25%

-28%

Víkur

Suðurland

Reykjanes

(meðaltal)

(meðaltal)

-17%

(án Seljahv)

Hraunbær

Keflavík

-5%

8%

-33%

-11%

-32%

Selfoss

-21%

-41%

-17%

Fasteignaverð víðast enn lægra en fyrir Hrun

0%

-12%

Akranes

-4%

(ekki Akrar eða Sjáland)

Hfj – Vangur

-20%

(meðaltal)

Kóp – Smárar Kóp – Lindir

3% -5%

-6%

Vogar

Lönd Háaleitisbraut

2%

Foldir

5%

Egilsstaðir

-17%

Hfj – Ás

Fasteignaverð er enn lægra en fyrir Hrun á landsbyggðinni og eins í flestum hverfum Reykjavíkur. Einu svæðin sem hafa hækkað eru vestan Elliðaá og í Árbænum og litlum parti Kópavogs. Mest er hækkunin í Vesturbænum. Á sama tíma og raunvirði fasteigna hefur hækkað þar um 10 prósent hefur það lækkað um 39 prósent á Egilsstöðum og um 41 prósent á Selfossi.

-10%

Hfj – Vellir

0%

Íbúðaverð í raun lækkað frá 2006 Raunlækkun hefur verið á íbúðaverði í flestum íbúðahverfum höfuðborgarsvæðisins nema miðborgarsvæði og íbúðaverð hefur alls staðar lækkað á landsbyggðinni undanfarin tíu ár. Bilið milli dýrasta og ódýrasta hverfisins á höfuðborgarsvæðinu hefur breikkað verulega og þurfa kaupendur í miðborginni að greiða 75 prósent hærri upphæð fyrir fermetrann en í ódýrasta úthverfinu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Verðhjöðnun hefur verið á húsnæði í flestum hverfum á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum tíu árum og alls staðar á landsbyggðinni. Þrátt fyrir stöðuga umræðu um mikla hækkun fasteignaverðs undanfarin ár hefur verðbólgan étið upp verðhækkun húsnæðis á flestum stöðum landsins sé litið til uppreiknaðs meðalverðs á fermetra í fjölbýli eftir hverfum og bæjarfélögum. Árið 2006 var valið sem viðmiðunarpunktur í verðsamanburði því þá voru komnar fram þær miklu hækkanir sem urðu á húsnæðismarkaðnum í kjölfar breytinga á lánsfjárhlutfalli bankanna og Íbúðalánasjóðs árið 2004. Sem dæmi kostaði 100 fermetra íbúð í fjölbýli í Víkurhverfi í Grafarvogi 21.2 milljónir árið 2006. Á verðlagi dagsins í dag eru það 35,2 milljónir. Í ár selst 100 fermetra íbúð í sama hverfi á 29,2 milljónir, sem eru einungis 83% af því verði sem íbúðin seldist á fyrir tíu árum. Eigendur íbúðar sem keypt var fyrir tíu árum fengju því sex milljón-

E T S E L E S UMGJÖRÐ Á:

1 kr. við kaup á glerjum

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI

um króna lægri raunupphæð nú en þeir keyptu íbúðina á. Mesta verðhjöðnunin á höfuðborgarsvæðinu er í Víkurhverfi. Mesta hækkun í Vesturbæ Mest er raunhækkunin í miðbæ Reykjavíkur, Vesturbæ og Hraunbæ, þar sem íbúðaverð er allt að 10% hærra að raunvirði nú en fyrir tíu árum en Hraunbær er það úthverfi sem mesta verðhækkunin hefur orðið á þessu tímabili, tæp átta prósent. Hækkunin er mest á Melum/ Högum í Vesturbænum þar sem 100 fermetra íbúð kostaði 38,6 milljónir að núgildi árið 2006 (23,2 milljónir á verðlagi 2006) en seldist nú á um 42,3 milljónir. Raunhækkunin er um 3,7 milljónir. Mesta lækkun á Selfossi Þegar horft er til landsbyggðarinnar hefur mesta verðhjöðnunin verið á Selfossi þar sem meðalíbúðaverð í fjölbýli hefur lækkað um 40% á tímabilinu. Árið 2006 kostaði 100 fermetra íbúð að meðaltali 28,2 milljónir á núgildi (17 milljónir á verðlagi ársins 2006) en seldist í dag á tæpar 17 milljónir, sem er því 11,3 milljónum undir því verði sem hún var keypt á fyrir 10 árum. Þess má geta að einungis var horft til stærstu bæja hvers landshluta. Húseigendur sem keyptu íbúð á Selfossi árið 2006 geta því reiknað með að selja húsnæði sitt fyrir sömu krónutölu árið 2016 og þeir keyptu á fyrir 10 árum. Minnsta verðhjöðnunin á landsbyggðinni á undanförnum áratug er á Ísafirði, þar sem 100 fermetra íbúð kostaði 14 milljónir á verðlagi dagsins í dag (8,5 á verðlagi 2006) en seldist nú á 12,2, sem er um 13% lægra en kaupverð fyrir tíu árum. Bilið breikkar milli hverfa Hér er ekki verið að skoða fermetraverð milli landshluta eða hverfa, einungis verið að skoða raunverðbreytingu á fasteignum innan hverfis á síðustu tíu árum. Þegar þróunin í dýrustu og ódýrustu hverfum höfuðborgarsvæðisins er hinsvegar skoðuð má sjá að bilið hefur auk-

ist. Árið 2006 var íbúðaverð hæst í miðbænum og er það enn núna, uppreiknað meðalverð var tæplega 440 þúsund krónur á fermetra fyrir 10 árum og er nú um 465 þúsund. Fermetraverð er hins vegar lægst í Vöngum í Hafnarfirði og var það einnig fyrir 10 árum, tæplega 300 þúsund fyrir 10 árum en er 260 þúsund núna. Dýrasta hverfið var tæplega 50 prósentum dýrara en það ódýrasta árið 2006 en er nú tæplega 80 prósentum dýrara. Munurinn hefur því aukist um 30 prósentustig á tímabilinu. Raunverulegt dæmi Hjón á eftirlaunaaldri keyptu sér þriggja herbergja íbúð í fjölbýli í Mosfellsbæ árið 2005. Þá kostaði íbúðin 22,5 milljónir. Þau hafa nú sett íbúðina á sölu og vonast til þess að hún seljist á 37 milljónir. Á uppreiknuðu verði keyptu þau íbúðina á 39,5 milljónir fyrir 11 árum og því eru þau í raun að tapa 2,5 milljónum á sölu íbúðarinnar þrátt fyrir að hafa fullkomlega sinnt öllu viðhaldi á tímabilinu. Eigið fé í íbúðinni að frádregnum afborgunum af lánum er því minna nú en þegar þau keyptu íbúðina fyrir 11 árum. Að eiga eða keyra Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir að þessi þróun, hækkun íbúðaverðs í miðborginni umfram önnur íbúðahverfi, hafi hafist um 1990. „Í kringum 1990 var miðbærinn í raun að drabbast niður, Kringlan var byggð 1986 og öll verslun fór þá úr miðbænum og gömul hús fóru þar að grotna niður. Ákveðin breyting verður upp úr 1995. Þá hófst vöxtur á þjónustu sem er að mestu leyti stunduð miðsvæðis en þjónusta hefur vaxið verulega á Íslandi undanfarin 30 ár. Ég hef oft spurt að því hvað fólk hafi í raun átt að gera í miðbænum fyrir árið 1989. Það gat hvorki drukkið bjór né latte. Það má ef til vill halda því fram að bjór og latte hafi gert miðbæinn vinsælan að nýju,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á að kynslóðum foreldra okkar hafi ekki þótt fínt að búa í miðbænum og völdu

Ég hef oft spurt að því hvað fólk hafi í raun átt að gera í miðbænum fyrir árið 1989. Það gat hvorki drukkið bjór né latte. Það má ef til vill halda því fram að bjór og latte hafi gert miðbæinn vinsælan að nýju. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði

frekar úthverfin. „Þetta viðhorf hefur breyst og hin svokallaða „milennium“ kynslóð, sem er mjög stór, vill búa miðsvæðis,“ segir Ásgeir. Annað sem hefur áhrif á þessa þróun, að sögn Ásgeirs, er aukinn flutningskostnaður og sívaxandi álag á stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki hafa verið endurnýjaðar í áratugi, sem hægir mjög á umferð og eykur ferðatíma. Ásgeir bendir á að aukið umferðarálag undanfarin misseri skýrist af því að fjölgun einkabíla sé nú fyrst farin í gang aftur eftir fækkun eftir hrun. Hins vegar hafi ekki verið fjárfest í gatnakerfinu og að gamlar stofnbrautir taki við sífellt meiri umferð úr nýjum íbúðahverfum. Áður fyrr hafi bæði verið fljótlegt og ódýrt að ferðast milli staða á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel frá úthverfum í miðborg. „Nú er fólk farið að velja milli þess að eiga eða keyra. Það velur að búa í úthverfum og keyra til vinnu eða borga hærri upphæðir fyrir að búa miðsvæðis,“ segir Ásgeir. Hann segir að túrismi hafi einnig að einhverju leyti spilað inn í þessa þróun og ýtt verðinu upp í miðborginni. Ferðamenn vilji vera miðsvæðis í göngufæri frá þjónustu og menningu og það hafi áhrif til hækkunar íbúðaverðs á svæðinu. „Hins vegar tel ég að þessi hækkun geti ekki orðið mikið meiri á sumum svæðum og fari fljótlega að ná út í úthverfin rétt eins og gerðist í síðustu hækkun sem varð um 2004,“ bendir hann á. „Verðhækkunin núna er hins vegar öðruvísi en sú sem var 2004, meira miðborgardrifin,“ segir hann.


SPRENGIDAGAR HALDA ÁFRAM ALLA HELGINA

% 25 ALLT AÐ

AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM*

% 20

AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM SNYRTIVÖRUM KONUR • HERRAR • BÖRN • SNYRTIVÖRUR

*Gildir ekki með öðrum tilboðum

*Gildir út sunnudag

Finndu okkur á facebook

OPIÐ TIL 19:00 Í KVÖLD

DEBENHAMS SMÁRALIND KONUR

HERRAR

BÖRN

SNYRTIVÖRUR


16 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 Meðlimir SEIU (The Service Employees International Union) fagna ákvörðun fylkisstjóra Kaliforníu fyrr í ár að hækka lágmarkslaun í fylkinu í 15 dollara. SEIU er eitt stærsta verkalýðsfélag Bandaríkjanna, með 1,9 milljón meðlimi. Flestir meðlimir SEIU eru í hefðbundnum láglaunastörfum, meðal annars í veitingageiranum. Myndir | Getty

Baráttan um mannsæmandi lágmarkslaun

Ameríski draumurinn fyrir suma Um miðja síðustu öld var rúmlega þriðjungur Bandaríkjamanna meðlimir verkalýðsfélaga. Félögin tryggðu ekki aðeins meðlimum sínum mannsæmandi laun og ýmis réttindi, líkt og launað frí og heilbrigðistryggingar, heldur nutu aðrir góðs af baráttu þeirra: Til að geta keppt um starfsmenn og komast hjá

Stöðnun raunlauna frá því í upphafi níunda áratugarins, sem hefur leitt til vaxandi skuldsetningar almennings sem neyðist nú til að reiða sig í vaxandi mæli á lágtekjustörf, er af mörgum talin ein meginhindrunin í vegi varanlegs efnahagsbata. dagur sumarsins og tilefni til að halda grillveislur og fara í lautarferðir. Ástæðan er sú að lítið hefur farið fyrir verkalýðsbaráttu í Bandaríkjunum síðustu áratugi, og reyndar virðast stéttaátök við fyrstu sýn fjarlæg bandarísku samfélagi. Sagnfræðingurinn Richard Hofstadter hélt því fram um miðja síðustu öld að stéttabarátta væri í andstöðu við grundvallarstef bandarískrar stjórnmálahefðar sem lengst af hefur einkennst af þverpólítískri samvinnu. Oft er líka vitnað til orða þýska félagsfræðingsins Werner Sombart sem hélt því fram í bók, sem út kom 1906, að sósíalískar hugmyndir biðu skipbrot í Bandaríkjunum „á skerjum nautasteikur og eplabaka“. Velmegun í Bandaríkjunum væri slík að stéttaátök, eins og Evrópubúar þekktu, fengju ekki hljómgrunn. Hin nýja verkalýðsbarátta Áratugalöng hnignun lífskjara og raunlauna alls meginþorra almennings sem og svimandi misskipting

því að mynduð yrðu verkalýðsfélög urðu öll fyrirtæki að haga launakjörum í samræmi við kjarasamninga stóru verkalýðsfélaganna, jafnvel þó starfsmenn þeirra stæðu utan þeirra. Með baráttu sinni tryggðu verkalýðsfélögin að stórfyrirtæki deildu ávöxtunum af velsæld og hagnaði eftirstríðsáranna með almenningi. Fyrir vikið minnkaði bilið milli fátækra og ríkra og bandarískur verkalýður gat ekki aðeins látið sig dreyma um hlutdeild í „ameríska drauminum“, heldur gat allur meginþorri almennings tekið þátt í neyslusamfélagi eftirstríðsáranna, sem aftur skapaði eftirspurn fyrir framleiðsluvörur bandarísks iðnaðar og knúði þannig áfram hjól velsældar. Stöðnun raunlauna frá því í upphafi níunda áratugarins, sem hefur leitt til vaxandi skuldsetningar almennings sem neyðist nú til að reiða sig í vaxandi mæli á lágtekjustörf, er af mörgum talin ein meginhindrunin í vegi varanlegs efnahagsbata.

Lækkun lágmarkslauna Verkalýðsstéttin hefur brugðist við þessari þróun með því að beina sjónum sínum að lágmarkslaunum. Alríkið innleiddi fyrst lögbundin lágmarkslaun árið 1933, sem hluta af New Deal Franklin Delano Roosevelt. Á eftirstríðsárunum voru svo lágmarkslaun hækkuð reglulega í takt við almenna verðlagsþróun. Í valdatíð Ronald Reagan var hins vegar hætt að láta lágmarkslaun fylgja verðlagsþróun, og síðan hefur kaupmáttur þeirra minnkað stöðugt. Lágmarkslaun voru síðast hækkuð 2009, þegar Demókrataflokkurinn hafði meirihluta í báðum þingdeildum í upphafi valdatíðar Obama, en þá höfðu þau staðið í stað síðan í valdatíð Bill Clinton og í dag eru lögbundin lágmarkslaun ekki nema 7,25 dollarar á tímann (830 krónur). Hækkunin árið 2009 dugði samt ekki nema til að endurheimta þann kaupmátt lág-

Hrun verkalýðsfélaganna

40%

Reagan Nixon

20% 15%

Ford Carter

25%

Johnson

30%

Kennedy

35% Eisenhower

0% 1930

1940

1950

1960

1970

1980

1990

2000

Obama

5%

Bush

Bush

10% Clinton

Í kosningunum í nóvember munu Bandaríkjamenn ekki aðeins velja nýjan forseta. Kjósendur í fjórum fylkjum Bandaríkjanna greiða einnig atkvæði um hækkun lágmarkslauna og taka um leið óbeint afstöðu til nýs kafla bandarískrar verkalýðsbaráttu eftir áratugalanga niðurlægingu. Það er viðeigandi að verkalýðshreyfingin hafi fundið sér farveg á vettvangi stjórnmálanna, í gegnum beint lýðræði, því hnignun hennar var ekki síst verk stjórnmálamanna sem grófu undan bæði verkfallsréttinum og samningsrétti verkalýðsfélaganna, og reistu aðrar tálmanir í vegi þeirra, allt síðan Ronald Reagan braut á bak aftur verkfall flugumferðarstjóra árið 1981 Fyrr í þessari viku, á mánudaginn var, héldu Bandaríkjamenn upp á frídag bandarískrar verkalýðsstéttar, Labour Day. Að vísu upplifa fæstir þar daginn sérstaklega tengdan verkalýðsbaráttu. Þess í stað er Labour Day í hugum flestra síðasti

Hnattvæðing og af-iðnvæðing Hnignun verkalýðsfélaganna er oft rakin til áttunda áratugarins og þess vanda sem bandarískur iðnaður lenti í sökum hækkandi olíuverðs og harðnandi alþjóðlegrar samkeppni. Meðlimum í verkalýðsfélögum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu áratugi, og í dag eru ekki nema 11,1% launamanna meðlimir verkalýðsfélaga. Hlutfallið væri enn lægra ef ekki væri fyrir verkalýðsfélög í opinbera geiranum, þar sem hlutfallið er 35,7% Í einkageiranum er hlutfallið ekki nema 6,7%. Þessi þróun skrifast annars vegar á efnahagslega þætti eins og hnattvæðingu og minnkandi vægi og hins vegar pólitískar ákvarðanir í Washington og höfuðborgum fylkjanna, sem frá árinu 1981, þegar Ronald Reagan lét til skarar skríða gegn verkfalli flugumferðarstjóra, hafa gert það að verkum að stjórnvöld hafa sífellt þrengt að réttindum félaganna og meðlima þeirra. Pólitískar aðgerðir síðustu ára hafa gert það að verkum að í dag er gríðarlega erfitt að stofna ný verkalýðsfélög eða að fá samningsrétt félaganna samþykktan. Nánast allar tilraunir verkalýðshreyfingarinnar til að skipuleggja nýjar starfsstéttir eða gera verkamönnum auðveldara að stofna ný félög hafa verið brotnar á bak aftur, og þau félög sem þegar eru starfandi hafa sætt árásum og umboð þeirra verið skert. Á sama tíma hefur ímynd verkalýðsfélaga sífellt versnað í augum almennings, en repúblikanar og atvinnurekendur hafa náð miklum árangri í að útmála þau sem óbilgjarna varðhunda sérhagsmuna.

Truman

Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

virðist hins vegar vera að breyta þessu. Síðustu ár hafa fátækustu og lægst launuðu verkamenn Bandaríkjanna unnið eftirtektarverða sigra í baráttunni fyrir bættum lífskjörum. Sú barátta er merkileg fyrir margra hluta sakir. Ekki aðeins er hún til marks um að bandarísk verkalýðsstétt sé að vakna til lífsins og heyi nú loksins stéttabaráttu. Baráttuaðferðirnar eru ekki síður merkilegar, því í stað hefðbundinnar kjarabaráttu, líkt og með verkföllum og langdregnum samningafundum milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaga, er hin nýja verkalýðsbarátta í Bandaríkjunum fyrst og fremst háð með verkfærum stjórnmálanna: Þjóðaratkvæðagreiðslum og í sveitarstjórnum og fylkisþingum.

Roosevelt

Beint lýðræði, baráttan fyrir hærri lágmarkslaunum og endurfæðing bandarískrar verkalýðshreyfingar.

2010

Hlutfall vinnuaflsins í einkageiranum sem tilheyrir verkalýðsfélögum, 1930-2012 Heimild: Bureau of Labour Statistics

markslauna sem þau höfðu í lok tíunda áratugarins, og síðan þá hefur kaupmáttur þeirra dregist saman um 8%. Lögbundin lágmarkslaun höfðu lengst af aðeins áhrif á frekar fámennan hóp verkafólks því þau sem unnu lægst launuðu störfin voru fyrst og fremst ungmenni í sumarvinnu eða hlutastörfum samhliða námi. Samhliða því að verkalýðsfélögum hefur hnignað og raunlaun staðið í stað hefur þeim sem vinna láglaunastörf hins vegar fjölgað, og í dag eru þau sem vinna störf sem lágmarkslaun eru greidd fyrir almennt fullorðið fólk og fyrirvinnur með fjölskyldu. Occupy Wall Street til bjargar Það sem hleypti lífi í baráttuna fyrir hærri lágmarkslaunum, öðru fremur, var torgtökuhreyfingin og Occupy Wall Street, árið 2011. Mikilvægasta framlag Occupy til stjórnmálaumræðunnar var áherslan á misskiptingu í bandarísku samfélagi. Einföld hugtök og slagorð, eins og „the top 1%“ og the „99%“ gerðu almenningi kleift að ræða hugmyndina um arðrán, sem hafði verið úthýst úr bandarískri stjórnmálaumræðu. Hlutverk Occupy-hreyfingarinnar í að tengja saman aðgerðarsinna og hreyfingar sem börðust fyrir efnahagslegu réttlæti var svo ekki síður mikilvægt. Þó Occupy hreyfingin hafi verið sjálfsprottin og innihaldið allra handa aðgerðarsinna, allt frá anarkistum og umhverfisverndarsinnum til róttækra frjálshyggjumanna og stuðningsmanna Ron Paul, léku verkalýðsfélög stórt hlutverk innan hennar. Bæði sótti hreyfingin innblástur til baráttu verkalýðsfélaga í Wisconsin gegn árásum fylkisstjórans og repúblikanans Scott Walker á opinbera starfsmenn árið 2011, og

einnig tóku nokkur stór verkalýðsfélög þátt í kröfugöngum og fundum Occupy Wall Street í New York. Þessi tengsl grasrótarhreyfinga og skipulagðrar verkalýðshreyfingar lifðu af rýmingu tjaldbúðanna í Zucchotti Park og hafa síðan leikið lykilatriði í endurnýjun verkalýðsbaráttunnar. „Fight for 15“ Upphaf baráttunnar fyrir 15 dollara lágmarkslaunum má rekja aftur til nóvember 2012 þegar hópur starfsmanna á skyndibitastöðum í New York efndi til vinnustöðvunar til að leggja áherslu á kröfur sínar um að fá að stofna verkalýðsfélag og að laun yrðu hækkuð í 15 dollara. Í apríl árið eftir urðu svo sambærilegar vinnustöðvanir í nokkrum stærstu borgum Bandaríkjanna og árið 2015 breiddust mótmælin til enn fleiri borga. Það ár lögðu starfsmenn skyndibitastaða í 190 borgum, víðsvegar um Bandaríkin, niður vinnu og samstöðuaðgerðir voru skipulagðar í 93 borgum til viðbótar sem og 36 öðrum bæjarfélögum. Starfsmenn annarra stórfyrirtækja hafa svo einnig skipulagt vinnustöðvanir til að krefjast hærri launa. Þekktasti og mikilvægasti sigurinn í „Fight for 15“ baráttunni vannst í bæjarfélaginu SeaTac í Washingtonfylki í nóvember 2013, þegar íbúar í bænum samþykktu í atkvæðagreiðslu að lágmarkslaun innan bæjarmarkanna skyldu verða 15 dollarar. Mikilvægi þeirrar ákvörðunar var ekki aðeins táknrænt, því þó SeaTac sé smábær á bandarískan mælikvarða, með rétt tæplega 28.000 manna íbúafjölda, er stærsti alþjóðaflugvöllur í þessum hluta Bandaríkjanna staðsettur í bænum, Seattle-Tacoma flugvöllurinn. Hvers vegna er það mikilvægt?


L

10. september Blรกr = c90/m59/y0/k0 Gulur = c0/m20/y100/k0

U R

A F I

G U A A R L D I AG D N

Sirkus ร slands verรฐur meรฐ uppรกkomu frรก 14-14.30 Frรญ andlitsmรกlun frรก 13-15

Frรกbรฆr tilboรฐ Gรถtumarkaรฐur / Outletmarkaรฐur

% 0 2 r a g a d u s Pey ptember gildir til 10. se

t รณ d r a m u S % 0 5 -

50% afslรกttur af tilboรฐsborรฐi

20% afslรกttur af luktum

Blรกr = c90/m59/y0/k0 Gulur = c0/m20/y100/k0 -20% af Tamaris og Jana skรณm

30% afslรกttur af sรณlgleraugum

Firรฐi


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Kosningar og beint lýðræði Auk lögbundinna lágmarkslauna alríkisins hafa fylkin heimild til að setja eigin lög um lágmarkslaun, sem og einstaka borgir og sveitarfélög innan hvers fylkis. Upp úr síðustu aldamótum höfðu kjósendur í nokkrum stórum borgum, svo sem í Louisiana, Kalíforníu og Wisconsin, samþykkt hækkun lögbundinna lágmarkslauna. Sú hreyfing var hins vegar brotin á bak aftur af repúblikönum í viðkomandi fylkisþingum, að Kalíforníu undanskilinni, þar sem lög voru samþykkt sem sviptu einstaka sveitarfélög réttinum til að setja eigin reglur um lágmarkslaun. Sigurinn í SeaTac kveikti hins vegar aftur áhuga á þessari baráttuaðferð og um leið róttækari vinstripólítík. Sama ár og íbúar SeaTac samþykktu 15 dollara lágmarkslaun samþykktu íbúar Seattle samskonar lágmarkslaun, en sú barátta var leidd af Kshama Sawant, nýkjörnum borgarfulltrúa fyrir The Socialist Alternative Party. Baráttan fyrir hærri lágmarkslaunum hefur þannig líka opnað á möguleika nýrrar tegundar stjórnmálamanna, og er eðlilegt að skoða gott gengi Bernie Sanders í prófkjörum Demókrataflokksins fyrr í ár í því ljósi. Eitt af stefnumálum Sanders, líkt og Sawant, var einmitt krafan um 15

Kshama Sawant, borgarfulltrúi í Seattle fyrir The Socialist Alternative. Eftir að hafa mistekist að fá borgarstjórn Seattle til að samþykkja kröfu um 15 dollara lágmarkslaun leiddi Sawant undirskriftasöfnun til að leggja kröfuna beint í dóm kjósenda.

um í fylkjunum en í kosningunum 2014 tókst verkalýðshreyfingunni og aðgerðarsinnum að koma spurningu um hækkun lágmarkslauna á kjörseðla í fimm fylkjum: Alaska, Arkansas, Illinois, Nebraska og Suður Dakóta. Kjósendur samþykktu hækkun lágmarkslauna í öllum tilfellum með yfirgnæfandi meirihluta.

Bernie Sanders tók upp kröfuna um 15 dollara lágmarkslaun í prófkjörsbaráttu demókrata. Þó Hillary Clinton hafi ekki tekið undir kröfuna, heldur stutt tillögu sem þingmenn flokksins höfðu lagt fram um 12 dollara lágmarkslaun. Á landsfundi Demókrataflokksins í sumar var krafan um 15 dollara lágmarkslaun hins vegar tekin upp í kosningastefnuskrá flokksins. Starfsmenn McDonalds áttu frumkvæðið að „Fight for 15“ hreyfingunni, árið 2013.

Lágmarkslaun voru síðast hækkuð 2009, þegar Demókrataflokkurinn hafði meirihluta í báðum þingdeildum í upphafi valdatíðar Obama, en þá höfðu þau staðið í stað síðan í valdatíð Bill Clinton og í dag eru lögbundin lágmarkslaun ekki nema 7,25 dollarar á tímann (830 krónur).

sem alla jafna kjósa repúblikana, sem hafa til þessa barist gegn slíkum hækkunum. Í ár greiða kjósendur í Arizona, Colorado, Maine og Washington svo um hækkun lágmarkslauna og jafnframt hafa fylkisþing Kaliforníu og New York líka samþykkt að hækka lágmarkslaun í 15 dollara.

dollara lágmarkslaun fyrir bandarískt verkafólk. Síðan 2013 hafa 37 borgir og sveitarfélög hækkað lágmarkslaun og jafnframt bundið þau verðlagsbreytingum. Stærstu sigrarnir hafa þó unnist í þjóðaratkvæðagreiðsl-

Afleiðingar hærri lágmarkslauna Atvinnurekendur og repúblikanar hafa haldið því fram að hærri lágmarkslaun auki atvinnuleysi og hækki vöruverð, sem muni svo fyrst og fremst bitna á tekjulágu fólki. Á móti má benda á að rannsóknir sýna

Þessi árangur kom mörgum á óvart, því hann sýndi að hin nýja verkalýðsbarátta á ekki aðeins hljómgrunn í helstu vígjum vinstrimanna á vesturströndinni, heldur styður stór hluti almennings hækkun lágmarkslauna, jafnvel í fylkjum

að hækkun lágmarkslauna leiði ekki til aukins atvinnuleysis, og að áhrif hærri launa á vöruverð séu hverfandi. Einnig hefur verið bent á að fátækralaun stórfyrirtækja séu í raun niðurgreidd af hinu opinbera en verkamenn á lágmarkslaunum þiggja árlega 153 milljarða dollara í opinbera aðstoð í formi fátækrastyrkja. Ekkert þeirra fyrirtækja sem greiði svo lág laun að starfsfólk þeirra geti ekki lifað af þeim séu á vonarvöl, og þá virðist fjárfestar og talsmenn stórfyrirtækja aldrei hafa áhyggjur af launaþenslu í röðum stjórnenda né ofurlaunum forstjóra.

Sk em m a

RV Kstu dio s

Verkstæði /lager

Sk rif sto fu r

REY KJ A VÍ K U RB OR G

Skapandi starf í Gufunesi

Húsnæði fyrir kvikmyndastarfsemi Atvinnuhúsnæði á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi er til leigu fyrir fyrirtæki eða klasa með starfsemi sem tengist kvikmyndagerð, en aðrar skapandi greinar koma einnig til greina. Til leigu eru um 550 m2 skrifstofuhúsnæði, 1.140 m2 niðurgrafin skemma og 2.300 m2 verkstæðis- og lagerhús. Skrifstofuhúsnæðið og skemman eru laus nú þegar, en verkstæðisbyggingin gæti losnað á næstu mánuðum. Reykjavíkurborg gekk nýlega frá samningum við RVK-studios ehf. um kaup á hluta gömlu Áburðarverksmiðjunnar fyrir kvikmyndastúdíó. Gert er ráð fyrir að í nágrenni þess byggist upp aðstaða fyrir starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. Samkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins í heild stendur yfir og því eru ákvarðanir um nýtingu lands

og bygginga nú teknar með fyrirvara um hugsanlegar breytingar. Tilkynning um áhuga berist til þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, í umslagi merktu „Leiga í Gufunesi“ fyrir kl. 12:00 mánudaginn 26. september 2016. Innsend gögn verða metin í ljósi þeirra áforma að í Gufunesi byggist upp fjölbreytt og heildstæð starfsemi á sviði kvikmyndagerðar. Mikilvægt er að í gögnum komi fram skýrar hugmyndir um hvernig viðkomandi starfsemi fellur að þessum áformum. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á reykjavik.is/leiga

Reykjavíkurborg - skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnargötu 11 ı www.reykjavik.is/sea ı s. 411 11 11

15 dollarar duga ekki Þó 15 dollara lágmarkslaun dugi til að lyfta fólki yfir fátækramörk, eins og þau eru skilgreind af alríkinu, duga þau ekki fyrir lágmarksframfærslu. Til að fjögurra manna fjölskylda nái yfir fátækramörk alríkisins þarf hún að hafa yfir 24.000 dollara í árstekjur (2.754.000 kr) en miðað við eina fyrirvinnu og 40 stunda vinnuviku þýðir það að tímakaup þarf að vera yfir 11,54 dollarar (1.300 kr). Lágmarksframfærsluviðmið sem sjálfstæðar stofnanir hafa reiknað út eru hins vegar að minnsta kosti tvisvar sinnum hærri en útreikningar alríkisins, og það þó ekki sé gert ráð fyrir neinum munaði eins og heimsóknum á veitingahús, né greiðslum í lífeyrissjóði. T.d. telur MIT að til að ná lágmarksframfærslu þurfi fyrirvinna heimilis að hafa á bilinu 20-25 dollara (2.300-2.900 kr) í tímakaup og í borgum þar sem leiguverð er hátt, eins og t.d. New York eða San Fransisco, getur lágmarksframfærsla svo hæglega verið miklu hærri. Árangurinn Verkalýðshreyfingin hefur hins vegar slæma reynslu af því að reyna að „móbílísera“ stuðning við það að tryggja lágmarkslaun sem ná fátækramörkum. Í valdatíð Bush reyndu verkalýðsfélög að byggja upp stuðning við að lágmarkslaun næðu lágmarksframfærslu en vandinn við þá baráttu var þó öðru fremur sá að umræðan um framfærsluviðmið er bæði flókin og tæknileg og almenningur missti fljótt áhugann. Þau sem skipulögðu aðgerðirnar í kringum „Fight for 15“ skildu þetta og því voru skilaboðin einföld og skýr. Kaldhæðnislegt er þó að þrátt fyrir árangur „Fight for 15“ hreyfingarinnar hefur henni ekki tekist að hækka laun starfsmanna á McDonalds eða annarra skyndibitastaða í 15 dollara, né hefur tekist að tryggja starfsmönnum McDonalds réttinn til að stofna verkalýðsfélög. Aðgerðarsinnar hafa þó bent á að mikilvægasti árangur hreyfingarinnar sé sá að henni hafi tekist að vekja von í brjóstum allra fátækustu meðlima verkalýðsstéttarinnar, þeirra sem vinna langan vinnudag, eru oft í fleiri en einni fullri vinnu, og ná samt ekki endum saman. Starfsmaður McDonalds í Chicago sagði í viðtali við Financial Times að hún hefði í fyrsta sinn tilfinningu fyrir því að hún væri ekki ein: „Ég var alltaf sannfærð um að ég ætti skilið að fá meira fyrir vinnuna mína, en ég vissi ekki að aðrir væru að hugsa það sama.“


ALLT FYRIR HEILSUNA HIMNESKT VÖRUR Í MIKLU ÚRVALI!

TILBOÐ

15%

aup Nýtt í Hagk

20%

20% afsláttur á kassa

SCI MX

Fáðu Rapunzel lífrænar vörur á tilboði í næstu verslun.

BSN

Framúrskarandi alþjóða íþróttafólk velur SCI-MX og fleiri einkaþjálfarar mæla með SCI-MX vörum frekar en öðrum tegundum og framleiðendum.

TILBOÐ

TILBOÐ

20%

20%

afsláttur á kassa

Gildir til 11. september á meðan birgðir endast.

TILBOÐ

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

RAPUNZEL

TILBOÐ

Gæða fæðubótarefni í úrvali.

aup Nýtt í Hagk

TILBOÐ

15% afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

NATURES AID

NOW VÍTAMÍN

GRENADE BARIR - CARB KILLA

Ultimate Superfoods og GlucoSlim sem er eina efnið í heiminum sem matvælastofnun Evrópu hefur samþykkt sem þyngdarstjórnunarefni.

Öll NOW vítamín á 20% afslætti.

Lágkolvetna próteinstykki 23 g af próteini og 1,5 g af virkum kolvetnum.

TILBOÐ

15% afsláttur á kassa

VEGAN

VEGAN

aup Nýtt í Hagk

FROOSH ÁVAXTASMOOTHIE

BEYOND MEAT

FOLLOW YOUR HEART

Margar bragðtegundir.

Crumble, Sliders og Chicken.

Vegan ostar, majónes og sósur.


398

458

398

kr.

kr.

ota Sólgrjón 950g

Weetabix 430g

verð 398 kr.

verð 458 kr.

538

738

kr./pk.

kaldpreSSuð kókoSolía

HaFraFlögur gróFar/Fínar

verð 738 kr.

verð 358 kr./pk.

gojiberjaSaFi verð 308 kr.

We maple FroSted verð 798 kr.

2.272 kr.

lýSi & liðamín verð 2.272 kr.

Snertilausar greiðslur

498

kr.

kr.

1.415

verð 498 kr./pk.

998

kr.

kr.

omega 3 Forte HeilSutvenna verð 1.415 kr.

verð 998 kr.

998 kr.

omega 3+d verð 998 kr.

rúSínur 500g

verð 414 kr.

verð 473 kr.

2.248

1.458

kr.

kr./stk.

kr.

verð 2.248 kr.

2.230 kr.

798

498 kr./pk.

verð 1.458 kr.

218 kr.

kr.

omega 3 verð 2.230 kr.

- Tilvalið gjafakort

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

kr.

CalCium/ HnetuSmjör SmootH/CrunCHY Spektro multi vitamin magneSium/zinC verð 528 kr./stk.

Yogi te, 2 tegundir

verð 498 kr.

473

SveSkjur

598

kr./pk.

We ClaSSiC CornFlakeS

verð 188 kr./stk.

kr.

verð 298 kr./pk.

498

798

roo próteinStöng 8 gerðir

414

Holger bruður gróFar/ Fínar

verð 238 kr./stk.

verð 329 kr.

verð 868 kr.

kr./pk.

vit-Hit 5 miSmunandi gerðir

SuperberrY

múSlí original

298

kr./stk.

kr.

kr.

verð 858 kr.

238

kr.

868

ávaxtamúSlí

verð 538 kr.

329

308

verð 525 kr.

kr.

múSlí baSiS

kr./stk.

alpen muSli, SYkurSkert

858

kr.

kr.

188

kr.

Quaker Havre CrunCH

verð 398 kr.

358

525

kr.

lýSiSpillur verð 798 kr.

Hámark próteindrYkkur 3 x 250ml, 4 gerðir

verð 498 kr./pk.

trópí appelSínuSaFi 1l verð 218 kr.


369

498

kr./askjan

kr./stk.

498 kr./stk.

778 kr./pk.

jarðarber 250g aSkja verð 369 kr./askjan

188 kr./kg

iSo möndlumjólk verð 498 kr./stk.

mgC kex, 3 gerðir

paStaSóSa, SYkurlauS verð 368 kr.

verð 778 kr./pk.

368 kr.

all SmYrja, 5 gerðir verð 498 kr./stk.

Fuji epli

verð 188 kr./kg

398

FJAR-DARKAUP

498

kr./stk.

Heilsa og Hollusta

kr./stk.

tartex kæFa 125g

í

e p teem mbe berr 1.-s 3. sept

biona SalSa mild/Hot

verð 398 kr./stk.

verð 498 kr./stk.

1.992

1.320

kr.

2.273

kr.

kr.

1.084

890

kr.

kr.

254 kr.

krill olía verð 1.320 kr.

protiS amino liðir Svartur pipar Heill/malaður

bio-kult m/kaupauka verð 2.273 kr.

verð 1.992 kr.

verð 1.084 kr.

2.478

kr.

kr.

verð 890 kr.

265

verð 254 kr.

1.926

immune Support Siberian gingSeng

5.798

kr.

4.498

kr.

kr.

294 kr.

CluCo Slim

verð 2.478 kr.

aCtive liver verð 1.926 kr.

nutrilink m/kaupauka verð 5.798 kr.

rabarbaragoS verð 294 kr.

ólíFuolía m/CHili verð 265 kr.

kíSill geoSiliCa m/kaupauka verð 4.498 kr.


22 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

færa vaxtagreiðslur til sjálfs sín. Ég man ekki til að hafa heyrt ­rökin fyrir þessari ráðstöfun; hvernig íslenskur almenningur hagnast af því að fyrirtæki borgi ekki skatta. En samt er það venjan.

­ LMENNINGUR A ­AFGANGSSTÆRÐ

M

eg inhlut verk stjórnmálamanna er að gæta hagsmuna almennings. Um þetta eru líklega allir sammála. Þegar kemur að því að skilgreina hverjir hagsmunir almennings eru verður fólk ósammála. Það liggur ekki alltaf ljóst fyrir hverjir eru hagsmunir almennings? Eða, hverjir eru hagsmunir Íslands? svo notað sé kunnuglegt orðfæri. Ein leið til að skilgreina hagsmuni almennings er að líta á almenning sem eiganda sameiginlegra sjóða, sameignarlands og sameiginlegra réttinda. Gæslumenn almannahagsmuna gæta þá að því að einstaklingar eða lítill hópur fólks nái ekki undir sig sameiginlegum gæðum. Séð frá þessum sjónarhóli hafa íslenskir stjórnmálamenn staðið sig hörmulega. Umræða um almannahag á Íslandi getur orðið svo öfugsnúin að stundum mætti halda að því væri almennt trúað á Íslandi að almannahagur næði mestum blóma ef allir sérhagsmunaaðilar fengju mest af sínum óskum fullnægt. Það virðist vera þjóðtrú Íslendinga að almannahagur spretti af hag sérhagsmunaaðila; að ekki sé hægt að efla almannahag nema fóðra sérhagsmunaaðilana fyrst. Þetta sést af mörgu. Í sjávarútvegi birtist þetta með því að stjórnmálamenn halda því fram, án þess að missa andlitið, að það sé almannahagur að útgerðarmönnum sé gefinn kvótinn. Eða svo gott sem. Samkvæmt markaðsvirði er kvótinn við Íslandsstrendur um 1010 milljarða

virði. Hann er skilgreindur sem eign þjóðarinnar. Gæslumenn þessara eigna leigja kvótann hins vegar út á 4,8 milljarða á ári. Með þeirri leigu tæki það eigandann 210 ár að fá verðmæti eignar sinnar greidda með leigunni. Það leigir náttúrlega ekki nokkur maður út eign sína með þeim kjörum. Nema íslenska þjóðin. Hún kýs stjórnmálamenn til ábyrgðarstarfa sem fara svona illa með eignir þjóðar sinnar. Og rökin eru þau að þjóðin græði á því að gefa eigur sínar frá sér því hún muni hagnast svo mikið af því að fáeinir útgerðarmenn auðgist af því að fá eigurnar nánast ókeypis. Undarleg rök? Vissulega, en þau eru samt meginstraumsrök íslenskra stjórnmála. Þjóðin á fallvötnin og líka Landsvirkjun. Gæslumenn þessara verðmæta eru stjórnmálamenn sem þjóðin kýs. Þeir hafa farið þannig með þessar eigur að stóriðjuverum, einkum erlendum, hefur verið seld orkan nánast á kostnaðarverði þannig að arðurinn af auðlindunum rennur ekki til þjóðarinnar heldur til stórfyrirtækja. Hvers vegna? Því er haldið fram almenningur muni hagnast óbeint af því að arðurinn af orkunni renni til fárra fyrirtækja. Og þaðan til útlanda. Íslenskum stjórnvöldum hefur mistekist að gæta að almannahag með sama hætti og stjórnvöld annarra landa hafa gert, með því að girða fyrir það að stóriðjuver komist hjá skattgreiðslum með því að gjald-

Því er líka haldið fram að almenningur hagnist af því að styðja íslenskan landbúnað án þess að það hugtak sé kannski alveg skýrt. Er íslenskur landbúnaður fjölskyldubýli í afskekktum dal? Eða er íslenskur landbúnaður stóriðja sem framleiðir verksmiðjumat? Eða er íslenskur landbúnaður verksmiðjuræktun á kjúkling og svíni? Gæslumenn almannahags koma til almennings og segjast vera að styðja fjölskylduna í dalnum en þegar betur er að gáð fá verksmiðjuverin mesta peningana. Fjölskyldan í dalnum hefur varla í sig og á af búrekstri sínum. Kannski er helst verkefni íslenskra stjórnmála að skilgreina almannahag út frá okkur sem eigendum sameiginlegra sjóða, sameignarlands, miðanna í kringum landið og sameiginlegra réttinda. Það hefur sjálfstætt gildi og er mikilvægt að meta mál út frá þessum sjónarhóli. Ef við gætum ekki að sameiginlegum hag okkar allra munum við byggja upp samfélag sem einkennist af ójafnvægi og óréttlæti. Samfélag sem er líkt því sem við sitjum uppi með. Samfélagið mun ekki breytast nema við hugsum öðruvísi um það. Við gætum til dæmis tekið upp þá reglu að þeir stjórnmálamenn sem vilja leigja útgerðarmönnum kvótann fyrir 4,8 milljarða króna, í stað 80 milljarða króna, hvað þeir vilja leggja niður af starfsemi ríkisins sem er 75 milljarða króna virði. Eða þeir sem vilja gefa álveri 5 milljarðar króna afslátt frá sköttum skilgreini hvar þeir vilji ná í þessa 5 milljarða króna í staðinn. Vandinn við almannahag á Íslandi hefur verið fjarvera hans úr umræðunni. Við þurfum að láta samfélagsumræðuna hverfast um almannahag.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


skref fyrir skref Yfir 100

aðferðir og heklmUnStUr

20

Viltu læra að hekla? Þá er Heklað skref fyrir skref rétta bókin fyrir þig!

aUðVeldar UppSkriftir

• Uppskriftir og grunnaðferðir í hekli, heklmunstur, festingar, skraut og frágangur: allt er nákvæmlega sýnt með greinargóðum skýringarljósmyndum.

Yfir 200

gagnlegar aðferðir Sýndar og útSkýrðar

Viltu læra að sauma? Þá er Saumað skref fyrir skref rétta bókin fyrir þig! • Snið og saumspor, vélsaumur og handsaumur, faldar og festingar, skraut og frágangur: allt er nákvæmlega sýnt með greinargóðum skýringarljósmyndum.

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


24 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Birting Panamaskjalanna varð vendipunktur í íslenskum stjórnmálum og um þau er enn deilt. Hvað drógu skjölin fram? Var ámælisvert hvernig þau voru birt? Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson reyna hér að draga fram um hvað málið snýst og hvað það segir um samfélagið okkar.

Panamalekinn Hvers vegna svona sterk viðbrögð? Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, og Henry Alexander Henrysson, aðjunkt í heimspeki.

U

ndanfarið hefur kviknað nýtt líf í umræðunni um svokölluð Panamaskjöl og eftirmál frægs Kastljóssþáttar frá því í vor. Fyrrverandi forsætisráðherra opnaði þá umræðu að nýju og hafa margir tekið þátt í að halda henni gangandi. Í sjálfu sér mælir margt með því að upplýsingarnar sem komu fram í kjölfar Panamalekans séu ræddar á ný eftir nokkurt hlé þegar fjarlægð er komin á þessi mál. Og þá er ágætt að sem flest sjónarmið komi fram ef þau eru málefnalegt innlegg fremur en afneitanir, þrætur eða viljandi þögn um mikilvæg atriði. Það er eðlilegt að ólíkar skoðanir séu um innihald skjalanna og atburðina sem birting þeirra leiddi til. Hvert rökræða þessara ólíku skoðana leiðir okkur skiptir meginmáli á næstu misserum. Þar sem við tókum þátt í fjölmiðlaumræðu síðastliðið vor um upplýsingar um fé í skattaskjólum fannst okkur áhugavert að skoða svör okkar og viðbrögð að nýju og birta hugleiðingar okkar í þessari grein. Hvaða afleiðingar hefur það þegar fjöldi framámanna hefur gert ráðstafanir til að geyma fé sitt eða hluta þess í skattaskjólum? Hvert er vandamálið og hvað getum við lært af Panamaskjölunum? Eitt af því sem kom í ljós tiltölulega snemma þegar málið fór á flug síðastliðið vor var að líklega væru þessi félög og ýmsar ráðstafanir tengdar þeim ekki lögbrot. Sú mynd hefur breyst lítið. Málið var strax á fyrstu stigum þess og æ síðan öðru fremur dæmi um siðferðilegt álitamál. Tilraunir til að hamra á því að

Pinex® Smelt

Munndreifitöflur

H V Í TA H Ú S I Ð / A c t a v i s 5 1 1 0 7 2

250 mg

enginn hafi aðhafst nokkuð ólöglegt og enginn glæpur hafi verið framinn hafa afvegaleitt umræðuna og drepið málinu á dreif. Vissulega komu fram ásakanir í byrjun um lögbrot en oft voru þau dæmi um vanstillingu fremur en ígrundað framlag. Eitt af því sem við lærðum af Panamalekanum var hversu mikilvægt það er að halda stillingu og vanda til greiningar þegar siðferðilegar spurningar vakna. Um hvað snúast þessar siðferðilegu spurningar? Hér er mikilvægt að greina á milli tveggja meginsjónarhorna um hvað uppljóstranirnar drógu fram. Víðara sjónarhornið snertir þá gjá milli almennings og auðmanna sem enn og aftur blasti við landsmönnum. Gjáin hefur verið til staðar og líklega hafa flestir getið sér til um tilvist hennar og eðli, en í hvert sinn sem fréttir berast sem varpa ljósi á þessa gjá eykur það sterkar kenndir hjá almenningi eins og vantraust, tortryggni, reiði og vonbrigði. Þessar geðshræringar voru skiljanlega sterkar þar sem stutt er liðið frá hruni og sárin frá þeim tíma ýfast upp. Þessi gjá myndaðist ekki úr lausu lofti. Skipulega var búið í haginn fyrir háttsemi af þessu tagi á bóluárunum fyrir hrun. Þegar talað er um „siðrof“ á þeim árum er einmitt vísað í slíkar skipulegar aðgerðir þar sem vissum hópum í samfélaginu stóð til boða annars konar ráðstafanir í sínum fjármálum heldur en almenningi. Þess vegna er villandi að einblína á græðgi þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Hugarfar mótaðist, fagmenn og fjármálastofnanir notuðu þekkingu sína og sambönd til að greiða fyrir háttseminni og löggjafinn treysti sér ekki til að setja henni skorður. Þarna var um að ræða hegðun sem grefur undan velferðarsamfélaginu. Fjármunir sem áttu að fara í sameiginlegan kostnað við að reka siðað samfélag gátu horfið í kjölfar þess að þeir voru fluttir í skattaskjól. Einnig grefur þessi háttsemi undan heilbrigðum viðskiptaháttum og samkeppni – undan sjálfu markaðssamfélaginu sem öðru fremur hefur áhrif á kjör almennings.

V

iðtekið svar er að skyldur einstaklinga við samfélagið geti ekki verið aðrar en þær sem festar eru í lögum og því sé fólki frjálst að haga einkafjármálum sínum á þann hátt sem það kýs sjálft innan ramma laga og reglugerða. Þetta viðhorf byggir á misskilningi. Samfélagið tryggir okkur fjölmörg réttindi til athafna og gæða. Þessum réttindum fylgja ákveðnar skyldur. Dæmi um slík réttindi eru leyfi til að setja hluta okkar umsvifa í einkahlutafélög sem takmarka persónulega ábyrgð. Ekki er siðferðilega verjandi að misnota þessi réttindi þótt löggjafinn kunni að eiga erfitt með að girða fyrir margs konar misnotkun. Dæmi um skyldur sem rétturinn til takmarkaðrar ábyrgðar leggur okkur á herðar er að fullkomið gagnsæi sé til staðar um reksturinn og allar upplýsingar, s.s. ársreikningar, liggi opinberlega fyrir. Skattaskjól virðast fyrst og fremst eiga tilvist sína þeim að þakka sem vilja ekki gangast við þessum skyldum við samfélag sitt. Seinna meginsjónarhornið er þrengra og snertir annars konar skyldur. Það fólk sem hefur verið falið að gæta almannahagsmuna eða koma fram fyrir hönd þjóðarinnar hefur til að bera mikilvægar hlutverkabundnar skyldur. Við eigum í engum vandræðum með að herma slíkar skyldur upp á ákveðnar starfsstéttir, t.d. þær sem sinna sjúklingum, börnum og öðrum viðkvæmum hópum, en við gleymum oft að öllum hlutverkum fylgja ákveðnar skyldur í ljósi þeirra réttindi og valda sem tengjast hlutverkinu. Kjörnir fulltrúar verða að gangast við ákveðnum skyldum þegar þeir taka við hlutverkum sínum. Þeir bera annars konar ábyrgð en almenningur enda eru völd þeirra og áhrif annars eðlis. Hér gengur ekki að nota þá vörn sem oft er gripið til um að eitthvað tíðkist svo víða í samfélaginu hvort sem er, eða að ósanngjarnt sé að gera meiri kröfur til kjörinna fulltrúa en til almennings. Þeim sem gæta almannahagsmuna ber að sýna gott fordæmi í þessu tilliti. Ítarlegar reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sem ætlað er að forða hagsmunaárekstrum eiga sér rætur í þessum hlutverkabundnu skyld-

„Tilraunir til að hamra á því að enginn hafi aðhafst nokkuð ólöglegt og enginn glæpur hafi verið framinn hafa afvegaleitt umræðuna og drepið málinu á dreif.“

um. Það er aldrei hægt að sjá allar mögulegar aðstæður fyrir við skráningu slíkra reglna og því er brýnt að allir geri sér grein fyrir þeirri meginhugsun sem liggur þeim til grundvallar. Það er mikilvæg forsenda þess að kjósendur geti lagt mat á athafnir þeirra sem ætlað er að gæta þjóðarhags að upplýsingar liggi fyrir um hagsmunatengsl sem truflað gætu það hlutverk. Það grefur undan trúverðugleika kjörinna fulltrúa og þar með undan lýðræðissamfélaginu að þeir leyni eignarhaldi og hagsmunatengslum. Enski heimspekingurinn John Stuart Mill komst svo að orði í höfuðriti sínu Nytjastefnunni að flest okkar þurfi ekki „að hyggja að neinu öðru en einkahag og hagsmunum eða hamingju fáeinna einstaklinga“. Fæst okkar þurfi að taka ákvarðanir með hagsmuni almennings í huga og því sé það í raun „þeir einir sem hafa áhrif á þjóðfélagið í heild með breytni sinni sem þurfa allajafna að hugsa svo stórt“. Kjörnir fulltrúar þurfa að hugsa stórt. Svo einfalt er það. Reyndar bætir Mill því við, og talar til stærri hóps, að það sé „ósamboðið vitibornum manni að gera sér þess ekki fulla grein að athöfnin sem um ræðir væri skaðleg ef hún væri almennt stunduð og þess vegna beri honum skylda til að forðast hana.“

H

ér erum við komin að kjarna málsins. Sú reiði sem blossaði upp í kjölfar uppljóstrana um það fé sem geymt er í félögum í skattaskjólum á sér rætur í því að fólk gerir sér grein fyrir því að þetta er háttsemi sem grefur undan innviðum samfélagsins. Siðfræði verður að taka tillit til undantekninga frá öllum meginreglum, undantekninga sem eiga sér rætur í því hve flókin mannleg tilvist er. Einstaka viðskipti í alþjóðlegu umhverfi geta kallað á tilvist aflandsfélaga. Þar er um undantekningu að ræða sem staðist getur skoðun. En kjörnir fulltrúar geta ekki gert kröfu um að slík undantekning eigi við um þá eða fjárhagslega hagsmuni þeirra. Þeir þurfa „að hugsa stórt“, eins og Mill komst að orði, og ekki fela sig á bak við orðalag reglna þegar hugsunin á bak við reglurnar blasir við. Það er ágæt vísbending um réttmæti undantekninga að menn geta gengist við háttseminni opinberlega og þurfi ekki að leyna henni. En meginhvati þeirra sem geyma fé í skattaskjólum virðist einmitt vera að leyna eignarhaldi og minnka skattbyrði, þ.e. framlag sitt til sameiginlegra sjóða sem gerir okkur kleift að deila saman gæðum og byrðum samfélagsins. Þó er það góðs viti að þetta mál hafi komið upp á yfirborðið. Samfélög mega ekki líta svo á að vandinn felist í því að leyndarmál afhjúpist. Uppljóstranirnar geta orðið heillaskref ef við viðurkennum vandann og þeir framámenn sem hafa geymt fé í skattakjólum gangast við því að framferði þeirra gæti verið skaðlegt ef það væri almennt stundað. Kjörnir fulltrúar þurfa að spyrja sig hvort slík háttsemi samrýmist skyldum þeirra og ábyrgð gagnvart almenningi. Meginspurningin er hver næstu skref verða. Munu afneitanir halda áfram, verður tekist á með innihaldslausum yfirlýsingum og hártogunum? Mun okkur bera gæfa til að gangast við hinum siðferðilega vanda sem felst í tilvist aflandsfélaga og reyna að takmarka þá hvata sem eru í umhverfinu til þess að ástunda háttsemi af þessu tagi? Munu kjörnir fulltrúar ígrunda hlutverkabundnar skyldur sínar í ríkara mæli? Viðbrögð næstu mánaða, m.a. vegna kosninga núna seinna í haust, verða mikilvægur prófsteinn á íslenskt lýðræðissamfélag.



GL AM PA N D I S Ó L O G GYL LTA R S T R E N D U R

VERÐ FRÁ

17.999 kr.

*

NÝRRI VÉLAR, MEIRA SÆTAPLÁSS! WOW air kynnir nýjan áfangastað í apríl 2017. Tryggðu þér sæti til Miami strax í dag! Þessi fjölskylduvæna stórborg hefur eitthvað fyrir alla. Margslungna matarflóru, heimsþekkta skemmtigarða og kröftugt næturlíf — að ógleymdum bestu baðströndum Bandaríkjanna. Miami bíður eftir þér. Eftir hverju ert þú að bíða?

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.


KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS


28 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Hulda Hjörleifsdóttir flutti í nýju íbúðina sína árið 1956. Hún hefur unað sér vel síðan. Mynd | Hari

Í nýju íbúðinni í 60 ár Það er ekki sjálfsagt mál að búa í sömu íbúðinni í heil sextíu ár. Hulda Hjörleifsdóttir flutti inn í kennarablokkinna svokölluðu við Hjarðarhaga í Reykjavík árið 1956. Síðan þá hefur henni liðið vel. Þá voru blokkirnar í hverfinu að rísa og teygja sig upp yfir braggana í Trípólí-kampi. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Undir lok Djöflaeyju Einars Kárasonar, sem gengur nú orðið aftur og aftur í menningu landsmanna og hefur umbreyst úr bók í leikrit, kvikmynd og nú síðast í söngleik, er sagt frá því þegar fólkið í sögunni flytur úr bröggum í blokkir. Þessi fjölbýlishús voru þá að rísa á Högunum í vesturbæ Reykjavíkur, blokkir sem í raunveruleikanum kallast síðan til dæmis símamannablokkin og kennarablokkin. Í sögu Einars eru blokkirnar einhvers konar tákn nýrra tíma og samfélagshátta. Þær standa fyrir borgarlífið sem tekur stakkaskiptum á fyrstu áratugunum eftir seinni heimsstyrjöld.

Í sögunni kemur líka fram að mörgum líst illa á þessar breytingar. Lína, ein söguhetjanna, er hörð á því að hún vilji ekkert með nýja sambýlisformið hafa. Hún segist ekki taka í mál „að fara að búa í blokk, eins og vesalingur, innanum allskonar skítapakk!“ Lína álítur sig þannig frjálsari í bragganum en í nýmóðins blokkaríbúð. Blokkirnar sem risu við braggahverfið Trípólí-kamp vestur í bæ voru afsprengi nýrrar hugsunar í skipulagsmálum en árið 1949 hafði Þór Sandholt arkitekt tekið við starfi skipulagsstjóra Reykjavíkur. Arkitektar sem hönnuðu blokkir á árunum upp úr 1950 í Laugarneshverfinu, Hlíðunum og á Högunum tóku upp á því að byggja þær í vinkil. Það var gert til að halda utan um garða sem hugsaðir voru fyrir íbúana og var vinklinum ætlað að skýla þeim við mesta norðangarranum. Lífið í kennarablokkinni Húsnæðisskorturinn á stríðsárunum og eftir stríðið var alvarlegur, svo alvarlegur að samtíminn bliknar í samanburði. Nýju blokkirnar

sem gnæfðu yfir móum og melum í höfuðborginni, sem ekki var nærri eins gróin og hún er í dag, komu með vel þegið skjól og þar blómstraði mannlífið brátt með ágætum. Þetta sést til dæmis vel á sögum sem rifjaðar voru upp vegna 60 ára afmælis kennarablokkarinnar svokölluðu á dögunum. Blokkin stendur við Hjarðarhaga 24-32, er vinkilblokk teiknuð af Skúla Norðdal og var tekin í notkun árið 1956. Það var Byggingarsamvinnufélag barnakennara sem stóð fyrir byggingu hennar og í blöðum þess tíma var talað um „sambyggingu“ félagsins. Í tilefni afmælisins rifjaði einn af fyrstu íbúum hússins, Hulda Hjörleifsdóttir, upp nokkrar minningar um sambýlið í blokkinni. Hulda flutti í blokkina 3. október árið 1956 ásamt manni sínum, Sveinbirni Einarssyni heitnum, og hún hefur búið þar síðan í sextíu ár. „Föður mínum, Hjörleifi Sigurbergssyni, þótti mikilvægt að fjölskyldan tímasetti flutningana nokkuð nákvæmlega,“ segir Hulda. „Þá var farið eftir sjávarföllum því að gömul trú sagði að fólk uni sér betur á nýjum stað ef flutt er inn á

Kennarablokkin, austast á Hjarðarhaga, var eitt þeirra fjölbýlishúsa Reykjavíkur sem samtakamáttur starfsstétta kom upp um miðja 20. öld.

aðfalli en ekki þegar fjarar.“ Þetta virðist hafa virkað vel í tilfelli Huldu og fjölskyldu. Hulda lýsir forvitnilegu og nánu samfélagi í blokkinni á þessum fyrstu dögum. Húsið var Í bók Eggerts Þórs Bernharðssonar Undir bárujárnsboga frá 2001 er fjallað um lífið í bröggunum á árunum 1940vitanlega ópússað, 1970. Á þessari mynd sem Eggert Þór birti í þessari merkiómálað og vinnulegu bók sést einn bragganna í Trípólí-kampi í nærmynd og líka bragginn við gafl kennarablokkarinnar. Á milli pallar utan á allri glittir í hús Jósefínu og Dóra. blok k i n n i þega r íbúarnir fluttu inn. Íbúðirnar sjálfar voru mismikið fannst ég vera að ganga í björg, enda var húsið ómálað,“ segir tilbúnar en í sumar vantaði jafnvel innveggi, gólfefni og hurðir. Í Hulda, en tekur fram að það hafi stigagöngum voru engin handrið vanist fljótt því að hún, eins og aðrog sameign alveg ófrágengin. ir frumbyggjar blokkarinnar, hafi „Það var allt svo dimmt þegar verið í sjöunda himni yfir því að ég kom að húsinu í byrjun að mér koma inn í eigin íbúð.

LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL

FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM

VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN Opið virka daga kl. 10 -18 Laugardaga kl. 11-16 Suðurlandsbraut 24 554 6969

108 Reykjavík

lur@lur.is

www.lur.is


E T S E SELJÖRÐ Á:

r til e ir mb ild te G ep .s 19

www.prooptik.is

UMG

1 kr. jum við kaup á gler

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 21.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 19.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 21.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

KRINGLUNNI 2. HÆÐ

SÍMI 5 700 900

HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


30 |

Göturnar í kring voru ekki með því fíneríis malbiki sem við rennum eftir í dag og lóðin í kringum húsið var líka eitt moldarflag. „Þegar rigndi voru allar götur og lóðin eitt stórt svað, en þegar þurrt var rauk moldin upp og mikið verk var að halda hreinu innandyra út af henni,“ segir Hulda. Það var fjölmennt í blokkinni. Með Huldu og manni hennar fluttu foreldrar hennar þannig að þau voru átta í heimili og í stigaganginum, þar sem eru átta íbúðir, voru 24 börn og unglingar, auk 20 fullorðinna. „Á meðan stillansarnir voru uppi fannst litlu krökkunum gaman að leika sér á þeim neðstu og þar voru settar upp rólur fyrir þau. Það gerðist líka að börn og fullorðnir fóru milli íbúða á stillönsunum og gengu þá inn og út um svaladyr.“ Náið og lifandi samfélag Einn af bröggum hermannanna var fastur við nýju blokkina fyrstu árin og á lóð fjölbýlishússins stóð einnig hús spákonunnar Jósefínu sem kennd var við Nauthól og manns hennar, Halldórs, sem all-

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Í nýju blokkina vantaði heldur ekki félagslífið. Fullorðna fólkið sem ekki þekktist fyrir kynntist fljótlega vel í gegnum börnin sín og þau mynduðu fjölmörg félög og klúbba. „Þarna urðu til Litli ferðaklúbburinn, saumaklúbbur og leikfélag sem hélt úti þó nokkurri starfsemi og setti upp margar sýningar fyrir fullorðna fólkið. Klúbbarnir voru ekki kynjaskiptir og allir áhugasamir máttu vera með. Litli ferðaklúbburinn fór til dæmis í ótal ferðir með nesti, mjólk í flösku og vínarbrauð í Hljómskálagarðinn og niður að Tjörn með sigti til að veiða síli sem sett voru í glerkrukkur.“ Sameiginleg jólaboð Allt árið léku börnin sér auðvitað í óteljandi leikjum á lóðinni og þegar gengið var frá henni var vandað til verka, en samfélag fullorðna fólksins í blokkinni var einnig náið. „Það var algengt á þessum árum og lengi áfram, meðal sumra þeirra sem fluttu saman í nýju blokkina, að drekka saman kvöldkaffi,“ segir Hulda. „Í stigaganginum okkar, nr.

Íbúðirnar sjálfar voru mismikið tilbúnar en í sumar vantaði jafnvel innveggi, gólfefni og hurðir. Í stigagöngum voru engin handrið og sameign alveg ófrágengin. ir þekktu sem Dóra fisksala. „Jósefína var glæsileg kona og ekki lík skassinu sem Lína er í Djöflaeyjunni, þó hún hafi verið fyrirmyndin. Þetta voru mikil heiðurshjón og á vorin stóðu ungar konur í biðröð til að láta Jósefínu spá fyrir sér,“ rifjar Hulda upp en Halldór hafði stofnað knattspyrnufélagið Þrótt fyrir strákana í hverfinu árið 1949 ásamt mági sínum, Eyjólfi sundkappa.

26, voru oft sameiginleg jólaboð innan stigagangsins og alla vega einu sinni um jól var spiluð félagsvist á mörgum borðum. Við Sveinbjörn áttum til dæmis sömu nágrannana og vini, hinu megin á stigapallinum, í 50 ár, þau Þórhildi Karlsdóttur og Þorstein Sigurðsson. Annars hef ég verið ótrúlega heppin með nágranna alla tíð. Þegar einhver hefur selt íbúð í stigaganginum þá hefur alltaf kom-

ið gott fólk í staðinn, reglusamt og hjálpsamt.“ Að þekkja nágranna sína Sögur Huldu Hjörleifsdóttur af fyrstu árunum í kennarablokkinni segja okkur sitthvað um það hvernig við högum okkur í nútíma samfélagi. Hulda var ekki á miklu flakki, hún hefur búið í sömu blokkinni í sextíu ár, blokk sem þurfti samtakamátt stórs hóps kennara til að koma upp á sínum tíma og þangað sem íbúarnir gátu varla beðið eftir að flytja. „Það var grettistak fyr-

ir 60 árum að eignast fyrstu íbúð og það er grettistak í dag,“ segir Hulda. Í dag eru margir feimnir þegar kemur að því að kynnast nágrönnum og einhverjir vilja sem minnst af þeim vita. Við horfum auðvitað alls ekki nógu mikið upp og á næsta mann. Við bjóðum of sjaldan góðan daginn. Svo væri auðvitað hægt að ganga lengra og stofna leikfélag í blokkinni eða götunni, tefla, hittast í kvöldkaffi eða halda saman jólaboð. Eins og gert var fyrir sextíu árum á Hjarðarhaganum.

Fyrir tíu árum, þegar kennarablokkin var fimmtíu ára, settu íbúarnir upp minningarstein um bæ Jósefínu frá Nauthóli og Dóra fisksala. Hús þeirra stóð á lóð blokkarinnar.

Stofnun Skörungs Það var ekki bara knattspyrnufélagið Þróttur sem að stofnað var á þessum slóðum í vesturbæ Reykjavíkur. Lítil fótnóta í knattspyrnusögu landsmanna er félagið Skörungur sem einn þekktasti knattspyrnu-unnandi landsins, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, stofnaði í kennarablokkinni, en þar bjó Stefán fram á níunda aldursár. Gefum Stefáni orðið: Við krakkarnir í kennarablokkinni á Hjarðarhaganum vorum alltaf að stofna félög um allan fjandann, sem flest voru gleymd á viku. Fótboltafélagið mitt átti hins vegar að lifa og þá yrði upprunasagan að vera á hreinu. Þess vegna tók ég niður minnispunkta. Samkvæmt minnisblöðunum stofnaði ég félagið við annan mann í stúkunni á Melavelli snemma sumars 1983, átta ára gamall. Næstu dagana fékk ég aðra stráka úr blokkinni til að ganga til liðs við félagið. Það var kannski ekki fullkomlega auðsótt, þar sem ég gerði kröfu um stofnframlag í félagssjóð. Nákvæmlega hvers vegna ég taldi þörf á félagssjóði er óljóst, en strákaliðin í bókunum voru alltaf að basla við að safna peningum til að kaupa bolta eða búninga, svo þetta tilheyrði greinilega. Nokkrum dögum síðar fékk félagið nafnið Skörungur – sem hljómar grunsamlega líkt Sköflungsnafninu úr Ellefu strákum og einum knetti, en var væntanlega einnig undir áhrifum frá Emil í Kattholti, þar sem eldskörungar eru oft í veigamiklu hlutverki. Skörungur fékk liðsbúning: Gula Puma-treyju með bláu hálsmáli og rönd á ermum. Þetta var reyndar KA

-treyja, en Sigtryggur vinur minn átti svona treyju og ég gat skælt aðra slíka út. Þá voru tveir komnir í eins búning, sem var ágætis byrjun. Næstu vikurnar bætti ég inn sundurlausum athugasemdum um fjölgun eða fækkun liðsmanna og nákvæma stöðu sjóðsins. Utanumhald félagsskrár og fjármála virtist mun veigameira atriði í starfseminni en beinar æfingar. Seint í ágúst dró til tíðinda. Eldri krakkarnir í blokkinni, sem sjaldan gáfu sig að fótbolta fóru að sparka sín á milli á lóð blokkarinnar. Þau áttu vini á Tómasarhaganum og ákveðið var að blása til kappleiks: Kennarablokkin gegn liðinu af Tómasarhaganum. Mér tókst að sannfæra mitt fólk um að miklu betra væri að mæta til leiks undir merkjum Skörungs. Þetta varð hörð rimma á alltof þröngum velli meðfram norðurhlið blokkarinnar. Yngstu keppendurnir voru 7-8 ára og höfðu helst þann tilgang að þvælast fyrir. Atkvæðameiri leikmennirnir voru 11-12 ára og með ólíkt meiri reynslu af fótbolta. Minnispunktarnir mínir eru furðufámálir um úrslit þessa fyrsta og eina leiks Skörungs. Líklega unnu óbermin af Tómasarhaganum.

Stolt íslenskrar náttúru Íslenskt heiðalamb MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM

Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir

VELDU GÆÐI, VELDU KJARNAFÆÐI

WWW.KJARNAFAEDI.IS


Frá kr.

81.045 Allt að

22.000 kr. afsláttur á mann

BÓKAÐU SÓL Á

TENERIFE Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM77229

Allt að 22.000 kr. afsláttur á mann

Í OKTÓBER

Allt að 22.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 20.000 kr. afsláttur á mann

Globales Tamaimo Tropical

Hotel Isla Bonita

Hotel Jardines de Nivaria

Frá kr. 81.045

Frá kr. 105.920

Frá kr. 179.095

Netverð á mann frá kr. 81.045 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 98.395 m.v. 2 í stúdíó.

Netverð á mann frá kr.105.920 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr.136.795 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Netverð á mann frá kr. 179.095 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

5. október í 7 nætur.

5. október í 7 nætur.

m/ekkert fæði innifalið

m/allt innifalið

m/morgunmat innifalinn 12. október í 7 nætur.

Allt að 20.000 kr. afsláttur á mann

Apartments Paradero I

Hotel Jacaranda

Compostela Beach Golf Club

Frá kr. 89.265

Frá kr. 157.290

Frá kr. 105.920

Netverð á mann frá kr. 89.265 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 116.795 m.v. 2 fullorðna í herb.

Netverð á mann frá kr. 157.290 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 203.695 m.v. 2 fullorðna í herb.

Netverð á mann frá kr. 105.920 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 114.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

19. október í 21 nótt.

22. október í 18 nætur.

26. október í 14 nætur.

m/ekkert fæði innifalið

m/hálft fæði innifalið

m/ekkert fæði innifalið


32 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Bjarni Jónsson hefur verið með hugann við tíðaranda ársins 1982 við ritun Sendingar. Hann segir að þó margt hafi breyst frá þessum árum þá finni harka og margslungnar myndir ofbeldis sér áfram farvegi í íslensku samfélagi.

„Það skiptir engu máli hvað þessi drengur heyrir eða sér. Hann á ekki eftir að muna neitt. Hann er barn, börn gleyma. Þannig lifa þau af. Og þegar hann verður eldri á hann eftir að vera ánægður með að muna ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Úr texta Sendingar eftir Bjarna.

Við viljum öll réttlæti Nýtt íslenskt leikverk, Sending, verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Í bakgrunni þess eru spurningar sem sviðið hefur undan í íslensku samfélagi undanfarin ár. Þær snúast um vistheimili og tilfærslu barna milli landshluta á árum áður. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Árið er 1982 og það berst sending vestur á firði. Strákgutti kemur inn á heimili barnlausra hjónaleysa. Þau taka hann í fóstur en veruleiki drengsins virðist hanga einkennilega saman við veruleika parsins sem tekur á móti honum. Sú tenging virðist ná yfir tíma og rúm. Sendingar geta verið dularfullar og það geta börn líka verið. Áður en langt um líður er ekki alveg víst hvaða tímavídd barnið tilheyrir. Strákur reynist því sending í fleiri merkingu en einni. Þetta er stutt innihaldslýsing á leikverkinu Sendingu. Kveikja leikskáldsins Það er leikskáldið Bjarni Jónsson sem

er höfundur verksins. Hann segir að í bakgrunni þess sé umræða undanfarinna ára um vistheimili á landsbyggðinni og hvernig börnum var komið fyrir þar af ýmsum ástæðum. Bjarni segir að vissulega hafi lýsingar á aðbúnaði þessara barna haft mikil áhrif á sig, eins og á svo marga, en hins vegar voru það frekar hugleiðingar um ástæður þess af hverju börnin voru send í slíka vist, sem hafi verið kveikjan að leikritinu. „Það sló mig hvað fólki þótti sjálfsagt að ráðskast með börn og án þess að það hefði nokkur einustu áhrif,“ segir Bjarni. Stundum er sagt að lífið líki eftir listinni. Atburðir gerast sem eru lyginni líkastir, en lygin er auðvitað á einhvern hátt æðst listforma. Uppspunnar sögur hafa haldið fólki uppteknu og innblásnu um aldir og þar eru Íslendingar engin undantekning, kannski einmitt ágætt dæmi um áhrifamátt sögunnar. Atburðir úr köldum raunveruleikanum hafa svo aftur áhrif á listina og stór hitamál eru matreidd í listrænan búning. Það virðist manni að sé ætlunin hvað varðar Sendingu Bjarna Jónssonar.

BARNAGLERAUGU til 18 ára aldurs frá

0 kr.

Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI

DAGAR GERÐU ÓTRÚLEG KAUP! Mikið úrval af vörum frá 50 krónum. Fjöldi annarra tilboða á Markaðsdögum. Bætum við nýjum vörum daglega. byko.is

Kristín Þóra Haraldsdóttir, í hlutverki sjúkraliðans Helgu, og Þorsteinn Bachmann sem sjómaðurinn Róbert taka á móti drengnum Frank sem kemur 10 ára gamall inn á heimili þeirra fyrir vestan. Það er Árni Arnarson sem er í hlutverki drengsins.

Það er mikilvægt að skrifa skýrslur um það sem út af ber í samfélaginu en listræn tök á erfiðum málefnum geta varpað nýju og æpandi ljósi á málin. Ekkert á að vera leikhúsinu óviðkomandi. Dilkar, skúffur og básar „Mig langaði að taka það til umfjöllunar í leikhúsinu hvernig við erum stöðugt að draga fólk í dilka,“ segir Bjarni Jónsson um Sendingu. „Við erum vön því Íslendingar að skoða hvaðan fólk kemur, hver sé uppruni þess og oft þurfum við ekkert meira, erum búin að finna fólki stað með þessum litlu upplýsingum. Sumir eru þannig settir í ákveðna skúffu og fá þau skilaboð að þeir eigi ekkert sérstakt erindi í þetta samfélag, hafi ekkert fram að færa og verði líklega bara fyrir. Persónurnar í leikritinu standa allar utan við meginstrauminn og reyna að brjótast áfram í kerfi sem hefur kannski bara hafnað þeim frá upphafi. Þau vilja velja sér aðrar leiðir í lífinu, en umhverfið er samt búið að marka leiðina sem þau verða að taka,“ segir Bjarni. Þetta gleymist oft. Við vitum öll hvað fyrstu kynni skipta miklu máli. Fyrstu upplýsingarnar um nýja manneskju sem við hittum geta bæði fellt hana í hugum okkar, eða hafið hana til skýjanna. Það er erfitt að horfast í augu við það hvernig við metum fólk og umgöngumst það, hvernig við tökum að okkur að setjast í sæti dómarans og eigum oft erfitt með að skipta um skoðun sem byggist á nýjum upplýsingum. Áhugaverður en harður tími Árið 1982 liggja breytingar í loftinu sem koma inn í texta verksins. Tölvuöldin er að hefjast inn á heimilum landsins, af veikum mætti. Í bakgrunni verksins er tónlist sem boðar stórar breytingar á þessum tíma. Bubbi Morthens og félagar Egó eru kóngar í ríki sínu, ferðast um landið með nýja músik af plötunni Breyttir tímar. Spurningarnar í textunum eru sumar hverjar nístandi: Móðir, hvar er barnið þitt svona seint um kvöld? Móðir, hvar er yndið þitt? þokan er svo köld. Leikhúsið býður upp á að frá ein-

um tímapunkti, 1982, sé hægt að fara í allar áttir. Dilkadrátturinn, hvernig við skilgreinum fólk, var auðvitað til fyrir og eftir 1982, en Bjarni Jónsson er líka á því að sú harka, skilnings- og vægðarleysi sem einkenndi íslenskt samfélag á þessum árum hafi áfram fundið sér farvegi til okkar tíma, þó margt hafi batnað. „Það er alltaf einhvers konar ofbeldi sem við erum að viðhalda í þessu samfélagi, til dæmis með því hvernig samskipti við eigum,“ segir Bjarni. „Dilkadrátturinn er ótrúlega viðvarandi í samfélaginu.“ Plássið í kringum okkur Fjöllin á Vestfjörðum eru há og eiga það til að halla sér yfir mennina, ekki síst þegar sólin lækkar á lofti. Bjarni segist velta fyrir sér í Sendingu hvernig mennirnir taka sér pláss og breiða úr sér gagnvart öðrum í kringum sig. Heimilisfaðirinn og aðalpersónan, sem Þorsteinn Bachmann leikur, er frekur á rýmið í kringum sig og því er tilkoma drengsins truflandi. Vegna kringumstæðna drengsins er hann færður til í tilverunni, til vandalausra á milli hárra fjalla. Afstaða þeirra fullorðnu til barna opinberast; að börn sé einfaldlega hægt að flytja til og fara með eins og þörf krefur. Stórar spurningar um réttindi barna í heimi hinna full-

„Í mínum huga er það alltaf þannig að ef börn eru vistuð á afskekktum stöðum, þá getur staða þeirra versnað mjög. Það er einn helsti lærdómurinn sem draga má af starfi vistheimilanefndanna.“ Róbert Spanó, fyrrverandi formaður Vistheimilanefndar, í viðtali við Fréttatímann í mars síðastliðnum.

orðnu vakna, alvarlegar spurningar sem þjóðin hefur ekki enn gert fyllilega upp. „Leikhúsið er orðið sjaldgæfur vettvangur þar sem við tökum ákvörðun um að vera saman og slökkva á símunum,“ segir Bjarni. „Þess vegna er mikilvægt að taka þessar alvarlegu spurningar inn á sviðið, sem ég reyni að gera í texta sem sveiflast milli kómedíu og tragedíu. Á endanum er þetta samt skáldskapur, ekki úttekt á málaflokknum,“ segir Bjarni Jónsson. Sending verður frumsýnd í kvöld í Borgarleikhúsinu. Marta Nordal leikstýrir en með hlutverkin fara Árni Arnarson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hilmir Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Þorsteinn Bachmann.

Lífið vill opnun Marta Nordal, leikstjóri Sendingar, segir að verkið hverfist um tilfinningar aðalpersónunnar Róberts, sem Þorsteinn Bachmann leikur. „Við fylgjumst með því hvernig hann þarf að kljást við sína djöfla varðandi ofbeldi,“ segir Marta. „Róbert er að kljást við sjálfan sig og getur ekki horfst í augu við það hvernig hann umgengst fólkið í kringum sig. Lífið gefur honum síðan tækifæri á slíku endurmati, þegar drengurinn kemur inn á heimilið. Þá skapast tækifæri fyrir Róbert til að styrkja samband sitt við sig, konuna í lífi sínu og vini sína, en hann grípur það ekki. Lífið býður upp á tækifæri fyrir hann að opna á umhverfi sitt, en hann getur ekki umbreytt mynd sinni á heiminn um það hvernig hlutirnir eru. Þetta er auðvitað dæmigert fyrir slíkan lokaðan mann sem heldur að hann lifi allt af á einhverri hörku og því að vera ekki með neinn aumingjaskap. Fyrir vikið er hann dæmdur til að festast og vera í varnarstöðu gagnvart lífinu.“ Tími verksins er á mörgum plönum og skilin milli veruleika og annarra sviða eru óskýr. Marta Nordal segir að það endurspeglist í sviðsetningunni og leikmyndinni, sem er óvenjuleg og minimalísk, en það er Gréta Reynisson sem hefur umsjón með henni.


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

50%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KUBBAKERTUM

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM „MORE“ OG „NORDIC“ EININGASÓFUM

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


Margskipt gler:

49.900 kr. Fullt verð:

94.900 kr

SELESTE umgjörð á:

34 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

GOTT UM HELGINA

1 kr.

m við kaup á glerju

ÖLL GLERIN KOMA MEÐ RISPU-, GLAMPA- OG MÓÐUVÖRN OG ÞYNNTU PLASTI.

KRINGLUNNI 2. HÆÐ

SÍMI 5 700 900

HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI

Garn, garn, garn Í heimildarmyndinni YARN/ GARN fylgjumst við með nokkrum listamönnum og prjónurum frá Póllandi, Japan, Svíþjóð og Íslandi sem prjóna og hekla til að búa til ögrandi nútímalist, pólitískar yfirlýsingar, sirkusverk og jafnvel framúrstefnulega leikvelli. Þetta litríka og alþjóðlega ferðalag byrjar á Íslandi og varpar meðal annars ljósi á það hvernig garn tengir okkur öll á einn eða annan hátt. Leikstjórar myndarinnar eru Una Lorenzen, Heather Millard og Þórður Bragi Jónsson. Hún hefur verið sýnd víða um heim, meðal annars víða í Bandaríkjunum og á kvikmyndahátíðum í Gautaborg á Patreksfirði. Gestir eru hvattir til að mæta með garn og prjóna eða hekla flík að eigin vali til styrktar Kvennaathvarfinu og Konukoti. Hvar? Bíó Paradís Hvenær? 9. september og fram í næstu viku. Hvað kostar? 1800 kr. eða klipp á klippikorti.

Kanadískur kántrísöngur Það er ekki á hverjum degi sem alvöru kántrítónlist heyrist leikin í Reykjavík, en nú geta kántríboltar bæjarins tekið gleði sína á ný og stigið fram í birtuna, því að Jack Marks er mættur í bæinn. Söngvaskáldið Marks er fæddur í Tórontó og hefur verið að senda frá sér plötur frá árinu 2009, sem nú eru orðnar fjórar talsins. Tóninn í lögunum er oft dálítið klassískur og tímalaus, ljúfsárar ballöður eins lög gera ráð fyrir, en síðan er slegið í klárinn og tónlistinni hleypt á skeið. Heidatrubador hitar upp lýðinn áður enn Marks mætir á svið. Hvar? Dillon við Laugarveg í kvöld og í næsta húsi, á Boston, á sunnudag 10. september. Hvenær? Tónleikarnir hefjast kl.21 bæði kvöldin.

Katie og harpan

Rússneski björninn

TVÆR SÝNINGAR ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS Á AÐEINS 6.900 KR. NETVERÐ 6.500 KR. TIL 10. SEPTEMBER SPARAÐU ALLT AÐ 45% AF ALMENNU MIÐAVERÐI

NS

Da d

a AD

Opinber samskipti Rússlands og Norðurlandanna verða rædd fram yfir hádegi í dag í Norræna húsinu. Erlendir og innlendir sérfræðingar fjalla um það hvernig samskipti landanna hafa verið í gegnum tíðina og hvernig þau eru að þróast. Til máls taka meðal annars rússneskur fréttastjóri, íslenskur sagnfræðingur, norskur sendiherra og sérfræðingur um málefni Evrópusambandsins og Rússlands. Dagskráin fer fram á ensku Mæting þarna gæti verið fínn undirbúningur fyrir Rússneska kvikmyndadaga sem hefjast í Bíó Paradís 15. september. Hvar? Norræna húsið Hvenær? Frá kl. 9 til 12:20 Hvað kostar? Ekki neitt - a ­ llir velkomnir.

Hörpuleikarinn Katie Buckley flytur verk efir John Cage, Lou Harrison, Ryan Ross Smith, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Caleb Burhans og Jesper Pedersen. Harpan er merkilegt hljóðfæri þegar kemur að því að flytja samtímatónlist. Á efnisskránni er meðal annars gullfallegt verk eftir John Cage sem heitir In Landscape og tónskáldið samdi árið 1948. Verkið er líka hægt að flytja á píanó og marimbu, en hér er það harpan sem fær að njóta sín. Hvenær? Í kvöld klukkan 21 Hvar? Í Mengi við Óðinsgötu. Hvað kostar?: 2000 kr.

Svartrokk í Reykjavík Bandaríska Black Metal sveitin Mutilation Rites telur í rokkið sitt í kvöld. Hún er að hefja ferðalag um Evrópu og byrjar á að koma til Íslands. Sveitin kemur frá New York og meðlimirnir fjórir hafa verið saman síðan 2009. Upphitunarböndin eru íslensk og þrjú talsins: Naðra, Grafir og Beinbrot. Hvenær? Í kvöld. Dyr opnaðar klukkan 21. Hvar? Gaukurinn. Hvað kostar? 1500 kr.

KORTASALA WWW.ID.IS 568 8000 Samsýning í Port Við Laugaveg 23b er Verkefnarýmið Port til húsa og hefur verið síðan í vor. Þar opna nokkrir listamenn samsýningu í kvöld, en það eru Þórsteinn Sigurðsson, Sniper (HNP), Kjartan Hreinsson & Alexander Hugo. Dans og veigar verða í boði á opnuninni. Hvar? Port, Laugavegi 23b Hvenær? Í kvöld kl. 21.00

Dansað í Jógasetrinu Í Jógasetrinu stendur til að koma á skemmtilegu og upphefjandi dansflæði. Þátttakendur koma saman, virkja gleðina og finna orkuna flæða um kroppinn í gegnum dansinn. Þegar dansinum líkur er endað á heilandi nidra slökun, sem er einhvers staðar á landamærum svefns og vöku. Allir velkomnir! Hvar? Jógasetrinu Skipholti 50c Hvenær? Hvað kostar? 1000 kall í krukku.


NÝR 16BLS BÆKLINGUR FJÖRIÐ HELDUR ÁFRAM • ÓTRÚLEG AFMÆLISVEISLA

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR, PRENTVILLUR OG MYNDABRENGL

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


36 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Vináttan: Druslur sem reyna við sömu mennina Vinirnir Eva Brá og Hjalti Vigfússon hafa verið vinir í 4 ár. Vinasamband þeirra byrjaði í tengslum við framhaldsskólapólitík en samskipti þeirra ­blómstruðu fljótt í fallegan vinskap og göfugt samstarf í Druslugöngunni og má segja að Eva og Hjalti séu hið eina sanna ofurvinapar. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

„Við kynntumst fyrst þegar Hjalti var forseti nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð og ég var varaformaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Mjög fljótlega náðum við að ræða hugmyndirnar okkar og sáum strax hvað við náðum vel saman. Þetta endaði með því að við urðum bestu vinir og hann varð varaformaður samtaka og ég formaður,“ segir Eva um kynni sín af uppáhalds vini sínum, Hjalta V ­ igfússyni. Hjalti og Eva elska að borða óhóflegt magn að af súrdeigsbrauði í frítíma sínum, drekka kaffi og skipuleggja Druslugönguna. Hjalti var að

skipuleggja Druslugönguna þegar þau bjuggu saman og hann kynnti Evu fyrir göngunni: „Það var algjör blessun þegar Eva bað um að vera með. Eva lætur engan vaða yfir sig og er mjög til í að synda á móti straumnum með puttana á lofti. Samfélagið og umræðan var ekki á þeim stað sem hún er í dag og að fá fluggáfaða baráttukonu af gamla skólanum í hópinn skipti miklu máli.“ „Gerum við nokkuð annað Eva? Tökum þátt í prófkjörum? Reynum við sömu mennina?“ segir Hjalti við Evu og hlær.

Vinasamband Evu og Hjalta byrjaði í tengslum við framhaldsskólapólitík. Mynd | Rut

Ljótasta flíkin

Allir eiga þessa eina ljótu flík sem annað hvort liggur aftast í fataskápnum sem gleymist alltaf að henda eða uppáhalds þvottadagsflíkina sem enginn léti sjá sig í á götum bæjarins.

Flestum þykir vænt um þessar flíkur og tengjast þeim tilfinningalega. Gunnar, Adda og Katrín Helga útskýra fyrir lesendum hvernig þessi flík kom til og fagna ljótleika hennar. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

Adda í hrikalega ljótu peysunni sinni. Mynd | Rut.

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir „Í nýju vinnunni minni í fyrra áttum við öll að mæta á hverjum föstudegi í jólapeysu. Ég var eitthvað auralítil og tók því gamla Coca Cola peysu og saumaði á hana fullt af jólatrésskrauti og gömlum jóladúk. Hún er hrikalega ljót.“

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

Katrín Helga Andrésdóttir Gunnar Helgi Guðjónsson „Laugavegur, seinni partinn á sólríkum haustdegi fyrir um sex árum. Það var mjög heitt og mig v­ antaði eitthvað létt til að vera í. Þykki jakkinn sem ég klæddist var mjög íþyngjandi. Þá rambaði ég á bolaslá á gangstéttinni sem var við hliðina á tveimur ísbjörnum. (Þetta var fyrir tíð ferðamanna og allt á standinum kostaði 990 krónur.) Ég keypti stærsta lundabolinn og hef átt hann síðan. Hann er þægilegur þrátt fyrir ákveðinn ljótleika. Praktíkin bjargaði honum í tilraun minni til mínímalísks lífsstíls, þar sem þrír svartir ruslapokar af fötum enduðu í Sorpu. Ég nota bolinn samt aðallega í ­einrúmi.“

„Þá daga sem ég fer ekki út úr húsi, fer ég heldur ekki úr þessum slopp. Hann er hlýr, mjúkur og það er auðvelt að handa honum yfir sig. Stundum sef ég í honum þegar það er kalt. Sólgleraugun set ég bara upp þegar ég er langt frá siðmenningunni. Til dæmis uppá jökli. Mamma segir að þau séu betri vörn en hipstera sólgleraugun mín.“


PRESS_Boss_the_scent_for_her_220x297_5mm-Gamour_IS.indd 1

08/08/16 18:07


Tilboð

Grohe | Start Edge Vnr. 15331369

14.995.fullt verð 17.995.Eldhústæki.

VINSÆLT Í HÓLF OG GÓLF Rearo Selkie eru vatnsheldar veggplötur, sérhannaðar fyrir baðherbergi, sturtur og önnur votrými. Nánar: www.rearo.co.uk/selkie-board/

FJÖLDI TILBOÐA Í NÝJA BLAÐINU skoðaðu það á www.byko.is/holfoggolf/blad

Tilboð

Embla | loftljós Vnr. 52238389

9.995.fullt verð 12.995.Gler, E27.

Amber | Loftljós Vnr. 52238388

11.995.Gler, E27.

Nikotex er mottuframleiðandi á Grikklandi. Gæðavara á góðu verði. Það er þeirra mottó.


Krono Original framleiðir endingargóð vinyl- og harðparket sem þola vel högg, núning, álag og hitakerfi. Nánar: www.krono-original.com

Flaxen Oak 0113483

1.595 kr/m

2

fullt verð 2.495 kr/m²

Harðparket - Eik Stærð: 8 x 1285 x 192 mm.

Tilboð

Ancient Oak 0113471

1.895 kr/m

2

fullt verð 2.698 kr/m²

Harðparket, eik, 242x1285 mm, 8 mm

Graniti Fiandre | Core Fawn Vnr. 18073855

Graniti Fiandre | Core Cloudy

Tilboð

Vnr. 18073856

6.977.-

CV Brillio | Veggflís

verð m2

18088000/05

60x60 cm. R9.

2.933 kr/m

2

20%

afsláttur

af öllum 90 cm hurðum og körmum.

Vinnur þú

100.000 kr.

inneign hjá Hólf & Gólf? Taktu mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar, hvort sem það er baðherbergi, stofa, eldhús eða annað. Settu myndina á Instagram og merktu: #betrarymi Mánudaginn 3. október verður heppinn vinningshafi dreginn úr pottinum.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð gilda til og með 12. september 2016 eða á meðan birgðir endast.

fullt verð 4.000 kr/m² Litur: Svart/Hvítt - glans Stærð: 75x150 mm.


40 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Veiðir myndir af bílum í frítímanum sínum Tónlistarmaðurinn Gylfi Blöndal er með vinsæla instagram reikninginn Iceland car culture. Þar safnar hann myndum af bílum allstaðar að af landinu. Það eru 24 þúsund áhorfendur sem fylgjast með bíladellunni hans Gylfa. „Þetta byrjaði sem minn eigin persónulegi reikningur, sem var þá opinn. Var fyrst að taka svona venjulegar instagram myndir, eins og fólk gerir, þar á meðal bílum sem ég hef alltaf haft mikinn

áhuga á. Ég fór að taka eftir því að fólki líkaði best við bílamyndirnar, þá ákvað ég að þróa þetta áfram.’“

Ég fór að taka eftir því að fólki líkaði best við bíla­myndirnar, segir Gylfi Blöndal.

með ferðabílana sína. Upphaflega ætlaði ég að verða bifvélavirki en leiddist óvart út í músík,“ segir Gylfi um uppruna áhugamálsins.

íslenskir ferðabílar sem er kannski búið að breyta margoft í gengum tíðina með íslenskri „hillbilly“ smíðavinnu. Þeir bílar leynast oft inni í iðnaðarhverfum og ákveðnum pörtum bæjarins. Veiðimaður á stundum erfitt með að útskýra hvar hann finnur gæsina eða hvernig hann fer að því, það er svolítið svipað með þetta, maður eltir bara eðlisávísunina.“ | hdó

Dældi bensíni sem krakki „Þetta byrjaði í rauninni þegar ég var krakki. Ég er fæddur á Seyðisfirði, sem er mikill ferjubær. Þar vann ég oft á sumrin við að dæla bensíni á bíla sem krakki. Þar var mikið af Íslendingum af fara með húsbílana sína úr landi og útlendingar að koma inn í landið

Stundum erfitt að finna gæsina Það getur verið erfitt að finna hinn fullkomna stað með hinum fullkomna bíl en Gylfi lætur ekkert stoppa sig: „Stundum þarf maður að leita, það eru viss svæði sem er hægt að finna þá á. Það sem ég hef sérstakan áhuga á eru gamlir

Vill opna Lególand í Hafnarfirði Leikföng Guttormur ­Þorfinnsson ætlar að opna Legó-sýningu í Hafnarfirði þar sem ungir sem aldnir geta komið og kubbað sér til dægrastyttingar. „Ellefta boðorðið er að maður á að vera skemmtilegur,“ segir smiðurinn og „legókallinn“ Guttormur Þorfinnsson, en hann langar til þess að opna Legó-sýningu í Hafnarfirði í vetur. Um er að ræða nokkurskonar Lególand þar sem börnum og fullorðnum býðst að koma og skoða eða leika sér með legókubba. Málið var rætt á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær, en þar var samþykkt að hann fengi aðstöðu í verslunarmiðstöðinni Firði. Sjálfur telur hann þó að Dvergur í Hafnarfirði henti betur undir starfsemina, en hann langar til þess að vera með sýninguna í gangi í allan vetur. Meðal annars með það að markmiði að bjóða leikskólum bæjarins að koma í heimsókn. „Ég fékk áhugann fyrir um 24 árum þegar ég eignaðist strákinn minn,“ svarar Guttormur spurður hvaðan áhuginn á kubbunum sé kominn. Hann segir að sonur sinn hafi þó fengið nóg um tólf ára aldur, en sjáfur hafi hann haldið áfram að kubba. „Maður á svo sem allt, hversvegna ekki fá bara Legó í

Patrouille de France, viðhafnarflugsveit franska flughersins, á flugi yfir Sigurboganum í París. Sveitin hefur ekki enn verið notuð til árása á pókemona, hvað sem síðar verður.

Guttormur Þorfinnsson fékk áhuga á legókubbum fyrir 24 árum. Sá áhugi hefur ekki minnkað með árunum. Mynd | Hari

­jólajöf,“ segir hann og hlær. Guttormur hefur þegar haldið nokkrar sýningar, meðal annars í Smáralindinni í Kópavogi. „Þeir voru mjög góðir við okkur og studdu vel við verkefnið,“ segir Guttormur. Spurður hvað heilli mest á sýningunni segir hann forláta lególest alltaf vekja mesta forvitni hjá krökkunum.

Og það er ljóst að sýningarnar hafa slegið í gegn. „Það mættu ellefu þúsund manns á sýninguna í Ráðhúsinu sem var í gangi árið 2012,“ segir Guttormur. Hann leggur mikla áherslu á að vera með sýninguna yfir vetrartímann. „Legó eru vetrarleikföng, svo fara krakkarnir út í sumarið í maí,“ segir hann. | vg

N O S N HE

A L A S R LAGE aga d 6 í s n i Aðe

l.11-18, . 10. sept. k u la , 8 -1 1 1 l. kl.11-18 t. k ri. 13. sept. , fös. 9. sep þ 8 , 8 -1 1 -1 1 1 l. 1 k l. k t. . 12. sept. fim. 8. sep l.11-18, mán k t. p e s 4 . 1 1 sun. utarholt 2

g: Bra n i n t e s ð a St

Franski herinn berst gegn pókemonum

H

erir eru gagnslausir nema þeir komi sér upp óvinum. Í Frakklandi hafa hermálayfirvöld komið sér upp nýjum óvinum. Þeir eru litlir, skrítnir og litríkir og finnast í stafrænum hliðarheimi Pókemon Go leiksins sem gert hefur allt vitlaust í sumar. Í franska varnarmálaráðuneytinu hafa menn haft þungar áhyggjur síðustu daga, nógu miklar áhyggjur til að skrifa minnisblöð um nýja aðsteðjandi hættu. Upplýsingaöryggi er tekið alvarlega í ráðuneytinu og áhyggjurnar kviknuðu vegna leiksins Pókemon Go sem nánast er kominn í annan hvern snjallsíma og hefur sigrað heiminn svo um munar. Þegar mest var í sumar sýndu mælingar að daglegir notendur leiksins væru 45 miljónir. Samkvæmt ákvörðun ráðuneytisins hefur franski herinn, sem er sjötti öflugasti her heimsins, bannað leikinn í og við allar herstöðvar og svæði hermálayfirvalda. Það þýðir því ekkert að ætla þangað á veiðar og gæti beinlínis verið hættulegt, enda hermenn ekkert grín. Bannið í Frakklandi snýr að hermönnunum sjálfum og starfsfólki hersins og auðvitað þeim sem heimsækja starfsstöðvarnar.

Ekkert grín Fréttastofan Bloomberg hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytisins að varnir landsins séu enginn leikur, en áhyggjurnar snúa helst að því að starfsfólk dreifi viðkvæmum upplýsingum, myndum af tækj-

Þegar mest var í sumar sýndu mælingar að daglegir notendur leiksins væru 45 miljónir.

um og mannvirkjum og staðarákvörðunum, óafvitandi með hjálp leiksins. Pókemon Go leikurinn hefur einmitt verið gagnrýndur fyrir að safna ótæpilegum upplýsingum um ferðir þeirra sem spila leikinn og verja þær illa gagnvart umheiminum. Tekið er fram að ekki hafi komið upp alvarleg pókemon-tengd atvik á svæðum hersins en þar á bæ er bæði brýnt fyrir starfsfólki að það láti leikinn vera og sé einnig á varðbergi gagnvart metnaðarfullum pókemon-söfnurum sem láta ekkert stoppa sig, hvorki háar girðingar né öryggisbúnað.

Áhyggjur víðar Málið er litið alvarlegum augum og hafa samstarfsaðilar hersins, birgjar og framleiðendur vígtólanna sem herinn notar, einnig brugðist við og bannað leikinn, til dæmis Airbus flugvélaverksmiðjurnar. Víðar í Frakklandi hafa menn áhyggjur af litlu japönsku skrímslunum. Lögreglan hefur sett upp tilkynningar á stafrænum skiltum við þjóðvegi um að ökumenn láti leikinn algjörlega vera og skólayfirvöld stefna að því að tæplega 64 þúsund skólar landsins verði lýstir pókemon-laus svæði. | gt



42 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016

Stelpur filma! Kynjahallinn leiðréttur Stelpur Filma! verður haldið í annað skipti nú í ár í samstarfi Riff og Reykjavíkurborgar. Þetta árið koma 12 erlendar stelpur á námskeiðið, frá Finnlandi og Færeyjum. Kynjahallinn í kvikmyndabransan­ um er alþjóðlegt vandamál að mati Söndru Guðrúnar, skipuleggjanda námskeiðsins: „Þeim í Fær­eyjum og Finnlandi fannst þetta vera mjög áhugavert verkefni. Þau sem við hittum þar voru mjög með­vituð um vandamálið. Það var mikill áhugi þegar það var auglýst eftir þátttakendum. Við viljum víkka

­sjóndeildarhringinn hjá bæði ís­ lensku og erlendu stelpunum, þær vinna saman, gista saman og ræða mikilvæg málefni.“

Byggt á Stelpur rokka Með Stelpur filma! er stuðlað að því að leiðrétta þennan kynjahalla með því að bjóða upp á rými þar sem stelpur er hvattar til kvikmynda­ gerðar með því að gefa þeim næði til að þroska sína hæfileika og mynda tengsl við kvenkyns fyrir­ myndir: „Markmið okkar er að leggja okkar að mörkum að reyna leiðrétta kynjaskekkju í kvikmynda­ bransanum. Hvetja stelpur til að

koma og taka þátt. Þær hafa mikinn áhuga en það skilar sér t.d. ekki í kvikmyndaklúbbum framhalds­ skólanna. Það er af einhverjum ástæðum sem maður hefur ekki alveg skýringar á. Okkur datt í hug að þetta gæti verið einhver lausn,“ segir Sandra Guðrún.

Kynjahallinn í kvikmyndabransanum er alþjóðlegt vandamál.

Er eitthvað sem þú vilt segja við stelpur á þessum aldri sem vilja koma? „Þessi bransi er jafnt fyrir stelpur og stráka, þú þarft ekki að kunna neitt, það þarf enginn að kunna neitt til þess að byrja á þessu námskeiði. Bara prófa sig áfram, maður lærir ekki nema að taka áhættuna.“ | hdó

Týndur páfagaukur í fóstri á arkitektastofu

Dætur mínar eru búnar að biðja mig um að hætta að hjóla, svo ég detti ekki og drepi mig, segir Finnur Bjarkason.

79 ára „drullusokkur“

Mynd | Friðrik Þór Halldórsson

Hvítur fagur páfagaukur er nú í fóstri hjá arkitektastofunni T.ark í Brautarholti. Þar hefur hann verið í pappakassa undanfarna daga. „Hann flaug að svölunum hjá ­okkur í kaffitímanum á miðviku­ dag. Við starfsmennirnir sáum hann koma og tókum hann inn. Við höfum reynt að búa ágætlega um hann, settum hann í pappa­ kassa og gáfum honum epli og vatn að drekka. Það stendur nú reyndar til að reyna að redda búri fyrir hann í dag. Ef enginn eigandi finnst þá má hann vera hér í smá stund,“ segir Sigríður Margrét Einarsdóttir, tímabundin fóstur­ móðir ­f uglsins.

Hvernig ber hann sig? „Honum líður ágætlega, svona eftir atvikum, en lætur í sér heyra inn á milli.“ Þeir sem telja sig þekkja fuglinn eru beðnir um að hafa samband við T.ark arkitektastofu. | þt

Hvítur gári heldur nú til á arkitektastofunni T.ark á meðan eiganda hans er leitað.

MC Drullusokkar er mótor­hjólagengi, u­pprunnið í Vest­mannaeyjum. Það var stofnað 4. maí 2006 og er því 10 ára í ár. Eina reglan til að gerast félagi er að félags­maðurinn þarf sannarlega að hafa átt heima í Vestmannaeyjum. Finnur Bjarkason er undantekning reglunnar.

F

innur ólst upp í Vík í Mýrdal og hefur búið þar í 79 ár, síðan hann fæddist, og hefur hjólað og trommað síðan hann man eftir sér. Hann skellir sér á hjólið mjög reglu­ lega en íhugar að hætta bráðum vegna aldurs.

Mótorhjólaferillinn

­ innur hefur verið á hjóli síðan F hann var 13 ára. Kennari frá Vestmanneyjum, Símon Waag­ fjörð, kynnti honum starfsemi Drullusokka þegar hann kom og kenndi stærðfræði. „Hon­ um fannst leiðinlegt að vera hér r hjóla­ævintýrið einn, þannig við Finnur fær sér kaffi efti Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

dórsson

í Vík. Mynd | Friðrik Þór Hall

„Ég er að reyna að hætta til að þóknast dætrunum. Strákarnir hjóla samt með mér.“ tókum okkur saman fjögur, ég og dóttir mín og tengda­sonur og hann og við byrjuðum að hjóla,“ segir Finnur um kynni sín af genginu.

­Hljómsveitarárin „Fyrsta ballið sem ég spilaði á var árið fyrir fermingu sem var á hestamannaballinu í braggan­ um í Pétursey. Ég hætti nú að spila í ákveðinn tíma því ég var hættur að þekkja börnin mín, fór að vinna klukkan 7 á morgn­ ana og var ekki kominn heim fyrr en um 9, 10 á kvöldin. En svo byrjaði ég aftur eins og asni, það eru orðin 15 ár síðan en ég hætti núna um daginn endan­ lega, held að ég sé alveg hættur,“ segir Finnur um reynslu sína innan tónlistarbransans. Fjölskylda Finns er byrjuð að hafa áhyggjur af áhættuáhuga­ málum hans á háum aldri: „Dæt­ ur mínar eru búnar að biðja mig um að hætta að hjóla, svo ég detti ekki og drepi mig. Ég er alltaf á hjólinu en ég er að reyna að hætta til að þóknast dætrun­ um. Strákarnir hjóla samt með mér,“ segir Finnur og hlær.


Áhrifamikið verk sem snertir og vekur til umhugsunar

Frumsýning á morgun kl. 20 Nýtt íslenskt leikrit eftir Bjarna Jónsson Lau 10/9 Kl. 20 UPPSELT Fim 15/9 Kl. 20 UPPSELT

Fös 16/9 Kl. 20 örfá sæti Lau 17/9 Kl. 20 örfá sæti

Mið 21/9 Kl. 20 UPPSELT Lau 24/9 Kl. 20 örfá sæti

Tryggðu þér miða! Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is


GOTT UM HELGINA

Tölum um… Justin Bieber Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir Justin Bieber er æðsta sameiningartákn mannkyns um þessar mundir, enda litar tilvist hans daglegt líf hvers mannsbarns og heimilisdýrs. Persónulega kvíði ég tónleikunum mjög og fæ hroll við tilhugsunina um að setja sjálfa mig í þessar sturluðu aðstæður. En maður „beilar“ ekki á Bieber.

Sinéad McCarron Bar hann sig ekki saman við Kurt Cobain og Guð? Hann hefur rétt fyrir sér í einu að fólk skilur hann ekki, ég er ein af þeim.

Einar Lövdahl Gunnlaugsson Við lifum magnaða daga. Bítlarnir héldu aldrei tónleika hérlendis en Bieberinn lætur sér ekki nægja að halda eina heldur tvenna. Ég telst til rólyndismanna en bið tónleikagesti fyrirfram afsökunar á hegðun minni þegar Sorry verður flutt. Ég mun ganga Bieberserksgang.

ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB

WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

4.5X9MM.indd 1

2.6.2016 13:04:43

Gott að horfa á Útsvar Útsvar byrjar aftur í kvöld eftir sumarpásuna, mikill spenningur hjá landsmönnum. Gott er að byrja snemma að skipta fjölskyldumeðlimum í lið og byrja að lesa Trivial spurningar fyrir kvöldið svo þér líði ekki eins og viðvaningi.

Gott að fara á Bieber Seinni Justin Bieber tónleikarnir eru í kvöld. Mælt er með opna ekki samfélagsmiðla í dag því allt verður morandi í einkamyndböndum af upplifun af landsmanna af fyrri tónleikunum. Góða skemmtun í kvöld og muna að njóta.

Gott að fara í haustgöngutúr Nú þegar gróðurinn er farinn að taka á sig alla fallegu liti haustsins er gott að fara í rómantíska haustgöngu um Rauðavatn, taka myndir og taka eina góða náttúruhugleiðslu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.