Ragnheiður Kolsöe Býr í gámi í Súdan og borgar 15 þúsund á dag viðtal 22
Söngvakeppni RÚV
Viltu vinna draumaferð til Akureyrar?
Spekingar spá baráttu milli Magna og Gretu og Jónsa úttekt 16
Smelltu þér á
www.visitakureyri.is 10.-12. febrúar 2012 6. tölublað 3. árgangur
Kjar amál Laun alþingismanna hækk a
Laun Jóhönnu 217 þúsund krónum hærri en við upphaf kjörtímabils
Laun forsætisráðherra, ráðherra og þingmanna eru orðin hærri í krónum talið en þau voru fyrir bankahrun. Landsbyggðarþingmaður fær 97 þúsundum meira í heildargreiðslur en þá. Á átta mánuðum hafa laun forseta þingsins og ráðherra hækkað og sögð leiðrétt um 144 þúsund krónur.
Unnur Birna Móðurhlutverkið er yndislegt
Viðtal 28
Ljósmynd/Hari
Hárblásarinn Karlmenn mega blása hárið
20 úttekt
J
óhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fær nú 235 þúsund krónum meira í heildargreiðslur fyrir störf sín á Alþingi en hún fékk í upphafi kjörtímabilsins. Launin sjálf hafa síðan þá verið hækkuð um 217 þúsund krónur en starfstengdar greiðslur um það sem á milli ber. Laun alþingismanna voru lækkuð í ársbyrjun 2009 tímabundið vegna hrunsins. Sú lækkun hefur nú öll gengið til baka. Laun forsætisráðherra eru nú tæpum 54 þúsund krónum hærri en þau voru fyrir bankahrun og laun ráðherra tæpum 49 þúsundum hærri en þá. Starfstengdar greiðslur til þingmanna voru um áramót hækkuð um tugi prósenta eftir að hafa staðið í stað í fjögur ár. Því fær landsbyggðarþingmaður 97 þúsundum meira allt í allt en hann fékk fyrir hrun. Laun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, hafa verið hækkuð um 144 þúsund krónur frá síðasta sumri. Það er hlutfallslega jafn mikið og laun í landinu hafa hækkað frá hruni haustið 2008.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það liggja fyrir að á árinu 2009 hafi launafólk þurft að fresta og afsala sér sínum launahækkunum vegna hrunsins. „Það getur varla falist neitt réttlæti í því að leiðrétta laun alþingismanna á meðan skefjalausar launalækkanir hafa dunið á öðrum starfsmönnum hjá hinu opinbera. Alþingismenn eru á launaskrá hjá íslenska ríkinu eins og allir aðrir opinberir starfsmenn og þeir eiga ekki að vera hafnir yfir aðra.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, bendir á að launalækkanir á þingi hafi verið tímabundnar. „Þingmenn eru ekki hátt launaðir miðað við vinnuframlag,“ segir hann. „Í umtalsverðum mæli hafa fyrirtæki verið að taka launalækkanir til baka. Mér finnst því ekki óeðlilegt að launalækkanir hjá hinu opinbera séu að ganga til baka á einhverjum tíma. Það mátti reikna með því.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:
Sjá nánar síðu 10
Hanna Rún Dans er besta líkamsræktin 62 Dægurmál
www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar
Austurveri
2
fréttir
Tryggjum öfluga starfsemi
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Reykjavíkurborg
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is
Íslendingar munu ekki eiga lið í listsundi og líklega ekki heldur keppendur í dýfingum á alþjóðlegu sundmóti samkynhneigðra sem haldið verður í borginni um mánaðamótin maí og júní. Búist er við allt að eitt þúsund gestum og samkynhneigðum þátttakendum og fullyrða skipuleggjendur að þetta sé stærsta sundmót sem haldið hefur verið á Íslandi. „Veistu hvað listsund er erfitt? Við drukknuðum næstum því,“ segir Jón Þór Þorleifsson, einn skipuleggjanda mótsins, spurður um ástæðuna. Honum hlýtur að fyrirgefast því þó sundmót samkynhneigðra hafi lengi verið við lýði erlendis
er stutt síðan Íslendingar eignuðust lið í þeirri keppnisgrein. En Jón Þór býst við góðum árangri íslensku liðanna í sundi og sundknattleik, því íslensku liðin eru tiltölulega ung miðað við keppinautana. Mótið er þriggja daga langt með bæði opnunar- og lokahátíð. Jón Þór býst einnig við að fjölmargir gestir fylgi keppendum og að hommar og lesbíur komi til með að lífga upp á miðborgina þessa daga; sérstaklega svæðið í kringum Laugaveg 22 og Barböru, sérstaka skemmtistaði þeirra. „Það má eiginlega segja að þetta mót sé svona litla Gay Pride,“ segir hann. -gag
A U G LÝ S I N G
Hundruð homma og lesbía keppa í sundi
Þau Jón Þór Þorleifsson og Eva María Þórarins dóttir Lange skipuleggja sundmót hinsegin fólks. Hér eru þau á kaffihúsinu Trúnó að Laugavegi 22 – skemmtistað samkynhneigðra. Mynd/Hari
PIP Innihald fölsku, frönsku sílikonpúðanna breytilegt
„Ég verð aldrei söm“ Anna Lóa Aradóttir hefur fengið niðurstöður kanadíska sérfræðingsins sem rannsakaði PIP rofnu sílikonpúðana, sem teknir voru úr brjóstum hennar rétt eftir áramót. Hann segir að eftir að púð arnir rofnuðu hafi sýktur vökvi myndast innan þeirra og grasserað í allt að sjö ár.
Allur brjóstkassinn er genginn til. Ef ég lyfti upp einhverju, er eins og ég sé rekin á hol. Brjóstvöðvarnir eru í tætlum. Það voru beinflísar í sýnunum sem send voru til Kanada. Þetta var komið í gegnum brjóstvöðvann.
Ármann bæjarstjóri Kópavogs Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðis flokksins, verður næsti bæjarstjóri Kópavogs en bæjarfulltrúar Framsóknar flokksins, Sjálfstæðisflokksins og Lista Kópavogsbúa hafa myndað nýjan meiri hluta í bænum. Bæjarstjóraskipti fara fram á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn og á sama tíma tekur nýi meirihlutinn formlega við stjórnartaumunum. Rannveig Ásgeirs dóttir, bæjarfulltrúi Lista Kópavogsbúa, verður formaður bæjarráðs og Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar flokksins, verður varaformaður. Margrét Björnsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis flokksins, verður forseti bæjarstjórnar. Guðrún Pálsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri, verður sviðstjóri hjá Kópavogsbæ. Í til kynningu nýja meirihlutans kemur fram að fyllsta traust ríki á milli hans og Guðrúnar. Fyrri meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Lista Kópavogsbúa og Næstbesta flokksins sprakk í liðnum mánuði. - jh
Sjóvá hefur ávallt lagt mikla áherslu á forvarnir. Meðal forvarnarverkefna sem hafa verið unnin í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg má nefna áherslu á bætt öryggi við meðferð skotelda með notkun öryggisgleraugna, þátttöku í starfi Slysavarnaskóla sjómanna, SafeTravel, þar sem fjöldi aðila tekur höndum saman við að draga úr slysum í ferðamennsku og ferðaþjónustu, og að síðustu Vindakortið sem sýnir ferðalöngum hættulega vindasama staði á landinu. A U G LÝ S I N G
Tvö af þeim fjórum trúfélögum sem kast ljósið hefur beinst að vegna ásakana um kynferðisbrot eða áreitni frá fyrri tíð innan þeirra hafa misst fjölda safnaðarmeðlima. Sjö þúsund hafa yfirgefið þjóðkirkjuna á síðustu fjórum árum. 153 hafa skráð sig úr Krossinum, eða um 25 prósent safnaðar meðlima. Á sama tíma fjölgaði landsmönn um í trúfélögum um rúmlega 4.100 manns. Frá kristnihátíðarárinu 2000 hefur hlutfall landsmanna í þjóðkirkjunni lækkað um tólf prósentustig og eru nú tæp 77 þjóðarinnar í þjóðkirkjunni. Vottum fækkar um fimm milli ára og eru nú 696. Meðlimum Kaþólsku kirkjunnar hefur fjölgað ár frá ári og eru nú um 250 fleiri en í fyrra. - gag
Nýi samningurinn felur í sér aukið samstarf á sviði forvarna og öryggismála og felur í sér aukna tryggingavernd björgunarfólks sem kemur sér vel fyrir þá fjölmörgu sem taka þátt í sjálfboðaliðastarfi björgunarsveita landsins.
Hér má sjá púðana sem voru undir brjóstvöðvum Önnu Lóu. Einnig húðina sem umlék þá.
Yfirvöld hafa ákveðið að:
1. Ígræddar IPI brjóstafyllingar verði numdar brott
2. Konur sæki áfram ómskoðun hjá Krabbameinsfélaginu
3. Ísetning annarra sílikonpúða verði ekki gerð
4. Konur sem vilji nýja púða verði að leita annað
OKKAR LANDSFRÆGU HJÓNABAKKAR OG ÞORRATROG HENTA VEL FYRIR STÓRA OG SMÁA HÓPA MUNIÐ AÐ PANTA TÍMANLEGA! SÍMI 553 7737 www.mulakaffi.is I mulakaffi@mulakaffi.is
E
kki þurfti mikið til svo PIP-púðarrnir, sem Anna Lóa Aradóttir bar undir brjóstvövðunum, gæfu sig. Olíukenndur vökvi innan þeirra lak um og auðveldlega kvarnaðist úr púðunum. Búast má við að þeir hafi rofnað tveimur til þremur árum eftir að þeir voru settir í hana. Eftir að skelin rofnaði og bólgur mynduðust, safnaðist vökvi fyrir í púðunum og ígerð hljóp í sem varði í allt að sjö ár. Þessi er niðurstaða dr. Blais, kanadíska sérfræðingsins, sem hefur rannsakað sprungna PIPsílikonpúðana úr Önnu Lóu. Hún hefur ákveðið að senda íslenskum og frönskum yfirvöldum niðurstöður rannsóknar dr. Blais á púðunum til skoðunar, því þær séu ítarlegri og unnar á annan hátt en þær rannsóknir sem gerðar hafi verið á PIP-púðunum í Evrópu. Mat dr. Blais er að Anna Lóa þurfi að hvílast meðan líkamsvefur og vöðvar jafni sig. Hún geti fundið sársauka næstu tvö árin. Þess ber að geta að Anna Lóa hefur greitt lækninum fyrir rannsóknirnar. Dr. Blais hefur rannsakað sextán þúsund sílikonpúða. Anna Lóa hefur óskað eftir sjúkraskýrslu sinni frá lýtalækninum Jens Kjartanssyni – eins og hún á rétt á. Hún vildi bæði upplýsingar um fyrstu aðgerðina og svo þá þegar hann fjarlægði sprungnu púðana. Henni hefur verið tilkynnt að allar eldri skýrslu sé horfnar því tölvan hrundi. „Ég fékk miða. Þar stóð: Anna Lóa, PIP, 2002.
Nú hef ég óskað eftir aðgerðarlýsingu á því þegar púðarnir voru teknir. Lýsingin passar ekkert við mína aðgerð. Það stendur ekkert. Ég hef því beðið um að fá afrit af upphaflegu handskrifuðu pappírunum; hvaða skæri voru notuð, hvaða hnífar og grisjur. Mér var sagt að ég fengi aldrei þessi gögn frá þeim.“ Anna Lóa jafnar sig nú eftir aðgerðina frá því í byrjun árs, þegar Jens fjarlægði PIP-púðana. „Allur brjóstkassinn er genginn til. Ef ég lyfti upp einhverju, er eins og ég sé rekin á hol. Brjóstvöðvarnir eru í tætlum. Það voru beinflísar í sýnunum sem send voru til Kanada. Þetta var komið í gegnum brjóstvöðvann. Ég verð aldrei söm.“ Hún segir þó að aðgerðin hafi verið vel gerð. Dr. Blais telji þó að um 80 grömm af olíukennda sílikoninu, sem hafa farið út í vefina. Hann segir einnig að púðarnir hafi ekki verið sótthreinsaðir og því gróðrarstía fyrir bakteríur. „Sýking var alltaf óhjákvæmileg.“ Á myndinni hér að ofan má sjá PIP-púðana sem teknir voru úr Önnu Lóu og vefinn sem myndast í kringum þá. Hún fullyrðir að ekki hafi tíðkast í öllum tilvikum að taka vefinn burt þegar púðar séu teknir úr, sama hvort þeir leka eða ekki. „Vefur sem er utan um púðann getur verið farin að smita þó pokinn sé ekki orðinn formlega rofinn.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Ferð þú á Ólympíuleikana?
Einn heppinn viðskiptavinur sem setur tryggingarnar sínar á einn gjalddaga fyrir 1. apríl vinnur þriggja daga ferð fyrir tvo á Ólympíuleikana í London í sumar. Innifalið er flug, gisting og miðar á einhvern af viðburðum leikanna. Það er til mikils að vinna, því það verður mikið um dýrðir á þessari stærstu íþróttahátíð heimsins. Það fylgja því margir kostir að hafa allar tryggingarnar á sama gjalddaga. Þú færð betri yfirsýn yfir tryggingamál þín og kostnað. Ef þú ert í Stofni færðu 30% afslátt af kostnaði við greiðsludreifingu, kjósir þú hana. Það er einfalt að færa tryggingarnar á einn gjalddaga á Mínum síðum.
Mínar síður eru málið A U G LÝ S I N G
Sjö þúsund manns skráðu sig úr kirkjunni
Sjóvá er aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nú hefur samstarfssamningur félaganna verið endurnýjaður til fimm ára.
Mínar síður eru þjónustuvefur Sjóvá. Þar getur þú nálgast allar upplýsingar um viðskipti þín við okkur, skoðað yfirlit og skilmála, fylgst með kostnaði og sótt rafræn skjöl, svo nokkuð sé nefnt. Ekki má gleyma að á Mínum síðum innleysir þú Stofn endurgreiðsluna þína, færir hana yfir á bankareikninginn þinn eða ráðstafar henni til góðgerðarmála. Í ár er Sjóvá stolt af því að vera í samstarfi við Líf – styrktarfélag, sem styður Kvennadeild Landspítalans. Ef þú ert ekki skráður notandi þá hvetjum við þig til að fara á www.sjova.is og virkja aðganginn þinn.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 1 - 1 7 6 9
ÁVÍSUN Á ÁNÆGJU stoð?
ig að þ r a t n
þig 00 ef 0 2 0 a u í 44 nnleys Hringd toð við að i ímann aðs ið s vantar . Við erum v ag. ina föstud d l ávísun ö 22 í kv til kl.
Va
Þessa dagana færð þú ásamt 19.872 öðrum tjónlausum og skilvísum viðskiptavinum í Stofni hluta af iðgjöldum síðasta árs endurgreidd
ÞÚ INNLEYSIR ENDURGREIÐSLUNA ÞÍNA Á SJOVA.IS
ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ
Sjóvá er hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ
4
fréttir
Helgin 10.-12. febrúar 2012
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Róast og kólnar í bili, en hlánar aftur með rigningu Það hefur nánast verið lægð á dag í þessari viku og ótrúlega snögg umskipti í veðrinu. Það er útlit fyrir hlé í þessum atgangi um helgina, þ.e. fram á laugardag. Þá er spáð ágætu veðri um land allt og nánast verður úrkomulaust. Sólin nær að skína víðast hvar. Þó smáél vestast og gola eða jafnvel strekkingur af vestri. Aðfararnótt sunnudags nálgast okkur aftur á móti enn ein lægðin og með henni hlánar og rignir. Hvað tekur síðan við er ekki alveg ljóst.
0
1
1
Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is
1
2
-1
-3
6
4
4
0
Fallgt vetrarveður og víða sólríkt. Strekkingsvindur, einkum vestan- og norðvestantil. Smá él allra vestast. Vægt frost.
Höfuðborgarsvæðið: Minniháttar krapaél, en sólin nær að skína á milli.
Höfuðborgarsvæðið: Vindur af hafi og sól annað slagið, en þó eitt og eitt él.
Hlánar um land allt og með rigningu sunnan- og vestanlands. Höfuðborgarsvæðið: Slagveðurs rigning framan af degi, en styttir síðan upp.
Ferðaþjónusta Farfuglaheimili í Bank astr æti
Aldrei fleiri erlendir ferðamenn í janúar Um 26 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum mánuði og hafa aldrei verið fleiri í janúar, að því er Samtök ferðaþjónustunnar greina frá. Um er að ræða 3.900 fleiri brottfarir en á árinu 2011 og fjölgaði erlendum gestum um 17,5 prósent í janúarmánuði á milli ára. Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í janúar frá Bretlandi eða 26,6 prósent af heildarfjölda. Bandaríkjamenn voru næst fjölmennastir eða 15,0 prósent. Þá komu Danir og Norðmenn með 6,6 prósenta hlutdeild hvor þjóð, síðan Svíar með 5,5 prósent, Frakkar 5,3 prósent og Þjóðverjar 4,9 prósent. Samtals voru framangreindar sjö þjóðir 70,5 prósent ferðamanna til landsins í janúar. - jh
17,5% Fjölgun ferðamanna í janúar milli ára Febrúar 2012 Samtök ferðaþjónustu
Samstaða – flokkur Lilju Atvinnulíf undirstaða Nýtt stjórnmálaafl undir forystu Lilju lífskjara Alls telja 94 prósent landsmanna að íslensk fyrirtæki skipti öllu eða miklu máli þegar góð lífskjör á Íslandi eru annars vegar og tilurð þeirra, samkvæmt könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Viðskiptaráð Íslands. Fjallað verður um samhengi atvinnulífs og lífskjara á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands undir yfirskriftinni „Hvers virði er atvinnulíf?“, að því er fram kemur á síðu ráðsins. Þingið fer fram næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar. Ræðumenn munu veita gestum innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki skapa virði úr makríl, nýjum áfangastöðum, hönnun, gagnaverum og sérstöðu Íslands. Þá verður fjallað um mikilvægi framtíðarsýnar og mótunar stefnu til lengri tíma. - jh
5
5
Strekkingsvindur af vestri. Þurrt og bjart veður, nema smáél vestanlands. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.
Michelsen_255x50_B_1110.indd 1
Mósesdóttur alþingismanns kynnti stefnumál sín á þriðjudaginn. Flokkurinn ber heitið Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar og er með listabókstafinn C. Lilja er formaður en varaformenn eru Sigurður Þ. Ragnarsson jarð- og veðurfræðingur og Agnes Arnardóttir, atvinnurekandi á Akranesi. Ritari er Ragný Þóra Guðjohnsen, bæjarfulltrúi í Garðabæ, gjaldkeri er María Grétarsdóttir bankastarfsmaður og meðstjórnendur Sigurjón Norberg Kærnested verkfræðingur og Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og fyrrverandi formaður Landssambands framsóknarkvenna. Auður Hallgrímsdóttir atvinnurekandi er í varastjórn Samstöðu. Stjórnin mun sitja fram að fyrsta landsfundi. - jh
1
1
02.11.10 10:06
Farfuglar eyða 400 milljónum í heimili í Bankastrætinu Hyggjast opna farfuglaheimili í húsakynnum LSR í haust sem á að rúma 100 manns.
Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla, er spenntur fyrir opnun farfuglaheimils í Bankastrætinu. Ljósmynd/Hari
V NÝJUNG
Heimilis
RIFINN OSTUR Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið.
100% ÍSLENSKUR OSTUR
ið fengum þær gleðifréttir í vikunni að Íslandsbanki ætlar að taka þátt í því með okkur að fjármagna þetta verkefni. Þar með var ekkert því til fyrirstöðu að klára kaupin á fasteigninni og hefjast handa við að afla tilskilinna leyfa fyrir starfseminni. Þetta er gleðidagur fyrir okkur,“ segir Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla, sem hafa keypt skrifstofur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í Bankastræti 7 og hyggjast opna þar farfuglaheimili með rúmum fyrir hundrað manns. „Núna þurfum við að fara að hanna og breyta húsnæðinu þannig að úr verði farfuglaheimili,“ segir Markús en um er að ræða rétt rúmlega þúsund fermetra skrifstofuhúsnæði á þremur hæðum; annarri, þriðju og fjórðu hæð fyrir ofan Cintamanibúðina. Stefnt er að því að útbúa tveggja til tíu manna herbergi á annarri og þriðju hæð og síðan sameiginlega aðstöðu og móttöku á fjórðu hæð að sögn Markúsar. Dýrt er að ráðast í verkefni sem þetta: „Við áætlum að heildarkostnaðurinn, kaup á húsnæðinu og breytingar, verði um fjögur hundruð milljónir. Við höfum reiknað þetta fram
LSR í Engjateig Starfsfólk Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er ekki á hrakhólum þótt búið sé að selja húsnæðið í Bankastræti 7. Sjóðurinn, sem tapaði rétt rúmum hundrað milljörðum á hruninu samkvæmt rannsóknarskýrslu sem birt var í síðustu viku, hefur fest kaup á 1400 fermetra húsnæði við Engjateig. Seljandi er íslenska ríkið.
og til baka og teljum áætlanir raunhæfar. Bankinn er greinilega á sömu skoðun fyrst að hann er til í að fjármagna þetta með okkur,“ segir Markús. Farfuglar reka fyrir tvö farfuglaheimili í Reykjavík; í Laugardal og við Vesturgötu. „Það er aukin eftirspurn eftir því að komast í miðbæinn. Þetta er annar markhópur heldur en til dæmis í Laugardalnum þar sem er meira af fjölskyldufólki með bílaleigubíla. Það er auðvitað minna framboð af bílastæðum í miðbænum og því hentar þessi staðsetning frekar bíllausum ferðamönnum sem vilja kynnast miðborginni. Og þeir eru margir,“ segir Markús og er sannfærður um að þessi þrjú heimili munu mynda sterka heild. Hann segir fjölda ferðamanna á þessu ári lofa góðu. „Þetta lítur mjög vel út. Mars og apríl eru fínt bókaðir hjá okkur og það hefur gengið vel að fá fólk til landsins utan háannatímans. Það hjálpar mikið,“ segir Markús. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Tryggingafélög eru öll eins –þar til eitthvað kemur fyrir Í þriðja lagi getur skipt miklu hvernig brugðist er við tjóninu sjálfu. Ef fyrirtæki lendir til dæmis í bruna er mikilvægt að komast hjá því að reksturinn stöðvist. Þá skiptir afgreiðsla og aðkoma tryggingafélagsins miklu máli.
Sá sem hefur aldrei lent í tjóni sér ekki mikinn mun á tryggingafélögum. Hann borgar bara sínar tryggingar. Það er því ekki skrítið að sumir haldi því fram að tryggingafélög séu öll eins. En hvað ef eitthvað gerist? Frá árinu 2005 hafa margir viðskiptavinir TM sem lentu í tjóni, deilt með okkur hvernig þeir upplifðu úrlausn sinna mála. Svörin sýna ekki aðeins að það skiptir miklu máli hvar þú tryggir, heldur líka af hverju. Í fyrsta lagi er ráðgjöfin sem þú færð þegar þú kaupir tryggingar lykilatriði. Með réttri ráðgjöf veistu hvað þú þarft að tryggja og lendir síður í því að verða fyrir 92% viðskiptavina TM tjóni sem tryggingfengu tjón sitt bætt samarnar ná ekki yfir. kvæmt könnun Capacent.
1.
09
Maður veit víst aldrei hvað gerist næst...
Í öðru lagi er það allra hagur þegar tjónamál koma upp að úr þeim sé leyst fljótt og vel. Því fyrr sem lífið kemst í samt horf, því betra fyrir alla og góð viðbrögð skipta öllu máli. Á afhverju.tm.is getur þú séð fjölda umsagna viðskiptavina sem lent hafa í tjóni og notið þjónustu TM.
Tryggingamiðstöðin . Síðumúla 24 . Sími 515 2000 . tm@tm.is . afhverju.tm.is
1.
00
1.
1.
1.
1.
1. 01
02
03
04
05
06
1.
1.
07
08
1.
09
10
Á síðustu 12 árum hefur TM 10 sinnum verið með ánægðustu viðskiptavini tryggingafélaga.
Það er stefna TM að samband okkar og viðskiptavina sé langtímasamband, byggt á trausti og gagnkvæmum ávinningi. Með réttri ráðgjöf og góðum viðbrögðum, stöndum við undir þeim væntingum sem þú gerir til okkar. Ef eitthvað kemur fyrir, þá vilt þú vera hjá TM.
6
Styrkir
Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til rannsókna, lista og þróunarverkefna, sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri. Umsókn, ásamt greinargerð um verkefnið, skal senda fyrir 20. febrúar 2012. Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnið og fjármögnun þess og leita umsagnar fagaðila. Reykjavík 19. janúar 2012. Barnavinafélagið Sumargjöf Pósthólf 5423, 125 Reykjavík Netf: sumargjof@simnet.is
fréttir
Hafnar háspennulínu til Grundartanga Hreppsnefnd Kjósarhrepps hafnar hugmyndum Landnets um stækkun og aukna flutningsgetu háspennulínu sem fer um sveitarfélagið að Grundartanga í Hvalfirði. Hreppsnefnd segist enn fremur, að því er fram kemur í Skessuhorni, vera á móti aukinni mengandi iðnaðaruppbyggingu í firðinum og telur að starfsemin á Grundartanga hafi þegar valdið íbúum og fasteignaeigendum í Kjósarhreppi ómældu tjóni. Þá segir hreppsnefnd Kjósarhrepps að það sé algjört forgangsverkefni að draga úr umhverfisáhrifum starfandi iðnfyrirtækja á Grundartanga. -jh
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Franski spítalinn endurreistur Sýning í Smáralind Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði, sem tekinn var í á 112 daginn notkun árið 1904, mun ganga í endurnýjun lífdaga. Hann var einn þriggja spítala sem byggðir voru hérlendis af franska ríkinu til að þjóna frönskum sjómönnum sem stunduðu veiðar við landið. Lokið er fjármögnun vegna þessa umfangsmesta verkefnis sem Minjavernd hefur ráðist í utan höfuðborgarsvæðisins. Það felst í endurbyggingu sögufrægra húsa á Fáskrúðsfirði í þyrpingu við sjóinn. Franski spítalinn verður í öndvegi, en hann var í niðurníðslu í nær hálfa öld, að því er fram kemur í Austurglugganum. Búið er að taka niður hús spítalans á Hafnarnesi, þar sem það stóð frá 1939, og flytja til Fáskrúðsfjarðar. Gamla kapellan, sjúkraskýlið og líkhús spítalans verða hluti þyrpingarinnar. Opna á safn um sjósókn Frakka og hótel. Gert er ráð fyrir að rekstur hefjist 2014. Kostnaður er áætlaður 580 milljónir króna. -jh/
Viðbragðsaðilar verða með viðveru í Smáralind frá klukkan 11-16 á 112 daginn, á morgun laugardaginn 11.2., að því er fram kemur á heimasíðu Neyðarlínunnar. Sýndur verður ýmis búnaður tengdur útköllum. Víða um land verða uppákomur í tilefni dagsins. Frá árinu 2005 hefur verið haldið upp á 112 daginn sem er samevrópskur dagur. Að honum koma Neyðarlínan, Lögreglan, slökkvi- og sjúkralið, Landsbjörg, Landlæknisembættið, Landhelgisgæslan, Rauði Kross Íslands, Flugstoðir, Vegagerðin, Ríkislögregludeild Almannavarna og Barnaverndarstofa. - jh
Íslensk tækni – Hægt að mæla hálshnykki með 80 prósenta vissu
www.ms.is
Með D-vítamíni sem hjálpar þér að vinna kalkið úr mjólkinni. Meira fjör með Fjörmjólk!
Guðný Lilja skoðar hvers eðlis verkir í hálsi eru með hjálp tækisins, the Fly Test. Ljósmynd Hari
ítamín Fáðu D-v jólk! rm jö F úr
100.000kr.
Hægt að greina tjóna svindlara frá heiðar legum viðskiptavinum Ný íslensk tækni, sem hefur verið í stöðugum prófunum í rúm sex ár, getur mælt með 80 prósenta nákvæmni hvort fólk hefur orðið fyrir hálshnykk við bílslys eða ekki. Ekki hefur áður verið hægt að greina eðli hálsverkja með slíkri nákvæmni.
á mánuði í 15 ár! egt Skemmtil að skafa! Guðný Lilja Oddsdóttir
B
úast má við að tryggingafyrirtæki um allan heim muni sitja um íslenska tækni sem greinir með 80 prósenta nákvæmni hvort fólk hafi í raun fengið hálshnykk við aftanákeyrslur eða ekki. Eyþór Kristjánsson hannaði forritið Fluguna, the Fly Test, upphaflega til að greina einkenni hálshnykkssjúklinga svo hægt sé að meðhöndla fólk rétt. En þau Guðný Lilja Oddsdóttir sjúkraþjálfari sáu við rannsóknir að tæknin nýttist einnig í að greina þá frá sem hafa fengið hnykk á hálsinn við árekstur sem og aðra sem ýkja einkenni sín eða gera sér þau upp. Guðný segir
að 900 til 1.000 komi á slysadeild vegna aftanákeyrslna árlega. „Talað er um að 30 prósent þeirra sem fá hálshnykk geti þróað með sér viðvarandi einkenni sem þarf meðhöndlunar við. Það hefur reynst erfitt að greina slíkt, því afleiðingar hálshnykkja sjást ekki í myndgreiningu; ekki á röntgen, sneiðmyndum eða slíku.“ Guðný segir að enn þurfi að þróa tæknina svo hægt sé að segja til um með fullri vissu, þá jafnvel fyrir dómi, hvort einstaklingur geri sér upp hálshnykk við aftanákeyrslu eða ekki. Þau Guðný og Eyþór vinna að því og stefnir Eyþór á að markaðssetja vöruna almennt til lækninga og greininga. Guðný Lilja hefur síðustu sex ár rannsakað fólk með forritinu og byggir meðal annars doktorsritgerð sína, við læknadeild Háskóla Íslands, á eigin rannsóknunum. Hún stefnir á að verja ritgerðina í haust. Niðurstöður rannsókna á the Fly Test hafa birst í þekktum vísindatímaritum; Spine og Manual Therapy. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
28 MILLJÓNIR
ÞREYJUM ÞORRANN MEÐ MILLJÓNUM!
F í t o n / S Í A
Fjórfaldur Lottópottur stefnir í 28 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!
Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is
W W.L 012 | W 11/02 2
OT TO.I
S
8
fréttir
Helgin 10.-12. febrúar 2012 easyJet Flogið til Íslands sumar jafnt sem vetur
Kútter Sigurfari nánast ónýtur Kútter Sigurfari, eitt helsta tákn Akraness, er nánast ónýtur að því er fram kemur í grein Árna Múla Jónassonar, bæjarstjóra Akraness, í Skessuhorni. Kútterinn, sem er 127 ára gamall, var fluttur á Safnasvæðið á Akranesi árið 1975. Óblítt veðurfar hefur hins vegar farið illa með hið gamla skip. „Að óbreyttu,“ segir bæjarstjórinn, „og raunar mjög fljótlega verður kútterinn orðinn ónýtur, eða a.m.k. svo illa farinn að hætta getur skapast af honum fyrir börn og fullorðna og því er óhjákvæmilegt að fjarlægja skipið af Safnasvæðinu á næstu misserum ef ekkert verður að gert.“ Samningur við ríkið um viðgerð kúttersins er úr gildi fallinn. „Valið,“ segir Árni Múli, „stendur á milli þess að hefja, helst strax á þessu ári, framkvæmdir sem miða að því að koma skipinu í skjól eða að taka ákvörðun um að hluta skipið niður og fjarlægja af Safnasvæðinu og/eða líta svo á að skipið sé ónýtt og farga því.“ Slíkt væri menningarslys, að sögn bæjarstjórans. -jh/Ljósmynd Safnasvæðið á Akranesi
Mokað fyrir ráðherrafundinn Vegagerðin sinnir ekki snjómokstri í Árneshreppi á Ströndum frá 6. janúar til 20. mars, eins og Fréttatíminn hefur greint frá, enda fellur hreppurinn undir svokallaða G-reglu. Undantekning var þó gerð á reglunni í liðinni viku. Koma þurfti Evu Sigurbjörnsdóttur, sveitarstjórnarmanni og hótelstýru í Djúpuvík, á fund á vegum innanríkisráðuneytisins. Vegagerðin kostaði snjómoksturinn inn í Kjörvog, að því er Bæjarins besta greinir frá, en Árneshreppur bar hins vegar helming kostnaðarins, það er að segja frá Djúpuvík í Kjörvog. „Strandamenn eru,“ segir enn fremur í fréttinni, „ósáttir við að á meðan ekki sé hægt að halda upp lágmarksþjónustu yfir háveturinn sé hægt að opna veginn, með tilheyrandi kostnaði, fyrir eina bílferð fram og til baka vegna fundar í ráðuneyti sem sér um samgöngumálin.“ - jh
Eignir umdeildra lífeyrissjóða hækka Hrein eign lífeyrissjóðanna hækkaði um 18,7 milljarða króna í desember og nam 2.097 milljörðum króna í lok mánaðarins. Innlendar eignir lífeyrissjóðanna jukust um 3,1 milljarð króna og erlendar eignir um rúma 6 milljarða, að því er fram kemur í tölum Seðlabankans. Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 188 milljarða króna á árinu sem samsvarar 9,8 prósenta aukningu. Að teknu tilliti til verðbólgu var raunaukning eigna sjóðanna 4,3
prósent. Fyrir viku kom út skýrsla sem sýndi gríðarlegt tap lífeyrissjóðanna á árabilinu 2008 til 2010. Tapið nam um 480 milljörðum króna. - jh
Grunaður um manndráp Rúmlega tvítugur karlmaður er grunaður um manndráp en kona á fertugsaldri fannst látin á heimili hans í Hafnarfirði á mánudag. Á líki konunnar voru áverkar eftir eggvopn. Hald var lagt á slíkt á staðnum og lífsýni verða send til rannsóknar. Maðurinn gaf sig fram á lögreglustöð. Framburður hans var um margt óljós en hann var í annarlegu ástandi. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Héraðsdómur Reykjanes úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 21. febrúar. Geðrannsókn verður gerð á hinum grunaða. - jh
Raungengi krónunnar lækkar enn Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,6 prósent á milli desember og janúar. Helsta ástæða er lækkun á nafngengi krónunnar á tímabilinu, en hún lækkaði um 1,2 prósent í janúar. Verðlag hefur vegið upp á móti áhrifum nafngengis á raungengi á þessu tímabili en það hækkaði um tæp 0,3 prósent, samkvæmt tölum Seðlabankans. Raungengi krónunnar hefur lækkað stöðugt frá því í október. Það er enn langt frá langtímameðaltali, rúmlega 21 prósent undir meðaltali áranna 19802011. -jh
Hugh Aitkens, framkvæmdastjóri viðskipta easyJet í Bretalandi. Hann var hér í vikunni að undirbúa flug félagsins til Íslands en það hefst síðla í næsta mánuði. Ljósmynd Hari
„Stefnum að því að mála Evrópu appelsínugula“ Hagstæð tilboð bjóðast frá Lutonflugvelli til fjölda borga og sumarleyfisstaða. Sem dæmi má nefna að flug frá Keflavík til London og vika í Algarve á fjögurra stjörnu íbúðahóteli kostar 76 þúsund krónur á mann.
V Vélar félagsins eru yfir 200, allt nýjar eða nýlegar Airbus 319 og 320 vélar.
ið stefnum að því að mála Evrópu appelsínugula,“ segir Hugh Aitken, framkvæmdastjóri viðskipta easyJet í Bretlandi. Þessir einkennislitir lágfargjaldaflugfélagsins sjást brátt hér á landi því það hefur flug milli Lutonflugvallar í London og Íslands 27. mars næstkomandi. Auk þess hefur verið tekin ákvörðun um að framhald verði á flugi easyJet milli Íslands og London næsta vetur. Þegar hafa selst yfir 8000 sæti, mun fleiri en búist var við, en ákvörðun forráðamanna félagsins sýnir að þeir hafa trú á að halda megi uppi þessu flugi allt árið. Flugmiðar fyrir vetraráætlunina, sem hefst í október, verða til sölu frá miðjum næsta mánuði. Eins og í sumar verður flogið þrjá daga í viku; á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. „Við erum mjög ánægð með viðtökurnar sem easyJet hefur fengið á Íslandi og við munum halda áfram að gera viðskiptavinum okkar kleift að ferðast milli Reykjavíkur og London með auðveldum og ódýrum hætti næsta vetur,“ segir Hugh Aitken. Hann segir bókanir skiptast nokkuð jafnt milli Íslendinga og Breta. Flugfélagið er hið stærsta á Bretlandseyjum og hið fjórða stærsta í Evrópu. Það rekur stærsta flugleiðakerfi í Evrópu og er leiðandi á 100 stærstu leiðum Evrópu og
50 stærstu flugvöllum Evrópu. Flugleiðir easyJet eru yfir 600 og flogið er milli 129 flugvalla í 29 löndum. Vélar félagsins eru yfir 200, allt nýjar eða nýlegar Airbus 319 og 320 þotur. Meðalaldur þeirra er aðeins um 3,5 ár sem er með því yngsta sem þekkist. Aitken segir að í Íslandsflugið verði notaðar Airbus 319 vélar. Nýti Íslendingar sér þjónustu félagsins komast þeir því víða með vélum félagsins. Farþegum er bent á að nýta sér þau tilboð sem easyJet býður hverju sinni á heimasíðu. Fulltrúi félagsins nefndi sem dæmi tvo ferðapakka frá Lutonflugvelli. Í fyrsta lagi flug frá Íslandi 1. maí. Gist eina nótt í London. Þá vika á 5 stjörnu hóteli á Krít með öllu inniföldu, mat og drykk, og flug heim 10. maí. Bóki menn þennan ferðapakka og flug kostar hann, fyrir tvo, 980 pund með töskugjaldi og rútugjaldi frá flugvelli á hótel, eða sem svarar 190 þúsund krónum samtals fyrir tvo á þessu fimm stjörnu hóteli. Vilji menn hins vegar í frí í Algarve í Portúgal í eina viku er dæmið svona: Flug frá Keflavík til Luton og þaðan til Algarve í viku á 4 stjörnu íbúðahóteli með morgunmat fyrir 378 pund á mann, eða 76 þúsund krónur. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Heyrnartækni kynnir ...
Minnstu heyrnartæki í heimi*
Bókaðu tíma Bókaðu tím í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Intiga til prufu í vikutíma og fáðu Int I ga er Intiga Inti eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun hey yrnart heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður ský rara en e þú hefur áður upplifað. skýrara
Með Me eð Intiga In verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
*Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu
11 ástæður
til þess að fara inn á avisbilar.is ... og krækja sér í bíl á frábæru verði!
Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur
Leigð´ann 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald
www.avisbilar.is S. 591 4000
Skiptu yfir í jeppa fyrir skíðin eða veiðina! Það er ekki lengur nauðsynlegt að eiga stóran og eyðslufrekan jeppa. Möguleiki á að fá stærri bíla tímabundið gegn vægu gjaldi.
10
fréttaskýring
Launaþróun alþingismanna* Kristján Möller – Samfylkingu, 3. varaforseti Alþingis 1.1.2012 1.6.2011 eftir kjör 2009 Laun: 589.559 545.480 855.000 Fastur kostnaður**: 337.700 269.620 193.380 Álagsgreiðslur fyrir nefndarformennsku: 88.434 81.822 – Fyrir forsætisnefnd: 88.434 81.822 – Samtals: 1.104.127 978.744 1.048.380 125.383 eða 13% upp frá 1. júní 2011 Þuríður Backman – Vinstri grænum, 2. varaforseti Alþingis 1.1.2012 1.6.2011 eftir kjör 2009 589.559 545.480 520.000 Laun: 337.700 269.620 269.620 Fastur kostnaður**: 88.434 81.822 78.000 Fyrir forsætisnefnd: 88.434 – – Fyrir þingflokksform. Form. nefndar: – 81.822 78.000 1.104.127 978.744 Samtals: 125.383 eða 13% upp frá 1. júní 2011 Ögmundur Jónasson – VG, Innanríkisráðherra 1.1.2012 1.6.2011 eftir kjör 2009 1.041.145 896.895 855.000 Laun: Fastur kostnaður: 84.500 66.400 66.400 1.125.645 963.295 Samtals: 162.350 eða 17% upp frá 1. júní 2011 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir – Samfylkingingu, forseti alþingis 1.1.2012 1.6.2011 eftir kjör 2009 1.041.145 896.895 855.000 Laun: 84.500 66.400 66.400 Fastur kostnaður: Samtals: 1.125.645 963.295 162.350 eða 17% upp frá 1. júní 2011 Jóhanna Sigurðardóttir – Samfylkingu, forsætisráðherra 1.1.2012 1.6.2011 eftir kjör 2009 1.152.021 980.815 935.000 Laun: Fastur kostnaður: 84.500 66.400 66.400 1.236.521 1.047.215 Samtals: 189.306 eða 18% upp frá 1. júní 2011 Magnús Orri Schram – Þingflokksform. Samfylkingar 1.1.2012 1.6.2011 eftir kjör 2009 Laun: 589.559 545.480 520.000 162.700 127.800 127.800 Fastur kostnaður: Fyrir þingformennsku: 88.434 Samtals: 840.693 673.280 167.413 eða 25% upp frá 1. júní 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – Formaður Framsóknarflokksins 1.1.2012 1.6.2011 eftir kjör 2009 589.559 545.480 520.000 Laun: Álag fyrir formennsku stjórnarandstöðuflokks: 294.779 272.740 260.000 Fastur kostnaður: 162.700 127.800 127.800 Samtals: 1.047.038 946.020 101.018 eða 11% upp frá 1. júní 2011 *Launin eru áætluð út frá launum alþingismanna og þeim reglum sem gilda um þau. Tekið er mið af þremur dagsetningum: 1. október 2008, 6. júní 2011 og 1. janúar 2012. **Þingmenn úr fjarlægum kjördæmum geta fengið 40% álag á húsnæðiskostnað og er gert ráð fyrir að Kristján og Þuríður þiggi það í þessum tölum.
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Launaþróun Alþingismenn rétta úr kútnum eftir efnahagshrunið
Jóhanna fær 235 þúsund krónum meira en í byrjun kjörtímabils Laun og fastar greiðslur alþingismanna eru orðnar hærri en þær voru fyrir hrun. Launin hafa bæði verið hækkuð og leiðrétt. Föstu greiðslurnar, sem höfðu verið þær sömu í fjögur ár, hækkuðu um tugi prósenta um áramót. Ráðherrar eru nú með um 204 þúsund krónum meira en viku fyrir hrun. Alþingismenn fá 79 til 113 þúsund krónum meira. Ekki er horft til kaupmáttar launa heldur eingöngu til krónutölunnar.
J
óhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fær nú 235 þúsund krónum meira greitt úr ríkiskassanum á mánuði en þegar hún tók aftur við stjórnartaumunum eftir kosningarnar 2009. Horft er til launa og fastra greiðslna. Laun alþingismanna hafa bæði verið hækkuð og leiðrétt frá því að þau voru lækkuð tímabundið í ársbyrjun 2009 vegna hrunsins: Þingmanna um 42 þúsund krónur á mánuði, ráðherra um 136 þúsund krónur og forsætisráðherra um 163 þúsund krónur. Aðrar mánaðarlegar greiðslur til alþingismanna voru frystar þar til um áramót.
Nærri 100 þúsund krónum meira en fyrir hrun
Óbreyttur landsbyggðarþingmaður fær nú 97 þúsund krónum meira mánaðarlega frá ríkinu en hann fékk samtals greitt út átta dögum fyrir bankahrun. Þingmaður höfuðborgarsvæðisins; Reykjavíkur og Kragans, fær rúmlega 62 þúsund krónum meira. Heildargreiðslur til landsbyggðarþingmanns hafa hækkað um tæpar 1,2 milljónir á ári en hinna almennt um 745 þúsund krónur. Sjálf laun þingmanna eru nú um fimm prósentum hærri en viku fyrir hrun eða 27.500 krónum. Á þessum tíma hefur launavísitalan hækkað um 17 prósent. Kjararáð hækkar launin en alþingismenn í forsætisnefnd föstu greiðslurnar. Mánaðarlegar fastar greiðslur þingmanna hækkuðu um 69.200 krónur á mánuði hjá landsbyggðarþingmönnum en hinna um 34.900. Allir þingmenn fá greiddan starfs-
Landsbyggðarþingmaður fær nú greiddar 877.259 krónur mánaðarlega, laun og fastan kostnað, en fékk 780 þúsund krónur rétt fyrir hrun. Greiðslur til hinna eru 752.259 krónur samtals nú en voru tæpar 696 þúsund krónur viku fyrir hrun.
„Alþingismenn eru ekki einir í landinu“ Gylfi A rnbjörnsson, forseti ASÍ,segir að hafi forsendur breyst svo hækka þurfi ferðaog starfskostnað alþingismanna um tugi prósenta eigi það sama við um forsendur greiðslna til annarra ríkisstarfsmanna. „Alþingismenn eru ekki einir í landinu.“ Guðmundur Ingi Waage, sem situr fyrir BSRB í ferðakostnaðarnefnd sem ákveður greiðslur til ríkisstarfsmanna, segir greiðslur til alþingismanna ekki hafa áhrif á þá. Nefndin breyti upphæðum í takt við kostnað hverju sinni. - gag
kostnað og ferðakostnað í kjördæmi. Greiðslurnar hækkuðu um 27 prósent um áramót, fóru úr 128 þúsund krónum samtals í tæpar 163 þúsund krónur. Landsbyggðarþingmenn fá greiddan húsnæðisog dvalarkostnað sem hækkaði um 38 prósent um áramót og er nú 125 þúsund krónur. Frá hruni hefur vísitala neysluverðs hækkað um 16,5 prósent.
Laun sveiflast, ekki fastar greiðslur
Landsbyggðarþingmaður fær nú greiddar 877.259 krónur mánaðarlega. Hann fékk rúmar 780 þúsund krónur viku fyrir hrun. Greiðslur til hinna nema hins vegar 752.259 krónum samtals nú en voru tæpar 696 þúsund þá. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, bendir á að föstu kostnaðargreiðslurnar hafi alltaf verið tengdar vísitölu. „Ákveðið var að hækka þær miðað við verðlagsbreytingar, þó ekki að fullu.“ Samkvæmt gögnum frá Alþingi hækkuðu greiðslurnar síðast í ársbyrjun 2008. Laun til þingmanna hafa sveiflast upp og niður frá hruni. Þau voru lækkuð í ársbyrjun 2009 um 42 þúsund krónur. Hálfu ári síðar hækkaði kjararáð launin í 545 þúsund krónur. Þingmenn urðu því af rúmum 250 þúsund króna launum í kjölfar hrunsins en aðeins þetta hálfa ár. Nú, eftir að kjararáð hækkaði þau í október og aflétti launalækkuninni, fá þingmenn 589.559 krónur í mánaðarlaun. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
E&Co.
Af völdum vör um
af smá var ningi f rá G e ysi
Útsalan hefst í dag, föstudag.
Verið hjartanlega velkomin. Geysir Skólavörðustíg 16, opið alla daga frá 10 til 19 Sími 519 6000.
12
fréttaskýring
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Barist um göng og dýra vegarkafla Forgangsröðun dýrra samgönguverkefna í stóru landi er lykilatriði. Áætlað er að tekjur og framlög til samgönguáætlunar fram til ársins 2022 verði 296 milljarðar króna, þar af um 240 milljarðar til vegamála. Ný Vestmannaeyjaferja og jarðgangagerð eru utan fjárhagsramma. Deilur standa um hvort taka á Vaðlaheiðargöng fram fyrir aðrar framkvæmdir. Jónas Haraldsson rýndi í tölur og þær stórframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru næsta áratuginn.
Í
stóru en fámennu landi skiptir forgangsröðun samgönguverkefna öllu. Verkefnin eru mörg og þau eru dýr. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði í desember fram samgönguáætlun, stefnumarkandi áætlun fram til ársins 2022 og verkefnaáætlun til ársins 2014. Ný Vestmannaeyjaferja og jarðgangagerð eru utan fjárhagsramma. Þau verkefni þarf að fjármagna sérstaklega. Meðal helstu áherslubreytinga frá tillögu að samgönguáætlun 2007-2018 er að markmið um hámark ferðatíma til höfuðborgarsvæðisins er lagt til hliðar. Áhersla er lögð á styttri ferðatíma til næsta atvinnu- og þjónustukjarna. Þá er áhersla lögð á að bæta greiðfærni þar sem hún er verst, á sunnanverðum Vestfjörðum.
Forsendur Vaðlaheiðarganga skoðaðar
Fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng hafa verið umdeild og efasemdir hafa komið fram um að þau verði sjálfbær. Innanríkisráðherra hefur talið það vera forsendu fyrir því að göngin verði tekin fram fyrir aðrar framkvæmdir. Göngin á að fjármagna með fjármagni frá ríkinu en það á síðan að greiðast til baka með innheimtu veggjalda um göngin. Reiknað er með að kostnaður við gerð Vaðlaheiðarganga verði um 11 milljarðar króna með virðisauka-
skatti. Þar sem ríkið ábyrgist framkvæmdina fellur umframkostnaður, komi hann til, á ríkið. Stefnt hefur verið að því að leggja fram frumvarp um Vaðlaheiðargöng á næstu dögum. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur farið fram á að fjárlaganefnd skoði forsendur ganganna. Mikill stuðningur er við gerð Vaðlaheiðarganga nyrðra og sá stuðningur er víðar. Fram kom hjá Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, fyrir stuttu að samtökin hefðu hvatt mjög til þess að ráðist verði í gerð Vaðlaheiðarganga með þeim hætti að notendur greiddu sérstakt gjald fyrir notkun á göngunum sem stæði undir kostnaði við gerð þeirra. Vilhjálmur telur að ríkissjóður taki litla áhættu miðað við samfélagslega þýðingu Vaðlaheiðarganga. Hann segir að umræðan og andstaðan við göngin komist aldrei að kjarna málsins. „Hann er sá,“ segir Vilhjálmur, „að það er verkefni ríkisins að annast samgönguframkvæmdir, Vaðlaheiðargöng sem aðrar framkvæmdir. Um leið og notendurnir þurfa að greiða fyrir notkun ganganna breytast allar arðsemisforsendur ríkisins. Það liggur fyrir að göngin munu á einhverjum tíma renna til ríkisins. Endurgjaldslaust ef notendurnir hafa greitt allan kostnaðinn. En takist ekki að ná
21
20
4 18 7 6 3
19
1
14 13
2 23 22 5
10
17 16 8
9
15
12 11
Helstu stórframkvæmdir í vegamálum næsta áratuginn, það er að segja framkvæmdir sem kosta munu meira en milljarð króna. Heimild Samgönguáætlun.
öllum kostnaðinum til baka með notendagjöldum verður raunverulegur fjárfestingarkostnaður ríkisins hverfandi í hlutfalli af heildarkostnaði við framkvæmdina. Það þarf að taka ákvörðun miðað við að kostnaður ríkisins við göngin verði ýmist enginn eða hverfandi þegar væntanleg arðsemi af göngunum er metin. Ekki leikur nokkur vafi á því að göngin munu reynast ríkinu arðsöm. Það á ekki að taka kostnað notendanna inn í arðsemisreikninginn fyrir ríkið, sérstaklega ekki í þessu tilfelli, þar sem notendum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara göngin eða upplifa hina fögru leið um Víkurskarð. Þá ber til þess að
Landsbankinn lækkar vexti á bílasamningum Landsbankinn kynnir hagstæð kjör á óverðtryggðum bílasamningum. Vextir lækka í 8,50% og eru fastir fyrstu 36 mánuðina. Það þýðir að greiðslur eru fastar fyrstu 3 ár samningstímans.
líta að almennur stuðningur er við göngin í nágrenni ganganna, það er í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Almenn ósk er um það á þessu svæði að fá að greiða sérstaklega fyrir göngin.“
240 milljarðar til vegamála næsta áratuginn
Eftir á að koma í ljós hvernig Alþingi afgreiðir Vaðlaheiðargöng, hvort þau verða framar í röðinni en önnur dýr umferðarmannvirki sem fyrirhuguð eru á næstu árum. Áætlað er að tekjur og framlög til samgönguáætlunar fram til ársins 2022 verði 296 milljarðar króna, þar af um 240 milljarðar til vegamála. Ný-
1. Vaðlaheiðargöng 2. Norðfjarðargöng 3. Hjallahálsgöng 4. Dýrafjarðargöng 5. Vegarkafli framhjá Borgarnesi 6. Vegarkafli um Gufudalssveit 7. Vegarkafli EiðiKjálkafjörður 8. Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar 9. Álftanesvegur 10. Vegarkafli um Hornafjarðarfljót 11. Vegarkafli norðaustan við Selfoss og Ölfusárbrú 12. Vegarkafli um Hellisheiði 13. Jökulsá á Fjöllum 14. Dettifossvegur 15. Vegarkafli um Lón 16. ÞingvallavegurKollafjörður 17. KollafjörðurHvalfjarðarvegur 18. Dynjandisheiði 19. Skagastrandarvegur 20. Vegarkafli um Skjálfandaflóa og Tjörn 21. ÞistilfjörðurVopnafjörður 22. Suðurfjarðavegur 23. Axarvegur
lega var ákveðið að ný Vestmannaeyjaferja verði tilbúin í síðasta lagi árið 2015. Sé litið til stærstu vegaframkvæmda sem ljúka skal á tímabilinu eru það eftirtaldar framkvæmdir, það er að segja þær sem kosta munu yfir milljarð króna. Framkvæmdatímabilinu er skipt í þrennt. Í fyrsta lagi fram til ársins 2014, þá árabilið 2015-2018 og loks 2019-2022. Fyrst skal telja jarðgöng, að frátöldum Vaðlaheiðargöngum sem fyrr eru nefnd: Norðfjarðargöng sem leggja á 10,5 milljarða í á árabilinu 20152018, Hjallahálsgöng í AusturBarðastrandarsýslu sem leggja á í 5 milljarða á árabilinu 2019-2022, það
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Stórframkvæmdir í náinni framtíð
Aðrar stórframkvæmdir sem lengra er í eru: Dynjandisheiði. Áætlaður kostnaður 4,5 milljarðar en leggja á 1,6 milljarð í framkvæmdina 20192022. Skagastrandarvegur. Áætlaður kostnaður 1,3 milljarðar króna. Framlag á árunum 2019-2022 0,1 milljarður. Vegarkafli um Skjálfandaflóa og Tjörn, 1,3 milljarðar en framlag 2019-2022 er 0,1 milljarður. Þistilfjörður-Vopnafjörður 2,4 milljarðar. Áætlaður kostnaður 2019-2022 er 1,15 milljarðar. Suðurfjarðavegur 2,1 milljarður. Áætlaður kostnaður 1 milljarður árin 20192022 og Axarvegur 2,3 milljarðar. Áætlað framlag 0,3 milljarðar árin 2019-2022. Þá er ótalinn kostnaður við tengivegi um allt land og malbik fyrir tæpa 6 milljarða króna næsta áratuginn og breikkun brúa á Suðurlandi fyrir milljarð króna á árunum 2019-2022. Jónas Haraldsson
•
sÍa
jonas@frettatiminn.is
jl.is
Önnur áætluð stórvirki í vegagerð næsta áratuginn eru: Vegarkafli um Hornafjarðarfljót. Áætlaður kostnaður er 4 milljarðar, milljarður á árabilinu 2015-2018 og þrír milljarðar á árunum 2019-2022. Vegur norðaustan við Selfoss og brú á Ölfusá. Kostnaður 4 milljarðar. Framkvæmdatími 2019-2022. Kaflinn milli Hveragerðis og Selfoss. Áætlaður kostnaður 2,7 milljarðar króna, 2 milljarðar á árabilinu 2015-2018 og 0,7 milljarðar á árabilinu 2019-2022. Vegur um Hellisheiði. Áætlaður kostnaður 2 milljarðar króna, 1,1 milljarður fram til ársins 2014 og 0,9 milljarðar eftir 2015. Þegar hefur verið gengið frá vegabótum á Suðurlandsvegi vestan Litlu kaffistofunnar fyrir rúman milljarð króna. Leggja á 6 milljarða króna í Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar, 1,8 milljarð á árabilinu 2015 og 4,2 milljarða á árabilinu 2019-2022. Þá verður 1,1 milljarður lagður í Álftanesveg fram til 2014 og verulegar fjárhæðir í aðrar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu til þess að bæta umferðarflæði og almenningssamgöngur, öryggisaðgerðir, göngubrýr, undirgöng, hjólaog göngustíga. Stefnt er að því að leggja nýjan vegarkafla framhjá Borgarnesi. Í það eru áætlaðir 1,3 milljarðar króna á árabilinu 2019-2022. Nýjan veg á að leggja í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Í það eru áætlaðir 3,2 milljarðar á árabilinu 2015-2018. Nær í tíma eru framkvæmdir heldur vestar, það er að segja vegarkaflinn frá Eiði á mótum Vattarfjarðar og Kerlingarfjarðar í Austur-Barðastrandarsýslu og fyrir Kjálkafjörð en 3,2 milljarð-
•
Önnur stórvirki en jarðgöng
ar eru eyrnamerktir þeirri framkvæmd fram til ársins 2014. Í vegarkafla við Jökulsá á Fjöllum er áætlaður milljarður, í meginatriðum á árabilinu 2015-2018. Dettifossvegur mun kosta 1,8 milljarð króna, 1,2 milljarðar eru áætlaðir í veginn fram til 2014 og 600 milljónir eftir það. Vegur um Lón mun kosta 2,9 milljarða en lengra er í hann því aðeins er áætlaður hálfur milljarður króna til þeirrar framkvæmdar á árabilinu 2019-2022. Sama gildir um Þingvallaveg-Kollafjörð. Sú framkvæmd mun kosta hálfan þriðja milljarð en einungis er áætlaður hálfur milljarður króna í framkvæmdina ár árunum 2019-2022. Það á líka við um Kollafjörð-Hvalfjarðarveg. Áætlað er að sú framkvæmd kosti 3,1 milljarð en einungis er áætlaður hálfur milljarður til hennar á árunum 2019-2022.
Jónsson & Le’macks
er að segja ef ekki verður valin önnur láglendisleið í staðinn og Dýrafjarðargöng sem áætlað er að gera á tímabilinu 2019-2022 og áætlað er að kosta muni 7,5 milljarða.
Óverðtryggðir bílasamningar » Fastir 8,50% vextir fyrstu 36 mánuðina » Hámarkslánstími er 7 ár að frádregnum aldri bíls Þessir vextir gilda aðeins til 24. febrúar.
» Lánshlutfall allt að 70% » Engin stimpil- eða þinglýsingargjöld
Landsbankinn býður upp á fjármögnun á bílum, mótorhjólum og ferðavögnum. Fjármögnun er jafnt fyrir nýja bíla sem notaða.
Á vefsvæði okkar er þægileg reiknivél þar sem hægt er að sjá greiðslubyrði miðað við mismunandi lánsfjárhæðir og samningsform.
Skilmála, gjaldskrár og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans í Sigtúni 42.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4800
14
úttekt
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Affallstómatar í sósur í stað ruslahauga Nýsköpunar verðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum næstkomandi þriðjudag, 14. febrúar. Þau eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Stjórn sjóðsins hefur valið sex öndvegisverkefni sem unnin voru á árinu 2011 en eitt þeirra hlýtur viðurkenn inguna. Jónas Haraldsson kynnti sér öndvegis verkefnin: Áhættureikni fyrir hjarta- og kransæða sjúkdóma aldraðra, bætta nýtni grænmetis, rannsókn á eyðibýlum, greiningu prent gripa, jarðsegul sviðshermi og við gerðir á landi eftir utanvegaakstur. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Ferðamönnum gefinn kostur á að dvelja í uppgerðu eyðibýli.
Ö
ndvegisverkefnin sex eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölbreytnin endurspeglar það frjóa og margbreytilega starf og nám sem háskólanemar á Íslandi leggja stund á. Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður árið 1992 til að útvega áhugasömum háskólanemum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða annarra til að ráða stúdenta til sumarstarfa. Nærri 500 umsóknir um styrki til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir bárust síðastliðið vor. Mennta- og menningarmálaráðuneytið lagði 50 milljónir króna í sjóðinn og Reykjavíkurborg 30 milljónir. Stuðningurinn gerði Nýsköpunarsjóði kleift að styrkja 131 verkefni þar sem 190 nemendur lögðu til vinnu í 493 mannmánuði. Lokapunktur og jafnframt hápunktur ferilsins er úthlutun Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands til þeirra verkefna sem skara fram úr. Stjórn sjóðsins valdi 21 verkefni sem „úrvalsverkefni“ Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2011 og af þeim hafa sex verkefni verið valin úr sem „öndvegisverkefni“. Þau keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í ár. Verkefnin sem tilnefnd eru sem öndvegisverkefni eiga það sameiginlegt að vera vel unnin og frumleg en eru aftur á móti ólík innbyrðis og sýna vel þá fjölbreytni sem einkennir verkefni sem sjóðurinn veitir styrki til.
Eftirtalin sex verkefni eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlaunanna í ár, í stafrófsröð: 1. Áhættureiknir fyrir hjarta og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum 2. Bætt nýtni í íslenskri grænmetisrækt 3. Eyðibýli á Íslandi: Rannsókn á eyðibýlum og yfirgefnum húsum í Austur-Skaftafellssýslu, VesturSkaftafellssýslu og Rangárvallasýslu 4. Greining prentgripa fyrir safneignir, bókakápur og veggspjöld 5. Jarðsegulsviðshermir: hönnun, smíði og prófanir 6. Þróun aðferða við mat og viðgerðir á landi eftir akstur utan vega
Áhættureiknir fyrir hjarta og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum Rannsóknin lýtur að því að útbúa tól sem aðstoðar við mat á áhættu á hjartaáföllum til skamms tíma hjá öldruðum og gefur þannig tækifæri til markvissra forvarna fyrir þann aldurshóp. Slík tól eru ekki aðgengileg í Evrópu í dag. Nemandi er Vilhjálmur Steingrímsson en leiðbeinendur hans eru Thor Aspelund og Vilmundur Guðnason hjá Hjartavernd. Kransæðasjúkdómar eru ein helsta orsök alvarlegs heilsubrests hjá öldruðum og kostnaður við lyf og þjónustu sem fylgir hjartaáföllum er mikill. Með því að seinka eða koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar kransæðasjúkdóms má bæta lífsgæði
aldraðra og einnig létta álagi af heilbrigðiskerfinu. Í verkefninu er leitast við að finna þætti með forspárgildi sem einstaklingar geta sjálfir haft áhrif á, eins og reykingar, hreyfingu, blóðfitu og blóðþrýsting (með bættu mataræði) sem og að búa til tæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að styðjast við í fyrirbyggjandi starfi hvað varðar hjarta- og kransæðasjúkdóma meðal aldraðra.
Bætt nýtni í íslenskri grænmetisrækt
Verkefnið gengur út á að nýta þann hluta tómatuppskeru á Íslandi sem að einhverjum völdum ratar í ruslahaug til að framleiða úr henni margskonar vöru til endursölu á matvörumarkaði. Nemendur eru Darri Eyþórsson HÍ og Einar Margeir Kristinsson. Leiðbeinandi þeirra er Guðjón Þorkelsson, hjá Háskóla Íslands og Matís. Þróaðar voru uppskriftir af fjórum grillsósum, hannað á þær útlit og merkingar og sótt var um leyfi til að framleiða og selja vörurnar. Fyrstu sósurnar frá vörumerkinu Úr sveitinni komu á almennan markað í júlí 2011 og eru nú til sölu í 15 verslunum. Stefnt er að því að markaðssetja allt að 15 afurðir unnar úr affallstómötum í nánustu framtíð, nýta alla annars flokks tómata í matvörur innan tveggja ára og skapa þar með allt að fimm ársverk.
Eyðibýli á Íslandi
Markmið verkefnisins er meðal annars að rannsaka og meta menningarlegt mikilvægi eyðibýla og yfir-
gefinna húsa á Íslandi. Rannsóknin byggist á vettvangsferðum, heimildaöflun, úrvinnslu gagna, kynningu og útgáfu en hún fór fram á liðnu sumri á eyðibýlum og yfirgefnum húsum í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Menningarlegt vægi verkefnisins felst ekki síst í því að safna saman upplýsingum um eyðibýli og yfirgefin hús, skrásetja þau og skoða varðveislu- og nýtingarmöguleika þeirra. Nemendur eru Arnþór Tryggvason, Listaháskóla Íslands, Árni Gíslason, stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Birkir Ingibjartsson, Listaháskóla Íslands, Steinunn Eik Egilsdóttir, Listaháskóla Íslands og Yngvi Karl Sigurjónsson, Listaháskóla Íslands. Leiðbeinendur þeirra eru Gísli Sverrir Árnason, R3-Ráðgjöf og Sigbjörn Kjartansson, GlámuKím arkitektum. Nýsköpunargildi verkefnisins liggur meðal annars í varðveislu gamalla húsa, frekari rannsóknum á þeim, uppgerð þeirra og að koma þeim aftur í not, til dæmis með því að nýta þau í ferðaþjónustu og að gefa ferðamönnum kost á að dvelja í uppgerðu yfirgefnu húsi.
Greining prentgripa fyrir safneignir, bókakápur og veggspjöld
Verkefnið snýr að menningarsögulegri arfleifð sem er nálæg okkur í tíma. Markmiðið var að útbúa verkferla, greiningar- og flokkunarkerfi fyrir ákveðinn hluta af grafískri hönnun á Íslandi á 20. öld og fram til dagsins í dag. Tekin voru fyrir
úttekt 15
Helgin 10.-12. febrúar 2012
sviði, til dæmis þegar rannsaka á áhrif segulsviðs á lífverur og hafa vísindamenn við ýmsa háskóla lýst áhuga á að nota herminn við tilraunir. Einnig nýtist þekkt einsleitt segulsvið til að kvarða hárnákvæma segulsviðsmæla og er helsti tilgangur hermisins slík kvörðun. Nemandi er Andrés Gunnarsson en leiðbeinendur hans eru Hákon Óli Guðmundsson og Sigmar Guðbjörnsson hjá Stjörnu-Odda. Sem dæmi um nýtingu smárra segulsviðsmæla eins og þeirra sem Stjörnu-Oddi framleiðir er staðsetning fiska í sjó, þar sem GPS-kerfið nær ekki til. Byggir það á breytilegum styrk jarðsegulsviðsins á mismunandi staðsetningum á hnettinum. Segulsviðið er myndað með því að láta rafstraum fara um spólur með mismunandi millibili og vafningafjölda. Verkefnið tók á hönnun og smíði slíks spólukerfis, hönnun og smíði rafeindabúnaðar til straumstýringar og forritun
til að hægt sé að stýra búnaðinum úr tölvu.
Þróun aðferða við mat og viðgerðir á landi eftir akstur utan vega
Utanvegaakstur er alvarlegt vandamál og umfang þess virðist fara vaxandi. Loka þarf slóðum sem myndast hafa ólöglega, eða ákveðið hefur verið að loka af öðrum ástæðum og afmá ummerki um þá. Vegna mismunandi aðstæðna kallar það á mismunandi aðgerðir. Markmið verkefnisins er að þróa aðferðir við mat á skemmdum á landi vegna utanvegaaksturs og að þróa leiðir til að gera við slíkar skemmdir þannig að þær verði sem minnst sýnilegar. Nemendur eru Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Helgi Guðjónsson. Leiðbeinendur þeirra eru Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins, Járngerður Grétarsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands og Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins.
Verkefnið er tvíþætt, þróun flokkunarkerfis og þróun mismunandi aðferða við viðgerðir á slóðum. Þróun flokkunarkerfis byggir á athugunum og flokkun slóða á myndum og vettvangsferðum. Við þróun aðferða við viðgerðir voru prófaðar sex meðferðir í þremur tilraunum. Meðferðir voru: Áburður og grasfræ, einungis áburðargjöf, rask á yfirborði og gróðurmottur, fræslægja, mosagreinar og rask og mosagreinar. Við flokkun slóða var litið til þess hvort slóði er í ógrónu eða lítt grónu landi eða í grónu landi og síðan mögulegri rofhættu. Úttekt í haust benti til að meðferðir hefðu heppnast í flestum tilfellum en ekki verður unnt að meta árangur viðgerða fyrr en að nokkrum árum liðnum. Verkefnið dró fram mikilvægi þess að koma upp leiðbeiningabæklingi fyrir sjálfboðaliða, sveitarfélög, ríkisstofnanir og aðra sem munu koma að uppgræðslu slóða.
Úrval notaðra bíla Nánar á askja.is
Kia Sportage EX 4x4 árg. 2011, ekinn 22 þús. km. 2000cc, dísil, beinsk. Eyðibýlið Baldurshagi Mýrum Hornafirði. Rannsókn eyðibýlanna var lærdómsríkt verkefni, segir Steinunn Eik Egilsdóttir og gefandi að kynnast landinu á þennan hátt. Áfram verður haldið í sumar og stefnan er að kortleggja allt landið. Tekin verða fyrir ákveðin landsvæði og leitað að yfirgefnum húsum. Grunnvinnan getur síðan nýst í vali húsa sem ákjósanleg þykja til uppgerðar í samráði við eigendur. Ljósmynd Arnþór Tryggvason
veggspjöld og bókakápur sem til voru í safneign Hönnunarsafns Íslands og hönnun þeirra og fleiri upplýsingar skráðar sem heimild um gripina og þeir ljósmyndaðir. Leitað var til norrænna safna og greiningarleiðir þeirra skoðaðar ásamt því að staðlar á flokkunarheitum og safnfræðileg hugtök við skráningu gagna voru notuð. Rætt var við hönnuði af annarri kynslóð grafískra hönnuða sem gáfu mikilvægar upplýsingar um eigin verk sem og sögulegar heimildir. Nemandi er Arna Rún Gústafsdóttir en leiðbeinendur eru Harpa Þórsdóttir, Hönnunarsafni Íslands og Guðmundur Oddur Magnússon, Listaháskóla Íslands. Veggspjöld og bókakápur sem áður voru óskráðar með öllu hafa verið skráðar. Verkferlar, flokkunarkerfi og tré yfir grafíska hönnun hafa verið búin til en þetta eru nauðsynlegir þættir í því að safnið geti haldið áfram að skrá grafíkmuni, sem og til að hvetja önnur söfn á Íslandi að gera slíkt hið sama. Þá er ekki aðeins átt við listasöfnin okkar heldur einnig bókasöfnin og mikilvægi þess að hönnuðir bóka og bókakápa séu skráðir í Gegni.
Jarðsegulsviðshermir: Hönnun, smíði og prófanir
Jarðsegulsviðshermirinn gerir notendum hans kleift að mynda einsleitt segulsvið með tiltekinn styrk og stefnu í þremur ásum. Oft er þörf á þekktu einsleitu segul-
7 ár eftir af ábyrgð!
Verð 5.190.000 kr. Afborgun: 59.700 kr. á mánuði í 84 mánuði, m.v. Ergo bílasamning og 30% útborgun (kr. 1.557.000). Hlutfallstala kostnaðar: 10,07%
Kia Sorento 4x4
Kia cee’d SW LX
árg. 2007, ekinn 96 þús. km. 2497cc, dísil, sjálfsk.
árg. 2012, ekinn 26 þús. km. 1600cc, dísil, sjálfsk. 7 ár eftir af ábyrgð!
Verð 2.790.000 kr.
Verð 3.490.000 kr.
Nissan Patrol 4x4
Ford Escape 4x4
árg. 2007, ekinn 78 þús. km. 2053cc, dísil, sjálfsk.
árg. 2007, ekinn 85 þús. km. 3000cc, bensín, sjálfsk. Verð áður 2.300.000 kr.
Verð 4.590.000 kr.
Verð nú 1.990.000 kr.
Mazda Tribute 4x4
Volkswagen Golf
árg. 2006, ekinn 67 þús. km. 2967cc, bensín, sjálfsk.
árg. 2007, ekinn 75 þús. km. 1595cc, bensín,beinsk.
Verð 1.990.000 kr.
Verð 1.690.000 kr.
Subaru Legacy 4x4 árg. 2006, ekinn 54 þús. km. 2000cc, bensín, sjálfsk.
Verð 2.090.000 kr. Opið alla virka daga frá 10-18. Laugard. frá 12-16.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi.
16
söngvakeppnin
Spekingarnir trúa á Magna eða Gretu og Jónsa Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fer fram á morgun, laugardag, í skugga umræðu um hvort Ísland eigi að taka þátt í Eurovisionkeppninni í Aserbaídsjan vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda. Keppt verður í Eldborgarsal Hörpu að viðstöddum þúsund manns. Miðar á atburðinn seldust upp á fimm mínútum. Þrír spekingar Fréttatímans hafa mesta trú á Hugarró Magna Ásgeirssonar og Mundu eftir mér sem Greta Salóme og Jónsi syngja. Stattu upp með fjórmenningunum í Bláum Ópal þykir líklegast til að velgja þeim undir uggum.
Þ
ótt vaninn sé að sigurlagið í Söngvakeppni sjónvarpsins sé framlag Íslands í Eurovision ár hvert stendur Söngvakeppnin sjálf ein og sér. Um þetta hefur verið rætt í aðdraganda keppninnar á laugardag þar sem deilt er um hvort Ísland eigi að taka þátt í Eurovision þetta árið vegna ítrekaðra mannréttindabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan þar sem keppnin fer fram í maí. Eurovision-táknið Páll Óskar Hjálmtýsson lýsti því yfir á vikunni að hann vildi að Ísland tæki ekki þátt. „Mannréttindi númer eitt. Glamúr númer tvö,“ sagði poppstjarnan Páll. Nafni hans Magnússon útvarpsstjóri sagði það vera spurningu hvort það væri betra fyrir þá sem verða fyrir mannréttindabrotum í Aserbaídsjan, að Ísland verði með fremur en dragi sig út? Fundur útvarpsstjóra ríkissjónvarpanna á Norðurlöndum fer fram í lok mánaðarins og þar verður þetta mál væntanlega rætt. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við Fréttatímann að RÚV sé sjálfstæð stofnun sem taki sínar ákvarðanir. „Í lögum um Ríkisútvarpið er fjallað um hlutverk þess og skyldur. Þar segir meðal annars að það skuli halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi. Ég tel því eðlilegt að Ríkisútvarpið afli sér upplýsinga um þetta mál og beiti sér fyrir því innan EBU, sem það er aðili að, að samtökin leitist ávallt við að tryggja að mannréttindi séu virt í öllu sem tengist starfi þeirra,“ segir Katrín. En víkjun nú aftur að Söngvakeppninni sjálfri á laugardaginn. Þar munu sjö lög keppa um sigurinn. Brynja Þorgeirsdóttir og áðurnefndur Páll Óskar kynna og títtnefndur Páll Óskar og Hera Björk munu flytja lög. Fréttatímann fékk þrjá Eurovison-spekinga til að spá í spilin fyrir keppnina.
Helgin 10.-12. febrúar 2012
KEPPENDUR KVÖLDSINS 1. Aldrei sleppir mér Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir. Flytjendur: Guðrún Árný Karlsdóttir og Heiða Ólafsdóttir. Kosninganúmer: 900-9901 2. Hugarró Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Þórunn Erna Clausen. Flytjandi: Magni Ásgeirsson. Kosninganúmer: 900-9902 3. Stund með þér Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Þórunn Erna Clausen. Flytjandi: Rósa Birgitta Ísfeld. Kosninganúmer: 900-9903 4. Hey Lag og texti: Magnús Hávarðars. Flytjandi: Simbi og Hrútspungarnir. Kosninganúmer: 900-9904 5. Hjartað brennur Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell, Fredrik Randquist og Anna Andersson Texti: Kristján Hreinsson. Flytjandi: Regína Ósk. Kosninganúmer: 900-9905 6. Stattu upp Lag og texti: Axel Árnason og Ingólfur Þórarinsson. Flytjandi: Blár Ópal. Kosninganúmer: 900-9906 7. Mundu eftir mér Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir. Flytjendur: Greta Salóme og Jón Jósep Snæbjörnsson. Kosninganúmer: 900-9907 Magni Ásgeirsson þykir vera sigurstranglegur með lagið Hugarró. Ljósmynd/Lilja S. Birgisdóttir
Stattu upp vinnur
Svo finnst mér lagið sem hún Rósa Birgitta syngur vera svona „wild card“ því að það er gæðapopplag sem gæti gert það gott í alþjóðlegu samhengi
Allir áhugamenn um Eurovison þekkja Reyni Þór Eggertsson. Hann segist, í samtali við Fréttatímann, telja lagið Stattu upp með strákunum fjórum sigurstranglegast. „Það er klárt mál að Stattu upp verður í topp tveimur. Öll hin lögin eiga möguleika en mér finnst líklegast að Magni eða Greta og Jónsi komi til með að berjast um sigurinn við það. Svo finnst mér lagið sem hún Rósa Birgitta syngur vera svona „wild card“ því að það er gæðapopplag sem gæti gert það gott í alþjóðlegu samhengi en nær kannski ekki gegn í símakosningu. Þó þetta sé erfitt þá tippa ég á Stattu upp,“ segir Reynir Þór.
Það getur allt gerst Söngfuglinn Valgerður Guðnadóttir mun stýra upphitunarþáttum RÚV fyrir Eurovision og hún segir erfitt að spá fyrir um sigurvegara. „Það getur allt gerst. Ég hef trú á Magna. Hann er flottur flytjandi og mjög öruggur. Síðan er það lagið með Gretu Salóme og Jónsa. Þau eru glæsilegir kandídatar en annars þetta bara svo erfitt. Þegar keppnin byrjar þá veit maður ekkert hvað gerist,“ segir Valgerður.
Veðja á Magna
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
Tónlistargúrúinn Dr. Gunni hefur verið einn meðreiðarsveina Páls Óskars í Eurovision-þáttum RÚV undanfarin ár og hann viðurkennir fúslega að honum finnist lagavalið heldur flatt þetta árið. „Þetta er nú ekkert æðislegt. Það vantar jókerinn í stokkinn svona eins og Botnleðju og Dr. Spock á sínum tíma. En þetta er oft spurning um flytjenda og ég veðja á Magna. Þetta er svona popplagasmíð sem grípur við fyrstu hlustun. Síðan er það lagið sem Greta Salóme syngur með Jónsa. Hún er ný og spennandi og gæti komið sterk inn,“ segir Dr. Gunni.
ISKBORÐ
F
Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni
1698
RF
ÐI
FERSKIR Í FISKI Ú
LAXAFLÖK, BEINHREINSUÐ
RF
I
Ú
Við gerum meira fyrir þig
ISKBOR
KR./KG
ÍSLENSKT KJÖT
Ú
Ð
BESTIR Í KJÖTI
I
Ú
I
B
KR./STK.
KJÖTBORÐ
R
KJÖTBORÐ
ÍSLENSKT KJÖT
169
R
TB KJÖ OR
Ú
KR./KG
PERUR
UNGNAUTAHAMBORGARI, 90 G
I
B
BESTIR Í KJÖTI Ú
2698
R
TB KJÖ ORÐ
I
GRÍSALUNDIR M/SÆLKERAFYLLINGU
R
ÍSLENSKT KJÖT
199 KR./KG
ÍSLENSKT KJÖT HOLLT OG GOTT KLETTASALAT
299
25%
Ú
KR./PK.
BESTIR Í KJÖTI
I
Ú
I
R
KJÖTBORÐ
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl
B
KJÖTBORÐ
2498
TB KJÖ ORÐ
Ú
Ú
KR./KG
LAMBALÆRI FYLLT OG ÚRBEINAÐ
R
I
B
I
2498
TB KJÖ ORÐ
BESTIR Í KJÖTI
UNGNAUTAGÚLLAS
1798
R
R
afsláttur
KR./KG
DALA FETAOSTUR, 2 TEGUNDIR
478 KR./STK.
20% afsláttur
2198 2769
ÞYKKVABÆJAR KARTÖFLUSALAT M/LAUK OG GRASLAUK
DÖNSK HERRAGARÐSÖND, 2,6 KG
ÍM KJÚKLINGABRINGUR
KR./KG
2498
KR./STK.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
349 KR./STK.
Nýtt Skyr.is
Skyr.is og Skyr.is drykkurinn eru nú í nýjum og glæsilegum umbúðum sem skreyttar eru myndum af íslenskum fjöllum. Vörurnar hafa verið uppfærðar til að svara kröfum nútímans um heilnæmar og bragðgóðar vörur. Vörðurnar á umbúðunum eru tákn um að heilbrigður lífstíll er ferðalag. Taktu Skyr.is með þér.
Fyrirþá þásem semhugsa hugsaum umheilsuna heilsuna Fyrir Skyr.is erer fitulaust, próteinríkt ogog uppspretta kalks ogog fjölmargra Skyr.is fitulaust, próteinríkt uppspretta kalks fjölmargra vítamína steinefna. Hægt er að neyta hvarskyr.is og hvenær annarraog vítamína og steinefna. Hægt erSkyr.is að neyta hvar og sem er ogsem það er hentar velhentar í alls konar drykki. hvenær og það vel í boost alls konar boost drykki. Skyr.is með glærum lokum rauðum Skyr.is með glærum lokum ogog rauðum borða er kolvetnaskert. er án viðbætts erborða kolvetnaskert. Það er ánÞað viðbætts sykurs og því tilvalið fyrirvilja þá sem vilja ogsykurs því tilvalið fyrir þá sem minnka minnka og kolvetnin og hitaeiningarnar kolvetnin hitaeiningarnar í fæðunni.í fæðunni.
Ert þú með SKYR markmið? Okkar markmið fyrir árið 2012 var að uppfæra Skyr.is fyrir nýja tíma. Í leiðinni bjuggum við til nýja Skyr.is heimasíðu sem gengur út á að sýna hvað það er gagnlegt að setja sér markmið til að ná árangri í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 0 0 3 9
Meira um nýtt Skyr.is og SKYR markmið á www.skyr.is.
SKRÁARGATIÐ
– norræn matvælamerking
Norræna matvælamerkið skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringarviðmið og er merking fyrir þær matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir eru fyrstu íslensku mjólkurvörurnar sem eru merktar með skráargatinu.
Markmið:
AÐ SKÍÐA NIÐUR STÓLINN Í SVARFAÐARDAL Í HNÉDJÚPUM PÚÐURSNJÓ, HRATT!
BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON BJÖGVIN BJÖRGVINSSON
%
arann*
20
hárblástur
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Hin sívinsælu ræktunarnámskeið okkar eru að hefjast aftur. Skráning í síma 578 4800 eða á www.rit.is
Ræktun ávaxtatrjáa, tvö kvöld Fimmtudaginn 16. og 23. feb. kl. 19:30 - 22:00. Verð kr. 12.800.- Leiðb: Jón Guðmundsson.
Ræktun berjarunna Verð kr. 4.500.-
Matjurtaræktun, tvö kvöld Mánudaginn 13. og 20. feb. kl. 19:30 - 22:00. Verð kr. 12.800.-
Kryddjurtaræktun Mánudaginn 20. 13 febrúar kl. 17:00 - 19:00. Verð kr. 4.500.-
Leiðbeinendur
Skráning
Auður I Ottesen
Skráning og nánari upplýsingar eru
Jón Guðmundsson
í síma 578 4800, á heimasíðu okkar www.rit.is og á netfang rit@rit.is
garðyrkjufræðingur
Staðsetning námskeiða
Á höfuðborgarsvæðinu verða námskeiðin haldin í sal á þriðju hæð hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Hús 2, Engjavegi 6. Fo s s h e i ð i 1 8 0 0 S e l fo s s Sími 578 4800
Námskeið verða einnig haldin víða um land, fylgist með á Facebook eða heimasíðum okkar, www.rit.is og www.groandinn.is
Hilmir Snær Guðnason og Björn Thors
HEIMSLJÓS eftir Halldór Laxness
PIPAR \ TBWA • SÍA • 120445
í leikgerð Kjartans Ragnarssonar
Sími í
miðasö
lu
00 551 12
Næstu sýningar: lau. 11. feb. kl. 19:30 – Aukasýning sun. 12. feb. kl. 19:30 –Aukasýning Sýningum lýkur fyrir páska
67%
Sértu karlmaður þarf útlitið ekki að vera neitt stórkostlegt vandamál. Passi menn uppá að þvo sér, klæðast ekki sokkum í sandölum, fara ekki í hvíta íþróttasokka við jakkaföt, hneppa neðstu tölunni frá og ekki kaupa mannþveng er þetta nokkurn veginn í lagi. Líf karlmanna er að þessu leytinu til talsvert einfaldara en hjá hinu kyninu. En þær eru nokkrar óskráðar reglur og launhelgar í heimi karlmannsins sem vert er að Teikningar/Hari passa sig á og þær snúast margar um hárlubbann.
A
16 febrúar kl. 17:00 - 19:00. Fimmtudaginn 23.
garðyrkjufræðingur
Blásinn, hárblásinn llir kannast við að hafa stolist í hárblásarann hjá konum sínum. Jafnvel þótt ekki sé nema til að þurrka staði sem handklæðið nær illa til þegar svo ber undir. Og hér er reyndar ein aukaregla sem vert er að minnast á í leiðinni: Enga slíka stæla með almenningsblásaranum í Sundhöllinni. En, sem sagt, hárblásarinn er annars nokkurt tabú í heimi karlmannsins og þeir er ekki margir sem fást til að viðurkenna að brúka slík tæki. Hefur þessi hræðsla líkast til með það að gera að síðast þegar samfélagið tók sig til og viðurkenndi slíkt misstu menn alla stjórn á sér í nýrómantískum og glamúrrokkgreiðslum. Atvinnumennirnir, klippararnir, eru heldur ekki á einu máli um þetta atriði. Einn, sem rætt var við vegna þessarar greinar, var alfarið á móti hárblæstri nema í einstaka tilvikum, það er ef um er að ræða rokkabillíhunda sem
þurfa að ná upp alvöru heysátu; þeir einir mættu nota græjuna. Annar atvinnumaður var síður en svo á móti blæstri. En bar þó fyrir sig því að öllu mætti ofgera og eitt væri að nota hárblásara – annað væri að vera blásinn. Þegar öllu er á botninn hvolft þá látum við íslenskir karlmenn ekki segja okkur fyrir verkum en í þessu sambandi er vert að taka sér til fyrirmyndar rúmlega þúsund ára gamlan Þingeying, Þorgeir Ljósvetningagoða, og blása áfram en bara á laun.
Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is
Óblásinn
Herraklipping
Léttur blástur
Blásinn
Það er óþarfi að líta út eins og pleimókall þótt hræðslan við blásarann taki yfir. Ef hárið er þurrkað með handklæði þarf að ýfa það aðeins upp – ekki bara setja yfir hausinn og hrista. Muna að strjúka aðeins í gegnum hárið með fingrunum til að fá örlitla lyftingu.
Ef gamaldags herraklipping varð fyrir valinu hjá rakaranum síðast þarf að huga að skiptingunni. Best er að fá hjálp frá rakaranum við að finna hana. Yfirleitt er skiptingin meira út á hlið en þig grunar. Settu uppáhalds hárkremið þitt í tiltölulega blautt hárið og greiddu fallega hliðarskiptingu í hárið. Passa að efst á hnakkanum gæti þurft að greiða aðeins fram. Það síðasta er svo að vippa toppnum létt yfir skiptinguna.
Ef leggja á í blástur er best að nota bara hendurnar til að móta hárið. Forðast freistinguna að brúka hringbursta frúarinnar. Setja örlítið af hárvöru í blautt hárið og blása bara litla kafla í einu. Til að fá mesta lyftingu með sem minnstum blæstri er best að halda hárinu föstu í endastöðu, hita svæðið vel og halda þangað til það kólnar. Nota jafnvel kuldatakkann ef frúin splæsti í delúx-útgáfuna. Athuga líka að brenna ekki hárið og ekki þurrka of mikið.
Ef blásturinn gengur of langt og spegilmyndin sýnir sjötta meðliminn í Whitesnake þarf að hefja björgunaraðgerðir strax. Bleyta upp í lubbanum og byrja upp á nýtt. Ekki reyna að gela mislukkaðan blástur niður því það endar sjaldnast vel. Hafi hins vegar tekist vel upp með blásturinn er annað sem ekki hefur mátt frá því að Limhal eyðilagði allt. Það er að stelast í hárlakkið sem frúin á pottþétt inni í skáp. Mundu bara eftir að setja tappann á því annars kemst upp um glæpinn.
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
Nokkur atriði að auki sem eru á bannlista: • Of mikið af Vellyktandi • Notkun á krullujárni • Of langar neglur • Prump undir sæng • • Samvaxnar augnabrúnir • Röndótt og köflótt föt samtímis •
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Sólarljósið í skammdeginu
Lumie dagljósið • Bætir líðan og eykur afköst • 10.000 lux í 25 cm fjarlægð *konur 25 – 80 ára Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
1 árs skilaréttur
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
t s m e r f g o t s r y –f
ódýr!
33
t r æ B á Fr
40
% tur
Verð
%r
u t t á l s af
afslát
998 998 799 1198 s t ö j saK kr. kg
kr. kg
Verð áður 1498 kr. kg Grísakótilettur
Verð áður 1698 kr. kg Grísagúllas og snitsel
í r G a L a s t ú 0 3 9980 989 998 0 3 3 kr. kg
kr. stk.
Lamba súpukjöt, 1. flokkur
Grillaður heill kjúklingur
% tur
afslát
kr. kg
kr. kg
kr. pk.
% tur
Bautabúrs blandað nauta- og grísahakk
Krónu lasagna
afslát
% tur
afslát
GLK ýsubitar, roð- og beinlausir, 800 g
598 698 319 % % 0 3 30 Ódýrt! kr. kg
kr. kg
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl
Verð áður 459 kr. kg Grísaskankar
Verð áður 998 kr. kg Grísasíða, pörusteik
559
Verð áður 798 kr. kg Grísa spare ribs
Krónan Krónan Krónan Árbæ Bíldsöfða Breiðholti
Krónan Granda
Verð áður 698 kr. kg Grísabógur
r u t t á l s f a
afsláttur
kr. kg
kr. kg
698 Grísahakk Krónan Krónan Hvaleyrarbraut Lindum
Krónan Mosfellsbæ
kr. kg
1189
kr. kg
Verð áður 1698 kr. kg Grísahnakki, úrbeinaður
Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Reykjavíkurvegi Akranesi Reyðarfirði Selfossi Vestmannaeyjum
22
viðtal
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Heiða stoppaði stutt á Íslandi í byrjun árs en þeysist nú um í Suður-Súdan. Ljósmynd Hari
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is
Íslenska járnfrúin í Afríku Ragnheiður Kolsöe er hörð í horn að taka, svo hörð að suður-súdanskir embættismenn kalla hana gjarna járnfrúna, já eða Thatcher. Heiða hefur búið í SuðurSúdan í tvö ár. Hún á hvergi heima, en býr til skiptist í gámi, tjaldi eða á skrifstofunni. Hún þeysist um þrjú fylki SuðurSúdan með prótínstykki, barnamat og súpubréf í töskunni og setur upp opinbert launakerfi í nýfrjálsu ríkinu.
H
ljómur dyrabjöllunnar ómar út á stétt. „Halló, halló!“ Fingur Ragnheiðar Kolsöe stingast út um bréfalúguna. „Komdu hérna inn á bakvið húsið. Það er alltof erfitt að opna þessar dyr!“ Heiða er heima hjá vinafólki á Stýrimannastíg. Sjálf á hún hvergi heima og ræturnar liggja víða. Frískleg móttaka. Þetta á eftir að verða hressandi, hugsar blaðamaður meðan hann hleypur í kringum húsið. Heiða ber með sér að vera röskleg, hörkudugleg og frökk. Þegar hún kveður viðurkennir hún að undirmenn sínir í Suður-Súdan, þar sem hún setur upp launakerfi fyrir stjórnvöld, kalli hana stundum Thatcher, já eða járnfrúna. Þeir vísa þar til breska forsætisráðherrans fyrrum, Margrétar Thatcher. „Það þýðir enga linkind þegar koma á upp kerfi sem allir eiga að geta unnið með; hvort sem þeir skilja ensku, amharísku eða arabísku, eru læsir, ólæsir, vel menntaðir eða ekki,“ segir hún og útskýrir skýrt og skilmerkilega hvernig launakerfið virkar. Það er augljóst að hún gerir það ekki í fyrsta sinn. Hún leggur
Starfsmaður í fjármálafylkisráðuneytinu í Bentíu, sem er í Unity-fylki. Hann heldur utan um mætingu starfsmanna ráðuneytisins.
áherslu á hvert atriði með höndunum og einfaldar allar skýringar mjög; enda það sem hún þarf að gera í starfi sínu í Suður-Súdan. „Þetta launakerfi var ekki tilbúið kerfi sem var yfirfært og staðlað fyrir Suður-Súdani heldur settumst við niður og spurðum fólkið hvernig launakerfið ætti að líta út og hönnuðum það eftir þörfum þess,“ segir hún. „Allir opinberir starfsmenn nota kerfið nema herinn. Við sjáum um alla fylkisstjóra og ráðuneytin eins og þau leggja sig: Öll þingin í tíu fylkjum, ráðherra og undirmenn þeirra.“ Fyrirtækið, sem hún á hlut í og vinnur hjá er afsprengi bandaríska stórfyrirtæksins Booz Allan Hamilton en Ragnheiður starfaði hjá dótturfyrirtækinu Booz & Company í Bretlandi. Við uppstokkun á fyrirtækinu fengu þau verkefnið í SuðurSúdan í sinn hlut og eru alltaf sjö til níu við störf hverju sinni. „Ég hef verið í Suður-Súdan í tvö ár. Upphaflega átti ég að vera í þrjár til sjö vikur og taka að mér eitt verkefni,“ segir Heiða sem var í atvinnuleit eftir að hafa nýlokið mastersgráðu í málefnum Afganistan. Þar
var hún einnig friðargæsluliði fyrir Íslands hönd hjá NATO í eitt og hálft ár. Heiða hafði einnig lokið BAgráðu í þróunarfræði og þróunarhagfræði með áherslu á Súdan. „Ég fékk símtal klukkan ellefu að kvöldi sunnudags frá Booz & Company og
hér; Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem ég var á fornmálabraut og lærði latínu,“ segir hún og bætti þá enn einu tungumálinu við kunnáttu sína, því hún lærði þýsku, frönsku og lúxemborgísku í Lúxemborg. Heiða talaði alltaf íslensku á heimili sínu en
Ég lifi öfgakenndu lífi í erfiðustu fylkjum Suður-Súdan. Ég hef haft tvær aðstoðarmanneskjur sem gáfust upp. Þær gátu þetta ekki, hvorki andlega né líkamlega. var flogin til Afríku klukkan átta kvöldið eftir.“
Ólst upp í Lúxemborg
Heiða flutti til Lúxemborgar átta ára gömul, þar sem pabbi hennar var í fluginu. „Ég hef eiginlega aldrei búið á Íslandi. Var jú í menntaskóla
Í atvinnu- og vinnumálafylkisráðuneytinu í Bentíu í Unity-fylki. Hér hafa starfsmenn stofnana fylkisins safnast saman til að skanna skjöl.
lærði einnig ensku, þar sem margir gestir á heimili hennar töluðu ensku. Hún hefur mest varið sex mánuðum samfleytt hér á landi frá árinu 2000. „Svo fór ég sem skiptinemi árið 1997 til Gvatemala. Þar lærði ég Framhald á næstu opnu
Hér stýrir Heiða launakerfisnámskeiði í Bentíu. Kerfið er hannað frá grunni svo allir, óháð menntun og tungumáli, geti notað það.
2afsl0átt%ur Gildir verslunum eLinungis í yfja & heilsu
Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.
24
viðtal
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Hér má sjá aðstöðu Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan, þar sem Heiða gistir og greiðir 118 dollara fyrir hverja nótt.
var brýnni. Ég valdi Suður-Súdan.“
Býr í gámi og tjaldi
Heiða býr í ferðatösku, tjaldi og gámum. Hún á búslóð í geymslu í Hafnarfirði, fullan fataskáp í London, sem vinkona hennar geymir. Svo geymir hún matarbirgðir, eldunaráhöld og annað sem hún þarf í skotti Land Cruiser jeppa sínum í Unity-fylki þegar hún sinnir verkefnum annars staðar í landinu. „Ég fæ inni hjá Sameinuðu þjóðunum á staðnum sem ég bý oftast á í landinu; UN Mission to South Sudan. Þar bý ég í gámi og greiði
118 dollara [15.600 krónur] í leigu á dag. Ég hef aðgang að sturtu sem fjöldinn allur notar. Það eru svo margir um þetta og umgengnin ekki sú besta. Ég tek því bara niður gleraugun ef mér ofbýður subbuskapurinn,” segir hún og hlær. „Best er að vera í tjaldi. Það er lúxusinn.“ Matinn geymir hún í plastboxum til að verjast ágangi músa og rotta. Hún segir að maturinn sé mjög einhæfur. „Súdanir borða mikið af kornmeti. Þeir eru heppnir ef þeir fá tvær máltíðir á dag. Mjólkurduft og sykur er uppistað-
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 58351 02/12
spænsku.“ Nú hefur Heiða búið í SuðurSúdan í tvö ár. Draumur hennar var að fara til Eþíópíu. „Þegar ég var barn voru aðeins þrjú lönd í huga mínum auk Íslands. Það voru Lúxemborg, Holland og Eþíópía. Og ég ætlaði fyrst að fara til Eþíópíu, en komst snemma að því að þangað sækja þeir sem hafa unnið vel og lengi við þróunaraðstoð og eftir að hafa eignast fjölskyldu. Þar eru til dæmis góðir skólar fyrir börnin. Líkurnar á því að fá vinnu þar voru því ekki miklar og ég einblíndi því á land, þar sem hjálpin
Heiða á Íslandi í byrjun árs. Hér er hún heima hjá vinafólki, en sjálf á hún hvergi heima.
an í morgunmatnum þeirra. Allt eru þetta hlutir sem við erum lítið fyrir. Ég finn hvernig orkan og lífsviljinn dvínar [hjá þeim sem eru ekki vanir svona fæði]. Fyrrum sérfræðingar úr bandaríska hernum eru farnir að blóta eftir viku á þessu fæði,“ segir Heiða sem tekur vítamín og borðar próteinstykki til að auka fjölbreytnina. „Svo hef ég með mér pakkasúpur, grænmetissúpur og barnamat.“ Hún flýgur í klukkustund og tuttugu mínútur til Keníu þegar hún finnur að einhæft mataræðið er farið að hafa áhrif á líkama og sál. Þar lifir hún nánast eingöngu á ferskum ávöxtum, fersku grænmeti og sushi. „Ég er aldrei lengur en ellefu vikur í Suður-Súdan án þess að skreppa til Keníu,“ segir hún. „Vinnan í Suður-Súdan er eins og að vera í akkorði. Það þykir erfitt að vinna að þróunar-
starfi í Suður-Súdan og því er fólki sem vinnur þar við þróunaraðstoð flogið yfir á sex vikna fresti í frí til að hlaða batteríin.“
Fórnar sátt útlimum
Ein og með óendanlega ævintýraþrá. Óttast hún aldrei um líf sitt í Suður-Súdan, þar sem hefur verið róstusamt; borgarastyrjöld sem hrakti fjórar milljónir á brott og þar sem þúsundir hafa á síðustu misserum látist vegna erja ólíkra þjóðarbrota, heilbrigðiskerfið er í molum, 90 prósent íbúa landans lifa á eða undir einum dollara á dag og hungursneyð ríkir? „Auðvitað er ég í meiri hættu en meðal Íslendingur sem labbar í vinnuna eða tekur strætó,“ segir hún. En á meðan hún gæti almennt að sér sé hættan ekki stórkostleg. „Ég hugsa málin þannig að ég geti lifað með því að missa útlim ef ég
BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þú velur upphæðina.
Ég hugsa málin þannig að ég geti lifað með því að missa útlim ef ég lendi á jarðsprengju í Suður-Súdan, því það er miklu meira um það en að fólk deyi. Það væri ekki endirinn á lífinu þótt ég missti útlim.
Egyptaland
Líbía
a a-h uð Ra
Norður-Súdan
Mið-afríkulýðveldiÐ
Er
ítr
ea
Eþíópía Suður-Súdan
+ Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is
kongó Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi.
fið
Tsjad
Úganda Kenía
viðtal 25
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Skrölti á Land Rover um Keníu, Úganda og Tansaníu Ragnheiður Kolsöe var leiðsögumaður á safarí-jeppa aðeins 22 ára gömul lendi á jarðsprengju í Suður-Súdan, því það er miklu meira um það en að fólk deyi. Það væri ekki endirinn á lífinu þótt ég missti útlim,“ segir hún rétt eins og hún sé að ræða veðrið. „Ég myndi ekki vilja vera lömuð og ég vil ekki deyja en ég myndi ekki tapa mér ef ég missti útlimi og ég tek þá áhættu.“ En einvera og akkorðsvinna er ekki fyrir alla. Langar Heiðu að eignast fjölskyldu – maka og börn, í framtíðinni? „Já, en það er erfitt að eiga mann heima þegar maður vinnur þróunarstarf. Yfirleitt eru lofaðir karlmenn á staðnum og konan bíður heima eða býr einhversstaðar annars staðar í AusturAfríku. Það er óalgengara að karlinn sé heima og sinni börnum,“ segir hún. „Svo er erfitt að kynnast fólki. Ég er að meðaltali tuttugu daga í einu frá höfuðborginni. Mitt fólk eru suður-súdanskir fylkisráðherrar eða opinberir starfsmenn. Ég ver því litlum tíma með þeim eftir vinnu. Ég hef oftast fengið nóg eftir daginn og dríf mig heim. Áreitið er svo mikið,“ segir hún.
Ísland fínn grafreitur
„Ég gæti þó séð fyrir mér að vera með heimili eða athvarf í Keníu og farið reglulega þangað,“ segir Heiða. „Eftir því sem ég verð færari og með betri tengiliði verð ég fljótari að koma verkefnum í gegn. Það er dýrt að flakka á milli en samt er það sem ég sé fyrir mér. Því núna á ég mér ekkert hefðbundið líf. Ég skrepp ekki í bíó, fer ekki út að borða eða annað. Ég lifi öfgakenndu lífi í erfiðustu fylkjum Suður-Súdan. Ég hef haft tvær aðstoðarmanneskjur sem gáfust upp. Þær gátu þetta ekki, hvorki andlega né líkamlega.“ En þrátt fyrir harðneskjuna sér Heiða ekki fyrir sér að búa á Íslandi í framtíðinni. „Nei, en ég ætla að eiga grafreit hérna, ef það verður ekki of mikið vesen að flytja mig heim.“
Ragnheiður Kolsöe, Heiða, þekkir Keníu vel, því þar vann hún sem leiðsögumaður tæplega 22 ára gömul – fyrir rétt rúmum tíu árum. Þá ók Heiða með Íslendinga á Land Rover jeppa fyrir íslenskt safarí-fyrirtæki. „Ég starfaði fyrir þetta fyrirtæki í tæpt ár. Ferðin hófst í Keníu. Við keyrðum til Úganda og Tansaníu. Ég var ein með hópinn. Bíllinn bilaði oft á ferð okkar um Rift Valley (í Tansaníu) og Masai Mara, sem er í Keníu og einn þekktasti þjóðgarðurinn í Austur-Afríku. Eitt skiptið fóru einn eða tveir sílinderar (strokkar) í vélinni í botni dalsins. Ég ók þá upp brattar brekkur í öðrum gír með þrjá Íslendinga í bílnum. Það hellirigndi. Við komumst upp úr dalnum á engum hraða,“ lýsir Heiða. „Í eitt skiptið sprakk eitthvað í vélinni og hún spúði olíu yfir allt. Ég var við það að bræða úr
Fræðslufundir og námskeið Arion banka
Fjármálafræðsla fyrir þig
Arion banki beitir sér fyrir bættu fjármálalæsi og hefur bankinn staðið að fjölda námskeiða sem þúsundir viðskiptavina hafa sótt sér að kostnaðarlausu. Námskeið í febrúar
Meniga SMART markmið í fjármálum Meniga Greiðslur úr lífeyrissparnaði - hvað ber að hafa í huga?
Þriðjudagur, 14. febrúar Háskólinn í Reykjavík Fimmtudagur, 16. febrúar Borgartún 19 Fimmtudagur, 23. febrúar Verkmenntaskólinn á Akureyri Þriðjudagur, 28. febrúar Borgartún 19
Meniga er sjálfvirkt og einfalt heimilisbókhald sem veitir þér betri yfirsýn yfir fjármál heimilisins. Boðið er upp á byrjendanámskeið en Meniga heimilisbókhaldið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu í Netbanka Arion banka. SMART markmið í fjármálum er fræðslufundur um það hvernig best er að setja sér markmið í fjármálum til þess að ná sem bestum árangi. Fyrirlesari er Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Boðið er upp á léttar veitingar. Skráning á arionbanki.is eða í síma 444 7000.
Hvaða fjármálafræðslu vilt þú fá?
Sendu okkur ábendingu um það hvaða fjármálafræðslu þú vilt fá á arionbanki.is/fraedsla Arion banki er aðalbakhjarl Stofnunar um fjármálalæsi.
Suður-Súdan Höfuðborg: Júba, en verður líklegast færð Opinbert tungumál: Enska Sjálfstæði frá Súdan: 9. júlí 2011 Stærð landsins: 619 ferkílómetrar Fjöldi landsmanna: Um átta milljónir Fjöldi tungumála: Um sextíu Trú: Flestir múslímar en um tíu prósent kristnir auk annarra Barnadauði: 135 af hverjum 1.000 Heilbrigðiskerfi: Eitt það lakasta í heiminum Auðlind: Olía, sem veitir 98% allra tekna stjórnvalda Heimild: Wikipedia
bílnum. Aftur var ég í þessum blessaða dal. Vélarolían lak ofan í bílinn og rúðuþurrkurnar sópuðu olíunni af rúðunni.“ Starfið fékk hún eftir að hafa tekið meirapróf. Það kemur sem skrattinn úr sauðarleggnum þegar litið er til þess að hún er með háskólagráður í þróunarmálum. „Ætli ég hafi ekki bara viljað halda mér á jörðinni,“ segir hún og glottir spurð hvers vegna hún tók meirapróf. „Pabbi og systir mín eru í fluginu. Hann flugmaður en hún sér um öryggið um borð í Icelandair-vélum. Svo dreymdi mig um að keyra stóra trukka; flutningabíla sem búið er að byggja hús á, fyrir breska ferðaskrifstofu sem bíður safaríferðir í Afríku. En ég var of ung þegar á reyndi,“ segir hún og að draumurinn hafi kviknaði eftir fjögurra mánaða ferð um hin ýmsu lönd, meðal annars Nepal, Indland og Pakistan.
arionbanki.is – 444 7000
26
handbolti
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Gullöld danskra handboltamanna Hjálp
náttúrunnar við aukakílóum
Flestir handboltaspekingar telja að Evrópumeistaratitill Dana sé aðeins upphafið á titlaflóði til Danmerkur næstu árin. Bestu menn liðsins eru ungir að árum og eiga næstu tíu ár framundan á toppnum.
VIÐUR KENNT A AF EFS Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
D
anska handboltalandsliðið reis heldur betur úr öskustónni á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu sem lauk um síðustu helgi. Eftir hörmulegt gengi í riðlakeppninni þar sem leikir gegn Serbíu og Póllandi töpuðust var liðið afskrifað. Danskir fjölmiðlar kepptust við að gagnrýna þjálfarann Ulrik Wilbeck og lykilmenn liðsins. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins en með ekkert stig inn í milliriðil töldu flestir að draumur um sæti í undanúrslitum væri lítið annað en – einmitt draumur. Þá vaknaði danska liðið. Sigrar gegn Makedóníu, Þýskalandi og Svíþjóð ásamt hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gerðu það að verkum að liðið komst í undanúrslit. Sigur á Spáni tryggði sæti úrslitum og Serbar voru engin fyrirstaða í úrslitaleiknum. Fimm sigrar í röð höfðu fært liðinu Evrópumeistaratitil. Slæmu fréttirnar fyrir andstæðinga Dana eru þær að bestu leikmenn liðsins eru allir nær tvítugu en þrítugu. Stórskyttan Mikkel Hansen, sem skoraði 9 mörk í úrslitaleiknum og er af mörgum talinn besti handboltamaður heims í dag, er aðeins 24 ára. Markvörðurinn Niclas Landin er 23 ára og leikstjórnandinn Rasmus Lauge Schmidt er tvítugur. Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport segir í samtali við Fréttatímann að það séu engar tilviljanir á bak við þetta góða gengi Dana. „Þeir hafa farið sömu leið og Frakkar. Þeir hafa unnið markvisst með unga drengi sem þeir hafa valið sérstaklega út. Við sjáum það að dönsku unglingalandsliðin eru öll á
toppnum. Þau vinna öll mót sem þau taka þátt í. Leikmenn eins og Mikkel Hansen, Niklas Landin og Rasmus Lauge Schmidt eru allir afsprengi þessarar vinnu og það er fullt af öðrum leikmönnum á leiðinni. Þessir strákar eru í kringum tvo metrana á hæð, hundrað kíló en hreyfa sig eins og litlir menn. Þeir æfa hrikalega mikið og vel og hugsa vel um sig. Ég sé danska liðið á toppnum næstu tíu árin. Svo einfalt er það,“ segir Guðjón og bætir við lítilli dæmisögu af dugnaði dönsku leikmannanna: „Bræðurnir Rene Toft Hansen og Henrik Toft Hansen eru ógurlegir jakar. Foreldrar þeirra eru svínabændur á Jótlandi og strákarnir fara enn í sumarfríunum sínum að vinna hjá forleldrum sínum. Þetta er bara svona. Dönsku leikmennirnir eru ótrúlega duglegir og samviskusamir.“ Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu, er sammála Guðjóni. „Danska landsliðið hefur alla burði til þess að vera á toppnum næstu árin. Ég hef ekki trú á því að þeir verði með neina einokunartilburði enda er franska liðið ekki hætt, Spánverjar eru að koma upp með stórbrotið lið og Króatar verða áfram mjög góðir. Danir hafa þó mikla breidd, frábæran þjálfara, gott skipulag og nú heimsklassamenn í Mikkel Hansen og Niklas Landin sem munu gera þeim kleift að vinna fleiri stórtitla á næstu árum. Þetta er í annað sinn sem liðið vinnur EM og sigurhefðin er að verða til hjá liðinu. Þeir vita að þeir hafa það sem til þarf að fara alla leið. Þess utan eru fleiri sterkir menn eins og Lauge að koma upp og framtíðin fyrir danska landsliðið er því afar björt þar,“ segir Henry Birgir.
Þrír lykilmenn
KONJAK er ný grenningarvara fyrir fullorðna í ofþyngd. KONJAK inniheldur náttúrulegar trefjar, (glucomannan) sem eru unnar úr konjak plöntunni sem vex í Asíu. Þegar KONJAK er notað samhliða léttu mataræði má auka þyngdartap um allt að 60%. Það þýðir að fyrir hvert kíló sem þú missir af eigin rammleik getur þú með hjálp KONJAK misst allt að 1,6 kg. Glucomannan eru fyrsta náttúrulega efnið sem sérfræðingar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu hafa viðurkennt að raunverulega hjálpi við þyngdartap. Glucomannan eru vatnsuppleysanlegar trefjar sem eru þeim eiginleikum búnar að þær geta dregið til sín 2-300 falda þyngd sína af vatni. Þegar töflurnar leysast upp í maga myndast því massi sem fyllir upp í magann og flýtir fyrir seddu tilfinningu. Notkun: 2 töflur með stóru vatnsglasi hálftíma fyrir 3 stærstu máltíðir dagsins. Frekari upplýsingar www.gengurvel.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, heilsuhillum stórmarkaða og á www.femin.is
Mikkel Hansen
Niklas Landin
Rasmus Lauge Schmidt
Guðjón segir: „Hann er besti handboltamaður í heimi. Hann hefur tekið við keflinu af Ólafi Stefánssyni. Hann gefur á línu, er góður varnarmaður, ber boltann upp og er einstakur skotmaður. Hann er einfaldlega frábær leikmaður og ótrúlegur íþróttamaður.“ Henry Birgir segir: „Margir efuðust þegar hann ákvað að fara frá Barcelona til AG í Kaupmannahöfn. Hann sagðist gera það því hann þyrfti að spila meira til þess að taka framförum. Það hefur hann heldur betur gert. Er ekki bara stórkostleg skytta lengur heldur einnig orðinn klókur spilari. Einn af þeim bestu í heiminum í dag og hefur alla burði til þess að verða besti handboltamaður heims næstu árin.“
Guðjón segir: „Menn eru búnir að vita þetta lengi. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og klárlega annar af tveimur bestu markvörðum heims. Hann mun taka við af Omeyer þegar hann hættir. Svo er hann sómadrengur.“ Henry Birgir segir: „Lengi verið talað um hann sé efnilegasta markvörð heims en á EM sannaði Landin að hann er orðinn einn af bestu markvörðum heims í dag. Stendur undir öllu lofinu. Á bara eftir að verða betri. Gengur til liðs við lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, næsta sumar og verður í lykilhlutverki í því liði sem Guðmundur er að byggja upp þar.“
Guðjón segir: „Hann er líklega efnilegasti leikstjórnandi í heimi í dag. Hann les leikinn vel, er góður skot- og gegnumbrotsmaður. Hann hefur þetta allt og hefur farið hraðar af stað en Mikkel Hansen. Það hjálpar honum líka að hann er í BSV sem er frábært lið og þar er honum falin ábyrgð sem hefur gert honum kleift að bæta sig mikið. Hann hefur alla burði til að vera einn besti leikmaður heims.“ Henry Birgir segir: „Enn eitt undrabarnið. Þurfti að hafa fyrir því að komast í danska hópinn fyrir EM en sannaði svo um munaði að það var rétt hjá Wilbek að taka hann með. Bestur í undanúrslitaleiknum og átti margar frábærar innkomur. Aðeins tvítugur og á eftir að verða frábær.“
Aldur: 24 ára Staða: Vinstri skytta Lið: AG Köbenhavn Hæð: 1,96 m Þyngd: 96 kg
Aldur: 23 ára Staða: Markvörður Lið: Bjerringbro-Silkeborg Hæð: 2,0 m Þyngd: 93 kg
Aldur: 20 ára Staða: Miðjumaður Lið: Bjerringbro-Silkeborg Hæð: 1,93 m Þyngd: 96 kg
Svínahnakki úr kjötborði
Svínalundir úr kjötborði
Nauta innralæri
1.198,kr./kg
1.598,kr./kg
2.698,kr./kg
verð áður 1.498,-/kg
verð áður 2.198,-/kg
verð áður 3.298,-/kg
Naut
Fjarðarkaup 10. - 11. febrúar
Kjarnafæði jurtakryddað lambalæri
Fjallalambs lambasúpukjöt (frosið)
verð áður 1.698,-/kg
verð áður 698,-/kg
1.498,kr./kg
Nautahakk ca.2,5kg í pk.
1.298,kr./kg verð áður 1.598,-/kg
Fjallalambs fjallalæri kryddað
Hamborgarar 115g 2 í pk.
1.498,kr./kg
396,kr./pk.
verð áður 1.698,-/kg
verð áður 480,-/pk.
598,kr./kg
Fjallalambs kindahakk (frosið)
998,kr./kg
verð áður 1.139,-/kg
Fjallalambs lambasvið (frosin)
Ísfugl frosinn kjúklingur
KEA kindakæfa 200g
Goði skinka 216g
248,kr./kg
669,kr./kg
256,kr./stk.
398,kr./stk.
verð áður 785,-/kg
verð áður 343,-/stk.
verð áður 568,-/stk.
Fjallalambs lambalæri (frosið)
Ísfugl kjúklingabringur
Goði vínarpylsur 10 í pk.
Goði bacon
1.298,kr./kg
1.998,kr./kg
522,kr./pk.
1.845,kr./kg
verð áður 1.498,-/kg
verð áður 2.349,-/kg
- Tilvalið gjafakort
verð áður 2.298,-/kg
Tilboð gilda til laugardagsins 11. febrúar
Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is
28
viðtal
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Móðurhlutverkið það yndislegasta sem til er Unnur Birna Vilhjálmsdóttir hefur nýlega tekist á hendur stærsta hlutverk sitt hingað til: Að fæða og ala upp barn. Hún situr ekki auðum höndum þessa dagana, því auk þess að sinna sjö mánaða gamalli dóttur, leggur hún lokahönd á meistararitgerð sína í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Sölvi Tryggvason spjallaði við Unni. Ljósmyndir/Hari
Þ
eir eru fáir á ferð þennan kalda miðvikudagsmorgun í Borgartúni, þar sem ég hef mælt mér mót við Unni Birnu. Rjúkandi heitt kaffið, sem hún drekkur svart og sykurlaust, er nýkomið á borðið þegar við hefjum samtal okkar. Við byrjum á móðurhlutverkinu. „Ég ætla að fara beint í klisjuna. Þetta er yndislegasta hlutverk í heimi, algjörlega magnað í alla staði. Ég held að maður geti ekki skilið þetta fyrr en að upplifa það sjálfur. Ég hef lesið viðtal eftir viðtal þar sem konur tala um þetta og núna líður mér nákvæmlega eins. Ég hefði aldrei trúað því. Það er bara engu líkt að finna þessar nýju tilfinningar og hvernig allt breytist hjá manni við að fylgja þessari litlu mannveru út í lífið.“ Unnur hafði öðlast nokkra reynslu af barnauppeldi áður en Erla Rún kom í heiminn, því Pétur Rúnar Heimisson, kærasti hennar, á dóttur sem var tveggja ára gömul þegar þau kynntust. „Já, hún var ennþá bara bleiubarn þegar við kynntumst og ég var því komin með dálitla reynslu af barnauppeldi, en bara eftir tveggja ára
aldur,“ segir Unnur Birna og brosir. Hún segir að fæðing Erlu hafi breytt sér á ýmsa vegu.
Forgangsröðunin hefur gjörbreyst
„Aðallega er forgangsröðunin orðin allt önnur en áður var. Núna er fjölskyldan númer eitt. Dóttir mín, kærastinn og stjúpdóttir. Þegar maður er að stressa sig á skólanum, vinnunni eða peningum er svo gott að hafa þessa fjölskylduheild til að halla sér að og koma manni strax niður á jörðina og í skilning um hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Fjölskyldan, nánustu vinir og heilsan er það sem öllu skiptir. Áður fyrr keyrði ég mig stundum mjög hart áfram í vinnu og tók meiri þátt í kapphlaupinu, sem er auðvitað allt í lagi stundum, en maður má ekki láta stressið ná þannig tökum á sér að maður missi sjónar á því sem raunverulega skiptir máli. Ég átti það til að týna mér algjörlega í því sem ég var að gera og forgangsraðaði allt öðruvísi en ég geri í dag. Það má eiginlega segja að það hafi hægst verulega á öllu hjá mér eftir að ég eignaðist dóttur mína og að hún hafi jarðtengt mig.“
Það gekk ekki átakalaust fyrir sig að koma Erlu litlu í heiminn, þó að meirihluti meðgöngunnar hafi gengið afar vel.
Fékk meðgöngueitrun rétt fyrir fæðingu
„Ég var mjög hraust, fór í göngutúra, stundaði meðgöngujóga og gerði svona flest það sem maður á að gera þegar maður gengur með barn. En maímánuður var dálítið strembinn í skólanum og ég fór í nokkur erfið próf. Ég átti að eiga í lok júní og ætlaði bara að slaka á eftir að skólinn var búinn og fara í hreiðurgerð, sem ég og gerði. En á fertugustu viku, þegar ég var komin á settan dag fór ég í síðustu skoðunina og blóðþrýstingurinn mældist 170/110. Í framhaldi af því var ég greind með bráðameðgöngueitrun. Yfirleitt kemur meðgöngueitrun fram fyrr og hefur meiri aðdraganda, en hjá mér gerðist þetta mjög skyndilega. Ég var send beint niður á kvennadeild og um kvöldið var ég sett af stað. Ég, sem hafði ætlað mér að gera þetta mjög náttúrulega, notast við jógaöndunina og eiga helst í heitum potti var þarna orðin algjör sjúklingur með æðalegg og föst í monitor. Hugmyndir
Sölvi Tryggvason ritstjorn@frettatiminn.is
Ég hef lesið viðtal eftir viðtal þar sem konur tala um þetta og núna líður mér nákvæmlega eins. Ég hefði aldrei trúað því. Það er bara engu líkt að finna þessar nýju tilfinningar og hvernig allt breytist hjá manni við að fylgja þessari litlu mannveru út í lífið.
mínar um hina fullkomnu fæðingu fóru bara allar út um gluggann,“ segir Unnur Birna og hlær, enda fór allt vel að lokum. „Ég hlæ að þessu núna, en upplifunin var auðvitað allt önnur en ég hafði gert mér í hugarlund. En sem betur fer gekk þetta mjög hratt fyrir sig og hún var komin í heiminn þremur tímum eftir að ég var sett af stað, sem er víst óvenju hratt.“
Kynntist jóga í Kína
Unnur kemur ítrekað inn á jógaöndun þegar hún ræðir um meðgönguna, svo að ég stenst ekki mátið að spyrja hana hvort hún hafi lengi stundað jóga. „Ég kynntist jóga almennilega þegar ég vann fyrir utanríkisráðuneytið í tengslum við heimssýninguna í Shanghai í Kína. Ég fann lítið jógastúdíó, þar sem kennslan var mjög persónuleg og mikið lagt upp úr andlega hlutanum. Ég var svo í meðgöngujóga áður en ég átti og hugsa að ég muni alltaf stunda jóga í einhverjum mæli. Það gefur mér mikinn innri frið og losar mig við streitu. Þegar ég var úti í Kína vann ég mikið og áreitið úti á götu Framhald á næstu opnu
ENNEMM / SÍA
Sendu 5 toppa af Merrild eða Senseo-pökkum fyrir 17. mars til:
Merrild Pósthólf 78 130 Rvk
Safnaðu 5 toppum af Merrild og freistaðu gæfunnar
Þér er boðið að taka þátt í skemmtilegum leik sem getur fært þér stórkostlegan vinning.
Safnaðu fimm toppum af Merrild eða Senseo kaffipokum og þú gætir unnið:
100.000 kr. í Debenhams Meikóver-dag með Kalla Fjölda annarra vinninga Nýjasta Senseo kaffivélin frá Heimilistækjum og ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi
ams kort í Debenh fa ja g r. k 0 0 100.0 agur með Kalla og meikóver-d
30
viðtal
Helgin 10.-12. febrúar 2012
FRUMSÝND Í 3-D Í DAG!
SENDU SMS SKEYTIÐ ESL EP1 Á NÚMERIÐ 1900 OG O G ÞÚ ÞÚ G GÆTIR ÆTIR U UNNIÐ! NNIÐ!
VILTU VINNA MIÐA?
FFULLT ULLT A AFF VINNINGUM:
var gríðarlegt, enda fólksfjöldinn svakalegur. Ég sofnaði alltaf eins og ungbarn þegar ég komst í jóga og heitt bað áður en ég fór upp í rúm á kvöldin.“ Það þekkja flestir Unni Birnu eftir að hún varð ungfrú Ísland og svo ungfrú Alheimur. Hún varð að almenningseign á einni nóttu og það tók sinn toll að vera svo þekkt í litlu samfélagi. Unnur horfir samt með jákvæðum augum á þennan tíma í sínu lífi, sem hún segir að hafi gefið sér mörg tækifæri sem hún hefði ef til vill ekki fengið annars.
Verður alltaf þekkt sem fyrrverandi fegurðardrottning
Unnur er búin að sætta sig við að hún verði líklegast alltaf þekkt sem fegurðardrottning og finnst það í góðu lagi, svo fremi að hún sé líka metin að verðleikum fyrir annað sem hún gerir í lífinu. „Ég hef gert fleira en margir á mínum aldri. Ég hef samhliða náminu starfað hjá lögreglunni, utanríkisráðuneytinu, í sjónvarpi og fjölmiðlum og við störf tengd lögmennsku, meðal annars hjá Glitni og síðan Íslandsbanka, eftir hrun, sem og fyrir Varnarmálastofnun. Ég átta mig á því að ég verð alltaf fyrrverandi Ungfrú heimur og losna ekkert við þann stimpil í bráð, en það má ekki gleyma því að ég hef gert ýmislegt annað líka. Mér finnst það stundum gleymast í umræðunni, til dæmis þegar fólk talar um Lindu Pé að hún hefur í langan tíma rekið stórt og farsælt fyrirtæki.“ Unnur Birna segist ekkert endilega vilja einskorða sig við störf tengd lögfræði og segist alltaf opin fyrir skemmtilegum verkefnum og tækifærum, sama á hvaða sviði þau eru. Hún vilji ekki loka neinum dyrum og festast inni í heimi lögmennskunnar, þó að vissulega liggi áhugi hennar þar eins og sakir standa.
Skrifar meistararitgerð í lögfræði og flutt í Garðabæ „Ég er að útskrifast í vor og skrifa þessa dagana lokaritgerð mína, sem er á sviði
orku-, auðlinda- og umhverfisréttar. Vinnuheitið er: „Sjálfbærni orkuauðlinda.“ Þetta eru réttarsvið sem hafa alltaf heillað mig. Ég hef kynnt mér þau í náminu og hef mikinn áhuga á þeim, þó að það eigi auðvitað eftir að koma í ljós hvort ég mun starfa við þau í framtíðinni. Ég er mjög ánægð með að hafa valið lögfræðina og finnst hún í senn gagnleg og skemmtileg þó ég hafi tekið minn tíma í að klára hana. Ég tók mér námshlé í tvígang: Fyrst þegar ég fékk tækifæri til að starfa í Shanghai og svo núna í haust eftir að ég eignaðist Erlu Rún.“ Þegar ég spyr hana hvort það sé eitthvað sem hún vill alls ekki starfa við stendur ekki á svarinu. „Mig langar ekkert sérstaklega að sérhæfa mig í skattarétti og með því að viðurkenna það er ég líklega að útiloka það að ég fái vinnu hjá skattstjóra,“ segir Unnur og hlær. Hún segist alls ekki eiga von á að fá einhverja sérmeðferð þegar kemur að því að sækja um vinnu og ef eitthvað sé muni hún þurfa að sanna sig meira en aðrir. Hún er þessa dagana að útbúa ferilskrá og segist á næstunni ætla að sækja um vinnu á fjölmörgum stöðum, eins og flestir samnemendur hennar geri. „Það sækja flestir um allt það sem er í boði, enda mikið af lögfræðingum og atvinnuástandið í landinu svo sem ekkert frábært. Þar sem ég er það sem má kalla þjóðþekktur einstaklingur mun ég örugglega þurfa að sanna mig tvöfalt miðað við aðra nýútskrifaða lögfræðinema, bara vegna þess hvað ég er þekkt fyrir. Fólk er með fyrirfram ákveðnar skoðanir, en það er allt í lagi. Ég stend alveg undir því að þurfa að sanna mig,“ segir hún ákveðin. Unnur Birna sagðist í viðtali við mig fyrir tæpu ári sjá sig fyrir sér eftir fimm ár komna í Garðabæ með fjölskyldu. „Nú er ég komin í Garðabæ og með barn, þannig að ég þarf að fara að búa til nýtt plan,“ segir Unnur Birna að lokum og hlær innilega.
BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
WWW.SENA.IS/STARWARS-EP1
Ég hef samhliða náminu starfað hjá lögreglunni, utanríkisráðuneytinu, í sjónvarpi og fjölmiðlum og við störf tengd lögmennsku, meðal annars hjá Glitni og síðan Íslandsbanka, eftir hrun, sem og hjá Varnarmálastofnun.
32
fréttir vikunnar
Takmarkanir á auglýsingum Ríkisútvarpsins Í drögum nefndar á vegum menntamálaráðherra um endurskoðun laga um Ríkisútvarpið er meðal annars lagt til að settar verið takmarkanir á sjónvarpsauglýsingar, sem munu skerða tekjur RÚV af birtingu auglýsinga um 15 prósent.
Frjálslyndir fá milljónir Reykjavíkurborg ber, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, að greiða Frjálslynda flokknum tæpar sjö milljónir króna sem greiddar voru til Borgarmálafélags Flistans sem Ólafur F. Magnússon, þáverandi borgarstjóri, hafði umráð yfir.
Gagnaver Verne Global opnað
2,3 Vikan í tölum
28 þúsund skora á Ólaf Ragnar Um tuttugu og átta þúsund manns hafa undirritað áskorun þess efnis að Ólafur Ragnar Grímsson gefi kost á sér til áframhaldandi starfa sem forseti Íslands næsta kjörtímabil. Undirskriftasöfnuninni lýkur á þriðjudag.
Evrópusambandið mælir nethraða á Íslandi
3,3
prósent er hlutfall arðstekna af sjávarútvegi sem íslenska ríkið fékk í sinn hlut samkvæmt útreikningum Kristins H. Gunnarssonar.
prósent er lækkunin á sölu áfengis í janúar á þessu ári miðað við janúar á síðasta ári.
Sjálfboðaliða er nú leitað til að taka þátt í mælingu á nethraða Íslandi. Framkvæmdastjórn ESB gerir um þessar mundir slíkar mælingar í 30 Evrópulöndum, aðildarríkjunum 27 auk Króatíu, Noregs og Íslands.
Biður Kópavogsbúa afsökunar Ásdís Ólafsdóttir, sem frumkvæði átti að stofnun Y-Lista Kópavogsbúa, hefur beðið Kópavogsbúa afsökunar vegna myndunar nýs meirihluta í Kópavogi. Hún segir að listinn hafi tekið stóra U-beygju frá sínum grunngildum, siðbót í stjórnsýslu og að bæjarstjórinn yrði ópólitískur – og faglega ráðinn.
a
Ge y
ir
stro & B Bi
r
s
Gagnaver Verne Global var opnað á miðvikudaginn að Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrsti viðskiptavinur þess er bandaríska fyrirtækið Datapipe en það sérhæfir sig í umhverfisvænum lausnum í upplýsingatækni.
Helgin 10.-12. febrúar 2012
i
m
ú
SpennAndi
T& FERSKandi T FREiS Fa
gme
nnska
y í F
ri
r
r
sjávarrétta tilBoð
76,7 Heildartap lífeyrissjóðanna árin 2008 til 2010 var 479.685 milljónir króna. Þetta kom fram í skýrslu um fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins. Skýrslan byggir á úttekt á 32 lífeyrissjóðum. Skýrsluhöfundar telja að endurskoða þurfi lífeyrissjóðalögin og kerfið í heild. Ljósmynd Hari
Heitustu kolin á
Glamúrinn í annað sætið Glimmerhúðaðasti Eurovisionbolti Íslandssögunnar, Páll Óskar Hjálmtýsson, varpaði sprengju inn í íslenskt dægurþras þegar hann lagði til við útvarpsstjóra að Ísland drægi síg úr Eurovision þetta árið vegna mannréttindabrota í Azerbætsjan. Facebook logaði.
Ragnar T. Ragnarsson Eurovision status: Þegar einhver drepleiðinlegur fyllerísleikur er farinn að hafa áhrif á líf fólks og brjóta á mannréttindum þá má Ísland alveg sniðganga það
Elín Arnar Tek undir þetta hjá Palla.
Örn Úlfar Sævarsson Legg til að við tökum ekki þátt í Evróvisjón af virðingu við mannréttindi evrópskra sjónvarpsáhorfenda.
2.950 kr.
Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi.
Ármann kominn í mark Eftir heilmikinn vandræðagang í bæjarpólitíkinni í Kópavogi hefur tekist að mynda starfhæfan meirihluta og Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður bæjarstjóri. Lítið var þó um fagnaðarlæti á Facebook.
Bjarki Hilmarsson Mikið er ég feginn að búa ekki í Kópavogi.
Illugi Jökulsson Hver voru aftur baráttumál Lista Kópavogsbúa??
Guðmundur Andri Thorsson Einkar vel af sér vikið hjá nýju framboðunum í Kópavogi - já eiginlega afrek - að koma íhaldi og framsókn til valda á ný...
Held að Euroliðið geti alveg farið þarna með góðri samvisku. Þeim væri nær að henda öllu sem framleitt er í Kína (símanum, tölvunnietc.) og hætta að kaupa hluti framleidda þar. Ef þeim er alvara með samúð sinni með þeim sem er brotið á.
Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi.
Borðapantanir í síma 517-4300
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
Ágætis Íslandsheimsókn og tónleikar hinnar söngglöðu indversku prinsessu Leoncie ætla að draga dilk á eftir sér. Hún er óhress með kynþáttafordóma Íslendinga sem hampa sínu tónlistarfólki og sniðganga hana. Hún jós úr skálum reiði sinnar yfir allt og alla á dv.is og þá ekki síst DV sem hún segir birta endalausan rasistavaðal um sig.
dagur er sem Kópavogur var án þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri í meirihluta frá kosningum 2010.
Leoncie fúl út í DV. En við huggum okkur við að hún er ekki fyrst til þess og örugglega ekki síðust :) En ég er í rusli... þannig lagað
Júlía Guðrún Ingólfsdóttir Mikil mannvitsbrekka hér á ferð – ótrúlega rökföst og skýr.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fríða Garðarsdóttir
,Shame on you’ll Evil hypocrites!“ Leoncie um Íslendinga.
Það er náttúrulega ekki í lagi með Kópavogsbúa!
621
Heiða B Heiðars
Þá er rauði bærinn Kópavogur orðinn blár aftur með grænu ívafi. Til hamingju með það Kópavogsbúar.
epískt
Þórhallur Guðmundsson
24
milljarðar er kostnaður News Corp, sem er í eigu Ruperts Murdoch, vegna símahleranahneykslismálsins sem varð til þess að útgáfu News of the World var hætt. 7279 Murdoch
Slæm vika
Góð vika
Fyrir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra
fyrir Lilju Mósesdóttur, alþingismann
Viljalaus þjón kapítalismans
Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr.
Leoncie saltvond
Jón Magnússon
Orri Björnsson
Bláskel & Hvítvín
milljarðar voru tekjur spænska stórliðsins Real Madrid á síðasta ári. Félagið naut mestra tekna allra knattspyrnuliða í heiminum.
Hver hörmungarvikan hefur rekið aðra í tilveru Ögmundar Jónassonar upp á síðkastið. Er engu líkara en hann hafi ákveðið að dýfa sér í allar keldur sem verða á leið hans. Nýjasti drullupytturinn sem hann vippaði sér út í tengist skýrslunni um feikilegt tap lífeyrissjóða landsins í hruninu. Mest var tap Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en þar sat Ögmundur lengi í stjórn og var meðal annars stjórnarformaður 2007. Niðurstöður skýrslurnar voru vondar fyrir innanríkisráðherra en viðbrögðin verri því Ögmundur kenndi öllum öðrum en sjálfum sér um þetta stórfenglega tap. Helst þó kapítalismanum, sem hann virðist hafa þjónað viljalaus en samt á góðum launum – sé mark tekið á hans eigin útskýringum.
Lilja ekki lengur ein Eftir að hafa spilað meira eða minna sóló um all langa hríð fékk Lilja Mósesdóttir loks formlega samherja í vikunni þegar flokkurinn Samstaða var kynntur á blaðamannafundi í Iðnó. Og Lilja fékk ekki aðeins fólk í lið með sér heldur varð hún líka formaður í eigin flokki. Vikurnar geta varla orðið betri. Fullu nafni kallast félagsskapur Lilju Samstaða – flokkur lýðræðis og þjóðar og stefnir að því að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. Verða næstu vikur og mánuðir nýttir til að kynna flokkinn um land allt.
ILMEFNI ERU EKKI GÓÐ FYRIR HÚÐINA
ÍSLENSKA SIA.IS NAT 58415 02/12
– OG ÞAÐ VEISTU VEL!
527
ILMEFNI AUKA HÆTTUNA Á OFNÆMI Ofnæmisprófuðu vörurnar frá Neutral auðvelda þér að segja nei við ilmefnum og öðrum ónauðsynlegum viðbótarefnum – án þess að slá nokkuð af kröfum þínum um þau gæði, vellíðan og virkni sem þú átt að venjast. Ilmefni auka hættuna á ofnæmi. Og ofnæmi losnar þú aldrei við. Allar Neutral vörur eru viðurkenndar af astmaog ofnæmissamtökum og meirihluti þeirra er þar að auki Svansmerktur. Gerðu því vel við húð þína og kauptu Neutral næst. Búðu til þitt eigið ilmefnalausa svæði.
040
Fermingarveislur
Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! Verð frá
2100 á mann
pantaðu veisluna þína á
www.noatun.is
Topplistinn Efstu 5 - Vika 6
Fegurð og hreysti 1
Krisma Snyrtistofa
2
World Class
3
Modus hársnyrtistofa
4
Snyrtistofan Cover snyrtistofa og verlsun
Spönginni 37
Spönginni 41
Rjúpnasölum 1
Spönginni 23
5
Snyrtistofan Morgunfrú Hátúni 6b
5 ummæli
3 ummæli
3 ummæli
3 ummæli
3 ummæli
34
viðhorf
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Katrín Jakobsdóttir stígur merkilegt skref
Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði Merkileg tímamót eru boðuð í frumvarpsdrögum nefndar mennta- og menningarmálaráðherra um endurskoðun laga um Ríkisútvarpið. Í fyrsta skipti frá því einokun ríkisins á ljósvakamarkaði var aflétt árið 1986 er boðað að reistar verði skorður við tekjöflun Ríkisútvarpsins af sölu auglýsinga. Samkeppnin við einkarekin fyrirtæki á auglýsingamarkaði hefur einmitt um árabil verið leiðarminnið í gagnrýni á rekstur Ríkisútvarpsins. Út af fyrir sig er mjög athyglisvert ef vinstri ríkisstjórn ætlar að taka af skarið og koma böndum á taumlausa samkeppni R íkisútvarpsins við aðra fjölmiðla um auglýsingafé. Sjálfstæðismenn sátu óslitið í menntamálaráðuneytinu frá 1991 til 2009 og Jón Kaldal heyktust allir ráðherrar kaldal@frettatiminn.is flokksins á því þau átján ár; Ólafur G. Einarsson, Björn Bjarnason, Tómas Ingi Olrich, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, að hlutast til um að breyta óeðlilegri samkeppnistöðu ríkisfjölmiðilsins. Er þó ekki eins og sú staða hafi ekki verið lengi þekkt. Meirihluti starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum lagði til þegar árið 1996 að Ríkisútvarpið hyrfi alfarið af auglýsingamarkaði. Starfshópurinn var skipaður af Birni Bjarnasyni og í honum voru flokkssystkini hans Ásdís Halla Bragadóttir, Tómas Ingi Olrich og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson auk Páls Magnússonar, sem þá var fulltrúi einkageirans en situr nú við borð útvarpsstjóra í Efstaleiti. Á fundi með ungum sjálfstæðismönnum vorið 1996 fylgdi ráðherrann skýrslunni úr hlaði með þessum orðum „Séu menn sammála um, að ríkið eigi að reka hljóð- og sjónvarp, þarf að fá fjármagn til þess og gera það á þann veg, að ekki sé gengið á rétt þeirra, sem keppa við ríkið.” Björn lét hins vegar sitja við orðin tóm. Þegar hann hvarf úr embætti menntamálaráðherra árið 2002 stóð Ríkisútvarpið í jafn grimmri samkeppni við einkafyrirtækin á auglýsingamarkaði og það gerði þegar hann tók við embætti sjö árum áður. Umdeild lög voru samþykkt um Ríkisútvarp-
ið 2007 þegar stofnunin var hlutafélagavædd í menntamálaráðherratíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þrátt fyrir háværa gagnrýni kusu hún og samherjar hennar í ríkisstjórninni að leyfa Ríkisútvarpinu áfram að leika lausum hala á auglýsingamarkaði í stað þess að nota tækifærið við lagabreytinguna og setja stofnuninni einhverjar skorður. Það gæti verið umhugsunarefni af hverju þessir sjálfstæðisráðherrar – yfirlýstir aðdáendur einkaframtaksins og heilbrigðrar samkeppni – völdu að aðhafast ekkert í málefnum Ríkisútvarpsins, ef svarið blasti ekki við: Eigendur stærsta einkarekna ljósvakafyrirtækisins voru ekki í náðinni í Valhöll. Hvorki Jón Ólafsson né síðar Jón Ásgeir Jóhannesson. Fyrirtæki þeirra myndi njóta þess ef Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði. Björn Bjarnason sagði þetta nánast berum orðum á fundinum með ungu sjálfstæðismönnunum 1996 þegar hann benti á að ákvörðun um brotthvarf Ríkisútvarpsins af auglýsingamarkaði yrði „ekki tekin án tillits til stöðunnar á einkamarkaðnum.“ Var þar látið í veðri vaka að ef Ríkisútvarpið myndi að selja auglýsingar yrði samkeppnin um birtingar þeirra hverfandi. Sú er auðvitað ekki raunin. Þvert á móti má gera ráð fyrir að fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði muni aukast ef Ríkisútvarpið hættir að sýna auglýsingar. Það er hægt að standa fyrir fjölbreyttri fjölmiðlun fyrir þær rúmlega eittþúsund og sjöhundruð milljónir króna sem ríkið tók til sín á auglýsingamarkaði samkvæmt ársreikningi RÚV ohf fyrir 2010. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir að opna á þann möguleika að skerða möguleika ríkisfjölmiðilsins í auglýsingasölu. Sá stóri galli er þó á frumvarpsdrögum starfshópsins að þau tryggja alls ekki að auglýsingaumsvif Ríkisútvarpsins minnki hætishót, enda byggir sú spá ekki á öðru en mati stofnunarinnar sjálfrar. Skerðingin felst að stærstum hluta í fækkun á útsendum auglýsingamínútum á klukkustund. Lögmál markaðarins segja okkur aftur á móti að verðið hækkar ef framboðið er takmarkað. Þannig er allt eins líklegt að Ríkisútvarpið haldi óbreyttum tekjum. En þetta eiga að vera óþarfa vangaveltur. Hreinlegast er að ganga alla leið og að ríkið hætti að eiga í samkeppni um auglýsingafé við einkarekna fjölmiðla.
Pappír
Spjaldtölvur, pappír og umhverfið
F
yrir skemmstu bárust ánægjulegar fréttir af rausnarlegri gjöf Skólavefsins til allra 9. bekkinga í Vogaskóla en forsvarsmenn vefsins færðu öllum nemendum Kindle lesbretti og markar það upphaf á spennandi tilraunum með nýja tækni í kennslu. Fleira spennandi virðist í deiglunni í þessum efnum. Í morgunútvarpi Rásar 2 á dögunum, tilkynnti Margrét Pála Ólafsdóttir, hinn röggsami fræðslustjóri Hjallastefnunnar, að iPad væðing væri hafin í Vífilsstaðaskóla og á vormisseri myndu börn á miðstigi skólans nýta sér iPad tölvur í námi. Í því felast miklir möguleikar, til dæmis á aukinni fjölbreytni í kennslu, auk þess sem tæknin nýtist börnum með lestrarerfiðleika vel, eins og kom fram í máli Margrétar og það eru góðar fréttir.
Spjaldtölvur eru umhverfisvænni… en hvað?
Eitt atriði í málflutningi hennar vil ég þó gera athugasemd við og það er sú fullyrðing að spjaldtölvuvæðingin sé umhverfisvænni þegar til lengri Jón Ómar Erlingsson, tíma er litið. Þá hlýtur maður að framkvæmdastjóri Prentspyrja á móti: Umhverfisvænni smiðjunnar Odda. en hvað? Væntanlega var Margrét að bera vænleika spjaldtölvunnar saman við notkun pappírs og prentefnis en sú fullyrðing, sem hefur merkilegt nokk heyrst víðar, er einfaldlega ekki rétt. Kannski á hún sér rætur í þeim útbreidda misskilningi að notkun pappírs ógni umhverfi mannsins á einhvern hátt. Við getum haft samviskubit vegna ýmislegs sem gert er á hlut náttúrunnar, en pappírsnotkun er svo sannarlega ekki þar á meðal. Pappír er náttúruafurð, framleiðsla hans er fullkomlega sjálfbær og
pappírsframleiðendur hafa öðrum fremur lagt kapp á að rækta upp skóga Evrópu svo þeir hafa vaxið um meira en helming frá stríðslokum.
Nokkrar staðreyndir um pappírsframleiðslu
• Pappírinn á Íslandi kemur frá evrópskum framleiðendum sem eru í heimsforystu varðandi góða og sjálfbæra nýtingu skóglendis. • Skóglendi í Evrópu er ræktað upp á hverjum degi á svæði sem samsvarar 4363 knattspyrnuvöllum. • 50 prósent af þeim viðartrefjum sem eru í nýjum pappír koma úr endurunnum pappír. • Hin 50 prósent koma úr nytjaskógum sem fara stækkandi á ári hverju, afgöngum frá byggingarog húsgagnatimburvinnslu og vegna nauðsynlegrar grisjunar á skóglendi. • Pappír ógnar ekki regnskógunum. Þar hafa menn hins vegar gengið of nærri skógunum í landbúnaði.
Samviskubit vegna pappírsnotkunar er óþarfi
Kominn er tími til að umhverfissinnað fólk hætti að hafa samviskubit vegna pappírsnotkunar, því á Íslandi er pappír notaður í sátt við umhverfið. Lesbretti og spjaldtölvur eru heillandi tækninýjungar sem munu auðga líf mannsins á margan hátt í námi og starfi og eru kærkomin viðbót við prentað námsefni. En þau rök að notkun þeirra sé umhverfisvænni en notkun pappírs eru beinlínis röng. Hafa ber í huga að tölvum þarf á endanum að farga, þær eru ekki fullkomlega endurvinnanlegar og orkan sem þarf til að knýja gagnaverin sem hýsir allt efnið sem við sækjum í tölvurnar okkar um vefinn, verður ekki til úr engu. Í þessu eins og svo mörgu öðru þarf að hugsa málið til enda. Að lokum vil ég óska Margréti Pálu og nemendum Voga- og Vífilsstaðaskóla til hamingju með spennandi áfanga og velfarnaðar í komandi verkefnum.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Fært til bókar
Út fyrir bæjarmörk Kópavogs?
HRAÐAR
Formenn ríkisstjórnarflokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, hafa staðið þétt saman undanfarin þrjú ár þótt stjórn þeirra hafa mátt þola ágjöf og jafnvel brotsjói. Rúmt ár er í næstu þingkosningar og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Samfylkingin og Vinstri grænir mynda með sér bandalag þegar þar að kemur. Styrmir Gunnarsson vakti nýverið athygli á merkilegri stöðu sem komin er upp í Kópavogi. Þar sleit Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstbesta flokksins, meirihlutasamstarfi en auk hans voru Samfylkingin, Vinstri grænir og Kópavogslistinn í samstarfinu. Í þeim þreifingum og viðræðum sem fylgdu í kjölfarið komu Samfylkingin og Vinstri grænir fram sem bandalag. Saman ætluðu flokkarnir að starfa, hvort heldur er í meiri- eða minnihluta. Í þeim viðræðum sem fram fóru milli Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þurfti í raun ekki fulltrúa Vinstri grænna – en það breytti engu. Flokkarnir voru sem einn. Kannski standa flokkarnir nær hvor öðrum en áður, eftir eldskírn ríkisstjórnarsamstarfsins. Er þess kannski að vænta að kosningabandalagið teygi sig út fyrir bæjarmörk Kópavogs?
en venjulegar Panodil töflur
„Stéttastjórnmál“ að líða undir lok Hallur Magnússon, sem á sér langan feril innan Framsóknarflokksins, segir kraðak stefni í kjölfar næstu þingkosninga, áframhaldandi glundroða í stjórnmálum og endalok „stéttastjórnmála“ hér á landi. Tvær nýjar stjórnmálahreyfingar eru að komast á koppinn, Samstaða Lilju Mósesdóttur og Björt framtíð Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur. Bætast þær í hóp þeirra sem fyrir eru á fleti; Fjórflokkurinn svokallaði og Hreyfingin sem klofnaði út úr Borgarahreyfingunni sem bauð fram í síðustu kosningum. Í bloggpistli sínum segir Hallur: „Það stefnir í algjört kraðak á Alþingi í kjölfar komandi Alþingiskosninga. Það sjá það allir að flokkakerfið er í rúst og núverandi stjórnmálaflokkar munu ekki gera það gott. Þeir munu hins vegar allir fá menn kjörna á þing. Ný framboð munu væntanlega ná betri árangri en áður hefur sést í íslenskum stjórnmálum. Þau munu einnig fá menn kjörna á þing. Ég spái að það verði 7 framboð sem nái mönnum á þing. Það þýðir væntanlega áframhaldandi glundroði á Alþingi og íslenskum stjórnmálum. En ég spái því einnig að í kjölfarið fari línur að skýrast upp á nýtt og á nýjum forsendum enda 100 ára „stéttastjórnmál“ að líða undir lok. Við munum væntanlega sjá stjórnmálastrúktur næstu áratuga liggja fyrir árið 2018. Það er viðeigandi. Öld eftir fullveldi Íslands.“
ÁHRIFARÍKT GEGN VERKJUM OG HITA Panodil Zapp frásogast hraðar en venjulegar Panodil töflur, þannig nást fyrr hin vel þekktu verkjastillandi og hitalækkandi áhrif. Panodil Zapp (parasetamól, 500 mg). Ábendingar: Höfuðverkur, tannverkur, hiti sem fylgir kvefi, tíðaverkir, vöðva- og liðverkir, verkjastillandi við gigtarverkjum, hár hiti. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1-2 töflur á 4-6 klst. fresti, að hámarki 8 töflur á sólarhring. Börn 10-15 mg/kg líkamsþyngdar á 4-6 klst. fresti, að hámarki 4 sinnum/sólarhring. Gæta skal varúðar ef um skerta nýrnastarfsemi og lifrarsjúkdóm er að ræða. Skal ekki notað með öðrum verkjalyfjum sem innihalda parasetamól (t.d. samsettum lyfjum). Hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið hættu á mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Aukaverkanir: Mjög sjaldgæfar: Almennar: Ofnæmisviðbrögð. Útbrot, ofsakláði, ofsabjúgur. Lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir af völdum parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis. Við langtímanotkun er ekki hægt að útiloka hættuna á nýrnaskemmdum. Pakkning: Filmuhúðaðar töflur 500 mg, 20 stk. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli lyfsins. Nánari upplýsingar eru á http://www.serlyfjaskra.is. Panodil er skrásett vörumerki GlaxoSmithKline fyrirtækjasamstæðunnar.
Komdu strax, takmarkað magn á þessu frábæra verði ! Hilton stóll
kr. 49.000,SVARTUR & BRÚNN
•
Hilton 3ja sæta
kr. 89.000,SVARTUR & BRÚNN
•
Hilton 2ja sæta
ReLax 3ja sæta
Hallanlegt bak og fótskemill báðum megin
ReLax stóll
kr. 159.000,-
kr. 89.000,-
SVARTUR & BRÚNN
SVARTUR & BRÚNN
•
•
kr. 69.000,SVARTUR & BRÚNN
•
Ótrúlega þægilegt ! Allir sitja vel !
Holtagörðum
Pöntunarsími 512 6800 • www.dorma.is • OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18, Lau frá kl. 11-17 og sun frá kl. 13-16
STÓR
ÚTSALA ALLT AÐ
70%
AFSLÁTTUR EINA ÚTSALA ÁRSINS !
ÓTRÚLEG VERÐ !
KLÁRAST Á LAUGARDA G!
36
viðhorf
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Lestur ungmenna
Rithöfundur gagnrýnir lesefni og upplestur
L
augardaginn 21. janúar héldu rithöfundar og aðrir áhugamenn um lestur og læsi ráðstefnu í Norræna húsinu. Stefnan bar heitið Alvara málsins – Bókaþjóð í ólestri og markaði upphaf þjóðarátaks gegn ólæsi. Erindi Jóns Kalmans Stefánssonar á ráðstefnunni birtist í Fréttatímanum 27. janúar. Jón Kalman beinir spjótum sínum að skólafólki sérstaklega fyrir hvað námsefni barnanna er dauflegt, illa frá gengið og textinn tilþrifalítill. Það er fullt af einskis verðum fróðleiksmolum og spurningar úr efninu spyrja ekki um aðalatriði, heldur aukaatriði. Í lok erindisins nefnir hann Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk, verkefni sem gæti kveikt „funandi áhuga á lestri“ hjá tólf ára börnum. En einnig það er markað sama andleysinu og afturhaldinu og annað sem börnum er boðið í skólanum: „… í stað þess að […] velja það sem á einhvern hátt rímar við þeirra líf, sem þau geta snert á og skilið, þá þurfa börnin að glíma við gamla og þunga texta, með mörgum tungubrjótum. Til að mynda úr Heimsljósi Laxness, úr ljóðum Huldu …“ og Ingibjörg Haralds bætist skömmu síðar í hóp hinna óskiljanlegu höfunda. Jón Kalman beitir stílsnilld sinni af mikilli fimi til Baldur Sigurðsson, að útskýra leiðindin dósent í íslensku og fyrrverandi sem valda því að börnin formaður Radda, samtaka um geispa og gerast fráhverf vandaðan upplestur og framsögn bókmenntum og lestri. „Svona svipað og að fiska víti, en láta múra upp í markið svo maður gæti örugglega ekki skorað.“ Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk verður hin endanlega tákngerving leiðindanna, þar náum við fullorðna fólkið lengst í því að halda bókmenntum frá börnunum og hrekja þau til ólæsis. Þetta er sá skilningur á orðum Jóns Kalmans sem kviknaði í kolli fjölmargra áheyrenda hans í Norræna húsinu, með réttu eða röngu, og mörgum var illa brugðið. Tilefni þessarar útreiðar virðist vera upplestrarhátíð í einum skóla sem Jón verður vitni að í fyrra. Eins og gengur eru áheyrendur uppteknir við annað en að hlusta, sumir rápa um, aðrir masa eða geispa. Þessa skólamenningu þekkja allir en Jón Kalman kýs að kenna vali lesefnis um að ekki sitja allir bergnumdir í salnum. Heimsljós eftir Halldór Laxness, Hulda og Ingibjörg Haraldsdóttir, nöfnin ein nægja til að tryggja leiðindin og hljóta að drepa áhuga ungs fólks á lestri án þess að þurfi að skýra það frekar. Ég vildi gefa mikið fyrir að Jón Kalman hefði haft samband við einhvern sem þekkir
verkefnið áður en hann sendi erindi sitt í prentun. Þá hefði kannski verið unnt að setja hlutina í samhengi og leiða umræðuna inn á uppbyggilegri brautir. Í allri kennslu og þjálfun upplestrar hafa kennarar frjálsar hendur um hvernig þeir leiðbeina börnum um flutning, og hvað börnin lesa í skólanum. Skipuleggjendur keppninnar, Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, hafa einvörðungu undirbúið lesefni til flutnings á lokahátíðum í héraði þar sem mætast fulltrúar margra skóla á stóru svæði. Þetta lesefni er í tvennu lagi. Annars vegar saga sem flutt er í samfellu þannig að hver tekur við af öðrum. Hins vegar valin ljóð eftir eitt ljóðskáld. Á lokahátíðum flytja börnin auk þess eitt ljóð sem þau hafa valið sjálf, nýtt eða gamalt, bundið eða óbundið. Frá aldamótum hafa þessir höfundar lausamáls verið lesnir: Jón Árnason (þjóðsögur), ýmsir höfundar (þýdd ævintýri), Halldór Laxess (2002), Pétur Gunnarsson, Stefán Jónsson, Guðrún Helgadóttir, Kristín Steinsdóttir, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Jón Sveinsson (Nonni), Brynhildur Þórarinsdóttir, Ármann Kr. Einarsson og Gunnar M. Magnúss. Ljóðskáldin eru þessi: Vilborg Dagbjartsdóttir, Tómas Guðmundsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Davíð Stefánsson, Þuríður Guðmundsdóttir, Jóhannes úr Kötlum, Birgir Svan Símonarson, Jónas Hallgrímsson, Steinn Steinarr, Örn Arnarson, Þorsteinn frá Hamri og Hulda. Margir þessara höfunda hafa verið valdir í tilefni af merkisafmæli eða viðurkenningu fyrir ritstörf. Í könnun á áliti barnanna á ljóðavalinu 2004 kom fram að yfir 60% barnanna kváðust ánægð eða mjög ánægð. Í vali barnanna sjálfra á ljóðum þetta sama ár tróna þrjú skáld á toppnum: Davíð, Tómas og Þórarinn, en fast á hæla þeirra koma Steinn Steinarr, Jóhannes úr Kötlum, Jónas Hallgrímsson og Kristján frá Djúpalæk. Þessir sömu sígildu höfundar birtast ár eftir ár í vali barnanna. Aðstandendur keppninnar hafa alltaf kappkostað að velja góða texta eftir okkar bestu höfunda, lifandi eða látna, sem hafa skrifað fyrir eða um ungt fólk á mörkum bernsku og unglingsára. Þetta úrval frá Röddum hafa mjög margir kennarar kosið að nota með nemendum sínum og lesefni fyrri ára er iðulega notað á upplestrarhátíðum í skólum eins og dæmi Jóns sannar. Að óreyndu hefði maður haldið að Raddir væru sjálfkjörinn bandamaður Rithöfundasambandsins í þjóðarátaki gegn ólæsi. En þess í stað eru Raddir eitt fyrsta skotmarkið. Ef rithöfundum er ekki þægð í því að verk þeirra séu lesin upp um landið af tólf ára börnum er því sjálfhætt. Ég vildi gjarnan eiga samræður við Jón Kalman um val á lesefni fyrir ungt fólk, ekki á síðum blaða heldur yfir bolla af kaffi.
Fermingar Fjallað verður um fermingartískuna í næsta blaði Fréttatímans, 17. febrúar. Fermingarblað Fréttatímans kemur síðan út 24. febrúar.
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - Sími 414 1700 GLERÁRGÖTU 30 - AKUREYRI - Sími 414 1730 MIÐVANGI 2-4 - EGILSSTÖÐUM - SÍMI 414 1735 HAFNARGÖTU 90 - KEFLAVÍK - Sími 414 1740 AUSTURVEGI 34 - SELFOSSI - Sími 414 1745
Fært til bókar
Jón sitt hvoru megin Baugsborðs Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á hendur Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Jón Ásgeir stefndi Birni fyrir meiðyrði í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi sem Björn skrifaði og út kom í fyrra. Hún fjallar um Baugsmálið svokallaða. Í fyrstu prentun bókarinnar sagði meðal annars að Jón Ásgeir hefði verið dæmdur fyrir fjárdrátt en það var ekki rétt, hann var dæmdur fyrir bókhaldsbrot. Skorað var á Björn að leiðrétta þetta, stöðva dreifingu bókarinnar og biðjast afsökunar. Björn leiðrétti ranghermið í annarri prentun bókarinnar og bað Jón Ásgeir afsökunar á heimasíðu sinni og í Morgunblaðinu. Jón Magnússon er lögmaður Björns Bjarnasonar. Hann sagði meðal annars við meðferð málsins að það snerist um tjáningarfrelsið. Athyglisvert er í þessu sambandi að horfa nokkur ár aftur í tímann og líta enn til tjáningarfrelsisins. Þá gætti sami lögmaður, Jón Magnússon, hagsmuna umbjóðanda síns í máli tengdu Baugi – en var hinum megin borðs. Þá var hann lögmaður Kára Jónassonar, þáverandi ritstjóra Fréttablaðsins, í svokölluðu tölvupóstsmáli sem tengja mátti upphafi Baugsmálsins. Blaðið hafði komist yfir og birt tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur en hún taldi þá fengna með ólögmætum hætti. Jón hafði þar betur en hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að efni tölvupóstanna hefði átt erindi til almennings og varðað mál sem miklar deilur höfðu staðið um í þjóðfélaginu.
OSTAR ÚR FÓRUM MEISTARANS
ALDAGÖMUL HEFÐ ÞROSKUÐ Í ÍSLENSKU UMHVERFI Íslenskir mjólkurbændur kynna með stolti hina íslensku Óðalsosta. Átta ostar byggðir á alþjóðlegri hefð og fullkomnaðir með besta hráefni sem völ er á — íslenskri mjólk. ERTU NÓGU ÞROSKAÐUR FYRIR BRAGÐIÐ?
Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is
ÍSLENSKA / SIA.IS / MSA 58056 01/12
fylgiblöðum með
á Vetrarhátíð í Reykjavík 2012
laugardaginn 11. febrúar kl. 13-17 Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og frístundamiðstöðinni Miðbergi Listsmiðjur kl. 13-16
Teikning/Hari
Helgin 10.-12. febrúar 2012
É
HELGARPISTILL
Hrollvekjuhúsið Snædrottningar og kóngar Seiðandi flamenco Minervu Glitrandi kóngulóarspuni Stjörnuregn Töfrahljóðfæri álfanna Draumur í dós
Jónas Haraldsson
Leikbrúðusmiðja álfanna
jonas@ frettatiminn.is
Draugaveiðar Meistari hugans Óskaloftbelgir Frostrósir og snjókristallar Klakastyttur Möndlusnakk Dimmuborga
Hátíð íss og myrkurs kl. 16 -17 Nánari upplýsingar um smiðjurnar á www.gerduberg.is
Menningarmiðstöðin Gerðuberg • Gerðubergi 3-5 • 111 Reykjavík Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is • www.gerduberg.is
Gæðum tilveruna góðu ljósi Glæsilegir lampar á tilboði og eldri gerðir lampa á rýmingarverði.
Maggie ljósakróna Rýmingarverð: 6.900 kr. (Fullt verð: 11.900 kr.)
Snitselshamur Ég get ómögulega logið því upp á mig að matargerð sé mín sterkasta hlið. Það litla sem ég fæst við í þeim efnum er einfalt að allri gerð. Ef ég ætti í snarhasti að nefna nokkrar uppskriftir væri það helst rúgbrauðssneið með kæfu, ávaxtasafi og Maryland kexkaka í eftirrétt. Annað tilbrigði gæti verið ristað brauð með soldátarassi, það er að segja innflutt dönsk pylsa eða risabjúga sem stundum fæst í hérlendum stórmörkuðum. Af öðrum köldum, auðmatreiddum réttum má nefna skyr og jógúrt úr dós. Eini heiti maturinn sem ég ræð við, með bærilegu móti, er hakk og spaghettí. Matreiðsla þess réttar krefst ekki meiraprófs. Þrátt fyrir þessa vankunnáttu bað vinsælt kvennablað mig eitt sinn um uppskrift til birtingar. Sú beiðni opinberaði annað hvort verulega áhættusækni viðkomandi blaðamanns eða, sem sennilegra er, takmarkaða rannsóknarvinnu á viðfangsefninu. Ég ákvað samt að bregðast við af karlmennsku og sendi uppskrift að hænurétti. Ekki kjúklingi, heldur fullorðnu kvikindi. Uppskriftin var birt, gott ef ekki með mynd af höfundi og hænunni. Þar lagði ég til að áhugasamir syðu hænsnfuglinn lengi til að mýkja hann undir tönn. Einhverra hluta vegna hefur kvennablaðið ekki leitað aftur til þessa gestakokks. Ég ímynda mér að það sé vegna þess að í seinni tíð gefa menn sér ekki nægan tíma til að sinna eldhúsverkum. Hugmyndaflug mitt er lítið skárra þegar kemur að heimsóknum á veitingahús. Þau stunda ég að vísu lítið, að minnsta kosti hérlendis. Þegar við hjónakornin erum á þvælingi í öðrum löndum hef ég stundum brugðið á það ráð að panta snitsel. Af reynslu veit ég nokkurn veginn á hverju von er, kjöti í raspi með kartöflum og kannski sítrónusneið. Mín ágæta kona sækir hins vegar ekki í snitsel, sneiðir hjá réttinum þegar ég kemst í snitselshaminn. Hún pantar sér eitthvað léttara. Gott ef hún setur snitsel ekki í bjúgnaflokk en bjúgu sniðgengur hún einarðlega. Hún gefur lítið fyrir það þegar ég segi henni að karlmannlegt sé að éta snitsel, ekki síður en bjúgu. Sjái maður snitsel á íslensku lætur það orð lítið yfir sér en öðru máli gegnir um það í þýskumælandi heimi, þar sem það ku upprunnið, ef ég veit rétt. Schnitzel er hreinlega safaríkt að sjá á matseðli, svo ekki sé minnst á forvera allra snitsela; Vínarsnitsel. Wienerschnitzel er svo hljómfagurt að það segir allt sem segja þarf. Orðið er kjarnmikið, með tvöföldu vaffi, stafasamsetningunni sch sem skýst fram úr efri gómnum og zetu í restina. Við kórréttan framburð slíkra kræsinga verður viðstöddum jafnvel ekki um sel. Minnir það eilítið á frásögn af Strandamanninum sem þurfti að dvelja um hríð á sjúkrahúsi en beið spenntur, í tilbreytingarleysinu, eftir fyrstu máltíðinni. „Hvað er þetta, gæskan?“ sagði sá gamli þegar matarbakkinn var borinn á borð. „Jú, sjáðu til, góurinn, má ekki bjóða þér snitsel,“ sagði svuntuprýdd matseljan af vinsemd. „Skrýtið að tarna,“ sagði Strandamaðurinn sem var ýmsu vanur úr sveitinni, „margoft hef ég gætt mér á gómsætum útsel og landsel en aldrei snitsel.“ Snitselur hefur víst ekki fundist hér við land en það breytir því ekki að fleiri eru hrifnir af snitsel en pistilskrifarinn. Að því komst ég á dögunum. Það hljóp á snærið hjá okkur á haustdögum þegar matráður, eins og það heitir nú jafnvel þótt ráðurinn sé kona, kom til starfa á vinnustaðnum. Hurfu þá allir sem einn úr majónessamlokum, skyndibita, gosi og hvers kyns jukki í hollustufæði, grænfóður og vatn. Sú góða kona hefur reynst alger bumbubani og fyllt okkur af vítamínum svo hjörðin er orðin hin pattaralegasta. En holdið er veikt þótt andinn sé að sönnu reiðubúinn. Eftir spínatfyllta grænmetisböku og vel útilátna hnetubuffsteik heltók fortíðarþrá einn starfsbræðra minna. „Gott væri að fá snitsel, þótt ekki væri nema einu sinni,“ tuldraði hann ofan í lyklaborðið, „með kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og sveppasósu.“ „Ertu galinn,“ sagði kona sem sat skáhallt á móti honum og heyrði hina frómu ósk, „spínatið hreinsar líkamann og styrkir en þetta sérkennilega ketmeti stíflar æðar og garnir.“ „Galinn hvað,“ sagði karlmaður beint á móti þeim með snitselsþrána, „það væri æði að fá snitsel með öllu,“ sagði hann og horfði beint í augu félaga síns, „með fullri virðingu þó fyrir spínati, gúrkum, graslauk og grófu brauði,“ bætti hann við og leit til starfssysturinnar. „Ert þú til í að tala við hana,“ hélt hann áfram og átti við matráðinn góða. „Ég fórna mér,“ sagði upphafsmaðurinn, „læt kylfu ráða kasti og fer eins og Óliver Twist og sárbæni hana um snitsel.“ Það eru liðin 200 ár frá fæðingu Dickens og það mátti sjá á viðbrögðum matráðsins. „Það er ekkert sjálfsagðara,“ sagði sú góða kona, þegar snitselsóskin var fram borin. „Þið fáið snitsel eftir viku.“ Óhætt er að segja að karlar á stassjóninni hafi beðið snitselsins í ofvæni. Þegar nær dró hádegi þann boðaða dag má segja að um þá hafi farið snitselsskjálfti. Konur héldu ró sinni. Þær vissu sem var að engin önnur átti hug þeirra en matráðurinn sem færði þeim sjálfan snitselinn. Í matsalnum heyrðist uppgómmælt nefhljóð, á undan gómhljóði, þegar piltarnir stundu samhljóða: „Schnitzel.“
Lightsack borðlampi Rýmingarverð: 8.900 kr. (Fullt verð: 19.900 kr.)
TILBOÐS- & RÝMINGARVERÐ í febrúar.
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is
Hún gefur lítið fyrir það þegar ég segi henni að karlmannlegt sé að éta snitsel, ekki síður en bjúgu.
Íslensk náttúruperla í alfaraleið á Norðurlandi
Goðafoss er meðal stærstu fossa á Íslandi og þykir jafnframt einn sá fallegasti. Hann er formfagur og einkar myndrænn, 12 metra hár og og skartar sínu fegursta allan ársins hring. Klettar á skeifulaga fossbrúninni greina Goðafoss í tvo meginfossa sem steypast fram af hraunhellunni skáhalt á móti hvor öðrum. Auk þeirra eru nokkrir smærri fossar eftir vatnsmagni fljótsins. Einn þeirra þrengir sér á milli meginfossanna tveggja og gefur fossinum sinn sterka svip.
Uppskrift að góðum degi:
Taktu Íslandskex upp úr pakkanum, smyrðu með íslensku smjöri og leggðu ofan á ljúffengan íslenskan ost, ekki skemmir að setja dreitil af sultu á toppinn. Einnig er íslenskt grænmeti góður kostur, sem gerir það ögn ferskara í skammdeginu. Íslandskex er bragðgott kex sem hentar í öll mál fyrir þig.
www.kexsmidjan.is
40
bækur
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Fáheyrðar vinsældir
Barnabókasetur sett á laggirnar Síðasta laugardag var stofnað Barnabókasetur – rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri. Að setrinu standa auk háskólans Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri. Þá eiga Rithöfundasamband Íslands, Samtök barna- og unglingabókahöfunda, IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum og fleiri aðild að setrinu. Staðsetning setursins er við hæfi: Nonni var jú, innbæingur og fáir barnabókahöfundar hafa enn náð hans frægð um heim allan. Þörfin fyrir setur sem einblínir á bóklestur og lestrarmenningu barna hefur lengi verið ljós. Rannsóknir sýna minnkandi áhuga íslenskra barna og unglinga á bóklestri: Barnabókasetrið er Langtímarannsókn Þorbjörns Broddasonar frá 1968, evrópsku í heimabæ höfunda ESPAD rannsóknina, fjölþjóðlegu PISA rannsóknina og Ungt Nonnabókanna. fólk á Íslandi. Áhugi barna á lestri hefur víðar dregist saman en hérlendis en íslensk börn eru hins vegar undir meðaltali og standa sig í kjölfarið verr í lesskilningi en börn í þeim löndum sem við oftast berum okkur saman við. Stofnendur setursins telja mikilvægt að stunda rannsóknir á þessu sviði. Þeir telja líka tímabært að nýta þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til að fræða fólk og snúa vörn í sókn. -pbb
Ritdómur Elíasarbók
Vanmatið á Elíasi Mar
Elías Mar.
Elísarbók Sögur og ljóð Elías Mar Þorsteinn Antonsson bjó til útgáfu Salka, 304 blaðsíður, 2011.
Þorsteinn Antonsson skráir nafn sitt ofan við teikningu á forsíðu bókar sem hann hefur tekið saman úr óútgefnum textum Elíasar Mar, rétt eins og ritið sem Salka gefur út, 304 blaðsíður, sé eftir hann. Safnið kom út fyrir jól en fór furðu lágt. Það geymir textabrot og ljóð eftir Elías frá ýmsum tímum, merkilegast er þar langt óbundið ljóð, Fimmára eða Fimmæra – dagbók í ljóðum, ástar og saknaðarljóð, sem tekur lungann úr bókinni eða 74 síður. Nú væri ástæða til að gefa svona kver út ef unnendum bókmennta almennt væru kunnugar veigamestu sögur Elíasar, sem eru Vögguvísa og Sóleyjarsaga, þessi lykilverk um Reykjavík eftirstríðsáranna, en þær hafa báðar verið illfáanlegar um árabil. Vögguvísa kom út í skólaútgáfu fyrir mörgum árum en Sóleyjarsaga, sem er tvímælalaust þroskaðasta verk Elíasar, er einungis fáanlegt í frumútgáfunni frá 1954 og 1959 en var þá prentuð á pappír sem er orðinn svo sýrður að hann rétt hangir saman. Umrætt safn er væntanlega komið út fyrir áhuga Þorsteins sem lofar fleiri bindum í sömu röð, en Sölku væri nær að efna fyrst til endurútgáfu á höfuðverkum skáldsins en að týna til eftirhreytur úr safni hans til útgáfu. Um safnið er það að segja að það er harla rýrt en gefur þó nokkrar vísbendingar um þróun Elíasar sem skálds vilji menn rekja þá slóð. Fimmára drápa hans er afar persónulegt ljóð í dagbókarformi og er að því leyti nýstárlegt að í lengd sinni og klifun stefja er af því nýnæmi í ljóðahefð sem frá og með atómljóðinu varð að dýrkun á hinum knappa myndfáa stíl, einskonar flatarmyndastíl í texta. Elías var merkilegt skáld þótt fábreytni viðfangsefna hans sé áberandi en í stíl við þann fábreytileika sem samfélagið bjó við. En brýnast af öllu í útgáfum er að gera Vögguvísu og Sóleyjarsögu á ný aðgengileg verk lesendum. -pbb
Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson er enn á ný kominn á topp aðallista Eymundssonar, en bókin seldist í um 20 þúsund eintökum á síðasta ári.
Samanburðarrannsóknir Nú eru áhugamenn og fræðingar lagstir í samanburðarrannsóknir á textum. Nýlega var rætt við Ingva Þór Kormáksson í hljóðvarpi þar sem hann kynnti aðföng Hallgríms Helgasonar skálds úr ævi og ævisögu Brynhildar Björnsdóttur, Ellefu líf, sem Steingrímur Sigurðsson skráði og nokkur greinaskrif hafa orðið um. Þá er á vefnum hugras.is komin grein eftir Rúnar Helga Vignisson um textavensl skáldsögu Jóns Kalman, sem kom út í haust, við frásagnir af ferðum pósta um Djúp og Jökulfirði um 1920. Athuganir þessara ágætu bókamanna sýna að ekkert sprettur af engu. -pbb
Fræðimenn hafa rannsakað textavensl nýrra bóka Hallgríms Helgasonar og Jóns Kalmans við áður birtar frásagnir.
Ritdómur Mennt er máttur, kaflar úr endurminningum Þórðar Sigtryggssonar
Dónaskapur og dramb Játningar eina opinbera hómósexúalistans í Reykjavík á fyrra helmingi síðustu aldar er magnað verk en ekki allra.
Höfundurinn Þórður Sigtryggsson (til hægri) ásamt vélritara sínum Elíasi Mar.
Mennt er máttur Tilraun með dramb og hroka Kaflar úr endurminningum Þórður Sigtryggsson Vélritað hefur Elías Mar Hjálmar Sveinsson ritar eftirmála. Omdúrman, 231 síður, 2011.
Þ
órður Sigtryggsson organisti var tíu ára aldamótaárið og því sautján ára við konungskomuna 1907. Hann féll frá í miðri viðreisn árið 1965 og hafði þá um fimm ára skeið sett endurminningar sínar og játningar á blað sem vinur hans Elías Mar vélritaði svo í fjórriti. Þær gengu manna á meðal en stutt saga byggð á Þórði var prentuð í sérriti eftir Elías á kostnað Ragnars í Smára árið 1960. Nú er þetta vélrit komið á prent í fallegri útgáfu Omdúrman og fellur í flokk með bók Hjálmars Sveinssonar um Elías Mar og heildarútgáfu ljóða Jónasar Svafár – allt fallegar bækur hannaðar af Harra. Eiga játningar eina opinbera hómósexúalistans í Reykjavík á fyrra helmingi tuttugustu aldar erindi við okkur? Fyrir utan karlagrobb hans og fantasíur um stóra belli og rosalegar orgíur þá er efni þeirra að stórum hluta vandlætingarorg um hluta íslenskrar menntamannastéttar, hatursfull og meiðandi árás á kirkjunnar menn og spíritista, hálfkveðnar gamlar ávirðingar og kjaftasögur um löngu gleymda yfirstétt Reykjavíkur fyrir 1930. Fyrir utan gláp inní kima þeirra samkynhneigðu, aðallega homma, en reyndar líka glósur um þekktar lesbur í Reykjavík, þá ber ritið mælsku vandlætarans og lífsnautnamannsins fagurt vitni og lendir beina leið í sópdyngju texta sem voru oftast prentaðir á eigin vegum, höfunda sem passa hreint ekki inní viðtekinn smekk bókmenntamanna. Hér er penni sem situr á sama bekk og Jochum Eggertsson, Jóhannes Birkiland og fleiri álíka utangarðsmenn. Allir voru þeir stríðsmenn áráttu sinnar og sérvisku, fóru stórum á svig við almenna siðsemi, lifðu örreytislífi í samfélagi hinna einhleypu eða fráskildu, menn sem pössuðu ekki inn. Útgáfa Hjálmars Sveinssonar, og þar áður Elíasar Mar, tapar að því leyti tilgangi sínum að við hana skortir skýringar, einkum er í fyrsta hluta textans vísað til fjölda manna sem jafnvel hörðustu iðkendur persónusögu þurfa að leita uppi, vilji þeir á annað borð ná áttum. Kunnugleik um personaliu er því nauðsynlegt
fararefni í gegnum eldræður Þórðar. Hann er oft fyndinn, ekki bara í orðalagi og söguburði sínum, heldur líka ákafri og ástríðufullri óvild sinni til einstakra manna og fjölskyldubálka. Hann skrifar á menn utanhjónabandsbörn, hórlífi, sjálfsmorð, ergi, og snobb, mest af öllu snobb. Og af kunnum mönnum okkar daga fá þeir flest hrakyrðin Thor Vilhjálmsson, Matthías Johannessen og Jón Nordal. Oft er engin regla á meiðingum Þórðar, honum liggur varla gott orð til nokkurs manns nema hann hafi legið hann, utan þeirra Halldórs Laxness og Auðar sem hann lofar víða. Rit sem þetta gefa ekki aðeins hugmynd um sálarlíf svokallaðs menntamanns, tilfinningafjör hans og losta, sem er reyndar sjaldnast svo blygðunarlaus sem hér má sjá, en er líka yfirskyggður staður í almennri menningarsögu: Hér er að finna upplýsingar um rjómakökur á fyrstu áratugum aldarinnar (sem þekktust ekki – eðlilega vegna skorts á kæligeymslum í bakaríum), hér er stungið inn þætti í þróunarsögu Guðmundar Kamban og dregnir nokkrir drættir í hatursfulla afstöðu til Björns Jónssonar ráðherra, sem vekur reyndar þá spurningu hvers vegna Sveinn Björnsson náði slíkum frama sem raun varð á? Svo skýrist hér enn staða Erlendar í Unuhúsi og um leið afstaða til kynferðismála almennt í reykvíska þorpinu. Þórður er sjálfur óttalegt snobb: „Faðir minn las siðaðra manna bókmenntir á erlendum menningarmálum,“ endurtekur hann minnst sjö sinnum á þessum síðum. Mennt er máttur, eins og bókin er kölluð, er magnað verk en ekki allra og til marks um að kimabókmenntir eru vanmetinn partur af sögu okkar.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
Rómantík
Vorlínan 2012
Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is
42
heimurinn
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Súffragetturnar
FEMEN-aðgerðahreyfingin Til að berjast gegn kynlífstúrisma stofnuðu ungar stúdínur í Kiev í Úkraínu FEMEN-aðgerðahreyfinguna árið 2008: Um tuttugu stúlkur skipa berbrjósta mótmælasveit en þrjúhundruð til viðbótar taka þátt í margvíslegum aðgerðum. Markmiðið er að byggja upp harðsnúna sveit kvenleiðtoga til framtíðar og framkvæma svo femíníska byltingu í Úkraínu árið 2017. Hreyfingin hefur nú breiðst út um heim; til borga á borð við Varsjá, Zurich, Róm, Tel Aviv og Ríó de Janeiro. Síðustu misseri hafa sjónir hreyfingarinnar beinst gegn spilltum valdakörlum á borð við Silvio Berlusconi og Dominic StraussKahn. Nú síðast ullu þær usla með því að svifta sig brjóstahöldurum á efnahagsleiðtogaráðstefnunni í Davos í Sviss. -eb
FEMEN var stofnuð til höfuðs kynlífstúrisma í Kiev árið 2008.
Mótmælahreyfingar kvenna
Á nítjándu öld og í byrjun þeirrar tuttugustu börðust Súffragetturnar svokölluðu (suffragettes) einkum fyrir kosningarétti og kjörgengi kvenna auk annarra almennra réttinda. Hreyfingin á rætur í frönsku frelsishreyfingunni á síðari hluta átjándu aldar en náði mestum árangri í Svíþjóð, Bretlandi og í vesturríkjum Bandaríkjanna upp úr miðri nítjándu öldinni. Á stöku stað höfðu konur áður haft takmarkaðan kosningarétt, svo sem í Svíþjóð og Korsíska lýðveldinu. Árið 1756 varð Lydia Chapin Tarf fyrsta konan til að öðlast kosningarétt í Vesturheimi. Það var svo í bresku nýlendunni á Nýja-Sjálandi sem konur fengu fyrst almennan víðtækan kosningarétt árið 1893. Í Evrópu varð kosningaréttur kvenna fyrst almennur í Finnlandi árið 1907, sem þá var enn hluti rússneska heimsveldisins. -eb Lydia Chapin Tarf fékk kosningarétt fyrst kvenna í Vesturheimi.
Rússland Ný mótmælahreyfing
Ungfrú spök og fleiri aðgerðir
Meðlimir í FEMEN berjast fyrir auknum réttindum kvenna með berbrjósta mótmælum. Ljósmynd/ Nordicphotos GettyImages
Stúlkurnar í Píkuóeirðum sækja einkum innblástur í femínísku mótmælahreyfinguna Riot Grrrl sem reið yfir Vesturlönd á tíunda áratugnum. Rætur hennar má rekja í kraumandi andóf sem kviknaði á meðal kvenna í hljómsveitakjöllurum á norðvesturströnd Bandaríkjanna og beindist gegn auknum siðferðiskröfum nýíhaldsmanna sem meðal annars vildu banna fóstureyðingar. Púðurtunnan sprakk svo á öndverðum tíunda áratugnum þegar hæstaréttardómarinn Clarence Thomas tókst að komast undan ákæru um kynferðisáreitni gegn Anítu Hill með því að ráðast á trúverðuleika hennar og gera að henni gys. Pönksveitir kvenna spruttu þá upp úr hljómsveitakjöllurum Seattle í allskonar tónlistargjörninum sem beindust gegn nauðgunum og heimilisofbeldi – boðuðu aukinn kraft kvenna og samstöðu systra. Þær rússnesku vísa nú einkum til femínistasveitanna Bikini Kills, Bratmobile, Sleater-Kinney, Heavens to Betsy og Huggy Bear. Nána samsvörun má einnig finna við FEMEN-hreyfinguna í Úkraínu sem berst fyrir auknum rétti kvenna og vakti á sér athygli með berbrjósta aðgerðum. Vísanir má einnig finna í marga aðrar aðgerðahreyfingar kvenna í sögunni, allt frá súffragettunum sem börðust fyrir kosningarétti kvenna á nítjándu öldinni og til drusluganganna (e. Slut walks) sem hófust í Tórontó í Kanda í apríl í fyrra og breiddust út um í heim í mótmælum gegn þeirri skýringu á nauðgunum að fórnarlambið væri druslulega klætt. Þá er stutt að sækja fyrirmynda til górillustelpnanna (e. Gorilla girls) sem um aldamótin börðust gegn kynjahyggju í stjórnmálum og listum með því að sveipa sig nöfnum frægra kvenna úr listasögunni. Nokkur dæmi eru um femínískar aðgerðir hér á landi. Heimsathygli vakti þegar konur lögðu niður störf og mótmæltu launamun kynjanna á Lækjartorgi í október árið 1975. Rauðsokkur á Akranesi höfðu með sér kvígur í bandi til að sýna fram á fáránleika fegurðarsamkeppna og árið 1983 mættu fulltrúar Kvennahreyfingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur í sundbolum og síðkjólum skreyttar kórónu og fegurðarsamkeppnisborða þar sem meðal annars stóð: „Ungfrú spök“. Aðgerðinni var beint gegn orðum borgarstjóra sem hafði á fegurðarsamkeppni í Broadway sagt, að væru þær í Kvennaframboðinu jafn fallegar myndi hann kjósa þær sjálfur. Á skemmtuninni höfðu veislugestir svo snætt fyrrverandi fegurðardrottningu í formi eftirréttar sem mótaður var í hennar mynd. Af sprúðlandi húmor stóðu femínistar á svipuðum tíma fyrir uppboði á konum í mótmælaskyni. Nú síðast límdu konur sem kenna sig við Stóru systur yfir auglýsingaskiltum á Goldfinger í mótmælum sem beindust jafnt gegn nektardansi og vafasamri forsíðu símaskrárinnar. -eb HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
Hádegismálþing Háskólans á Bifröst í húsnæði skólans í Reykjavík, Hverfisgötu 4-6, 5. hæð. Næsti mánudagur kl. 12.00 - 13.00 Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda: „Neytendavernd - falskt öryggi eða virk vernd?“ Boðið er upp á kaffi og líflegar umræður
www.bifrost.is
Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riots hefur verið í fararbroddi mótmæla gegn Pútín og fylgiliði hans.
Píkuóeirðir og pönk Skapandi mótmælahreyfingar hafa sprottið fram í andstöðu við ráðandi öfl í Rússlandi. Pönksveitin Píkuóeirðir ógnar nú forsetaframboði Pútíns til forseta.
Þ
rátt fyrir að álfan hafi eiginlega verið gegnfrosin undangengnar vikur hafa mótmælendur í Moskvu ekki látið gaddinn hefta sig. Tugir þúsunda hafa þvert á móti þust út á torgin í blóðheitum mótmælum gegn Vladimír Pútín og hirð hans en forsetakosningar fara fram í Rússlandi í byrjun næsta mánaðar. Ein mótmælahreyfingin er athyglisverðari en margar aðrar; hverfist um femíníska pönkhljómsveit sem ber harla óvenjulegt nafn: Píkuóeirðir (e. Pussy Riot).
Hulin andlit og steyttir hnefar
Íklæddar litskrúðugum búningum með hulin andlit og steytta hnefa særa átta ungar stúlkur fram úr rafmagnsgíturum sínum svaðalegan mótmælaóð sem einkum beinist að Moskvulvaldinu: Gegn spillingu, kvennakúgun og samþjöppun valds. Sveitin var stofnuð þegar Pútin lýsti yfir forsetaframboði í september síðastliðinn. Stúlkurnar dúkka óvænt upp með háværan pönkseið hér og þar í Moskvu; svo sem í neðanjarðarlestarstöðvum, sporvögnum og á torgum úti. Þær færðust allar í aukana eftir þingkosningarnar í byrjun desember sem þóttu einkennast af kerfisbundnu kosningasvindli Pútíns og félaga í valdaflokknum Sameinað Rússland. Þegar mótmælendaleiðtoginn Alexey Navalny var handtekinn í kjölfar kosninganna óðu þrjár þeirra upp á þak fangelsins, kveiktu á kröftugum blysum og kyrjuðu: „Feigð yfir fangelsi / Frelsi andófs.“ Um miðjan janúar stungu þær hljóðfærum sínum í
samband fyrir framan dómkirkju heilags Basils á sjálfu Rauða torginu og náðu að spila í mínútu áður en lögreglusveitir Mosknu náðu að járna þær. Í laginu öskra þær: „Bylting í Rússlandi – töfrar mótmæla/Bylting í Rússlandi, Pútin varð hræddur.“ Vladímír Pútin hefur ekki síst byggt veldi sitt á eitilharðri karlmennsku svo dylgjur um ugg í brjósti þykja beinlínis vega að sjálfum manndómi hans. Og verður ekki liðið. Nokkrar fengu að dúsa fimmtán daga í fangelsi en aðrar sluppu með sekt. Ein sagði að konur ættu einmitt að bera mótmælin uppi því núorðið „berja þeir okkur ekki og fangelsa jafn mikið og áður.“ Eftir ítrekuð mótmæli af þessum toga hefur ögrandi stúlknasveitin orðið að tákngervingi mjög svo skapandi ungmennauppreisnarinnar sem risið hefur upp Pútín og félögum til höfuðs og túlkar djúprista vanþóknun á valdastéttinni. Hópurinn, sem er hvort tveggja í senn, listahópur og mótmælahreyfing, hefur nú vaxið í þrjátíu manna harðsnúna aðgerðasveit.
„Rotið, brotið kerfi“
Meðlimir sveitarinnar mæta dulbúnar í viðtöl og gefa fátt uppi um persónulega hagi. Segjast þó hafa kynnst í fámennum mótmælum gegn harðræði í garð samkynhneigðra, séu á öndverðum þrítugsaldri og stundi flestar háskólanám í hugvísindagreinum. Sú sem kallar sig Tyurya sagðist hafa fyllst viðbjóði á valdinu þegar hún heyrði framboðsyfirlýsingu Pútíns. Hún hafði verið virk í
mótmælum en þarna hafi henni verið allri lokið. Svo rann upp fyrir henni að ákafari aðgerða væri þörf. Önnur sem kallar sig Garadzha sagðist hafa áttað sig á því, að til að koma á raunverulegum umbótum, sér í lagi fyrir konur, dygði ekki að vera bara pen og biðja Pútún vinsamlegast um að bæta ráð sitt: „Þetta er rotið, brotið kerfi.“ Í einu lagi Píkuóeirða er vitnað til mótmælanna í Cairo og í texta er að finna ákall þess efnis að Tharir-mótmælin verði endurtekin á Rauða torginu. Vegur pönksveitarinnar hefur aukist jafnt og þétt og jafnvel þó svo að Kremlverjar ráði lögum og lofum í fjölmiðlum Rússlands hafa lög þeirra og skilaboð ómað út um alnetið. Í andstöðu við ólögmætt yfirvald sem þær neita að viðurkenna; segja Pútín og félaga fara fyrir ólöglegu setulið í Rússlandi, halda því fram að kosningarnar í desember hafi verið ólöglegar og óttast álíka kosningasvindl í komandi forsetakosningum. Þær benda á að vænlegum frjálslyndum frambjóðendum á borð við Grigry Yavlinsky, leiðtoga Yabloko flokksins, sé meinað að bjóða sig fram á furðulegum og gerræðislegum forsendum.
heimurinn
dr. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ritstjorn@frettatiminn.is
ferð.is Ný ferðaskrifstofa á netinu
Bodrum í Tyrklandi
10 - 11 nátta ferðir í beinu flugi frá 22. maí.
ekki
á hausinn
ÍSLENSKA SIA.IS FER 58295 01/12
fljúgðu fyrir minna
Gümbet
Torba
Flug og gisting
Flug og gisting
Eken Resort
Voyage Torba
Allt innifalið! 22. maí - 1. júní
Allt innifalið! 1. - 12. júní
Verð frá
Verð frá
127.850kr.
Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar og gisting með öllu inniföldu. Verð m.v. 2 í tvíbýli frá 139.360 kr.
Bodrum Flugsæti 22. maí - 1. júní
190.300kr.
Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi. Innifalið: Flug, skattar og gisting með öllu inniföldu. Verð m.v. 2 í tvíbýli frá 210.800 kr.
Verð frá
99.900kr.
Flug fram og til baka með flugvallarsköttum.
Önnur gisting i boði: Ersan Resort & SPA **** • Parkim Ayaz
***
• Paloma Yasmin
****
góða ferð ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað.
ferð.is sími 570 4455
• ISIS Hotel & Spa
*****
44
veisluþjónusta
veisluhald
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Svona á að gera þetta Nokkrar hugmyndir sem gætu lagt drög að góðri veislu. Diskar
Þurrkur
Það þarf að hafa nóg af diskum. Ekki er gott að þurfa að biðja Þuríði frænku að drífa sig að klára af disknum því Mundi gamli mætti (þrátt fyrir að hafa ekki staðfest komuna eins og stóð á boðskortinu).
Tauþurrkur sparka veislunni upp um deild. Þannig að ef stefnan er sett á úrvalsdeildina í veisluhaldi einhvern tíma í náinni framtíð gæti þetta verið fyrsta skrefið í þá átt og örlítill aukaþvottur telst lítið gjald í því samhengi.
alentínusardagur 14. febrúar Standandi stuð
Segðu það með sushi og samba Girnilegur matseðill og sjóðheitt andrúmsloft.
Ef ætlunin er að halda standandi partí verður að passa að ekkert veitinganna þurfi að skera – eins og er við hæfi sé um sitjandi borðhald að ræða. Allt í lagi þótt þurfi fleiri en einn munnbita til að sporðrenna kræsingunum – skurður og of mikið maus við það sem erfitt er að koma upp í sig er ekki málið.
Fimm rétta matseðill ásamt fordrykk sushisamba • Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík sími 568 6600 • sushisamba.is
N
ýt
t
4.990 kr.
Skraut Pinnar Einföldustu veitingar í heimi samanstanda af pinnamat og litlum gosflöskum. Ekkert uppvask. Ekkert vesen.
Vandaðar borðskreytingar auka á hátíðleikann og sýna fram á að veislunni var ekki hróflað upp í einum grænum. Skemmtilegt er að nota lifandi skraut eins og blóm, ávexti og grænmeti og blanda þessu jafn vel saman í fallega borðskreytingu.
A LH LI Ð A VE I S
LU Þ J Ó N
USTA!
Umm ... beikonbragð! Kartöflugratín með beikoni er fljótlegt og auðvelt í matreiðslu. Þú rífur einfaldlega plastfilmuna af bakkanum, stráir osti yfir og það tekur aðeins 20 mínútur að hita kartöflugratínið í ofni. Auðveldara getur það ekki verið! Kartöflugratín - alltaf ljúffengt
– íslensk gæði eftir þínum smekk!
Matur fyrir fermingarveisluna, bæði í heilu lagi og að hluta til. Stakir réttir, kökur, bökur o.fl. Mensa, veisluþjónusta ehf. Baldursgata 11 Sími 551 5740 · www.mensa.is
veisluþjónusta 45
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Kynning
Veisluþjónusta Saffr an
Veisla fyrir bragðlauka og líkamann
V
eisluþjónusta Saffran hefur verið starfrækt á Dalvegi í Kópavogi síðan í október 2010 og vaxið jafnt og þétt allar götur síðan. Þar er áhersla lögð á hollan mat sem gefur ekkert eftir hvað varðar bragð eða gæði. „Við höldum okkar striki á sama hátt og við gerum á veitingastöðunum í Glæsibæ og á Dalvegi, notum engan hvítan sykur, majones eða hvítt hveiti í okkar mat og reynum að byggja hann upp á íslensku hráefni.“ Til að byrja með buðum við hjá veisluþjónustunni upp á fjölbreytta smáréttabakka en bættum svo við steikarhlaðborði og nú er einnig hægt að panta samlokubakka sem slegið hefur í gegn. Að auki getur fólk að sjálfsögu valið saman sína eigin rétti eftir hentugleika. Kjúklinga- og nautaspjótin okkar hafa verið sérstaklega vinsæl með samlokubakkanum,“ segir Oddur Smári Rafnsson, framkvæmdastjóri Saffran. En hvernig er það, er fólk að kveikja á hollari réttum þegar það vill gera vel við sig? „Það tók auðvitað smá tíma að koma þeirri hugsun inn hjá fólki en við erum í raun ekki að búa til holla rétti heldur að nýta okkur klassíska rétti sem eru að öllu jöfnu í veislum svo sem carpaccio, sem er hollur réttur í grunninn, og endurhanna þá á
hollari hátt. Við bjóðum einnig upp á lamb, humar og annan flottan veislumat kryddaðan með ferskum kryddjurtum. Nýlega bættist við réttur sem er svokölluð „blíní“ eða litlar lummur sem oft eru bornar fram með kavíar. Við erum að búa þetta til úr byggi og berum svo fram með alls kyns áleggi. Að sjálfsögðu erum við líka með margar tegundir girnilegra deserta, það má ekki vanta.“ Veisluþjónusta Saffran hefur nú verið stafrækt í eitt og hálft ár og er strax orðin mjög vinsælt í stúdents- og fermingarveislum. „Við vorum mjög vinsælir á fermingarmarkaðnum í fyrra en svo hafa fyrirtækin líka verið að horfa til okkar. Ekki má heldur gleyma stórafmælunum og brúðkaupunum. Að öllu jöfnu held ég að okkur hafi tekist að höfða til mjög breiðs hóps.“ Nýlega fréttist að mennirnir á bak við Saffran væru lagstir í útrás en nýr Saffran-veitingastaður opnaði fyrir skömmu í Orlando. „Það eru að mestu leyti sömu aðilar sem koma að þeim stað en samt sem áður aðrir eigendur“, segir Oddur Smári,“ við erum afskaplega ánægðir með þessa þróun og staðurinn gengur mjög vel.“ Í bígerð er að opna fleiri staði í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum.
Galdurinn á bak við velgengnina segir Oddur Smári líklega vera hversu einbeittir þeir hafi verið og trúir því sem þeir séu að gera. „Við erum að reyna að koma þeim boðskap á framfæri að hollusta þurfi ekki að vera vond á bragðið og það er verkefni sem að allir vinna mjög heilshugar að hér innanhúss. Við sjáum mikið af íþróttafólki og afreksmönnum leggja leið sína á Saffran sem er auðvitað mjög ánægjulegt og sýnir að við erum að ná árangri. Aðalatriðið er að við erum trúir okkur sjálfum og erum að reyna að hjálpa fólki að bæta heilsufar sitt á ánægjulegan hátt.“ ehþ
HELGARSPRENGJA Ungnautahakk
100% hreint kjöt
1.250 kr/kg - verð áður 1.750
Nauta framhryggjarfile
3.495 kr/kg - verð áður 5.495
Villibráðakryddað lambalæri „úrbeinað, snyrt og án skanka“
2.495 kr/kg - verð áður 3.495
KJÖTbúðin KJÖT búðin
OPIÐ: MÁN-FÖS 10-18:30, LAU 11-16, SUN LOKAÐ
Grensásveg
46
veisluþjónusta
Helgin 10.-12. febrúar 2012
F
Veislur
Þegar halda skal veislu Að ýmsu er að hyggja þegar góða veislu gjöra skal og hér eru fáein atriði í því sambandi nefnd til sögunnar sem vert er að hafa bak við eyrað. Eitt sem menn ættu að hafa hugfast er að láta sér veisluhöldin ekki í augum vaxa.
yrsta skrefið, þegar menn vilja efna til veislu, er vitaskuld sú að spyrja; hvers konar veislu? Í fyrsta lagi þarf að vita hversu mörgum gestum þarf að gera ráð fyrir. Næst er að vera viss um að nógu margir stólar og pláss sé til staðar fyrir allt fólkið. Ef plássið er nægilega mikið en stólarnir ekki nógu margir er hægt að hafa standandi veislu. Ýmsar tegundir veislufanga eru í boði á vorum tímum fyrir slíka tegund veislu: Pinnamatur, snittur af gamla skólanum, sushi, Tapas-snittur af nýja skólanum, kjötspjót eða jafnvel lítil asísk veisla með litlum vorrúllum og míni take away boxum. Framboðið í þeim efnum hefur stóraukist á undanförnum árum. Ef stólarnir eru nógu margir og borð til að sitja við er líka sniðugt að hafa einn pottrétt í boði og nóg af honum. Það getur róað taugarnar á stressaðasta fólki að þurfa bara að fylla á einn pott.
Skipulag
Veislur geta vissulega tekið á taugarnar. Í stað þess að grípa í róandi töflurnar er betra að skipuleggja allt eins vel og hægt er. Skipulagið er nefnilega lykillinn að vel heppnaðri
stórveislu. Sérstaklega ef veisluhaldarinn ætlar líka að hafa gaman af deginum. Einfalt og gott ráð er að búa til tvo lista. Einn yfir það sem þarf að gera áður en veislan hefst og annan eftir að partíið er byrjað. Á fyrri listanum þarf að vera allt sem þarf að gera áður en fjörið hefst. Eins og að senda út boðskort, finna veisluþjónustu, sal og allar þær stóru línur sem þarf að leggja áður en veislan hefst. Á lista tvö er gott að gera tímalínu veislunar. Með því er hægt að leggja veisluna upp: Hvenær maturinn er borinn fram, verða ræður eða önnur skemmtun og hvenær eftirrétturinn mætir á svæðið og svo framvegis. Þetta ræðst að nokkru af tilefninu: Hverju er verið að fagna, uppá hvað er verið að halda?
Veislan sjálf
Eftir að veislan byrjar er ekkert sem hægt er að gera nema njóta stundarinnar og vona að allar áætlanir standast. Ef eitthvað ófyrirsjáanlegt kemur upp á er óþarfi að fara á límingunum heldur bara taka því og reyna að hafa gaman af. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það góðu stundirnar sem standa alltaf upp úr.
Kynning
Culican – Veisluþjonusta
Hollur veislumatur á góðu verði Á
veitingastaðnum Culiacan er boðið upp á ferskan og hollan mat frá Mexíkó. Kannski eru ekki margir sem tengja mexíkóskan mat sérstaklega við hollustu en Sólveig Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Culiacan, segist hafa kynnst svokölluðum „fresh mex“- mat í Bandaríkjunum þar sem áherslan er á heilsusamlegan mat á mexíkóska vísu. „Ég hef þróað matseðilinn mikið síðan. Þetta er fitusnauður matur þar sem uppistaðan er ferskt grænmeti, kjúklingur og kryddjurtir. Við búum til allar okkar sósur, salsa og guacamole á staðnum, frá grunni og notum sýrðan rjóma í stað majóness. Við notum einnig aðeins besta hlutann af kjúklingnum, bringurnar, sem er sá fituminnsti. Tortillurnar okkar eru keyptar frosinar og eru eins ferskar og mögulegt er miðað við það. Þær eru til dæmis töluvert hollari
en þær sem hægt er að kaupa út úr búð. Hjá okkur er líka bæði hægt að velja um heilhveiti-tortillur og venjulegar.“ Sólveig segir stóran hluta viðskiptavina veitingastaðarins vera fastakúnnar. „Ég held að fólk leggi leið sína hingað aftur af því að maturinn er svo ferskur og maður fær hreinlega aldrei nóg af honum! Ég hef sjálf borðað þennan mat á hverjum degi síðan 2003. Mér líður bara svo vel þegar ég hef borðað hollt. Maturinn er ekki brasaður en heldur samt sínu sterka góða bragði.“ Sólveig bætir því við að á Culiacan sé líka boðið upp á salöt sem alltaf séu að verða vinsælli. „Hingað kemur mikið af ungu fólki og íþróttafólki sem borðar hjá okkur, jafnvel oft í viku, því að maturinn þykir bæði gefa næga orku og góða fyllingu.“
Veisluþjónusta sem bragð er af Veitingastaðurinn Culiacan, sem nú er staðsettur á Suðurlandsbraut 4a, býður einnig upp á veisluþjónustu sem fengið hefur afar góðar viðtökur. Boðið er upp á glæsilegan partíplatta og svokallaðan hópmat-
seðil sem hægt er að panta fyrir tíu eða fleiri. Verðið er 1390 krónur á manninn og segir Sólveig það varla gerast betra. „Við höldum verðinu niðri með því að halda okkur við ódýrari umbúðir. Maturinn kemur í snittukössum og er mjög vel úti látinn. Svo getur fólk bara raðað honum yfir á fallegri bakka sjálft.“ Hópmatseðilinn þarf að panta með
tveggja til þriggja daga fyrirvara ef um stóra hópa er að ræða en með sólarhrings fyrirvara ef hópurinn er lítill. „Þessir matseðlar hafa notið mikill vinsælda að undanförnu, sérstaklega í fermingarveislum og stórafmælum. Þá blöndum við réttunum okkar saman þannig að veislan inniheldur bæði burrito, quesadillas og tostada ásamt nac-
hosi og sósum með. Viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með þessa útfærslu sem er bæði góð, einföld og þægileg. Það er líka alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og framandi. Fyrir þá sem vilja hafa hollan mat en samt góðan í veislunni sinni þá er þetta tilvalið. Fólk getur borðað sig satt án þess að fá samviskubit.“
hollt, ferskt og framandi
Ertu að huga að veislu? Veisluþjónusta Saffran býður upp á dýrindis framandi veislumat, hvort sem tilefnið er stórt eða smátt.
Smáréttir / Samlokubakkar / Steikarhlaðborð
hollt, ferskt og framandi allar marineringar eru heimatilbúnar, beint frá ♥ og án allra aukefna. Við notum ekki hvítan sykur og ekkert hvítt hveiti. Bjóddu gestunum þínum upp á það besta!
ferming / brúðkaup /skírn / út skrift fundur /afmæli / partý / ársh átíð
veislupjonusta -
blær
Allur matur er úr gæðahráefni,
bara og Hringdu ið sjáum v u pantað rest! um
Meiri upplýsinga r verð og matseðla r
48
heilabrot
Helgin 10.-12. febrĂşar 2012
Spurningakeppni fĂłlksins
ďƒ¨
Sudoku
7
3 6 4
Spurningar
Ă sgeir PĂŠtur Ăžorvaldsson, lĂŚknanemi
ďƒź 2. Tblisi. ďƒź 1. 1799.
3. Robin Van Persie Ă Arsenal. 4. 100.
ďƒź
5. Pass. 6. HjĂĄlmar HjĂĄlmarsson.
ďƒź
ďƒź
7. Hann er annað hvort við Colombia eða Yale. Skýt å Yale. Skýt å Yale 8. BjÜrn Bjarnason.
ďƒź
9. Pass. 10. HnĂfsdal
ďƒź 12. BakĂş. ďƒź 13. 1977. ďƒź 11. 2 Guns.
14. Siggi Stormur. SigurĂ°ur Ragnarsson. 15. BaunagrasiĂ°.
ďƒź
ďƒź
11 rĂŠtt
1. HvaĂ°a ĂĄr kom AlĂžingi sĂĂ°ast saman ĂĄ ĂžingvĂśllum aĂ° undanskildum heiĂ°urs- og afmĂŚlissamkomum? 2. HvaĂ° heitir hĂśfuĂ°borg GeorgĂu? 3. HvaĂ°a leikmaĂ°ur hefur skoraĂ° 22 mĂśrk Ă 24 leikjum Ă ensku Ăşrvalsdeildinni ĂĄ Ăžessu tĂmabili og meĂ° hvaĂ°a liĂ°i spilar hann? 4. HvaĂ° var Gamlinginn Ă metsĂślubĂłk Jonasar Jonasson gamall? 5. HvaĂ°a lag byrjar ĂĄ orĂ°unum VĂślundur ĂĄ mĂĄlm og trĂŠ. SmĂĂ°ar allt sem ĂŠg sĂŠ og meĂ° hvaĂ°a hljĂłmsveit er ĂžaĂ°? 6. Hver er oddviti NĂŚstbesta flokksins? 7. ViĂ° hvaĂ°a hĂĄskĂłla er JĂłn Steinsson hagfrĂŚĂ°ingur lektor? 8. Hver skrifaĂ°i bĂłkina Rosabaugur? 9. HvaĂ°a hĂĄlfĂslenski leikari lĂŠk Ă kvikmynd Stevens Spielberg War Horse? 10. ViĂ° hvaĂ°a bĂŚ stendur Hermannslundur til minningar um Hermann JĂłnasson, fyrrum forsĂŚtisrĂĄĂ°herra? 11. HvaĂ° heitir myndin sem til stendur aĂ° Baltasar KormĂĄkur leikstĂ˝ri meĂ° Mark Wahlberg og Denzel Washington Ă aĂ°alhlutverkum? 12. Ă? hvaĂ°a borg mun Eurovision fara fram Ă vor? 13. HvaĂ°a ĂĄr var fyrsta StjĂśrnustrĂĂ°smyndin frumsĂ˝nd? 14. Hver er varaformaĂ°ur SamstÜðu, nĂ˝s stjĂłrnmĂĄlaflokks Lilju MĂłsesdĂłttur? 15. HvaĂ°a sĂgilda ĂŚvintĂ˝ri ĂŚtla GuĂ°jĂłn DavĂĂ° Karlsson og ĂžrĂśstur LeĂł Gunnarsson aĂ° taka sĂnum eigin tĂśkum Ă BorgarleikhĂşsinu?
9
ďƒ¨
7 5 2
1 7 4
6
Kidda Svarfdal, 1. 1944?
9 8 6
7
2. Veit ĂžaĂ° ekki. 3. Ryan Giggs?
ďƒ¨
ďƒź
4. 100 ĂĄra.
8
1
lĂfstĂlsbloggari
6. HjĂĄlmar HjĂĄlmarsson.
ďƒź
ďƒź
9. Gunnar Atli Cauthery.
9 1 8
7. Pass. 8. BjĂśrn Bjarnason.
5 4
ďƒź
10. Flateyri?
ďƒź ďƒź 13. 1977. ďƒź 11. 2 Guns.
2 5 9 4 4
12. BakĂş.
ďƒź 15. BaunagrasiĂ°. ďƒź 14. Siggi stormur.
9 rĂŠtt
krossgĂĄtan
7 1
7 2 9 4
-&.453"
1 3 9
7*š.5
)/61-"
3Âś,*
564,"
5*-'*//*/(" 4&.*
.½(6 -&*,"3
'*4,63 &/%"45 4".5Âś.*4 -0("
)".*/(+6 4".63
à 33Šš*4
3Âť5"3 5"6("
3*45" %3&*'"
ÂŤ55
,, (Š-6 /"'/
65"/)Ă 44
Ă…'6/
45*/(
(Š5"
4/:35"
,04563
)Šš"
'"34Âś."
47*'
ÂŤ5","/ -&("
(Âť-" 57&*3 &*/4
(Š'"
.*,-6
-*45* .Š-* &*/*/( 4"./*/( 63
)Âť56/
4,&3(ÂŤ-"
3&*1* 4,055
%:((63
7*,6#-"š
Š5-6/"3 #œ--
,, /"'/
3Âś'"
(6'6-&45
"š(Š5"
,Š3-&*,4
&*(*/%
Âś4,63
'6(-
Â?705563
4*š"
)-+š'Š3*
Ă 54,Ă '"
-&:'*45
4Š-"45
(+-'3" 46/%'Š3*
#-6/%"
56/(6.-* %Å3" )-+š
#-Âť.*
998 VerĂ° ĂĄĂ°ur 1698 kr. kg GrĂsagĂşllas og snitsel
&,,*
4½/(-*
.Š-* &*/*/("3 70563
*-.63
(36// '-½563
3:,
kr. kg
'"34&š*--
4,&.."
ódýr!
afslĂĄtt
7&-5" Â?Âť
remst
40
"-%3*
50("
57&*3 &*/4
– fyrst og f
%ur
&:š*.½3,
7&*3"
MYND: MICHAEL COGHLAN (CC BY-SA 2.0)
4:,3" 45:,,*
'+ÂŤ3/ÂŤ.
lĂ˝stu yfir strĂĂ°i ĂĄ hendur Ăžjóðverjum fyrir Ăžeirra hĂśnd Ăžegar fyrri heimsstyrjĂśldin hĂłfst. ĂžaĂ° gleymdist hins vegar aĂ° semja um friĂ° Ăžar til 44 ĂĄrum sĂĂ°ar.
3 8 1
ATH Nýr vefur með krossgåtulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.
HvaĂ°a rĂki var Ă strĂĂ°i viĂ° Þýskaland stanslaust frĂĄ ĂĄrinu 1914 til 1958 ĂĄn Ăžess aĂ° nokkur tĂŚki eftir ĂžvĂ? Svar: Andorra. Frakkar, sem sĂĄu um utanrĂkismĂĄl smĂĄrĂkisins,
1
Sudoku fyrir lengr a komna
8 2
5. EitthvaĂ° meĂ° StuĂ°mĂśnnum?
SvĂśr: 1. 1799, 2. Tblisi, 3. Robin Van Persie Ă Arsenal, 4. 100 ĂĄra, 5. Allt meĂ° NĂ˝ danskri, 6. HjĂĄlmar HjĂĄlmarsson, 7. ViĂ° Columbia hĂĄskĂłla, 8. BjĂśrn Bjarnason, 9. Gunnar Atli Cauthery, 10. HĂłlmavĂk, 11. 2 Guns, 12. BakĂş Ă AserbaĂdsjan, 13. 1977, 14. SigurĂ°ur Ăž. Ragnarsson, 15. ÆvintĂ˝riĂ° um BaunagrasiĂ°.
Kidda skorar ĂĄ Ernu DĂs, Ăştvarpskonu ĂĄ FM957.
5 5 2 3
.ÂŤ-.63
47½3š63
ÂŤ*
4Š-(Š5*
.&3(š
(6š
4".5½, Š55"3 4&563
œ 3½š
4,+Âť-"
,7*45*/(
50
sjónvarp
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Föstudagur 10. febrúar
Föstudagur RUV
20:55 American Idol (8/39) Vinsælasti skemmtiþáttur veraldar snýr aftur í ellefta skiptið. Í
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
20:25 Minute To Win It 4 Háskólastúdínan Jessica James nælir sér í 50.000 dali í eggjaþraut.
Laugardagur
20.30 Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 Það er komið að úrslitaþættinum sem er í beinni útsendingu úr Hörpu. Í kvöld keppa lögin sjö sem komust í úrslit um það hvert þeirra verður framlag Íslands.
12:15 Man. Utd. - Liverpool Bein útsending frá stórleik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
5
Sunnudagur
6
20.10 Höllin (Borgen) Danskur myndaflokkur um valdataflið í dönskum stjórnmálum. Meðal leikenda eru Sidse Babett Knudsen, Pilou Asbæk og Birgitte Hjort Sørensen.
21:00 Law & Order: Special Victims Unit (20:24) Bandarísk sakamálaþáttaröð um sérdeild lögreglunnar í New York borg sem rannsakar kynferðisglæpi.
15.55 Leiðarljós e 16.35 Leiðarljós e 17.20 Leó (16:52) 17.23 Músahús Mikka (67:78) 17.50 Óskabarnið (4:13) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Framandi og freistandi e 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Útsvar Hveragerði - Fljótsdalshérað 21.20 Valentínusarmessa er óþolandi Leikstjóri er Nia Vardalos og meðal leikenda eru Nia Vardalos og John Corbett. Bandarísk 5 6 bíómynd frá 2009. 22.50 Barnaby ræður gátuna – Blóðbrúðkaup. Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við dularfull morð í ensku þorpi. Meðal leikenda eru John Nettles og Jason Hughes. 00.25 Sagan af Jack og Rose e 02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví (3:12) e 08:00 Dr. Phil e 08:45 Rachael Ray e 09:30 Pepsi MAX tónlist 12:00 Solsidan (1:10) e 12:25 Game Tíví (3:12) e 12:55 Pepsi MAX tónlist 14:55 7th Heaven (7:22) e 15:40 America's Next Top Model e 16:30 Rachael Ray 17:15 Dr. Phil 18:00 Hawaii Five-0 (1:22) e 18:50 Being Erica (13:13) 19:35 Live To Dance (6:8) 20:25 Minute To Win It 21:55 HA? (20:31) 22:45 Jonathan Ross (12:19) 23:35 Flashpoint (6:13) e 00:25 Saturday Night Live (7:22) e 01:15 Jimmy Kimmel e 02:45 Whose Line is it Anyway? e 03:10 Smash Cuts (20:52) e 03:35 Pepsi MAX tónlist
STÖÐ 2
Laugardagur 11. febrúar RUV
08.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08.03 Kóala bræður (6:13) 08:15 Oprah 08.15 Sæfarar (34:52) 08:55 Í fínu formi 08.29 Músahús Mikka (70:78) 09:10 Bold and the Beautiful 08.54 Múmínálfarnir (39:39) 09:30 Doctors (37/175) 09.06 Spurt og sprellað (15:26) 10:15 Off the Map (13/13) 09.13 Engilbert ræður (48:78) 11:00 Human Target (1/12) 09.21 Teiknum dýrin (19:52) 11:50 Covert Affairs (2/11) 09.26 Lóa (51:52) 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 09.41 Uppfinningar Valda og Grímsa 13:00 Yes Man 10.11 Grettir (20:52) 14:45 Friends (19/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10.22 Geimverurnar (15:52) 15:10 Sorry I’ve Got No Head 10.30 Söngvakeppni Sjónvarpsins e 15:40 Tricky TV (6/23) 11.00 Hvert stefnir Ísland? e 16:05 Barnatími Stöðvar 2 11.55 Leiðarljós e 17:05 Bold and the Beautiful 13.20 Kastljós e 17:30 Nágrannar 4 5 14.00 Kiljan e 17:55 The Simpsons (1/22) 14.50 EM í knattspyrnu 18:23 Veður 15.25 Hvað veistu? e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 15.55 Útsvar e 18:47 Íþróttir 17.00 Ástin grípur unglinginn 18:54 Ísland í dag 17.45 Táknmálsfréttir 19:11 Veður 17.55 Bombubyrgið (17:26) e 19:20 The Simpsons (19/23) 18.25 Úrval úr Kastljósi 19:45 Týnda kynslóðin (22/40) 18.54 Lottó 20:10 Spurningabomban (3/10) 19.00 Fréttir / 19.30 Veðurfréttir 20:55 American Idol (8/39) 19.40 Ævintýri Merlíns (5:13) 21:40 Three Amigos 20.30 Söngvakeppni Sjónvarpsins 23:20 The Last House on the Left 22.30 Hitabeltisþruma 01:10 Lakeview Terrace 00.20 Sylvia e 02:55 Yes Man 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 04:35 Spurningabomban (3/10)
STÖÐ 2
Sunnudagur RUV
08.00 Morgunstundin okkar 07:00 Strumparnir 08.01 Poppý kisukló / Teitur / Litli 07:25 Lalli draugurinn Laban / Mókó / Paddi og 07:35 Brunabílarnir Steinn / Skellibær / Paddi og Steinn 08:00 Algjör Sveppi / Töfrahnötturinn / Paddi og Steinn / 10:00 Lukku láki Disneystundin / Finnbogi og Felix 10:25 Tasmanía 09.21 Sígildar teiknimyndir (19:42) 10:50 Ofurhetjusérsveitin 09.29 Gló magnaða (45:52) 11:15 The Glee Project (6/11) 09.50 Enyo (16:26) 12:00 Bold and the Beautifulallt fyrir áskrifendur 10.14 Hérastöð (5:26) 13:45 American Idol (8/39) 10.25 Söngvakeppni Sjónvarpsins e 14:30 The Block (6/9) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12.15 Meistaradeild í hestaíþróttum e 15:15 Sjálfstætt fólk (17/38) 12.30 Silfur Egils 15:55 Two and a Half Men (9/16) 13.55 Mannslíkaminn (2:4) e 16:20 Modern Family (10/24) 14.50 Djöflaeyjan e 16:45 ET Weekend 15.30 Haukar - FH, bikark.karla Beint 17:30 Íslenski listinn 4 5 6 17.20 Táknmálsfréttir 17:55 Sjáðu 17.30 Skellibær (44:52) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.40 Teitur (21:52) 18:49 Íþróttir 17.50 Veröld dýranna (43:52) 18:56 Lottó 18.00 Stundin okkar 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 18.25 Við bakaraofninn (5:6) 19:29 Veður 19.00 Fréttir 19:35 Spaugstofan 19.30 Veðurfréttir 20:05 The Invention Of Lying 19.40 Landinn 21:45 Temple Grandin 20.10 Höllin (3:20) (Borgen) 23:35 The Abyss 21.15 Ojos de Brujo á Listahátíð 2011 02:20 Rush Hour 3 22.05 Síðasti dansari Maós 03:50 Pineapple Express 00.00 Silfur Egils 05:40 Fréttir 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
6
SkjárEinn 11:00 Spænsku mörkin 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:35 New York - LA Lakers 09:40 Rachael Ray e 06:00 Pepsi MAX tónlist 13:25 Fréttaþáttur Meistaradeildar 11:05 Dr. Phil e 11:50 Rachael Ray e 13:55 Hannover - Bergischer Beint 18:35 Spænsku mörkin 13:10 Málið (5:8) e 13:55 Dr. Phil e 15:35 Golfskóli Birgis Leifs (4/12) 19:10 Einvígið á Nesinu 13:40 90210 (4:22) e 15:20 Being Erica (13:13) e 16:00 Arsenal - Aston Villa 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 14:30 America's Next Top Model e 16:05 Live To Dance (6:8) e 17:45 OK búðamótið 20:30 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 15:20 Once Upon A Time (6:22) e 16:55 Pan Am (12:14) e 18:20 La Liga Report 21:00 No Crossover: 16:10 HA? (20:31) e 17:45 7th Heaven (8:22) 18:50 Osasuna - Barcelonafréttir, Beint 22:20 UFC 119 fræðsla, sport og skemmtun 17:00 7th Heaven (9:22) 21:00 Hannover - Bergischer 01:00 New York - LA Lakers Beint allt fyrir áskrifendur18:30 The Jonathan Ross Show 17:45 Outsourced (22:22) e 19:20 Minute To Win It e 22:25 Osasuna - Barcelona 18:10 The Office (17:27) e 20:05 America's Funniest Home fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:35 Survivor (10 & 11:16) e 20:30 Eureka (6:20) 15:30 Sunnudagsmessan 20:10 21:20 Once Upon A Time (6:22) 4 Top Gear (6:6) 5 6 09:00 Premier League Review 16:50 WBA - Swansea 21:00 L&O: Special Victims Unit 22:10 Saturday Night Live (8:22) 09:55 Liverpool - Tottenham 18:40 QPR - Wolves 21:50 The Walking Dead (2:13) 23:00 Rocky V (e) 11:45 Premier League Preview 20:30 Football League Show allt fyrir áskrifendur 22:40 House (23:23) e 00:45 HA? (20:31) (e) 5 4 6 12:15alltMan. Utd. - Liverpool Beint 21:00 Premier League Preview fyrir áskrifendur 23:30 Prime Suspect (3:13) e 01:35 Jimmy Kimmel (e) 14:45 Everton - Chelsea Beint 21:30 Premier League World 00:20 The Walking Dead (2:13) e 03:05 Whose Line is it Anyway? e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:15 Tottenham - Newcastle Beint 22:00 Southampton - Liverpool, 2000 01:00 Grammy Awards 2012 - BEINT 03:30 Real Hustle (2:20) e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:30 Sunderland - Arsenal 22:30 Premier League Preview 04:00 Pepsi MAX tónlist 03:55 Smash Cuts (21:52) e 21:20 Blackburn - QPR 23:00 Norwich - Bolton 04:20 Pepsi MAX tónlist 23:10 Swansea - Norwich 01:00 Fulham - Stoke SkjárGolf 4 5 6 08:00 17 Again 06:00 ESPN America 4 510:00 It’s Complicate 6 08:40 Someone Like You 06:30 Toy Story 3 SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 07:45 Inside the PGA Tour (6:45) 12:00 Ástríkur á Ólympíuleikunum 10:15 Legally Blonde 10:05 The Ex allt fyrir áskrifendur06:00 ESPN America allt fyrir áskrifendur 08:10 AT&T Pebble Beach 2012 (1:4) 14:00 17 Again 12:00 Hachiko: A Dog’s Story 12:00 Date Night 07:40 Champions Tour Year-in11:10 Golfing World 16:00 It’s Complicated fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 Someone Like You 14:00 Stuck On You Review 12:00 AT&T Pebble Beach 2012 (1:4) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Ástríkur á Ólympíuleikunum 16:00 Legally Blonde 16:00 The Ex 08:35 Inside the PGA Tour (6:45) 15:05 PGA TOUR Year-in-Review 2011 20:00 Run Fatboy Run 18:00 Hachiko: A Dog’s Story 18:00 Date Night 09:00 Dubai Desert Classic (3:4) 16:00 AT&T Pebble Beach 2012 (1:4) 22:00 Appocalypto 20:00 Avatar 20:00 Toy Story 3 13:00 AT&T Pebble Beach 2012 (2:4) 19:00 US Open 2009 - Official Film 00:15 The Things About My Folks 22:40 Austin Powers in Goldmember 22:00 Rendition 16:00 Dubai Desert Classic (3:4) 20:00 AT&T Pebble Beach 2012 (2:4) 4 02:00 Unknown 00:15 The Lookout 00:00 My Blueberry Nights 18:00 AT&T Pebble Beach 23:00 4 5 2012 (3:4) 6 4 PGA Tour - Highlights 5 (5:45) 6 04:00 Appocalypto 02:00 Premonition 02:00 RocknRolla 23:00 Golfing World 23:55 ESPN America 04:00 Austin Powers in Goldmember 04:00 Rendition 23:50 ESPN America 06:00 Run Fatboy Run 06:00 Avatar 05:20 Fréttir og Ísland í dag
SkjárEinn
Útsölulok á sunnudag Opið virka daga kl. 10-18 – Laugardaga kl. 10-17 – Sunnudaga kl. 13-17
Kauptúni 3 – Sími 564 4400
sjónvarp 51
Helgin 10.-12. febrúar 2012
12. febrúar
ÍNN Fyrir að ver a til
STÖÐ 2 07:00 Svampur Sveinsson 07:25 Áfram Diego, áfram! 07:50 Elías 08:00 Algjör Sveppi 10:30 Skoppa og Skrítla 10:45 Ofurhundurinn Krypto 11:10 Stuðboltastelpurnar 11:35 Hundagengið 12:00 Spaugstofan allt fyrir áskrifendur 12:25 Nágrannar 14:10 American Dad (6/18) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:35 The Cleveland Show (9/21) 15:00 American Idol (9/39) 15:45 Týnda kynslóðin (22/40) 16:15 Kalli Berndsen - Í nýju ljósi 16:50 Spurningabomban (3/10) 4 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (22/24) 19:40 Sjálfstætt fólk (18/38) 20:20 The Mentalist (8/24) 21:05 The Kennedys (6/8) 21:50 Boardwalk Empire (1/12) 22:45 60 mínútur 23:30 The Daily Show: Global Edition 23:55 The Glades (6/13) 00:45 V (2/10) 01:30 Supernatural (2/22) F 02:15 Ben Hur (1/2) Fyrri hluti 03:50 Ben Hur (2/2) Seinni hluti 05:25 American Dad (6/18)
Hrafninn flýgur – bara ekkert sérstaklega hátt Ég er sófakartafla mikil, nánast á barmi þess að vera orðinn að kartöflumús. Ég hef aðgang að ótal sjónvarpstöðvum sem sýna misgáfulegt efni allan sólarhringinn. Á einni stöðinni var um daginn sýnd 80’s eðalræman UHF með hinum geðþekka “Weird Al” Yankovic í aðalhlutverki. Þar er, í stuttu máli, fjallað um litla sjónvarpsstöð í Ameríku berjast um vinsældir við vondu stóru stöðvarnar. Dagskráin þar á bæ er ekki alltaf það sem kalla mætti hefðbundin. Aðalsjónvarpsstjarnan er jafnframt húsvörðurinn á staðnum og eru önnur efnistök eru eftir því. Þótt klassísk sé er UHF þó ekki aðalumfjöllunarefnið heldur hér nefnd vegna þess hversu mjög hún minnir á aðra litla stöð sem sendir út hér á Fróni. ÍNN er nefnilega eins og snýtt úr 5
nefndri mynd hefur almenningur tekið ástfóstri við stöðina en þá er líka að nýta það, spýta í lófana og færa þessa á köflum mögnuðu íslensku dagskrárgerð upp á næsta plan. Og svona rétt í lokin; Magnús meistarakokkur – eyrnalokkurinn er ekki málið. Haraldur Jónasson
Voltaren Dolo - nú tvöfalt sterkara en áður!
4
5
sama nefi og Stöð 62 í myndinni góðu. Þættirnir eru fæstir á pari við normið og þótt Ingvi Hrafn og félagar séu öll af vilja gerð ná þau einhvern veginn aldrei almennilega utan um verkið. Svo djörf eru efnistökin að stundum dettur mér í hug að áðurnefndur Ingvi eigi á hættu að enda með sama viðurnafn og “Weird Al” þegar hann byrjar að láta móðan mása í gegn um Skype frá Flórída. Að hlusta og horfa á “Ingva skrítna” á skjánum í formi brogaðrar tölvumyndar er þess eðlis að maður tekur viljann fyrir verkið. Tæknivinnsla á þætti foringjans er ekki undantekningin sem sannar regluna. Ekki skal um það sagt hvort myndatakan sé helsti Akkilesarhæll stöðvarinnar en þar er augljóslega verk að vinna: Hætta að súmma og byrja að klippa. En, líkt og í áður-
6
10:55 Osasuna - Barcelona 12:40 EAS þrekmótaröðin 13:10 Hannover - Bergischer 14:35 New York - LA Lakers 16:25 Kiel - Huttenberg Beint 18:05 Osasuna - Barcelona 19:50 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 20:20 Real Madrid - Levante 22:30 Boston - Chicago Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:20 Kiel - Huttenberg
07:50 Sunderland - Arsenal 09:40 Tottenham - Newcastle 11:30 Everton - Chelsea 13:20 Wolves - WBA Beint allt fyrir áskrifendur 15:45 Aston Villa - Man. City Beint 18:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:20 Man. Utd. - Liverpool 21:10 Sunnudagsmessan 22:30 Wolves - WBA 00:20 Sunnudagsmessan 01:40 Aston Villa - Man. City 4 03:30 Sunnudagsmessan
5
6
6
SkjárGolf 06:00 ESPN America 08:05 PGA TOUR Year-in-Review 09:00 Dubai Desert Classic (4:4) 13:00 AT&T Pebble Beach 2012 (3:4) 16:00 Dubai Desert Classic (4:4) 18:00 AT&T Pebble Beach 2012 (4:4) 23:30 Golfing World 00:20 ESPN America
Hvað er það? • Verkjastillandi • Bólgueyðandi • Hitalækkandi
Hvernig virkar það? • Dregur úr verkjum innan hálftíma • Verkjastillandi áhrif í allt að 6 klst. • Voltaren Dolo 25 mg er lítil tafla, sem auðvelt er að gleypa.
Við hverju? • Vöðva- og liðverkjum • Kvefi og inflúensueinkennum, eins og hita og höfuðverk • Höfuðverk • Tíðaverkjum • Tannpínu
NJÓTUM ÞESS AÐ HREYFA OKKUR
Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Voltaren Dolo® inniheldur 25mg kalíumdíklófenak. Notað við vægum verkjum eins og höfuðverk, tannverk, tíðaverk, gigt- og bakverk. Upphafsskammtur er 1 tafla, en síðan 1 tafla á 4-6 klukkustunda fresti, þó mest 3 töflur (75 mg) á sólarhring. Að hámarki 3 sólarhringar. Gæta skal varúðar hjá þeim sem eru með magasár. Einstaklingar sem eru með ofnæmi fyrir acetýlsalicýlsýru eða öðrum innihalds efnum eiga ekki að nota lyfið. Lyfið má ekki nota samhliða blóðþynnandi lyfjum, þvagræsilyfjum og lyfjum sem innihalda litíum, nema samkvæmt fyrirmælum læknis. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Ef þú ert með barn á brjósti máttu eingöngu nota Voltaren Dolo í samráði við lækni. Börn yngri en 14 ára mega ekki nota Voltaren Dolo. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healtcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
52
bíó
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Hugo Ný hlið á Scorsese
Ævisögulegur óður til kvikmyndalistarinnar Mean Streets, Taxi Driver, Alice Doesn’t Live Here Anymore, The King of Comedy, Raging Bull, The Color of Money, The Last Temptation of Christ, The Age of Innocence, Cape Fear, Goodfellas, Kundun, Casino, Gangs of New York, Bringing Out the Dead, The Departed, The Aviator, Shutter Island... Þeir eru fáir leikstjórarnir sem komast með tærnar þar sem meistari Martin Scorsese hefur hælana þegar fjölbreytni í verkefnavali og vald á miðlinum er annars vegar. Þótt honum hafi löngum verið glæpir og ofbeldi hugleikin hefur hann farið um víðan völl; krossfest Krist, tekið flugið
með Howard Hughes og horft til himins með Dalai Lama svo fátt eitt sé nefnt. Og enn kveður við nýjan tón hjá Scorsese í fjölskyldumyndinni Hugo sem er hans fyrsta mynd í þrívídd. Hann hefur heillast af möguleikum þrívíddarinnar og telur framtíð kvikmyndanna liggja þar og, eins og viðmátti búast þegar Scorsese á í hlut, hefur hann verið ausinn lofi fyrir notkun sína á tækninni sem er ekki bara til skrauts heldur þjónar sögunni. Hugo er í senn ævintýri og sönn saga. Hún er einskonar óður Scorsese til kvikmyndalistarinnar, hann sækir innblástur í eigin ævisögu og byggir að hluta til á
raunverulegum persónum. Hugo er ellefu ára drengur, munaðarlaus, sem felur sig í lestarstöð í París á fjórða áratug síðustu aldar. Þar hnuplar hann sér mat um leið og hann heldur öllum klukkum stöðvarinnar gangandi og hárréttum því sjálfvirk gangverk eins og þau sem klukkur eru gerðar úr eru hans aðaláhugamál. Hugo er líkleg til stórræðanna á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok mánaðarins en hún fékk flestar tilnefningar þetta árið, ellefu talsins. Aðrir miðlar: Imdb: 8.2, Rotten Tomatoes: 94%, Metacritic: 83%.
Munaðarleysinginn Hugo heldur til á lestarstöð.
Og enn kveður við nýjan tón hjá Scorsese í fjölskyldumyndinni Hugo.
Stjörnustríð Tilkomumikil endurkoma
Frumsýndar
Denzel á flótta
Sá mæti leikari Denzel Washington er bæði ískaldur og grjótharður í hlutverki fyrrverandi CIA-manns í Safe House. Hann hefur verið á flótta undan yfirvöldum frá því hann sneri baki við leyniþjónustunni og lét sig hverfa fyrir áratug. Þegar Denzel skýtur svo óvænt upp kollinum er honum snarað í varðhald og komið fyrir í leynihúsi sem á að heita öruggt skjól. Þar fær ungur og reynslulítill leyniþjónustumaður, sem Ryan Ryan Reynolds er í bráðri hættu eftir að Reynolds leikur, það verkefni að gæta hann neyðist til þess að gæta njósnara sem hins varasama fanga. Ungi maðurinn er Denzel Washington leikur. óhress með hversu óspennandi verkefni hann hefur fengið hingað til en það á eftir að breytast snarlega þegar ráðist er á húsið, greinilega í því tilgangi að hafa hendur í hári flóttamannsins. Þessir tveir ólíku menn og andstæðingar eru skyndilega komnir á lífshættulegan flótta og sá yngri áttar sig smám saman á því að hann er peð í flóknu tafli sem hann hefur enga yfirsýn yfir og einhver úr hans röðum hafa bent árásarmönnunum á öryggisgeymsluna. Þá er bara tvennt í stöðunni; sinna skyldum sínum og verða drepinn eða snúa bökum saman og berjast með reynsluboltanum fyrir lífi beggja.
Shame Michael Fassbender er frábær leikari og rísandi stjarna. Hann þykir fara á kostum í Shame þar sem hann leikur New Yorkbúann Brandon Sullivan. Hann virðist við fyrstu sýn virðist njóta lífsins og vera í nokkuð góðum málum. Hann á þó við erfiðan veikleika að etja þar sem hann er forfallinn kynlífsfíkill og því má telja að siðferði hans í kynlífi og samskiptum við konur sé á frekar lágu plani. Þegar systir hans flytur inn á hann taka líf beggja stakkaskiptum þar sem hún neyðir hann til að horfast í augu við sjálfan sig og um leið til að gera upp sársaukafulla fortíð þeirra.
Monster in Paris
Heimsborgin París er áberandi í frumsýningum helgarinnar en rétt eins og Hugo gerist þessi fjölskyldumynd í borginni árið 1910. Við kynnumst hér þeim Emil og besta vini hans, hinum málglaða sendli Raúl sem leyfir Emil stundum að koma með þegar hann þeysir um hina rómantísku París gærdagsins með pakka sína og bréf. Í einni slíkri ferð enda þeir Emil og Raúl í gróðurhúsi sérviturs vísindamanns og þegar Raúl fer að fikta í tilraunaglösunum hans og efnunum vekur hann óvart til lífsins heljarinnar stórt skrímsli sem hleypur út og gengur laust um borgina. Myndin er sýnd með íslensku tali.
TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk
Hinn vopnfimi og tilfinningalausu morðingi Darth Maul var forveri Darth Vader sem helsta handbendi hins illa keisara og gerði stormandi lukku þegar hann birtist fyrst 1999.
Geislasverðum sveiflað í þrívídd Fyrsta myndin í seinni Stjörnustríðs-þríleiknum, The Phantom Menace, kemur nú í bíó í þrívídd tæpum þrettán árum eftir að hún var frumsýnd 1999. George Lucas áformar að bjóða Stjörnustríðs-aðdáendum, sem virðast alveg óseðjandi, upp á allar myndirnar sex í þrívídd; eina á ári næstu fimm ár og sýna þær í réttri tímaröð. Ævintýrið hófst árið 1977 með fjórða hluta en nú er byrjar þetta á fyrsta hluta og svo áfram koll af kolli þar til Logi Geimgengill og Svarthöfði, pabbi hans, mæta keisaranum illa í lokaupgjöri The Return of the Jedi.
S Þetta er svolítið eins ef hægt væri að fá Bítlaæðið endurtekið.
tjörnustríðsævintýrið hófst árið 1977 þegar George Lucas fór með áhorfendur, gapandi af hrifningu, til vetrarbrautar langt, langt í burtu og kynnti til leiks Luke Skywalker, Leiu prinsessu, Han Solo, Chewbacca, vélmennadúetinn R2-D2 og C-3PO og svo auðvitað flottasta illmenni allra tíma, sjálfan Svarthöfða, Darth Vader. Gríðarlegum vinsældum Star Wars var fylgt eftir með The Empire Strikes Back, sem flestir telja bestu myndina í bálkinum, og þrennan var svo kláruð með The Return of the Jedi árið 1983. Lucas sá alla tíð fyrir sér að þessi geimópera hans ætti að vera stærri í sniðum og boðaði á tímabili að Stjörnustríðsmyndirnar yrðu alls níu. Og að ósögð væri sagan um Anakin Skywalker sem lét skuggahliðar Máttarins tæla sig og féll frá því að vera vaskur Jedi-riddari yfir í að verða Sith-lávarðurinn ógurlegi Darth Vader. Lucas lét milljónir ákafra aðdáenda sinna bíða milli vonar og ótta í sextán ár þangað til hann frumsýndi fyrstu myndina af þremur í forleiknum að hinni sígildu Star Warsþrennu. The Pantom Menace kom í bíó vorið 1999 og eftir hina löngu bið og miklu væntingar olli hún umtalsverðum vonbrigðum enda hafði galdurinn sem dáleiddi heimsbyggðina fyrir margt löngu rýrnað helst til mikið. Flókin og þvæld pólitík og óþolandi fábjánalegar persónur, þar sem fremstur í flokki fór ógeðið Jar Jar Binks, drógu klassískt Stjörnustríðsfjörið niður. Þá má líka endalaust gráta það hversu lítið hinn frábæri skrattakollur Darth Maul með sitt tvöfalda geislasverð fékk lítið að njóta sín. Hann átti
samt hressandi spretti, Liam Neeson og Ewan McGregor voru flottir sem Jedi-riddararnir Qiu-Gon Jinn og Obi-Wan Kenobi og geimorrusturnar tilkomumiklar. Allt þetta mun án efa njóta sín vel í þrívídd og því er lítil hætta á öðru en grjótharðir Star Warsnördar muni hópast í bíó til að sjá þetta allt saman eina ferðina enn – og nú í þrívídd. Lucas veit líka alveg hvað hann er að gera og kann þá list öðrum fremur að plokka peninga af dyggum áhangendum sínum. Það telst alltaf til tíðinda þegar boðið er upp á Star Wars mynd á breiðtjaldi þannig að hann þyrfti jafnvel ekki þrívíddina til þess að lokka liðið í bíó. Þar fyrir utan eru tæp þrettán ár síðan The Phantom Menace var frumsýnd þannig að góður fjöldi lítilla Star Wars nörda var ekki fæddur þegar myndin kom í bíó og fá nú tækifæri til þess að sjá dýrðina í bíó í fyrsta skipti á ævinni. Og geta fengið að upplifa þá einstöku tilfinningu, næstu árin, að láta sig hlakka til þess að sjá Stjörnustríðsmyndir í kvikmyndahúsi. Þetta er svolítið eins og ef hægt væri að fá Bítlaæðið endurtekið fyrir börn og barnabörn þess fólks sem lét fjórmenningana frá Liverpool trylla sig í gamla daga.
bíó
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
ÍSLENSKA SIA.IS NAT 58411 02/12
*
*27,8% minni sykur
54
tíska
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Hönnunarkeppni H&M stökkpallur Sænska tískuhúsið H&M hefur kjörið danska hönnuðinn Stine Riis sigurvegara í fyrstu árlegu hönnunarkeppni fyrirtækisins. Stine er 28 ára gömul og nýútskrifaður fatahönnuður frá London College of Fashion. Í verðlaun fékk hún rúmar átta milljónir króna ásamt þeim heiðri að fá að hanna haustlínu Riis sýndi á tískuvikunni í Stokkhólmi fyrir H&M. Hönnun hennar nefnist Decandence & Decay, innblásin af skúlptúrhönnun bandaríska hönnuðarins Robert Morris og segir Stine þetta vera hönnun sem muni reynast langlíf. „Þetta er mikill stökkpallur fyrir mig og fæ ég nú að spreyta mig fyrir fyrirtæki sem ég hefði ekki einu sinni þorað að dreyma um þar til nú að það er orðið að veruleika. Fljótlega mun ég svo stofna mína eigin fatalínu og opna stóra verslun þar sem ég sel hönnun mína.“
Louboutin besti stílistinn
Gossip Girl-stjarnan Blake Lively, sem oft hefur verið kosin best klædda konan í Hollywood, segist ekki þurfa á stílista að halda. „Afhverju að láta einhvern annan velja föt á mann þegar það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Þetta er mitt helsta áhugamál og ég ætla ekki að láta neinn svipta mig þeirri skemmtan,” segir Lively en lætur þess þó svo getið að skóhönnuðurinn Christian Louboutin sé það nærsta sem kemst að vera stílistinn hennar. „Þegar ég er á leiðinni í samkvæmi eða til að vera við opinbera viðburði sendi ég honum mynd af fötunum sem ég ætla að klæðast og spyr hann í hvernig skóm ég ætti helst að vera við. Hann sendir mér svo til baka svör.“
5
Sölumennska á eBay er puð
tíska
Kolbrún Pálsdóttir skrifar
Ýmislegt má gera til að krækja sér í aukatekjur. Ein leiðin er kaupa sér bás í Kolaportinu og önnur er að stofna söluaðgang á eBay. Í vikunni byrjaði ég á þessu síðarnefnda og það tók mig heila eilífð að hefja söluferil minn þar. Margar hindranir komu upp, líklega til að gera þetta eins flókið og erfitt fyrir komandi sölumann. Ýmsir kóðar áttu að sendast á tölvupóstinn, símann, netbankann og ég veit ekki hvað og hvað, sem svo skiluðu sér ekki. Mér var bara sagt að bíða þolinmóð eftir kóðunum sem reyndist ekki auðvelt fyrir eins óþolinmóða manneskju og ég er. Loksins gafst ég upp á þessu ferli en þó ekki fyrr en eftir rúma þrjá klukkutíma. Ég var búin að kvæsa og pirrast út í þá sem voru mér næstir og þolinmæði mín var alveg á þrotum. Nú þremur dögum síðar bíð ég enn eftir kóðunum. Ég sem loksins ætlaði að verða milljónamæringur á að selja töfraarmbönd frá Afríku og ævintýraskart frá indiánum. Gamall og nýr tískufatnaður myndi líka fá sitt pláss á söluvefnum ásamt allskonar aukahlutum og dóti sem ég kæri mig lítið um að eiga. Það þýðir samt lítið að gefast upp. Einn daginn mun þetta takast. Ég þarf bara að hvíla mig aðeins, safna þolinmæði, keyra svo á fullt og sýna eBay í tvo heimanna.
Heillargripir fyrir
Valentínusardaginn Tískuhúsið Dolce & Gabbana setur nýja förðunarblýanta á markað nokkrum dögum fyrir Valentínusardaginn en samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er um mikla lukkugripi að ræða. Heillargripirnir, sem allir búa yfir sinni sérstöku tegund gæfu, eru fimm augnblýantar og tvær tegundir varablýanta, sem sérstaklega voru valdir af virtustu hönnuðum heims. Línan mun fást bæði á internetinu sem og í verslunum tískuhússins. Þeir hjá Dolce & Gabbana velkjast ekkí vafa um að hér sé komin kjörin gjöf fyrir konuna á Valentínusardegi.
dagar dress
Þriðjudagur Skór: Kormákur og Skjöldur Buxur: Kron Kron Bolur: H&M Skyrta: Spúúntik
Mánudagur Skór: Kormákur og Skjöldur Buxur: KronKron Peysa: Gallerí Sautján Trefill: Skarthúsið
Sækist mest í rauða litinn mikið og á alveg óteljandi mikið af rauðum flíkum í fataskápnum,“ segir Raúl spurður um hvaða stíll það sé sem höfði mest til hans. „Uppáhalds verslanirnar mínar eru Kultur „Ég held að ég eigi mér Men og Kormákur og ekki neinn ákveðin stíl. Skjöldur en svo versla Ég sækist bara í föt sem ég auðvitað í öðrum klæða mig, sama hvaða búðum eins og Zöru og Spúútnik. Dior er stíll það er. Eins og uppáhalds tískumerkið rauða litinn sækist ég mitt þar sem fötin eru Raúl Marcelo Alexandre Ferreira er 24 ára lífsglaður barþjónn sem kemur frá Portúgal. Hann stefnir á leiklist í framtíðinni og á sér stóra drauma.
einföld en öðruvísi og er nútímaleg í bland við klassíska tísku.“ Helsta fyrirmynd Raúls í tískunni er ofurmódelið Tyson Beckford: „Fyrsti blökkumaðurinn sem sló rækilega í gegn í fyrirsætuheiminum. Hann hefur stílinn og útlitið, án þess að vera of góður með sjálfan sig. Lenny Kravitz er líka mikið í uppáhaldi, enda gaur sem getur klætt sig í hvað sem er og litið vel út.“
Miðvikudagur Skór: Herragarðurinn Buxur: Gallerí Sautján Bolur: Gjöf úr túristabúð Trefill: Gjöf frá vini Jakki: Zara
Föstudagur Skór: Herragarðurinn Buxur: Topman Jakki: Dior Húfa: N1 Skyrta: Dolce & Gabbana Bindi: H&M
Fimmtudagur Skór: Kormákur og Skjöldur: Buxur: Kron Kron Bolur: Zara Poncho: Spúútnik
snyr tifræði – naglafræði – förðunar fræði
– tískuljósmyndun – stílistanámskeið – módelnámskeið
Fashion Academy Reykjavík er miðstöð náms í greinum tengdum tísku, heilsu og fegurð. Skólinn er i glæsilegum húsakynnum og býður upp á frábæra aðstöðu fyrir nemendur
NÁ M
Í
FÖRÐUN
Diploma nám í förðun í samvinnu við MAKE UP STORE á Íslandi og Margréti R. Jónasar förðunarmeistara. Í skólanum verður lögð áhersla á samvinnu milli deilda, glæsilegt umhverfi og frábæra aðstöðu fyrir nemendur.
MÓDELNÁ MSKEI Ð FR A M KO M U O G F Y R I R S ÆT U N Á M S K E I Ð FYRIR STELPUR OG STR ÁK A 10 vikna framkomu og fyrirsætunámskeið. Helsta markmið námskeiðsins styrkja sjálfstraust nemenda. Einnig er stefnt að því að nemendur geti í lok námskeiðsins stigið óhræddir fyrir framan myndavélina og gengið með öryggi niður tískusýningarpallinn. Yngri hópur: 14-16 ára stelpur Eldri hópur: 17 ára og eldri fyrir bæði stelpur og stráka Aðalleiðbeinandi er Bryndís Bjarnadóttir heimspekingur og fyrrverandi elite fyrirsæta.
NÁ M Í TÍSKU OG AU G LÝS I N GA L J Ó S MY N D U N 10 vikna námskeið í tísku og auglýsingaljósmyndun. Í náminu er lögð rík áhersla á samvinnu milli deilda og raunveruleg verkefni.
N Á M Í S N Y R T I FR Æ Ð I Skólinn mun bjóða upp á nám í snyrtifræði til undirbúnings fyrir sveinspróf. Nám í snyrtifræði er kjörið fyrir þá sem vilja framtíðarstarf sem er bæði fjölbreytt og skapandi. Námið tekur eitt ár og hentar öllum aldurshópum. Snyrtifræðinámið er með viðurkenningu frá Mennta og menningarmálaráðuneytinu og er því lánshæft hjá LÍN.
Námskeiðin hefjast 11. febrúar fyrir utan snyrtifræði sem hefst í mars. Áhugasamir hafið samband í síma 571 5151 eða sendið tölvupóst á johanna@elitemodel.is
www.fashionacademy.is
facebook.com/fashionacademyreykjavik
Ármúla 21, 108 Reykjavík
Sími 571 51 51
56
tíska
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Hannar kvenlega baðfatalínu
Endurhannar kryddpíukjólinn
Á tuttugu ára afmæli skóhönnuðarins Christian Louboutin, sem haldið var á dögunum, tilkynnti Victoria's Secret-fyrirsætan Selita Ebanks að hún vinni nú hörðum höndum að nýrri baðfatalínu sem væntanleg er seinna á árinu. „Mér finnst að kvenmenn í öllum stærðum og gerðum eigi að geta verið með sjálfstraustið í lagi á ströndinni. Þess vegna hanna ég baðföt sem undirstrika kvenlegan og kynþokkafullan vöxt. Ég hef lengi ætlað að byrja á þessari línu og loksins varð draumurinn að veruleika. Þetta er mikið og langt ferli; verkefni sem maður verður að helga sig alfarið. Ásamt baðfötunum munum við framleiða allskonar aukahluti; töskur, förðunarvörur og skó,“ segir Selita Ebanks.
Kryddpíurauðkan Geri Halliwell hefur endurhannað hinn fræga Union Jackkjól sem hún klæddist jafnan þegar hljómsveitin Spice Girls var uppá sitt besta. Kjóllinn var helsta tákn söngkonunnar á þessum tíma, ásamt rauða hárinu og klæddist hún honum í flestum auglýsingaherferðum, á tónleikum og við opinbera viðburði. Nýi kjólinn, sem hún kynnti í síðustu viku, er örlítið öðruvísi en sá hinn eldri – tekur jafnframt mið af nútímalegri tísku. Kjóllinn mun koma í verslanir á Bretlandi í næsta mánuði ásamt bolum, baðfötum og síðari kjólum í sama stíl.
Í jakkafötum með beran barminn L
itrík jakkaföt með flegnu hálsmáli hafa verið gríðarlega vinsæl meðal kvenna á nýju ári. Þetta er „elegant“ fatnaður sem passar bæði á skrifstofuna og í samkvæmið og hentar nánast hvaða vaxtarlagi sem er. Kyntröllin í Hollywood kjósa þó klæðast engu undir jakkanum, en það er bara smekksatriði hvort að konur kjósi að varpa kynþokkanum svona frá sér eða klæðast fallegri skyrtu undir.
TILTEKTARDAGAR Í SIGURBOGANUM!
4 VERÐ í gangi
Leikkonan Emmy Rossum.
2.000.- 5.000.- 9.000.- 12.900.ÓTRÚLEga gOTT TÆKFÆRi aÐ gERa gÓÐ KaUP í FaTnaÐi Og FYLgiHLUTUM.
HLÖKKUM TiL aÐ SJÁ Þig
Söngkonan Eve
Vertu vinur okkar á Facebook www.facebook.com/sigurboginn Laugavegi 80 S: 561 1330 w w w. s i g u r b o g i n n . i s
Gossip Girl stjarnan Blake Lively.
Ofurfyrirsætan Heidi Klum.
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Gucci helst á forsíðum Við mælingar á því hvaða vörumerki eru mest áberandi utan á helstu tískutímaritum kom á daginn að á forsíðum fer mest fyrir tískuhúsinu Gucci nú á síðustu mánuðum. Tímabilin eru flokkuð í
fjögur og á haust- og vetrarmánuðum var nýjasta fatalína Gucci á 102 forsíðum. Gucci tekur við af tískuhúsinu Prada sem átti fatnað á 77 forsíðum síðastliðið sumar.
Besti vinur Kim frumsýnir fatalínu
H
ægri hönd raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, Jonathan Cheban, mun kynna sérstaklega nýja fatalínu sem ætluð er karlmönnum á tískuvikunni í New York sem haldin verður seinna í mánuðnum. Jonathan, sem er besti vinur stjörnunnar, gaf nýlega út tískubók, sem hann byggir á lífi vinkonu sinnar og segir bókina vera kveikju þessarar nýju fatalínu. Línan, sem hefur fengið nafnið Batte, er fáguð og ríkuleg í útliti ef marka má lýsingar Cheban sjálfs og mun hver flík kosta hálfan handlegg.
Opið á sunnudaginn 12. febrúar frá 12-16.
www.lyfja.is
– Lifið heil
Fyrir þig í Lyfju
Sunny Green
Spirulina
ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 58218 01/12
Eykur brennslu, þrek og þol.
Aðeins það besta í hárið mitt! NATURTINT hárvörurnar eru alveg lausar við óæskileg eitur- og aukaefni sem finna má í mörgum hárvörum og háraliturnarefnum
Græn tækni Til háralitunar með alþjóðlega vottuðum og sérvöldum náttúrulegum og lífrænum efnum til litunar!
Einnig sjampó, hárnæring o.fl. Fæst í Heilsuhúsinu og apótekum
Sími: 552 6500
58
menning
Helgin 10.-12. febrúar 2012 Safnanótt Líf og fjör á öllu höfuðborgarsvæðinu
Grindhvaladráp og varasöm vélmenni Safnanótt er einn af hornsteinum Vetrarhátíðar í Reykjavík. Borgarstjóri setti hátíðina á fimmtudagskvöld en gleðin stendur til sunnudags. Safnanóttin stendur yfir frá 19 til miðnættis í kvöld, föstudagskvöld, en þá standa 38 söfn á höfuðborgarsvæðinu opin almenningi.
Galdrakarlinn í Oz –HHHHH KHH. Ftími Fanný og Alexander (Stóra sviðið)
Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Lau 17/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Fös 23/3 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fim 8/3 kl. 20:00 Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 11/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Sun 4/3 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Sun 11/3 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
Tortímandi Arnolds Schwarzeneggers er ein þekktasta „sæborg“ kvikmyndasögunnar en þessi mennsku vélmenni eru tekin fyrir í Gerðarsafni.
Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið og Menningarhúsinu Hofi)
Lau 18/2 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 19:00 Lau 3/3 kl. 21:00 Lau 10/3 kl. 22:00 aukas Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Í Borgarleikhúsinu í febrúar og Hofi í mars
Eldhaf (Nýja sviðið)
Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 11.k Lau 11/2 kl. 20:00 7.k Fös 24/2 kl. 20:00 12.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 26/2 kl. 20:00 aukas Mið 15/2 kl. 20:00 8.k Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Fim 16/2 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Sun 19/2 kl. 20:00 10.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Ath! Snarpur sýningartími. Aðeins sýnt út mars.
Þetta er gríðarleg dagskrá og margt skondið og snið ugt í boði á Safna nótt.
Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Fim 8/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Sun 11/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Sun 18/3 kl. 20:00
Axlar - Björn (Litla sviðið) Kirsuberjagarðurinn Kirsuberjagarðurinn Lau 11/2 kl. 20:00 8.k Lau 25/2 kl. 20:00
Fim 15/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00
Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 26/2 kl. 20:00 Lau 18/2 kl. 20:00 9.k Sun 4/3 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00 Sun 19/2 kl. 20:00 Nýtt verk úr smiðju Vesturports
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 10/2 kl. 20:00 Fim 16/2 kl. 20:00 Fim 23/2 kl. 20:00 Lau 11/2 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Á Stóra sviðinu 11/2
Gói og baunagrasið (Litla sviðið)
Lau 11/2 kl. 13:00 frums Lau 18/2 kl. 14:30 aukas Sun 12/2 kl. 13:00 aukas Sun 19/2 kl. 13:00 4.k Sun 12/2 kl. 14:30 2.k Sun 19/2 kl. 14:30 aukas Lau 18/2 kl. 13:00 3.k Lau 25/2 kl. 13:00 5.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
Lau 25/2 kl. 14:30 aukas Sun 26/2 kl. 13:00
Mínus 16 (Stóra sviðið)
Éh`g^[iVg`dgi
Sun 12/2 kl. 20:00 2.k Sun 19/2 kl. 20:00 3.k
Sun 26/2 kl. 20:00 4.k Lau 3/3 kl. 20:00
Fös 16/3 kl. 20:00
͕ ÝƇØÓØÑËÜ Ëƒ ÏÓÑÓØ àËÖÓ å ͒͒˛͚͑͑ Õܲ Mið 22/2 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin ͓͖ åÜË ÙÑ ãØÑÜÓ Ðå ÕÙÜÞÓƒ å ˃ÏÓØÝ ͗˛͖͑͑ Õܲ ͖͙͗ ̋ ͙͑͑͑ ˻ ÌÙÜÑËÜÖÏÓÕÒßݲÓÝ
Á
hverjum stað verður eitthvað áhugavert í boði og uppákomurnar eru vægast sagt fjölbreyttar. Til dæmis verður grindhvaladráp sýnt í Norræna húsinu en í Gerðarsafni í Kópavogi munu vélmenni stíga dans. Jón Gnarr borgarstjóri segir Vetrarhátíðina mikilvæga fjölskylduskemmtun sem lýsi upp febrúarmyrkrið. Þema hátíðarinnar í ár er magnað myrkur sem tekur á sig ýmsar myndir í á þriðja hundrað uppákomum um víðan völl, enda býr margt í myrkrinu eins og flestir vita. Borgarstjórinn vekur sérstaka athygli á Sundlauganótt á laugardaginn, sem er nýjung á Vetrarhátíð, en þá fá borgarbúar frítt í sund og gestum verður boðið upp á listviðburði í sundlaug. „Þá er ókeypis í þrjár sundlaugar frá átta til miðnættis,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá VisitReykjavik. „Þar verða alls konar listviðburðir og sprell. Þetta verður dálítið misjafnt og til Jón Gnarr borgarstjóri segir hátíð sem þessa mikilvæga í febrúarmyrkrinu en magnað myrkur er einmitt meginþema Vetrarhátíðar þetta árið.
Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 11.2. Kl. 19:30 1. Aukas. Ö Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn. Ö Sun 4.3. Kl. 19:30 Sun 12.2. Kl. 19:30 2. Aukas. Ö Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn. Fim 8.3. Kl. 19:30 Lau 18.2. Kl. 19:30 14. sýn. Ö Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn.
18. sýn. 19. sýn.
Les Misérables – Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 2.3. Kl. 19:30 Fors. Lau 3.3. Kl. 19:30 Frums. Fös 9.3. Kl. 19:30 2. sýn. Lau 10.3. Kl. 19:30 3. sýn. Sun 11.3. Kl. 19:30 4. sýn. Fös 16.3. Kl. 19:30 5. sýn. Lau 17.3. Kl. 19:30 6. sýn. Sun 18.3. Kl. 19:30 7. sýn.
U U U U U U U U
Fös 23.3. Kl. 19:30 8. sýn. U Fim 12.4. Kl. 19:30 14. sýn. U Lau 24.3. Kl. 19:30 9. sýn. U Fös 13.4. Kl. 19:30 AUKAS. Sun 25.3. Kl. 19:30 10. sýn. U Lau 14.4. Kl. 19:30 AUKAS. Mið 28.3. Kl. 19:30 11. sýn. U Sun 15.4. Kl. 19:30 15. sýn. Ö Fim 29.3. Kl. 19:30 AUKAS. U Fös 20.4. Kl. 19:30 AUKAS. Fös 30.3. Kl. 19:30 12. sýn. U Lau 21.4. Kl. 19:30 16. sýn. U Lau 31.3. Kl. 19:30 AUKAS. Sun 22.4. Kl. 19:30 17. sýn. Ö Sun 1.4. Kl. 19:30 13. sýn. U
dæmis meiri hámenning í Sundhöllinni og meiri hressleiki í Laugardalslauginni.“ Safnanóttin er nú haldin í áttunda sinn. „Þetta er gríðarleg dagskrá og margt skondið og sniðugt í boði á Safnanótt. Þá er frítt inn í 38 söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu og sérstakur safnanæturstrætó sem gengur frá Kjarvalsstöðum og með honum er hægt að komast frítt á öll söfnin.“ Guðmundur nefnir sem dæmi að í Gerðarsafni í Kópavogi verði gervimenni, en þau er jafnan eru kölluð sæborgir (e. cyborg), áberandi. Þar verði boðið upp á vélballet, leiðsögn um sýninguna Sæborgin: Kynjaverur og ókindur og verslunin Nexus verður með kynningu á herkænskuleiknum Warmachine sem svipar til tindátaleiksins Warhammer. Blóðið flýtur svo í Norræna húsinu en þar sýnir Færeyingurinn Regin Weihe Dalsgaard myndir af grindhvaladrápi í Færeyjum. Meginþema sýningarinnar eru viðbrögð áhorfenda en ekki drápin sjálf. Á laugardaginn milli klukkan 14 og 16.30 verður Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri með opið hús á heimili sínu á Laugarnestanga og býður gestum að skoða sig um í náttúrugalleríinu þar auk þess sem hamborgarar frá Búllunni verða á boðstólum. Þá ætlar Hrafn að sýna kvikmynd sína Ísland í nýju ljósi. Andar eru á sveimi í Höfða og á sunnudag verður þar miðilsfundur á léttu nótunum milli klukkan 15.30 og 16.30 en þá mun spámiðill reyna að ná sambandi við framliðin stórmenni. Fjölbreytta og viðburðaríka dagskrá bæði Safnanætur og Vetrarhátíðar má nálgast á vefnum www.vetrarhatid.is. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Sýning
Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 24.2. Kl. 19:30 Frums. Mið 29.2. Kl. 19:30 2. sýn. Fim 1.3. Kl. 19:30 3. sýn. Fös 2.3. Kl. 19:30 4. sýn.
U Lau 3.3. Kl. 19:30 5. sýn. U Mið 7.3. Kl. 19:30 6. sýn. U Fös 9.3. Kl. 19:30 7. sýn. U Lau 10.3. Kl. 19:30 8. sýn.
U U Ö U
Sun 11.3. Kl. 19:30 9. sýn. U Fös 16.3. Kl. 19:30 10. sýn. Ö Lau 17.3. Kl. 19:30 11. sýn. Ö Sun 18.3. Kl. 19:30 12. sýn. Ö
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 12.2. Kl. 13:30 Sun 12.2. Kl. 15:00 Sun 12.2. Kl. 17:00
U Sun 19.2. Kl. 13:30 U Sun 19.2. Kl. 15:00
Sjöundá
Sun 19.2. Kl. 17:00
(Kúlan)
Fös 17.2. Kl. 19:30 Frums. Lau 18.2. Kl. 19:302. sýn.
Lau 25.2. Kl. 19:30 Sun 4.3. Kl. 19:30
3. sýn. 4. sýn.
Fim 8.3. Kl. 19:30 Mið 14.3. Kl. 19:30
Ég er vindurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 11.2. Kl. 19:30
Ö
Ö Sun 26.2. Kl. 13:30 Ö Sun 26.2. Kl. 15:00 Ö Sun 26.2. Kl. 17:00
4. sýn.
Sun 12.2. Kl. 19:30
5. sýn. 6. sýn.
Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400.
5. sýn.
AUKAS. U
Fös 10.2. Kl. 23:00
2012
Opnun kl. 15 laugardag 11. febrúar Allir velkomnir
Uppistand – Mið-Ísland (Stóra sviðið) Fös 10.2. Kl. 20:00
Hjalti Parelius
AUKAS. U
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Hátíðarmyndir halda áfram
Franskri kvikmyndahátíð lauk formlega í gær. Vinsældir hátíðarinnar hafa sjaldan verið meiri enda kannski ekki við öðru að búast þegar jafn umtalað meistaraverk og hin þögla The Artist er í boði. The Artist þykir til alls líkleg á Óskarsverðlaununum enda með tíu tilnefningar í farteskinu. Við hátíðarlok höfðu tæplega átta þúsund manns sótt myndir á hátíðinni og þar gnæfir hin margverðlaunaða The Artist yfir hinum myndunum níu en um 5000 manns hafa séð myndina. Stríðsyfirlýsing, mynd um unga foreldra sem takast á við alvarleg veikindi átján mánaða sonar síns, hefur fengið um þúsund manns í bíó og aðsókn á hinar myndirnar átta hefur verið nokkuð jöfn. Þar sem ekkert lát hefur verið á aðsókninni hefur verið brugðið á það ráð að halda sýningum áfram. The Artist verður sýnd í Háskólabíói en hinar myndirnar flytjast yfir í Bíó Paradís. Franska kvikmyndahátíðin flyst síðan til Akureyrar í Borgarbíó laugardaginn 18. febrúar.
FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Kína: Menning, land og saga skráningarfrestur til 22. febrúar
Innlit í heim óperunnar
skráningarfrestur til 22. febrúar
Reykjavík: Tæknin og sagan skráningarfrestur til 29. febrúar
Istanbúl og Tyrkland
Áhrifamáttur leikhússins – lesið í leikhús
skráningarfrestur til 5. mars
Vanadísarsaga, völvu og valkyrju– helgar myndir úr minni íslenskrar konu skráningarfrestur til 8. mars
skráningarfrestur til 12. mars
Námskeið Endurmenntunar eru öllum opin Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is
Leiksýning fyrir börn frá 4 ára aLdri
höfundur HELGA ARNALDS leikstjórn CHARLOTTE BØVING tónlist EIVØR PÁLSDÓTTIR
Sýningar í Norræna húsinu
Ljósmyndir á Vetrarhátíð Ljósmyndadagar standa yfir samhliða Vetrarhátíð í Reykjavík dagana 9. til 12. febrúar. Ljósmyndasýningar verða settar upp í miðbænum, á Lækjartorgi, í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbíói og Sundhöll Reykjavíkur. Ljósmyndasýning í boði ljósmyndahátíðarinnar Voies Off, sem haldin er í Arles í Frakklandi, verður á Kex hostel. Jón Proppé ræðir og sýnir íslenskar samtímaljósmyndir, ljósmyndagreining fer fram á Þjóðminjasafni Íslands og fimm ljósmyndagöngur verða í stærstu hverfahlutum borgarinnar. Ljósmyndadagar fara nú fram í fyrsta sinn á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Félags íslenskra samtímaljósmyndara en til stendur að halda Ljósmyndadaga framvegis árlega.
Laugardag kl. 15.00 uppselt Sunnudag kl. 12.00 aukasýning Sunnudag kl. 15.00 uppselt
The Artist var opnunarmynd hátíðarinnar, naut mestra vinsælda og er sýnd áfram þó hátíðinni sé formlega lokið.
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN „VERKIð fæR MíN BESTu MEðMæLI“ Hugo Þórisson, sálfræðingur
BÖRNIN SKAPA Eftir sýninguna sem er öll túlkuð með pappír fá börnin tækifæri til að skapa úr pappírnum undir handleiðslu myndlistarmanna. Miðapantanir á midi.is og í Norræna húsinu s: 551 7030 Nánari upplýsingar á tiufingur.is
Leikhúsið 10 fingur
Erum byrjuð að taka á móti verkum fyrir næsta listmunauppboð okkar.
minus 16
Áhugasamir hafi samband við Ólaf Morthens í síma 893 9663 eða oli@gasar.is.
Söluþókn
un
10%
+ virðisau
kaskattu
EFTIR OHAD NAHARIN
Großstadtsafari
Kjartan Guðjónsson Abstrakt
EFTIR JO STRÖMGREN VERÐUR SÝNT SAMA KVÖLD SÝNINGAR: 12/02,
19/02, 22/02, 26/02, 03/03, 10/03
SÝNT Í BORGARLEIKHÚSINU. MIÐASALA Í SÍMA 568 8000 EÐA WWW.ID.IS
AURORA VELGERÐARSJÓÐUR STYRKIR UPPSETNINGU MÍNUS 16
Gásar gallerí hefur fengið viðurkenningu frá Myndstef fyrir fagleg viðskipti og heiðarleika gagnvart listamönnum og kaupendum listaverka.
Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is
r
60
dægurmál
Helgin 10.-12. febrúar 2012 Tónlist Hilary Hahn
Fiðlusnillingur sem elskar Ísland Spilaði í annað sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í gærkvöld.
B
andaríski fiðlusnillingurinn Hilary Hahn hefur tekið ástfóstri við Ísland. Hún lék einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í gærkvöld fyrir troðfullu húsi. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem þessi önnum kafna þrítuga fiðlumær spilar með Sinfóníunni og hún segir í samtali við Fréttatímann að hún hreinlega elski Ísland. „Ég elska að vera hér. Það eru allir svo opnir og frjálsir. Náttúran er falleg og ég finn mjög sterkt fyrir nándinni af sjónum. Ég fyllist lífskrafti þegar ég er hérna,“ segir Hilary. Hún bætir við að þar sem þetta sé í þriðja sinn sem hún kemur hingað sé hún farin að þekkja sig í bænum. „Núna hef ég ekki tíma til að fara í skoðunarferðir en mér finnst yndislegt að fara í göngutúra. Ég veit hvert ég vil fara,“ segir Hilary. Hilary byrjaði að læra á fiðlu áður en hún varð fjögurra ára gömul og átta árum síðar stóð hún á sviði með Sinfóníuhljómsveit Baltimoreborgar. Hún hefur hlotið Grammyverðlaun og er með samning við hið virta útgáfufyritæki Deutsche Grammophon. Hún segir það mjög misjafnt hversu miklum tíma hún eyði í æfingar á hverjum degi en þó er ljóst að árangur hennar er afrakstur þrotlausra æfinga. „Eg eyði allt frá einum upp í fimm tímum á dag í æfingar. Ég æfði meira á meðan ég var nemandi. Þá var einfaldlega meiri tími. Núna er meira að gera í öðru en ég er alltaf að hugsa um fiðluleik. Fiðlan er aldrei langt frá mér þó ég sé kannski ekki alltaf að spila á hana.“ Og talandi um fiðluna; hana eignaðist Hilary þegar hún var sextán ára. „Ég keypti hana með hjálp frá tveimur eldri ættingjum mínum og þykir afskaplega vænt um hana. Ég skipti stundum um boga en fiðlan mun fylgja mér áfram.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson
Hilary Hahn hefur tekið ástfóstri við Ísland.
oskar@frettatiminn.is
Tavi syngur á tískuvikunni í New York
Hilmir Snær Guðnason og Björn Thors
HEIMSLJÓS eftir Halldór Laxness
PIPAR \ TBWA • SÍA • 120445
í leikgerð Kjartans Ragnarssonar
Sími í
miðasö
Táningsbloggarinn Tavi Gevinson vakti fyrst athygli í tískuheiminum aðeins tólf ára fyrir skrif sín. Nú ritstýrir hún sínu eigin tískutímariti og er álíka þekkt fyrir stíl sinn og tískudrósirnar Alexa Chung og Anna Della Russo. Á hverju ári situr hún á fremsta bekk á tískupöllunum ásamt ritstýrum Vogue og fleiri þekktum einstaklingum en í ár mun breyting vera á því fyrirkomulagi. Tavi var beðin um að koma fram við opnun tískuvikunnar í New York þann 12. febrúar og mun við það tækifæri syngja lagið Heart of Gold – lag sem Neil Young gerði frægt á hippatímanum. Þetta verður í fyrsta sinn sem hún stígur á svið sem söngkona enda hingað til einbeitt sér eingöngu að tískuferlinum þar sem í nægu hefur verið að snúast.
lu
00 551 12
Næstu sýningar: lau. 11. feb. kl. 19:30 – Aukasýning sun. 12. feb. kl. 19:30 –Aukasýning Sýningum lýkur fyrir páska
Ljósmynd/Peter Miller
Plötudómar dr. gunna
Sólaris
My God is Mad
Born to Die
Ben Frost & Daníel Bjarnason
Tarnús Jr.
Lana Del Rey
Ágent og óþægilegt
Slæpingsrokk
Drungalega svöl
Myndin Solaris eftir Rússann Andrei Tarkovsky er ekkert léttmeti. Á milli þess sem ég barðist við að sofna ekki yfir henni voru leikararnir yfirgengilega dramatískir á skjánum og allt ferlega hægt og þungt. Þetta tónverk hinna flinku Daníels og Bens var pantað af hátíð í Kraká til að minnast 50 ára afmælis skáldsögunnar sem myndin var gerð eftir. Þeir gerðu löturhægt verk fyrir strengi og sitthvað fleira. Sparlega er farið með nóturnar, tónarnir teygðir og uppbyggingin veðurfræðileg og logn brotið upp með einstaka hviðum. Áhrifin eru svipuð og af myndinni, maður berst við að sofna ekki og líður dálítið illa því tónlistin er stundum svo ágeng og óþægileg. Svo léttir manni þegar þetta er búið. Það er eitthvað!
Grétar Magnús Grétarsson er tónlistarmaðurinn Tarnús Jr. og þetta er önnur platan hans: Átta heimabrugguð indí rokk- og/eða popplög á ensku. Gítar og slagverk mynda letilegan hjúp um slæpingslega rödd Tarnúsar og stundum er kryddað með nettu orgeli. Allskonar þræði má heyra: Smá tilraunasixtís (a la Velvet Underground og Syd Barrett), smá eitís gáfumanna-rokk (Echo & The Bunnymen) og slatti af Beck frá níunda áratuginum. Þetta er allt í lagi plata, melódísk og spennandi á köflum, en stundum full einhæf og grautarleg. Best eru titilagið og síðasta lagið, All downhill from here. Platan fæst rafrænt á heimasíðu CCBB-rafútgáfunnar: chingchingblingbling.bandcamp.com.
Video Games er dökkt, fágað og angurvært popplag sem verðskuldað hefur heyrst mikið að undanförnu. Söngkonunni Lönu (hún heitir í raun Elizabeth Grant og er 25 ára New York-búi) er spáð góðu gengi. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangsta Nancy Sinatra“, sem er ekki fjarri lagi. Á þessari annarri plötu sinni komast nokkur lög nálægt Video-laginu í framköllun gæsahúðar, meðal annars titillagið. Lönu fer best að vera drungalega svöl. Það er nýbreytni í því á poppvelli nútímans. Platan er fimmtán laga og því miður gerist það full oft að Lana svissar yfir í þreytulega óspennandi léttpopp með snökt-textum um horfna kærasta. Þá missir hún sérkennin og verður bara eins og hver önnur Katy Perry.
KOLI OG HVÍTT – 5900 kr. Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu
FORRÉTTUR PARMASKINKA , GLÓÐAÐ BRAUÐ OG GEITAOSTASÓSA
AÐALRÉTTUR PÖNNUSTEIKTUR KOLI, FENNEL , MASCARPONE, BYGG OG PERUSÓSA
EFTIRRÉTTUR SÚKKULAÐI, KARAMELLA, MJÓLK OG LAKKRÍS
Borðapantanir 519 9700 info@kolabrautin.is w w w.kolabrautin.is
62
dægurmál
Helgin 10.-12. febrúar 2012
Jóhanna Kristjónsdóttir Sýnir persnesk ar gersemar
Algáðir Íslendingar aufúsugestir í Íran Kjarnorkukonan Jóhanna Kristjónsdóttir hefur ferðast með um þúsund Íslendinga til fimmtán Arabalanda á síðustu tíu árum og gengið vasklega fram við að kynna menningu þessa framandi heims fyrir mörlandanum. Nú hefur hún fengið þrjá íranska vefara til landsins og býður upp á sýningu á persneskum teppum í Reykjavík en eins og flestir vita þykja persneskar mottur og teppi það allra besta í þeim efnum. „Það er rík teppahefð á þessum slóðum, í Tyrklandi og Afganistan, en samt sem áður hafa persnesk teppi alltaf haft sérstöðu og Íranir, ekki bara Persar, sem þjóð hafa alltaf litið á þetta sem stolt sitt númer eitt,
tvö og þrjú,“ segir Jóhanna. „Það er mikil virðingarstaða að vera vefari og að hafa vit á teppum. Þekkja teppi og geta greint hvernig á að hreinsa þau, hvernig á að vefa þau og hvernig yfirleitt á að umgangast teppi.“ Líklega er ekki ofsögum sagt að ævaforn menning sé ofin í persnesku teppin enda hefðin gömul og stendur á grunni hins forna menningarveldis. Persnesk teppi eru í raun hluti af heimsmenningunni og veita þau merka innsýn í mannlíf og sögu á þessum áhugaverðu slóðum. Teppin sem gestir Jóhönnu ætla að sýna og selja eru frá Esfahan í Íran, sem er
Einhver urgur er komin í þau viðkvæmu blóm sem etja kappi um Edduverðlaunin, en sumum hverjum þykir vanta eitthvað upp á fagmennsku við ýmis atriði. Vefkosning á Vísi.is um sjónvarpsmann ársins stefnir í að verða eitt helsta bitbeinið en svo virðist sem hægt sé að kjósa daglega frá sömu ip-tölu, auk þess sem hægt er að „disable cookies“ eins og það er kallað og kjósa ítrekað úr sömu tölvu. Sveppi notfærði sér einmitt þennan möguleika fyrir allmörgum árum þegar hann, þá lítt þekktur, malaði samkeppnina. Á kjörseðli Vísis.is er fríður og fjölmennur hópur sjónvarpsfólks í framboði þar á meðal Egill Helgason, Helga Arnardóttir, Sigmar Guðmundsson, Logi Bergmann Eiðsson, Brynja Þorgeirsdóttir, Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Tobba Marínós, Þóra Arnórsdóttir, Edda Andrésdóttir, Jón Ársæll Þórðarson og fleiri. Og samkvæmt ofangreindum umkvörtunum gæti sá sem þekkir flesta eða á hauka í horni sem kunn að aftengja smákökur stolið titlinum af einhverjum verðugri. Eins og Sveppi forðum.
Fólk berskjaldað fyrir ósvífnum rithöfundum
Leikritið Axlar-Björn, sem er samið og leikstýrt af Birni Hlyni Haraldssyni, hefur verið valið til þátttöku í LeikhúsTvíæringnum Ný leikrit frá Evrópu sem haldið er í Mainz í ellefta sinn dagana 14. til 24. júní á þessu ári. Á hátíðinni verða þrjátíu leikrit frá jafnmörgum löndum sýnd í upprunalegum útgáfum með þýskum þýðingum.
Bóksalinn tónelski, Kristján Freyr, í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg blés til líflegrar samræðu um nýjustu bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, í vikunni og var húsfyllir. Fyrrum félagi Kristjáns úr Geirfuglunum, Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður, tók á móti höfundinum og ræddu þeir um mörk skáldskapar og raunveruleika í tilefni þess að Hallgrímur dregur raunverulegar persónur inn á sögusvið sitt við mismikla hrifningu aðstandenda. Spunnust líflegar umræður og meðal þeirra sem tóku til máls var leikkonan Edda Þórarinsdóttir, sem gerði garðinn frægan með þjóðlagatríóinu Þrjú á palli. Hún taldi það ekki í lagi að rithöfundum leyfðist að skrifa um raunverulegt fólk og upplýsti hún viðstadda um að bæði hefði hún sett sig í samband við Rithöfundasamband Íslands sem og Persónuvernd til að athuga hvort ekki væru einhverjar girðingar til að vernda fólk fyrir slíku en komst að því, sér til nokkurrar furðu, að svo er ekki.
Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Grænmeti með
þrenns konar ídýfum
Jóhanna í teppabúðinni þeirri sem hún telur bera af í Esfahan. Hún segir „teppavini” sína hafa haft frumkvæði að því að koma til Íslands og þeir séu ákaflega spenntir fyrir þeirri stuttu dvöl sem bíður þeirra hér. Ljósmynd/Hrafn Jökulsson
Hanna Rún Spáir í fyrirsætustörf
Edduergelsi sjónvarpsstjarna
Axlar-Björn á Tvíæringi
helsta miðstöð teppagerðarlistar í heiminum. Jóhanna fer vitaskuld með íslensku ferðalangana til Esfahan og hún segir þá ákaflega fáa sem fái sér í það minnsta ekki einhverja litla mottu. „Íslendingar eru ákaflega miklir aufúsugestir í Íran. Ekki bara vegna þess að þeir kaupa teppi heldur eru íslenskir ferðamenn í Íran, þar sem ekkert áfengi er heldur bara te, sérstaklega prúðir. Þar verða menn svo hljóðir.“ Teppasýningin, sem er á jarðhæð Hverfisgötu 33, hefst á laugardaginn klukkan 13 og stendur til 23. febrúar. Virka daga er opið frá 13 til 19 og frá 13 til 20 á sunnudögum.
Beðin um að auglýsa orkudrykk í Bandaríkjunum Kærustuparið Hanna Rún Óladóttir og Sigurður Þór Sigurðsson vöktu mikla og verðskuldaða athygli fyrir funheitan dans sinn í sjónvarpsþáttunum Dans, dans, dans fyrir skömmu. Hanna Rún hefur verið Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum fimmtán ár í röð og stefnir að því að bæta sextánda árinu við um helgina. Hún er að velta fyrir sér hvort fyrirsætustörf og dans geti farið saman enda eru tilboðin byrjuð að berast.
Ég hef verið spurð hvort ég hafi áhuga en alltaf sagt nei.
„Hanna Rún segir hana og Sigurð í raun eiga að vera á lista yfir 50 bestu samkvæmisdanspörin i heiminum en kostnaðurinn heldur þeim niðri. Við höfum bara ekkert getað farið á þessi stigamót sem gefa stig vegna þess að það er svo dýrt að fara þangað. Þau eru alltaf úti í Kína eða eitthvað álíka.“ Mynd/ Arnold
É
g hafði aldrei hugsað mér að fara út í eitthvað svona,“ segir Hanna Rún þegar hún er spurð út í nýlega myndatöku Arnolds Björnssonar og hvort hún stefni á fyrirsætustörf. „Ég hef verið spurð hvort ég hafi áhuga en alltaf sagt nei og að ég sé ekkert fyrir þetta en ákvað einu sinni að láta reyna á þetta. Þegar þær myndir fóru í umferð vildu fleiri fá að taka myndir.“ Og boltinn fór að rúlla og eftir að nýjar myndir Arnolds fóru í umferð hafa hlutirnir gerst hratt. „Ég er nýbúin að fá símtal frá Bandaríkjunum þar sem ég var beðin um að koma út og vera í myndbandi fyrir einhvern orkudrykk. Það er góður peningur í því og ég er svona að melta hvort þetta geti farið saman,“ segir Hanna um dansinn og fyrirsætustörf. Hanna Rún er í góðu líkamlegu formi og dansinn er hennar eina líkamsrækt. „Ég er ekki í neinni rækt þetta er bara dansinn. Við æfum náttúrlega sex daga vikunnar og tökum okkur alltaf frí á sunnudögum. Nema þegar keppni er framundan þá æfum við alla daga. Kærustuparið hefur í mörg horn að líta en líf þeirra snýst um dansinn. „Við erum mjög mikið að keppa þetta árið. Þetta verður eiginlega alveg brjálað. Við förum
út eiginlega í hverjum mánuði. Við fórum til Spánar í janúar og vorum að koma frá Belgíu. Svo er Íslandsmeistaramótið núna um helgina og helgina þar á eftir förum við til Köben. Síðan förum við til Frakklands og svo á Evrópumeistaramót á Spáni um páskana. Það er bara prógramm út allt árið,“ segir Hanna Rún sem hefur heldur betur verið sigursæl á Íslandsmeistaramótum. Hún er Íslandsmeistari síðustu fimmtán ár í samkvæmisdönsum og gæti bætt sextánda árinu við um helgina. „Ég er komin með nokkra tugi Íslandsmeistaratitla. Ég veit ekki nákvæmlega hversu marga en ég þyrfti að fara að telja þá.“ Keppnisferðalögunum fylgir vitanlega mikill kostnaður sem þau bera mikið til sjálf. „Þetta er rosalega dýrt og lítið um styrki hérna á Íslandi. Við erum bara styrkt þegar við keppum á heimsmeistaramótum. Þá fáum við pening upp í flugmiðana. Það eru mörg þúsund pör að keppa í samkvæmisdönsum og við erum núna á meðal 130 efstu í heiminum og erum að reyna að komast á topp 100. Þá getum við farið að sækja um meiri styrki þannig að þetta er að koma.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
NEW YORK
PIPAR \ TBWA
Þú getur unnið ferð fyrir tvo til
•
SÍA •
120191
á Saga Class
Með hverjum keyptum Motorola Razr fylgir lukkunúmer. Skráðu númerið á Facebooksíðu Motorola á Íslandi og þú gætir verið á leið til New York á Saga Class með Icelandair!
Motorola Razr er nýr Android-sími, einn þynnsti síminn á markaðnum en pakkaður af tækni sem Dual Core 1,2 GHz örgjörvinn og 1 GB vinnsluminnið leika sér að. Motorola Razr er líka einn sterkasti síminn á markaðnum. Bakhliðin er úr KEVLAR sem er sama efni og í skotheldum vestum og allur síminn er vatnsvarinn með nanótækni. MotoCast er innbyggt í símann og þú getur náð í tónlistina þína eða bíómyndirnar í PC-tölvunni þinni hvort sem þú ert í næsta herbergi eða annarri heimsálfu. Þú ert tæknitröllið í vinahópnum með Motorola Razr.
aðeins 7,1 mm
Skráðu þig á Facebook-síðu Motorola á Íslandi
Hrósið ...
HE LG A RB L A Ð
... fá vinkonurnar Ásdís Rán og Ósk Norðfjörð sem hafa boðað útgáfu á popplagi þar sem þær syngja dúett. Vinkonurnar eru skemmtilega uppátækjasamar og taka sig greinilega ekki of hátíðlega. Ljósmynd/Arnold
ðu na
mpur með þr ýst r sva
ij a f
eiginleika ndi na
Sér ha n
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Afturhvarf Bergþóru
Minningarsjóður Bergþóru Árnadóttur söngvaskálds efnir til árlegra tónleika tileinkaða Bergþóru í Salnum, Kópavogi 15. og 16. febrúar klukkan 20 og í Hofi á Akureyri 17. febrúar. Að þessu sinni er yfirskrift tónleikanna Afturhvarf, en á efnisskránni verða mörg af þekktari lögum Bergþóru auk laga sem sjaldan hafa heyrst á undanförnum árum. Á meðal flytjenda er Pálmi Gunnarsson en hann spilaði með henni á fyrstu plötum hennar á áttunda áratugnum. Bergþóra, sem lést árið 2007, var einn af frumkvöðlum á sviði vísnatónlistar á Íslandi og samdi lög við ljóð skálda á borð við Stein Steinarr, Tómas Guðmundsson og Jóhannes úr Kötlum. -óhþ
Eggjabakkalöguð yfirdýna úr MEMORY FOAM
STÆRÐ: 90 X 200 SM.
7.995
Eggjabakkalöguð yfirdýna úr MEMORY FOAM svampi sem eykur þægindi og vellíðan. Svampurinn er sérhannaður með þrýstijafnandi eiginlega og veitir líkamanum góðan stuðning. Þykkt: 5 sm. Fæst í 4 stærðum: 90 x 200 sm. 7.995 120 x 200 sm. 9.995 140 x 200 sm. 10.950 152 x 203 sm. 12.950
ALLT FYRIR SVEFNHERBERGIÐ TILBOÐIN GILDA 10.02 - 12.02
SPARIÐ
á frábæru verði!
10.000
PIA kommóða
Með 4 skúffum. Stærð: B74 x H70 x D 40 sm. Fæst í hvítu og beyki.
MEÐ 4 SKÚFFUM
5.995
TEXAS fataskápar
Arnaldur í áttunda sæti
Arnaldur Indriðason er í áttunda sæti yfir þá glæpasagnahöfunda á Norðurlöndum sem lesendum þýska vefsvæðisins krimi-couch. de líkar best samkvæmt könnun á vefsvæði. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um glæpasögur og lesendur eru áhugamenn um slíkar bókmenntir. Bækur Arnaldar fá 84 af hundrað í einkunn en alls hafa hátt í þrjú þúsund manns gefið bókum hans einkunn. Sú vinsælasta er Nordermoor sem er þýska útgáfan af Mýrinni. Sænska rithöfundaparið Maj Sjöwall og Per Wahlöö tróna á toppnum með 90 í einkunn en í öðru sæti er Daninn Jusse Adler Olsen með 89 í einkunn. -óhþ
Fermingar Fjallað verður um fermingartískuna í næsta blaði Fréttatímans, 17. febrúar. Fermingarblað Fréttatímans kemur síðan út 24. febrúar.
2JA HURÐA ÁÐUR: 29.950
19.950 ST ÁFÖ NA DÝ R I F Y
Hannaðu þinn eigin fataskáp! Raðaðu saman einföldum, tvöföldum, þreföldum, fjórföldum, fimmföldum...... fataskápum saman og settu skúffur, hillur og fatahengi í hann eftir þínu höfði. Körfur 2 stk. 5.995 Hillur 2 stk. br. 96 sm. 5.995 Hillur 3 stk. br. 47 sm. 4.995 Skúffur 2 stk. br. 96 sm. 9.995 Skúffur 3 stk.br. 47 sm. 7.995 Með 2 hurðum áður: 29.950 nú 19.950 Með 3 hurðum áður: 49.950 nú 39.950 Með 4 hurðum áður: 59.950 nú 49.950
VELOUR COMFORT gestarúm
Vindsæng með innbyggðri rafmagnspumpu. Taska fylgir. Stærð: B157 x L203 x H47 sm.
FULLT VERÐ: 12.950
SPARIÐ
40.000
6.950
SPARIÐ
6.000
SWEET DREAMS amerísk dýna
Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Í efra lagi er áföst 10 sm. þykk yfirdýna úr hágæðasvampi. Í neðra lagi eru u.þ.b. 140 BONNEL gormar pr. m2. Fætur fylgja með. Stærð: 183 x 203 sm.
183 X 203 SM. FULLT VERÐ: 129.950
STÆRÐ: 183 X 203 SM.
89.950 www.rumfatalagerinn.is