www.frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is
Helgarblað 11. mars–13. mars 2016 • 10. tölublað 7. árgangur
Hollusta Heimilisins
Utangarðsmenn framtíðarinnar? Einhverfum vísað frá
Úr góðærishöll í sáran skort
Velferð 12
Fátækt 36
hágæða fjölvítamín
Sigurvegari hálfu ári eftir hroðalegt slys Ingvar Ómarsson, hjólreiðakappi. Kraftaverk 34
Verða ættleiddir Íslendingar fyrir fordómum? Fyrstu ættleiddu börnin segja frá reynslu sinni. Samfélag 48
Heimili og hönnun
Verslanir, hótel og heimili nota þetta mjög mikið og ekki síður hárgreiðslustofur því vínyll þolir ýmis efni. 66
aFi gerir barnabarnið að trölli
FRÉTTATÍMINN
Helgin 11.–13. mars 2016 www.frettatiminn.is
Litríkt og hlýlegt Katrín Ísfeld innanhússarkitekt segir að íslensk heimili séu nú hlýlegri en verið hefur. Vinsælt er að nota grófan við á gólfið eða mattar flísar. Bleikir tónar og áberandi veggfóður á veggjunum í vor. Katrín hannaði sjálf heimili sitt í Sigvalda Sigvaldahúsi í Álfheimum. 56
Mannlíf 44 Mynd | Hari
Sérkafli
Mynd | Hari
Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni
MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa
Frá 264.990 kr. 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.
Sérverslun með Apple vörur
MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn
Frá 199.990 kr.
KRINGLUNNI ISTORE.IS
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
2|
Seltjarnarnes Bæjarstjórinn segist ekki hafa vitað um lokun sambýlis fyrir einhverfa
„Maður kemur ekki svona fram“ Bæjarstjórinn á Nesinu segir að sér hafi verið afskaplega brugðið vegna fréttar um lokun sambýlis fyrir einhverfa í bænum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
„Maður kemur ekki svona fram,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Hún hefur kallað eftir fundi með stjórnendum velferðarsviðs borgarinnar vegna lokunar sambýlis fyrir einhverfa á Nesinu. Seltjarnarnes á í
samstarfi við Reykjavíkurborg um málefni fatlaðra en Ásgerður segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin án samráðs. „Það eru ekkert annað en hreppaflutningar, þegar svona ákvörðun er tekin um framtíð einstaklinga án samþykkis og samráðs.“ Í Fréttatímanum fyrir viku var rætt við föður einhverfs manns sem býr á sambýlinu við Sæbraut sem hefur verið starfrækt í 20 ár. Loka á sambýlinu og flytja íbúana í íbúðir í Breiðholti, vegna ítrekaðra vanefnda bæjaryfirvalda á Sel-
Niðurstöður úr stórri rannsókn ÍE væntanlegar
Íslenska þjóðin er að verða vitlausari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar séu smám saman að verða vitlausari. Niðurstöður úr margra ára rannsókn fyrirtækisins á þessari hnignun þjóðarinnar eru væntanlegar í erlendu vísindatímariti á næstunni. Kári segir að fólk eignist því færri börn sem það hefur meiri menntun og það hafi hægt og hljótt þessar afleiðingar til langframa. Hann segir að þetta sé ógnvekjandi þróun og ekki ýkja hægfara í augum vísindamanna. Það muni svona hálfu staðalfráviki á öld. Þeir Íslendingar sem séu uppi núna ættu því að njóta þess að vera talsvert greindari en næsta kynslóð, jafnvel þótt þeir séu ekkert sérstaklega klárir í kollinum. | þká
tjarnarnesi í viðhaldsmálum auk þess sem nýju íbúðirnar þykja samræmast betur stefnu í búsetumálum fatlaðra. Faðirinn segir hinsvegar að hann geti ekki hugsað sér að sonurinn flytji burt frá umhverfinu sem hann þekkir, fjölskyldu sinni og vinum. Ásgerður mótmælir því að viðhaldi hafi ekki verið sinnt. Hún segist ekki hafa vitað um lokun sambýlisins
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.
Feðgarnir Alexander Jóhannesson og Valur Alexandersson fyrir framan sambýlið á Sæbraut á Seltjarnarnesi sem Reykjavíkurborg ætlar að loka. Alexander sagðist hafa skrifað þeim bréf og lýst sínum tilfinningum vegna lokunarinnar en bréfið hefur greinilega ekki ratað inn á borð bæjarstjórans sem segist hafa lesið um málið í Fréttatímanum.
Hjallastefnan Horfið frá skóla fyrir eldri en níu ára
Margrét Pála grét eins og barn við skólaslitin Hjallastefnan ætlar að bjóða upp á leikskóla fyrir níu mánaða börn í Reykjavík Garðabæ og Hafnarfirði. Framvegis mun fyrirtækið einbeita sér að yngstu börnunum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
„Ég er búin að vera í skólastarfi fyrir börn í 40 ár og aldrei heyrt annað orð en niðurskurður,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar. Hún er tekin við sem framkvæmdastjóri í kjölfar fjárhagserfiðleika og endurskipulagningar fyrirtækisins. Ný stjórn tók við keflinu á aðalfundi félagsins en formaður hennar er Þórdís Sigurðardóttir. Hjallastefnan lagði niður miðstigið í Reykjavík í fyrravor og í vetur á Vífilsstöðum. Miðstigið í Hafnarfirði hefur verið á tilraunastigi en nú hefur verið tekin ákvörðun um að hætta því líka. „Þetta er mikil stefnubreyting en við ætlum í framtíðinni að einbeita okkur að yngstu börnunum,“ segir
Hjallastefnan
Tvöfalt fleiri hælisleitendur Áttatíu og sjö flóttamenn sóttu um hæli á Íslandi í janúar og febrúar eða jafnmargir og fyrstu sex mánuði ársins í fyrra. Í febrúar bárust 38 umsóknir um hæli á Íslandi frá einstaklingum frá ellefu löndum
fyrr en hún las um hana í Fréttatímanum fyrir viku. „Mér var afskaplega brugðið,“ segir hún. „Ég hafði aldrei heyrt minnst á þetta mál. Auðvitað eigum við að standa vörð um réttindi heimilisfólksins til að búa áfram á heimili sinu, ef það kýs það. Það á ekki að flytja fólk nauðugt milli sveitarfélaga. Ég mun aldrei samþykkja það.“
og einum ríkisfangslausum hælisleitenda. Til samanburðar bárust 15 hælisumsóknir í febrúar árið 2015 þannig að um er að ræða rúmlega tvöföldun á fjölda umsókna miðað við sama tímabil í fyrra.
Hjallastefnan tapaði 187 milljónum króna á síðasta skólaári sem er talsverð breyting frá skólaárinu 2013-2014 þegar félagið hagnaðist um 42 milljónir króna. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, á 79,7 prósent hlutafjár í fyrirtækinu en hluthafar eru alls 19.
Mynd | Hari
Mér finnst þetta persónulega mjög sárt og erfitt gagnvart börnunum, segir Margrét Pála.
Margrét Pála. „Mér finnst þetta persónulega mjög erfitt og sárt gagnvart börnum og foreldrum. Ég grét eins og barn við skólaslitin. Það er held ég í eina skiptið sem ég hef grátið opinberlega.“ Margrét Pála segir að fjárhagsmál fyrirtækisins séu flókin, meðal annars vegna samninga við sveitarfélög og lögbundin framlög til skólanna. „Við viljum ekki mæta þessu með hærri skólagjöldum, en það er óhjákvæmilegt að bregðast við miklum niðurskurði til leik- og grunnskólanna,“ segir Margrét Pála og segir það afar sársaukafullt og það séu ekki allir sáttir. „Meira að segja ég verð stundum að gefast upp.“ Margrét Pála er þó ekki búin að leggja árar í bát. Hún segir að nú verði róið á ný mið, nú sé ætlunin að skapa valkost fyrir foreldra sem eru að bíða eftir leikskóla. Hjallastefnan ætli framvegis að bjóða upp á leikskólavist fyrir níu mánaða börn í Reykjavík og Hafnarfirði en það hefur ekki verið
Við viljum ekki mæta þessu með hærri skólagjöldum. í boði nema hjá Hjallastefnunni í Garðabæ. „Við ætlum semsagt að einbeita okkur að aldrinum 6 mánaða til 9 ára, og ég taldi rétt að eigandinn og stofnandinn stæði í brúnni þegar verður alger stefnubreyting. Stjórnin fór í góðri sátt og vináttu og við erum að fá fleira skólafólk í lið með okkur og þrátt fyrir allt er ég glöð og bjartsýn á að við náum markmiðunum.“ Þrátt fyrir erfiðleikana hyggur Hjallastefnan á uppbyggingu í Reykjavík. Hún hafði fengið úthlutað lóð í Fossvogi til að reisa nýjan skóla en íbúarnir settu sig upp á móti því. „Ég tel að íbúarnir eigi að ráða þessu og borgin ætlar að aðstoða okkur við að finna annan stað,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir.
Flest kynferðisbrot á Prikinu Sjö kynferðisbrot á skemmtistöðum á síðasta ári, þar af þrjú á Prikinu.
kemurSykurLauSar HeILSuNNI í Lag íSLeNSk framLeIðSLa
eIN tafLa á dag
Á síðasta ári leituðu sjö einstaklingar til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota vegna brota sem framin voru á skemmtistöðum í Reykjavík. Í þremur tilvikum voru brotin framin á Prikinu. „Oftast er verið að elta fólk inn á salernið og það er mjög alvarlegt að fólk skuli ekki vera öruggt inn á svona stöðum,“ segir Eyrún Jónsdóttir, hjá Neyðarmóttökunni. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkur, hyggst kalla eftir upplýsingum um málið. Eigandi og rekstrarstjóri Priksins líta málið alvarlegum augum. „Prikið er vinsæll skemmtistaður og einhver mál hafa komið upp í gegnum tíðina. Við könnumst
samt ekki við að mál hafi komið upp nýlega. En þegar ofbeldi er framið á Prikinu höfum við tekið sterka afstöðu með þolendum og það eru engin frávik á þeirri stefnu. Við sýnum kynferðisbrotum enga þolinmæði og þau eru ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur skemmtanalífs,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins. „Ég á sjálfur fimm ungar stelpur
og tek svona mál mjög alvarlega. Ég harma að þau koma því miður upp hjá okkur, eins og á öðrum skemmtistöðum í bænum, segir eigandi Priksins, Guðfinnur Sölvi Karlsson.“ Aðspurður sagðist Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrota hjá lögreglunni í Reykjavík, ekki kannast við að fleiri tilfelli komi upp á Prikinu en á öðrum skemmtistöðum í Reykjavík. -þt
I
$
4X4 SÝNING U 1 2 L J D 8
J
Með drif á öllum og til í allt Verið velkomin á 4X4 sýningu í HEKLU á morgun laugardag milli kl. 12 og 16. Þar sýnum við allra flottustu, fjörugustu og fjórhjóladrifnustu bíla landsins frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Þú þarft ekki að leita lengra til að komast lengra. Komdu í kaffi og prófaðu einn úr 4X4 hópnum. Þeir bíða í röðum eftir að sjá þig!
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
9
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
4|
Íslenska Stofnun Árna Magnússonar leyfir ekki notkun á gögnum íslensks nútímamáls
Ómögulegt að hjálpa íslenskri tungu Árnastofnun krafðist þess að vefsíðan Tala, sem forritarinn David Blurton varði hundrað klukkustundum í að smíða, yrði tekin niður. Markmið síðunnar var að auðvelda honum og öðrum útlendingum að læra íslensku. David Blurton gerði vefsíðuna tala. is sem þjónaði svipuðum tilgangi og vefsíða Stofnunar Árna Magnússonar, Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Hægt var að fletta
upp íslenskum orðum og sjá beygingarmyndir þeirra. „Ég vildi kenna sjálfum mér íslensku og var orðinn þreyttur á vefsíðunni þeirra. Hún er ekki notendavæn og öll á íslensku. Ég ákvað því að smíða tala.is með málfræðigögnum stofnunarinnar, sem eru opin öllum enda kostuð af skattgreiðendum.” Í síðustu viku fékk hann símhringingu frá Kristínu Bjarnadóttur, ritstjóra hjá stofnun Árna Magnússonar, þar sem hann beðinn um að taka síðuna niður vegna brots á skilmálum. Brotið fólst í því að sér-
stakar málfræðilega athugasemdir verða að fylgja ákveðnum íslenskum orðum. „Þau segja athugasemdirnar vera „verk í vinnslu“. Lifandi tungumál er stöðugt verk í vinnslu og úrelt hugsun að gögnin geti ekki nýst þó þau séu ekki fullkomin. Í stuttu máli, þá má ég ekki gera heimasíðu sem birtir fleirtölu orðsins hestur því gögnin eru í þeirra eigu.“ Verkfræðingurinn Sverrir Á. Berg hefur sömu sögu að segja. Árið 2011 var hann atvinnulaus en áður starfaði hann hjá Google. „Eitt af því sem mér hefur alltaf þótt vanta er íslensk
stafsetningarleiðrétting í internet vafra. Ég ætlaði að gefa vinnu mína og byggja upp gott leiðréttingakerfi. Ég þurfti sérstakt leyfi frá Stofnun Árna Magnússonar vegna takmarkana þeirra á notendaleyfi gagna.“ Sverrir hafði samband við starfsmenn innan stofnunarinnar sem sýndu verkefninu áhuga í fyrstu en sáu sér ekki fært um að breyta skilmálunum. „Þegar öllu er á botninn er hvolft hafa þau engan áhuga á að leyfa öðrum, utan rannsókna háskólans, að notast við þeirra gögn. Í. | sgk
David Blurton segir ritstjóra Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls áhugalausa um verkefni sitt og ekki tilbúna til þess að endurskoða skilmála Stofnunar Árna Magnússonar. Slíkt sé óskiljanlegt í ljósi umræðunnar um útrýmingarhættu íslenskunnar.
Alþingi Afmælisgjöf þingsins til Íslenskra kvenna lætur standa á sér
„Furðuleg vinnubrögð“ Ekki hefur verið skipað í stjórn sem á að úthluta úr nýjum jafnréttissjóði, sem Alþingi gaf íslenskum konum á afmæli kosningaréttarins. Meirihluti þingsins ákvað að fella niður fjárveitingu til ritunar sögu íslenskra kvenna í 100 ár og vísa verkinu á sjóðinn.
Gærur frá Póllandi með kveðju frá Íslandi Ferðamannaverslanir á Íslandi selja gærur framleiddar í Póllandi en merkja þær sem íslenska framleiðslu við lítinn fögnuð Loðskinns, eina íslenska sútunarverkstæðisins. „Þetta er svo sem ekki eina greinin sem þetta viðgengst í, en mér finnst þetta ekkert rosalega flott,“ segir Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðakróki. Hann segir merkingarnar á gærunum vera ansi villandi. Okkar gærur eru merktar „Product of Iceland“ en nú erum við að vinna með Markaðsráði kindakjöts með þeirra merki og munum byrja að nota það á næstu dögum.
Mynd | Rut
Pólsku gærurnar voru upphaflega merktar „Product of Iceland“ líkt og okkar en núna stendur á þeim „Memory fram Iceland“. Gunnlaugur segir þetta miður, verið sé að blekkja neytendur auk þess sem flutningar milli landa á vöru, sem við eigum sjálf nóg af, séu óumhverfisvæn viðskipti. „Við ættum líka að hafa í huga að búfjárkyn eru mjög blönduð hvert með öðru en íslenska kynið er eitt af fáum sem hefur nánast ekkert blandast, þetta eru bara landnámsrollurnar. Mér finnst að við eigum að vera stolt af því.“ | hh
100% íslensk framleiðsla er merkt „Product of Iceland“ en pólska framleiðslan er merkt „Memory from Iceland“.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Ekki hefur verið skipað í stjórn nýs jafnréttissjóðs, sem Alþingi samþykkti að stofna í tilefni afmælis kosningaréttar kvenna en samkvæmt samþykkt þingsins á að úthluta úr honum 19. júní næstkomandi. Sjóðurinn á að fá eitt hundrað milljónir á ári í fimm ár til að styrkja verkefni sem heyra undir jafnréttismál. „Það er ekki búið að semja reglugerð um sjóðinn og ekki búið að skipa stjórnina. Síðan á eftir að auglýsa eftir styrkumsóknum og fara yfir þær. Það er augljóst að það verður erfitt og varla hægt fyrir nítjánda júní, segir Kristin Ástgeirsdóttir sem segist undrandi á því að ekkert hafi gerst svo mánuðum skiptir eftir að búið var að samþykkja gjöfina við hátíðlega athöfn, með lófataki og ræðuhöldum. Alþingi samþykkti í síðustu viku að fjölga stjórnarmönnum í stjórninni, sem er ekki búið að skipa, úr þremur í fimm. Stjórnarkosningu var frestað á miðvikudag, þar sem einn flokkurinn hafði dregið að tilnefna fulltrúa. Til að bæta gráu ofan á svart er hluti afmælishátíðarinnar vegna kosningarréttar kvenna, útgáfa bókar um sögu kvenna í 100 ár, í uppnámi. Alþingi samdi um verkið
við Sögufélagið sem réði tvo sagnfræðinga og skipaði í sérstaka ritnefnd. Þegar Alþingi fór fram á fjórar milljónir til að greiða ritlaunin, ákvað meirihluti fjárlaganefndar að fella hana niður með þeim rökum að verkefnið rúmaðist innan jafnréttissjóðsins. Kristín segir að engin viðbrögð hafi komið frá þingmönnum þótt kvartað hafi verið yfir því að fjárveitingin til bókarinnar hafi verið skorin niður. Næsta greiðsla á að koma 1. júní, samkvæmt gerðum samningum. „Þetta verk er núna í algeru uppnámi,“ það er óvíst að bókin geti komið út á tilsettum tíma, þegar ekki er hægt að greiða ritlaunin,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir. „Ég furða mig líka á því ef þingmenn ætla að ákveða fyrirfram hverjir hljóta styrk úr þessum afmælissjóði,“ segir Kristín og segir Alþingi annað hvort vera
Ég furða mig líka á því ef þingmenn ætla að ákveða fyrirfram hverjir hljóta styrk úr þessum afmælissjóði,“ segir Kristín og segir Alþingi annað hvort vera að blanda sér í störf sjóðsins með þessum hætti og skilyrða styrkveitingar, eða setja sögu kvenna í 100 ár út á guð og gaddinn. að blanda sér í störf sjóðsins með þessum hætti og skilyrða styrkveitingar, eða setja sögu kvenna í 100 ár út á guð og gaddinn. „Þetta eru furðuleg og fáheyrð vinnubrögð.“
Fótbolti Nýju landsliðbúningarnir eru umdeildir HVÍTT SÚKKULAÐIEGG
KSÍ fær 40 milljónir frá Ítölum Knattspyrnusamband Íslands fær 10 milljónir á ári næstu fjögur árin, samtals fjörutíu milljónir, í peningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea fyrir nýjan búningasamning sem skrifað var undir á dögunum, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki tjá sig um upphæðina í samtali við Fréttatímann en staðfesti að þetta væri í fyrsta sinn sem sambandið fengi greidda peninga fyrir að spila í ákveðnum búningum. Töluverð umræða hefur skapast um nýju búningana og sýnist sitt hverjum. Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hefur verið manna háværastur og kallað búninginn „mannréttindabrot“. Geir telur búninginn aftur á móti vera prýðilegan. „Búningurinn fyrir
leikmenn er aðþrengdur og svo er annar búningur fyrir stuðningsmenn sem er rýmri og hentar þeim betur,“ segir Geir. Nýtt vandamál skaut upp kollinum nýverið þar sem eftirlíkingar af íslenska búningnum voru til sölu í kínverskum netverslunum. KSÍ hyggst bregðast við vandamálinu og skoðar nú hvaða leiðir eru færir fyrir sambandið til að gæta hagsmuna sinna. Errea er ekki þekktasta merkið á markaðnum en Geir segir að önnur frægari vörumerki, á borð við Nike, hefðu ekki boðið neitt í líkingu við það sem Errea bauð. „Við höfum góða reynslu af því að vinna með þessum aðilum og þegar þeir buðu líka besta samninginn var valið í raun og veru einfalt,“ segir Geir. | óhþ
Mynd | Rut
Nýju búningarnir voru frumsýndir í síðustu viku.
skattur.is
Þú afgreiðir framtalið þitt í
fjórum skrefum á fimm mínútum Skilafresti lýkur 15. mars
Á Íslandi sparar rafræna tæknibyltingin framteljendum mikinn tíma frá því sem áður var. Nú geta fjölmargir yfirfarið skattframtalið sitt á örfáum mínútum. Framtalið þitt er tilbúið og aðgengilegt á skattur.is með rafrænum skilríkjum eða veflykli RSK með innsendum upplýsingum frá launagreiðendum, fjármálastofnunum og fleirum.
Þú einfaldlega...
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar eru á rsk.is. Einnig er aðstoð veitt í síma 442 1414 frá kl. 9.30-15.30 og til kl. 18.00 dagana 14. og 15. mars þegar skilafrestur rennur út.
...breytir ef ástæða er til
...opnar framtalið ...ferð yfir allar upplýsingar
...staðfestir
skattur.is 442 1000 rsk@rsk.is
Þjónustuver 9:30-15:30
nýtT Í ÁsKriFt
0 kr.
0 kr.
ÍFimMhuNdrUÐ aLla
Í aLla
ÓTakMarKaðAr
990 Kr.
1.990 kR.
1 gB
10 Gb
NovA mín. & Sms/mmS
1.290 kR.
NovA mín. & Sms/mmS
1.990 kR.
TilBoÐ* *Gildir með 0 kr. Nova í alla, ótakmarkaðar mín. & SMS/MMS.
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri. Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter
ÉG eR @
fYl
@UnlOckIngKikI
YlgIð Mér Kiki er frá Bandaríkjunum, kynntist ástinni í Ástralíu og elti hana alla leið til Íslands. Hún bloggar nú um upplifun sína af landinu fyrir þúsundir lesenda um allan heim. Já, svona getur lífið verið óútreiknanlegt. Hver sem þú ert og hvar sem áhuginn liggur getur þú stólað á netið hjá Nova. Fylgdu Kiki og komdu til Nova!
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
8|
Hælisleitendur Rauði krossinn gagnrýnir skort á aðgengi að móttökumiðstöð fyrir flóttamenn
Sjálfboðaliðum meinaður aðgangur Starfsmenn Rauða krossins hafa gert athugasemdir við móttökumiðstöð sem Útlendingastofnun rekur fyrir flóttamenn í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir vilja að sjálfboðaliðum verði hleypt inn í húsið og að þar skorti almenningsrými fyrir barnafjölskyldur. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Starfsmenn Rauða krossins, sem Fréttatíminn hefur rætt við, viðra
áhyggjur sínar af móttöku fyrir flóttamenn í Bæjarhrauni og segja íþyngjandi fyrir hælisleitendur, í erfiðri stöðu, að búa í iðnaðarhverfi. Þar sem málsmeðferð hælisleitenda geti tekið hundrað daga, þurfi fólkið að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Þess vegna vill Rauði krossinn að sjálfboðaliðar fái að heimsækja hælisleitendur sem þar dvelja. Útlendingastofnun hefur ekki heimilað það. Félagsstarf Rauða krossins miði að því að rjúfa þá einangrun sem flóttafólk býr við í ókunnum löndum.
Páskatilboðin í Höllinni SVEFNSÓFAR
„Okkur finnst æskilegt að sjálfboðaliðar fái að heimsækja alla hælisleitendur, óháð því hvar þeir búa. Við erum að vinna í því með Útlendingastofnun að bæta aðgengið fyrir sjálfboðaliða,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri Rauða krossins. Þegar Útlendingastofnun opnaði móttökumiðstöðina í fyrra, stóð til að hún yrði eingöngu skammtímaúrræði fyrir hælisleitendur sem kæmu til landsins. Til stóð að þeir dveldu þar í 10 til 15 daga. Þar hafa einstaka fjölskyldur með börn hins-
vegar dvalið í allt að þrjá mánuði. Rauði krossinn gerði úttekt á móttökumiðstöðinni fyrir skömmu og gerði athugasemdir við að þar væri ekki væri almenningsrými sem væri nauðsynlegt fjölskyldufólki með börn. Starfsmenn Rauða krossins, sem Fréttatíminn ræddi við, sögðu val Útlendingastofnunar á búsetuúrræðum fyrir flóttafólk vera tekið með furðulegum hætti og skorti á mannlegri nálgun. Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, er litið svo á að móttökumið-
Móttökumiðstöðin er í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði.
stöðin sé heimili þeirra sem þar dvelja og að vernda beri friðhelgi þeirra.
Skipulagsmál Sala eða leiga húsnæðis við Laugaveg
Segir glatað að „Sautjánhúsið“ standi tómt Verslunarhúsnæðið við Laugaveg 91 hefur staðið meira og minna tómt frá árinu 2008. Ásgeir Bolli Kristinsson vill bara verslun og einn leigjanda þar inn. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi segir stöðuna glataða. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
199.990 kr. 269.990 kr.
„Að svona nýlegt og nútímalegt húsnæði skuli standa autt árum saman er alveg glatað. Það skortir þarna einhverja samfélagslega ábyrgð,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi um þá staðreynd að rúmlega 2.000 fermetra verslunarhúsnæði við Laugaveg 91 hafi staðið meira og minna tómt frá því að verslunin Sautján hætti árið 2008.
69.990 kr. 89.990 kr.
Eigandinn býr á efstu hæð Húsið, sem var byggt árið 1968 og er alls 2.136 fermetrar, hefur verið lengi á sölu gegn tilboði. Fasteignamatið er 345 milljónir og brunabótamatið 545 milljónir. Það er einnig auglýst til leigu gegn tilboði. Eigandi hússins, Ásgeir Bolli Kristinsson eða Bolli í Sautján, býr á efstu hæð þess og hefur ekki áhuga á að fá aðra starfsemi en verslun þar inn. Garðar Kjartansson, fasteignasali hjá Þingholti, segir nokkur tilboð í húsið hafa gengið langt en ekkert sem sé Bolla að skapi. „Það hafa verið áhugasamir aðilar en Bolli vill bara fá verslun, helst fataverslun. Hann vill heldur ekki fá marga leigjendur heldur vill hann bara hafa einn leigjanda.“
DEVON
Horntungusvefnsófi. Einn með öllu! Geymsla undir tungu og í armi. Stærð: 241 x 225 x 82 cm
AVELINO
Svefnsófi. Slitsterkt áklæði. Ljós- og dökkgrár og blár. Góð rúmfataskúffa. Stærð: 214 x 89 x 90 cm
99.990 kr. 139.990 kr.
Rósóttur svefnsófi er einnig fáanlegur antracite, brúnn og svartur. Stærð: 151 x 86 x 82 cm Þú finnur nýja Páskablaðið á www.husgagnahollin.is
www.husgagnahollin.is 558 1100
Húsið við Laugaveg 91 hefur staðið autt árum saman.
Fimm milljónir í leigu Sumsstaðar erlendis eru til lög og reglugerðir sem koma í veg fyrir að húsnæði standi autt í langan tíma en Hjálmar segir engar slíkar kvaðir vera til staðar hér á landi. „Kannski hafa menn bara reiknað með því að það hefði enginn efni á því að láta verðmætt hús standa autt árum saman. Þannig að því miður höfum við ekki tæki og tól til að koma í veg fyrir það þetta gerist.“ Aðspurður um mögulegt leiguverð segir Garðar allt vera að verða vitlaust í eftirspurn eftir húsnæði við Laugaveg og Skólavörðustíg, verðið hækki stöðugt og sé allt að 9 þúsund krónur á fermetrann en hann giskar á að
Sautján-húsið
„Sautján-húsið“, sem var byggt árið 1968 og er alls 2.136 fermetrar, hefur lengi verið auglýst til sölu eða leigu gegn tilboði. Eigandi þess, Ásgeir Bolli Kristinsson, býr á efstu hæðinni og vill ekki fá hvaða rekstur sem er þar inn. svo stórt húsnæði gæti farið á 5 þúsund krónur á fermetra. Í auglýsingu segir að 920 fermetrar séu verslunarrými svo leiguverð gæti verið um 5 milljónir á mánuði. „Þetta er samt allt spurning um að fá góða leigjendur og fallegan rekstur,“ segir Garðar.
Bækur Gunnar Þorsteinsson fékk hótunarbréf frá lögmanni
Titringur vegna ævisögu Bók sem Gunnar Þorsteinsson er með í smíðum hefur fengið hörð viðbrögð þótt höfundurinn sé ekki búinn að ljúka við hana.
DEVON
Mynd | Rut
Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, vinnur nú hörðum höndum að því að skrifa ævisögu sína. Hann hefur þegar fengið hótunarbréf frá lögmanni sem segir að umbjóðendur hans muni leita réttar síns ef fjallað verði um einkamálefni þeirra í væntanlegri bók. Hann segir að það hafi verið kokkuð upp lygasúpa til að bregða
fæti fyrir sig og eiginkonu sína, Jónínu Benediktsdóttur, og hann ætli að vísa henni rækilega til föðurhúsanna í nýju bókinni. Gunnar segir að þjóðþekktur undirheimaforingi hafi einnig hótað Jónínu og hún hafi snúið sér í kjölfarið til lögreglunnar. Þá hafi komið í ljós að menn væru markvisst að reyna að sölsa undir sig hús Krossins og Krossgatna sem eru 3300 fermetrar að flatarmáli. „Græðgin hefur mörg andlit og þarna kom í ljós að menn voru að villa á sér heimildir,“ segir hann Gunnar segist ekki vera fullkominn, hann hafi aldrei haldið því fram: „Reynd-
ar hef ég margsinnis sagt um mig og þá sem ég hef notið þess heiðurs að fá að leiða frá myrkri til ljóss að við séum, almennt talað, verri en annað fólk,“ segir hann. Kraftmestu viðbrögðin hafa þó komið frá þeim sem Gunnar deilir við innan safnaðarins. „Þeir telja að ég búi yfir svo viðkvæmum upplýsingum að þeir leggja á sig erfiði við að bregða fyrir mig fæti,“ segir hann Gunnar segist líta svo á að með þessu hótunarbréfi séu menn að játa að þeir hafi óhreint mél í pokahorninu. Hann segir að það hafi sett að honum óstöðvandi hlátur þegar hann las það. „Þær upplýsingar sem ég hef undir höndum eiga mikið erindi við almenning. | þká
www.peugeot.is
PEUGEOT 308
SPARNEYTIÐ LJÓN Á VEGINUM CO2 82g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,1L/100km* NÚ FÁANLEGU
R MEÐ
5 ÁRA
Á BY R G Ð
*Engine of the Year Awards 2016
*
PEUGEOT 308 kostar frá kr.
3.190.000
Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 Þó Peugeot 308 hafi hlotið fjölda verðlauna út um allan heim þá eru það ekki bara verðlaunin sem skera hann frá samkeppninni. Ómótstæðilegir aksturseiginleikar, gott rými fyrir bæði farþega og farangur, eyðslugrannar og endingargóðar vélar*, hvort sem er dísil eða bensín, með eldsneytiseyðslu frá 3,1L/100km og CO2 útblástur frá 82g/km, þá eru þetta eiginleikar sem einfaldlega er erfitt og nær ómögulegt að keppa við. Komdu og prófaðu Peugeot 308, bíl sem á sér ekki jafningja.
Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
Þú finnur okkur á facebook.com/PeugeotIceland
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
10 |
Fréttaskýring fyrir barnið í okkur
Óbærilegur ótti við forsetaframboð makans
Og það skrítna er að ég hef þá alla.
Ég hef verið að hugsa um hvaða kosti forseti þarf að hafa.
Konukot Fleiri geðsjúkar og þroskahamlaðar konur lenda á götunni
UP! MEÐ ÖRYGGIÐ
Metaðsókn í Konukot
VW Up! frá aðeins:
1.790.000 kr.
Fleiri konur þurftu að leita í Konukot vegna heimilisleysis í fyrra en árin á undan. Meirihlutinn á við vímuefnavanda að stríða en nokkrar konur stríða við geðfötlun eða þroskahömlun og fá ekki búsetu við hæfi. Þóra Kristín Ásgeirsóttir tka@frettatiminn.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Dólómítar & dalalíf 18. - 26. júní Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir
Sumar 9
Komdu með í dásamlega ferð um Dólómítana, þar sem farið verður í spennandi skoðunarferðir í rútu og léttar gönguferðir um fögur fjallasvæði Austurríkis, Þýskalands og Ítalíu. Við upplifum m.a. náttúrufegurð Misurina vatnsins, skoðum Innsbruck borg og förum með kláfi upp á hæsta fjall Þýskalands, Zugspitze. Ferð sem auðgar andann! Verð: 214.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?
HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIÐ DREIFING@FRETTATIMINN.IS
„Staðan á leigumarkaði er kannski erfið fyrir venjulegt millistéttarfólk, fólk getur þá reynt að gera sér í hugarlund hvernig hún er fyrir fólk sem er jaðarsett í samfélaginu, eins og geðfatlaðar konur eða konur með þroskafrávik, sem hafa bara úr örorku að spila,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Konukots, næturathvarfs Rauða krossins fyrir heimilislausar konur en komum þangað fjölgaði mikið í fyrra samanborið við árin á undan, samkvæmt ársskýrslu Rauða krossins. 75 prósent af gestum Konukots í fyrra eiga við vímuefnavanda að stríða, hvort heldur var um að ræða lögleg eða ólögleg efni. Um 22 prósent gestanna stríða við bæði vímuefna og geðrænan vanda, en 34 prósent gesta átti við geðrænan vanda að stríða. Fleiri konur með geðrænan vanda leituðu í Konukot árið 2015 en áður hefur verið. Helstu ástæður þess eru skortur á búsetuúrræðum fyrir geðfatlaðar konur og erfið staða á almennum leigumarkaði. Tólf konur sem leituðu í Konukot í fyrra áttu ekki við neinn vímuefnavanda að stríða heldur var vandinn einungis geðræns eðlis auk þroskafrávika. „Nokkrar konur festast í heimilisleysi af því þær vantar búsetu með stuðningi. Þær ráða ekki við að búa einar,“ segir Svala. „Sumum hefur verið sagt upp leiguhúsnæði, þar sem
eigendur vilja selja eða leigja ferðamönnum og þær ráða ekki við að koma sér inn á leigumarkaðinn aftur. Framboðið af ódýru húsnæði og herbergjum virðist hafa minnkað af einhverjum ástæðum.“ Tólf konur með búsetu komu í Konukot. Helsta ástæða þess var að þær voru að leita í öruggt rými og voru sumar að leita í félagsskap vegna einmanaleika. „Þetta eru oft konur sem búa á heimilum fyrir alkóhólista eða fíkniefnaneytendur og eru að leita sér að félagsskap, hlýju og stuðningi en hér er alltaf starfsmaður á vakt og sjálfboðaliðar.“ Alls 14 konur eða fimmtán prósent leituðu til Konukots vegna heimilisofbeldis. Þær flúðu ofbeldisfullar aðstæður en voru undir áhrifum vímuefna og gátu þess vegna ekki sótt í Kvennaathvarfið. Fimm af konunum áttu heimili og níu voru heimilislausar. Sjö konur af erlendum uppruna leituðu í Konukot. Sex þeirra voru með vímuefnavanda og fjórar voru að flýja heimilisofbeldi.
Staðan á leigumarkaði er kannski erfið fyrir venjulegt millistéttarfólk, fólk getur þá reynt að gera sér í hugarlund hvernig hún er fyrir fólk sem er jaðarsett í samfélaginu, eins og geðfatlaðar konur eða konur með þroskafrávik, sem hafa bara úr örorku að spila. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Konukots, næturathvarfs Rauða krossins fyrir heimilislausar konur.
Konukot lokar yfir daginn, í sjö tíma virka daga og þrjá tíma um helgar. Svala segir að konurnar séu þá á gangi um göturnar á meðan. Þær eigi oftast engan að sem þær leiti til á meðan athvarfið er lokað.
Heilbrigðismál Mikið veikt fólk fær ekki réttu lyfin
Bagalegur lyfjaskortur
Nokkur algeng lyf sem meðal annars eru notuð af mikið veiku fólki, hafa verið ófáanleg í apótekum í meira en mánuð. Lyfsali segir þetta hafa í för með sér óþægindi og aukinn kostnað bæði fyrir sjúklinga og kerfið. Fjórar lyfjategundir verið nánast ófáanlegar í íslenskum apótekum í nokkurar vikur og eru þau meðal lyfja á svokölluðum biðlista hjá birgjum. Ekki er óalgengt að tímabundinn skortur sé á einhverjum lyfjategundum hjá íslenskum birgjum en oftast er hægt að gefa samheitalyf í staðinn. „Lyfjaskorturinn getur hinsvegar haft alvarlegar afleiðingar ef ekki eru til önnur lyf
sem gera svipað gagn,” segir Aðalsteinn Loftsson, lyfsali hjá Lyfju. „Nú er skortur á nokkrum slíkum lyfjum og getur hann valdið verulegum óþægindum fyrir sjúklinga.“ Norgesic er algengt lyf við bakverkjum sem er bæði vöðvaslakandi og verkjastillandi. „Lyfið getur verið afar nauðsynlegt fyrir fólki með þráláta bakverki eða brjósklos. Mycostatin mixtúra við sveppasýkingum í munni hefur ekki fengist allan febrúar og það sem er af er mars. Lyfið er til dæmis mikið gefið krabbameinssjúklingum og fólki sem er alvarlega veikt. Við fengum tvo sjúklinga í apótekið í síðustu viku sem þurfa þá bara að vera með sveppasýkingu í munni því það er ekkert sambærilegt lyf sem getur
bætt ástandið. Þá er einnig skortur á hjartalyfinu Isoptin retard. Þá hefur Kåvepenin mixtúra ekki verið til síðan í febrúar en það er vægasta sýklalyfið á markaðnum og gefið ungum börnum.“ Að sögn lyfsala og lyfjabirgja sem Fréttatíminn hefur rætt við, hafa slæm veður haft áhrif á lyfjadreifingu til landsins í vetur. Tafir hafa orðið á gámum og skortur hefur verið á mörgum vörunúmerum. | þt
ÞÚ FINNUR EKKI FYRIR KÍLÓMETRUNUM CITROËN C4 Það er auðvelt að gleyma sér við akstur þegar maður er á liprum, sparneytnum og þægilegum Citroën C4. Hönnun hans er í senn hagnýt og grípandi. Ekki nóg með það heldur er hann búinn nýrri Puretech vél sem nýverið hlaut eftirsótta titilinn Vél ársins (International Engine of the Year). Margverðlaunaða Puretech vélin sameinar frábæra frammistöðu, lága eyðslu og litla koltvísýringslosun. Citroën C4 er fáanlegur með nýrri sex þrepa sjálfskiptingu sem hefur fengið mikið lof. Sérstaða Citroën C4 felst jafnframt í fjölmörgum smáatriðum sem hámarka þægindi ökumanns og farþega. Má þar nefna 7“ snertiskjá í mælaborði, tölvustýrða miðstöð, fjölstillanleg sæti sem eru einstaklega þægileg, frábæra hljóðeinangrun, hraðastilli og nýja kynslóð LED ljósa.
VERÐ FRÁ EINUNGIS
2.990.000 KR.
Komdu í reynsluakstur
citroen.is
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Citroen_C4_rvk-sker_5x38_20160106_END.indd 1
8.1.2016 14:05:35
fréttatíminn | hElgin 11. mars–13. mars 2016
12 |
EinhvErfu börnin hEnnar Evu
EinhvErfir unglingar sækja oft í áhættuhEgðun til að lEita Eftir samþykki jafnaldra sinna. gEðdEildir og mEðfErðarstofnanir hafa þó Ekki burði til að hjálpa þEssu fólki þEgar það ratar í vanda. samkvæmt lögum á það rétt á stuðningi til að sækja sér hjálp En það rEynist oftar En Ekki orðin tóm.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir vel þekkt vandamál að margir einhverfir eigi á hættu að falla milli þilja í kerfinu eftir að sjálfræðisaldri er náð. Það sé hætt við að þeir sem stríði við fíkn eða þrói með sér aðra áhættuhegðun fái ekki þá aðstoð sem þeir þurfa og eiga rétt á. „Það er ekki þekking á
þessu inni á geðdeild, inni á Vogi eða í Krýsuvík, því miður,“ segir hún. „Ég þekki fjölmörg dæmi þess að einhverfir sem glíma við fíkniefnavanda, geðræna kvilla eða sýna alvarlegan hegðunarvanda hafa í fá eða engin hús að venda. Það er lítil sem engin fagþekking til staðar á landinu fyrir þennan hóp með þennan vanda,“ segir Felix Högnason atferlisfræðing-
VIÐ OPNUM Á NÝJUM STAÐ FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM
FJÖLDI AROPNUN TILBOÐA
VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN Í NÝJU VERSLUNINA Á SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK
Opið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16
TAKK FYRIR OKKUR!
Vörður fékk hæstu einkunn tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni Við leggjum mikinn metnað í þjónustuna því ánægja viðskiptavina okkar skiptir öllu máli. Við tökum því stolt við þessari viðurkenningu frá Íslensku ánægjuvoginni. Takk fyrir okkur kæru viðskiptavinir.
Fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
14 |
Heildarfjöldi einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir sem voru á biðlista eftir sértæku húsnæði hjá Reykjavíkurborg 1. janúar 2016 er alls 135.
Flokkur 1
Flokkur 2
Flokkur 3
(Þarf litla þjónustu)
(Þarf meðalþjónustu)
(Þarf mikla þjónustu)
stúlkur á einhverfurófi ýmis tilboð á samfélagsmiðlum. Það vantar miklu meiri forvarnir og fræðslu fyrir þennan hóp. Það er mikil hætta á misnotkun.“ Felix segir að tugir einhverfra séu utangarðs eða í raunverulegri hættu á að verða það vegna úrræðaleysis í kerfinu. „Það er æði margt sem þessi hópur glímir við. Mörg þeirra eru með væga þroskaskerðingu og geta því orðið auðveld bráð ýmissa óþokka. Mörg þeirra eiga erfitt með að gera sér grein fyrir langtíma afleiðingum gerða sinna. Sum hafa búið við langvarandi einelti alla sína ævi. Mörg koma frá brotnum heimilum. Svo hefur kerfið brugðist þeim. Þau hafa ekki fengið þá hjálp sem þau þurftu sem börn og unglingar.“
Hann bendir á að það sé ansi fjölbreyttur hópur fólks með slíkar skerðingar sem hafi ekki fengið hjálp við hæfi. „Sumir eru inn og út af geðdeild, eru þar í reglulegri krísuinnlögn án þess að fá nokkra bót til lengri tíma litið. Aðrir eru meira og minna „á götunni“, verða fíkniefnum, áfengi og smáglæpum að bráð. Enn aðrir eru lyfjaðir fram úr hófi þannig að þeir verða sinnulausir og þægir. Enn aðrir búa við daglegt ofbeldi og þvinganir. Sumir eru settir í ótímabundna öryggisvistun og búa við minna frelsi en fangar á Hrauninu.“
60
ALICANTE
17.999 kr. *
frá
ma í-október
*Ef greitt með Netgíró
ur sem þekkir vel til í þessum málaflokki. „Einhverft fólk á erfitt með að lesa í aðstæður og átta sig á fólki. Það er því hrekklausara og saklausara en gerist og gengur og verður oft fyrir barðinu á allskyns misnotkun eða leiðist út í skaðlega hegðun. Utangarðsmenn framtíðarinnar Hluti af þessu fólki verður utangarðsmenn framtíðarinnar ef það fær ekki hjálp,“ segir Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna. „Þau hafa tungumálið og greindina, en þau geta ekki haldið utan um sitt líf. Aðrir unglingar láta þau stundum skrifa upp á víxla, taka smálán eða tæma bankakortin sín, þá fá ungar
38
37
Fá ekki búsetu og stuðning við hæfi Guðmundur Fylkisson lögreglumaður, sem hefur starfað að málefnum týndu barnanna, segist
Óvissa Móðir einhverfrar stúlku segir óvissuna versta
AMSTERDAM
9.999 kr. *
frá
ma í-jún í & sept.-okt.
*Ef greitt með Netgíró
Ég er ekki eina mamman sem hefur gefist upp
„Ég á 19 ára stelpu sem er á einhverfurófinu og með mótþróaþrjóskuröskun sem hefur beðið eftir húsnæði hjá borginni í rúmt ár,“ segir Bryndís Bjarnadóttir, herferðarstjóri hjá Amnesty.
Hún segir að álagið hafi alla tíð verið gríðarlegt. „Ég hef þurft að berjast alla tíð með kjafti og klóm fyrir því að hún fái þá grunnþjónustu sem hún á rétt á. Þetta álag getur sannarlega á stundum keyrt mann í kaf. Þótt ég vinni hundrað prósent vinnu í baráttunni gegn grófum mannréttindabrotum víða um heim, hefur álagið í tengslum við baráttuna fyrir hönd dóttur minnar reynt mun meira á. Þegar ég er ekki í vinnunni, er ég í símanum, að skrifa tölvupósta eða sitjandi á fundum vegna málefna hennar.“ Hún segist þó hafa talið þetta sjálfsagt eins og flestir foreldrar barna með frávik, en stundum eigi hún ekkert eftir. „Ég er ekki eina foreldrið í þessari stöðu, það er ekki næga hjálp að fá, þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um réttinn til þjónustu og aðstoð fyrir fólk með fötlun til að geta lifað mannsæmandi lífi og með reisn.“ Hún segir að þetta hafi bitnað mikið á samkomulagi þeirra mæðgna og sambúðin hafi á köflum verið erfið. „Við höfum lengst af bara verið tvær og núna bara er ég við það að gefast upp.“ Bryndís segir að þegar dóttir hennar greindist á einhverfurófinu átta ára, hafi greiningin verið það eina sem stóð til boða. „Við vorum í algeru tómarúmi, ég vissi ekki hvað ég átti að gera við þessa vitneskju. Ég var nýflutt hingað til landsins frá Brussel, þar fékk hún mun meiri aðstoð, sem venjulegur nemandi með vanda, það sat með henni sérkennari allan daginn inni í tímum. Hér stóð okkur engin hjálp til boða. Dóttir mín er ekki í harðri neyslu en eins og margir aðrir, er hún í miklum áhættuhópi, Þessir krakkar bera ekki fötlunina utan á sér en þau eiga erfitt með að greina rétt frá röngu, og þau eru útsett fyrir ýmiskonar misnotkun bæði hvað varðar kynferðisof-
Bryndís Bjarnadóttir segist hafa þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir öllu varðandi dóttur sína.
beldi og fjársvik. Ég er alltaf hrædd um hana, það eru menn þarna úti sem svífast einskis og misnota að þær kunna ekki að verja sig. Sumar þessara stelpna leiðast út í vændi eða ofbeldissambönd, það er sjaldan talað um það, en þannig er það.” Hún segir að það hafi ekki gefið góða raun að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaga. „Bara sú staðreynd að sveitarfélög hafi ekki öll sömu burði þegar kemur að því að veita þjónustu, geri það að verkum að fólki sé mismunað gróflega. Reykjavíkurborg verður strax að fara að finna varanlegar lausn á búsetu fyrir fólk með einhverfu, það gengur ekki að tugir þeirra fái enga úrlausn sinna mála. Þau passa ekki inn í búsetu með fólki með geðraskanir. Það þarf að bregðast við þessu sára kalli, gyrða sig í brók og finna almennilega lausn á búsetuvanda einhverfra.“ Bryndís minnir á að samkvæmt lögum eigi einhverfir og aðrir með skyldar raskanir rétt á sértækri þjónustu og búsetuúrræðum sem búa í haginn fyrir sjálfstætt og mannsæmandi líf. „Ísland er líka aðili að alþjóðlegum sáttmálum eins og samningi Sameinuðu þjóð-
Þessir krakkar bera ekki fötlunina utan á sér en þau eiga erfitt með að greina rétt frá röngu, og þau eru útsett fyrir ýmiskonar misnotkun bæði hvað varðar kynferðisofbeldi og fjársvik. Ég er alltaf hrædd um hana. anna um réttindi fatlaðra sem nú er í fullgildingarferli og lýkur vonandi sem fyrst. Fjöldinn allur af ESB tilskipunum leggur bann við mismunun á grundvelli fötlunar og Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna segir að allir séu bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Ef Ísland ætlar enn að státa sig af því að vera velferðarsamfélag verður hugmyndin um samfélag án aðgreiningar og mismununar að verða að veruleika. Eitt skref í þá átt er að tryggja fólki með fötlun búsetuúrræði án tafar. Bara óvissan um framtíðina fer mjög illa með dóttur mína.“
Lagersala 20-70% Ormsson og Samsungsetursins
Síðumúla 9
li
mú
ðu
Opnunartími kl. 13-18 virka daga og laugardag kl. 12-16
Sí
Gengið inn úr porti
Gengið inn úr porti
9
þvOttavéLar - myndavéLar - hLjómtæki - SjónvarPSveGGfeStinGar POttar OG PÖnnUr - SPOrtmyndavéLar - SPjaLdtÖLvUr - heyrnartóL - SjónaUkar SmÁtæki BÚSÁhÖLd - ÚtvÖrP - tÖLvUtÖSkUr - fLakkarar - BrennSLUdiSkar LjóSmyndaPaPPír - farSímahULStUr - BLU-ray heimaBíó - BLandarar - 3dS Leikir StÝriPinnar - reiknivéLar - tÖLvUmÝS - LykLaBOrÐ - BLUetOOth hÁtaLarar BaSSaBíLkeiLUr - SjónvÖrP - íSSkÁPar - vefmyndavéLar - SOUndBar - dj StjórnBOrÐ míkrafónar - LeikjaStÝri - netBÚnaÐUr OG SvO mikLU meira.
Gerið góð kaup á góðri vöru
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
16 |
Móðir einhverfs manns í vímuefnavanda segir að hann fái enga hjálp
Er verið að framleiða fatlað útigangsfólk? „Það má segja að sakleysið sé þeirra mesta fötlun, þau eru í stórhættu á götunni,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem á einhverfan son sem er um tvítugt. Einhverfu fólki er hættara við að sækja í hvers kyns áhættuhegðun en það getur verið erfitt að fá viðeigandi hjálp þegar það lendir í þroti. Guðrún Bryndís segir að sonur sinn hafi átt erfitt með að fóta sig í Hlíðaskóla, sem sé skóli án aðgreiningar. „Hann er ekki læs á tilfinningar annarra, aðstæður eða svipbrigði, hann getur ekki varist þeim sem vilja nota hann og hafa gott af honum,“ segir hún. „Það virðist vera sem ákveðnir einstaklingar nái strax tökum á þessum börnum. Þau langar svo mikið að vera samþykkt og viðurkennd og reyna að kaupa sér samþykki með öllum ráðum. Það er hægt að láta þau kaupa fíkniefni, jafnvel stela, þau gera hvað sem er.“ Vísað af geðdeildinni Hún segir að sonur sinn hafi farið að fá örorkubætur 18 ára. Skólafélagi hans úr grunnskóla hafi þá farið að hafa samband við hann og fengið hann til að kaupa kannabis fyrir sig og vini sína. Neyslan hafi fljótlega farið úr böndunum. „Við reyndum allt til að ná til hans en allt kom fyrir ekki. Hann var orðinn mjög ólíkur sjálfum sér og farinn að vera ofbeldisfullur heima fyrir.“ Guðrún Bryndís segir að haustið 2013 hafi sonur sinn farið í meðferð á Vog, á unglingaganginn. „Honum var ekki boðið að fara í framhaldsmeðferð enda skildi hann hvorki meðferðina né hvað var almennt að gerast í kringum hann,“ segir hún. „Þegar hann var tvítugur fórum
við með hann á geðdeild, að ráði sálfræðings sem hann gekk til um tíma. Læknarnir þar ákváðu að leggja hann inn á geðgjörgæslu og svipta hann sjálfræði í 48 tíma vegna gruns um geðrof af völdum kannabisneyslu. Þar sem hann var ekki með dæmigerð einkenni geðrofs, var hann eftir tæpa viku útskrifaður af geðdeild og vísað á Vog. Uppgefin ástæða útskriftarinnar var undirliggjandi einhverfa sem væri ekki geðsjúkdómur og því ætti hann ekki erindi á geðdeild. Þá var okkur sagt að hegðun hans gerði aðra sjúklinga órólega, hann gengi um gólf í sífellu og það truflaði aðra. Meðan á þessu stóð millifærði gamli skólafélaginn peninga af reikningi sonar míns og hótaði okkur, foreldrum hans og systkinum, íkveikju, nauðgunum, morði og líkamsmeiðingum, ef við skiptum okkur af. Við gáfum skýrslu hjá lögreglu um fjárdráttinn, en var sagt að þar sem sonur okkar væri fjárráða yrði hann að kæra sjálfur og gefa skýrslu. Það vildi hann ekki gera enda skilur hann ekki hugtakið misnotkun og er auk þess dauðhræddur við félagann sem var á skilorði fyrir önnur brot. Hvarf með ferðatöskuna Guðrún Bryndís segir að á eftir innlögnina á geðdeildina hafi sonur sinn ætlað á Vog, ferðataska með náttfötum og tilheyrandi hafi komin út í bíl. „Þegar við gengum að bílnum hringdi síminn hans og hann tók strikið og hvarf, lét ekki sjá sig meira þann daginn. Helgina eftir hvarf hann með ferðatöskuna, hann svaraði ekki síma og við vissum ekki hvað varð af honum. Ég hringdi í hann á hverjum degi og þegar hann svaraði mér loksins, var hann í herbergi á gistiheimili við Hverfisgötu sem skólafélaginn
Mynd | Rut
hafði reddað honum. Eftir tvær vikur þar var hann búinn að fá yfirdrátt og taka öll möguleg smálán og afhenda vininum. Peningurinn
Guðrún Bryndís Karlsdóttir segir að syni sínum hafi verið ekið á bensínstöð í Hafnarfirði eftir meðferð í Krýsuvík og hann skilinn þar eftir með ferðatösku.
var búinn og hann hafði ekkert borðað í nokkra daga. Hann féllst á að koma heim að borða og í lok mánaðarins kom hann alkomin heim, mjög vannærður. Næstu mánuðir voru skelfilegir, í byrjun mánaða þar til peningarnir hans voru búnir var hann vinsæll meðal félaganna. Hann var mjög tortrygginn gagnvart fjölskyldunni og ásakaði okkur um að hafa lagt hann inn á geðdeild. Hann kom ítrekað heim þannig að það stórsá á honum í andliti, hann haltraði og fötin hans rifin með sparkförum. Hann hefur ekki getu til að berja frá sér og einu áverkarnir á höndum hans voru í lófunum, rispur vegna falls. Skýringin sem hann gaf var að hann hafi dottið.“ Skilinn eftir á bensínstöð
Þú færð pottþétt starf Í verk- og tækninámi bjóða fjölmörg fyrirtæki upp á vinnustaðanám þar sem þú öðlast dýrmæta starfsreynslu. Að námi loknu standa þér til boða ótal spennandi og vel launuð störf, þú hlýtur alþjóðlega viðurkennd starfsréttindi og auk þess góðan grunn að fjölbreyttu framhaldsnámi. Fleiri en 160 fyrirtæki í iðnaði hafa lýst yfir vilja til að efla vinnustaðanám. Kynntu þér málið á www.si.is.
Samtök iðnaðarins 2016 | 591 0100
Hún segist hafa gert á þessu tímabili ítrekaðar tilraunir til að fá réttindagæslumann fatlaðra í Reykjavík til að bregðast við – þær tilraunir hafi reynst árangurslausar. „Við óskuðum aftur eftir innlögn á Vog, en þar sem hann hafði ekki mætt á þriðjudeginum eftir útskrift á geðdeild þurfti hann að bíða í, minnir mig, þangað til í september. Þegar ég fékk loksins samband við fulltrúann hans, var hægt að koma upplýsingum um einhverfu hans til skila. – Dvölin á Vogi var 10 dagar, en aftur var honum ekki boðið upp á eftirmeðferð. Þegar öll sund virtust lokuð var bent á Krýsuvík og langtímameðferðina þar. Hann fékk þar inni en var vísað út eftir tvær vikur vegna einhverfunnar. Við höfðum beðið Félagsþjónustuna um að veita honum liðveislu fyrir fatlaða inni á Krýsuvík en það vildu þeir ekki
Hann var mjög tortrygginn gagnvart fjölskyldunni og ásakaði okkur um að hafa lagt hann inn á geðdeild. Hann kom ítrekað heim þannig að það stórsá á honum í andliti, hann haltraði og fötin hans rifin með sparkförum. þar sem Krýsuvík tilheyrði öðru sveitarfélagi. Þegar hann yfirgaf meðferðina þar var honum ekið á bensínstöð, þar var hann skilinn eftir með ferðatösku. „Borgin hafði lofað að láta hann hafa íbúð en þó ekki ef hann gæti búið hjá foreldrum,“ segir Guðrún Bryndís. „Hann vildi því ekki koma heim en fékk að fara til afa síns, þar sem hann átti að dvelja í nokkra daga, meðan hann biði eftir íbúð. Síðan er liðið rúmt ár og hann er enn að bíða. Mér skilst að fimm einhverfir kannabisneytendur séu að bíða eftir búsetuúrræðum hjá borginni en engin neyðarúrræði eru til staðar. Á meðan gerist ekkert í hans málum. Hann fær liðveislu heim til afa síns, þrisvar í viku. Ef hann byggi einn í íbúð fengi hann miklu meiri þjónustu. Það er verið að spara á aðstandendum og þannig brenna þeir hraðar upp. Að mínu viti er verið að framleiða fatlað útigangsfólk með þessari vanrækslu.“
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
EinhvErfu börnin hEnnar Evu
Einhverft fólk á erfitt með að lesa í aðstæður og átta sig á fólki. Það er hrekklausara og saklausara en gerist og gengur og verður oft fyrir barðinu á allskyns misnotkun eða leiðist út í skaðlega hegðun. Við viljum gera öllum kleift að taka þátt í samfélaginu en ekki svipta fólk réttindum og loka það inni. Í staðinn á samfélagið að veita nauðsynlega að stoð en hún er ekki í boði, þótt lögin geri ráð fyrir því og stjórnarskráin líka. Bryndís segir að dæmi séu um einstaklinga að bíða eftir húsnæði sem séu á algerum hrakhólum enda fjölskyldan komin í þrot. Einum hafi verið vísað á gistiskýlið fyrir úti gangsmenn og þaðan á gistiheimili í miðborginni. Allir geti sagt sér sjálfir að slík úrræði séu ekki boðleg fyrir neinn, hvað þá einhverfan mann.
náð, ef börnin lenda ekki í neinum teljandi vandræðum. Hún segir að vandi einhverfra og barna á ein hverfurófi versni hinsvegar oft með árunum. Unglingsárin séu þeim oft mjög erfið, hætta á þunglyndi mikil, auk þess sem þau leiðist oft út í áhættuhegðun og sé hættara við misnotkun. „Velferðarkerfi borgarinnar er allt of flókið, það eru allt of langar leiðslur,“ segir Bryndís. „Það vantar allan sveigjanleika til að mæta þörfum einstaklinganna þegar þær koma upp. Það er allt of algengt að það komi upp „computer says no“ mál,“ segir hún. „Sá sem fær þjón ustuna á líka að vera á þönum milli stofnana sem vísa hver á aðra. Sá sem veitir hana þarf bara að sitja á sínum rassi og vera ósveigjanlegur.“
Ég þekki fjölmörg dæmi um að einhverfir sem glíma við fíkniefnavanda, geðræna kvilla eða alvarlegan hegðunarvanda eiga í fá eða engin hús að venda.
Það eru dæmi um einstaklinga á algerum hrakhólum. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
Felix Högnason, atferlisfræðingur.
Það er ekki þekking á einhverfu inni á geðdeild, á Vogi, eða í Krýsuvík. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.
Hef fengið símtöl ftrá foreldrum sem óttast að verið sé að notfæra sér einhverfa sem hafa náð átján ára aldri eða leiða þá villigötur. Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður.
Tæki
færi
hafa haft afskipti af um 100 börnum í starfi sínu. Það sé ekki skrifað á ennið á þeim ef þau eigi við fötlun eða geðraskanir að stríða en oft komi í ljós, þegar farið sé að tala við þau, að þannig sé ástatt um þau. Hann segist, eðli málsins samkvæmt, ekki hafa afskipti af ungmennum sem hafi náð átján ára aldri en hann hafi oft fengið símtöl frá foreldrum einhverfra ung linga sem hafi áhyggjur af því að ein hverjir séu að notfæra sér þá eða leiða þá á villigötur. Í sama streng tekur Bryndís Snæ björnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Hún segir að sveitarfélögin eigi að leggja fötluðum til nauðsynlega lið veislu eða stuðning svo þeir geti nýtt sér vímuefnameðferð eða geðdeildir. Eins og staðið sé að þessu núna upp lifi fólk það sem mörg skref afturábak að öðlast sjálfræði. „Það er hluti af því að verða fullorðinn að fá að gera mis tök, það þekkjum við öll. En stundum eru mistökin þess eðlis að það verður að grípa í taumana, þau geta valdið óbætanlegu tjóni. Fólk er feimið við að grípa inn í og veita leiðsögn og þá kemur að því að það verður að beita nauðung og þvingun.“
|17
í mars
B
A
Orkuflokkur
Orkuflokkur
SIEMENS - Ryksuga VS 06B120
Parkett og flísar, flokkur D. Teppi, flokkur E. Útblástur A. Hljóð: 81 dB.
Tækifærisverð:
14.900 kr.
(Fullt verð: 19.900 kr.)
Span Kjöthitamælir
sm
BOSCH - Bakstursofn
BOSCH - Spanhelluborð
HBG 633CW1S
PIE 645F17E
Með stóru 71 lítra ofnrými. Tíu ofnaðgerðir, þar á meðal 4D heitur blástur. Kjöthitamælir. TFT-skjár með texta. Létthreinsikerfi, EcoClean á bakhlið. Einnig fáanlegur í stáli.
Með stálramma. DirectSelect-stjórnborð. Tímastillir. Áminningarklukka. Öryggisrof. Barnaöryggi.
Tækifærisverð:
109.900 kr.
Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is
60
Tækifærisverð:
77.900 kr.
(Fullt verð: 99.900 kr.)
(Fullt verð: 149.900 kr.)
Langur biðlisti 135 einstaklingar með þroskahömlun eða þroskaraskanir eru á biðlista eftir búsetuúrræði í Reykjavík, þar af eru að minnsta kosti 25 einhverfir með talsverða eða mikla þjónustuþörf sem þurfa þjónustu eða mikinn stuðning allan sólarhringinn, samkvæmt upp lýsingum frá velferðarsviði borgar innar. Fjöldi einhverfra býr inni á foreldrum sínum langt fram á fullorð insár, jafnvel fólk sem þarf gríðarlega umönnun, þar sem ekkert annað er í boði. „Þegar um er að ræða ein staklinga með áhættuhegðun getur myndast gríðarlegt álag á heimilin og stundum leggja foreldrarnir hrein lega á flótta undan börnum sínum. Það er ekki vegna þess að það sé ekki reynt að leita hjálpar, heldur er hún hreinlega ekki til staðar fyrir þennan hóp,“ segir Sigrún. Samkvæmt upplýsingum frá vel ferðarsviði um búsetuvanda eru 60 skilgreindir með litla þjónustuþörf, en ekki liggur fyrir hversu margir þeirra eru einhverfir eða á einhverfu rófi. Hinsvegar eru 25 einhverfir með þörf fyrir þjónustu á staðnum eða sólarhringsþjónustu. Bryndís segir að fötluð börn sem fái mikinn stuðning heima við í bernsku, séu oft sjálfkrafa skilgreind í léttasta þjónustuflokki í opinberum skýrslum. Þau verði oft verst úti ef þau lendi í vandræðum eftir að sjálf ræðisaldri er náð. Þjónustan í kerfinu minnki smám saman frá því að börn eru greind, þar til sjálfræðisaldri er
A
Orkuflokkur
Orkuflokkur
Öryggisgler
SIEMENS - Kæli- og frystiskápur KG 36EBW40
Hvítur. „crisperBox“-skúffa: Tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. „coolBox“skúffa: Þar er kuldinn meiri (-2° C til 3° C) en annars staðar í kælinum og eykur þar með geymsluþol ferskra kjötvara og fisks. „lowFrost“-tækni: Lítil klakamyndun og affrysting auðveld. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm (+5 sm handfang).
BOSCH - Uppþvottavél
Orkuflokkur
Tekur mest
SMU 50M92SK
13 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 44 dB. Tímastytting þvottakerfa. „AquaStop“flæðivörn.
SIEMENS - Þvottavél WM 14E477DN
Vindur upp í 1400 sn./mín.
Tækifærisverð:
Tækifærisverð:
(Fullt verð: 118.400 kr.)
(Fullt verð: 104.900 kr.)
97.900 kr.
82.900 kr. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is
Tækifærisverð:
109.900 kr.
(Fullt verð: 139.900 kr.) Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is
Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is Fæst hjá Smith & Norland, Nóatúni 4, og/eða í Bosch-búðinni, Hlíðasmára 3. Hjá hverri vöru er tilgreint hvar hún fæst með þessum merkjum:
Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
18 |
Sjávarútvegur Ógnargróði vegna lækkunar krónu og veiðigjalda
30 stærstu hafa hagnast um 230 milljarða frá Hruni Fordæmalaust góðæri í sjávarútvegi í kjölfar gengisfalls krónunnar hefur dregið auðæfi að stærstu kvótafyrirtækjunum. Vegna mikilvægis ferðamannaiðnaðar kemur ekki lengur til greina að styrkja krónuna til að flytja hluta af þessari hagsæld til almennings með lækkun innflutnings og auknum kaupmætti. Eftir situr óleystur vandi: Hvernig má flytja bættan hag sjávarútvegs til almennings? Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is
Með falli krónunnar 2008 hrundi kaupmáttur alls almennings á sama tíma og hagur útflutningsgreina vænkaðist og forsendur sköpuðust fyrir fjölgun ferðamanna. Verðmæti útfluttra sjávarafurða hækkaði mikið án þess að innlendur kostnaður hækkaði. Við þetta hófst fáheyrt góðæri í sjávarútvegi sem ekki sér fyrir endann á. Frá Hruni og til ársloka 2014 hækkaði eigið fé 30 stærstu kvótafyrirtækjanna um 230 milljarða króna að teknu tilliti til arðgreiðslna. Á sama tíma greiddu þessi fyrirtæki um 33 milljarða í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindum sjávar. Um 15 prósent af bættum hag sjávarútvegsfyrirtækjanna rann þannig í ríkissjóð sem gjald fyrir auðlindina. Til sam-
anburðar þá greiddu fyrirtækin um 44 milljarða króna í arð til eigenda sinna á tímabilinu eða um 17 prósent af bættum hag fyrirtækjanna. Mest af gróðanum situr eftir í fyrirtækjunum og hefur stórbætt eiginfjárstöðu þeirra. Í árslok 2009 nam samanlagt eigið fé þessara fyrirtækja um 76 milljörðum króna að núvirði. En það var orðið 262 milljarðar króna í árslok 2014. Eituráhrif af sjávarauði Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin eru því orðin ógnarsterk. Sum fyrirtækjanna og eigendur þeirra eru fyrirferðamikil í fjárfestingum, langt út fyrir sjávarútveginn. Sum fyrirtækjanna taka líka virkan þátt í stjórnmálum, bæði með stuðningi við stjórnmálaflokka, einstaka stjórnmálamenn og með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og stýra ritstjórnarstefnu þess blaðs og skoðunum. „Ævintýralegur auður útgerðarmanna er farinn að eitra verulega alla pólitíska umræðu í landinu. Áróður sem hentar útgerðarmönnum í alls kyns málum bylur á landsmönnum daginn út og daginn inn. Alls kyns hálfsannleikur og smjörklípur eru endurteknar svo oft að þær síast inn í vitund þjóðarinnar og brengla þjóðfélagsumræðuna útgerðarmönnum í hag,“ skrifaði Jón Steinsson hagfræðingur í blaðagrein fyrir skömmu og hélt því fram að fjárhagslegur styrk-
Ævintýralegur auður útgerðarmanna er farinn að eitra verulega alla pólitíska umræðu í landinu. Jón Steinsson hagfræðingur
ur kvótafyrirtækjanna væri sjálfstætt vandamál vegna eituráhrifa þeirra á samfélagsumræðuna. Val á mili hagsmuna Frá fyrri hluta síðustu aldar hefur hagstjórn á Íslandi snúist um nokkurs konar jafnvægi gengis íslensku krónunnar milli hags meginþorra almennings af háu gengi og ódýrum innflutningi og hagsmuna útgerðarinnar af lágu gengi og verðmætaaukningar útflutnings. Eins og í mörgum vanþróuðum hagkerfum og fyrrum nýlendum freistuðust stjórnmálamenn til að kaupa sér vinsældir meðal almennings með of háu gengi og tímabundið bættum kaupmætti vegna verðlækkunar á innfluttum vörum. Því lengur sem stjórnmálamenn héldu genginu háu því verr lék það útflutningsgreinarnar og einkum sjávarútveginn. Stjórnvöld gripu þá til allskyns millifærslna og stuðnings, niðurgreiddra vaxta og alls kyns plástra, til að vega upp á móti blóðmissi útgerðarinnar en þurftu
Veikt gengi skilar gróða
Gengisfall krónunnar árið 2008 skilaði mikilli tekjuaukningu til sjávarútvegsfyrirtækja þrátt fyrir lægra verð á mörkuðum. Verðmæti sjávarútflutnings á föstu verðlagi í milljörðum króna. 300
250
200
150
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
Veiðigjöldin lág miðað við bættan hag
Veiðigjöldin fóru hæst í 27 prósent af bættum hag sjávarútvegsfyrirtækja árið 2013 en hafa lækkað síðan. Upphæðir í milljörðum króna.
2012 2011
Bættur hagur
2010
44
85
milljarðar
2013
63
55
milljarðar
milljarðar
2014
61
milljarðar
milljarðar
Veiði gjöld
2,3
milljarðar
3,7
milljarðar
9,4
milljarðar
13,1
milljarður
9,4
milljarður
www.volkswagen.is
Nýr Volkswagen Caddy
Glæsilegur vinnubíll Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými. Nýr Volkswagen Caddy kostar frá
2.670.000 kr. (2.135.226 kr. án vsk)
HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. www.volkswagen.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Atvinnubílar
Vodafone RED
Öll fjölskyldan, eitt verð
8.980
kr.
Innifalið í Vodafone RED er m.a.
Ótakmarkaðar mínútur og SMS
Samnýtt gagnamagn
500 mínútur til útlanda
Gagnamagnskort fyrir öll snjalltækin þín
Vodafone SMART
Ótakmörkuð símtöl og SMS
1.990 Ótakmarkaðar mínútur og SMS
Innifalið gagnamagn
4G reiki í 24 löndum Kynntu þér alla kosti Vodafone RED og SMART á vodafone.is, í síma 1414 eða í næstu verslun.
kr. Fáðu SMART gagnamagn fyrir aðeins 1.000 kr.
Vodafone Við tengjum þig
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
20 |
Mestur hagnaður í góðærinu í sjávarútvegi
Samanlagður arður og hækkun eiginfjár stórra kvótafyrirtækja frá 2009 til 2014.
Samherji Síldarvinnslan Ísfélagið Brim Gjögur Grandi Eskja Skinney-Þinganes FISK Vinnslustöðin Soffanías Cecilsson Nesfiskur Stakkavík Rammi Bergur Huginn KG Fiskverkun Fiskkaup Jakob Valgeir Loðnuvinnslan Þorbjörn Oddi Hraðfrystihús Hellissands Huginn Frosti Gullberg Guðmundur Runólfsson Runólfur Hallfreðsson Ós Ögurvík HG Gunnvör Vísir
Hækkun eiginfjár: 46,943 milljónir | Arður: 10,064 milljónir Hækkun eiginfj.: 19,477 millj.
Arður: 7,979 milljónir
Hækkun eiginfjár: 11,441 milljón | Arður: 3,714 milljónir Hækkun eiginfjár: 12,982 milljónir | Arður: 525 milljónir Hækkun eiginfjár: 12,628 milljónir | Arður: 386 milljónir Hækkun eiginfjár: 5,683 milljónir | Arður: 6,136 milljónir Hækkun eiginfjár: 5,276 milljónir | Arður: 4,458 milljónir Hækkun eiginfjár: 6,611 milljónir | Arður: 2,081 milljón Hækkun eiginfjár: 7,243 milljónir | Arður: 1,143 milljónir Hækkun eiginfjár: 2,599 milljónir | Arður: 4,428 milljónir Hækkun eiginfjár: 6,580 milljónir | Arður: -260 milljónir Hækkun eiginfjár: 5,917 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 4,737 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 3,150 milljónir | Arður: 808 milljónir Hækkun eiginfjár: 3,950 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 3,266 milljónir | Arður: 87 milljónir Hækkun eiginfjár: 3,528 milljónir | Arður: -459 milljónir Hækkun eiginfjár: 2,896 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 2,527 milljónir | Arður: 338 milljónir Hækkun eiginfjár: 1,562 milljónir | Arður: 685 milljónir Hækkun eiginfjár: 2,407 milljónir | Arður: -260 milljónir Hækkun eiginfjár: 2,126 milljónir | Arður: 20 milljónir Hækkun eiginfjár: 727 milljónir | Arður: 1,030 milljónir Hækkun eiginfjár: 1,731 milljón | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 1,462 milljónir | Arður: 90 milljónir Hækkun eiginfjár: 1,446 milljónir | Arður: 31 milljón Hækkun eiginfjár: 1,336 milljónir | Arður: 132 milljónir Hækkun eiginfjár: 638 milljónir | Arður: 192 milljónir Hækkun eiginfjár: 760 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: -1,509 milljónir | Arður: 660 milljónir Hækkun eiginfjár: -1,627 milljónir | Arður: 0 milljónir
FERMING FERMINGARTÍSK AN, FATNAÐUR, G JAFIR, GÓ ÐAR HUGMYNDIR OG GJAFAKORT FYRIR STELPUR OG STR ÁK A .
VORI Ð 2016
I SMARALIND
FLOTTUSTU HAR & MAKE-UP TRENDIN
HVAÐ FER ÞER BEST?
GJAFAKORT ER GOÐ HUGMYND
OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FACEBOOK INSTAGRAM SNAP CHAT
samt á endanum að fella gengið til að forða sjávarútveginum frá hruni. Við það tók almenningur á sig snögga kjaraskerðingu. Segja má að hann hafi með því greitt fyrir björgun sjávarútvegsins. Á móti mætti halda því fram að útgerðin hafi greitt fyrir aukinn kaupmátt almennings með lakri afkomu. Þrátt fyrir allskyns æfingar og tilraunir tókst stjórnvöldum ekki að ná jafnvægi þarna á milli alla síðustu öld. Og ekki heldur fram eftir þessari. Tími hás gengis íslensku krónunnar í aðdraganda Hrunsins var ekki góður tími fyrir útgerðina eða sjávarútveginn, þvert á móti. Þegar kom að Hruninu voru mörg sjávarútvegsfyrirtækin veik af langvarandi lélegum rekstri. Í ofanálag höfðu eigendur margra fyrirtækjanna veðsett kvóta til að afla fjár til að taka þátt í spilavítis-kapítalisma óðærisins. Árið 2008 voru mörg sjávarútvegsfyrirtækin illa búin undir áföll. Skuldir hækkuðu og átu upp eigið fé fyrirtækjanna. En við Hrunið féll íslenska krónan og endaskipti urðu á rekstrarskilyrðum sjávarútvegsins. Efnahagsreikningurinn var ef til vill ljótur en reksturinn hins vegar glimrandi fínn. Illa rekin fyrirtæki braggast Þegar reikningar 30 stærstu kvótafyrirtækjanna eru skoðaðir sést hvert aflið í þessum aðstæðum er. Sjávarútvegsfyrirtækin tútna út af hagnaði. Þau sem voru sterk áður eru nú firnasterk. Grandi er með 60 prósent eiginfjárhlutfall, Samherji 65 prósent og hlutfallið hjá FISK er 94 prósent, svo áberandi dæmi séu tekin. Í árslok 2009 voru 16 af 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum með neikvætt eigið fé, voru tæknilega gjaldþrota. Eigið fé þessara fyrirtækja var samanlagt neikvætt um 47 milljarða króna. Þau voru með öðrum orðum mjög illa farin, sokkin í skuldir. Sum þessara fyrirtækja fengu part af skuldum sínum niðurfelldan, fá öfluðu nýs hlutafjár en mestur batinn kom vegna hækkunar afurðaverðs í kjölfar gengisfalls krónunnar. Aðrir lykilþættir voru hófstillt veiðigjöld og síðan lækkun olíuverðs á síðustu misserum. Í árslok 2014 var samanlagt eigið fé þessara 16 fyrirtækja orðið jákvætt um 22 milljarða króna, samanlagður viðsnúningur þeirra var upp á 69 milljarða króna. Og 5 milljörðum króna betur því þessi 16 fyrirtæki höfðu borgað eigendum rétt tæpa 5 milljarða í arð á þessum fimm árum. Í árslok 2014 voru aðeins sjö af 30 stærstu kvótafyrirtækjunum með neikvætt eigið fé og aðeins Vísir, Bergur Huginn og Soffanías Cecilsson með umtalsvert neikvætt eigið fé. Hin fjögur náðu án efa að skila reikningum með jákvæðu eigin fé 2015. Ferðaiðnaðurinn er hagvöxturinn Þrátt fyrir stórbættan hag stærstu kvótafyrirtækjanna þá hefur það ekki verið sterkari staða sjávarútvegsfyrirtækja sem hefur fært Íslendingum aukinn hagvöxt undanfarinna ára. Hluta hans má rekja til göngu makríls á Íslandsmið en bróðurparturinn er tilkominn vegna fjölgunar ferðamanna. Og lykilforsenda aukins ferðamannastraums er lágt gengi krónunnar. Ef ekki væri fyrir ferðamennina væri líklega kominn tími til þess á Íslandi að leyfa gengi krónunnar að hækka og flytja með því hluta af gróða sjávarútvegsins yfir til almennings í gegnum lækkun innflutnings. Nú eru hins vegar komnir ríkir og veigamiklir hagsmunir til að halda gengi krónunnar lágu til að verja ferðaiðnaðinn. Hann er vaxtarbroddur íslensks efnahagskerfis, drífur bæði áfram byggingariðnaðinn, dregur niður atvinnuleysi og sogar gjaldeyri til landsins. Og ef ekki má hækka gengi krónunnar standa stjórnvöld frammi fyrir nýjum vanda. Hvernig má deila bættum hag sjávarútvegsins með þjóðinni ef ekki má gera það með gengishækkun? Sem kunnugt er hafa núverandi stjórnvöld svarað fyrir sitt leyti. Þrátt
Ef við gerum ráð fyrir 50 prósent gengishagnaðarskatti hefði hann orðið um 115 milljarðar króna eða 82 milljörðum meira en raunin var á. fyrir að hafa tekið við akkúrat á því ári sem gróði sjávarútvegsins var mestur, og líklega meiri en nokkru sinni í sögunni, þá lét ríkisstjórn Sigmundar Davíðs það verða sitt fyrsta verk að lækka veiðigjöld á kvótafyrirtækin. Auðlindir og gengisgróði Það hefur hart verið deilt um veiðileyfagjöld á Íslandi frá því stuttu eftir að kvótakerfið var tekið upp. Óréttlætið sem er innbyggt í kerfið, að sumir fái endurgjaldslaust úthlutað afnotum úr sameiginlegri auðlegð, hefur drifið þá umræðu áfram. Íslendingar eru fáir í stóru landi með víðfeðma lögsögu og gjöful fiskimið um kring. Það er ríkjandi skoðun á Íslandi að þessi gæði séu sameiginleg eign þeirra sem hér búa. Það var staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá þar sem mikill meirihluti greiddi því atkvæði sitt að þjóðareign á auðlindum yrði bundin í stjórnarskrá. En þörf á gjaldtöku af sjávarútveginum er ekki aðeins réttlætismál tengt afnotum af auðlindinni. Það er líka hagstjórnarleg þörf á því að deila út í samfélagið hagsbótunum af lágu gengi krónunnar. Slíkar hagsbætur renna út frá ferðaiðnaðnum sem hefur fjölþætt áhrif á samfélagið, eflir atvinnu og færir ótrúlega stórum hópi fólks aukatekjur og óbeinan hag. Það er mun erfiðara að sjá þessi áhrif frá sjávarútveginum. Bættur hagur hleðst upp innan fyrirtækjanna og er að einhverju leyti greiddur upp til eigendanna en hefur engin viðlíka áhrif í samfélaginu og ferðaiðnaðurinn. Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld notað ýmsar aðferðir til að hemja gengisgróða sjávarútvegsfyrirtækja. Þegar gengið var fellt var sérstakur skattur settur á birgðir svo einstök fyrirtæki högnuðust ekki úr hófi fram á aðgerð sem kallaði mikla kjaraskerðingu yfir fjöldann. Það má því í sögulegu ljósi velta fyrir sér einhvers konar gjaldtöku af sjávarútveginum í tímum þess góðæris sem nú geisar í kjölfar falls krónunnar og ekki sér fyrir endann á. 70 prósent skattur í Noregi Norðmenn skattleggja olíuiðnaðinn sinn um 70 prósent af hagnaði. Ef slíkri skattlagningu væri beitt á Íslandi hefðu 30 stærstu kvótafyrirtækin greitt um 160 milljónir króna á síðustu sex árum í ríkissjóð í stað þeirra 33 milljarða sem fyrirtækin borguðu í veiðigjöld. Mismunurinn er 127 milljarðar króna. Ef við gerum ráð fyrir 50 prósent gengishagnaðarskatti með innbyggðu veiðigjaldi hefði skatturinn orðið um 115 milljarðar króna eða 82 milljörðum meira en raunin var á. Stjórnvöld ættu að velta einhverjum slíkum kostum fyrir sér. Í raun stendur ekki lengur til boða að láta gengi krónunnar styrkjast og lækka með því afurðaverð sjávarútvegsins, lækka verð á innflutningi og bæta þar með kaupmátt almennings. Mikilvægi ferðamannaiðnaðar stendur í vegi fyrir því. Ef ekkert verður að gert munu sjávarútvegsfyrirtækin halda áfram að tútna út af fé og drottna í krafti styrkleika síns yfir samfélaginu og stjórnmálunum. Sá styrkur er ekki tilkominn vegna þess að sjávarútvegsfyrirtækin séu vel rekin eða stjórnað af afburðafólki heldur liggja rætur góðærisins í sjávarútvegi í þáttum sem forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa lítið sem ekkert með að gera; lágu gengi krónunnar, ódýru aðgengi að sameiginlegum auðlindum og lágu olíuverði.
Hágæða myndgæði Örþunnur háskerpu LED skjár með 1920x1080 punkta upplausn tryggir framúrskarandi myndgæði.
FRÁBÆR KAUP FRÁ THOMSON
FLOTT OG VEL BÚIÐ 4K SJÓNVARP Á FRÁBÆRU TILBOÐI Örþunnt og öflugt Ultra HD upplausn 3840x2160, Smart Tv með Quad-Core örgjörva, Pure Image Ultra HD og 400Hz Clear motion index.
Thomson 40UA6406
99.990 VERÐ ÁÐUR 149.990
Notendavænt snjallsjónvarp Tækið er með þráðlausu Wi-Fi neti, NETFLIX, DLNA, MIRACAST og opnum netvafra.
Thomson 50UA6406
119.990 VERÐ ÁÐUR 179.990
Fullt af möguleikum Tækið er með stafrænum DVB-T2 móttakara, DVB-S2 gervihnattamóttakara, 4 x HDMI, 3 x USB tengjum, Optical út auk tengis fyrir heyrnartól. Sérstök hótelstilling.
Thomson 55UA6406
149.990 VERÐ ÁÐUR 229.990
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
TRYGGÐU ÞÉR SÆTI MEÐ OKKUR Í SÓLINA, TAKMARKAÐ FRAMBOÐ Á ÞESSU FRÁBÆRA VERÐI!
Kanarí Gran Canaria Netverð:
Frítt! Að
ga Palmit ngur í
os Par á með k an birg ðir end ast
Almería Almería Netverð:
Tenerife - Benidorm Tenerife Netverð:
Barbacan Sol
Arena Center
Tenerife Sur
FRÁ
FRÁ
FRÁ
79.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 102.800 kr.á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 22. júní — 1 vika.
Gran Canaria Netverð:
79.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 96.200 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 23. júní — 1 vika.
Almería Netverð:
99.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 120.400 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 20. ágúst — 1 vika.
Benidorm Netverð:
Montemar
Pierre Vacances
Bali Benidorm
FRÁ
FRÁ
FRÁ
79.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 3 börn í íbúð með tveimur svefnherbergjum. Verð frá 91.700 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 24. ágúst — 1 vika.
79.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með tveimur svefnherbergjum. Verð frá 100.700 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 25. ágúst — 1 vika.
Betra verð á www.sumarferdir.is Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting, íslensk fararstjórn, 20 kg. taska og handfarangur.
69.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með hálfu fæði. Verð frá 80.700 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 1. maí — 5 nætur.
Almeria | Mallorca | Tenerife | Albir | Benidorm | Kanarí
Komdu með okkur í sólina á frábæru verði!
Mallorca - Alcudia er sannkölluð fjölskylduparadís Mallorca
Mallorca
Netverð:
Netverð:
Frítt!
Mallorca
Aðgan g Aquala ur í nd á me
Netverð:
Sol Alcudia Center
Solecito
Sol Alcudia Center
FRÁ
FRÁ
FRÁ
79.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 107.000 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 21 júní — 1 vika.
Mallorca Netverð:
Allt innifalið
Vinsælasta hótelið
99.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 3 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 161.300 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 23. ágúst — 1 vika.
Mallorca Netverð:
99.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 148.500 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 9 júlí — 1 vika.
Mallorca Netverð:
Condesa De la Bahia
Sol De Alcudia
Viva Can Picafort
FRÁ
FRÁ
FRÁ
113.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 1 börn í tvíbýli með öllu inniföldu. Verð frá 132.000 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 17. maí — 1 vika.
ðan bir gðir en dast
99.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 127.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 30. ágúst — 1 vika.
99.900 kr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 145.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna. Brottför: 6. september— 1 vika.
…eru betri en aðrar
24 |
B A RC E LO N A
17.999 kr. *
frá
*Ef greitt með Netgíró
ma í-október
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Rekstur Fyrirtæki á innanlandsmarkaði jafna sig af Hruninu
Dágóður hagnaður og vaxandi arðgreiðslur Fyrirtæki á innanlandsmarkaði hafa ekki notið viðlíka góðæris og kvótafyrirtækin en eru samt flest búin að jafna sig svo af Hruninu að þau eru farin að borga eigendum sínum arð.
Aukinn arður á seinni árum
Aukið eigið fé og útgreiddur arður hjá stærstu fyrirtækjum landsins á innanlandsmarkaði utan banka. Allar upphæðir í milljörðum króna.
2010
2011
BERLÍN
9.999 kr. *
frá
*Ef greitt með Netgíró
ma í-jún í
Heildsalan gengur vel
BOSTON
18.999 kr. *
frá
ma í-jún í & sept.-okt.
*Ef greitt með Netgíró
til ir rs ild a G .m 26
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Þegar skoðað er milli geira hvernig hagur fyrirtækjanna hefur dafnað tróna bankarnir yfir öðrum, þeir drottna yfir viðskiptalífinu. Samanlagður hagur þeirra frá 2009 til 2014 er um 222 milljarðar króna á núvirði. Ávöxtun þeirra á eigið fé er hins vegar ekki mikil eða um 50 prósent. Þær atvinnugreinar sem hafa braggast best eru verslunin og heildsalan. Samanlagður hagur þriggja verslunarfélaga var á tímanum 18,3 milljarðar króna á núvirði. Eigið fé þeirra var um 12,1 milljarðar króna í árslok 2009 og samanlagður útgreiddur arður og hækkun eigin fjár um 150 prósent af eigin fé í upphafi. Það er um helmingur af því sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækja uppskáru á sama tíma. Heildsalarnir eru hins vegar í flokki með kvótakóngunum. Samanlagður arður og hækkun eigin fjár fjögurra heildsölufyrirtækja á tímabilinu er tæplega 13 milljarðar króna á núvirði, eða um 330 prósent af eigin fé þeirra árið 2009. Íslendingar hafa því endurreist bæði verslunarfélögin og heildsalana með viðskiptum sínum frá Hruni. Samanlagður bættur hagur þessara fyrirtækja er um 30 milljarðar króna. Til samanburðar er bættur hagur 30 stærstu kvótafyrirtækjanna um 230 milljarðar króna á sama tíma. Fjarskipti ganga illa Ef horft er yfir hinar atvinnugreinarnar þá er bættur hagur tryggingafélaganna 21 milljarður eða 57 prósent ofan á eigið féð eins og það var í árslok 2009. Í flutningastarfsemi er bættur hagur 63 milljarðar króna á
2013
2014
30,0
Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is
Samanlagður útgreiddur arður og hækkun eigin fjár í 24 af stærstu fyrirtækjum landsins á innanlandsmarkaði var nálægt 368 milljörðum á árunum 2009 til 2014. Ef við tökum viðskiptabankana þrjá út úr dæminu þá standa eftir 146 milljarðar króna. Í árslok 2009 var samanlagt eigið fé þessara fyrirtækja um 201 milljarður króna. Bættur hagur þeirra á þessu tímabili er því um 73 prósent af eigin fé þeirra í upphafi tímabilsins. Sambærilegt hlutfall hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum, sem fjallað er um á blaðsíðu 18 í Fréttatímanum þessa viku, er 304 prósent. Munurinn er mikill. Þessi ávöxtun jafngildir um 11,6 prósent hjá fyrirtækjunum á innanlandsmarkaði en um 32,2 prósent hjá kvótafyrirtækjunum. Að hluta til má rekja meiri arðsemi kvótafyrirtækjanna til ódýrra aðfanga eða lágs veiðigjalds en að hluta til lágs gengis krónunnar.
2012
23,2
23
milljarðar
16,3
milljarðar
milljarðar
milljarðar Aukið eigið fé Útgreiddur arður
1,2
milljarðar
1,3
milljarðar
13,1
17,4
milljarður
milljarðar
28,7
milljarðar
-9,3
milljarðar
Sjávarútvegurinn í sérflokki
Útgreiddur arður og aukning eigin fjár í fyrirtækjum frá 2009 til 2014 sem hlutfall af eigin fé í árslok 2009.
Sjávarútvegur
304%
73%
Fyrirtæki á innanlandsmarkaði
Fyrirtækin í körfunni
Bankar: Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki. Tryggingafélög: VÍS, Sjóvá og TM. Flutningar: Icelandair, Eimskip og Samskip. Olíufélög: N1, Skeljungur og Olíuverslun Íslands. Fjarskipti: Síminn og Vodafone. Verslun: Hagar, Kaupás og Norvik. Landbúnaður: KS, Auðhumla og Sláturfélag Suðurlands. Heildsala: Innnes, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Íslensk ameríska og Natan Olsen. núvirði eða 85 prósent af eigin fénu 2009. Olíuverslunin nær næstum að tvöfalda eigið féð 2009, samanlagður bættur hagur hennar er 12,8 milljarðar króna. Og fyrirtæki í landbúnaði hafa bætt hag sinn um 13,2 milljarða króna eða 53 prósent. Allt er þetta ágæt frammistaða en ekki yfirþyrmandi góð. Að jafnaði er þetta um 11,6 prósent ársávöxtun á eigið fé, sem þykir ágætt meðaltal í öðrum löndum. Í ljósi þess að íslensku fyrirtækin voru mörg hver í rústum eftir Hrunið er þessi bati ekki umtalsverður. Það eru hins vegar aðeins fjarskiptin sem skila lélegri niðurstöðu. Samanlagður útgreiddur arður og hækkun eiginfjár í Símanum og Vodafone á fimm ára tímabili er aðeins 12 prósent af eigin fénu árið 2009. Arðgreiðslur hækka Þegar fyrirtækin eru tekin saman kemur í ljós ákveðin tilhneiging varðandi arðgreiðslur. Þær eru litlar sem
engar fyrstu árin og aðeins brot af bættum hag fyrirtækjanna. Á árinu 2013 hafa fyrirtækin bætt eigið fjárstöðu sína svo að þau geta borgað hluthöfum sínum arð. Arðgreiðslur hafa farið vaxandi síðan þá og miðað við uppgjör fyrirtækja á síðustu vikum munu arðgreiðslur aukast enn meir á næstu misserum. Að meðaltali nálgast samanlagðar arðgreiðslur að vera helmingur af bættum hag fyrirtækjanna, sem hér eru skoðuð. Það er mun hærra hlutfall en hjá kvótafyrirtækjunum. Þar eru fyrirtækin oftar í eigu fárra og það heyrir til undantekninga að kvótafyrirtæki sé á almennum hlutabréfamarkjaði. Undantekningin er HB Grandi og þar eru arðgreiðslur um helmingur af bættum hag, svipað og er raunin hjá fyrirtækjunum 24 sem hér eru til skoðunar. Eigendur kvótafyrirtækja sjá sér allt eins hag í því að geyma eign sína í fyrirtækjunum eins og taka hana út sem arð og greiða af henni skatta.
fyrir
Ferminguna
17.995 kr. Hnöttur m/ljósi
16.995 kr.
Nora Svartlakkað matt loftljós. 38 x 47 cm. 17.995 kr.
1.495 kr.
Globe Hnöttur með ljósi. 7 mismunandi litir. 30 cm. 16.995 kr.
Anétmai Ýmsar gerðir af myndum. 15 x 21 cm. 1.495 kr.
7.995 kr.
Dökkgrár
Blár
12.995 kr.
Gulur
Króm
Tinke
Criss
Spegill. 50 x 80 cm. Hvítur rammi. 7.995 kr.
Ábreiða. 130 x 170 cm. 12.995 kr.
Skemill. 35 x 50 cm. 17.995 kr.
Dream Sæng. 90% hvítur andadúnn. 650 g. 135 x 200 cm. 22.995 kr.
8.995 kr.
14.900 kr.
Grænn
17.995 kr.
Show
22.995 kr.
Gylltur
6.995 kr.
Gaudy Globe Svart, glært eða bleikt/fjólublátt loftljós. 36 cm. 6.995 kr.
24.900 kr.
24seven
Chill
Grjónapúði. Ýmsir litir. 135 x 160 cm. 14.900 kr.
Grjónapúði. 82 x 98 x 75 cm. Brúnn eða grár. 24.900 kr.
29.995 kr.
24.900 kr.
Wave
Ball G9
Jupiter
Rúmteppi. 120 x 260 cm. 8.995 kr.
Borðlampi, kopar. H 45 cm. 29.995 kr.
Skrifborðsstóll. Grár eða ljósgrár. 24.900 kr.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
Bleikur
6.995 kr.
Happiness Hvít rúmföt með svörtum texta. 140 x 200/60 x 63 cm. 6.995 kr.
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
26 |
Útkoman er sú sem afturhaldsöflin geta fallist á. Gjörið svo vel.
Vilhjálmur Þorsteinsson á lokafundi stjórnlagaráðs áður en drögin voru afhent Alþingi.
Stjórnarskrá Höfuðlaus Samfylking í stjórnarskrármálinu
Átök innan Samfylkingarinnar um sáttaleið Árna Páls í stjórnarskrármálinu Óánægja er innan Samfylkingarinnar með tillögur stjórnarskrárnefndar forsætisráðuneytisins vegna breytinga á stjórnarskrá. Atli Þór Fanndal ritstjorn@frettatiminn
Komdu og skoðaðu úrvalið!
HÆ POLLAR, HALLÓ RIGNING! Regnfatnaður, pollagallar og stígvél í úrvali á krakka sem vilja komast út.
Boðað hefur verið til flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar á morgun, laugardag, til að ræða tillögur stjórnarskrárnefndar og afstöðu flokksins til þeirra. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á kvöldfundi síðastliðinn miðvikudag að ekki yrði lögð fram stjórnartillaga um afstöðu flokksins á fundinum. Þess í stað verði flokksstjórnarfundurinn nýttur til að hlusta á meðlimi flokksstjórnar. Hópur fólks sem vill að þingflokkur Samfylkingarinnar kjósi gegn tillögum stjórnarskrárnefndar hefur undanfarið safnað liði og hvatt andstæðinga til að mæta á flokksstjórnarfundinn. Markmiðið er að setja ofan í við þingflokkinn og formfesta andstöðu Samfylkingarinnar við þá leið að endurskoðun stjórnarskrár hafi verið tekið úr lýðræðislegu ferli. Verði sú niðurstaða ofan á yrði það í andstöðu við Árna Pál Árnason, formann flokksins og einn höfund þeirrar sáttar sem felast átti í stofnun stjórnarskrárnefndar, í stað þess að vinna áfram með tillögur stjórnlagaráðs.
PIPAR\TBWA • SÍA
Umdeild sáttanefnd
REYKJAVÍK
AKUREYRI
OPNUNARTÍMI
Fiskislóð 1 Sími 580 8500
Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630
Mán.–fös. 10–18 Lau. 10–16
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
Það var í nóvember 2013 sem stjórnarskrárnefnd var skipuð af forsætisráðherra með það að markmiði að skila tillögum að breytingu á stjórnarskránni. Í nefndinni sitja fulltrúar tilnefndir af þeim stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. „Nefndin skal hafa hliðsjón af vinnu undanfarinna ára, meðal annars tillögum stjórnlagaráðs og stjórnlaga-
Ég held að flokkarnir sem raunverulega vilja nýja stjórnarskrá eigi ekki að rugla kjósendur með því að samþykkja eitthvað sem er ekki gott núna með þeim formerkjum að breyta eigi aftur á næsta kjörtímabili. nefndar, niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og starfi þeirrar stjórnarskrárnefndar sem starfaði 2005-2007,“ segir um tilgang og störf nefndarinnar á vef forsætisráðuneytisins. Í lok febrúar birti nefndin tillögur að þremur frumvörpum til breytingar stjórnarskrár; ákvæði um náttúruauðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu kjósenda og ákvæði um umhverfis- og náttúruvernd. Störf nefndarinnar hafa vægast sagt verið umdeild og það þrátt fyrir að tilvist nefndarinnar byggi á sáttaumleitan á þingi. Nefndin hefur afhjúpað talsverðan klofning og ágreining innan Pírata og innan Samfylkingarinnar virðist ekki einhugur um að rétt hafi verið að færa stjórnarskrárbreytingar inn í lokaða nefnd stjórnmálaflokkanna. Stjórnarskrárnefndin er leið Árna Páls Það flækir málið innan Samfylkingarinnar að Árni Páll Árnason, formaður flokksins, er einn höfunda þingsályktunartillögu um að færa stjórnarskrárbreytingar úr ferli stjórnlaganefndar. Á lokadögum síðasta kjörtímabils lagði Árni Páll Árnason, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Valgerður Bjarnadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd, hefur sagt tillögur nefndarinnar úreltar og það sem afturhaldsöflin geti fallist á.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er einn höfunda sáttarinnar sem stjórnarskrárnefnd átti að boða.
Afturhaldsöflin sátt Valgerður Bjarnadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd, hefur bent á að vinna nefndarinnar sé langt frá því að vera byltingarkennd. Hún segir, í grein sem birtist í vefritinu Herðubreið, nefndina hafa starfað af heilindum en útkoman sé það sem hún er. „Þetta var engin svikanefnd, eins og einhverjir vilja halda fram. Allir störfuðu af heilindum, enginn gekk frá borði. Að leikslokum er útkoman augljós. Útkoman er sú sem afturhaldsöflin geta fallist á. Gjörið svo vel.“ Valgerður gengur lengra og tekur hverja tillögu nefndarinnar fyrir. Um auðlindaákvæðistillöguna segir hún: „Ég óttast það ákvæði ekki. Tekinn er af allur vafi um að auðlindin er í eigu þjóðarinnar, það skiptir höfuðmáli. Ég er ósammála þeim sem segja að ákvæðið rammi inn kvótakerfið.“ Þjóðaratkvæða-
Stjórnalagaráðsfulltrúi vill heildarendurskoðun „Ég er frekar neikvæður á að þessar tillögur séu til framdráttar,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, nefndarmaður í stjórnlagaráði og gjaldkeri Samfylkingarinnar, um tillögur stjórnarskrárnefndar. „Ég tel aðalatriði málsins að við náum að klára heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili. Ég er að vonast til þess að stjórnarandstaðan nái vel saman um það markmið og geti unnið að því. Ég vil þá bara að við einhendum okkur í það að klára málið í lýðræðislegu ferli eins og var á síðasta kjörtímabili.“ Vilhjálmur segir að tillögur stjórnarskrárnefndar séu ekki það góðar að forsvaranlegt sé að hætta á að vinna verði í stjórnarskrá árum og jafnvel áratugum saman. „Ég held að samþykkt þessarar tillögu stjórnarskrárnefndar sé ekki varða á leiðinni til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar. Þetta eru ekki nógu góð ákvæði til að standa í stjórnarskránni, hugsanlega í áratugi, ef mistekst að ná fram heildarendurskoðun. Ég held að flokkarnir sem raunverulega vilja nýja stjórnarskrá eigi ekki að rugla kjósendur með því að samþykkja eitthvað sem er ekki gott núna með þeim formerkjum að breyta eigi aftur á næsta kjörtímabili.“ Vilhjálmur segir að af því sem komið hafi úr stjórnarskrárnefnd forsætisráðuneytisins sé þjóðaratkvæðagreiðsluákvæðið „þolanlegast“ af vinnu nefndarinnar.„Vissulega er það svo að í samanburði við 26. grein stjórnarskrárinnar [málskotsrétt forseta], eins og hún stendur í dag, þá er hún framför. Hinsvegar má alveg spyrja sig ef flokkarnir eru allir tilbúnir í það að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu, að frumkvæði kjósenda, spyr maður sig hvers vegna þeir gera það ekki bara með gömlu aðferðinni. Það er að segja með því að samþykkja stjórnarskrárbreytingu núna í lok kjörtímabilsins og hún yrði svo staðfest af nýju þingi eftir næstu kosningar. Hvers vegna þarf að fara með það í þjóðaratkvæðagreiðslu?“
greiðsluákvæðið segir hún gamaldags og jafnvel úrelt. „Einungis má kalla eftir atkvæðagreiðslum um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Þröskuldur, sem segir að 25 % atkvæðisbærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögum til þess að þau séu felld úr gildi, er of hár.“ Um ákvæði um náttúru og umhverfisnefnd segir Valgerður að minnstur ágreiningur hafi verið um meðal nefndarmanna. „Á lokametrunum voru hins vegar uppi kröfur um orðalag um inntak og afmörkun almannaréttar. Sú umræða endaði með að eftirfarandi setningu var bætt inn í ákvæðið: Mælt skal nánar fyrir í lögum um inntak og afmörkun almannaréttar. – Ég óttast nokkuð þetta orðalag þar sem mér finnst það mjög óljóst og átta mig, satt að segja, ekki alveg á hvaða hagsmuni er verið að verja, en tel þó að það séu hagsmunir landeigenda.“ H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - 1 6 - 0 4 2 9
Guðmundi Steingrímssyni hjá Bjartri framtíð fram frumvarp til stjórnskipunarlaga með sérákvæði um breytingu stjórnarskrár. „Frumvarp þetta er flutt í þeim tilgangi að ná sem víðtækastri sátt á Alþingi um framhald og lyktir þeirrar víðtæku endurskoðunar stjórnarskrárinnar sem staðið hefur undanfarin ár,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Árni Páll hefur því lagt nokkuð á sig til að koma málum á núverandi stað. Fyrir er staða Árna Páls veik innan flokksins og því getur andstaða við tillögur stjórnarskrárnefndar veikt formanninn enn fremur. Þess ber þó að geta að sáttin var ekki víðtækari en svo að frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum á þingi. Strax við samþykkt mátti því vera ljóst að engin „víðtæk sátt“ ríkti um þessar lyktir mála. Í atkvæðagreiðslu um málið mátti þegar sjá að Árni Páll hafði ekki tryggt stuðning eigin flokksmanna við sáttatillöguna sína. Meðal þeirra sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna voru Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Mörður Árnason, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir. Þá er vert að benda á að sáttahugur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var ekki meiri en svo að bæði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nú fjármálaráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, sátu hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarp og þingsályktunartillögu sem boða átti víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingar.
|27
Fullkomnaðu augnablikið með ljúffengri sælkeraköku. – Láttu það eftir þér!
ti l i r rs ild a G .m 26
ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR
Valdar SELESTE umgjarðir á aðeins 1 kr. við kaup á glerjum!
1 kr.
Tveggja ára ábyrgð á umgjörðum og frí gleraugnatrygging fylgir með.
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
ti l i r rs ild a G .m 26
1 kr.
ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR Í
1 kr.
Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 14.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 21.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 14.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 21.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
Valdar SELESTE umgjarðir á aðeins 1 kr. við kaup á glerjum! Tveggja ára ábyrgð á umgjörðum og frí gleraugnatrygging fylgir með.
Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 14.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 21.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 14.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 21.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
til ir tirl s ild ir a rs G ild. m a G26 . m 26
GLERAUGU - LINSUR - SÓLGLERAUGU PROOPTIK.IS
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
til ir rs ild a G .m 26
25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar!
Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik www.prooptik.is
Þú finnur okkur á eftirtöldum stöðum:
Kringlunni, 2.hæð
Hagkaupshúsinu, Skeifunni
Spönginni, Grafarvogi
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Smáralind, 1. hæð
(við hliðina á Hagkaup)
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
32 |
lóaboratoríum
lóa hjálmtýsdóttir
BRISTOL
7.999 kr. *
frá
*Ef greitt með Netgíró
ma í-október
OÐ B L I T R A G N I FERM kr. 0 9 9 . 7 Á R F RÚMFÖT 15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS
Tré lífsins
Friður
Með útsaum og applikeringu 140x200
Grátt með útsaum 140x200
Verð nú 9.990 kr Verð áður 14.990 kr
Verð nú 8.990 kr Verð áður 12.980 kr
NÚ FYLGJA TVEIR MIÐAR Í LAUGARÁRSBÍÓ Á MYNDIRNAR THE BOSS EÐA THE HUNTSMAN ÖLLUM SELDUM RÚMFÖTUM OG DÚNSÆNGUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
K LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
FERMINGAR
TILBOÐ
Justin Bieber
Með hverju seldu fermingarrúmi fer viðkomandi í pott sem er dreginn út í hverri viku í 4 vikur og í verðlaun eru 2x miðar á Justin Bieber tónleika 9. sept 2016 í Kórnum Kópavogi
Erfitt að Endurnýjast á gEldum grunni
120x200cm | án höfðagafls og fylgihluta
VOGUE fermingarrúm
Verð frá: 93.520 - Fullt verð frá: 116.900 Sæng og koddi að andvirði 6.980 fylgir með hverju keyptu fermingarrúmi
annski mætti kalla þá tíma sem við lifum póst-nýfrjálshyggju. Mörg af þeim vandamálum sem við glímum við bera einkenni þess að nýfrjálshyggjan, sem var ríkjandi hugmyndastefna síðustu þrjá áratugi, hefur brunnið yfir. Hún er ekki lengur frjór sjónarhóll, hefur ekki í sér neitt frjómagn og er fyrir löngu gengin í lið með hinum ríku og voldugu. Hinn óþægi gagnrýnandi er orðinn hlýðinn þjónn. Það má endalaust deila um hvort eitthvert vit var í þessari hugmyndastefnu í upphafi. Það má líka deila um hvort þetta var hugmyndastefna eða safnhaugur stjórnmálaskoðana, manngildishugmynda, stíls og afstöðu. Eða tíska. Ef vit var í stefnunni í upphafi er það löngu uppurið. Það heyrist vel þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru spurðir hvers vegna ríkið eigi að selja bankana. Þeir segja að það sé ekki hlutverk ríkisins að reka banka, án þess að rökstyðja það á nokkurn hátt. Og að það fari einkaaðilum betur að reka banka, án þess að geta bent á neitt dæmi þar um. Það er álíka gjöfult að spyrja forystu Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu eins og að spyrja ungan skoppara hvers vegna hann sé með buxnastrenginn á miðjum rasskinnum. Hann klæðir sig svona af því að aðrir gera það; hann heldur að það sé smart. Eins og forysta Sjálfstæðisflokksins heldur að það sé smart að flagga slagorðum nýfrjálshyggjunnar. Í Fréttatímanum í dag er fjallað um ógnargróða kvótafyrirtækja frá
Síðumúla 30 . Reykjavík . Sími 533 3500 Hofsbót 4 . Akureyri . Sími 462 3504
Hruni. Hann hefur orðið til vegna aðgengis að auðlindum sjávar, krónískri láglaunastefnu og gengisfalls íslensku krónunnar. Þegar hin almennu skilyrði eru með þessum hætti flytjast gríðarleg verðmæti í samfélaginu frá meginþorra fólks til fárra; svokallaðra kvótakónga. Í Fréttatímanum hefur líka verið fjallað um hvernig viðskiptabankarnir hafa á fáum árum sogað til sín stjarnfræðilegar upphæðir. Þótt bankarnir séu að stóru leyti í eigu ríkisins og lög og opinberar reglugerðir skapi í raun rekstrarskilyrði þeirra og hagnað; eru þeir reknir eins og rekstur þeirra sé einkamál eigandans. Sem í tilfelli þeirra er eiginlega hálfgeggjuð ímyndun; ríkið sem einkaaðili. Í Fréttatímanum hefur líka verið fjallað um hlutafélagavæðingu ríkisstofnana í gegnum sorgarsögu Íslandspósts. Því var lengi trúað að það myndi sjálfkrafa bæta rekstur opinberra stofnana að breyta þeim í hlutafélög og að hlutafélög væru á einhvern hátt náttúrlegra rekstrarform en stofnun, félag eða samtök. Sú er auðvitað ekki raunin. Í raun fer almannaþjónustu illa að vera löguð að skilyrðum hlutafélaga, hefðum þeirra og eðli. Þetta sést af sögu Íslandspósts, Ríkisútvarpsins og fleiri stofnana sem hafa orðið nokkurs konar skrípi á síðustu árum. Dæmin sem hér hafa verið nefnd; kvótafyrirtækin, bankarnir og hlutafélagavæddar ríkisstofnanir með ríkar samfélagslegar skyldur; eiga það sammerkt að starfa á mörkum einkareksturs og hins opinberra. Þetta eru fyrirtæki sem
byggja afkomu sína á sérstökum heimildum hins opinbera, sókn í sameiginlegar auðlindir, réttindi og aðstöðu sem ríkið býr til með reglum sínum og úthlutun gæða, einkaleyfi á tiltekinni starfsemi eða hlutdeild í fákeppnismarkaði. Þegar við blasir að þessar aðstæður færa óheyrilegan hagnað til einkaaðila ber stjórnvöldum að leiðrétta forsendurnar. Bankarnir þöndust ekki út af fé vegna þess hversu bankamennirnir voru snjallir. Sömu bankamenn keyrðu banka í þrot við aðrar aðstæður fyrir fáum árum svo eftir var tekið um allan heim. Kvótafyrirtækin soga ekki til sín hagnað vegna þess að íslenskir útvegsmenn séu svona snjallir. Sömu fyrirtæki urðu tæknilega gjaldþrota í hrönnum fyrir fáum árum þegar ytri aðstæður voru atvinnugreininni ekki eins fáránlega hagstæðar. Það er hrollvekjandi að horfa til næstu fimm, tíu eða fimmtán ára við óbreytt ástand. Ef stjórnvöld laga ekki forsendur munu bankarnir halda áfram að soga til sín gríðarlegt fé úr samfélaginu. Og þar sem þessi fyrirtæki skapa engan auð þá verður það ekki gert nema á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Og ef stjórnvöld breyta ekki forsendum sjávarútvegsins til að vega upp á móti hagnaði kvótafyrirtækjanna af lágu gengi og ódýru aðgengi að auðlindinni; munu fyrirtækin halda áfram að tútna út og drottna yfir íslensku samfélagi og stjórnmálum. Vandinn við að setja þessi mál á dagskrá er að arfleifð nýfrjálshyggjunnar liggur enn yfir umræðunni. Það er erfitt að ræða um skil opinberra aðstæðna og einkarekstrar, gildi sameiginlegra eigna og almennings eða samfélagslegar skyldur einkafyrirtækja þegar þeir sem ættu að leiða umræðuna eru frosnir í gömlum kennisetningum sem hafa afhjúpast sem rangar á síðustu árum.
Gunnar Smári
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Danskir dagar
Hot dog pylsur, pylsubrauð og dressing
Gildir til 13. mars á meðan birgðir endast.
Allt sem þú þarft í danska Pølse. direkte fra
Danmark
Nýtt í Hagkaup
direkte fra
Danmark
direkte fra
Nýtt í Hagkaup
direkte fra
Danmark
TILBOÐ
Danmark
20% afsláttur á kassa
Jolly Cola
Haribo Zourr
Franskar vöfflur
Ekta danskur kóladrykkur.
Nýtt og spennandi frá Haribo.
Vanillu, súkkulaði og heslihnetu.
direkte fra
Danmark
Sunquick þykkni Bara að bæta við vatni og njóta svalandi ávaxtasafans.
direkte fra
Danmark Nýtt í Hagkaup
Nýtt í Hagkaup
Black lakkrísduft
OK snakk
Gott í bakstur og út á ísinn.
Bacon Crisp og Pork Snacks.
Anton Berg leikur Viltu vinna fulla ferðatösku af súkkulaði og konfekti?
Til þess að taka þátt þarft þú að kaupa vöru frá Anton Berg, taka mynd af strimlinum og senda myndina ásamt upplýsingum um þátttakanda á netfangið danskir-dagar@innnes.is.
34 |
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Hjólreiðar Íslandsmeistarinn risinn upp aftur eftir alvarleg höfuðmeiðsl
DUBLIN
9.999 kr. *
frá
ma í-jún í & sept.-okt.
*Ef greitt með Netgíró
Í miðjunni er Ingvar með keppinautum sínum í götuhjólamótinu sem hann sigraði í um helgina í Hollandi.
DÜSSELDORF
10.999 kr. *
frá
jún í-september
*Ef greitt með Netgíró
Sigraði á hjólamóti 4 mánuðum eftir lífshættulegt hjólaslys Ingvar Ómarsson, þrefaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, gerði sér lítið fyrir og sigraði á hollensku götuhjólamóti á dögunum. Aðeins fjórum mánuðum eftir að hann slasaðist lífshættulega í árekstri við mótorhjól. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is
„Já, ég náði að stinga af með öðrum og við tveir náðum að hjóla ansi hressilega, með hópinn á eftir okkur. Þetta voru nánast allt Hollendingar en útlendingurinn sigraði í elítuflokki,“ segir Ingvar Ómarsson, ánægður með árangurinn. „Hollendingar eru náttúrulega ein stærsta þjóðin í þessu sporti og hér er allt önnur taktík í keppnum sem er gaman að upplifa. Ég flokka mig sem fjallahjólara en þessar götuhjólakeppnir eru skemmtileg reynsla.“ Ingvar er eini Íslendingurinn sem er atvinnumaður í hjólreiðum en það hefur hann verið frá því í fyrravor. Hann fluttist til Hollands í haust til að freista þess að ná lengra í íþróttinni. Í nóvember lenti hann hinsvegar í alvarlegum árekstri við mótorhjól. Hann
E D I N B O RG
9.999 kr. *
frá
ágúst-október
man ekki eftir slysinu og rankaði fyrst við sér 4 dögum síðar. „Þeir fyrstu á slysstað héldu að ég væri dáinn og það var kölluð út þyrla og sjúkrabíll. Ég var svo heppinn að vera nálægt einum besta spítala í Evrópu þar sem ég fékk fyrsta flokks þjónustu. Ég var með lífshættulega höfuðáverka og fór strax í mjög stóra aðgerð á höfðinu. Þá var höndin líka mölbrotin en það var aukaatriði. Læknarnir voru víst alls ekki vongóðir um að ég myndi ná mér og í raun gáttaðir á ótrúlegum bata. Ég var strax ákveðinn í að sigrast á þessu og það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég vaknaði aftur var að ég ætlaði aftur að hjóla. Fyrsti hjólatúrinn um miðjan desember var þó mjög hægur og erfiður.“ Ingvar fullyrðir að í dag, fjórum erfiðum mánuðum eftir slysið, hafi það engin áhrif á daglegt líf og hjólaæfingar. „Ég var með stöðugan höfuðverk í 5-6 vikur en svo hvarf hann. Ég er reyndar með títaníumplötu og nagla í hendinni en það truflar mig ekki, frekar en að hafa misst lyktar- og bragðskyn. En auðvitað er maður aðeins tilfinninganæmari eftir svona reynslu.“ Framundan hjá Ingvari eru
Ingvar Ómarsson hlaut alvarlega höfuðáverka við áreksturinn í nóvember og var vart hugað líf.
hjólamót nánast um hverja helgi fram á haust og þar á meðal heimsmeistaramót í Tékklandi um mitt sumar. „Ég sleppti öllum mótum í janúar og febrúar en fór í staðinn í 5 vikna æfingaferð til Tenerife. Það er þyngsta æfingatímabil sem ég hef tekið frá upphafi. Ég hjólaði í 25 klukkustundir á viku í kjöraðstæðum og náði mér aftur í betra form en ég hafði þorað að vona.“
*Ef greitt með Netgíró
til ir rs ild a G .m 26
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Mynd | Arnold Björnsson
Ingvar Ómarsson í keppnisformi á Íslandi í fyrra.
Happdrætti VELDU TÚLÍPANA ÁRSINS!
Veldu fallegasta túlipanann og þú gætir unnið veglegan blómvönd frá Blómavali!
Komdu og sjáðu ótrúlega blómasýningu í Skútuvogi. Sýningin er fyrir alla fjölskylduna og unnendur blóma og garðræktar. Fjöldi afbrigða af túlipönum.
VOR Í BLÓMA TÚLIPANA- OG VORBLÓMASÝNING Í SKÚTUVOGI
Túlipanar 10 stk.
999
kr
Vorerika
Begonia
599kr
999kr
Páskaliljur í pottum
499kr/stk Tet a tet
Keramik pottar fylgja ekki
Ástareldur
999kr
Ný gæludýradeild
í Skútuvogi og Akureyri
Páskakrýsi
999kr
20% kynningarafsláttur
af öllu fóðri og gæludýravörum
Páskagreinar
799kr
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
36 |
Síðustu átta mánuði hefur Signý gist á hermannabedda í stofunni hjá Hönnu frænku sinni.
Myndir | Alda Lóa
Úr góðærishöll á hermannabedda Fátækt Það er ekki bara skömmin sem vill fela fátæktina í samfélaginu heldur ríkir hagsmunir líka. Við erum sannfærð um að fátæktin sé ekki samfélagslegt mein heldur sök hins fátæka. Fréttatíminn heldur áfram að skoða líf og veröld hinna fátæku.
Signý Björk Ólafsdóttir, 46 ára, var þegar orðin fimm barna móðir 28 ára gömul. Hún byggði sér 300 fermetra hús í Grafarvoginum og tók hressilega þátt í góðærinu. 2010 varð hún gjaldþrota og flutti með unglingana sína þrjá í leiguhúsnæði en síðustu átta mánuði hefur hún gist á hermannabedda hjá frænku sinni. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is
Fyrir átta mánuðum missti Signý Björk Ólafsdóttir húsnæðið sitt í Breiðholti þegar leigusamningurinn rann út og leigusalinn seldi ofan af henni íbúðina. Þá fékk Signý inni hjá Hönnu frænku sinni sem á dótturina Álfrúnu, 10 ára. Þær Signý og Hanna
eru mjög samrýmdar og standa þétt saman í lífsbaráttunni í litlu íbúðinni í Álfaborg í Grafarvoginum. Þær hafa verið nánar í mörg ár, ferðast saman og gengið á Hvannadalshnjúk og púsla alltaf á þriðjudagskvöldum þegar elsta dóttir Signýjar kemur í heimsókn. Börn barna eru gæfubörn „Ég eignaðist mitt fyrsta barn, elstu dóttur mína, þegar ég var 16 ára og var orðin fimm barna móðir 28 ára. Sú elsta er rosalega sjálfstæð og ennþá barnlaus,“ segir Signý og hlær þannig að þakið ætlar að rifna af. „Konurnar í minni ætt eru alltaf jafn hissa þegar þær verða óléttar, það mætti halda að við gleymum jafnóðum hvernig börnin verða til. Úps, alltaf jafn óvænt þegar nýtt barn kemur í heiminn.“ Signý segir að amma hennar hafi orðið ólétt
Ég held að strákarnir mínir séu búnir að gefa upp alla von um menntun, þeir eru hörkuduglegir en þeir eiga nóg með leigu og mat ofan í sig.
16 ára, mamma hennar 17 ára, sjálf var hún 15 ára og næstelsta dóttir Signýjar varð ólétt af sínu fyrsta barni 18 ára. Fæðingarorlof í Svíþjóð „Ég var búin að eiga þrjú elstu börnin mín þegar ég prófaði að flytja til Svíþjóðar með barnsföður mínum sem fór að vinna þar. Í Svíþjóð uppgötvuðu þeir að ég ætti inni fæðingarorlof hjá sænska ríkinu með börnunum sem ég kom með inn í landið, af því á Íslandi er fæðingarorlof aðeins hálft ár, á meðan það eru tvö ár í Svíþjóð. Þannig að ég fór beint í fæðingarorlof þessi tvö ár sem ég var úti. En svo þegar ég eignaðist mitt fjórða barn í Svíþjóð og kom hingað heim, þá átti ég ekki rétt á neinu fæðingarorlofi hérna. Ég var réttlægri sem Íslendingur með því að fara út.“
BÚRI LJÚFUR Fyrirmynd Búra er hinn danski Havarti-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980. Hann er mjúkur og smjörkenndur ostur með vott af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum.
www.odalsostar.is
FERMINGARGRÆJURNAR HAFA ALDREI VERIÐ FLOTTARI
LENOVO
MOTO X PLAY
Verð: 119.900 kr.
Verð: 79.900 kr.
YOGA 3 14"
Yoga snertiskjár, i3 örgjörvi og 256GB SSD diskur.
5,5"
21 MP myndavél, 8 kjarnar og Android 6.0.
CANON
POWERSHOT G9 X
Verð: 89.900 kr. Wi-Fi vasamyndavél sem uppfyllir kröfur atvinnufólks.
BOSE
SOUNDLINK MINI II Verð: 34.900 kr.
Mest seldi Bluetooth hátalarinn okkar. Risastór hljómur.
SONY
LENOVO
Verð: 17.990 kr.
Verð: 189.900 kr.
ZX330 BLUETOOTH Þráðlaus hljómgæði og innbyggður hljóðnemi.
NÝHERJI
|
YOGA 3 PRO 13" Yoga snertiskjár og 256GB SSD diskur. Aðeins 1,2 kg.
BORGARTÚNI 37 - 105 REYKJAVÍK - 569 7700
|
KAUPANGI AKUREYRI - 569 7645
|
netverslun.is
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
38 |
KANARÍ
12.999 kr. *
frá
*Ef greitt með Netgíró
maí
Signý og Hanna púsla alltaf á þriðjudagskvöldum. Hérna eru þær með púslaða mynd af sér saman í útilegu frá árinu 2013.
Íslenski draumurinn „Ég kom heim og settist að í Grafarvoginum og eignaðist þá barn númer fimm. Ég var hokkímamman á hliðarlínunni á öllum æfingum og hvatti áfram börnin mín sem tóku þátt í íþróttum, aðallega hokkíi og skautaíþróttum. Ég var í öllum foreldraráðum og ef þau voru ekki starfrækt þá stofnaði ég þau. Við fórum alla leið í 2007 vitleysunni, byggðum 300 fermetra hús á Landsímalóðinni í Grafarvoginum með hjólhýsi fyrir utan og sjónvarp í hverju herbergi.“ Allt leit vel út hjá Signýju og hjónaleysin létu pússa sig saman 07.07 árið 2007, eftir 20 ára sambúð. En kvissbúmm, árið 2010 voru þau komin í gjaldþrot, skilin og Signý flutt út, slipp og snauð með níu bílalán á bakinu. Lánin voru tilkomin vegna fyrirtækis þeirra hjóna. Signý flutti í leiguíbúð í Grafarvoginum með þrjá táninga en tvær elstu dætur hennar voru farnar að búa sjálfar. Lífið tók nýja stefnu og Signý var orðin allslaus og eina fyrirvinnan. Hún réði sig sem heimilishjálp á daginn og þjónn í Gullhömrum á kvöldin til þess að eiga fyrir leigu og mat handa þremur unglingum. „Eftir skilnaðinn átti ég hvorki ísskáp, þvottavél, eldhúsborð né glös. Það er rosa skrýtið að standa uppi á fertugsaldri og eiga ekki kúst. Sérstaklega á svona tölvuöld, þegar það er sjálfkrafa ætlast til þess að maður eigi tölvu. Hvorki ég né börnin mín eigum tölvu í dag. Maður þakkar Guði fyrir að þetta er komið í símann og svo maður geti skoðað tölvupóstinn sinn.“
Rekstrarvörur til fjáröflunar – safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV
Er æfingaferð, keppnisferð, útskriftarferð eða önnur kostnaðarsöm verkefni framundan?
Skólinn kvartar „Börnin höfðu alla tíð verið í Rimaskóla, en við skilnaðinn og flutningana þurfti yngsta dóttir mín að skipta um skóla. Það þekktu mig allir í Rimaskóla, kennarar og skólastjórinn, en svo flutti ég í annað hverfi og dóttir mín byrjaði í nýjum um skóla. Það endaði á því að nýi skólinn tilkynnti mig til barnaverndarnefndar af því að skólanum fannst eitthvað skrýtið hvað barninu mínu leið illa. En það var skrifað á mig, að það væri eitthvað að mér. Það var ekki tekið með í reikninginn að heimurinn var að hrynja hjá þessu barni. Hún varð að hætta að æfa skauta af því að ég hafði ekki efni á því lengur.“
Síðustu 30 árin hafa félagar í íþróttafélögum, kórum og öðrum félagasamtökum
aflað
sér
fjár
á einfaldan hátt með sölu á WC pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og
KÖRFUBOLTI
HANDBOLTI
SUND
BADMINTON
FÓTBOLTI
öðrum fjáröflunarvörum frá RV.
Taugaáfall og VIRK
24/7
RV.is
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað Rekstrarvörur
- vinna með þér
RV 1015
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Signý fékk taugaáfall í október 2013. Hún brotnaði niður eftir að hafa framfleytt þremur börnum, í tvöfaldri láglaunavinnu og borgað niður skuldir með ekkert kredit lengur í bankanum. Í fyrsta sinn leitaði hún til heimilislæknisins vegna eigin veikinda, en ekki vegna meðgöngu eða barnanna sinna. Í framhaldi af því viðtali fór hún í endurhæfingu hjá VIRK og á endurhæfingarlífeyri.
Hjá VIRK fékk Signý að ganga til sálfræðings og sjúkraþjálfara. Félagsráðgjafinn hjá VIRK vildi sjá hana fara að vinna og læknir sem kom til sögunnar vildi setja hana á lyf svo að hún gæti farið út vinnumarkaðinn. Hún var ekki hrifin af lyfjaúrræðinu en hún fór að vinna og sinnir núna 20% starfi á frístundarheimili hjá Reykjavíkurborg. Í desember 2015 útskrifaðist hún frá VIRK með læknisvottorð upp á það að vera 20% vinnufær. Signý hefur ekki trú á lyfjum fyrir sig, hún segist þurfa hjálp til þess að vinna úr sínum málum og áföllum með sálfræðingi. „En á endanum tóku þeir hjá VIRK sálfræðitímana mína út og einbeittu sér bara að líkamanum. Þetta var yndislegur sálfræðingur og ég myndi óska þess að ég ætti peninga til þess að fara til hennar. Með henni var ég að reyna að finna einhverja sátt og gleði til þess að vera hérna. Ég hafði alltaf verið kona eða mamma einhvers en ég vissi ekki hver ég var lengur. Ég hef heldur ekki hitt sjúkraþjálfarann minn síðan í október af því að núna þarf ég að borga fyrir það sjálf og ég finn að ég er hægt og rólega á niðurleið.“ Vildi hafa börnin hjá sér Signý hefur verið á biðlista í sex ár hjá félagsbústöðum. Hún er að sækja um þriggja herbergja íbúð fyrir sig og Mábil, dóttur sína, en byrjaði ferlið þegar dóttir hennar var 12 ára og strákarnir 14 og 16 ára. Hún borgaði að jafnaði 170 þúsund krónur í leigu á frjálsa leigumarkaðnum. „Kannski eru þeir hjá félagsbústöðum að bíða eftir því að Mábil verði 18 ára, sem gerist í maí, og þá á ég bara rétt á einstaklingsíbúð af því að þá ber mér ekki skylda til þess að halda henni uppi, samkvæmt lögum.“ Þegar strákarnir mínir urðu 18 ára þá lækkaði endurhæfingarlífeyrinn minn og leigubæturnar og þeir neyddust til að flytja út og sjá um sig sjálfir. Ég hafði ekki efni á því að halda þeim uppi ef þeir borguðu ekki heim. „Falur, elsti strákurinn minn, flutti fyrst og fór að leigja með nokkrum vinum sínum og svo fór Máni þegar hann varð 18 ára. Mábil flutti síðan þegar hún var 17 ára. Þau þurfa öll að framfleyta sér sjálf, en ég held pottþétt að þau væru ennþá hjá mér ef ég hefði haft aðstöðu til þess. En ég veit það ekki, af því núna eru strákarnir 19 og 21 árs og búnir að sjá fyrir sér sjálfir í einhvern tíma og þá vilja þeir kannski ekki koma aftur heim til mömmu, ef það væri í boði.“ Gefa menntun upp á bátinn „Ég á eldskýr börn. Ég veit að Mábil, yngstu dóttur mína sem er fyrrum afrekskona á skautum og afgreiðir á kassa í Bónus í augnablikinu, dreymir um að fara í nám þegar efni leyfa. Hún ætlaði í kvöldskóla núna en svo höfðum
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
við ekki efni á því. Námið reyndist vera of dýrt og ég er ekki með laun núna þar sem ég er dottin af endurhæfingarlífeyri og ekki ennþá komin á örorku. Ég held að strákarnir mínir séu búnir að gefa upp alla von um menntun, þeir eru hörkuduglegir en þeir eiga nóg með leigu og mat ofan í sig. Um daginn brotnaði hokkíkylfan hjá þeim eldri, sem er að keppa, og ég veit ekki hvernig hann ætlar að útvega sér nýja. En hann hefði aldrei haldið áfram í hokkíi nema af því að það eru einstaklingar sem hafa hlaupið undir bagga með honum.“ Bíllaus í þrjú ár „Börnin mín eiga ekki sömu möguleika og önnur börn af því að ég á ekki peninga. Þetta er svo hallærislegt. Það er ekki eins og ég hafi verið að eyða í eitthvað. Ég hef verið bíllaus í þrjú ár. Svolítið krúttlegt af því að ég ætlaði aldrei að stíga upp í strætó. En ég á ekki peninga fyrir græna kortinu núna. Ég fékk einn bíl þegar við skildum, ég hafði tekið 800 þúsund króna lán fyrir honum. Ég borgaði af láninu í fjögur ár og þegar uppi var staðið hafði ég borgað 4 milljónir til Lýsingar sem á endanum kom og sótti bílinn.“
|39
Á kostnað ellilífeyrisþegans Í sumar bauð móðir Hönnu þeim frænkunum, Signýju og Hönnu og barnabarninu Álfrúnu, dóttur Hönnu, til sín í sveitina fyrir utan Malmö. Mamma Hönnu er ellilífeyrisþegi og lifir mannsæmandi lífi á sænska lífeyrinum og gat greitt flugfarið fyrir þær allar þrjár til Svíþjóðar. Hanna telur alltaf móður sinni hughvarf frá öllum vangaveltum um að snúa til baka til föðurlandsins á þessum síðustu og verstu tímum. En mamman saknar þeirra og keypti handa Hönnu tölvu svo að þær gætu spjallað saman á Skype. „Ég verð að sjá ykkur,“ segir hún og þá meinar hún þær allar þrjár af því að Signý hefur greinilega verið tekin inn í fjölskyldutöluna, eins og týnda dótt-
irin. Fyrir stuttu gaf hún þeim sjónvarp, sem þær nota að vísu sjaldan, það er helst að þær leigi vel valið efni á bókasafninu til þess að horfa á. Það þýðir ekkert að ræða Ófærð við þær frænkur og Facebook hafa þær báðar yfirgefið. Dót er drasl „Hanna frænka segir að dót sé drasl,“ segir Signý og við trúum því báðar að það sem við hugsum verði. En Hanna er búin að hugsa svo mikið um það að sófinn hennar sé drasl að við sitjum hérna uppi með draslsófa, Chesterfield eftirlíkingu sem er með gati og alveg við það að detta í sundur. Mig vantar ekkert meira dót. Ég vil bara ná heilsu og fara að vinna,“ segir Signý.
KÖ B E N
9.999 kr. *
frá
ma í-jún í & sept.-okt.
*Ef greitt með Netgíró
VILTU MEIRA SJÁLFSTRAUST
LÍÐA BETUR
EIGA AUÐVELDARA MEÐ AÐ KYNNAST FÓLKI
VERA ÞÚ?
Signý byggði 300 fermetra hús á Landsímalóðinni í Grafarvoginum með sjónvarp í hverju herbergi.
Framfærsla hjá Signýju síðustu mánuði Desember Signý fékk 240 þúsund krónur greiddar frá endurhæfingarlífeyrissjóðnum (meðlag innifalið) og 50 þúsund krónur fyrir 20% vinnu sína á frístundarheimilinu. Samtals 290 þúsund krónur. Janúar Signý fékk ekki endurhæfingarlífeyri og er í miðju umsóknarferli um örokubætur. Hún fékk meðlag með Mábil, 29 þúsund krónur og 50 þúsund krónur í laun. Janúar var mjög erfiður. Samtals 79 þúsund kr. til þess að framfleyta sér. Febrúar Signý fékk reiknaðar bætur úr lífeyrissjóðnum sínum, örorkugreiðslur upp á 7 þúsund krónur á mánuði. Lífeyrissjóðurinn greiddi henni 130 þúsund krónur aftur í tímann. Þar að auki fékk hún laun og meðlag. Hún var semsagt í góðum málum í febrúar. Samtals 209 þúsund krónur Mars Signý fékk 7 þúsund krónur frá lífeyrisjóðnum, 29 þúsund kr. í meðlag og launin sín hjá Reykjavíkurborg, 50 þúsund krónur. Samtals 86 þúsund krónur.
STÍGÐU SKREFIÐ! // DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK Við þjálfum ungt fólk í að standa á sinni skoðun og þora að fara á móti straumnum, auka sjálfstraust sitt og fylgja eigin sannfæringu. Þau læra að sýna öðrum umburðarlyndi og 98% þátttakenda segjast vera jákvæðari í hugsun eftir námskeiðið. Leggðu mat á hæfileika barnsins með styrkleikaprófinu á www.dale.is/styrkleikar_unga
NÁMSKEIÐ Í REYKJAVÍK // 10–12 ÁRA
Námskeið hefst 29. mars kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 17:00–20:00
// 13–15 ÁRA
Námskeið hefst 6. júní kennt tvisvar í viku í fjórar vikur frá kl. 17:00 –21:00
SKRÁÐU ÞIG OG VERTU MEÐ OKKUR // 16–20 ÁRA
Námskeið hefst 31. maí kennt tvisvar í viku í fjórar vikur frá kl. 18:00 –22:00
// KYNNINGARTÍMAR
10 til 15 ára 14. mars kl. 19:00 – 20:00 16 til 25 ára 14. mars kl. 20:00 –21:00
// 21–25 ÁRA
Námskeið hefst 30. maí kennt tvisvar í viku í fjórar vikur frá kl. 18:00–22:00
Dæmi um skóla sem meta Dale Carnegie námskeið til eininga í framhaldsskóla: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Sund, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Sjáðu fleiri kynningartíma á www.dale.is/ungtfolk Sími 555 7080
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
40 |
KRINGLUKAST 10.-14. OKT.
Gómsætt
kjúklinga meo chili, hunangsristuoum kasjúhnetum, papriku og hvítlaukssósu
Örverpi og hásætishrun Kæra Margrét Pála. Mikið er gott að fylgjast með svörunum sem þú gefur foreldrum og mér finnst mikilvægt að við getum leitað eftir ráðum ... Ég er ekki með eitthvað alvarlegt vandamál og börnin mín eru öll vel heppnuð og engar greiningar eða svoleiðis. Þetta er meira svona heimilisnöldur sem maðurinn minn segir að ég eigi að láta fara inn um annað eyrað og út um hitt en ég held að karlmenn eigi auðveldara með það en konur. Alla vega finnst mér það ... Við hjónin eigum fjögur börn saman og svo átti ég strák áður sem var átta ára þegar ég og maðurinn minn fluttum saman. Svo eignuðumst við stelpurnar með stuttu millibili og þær eru núna 12 og 13 ára og svo 17 ára. Svo eignuðumst við strák sem núna er fimm ára gamall. Sonur minn, sem ólst upp hjá okkur, er fluttur að heiman en kemur oft í mat og svona. ... Mér finnst eins og stelpurnar séu allar afbrýðisamar út í þennan yngsta ... stöðugt að skammast í honum ... og að við gerum engar kröfur á hann ... Samt er elsta dóttir okkar alltaf að reyna að stilla til friðar og hún hjálpar mér langmest með strákinn. ... Við vorum öll saman hérna heima í sunnudagsmat um daginn og systur hans voru svo reiðar út af því að strákarnir þurfi aldrei að gera neitt og að við höldum bara upp á þá ... Stóri strákurinn minn æsti sig rosalega mikið við þær því það hafi nú ekkert verið haldið upp á hann og að hann hafi þurft að gera allt og að pabbi þeirra hafi aldrei hlíft honum ... svo rauk hann út ... hann er venjulega svo rólegur og góður við mig en hann svarar ekki símanum og lokaði á mig á Feisinu.
TILBOÐ
1.990 kr.
Ég er alveg í rusli yfir að þetta sé allt mér að kenna og að ég sé bara að ofvernda hann ... Áhyggjufull og sorgmædd mamma.
Borg bjór á krana. Úlfur og Snorri á tilbooi – 800 kr.
Heil og sæl, kæra móðir og takk fyrir einlægnina þína og bréfið sem segir í reynd svo margar sögur sem ég ætla að svara í áföngum í næstu blöðum. Systkina- og stjúpflækjurnar
ssion xpre 2 E N EPSO e XP-33 Hom
00 13.0
,-
EPSON EXPRESSION HOME XP-332
Einfaldur og góður prentari og skanni fyrir skólafólk. Þráðlaus fjölnotaprentari (skanni, ljósritun og prentun). Hentar vel til að prenta allt frá texta yfir í góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri. Einnig fáanlegur í hvítu.
TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581
www.thor.is
ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR
Það sem þú nefnir heimilisnöldur og atvikið á sunnudaginn eru tákn fyrir miklu djúpstæðari átök heldur en ofverndað og dekrað örverpi ykkar hjóna. Þarna birtast hlutverkin í systkinaröðinni þar sem fjölskylduhetjur, svartir sauðir, týndu börnin og trúðarnir stíga fram á sviðið. Svo eru óuppgerðar tilfinningar stjúpbarnsins á heimilinu, möguleg meðvirkni hans eftir að hafa verið „eini karlmaðurinn“ í lífi þínu fyrstu árin og til viðbótar möguleg tilfinning hans um höfnun frá stjúpföður og reiði yfir því að hann tapaði þér til annars manns. Hann hafði samt þá sérstöðu að hafa verið eini sonurinn þegar þið eignuðust eingöngu stúlkur – en síðan fæðist annar drengur.
velta því úr „hásætinu“ eins og hin þurftu að þola á sínum tíma. Byrjaðu á byrjuninni Mögulega finnst þér nú að þú hafir brugðist og sért með óyfirstíganleg vandamál. Svo er alls ekki, kæra móðir. Þörfin fyrir ást og óttinn um sig og sína stöðu eru meðal frumhvata okkar. Andaðu djúpt og treystu á kærleikann sem skín í gegnum bréfið þitt. Þú munt ná sambandi aftur við son þinn og hlustaðu á stúkurnar þínar, ígrundaðu svo sjálf hvers vegna þeim finnst örverpið fá meira heldur en þau. Leitaðu á netinu að þessum þáttum sem ég nefni og lærðu í rólegheitum. Svo mun ég halda áfram í næsta blaði og gangi þér sem allra best.
Öfund milli kynja og hásætishrun Svo má ekki vanmeta ótta barna fyrir því að gert sé upp á milli stúlkna og drengja. Slík afbrýðisemi er algeng en enn meiri þar sem stúlkurnar þrjár hafa verið „stelpuklíka“ en hafi skynjað að þær væru ekki „nóg“ þegar þið ákveðið að bæta við barni í lokin, mögulega í von um strák. Svo berjast drengir og stúlkur um hylli og ást mömmunnar og pabbans á ólíkan hátt. Loks er alltaf ótti hjá eldri börnum þegar nýtt barn kemur á heimilið og það er óháð kyni; óttinn um að yngsta barnið muni að lokum eiga mest af ást foreldranna því að enginn kemur á eftir því til að
Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. Sendið Möggu Pálu ykkar vandmál á netfangið. maggapala@frettatiminn.is
NÝJAR KILJUR! 1.
3.
Metsölulisti Eymundsson
Metsölulisti Eymundsson
Fyrirvari VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 3.899.-
Síðasta ástarjátningin VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 3.899.-
Meira blóð VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 3.899.-
„Merkilega margbrotin, Stórmerkileg bók.“ Egill Helgason, Kiljan
Raddir úr húsi loftskeytamannsins VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 3.899.-
Einn af okkur VILDARVERÐ: 4.599.Verð: 4.999.-
Austurstræti 18
Álfabakka 16, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Undirgefni VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 3.899.-
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er 11. mars, til og með 14. mars, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
42 |
Náttúra I Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson
Flutti þvert yfir hnöttinn til að mynda íslenska náttúru „Ég er ekki hrifinn af bláum himni,“ segir Benjamin Hardman, ástralskur ljósmyndari, sem kolféll fyrir íslenskri náttúru. Eftir fjölda heimsókna þvert yfir hnöttinn ákvað hann að láta drauminn rætast og flytja til Íslands fyrir tæpu ári. Í dag er hann einn færasti landslagsljósmyndari landsins með stóran fylgjendahóp sem margir hverjir hafa bókað far til Íslands til þess eins að upplifa það sem hann hefur fest á filmu. Árið 2012 var Benjamin í viðskiptanámi í London þegar hann heyrði einn samnemanda sinn tala um Ísland. Hann hafði þá litla hugmynd um landið og fór heim að gúggla. Þennan sama dag keypti hann farmiða til Íslands, þann
fyrsta af mörgum. Afrakstur Íslandsheimsókna sinna sýndi hann m.a. á tveimur sýningum sem hann setti upp í Ástralíu. Hann var staðráðinn í að gefa eitthvað til baka fyrir upplifunina og lét ágóðann renna til Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Hálendið er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, sérstaklega á veturna. Eins það að mynda í snjóbyl og hríð, en oft nær maður sterkustu augnablikunum við erfiðustu aðstæðurnar,“ segir Benjamin. Fylgjast má með Benjamin á instagagram @benjaminhardman
Fleiri myndir á frettatiminn.is
Ég fór í kvikmyndahús í síðustu viku. Sá það sjónarspil sem felst í kvikmyndinni Afturgöngunni (e. Revenant). Það er ýmislegt sem situr eftir í þankanum eftir þá upplifun. Náttúran var dásamlega falleg. Vatnið tók formbreytingum á greinum trjánna og öxum stráa. Rann í lækjum og ám. Þéttist á himni og tók skiptum í skýjafari. Vindurinn blés misákaft og sólarljósið sveiflaði hita og kulda. Í þessum bakgrunni náttúrunnar gerist saga mannanna. Í grunninn tveggja ólíkra hópa manna. Aðalsöguhetjan stóð í anda einhvers staðar mitt á milli þeirra. Alinn upp í anda hins „upplýsta“ landnema og gekk götuna í „nýja“ heiminum með þeim en var undir sterkum áhrifum hins náttúrutengda frumbyggja. Mennirnir í sögunni á náttúrutjaldinu voru mis-göfugir, mis-vitrir, mis-kærleiksríkir og mis-allt eins og menn eru. Í raun alltaf full-verðandi en aldrei full-orðnir. Sumir hreint út sagt nánast án allrar mannúðar og/ eða samhygðar. Þeir virtust hugsa og breyta eingöngu með eigin hag og grunnþarfir að leiðarljósi. Allt sem stóð í vegi fyrir vilja þeirra varð að víkja hversu „villimannsleg“ sem birtingarmynd viljans kunni að vera. Ofan á samskiptin bættust svo afurðir hins virka framheila mannskepnunnar, m.a. undirferli sem gerðu skiptin síst hreinskipt(in). Í upphafi myndar „fellur“ söguhetjan og missir nær allan lífsneista. Hann tórir svona eins og á bláþræði. Söguhetjan „fer millum heima“. Í slitrofum
bláþráðarins opnast handanheimurinn honum og birtast sýnir í sótthita. En þráðurinn í raunheima heldur og neistinn nærist á ný af lífi hérna megin. Náttúrutenging og læsi sem frumbyggjarnir höfðu innrætt okkar manni verða honum ómetanleg bjargráð. Viðhalda og grundvalla þá baráttu að lifa af, rísa upp og ná heilli brá. Það virðast alls staðar í náttúrunni liggja sprek sem hvetja lífsneista mannsins. Sprek sem viðhalda lífi. Innra með manninum virtist ástin, göfgin og réttlætiskenndin sem viðhélt staðföstum vilja blása glóðum hefnda á bálið. Í samanburði við vegferð þessarar söguhetju er vegferð okkar og lífs(barátta) auðveld. Við höfum sennilega í samhengi við þann heim sem hetjan lifir, alltof mikið af öllu. Of mikið sem samt virðist aldrei verða nóg. Við virðumst flest í samanburði við þá mannveru er Leonardo DiCaprio túlkar svo vel í myndinni, svo ekki sé nú minnst á frumbyggjana, hafa nánast glatað tengingu vitundar okkar við frumtíðni náttúrunnar. Næmi okkar á fallandi loftvog, vaxandi vind, kollhúfur hrossa, leyndardóm vornæturinnar eða önnur brigði náttúrunnar virðist almennt fara minnkandi í öllu „rafmagninu“. Við erum engu að síður hluti af náttúrunni, en ekki frávik. Eða hvað?
Sólin hnígur, svörður fangar sælan hennar varma streng. Eikin breið og ölm á mæri standa á strengsins langa færi er veikur röðuls loka ljómi logar bjart í aftans tómi. Finnur líf í mjóum meiði, mætir auga lífs á heiði. Ylinn ber að ýta hjarta angan vors nú eigum bjarta.
ALDURSTAKMARK
15-18 ÁRA
LANGAR ÞIG Í ÆVINTÝRI?
ÞRIGGJA MÁNAÐA EVRÓPUDVÖL Dvöl á vegum AFS er spennandi og dýrmæt lífsreynsla og nú býður AFS upp á þriggja mánaða Evrópudvöl sem hefst í haust. Allir þátttakendur búa hjá fjölskyldum og ganga í skóla í Evrópulandi. Í lok dvalar hittast allir þátttakendur á fjögurra daga námskeiði í Belgíu áður en haldið er heim aftur.
Verð 660.000 - 690.000 kr. Innifalið í verði: Flug, uppihald, skólaganga, Belgíuferð og allur námskeiðskostnaður.
Lönd í boði Belgía / Bosnía og Hersegóvína / Tékkland / Danmörk / Spánn / Frakkland / Ítalía / Lettland / Rússland / Slóvenía / Slóvakía.
Kynntu þér málið Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu okkar afs.is, í tölvupósti info-isl@afs.org eða í síma 552-5450.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL farvi.is / 0316
15. APRÍL Ingólfsstræti 3, 2. hæð | 552 5450
info-isl@afs.org | afs.is | facebook.com/skiptinemi
Ð O B L I T R A G N I M FER . r k 0 9 9 . 7 Á R F T Ö RÚMF
15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS
Tré lífsins
Friður
Áttablaðarós
Með útsaum og applikeringu 140x200
Grátt með útsaum 140x200
Grá með svörtum útsaum 140x200
Verð nú 9.990 kr Verð áður 14.990 kr
Verð nú 8.990 kr Verð áður 12.980 kr
Verð nú 9.990 kr Verð áður 12.980 kr
NÚ FYLGJA TVEIR MIÐAR Í LAUGARÁRSBÍÓ Á MYNDIRNAR THE BOSS EÐA THE HUNTSMAN ÖLLUM SELDUM RÚMFÖTUM OG DÚNSÆNGUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
DÚNSÆNG FYRIR FERMINGARBARNIÐ Léttar og hlýjar dúnsængur fyrir fermingarbarnið. Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn og bómull. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna.
100% DÚNN 790G DÚNN 140x200
Verð nú 23.994 kr Verð áður 39.990 kr
MIÐAR Á JUSTIN BEIBER
FERMINGALEIKUR ` LINiDESIGN KOMDU OG SKRÁÐU FERMINGARBARNIÐ
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
44 |
Enginn venjulegur afi Einn af brautryðjendum kraftlyftinga á Íslandi, Guðmundur Sigurðsson, hefur þjálfað nafna sinn og barnabarn, Guðmund Högna, í efnilegasta ungling landsins. Þeir eru miklir mátar og hefur afi tekið að sér hlutverk nuddara, þjálfara og ráðgjafa. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
yngri. Hann er stjarnan sem beðið hefur verið eftir. „Hrannar minn sló Íslandsmet en var meiðslagjarn. Ég reyndi að þjálfa Hilmar, pabbi Gumma, en hann entist ekki lengi. Axel, bróðir Gumma, er upprennandi íþróttamaður í Crossfit en ég get lítið leiðbeint þar. Þeir koma bara til mín úr fjölskyldunni sem vilja, það er engin pressa.“ Fann lyftingastöng í kassa
„Við eigum ekki í þessu hefðbundna fjölskyldusambandi. Hann er nuddarinn minn og þjálfari en við erum líka miklir vinir,“ segir Guðmundur Högni Hilmarsson, tvítugur lyftingakappi, um afa sinn Guðmund Sigurðsson. Þeir hafa alltaf verið nánir nafnarnir en síðastliðin ár hefur Guðmundur eldri þjálfað barnabarn sitt fyrir hvert Íslandsmetið á fætur öðru í kraftlyftingum. Stjarna fædd „Hann er besti unglingur landsins og einn af efnilegustu ungu lyftingamönnum í Vestur-Evrópu,“ segir Guðmundur eldri um nafna sinn. „Hann er óhemju hæfileikaríkur, drengurinn, en hefur verið dálítið meiðslagjarn í gegnum tíðina. Það fylgir íþróttamönnum sem stefna hátt, ef þú ætlar að knýja líkamann áfram í að verða betri þá ertu á þessu hættusvæði. Ég er að ná okkur út úr þessum meiðslum.“ Guðmundur eldri hefur þjálfað báða syni sína í greininni en engan með slíkum árangri og Guðmund
Guðmundur eldri á farsælan feril að baki og er forsprakki íþróttarinnar á Íslandi. Hann sló fyrsta Íslandsmetið í milliþungavigt árið 1970. Hann, ásamt Óskari Sigurpálssyni, var fyrstur Íslendinga að sækja mót erlendis árið 1967, á Norðurlandamót. Síðan hefur Guðmundur tvisvar sinnum keppt á ólympíuleikunum, árin 1972 og 1976, sótt fjögur Evrópumót og tvö heimsmeistaramót. Guðmundur hefur slegið níu heimsmet í flokki öldunga og sex sinnum orðið heimsmeistari öldunga. „Ég var framfarasinnaður á mínum yngri árum, þá var það fótbolti á sumrin og handbolti á veturna. Ég vildi halda mér í formi allan ársins hring og æfði í húsnæði ÍR með frjálsíþróttafélaginu. Þar var ein lyftingastöng falin í kassa en á þeim tíma, í kringum 1960, þótti ekki sniðugt að lyfta. Íslendingar voru aftarlega á merinni og allskyns mýtur á lofti, þú yrðir allur stífur, bundinn við að lyfta lóðum. Það hljóp í mig einhver kraftadella og við félagarnir fórum að kynna okkur lyftingar og drógum fram
FRA N KF U RT
10.999 kr. *
frá
*Ef greitt með Netgíró
jún í & sept.-okt.
Mynd | Hari
Guðmundur Sigurðsson, forsprakki kraflyftinga á Íslandi og sexfaldur heimsmeistari öldunga í kraftlyftingum, þjálfar barnabarn sitt, Guðmund Högna, í hvert Íslandsmetið á eftir öðru.
stöngina eftir æfingar. Það var upphafið að Lyftingasambandi Íslands.“ Keypti nuddbekk heima „Ég var í frjálsum íþróttum 12 ára og átti það til að vera meiddur,“ segir Guðmundur yngri. „Ég tók mér pásu og ákvað að kíkja á æfingu með afa. Ég hef ekki hætt síðan. Mitt fyrsta markmið er að slá afa við og komast í 200 kílóa klúbbinn.“ Guðmundur eldri hlær og ýtir aðeins í nafna sinn. „Það þarf nú að herða hann svolítið til þess.“ Þegar nafnarnir ræða lyftingar er ekkert til sem heitir ég, heldur er það við. Það má því segja að það sé mót hjá þeim framundan en ekki aðeins Guðmundi yngri. „Við keppum á smáþjóðaleikunum í Kýpur um miðjan mars,“ segir Guðmundur Högni og afi tekur undir. „Hann var í öðru sæti á mótinu í fyrra og á góða möguleika í ár. Það fer dálítið eftir árangri Gumma hvernig framhaldið verður. Hans veikleikar eru hversu hár hann er, hann þyrfti að þyngja sig um 5-10 kíló. Það hefur reynst okkur erfitt í þeim meiðslum sem hann hefur orðið fyrir. Styrkleikar hans eru eðlislægur sprengikraftur og gríðarlegar keppnistaugar. Í íþróttagrein sem fer fram á örfáum sekúndum skiptir máli að vera agaður og með keppnishörku, sem Gummi hefur.“ Nafnarnir segja lítinn tíma fyrir samverustundir utan lyftinganna. „Afi minn er enginn venjulegur afi. Hann keypti nuddbekk heim til mín og kemur að nudda mig tvisvar til þrisvar í viku. Á hverjum degi sendir hann mér æfingaprógram og fylgir mér eftir,“ segir Guðmundur yngri. Afi er að sjálfsögðu
hans eini þjálfari. „Guðmundur er mitt verkefni og það fær enginn annar þjálfari að koma nálægt honum. Ég hef mína reynslu og hugmyndir og við vinnum saman að þessu, samstarfið gengur prýðilega. Gummi er svo skapgóður að hann þolir alveg þegar ég er að skammast í honum,“ segir Guðmundur eldri og hlær. Heimsmet og háskólar Guðmundur yngri sló sín fyrstu Íslandsmet 14 ára gamall og 15 ára varð hann Íslandsmeistari í flokki fullorðna. Alls hefur hann slegið 63 sveina–, unglinga–, og fullorðinsmet. „Það er auðvitað alveg einstakt að ná þeim árangri. Ef hann bætir á sig nokkrum kílóum þá er aldrei að vita hvert hann gæti stefnt,“ segir afi. Guðmundur Högni útskrifaðist úr Menntaskólanum í Kópavogi síðastliðið haust og er óviss um framhaldið. „Ég er að vinna í álverinu í Straumsvík. Það er spurning hvort ég fari í skóla í haust, erlendis eða hérna
Hann er besti unglingur landsins og einn af efnilegustu ungu lyftingamönnum í Vestur-Evrópu. heima. Það er allt saman opið. Ég stefni allavega á nokkur mót með afa í ár.“ Stoltur segir Guðmundur eldri að háskólar í Bandaríkjunum hafa sýnt nafna sínum áhuga. „Ég styð hann í öllu sem hann vill gera. Það eru ekki peningar í þessu sporti svo það er alltaf spurning hvað maður er tilbúinn til að fórna miklu.“ Sjálfur hefur Guðmundur sín eigin markmið að verða fyrstur manna til að fara yfir 500 stig á heimsmeistaramóti öldunga í haust. „Ég verð sjötugur í sumar svo það væri afmælisgjöf frá mér til mín. Það er nú engin alvara í þessu, bara eitthvað til að leika sér að.“
Áman flytur! Við erum fluttir í nýtt og glæsilegt húsnæði að Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík. Hlökkum til að sjá þig. Áman – víngerðarverslunin þín!
www.aman.is Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is
Mynd | Hari
„Mitt fyrsta markmið er að slá afa við og komast í 200 kílóa klúbbinn.“
Guðmundur Sigurðsson árið 1976 að lyfta 200 kílóum í jafnhendingu.
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
46 |
Skeifan 2015
Skeifan 2018
Horft í vesturátt að gatnamótum Fellsmúla, Skeifu og Grensásvegar. Bílastæði eru í öndvegi og enginn göngustígur sjáanlegur.
Skeifan 2030
Horft í austurátt að Fákafeni. Á vinstri hönd má sjá Rúmfatalagerinn með nýjum almenningsgarði vestan megin við bygginguna.
Horft í austurátt niður nýja götu sem liggur samhliða Miklubraut. Bakhlið Hagkaupsskemmunar sést á vinstri hönd.
Skipulagsmál Vilja breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir og þétta byggð í Skeifunni
Svona gæti Skeifan orðið Þegar fólk gengur um Skeifuna í dag eru litlar líkur á að það verði agndofa yfir byggingarlistarlegum sigrum eða skipulagssnilld. Trípólí arkitektar hafa unnið að hugmyndum á svæðinu í tvö ár og segja að með ódýrum og umhverfisvænum hætti gæti þar risið stórskemmtileg blönduð byggð með greiðum aðgangi að verslun, þjónustu og helstu samgönguæðum borgarinnar. Hér skrifa Trípólí arkitektar um hugmyndir sínar að gjörbreyttu landslagi í Skeifunni sem gæti rúmað allt að 3000 íbúðir árið 2060. Gífurleg tækifæri eru til að skapa blómlegt íbúðahverfi í Skeifunni með einstakan karakter á borð við þekkt hverfi eins og Kødbyen í Kaupmannahöfn eða Meatpacking District í New York. Til þess þarf eingöngu vilja borgaryfirvalda og fasteignaeigenda. Í aðalskipulagi Reykjavíkur er nú gert ráð fyrir að 500 íbúðir rísi í Skeifunni á árunum 2016-2030, sem yrði sambærilegur þéttleiki og í austanverðu Grafarholti, eða um 27 íbúðir á hektara. Til að ná fram meiri gæðum og virkni sem einkenna á lifandi miðsvæði þarf þéttleikinn hins vegar að vera mun meiri. Svigrúm til að fjölga íbúðum hraðar er til staðar. Þegar rýnt er í aðalskipulagið má sjá að þar er jafnframt talað um
Skeifan 17 Skrifstofuhúsnæði til leigu
að í Skeifunni skuli vera 60 íbúðir á hektara, sem myndi þýða um 1.100 íbúðir. Væri stefnt að sama þéttleika íbúða og er til dæmis á Grettisgötusvæðinu mætti koma þar fyrir um 2.000 íbúðum, eða um 112 íbúðum á hektara. Nú eru liðin rétt um tvö ár síðan vinna hófst við þverfaglegt verkefni á vegum Reykjavíkurborgar og Auroru Hönnunarsjóðs, Hæg breytileg átt. Fjórir hópar fengu nokkuð frjálsar hendur við að vinna tillögur að bættu borgarlandslagi með hag fólksins, íbúa og gesta, að leiðarljósi. Trípólí arkitektar og ráðgjafar þeirra réðust í að endurskipuleggja Skeifuna, byggðarkjarna sem fáir hafa ímyndað sér sem íbúðabyggð. En af hverju ekki? Niðurstaða hópsins var sú að allir möguleikar væru fyrir hendi til að skapa miðlæga byggð með greiðum aðgangi að verslun, þjónustu og helstu samgönguæðum borgarinnar. Burðarásar hverfisins eru að megninu til iðnaðar- og vöruhús sem eru einfaldar og sveigjanlegar byggingar sem flestum hefur verið breytt í verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Í stað þess að rífa þær niður má til dæmis breyta skrifstofuhæðum í íbúðir og byggja við hlið núverandi húsa og ofan á. Það er umhverfisvænna og lækkar byggingarkostnað, sem skilar sér í lægra fasteigna- og leiguverði til atvinnurekenda og neytenda. Með þessu móti má halda í hráan „industrial“ staðarandann sem er einkennandi fyrir hverfið og nýta betur
Myndir, teikningar og nánari upplýsingar má nálgast á www.reitir.is og hjá Halldóri Jenssyni sölustjóra í 840 2100 eða halldor@reitir.is. Kringlan 4–12
103 Reykjavík
www.reitir.is
Skeifan 2060
Horft í norðurátt frá Skeifunni 17. Til hægri glittir í miðgarð svæðisins þar sem bílastæði við Rúmfatalagerinn voru áður. Nánar má skoða hugmyndir arkitektanna á tripoli.is
Til leigu 218 m² skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Skeifunni 17. Skrifstofurýmið er nýlega uppgert, um 200 m² auk 18 m² starfsmannaaðstöðu á jarðhæð. Rýmið er bjart og skiptist í þrjú herbergi, opið vinnurými og kaffistofu. Laust til afhendingar í byrjun janúar 2016.
TIL LEIGU 575 9000
Hugmyndir Trípólí gera ráð fyrir að árið 2018 verði fjöldi íbúða í Skeifunni 300, árið 2030 gæti íbúðafjöldinn orðið 1500 og árið 2060 gætu íbúðirnar orðið 3000.
óbyggð svæði. Með þessum hætti þarf heldur engin verslun að víkja. Erfiðasta við að byggja ný hverfi er einmitt að fá verslun og þjónustu inn í hverfin. Í tilfelli Skeifunnar er það nú þegar til staðar. Vegir liggja til allra átta Staðsetning Skeifunnar er aðeins um hundrað metra frá landfræðilegri miðju Reykjavíkurborgar. Hún liggur milli tveggja umferðaræða sem henta vel fyrir almenningssamgöngur, bæði til austurs og vesturs. Innan 15 mínútna hjólaradíuss Skeifunnar væri hægt að komast í miðbæ Reykjavíkur í vestri og alla leið til Grafarvogs í austri. Það er stutt í græn svæði og grunnog framhaldsskólar eru í næsta nágrenni. Skeifan gæti einnig sameinað hverfi á borð við Laugarnes, Laugardal, Bústaðahverfi, Voga og Háaleiti í nýjum miðpunkti innan borgarinnar. Annað miðsvæði Frumforsenda íbúðabyggðar í Skeifunni er eftir sem áður endurskipulagning umferðarskipulags. Götur eru of margar og þjóna sumar jafnvel engu hlutverki. Stór hluti bílastæða er vannýttur og aðstæður gangandi og hjólandi eru óásættanlegar. Með einföldum hætti væri hægt að hægja á umferð, færa bílastæði að hluta til neðanjarðar og bæta við grænum reitum sem gerir umhverfið mannlegra. Með því að greiða götu veitinga- og kaffihúsa og menningartengdrar starfsemi væri einnig hægt að auka fjölbreytni og sprauta nýju lífi í hverfið, sérstaklega eftir hefð-
Erfiðasta við að byggja ný hverfi er einmitt að fá verslun og þjónustu inn í hverfin. Í tilfelli Skeifunnar er það nú þegar til staðar. bundinn lokunartíma verslana. Skeifan gæti því verið nýr kostur fyrir fólk til að sækja verslun, þjónustu og ekki síst afþreyingu. Þar með væri hægt að dreifa álagi sem er á miðborginni og opna á möguleika að í Skeifunni rísi nokkur hótel. Tími til kominn Þegar fólk gengur um Skeifuna í dag eru litlar líkur á að það verði agndofa yfir byggingarlistarlegum sigrum eða skipulagssnilld. Í fyrsta lagi eru mjög litlar líkur að fólk myndi yfir höfuð hafa hugrekki og þor til að ganga um hverfið, enda er byggðarkjarninn í Skeifunni ekki hugsaður fyrir gangandi fólk. Þessu má hins vegar breyta. Þótt það kunni að hljóma ótrúlegt, miðað við núverandi ástand Skeifunnar, væri auðveldlega hægt að þróa þar blómlega byggð – þar sem íbúar gætu þrifist og dafnað við hlið allrar þeirrar verslunar og þjónustu sem byggðarkjarninn býður nú þegar upp á. Með góðum vilja eru allir vegir færir. Með fólkinu koma lífsgæðin. Já, með fólkinu kemur fjörið.
Allt fyrir baðherbergið I Á MÚRBÚÐARVERÐ
BOZZ sturtuklefi
Riga salerni með setu gólf- eða veggstútur. Kr.
Þýsk gæði
21.990
3-6 lítra hnappur
90x90cm
Ido Seven D með setu
44.990
80x80cm 41.990 Fást einnig rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 43.990 Sturtustöng og -brúsa fylgja.
(frá Finnlandi)
CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.
43.490
Þýsk gæðavara
39.990
Vatnslás og botnventill frá McAlpine seldur sér á kr. 1.290
Ido Trevi vegghengt með setu
18.990 Guoren 4F Hitastýrt baðtæki Exclusive
Hæglokandi seta Skál: „Scandinavia design“
Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút
kr.
Málm handföng. Rósettur og hjámiðjur fylgja.
BOZZ sturtuhorn
Sturtuhaus 200 mm kr.
4.995
13.990
18.990
kr.
Ferkantað og rúnnað 80x80 29.990 Ferkantað og rúnnað 90x90 31.990
MIK I ÚRV Ð AL
5 lítrar
1.490
Ceravid Bathline Classic baðkar 170x75cm
21.990 Einnig til sem hornbaðkar
Ryðfrír barki 220 cm kr.
2.990
1.290
2.590
1.590
BOZZ hitastýrð blöndunartæki
1.190
BOZZ- LH2202-3 Hitastýrt sturtutæki með uppstút kr.
Bidalux BWR sturtusett
13.890
9.890 (rósettur fylgja)
einnig til með niðurstút kr. 9.890
BOZZ hitastýrt baðtæki m/úrtaki
Mistillo MTG sturtusett
14.990
13.990
BOZZ-SH2101-1 Bað og sturtusett með hitastýrðu tæki
31.990 (rósettur fylgja)
BOZZ SH2205-3 Sturtusett m/hitastýrðu tæki
26.990
Cisa Layer kr.
5.590
(rósettur fylgja) Schutte blöndunartæki með lyftitappa 33710
LÁTUM FAGMENN VINNA VERKIN
10.790
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18
EN 1111:1997
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
fréttatÍminn | helgin 11. mars–13. mars 2016
48 |
Íslendingar Í húð og hár
Bitna auknir fordómar gagnvart innflytjendum á Íslendingum sem voru ættleiddir hingað sem ungBörn og hafa aldrei átt annað heimaland? fréttatÍmanum lék forvitni á að fá svar við þeirri spurningu og leitaði til þriggja ungra Íslendinga sem allir eru fæddir annars staðar á hnettinum en hafa Búið hér alla sÍna ævi.
Friðrika Benónýsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is
Börn sem ættleidd hafa verið frá fjar lægum löndum af íslenskum for eldrum eru orðin um sex hundruð talsins síðan skráningar hófust í
kringum 1980. Á því tímabili hafa að meðaltali 14-20 börn verið ættleidd á ári, en fjöldinn sveiflast milli ára og síðan 2004 hafa að meðaltali 19 börn verið ættleidd á ári. Töluvert kapp er lagt á það að fylgjast vel með þessum börnum og hvernig þeim farnast í nýja heimalandinu og á vefsíðu Íslenskrar ættleiðingar er að finna fjölda fræði greina um málefnið. Meðal þess sem athygli vekur er að börn sem ættleidd eru til Íslands virðast að mörgu leyti spjara sig betur en börn sem ættleidd
eru til annarra Norðurlanda. Erfiðleik ar við tengslamyndun eru til dæmis fá tíðari hjá börnum sem hingað koma en á öðrum Norðurlöndum og þótt tíðni einhverfueinkenna og einkenna at hyglisbrests og ofvirkni sé örlítið meiri en hjá íslenskum börnum almennt, þá farnast þeim flestum mjög vel og skera sig lítið sem ekkert úr heildinni. Það virðist skiptast í tvö horn hvort ættleidd börn leiti uppruna síns eftir að þau komast á fullorðinsár og eins og fram kemur í viðtölum Fréttatím
ans við þrjá ættleidda einstaklinga skiptir vitneskjan um blóðforeldra sum þeirra engu máli á meðan öðrum þykir vanta púslbita í sjálfsmyndina á meðan þau þekkja ekki upprun ann. Öll eru þau þó auðvitað ósköp venjulegir Íslendingar og ekkert þeirra segist verða fyrir grófum fordómum eða áreiti vegna litarháttar síns, það sé hins vegar full ástæða til að vera vakandi fyrir aukningu fordóma í sam félaginu og berjast á móti henni með öllum ráðum.
Fjölskyldur eru alls konar Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, fæddist í Beirút í Líbanon árið 1979 og var ættleidd til Íslands þriggja mánaða gömul. Hún segist ekki hafa orðið vör við mikla fordóma hjá Íslendingum, en óttast þó að þeir séu að aukast. Heiða Björg segist ekki vita nokk urn skapaðan hlut um blóðfor eldra sína, á fæðingarvottorðinu standi að móðir sé óþekkt, en hún hafi aldrei haft neina þörf fyrir að forvitnast um upprunann. Hún hugsi með miklu þakklæti til kon unnar sem eignaðist hana að hafa tekið þá ákvörðun að gefa hana og verða þar með þess valdandi að hún eignaðist sína góðu fjöl skyldu á Íslandi. Heiða Björg á bróður sem er tveimur árum yngri, sem einnig er ættleiddur frá Líbanon, ólst upp í Vesturbæn um í Reykjavík, gekk í Melaskóla, Hagaskóla, MH og Háskóla Íslands og stundar nú doktorsnám í lög fræði við Háskólann í Reykjavík. Hún er gift Janusi Sigurjónssyni og þau eiga tvær dætur, 4 ára og tíu mánaða. Hún hefur verið lögfræð
ingur Barnaverndarstofu síðan í janúar 2009 og aðspurð segist hún kannski ekki vera frá því að það að vera ættleidd hafi haft áhrif á starfsvalið. Heppnasta þjóð í heimi „Það er margt sem spilar saman. Kannski er eitt af því sem það að vera ættleiddur hefur gefið manni það að maður tekur ekki því lífi sem maður lifir sem sjálfgefnu. Ég lít svo á að ég hafi verið mjög heppin að hafa fengið þessa fjöl skyldu, þessa foreldra og þetta líf því ég veit að ef hlutirnir hefðu æxlast öðruvísi væri líf mitt örugg lega ekki svona gott. Ég held að við séum heppnasta þjóð í heimi. Þó maður geti pirrað sig á stjórnmála ástandinu og ýmsu svoleiðis, þá erum við rík þjóð og höfum allt til alls. Að hluta til er það auðvit að líka uppeldið, ég er alin upp við það að maður eigi að gefa til baka inn í samfélagið og það vil ég gera. Auk þess er barnarétturinn svið sem er lítið rannsakað og margt hægt að gera í. Markmiðið er að vinna vel og gera gott, fyrir utan það að þetta er líka hrikalega skemmtileg lögfræði því það spilar svo margt saman.“ Heiða Björg segist hvorki hafa
orðið fyrir áreiti né einelti sem krakki í skóla og þær spurningar og stríðni sem hún hafi fengið varðandi það að mamma hennar væri ekki alvöru mamma hennar hafi verið ættað frá foreldrum barnanna sem spurðu. „Börn eru ekkert að pæla í svoleiðis. Mér fannst ég frekar verða vör við for dóma frá sumum kennurum; að ég þyrfti að sanna mig betur en hinir krakkarnir og að þeir gerðu ráð fyrir því að það tæki mann lengri tíma að læra hlutina. En ég tek það skýrt fram að það voru örfá undantekningartilfelli.“ Heiða Björg segir það eflaust hafa hjálpað sér varðandi for dóma að hún þyki sláandi lík föð ur sínum og sé því ekki sjálfkrafa stimpluð útlensk, en það séu auð vitað alltaf einhverjir sem horfi fyrst og fremst á það. „Ég segi alltaf að ég sé bara íslensk, enda nennir maður kannski ekki endi Heiða Björg Pálmadóttir segir það eflaust hafa hjálpað sér varðandi fordóma að hún þyki sláandi lík föður sínum og sé því ekki sjálfkrafa stimpluð útlensk.
8 B L S BÆ
Ú
KLINGUR
RÞ U N N I V
O G A T S FIË KERFI Ð EBOOK VINUR HLJÓ A GO NN FAC HEPPI NNUR FIËST T VI US FRÁ TR
Mynd | Rut
ERA F AÐ G R A Þ EM EINA S TELJA PÁSKA GIN Ð L A K R Æ E AB J Ý N Í R ELLA KANÍNU KAR OG SM K K NUM O U Á FACEBOO SVARIN TÖLVUTEK SÍÐU
STÚTFULLUR NÝJUM SJÓÐH AF EITUM VÖRUM!
NA Ð OPEILD A M M VORULEIKJAD LANU A Ú J Ý M N LAR Í HAL
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
ÁRNASYNIR
FERMINGARGJAFIRNAR FÁST Í A4
Athugið að vöruframboð er breytilegt á milli verslana.
A4 Kringlunni / A4 Skeifunni / A4 Smáralind / A4 Hafnarfirði / A4 Akureyri / A4 Egilsstöðum / A4 Selfossi www.a4.is / Þú getur einnig fylgt okkur á
Pinterest.com/A4fondur og
instagram.com/a4verslanir
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
50 |
lega að segja leigubílstjórum eða öðrum ókunnugum ævisögu sína í smáatriðum, þótt uppruni minn hafi aldrei verið feimnis eða launungarmál. Fjölskyldur eru alls konar og verða til með ýmsum hætti og það hefur aldrei verið neitt tiltökumál heima að við systkinin séum ættleidd.“ Spurð hvort hún hafi ekki farið að velta upprunanum meira fyrir sér þegar hún varð sjálf móðir segir Heiða Björg að það eina sem hún hafi stundum velt fyrir sér í sambandi við það sé hvort hún beri kannski einhver sjúkdóms gen sem hún viti ekki af. „Það er það eina. Ég hélt kannski að ég yrði uppteknari af þessu eftir að ég eignaðist börn, en það gerðist ekki. Ég er sjálf hraust, sjö, níu, þrettán, og maður getur heldur ekki drepið sig á áhyggjum af öllum hlutum. Það kemur þá bara í ljós.“ Öðruvísi birting fordóma gagnvart stelpum Heiða Björg segist ekki hafa upp lifað aukna fordóma gagnvart öðrum kynþáttum á eigin skinni en auðvitað viti hún að það sé fullt af fordómum í samfélaginu. „Maður sér meiri fordóma í um ræðunni, í fréttum og á netinu en ég hef ekki orðið fyrir þeim beint. Svo er spurningin auð vitað alltaf: hvað eru fordómar? Það eru fordómar þegar einhver hrópar að þér ókvæðisorðum, já, en eru það fordómar þegar ein hver horfir á þig og heldur sjálf krafa að þú sért útlensk? Eða eru það fordómar þegar þú heldur að einhver sé ekki eins klár eða ekki eins duglegur af því hann er af öðrum kynþætti? Ég hef alveg orðið fyrir þannig fordómum, en það hefur aldrei verið hrópað að
mér ókvæðisorðum. Bróðir minn hefur hins vegar lent í því, og kannski er þetta almennt erfiðara fyrir stráka. Fordómarnir sem stelpurnar verða fyrir eru dálítið öðruvísi, ég held til dæmis að ég sé eina í vinkvennahópnum mínum sem hefur lent í því að vera spurð hvað ég kosti. Þetta er kynjaskipt. Einu sinni fór ég í starfsmannaviðtal hjá stórri opin berri stofnun og starfsmanna stjórinn hrósaði mér sérstaklega fyrir hvað ég talaði góða íslensku. Þegar ég fer í flug er ég alltaf ávörpuð á ensku og svo fram vegis. En þetta eru ekki fordómar sem maður tekur neitt inn á sig eða valda manni óþægindum.“ Öll bara manneskjur Þegar hún var yngri var Heiða Björg virk í stjórnmálum, var um tíma varaformaður ungra jafn aðarmanna, en hún segir að eftir hrun hafi hún misst áhugann á því að reyna að koma góðu til leiðar á þeim vettvangi. „Á þeim tíma fann maður ekki að póli tíkin væri að gera það sem mér finnst hún ætti að vera að gera og ég hef frekar valið að bæta samfélagið í gegnum vinnuna mína heldur en pólitískt starf. En maður á aldrei að segja aldrei og hver veit nema maður eigi eftir að fara aftur inn á þann vettvang. Það umhverfi heillar ekki eins og staðan er núna en auðvitað hræðist maður þennan uppgang fordóma eins og beraðist í síð ustu borgarstjórnarkosningum og það væri sannarlega verðugt markmið að taka þátt í pólitík til að reyna að hamla á móti því og fá fólk til að skilja að burtséð frá litarhætti eða trú erum við öll bara manneskjur, meira og minna eins.“
20%
afsláttur af rafmagns verkfærum
LON D O N
9.999 kr. *
frá
ma í-jún í & sept.-okt.
*Ef greitt með Netgíró
Mynd | Hari
Auðvitað má segja að ég sé flóttamaður í einhverjum skilningi, ég var svo heppinn að fá tækifæri til að koma hingað og alast hér upp.
Fordómar eitra allt Jónmundur Grétarsson leikari er Íslendingur í húð og hár þótt hann hafi fæðst á Sri Lanka, enda var hann alkominn til Íslands þriggja vikna gamall. Hann segist aldrei hafa haft neina þörf fyrir að grafast fyrir um uppruna sinn, það myndi ekki bæta neinu við sjálfsmyndina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega áhugasamur um að fara til Sri Lanka einu sinni, en núna undan farin ár hef ég samt farið að velta því fyrir mér að auðvitað ætti mað ur að fara og skoða landið þar sem maður fæddist,“ segir Jónmundur Grétarsson spurður hvort hann langi ekki að sjá hvaðan hann kemur. „Ég hef engan áhuga á því að leita að blóðforeldrum mínum, ég á bara mína íslensku foreldra og sakna einskis. Kannski spilar inn í hversu ungur ég var þegar ég kom til þeirra, ég hef orðið var við það hjá öðrum ættleiddum krökkum sem ég þekki að eftir því sem þau voru eldri þegar þau voru ættleidd virðast þau hafa meiri þörf fyrir að leita blóðforeldranna.“ Ekki æsa helvítis negrann Jónmundur ólst upp í Vesturbæn um, gekk í Grandaskóla og spilaði
fótbolta með KR. Hann segist ekki hafa upplifað neina fordóma sem höfðu djúp áhrif á hann í upp vextinum og ekki litið á sig sem neitt öðruvísi en hina krakkana. Það var því meiriháttar áfall þegar sundlaugarvörður í Vesturbæjar lauginni kallaði hann negra þegar hann var tólf ára gamall. „Ég var að fara í skólasund og var á línuskautum inni, sem var víst bannað. Sundlaugarvörðurinn henti mér út og þegar ég var kom inn úr línuskautunum og ætlaði að fá að fara aftur inn voru krakk arnir í bekknum að reyna að opna fyrir mér. Sundlaugarvörðurinn hins vegar stóð fyrir hurðinni og öskraði á krakkana að þau ættu ekki að vera að æsa þennan hel vítis negra upp. Þá fyrst kveikti ég á einhverju, fór bara að hágráta, línuskautaði heim og sagði pabba og mömmu frá þessu. Það varð auðvitað allt vitlaust. Ég held þetta hafi verið ennþá meira sjokk vegna þess að þetta var fullorð inn maður, örugglega um sjötugt, hann hlaut að vita um hvað hann var að tala.“
boltaleiki, en hann spilaði með KR alveg þangað til hann flutti í Garða bæinn 15 ára gamall. „Maður lenti í rasisma á hverju sumri í kringum fótboltaleikina, annað hvort frá áhorfendum eða leikmönnum í öðrum liðum. Ég held samt að það sé verra úti á landi, allavega varð ég meira var við þetta þar.“ Spurður hvort hann upplifi að fordómarnir hafi aukist undan farin ár í kjölfar aukinnar umræðu um ásókn flóttamanna og inn flytjenda segir Jónmundur að það sé ekki hægt að neita því. „Ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif öll þessi neikvæða umfjöllun hefur. Nú er ég bara Íslendingur og lít á mig sem slíkan, en fyrir þann sem haldinn eru þessum fordómum er ég innflytjandi og hann kemur fram við mig sem slíkan. Auðvit að má segja að ég sé flóttamaður í einhverjum skilningi, ég var svo heppinn að fá tækifæri til að koma hingað og alast hér upp, þannig að ég vil bara að við hjálpum þessu fólki eins mikið og við getum. For dómar eitra allt.“
Flóttamaður í einhverjum skilningi
Ekki innflytjandi með hreim
Jónmundur segist svo sem hafa lent í fordómum síðan þetta var, sérstaklega í sambandi við fót
Jónmundur vinnur nú að fjár mögnun uppsetningar á leikritinu Disgraced eftir Ayad Akhtar þar sem meginstefið er einmitt þeir
FYRIR GJAFIRNAR 25% vildarafsláttur
CROSS Star Wars minnisbækur + CROSS Star Wars penni Verð: 9.999.-
Íslenskar þjóðsögur Verð: 6.799.-
20% AFSLÁTTUR
Litir í boði:
Hátalari, þráðlaus með Bluetooth TILBOÐSVERÐ: 7.999.Fullt verð: 9.999.-
501 Must-Visit Destinations Verð: 2.999.-
Gæfuspor - Gildin í lífinu Verð: 2.599.-
501 Must-Visit Cities Verð: 2.999.-
Arctic ferðatöskur (stakar) með 4 hjólum 55 cm / 65 cm / 75 cm VILDARVERÐ: 13.604.- / 16.634.- / 18.142.Verð: 18.139.- / 22.179.- / 24.189.-
Ljóðaúrval - Jónas Hallgrímsson TILBOÐSVERÐ: 4.599.Verð áður: 5.189.-
Austurstræti 18
Álfabakka 16, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Koparborgin VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 4.499.-
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er 11. mars, til og með 20. mars, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
52 |
leyndu fordómar sem krauma í samfélaginu, einkum gagnvart múslimum. Hann segir það vera sína leið til að opna augu fólks og stuðla að aukinni umræðu og skilningi á vandamálinu. „Þetta verk vekur mann virkilega til umhugsunar og sýnir fram á hvað þessir fordómar eru heimskulegir,“ segir hann. „Því þegar öllu eru á botninn hvolft þá erum við bara manneskjur, sama hver litarhátturinn er eða hvað trúarbrögð við aðhyllumst.“ Jónmundur hefur verið viðloðandi leiklistina síðan hann lék í Bugsy Malone í Loftkastalanum tólf ára gamall, og útskrifaðist sem leikari frá listaskóla í San Fransisco 2014. Hann hefur haft nóg að gera síðan hann útskrifaðist
en finnst vera kominn tími á það að sýna mismunandi kynþætti á íslensku leiksviði og í sjónvarpi. „Það er löngu kominn tími á að auka fjölbreytnina. Þegar ég var að leika í sjónvarpsþáttunum Rétti ræddum við Unnsteinn Manuel þetta einmitt mikið og vorum báðir mjög ánægðir með það að við vorum ekki látnir leika innflytjendur með hreim heldur bara venjulega íslenska stráka. Flest hlutverk sem ég hef leikið hafa verið dökka hlutverkið í verkinu, sem ég skil alveg, en maður er bara Íslendingur og getur alveg leikið þá eins og einhver annar. Við verðum að fara að endurspegla það á öllum sviðum samfélagsins að fjölmenningin er komin til Íslands. Við erum alls konar.“
Mynd | Hari
Þótt Brynja Valdimarsdóttir hafi lengi velt uppruna sínum fyrir sér segir hún að sú ákvörðun að leita upprunans hafi fyrst fyrir alvöru byrjað að skjóta rótum þegar hún gekk með son sinn.
Vantar eitt stykki í púsluspilið LYO N
12.999 kr. *
frá
*Ef greitt með Netgíró
ma í-jún í & sept.-okt.
MÍLANÓ
17.999 kr. *
frá
*Ef greitt með Netgíró
jún í-júl í & sept.
Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
Lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Þótt Brynja Valdimarsdóttir sé afskaplega ánægð með sína íslensku fjölskyldu hefur hún hafið ferli til þess að hafa upp á blóðmóður sinni á Sri Lanka. Í hennar huga er nauðsynlegt að þekkja rætur sínar og uppruna. Brynja Valdimarsdóttir fæddist á Sri Lanka fyrir rúmum þrjátíu árum og kom til Íslands sex vikna gömul þann 14. desember 1985. Hún segist alltaf hafa litið á sjálfa sig sem Íslending, enda uppalin við íslenska menningu, tungumál og hefðir. Brynja ólst upp á Akranesi, þar sem hún býr ennþá, og spurð hvort hún hafi upplifað sig sér á báti í því litla bæjarfélagi hlær hún og segir að eins ótrúlega og það kannski hljómi þá hafi þær verið sex stelpurnar frá Sri Lanka í hennar árgangi, auk þess sem hún eigi bróður sem var ættleiddur frá Guatemala tveimur árum á undan henni. Í skólanum hafi líka verið krakkar sem ættleiddir voru frá Indónesíu, Suður-Kóreu, Kína og Guatemala þannig að aldrei hafi komið til þess að hún yrði fyrir einelti vegna útlits síns. „Voðalega talarðu góða íslensku“ „Við vorum svo ung þegar við komum og ólumst öll upp saman, þannig að maður sá engan mun,“ segir hún. „Ég hef ekki orðið vör við neitt einelti og aldrei orðið fyrir því sjálf, allavega ekki vegna litarháttar. Ég hef auðvitað fengið alls konar komment í gegnum tíðina, en það er ekkert sem ég tek inn á mig. Ég held að hugarfar manns sjálfs stjórni því mikið hvernig maður upplifir svoleiðis. Ef ég vildi alltaf leika fórnarlambið gæti ég vel valið það, en ég vil miklu heldur leika sigurvegarann. Ég vil mun frekar muna það jákvæða. Ég verð líka að taka fram að þegar ég hef orðið fyrir fordómum hefur það ekki verið hér á Íslandi heldur erlendis. Ég bjó fjögur ár í Boston þegar ég var í námi og þar fann maður fyrir fordómunum. Hér segir fólk, sérstaklega eldra fólk, stundum „velkomin til Íslands“ eða „voðalega talarðu góða íslensku“, en það er bara einlægt og fallegt, finnst mér.“ Hágrét yfir pappírunum Brynja hóf fyrir skömmu ferli til þess að hafa uppi á blóðforeldrum sínum, til að finna síðasta bitann í púsluspilið um það hver hún er, eins og hún orðar það. „Mig hefur
lengi langað að grafast fyrir um uppruna minn, en ég var aldrei tilbúin til þess. Núna er ég tilbúin og hef þroska til að gera ráð fyrir alls konar aðstæðum og niðurstöðum án þess að fara í vörn. Ég veit ekkert hvernig manneskja blóðmóðir mín er, veit ekki einu sinni hvort hún er á lífi, eða hvort hún kærir sig nokkuð um að heyra frá mér, en þetta er samt eitthvað sem ég verð að reyna.“ Skömmu fyrir áramótin síðustu fékk Brynja í hendur þá pappíra sem fylgdu henni til landsins á sínum tíma, þar sem meðal annars var að finna fæðingarvottorð hennar, nafn móður, fæðingarstað og það nafn sem Brynja bar áður en hún fékk íslenska nafnið. Hún hafði samband við innanríkisráðuneytið og fékk skjölin í hendur innan við viku síðar. Hún segist ekki hafa verið viðbúin því að þetta gengi svona hratt fyrir sig og það hafi verið óskaplega tilfinningaþrungin stund að opna skjalapakkann. „Ég horfði heillengi á pappírana á borðinu heima hjá mér áður en ég þorði að opna þá. Mér leið eins og ég væri að fá upplýsingar sem þýddu að ég hefði verið einhver allt önnur manneskja í sama lífi. Loks opnaði ég pappírana og strax á fyrstu blaðsíðu var fullt af upplýsingum sem ég hafði ekki hugmynd um. Ég fór bara að hágráta, þetta opnaði alveg nýjan heim.“ Merki um óendanlega ást Brynja segist svo sem ekkert vita hvers vegna móðir hennar hafi ákveðið að gefa hana til ættleiðingar en hún sé henni óendanlega þakklát fyrir það. „Hún hefur örugglega upplifað sig króaða af úti í horni og ekkert annað í boði. Í pappírunum kemur fram að hún var ógift, nafn föður kemur ekki fram og ekki heldur hvort hún átti fleiri börn. Mér finnst það merki um óendanlega ást að hafa gefið mig til þess að tryggja að ég ætti betra líf en hún gæti boðið mér. Hún var sjálf á staðnum og afhenti hinni móður minni mig og verandi móðir sjálf get ég varla ímyndað mér hversu óskaplega sárt það hefur verið. Þegar maður hugsar um þá fórn lítur maður lífið öðrum augum. Það er gjöf í 365 daga á ári, gjöf sem maður verður að fara vel með og láta gott af sér leiða.“ Þótt Brynja hafi lengi velt uppruna sínum fyrir sér segir hún að sú ákvörðun að leita upprunans hafi fyrst fyrir alvöru byrjað að skjóta rótum þegar hún gekk með son sinn sem er í dag þriggja
Ég hef ekki orðið vör við neitt einelti og aldrei orðið fyrir því sjálf, allavega ekki vegna litarháttar. Ég hef auðvitað fengið alls konar komment í gegnum tíðina, en það er ekkert sem ég tek inn á mig. Ég held að hugarfar manns sjálfs stjórni því mikið hvernig maður upplifir svoleiðis. Ef ég vildi alltaf leika fórnarlambið gæti ég vel valið það, en ég vil miklu heldur leika sigurvegarann.
ára gamall. „Þegar ég fór í fyrstu mæðraskoðunina var spurt um sjúkdóma í fjölskyldunni og þá rann upp fyrir mér að svona hluti þyrfti ég að vita. Það er líka dálítið skrítið að sonur minn skuli vera eini einstaklingurinn í heiminum, sem ég veit um, sem er blóðtengdur mér. Það er mjög sérstök tilfinning. Ég er ekki að segja að blóðtengsl skipti öllu máli, en þau skipta máli.“ Verð að reyna Næstu skref í upprunaleitinni eru að senda fyrirspurn til Sri Lanka með nafni blóðmóður Brynju og svo hefst biðin eftir svörum þaðan. Þegar þau berast, hvort sem tekst að hafa upp á móður hennar og systkinum eða ekki, ætlar Brynja að fara til Sri Lanka í fyrsta sinn og upplifa rætur sínar. „Ég hef aldrei farið, en það er eitthvað sem togar mig mjög sterkt þangað. Ég held að flestir vilji vita sínar rætur og uppruna að einhverju leyti. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér alveg síðan ég var lítill krakki. Ekki það að ég sé eitthvað ósátt, alls ekki, ég er voðalega ánægð að eiga þá fjölskyldu sem ég á hér og finnst ég hafa verið heppin að öllu leyti. En það vantar samt eitt stykki í púsluspilið og ég held að ég þurfi nauðsynlega að finna það. Kannski tekst það ekki en ég verð allavega að reyna.”
ALLTAF ÓDÝR:)
NÝ OG SPENNANDI TÖLVUVERSLUN VAR AÐ OPNA 11. mars 2016. Birt með fyrirvara um breytingar, prentvillur og myndabrengl
S
AÐEIN
40
VA LED
27”
STK
öll fylgja l að num ti Pakka i sem þarf hone r iP verkfæ um skjá í væmar skipta um og nák gar in n in a e sím o leiðb vide oði iFixit íb
SKJÁR
iFixi t sv Kit e skip o þú ge r sérha t sím um br tur sjál nnað an ot f/u okk um þínu na skjá r ar tæ inn me í skjá knimen ða látið skip n um tin:)
iPhone skjásett með verkfærum Skjásett fyrir iPhone 4S 7.990 Skjásett fyrir iPhone 5 / 5S 19.900 Skjásett fyrir iPhone 6 / 6 Plus 24.900 Einnig er hægt að fá myndavélar, home takka og fleira á frábæru verði:)
4.990
Láttu vinnu okkur um na, á í mar tilboði s:)
Toshiba C40 fartölva 14” fartölva með Dual Core örgjörva, 2GB minni, 32GB SSD disk og Windows 10
39.90 Var a ð ódýru lenda á verði :)
0
5 256
MEÐ
GDDR
bit
7GHz
Glæsilegur turnkassi Flottur Mid-Tower ATX 500w turnkassi
6.990
Turna að ve r þurfa ek ra rá ndýr( ki ir)
GTX 970 skjákort 4GB GTX970 skjákort með Dual fan kælingu
59.90
0
Eitt ö flu skják gasta leik ja ortið í dag -
0
Athug
Vandaður 27” VA-LED skjár með Slim bezel og HDMI tengi, einnig fylgir HDMI kapall :)
4GmBinni
5A0FL0GJAW FA
27” VA-LED tölvuskjár
29.90
ið að á þes eins 50.s su ve t rði k
ur Öflug
2S4SD0dGiskBur
240GB SSD diskur Öflugur SSD stýrikerfis diskur á ódýrara verði;)
9.990
Aðein s5 þessu 0. stk á verði
ÝST
UPPL
LLÝESINDG
ÓKEYPIS
eð stæði m lvuverk u Öflugt tö ilanagreining fría b m á tölvu
9.990
Hágæ ða 8 vinns GB DDR4 lumin ni
Markaðu
r
Útsölum ark notaðar aður með nýja r og fartö turna o lvur, skjái, g fleira .
RTÍMAR
OPNUNA
8 10LA-V1 IRKA AL
DAGA
4.990
GXT 2 8 Gamin 5 Advanc e g lyk labor d ð
2.990
GXT 1 Illum 52 Gamin g inate d mú s
TÖLVUVERSLUN VERKSTÆÐI
Holtasmára 1 Kópavogi •555 6250 www.odyrid.is • odyrid@odyrid.is
Heimili og hönnun
Verslanir, hótel og heimili nota þetta mjög mikið og ekki síður hárgreiðslustofur því vínyll þolir ýmis efni. 66
FRÉTTATÍMINN
Helgin 11.–13. mars 2016 www.frettatiminn.is
Litríkt og hlýlegt Katrín Ísfeld innanhússarkitekt segir að íslensk heimili séu nú hlýlegri en verið hefur. Vinsælt er að nota grófan við á gólfið eða mattar flísar. Bleikir tónar og áberandi veggfóður á veggjunum í vor. Katrín hannaði sjálf heimili sitt í Sigvaldahúsi í Álfheimum. 56
Mynd | Hari
PORCELANOSA
flísar fyrir vandláta
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
EIK CORAL VIÐARPARKET Olíuborið tvisvar með náttúrulegri olíu. 14mm heildarþykkt með 4mm spón. 20,9 cm breið borð. Boen X-press endalæsing. Skandinavísk hönnun sérsniðin að íslenskum heimilum.
Krókhálsi 4
Sími 567 1010
Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18
110 Reykjavík
www.parket.is
og lau kl. 11–15
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
58 |
Heimili og hönnun
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Grófur viður og mattar flísar á gólfið Katrín Ísfeld innanhússarkitekt segir að íslensk heimili séu að verða hlýlegri en áður. Sjálf hefur hún búið sér fallegt heimili í Sigvaldahúsi í Álfheimunum.
Myndir | Hari
Katrín Ísfeld innanhússarkitekt hannaði sjálf allt á heimili sínu í Álfheimum og tókst afar vel upp. Grænir og bláir tónar eru á veggjum og veggfóðrið er mjög skemmtilegt.
„Heimilin okkar eru farin að verða hlýlegri eftir strangt minimalískt tímabil. Nú eru þau meira í litum, meira er notað af veggfóðri og margir fallegir aukahlutir eru farnir að sjást, til dæmis blaðplöntur í flottum pottum. Nú er mottóið að þora og hafa gaman,“ segir Katrín Ísfeld innanhússarkitekt þegar hún er spurð um strauma og stefnur í hönnun í dag. Katrín lærði í Art Institude of Ford Lauderdale í Flórída og bjó og starfaði í kjölfarið í nokkur ár í Hollandi. Hún sækir mestan innblástur í hönnun sína til Hollands. Katrín er sjálfstætt starfandi og rekur Stúdíó Ísfeld. Nú er að renna upp sá tími ársins þegar margir fara í framkvæmdahug og Katrín segir að margt spennandi sé í gangi í dag. „Ef fólk er að huga að nýjum gólfefnum þá er grófur viður mjög vinsæll. Grófur viður í grá-brúnum lit. Flísar eru sömuleiðis vinsælar í þessum grábrúnu litum. Flísarnar eru að verða alveg mattar og þær eru gjarnan stórar með óreglulegu mynstri. Fólk er einnig farið að þora að fá sér mattar flísar í jarðlitum eins og bláum eða grænum.“ Katrín segir að lýsing sé alltaf jafn mikilvæg og fallegasta lýsingin sé fjölbreytt. Ekki sé lengur inni að hafa allt loftið niðurtekið með innfelldri halogen-lýsingu. „Nú eru partar af loftinu teknir niður og fólk leikur sér með díóður og hangandi ljós. Standandi
Mynd | Hari
lampar á gólfi og borðlampar eru að sækja í sig veðrið enda gefa þeir heimilinu meiri karakter.“ Það getur gert heilmikið fyrir heimilið að mála og segir Katrín að heitustu litirnir um þessar mundir séu blár, blágrár eða blágrænn, vínrauður og djúpgrænn. „Þetta eru frekar dökkir litir en með vorinu fara að sjást bjartir litir. Þá verða líka bleikir tónar áberandi. Skjannahvítur eins og þessi frægi arkitektahvíti er farinn og mátti hann alveg kveðja að sinni. Í staðinn eru komnir ljósir litir sem eru út í ljósgráa og sandliti á móti dökkum veggjum.“ Hún segir jafnframt að veggfóður séu enn að sækja í sig veðrið. „Það er svaka skemmtilegt að sjá hvernig þau hafa þróast út í ýktari mynstur, eins og risaplöntur og dýramynstur.“ | hdm
Tryggvi Einarsson sýnir stóla og ýmsar smávörur í Sýrusson hönnunarhúsi.
Býr í gömlum banka og hannar húsgögn „Fyrir hrun var ég að vinna fyrir byggingarfélag við að kaupa hús og gera þau upp en 2006-7 var orðið ljóst að fasteignaverð gæti ekki farið meira upp svo við ákváðum að slaufa öllu hér og fluttum til Danmerkur,“ segir Tryggvi Einarsson sem sýnir hönnun sína í Sýrusson hönnunarhúsi í Síðumúla á HönnunarMars. Fjöldi hönnuða sýnir þar. Tryggvi hefur verið búsettur í Ulfborg á Jótlandi síðustu ár. „Þetta er sveitaþorp, minna en Hveragarði. Við keyptum hús þar sem var fyrsti bank-
inn í bænum. Ég er með fínan peningaskáp en hann er nú bara fullur af rauðvíni.“ Tryggvi segir að hann hafi byrjað að hanna garðbekki og sitthvað fleira til að lífga upp á garðinn sinn. „Svo leiddi eitt af öðru og ég fór að krassa og teikna meira. Nú er komin smá alvara í þetta og ég er með stóla í tveimur mismunandi útfærslum. Svo er ég með ýmsar smávörur, mjög frumlega fugla og maura,“ segir hann. Hægt er að kynna sér hönnun og vörur Tryggva á www.imponit.dk. | hdm
Verið velkomin á Hönnunarmars í Snúrunni Pastelpaper - Finnsdottir - Further North Frumsýning á nýjum verkum í bland við eldri Föstudagur 11 - 18 Laugardagur 12 - 18 Hönnuðir verða á staðnum Sunnudagur 12 - 16
By Wirth myndahengi 4.990 kr
Fermingargjafirnar fást hjá okkur
OYOY gólfpúði 80 x 80 cm 16.900 kr OYOY púði 40 x 70 cm 9.900 kr
B&O A2 bluetooth hátalarar 62.000 kr By Wirth lyklakippa 2.990 kr OYOY pouf 29.900 kr
Skjalm P glerbox 6.600 kr
Finnsdottir Alba Cup Two 3.400 kr
Rúmföt & rúmteppi í miklu úrvali Mette Ditmer Pix Art rúmföt 12.900 kr
Louise Kragh skart - verð frá 4.990 kr
Mette Ditmer Geometric rúmföt 12.900 kr
Mette Ditmer Butterfly rúmteppi Verð frá 9.900 kr
Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is
60 |
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Kynningar | Heimili og hönnun
Vistvæn framleiðsla og fjölbreytt mynstur
Framleiðsla á teppum hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár. Unnið í samstarfi við Litaver
L
itaver býður upp á mikið úrval teppa fyrir hótel, gistiheimili, skrifstofur, stofnanir og að sjálfsögðu heimili. Bram Zomers, verslunarstjóri litavers, segir að framleiðsla á teppum hafi tekið stakkaskiptum undanfarin ár. „Helsta breytingin sem hefur orðið er að nú eru vistvæn efni notuð í framleiðslu á teppum. efnin eru orðin þannig að þau eru nánast úr 100% endurunnu efni og framleidd þannig að það er hægt að endurnýta þau og endurvinna. Þetta er allt gert með umhverfið í huga og þau eru einnig ofnæmisprófuð og allt í hæstu stöðlum,“ segir Bram. Nánast hvaða mynstur sem er Önnur nýjung í teppageiranum er sú að tækninni í framleiðslunni hefur fleytt áfram. „Tæknin er orðin þannig að það er hægt að framleiða nánast hvaða mynstur og lit sem er og þá eftir óskum viðskiptavinarins. Það er hægt að gera alls konar mynstur, jafnvel grafísk mynstur, þess vegna beint af ljósmyndum,“ segir Bram og bætir við að þessi lausn sé kannski ekki hagkvæmust fyrir litla fleti en starfsmenn litavers geri allt til þess að koma til móts við viðskiptavinina. Hótelin fara út fyrir kassann Bram segir Íslendinga fremur íhaldssama þegar kemur að teppum á heimilum en hótelin séu farin að
Bram Zomers er verslunarstjóri Litavers.
þora að fara út fyrir kassann. „Hótelin eru meira í því að setja svip á hótelganginn með því að nota skæra liti eða óhefðbundin mynstur. inni á heimilum eru ríkjandi hlýir litir í brúnum og grábrúnum tónum. Þetta svarthvíta sem hefur verið vinsælt er að fjara út.“ Í litaveri er að finna gott úrval af gólfdúkum, gólfteppum, stökum teppum, dreglum, málningu, veggfóðri og skrautlistum. starfsmenn verslunarinnar leitast við að aðstoða viðskiptavini með sérpöntunarþjónustu á öllum vörum og sérfræðiþekkingu sinni á þessum vöruflokkum.
Teppin í Litaveri eru framleidd á vistvænan hátt
Þýskt harðparket GÆÐI ALLA LEIÐ
Hjá okkur færð þú ótrúlegt úrval af hágæða þýsku harðparketi frá Parador, Krono Original og Meister. Komdu við og sjáðu úrvalið. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
fréttatíminn | HELGiN 11. mArS–13. mArS 2016
64 |
Kynningar | Heimili og hönnun
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Harðviðarval hefur ráðlagt fólki með gólfefni frá stofnun þess árið 1978 og merkir miklar breytingar á straumum og stefnum gegnum tíðina.
Myndir | Hari
Sterkt og fallegt vínylparket góður kostur fyrir stór rými Harðviðarval sérhæfir sig í gólflausnum fyrir stór rými af öllu tagi. Unnið í samstarfi við Harðviðarval
Ó
lafur Geir Guttormsson í Harðviðarvali er sérfróður um dúka og teppi og þá sér í lagi fyrir stofnanir, hótel og skrifstofur. Aðspurður um nýjustu stefnur og strauma í þeim efnum segir hann vera að ryðja sér til rúms svokallað LVT eða Luxury Vinyl Tiles sem eru afar slitsterkar dúkaflísar með parketútliti. Sú tíð er Ólafi í fersku minni að linoleumdúkar voru í hverju opinberu rými, á stofnunum og skrifstofum; það hefði bara ekkert annað komið til tals af gömlum vana. Nú er öldin önnur. LVT gólfefnin vekja jafnan athygli og fólki finnst þau flott á meðan færri hafa skoðun á þessum klassísku linoleum dúkum. „Þetta hefur reyndar verið frekar lengi í gang hér á Íslandi. Í löndunum í kringum okkur hefur þetta rokið upp síðasta áratuginn og við erum að komast í gang. Þær þurfa lítið viðhald og eru rosalega sterkar en líta út eins og parket,“ segir Ólafur og bætir við að helstu arkitektarnir séu búnir að uppgötva kosti LVT og séu farnir að nýta sér það í meira mæli þegar þeir hanni rými eins og til dæmis skrifstofurými, veitinga-
staði og verslanir. „Það vilja flestir fara í parketútlitið,“ segir hann. Biðstofur og vistarverur hlýlegri Ekki eru bara þeir sem hanna skrifstofurými og veitingastaði farnir að líta til þessa útlits heldur er þetta einnig að færast hægt og rólega yfir í hjúkrunarheimili og heilsugæslur. „Ég segi arkitektum vanalega að vistarverur fyrir fólk og biðstofur verði mun hlýlegri með þessu útliti heldur en þessi dæmigerði linoleum dúkur. Fólk er orðið dálítið þreytt á þessu stofnanalega útliti.“ Þó að margir tengi linoleum við liðna tíma er það þó reyndar ekki svo að dúkurinn sé á algeru undanhaldi heldur er líka stöðug þróun í þeirri framleiðslu, til að fylgja breyttum tímum. Nýjasti linoleum dúkurinn er linoleumparket sem verður sífellt vinsælli. Hljóðvistin betri með teppaflísum Í Harðviðarvali eru einnig hótelteppi í úrvali, bæði þessi klassísku og svo er fólk í meira mæli að nýta teppaframleiðandann Carpet Consept sem framleiðir lúxusteppi af hæstu gæðum. Arkitektar eru mjög hrifnir af framleiðslunni þeirra og Carpet Concept mun meðal annars prýða nýja glæsihótelið við Jökulsárlón, Hnappavelli. Línan sem var valin
Ég segi arkitektum vanalega að vistarverur fyrir fólk og biðstofur verði mun hlýlegri með þessu útliti heldur en þessi dæmigerði linoleum dúkur. Fólk er orðið dálítið þreytt á þessu stofnanalega útliti.
fyrir hótelið heitir EcoTec, teppi með einstaklega fallegri áferð úr hágæðaþráðum, að sögn Ólafs. Einnig eru teppaflísar vinsælar fyrir skrifstofurými og hafa hlotið uppreisn æru, ef svo má að orði komast. „Teppaflísar dóu nánast alveg út fyrir 15-20 árum en eru komnar aftur. Það er svo mikið af opnum rýmum núna þar sem fólk vinnur og hljóðvistin er mikið mál. Í kringum 2007 var parketi raðað niður á skrifstofurými því það þótti svo flott en svo fengum við að heyra það nokkrum árum síðar að það var farið að kvarta yfir lélegri hljóðvist. Teppaflísarnar eru mjög hljóðeinanangrandi og við eigum til mjög margar flottar tegundir.“
LVT Luxury Vinyl Tiles / Lúxus Vínylparketi frá Gerflor.
Parketútlitið er það sem langflestir kjósa.
Teppaflísar voru á undanhaldi en hafa hlotið uppreisn æru.
Teppaflísar frá Mohawk.
fréttatíminn | HELGin 11. mArS–13. mArS 2016
|65
Kynningar | Heimili og hönnun
Mynd | Rut
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Anton Stefánsson ræður ríkjum í gólfefnadeild Byko í Breiddinni. Hann segir hvíta og gráa tóna vera með vinsælustu litunum ásamt brúnum tónum sem eru alltaf klassískir. Starfsfólk Byko leggur sig fram við að aðstoða fólk við að finna draumaparketið.
Hvítir og gráir tónar vinsælastir Byko í Breiddinni hefur að geyma gólfefnadeild með yfirgripsmiklu úrvali. Unnið í samstarfi við Byko
Í
gólfefnadeildinni í Byko í Breiddinni ræður Anton Stefánsson ríkjum. Þar er úrvalið af parketi afar gott auk þess sem hægt er að fá býsnin öll af flísum. Anton segir harðparket vinsælast í dag og þá séu ljósir litir einna mest teknir. „Litirnir fara mikið út í hvítt og grátt þessa dagana og svo koma brúnir litir alltaf inn líka. Við erum með mikið úrval af þessum litum og það eru alltaf einhverjar nýjungar að koma inn,“ segir Anton. Vatnsheld parket vinsæl Hvað baðherbergin varðar er vinsælast að taka gráa og milligráa tóna á gólfin og svo ljósari flísar látnar flæða upp á veggina. „Það er svolítið einstaklingsbundið hvað fólk velur á gólf inni á minni rými. Það er vinsælt að brjóta heildarútlitið upp með því að setja síðan mósaík á klósettkassann og inni í sturtuna,“ segir Anton og bætir við að vatnsheld parket séu einnig að verða mjög vinsæl. „Þetta eru gólfefni sem mega vera í votrými og við eigum tvo liti af þeirri tegund eins og er.“ Kapp lagt á góða þjónustu Anton segir fólk heldur íhaldssamt í litavali þegar kemur að flísunum og mest velja gráa og hvíta tóna.
Það er svolítið einstaklingsbundið hvað fólk velur á gólf inni á minni rými. Það er vinsælt að brjóta heildarútlitið upp með því að setja síðan mósaík á klósettkassann og inni í sturtuna.
„En við getum samt orðið fólki út um hvað sem er og erum líka með skrautlegar flísar á lager.“ Gólfefni í eldhús getur oft verið höfuðverkur og segir Anton að allt kapp sé lagt á að finna það sem hentar fólki. „Sumir vilja hafa sama parket flæðandi yfir allt rýmið á meðan aðrir vilja brjóta það upp og hafa flísar í eldhúsinu. Þá er fólk oft með sömu flísarnar líka á baðherberginu og jafnvel í þvottaaðstöðunni sé hún til staðar.“ Notalegt umhverfi „Starfsfólk okkar býr yfir áralangri reynslu sem nýtist vel í stórum og glæsilegum sýningarsal okkar sem hólfaður er frá öðrum deildum í Breiddinni. Auk þess starfa hjá okkur stílistar sem veita góða ráðgjöf. Hægt er að njóta þess að skoða sýnishorn í ró og næði og velja sinn stíl við bestu aðstæður. Það er alltaf kaffi á könnunni og gott viðmót,“ segir Anton.
Ný og glæsileg deild undir sama nafni
BYKO opnaði fyrst deild undir nafninu Hólf & gólf í mars 1991 í kjallara eldri verslunarinnar í Breiddinni þar sem nú er Leigumarkaður og Lagnaverslun. Nú hefur verið opnuð ný og glæsileg valvörudeild undir sama gamla nafni í stórverslun Byko í Breiddinni. Lögð er mikil áhersla á gæðamerki í gólfefnum. Meðal þeirra merkja sem finna má eru Steirer, Krono, Selkie Board, E-Stone, Rovese, Fiandre og Sintesi.
Vinsældir vatnsheldra parketa fer vaxandi og úrvalið af slíku gólfefni er mikið í Byko í Breiddinni. Sjón eru sögu ríkari.
fréttatíminn | Helgin 11. marS–13. marS 2016
66 |
Kynningar | Heimili og hönnun
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Teppin í sókn og dúkarnir djarfari Kjaran býður upp á yfir 1000 vörutegundir. Unnið í samstarfi við Kjaran
K
jaran er rótgróið fyrirtæki sem hefur þjónustað heimili og stofnanir með gólfefni í yfir 80 ár. Þar er yfirgripsmikið úrval dúka og teppa en vörutegundirnar eru yfir 1000 talsins. arnar rafn Birgisson er framkvæmdastjóri Kjaran. „Það sem hefur verið vinsælast undanfarin ár fyrir heimilin eru svokölluð sísal teppi eða kókosteppi sem við höfum selt mikið af. Þau eigum við í nokkrum mismunandi litum og við sníðum mikið af mottum úr þeim fyrir fólk eftir máli.“
Ekki þarf að bóna arnar segir gamla góða linoleum dúkinn halda velli en hann hefur þó tekið nokkrum breytingum á síðustu árum. „Það sem er merkilegt við þessa dúka er að þeir eru algerlega náttúruleg framleiðsla og í þeim lifa engar bakteríur eða sveppagróður. Við erum með vel þekkt mynstur sem hafa verið vinsæl áratugum saman en þykja stofnanaleg. Síðustu árin höfum boðið upp ný mynstur og nýja liti sem falla vel að nýjustu tísku í heimilishönnun. Sú breyting sem hefur auk þess orðið á þessum dúkum að á þeim er varnarhúð sem gerir það að verkum að ekki þarf að bóna dúkana eins og í gamla daga. Dúkurinn er einfaldlega lagður á
gólfið tilbúinn til notkunar. Þegar efnið slitnar er varnarhúðin endurnýjuð og dúkurinn verður eins og nýr,“ segir arnar. Djarfari litir linoleum dúkarnir eru mest seldir til fyrirtækja og stofnana en arnar segir þá þó líka mikið keypta í eldhús og svefnherbergi. „Dúkarnir eru hlýir og notalegir, hljóðdempandi og slitsterkir. Svo eru þeir mjög þægilegir í þrifum.“ Undanfarin ár hafa gráir og brúnir tónar verið vinsælastir hvað litavalið varðar. arnar merkir þó ákveðna breytingu undanfarin ár, fólk sé farið að velja djarfari liti. „Svo eru hönnuðir og arkitektar alltaf að leita að einhverju nýju. Þegar sömu mynstrin og litirnar hafa verið í gangi í nokkur ár þá koma þeir og leita að nýjum möguleikum. Þess vegna erum við alltaf að fá inn nýjar og nýjar vörulínur.“ Bylting í vinyldúkum mesta söluaukningin í gólfefnum undanfarin ár hefur verið í vinyldúkum en úrvalið af þeim er stórgott og gæðin mjög mismunandi. Harðparket og vinylflísar tilheyra þessum flokki gólfefna. „Framleiðsla þessara efna hefur tekið stórstígum framförum og náttúrulegt útlit þeirra er oft á tíðum það gott að þú verður að snerta gólfið til þess að vita hvort efnið er vinyll, náttúrulegur
Teppi hafa hljóðdempandi eiginleika og eru þægileg í þrifum þrátt fyrir allt. Það hefur orðið framför í framleiðslunni og þráðurinn í teppunum dregur ekki í sig óhreinindi.
steinn eða tré. Slík vinylefni eru kærkominn valmöguleiki fyrir þá sem geta ekki, aðstæðna vegna, verið með náttúrulegt parket á gólfum, til dæmis vegna vatnsbleytu og annarra óhreininda sem berast utan af götu,“ segir arnar. Teppin gæðalegri Teppi eru klárlega í sókn að mati arnars eftir að hafa fengið á sig neikvæðan stimpil fyrir aldamót. „Þetta á bæði við inni á heimilum og í atvinnuhúsnæði. Þau hafa hljóðdempandi eiginleika og eru þægileg í þrifum þrátt fyrir allt. Það hefur orðið framför í framleiðslunni og þráðurinn í teppunum dregur ekki í sig óhreinindi. Teppin eru gæðalegri og nær náttúrulegum efnum í útliti en áður var,“ segir arnar og bætir við að ullarteppin séu sá flokkur teppa sem hefur alltaf átt sinn aðdáendahóp. „Þeir sem hafa komist upp á lagið með nota ullarteppi vilja helst ekkert annað.“
Arnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóri Kjaran, segir teppin klárlega í sókn eftir að hafa fengið á sig neikvæðan stimpil.
Kjaran býður alla þjónustu; hjálpa við að velja rétta efnið, senda menn á staðinn til að taka mál, gera tilboð og útvega fagmenn í verkið.
Frábær viðbót við flóru korkgólfefna Vatnsþolið parket sem þolir högg og dempar fótatak. Unnið í samstarfi við Þ. Þorgrímsson
H
ydroCork er nýjasta viðbótin við fjölbreytta flóru korkgólfefna hjá Þ. Þorgrímssyni & Co. Sváfnir Hermannsson, sölumaður hjá Þ. Þorgrímssyni, segir eiginleika HydroCork vera þá sömu og í hefðbundnum korkgólfum. „Þetta er vatnsþolið parket og hentar því öllum rýmum. Það dempar fótatak mjög vel, líka þegar gengið er á háum hælum. Slithúðin er vínyll þannig að það tekur mjög vel við höggum. Verslanir, hótel og heimili nota þetta mjög mikið og ekki síður hárgreiðslustofur því vínyll þolir ýmis efni,“ segir Sváfnir. Hydrocork þarf hvorki að lakka né líma, gólfborðin læsast saman með nýrri þenslugróp úr korki sem gerir kleift að leggja saman enda og banka þá saman. Þess má geta að á næsta ári verður Þ. Þorgrímsson & Co 75 ára og þar af hefur fyrirtækið selt íslenskum heimilum og fyrirtækjum korkgólf í yfir 60 ár.
Hvað er HydroCork? • HydroCork er ný útfærsla af fljótandi korkgólfefni með viðarútliti án þess að fórna eiginleikum korks. • Upplagt til þess að leggja yfir gömul gólf (aðeins 6mm þykkt). • HydroCork fæst með 12 mismunandi viðarútliti. Yfirborðsáferðin er mismunandi eftir tegundum þar sem hún fylgir viðarútlitinu og má því sjá allt frá sléttu og upp í hrjúft yfirborð.
HydroCork er vatnsþolið parket og hentar því öllum rýmum. Það dempar fótatak mjög vel, líka þegar gengið er á háum hælum.
Sváfnir Hermannsson sölumaður hjá Þ. Þorgrímssyni og Co. segir HydroCork henta öllum rýmum. Hvorki þarf að lakka það né líma.
fréttatíminn | HElgin 11. marS–13. marS 2016
Kynningar | Heimili og hönnun
Myndir | Hari
Yfir 150 tegundir á lager
|67 AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Kristján Erlendsson, deildarstjóri í gólfefnaog timburdeild í Bauhaus.
Vínylparket með helstu nýjungunum. Unnið í samstarfi við Bauhaus
K
ristján Erlendsson er deildarstjóri í gólfefna- og timburdeild í Bauhaus. Hann segir harðparket eða plastparket alltaf með vinsælustu kostum því það er endingargott, sterkt og hentar í öll rými. Einnig er í boði mikið úrval af viðarparketi frá gæðamerkjunum Parador og Timberman. „Við erum með um 150 tegundir af parketi á lager. Fólk fær oft valkvíða þegar það kemur en við aðstoðum eftir bestu getu og eftir þörfum hvers og eins þannig að allir enda sáttir.“ Kristján segir algengast að fólk komi við um helgar og skoði úrvalið og gefi sér tíma í að velja gólfefnin enda um stóra ákvörðun að ræða. „Fólk fer svo heim með prufur og tekur sér tíma í að ákveða sig áður en það kemst að niðurstöðu.“ Fljótandi plankaparket Kristján segist ekki merkja greinilega tískustrauma í gólfefnunum, það sé nánast allt í tísku um þessar mundir og mikil fjölbreytni í litavali. Plankaútlitið sé vissulega alltaf vinsælt og þá er gjarnan um að ræða fljótandi plankaparket. Eins er stafaparket alltaf vinsælt og þá standa fyrrnefnd gæðamerki upp úr. „Parador og Timberman eru frábær merki og við erum með þau á mjög góðu verði.“ 100% vatnshelt vínylparket Svokölluð vínylparket eru að koma sterk inn sem valkostur fyrir þau sem vilja vatnshelt parket. „Þessi tegund parkets er að ryðja sér til rúms í Evrópu og er að verða mjög vinsæl hér,“ segir Kristján. Það sem heillar við vínylparketið er bæði sú staðreynd að það er 100% vatnshelt og einnig að það kemur með áföstu undirlagi þannig að það má leggja það beint á sléttan stein. Bauhaus er opið alla virka daga frá klukkan 8-19 og um helgar frá 10-18.
Kristján segist ekki merkja greinilega tískustrauma í gólfefnunum, það sé nánast allt í tísku um þessar mundir og mikil fjölbreytni í litavali. Plankaútlitið sé vissulega alltaf vinsælt og þá er gjarnan um að ræða fljótandi plankaparket.
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
68 |
Fermingar til ir rs ild a G .m 26
1 kr.
ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR Valdar SELESTE umgjarðir á aðeins 1 kr. við kaup á glerjum! Tveggja ára ábyrgð á umgjörðum og frí gleraugnatrygging fylgir með.
SÍMI 5 700 900
1 kr.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Blóm gera allt betra Lifandi blóm lífga upp á hvaða rými sem er, ilma dásamlega og daðra við fegurðarskynið. Það er ekki bara hægt að skreyta með blómum; það mjög fallegt að nota þau í blómakransa í hárið og skreyta tertuna með þeim. Hér eru nokkrar hugmyndir sem veita innblástur fyrir fermingarveisluna og gleðja augað.
Hvít fínleg blóm eins og brúðarslör koma afskaplega vel út bæði sem borðskreyting og í hárið.
Hvítir túlípanar eru dásamlegir á öll veisluborð.
Það er afar fallegt að kaupa nokkur búnt af blómum og skipta þeim niður milli margra mishárra vasa og íláta, og dreifa um salinn.
Kökur skreyttar með lifandi blómum eru í fallegri kantinum, verður að segjast.
Fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri – servíettur, dúkar, yfirdúkar og kerti í miklu úrvali
Sjáðu allt úrvalið á
RV.is
24/7
RV.is
Sendu skeyti og kættu fermingarbarn Rekstrarvörur –Rekstrarvörur fyrir þig og þinn vinnustað Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
- vinna með þér
Hér áður fyrr þótti það góður og gildur siður að senda símskeyti við hvert tilefni, ekki síst þegar börn fermdust. Sumir eiga ennþá bunka af skeytum sem þeir fengu á fermingardaginn og þykir vænt um. Skeytasendingar eru á undanhaldi og fólk kýs að senda heldur kveðju í gegnum internetið til þess að senda árnaðaróskir. Skeytamóttakan er
þó enn á sínum stað, sem kemur eflaust sumum á óvart. Hringið í 1446 eða farið vefsíðu Póstsins til þess að senda skeyti – og munið að textinn þarf ekki að vera þurr og leiðinlegur, það má alveg nota húmorinn þó að kveðjan sé send á gamaldags hátt. Fermingarbörnum þykir án efa mjög skemmtilegt að fá kveðju á þennan máta.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 - 0 6 1 9 z
Hljómflutningstæki vinsæl fermingargjöf 1985
Framtíðarreikningur – í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Fermingargjafir eldast misvel og með því að spara tryggir þú að gjöfin þín nýtist í framtíðinni. Framtíðarreikningur Arion banka ber alltaf hæstu vexti verðtryggðra sparnaðarreikninga okkar og er bundinn til 18 ára aldurs. Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við 5.000 kr. á móti.
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
70 |
Fermingar
STOKKHÓLMUR
9.999 kr. *
frá
ma í-september
Góðar fermingargjafir kun S
Fyrir 21.617 krónur er hægt að kaupa óvenjulegt reiðhjól sem tryggir læknum og ljósmæðrum greiðara aðgengi að afskekktum samfélögum.
*Ef greitt með Netgíró
To l l a l æ k
alomon skSNJÓBRETTAPAKKAR ór á enn betr3a0v%e en áðurrði !
Börn á flótta eiga rétt á menntun og öruggum stað þar sem þau geta leikið sér og verið börn.
Óvenjulegar gjafir sem skipta máli
Salomon X-Ultra mid GTX
MONTANA, 3000mm vatnsheld
2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr.
Stærðir 36-48
4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.
Hægt er að gefa fermingargjafir í gegnum UNICEF sem gagnast börnum í neyð.
Verð áður 36.995 kr. nú 29.995 kr. 11.995 kr. 9.596 kr.
SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur um nokkurt skeið boðið upp á Sannar gjafir. Þær hafa notið vinsælda sem óhefðbundnar fermingargjafir og fræða fermingarbörn um aðstæður jafnaldra sína um víða veröld. Hægt er að skrifa persónulega kveðju með gjöfinni sem hjálp-
Í s le n s k u
ALPARNIR
alparnir.is
Stúlkur á heimili sínu í Bagdad. Fjólublái liturinn á litla fingri gefur til kynna að stúlkurnar hafi verið bólusettar gegn mænusótt á síðustu dögum.
FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727
ar börnum í neyð og hefur fræðslugildi. Gjöfin sjálf fer til barna í neyð en viðtakandinn fær gjafabréf með lýsingu á hjálpargögnunum og persónulegri kveðju frá þeim sem keypti gjöfina. Hægt er að velja um margs konar hjálpargögn í öllum verðflokkum á heimasíðunni www.sannargjafir.is. Til að mynda er að hægt kaupa 50 skammta af bóluefni gegn mænusótt. Þá er hægt að kaupa neyðar-
aðstoð fyrir börn á flótta á 3.900 krónur. Milljónir barna frá Sýrlandi eru á flótta, ýmist innan landsins eða í nágrannaríkjunum. Skortur á drykkjarvatni, næringu og heilsugæslu eykur enn frekar á neyðina. Með því að leggja neyðaraðstoð UNICEF lið er börnum frá Sýrlandi veitt lífsnauðsynleg hjálp.
Fermingarpakkar sem slá í gegn g gn Hagkvæm fartölva
Sveigjanleg far- og spjaldtölva
Lé og falleg fartölva
Verð: 6 Verð: 69.990 9.990 kr.
Verð: 189.990 kr.
Verð: 149.990 kr.
Dell Inspiron 3551
Dell Inspiron 7359 - i7 Skylake
Frábær hljómur Jabra Move þráðlaus
Fáðu útrás fyrir litagleðina
Verð: 18.990 kr.
Urbanears Pla an - ýmsir litir
Verð: V erð: 9.590 9.590 kr.
Lé ur og flo ur
advania.is/fermingar Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
Dell Inspiron 5559 - Touch i5 Skylake
Canvas leður bakpoki
Verð: 12.990 kr.
NÓ
I SÍRÍUS
Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Nóa Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu, sem gerir kakóræktendum kleift að framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Verkefnið stuðlar að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum og bættum aðbúnaði starfsfólks.
Þau eru tilbúin Nú mega páskarnir koma því að Nóa páskaeggin eru tilbúin. Og vitið þið bara hvað? Við vönduðum okkur alveg sérstaklega í ár, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Bæði gómsæta súkkulaðiskelina sem bráðnar í munni og allt góðgætið sem leynist þar fyrir innan. Ekki ryðjast — það er nóg til fyrir alla. facebook.com/noisirius
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
72 |
Eskihlíð 6
Hvað er í matinn?
„Ég var nú ekki heima en kærastan var með ekta íslenskan heimilismat fyrir krakkana, steiktan fisk í raspi.“ Kjartan Sturluson, 6a, 2h, t.h.
„Ég nennti ekki að elda og sótti tælenskan mat, geri það stundum.“ Hreinn Bernharðsson, 6a, 4, t.h.
„Burritos.“ Kristjana Björk Magnúsdóttir, 6. 4 t.h.
„Grísakjötspottréttur.“ Herbert V. Baldursson, 6b, 3. t.v.
„Ég gerði Grýtu, sem er einskonar pottréttur.“ Baldur Ingi Jónasson, 6 3, t.v.
„Ég gerði mér pasta með pestói, ólívum, hnetum og basilíku. Það var mjög gott.“ Erna Margrét Erlendsdóttir, 6b, 2. t.v. „Ég nennti ekkert að elda í gær og fékk mér bara hrökkbrauð með rækjusalati.“ Anna S. Ingvarsdóttir, 6a, 1. t.v.
„Lasagna, sko alvöru heimagert lasagna.“ Helga Salóme Ingimarsdóttir, 6 3. t.h.
„Hér var kjúklingaréttur í ofni.“ Magnús Ásbjörnsson, 6, 1. t.v.
Uppskriftin
NIC E
17.999 kr. *
frá
jún í & september
*Ef greitt með Netgíró
Mynd | Rut
Natthawatt Voramool rekur tælenska veitingastaðinn Ban Kúnn í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Svavari G. Jónssyni.
Á Íslandi fyrir ástina Natthawatt Voramool ætlaði að stoppa stutt á Íslandi fyrir tíu árum en varð ástfanginn, gifti sig og rekur í dag feikivinsælan veitingastað, Ban Kúnn í Hafnarfirði. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
MO N T RÉ A L
14.999 kr. *
frá
ma í-jún í & sept.-okt.
*Ef greitt með Netgíró
„Ég er fæddur og alinn upp í Tælandi þar sem fjölskyldan mín rak veitingastað, svo ég vann sem kokkur áður en ég flutti til Íslands,“ segir Natthawatt Voramool sem kom hingað í fyrsta sinn sem ferðamaður með fjölskyldu sinni fyrir tíu árum. Ferðin reyndist örlagarík. „Ég hitti Svavar á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur í þessari ferð og í dag erum við giftir,“ segir Natthawatt og hlær. „Ég er hér fyrir ástina.“ Ákvað að opna stað innan þriggja ára
LO S AN G E L ES
26.999 kr. *
frá
jún í & sept.-okt.
Eggjanúðlur fyrir fjóra
*Ef greitt með Netgíró
„Við búum í Hafnarfirði og til að byrja með vann ég við að sjá um gamalt fólk á Hrafnistu. Ég var alltaf að elda tælenskan mat heima og vinir Svavars sem komu í heimsókn voru alltaf að hæla mér fyrir matinn,“ segir Natthawatt. Vinsældir réttanna hans jukust jafnt og þétt og fyrr en varði var hann farinn að sinna pöntunum fyrir veislur og fyrirtæki. „Ég ákvað að ég skyldi opna stað eftir þrjú ár og byrjaði að undirbúa það smátt og smátt. Ég er ekki mjög hrifinn af því að taka svona stóra ákvörðun í einu skrefi. Ég safnaði hlutum í eldhúsið, í skreytingar, flísar og ýmislegt sem þurfti og eftir þrjú ár var ég kominn með gott safn. Svo opnuðum við Svavar Ban Kúnn, sem þýðir heimili á tælensku, hér á Völlunum fyrir tveimur árum.“
Hádegismatseðillinn á Ban Kúnn kostar 1650,- kr. og kvöldmatseðillinn 1700,-kr.
Að elda er að gefa Hróður eldamennsku Natthawatt hefur borist langt út fyrir Hafnarfjörð en samkvæmt heimildum blaðamanns gerir fólk sér ferð úr Reykjavík og Mosfellsbæ til að bragða réttina sem allir eru eldaðir frá grunni. „Í tælenskri matargerð er mikilvægt að nota rétt krydd og að hráefnið sé ferskt, aldrei neitt frosið. Ég kaupi kjúklinginn frá íslenskum framleiðanda og nautakjötið fæ ég allt hér í Fjarðarkaupum. En það sem er sérstakt við matinn hjá okkur er að við eldum hann frá hjartanu. Sumir elda bara og elda en leggja ekkert í eldamennskuna. Að elda mat er að gefa öðrum hluta af sér, þess vegna verður maður að gera það vel.“ Eftir að staðurinn tók yfir mestan hans tíma eldar Natthawatt sífellt minna heima hjá sér en oftast verður þó tælenskt fyrir valinu. „Ef mig langar í íslenskan mat þá bið ég Svavar um að elda fyrir mig. Mér finnst allur íslenskur matur góður, allt nema skata.“
1 pakki eggjanúðlur (400 g) 4 egg 480 g kjöt að eigin vali (t.d. kjúklingur, nautakjöt, svínakjöt eða rækjur) Blandað grænmeti að eigin vali (t.d. hvítkál, blómkál, gulrætur, brokkolí eða vorlauk) 2 msk sykur 1 tsk salt 2 msk ostrusósa eða soya sósa (ostrusósa passar betur og fæst í öllum tælenskum og asískum búðum) 150 ml vatn með kjötkrafti 4 msk olía til steikingar
Sjóðið eggjanúðlur í 5-6 mínútur. Skolið vel upp úr köldu vatni þegar þær eru tilbúnar og sigtið allt vatn í burtu. Steikið kjöt á pönnu upp úr olíu. Takið kjötið af pönnunni þegar það er tilbúið og steikið egg. Þegar eggin eru tilbúin bætið þá kjötinu við og blandið saman. Bætið vatni með kjötkrafti út í. Bætið við sykri og salti og annaðhvort ostrusósu eða soya. Blandið vel saman og bætið núðlunum við og blandið aftur saman. Að lokum er grænmetinu bætt við, blandað í 1-2 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.
gerir kraftaverk fyrir daglegt brauð
Við nýtum áratuga reynslu okkar af samlokugerð til að töfra fram gómsæt salöt og hummus sem lyfta hversdagslegustu brauðsneiðum upp á æðra og ferskara tilvistarstig.
Ferskt á hverjum degi
565 6000 / somi.is
fréttatíminn | HElGin 11. MarS–13. MarS 2016
74 |
Kynningar | Matur
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Ást er: Matur sem elskar þig á móti Á Krúsku er markmiðið að stuðla að heilsusamlegum lífsstíl og minnka matarsóun Unnið í samstarfi við Krúsku
V
ið erum bara með hollan og hreinan mat og hér er allt gert frá grunni,“ segir Guðrún Helga Magnúsdóttir sem rekur veitingastaðinn Krúsku ásamt manni sínum, Steinari Þór Þorfinnssyni. Þau leggja áherslu á að bjóða upp á mat fyrir alla hópa – líka grænmetisætur og þau sem eru vegan. Starfsfólk Krúsku leggur sig fram við að koma til móts við þarfir fólks. „Á Krúsku starfar frábært starfsfólk sem auðvitað skiptir miklu máli fyrir rekstur fyrirtækisins, það er alltaf til í allt og heldur staðnum gangandi af miklum krafti.“ Líka opið á laugardögum Hjónin reka einnig nokkur mötuneyti auk þess sem þau þjónusta fjölda fyrirtækja með hádegismat. Meðal þeirra mötuneyta sem Guðrún og Steinar þjónusta er mötuneyti nemenda Menntaskólans við Sund og segir Guðrún að unglingarnir séu síst af öllu matvandir og geri sér að góðu rauðrófur og allan þann heilnæma mat sem boðið er upp á. Krúska ætlar að bregðast við mikilli eftirspurn og hafa opið á laugardögum milli klukkan 11 og 21 en áður hefur aðeins verið opið virka daga. Væn og græn Matarsóun er ofarlega í huga þeirra hjóna og alls starfsfólksins þeirra og hefur Steinar tekið með sér gegnum tíðina vitneskju og færni í að fullnýta hráefni. „Steinar hefur alltaf unnið með þessa hugmyndafræði sem matreiðslumaður. Við höfum raunar alltaf hugsað vel um mat og hendum bara aldrei mat,“ segir Guðrún og bætir við að ef einhver afgangur verði
Hollt í hádeginu Krúska þjónustar stærri og minni mötuneyti 5 daga vikunnar sendir einnig mat á vinnustaði eftir pöntunum. „Þannig fáum við tækifæri til að bjóða starfsmönnum fyrirtækja upp á hollan og næringarríkan mat í hádeginu,“ segir Guðrún. Einnig rekur Krúska veisluþjónustu og eru veislurnar sérstaklega vinsælar vegna þess að fólk kýs hreint hráefni og veislumat sem er gerður frá grunni.
Það er bara hræðilegt hvað það er mikið af mat hent. Við erum væn og græn og pössum okkur á að flokka allt og henda engum mat. sé fundinn fyrir hann staður þar sem hann nýtist. „Við hringjum hiklaust í staði þar sem maturinn getur nýst og svo fær starfsfólkið okkar að sjálfsögðu að taka með sér afganga Markmið Krúsku er: heim. Ef það er eitthvað sem Að bjóða upp á hollan og heilsusamlegan mat sem ekki gengur út þá gerður er frá grunni, úr besta fáanlega hráefninu og notum við það í er án allra aukaefna. rétti daginn eftir, Að bjóða upp á mat sem öllum líður vel af eins og með steikt að borða og allir fá eitthvað við sitt hæfi grænmeti, þá nýtum – ekki síst grænmetisætur og þau við það í grænmetisrétt sem eru vegan. daginn eftir,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Það er bara hræðilegt hvað það er mikið af mat hent. Við erum væn og græn og pössum okkur á að flokka allt og henda engum mat. Það er og verður okkar stefna.“
Myndir | Hari
Guðrún Helga Magnúsdóttir og Steinar Þór Þorfinnsson bjóða upp á hollan og hreinan mat á Krúsku.
Að minnka matarsóun. kruska.is
Skreyta sig með lánsfjöðrum Margir íslenskir veitingastaðir eiga sér erlendar fyrirmyndir. Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar eigendur hins þekkta bars The Dead Rabbit í New York gerðu athugasemd við íslenskir veitingamenn ætluðu að opna stað með sama nafni í Reykjavík. Meira að segja lógóið var það sama. Íslensku veitingamennirnir töldu sig í fullum rétti en ákváðu á endanum að breyta nafninu í The Drunk Rabbit. Þetta er síður en svo fyrsta dæmi þess að íslenskir veitingamenn sæki sér innblástur til kollega sinna erlendis. Hamborgarabúlla Tómasar hefur slegið í gegn síðan hún var opnuð hér fyrir rúmum áratug og er nú starfrækt víða um Evrópu. Stofnandinn, Tómas Tómasson, hefur verið ófeiminn við að viðurkenna að fyrirmyndin hafi verið sótt til búllunnar á Parker Meridienhótelinu í New York. „Við förum þangað iðulega og fáum yfir okkur andann,“ sagði Tommi í viðtali við
Morgunblaðið árið 2009 og bætti því við að raunar hafi allt það sem hann hafi brallað í gegnum tíðina átt sér erlendar fyrirmyndir. Sushi Samba í Þingholtsstræti hefur sömuleiðis notið mikilla vinsælda síðustu ár en eigendur alþjóðlegu veitingakeðjunnar Sushi Samba eru ekki alls kostar sáttir við notkun nafnsins og telja sig eiga einkarétt á því. Hafa þeir því stefnt íslensku veitingamönnunum. Það var mörgum áfall þegar McDonalds á Íslandi var lokað árið 2009. Í staðinn var Metró opnaður á sama stað og með næstum því sama matseðlinum. Eigendur kjúklingastaðarins Hanans í Skeifunni hafa greinilega komið á Nandos sem rekinn er víða um heim. Ef vel er að gáð má meira að segja stundum sjá Nandos-sósur á staðnum. Að síðustu má geta þess að aðdáendur hins bandaríska Shake Shack geta komist ansi nálægt því að upplifa stemninguna með því að heimasækja Block Burger á Skólavörðustíg. | hdm
Sushi Samba býður upp á blöndu af asískum og suðrænum mat – rétt eins og samnefnd keðja úti í heimi.
Hamborgarabúlla Tómasar sækir fyrirmynd sína í búllu á Parker Meridien-hótelinu í New York.
Merkið tryggir gæðin
Block Burger
Shake Shack
Haninn
Nandos
Metró tók við af McDonalds á Skólavörðustíg.
Miðlungsbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum
Rautt Merrild er miðlungsbrennt sígillt kaffi, fullkomið og bragðmikið. Miðlungsbrennsla þýðir að baunir eru ristaðar þar til þær fá ljósbrúnana lit, ljúfan og jafnan keim og notalegan ilm.
HÆG UPPÁHELLING BÝR TIL GÓÐAR STUNDIR – svona gerirðu betra kaffi
ENNEMM / SIA • NM67254
Settu kaffipoka í trektina.
2
Mældu sléttfulla matskeið í pokann fyrir hvern bolla eða 6-7 g á 1,5 dl. Örlítið meira ef þú vilt hafa kaffið sterkt.
Bíddu augnablik eftir að vatnið er búið að sjóða – best er að hitastigið sé u.þ.b. 93°C. Helltu dálitlu vatni yfir kaffið, rétt til að bleyta upp í því.
4
Haltu áfram að hella vatninu smám saman þar til kaffið er tilbúið.
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
76 |
Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 15. mars 2016
Sykur eða sætuefni? Hvort er betra eða verra fyrir heilsuna?
Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 19:30 • Eru sætuefni hollari en sykur? • Eru sætuefni í matvælum ofnæmisvaldar? • Getur sykurneysla verið ávanabindandi – líkt og fíkniefni? • Ávaxtasykur – er hann hollur?
• Sætuefni eða sykur fyrir börnin ? • Er hægt að treysta merkingum á umbúðum matvæla? • Sætuduft – er það í lagi? • Hvað getur komið í stað sykurs? • Eru tengsl á milli sykurneyslu og sjúkdóma?
Frummælendur: Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor við Matvæla- næringarfræðideild HÍ
Eru sætuefni skynsamur valkostur við sykur? Haraldur Magnússon osteópati B.Sc. Þórhallur Ingi Halldórsson
Haraldur Magnússon
Skaðsemi aspartams, hvar liggur sannleikurinn í dag? Anna Sigríður Ólafsdóttir dósent í næringarfræði við Menntavísindasvið HÍ
Sykur – hvers vegna er svo erfitt að standast sæta bragðið? Birna G. Ásbjörnsdóttir M.Sc næringarlæknisfræði
Þarmaflóran – hefur sykur eitthvað að segja?
Anna Sigríður Ólafsdóttir
Birna G. Ásbjörnsdóttir
Fundarstjóri: Ingi Þór Jónsson markaðsstjóri Heilsustofnunar NLFÍ Auk frummælenda sitja fyrir svörum:
Ingibjörg Lóa Birgisdóttir
Ragnheiður Héðinsdóttir
Ingibjörg Lóa Birgisdóttir, móðir drengs með flogaveiki. Reynslusaga Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins
Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 2.500. Frítt fyrir félagsmenn
Berum ábyrgð á eigin heilsu
Myndir | Hari
Valdís Lilja, fyrirliði kvennaliðs HK í bandí, tilbúin í slaginn fyrir æfingu í vikunni.
Ótrúlega gaman að skora! Valdís Lilja starfar sem kennari á daginn en spilar bandí af miklum móð á kvöldin. „Ég fékk áhugann í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Við hittumst alltaf einu sinni í viku og spiluðum í einn og hálfan eða tvo tíma, til hálf tólf á kvöldin. Ég man að mamma var alltaf frekar pirruð yfir þessu því ég var svo þreytt á eftir,“ segir Valdís Lilja Andrésdóttir, fyrirliði kvennaliðs HK í bandí. Bandí er íþróttin sem margir muna eftir úr skólaleikfimi í barnaskóla, þar sem keppst er við að rekja kúlu með kylfu og skjóta í mark andstæðinganna. Valdís Lilja er þrítug og er kennari í Ísaksskóla á daginn. Hún hefur æft bandí með HK síðan hún flutti suður og var um tíma bæði að æfa blak og bandí. Nú hefur hún ákveðið að einbeita sér að bandíinu. „En ég fæ að vera með á öldungamótum í blakinu, ég kallast víst öldungur þar eftir að ég varð þrítug.“ Hvað er svona skemmtilegt við bandíið?
„Ég held að það sé snerpan, þetta gerist allt svo hratt. Svo er ótrúlega gaman að skora!“ segir Valdís sem æfir tvisvar í viku með stelpunum í HK og einu sinni til viðbótar með félögum sínum. Á þeim æfingum er sérstök áhersla lögð á sendingar og skot. Að sögn Valdísar eru 97 konur skráðar í bandí hjá HK en yfirleitt mæta um 15-20 á hverja æfingu. Meðalaldurinn er um 25 ár. Hún segir að allar áhugasamar konur geti mætt og allur búnaður sé til staðar. „Það er alltaf ákveðinn kjarni sem heldur sér. Við höfum farið á mót á Akureyri og Ólafsfirði en það er engin kvennadeild. Við fórum líka einu sinni út til Amsterdam og kepptum á móti. Við enduðum mótið á því að vinna tvo leiki og fórum því heim með sigurbros. Við skulum ekkert tala um hvernig gekk fram að því.“ Valdís segir að þó bandíið sé skemmtilegt sé það hobbí. „Þetta er hobbí-íþrótt, bumbubandí. Þetta er auðvitað miklu skemmtilegra en að hlaupa á hlaupabretti.“ | hdm
Hvað er bandí? Sex leikmenn eru inni á í hvoru lið, fimm útileikmenn og markmaður. Markmenn eru sérstaklega útbúnir með brynjur og hjálma, rétt eins og í íshokkí. Völlurinn er svipaður handboltavelli að stærð og eru battar í kringum völlinn. Mörkin eru sérhönnuð. Leikmenn keppast við að rekja kúlu með kylfum og koma kúlunni í mark andstæðinganna.
Iðkendur allt niður í sex ára
„Bandí hefur verið stundað sem keppnisíþrótt hér á landi í um tíu ár. Það datt botninn úr starfinu um tíma en síðustu 3-4 ár hefur verið mikill kraftur í þessu. Ég hugsa að það séu á milli 200-250 manns sem eru viðriðnir sportið hér á landi en í kringum hundrað sem æfa þetta sem keppnisíþrótt,“ segir Atli Þór Hannesson, formaður bandídeildar HK og landsliðsmaður í greininni. Að sögn Atla eru iðkendur alveg niður í sex ára og barnastarf er alltaf að eflast. Þrjú félög eru á höfuðborgarsvæðinu, HK, Björninn og Bandífélag Reykjavíkur. Þá er íþróttin stunduð á Egilsstöðum, Akureyri og Ólafsfirði. Ísland sendi í fyrsta sinn landslið í undankeppni HM í bandíi á dögunum. „Við fórum til Slóvakíu og kepptum við fimm lið, þar á meðal heimsmeistara Svía. Við töpuðum nokkuð örugglega fyrir Svíum, Rússum og Slóvökum en svo sigruðum við Frakkana. Það hafa verið gríðarlegar framfarir hjá okkur síðustu tvö árin.“
FréttatÍminn | Helgin 11. 26. mars–13. febrúar–28. febrúar fréttatíminn mars 2016 2016
|43 |77
Kynningar | Heilsa
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Get ekki án Femarelle verið betri svefn, jafnara skap og engin hitakóf. Unnið í samstarfi við Icecare
D
alla gunnlaugsdóttir leitaði til heimilislæknis árið 2014 vegna mikilla óþæginda sökum breytingaskeiðs. eftir þessa læknisheimsókn fór Dalla að taka inn femarelle. „Óþægindin voru hitakóf, þreyta, miklar skapsveiflur og svefntruflanir. Ég talaði um þessa vanlíðan mína við lækninn minn og benti hann mér á femarelle þar sem ég vildi ekki taka inn hormóna. eftir tvær vikur leið mér mikið betur. Hitakófin hurfu, ég svaf betur og skapið varð jafnt. Í dag get ég ekki án femarelle verið. fólki í kringum mig finnst ég allt önnur og finnur mikinn mun á skapinu hjá mér. Í dag er ég í 130% vinnu ásamt því að stunda nám. femarelle færði mér aukna orku.“ femarelle er náttúruleg vara, unnin úr soja og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. rannsóknir sýna að það slær á einkenni tíðahvarfa, svo sem hitakóf, nætursvita, skapsveiflur og verki í liðum og vöðvum. Virkni femarelle hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á síðustu 13 árum. Mælt er með því að konur byrji að taka femarelle þegar fyrstu einkenni tíðahvarfa
Nærandi smyrsl úr íslenskum jurtum sárabót og Hælabót eru hluti af vörulínunni gandi. smyrslin eru mýkjandi og rakagefandi krem unnin úr minkaolíu og íslenskum jurtum. Unnið í samstarfi við Icecare
M
inkaolía og handtíndar íslenskar jurtir eru uppistaðan í vörunum frá gandi. minkaolía hefur óvenjuhátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem gefa henni einstaka eiginleika í snyrtivörum. Hún er græðandi og mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð bæði manna og dýra. minkaolían sogast hratt inn í húðina og getur þannig hjálpað til við að loka sárum og sprungum sem í kjölfarið gróa hraðar. Í smyrslunum er einnig að finna handtíndar íslenskar jurtir, bývax og e-vítamín.
Íris Ásmundardóttir ballerína er mjög hraust, sjaldan þreytt og með góða einbeitingu.
Styrkir ónæmiskerfið og meltinguna Hælabót Hreysti, vellíðan og einbeiting fyrir tilstuðlan bio-Kult. Heldur exeminu niðri
Í
Hælabót hefur reynst vel á þurra Klara Helgadóttir prófaði sárabót Bio-Kult fyrir alla og sprungna hæla. Hælabót innifyrirrisátta ára gamlan sonersinn semí framhaldskólanámi og Ásmundardóttir á fullu heldur minkaolíu, bývax, vallhumal, berst viðballett exem og er með mjög þurra æfir í rúmlega tuttugu klukkustundir á viku innihald bio-Kult Candéa-hylkjanna er öflug blanda af tea treeog piparmyntu kjarnahúð.ásamt „Við höfum ansi aðstoðarkennari mörg því að prófað vinna sem í ballett vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape seed extract. olíur auksem E-vítamíns. Vallhumall exem krem, fyrir þauþar semá meðal eru að sterakrem taka fyrstuogsporin. „Þegar ég bio-Kult Candéa hylkin virka vörn gegn candidahefur lengi verið notaður sem ekkertað hefur virkað jafnónæmiskerfisins vel og sárabót væri í lærði stærsti hluti sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla og sem lækningajurt á Íslandi, þekktur fyrir frá gandi. Við höldum exeminu alveg meltingarfærunum ákvað ég að gera eins vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum græðandi og mýkjandi eiginleika niðriogmeð sárabót.“ vel ég gæti til að styðja við og halda svæðum hjá konum. Candida-sveppasína.getur Tea tree olía er talin sóttþeim í sem bestu standi. Ég ætla mér sýking komið fram meðhafa ólíkum hreinsandi Frískirí ballettinum og nærðir fætur langt og mér hefur undanhætti hjá fólkiáhrif svo og sempiparmyntan munnangur, þykir aukapirringur blóðflæði. Hjördís anna Helgadóttir notast að viðfá að farin tvö ár hlotnast sá heiður fæðuóþol, og skapsveiflur, Hælabótnám í starfi sem fótaaðstunda viðsínu sumarskóla boston ballet þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, gerðafræðingur. „Í dag nota ég bæði nær í Steps ásamt því að hafa tekið tíma mígreni eða ýmis húðvandamál. Sárabót eingöngu Hælabót eftir fótaaðagerðir on broadway og í london. Til þess að bio-Kult Original er einnig öflug og mæli ég hiklaust því. Þaðaf fullum geta stundað þettameð allt saman blandaer afmýkjandi, vinveittumgræðandi gerlum sem Sárabót og þarf ekki magn af því. Kremið krafti tekmikið ég bio-Kult á hverjum degi til styrkja þarmaflóruna. bio-Kult kláðastillandi smyrsl. Sárabót innismýgur mjög vel inn í húðina og að styrkja ónæmiskerfið og koma í veg Candéa og bio-Kult Original heldur minkaolíu, bývax, haugarfa, það er gott að nudda upp úr fyrir aðmjög ég fái allskonar umgangspestir hentaog velklóelfting, fyrir alla, einnig fyrir vallhumal lavender og því. Hælabótin er sérstaklega góð sem ég má ekkert vera að því að eyða barnshafandi konur, mjólkandi rósmarín kjarnaolíur auk E-vítamíns. á sprungnaí,“hæla þurra fætur.“ tímanum segirogÍris. mæður og börn. hafa fólk sömu með Klóelfting og haugarfi Hjördís einnigbio-Kult hrifin af gera myntunni Hennierfinnst sér gott mjólkurog sojaóþol má eiginleika og vallhumall en haugarfí kreminu heilsusamlegu sem gefur fótunum frísk- „Ég er Hjördís Anna Helgadóttir, lögsamhliða mataræði. nota vörurnar. Mælt er með inn þykir einnig kláðastillandi. giltur fótaaðgerðafræðingur, leika. „Égmjög hef unnið með þetta þreytt, krem með allavega hraust, sjaldan bio-Kult í bókinni Meltingarnotar Hælabót eftir fótaaðgerðir. í um það bil fimm og mánuði ognær bæði góða einbeitingu hlakka undanvegurinn geðheilsa Hælabótogeru fáanleg eftir „Kremið smýgur mjög vel inn í Sárabót og ég og viðskiptavinir mínir erum mjög tekningarlaust að takast á við verkefni Dr.ognatasha Campbellheilsuhillum stórhúðina og það er mjög gott að í apótekum hrifin af Hælabót,“ segir Hjördís. dagsins.“ Mcbride. nudda upp úr því.“ markaðanna.
FEMARELLE Slær á óþægindi eins og höfuðverk, svefntruflanir, nætursvita, skapsveiflur og óþægindi í liðum og vöðvum. Þéttir bein. Hefur ekki áhrif á móðurlíf eða brjóstavef. náttúruleg lausn, inniheldur Tofu-extract og hörfræjaduft. inniheldur engin hormón eða ísóflavóníða. Staðfest með rannsóknum síðustu þrettán ár.
„ Í dag get ég ekki án Femarelle verið. Fólki í kringum mig finnst ég allt önnur og finnur mikinn mun á skapinu hjá mér. Í dag er ég í 130% vinnu ásamt því að stunda nám. Femarelle færði mér aukna orku. “ Dalla Gunnlaugsdóttir hóf inntöku Femarelle árið 2014 góðum árangri.
láta á sér kræla. Margar konur sem hafa þurft á hormónum að halda vegna tíðahvarfa hafa getað hætt inntöku þeirra þegar þær byrja að taka inn femarelle.
femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is og á facebook-síðunni femarelle.
Frábært við verkjum og stirðleika amínó liðir hefur reynst einstaklega vel þeim sem eiga við verkjasjúkdóma og gigt að stríða.
A
mínó vörulínan samanstendur af fæðubótarefnum sem innihalda iceProtein® ásamt öðrum lífvirkum
Allt önnur líðan og betra skap efnum. amínó® liðir er liðkandi blanda með náttúrlegum efnum úr hafinu við Ísland. Það inniheldur sæbjúgu (Cucumaria frondosa) og iceProtein® (vatnsrofin þorskprótín). Skrápurinn samanstendur að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu chondroitin sulphate sem verndar liði fyrir skemmdum og örvar endurbyggingu áFemarelle skemmduhefur brjóski. fyrir utan Virkni að innihalda og chondroverið staðfest kollagen með fjölda itin sulphate er sæbjúgna-extraktið rannsókna á undanríkt af sinki, joði og járni sem og förnum þrettán árum. bólguhemjandi efnum sem nefnast guðrún ragna Ólafssaponin. dóttir prófaði Femarelle auk sæbjúgna ogkom fljótlega eftir að það áiceProteins® markað fyrir inniþremur heldur„Þegar amínóégliðir árum. komst á túrmerik, vítamín breytingaskeiðið fékk ég D, vítamín og hormón hjá Clækninum mangan. D-vítamín sem fóru ekki vel í mig stuðlarað aðég frásogi þannig ákvað að kalks Femarelle. úr meltingarprófa Ég er vegi, gigt C-vítamín hvet-á með og hef verið ur eðlilega myndum lyfjum við gigtinni og mörg lyfin fara kollagens brjóski ekki of vel ímeð mig.og núna er ég betri mangan íerskapinu og nauðsynlíður miklu betur við að legt fyrir myndun á við það hvernnota Femarelle, miðað brjóski og liðvökva. ig mér leið á hormónunum. Ég er ekki Kollagen, chondroitsama manneskja eftir að ég kynntist in sulphate,segir vítamín Femarelle,“ guðrún ragna. D, vítamín C og mangan eru allt efni Hefur hjálpað mikið sem eru mikilvæg Valgerður Kummer erlingsdóttir hefur fyrir liðaheilsu. notað Femarelle í nokkurn tíma og
Femarelle er náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri. rannsóknir sýna að það slær á einkenni tíðahvarfa og bætir líðan. finnur nú vel hve miklu máli það skipti fyrir hana að taka það. „Ég var byrjuð að finna fyrir breytingum hjá mér, var farin að svitna mikið yfir daginn og var oft með skapsveiflur. Ég var ekki sátt við þessa líðan, ég fékk hormónatöflur hjá lækninum en var aldrei róleg yfir að nota þær. mér líður núna miklu betur en áður, og jafnvel betur en þegar ég var að nota hormónatöflurnar. Ég tek yfirleitt bara eitt hylki af Femarelle á dag, en stundum tvö þegar ég er í miklum hita á sumrin.“ Valgerður er svo ánægð með Femarelle að hún mælir með því við allar Amínó® Liðir er vinkonur sínar. „Ég veit að nokkrar liðkandi blanda eru að nota það líka. Femarelle hefur með náttúrlegum hjálpað mér alveg ótrúlega mikið ogvið efnum úr hafinu bjargað líðan minni.“ Ísland.
komnar komnaraftur aftur
*leggings *leggings háar háarí íSíð Peysa 20% afsláttur afsláttur Loksins Loksins Loksins Loksins20% RUGL BOTNVERÐ kr 7900 og mittinu mittinu afaföllum öllumvörum vörumstutt peysa Peysur, jakkar, tunikur, kjólar og margt fl. komnar komnar aftur aftur omnar komnaraftur aftur kr 5900 til 17.júní júní *leggings *leggings háar háar í í *leggings *leggings háar háar í til í 17. mittinu mittinu
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
78 |
Hönnun
Verð frá 1.000 - 5.000 kr. Mjög smart dress mittinu mittinu Ekkert hærra en 5.000 kr
kr. kr.5500 5500. .
Túnika Túnika Mikið úrval af Nú er bara að hlaupa og kaupa. kr.Frábær kr. 3000 3000 Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, fallegum vörum
kr. 5500 5500 . . kr.kr.5500 5500 . . kr. góð góð þjónusta þjónusta 280cm
Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, ábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, 98cm góðgóð þjónusta þjónusta góðgóð þjónusta þjónusta
280cm
Sienna Miller tekur sig vel út í vorlínu Lindex sem er innblásin af áttunda áratugnum.
Sienna Miller nýtt andlit Lindex
Leikkonan Sienna Miller er nýtt andlit Lindex. Hún situr fyrir í Tökum Tökum uppupp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega fyrirtækisins en nýja vorherferð línan kemur á markað í næsta Bláu Bláu húsin Faxafeni Faxafeni · S.· 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙ vörur Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur daglega daglega Tökum Tökum upphúsin upp nýjarnýjar vörur vörur daglega daglega mánuði. Línan er innblásin af áttunda Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 588 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16áratugnum og byggð í kringum húsin áu húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 S. 588 44994499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙S. laug. ∙4499 laug. 11-16 11-16 Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16 boho-chic útlitið sem samræmist fullkomlega persónulegum stíl Sienna Miller. Í línunni er meðal annars flæðandi gyðju blússan sem Sienna Miller kveðst geta búið í yfir sumartímann. „Útvíðu gallabuxurnar eru frábærar, þægilegar og laga sig ótrúlega vel að líkamanum. Hvort tveggja eru þetta flíkur sem eru klassískar, vel sniðnar og fjölbreytilegar,“ er haft eftir Siennu Miller í fréttatilkynningu. Sienna Miller kveðst ánægð með að vera andlit Lindex. „Það er ákveðið léttlyndi sem fylgir vörumerkinu og mér finnst það raunverulega fagna kvenleikanum, það er hrífandi án þess að vera of alvörugefið. Ég tel að persónuleiki vörumerkisins komi fram í myndatökunni fyrir línuna. Við skemmtum okkur mjög vel og hlógum mikið! Ég held að það sé það sem Lindex snýst um,“ sagði Sienna Miller. 98cm
Tískuvöruverslun fyrir konur
Nýir íslensk ir gærupelsar eru alfarið unnir á Íslandi.
Flík sem á að endast út lífið Athafnakonurnar Dögg Hjaltalín og Ingibjörg FInnbogadóttir frumsýna glænýjan íslenskan pels í tengslum við Hönnunarmars. Pelsinn er 100% íslenskur, unnin á Íslandi úr íslenskum gærum, og á að endast út lífið. „Í dag er staðan sú að íslenskar gærur eru fluttar úr landi og sútaðar erlendis og svo fluttar aftur inn til að spara peninga. Auk þess er verið að selja pólskar gærur sem íslenskar í ferðamannaverslunum. Okkur finnst aftur á móti mjög mikilvægt að pelsarnir séu úr íslenskri gæru og alfarið unnir hér á landi,“ segir Dögg Hjaltalín sem frumsýnir, ásamt Ingibjörgu Finnbogadóttur, nýja íslenska gærupelsa í Epal í Hörpunni í tengslum við Hönnunarmars. Dögg segir mikilvægt að þekkingin á vinnslu gæra viðhaldist hér á landi og lítur hún á pelsana sem innlegg í þá varðveislu. „Íslenskar gærur hafa haldið lífi í Íslendingum í meira en 1.000 ár og við eigum að sýna þessu hráefni þá virðingu sem það á skilið. Gærurnar okkar eru frá Norðlenska, sútaðar á Sauðárkróki og saumaðar, bæði í vél og í höndunum, af klæðskera á okkar vegum á verkstæði úti á Gróttu,“ segir Dögg sem fékk hugmyndina að pelsunum fyrir nokkrum árum. „Mér áskotnaðist gamall íslenskur lambapels af flóamarkaði og hefur það lengi verið uppáhaldsflíkin mín enda ótrúlega hlý og klassísk flík. Ég hef í mörg
Athafnakonurnar Dögg Hjaltalín og Ingibjörg Finnbogadóttir.
ár furðað mig á því hvers vegna pelsarnir hafa ekki verið framleiddir hér á landi og ég ákvað því að gera það sjálf,“ segir Dögg sem fékk svo fatahönnuðinn Ingibjörgu Finnbogadóttur til liðs við sig. Gærupelsinn er hugsaður sem flík sem á að endast út lífið og vildi Ingibjörg því hafa hönnunina klassíska. „Pelsinn á að geta lifað og ferðast á milli kynslóða. Ég valdi að gera hann stuttan, í mjaðmasídd, í svo kölluðu bjöllu sniði „bell-cut“ svo hann væri sem klæðilegastur á sem breiðastan hóp, óháð vaxtarlagi hvers og eins. Við vildum einnig að hann myndi þjóna sínum tilgangi og ylja vel svo kraginn er gerður með það í huga, að hleypa ekki kuldabola inn við hálsinn og að þú þurfir ekki að vera með trefil eða slæðu, frekar en þú viljir.“ | hh
Félag íslenskra teiknara kynnir sigurvegara FÍT verðlaunanna 2016 Sýning á þeim verkum sem hlutu verðlaun og viðurkenningu fer fram í húsi Sjávarklasans úti á Granda og stendur fram á sunnudag.
1. Almennar myndskreytingar
2. Auglýsingaherferðir
3. Bókahönnun
4. Firmamerki
5. Firmamerki
6. Gagnvirk miðlun & upplýsingahönnun
7. Gagnvirk miðlun & upplýsingahönnun
8. Hreyfigrafík
9. Markpóstur & kynningarefni
10. Mörkun
11. Myndskreytingar fyrir auglýsingar & herferðir
12. Opinn flokkur
13. Opinn flokkur
14. Plötur
15. Stök prentauglýsing
16. Umbúðir
17. Umbúðir
18. Umhverfisgrafík
19. Vefsvæði
20. Vefsvæði
21. Veggspjöld
22. Nemendaflokkur
1. Matur og drykkur — Albert Muñoz Jónsson & Lemacks 2. Þrjár systur — Einar Geir Ingvarsson E&Co 3. Alfreð Gígja — Viktor Weisshappel Vilhjálmsson 4. Íslenskt lamb — Sigurður Oddsson,
7. Orka til framtíðar — Kristín Eva
Unnie Arendrup, Hrafn Gunnarsson,
Jónmundur Gíslason, Michael Tran,
Gunnarsson Brandenburg
Snorri Eldjárn Snorrason, Þorvaldur
Samúel Jónasson, Pétur Valgarð Guðbergsson, Marel Helgason, Ingþór Hjálmarsson Gagarín 8. Sælureitur — Hrafn Gunnarsson, Þorvaldur Sævar Gunnarsson, Jón
Grétarsson Jónsson & Lemacks
Ingi Einarsson Brandenburg
Jökulá 6. Infinite String Quartet — Sigurður Oddsson, Úlfur Eldjárn Jónsson & Lemacks
16. Sólgæti — Ásgerður Karlsdóttir,
Jón Ingi Einarsson, Þorvaldur Sævar
Albert Muñoz, Stefán Snær 5. A-Z — Björgvin Pétur Sigurjónsson
11. Sælureitur — Hrafn Gunnarsson,
Ólafsdóttir, Magnús Elvar Jónsson,
9. High Five! — Hildur Sigurðardóttir, Ólöf Birna Garðarsdóttir, Birna Einarsdóttir Reykjavík Letterpress 10. We Live Here — Sigurður Oddsson Jónsson & Lemacks
12. #einádag Dagatal — Elsa Nielsen Nielsen hönnunarstofa 13. Mælistika — Hildigunnur Gunnarsdóttir, Snæfríð Þorsteins Snæfríð & Hildigunnur 14. Destrier — Dóri Andrésson Íslenska auglýsingastofan 15. Úti er inn — Jón Ari Helgason, Snorri Eldjárn Snorrason Brandenburg
Sævar Gunnarsson Brandenburg 17. Almenn þekking hinna upplýstu — Snæfríð Þorsteins, Hildigunnur Gunnarsdóttir Snæfríð & Hildigunnur 18. HönnunarMars 2015 — Jónas Valtýsson, Erla María Árnadóttir, Ármann Agnarsson Teymi HönnunarMars 2015, Skiltamálun Reykjavíkur
19. Gengi.is — Steinar Ingi Farestveit Kolibri 20. innrifegurd.bluelagoon.is — Helgi Páll Einarsson Kolibri, Döðlur 21. Þrjár systur — Einar Geir Ingvarsson E&Co 22. Alfreð Gígja — Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
Lรกgt verรฐ MARKAร SDAgAR Lokahelgin - auka 30% afslรกttur af รถllum markaรฐsdagsvรถrum
25%
Palla veggljรณs, meรฐ segli G9 hvรญtur, svartur, kopar og krรณm
afslรกttur af
4.495
Mottum og dreglum
Skrautperur E14, E27, 40W 135/150lu
975
kr.
kr./stk.
Diamond loftljรณs E27, kopar/svart
9.695 -25%
-25%
kr.
52238058/035/032/033 Almennt verรฐ: 1.295 kr.
ร ll verรฐ eru birt meรฐ fyrirvara um prentvillur og/ eรฐa myndabrengl. Tilboรฐin gilda til 14. mars 2016.
-25%
52238257-60 Almennt verรฐ: 5.995 kr.
52238129/52238130 Almennt verรฐ: 12.995 kr.
25%
Gitter loftljรณs E27, kopar/svart
afslรกttur af bรถkunarvรถrum
4.495
kr./stk.
Titan loftljรณs, 2xG9, 22cm.
Murano loftljรณs 22cm, svart/ant.messing E27
2.995 -25%
5.245 -25%
kr.
kr.
52238149 Almennt verรฐ: 3.995 kr.
52238080 Almennt verรฐ: 6.995 kr.
20%
20-30% afslรกttur
af SOnax
Janus loftljรณs 2xG9
2.995 -25%
bรญlavรถrum
kr.
52238150 Almennt verรฐ: 3.995 kr.
hjรก byko 5รกr
afslรกttur af Vinnufรถtum og skรณm
Borรฐlampi rรณs - krรณm/rautt, city - krรณm/lilla. 39cm E14
4.495 -25% kr.
52238138/31 Almennt verรฐ: 5.995 kr.
Spurรฐu รกstu um allt tengt hรถnnun heimilisins
hjรก byko 32รกr
Spurรฐu Stefรกn um allt tengt stรฆrri verkefnum
hjรก byko 19รกr
-25%
52238125/6 Almennt verรฐ: 5.995 kr.
Spurรฐu vigni um allt tengt timbri
Spurรฐu sveinbjรถrn um allt tengt verkfรฆrum
hjรก byko 8รกr
Spurรฐu Regรญnu um allt!
hjรก byko 8รกr
alla daga síðan 1962
-30% BOSCH AQT 35 120B háþrýstidæla.
1.495
kr.
GæludýravöruM
kr.
74810235 Almennt verð: 27.695 kr.
kr./m2
afsláttur af
Sturtusett
19.495
1.995
20%
-50% 15700203 Almennt verð: 2.995 kr.
Fóður og leikföng
INTERIÖR 10 innimálning, 2,7 l.
3.355 -20% kr.
80602727-30 Almennt verð: 4.195 kr.
20%
afsláttur af rafmagnsverkfærum
-26%
0113487/ 0113485/ 0113475 Almennt verð: 2.695 kr.
25%
-30%
afsláttur af listmálaravörum
Járnhillur, 180X100X60/30 3/2
6.915
kr.
38910099 Almennt verð: 9.875 kr.
25% afsláttur
af fræjum, sáðbökkum og vorlaukum
Við þökkum öllum þeim sem komu í básinn okkar á stórsýningunni Verk og vit um síðustu helgi. Sýningin tókst í alla staði mjög vel og eiga skipuleggjendur hennar og starfsmenn okkar þakkir skildar. Alls mættu um 23 þúsund gestir í Laugardalshöllina og myndaðist sérstaklega skemmtileg stemning. Takk fyrir okkur!
byko.is
reynslumikið starfsfólk úrvals þjónusta
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
82 |
Hvað verður um risaeðluna? Steini skoðar heiminn Þorsteinn Guðmundasson Ég skapp yfir í sjónvarpsheima í vikunni. Sjónvarpsheimar hafa verið nokkurs konar hliðarheimar við líf mitt um margra ára skeið. Hljómar dálítið eins og ég vinni í sjónvarpstækjaverslun en það er nú reyndar ekki meiningin. Að skreppa yfir í sjónvarpsheima þýðir að hittast og búa til sjónvarpsefni. Líklega hef ég nú slegið met í óþarfa úrskýringum. Minnir mig á þegar fólk byrjar sögurnar sínar á: Ég vaknaði í morgun og ... Ástæðan fyrir þessum skrítna inngangi er samt kannski að vinna við gerð sjónvarpsefnis er dálítið sérstök. Hún krefst samvinnu fjölda fólks sem sinna mjög ólíkum störfum og hafa mjög ólík sérsvið. Það eru ekki margir vinnustaðir þar sem fólk sem veit allt um rafmagn og ljóskastara annars vegar og förðunarvörur og húðkrem hins vegar, vinnur saman eins og einn maður. Vonandi er ég ekki að móðga einhvern þekktan rafvirkja með áhuga á rakakremum með þessum hugleiðingum mínum.
En það er líka annað sem er sérstakt við sjónvarpsheimana. Tíminn þar líður frekar hægt. Að minnsta kosti miðað við útkomuna. Klukkutími í sjónvarpi endurspeglar oft margra klukkutíma vinnu, jafnvel margra daga, stundum margra mánaða. Hver einasta sekúnda er dýrmæt. Ég er svo sem ekkert að segja að þetta sé eitthvað alveg einstakt. Hver einasta sekúnda á skurðstofu Landspítalans er dýrmæt og sömuleiðis hver einasta sekúnda sem fólk labbar um á tunglinu en þetta er svona í áttina, skiljið þið. Ekki það heldur að undirbúningur og fjöldi starfsfólks sé einhver trygging fyrir því að vel takist til. Margir af dýrustu þáttum sjónvarpssögunnar eru á við góðar svefntöflur og einstaka sinnum tekst að gera bara frábært ódýrt sjónvarpsefni en það eru frekar undantekningarnar en hitt. Gullna reglan er samt sem áður að gott sjónvarpsefni kostar peninga og mannafla. Í bílnum á leiðinni í upptökusalinn, reyndar bara til þess að
Sudoku
1
taka upp einfaldan spurningaþátt, fékk ég á tilfinninguna að það væri ekkert allt of sjálfgefið að þannig yrði það í framtíðinni. Það er til dæmis orðið frekar fátítt að fólk leggi margra vikna eða mánaða vinnu í hljómplötur nú til dags (þið munið hvað hljómplötur eru, er það ekki?) Það er orðið mjög sjaldgæft að stórar hljómsveitir séu látnar leika undir í söngleikjum í leikhúsunum. Það er búið að snara öllu á harðan disk og playback. Og sjónvarpsstöðvar eru að verða ansi gamaldags fyrirbæri. Fólk horfir á það sem það vill, þegar það vill og er nákvæmlega sama hver stóð á bak við framleiðsluna á því, hvort það var RÚV eða Stöð 2 eða Rakarastofan á Klapparstíg. Sjónvarpsheimar, eins og ég hef átt að venjast, eru kannski bara risaeðlan í útrýmingarhættu. Hver veit? Vonandi tekur samt eitthvað gott við. Og ég er reyndar ekki í nokkrum vafa um það. Fólk keppist við að framleiða sjónvarpsefni, ekki síst sjónvarpsefni sem lendir aldrei beinlínis í sjónvarpi. Ástæðan fyrir því er trúlega þessi óslökkvandi þörf fyrir félagsskap og sögur. Hvernig er lífið á Seltjarnarnesi og sagan um konuna sem bakaði erótískar kökur og handtekin fyrir að brjóta rúður í þjónustumiðstöðvum (bara til að gefa eitthvert dæmi). En þangað til að allt leysist upp og breytist í eitthvað sem er óþekkjanlegt frá því gamla ætla ég að njóta þess að taka þátt í að búa til sjónvarpsefni með rafvirkjum, sminkum og listamönnum sem hafa eitthvað að segja. Eða, eins og í mínu tilviki, hafa gaman af því að taka upp spurningaleiki sem þeir geta ekkert í, vonandi öðrum til skemmtunar. Fólk getur þá alltaf sagt: Guð minn góður hvað hann Þorsteinn er vitlaus.
4 3 4
6
9 9 3 6
7 4
5
6 3 1
7
1
2 5 8 3 6
2 8
9 Sudoku fyrir lengra komna
6 1 4
3 2 1 6 1
8
7 7 2 6 8 8
9 2 7 4 4 5 7 3
9 2 6
Krossgátan
283
RABB
S S K R A E F I K S A T R Ú S S S T R Ó E L Ð A G G R Ó S FÖNN
ATVIKAST
STÍGANDI SPERGILL
TRJÁTEGUNDAR
E V A L T A F R E Æ T L I N Á B S T Ó R Á L V I Æ S A S K Ó R N A H Á I B A N O R N G R O G A G N A R A S TRÉ
SAMKVÆMT
STÖÐVUN
DRYKKUR
KEFLI
FRÆGÐARVERKS SKYLDI
FRUMEIND KIRTILL
DUNKUR
KOMAST
ÓGÆTINN
MIKILL
MÁLMUR
ÖRUGGUR SÓLUNDA
ESPAST
BORG
SLÆPAST
ÁTT
FREKAR
FORFAÐIR
MÁLMBLANDA
ÞVO
GARGA
GALDRAKVENDI VÍNBLANDA ÖRÐU
FLAN
ÞRÁ
ANGAR DÚTL
SÁLDRA ERFIÐI
MASTUR
ÓSKIPULAG
HÆÐNISBROS
KVK NAFN
HNÍFJAFN
ÍS
F S N J Ó S K E R E I I S S P S P A S T I R G I L M A R A F Æ Ó M T J S I R A A L L A L Ó J S I G L A M Ó E K S T S K R S I L O T T A L J A F K L A K I K K A T
LJÓSÖGN
FLEY
YFIRGAF
BEKKUR
HNÝTA ÞVENG
TOGVINDA
REKA
AUMA
NAG
TÆKI
ÞRÁÐUR HINDRA
RJÚKA
SNÍKILL
AUÐJÖFUR
SKÝLI ÞUSA
MERKI
TÍMABIL FLÍK
KUSK
AÐALSTITILL
SKILABOÐ
LÆRIR
PLAT
VEIÐARFÆRI
BRAGSMIÐUR
HRINDING
Í RÖÐ
SLÆMA
GLJÁHÚÐ
STELA
ÓVILD
STROFF
KISU
SLÍMDÝR
GUÐ
HVERFIHREYFING
A M A B A
F A Ð I R
L E I T N I
STAKUR TULDRA
RÍKI Í AFRÍKU
T A U T A
A L S Í R
ÖNDUNAR- ÓSKERTA FÆRI
T Á L K N
A L D L A A L L A U T A R FAT
HÁLFNAÐUR
LANGT OP
KASTALI ELDUR
ALLSTÓRAR
SKÁLMA
Í RÖÐ
TVEIR EINS RÍKI Í ASÍU HEILAN
BRAMLAÐ
BIRTA
EIGNIR
SAFNA SAMAN
AFKVÆMI
NÝLEGA
FITUSKÁN
FÚSKA
VENJUR
UPPSKRIFT
SIGTAST
ÁLIT
SAMTALS LYKT
FISKA
ÚT
SNÍKJUDÝR SÁÐJÖRÐ
KVEÐIÐ
MUNDA
FRÍ
ÁTT
ROTNUN
ÓSKORÐAÐUR TÍSKU
RÉTT
SÓT
FRESTA
ATYRÐA FÍFLAST
SMÆLA
SKYNFÆRI
SPOTTI
SAMTÖK
STÆKKA
ÁSTÚÐ
HJARTAÁFALL
SKÓFLA
TRÉ
SKÁLA
SAMRÆÐA
FLJÓTFÆRNI
HÆÐNISBROS
VÖRUBYRGÐIR
DRYKKUR
DRYKKUR
EINKUM
RÓMVERSK TALA
FERSKUR
MAKA
LÖSKUN
HÁRFLÓKI
VÖRUMERKI
NASL
*Ef greitt með Netgíró
SKRIFARA
FJÖLDINN ALLUR
VIÐLAG
TVEIR EINS
jún í & sept.-okt.
FYRIR HÖND
BLÖKK
KRASS
26.999 kr.
SKJÁLFA
SELUR
GAFL
frá
DÝR
LÍK
FRAMBURÐUR
GERAST
LÖGG
*
SVIK
ELLEGAR
ÓP
S A N F R A N C I S CO
JARÐSPRUNGUR
HÁMARK
SKOLTUR
SAMTÖK
TVÍHLJÓÐI
RÖNDIN
AUGNHÁR
ÁVÖXTUR
D A Ð L A
AGNARSMÆÐ
VANMEGNAST
mynd: kundl (CC By 2.0)
Lausn Lausn á krossgátunni í síðustu viku.
SÖNGHÚS
www.versdagsins.is
284
Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.
mynd: deutsche Fotothek (cc By-sA 3.0 de)
Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér því að þú ert Guð hjálpræðis míns...
Allar gáturnar á netinu
Í RÖÐ
MJAKA
SKÓLI HEIMSÁLFA
HNAPPA
ungur maður ætlar a ð l e i ta u p p i e l l e f u h á l f s ys t k i n s e m ö l l e r u f æ d d á sa ma árinu ...
Steinunn G. Helgadóttir myndlistarkona hefur getið sér gott orð fyrir ljóðabækur sínar. Hér segir hún sögur loftskeytamannsins og fangar jafnframt íslenskan veruleika í fortíð, nútíð og framtíð.
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
84 |
GOTT UM HELGINA
Líkamleg orka í dansi Hvenær verður líkamlegt ástand að sameiginlegri upplifun? Hvernig tala hreyfingar til okkar? Í dansverkinu Kvika skoðar danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir líkamlega nærveru og orkuna sem myndast á milli manneskjunnar á sviðinu og áhorfandans. Fimm dansarar stíga á svið þar sem ein líkamleg uppbygging tekur við af annarri. Sýnt í Þjóðleikhúsinu. • Kvika er ekki bara dansverk heldur líka banki. Kvika varð til við samruna MP-banka og Straums. Þar dansa 80 manns eftir hálum gólfum fjármálalífsins. Merki félagsins vekur athygli; það er eins og stuðlarnir gangi upp og niður í misgengi og séu við það að hrynja. Kvika er líklega eini banki veraldar með hrun í merki sínu.
PA R Í S
9.999 kr.
Mynd | Magnús Andersen
Módelið Baldur Björnsson í suðrænni slökun Sýnódískrar Trópíkur.
Trópíkölsk stemning á Eiðistorgi Ný fatalína Tönju Levý
Raunveruleikaflótti frá skammdeginu er meginþema nýrrar fataog textíllínu hönnuðarins Tönju Levý. Línan ber nafnið Sýnódísk Trópík og verður til sýnis á paradísareyjunni Eiðistorgi á Seltjarnarnesi um helgina. Hönnuðurinn segir línuna tileinkaða öllum þeim Íslendingum sem hoppa í ísbúð og í baðfötum niður í Nauthólsvík þegar sólin skín. Jafnvel þó hiti sé við frostmark.
Hvernig var á Mamma Mia? Mér fannst geðveikt hvað það var mikið stuð á sýningunni. Dansarnir voru mjög flottir og sérstaklega fannst mér lokaatriðið skemmtilegt. Gríma, 12 ára
*
frá
Ný fatalína frá Magneu
*Ef greitt með Netgíró
ma í-jún í
Dauði og ást í háskólanum Hugvísindaþing Háskóla Íslands hefst í dag. Dagskráin er þétt bæði í dag og á morgun, laugardaginn 12. mars, en meðal þess sem verður reifað í sölum háskólans eru loftslagsbreytingar, hinsegin saga, líknardauði, ástin, víðáttur og villidýr, samtímalist og tengsl náttúru og trúar. Þingið sem er haldið í tuttugasta sinn í ár fer fram í aðalbyggingu Háskóla Íslands og hægt er að nálgast dagskrána á facebook og heimasíðu HÍ.
Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir sýnir splunkunýja fatalínu á HönnunarMars á laugardag. Magnea heldur áfram að vinna með íslenska ull og prjón en mynstrin í línunni eru unnin í samstarfi við Laufeyju Jónsdóttur, fatahönnuð og teiknara. Þær stöllur hafa skapað úr þeim innsetningu í rýminu þar sem herlegheitin verða frumsýnd. Magnea hlaut í fyrra önnur verðlaun hjá Grapevine sem „Fashion design of the year“ fyrir samstarf sitt við Club Monaco sem er undirmerki Ralph Lauren. Frumsýning línunnar fer fram á Dansverkstæðinu við Skúlagötu, klukkan 19.30. Plötusnúðatvíeykið Kanilsnældur sér um tónlistina.
Ég er ekki mikið fyrir ástarleikrit og það er rosalega mikil ást í Mamma Mia. Ég myndi frekar mæla með því að fara á Njálu, allavega fyrir þá sem finnst ástarlög leiðinleg. Óðinn Sastre, 12 ára
Mér fannst mamman í Mamma Mia (Hansa) standa upp úr, hún lék og söng ekkert smá vel. Mér fannst ótrúlega gaman á sýningunni. Vaka, 16 ára
Söngleikurinn Mamma Mia var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.
RÓ M
17.999 kr. *
frá
jún í-júl í & sept.
*Ef greitt með Netgíró
til ir rs ild a G .m 26
1 kr.
ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR Valdar SELESTE umgjarðir á aðeins 1 kr. við kaup á glerjum!
Mynd | Hari
Tveggja ára ábyrgð á umgjörðum og frí gleraugnatrygging fylgir með.
SÍMI 5 700 900
1 kr.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Verk Jóns Óskars og Bjarna þekur nú veggi Gallerís Arkadíu.
Gjörþaktir fletir „Að vinna verk með öðrum er eins og að vinna með vinstri hendinni – maður hefur ekki fullkomna stjórn á útkomunni,“ segir Jón Óskar myndlistarmaður um September 2013, verk sitt og Bjarna Sigurbjörnssonar. Myndlistarmennirnir opna sýningu um helgina sem samanstendur af þessu eina viðamikla verki, sem Jón
Óskar lýsir sem einskonar veggfóðri. Enda er verkið þrír metrar á hæð og 31 metri á breidd. Þeir Bjarni hafa unnið reglulega saman í gegnum tíðina og segir Jón Óskar samstarfið lærdómsríkt fyrir þá báða. Verkið verður sýnt í Galleríi Arkadíu í Hamraborg í Kópavogi og verður sýningin opnuð á laugardag, klukkan 16. | sgþ
TRUENORTH KYNNIR
KVIKMYND EFTIR ÓSKAR JÓNASSON LEIKSTJÓRA SÓDÓMU REYKJAVÍKUR „fyndin, vel leikin, fagmannlega gerð og umfram allt bráðskemmtileg!“
„… afar hugljúf mynd um hugnæmt ástarævintýri. Handritið slær engar feilnótur…“
FRÉTTABLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
CINEMA SCANDINAVIAN „Besta íslenska bíómyndin síðan Með allt á hreinu“ GULLI HELGA
„mjög fyndin á köflum og ekta stefnumótamynd…“ „Snorri stendur uppúr fyrir frábæran leik í aðalhlutverkinu…“
„Íslensk Love Actually!“ HARMAGEDDON
„einhver skemmtilegasta og best gerða íslenska mynd sem ég hef séð.“ VIÐAR EGGERTSSON
RÁS 2
ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR OG GÓÐA DÓMA
FLUTNINGSMIÐLUN
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
86 |
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Sun 20/3 kl. 19:30 Lokasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."
Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)
Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Sun 13/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.
Um það bil (Kassinn) Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn
Fös 22/4 kl. 19:30 12.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn
Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn
Sun 20/3 kl. 19:3019 20.sýn Fim 7/4 kl. 19:30| 22.sýn 551 1200 | Hverfisgata | leikhusid.is midasala@leikhusid.is
65
"...ein af bestu sýningum þessa leikárs."
1950
2015
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Sun 13/3 kl. 13:00 8.sýn Sun 3/4 kl. 13:00 10.sýn Sun 20/3 kl. 13:00 9.sýn Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 18/3 kl. 20:00 23.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fös 11/3 kl. 20:00 45.sýn Fim 17/3 kl. 20:00 49.sýn Fös 11/3 kl. 22:30 46.sýn Fös 18/3 kl. 20:00 50.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 47.sýn Fös 18/3 kl. 22:30 51.sýn Lau 12/3 kl. 22:30 48.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 52.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Kvika (Kassinn)
Fös 11/3 kl. 21:00 3.sýn Lau 12/3 kl. 21:00 4.sýn Dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur
Lau 19/3 kl. 22:30 53.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 54.sýn
Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn
Þri 15/3 kl. 21:00 5.sýn
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Tónlistarmaður gerir gott Aktífisti sem syndir og gengur á milli tónleika Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is
Aktífistinn og tónlistarmaðurinn Heinz Ratz segir sitt hlutverk að gefa þeim ósýnilegu í samfélaginu rödd. Hann gengur þúsundir kílómetra milli borga til að vekja athygli á vanda heimilislausra og vinnur með flóttamönnum að tónlist sinni. Heinz hefur alltaf nýtt vinsældir sínar til að vekja athygli á mannréttindum. „Ég byrjaði að heimsækja flóttamannabúðir í Þýskalandi árið 2011 og brá illilega þegar ég sá aðstæður fólks þar. Þar var fólk sem hafði haft stöðu flóttamanns í 20 ár, án möguleika á vinnu eða húsnæði.“ Heinz heimsótti meira en hundrað flóttamannabúðir og stofnaði hljómsveit sína Strom und Wasser með tónlistarmönnum innan þeirra. Sveitin ferðaðist svo um Þýskaland og var rödd flóttamanna í forgrunni. Ef vandi flóttamanna var stór árið 2011 er hann risavaxinn nú og segir Heinz aðstæður fólks í búðunum verri en nokkru sinni. Stjórnvöld hafi hert lög sem takmarka ferðafrelsi hælisleitenda. „Hægriöfl hafa nýtt sér ótta fólks við flóttamenn til að ná meiri völdum.“ Heinz er einnig þekktur fyrir að hafa synt og gengið milli borga í Þýskalandi til að fá fjölmiðla til að fjalla um málefni heimilislausra. Hann segir sjálfsagt að tónlistarmenn noti sinn vettvang til þess. Þegar Heinz ræddi við flóttamennina um sýn þeirra á Evrópu sá hann að hún væri gjörólík sýn þeirra sem taka búsetu í Evrópu sem sjálfsögðum hlut. „Mér fannst hugmyndin um frelsi og frið fjarlæg Evrópu og fannst líklegt að listamenn um alla Evrópu væru að hugsa það sama.“ Hann ákvað því að heimsækja tíu evrópskar borgir og reyna að fanga grósku þeirra í tónlist.
Heinz hefur alla tíð notað vinsældir sínar til að vekja athygli á ýmsum málefnum.
Fyrsti áfangastaður hans varð Ísland. Ákvörðun sem réðst að miklu leyti af eðlisávísun. „Ég vildi líka byrja á endimörkum Evrópu og fannst Ísland vera ákveðin endimörk.“ Platan Reykjavík er samstarf þeirra Heinz, Egils Ólafssonar og fleiri íslenskra listamanna. Í haust ætlar hópurinn að ferðast um Ísland og kynna plötuna. Í þessari heimsókn ætlar Heinz hins vegar að halda fyrirlestra í háskólum um aktífismann. „Ég held að aðrir líti frekar á mig sem aktífista en ég. Ég vil bara vera rómantískur tónlistarmaður, en ég verð að vera raunsær í staðinn,“ segir hann sposkur að lokum.
Design March 2016
The Willow Project
Frá 10:00-17:00 þann 10-13 mars 2016 á Sjóminjasafninu
Njála – „Unaðslegt leikhús“ – MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Sun 13/3 kl. 15:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 14:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Sun 8/5 kl. 20:00 Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Lifandi tónlist og leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum
Mið 11/5 kl. 20:00 Fim 12/5 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Lau 14/5 kl. 14:00 Þri 17/5 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00
Njála (Stóra sviðið)
Sun 13/3 kl. 20:00
Verð á skyndibita hefur snarhækkað Í Reykjavík að undanförnu og það telst til tíðinda ef hægt er að finna heita máltíð sem kostar undir 1500 krónum.
Útskriftarárgangur Vöruhönnununar Listaháskóli Íslands
GAFLARALEIKHÚSIÐ Tryggið ykkur miða á þessar frábæru sýningar Heimsfrægt verðlaunaleikrit fyrir 2-6 ára börn
Sun 20/3 kl. 20:00 28.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 17/4 kl. 20:00 31.sýn Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu
Flóð (Litla sviðið)
Neytendaráð til skyndibitafíkla
HHHH, S.J. Fbl.
„Unaðslegur leikhúsgaldur
Jakob Kvennablaðið
Sunnudagur 13. mars kl 13 Uppselt Sunnudagur 13. mars kl 15 Sunnudagur 20. mars kl 13
Mið 16/3 kl. 20:00 Styrktarsýning
Allra síðustu sýningar
Drepfyndið nýtt leikrit með söngvum
Vegbúar (Litla sviðið)
eftir Karl Ágúst Úlfsson
Fös 18/3 kl. 20:00 34.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Kenneth Máni stelur senunni
Fim 12/5 kl. 20:00 106.sýn
Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is
Illska (Litla sviðið)
Fim 17/3 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins
Made in Children (Litla sviðið)
Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri?
Sunnudagur 10. apríl kl 20 Frumsýning Föstudagur 15. apríl kl 20 Föstudagur 22. apríl kl 20
Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn
Pad Thai á Yummi Yummi hefur hækkað Fyrir skemmstu var Yummi Yummi á Hlemmi „take-away“ útibú af hinum vinsæla og margverðlaunaða BanTai-veitingastað vin í eyðimörkinni, skjól námsmanna og lítt efnaðra borgara. En nú er öldin önnur- Pad Thai núðlurétturinn hefur hækkað í 1590 krónur og viðskiptavinir fá ekki lengur kranavatn að drekka með matnum, heldur verða að kaupa vatn í plastflösku. Þá kostar máltíðin tæpar tvö þúsund krónur. Auk þess hefur skammturinn minnkað og allt sem keypt er á staðnum er borið fram í plastumbúðum. Skokkaðu frekar á Mai Thai Glöggir neytendur sjá við þessu og hafa uppgötvað sér til mikillar ánægju að Pad Thai kostar 1290 krónur á hinum nýja og frábæra veitingastað Mai Thai Bistro, aðeins neðar á Hlemmi. Þar geta viðskiptavinir fengið stærri skammta, borðað af margnota leirtaui í huggulegra umhverfi og drukkið eins mikið vatn og þeir vilja með. Umhverfisvænir spara Fyrir unnendur austurlenskrar matargerðar er tilvalið að prófa frábærar ramen-súpur á Ramen Momo í Tryggvagötu. Þar er 20% afsláttur fyrir þá sem koma með eigin matarílát. Umhverfisvæn stefna fær plús í kladdann hjá neytendum, og fyrstu vikuna komu 37 viðskiptavinir staðarins með sín eigin ílát. | þt
MEST SELDA BÓK LANDSINS
SEX VIKUR Í RÖÐ
STEINÞÓR GUÐBJARTSSON / MORGUNBLAÐIÐ
„... hittir lesandann beint í hjartastað ...“ DAGENS NÆRINGSLIV
1. Metsölulisti Eymundsson Heildarlisti - vika 9
„Nesbø veit nákvæmlega hvað hann er að gera.“ D A G S AV I S E N
„Æsileg blanda af kímni og alvöru, mýkt og hryllingi, leik og dauða.“ BERLINGSKE
88 |
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Þreyttar á drusluskömm
Podcast vikunnar Guys We F****d er podcast stýrt af tveimur vinkonum. Í þáttunum hringja þær í stráka sem þær hafa sofið hjá í gegnum tíðina og ræða aðdragandann og upplifun. Tvíeykið stofnaði þáttinn til þess að vekja athygli á kynfrelsi og kynhvöt kvenna, eftir að hafa fengið sig fullsaddar af drusluskömm.
Svartigaldur og trúarofsæki
Bíó Paradís Yfir helgina verður hryllingsmyndin the Witch sýnd í Bíó Paradís. Kvikmyndin hlaut leikstjóraverðlaunin á Sundance í fyrra. Sjö manna fjölskylda er nýlega flutt til Nýja Englands í Bandaríkjum sautjándu aldar og býr í skógarjaðrinum. Þegar sonur þeirra hverfur þá gliðnar fjölskyldan í sundur þegar svartigaldur og trúarofstæki kemur saman í eitraðri blöndu.
föstudagur 11. mar.
10.000 kr. bókunarafsláttur til 15. Mars Hinar vinsælu ferðir heldriborgara Jennýar hafa svo sannarlega slegið í gegn. Vorið 2016 verður farið til Benidorm og endað á Almería. Val um 21 eða 13 nætur. Brottfarir 12. & 20. maí. FRÁ
rúv
17.20 Á spretti (3:6) e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (47:365) 17.56 Lundaklettur (6:32) 18.07 Vinabær Danna tígurs (6:10) 18.20 Sara og önd (5:33) 18.28 Drekar (5:8) 18.50 Öldin hennar (12:52) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir (132) 19.30 Veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónv. 20.00 Gettu betur Kvennó - MH b 21.15 Vikan með Gísla Marteini b 22.00 Nicolas le Floch (1) 23.40 Heimurinn nægir ekki e. 01.45 Víkingarnir (8:10) e. 02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (36)
Benidorm & Almería
199.900 KR. m.v 21 nótt
skjár 1 17:55 Dr. Phil 18:35 Everybody Loves Raymond (5:26) 19:00 King of Queens (5:25) 19:25 How I Met Your Mother (5:22) 19:50 The Muppets (16:16) 20:15 The Voice (3:26) 21:45 Blue Bloods (13:22) 22:30 The Tonight Show - Jimmy Fallon 23:10 Satisfaction (5:10) 23:55 State Of Affairs (10:13) 00:40 The Affair (9:12) 01:25 House of Lies (6:12) 01:50 The Walking Dead (6:16) 02:35 Hannibal (10:13) 03:20 Blue Bloods (13:22) 04:05 The Late Late Show - James Corden 04:45 Pepsi MAX tónlist
…eru betri en aðrar Hlíðasmári 19, 210 Kópavogi | Sími 514 1400 | sumarferdir.is
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland today
Hringbraut 20:00 Olísdeildin 20:30 Skúrinn 21:00 Lífsstíll 21:30 Kvikan 22:00 Lóa og lífið (e) 22:30 Atvinnulífið (e) 23:00 Ritstjórarnir (e) 23:30 Bankað upp á (e)
N4 20:00 Föstudagsþátturinn
RÚV. Laugardagur kl. 19.30 Á laugardagskvöldið verður Söngvakeppni sænska sjónvarpsins sýnd á RÚV. 12 lög keppa og aðeins eitt stendur uppi sem framlag Svíþjóðar til Eurovision í Stokkhólmi. Svíarnir eru þekktir fyrir góðan árangur í keppninni og áttu sigurlagið í fyrra.
laugardagur 12. mar.
rúv
Heldriborgarar
Aldrei nóg af Eurovision
sunnudagur 13. mar. rúv
17.10 Landakort 17.15 Tobias og sætabrauðið (2:3) e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (69:300) 18.30 Krakkafréttir vikunnar 18.54 Lottó (29:52) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.30 Söngvakeppni sænska sjónvarpsins 21.40 Bowfinger 23.15 Blue Velvet 01.10 Vera - Hljóðar raddir e. 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (37)
skjár 1 15:45 My Kitchen Rules (4:10) 16:30 Top Gear (3:7) 17:25 The Muppets (16:16) 17:50 Rules of Engagement (23:26) 18:15 The McCarthys (11:15) 18:40 Black-ish (8:24) 19:05 Baskets (7:10) 19:30 Life Unexpected (10:13) 20:15 The Voice (4:26) 21:45 Solitary Man 23:15 Deception 01:05 Genova 02:40 Fargo (10:10) 03:25 CSI (4:18) 04:10 The Late Late Show - James Corden
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn
Hringbraut 20:00 Fólk með Sirrý 20:45 Allt er nú til 21:00 Mannamál 21:30 Ég bara spyr 22:00 Fíkn - íslenska leiðin (e) 22:30 Ólafarnir (e) 23:00 Karlar og krabbi (e) 23:00 Afsal (e)
N4 18:00 Milli himins og jarðar 18:30 Að austan 19:00 Að norðan 19:30 Föstudagsþátturinn 20:30 Hundaráð 21:00 Að norðan 21:30 Hvítir mávar 22:00 Að norðan 22:30 Að sunnan 23:00 Að austan
11.55 HM í skíðaskotfimi b 13.30 Sjöundi áratugurinn e. 14.20 Íþróttaafrek sögunnar e. 14.50 HM í skíðaskotfimi b 16.20 Ísland - Sviss kvk EM kvenna b 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Stundin okkar (20:22) 18.50 Vísindahorn Ævars 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Landinn (20:29) 20.15 Popp- og rokksaga Íslands (7:12) 21.20 Svikamylla (2:10) 22.25 Kynlífsfræðingarnir (10:12) 23.25 Kjúklingur með plómum e. 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (38)
skjár 1 18:10 Difficult People (7:8) 18:35 Leiðin á EM 2016 (1:12) 19:05 The Biggest Loser - Ísland (8:11) 20:15 Scorpion (14:25) 21:00 Law & Order: Special Victims Unit 21:45 The People v. O.J. Simpson 22:30 The Affair (10:12) 23:15 The Walking Dead (7:16) 00:00 Hawaii Five-0 (16:24) 00:45 CSI: Cyber (15:22) 01:30 Law & Order: Special Victims Unit 02:15 The People v. O.J. Simpson 03:00 The Affair (10:12) 03:45 The Walking Dead (7:16) 04:30 The Late Late Show - James Corden
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn
Hringbraut 20:00 Lóa og lífið 20:30 Bankað upp á 21:00 Mannamál 21:30 Fólk með Sirrý 22:15 Allt er nú til (e) 22:30 Ritstjórarnir (e) 23:00 Ég bara spyr (e) 23:30 Kvikan (e)
N4 19:00 Milli himins og jarðar 19:30 Að austan 20:00 Skeifnasprettur 20:30 Að Norðan 21:00 Skeifnasprettur 21:30 Hundaráð 22:00 Skeifnasprettur
Fyrir atvinnumanninn - hraður, hágæða og sparneytinn !
Hágæða prentarar fyrir þarfir hvers og eins ormsson.is
Samsung Prentari Svarthvítur
Samsung Fjölnotatæki í lit
Samsung Prentari Svarthvítur
Upplausn: 1200 x 1200 dpi Prenthraði: Allt að 20 bls á mínútu Fyrsta blað: 8,5 sek Pappírsbakki: 150 blöð
Upplausn: 2400x600 dpi Hraði: 18 síður á mínútu, ca. 14 sek í fyrstu síðu Pappírsbakki: 150 blöð
Upplausn: 1.200x1.200dpi Prenthraði: Allt að 38 bls./mín. Fyrsta blaðsíða út: 6,5 sek. Pappírsbakki: 250 blöð
SL-M2026WSEE
Kr: 17.900,-
SL-C480WSEE
TILBOÐ Kr: 49.900,-
síÐUmúLa 9 sími 530 2900 Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
SL-M3820NDSEE
Kr: 69.900,-
LágmúLa 8 sími 530 2800 Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15
| 89
fréttatíminn | HELgiN 11. marS–13. marS 2016
Ef ég gerði textann aftan á vídeóspóluna Sófakartaflan Bylgja Babýlóns, uppistandari og leikkona
Úr toppgír í hitann
DR2. Verdens vildeste vejr – varme, föstudag kl. 19.20. Breskir heimildaþættir þar sem Top Gear-kynnirinn Richard Hammond rannsakar breytilegt veður og vinda heimsins. Í þessum þætti skoðar hann áhrif hita á heiminn, en án hitabreytinga væri ekkert regn, snjór, flóð eða þurrkar.
„Ég | sá nýlega bíómyndina The Lobster og ef ég fengi að skrifa textann aftan á vídeóspóluna væri hann svona: „Í heimi þar sem allir eru einhverfir, en samt geggjað góðir í að halda augnsambandi, tékkar maður sig inn á hótel ásamt bróður sínum, sem lenti í því að tapa keppni og vera breytt í hund. Eftir því sem líður á hótelvistina ákveður maðurinn að búa frekar í skógi.“
Hún er ótrúlega skrýtin, en myndi mæla með henni þar sem allt sem er skrýtið finnst mér geðveikt. Nýju X-Files komu skemmtilega á óvart. Sem gamall aðdáandi þáttanna var ég skeptísk á nýju þáttaröðina og gerði mér engar vonir. Yndislegt að þeir reyndust gott stöff. Vil líka mæla með þáttum sem allt of fáir hafa séð: Bandarísku þáttaröðinni Shameless. Ég vil láta gott af mér leiða með því að benda fólki á þá.“
Sá græni Bragðgóður og ferskur skyrdrykkur án hvíts sykurs með agave og steviu.
Kvennó og MH mætast
Fylltur af grænum orkugjöfum.
RÚV. Föstudagur kl. 20.00 Í Gettu betur á föstudaginn mætast Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð í undanúrslitum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitum og spennandi að sjá hvaða skólar mætast.
Átök í hvíta húsinu
Netflix Fólkið sem við hötum að elska, Frank og Claire Underwood, er mætt aftur í fjórðu seríu af House of Cards, svæsnari en nokkru sinni fyrr. Serían er í takt við samtímann en það líður að forsetakosningum í Bandaríkjunum í seríunni. Allar fjórar seríurnar eru aðgengilega á Netflix.
Skyggnst inn í hreiður Danadrottningar DR1. Dronningens slotte – Marselisborg Slot (2), sunnudag kl. 20. Marselisborgarhöllin er sumarhús Margrétar Danadrottningar í Árósum. Í þessum heimildaþætti leiðir Margrét sjálf áhorfendur um húsið þar sem konungleg fjölskylda hennar hefur eytt mörgum samverustundum. Hún ræðir magnaða sögu hússins og þeirra sem þar hafa búið í gegnum aldirnar, allt sem hún hefur lagt í húsið niður í minnstu smáatriði og hvernig það er að vera drottning Danaveldis.
K E A s k y rd ry k k u r
fyrir heilbrigðan lífsstíl
Náttúrulegur sætugjafi
DRIO BORÐ
STÆKKANLEGT (120/245) VERÐ
145.000.NÚ
116.000.-
NÝTT FRÁ HABITAT „GENNA“ SKENKUR SÓFABORÐ HILLUR OFL. FÁANLEGT I EIK OG HVÍTU
20%
AFSLÁTTUR
SKÁPUR (4/H) VERÐ 125.000.NÚ 99.000.-
SKENKUR VERÐ 145.000.NÚ 116.000.-
HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA
20%
AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM
VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND
NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
92 |
Heimur boylesque kynntur Íslendingum Luminous Pariah er engu líkur „Auk þess að vera fallegasta manneskja sem ég hef séð, nær hann að leika sér með kynþokka og húmor og vera gríðarlega fær að nota líkamann sinn á sama tíma,“ segir Margrét Erla Maack um boylesquestjörnuna Luminous Pariah. Boylesque er eins konar burlesque-dans stráka. Luminous heldur í kvöld, föstudag, námskeið í Kramhúsinu fyrir þá sem áhuga hafa á list burlesque, dragi eða sviðslistum almennt.
Margrét sá Luminous fyrst á burlesque-hátíð í Seattle og var svo agndofa að hún fór rakleiðis til hans og bað hann að koma til Íslands. Í fyrra lét hann verða af því og kom fram með Skinnsemis-hópnum og á opnunarhátíð Gay Pride. Námskeiðið heldur Luminous fyrir dragdrottningar, sviðslistafólk, áhugasama karla og konur og allt þar á milli. Luminous kom einnig fram á Hits&Tits-kvöldi Margrétar og
Mynd | Rakel Erna Skarphéðinsdóttir
Ragnheiðar Maísólar í gær, ásamt listamönnum á borð við Lalla töframann, harmonikustrippara og meðlimi Sinfóníuhljómsveitarinnar sem spilaði á sög. Óhætt er því að segja að fólk á borð við boylesque-stjörnuna auðgi sviðslíf Íslands. Margrét segir senu óhefðbundinna skemmtana stækka óðum. „Luminous kemur með svo stóra tösku af búningum og fylgihlutum að Elizabeth Taylor gæti verið hreykin af því. Sviðsframkoma hans er engri lík.“
Mynd | Stuart Richardson
Misþyrming lofar engri miskunn á Húrra
Djöflarokksveitin Misþyrming spilar á Húrra á föstudag klukkan 21. Misþyrming hefur verið á miklu flugi í svartmálmssenunni síðan plata hennar, Söngvar elds og óreiðu, kom út á síðasta ári. Það er mikil orka í hljómsveitinni og þykja hljómsveitarmeðlimir ótrúlega þéttir á tónleikum. Á tónleikunum kemur sveitin fram ásamt gestum, en á huldu var, þegar þetta var skrifað, hverjir verða. Marsibil ólst upp á Siglunesi við Siglufjörð þar sem faðir hennar var vitavörður, og síðar á Dalatanga þangað sem fjölskyldan flutti þegar Marsibil var átta ára. Hún tók við starfi föður síns fyrir tuttugu og þremur árum. Dalatangi er ysta nes á fjallgarðinum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar.
Lífsreynslan Hefur búið í vita allt sitt líf Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
MARS
til ir rs ild a G .m 26
1 kr.
ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR Valdar SELESTE umgjarðir á aðeins 1 kr. við kaup á glerjum! Tveggja ára ábyrgð á umgjörðum og frí gleraugnatrygging fylgir með.
SÍMI 5 700 900
1 kr.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
„Mamma var þýsk en kom til Íslands að vinna sem vinnukona þegar hún var átján ára. Hún fór að vinna í vitanum á Siglunesi, varð ástfangin af vitaverðinum, pabba mínum, og átti með honum sjö börn,“ segir Marsibil Erlendsdóttir sem er fimmta barn vitavarðanna í Siglunesi. Þegar Marsibil var átta ára var faðir hennar fluttur um set, á Dalatanga, þar sem hún ólst upp og hefur búið meira og minna síðan. „Það var gott að alast upp hérna. Við krakkarnir þurftum að deila herbergi og gengum í fötunum af hvert öðru en það var bara fínt. Þetta er auðvitað algjör klikkun nú til dags, að börn þurfi að eiga sér herbergi og sér sjónvarp og sér allt, þau verða bara biluð í hausnum af þessu.“ „Ég fór fyrst í skóla þegar ég var tíu ára, inn í Mjóafjörð, og var þar í þrjá vetur. Svo fór ég á Eiða og var þar í þrjá vetur,“ segir Marsibil sem gekk síðar einn vetur í Bændaskólann á Hólum en flutti svo aftur heim á Dalatanga til að leysa föður sinn af. Stuttu síðar fór hún að búa með manninum sínum, þá 21 árs gömul. „Það var nú þannig að hann var loftskeytamaður og við kynntumst í gegnum síma. Þá sendi ég alltaf veður í gegnum síma og þá kynntist ég Heiðari, við vorum alltaf að kjafta hægri og vinstri svo þetta var voða rómantískt. Við vorum vinir til að byrja með, hittumst fyrst á Eskifirði en svo var ég hjá honum heilt sumar fyrir sunnan og þá ákváðum við að flytja saman austur og byrja búskap með
kindur í húsinu hliðina á mömmu og pabba.“ Ungu hjónin áttu tvö börn og höfðu stunduðu búskap í fimmtán ár þegar Marsibil tók við starfi föður síns. Á Dalatanga er veðurathugun allan sólarhringinn og veðurupplýsingar þurfa að berast á þriggja tíma fresti, sem þýðir að Marsibil hefur ekki sofið lengur en þrjá tíma síðan hún tók við starfinu, fyrir tuttugu og þremur árum. „Ég er alltaf með hreinan galla hérna við útidyrnar sem ég stekk bara í á náttfötunum. Þetta venst eins og önnur vinna. Þetta er ekkert mál. Ég sofna alltaf um leið aftur nema það sé eitthvert vesen með rafmagnið,“ segir Marsibil. Hún segir annars ekkert hafa komið upp á þessi ár sem mætti telja erfitt, nema þá kannski tíminn sem Heiðar, maðurinn hennar, var með alzheimer. „Það var ægilegt stress og vesen svo ég svaf lítið þá.“ „Yfirleitt fer ég á lappir um hálf átta og fer að setja út hundana, svo gef ég hestunum og kindunum og svo fer ég að mjólka. Svo stússast ég eitthvað fram að hádegi. Í dag fór ég í langan útreiðartúr inn í Skriður eftir hádegi og svo fór ég að temja hunda. Ég hef alltaf verið með hesta, kindur, geitur, kýr og hunda en þegar Heiðar dó, fyrir tveimur árum, seldi ég kvótann og hef verið að draga saman síðan. En nú er dóttir mín komin aftur heim og vill helst fá kindurnar aftur, henni finnst svo fínt að vera hér. Enda er gott að vera hér. Það er nóg um að vera allan daginn. En taktu eftir að sumir öfunda mig svakalega á meðan aðrir segja að ég sé snarklikkuð. Það er bara þannig.“
23 Á Dalatanga er veðurathugun allan sólarhringinn, sem þýðir að Marsibil hefur ekki sofið lengur en þrjá tíma í einu síðan hún tók við starfinu, fyrir 23 árum.
125 vitar eru á Íslandi og sjö vitaverðir.
1878 kviknaði ljós í Reykjanesvita, fyrsta vita á Íslandi.
Foreldrar Marsibilar voru vitaverðir og nú starfar hún og systir hennar báðar sem slíkir.
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
94 | Mynd | Grímur Bjarnason
Döðlur hanna húsgögn
TENERIFE
19.999 kr.
Aðeins Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærri en Mamma Mía
*
frá
j ú n í & s e p t . - n ó v.
35 þúsund hafa keypt sér miða á sýningu söngleiksins Mamma Mía í Borgarleikhúsinu. Væri Mamma Mía stjórnmálaflokkur myndi þessi skari duga fyrir 18% atkvæða; meira fylgi en Framsókn, Björt framtíð, Vinstri græn og Samfylkingin njóta nú í könnunum. Fylgi Mömmu Míu er aðeins átta sýningum frá því að verða meira en fylgi Vinstri grænna og Samfylkingarinnar samanlagt. Flokkarnir geta kannski lært af Mömmu Míu; sé músíkin góð skiptir engu þótt söguþráðurinn sé rugl.
Hönnunarstofan Döðlur, í samstarfi við Stáss arkítekta, hafa smíðað og hannað húsgögn fyrir ODDSSON hótel í JL húsinu. Allt frá ljósum, borðum, stólum og skápum verða til sýningar.
*Ef greitt með Netgíró
T O RO N T O
14.999 kr. *
frá
ma í-jún í & sept.-okt.
*Ef greitt með Netgíró
Jóhann beið óþreyjufullur eftir gaggó til að losna undan ströngum reglum barnaskólans.
Meira frelsi í gaggó VA R S JÁ
17.999 kr. *
frá
ma í-september
*Ef greitt með Netgíró
Jóhann Þór Vilhjálmsson er staddur í lyftunni hans Spessa í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Hann fermist á sunnudag. Áður en hann gengur í fullorðinna manna tölu fer hann yfir sínar lægðir og hæðir í lífinu á ferðalagi upp fjórar hæðir hússins. „Mér líður verst þegar ég er kvíðinn fyrir því að mæta í skólann. Það gerist ekki oft en á tímabili var það þannig,“ segir Jóhann um sína lægð í lífinu. Þá var Jóhann var í sjöunda bekk í barnaskóla og beið óþreyjufullur eftir gagnfræðaskóla. „Það giltu sömu reglur fyrir sjöunda og fjórða bekk, sem margir voru orðnir þreyttir á. Við vorum orðin of gömul fyrir þetta og það var leiðinlegt samband á milli nemenda og kennara, það var erfitt í skólanum þá.“ Jóhann segir skólann stóran þátt í lífi sínu, en erf-
Lyftan #9 Spessi
itt að kvíða fyrir honum. „Það er erfitt að vera þar í marga klukkutíma ef manni líður ekki vel.“ Nú er Jóhann kominn í Réttarholtsskóla í áttunda bekk. „Það er allt annað líf, meira frelsi og gaman í skólanum.“ Sínar hæstu hæðir upplifir Jóhann þegar liðið hans sigrar í íþróttum eða þegar hann er valinn bestur. „Þegar við æfum vel fyrir leik og vinnum, það finnst mér skemmtilegast.“ Það er þó einn dagur sem er Jóhanni minnisstæðari en aðrir. „Þegar ég var yngri þá las ég allar Harry Potter bækurnar og horfði á myndirnar. Ég var 12 ára þegar pabbi fór með mig í Universal garðinn í Harry Potter veröldina. Það var ótrúlegt, ég fékk sprota og gat farið í tæki í galdraheiminum. Litla systir mín og mamma fóru í Disney garðinn á sama tíma, ég var ekkert öfundsjúkur. Ég var svo glaður þennan dag.“ | sgk
Hönnuður Gaza Brick hættur við í bili Vandi Gaza stærri en byggingarefnaskortur
VILNÍUS
14.999 kr. *
frá
jún í & september
*Ef greitt með Netgíró
Útskriftarverkefni Corto Jabali í vöruhönnun árið 2013 var byggingarefni sem hægt væri að búa til úr efnum sem til staðar eru á Gaza-svæði Palestínu. Innflutningur á svæðið er bannaður, byggingarefni þar með talin. Þetta gerir Palestínumönnum erfitt að endurbyggja hús sem eyðilagst hafa vegna sprengjuárása á svæðinu. Corto ætlaði að fara til Palestínu og kynna byggingarefnið, en komst fljótlega að því að það var ekki raunhæft. „Ég komst að raun um að bygg-
ingarefni væri dropi í haf vandamála Palestínumanna. Þeir vilja ekki byggja húsin sín aftur, heldur komast úr þessu helvíti á jörð sem Gaza er.“ Eins sé mikill gróði af ólöglegum innflutningi sements inn á svæðið, sem sé notað til byggingar og í sprengiefni. Sá ólöglegi innflutningur myndi ekki stöðvast þó Gaza Brick kæmi til sögunnar. Corto segir hafa verið lærdómsríkt að þurfa að gefa Gaza Brick upp á bátinn.
Corto hyggst enn fara til Palestínu og reyna að verða Palestínumönnum að liði, en á þeirra forsendum og með meiri heildarmynd á ástandið. „Hér var ég bara strákur á Íslandi að reyna að redda málum á Gaza. Auðvitað var það ekkert hægt. Vandamálið á Gaza verður bara lagað með því að breyta samskiptum milli Palestínu- og Ísraelsmanna, ekki með byggingarefnum.“ | sgþ
TILBOÐ
2 KG. 10.000 KR. OPIÐ
HUMAR LAUGARDAG
10:00-15:00
HUMAR
HUMAR
Stærð 30/40
HUMAR
Stærð 24/30
HUMAR
Stærð 18/24
HUMAR
Stærð 15/18
HUMAR
Stærð 12/15
HUMAR
Stærð 9/12
Stærð 7/9
HUMARSÚPA FISKIKÓNGSINS Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK DATE:
Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se
New proof please
SKELFLETTUR
HUMAR
/
SIGNATURE:
280
140
Sogavegi 3 Höfðabakka 1 Sími 587 7755 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina
Allir landsmenn velkomnir. Sendum hvert á land sem er. Pantanir sendist á heildsala@fiskikongurinn.is
kr.kg
kr.kg
kr.kg
kr.kg
kr.kg
kr.kg
kr.kg
3.600 4.900 5.900 6.900 7.500 8.900 9.900
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
96 |
Tölum um álfabikar Kostir álfabikarsins eru margir en fyrst og fremst er hann umhverfisvænn, ódýr og einfaldur í notkun Einfaldur í notkun Álfabikarinn er ekki ósvipaður túrtappa í notkun. Endum bikarsins er þrýst saman og komið fyrir í leggöngum. Bikarinn má sitja í allt að 12 klukkustundir í leggöngum og fer eftir magni blæðinga hversu oft þarf að tæma hann. Ólíkar týpur Álfabikarinn kemur í mismunandi stærðum hann fæst bæði úr gúmmíi og sílikoni og endist í nokkur ár. Ókostir Sumar konur eiga erfitt með að koma honum þægilega fyrir.
Mynd | Arnór Þórir Sigfússon
Að meðaltali fer kona á 456 blæðingar á lífsleiðinni í 38 ár. Það gera 2,280 daga á blæðingum eða 6,25 ár. Ef notast er við dömubindi eða túrtappa og þeim skipt á sex klukkustunda fresti líkt og mælt er með, gera það 9,120 dömubindi og túrtappa á hverja konu sem er fleygt í ruslið. Flest dömubindi eru gerð úr plasti og túrtöppum fylgja plastumbúðir eða hylki. Dömubindi og túrtappar eru einnig talin ýta undir sveppasýkingu og þurrka upp slímhúðina.
Kostnaðurinn við að fara á blæðingar fer eftir vali á vörum. Ef miðað er við 2000 krónur á mánuði í túrtappa og tvær týpur af dömubindum gera það 912.000 krónur yfir ævina. Bleikur skattur gerir það verkum að konur borga 19,35% skatt af óhjákvæmilegum blæðingum sínum sem nema þá 176.472 krónum.
Ragnheiður Torfadóttir
„Álfabikarinn er snilld. Mesta snilldin er auðvitað hvað hann er miklu umhverfisvænni, hann er líka þægilegur og þægilegt að þurfa ekki að muna eftir því að kaupa dömubindi og hafa þau með mér.“
Hildur Hjörvar
Eydís Blöndal
„Upphaflega keypti ég álfabikarinn sem praktíska lausn fyrir langt bakpokaferðalag. Hann var nokkur skipti að venjast en ég er afar ánægð með hann í dag – hann er umhverfisvænn og þægilegur. Það er mikill sparnaður að þurfa ekki að kaupa túrvörur, enda endist álfabikar í nokkur ár.“
„Mánabikarinn er ekki bara ódýrasti, snyrtilegasti og þægilegasti kosturinn á markaðnum, heldur er hann líka sá umhverfisvænsti. Húrra fyrir heilbrigaðri leggöngum, þyngra veski og styttra vistspori!“
Mörg lög hafa verið samin um svartþröstinn, þeirra frægast er líklega Blackbird með Bítlunum.
Líf mitt sem svartþröstur Suðræni flækingurinn sem settist að á Íslandi Svartþrösturinn hóf upp raust sína í vikunni og er söngur hans vorboði í hugum margra. Aðeins eru um 25 ár síðan hann fór að verpa hér reglulega. Áður var einn og einn flækingsfugl sem hingað villtist, en með hlýnandi veðri á jörðinni hafa suðrænir fuglar flust norður á bóginn í meiri mæli. Svartþrösturinn náði fótfestu hér um 1990 en mjög fór að fjölga í stofninum upp úr aldamótum. Svartþrestir
eru staðfuglar og þrauka því af íslenska veturinn ár hvert í görðum landsmanna. Þeir halda helst til í gamalgrónum hverfum Reykjavíkur. Séu svartþrestir í garðinum þínum er vert að nefna að þeir taka glaðir við eplabitum, brauðmylsnu og öðrum mataraafgöngum yfir vetrarmánuðina Mynd | Rut
FROSTÞOLNAR RAFHLÖÐUR
Ásgerður og Margrét lenda sífellt í því að fólk ruglast á þeim.
Fólk er alltaf að ruglast
ENERGIZER ULTIMATE LITHIUM AA & AAA
Margrét og Ásgerður eru stór partur af lífi hvor annarrar þrátt fyrir að þekkjast ekki. Í mörg ár hefur fólk ruglað þeim saman og eiga þær heilu samræðurnar við fólk sem er að fara mannavillt.
Eru 33% léttari og allt að 11x öflugri en venjulegar rafhlöður.
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
Þola
3 0 gráðu
frost
Sölustaðir: Elko, Heimkaup.is, Útilíf og Glóey.
„Við sjáum alveg svip með okkur en við erum ekkert sérstaklega líkar,“ sammælast þær Margrét Arnardóttir harmonikkuleikari og Ásgerður Snævarr, lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Í fjölda ára hefur þeim verið ruglað saman þrátt fyrir að vera ekkert skyldar. „Þetta hófst í kringum 2009 þegar ég var í háskólanum,“ segir Margrét og Ásgerður tekur undir. „Þá bjó ég í Kína og frétti af stelpu á Háskólatorgi sem væri alveg eins og ég. Fólk átti í heilu samræðunum við Margréti haldandi að það væri ég.“ Tvífararnir þekkjast ekki nema fyrir þær sakir að vera líkar hvor annarri og eru þær í fyrsta skipti að deila sögum sín á milli. „Við höfum aldrei spjallað saman af viti, nema um það hvað við erum líkar. Samt erum við stór partur af lífi hvor annarrar,“ segir Ásgerður og fara þær báðar að hlæja. „Áður en ég hitti Ásgerði vissi ég margt um hana því fólk var að rugla okkur saman. Ég er ekki sérlega mannglögg svo ég hef vanið mig á að heilsa öllum sem heilsa mér. Ég lenti því oft í samræðum þar sem ég varð að útskýra að ég væri Margrét og Ásgerður væri í Kína,“ segir Margrét.
„Ég lenti því oft í samræðum þar sem ég varð að útskýra að ég væri Margrét og Ásgerður væri í Kína.“ Margrét á eina minnisstæða sögu frá skemmtistaðnum Ellefunni sem vekur mikla kátínu. „Það var strákur að reyna við mig á barnum og við vorum að spjalla í einhvern tíma þegar hann fer síðan. Vinur hans kemur þá upp að mér og segir strákinn vera skotinn í stelpu sem heiti Ásgerður og að hann hafi farið mannavillt. Greyið strákurinn hélt hann hefði dottið í lukkupottinn.“ Ásgerður og Margrét segja ýmsar uppákomur fylgja því að eiga tvífara. Þær hafa verið álitnar hrokafullar fyrir að ansa ekki fólki úti á götu og hafa kunningjar þeirra farið mannavillt í allt að tvær vikur. „Ég bauð mig fram í Röskvu,“ segir Margrét. „Þá voru gamlir skólafélagar Ásgerðar sem héldu í tvær vikur að ég væri hún.“ Ásgerður man eftir þessari uppákomu og segir það eitt af mörgum skiptum sem henni var tilkynnt að hún ætti tvífara. „Það halda allir að þeir séu fyrstir með fréttirnar, sem er mjög fyndið.“
FERMINGAR
TILBOÐ
Sæng og koddi að andvirði 6.980 fylgir með hverju keyptu fermingarrúmi
Justin Bieber Með hverju seldu fermingarrúmi fer viðkomandi í pott sem er dreginn út í hverri viku í 4 vikur og í verðlaun eru 2x miðar á Justin Bieber tónleika 9. sept 2016 í Kórnum Kópavogi
VOGUE fermingarrúm
Verð frá: 93.520 - Fullt verð frá: 116.900 120x200cm | án höfðagafls og fylgihluta
Sæng og koddi
Sængurverasett
Falleg gjafavara
Lampar
Microfiber sæng og koddi
Fusenegger sængurverasett Frá KJ Collection
Flottir lampar í herbergið
Fermingartilboð: 9.900.-
Fermingartilboð
Fermingartilboð
Fermingartilboð: 11.920.-
20% AFSLÁTTUR
20% AFSLÁTTUR
Dúnsokkar
Hrúgöld
Au Lait - Snyrtivörur
Dúnsokkar
Hrúgöld í mörgum litum.
Alvöru hlýja á köldum dögum
Fermingartilboð: 26.900.-
Fermingartilboð
20% AFSLÁTTUR
Fullt verð: 33.625.-
Sketch - Dönsk gæðavara
Flott í fermingarpakkann fyrir stúlkur og drengi
Gæða hönnun Fallegir stólar í mörgum litum
Fermingartilboð
Verð: 24.900.-
20% AFSLÁTTUR
Síðumúla 30 . Reykjavík . Sími 533 3500 Hofsbót 4 . Akureyri . Sími 462 3504
fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
98 |
Morgunstund í Bólstaðarhlíðinni Þennan morguninn er Halldór Kossi Ange, kallaður Angi, á leið í leikskólann. Berglind Erna, stóra systir hans, í Listaháskólann og foreldrarnir Steinunn og Tryggvi í vinnuna. Þriðja systkinið, Vésteinn, er í heimsreisu. Angi byggir fuglahreiður með strompi yfir hafragrautnum. Þegar Berglind spyr hvað sé á teikningu Anga sem hangir á eldhúsveggnum svarar hann öruggur: „Tækifæri.“ Eftir frekari umhugsun bætir hann svo við: „Byssukafbátatækifæri.“
Mynd | Rut
Verurnar hans Sindra
Sindri Ploder teiknar kalla, skrímsli og hauskúpur alla daga. Teikningar hans hafa nú ratað á prjónateppi og á sýningu í Tékklandi. Ágústa heldur mikið upp á stórstjörnuna Kim Kardashian og leikur sér að myndunum hennar.
Allt Instagram að þakka Ágústa kemur sér á framfæri í New York með hjálp samfélagsmiðla Ágústa Ýr Guðmundsdóttir stundar nám við ljósmyndun og myndbandagerð í School of Visual Arts í New York. Myndbönd hennar hafa ratað á vefsíðu MTV og the Fader. Sjálf hefur hún setið fyrir hjá Ryan McGinley, þekktum ljósmyndara sem fann hana í gegnum Instagram. „Ég var látin hlaupa um borgina í litlu bikiníi í snjó. Hann tók myndirnar ofan af þökum og ég varð að fylgja skipunum aðstoðarmanna, hoppa í snjónum og hlaupa. Þetta var örugglega kaldasti dagur lífs míns.“ Ágústa hefur verið dugleg að koma sér á framfæri og segir ekkert annað duga í þessum bransa. Á tímabili starfaði hún hjá leikkonunni Blake Lively við gerð vefsíðunnar Preserve. Fyrir skömmu gerðu hún og vinkona hennar tónlistarmyndband fyrir tónlistarmann sem þær fundu í gegnum Instagram. „Hann var mjög til í þetta, myndbandið heppnaðist vel og endaði á MTV og the Fader. Það er nauðsynlegt að nýta sér
„Ég var látin hlaupa um borgina í litlu bikiníi í snjó. Hann tók myndirnar ofan af þökum og ég varð að fylgja skipunum aðstoðarmanna, hoppa í snjónum og hlaupa.“ samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri.“ Um þessar mundir er Ágústa að einbeita sér að myndböndum og segir ljósmyndageiran hallast þangað. Stíllinn hennar er nýstárlegur og undir áhrifum nýmiðla. „Stíllinn minn einkennist af poppkúltúr, samfélagsmiðlum og „cyber“ femínisma. Völdin sem kona líkt og Kim Kardashian hefur, að geta birt eina mynd og allur heimurinn talar um það. Ég hef gaman af svoleiðis viðfangsefnum og leik mér með það.“ | sgk
WASHINGTON, D.C.
19.999 kr.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is
S
indri Ploder er gott dæmi um að æfingin skapar meistarann. Hann teiknar nær stanslaust frá því hann vaknar á morgnana þangað til hann sofnar á kvöldin, við eldhúsborð sem uppi í rúmi. Verk Sindra vekja víða athygli þessa dagana. Auk þess að verk hans njóti sín í tékkneskíslenskri uppsetningu á Skugga-Baldri Sjóns, hefur hönnuðurinn Mundi látið gera prjónateppi upp úr teikningum hans. Móðir Sindra segir hann ekki virðast velta nýfenginni velgengni mikið fyrir sér, heldur haldi hann framleiðslunni áfram eins og ekkert hafi í skorist. Sindri er ekki fyrir að taka leiðbeiningum um hvað skuli teikna, en vill helst teikna einhverskonar verur, skrímsli og hauskúpur. Það eru einmitt þessar fígúrur sem skreyta prjónateppi Munda. Mundi fékk teikningar Sindra sendar frá forsvarsmönnum Listar án landamæra og varð agndofa yfir þeim. „Hann á meiri heiður af myndverkinu en ég. Ég hef ekki hitt Sindra ennþá en hann virðist vera alveg magnaður.“ Sýning með verkum Sindra hangir nú uppi í leikhúsi Prag í Tékklandi, þar sem Skugga-Baldur var frumsýndur. Sindri tók þátt í listasmiðju ungs fólks með Downs-heilkenni í aðdraganda uppsetningar á Skugga-Baldri og var í framhaldinu fenginn til liðs við sýninguna sem listrænn stjórnandi. Jón Sæmundur, listrænn stjórnandi sýningarinnar, eða Nonni í Nonnabúð, er sjálfur þekktur fyrir einkennandi hauskúpuverk sín og eiga þeir Sindri því hauskúpuáhugann sameiginlegan. „Sindri er svo einlægur og duglegur listamaður. Mig langar að vera með sýningu með verkum hans í galleríinu mínu í sumar, auk þess sem Sindri leikur í nýju tónlistarmyndbandi Dead Skeletons.“ Samstarf þeirra sé því hvergi nærri lokið. Um kallana sem Sindri teiknar segir Nonni: „Mér dettur helst í hug að skrímslamyndirnar hans séu skrímslið í honum.“ Skrímslið sem býr innra með flestum komi í það minnsta ekki fram í viðmóti Sindra, en auk listrænna hæfileika þykir Sindri einn sá allra ljúfasti að vinna með. Sýning með prjónateppum Sindra og Munda var opnuð síðastliðinn miðvikudag á Hlemmi Square.
*
frá
ma í-jún í & sept.-okt.
*Ef greitt með Netgíró
Sindri er ekki fyrir að taka leiðbeiningum um hvað skuli teikna, en vill helst teikna einhverskonar verur, skrímsli og hauskúpur.
Mynd | Rut
Tónlistarstjóri Jón Ólafsson
Leikstjórn Unnur Ösp Stefánsdóttir
Frumsýning í kvöld kl. 20 Yfir 50 sýningar uppseldar! Pantaðu þér MAMMA MIA máltíð til að njóta fyrir sýningu eða í hléi. Borgarleikhúsið opnar klukkan 18 fyrir allar sýningar Fös Lau Sun Þri Mið Fim Fös Lau Sun
11/3 12/3 13/3 15/3 16/3 17/3 18/3 19/3 20/3
kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl.
20 20 15 20 20 20 20 20 14
UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT
Þri Mið Fim Fös Lau Sun Mið Fim Fös
22/3 30/3 31/3 1/4 2/4 3/4 6/4 7/4 8/4
kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl.
20 20 20 20 20 14 20 20 20
UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT
Lau Sun Mið Fim Fös Lau Mið Fim Fös
9/4 10/4 13/4 14/4 15/4 16/4 20/4 21/4 22/4
kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl.
20 14 20 20 20 20 20 20 20
UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT
Lau Sun Fim Fös Lau Þri Mið Fim Fös
23/4 24/4 28/4 29/4 30/4 3/5 4/5 5/5 6/5
kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl.
20 20 20 20 20 20 20 20 20
UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT
Lau 7/5 Lau 7/5 Sun 8/5 Þri 10/5 Mið 11/5 Fim 12/5 Fös 13/5 Lau 14/5 Mán 16/5
kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl.
14 20 20 20 20 20 20 14 20
Aukasýn.
UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT Aukasýn.
Þri Mið Fim Fös Lau Lau Sun Þri Mið
17/5 18/5 19/5 20/5 21/5 21/5 22/5 24/5 25/5
Ósóttar pantanir seldar daglega. Tryggðu þér miða! Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl.
20 20 20 20 14 20 20 20 20
Aukasýn.
UPPSELT UPPSELT UPPSELT Aukasýn.
UPPSELT UPPSELT Örfá sæti Örfá sæti
Fim Fös Lau Sun Þri Mið Fim
26/5 27/5 28/5 29/5 31/5 1/6 2/6
kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl.
20 20 20 20 20 20 20
UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT Örfá sæti Örfá sæti Örfá sæti
Rihanna á mest spilaða lagið um þessar mundir, hún er listrænn stjórnandi Puma og nú hafa þau Monolo Blahnik leitt hesta sína saman og hanna nýja skólínu. Rihanna hætti að vera 27 ára fyrir tveimur vikum. „Ég vildi að ég væri töffari. Þá væri ég búin að bjóða þér í tuttosjö kaffibolla. Einn fyrir hvert skipti sem þú hefur horft í áttina til mín.“ Höfundur: Heiður Anna Helgadóttir #LjóðaFimmtudagur 27 milljóna króna styrkur rann til Barnaspítala Hringsins til tækjakaupa á barnaskurðdeild í vikunni. Maraþon maðurinn og grínistinn Eddie Izzard hyggst hlaupa 27 maraþon á 27 dögum til styrktar Sport Relief. 27% lesenda dagblaða hefja lestur á öftustu síðu.
•
Spurt er… Eiga börn að vera skráð í trúfélög við fæðingu?
foreldri má
Ólafur Jón Magnússon trúfræðingur
„Ekkert endilega. Ég tel að foreldrar hafi rétt á því að skrá börnin sín í trúfélög, en skráningin ætti að mínu mati ekki að vera sjálfkrafa.“
foreldri má ekki
Bryndís Silja Pálmadóttir aktífisti
„Alls ekki. Fólk á að velja sitt trúfélag sjálft þegar það er komið til vits og ára.“
fólk á að velja
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad „Nei, trú gengur ekki í erfðir. Þó maður mótist af trúarbrögðum foreldra getur maður skipt um skoðun seinna, svo mér finnst að fólk eigi bara að velja sér trúfélag sjálft.“ Samkvæmt lögum eru börn sjálfkrafa skráð í það trú- eða lífsskoðunarfélag sem foreldrarnir tilheyra. Píratar lögðu í vikunni fram, í annað bladaauglysing copy.pdf 1 2/24/2016 5:08:58 PM sinn, frumvarp um afnám á þessari sjálfkrafa skráningu.
Eigðu betri dag með okkur
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
jaha.is
•
•
•
27