Arna Björk Kennir jóga í óperunni í Köben
Kristín Tómasdóttir
Evran og myntbandalög fyrri tíma
Sjálfstæðir þjóðargjaldmiðlar eru seinni tíma hugmynd
Vill upphefja
ÓKEYPIS ÓKEYPIS stelpumenningu
Bækur 40 Viðtal 22
Heimurinn 58 11.-13. nóvember 2011 2. árgangur
2. tölublað 1. árgangur 45. tölublað
ÓKEYPIS ÓKEYPIS
Viðtal Ingibjörg Ólafsdóttir og Valdimar Hjaltason
ÓKEYPIS ÓKEYPIS
Dóri í Tempó Fyrstur til að koma nakinn fram 26 Viðtal
Arnaldur fær
ÓKEYPIS ÓKEYPIS
„Hann er fullkominn“ síða 36 Hjónin Ingibjörg og Valdimar ættleiddu dreng með sérþarfir frá Kína í fyrra. Eysteinn Orri var tveggja og hálfs árs þegar hann kom til þeirra og er litli gullmolinn þeirra. Þau hafa þegar sótt um að ættleiða annað barn af lista yfir börn með sérþarfir frá Kína. Ljósmynd/Hari
34 börn með sérþarfir ættleidd Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir að reynslan af ættleiðingum barna með sérþarfir frá Kína sé almennt góð.
A
lls hafa 34 börn með skilgreindar sérþarfir verið ættleidd frá Kína hingað til lands frá árinu 2007. Þessi leið getur stytt bið foreldra eftir barni um mörg ár. Eitt hundrað fjölskyldur á biðlista eftir barni til ættleiðingar. Fjögur hjón sem sóttu börn án sérþarfa í sumar höfðu beðið í fimm ár. „Börn með skilgreindar sérþarfir hafa verið mjög stór partur þeirra barna sem komið hafa frá Kína síðastliðin ár,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann sest mánaðarlega fyrir framan tölvu að nóttu til,
ásamt starfsmanni Ættleiðingarfélagsins, og skannar uppfærða lista kínverskra stjórnvalda yfir börn með sérþarfir. „Fötluð börn er það fyrsta sem kemur upp í huga fólks þegar talað er um börn með sérþarfir. Inni á listanum eru hins vegar börn sem eru jafnólík og þau eru mörg; börn með minniháttar sérþarfir sem og þau sem búa við meiriháttar fötlun. Þar finnast börn með skarð í vör, minniháttar hjartagalla, stóra fæðingarbletti og aðra þætti sem við hér á landi lítum ekki á sem fötlun. Einnig eru þarna börn sem eru til þess að gera gömul, eða allt að fjórtán ára.“
Kristinn segir væntanlega foreldra barna með sérþarfir hitta Gest Pálsson barnalækni sem tekið hafi á móti öllum ættleiddum börnum til Íslands síðustu þrjátíu ár. Hann sest niður með þeim og útskýrir hvað felst í því að ættleiða börn með sérþarfir. Í kjölfarið veitir Sýslumaðurinn í Búðardal leyfi til ættleiðingar, standist foreldrar könnun barnaverndaryfirvalda. „Reynslan af sérþarfalistanum er almennt mjög góð eins og almennt er um ættleiðingar á Íslandi.“ gag@frettatiminn.is
JL-húsinu Hringbraut 121 Við opnum kl:
Og lokum kl:
Sá nánar síður 36 og 38
„Að vanda er fléttan hjá Arnaldi vel hugsuð og bærilega unnin“ 56
Sara Snædís Notar skart til að lífga upp á útlitið
Tíska 74
www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar
JL-húsinu
2
fréttir
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Fasteignir Fjárfestar utan evrópsk a efnahagssvæðisins
Blokkarkaup í gíslingu ráðuneytis Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
Innanríkisráðuneytið hefur haldið kaupum erlends fjárfestahóps á lúxusblokkinni við Tryggvagötu 18 í gíslingu undanfarnar vikur að sögn seljenda. Hópurinn, sem samanstendur af mönnum hverra þjóðerni liggur utan evrópska efnahagssvæðisins, lagði inn umsókn um kaupin til ráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum en enn bólar ekki á svari. Ástráður Haraldsson, skiptastjóri þrotabús Eignamiðjunnar ehf., sem á blokkina, segir í samtali við Fréttatímann að málið sé á borði ráðuneytisins og hann skilji ekki hvað tefji að það sé klárað. Eignamiðjan var áður í eigu Karls Steingrímssonar, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi
innanríkisráðuneytisins segir, í samtali við Fréttatímann, að þessi mál taki yfirleitt nokkar vikur. „Tíminn ræðst meðal annars af því hvort nægar upplýsingar berist með umsókn og oft þarf að kalla eftir frekari gögnum og þá eru nokkrar vikur fljótar að líða,“ segir Jóhannes. Sex mál eru nú til meðferðar hjá ráðuneytinu að meðtaldri Grímsstaðaumsókn Kínverjans Huang Nubo sem varða fjárfestingar erlendra aðila. Þar fyrir utan hafa borist fyrirspurnir í síma og með tölvupósti en engar formlegar umsóknir komið í kjölfarið. -óhþ Tryggvagata 18 bíður nýrra eigenda.
Herferðir Inspired by Iceland
Láglendisvegir til skoðunar vestra Rætt var um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum í sérstakri umræðu á Alþingi. Minnt var á þau sjónarmið heimamanna að vegur um Gufudalssveit skuli lagður um láglendi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði Vegagerðina nú kanna mögulegar leiðir í því sambandi, að því er innanríkisráðuneytið greinir frá. Ráðherrann sagði nokkra kosti í stöðunni, meðal annars jarðgöng gegnum Hjallaháls, líka þveranir fjarða. Ýmir kostir kæmu til greina meðal annars þverun Þorskafjarðar utarlega og annar kostur væri leiðin frá Reykhólasveit með langri þverun við mynni Þorskafjarðar, Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Ögmundur taldi leið um Teigsskóg út úr myndinni en aðrar láglendistillögur væru til skoðunar. -jh
Flugslysaæfing á Keflavíkurflugvelli Umfangsmikil flugslysaæfing verður á Keflavíkurflugvelli á morgun, laugardag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Isavia efna til hennar, að því er Víkurfréttir greina frá. Æfingin er almannavarnaæfing þar sem allir viðbragðsþættir fyrstu klukkustundir eftir slys eru prófaðir. Líkt er eftir flugslysi við lendingu á Keflavíkurflugvelli og æfð samvinna viðbragðsaðila. Þátttakendur eru frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, flugvallarstarfsmenn, slökkvilið, lögregla, landhelgisgæsla, björgunarsveitir, sjúkrahús, Rauði krossinn, flugrekendur og flugafgreiðsluaðilar, prestar og rannsóknaraðilar ásamt samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík. Sjálfboðaliðar munu leika flugfarþega og aðstandendur, alls tæplega 300 manns. - jh
128 milljarðar til fræðslumála Heildarútgjöld til fræðslumála á síðasta ári námu 128,2 milljörðum króna eða 8,3 prósentum af landsframleiðslu. Þar af var
hlutur hins opinbera 116,7 milljarðar króna en hlutur einkaaðila 11,5 milljarðar eða 9,0 prósent af útgjöldunum. Af heildarútgjöldum hins opinbera árið 2010 runnu 16,2 prósent til fræðslumála. Sem hlutfall af landsframleiðslu hafa heildarútgjöld til fræðslumála hækkað úr ríflega 7,4 prósent af landsframleiðslu 1998 í rúmlega 8,3 prósent á árinu 2010, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Af heildarútgjöldum til fræðslumála árið 2010 runnu um 11,5 prósent til fræðsluhluta leikskólans, 42,7 prósent til grunnskólans, 17,3 prósent til framhaldsskóla, 20,9 prósent til háskólastigsins og 7,6 prósent til stjórnsýslu menntamála og þátta sem ekki tilheyra ákveðnu skólastigi. -jh
Matthías Á. Mathiesen látinn Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, lést í fyrradag á Hrafnistu í Hafnarfirði, áttræður að aldri. Hann var kjörinn á Alþingi árið 1959 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var þingmaður Reyknesinga samfleytt til 1991. Hann var fjármálaráðherra 1974-78, viðskiptaráðherra 1983-85, utanríkisráðherra 1986-87 og samgönguráðherra 1987-88. -jh
Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is
Friðrik Eysteinsson gagnrýnir hversu litlar upplýsingar liggja fyrir um raunveruleg áhrif Inspired by Iceland. Ljósmynd/Hari
Óvíst um ágóða hundruða milljóna króna herferðar Aðjúnkt við Háskóla Íslands gagnrýnir að ekki hafi verið mældur nákvæmlega árangur af Inspired by Iceland-herferðinni áður en farið var af stað með nýtt átak sem kostar skattgreiðendur níu hundruð milljónir.
Þ „Þegar horft er til þess að það varð eldgos, bankahrun, gengishrap og fleiri ferðir hingað til lands, þá er barnalegt að halda því fram að herferðin hafi ein og sér skilað þessari aukningu“
að hefur ekkert komið fram sem segir til um hver árangurinn af Inspired by Iceland var. Við vitum hreinlega ekki hvort þetta var peningasóun eða ekki. Það er gallinn,“ segir Friðrik Eysteinsson, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í samtali við Fréttatímann. Friðrik hélt fyrirlestur í Háskólanum á þriðjudag þar sem hann gagnrýndi litlar sem engar mælingar á árangri herferðarinnar sem kostaði 350 milljónir. „Miðað við þau gögn sem ég hef séð og þær þrjár kannanir sem birtar hafa verið þá sýna þær ekki neitt. Það er alveg ljóst að það gerist eitthvað og ferðamönnum fjölgar en það er ekki hægt að setja þetta eingöngu í samhengi við herferðina. Það hefði verið hægt ef ekkert annað hefði gerst en það varð eldgos og það varð
bankahrun. Þegar landið hefur verið í heimsfréttum mánuðum saman þá hefur það áhrif,“ segir Friðrik. Hann segir menn hafa montað sig af 34 milljarða tekjuaukningu og þakka það herferðinni en sú nálgun haldi ekki vatni. „Eldgosið var ekki hættulegt og fældi ekki frá ferðamenn líkt og hryðjuverk eða matareitrun hefði gert. Þegar horft er til þess að það varð eldgos, bankahrun, gengishrap og fleiri ferðir hingað til lands, þá er barnalegt að halda því fram að herferðin hafi ein og sér skilað þessari aukningu. Ég var nú bara að benda á það,“ segir Friðrik. Á fundinum á þriðjudag var hann harkalega gagnrýndur af aðilum innan ferðaþjónustunnar. „Það er skiljanlegt. Það eru miklir hagsmunir í húfi og þeir eru allir í þá átt að fegra hlutina til að ná sem mestum pening út úr hinu opinbera í markaðssetningu og kostnað henni samfara. Ég veit hins vegar að margir innan ferðaþjónustunnar eru sammála mér og finnst að það hefði ekki átt að fara í þetta þriggja ára verkefni Ísland allt árið án þess að hafa betri hugmynd um árangur Inspired by Iceland. Það mun kosta 900 milljónir af peningum skattborgara og ég held því óhikað fram að sú ákvörðunartaka sé ekki byggð á traustum grunni,“ segir Friðrik. Óskar Hrafn Þorvaldsson
Auglýsingaherferðin Inspired by Iceland er margverðlaunuð.
oskar@frettatiminn.is
Í DAG KL. 11:11
REEBOK FITNESS LÍKAMSRÆKT OPNAR Í HOLTAGÖRÐUM Dagurinn er runninn upp og troðfull dagskrá kemur okkur af stað í ræktinni. Nú leyfum við heilsunni að taka völdin! Dagskrá 11:11 - 13:00 Hádegisfjör með kennurum Reebok Fitness 12:00 - 19:00 Einkaþjálfarar Reebok Fitness bjóða fría fitumælingu, blóðþrýstingsmælingu og létta ráðgjöf 17:00 - 19:00 100 hjóla hjólatími „Síðasti maður á hjólum” 19:00 - 20:00 Danspartý með Þóru Rós Dj B Ruff og Dj Magic spila í tækjasal og sjá um að halda liðinu sveittu! Á laugardaginn verður dagskráin ekki síðri. Við kynnum Fótbolta Fitness og bjóðum einnig hefðbundna tíma samkvæmt tímatöflu Reebok Fitness. Allar nánari upplýsingar er að finna á reebokfitness.is
100 hjóla hjólatími Heldur þú það út?
Dj BMW og allir kennarar Reebok Fitness sjá um tímann þegar „Síðasti maður á hjólum” keppnin fer fram. Allir sem hjóla til kl. 19 komast í pott og geta unnið Reebok ZigTech æfingaskó eða æfingatösku.
0 9 2.9
/MÁN
! G N I D N I B N I G N E
reebokfitness.is
4
fréttir
Helgin 11.-13. nóvember 2011
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Milt haustveður
Miðborgin okkar!
Þau voru mjög glögg umskiptin í veðrinu sum urðu fyrr í vikunni. Hlýindin sem verið hafa síðan þá eru allt að því með ólíkindum og hiti sem á júnídegi. Nánast allan nýjan snjó hefur líka tekið upp hátt til fjalla. Það mun rigna dálítið á okkur fram á laugardag, einkum þó sunnan- og suðaustanlands. Spáð er SA-strekkingsvindi, en á sunnudag virðist ætla að róast mikið með fallegu veðri ef að líkum lætur. Í stillu þess dags kólnar heldur og frystir á endanum.
3
3 4
7 6
Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin. is
easyJet býður Lundúnaflug easyJet, stærsta flugfélag Bretlands, hyggist hefja flug til Íslands næsta vor. Flogið verður milli Keflavíkur og Lutonflugvallar í London og verður jómfrúarflugið þriðjudaginn 27. mars. Flugfélagið mun fljúga til landsins þrisvar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga og stefnt er að því að flug á vegum félagsins til Íslands verði allt árið. Sala á flugmiðum til London
6
8
8
8
4
7
7
Hlýnar aftur með SA-átt. Rigning um landið sunnan- og suðvestanvert, en sér til sólar norðanlands.
Dregur aftur úr hlýindum og jafnvel frystir. Hægur vindur og víða nokkuð bjart.
Höfuðborgarsvæðið: Úrkomulaust að mestu fram yfir miðjan daginn, en síðan rigning.
Höfuðborgarsvæðið: Fremur þungbúið og dálítil rigning, einkum framan af degi.
Höfuðborgarsvæðið: Smárigning fyrst um morguninn, en síðan þurrt. Hiti rétt ofan frostmarks.
Gjaldþrot FI fjárfestingar
er hafin á vef easyJet og gefst viðskiptavinum félagsins færi á að kaupa flugmiða á rúmar 6000 krónur aðra leið og tæpar 11.000 krónur báðar leiðir; skattar og gjöld innifalin. Frá Luton flýgur easyJet til 36 annarra áfangastaða í Evrópu og Miðausturlanda. Félagið er einnig með starfsemi á Gatwick og Stanstead og flýgur þaðan til ríflega 120 áfangastaða. - jh
Leigusamningum fækkar Fjöldi þinglýstra leigusamninga vegna íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu voru 500 í nýliðnum október sem erum 10 prósenta fækkun miðað við sama mánuð í fyrra en þá voru gerðir 555 leigusamningar. Samfelld fækkun hefur orðið á þinglýstum leigusamningum milli ára það sem af er árinu, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár Íslands. Fyrstu tíu mánuði ársins hefur alls 5.551 leigusamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 5.944 á sama tíma í fyrra, sem jafngildir 6,6 prósenta fækkun á milli ára. Leigumarkaðurinn hafði rúmlega tvöfaldast í kjölfar hrunsins. Kaupsamningar eru hins vegar um þriðjungi fleiri en á sama tímabili í fyrra. - jh
Aukin þekking - fjárfesting til framtíðar Háskóli Íslands býður upp á úrval námskeiða í viðskiptafræði með vinnu. Dæmi um námskeið á vormisseri 2012: - Verkefnastjórnun - Inngangur að fjárhagsbókhaldi - Stefnumótun fyrirtækja - Markaðsfærsla þjónustu - Rekstrarstjórnun - Fjármálamarkaðir - Alþjóðamarkaðsfræði og markaðsáætlanir - Stjórnun og skipulagsheildir
Skráðu þig á www.bsv.hi.is
8
Aðeins svalara um tíma, en nokkuð bjart framan af degi, en rigning um mest allt land undir kvöld.
Michelsen_255x50_B_0811.indd 1 Erlendar eignir lífeyrissjóða rýrna enn
Hrein eign lífeyrissjóðanna lækkaði um 1,5 milljarða króna í september síðastliðnum, en hún nam 2.017 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þessa lækkun má einkum rekja til erlendra eigna lífeyrissjóðanna sem skruppu saman um 15,3 milljarða króna í mánuðinum, eða sem nemur um 3,4 prósentum að nafnvirði en innlend verðbréfaeign hækkaði á sama tíma um rúma 9,1 milljarð króna, eða um 0,6 prósent að nafnvirði. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem erlend verðbréfaeign sjóðanna lækkar frá fyrri mánuði og hefur hlutfall þeirra af heildareignum ekki verið lægra síðan í nóvember árið 2004. Frá sama tíma í fyrra hefur hrein eign lífeyrissjóðanna hækkað um 181 milljarð króna, sem samsvarar tæplega 10 prósenta aukningu. Að teknu tilliti til verðbólgu var raunaukning eigna sjóðanna mun minni, eða sem nemur um 4 prósentum á tímabilinu. - jh
6
6
Hundruð verslana og veitingahúsa bjóða vörur og þjónustu.
Sjá nánar auglýsingu á bls. 44-45 og á www.miðborgin.is
04.08.11 15:47
Glitnir vill félag Hannesar í gjaldþrot FI fjárfestingar, félag Hannesar Smárasonar, hefur ekki staðið skil á 4,6 milljarða greiðslu til skilanefndar Glitnis líkt og dómur frá 8. febrúar á þessu ári kveður á um. Farið verður fram á gjaldþrot félagsins fyrir dómi í næstu viku.
S
kilanefnd Glitnis FI fjárfestingar, félag í eigu Hannesar Smárasonar, er á leið í gjaldþrot. Gjaldþrotabeiðni skilanefndar Glitnis verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku vegna 4,6 milljarða króna skuldar sem félagið var dæmt til að greiða 8. febrúar síðastliðinn. FI fjárfestingar var aðalfélag Hannesar og hélt meðal annars utan um eignarhluti hans í FL Group í gegnum hollenska félagið Oddaflug BV. Samkvæmt ársreikningi ársins 2007 skuldaði FI fjárfestingar 33 milljarða en um mitt ár 2009 var skuldin komin í 45 milljarða með vöxtum. Tæplega 24 milljarðar voru á gjalddaga á þessu ári. Langstærsti lánadrottinn félagsins er Landsbankinn. Ekki er annað vitað en félagið sé nær eignalaust. Einu eignir þess eru í félögunum Hlíðarsmári 6 ehf og ELL 49 ehf. Um er að ræða veð sem skilanefnd Glitnis hafði í annars vegar í atvinnuhúsnæði í Faxafeni og hins vegar í jörðum í Illagili í Grímsnes- og Grafningshreppi. Hannes var sjálfur í 400 milljóna króna sjálfskuldarábyrgð vegna þessara lána. Í áðurnefndum dómi frá 8. febrúar komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að draga Hannes til ábyrgðar fyrr en búið væri að ganga að veðunum í fasteigninni og lóðunum. Gert er ráð fyrir því að eignirnar verði seldar á uppboði í byrjun desember og í kjölfarið verður gengið á Hannes með að borga það sem eftir lifir af sjálfskuldarábyrgðinni. Þetta er ekki fyrsta félag Hannesar sem tekið er til gjaldþrotaskipta. Fyrr á þessu ári var farið fram á gjaldþrot félagsins Fjölnisvegur 9, sem átti glæsivilluna Fjölnisveg 11 og íbúð við Pont Street í London sem metin var á 1,5 milljarð. Hvorugt þessara húsa er þó selt samkvæmt síðustu fréttum. Ekki náðist í Hannes Smárason við vinnslu fréttarinnar. Hann er með lögheimili í Bretlandi en er búsettur í Barcelona á Spáni eftir því sem Fréttatíminn kemst næst. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Ekki er annað vitað en félagið sé nær eignalaust.
Hannes Smárason stendur í stórræðum. Langverðmætasta eign FI fjárfestinga var hlutur í FL Group sem er verðlaus í dag.
Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er
Finnur þú ekki réttu gjöfina? Gjafakort Arion banka hentar við öll tækifæri. Hægt er að nota gjafakortið við kaup á vöru og þjónustu hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Einfaldara getur það ekki verið. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka.
arionbanki.is — 444 7000
6
fréttir
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Skyndifriðun Skálholts Saga baráttunnar gegn Húsafriðunarnefnd ákvað á fundi sínum uppblæstri á ensku á þriðjudag að grípa til skyndifriðunar Skálholtsskóla, Skálholtskirkju og nánasta umhverfis, að því er fram kemur í bréfi nefndarinnar til Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Ástæðan er bygging Þorláksbúðar rétt við kirkjuvegg Skálholtskirkju. Verði af endurbyggingu búðarinnar telur nefndin að hið fína samspil tveggja af vönduðustu byggingum 20. aldar, það er Skálholtskirkju og Skálholtsskóla, raskist. Húsafriðunarnefnd gerir ekki athugasemd við það að Þorláksbúð verði reist í Skálholti en telur að henni þurfi að finna annan stað þar sem áhrifin á núverandi ásýnd Skálholtsstaðar verði hóflegri. - jh
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fékk í gær fyrsta eintak bókar á ensku um aldarlangt landgræðslustarf á Íslandi. Bókin heitir Healing the land og er gefin út til að mæta þörf fyrir upplýsingar um sigra sem unnist hafa við varðveislu landkosta og endurreisn vistkerfa hér á landi. Höfundur bókarinnar er Roger Crofts. Við vinnslu bókarinnar var stuðst við þýðingu Róberts Mellk á Sáðmenn sandanna sem Friðrik Olgeirsson skráði.
Málshættir í fókus Ljósmyndasýningin Málshættir í fókus opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, laugardag. Það eru félagsmenn í Fókus- félagi áhugaljósmyndara sem sýna verk sín en félagið stendur reglulega fyrir ljósmyndasýningum. Að þessu sinni er þemað málshættir, en myndirnar á sýningunni eiga það sammerkt að túlka íslenska málshætti. Sýnendur eru tuttugu og níu en sýningin stendur til 8. janúar. Hún er opin virka daga frá klukkan 11 til 17 og frá klukkan 13 til 16 um helgar. Félagið var stofnað árið 1999 en það er opið öllum áhugamönnum um ljósmyndun, jafnt byrjendum sem lengra komnum. - jh
Bílaumboð Glíma við ægivald bank anna
Forráðamenn bílaumboða sem stóðu af sér brimskafla hrunsins segja samkeppnisstöðu á bílasölumarkaði óheilbrigða. Bankar haldi stórum umboðsfyrirtækjum gangandi í samkeppni við önnur þar sem stjórnendur sýndu ráðdeild. Ljósmynd Hari
„Gríðarlega óheilbrigð samkeppni“
Forráðamenn bílaumboða þeirra sem stóðu af sér hrunið gagnrýna meðferð banka á yfirteknum stórfyrirtækjum í greininni og niðurfellingu milljarða skulda þar. Eðlilegra hefði verið að fyrirtækin hefðu farið í gjaldþrot og nýir eigendur komið að sölu viðkomandi bílategunda. Jónas Haraldsson
Nuddinudd!
jonas@ frettatiminn.is
1414 App fyrir iPhone og Android
Notaðu nýja 1414 Appið í snjallsímanum eða spjaldtölvunni
1414 APP Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is
Þetta kemur niður á fyrirtækjum sem hafa verið vel rekin.
A
ukin gagnrýni beinist að því hve lengi fyrirtæki sem yfirtekin voru af bönkum eru í höndum þeirra. Forráðamenn fyrirtækja sem við þau keppa tala um óheilbrigða og erfiða samkeppni. Bent hefur verið á fyrirtæki á byggingavörumarkaði og húsgagnasölu en þetta á ekki síst við í bílagreininni. Stærstu fyrirtækin þar komust í hendur banka sem síðan hafa haldið þeim gangandi. Milljarðar króna hafa verið afskrifaðir. Gríðarlegur samdráttur hefur verið í sölu nýrra bíla frá því í upphafi árs 2008 og sér ekki fyrir enda þess. Forráðamenn þeirra fyrirtækja í bílagreininni sem staðið hafa af sér brimskaflana sætta sig illa við skekktan samkeppnismarkað, þeir segja samkeppnisyfirvöld ekki sýna málinu áhuga og forráðamenn banka ekki hafa áhyggjur af ráðdeildarsömum fyrirtækjum greinarinnar sem búi við mismunun. „Þetta kemur niður á fyrirtækjum sem hafa verið vel rekin,“ segir Úlfar Hinriksson, framkvæmdastjóri Suzuki-bíla, en hann segir einkum þrjú bílaumboð hafa þurft að glíma við samkeppnisfyritæki sem verið hafa í höndum bankanna. Auk Suzuki-bíla á hann við Bernhard efh., umboðsaðila Honda, og Bílabúð Benna. Gylfi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bernhard, tekur undir þetta. „Við erum mjög ósátt, eins og fyrirtæki í öðrum greinum, að þurfa að keppa við bankana. Þetta er gríðarlega óheilbrigð samkeppni,“ segir hann. „Við vitum að búið er að afskrifa milljarða hjá fyrirtækjum eins og Toyota, Heklu og Ingvari Helgasyni en bankarnir halda þeim gangandi. Nýjasta dæmið er síðan Brimborg þar sem afskrifaðir voru fjórir milljarðar króna gegn því að menn kæmu með 200 milljónir króna inn í það. Hvaða reiknimeistarar sáu um þetta?“ spyr Gylfi. „Maður veit ekki hvernig fjármögnun þessara fyrirtækja hefur verið,“ segir Úlfar.
„Þau virðast hafa ótrúlega mikla peninga á milli handanna miðað við að þetta eru eiginlega gjaldþrota fyrirtæki. Þau hafa staðið í mikilli samkeppni við aðra í auglýsingum og verðlagningu á ýmsum sviðum. Okkur hefur fundist skrítið að þau fyrirtæki geti staðið í dýrum auglýsingaherferðum en skilað um leið milljarðatapi sem velt hefur verið yfir á herðar almennings. Við höfum þurft að borga allar okkar auglýsingaherferðir sjálf,“ segir Úlfar. „Auðvitað eiga fyrirtæki í þessari stöðu bara að fara á hausinn,“ bætir hann við, „fara í gjaldþrot og svo eignast nýir eigendur þau. Það er miklu hreinlegra. Það verður haldið áfram að selja bíla – eða byggingarvörur – á Íslandi og fólkið sem vann hjá fyrirtækjunum fær vinnu hjá nýjum aðilum.“ Gylfi segir gerð hafi verið athugasemd við Samkeppniseftirlitið vegna sölu tiltekins bíls hjá Ingvari Helgasyni í fyrra sem talinn var seldur langt undir raunvirði. „Það kom aldrei neitt út úr því. Það gengur illa að fá rétta umfjöllun um þetta ástand,“ segir hann. Fram kom hjá Úlfari að þau bílaumboð sem héldu velli eftir hrunið 2008 hafi mátt þola „brunaútsölur“ stóru bílasölufyrirtækjanna sem bankarnir yfirtóku. Hann segir Suzuki-bíla hafa staðið vel fyrir hrun hvað eigið fé varðar og félagið hafi ekki staðið í fjárfestingum og haldið eignum inni í rekstrinum, „en maður er ósáttur að þurfa að keppa við þetta.“ Gylfi talar á svipuðum nótum, Bernhard ehf. hafi hvorki verið í útrás né í fjárfestingum, „en við erum með okkar skuldir líka en fáum enga leiðréttingu. Þetta er fimmtíu ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem veitir 40 manns vinnu en eins og ástandið hefur verið á bílamarkaði er þetta engin afkoma, það er verið að éta upp eigið fé. En við glímum við ægivald bankanna. Allt of stórum markaðshluta er haldið gangandi af þeim.“
Fjármálin á mannamáli „Fjármál heimilisins kalla á skynsemi, aga og skipulag. Svolítið eins og langhlaup.“ Halldóra Gyða Matthíasdóttir, útibússtjóri og leiðbeinandi frá Íslandsbanka.
Námskeið um fjármál fjölskyldunnar Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um mikilvægi markmiðasetningar, sparnað, lán, fjárfestingar, lífeyrissparnað og heimilisbókhaldið Meniga. Kennari verður Þór Clausen, M.Sc. í fjármálum, ásamt leiðbeinendum frá Íslandsbanka. Námskeiðin fara fram í Íslandsbanka, Suðurlandsbraut 14 (gengið inn á vesturgafli hússins) og eru öllum opin. Þátttökugjald er 1.000 kr.
Námskeiðið verður: • Mánudaginn 14. nóvember kl. 17.30–20.30
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 11-2242
Nánari upplýsingar og skráning á www.islandsbanki.is/fjarmalanamskeid og í síma 440 4000.
ÆTLAR ÞÚ
AÐ MISSA AF
ÞESSU? . nóv. SINGAPORE OPEN
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Opinn dagur í Listaháskólanum á laugardag Opinn dagur verður í Listaháskóla Íslands á morgun, laugardaginn 12. nóvember, í húsnæði skólans við Laugarnesveg 91 milli klukkan ellefu og fjögur. Frá hönnunar- og arkitektúrdeild verða sýnd veggspjöld, bókahönnun og leturhönnun úr grafískri hönnun. Fatahönnunarnemar sýna fatnað, tískuteikningar og upptökur af tískusýningum. Nemendur í vöruhönnun sýna teikningar, þrívíð módel og frumgerðir og arkitektúrnemar kynna rannsóknarverkefni. KRADS arkitektar verða með opna vinnustofu sem þeir hafa þróað í samstarfi við LEGO. Nemendur úr myndlistardeild verða með leiðsögn um húsið og vinnustofur þar sem skoða má vinnu nemenda. Lifandi tónlist verður í boði tónlistardeildar en nemendur flytja tónverk eftir Mendelssohn, Schubert, Moszkowski, Mozart og fleiri. Nemendur á leikarabraut og samtímadansbraut verða með kynningardagskrá á klukkutíma fresti og Nemendaleikhúsið gefur innsýn í vinnu við uppfærsluna Jarðskjálfti í London sem frumsýnd verður í desember. Nemendur og kennarar í listkennsludeild taka á móti gestum og kynna meistaranám í listkennslu. - jh
Tölur Sérstakur dagur í dag
.. nóv. FORSETABIKARINN .. nóv. THE WORLD CUP OF GOLF .. des. CHEVRON WORLD CHALLENGE
Barn sem fæðist í dag fær skemmtilega byrjun á kennitölu sinni, sem er 111111. Ljósmynd Hari
Kennitala barna sem fæðast í dag byrjar á 111111 H Ellefti dagur ellefta mánaðar ellefta árs aldarinnar ber með sér óvenju skemmtilega talnarunu. Hagstofan heldur þó ró sinni og slær ekki í pönnsur en það gera væntanlega þeir 907 Íslendingar sem eiga afmæli í dag.
www.skjargolf.is / 595-6000
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
ver dagur er sérstakur en dagurinn í dag ekki síst, 11. nóvember á því herrans ári 2011, eða: 11. dagur 11. mánaðar 11 árs aldarinnar. Þetta þýðir meðal annars að börn sem fæðast í dag fá skemmtilega byrjun á kennitölu sinni, sem er 111111. Fyrstu tólf ár hverrar aldar bjóða upp á þessa sérstöðu afmælisdaga og kennitalna, það er 010101, 020202 og svo framvegis þar til í desember á næsta ári þegar talnarunan verður 121212. Aðeins dagurinn í dag býður þó upp á einlita runu. Bíða verður í öld þar slíkt endurtekur sig. Miðað við tölur um fæðingar 11. nóvember undanfarinna ára má búast við því að 10-15 börn fæðist í dag og búi það sem eftir lifir við svo hreina talnarunu í kennitölu sinni. Á vef Hagstofu Íslands sést að 13 börn fæddust þennan dag árin 2005 og 2006, 9 árið 2007, 11 árið 2008 og 16 árið 2009 – en þá varð sprenging í fæðingum hér á landi. Sumir héldu því fram að hinn mikli fjöldi barna sem fæddist það ár tengdist beint efnahagshruninu sem varð hér á landi árið áður. Þrátt fyrir svo sérstæða talnarunu er ekkert sérstakt tilstand á vegna dagsins á Hagstofunni, þeirri stofnun hins opinbera sem helst vélar með tölur. Guðjón Hauksson í mannfjölda- og manntalsdeild stofnunarinnar sagðist ekki vita til þess að baka ætti pönnukökur hjá stofnuninni í tilefni dagsins. Væntanlega verður það hins vegar gert á heimilum þeirra 907 Íslendinga sem eiga afmæli í dag. Sé litið öld aftur í tímann þá er 11.11. 1911 helst minnst vegna óvenjulegra umbreytinga í veðri í miðríkjum Bandaríkjanna. Methiti var í mörgum borgum síðdegis miðað við árstíma. Sem dæmi má nefna að í Springfield í Missouri var 27 stiga hiti síðdegis en snögg breyting varð á með metkulda en um miðnætti var komið 11 stiga frost í borginni. Ólíklegt er að slíkt endurtaki sig nú þótt hitasveiflur geti verið miklar á þessum árstíma, jafnvel hér á landi, eins og sýndi sig aðfararnótt síðastliðins þriðjudags þegar Veðurstofan fræddi okkur um að hiti nyrðra næði allt að 18 stigum. Það þætti ágætur hiti íslenskrar júlínætur.
A M O K R I T S R Y F ! Á F R I - FYRST
30 TIL 60%
AFSLÁTTUR Í ÖRFÁA DAGA! SELJUM SÝNINGARRÚM
Queen Size rúm (153x203cm)
ARGH! 281111
VERÐ FRÁ 99.000 kr.
Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
H E I L S U R Ú M
!
Gersemar í safnið! Tvær ómissandi bækur í barnaherbergið, Jón Oddur og Jón Bjarni og Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur
10
fréttir
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Vill frítt í sund fyrir tíu ára og yngri Hjálmar Hjálmarsson, leikari og bæjarfulltrúi í Kópavogi, vill að börn yngri en tíu ára fái frítt í sundlaugar Kópavogsbæjar. „Fyrr á þessu ári voru samþykkt lög varðandi aldurstakmark í sundlaugar sem gera ráð fyrir því að börn séu orðin 10 ára gömul svo þau megi sækja sundstaði ein, án fylgdar fullorðinna. Í því skyni að hvetja forráðamenn barna á aldrinum 6-10 ára til sundiðkunar, legg ég því til að aðgangseyrir fyrir börn yngri en 10 ára verði enginn,“ sagði hann á síðasta bæjarráðsfundi. Bæjarráðið vísaði málinu til bæjarstjórnar. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, segir að hugmyndin verði skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar. „Við útilokum þetta ekki frekar en annað,“ segir hún. „Tilhneigingin hefur verið að hækka gjaldskrána en við höfum verið að reyna að lágmarka gjaldskrárhækkanir.“ Hún vill þó ekki gefa falskar vonir um frítt í sund. - gag
Vilja lyfsölu í verslunum Hagsmunaaðilar lyfjasölu vilja að leyft verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Þeir vilja að heimilt verði að auglýsa þau í sjónvarpi og nota efsta stig lýsingarorða í auglýsingunum þegar það á við. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags atvinnurekenda, Frumtök og Samtök verslunar og þjónustu, sem birt er á vef velferðarráðuneytisins. Hagsmunaaðilarnir vilja einnig að lyfjafræðingar geti endurnýjað lyfseðla fyrir tiltekin lyf þegar um framhaldsmeðferð er að ræða, því það létti álagi af læknum sem hafi þá meiri tíma til lækninga og greininga. Meðal neikvæðra áhrifa telja þeir að lyfseðlar verði hugsanlega endurnýjaðir að óþörfu. - gag
Varðskip Viðgerð á heimleiðinni
ns L Ok s i a r LeG fá a n Ju að ný
ölda dd á fj verið þý Norrænu ið ur hlot tdómarar ri rlendir r og ne jörn Eg
alla! ur og k
Þór, flaggskip Landhelgisgæslunnar, á leið til hafnar í Reykjavík í fyrsta sinn. Boltar sem tengjast olíupönnu annarrar aðalvélar varðskipsins slitnuðu á heimsiglingunni frá Chile. Áhöfninni tókst að gera við en á meðan á viðgerð stóð var skipinu siglt á einni vél í stað tveggja. Ljósmynd Hari
Boltar í annarri aðalvél Þórs slitnuðu Heimsigling Þórs, hins nýja varðskips alla leið frá Chile, var um hríð á annarri aðalvélinni eftir að boltar sem tengjast olíupönnu hinnar vélar skipsins slitnuðu. Sú vél kom í stað þeirrar sem skipt var út eftir að flóðbylgja skall á skipið í smíðum. Ekkert alvarlegt segir Landhelgisgæslan. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Gu ðrú n Hel G a dó T T ir
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Skipið er í ábyrgð og vélar þess líka.
H
ið nýja og glæsilega varðskip Þór sigldi um hríð á heimleiðinni frá Chile á annarri aðalvélinni þar sem boltar sem tengjast olíupönnu hinnar aðalvélar skipsins slitnuðu. Ásgrímur Ásgrímsson hjá Landhelgisgæslunni segir að þessi vandræði með vélbúnaðinn hafi tengst þeirri vél sem skipt var um eftir að flóðbylgja skall á skipasmíðastöð og varðskipið í kjölfar 8,8 stiga jarðskjálfta í febrúar á síðasta ári. Áhöfn Þórs hafi hins vegar gert við það sem aflaga fór og skipið hafi komið heim á báðum vélunum með allt vélakerfi í lagi. „Það var ekkert alvarlegt sem átti sér stað,“ segir Ásgrímur. „Þetta er glænýtt skip og ekkert óeðlilegt að ákveðnir hlutir þarfnist lagfæringar. Þetta var hins vegar ekkert sem áhöfnin réð ekki við,“ segir hann og neitar því að orsakir þessa séu að skipið hafi skekkst þegar það skemmdist er flóðbylgjan skall á það. Miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni en náttúruhamfarirnar urðu til þess að afhendingu Þórs seinkaði. „Það eru ýmis atriði við nýtt skip sem menn eru að læra á, ekki bara þau sem tengjast vélbúnaði,“ segir Ásgrímur. „Skipið sjálft er stórt og mikið tæknidæmi
og ýmsir hlutir sem þarf að fínstilla.“ Hann segir að á meðan skipt var um boltana sem slitnuðu hafi ekki verið hægt að keyra vélina, „en þetta skip er með tveimur aðalvélum sem gerir það enn öruggara þótt eitthvað smávægilegt sé að annarri þeirra.“ Ásgrímur nefnir enn fremur að í sífellu sé verið að skipta á vélum annarra skipa Landhelgisgæslunnar þegar verið sé að vinna við þær. „Skipið er í ábyrgð og vélar þess líka. Það má reikna með því að menn frá skipasmíðastöðinni og aðilar tengdir vélbúnaðinum komi töluvert hingað til lands næsta árið í ýmislegt eftirlit og við köllum á þá af minnstu ástæðu meðan allt er í ábyrgð.“ Aðspurður um hættu á því að boltar í vélinni slitni á ný segir Ásgrímur að auðvitað geti allt endurtekið sig en þetta sé ekki eitthvað sem menn hafi þungar áhyggjur af enda hefði varðskipið þá ekki verið sent í hefðbundinn gæslutúr en það fór suður og austur fyrir land í tengslum við björgunaraðgerðir vegna flutningaskips sem missti stýrið utan Hornafjarðar. Þór hélt þá för sinni áfram, kom við á höfnum eystra og fer nú hringinn í kringum landið og kemur víðar við.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 1 - 1 7 2 5
KIA SORENTO
STÓRGÓÐUR 7 MANNA JEPPI 197 hestafla dísilvél Eyðir aðeins 7,4 lítrum á hundraðið 6 þrepa sjálfskipting Fáanlegur með íslensku leiðsögukerfi 7 ára ábyrgð eins og á öllum Kia bílum
Verð 6.997.777 kr.* Til afgreiðslu strax – heilsársdekk
fylgja
*Dísil, 197 hö., sjálfskiptur, 5 manna. 7 manna útfærsla kostar 295.000 kr. meira.
7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
www.kia.is
12
fréttir
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Óuppgerðar sakir vegna ofurstyrkja Eins og kom fram í ítarlegri fréttaskýringu Fréttatímans í síðustu viku er Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og nánasti samherji Davíðs Oddssonar um árabil, talinn vera hugmyndafræðingurinn að baki framboði Hönnu Birnu. Heimildarmenn blaðsins telja stuðning Kjartans, Björns Bjarnasonar og reyndar annarra einnig úr gamla flokkseigendafélaginu meðal annars reista á þeirri trú að þeir geti fremur haft áhrif á Hönnu Birnu en Bjarna. Samkvæmt innanbúðarmönnum í Sjálfstæðisflokknum mun þó önnur og ekki veigaminni ástæða vera fyrir áhuga Kjartans á framboði Hönnu. Og sú er að Kjartan telji sig eiga óuppgerðar sakir við Bjarna. Hornið sem Kjartan er sagður hafa í síðu Bjarna má rekja til ofurstyrkjamálsins sem reyndist
Sjálfstæðisflokknum svo þungbært í aðdraganda kosninganna 2009. Stöð 2 upplýsti það vor að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið samtals um 60 milljónir króna frá Landsbankanum og FL Group árið 2006. Um það leyti var Kjartan að undirbúa að hætta sem framkvæmdastjóri flokksins og Andri Óttarsson að taka við starfinu. Þegar Kjartan var spurður vorið 2009 um aðkomu hans að málinu sagðist hann fyrst hafa heyrt af styrk FL Group til flokksins í fréttum Stöðvar 2 og málið væri honum algjörlega óviðkomandi. Bjarni, sem var þá nýtekinn við sem formaður, hafði hins vegar allt aðra sögu að segja þegar hann var spurður hvort það stæðist að Kjartan, sem var enn framkvæmdastjóri flokksins þegar styrkirnir voru greiddir inn á reikningana í Valhöll, hefði ekki vitað af þeim: „Fyrir mér
er það augljóst að þeir sem voru hér á skrifstofunni og gegndu æðstu embættisstörfum höfðu vitneskju um að styrkur hafði borist. [...] Þetta voru mistök. Það var rangt mat að það væri eðlilegt að færa þetta fé í bækur flokksins,“ lét Bjarni hafa eftir sér. Rétt er að rifja upp að Kjartan hafði óskað eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri 3. október 2006 en hætti formlega störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn 4. janúar 2007. Ofurstyrkirnir bárust hins vegar í desember 2006. Heimildarmenn Fréttatímans segja að Kjartan hafi sviðið mjög að Bjarni skyldi tala svo hreinskilnislega, enda hafi hann með þessum orðum nánast sagt fullum fetum Kjartan hafa logið. Og fyrir það þurfi hann nú að kvitta.
Kjartan Gunnarsson. Er sagður hugmyndafræðingurinn á bakvið framboð Hönnu Birnu.
Formannskjör Annasöm vik a fr amundan fyrir Landsfund
Samkeppni og fiskvinnsla Stutt og snörp barátta Frá fundi Hönnu Birnu á Ísafirði um síðustu helgi. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
– er vitlaust gefið?
Í tengslum við Aðalfund Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ verður haldinn opinn fundur um sjávarútvegsmál á Icelandair Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir), laugardaginn 12. nóvember nk. og hefst hann kl. 14:30.
1. Ávarp frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. 2. Framsögumenn: Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÚ Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, áhugahópnum Betra kerfi. Ólafur Arnarson, hagfræðingur, Pressupenni og höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi. 3. Pallborðsumræður Fundarstjóri: Sigurður Ingi Jónsson Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir Stjórn SFÚ
Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is
Tæp vika er til Landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem kosið verður milli Bjarna Benediktssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.
K
osningabaráttan fyrir formannskjör Sjál fst æðis flokksins verður stutt og snörp. Að minnsta kosti sú opinbera. Jarðvegurinn fyrir mótframboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hafði auðvitað verið plægður lengi áður en hún lýsti formlega yfir framboði í síðustu viku. Hanna Birna hefur gert víðreist um land undanfarna daga og fleiri fundir bíða hennar. Formaðurinn Bjarni Benediktsson hefur ýmsum öðrum skyldum að gegna samhliða því að sinna kosningabaráttunni. Hann mun til dæmis funda í dag, föstudag, með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands í London. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur síðdegis fimmtudaginn 17. nóvember og því skammur tími til stefnu fyrir formannsframbjóðendurna. Aðspurður um hvort Bjarni muni efna til sérstakrar fundaraðar í tilefni mótframboðsins, segir Sigurður Kári Kristjánsson, aðstoðarmaður hans, að Bjarni hafi nýlokið hringferð um landið með um tuttugu viðkomustöðum þar sem farið hafi verið yfir efna-
hagstillögur Sjálfstæðisflokksins og stjórnmálaástandið almennt. „Á þessum fundum var líka rætt allt milli heima og geima og þannig verður það áfram næstu daga.“ Sigurður Kári bendir á að Bjarni muni hitta fjölda fólks í vikunni sem er framundan enda sé það hluti af skipulagsstarfi formanns f yrir Landsfund. Bjarni er í London í dag á ráðstefnu íhaldsflokka. Þar mun hann eiga fund með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og munu þeir, að sögn Sigurðar Kára, meðal annars ræða efnahags- og fjármál í Evrópu. Hanna Birna hefur gert víðreist og fundað með sjálfstæðismönnum frá því hún tilkynnti um framboð sitt. Síðastliðinn laugardag var hún á Ísafirði, á þriðjudag á Egilsstöðum og Reyðarfirði, á miðvikudag á Akranesi og Akureyri, á fimmtudag á Hellu og Selfossi, og í dag, föstudag, verður hún í Vestmannaeyjum. Á laugardag heimsækir hún svo í Reykjanesbæ og jafnvel fleiri staði á Suðurnesjum. Með Hönnu í för er Halldór Halldórsson, formaður Landssambands íslenskra sveitarfélaga, en hann hefur aðstoð-
Tveir styðja Hönnu Birnu opinberlega
Tveir af níu borgar- og varaborgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins styðja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur opinberlega samkvæmt könnun Fréttatímans. Einn styður Bjarna Benediktsson, núverandi formann. Hringt var í alla níu fulltrúana og sögðust sex þeirra ekki gefa upp hvort þau styddu Hönnu Birnu eða Bjarna. -óhþ Svör fulltrúana voru eftirfarandi: Júlíus Vífill Ingvarsson: Hanna Birna. Kjartan Magnússon: Gefur ekki upp. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: Hanna Birna. Gísli Marteinn Baldursson Gefur ekki upp. Geir Sveinsson: Gefur ekki upp. Áslaug M. Friðriksdóttir: Gefur ekki upp. Jórunn Ósk Frímannsd.: Gefur ekki upp. Hildur Sverrisdóttir: Bjarni Ben. Marta Guðjónsdóttir: Gefur ekki upp.
að hana við skipulag fundanna. „Þetta hefur fyrst og fremst verið ótrúlega gaman,“ segir Hanna Birna. „Það er mikil stemmning og kraftur meðal sjálfstæðismanna um allt land.“ Aðspurð hvort hún óttist að baráttan kunni að snúast uppi í leðjuslag segist Hanna Birna ekki óttast það. „Það eru nú stærri mál en formannskjör sem brenna á fólki og ég er sannfærð um að þetta formannskjör mun vera flokknum til sóma og styrka hann og okkur öll.” -jk
Bjarni Benediktsson fundar með David Cameron í Lundúnum í dag, föstudag.
Jól í
! O K Y B
O K Y B m u n lu rs e v í ru ö v la Mikið úrval af jó
jós l u g n Slö
390
Vnr. 88949615-96
Innisería
Verð frá:
299 kr.
10/20/35/50 eða 100 ljósa, glærar, rauðar, hvítar eða mislitar perur.
Vnr. 88470323
Jóladagatal Jóladagatal, 14 cm.
Vnr. 88968440-50
Grenilengja
Vnr. 88948640/4-5
Vnr. 88900722-67
Slönguljós
Útisería
Slönguljós inni og úti, glær, rauð eða mislit, 13 mm.
779 kr.
Vnr. 88166924-6/632-35
Verð frá:
Vnr. 88166791
690 kr.
2,7 m grenilengja, 200 eða 400 sprota.
kr/m
Stjarna
Verð frá:
1.590 kr.
Stjarna, pappi 45 eða 60 cm, rauð eða hvít.
Grenilengja
3.590 kr.
Grenilengja með 80 ljósum, 5 m, tilvalin í kringum hurðarkarminn.
Verð frá:
1.150 kr.
Vnr. 88949201-37
1.690 kr.
Vnr. 88166921
Útisería, 40/60/80 eða 120 ljósa, marglit, blá, græn eða rauð.
Vnr. 88165979
Snjóbolti
Snjóbolti, 12 cm, 50 ljós, hvítar og glærar perur.
Vnr. 88165789
Jólatré
1.290 kr.
Gervi jólatré, 60 cm, með 10 ljósum.
Útisería
Verð frá:
5.290 kr.
Útisería 20/40 eða 80 ljósa, glær, rauð, eða marglit.
Kirkja
2.890 kr.
Kirkja með LED ljósi. Gengur fyrir rafhlöðum, stærð 28 cm.
Vnr. 88166701
Krans
2.390 kr.
Jólakrans, 45 cm, með 40 ljósum.
14
fréttaskýring
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Konur eiga lítið í karla innan löggunnar Lögreglukonum hefur fækkað hlutfallslega meira en körlum frá hruni, þær sækja síður um yfirmannsstöður og gegna fáum slíkum. Konur innan lögreglunnar vilja lítið tjá sig um stöðuna, sem er mun verri hér á landi en á Norðurlöndunum. Íslensk yfirvöld vilja að staða íslenskra kvenna innan lögreglunnar verði eins hér eftir fimm til sjö ár og var á öðrum Norðurlöndunum fyrir fimmtán árum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir rýnir í stöðuna. lengi. Ekki er í augsýn að þær verði lausar á næstu mánuðum eða allra næstu árum,“ segir hún. Spurð hvort lögreglukonur séu sáttar við stöðuna svarar hún. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Þær vilja auðvitað sjá fleiri en tvær konur í hópi tuttugu þriggja lögreglufulltrúa. En þessar stöður eru ekki auglýstar nema þær séu lausar, sem þær eru ekki og þar fjölgar ekki,“ segir hún.
Betri staða á Norðurlöndum
• Á vef lögreglunnar má lesa um að lögreglukonur hafi opnað nýjan vef í lok árs 2003 undir vefslóðinni logreglukonur.is. Enginn vefur er undir því nafni í dag. • Fyrir tíu árum komu lögreglukonur á Norðurlöndum og Eystrarsaltsríkjunum saman í Ríga í Lettlandi og stofnuðu samtökin NBNP (e. Nordic-Baltic Network of Policewomen). Samtökunum er ætlað að efla stöðu kvenna innan lögreglu, bæði á faglegum og jafnréttislegum grunni og hittust lögreglukonur síðast fyrir tæpum hálfum mánuði. Þar greindu þær íslensku frá fáum tækifærum íslenskra kvenna innan lögreglunnar. • Konur innan lögreglunnar hafa aldrei lagt fram kvörtun til Jafnréttisstofu vegna ráðninga innan lögreglunnar.
Framhald á næstu opnu
•
jl.is
•
sÍa
Færri konur starfa hér á landi innan lögreglunnar en sjá má í Skandinavíu og Finnlandi. Þar var hlutfall kvenna 15 til 20 prósent strax árið 1996 en hér á
Lögregluembættin eru einnig meðvituð um að fjölga þurfi konum innan lögreglunnar.“ Hins vegar, segir, sé rétt að þrátt fyrir fjölgun kvenna innan lögreglunnar hafi það ekki skilað sér í æðstu stöður. Ráðuneytið vildi ekki svara spurningunum nánar, þegar þess var óskað. Ráðuneytið vísar í að frá árinu 2000 hafa konur að jafnaði verið 21 prósent útskriftarnema úr Lögregluskóla ríkisins. En af hverju skilar það sér ekki í æðri stöður innan lögregluyfirvalda? Þar hefur þróunin ekki verið konum í hag. Sé rýnt í tölur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sést að engin kona hefur sinnt starfi yfirlögregluþjóns, aðstoðaryfirlögregluþjóns eða aðalvarðstjóra síðustu ár. Þeim hefur þó aðeins fjölgað í stöðu varðstjóra. Ein kona en fjörutíu karlar voru í því starfi árið 2007, tvær 2008 á móti 37 körlum. Fjórar árið 2009 og 2010 og fimm í ár á móti 53 körlum.
Alltaf nóg að gera fyrir jólin! Góðir posar á hagstæðum kjörum Þjónusta allan sólarhringinn Viðskiptavinir á landsbyggðinni fá senda posa sér að kostnaðarlausu
Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina á www.borgun.is eða í síma 560 1600.
Á r m úla 3 0 | 10 8 Re y k ja v í k | S ím i 5 6 0 16 0 0 | w w w. b o r g u n .i s
Jónsson & Le’macks
Þ
etta snýst um að sanna sig, halda áfram að krafsa og vera þolinmóð,“ segir Sigríður Hrefna Jónsdóttir, starfsmannastjóri lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, þegar hún metur stöðu kvenna innan lögreglunnar. Mun færri konur sinna löggæslustörfum hér á landi en í nágrannalöndunum og afar fáar eru í stöðum yfirmanna. Konum í lögreglunni hefur einnig fækkað hlutfallslega meira en körlum frá hruni. „Það eru takmörkuð tækifæri af því að stöður yfirmanna eru fáar. Engar stöður hafa verið auglýstar
landi eru konur 11 prósent lögreglunnar á landsvísu eins og staðan er í dag. „Það er verðugt markmið að stefna að því að konur verði að minnsta kosti 15 prósent af heildarfjölda lögreglumanna hér á landi eftir 5 til 7 ár,“ stendur í fjárlögum 2012. Fréttatíminn óskaði eftir nánari útlistun hjá innanríkisráðuneytinu á því hvernig eigi að ná þeim markmiðum. Spurt var hver ber ábyrgð á því að verkefninu sé fylgt eftir? Hvernig ráðuneytið vilji að markmiðið sé uppfyllt? Einnig hvort ráðherra telji vert að breyta því að í æðstu stöðum séu aðeins tvær konur en 80 karlar og að af 23 yfirlögregluþjónum er engin kona. Svar ráðuneytisins er eftirfarandi: „Lögregluskólinn vinnur einkum að þessu verkefni í sínu starfi en konum hefur fjölgað verulega í útskriftarárgangi hans frá stofnun og eftir að inntökuprófum þar var breytt. Það mætti e.t.v. [ef til vill] leita nánari upplýsinga þar.
TILBOÐ
OG FJÖR hÖmLuLaus TILBOÐ TIL máNudaGs Nú eR RéTTI TímINN TIL aÐ FINNa eINmITT þaÐ sem vaNTaR í pakkaNN. 20% afsláttur af öllum fatnaði og íþróttaskóm frá NIKE. 20% afsláttur af völdum vörum frá North Face. 20% afsláttur af öllum gönguskóm.
ÍSLENSKA SIA.IS UTI 57177 11/11
20% afsláttur af öllum barnaskóm.
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
16
fréttaskýring
Eiga ekki séns næstu árin
„Starfsferill lögreglumanna er stigskiptur,“ segir Sigríður Hrefna. „Eftir tvö ár í starfi er hægt að sækja um á næsta stigi, sem er rannsóknarlögreglumaður eða varðstjóri. Síðan er staðan sú að konur þurfa að hafa reynslu af varðstjórastarfi til þess að eiga möguleika á að verða aðalvarðstjóri. Hins vegar eru engar aðalvarðstjórastöður á lausu, og hafa ekki verið um langt skeið,“ segir hún. Ekki er útlit fyrir að þeir karlar sem nú gegna aðalvarðstjórastöðum séu að hætta í bráð. „Hins vegar hefur kona nú um nokkurt skeið verið staðgengill aðalvarðstjóra. Hún var valin úr hópi kvenvarðstjóra. En hún á ekki einu sinni möguleika, frekar en aðrir, þar sem engar stöður eru á lausu,“ segir hún. „Það sem konur geta gert er að byggja sig upp í stöðu varðstjóra og rannsóknarlögreglu og gera sig gildandi þar, svo þær komi til greina þegar stöður losna.“ Fjölgun kvenna í stjórnunarstöður innan lögreglunnar sé hægfara þróun.
Konum fækkar í löggunni
Konum hefur fækkað hlutfallslega meira en körlum innan lögreglunnar frá hruni og segir í fjárlögum 2012 að um afturför sé að ræða; konum hefur fækkað um átta prósent og körlum um fimm prósent. Almennar lögreglukonur sem Fréttatíminn ræddi við nefndu að vaktavinnan sé konum með lítil börn erfið. Það henti þeim illa að sinna lögreglustörfunum á meðan börnin eru ung. Engin þeirra vildi staðfesta að andrúmsloftið innan lögreglunnar væri þeim erfiðara en körlum og engin vildi koma fram undir nafni. Sigríður Hrefna nefnir að með skipulagsbreytingunum sem gerðar voru innan lögreglunnar árið 2009, „sem höfðu það að markmiði að stuðla að öflugri löggæslu,“ hafi lögreglan í leiðinni tekið upp nýtt vaktakerfi. Þá hafi vöktum verið fjölgað þegar þörfin á löggæslu sé meiri, eins og um helgar, á kostnað vakta í miðri viku. Þá hafi efri stjórnendum fækkað og millistjórnendum fjölgað sem dregur enn úr möguleika kvennanna á stöðuhækkun. „Við erum mjög jafnréttissinnuð innan lögreglunnar og vitum að við þurfum sjónarmið beggja kynja til þess að
Helgin 11.-13. nóvember 2011
ná árangri í löggæslustörfum,“ segir hún. „Lögreglan í dag endurspeglar þetta ekki og er ekki samræmi við það. Hægt og bítandi hefur þó varðstjórum fjölgað. Við þurfum oft að hvetja konur til að sækja um. Í vor auglýstum við fjórtán stöður lögreglumanna. Af 31 umsækjanda voru konur sex. Auglýstar voru fimm varðstjórastöður, þar sem einnig sóttu 31 um en aðeins fjórar konur. Um stöðu rannsóknarlögreglu sóttu aðeins tvær konur. Þær sækja því ekki ennþá um þessar stöður í jafn miklu mæli hlutfallslega karlar.“
Karlarnir hæfari og reynslumeiri Sigríður segir að gripið verði til frekari hvatningar svo konur innan lögreglunnar sem sæki um stjórnunarstöður fjölgi. „Þær vilja gera vel það sem þær gera og vilja ekki endilega axla stjórnunarábyrgð.“ Sigríður segir að þeim líði þó ekki eins og þær ruggi bátnum sæki þær um yfirmannsstöður. „Nei, ég held ekki og þeim hefur verið að vaxa ásmegin.“ Sigríður segist ekki merkja fordómar gagnvart konum í stjórnunarstöðum innan lögreglunnar almennt. „Ég hef verið hér í sjö ár. Það finnst mér ekki. Við höfum verið að ráða inn núna bæði varðstjóra, lögreglukonur og rannsóknarlögreglumenn. Þar horfum við fyrst og fremst á einstaklinginn og hæfni hans. Séu karl og kona nákvæmlega jafnhæf, ber okkur að horfa til jafnréttislaga. Við höfum bara ekki þurft að horfa til þess til dæmis í því ráðningarferli sem núna er í gangi.“ Karlmenn hafi verið reynslumeiri og því hæfari. Spurð hvort henni finnist að hygla eigi konum til að jafna stöðu kynjanna fyrr svarar hún neitandi. „Sem kona myndi ég aldrei fara í stöðu þar sem ég fengi ívilnun á grundvelli kyns og einhver mér hæfari sæti hjá. Með því gæti ég ekki lifað,“ segir hún. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
• Ríkislögreglustjóri gaf út jafnréttis- og framkvæmdaáætlun fyrir lögregluna í febrúar 2009 og skipaði henni sérstaka jafnréttisnefnd. Hún hefur samkvæmt heimildum Fréttatímans ekki verið virk en hittist í byrjun ársins, þar sem nýr formaður hennar var kynntur. Nefndin hefur fyrst og fremst skoðað hvernig auka megi sveigjanleika í starfi þeirra sem vinna innan lögreglulyfirvalda - konum og körlum til hægðarauka. Nefndin hafi ekki skoðað hvers vegna konurnar hafa ekki komist í sérsveitina eða hvers vegna fleiri konur hlutfallslega hafi hætt störfum frá hruni en karlar. • Sólberg S. Bjarnason aðstoðaryfirlögregluþjónn er jafnréttisfulltrúi lögreglunnar. Hann er í fæðingarorlofi. Ekki fengust upplýsingar um hver eða hvort einhver gegndi stöðunni á meðan.
Lögregluyfirvöld Leynd yfir inntökuprófum sérsveitarinnar
Engin kona hefur staðist próf sérsveitarinnar Embætti ríkislögreglustjóra gefur ekki upp hvaða próf og viðmið gilda svo lögreglumenn geti orðið sérsveitarmenn. En þrekkröfurnar sem lögreglumenn þurfa að standast eru þær að hlaupa þrjá kílómetra undir 12 mínútum, gera 30 armbeygjur, 60 kviðbeygjur, 30 hnébeygjuhopp og 10 upphífingar á slá; allt í einum rykk. Samkvæmtt umfjöllun Fréttatímans um sérsveitina hafa „nokkrar konur“ reynt að komast í sérsveitina en engin staðist inntökuprófin, eins og Jón Bjartmarz sagði þá. Spurður nánar um inntökuprófin svarar hann nú. „Önnur inntökupróf fara fram í framhaldi umsóknar og „þrektesta“ í formi sérstakra prófæfinga sem eru staðlaður en hins vegar eru þær trúnaðarmál og ekki gefnar upp. Þær fara bæði fram á undirbúningsferli nýliðanámskeiða og á þeim. Standist menn ekki þær kröfur ljúka menn ekki nýliðanámskeiði og komast því ekki í sérsveitina,“ segir Jón í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttatímans. Við frekari fyrirspurn svarar hann að um sé að ræða æfingar og próf varðandi það hvernig menn starfi undir álagi, þol, þor, lofthræðslu, innilokunarkennd „og svo framvegis.“ Það kom lögreglukonum sem Fréttatíminn hafði samband við á óvart að „nokkrar konur“ hefðu spreytt sig á inntökuprófi í sérsveitina og nefndu fleiri en ein að þær teldu aðeins tvær hafa reynt fyrir sér. Önnur þeirra vildi ekkert tjá sig um málið. Löngu liðið, sagði hún. Fréttatíminn spurði Sigríði Hrefnu Jónsdóttur, star fsmannastjóri lögreglustjórans á höfuð borgarsvæðinu, hvort henni fyndist að aflétta þyrfti leyndinni. „Ég myndi nú kannski halda að það þyrfti að vera eins í lögreglu og á öðrum vettvangi. Hvernig er það á öðrum vettvangi? Hverjar eru kröfurnar í öðrum starfsgreinum? Ég geri einfaldlega þær kröfur að hér starfi alltaf hæfasta fólkið sem völ er á. Sama hvert kynið er,“ segir hún. „Við eigum ekki að sætta okkur við múra eða glerþök sem standast ekki þær sjálfsögðu jafnréttiskröfur að konur og karlar séu jöfn og metin til jafns.“ - gag Konur hafa enn ekki staðist prófið í sérsveitina.
Urðarapótek er í viðskiptum hjá okkur Guðrún Pálsdóttir stofnaði Urðarapótek og keppir við þá stóru á markaðnum með áherslu á góð kjör og betri þjónustu. Við þekkjum slíkar aðstæður mjög vel. Þess vegna er Urðarapótek í viðskiptum
F í t o n / S Í A
hjá okkur.
Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
GÆÐAMÁLNING
GOTT VERÐ
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf og því engin þörf á TAX FREE
Deka Project grunnur. 10 lítrar
5.590
Deka Pro 4. Loft og veggjamálning. 10 lítrar
5.390
Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar
Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar
3.995
5.995
Scala málarakýtti
390
Truper litaspray 400ml
654 Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter
Deka Meistaragrunnur Hvítur. 1 líter
1.595
Deka Spartl LH. 3lítrar
1.595
LF Veggspartl 0,5 litrar
765
Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L
1.395
4.590
DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar
5.490
allir ljósir litir
20m2 málningaryfirbreiðsla
175
Scala Panellakk Glær. 3 lítrar
Mako Málaramotta 10m2
2.290
Mako pensill 50mm
3.195 Deka Olíugrunnur 1 líter
1.295
205 Málningarlímband 24mmx50m
25cm Málningarrúlla og grind
525
275
Málningargalli
695 Deka Olíulakk 30
1.495 Áltrappa 4 þrep
4.990
Deka menja 1 líter
795
Ath. margar stærðir
Bakki, grind og 2 stk 12cm málningarrúllur
Deka Gólfmálning grá 3 lítrar
395
3.795 Framlengingarskaft fyrir rúllur
Hagmans 2 þátta Vatnsþ / epoxy 4kg
9.195
Reykjavík Klettháls 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16 Suðurnes Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18 Akureyri Furuvellir 15. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Húsavík Garðarsbraut 50. Opið virka daga kl. 8-18 Vestmannaeyjar Flatir 29. Opið virka daga kl. 8-18
295 Mako ofnarúlla
315
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
FRÁBÆR!T VERÐ ANANAS, FERSKUR
KR./KG
20% Ú
B
ÐI
BESTIR Í KJÖTI
2798
LAMPAPRIME
KR./KG
ALLTAF KAÐ! NÝBA ChATEAU BAGUETTE
199
JÖTBOR
329
TB KJÖ ORÐ
Ú
KIRSUBERJATÓMATAR, ÍSLENSKIR
R
I
afsláttur
VELJUM SKT! ÍSLEN
RK
195
ÍsleNsKT KJÖT
KR./KG
3498
KR./STK.
11
ól 20 J 1 1 Jól 20
ÍsleNsKT KJÖT
Ú
B
I
BESTIR Í KJÖTI
KR./KG
KJÖTBORÐ
1798
TB KJÖ ORÐ
R
2011
R
Ú
GlæsileG Jólahlaðborð
FOLALDAGÚLLAS
I
Jólaveislur Jólahlaðborð Kalt jólahlaðborð með heitu meðlæti Hátíðarkvöldverður
ÍsleNsKT KJÖT
Kalkúnaveisla Ú
TB KJÖ ORÐ
B
I
BESTIR Í KJÖTI
KJÖTBORÐ
KR./KG
Ú
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl
R
I
2898
FOLALDA INNRALÆRI
R
Hangikjötsveisla
B
I
BESTIR Í KJÖTI R
KJÖTBORÐ
noatun.is
TB KJÖ ORÐ
Ú
KR./KG
R
I
538
FOLALDAhAKK
Ú
ÍsleNsKT KJÖT
Við gerum meira fyrir þig
Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni ÍsleNsKT KJÖT
1 LÍTRI EGILS KRISTALL MEÐ SÍTRÓNUBRAGÐI, 1 LÍTRI
Ú
1798
R
B
Ð
179
159
JO. KRYDDRASPUR, LEMON, PIRI PIRI, MOROCCAN, GARLIC
hRÍSMJÓLK MEÐ KANILSÓSU EÐA KARAMELLUSÓSU
KR./STK.
KR./STK.
I
FOLALDASNITZEL
TB KJÖ OR
EGILS MALT OG APPELSÍN Í DÓS
R
KJÖTBORÐ
KR./KG
Ú
I
BESTIR Í KJÖTI
ÍsleNsKT KJÖT
398
109
SACLA VÖRUR Í ÚRVALI
NÓA SPRENGJUR, 4 TEGUNDIR, 150 G
B
I
BESTIR Í KJÖTI R
KJÖTBORÐ
KR./KG
TB KJÖ ORÐ
Ú
3598
R
KR./STK.
I
FOLALDALUNDIR
Ú
KR./PK.
15% afsláttur
189
ZENDIUM TANNKREM, 4 TEGUNDIR
LABELLO PURE & NATURAL VARASALVI, 2 TEGUNDIR
KR./PK.
ÍsleNsKT KJÖT
Ú
TB KJÖ ORÐ
B
I
BESTIR Í KJÖTI R
KJÖTBORÐ
KR./KG
Ú
2598
R
I
FOLALDAPIPARSTEIK
449
KR./STK.
329
KR./STK.
20
fréttaskýring
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Saltið burt úr fæðu ungbarna Á fyrsta aldursári barna er mikilvægt að þau kynnist fjölbreyttri, ósaltaðri og fituríkri fæðu. Þau eiga ekki að lifa á krukkumat eða of lengi á vatnsbættum hrísgrautum. Pepperóní og spægipylsa er óæskileg börnum og þjóðlegu lifrarpylsuna má bara borða í hófi. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir kafaði ofan í æskilegt mataræði ungabarna með Elvu Gísladóttur, næringarfræðingi hjá landlækni.
H
vað eiga krílin að borða? Móðurmjólk er ráðlögð f yrsta hálfa árið og ddropar frá fjögurra vikna aldri. Ef barnið þarf ábót fyrstu fjóra mánuði sína hentar ungbarnaþurrmjólk best. Stoðmjólk er betri en nýmjólk fyrir börn frá hálfs árs að tveggja ára aldri, því nýmjólkin er of próteinrík og ekki vítamínbætt eins og hin. Brjóstagjöf er ráðlögð sem eina fæða ungbarnsins til sex mánaða aldurs og með mat eftir það. Ekki er ráðlagt að salta matinn fyrsta árið. Krakkalýsi frá sex mánaða aldri er betra en venjulegt og hentar allri fjölskyldunni. Og ekki á að gefa ungbörnum grauta með glúteni fyrr en eftir sex mánaða aldur. Foreldrar eiga það til að gefa börnum hrísgrauta of lengi, en þeir eru bæði stemmandi og orkulitlir - séu þeir vatnsblandaðir. Fara á eftir leiðbeiningum á umbúðum. Þetta kemur fram í viðtali Fréttatímans við Elvu Gísladóttur, næringarfræðing hjá landlækni. Hún segir að hægt sé að komast alveg af án þess að gefa ungabörnum nokkurn tíma krukkumat. „Það er samt engin ástæða til þess að tortryggja barnamat í glösum sérstaklega,“ segir Elva. Hann geti komið sér vel sé fólk til dæmis á ferðalögum. „En það er ekki æskilegt að krukkumatur sé eingöngu á boðstólnum og ekki á hverjum degi, sérstaklega ekki eftir níu mánaða aldur. Barnið þarf að læra að tyggja og kynnast mismunandi áferð matar, þykkt og mjúkleika hans. Of oft er krukkumatur of mjúkur og áferðin einhæf.“ Hún segir að almennt sé krukkumatur sem er í boði hér á landi unninn úr góðu hráefni. Hann sé yfirleitt ekki saltaður eða bland-
Elva Gísladóttir næringafræðingur.
„Barnið þarf að læra að tyggja og kynnast mismunandi áferð matar, þykkt og mjúkleika hans. Of oft er krukkumatur of mjúkur og áferðin einhæf.“
brjóstamjólk
1
mánaðar 5 d-dropar
6
mánaða Nammi, namm. Sætkartöflustappa með smjöri slær alltaf í gegn hjá litlu krílunum.
aður aukaefnum sem geti hugsanlega skaðað börnin. „Ég hvet foreldra til að lesa vel hvort matur [tilbúinn matur ungbarna] sé nokkuð saltaður og huga að innihaldslýsingu. Það er mikilvægt að börn á fyrsta ári borði ekki saltan mat. Best er að hafa matinn sem hreinastan,“ segir hún. „Sumir grautar eru sykurbættir og alls ekki er mælt með því að börn fái sykraðan graut, því þá minnka líkurnar á því að þau vilji ósykraðan graut í kjölfarið,“ segir hún.
Stoðmjólkin besta valið
„Á Íslandi er hefð fyrir því að fyrsta viðbótin við brjóstamjólk sé hrísmjölsgrautur, en hann er einmitt glútenlaus. Það mælir hins vegar ekkert gegn því að börnum séu gefnar soðnar eða maukaður kartöflur, gulrætur eða banani,“ segir Elva. „En það má gjarnan byrja fyrr en margir gera að gefa börnum kjöt, eða um sex mánaða aldur, svo þau fái járnið. Já og fljótlega má fara að huga að fjölbreyttu fæði. Svo minni ég foreldra á stoðmjólkina. Hún er c- og d-vítamínbætt sem og járnbætt. Í henni er líka minna af próteinum en í annarri mjólk sem gerir hana líkari brjóstamjólk,“ segir Elva. „Gallinn er hins vegar hversu dýr hún er.“ Elva segir ekki æskilegt að börn fái fituskertar mjólkurvörur. „Og
ELFRÍÐ -í senn óhugnanleg og hugljúf frásögn Elfríð Pálsdóttir fæddist og ólst upp í Þýskalandi á stríðsárunum þar sem dauðinn beið við hvert fótmál. Hún fluttist síðar til Íslands og bjó þá m.a. á Siglunesi og á Dalatanga, þar sem hún var vitavörður ásamt manni sínum, Erlendi Magnússyni. Það var Elfríði mikil raun að rifja upp æskuár sín í Þýskalandi. Lesendur þessarar bókar munu vafalítið skilja af hverju svo var.
Bókaútgáfan Hólar
Við
fæðingu
holabok.is/holar@holabok.is
nýmjólk og sýrðar mjólkurvörur henta í mesta lagi út á grauta og í matargerð. Hún hentar ekki börnum allt að eins árs aldri til drykkjar eða sem máltíð. Í henni er of lítið járn og hún er of próteinrík. Það á líka við um fjörmjólk, súrmjólk, skyr, léttjógúrt og AB mjólk vegna hás hlutfall próteina. Rannsóknir hafa sýnt að of mikið prótein stuðli að of örum vexti og offitu í kjölfarið,“ segir Elva.
Ávaxtadrykkir henta ekki
„Við vörum einnig við sætum drykkjum eins og epla-, appelsínu- og sólberjasafa því þeir geta skemmt tennur barnsins. Einnig hreinir ávaxtadrykkir,“ segir hún. „Ekki er klippt og skorið hvenær hægt er að byrja að gefa þá en fyrir eins árs aldur henta drykkirnir ekki. Og í litlu magni eftir eins árs aldur. Þau eru með viðkvæmar tennur sem eru að koma upp.“ Elva nefnir einnig að foreldrar þurfi að vara sig á því að gefa börnum sínum mikla lifur. „Það má ekki gefa lifur og lifrarpylsu of oft. Þar er mjög hátt hlutfall af A-vítamíni og börnin því fljótlega komin að efri mörkum borði þau þessa fæðu of oft. Því ætti lifrarpylsa ekki að vera á boðstólum í hverri viku,“ segir hún og bætir við að spægipylsa og pepperóní henti alls ekki ungum börnum - of feitar og of saltar. „Þá
kjöt, stoðmjólk, tsk. krakkalýsi, rifið epli, vatn við þorsta
er ekki æskilegt að gefa börnum [á fyrsta ári] rabbabara, spínat, sellerí og fennel. Það er vegna mikils magns nítrats í þessum vörum, [sem er aukaefni]. Svo þarf að skola mánaða va ndlega a llt egg, fiskur g ræn met i og sjóða fyrir yngri börn. Þau eiga erfiðara með að melta hrátt grænmeti á þess - um tíma. Svo þarf að skola óhreinindin af.“ Elva segir að teskeið af matarolíu út í heimatilmánaða búna maukið sé pasta, hrísgrjón, afar æskileg því hafragrautur ungbörn þur f i hlutfallslega meiri fitu í fæðunni en þau eldri. „Það má vera matarolía rétt eins og smjör,“ segir hún. „Svo fljótlega fer barnið að borða sama mat mánaða og aðrir í fjölSlátur, álegg, tómskyldunni. En atar, appelsínur og aðrir þá er mikilvægt ávextir, hafragrautur að taka mat frá í stað ungbarnafyrir barnið áður grauta en hann er saltaður.“
7
8
9
Brjóstamjólkin best fyrsta hálfa árið Það hefur lítil sem engin áhrif á vöxt barna að fá mat frá fjögurra til sex mánaða aldri. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem kynnt verður í næstu viku á ráðstefnu heilsugæslustöðva. Síðustu ár hefur fjölda foreldra nýfæddra barna verið skipt upp í tvo hópa. Annar gaf mat með brjóstagjöfinni en mæður hinna eingöngu brjóst til hálfs árs aldurs auk D-vítamíns. „Foreldrar sem gefa börnum sínum að borða frá fjögurra til sex mánaða aldri og bæta aðeins litlum mat við brjóstamjólkurgjafir, eða innan við 100 grömmum á dag. Við sáum enga breytingu á vexti barnanna, en við sáum örlítið hærri gildi á járnbúskap hjá börnunum sem fengu mat með. Hins vegar var munurinn lítill og hvorugur hópurinn líður járnskort,” segir Inga Þórisdóttir prófessor. Fyrir nærri tíu árum mælti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með því að börn væru eingöngu á brjósti fyrsta hálfa árið og stendur sú ráðgjöf enn. Inga segir að íslenskar mæður megi gjarna hafa börnin lengur á brjósti samhliða því sem þau fái annan mat. „Aðeins 35% íslenskra mæðra hafa börn eingöngu á brjósti fyrstu fimm til sex mánuðina,“ segir hún. Þá flaski foreldrar á því að gefa börnunum lýsi. „Við höfum alltaf mælt með sérstökum D-vítamíngjafa. Svo er fólk hissa á því að D-vítamínmagnið mælist of lágt. En fólk ætti ekki að vera hissa því taki það ekki vítamínið er það ekki til staðar.“
Ekkert fé til rannsókna „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan almenning að rannsóknir á því hvað fólk borðar og áhrif þess á heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og tryggðar með eðlilegum fjárveitingum,“ segir Inga Þórsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala . Rannsóknarstofan safnar styrkjum sem svarar til um 50 milljónum króna árlega svo hún geti greitt starfsfólki og doktorsnemum laun á meðan hið opinbera styrki rannsóknir á framleiðslu matvæla. „Löndin í kringum okkur tryggja ekki bara rannsóknir á framleiðslu matvæla með fjárframlögum, heldur ekki síður rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum á heilsu fólks. Hérlendis er því breytinga þörf.“ Einföldustu rannsóknir á mataræði hópa kosti 20 til 30 milljónir króna, en þá er ekki tekið með athugun á áhrifum næringar eða neinar efnagreiningar eins og D-vítamín og járnbúskapur. - gag
Offita tengd nýmjólkurþambi barna Hraður vöxtur á ungbarnaskeiði og járnskortur hefur verið tengdur nýmjólkurdrykkju fyrsta árið. Járnskorturinn getur dregið úr þroska barna. Einnig eru líkur á því að hraður vöxtur og nýmjólkurdrykkja ungbarna geti leitt til ofþyngdar og offitu á skólaaldri. Það er niðurstaða rannsóknar Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala sem Inga Þórsdóttir prófessor leiddi og kom í ljós eftir rannsóknir á fyrsta ári barna fæddum 1995 og aftur þegar þau hófu skólagöngu. Stoðmjólk var sett á markað til að bregðast við niðurstöðunni, enda mældust 40 prósent ungra barna með járnskort. Stoðmjólkin er próteinminni, járn- og vítamínbætt og er eindregið mælt með að foreldrar gefi börnunum hana frekar en kúamjólk. Rannsóknin á nýjum hópi ungbarna var gerð árið 2005. Ekki hefur enn fengist fé til að fylgja þeim börnum nægilega eftir við skólaaldur og því ekki hægt að bera niðurstöðurnar saman. „Íslensk börn fædd 1995 uxu hraðar á
fyrsta ári en börn fædd 2005. Þar munaði að meðaltali um 200 grömmum yfir nokkurra mánaða tímabil,“ segir Inga og að það sé heilmikill hlutfallslegur munur. „Fyrri rannsóknin sýndi okkur að járnbúskapur var lélegri hjá íslenskum börnum en börnum annars staðar á Norðurlöndum. Þegar við skoðuðum börnin sex ára sáum við tengsl milli lélegs járnbúskapar og þroska. Rannsóknin sýndi því alvarleg áhrif þessa og varð til þess að næringarráðgjöf til foreldra ungbarna var breytt og áhersla lögð á brjóstagjöf,“ segir hún. „Árið 2005 sáum við að járnbúStoðmjólk var sérstaklega búin skapurinn hafði batnað verutil eftir að rannsókn sýndi að 40 lega. Börnin uxu þá ekki eins prósent íslenskra barna þurftu hratt og fyrri hópurinn líklega meira járn og stækkuðu um of vegna þess að þau fengu minna og voru líklegri til að verða of af próteinum.“ Hvað það þýði við þung við mikla próteinneyslu sex ára aldur nú sé, vegna fjársem er við þamb nýmjólkur. skortsins, óljóst. - gag
Allar helgar frá og með 12. nóvember bjóðum við upp á ókeypis myndatöku með jólasveininum kl. 13-17
22
viðtal
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Íslenskur jógakennari við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn Það er ekki á hverjum degi að íslenskum jógakennara býðst að kenna jóga við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn. En sá heiður hlotnaðist nýverið Örnu Björk Sveinsdóttur, sem er tæplega 33 ára. Hjá henni mega allir sem starfa við Konunglegu óperuna æfa en sjálf fór Arna Björk ekki að stunda jóga fyrr en fyrir nokkrum árum. Frami hennar hefur verið skjótur – þar fann hún sína köllun. Anna Kristine hafði samband við Örnu Björk í Kaupmannahöfn og fékk að forvitnast um hagi og líf þessarar ungu konu.
É Anna Kristine ritstjorn@ frettatiminn.is
g er fædd þann 14. nóvember árið 1979 í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arna Björk Sveinsdóttir jógakennari. „Foreldrar mínir eru Edda Arnbjörnsdóttir kennari og Sveinn Auðunn Jónsson, heitinn, sem var símarafvirki, en hann lést þegar ég var nítján ára. Ég ólst upp hjá mömmu en fór alltaf reglulega til pabba og átti einstaklega gott samband við hann. Pabbi eignaðist síðar aðra dóttur með seinni konu sinni, en hún átti son fyrir sem pabbi gekk í föðurstað. Ég á því bróður og systur pabba megin, en er eina barn mömmu. Ef ég á að lýsa sjálfri mér myndi ég segja að ég sé sjálfstæður einfari, óþolinmóð, með stórt hjarta og hafi mikla þörf fyrir frelsi.“
Móðurbróðir ber ábyrgð á jógaáhuganum
En hvers vegna byrjaði hún í jóga? „Það var bróðir mömmu sem dró mig í einn jógatíma og eftir það var ekki aftur snúið. Móðurbróðir minn hefur iðkað innhverfa íhugun og jóga í nokkur ár og bjó meðal annars í klaustri í einhvern tíma. Þegar hann flutti aftur til Íslands byrjaði
Það endaði með því að ég tók að mér kennsluna og þá kom einhver alveg sérstök tilfinning upp innra með mér – tilfinning, sem kannski má alveg kalla að ég hafi fundið mína „köllun“. Þetta var ólýsanlegt.
hann að tala mig inn á að byrja í jóga en ég sagðist vera of „aktíf“ fyrir svoleidis!“ En maður skyldi aldrei segja aldrei? „Nei, ég sló til einn daginn – og hef verið á jógamottunni síðan,“ segir Arna Björk skellihlæjandi. „Það má í raun segja að jógað hafi fundið mig fremur en að ég hafi fundið jógað. Þegar ég byrjaði hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur í Jógastöðinni Yoga Shala, má segja að ég hafi nánast flutt þar inn og gert stöðina ad mínu öðru heimili. Ég byrjaði strax á að mæta sex sinnum í viku og stundum tók ég tvo jógatíma í röð – sem ég mæli þó alls ekki með sem jógakennari! En það var þó aldrei inni í myndinni að ég ætlaði að gerast jógakennari.“
Fékk köllun
En lífið bar hana til Indlands, þar sem Ingibjörg Stefánsdóttir var að læra jóga. Arna hafði gert samning við Ingibjörgu um að sjá um þrif og aðra hluti í Yoga Shala, meðan Ingibjörg var á Ind-
landi. „Í staðinn æfði ég frítt. Ingibjörg var með gestakennara sem kenndi tímana og sú kona átti von á barni, en var gengin mjög stutt með. Einn daginn hringdi hún og sagðist vera með svo mikla ógleði að hún sæi sér ekki fært að kenna í tímanum. Ég og gestakennarinn náðum ekki að finna annan kennara sem gat komið með svona stuttum fyrirvara, svo hún spurði mig hvort ég treysti mér ekki til að kenna þennan tíma. Ég hélt nú ekki! Það var sko NEI með upphrópun! Engu að síður bærði sú hugsun á sér innst inni hjá mér að ég ætti nú kannski bara að slá til – ég gat ekki hugsað mér að aflýsa tímanum. Það endaði með því að ég tók að mér kennsluna og þá kom einhver alveg sérstök tilfinning upp innra með mér – tilfinning, sem kannski má alveg kalla að ég hafi fundið mína „köllun“. Þetta var ólýsanlegt. Þannig að Ingibjörg Stefánsdóttir og Yoga Shala eru sannkallaðir örlagavaldar í lífi mínu. Án Ingibjargar væri ég ekki að gera það sem ég er að gera núna. Hún gaf mér mörg frábær tækifæri og hjálpaði mér að taka mín fyrstu skref sem jógakennari.“
„I love India - but get me the hell out from here!“
Arna og Pallavi „Hún er heyrnalaus og ég byrjaði að kenna henni táknmál ásamt annarri stelpu. Við kunnum samt hvorugar táknmál þannig að við vorum í rauninni að læra jafnóðum.
nokkur ár, aðrir styttri tíma. Ég hef ekki hugmynd um af hverju Sharath ákvað að veita mér blessun sína en ég vona að það sé vegna þess að hann sjái hæfileika í mér og hafi trú á að ég geti komið boðskapnum um ashtanga yoga til skila til fólks. Ég mun gera mitt allra besta til þess að sjá til þess að ashtanga yoga hefðin komist rétt til skila. Þess vegna er það mér mikilvægast að geta farið til Indlands á hverju ári í nokkra mánuði til þess að læra.“
Frídagar á fullu og nýju tungli
Arna hefur lært ótalmargt á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því hún fór að starfa sem jógakennari. Til dæmis fer hún með reglulegu millibili til Indlands til að læra hjá kennara sínum R. Sharath Jois. „Eftir rúmt ár í jóganu flutti ég til Svíþjóðar og var að kenna þar en er núna alveg búsett í Danmörku. Fyrst þegar ég flutti til Kaupmannahafnar leigði ég lítinn sal niðri í bæ og safnaði Íslendingum saman þangað. Eftir nokkra mánuði var mér svo boðið að kenna hjá ashtangastudio en ég vildi fara til Mysore á Indlandi og læra hjá R. Sharath Jois. Ég vildi vera þar sem ræturnar eru og læra þetta á hefðbundinn hátt. Ég hef aldrei haft áhuga á að fara til dæmis til Bali í svona tvö hundruð klukkutíma kennsluprógramm, heldur vil ég dvelja í Indlandi í nokkra mánuði í senn og læra hjá kennara mínum þar. Lífið á Indlandi er ástar/haturssamband. Ég man þegar einn kennaranna sagði við mig, þegar hann var að lýsa Indlandi: „I love India – but get me the hell out from here!“ Það getur reynt mikið á að vera á Indlandi en samt finnst mér hvergi betra að vera. Menningin, fólkið, byggingarnar, sagan og upplifunin er svo mikil að það er ekki hægt að lýsa því. Ég bý alltaf hjá sömu indversku fjölskyldunni minni. Þetta er Gupta fjölskyldan. Þar er ég með herbergi inni á þeirra heimili og tek þátt í hinu daglega lífi.“
Lífsmáti Örnu Bjarkar í Danmörku er frábrugðinn því sem hún á að venjast hér heima: „Lífið í Kaupmannahöfn er yndislegt, afslappað og ég er að gera akkúrat það sem mig langar að gera, sem er er að kenna jóga. Ég vakna um klukkan fjögur á morgnana eða hálf fimm og geri æfingarnar mínar áður en ég fer að kenna. Stundum kenni ég á morgnana og stundum síðdegis. Líf mitt snýst mjög mikið um jógað og það sem því fylgir. Ég er mjög dugleg að sækja „workshop“ með kennurum sem koma til Danmerkur eða fer til nágrannalandanna, sæki fyrirlestra og fleira, því það er svo margt í boði hérna.“ Til að ná endum saman þarf Arna Björk að vinna aukavinnu meðfram jógakennslunni. „Þannig að ef ég hef einhvern lausan tíma fyrir utan jógað, þá finn ég mér aukavinnu! Síðasta aukavinna mín var á hráfæðiskaffihúsi þar sem ég lærði mjög mikið og kynntist mörgu skemmtilegu fólki. Ég er hef verið grænmetisæta síðan ég var 12 ára; fyrst hætti ég að borða kjöt, svo fisk og loks mjólkurvörur. Lífstíll minn er frekar einfaldur, jógað hefur algjöran forgang og margir myndu kannski segja að ég ætti vart líf utan þess. En ég lít ekki á það sem vinnu að kenna jóga, þetta er það sem ég elska að gera og það eru mikil forréttindi. Ég nýt mín til fulls og mér finnst ég bara vera rétt að byrja. Ég á eftir að læra svo mikið, bæði í sambandi við jógað og lífið sjálft. Í ashtanga jóga eru ákveðnir dagar sem við köllum „frídaga”. Þetta eru laugardagar og á fullu og nýju tungli og svo taka konur sér frí fyrsta einn til þrjá dagana meðan þær hafa blæðingar.“
Vann með stúlkum úr mansali
Allt getur gerst og allt getur breyst...
„Í annarri ferð minni til Indlands, sem var í fyrra, fór ég að vinna fyrir Odanadi-samtökin í kvennaathvarfi fyrir stelpur sem höfðu verið seldar mansali eða þurft að selja sig í vændi. Ég var með átta stelpur í mínum hópi frá aldrinum sextán ára upp í tuttugu og tveggja ára. Ég kenndi þeim að lesa og skrifa ensku auk þess sem við gerðum líka smá jógaæfingar. Þetta var mikil lífsreynsla og lít ég upp til þessara stelpna. Það var ótrúlegt að sjá þær á hverjum degi, brosandi og glaðar með lífið þrátt fyrir allar hörmungarnar sem þær hafa þurft að fara í gegnum. Þær eru gangandi kraftaverk. Núna í ár var ég svo að vinna fyrir Odanadi með að skipuleggja sérstakan jógadag, sem kallast „yoga stop traffic“. Við erum nokkuð stór hópur á Indlandi sem vinnum alltaf í athvarfinu þegar við komum í jógakennsluna okkar. Við erum allan ársins hring að safna peningum svo stelpurnar geti sótt sér læknisþjónustu, sótt skóla og slíkt, sem þykir sjálfsagt í hinum vestræna heimi. Draumurinn er að opna einhvers konar útibú hér í Danmörku til þess að safna peningum fyrir athvarfið.“ Þú ert fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur fengið viðurkenningu til að kenna Ashtanga jóga – fólk hefur hingað til þurft að stunda það og kenna í mörg ár eða áratugi til að fá slíka viðurkenningu. Hvers vegna heldurðu að þú hafir verið valin til að kenna? Arna Björk hikar örlítið áður en hún svarar. „Án þess að ég vilji gera mikið úr því, þá er það rétt að ég er fyrsti Íslendingurinn til að hlotnast þessi heiður. Það er mjög misjafnt hversu skjótt fólki er sýndur slíkur slíkur heiður. Sumir þurfa
Það er nú ekki hægt að kveðja Örnu öðruvísi en óska henni til hamingju með nýja starfið hjá Konunglega óperuhúsinu! „Já takk, það er rosalega flott og mikið tækifæri að fá að kenna jóga þar. Hins vegar er ég bara rétt að byrja en ég ætla að gera mitt besta, taka lítil skref í einu og byggja upp gott jógaumhverfi þar. Allir þeir sem starfa við Konunglegu óperuna mega koma í tímana og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir muni njóta góðs af því. Það getur verið svo misjafnt hvað hver og einn upplifir þegar hann byrjar að stunda jóga, því það vinnur á svo mörgum þáttum í andlegri og líkamlegri líðan, ef fólk sinnir því af alúð. Mjög spennandi verður að fylgjast með einstaklingunum innan óperunnar, sjá hvernig þeir þróast eftir því sem þeir byggja upp sterka iðkun.“ Við spurningunni um framtíðaráformin andvarpar hún. „Úff, þetta er stór spurning! Ég er mjög „upptekin“ af því að lifa í núinu. Hugsa ekki mikið um hvar ég verð eftir fimm eða tíu ár. Ég veit fyrir víst að allt getur gerst og allt getur breyst svo ég vil bara njóta þess til fulls að vera að læra og kenna. Láta gott af mér leiða og eiga þess kost að gera meira fyrir indversku stelpurnar mínar hjá Odanadi samtökunum, Draumurinn er að geta jafnvel búið í einhver ár á Indlandi... við sjáum hvað verður! Namaste!“ ...sem þýðir? „Ég hneigi mig fyrir þér – þetta er þakklætis- og virðingarorð.“
að hætti Jóa Fel! skógarberja lambalæri úrbeinað
1.998
kr/kg.
Verð áður 2.598.-
tilbúið beint í ofninn... TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
afsláttur við kassa
afsláttur við kassa
afsláttur við kassa
25%
25%
TILBOÐ
TILBOÐ
712
2.099
kr/kg.
bbQ Hversdagssteik
Verð áður 2.798.-
kjúklingalundir
læri með legg
25%
30%
TILBOÐ
TILBOÐ
554
kr/kg.
Verð áður 949.-
afsláttur við kassa
1.749
kr/kg.
kr/kg.
Verð áður 739.-
ungnauta hamborgarar
ferskar
TILBOÐ
2 x 175g gr.
Verð áður 2.498.-
gráðosta- og villisveppafyllt grísalund
ný og stærri kaka þriggja hæða gulrótarkaka
cappuchino karamellu ís
vinsælasta fabrikku skyrtertan í heiminum
ra skpe p p u u l ný ðum e m
TT nífý rænir l
u sa frá u
af ra
TILBOÐ jóa fel kökudeig
ct deep disH pizza
559
479
kr/pk.
kr/pk.
Verð áður 529-
n sturaruitn k a b yrir rm, sk
TILBOÐ
TILBOÐ
jólabrauð
epla- og kanilHringur
259
kr/stk.
Verð áður 339.-
799
kr/stk.
Verð áður 999.-
Gildir til 6. nóvember á meðan birgðir endast.
f
fo Val köku mikið úr . ir it l &
r
safa
24
skegg
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Aumur er skegglaus maður
E
Fátt ef nokkuð er eins karlmannlegt og ræktarlegt skegg. En fráleitt væri að ætla að sama sé hvernig að því er staðið að koma sér upp slíku. Haraldur Jónasson fer yfir nokkur grundvallaratriði en hann lumar á nokkrum ásum í erminni þegar leyndardómar og undirstöðuatriði er varða skeggtísku eru annars vegar. Teikningar/Hari r nokkuð karlmannlegra en ræktarlegt skegg? Nei, ég hélt ekki! Alskegg er eitthvað sem á að fylgja vetrinum eins og rjúkandi kjötsúpa. Ef þú ert ekki taðskegglingur og með sæmilega rót ættirðu að vera byrjaður á því að láta kjammana
flokkur. Í þessu ferli ber að varast eitt alveg sérstaklega og það er „Foo man chu“-skeggið en það er þegar yfirvararskeggið nær of langt niður á hökuna. Rétt áður en flott yfirvararskegg næst fram, með hæfilegri og jafnri sídd hára, má svo húrra sér í það sem ég kalla „Skerfarann“. Þá er að taka hökuskeggið en skilja eftir yfir efri vörinni og lítið svæði undir þeirri neðri. Með skerfarann undir nefinu er fullkomlega óhætt að taka eina og eina loftbyssu.
þykkna. En ekki er sama hvernig að þessu er staðið. Ekki vera gaurinn sem rakar sig alveg eftir kjálkalínunni svo dæmi sé nefnt. Finna þarf góða línu milli háls og höku. Yfirleitt er best að gera snyrtileg skil undir línunni sem myndast rétt fyrir neðan undirhökuna (já, þú ert með undirhöku, ekki reyna blekkja sjálfan þig með það). Og það er líka hinn ávinningurinn af því að safna skeggi; undirhakan minnkar og jafnvel hverfur ef þú ferð alla leið í jólasveininn. Þegar þeirri sídd er náð þarf svo hvorki að hafa áhyggjur af línunni góðu né undirhökunni.
Skerfarinn
Össurinn
Snyrting
Það þarf að halda skegginu við og best er að halda til rakara einu sinni í viku. Sé þess ekki kostur er um að gera að fjárfesta í góðum skeggsnyrti. Til eru margar týpur svo vanda þarf valið. Við viljum engar rúningsklippur heldur einfaldan en kraftmikinn snyrti. Mismunandi áhöld fylgja mismunandi græjum. Sumum týpum fylgir fjöldi aukahluta til að halda síddinni réttri en öðrum aðeins einn. Ekki þarf að búast við að eyða undir tíu þúsund kalli í góðan skeggsnyrti. Nett skæri eru líka nauðsynleg þegar kemur að því að snyrta súpusigtið sem og eitt og eitt hár sem eiga það til að vaxa hraðar hin. Talandi um súpusigtið þá er mikilvægast að það sé vel snyrt. Ekki láta yfirvararskeggið lufsast rytjulega yfir munninn. Öllu þessu þarf vitaskuld að halda þessu hreinu. Algengt er að undan skeggi klæi svolítið svona rétt eins og góðri lopapeysu. Þá þarf bara að skola með volgu vatni og nudda og raspa vel með fingrunum. Flestir nota svo sjampóið í skeggið til að halda því vellyktandi. Þó þola það ekki allir. Þeir hörðustu nota ekki hreinsiefni og skrúbba bara með vatninu. Millileið væri verið sú að fá sér gamla góða barnasjampóið.
Loðið
Ekkert má vaxa saman við skeggið. Gott skegg stendur stakt og stolt. Nema hárið tengist náttúrlega alskegginu með börtunum. Hér er sem sagt einkum verið að vísa til lóarinnar, hárræsknanna, sem myndast á aftanverðum hálsinum en það svæði þarf að snyrta vikulega. Ekki má heldur að tengja bringubrúskinn né augnhárin skegginu. Þrátt fyrir þetta skal varast að gera of skarpar og kassalaga línur. Þetta á að flæða snyrtilega en – „lúsí gúsí“, svo við tölum mannamál.
Efri vörin
Að vetrarlagi er alskeggið hið klassíska. En, þegar svo ber undir, og menn hafa rótina í ævintýrin eiga þeir náttúrlega að sýna mismunandi skeggtísku virðingu og ræktarsemi. Svo margar virðulegar skeggútgáfur og vel heppnaðaðar eru til að mönnum endist varla veturinn til að prófa þær allar. Yfirvararskegg er ekki bara fyrir „Mottumars“ ef einhver skyldi halda það. Sá sem stendur í þeirri meiningu að yfirvararskegg sé hallærislegt ætti að velta því fyrir sér hvort hann sé í rétta félagsskapunum? Svölustu menn allra tíma hafa skartað yfirvararskeggi. Nægir þar að nefna Burt Reynolds, Tom Selleck og Sam „ef þú þekkir hann ekki skaltu bara taka upp rakhnífinn strax“ Elliot. En, eins og með allt skegg þarf að leggja góðan grunn. Ekki bara byrja á því safna yfirvararskeggi. Þetta er það sem komið hefur óorði á efri vörina; menn gangandi um með rytjulegt strýið á efri vör en nauðrakaðir að öðru leyti og takandi loftbyssur frá mjöðminni. Nei, hér gildir að byrja á að safna alskeggi. Þegar það er orðið þykkt má bregða hnífnum á kjamma en skilja hökuna og efri vörina eftir. En það þarf að aðskilja þetta tvennt. Því annars sitja menn uppi með rútubílstjórakleinuhring. Sem er ekki
Foo Man Chu
Kenny
Ekki
Þær eru nokkar skeggtýpur sem venjulegir menn ættu hreinlega að varast. Ekki vera með geithafursskegg nema þú sért í rokkhljómsveit og þurfir að halda uppi ákveðinni tegund af „kúli“ því hárið er farið að þynnast. Sama gildir um að láta vaxa bara undir neðri vörinni. Áðurnefnt „Foo man chu“ er líka nokkuð sem flestir bera ekki. Rútubílstjórakleinuhring ættu bara rútubílstjórar og stöku íslenskukennari að leyfa sér. Ekki kantskera of skarpt því ef skeggið er kassalaga eru menn komnir í vandræði. Það er þó með þessar reglur eins og aðrar að þeir sem eru nógu miklir spaðar til þess að halda svalheitunum sama á hverju gengur geta leyft sér nokkurn veginn hvað sem er. En það á við um fæsta.
Íslensk rúmföt
Gamli
Réttu verkfærin
Jólasveinadúkar
Jólasvuntur
Kótelettur
Jólatrésdúkar
Yfirvaraskegg
Jólavörurnar komnar 15% afsláttur
föstudag & laugardag
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is
Rútubílstjórakleinuhringur
Skeggsnyrtirinn má aldrei vera langt undan sem og yfirvaraskeggskærin. Fyrir þá sem eru með viðkvæma húð getur verið gott að grípa í gamla góða barnasjampóið. Hökuskegg
markhonnun.is
Kræsingar & kostakjör
fyrir börnin!
Anglamark bleiur eru ofnæmisprófaðar og umhverfisvænar (Svans merktar). Þetta eru bleiur sem eru góðar fyrir viðkvæma húð barnsins, og eru án allra auka- og ilmefna. Þær halda vel (eru með teygju í hliðum) og góðri lekavörn. Taka við mikilli vætu.
SM
A
KT
R
LS
RI
UN
FY
UM
HV
ERFIÐ OG
HE
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes - Egilsstaðir
I
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
A ER SVAN
ÞE
AR IV
ER
SS
Þess utan eru bleiurnar eru með vætuviðvörun. Bleiurnar “anda” og börnin haldast þurr. Umbúðir eru 100% niðurbrjótanlegar og bleiurnar sjálfar brotna fyrr niður í náttúrunni heldur en aðrar bleiur.
26
viðtal
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Maður sólkerfanna Halldór Kristinsson heitir íslenskur trésmiður sem búsettur er í Noregi en er líklega þekktari meðal íslensks almennings sem Dóri í Tempó; hann var í Þremur á palli, er pabbi strákanna í The Boys og fyrsti karlmaðurinn til að koma nakinn fram á leiksviði en það var þegar Hárið var sýnt í Glaumbæ 1971 og allt varð vitlaust. Guðni Ölversson fer yfir ævintýralegan ferilinn með Halldóri.
E
ins og fólk á besta aldri veit var unglingahljómsveitin Tempó ein allra besta hljómsveit Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar. Og þar skipti hinn kraftmikli söngur Dóra ekki minnstu máli. Mér fannst Dóri alltaf áhugaverður tónlistamaður en einhvern veginn komst það aldrei í verk hjá mér, meðan ég starfaði sem popptónlistarblaðamaður á þessum árum, að spjalla við söngvarann. En nú er Dóri fluttur, í annað sinn, til Noregs og þá ákvað ég að taka hús á honum og spjalla við hann um tónlistarferilinn. Ég var ekki fyrr sestur niður með Halldóri þegar ég komst að því að þetta viðtal gæti aldrei orðið neitt í líkingu við það sem ég hafði ætlað mér. Maðurinn er svo miklu meira en bara tónlistarmaður. Eftir rúmlega klukkutímaspjall er ég kominn með efni í heila bók. En við byrjum á tónlistarferlinum.
Fyrsta bílskúrsbandið
Ég hef það fyrir satt að Tempó hafi verið fyrsta bílskúrsband á Íslandi. Er þetta þjóðsaga eða sagnfræði, Halldór? „Þetta er engin þjóðsaga. Tempó er örugglega fyrsta bílskúrsbandið á Íslandi. Við byrjuðum árið 1962 í bílskúrnum í Álfheimum 5. Taktu eftir því að þetta er löngu áður en nokkur Íslendingur vissi um Bítlana. Reyndar hét hljómsveitin ekki Tempó í byrjun heldur bara PÓ quintet, kannski eftir Herradeild PÓ sem á þeim tíma var fínasta herrafataverslunin í Reykjavík. Man ekkert hvernig þetta nafn kom til. Við vorum bara 12 ára gamlir þegar þetta var og hét og kunnum ekki mikið. Biggi, gítarleikari í Tónum, var okkur innan handar og kenndi okkur margt. Það var hann sem stakk upp á nafninu Tempó.“ Þið urðuð snemma mjög áberandi í Reykjavík. Eiginlega strax á fyrsta ári. Hvernig gerðist það að tólf ára strákar slógu nánast í gegn í höfuðborg lýðveldisins árið 1962? „Enn getum við þakkað Bigga í Tónum það. Eins og ég sagði var hann okkur mikil hjálparhella í byrjun. Hann kom okkur í mjúkinn hjá skólastjóra, og kennurum í okkar kæra Langholtsskóla sem við ólumst allir upp í. Við fórum seinna í Vogaskóla og spiluðum þar líka. Svo bættust fleiri skólar við eftir að fólk fór að taka eftir okkur, við fengum að spila á skólaböllum, sem auðvitað varð til þess að fjölmargir krakkar vissu hverjir við vorum. Sennilega höfum við bara verið nokkuð góðir því við fengum fullt af tilboðum um að spila í skólum, á böllum og skemmtunum eftir tvö fyrstu skiptin.“ Ég get ekki yfirgefið Tempótímabilið án þess að minnast á Gunnar Jökul Hákonarson. Hann var á þessum tíma, þó ungur væri, talinn einn besti rokktrymbill heimsins. Hann valdi Tempó í staðinn fyrir YES, sem honum stóð til boða að spila með, hljómsveit sem varð eitt stærsta band áttunda áratugarins. „Já. Það gerði hann. Hann hafði búið í London og spilað með hljómsveitinni Syn. Hann þreifst ekki í heimsborginni og vildi fara heim. Gunni þekkti okkur vel enda hann var úr Langholtskóla eins og við.
Hann kom og hlustaði á okkur, líkaði vel og byrjaði að spila með okkur. Um þessar mundir var Palli trommuleikarinn okkar farinn að spila með Óla Gauk svo það var bara tilvalið að spyrja Gunna hvort hann væri ekki til í að koma með okkur í fjörið. Hann sló til. Á sama tíma voru Pete Banks og Chris Squire, félagar hans úr The Syn, að setja saman súpergrúppuna YES og vildu fá Gunnar í hana. Hann einfaldlega gat ekki hugsað sér að fara til London aftur og þess vegna spilaði hann með okkur. Fyrir mig sem bassaleikara var ómetanlegt að fá Gunnar í hljómsveitina. Ef það var einhver í heiminum sem kunni að útsetja samleik milli bassa og tromma var það hann. Með komu hans varð allt annað „drive“ í hljómsveitinni. Krafturinn varð miklu meiri. Gunnar var okkur eins mikilvægur og orkubúin eru iðnaðinum í dag. Blessuð sé minning hans.“
Fjölskyldan hverfur til Noregs
Svo gerist það einn góðan veðurdag að maður frétti að Dóri Kristins væri fluttur til Noregs. Hvað varð til þess að þú pakkaðir saman á Íslandi? Ætlaðir þú að feta í fótspor Ragga Bjarna og reyna að slá í gegn í gamla landinu? „Nei, nei, það hafði ekkert með tónlist að gera. Það kom nú bara til út af kreppunni á Íslandi 1984. Þá var bara ekkert að gera í því sem ég var að vinna við. Þess vegna fluttum við til Noregs. Við fórum fyrst til Stavanger því konan mín fyrrverandi, Eyrún Antonsdóttir, hafði fengið vinnu þar. En þrátt fyrir að Stavanger væri þá bær í miklum uppgangi vegna olíunnar var alltaf meiningin hjá okkur að setjast að í Þelamerkurfylki. Við fluttum því seinna til Skjelsvíkur sem er lítill bær í sveitarfélagi sem heitir Porsgrunn. Skjelsvík er alger náttúruperla. Einn af þessum ofurfallegu smábæjum í Noregi umvafinn skerjagarðinum.“ Löngu áður en ég kom til Noregs hafði maður heyrt af Dóra og drengjunum hans, Arnari og Rúnari, sem mynduðu hljómsveitina The Boys. Þess vegna hélt ég í einfeldni minni að Dóri væri fyrst og fremst að vinna við tónlist. En svo var alls ekki. „Það er svo langt í frá að ég hafi bara verið tónlistinni í gegnum tíðina þó svo að hún hafi ætið átt hug minn og hjarta. The Boys ævintýrið var einstaklega skemmtilegt. Ég kenndi strákunum mínum að syngja og spila á gítar frá því þeir voru um það bil þriggja ára gamlir. Svo kom sá tími að þeir gátu hæglega farið að troða upp sjálfir og þá stofnuðum við The Boys. Ég var umsjónar- og framkvæmdastjóri þeirra og sá um upptökur á þremur geislaplötum ásamt Dutte, frábærum náunga. Geislaplöturnar náðu allar hátt á vinsældalistunum hér í Noregi. Þeir komu líka oft fram í sjónvarpi og höfðu nóg að gera. Núna eru Rúnar og Arnar á allt öðrum sviðum; Rúnar er arkitekt í Kaupmannahöfn og Arnar er grafískur hönnuður á Íslandi.“ En hvað með þig sjálfan? „Ég er lærður trésmiður með meirapróf í smíðinni, og hef unnið meira og minna við smíðar, sem
Halldór Kristinsson „Það er svo langt í frá að ég hafi bara verið í tónlistinni.“
Þetta fannst Ingólfi [Guðbrandssyni] þjóðráð og við sungum Vísur Vatnsenda-Rósu, þríraddað, fyrir Ítalann. Þegar við erum komin vel af stað í söngnum snéri karlinn sér við með tárin í augunum af gleði og hrifningu.
aðalstarf eða aukagrein síðan árið 1970. Oftast sem sjálfstæður atvinnurekandi. Reyndar kalla ég mig oftast handlangarann við smiði mína. Ég útskrifaðist líka frá Verslunarskóla Íslands. Mér finnst nauðsynlegt og gott að geta haft yfirlit yfir fjármálin. Það er bara nauðsynlegt fyrir alla sem stunda einhvern rekstur. Það er oft erfitt að afla en auðvelt að eyða. Ég fór strax að vinna við byggingar hérna í Noregi. Hef líka staðið fyrir byggingum í Danmörku, Grænlandi og reyndar víðar.“
Mörg ár í Danmörku líka
Þú varst mörg ár í Danmörku líka. Þú sagðir mér einhvern tímann að það hefði verið alger tilviljun að þú ílengdist þar? „Já. Það má nú með sanni segja. Þetta kom þannig til að eftir erfiðan skilnað ætlaði ég að heimsækja Færeyjar. Ég hélt því til Danmerkur með hjólhýsið mitt í eftirdragi og ætlaði að taka ferjuna til Færeyja frá Hanstholm. Mig langaði nefnilega til að læra færeysku betur og þá er miklu betra að fara á staðinn, tala við fólkið og læra málið þannig en að sitja yfir
bókum í öðrum löndum. Ég var rétt kominn til Kaupmannahafnar þegar ég hitti færeyskan byggingaverktaka, Reinholt Nilsen, yndislegan mann sem sagði mér eitt og annað um Færeyjar. Hann vantaði aðstoð, í um það bil tvo daga, við stórbyggingu á Bagsværd Senterinu í samnefndum bæ rétt norðan við Kaupmannahöfn. Reinholt bráðvantaði duglega smiði þar og bað mig sem sagt um örlitla aðstoð. Þetta varð nú heldur meira en þessir tveir dagar sem talað var um. Ég var þar nefnilega í fjögur ár sem byggingastjóri og hélt síðan áfram til Ölstykke Senter og fleiri staða seinna. Svo bara æxlaðist það þannig að ég ílengdist í Danmörku. Vann þar sem byggingaverktaki, hótelstjóri og eftirlitsmaður með 60 íbúðum á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn og söng líka með gítarinn á bumbunni út um allar trissur. Þú fórst sem sagt aldrei til Færeyja? „Nei, nei. Ég er ekki kominn þangað ennþá. En var það nokkrum sinnum áður en þetta kom til. Færeyjar og Færeyingar eru heilög vé í huga mér. Framhald á næstu opnu
Jólin í Dorma! Við erum með fleira en dýnur og gorma...
Alvöru dúnsæng
Hver er þinn jólailmur? 25% afsláttur af ilmum ársins
kr. 14.900,Full af dún KOMDU NÚNA •
Alex sófasett
Alex sófasett kr. 159.900,3 plús 2
Einnig til í svörtu og brúnu taui. Fullt verð 261.000,-
Daisy svefnsófi
kr. 79.900,TVEIR LITIR •
Tilboð mánaðarins ÞRÍR LITIR • MEÐ 3ja sæta: 190x90x85(h) cm 2ja sæta: 136x90x85(h) cm
N.Rest 180x200
kr. 109.900,-
MSLU
Svæðaskipt pokagormakerfi
100% bómullaráklæði
Góðar kantstyrkingar
Sterkur botn
KOMDU NÚNA •
OPIÐ
Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-17 Sun frá kl. 13-17
Jólatilboð Nature’s Rest
FRÁBÆRT VERÐ
Gegnheilar viðarlappir
RÚMF ATAG EY
dorma.is
Stærð cm. 90x200 100x200 120x200 140x200 160x200 180x200
Dýna Með botni 39.000,- 59.900,42.000,- 69.900,48.000,- 75.900,53.000,- 79.900,67.900,- 99.900,73.900,- 109.900,-
Pöntunarsími ☎ 512 6800 eða dorma.is Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is
28
viðtal
Helgin 11.-13. nóvember 2011
LEIKHÚSMATSEÐILL Forréttur
Laxatvenna – reyktur og grafinn lax
Aðalréttir Bleikja & humar með hollandaise sósu Brasserað fennell, kartöflustappa og ostrusveppir Eftir tólf ár í Danmörku fannst mér tími til kominn að snúa aftur til Noregs sem ég lít á sem mitt annað heimaland í dag. Enda orðinn norskur ríkisborgari fyrir löngu.“ Og þú ert enn í byggingabransanum? „Já. Í dag rek ég, ásamt öðrum, byggingafyrirtækið Nordanmenn AS. Við höfum unnið í Noregi með góðum árangri.“
eða...
Grillað Lambafille
Með rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu
Eftirréttur
Nakinn á sviði
Hérna í Noregi er nóg að gera fyrir vandvirka reynslumikla alvöru iðnaðamenn en við komum aftur af tónlistarferli Halldórs sem hvarf um tíma af sviðinu sem poppstjarna. Eftir Tempó heyrði maður lítið af Dóra í tónlistargeiranum þar til hann allt í einu dúkkaði upp í Þremur á palli? „Mikið rétt. En ég var reyndar oft í því að leysa menn af í hinum og þessum hljómsveitum. Ég kom til dæmis oft inn fyrir Vilhjálm Vilhjálmsson, með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem og hljómsveit Ólafs Gauks þegar Vilhjálmur var að fljúga. Einnig hoppaði ég oft inn í gleðibandið Hauka fyrir Villa stórsöngvara. Blessuð sé minning þess einstaka manns
Jack Daniel’s súkkulaðikaka
Djúpsteiktur ís og súkkulaðihjúpuð jarðarber
Þriggja rétta máltíð á
4.900 kr.
HúsGöGn oG smáVARA fRá
Tekk-compAny HAbiTAT o.fl.
50 80 Til
Kauptúni 3 (við hliðina á Habitat) opið virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-17
70%
HVÍTAR keRTAlukTiR fRá
825 kR.
70%
JólATRé fRá
195 kR.
70%
poTTAR f. blóm eðA kRyddJuRTiR fRá
570 kR.
F A B R I K A N
d yd kr tir r ju
var þetta í fyrsta skipti sem íslenskir leikarar komu kviknaktir fram á sviði. Mörgum ofbauð þetta og fordæmdu verkið. En íslenska uppfærslan á Hárinu fékk mjög góða dóma hjá öllum gagnrýnendum. Bæði íslenskum og erlendum. Það urðu, að mig minnir, 90 sýningar á þessu verki sem er til marks um hversu vinsælt þetta var.“ Og svo lékstu aðalhlutverkið í Oklahoma í Þjóðleikúsinu? „Það er líka rétt og kom til vegna Hársins. Dania Krupska, amerískur leikstjóri sem stýrði Oklohoma, sá uppfærsluna á Hárinu. Það varð til þess að hún valdi Dóra karlinn í aðalhlutverkið. Þessi sýning heppnaðist mjög vel líka og ég fékk góða dóma fyrir leikinn. Ólafur Jónsson heitinn, sá frægi listgagnrýnandi Vísis, skrifaði um mig: „Loksins er kominn efnilegur leikari fram í Þjóðleikhúsinu.“ Ég var ekkert óánægður með þetta.“
Með Ingólfi í Útsýn Svo komstu við í Pólífonkórnum líka. Segðu okkur aðeins af því og kynnum þínum af Ingólfi Guðbrandssyni? „Þetta byrjaði nú þannig að ég var fyrsti karlmaðurinn sem var
... það að vinna með Jónasi Árnasyni sem var eins og að ganga í háskóla. Einstakur karakter karlinn.
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
lAGeR sAlAn
og söngvara. Ég var þannig viðloðandi rokkið, poppið og allt hitt töluvert lengi eftir Tempó. Eitt það allra skemmtilegasta sem ég gerði í tónlistinni var þó að spila í „Þrjú á palli“. Bæði var að Edda og Tróels eru alveg einstaklega skemmtilegir og góðir félagar og svo það að vinna með Jónasi Árnasyni sem var eins og að ganga í háskóla. Einstakur karakter karlinn. Svo er mikill kraftur í þessari írsku tónlist sem við fluttum. Þjóðlagatónlistin og sjómannalögin eiga sérstaklega vel við mig.“ En ég get ekki sleppt þér við tónlistina án þess að minnast á Halldór Kristinsson óperusöngvara. Ég veit að þú fórst með stór hlutverk í nokkrum óperettum? Og svo ert þú fyrsti karlmaður sem komst fram nakinn á sviði á Íslandi.Nú hlær Dóri hátt. „Jú. Það var í poppóperunni Hárinu. Þetta var einstaklega skemmtilegt tímabil líka. Þannig var að móðurbróðir minn, Theodór Halldórsson formaður Leikfélags Kópavogs, hafði séð mig leika og syngja. Hann bað mig að leika eitt aðalhlutverkið í Hárinu sem sett var upp af leikfélagi Kópavogs með Brynju Benediktsdóttur sem leikstjóra. Hárið var mjög umdeilt enda
as
Hy
70%
r
VAsAR
u int
fRá
jor
st
jola
r nu
765 kR.
50%
ilmkeRTi 3 sAmAn á
990 kR.
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Og hún er einföld. Þú sérð hana í þessum tveimur hringjum mínum sem Davíð vinur minn og félagi úr Tempó smíðaði handa mér. Davíð er gullsmiður. Annar, þessi með hjartanu, er minn fyrsti trúlofunarhringur. Ég tek hann aldrei af mér. Hann stendur fyrir það sem ég trúi á, menningu hjartans. Hinn hringurinn er ristur rúnum sem þýða kærleikur. Ég trúi líka á hann. Annars hef ég myndað mér mottó sem ég lýsi með þremur U-um: Upplag, uppeldi og umhverfi er það sem mótar og skapar manninn.“ Þetta viðtal okkar er komið út um víðan völl, Dóri. Ég veit ekki hvernig mér tekst að henda reiður á þessu. En þessi góður vinur minn og þinn sagði við mig, þegar
viðtal 29 ég sagði honum að ég værir að undirbúa viðtal við þig, að ég skyldi ekkert undirbúa það: „Þú kemst nefnilega aldrei hálfa leið með það sem þú ætlar að spyrja um,“ sagði sá og bætti svo við: „Jörðin er alltof lítil fyrir Dóra. Hann hugsar í sólkerfum.“ Er eitthvað til í þessu? Nú hlær karlinn aftur. „Jú það má örugglega til sanns vegar færa. Maður verður að hugsa hátt. Vera glaður og brosa á móti framtíðinni. Svavar Gests sagði líka einu sinni fyrir löngu að Ísland væri og lítið fyrir Halldór í Tempó.“
Þjú á palli, Halldór, Edda og Tróels.
Unglingahljómsveitin Tempó, ein vinsælasta hljómsveitin á sjöunda áratugnum.
ráðinn á ferðaskrifstofuna Útsýn. Ingólfur vildi helst bara hafa konur í kringum sig en hann tók mér afskaplega vel. Reyndist mér eiginlega eins og faðir. Ingólfur vissi líka að ég gat sungið og því lá beint við að ég færi í kórinn. Annars sá ég um hópferðirnar fyrir Útsýn. Ég get sagt þér skemmtilega sögu af því þegar við fórum til Lignano til að semja um verð á gistingu fyrir Útsýnarfarþega. Ingólfur var fyrirliði hópsins en Kristín Aðalsteinsdóttir, sem var sannarlega hægri hönd Ingólfs, og ég vorum með í för. Sá sem við fórum til að hitta hét Natalini. Hann var moldríkur karl sem átti helling af hótelum. Hann bauð okkur í mat í stórum og flottum sal. Sjálfur sá hann um matseldina. Þetta var allt hálf vandræðalegt meðan karlinn var að steikja. Svo ég sting bara upp á því við Ingólf að við syngjum fyrir hann meðan hann eldar ofan í okkur. Þetta fannst Ingólfi þjóðráð og við sungum Vísur Vatnsenda-Rósu, þríraddað, fyrir Ítalann. Þegar við erum komin vel af stað í söngnum snéri karlinn sér við með tárin í augunum af gleði og hrifningu. Svo þegar söngnum var lokið sagði Nutalino að við værum menningarfólk og eftirleikurinn í samningagerðinni var auðveldur.“ En þú ert með eitthvað í tónlistinni á prjónunum núna meðfram smíðunum? „Já vinur minn. Ég og Hjörleifur Valsson fiðlusnillingur erum að fara að vinna saman að ákveðnu verkefni. Við ætlum að flytja þjóðlega og klassíska tónlist með svolítið rokkuðu ívafi. Ég er mjög spenntur fyrir þessu enda Hjörleifur einstaklega skemmtilegur tónlistarmaður að vinna með. Aðlögunarhæfni hans er mikil. Svo er ég tilbúinn með efni á geisladisk. Við verðum bara að sjá til hvað verður um það. En gaman væri að geta gefið það út einhvern tíma í náinni framtíðinni.“
Heimspekingurinn Halldór
Vinur okkar sagði mér að þú værir mikill grúskari. Eiginlega sjálfmenntaður heimsspekingur? „Ég hef mjög gaman að lesa mér til um allt mögulegt sem viðkemur manninum sem slíkum. Og, jú, það er rétt að ég hef ákveðna fílósófíu.
NJÓTTU ÞESS AÐ VERA AÐ HEIMAN Fólk er sjaldnast heima hjá sér þegar innbrot á sér stað. Með Heimavörn Securitas er heimilið verndað allan sólarhringinn, allt árið um kring. Hafðu samband í síma 580 7000 og fáðu heimsókn frá öryggisráðgjafa. Nánari upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu okkar, www.securitas.is.
HEIMAVÖRN
30
myndlist
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Sígild myndlist er fjárfesting á gullfæti MP banki og i8 gallerí gerðu nýlega samkomulag sín á milli um lán til kaupa á samtímalistaverkum með það fyrir augum að auka vitund og þekkingu á samtímalist og kynna hana sem fjárfestingarkost. Fréttatíminn fékk þrjá listunnendur til þess að bregða á leik og nefna það myndlistarfólk sem þeir vildu helst kaupa verk eftir að því gefnu að þeir hefðu tvær milljónir króna til þess að nota í málverkakaup. Val álitsgjafanna er þó ekki bundið við umbjóðendur i8.
Í
heimi flöktandi krónu, súrrealísks fasteignamarkaðar og verðlausra hlutabréfa, dularfullra vafninga og skelfilegra afleiðinga afleiða virðist fátt halda verðgildi sinu eða hækka í verði annað en olía og matvæli. Hvorugt er þó hentugt fyrir fjárfesta til þess að ávaxta sitt pund þar sem matur hefur tilhneigingu til að skemmast og það er meiriháttar mál að geyma olíu. Listin er hins vegar í eðli sínu þannig að hún hefur sig yfir vísitölur og önnur álíka leiðindi sem stjórna daglegu lífi fólks. Hún er því jafnan ákjósanlegur fjárfestingarkostur og bankar hafa verið viljugir til þess að lána til listaverkakaupa. Hákarlinn tekinn inn, eftir Gunnlaug Scheving.
Einstæð móðir, eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur.
Væri fljót að klára peninginn
Eltist ekki við verk á uppsprengdu verði
Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðakona Þegar hrunið varð greip mig, eins og fleiri Íslendinga, smá æði þannig að auk þess að kaupa 30 kakódollur og matarlit fyrir afmæli barnanna minna næstu árin þar til þau flyttu að heiman, fór ég á nokkur málverkauppboð. Ég sá fyrir mér að það væri skárra að binda þær fáu krónur sem maður átti í einhverju áþreifanlegu frekar en að láta þær hverfa út í eilífðina. Verkin sem ég keypti þá urðu að vísu ekki fleiri en eitt en það var stemning að vera á uppboðunum því margir voru greinilega í sömu hugleiðingum. Mér kemur því Kristín Gunnlaugsdóttir fyrst í hug ef ég ætti að velja mér verk í dag með tvær milljónir í vasanum. Verk sem hún gerði af þjakaðri konu með lafandi brjóst og stútfulla Bónuspoka minntu mig óþægilega á sjálfa mig og þær myndir sem hún sýndi í tengslum við þá sýningu, inní rós, voru þannig að þær sitja í manni, ögrandi og hugrekkið í þeim áþreifanlegt. Ég átta mig ekki alveg á hversu langt ég kemst með tvær milljónir í málverkakaupum í dag en ef ég ætlaði svo að bæta við stóru olíumálverki eftir Karl Kvaran, sem væri mest freistandi, þá verður peningurinn eflaust fljótt búinn. En það væri ekki leiðinlegt að geta bætt við verkum eftir Höllu Gunnarsdóttur og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson.
Júlía Margrét áttaði sig strax á því í hruninu 2008 að myndlist væri eina vitræna fjárfestingin eftir að hún hafði birgt sig upp af helstu lífsnauðsynjum. Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson.
Hrísgrjón, gull og málverk Hannes Sigurðsson listfræðingur
Ármann Reynisson rithöfundur
Ármann Reynisson er annálaður fagurkeri og skreytir heimili sitt ætíð fjölda málverka og skúlptúra. Hann er nýbúinn að breyta til á veggjum heimilisins og þar er einmitt að finna verk eftir það listafólk sem hann nefnir hér til sögunnar.
„Ég myndi kaupa verk eftir Snorra Ásmundsson, Huldu Vilhjálmsdóttur og Helga Þórsson. Ég er líka mjög spenntur fyrir verkum þremenningana í Mons-hópnum og væri með þá ofarlega á blaði. Ég myndi líka reyna að tryggja mér verk eftir Elínu Ástu, Sigtrygg Berg Sigmarsson, Erlu Þórarinsdóttur og Bjarna Sigbjörnsson. Síðan má líka nefna Steinunni Þórarinsdóttur. Hún er nú kannski dýrust af þeim öllum en hún er dálítið flott.“ Ármann segist myndu kaupa minni myndir og drýgja þannig peninginn. „Ég hef aldrei keypt listaverk sem eru eitthvað ofursprengd í verði, heldur bara það sem ég hef haft smekk fyrir. En yfirleitt hafa verkin nú snarhækkað í verði eftir að ég er búinn að kaupa. Ef ég ætti að kaupa listaverk inn á heimilið mitt og ætti ekki nein verk þá myndi ég byrja á þessu fólki. Ég hef líka alltaf haft skúlptúra með málverkunum og ég myndi vera stoltur af heimilinu mínu ef það skartaði listaverkum eftir þetta fólk. Ég held ég fengi alveg verk frá þeim fyrir tvær milljónir enda eltist ég ekki við málara sem eru uppsprengdir í verði og fólk er að eltast við en eru ekkert betri,“ segir Ármann sem segist alltaf reyna að fara nýjar leiðir í lífinu til þess að halda áfram að þroskast og hefur nú að mestu snúið sér að ungu listafólki.
Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, myndi setja allan peninginn og gott betur í Gunnlaug Scheving. Hann segist telja að ef fólk vilji fjárfesta í íslenskri myndlist núna þá muni það leita í eitthvað hefðbundið og eldri málara. Ljósmynd Völundur Jónsson.
„Ég veit ekki hvort ég hef efni á því þótt ég hafi tvær milljónir til að leika mér með en mig langar í Gunnlaug Scheving. Virkilega gott eintak af Gunnlaugi fer ábyggilega á fjórar, fimm milljónir minnst þannig að ég veit ekki hvort ég er til í að taka lán aukalega upp á restina. Talandi um fjárfestingar þá gerðist það fyrir átta árum eða svo að milljarðamæringar vildu ekki bara fjárfesta í hlutabréfum og vildu fjárfesta sem víðast, til dæmis í auðlindum. Einn fjárfestingakosturinn hjá þeim hefur verið á listaverkamarkaðnum,“ segir Hannes og bendir á að erlendis séu fyrirtæki sem sérhæfi sig í að kaupa listaverk fyrir auðmenn. Starfsfólk þess setji saman söfn fyrir viðskiptavinina og fari á uppboð í þeirra umboði. Kaupendurnir sjái verkin aldrei, heldur sé þeim komið fyrir í geymslum enda liggi enginn áhugi á myndlist að baki kaupunum. „Þetta er bara hrein fjárfesting. Verkin eru keypt og eigendurnir vita hvað þetta er og síðan er þetta sett aftur á markað þegar hentar eins og hver önnur hlutabréf.“ Hannes segir að fólk virðist mest fjárfesta í stóru nöfnunum. Verðgildi á upprennandi listamönnum sé lítið. „Þeir sem hafa peningana vilja kaupa sinn Van Gogh eða Rembrant ef þeir væru til sölu. Og ef þetta er nútímalist þá eru það bara stærstu nöfnin og þá er spurningin bara hver er stærstur. Er það Matthew Barney eða Ólafur Elíasson eða einhver ennþá stærri. Nú er ég mjög hrifinn af Gunnlaugi Scheving og nefni hann en ef ég væri bara að fjárfesta þá myndi ég samt sem áður hugsanlega nefna hann. Annað hvort rosalega góðan Kjarval eða mann eins og Gunnlaug sem framleiddi miklu minna, meira rarítet og situr djúpt í sögunni og er með svona gullfót í listasögunni.“ Hannes bendir á að þegar fólk kemst í verk stórra meistara þá telji það sig vera með öruggari tryggingu en ja f n vel ríkisskuldabréf. Þótt allt fari á verst a veg fer Rembrant úr milljarði niður í einhverja Enron-skildinga. Þannig að eflaust eru menn að kaupa hrísgrjón, Rembranta og gull jöfnum höndum núna.“
32
uppeldi
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Margrét Pála „Já, þetta er frábært, elskan,“ segja fullorðnir og líta ekki upp frá tölvunni, blaðinu eða sjónvarpinu þegar barn kemur og sýnir teikninguna sína. Viðbrögð af þessu tagi eru ekki hrós heldur merkingarlaus orðavaðall sem grefur undan mætti hróssins. Ljósmynd/Hari
Umbun og refsing Mikilvægi samningatækninnar, máttur hróssins og beiting verðlauna við uppeldi barna er meðal þess sem Margrét Pála Ólafsdóttir fjallar um í nýútkominni bók, en Margrét veit hvað hún syngur eftir áratuga langa reynslu af starfi með börnum.
H
rós í formi jákvæðra upphrópana og athygli er trúlega algengasta formið af jákvæðri styrkingu eða umbun. Það er mikilvægt og máttugt til að móta atferli eða vinnuferli, en við þurfum að hrósa svikalaust. Máttur hróssins minnkar hins vegar til muna ef við ofnotum það. Þess vegna er sjálfsagt að fara sparlega með hrósið, hugsa það til enda og draga svo úr því þegar árangrinum er náð- ella verður það eins og hverjar aðrar klisjur og upphrópanir sem barn tekur ekkert mark á eða reiknar með að fá fyrirhafnarlaust. Eins getur ofnotkun á hrósi stefnt barni í að verða hreinlega háð jákvæðum viðbrögðum, eða „gangi fyrir hrósi“ eins og sagt er.
Heiðarleg endurgjöf mikilvæg
„Stundum er eins og þau ætlist til þess að fá lófatak bara fyrir það eitt að anda,“ stundi ung tveggja barna móðir einhverju sinni. Hún var búin að fá algjörlega nóg af ungviði sem höfðust ekki út með ruslið nema að vera margbeðin um það og létu svo skýrlega vita af því hversu stórkost-
leg þau hefðu verið fyrir afrekið. Hún hefur verið komin á sama stað og höfundur spaugsögunnar góðu um líkindi Jesú Krists og ungmenna á Vesturlöndum. Jú, þau flytja ekki að heiman fyrr en eftir þrítugt og ef þau gera eitthvað heima hjá sér er það kraftaverk. Þess vegna má velta fyrir sér hvernig við getum notað einlæga og heiðarlega endurgjöf í staðinn fyrir það sem við köllum hrós. Það krefst þess að við skoðum og ígrundum áður en við hrósum umhugsunarlaust. „Já, þetta er frábært, elskan,“ segja fullorðnir og líta ekki upp frá tölvunni, blaðinu eða sjónvarpinu þegar barn kemur og sýnir teikninguna sína. Viðbrögð af þessu tagi eru ekki hrós heldur merkingarlaus orðavaðall sem grefur undan mætti hróssins og barnið fær ekkert að vita um það sem var frábært í myndinni. Þarna þurfum við annaðhvort að biðja barnið að bíða, ef enginn tími er fyrir ígrundun, eða þá að líta upp, skoða hvað er verið að sýna okkur og jafnvel spyrja hvað sé á myndinni. „Þetta er skemmtilegt litaval hjá þér,“ er góð endurgjöf ef
slíkt er tilfellið. „Ég sé að þú mættir leggja meiri vinnu í myndina, eða hvað finnst þér?“ er líka heiðarleg endurgjöf því að óþarfi er að klappa fyrir öllu. Fimm ára stúlka kom einhverju sinni til mín og vildi endilega gefa mér mynd. Ég svaraði glaðlega að í dag væri dagurinn þegar ég tæki bara á móti gjöfum ef þær væru bros eða knús. Þetta eru öndvegis viðbrögð þegar fjöldi barna vill gefa kennaranum sínum daglega gjöf. Stúlkan skildi þetta mætavel, brosti út að eyrum og knúsaði mig. Síðan fór hún með teikninguna sína beina leið í rusladallinn og fleygði henni, en áfram var sama brosið á andlitinu. Loks fór hún að vinna að nýrri mynd og lagði miklu meiri alúð í hana en þá fyrri.
Samningar ...
Eitthvert mikilvægasta uppeldistæki fjölskyldu er án efa samningatækni. Einhliða valdboð er ekki það sem börn þurfa á að halda og þaðan af síður eiga þau að skipa öðrum fyrir verkum. Þá er það gamla og góða millileiðin, þar sem allir sjá
skeiðar kemur fljúgandi. Hér á í hlut mjög skemmtilegur samningur þar sem barnið borðar og sá sem matar skemmtir á móti. Síðan flækist samningaferlið og gefur um leið fleiri tækifæri. „Kláraðu síðasta kartöflubitann og þá færðu eftirmatinn,“ er hefðbundin múta í samningaferli sunnudagsins, verðlaun þegar tilteknu verki er lokið. „Við förum í sund þegar við erum búin að vinna saman í herberginu þínu og allt er komið upp í hillurnar,“ er samningur með mútu eða verðlaunum í endann og stóreykur hann líkurnar á að barnið æfi sig í réttri hegðun. „Ég næ í nammipokann um leið og þú þagnar!“ er skýrlega samningstilboð og eitthvað verðmætt í boði fyrir alla, friður fyrir hinn fullorðna og nammipoki fyrir barnið.
... og verðlaun sér hag í að halda gerða samninga. Umbunin er þá umsamin og eftirsóknarverð laun fyrir barnið þegar það gerir eins og óskað er eftir; verðlaun, mútur eða sanngjarnir samningar eftir því hvernig fyrirbærið er orðað. „Einn biti fyrir afa og einn fyrir ömmu,“ og flugvél í formi mat-
Allt önnur gerð af samningi getur byggst á að stöðva atferli, ekki hvetja til þess. Ég veit af fjölda heimila þar sem börn eru send inn í herbergi til að jafna sig og þá er kjarni samningsins að mega koma fram til fjölskyldunnar að nýju þegar þau eru tilbúin. Þessi samningur getur verið öndvegis aðferð á einkaheimili þar sem börn eiga eigin griðastað til
www.lyfja.is
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
– Lifið heil
íslenska/sia.is/LYF 569552 10/11
Styrkur fyrir ónæmiskerfið
Fyrir þig í Lyfju Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
að hugsa málið í friði. Ég hef þó alltaf mælt gegn þessu fyrirkomulagi í hópuppeldi skólanna enda verður sambærileg aðgerð þar auðveldlega að refsingu, ekki samningi. Síðan eru samningarnir sem gilda ekki hér og nú, heldur snúast um að safna sér upp stigum fyrir verðlaun á síðari stigum samningsferlisins. „Ef þú klæðir þig sjálf/ur í útifötin á morgnana færðu stjörnu.“ Þennan samning þarf að undirbúa af alúð og ræða við hinn lágvaxna samningsaðila um málið. Það þarf að velja hvernig árangur er staðfestur, t.d. með límdri stjörnu á blað. Gott er að báðir samningsaðilar vinni þá saman að því að skreyta blaðið og ákveða hvar það á að vera, t.d. á ísskápnum eða forstofuhurðinni - bara einhvers staðar þar sem allir sjá og muna eftir samningnum. Síðan þarf að ákveða hversu mörgum stjörnum þarf að safna áður en einhver stór verðlaun fást, en eftir því sem barnið er yngra þarf að vera styttra í verðlaunin. Tveir dagar geta verið kappnóg, en eldri börn geta ráðið við vikuna. Launin þurfa ekki að vera stór í sjálfu sér í samningi eins og þessum. Það dugar fyllilega að spila saman, baka smákökur, horfa saman á bíómynd, fara í ísbíltúr, eða fá tyggjópakka. Hér ræður hugmyndaflugið en ekki aurarnir og hvert foreldri veit hvað þykir eftirsóknarverðast í ranni eigin barns.
Misjafnt hvað virkar
Síðan verða foreldrar að vera reiðubúnir að sleppa verðlaunum ef hegðunin er ekki þeirra verð. Þá er bara að harka af sér og gefa ekki stjörnuna eða önnur umsamin laun ef samningurinn bregst. Ef við bregðumst og gefum laun án framlags þeirra á móti er allt samningatraust okkar þorrið og þau munu vart trúa á það sem við segjum á eftir. Auðvitað þarf ekki að semja um allt og verðlauna allt fremur en á að hrósa endalaust og klappa fyrir hverju smáatriði í lífi barnsins. Samningarnir eru samt ein gagnlegasta leiðin til að breyta hegðun eða ferli og ná fram betri niðurstöðu. Þá hverfa verðlaunin eða styrkingin af sjálfu sér, þ.e. þegar nýja niðurstaðan er orðin krílinu töm. Síðan verður að muna að samningar og verðlaun virka misvel á börn. Stundum þarf að kitla, spauga eða lokka barnið fremur en að semja og múta með verðlaunum. Þar þekkja foreldrarnir sitt heimafólk og vita hvað virkar vel eða illa. Bók Margrétar Pálu heitir Uppeldi er ævintýri. Millifyrirsagnir eru blaðsins.
SJÓNVARPS
TILBOÐ Gæði á góðu verði
FULL
Finlux 42FLHX905HU
HD
42" Full HD LCD sjónvarp með 1920x1080p upplausn, stafrænum DVB-T móttakara og 100.000:1 skerpu. Fjöldi tengimöguleika m.a 2xHDMI, Digital Coax, 2xScart, 2xUSB Margmiðlunartengi, VGA tengi og CI rauf fyrir afruglarakort.
2xUSB 2xHDMI
TILBOÐ
119.990
FULLT VERÐ kr. 129.990
Finlux 22FLX850UD
22“ HD LCD SJÓNVARP með 1366x768p upplausn, stafrænum DVB-T móttakara og er 12/220v. Fjöldi tengimöguleika m.a. Scart, HDMI, USB margmiðlunartengi, Digital Coax, Heyrnartólstengi og CI rauf fyrir afruglarakort.
TILBOÐ
54.990
LED 2 HDMI
Finlux 26FLX910LHU
26“ ÖRÞUNNT LED SJÓNVARP með 1366x768p upplausn og stafrænum DVB-T móttakara. Fjöldi tengimöguleika m.a. Scart, 2xHDMI, USB margmiðlunartengi, Digital Coax, VGA tengi, Heyrnartólstengi og CI rauf fyrir afruglarakort.
69.990
VERÐ
79.990
FRÁBÆRT VERÐ
FULL
DVB-T
MÓTTAKARI
DVB-T
HD
MÓTTAKARI
USB TENGI
USB TENGI
USB TENGI
2xHDMI
2xHDMI
2xHDMI
Finlux 32FLHX905HU
32“ HD LCD SJÓNVARP með 1366x768p upplausn og stafrænum DVB-T móttakara. Fjöldi tengimöguleika m.a. Scart, 2xHDMI, USB Margmiðlunartengi, Digital Coax, VGA tengi, Heyrnartólstengi og CI rauf fyrir afruglarakort. Frábært verð.
32“ FULL HD LCD SJÓNVARP með 1920x1080p upplausn og stafrænum DVB-T móttakara. Fjöldi tengimöguleika m.a. Scart, 2xHDMI, USB margmiðlunartengi, Digital Coax, VGA tengi, Heyrnartólstengi og CI rauf fyrir afruglarakort. Frábært verð.
79.990
VERÐ
FRÁBÆRT VERÐ
STOFNAÐ 1971
26“ HD LCD SJÓNVARP með 1366x768p upplausn og stafrænum DVB-T móttakara. Fjöldi tengimöguleika m.a. Scart, 2xHDMI, USB margmiðlunartengi, Digital Coax, VGA tengi, heyrnartólstengi og CI rauf fyrir afruglarakort.
MÓTTAKARI
FRÁBÆRT VERÐ
Finlux 32FLX905HU
VERÐ
Finlux 26FLX905HU
VERÐ
FULLT VERÐ kr. 64.990
DVB-T
Einnig til með DVD spilara á 79.990
Einnig til með DVD spilara á 59.990
89.990
FRÁBÆRT VERÐ
Finlux 37FLX850UD
37“ HD LCD SJÓNVARP með 1366x768p upplausn og stafrænum DVB-T móttakara. Fjöldi tengimöguleika m.a. Scart, 2xHDMI, USB margmiðlunartengi, Digital Coax, VGA tengi, Heyrnartólstengi og CI rauf fyrir afruglarakort. Frábært verð.
TILBOÐ
109.990
FULLT VERÐ kr. 119.990
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Samkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Samkaup, Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Öryggi, Húsavík. AUSTURLAND: Tölvulistinn, Egilsstöðum. Kauptún, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyðisfirði. Sparkaup, Fáskrúðsfirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Heimilistæki, Reykjanesbæ. Hagkaup, Njarðvík.
Jólamatseðill
Frá 15. nóvember
Tapas barsins
Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koriander og mango Appelsínugrafin andabringa með malt- og appelsínsósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur Saltfiskur með sætri kartöflumús Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir Rise a la mande með berjasaft Ekta súkkulaðiterta
4.990 kr.
RESTAURANT- BAR
Vesturgata 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is
Frettatiminn-111111-pantone-v9.pdf
1
11/10/11
3:59 PM
World Class alltaf nálægt þér Reiknaðu dæmið til enda Seltjarnarnes
Laugar
Kringlan C
Háskólinn í Reykjavík
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Turninn
Hafnarfjörður Öllum kortum hjá World Class fylgir: Aðgangur að sólarhringsopnun Aðgangur að 9 heilsuræktarstöðvum Aðgangur að 3 sundlaugum Aðgangur að yfir 340 hóptímum á viku www.worldclass.is
Hjá World Class er frábær aðstaða fyrir börnin
Mosfellsbær
Spöngin
S
S O AK
Ð R E F U
Ð A PAR ðu
Spara
i) á
eyt n s d l 00 (e
og i ð u n má
ur.
okk á j h fðu
æ
2.5
r. 1 k l i t ) tó
træ
0 (s 0 2 . 4 . frá kr
! Ð A N T
Ögurhvarf
Kr. 5.970 í áskrift á mánuði á mánuðiR Engin binding kr.ATH7.590 ENGINN UPPHAFSKOSTNAÐU
REIKNAÐU DÆMIÐ TIL ENDA
36
viðtal
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Fengu fullkominn dreng Hjónin Ingibjörg og Valdimar ættleiddu tveggja og hálfs árs dreng frá Kína fyrir rúmu ári og nefndu hann Eystein Orra. Drengurinn var á lista yfir börn með sérþarfir til ættleiðingar. Hann er fullkominn, segir Ingibjörg í samtali við Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttir. Þau hafa þegar ákveðið að ættleiða annað barn af listanum en 34 börn með sérþarfir hafa verið ættleidd til landsins síðustu fjögur ár.
E
ftir nokkurra ára raunir, misheppnaðar tækni- og glasafrjóvganir, í von um barn mætti Ingibjörg Ólafsdóttir með hnút í maga í vinnu sína á Reykjalundi um miðjan júní 2010. Hún vissi að þennan dag fengi hún hugsanlega símtal um að barn biði þeirra Valdimars Hjaltasonar, eiginmanns hennar, í Kína. Starfsmenn Íslenskrar ættleiðingar sátu alla nóttina og leituðu barna með skilgreindar sérþarfir á listum kínverskra stjórnvalda eftir forskrift væntanlegra foreldra. „Svo var hringt,“ segir hún. „Yfirmaður minn sagði að hann hefði viljað skutla mér heim um leið og ég fékk fréttirnar, en hann sá bara undir iljarnar á mér þar sem ég hljóp í gegnum trjálendið beinustu leið heim. Ég gat ekki beðið eftir því að greina manninum mínum frá fréttunum,“ segir hún þar sem við sitjum við eldhúsborðið á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Sonur þeirra Eysteinn Orri sötrar heitt kakó við hlið hennar. Hann varð þriggja ára í byrjun maí. Ingibjörg lýsir því þegar hún vissi fyrst af Eysteini. „Á fimm vikna fresti eða svo skoðar Íslensk ættleiðing uppfærðan lista yfir kínversk börn með sérþarfir. Ekki er hægt að búast við að barn finnist strax við fyrstu skoðun fyrir væntanlega foreldra, en þannig var það í okkar tilfelli. Kristinn [framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar] hringdi í mig í vinnuna um klukkan ellefu og sagði mér frá upplýsingum um barn sem við gætum skoðað. Spennan og tilhlökkunin var mikil. Þegar við sáum gögnin ákváðum við strax að barnið yrði okkar.“
Drengur beið þeirra í Kína
Fullkominn strákur, eins og Ingibjörg segir, beið þeirra í Kína. „Við fengum mynd af honum og gengum með hana á okkur og sýndum öllum. Þetta gerðist allt svo hratt hjá okkur. Umsókn okkar fór út í mars 2010, við fengum forsamþykki fyrir því að ættleiða barn með sérþarfir hér heima í lok maí og myndina af drengnum 22. júní sama ár. Ég fann að nánasta fólkið okkar óttaðist – eðlilega kannski – að ættleiðingin gengi ekki í gegn og að við yrðum fyrir vonbrigðum eins gerst hafði áður.“ Litli drengurinn var tveggja ára þegar þau fengu vitneskju um hann. Hann hafði verið vistaður á munaðarleysingjaheimili í borginni Jinan í Shandong-héraði. Það er í klukkustundar flugleið frá Peking, höfuðborg landsins. Hann hafði fundist hálfs árs gamall fyrir utan stofnun í borginni. „Í Kína geta foreldrar ekki gefið börn sín til ættleiðingar. Þau finnast því flest þar sem mannmergðin er mikil; á torgum eða fyrir utan félagsmálastofnanir, vilji foreldrar þeirra að börnunum verði búin góð ævi,“ segir Ingibjörg. „Á barnaheimilinu var aðbúnaðurinn eins góður og mögulegt er á svona stað. Þau voru fimm í herbergi og það virtist hafa verið hugsað vel um þau,“ segir Ingibjörg sem skoðaði heimilið með Valdimar og Eysteini tveimur dögum eftir að hafa fengið hann í hendur. „Heimsóknin var gífurlega erfið. En jafnframt er mjög dýrmætt að hafa haft tækifæri til þess að heimsækja það og sjá hvernig hann bjó. Á heimilinu voru börn allt upp í átján ára aldur, en þá býðst þeim að fara í háskóla. Ég get ekki metið hvort þau sæki í slíkt nám eða hafi fengið þá örvun sem þarf eða stuðning til þess,“ segir hún. „Í þessari heimsókn virtist Eysteinn ekki vilja sjá eða heyra af börnunum eða fóstrunum sem þar voru. Hann kúrði sig upp að okkur, en pabbi hans var með hann í poka framan á sér. Hann hélt mjög fast í pabba sinn,“ segir hún áður en hún lýsir tilfinningarússíbananum þegar hún fékk Eystein fyrst í hendurnar.
Fyrstu kynni erfið
„Kínverski fararstjórinn hringdi í okkur upp á hótelherbergi og sagði að þau væru á leiðinni upp. Svo bankaði hún. Eysteinn vildi náttúrulega ekkert með okkur hafa. Þessi stund er hrikalega erfið fyrir þessi litlu grey. Hann öskraði úr sér lungun í einhverjar mínútur og sjálf grét ég tregafullum tárum, bæði af gleði en einnig meðaumkun því þetta er gífurlegt sjokk fyrir litlu skinnin sem vita ekki á þessari stundu hvað þau eru að fá, bara missa.“ Ingibjörg segir þau hjónin hafa talið sig nægilega undirbúin fyrir þetta augnablik enda setið námskeið Íslenskrar ættleiðingar áður en þau fóru út og rætt við foreldra með reynslu af ættleiðingum.
Ingibjörg og Valdimar með gullið sitt, Eystein Orra. Mynd/Hari
„Í Kína geta foreldrar ekki gefið börn sín til ættleiðingar. Þau finnast því flest þar sem mannmergðin er mikil; á torgum eða fyrir utan félagsmálastofnanir, vilji foreldrar þeirra að börnunum verði búin góð ævi.“
„En það er ekki hægt að undirbúa sig fullkomlega fyrir slíka stund. Hún var hrikalega erfið. En Eysteinn var fljótur að tengjast okkur, strax þennan fyrsta dag,“ segir hún. Það má líka sjá á myndböndum sem sýna drenginn kubba á hótelherberginu þennan fyrsta dag fjölskyldunnar, enda rétt tveggja og hálfs árs gamall. „Hann var fyrsta klukkutímann í algjöru sjokki. En við gáfum honum að drekka og hann jafnaði sig. Við fengum klukkustund með honum og þurftum þá að fara í myndatöku. Það gekk fínt, en þegar við komum aftur upp á hótelherbergi, klæddum við hann í léttari föt, því hann var allur sveittur og þá fór hann að hlæja. Hann var glaður og náði að sofna um kvöldið og svaf í tólf tíma. Við sváfum hins vegar ekki mikið, enda hafði adrenalínið flætt um æðarnar þennan dag,“ segir hún
Sex vikna leikskólaaðlögun
„Gengið hefur vonum framar að tengjast Eysteini. Miklu betur en maður þorði að vona. Stundum afneita ættleidd börn öðru foreldrinu fyrst um sinn. Við vorum svo heppin að það varð ekki. Hann varð strax mjög háður okkur og passar upp á okkur. Hann hefur treyst á okkur og ekki sótt til annarra eftir hjálp. En auðvitað er það ferli sem við
vinnum í í mörg ár. Við sjáum það nú þegar hann fer á leikskóla að það er stutt í vantraustið. Hann óttast að við sækjum sig ekki. Hann var það stálpaður þegar við sóttum hann og við skynjum að hann man ýmislegt. Við sjáum að leikskólinn minnir hann á barnaheimilið. Við þurftum því að segja honum að hann ætti ekki að sofa á leikskólanum, engin börn svæfu þar og að mamma og pabbi kæmu alltaf að sækja hann í lok dags.“ Þetta fékk Eysteinn Orri að heyra dag hvern í þær sex vikur sem aðlögunin stóð yfir. „Síðar komst ég að því að hann vildi vita allt um leikskólakennarana og vissi jafnvel hvernig bílum þær óku. Hann vildi vita allt áður en hann gat treyst umhverfinu og því að við kæmum að sækja hann.“ Ingibjörg og Valdimar hafa verið saman í níu ár. „Það var mikill léttir að ákveða að ættleiða barn, því þá vissum við að við myndum eignast barn, spurningin væri aðeins hvenær, en ekki hvort,“ segir hún. Þau hafa nú ákveðið að ættleiða aftur barn með sérþarfir frá Kína. Biðin er þeim auðveldari nú en áður, þótt Ingibjörg segi það sérstaka tilhugsun að barnið sem þau fái vonandi í hendur á næsta ári sé að öllum líkindum þegar fætt. Framhald á næsu opnu
PIPAR \ TBWA • SÍA • 112888
máltíð s n i r a ð a n má á kfc
999 kr.
svooogott
™
www.kfc.is
0g
transfita
FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM • HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ • REYKJANESBÆ • SELFOSSI
38
viðtal
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
Kanarí í vetur 29. nóvember
Síðustu sætin! Beint flug með Icelandair Aðeins hjá VITA
Las Camelias - 21 nótt 29. nóv. - 20. des.
Verð frá 124.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar
Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. * Verð án Vildarpunkta: 134.900 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Flugsæti
Flug fram og til baka
Úrval gististaða í boði.
Verð 72.900 kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
ÍSLENSKA SIA.IS VIT 57146 11/11
*Verð án Vildarpunkta 82.900 kr. Innifalið: flug og flugvallarskattar
VITA er lífið VITA er í eigu Icelandair Group.
GROUP
VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is
Fyrir utan munaðarleysingjaheimilið í borginni Jinan, þar sem Eysteinn var frá sex mánaða til tveggja og hálfs árs aldurs. Mynd/einkasafn
Minniháttar kvilli horfinn „Það skiptir í raun engu máli hvaðan barnið er, en það einfaldar málin mikið séu þau bæði þaðan. Okkur langar að halda tengslunum við landið og líka finnst okkur mikilvægt að þau eigi sama uppruna og þannig meira sameiginlegt. Við teljum það mikinn kost,“ segir hún. „Svo erum við ánægð með ferlið úti og hér heima og viljum ekki breyta því. Við höfum líka tekið Kína inn á heimilið. Kína er landið sem er í fjölskyldunni og okkur þykir virkilega vænt um Kína og erum stolt af landi Eysteins Orra og þjóð.“ Ingibjörg og Valdimar vilja ekki segja hvað varð til þess að Eysteinn Orri lenti á lista yfir börn með sérþarfir. „Við merktum við þó nokkur atriði yfir minniháttar sérþarfir og ákváðum að halda því fyrir okkur hverjar þær voru. Kvillinn hrjáir hann ekki í dag og mun ekki hrjá hann. Við erum svo heppin að hann er algjörlega fullkominn og að hér heima hefði hann aldrei flokkast sem barn með sérþarfir,“ segir Ingibjörg. „Foreldrar vita aldrei hvernig barni reiðir af eftir að það fæðist eða hvort eitthvað óvænt sé að. Sumt kemur strax fram. Annað seinna. Eins er með ættleidd börn, maður veit aldrei. Ég hafði því ekki áhyggjur af því að hann gæti haft aðra kvilla eða þarfir en nefndir voru í læknaskýrslum og hika ekki eina mínútu að fara sömu leið við ættleiðingu næsta barns.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Um ættleiðingar • Um 1.700 börn allt upp í fjórtán ára aldur eru á kínverskum ættleiðingarlistum skráð með sérþarfir. Sum þeirra eru fjölfötluð en önnur með minniháttar sérþarfir. • Kolumbía leyfir eins og Kína ættleiðingar á börnum með sérþarfir. Ein íslensk umsókn bíður, en engin börn með sérþarfir hafa verið ættleidd þaðan og reynslan því engin. • Árið 2009 voru 14 börn ættleidd til landsins og 18 í fyrra. Nú þegar hafa 14 fjölskyldur ættleitt og fjórar sem eru við það að fara út. Ein fór í gær, 10. nóvember, til Kína. Þau fá barnið í hendurnar á mánudaginn. • Íslendingar geta ættleitt frá Kína, Indlandi, Kólumbíu, Makedóníu, Póllandi, Tékkland og Tógó. • Einhleypir geta ættleitt börn með sérþarfir frá Kína, en einhleypir geta ættleitt frá öllum samstarfslöndum Íslenskrar ættleiðingar ef undan er skilin Makedónía. • Frá upphafi hafa samtals 153 börn verið ættleidd frá Kína. • Árið 2005 voru um 35 börn ættleidd til landsins en árið 2006 aðeins átta. Síðustu þrjú ár hafa hins vegar vel á annan tug verið ættleidd hvert ár. Árið 2009 voru þau fjórtán og átján í fyrra. • Í ár er búið að ganga frá fjórtán ættleiðingum og von er á fjórum börnum í viðbót á árinu.
gag@frettatiminn.is
Eysteinn Orri nýkominn til foreldra sinna í Kína í október í fyrra. Mynd/einkasafn
Takk fyrir! Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem komu í verslanir 10-11 á afmælisdaginn okkar og nýttu sér ótrúleg afmælistilboð. Viðtökurnar voru framar öllum vonum. Við verðum að sjálfsögðu áfram í afmælisskapi og munum bjóða vörur á frábæru verði, allan sólarhringinn. Starfsfólk 10-11
Fiton ehf./SÍA
...opið í 20 ár
40
bækur
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Þrjú viðfangsefni úr bókinn Stelpur frá A-Ö Athyglissýki Vinkona mín er svo fáránlega athyglissjúk. Hún er skemmtileg þegar við erum bara tvær en ef við erum saman í hópi þá er hún fyrirferðarmikil og reynir alltaf að stela athyglinni. Hvernig get ég sagt henni þetta án þess að hún verði sár út í mig? Heimurinn væri verulega leiðinlegur staður ef við værum öll eins. Ef vinkona þín hefur gaman af athygli og velur að haga sér svona í hóp þá má hún það. Hlutverk þitt sem vinkonu er að standa með henni í því sem hún velur að gera. Ef hún velur að vera „athyglissjúk“ og öðrum finnst það leiðinlegt þá ættirðu kannski að benda þeim á kosti hennar og láta þér fátt um finnast þótt þau kunni ekki að meta hana! Teljir þú aftur á móti að þessi hegðun hennar geti mögulega stafað af óöryggi eða vanlíðan gætirðu sagt eitthvað á þessa leið við hana: „Mér finnst þú frábær og skemmtileg vinkona. Ég er ekki að segja þér þetta til þess að vera leiðinleg við þig heldur vegna þess að mig langar að gefa þér góð ráð. Getur verið að þér líði illa innan um margt fólk?“ Hvort heldur sem hún segir já eða nei þá geturðu haldið áfram og sagt: „Ég hef nefnilega tekið eftir því að þú verður frekar hávær innan um marga en þú ert ekki þannig þegar við erum bara tvær. Þeim sem þekkja þig ekki eins vel og ég gæti þótt þessi hegðun leiðinleg og dæmt þig útfrá henni. Kannski ættirðu að reyna að breyta þessu?“ A Vinkona þín upplifir sig mögulega alls ekki á þennan hátt. Ef svo er þá er best að láta þar við sitja. Þú reyndir a.m.k. að láta hana vita. Það getur líka verið að þótt hún horfist ekki alveg í augu við þetta vandamál þá taki hún þessa ábendingu að einhverju leyti til sín. Ef upplifun vinkonu þinnar er eins getið þið rætt um það í rólegheitum af hverju þessi hegðun stafar og hvað hún geti gert til að reyna að breyta henni. Varastu samt að vera neikvæð gagnvart vinkonu þinni eða brjóta hana niður. Reyndu frekar að vera uppbyggileg og hvetjandi vinkona, þá gætu þessar samræður leitt til góðs fyrir ykkur báðar.
Fegurð Af hverju lít ég stundum í spegil og finnst ég ekkert sæt en svo lít ég aftur eftir smá stund og þá er ég orðin frekar sæt?
Kristín Tómasdóttir. Ljósmynd/Hari
Markhópurinn eru mömmur, systur og frænkur
S
Upphaflega hugmyndin var að upphefja stelpumenningu og allt það flotta sem stelpur eru að gera, auka sjálfstraust þeirra og styrkja sjálfsmynd. Vonandi er það að takast.
telpubókin Stelpur! eftir systurnar Kristínu og Þóru Tómasdætur sló í gegn í fyrra og seldist í yfir sex þúsund eintökum. Í ár kemur út bókin Stelpur A til Ö og vekur athygli að Kristín er ein skrifuð sem höfundur þrátt fyrir að Þóra skrifi formálann að bókinni með henni og sé á mynd aftan á henni. „Við skrifuðum síðustu bók saman og kynntum hana. Við söfnuðum saman spurningum á kynningum okkar fyrir þá bók en ég svara spurningunum. Ég geri það fyrir okkar hönd, skrifa í fyrstu persónu fleirtölu. Við ólumst upp saman og ég ræddi við hana en ég svara,“ segir Kristín og bætir við að samstarfið við gerð fyrri bókar hafi gengið mjög vel þótt þær séu báðar þekktir skaphundar. „Við gerum allan fjandann saman þótt það verði stundum árekstrar,“ segir Kristín og hlær. Hún segir að gengi síðustu bókar hafi verið framar björtustu vonum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því hversu stór lesendahópurinn væri og hversu mikil eftirspurninin reyndist. Okkar helsti markhópur eru mömmur, systur og frænkur sem gera sér grein fyrir mikilvægi
bókarinnar. Upphaflega hugmyndin var að upphefja stelpumenningu og allt það flotta sem stelpur eru að gera, auka sjálfstraust þeirra og styrkja sjálfsmynd. Vonandi er það að takast,“ segir Kristín. Hún segist ekki finna fyrir pressu með þessa bók eftir velgengni fyrri bókarinnar. „Ég er fullviss um að þessi bók mun ganga jafnvel. Lesendahópurinn stækkar ár frá ári. Og ég er ánægð með þessa bók. Þetta eru spurningar stelpnanna sem koma frá þeim sjálfum. Ég fæ þær lánaðar og með þeim er hægt að skyggnast beint inn í hugarheim þeirra. Margir hafa komið til mín, bæði mæður og frænkur, sem finnst gott að lesa þetta til að skilja og nálgast stelpurnar sínar. Ef þetta nýtist einhverjum þá er ég ægilega ánægð – hvort sem það eru níu þúsund eða tvö hundruð,“ segir Kristín sem hefur þegar hafið kynningarheimsóknir í skóla og félagsmiðstöðvar. „Ég var í Selásskóla í gær með stelpum í fimmta til sjöunda bekk og ræddi við þær. Ótrúlega flottar stelpur sem gaman var að hitta,“ segir Kristín. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Takk fyrir ótrúlega einlæga spurningu sem á fyllilega rétt á sér og endurspeglar tilfinningu sem margir fá af og til. Það er mjög misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Það getur t.d. farið eftir persónulegum smekk, menningu, uppeldi eða jafnvel skapgerð. Eins finnst sumum ákveðnir þættir eða einkenni falleg þegar þau eru börn og unglingar en það getur breyst með aldrinum. Rannsóknir sýna að fólki finnst kunnugleg andlit oftar fallegri en ókunnug, enda kannast margir við að hafa hitt manneskju sem þeim þykir frekar ófríð en þegar þeir kynnast henni betur finnst þeim hún miklu fallegri. Það sama ætti að gilda um okkur sjálf. Okkar eigið andlit er mjög kunnuglegt og við erum vön þeim andlitsdráttum sem við sjáum þegar við lítum í spegil. Útlit unglinga breytist hratt og það getur verið erfitt að fylgjast með sjálfri sér fullorðnast. Þar sem unglingar eru ekki með fullmótaða sjálfsmynd og kannski ekki með 100% sjálfstraust er óánægja með útlitið algengari hjá þeim en öðrum. Ef til vill gæti það verið ein skýring þess að sjálfstraust þitt sé mismikið eftir aðstæðum og að þegar það er lítið finnist þér þú ekki jafn falleg. Öryggi endurspeglast nefnilega oft í útliti okkar. Manneskja sem er örugg með sig býður af sér meiri þokka en manneskja sem læðist með veggjum og veit ekki alveg hvernig hún á að vera. Þess vegna gæti verið ráð, kæra vinkona, að rífa upp sjálfstraustið þegar þú lítur í spegilinn og finnst þú ekkert sérstaklega sæt. Minntu sjálfa þig á að þú ert ótrúlega flott stelpa sem hefur marga kosti. Það er sniðugt að skrifa litlar orðsendingar til sjálfrar þín á gulum miðum og hengja á spegilinn. Á miðunum getur t.d. staðið: • Þú ert frábær. • Þú átt eftir að sigra heiminn. • Mikið ertu falleg þegar þú brosir svona. • Mér þykir vænt um þig. • Þú getur allt sem þú ætlar þér, ég hef fulla trú á þér. Útlit og líðan helst klárlega í hendur. Hamingjusamt fólk lítur út fyrir að vera fallegra en óhamingjusamt fólk. Bæði er eins og við höfum meiri orku þegar við erum hamingjusöm og svo brosum við meira. Þegar við brosum sendum við frá okkur strauma sem framkalla meiri vellíðan hjá okkur sjálfum og ýta undir það að öðrum líki vel við okkur. Getur því ekki verið að þér líði ekkert sérstaklega vel þegar þú lítur í spegil og þér finnst þú ekki sæt? Skoðaðu hvort þarna eru tengsl á milli. Ef svo er þá ertu a.m.k. komin með skýringu til að vinna með þegar þú lendir í þessari aðstöðu. Að lokum hljótum við nú flestar að geta verið sammála um að föt, förðun, hárblástur og fylgihlutir geta gert kraftaverk. Ef þú lítur í spegil og finnst þú ekkert agalega sæt skaltu endilega prófa að blása (nú eða slétta eða krulla) hárið, setja á þig dass af kinnalit og klæða þig í uppáhaldsfötin þín. Kannski líður þér betur fyrir vikið!
Brjóst Ég er ekki með stór brjóst, en mér er alltaf svo illt í þeim. Hvað á ég að gera? Æ, það er ekki gott að vera alltaf illt í brjóstunum! Ef þú ert á kynþroskaskeiði er þetta þó sennilega alveg eðlilegt. Það getur verið mjög sársaukafullt þegar brjóstin eru að stækka. Við upphaf brjóstamyndunar myndast lítill og viðkvæmur, harður hnúður sem síðar breytist í fituvef sem aftur myndar brjóst. Ef þannig er í pottinn búið geturðu huggað þig við að þetta mun lagast eftir því sem þú tekur út meiri þroska. Ef þú finnur hnúð í brjóstinu sem ekki hefur verið þar áður og ekki er byrjunarstig brjóstamyndunar er ráð að láta lækni líta á þig. Gæti verið að þér sé illt í brjóstunum vegna þess að þau eru farin að þurfa meiri stuðning, þ.e. topp eða brjóstahaldara? Kannski heldur brjóstahaldarinn sem þú notar núna ekki nægilega vel við. Sumar stelpur fá illt í brjóstin vegna þessa. Ef þú aftur á móti ert búin að taka út kynþroskann og brjóstin á þér hafa ekki stækkað í nokkur ár þá ættirðu að hafa samband við heimilislækninn þinn. Einnig gætirðu óskað eftir brjóstakrabbameinsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu, sjá frekari upplýsingar á www.krabb.is. Það er ólíklegt að um brjóstakrabbamein sé að ræða en allur er varinn góður og þér líður eflaust betur þegar niðurstöður liggja fyrir.
Fyrirtæki og hópar
Gamla Bíó leikhús bíður upp á öðruvísi samverustund fyrir fyrirtæki og hópa í einu glæsilegasta leikhúsi landsins. Þar er hægt að blanda saman leikhúsupplifun, jólaglögg og léttum veitingum fyrir eða eftir sýningar í hinni sögufrægu „Petersen svítu“ á 3. hæð hússins með 300fm svölum með útsýni yfir miðborgina.
S: 563 4000 - www.gamlabio.is
42
fréttir vikunnar
Helgin 11.-13. nóvember 2011
106 Vikan í tölum
Höfðatorg mesta skipulagsslysið Höfðatorg er mesta skipulagsslysið á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í könnun sem gerð var á meðal arkitekta og skipulagsfræðinga. Þar eru Höfðatorg, Háskólinn í Reykjavík, fyrirhuguð stækkun Landspítala og Grand Hótel talin mestu skipulagsmistök á
15,3
Milljarðar sem erlendar eignir lífeyrissjóðanna minnkuðu um í september á þessu ári.
Fjöldi heimilda sem embætti sérstaks saksóknara hefur fengið til símhlerana frá stofnun embættisins.
höfuðborgarsvæðinu. Færsla Hringbrautar sem og Smáralind og umhverfi hennar eru einnig nefnd. Á meðal þess sem þátttakendur í könnuninni skrifuðu um Höfðatorg var að það væri „í
Iðnaðarmenn voru í gær í óða önn að ganga frá síðustu tækjum og tólum í nýrri líkamsræktarstöð, Reebok Fitness, sem opnar í Holtagörðum í dag föstudag. Ljósmynd/Hari
mælikvarða sem mátast ekki af skynsemi inn í umhverfið, kaldur og fráhrindandi arkitektúr, sviptivindar, óaðlaðandi umhverfi, grátt kalt og gróðursnautt.“
Ríki og borg lána Hörpu
6.100
Ríkið og Reykjavíkurborg munu lána Austurhöfn, eiganda Hörpu, 730 milljónir króna. Austurhöfn er í eigu íslenska
Miðaverð aðra leiðina á milli London og Íslands samkvæmt kynningu EasyJet sem hyggst bjóða upp á flug til og frá Íslandi frá og með næsta sumri.
ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ríkið á 54 prósent og mun lána 394 milljónir króna. Borgin á 46 prósent og mun lána 336 milljónir króna. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári. Lánið á að endurgreiðast þegar Austurhöfn Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna er áætlaður tæplega 28 milljarðar króna.
Drjúg björgunarlaun fyrir Ölmu Tugir, jafnvel hundruð milljóna króna í björgunarlaun gætu komið í hlut útgerðar Hoffells og skipverja, fyrir að draga flutningaskipið Ölmu frá Hornafirði til Fáskrúðsfjarðar um síðustu helgi. Verðmæti skipsins og farmsins um borð er talið vera vel á annan milljarð króna. Bæjaryfirvöld á Hornafirði ætla einnig að gera kröfu um björgunarlaun, fyrir hlut hafnsögumanna í björgun skipsins.
Jóhanna fundaði með leiðtogum ESB Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hitti leiðtoga Evrópusambandsins að máli í Brussel í vikunni. Hún átti fund með Hermanni van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Jose Manuel Barosso, forseta framkvæmdastjórnar þess. Aðildarviðræður Íslands bar á góma auk þess sem rætt var um þann viðsnúning sem orðið hefur í efnahagsmálum á Íslandi á síðustu þremur árum.
Reyfarakennt skákeinvígi
Sjon Sigurdsson
Sjálfsagt hefur ekki farið fram hjá mörgum að tveir glæpasagnahöfundar nota skákeinvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972 sem baksvið bóka sinna þetta árið. Arnaldur Indriðason hverfur aftur í tímann í Einvíginu og slíkt hið sama Óttar M. Norðfjörð í Lygaranum. Bókunum var stillt upp sem andstæðupari í Kiljunni þar sem rýnar þáttarins, Páll Baldvin Baldvinsson og Kolbrún Bergþórsdóttir, hrósuðu Arnaldi en tóku Óttar engum vettlingatökum. Fjaðrir rithöfunda á Facebook ýfðust við þetta meðal annars vegna þess að Páll Baldvin afskrifaði reyfara sem bókmenntir.
Umfjöllun Eiríks er málefnaleg og vel studd. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Framsóknarflokkurinn leitar hér á þau fúlumið sem íslenskir stjórnmálaflokkar hafa sem betur fer haft gæfu til að forðast. Þar til núna að hinn siðferðislega skaddaði Framsóknarflokkur notar þessi lægstu brögð almennrar ummræðu til að draga athyglina frá því hverskonar þrotabú hann er orðinn. Þ.e. brunarústir sjálftökumanna með sem hafa að leiðtoga mann sem alinn var upp í miðju þeirrar klíku sem eyðilagði þennan fyrrum flokk húmanískra og hófsamra gilda. Það eina sem grein Eiríks hefur með ESB að gera er að hann afhjúpar hvernig Framsóknarflokkurinn ætlaði að gera fordóma og þjóðernishyggju að tæki sínu í baráttu sinni gegn aðild en stendur nú uppi með útbíaðar brækurnar á hælunum.
Guðmundur Andri Thorsson Dostojevskí var í rauninni alvöruhöfundur og hefði ekkert þurft að hafa þessa glæpi í sögum sínum.
Ágúst Borgþór Sverrisson Óttalegt bull um bók Óttars í Kiljunni. Rosalega var ég heppinn að sleppa við Kollu og Pál Baldvin í vor.
Rúnar Helgi Vignisson Páll Baldvin sagðist vera búinn að fá nóg af að fjalla um glæpasögur í Kiljunni. Tímamótayfirlýsing.
Lausnin á eineltisvandanum Einelti hefur verið áberandi í umræðunni og ríki og borg ákváðu í vikunni stilla saman strengi ogskera upp herör gegn þessu samfélagsmeini. Gerendur sæta oft færis í frímínútum en hugmynd uppeldisfrömuðarins Margrétar Pálu Ólafsdóttur um að leggja niður frímínútur féllu í grýttan jarðveg á Facebook.
Villi Goði ja einmitt, leggjum niður frímínútur og þá hættir einelti. Frábær lausn. Bönnum líka fólki að fara á djammið og þá kannski náum við að útrýma nauðgunum og slagsmálum. Pössum að börnin okkar verði ekki fyrir neinu áreiti frá lífinu yfirhöfuð og þá kemur aldrei neitt fyrir. Bönnum og bönnum og bönnum og lokum og læsum.
Andri Þór Sturluson Í frímínútunum eignaðist ég nánast alla mína vini. Troddu þessu Margrét og fylgstu bara betur með börnunum. Ef frímínútur stuðla að
FRÁSAGNIR ÚR AUSTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU Viðmælendur eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, Ingibjörg Zophaníasdóttir, feðgarnir Sigurður og Einar í Hofsnesi og Þorvaldur Þorgeirsson
"Fyrir áhugafólk um land og sögu er bókin Á afskekktum stað hvalreki." Sigurður Bogi Sævarsson, Morgunblaðið 28.10. 2011 Bókaútgáfan Hólar
22 %
Heitustu kolin á
hefur tryggt sér endurfjármögnun.
holabok.is/holar@holabok.is
einelti þá stuðlar afnám þeirra að félagslega þroskaheftum börnum. Það eru ekki frímínúturnar sem eru vandamálið, það er sú staðreynd að frekjudollum er leyft að komast upp með hvað sem er sem er vandamálið. Margrét Pála: Vill leggja niður frímínútur - Stuðla að einelti og eru mesti háskatíminn skólagöngunni.
Framsókn fríkar út Þingmenn Framsóknarflokksins fóru á límíngunum vegna greinar sem Eiríkur Bergmann Einarsson skrifaði í Fréttatímann í síðustu viku. Þar sagði hann Framsóknarflokkinn í seinni tíð hafa daðrað við þjóðernisstefnuna. Framsóknarfólkið taldi Eirík vera að bendla þau við fasisma og sögðust í yfirlýsingu ekki geta setið undir „ósönnum aðdróttunum um þjóðernisöfgar og útlendingahatur.“ Síðasta útspilið úr herbúðum framsóknar er krafa Vigdísar Hauksdóttur um að Eiríkur verði rekinn úr starfi sínu á Bifröst. Flokkurinn naut ekki mikillar samúðar á Facebook í vikunni.
Elías Halldór Ágústsson Þessar grófu atlögur að akademísku frelsi eru eiginlega bara sönnun á því sem hann var að segja ...
Hlutfall sem eignir lánastofnanna hafa minnkað um frá árinu 2008 fram á mitt ár 2011 samkvæmt ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins sem birt var á dögunum.
186.000.000
Mánaðarlaunin í krónum talið sem enska knattspyrnukappanum David Beckham standa til boða hjá mexíkóska liðinu Xoloitzcuintles Tijuana.
Eirikur Bergmann Þá þarf maður líklega að fara að pakka saman ;-)
Slæm vika
Góð vika
fyrir Árna Johnsen alþingismann
fyrir Þorstein Guðmundsson leikara og handritshöfund
Grátt leikinn á þingi og í Skálholti
Þýsk upphefð
Sá framkvæmdaglaði þingmaður Árni Johnsen hefur ekki átt sjö dagana sæla. Fyrst var hann sakaður af Ólínu Þorvarðardóttur um að hafa sofið undir ræðu hennar á Alþingi – sem Árni aftók með öllu að hann hefði gert – og svo tók Húsafriðunarnefnd ríkisins sig til og beitti skyndifriðun á Skálholtsskóla, Skálholtskirkju og nánasta umhverfi. Fyrir vikið verður að stöðva framkvæmdir við endurbyggingu Þorláksbúðar, sem er Árna sérstakt hjartans mál enda formaður Þorláksbúðarfélagsins. Árni reyndi að sýnast óbugaður í fréttum sjónvarps en var augsýnilega hart keyrður.
Hinn bangsalegi Þorsteinn Guðmundsson, einn viðkunnalegasti leikari þjóðarinnar, fékk glæsilegt þýskt prik í kladdann í vikunni en mynd hans, Okkar eigin Ósló, hefur verið valin opnunarmynd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Mannheim-Heidelberg í Þýskalandi. Þorsteinn leikur annað aðalhlutverk myndarinnar og skrifaði auk þess handritið. Myndin er í aðalkeppni hátíðarinnar ásamt nítján öðrum kvikmyndum en alls höfðu hátíðarhaldararanir úr sjö hundruð verkum að velja. Okkar eigin Ósló var frumsýnd á Íslandi fyrr á þessu ári og er leikstjóri hennar Reynir Lyngdal sem nýtur að sjálfsögðu hinnar þýsku upphefðar einnig sem og Þorsteinn gerir.
miðborgin 43
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Miðborgin okkar Fjöldi gesta í miðborg Reykjavíkur hefur aldrei verið meiri en á yfirstandandi ári. Áður en hið rómaða vetrarkynningarátak Inspired by Iceland var kynnt til sögunnar lá fyrir að fjöldi erlendra gesta sem hingað kemur með skemmtiferðaskipum mun aukast um 33% á næsta ári frá yfirstandandi ári. Umtalsverð aukning verður einnig á flugfarþegum og ekki síst í ljósi þess að til viðbótar við þau 15 flugfélög sem hingað hafa flutt farþega á þessu ári hafa tvö lággjaldaflugfélög boðað komu sína á ört vaxandi farþegamarkað; íslenska flugfélagið WOW og hið margfræga lággjaldaflugfélag Easy Jet. Virðisaukaskattskyld velta rekstraraðila á 101 svæðinu var yfir 150 milljarðar á síðastliðnu ári samkvæmt upplýsingum Ríkisskattstjóra. Við það bætist rekstur sem ekki er virðisaukaskattskyldur, svo sem velta leikhúsanna, tónleikahúsa, safna og fleira, auk þeirra fasteignagjalda og útsvara sem svæðið leggur í sameiginlega sjóði og heggur þá nærri að heildarvelta miðborgarinnar nái 300 milljörðum á ári. Vaxandi kröfur um ráðstöfunarrétt og hlutdeild í þeirri miklu og vaxandi veltu hafa nú verið fram settar af rekstraraðilum sem krefjast aukinnar sýnilegrar löggæslu og eftirlits með glæpagengjum,
auk þess sem kröfur um almenn þrif og viðhald gerast háværari. Vonir standa til að niðurskurður borgarinnar á þeim vettvangi verði lagfærður á komandi ári. Miðborgin hefur í raun aldrei verið fegurri og heillegri en einmitt nú, einkum eftir að byggingarframkvæmdum á hinu víðfræga glæsihúsi Hörpu lauk, sem og uppbyggingu á Laugavegi 4 - 6 og á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Vinsældir miðborgarinnar sýndu sig berlega í því mannhafi sem dvaldi á götum úti síðastliðið sumar meðal annars á göngugötusvæði Laugavegar og Skólavörðustígs, Pósthússtrætis við Austurvöll og í Austurstræti sem nú skartar bæði nýju hóteli og hinum geysivinsæla veitingastað Laundromat. Jólahald er nú í undirbúningi og er óhætt að fullyrða að í þeim efnum mun ýmislegt nýtt gleðja augað. Í kjölfar útnefningar CNN á síðasta ári, sem valdi Reykjavík Jólaborg ársins, var settur af stað vinnuhópur sem unnið hefur hörðum
höndum að því að borgin geti risið undir slíku sæmdarheiti. Afrakstur þeirra vinnu verður þeim mun ljósari sem líður á nóvember og verður að mestu afhjúpaður laugardaginn 25. nóvember næstkomandi. Aðventan hefst degi síðar. Þá mun Jólabærinn, sem verið hefur á Hljómalindarreit, færast á Ingólfstorg með tilheyrandi viðburðahaldi en viðburðir verða um alla miðborg í aðdraganda jóla með sérstakri áherslu á sýnileika jólavætta og valinna jólasveina. Ný svæði hafa í vaxandi mæli sótt í sig veðrið og gert sig gildandi í miðborginni. Er hér átt við hið gullfallega svæði við gömlu höfnina og Granda en mikil gróska er þar í rekstri bæði veitingahúsa, verslana og menningarstofnana af ýmsu tagi. Því má með sanni segja í ljósi alls þessa: Miðborgin okkar – eflist stöðugt , dafnar og rokkar! Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar
11.11.11=33%Êafsl‡ttur
laugavegi 82
Af völdum vörum aðeins í dagÊ
VESTURGATA 4, 101 REYKJAVêK 5622707
33% afsl‡ttur af ’�r—ttahšldurunum vins¾lu fr‡ Abecita. Einnig til ’ svšrtu L’fstykkjabœdin.is S:551-4473
kjólar og skokkar áður 16990 nú 11380 ÊKápur og úlpur áður 24990 nú 16740 Mikið úrval
John Lennon
Þorvaldur Skúlason
Vefuppboð 16 – myndlist
Soffía Sæmundsdóttir Veruleikans hugarsvið Opnun kl. 15 laugardag 12. nóvember Allir velkomnir Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
12. - 28. nóvember Listaverk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar eru á uppboðinu.
Vefuppboð 15 – bækur
Vefuppboð 14 – erlendir listamenn Lýkur 14. nóvember
12.11. - 3.12. 2011
Listmunauppboð
Rúmlega 200 bækur verða boðnar upp, m.a. frumútgáfa af God rest you merry Gentlemen eftir Hemingway.
Erum að taka á móti verkum á næstu uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400
Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16
Laugavegi 25 • sími: 571-1704
Kl. 11.11.11.´11 hefst
Laugavegur 62 • sími: 4454000
3
ine ell yb m a u M r af sku 3% mö
LAUGAVEGSHLAUPIÐ MEÐ SÉRTILBOÐUM
Laugavegi 49 • sími: 552 2020
Laugarveg 80 • sími: 561 1330
Lækjartorgi • sími: 535 6690
f ra m ttu flu slá tre f a g % o 33 tum klú
af tt lun slá rs af í ve rgi 0% m to -7 su ar 33 apey ækj L p lo á
Laugavegi 24 • sími: 552-0800
Laugavegi 53b • Sími 553-1144
stofnsett 1916 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs • sími: 551-4473
33
%
-33%
i c e l a n d i c
d e s i g n
Aðalstræti 10 • sími: 517 7797
ta Ás frá hes m t fu lo hú e C af tiv % rea 3 3 C
SPJATRUNGUR@SIMNET.IS - HERRAFATAVERSLUN.COM
FJÖLMARGIR LAUGAVEGSKAUPMENN FAGNA DEGINUM MEÐ 11% + 11% + 11% AFSLÆTTI Á VÖLDUM VÖRUTEGUNDUM FRÁ KL. 11.00
KJÖRGARÐI, LAUGAVEGI 59 - SÍMI: 511 1817
7 8 -1 0-1 10 1 ið gard p o au l og
11.11.´11 er dagsetning sem býður upp á sérstakan dagamun... frá kl. 11! Það munar jú sannarlega um 33% svona rétt fyrir jólin. Við tökum fagnandi á móti viðskiptavinum á 11. degi 11. mánaðar 11. árs aldarinnar ..frá kl. 11.00
VERUM, VERSLUM OG NJÓTUM ÞAR SEM MIÐBORGARHJARTAÐ SLÆR
in r gu le en rang ! P af W um % og ux 33 um llab l bo ga
Laugavegur 53b • sími: 552-3737
xx x xx xx xx xx xx xxxx x xx xxx x xx
Vesturgötu 4 • sími:
562 2707
g go da rdag u t s a fö aug l
TÓNLEIKAR KL. 14.00
WHITE SIGNAL VIÐ KJÖRGARÐ, LAUGAVEGI 59
Bankastræti 7 • sími: 533 3390
46
viðhorf
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Eftirlit með símhlerunum
Fært til bókar
Skaðleg karlmennska? Egill Einarsson íþróttafræðingur er ekki allra – og raunar er alls ekki víst að menn átti sig á hver Egill er nema auknefni hans fylgi, það er Gillz, Gillzenegger, Störe, Stóri G, Big G, Þykki og G-Man. Karlmennskuhugmyndir hans eru líklegar til að stuðla að skaðlegri karlmennsku og vinna gegn þróun í jafnréttisátt segir í niðurstöðu nýrrar rannsóknar á bókinni Mannasiðir Gillz sem nefnist Skaðleg karlmennska? Höfundarnir, Ásta Jóhannsdóttir mannfræðingur og doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, meistaranemi í kynjafræðum við Háskóla Íslands og kennari, segja einkenni karlmennskuhugmynda Egils vera mikla áherslu á útlit og umhirðu líkamans, sem hingað
Legið á línunni hjá nýjum mönnum
til hefur talist kvenleg í hefðbundnum skilningi. Til að vega á móti því kvenlega er ofuráhersla lögð á fjölda kynferðislegra sigra, stjórnun líkama og tilfinninga og undirskipun annarra samfélagshópa, segir meðal annars í frásögn Smugunnar um málið. „Innan karlmennsku orðræðu Egils rúmast ekki virðing, ást, umhyggja og samskipti á jafningjagrundvelli,“ segir þar en í rannsókninni var reynt að fanga þá karlmennskuhugmynd sem Egill Einarsson heldur á loft og skoða hana í ljósi fræðilegra kenninga um karlmennsku og valdatengsl í samfélaginu. „Ég hef,“ segir Kristín Anna, „heldur ekki fengið svar við því hvað er svona fyndið við þennan brandara. Hann er 10 ára gamall og Egill segir hann aftur og aftur: femínistar eru loðnar, feitir karlar eru ekki alvöru karlar, karlar sem sýna tilfinningar eru kellingar.“
Topplistinn Efstu 5 - Vika 45
Veitingahús 1
Karma Keflavík ehf
2
SuZushii Stjörnutorgi
3
Íslenska Hamborgarafabrikkan
4 5
Grófinni 8
Kringlunni 4-12
8 ummæli
8 ummæli
22 ummæli
Cafe Paris
Austurstræti 14
Veitingastaðurinn Fiskimarkaðurinn ehf Aðalstræti 12
4 ummæli 4 ummæli
Í
Í vikunni var því slegið upp að ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vilji herða eftirlit með símahlerunum lögreglunnar. Þetta eru allnokkur tíðindi, sérstaklega þar sem þessu eftirliti hefur alls ekki verið sinnt um langa hríð. Ekki er annað að skilja ríkissaksóknari ætli nú ekki aðeins að fara að sinna þessari lögboðnu skyldu sinni, heldur bæta um betur og fá heimild til að hafa eftirlitið markvissara en gert er ráð fyrir í lögunum, sem embættið hefur hingað til ekki farið eftir. Sú hlið er lesendum Fréttatímans vel kunnug. Fyrir réttum átta mánuðum birtist fréttaskýring í blaðinu þar sem kom einmitt fram að enginn hefur eftirlit með því að lögregluJón Kaldal stjórar sinni þeirri skyldu að kaldal@frettatiminn.is upplýsa einstaklinga að lokinni rannsókn, um að þeir hafi verið beittir símahlerunum eða fylgst með þeim á annan hátt, til dæmis með eftirfararbúnaði. Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, sagði í samtali við blaðið að embættið sinnti ekki þessu eftirliti vegna skorts á fjármagni og mannskap. Sagði hann að innanríkisráðuneytinu hefði ítrekað verið greint frá þeirri stöðu. Afgerandi orð Valtýs í Fréttatímanum voru mjög merkileg því í byrjun þessa ár voru aðeins rúm tvö ár liðin frá því ný lög gengu í gildi þar sem ríkissaksóknara var falið eftirlitshlutverk með símahlerunum lögreglunnar og öðrum rannsóknaraðgerðum sem skerða friðhelgi fólks. Verkefnið fékk embættið vegna þess að réttarfarsnefnd, sem endurskoðaði lögin um meðferð sakamála, taldi „verulegan misbrest“ hafa orðið á því að lögreglustjórar sinntu þeirri skyldu að upplýsa einstaklinga, að lokinni rannsókn, um að þeir hefðu verið beittir símahlerunum. Aðkoma ríkissaksóknara átti að „tryggja að tilkynningarskyldan verði virt í framtíðinni“ eins og það var orðað í athugasemdum réttarfarsnefndarinnar. Sú reyndist hreint ekki raunin. Ástæðan fyrir því að Fréttatíminn hóf á
þessum tíma skoðun á eftirliti með óhefðbundnum rannsóknaraðgerðum lögreglunnar, voru hugmyndir Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um það sem hann kallaði rýmkaðar rannsóknarheimildir en gekk áður undir nafninu forvirkar rannsóknarheimildir. Okkur á Fréttatímanum þótti tilhlýðilegt að spyrja áður en lengra yrði haldið: Hvernig umgengst lögreglan þær heimildir sem hún hafði þá þegar? Heldur lítið varð um svör. Eftirlitið með framkvæmdi þeirra reyndist vera núll. Ýmsir hafa um árabil gagnrýnt lausatök stjórnvalda á þessum málaflokki. Þar á meðal sá sem hér skrifar. Breytingar réttarfarsnefndar á lögum um meðferð sakamála staðfesti að sú gagnrýni var réttmæt. Lagabreytingin varð hins vegar ekki til þess að ástandið lagaðist hætishót. Áfram máttu þeir sem voru hleraðir, eða fylgst með á annan hátt sem skerti friðhelgi þeirra, búa við réttaróvissu því lögboðnu eftirliti með rannsóknaraðferðunum var ekki sinnt. Það er mikið fagnaðarefni að nú eigi loks að koma skikki á þessi mál. En það er umhugsunarefni af hverju loks nú er komin hreyfing á málið? Í því samhengi er bráðnauðsynlegt að hafa í huga að þeir sem hafa oftast verið hleraðir á þessu ári eru af allt öðru sauðahúsi en þeir sem hafa verið hleraðir hingað til. Áður voru þetta svo til undantekningarlaust meintir fíkniefnasalar. Nú er legið á línunni hjá fjársýslumönnum sem sérstakur saksóknari hefur til rannsóknar. Fáir gáfu sig fram til að verja réttaröryggi meintra dópsala en nú eru breyttir tímar og fleiri tilbúnir að stíga fram og gæta hagsmuna þeirra sem eru hleraðir. Þeir sem ákafast berjast fyrir rýmkuðum rannsóknarheimildum lögreglunnar geta dregið sinn lærdóm af þessu. Sagan hefur sýnt okkur aftur og aftur að frjálsleg meðhöndlun heimilda stjórnvalda til að fylgjast með fólki smitast milli málaflokka eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Þessar heimildir eiga því ekki að vera rúmar heldur þröngar.
Hugverkaiðnaðurinn
Missum við bestu fyrirtækin úr landi?
H
ugverkaiðnaður (tækni-, þjónustuog iðngreinar) er sá vettvangur þar sem flestar þjóðir telja helsta vaxtarbrodd verða næsta áratuginn. Sérstaklega er iðnaðurinn mikilvægur fyrir Ísland enda hefur atvinnugreinin næstum ótakmarkaða vaxtarmöguleika öfugt við aðrar útflutningsgreinar okkar sem byggja á takmörkuðum auðlindum. Þessi vaxtarsproti byggir hins vegar á hugviti fólks sem nær með frjórri hugsun, góðri hönnun, tækniþekkingu, afburða menntun og ímyndunarafli að skapa mikil verðmæti og bæta þannig arðsemi fyrirtækja, auka útflutningstekjur og fjölga vel launuðum störfum sem eru eftirsótt meðal ungs fólks.
gengi að mörkuðum, og nægilegt framboð af starfsfólki með iðn- og tæknimenntun. Áherslur stjórnvalda eiga að gera þessum fyrirtækjum kleift að vaxa hér á landi en í gegnum þau ætlum við að skapa sjálfbæran hagvöxt framtíðarinnar. Til þessara fyrirtækja ætlum við að sækja störfin fyrir unga fólkið og verðmætin til útflutnings.
Heimatilbúin vandamál
Án stefnubreytingar í íslensku efnahagslífi munum við hins vegar eiga í erfiðleikum með að halda þessum fyrirtækjum hér á landi. Gjaldeyrishöft skapa vandræði í alMagnús Orri Schram þjóðlegum rekstri og án hafta má búast við þingmaður Samfylkingarmiklum sveiflum krónunnar sem skapar innar óöryggi í rekstri. Þá þurfa fyrirtækin aðgengi að fjármagni á góðum vaxtakjörTískuföt og tölvuleikir um og því er vaxtastig íslenskrar krónu þeim þungt. Gott dæmi um vaxtarmöguleika þessa geira er að finna Opnun erlendra markaða og afnám tollmúra er mikilvægt. En mestu skiptir þó öryggi í rekstrarumhverfi til hjá íslenskum útflytjendum tískufatnaðar. Árið 1999 lengri tíma. Áætlanir verða að geta byggt á traustum voru verðmæti útflutnings í fatnaði (að mestu ullarforsendum til framtíðar. vörur) um 300 milljónir króna. Í dag eru verðmæti Mikilvægasta atvinnumálið á Ísland er þannig að útflutnings fyrirtækja eins og KronKron, 66North, skapa umhverfi fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði svo Cintamani, Farmers Market og fleiri um 3.1 milljarður þau geti eflst á Íslandi. Vandamál okkar eru heimatilbúkróna eða tífalt meiri en fyrir rúmum tíu árum. Danir in og án breytinga eigum við á hættu á að missa okkur flytja út tískufatnað fyrir 527 milljarða króna á ári en bestu fyrirtæki úr landi. Við stöndum á nokkrum um er að ræða fjórða stærsta útflutningsiðnað Dana. tímamótum. Ef við viljum halda núverandi lífskjörum Ef við Íslendingar myndum vilja vera á pari við Dani er um tvær leiðir að velja. Annars vegar að keppa við miðað við höfðatölu, ættum við að flytja út tíu sinnum láglaunasvæði í frumframleiðslu og hefðbundnum meira eða fyrir sem nemur 30 milljörðum króna. Þannig má ljóst vera að umtalsverð sóknarfæri eru til staðar. lágtækniiðnaði eða fylgja fordæmi þeirra þjóða sem mestum árangri hafa náð með áherslu á stöðug starfsAnnar vaxtarsproti er leikjaiðnaðurinn á Íslandi. Fyrir skilyrði, stöðuga mynt og aukinni áherslu á hátæknitíu árum var sá geiri varla starfandi hér á landi en í dag iðnað, menntun og rannsóknir. Ísland á að vera hluti af teljast til þess geira um tíu fyrirtæki á mismunandi alþjóðlegu, opnu og heilbrigðu viðskiptaumhverfi sem vaxtarstigi. Þessi fyrirtæki velta um 8-9 milljörðum tryggir gott rekstrarumhverfi fyrir okkar verðmætustu króna og skapa nærri 500 störf. fyrirtæki. Þess vegna hafa jafnaðarmenn barist fyrir Þær forsendur sem liggja að baki áframhaldandi eflumsókn að ESB sem gefur þessum fyrirtækjum rauningu þessara fyrirtækja er öryggi í rekstrarumhverfi, verulega möguleika til framtíðar. afnám gjaldeyrishafta, lágur vaxtakostnaður, gott aðSætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
E&Co.
FJÄ L L R ÄV E N
TÖSK U R NA R eru komnar aftur
Notið þetta sjerstaka tækif æri. — K aupið y ður ny tsama hluti f y rir lítið v erð. — MA RGI R LI TI R
Verið hjartanlega velkomin í verzlanir okkar. Geysir Skólavörðustíg 16, opið alla daga frá 10 til 19, Sími 555 6310 og Geysir Haukadal, opið alla daga frá 10 til 18. Sími 555 6311.
Veldu þér 2R0EYNáSrLaA
9 0 sófa!
tegu ndir
Helgin 11.-13. nóvember 2011
LYON B VERONA PARÍS PISA ASPEN RÍN MILANO OSLO BASEL ASPEN DELUXE ROMA ASPEN BOSTON DELUXE BOSTON
BONN PARÍS
PARÍS ASPEN
Hryllingur við rússneskt loðdýrabú. Ljósmynd/Photobucket.com
Óafsakanleg, grimmdarleg meðhöndlun á dýrum
Loðdýrarækt úthýst
Góð gæ í gegðni
1. Veldu tegund og lengd - 90 ÚtFÆRSluR í boði 2. Veldu áklÆði og lit / tau eða leðuR. YFiR 2000 miSmunandi áklÆði og litiR í boði
3. Veldu aRma - 90 tegundiR í boði 4. Veldu FÆtuR - tRé, jáRn, chRome o.Fl.
Betri Stofan
Patti verslun ehf. er húsgagnaverslun með 20 ára reynslu að baki á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, hornsófum og tungusófum nákvæmlega eftir máli og óskum hvers og eins. Engin takmörk á stærð, yfir 90 mismunandi úrfærslur og yfir 2000 tegundir af áklæðum.
Mismunandi útfærslur og áklæði hafa áhrif á endanlegt verð.
Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað
HÚSGÖGN
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is
HAUSTFUNDUR L ANDSVIRK JUNAR 2011
Að klífa fjallið Hvernig getur Landsvirkjun orðið leiðandi fyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa?
Árið 2010 markaði Landsvirkjun nýja stefnu sem leggur áherslu á að hámarka arðsemi fyrirtækisins. Á fundinum verða dregin fram áhrif nýrrar stefnu á rekstur fyrirtækisins. • Arðsemi Landsvirkjunar: Óraunhæfar eða nauðsynlegar kröfur? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar
• Samkeppnishæfni í grænu hagkerfi Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs
Allir velkomnir Skráning á: www.landsvirkjun.is/skraning
• Vindorka – raunhæfur kostur á Íslandi? Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Fundurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu, þriðjudaginn 15. nóvember, kl. 14-16.
• Ný stefna Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs
Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins.
• Spurningar og umræður
www.landsvirkjun.is
Finndu okkur á Facebook
N
okkur stefnu í því okkur ríki í er varðar velferð Evrópu hafa nú þegar viðdýra. urkennt að vægðarVissir þú að ...: laus grimmd felst í því að ala villt dýr við • Da n mörk er með 40 prósent af þröngan kost og hafa brugðist við með því heimsframleiðslu að banna loðdýrarækt minkafelda. Næst alfarið. Þessi ríki eru á eftir koma Kína, Bretland, Austurríki, Holland, Pólland, Bandaríkin, KanBúlgaría, Króatía og Norður-Írland, ásamt ada og Finnland. fjórum af sambands• ... þrátt fyrir að ríkjum Þýskalands. Danir f ramleiði Íris Ólafsdóttir Svisslendingar hafa mest af loðfeldum rafmagnsverkfræðingur og sett svo strangar í heiminum hafa reglugerðir um loð- stjórnarmaður í Velbú - félagaþeir viðurkennt að dýrarækt að þar hef- samtökum fólks sem er umalvarleg velferðarur iðnin alveg lagst hugað um velferð búfjár. vandamál f ylgja af. Sama þróun er á slíkri ræktun og að Ítalíu og í Nýja Sjálandi. Þetta er danir lögðu bann við refabúum ekki lengur spurning um hvort réttárið 2009 sem er enn í aðlögunarlætanlegt sé að rækta villt dýr eins ferli? og minka og refi í búrum. Það er óaf- • ... danska sjónvarpsstöðin TV2 sakanleg, grimmdarleg meðhöndlkom upp um hræðilega meðferð un á dýrum. loðdýra í Danmörku í þætti sínÍ nýlegri umræðu fjölmiðla um um Operation X? fyrirhugaða minkarækt danskra loð- • ... danska loðdýrasambandið dýraræktenda hér á landi var ekki eyddi fleiri tugum milljóna króna minnst einu orði á siðferðilegt réttí að ráðast á TV2 og Operation X mæti loðdýraræktar, ekki einu orði með blaða- og sjónvarpsauglýsá velferð dýra, heldur einungis höfð ingum auk þess að kæra þau fyrir blaðamannafélaginu. Danska loðeftir röksemdafærsla loðdýrabænda og lof þeirra á hinum mikla auði sem dýrasambandið tapaði því máli? þessi fyrirhuguðu loðdýrabú munu • ... samkvæmt skoðanakönnun færa þjóðinni. Miðað við þá vaknmarkaðsrannsóknarfyrirtækingu um dýravelferð sem orðið hefisins Megafon frá 2009 vildi 41 ur í heiminum í kjölfar aukins verkprósent Dana banna loðdýrarækt smiðjubúskapar spyr maður sig: Af meðan 36 prósent voru fylgjandi iðnaðnum? hverju var umfjöllunin svona einsleit hér á landi? Geta hagsmunaaðilar • ... til er síða þar í landi sem sýnstýrt umræðunni gagnrýnislaust? ir afstöðu stjórnmálamanna til dýravelferðamála, www.dyreEða lifir þjóðin enn í þeirri krúttlegu, en því miður forsendulausu, valg.dk? trú að íslensk dýr hafi það best í • ... tveir flokkar í Svíþjóð styðja heimi? allsherjarbann við loðdýrarækt? Þróunin í Evrópu er að banna • ... Írar og Ísraelar hafa lagt fram loðdýrarækt. Á sama tíma reynir lagafrumvarp um bann við loðInvest in Iceland að fá stærstu loðdýrarækt? dýraræktendur heims til að færa • ... minkarnir eru sunddýr en á iðngrein sína til Íslands, þar sem minkabúum hér og víðast hvar ræktunin er ódýrari enda reglulifa þeir alla ævi í búri án aðgangs gerðir um velferð dýranna slakari. að sundvatni? Þeirra á meðal eru hollenskir loð- • ... á Íslandi eru minkar drepnir dýrabændur enda eiga þeir undir með útblæstri frá bensínmótor högg að sækja í heimalandi sínu þar sem uppfyllir ekki staðla Evrópusem fulltrúadeild hollenska þingsins sambandsins um aflífunaraðferðer búin að samþykkja lagasetningu ir loðdýra? sem bannar minkarækt. Sú laga- • ... aflífun með útblæstri veldur setning bíður nú samþykkis öldæsingi og flogi. Síðan tekur við ungadeildarinnar. langdregin dauðastund þar sem Hvert viljum við stefna í þessum það tekur langan tíma að kæfa málum? Viljum við að Ísland verði sunddýr því þau geta haldið lengi eyjan í norðri sem sér um loðdýraniðri í sér andanum og þola tölurækt fyrir þau Evrópuríki sem hafa vert magn af koltvísýringi og litla bannað hana? Að hverju gerir það súrefnismettun í blóði? okkur? Viljum við sniðganga siðferði • ... loðdýrarækt eykur hættuna á og samkennd fyrir pening? Viljum að minkar sleppi út í náttúruna? við stækka iðngreinina þar til hún • ... á Íslandi eru 22 minkabú? verður stórt brot af þjóðarfram- • ... þegar aðstæður eru orðnar nógu vistvænar fyrir dýrin er leiðslu? Eða viljum við fylgja þeirri siðferðilegu þróun sem á sér stað ræktunin hætt að borga sig. Eina annarsstaðar í Evrópu og leggja af lausnin virðist því vera að banna þessa ómannúðlegu ræktun loðloðdýrarækt? dýra? Við verðum að vakna og móta
LJÓSAKRÓNUR
LÁGVÖRUVERÐS-VERSLUN VIÐ FELLSMÚLA - REYKJAVÍK
12.495
4.995
HANGANDI LJÓS
9.995 5 LJÓSA
7.990 3 LJÓSA
LJÓSAKRÓNA, 6 ARMA, GYLLT OG STÁL
18.495
LJÓSAKRÓNA, 5 ARMA
14.995
LJÓSAKRÓNA, 8 ARMA, STÁL
19.995 5 LJÓSA
11.995
12.995
LJÓSAKRÓNA, 5 ARMA, RUST
3 LJÓSA
7.495 5 LJÓSA
5.995 3 LJÓSA
19.995
LJÓSAKRÓNA, 9 ARMA
5.995
LJÓSAKRÓNA, 3 ARMA, RUST
7.495 5 LJÓSA
4.995
11.995
3 LJÓSA
5.995 3 LJÓSA
LJÓSAKRÓNA, 5 ARMA, RUST
9.995
LJÓSAKRÓNA, 5 ARMA
14.995
LJÓSAKRÓNA, 8 ARMA, RUST Gildistími er tvær vikur. Vörur geta verið uppseldar. Birt með fyrirvara um prentvillur.
OPIÐ ALLA DAGA VIÐ FELLSMÚLA - 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888
Mán. til fös. kl. 9 - 18 Laugard. kl. 10 - 16 Sunnud. kl. 12 - 16
50
viðhorf
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Verkir
Sjúkraþjálfun eða lyf
A
llir hafa upplifað að meiða sig eða slasa og finna til verkja í kjölfarið. Oftast er nokkuð ljóst hvað veldur tilteknum verk til dæmis skurður, sár, mar eða beinbrot. Stundum kemur þó fram verkur án þess að maður slasi sig eða að ástæðan liggi fyrir. Hvernig er hægt að losna við verkinn? Hér skulu tvær leiðir bornar saman. Sjúkraþjálfun annars vegar og lyf hins vegar. Lyfjafyrirtækin auglýsa bólgueyðandi lyf og verkjalyf. Eitt verkjalyfið ræðst á verkina eins og pardusdýr, á meðan annað er auglýst svo að það gangi frá verknum, og svo er auglýst að nú sé eitt verkjalyfið helmingi sterkara en áður. Með öðrum orðum, lyfin eiga að draga úr verkjum með því að draga
úr bólgum eða hafa áhrif á heilann þannig að þú upplifir ekki verkinn. Þessi lyf draga úr verkjaupplifun, og geta dregið úr bólgumyndun, en ekkert af þessum lyfjum upprætir orsök verkjanna. Sjúkraþjálfun getur gert hvorutveggja. Þegar einstaklingur kemur til sjúkraþjálfara, þá fer fram viðtal þar sem farið er yfir upphaf verkjanna, tímalengd og hegðun þeirra. Sjúkraþjálfarinn skoðar og metur ástandið, hreyfir svæðið og finnur út hver sé hin eiginlega orsök fyrir verknum. Með því að fræða viðkomandi um orsök verkjanna og hvað hann geti sjálfur til að draga úr einkennum þá fyrst er hægt að fara að tala um að raunverulegur bati hefjist. Sjúkraþjálfarinn meðhöndlar svo orsök
en aukaverkanir sjúkraþjálfverkjanna með því að liðka unar eru allar jákvæðar. Fyrir liði, mýkja og teygja á utan það sem áður var rætt um vöðvum, og fá fram rétta sjúkraþjálfun, að unnið er á vöðvavinnu með æfingum. orsök verkjanna, þá verður einFræðsla um æskilega líkstaklingurinn meðvitaðri um amsbeitingu er nauðsynleg, rétta líkamsstöðu, hann styrkist og einstaklingurinn skoðar og liðkast, lærir æfingar til að í framhaldinu hvernig hann viðhalda færni og vinna verk sín beitir sér við vinnu, heimá sem bestan hátt, til að draga ilisstörf og í frítíma sínum. úr álagi á liði og vöðva. Þannig er samvinna einSveinn Sveinsson Næst þegar þú finnur til, færð staklingsins og sjúkraþjálfverki; til dæmis höfuðverk, arans mikilvæg til að vinna Sjúkraþjálfari í Gáska bakverk, verk í herðar, axlir eða á orsökum verkjanna. fótleggi, vertu skynsamur, leitaðu að orsökEf við berum svo saman aukaverkanir á inni og veldu sjúkraþjálfun. hvorri meðferð fyrir sig, þá geta aukaverkanir lyfja verið margar og teljast neikvæðar
Ný stjórnarskrá
ÚTSÖLUMARKAÐUR N1
Umræðan komin á skrið
Í HOLTAGÖRÐUM – EFRI HÆÐ LT AÐ
U
TUR FYRS UR KEMR FÆR!
AL
% 0 7
TU
FYRS
TUR
ÁT AFSL
Á útsölumarkaðinum eru gæðavörur á góðu verði: ferðavörur, fatnaður, radíóvörur, leikföng, bílamottur, mótorhjólavörur ofl. OPIÐ: VIRKA DAGA KL. 11-18 LAUGARDAGA FRÁ 12-18 WWW.N1.IS
Meira í leiðinni
Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.
GÓÐ
VERÐ MIKIÐ ÚRVAL MARGIR LITIR
-10%
AFSL. www.tk.is
ERUM EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955 Opið virka daga 12:00 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is
Algjör klassík! Leikur eins og hann gerist bestur. I.Þ. (Mbl.)
mræða heilu kaflarnir, nú eða hljómi með þingnefndinni. um frumplaggið í heild sinni sé • R áðgefandi þjóðaratk væða va r p st jór n harla gott. greiðsla fari fram ef þörf krefur. lagaráðs um nýja stjórnAftur skal vísað til fyrrgreindra Skoðun þjóðarinnar arskrá er komin á skrið. frumvarpsákvæða. Verði ráðið og Alþingi reið á vaðið í En það er ekki nóg að þingið ekki á eitt sátt verður þjóðin almenningur, einstakoktóberbyrjun með sérað taka af skarið í þjóðaratkvæðastökum þingfundi um lingar, félög eða samtök greiðslu, sem vitaskuld getur þó málið. Í kjölfarið fór láti þingnefndina í sér aðeins orðið ráðgefandi. Þingið á málið til nýrrar þingheyra. Kjósendur verða síðasta orðið. nefndar, stjórnskipunarallir að koma að því að • Bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla og eftirlitsnefndar. Hún gefa stjórnarskránni verði um það frumvarp sem þingið endanlegt gildi. Þetta er byrjuð að kalla inn Þorkell Helgason samþykkir að lokum. Gjörbreytt viðmælendur, til dæmis sat í stjórnlagaráði hefur verið áréttað í umstjórnarskrá verður að hafa hlotið fulltrúa úr stjórnlagarræðunni, á þingi og utan blessun þjóðarinnar með formáði. Jafnframt hefur nefndin auglýst þess. Hugmyndir um þetta eru þó legum hætti. eftir athugasemdum við frumvarpið. nokkuð á reiki. Eins og ég hef reif- • Staðfesting Alþings að loknum Vart verður meiri skrifa og umræðna að áður tel ég affarasælast að framþingkosningum eins og gildandi um málið, lagdeildir háskólanna efna gangsmátinn yrði í líkingu við þetta: stjórnarskrá mælir fyrir um. til málstofa og svo framvegis. • Þingnefndin standi fyrir kynningu Kallar þetta á tvær þjóðaratkvæðaá frumvarpi stjórnlagaráðs, afli greiðslur með tilheyrandi kostnaði? Hlutverk almennings umsagna, fari ítarlega yfir frum- Ekki endanlega. Í fyrsta lagi gæti orðið svo góður samhljómur með Nú verður almenningur að fylgja varpið og skili rökstuddu áliti. málinu eftir. Því miður skortir að- • Stjórnlagaráð verði kallað saman, þinginu og ráðinu að ekki þyki helst formlega, til að fara yfir um- ástæða til fyrri þjóðaratkvæðagengileg gögn. Stjórnvöld ættu að sjá til þess að senda tillögur stjórsagnir frá almenningi svo og álit greiðslunnar, aðeins hinnar seinni. nlagaráðs í hvert hús. Gildandi þingnefndarinnar. Ráðið geri eftir Ég hef bent á leið til að endanlega stjórnarskrá mætti gjarnan fylgja atvikum breytingar á frumvarpi atkvæðagreiðslan fari fram samtímis með, helst þannig að ákvæðin væru sínu horfi þær til bóta. Í samræmi kosningum til þess seinna þings sem sett upp hlið við hlið til að auðvelda við vinnubrögð sem kveðið er á þarf að staðfesta stjórnarskrána. fólki samanburð. Nálgast má slík um í 66. og 67. gr. frumvarps ráðsFarsæl stjórnarskrá verður að samanburðarskjöl á vefsíðu minni; ins verði leitast eftir að ná sam- komast í höfn! sjá http://thorkellhelgason.is Í meðStjórnarskrá Frumvarp stjórnlagaráðs fylgjandi úrklippu er dæmi um það lýðveldisins Íslands sem lesa má úr þeim samanburði. Dæmið sýnir ákvæði um upplýsinga54. gr. 93. gr. skyldu ráðherra. Upplýsinga- og sannleiksskylda. Þá má benda á að einstaklingur hefur gefið út frumvarp ráðsins í Heimilt er alþingismönnum, Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd með leyfi Alþingis, að óska allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni snotru kveri sem fæst í helstu bókaupplýsinga ráðherra eða svars sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara búðum. Það er þakkarvert. lögum. um opinbert málefni með því að samkvæmt Þingmenn eiga rétt á upplýsingum frá ráðherra Hvetja verður fólk, leika sem bera fram fyrirspurn um málið með því að bera fram fyrirspurn um mál eða óska lærða, til að senda þingnefndinni eða beiðast eftir skýrslu, samkvæmt nánari fyrirmælum í ábendingar. Þær geta bæði verið um það skýrslu. lögum. Upplýsingar sem ráðherra veitir Alþingi, um einstök ákvæði sem menn telja nefndum þess og þingmönnum skulu vera réttar, að ættu að vera með öðrum hætti. viðeigandi og fullnægjandi. En hví ekki að senda nefndinni líka jákvæða umsögn? Að einstök atriði, Dæmið sýnir ákvæði um upplýsingaskyldu ráðherra.
Glæsilegur Miller í Þjóðleikhúsinu. J.V.J. (DV)
Fantagóð sýning á allan hátt! Leikurinn er upp á fimm stjörnur.
Hvílíkt drama, hvílíkt meistaraverk! B.S. (pressan.is)
E.B. (Frbl.)
lnefningar t 6 Grímuti u la h in g in g ársins! Sýn rs sem sýnin a n n a l a eð –m
Tryggðu þér sæti!
Miðasala í síma 551 1200 • midasala@leikhusid.is
ingar aukasýn Aðeins 5 r! e í nóvemb
Nicotinell Tropical Fruit
Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.
52
viðhorf
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Yfirlýsing frá þingflokki framsóknarmanna
Villandi og meiðandi umfjöllun
Þ
ingflokkur Framsóknarmanna fordæmir villandi og meiðandi umfjöllun um Framsóknarflokkinn sem birt var á bls. 46 í Fréttatímanum helgina 4.-6. nóvember undir yfirskriftinni „heimurinn“, og er skrifuð af Eiríki Bergmann Einarssyni dósent við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi varaþingmanni Samfylkingarinnar. Eiríkur fjallar þar í nokkrum greinum um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar í Evrópu og blandar Framsóknarflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti. Tilefni tengingarinnar við Framsóknarflokkinn er að á flokksþingi framsóknarmanna fyrr á þessu ári hafi íslenski fáninn og fánalitirnir verið áberandi og sýnd hafi verið íslensk glíma. Loks er því haldið fram að merki flokksþingsins (sem Eiríkur virðist telja að sé merki flokksins) hafi fasíska skírskotun. Framsóknarmenn geta ekki setið undir ósönnum aðdróttunum um þjóðernisöfgar og útlendingahatur, aðdróttunum sem settar eru fram í pólitískum tilgangi og á fráleitum forsendum. Ekkert í stefnu flokksins réttlætir slíka umfjöllun, þvert á móti, enda víkur Eiríkur ekki einu orði að stefnu flokksins í skrifum sínum. Þingflokkurinn telur mjög alvarlegt að fulltrúi háskólastofnunar leyfi sér að koma fram á þennan hátt. 1. Í greininni „Þjóðleg gildi og andstaða við innflytjendur“ er gefið sterklega í skyn að Framsóknarflokkurinn tengist hatursfullri öfgaþjóðernishyggju og andúð á innflytjendum sem fjallað er um í sömu grein. Gengið er svo langt að tengja Framsóknarflokkinn við fasisma beinum orðum. Þessar ósönnu aðdróttanir eru greinarhöfundi, Fréttatímanum og Háskólanum á Bifröst til minnkunar. Óásættanlegt er að dósent við Háskólann á Bifröst skrifi á þennan hátt í nafni skólans um pólitíska andstæðinga sína. Ljóst er af umfjölluninni að ekki er unnt að líta á Eirík Bergmann Einarsson sem óháðan álitsgjafa um stjórnmálaleg álitaefni. 2. Framsetning umfjöllunarinnar og mynda sem henni fylgja
er mjög villandi og í raun með hreinum ólíkindum. Framsetningin verður ekki skilin á annan hátt en að henni sé ætlað að skapa bein hugrenningatensl hjá lesendum milli formanns Framsóknarflokksins annars vegar og öfgasamtaka og hryðjuverkamanna hins vegar. Slíkt er þekkt og ófyrirleitið áróðursbragð. 3. Uppsetning greinarinnar „Þjóðleg gildi og andstaða við innflytjendur“ er mjög villandi. Við fyrstu sýn virðist vera um að ræða grein eftir formann Framsóknarflokksins. Engan veginn er augljóst fyrir lesendur að Eiríkur Bergmann sé höfundur greinarinnar. Kannanir sýna að stór hluti lesenda dagblaða lítur aðeins á fyrirsagnir og myndir. Því er þessi framsetning mjög skaðleg og til þess fallin að villa um fyrir lesendum hvað varðar stefnu og málflutning Framsóknarflokksins. 4. Skrif Eiríks Bergmann um Framsóknarflokkinn í umfjölluninni gefa því miður til kynna að hann hafi litla sem enga þekkingu á stefnu Framsóknarflokksins, hvorki grunnstefnu hans né ályktunum flokksþinga. Hvergi ber Eiríkur stefnu Framsóknarflokksins saman við stefnu þeirra erlendu öfgaflokka eða innlendu öfgasamtaka sem hann fjallar um. Slíkur samanburður hlýtur að teljast hluti af eðlilegum vinnubrögðum fræðimanns í umfjöllun um fræðasvið sitt og hefði strax leitt í ljós að ekkert í stefnu Framsóknarflokksins á nokkuð skylt við þjóðernisöfgar eða stefnu öfgaflokka. Í staðinn kýs Eiríkur að leggja til grundvallar skrifum sínum ályktanir dregnar af skemmtiatriði á flokksþingi og notkun íslenska fánans, m.a. í flokksþingsmerki. Ætla mætti að fræðimaður á hans sviði þekkti áratuga löng tengsl Framsóknarflokksins við Ungmennafélag Íslands, en glíma og þjóðfáninn skipa mikilvægan sess í sögu og athöfnum UMFÍ. Stjórnmálafræðingur ætti einnig að vera kunnugur þeirri löngu hefð í starfi íslenskra stjórnmálaflokka og félagasamtaka að nota
Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: mán. mið. þri. þri. fim. lau. þri. fim. lau. þri.
28. nóvember 30. nóvember 29. nóvember 29. nóvember 01. desember 03. desember 29. nóvember 01. desember 03. desember 29. nóvember
kl. 16:00. kl. 16:00 kl. 16:00. kl. 16:00. kl. 16:00. kl. 10:00. kl. 16:00. kl. 16:00. kl. 10:00. kl. 16:00.
*hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200 eftir 9. nóvember. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 6000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi en vegna norsku og sænsku á hádegi föstudaginn 2. des.. Nauðsynlegt er að við greiðslu komi fram nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. Rektor. Menntaskólinn við Hamrahlíð
www.mh.is
Þingflokkur framsóknarmanna fordæmir þessa villandi og meiðandi umfjöllun og framsetningu. Allar aðdróttanir um öfgafulla þjóðernishyggju og andúð á innflytjendum í Framsóknarflokknum eru ósannar og eiga sér enga stoð í stefnu og málflutningi flokksins heldur þjóna pólitískum markmiðum viðkomandi. Þingflokkur framsóknarmanna leggur til að Fréttatíminn og Háskólinn á Bifröst geri upp við sig til framtíðar hvað þau telja samboðið virðingu sinni að birta opinberlega í sínu nafni. Ósannar ásakanir og villandi framsetning, að því er virðist í pólitískum tilgangi, rýra verulega trúverðugleika beggja aðila. Þingflokkur framsóknarmanna vekur athygli á Grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins sem byggir á frjálslyndi, samvinnu, jöfnuði og virðingu fyrir mannréttindum. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Framsóknarmanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins Eygló Harðardóttir ritari Framsóknarflokksins Ásmundur Einar Daðason alþingismaður Höskuldur Þórhallsson alþingismaður Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður Siv Friðleifsdóttir alþingismaður Vigdís Hauksdóttir alþingismaður
Yfirlýsing Eiríks Bergmanns
STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2011
Danska (6 einingar*), Enska (9 einingar*), Franska (12 einingar*), Ítalska (12 einingar*), Mathematics,103, 203 og 263, Norska (6 einingar*), Spænska (12 einingar*), Stærðfræði 103, 203 og 263, Sænska (6 einingar*), Þýska (12 einingar*),
fánaliti í merkjum sínum og á fundum. Má þar t.d. benda á Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn. Að telja það merki um öfgafulla þjóðernishyggju er nýstárleg stjórn málafræðikenning. Sú staðhæfing Eiríks að merki flokksþingsins vísi í „klassísk fasísk minni“ er óskiljanleg því að rísandi sól (sem merkið sýnir) er einmitt þvert á móti klassískt andfasískt tákn um framsækni og bjartar vonir. Slík merki eiga sér áratuga langa hefð á Íslandi, m.a. hjá ungmennafélögum, verkalýðsfélögum og vinstriflokkum.
Stend við hvert orð
Þ
að er rangt sem segir í yfirlýsingu þingsflokks Framsóknarflokksins að ég hafi í grein minni Þjóðleg gildi og andstaða við innflytjendur í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag „gefið sterklega í skyn að Framsóknarflokkurinn tengist hatursfullri öfgaþjóðernishyggju og andúð á innflytjendum sem fjallað er um í sömu grein.“ Því er hér með vísað á bug. Umfjöllun mín um Framsóknarflokkinn var í sérstakri málsgrein og orðrétt svona: „Í allra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar á merki flokksins vísar til að mynda í klassísk fasísk minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóðleg gildi á fundum flokksins, svo sem glímusýningu undir blaktandi þjóðfánanum. Orðræða sumra þingmanna hefur í auknum mæli einkennst af hollustu við þjóðernið. Enn er þó ekki ljóst hvort flokkurinn ætli sér að sækja enn lengra inn í þetta mengi.“ Þetta er mat mitt á málflutningi Framsóknarflokksins. Ég stend því við hvert orð. Í þeim er felst enginn annar dómur öfugt við þá túlkun sem þingflokkur Framsóknarflokksins leggur í orð mín í yfirlýsingu sinni. Ég ber að mörgu
leyti djúpa virðingu fyrir sögu og stefnu Framsóknarflokksins sem og fyrir málflutningi margra framsóknarmanna. Mér finnst þó að þingflokkur framsóknarmanna eigi að geta þolað það að um hann sé fjallað án mikillar tæpitungu á almennum vettvangi. Því má hér við bæta að ég hef í áraraðir rannsakað þjóðernisumræðu, hérlendis og erlendis – svo sem lesa má um í doktorsritgerð minni og bókinni Sjálfstæð þjóð – trylltur skríll og landráðalýður sem kom út hjá Veröld í vor. Um framsetningu og myndskreytingu sem framsóknarmenn gera einnig athugasemd við í yfirlýsingu sinni vísa ég á Fréttatímann en ég kem ekki að myndavali eða útlitsteikningu blaðsins. Og mætti ég svo kannski í fyllstu vinsemd spyrja hér í lokin hvað átt er við með þessari setningu í yfirlýsingu framsóknarmanna: „Óásættanlegt er að dósent við Háskólann á Bifröst skrifi á þennan hátt í nafni skólans.“ Hvað nákvæmlega á Háskólinn á Bifröst að gera í því? Er hér á ferðinni tilraun til þöggunar? Jafnvel hótun? Virðingarfyllst, Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og höfundur Heimsins í Fréttatímanum.
DANS - DANS-DANS Á LAUGARDAGSKVÖLDUM KL. 19.40
Annað og meira
viðhorf
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.
Kílóverðið á rjúpnaketi
S
HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is
Margir leggja talsvert á sig til að ná í jólamatinn, hænuna hvítu sem ein er upp til fjalla, yli húsa fjær. Jólin koma með rjúpunni á mörgum heimilum. Stofninn er hins vegar ekki upp á marga fiska enda úthlutaði rjúpnaráðherra ekki nema örfáum dögum til veiða þetta haustið. Það er því engin vissa fyrir afla þótt menn reyni. Rjúpuna má ekki selja svo eina leiðin, fyrir þá sem þrá rjúpnabragð um jól, er að halda til fjalla. Það gerðu veiðimenn stórfjölskyldunnar, synir mínir, tengdasonur og mágur, sami hópur og hélt til gæsa fyrr í haust. Fjórir í stað fimm þá, einn átti ekki heimangengt. Mágurinn vanur, hinir ekki, en allir fullir tilhlökkunar. Ég bað þá að hafa fjölskyldur stórættarinnar í huga þegar kæmi að skiptingu fengsins, eins og þekkt er í veiðimannasamfélögum þar sem allir njóta þess sem aflast. Því var lofað, með því fororði þó að vel bæri í veiði og líka með þau tilmæli í huga að hófs yrði gætt og hver veiðimaður setti markið við sex fugla. Svandís vill að varlega sé farið með veikburða stofninn. Óvinir rjúpunnar eru margir, ekki aðeins maðurinn. Í blaðagrein fuglasérfræðings á dögunum kom fram að örlög rjúpna eru að þær eru allar étnar. Veiðihópurinn fylgdist vel með veðurspám fyrir síðustu helgi enda var ferðinni heitið nánast eins langt og komist verður norður í land. Þar snjóaði. Útbúnaðinn
Teikning/Hari
54
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
HeiLSáRS- og veTRARDeKK UMHveRFiSvæNNi KoSTUR FyRiR FÓLKSBÍLA og JeppA DæMi UM FRáBæR TiLBoÐ á iNTeRSTATe HeiLSáRS- og veTRARDeKKJUM veRÐiN eRU FyRiR FJögUR DeKK áSAMT UMFeLgUN
175/65 R14
45.900 kr.
195/65 R15
55.900 kr.
185/65 R14
49.900 kr.
205/55 R16
63.900 kr.
185/70 R14
49.900 kr.
245/75 R16
99.800 kr.
185/65 R15
51.900 kr.
225/45 R17
73.900 kr.
viÐ eigUM FLeSTAR STæRÐiR DeKKJA á HAgSTæÐU veRÐi. HAFÐU SAMBAND TiL AÐ Fá veRÐ Í DeKK FyRiR BÍLiNN ÞiNN.
568 2020 SÍMi
RAUÐHeLLU 11 HFJ
DUggUvogi 10 RvK
HJALLAHRAUNi 4 HFJ
AUSTURvegi 52 SeLFoSS
piTSTop.iS www
Interstate heilsárs- og vetrardekkin eru umhverfisvænni kostur. Munstrið inniheldur minna magn af mengandi olíum og uppfyllir evrópska staðla um efnisinnihald hágæða hjólbarða.
varð að miða við það. Veiðitíminn var á laugardag og sunnudag. Föstudagurinn var því nýttur til að koma sér á áfangastað. Í sparnaðarskyni var farið á einum jeppa. Fjórir menn þurfa hins vegar talsverðan útbúnað til þriggja daga og tveggja nátta. Mat þarf og drykkjarföng, viðlegubúnað, vopn og skotfæri og klæðnað fyrir vetrarhraglanda. Bíllinn var því hlaðinn. Það var engu logið um veturinn fyrir norðan. Strákarnir óðu snjóinn í klof. Allan laugardaginn brutust þeir um í torfærunni á tveimur jafnfljótum, aðeins til að sannreyna það að umhverfisráðherra fór ekki með fleipur. Rjúpnastofninn er í lægð. Þrjá fugla sáu þeir. Tveir voru svo langt í burtu að ekki þýddi að skjóta. Afrakstur dagsins var því ein rjúpa. Engu minna lögðu þeir á sig á sunnudaginn en allt kom fyrir ekki. Rjúpurnar tvær höfðu forðað sér. Hópurinn kom því í bæinn með eina rjúpu. Það má segja að það sé betra en ekki neitt, hálf bringa á mann í hópnum en sýnt er að aðrir leggir stórættarinar verða að ná sér í eitthvað annað en rjúpu á jólaborðið. Jafnvel veiðimannasamfélag skilur að einni rjúpu verður vart skipt í meira en fjóra hluta. Hugulsamur faðir og tengdafaðir ungu mannanna hughreysti þá við heimkomu. Verra gæti þetta verið. Hefðu þeir til dæmis ekki fengið þessa einu rjúpu væri ekki hægt að reikna út kílóverðið á jólasteikinni. Nú lægi það hins vegar fyrir, að gefnum ákveðnum forsendum. Miðað við lengd ferðalagsins mætti áætla að eldsneytiskostnaður vegna jeppans fram og til baka væri um 40 þúsund krónur. Matur og drykkjarföng fyrir fjóra karlmenn á besta aldri í þrjá daga og tvær nætur legði sig á um það bil 39 þúsund krónur og skotfæri, fatnaður og annað tilfallandi á 21 þúsund krónur. Kostnaður vegna gistingar var ekki talinn með vegna þess að þeir nutu gestrisni fjölskyldufólks nyrðra. Túrinn lagði sig því á 100 þúsund kall, eða þar um bil. Með því að fletta fræðaskrám Náttúrufræðistofnunar Íslands má komast að því að hver rjúpa vegur um 500 grömm. Karrinn er að vísu að meðaltali um 50 grömmum þyngri en hænan en það er bitamunur en ekki fjár. Heildarafli hópsins nam því hálfu kílói. Bein og innyfli vega sitt þótt beinin nýtist að sjálfsögðu í jólasósuna. Gróft vigtað má því segja að um 100 grömm nýtist af fuglinum, það er bringurnar og eitthvað smálegt annað. Með einföldum reikningi fæst verðið á kjötinu; 100 grömm fyrir 100 þúsund krónur sem þýðir að kílóið kostar milljónkall. Það kemur sér að rjúpan smakkast vel. Hitt nefndi ég ekki að í víðlesnu norsku dagblaðið var nýlega viðtal við veiðimann sem skaut kráku. Hann lét vel af bragðinu sem og nafngreindur meistarakokkur sem matreiddi krákuna á sama hátt og rjúpu. Annar kokkur var hins vegar ekki jafn hrifinn. Þar í landi þvælist krákan fyrir mörgum, er meðal annars stórtækur eggjaþjófur. Því borga sum norsk sveitarfélög 15 norskar krónur fyrir hverja veidda kráku. Krákan á sér íslenskan ættingja, hrafninn. Ég sagði strákunum ekki af krákuveiðunum af tveimur ástæðum. Hin fyrri er að ég hallast heldur að áliti norska kokksins sem taldi krákuna ekki sérstakt lostæti, þótt ég viti ekki hvernig hrafn smakkast – en hin er sú að hrafninn er á válista íslenskra fugla. Það er því engin ástæða til að hveta til hrafnadráps, jafnvel þótt fjórir menn í veiðihópi fái aðeins eina rjúpu. Nóg er víst samt. Náttúrufræðistofnun segir að hrafnastofninn hér telji um 2 þúsund varppör og 9 þúsund geldfugla. Þessi fallegi fugl sé hins vegar ofsóttur og á hverju ári eru drepnir um 6 þúsund hrafnar. Varla hafa þeir verið étnir. Rjúpan eina verður því að duga – þótt grammið kosti þúsundkall.
Ford Focus Trend (TH805) 1,6i bensín beinskiptur station Skrd. 2/2006. Ek. 81.000 km. Verð 1.320.000 kr. Afsláttur 130.000 kr.
Opið í dag milli kl. 9 og 17 og á morgun laugardag milli kl. 12 og 16
Kauptu: 1.190.000 kr. Ford Galaxy Trend (KUY45) 2,3i bensín sjálfskiptur 7 manna Upphitanleg framsæti, rafdrifnar rúður o.fl. Skrd. 6/2008. Ek. 69.000 km. Verð 3.050.000 kr. Afsláttur 160.000 kr.
Ford Focus Trend (RKP17) 1,6i bensín beinskiptur 5 dyra Upphitanleg framrúða og framsæti, málmlitur o.fl. Skrd. 6/2010. Ek. 47.000 km.
Kauptu: 2.330.000 kr.
Kauptu: 2.890.000 kr. Ford Focus Trend (FS910) 1,6i bensín sjálfskiptur station Upphitanleg framrúða og framsæti o.fl. Skrd. 1/2006. Ek. 82.000 km. Verð 1.300.000 kr. Afsláttur 120.000 kr.
Ford S-MAX Titanium (YY719) 2,0i bensín beinskiptur 5 dyra Hitanleg framrúða, leðuráklæði o.fl. Skrd. 9/2007. Ek. 54.000 km. Verð 2.940.000 kr. Afsláttur 190.000 kr.
Kauptu: 1.180.000 kr.
Kauptu: 2.750.000 kr.
Ford Explorer Limited 4x4 (DIX81) 4,6i V8 bensín sjálfskiptur 7 manna Leðuráklæði, dráttarbeisli, SYNC samskiptakerfi o.fl. Skrd. 6/2008. Ek. 53.000 km. Verð 4.890.000 kr. Afsláttur 300.000 kr.
Kauptu: 4.590.000 kr. Ford Mondeo Titanium (OYD19) 2,3i bensín sjálfskiptur station 16“ álfelgur, hitanleg framrúða o.fl. Skrd. 7/2008. Ek. 42.000 km. Verð 3.190.000 kr. Afsláttur 210.000 kr.
Ford Fiesta Trend (MNX04) 1,6i bensín sjálfskiptur 5 dyra Skrd. 6/2008. Ek. 70.000 km. Verð 1.490.000 kr. Afsláttur 150.000 kr.
Kauptu: 1.340.000 kr.
Kauptu: 2.980.000 kr.
Ford Explorer Limited 4x4 (ZS255) 4,6i V8 bensín sjálfskiptur 5 dyra Leðuráklæði, dráttarbeisli o.fl. Skrd. 6/2006. Ek. 100.000 km. Verð 3.290.000 kr. Afsláttur 440.000 kr.
Kauptu: 2.850.000 kr. Ford Edge Limited AWD (HTM72) 3,5i V6 bensín sjálfskiptur 5 dyra Leðuráklæði, dráttarbeisli, afturhleri rafdrifinn o.fl. Skrd. 7/2008. Ek. 58.000 km. Verð 4.950.000 kr. Afsláttur 360.000 kr.
Kauptu: 4.590.000 kr.
Ford Escape XLT AWD (UUD07) 3,0i V6 bensín sjálfskiptur 5 dyra Skrd. 11/2007. Ek. 56.000 mílur. Verð 2.950.000 kr. Afsláttur 260.000 kr.
Kauptu: 2.690.000 kr. Ford Fiesta Trend (UNB89) 1,25i bensín beinskiptur 5 dyra Málmlitur, Ipod tendi, upphitanleg framsæti o.fl. Skrd. 7/2010. Ek. 59.000 km.
Kauptu: 1.640.000 kr.
Ford Focus Trend (EFG23) 1,6i bensín beinskiptur 5 dyra Upphitanleg framrúða, málmlitur o.fl. Skrd. 8/2008. Ek. 73.000 km. Verð 1.760.000 kr. Afsláttur 180.000 kr.
Kauptu: 1.580.000 kr. Ford Escape XLT AWD (VP183) 3,0i V6 bensín sjálfskiptur 5 dyra 16” álfelgur, hraðastillir o.fl. Skrd. 6/2007. Ek. 62.000 mílur. Verð 1.850.000 kr. Afsláttur 160.000 kr.
Kauptu: 1.690.000 kr. Ford Fusion Trend (HBM62) 1,4i bensín beinskiptur 5 dyra Upphitanleg framsæti, rafdrifnar rúður o.fl. Skrd. 6/2008. Ek. 90.000 km. Verð 1.090.000 kr. Afsláttur 100.000 kr.
Kauptu: 990.000 kr. Finndu okkur
á fasbókinni Brimborg á Facebook
komduní hópin
Max1
Vélaland
Saga bílaleiga
Volvo á Íslandi
Ford á Íslandi
Citroën á Íslandi
á Facebook
á Facebook
á Facebook
Dollar bílaleiga á Facebook
Thrifty bílaleiga á Facebook
Mazda á Íslandi Ford Truck á Íslandi
cw110291_brimborg_fonot_haust11_8_augldagbll5x38_11112011_end.indd 1
10.11.2011 13:49:36
56
bækur
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Ný náttúra
Ljóðið rati til sinna Nokkrar ljóðabækur hafa komið út á liðnum vikum. Fyrsta ber að telja Allt kom það nær, nýtt safn ljóða eftir Þorstein frá Hamri, en hver ný bók frá honum er kærkomin sending ljóðaunnendum. Hjá Bjarti er komin út ljóðabókin Drauganet eftir Bergsvein Birgisson. Eyþór Árnason hefur sent frá sér nýtt ljóðasafn sem hann kallar Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu og Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur sent frá sér Afvikna staði sem er hans áttunda ljóðabók. Þá hefur Birgir Svan sent frá sér ljóð og örsögur í Eftir atvikum, sem er hans sextánda ljóðasafn. Þá er þess að geta að á liðnum vikum hefur komið út nokkuð af þýddum ljóðum og verður þeirra getið hér síðar. Af þessu má ráða að ljóðaútgáfa er ekki af baki dottin þótt lágt fari. -pbb
Bókmenntaumræða á Rás 1
Sú frábæra ljósmyndabók Ný náttúra trónir í efsta sæti fræðiog handbókalista Eymundssonar þessa vikuna. Bókin geymir úrval íslenskra landslagsljósmynda og er klárlega ein besta íslenska ljósmyndabók sem hefur komið út.
Bók adómur
Rás 1 Ríkisútvarpsins er sú stöð á ljósvakanum sem mesta athygli veitir bókaútgáfu og bókaumræðu í landinu. Hún er blessunarlega laus við þau þröngu tímamörk sem sett eru skammvinnum umræðum í sjónvarpi og þeirri litlu athygli sem ritað mál fær á Rás 2. Nokkrir þættir á Rás 1 eru þess virði að lagt sé við hlustir: Víðsjá, stóra menningarmagasínið sem leggur undir sig tvo tíma í eftirmiðdaginn er yfirleitt alltaf í nánd við bókmenntirnar. Á laugardögum er Haukur Ingvarsson rithöfundur með þáttinn Glætu en á laugardaginn kemur er seinni þáttur hans um Svövu Jakobsdóttur; í þættinum verður greint frá óútgefinni skáldsögu eftir Svövu sem mun til í tveimur útgáfum. Segir sonur Svövu, Jakob Smári Jónsson, af verkinu. Á sunnudag gefst kostur á þremur þáttum sem helgaðir eru bókum. Fyrst ber að telja Bókaþing sem Gunnar Stefánsson annast og hefst hann klukkan 10.15. Þar er lesið úr nýjum útgáfum. Klukkan 15:00 er Lengi býr að fyrstu bók á dagskrá, þáttur helgaður bókum fyrir börn sem þær Kristín Eva Þórhallsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir sjá um. Og loks er þátturinn Skorningar klukkan 18.17 sem þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Magnús Örn Sigurðsson, Yrsa Þöll Gylfadóttir og Jórunn Sigurðardóttir annast. -pbb
Bók adómur Einvígið eftir Arnald Indriðason
Góður matur allt árið Inga Elsa og Gísli Egill eiga nýja matreiðslubók á markaði sem er prentuð á fínan mjúkan pappír, stútfull af fallegum ljósmyndum og afar fjölbreytt að efni. Bókin er í máli og myndum byggð upp í kringum árstíðabundna nýtingu á mat úr náttúrunni. Helstu efnisþættir eru; ræktun matjurta og kryddjurta, sveppir, ber og villijurtir, brauðbakstur og pylsugerð, heimagerð jógúrt, ostar og skyr, villibráð, reyking og söltun. Bókinni er þannig beinlínis stefnt gegn iðnaðarmatvælum og útheimtir að lesendur nenni að leggja á sig erfiðið við að afla sér matar með ræktun og vinnslu en uppskeri ánægju og hollustu af. Uppskriftir eru jarðbundnar og skýrar, þar sem leiðbeiningar eru flóknar eru verkferlar raktir í myndum og allt efni sett fram á persónulegan, jákvæðan og ljósan máta. Einhver gæti sagt að Góður matur nokkurrar sjálfhverfu gætti í myndum en þau hjón, bústaður og gott líf í takt við börn skreyta myndefnið – en myndarlegt fólk og fallegar uppstillárstíðirnar ingar spilla ekki. Inga Elsa Bergþórsdóttir og Aðlatriðið er þó boðskapurinn: Við eigum að finna okkur í Gísli Egill Hrafnsson verki við matarsöfnun, í garði og á grund, læra að nýta það sem Vaka Helgafell, 250 bls. 2011. gjöful náttúra færir okkur – gnægtaborðið er á næstu grösum viljum við eiga þangað erindi. -pbb Ps. Nú er bara að komast yfir súrdeigsmóður.
Bókadómar Innlenda krimmaframleiðslan
Myrknætti
Ómynd
Lygarinn
eftir Ragnar Jónasson Veröld, 290 bls.
eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur Salka, 218 bls.
eftir Óttar M. Norðfjörð Sögur, 302 bls.
Spennandi á köflum
Einfalt snið
Hugmyndarík
Önnur blaðakonusaga; nærist á miklum fyrirgangi í mansalsmáli, fornum ástum löggu og blaðakonunnar og mun vera þriðja bókin í seríu. Heldur einfalt frásagnarsnið en ekki óspennandi saga.
Óttar Norðfjörð byggir sögur sínar jafnan á góðri kveikju. Einvígissumarið 1972 er bakgrunnur rannsóknar lítillar Wikileaksklíku sem grunar Eimreiðarhópinn um græsku. Stíll Óttars tekur ekki þroska, of ljós og stór í lýsingum. Hugmyndarík saga en frumstæð í stíl.
Í þriðju bók sinni segir Ragnar af blaðakonu sem fer norður í land að fylgjast með morðmáli. Sagan fer fram á mörgum plönum og er á köflum spennandi, persónulýsingar margbreytilegar og ágætlega unnar en plottið er vanreifað á köflum.
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
Arnaldur Indriðason Að vanda er fléttan hjá Arnaldi vel hugsuð og bærilega unnin, kaflar hans frá berklahælum heima og í Danmörku eru prýðilega skrifaðir og smellpassa inn í meginfléttu verksins.
Einvígi eru mörg Ný saga eftir Arnald Indriðason er komin út og sögð prentuð í 23 þúsund eintökum. Mun hún líklega rata víða.
Einvígið Arnaldur Indriðason Vaka Helgafell. 317 bls. 2011
O
rðspor Arnaldar erlendis eykst stöðugt ef marka má nýjustu fréttir og hann ber höfuð og herðar yfir aðra krimmahöfunda hér á landi. Í þessari nýju sögu, Einvíginu, fetar hann sig enn til fyrri tíma, eldri samfélagsgerðar: Reykjavíkur sumarið 1972 og svo enn lengra aftur til þess tíma þegar börn sem berklar sóttu á voru tekin af heimilum og þau lögð inn á Vífils staði og jafnvel á erlend hæli til lang dvalar. Einvígið er því ekki bara skák einvígi Fishers og Spassky þetta sumar, heldur hólmganga aðalpersónu sögunnar við hvíta dauðann og jafnvel einvígi sem hún vill ekki eiga við föður sem hefur vanrækt barn sitt frá fæðingu. Að vanda er fléttan hjá Arnaldi vel hugsuð og bærilega unnin, kaflar hans frá berklahælum heima og í Danmörku eru prýðilega skrifaðir og smellpassa inn í meginfléttu verksins sem hluti af baksögu lögreglumannsins Marion Briem sem aðdáendur Arnaldar þekkja sem læriföður Erlendar. Höfundur daðrar aðeins við að kyn Marion sé órætt, þema sem hann hefur áður unnið með af mikilli yfirsýn en hér er það nánast eins og stríðni. Marion vinnur hjá löggunni og einvíg issumarið þarf hann að finna morðingja sem virðist tilhæfulaust hafa stungið ungling hnífi á kvikmyndasýningu. Allt umhverfi unglingsára þessa tíma vinnur Arnaldur af sterku minni og á sannverð ugan hátt. Persónulýsingu Marions er haldið auðri, svo lesandanum sé frjálst
að spá í eyður, skapa sína hugsýn um persónuna. Rannsóknin leiðist síðan út í forna tíma, dvöl róttækra í Moskvu, stöðu þeirra hér á landi og samstarf sovétvina við einstaklinga í opinberu starfi austur frá. Allt er þetta prýðilega pælt. Lokaein vígið er þannig milli fornvina og um leið stórveldanna. Þetta er þaulplottuð saga. Hún er aftur á móti nokkuð bragðlítil. Höfundur gerir sér mestan mat úr lýs ingum á konum, móður drengsins, hálf systur Marions og eldri konu sem fylgdi sovétvinum að málum. Arnaldur er best ur í slíkum lýsingum, aukapersónum sem búa við stór örlög, umhverfi þeirra fasi og fálæti í flestum tilvikum. Áhrifamikil er lýsing hans á þeirri aðferð læknavís indaanna á uppgangstíma berklanna að höggva sjúklinga sem kallað var, í barns minni lifa enn myndir af einstaklingum sem urðu að gangast undir skurðaðgerðir af því tagi. Masgjarnt fólk er honum síður tiltækilegt en það lokaða. Einvígið er enn eitt þrepið á vegferð Arnaldar og mun vísast falla hans lesendahóp vel í geð sem forsagan að bálknum um Erlend. Hún er vel yfir meðallagi í krimmaútgáfum haustsins.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
Við gerum betur! 2011 árgerðir af bílum til kaups eða leigu á einstökum kjörum
Sparaðu allt að 2 milljónum með kaupum á AVIS bíl
VW Polo
1,2 TDI
Nýr bíll:
*Avis bíll: ENNEMM / SIA • NM48876
Kaupauki: Þú sparar:
Nissan Qashqai
Diesel
2.580.000 kr. 2.060.000 kr. 150.000 kr. 670.000 kr.
sjálfskiptur
Nýr bíll:
Kaupauki:
5.440.000 kr. 4.340.000 kr. 200.000 kr.
Þú sparar:
1.300.000 kr.
*Avis bíll:
Komdu og skoðaðu úrvalið í Knarrarvogi 2 S. 591 4000 avisbilar.is * Avis bílar eru nýskráðir vorið 2011 og eknir rúmlega 20.000 km. Kaupauki er í formi gjafakorts frá Íslandsbanka. verð nýrra bíla skv. verðupplýsingum frá bílaumboðum 10. nóv.
Fólksbílar, skutbílar, jepplingar og jeppar.
Kia Cee’d Wagon
5 dr LX 1,6
Nýr bíll:
*Avis bíll:
Kaupauki: Þú sparar:
Diesel, sjálfskiptur
3.797.000 kr. 3.097.000 kr. 150.000 kr. 850.000 kr.
58
heimurinn
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Heimsgjaldmiðlar og myntbandalög
Drakma er elsti gjaldmiðillinn
Evran er vissulega einstök en þó fráleitt fyrsti gjaldmiðillinn sem ríki deila með sér. Á ofanverðri nítjándu öld sameinuðust Danir, Norðmenn og Svíar í skandinavíska myntbandalaginu og Frakkland, Sviss, Ítalía og Belgía í því latneska. Stutt er síðan sú almenna skipan komst á að ríki gefi út sinn eigin gjaldmiðil. Raunar má segja að heimsbyggðin öll hafi um skeið brúkað sama gjaldmiðilinn: Gull, sem virði allra gjaldmiðla var reiknað út frá. Silfur þar á undan. Það var ekki fyrr en með falli Bretton Woods gjaldmiðlakerfisins árið 1971 að gjaldmiðlum þjóðríkja var fleytt á opnum markaði. Nú er einnig kominn fram vísir að myntbandalögum í Asíu og rómönsku Ameríku. Á vissan hátt mynda Bandaríkin líka einskonar myntbandalag enda hafa ríki þess töluverða sjálfstjórn í ríkisfjármálum. Himinn og haf er á milli efnahagsaðstæðna í Kentucky og Kalíforníu. Samt efast enginn um að dollarinn henti báðum. -eb
Grikkland Ótti við keðjuverkun
Þegar leit stóð yfir að heppilegu nafni fyrir nýjan sameiginlegan gjaldmiðil Evrópuríkja héldu Grikkir nafni drökmunnar (gr. drachma) mjög á loft en gríska drakman er elsti gjaldmiðill heims sem enn var í notkun. Heimildir um drökmuna ná aftur um tvö þúsund ár. Á endanum var ákveðið að kalla gjaldmiðilinn evru. Margir halda því fram að efnahagsvandræði Grikkja stafi einkum af upptöku evrunnar sem Grikkir klófestu með því að falsa efnahagsreikninginn. Án þess að það breyti efnisatriðum á nokkurn hátt má ætla að sú röksemd hefði svolítið annan hljóm ef hinn sameiginlegi gjaldmiðlill héti drakma. -eb
Fjármálakrísan Hlykkjast um evrusvæðið
Dómínóáhrif greiðsluþrots Grikkja Greiðsluþrot gríska ríkisins (eða þess ít alska) hefði alvarleg ar afleiðingar fyrir fólkið í landinu ef ekkert yrði að gert. Enginn leiðarvísir er til en gera má ráð fyrir að bankar loki dyrum sínum í óhjá kvæmilegu áhlaupi og skortur verði í verslunum. Fyrir tæki fari á hausinn, verðbólga rjúki upp úr öllu valdi og lánamarkaðir lokist. Ríkir flýi með eigur sínar úr landi á meðan millistéttin leggi niður vinnu og sameinist mótmælendum á götum úti. Þá er stutt í að ráðamenn verði reknir úr landi og herinn jafnvel kallaður til að skakka leikinn. Þetta er þróun sem enginn vill sá hvar endar. Ástæða alþjóðlegrar örvæntingar yfir því að Grikkir (eða Ítalir) hætti að greiða af ofvöxnum skuldum sínum er þó ekki tilkomin af einskærri umhyggju fyrir afdrifum grísks (eða ítalsks) almennings. Heldur óttast menn keðjuverkun gjaldþrota fjármálastofnanna. Einkum á Ítalíu, Spáni og í Portúgal. Svo falli Frakkland, Bretland og sjálf Bandaríkin. En þessi ríki eru óhemju skuldsett. Samningurinn sem George Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, ætlaði að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hann hætti við og hrökklaðist frá völdum, kveður á um helmings eftirgjöf á skuldum Grikkja við erlend fjármála fyrirtæki. Grikkir fá svo 111 milljarða evra að láni til að lappa upp á efnahaginn. Gegn djúpristum niðurskurði rík isútgjalda. Angela Merkel og Nicolas Sarkosy sögðu málið snúast um veru landsins á evrusvæðinu. En hvernig færu Grikkir yfir höfuð að því að yfirgefa evruna? Einfaldast væri að innleiða nýja drökmu og ákveða skipti gengi við evruna. Flytja svo innistæður og skuldir yfir um leið og nýjum seðlum og mynt væri dreift. Til að koma í veg fyrir gengishrun þyrfti svo að setja ansi sver gjaldeyrishöft. Óvíst er að erlendir lánadrottnar sætti sig við slíkan hreppa flutning en í svipinn sýnist sem gríska ríkið geti í raun ráðið örlögum þeirra – því engin veð eru fyrir ríkisskuldum. Og því að engu að ganga. Kostnaðurinn við gjaldmiðils skiptin yrði vissulega gríðarlegur fyrir grískan almenning en um leið yrði hagkerfið samkeppnishæfara.
HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
Velkomin á Bifröst
Nýir tímar í fallegu umhverfi
www.bifrost.is
Sjálfur Silvio Berlusconi lá óvígur eftir að vaxtarkrafa á ítölsk verðbréf rauk upp úr öllu valdi.
Gallinn í gangverki evrunnar Líkur eru á að Evrópusambandið skiptist upp í innri kjarna evruríkja með auknum fjármálalegum samruna og svo í ytra lag þeirra aðildarríkja sem áfram munu brúka eigin gjaldmiðil.
H
vað sem öðru líður sýnir yfirstand andi fjármálakrísa að efnahags kerfi veraldarinnar er samofið í þéttriðnu neti. En umfjöllunin um hana er hins vegar ansi einæðisleg (e. monomanic). Fókus hamfarapressunnar æðir frá einum stað til annars. Á kostnað heildrænnar yfirsýnar. Í síðustu viku voru allra augu á Grikklandi sem rambað hefur á bjargbrún efnahagslegs hyldýpis. Þegar valdataum arnir runnu loksins úr höndum Papandreús fluttist athyglin yfir á Ítalíu. Vaxtakrafan á ítölsk verðbréf rauk skyndilega upp úr öllu valdi svo sjálfur Silvio Berlusconi lá óvígur eftir. Áður hefur krísuvagninn hlykkjast um bandarísku undirmálslánin, íslenska bankahrunið og hringað sig utan um feysk ar stoðir írsks fjármálalífs.
Hnífurinn í kúnni
Allar götur frá því að gullfóturinn molnaði í sundur í upphafi áttunda áratugarins hafa Evrópuríki unnið að kerfisbundinni peningalegri samþættingu, sem varð semsé með innleiðingu evrunnar árið 1999.
Öfugt við hvað ætla mætti af umræðunni var evran engin skyndihugdetta. Inn leiðing hennar undir aldamótin var enda hnykkurinn á langvarandi undirbúningi. Hægfara þróun innri markaðarins þrýsti smám saman á um peningalegan samruna. Fjöldi gjaldmiðla á sama markaði skapar nefnilega viðskiptahindrun. Mikið fé tapast til að mynda í viðskiptum yfir mæri gjald miðla. Sameiginlegur gjaldmiðill marg faldar hins vegar viðskipti milli landanna. En jafnvel þó svo að hagkerfi evruríkjanna standi að jafnaði sterkar en margra sam keppnissvæða, svo sem Bandaríkjanna, Bretlands og Japans er samt sem áður fremur spurt um afdrif evru en dollars, pundsins og jens. Frjámálakrísan hefur enda opinberað galla í gangverki evrunnar sem raunar var þekktur frá upphafi. Fyrir utan skilyrðin í stöðugleikasátt málanum svokallaða, sem skuldbindur evruríkin til að gæta nokkurs aðhalds í ríkisfjármálum, er fjármálastjórn áfram að mestu í höndum aðildaríkjanna sjálfra á meðan peningamálum er nú stýrt af seðla banka Evrópu í Frankfurt. Þessi sundur skil á milli fjármálastjórnunar og pen ingamálastjórnunar framkallar alvarleg samstillingarvandamál sem nú blasa við. Evrusvæðið skortir augljóslega tæki til að geta tekist á við vandamálin í Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Portúgal og á Spáni. Sem eru jú sjálfstæð og fullvalda ríki. Það er hér sem hnífurinn stendur í kúnni.
Tveggja laga samband Allar götur frá því að gullfóturinn molnaði í sundur í upphafi áttunda áratugarins hafa Evrópuríki unnið að kerfisbundinni peningalegri samþættingu, sem varð semsé með innleiðingu evrunnar árið 1999. En nú eru evruríkin í örvæntingar fullri leit að meðali sem dugir til að fleyta þeim í gegnum kreppuna. Tvennt liggur nokkuð ljóst fyrir. Fyrirkomulag og stjórn un evrunnar verður ekki eins og áður. Takast þarf á við samstillingarvandann þegar um hægist. Jafnljóst er að evruríkin sautján munu ekki heldur hverfa aftur fyrir aldamót og taka upp gömlu gjald miðlanna á nýjan leik. Það væri óhemju dýrt og áhættusamt. Og í raun engin lausn. Fjöldi sjálfstæðra gjaldmiðla á sam ræmdum markaði hefur alveg sama galla nú og áður. Umræðan um það hvort aðildarríkin þurfi öll að undirgangast nákvæmlega sama regluverk eða hvort þau megi velja af hlaðborði stefnumála hefur fylgt Evrópu samrunanum frá upphafi. Þrátt fyrir allra handa undanþágur, sérlausnir og svæðis bundnar kenjar hefur Evrópusambandið ennþá, að nafninu til, reynt að halda í kröfuna um einsleitt bandalag. Nú má hins vegar gera ráð fyrir að Evrópusam bandið þróist yfir í að verða tveggja laga (e. two tier integration). Krafan um aukna samstillingu í fjármálum evruríkjanna mun vafalítið herða á samrunaþróuninni á evrusvæðinu. Að sama skapi er ljóst að sumum þeirra sem standa utan evrusvæð isins mun ekki þykja það fýsilegur kostur í bráð. Evran veitir vissulega veigamikið skjól en um leið takmarkar hún möguleika ríkisstjórna á að bregðast við áföllum. Aðildarríki Evrópusambandsins munu því þurfa að velja hvorum megin hryggjar þau verði: Í innri eða ytri kjarna Evrópusam starfsins.
heimurinn
dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is
60
matur
Helgin 11.-13. nóvember 2011
vín og matur
Matur og vín sem ein heild JÓLABLAÐ
FRÉTTATÍMANS
Vín er hluti máltíðarinnar, spurðu bara Frakka og Ítali; gott vín á að passa með góðum mat og góður matur á að passa með góðu víni. Sé þetta í dúr lyftir það máltíðinni á hærra plan. Það getur verið meira en segja það að standa fyrir framan vínhilluna í Heiðrúnu og velja sér hina fullkomnu flösku með andabringunni, hörpuskelinni eða öðru því góðgæti sem bíður örlaga sinna í eldhúsinu það kvöldið. Máltíðin er samspil fjölda mismunandi bragðtegunda og innihalds. Þá er gott að hafa nokkrar grunnreglur á hreinu til að styðjast við. Það getur líka verið tilvalið að leyfa sér að velja tvær mismunandi flöskur og upplifa muninn. er samt matur sem yfirleitt kallar á kröftugar sósur og þá borgar sig að hafa kröftug vín með. Ítölsk Amaronevín hafa sýru og sætu og passa vel, einnig vín frá Cotes du Rhone í Frakklandi sem og kröftug Bordeauxvín.
Jólablað
Fréttatímans kemur út 25. nóvember
Skeldýr og magur fiskur
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is
góður kostur hér, já eða góð Cabernet-Merlot blanda frá Bordeaux.
Villibráð
Hér gildir hvítvínið og sérstaklega ungur og ferskur Sauvignon Blanc til dæmis frá Nýja Sjálandi. Pinot Grigio og Riesling þrúgurnar eru líka á heimavelli hér með hráefni á borð við fisk og skeldýr. Ef þú ert svo heppinn að fá ostrur þá klikkar Chablis ekki.
Rjúpa og hreindýr eru bragðmikið og kröftugt kjöt sem kallar á bragðmikið og kröftugt vín. Argentínskur Malbec er gott val og einnig kalifornískur Cabernet Sauvignon.
Kjötbollur og hakkréttir
BLAÐIÐ VERÐUR STÚTFULLT AF SPENNANDI EFNI
Ef
þú vilt koma að
skilaboðum þá hikaðu ekki við að hafa samband við:
auglýsingadeild Fréttatímans í síma: 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is
Feitur fiskur svo sem lax Chardonnay hvítvín eiga vel við hér. Sérstaklega þau sem hafa fengið að kynnast eikartunnum og hafa smjörkenndan og feitan blæ. Áströlsk og kalifornísk Chardonnay eiga vel við. En það sem þó passar eiginlega best með laxi eru léttari rauðvín eins og til dæmis Pinot noir sem steinliggur með.
Ljóst fuglakjöt svo sem kjúklingur og kalkúnn Bæði hvítt og rautt gengur með kjúlla, það verður bara að passa að vínið sé ekki of kröftugt. Sé kjúklingarétturinn hins vegar mjög kryddaður eða sterkur hentar rauðvín betur. Gott rauðvín væri til dæmis eitthvað í mildari kantinum frá Norður-Ítalíu eins og Valpolicella. Grillaður kjúlli og franskur Beaujolais eru líka bestu vinir.
Rautt skal það vera og kraftur vínsins þarf að vera í þráðbeinu samhengi við hversu kryddaður maturinn er. Sé kryddið milt eru það léttari rauðvín, til dæmis Merlot en sé kryddið sterkt er betra að horfa til kryddaðri vína svo sem Shiraz. Ef kjötbollurnar eða hakkrétturinn er hins vegar ekta ítalskur þá klikkar ítalskur Chianti Classico ekki.
Lamb Lambið getur verið feitt og þá þarf sýrurík vín sem skera í gegnum fituna. Sé rétturinn í kryddaðri kantinum eru spánverjar frá Rioja eða Ribera del Duero ágætis kostur en Bordeaux vín eru ekta góð með klassíska lambinu; ofnsteikta hryggnum eða læri að hætti ömmu.
Nautasteikin Fituríkur matur Andasteik, gæs og þess háttar fituríkur matur þarfnast sýruríkra vína og helst smá sætu líka. Þetta
Hér dugar ekkert hvítvín heldur er gott að velja tannínrík rauðvín því prótín og tannín spila saman þannig að vínið virkar ekki eins tannínríkt með kjötinu auk þess sem aðrir góðir eiginleikar vínsins fá að njóta sín. Góður Cabernet Sauvignon til dæmis frá Kaliforníu eða Ástralíu er
Asískur matur Hér er kannski best að halda sig við bjór en eigi það að vera léttvín er gott að hafa þau sýrurík og krydduð eins og matinn. Riesling eða Gewürztraminer ef það skal vera hvítvín eða kryddaðan shiraz ef það á að vera rautt. Varðandi sushi þá getur reynst erfitt að finna gott vín sem passar vegna ediks í hrísgrjónunum en þurr Riesling ætti að ráða við slíkt verkefni.
Ostar Rauðvín og ostar er klassísk blanda en í raun er hvítvín og ostar ekki síðra – allt miðast þetta við osttegundina. Mjúkir ostar passa oft betur með sætara hvítvíni, sérstaklega blámygluostar en léttara sýruríkt rauðvín steinliggur með föstu ostunum eins og primadonnu. Geitaostur passar best með hvítvíni, helst Sancerre. Portvín í sætari kantinum er líka góður kostur með þeim blámygluðu.
Eftirréttirnir Hér ráða sætvínin ríkjum, dökk sætvín með súkkulaðieftirréttum og ljós með ávaxttengdum eftirréttum. Ekki gleyma því samt að gott dökkt súkkulaði passar fullkomlega við kalifornískan Cabernet Sauvignon.
62
Bollaleggingar
matur
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Eldhúsáhöld
Oft er þörf en þetta er nauðsyn
F
átt finnst fólki sem hefur brennandi áhuga á matargerð skemmtilegra en dútla í búðum sem selja eldhúsáhöld. En eins og með svo margt annað fer nýja brumið af og þá standa sérstakir og duglegir áhugamenn um búsáhaldabúðir frammi fyrir fullum skúffum og hillum af ónotuðum dýrum áhöldum sem á sínum tíma virtust svo nauðsynleg. Vissulega getur matvinnsluvél gert kraftaverk á skömmum tíma en góðir taktar með langan og vold-
1. Pottur með loki
Nema að gengið sé út frá því að allir séu á hráfæði sem koma inn fyrir hússins dyr er pottur það nauðsynlegasta í húsinu. Ef það á bara að kaupa einn er um að gera að hafa hann sæmilega stóran, svo stóran að sjóða megi í honum spagettí. Þá er um að gera að láta seljandann ábyrgjast að eyru og handföng hitni ekki um of við suðu. Gott er líka að þessi sömu handföng séu ekki úr efni sem bráðnar ef þörf kallar á að honum sé skellt inn í ofn. Teflon pottar henta þeim sem eiga það til að brenna matinn við en elemineraðir pottjárnspottar fyrir þá sem vilja brenna hluti létt við og vilja leysa hálfbrennt gúmmelaðið upp með smá víndreitli og búa til góða sósu.
2. Hnífur
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Það er fátt jafn pirrandi og sljór hnífur en það er líka fátt betra en tuttugu og fimm sentimetrar plús eðal kokkahnífur sem brytjar allt í spað. Svo er bara að æfa sig á ódýru grænmeti og passa puttana. Þvert á það sem menn kynnu að halda eru meiri líkur á að menn skeri sig, að hnífurinn hlaupi til ef hann er bitlaus. Muna svo að stála hnífinn reglulega því þá þarf aldrei að fara með hann til skósmiðsins og láta brýna upp á nýtt.
Teikingar/Hari
Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is
ugan kokkahníf er oft einfaldari leið að settu marki; minna að vaska upp auk þess sem velþjálfuð hnífafimi er góð leið til þess að fá nokkur „Wúúú...“ og nokkur „Aaaa...“ ef eldað er fyrir einhvern sérstakan. Auðvitað er afstætt hvað telst nauðsynlegt í eldhúsið og hvað ekki en eftirfarandi fimm hlutir komast nokkuð nálægt því að teljast ómissandi í hvert eldhús; óháð stærð þess og notkun. Góð regla er að kaupa frekar fá gæðaverkfæri en mikið af ódýru hálfeinnota dóti. -hari
3. Panna
Regla númer eitt er að aldrei skal kaupa pönnu sem getur ekki farið inn í ofn. Ef handfangið er úr plasti bráðnar það sennilega. Svo er það áferðin. Það eru fjórar höfuðtýpur til að velja úr: Með húð á borð við Teflon, úr stáli, ryðfríu stáli og pottjárni. Húðuð panna er þægileg. Hún er þó nær alveg karakterslaus og erfitt er að ná góðri húð á steikina ef svo ber undir. Er eiginlega best til þess að steikja egg. Panna úr ryðfríu stáli verður aldrei til friðs. Maturinn festist við pönnuna en húðin sem hægt er að byggja upp á bæði venjulegu stáli og pottjárni festist ekki við þá ryðfríu. Byrjendur fá sér þá húðuðu, lengra komnir velja það sem ömmurnar völdu (en höfðu kannski ekki neitt val) sem er pottjárnspanna. Hún veitir þeim sem hugsar vel um gripinn ævilanga og góða þjónustu.
ur 16. nóv. k lý u in ð r o b ð la h r a ð brá Síðasta helgin! Villi
Jólastund r a n n lu r e P i s ú h a g in í veit
sember 17. nóvember - 30. de óviðjafnalega
hinu tíðlega kvöldstund á Eigðu einstaka og há tt strax sig að panta borðið þi ar rg bo ð Þa . ar nn rlu jólahlaðborði Pe u! jólahlaðborð á landin – enda eitt vinsælasta
4. Spaði
Spaði er nauðsynlegt og fjölhæft áhald. Til eru margar gerðir en sumar henta í mjög sérhæfð verkefni meðan önnur eru fjölhæfari. Þeir eru ýmist úr stáli, plasti, tré eða sílikoni. Fjölhæfastir eru þeir sem eru úr hitaþolnu sílikoni. Þá er hægt að nota sem spaða til að snúa því sem þarf að snúa. Þá er líka hægt að nota jafnt sem sleif eða sleikju. Sannkallað fjölnota tól.
at Vínsmökkun fyriMrekm ka Wines&Spirits.
ða Matargestir fá að brag
Skötuhlaðborð
Þorláksmessa
Nýársveisla
Nýárskvöld
eðalvín frá
essu, þá er boðið ir í Perlunni á Þorláksm rík g nin mm ste ök Sérst rða sig mettan af m sið. Auðvelt er að bo er upp á skötu að fornu skötuhlaðborði. glæsilega 14 fermetra fiskréttunum á hinu essu, þá er boðið ir í Perlunni á Þorláksm rík g nin mm ste ök Sérst rða sig mettan af m sið. Auðvelt er að bo nu for að tu skö á p up er skötuhlaðborði. glæsilega 14 fermetra fiskréttunum á hinu
Einsetin hlaðborð Gestir h 5. Pískur
Þetta er ekki fjölnota tól en er nauðsynlegt engu að síður. Það vill jú enginn fá kekki í uppstúfinn. Hvað þá að berneisinn skilji sig. Fá má písk úr stáli, plasti og tré og efnisvalið fer eftir því hvort teflonpotta og pönnur er að finna í kokkhúsinu. Þá er stálið ekki málið.
afa borð sitt allt kvö ið ldið
Veitingahúsið Perlan Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is Vefur: www.perlan.is
64
matur
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Rauðvín
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson
Þrjú góð rauðvín með pizzunni Pizza fer býsna nálægt því að teljast hinn fullkomni matur með rauðvíni. Auðvitað fer það eftir álegginu hvaða vín skal velja en í grunninn er pizzan hvítt brauð, fersk tómatsósa og fituríkur ostur. Ágætt er að nota það til viðmiðunar við val á víni. Ítalir eru eðli málsins samkvæmt bestir í „pizzavínum“ og hér eru þrjú slík sem klikka ekki.
Masseria
Villa Puccini
Banfi Chianti
del Fauno Sangiovese 2010
Vino Nobile di Montepulciano 2006
2009
Puglia, Ítalía
Ítalía
Toscana, Ítalía
12,5%
13,5%
12,5%
1.391 krónur
2.196 krónur
1.899 krónur
Létt og ávaxtaríkt vín sem hentar vel með margaritu og öðrum einföldum einföldum pizzum þar sem álegg er ekki yfir gnæfandi eða ráðandi. Tannínríkt en mikil sýra og ávöxtur vega þar á móti. Ódýr og góður kostur með hvers dagspizzunni.
Ferskt með berjakeimi en þó ekki of létt. Þó nokkuð tannín og góð sýra. Ekta fínt með kjötpizzum og pepperoni pizzum með miklum osti. Steinliggur á megaviku.
Ferskt, milt og ljúft með eilítið krydduðum jarðartónum og berjum, fágað. Best með einfaldari pizzum eins og til dæmis með ferskri tómatsósu, fitulitlum ferskum mozarella og basil.
uð rbra
Sus
t nsk
Ítals
Smu
kt
íkós Mex
Spæ
hi
þetta hérað mikið kúasvæði. Frábær til að bræða á lúxusborgara en er samt bestur með perubita og sterku bragðmiklu hunangi eins og skógarhunangi. Eins draga tómatar fram bragðið af Taleggio.
kt
rtur
ðte
Brau
Pantaðu veisluna þína á
www.noatun.is Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is
ens
turl
Aus
kt
O
stur er ekki bara ostur á ítalíu. Þeir eru líkari trúarbrögðum en matvælaframleiðslu. Þar heita ostarnir nöfnum eins og Mozzarella di Bufala Campana, Ricotta moliterna og Grana Padano svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa sjálfsagt aldrei heyrt talað um Skólaost frá Mjólkursamsölunni. Strangar reglur gilda líka um ostana og það má ekki hver sem er byrja að framleiða þá. Þú verður að vera í rétta héraðinu að gera réttu hlutina með réttu dýrunum á rétta fæðinu. Hágæða Parmigiano Reggiano verður til dæmis ekki seldur fyrr en Consorzio-inn er búinn að koma í heimsókn. Það er að segja gamall karl, útlærður parmesanfræðingur til minnst 14 ára. Hann gengur á milli ostanna vopnaður hamri og einstaklega næmum eyrum sem hann notar til þess beinlínis að hlusta eftir gæðunum. Búrið er ostaverslun í Nóatúni og þar er hvorki komið að tómum kofanum hvað varðar hvers kyns osta né fróðleik um þá. Eirný Sigurðardóttir, Rjómabættur rauðkíttsostur frá Lombardí, eigandi búðarinnar, brást vel við beiðni um að fjalla um nokkra góða. sama héraði og Gorgonzola. Enda er
5. Taleggio
Tækifærisveislur Gala
Ítalskir ostar
1. Gorgonzola
2. Pecorino
3. Provolone
Gráðostur, nefndur eftir samnefndum bæ í Lombardí á Norður-Ítalíu þar sem hann hefur verið framleiddur frá því í kringum 1700. Oft kallaður þreytti osturinn, því í gamla daga var hann lagaður þegar kýrnar komu þreyttar niður úr fjöllunum á haustin. Osturinn er upprunavottaður, sem þýðir að það má einungis framleiða ekta Gorgonzola-ost á þessum stað, en vegna eftirspurnar á heimsvísu fær eitt nágran nahérað líka að búa hann til. Ekta fínn einn og sér. Dásam legur bræddur út á nautasteik. Smá stykki brætt út í pela af rjóma, salt og pipar og prestó! Eðal pastasósa.
Samheiti yfir ítalska kind aosta, en hvert hérað á Ítalíu framleiðir sinn eigin pecorino. Þekktastur af þeim er Pecorino Romano sem þýðir náttúrlega að hann sé frá Róm. Þeir koma í mismunandi þroskastigum. Il Stagianato þýðir að hann er að minnsta kosti 12 mánaða. Pecorino fr esca þýðir hins vegar að þar er ungur ostur á ferð. Ómissandi sem kikk í spagettí Carbonara.
Upprunalega frá Puglia á Ítalíu og sá besti er enn þaðan þótt hann sé nú framleid dur í öðrum héruðum líka. Klassískur hnoðaður ostur með þurra teygjanlega áferð. Hentar sérstaklega vel til matargerðar og bræðslu. Þegar hann er bræddur teygjast ostataumarnir út í hið óendanlega. Hentar líka vel sem antipasti fyrir mat. Bragðið af honum er með jafn mikilli sætu og seltu líkt og parmesan en hann er mun mýkri.
4. Parmiggiano Reggiano Er það sem í daglegu tali kal last parmesan. Er af mörgum óbreyttum ostaáhugaman ninum sá ítalskasti þótt Grana Padano, sem er elsti harði osturinn á ítalíu, sé hjá þeim sem þekkja til enn ítalskari. Parmiggiano kom fram um miðja 15. öld og er, eins og nafnið gefur til, frá Parma- og Reggia-héruðunum. Nú vegna heimseftirspurnar má handfylli annarra héraða framleiða líka. Þetta er kúaostur búinn til úr mjólk frá kúm af ákveðnum stofnum sem eingöngu hafa verið fóðraðar á fersku grasi. Má ekki koma á markað fyrr en hann er 18 mánaða gamall.
66
barnaföt
Helgin 11.-13. nóvember 2011 Kynning
Íris Björk Ásgeirsdóttir, deildarstjóri barnadeildar Kringlu og Eva Þórarinsdóttir, stílisti barnadeildar.
Jólastelpur og jólastrákar í Zöru Föt fyrir börn frá 3 mánaða og uppúr
T
ískuvöruverslunin Zara er þekkt um heim allan fyrir að fylgjast vel með nýjustu straumunum í tískubransanum. Verslunarkeðjan er alþjóðleg og rekur verslanir fjölmörgum löndum. Viðskiptavinir Zöru hafa mikil áhrif á það hvað er hannað og framleitt með viðskiptum sínum. Framleiðsluferlið gengur hratt fyrir sig og tekur mið af því sem er vinsælast frá degi til dags. Zara tekur mið af hátískunni og lagar að markaðnum. Í Zöru eru börn og unglingar ekki undanskilin og sá fatnaður tekur einnig mið af tískunni. Þar má sjá áhrif frá því nýjasta í dömu- og herratískunni bæði hvað varðar liti, efni og snið. Barnadeild Zöru þjónar aldurshópnum frá 3 mánaða til 14 ára og þar má finna vandaðan og fallegan fatnað fyrir bæði stelpur og stráka. Nú styttist í jólin og úr ýmsu er að velja.
Jólastelpur
Áberandi í jólalínunni í ár eru klassískir kjólar, ermar og glamúrleggings. Grunnlitirnir í línunni eru rauður, svartur, grár og blár sem má svo skreyta með glimmer, silfri og gulli. Notagildi kjólanna er mikið; þá má nota bæði hversdags og spari. Hægt er að klæða þá bæði upp og niður með ýmsum skemmtilegum fylgihlutum. Til að heildarútkoman verði bæði frumleg og flott eigum við litríka klúta, skrautleg belti og ,,trendy“ hatta sem hæfa kjólunum vel. Yfir jólakjólinn má velja allskyns
yfirhafnir. Sparilegar ullarkápur, prjónakápur eða síðar vattfóðraðar úlpur sem henta vel á köldum vetrardögum. Yfirhafnirnar eru í hlutlausum litum eins og gráu, svörtu og brúnu og því takmarkast notagildi þeirra ekki aðeins við jólin. Skórnir í Zöru eru vandaðir t ískuskór og úrvalið er mikið. Fyrir f lottar stelpur er hægt er að fá allt frá sparilegum glitrandi ballerínuskóm upp í vönduð loðfóðruð leðurstígvél. Það ætti því ekki að vera erfitt að finna skó sem eiga vel við jólakjólinn í ár.
Jólastrákar
Í jólatískunni hjá strákunum eru köflóttar skyrtur, gollur og niðurþröngar buxur ráð andi. Buxurnar eru ýmist úr flaueli, gallaefni eða kakiefni. Yfir skyrturnar eru notaðir töffaralegir leðurjakkar, þykkar hnepptar prjónapeysur eða úlpur með loðhettu. Jólafötin í ár ætti að vera hægt að nota allt árið um kring með því að breyta samsetningunni hverju sinni. Það getur verið flott að bæta við
fylgihlutum eins og sixpensurum, klútum, eða treflum og gera þannig heildarútlitið skemmtilegra. Fjölbreytt úrval er af strákaskóm í Zöru. Skórnir eru þægilegir og hlýir og henta íslenskum aðstæðum vel. Auðvelt er fyrir börnin að klæða sig sjálf í skóna því allir eru þeir renndir á hliðinni eða eftirgefanlegir. Strigaskór, lág ökklastígvél og há eða gróf strákastígvél fara vel við jólafötin. Zara leggur mikið upp úr því að þjónustan sé fagleg og góð. Starfsmenn er u sérst aklega þjálfaðir og klæðast einkennisklæðnaði frá búðinni til að auðvelda viðskiptavininum að bera kennsl á þá. Hjá starfsfólki Zöru getur þú gengið að því vísu að fá góð ráð um allt sem snýr að því nýjasta í tískunni. Ungir viðskiptavinir Zöru vita oft vel sjálfir hvað þeir vilja og fylgjast vel með tískunni. Okkur hjá Zöru finnst sérstaklega gaman að sinna þeim og þeir hjálpa okkur að gera sífellt betur.
barnaföt 67
Helgin 11.-13. nóvember 2011 Kynning
Mömmusetur í Hafnarfirði Fræðslusetur, kaffihús og verslun fyrir mömmur
N
ýlega opnaði Mömmusetur að Strandgötu 32, gegnt Firðinum verslunarmiðstöð. Eigandinn, Hafdís Sverrisdóttir segir húsið sögufrægt en þar hafi verið ýmiss starfsemi, Alþýðubrauðgerðin á síðustu öld, sauna og ljósmyndastúdíó, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi Mömmuseturs snýst um vellíðan og að skapa umframorku í daglegu lífi og er einkum reynt að höfða til nýbakaðra mæðra og þungaðra kvenna. „Ýmislegt er í boði svo sem jóga, ungbarnaleikfimi og krakkadans. Við erum með BuggyFit en það er útileikfimi fyrir foreldra með barnavagna eða kerru.“ Aðspurð hvort að Mömmusetur sé eingöngu fyrir mömmur segir Hafdís að allar ömmur séu mömmur og auðvitað velkomnar: „Hingað koma mörg pör bæði með krílin á námskeið og á kaffihúsið. En Mömmusetur er fyrir alla þótt svo að áherslan í starfinu sé á mæður og ungbörn. Hafdís er iðjuþjálfi og vinnuvistfræðingur og stýrir miklu af fræðslunni sjálf en hún hefur sérhæft sig á sviði hreyfiþroska ungbarna. Hún hannaði einnig á námstíma sínum í iðjuþjálfun skriðbuxur fyrir börn, en hún segir nútíma gólfefni gera börnunum erfitt fyrir að ná tökum á skriði sem er undirstöðuatriði samhæfingar hreyfinga að læra að skríða. Buxurnar selur hún í einu horni rýmisins en þar hefur hún komið upp verslunarhorni. Að degi til er Mömmusetur með opið kaffihús og verslun frá klukkan 11 til 15, þá má koma við, fá sér gott kaffi og hressingu, lesa blað eða bara njóta þess að vera í fallegu umhverfi. Svo eru námskeiðin ýmist á morgnana eða kvöldin. Þessa dagana er STIMULASTIK sem er mjög vinsælt en það er ungbarnaleikfimi frá 4 vikna aldri. Aldursskipt-
tíma lífs síns. Oft er erfitt að finna tíma fyrir sjálfan sig í amstri dagsins, tala nú ekki um þær mömmur sem eru með nýfædd börn sem eiga eldri systkini. Það getur verið ofsalega gott að koma og hlaða batteríin hér í Mömmusetri og flestar finna eitthvað við sitt hæfi.“ Dagskráin í Mömmusetri er fjölbreytt en fyrir jólin er ætlunin að gangast fyrir piparkökubakstri fyrir börnin, námskeiði í jólakortagerð en þá verður sérstakt vöruúrval í verslunarhorninu og auðvitað heitt súkkulaði og jólaglögg á könnunni.
Hafdís Sverrisdóttir eigandi Mömmuseturs
um hópum er leiðbeint áfram í æfingum sem örva snerti- og jafnvægisskyn, styrkja höfuð og hnakka og auðvitað er þetta gert á skemmtilega hátt sem börnunum líkar vel við. Í samstarfi við Hafdísi eru ýmsir fagaðilar sem eru með fræðslu, námskeið og bjóða upp á sína þjónustu til dæmis sjúkraþjálfari, svefnráðgjafi, brjóstagjafaráðgjafi, hómópati, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. En Mömmusetur miðlar upplýsingum og má finna ýmsa bæklinga og fróðleik á upplýsingavegg við inngang. „Við viljum styðja konur til þess að finna aukna vellíðan í daglegu lífi. Það er svo margt í boði sem fólk veit ekki um en vill kannski nýta sér. Það er mikilvægt að láta sér líða vel bæði á meðgöngu og öðrum
GÓÐ
VERÐ MIKIÐ ÚRVAL MARGIR LITIR
-10%
AFSL. www.tk.is
ERUM EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955 Opið virka daga 12:00 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00
Prjónapeysur og vesti frá 2990 Hárskraut frá 490 Bolir frá 990 Buxur frá 1990 Skyrtur frá 2490 Jólakjólar frá 2690
Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is
Fallegur jólafatnaður
Kringlan - Sm‡ralind facebook.com/nameiticeland
68
heilabrot
Helgin 11.-13. nĂłvember 2011
Spurningakeppni fĂłlksins
ďƒ¨
Sudoku
3 7
1. HvaĂ° heitir flutningaskipiĂ° sem var bjargaĂ° frĂĄ
1 7 2 5 9
Þvà að stranda å dÜgunum? 2. Um hvaða Þjóðarleiðtoga rÌddu Þeir Sarkozy og Obama óvarlega à åheyrn frÊttamanna? 3. Hver er markaðsmaður årsins 2011?
BryndĂs Ă?sfold HlÜðversdĂłttir
stjĂłrnartaumana hjĂĄ Manchester United?
uppistandari Ă MiĂ°-Ă?slandi.
5. Hver er Mariah Yeater?
framkvĂŚmdastjĂłri hjĂĄ JĂĄ-Ă?sland.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.
6. HvaĂ° er Ilich Ramirez Sanchez oftast kallaĂ°ur?
1. Man ĂžaĂ° ekki.
7. Hvar svarar Ă sĂma 1777?
2. Benjamin Netanyahu.
8. Hvað heitir nýkrýnd ungfrú heimur?
3. Veit ĂžaĂ° ekki.
9. HvaĂ° ĂĄ nĂŚsta James Bond mynd aĂ° heita?
4. 25 ĂĄr.
10. HvaĂ°a Ăžekkti tĂłnlistarmaĂ°ur ĂĄ hĂşs Ă gamla
5. Barnsmóðir Justins Bieber?
ďƒź
ďƒź
ďƒź
ďƒź
ďƒź
ďƒź
ďƒź
miĂ°bĂŚ HĂłlmavĂkur?
ďƒ¨
ďƒź
12. HvaĂ° kallast nautakjĂśt meĂ° smjĂśrdeigi utan um?
8. ĂžaĂ° veit ĂŠg ekki og vil ekki vita.
13. Hver var aĂ°alhershĂśfĂ°ingi Englendinga Ă orr-
9. Skyfall.
ďƒź
11. Wellington.
ďƒź
ml af Sprite, 60 ml af Eplasnafs, 4 Ăsmolum, 60
12. Veit ĂžaĂ° ekki.
ml af vodka og 60 ml af kirsuberjasafa?
13. Wellington.
ĂĄ veiĂ°um, jafnvel orĂ°inn sjĂĄlfur brĂĄĂ°â€œ, og meĂ°
ďƒź ďƒź 15. Bubbi Kona. ďƒź
7 rĂŠtt.
hverjum er ĂžaĂ°?
10 rĂŠtt.
JĂłhann AlfreĂ° skorar ĂĄ Atla Frey SteinÞórsson, Ăžul hjĂĄ RĂkissĂştvarpinu.
SvÜr: 1. Alma, 2. Benjamin Netanyahu, 3.Jón à sbergsson hjå �slandsstofu, 4. 25 år, 5. Meint barnsmóðir Justin Bieber, 6. Sjakalinn Carlos, 7. Hjå upplýsingaÞjónustu Vegagerðarinnar, 8. Ivian Sarcos frå Venesúela, 9. Skyfall, 10. Gunnar Þórðarson, 11. Wellington, 12. Beef Wellington 13. Wellington låvarður, 14. Wellington, 15. Kona með Bubba Morthens.
ďƒ¨
9
6.'3".
)-+š'Š3*
)3:44"
45+Âť3/ -&:4*
."4"3
4ÂŤ-."#Âť,
57&*3 &*/4
.Š-* &*/*/(
7&*556 &'5*3'½3
'3"."(04* ,7, /"'/ &3'*š"
#Âť5
5Š,*
)7"š
)ÂŤ4
,Ă (6/
,"--03š
#-"š -"6,63
Âś 7"'"
,3"44
,3ÂŤ
Â?ÂŤ5563
4,*-
Âť4,"
-Š5*
)*34-"
.&*3" &/
4".5½,
53:-- */(63
4+Ă , %Âť.63
.ÂŤ-)&-5*
.ÂŤ5563
Â?+Âť5"
4,&-%Ă…3
,7"š
,*/%
½-%6 ("/(63
)+½3
4,:-%*
.&3(š
'3". ,0."
#"3/*/( 63
4-Š(š )3&:4* 4,œ563 %à ,63
%7&-+" (035"3
7Âś/
7&*š"3 'Š3*
45Š3š '3Šš*5,/
/ %Å3" )-+š
,7&/'-Âś,"
TilboĂ°
3ÂŤ'
4,&44"
�"/("š 5*-
'3ÂŤ
5"-"
%6/%"
ÂŤ4Ă…/%
Ă BYRGĂ?
7&(( 41+"-%
4644
Âť-"(
ÂŤ3.://*
5Ă /
'6(4,&35" 4Å/" &--*(-½1 (0š
1ÂŤ1*
.ÂŤ-.63
œ�355" '²-"(
&:š* -&((+"
5/ -*45"3 ."š63
(&š '+½-%*// "--63
(6š
-".1*
5
Ă RA
%&:+"
03(
3&*š."š63
SparaĂ°u 50.000.-
Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is
&3
'&*,/
199.990,-
%Å3" )-+š
7Âś."
40� Sony gÌði å góðu verði
.&(*/
4-65œš*3
:'*3 4+Âť/*3
Sony Center býður 5 åra åbyrgð å sjónvÜrpum ån aukakostnaðar
6 4 1 9 8
ATH Nýr vefur með krossgåtulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.
MYND: HASSAN ABDULWAHAB (CC BY-SA 2.0)
ĂžETTA ER NĂ?TT
2
5
krossgĂĄtan
)-œš
SVAR: AĂženubĂşar vottuĂ°u mĂśnnum virĂ°ingu sĂna meĂ° ĂžvĂ aĂ° kasta yfirhĂśfnum sĂnum yfir Þå. Eftir rĂŚĂ°u Ă leikhĂşsi borgarinnar slĂł hann svo Ă gegn aĂ° hann var Ăžakin flĂkum og kafnaĂ°i.
6 8 3 5 4 3 9 7 2
6
,-&'*
Spurning: AÞenubúinn Drakó var uppi å sjÜundu Üld. Hann er einn kunnasti lÜgspekingur sÜgunnar Þótt nafn hans sÊ à dag einkum tengt við ósveigjanleika og harða dóma. Drakó dó með mjÜg sviplegum hÌtti. Hvernig gerðist Það?
Sudoku fyrir lengr a komna
7 3 1
14. Wellington.
15. Hvaða lag hefst å orðunum: „Kannski er Êg enn
9
2 8 1 8
ďƒź
10. ĂžaĂ° veit ĂŠg ekki.
14. HvaĂ° heitir drykkurinn sem sem er gerĂ°ur Ăşr 60
9 7 3 1
5
ďƒź
7. Upplýsingar um fÌrð å vegum? R
ustunni um Waterloo 1815?
6 5
4
11. Hvað heitir hÜfuðborg Nýja Sjålands?
8 1 5
6
ďƒź
ďƒź
6. Sjakalinn.
3
1
4. Hversu lengi hefur Sir Alex Ferguson haldiĂ° um
Askja eða eitthvað svoleiðis. Benjamin Netanyahu. Jón à sbergsson. 25 år. Hugsanleg barnsmóðir Justins Bieber. Sjakalinn. Þjónustuver Vodafone? Man Það ekki en hún er frå Venesúela eins og ÞÌr allar. 9. Er ekki með Það. 10. Rúnar Þór? 11. Wellington. 12. Beef Wellijngton. 13. Nelson? 14. Ég hef ekki enn haft efni å að drekka kokteila. Cosmopolitan? 15. Þekki Þetta ekki.
9
3 2 6
Spurningar
JĂłhann AlfreĂ° Kristinsson,
5
"6š63
%3&*'5
3Âť-
N I Ð O B L I T R A N
U N P O
M A R F Á A D L A H
! A N I G L E H UM
KOMDU Á OPNUN A RHÁTÍÐ OPIÐ M ÁN
0 kr 0 0 . 0 3 LÁTTUR AFS
ASPIRE 5750G 2314 · 15,6” LED CineCrystal skjár · 2.1GHz Intel Dual Core i3 · Hljóðlátur 500GB diskur · Aðeins 2.6 kg
89.990
LAUGA .-FÖS 9SUNNURDAG 11- 18 16 DAG 13-17
VERÐ ÁÐUR:
119.990
24”
U ALVÖJRALEIK SI KAS
LED
COOLER
E2440VA
MASTER
· Stílhreinn 24” LED skjár · 20.000.000:1 - frábær skerpa · VGA /DVI og hátalarar · Full HD upplausn (1920x1080)
RC-922M-KKN1 · Alvöru leikjakassi f. kröfuharða · Hannað f. hámarks loftflæði · Byggður fyrir vökvakælingu · Allt að 7 viftur
26.990
14.990
VERÐ ÁÐUR:
29.990
VERÐ ÁÐUR:
21.990
R FRÁBÆP! KAU
0 kr 30.S0LÁ0TTUR AF
ASPIRE 5750G 2414 · Intel Core i5 Turbo · 15,6” LED CineCrystal · 1GB Geoforce GT540M skjákort · 640GB hljóðlátur harðdiskur
V6 PERFORM · Flottur og stílhreinn turnkassi · 3.1 GHz Intel Core i3 · 8GB 1333MHz Corsair minni · ASUS GeForce GT520 skjákort
109.990
99.990
VERÐ ÁÐUR:
139.990
VERÐ ÁÐUR:
119.990
SUÐURLANDSBRAUT 26
2 HÆÐ
F L U T T I R Ú R N Ó AT Ú N I 1 7
sjónvarp
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Föstudagur 11. nóvember
Föstudagur RUV
22.50 Wallander – Draugurinn Kurt Wallander rannsóknarlögreglumaður í Ystad á Skáni glímir við erfitt sakamál. Leikstjóri er Mikael Marcimain
22:05 Scream Awards 2011 Þar sem veittar eru viðurkenningar fyrir bestu frammistöðuna í hrollvekjum, fantasíu- og framtíðarmyndum.
Laugardagur
19.40 Dans dans dans Fjölbreytt danskeppni í beinni útsendingu. Kynnir er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og dómarar Katrín Hall, Karen Björk Björgvinsdóttir og Gunnar Helgason.
20:00 Alice In Wonderland Ævintýramynd úr smiðju Tims Burtons með Johnny Depp fremstum í flokki.
Sunnudagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4 19:55 Sjálfstætt fólk Jón Ársæll heldur áfram mannlífsrannsóknum sínum, tekur hús á áhugaverðu fólki og kynnist því eins og honum einum er lagið.
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
21:50 Dexter Sjötta þáttaröðin um dagfarsprúða morðingjann Dexter Morgan sem drepur bara þá sem eiga það skilið.
16.00 Leiðarljós e 16.40 Leiðarljós e 17.25 Otrabörnin (32:41) 17.50 Galdrakrakkar (44:47). 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Með okkar augum (2:6) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Dans dans dans - Keppendur kynntir 20.25 Útsvar Fljótsdalsh. - Garðab. 21.35 Gildran 22.50 Wallander – Draugurinn Kurt Wallander rannsóknarlögreglumaður í Ystad á Skáni glímir við erfitt sakamál. Leikstjóri er Mikael Marcimain og meðal leikenda eru Krister Henriksson, Lena Endre og Sverrir Guðnason Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Sænsk sakamálamynd frá 2009. 00.25 Snilligáfa BB. e. 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví (9:14) e 08:00 Dr. Phil e 08:45 Rachael Ray e 09:30 Pepsi MAX tónlist 12:00 Game Tíví (9:14) e 12:30 Pepsi MAX tónlist 14:05 Ungfrú Heimur 2011 e 16:05 Being Erica (12:12) e 16:50 Rachael Ray 17:35 Dr. Phil 18:20 Parenthood (12:22) e 19:10 America's Funniest... - OPIÐ e 19:35 America's Funniest ... OPIÐ e 20:00 Will & Grace - OPIÐ (15:22) e 20:25 According to Jim (13:18) 20:50 Mr. Sunshine - LOKAÞÁTTUR 21:15 HA? (8:31) 22:05 Scream Awards 2011 00:05 Hæ Gosi (7:8) e 00:35 30 Rock (11:23) e 02:00 Smash Cuts (47:52) 02:20 Judging Amy (23:23) e 03:05 Jimmy Kimmel e 5 6 03:50 Jimmy Kimmel e 04:35 Pepsi MAX tónlist
STÖÐ 2
Laugardagur 12. nóvember RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Sæfarar 08:15 Oprah 08.29 Otrabörnin (33:41) 08:55 Í fínu formi 08.54 Múmínálfarnir (27:39) 09:10 Bold and the Beautiful 09.06 Spurt og sprellað (2:26) 09:30 Doctors (12/175) 09.13 Engilbert ræður (35:78) 10:15 Ramsay’s Kitchen Nightmares 09.21 Teiknum dýrin (6:52) 11:05 The Amazing Race (12/12) 09.26 Lóa (38:52) 11:50 Fairly Legal (4/10) 09.41 Skrekkur íkorni (17:26)l) 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 10.05 Grettir (8:52) 13:00 Ljósvakavíkingar - Stöð 2 (2/5) 10.14 Geimverurnar (4:52) 13:30 102 Dalmatians fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10.20 Hljómskálinn (3:5) e. 15:05 Sorry I’ve Got No Head 10.50 360 gráður (6:20) e. 15:35 Barnatími Stöðvar 2 11.15 Hófsöm rjúpnaveiði e. 17:05 Bold and the Beautiful 11.30 Leiðarljós e. 17:30 Nágrannar 12.15 Leiðarljós e. 17:55 The Simpsons (21/21) 4 5 13.00 Kastljós e. 18:23 Veður 13.35 Kiljan e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 14.30 Þjórsárdalur e. 18:47 Íþróttir 15.00 Ingimar Eydal e. 18:54 Ísland í dag 16.00 Útsvar e. 19:11 Veður 17.05 Ástin grípur unglinginn 19:20 Týnda kynslóðin (13/40) 17.50 Táknmálsfréttir 19:50 Spurningabomban (7/9) 17.58 Bombubyrgið (7:26) e. 20:45 The X Factor (13 & 14/26) 18.25 Úrval úr Kastljósi 23:00 Max Payne 18.54 Lottó 00:45 Inventing the Abbotts 19.00 Fréttir 02:30 Old School 19.30 Veðurfréttir 04:00 Funny Money Gamanmynd 19.40 Dans dans dans með Chevy Chase í hlutverki 20.50 Rödd arnarins endurskoðanda sem tekur 22.20 Játningar leigumorðingja BB skjalatösku annars manns í 00.15 Einfarinn e. misgripum og kemst að því að 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok í henni eru 5 milljónir dollara.
STÖÐ 2
Sunnudagur RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Brunabílarnir kisukló / Teitur / Herramenn / 07:25 Strumparnir Skellibær / Töfrahnötturinn / Disney07:50 Latibær stundin / Finnbogi og Felix / Sígildar 08:00 Algjör Sveppi teiknimyndir / Gló magnaða 09:55 Grallararnir 09.52 Enyo (7:26) 10:20 Bardagauppgjörið 10.15 Dans dans dans e. 10:45 iCarly (39/45) 11.20 Landinn e. 11:10 Glee (3/22) 11.50 Djöflaeyjan (8:27) e. 12:00 Bold and the Beautifulallt fyrir áskrifendur 12.30 Silfur Egils 13:40 The X Factor (13 & 14/26) 13.55 Maður og jörð – Frumskógar e. 16:00 Friends (3/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.45 Maður og jörð - Á tökustað e. 16:25 Sjálfstætt fólk (7/38) 15.00 Björgun og barátta e. 17:05 ET Weekend 15.30 FH -Akureyri, karlar Beint 17:55 Sjáðu 17.20 Táknmálsfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.30 Pálína (32:54) 18:49 Íþróttir 4 5 6 17.35 Veröld dýranna (37:52) 18:56 Lottó 17.41 Hrúturinn Hreinn (32:40) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 17.48 Skúli Skelfir (49:52) 19:29 Veður 18.00 Stundin okkar 19:35 Spaugstofan 18.25 Hljómskálinn (3:5) e. 20:00 Alice In Wonderland 19.00 Fréttir 21:50 Lakeview Terrace Samuel L. 19.30 Veðurfréttir Jackson fer á kostum í þessari 19.40 Landinn spennumynd um harðsvíraðan 20.10 Downton Abbey og fordómafullan lögreglumann 21.20 Snúið líf Elvu sem gerir allt til að bola í burtu 22.20 Sunnudagsbíó - Ár hundsins úr hverfi sínu ungum hjónum 23.55 Silfur Egils e. sem eru af tveimur kynþáttum. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23:40 The Quick and the Dead Hörkuspennandi vestri með Sharon Stone, Gene Hackman og Russel Crowe í aðalhlutverkum. 01:25 Eagle Eye 03:20 Dumb and Dumber 05:10 Friends (3/24) 05:35 Fréttir
16:00 Paul Blart: Mall Copfréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárGolf 18:00 Algjör Sveppi og leitin að Villa 06:00 ESPN America 4 20:00 Boys Are Back, The 08:00 World Golf Championship 2011 5 6 22:00 The Contract 12:00 Golfing World 00:00 Hudsucker Proxy 12:50 Ryder Cup Official Film 1997 4 5 02:00 Zodiac 15:05 World Golf Championship 2011 04:00 The Contract 18:35 US Open 2011 (2:4) 06:00 Lethal Weapon 2 00:00 ESPN America
16:00 Ferris Bueller’s Day fréttir, Off fræðsla, sport og skemmtun SkjárGolf 18:00 Dr. Dolittle 4 5 6 06:00 ESPN America 20:00 Lethal Weapon 2 07:10 Golfing World 22:00 Fletch Lives 08:00 Ryder Cup 2010 (2:4) 00:00 Armageddon 4 5 18:50 US Open 2011 (3:4) 02:256Mechanik, The 00:15 ESPN America 04:00 Fletch Lives 06:00 The Three Musketeers
112984
Kreistu pokann og finndu þína blöndu
SLOW ROAST
www.teogkaffi.is
veljum íslenskt
gæðakaffi frá 1984
•
SÍA
•
PAKKINN & VENTILLINN
100%ARABICA
6
16:00 A Cool, Dry Place fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 518:00 Night at the Museum 6 20:00 The Three Musketeers 22:00 Bjarnfreðarson 00:00 The Moguls 4 02:006 The Kovak Box 04:00 Bjarnfreðarson 06:00 A Dog Year
Sælkerablöndur
Einstreymisventillinn, sem er framan á pakkanum, gerir okkur mögulegt að pakka kaffinu strax eftir ristun. Kaffið heldur þannig bragðgæðum, ilm og ferskleika betur og lengur en kaffi sem pakkað er á hefðbundinn hátt.
6
SkjárEinn
10:45 Rachael Ray e 12:50 Dr. Phil e Hann er alsæll með skiptin en 14:15 Being Erica (12:12) e konan hans tekur þessum mis15:00 Kitchen Nightmares (6:13) e SkjárEinn gripum ekki jafn fagnandi. 15:50 Tobba (8:12) e 06:00 Pepsi MAX tónlist 05:35 Fréttir og Ísland í dag 16:20 Nýtt útlit (9:12) e 11:55 Rachael Ray e 16:50 HA? (8:31) e 13:15 Dr. Phil e 17:40 Outsourced (9:22) e 15:25 Friday Night Lights (12:13) e 08:15 Australian Open 18:05 According to Jim (13:18) e 16:15 Top Gear USA (6:10) e 12:15 Fréttaþáttur Meistaradeildar 14:50 Australian Open 17:05 Game Tíví (9:14) e 12:45 Formúla 1 2011 - Tímataka Beint 18:30 Mr. Sunshine (13:13) e 17:50 Danmörk - Svíþjóð Beint 18:55 The Office (4:27) e 17:35 Ungfrú Heimur 2011 e 14:20 Rey Cup mótið 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 19:20 30 Rock (11:23) e 19:35 Mad Love (1:13) e 15:15 Danmörk - Svíþjóð 20:30 F1: Föstudagur 19:45 America's Funniest ... (29:50) e 20:00 Got To Dance (13:21) 17:10 England-Spánn Beint 21:00 Australian Open 21:00 The Good Guy 20:10 Top Gear USA (7:10) 19:20 Kiel - Lemgo 00:00 EAS þrekmótaröðin allt fyrir áskrifendur 22:30 Dead Man Walking e 21:00 L&: Special Victims Unit (9:24) 20:50 Australian Open 00:30 F1: Föstudagur allt fyrir áskrifendur 00:35 HA? (8:31) e 21:50 Dexter (3:12) 01:00 Australian Open fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:00 Australian Open 01:25 Smash Cuts (48:52) 22:40 Hæ Gosi (7:8) e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:45 Scream Awards 2011 e 23:10 House (10:23) e 03:45 Jimmy Kimmel e 00:00 Nurse Jackie (6:12) e 04:30 Jimmy Kimmel e 00:30 United States of Tara (6:12) e 14:00 Season Highlights 2000/2001 15:30 Sunnudagsmessan 05:15 Got To Dance (13:21) e 01:00 Top Gear USA (7:10) e 14:55 Premier League World 16:50 Man. Utd. - Sunderland 4 5 05:25 Pepsi MAX tónlist 15:25 Premier League Review 2011/12 01:50 Pepsi MAX tónlist 18:40 Liverpool - Swansea 4 5 6 16:20 Man. City - Swansea 20:30 Football League Show allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 18:10 Arsenal - Liverpool 21:00 Tottenham - Southampton, 1999 20:00 Pep Guardiola 21:30 Premier League World 08:00 The Women 08:00 Sleepless in Seattle 08:00 Yes Man fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:25 Man. Utd. - Tottenham 22:00 Newcastle - Man. United, 1996 10:00 Ferris Bueller’s Day Off 10:00 Paul Blart: Mall Cop 10:00 A Cool, Dry Place allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 22:15 Sunderland - Stoke 22:30 Blackburn - Chelsea 12:00 Dr. Dolittle: Million Dollar Mutts 12:00 Algjör Sveppi og leitin að Villa 12:00 Night at the Museum 00:05 Season Highlights 2001/2002 14:00 The Women 14:00 Sleepless in Seattle 14:00 Yes Man
PIPAR\TBWA
70
KOMNAR Í VERSLANIR
sjónvarp 71
Helgin 11.-13. nóvember 2011
13. nóvember
Í sjónvarpinu Tvídr angar
STÖÐ 2 07:00 Svampur Sveinsson 07:20 Dóra könnuður 07:40 Stubbarnir 08:00 Algjör Sveppi 09:05 Daffi önd og félagar 09:30 Histeria! 09:55 Race to Witch Mountain 11:35 Tricky TV (13/23) 12:00 Spaugstofan allt fyrir áskrifendur 12:30 Nágrannar 14:15 American Dad (18/20) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:40 The Cleveland Show (2/21) 15:05 Neighbours from Hell (2/10) 15:30 Týnda kynslóðin (13/40) 16:05 Spurningabomban (7/9) 16:55 Heimsendir (5/9) 4 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:20 Ljósvakavíkingar - Stöð 2 (3/5) 19:55 Sjálfstætt fólk (8/38) 20:35 Heimsendir (6/9) 21:15 The Killing (8/13) 22:05 Mad Men (3/13) 22:55 60 mínútur 23:40 Daily Show: Global Edition 00:10 Covert Affairs (5/11) 00:55 Frost/Nixon 02:55 Ask the Dust 04:50 The Naked Gun
08:30 Australian Open 12:30 F1: Abu Dhabi Beint 15:00 F1: Við endamarkið 15:30 Kiel - Lemgo 17:00 Danmörk - Svíþjóð 18:45 England - Spánn 20:30 Australian Open
Súr og sæt endurkynni Ég var á flakki um Vod-ið í afruglaranum mínum um daginn og á milli misleiðinlegra raunveruleikaþátta leyndist gamall gullmoli sem mér þótti vert að kíkja á: Tvídrangar leikstjórans David Linch. Ég var óharðnaður unglingur þegar þættirnir voru frumsýndir fyrir tuttugu og einu ári og því þótti mér spennandi að skoða þættina og athuga hvernig þeir hafa elst. Tvídrangar vöktu mikla athygli á Fróni á sínum tíma og örlög Lauru Palmer voru á allra vörum. Það sem reyndist einkar skemmtileg hvað mig varðar er að ég man ekki fyrir mitt litla líf hver morðinginn er. Man þó að þættirnir verða sýrðari og sýrðari eftir því sem á líður og draumar og veruleiki blandast saman. Þetta eru ekki þessir venjulegu amerísku formúluþættir heldur ein fyrsta alvöru tilraunin 5
til að gera bíógera sjónvarp. Ekki einu sinni fötin eru hallærisleg því klassísk jakkaföt og köflótt amerísk sveitatíska hefur nánast ekkert breyst. Það eru helst bindin sem koma upp um áratuginn en ég er nokkuð viss um að ef einhver á svona bindi í dag telst það til hátísku enda næntís mjög inni þessi dægrin. David Linch er ekki þekktur fyrir að fara troðnar slóðir en þessir þrír þættir sem komnir eru á Vod-ið eru nógu snemma í seríunni til þess að þar er í að minnsta kosti annar fótur á jörðinni og ég er spenntur að sjá hversu mikið flug þeir taka. Þangað til held ég áfram að hafa gaman af hinum furusniffandi unga FBI-manni sem leikinn er snilldarlega af Kyle MacLagghanginlan, lurkadömunni, hinni snældugeðveiku Nadine
6
með leppinn, og næntís íkonum á borð við Laura Flynn Boyle og bombunni Sherilyn Fenn. Ef þessi óvænta endursýning á gömlum klassíker er hluti af 25 ára afmælisveislu Stöðvar 2 er það til fyrirmyndar og mætti gera meira af slíku, jafnvel setja þættina til endursýninga á Stöð 2 extra. Ég væri til dæmis til í að sjá einn eða tvo Hunter-þætti og ef Ofurbangsi er til í safninu er ég meira en til í að endurnýja kynnin við hann. Haraldur Jónasson
www.omnis.is
444-9900
Við opnum
í Reykjavík
föstudaginn 11.11.11 klukkan 11:11 í Ármúla 11
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
14:00 Arsenal - Leeds 14:30 Liverpool - Tottenham, 1992 15:00 Season Highlights 2002/2003 15:55 Premier League World allt fyrir áskrifendur 16:25 Bolton - Man. City 18:15 Liverpool - Bolton fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:05 George Best 20:35 Season Highlights 2003/2004 21:30 Southampton - Tottenham, 1994 22:00 Wimbledon - Newcastle, 1995 22:30 Chelsea - Norwich 4
4
5
5
6
Nú getur þú borið saman epli og appelsínur á einum stað
6
SkjárGolf 06:00 ESPN America 08:00 Barclays Singapore Open (2:2) 12:00 Golfing World 12:50 Barclays Singapore Open (2:2) 16:00 US Open 2011 (4:4) 19:00 Barclays Singapore Open (2:2) 23:00 Presidents Cup Official Film 23:50 ESPN America
Opnunartilboð - Takmarkað magn
1. BRIDESMAIDS 2. THOR 3. SOMETHING BORROWED 4. LIMITLESS
HP ProBook 4520s
MacBook Pro 13”
Dell Inspiron N5110
Toshiba Satellite R850
Verð áður 119.900
Verð áður 219.900
Verð áður 139.900
Verð áður 159.900
Tilboð 89.900
Tilboð 179.900
Tilboð 109.900
Tilboð 129.900
5. LOVE & OTHER DRUGS 6. SOURCE CODE 7. RANGO 8. SCREAM 4 9. NEVER SAY NEVER 10. FAST FIVE
REYKJAVÍK REYKJANESBÆR
Ármúli 11 AKRANES
BORGARNES
- Við þekkjum tölvur
72
bíó
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Ósk arinn Allt í rugli
Prúðuleikararnir í stað Murphy Allt er í uppnámi í kringum undirbúning Óskarsverðlaunahátíðarinnar, sem verður haldin í Los Angeles í febrúar, eftir að leikstjórinn Brett Ratner hætti sem framleiðandi hátíðarinnar sem er jafnan mikið og glassúrhúðað sjónarspil. Ratner hafði fengið Eddie Murphy til þess að kynna herlegheitin en þeim varð vel til vina þegar Ratner leikstýrði Murphy í The Tower Heist. Murphy kaus að fylgja félaga sínum, hætti við að kynna og tilkynnti það í vikunni. Brian Grazer hefur tekið við framleiðslunni. Kynninn vantar hins vegar og stungið hefur verið upp á að hinir sprellfjörugu Prúðuleikarar taki verkið að sér. Facebook-síða þar sem hvatt er til þess að Prúðuleikurunum verði fengið
þetta vandasama verkefni var stofnuð í febrúar og eftir að Murphy gekk úr skaftinu hefur hugmyndin fengið byr undir báða vængi. Eða hvað? Disney á bæði Prúðuleikarana og ABC sjónvarpsstöðina sem sendir út frá Óskarnum auk þess sem fyrirtækið sendir frá sér nýja bíómynd um Prúðuleikarana í lok þessa mánaðar þannig að grunur leikur á að hér sé um eina allsherjar auglýsingabrellu að ræða.
Svínka og Kermit yrðu varla í neinum vandræðum með því að afhenda nokkra Óskara og láta vel valda brandara fylgja með.
Frumsýndar
Ófreskja í Paradís
Sci-fi klúbburinn Zardoz heldur sína þriðju kvikmyndasýningu á föstudaginn en þá er fyrirhugað að sýna Alien, meistaraverk Ridley Scott frá árinu 1979. Í myndinni sameinaði Scott meistaralega tvær kvikmyndagreinar; hryllinginn og vísindaskáldskapinn, í mynd sem tók ófáa áhorfendur á taugum á sínum tíma. Framhaldsmyndirnar eru orðnar þrjár og leikstjórinn vinnur nú að laustengdnum forleik þessa meistaraverks. Í aðalhlutverkum eru þau Sigourney Weaer, Tom Skerrit, Ian Holm, Harry Dean Stanton og John Hurt. Sýningin hefst stundvíslega klukkan 20:00 í Bíó Paradís.
Clooney og Gosling Kosningabar átta í anda Shakespeares
Fyndnir menn fremja rán Ben Stiller leikur hrakfallabálkinn Josh Kovacs sem tapar öllu sínu fé, þar á meðal lífeyrissparnaði, þegar pýramídasvindl hrappsins Arthurs Shaw hrynur. Shaw, sem er leikinn af gamla brýninu Alan Alda, er haldið í stofufangelsi í svítu sinni í turnbyggingu á Manhattan þar sem hann býður dóms. Kovacs finnst hann hafa það grunsamlega gott í turninum og kemst að því að þar lúrir Shaw á tuttugu milljón dollara. Kovacs ákveður að launa svindlaranum lambið gráa og safnar saman liði til þess að ræna falda fénu úr turninum. Brett Ratner leikstýrir fulltrúum þriggja kynslóða gamanleikara, Alda, Murphy og Stiller, í þessu spennugríni en Ratner á að baki myndir eins og X-Men: The Last Stand, Red Dragon og Rush Hour. Í öðrum hlutverkum er ágætisfólk á borð við Casey Affleck, Matthew Broderick og Téa Leoni. Aðrir miðlar: Imdb: 6.7, Rotten Tomatoes: 70%, Metacritic: 59/100.
Frumsýndar
Ferðasaga Bakka-Baldurs
Human Centipede 2 Hryllingsmyndin The Human Centipede var ágæt fyrir sinn hatt en ekki var hún sérlega geðsleg enda fjallaði hún um bilaðan skurðlækni sem saumaði saman þrjár manneskjur og gerði úr þeim gróteska margfætlu. Ekki tekur betra við í framhaldinu þar sem kynferðislega brenglaður aðdáandi fyrri myndarinnar ákveður að gera enn betur en persóna þeirrar myndar og stefnir að því að sauma saman tólf manneskjur og nauðga konunni sem er öftust í halarófunni. Myndin er ekki fyrir viðkvæma og er stranglega bönnuð innan 18 ára. Aðrir miðlar: Imdb: 4.4, Rotten Tomatoes: 26%, Metacritic: 17/100.
Þorfinnur Guðnason hefur getið sér gott orð fyrir heimildarmyndir sínar en á meðal verka hans eru hinar ógleymanlegu myndir um Lalla Johns og hagamúsina Óskar. Nýjasta mynd Þorfinns er frumsýnd í Bíó Paradís í dag, föstudag, en þar segir af Baldri Þórarinssyni frá Bakka í Svarfaðardal sem hefur í tíu ár átt sér þann draum að leggja land undir fót og heimsækja gamlan vin sem býr á eyju í miðju Kyrrahafi. En þau eru mörg ljónin á veginum frá Bakka að Stóru-Eyju, sem er hinum megin á hnettinum.
SKYRTUTILBOÐ! 300 kr. skyrtan – ef komið er með þrjár eða fleiri í einu. Opnunartími Hverafold: Virka daga 8:00–18:00 og föstudaga 8:00–18:30 Opnunartími í Smáralind: Virka daga 11:00–19:00 og laugardaga 11:00–18:00
Smáralind 201 Kópavogur Hverafold 1- 3 112 Reykjavík 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is
Ryan Gosling stendur þétt að baki George Clooney í kosningabaráttunni en mun hann enda í hlutverki Brútusar?
Pólitísk svikráð í mars
George Clooney leikstýrir pólitísku spennumyndinni Ides of March sem sækir titil sinn í leikrit Shakespeares um Júlíus Sesar með vísan til þess að nánir samstarfsmenn og vinir Seasar tóku þátt í að myrða hann þann 15. mars árið 44 fyrir Krist. Clooney hefur safnað í kringum sig firnasterkum leikarahópi þar sem Ryan Gosling, Philip Seymour Hoffman, Paul Giamatti, Evan Rachel Wood og Marisa Tomei láta til sín taka ásamt Clooney sjálfum.
G
Flækjustigið hækkar enn þegar Myers byrjar að sofa hjá ungri stúlku sem Evan Rachel Wood leikur.
eorge Clooney hefur sýnt hann til þess að skipta um og sannað með Confeslið. Myers gefur sig ekki sions of a Dangerous og segist hafa fulla trú á Mind og fyrst og fremst Good sínum manni og ætli að Night, and Good Luck að hann er fylgja honum á leiðarenda. frambærilegur leikstjóri sem er Giamatti gefur lítið fyrir óhræddur við að vera pólitískur. heiðarleika og trúfestu í Auk þess að leikstýra og leika stjórnmálum og fullyrðir í Ides of March er hann einn að áður en upp verði staðið þriggja handritshöfunda ásamt muni Myers svíkja sjálfan Grant Heslov og Beau Willimon. sig og allt sem hann trúir Handritið er unnið upp úr leikriti Mike Morris stefnir á forsetaá til þess að komast áfram. framboð fyrir DemókrataflokkWillimons, Farragut North, frá Flækjustigið hækkar inn með hjálp besta kosningaárinu 2008. enn þegar Myers byrjar að Myndin á sér stað bak við tjöldin stjóra landsins, Steven Myers. sofa hjá ungri stúlku sem í harðri baráttu frambjóðenda um Evan Rachel Wood leikur. tilnefningu Demókrataflokksins til embættis Hún er lærlingur á kosningaskrifstofu Morris forseta Bandaríkjanna. Hugsjónamaðurinn og dóttir formanns landsnefndar Demókrataungi Steven Myers, sem Ryan Gosling leikur, flokksins. Þá blandast Marisa Tomei í spilið í er í forgrunni. Hann er þrátt fyrir ungan aldur hlutverki harðrar blaðakonu frá New York Titalinn einn besti kosningastjórinn í Bandaríkj- mes sem þjarmar að kosningastjóranum unga. unum. Skjólstæðingur hans er Mike Morris, Í öllum þessum hamagangi koma ljót og viðríkisstjóri í Pennsylvaníu, sem sækist eftir út- kvæm leyndarmál fram í dagsljósið og setið er nefningu flokks síns. Clooney leikur Morris á svikráðum í hverju skúmaskoti þannig að sem hefur gengið allt í haginn og er kominn hver er næstur sjálfum sér í þessum pólitíska langleiðina með að tryggja forsetaframboð hráskinnaleik og hinn hjartahreini Myers sitt. kemst að því fullu verði að heiðarleiki er ekki Michael Mantell leikur helsta keppinaut hollt veganesti í pólitík. Morris, ríkisstjórann Ted Pullmann frá Myndin var tilnefnd til Gullna ljónsins á Arkansas. Frambjóðendurnir eru komnir til kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og George Ohio þar sem þeir etja kappi og reyna báðir Clooney fékk sérstök heiðursverðlaun, Brianað tryggja sér stuðning öldungardeildarþing- verðlaunin, fyrir leikstjórnina. manns sem Jeffrey Wright leikur en hann hefur á undanförnum árum helst vakið athygli Aðrir miðlar: Imdb: 7.5, Rotten Tomatoes: 85%, sem CIA-maðurinn Felix Leiter í nýju James Metacritic: 67/100. Bond myndunum með Daniel Craig. Takist Morris að tryggja sér stuðninginn er hann nánast kominn alla leið en takist andstæðingnbíó um slíkt hið sama getur allt gerst. Og í Ohio æsast leikar og margir framsóknarrýtingar fara á loft og flestum beint að baki Morris. Fláráður kosningastjóri PullÞórarinn Þórarinsson manns, leikinn af hinum frábæra Paul Giamatti, boðar Myers á sinn fund og reynir að fá toti@frettatiminn.is
-betra bíó
FRUMSÝND Í DAG „Það er sorglegt að þessi mynd sé orðin þekkt fyrir ritskoðunarvandræði, því hér er á ferðinni sterkari, furðulegri og áhugaverðari mynd en sú fyrsta var. Nýji geðsjúklingurinn Martin, er ógleymanlegt skrímsli sem á sér engan líka.“ - Kim Newman, Empire
„...mjög líklega sjúkasta mynd sem hefur verið gerð. En það er líklega þess vegna sem hryllingurinn yfir því sem þú ert að sjá og skelfingin sem er í vændum nær tökum á þér.“ - Owen Gleiberman, Entertainment Weekly „Það sem er mest sjokkerandi hér er að Tom Six kann að segja sögu...Fyrri myndin kallaði fram samanburð við David Cronenberg en hér er eins og Six sé undir áhrifum frá Darren Aronofsky... Six fer alla leið með hugmyndina.“ - Eric Kohn, Indiewire „Ég veit ekki hvar í ósköpunumTom Six fann hinn stórfurðulega Lawrence R. Harvey, sem leikur Martin, en hann á skilið Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína.“ - Daniel Engber, Slate
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA · SKILRÍKJA KRAFIST VIÐ HURÐ. SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA OG AÐEINS KL. 22 EÐA SEINNA. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA. ATH: UM ÓKLIPPTA OG ÓSTYTTA ÚTGÁFU Á MYNDINNI ER AÐ RÆÐA.
da. Lund
74
tíska
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Ilmur fyrir ungar stelpur
Happakjóllinn á uppboði
Ofurfyrirsætan Kate Moss kynnti á dögunum nýjan ilm sem hannaður fyrir ungar stelpur og ber nafnið Lila Belle í höfuðið á Lila Grace, einkadóttur Kate. Ilmurinn er heldur sumarlegur og ber með sér angan sem og blómategundin lilja gerir í bland við sterk mandarínulyktareinkenni. Sjálf situr hönnuðurinn fyrir í auglýsingaherferðinni fyrir ilminn og segir hún plakatið lýsa ilminum mjög, hann sé stelpulegur en rómantískur. -kp
Ófeimin að segja sína skoðun
Kjólar sem leikkonan Audrey Hepburn hefur klæðst á hvíta tjaldinu hafa flestir farið á uppboð fyrir gott málefni gegnum tíðina. Í lok þessa mánaðar mun enn einn kjóllinn fara á uppboð og er það hvítur blúndukjóll sem leikkonan klæddist í síðustu senu kvikmyndarinnar Roman Holiday og þegar hún tók við Óskarsverðlaunastyttunni árið 1954 fyrir leik í sömu mynd. Kjóllinn, sem er þekktur undir nafninu „Happakjóllinn“, var hannaður af Edith Head og búist er við að hann fari á rúmar ellefu milljónir króna. -kp
Hin umdeilda Kelly Osbourne hefur mikla reynslu í raunveruleikasjónvarpi og mun hún birtast á skjánum enn og aftur og nú í næstu seríu af Britain’s Next Top Model. Stjórnendum þáttanna fannst tími til kominn að hrista aðeins upp í þáttunum og verður Osbourne ein af aðaldómurunum. Talsmaður þáttanna tjáði sig í viðtali við breska Vogue á dögunum og sagði það heiður að fá Kelly með í hópinn; sagði hana mikið tískuíkon og sem væri ófeimin við að segja sína skoðun. -kp
Þriðjudagur Skór: Necessary clothing Buxur: H&M Bolur: Topshop Jakki: Necessary clothing Hálsmen: Egyptaland
tíska
Kolbrún Pálsdóttir skrifar
Við Bujagali fossinn í Úganda. Ljósmynd/ Haakon Broder Lund
Sveifluðu túttunum í allar áttir Það höfðu margir varað mig við miklu menningarsjokki þegar ég kæmi inn í þetta land. Ég fann ekki fyrir því. Ekki fyrr en eftir tveggja vikna dvöl í landinu þegar ég var dregin á diskótek innfæddra í þessum litla bæ sem ég dvel hér í Úganda. Ég varð vitni að allt annarri skemmtun en þeirri sem ég þekki frá okkar vestræna heimi. Lifandi afrísk tónlist með fjörugum kántrýblæ skemmti nærstöddum og fólk raðaði stólum upp við sviðið í von um gott útsýni. Ekki var áfengi haft um hönd en innfæddir sátu kátir með vatnsflöskuna og kældu sig niður. Konurnar voru klæddar stuttum gullkjólum og pinnahælum í stíl, tældu karlmennina og reyndu að fá þá á sitt band. Brjóstahaldari virðist ekki vera til í orðabók þessara þjóðar og sveifluðu þær túttunum hvert sem þeim hentaði. Karlmennirnir dáleiddust og konurnar virtust ánægðar með að áætlunin virtist hafa gengið upp. Skemmtunin tók þó fljótt enda og lokaði staðurinn rétt eftir miðnætti. Líklegast fer lokunartíminn eftir velgengni kvennanna en þær voru óvenju fljótar að sópa strákunum út þetta kvöld. En þrátt fyrir að skemmtunin hafi ekki enst lengi var þetta þó kvöld sem ég mun minnast alla ævi. Mun svo reyna að koma þessari menningu heim til Íslands. Held að við hefðum gott á smá breytingu þarna heima.
5
dagar dress
Mánudagur: Skór: Forever21 Sokkabuxur: Oriblu Stuttbuxur: Topshop Peysa: Bikbok Trefill: Gina Tricot Jakkinn: H&M Eyrnalokkar: Forever21
Lífgar upp á útlitið með litum og skarti Sara Snædís Ólafsdóttir er 23 ára viðskiptafræðinemi á öðru ári í Háskóla Íslands. Samhliða náminu kennir hún dans og flýgur á sumrin. „Ég myndi segja að stíllinn minn sé frekar venjulegur og það fer aðallega eftir dögum hverju ég klæðist hverju sinni. Mér finnst einstaklega gaman að setja saman litríkar flíkur og hengja á mig skartgripi til að lífga aðeins upp á útlitið. Ég les mikið tískublogg
og blöð eins og Vogue sem gefur mér mikinn innblástur í tísku. Einnig er ég dugleg að fylgjast með Olsen-systrum sem fara sínar eigin leiðir og eru alltaf töff, sama hverju þær klæðast. Fötin sem ég klæðist kaupi ég mest erlendis og eru Necessary clothing, H&M, Forever21 og Topshop í miklu uppáhaldi. En hérna heima finnst mér gaman að kíkja í Gyllta Köttinn, Zöru og Topshop.
20% afsláttur af öllum bolum mussum og túnikum
Föstudagur Skór: New Look Leggings: Oriblu Stuttbuxur: H&M Pils: H&M Korselett: Topshop Bolur: Nessesary Clothing Jakki: H&M Hálsmen: H&M Miðvikudagur Skór: Nina west Buxur: Forever21 Skyrta: Necessary clothing Jakki: H&M Hringur: Forever21
Fimmtudagur Skór: Necessary clothing Leggings: Necessary clothing Bolur: Topshop Vesti: Vintage Blúndubolur: Forever21 Skyrta: Forever21
á 35 ára afmæli við fögnum því með ykkur og veitum
20% afsl. fim. - mán.
Kíkið á verslanir okkar á
76
tíska
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Hnésíð pils tröllríða öllu M st. 36-41 Verð 14.995
GANGTU Á
örgum hefur komið á óvart hversu vinsæl hnésíð pils hafa verið síðustu vikurnar. Þessi sídd á pilsum hefur ekki átt uppá pallborðið undanfarna mánuði og ár en eru að tröllríða öllu um þessar mundir. Stjörnurnar keppast að sjálfsögðu
við að klæðast því sem nýjast er í tískunni. Leikkonurnar Malin Akerman, Odette Annabelle og Erika Christensen eru meðal þeirra sem hafa fjárfest í slíkum fatnaði ásamt þeim Mary Lynn Rajskub og Sarah Shahi.
MUSTANG!
st. 36-41 Verð 19.995 Erika Christensen.
st. 36-41 Verð 14.995
Opið
mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16
Nýbýlavegur 12 & Grensásvegur 8 Sími 517 2040
Odette Annabelle.
Malin Akerman.
Sarah Shahi .
Mary Lynn Rajskub.
Áberandi varalitir vinsælastir
S
Nýjar vörur daglega
Njóttu þess að koma!
amkvæmt nýjustu sölutölum frá Bandaríkjunum eru varalitir frá snyrtivörufyrirtækið MAC þeir mest seldu á heimsvísu. Vinsælasti varaliturinn frá þeim er Russian Red sem er skærrauður og virðist falla konum vel í geð. Af þessu má ráða að áhugi kvenna á sterkum litum hafi vaknað á síðasta ári eftir nokkuð langt tímabil þar sem brúntóna varalitir voru ráðandi. Þessara áhrifa gætir enn og eru djúprauðir og skærbleik ir vara litir enn meðal þeirra sem best seljast. -kp
Tímalaus hönnun frá Madonnu
Síðastliðið ár hefur söngkonan Madonna haft umsjón með fatalínunni Material Girl ásamt fimmtán ára dóttur sinni, Lolu Mariu, en nú virðist eins og söngkonan ætli að fljúga sóló. Staðfest er að nýja línan Truth or Dare, sem væntanleg er frá henni, verði tímalaus hönnun ætluð konum frá 27 ára til fimmtugs. Línan er væntanleg næsta vor í verslanir Macy’s í Bandaríkjunum en mun þó koma til Evrópu og í fleiri verslanir í Bandaríkjunum árið 2013. -kp
H&M lúxuslína frá Vercase
H
önnuðurinn Donatella Vercase er komin í hóp hátískuhönnuða sem verslunakeðjan H&M hefur fengið til liðs við sig og mun hún hanna lúxuslínu í mjög takmörkuðu magni að haustlagi. Fyrir ekki svo löngu lét hönnuðurinn þau orð falla að það væri henni ekki að skapi að hanna fyrir verslunarkeðju eins og H&M enda byggist hennar framleiðsla á lúxusfatnaði sem seldur er háu verði. Henni virðist þó hafa snúist hugur og bíða menn nú í ofvæni þess að sjá fatnaðinn í verslunum H&M þann 19. nóvember næstkomandi. H&M þekkjum við best fyrir ódýran klæðnað en mun línan þó ekki vera í samræmi við það. Söngvarinn Prince ætlar að skemmta gestum í útgáfuteiti Versace for H&M ásamt Nicki Minaj, sem verður haldið í næstu viku, og munu þau að sjálfsögðu klæðast fatnaði úr línunni við það tækifæri. -kp
50%Êafsl‡tturÊ afÊ všldumÊvšrumÊ ÊdaganaÊ11.-12.ÊN—v.
Ê
Fyrir stelpur og stráka. Donatella hefur í heiðri einkennismerki hönnunar Versace þó línan sé unnin fyrir H&M: fötin eru litrík og ýmis mynstur í aðalhlutverki.
78
menning
Helgin 11.-13. nóvember 2011 Leikdómur Hreinsun sýnt í Þjóðleikhúsinu
Hjónabandssæla Lau 12 nóv. kl 20 Sun 13 nóv. kl 20
U Ö
Fim 17 nóv. kl 20 Lau 18 nóv. kl 20
Ö Ö
Fös 25 nov kl 19
Ö
Hrekkjusvín – söngleikur Lau 19 nov kl 16
Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand Fim 10 nóv. kl 22:30 Fös 11 nóv. kl 22:30
Lau 19 nov kl 20 Fim 24 nov kl 20
Ö
Svartur hundur prestsins (Kassinn) Lau 12.11. Kl. 19:30 20. sýn. Ö Sun 20.11. Kl. 19:30 23. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:30 21. sýn. Ö Fim 24.11. Kl. 19:30 24. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 22. sýn. Ö Fös 25.11. Kl. 19:30 25. sýn.
Hreinsun
Sun 27.11. Kl. 19:30 26. sýn. Fim 1.12. Kl. 19:30 27. sýn. Ö Fös 2.12. Kl. 19:30 28. sýn.
Ö
(Stóra sviðið)
Lau 12.11. Kl. 19:30 5. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:30 6. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:30 8. sýn.
Ö Ö Ö Ö
Fim 24.11. Kl. 19:30 9. sýn. U Lau 3.12. Kl. 19:30 12. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:3010. sýn. Ö Lau 10.12. Kl. 19:3013. sýn. Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn. Ö Sun 11.12. Kl. 19:3014. sýn.
Allir synir mínir (Stóra sviðið) Fös 11.11. Kl. 19:30 22. sýn. Fim 17.11. Kl. 19:3023. sýn.
Fös 18.11. Kl. 19:30 24. sýn.
Lau 26.11. Kl. 19:3025. sýn.
Hlini kóngsson (Kúlan ) Sun 13.11. Kl. 15:00
Síðasta sýning!
Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 12.11. Kl. 22:00 7. sýn.
Sun 20.11. Kl. 22:00 8. sýn.
Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 25.11. Kl. 22:00
Fös 2.12. Kl. 22:00
Lau 10.12. Kl. 22:00
Kjartan eða Bolli? (Kúlan) Lau 12.11. Kl. 17:00 Síðasta sýning!
Margrét Helga Jóhannsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Pálmi Gestsson. Ljósmyndir/Þjóðleikhúsið
Þegar einn fær vald yfir öðrum
H
reinsun, saga Sofi Oksanen, situr í flestum sem hana upplifa – hvort heldur er á bók eða á sviði. Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir leikritið sem bókin Hreinsun byggir á. Verkið skrifaði höfundurinn á undan skáldsögunni sem notið hefur mikilla vinsælda og hlaut hún meðal annars Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra. Viðfangsefnið er ögrandi og algjörlega tímalaust, hið andstyggilega eðli mannsins sem brýst fram þegar hann fær vald yfir öðrum og birtingarmyndir þess í kúgun og ofbeldi. Tímaplönin tvö; Eistland á árunum eftir seinni heimsstyrjöld og síðsumars árið 1992, spegla vandann sem við glímum við enn í dag og uppsetning Stefáns Jónssonar leikstjóra
hefur áhrifamiklar tengingar við samtímann. Þetta er vart sýning fyrir viðkvæma en hópnum tekst að koma hroðanum, grimmdinni og hinum hræðilega sannleik sögunnar til skila á mjög eftirminnilegan hátt og merkilega smekklegan, þrátt fyrir allt. Leikkonurnar þrjár sem bera uppi þetta áleitna kvöld eru Margrét Helga Jóhannsdóttir sem leikur Aliide Truu, andstyggilega eldri konu með hryllilega fortíð, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir sem leikur Zöru, ólánsstúlku sem hrekst til Aliide undan mafíósum sem hafa selt líkama hennar í vændi og Vigdís Hrefna Pálsdóttir sem leikur Aliide unga. Þessar leikkonur vinna þrekvirki, sér í lagi Vigdís Hrefna sem er algjörlega mögnuð í þessari uppfærslu, leikur hennar er fínstilltur í
Gyllti drekinn – frumsýning í kvöld! Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 12/11 kl. 14:00 17.k Lau 3/12 kl. 14:00 23.k Sun 13/11 kl. 14:00 18.k Lau 3/12 kl. 17:00 aukas Sun 13/11 kl. 17:00 aukas Sun 4/12 kl. 14:00 24.k Lau 19/11 kl. 14:00 19.k Lau 10/12 kl. 14:00 25.k Sun 20/11 kl. 14:00 20.k Sun 11/12 kl. 14:00 26.k Sun 20/11 kl. 17:00 aukas Lau 17/12 kl. 14:00 aukas Sun 18/12 kl. 14:00 27.k Lau 26/11 kl. 14:00 21.k Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Sun 27/11 kl. 14:00 22.k Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Lau 12/11 kl. 19:00 14.k Fös 2/12 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 19:00 15.k Fös 9/12 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011
Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)
Fös 11/11 kl. 20:00 5.k Mið 23/11 kl. 20:00 8.k Mið 16/11 kl. 20:00 6.k Lau 26/11 kl. 20:00 aukas Fös 18/11 kl. 20:00 aukas Sun 27/11 kl. 20:00 9.k Lau 19/11 kl. 20:00 7.k Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir
Gyllti drekinn (Nýja sviðið)
Fös 11/11 kl. 20:00 frums Lau 19/11 kl. 19:00 6.k Lau 12/11 kl. 20:00 2.k Sun 20/11 kl. 20:00 5.k Mið 16/11 kl. 20:00 3.k Lau 26/11 kl. 19:00 7.k Sun 27/11 kl. 20:00 8.k Fim 17/11 kl. 20:00 aukas Fim 1/12 kl. 20:00 9.k Fös 18/11 kl. 19:00 4.k 5 leikarar, 17 hlutverk og banvæn tannpína
Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Lau 14/1 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Lau 21/1 kl. 14:00 Sun 22/1 kl. 14:00 Lau 28/1 kl. 14:00
Lau 10/12 kl. 14:00
Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Sun 11/12 kl. 20:00 12.k Fös 16/12 kl. 20:00 13.k
FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Draumar – auður svefnsins
Snorri Sturluson 1179-1241
Englar með Jóni Björnssyni
Sinfóníur Beethovens
Öflugt sjálfstraust
Bólusetningar - ávinningur og áhætta
hefst 14. nóvember
hefst 21. nóvember
hefst 21. nóvember
hefst 22. nóvember
hefst 22. nóvember
skráningarfrestur til 18. nóvember Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Lau 10/12 kl. 20:00 Sun 11/12 kl. 20:00 Fös 16/12 kl. 20:00
Námskeið Endurmenntunar eru öllum opin Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is
öllum þessum tryllingi, laus við sensasjón og tilgerð og henni tekst með samstarfsfólki sínu að skapa og skýra baksögu Aliide, þessarar fallega ljótu persónu, á virkilega aðdáunarverðan hátt. Þorsteinn Bachmann var frábær í hlutverki Martins, þess skelfilega manns. Það er hálf leiðinlegt að segja það en Þorsteinn er virkilega góður í að leika hrotta og illmenni. Fóstbræðurna úr mafíunni léku Ólafur Egill Egilsson og Pálmi Gestsson og hefðu fyrir mig mátt tjúna ögn niður húmorinn. Stefán Hallur Stefánsson leikur hlutverk Hans Pekk og kemst vel frá þeirri vandasömu rullu. Sögunnar vegna hefði mátt gera það rómantíska viðfang Aliide yngri aðeins meira aðlaðandi framan af – þar saknaði ég kafla úr skáldsögunni sem lýsir samkeppni systranna Aliide Ingelar um hylli piltsins. Ég hreifst mjög af óvenjulegri leikmynd Ilmar Stefánsdóttur og finnst hún þjóna verkinu vel. Lýsing Halldórs Arnar Óskarssonar glæðir hana ógnvekjandi lífi, hún er dramatísk og kannski litríkari en margur hugði. Búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur hitta í mark og tónlist Pauls Corley er magnaður áhrifsauki sem fær hárin til að rísa. Stefán Jónsson leikstjóri skilar þessari áleitnu sögu Oksanen í minnistæðri sýningu. Hann er næmur á það sem mestu skiptir, hreyfiafl sögunnar og þær kenndir sem búa að baki þess að ágætis fólk tekur virkilega vondar ákvarðanir. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Hreinsun Eftir: Sofi Oksanen Leikstjórn: Stefán Jónsson Þjóðleikhúsið
Klúbburinn (Litla sviðið)
Lau 12/11 kl. 17:00 3.k Dansleikhús um karlmenn. Snýr aftur frá fyrra leikári. Lokasýning
Afinn (Litla sviðið)
Fös 11/11 kl. 20:00 12.k Fös 18/11 kl. 20:00 13.k Hlýlegt gamanverk með stórt hjarta. Síðustu sýningar
Eldfærin (Litla sviðið)
Sun 13/11 kl. 13:00 10.k Sun 20/11 kl. 13:00 Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri. Síðustu sýningar
Sunnudaginn 20. nóvember | kl. 17.00
LISTMUNA
Lau 19/11 kl. 20:00 14.k
UPPBOÐ
Sun 27/11 kl. 13:00
Nýdönsk Deluxe tónleikar (Stóra sviðið) Fim 17/11 kl. 20:00 Tuttugu ára afmæli Deluxe. Aðeins þetta eina kvöld.
Getum enn tekið við verkum fyrir næsta listmunauppboð okkar. Tryggvi Ólafsson Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is
Söluþókn
un
10%
+ virðisau k
askattur
Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is
Áhugasamir hafi samband við Ólaf í síma 893 9663 eða oli@gasar.is.
Helgin 11.-13. nóvember 2011 Leikdómur Kjartan eða Bolli?
Sú sem unni mest Falleg sýning í Þjóðleikhúsinu sem líður fyrir handritið.
L
eiksýningin Kjartan eða Bolli? er gestaleikur í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu, sýning ætluð elstu bekkjum grunnskóla og fullorðnum sem miðlað er með brúðum, texta, myndlist og skuggaleikhúsi. Viðfangsefnið er hinn dramatíski ástarþríhyrningur milli fóstbræðranna Kjartans og Bolla og skörungsins Guðrúnar Ósvífursdóttur. Sýningin er fróðleg og fjölbreytt og það er gaman að rifja upp þessa frásögn – og þarft fyrir marga sem lásu Laxdælu á skólaskyldualdri. Leikur og brúðustjórnun eru í styrkum í höndum Helgu Arnalds og Hallveigar Thorlacius. Brúðurnar, og raunar leikhúslausnirnar allar, eru augnayndi og gaman að sjá hvernig ýmis konar tækni er nýtt í þágu sögunnar. Handritið er hins vegar veikur hlekkur, nútímaramminn sem sniðinn er utan um söguna er haldlítill og mjög endasleppur, áherslurnar á köflum skrýtnar og lítið lagt út af innihaldi sögunnar eða þýðingu atburðanna – sem ég held að ungmenni hefðu bæði gagn og gaman af. Efniviðurinn er ríkulegur, tæknin, handbragðið og túlkunin fjölbreytt en tilgangurinn ekki nógu ljós.
Viggosson.com er öflugur uppboðsvefur fyrir listmuni hvort sem þú ert að kaupa eða selja. Kíktu inn á vefinn okkar og skoðaðu úrvalið. Viggosson.com | Sóltúni 1 | 105 Reykjavík | Símar 571 1318 og 869 5804
Án parabena Án tilbúinna ilmefna Án litarefna
Kristrún Heiða Hauksdóttir
Kjartan eða Bolli? Leikgerð Hallveigar Thorlacius byggð á Laxdælu Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Sögusvuntan / Tíu fingur
Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is
Náttúruleg
útgeislun
Burt´s Bees Radiance línan inniheldur Royal Jelly sem er talið eitt næringarríkasta efni jarðarinnar, Radiance línan er full af næringu og andoxunarefnum ásamt fjölda náttúrulegra innihaldsefna sem öll hafa þann eiginleika að draga úr fínum línum og laða fram náttúrulegan ljóma húðarinnar. Fæst í apótekum
náttúran og ég
80
dægurmál
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Hannar barnafatalínu
V
ictoria Beckham, fyrrum kryddpía og eiginkona David Beckhams, eignaðist sitt fjórða barn í júlí en hún hefur haft í nægu að snúast í fæðingarorlofinu. Í vikunni tilkynnti hún að ný fatalína frá sér sé væntanleg helguð smábörnum. Í viðtali við tímaritið WWD segir hún að dóttir sín Harper hafi veitt henni mikinn innblástur og er ætlunin að þetta verði frumleg en fáguð föt. Línan kemur í búðir í vor komandi undir nafninu VB en verður þó til sýnis á sýningarpöllum strax í byrjun næsta árs. -kp
Kvenmaður prýðir forsíðu
Þriðja tölublað kynskiptingatímaritsins Candy kom út á dögunum og var þetta í fyrsta skipti sem kvenmaður prýddi forsíðuna. Leikkonan og tískudrósin Chloe Sevigny varð fyrir valinu og birtist hún í gervi hins umdeilda ljósmyndara Terry Richardson – sem tók
myndirnar. Tímaritið fjallar aðallega um tísku klæð- og kynskiptinga og prýddi leikarinn James Franco forsíðu fyrsta tölublaðsins, sem dragdrottning. Blaðið hefur náð einstaklega miklu vinsældum á stuttum tíma og verður spennandi að fylgjast með því framtíðinni. -kp
Kormákur og Skjöldur Bjórinn Bríó kominn í ÁTVR
Hættulega góður Bjórinn Bríó varð til í samvinnu Ölstofu Kormáks og Skjaldar og Brugghússins Borgar sem Ölgerðin rekur. Bríó var fyrsti bjórinn frá Borg og hefur hingað til aðeins verið fáanlegur á Ölstofunni en hróður hans barst svo víða að hann er kominn í verslanir ÁTVR og Fríhöfnina. Bjórinn er nefndur eftir Steingrími Eyfjörð Guðmundssyni , góðum félaga og viðskiptavini Kormáks og Skjaldar, sem lést langt fyrir aldur fram en Kormákur segir að hann hafi verið mjög „bríó “.
S
teingrímur bjó hérna í næsta húsi svo að segja þannig að hann kom yfirleitt eftir vinnu. Maður hitti hann oft hérna og hann var einn af okkar skemmtilegustu kúnnum,“ segir Kormákur Geirharðsson á Ölstofunni. „Svo var hann kórstjóri í kór sem söng lagið Bríó og hann var kallaður Bríó í góðra vina hópi. Bríó er svona hugtak yfir þá sem njóta lífsins lystisemda og láta áhyggjur hversdagsins ekki trufla það. Þetta heitir að vera bríó,“ segir Kormákur og grípur til líkingamáls til frekari útskýringa: „Þetta er maðurinn sem uppgötvar það klukkan sjö á Ölstofunni að hann er ennþá með Bónus-pokana með matnum sem
Kormákur og Skjöldur vildu fá Bríó á flöskum en það þótti ekki borga sig. Bjórinn kemur hins vegar aðeins í 33 cl dósum enda á að drekka hann góðan að sögn Kormáks. Alls ekki flatan.
konan er búin að bíða eftir í meira en klukkutíma til að geta byrjað að elda. En af því að honum líður bara svo vel og er eitthvað svo bríó þá skiptir það ekki máli. Þannig að það passar ágætlega að bjórinn sé til minningar um frábæran mann og það sem hann stóð fyrir. Hann lét ekki hlutina trufla sig mikið. Og fólk má gera meira af þvi vegna þess að það er gott að vera bríó.“ Bríó-bjórinn hefur hingað til aðeins verið fáanlegur á Ölstofunni en þegar Ölgerðin opnaði Borg ákváðu Ölstofumenn að finna hina fullkomnu bjórtegund. Kormákur segir að ófáir bjórkútar hafi komið frá Borg niður á Ölstofu þar sem sjóað bjórfólk smakkaði, dæmdi og gaf einkunnir. „Mannskapurinn var fljótur að fara yfir í þennan þýska pils og svo var unnið með hann og útkoman var Bríó. Ætli þetta hafi ekki verið svona átta eða níu mánaða þróunarvinna. Ein meðganga eða svo,“ segir Kormákur.
Þótt Bríó sé Ölstofubjórinn þarf að biðja um hann sérstaklega á barnum þar sem þeir sem panta sér bjór fá hefðbundnari mjöð af krananum. „Bríóinn er framreiddur í sér glösum sem Borg vill að bjórinn frá þeim sé borinn fram í. Þetta eru svokölluð Thule-glös, með víðum belg og mjórri að ofan.“ Kormákur segir þó að Bríó sé alls ekki einungis bjór fyrir reynda svelgi og hann leggist vel í flesta. „Það er til dæmis töluvert af konum sem finnst þessi bjór betri en allur annar bjór sem er á boðstólum hérna. Þótt hann sé kannski með meira humlabragði en þessi lagerbjór sem er yfirleitt drukkinn þá er eitthvað við hann sem gerir það af verkum að það er ekki of dóminerandi. Enda er hann hættulegur að því leyti að hann er allt of góður. Ef það er eitthvað hægt að lasta hann þá er það sú staðreynd að það er eiginlega ekki hægt að fá sér bara einn.“ -þþ
Plötudómar
Steinn úr djúpinu
Stop That Noise
Þögul Nóttin
Steinn Kárason
Hellvar
Felix Bergsson
Þetta gamla góða
Róið á sömu mið
Alúð, natni og mýkt
Íslensk músíkútgáfa er rík af plötum sem falla í „Mér-fannst-eins-ogég-þyrfti-að-gefa-þettaút”-deildina. Skínandi dæmi um þetta er fyrsta plata umhverfishagfræðingsins Steins Kárasonar. Á umslaginu beygir höfundurinn sig íbygginn niður á strönd, berfættur á annarri með kassagítar og sverð sér við hlið: Þetta er umslag sem beinlínis kallar á hlustandann. Steinn semur öll lögin og flesta textana og hefur fengið söngvara eins og Pál Rósinkranz og Guðmund F. Benediktsson með til að tryggja gæðin. Stíllinn ber þess vitni að Steinn er mest í þessu „gamla góða“. Platan er fjölbreytt, Ríó-, Raggaog Geirmundar-legt popp í bland við hippalegt þungarokk og ófeimið íslenskt stuðrokk. Þetta er hressileg plata en 40 árum of sein í rekkana. -dr. Gunni
Heiða, Elvar og félagar róa hér á sömu mið og í jómfrúartúrnum Bat Out Of Hellvar frá árinu 2007. Einfalt, draumkennt og melódískt gítarrokk á ensku með dassi af pönki hér og þar, grípandi á köflum en full rólegt og einsleitt á öðrum. Hæst rís diskurinn í lögunum I Should Be Cool, Too Late, Liar og Women and Cream og hefðu tvö til þrjú slík lög til viðbótar klárlega híft verkið upp um þó nokkur rokkstig. Þó er fagmannlega unnið úr öllum hugmyndum, hljóðfæraleikur er þéttur og fínn og á heildina litið getur sveitin gengið sátt frá borði. Að ósekju hefði mátt sleppa því að krota yfir titilinn framan á umslaginu, stílhreint og fallegt sem það hefði nú verið án þess. Gestur Baldursson
Jón Ólafssson, Magnús Þór Sigmundsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og fleiri höfundar semja hér lög við ljóð Páls Ólafssonar. Hörður Torfason reimar á sig tangóskóna við ljóðið Án þín og Sveinbjörn Grétarsson pakkar Vorljóði í léttar Greifa-umbúðir. Fagmannlega er staðið að útsetningum, hljóðfæraleik, röddun og söng og er þessi diskur rós í hnappagat Felix og allra sem að verkinu komu. Lífsbarátta 19. aldar, ástin og óður til náttúrunnar einkennir ljóð Páls og passar lágstemmd tónlistin yrkisefninu fullkomlega. Flutningur Felix og söngkvennanna Jóhönnu Vigdísar Arnardóttir og Valgerðar Guðnadóttur er til mikillar fyrirmyndar og farið er með viðfangsefnið af stakri virðingu, alúð, natni og mýkt. Bravó Felix, bravó! -Gestur Baldursson
Feðradagurinn er á sunnudaginn! Gjafavara í úrvali.
Akureyri S:4627800. SmárAlind S:5659730. kringlunni S:5680800. lAugAvegi S:5629730
82
dægurmál
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Tíska Nærfatasýning Victoria Secret´s
300 milljóna króna brjóstahaldari O
furfyrirsætur gengu fram og aftur um sýningarpallinn á árlegri undirfatasýningu tískufatarisans Victoria Secret’s í New York á miðvikudaginn. Eins og sjá má á myndunum reyndist sjón sögu ríkari.
Eins og venjulega var fatnaður sýningarinnar í öndvegi en mesta athygli vakti 2,5 milljón dollara brjóstahaldari skreyttur Swarowski-demöntum sem hin íðilfagra Miranda Kerr klæddist.
Búast má við því að Magnús Scheving bjóði upp á handstöðu og heljarstökk í þættinum á morgun. Nordic Photos/Getty Images
Magnús Scheving gestadómari
Í
þróttaálfurinn og athafnamaðurinn Magnús Scheving verður gestadómari í öðrum undanúrslitaþætti Dans dans dans á RÚV á morgun. Magnús fetar þar í fótspor leikarans og leikstjórans Baltasars Kormáks sem var gestadómari í fyrsta þættinum. Magnús var á sínum yngri árum með betri þolfimiköppum í Evrópu og vann meðal annars til tveggja Evrópumeistatatitla á því sviði árin 1994 og 1995. Búast má við Magnús taki
nokkur spor í þættinum en Baltasar gerði sér lítið fyrir í síðasta þætti og dansaði tangó við dómarann og heimsmeistarann Karenu Björk Björgvinsdóttur. Auk þess mun Haffi Haff og Galaxies frumflytja nýtt lag í þættinum. Alls munu sex atriði keppa í þættinum á morgun um tvö laus sæti í úrslitum. Meðal dansa sem boðið verður upp á er klassískur ballett og nútímaballett, götudans, djass og rúmba. -óhþ
Ástralska þokkadísin Miranda Kerr bar 300 milljóna króna brjóstahaldarann af miklum þokka en mikill heiður þykir að klæðast ofurfatnaði hvers árs sem er nær undantekningalaust demantaskreyttur brjóstahaldari í ýmsum útfærslum. Nordic Photos/Getty Images
Önnur Brasilíubomba, Izabel Goulart, tók sig sérlega vel út sem léttklædd hefðarmær. Nordic
Photos/Getty Images
•
•
Hin brasilíska Adriana Lima þykir vera með fegurstu ofurfyrirsætum heims og er fastagestur á þessari tískusýningu. Nordic
•
•
Photos/Getty Images
•
•
Candic Swanepoel, frá SuðurAfríku, er ein eftirsóttasta fyrirsæta heims og skal engan undra. Nordic Photos/Getty Images
eg
e ð il
Gl jól
Hjónagjöfin ykkar Joop! Heilsudýnudagar í Betra Bak í nóvember
Heilsudýnudagar í Betra Bak í nóvember
20% afsláttur
20% afsláttur
af Tempur heilsudýnum !
af Chiro Deluxe og Chiro Royal heilsudýnum og rúmum !
19.900
Kynningarverð
Ný hönnun Chiro heilsudýnan er uppbyggð til að veita hámarksslökun og hvíld í svefni. Gormakerfið er stífara á mjaðmasvæði og mýkra á axlasvæði. Sjá nánar á betrabak.is Val um: Latex eða Visco Pedic þrýstijöfnunarefni í toppi.
TEMPUR Comfort heilsukoddinn.
15.885
með 20% afsl.
Mmmmjúkt !
TEMPUR Original heilsukoddinn.
15% afsláttur af jólasængurverinu þínu í nóvember !
Leggur grunn að góðum degi
DÝNUR OG KODDAR
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16
Lifandi fortíðarmyndir Heillandi endurminningasaga Sigurðar Pálssonar
84
dægurmál
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Tísk a Ástfangið par
Söng fyrir kærustuna á nærfatasýningu
Y
ou want the moves like Jagger. I've got the moves like Jagger. I've got the mooooooves... like Jagger,“ söng Adam Levine, forsprakki hinna ofurvinsælu hljómsveitar Maroon 5 á árlegri nærfatasýningu Victoria Secret. Hann varð fyrir óvæntri truflun þegar unnusta hans, rússneska ofurfyrirsætan Anne Vyalitsyna, valsaði framhjá honum á sýningarpallnum í kynþokkafullum undirfatnaði. Levine átti bágt með sig á pallinum og gekk
með unnustunni nokkur skref áður en hann leyfði áhorfendum að njóta útsýnisins. Þessi árlega sýning nærfatarisans nýtur ávallt mikillar athygli og voru margar af fegurstu fyrirsætum heims á meðal sýningarstúlkna að þessu sinni. Levine var ekki sá eini sem tróð upp því einnig var boðið upp rándýrt tvíeyki sem samanstóð af þeim Kanye West og Jay-Z. Levine og Vyalitsyna eru ástfangin upp fyrir haus. Nordic Photos/Getty Images
SÁ Á Félagar fá Sk áldagjöf
Lífsspekiperlur drjúpa af síðunum Félagsstarfsemi SÁÁ er alfarið rekin fyrir félagsgjöld og eigin tekjur samtakanna en í raun rennur minnstur hluti teknanna til starfsemi félagsins þar sem í ár stefnir í að SÁÁ leggi um 160 milljónir króna til meðferðar- og sjúkrahússreksturs þar sem opinber framlög hrökkva skammt. Félagsgjöldin eru samtökunum því mikilvæg og nú hefur verið brugðið á það ráð að gefa félögum ljóðabókina Skáldagjöf en í henni eru ljóð 63 skálda sem gáfu SÁÁ ljóð til birtingar.
V
2007
Bernskubók kallast á við Minnisbók Sigurðar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2007
bbbb „… ein sú albesta bók sem ég hef lesið um uppvöxtinn og leiðina til þroska.“ F r i ðr i k a Be nón ý Sd ó t t i r / F r é t ta Bl a ði ð
ið erum að byrja að dreifa bókinni og það eina sem fólk þarf að gera til þess að eignast hana er að ganga í SÁ Á,“ segir formaðurinn Gunnar Smári Egilsson. „Enda stendur á bókinni að það sé bannað að selja hana eða afhenda öðrum en félögum í SÁ Á þannig að það er um að gera að ganga í samtökin.“ Hugmynd Gunnars Smára var að setja saman skáldaþing og fá 63 skáld til þess að leggja SÁ Á lið með ljóði og það reyndist lítið mál. „Ég hringdi í 63 skáld og það komu 63 ljóð þannig að það var 100 prósent samstaða í hópnum. Þetta er mjög falleg bók og skáldunum er raðað þannig upp að yngsta skáldið er fremst og það elsta aftast. Það er líka mjög gaman þegar maður les í gegnum þetta að þá fær maður einhverja tilfinningu fyrir því hvernig hugmyndir og fólk breytist með aldrinum. Það er alveg augljóst á skáldskapnum að yngra fólkið er yngra og eldra fólkið er eldra og horfir öðruvísi á lífið. Þarna innanum eru svo algerar perlur, lífsspekiperlur sem drjúpa af sumum síðunum.“ Gunnar Smári segir að vissulega skipti félagsgjöldin samtökin miklu og í þeim þrengingum sem nú steðja að SÁ Á muni um hvern félaga en „það skiptir ekki síður máli að SÁ Á er fjöldahreyfing
Gunnar Smári og SÁÁ bjóða nýja félaga velkomna með bókagjöf. Auðveldast er að ganga til liðs við samtökin á vefnum saa.is eða með því að senda tölvupóst á saa@saa.is.
sem rekur starfsemina. Það voru félagarnir sem byggðu upp SÁ Á og starfsemina.“ Annað mikilvægt hlutverk félaga í samtökunum núna, að mati Gunnars Smára, er að halda áfram réttindabaráttu áfengis- og vímuefnasjúklinga þar sem „það er ekki gefið að við fáum þau réttindi og þjónustu sem við þurfum. Þá er líka mikilvægt að félagarnir veiti starfseminni aðhald þannig að hún miðist alltaf við að veita sjúklingunum sem
Síðdegisrokk í Hörpu
H
Sigu r ðu r Pá l S Son
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
arpa, í samvinnu við hljómplötubúðina 12 tónar, stendur fyrir þeirri nýbreytni að bjóða upp á síðdegistónleika annan hvern föstudag þar sem ýmsar af efnilegustu hljómsveitum landsins spreyta sig í bland við aðrar reyndari og þekktari. Í dag munu Nolo og Mammút telja í og rokka af stað klukkan 17.30 í Kaldalónssal Hörpu. Tónleikaröðin hefur fengið nafnið Undiraldan og er ókeypis inn. Þarna er sem sagt rakið að mæta fá sér bjór, ef áhugi er fyrir slíku, og hlusta á góða tónlist. Það er meira að segja hægt að bjóða krökkunum með og eiga fjölskyldustund þar sem þetta er haldið á kristilegri tíma en rokktónleikar eru yfirleitt. Nolo Spilar á Undiröldunni í Hörpu í dag ásamt Mammút.
bestu þjónustuna. Þetta er starfsemi í eigu sjúklinganna og það er ákveðin snilld fólgin í því. Það er ekki hægt að segja þetta um margar heilbrigðisstofnanir en það er ekkert gefið að starfsfólkið eða ríkisvaldið eigi að eiga stofnanir. Okkur finnst þetta mjög sniðugt og gott fyrirkomulag, að sjúklingarnir eigi stofnunina. Enda skiptir þá mestu máli að þetta sé gert vel.“ toti@frettatiminn.is
Sony Center býður 5 ára ábyrgð á sjónvörpum án aukakostnaðar
Ánægjuleg sjónvarpskaup Nýja EX7200 línan frá Sony er þunn, 200 riða, með upptöku og Opera internetvafra
tilboð
199.990,Sparaðu 50.000.-
40” SOnY GæÐi Á GóÐu veRÐi KDL-40EX720
Sony myndgæði í þrívíddarsjónvarpi með innbyggðum sendi. Hér getur þú notað netið án þess að ræsa tölvuna!
5
• Full HD 1920x1080 punktar • EDGE LED baklýsing • Motionflow 200 Hz X-Reality myndvinnsla • X-Reality myndvinnslukerfi • Bravia Internet sjónvarp • Opera netvafri innbyggður • USB tengi fyrir video, tónlist og ljósmyndir
tilboð 199.990.-
ÁRA
ÁBYRGÐ
Verð áður 249.990.-
5
5
ÁRA
5
ÁRA
ÁBYRGÐ
ÁRA
ÁBYRGÐ
ÁBYRGÐ
Álstandur er aukabúnaður
GlæSileGt 40” leD SjónvARp Á GóÐu veRÐi
FlOtt 32” SjónvARp Á FRÁBæRu veRÐi
GlæSileGt 46” leD SjónvARp
• Full HD 1920x1080 punktar • EDGE LED baklýsing • X-Reality myndvinnslukerfi, tryggir skerpu og mýkt • Bravia Internet sjónvarp • Opera netvafri innbyggður • USB tengi fyrir video, tónlist og ljósmyndir
• Full HD 1920x1080 punktar • X-Reality myndvinnslukerfi, tryggir skerpu og mýkt • Bravia Internet sjónvarp • Opera netvafri innbyggður • USB tengi fyrir video, tónlist og ljósmyndir • Hægt að nota Smart síma sem fjarstýringu
• Full HD 1920x1080 punktar • Dynamic EDGE LED baklýsing • Motionflow 400 Hz X-Reality myndvinnsla • Bravia Internet sjónvarp • Opera netvafri innbyggður, WI-FI innbyggt • USB tengi fyrir video, tónlist og ljósmyndir
tilboð 179.990.-
tilboð 109.990.- Verð áður 129.990.-
tilboð 359.990.- Verð áður 419.990.-
KDl-40eX520
Verð áður 209.990.-
Sony Center Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is
KDl-32CX520
KDl-46nX720
86
dægurmál
Helgin 11.-13. nóvember 2011
Útr ás Vörur Tulipop
Tulipop í New York
Í
vikunni bættust hinar þekktu Pylones-verslanir í New York í hóp þeirra sem selja vörur íslenska hönnunarfyrirtækisins Tulipop. Fyrirtækið er stofnað utan um Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur – höfundana á bak við ævintýraheim Tulipop. Krúttlegar fígúrur og litríkir heimar eru sköpunarverk Signýjar, sem Taschen-forlagið útnefndi nýverið sem einn áhugaverðasta teiknara heims. Pylones er þekkt franskt vörumerki sem hefur náð miklum árangri um heim allan og er þekkt fyrir fallega hannaðar, litríkar og skemmtilegar
Signý Kolbeinsdóttir er hönnuður varanna.
Hermt eftir Jakobi Frímanni
vörur. Pylones-verslanirnar í New York, sem eru fjórar talsins, selja vörur frá Pylones í Frakklandi til viðbótar við vörur frá völdum hönnuðum. Verslanirnar eru mjög vel staðsettar; ein er í Rockefeller Center, önnur í SoHo, sú þriðja á Grand Central og sú fjórða á Upper West Side. Salan til Pylones kemur í framhaldi af þátttöku Tulipop í stærstu gjafavörusýningu Bandaríkjanna, New York International Gift Fair í ágúst síðastliðnum. Að sögn Helgu Á rnadóttur, framkvæmdastjóra Tulipop, er salan til Pylones mikil-
Vörur Tulipop eru litríkar.
vægt skref í sölu- og markaðssetningu á vörum Tulipop utan Íslands. „Pöntun frá þekktri keðju á borð við Pylones felur í sér mikla viðurkenningu á hönnun og hugmyndaheimi Tulipop og þeim vörum sem við
erum að framleiða. Salan gefur vörunum okkar ákveðinn gæðastimpil og við erum bjartsýnar á að það muni opna margar dyr að hafa Pylones í hópi söluaðila,“ segir Helga. -óhþ
Gyllti drekinn Kynjaruglingur í Borgarleikhúsinu
Í næstu viku kemur út bókin Með sumt á hreinu þar sem Jakob Frímann Magnússon lítur um öxl. Haldið verður heljarinnar teiti í Bókabúð Máls og menningar á föstudaginn eftir viku til að fagna útgáfunni. Blásið verður til eftirhermukeppni til heiðurs kappanum og verður ekki leitað langt yfir skammt við að sækja einn keppanda en verslunarstjóri búðarinnar, Kristján Freyr Halldórsson, er þekktur fyrir að ná Kobba Magg ansi vel. Væntanlegir keppendur, þeir sem ætla sér sigur, munu sjálfsagt biðja fyrir því að Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður mæti ekki til leiks því hann er óhugnanlega líkur Jakobi þegar hann tekur sig til. Að sjálfsögðu verður dómnefnd á staðnum og verðlaun veitt auk þess sem von er á fleiri fjörugum skemmtiatriðum frá vinum og vandamönnum Stuðmannsins.
Söguslóðir Málverksins Málverkið, bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, kom út í vikunni. Bókin gerist í miðri síðari heimsstyrjöldinni og er sögusviðið búgarður í Toscana héraði á Ítalíu. Þangað hrekst ung íslensk stúlka og fær skjól hjá hefðarkonu af engilsaxneskum ættum. Persóna þeirra síðarnefndu er byggð á konu af holdi og blóði: Iris Origo, og búgarðurinn er einnig til í raun og veru. Hann heitir La Foce og er þar rekið gistiheimili. Áhugasamir lesendur geta sem sagt lagt land undir fót og heimsótt blóðugt sögusvið bókarinnar nema hvað nú er þar rekin blómleg ferðaþjónusta.
Vá, þeir bjóða í glas! Þeir víkingar og valkyrjur sem við útrás eru kennd áttu löngum sitt varnarþing í skemmtanalífinu á 101-hóteli og þar var Jón Ásgeir Jóhannesson og hirð hans jafnan frek til fjörsins. Nú virðast ákveðnar mannabreytingar hafa orðið í fremstu víglínu þar en um síðustu helgi bar mest á þeim Skúla Mogensen og Matthíasi Imsland sem fljúga hátt þessa dagana með mikil áform um landvinninga flugfélagsins WOW sem gæti orðið Iceland Express, félagi Pálma Haraldssonar viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs, skeinuhætt. Tvímenningarnir létu hressilega að sér kveða og buðu dömum á 101 óspart í glas og létu oft upphrópunina; „Vááááá!“ fylgja með. Greinilega vísun í nafn nýja flugfélagsins. Jón Ásgeir og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, voru einnig á staðnum en létu lítið fyrir sér fara undir vígreifum hrópum flug-
Halldór og Dóra skipta um kyn í Gyllta drekanum. Dóri leikur konu í rauðum kjól sem heldur framjá eiginmanni sínum sem Dóra leikur og sá hallar sér þá að flöskunni.
Konan Dóri heldur fram hjá karlinum Dóru
Borgarleikhúsið frumsýnir á föstudagskvöld leikritið Gyllta drekann þar sem fimm leikarar bregða sér í sautján hlutverk óháð kyni og aldri. Framsetningunni er ekki síst ætlað að vekja upp vangaveltur um hvað fólki af ólíku kyni og aldri leyfist og hvað ekki og hvað gerist þegar staðalímyndir eru brotnar upp. Dóra Jóhannsdóttir leikur til dæmis fertugan karl sem missir fótanna þegar eiginkona hans, leikin af Halldóri Gylfasyni, byrjar að halda fram hjá honum.
É
Þarftu að dreifa bæklingi? Dreifing inni í Fréttatímanum er leið til að koma bæklingnum þínum í hendur viðskiptavina. Hikaðu ekki við að leita tilboða. Verðið kemur á óvart. auglysingar@frettatiminn.is Sími 531 3310 H ELG A R BLA Ð
Mér fannst það bara fara Jörundi mjög vel að vera ung þjónustustúlka.
g leik þrítugan kínverskan strák og fertuga fyllibyttu,“ segir Dóra Jóhannsdóttir sem bregður sér í tvö ólík karlmannshlutverk í sýningunni. „Við stökkvum bara á milli aldurs og kynja eins og fingri sé smellt. Það eru engin búningaskipti eða neitt sem hjálpa okkur þannig að þetta verður bara svolítið að gerast í hausnum á áhorfandanum. Og það er nú ótrúlega mikill galdur sem getur gerst þar. Halldór Gylfason leikur eiginkonuna mína sem heldur fram hjá mér og upp úr því sprettur voða drama þannig að persónan mín leiðist út í drykkju,“ segir Dóra. „Já, ég leik þarna tvær kellingar. Flugfreyju og eina konu sem á rauðan kjól,“ segir Halldór. „Það er rétt að konan í rauða kjólnum er að halda framhjá. Hún féll í freistni og ég held fram hjá Dóru. Ótrúlegt en satt.“ segir Dóri og bætir við að það hafi verið lítið mál að bregða sér í kvenhlutverk. „Ég hef gert þetta margsinnis áður í ævintýrunum í barnatímanum. Þetta var fyrir nokkrum árum þá var ég með innslög þar sem ég lék allar prinsessurnar, drottningarnar og öskubuskurnar hugsanlegar. Þannig að ég hef leikið konur áður.“ Jörundur Ragnarsson, kærasti Dóru, leikur svo gamlan mann og unga þjónustustúlku þannig að parið sá nýjar hliðar hvort á öðru á æfingunum. „Mér fannst það bara fara Jör-
undi mjög vel að vera ung þjónustustúlka,“ segir Dóra enda ýmsu vön þar sem hún og Jörundur hafa áður prufað kynjaskipti af þessu tagi. „Við fórum á kynskiptinámskeið þegar við vorum í Leiklistarskólanum þannig að við höfum gengið í gegnum svona ferli áður. Þá fékk Jörundur einmitt lánuð fötin mín til þess að koma sér í karakter vegna þess að allir strákarnir voru að leika konur og við stelpurnar að prufa að leika karla. Og það var eiginlega bara pirrandi hvað fötin mín litu vel út á honum. Þetta var ofboðslega skemmtilegt. Við erum líka oft í sömu fötunum,“segir Dóra og hlær. „Við eigum allavegana eina úlpu sem við samnýtum og ég er mjög oft í hettupeysunum hans en hann er eðlilega minna í mínum fötum.“ „Þetta er rosaflott og ógeðslega sniðugt leikrit; fimm litlar sögur sem fléttast saman, gerast allar í sama húsinu og tengjast á sérstakan hátt,“ segir Dóri um verkið sem er eftir Roland Schimmelpfenning, eitt þekktasta samtímaleikskáld Þjóðverja og var það valið besta leikritið í Þýskalandi árið 2010. „Mér finnst þetta mjög flott skrifað verk og það er búið að vera ótrúlega gaman að fást við það. Þetta er mjög fallegt, átakanlegt og á köflum fyndið verk,“ segir Dóra. toti@frettatiminn.is
Tveggja tíma hláturskast „Mjög vel heppnaður farsi, hraður og ótrúlega fyndinn“– I.Þ. Mbl. „Feiknafyndin, þétt og flott sýning“ – K.H.H. Fréttatíminn
„Fimm stjörnu farsi“ – H.G. Bylgjunni „Óstöðvandi, hömlulaus hlátur“ – B.S. pressan.is
„Óhætt að lofa góðum hláturgusum“ – E.B. Fbl. lau. 12/11 kl. 19 UPPSELT fös. 25/11 kl. 20 örfá sæti
GRÍM AN 2011: ÁHORFENDASÝNING ÁRSINS
fös. 2/12 kl. 19 örfá sæti fös. 9/12 kl. 19 örfá sæti
Ævintýri í öllum regnbogans litum K.H.H. Fréttatíminn
„Vel heppnuð fjölskyldusýning ... krafturinn og gleðin sem stafaði af sviðinu gerði gæfumuninn“ – I.G. Mbl. „Vel lukkuð sviðsetning á klassísku ævintýri“ – E.B. Fbl. „Kraftmikil og skemmtileg sýning sem óhætt er að mæla með“ H.V.H. eyjan.is „Mikil leikhúsveisla þar sem öll brögð leikhússins forn og ný eru nýtt“ – S.A. tmm.is „Alveg ótrúlegt sjónarspil“ – M.K. Djöflaeyjan, RÚV lau. sun. sun. lau. sun. sun. lau. sun.
12/11 13/11 13/11 19/11 20/11 20/11 26/11 27/11
kl. 14 UPPSELT kl. 14 UPPSELT kl. 17 UPPSELT kl. 14 UPPSELT kl. 14 UPPSELT kl. 17 UPPSELT kl. 14 UPPSELT kl. 14 UPPSELT
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
lau. 3/12 kl. 14 UPPSELT lau. 3/12 kl. 17 örfá sæti sun. 4/12 kl. 14 UPPSELT lau. 10/12 kl. 14 UPPSELT sun. 11/12 kl. 14 UPPSELT lau. 17/12 kl. 14 aukasýn. sun. 18/12 kl. 14 UPPSELT mán.26/12 kl. 14 UPPSELT
Hrósið …
HE LG A RB L A Ð
...fær knattspyrnukappinn Heiðar Helguson sem hefur sýnt í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni að hann er hvergi nærri dauður úr öllum æðum. Heiðar hefur skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum með Queens Park Rangers og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
„Tryllir í algjörum sérflokki!“ KÖLNER STADT ANZEIGER MAGAZIN
Taleródýrt
Arion banki heldur áfram að bjóða upp á metnaðarfullar myndlistarsýningar í húsakynnum sínum við Borgartúnið. Sýningarnar sem bankinn hefur staðið fyrir hafa verið á öðrum slóðum en gengur og gerist og á það við um þá sýningu sem opnar nú á laugardag. Í þetta skiptið verða sýnd verk eftir hollenska listamanninn Kees Visser, sem var virkur þátttakandi í íslenskum listaheimi á áttunda áratug síðustu aldar en hann fluttist hingað til lands árið 1976 og var meðal stofnenda Nýlistasafnsins árið 1978. Visser verður sjálfur á svæðinu opnunardaginn og flytur fyrirlesturinn Talkischeap í glæsilegum ráðstefnusal Arion.
SSÍÐASTA ÍÐASTA GÓÐME GÓÐMENNIÐ EFTIR A. J. KAZINSKI
Í SÉRFLOKKI!
„Fyrir unnendur vitrænna glæpasagna.“ DR USLUBÆKUR OG DOÐRANTAR
Niels Bentzon lögreglumaður er vanur að eltast við glæpamenn en þarf skyndilega að hafa uppi á góðmenni. Óþekktur morðingi hefur myrt fulltrúa mannkærleikans um víða veröld - og nú berast böndin að Kaupmannahöfn. Hér kveður við nýjan tón í spennusögum samtímans.
★★★★ AMAZON.FR
ÞÝÐANDI: JÓN HALLUR STEFÁNSSON
„Ímyndunarafl, sálrænt innsæi og tungumál á allt öðru plani en í flestum öðrum bókum af þessu tagi.“ ARNE MARIAGER, FREDERICIA DAGBLAD
Vinaskákmót á mánudaginn
ALVÖRU LEÐUR BOOTS VERÐ 34.890 KR
„Afar hæfileikaríkur höfundur – glæsileg frumraun.“ DAGBLADET NOREGI
STJARNA STRINDBERGS EFTIR JAN WALLENTIN
ÆSILEGT KAPPHLAUP!
„Frábær, hröð og hrikalega spennandi.“ ISS ANNABELLE, SV
Ævintýraleg spennusaga með sagnfræðilegu ívafi, sem heillað hefur lesendur um alla Evrópu. ÞÝÐANDI: ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR
★★★★★ BR UNA.NL
fyrstu hæð
Sími 511 2020
Erum á
DYN AMO R EYKJAVÍ K
Vinafélagið og Skákakademía Reykjavíkur standa fyrir skákmóti í Vin, athvarfi Rauða krossins við Hverfisgötu 47, á mánudaginn. Vin er griðastaður fólks með geðraskanir en óvissa hefur ríkt undanfarið um framtíð athvarfsins. Góðu heilli bendir nú allt til þess að reksturinn verði tryggður með samstilltu átaki. Mjög blómlegt skáklíf er í Vin. Þar eru æfingar alla mánudaga og reglulega er efnt til stórmóta. Vinafélagið, sem var stofnað nú í október, stendur að mótinu í samvinnu við Skákakademíu Reykjavíkur. Bakhjarlar eru meðal annars Forlagið, Henson og Sögur útgáfa.