13 11 2015

Page 1

Segi ekkert frá mínum smáskotum og minni kærustum

Hægri hönd rithöfundarins Jóns Gnarr

Ný bók Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur hefur valdið titringi í vissum kreðsum en þar lýsir hún ástarsamböndum sínum við þjóðþekkta menn.

Ótrúlegur frami Hrefnu Lindar Heimisdóttur á nokkrum árum.

viðtal 28

nærmynd 14

13.-15. nóvember 2015 45. tölublað 6. árgangur

Ljósmynd/Eydís Björk Guðmundsdóttir

Yrsa í hringiðu eigin glæpamyndar

Brynhildur búin að læra texta njáls viðtal 26

Bestu jólabjórarnir

matur & vín 72

Jóðlar í frístundum dæGurmál 92

NÝJUNG ISIO skvísa

Tökur á stórmyndinni Ég man þig hófust á Hesteyri í vikunni. Myndin er gerð eftir samnefndri bók glæpasagnadrottningarinnar Yrsu Sigurðardóttur en bókin seldist í bílförmum hér á landi og hefur verið gefin út um allan heim. Ég man þig, sem er mögnuð glæpa- og draugamynd, verður jólamynd næsta árs í kvikmyndahúsum. Fréttatíminn fylgdi Yrsu á tökustað vestur í Jökulfjörðum í vikunni. Í aðalhlutverkum eru Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Auk þeirra fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Sara Dögg Ásgeirsdóttir með hlutverk í myndinni. Óskar Þór Axelsson, sem gerði Svartur á leik, leikstýrir. Einstök blanda úr 4 olíum

síða 38

Pad Air 2 Frá 84.990 kr.

Þú færð allar fallegu Apple vörurnar í Kringlunni

MacBook 12” Frá 247.990 kr.

iPhone 6S Frá 124.990 kr.

Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2

fréttir

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 NeyteNdamál BreytiNgar á matseðli domiNos

Brotthvarf gráðaostsins leggst illa í fagurkera „Þetta var því miður óhjákvæmileg ákvörðun. Ástæðan var einfaldlega sú að það seldist ekki nógu mikið af gráðaostinum,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos á Íslandi. Dominos hefur tekið gráðaost af matseðlinum á veitingastöðum sínum – aðdáendum ostsins til mikillar armæðu. Einn þeirra er Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður, pistlahöfundur á Kjarnanum og annálaður fagurkeri: „Það er algjörlega galið að [Dominos] sé búið að taka

gráðaost af matseðlinum. Hvað gengur ykkur til? Er þetta ekki siðmenntað samfélag?“ spyr hann fyrirtækið á Twitter. Ekki náðist í Hrafn í gær vegna málsins. Anna Fríða segir að Dominos hafi fengið slæm viðbrögð frá nokkrum viðskiptavinum, enda séu unnendur gráðaostsins fastir í trúnni og vilji sitt. „Það er leiðinlegt ef einhver saknar gráðaostsins en þetta er því miður staðan í dag. Við erum opin fyrir því að taka hann inn aftur ef margir óska þess.“ -hdm

Pítsugerðarfólkið á Dominos setur ekki lengur gráðaost á pítsurnar. Ljósmynd/Hari

Hrafn Jónsson.

 HúsNæðismál Breyttir tímar k alla á Nýtt Búsetuform

Hitamælirinn

Álit landsbyggðarfólks á Gísla Marteini

„Mér finnst að það eigi að reka Gísla Martein úr Sjálfstæðisflokknum, hann á ekki heima þar. Maður á náttúrlega ekki að tala illa um fólk en þetta var mjög vanhugsað hjá honum,“ segir Önundur Erlingsson, bifvélavirki í

4

milljarðar króna af nýju hlutafé kom inn í tölvuleikjafyrirtækið CCP. Að baki fjárfestingunni standa einn stærsti framtakssjóður heims, New Enterprise Associates, sem leiðir fjárfestinguna, og Novator Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Heiða valin kona ársins Ritstjórn Nýs Lífs hefur valið leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttur konu ársins 2015. Heiða leikur eitt af aðalhlutverkunum í einni vinsælustu þáttaröð í ensku sjónvarpi um þessar mundir, Poldark. „Fyrir mér er þetta mikill heiður sem ég þakka innilega fyrir. Það gleður mig að

Neskaupstað. Ummæli Gísla Marteins Baldurssonar þar sem hann velti því upp hvort íbúar þar eystra ættu að skipta með sér 2,5 milljarða kostnaði við snjóflóðavarnargarða og flytja í bæinn hafa valdið mikilli hneykslan.

einhverjum þyki aðdáunarvert að fylgja draumum sínum og sjá þá rætast. Ég er mjög metnaðargjörn og finnst það sem ég hef afrekað frábært en mér finnst ég alltaf geta gert betur,“ sagði Heiða, eða Heida Reed eins og hún kallast ytra.

Íshellirinn verðlaunaður Íshellirinn í Langjökli, öðru nafni Into the Glacier, er handhafi nýsköpunarverðlauna SAF árið 2015. Verkefnið sem hlýtur verðlaunin í ár er afar metnaðarfullt, einstakt á heimsvísu og mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi sem og landinu öllu, segir í tilkynningu. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir nýsköpunarverðlaun SAF vera mikla hvatningu fyrir starfsemi fyrirtækisins en Into the Glacier hefur nú þegar tekið á móti 20.000 gestum og enn er mikil ásókn í ferðir.

Ég er samt ekki að tala um að nú eigi bara að gera gáma fyrir ungt fólk.

Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs HÍ, lýsti framtíðarsýn stúdenta á húsnæðismál á fundi Samtaka Iðnaðarins í gær, fimmtudag.

Ungt fólk þarf hvorki bílskúr né geymslu 74% nemenda við Háskóla Íslands sjá ekki fram á að geta keypt sér íbúð fimm árum eftir útskrift. Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs HÍ, lýsti framtíðarsýn stúdenta í húsnæðismálum á fundi Samtaka iðnaðarins í gær, fimmtudag. Hann segir ungt fólk í dag vera sveigjanlegt þegar kemur að húsnæði, ekki allir vilji eða þurfi rými á borð við bílskúr eða geymslu. Auk þess útskrifist mun fleiri einhleypir í dag, sem kalli á enn minni íbúðir. Lítið og vel nýtt húsnæði er nýja búsetuformið.

e

ins og komið hefur Búseta stúdenta í dag fram er mikill skortur (Meðalaldur 27,6 ár) á þessum fyrstu kaups íbúðum og við vitum að það er ekki Annað verið að byggja mikið af þannig 5% íbúðum,“ segir Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs HÍ, Foreldrahús en hann lýsti framtíðarsýn 24% stúdenta á húsnæðismál á fundi Samtaka Iðnaðarins í Eigið húsnæði gær, fimmtudag. 29%

Sveigjanlegri kröfur

Aron segir landslag fólks sem útskrifast úr háskólanámi í dag vera allt annað en áður og fólk hafi auk þess aðrar hugmyndir um húsnæði í dag. „Í dag eru mjög margir einstaklingar enn einhleypir á þessum árum sem fyrsta íbúðin er keypt. Þessi sístækkandi hópur þarfnast miklu minni íbúða en þeir sem eru að byggja upp fjölskyldu. Fyrsta íbúð Stúdentagarðar Sjá ekki fram á að þarf ekki endilega að þýða 2 15% eignast húsnæði svefnherbergi og þar að auki er ungt fólk í dag alveg tilbúið „Margir stúdentar hafa af Leiguhúsnæði að fórna fermetrum, geymslum því áhyggjur hvað taki við 26% og bílskúrum til að geta eignast eftir foreldrahús, stúdentaíbúð. Fólk er ekki að sækjast eftir garða og leiguhúsnæði og könnþessu í dag. Ég er samt ekki að tala un okkar sýnir að 74% nemenda um að nú eigi bara að gera gáma fyrir telja sig ekki geta verið komna í eigið ungt fólk heldur viljum við benda á að í dag eru húsnæði fimm árum eftir að hafa klárað uppi aðrar hugmyndir um húsnæði en áður, við erum nám. Þetta er áhyggjuefni því þetta þýðir að ungt fólk sveigjanlegri.“ getur fest á leigumarkaðnum því það getur ekki lagt til hliðar. Og það vill enginn vera á leigumarkaðinum Halla Harðardóttir á Íslandi í dag sem er svo óstöðugur að fólk þarf að flytja á hverju ári. halla@frettatiminn.is

Greint var frá helstu niðurstöðum úr árlegri greiningu Samtaka iðnaðarins á íbúðamarkaði á fundi í gærmorgun, fimmtudag. Íbúðum í byggingu fjölgar og framleitt magn verður í takti við þörf næstu ára. Enn er þó áskorun að mæta uppsafnaðri þörf á markaðnum.  Greining SI sýnir að framboð á nýju húsnæði á næstu þremur árum verði í takti við áætlaða þörf fyrir nýjar íbúðir á þessu árabili  Uppsafnaðri þörf síðustu ára hefur þó ekki verið mætt. Skorturinn setur þrýsting á verð.  Mikil nauðsyn á samhæfðum aðgerðum til að stytta framleiðslutíma  Frá 2005 hefur ungu fólki (25-43 ára) sem býr hjá foreldrum sínum fjölgað um 60%.

Hugmyndir Stúdentaráðs að lausnum:  Fella niður stimpilgjöld af fyrstu íbúð.  Skoða að bjóða ungu fólki skattlaust ár til að auðvelda fyrstu kaup.  Einfalda byggingaregluverkið þannig að hægt sé að bjóða ódýrt, lítið og vel nýtt húsnæði.  Slaka á kröfum um greiðslumat.


ÍSLENSKA/ SIA.IS/ SFG 76551 10/15

LÁTTU EKKI UMBÚÐIRNAR BLEKKJA ÞIG ÞAÐ VILJA ALLIR SVEPPIR VERA FLÚÐASVEPPIR Við erum upp með okkur. Það að aðrir sveppir séu í eins öskju og kalli sig fínum íslenskum nöfnum bara til þess að líkjast meira hinum rammíslensku Flúðasveppum segir okkur að við erum klárlega að gera eitthvað rétt. Við látum það þó ekki stíga okkur til höfuðs heldur hvetjum fólk til að gá að upprunalandi á öllum umbúðum. Íslenskir Flúðasveppir halda áfram að vera góð fyrirmynd erlendra sveppa, því að það er það sem góðir leiðtogar gera.

islenskt.is


4

fréttir

helgin 13.-15. nóvember 2015

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

vetur í kortunum Nú er útlit fyrir breytingar framundan, en þrálatar suðlægar áttir gefa eftir og við tekur norðanátt með tiltölulega köldu lofti. undanfarið hefur kólnað en nú hvessir austantil á landinu og má búast við stormi og talsverðri ofankomu um tíma þar í dag. á sunnan- og vestanverðu landinu styttir upp í norðanáttinni. á morgun dregur smám saman úr vindi en áfram verður einhver éljagangur norðanlands og austan. á sunnudag hvessir aftur úr austri og vissara að fylgjast með veðurspam ef ætlunin er að ferðast a milli landshluta. elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is

-1

-3

2

0

-2

-1

1

-2

0

-2

3

-4

0

4

3

N 13-20 m/s A-til ANNArs hægAri. skýjAð og sNjókomA N-til eN slyddA á Ausfjörðum.

NA 5-13 m/s. Él N- og A-lANds eN bjArtviðri s- og v-lANds. áfrAm svAlt.

vAxANdi A-læg átt og úrkomu víðA um lANd. hlýNAr.

höfuðborgArsvæðið: Norðaustlæg átt og bjartviðri. KólNar.

höfuðborgArsvæðið: Na-læg átt, léttsKýjað og frost .

höfuðborgArsvæðið: Na-gola eN hvessir síðdegis. bjartviðri.

 neytendamál aFnám tolla veldur misskilningi

68% Gagnrýndu ríkisstjórnina björk guðmundsdóttir tónlistarkona og andri snær Magnason rithöfundur héldu blaðamannafund í gamla bíói á airwaves-hátíðinni þar sem þau mótmæltu áformum um sæstreng frá íslandi til bretlands. á fundinum bað björk heimsbyggðina um stuðning gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar íslands.

16%

færri umsóknir um námslán vegna náms á íslandi hafa borist líN í ár en á sama tíma í fyrra. Munar þar 1.000 nemendum.

16,7

milljarða hagnaður varð á rekstri íslandsbanka fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við 18,2 milljarða á sama tímabili í fyrra.

3.120

K O N T O R R E Y K J AV Í K - A LV / 1 5 0 1 2

íslenskir ríkisborgarar fluttu frá landinu á fyrstu níu mánuðum ársins, um 1.130 fleiri en fluttu til landsins á tímabilinu.

af rekstrarkostnaði strætó í fyrra var greiddur af hinu opinbera, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og úr ríkissjóði.

Mikil ólga vegna kynferðisbrota tveir menn hafa verið kærðir fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum í síðasta mánuði. í kjölfar umfjöllunar fréttablaðsins um málin voru mennirnir nafngreindir á samfélagsmiðlum og myndir birtar af þeim. Mörg hundruð manns mótmæltu fyrir framan lögreglustöðina við Hverfisgötu á mánudag, meðal annars því að mennirnir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. vilhjálmur h. vilhjálmsson, verjandi annars mannsins, hefur kært konurnar fyrir rangar sakargiftir og krefur fréttablaðið um leiðréttingu á fréttaflutningi sínum. verjandi kvennanna hyggst kæra vilhjálm fyrir að ljóstra upp viðkvæmum upplýsingum um málið.

fram hefur komið í fréttum að tollur sem afnuminn verður um áramót af fatnaði og skóm sé 15% en sú er alls ekki raunin í öllum tilfellum.

Kaupmenn ósáttir við villandi fréttaflutning

Afnema á tolla af nokkrum vöruflokkum um áramótin, þar á meðal fatnaði og skóm og komið hefur fram í fréttum að þeir séu 15% af vöruverði. sú er þó alls ekki raunin í öllum tilfellum og verslunarmenn telja mjög villandi að setja dæmið þannig upp, það veki vonir viðskiptavina um 15% lækkun á öllum vörum.

Þ Hér er engan veginn um einhverja 15% lækkun á verði á öllum vörum að ræða í kjölfar afnáms tolla. Það er beinlínis verið að blekkja neytendur með þessu tali um 15% verðlækkun.

etta er mjög villandi fréttaflutningur,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstarstjóri Zöru á Íslandi. „Þessi 15% tollur leggst eingöngu á vörur sem framleiddar eru utan Evrópska efnahagssvæðisins, vörur sem framleiddar eru innan þess bera ekki tolla. Í búð eins og Zöru, sem er spænskt fyrirtæki, er minnihluti varanna framleiddur utan EES þannig að hér til dæmis er engan veginn um einhverja 15% lækkun á verði á öllum vörum að ræða í kjölfar afnáms tolla. Það er beinlínis verið að blekkja neytendur með þessu tali um 15% verðlækkun.“ Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir vissulega rétt að vörur framleiddar innan Evrópu beri ekki tolla hérlendis, en mikið af þeim vörum sem fluttar séu hingað frá Evrópu sé framleitt utan hennar og tollað samkvæmt því. „Það er vissulega þannig að þessir tollar koma mjög mismunandi út eftir því hvert upprunaland vörunnar er og hvaða leið fatnaðurinn fer til Íslands. Og það er auðvitað vert að hafa í huga í þessu sambandi að tollaafnámið þýðir ekki flata verðlækkun upp á 15% á öllum fatnaði og skóm en hins vegar þýðir

þetta verðlækkun á ákveðnum vörum og þar með hagsbót fyrir neytendur.“ Í frétt frá Viðskiptaráði kemur fram að ýmsar verslanir hafi tekið þá ákvörðun að lækka vöruverð sem tollunum nemur nú þegar, þótt þeir verði ekki afnumdir fyrr en um áramót, til að tryggja jafna veltu. Þekkt er að fyrir boðaðar verðlækkanir haldi kaupendur að sér höndum og bíði eftir að þær verði að veruleika þannig að samdráttur verði í sölu. Frosti telur það mjög af hinu góða fyrir neytendur að verslanir bregðist við með þessu móti og segir fulla ástæðu til að ganga hratt til verks og flýta boðuðu tollaafnámi sem á að koma til framkvæmda um áramótin 2016/2017 og koma þannig til móts við bæði verslanirnar og neytendur. „Þar má til dæmis nefna barna-, bygginga-, heimilis-, íþróttaog snyrtivörur ásamt heimilistækjum og myndavélum og við teljum fulla ástæðu til að hvetja stjórnvöld til að flýta framkvæmd þess afnáms svo ekki komi til þess samdráttar í sölu sem jafnan verður eftir að slíkt hefur verið boðað.“ friðrika benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


www.volkswagen.is

Frumsýnum á morgun nýjan og glæsilegan Volkswagen Caddy!

Nýr Volkswagen Caddy Velkomin á frumsýningu á nýjum og glæsilegum Volkswagen Caddy laugardaginn 14. nóvember milli klukkan 12 og 16. Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými. Við bjóðum þér að líta við í sýningarsal VW Atvinnubíla og kynnast honum betur.

Nýr Volkswagen Caddy kostar frá: 2.760.000 kr. (án vsk. 2.225.806 kr.)

HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu.

www.volkswagen.is

Atvinnubílar


6

fréttir

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 Bækur Útk alli í hamfar asjó eftir óttar sveinsson komin Út

Arngrímur í útgáfuhófi með gömlum togarajöxlum yfirvélstjóri á Þorkeli mána, Valdimar Tryggvason, loftskeytamaðurinn á sama skipi og stýrimaðurinn af Marz, Albert Stefánsson, sem kom Þorkeli mána til bjargar á örlagastundu. Einnig mættu aðstandendur, börn sjómannanna af Júlí frá Hafnarfirði, sem fórst með 30 manns í þessu veðri, og að síðustu Arngrímur Jóhannsson, síðar þekktur sem flugstjóri, þá loftskeytamaður á Harðbaki frá Akureyri, en hann lenti í sömu hremmingum því einnig var barist upp á líf og dauða um borð í Harðbaki, Júní, Marz, Norðlendingi, Bjarna riddara og fleiri togurum. Í sama örlagaveðri barst tilkynning frá danska skipinu Hans Hedtoft; „SOS, við sökkvum“.

Á þriðja hundrað íslenskir sjómenn horfðust í augu við dauðann á Nýfundnalandsmiðum í febrúar 1959 í hrikalegu sjóveðri og ísingu. Togarinn Þorkell máni frá Reykjavík lá eins og ísborg á hliðinni og skipverjar töldu víst að síðasta stundin væri runnin upp enda öldurnar á við átta hæða hús. Vírar og kaðlar voru eins og tunnubotnar vegna ísingarinnar. Áhöfn togarans brá á það örþrifaráð að losa sig við björgunarbátana og logskera davíðurnar burt til að létta skipið. Þetta er efniviður nýjustu bókar Óttars Sveinssonar, Útkall í hamfarasjó. Í útgáfuhófi síðdegis í gær, fimmtudag, voru meðal annarra Þórður Guðlaugsson, sem var

Arngrímur Jóhannsson flugstjóri, var á meðal gesta í útgáfuhófi Óttars Sveinssonar í gær. Arngrímur er á batavegi eftir að hafa lent í flugslysi í sumar. Ljósmynd/Hari

 heilBrigðismál 22% íslenskr a Barna glíma við geðsjÚkdóm

SÓFAR

TAXFREE Allir sófar á taxfree tilboði*

Ungmennaráð UNICEF á Íslandi afhenti ráðherra síma með 2.200 ósvöruðum símtölum í gær, fimmtudag. Með því vilja ungmennin vekja athygli á því að börn í vanda eigi alls ekki heima á biðlistum.

CLEVELAND

Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm

96.766 kr. 119.990 kr.

Minna ráðherra á neyð barna með geðsjúkdóma Ungmennaráð UNICEF á Íslandi afhenti í gær, fimmtudag, Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra risavaxinn síma með 2.192 ósvöruðum símtölum til að minna hann á að kalli margra barna um hjálp vegna geðræns vanda væri ósvarað.

v

ELLY

Þriggja sæta sófi. Litir: Ljós- og dökkgrár, gráblár, sandbleikur og dustygrænn. Stærð: 183 x 82 x 85 cm

80.637 kr. 99.990 kr.

COSTA

Tungusófi. Vinstri tunga. Hvítt eða svart bongo áklæði. Stærð: B:340 D:240/163 cm

322.573 kr. 399.990 kr.

SÓFAR

TAXFREE

Allir sófar á taxfree

* Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Gildir ekki á Kamma afmælissófanum.

www.husgagnahollin.is 558 1100

Þú finnur nýja sófaTAXFREE­ blaðið á husgagnahollin.is

tilboði*

CLEVELAND

Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm

96.766 kr. 119.990 kr.

Húsgagnahöllin 50 ára Reykjavík, Akureyri

og Ísafirði

* Taxfree tilboðið gildir bara jafngildir 19,35% afslætti. á sófum og

www.husgagnahollin.is

Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði.

Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Gildir ekki á Kamma afmælissófanum.

Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða.

iðbrögðin voru miklu sterkari en við áttum von á. Við auglýstum símanúmer sem við buðum fólki að hringja í til að sýna málefninu stuðning. Yfir 2.000 símtöl bárust og við bentum ráðherra á að allt þetta fólk hefði verið að reyna að ná í hann út af úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga,“ segir Sara Líf Sigsteinsdóttir, varaformaður ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, en aðgerðin er liður í Heilabroti, átaki ungmennaráðs UNICEF sem fór fram á dögunum.

Mörg börn á biðlistum

„Við bentum ráðherranum á að það væri mikilvægt og verðmætt að hafa börn með í ráðum, til dæmis þegar samin væri ný geðheilbrigðisstefna eins og nú væri verið að gera. Þau hefðu aðra sýn en þeir sem eru fullorðnir,“ segir Sara Mansour, formaður ungmennaráðs UNICEF á Íslandi. Um leið og ungmennin afhentu ráðherra símann í gær áttu þau fund með honum þar sem þau kynntu Heilabrot og hvers vegna þau fóru af stað með átakið. Fram kom að biðlistar væru alltof langir og börn þyrftu að bíða lengi eftir nauðsynlegri aðstoð. Ráðherra tók ungmennaráðinu vel, sagði framtak þess frábært og að hann væri mikill stuðningsmaður þess að umræða um geðheilbrigðismál yrði opnari.

Stuttmynd sem vakti athygli

Stuttmyndin Heilabrot sem markaði upp-

haf átaksins vakti gríðarlega athygli en hún var öll unnin af ungmennaráði UNICEF á Íslandi, í samstarfi við unga kvikmyndagerðarmenn í Esja Production. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Stuttmyndin var í október sýnd í framhaldsskólum um land allt og vakti mikla athygli. Einum Facebook-pósti með stiklu úr myndinni var meðal annars deilt yfir 800 sinnum og stiklan þar spiluð 56.000 sinnum. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Í myndinni Heilabrot kemur fram að:

 18.000 íslensk börn glíma við geðrænan vanda, það eru 22% allra barna á Íslandi.  Aðeins 20% þeirra fá hjálp við hæfi  400 börn sem fengið hafa tilvísun bíða nú eftir þjónustu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarstöðinni.


VerkFæri sem hægt er að treysta ! olíuSíuSETT 16 STK Passar fyrir 16 stærðir af olíusíum. 66 - 108mm 3 arma olíusíutöng fylgir 65 - 120mm ð 6” stær

16.900

vnr IBTJGAI1601

3.900

m/vsk

m/vsk

6.900

m/vsk

9.900

m/vsk

Okkar besta verð

FElguToppASETT 3 STK 14.900

5.900

m/vsk

m/vsk

8.900

m/vsk

vnr IBTGDAI0301

7 SKúFFuR 283 verkfæri

Stærðir: 17, 19, og 21mm Sterk plasttaska

2.690

177.750 m/vsk

m/vsk

Fullt verð 3.480

TopplyKlASETT 94 STK 1/4” 4 - 14 mm 1/2” 10 - 32 mm Bitar og fl. Sterk plasttaska vnr IBTGCAI094R

5 SKúFFuR 157 verkfæri

129.900 m/vsk

16.900

m/vsk

Fullt verð 22.073

VERKFÆRASETT 96 STK Toppar 1/4” - 1/2” 4 - 32 mm Toppar, lyklar, skrúfjárn, töng Nippillyklar og fl. Sterk plasttaska vnr IBTGCAI9601

21.900

VERKFÆRASETT 106 STK

Fullt verð 35.909

Toppar 1/4 - 1/2” 4 - 32 mm Fastir lyklar 6 - 22mm Kertatoppar, bitasett og fl. Sterk plasttaska vnr

VERKFÆRASETT 151 STK

IBTGCAI106B

20.900

m/vsk

Toppar 1/4 - 3/8 - 1/2” Stærðir 4 - 32 mm Djúpir toppar, bitar og fl. Sterk plasttaska

m/vsk

Fullt verð 32.535

vnr

NÝ VERSLUN Skútuvogi 1, Reykjavík

www.sindri.is / sími 575 0000

IBTGCAI151R

29.900

Fullt verð 39.688

Viðarhöfða 6, Reykjavík / Skútuvogi 1, Reykjavík / Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði

m/vsk


8

fréttir

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Ert þú að flytja? Leigir bílinn og ekur sjálf/ur

www.cargobilar.is

 Viðskipti 59% Meiri rekstr arhagnaður

Besta afkoma Ölgerðarinnar frá upphafi Rekstrarhagnaður Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar fyrir fjármagnskostnað var 59% meiri árið 2014 en árið áður, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. EBITDA (afkoma áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna, vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta) var 1.642 milljónir króna en var 1.204 milljónir árið 2013. Velta á rekstrarárinu, sem lauk 28.2. 2015, var 19,6 milljarðar króna og jókst um 6,5% milli ára, að því er fram kemur í tilkynningu. „Þetta er besta afkoma Ölgerðarinnar frá upphafi og við erum afskaplega stolt af þessum

frábæra árangri,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Launagreiðslur til starfsmanna námu 2,5 milljörðum króna en alls störfuðu 334 starfsmenn hjá fyrirtækinu og fjölgaði störfum um 14. Hagnaður fyrirtækisins fyrir tekjuskatt reyndist 600 milljónir króna. Tekjuskattur var tæpar 400 milljónir króna en hann var að mestu tilkominn vegna ákvörðunar ríkisskattstjóra um öfuga samruna. Heildareignir Ölgerðarinnar voru 13 milljarðar króna og vaxtaberandi langtímaskuldir 7,4 milljarðar.

Andri Þór Guðmundsson.

 eVrópuMót sk áksVeitir fr á 35 lönduM keppa hér

Friðrik Ólafsson er í „gullaldarliði“ Íslendinga ásamt Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og Margeiri Péturssyni. Hér stendur Friðrik hjá Hannesi Hlífari Stefánssyni sem teflir í hinni íslensku sveitinni.

Stærsti skákviðburður á Íslandi síðan 1972

Magnús Carlsen heimsmeistari leiðir lið Norðmanna og heimsmeistari kvenna er í sveit Úkraínu. Friðrik Ólafsson er í gullaldarliði Íslendinga sem senda tvær sveitir.

M

esta skákveisla ársins í heiminum hefst í Reykjavík í dag, föstudag, og stærsti skákviðburður á Íslandi síðan 1972 er Fischer og Spassky mættust í heimsmeistaraeinvíginu fræga. Evrópumót landsliða í skák fer fram í Laugardalshöllinni og stendur til 22. nóvember. Heimsmeistarinn í skák, Norðmaðurinn Magnus Carlsen, fer fyrir landsliði Norðmanna. Magnað er einnig, að sögn Hrafns Jökulssonar upplýsingafulltrúa, að Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, skuli tefla á mótinu í íslensku gullaldarliði. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, hefur unnið þrotlaust að þessum stórviðburði í mörg ár, segir Hrafn. Auk Carlsen heimsmeistara og Mariya Muzychuk, heimsmeistara kvenna, keppa margar stórstjörnur skáklistarinnar á mótinu og má þar nefna Anish Giri, Levon Aronian, Alexander Grischuk, Vassily Ivanchuk, Peter Svidler, Alexei Shirov, Nigel Short, Ivan Sokolov og Luke McShane. Íslendingar mega tefla fram tveimur liðum í opnum flokki og er Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands, í „gullaldarliðinu“ ásamt Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og Margeiri Péturssyni. Hin íslenska sveitin er skipuð Hannesi Hlífari Stefánssyni, Héðni Steingrímssyni, Hjörvari Steini Grétarssyni, Henrik Danielsen og Guðmundi Kjartanssyni. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki og 30 í kvennaflokki, og er helmingur af tuttugu stigahæstu skákmönnum heims skráður til leiks. Af 178 keppendum í opnum flokki eru 133

Mariya Muzychuk, heimsmeistari kvenna, teflir með úkraínska liðinu.

stórmeistarar, og í kvennaflokki eru 13 stórmeistarar meðal 146 keppenda. Á Evrópumótinu eru tefldar 9 umferðir og er hvert lið skipað fjórum liðsmönnum, auk varamanns. Rússar mæta með sterkustu sveitina á pappírnum, en meðalstig liðsmanna eru 2743. Næstir koma grannar þeirra í Úkraínu (2725) og Aserbaídsjan (2707). Íslenska sveitin er í 24. sæti af 36 á stigalistanum með 2557 meðalstig og gullaldarliðið hefur 2525. Evrópumót landsliða var fyrst haldið í Vínarborg árið 1957 og fer nú fram í 20. skipti. Sovétmenn urðu Evrópumeistarar 9 skipti í röð og Rússar hafa unnið titilinn þrisvar. Rússnesku stórstjörnunum hefur þó mistekist að sigra á EM á síðustu þremur mótum, að sögn Hrafns, en Aserar eru ríkjandi Evrópumeistarar, sigruðu í Varsjá 2013. Í kvennaflokki eru sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu langstigahæstar. Úkraína sigraði á Evrópumótinu fyrir 2 árum, en áður höfðu rússnesku stúlkurnar sigrað þrjú ár í röð. Heimsmeistari kvenna, Mariya Muzychuk, teflir með úkraínska liðinu, og munu, að sögn Hrafns, langflestar af sterkustu skákmönnum heims leika listir sínar í Laugardalshöllinni. Íslenska kvennaliðið er númer 29 af 30 í styrkleikaröð EM kvenna. Lenka Ptacnikova fer fyrir íslensku sveitinni sem jafnframt er skipuð Guðlaugu Þorsteinsdóttur, Elsu Maríu Kristínardóttur, Hrund Hauksdóttur og Veroniku Steinunni Magnúsdóttur. Jónas Haraldsson jonas@fréttatiminn.is

Magnús Carlsen heimsmeistari leiðir lið Norðmanna.


Kynntu þér kostina á kreditkort.is

Kortið er gefið út af Kreditkort í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.

Njóttu ferðalagsins með Business og Premium Icelandair American Express®. Þú getur slakað á í betri stofunni í Leifsstöð þegar þú flýgur með áætlunarflugi Icelandair.


10

fréttaskýring

Helgin 13.­15. nóvember 2015

SprengiSandur Til að fá úr því skorið hvort hálendisleið sé raun­ hæfur kostur hóf Landsnet á síðasta ári undirbúning mats á umhverf­ isáhrifum Sprengisandslínu, um 195 km langrar 220 kV háspennulínu frá Langöldu á Landmannafrétti að Eyjadalsá vestan Bárðardals, en há­ spennulínur á þessu spennustigi eru matsskyldar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Í tillögu Landsnets eru bornir fram þrír val­ kostir til að styrkja flutning raforku um landið og sá möguleiki að 50 km af leiðinni verði í jarðstreng tengist þeim öllum. Landvernd mótmælir því að ekki skuli vera gerð grein fyrir möguleika á jarðstreng yfir allt hálendið í matsáætluninni.

guðmundur ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.

Hvað á að friða? Hjá Skipulagsstofnun er nú til umfjöllunar tillaga Landsnets að matsáætlun fyrir um­ hverfismat Sprengi­ sandslínu. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út 17. nóvember næst­ komandi. Stefnt er að því að haustið 2016 verði umhverfismat tilbúið. Tæplega 33.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun „Hjarta landsins“ til stjórn­ valda þess efnis að hálendið verði friðað. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir brýnt að skýrt sé tekið fram hvaða hluta hálendisins eigi að friða.

Þ

að eru tveir möguleikar í stöðunni. Að flytja orkuna yfir Sprengisand eða fara svokallaða byggðaleið sem er hringinn í kringum landið,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, aðspurður um möguleikana til að styrkja flutningskerfi raforku. „Tilgangur mögulegrar framkvæmdar á Sprengisandi er að bæta raforkukerfi landsins en óstöðugleiki í rekstri byggðalínunnar og takmarkanir á orkuafhendingu standa í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun víða á landinu. Það liggur fyrir að það er ekki næg orka á Norður-og Austurlandi. Þar hafa til dæmis fiskvinnslustöðvar, mjólkurbú og bjórframleiðendur verið að kvarta. Það þarf að styrkja kerfið því gæðin eru óviðunandi. Þetta er bara ekki í takt við nútímasamfélag.“

Háspennulína eða jarðstrengur

Nú er til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun tillaga Landsnets að matsáætlun fyrir umhverfismat Sprengisandslínu. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út 17. nóvember næstkomandi. Guðmundur Ingi segir að verði áætlunin samþykkt eftir að athugasemdir hafi verið teknar til greina þá fari vinna við umhverfismat í gang sem ætti að vera tilbúið næsta haust. Í tillögu Landsnets eru bornir fram þrír valkostir til að flytja orkuna um landið og sá möguleiki að 50 km af leiðinni verði í jarðstreng tengist þeim öllum. Gísli Gíslason, landslagsarkitekt hjá

Steinsholti ehf og ráðgjafi Landsnets við vinnu á matsáætlun, segir valkostina þrjá í matsáætluninni vera á tiltölulega þröngu belti, um 10 km breiðu og að í megindráttum séu leiðirnar í námunda við núverandi Sprengisandsleið. Upphaflega var Vegagerðin þátttakandi í vinnu við matsáætlunina en hún hefur nú dregið sig úr ferlinu. Gísli segir þó tekið tillit til mismunandi veglína í vinnu við umhverfismat. „Okkur finnst eðlilegt að horfa á þessi mannvirki í samhengi ekki síst vegna þess að áhrif línunnar eru fyrst og fremst sjónræn. Þá skiptir auðvitað máli hvar aðal leiðin yfir sandinn er. Það mun þurfa línuveg, sem er í eðli sínu ekki merkilegur vegur, en það liggur auðvitað fyrir að það þarf að bæta þá vegi sem eru þarna fyrir.“

Hvað á að friða?

Sprengisandslína er umdeild á meðal þjóðarinnar því ljóst er að framkvæmdir myndu hafa mikil áhrif á miðhálendið. Ein helsta gagnrýni hefur komið frá aðilum sem koma að hálendisverkefni Landsverndar, „Hjarta landsins“, sem leggur til að hálendið verði gert að friðuðum víðernum, þeim stærstu í Evrópu. Tæplega 33.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun „Hjarta landsins“ til stjórnvalda þess efnis að hálendið verði friðað. Guðmundur Ingi segist ekki geta tekið afstöðu til þess en bendir á að kannski hafi ekki komið nógu skýrt fram hverskonar friðun sé verið að tala um. „Það hefur enginn

sagt hvaða miðhálendi þetta er en það getur skipt miklu máli. Við gætum tæknilega verið með 50 km jarðstreng þvert yfir hálendið en ef menn eru að tala um eitthvað miklu stærra svæði þá er ekki víst að það sé mögulegt. Okkar mat er að umverfisvænst sé að fara yfir hálendið, það kemur best út meðal annars vegna þess að byggðalínan liggur líka að hluta til um miðhálendið, t.d. yfir Fjallabakssvæðið. Við verðum að fara vel í fagvinnuna, meta kosti og galla og taka svo upplýsta ákvörðun.“ „Línan myndi skera hálendið í tvennt, eyðileggja upplifun ferðamanna og útiloka að hægt verði að stofna þjóðgarð á miðhálendinu og þar með einstök tækifæri til atvinnusköpunar á landsbyggðinni“, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, en Landvernd hefur sett upp áskorun á vefnum þar sem fólki gefst kostur á að taka undir kröfu samtakanna um að Landsnet falli frá nýútkominni áætlun sinni um Sprengisandslínu og að Skipulagsstofnun hafni matsáætlun um umhverfismat línunnar, því á henni séu verulegir annmarkar.

Beðið eftir nýrri landsskipulagsstefnu

Að mati Landverndar verður Landsnet að gera grein fyrir jarðstreng yfir allt hálendið í matsáætlun sinni, en ekki bara 50 km kafla og framkvæma sameiginlegt umhverfismat fyrir Sprengisandslínu og háspennulínur í byggð frá Blöndu í Fljótsdal, því þær

gísli gíslason landslagsarki­ tekt.

guðmundur ingi guðbrandsson, formaður Land­ verndar.

línur séu hluti af heildaráformum Landsnets. „Þetta eru tæknilegu atriðin, en í reynd er þetta ósköp einfalt: Viljum við eyðileggja það aðdráttarafl sem óbyggðir okkar og víðerni hafa fyrir okkur sjálf og erlenda ferðamenn sem halda uppi stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnuveg landsins, ferðaþjónustunni?“, spyr Guðmundur Ingi sem telur einnig æskilegt að Alþingi kláraði afgreiðslu landsskipulagsstefnu en umhverfis- og auðlindaráðherra lagði fram tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu á Alþingi í byrjun haustþings og er tillagan nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Í tillögu að landsskipulagsstefnu er sett fram stefna um að meiri háttar mannvirkjagerð verði beint að stöðum sem rýra ekki landslagsheildir hálendisins. Búist er við því að Alþingi ljúki afgreiðslu hennar fyrir þinglok. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Byggðu upp þinn sjóð með reglubundnum sparnaði Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í áskrift er góð leið til að byggja upp eignasafn.

Lágmarksupphæð aðeins 5.000 kr. á mánuði.

100% afsláttur af upphafsgjaldi í áskrift í sjóðum.

Enginn fjármagnstekjuskattur greiddur fyrr en við innlausn.*

*Skattameðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíð.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Glæsilegt úrval af ljósaseríum 20% afsláttur af af öllum inni og útiseríum

Grenið er komið!

SérTilBoð

33% AfsLátTur aF cOnNecT A lIghT sAmtEnGjaNlEguM útIseRíum verÐ 3.980kR VErð áðuR 5.980kR

sAmTenGjAnlEgaR eKkeRt SnúrUveSeN

hEnTa VeL vIð ísLenSkAr AðStæðuR

Lýsum upp skammdegið Mikið úrval fallegra ljósa

tIlBoð GilDA 12.- 16. nóvEmbER 2015

bAra eIn Kló

tIlBoð JólAstJaRna rauÐ Með PotTi

vErð 1.890Kr

LítIll sýpRus Með PotTI

vErð 990kR

oPið Til

21:00

ölL kVölD

2 Í ^ _^ ^Ï?ÏlÏ>=9Ï<<99ÏlÏÏÌ^ Í ^


12

fréttir

Helgin 13.-15. nóvember 2015

1.000.000

Sprenging í ferðaþjónustu Á skömmum tíma hefur ferðaþjónusta orðið stærsti atvinnuvegur Íslendinga, skákar bæði sjávarútvegi og stóriðju þegar litið er til gjaldeyristekna. Reiknað er með að erlendir ferðamenn sem hingað koma verði um 1. 250 þúsund í ár en þeir voru tæplega milljón í fyrra. Á meðfylgjandi grafi má greina sprenginguna sem gosið í Eyjafjallajökli, árið 2010, hafði á ferðaþjónustuna.

2014

2010

Eyjafjallajökull Ferðamannasprengjan byrjar eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010, sem vakti heimsathygli á Íslandi.

Gja ldeyr istek jur 2014

1000

Ferðaþjónustan

milljarðar

303

milljarðar króna. Sjávarútvegur

241

milljarður króna. Stóriðja

233

milljarðar króna.

Um 75% ferðamanna í október síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bretar

24,4%

Bandaríkjamenn

16,3%

Norðmenn

6,3%

Þjóðverjar

5,8%

Danir

5,0%

Áætlað er að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu muni fara úr 350 milljörðum króna í ár í 620 milljarða árið 2020 og yfir 1.000 milljarða árið 2030.

39% aukning 1985

1949

Árið 1985 fór fjöldi ferðamanna í fyrsta sinn yfir 100.000.

0

Í september fóru 123 þús erlendir ferðamenn frá landinu, rúmlega 39% fleiri en í september í fyrra. Heimild: Hagstofa Íslands.

Volkswagen Crafter Extreme Edition Volkswagen Crafter er hannaður til að takast á við krefjandi verkefni þar sem styrkur og notagildi eru í forgangi. Crafter er einstaklega hagkvæmur og er með mjög öflugum en jafnframt sparneytnum díeselvélum. Volkswagen Crafter er með 3 ára ábyrgð og allt að 250.000 km akstur. Líttu við og í sýningarsal VW Atvinnubíla og kynntu þér einstaklega vel útbúinn Volkswagen Crafter Extreme Edition.

Staðalbúnaður • • • • • • • • • • • • • • •

Rennihurðir á báðum hliðum 16“ stálfelgur Lokað skilrúm með glugga ABS / EBV ESP stöðugleikastýring og spólvörn Bekkur fyrir 2 farþega með geymslukassa Loftpúðar fyrir ökumann og farþega Útvarp með SD kortarauf Klukka Fullkomin aksturstölva Glasahaldari Fjarðstýrðar samlæsingar Rafstýrðir upphitaðir hliðarspeglar Hæðarstillanlegt öryggisbelti 270° opnun á afturhurðum

Mögulegur valbúnaður • Dráttarbeisli 180.000. kr m/vsk

Aukalega í Volkswagen Crafter Extreme Edition • Hraðastillir (Cruise control) • Bluetooth símkerfi • Hiti í bílstjórasæti • Fjaðrandi hæðastillanlegt ökumannssæti með armpúða • Vélarhitari með fjarstýringu og tímastilli • Rafmagns-miðstöðvarhitari • Aðgerðastýri • Fjarlægðaskynjarar með bakkmyndavél • Díóðulýsing í flutningsrými • Klæðning og rennur í flutningsrými

Crafter Extreme Edition kostar aðeins frá

4.596.774 kr. án vsk

Fyrir erfiðustu verkin Atvinnubílar


Besta sjónvarpið ? Samsung UE55JS9005 hlaut hæstu heildareinkun í gæðakönnun Neytendablaðsins og ICRT, sem eru óháð alþjóðleg samtök rannsókna og prófana. Niðurstöður þessarar könnunar voru að 24 af 25 bestu sjónvörpum í stærðum 47” til 55” voru frá Samsung, skv. frétt Viðskiptablaðsins 24. september sl. http://vb.is/frettir/samsung-med-mikla-yfirburdi-i-gaedakonnun-neytendabladsins/121050/

24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT

UE55JS9005

1 FYRSTa SUHD sjónvarpið kemur frá Samsung

2.5 myndin er 2.5 sinnum bjartari en í venjulegum sjónvörpum

64

88

Quantum litatæknin gefur 64 sinnum fleiri liti en í venjulegum sjónvörpum

Samsung býður þrjár nýjar línur af SUHD sjónvörpum frá 48“ til 88“

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · ormsson.is/samsungsetrid


nærmynd

14

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Stígur fram úr skugga Jóns Gnarr

Það heyrir vart til tíðinda lengur þegar fjölmiðlafyrirtækið 365 tilkynnir um skipulagsbreytingar – þá er jafnan fólki sagt upp störfum og breytingar verða á því hverjir fá eigin skrifstofu og hverjir eru á gólfinu – og alltaf eiga þessum breytingum að fylgja mikil tækifæri. Á dögunum voru kynntar skipulagsbreytingar á dagskrársviði fyrirtækisins og þar var kynnt til leiks Hrefna Lind Heimisdóttir sem ber titilinn ritstjóri dagskrársviðs og á að stýra nýrri handritadeild þess. Þetta er sama Hrefna Lind og titluð er meðhöfundur að nýjustu bók Jóns Gnarr – sem einmitt er yfirmaður hennar í nýja starfinu. Við kynntum okkur þessa konu sem á nokkrum árum hefur farið frá því að sitja á skólabekk og yfir í að vera ein áhrifamesta konan í íslenskum fjölmiðlum.

H

refna Lind Heimisdóttir er fædd síðla árs 1975 og fagnar því fertugsafmæli sínu í næsta mánuði. Mamma hennar var fimmtán ára þegar hún átti hana og Hrefna var ung þegar foreldrar hennar skildu. Hún ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður í Hveragerði. Að loknu stúdentsprófi stundaði Hrefna nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist með BApróf árið 2005 og lokaritgerð hennar fjallaði um Nietzsche og einstaklingshyggjuna. Síðar lagði Hrefna stund á mastersnám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu sem hún lauk í janúar 2012. Þar kallaðist lokaritgerð hennar: Að skilja kjarnann frá hisminu. Ritstjórn, verklag og siðareglur fjölmiðla. Hrefna veltir þar upp spurningum um hvort lagalegur og siðferðilegur rammi fjölmiðla sé fullnægjandi hér á landi: „Sérstaklega verður varpað fram spurningum um ritstjórnarlega rétt-

lætingu þess að birta nöfn grunaðra manna þar sem sakborningar lýsa allir yfir sakleysi sínu og hvort og hvernig slík umfjöllun samræmist siðareglum og lögum,“ segir í kynningu á ritgerðinni á Skemmunni. Því miður er ekki hægt að kynna sér efni hennar nánar því ritgerðin er læst fram til ársins 2032. Hluti af mastersnámi Hrefnu Lindar var starfsnám og réð hún sig til bókaútgáfunnar Forlagsins. „Það eru margir nemar sem fara hér í gegn en þessi skar sig úr,“ segir einn samstarfsmanna þar. „Hún var allt önnur týpa en allir sem hér vinna – stífmáluð og vel til höfð – og í fyrstu spurði maður sig hvernig hún ætti að þrífast hjá okkur. Svo kom í ljós að þetta var mikil hæfileikakona. Hún reyndist eldklár í öllum störfum sem henni voru falin.“ Samstarf Hrefnu og Jóns Gnarr hófst á meðan hún var í starfsnámi hjá Forlaginu. Þá var Jón önnum

VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi inn upplýsingar á vr@vr.is fyrir 1. desember 2015. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: -

Lýsing á eign og því sem henni fylgir Ástand íbúðar og staðsetning Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni

Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað.

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS

kafinn í starfi sínu sem borgarstjóri í Reykjavík en var um leið að vinna að annarri bókinni um æsku sína, Sjóræningjanum. Hann var að leita að manneskju til að aðstoða sig við að slá inn hugmyndir og texta fyrir bókina og úr varð að þau Hrefna voru leidd saman. „Þau smullu svona rosalega vel saman, þó ólík séu. Þau höfðu greinilega mikla ánægju hvort af öðru,“ segir einn viðmælenda. Hrefna aðstoðaði Jón við skrif á Sjóræningjanum og síðan þá hafa þau unnið saman. Hún er með honum í handritshöfundateymi fyrir sjónvarpsþættina Borgarstjórinn og hjálpaði honum við skrif á þriðju sjálfsævisögulegu bókinni sem kom út á dögunum, Útlaganum. Öfugt við fyrri bókina er Hrefnu getið á titilsíðunni. Útlaginn er skrifaður „í samstarfi við“ Hrefnu. Hrefna ferðaðist meðal annars út til Bandaríkjanna til að skrifa með Jóni þegar hann dvaldist í Houston í Texas

Hrefna Lind Heimisdóttir

dóttir sem lést í bílslysi á Hellisheiði

Fædd 28. desember 1975

í árslok 2013 aðeins 21 árs að aldri.

Foreldrar: Guðrún Hanna Guð-

Samfeðra: Drífa Heimisdóttir,

mundsdóttir og Runólfur Þór Jóns-

Berglind Þöll Heimisdóttir, Dagmar

son, fósturfaðir. Faðir hennar heitir

Björk Heimisdóttir og Alla María

Olav Heimir Davidson, bifvélavirki er

Heimisdóttir.

búsettur er í Stafangri í Noregi.

Menntun: Stúdentspróf frá Mennta-

Maki: Friðjón Þórðarson (sonur

skólanum á Laugarvatni. BA í heim-

Þórðar Friðjónssonar, forstjóra

speki frá HÍ. Meistarapróf í hagnýtri

Kauphallarinnar).

ritstjórn og útgáfu frá HÍ.

Þau eiga samanlagt sex börn. Fyrir

Ferill: Aðstoð við skrif á bók Jóns

átti Hrefna son og Friðjón son og

Gnarr, Sjóræninginn.

dóttur. Saman eiga þau þrjú börn á

Einn handritshöfunda sjónvarps-

aldrinum sex til níu ára.

þáttanna Borgarstjórinn sem nú eru

Búseta: Garðabær.

í vinnslu.

Systkini: Sammæðra: Kristinn H.

Meðhöfundur bókar Jóns Gnarr,

Runólfsson, Thelma Rún Runólfs-

Útlaginn.

dóttir og Dagný Ösp Runólfs-

Ritstjóri dagskrársviðs 365.

fyrripart ársins. „Hún hefur reynst Jóni Gnarr algjör happafengur, hún sér um að balansera hann. Hann er með ríkt hugmyndaflug og fer í allar áttir en hún sér um að stýra hlutunum í skapandi og skynsamlegan farveg,“ segir samstarfsmaður þeirra beggja sem telur samstarf þeirra hafa verið gæfuspor – fyrir þau bæði. „Hún er harðdugleg og ákveðin,“ segir annar samstarfsmaður Hrefnu. „Hún er skipulögð og alltaf vel undirbúin. Hún hefur sínar skoðanir en hlustar líka á aðra og tekur nýjum hugmyndum mjög vel. Þetta er snjöll kona og með bein í nefinu.“ Fólk sem hef ur umgengist Hrefnu Lind segir að það geti tekið tíma fyrir hana að opna sig á nýjum stað, hún sé ekkert að blása út við fólk sem hún ekki þekkir. Hins vegar sé hún mjög opin fyrir öllu spjalli þegar fólk er farið að kynnast. Þannig er þessu farið á nýjum vinnustað hennar, 365 miðlum, þar sem hún hóf störf í síðustu viku. „Hún lítur út fyrir að vera bæði almennileg og klár og býður af sér mjög góðan þokka,“ sagði einn starfsmaður þar á bæ. Hrefna deilir skrifstofu með Jóni Gnarr og stýrir nýstofnaðri hand-

ritadeild fyrirtækisins. Ætlunin mun vera að auka framleiðslu á íslensku gæðasjónvarpsefni og starf Hrefnu felst í gæðastjórnun – að halda utan um alla þræði þar. Reyndar virðist enginn vita nákvæmlega hvað í starfi Hrefnu á að felast. Jón Gnarr tilkynnti á fundi að þau hafi unnið lengi saman og síðan þá hefur verið unnið að mótun þessarar nýju deildar með tilheyrandi fundahöldum. Ljóst má þó vera að Hrefnu er ætlað lykilhlutverk við hlið Jóns Gnarr. Uppgangur hennar frá því að sitja á skólabekk fyrir nokkrum árum og vera nú komin í háa stöðu í stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins er því afar athyglisverður. Fólk sem Fréttatíminn ræddi við lagði allt áherslu á hversu vel þau Hrefna og Jón nái saman. „Það skilja hvort annað mjög vel og hafa myndað náin og góð tengsl. Það er mjög gott fyrir fólk eins og Jón að hafa manneskju eins og Hrefnu í kringum sig – manneskju sem þeir treysta. Hún er algjör kjarnorkukona.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM HÚSGÖGNUM

MALIBU tungusófi Hallanlegt bak á tungu og innbyggður skemill í endasæti Stærð: 280X184cm TILBOÐSVERÐ: 232.200,-

JERSEY tungusófi Stærð: 250X165cm TILBOÐSVERÐ: 159.300,-

DAKOTA leðurtungusófi Stærð: 277X168cm Verð: 334.000,-

ERIC TV SKENKUR HNOTA/SVART HÁGLANS Breidd: 210cm Verð: 159.900,STÆKKANLEGT BORÐ Í HNOTU Stærð: 160(248)X100cm -Verð: 189.000,Stærð: 200(288)X110cm -Verð: 209.000,-

ERIC SKENKUR - HNOTA/SVART HÁGLANS Breidd: 170cm -Verð: 159.900,Breidd: 224cm -Verð: 219.000,-

NÝ SENDING AF LÖMPUM

Hvítur lampi Hæð: 55cm Verð: 28.000,-

Lampi króm/svartur skermur Hæð: 66cm Verð: 29.900,-

-20%

Krómlitur lampi HUGO STÓLL Hæð: 71cm Verð: 36.000,- TILBOÐSVERÐ: 14.320,-

Opið mán - fös: 10.00 - 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00 - 16.00 Sun 13.00 - 16.00

ENZO ARMSTÓLL Verð: 35.000,-

Ego Dekor - Bæjarlind 12 www.egodekor.is


ÞÚ FINNUR RÉTTA RÚMIÐ HJÁ OKKUR

STILLANLEGT RÚM

15 % A F S L ÁT T U R

Tvær Infinity heilsudýnur, 90 x 200 cm. Einnig fáanlegt með Tempur dýnum.

S E R TA R O YA LT Y HEILSURÚM

VERÐ FRÁ

Stærð: 180 x 200 cm.

581.500 K R .

15% A F S L ÁT T U R TIMEOUT HÆGINDASTÓLL OG SKEMILL 322.980 K R.

299.000 K R.*

379 .8 00 K R .

3 5 9 .9 0 0 K R .

* Aukahlutur á mynd: höfuðgafl

FA X A F E N I 5 Reykjavík 588 8477

DA L S B R AUT 1 Akureyri 588 1100

S KE IÐI 1 Ísafirði 456 4566

A F G RE IÐS LUT ÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is


Við höfum opnað endurbætta og glæsilega verslun í Faxafeni Bergur Konráðsson, kírópraktor, gefur góð ráð á laugardag frá 13 til 15. Léttar veigar í boði föstudag og laugardag. Komdu, njóttu og slakaðu á.

TVENNUTILBOÐ Dúnsæng og dúnkoddi 60% dúnn, 40% smáfiður.

23.840 K R .

15 % A F S L ÁT T U R ELEGANTE RÚMFÖT Þegar mjúkt á að vera mjúkt.

22.015 K R . 2 5 .9 0 0 K R .

HEILSUINNISKÓR Tilvalin jólagjöf. Inniskór sem laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt um hann.

3.900 K R .


18

viðhorf

Helgin 13.-15. nóvember 2015

LóABOR ATORíUM

LóA hjáLMTýsdóTTiR

Í fullkomnu flæði

Skikki komið á við gerð kjarasamninga

Þ

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Þrátt fyrir nær tvöfalt meiri launahækkanir hérlendis en á hinum Norðurlöndunum undanfarin 15 ár hefur kaupmáttur aukist helmingi minna hér en þar. Uppsafnað munar ríflega 14% í hreinum kaupmætti á þessum árum. Á þetta er bent í samkomulagi sem heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði gerðu í októberlok og var ekki vanþörf á, miðað við þróun kjarasamninga hér á landi. Þar kom enn fremur fram að verðbólga á Íslandi hefur verið þrefalt meiri en á hinum Norðurlöndunum síðustu fimmtán árin. Frá aldamótum hefur gengi krónunnar fallið um 50% en gengi mynta hinna Norðurlandanna haldist nær óbreytt gagnvart evru. Vegna mikillar verðbólgu Jónas Haraldsson og efnahagslegs óstöðugleika á Íslandi hafa vextir að jafnaði jonas@frettatiminn.is verið þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Þessa óheillaþróun þarf að stöðva. Fyrrgreint samkomulag aðila vinnumarkaðarins er nauðsynleg aðgerð í þá veru. Innistæðulaus krónutöluhækkun launa er ekki aðeins gagnlaus heldur beinlínis skaðleg vegna verðbólguáhrifa sem snerta alla. Það er aukning kaupmáttar sem skiptir máli. Samkomulagið, sem gert var undir forystu ríkissáttasemjara, nær til nær til 70% launafólks sem á aðild að stéttarfélögum en að því standa Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og samninganefnd ríkisins fyrir hönd fjármálaráðuneytisins. Það felur í sér mörkun sameiginlegrar launastefnu til ársins 2018 til að stöðva svokallað höfrungahlaup á vinnumarkaði. Nýtt samningalíkan gerir ráð fyrir því að svigrúm til launahækkana verði skilgreint út frá samkeppnisstöðu gagnvart helstu viðskiptalöndum, fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings eða í samkeppni við innflutning móti svigrúm til launabreytinga. Þá er gert ráð fyrir jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum markaði en jafnframt að opinberum starfsmönnum verði tryggð hlutdeild í

Sous Vide er matreiðsluaðferð sem felst í því að sjóða í lofttæmi við lágan og jafnan hita. Með því að elda við fullkomið hitastig – ekki of lengi og ekki of stutt – er hægt að hámarka bragðgæði matarins. Með Sous Vide-amboðinu frá Sansaire geta áhugamenn jafnt sem atvinnumenn náð fullkomnu valdi á hitastiginu og „súvídað“ í hvaða íláti sem er. Maður þarf ekki einu sinni að eiga pott. laugavegi 47 www.kokka.is

Höfrungahlaupið hamið

kokka@kokka.is

launaskriði á almennum markaði. Með þessum hætti er stefnt að því að kjarasamningar miði að því að auka kaupmátt á grundvelli stöðugs gengis. Með auknu samstarfi verði minni átök á vinnumarkaði sem hafi í för með sér aukinn efnahagslegan og félagslegan stöðugleika. Áhersla er lögð á sameiginlega ábyrgð enda er hlutverk vinnumarkaðar stórt, ásamt efnahagsstefnu stjórnvalda og peningastefnu Seðlabankans þegar kemur að stöðugleika. Þess vegna er þessi formlegi vettvangur mikilvægur þar sem forystufólk vinnumarkaðar, ríkisstjórnar og Seðlabankans geta stillt saman strengi. Fyrir löngu var tímabært að koma á þeim samráðsvettvangi. Vinnudeilur og þrálát verkföll undanfarinna missera – og lagasetning á verkföll – hafa enn og aftur sýnt okkur hve knýjandi þörfin er á breyttum vinnubrögðum. Viðsemjendur beggja vegna borðs hafa gert sér grein fyrir þessu en erfitt hefur reynst að koma í veg fyrir höfrungahlaupið svokallaða, sem litlu skilar þegar til lengri tíma er litið, nema verðbólgu sem étur upp þá kjarabót sem um var samið. Enn eru þeir þó til sem virðast vilja halda sig við gamla og úrelta fyrirkomulagið. Í kjölfar fyrrgreinds samkomulags hinna stóru aðila vinnumarkaðarins lagði Verkalýðsfélag Akraness fram stefnu í Félagsdómi gegn hópnum sem að því stendur. Haft var eftir Vilhjálmi Birgissyni, formanni félagins, að það væri mat þess að samkomulagið skerti samningsrétt og frelsi stéttarfélaganna. Það sé andstætt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þegar fyrirfram sé búið að ákveða hvað megi semja um. Sjálfsagt er að láta reyna á slíkt fyrir félagsdómi en ekki verður annað séð en það sé í þágu félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness, eins og annarra, að fremur sé stefnt að auknum kaupmætti en viðbótarkrónum sem brenna upp á verðbólgubáli. Aðilar beggja vegna borðs eru með hagdeildir sem vita um hvað er að semja, hvert svigrúmið er til launabreytinga. Kjarasamningar sem leiða til verðbólgu og rýrnunar krónu eru engum í hag. Samningarnir eiga, eins og nýtt líkan gerir ráð fyrir og fram kemur hér að ofan, að miða að auknum kaupmætti á grundvelli stöðugs gengis.

Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Skreytingameistarar Blómavals í 25 ár

Vigdís Guðrún Hrönn

Kristinn

Hjördís Jón Þröstur

gestaskreytir

Ásdís

gestaskreytir

Díana

SKREYTINGAKVÖLD BLÓMAVALS SKÚTUVOGI NG SKRÁNI

18. og 19. nóvember

Hin vinsælu jólaskreytingakvöld Blómavals í Skútuvogi og Akureyri

ER HAFIN

Skreytingameistarar Blómavals sýna það nýjasta og flottasta í jólaskreytingum og jólaskrauti. Gamla Sigtúnsliðið verður á staðnum sem gestaskreytarar. Aðgangur er ókeypis - takmarkað sætaframboð. Skráðu þig með því að senda tölvupóst á namskeid@blomaval.is eða í síma: 525 3000. Miðvikudagurinn 18.nóvember / kl. 19:00-21:00

Skreytingameistarar: Díana, Guðrún Hrönn og Jón Þ. Ólafss. Gestaskreytarar: Hjördís Reykdal og Vigdís Hauksdóttir Kynnar kvöldsins: Ásdís Ragnarsdóttir og Kristinn Einarsson

Fimmtudagurinn 19.nóvember / kl. 19:00-21:00

Skreytingameistarar: Díana og Guðrún Hrönn. Gestaskreytir: Hjördís Reykdal og Vigdís Hauksdóttir Kynnir kvöldsins: Ásdís Ragnarsdóttir og Kristinn Einarsson

Minnum einnig á skreytingakvöld Blómavals Akureyri 25. nóvember kl. 19:00-21:00 Skreytingameistari: Jón Arnar Sverrisson • Gestaskreytir: Kristín Aðalheiður Símonardóttir • Kynnir: Berglind Bjarnarsdóttir

Skráning hafin á namskeid@blomaval.is Hreindýr postulín 13 cm

12244982-12244983-12244977-12244978

Gervijólatré

20% afsláttur

999 kr VERÐ FRÁ

Jólastjarna

999 kr 1.990 kr

Jólasveinar mikið úrval

verð frá 999kr

20% afsláttur


20

viðtal

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Man ekki eftir því að hafa orðið fullorðinn Skyndilegt dauðsfall náins vinar fékk sjómanninn Arnór Sveinsson til að taka líf sitt til endurskoðunar. Hann fór í sjálfsskoðun til Tælands þar sem hann kynntist hugleiðslu og jóga og í dag vinnur Arnór sem jógakennari. Hann segir mikilvægt að kenna börnum jóga, því þau séu undir miklu álagi ekki síður en foreldrarnir.

M

ér leið alltaf mjög vel á sjónum og var alls ekkert búinn að fá nóg af honum þegar ég ákvað að hætta,“ segir Arnór Sveinsson, jógakennari og fyrrverandi sjómaður. „Ég komst á sjóinn sem messi, aðstoðarmaður kokksins, en eftir eitt ár komst ég svo upp á dekk og varð háseti. Ég var svo sem ekki mikið að spá í framtíðina á þessum tíma. Mest allur tíminn fór í að hanga með vinunum og djamma svo það var fínt að vera á sjónum þar sem ég gat halað inn pening,“ segir Arnór sem leið það vel á sjónum að hann ætlaði aldrei að vinna í landi.

Áfallið sem breytti lífinu

Arnór hafði unnið á sjónum í 9 ár þegar áhöfnin fór saman í skemmtferð til Riga. Með í för var öll áhöfnin, þar á meðal frændi Arnórs og einn hans bestu vina. „Við fórum reglulega í skemmtiferðir saman og þá var oftast dálítið rugl á okkur. Fyrsta kvöldið þarna úti höfðum við verið að djamma í bænum en Árni Freyr skilaði sér ekki heim um nóttina. Svo fékk ég þær fréttir daginn eftir að hann hafi fundist látinn inni í spennistöð. Það veit enginn hvernig hans komst þar inn eða hvað hann var að gera þar. Árni Freyr var mikill gleðigjafi sem hafði þann mikla hæfileika að sjá alltaf jákvæðu hlið hlutanna. Við höfðum unnið saman í mörg ár og það var auðvitað mikið áfall að missa hann. Ég hef alltaf verið andlega þenkjandi og þarna vöknuðu margar spurningar. Ég fór líka að hugsa um það hvort ég væri á réttri braut, um hvað þetta líf eiginlega snerist og hvort það væri ekki eitthvað meira en þetta. Allar þessar klassísku spurningar sem fólk spyr sjálft sig þegar það lendir í áföllum. Og mín niðurstaða var sú að þetta líf sem ég lifði var í raun algjör rútína sem gaf mér ekki neitt.“

Í sjálfsskoðun í Tælandi

„Austurlensk fræði og bardagaíþróttir hafa alltaf heillað mig og það fyrsta sem mér datt í hug var að ferðast til Tælands. Það er svo auðvelt að sleppa taki á öllu þegar svona hlutir koma fyrir mann,“ segir Arnór sem setti sig í sam-

band við náunga í Tælandi sem var að setja á fót hugleiðslu-miðstöð. „Hann var að starta hálfgerðu hugleiðslu-samfélagi en þegar ég kom út sá ég að þetta var eitthvað allt annað en það sem ég hafði búist við. Þetta var allt mjög „agressívt“, aðferðir við að hugleiða sem hentuðu mér alls ekki og mér bara leið ekki vel þarna. Kannski sérstaklega vegna þess að ég hafði búist við öðru, en það er það sem maður lærir svo vel á í jóganu, hvað væntingar geta þvælst fyrir manni.“ Arnór ákvað því að halda ferð sinni um Tæland áfram og örlögin höguðu því þannig að leiðir hans og búddamúnks, sem kenndi hugleiðslu í litlu fjallaþorpi, mættust. „Það góða við að vera einn á ferðalagi er að þá koma hlutirnir bara til manns því maður er svo opinn og móttækilegur. Þessi munkur var í raun fyrsti alvöru kennarinn minn. Ég var hjá honum i heilan mánuð að hugleiða og fór svo aftur heim á sjóinn en stoppaði stutt á Íslandi því mig langaði strax út til hans aftur. Í seinna skiptið sem ég fór út féll ég loks algjörlega fyrir bæði hugleiðslu og jóga. Jóga er svo ótrúlega góð leið til að vinna með sjálfan sig og til að tengjast sálinni. Um leið og þú ferð að stunda hugleiðslu í gegnum jóga þá smátt og smátt fer allt sem maður þarf ekki í lífinu að tínast af manni. Það var engin meðvituð ákvörðun hjá mér að breyta lífsstílnum, það bara gerðist.“

ekki snjallsíminn þá er það tölvan, sjónvarpið eða spjaldtölvan. Jóga hjálpar þeim að slaka á, jarðtengja sig og ná jafnvægi. Það losar þau líka undan áreiti dagsins því börn eru oft undir mikilli streitu, ekki síður en fullorðnir. Allt þetta áreiti dregur úr orku en jóga er leið til að safna orku. Það ræktar sjálfstraust og jákvæðni og eykur meðvitund um hollt mataræði. Jóga kennir okkur líka að við erum ekki öll eins né með sömu væntingar og að það er í lagi. Það veitir mér mikla ánægju að geta plantað jógafræum hér og þar og vona að ég geti verið hvatning fyrir aðra að gera slíkt hið sama, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. Annars held ég að við séum öll börn. Ég man allavega ekki eftir hafa orðið fullorðinn einn daginn.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Arnór Sveinsson fann sína leið í lífinu eftir mikla sjálfsskoðun í Tælandi þar sem hann kynntist hugleiðslu og jóga.

Mikilvægt að kenna börnum jóga

Eftr að Arnór kom aftur til Íslands árið 2012 hefur hann kennt jóga á hinum ýmsu stöðum en að kenna börnum jóga finnst honum einna mest gefandi. „Að kenna krökkum jóga var ekki eitthvað sem ég stefndi á en sé núna að þetta er eitt af því sem mér var ætlað að gera. Svo hef ég líka komist að því hvað það er gífurlega mikil þörf á þessu í kerfinu. Ég var svo heppinn að fá vinnu við að kenna jóga í Álftanesskóla þar sem ég kenni líka krakka-jóga alla eftirmiðdaga. Börn þurfa svo mikið á jóga að halda. Ekki síst í dag því þau eru tengd allan daginn, ef það er

Arnór og leiðbeinandi hans í Tælandi. Arnór stendur fyrir jógahelgi í Bláfjöllum dagana 13.-15. nóvember. Hægt er að skrá sig á facebook-síðu eða á póstfanginu: yogaraes@gmail.com. „Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til slíta sig frá áreiti hversdagslífsins, fara inn á við, tengjast kjarna sínum og njóti augnabliksins í friðsamlegu rými.“

Spænskir dagar í Kringlunni FÖSTUDAGINN 13. NÓVEMBER OG LAUGARDAGINN 14. NÓVEMBER

Nú er rétti tíminn til að skipuleggja draumaferðina til Spánar. Verið velkomin og kynnið ykkur allt það sem Spánn hefur upp á að bjóða.


www.bluelagoon.is

Jólatilboð 13. – 19. nóvember

Ísköld þrenna fylgir með ef þú verslar fyrir 7.900 kr. eða meira. Vikuna 13. - 19. nóvember fylgir með ísköld þrenna að andvirði 4.900 kr. þegar keyptar eru Blue Lagoon húðvörur fyrir 7.900 kr. eða meira.* *Gildir á meðan birgðir endast.

Gifts of Nature Ísköld þrenna


22

bækur

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Er tími Einars Más kominn? Einn af þeim samkvæmisleikjum sem bókelskir stunda á jólavertíðinni er að velta fyrir sér hver muni hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin sem veitt verða eftir áramótin. Sitt sýnist hverjum, eins og gengur, en tvö nöfn virðist bera hæst í umræðunni; Einar Má Guðmundsson og Lindu Vilhjálmsdóttur.

T

ilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna verða tilkynntar í byrjun desember og bókmenntaáhugafólk er farið að velta upp hugmyndum um hver sé líklegur til að hljóta þau eftir áramótin. Ólíkt því sem verið hefur tvö undanfarin ár er enginn augljós kandídat í flokki fagurbókmennta en margir hallast að því að Hundadagar Einars Más Guðmundssonar séu líklegasti kosturinn. Einar Már hefur aldrei hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin – ótrúlegt en satt og bók hans Englar alheimsins, sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995, var ekki einu sinni tilnefnd til þeirra, sem þykir einn alalvarlegasti skandall í sögu verðlaunanna. Það er því mál manna að kominn sé tími til að sýna Einari Má verðskuldaðan sóma, auk þess sem Hundadagar þykja ein besta skáldsagan á vertíðinni.

Mörgum bókmenntaunnandanum þykir einboðið að Einar Már Guðmundsson hljóti verðlaunin að þessu sinni.

Komin pungalykt af verðlaununum

Málið er þó engan veginn svona einfalt. Síðustu þrjú ár hafa karlar hlotið verðlaunin og töluverður kurr er kominn upp í kvennahópum, sem þykir komin pungalykt af verðlaununum. Af þeim konum sem bækur eiga á þessari vertíð þykir Linda Vilhjálmsdóttir líklegust til að hljóta verðlaunin fyrir ljóðabók sína Frelsi, enda er þar á ferðinni ein allra besta ljóðabók síðustu ára og jafnvel hörðustu andfemínistar gætu ekki rökstutt það að kynferði höfundar hefði neitt með málið að gera hlyti hún verðlaunin. Tilfinningarök Þórdísar Gísladóttur og skáldsaga Auðar Jónsdóttur, Stóri skjálfti, hafa einnig verið nefndar sem hugsanlegir verðlaunahafar og jafnvel hefur kvisast að fyrsta skáldsaga Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Litlar byltingar, komi sterk inn í slaginn. Skáldættarsaga Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur, Stúlka með höfuð, kemur líka vel til greina, spurningin er bara hvort hún verði sett í flokk fagurbókmennta þar sem um endurminningar er að ræða, því ævisögur hafa yfirleitt verið settar í flokk fræðirita og rita almenns efnis. Minnisbók Sigurðar Pálssonar hlaut þó verðlaunin í flokki fagurbókmennta árið 2007 þannig að fordæmið er til staðar og ástæðulaust að strika Þórunni strax út af listanum um þá sem hreppt gætu verðlaunin.

Jón Kalman verið hunsaður

Annar af stóru karlhöfundunum sem þykir sterklega koma til greina er Jón Kalman Stefánsson, en bók hans Eitthvað á stærð við alheiminn hefur fengið rífandi dóma og jafnvel verið kölluð hans besta verk. Jón hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin og þykir sumum freklega hafa verið gengið framhjá honum af dómnefndum verðlaunanna þar sem engin bókanna í þríleik hans um Strák-

Síðustu þrjú ár hafa karlar hlotið verðlaunin og töluverður kurr er kominn upp í kvennahópum, sem þykir komin pungalykt af verðlaununum.

Linda Vilhjálmsdóttir á án efa bestu ljóðabók vertíðarinnar og ætti að margra mati að hljóta verðlaunin.

inn og Plássið hlaut náð fyrir augum nefndanna. Sömuleiðis hafa heyrst þær raddir að skáldævisaga Hallgríms Helgasonar, Sjóveikur í München, verði að minnsta kosti tilnefnd og komi vel til greina sem verðlaunahafi en hann hefur ekki hlotið þau síðan 2001 fyrir Höfund Íslands og þótti mörgum ansi súrt að hann skyldi ekki fá verðlaunin fyrir Konuna við 1000°um árið. Ljóðabók Sjóns, Gráspörvar og ígulker, hefur ekki farið hátt í umræðu vertíðarinnar en ýmsum finnst hún vera sterkur kandídat í verðlaunakeppninni. Sjón hlaut hins vegar verðlaunin fyrir Mánastein fyrir tveimur árum og því verður að teljast ólíklegt að honum hlotnist þau aftur, hversu góð sem bókin er.

Mörgum hefur þótt súrt að Jón Kalman Stefánsson skuli ekki hafa hlotið verðlaunin fyrir bækurnar í þríleiknum vinsæla og þykir einboðið að hann hljóti þau nú.

Hver það verður veit nú enginn

Margar aðrar bækur hafa verið nefndar í umræðunni manna á milli, nöfn Jóns Gnarr og Mikaels Torfasonar verið nefnd og ný skáldsaga Ólafs Gunnarssonar, Syndarinn, þykir af sumum koma sterklega til greina sem verðlaunahafi. Heimska Eiríks Arnar Norðdahl, sem hlaut verðlaunin 2012 fyrir Illsku, þykir hins vegar ekki líkleg til að blanda sér í toppbaráttuna en vegir dómnefnda eru órannsakanlegir og engin ástæða til að afskrifa hana strax. Svo eru oft tilnefndar bækur sem enginn af bókmenntaspekúlöntunum hefur látið sér detta í hug að ætti möguleika, þannig að allt getur gerst og ekkert er öruggt. Hér verður ekki farið út á þann

hála ís að velta fyrir sér mögulegum verðlaunahöfum í flokkum Fræðirita og rita almenns efnis eða barnabóka, þótt ýmsir séu þegar farnir að sjá fyrir sér verðlaunagripinn fyrir barnabækurnar á arinhillu Gerðar Kristnýjar. Allt kemur þetta í ljós með tímanum, fyrst fáum við að sjá tilnefningarnar í byrjun desember og þá hefst nýr samkvæmisleikur; að velta því fyrir sér hver tilnefndra bóka sé líklegust til að hreppa hnossið. Allt er þetta afskaplega ábyrgðarlaust og ófaglegt en lyftir geðinu í skammdeginu og, það sem mestu skiptir, eykur umræðu um bókmenntir. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


LEIÐIN AÐ EINFALDARI FJÁRMÖGNUN

Við fjármögnum kröfur og bætum sjóðstreymið Faktoría er framsækið fjármálafyrirtæki sem skapar ný tækifæri í fjármögnun fyrirtækja og liðkar fyrir rekstri þeirra með betra fjárstreymi. Við auðveldum fjármögnun í gegnum útistandandi viðskiptakröfur sem minnkar óvissu um greiðsluflæði og gerir reksturinn þægilegri.

Nánari upplýsingar á faktoria.is

Hlíðasmári 4 | 201 Kópavogi | 415 8900 | faktoria@faktoria.is


24

bækur

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Frá Langholtsvegi í glæpahverfi Springfield Í Munaðarleysingjanum segir Sigmundur Ernir Rúnarsson sögu Matthíasar Bergssonar. Lífssaga Matthíasar spannar allt frá dvöl á munaðarleysingjaheimili í Reykjavík á sjötta áratugnum til hörkulegrar herþjálfunar fyrir stríðið í Víetnam og daglegs lífs í glæpahverfi í miðríkjum Bandaríkjanna. Í veraldarvolkinu tókst Matthías á við ótrúlegustu verkefni en sökk að lokum til botns í óreglu, niðurlægingu og eymd. Honum tókst að rífa sig upp úr ömurleikanum og tók stefnuna heim til Íslands – þar sem hann vissi af æskuástinni sinni.

E

ftir að foreldrar Matthíasar skildu í kjölfar þess að yngsta barn þeirra lést var Matthíasi og Ómari bróður hans komið fyrir hjá ömmu sinni og afa. En einn daginn kemur mamma. Við tökum strax eftir því að hún fer ekki úr kápunni þótt hún eigi að heita komin inn í stofuna hjá ömmu Langholts. Það er býsna óvenjulegt. Hún kastar stuttaralegri kveðju á mömmu sína í prjónastólnum en biður okkur svo að fylgja sér inn í eldhús. Þar setur hún okkur niður á kolla tvo og sest svo sjálf á borðsendann. Það er talsverður asi á henni, en um leið virðist hún vera nokkuð smeyk til augnanna. Og því líður einhver stund. Á meðan horfum við á hana hugfangnir. Engu andliti höfum við tengst jafn sterkt í lífi okkar. Öll fegurðin ríkir þarna ennþá. En við finnum það strax að ásjónan orkar mun veiklulegri en áður; allt að því mæðulega horfir hún yfir brúnir okkar og enni og kiprar næstum vandræðalega á sér ómálaðar varirnar um stund uns hún segir okkur í hálfum hljóðum að hún sé að flytja með nýja manninum til Ameríku. Það er varla að við heyrum hvað hún segir því kápan hefur dregist til á kviðnum þar sem hún situr gegnt okkur bræðrum. Við heyrum ekki neitt sem hún segir, en sjáum þeim mun betur að mamma okkar er ólétt. Ólétt! Heyriði ekki hvað ég segi! Heyriði ekkert! Við könnumst vel við röddina. Hún brýnir raustina eins og stundum áður og sveipar um leið að sér kápunni svo við lítum sem snöggvast upp á afsakandi andlit hennar. Það hefur þrútnað af einhverjum innibyrgðum efa ... Það getur verið að ég sjái ykkur ekki næstu árin, já örugglega ekki

í einhvern tíma, segir hún svo þurrum rómi að það skrjáfar næstum í hverju orði. Það er sem okkur báðum finnist við vera staddir aftur austur í Fagranesi, lokaðir inni í kyrrstæðu tímaglasi og heyrum ekki fyrir bragðið hvað hún er að segja fyrir geðshræringunni. ... ekki næstu árin ... En svo kastar hún aftur kveðju á mömmu sína, kerrir hnakkann og gengur niður tröppurnar. Bróðir minn kemur ekki upp orði og ég raunar ekki heldur, en ég fylgi honum ósjálfrátt eftir niður á gangstéttina framan við daunillu efnalaugina þar sem við horfum á eftir mömmu okkar ganga rösklega út í biðskýli. Þegar strætó kemur niður götuna hlaupum við hugsunarlaust af stað. En við erum of seinir. Hún snarar sér upp í vagninn sem heldur strax af stað út á Langholtsveginn á sívaxandi hraða, en við tökum á rás, reynum að hlaupa eitthvað áleiðis ... Mamma! Mamma! Við öskrum þessi orð af öllum okkar lífs og sálar kröftum. Það er eins og við séum komnir aftur á litlu þríhjólin okkar austur við Hólmsá en finnum ekki fótstigin. Mamma! Mamma! Og vagninn hverfur fyrir horn. Eftir stendur Esjan úti á móskulegum Sundunum, áþekk skvapholda skessu sem rekur kryppuna upp í loft. Hún hefur aldrei verið jafn ljót.

Morðingi og forseti

Þegar æskuárunum lauk flutti Matthías til Bandaríkjanna. Óþolið og ævintýraþráin var mikil og fór hann víða um heim. Á tímabili bjó hann ásamt þáverandi eiginkonu sinni Cathy á Havaí þar sem Cathy starfaði sem hjúkrunarfræðingur. Á vinnustaðnum hennar kynnist

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –

Á stangveiðum við Havaí 1978.

verkefnum. Og ég dregst einhvern veginn meira inn í sollinn í kringum 1214 Johnston Avenue. Ég mara að því er virðist í hálfu kafi. Og á mér tæpast bjargarvon.

Skrautlegir félagar

Í herþjálfun fyrir Víetnam 1969.

ég ótal mörgu fólki af allra þjóða uppruna, ekki síst þegar starfsfólkið gerir sér dagamun og slær upp heljarinnar veislu niðri á strönd og grefur villisvín í glóðarfyllta jörðu og etur taró-rótina með fingrum sínum eins og siður er á eynni. Þessi þjóðarréttur, sem loau heitir, er merkilegur fyrir þær sakir að hans er alltaf neytt á eins árs afmæli barnanna á Havaí, en það þykir vera merkilegasti afmælisdagurinn í lífi eyjarskeggja, enda til marks um að barnið muni lifa frumbernskuna af, sem hefur víst ekki alltaf verið sjálfgefið í áranna rás. Mér verður litið á gildnandi kviðinn á Cathy minni þegar við stýfum þennan undurgóða rétt úr hnefa í fjörunni fyrir neðan Kailuabæ, en til borðs með okkur eru hjón sem við eigum eftir að kynnast nokkuð næstu mánuðina þótt óneitanlega séu þau jafn sérstök í útliti og þau virðast undarleg í háttum; konan mjög fálát og þögul en svo nauðalík henni Yoko Ono að mann rekur nánast í rogastans að sitja þétt við hliðina á henni. En hún gefur okkur aldrei upp nafn sitt, ólíkt manni hennar sem sleppir ekki hendinni af konu sinni og virðist vera álíka afbrýðisamur í sál sinni og hann er flóttalegur til augnanna. Hann kveðst heita Mark David Chapman, er jafnaldri okkar Cathyar og starfar þessi árin sem aðstoðarmaður hjúkrunarkvennanna inni á spítalanum í bænum á milli þess sem hann liggur heima í einhverri ólukkulegri depurð og hugsýki sem okkur Cathy er sagt að angri hann af og til. Réttu ári seinna fréttum við af honum í New York. Og raunar heimsbyggðin öll. Hann myrðir John Lennon fyrir utan Dakotabygginguna á Manhattan. Eftir stendur Yoko Ono, ekkja á fimmtugsaldri. (…) Í íbúðinni við hliðina á okkur búa roskin hjón að nafni Madelyn og Stanley ásamt fjölskyldu sinni sem reynist okkur einstaklega vel, enda allt saman vandað fólk og vel innrætt. Það á eftir að láta að sér kveða í heimsmálunum, einkum og sér í lagi þetta tvítuga barnabarn þeirra sem við sjáum stundum bregða fyrir á ganginum þótt það sé komið í framhaldsnám í Los Angeles þegar hér er komið sögu. Þetta er mjósleginn strákur með stórt og mikið bros og einnig

Matthías árið 2012, eftir dvölina í Springfield Missouri.

svo fagurlega gullna húð að við bleika fólkið getum ekki annað en öfundað hann undir sterkri sólu Kyrrahafsins. Hann heitir Barack Obama.

Bræður í glæpahverfi

Þegar Ómar, bróðir Matthíasar, veikist alvarlega flytur Matthías til hans til Springfield, Missouri til að annast um hann. Þar átti Matthías eftir að búa í mörg ár með sjúkum bróður sínum í ömurlegum veruleika. Það gerist stundum úti á rúmsjó þegar maður fellur fyrir borð að sá sem kastar sér á eftir honum dregst með honum niður í djúpið. Þá hefur sá sem á undan fór læst sig svo kirfilega um skrokkinn á bjargvætti sínum að hann getur hvorki hjálpað sjálfum sér né hinum. Á þennan veg líður mér þegar tímar líða fram í litla húsinu okkar Ómars í glæpahverfinu í Springfield. Mér finnst ég vera að drukkna í örmunum á bróður mínum. Ég hef enga fasta vinnu svo árum skiptir. Hangi mestan part í einhverju reiðileysi heima hjá Ómari sem er sífellt staðráðnari í að drepa sig á drykkju og dópi. Ég kemst þó á stundum í einhver tímabundin verkefni í og við borgina, vinn um tíma í stóru kalkúnasláturhúsi, sem er ekkert annað en ömurleg færibandsvinna, þríf á tímabili gólfteppi að næturlagi hjá virðulegri veitingahúsakeðju, sem fyllir mig friði um hríð, eða tek að mér að reisa burðarvirki fyrir hlöður úti í sveitunum í kring með einum vina Ómars, Steve karlinum Bench, sem er í mínum augum bandaríska útgáfan af Steini í Vatnagarði, vinnusamur, vænn og geðgóður þótt hann reyki svera vindla í staðinn fyrir stertinn. En smám saman fækkar þessum

Kannski er það uppgjöf Ómars sem veldur þessu vonleysi mínu. Ef til vill er það skyndilegur móðurmissirinn sem dregur smám saman úr mér máttinn. Og hugsanlega finnst mér ég hafa að einhverju leyti tapað fyrir sjálfum mér eftir að upp úr sambandi okkar Cathyar slitnaði. Ég er eins og hvert annað rekald – og kunningjahópurinn er ef til vill til marks um það hvað ég hef hrakist langt af leið. Allt það mikla persónugallerí er í sannleika sagt með miklum ólíkindum. Þríburabræðurnir Tony, Ed og Jessy fara þar fremstir í flokki, fæddir afbrotamenn og fingralangir með afbrigðum, undarlega tómir til andlitsins, slánalegir í vexti og tala það óskiljanlegasta hrognamál sem ég hef heyrt á allri minni ævi, hafa að sögn aldrei gengið í skóla og eru svo stoltir af því að þeir tönnlast á því í hvert sinn sem þeir finna ekki hugsunum sínum orð – og það gerist iðulega. Þríburarnir eru eins og drjúgur hluti íbúanna í Missouri, af þriðju kynslóð atvinnuleysingja sem líta á fangelsin öll í fylkinu sem hvern annan húsakost og eru í rauninni ekki alveg vissir um það hvorum megin tukthúsveggjanna þeim líður betur. Utan þeirra sérhæfa þeir sig í að stela loftpúðum úr bílum og er þar komin eina fagþekking þeirra í lífinu. Þeir vita sem er að nýir púðar eru ekki ókeypis heldur kosta upp undir þúsund dali stykkið – og með því að rupla svona fjórum eða fimm á dag eru þeir nokkuð öruggir með að hafa að kveldi eina 200 dali hver í rassvasanum. Þá er slegið upp veislu í bakgarðinum í Johnston Avenue og drukkið ótæpilega af einhverjum iðnaðarbjór milli þess sem nagað er utan af heilu haugunum af vel grilluðum rifjum. Ef ég sé þeim ekki bregða fyrir í dágóðan tíma í hverfinu þykist ég vita að þeir séu aftur komnir í steininn sem er þeirra annað heimili í lífinu. En þá dúkka jafnan upp einhverjir aðrir gaurar á borð við feðgana Harris og Trevor sem eru öllu afkastameiri þjófar en hinir vitgrönnu og flónsku þríburar. Feðgarnir eru eins klárir og þeir eru útsjónarsamir við að verða sér úti um hráefni í eiturlyfjaframleiðslu sína. Ef þeir stíga fæti inn á heimili okkar Ómars er vitað mál að þeir stinga inn á sig öllum þeim töflum sem þeir koma auga á, en aðalstarfinn er þó úti í verslunarhverfunum þar sem fagþekking þeirra nýtur sín hvað best, enda er sérgrein þeirra að hnupla kveftöflum úr hillum apótekanna eða lyfjadeildum matvörubúðanna, en þær eru að sögn eitthvert besta stöffið í þeirra hættulega en gróðavænlega heimilisiðnaði.


AFNEMUM VIRÐISAUKASKATT*

AF SNYRTIVÖRUM, LEIKFÖNGUM, BÚSÁHÖLDUM, JÓLASKRAUTI, GJAFAVÖRU OG GARNI DAGANA 12.-16. NÓVEMBER

*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað Hagkaups.


viðtal

26

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Við erum ekki enn komin heim að brennu Jólasýning Borgarleikhússins í ár er Njála. Leikrit sem byggt er á einni ástsælustu Íslendingasögunni, Brennu-Njálssögu. Leikgerðin er í höndum þeirra Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnarssonar sem einnig leikstýrir. Þorleifur er vanur því að fara sínar eigin leiðir og mikil leynd hvílir yfir því hvaða leikari leikur hvaða hlutverk í sýningunni, og þá sérstaklega hver muni fara með titilhlutverkið, Njál. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona fer með eitt hlutverka sýningarinnar og viðurkennir hún að hún sé búin að lesa mikið og læra texta Njáls. Hún segist þó ekki alveg vera viss ennþá hvort hún muni túlka hann á endanum.

E

nn sem komið er, hef ég verið að fást svolítið við hann Njál. Ég fer ekkert í grafgötur með það. En það er alveg skýrt að það getur breyst, alveg fram að frumsýningu,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona. „Þannig leikstýrir Þorleifur. Núna erum við búin að æfa í tvær vikur og það hefur verið algerlega stórkostlegt. Hans vinnuaðferð er mjög opin fyrir okkur, en hún er lokuð fyrir honum. Í þeim skilningi að hann veit hvað hann vill,“ segir hún. „Hann ýtir okkur mjög langt og það er mjög mikið frelsi. Ég veit ekkert hvað gerist næst. Það er svo mikið traust og gagnkvæm virðing að við getum ekki annað en farið alla leið í þessari vinnu. Þetta er líka alveg rosalega erfitt. Brjálæðislega mikill texti,“ segir hún. „Ég hef bæði feng-

ist við Eglu og Laxdælu og þetta er miklu erfiðara. Það eru svo miklar lagaflækjur og það sem mér finnst svo áhugavert við þessa sögu er hvað hún er miklu karllægari í allri byggingu. Hún minnir um margt á réttardrama. Atburður gerist og svo er dæmt í málinu. Réttarkerfið var vissulega annað á þjóðveldisöld en það sem við þekkjum í dag, og það er bara svo gaman að skoða þetta,“ segir Brynhildur. „Við erum ekki kominn á þann stað að tímasetja þetta verk. Það er enginn með GSM síma í sýningunni, en um leið er heldur enginn með sverð og skjöld. Nema kannski stundum,“ segir hún sposk.

Ein af þjóðargersemunum

„Njáll Þorgeirsson á Bergþórshvoli er fullkomlega passífur karakt-

Skemmtieg og speOnnandi jóladagatöl frá LEG

7198kr

4718kr

4718kr

Gylfaflöt 7

112 Reykjavík

587 8700

krumma.is

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég samt ekki hvert við munum fara á næstu vikum fram að frumsýningu. Það er samt traust. Það er gagnkvæm virðing. Það er hugmyndaflug og vilji til þess að kanna þessar lendur. Það eru þvílík forréttindi að vinna með öllu þessu frábæra fólki. Það mundi gleðja mig mjög ef ég fengi að halda áfram að vinna með textann hans Njáls.“ Ljósmynd/Hari

er,“ segir Brynhildur. „Hann gerir aldrei neitt, segir ekki neitt, nema hann sé inntur álits og þurfi að leysa einhverja flækju. Hann er aldrei hvatinn að neinu í sögunni. Ef maður skoðar hvert sé aðalhlutverkið í sögunni þá sér maður Hallgerði og um leið hinar konurnar í sögunni,“ segir hún. „Eins og Unnur Marðardóttir sem þarf að láta sækja fyrir sig fé og setur frænda sinn, Gunnar Hámundarson, af stað, sem er líka hetja í sögunni. Skarphéðinn er einnig mjög aktífur karakter í þessu öllu og svo Kári Sölmundarson sem er sá allra flottasti. Ef menn væru að keppast um þessi hlutverk erlendis þá held ég að fáir myndu rétta upp hönd og velja Njál,“ segir Brynhildur. „Vinnuferlið er þannig að þetta er mjög stór hópur, sem spannar alveg frá yngstu leikurum Borgarleikhússins til þeirra sem mesta reynslu hafa í húsinu,“ segir hún. „Við erum líka með dansara úr Íslenska dansflokknum. Þarna mun koma inn karlakór á seinni stigum. Árni Heiðar píanóleikari er með okkur í þessu. Sunneva búningahönnuður og Ilmur leikmyndahönnuður eru mjög aktífir þátttakendur í vinnunni ásamt öllum hinum. Það sem Þorleifur gerir, er að hann skiptir okkur upp í hópa og sendir okkur út til þess að vinna ákveðinn part. Þegar við komum til baka þá sjáum við hvernig hver hópur vann hvern part,“ segir hún. „Í svoleiðis vinnu er ekkert ákveðið hver leikur hvern. Það bara gerist. Stundum tekur maður bara að sér það hlutverk sem hendi er næst. Frelsið er líka fólgið í því hvað við erum að grautast mikið með þetta. Um daginn voru allir karlleikararnir að leika Gunnar og allar konurnar voru að leika Hallgerði. Það er gaman. Það mun alveg pottþétt vera þannig að karakterarnir geta verið margfaldir upp að vissu marki. Gunnar mun hafa sig í frammi fimmfaldur. Ímynd Hallgerðar mun líka koma sterkt fram. Bergþóru er líka lýst sem dreng góðum. Hvað þýðir það? Er það Jói Sig? Ég veit það ekki. Við erum þó mjög vakandi fyrir því að þetta er þjóðargersemi og saga okkar Íslendinga,“ segir Brynhildur.

Mikið traust og virðing innan hópsins Brynhildur segir að leikgerðin sé unnin upp úr Njálssögu en um leið séu nýjar slóðir fetaðar. Hún er ekki hrædd um viðbrögð leikhúsgesta sem margir hverjir séu vanafastir í sínum skoðunum, sér í lagi hvað varðar Íslendingasögurnar. „Það segir sig auðvitað sjálft að við erum ekki að fara að leika þessa hundrað þúsund orða bók,“ segir hún. „Mikael og Þorvaldur hafa því gert þessa leikgerð og það er þeirra að vera þetta utanaðkomandi auga og gera þetta skiljanlegt. Líka fyrir þann sem aldrei hefur lesið Njálu. Það er þó klárt mál að hver og einn áhorfandi mun upplifa þetta á sinn hátt. Leikhús er þannig að þú átt ekki að þurfa að þekkja efnið áður en þú kemur. Þú átt að geta sest í salinn og horft á sögu, hver sem hún er,“ segir hún. „Sá sem er búinn að gera mjög djúpar rannsóknir á Njálu mun upplifa hlutina á annan hátt, og kannski sakna einhvers, en hann mun kannski í staðinn fá einhverja upplifun á einhverju sem hann þekkir, og skoða svo á annan hátt. Nú erum við nokkur í þessum hópi sem höfum skoðað þessar sögur áður,“ segir Brynhildur. „Ég sagði t.a.m. sögu Þorgerðar Brákar. Konu sem um voru ritaðar ellefu línur í Egilssögu. Úr varð tveggja tíma leikrit, óhjákvæmilega út frá sjónarhorni konu því það var mín túlkun. Það er svo áhugavert að sjá að ég túlka kannski einhvern hlut á allt annan hátt en nýútskrifuð kollega mín, eða dansari úr dansflokknum. Það er það sem er svo gaman í þessu. Jóhann Sigurðarson er með sína sýn á þessum hlutum. Sigrún Edda Björnsdóttir svo með allt aðra. Svo uppgötvum við allskonar hluti í sameiningu. Við erum samt komin svo stutt á veg ennþá. Við erum ekki einu sinni komin heim að brennu,“ segir Brynhildur. „Þetta verður stór og mikil sýning. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég samt ekki hvert við munum fara á næstu vikum fram að frumsýningu. En það er traust. Það er gagnkvæm virðing. Það er hugmyndaflug og vilji til þess að

kanna þessar lendur. Það eru þvílík forréttindi að vinna með öllu þessu frábæra fólki. Það mundi gleðja mig mjög ef ég fengi að halda áfram að vinna með textann hans Njáls,“ segir Brynhildur með leyndardómsfullu augnaráði.

Fer í trans með Piaf

Edith Piaf hefur verið samferða Brynhildi um árabil. Hún lék söngkonuna í söngleik eftir Sigurð Pálsson í Þjóðleikhúsinu fyrir rúmum áratug og nú í desember ætlar Brynhildur að fagna aldarafmæli söngkonunnar með tónleikum í Hörpu. Hún segir tónlistina og sönginn vera mikla slökun fyrir sig og á auðvelt með að kúpla sig úr Njálu til þess að túlka tónlist söngkonunnar frönsku. „Þetta fer ákaflega vel saman,“ segir hún. „Maður kemur dauðþreyttur af æfingum á Njálu, bæði líkamlega og jafnvel meira andlega. Þess vegna er æðislegt að fá aukið andrými með því að syngja Edith Piaf. Tónleikarnir verða þann 19. desember sem er um sama leyti og ég er á hápunkti æfingaferlisins á Njálu og ég ætla að nota þetta sem fullkomna slökun,“ segir hún. „Ég veit það og trúi því, því ég og mín Edith Piaf höfum verið svolítið eitt síðustu tíu ár og ég næ slökun í þessari tónlist. Þetta er líka bara gleðistund. Við erum ekki þarna til þess að vinna neina bikara. Við ætlum að heiðra bæði hana og Sigurð Pálsson, höfund leikritsins sem fagnar 40 ára rithöfundarafmæli um þessar mundir. Við verðum með sjö manna hljómsveit undir stjórn Jóhanns G. Jóhannssonar sem situr sveittur við útsetningar þessa dagana. Það er rosalega mikil tilhlökkun og þetta verður stórkostlegt. Það er bara að röddin haldist. Ég fer í einhverskonar trans þegar ég syng Edith Piaf. Ég fer eitthvert annað, en er þó ég,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona. Njála verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu 30. desember. 100 ára afmæli Edith Piaf verður í Hörpu þann 19.desember. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


ÁTTU ÞÉR DRAUM?

VERTU WO W Í WASHINGTON! WASHINGTON, D.C.

frá

15.999 kr. 15.999kr. Tímabil: nóvember 2015 - mars 2016

WOWAIR.IS

KATRÍNARTÚN 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS

Verð miðast við flug aðra leið með sköttum, bókunargjald (999 kr.) og töskugjald ekki innifalið.


28

viðtal

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Ljósmynd/Hari

Engar áhyggjur, ég segi ekkert frá smáskotum og minni kærustum, svo kannski verða einhverjir spældir. Segi bara frá þeim sem skiptu mig máli.“

Minnkaði höfuðið og stækkaði líkamann Stúlka með höfuð, ný bók Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur, er þriðja og síðasta bókin í ættarsögu hennar, áður komu Stúlka með fingur og Stúlka með maga sem fjölluðu um líf ömmu hennar og mömmu. Bókin hefur valdið titringi í vissum kreðsum vegna orðróms um bersögli á ástamálum, en Þórunn segist bara reyna að vera heiðarleg og endurspegla tíðaranda sjöunda og áttunda áratugarins.

S

túlka með höfuð er uppvaxtar- og þroskasaga Þórunnar sjálfrar og það vekur athygli að líkaminn er í forgrunni. Hvers vegna valdi hún þá leið? „Þar sem nektarmynd af baki móður minnar prýddi hennar bókarkápu, Stúlku með maga, vildi ég ekki vera minni maður og dró því fram bakmynd af mér ungri við sundlaugina mína í Mexíkó. Menn eru meira en portrett, andlit og höfuð. Líkaminn er tækið góða sem fer með höfuðið á milli staða og guð DNA ræður öllu. Hann plataði mann út í alls konar ævintýri, ástir og tilfinningar. Grunnurinn er þessi: til Þess að skilja dýrið sem við erum verðum við að skoða þróunardýrafræði mannsins og það er engin leið að greina mannskepnuna með öllum göllum, sársauka og rugli öðruvísi en að þekkja dýrið berrassað og gangast við því. Ég er langskólagengin hausvera og auk þess afar höfuðstór, með Baskahöfuð sagði mér maður. Mitt var stærsta kvenhöfuðið í árganginum í menntaskóla, og eftir langt sagnfræðinám og villuáhyggjur í sagnfræðibókum var ég þar að auki komin með of stórt skynhöfuð og kalkaða hryggjarliði. Í stað þess að festast í bæklunarleikfimi 35 ára tókst mér með dansi í Kramhúsinu að lækna bakið, „minnka? höfuðið og gera skynjun líkamans sterka. Ég hef bæði haus og daus, gengst við því að vera með líkama, en það er nú samt svo miklu miklu meira en ástarævintýri í þessari bók. “

Bjargaði sér í gegnum sorgina með skriftum Þegar maður ber þessar endurminningar saman við endurminningar karlmanna af kynslóð Þórunnar fer ekki hjá því að maður sjái stóran mun. Hér eru ekki tíundaðir intellektúal áhrifavaldar, heldur lýst þróun ungrar stúlku í gegnum upplifanir hennar í raunheimum. Kann Þórunn einhverja skýringu á þessum mun? „Ég held að mínar tuttugu bækur, sérstaklega sagnfræðibækurnar, sýni nú alveg hver ég er sem vitsmunavera. Þetta hlýtur bara að vera eitthvert öryggisleysi í strákunum að þurfa að láta alla vita hvað þeir eru klárir og hafa lesið margar bækur. Vissulega var svekkelsi að verða ekki doktor í sagnfræði eins og aðrir metnaðarfullir kollegar, en Eggert, maðurinn minn, vildi ekki fara í framhaldsnám erlendis eins og mig langaði. Ég lenti samt á fótunum og bjargaði mér úti á bókmenntaakrinum, hefur farnast þar vel og er þakklát fyrir alla þá styrki sem ég hef fengið til að skrifa bækurnar mínar.“ Eiginmaður Þórunnar til 34 ára, Eggert Þór Bernharðsson, lést sviplega á gamlársdag í fyrra aðeins 56 ára gamall. Var hún byrjuð á bókinni áður en hann féll frá? „Já. Ég fór til Mexíkó í sjö vikur í fyrra með Lilju systur til að rifja upp árið mitt þar 23ja ára, sem er mikilvægur ævintýrakafli í bókinni, þannig að ég var komin vel á veg þegar Eggert dó. Ég hertist öll upp þegar hann

dó og hugsaði að ég yrði að standa á eigin fótum og bjargaði mér gegnum sorgina með skriftum. Þá var ég sem oftar heppin að vera einmitt að skrifa sjálfsævisögu, því það er fín lækning og þerapía í því. Ég skil vinnufíkla líka betur eftir þessa reynslu, eigi maður bágt er ekkert betra en að gleyma sér í vinnu. Það var gott að klóra í bakkann, mér lá á að sanna að ég gæti staðið ein og einsetti mér að klára þessa bók. Það tókst og ég er ánægð með hana. Þetta er góð bók, vona ég.“

legri fóstureyðingu, sem var reynsla margra kvenna af minni kynslóð. Er sannfærð um að ég geri lesendum gott með því að greina frá „syndum? mínum. Ég fann líka svo vel þegar ég skrifaði barnminningar Megasar og ævisögu Jakobs að það að lesa texta eftir aðra frá týndum tíma kveikir manns eigin minningar. Ég vona að þeir sem lesa þessa bók fari í minningaleik og rifji upp eigin „syndir“, sársauka og gleði.“

Enginn vandi að segja frá eigin hörmungum

Eitt af því sem vakið hefur umtal og forvitni eftir að efni Stúlku með höfuð fór að spyrjast út er að þar lýsir Þórunn ástarsamböndum sín-

Stúlka með höfuð kemur í beinu framhaldi af bókum Þórunnar um ömmu sína og móður, var það alltaf planið að þetta yrði þríleikur um þrjár kynslóðir kvenna? „Nei, það var ekki fyrr en ég skrifaði ævisögu Jakobs Frímanns Magnússonar jafnaldra míns, Með sumt á hreinu, sem í mér vaknaði löngun til að skrifa um eigið líf. Núna er sautján ára tímabili lokið, svo langt er síðan ég byrjaði að skrifa um ömmu mína sem ég hafði mjög litlar heimildir um. Vegna skorts á heimildum er mestur skáldskapur í þeirri bók, bækurnar um mömmu og mig eru meira byggðar á bréfum og nær raunveruleikanum. En skáldlega skrifaðar því maður er búinn að læra að leika sér með texta.“ Gekk það ekkert nærri þér að skrifa svona um eigið líf? „Það er „kristilegur léttir? að stunda opinberar skriftir, léttir að segja frá hörmungum. Mér fannst til dæmis gott að segja frá því, öðrum til varnaðar, hvernig ég lenti í geðrofi eftir að taka LSD, ég lærði heilmikið af því að fara yfir þau mörk og komast til sjálfrar mín þegar mér tókst aftur að sofa og borða. Rithöfundi er dýrmæt nauðsyn að hafa lifað og lent í mörgu. Ég segi líka frá ömur-

Segir bara frá þeim sem skipta máli

um við þjóðþekkta menn, án nokkurs tepruskapar eða undanbragða. Óttast hún ekkert að stuða fólk með því? „Nei, nei. Ég segi fyrst og fremst frá því hvað ég og mín kynslóð var kynbæld og hvað það var erfitt að vaxa upp á þessum tímum og veit að fyrir bæði kynin skiptir kynlífsreynsla og uppgötvanir á því sviði á unglingsárum miklu máli. Hvað varðar það að nefna elskhuga mína með nafni þá á ég alveg rétt á því að skrifa fallega um þá, sem ég geri. Það myndi engin ævisaga koma út ef ekki mætti nefna nöfn. Ég reyni almennt að hlífa öðrum um leið vil ég vil vera heiðarleg og fegra ekki mína sögu. Engar áhyggjFramhald á næstu opnu

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

Alveg nóg 1997

Fædd 25. ágúst 1954.

Stúlka með fingur 1999

Nám:

Hvíti skugginn 2001

Sagnfræði í Lundi, Svíþjóð 1973–1974

Kalt er annars blóð, 2007

Nám í sögu og myndlist við Instituto

Dagur kvennanna. Ástarsaga 2010

Allende í Mexíkó árið 1977–1978

(ásamt Megasi)

Cand. mag-próf sagnfræði frá Háskóla

Mörg eru ljónsins eyru 2010

Íslands 1983

Stúlka með maga 2013

Verk:

Stúlka með höfuð 2015

Ævisögur:

Ljóð:

Af Halamiðum á Hagatorg, 1986 (ævi-

Fuglar 1991

saga Einars Jónssonar í Lækjarhvammi)

Loftnet klóra himin 2008

Snorri á Húsafelli: saga frá 18. öld 1989

Antennae Scratch Sky (scratch scratch)

Sól í Norðurmýri: píslarsaga úr Austurbæ

2010

1993 (æskusaga Megasar)

Sagnfræði:

Engin venjuleg kona; litríkt líf Sigrúnar

Sveitin við sundin: búskapur í Reykjavík

Jónsdóttur kirkjulistakonu 2000

1870-1950, 1986

Upp á sigurhæðir, ævisaga Matthíasar

Leikfélag Reykjavíkur: Aldarsaga, 1997

Jochumssonar 2006

(fyrri hluti bókarinnar)

Skáldsögur:

Kristni á Íslandi 4. bindi, 2000 (fyrri

Júlía, 1992

hluti bókarinnar)

Höfuðskepnur: ástarbréfaþjónusta

Horfinn heimur : Árið 1900 í nærmynd,

1994

2002


Láttu okkur sjá um prentreksturinn. 40% hraðvirkari prentarar

Öruggari prentun 40% minni prentarar Hagkvæmari prentun

VERT 4522

Auðkenning

Slakaðu á. Þú hefur nóg annað að gera í vinnunni. Láttu okkur sjá um prentreksturinn. Það er okkar fag. Opin Kerfi býður upp á hagkvæma prentrekstrarþjónustu fyrir stór og smá fyrirtæki. Nánar á www.ok.is/prentrekstur – sala@ok.is

Opin Kerfi // Höfðabakka 9 // 110 Reykjavík // 570 1000 // ok.is


30

viðtal

Helgin 13.-15. nóvember 2015

NÁTTÚRULEGA

BETRI ENNEMM / SIA • NM71940

UMBÚÐIR

Það er lítið mál að endurvinna nýju Smjörva umbúðirnar. Þú tekur bara pappann af plastöskjunni og setur í pappírstunnuna. Gámar fyrir plastumbúðir eru á næstu grenndarstöð eða endurvinnslustöð.

„Ég er nú vaxin upp úr því að vera væluskjóða, en þegar afabarn númer tvö fékk nafn nýlega og núna þegar ég fæ nýja bók í hendurnar sakna ég hans mikið.

ur, ég segi ekkert frá smáskotum og minni kærustum, svo kannski verða einhverjir spældir. Segi bara frá þeim sem skiptu mig máli. Ef ég hefði ætlað að segja eitthvað krassandi og særandi um aðra þá hefði minn góði ritstjóri og yfirlesarar stoppað það af, þannig að þeir sem lesa þessa bók í leit að slíku verða fyrir vonbrigðum.“ Bókin er byggð upp sem hefðbundin þroskasaga og lýkur þegar söguhetjan er komin í örugga höfn með góðum maka. Er það ekki andstætt öllum kvenfrelsiskröfum samtímans? „Í raun og veru endar bókin ekki þar. Hún endar þegar ég er beðin að skrifa fyrstu bókina og er komin á þessa rithöfundarbraut sem ég hef verið á síðan. Það vildi bara svo til að það gerðist fáum árum eftir að við Eggert tókum saman. Hann sagði hins vegar oft við mig; „þú skrifar ekki um mig?, þannig að það verður ekkert framhald á þessari ævisögu.“

Einfaldlega að berjast fyrir lífi sínu

Þegar hún minnist á Eggert viknar Þórunn dálítið og talið berst að sorginni og þeim erfiða tíma sem fram undan er; fyrstu jólunum án hans. „Ég er nú vaxin upp úr því að vera væluskjóða, en þegar afabarn númer tvö fékk nafn nýlega og núna þegar ég fæ nýja bók í hendurnar sakna ég hans mikið. Við kvíðum jólunum, en fjölskyldan verður saman og við styðjum hvert annað. Ég var heppin að eiga frábæran mann

í 34 ár og er afar þakklát fyrir það, tók strax þann pól í hæðina gegnum sorgina. Maður gerir það sem þarf að gera og þess vegna er enginn duglegur í sorg, heldur einfaldlega berst fyrir lífi sínu, það er enginn annar kostur.“ Tíminn er hlaupinn frá okkur og að lokum spyr ég Þórunni hvað hún sé ánægðust með í Stúlku með höfuð. „Ég vissi aldrei í barnaleiknum „Fram, fram fylking? hvort ég vildi appelsínu eða epli. Það er eitthvað sálrænt, ég á erfitt með að gera upp á milli. Ég er ánægð með bókina alla, hef satt að segja aldrei verið eins glöð með bók, nema kannski Upp á Sigurhæðir. Sögu Matthíasar Jochumssonar af því sú bók tók mig fimm ár og ég var svo fegin að vera laus. Ég er ekki síst ánægð með myndirnar í Stúlku með höfuð, ætlaði að láta standa aftan á kápunni „Ævintýri með 100 myndum? eins og á Dísu ljósálfi, en það gleymdist. Eftir að hafa hugleitt líf mitt í tvö ár sé ég fyrst og fremst að ég hef verið óvenju farsæl í lífinu. Stend nú á tímamótum, að byrja þriðja og síðasta Satúrnusarhringinn og vil halda áfram að gera mitt besta. Það sem gildir er að slaka á og þora að vera hamingjusamur. Ég held upp á 25 ára dansafmæli í janúar með því að fara með Kramhúskennurum mínum og afródítum til Guineu Conakry í Vestur-Afríku að dansa. Lífið heldur áfram og ég tek þátt í því.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


Brandenburg

STUÐ FYRIR RADDBÖNDIN 422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is

Orkusalan færir ykkur The Voice Ísland. Orkan þar er okkur að skapi, ekki síst þegar hún er leyst úr læðingi og brýst fram sem kraftmikill söngur eða jafnvel hressilegt rokköskur. Góða skemmtun og verum í stanslausu stuði saman.

Finndu okkur á Facebook


32

bækur

Helgin 13.-15. nóvember 2015

LESTRAR HROLLUR Gamansögur af Kópavogsbúum Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Það er gott að búa í Kópavogi í samantekt Gunnars Kr. Sigurjónssonar og Guðjóns Inga Eiríkssonar. Í bókinni eru gamansögur og -vísur af Kópavogsbúum, vel yfir 260 talsins. Þær eru sagðar af Kópavogsbúum allt frá leikskólaaldri og upp á tíræðisaldur, frá hreppstímabilinu og fram í júní á þessu ári. Hér eru nokkur sýnishorn úr bókinni. Ekki með „fulle fem“

****

„Hrollvekjandi bók fyrir yngstu spennufíklana, sem líka fjallar um vináttu, falleg fjölskyldubönd og það að læra að lifa með sorginni.“ HÞÓ / FRÉTTABLAÐIÐ

„Engin venjuleg barnasaga … einkar vel skrifuð en saga með þekkilegum óhugnaði, ekki of hryllileg ahúð við lesturinn.“ þó nóg til að maður fái gæs ÁM / MORGUNBLAÐIÐ

„Textinn er reyndar aðall bókarinnar, frábærlega tær og blæbrigðaríkur og ljósárum framar texta flestra bóka sem skrifaðar eru fyrir börn.“ FB / FRÉTTATÍMINN

„Ég hefði gefið mikið fyrir að fá svona bók í hendur í bernsku ...“ GH / VIKAN

„Dúkka er afbragðsgott innlegg í íslenskar barnabókmenntir sem vönduð hryllingssaga.“ HÝÍ / SIRKÚSTJALDIÐ

Einu sinni sem oftar, voru þeir á öndverðum meiði á bæjarstjórnarfundi, Bragi Michaelsson og Guðmundur Oddsson. Þegar þeir höfðu þráttað í góða stund fór Guðmundur í pontu, lyfti upp hægri hendi, með þumalinn upp í loftið og sagði við Braga, sem missti þumalfingurinn fyrir löngu síðan í óhappi: „Vertu ekki að þessu bulli, Bragi, það vita það allir að þú ert ekki með „fulle fem“.“

Ég sá augnaráðið

Það var í leik á Vallargerðisvelli. Vignir Baldursson úr Breiðabliki lenti í hörkunávígi við andstæðing sinn sem hafði betur. Hinn kunni dómari og lögreglumaður, Grétar Norðfjörð, dæmdi ekkert á rimmuna og lét leikinn bara halda áfram. Nokkru síðar blés Grétar hins vegar með látum i flautuna, kallaði Vigni til sín og veifaði framan í hann gula spjaldinu. Vignir brást illa við og sagði: „Hvað á þetta að þýða? Ég sagði ekki eitt aukatekið orð!“ „Ég veit það vel,“ svaraði Grétar um hæl, „en ég sá augnaráðið.“

Hélt að þú værir bremsufar á veginum!

Á mótum Nýbýlavegar og Kársnesbrautar var lengi vel skúr sem var athvarf fyrir lögregluþjónana sem sinntu umferðareftirliti þar og eitt af því sem þeir gerðu var að stöðva umferðina þegar Landleiðarútan kom og hleypti farþegum út, svo þeir kæmust klakklaust yfir götuna. Eitt skiptið var Pétur Þ. Sveinsson, kenndur við Snæland, á vaktinni og fór út á götu til að stöðva umferðina, en hann hefur alltaf verið einstaklega grannur og langur. Hann rétti upp höndina til að stöðva næsta bíl, en sá hægði ekkert á sér fyrr en hann var kominn nánast upp að Pétri og rétt náði að klossbremsa í sömu mund og Pétur smeygði sér undan. Hann hljóp svo að bílnum og sagði við manninn: „Ætlaðirðu ekkert að stoppa, maður? Ég hélt að þú myndir bara keyra mig niður.“ Þá svaraði bílstjórinn: „Þú ert svo mjór, ég bara sá þig ekki vinur. Ég hélt fyrst að þú værir bremsufar á veginum!“

Nefbrotinn, blindur og veskislaus w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9

Á fyrstu uppgangsárum hjá meistaraflokki HK í handbolta karla var

farið í keppnisferð til Vestmannaeyja og att þar kappi við Þórara undir formerkjum 2. deildar. Á meðal liðsmanna HK var Erling nokkur Sigurðsson, sem komið hafði frá Þrótti; gríðarmikill varnarjaxl og einn af máttarstólpum liðsins. Svo gerist það í leiknum að Hannes Leifsson, stórskytta Þórs, rekur olnbogann óvart í andlitið á Erling með þeim afleiðingum að hann nefbrotnar. Hann var vitaskuld sárkvalinn og gerðu menn strax ráðstafanir til að koma honum á heilsugæslustöðina til aðhlynningar, en þá bætist það við að hann missir skyndilega sjónina og verður ekki um sel, eins og vænta mátti. Þegar komið var á móttöku heilsugæslustöðvarinnar streymdi blóðið úr nefi Erlings og þess utan sá hann ekki neitt. Og meðan hann lá þarna í keppnisfötunum og beið eftir því að læknir kæmi og liti á hann gekk ein af starfsstúlkunum til hans og spurði fyrstra orða, hvort hann væri með einhverja peninga á sér. Þá sauð á Erling, sem leit á konuna án þess að sjá hana og hvæsti um leið: „Heldur þú virkilega að ég spili handbolta með veskið mitt klemmt á milli rasskinnanna?“

Ætlaði bara að ná í nestið

Snorri Ragnar Jónsson var lengi verkstjóri hjá Kópavogsbæ og var þekktur fyrir að geta svarað fyrir sig án umhugsunar og láta engan eiga eitthvað inni hjá sér. Síður en svo. Eitt sinn stíflaðist holræsi á Nýbýlavegi og þar sem frekar langt var á milli brunna, var ákveðið að taka sénsinn og grafa niður á lögnina eftir því hvar líklegast væri að finna stífluna. Það var gert og mokað allt í kringum rörið og það svo brotið. Þar var þó allt þurrt og hreint, svo greinilegt var að stíflan væri aðeins ofar. En stuttu eftir að loft komst inn í lögnina heyrðust miklir skruðningar, stíflan losnaði, það gaus upp ógurlegur fnykur og allt gúmmelaðið gusaðist út um annan rörbútinn, þannig að skurðurinn fylltist nánast af skolpi. Menn áttu fótum sínum fjör að launa, en komust þó

allir klakklaust upp úr skurðinum. Í hugsunarleysi hafði Snorri hent jakkanum sínum ofan á skolprörið þegar hann kíkti inn í það og nú sáu menn hvar jakkinn flaut ofan á ósómanum. Snorri náði í skóflu og ætlaði að reyna að kraka jakkann sinn upp, þegar einhver sagði: „Þú ferð ekkert að nota jakkann aftur, eftir að hann hefur legið í þessum viðbjóði, er það nokkuð?“ Snorri hallaði sér þá fram á skófluna og svaraði: „Nei, líklega ekki. En ég ætlaði nú bara að ná í nestið mitt. Það er þarna í hægri vasanum.“

Skólamálin í klámsíuna

Kópavogsbær hefur alltaf reynt að vera í fararbroddi va rða nd i ra f ræn gögn, upplýsingar á heimasíðu og ýmis tölvutengd málefni. Þar hefur starfsfólk tölvudeildarinnar gegnt lykilhlutverki og fyrir allmörgum árum síðan var sett upp klámsía á allt tölvukerfi bæjarins, sem náði til skólanna, stofnana bæjarins og ekki hvað síst bæjarskrifstofanna sjálfra. Þetta þótti hið besta mál og menn tóku strax eftir því að svokölluðum ruslpósti fækkaði svo um munaði eftir að sían var sett upp. Sigurður Geirdal bæjarstjóri skildi hins vegar ekkert í því að mikilvægur tölvupóstur, sem hann hafði sent á alla skólastjóra Kópavogs, virtist ekki hafa vakið nein viðbrögð hjá þeim, svo hann hafði samband við einn þeirra, til að kanna hverju það sætti að hann hefði ekki svarað. Skólastjórinn kannaðist aftur á móti ekki við að hafa fengið neinn póst frá Sigurði og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að enginn af hinum skólastjórunum hafði heldur fengið umræddan tölvupóst. Sigurður hafði því strax samband við tölvudeildina til að láta kanna málið og það kom í ljós að klámsían hafði fundið einhvern óþef af þessari sendingu bæjarstjórans og sturtað henni umsvifalaust í ruslið. Fyrirsögnin var nefnilega ansi klámfengin, væru ensk leitarorð virk: „Sex mikilvæg atriði varðandi skólamál í Kópavogi.“



pISA sófar

SESMA

3ja sæta

Nú 195.000 kr. Áður 245.000 kr.

Tungusófi nú 220.000 kr. áður 275.000 kr. 4 ra sæta nú 176.000 kr. áður 220.000 kr. 3ja sæta nú 151.200 kr. áður 189.000 kr. Stóll nú 76.000 kr. áður 95.000 kr.

20% afsláttur

NORdIC tungusófi

Nú 195.000 kr. Áður 245.000 kr.

Ath. Höfuðpúði seldur sér

No1

sófI – NÝR LItUR stóll nú 92.000 kr. áður 115.000 kr.

3ja sæta nú 176.000 kr. áður 220.000 kr.

20% afsláttur

MORE

tungusófi

Nú 465.000 kr. Áður 395.000 kr. Ath. Höfuðpúðar seldir sér

TEKK COMPANY OG HABITAT | Skógarlind 2, Kópavogi | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 12-17 Vefverslun á www.tekk.is


SÓFATILBOÐSDAGAR Allir sófar á tilboðsverði!

ERUM Að tAKA Upp JóLAVöRUR fRá HOUSEdOCtOR

MONtINO

KERTI

3ja sæti

30% afsláttur

áklæði 195.000 kr. leður 425.000 kr.

frá föstudegi til sunnudags

Verð frá 553 kr.

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA Í SKógARLINd

SÍÐAN 1964

TEKK COMPANY HABITAT

SPORTS DIRECT KRÓNAN

ELKO

NÝR StAðUR: SKógARLINd 2, KópAVOgI


bækur

36

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Íslendingasagan sem Ísland vildi ekki Geirmundar saga heljarskinns er ný bók eftir Bergsvein Birgisson. Geirmundar saga er „nýtt íslenzkt fornrit“, Íslendingasagan sem Ísland vildi ekki, segir á kápu. Margir virðast halda að Geirmundar saga sé íslensk þýðing á Svarta víkingnum, sem Bergsveinn gaf út í Noregi árið 2011, en svo mun ekki vera. Þetta er skáldrit, en byggt á sömu sögupersónu: Geirmundi heljarskinni, sem var sagður ríkastur landnámsmanna á Íslandi. Hér er gripið niður í bókina á nokkrum stöðum. FORMÁLI

§ 5. List og lífsskoðanir

Multa renascentur quae iam cecidere, cadentque quae nunc sunt in honore uocabula Mörg orð, þau er nú eru fallin, munu endurfæðast, og þau orð falla, sem nú eru í áliti (Hóras, Um skáldskaparlistina, þýð. Gísli Magnússon og Jón Þorkelsson, 1886) Þessi bók, sem ég hef valið að kalla íslenzkt fornrit, hefur að geyma Íslendingasögu sem ber nafnið Geirmundar saga heljarskinns. Ástæður þess að sagan hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings eru brotakennd varðveisla og viss andúð sem fylgt hefur sögunni frá upphafi vega. Samkvæmt afritara sögunnar snemma á 15. öld, Magnúsi presti Þórhallssyni, er sagan rituð af Brandi príor hinum fróða Halldórssyni á 12. öld. Þá er það stóreignafólkið Kristín Björnsdóttir (Vatnsfjarðar-Kristín) og Þorleifur Árnason sem kaupir Magnús til að afrita söguna, og samkvæmt Magnúsi er uppskrift hans gerð beint eftir frumriti Brands frá 12. öld. Við vitum ekki hvort sú bók Brands er enn til, og mun það allvafasamt að vona. Hitt er ljóst að uppskrift Magnúsar Þórhallssonar mun hafa verið til í einkaeign um eða upp úr 1940. Þá fær maður að nafni Svanur Kjerúlf aðgang að því handriti og afritar það, eins og hann segir sjálfur á sínum beisku formálablöðum, «sökum ættartengsla við eigendur þess». Samkvæmt Svani Kjerúlf var hér um skinn- eða pergamentbók að ræða. (...)

Það féll í hlut minn að hyggja um sinn að handaverkunum þínum, mér fannst sem ættir þú arfinn þinn undir trúnaði mínum. (Jón Helgason, Til höfundar Hungurvöku) Að mörgu leyti svipar Geirmundar sögu til annarra Íslendingasagna. Við greinum hið klassíska form og eygjum klassísk gildi. Flestar persónur eru leiddar fram fyrir lesanda og dregnar fáum og skýrum og að því er virðist óumbreytanlegum dráttum. Fyrirboðar birtast í draumi og veruleika. Forspáir spekingar sjá hvert stefnir. Ófreskir vara við. Vítahringur hefnda og barátta sæmdar og vansæmdar. Forlagatrú, gæfa og ógæfa. Hitt mætti dvelja meir við, sem ekki svipar til annarra sagna, þar sem Brandur bindur ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir í þessari bókmenntagrein. Sú skýring hefur komið fram að hann sé að ryðja nýju formi braut, og því þreifar hann um kima og beitir efnistökum sem seinni tíma menn urðu samhuga um að láta kyrr liggja. Hitt er jafn ljóst að það er sérlundaður maður sem ritar. Hvar einu sleppir og annað tekur við er ekki auðvelt að festa hönd á. Fyrst ber að líta á grunnsöguna, hreyfiafl hennar og meginstraum. Í Geirmundar sögu er Ísland í hlutverki einskonar gullnámu, verstöðvar sem menn brjóta undir sig til þess eins að auðgast, en ætla síðan að láta sig hverfa um leið og föngin þrýtur. Þetta er greinilega sú hugsun Geirmundar sem Brandur miðlar, hann notar auðlindir Íslands til að auðgast, byggja upp her og bandalög við stórmenni. Ein og sér getur grunnsaga þessi komist langt í að skýra andúðina í garð Geirmundar og Brands hjá seinni tíðar

mönnum. Þetta er andþjóðernisleg saga, þetta er ófagurt upphaf. Þegar við bætast sagnir af ofveiði og því sem kalla mætti rányrkju, hinu algera yfirræði Geirmundar yfir öðrum og þrælasögur með kámugum veruleikablæ þarf ekki frekari vitnanna við. Upphafsmýta Íslands snerist um það að hér hefði í upphafi vega ríkt einskonar jafnræði sjálfstæðra höfðingja sem vildu lifa frjálsir undan konungsvaldi, og með fáa sem enga þræla strituðu þeir í sveita síns andlitis á sínum bæ að landbúnaði. Það má gerlega skilja afstöðu miðaldamanna. Ekki er við þá að sakast.

Innan úr Geirmundar sögu: XXXV. KAPÍTULI (...) Þá segja menn at Geirmundr væri eigi við alþýðuskap. Er hann reiddist var sem allir menn missti mátt ok yrði lamir er nær váru. Sumir sögðu hann eigi mann einhaman, ok hefði hann numit ýmissa forneskju af þeim Björmum frændum sínum. Alla setti hljóða er hann kom til, ok biðu þess at hann mælti, ok þat ætlu vér at með Geirmundi heljarskinn höfu vér Íslendingar komizt næst því at hafa konung í váru landi. En eftir því sem vér kunnum bezt skil, var hann maðr einreikull í hjarta, ok svá stór var hans einsemð, at eigi varð mælt iálnum eðr vættum, röstum eðr vikum; einmani hans var eigi mælanligt í jarðneskum mælieiningum. Þrándr mjóbeinn sat hér í Flatey fyrstr manna. Hann var maðr spakr at viti, framsýnn ok forvitri nakkvat, ok hafði mörg vísendi numit af

Snúa aftur með hátíðartónleika á áramótunum í Norðurljósasal Hörpu og í Hofi á Akureyri

Einstök jólagjöf – tryggið ykkur miða strax á harpa.is og mak.is

Bergsveinn Birgisson brá sér í gervi skrifara frá miðöldum.

frændum sínum á Ögðum, þeim er hann fylgði í vestrveg. Þrándr var maðr blíðmáll ok vænn yfirlitum, réttnefjaðr ok ennibjartr ok manna spakastr þeira er þá byggðu við Breiðafjörð. Þat var eitt sinn at þat klak kom til eyrna Þrándar at Geirmundr hafði tekit hugsótt. Fór hann at Geirmundarstöðum við fimmta mann, ok gekk einn inn til bæjar. Tóku þeir tal saman. Geirmundr lá í lokrekkju ok lokan fyrir. Þrándr heilsar honum ok spyrr hversu ferr. Geirmundr svarar: «Þungfleygr skarfrinn í logninu.» Þrándr mælti þá at allt væri segjanda sínum vin. Geirmundr opnar fyrir ok segir: «Áðr gat ek hugsat í þaula hvern hlut ok hverja ráðagjörð svá at ek vissa hvat at skyldi hafast at morni. Nú dvelr eigi hugr við. Þat rinnr hjá ok bítr eigi í. Ok er sem tjörukaðlar vefist um rifjahylkit ok þröngvi at. Hús eru fyllt korni, tunnur barmafullar af miði ok gnótt slátr á borðum. Þrælaflokkrinn stórr ok aflar vel ok segl öll þanin. Dóttir fædd ok heil. Ok þó rásar refr í öllu saman. Borurnar eru enn þyrstar en engi fylling finnst. Má vera at hamingjur hafi hlaðit skip mín ok aflat oss beina, en eigi má ek finna angrlausa hvílu ok sorg etr hjarta.» Geirmundr sté nú úr rekkju, ok sest niðr við langeldinn í enda skálans. Þrándr mjóbeinn spyr: «Hvat mun drauma, frændi?»

Geirmundr mælti: «Fátt dreymt. Þó má segja draum einn. Mik dreymði at ek vaknaða hér í skálanum. Ek var einn í húsi, en ek heyrða konugrát ok gekk til ok fann hana. Sú var firnavæn at sjá ok þó gráthnípinn. Hon var áþekk konu nökkurri er ek hefi áðr sét. Þat var fyr löngu síðan er ek var lamðr í manhúsum. Ek brást við reiðr at hon gengi inn um miðja nátt ok gisti hús mín án leyfis. Svá fór at ek rak hana útgrátandi sem stafkerling eðr ambátt. En þá er ek hratt henni á dyrr kom ægisterk kennd yfir mik sem öldubrot. Ek fann at ek unna konunni ok hafða hug til hennar góðan, ok vildi hana aftr taka ok hlýja at. En þat þótti mér, at ek mætti eigi gefa eftir, því mér fannst fólk komit í gættina at nýsast um, ok þá skipun mátti eigi aftr taka, at ek hafða henni á dyrr vísat. Stóð ek þar í durunum, í drauminum, ok gat mik hvergi hrært svá sem þá er mara treðr mann, ok horfða ek á hana hverfa með grát ok ekka niðr strönd ok sökkvast í fjörðinn. Þá vaknaða ek, ok hefir kona sú fylgt mér í vökunni æ síðan. Ek leita hennar en fæ hvergi sét.» Þrándr mjóbeinn mælti: «Engi var þat þrælakona, at vér hyggjum.» «Hver kona þá?» spyr Geirmundr. «Þat ætla ek at væri sjálf hamingja hjarta þíns er þú rakt á dyrr, frændi,» sagði Þrándr.

Bókin er myndlýst af myndlistarmanninum Kjartani Halli.


OpNUM Í dag Við opnum glæsilegt kaffihús í Kringlunni í dag, föstudaginn 13. nóvember, kl. 10:00. Fyrstu 20 viðskiptavinirnir fá óvæntan glaðning. Sjáumst!


38

viðtal

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Glæpasagnadrottningin á tökustað á Hesteyri Tökur á stórmyndinni Ég man þig hófust á Hesteyri í vikunni. Myndin er gerð eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur sem seldist í bílförmum hér á landi og hefur verið gefin út um allan heim – og fengið frábærar móttökur. Sannkallað stórskotalið stendur að gerð myndarinnar; Óskar Þór Axelsson sem gerði Svartur á leik leikstýrir og í aðalhlutverkum eru Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Auk þeirra fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Sara Dögg Ásgeirsdóttir með hlutverk í myndinni. Ég man þig verður jólamynd næsta árs í kvikmyndahúsum og verður forvitnilegt að sjá hvernig til tekst að færa þessa umtöluðu draugasögu á hvíta tjaldið. Fréttatíminn fylgdi Yrsu á tökustað fyrir vestan í vikunni og hér birtist ferðasagan.

Leikararnir í Ég man þig ásamt Óskari Þór Axelssyni leikstjóra og Yrsu Sigurðardóttur, höfundi bókarinnar sem myndin er gerð eftir. Frá vinstri eru Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Eydís Björk Guðmundsdóttir

Framhald á næstu opnu


Sýning og málstofur

Nýjar íbúðir í Reykjavík Sýning og málstofur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Dagana 13. og 14. nóvember breytum við Ráðhúsinu í suðupott upplýsingamiðlunar og umræðu um húsnæðismál. Föstudagur 13. nóvember kl. 8.30-12.00

Laugardagur 14. nóvember kl. 10.30-13.00

Hvað er að gerast? – Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík

Hvað er framundan? – Viðfangsefni og lausnir

Kynnt verður skipulag og framkvæmdir á fjölmörgum svæðum í Reykjavík.

Einkum verður fjallað um vandamál og hugsanlegar lausnir í húsnæðismálum m.a. í efnahagslegu tilliti og möguleika ungs fólks til að fá þak yfir höfuðið.

Einar I. Halldórsson, skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg: Vesturbugt / Nýju Reykjavíkurhúsin Páll Gunnlaugsson, arkitekt, ASK: Kirkjusandur Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt, Tröð: Vogabyggð Ingvi Jónasson, Klasi ehf.: Elliðaárvogur – Hugmyndir um þróunarfélag Brynjar Harðarson, Valsmenn hf.: Hlíðarendi Guðrún Ingvarsdóttir, Búseti: Smiðjuholt; Ísleifsgata; Laugarnesvegur; Keilugrandi

Dagur B. Eggertsson: Yfirlit yfir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík Ásgeir Jónsson, Félagsvísindasvið / Hagfræðideild HÍ: Versnar ástandið áður en það batnar? Gylfi Arnbjörnsson, ASÍ: Brýn úrræði fyrir tekjulágar fjölskyldur Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs: Framtíðarsýn stúdenta í húsnæðismálum Hólmsteinn Brekkan, Samtök leigjenda á Íslandi: Er leiga valkostur?

Halldór Eiríksson, arkitekt: Barónsreitur – íbúðir í miðbænum, leigumarkaður

Friðrik Ólafsson, Samtök iðnaðarins: Veruleikinn í dag og væntingar til 2018

Helgi S. Gunnarsson, Reginn: Austurbakki / Hörpureitur

Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra: Hvað næst?

Guðrún Björnsdóttir, Félagsstofnun stúdenta: Mjölnisholt Guðmundur Kristján Jónsson, Borgarbragur: Brautarholt

Í lok málstofunnar verða fyrirspurnir úr sal og umræður með þátttöku fyrirlesara.

Í lok málstofu verða fyrirspurnir úr sal og umræður með þátttöku fyrirlesara.

Málstofustjóri er Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Málstofustjóri er Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Föstudagur 13. nóvember kl. 13.00-15.15 Er framtíðin hér? Nýir straumar í húsnæðismálum Fjallað verður um nútíma borgarþróun og breyttar óskir og þarfir íbúa.

Sýningin er opin föstudaginn 13. nóvember kl. 8.30-17.00 og laugardaginn 14. nóvember kl. 10.00-15.00.

Anna María Bogadóttir, arkitekt: Opnun málstofu

Léttar veitingar eru seldar í kaffihúsi í austurenda Ráðhússins í hádegishléi.

Ásgeir Brynjar Torfason, rekstrarhagfræðingur: Húsnæði og fjármagn – tvær hliðar á sama peningi

Sýning og málstofur eru öllum opnar.

Bryndís Eva Ásmundsdóttir, kennari og meistaranemi í menningarfræði: Neysluhugvekja Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur: Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit

Nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar - reykjavik.is/uppbygging

Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt: Að læra um þakið af þekjunni Jóhann Sigurðsson, arkitekt: Neytendadrifin fasteignaþróun Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt: Framtíð úr framandi átt

Í lok málstofunnar verða fyrirspurnir úr sal og umræður með þátttöku fyrirlesara. Málstofustjóri er Anna María Bogadóttir, arkitekt.

reykjavik.is/uppbygging

FAR 1115-05

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Ávarp og opnun sýningar; Yfirlit yfir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík


40

viðtal

T

ökur á kvikmyndinni Ég man þig, sem er gerð eftir samnefndri bók glæpasagnahöfundarins Yrsu Sigurðardóttur, hófust á mánudaginn á hinum afskekkta stað Hesteyri í Jökulfjörðum. Blaðamaður á bókað flug til Ísafjarðar með Yrsu, eiginmanni hennar Ólafi Þórhallssyni og Skúla Malmquist, framleiðanda hjá Zik Zak. Þetta verður í fyrsta sinn sem Yrsa er viðstödd tökur á kvikmynd, hvað þá tökur á mynd sem er gerð eftir hennar eigin bók.

Blanda af glæpasögu og spennusögu

Ég man þig kom út árið 2010 og er ein albesta og vinsælasta bók Yrsu. Hér á Íslandi hefur hún selst í tæplega 30 þúsund eintökum og úti í heimi hefur hún komið út á yfir 20 tungumálum. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Independent lýsti verkinu þannig: „Bókin vekur manni hroll alveg inn að beini og hér sýnir Yrsa að hún er ekki aðeins drottning íslensku glæpasögunnar heldur er hún jafn góð og Stephen King í því að skapa óhugnað og ótta hjá lesandanum.“ Svo mörg voru þau orð. Að sögn Yrsu er Ég man þig annars vegar glæpasaga og hins vegar spennusaga, eða draugasaga. Uppbygging þessara sagna er ólík, þar sem glæpasagan byrjar oftast á „einhverju hrikalegu“ og svo dregur úr látunum, á meðan spennusagan byrjar rólega en magnast smám saman upp í hæstu hæðir. Þegar Yrsa skrifaði bókina reyndi hún að halda spennustiginu háu allan tímann og er ekki ofsögum sagt að það hafi tekist hreint prýðilega. Bókin fjallar um þau Garðar, Líf og Katrínu sem gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur. Með tímanum vakna upp grunsemdir um að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Ungur læknir frá Ísafirði dregst á sama tíma inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu.

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Ekki hrædd við neitt Flugið til Ísafjarðar gengur vel framan af en þegar nálgast flugvöllinn þarf að gera tvær tilraunir til aðflugs vegna mikils vinds. Vélin hossast upp og niður og blaðamanni er hætt að standa á sama. Rígheldur sér í annan sætisarminn og bölvar sjálfum sér fyrir að hafa tekið að sér þetta heldur óvenjulega verkefni, að ganga með Yrsu um Hesteyri og fylgjast með tökunum. Á sama tíma situr Ólafur, maðurinn hennar, fyrir framan mig og les blaðið í rólegheitunum og réttir Yrsu það svo í mestu látunum þegar hann er búinn að lesa. Hún setur yfirveguð á sér gleraugun, hefur lestur og kippir sér ekkert upp við hristinginn. Síðar segir hún mér að hún sé öllu vön eftir að hafa flogið margoft austur á land þar sem hún starfaði við gerð Kárahnjúkavirkjunar, en rithöfundurinn frægi starfar sem verkfræðingur í hálfu starfi. „Ég er ekki hrædd við neitt,“ segir Yrsa þegar við sitjum saman á kaffihúsinu Bræðraborg á Ísafirði eftir flugið, spurð hvort hún sé hrædd við drauga. „En mér finnst þetta ofboðslega skemmtilegt konsept, þróun draugasagna. Þetta voru eiginlega smásögur hér áður fyrr. Draugurinn var þarna og drap þig eða hræddi þig en bar ekki neina sögu. Draugar eru þannig konsept alveg til í kringum 1960. Eftir það fer draugurinn að hafa erindi. Er kannski að reyna að fá úrlausn á gömlu óréttlæti. Þá fyrst er þetta orðið konsept sem er hægt að gera heilu bíómyndirnar með og heilu bækurnar,“ útskýrir Yrsa.

Labbaði upp í kirkjugarð

Hún segir að sögusviðið Hesteyri hafi á sínum tíma valið sig sjálft. „Við fórum þangað með vinafólki okkar til að labba. Ég var búin að eiga mér þann draum að skrifa hryllingssögu. Þá var þetta bara svo augljóst, þetta var þannig staður. Þannig að ég varð eftir og

ekki frumsýningarkjólinn strax og maður er kominn með „option“ [búinn að selja kvikmyndaréttinn],“ segir hún en nokkrum sinnum hefur slíkur réttur verið keyptur af bókum hennar án þess að kvikmynd hafi orðið að veruleika. Yrsa bætir við: „Ég held að það séu fáir sem eru að skrifa bækur sem vonast til að það verði bíómynd úr henni. Hún er svo lítill hluti af þessu og það þarf svo margt að gerast til að hún verði að veruleika. En þegar ég skrifa sé ég allt sem ég er að skrifa fyrir mér í höfðinu. Þetta er mjög myndrænt þar, þannig að ég er svo sem búin að sjá þessa mynd, eins og ég skrifaði hana,” segir hún og brosir. Yrsa gekk beint í flasið á tökufólki þegar hún steig á land á Hesteyri – og beint inn í töku með leikkonunni Önnu Gunndísi.

þau löbbuðu um allt á meðan ég labbaði upp í kirkjugarð.” Yrsa segir hræðsluna við hið óþekkta vera miklu öflugri en hræðsla við, til dæmis krabbamein. „Þú getur gert hluti til að draga úr áhættunni á því en með hið óþekkta þá er alveg sama hvað þú gerir, það hefur sinn gang. Það er skemmtilegt að setja persónur í aðstæður þar sem þær geta ekkert gert og verða að sætta sig við það.”

Vildi ekki að bókin kæmi út

Þegar hún skrifaði Ég man þig átti hún ekki von á því að sá dagur rynni upp að bókin yrði kvikmynduð. „Ég var svo óánægð með hana og vildi ekki að hún kæmi einu sinni út, hvað þá að það yrði gerð bíómynd eftir henni. En þegar hún var keypt [kvikmyndarétturinn] þá gerði maður sér grein fyrir því að það gæti orðið af því. En það er ekkert öruggt í þessum bransa. Þetta er langt ferli þar sem ýmislegt getur gerst á leiðinni. Maður er löngu búinn að læra það að maður kaupir

Afmæliskaka og eyrnatappar

Jæja, næst á dagskrá er að koma sér á Hesteyri, þar sem um 30 manna tökulið er statt án sambands við umheiminn, því hvorki net né símasamband er á staðnum. Við tökum nokkra vatnsflöskukassa með okkur og stóra súkkulaðiköku merkta Helgu Rakel Rafnsdóttur, skriftu, í tilefni 40 ára afmælis hennar. Eyrnartappar eru einnig með í poka en tökuliðið sefur nánast í einum hnappi í tveimur húsum á eyrinni, læknishúsinu svokallaða og skólahúsinu, og grunar Skúla framleiðanda af fenginni reynslu sinni úr bransanum að margir eigi erfitt með svefn vegna hrotanna í næsta manni. Vegna þess að ekkert rafmagn er á staðnum snæddi tökuliðið kvöldmatinn við kertaljós kvöldið áður, auk þess sem hver og einn geymir lítil höfuðljós við koddann, ef ske kynni að hann þyrfti að fara á klósettið í myrkrinu.

Á sjóveikitöflum í rússíbanareið

Við skellum okkur um borð í bátinn Bjarnarnes sem ætlar að ferja okkur yfir. Ferðalagið tekur um þrjú korter og minnir helst á rússíFramhald á næstu opnu

Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir á tökustað Ég man þig á Hesteyri í vikunni.

Ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum

Umsóknarfrestir 2016

Rannís auglýsir umsóknarfresti í menntahluta Erasmus+ Nám og þjálfun – umsóknarfrestur 2. febrúar 2016 Nám og þjálfun veitir starfsfólki menntastofnana og fyrirtækja á öllum skólastigum, sem og nemendum í starfsmenntun og á háskólastigi, tækifæri til að sinna námi, starfsþjálfun og kennslu í 33 Evrópulöndum. Fjölþjóðleg samstarfsverkefni – umsóknarfrestur 31. mars 2016 Samstarfsverkefni eru 2-3 ára þematísk verkefni sem eiga að stuðla að nýsköpun í menntun á öllum skólastigum og yfirfærslu þekkingar og reynslu á milli Evrópulanda (minnst 3 samstarfslönd). Sjá nánar á www.erasmusplus.is

Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir leika Garðar og Líf í Ég man þig. Í stuttu spjalli í læknisbústaðnum segja þau að allt hafi gengið mjög vel til þessa. „Æfingaferlið með Óskari var skemmtilegt. Það var líka gott að byrja á því að koma á Hesteyri til þess að fá fílinginn,” segir Þorvaldur Davíð, sem lék einnig undir stjórn Óskars Þórs í Svartur á leik. Ágústa Eva er einnig ánægð með æfingaferlið og bætir við að Hesteyri sé mjög fallegur staður. „Þetta er miklu fallegra en maður gerði sér grein fyrir en það er mjög kalt líka.“ Þorvaldur Davíð heldur áfram: „Hún Yrsa náði að lýsa þessu umhverfi vel í bókinni. Það hefur hjálpað til að hafa bókina til að miða við, þó að handritið sé ólíkt að mörgu

leyti, eins og gerist oft þegar bíómyndir eru gerðar eftir bókum. En við ætlum að reyna að gera lesendur ánægða.“ Ágústa Eva segir sinn karakter vera svolítið breyttan frá því sem er í bókinni. „Ég vona að enginn verði fúll en fólkið sem er búið að lesa bókina ætti ekki að verða fyrir vonbrigðum þó að ýmis atriði séu öðruvísi.“ Þorvaldur Davíð segist hafa lesið allar bækur Yrsu nema Auðnina. „Það eru rosalega margir sem hafa lesið þessa bók. Ég man þegar ég var á litlu kaffihúsi á Spáni. Þar voru nokkrar bækur, til dæmis eftir Hemingway og fleiri þekkta höfunda og svo var þessi bók þarna, Ég man þig, í hillunni,“ segir hann og Ágústa bætir við: „Ég gat bara lesið þessa bók á daginn. Ég gat ekki lesið hana á kvöldin.“


2. sæti

DYNAMO REYKJAVÍK

Eymundsson Metsölulisti i. 4.-10.11.15 Almennt efn

„MÉR HEFUR VERIÐ LÍKT VIÐ FORREST GUMP“ Munaðarleysinginn, örlagasaga Matthíasar Bergssonar eftir Munaða Sigmun Sigmund Erni Rúnarsson er stórbrotin ævisaga um mann sem fór til heljar he og aftur heim – til æskuástarinnar. Við sögu koma Marlene Dietrich, Alice Cooper, Axl Rose, Marlboro-maðurinn, morðing morðingi Johns Lennon – og þrír Bandaríkjaforsetar, svo nokkur sséu nefnd. Einhver óvenjulegasta ævisaga síðari ára!


42

viðtal

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Kaldur vindur og blautur mosi

Yrsa kom til Hesteyrar ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Þórhallssyni. Henni leist vel á stemninguna á tökustaðnum og kvaðst hlakka til að sjá myndina að ári. „Þetta verður ótrúlega flott,“ segir Yrsa.

banareið. Báturinn fylgir háum öldunum upp á við og hossast svo niður með látum, hvað eftir annað. Sem betur fer höfðum við öll tekið sjóveikitöflur á flugvellinum og því vel í stakk búinn fyrir slíka svaðilför, ólíkt aðalpersónum Ég man þig, sem sýndu ekki sömu fyrirhyggjuna á leið sinni til Hesteyrar. Þegar við nálgumst áfangastað er akkerinu kastað skammt frá ströndinni og gúmmíbátur er settur á flot til að skila okkur síðasta spölinn. Yrsa fær það verkefni að halda á afmælistertunni á meðan blaðamaður lætur sér nægja að halda í næsta mann (Ólaf), enda óvanur því að sigla um í bátum sem þessum.

Flótti frá tökuvélinni

Þegar upp á ströndina er komið, allir hálfvotir en með tertuna í fullkomnu ásigkomulagi, er kallað á hópinn í gegnum talstöð: „Þið eruð í ramma!“ Okkur er í snarheitum gert að fela okkur úr augsýn myndatökuvélarinnar í nálægum geymsluskúr þangað til fyrirmæli um að allt sé með felldu eru gefin. Tökur á myndinni eru greinilega í fullum gangi og kemur ekki til greina að öskra „kött“, eingöngu til að taka á móti glæpasagnadrottningunni Yrsu

og fylgdarliði hennar. Tíminn í þorpinu fer í að mynda Hesteyrar-kafla bókarinnar, utanhúss, og er hver mínúta nýtt til hins ítrasta á meðan bjart er úti. Við göngum næst eftir þröngum grasstíg að læknishúsinu, sem kemur einmitt við sögu í bókinni, en þurfum að stoppa á miðri leið til að lenda ekki aftur „í ramma“. Það er verið að taka upp atriði með Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur, sem fer með hlutverk Katrínar.

Leikarar í læknishúsi

Þegar við fáum grænt ljós göngum við að húsinu, þar sem dökkbrúnn refur nálgast okkur rólega í grasinu, greinilega ánægður að sjá ný andlit á svæðinu. Inni í húsinu tekur Ágústa Eva Erlendsdóttur, sem leikur Líf, á móti okkur með bros á vör og býður okkur velkomin. Þegar við sitjum svo inni í stofunni og bíðum eftir kaffi og samlokum frá rómuðum þýskum kokki staðarins, gengur Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem leikur Garðar, framhjá og heilsar upp á fólkið, kumpánlegur mjög. Það er stund á milli stríða hjá þeim Þorvaldi Davíð og Ágústu Evu, því núna er Anna Gunndís, eða Dunda, í sviðsljósinu.

Eftir kærkominn matarbita röltum við Yrsa, Ólafur og Skúli í átt að næsta tökustað í von um að heilsa upp á leikstjórann Óskar Þór Axelsson og hans aðstoðarmenn en fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd var Svartur á leik sem sló rækilega í gegn árið 2012. Aftur þurfum við að leita skjóls í sama, litla skúrnum til að lenda ekki „í ramma“ og í þetta sinn er biðin ívið lengri. Annað grænt ljós er gefið og við göngum áfram í köldum vindinum í gegnum blautan mosa, drullusvað og hvönn, sem hefur dreift sér allhressilega um svæðið. Glamúrinn sem margir tengja við kvikmyndatökur er víðs fjarri þessa stundina. Sem fluga á vegg fylgjumst við með upptökum á öðru atriði með Dundu, sem horfir ákveðin í átt að myndavélinni, áður en hún gengur í burtu í gegnum hvönnina. Eftir nokkrar tökur á sama atriðinu gefur hún sér tíma til að heilsa upp á okkur, rétt eins og restin af tökuliðinu. Óskar Þór, sem skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Ottó Borg, er ánægður með tökurnar til þessa en þær hófust deginum áður í báti þar sem aðalpersónurnar voru myndaðar á leið sinni á Hesteyri. Tökurnar hófust því á nákvæmlega sama stað og bókin byrjaði.

Drungalegt „lúkk“ á Hesteyri

„Við vorum að sigla í gær [á mánudag] og mynda. Það var rosaleg áskorun. Við vorum mjög heppin með veður. Það var falleg þoka á leiðinni, sem rímar vel við söguna,” segir Óskar Þór með spennuglampa í augunum. Hann lýsir því einnig hvernig tökuliðið hjálpaðist að við að bera „brjálæðislegan helling“ af tækjum og tólum í land með því að mynda röð frá ströndinni í átt að næsta húsi. Líkast til heldur meiri burður en vatnið, súkkulaðikakan og eyrnartapparnir sem hafði komið í hlut okkar að bera. „Núna þarf að rúlla „kamerunni“ eins og við getum til að geta náð þessu svæði vel. Það er verkefnið. „Lúkkið“ er svo gott á þessum árstíma. Það er mjög drungalegt og maður þarf ekkert að ímynda sér neitt,” segir Óskar Þór og heldur áfram. „Það er magnað að

Ábyrgð fylgir! s: ðein

na u g r

o Afb

n.* á m r./

k 7 7

7 . 1 6

byrja hér. Þetta gefur okkur gott start og þetta „lúkk“ hérna er algjörlega fullkomið fyrir þessar tökur.“ Núna þarf Óskar Þór að skjótast til að taka upp hjá kirkjugarðinum og við nýtum tækifærið og förum að tygja okkur heim á leið. Stutt, tæplega þriggja tíma stopp á Hesteyri er að renna sitt skeið á enda. Ekki fáum við að bragða á afmælistertunni þrátt fyrir að hafa haft hana í augsýn þetta lengi en svona er bransinn bara.

Tökurnar eins og í verkfræðinni

Ferðalagið til Reykjavíkur er mun þægilegra og gengur hreinlega eins og í sögu. Blaðamaður króar Yrsu af á Reykjavíkurflugvelli og spyr hvað henni hafi fundist um tökurnar. „Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég hef séð nokkuð þessu líkt. Það kom mér á óvart hversu ofboðslega mikil fyrirhöfn þetta er. Þetta eru ekki bara einhverjir að leika og maður með myndavél og svo einhver hljóðmaður. Þetta er eins og maður þekkir úr verkfræðinni, búið að skipuleggja allt fram og til baka. Nema að þarna hafa menn áhuga á mínútum og sekúndum á meðan mín vinna snýst um daga og mánuði. Mér fannst þetta virkilega gaman og ég hef ofurtrú á þessu. Þetta verður ótrúlega flott.“

Hugar að frumsýningarkjólnum

Tökum á Ég man þig lýkur næsta vor en þær fara einnig fram á Ísafirði og í Grindavík. Fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á 250 til 300 milljónir króna og er þetta dýrasta mynd Zik Zak til þessa, ásamt The Good Heart. Frumsýning er fyrirhuguð um jólin 2016. „Ég hélt að hún væri frumsýnd í desember 2017 en að þetta sé að gerast núna eftir eitt ár er allt annað. Núna getur maður raunverulega farið að hlakka til því ég hef ekki þolinmæði í að hlakka til einhvers sem gerist eftir tvö ár,” segir Yrsa, sem getur loksins farið að huga að frumsýningarkjólnum sínum. Freyr Bjarnason ritstjorn@frettatiminn.is

Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia**

ÁRA

ÁRA

Á ÁBYRGÐ

ÁRA

ÁBYRGÐ Notaðir

Notaðir

Á ÁBYRGÐ Notaðir

Kia cee’d SW 1.6

Kia Rio LX 1.4

Árgerð 2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 128 hö, beinskiptur.

Árgerð 2014, ekinn 19 þús. km, dísil, 90 hö, beinskiptur.

3.250.000 kr.

2.350.000 kr.

42.777 kr. á mánuði*

30.777 kr. á mánuði*

ÁRA

ÁRA

ÁBYRGÐ

ÁBYRGÐ

Notaðir

Kia Sportage EX Árgerð 2013, ekinn 38 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur.

4.690.000 kr.

*Mánaðargreiðsla m.v. 70% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 11%. **Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar.

NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is

Notaðir

Kia cee’d EX 1.6

Kia Sorento Luxury

Árgerð 2014, ekinn 12 þús. km, dísil, 128 hö, sjálfskiptur.

Árgerð 2014, ekinn 43 þús. km, dísil, 198 hö, sjálfskiptur.

3.950.000 kr.

6.450.000 kr.

51.777 kr. á mánuði*

84.777 kr. á mánuði*

Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160

Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16


S R E D N A A G Í V S N A H R I N I OG V

1. Metsölulisti Eymundsson KILJULISTI VIKA 45

2.

3.

4.

Metsölulisti Eymundsson

Metsölulisti Eymundsson

Metsölulisti Eymundsson

KILJULISTI VIKA 45

KILJULISTI VIKA 45

KILJULISTI VIKA 45

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39


Krókhálsi 4 110 Reykjavík

Sími 567 1010 www.parket.is

Opnunartímar: mánudaga - föstudaga kl. 9–18 og laugardaga kl. 11–15


P

Eik Impressive Vatnshelt harðparket með Hydra Seal. Meiri pressun í millikjarna og 100% lokuð fösun á milli borða. 25 ára ábyrgð. Allt að 10 sinnum meira rispuþol en áður.


46

viðtal

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Gera kvikmynd um Spánverjavígin

Kvikmyndagerðamaðurinn Eñaut Tolosa við tökur á Vestfjörðum.

Árið 1615 strönduðu þrír hvalveiðibátar í Reykjafirði á Ströndum með þeim afleiðingum að 31 skipreka hvalveiðimaður var drepinn eftir að hafa verið dæmdir réttdræpir af sýslumanninum á Vestfjörðum, Ara í Ögri. Það var ekki fyrr en þann 22. apríl á þessu ári sem lög frá árinu 1615 um að Baskar væru réttdræpir á Vestfjörðum voru afnumin. Kvikmyndagerðarmaðurinn Eñaut Tolosa er að leggja lokahönd á heimildamynd um atburðina sem hann segir innihalda öll nauðsynleg hráefni góðrar bíómyndar. Hann segir söguna hafa verið óþekkta á Spáni þar til afnám laganna komst í fjölmiðla í vor.

www.volundarhus.is

RÝMINGARSALA ÚTSALA 20% Allt a

ð

Á GARÐHÚSUM

afslá af ö ttur

garð ðrum hú til er sum sem u á la ger

Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

Tilboðin gilda 13. - 30. nóvember

VERÐTILBOÐ - GARÐHÚS 4,4 m² Verð nú kr. 135.900 - áður kr. 169.900

É

g heyrði fyrst af drápinu á basknesku hvalveiðimönnunum fyrir nokkrum árum,“ segir Eñaut Tolosa, handritshöfundur og meðframleiðandi heimildamyndarinnar Euskal Balezaleen Triskantza, eða „Drápin á basknesku hvalveiðmönnunum“ sem verið er að leggja lokahönd á. „Það var vinur minn sem sagði mér söguna en hann hafði heyrt hana á ferðalagi um Vestfirði. Ég sá atburðina svo ljóslifandi fyrir mér að ég ákvað að það yrði að gera um þetta heimildamynd. Þessi vinur minn, sem er fornleifafræðingur, var líka mjög áhugasamur og langaði til að rannsaka staðina sem Baskarnir fóru um. Við ákváðum að fara saman og að ferðalagið sjálft og rannsóknin hans yrði rauði þráður heimildamyndarinnar,“ segir Eñaut sem ákvað að fá teiknara til að gefa sögunni líf svo myndin verður að stórum hluta teiknimynd.

VH/15- 01

Frábær saga í bíómynd 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

VERÐTILBOÐ - GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs Verð nú kr. 234.900 - áður kr. 299.900

VERÐTILBOÐ

GARÐHÚS 9,7 m²

GARÐHÚS 9,7 m²

34 mm bjálki / Einföld nótun

28 mm bjálki / Einföld nótun

Verð nú kr. 239.900

Verð nú kr. 215.900

Verð áður kr. 299.900

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

VERÐTILBOÐ - GARÐHÚS 4,7 m² Verð nú kr. 149.900 - áður kr. 189.900

Verð áður kr. 269.900

Vel valið fyrir húsið þitt volundarhus.is · Sími 864-2400

GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is

Allt þar til í apríl á þessu ári voru til íslensk lög frá því að tímum Ara í Ögri, sem gerðu Baska réttdræpa á Íslandi. Eñaut segir það hafa vakið töluverða athygli spænskra fjölmiðla þegar lögin voru afnumin við formlega athöfn á Íslandi í vor, en við það tilefni var afhjúpaður minnisvarði um hvalveiðimennina á Hólmavík. „Þessir atburðir voru algjörlega óþekktir áður en afnám þessara laga komst í fjölmiðla. Þegar við byrjuðum að vinna að þessari mynd vissi enginn um hvað við vorum að tala en nú finnst öllum sagan mjög áhugaverð, sérstaklega vegna þessara laga sem fólki finnst mjög fyndin, að Baskar hafi í raun verið réttdræpir með lögum þar til í sumar! Þetta hefur auðvitað áhrif á myndina, fólk kannast betur við atburðina, en það sem heillaði okkur upphaflega var þessi veröld halveiðimannanna sem er okkur algjörlega óþekktur heimur og svo auðvitað harmræn örlög hetjunnar, Martin de

Spán v er javígin

Sumarið 1615 héldu þrjú basknesk hvalveiðiskip til í Reykjafirði á Ströndum, þar sem hvalurinn var bræddur, og versluðu við heimamenn með ýmsan varning. Á Alþingi um sumarið var lesið upp konungsbréf þar sem allar hvalveiðar útlendinga við landið voru bannaðar en samkvæmt helsta heimildamanni Spánverjavíganna, Jóni lærða Guðmundssyni, hafði Ari í Ögri leyft veiðarnar gegn gjaldi. Um haustið fóru hvalveiðimenn að huga að heimferð en þann 21. september skall á óveður og öll skipin brotnuðu með þeim afleiðingum að 31 skipreka baskneskur hvalveiðimaður var drepinn eftir að þeir voru dæmdir réttdræpir af sýslumanninum á Vestfjörðum, Ara í Ögri.

Villafranca. Þessi saga er frábær og hefur allt að geyma sem þarf í góða bíómynd.“

Pólitísk spilling

Átta manns koma að gerð myndarinnar auk Eñauts; tveir myndatökumenn, hljóðmaður, framleiðandi, tveir fornleifafræðingar og tveir teiknarar. Eñaut segir ferlið hafa verið virkilega skemmtilegt og ekki síst fræðandi, fornleifarannsóknin hafi varpað nýju ljósi á málið. „Við höfum gert nokkrar uppgötvanir en þær verða bara að koma fram í myndinni,“ segir Eñaut. „Það lítur til að mynda út fyrir að ástæða morðanna hafi verið pólitísk spilling, þema sem okkur finnst eiga sérstaklega vel við í dag, og ekki síst á Spáni. Ari Magnússon seldi Böskunum veiðileyfi þrátt fyrir að hann mætti það ekki samkvæmt dönskum lögum. Þess vegna vildi hann drepa þá alla eins og fljót og unnt var, til að skilja ekki eftir sig nein ummerki spillingar.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


2 0 % afsláttur

AF ÖLLUM

OSRAM PERUM

UM HELGINA

Kynning og ráðgjöf á laugardag Sérfræðingur frá Osram verður í Húsasmiðjunni Skútuvogi laugardag kl. 13:00 -16:00 og kynnir úrval valkosta í stað hefðbundinna glópera. Fáðu ráðgjöf og lækkaðu rafmagnsreikninginn með réttu perunni.

Jólatilboð

1.425 kr

1.425 kr

FULLT VERÐ: 1.895

Osram LED

6041106

6189051

Pera 3,9W GU10 36° 15.000 klst. líftími - ódimmanleg.

2.165 kr

FULLT VERÐ: 2.575

Osram Lightify startpakki

6041135

Snjöll lýsing!

FULLT VERÐ: 1.895

Osram LED

Jólatilboð

13.195kr

Jólatilboð

Pera 3,6W GU10 36° 25.000 klst. líftími - dimmanleg.

Jólatilboð

1.195 kr

FULLT VERÐ: 1.495

Sjórnaðu lýsingunni með appi!

Jólatilboð

1.675 kr

FULLT VERÐ: 2.095

Jólatilboð

1.885 kr

FULLT VERÐ: 2.425

Jólatilboð

1.675 kr

FULLT VERÐ: 2.095

Osram LED

Osram LED

Osram LED

Osram LED

Osram LED

6041105

6189059

6189073

6189063

6189069

Kúlupera 6W E27 20.000 klst. líftími - dimmanleg.

Almenn 6W E27 15.000 klst. líftími - ódimmanleg.

Með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

Kúlupera 6W E14 20.000 klst. líftími - ódimmanleg.

Almenn 10W E27 25.000 klst. líftími - dimmanleg.

Kertapera 6W E14 20.000 klst. líftími - dimmanleg.


48

viðhorf

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Prumpureikningurinn er opinn

94 Skoda Octavia Ambiente 1.6 TDI

Audi A4 2.0 TDI AT

2.490.000

2011

69

2012

3.950.000

16 VW Take up!

2014

HELGARPISTILL

15

Haraldur Jónasson

VW Polo 1.2 Trendline

1.650.000

2014

Mitsubishi Colt

hari@ frettatiminn.is

2.050.000

40

67 MM Pajero Intstyle 3.2

950.000

2007

A

2014

8.290.000

Raf / Bensín Ekinn þús. km.

Afskornar frostrósir

30

Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur

Götuprýði

Rafmagnsbíll

22 Peugeot 206 Active 2013

96 Hyundai I30

2.190.000

2012

1.790.000

172 Toyota Corolla 2005

125 Honda Civic 1.8i ES

890.000

2006

1.190.000

Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040

Teikning/Hari

Beinskiptur

Amma mín heitin var vön að segja við mig; engin er það synd þótt búkur leysi vind. Ég var ungur drengur þegar hún sagði þetta við mig og sjálfsagt hefur hún kennt í brjósti um mig vegna þess að ég var síprumpandi og viðurkenndi alltaf glæpinn. Eitt­ hvað sem ég fékk bágt fyrir frá hinum í fjölskyldunni sem létu mig, litla drenginn, ekki í friði fyrir vikið. Ég hef tekið þessa möntru ömmu og gert hana að hálfopinberum leiðarvísi mínum um lífið og hvernig ég ætla að eyða þessum árum mínu hérna á Terra firma. Sem þýðir sirkabát að ég prumpa nokkurn veginn um það leyti sem smáþarm­ arnir segja til – nema kannski í veislu hjá forsetanum. Ég er ekki viss um að ömmu hefði þótt það málið. Hún var reyndar meiri Vigdísarkona en Óla en ég freta í það minnsta kosti ekki svona al­ mennt við matarborðið. Tel enda að amma myndi ekki samþykkja slíkt neðrabúkstal við þegar aðrir eru að reyna að borða. Ég hef líka ekkert lært frá æskuár­ unum og viðurkenni nær undan­ tekningalaust glæpinn þegar upp kemst. Því sjaldnast á sá sem fyrst finnur fnykinn sökina. Prump er líka eitt það fyndn­ asta sem til er. Bara að hugsa um að þessi fýluatóm voru að koma út um rassinn fyrir nokkrum sekúndum er auðvit­ að ógeðslegt en um leið alveg ógeðslega fyndið. Fátt finnst mér skemmtilegra en að prumpa í góðu partíi og ég læt alltaf vaða um borð í flugvélum. Annað væri líka bara hættulegt. Bílaprump eru sérstaklega skemmtilegt sem og allir staðir þar sem menn sleppa ekki svo auðveldlega burtu. Sjónvarpssófinn – dásam­ legur staður til að prumpa og ekki skemmir fyrir að fá um leið meira pláss í téðum sófa að launum. Það er reyndar eitt tímabil í lífi flestra þar sem reynt er að þagga svolítið niður í anusnum. Það eru fyrstu vikur tilhuga­ lífsins. Þær eru nær undantekn­ ingalaust prumpfrír tími. Þannig var það auðvitað með mig og mína ástkæru eiginkonu. Alltaf kemur þó að skuldadögum og ég get mér til að fyrsta fýlubomban sé nær undantekningalaust, séu bæði kynin á annað borð í sambandinu, á ábyrgð þess sem geymir bæði X og Y litningana. Og allt í einu, algerlega fyrir­ varalaust, er prumpupartíið byrjað. Það er prumpað hræði­

legu framhjáskituprumpi eftir matinn og hljóðlátar bombur er látnar falla í sjónvarpssóf­ anum. Það verður allt vitlaust í prumphernaði þangað til nokk­ urs konar valdajafnvægi kemst á. Kalt stríð. Það er að segja haldi sambandið út þessa stríðshrjáðu daga sem enginn virðist muna hvar og hvenær byrjuðu. Ja, nema ég. Því það ótrúlega gerð­ ist á eftirtilhugalífsdögum okkar hjóna að það var ekki síprump­ andi drengurinn úr Sælavog­ inum sem byrjaði. Nei, það var svellharða stúlkan úr sveitinni sem opnaði reikninginn. Það var heldur ekki neitt sætt púff við eldhússtörfin heldur. Það var laumuleg hljóðlát púffbomba sem ég mun muna til æviloka. Betri helmingurinn segist reyndar núna, tæpum tuttugu árum seinna, segist ekkert muna en ég – ég man. Svona nokkru gleymir enginn sem fyrir verður. Setjum sviðið: Rétt rúmlega tvítugir myndlistarnemar byrja að draga sig saman eins og ger­ ist á þessum árum. Ég, fordekr­ aður drengur úr Kópavoginum sem býr enn í foreldrahúsum og hefur aldrei kveikt á þvottavél. Hún, bóndadóttir úr Þingeyjar­ sýslum sem hefur nokkurn veginn séð um sig sjálf frá því að skólaskyldu lauk. Sumsé tals­ verður þroskamunur á. Þetta var á síðkvöldi í kjallara foreldra­ húsanna, Kópavogsmegin í Foss­ vogsdalnum, þar sem unglinga­ herbergið mitt var á síðustu árum síðustu aldar. Við síðung­ lingarinir erum með kósíkvöld. Vídeómynd í VHS tækninu sem við horfum á undan sæng, einni sæng. Þá er sem mér skyndilega hitnar um lærið. Í fyrstu átta ég mig ekki á neinu og skil ekkert þessa aukningu á líkamshita. Sér í lagi á svona staðbundu svæði – svo átta ég mig hvað var hvað. Undirsængurprump – með leiser nákvæmni. Daman opnaði prumupreikn­ inginn með einhverjum stórkost­ legasta hætti í manna minnum. Ég bjó auðvitað engan veginn yfir nægilegum þroska til að átta mig á hvers konar ástarjátning þetta var í raun og veru. Sá bara skotleyfið. Nokkuð sem ég hef nýtt mér til þessa dags. Hef þannig lítið þroskast á þessum árum, andlega í það minnsta. Prumpa bara og prumpa – svo þegar ég fæ augngotur eða harkalegt tiltal er svarið alltaf hið sama. Þú byrjaðir.


FJÖLSKYLDUTILBOĐ ALLAR HELGAR 4x120g grillaðir hamborgarar, franskar og ískalt kók

AĐEINS

3990 Tilboðið gildir eingöngu laugardaga og sunnudaga

ÁRNASYNIR

VIĐ VESTURLANDSVEG


50

Colonic Plus

fjölskyldan

Kehonpuhdistaja

Opið bréf til sýslumanna

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

www.birkiaska.is

Skin Blossom margverðlaunaðar lífrænt- og veganvottaðar húðvörur. Innihalda ekki paraben, silikon tilbúin litar- og ilmefni né önnur skaðleg efni.

Aðfangadagur – verklagsreglur í umgengnismálum Aðsent bréf til Félags stjúpfjölskyldna

Ágætu sýslumenn

É

heimur barna

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi og kennari Fást í Heimkaup.is, Heilsuveri Suðurlandsbraut 22 og Akureyrarapóteki Kaupangi.

Helgin 13.-15 nóvember 2015

Skin Blossom á Íslandi.

g á tvö yndisleg stjúpbörn og tvö börn með manninum mínum. Heimilið okkar er að sjálfsögðu öllum börnunum galopið. Hvert og eitt er með sitt herbergi, skiptir engu hvort þau eru hjá okkur aðra hvora viku eða allt árið um kring. Við hjónin elskum jólin og leggjum mikið upp úr undirbúning þeirra með börnunum. Öll börnin taka þátt í að baka smákökur, hlusta á jólatónlist, pakka inn jólagjöfunum, skreyta herbergin sín og jólatréð. Við gerum allt saman en stjúpbörn mín fá aldrei að eiga aðfangadagskvöld með pabba sínum, mér og systkinum sínum. Við fáum aldrei tækifæri til að eiga saman aðfangadagskvöld sem fjölskylda. Það vantar alltaf tvo úr henni. Maðurinn minn hefur rætt þetta við móður barnanna sem sjálf vill hafa

í sjónvarpi Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn er sýndur á mánudagskvöldum kl. 20 á Hringbraut í vetur. Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem kemur út á föstudögum. Sjónvarpsþátturinn er frumsýndur á mánudagskvöldum klukkan 20 og endursýndur nokkrum sinnum í vikunni. Teitur Guðmundsson læknir er með fasta pistla.

Af hverju er verklagsreglan ekki sú að „barn dvelur til skiptist hjá foreldrum sínum á aðfangadagskvöld, þar sem það hefur undirbúið jólin á báðum heimilum?“

Umsjónarmaður Heilsutímans er Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari.

þau á aðfangadagskvöld. Hún hefur jafnframt sagt við hann að það þýði lítið að reyna fá aðstoð sýslumanns. Hún myndi „vinna“ þar sem lögheimili barnanna er hjá henni, sem ég hef lært að þýði víst líka „föst búseta“. Skiptir þar engu hvort foreldar fari sameiginlega forsjá og eða eru með samning um viku/viku umgengni barnanna. Því miður er þetta rétt hjá henni en á vef sýslumanns segir orðrétt: „Sú verklagsregla gildir yfirleitt að börn skuli dvelja hjá því foreldri sem það hefur fasta búsetu hjá á aðfangadagskvöld. Þetta styðst m.a. við þau rök að þar hefur barn oftast undirbúið jólin“ (<http://www. syslumenn.is/thjonusta/fjolskyldumal/ umgengni/>).

Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig búsetan geti verið „fastari“ hjá móður þó lögheimili barnanna sé hjá henni, þegar börnin dvelja viku/viku á hvoru heimili um sig. Sem betur fer á þetta ekki við um öll börn sem eiga tvö heimili. Þekki ég til margra heimila þar sem börnin eru til skiptis hjá foreldrum um jólin. Séu foreldrar hinsvegar ósammála þá getur lögheimilisforeldið vísað í þessa úreltu verklagsreglu. Í flestum tilvikum bitnar hún á föður þar sem lögheimili er í um 90% tilvika hjá móður. Af hverju er verklagsreglan ekki sú að „barn dvelur til skiptist hjá foreldrum sínum á aðfangadagskvöld, þar sem það hefur undirbúið jólin á báðum heimilum?“ En það er einmitt orðið sem stjúpbörnin mín nota, heimili. Þau segja: „ég á tvö heimili.“ Allt of margir feður upplifa sig vanmáttuga í samskiptum við barnsmæður sínar og láta ýmislegt yfir sig ganga af ótta við að missa tengsl við börn sín. Eiginmaðurinn minn er fullkomlega fær um að annast börnin sín og elskar að hlúa að þeim. Hann sinnir þeim frá morgni til kvölds þegar þau eru hjá okkur. Hann sleppir öllu skemmtanalífi og flandri svo hann geti átt sem mestan tíma með börnunum sinum. En hvað þarf til að þetta breytist? Á heimasíðu sýslumanns kemur fram að engar reglur séu í barnalögum um hve umgengni á að vera mikil, en ef foreldrar eru ekki sammála um fyrirkomulagið og sýslumaður þarf að úrskurða um umgengni er stuðst við ákveðnar verklagsreglur sem hafa myndast í framkvæmd. Reglur þessar eru mjög svipaðar hér á landi og erlendis og í reynd eru flestir samningar sem foreldrar gera sjálfir sín á milli í samræmi við þessar reglur. Það er von mín að þessi pistill fái ykkur til að hugsa betur um þessi mál en þau varða bæði börn einhleypra foreldra og börn í stjúpfjölskyldum sem er stór hluti barna á Íslandi. Lögheimilisforeldri er gert hærra undir höfði bæði þegar kemur að verklagsreglum sýslumanna og lögum sem snerta þennan málaflokk. Við þær aðstæður mun samvinna og samstarf fyrst og síðast vera á forsendum lögheimilisforeldris séu ekki samkomulag á milli foreldra. Það ætti að vera lítið mál að breyta verklagsreglum sýslumanna í takt við raunveruleikann og tryggja börnum rétt til að eiga önnur hver jól/aðfangadagskvöl með föður og móðir (eða móður - móður, eða föður - föður) og systkinum sínum á báðum heimilum. Ykkar einlæg, Stjúpmamman Fyrir hönd bréfritara, Valgerður Halldórsdóttir

Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Flottar lausnir til innpökkunar allskyns vöru

Eingöngu sala til fyrirtækja

Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is


l ei nh i eg ð G gæ

Mikið úrval legsteina og fylgihluta

Á GÓÐU VERÐI

Fullbúinn og með frágangi í kirkjugarði

Fullbúinn og með frágangi í kirkjugarði

verð aðeins kr: 349.000

verð aðeins kr: 199.000

Fullbúinn og með frágangi í kirkjugarði

Fullbúinn og með frágangi í kirkjugarði

verð aðeins kr: 299.900

verð aðeins kr: 319.900

KAUPAUKI Í NÓVEMBER

Fullbúinn og með frágangi í kirkjugarði

verð aðeins kr: 239.000

Biondan handunnar luktir og vasar frá Ítalíu fylgja með öllum legsteinum í nóvember

Granítsteinar.is – Helluhrauni 2 – Hafnafjörður – S: 544-5100


52

prjón

Helgin 13.­15. nóvember 2015

Slaufa við hvert tækifæri

Auglýstu í jólablaði Fréttatímans Jólablað Fréttatímans 2015 kemur út fimmtudaginn 26. nóvember.

Það er enginn vafi á því að jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna jólavörur og þjónustu. Í blaðinu verður spennandi jólatengt efni af ýmsum toga, skrifað af reyndum blaðamönnum. Að auki verða í blaðinu vörukynningar í samvinnu við fyrirtæki. Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til viðskiptavina þinna meðal ánægðra lesenda Fréttatímans. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólablaðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og gluggar í það ítrekað við jólaundirbúninginn.

Í bókinni Slaufur eftir Rannveigu Hafsteinsdóttur eru frumlegar og fjölbreyttar upp­ skriftir að prjón­ uðum slaufum fyrir unga sem aldna. Uppskriftirnar eru einfaldar í framsetningu en myndrænar og aðgengilegar leiðbeiningar skref fyrir skref fylgja ásamt skemmtilegum ljósmyndum. Slaufur eru snið­ ugar við hvaða tækifæri sem er og ættu þau nú heldur betur að aukast tækifærin til að bera þessa skemmtilegu flík nú þegar aðventan nálgast. Auk hefðbundinnar notkunar geta slaufurnar prýtt hárbönd, sokka, skó, húfur, jólapakka, vett­ linga, vínglös, ferðatöskur.

Efni og áhöld Bómullargarn í ein­ um lit, sokkaprjónar núm­ er 3 og Javanál

Aðferð Mynstrað gataprjón. Tvær lykkjur prjón­ aðar slétt saman Bandinu slegið upp á prjóninn

Prjónafesta 10 x 10 cm = 27 lykkjur og 40 umferðir í mynsturs­ prjóni

Slaufubolur Fitjið upp 30 lykkjur. Tengið í hring og prjónið nú mynstrið eftir teikningunni. Skýringar á prjóna­ táknum má sjá hér fyr­ ir ofan. Fellið af.

Miðjuband Fitjið upp 10 lykkjur. Tengið í hring og prjónið 18 umferðir sléttprjón. Fellið af.

Frágangur Saumið slaufubolinn saman og gangið frá endum. Mótið slaufuna og saumið miðju­ bandið utan um bolinn.

-þinn tími

37

Liðir - bólgur

36 5

CURCUMIN • • • •

Allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið Túrmerik!

Liðamót Bólgur Gigt Hjarta- og æðakerfi

CURCUMIN (gullkryddið) er virka innihaldsefnið í Túrmerik rótinni og hefur verið notað til lækninga

Gullkryddið

2000 ár í Asíu. Hátt í 3.000 rannsóknir hafa verið gerðar á þessari undrarót undafarna áratugi.

Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Sportlíf, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

4 3 2 1

30 29 28 27 26 25 24 23 22 21 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3

Umferð 1­18 10 9 8 7 6 5 4 3

2

1

2

1

}

Umferðir 4­5 endurteknar 16 sinnum, samtals 32 umferðir


JÓLAGJAFIR

2015

Jólabæklingurinn okkar er kominn Komdu við og nældu þér í eintak

Raumgestalt eikarbretti Verð frá 3.490 kr

Mette Ditmer Cross handklæði 35 x 55 cm 2.990 kr/2 stk Mette Ditmer Cross handklæði 50 x 95 cm 4.990 kr/2 stk

Mikið úrval af fallegum vörum í jólapakkann

Mette Ditmer Cross handklæði 35 x 55 cm 2.990 kr/2 stk 50 x 95 cm 4.990 kr/2 stk 70 x 133 cm 4.990 kr

Rúmteppi 190 x 250 cm - 9.990 kr 240 x 250 cm - 12.990 kr 250 x 280 cm - 14.990 kr

Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is


54

jólagjafir útivistarfólks

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 Ósk alisti hlaupar ans

Fimmtugsafmælinu fagnað í New York maraþoninu É

g æfði sund þegar ég var ung Sjúkraþjálfarinn Eygló og þó hófust æfingar stundum á Traustadóttir eyðir útihlaupi sem mér dauðleiddist,“ frístundum sínum í að segir Eygló. „En eftir að ég eignaðist börnin mín varð einhvern veginn auðhlaupa, hjóla og synda. Hlaupið á þó hug hennar veldasta hreyfingin að fara bara út að hlaupa. Ég fann þá hvað útiveran gerði allan og hún stefnir ekki mér gott.“ Eygló hefur þó þurft að á að keppa í járnkarli, þó glíma við ýmis meiðsli tengd hlaupum. „Ég lenti í ýmsum óhöppum og fór svo að vera með bakmeðal annars í aðgerð árið 2011 og ég grunn í öllum keppnisbjóst því ekki við að geta hlaupið heilt greinum. Eygló var meðal maraþon.“ Það átti þó eftir að breytast og er það systur Eyglóar að þakka. keppenda í New York „Erla systir mín fagnar fimmtugsafmaraþoninu sem fram mælinu nú í nóvember og hún fékk þá fór í byrjun mánaðarins frábæru hugmynd að taka þátt í maraásamt systur sinni, þoni í tilefni stórafmælisins.“ New York frænku og frænda svo úr maraþonið varð fyrir valinu því það er varð hin skemmtilegasta þekkt fyrir mikið stuð og stemningu, en þátttakendur eru í kringum 50.000 fjölskylduferð. Eygló og götur borgarinnar eru fullar af fólki, dreymir um að taka þátt auk þess sem svið eru sett upp um alla borg þar sem ýmsir tónlistarmenn og í fleiri hlaupum og væri alveg til í gjafabréf upp í skemmtikraftar stíga á stokk. hlaupaferð í jólapakkann. Fjölskyldan slóst með í för Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

„Við höfum hvorugar verið að hlaupa lengi en við höfðum rúm tvö ár til að undirbúa okkur. Við æfðum reyndar mikið sitt í hvori lagi, ég hjá ÍR skokki og hún hjá Laugaskokki.“ Fleiri úr fjöl-

skyldunni áttu eftir að bætast í hópinn og tóku dóttir Erlu og frændi systranna einnig þátt í hlaupinu. „Það var alveg dásamlegt að fara svona mörg saman. Ekkert okkar hafði hlaupið heilt maraþon áður en við vorum staðráðin í hafa gaman,“ segir Eygló. Alls fóru 10 fjölskyldumeðlimir til New York í byrjun mánaðarins, ferðin varð því sannkölluð fjölskylduferð. „Foreldrar okkar og aðrir fjölskyldumeðlimir slógust í för með okkur og þau voru frábært klapplið og þetta var alveg stjarnfræðilega gaman.“

Góður tími bara bónus

Alls tóku um 20 Íslendingar þátt í maraþoninu og var Eygló með þriðja besta tímann af íslensku keppendunum, 3 klukkustundir og 47 mínútur, og lenti í 288. sæti í sínum aldursflokki. „Það gekk nánast allt upp hjá mér. Ég fékk engar blöðrur og lenti ekki í neinu veseni, en aðalmarkmiðið var að klára hlaupið, tíminn var bara bónus. Það hefði þó mátt vera nokkrum gráðum kaldara, en það hefur var óvenju heitt miðað við árstíma.“ Eygló ætlar að halda áfram að hlaupa í vetur, í hvaða veðri sem er. „Ef maður æfir í hópi bíða manns alltaf æfingafélagar ef maður bara klæðir sig og kemur sér af stað.“

Ef maður æfir í hópi bíða manns alltaf æfingafélagar ef maður bara klæðir sig og kemur sér af stað. Eygló Traustadóttir var meðal 50.000 þátttakenda í New York maraþoninu sem fram fór þann 2. nóvember síðast liðinn. „Hlaupið leið ótrúlega hratt og það var mikið stuð á götum úti, en áætlað er að um tvær milljónir hafi fylgst með hlaupinu,“ segir Eygló. Ljósmynd/Úr einkasafni.

Jólaóskalisti hlauparans Hlaupaúr

Góðir hlaupaskór „Það skiptir máli að kynna sér hlaupaskó og ég hef verið að sjá sífellt fleira fólk koma til mín í sjúkraþjálfun með álagsmeiðsli eftir lélega skó. En góðir hlaupaskór þurfa ekki endilega að vera mjög dýrir. “

„Eftir því sem maður hleypur meira eykst löngunin til að eignast hlaupaúr sem mælir vegalengdir, tíma, hlaupaleiðir og fleira, það getur verið hvetjandi að fylgjast með þessu öllu.“

Hlaupa- eða gönguferð „Gjafakort í styttri og lengri ferðir finnst mér mjög aðlaðandi. Það er alveg ótrúlega margt í boði, innan- og utanlands, og hægt að gefa gjafabréf upp í slíka ferð. Mér finnst það að minnsta kosti mjög spennandi kostur.“

Reunion Resort Golf Villas, Orlando, Florida Innifalið: Flug með Icelandair, akstur til og frá flugvelli, gisting í 8 nætur, 7 daga golf á þremur 18 holu völlum og morgunmatur. Dagsetningar: 16. og 30. okt. og 6. nóv. 2015

Verð m.v. 4 saman frá 269.900 kr.

Nánari upplýsingar:

www.transatlanticsport.is Júlíus, 588 8917 – jg@transatlantic.is

Fjórir fjölskyldumeðlimir þreyttu maraþonið, öll í fyrsta skipti og náðu þau öll settu markmiðið: Að klára hlaupið. Frá vinstri: Afmælisbarnið Erla Traustadóttir, Árni Ragnarsson, Eygló Traustadóttir og Þórdís Stella Þorsteinsdóttir, dóttir Erlu. Ljósmynd/Úr einkasafni.


ZigZag kuldafatnaður á krakka Stærðir: 2-12 ára

Útsöluaðilar: Útilíf Kringunni – Smáralind – Glæsibæ I K Sport Keflavík I Sportver Akureyri I Nína Akranesi I Borgarsport Borganesi I Sportbær Selfossi I Axel Ó Vestmannaeyjum

Endurance íþróttafatnaður Peysa: kr 9990,Buxur: kr 8990,-

Útsöluaðilar: K Sport Keflavík I Toppmenn og Sport Akureyri


56

jólagjafir útivistarfólks

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 Ósk alisti björgunarsveitarmannsins

Gleðileg útivistarjól Jetboil Flash™ Gerir alla eldun í útilegum mun einfaldari. Það tekur Flash™ einungis 2 mínútur að sjóða vatn. Þegar vatnið hitnar þá sést það á hlífinni utan á Flash™ því hlífin skiptir um lit við hitabreytinguna. Síður 12 lítra með aðeins 100grömmum af gasi. Þegar brennarinn er ekki í notkun er hægt að geyma brennarann ásamt gaskútnum og aukahlutum ofan í bollanum. Á brennaranum er einnig neistakveikja og er því óþarfi að ferðast með eldspýtur eða kveikjara. Snilldar græja í allar ferðir hvort sem er í jeppa-,veiði-, göngu- eða skíðaferðina. Verð: 25.995,-

Petzl TIKKA RXP Ljósið er mjög öflugt og gott höfuðljós. Ljósið er 215 lúmen og er búið ljósnema sem nemur birtustigið úti og stillir ljósgeislann eftir því. Það hámarkar afkastagetu ljóssins og endingartíma rafhlöðunnar. Ljósið er með tveimur perum, önnur með sterkum og mjóum geisla, hin með breiðum geisla. Einnig

rautt ljós, með og án blikki. Ljósið er búið lithium hleðslurafhlöðu og er hlaðið með USB snúru. Hægt er að sækja tölvuforrit til að stilla hvernig notandinn vill að ljósið virki fyrir sig og sína notkun. Verð: 19.995,-

Ragga starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri hjá Into the Glacier, sem sér um leiðsögn í íshellinum á Langjökli, sem opnaður var síðasta sumar. „Ég elska að finna fyrir frið og ró þegar ég kemst upp á jökul.“ Ljósmynd/Úr einkasafni.

Sími 511-0200 - farmasia@farmasia.is

Lyf á hagstæðu verði Opið alla virka daga frá 08.00 til 20.00 Nýtt sjálfstætt starfandi apótek í Suðurveri

Persónuleg og góð þjónusta í nágrenni við þig

Opið um helgar

Laugardaga frá 10-18 Sunnudaga frá 13-18

Með meirapróf uppi á jökli Útivistaráhugi Ragnheiðar Guðjónsdóttur kviknaði í skátunum og þaðan lá leiðin í björgunarsveitina. Ragga er lærður ljósmyndari og fjölmiðlatæknir en starfar sem leiðsögumaður á Langjökli þar sem hún leiðir áhugasama ferðamenn um leyndardóma íshellisins í jöklinum. Það skiptir miklu máli að vera vel útbúinn á jöklinum og á óskalista Röggu fyrir jólin eru meðal annars dúnlúffur og góð skíðagleraugu.

É

g er í Björgunarsveit Hafnarfjarðar og starfa þar sem bílstjóri og sérhæfður leitarmaður,“ segir Ragga, Ragnheiður Guðjónsdóttir, en flest hennar áhugamál tengjast útivist á einn eða annan hátt. „Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum og breyttum bílum. Svo á ég son, Elmar Óðin, sem verður þriggja ára í febrúar og eyði miklum tíma með honum í alls konar útivist sem og öðru.“ Ragga er með meirapróf sem nýtist vel

uppi á jökli þar sem trukkarnir eru í stærra lagi. „Þó svo að það sé nóg af fólki uppi á jökli finn ég samt fyrir miklum frið og ró uppi á fjöllum. Ég losna við allt stress þegar ég er komin upp á jökul og mun því missa af öllu jólastressinu sem er bara fínt,“ segir Ragga og hlær. Ógrynni af græjum, fatnaði og öðrum búnaði fylgir björgunarsveitastörfunum og fjallamennskunni og þarf Ragga að útvega margt sjálf, sérstaklega fatnað.

„Þegar maður starfar uppi á jökli verður maður að eiga góða sokka, skó, vettlinga, húfu og slíkt.“ Þó svo að Ragga muni að mestu losna undan jólastressinu í borginni losnar hún ekki við jólagjafainnkaupin, en hún gaf sér líka tíma til að setja saman lítinn óskalista með nokkrum hlutum sem munu nýtast henni í störfum sínum. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

Óskalisti björgunarsveitar- og leiðsögumannsins

Gönguskór „La Sportiva frá 66° Norður eru ótrúlega flottir.“

Skíðagleraugu Dúnlúffur „Góðar dúnlúffur eru ofarlega á óskalistanum.“

„Góð skíðagleraugu eru nauðsynleg uppi á fjöllum þar sem er allra veðra von.“

GPS tæki „Ég hef augastað á einu splunkunýju frá Garmin.“

Ragga og sonur hennar, Elmar Óðinn, eru iðin við að skella sér upp á hina ýmsu fjallstoppa og segir Ragga lítið mál að bera guttann á bakinu. Ljósmynd/ Úr einkasafni.


Hátt frostþol

Hágæða andadúnn

Límdir saumar

Vatnsfráhrindandi

Brandenburg

Fyrir bæði kynin

BJÖRN ÓLAFS er síð og klæðileg úlpa með hágæða andadún. Hún hrindir frá sér vatni og er með límdum saumum. Traustur ferðafélagi á jökulinn eða inn í veturinn.

www.cintamani.is | Bankastræti 7 | Austurhraun 3 | Smáralind | Kringlan


Val á flísum sem standast tímans tönn krefst útsjónarsemi og þekkingar. Flísar frá Ítalíu og Spáni, brenndar, rétt skornar og í fyrsta flokki, skipa sér þar með í flokk bestu fáanlegu flísa. Það skilur á milli framleiðenda þegar kröfurnar eru miklar. Kynntu þér flísarnar í verslun okkar Suðurlandsbraut 20.

Suðurlandsbraut 20

108 Reykjavík

Sími: 595 0500

www.egillarnason.is


GERÐU KRÖFUR

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15


Loksins Loksins 60 tíska komnar komnaraftur aftur

Loksins *leggings *leggings háar háarí íí *leggings háar 20% afsláttur afsláttur 20% afsláttur 30% afsláttur Loksins Loksins Loksins Loksins Loksins20% Loksins komnar aftur mittinu mittinu mittinu afaf af öllum öllum vörum vörum öllum vörum öllum komnar komnar aftur aftur komnar aftur mnar mnar aftur aftur mnar aftur *leggings háar í 20% afsláttur Loksins Loksins til til 17.júní júní 17. júní *leggings *leggings háar háarí íí *leggings háar eggings gings háar í til í 17. ggingsháar háar íyfirhöfnum mittinu

af öllum vörum komnar aftur komnar aftur mittinu mittinu mittinu mittinu mittinu mittinu

kr. kr.5500 5500. ..

kr. 5500 kr.5500 5500 kr. 5500 r.kr.5500 5500 kr. kr. 5500 kr. 5500

góð þjónusta

góð þjónusta

Fatalína Geysis tekur nýja stefnu Geysir opnar nýja og glæsilega verslun á Skólavörðustíg 7 í dag, föstudag. Verslunin er hugsuð sem framlenging á upprunalegu versluninni og vonast starfsfólkið eftir því að heimilisleg stemning myndist milli verslananna. Ný og stærri fatalína frá Geysi verður einnig kynnt í tilefni opnunarinnar.

til 17. júní *leggings háarSamkeppnishæf í *leggings Túnika Túnika háar í Túnika mittinu verð ogmittinu gæði kr. kr. 3000 3000 kr. 3000 .vörur, Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, Frábær smart vörur, Túnika verð, Reykjavík, London, . .. . .. Amsterdam, kr. 3000 góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta Frábær verð, smart Parísvörur,

kr. 5500

Helgin 13.-15. nóvember 2015

. vörur, .Frábær góð þjónusta Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, Frábær verð, smart ær verð, verð, smart smart vörur, vörur, ær verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta óð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta

Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni ·S. 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙Opið Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙ laug. laug. 11-16 11-16 Bláu Faxafeni ·588 588 4499 ∙nýjar mán.12-18 ∙∙laug. 11-16 Tökum Tökum upp nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum Tökum upphúsin upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · ·S.S. 4499 ∙upp Opið mán.fös. 12-18 ∙fös. laug. 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni ·· 12-18 S. 4499 ∙4499 Opið mán.fös. 12-18 ∙ fös. laug. 11-16 áuFaxafeni húsin Faxafeni S. 588 4499 Opið mán.fös. 12-18 ∙·588 11-16 Bláu Bláu húsin Faxafeni Faxafeni S. S.laug. 4499 ∙11-16 Opið Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. laug. 11-16 11-16 húsin Faxafeni ·588 S. 588 ∙ ∙Opið mán.12-18 ∙ ∙laug. 11-16 Faxafeni Faxafeni · S.· ·588 588 4499 4499 ∙ Bláu Opið ∙∙Opið Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙laug. ∙4499 laug. 11-16 11-16 nin S.S.·588 4499 ∙ húsin mán.fös. ∙588 laug.

Nailner penninn við svepp í nögl. Einföld lausn á hvimleiðu vandamáli. Vertu með fallegar neglur, alltaf ! Fæst í apótekum

Flottur Flottur Flottur Gallabuxur sumarfatnaður sumarfatnaður Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 5 litir: gallablátt, Dreifing: Ýmus ehf

blátt, Flottur Flottursvart, hvítt, ljóssand. Flottur Gallabuxur Flottur Stærð 34 - 48 sumarfatnaður Flottur sumarfatnaður Flottur Verð 15.900 kr. Gallabuxur sumarfatnaður sumarfatnaður 5 Kryddaðu litir: gallablátt, sumarfatnaður Kvarterma Kvartermapeysa peysaáá svart, hvítt, blátt, Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 12.900 kr. Kvarterma peysa 12.900 kr. ljóssand. 5 litir:á gallablátt,

fataskápinn 33litir 12.900 kr. litir Stærð 34 - 48

svart, hvítt, blátt, ljóssand. 36 3 Kvarterma litir 36--52 52 peysa áá 34Stærð -Stærð 48 Kvarterma peysaStærð

12.900 kr. Kvarterma peysa áStærð 12.90036 kr.- 52 Kvarterma Kvarterma peysaáá kr. 3 litir Buxur áápeysa 15.900 12.900 kr. 3 litir Prjónavesti á Buxur 15.900 kr. 12.900 kr. Kvarterma á 12.900 kr. Stærð 36 --peysa 52 3 litir Stærð 36 52 kr. 5 litir Buxur á 15.900 5 litir 33litir 12.900 kr.kr. litir Stærð 36 - 52 10.900 Stærð 34 - 48 Stærð 36 52 5 Buxur litir Stærð 34 3 litir Stærð 36-52- 48 á 15.900 kr. Buxur á 15.900 kr. Stærð 36 - 52 48 55 litir Buxur á 15.900 kr.Stærð litir 34 Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. Stærð 34 48 5 litir Stærð 34 - 48 Langerma 5 litir Buxur á 15.900 kr. 5 litir Stærð 34 - 48 Stærð bolur5 álitir Stærð34 34--48 48 Stærð 34 - 48

Ásdís Eva Ólafsdóttir er sölustjóri og aðstoðarverslunarstjóri hjá Geysi. Hún hefur tekið þátt í að kynna fatalínu undir merkjum Geysis erlendis og hægt er að líta á afraksturinn í nýrri verslun Geysis á Skólavörðustíg 7. Mynd/Hari.

G

eysir sem verslun og sem vörumerki er í sífelldri þróun,“ segir Ásdís Eva Ólafsdóttir, sölu- og aðstoðarverslunarstjóri í Geysi. „Það hefur verið löngun til að stækka Geysi í smá tíma og í raun lítum við ekki á búðina sem algjörlega nýja verslun heldur er þetta meira framhald af upprunalega Geysi og þeirri stefnu sem nýja fatalína Geysis er að taka. Hún hefur stækkað mikið síðasta árið og verður opnunin einnig kynning á þessari nýju línu.“ Ný verslun opnar formlega í dag, föstudag, í fallegu húsnæði við Skólavörðustíg 7.

Búðirnar sitt hvoru megin við fangelsið

„Það var eiginlega algjör tilviljun að þetta húsnæði varð fyrir valinu. Það varð skyndilega laust og við urðum að stökkva á það,“ segir Ásdís, aðspurð um hvort það sé ekki einkennilegt að búðirnar séu svona nálægt hvor annarri. „Þetta er glæsilegt hús með frábæra sögu. Við grínumst smá með að það eina sem aðskilur búðirnar sé Hegning-

arhúsið og þetta séu því búðirnar sitt hvoru megin við fangelsið. Það er eitthvað sjarmerandi við að hafa þær svona nálægt hvor annarri og vonandi verður smá heimilislegt við það að geta stokkið á milli.“

Ný og stærri fatalína frá Geysi

Í nýju versluninni má finna aukið vöruúrval auk þess sem ný fatalína frá Geysi verður frumsýnd. „Við erum að bæta ansi vel í merkjaflóruna okkar og það koma inn ný merki með nýju versluninni. Það verður meiri áhersla á kvenfatnað en það verður alltaf nóg í boði fyrir herrana líka. Verslanirnar eiga að tala ansi mikið saman og við vonumst til að fólki líði eins og það hafi bara farið upp á næstu hæð í Geysi frekar en inn í algjörlega nýja verslun,“ segir Ásdís. Fatalína undir merkjum Geysis hefur verið fáanleg frá árinu 2010. „Alveg frá byrjun hefur verið lögð mikil áhersla á íslensku ullina. Hún er svo stór þáttur í sögu okkar sem Íslendingar en fyrst og fremst er hún frábært hráefni.“ Erna Einarsdóttir hefur verið að

hanna fyrir Geysi síðan 2013 en hún er útskrifuð með Mastersgráðu í fatahönnun frá Central Saint Martins í London. „Með tilkomu Ernu kom fram ákveðin löngun að bæði stækka línuna og vinna meira og öðruvísi með ullina sem og önnur gæðaefni. Seinustu tvö ár hafa því farið í mikla tilrauna- og þróunarvinnu og verður afrakstur þessarar vinnu frumsýndur hér á Íslandi í tengslum við opnun nýju verslunarinnar,“ segir Ásdís. Geysir stefnir auk þess á alþjóðlegan markað. „Í sumar var línan kynnt á sölusýningu í Kaupmannahöfn og voru viðbrögðin frábær og fundum við fyrir miklum áhuga erlendra verslana og söluaðila. Það hefur verið eftirspurn að utan við Geysis fatnaðinum í gegnum tíðina en við vildum ekki fara út fyrr en okkur fannst við vera 100% tilbúin. Í dag erum við tilbúin og getum ekki beðið eftir að fá að kynna línuna fyrir þjóðinni.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

4.900 kr.

Buxur á 12.900 kr.

Verð 11.900 kr.

Verð 11.900 kr. 3 litir: blátt, grátt, svart. 3 litir: blátt, grátt, svart. Stærð 3611.900 - 46 kr. Stærð 36 - 46 Verð . 11–18 –188 . 11–1 - rennilás neðst á skálm - rennilás aada 3O litir: blátt, grátt, svart. neðst ádaga skálm gaklkl. 11 ð agaaklkl. 11–158 ppiðiðvivirkrkaaddag ðvivirkrk Opipi36 55 OO -1 11 . kl 8 -1-15 -1 ga –1 Stærð 46 11 da . 11 arardagaklkl. 11–18 kl8kl. 11 kl. a–1 OOpipiððlark arardkldag ug laug a–1 a laalaudaugga ag . 11 Opið virka daga dag 8. 11 ppið a g O 11 vi . rennilás neðst á skálm 5 kl ið ið rk -1 p vi ga 11 O O ð . da pi kl a O rk ga

Opið laugarda

Opið vi daga kl. 11 -1-155 . 11 85 –1-1 . 11 gaaklkl daag ad OOpipiððlalaug ugarardaga kl. 11 Opið ðuvigrkar Opila -15 ga kl. 11

Opið laugarda

Laugavegi 178 555 1516 Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516

gi 178 | Sími 555 1516

Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð

á Facebook

Laugavegi 178 |178 Sími 555555 1516 Laugavegi | Sími 1516

Kíkið á myndir og verð á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook

Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi 178 178 | Sími| 555 1516

Laugavegi 178 | Sími 555 1516

Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð

Kíkið á myndir og verð á Facebook

á Facebook

á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook

Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð

Fatalína undir merkjum Geysis hefur verið fáanleg frá árinu 2010. Ávallt hefur verið lögð mikil áhersla á íslensku ullina. Nú er komin út ný lína þar sem Erna Einarsdóttir er meðal hönnuða. Geysir stefnir á erlendan markað en Íslendingar geta litið dýrðina augum í nýrri verslun Geysis sem opnar í dag, föstudag. Myndir/Axel Sigurðsson.


JÓLA VÖRURNAR ERU KOMNAR

Metal litir væntanlegir

260 ml / 500 ml / 750 ml

- BPA Free - Halda köldu í 24 tíma -heitu í 12 tíma -Umhverfsvænar - Hágæða stál 18/8

NÝTT

www.hrim.is LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003

KRINGLUNNI - S: 553-0500

LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002


62

NÝ SENDING MEÐ

tíska og útlit

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Trefill eða teppi?

YFIRHÖFNUM STÆRÐIR 14-26

Það er fátt notalegra á köldum vetrarmorgni en að vefja sig inn í hlýjan trefil áður en haldið er út í myrkrið og kuldann. Yfir daginn getur góður trefill nefnilega gegnt hlutverki fínasta teppis. Trefill er því með gáfulegri fjárfestingum fyrir veturinn. Köflótt mynstur í ýmsum myndum, kögur og hringtreflar verða áberandi í treflatísku vetrarins og hér má líta á brot af úrvalinu sem verslanir landsins bjóða upp á um þessar mundir.

AFGREIÐSLUTÍMAR Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18 LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16 Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

Nýjar vörur frá TWISTER

Zara. Verð: 5.995 kr.

Vertu einstök – eins og þú ert Dæmi um 2x160 auglýsingu Zara. Verð: 1.995 kr.

20% kynningarafsláttur stærðir 38-52 Netverslun Stærðir 38-52

á tiskuhus.is my style

Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464

VILA. Verð: 3.490 kr.

NÝJAR SUMAR VÖRUR

20-30%

Ef bakrunnur er hvít rammi, 0,5 pt. 66°N. Flatey. Verð: 9.800 kr.

Fyrirsögn í sama lit o úr myndinni) Letur: Cooper Hewit (áhersluorð mega ve

Vero Moda. Verð: 3.990 kr.

Lindex. Verð: 3.995 kr.

AFSLÁTTUR AF

Litaður flötur (80% neðri helming mynda mynd og magni af te miðað við lógó (sam

VILA. Verð: 3.990 kr.

Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is

Vero Moda. Verð: 3.490 kr.

Lógó er helmingurin miðjusett - tagline e Lógó svart með hvít

Lindex. Verð: 4.995 kr.

F & F. Verð: 1.960 kr.


afm

0 3 % 5 2 S L ÁT T U R A F Ö L L

l

ín

U

n

AF

istil l b æ

d e si g

Gildir í öllum verslunum Lín Design, Laugavegi, Glerártorgi og Kringlunni.

HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

FRAM Á SUNNUDAG


64

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Hvað er svengd? Í heilanum eru tvær aðskildar stöðvar sem stjórna matarlyst okkar, svengdarstöðin og saðningarstöðin. Þessi svæði í undirstúku heilans voru uppgötvuð á sjötta áratug síðustu aldar en síðan hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á því hvernig matarlystinni er stjórnað. Andstæða svengdar er að vera saddur og ljóst er að margir lífeðlisfræðilegir þættir virka á svengdar- og saðningarstöðvarnar og þeir standa í flóknu innbyrðis samspili. Það eru samanlögð áhrif þessara þátta og næmi okkar á þau boð sem þeir bera með sér sem ráða því hvenær við verðum svöng, hversu svöng við verðum og hversu mikið við þurfum að borða til þess að verða södd.

Sísaddur eða sísvangur? Sumir framkalla mörg tákn um að þeir séu saddir eða eru sérstaklega næmir fyrir þeim boðefnum sem heilanum eru send. Þeir verða því ekki eins svangir og aðrir og eiga auðveldara með að halda sér grönnum. Ástæða þess að sumum finnst þeir sífellt vera svangir getur verið sú að þeir borði mat sem gefur einungis frá sér veik saðningarboð til heilans, til dæmis matur með hátt fituhlutfall en er fátækur af trefjum. Einnig er hugsanlegt að þetta fólk sé af náttúrunnar hendi ónæmara fyrir hinum margbreytilegu saðningarboðum líkamans.

Hvernig er best að forðast sykur í mat? n Lesa innihaldslýsingu matvæla. n Nota sykur sparlega, til dæmis með því að nota sætindi og sætabrauð eingöngu spari eða á hátíðisog tyllidögum. n Hætta alfarið að kaupa sætindi og sætabrauð. Ef það er ekki til þá freistar það ekki eins mikið.

viðbættan sykur heldur líka of mikið af fitu og salti. n Hægt er að finna uppskriftir sem innihalda lítinn sykur þegar verið er að baka eða nota aðra hluti í stað sykurs svo sem ósykrað eplamauk. n Eins er hægt að prófa að minnka sykurmagnið í uppáhalds uppskriftum og sjá hvort það breyti miklu.

n Velja hollan og próteinríkan mat og ávexti, grænmeti og gróft korn í máltíðir og millibita n Drekka vatn og sleppa sykruðum drykkjum. Íslenska vatnið er með því besta í heimi og alveg óþarft að bragðbæta það. n Draga úr neyslu á unninni matvöru. Slíkar vörur innihalda gjarnan ekki bara

n Ekki setja sykur á morgunkornið. Hægt er að nota niðurbrytjaða ferska ávexti í staðinn. n Velja sykurlausar sultur. n Sleppa sykri í te og kaffi eða reyna að minnka magnið.

Sykursýki og sárir fætur Fótasár er algengasti fylgisjúkdómur sykursýki. Meiri líkur eru á að sykursjúkir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús vegna fótasára en nokkurra annarra fylgisjúkdóma sykursýki. Sykursýki getur leitt til lélegrar blóðrásar og skerts sársaukaskyns í fótum. Mikilvægt er að skilja hvernig fótasár myndast, þannig að hægt sé að koma í veg fyrir þau eða meðhöndla með sem bestum árangri.

Ertu sjúk/ur í sykur? PISTILL

Teitur Guðmundsson læknir

Þ

að mætti halda það þegar við erum að horfa á einstaklinga sem glíma við þann erfiða sjúkdóm sem sykursýki er að þeir hefðu einhvern sérstakan áhuga á sykri eða borðuðu hann óhóflega, en því fer auðvitað fjarri. Orðið er í raun mjög gott og lýsir krankleikanum við að vinna úr orkuefnum sem í daglegu tali eru nefnd sykur. Eðlilegra er í raun að tala um kolvetni sem eru hluti af grunnorkuefnum þeim sem líkaminn þarfnast og svona til einföldunar eru hinir kallaðir fita og prótein. Við heyrum þessum orðum fleygt býsna oft en vitum flest hver ekki nákvæmlega hvað þau þýða né heldur í hvaða vörum hvað kann að leynast í sjálfu sér. Það breytist hratt þegar einstaklingar greinast með vanda þar sem ein megin stoð meðferðar er fólgin í að passa mataræði sitt. Það á til dæmis við um sykursýki af tegund 2 eða svokallaða áunna sykursýki. Við heyrum hana oft nefnda í tengslum við aðra sjúkdóma, sem áhættuþátt til dæmis fyrir hjarta- og æðasjúkdómum eða nýrnabilun, taugavanda og jafnvel blindu. Þá er orðið algengt að við tengjum saman offitu og líkurnar á að þróa sykursýki, sérstaklega á meðgöngu og þannig mætti lengi telja. Sykursýki er eitt alvarlegasta og jafnframt að verða eitt algengasta heilsufarsvandamál í heiminum. Ef við skoðum tölurnar þá eru þær sláandi og hræða mann í raun og veru, vegna þess að meginvandinn á bak við þróun þessa sjúkdóms byggir á lífsstílsþáttum og neyslumynstri. Talið er að ríflega 400 milljón manns glími við sjúkdóminn á heimsvísu. Gögn frá WHO (World Health Organization) áætla að tæplega 200 milljónir manna viti ekki af sjúkdómnum sem einnig er gríðarlega há tala. Einkenni geta komið fram hægt og rólega og einstaklingurinn finnur jafnvel lítið fyrir vandanum fyrr en hann er kominn á fleygiferð, en þá getur hann líka reynst lífshættulegur. Ýmsar tölur eru til um það hversu margir látast af völdum sjúkdómsins á hverju ári, en áætlanir gera ráð

fyrir að minnsta kosti 5 milljónir falli frá í heiminum af þessum orsökum. Ríki heims og einstaklingar eyða rúmlega 500 milljörðum dollara á ári í meðferð fyrir þá sem eru með slíka greiningu. Um helmingur þeirra sem deyr er yngri en 60 ára. Þróunin á næstu 20 árum sýnir tvöföldun þessara talna. Það er því óhætt að segja að við erum að glíma við faraldur. En eins og ég kom inn á í upphafi þá hefur sykursýki ekki neitt að gera með neyslu á sykri í þeim skilningi, heldur er það svo að innkirtlastarfsemi okkar er veikluð eða biluð og því tekst ekki að vinna úr þeim næringarefnum sem við innbyrðum á eðlilegan hátt. Brisið leikur þarna lykilhlutverk en ákveðnar frumur í því framleiða insúlín sem er hormón og hefur það verkefni að hjálpa frumum að taka til sín glúkósa, en einnig að ýta undir forðasöfnun í lifrinni. Þá hefur insúlín talsverð áhrif á blóðfitu- og próteinefnaskipti okkar en einnig saltbúskap og gerir það þannig að einu mikilvægasta hormóni líkamans. Sykursýki sem sjúkdómur er aftur á móti skilgreindur í tvær tegundir sem eru nefndar 1 og 2 og svo einnig það sem kalla má forstig. Þeir sem eru með tegund 1 framleiða ekkert insúlín, greinast yfirleitt ungir og eru á milli 5-10% af öllum tilfellum. Ástæðan getur verið margvísleg, ættgengi, umhverfisþættir og veirusjúkdómar og oft vitum við ekki af hverju í raun. Þeir sem eru með tegund 1 þurfa að fá insúlín í sprautuformi alla jafna ævilangt. Hinn hópurinn sem er margfalt stærri og fellur undir tegund 2 er sá þar sem framleiðsla á insúlíni er ekki nægjanleg, eða nýting þess skert. Ástæðurnar eru mjög margar en sú algengasta að talið er byggir á lífsstílsvanda, offitu, lélegu mataræði, lítilli hreyfingu, streitu og slíkum þáttum. Þó er þekkt að ákveðin ættlægni er til staðar auk þess sem ákveðnir sjúkdómar geta ýtt undir þróun slíkrar sykursýki. Greiningin er einföld í báðum tilvikum, hún felst í læknisviðtali og blóðrannsókn sem allir ættu að fara í með reglubundnu milllibili. Meðferðin á tegund 2 sykursýki byggir lyfjum í töfluformi og jafnvel insúlíni í erfiðum tilvikum en fyrst og fremst á að breyta og bæta lífsstíl viðkomandi einstaklings til hins betra í öllum tilvikum og gefast aldrei upp við það verkefni. Vanastjórnun og lífsstílsbreyting er ódýrasta og besta leiðin til að glíma við þennan tröllvaxna vanda sem við stöndum frammi fyrir í aukningu á þeim sjúkdómi á heimsvísu og því má aldrei gleyma!

Þekktu einkenni sykursýki Einkennin geta verið lítil sem engin um langan tíma, en í flestum tilvikum verður vart við:

Aukinn þorsta

Aukin þvaglát

Hungurtilfinningu

Munnþurrk

Þreytu og slappleika

Þyngdartap og einbeitingarskort

Til að koma í veg fyrir fótasár er mikilvægt að: n Meðhöndla sykursýkina samviskusamlega. n Hætta að reykja. n Borða hollan mat og sérfæði fyrir sykursjúka. n Varast að ofkælast á fótum og fara í of heit böð.

n Stunda reglulega líkamsþjálfun, t.d. rösklega göngutúra. n Gæta þess að sokkar og skór séu ekki of þröngir, því það getur orsakað blöðrur og sár, sem erfitt getur verið að græða.

Unnið í samstarfi við Doktor.is.

n Koma í reglubundið eftirlit til fótaaðgerðafræðings, sem getur skoðað og meðhöndlað fæturna og gefið góð ráð. Hjá yngra fólki nægir að koma einu sinni á ári ef engin fótasár eru til staðar.

Í versta falli geta komið upp alvarleg einkenni eins og:

n Truflun á öndun

n Kviðverkir

n Krampar og dá sökum alvarlegra salt- og sykurtruflana


Njóttu þín! Taktu þátt í Desember áskorun og geislaðu af orku og hreysti Hefst 23. nóv.

5 vikna námskeið fyrir þær sem vilja vera fullar af orku og í fínu formi í desember. Komdu þér í flott form fyrir jólin og njóttu þess að borða góðan mat án þess að sitja uppi með aukakíló og vanlíðan.

Innifalið: • 50 góð ráð til að njóta jólanna án þess að bæta á sig aukakílóum • Þú lærir allt um hvernig á að draga úr sykurlöngun • Sérhannað brennsluæfingakerfi sem hámarkar fitubruna • Aðhaldið sem þú þarft - mætingakeppni, vegleg verðlaun • Fræðsla, fróðleikur og uppskriftir • Tækjakennsla hjá einkaþjálfara • Allar fá jólagjöf Nánari upplýsingar og skráning á hreyfing.is

Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - Sími 414-4000 - www.hreyfing.is - www.bluelagoonspa.is


66

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 Minn heilsutíMi: sÓlveig ÞÓr arinsdÓttir

Hugleiðir í þvottahúsinu

Sofðu rótt í alla nótt með Anti leg cramps

Viðskiptafræðingurinn Sólveig Þórarinsdóttir sagði skilið við bankageirann og gerðist jógakennari. Í dag er hún eigandi jógastöðvarinnar Sólir þar sem er að finna hinar ýmsu tegundir af jóga, allt frá heitu jóga til hugleiðslu. Hér segir Sólveig frá því hvernig hún eyðir sínum heilsutíma. Hvernig byrjar þú daginn?

í Fæst kum apóte

Dreifingaraðili: Ýmis ehf

Veikindabaninn HAWAIIAN

Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér?

NONI

• • • •

NONI ávöxtur kemur upprunalega frá Kyrrahafs-

Ónæmiskerfi Veikindi Blóðþrýstingur Sýkingar

Ég vakna yfirleitt á milli 6 og 7 og er vöknuð á undan heimilisfólkinu, en þá yfirgef ég partíið þar sem það eru oftast þrír karlmenn (á ýmsum aldri) í rúminu mínu. Mér finnst gott að ná smá stund í næði áður en allt fer á fullt á barnaheimilinu. Ég er með rútínu blæti og byrja alltaf á því bleyta andlitið með köldu vatni og fæ mér svo kreista sítrónu í volgt vatn. Ég lauma mér alltaf í sirka 10 mínútur í þvottahúsið þar sem ég næ bæði að vinda af þvottahafinu og ná mér í tíu mínútna hugleiðslu.

ofurfæða vegna þess hve einstaklega ríkur hann er af næringaefnum. Hann er auðugur af A, B, C og E-vítamínum, járni, kalki, kalíum, sinki og inniheldur 17 af 20 lífsnauðsynlegum aminósýrum. Noni er ríkari af pro-xeroníni, en aðrir ávextir, en efnið er nauðsynlegt frumum líkamans og styður við myndun seratóníns í heila.

Heilsuávöxturinn

Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup

KÍSILL

Hinn eiginlegi morgunmatur er ekki á borðum fyrr en upp úr 10 en ég fæ mér 1-2 msk af olíu, hamp- eða hörfræjaolíu snemma morguns. Spirulina tek ég alltaf, það er mitt kaffi. Eftir morgunæfinguna drekk ég lífrænt kókosvatn og er sú stund einn af hápunktum dagsins hjá mér og svo fljótlega fer ég í græna sigtaða djúsinn.

Hvers konar hreyfingu stundar þú?

Jóga er mínar ær og kýr. Heitt jóga finnst mér langbest en ég stunda Ashtanga og Yin jóga samhliða því heita. Á veturna skíðum við fjöl-

Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari, drekkur kókosvatn daglega og hefur litla trú á því að kaffi geti verið heilsueflandi. Mynd/Hari

skyldan og á sumrin er fátt betra en útivera í sveitinni og langar sundferðir.

Hvað gerir þú til að slaka á?

Ég slaka best á í einveru, þá finnst mér gott að hlusta á tónlist, lesa eða hugleiða. Ef ég er alveg út úr víruð finnst mér best að fara í jóga nidra og ná þannig útaf liggjandi djúpslökun.

Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? Treysta hyggjuvitinu og láta þann

hafsjó af heilsuráðleggingum sem er þarna úti í léttu rúmi liggja, við erum svo ólík að upplagi og með mismunandi þarfir. En öll þurfum við góðan grunnsvefn, 6-7 klukkustundir, ekki fórna honum þrátt fyrir annir.

Hvert er furðulegasta heilsuráð sem þú hefur heyrt?

Öll heilsuráð sem ganga út á að gera eða borða eitthvað eitt og í því felist einhvers konar töfralausnir, ég tengi ekki við slík ráð. Eins hef ég aldrei náð utan um það að kaffi sé á einhvern hátt heilsueflandi.

Innihald: Einn meðferðarstautur, box til geymslu/frystingar og tvær flöskur af sleipiefni.

GLEYMDA STEINEFNIÐ SEM FEGRAR, STYRKIR OG HREINSAR

Perspi Guard Bakteríusápa og svitastoppari Til meðhöndlunar á lyktarvandamálum vegna ofsvitnunar.

Fæst í apótekum Dreifing: Ýmus ehf

Kostir lyfjalausrar meðferðar við gyllinæð: n Hentar vel á meðan meðgöngu og brjóstagjöf stendur. n Hentar vel til eftirmeðferðar eftir skurðaðgerðir þar sem draga þarf úr blóðflæði og veita liningu verkja.

Lyfjalaus meðferð við gyllinæð Gyllinæð er algengt vandamál. Talið er að um það bil 50% fólks yfir fimmtugt þjáist af einhverri tegund gyllinæðar við endaþarmsopið. Nú er hins vegar komin lyfjalaus lausn á vægari tilfellum af þessu hvimleiða vandamáli.

Ó

þægindi sem fylgja gyllinæð eru til dæmis blæðingar og særindi þegar hafðar eru hægðir auk stöðugs kláða yfir daginn. Um það bil 30-40% kvenna fá gyllinæð á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu barns. Lykilatriði fyrir barn og móður er lyfjalaus meðferð við gyllinæð á meðan á meðgöngu og brjóstagjöf stendur. Engir sterar eða endaþarmstílar sem innihalda efni sem geta skaðað móður eða barn.

Einstök kælimeðferð

Hermorrite kælimeðferðin er einstök lyfjalaus meðferð við gyllinæð. Áhrif kælingarinnar eru að æðarnar í kringum endaþarmsopið dragast saman, blóðflæði og bólgur minnka og meðferðin linar kláða og verki. Unnið í samstarfi við Ýmus

n Virkar vel þar sem einstaklingar þjást af þrálátum sprungum við endaþarmsop. n Samþykkt af Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) til meðferðar á innri og ytri gyllinæð. n Meðferðin veitir allt að 8-10 klst. liningu á einkennum eftir aðeins 8 mínútna kælimeðferð. Leiðbeiningar um notkun: Frystið stautinn í boxinu í a.m.k. þrjár klst. í góðum frysti. Setjið nokkra dropa af sleipiefni á stautinn. Leggist í þægilega stellingu í rúm og stingið meðferðarstautnum upp í endaþarm. Látið virka í a.m.k. átta mínútur. Hver meðferðarstautur endist í sex mánuði frá fyrstu frystingu. Hemorrite fæst í eftirfarandi apótekum: Reykjavíkur apóteki, Borgarapóteki, Árbæjarapóteki, Lyfsalinn Glæsibæ, Apótek Garðabæjar, Garðsapótek, Lyfjaval Hæðarsmára, Lyfjaval Mjódd og Akureyrarapóteki


67

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Aukið þrek með Bio-Kult

Bio-Kult Original: „Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér,“ segir Svala Guðmundsdóttir.

n Inniheldur blöndu af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. n Þarf ekki að geyma í kæli. n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn. n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult. n Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha CampbellMcBride.

Mynd/Hari.

Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna.

B

io Kult gerlarnir í hylkjaformi hjálpa til við að viðhalda náttúrulegri bakteríuf lór u líkamans. Bio -Kult Candéa hylkin innihalda hvítlauk og greipfræ og geta virkað sem öflug vörn gegn candida-sveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál.

Laus við sveppasýkingar

„Ég er alveg tilbúin að gefa Bio-Kult Candéa mín meðmæli, ég hef notað það síðastliðin tvö ár og finn mikinn mun á heilsunni. Ég er ein af þeim sem þarf að nota talsvert af meðulum og fékk oft sveppasýkingu ef ég þurfti að taka penisilín, en það hefur ekki gerst síðan ég byrjaði að taka Bio-Kult,“ segir Svala Guðmundsdóttir. Til að byrja með tók hún inn tvö hylki á dag en í dag tekur hún eitt hylki á dag og dugir það

vel. „Áður en ég fór að taka inn BioKult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér og síðan hef ég tekið það með smá hléum en um leið og ég fer að verða þreklítil þá tek ég það aftur.“ Svala hafði litla trú á Bio-Kult í byrjun, en hefur nú sannreynt að þetta virkar. Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www. icecare.is.

Bio-Kult Candéa: n Inniheldur blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract. n Öflug vörn gegn Candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla. n Öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum. n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn. n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult. n Mælt er með að taka 2 hylki á dag.

Unnið í samstarfi við Icecare

Laus við fótapirring og hvílist betur Active Legs er nýtt fæðubótarefni frá New Nordic. Innihaldsefnin eru eingöngu unnin úr jurtum sem stuðla að auknu blóðflæði í fótleggjum og vinna gegn fótapirringi. Diljá Ólafsdóttir prófaði að taka hylkin þegar hún gat ekki stundað líkamsrækt vegna vanlíðunar og óþæginda í fótum. Einkennin hurfu og mælir Diljá heilshugar með Active Legs.

Diljá Ólafsdóttir fann fyrir óþægindum í fótum sem komu í veg fyrir að hún gat stundað líkamsrækt og hvílst almennilega. Með því að taka inn Active Legs losnaði hún við verkina. „Ég get því sagt í fullri einlægni að ég mæli heilshugar með Active Legs.“ Mynd/Hari.

H

ver pakkning inniheldur 30 hylki sem veita góða lausn við fótapirringi. Active Legs inniheldur margs konar jurtir, svo sem franskan furubörk, vínblaðsextract og svartan pipar. Innihaldsefnin stuðla að því að bæta blóðflæði í fótleggjum og fyrirbyggja þreytu í fótleggjum þegar fólk stendur eða situr lengi í kyrrstöðu.

Virkni sem kom á óvart

Diljá Ólafsdóttir hefur stundað reglulega líkamsrækt alla tíð. „Ég hef hreyft mig mikið en þó skynsamlega. Í byrjun sumars fór ég að finna fyrir mikilli vanlíðan og óþægindum í fótunum sem gerði það að verkum að ég gat ekki stundað mína líkamsrækt að fullu og það sem meira var þá fann ég til í fótunum í hvíld og jafnvel í svefni.“ Diljá bauðst að prófa Active Legs og fann fljótt mun á sér. „Áður en ég vissi af var ég hætt að finna fyrir óþægindum í fótunum. Ég get því sagt

í fullri einlægni að ég mæli heilshugar með Active Legs.“ Active Legs eru framleitt af New Nordic í Svíþjóð og selt um allan heim. Á Íslandi er Active Legs fá-

anlegt í öllum helstu apótekum og heilsuhillum stórvörumarkaða. Unnið í samstarfi við Icecare

Virkni Active Legs: Eykur blóðflæði í fótleggjum og vinnur gegn fótapirringi.


68

Bodyflex Strong

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 Heilsur ækt röddin er vöðvi sálarinnar

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans.

„Það er fátt skemmtilegra að sjá en þegar fólk heyrir nýjan hljóm í eigin rödd,“ segir Þórey Sigþórsdóttir leikkona. Raddþjálfun og hvernig við beitum röddinni á að vera hluti af heilsurækt okkar að mati Þóreyjar og býður hún upp á námskeið þar sem hún kennir tækni sem hjálpar til við að uppgötva mátt eigin raddar. Mynd/Hari

2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Evonia Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Fyrir

www.birkiaska.is

Eftir

Betra blóðflæði Betri heilsa

Einstök virkni og gæði

þú finnur muninn

Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi.

Íslensk vottun á virkni NO 3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa

Fæst í apótekum og heilsubúðum Nánari upplýsingar

www.SUPERBEETS.is

Umboð: vitex ehf - Upplýsingasími

896 6949

Náttúrulegt

Melatónin Triptófan ZenBev

úr graskersfræjum

Upplýsingasími 896 6949 - og www.vitex.is

Fæst í apótekum og heilsubúðum

Röddin mótar sjálfsmyndina Þegar kemur að því að hugsa um heilsuna er yfirleitt fjallað um tvenns konar heilsu; líkamlega og andlega. En hvað með röddina? Þórey Sigþórsdóttir, leikkona og kennari, segir röddina tengja saman líkamlega og andlega heilsu. Hún hefur um árabil kennt fólki að uppgötva og beita eigin rödd með sérstakri tækni sem byggist á öndunar- og raddæfingum.

Þ

að má segja að röddin sé í raun vöðvi sálarinnar,“ segir Þórey. „Það hvernig okkur líður endurspeglast í röddinni og þegar við þjálfum röddina hefur það góð áhrif á sálina.“ Þórey kynntist mætti raddarinnar fyrst fyrir um það bil 20 árum og í dag kennir hún sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þá sem vilja styrkja framkomu sína og rödd undir yfirskriftinni „Röddin – vöðvi sálarinnar.“ „Nafnið á námskeiðinu er tilvísun í Roy Hart, sem er þekktur úr leikhúsheiminum. Hann byrjaði að gera tilraunir með röddina á sjöunda áratugnum og sótti innblástur frá tónlistarmanni að nafni Alfred Wolfsohn sem var hermaður í fyrri heimstyrjöldinni. Í stríðinu missti hann marga félaga sem hafði mikil áhrif á hann og eftir stríðið ásóttu þessi hljóð hann, hljóðin úr deyjandi líkömum. Til að vinna úr þessari erfiðu reynslu notaði hann ákveðna tækni til að heila sig í gegnum röddina.“

Upplifði röddina á nýjan hátt

Þórey kynntist þjálfunartækninni fyrir tveimur áratugum. „Ég fór á námskeið hjá Nadine George sem hefur mótað þessa raddþjálfunaraðferð og námskeiðið breytti lífi mínu,

svo einfalt er það. Ég upplifði röddina á alveg nýjan hátt.“ Þórey lauk kennsluréttindum frá Voice Studio International, sem Nadine George stendur fyrir, og hefur hún meðal annars kennt leiklistarnemum í Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands raddbeitingu. Hún segir þó að þessi tækni nýtist á öllum sviðum samfélagsins. „Það að vinna í röddinni skapar svo góðan jarðveg fyrir annars konar vinnu, hvort sem það tengist texta, myndlist eða sjálfstjáningu. Þú tengir þig beint við sjálfið og sköpunarkraftinn.“

Góð raddbeiting skapar góða nærveru

Á námskeiðunum er unnið að því að finna jafnvægi í gegnum öndunar- og raddæfingar. „Þetta er í raun ný vakning í heildrænni líkamsrækt. Röddin er mjög líkamlegur hluti en verður gjarnan útundan þegar talað er um líkamsrækt. Röddin endurspeglar gjarnan hvernig okkar líður, mótar sjálfsmyndina og tengir þannig saman líkamlega og andlega heilsu okkar,“ segir Þórey. Hún vill því varpa ljósi á röddina og segir mikilvægt að þjálfa hana

eins og hvern annan vöðva. „Ég held að fæstir geri sér líka grein fyrir möguleikunum sem felast í því að þróa röddina sem atvinnutæki. Það er hvaða starfi maður gegnir, það er alltaf meiri krafa á að geta staðið upp og gert grein fyrir máli sínu og því er svo mikilvægt að geta beitt röddinni rétt.“ Góð raddbeiting skapar auk þess góða nærveru og hefur jákvæða áhrif á sjálfsmyndina, að sögn Þóreyjar. „Röddin er yfirleitt það fyrsta sem hverfur þegar við finnum fyrir óöryggi en ef við höfum þjálfað hana og höfum tækni til að byggja á, þá brestur hún okkur ekki undir krefjandi kringumstæðum.“ Námskeiðið fer fram í Tveimur heimum, miðstöð fjölbreyttrar hreyfingar, en meðal námskeiða sem þar er hægt að sækja er hugleiðsla með Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra. „Röddin er svo sannarlega vöðvi sálarinnar og með því að tengja saman líkama og sál með öndun og æfingum líður manni svo vel, bæði andlega og líkamlega.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is


69

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Dýpri svefn og betri hvíld með Magnolia Balsam kynnir: Magnolia frá Natural Health Labs er tilvalið fyrir þá sem glíma við svefnvandamál. Magnolia stuðlar einnig að heilbrigðum samfelldum svefni ásamt því að vinna gegn þunglyndi, kvíða og depurð og bætir andlega og líkamlega líðan.

G

arðar Sigvaldason starfar sem einkaþjálfari hjá Sporthúsinu og hefur í nægu að snúast, enda meðal eftirsóttustu einkaþjálfara stöðvarinnar. Garðar er einnig eigandi matardagbok.is og er afar fróður um samspil mataræðis og hreyfingar. Hann kynntist Magnolia í gegnum viðskiptavin. „Það heillaði mig að varan er náttúruleg og því ákvað ég að prófa. Ég vakna klukkan fimm á morgnana og þarf að vera í topp standi frá því eldsnemma og fram á eftirmiðdag og því er góður nætursvefn mér mjög mikilvægur til að vera ferskur og með fókusinn í lagi allan daginn.“

Vakna úthvíldur alla morgna

Samkvæmt embætti landlæknis getur svefnleysi sett mikið álag og streitu á andlega og líkamlega líðan og góður og samfelldur svefn er því nauðsynlegur heilsunni. Eftir að Garðar hóf að taka inn Magnolia reglulega hvílist hann betur. „Mér finnst ég sofna fyrr og ég næ dýpri svefni á nóttunni. En mestan mun finn ég á því hvað ég er úthvíldur á morgnana þegar ég vakna.“ Magnolia kom Garðari því skemmtilega á óvart.

„Ég mæli hiklaust með Magnolia, og sérstaklega fyrir þá sem sofa laust, vakna mikið á nóttunni of finnst þar af leiðandi þeir ekki ná fullum nætursvefni.“

Náttúruleg lausn við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi Börkur af plöntunni Magnolia officinalis vex í fjallahéruðum Kína og hefur verið notaður við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi í yfir 2000 ár í Asíu. Rekja má ótrúlegan lækningamátt hans til náttúrulegu efnanna Honokiol og Magnolol. Börkurinn virkjar taugaboðefni í heilanum sem hafa slakandi og róandi áhrif og stuðla að heilbrigðum og samfelldum svefni. Börkurinn vinnur einnig gríðarlega vel gegn stressi, kvíða og þunglyndi með því að koma jafnvægi á hormónið Cortisol sem er stundum kallað stress hormónið. Nýleg rannsókn frá landlæknisembættinu sýnir að um þriðjungur Íslendinga á við svefnvandamál eða þunglyndi að stríða. Unnið í samstarfi við Balsam

Ráðlögð notkun: Taktu 1-2 hylki með vatnsglasi með kvöldmat eða um 30-60 mínútum fyrir svefn. Dagsskammtur er 1-2 grænmetishylki.

„Góður nætursvefn er lykillinn að góðri heilsu. Eins hefur góður svefn góð áhrif á mataræðið, þar sem þeir sem eru illa úthvíldir og þreyttir eiga það frekar til að sækja í skyndiorku eins og sætindi og skyndibita,“ segir Garðar Sigvaldason, einkaþjálfari og eigandi matardagbok.is. Með því að taka inn Magnolia hvílist Garðar betur og vaknar fullur af orku fyrir átök dagsins. Mynd/Hari.

Magnolia hefur þegar notið mikilla vinsælda og hjálpað fjölmörgum á Íslandi. Magnolia er fáanlegt í öllum apótekum landsins, Heilsuhúsinu, Heilsuveri, Heilsutorginu Blómavali, Lifandi markaði, verslunum Hagkaupa, Iceland Engihjalla, Fjarðarkaupum, netversluninni Líkami og lífsstíll, Orkusetrinu, á Heimkaup.is og Heilsulausn.is

Locobase verndar og mýkir húðina Locobase kremin eru mýkjandi krem fyrir þurra húð og exem. Þau gegna því hlutverki að viðhalda réttu rakastigi í húðinni og vernda gegn umhverfisáhrifum eins og kulda og vatni sem geta þurrkað húðina.

K

remin innihalda engin ilmeða litarefni og henta öllum, ungum sem öldnum,“ segir Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor sem sér meðal annars um markaðssetningu Locobase á Íslandi. Locobase kremin henta einstaklingum með viðkvæma húð og hafa meðal annars hlotið viðurkenningu frá dönsku og sænsku astmaog ofnæmissamtökunum. Það eru þrjár mismunandi gerðir af Locobase kremum, Locobase Fedtcreme, Locobase Repair og Locobase LPL.

Locobase Fedtcreme fyrir þurra og sprungna húð

Locobase Fedtcreme inniheldur 70% fitu og er helst notað til þess að þétta varnarlag húðarinnar, draga úr rakatapi og koma jafnvægi aftur á húðina. Locobase Fedtcreme er mikið notað á þurra húð og exem. Kremið hentar bæði börnum og fullorðnum og er sérstaklega gott fyrir þá sem þurfa að verja húðina gegn kulda og bleytu. Fedtcreme er einnig hægt að nota á þurrar hendur, varir og þurrk í andliti og augnlokum.

Locobase Repair fyrir þurra og skaddaða húð

Locobase Repair inniheldur 63% fitu, kremið er græðandi og mjög

gott viðgerðarkrem á þurra og skaddaða húð. Húðsjúkdómalæknar mæla með Locobase Repair fyrir börn og fullorðna með exem og til að nota samhliða annarri húðmeðferð, til dæmis sterameðferð. Repair inniheldur sömu fituefni og húðin og hefur reynst vel við langvinnum húðvandamálum. Locobase Repair hefur verið mikið notað sem kuldakrem hjá börnum og útivistarfólki. Kremið hentar einnig afbragðsvel á aumar geirvörtur við brjóstagjöf og á rauða barnabossa. Líkt og önnur Locobase krem inniheldur Repair engin ilm- eða litarefni, en auk þess er það laust við paraben.

Locobase LPL fyrir harða húð

Locobase LPL inniheldur 49% fitu og er eingöngu ætlað á þykka, hreistraða og harða húð. LPL leysir upp og fjarlægir þykkt, hart hreisturlag eins og til dæmis á hælum og á olnbogum. LPL inniheldur bæði mjólkursýru og própýlenglýkól sem leysir upp og mýkir harða húð. LPL má aðeins bera á þau svæði sem þarfnast meðferðar og því skal ekki bera kremið á heilbrigða húð. Locobase fæst í öllum helstu apótekum. Unnið í samstarfi við Vistor

Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor.


70

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Nýtt sleipiefni sem eykur líkur á getnaði TTC sleipiefnið fæst í Lyf og heilsu, Hraunbergsapóteki, Reykjavíkur apóteki, Apóteki Vesturlands, Lyfjavali Hæðarsmára og Mjódd. Innihald: Hreinsað vatn, Propylene Glycol, Hydroxyethylcellulose, Fructose, Galactose, Potassium Phosphate, Sodium Phosphate, Methylparaben, Propylparaben, Sodium Hydroxide

A

STROGLIDE T TC sleipiefnið er sniðið fyrir pör í barneignahugleiðingum, en sleipiefni er sæðisvinsamlegt og samþykkt af Lyfjaeftirlitstofnun Bandaríkjanna (FDA) og uppfyllir þar af leiðandi þær kröfur sem stofnunin gerir til þessarar tegundar af vöru.

Til þess að fá að nota heitið „sæðisvinsamlegt“ þá er gerð sú krafa að sleipiefnið uppfylli þrjá megin þætti: 1. Samhæft við sæði. 2. Samhæft við eggfrumu. 3. Samhæft við fósturvísi á meðgöngu.

Unnið í samstarfi við Ýmus

Kynlíf í öllum regnbogans litum Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur hefur vakið athygli fyrir að tala hispurslaust um kynlíf þar sem stutt er í húmorinn. Hún segir að streita og kvíði hafi áhrif á allt sem maður gerir – líka kynlífið.

U

1

2

„Ég held að þegar fólk hugsar um kynlíf hugsi það oft ósjálfrátt um samfarir en ekki allt litrófið og regnbogann sem kynlíf er,“ segir kynfræðingurinn Sigga Dögg.

3

Hver pakki inniheldur 8 innsiglaðar túbur.

ATH: Astroglide TTC er ekki töfraefni sem mun auka líkur á getnaði hjá öllum. Áhrifaþættir eru t.d. aldur, hormónajafnvægi, hvenær á tíðarhring samfarir eiga sér stað og dugnaður sæðisfruma.

m leið og maður þjáist af streitu eða kvíða hefur það áhrif á allt sem maður gerir, og þar er kynlífið alls ekki undanskilið. Höfuðið fer á yfirsnúning, maður nær ekki að slaka á og það segir sig sjálft að það er mjög erfitt að koma sér í stuð eða halda sér í stuði ef maður er að hugsa um eitthvað allt annað,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur. Til að vera í núinu í kynlífinu þarf einfaldlega að beita sömu aðferðum og vera í núinu almennt. „Gott er að skipta yfir í hægari fasa og njóta hvors annars. Það er líka allt í lagi að vera ekki í stuði, kynlíf er ekki bara samfarir, við erum alltaf með haus og hendur og það

má njóta hvors annars með því að strjúka hvort öðru og litlum kossum og knúsum. Ég held að þegar fólk hugsar um kynlíf hugsi það oft ósjálfrátt um samfarir en ekki allt litrófið og regnbogann sem kynlíf er.“ Það er samt líka allt í lagi að vera ekki í stuði eða ná honum ekki upp, að sögn Siggu Daggar sem verður í spjalli spjalli í næsta Heilsutíma, sjónvarpsþætti sem sýndur er á Hringbraut öll mánudagskvöld. Þar mun hún ræða tengsl heilsu og kynlífs og mikilvægi þess að vera í núinu í kynlífinu. „Þetta snýst um að eyða tíma með hvort öðru og gefa sér tíma til að vera ekki í símanum, tölvunni eða sjónvarpinu.“

60 PLÚS Styrkur, þol, jafnvægi og samhæfing 4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri hefst mánudaginn 16. nóvember Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði. Verð: 26.900 kr. Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum.

Tímar kl. 13.00 alla dagana Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga: Hóptími Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógram hjá þjálfara í sal - frjáls mæting 24. nóvember verður fyrirlestur um næringu fyrir fólk 60 ára og eldri.

Þjálfarar: Agnes Þóra Árnadóttir, Patrick Chiarolanzio og Guðbjartur Ólafsson

Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík


71

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri Fermarelle er náttúruleg vara, unnin úr soja og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Rannsóknir sýna að það slær á einkenni tíðahvarfa, svo sem hitakóf, nætursvita, skapsveiflur og verki í liðum og vöðvum. Virkni Femarelle hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 13 árum.

É

g ákvað að prófa Femarelle fyrir tveimur árum eftir að hafa lesið frásögn konu í blaði þar sem hún lýsti ánægju sinni með vöruna,“ segir Soffía Káradóttir sem á þeim t íma var að byrja á breytingaskeiðinu en vildi ekki nota hormóna. „Ég fann fyrir

hitakófum, fótaóeirð, skapsveiflum, líkamlegri vanlíðan og vaknaði oft upp á nóttunni.“ Eftir að Soffía hafði tekið Femarelle inn í aðeins 10 daga hurfu öll einkenni breytingaskeiðsins. „Nú fæ ég samfelldan svefn, finn ekki lengur fyrir hitakófum eða fótaóeirð og líður mun betur á allan hátt og er í góðu jafnvægi. Ég get ekki ímyndað mér hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki kynnst þessu dásamlega undraefni. Ég mæli hiklaust með Femarelle við vinkonur mínar, og ég veit að ein vinkona mín hætti á hormónum og notar Femarelle í dag.“

Allt annað líf

Eva Ólöf Hjaltadóttir hefur glímt við sykursýki og veikindi í skjaldkirtli í dágóðan tíma og tekið lyf vegna þeirra. „Ég hafði þyngst vegna lyfjanna og hef einnig verið með gigt og haft verki

„Með glöðu geði mæli ég með að konur á breytingaaldrinum prófi Femarelle, því ég gæti ekki ímyndað mér hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki kynnst því, þvílíkt undraefni,“ segir Soffía Káradóttir.

Femarelle: n Öruggur kostur fyrir konur. n Slær á óþægindi eins og höfuðverk, svefntruflanir, nætursvita, skapsveiflur og óþægindi í liðum og vöðvum. n Þéttir bein. n Hefur ekki áhrif á móðurlíf eða brjóstavef. n Náttúruleg lausn, inniheldur Tofuextract og hörfræja-duft. n Inniheldur engin hormón eða ísóflavóníða. n Staðfest með rannsóknum síðustu þrettán ár.

vegna hennar. Mér fannst óþægilegt að vera of mikið innan um fólk, ég var orðin svolítið þunglynd af vanlíðan. Mér fannst ekki gott að vera innan um hávaða og var því mjög mikið að einangrast frá félagslífi. Ég er 71 árs og var ekki sátt við hvernig mér leið, ég vildi geta tekið meiri þátt í lífinu. Ég las umfjöllun í blaðinu um Femarelle og leist vel á að prófa náttúrulega og hormónalausa meðferð

„Það besta við Femarelle er að núna segja börnin mín og tengdabörn að ég sé orðin svo lífleg og hress, mér finnst mun meira gaman að hitta barnabörnin mín, því ég get veitt þeim betri athygli,“ segir Eva Ólöf Hjaltadóttir.

sérstaklega þar sem ég sá að þau geta linað verki.“ Eftir fjögurra mánaða notkun á Femarelle hefur Eva Ólöf endurheimt sitt fyrra líf. „Mér líður svo vel að nú get ég farið daglega út að ganga með hundinn, í sund og sæki félagsvistina og fer í bingó vikulega. Mig er hætt að verkja um allan líkamann og ég nota Femarelle sem náttúrulega verkjameðferð því að ef ég er með verk, þá tek ég aukalega af því. Svo er það besta við þetta að núna segja börnin mín og tengdabörn að ég sé orðin svo lífleg og hress, mér finnst mun meira gaman að hitta barna-

börnin mín, því ég get veitt þeim betri athygli. Ég hef þar að auki misst 11 kíló án þess að reyna það, vegna þess að mér líður betur og ég get hreyft mig óhindrað. Ég er svo ánægð með Femarelle hylkin, mér líður vel af þeim og ég mæli með þeim við vinkonur mínar.“ Femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is og á Facebook-síðunni Femarelle. Unnið í samstarfi við Icecare

Léttara líf með Active Liver Active Liver inniheldur náttúruleg efni sem styrkir starfsemi lifrarinnar og eykur niðurbrot fitu í lifrinni. Active Liver veitir aukna orku og er tilvalin fyrir þá sem vilja létta sig.

A

ctive Liver taflan er byltingarkennd uppfinning og ólík öllum þeim megrunarvörum sem eru á markaði, en hún er sérstaklega gerð til að stuðla að virkni lifrarinnar og gallsins. Það er alveg rökrétt að það er erfitt að léttast þegar lifrin safnar fitu vegna óheilbrigðs lífsstíls. Þess vegna er dagleg notkun á Active Liver heilsutöflunum frábær fyrir þá sem vilja njóta lífsins en samt léttast. Active Liver inniheldur mjólkurþistil, ætiþistil, túrmerik, svartan pipar og kólín. Mjólkurþistill var notaður sem lækningajurt til forna, hann örvar efnaskipti lifrarfrumna og verndar lifrina gegn eituráhrifum. Ætiþistillinn styrkir meltinguna og eykur niðurbrot fitu. Túrmerik hefur verið notað gegn bólgum, magavandamálum, liðagigt, brjóstsviða og lifrarvandamálum í gegnum aldirnar. Svartur pipar eykur virkni túrmeriksins og virkar einnig vel gegn uppþembu, magaverk og hægðatregðu. Kólín er eitt af B-vítamínum sem vinnur með jurtunum sem finna má í Active Liver.

Aukin orka með Active Liver

Jóna Hjálmarsdóttir ákvað að prófa Active Liver þar sem það inniheldur aðeins náttúruleg efni. „Ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni hjálpi lifrinni að hreinsa sig. Ég er sjúkra-

liði að mennt og er meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fitan getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa.“ Eftir að hafa notað Active Liver í um það bil fjóra mánuði fann Jóna mun. „Ég fékk aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni. Ég er í góðu formi og hef trú á að Active Liver geri mér gott. Ég finn einnig mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri.“

Ein heilsutafla á dag fyrir lifrina

Taflan, sem er tekin inn daglega, samanstendur eingöngu af náttúrulegum kjarna sem stuðlar að eðlilegri starfsemi lifrar- og gallkerfisins. Það nægir að taka inn eina töflu á dag. Active Liver er ekki ætlað börnum yngri en 11 ára eða barnshafandi konum, nema í samráði við fagfólk. Active Liver er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Icecare, www.icecare.is Unnið í samstarfi við Icecare

Sjö góðar ástæður fyrir því að taka Active Liver: n Eykur efnaskiptin þín og fitubrennslu. n Eykur virkni lifrarinnar og gallsins. n Kemur í veg fyrir að sykur umbreytist og geymist sem fita í lifrinni. n Eykur niðurbrot á fitu í þörmunum. n Stuðlar að daglegri hreinsun líkamans. n Bætir meltinguna. n Inniheldur einungis náttúruleg jurtaþykkni.

Jóna Hjálmarsdóttir fann fyrir aukinni orku og jákvæðum breytingum á húðinni eftir að hafa prófað Active Liver. Mynd/Hari.


72

jólabjór

Helgin 13.-15. nóvember 2015

91/100 Boli Dobbel Bock jólabjór Alc. 7,5% / 33 cl. 449 kr. Mjög flottur jólabock. Ber áfengisprósentuna mjög vel.

Dökkir og bragðmiklir bjórar með jólasteikinni í ár

90/100 JólaKaldi súkkulaðiporter Alc. 6% / 33 cl. 429 kr. Virkilega vel heppnuð nýjung. Skemmtilegur súkkulaðiporter.

Jólahátíðin gengur formlega í garð í dag hjá bjóráhugafólki þegar jólabjórinn kemur í Vínbúðirnar. Fréttatíminn birtir sjötta árið í röð úttekt á bjórunum og fengum við fjóra valinkunna sérfræðinga til að smakka. Framboð á jólabjórum er raunar orðið slíkt að nauðsynlegt reyndist að skipta úttektinni í tvennt. Hér birtist því íslenski hlutinn en sá erlendi kemur að viku liðinni. Besti jólabjórinn þótti vera Einstök Doppelbock en þetta er annað árið í röð sem hann ber sigur úr býtum.

2

88/100 Pottaskefill brúnöl nr. 36

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is

85/100 Giljagaur nr. 14 Alc. 10% / 33 cl. 767 kr. Bragðmikið Barleywine frá Borg brugghúsi sem áður hefur verið í boði fyrir jólin.

Alc. 6,2% / 33 cl. 525 kr.

4

3

Gott brúnöl.

5 80/100 Ölvisholt jólabjór

83/100 Jóla Kaldi Alc. 5,4% / 33 cl. 399 kr. Jólaútgáfa af Kalda með karamellutónum.

Alc. 5% / 33 cl. 439 kr. Hátíðarlager með piparkökulykt.

80/100 Víking jólabjór

6

7

79/100

JólaGull Alc. 5,4% / 33 cl. 359 kr. Hefðbundinn jólalager.

Alc. 5% / 33 cl. 309 kr. Hefðbundinn jólalager.

79/100 Gæðingur jólabjór

8

9

Alc. 6,2% / 33 cl. 429 kr. Fínn jólabock. Ekki eins bragðmikill og dobbelbockarnir og þar með aðgengilegri.

Alc. 4,7% / 33 cl. 394 kr. Jólalager með góðri lykt og smá reyk.

10

1

71/100

Thule jólabjór Hefðbundinn jólalager.

56/100 Steðji jólabjór

14

Jólalager með lakkrístónum.

69/100 Egils Malt jólabjór

95/100 Einstök Dobbelbock jólabjór

Alc. 5,4% / 33 cl. 359 kr.

Alc. 5,3% / 33 cl. 395 kr.

79/100 Víking Jóla Bock

Alc. 5,6% / 33 cl. 379 kr. Áfengt malt.

50/100 Steðji Almáttugur jólaöl

Alc. 6,7% / 33 cl. 449 kr.

12

Dökkur og bragðmikill. Fullkominn jólabock.

11

13

Alc. 6% / 33 cl. 534 kr. Jólaöl með lakkrístónum. Fallega jólarauður.

15

DómnefnDin

Hrafnkell Freyr Magnússon 33 ára eigandi bruggverslunarinnar Brew.is.

Unnur Tryggvadóttir Flóvenz 27 ára nemi og einn stofnenda Félags íslenskra bjóráhugakvenna.

Viðar Hrafn Steingrímsson 42 ára kennari.

Ída Finnbogadóttir 25 ára meðlimur í Félagi íslenskra bjóráhugakvenna.

Um smökkunina Smökkunin var framkvæmd eftir kúnstarinnar reglum og bjórar smakkaðir eftir hækkandi alkóhólmagni og gefin stig fyrir útlit, lykt, bragð og heildarstemningu.



matur & vín

74

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Sinnepssæla Hver elskar ekki sinnep? Þetta leyndardómsfulla mauk sem passar með nánast öllu getur alltaf komið manni á óvart. Hvort sem það er sætt, sterkt, súrt, mjúkt eða gróft þá er alltaf hægt að uppgötva eitthvað nýtt. Íslenskt sinnep er svo sem ekkert sem lögð hefur verið áhersla á. Fyrir utan auðvitað SS-pylsusinnepið sem er svo ómissandi á þjóðarrétti okkar Íslendinga. Að búa til sitt eigið sinnep er aftur á móti auðveldara en marga grunar og eitthvað sem hægt er að gera heima fyrir á skemmtilegan hátt.

S

innep er eins og vín. Fjölbreytt og misjafnt eftir ræktunarlöndum. Hér á Norðurlöndunum var í eina tíð mest um sætt sinnep, sem við þekkjum svo vel með pylsum og slíku. Frá Frakklandi þekkjum við Dijon sinnepið sem nefnt er eftir héraðinu sem það er búið til, og á Indlandi er sinnep stór partur af allri matargerð. Fyrstu sögur af sinnepi eru frá fjórðu og fimmtu öld þegar Rómverjar notuðu þessi forboðnu korn í matargerð og þá sem blöndu af fleiri kryddum. Rómverjar eru svo taldir hafa farið með sinnepskorn til Gaulverja í Frakklandi og þá hafi hjólin byrjað að snúast. Árið 1292 kom hið fræga Dijon sinnep fram á sjónarsviðið í samnefndu héraði í Frakklandi og eftirleikinn þekkir hvert mannsbarn. Sinnepið má nota á margan hátt og á mun fleiri vegu en bara beint á pylsuna. Amer-

íska gula sinnepið passar til dæmis gríðarlega vel með góðum hamborgara. Sinnep passar einstaklega vel með mörgum fisktegundum, og fyrst það er að líða að jólum þá er fátt betra en að setja væna skeið á diskinn þegar síld er annars vegar. Þá helst gróft sinnep. Sinnepið er einnig mjög gott í allskonar sósugerð. Það passar einkar vel með sýrðum rjóma eða mæjónesi, sem og í olíudressingar á salöt og slíkt. Uppskrift og mynd fengin frá www. kristingroa.com Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is

Það er alltaf gott að eiga nokkrar tegundir af sinnepi í skápnum og prófa sig áfram, nánast með hverju sem er. Hér er einföld uppskrift að sinnepi sem passar með flestu. Heimagert sinnep: Gerir u.þ.b 400 gr. 100 gr. gul sinnepskorn 150 ml. eplaedik eða hvítvínsedik 150 ml hvítvín 2 tsk sjávarsalt U.þ.b 4-5 tarragon stilkir. Laufin tekin af. Aðferð: Setjið sinnepskornin, edikið, hvítvínið og saltið í skál. Setjið plastfilmu yfir og látið standa í þrjá daga. Á þriðja degi, setjið það sem er í skálinni í matvinnsluvél ásamt tarragoninu. Látið vélina ganga þar til blandan er orðin slétt og jöfn. Það gæti þurft að bæta við vatni en það fer eftir þykkt blöndunar. Smakkið og saltið meira ef þess þarf. Setjið í krukku sem lokast þétt og látið standa í ísskáp í sólarhring. Þessi uppskrift er góð byrjun en það er mjög auðvelt að gera allskyns tilraunir þegar kemur að sinnepsgerð. Margir nota hina ýmsu vökva til að búa sér til mismunandi bragðtegundir. Allt frá sítrónusafa til koníaks, og allt þar á milli.

Hátíðarsíld

Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar.

Tanzania

Síldin er að detta í hús og þá er ráð að huga að jólamaríneringunni. Þetta er einföld aðferð en um leið ljúffeng.

22. janúar – 4. febrúar

Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin.

675.900.-* *Verð per mann í 2ja manna herbergi

Innifalið: AlltInnifalið: flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. ogAllur íslenskur fararstjóri. Allt flug með sköttumInnlendur og gjöldum. flutningur milli staða með

588-8900 Transatlantic.is 588-8900 Transatlantic.is

Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri. gististöðum og áerupptöldum í ferðalýsingu. Gisting ogeins matur (eða sambæri-legum) 588 8900 – transatlantic.is Öllgististöðum gjöld vegna aðgangs eins og lýst er. eins og erí þjóðgarða í ferðalýsingu. Fararstjóri Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. Öll gjölder vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu.

Jólasíld:

sykurinn er allur uppleystur. Setjið

500 millilítrar eplaedik

maríneringuna til hliðar og kælið hana

250 millilítrar lífrænn vínberjasafi

alveg niður.

10 stykki piparkorn

Setjið síldarbitana og lauk í nokkrum

10 stykki negulnaglar

lögum í krukkurnar. Hellið marínering-

5 stykki kardimommur

unni yfir þannig að hún fljóti yfir síldina

3 lárviðarlauf

og verið viss um að skipta kryddinu

3 kanilstangir, hver um 5 sentímetrar

jafnt á milli krukknanna.

Börkur af einni appelsínu

Geymið síldina í kæli í að minnsta kosti

Leiðbeiningar:

2 daga en hún verður mýkri og betri

Blandið öllum innihaldsefnunum

eftir því sem á líður. Hún geymist í að

saman fyrir maríneringuna í litlum

minnsta kosti mánuð.

potti og náið upp suðu á hæsta hita.

Uppskrift fengin af www.hidblom-

Hrærið í og takið pottinn af þegar

legabu.is


Hvað er jólalegra en lagkaka? Jólin eru ekki langt undan og margir farnir að undirbúa. Allavega í huganum. það er fátt jólalegra en að maula lagkökuna góðu með mjólkurglasi, eða enn betra með heitu súkkulaði. Hér er uppskrift að þessari hefðbundnu sem allir vilja.

Síríus Konsum fléttast við íslenskt þjóðlíf á einstæðan hátt. Um áratugaskeið hefur þetta ljúffenga gæðasúkkulaði gegnt ótrúlegustu hlutverkum, bæði á hátíðarstundum og í daglegu lífi; í bakstrinum þegar mikið liggur við, drukkið heitt með rjóma á köldum degi, verið nesti á ferðalögum um hálendið og gómsætur moli með kaffinu, svo eitthvað sé nefnt. Síríus Konsum kakó er framleitt úr besta fáanlega hráefni. Sættu þig ekki við málamiðlanir þegar kakó er annars vegar.

VELDU SÍRÍUS KONSUM KAKÓ

Uppskrift: 220 g strásykur 220 g púðursykur 440 g smjörlíki 440 g Kornax hveiti 6 egg 2 tsk negull 2 tsk matarsódi 4 tsk kanill Aðferð: Hræra saman smjörlíki, púðursykri og sykri þar til áferð verður kremuð. Næst bætt út í eggjum, einu eggi í einu. Skafa vel upp úr botninum og bæta að lokum rest út í og vinna vel saman. Bakað á ofnplötum við ca. 200°C. Krem: 150-200 g smjörlíki 5 dl flórsykur 1 egg 2-4 tsk vanilludropar Öllu hrært vel saman. Uppskrift fengin af www.islandsmjoll.is

www.noi.is

5 ÞÚ

SUND

AFSLÁTT

WINDOWS SPJALDTÖLVA ILEGASTA EIN ÖFLUGASTA OG GLÆS MEÐ 8” SPJALDTÖLVAN Í DAG OG VA 4RA KJARNA ÖRGJÖR . UR LV TÖ OFFICE 365 FYRIR 2

24.900

VERÐ ÁÐ UR UR 29.900

8

4 B LS BÆ

KLINGUR

STÚTFULLUR A NÝJUM JÓLALE F GUM VÖRUM!

2 GA

DA Ð TILBO

SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TO UTEK.IS MEÐ GAGLV NV KÖRFUHNAIRKUM PP

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


76

heilabrot

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Spurningakeppni kynjanna

 sudoku

1. Á hvaða vikudegi er aðfangadagur í ár?

thrinder? 3. Hvað nefnist hæfileikakeppni grunnskólanna sem fram fer á hverju ári? 4. Hvaða tónlistarmyndband hefur hlotið mest áhorf á YouTube frá upphafi?

dóttur?

4. Hello með Adele.

12. Rjúpir.

5. Ég sé þig.

13. Njála.

10. Klór.

11. Svíþjóð.

14. 1972.

7. Nightmare On Elm Street.

15. París.

1. Sunnudegi. 2. Stefnumótaöpp.

?

10. Með hvaða efni er sykur þveginn til að fá

3. Skrekkur.

hann hvítan?

4. Gangnam Style.

11. Frá hvaða landi er Karl Lagerfeld? 12. Hvað kallast karlfugl rjúpu?

5. Pass.

13. Hver er jólasýning Borgarleikhússins?

6. Eskifirði.

14. Hvaða ár kom fyrsta barbídúkkan á

7. Texas Chainsaw Massacre.

markað?

5 8

 13. Njála. 

6

14. 1932. 15. Barcelona.

4 6 6 3 7 4

5 9 3

8. Karl Ágúst Úlfsson.

1 9

15. Í hvaða borg fer loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fram í lok

Hrafnkatla Eiríksdóttir

mánaðarins?

náttúrufræðingur

3 5 4

 sudoku fyrir lengr a komna

12. Karri.

4

6 7 2

11. Sænskur.

8

1

10. Pass.

9

8

2

9. Pass.

8 1

5 1 3

8. Hver er yngstur spaugstofumanna?

deildinni?

7

 8 stig

söngvari

2

5

Friðrik Ómar Hjörleifsson

9. Hver er markahæstur í ensku úrvals-

4 1 9 6 5

8. Örn Árnason.

6. Hvar á landinu er félagsheimilið Valhöll?

Gunnar Hansen þekktastur?

9. Ian Rush.

6. Eskifirði.

5. Hvað heitir nýjasta bók Yrsu Sigurðar-

7. Fyrir hvaða kvikmynd var leikarinn

 2. Stefnumótaöpp.  3. Skrekkur.  1. Fimmtudegi.

2. Hvers konar öpp eru tinder, grindr og

 7 stig

3

Friðrik fer áfram í næstu umferð en Hrafnkatla skorar á Urði Snædal.

8

4 7

?

 svör

9

2

7 8 6 8 1 2

1. Fimmtudegi. 2. Stefnumótaöpp 3. Skrekkur. 4. Gangnam Style með Psy (U.þ.b. 2,5 milljarðar!) 5. Sogið. 6. Eskifirði. 7. Texas Chainsaw Massacre. 8. Örn Árnason. 9. Jamie Vardy í Leicester. 10. Klór. 11. Þýskalandi. 12. Karri. 13. Njála. 14. 1959. 15. París.

 krossgátan AFTURENDI ÓSOÐINN LENDINGARSTAÐUR

267

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 266

AÐ BAKI

ÓNN

NÆÐI

ÁVÖXTUR RÍKI

O H E R M E I N N Á R N A B Æ V E R L A Ö R A R G A U P I Ð N S A S Þ S V E L L I R J Ó Ð N Á Ð I A R I HLÝJA

ALDIN

ÁRSGAMALL

Í RÖÐ

APA EFTIR JAFNFRAMT ÓSKA

LÍMBAND KAST

GILDI

BÝLI

HÝRA

FUGL PÍLA

JURT SKEL

RÁNDÝR

JARÐSPRUNGA

FAG

BRUNI

PRETTA

ÁTT

STÍGUR

ÁLIT

SLÁTTARTÆKI

ÆVIKVÖLD

MAKA

SVEFN

www.versdagsins.is

A O F T A H N A I G T E I R V F I A G J N U A R T A R K Á

BJÁNALEGUR

FUGL

MATJURT

SVERFA

BÚNINGUR

GÆTA

GLEÐJAST

SÓLARHRINGUR PLANTA

FÍKNIEFNI STRUNS

AFGJÖLD

AÐFALL

K L S N A L E N L O K Ó M G I K A R N E T U D R A S P A L A U I P S N Ð I T A A K T A K Á G D A G U R Á A F Í Ð A S M F F A Ó B A K T O L L A A Ð S O G L A F N

BALLSKÁK

RENNSLI

ÓVILD

LÁDEYÐA

HINDRUN NÆRA

IÐNFÉLAG DRASL

HRYGGUR ÞEFJA

FIÐUR

NÚÐLUR

SVELGUR

FRJÁLSA STINGA

SKOT

PILLA

RÓTARTAUGA

TIL SAUMA ANDLITSHULA

BÓKSTAFUR

SAMNINGUR

ÞREKVIRKI

ÞAKBRÚN

ÞÍÐA

AFLÝSING

RAUF

SVÍKJA

TVEIR EINS

MEGIN

MERGÐ

SKREF

SARG TÁL

NYTJAR

INNKIRTILL

FYRIR

TELJI

G U L B Ú

U N D A N

R E I K N I

SANKA SAMAN

HLÉ

S A F N A

A F L Á T

ÁTT

SEYTLAR

S U Ð U R

mynd: Clément BuCCo-leChat (CC By-Sa 3.0)

 lausn

mynd: SaptarShi BiSwaS (CC By 2.0)

Ég vil fræða þig, vísa þér veginn sem þú átt að ganga, ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér...

RAKNA

A G A A L R G E Ú R O T

EINSKÆR

TOSA

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

FRAMBURÐUR

POTA

NÝJA ÓBREYTTUR

SKRÆLNA

ÖTULL BOTNFALL

ÚT

HEIMTING

KLAKI

BÓKSTAFUR EINNIG

DRÁPSTÆKI TÚNA YFIRBRAGÐ

SKREIÐAST LAUSAMÁL

STOPP

ÍÞRÓTTAFÉLAG

ÆSKJA

MISSA MARKS

ERFIÐA

AGAÐUR ÆTTARSETUR

PILLA

TÓNN GNÆGÐ

FYRST FÆDD LÍFHVATI

HVORT

RÖND

SVALL

PÚSSA NÖLDRA

STERTUR

að dreifingu?

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

EFNI

ERGJA

RÚN

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

LOSNA

AMBOÐ

STEFNA

Ert þú að huga

MEIN

KJAFTFOR

FRESTA

S A L T A

AÐ BAKI

ÁI

ÞREPA

ÁGÓÐI

EGNA

KOMAST

ÓSKERT

SVÍVIRÐING

ÞEI

DÝRAHLJÓÐ

NÝR

HNOÐA

SAMTÖK

EKKI

FESTING

TEMUR

LÆRIR

ÖGN

FLJÓTRÆÐI

STARFA

DYLGJUR

TIL

HLÁTUR

VAGGA

TVÍHLJÓÐI

FELDUR

SANDEYRI

HJARTAÁFALL

BOGI

DJAMM

MÁLMUR

ÞREYTA

MÁLMUR

FLATFÓTUR

ÁRA

BLÓM

ANDMÆLI

PILI

ELDSTÆÐI

GÓL

ÆTÍÐ

LAND

TVÖ ÞÚSUND

ÁTT

KVEINA

YFIRTAKA

SLAKUR

LYKTAR

LAND Í AFRÍKU



78

sjónvarp

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Föstudagur 13. nóvember

Föstudagur RÚV 22:40 The Hunger Games: The Mockingjay - Part 1 Katniss er staðstett í 13 hverfi og ógnarstjórn höfuðborgarinnar er hægt og örugglega að leggja öll hverfin í rúst. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:00 The Voice Ísland4 Hinir geysivinsælu raunveruleikaþættir þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn eru nú loks komnir til Íslands!

Laugardagur

16.50 Stiklur e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 Litli prinsinn 18.20 Leonardo 18.50 Öldin hennar e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Vikan með Gísla Marteini 20.25 Frímínútur 20.40 Útsvar (Fjallabyggð Reykhólahreppur) b. 21.55 Vera Bresk sakamálamynd byggð á sögu 6eftir Ann Cleeves 5 um Veru Stanhope rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. 23.30 Völundarhús hjartans Bandarísk verðlaunamynd frá árinu 2010. e. 01.00 Kóngaglenna e. 03.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn

22.10 Krabbinn Hjartnæm bresk kvikmynd byggð á sannsögulegum heimildum um unga konu sem greinist með krabbamein og ákveður að halda úti opinberu bloggi í baráttunni við sjúkdóminn.

19:15 The Simpsons Tuttugasta og sjöunda og jafnframt nýjasta þáttaröð þessa langlífasta gamanþáttar í bandarísku sjónvarpi í dag.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

22:30 House of Lies Marty Khan og félagar snúa aftur í þessum vinsælu þáttum sem hinir raunverulegu hákarlar viðskiptalífsins

18.00 Stundin okkar Gói og Brandon leikhússtjóri bjóða upp á ógleymanleg ævintýri og fræðandi skemmtun fyrir leikhúsrotturnar sem fylla salinn.

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond 08:20 Dr. Phil 09:00 Design Star 09:50 Million Dollar Listing 10:35 Pepsi MAX tónlist 13:30 Cheers 13:55 Dr. Phil 14:35 Life In Pieces 15:00 Grandfathered 15:25 The Grinder 15:45 Red Band Society 16:25 The Biggest Loser 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 19:10 America's Funniest Home Videos 19:35 The Muppets 20:00 The Voice Ísland 21:30 Blue Bloods 22:15 The Tonight Show with Jimmy Fallon 22:55 Elementary 23:40 Hawaii Five-0 00:25 Nurse Jackie 5 6 00:55 Californication 01:25 Ray Donovan 02:10 Blue Bloods 02:55 The Tonight Show with Jimmy Fallon 03:35 The Late Late Show with James Corden 04:15 Pepsi MAX tónlist

RÚV

STÖÐ 2

07.00 KrakkaRÚV 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.15 Dýraspítalinn e. 08:05 The Middle 10.45 Alheimurinn e. 08:30 Grand Designs 11.30 Menningin 09:15 Bold and the Beautiful 11.55 Vikan með Gísla Marteini e. 09:35 Doctors 12.35 Skafmiði e. 10:20 Hart of Dixie 12.50 Frímínútur e. 11:10 Mindy Project 13.00 Norðurlandamótið í hópfim11:40 Guys With Kids leikum b. 12:10 Bad Teacher allt fyrir áskrifendur 18.15 Táknmálsfréttir (75) 12:35 Nágrannar 18.25 Eldað með Ebbu e. 13:00 Blue Sky fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18.54 Lottó 14:45 Pay It Forward 19.00 Fréttir 16:55 Community 3 19.25 Íþróttir 17:20 Bold and the Beautiful 19.35 Veður 17:40 Nágrannar 19.40 Hraðfréttir 18:05 Simpson-fjölskyldan 4 5 20.00 Þetta er bara Spaug... stofan 18:30 Fréttir Stöðvar 2 30 ára ferill Spaugstofunnar og 18:47 Íþróttir þeirra sem stóðu á bak við hana 18:55 Ísland í dag. rakinn. 19:25 Logi (7/14) Laufléttur og 20.40 Broadway Danny Rose bráðskemmtilegur þáttur þar Gamanmynd úr smiðju Woody sem Logi Bergman fer á kostum Allen frá 1984. sem þáttastjórnandi. Hann fær 22.10 Krabbinn til sín vel valda og skemmtilega viðmælendur og auk þess verður 23.40 Twilight Saga: Breaking Dawn e. boðið uppá frábær tónlistaratriði 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok og ýmsar óvæntar uppákomur. 20:15 The X Factor UK 22:40 The Hunger Games: The Mockingjay - Part 1 00:40 As Above, So Below 02:15 Blackthorn 03:55 Blue Sky 05:35 Fréttir og Ísland í dag

SkjárEinn

RÚV

STÖÐ 2

07.00 KrakkaRÚV 07:01 Barnatími Stöðvar 2 10.15 Burma-leiðangurinn e. 11:20 Jólastjarnan 2015 11.05 Íþróttaafrek sögunnar e. 11:45 Bold and the Beautiful 11.40 Þetta er bara Spaug... stofan e. 13:35 Logi 12.15 Hraðfréttir e. 14:30 Hindurvitni 12.30 Útsvar e. 15:00 Neyðarlínan 13.35 Kiljan e. 15:30 Lóa Pind: Örir íslendingar 14.15 Halldór um Sölku Völku e. 16:20 ET Weekend 14.40 Halldór um Brekkukotsannál e. 17:10 Sjáðu allt fyrir áskrifendur 15.05 EBBA-verðlaunin 2015 e. 17:40 Saturday Night Live 16.05 Kvöldstund með Jools Holland e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.10 Táknmálsfréttir 18:55 Sportpakkinn 17.20 Kata og Mummi 19:10 Lottó 17.31 Tillý og vinir 19:15 The Simpsons 17.42 Ævintýri Berta og Árna 19:40 Spilakvöld 17.47 Skúli skelfir 20:206 Groundhog Day Gamanmynd 4 5 um veðurfréttamann úr sjónvarpi 18.00 Stundin okkar 18.25 Í leit að fullkomnun – Líkamsrækt sem er sendur ásamt upp19.00 Fréttir tökuliði til smábæjar nokkurs 19.25 Íþróttir þar sem hann á að fjalla um dag 19.35 Veður múrmeldýrsins fjórða árið í röð. 19.45 Landinn 22:00 Nightcrawler Í þessum 20.15 Öldin hennar spennutrylli leikur Jake 20.25 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni Gyllenhaal atvinnulausa ljós20.55 Downton Abbey myndarann Lou Bloom. Hann 21.45 Brekkukotsannáll þráir að koma sér á framfæri og 23.00 Frances Ha er tilbúinn að gera hvað sem er 00.25 Kynlífsfræðingarnir e. til að láta drauma sína rætast. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 00:00 + 1

6

06:00 Pepsi MAX tónlist 01:40 22 Jump Street 12:25 Dr. Phil 03:30 To Rome With Love SkjárEinn 14:25 The Tonight Show with Jimmy 05:20 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist Fallon 13:00 Dr. Phil 16:25 The Muppets 14:20 The Tonight Show with Jimmy 16:50 The Voice Ísland Fallon 18:20 Parks & Recreation 08:30 Haukar - Stjarnan 15:40 Franklin & Bash 18:45 The Biggest Loser 09:55 ÍR - Haukar 16:20 Rules of Engagement 20:15 Maid in Manhattan 08:40 Noregur - Ungverjaland 11:35 Körfuboltakvöld 16:45 The Biggest Loser 22:05 The November Man Mögnuð 10:20 Roma - Lazio 12:55 Formúla 1 - Brasilía - Æfing 3 b. 18:15 Kitchen Nightmares spennumynd frá 2014 með 12:00 Ítölsku mörkin 2015/2016 14:05 Toronto - New Orleans Pierce Brosnan í aðalhlutverki. 12:30 Kiel - PSG 16:00 Open Court 401 - NBA 50 Greatest 19:00 Top Gear USA Fyrrum leyniþjónustumaður 13:50 Indianapolis Colts - Denver 16:50 Úkraína - Slóvenía b. allt fyrir áskrifendur19:50 Jennifer Falls 20:15 Scorpion neyðist til að snúa aftur í hasarBroncos 19:05 NFL Gameday 21:00 Law & Order: SVU 16:25 Noregur - Ungverjalandallt fyrir áskrifendurinn af persónulegum ástæðum 19:35 Svíþjóð - Danmörk b.fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:45 Fargo og þarf að mæta fyrrum 18:05 Meistaradeild Evrópu 21:50 Stjarnan - Snæfell 22:30 House of Lies lærisveini sínum í baráttu upp á fréttaþáttur 23:20 Bballography: Schayes fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:00 The Walking Dead líf og dauða. Leikstjóri er Roger 18:30 Spænsku mörkin 2015/2016 23:45 Bosnía - Írland 23:50 Hawaii Five-0 Donaldson. Stranglega bönnuð 19:00 ÍR - Haukar b. 01:30 UFC Now 2015 00:35 CSI: Cyber börnum. 21:05 Bballography: Guerin 02:15 UFC Embedded 4 5 6 01:20 Law & Order: SVU 23:55 The Tourist Bandarísk 21:30 NFL Gameday 03:00 UFC 193: Rousey vs. Holm b. 02:05 Fargo spennumynd með Johnny Depp 22:00 Körfuboltakvöld 4 5 6 02:50 House of Lies og Angelinu Jolie í aðalhlut23:40 Open Court 405: NY Basketball 03:20 The Late Late Show with James verkum. 00:30 Toronto - New Orleans b. 11:00 Stoke - Chelsea Corden 01:40 CSI 12:40 PL Classic Matches: Everton 04:00 Pepsi MAX tónlist 02:25 The Late Late Show with James Liverpool, 2003 Corden 12:15 Stoke - Chelsea 13:10 Premier League World '15/'16 03:45 Pepsi MAX tónlist allt fyrir áskrifendur 14:00 Premier League Review 2015 13:40 Liverpool - Crystal Palace 14:55 Arsenal - Tottenham 15:20 Arsenal - Tottenham 08:25 The Way Way Back fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:35 Football League Show 2015/16 17:00 Tony Adams 10:10 Austin Powers in Goldmember allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 17:05 Liverpool - Crystal Palace 17:30 Tottenham - Liverpool 11:45 Shallow Hal 07:30/14:45 Free Willy: Escape From 18:50 Messan 19:15 Aston Villa - Man. City 13:40/20:25 Deep Blue Pirate’s Cove 12:15/ 17:05 Tenure fréttir, fræðsla, sport og skemmtun allt fyrir áskrifendur 20:10 West Ham - Everton 20:55 Premier League Review 2015 15:10 The Way Way Back fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:15/16:30 Batman 13:45/18:35 When Harry Met Sally allt fyrir áskrifendur 21:50 Premier League World 21:50 Messan 16:55 Austin Powers in6Goldmember 11:20/18:35 A Fish Called Wanda 15:20/20:15 St. Vincent 4 5 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 2015/2016 23:05 Football League Show '15/'16 18:30 Shallow Hal 13:10/20:25 Butter 22:00/03:25 The Maze Runner fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:20 Norwich - Swansea 23:40 PL Classic Matches: Chelsea 22:00/03:10 Take This Waltz 22:00/03:10 August: Osage County 23:55 Red 00:00 PL Classic Matches: ManchesArsenal, 1997 23:55 The Thing 00:05 No Good Deed 01:45 Harold & Kumar Escape 4 5 6 4 ter City - Tottenham, 1994 00:10 Arsenal - Liverpool 01:40 Red Dawn 01:30 Homefront From Guantanamo 5

6

TI

LB O

ormsson.is/samsungsetrid

Ð

4

JU6415

24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT

• 4K • UHD • SMART • 1000 PQI

Sunnudagur

Laugardagur 14. nóvember

4

6

TILBOÐS DAGAR Opið laugardag kl. 11-15

UE40”JU6415 UE UE40” 40”JU6415 kr.159.900.40”JU6415 UE48”JU6415 kr.189.900.UE55”JU6415 kr. 239.900.-

5

Opið laugardag kl. 12-16

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900


sjónvarp 79

Helgin 13.-15. nóvember 2015

15. nóvember STÖÐ 2

Eyþór krukkumæjónes! Eyþór okkar Rúnarsson er kominn aftur með matreiðsluþætti á Stöð 2 og er það vel. Fyrsti þátturinn fór í loftið í síðustu viku þar sem Eyþór setti í þrjár mismunandi samlokur. Enda löngu kominn tími til að gera samlokunni hátt undir höfði. Hver furðukokkasamlokan á eftir annarri leit ljós og þátturinn í heild var alveg ágætur. Eins og fyrrum landsliðskokki sæmir var flest gert frá grunni. Þarna var ertuhummus, það var hent í deig og úr því steikt flatbrauð og hægelduðu 5

gera mæjónes frá grunni – þá segi ég stopp! Sér í lagi þegar mæjóið sem kom upp úr „réttu“ krukkunni var lapþunnt og leit einfaldlega út eins og það hafi mistekist. Svona efni eins og að sýna að mæjónesgerð er grunninn sáraeinföld aðgerð sem allir geta framkvæmt er því gulls í gildi því allir sem ekki hafa vanist þvílíkum hræringi óttast hann umfram flest ann-

að í matreiðslu. Því ætti það að vera kappsmál hvers sjónvarpskokks að sýna hversu einfaldlega má kokka slíkt upp og vona ég innilega að Eyþór, sem þó er ennþá minn maður, verði með náskylda sósugerð í jólaþættinum og hendi í eina hnausþykka bérnaissósu fyrir hátíðirnar. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is

6

NÝTT!

07:00 Sevilla - Real Madrid 08:40 Spænsku mörkin 2015/2016 09:10 Kiel - PSG 10:30 Úkraína - Slóvenía 12:10 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 12:35 Barcelona - Vardar allt fyrir áskrifendur 13:55 Celje - Vezsprém b. 15:30 Formúla 1 2015 - Brasilía b. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:40 NBA Rising 19:05 Svíþjóð - Danmörk 20:50 NFL Gameday 21:20 NY Giants - New England Patriots b. 00:20 UFC 193: Rousey vs. Holm 4

11:30 PL Classic Matches: Man City Man United, 2003 12:00 Man. Utd. - WBA 13:40 Premier League Review 2015 allt fyrir áskrifendur 14:35 Man. City - Sunderland 16:25 Manstu fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:00 West Ham - Everton 18:40 Peter Schmeichel 19:10 Premier League World 2015/2016 19:40 Football League Show 2015/16 20:10 Messan 4 5 21:30 Liverpool - Arsenal 23:30 Bournemouth - Newcastle

nautakinnarnar sem dvöldu upp undir fjóra tíma í ofninum voru vægast sagt munnvatnsaukandi. En, og þetta er stórt EN, þegar kom að því sem hífir næstum allar samlokur undir sólinni á æðra plan, mæjónesinu – ja, þá kom það úr krukku. Úr krukku! Ég skil plögg og kann meira að segja að meta þegar bjórinn er svolgraður milli samloka og góða ólífuolían er með rétta miðanum á. Þetta er allt hluti af því að halda úti dagskrárgerðinni á þessu litla landi okkar. En þegar ekki er hægt að

5

ÍSLENSKA/SIA.IS MSA 76707 10/15

07:00 Barnatími Stöðvar 2 11:10 iCarly 11:35 Nágrannar 13:20 The X Factor UK 16:00 Spilakvöld 16:50 60 mínútur 17:40 Eyjan 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn allt fyrir áskrifendur 19:10 Næturvaktin 19:40 Neyðarlínan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:10 Modern Family Frábær gamanþáttur um líf þriggja ólíkra en dæmigerðra nútímafjölskyldna. Leiðir þessara fjölskyldna liggja saman og í hverjum þætti 4 lenda þær í hreint drepfyndnum aðstæðum sem samt eru svo skelfilega nálægt því sem við sjálf þekkjum alltof vel. 20:35 Humans Magnaðir þættir sem gerast í heimi þar sem vélmenni eru notuð sem þjónar á heimilum en erfitt getur verið að greina á milli hverjir eru mennskir og hverjir eru það ekki. 21:25 Réttur 22:15 Homeland 23:05 60 mínútur 23:50 Jonathan Strange and Mr Norrell 00:50 Daily Show: Global Edition 01:20 Proof 02:05 The Knick 03:00 The Leftovers 03:55 Rob Roy

 Í sjónvarpinu samlokunni gert hátt undir höfði en...

6

6

HLEÐSLA MEÐ KAFFI- OG SÚKKULAÐIBRAGÐI 22 G HÁGÆÐA PRÓTEIN HENTAR VEL EFTIR ÆFINGAR OG MILLI MÁLA

HLEDSLA.IS


80

bækur

Helgin 13.-15. nóvember 2015

Heimska til Frakklands Gengið hefur verið frá samningi um útgáfu Heimsku, nýrrar skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl, í Frakklandi. Það var forlagið Métailié sem keypti réttinn, sama forlag og gaf út Illsku sem slegið hefur hressilega í gegn hjá Frökkum, verið tilnefnd til verðlauna, meðal annarra Prix Médicis-verðlaunanna ásamt Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson, og hlotið afar lofsamlega dóma. Verið kölluð meistaraverk og Eiríkur Örn hafinn til skýjanna sem höfundur. Verður fróðlegt að sjá hvernig Heimska leggst í Frakkana.

Eiríkur Örn Norðdahl nýtur mikillar athygli í Frakklandi og nú er Heimska á leiðinni þangað.

metsölulisti eymundsson

Ekkert haggar Arnaldi Þýska húsið eftir Arnald Indriðason situr sem fastast á toppi metsölulista Eymundsson, en miklar hræringar eru á listanum að öðru leyti. 1 Þýska húsið Arnaldur Indriðason 2 Endurkoman Ólafur Jóhann Ólafsson 3 Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson 4 Víga - Anders og vinir hans Jonas Jonasson 5 Vín - Umhverfis jörðina á 110 flöskum steingrímur sigurgeirsson

6 Vikkala Sól Kristín Margrét Kristmannsdóttir 7 Litlar byltingar Kristín Helga Gunnarsdóttir 8 Munaðarleysinginn sigmundur Ernir rúnarsson 9 Hundadagar Einar Már Guðmundsson 10 Matreiðslubókin mín og Mikka Walt disney

 RitdómuR Þýska húsið ArnAldur IndrIðAson

Drápa þýdd á þrjú tungumál Fátítt er að íslenskar ljóðabækur komi út í heild erlendis en á bókasýningunni í Frankfurt í síðasta mánuði gerðust þau tíðindi að útgefendur í þremur löndum, Svíþjóð, Noregi og Bretlandi, tryggðu sér útgáfuréttinn á ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Drápu, sem kom út í fyrra. Velgengni Drápu kemur í kjölfarið á gríðargóðum móttökum á fyrri ljóðabók Gerðar, Blóðhófni, en hún kom út í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Bretlandi eftir tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Ljóðabækur Gerðar Kristnýjar eru víðförlari en flestar aðrar íslenskar ljóðabækur.

 BækuR spennandi unglingasaga eftiR hildi knútsdóttuR

Sagnfræðin ber glæpinn ofurliði

 Þýska húsið Arnaldur Indriðason Vaka Helgafell 2015

Arnaldur Indriðason heldur sig við ár heimsstyrjaldarinnar síðari og hernámsins á Íslandi í nýjustu bók sinni Þýska húsinu. Hér mæta þeir aftur til leiks Flóvent og Thorson, lögreglumennirnir sem við kynntumst í Skuggasundi, og takast á við sitt fyrsta mál saman; morð á farandsala sem enginn veit til að hafi angrað nokkurn mann, morð sem lítur út eins og hreinræktuð aftaka. Vegna fagmennskunnar við morðið og tegundar byssunnar sem notuð er við það beinast sjónir lögreglu að ameríska hernámsliðinu og þannig hefst samstarf lögreglumannanna tveggja, því Thorson er í herlögreglunni. Böndin berast þó að ýmsum fleirum en hermönnum og leikurinn fer um víðan völl, inn í blandast njósnir og ástamál, ástand og hermannahatur og allt lítur út fyrir að úr verði hinn eldfimasti kokteill framan af. Þrátt fyrir tök Arnaldar á formi og stíl glæpasögunnar og yfirburðaþekkingu á sögutímanum tekst honum illa að ná upp spennu og upp úr miðri bók er lesandanum orðið nokk sama um hver er sekur og hver ástæðan fyrir glæpnum er. Les þó auðvitað áfram því lýsingar höfundar á andrúmi og lífsháttum í Reykjavík hernámsáranna eru áhugaverðar og forvitnilegar og opna glugga inn í annan tíma og aðra veröld. Heldur er þó lopinn teygður þegar á líður og orsakir glæpsins frekar ótrúverðugar þegar upp er staðið. Stærsti galli sögunnar er þó hversu litlausar persónur lögreglumennirnir tveir eru og hversu lítið við fáum að kynnast þeim. Ein forsenda þess að lesandinn njóti glæpasögu er að hann fái áhuga á rannsakendunum og skipi sér í lið með þeim í leit að lausn gátunnar. Því er ekki að heilsa hér og þrátt fyrir tilraun til að gera Thorson áhugaverðan með hintum um samkynhneigð hans verður hann aldrei meira en einvíður. Flóvent kynnist lesandinn nánast ekki neitt, enda virðist líf hans með eindæmum tilbreytingarlaust og ekki bjóða upp á neina skoðun. Mikill skaði. Þýska húsið stendur og fellur með áhuga höfundarins á sögutímanum og lýsingum hans á Reykjavík þess tíma og sem slík stendur sagan fyllilega fyrir sínu. Sem glæpasaga er hún hins vegar hvorki fugl né fiskur og spurning hvort Arnaldur eigi ekki bara að hætta að blanda glæpum inn í bækur sínar og snúa sér alfarið að skrifum sagnfræðilegra skáldsagna. Það er greinilega þar sem áhugasvið hans liggur og lesandinn væri eflaust mun sáttari við lestur slíkra sagna en glæpasagna sem ekki tekst að viðhalda spennu. -fb

Hildur segist hafa minna þol fyrir hryllingi eftir að hún eignaðist börn þannig að sennilega séu unglingar rétti markhópurinn fyrir hryllingssögur. Ljósmynd/Hari

Mannætuskrímsli í Reykjavík Vetrarfrí er unglingasaga eftir Hildi Knútsdóttur þar sem mannætuskrímsli – hugsanlega geimverur – herja á Íslendinga. Bókinni hefur verið lýst sem þeirri blóðugustu sem skrifuð hefur verið á íslensku en Hildur telur hana alls ekki of hryllilega fyrir unga lesendur. Segist sjálf hafa haft mun meira þol fyrir hryllingi þegar hún var yngri.

Þ

sennilega yrðu Bjargvætturinn í grasinu og To kill a Mockingbird flokkaðar sem unglingabækur ef þær kæmu út í dag og myndu aldrei rata inn í kanónuna.

etta er spennusaga svo þú mátt alls ekki láta mig segja of mikið,“ segir Hildur Knútsdóttir beðin um að lýsa bók sinni Vetrarfríi í stuttu máli. „Hún fjallar um systkini sem neyðast til að fara með pabba sínum í sumarbústað í vetrarfríi í skólanum. Þau eru ekki mjög ánægð með það, sérstaklega ekki Bergljót, sú eldri, sem er fimmtán ára. Hún hafði nefnilega ætlað í partí og reyna að hösla strákinn sem hún er skotin í. Á meðan þau eru í bústaðnum brýst út skrýtin plága; fullt af fólki deyr og virðist svo vera étið. Kemur í ljós að mannætuskrímsli hafa lent á Íslandi og eru í óða önn að éta þjóðina. Eina vonin um að lifa af er því að bjarga sér á flótta og það þurfa systkinin að gera.“ Hildur upplýsir að Vetrarfrí sé fyrri bókin í tvíleik, þannig að eitthvað af persónunum lifir greinilega af, en hún segir jafnframt að það megi ekki upplýsa hverjar það eru. Bókin hefur verið sögð sú blóðugasta sem skrifuð hefur verið á íslensku og Hildur segir það vel geta verið satt. „Þetta er hryllingssaga, mjög stór hluti þjóðarinnar er étinn í bókinni og ég man ekki eftir annarri íslenskri bók þar sem slíkt gerist. Það eru samt engar grafískar lýsingar á mannáti í henni, meira bara ummerki um mannát; blóð og kjöttægjur í snjónum, kannski einn fótur hér eða handleggur þar. Kannski er hún dálítið ógeðsleg, ég veit það ekki, en hafa börn og unglingar ekki gaman af því að láta

hræða sig? Gömlu ævintýrin eru nú ekkert laus við ofbeldi.“ Ertu mikill hryllingssagnaaðdáandi? „Já, ég er það. Hef gaman af að horfa á hryllingsmyndir og lesa hryllingssögur. Það hefur reyndar minnkað aðeins eftir að ég átti börn, það er eins og hjartað hafi minnkað við það, þannig að kannski hefur maður einmitt meira þol fyrir hryllingi þegar maður er yngri.“ Fyrsta bók Hildar, Sláttur, var markaðssett sem skáldsaga fyrir fullorðna en þessi og Spádómurinn sem kom út 2012 eru flokkaðar sem unglingabækur, var einhver ástæða fyrir því að hún hóf að skrifa fyrir unglinga? „Nei, það var ekkert meðvitað, ég skrifa bara bækur sem mig langar sjálfa að lesa,“ segir hún. „Kannski er Sláttur líka unglingabók, allavega hef ég fengið mikið af skilaboðum frá unglingum sem hafa lesið hana og líkað vel. Ég held reyndar að bækur séu bara flokkaðar sem unglingabækur ef aðalsögupersónurnar eru unglingar. Sennilega yrðu Bjargvætturinn í grasinu og To kill a Mockingbird flokkaðar sem unglingabækur ef þær kæmu út í dag og myndu aldrei rata inn í kanónuna. Þannig að þessi flokkun er dálítið hæpin. Fólk er svo mismunandi, hvort sem það er börn, unglingar eða fullorðnir, og smekkur á bókmenntum fer ekkert eftir aldri.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


Nístandi einlægni og húmor Saga rankar við sér við Miklubrautina eftir flogakast. Næstu daga drottnar efinn yfir huga hennar. Hvað gerðist fyrir flogið? Hverju getur hún treyst?

„Mjög góð bók.“ Egill Helgason / Kiljan

„Nístandi falleg bók!“ ÞHS / Fréttablaðið um Ósjálfrátt

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


82

menning

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 Kjarvalsstaðir Málstofa uM KvennatíMa

Hér og nú þrjátíu árum síðar Efnt verður til málstofu á Kjarvalsstöðum á morgun, laugardaginn 14. nóvember, klukkan 15 í tilefni sýningarinnar Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar sem þar stendur yfir. Í pallborði verða þrír listamenn sýningarinnar, þær Brynhildur Þorgeirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir og Harpa Björnsdóttir, ásamt G.ERLU (Guðrún Erla Geirsdóttir) sem var í sýningarnefnd Hér og nú á Kjarvalsstöðum árið 1985 og gegndi jafnframt stöðu framkvæmdastjóra

Listahátíðar kvenna sama ár. Anna Jóa sýningarstjóri Kvennatíma leiðir umræður. Á málstofunni miðla pallborðsþátttakendur af drjúgri reynslu sinni af listheiminum. Þess má geta að árið 1994 gerðu sömu konur úttekt á kynjaslagsíðunni í íslenskum listheimi í tengslum við sýningu á plakötum Guerilla Girls í Nýlistasafninu. Ýmislegt hefur áunnist síðan en ljóst er að enn er langt í land hvað snertir jafnræði kynjanna í listheiminum, segir í tilkynningu.

Hugmyndin að baki sýningunni Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar var að kalla aftur saman þær konur sem sýndu saman undir heitinu Hér og nú á Kjarvalsstöðum haustið 1985. Við undirbúning nýju sýningarinnar vöknuðu spurningar á borð við þá hvort kyn listamannanna hefði með einhverjum hætti mótað feril þeirra og verið í þeim skilningi kvennatími. Hvers vegna er ennþá þörf á sérstökum „kvennasýningum“?

Ókeypist skúlptúrnámskeið fyrir börn Gerðarsafn býður upp á ókeypis skúlptúrnámskeið fyrir 8-12 ára krakka næstkomandi sunnudag, 15. nóvember, milli klukkan 13-15. Linn Björklund myndlistarmaður leiðir námskeið við mótum mannslíkamann í leir. Á námskeiðinu verður litið inn á listaverkageymslur safnsins og faldir fjársjóðir kannaðir um leið og ræddar verða hugmyndir um höggmyndalistina. Mannamyndir Gerðar Helgadóttur verða skoðaðar og unnir skúlptúrar úr sjálfharðnandi leir út frá höfuð- og brjóstmyndum hennar. Smiðjunni

lýkur á sýningu á verkunum í Stúdíó Gerður á neðri hæð safnsins klukkan 15. Skráning fram

Sýningin Hér og nú var einn umfangsmesti viðburður Listahátíðar kvenna 1985, en efnt var til hennar vegna loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur hátíðarinnar var að gera framlag kvenna á sviði lista- og menningar sýnilegt. Tilefni nýju sýningarinnar er einnig hátíð sem tengist konum því að á þessu ári er haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hér á landi. Sýningin stendur til 29. nóvember 2015.

G.erla (Guðrún Erla Geirsdóttir), Brynhildur Þorgeirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir og Harpa Björnsdóttir. Guerilla Girl er fyrir miðju.

 sKreKKur HæfileiK aKeppni grunnsKóla reyKjavíKur

á netfangið gerdarsafn@ kopavogur.is en þátttaka er ókeypis.

Ljósmyndir frá undankeppnunum í vikunni.

Krakkarnir sofa lítið um helgina Hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, Skrekkur fer fram um þessar mundir í 26. sinn. Undanúrslitakvöldin voru í þessari viku og tryggðu sex skólar sér beina þátttöku í úrslitunum sem fram fara á mánudagskvöld. Í gær var svo tilkynnt um tvö skóla til viðbótar sem komust í úrslitin sem svokölluð „Wild-Card“. Héðinn Sveinbjörnsson, verkefnastjóri Skrekks, segir keppnina vera ótrúlega fjölbreytta og bera einnig merki um samfélagslega hugsun ungs fólks í dag.

H

Bæjarlind 6, 201 Kóp 564-2013 þri-fös 11-18 & lau 11-15

Fyrir tveimur árum var mikið tekið á réttindabaráttu samkynhneigðra svo þetta er þeirra vettvangur til þess að sýna að þeir eru með puttann á púlsinum þessir krakkar.

æfileikakeppnin Skrekkur var haldin fyrst árið 1990 í Háskólabíói en frá árinu 2000 hefur keppnin átt sér heimili í Borgarleikhúsinu. „Þessi undanúrslitakvöld hafa verið alveg frábær og gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Héðinn Sveinbjörnsson, verkefnastjóri keppninnar. „Það eru 25 grunnskólar í Reykjavík sem taka þátt og það eru allir skólarnir sem hafa unglingadeildir,“ segir hann. „Á úrslitakvöldinu, sem er á mánudaginn, verða svo átta skólar sem keppa um Skrekks titilinn. Sex sem fara beint, og tveir sem fá þessi svokölluðu „Wild-card“ sæti. Við erum að fara að tilkynna hvaða skólar fá þessi tvö aukasæti en það eru Hólabrekkuskóli og Foldaskóli. Þeir sex skólar sem voru búnir að tryggja sig eru Austurbæjarskóli, Árbæjarskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli og Seljaskóli, segir Héðinn. Þessi keppni hefur byggst mjög mikið á hefðum hjá skólunum, og metnaði. Margir skólar taka þetta mjög alvarlega og þeir sem hafa náð hvað lengst í þessu byrja að undirbúa atriðin sín fyrir næsta ár strax að Skrekk loknum. Atriðin eru mjög misjöfn og mjög fjölbreytt,“ segir Héðinn. „Í flestum tilfellum fjalla þau um eitthvað sem snýr að

þeim sjálfum, þeirra hugðarefnum. Í ár er mikið tekið á flóttamannavandanum til dæmis,“ segir hann. „Fyrir tveimur árum var mikið tekið á réttindabaráttu samkynhneigðra svo þetta er þeirra vettvangur til þess að sýna að þeir eru með puttann á púlsinum þessir krakkar. Úrslitin verða í beinni útsendingu á Skjá einum á mánudaginn og það er ekki í fyrsta sinn sem keppninni er sjónvarpað, enda frábært sjónvarpsefni. Það er gríðarleg vinna sem þessir krakkar leggja á sig og það er gríðarlegur metnaður fyrir þessu hjá öllum skólum,“ segir hann. „Í ár settum við saman fjölmiðlateymi og á Facebooksíðu Skrekks voru sett innslög og streymi sem voru gerð af ungum dreng í Háaleitisskóla sem tók þetta mjög alvarlega. Það eru margir að taka þátt á bak við tjöldin og alltaf fleiri sem hafa hlutverk á hverju ári. Spennan er gríðarleg fyrir mánudeginum og krakkarnir sofa líklega lítið um helgina,“ segir Héðinn Sveinbjörnsson, verkefnastjóri Skrekks. Skrekkur verður á dagskrá Skjás eins næstkomandi mánudagskvöld klukkan 19. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


HITUM UPP FYRIR JÓLIN

STÚTFULLAR VERSLANIR AF NÝJUM JÓLALEGUM VÖRUM;) 1280x800

IPS

W1-810 Ein öflugasta og glæsilegasta 8” spjaldtölvan í dag með 4ra kjarna örgjörva og fullkomnu Windows 8.1 ásamt Office 365 fyrir 2 tölvur.

49.900 22” 24.900 | 24” 29.900

5

ÞÚSUND

FUT GENRIRA Í VISBRATTIOO N ELEMENS OG ÞÚ

VERÐ ÁÐ UR UR 24.900

J4120DW

59.900

Glæsileg 15 .6 Dual Co ” fartölva með 4GB minnire örgjörva, , 500GB di sk og uppfærs la í Windows 10

GOO L E CHROMEG C

AST2 Breyttu sjónv sjónvarp me arpinu í snjall2, þú stjórn ð Chromecast varpinu þín ar snjallsjónu með hvað a snjalltæki se m er ;)

6.990

G IS BELI IN EV

LÍFSTÍÐAR

Ábyrgð R

HÆGT HNAPP ER MEÐ EINUMJA Á VIBRATION AÐ KVEIK M GEFUR NÝJA MODE SE N Í LEIKINA! UPPLIFU

VIÐ ÁBYRGJUMST KOSS AÐ EILÍFU!

ÁB

G!

G3 255

G3 255

R A

A

FRÁBÆR Á SKRIFSTOFUNA!

! LEIKINA

ÍÐ

FISLÉTT Í SKÓLATÖSKUNA;)

TITRAND

ST

19.900

Byltingakennd leikjaheyrnartól frá KOSS með einstakri tækni sem skilar raunverulegri upplifun og þú ert komin í nötrandi skriðdrekann;)

IN

Hágæða þráðlaust A4 lita fjölnotatæki Prentar allt að 18 bls/mín, 16 bls/mín í lit 4 hagkvæm hylki, fáanleg allt að 1200 bls 6000x1200 dpi prentari og 2400 dpi skanni 150 bls A4 bakki og A3 bak-matari Duplex sjálfvirk tvíhliða prentun, 6bls/mín 4.5cm lita snertiskjár fyrir allar aðgerðir Þráðlaust WIFI / Airprint / Cloud Print USB 2.0 tengi, PC, MAC og LINUX

TITRANDI LEIKJAHEYRNARTÓL

NA EIN UPPLIFUNINI Í NÖTRANDI SÉRT IN REKANUM! SKRIÐD

PREN LJÓSMY TAÐU ND Í A3 ST IRNAR ÆRÐ

149.900 HP

HQ2

REKI

SKRIÐD

AFSLÁTT

• • • • • • • • •

27” VA-LED FULL HD 1080p 16:9 20 milljón:1 DCR og Senseye3 tækni 4ms GTG viðbragðstími fyrir leikina 1920x1080 FULL HD upplausn HDMI HDCP, DVI og VGA D-SUB tengi 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn Aukin myndgæði með True Black tækni

14.900

LÍF

13.Nóvember 2015 • Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

U31

FULL HD VA-LED • • • • • • •

Zowie leikjamús fyrir atvinnuspilara ADNS 3310 LED Optical sensor Virkar jafnt fyrir rétthenta og örvhenta 7 forritanlegir Macro hnappar Virkar fullkomlega án hugbúnaðar Hægt er að stilla DPI frá 400 til 3200 Fullkomin lift-off fjarlægð og Claw grip

EIN SÚ FLOTTASTA Í DAG FÆST Í 3 STÆRÐUM!

A3

Intel Core i5-5200U 2.7GHz Turbo 4xHT 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 500GB SSHD og 8GB SSD Hybrid diskur 14’’ FHD LED AntiGlare 1920x1080 Intel HD 5500 GT2 DX12 skjákjarni 2.0 Dolby DS Home Theater hljóðkerfi 867Mbps Dual WIFI AC, BT 4.0, USB 3.0 Motion Control HD vefmyndavél Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

FYRIR ATVINNUSPILARA

• • • • • • •

24.900

FHD 5

27”VALED

OFFICE 365 FYLGIR FYRIR 2 TÖLVUR 80JV00K9MT

BROADWELL

RAMMI

ZASERIES

8’’ HD LED fjölsnertiskjár 1280x800 Intel Quad Core Z3735G 1.83GHz Burst Intel HD Graphics DX11 skjákjarni 32GB SSD Flash og allt að 64GB microSD 300Mbps þráðlaust net, Bluetooth 4.0 Li-Polymer rafhlaða allt að 8 tímar USB2 micro og Micro SD kortalesari Tvær myndavélar 2MP og 2MP að framan Windows 8.1 og Office 365 fyrir 2 tölvur

0 1920x108

JÁR MEÐ FULL HD SK VÖRN RE ANTI-GLA

SLIML AÞUZNNE BÖR UR

YR

GÐ Á HEYRNAR

• • • • • • • • •

Öflug leikjaheyrnartól frá KOSS Vibration Element fyrir nýja upplifun Feykiöflugur hljómur og kröftugur bassi Clear Voice Noise Cancelling MIC Þumlungastjórn á Vibration Element Stórir og lokaðir Leatherette púðar Ómissandi viðbót fyrir leikjaspilara Samanbrjótanleg og meðfærileg KOSS lífstíðarábyrgð, að eilífu!

14.900

S

8

EINN NÁKV VÆM OPTICAL ÆMASTI SEM VÖLSENSOR ER Á!

ÁK OS

• • • • • • • • •

R 29.900 VERÐ ÁÐU

LED

EÐ ALLT AÐ TÆKNI M ARHORN 178° SJÓN

HÁRNÁK

FR

DA Ð TILBO

GW2760HS

CK TRUE BLA

LU

M

2 GA

STÓRGLÆSILEG SPJALDTÖLVA

STÆRÐIR

HE

AÐ MEÐ ALLT HD SKJÁR RHORN 178° SJÓNA

• • • • • • • • •

3

ICONIA

BYLTING Í LEIKJAUPPLIFUN!

2 0% A FSL

ÁTTUR AF ÖLLUM Í NÓVEM PAPPÍR BER!

ROLLEI

KA KLUK AL T A G A D YNDOG M ING N Ý S

9.990

5

15.6” HP G3 255

CHROMECAST 2

ALLT FYRIR JÓLAKORTIN

7” MYNDARAMMI

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


Valshlaupið 2015 Valshlaupið 2015 verður haldið 21. Nóvember kl: 11.00. Boðið er upp á tvær vegalengdir 3 km og 10 km. Bæði hlaupin ræst samtímis. Þetta eru sömu hlaupaleiðir og í hlaupinu í fyrri ár þar sem allmargir hafa náð sínum bestu tímum enda brautirnar mjög góðar til þess að bæta tímann sinn. Allir karlar sem ná undir 38 mínútur og allar konur sem ná undir 42 mínútur í 10 km hlaupinu fá endurgreitt á marklínu 1.000 kr Skráning er á hlaup.is. Í Valsheimilinu föstudaginn 20. nóvember frá kl 17:00-19:00. og á keppnisdegi í Valsheimilinu að Hlíðarenda.

84

menning

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 Tónleik ar: Árlegir hausTTónleik ar kórs langholTskirkju

Heiðra norsk tónskáld Kór Langholtskirkju heldur sína árlega hausttónleika á sunnudag. Á efnisskrá kórsins að þessu sinni verða verk eftir tvö norsk tónskáld. Eitt þekktasta tónskáld Norðmanna, Knut Nystedt, lést á síðasta ári en hann hefði orðið 100 ára þann 3. september síðastliðinn. Kórinn mun flytja nokkur af hans þekktustu kórverkum og einnig verk eftir Ola Gjeilo, en hann fæddist 1978 og hefur vakið heimsathygli fyrir verk sín. Gjeilo skaust upp á stjörnuhimin kórtónskálda með verkum sínum Sanctus

og Agnus Dei sem eru samin á árunum 2008 og 2009 og hafa slegið rækilega í gegn og verið flutt af kórum um víða veröld. Gjeilo lauk námi í djass og klassískum píanóleik frá Tónlistarháskólanum í Osló. Þaðan lá leiðin í Konunglega tónlistarháskólann í London og síðan í Julliard háskólann í New York þaðan sem hann lauk meistaragráðu í tónsmíðum 2006. Kór Langholtskirkju hefur áður flutt verk eftir báða þessa höfunda, sér og áheyrendum til mikillar gleði. Tónleikarnir fara fram í Lang-

Í Kór Langholtskirkju eru 32 söngvarar sem margir hverjir hafa alist upp í kórastarfinu innan kirkjunnar, en alls eru sex kórar starfandi í Langholtskirkju.

holtskirkju á sunnudag og hefjast klukkan 17.

 PlaTa sTjörnubjarT hjÁ ÁgúsTu sigrúnu

HÚBERT NÓI JÓHANNESSON Mælipunktar / Measuring points 23. október - 21. nóvember 2015 October 23 - November 21 2015

Opið/Open Fim-fös; 12-17/Thu-Fri; 12pm-5pm. Lau;13-16/Sat; 1pm-4pm & eftir samkomulagi/& by appointment

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

„Ég á ekki beint heima á einum stað í tónlistinni. Ég sökkvi mér í margar stefnur og strauma sem klessast svo allar saman á þessum diski,“ segir söngkonan Ágústa Sigrún. Ljósmynd/Hari

Björn og Benny gáfu leyfi Söngkonan Ágústa Sigrún Ágústsdóttir gaf út sinn fyrsta geisladisk á dögunum. Hún hefur sungið lengi og komið víða við og hefur í gegnum tíðina safnað að sér lögum sem saman eru komin á disknum sem hún nefnir Stjörnubjart. Ágústa söng lengi vel hjá óperunni og starfar í dag sem mannauðsstjóri, markþjálfi og leiðsögumaður. Tónlistin kemur úr öllum áttum en hún hefur lengi haft dálæti á vísnatónlist frá Norðurlöndunum. Ágústa verður með útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi laugardaginn 21. nóvember.

P

Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR

Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is

Ég skilgreini röddina mína sem crossover-sópran, sem flæðir því yfir í þjóðlög, popp og sálma. Áhugasviðið málar þetta líka svolítið.

latan er komin út og í dreifingu. Ég var einmitt að fara með eintök í póstinn í þessum töluðu orðum,“ segir söngkonan Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. „Tónlistin á plötunni er samsafn af uppáhalds lögum mínum í gegnum tíðina. Lög sem ég hef sungið þegar ég hef verið að troða upp. Ég hef starfrækt dúett með Sváfni Sigurðarsyni og við höfum dustað rykið af allskonar lögum sem við höfum viljað prófa. Ég misnotaði hann um síðustu jól þegar ég vildi prófa nokkur lög og svo var ég komin með 25 laga safn sem ég vinsaði svo úr á þessa plötu,“ segir hún. „Ég fékk svo þrjú ný lög til þess að syngja, svo þetta er svona góð blanda af lögum sem eiga sér rætur í sálmum og þjóðlögum og svo er pínulítill sænsku halli á þessari plötu. Ég veit ekki af hverju það er, en sænskar lagasmíðar hafa alltaf átt vel við mig. Meira að segja fékk ég leyfi til þess að nota lagið Like An Angel Passing Through My Room eftir þá Björn og Benny úr ABBA,“ segir hún. „Eftir smá eftirgang fékk ég leyfi til þess að gefa það út með íslenskum texta. Textarnir á plötunni eru eftir ýmsa höfunda og ég hef dreift álaginu á marga. Hörður Sigurðarson á eina fimm texta á disknum sem hann hefur gert að minni ósk í gegnum tíðina. Valgerður Bene-

diktsdóttir á einn og Hallgrímur H. Helgason á tvo, svo þetta dreifist svolítið. Ég réð mér upptökustjórann Harald V. Sveinbjörnsson eftir síðustu jól og sumarið fór í það að melta og kasta á milli hugmyndum,“ segir hún. „Í ágúst byrjaði hann að útsetja og svo hófust upptökur í september. Þetta hefur því átt sér rúmt ár í aðdraganda og undirbúning. Ég söng lengi vel við óperuna en þessi tónlist er fjarri þeim söng. Þeir sem hafa hlustað á diskinn áttu kannski ekki von á þessu frá mér. Ég skilgreini röddina mína sem crossover-sópran, sem flæðir því yfir í þjóðlög, popp og sálma. Áhugasviðið málar þetta líka svolítið. Ég á ekki beint heima á einum stað í tónlistinni. Ég sökkvi mér í margar stefnur og strauma sem klessast svo allar saman á þessum diski,“ segir hún. „Þetta er kannski ekki beint fyrsta platan mín því ég kom að útgáfu á plötu árið 2001 sem heitir Hittumst heil. Það var plata með lögum eftir Ágúst Pétursson, föður minn, sem hefði orðið áttræður um það ár, en þetta er mín fyrsta plata í mínu nafni,“ segir Ágústa Sigrún söngkona. Útgáfutónleikar Ágústu verða í Salnum þann 21. nóvember. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


Hafnarfjarðarkirkja 100 ára HELGISTAÐIR VIÐ HAFNARFJÖRÐ Saga Hafnarfjarðarkirkju og Garðaprestakalls á Álftanesi Í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkirkju hefur saga Hafnarfjarðarkirkju og Garðaprestakalls hins forna, Helgistaðir við Hafnarfjörð, verið gefin út í þremur veglegum bindum. Ritið er 1590 blaðsíður og prýtt miklum fjölda mynda úr sögu kirkjunnar og annarra helgidóma við Hafnarfjörð, allt frá árdögum kristni til líðandi stundar. Höfundur er Gunnlaugur Haraldsson.

Ritið má nálgast í Strandbergi – safnaðarheimli Hafnarfjarðarkirkju. Sími 852 1619, netfang: magasin@magasin.is Verð: 15.000 kr.


86

menning

Helgin 13.-15. nóvember 2015

1950

65

 Tónleik ar FjórTán skólalúðr asveiTir í Hörpu

2015

DAVID FARR

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)

Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

(Kassinn) HARÐINDIN Móðurharðindin Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 30.sýn

Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 31.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!

Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn

65

Heimkoman (Stóra sviðið) 2015 551 1200 | Hverfisgata 19 |1950 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 13/12 kl. 19:30 13.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.

Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)

Lau 28/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 28/11 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 29/11 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30 Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.

(90)210 Garðabær (Kassinn) Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 aukasýn

Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 9.sýn

4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Lau 28/11 kl. 17:00 9.sýn

Sun 29/11 kl. 17:00 10.sýn

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)

Sun 15/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

Billy Elliot – HHHHH ,

S.J. Fbl.

Billy Elliot (Stóra sviðið)

Fös 13/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega

Kenneth Máni (Litla sviðið)

Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Kenneth Máni stelur senunni

Lína langsokkur (Stóra sviðið)

Sun 15/11 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 22/11 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur

Öldin okkar (Nýja sviðið)

Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Lau 14/11 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi

Fös 18/12 kl. 20:00

Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00

Fös 27/11 kl. 20:00 Lau 28/11 kl. 20:00

Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Lau 28/11 kl. 20:00 Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Fös 4/12 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Mið 25/11 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina

Lau 19/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00

Vegbúar (Litla sviðið)

Sun 15/11 kl. 20:00 13.k Fös 27/11 kl. 20:00 17.k Sun 29/11 kl. 20:00 aukas. Mið 18/11 kl. 20:00 14.k Mið 2/12 kl. 20:00 Fim 19/11 kl. 20:00 15.k Fim 3/12 kl. 20:00 Fim 26/11 kl. 20:00 16.k Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Mávurinn (Stóra sviðið)

Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Fim 19/11 kl. 20:00 Fim 26/11 kl. 20:00 Takmarkaður sýningartími

Sun 29/11 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00

Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00

H

ugmyndin að þessu kom eiginlega frá honum Össuri Geirssyni, stjórnanda Skólahljómsveitar Kópavogs, sem situr einmitt með mér í stjórn SÍSL (Samband íslenskra skólalúðrasveita),“ segir Snorri Heimisson, einn skipuleggjanda tónleikanna. „Hann var að horfa á Óskalaga-

þættina á RÚV og áttaði sig á því að það voru til lúðrasveitaúsetningar af vel flestum lögum sem flutt voru í þáttunum,“ segir hann. „Svo það var ákveðið að bjóða lúðrasveitum landsins að koma saman og spila þessi óskalög þjóðarinnar. Hann athugaði með leyfi frá RÚV sem var auðsótt og okkur fannst

GAFLARALEIKHÚSIÐ Það er alltaf gaman í Gaflaraleikhúsinu Bakaraofninn Athugið Síðustu Sýningar Sunnudagur 15. nóvember Sunnudagur 22. nóvember

kl 13.00 UPPSELT kl 16.00 Lokasýning

Frábær fjölskylduskemmtun með Gunna og Felix

Konubörn Athugið Síðustu Sýningar Föstudagur 13.nóvember Föstudagur 20. nóvember

kl. 20.00 kl. 20.00

Miðasala - 565 5900 - midi.is-gaflaraleikhusid.is

Landnámssýningin

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Aðalstræti 16, Reykjavík

Jólamarkaður

Tvær sýningar sem fjalla um landnám í Reykjavík. Opið alla daga 09:00 - 20:00

Sun 13/12 kl. 20:00

Ljósmyndasafn Reykjavíkur Grófarhúsi Tryggvagötu 15, 6. hæð

Gunnar Rúnar Ólafsson Yfirlitssýning 26.09.2015 - 10.01.2016

Þri 24/11 kl. 20:00 allra síðasta sýn.

Allra allra síðasta sýning

Sun 15/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum

Fjórtán skólalúðrasveitir munu koma fram á sunnudaginn í Hörpu og halda svokallaða maraþon tónleika. Yfirskrift tónleikanna er Óskalög þjóðarinnar og eins og nafnið gefur til kynna er efnisskráin byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á RÚV fyrr á árinu. Snorri Heimisson, stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts, segir ríflega þrjátíu skólahljómsveitir vera á landinu og margt hafi breyst í starfi lúðrasveita á undanförnum árum og áratugum. Í dag eru marsarnir sjaldan spilaðir, en meiri líkur á því að spila Gangnam Style.

og Landnámssögur

Hystory (Litla sviðið)

Og himinninn kristallast (Stóra sviðið)

Lúðrasveitir í dag spila vinsælustu lögin

Fyndin og mögnuð sýning um ungar konur

Fös 20/11 kl. 20:00 Lau 21/11 kl. 20:00

Sókrates (Litla sviðið)

Skólahljómsveit Kópavogs kemur fram á tónleikunum í Hörpu á sunnudag.

Höfnin - Julie Fuster Lau 5/12 kl. 20:00

08.10. - 01.12.2015

Opið alla daga og alltaf frítt inn! www.borgarsogusafn.is

Grandagarði 8, Reykjavík

14. - 15. nóv. 10 -17 Allskonar fallegt íslenskt handverk og nýbakað bakkelsi í kaffihúsi safnsins Víkinni. Opið alla daga 10:00 - 17:00

Upplýsingar um sýningar og viðburði safnsins á borgarsogusafn.is

góð hugmynd að hafa sama kynni og í þáttunum, svo Jón Ólafsson verður kynnir á þessum tónleikum okkar,“ segir Snorri. Hljómsveitirnar sem fram koma á tónleikunum koma víða að af landinu, þó flestar séu af höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitir frá Akureyri og Neskaupstað leggja land undir fót til að taka þátt í skemmtuninni ásamt hljómsveitum frá Reykjanesbæ og Árborg. Alls er áætlað að um 500 börn og unglingar láti ljós sitt skína í Norðurljósasal Hörpu. Snorri segir að ríflega 30 skólahljómsveitir séu starfræktar um allt land. „Margar sveitir eru það fjölmennar að þeim er skipt upp, svo hver sveit hefur kannski ekki mörg tækifæri til þess að sýna sig og sanna,“ segir hann. „Landsmótin eru alltaf viss liður í starfi SÍSL og svo eru tónleikar sem þessir og fleiri sem eru tækifæri til þess að prófa og gera eitthvað annað og meira,“ segir hann. „Það er mjög misjafnt eftir svæðum hvernig gengur að fá krakka til þess að spila í lúðrasveitum. Á mörgum stöðum, eins og hjá mér í Árbæ og Breiðholti og hjá Össuri í Kópavoginum, eru langir biðlistar,“ segir hann. „Auðvitað veltur þetta allt á umfangi starfsins en þetta er mjög svæðisbundið. Á árum áður þótti það pínu hallærislegt að vera í lúðrasveit en ég er ekki viss um að það sé uppi á teningnum í dag. Sveitirnar spila allt aðra músík í dag. Ég er búinn að vera stjórnandi í sjö ár og ég held að ég hafi aldrei látið sveitina spila mars. Eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við, var að láta þau spila Get Lucky og Gangnam Style. Í dag er svo lítið mál að gera útsetningar af vinsælustu lögunum og líka bara nauðsynlegt fyrir krakkana að spila eitthvað sem þau þekkja,“ segir Snorri Heimisson hjá SÍSL. Tónleikarnir á sunnudaginn standa yfir frá klukkan ellefu að morgni til klukkan sex að kvöldi með nýrri hljómsveit á hálftíma fresti yfir daginn. Hannes Friðbjarnarson

s: 411-6300

hannes@frettatiminn.is


HRÆÐSLA, SPENNA OG GÆSAHÚÐ! HROTTALEG OG HROLLVEKJANDI

„Flottur bræðingur af forneskju og nútíma. Bráðspennandi saga og skemmtilega hryllileg. Óhugnanleg bók á köflum, ofbeldið harkalegt og fullt af ófreskjum“ Árni Matthíasson / Morgunblaðið Drauga-Dísa Vildarverð: 3.839.Verð: 4.799.-

FRÍIÐ SEM ENGINN VILL „Einkar vel skrifuð saga, persónur margræðar og trúverðugar. Eins og óttalegur vökudraumur. Mjög vel gert.“ Árni Matthíasson / Morgunblaðið Vetrarfrí Vildarverð: 3.839.Verð: 4.799.Austurstræti 18

Álfabakka 14b, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gildir 13. nóv, til og með 16. nóv. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


88

menning

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 Málverk asýning ÞorgríMUr andri í gallerí Fold

Listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson opnar sýningu í Gallerí Fold á morgun, laugardag, sem hann kallar Hesturinn og hrafninn. Þorgrímur ætlaði sér alltaf að verða tónskáld og byrjaði í námi í tónsmíðum en leiddist svo út í myndlist. Hann lagði tónlistina á hilluna og hefur einbeitt sér að myndlistinni sem er ákvörðun sem hann sér ekki eftir. Á sýningunni í Fold um helgina sýnir hann olíumyndir þar sem viðfangsefnið eru hestar og hrafnar, eins og nafnið gefur til kynna.

ndirbúningur gengur afskaplega vel og ég er um þessar mundir að hengja upp í Gallerí Fold,“ segir Þorgrímur Andri listmálari. „Það er pínu stress að raða upp og skipuleggja og slíkt, en um leið mjög skemmtilegt. Ég hef tekið þátt í fjölda samsýninga en þetta er önnur einkasýningin mín,“ segir hann. „Sú fyrsta í þessu galleríi. Sýningin samanstendur af tveimur seríum. Annarsvegar þar sem ég fókusera á íslenska hestinn, og hinsvegar á hrafninn. Þessar seríur spila svolítið vel saman þó þær séu ólíkar,“ segir hann. „Þetta eru allt olíumyndir og svo eru líka nokkrar kolamyndir sem fá að fljóta með, svona til að auka fjölbreytnina. Ég byrjaði að fást við að mála í kringum 2010, svo ég hef ekki verið svo lengi í þessu,“ segir hann. „Ég var í námi erlendis þar sem ég var að læra tónsmíðar og datt óviljandi inn á þessa listmálun. Ég féll bara svo algerlega fyrir því og hef einbeitt mér mikið af því síðan. Tónlistin hefur nánast lagst af hjá mér síðan. Ég tek að mér nokkur áhugaverkefni í tónlistinni, og þá helst einhverjum samstarfsverkefnum eins og dansverkum og slíku. Annars á listmálunin allan minn fókus og er vinnan mín í dag. Umhverfið í listmáluninni hefur breyst held ég að undanförnu,“ segir Þorgrímur. „Það er mjög mikið um það að fólk kaupi mín verk í gegnum heimasíðuna mína. Áður fyrr þá var eini sénsinn fyrir málara að selja, að halda sýningu eins og ég er að gera

Ljósmynd/Hari

Seríur um hesta og hrafna spila vel saman U

Þorgrímur Andri Einarsson lagði tónlistina á hilluna og féll fyrir myndlistinni.

Ég byrjaði að fást við að mála í kringum 2010, svo ég hef ekki verið svo lengi í þessu.

núna. Ég fæ mikið af heimsóknum í gegnum heimasíðuna, sem og á Facebook og Instagram,“ segir hann. „Fólk kemur svo í heimsókn og skoðar og oftast kaupir það mynd. Sýningar eru ekki eins mikilvægar og áður, þó þær séu auðvitað mjög skemmtilegar. Markaðurinn er bara orðinn svo opinn,“

segir Þorgrímur Andri Einarsson listmálari. Sýningin Hesturinn og hrafninn opnar á laugardaginn klukkan 15. Á heimasíðu Þorgríms www.thorgrimur.com er hægt að skoða verk hans. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is

TILBOÐ Á TUNGUSÓFUM

Kansas K ansas

Rín

SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM SNIRÐIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM RFUM FU UM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI

Basel Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15

Roma Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is

Torino

Havana


Með lífrænum jarðarberjum

Með lífrænum ástaraldinum

Leynist merkilegur vinningur í pakkanum? Aldís er mætt í heimilispakkningum. Stútfull af ljúffengum, lífrænum ávöxtum. Ef spýta með mynstri leynist í pakkanum færð þú glaðning. Ef hún er merkt færð þú ísveislu — en Óskaskrín fullt af snyrtingu og dekri ef hún er með .


Grohe | Minta Vnr. 15332917

23.995.fullt verð 27.995.Eldhústæki.

Grohe er þýskt gæðamerki sem hefur verið leiðandi í framleiðslu og hönnun blöndunartækja allt frá árinu 1817. Nánar: www.grohe.com

Gustavsberg | Nautic Vnr. 13002380

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð gilda 13.-16. nóvember 2015.

23.995.Vegghengt salerni án setu.

Neptum

Damixa | Felida

41.995.-

38.995.-

Vnr. 10705000

Sturtuhorn gler 80x80cm.

Vnr. 15557905

fullt verð 42.995 kr.

Sturtusett með tækjum.


VERT

Steirer | Country Oak

Damixa | Clover

Grohe | Essence slim

Stala

Jokey | Sarto

4.195-

15.995.-

19.995.-

24.695.-

27.995-

Eldhústæki. Eldhústæki.

Stálvaskur í borð, 39x45 cm, 18 cm djúpur.

Speglaskápur.

Viðarparket - Eik Stærð: 14 x 182 x 2200mm.

Grohe | Grohtherm 1000

Grohe | Grohtherm 1000

Grohe | Eurosmart

Salgar | Fussion

Salgar | Fussion

24.995.-

34.995.-

11.995.-

26.995.-

95.995.-

Sturtutæki með CoolTouch® brunaöryggi.

Baðtæki með CoolTouch® brunaöryggi.

Handlaugartæki.

Hár skápur, háglans, 80 cm.

Skápur með skúffum og handlaug, 79,7x56x45 cm. Blöndunartæki fylgja ekki.

Gustavsberg | Nautic

Gustavsberg | Hygenic

Vnr. 0113722

verð m

2

Vnr. 15334146

Vnr. 15560047

fullt verð 19.995 kr.

Vnr. 15334156

Vnr. 15332898

Vnr. 15333265

Vnr. 13315035

Vnr. 13615171

Vnr. 13612035

Vnr. 13615170

Sanplast | Akrýl Vnr. 10702132

Glass | Akrýl

Damixa | Fair flex

Vnr. 13002380

53.995.-

44.995.-

24.995.-

65.995.-

2.995.-

Salerni með stút í gólf eða vegg. Seta fylgir.

Vegghengt salerni með hæglokandi setu, 53 cm.

Baðkar 170x70 cm, með fótum.

Hornbaðkar 140x140 cm, með fótum.

Handúðasett.

Vnr. 13002350-60

F E G R AÐU H E IM ILI Ð Hólf og Gólf er glæsileg deild í BYKO Breidd þar sem þú finnur parket, flísar, baðinnréttingar, innihurðir og hreinlætistæki frá helstu framleiðendum heims, allt til þess að fegra og bæta heimilið þitt.

Vnr. 10700215

Vnr. 15576674

fullt verð 5.995 kr.


92

dægurmál

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 Í takt við tÍmann Hrefna Björg gylfadóttir

Dansar á Prikinu og jóðlar í frístundum Hrefna Björg Gylfadóttir er tvítug Reykjavíkurmær sem vinnur í Kron á Laugavegi á daginn og lærir vefsíðugerð og kvöldin. Þess á milli tekur hún flottar myndir og spilar tennis. Staðalbúnaður

Ég hef mjög gaman af tísku og finnst gaman að klæða mig upp. Ég lendi stundum í því að vera „overdressed“ en það er bara fyndið. Mér finnst gaman að vera á hælum en þar sem ég bý hér á klakanum þarf ég að vera í kuldaskóm hluta ársins. Ég hef reynt að vera umhverfisvæn í fatakaupum og kaupa annaðhvort notaðar eða vandaðar flíkur. Susie Bubble og Tavi Gevinson eru fyrirmyndir mínar – bæði í tísku og lífinu.

Hugbúnaður

Þegar ég er ekki í vinnu eða skóla fer ég stundum á kaffihús með vinkonum mínum. Drekk Americano á Te og kaffi en kaffið á Reykjavík Roasters er líka mjög gott. Við vinkonurnar reynum að vera duglegar að fara á tónleika eða listasýningar en erum líka duglegar að fara á Prikið að dansa. Ég gef mér ekki nægan tíma til þess að horfa á þætti en er núna að klára Mad Men. Mér finnst Hæpið reyndar snilld og missi aldrei af því. Ég fer í ræktina í Reebok þegar ég man eftir því en skemmtilegast finnst mér að spila tennis. Í vetur hlakka ég svo til að fara á skíði.

Vélbúnaður

Ég föndra mikið í tölvunni og nota þá forrit eins og Photoshop og Indesign. Sketch er samt nýja uppáhaldið mitt. Ég er að læra að hanna vefsíður í kvöldskóla og forritun á netinu. Ég reyni samt stundum að loka tölvunni og taka upp bók en tek þó oftar upp símann og fer þá á Instagram, Twitter og Vine.

Aukabúnaður

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og er sífellt otandi myndavélum framan í fólk. Mér finnst mjög gaman að ferðast, sérstaklega á Íslandi en Hólmavík er uppáhaldsstaðurinn minn. Ég borða mjög einhæfan mat, eiginlega bara flatkökur og morgunkorn. Ég er samt að læra mikið í eldamennsku frá mömmu því hún kann allt. Ég ferðast nánast allt með strætó. Ég kann vel við það því þá get ég hlustað á tónlist. Mér finnst gaman að spila á píanó og syngja í kór og svo jóðla ég frístundum með Die Jodlerinnen.

Ljósmynd/Hari

 Útgáfa menningar- og skemmtidagskr á

Kristjana Stefáns og Svavar Knútur eru meðal þeirra sem koma fram í útgáfuhófi Dimmu útgáfu á laugardaginn.

Dimma fagnar útgáfu Dimma útgáfa stendur fyrir sinni árlegu menningar- og skemmtidagskrá í Bryggjunni brugghúsi við Reykjavíkurhöfn á morgun, laugardaginn 14. nóvember, milli klukkan 14 og 17. Dagskráin er fjölbreytt blanda af bókmenntum og lifandi tónlist, ásamt hressandi kynningum og notalegu kaffispjalli. Fram koma: Gyrðir Elíasson sem gefur út um þessar mundir ljóðaúrval áranna 1983 til 2012, tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sem sendi nýverið frá sér

plötuna Brot, djasstónlistarmennirnir Sigurður Flosason, Agnar Már Magnússon, Gunnar Gunnarsson og Andrés Þór, söngkonurnar Guðrún Gunnars og Kristjana Stefáns, leikarinn Sigurður Skúlason sem sendir frá sér ljóðabókina Heim aftur, sem og þau Ása Aðalsteinsdóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hjá Dimmu útgáfu. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Gengið er inn Grandagarðsmegin. -hf



94

dægurmál

Helgin 13.-15. nóvember 2015

 TónlisT Diskóið Deyr ekki

Boney M í plötuflóðinu þessi jól

Þ

að hefur ekki farið fram hjá „Ég hætti hjá Senu fyrr á árinu og neinum að diskósveitin Boney það þarf alltaf einhverja hugmynd. M heldur tvenna jólatónÉg sá að Boney M væri að leika í Hörpu þann 20. desembkoma til landsins og ákvað er. Safnplata með þeirra bestu að gera safnplötu fyrir íslenskan markað. Með íslögum er nýkomin út hjá HH lensku umslagi og slíkt. hljómplötum og er maðurinn á bak við útgáfuna enginn nýliði Með mínum tengslum fékk í plötuútgáfu. „Þetta var bara ég leyfi frá útgáfufyrirtæki hugmynd, og maður á alltaf að sveitarinnar og framleiddi kýla á góðar hugmyndir,“ segir þetta. Þetta var ein vinHöskuldur sælasta sveit landsins hér Höskuldur Höskuldsson hjá HH hljómplötum. Höskuldur hefur Höskuldsson . á árum áður og auðvitað unnið í áratugi í plötuútgáfu, nú er ég að beina plötunni að síðast hjá Senu. þeim hópi sem er enn að kaupa plöt-

ur, sem eru svona í eldri kantinum,“ segir hann. „Það eru margir sem segja að þessi bransi sé búinn en mig langar að reyna að afsanna það. Það verður að byrja einhversstaðar. Steinar byrjaði á Stuðmönnum og ég byrja á Boney M,“ segir Höskuldur Höskuldsson útgefandi. -hf

Ný íslensk safnplata með Boney M er komin út.

 kvikmynDir Harpa ósk brá sér í HluTverk 15 ára Drengs í ÞrösTum

DNA í sjónvarp

Uppistandarinn og rithöfundurinn Dóri DNA undirbýr nú tökur á sjónvarpsþáttum sem hann stefnir á að framleiða á næsta ári. Þættirnir verða um íslenskt rapp og hip hop og er það kvikmyndatökumaðurinn Gaukur Úlfarsson sem gerir þættina með Dóra. Stefnt er á að þættirnir verði á RÚV einhverntímann á næsta ári.

Amiina aðstoðar Sólstafi Hljómsveitin Sólstafir fagnar 20 ára starfsafmæli með stórtónleikum í Hörpu í kvöld, föstudaginn 13. nóvember. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi frá árinu 2012 en Sólstafir halda fjölda tónleika á ári hverju á erlendri grundu. Sveitin tjaldar öllu til af þessu tilefni og mun strengjakvartettinn Amiina verða þeim til halds og trausts.

Ágústa Eva fórnar rauða litnum Leik og söngkonan Ágústa Eva er þessa dagana í tökum á spennumyndinni Ég man

þig, sem gerð er eftir samnefndri sögu Yrsu Sigurðardóttur. Tökurnar fara fram á Vestfjörðum og leikur Ágústa aðalhlutvekið ásamt Þorvaldi Davíð Kristjánssyni. Ágústa þurfti að fórna rauða hárinu fyrir myndina, sem hefur lengi verið hennar aðalsmerki, og er hún því með ljósa lokka í tökunum.

Matreiðslubók Mikka komin aftur Í kringum 1980 átti hvert barn á Íslandi, Matreiðslubók Mikka. Í dag er þessi bók komin út aftur eftir að hafa verið ófáanleg um árabil. Það er því hægt að fara að spreyta sig aftur á Pönnukökum frá Undralandi, eggjasnapsi bjarnarins Balla og ostborgurum Jóakims á ný.

Harpa Ósk er að læra klassískan söng í Söngskólanum í Reykjavík og þann 22. nóvember heldur hún tónleika sem eru hluti af framhaldsprófi hennar.

Tvítugur kvenkyns drengjasópran Harpa Ósk Björnsdóttir er 21 árs söng- og verkfræðinemi. Ómur hennar heyrist nú víða um heim þar sem hún ljær Atla Óskari Fjalarssyni, aðalleikara í kvikmyndinni Þröstum rödd sína, en myndin er á hraðri sigurför um heiminn. Eftir að tökum lauk fór Harpa í heimsreisu en fékk símtal þegar hún var stödd á Fiji þar sem hún var beðin um að koma aftur í upptökur. Hún hoppaði því inn í stúdíó í Ástralíu og kláraði dæmið. Harpa er að ljúka framhaldsprófi í söng og hluti af prófinu er að halda tónleika sem munu fara fram í Söngskólanum í Reykjavík þann 22. nóvember.

é

Fjölskylduband Verð frá 34.000 kr.

g fékk símtal frá konu sem spurði hvort ég þekkti unga stráka í söngnámi sem gætu komið í prufu. Ég benti henni á nokkra en var svo sjálf beðin um að syngja í prufunni,“ segir Harpa. Kjartan Sveinsson, fyrrum meðlimur í Sigur Rós, semur tónlistina í myndinni og eftir að hann heyrði Hörpu syngja Sofðu unga ástin mín var hann sannfærður um að fá hana í myndina. „Hann var reyndar mjög hissa að sjá mig fyrst þar sem hann bjóst bara við 10-14 ára strákum,“ segir Harpa og hlær. Þrestir, sem er leikstýrt er af Rúnari Rúnarssyni, fjallar um Ara, 16 ára pilt sem er sendur á æskustöðvarnar vestur á fjörðum til að dvelja hjá föður sínum um tíma. Myndin hefur fengið afar góðar viðtökur og sankar að sér verðlaunum um allan heim, en hún var nýlega valin besta leikna myndin í flokki nýrra leikstjóra á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu.

Söng upphafslagið í Ástralíu

„Ég syng þrjú lög í myndinni sem voru öll tekin upp síðasta sumar,“ segir Harpa, sem útskrifaðist úr MR í vor og fór í heimsreisu um Asíu og Ástralíu stuttu eftir að tökum á myndinni lauk. „Ég fékk svo símtal frá Kjartani þegar ég var á Fiji eyjum þar sem hann bað mig um að koma og taka aftur upp eitt lag þar sem hann vildi að það myndi heyrast betur í mér, eða Atla réttara sagt.“ Sú leið var því farin að bóka tíma í stúdíói í Brisbane, en þangað lá leið Hörpu. „Ég mætti í eitthvert pínulítið stúdíó þar sem ég horfði á upphafsatriðið í myndinni og söng inn lagið á meðan ég horfði á Atla hreyfa varirnar í kórnum.“

Sérstök drengjasóprantækni

Við upptökurnar var notuð sérstök aðferð til að gera röddina sem líkasta drengjasópran. „Ég söng öll lögin eins hátt uppi og ég gat, og án víbradós, og röddin

var svo lækkuð í eftirvinnslunni, um ferund eða fimmund,“ segir Harpa. Með „víbradói“ á hún við titring í röddinni, en henni fannst erfiðast að þurfa að stjórna röddinni þannig. Harpa hefur í nægu að snúast þessa dagana en ásamt því að stunda nám í rafmagns- og tölvuverkfræði í Háskóla Íslands er hún að læra söng í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. „Ég er einmitt að undirbúa mig fyrir framhaldspróf í söng sem er í næstu viku.“ Hluti af prófinu er að halda tónleika og munu tónleikarnir hennar Hörpu fara fram í Söngskólanum í Reykjavík þann 22. nóvember. „Þar mun ég syngja alls konar lög, en ég held að ég haldi mig við mína eigin tækni, þó svo að drengjaröddin hafi nýst ágætlega í Þröstum.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is


„Mávurinn er grimmilega fyndin sýning, gneistar af uppátækjum og ástríðu“

„Sviðsetning Yönu Ross er ferskur andvari inn í leikárið“

SJ - Fbl

SJ - Fbl

„Langt er síðan ég hef séð á íslensku sviði jafn áreynslulausan en þó markvissan og flæðandi samleik“

„Mávurinn ber af, mun seint gleymast“ SJ - Fbl

M.K. Víðsjá

„Þetta var sprengikvöld“ HA - Kastljós

„Áhrifamikil sýning, fyndin og ögrandi“ DK - Hugras.is

„Þetta er nútímaleikrit og dúndursýning“ SA - tmm.is

„Galdurinn - það sem gerir þessa brjáluðu sýningu og djörfu tilraun að svona vel heppnuðu leikhúskvöldi - er ósýnilegur í loftinu milli leikaranna á sviðinu og milli orðanna sem dr. Tsjékhov setti á blað“ ÞT - Morgunblaðið

Pantaðu ljúffengar veitingar sem bíða þín fyrir sýningu eða í hléi. veitingar@borgarleikhus.is

Einróma lof Ekki missa af dúndur leikhúsupplifun takmarkaður sýningafjöldi! MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS


HE LG A RB L A Ð

Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  netið

Aron fagnar afmæli Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, sem spilar með Werder Bremen í efstu deild í Þýskalandi, fagnaði 25 ára afmæli sínu með myndarlegri köku í vikunni.

Andri í Rolling Stone Rithöfundurinn Andri Snær Magnason birti mynd af forsíðu vefútgáfu tónlistartímaritsins Rolling Stone þar sem hann og Björk sátu blaðamannafund á Airwaves hátíðinni um liðna helgi.

‛‛

Ég vil ekki

verða gōmul, því þá er maður allan daginn að bíða eftir Landanum í sjónvarpinu.‛‛

Ronja 9 ára.

K i d W i t s.n e t

Flottir Plötuspilarar VERÐLÆKKUN

Verð frá 34.900,-

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

Hrósið ... ...fær sunddrottningin Kristín Þorsteinsdóttir sem setti tíu Evrópumet og tvö heimsmet á sundmóti einstaklinga með Downsheilkenni á Ítalíu í vikunni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.