Saga Ýrr Jónsdóttir
Tísku straumar
EM í handbolta
Konur með gallaða sílíkonpúða í leit að hjálp og stuðningi
Litagleði og leðurkjólar lifa
Aron, Björgvin og Ingimundur lykilmenn
Fréttir 10
úttekt 24
úttekt 28 13.-15. janúar 2012 2. tölublað 3. árgangur
Fréttaskýring Mál Mouhamde Lo og ólöglegr a innflytjenda
Anna Lovísa
Úr 104 kílóum í fitness á tveimur árum Viðtal 30
„Mig langar að njóta réttinda“ síða 12 Mouhamde Lo, ólöglegur flóttamaður frá Máritaníu í Vestur-Afríku, hefur ævintýralega sögu að segja. Hann er 23 ára og hefur búið í felum síðasta hálfa árið eða allt frá því að senda átti hann úr landi. Févana og heimilislaus hírist hann hjá vinum í felum frá yfirvöldum. Eva Hauksdóttir hefur tekið að sér að kenna honum og samtökin No Borders berjast fyrir því að synjun á dvalarleyfi hans frá í sumar verði endurskoðuð. Ljósmynd/Hari
Sýslumaður segir ráðuneyti vega að starfsheiðri sínum
Jonas Jonasson Höfundur Gamlingjans öðlaðist nýtt líf
úttekt 22
Kitty VonSometime
Sýslumaðurinn í Búðardal fékk nóg af afskiptum starfsmanna innanríkisráðuneytisins í ættleiðingarmáli og bað um að málaflokkurinn yrði fluttur til annars sýslumannsembættis.
Á
slaug Þórarinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, sá sig knúna til að skrifa Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf 18. júlí síðastliðinn vegna afskipta ráðuneytis hans af ættleiðingarmáli sem hún úrskurðaði um á liðnu sumri. Í bréfinu taldi hún bæði vegið að sjálfstæði embættisins gagnvart ráðuneytinu sem og starfsheiðri hennar sjálfrar. Hún taldi einnig að „framganga ráðuneytisins við sýslumann, á meðan umfjöllun hans og afgreiðslu umsóknar stóð, sé með þeim hætti að hann telur sig ekki geta við unað,“ eins og segir í bréfinu. Þá bað hún um að miðstöð ættleiðinga, sem sýslumaðurinn í Búðardal hefur haft umsjón með frá 1. janúar 2007, yrði
flutt frá Búðardal til annars sýslumannsembættis. Ráðuneytið svaraði bréfinu tæpum tveimur og hálfum mánuði síðar og vísuðu bréfritarar, Ragnheiður Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri, því á bug að ráðuneytið hafi haft óeðlileg afskipti af málinu. Þó er tekið vel í beiðni Áslaugar um flutning á miðstöð ættleiðinga og er hún beðin um að annast verkefnið áfram til 31. desember en eins og komið hefur fram í fréttum þá fékk sýslumaðurinn í Reykjavík forræði yfir málaflokknum 1. janúar síðastliðinn. Sjá nánar síðu 2
oskar@frettatiminn.is
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
120067
GÖNGUGREINING FLEXOR PANTAÐU TÍMA
517 3900
Valin af Clooney til Kína
Dægurmál
SKÓÚTSAL A Í FULLUM GANGI!
getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is
70
2
fréttir
Helgin 13.-15. janúar 2012
Útgáfa Könnun Capacent sýnir aukinn lestur Fréttatímans
Konur kunna vel við Fréttatímann Er lesinn af yfir 100 þúsund manns að jafnaði í hverri viku. Samkvæmt glænýrri könnun Capacent á lestri blaða jókst lestur Fréttatímans á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Aukningin var mest meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu en 58 prósent kvenna á því svæði lesa Fréttatímann að jafnaði í viku hverri. Fréttatíminn er lesinn af 67 prósent kvenna á aldrinum 25 til 80 ára á höfuðborgarsvæðinu, sem er einn helsti markhópur blaðsins. Í sumum hópum er svo komið
að Fréttatíminn er meira lesinn en Fréttablaðið. Þetta á sérstaklega við um íbúa vestan Elliðaár sem eru líklegri til þess að lesa Fréttatímann en aðrir. Í könnun Capacent kemur fram að 55 prósent höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann að jafnaði í viku hverri
sem er talsverð aukning frá síðustu könnun. Það fer því saman að dreifing er góð og áhugi á blaðinu eykst. Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, segir starfsmenn blaðsins þakkláta vegna þessa aukna byrs. „Fréttatíminn er í hverri viku lesinn á landsvísu af um 104 þúsund lesendum að
meðaltali, sem er heldur meiri fjöldi en horfir að jafnaði á vinsælasta dagskrárlið vikunnar í sjónvarpi. Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og þakklát yfir þessum mikla áhuga á blaðinu,“ segir Jón. Áður hefur komið fram í könnunum að fólki líkar vel við Fréttatímann og að hann er lesinn um helgar en ekki einungis flett við morgunverðarborðið daginn sem blaðið kemur út. Nánar má skoða könnunina á capacent.is
Ég borðaði til að láta mér líða betur. Anna Lovísa Þorláksdóttir
Síða 30
Stjórnkerfið Deilur milli sýslumanns og r áðuneytis
Mikill áhugi á Pennanum Fjölmargir aðilar hafa sett sig í samband við Arion banka eftir að Penninn, sem er í eigu Eignarbjargs, dótturfélags bankans, var auglýstur til sölu. Þetta staðfestir Pétur Richter í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka í samtali við Fréttatímann. Í fyrsta stað þurfa áhugasamir fjárfestar að skila inn trúnaðaryfirlýsingu og staðfestingu á fjárhagslegu bolmagni og hæfi. Að sögn Péturs verða þó gögn um fyrirtækið ekki afhent fyrr en endurskoðaður ársreikningur Pennans fyrir árið 2011 liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn áður en febrúar er allur. -óhþ
Hreiðar Már veðsetti fyrir 110 milljónir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur veðsett einbýlishús sitt í smáíbúðarhverfinu. Um er að ræða tvö lán frá MP banka upp á 55 og 54 milljónir en þau voru bæði tekin undir lok síðasta árs. Áður var eignin, sem er stórglæsilegt 300 fermetra hús, laus við veðskuldir. Fyrir dyrum hjá Hreiðari Má er mál sem slitastjórn Kaupþings hefur höfðað gegn starfsmönnum bankans vegna persónulegra ábyrgða þeirra á lánum sem bankinn veitti þeim til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum. Auk þess er Hreiðar Már til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara en hann sat í gæsluvarðhaldi í eina viku í maí 2010 í tengslum við rannsóknir embættisins á málefnum Kaupþings. -óhþ
Átta prósent Hagabréfa hafa skipt um hendur Á þeim átján virku dögum sem Hagar hafa verið skráðir í Kauphöllina hafa rétt tæplega átta prósent bréfa félagsins gengið kaupum og sölum. Alls hafa verið viðskipti með rúmlega 95 milljónir hluta af þeim rúmlega 1200 milljónum hluta sem eru í félaginu. Stærstu eigendur félagsins sem og stjórnendur þess hafa ekki getað selt sín bréf vegna skuldbindandi samkomulags við Arion banka. Langmest voru viðskiptin fyrstu þrjá dagana, 16. til 18. janúar, en þá skiptu liðlega 53 milljónir hluta um eigendur. Gengi bréfanna hefur aukinheldur hækkað verulega frá því í hlutafjárútboði í byrjun desember. Þá var gengið 13,5 en við lokun Kauphallar á miðvikudag var gengið skráð í 16,95. -óhþ
Beutelsbacher rauðrófusafinn er gerjaður og við það myndast L+ gerlar sem eru uppbyggjandi fyrir meltinguna. Hann er gerður úr nýuppteknum Demeter rauðrófum og er pressaður á mildan hátt til að varðveita gæðin.
Fæst í öllum helstu matvöruverslunum
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ljósmynd/Hari
Gafst upp á ættleiðingum vegna afskipta ráðuneytis Sýslumaðurinn í Búðardal baðst undan því að sinna ættleiðingarmálum eftir afskipti innanríkisráðuneytisins. Ráðherra fékk bréf þess efnis þar sem afskiptin af einu máli voru gagnrýnd og til þess fallin að draga sjálfstæði og starfsheiður sýslumanns í efa. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
Hún verður að svara fyrir það hvað fær hana til að láta jafn stór og sver orð falla.
É
g get ekkert tjáð mig um þetta og vísa til bréfsins sem ég skrifaði innanríkisráðherra. Þú verður að fá það hjá ráðuneytinu,“ segir Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, í samtali við Fréttatímann þegar hún var innt nánar eftir óánægju hennar með afskipti starfsmanna innanríkisráðuneytisins af ættleiðingamáli sem voru á hennar forræði á liðnu sumri. Áslaug taldi afskipti starfsmannanna vega að sjálfstæði embættisins gagnvart æðra stjórnvaldi sem og starfsheiðri hennar sjálfrar og við það gæti hún ekki unað. Hún fór einnig fram á það að miðstöð ættleiðinga, sem hefur verið á forræði sýslumannsins í Búðardal frá ársbyrjun 2007, yrði flutt frá embættinu eins fljótt og kostur væri. Í bréfi Áslaugar kemur fram að hún hafi afgreitt um 700 ættleiðingarmál frá árinu 2007 og í skýrslu ráðuneytisins frá 2010 sé það sérstaklega tiltekið að sýslumaður hafi unnið verkefnin af heilindum og fagmennsku. Áslaug rekur í bréfinu aðkomu skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu að máli sem varðaði ættleiðingu barns frá Kína á liðnu sumri. Sýslumanni barst umsókn um forsamþykki ættleiðingarinnar 6. júní 2011 og sama dag var það sent til umsagnar barnaverndarnefndar í umdæmi umsækjenda. Föstudaginn 1. júlí fékk Áslaug sýslumaður símtal frá skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu sem spurðist fyrir um málið. Sama dag eftir símtalið barst sýslumanni umsögn barnaverndarnefndar þar sem mælt var með því umsækjenda yrði veitt forsamþykki. Vegna verulegrar neikvæðrar eiginfjárstöðu
umsækjenda ákvað sýslumaður að senda málið til umsagnar Ættleiðingarnefndar eins og gert hafði verið í mörgum slíkum málum þar á undan. Var málið sent til Ættleiðingarnefndar strax mánudaginn 4. júlí. Stuttu fyrir hádegi föstudaginn 8. júlí barst tölvubréf frá skrifstofustjóranum ásamt bréfi frá framkvæmdastjóra félagsins Íslensk ættleiðing þar sem farið fram á að afgreiðslu málsins yrði flýtt. Í símtali sýslumanns við skrifstofustjórann kom fram sú ósk skrifstofustjórans að málið yrði afgreitt strax án úrskurðar Ættleiðingarnefndar. Svo fór þó ekki og treysti nefndin sér ekki til að meta umsækjandann traustan. Sá úrskurður var kærður til ráðuneytisins og þótti sýslumanni sá frestur sem honum var veittur til koma athugasemdum að of skammur. Í svarbréfi ráðuneytisins tæplega tveimur og hálfum mánuði eftir að Áslaug sendi sitt bréf er því algjörlega hafnað að afskipti ráðuneytisins og starfsmanna þess hafi verið óeðlileg. Málið hafi verið þess eðlis að hraða þurfti afgreiðslunni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í samtali við Fréttatímann að aðkoma ráðuneytisins hafi verið fagleg, formleg og eðlileg að hans mati. „Ég er sáttur við vinnubrögð ráðuneytisins. Hún verður að svara fyrir það hvað fær hana til að láta jafn stór og sver orð falla. Mér þykir það miður en þetta er að mínu mati fullkomlega eðlileg framganga. Ég yfirfór málið og endanum er þetta mín ábyrgð,“ segir Ögmundur sem flutti Miðstöð ættleiðinga yfir til sýslumannsins í Reykjavík nú um áramótin eftir beiðni frá Áslaugu.
43 MILLJÓNIR
RENNA MILLJÓNIR TIL ÞÍN?
F í t o n / S Í A
Fimmfaldur Lottópottur stefnir í 43 flughálar milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!
Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is
012 14/01 2
.IS .LOT TO | WWW
4
fréttir
Helgin 13.-15. janúar 2012
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Ekkert lát á umhleypingum Mikill hraði og umskipti einkenna veðrið það sem af er janúar, fólki og ferðalöngum til lítillar gleði. Á föstudag er spáð alvöru hláku og vatnsveðri ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Hlákan mun standa fram á laugardag, þá fara kuldaskil yfir og aftur kólnar. Þó ekki lengi og ekki er útlit fyrir él að ráði eins og oft á eftir kuldaskilum. Þó kólnar niður fyrir frostmark víðast á landinu aðfararnótt sunnudags, en þá er von á enn einni lægðinni úr suðvestri með hvössum vindi. Hæglega gæti snjóað á fjallvegum um landið vestanvert síðdegis á sunnudag. Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin. is
Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu
7
5
3
4
6
1
7
-1
Einars Sveinbjörnssonar
-3
veðurfræðings. Veðurvaktin býður upp á veður-
6
3 5
0 5
þjónustu fyrir einstaklinga,
1
fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur
Slagveðursrigning og asahláka á landinu, sérstaklega vestantil. Sums staðar stormur.
Skil á leið austur yfir landið með rigingu og hláku, en él og kólnandi vestantil síðdegis.
Höfuðborgarsvæðið: Rigning meira og minna allan daginn og hiti 5-6 stig.
Höfuðborgarsvæðið: Fyrst talsverð rigning, en frystir með éljum um kvöldið.
Kólnar aftur og spáð frosti í stuttan tíma. Aftur slagveður og slydda eða rigning vestantil undir kvöld. Snjókoma á fjallvegum. Höfuðborgarsvæðið: Slagveðursrigning fram eftir morgni, en styttir síðan upp um tíma.
veðri og veðurfari.
Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is
Dómsmál Eigendur Vélaborgar dæmdir
Settir á skilorð eftir sjö ára rannsókn
Svefneyjar til sölu
Michelsen_255x50_A_0911.indd 1
28.09.11 15:10
Svefneyjar á Breiðafirði hafa verið auglýstar til sölu. Alls er um að ræða 60 eyjar en heimaeyjan er stór, lítið eitt minni en Flatey. Hún er hálfur annar kílómetri að lengd og hálfur á breidd. Þar eru tvö nýuppgerð íbúðarhús, hið stærra tíu herbergja og 229 fermetrar en hið minna fimm herbergja og 100 fermetrar. Þar er einnig að finna fjós, fjárhús, tvær hlöður, eldishús fyrir silung og vélageymsla. Yfirbyggður hraðbátur fylgir með í kaupunum. Þá er hægt að lenda flugvélum á túninu. Hlunnindi eru æðardúnn, þangskurður og grásleppuveiði. Fasteignamiðstöðin í Kópavogi og fasteignasalan Torg bjóða Svefneyjar til sölu. Óskað er tilboða en verð er talið liggja frá 150 til nær 200 milljóna króna. - jh/Ljósmynd Fasteignamiðstöðin
Hlutverkareglur í Kópavogi
Tæplega tíu þúsund leigusamningar
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti fyrr í vikunni sérstakar samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins. Tilgangurinn er að skýra hlutverk stjórnsýslu og kjörinna fulltrúa. Reglurnar skiptast í fjóra flokka þar sem meðal annars er kveðið á um ábyrgð stjórnenda bæjarins, kjörinna fulltrúa, nefndarmanna og samskipti milli þeirra. Kveðið er á um að einstakir kjörnir fulltrúar hafi ekki umboð til að gefa starfsmönnum fyrirmæli. Kjörnum fulltrúum er óheimilt að reka erindi bæjarbúa við einstaka starfsmenn og vilji kjörinn fulltrúi koma máli í farveg skal það gert innan viðkomandi nefndar eða fyrir milligöngu bæjarstjóra eða viðkomandi sviðstjóra í samráði við bæjarstjóra. - jh
Samtals voru gerðir 9.952 samningar um leiguhúsnæði á nýliðnu ári. Það er fækkun um 455 samninga á milli ára eða sem nemur 4,4 prósentum, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár Íslands. Þetta er meiri samdráttur en var árið 2010 þegar fækkun leigusamninga nam 1 prósenti frá árinu áður. Leigumarkaðurinn dregst því hraðar saman en áður. Þó er hann ennþá mjög stór miðað við það sem áður var og sóknin enn mikil. Á tímabilinu 2005 til 2008 var innan við 5.000 leigusamningum þinglýst á ári hverju. Undanfarin 3 ár hefur í kringum 10.000 samningum verið þinglýst á ári hverju og helst það í hendur við fækkun kaupsamninga. - jh
Eigendur Vélaborgar fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að vanmeta verðmæti lagers gjaldþrota fyrirtækis síns um fjörutíu milljónir þegar þeir keyptu hann og færðu yfir í nýtt félag. Rannsókn lögreglu tók sjö ár, sem er óskiljanlegt að mati formanns Lögmannafélagsins.
Lögreglan dró lappirnar í tvö ár en ákvað þá að það yrði að gera eitthvað með málið.
Vélaborg á Járnhálsi er í milljarðs mínus. Mynd/Hari
Borgarferð
Enginn ársreikningur 2010
Hin ljúfa London 74.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 3* hóteli í þrjár nætur ásamt morgunverði.
Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100
F í t o n / S Í A
26.–29. janúar
Verð á mann í tvíbýli
Vélaborg hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Samkvæmt ársreikningi 2009 var tap félagsins rétt tæpar 312 milljónir króna. Neikvætt eigið fé, það er skuldir umfram eigir, var rúmur milljarður króna. Eignirnar voru metnar á 700 milljónir króna. Fram kemur í skýringum að rekstrarhæfi félagsins hafi versnað í kjölfar efnahagshrunsins. Lán félagsins hafi verið í erlendri mynt og unnið að endurskipulagningu. Rekstrarhæfi félagsins sé háð því að takist að styrkja fjárhag þess með aðstoð lánadrottna og eigenda. Vélaborg starfar enn.
S
ex mánaða skilorðsbundinn dómur til tveggja ára og samtals tæplega 4,5 milljóna króna greiðsla á sakarkostnaði. Það er refsing bræðranna Gunnars Viðars Bjarnasonar og Stefáns Braga Bjarnasonar fyrir að færa hluta af vörulager landbúnaðar- og vinnuvélasölunnar Véla og þjónustu yfir í nýtt fyrirtæki á undirverði. Þeir bræður greiddu um 40 milljónum minna fyrir lagerinn en mat á áætluðu virði sagði til um, rúma 31 milljón í stað 71 milljónar króna. Þá skiptu þeir um nafn á gamla félaginu í V&Þ og ætluðu að reka nýja fyrirtækið á gamla nafninu, en skiptu því fyrir Vélaborg. Tæp átta ár eru síðan. Þetta var gert eftir að Kaupþing-banki gjaldfelldi lán á Vélar og þjónustu með þeim afleiðingum að fyrirtækið varð gjaldþrota. Fyrirtækið hafði það árið sýnt ágætis hagnað eftir mörg tapár. „Við ákvörðun refsingar er litið til þess að töluverður dráttur hefur orðið í meðförum málsins hjá lögreglu,“ segir Símon Sigvaldason í dómsorði sínu í HérBrynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands.
aðsdómi Reykjavíkur. Rannsókn málsins tók sjö ár. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir einstakt að rannsókn á máli af þessu tagi taki fjölda ára. „Mér finnst það óskiljanlegt.“ Einnig að dómstólar dæmi vægar þegar mannréttindasáttmálinn og stjórnarskráin séu brotin, í stað þess að vísa málum frá. Brynjar segir að hann sjái ekki að þessi dómur sé vægari en hefði rannsókn málsins verið styttri. Erlendur Gíslason, hæstaréttarlögmaður og verjandi bræðranna, segir málið eitt þeirra sem hafi dagað upp í höndum lögreglunnar þar sem hún hafi líklegast ekki talið brotið alvarlegt. Hún hafi því fellt málið niður. Sú ákvörðun hafi verið kærð og ákæruvaldið þá ákveðið að taka málið upp aftur. Lögreglan hafi samt ekki rannsakað málið frá árinu 2008 og fram að ákæru 2010: „Lögreglan dró lappirnar í tvö ár en ákvað þá að það yrði að gera eitthvað með málið.“ Fréttablaðið skrifaði um deiluna á sínum tíma. Þá var sagt frá því að gjaldþrot Véla og þjónustu hafi numið um einum milljarði króna, sem var sjaldséð á þeim tíma. Erlendur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort því verði áfrýjað. Hvorugur bræðranna hafði áður fengið dóm. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Skil á upplýsingum vegna skattframtals 2012
Skilafrestur á eftirtöldum gögnum vegna framtalsgerðar 2012 er til 30. janúar en þeir sem skila á rafrænu formi hafa þó frest til 10. febrúar 2012 Launamiðar og verktakamiðar Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi launagreiðslur, hlunnindi, lífeyri, bætur, styrki, happdrættis- og talnavinninga (skattskylda sem óskattskylda), greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni eða vinnu) eða aðrar greiðslur sem framtalsskyldar eru og/eða skattskyldar. Bifreiðahlunnindamiðar Skilaskyldir eru allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri starfsemi hafa haft kostnað af kaupum, leigu eða rekstri fólksbifreiðar. Hlutafjármiðar Skilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög, samvinnuhlutafélög og sparisjóðir.
annast kaup og sölu, umboðsviðskipti og aðra umsýslu með hlutabréf og önnur verðbréf. Bankainnstæður Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir og aðrir aðilar sem taka við fjármunum til ávöxtunar. Lánaupplýsingar (bankalán, fasteignaveðlán, bílalán og önnur lán). Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir (bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög, fjármögnunarleigur o.s.frv.) sem hafa lánað fé til einstaklinga. Stofnsjóðsmiðar Skilaskyld eru öll samvinnufélög, þ.m.t. kaupfélög.
Takmörkuð skattskylda - greiðsluyfirlit Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur til Viðskipti með hlutabréf erlendra aðila og annarra, sem og önnur verðbréf Skilaskyldir eru bankar, verðbréfa- bera takmarkaða skattskyldu hér á landi. fyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem
Greiðslumiðar – leiga eða afnot Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum eða öðrum réttindum. Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi Skilaskyld eru öll hlutafélög sem gert hafa kaupréttarsamninga við starfsmenn sína samkvæmt staðfestri kaupréttaráætlun. Sama á við um söluréttarsamninga. Fjármagnstekjumiði Þeir aðilar sem greitt hafa fjármagnstekjur skulu skila þessum miða og tilgreina þar sundurliðun fyrir þá aðila sem hafa móttekið þær og þá staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts sem haldið hefur verið eftir. Hér er einkum um að ræða smærri innheimtuaðila, t.d. lögfræðistofur. Þessum miða er eingöngu hægt að skila rafrænt.
Vakin er athygli á nýjum launamiðareit, nr. 210, þar sem færa skal þann hluta arðgreiðslu sem telja skal sem laun skv. 3. málsl. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2003. Einnig er vakin athygli á nýjum launamiðareit, nr. 220, þar sem færa skal stjórnarlaun. Minnt er á að upplýsingum um húsnæðishlunnindi skal skila á launamiða. Húsnæðishlunnindi eru allt að 5% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis 31. des. 2010, sem látið er launþega í té endurgjaldslaust eða með óeðlilega lágu endurgjaldi. Sjá nánar í lið 2.8 í skattmati ríkisskattstjóra vegna tekjuársins 2011.
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
6
fréttir
Helgin 13.-15. janúar 2012
Bækur Hljóðbók amark aðurinn
Áhyggjur af ólöglegum hljóðbókum Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
Bókaútgefendur hafa vaxandi áhyggjur af ólög legri stafrænni dreifingu á hljóðbókum. Krist ján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir í samtali við Fréttatímann að svo virðist sem skrár frá Blindrabókasafninu hafi í töluverðum mæli ratað inn á íslenskar tor rent-síður þar sem notendur hafi getað hlaðið þeim niður án endurgjalds. „Það er leiðinlegt að það sé verið að misnota þetta framtak,“ segir Kristján en samkvæmt 14. grein höfundarrétt arlaga hefur Blindrabókasafnið heimild til að búa til hljóðbækur fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarörðugleika án þess að sérstakt gjald komi í staðinn. Kristján segir að bókaútgefendur séu í
samstarfi við Smáís, samtök myndrétthafa, um aðgerðir gegn þessu ólöglega framtaki. „Þetta er nýtt vandamál hjá okkur. Við höfum aðallega þurft að berjast við ólögleg eintök í skólakerfinu þar sem heilu skólabækurnar hafa verið ljósritaðar en núna er þetta veruleiki í stafrænni dreifingu. Við vitum hvernig félagar okkar á Norðurlöndum hafa barist gegn þessu og þar er margt sem við getum notað. Bækur á stafrænu formi, bæði sem rafbækur og hljóð bækur, eru að verða meira áberandi og fara að skipta meira máli sem tekjuskapandi einingar. Við þurfum að gæta að því að tekjumögu leikarnir varðandi stafræna formið séu ekki skertir,“ segir Kristján.
Næst mokað 20. mars
Breiðfirðingar halda í flokkslénið
Í augum margra Árneshreppsbúa á Ströndum er þrettándinn, það er 6. janúar, ein óvinsælasta dagsetningin. Ástæðan er sú að þá er komið að þeim hluta ársins að vegurinn þangað verður ekki ruddur fyrr en vora tekur samkvæmt almanakinu; nánar tiltekið 20. mars eða í 75 daga samfleytt, að því er fram kemur á vefnum Strandir.is. Árneshreppur fellur undir svokallaða G-reglu um snjómokstur og er eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem þarf að lúta þeirri reglu. „Þetta er afleitt,“ segir enn fremur, „enda er aðeins ein akleið til og frá hreppnum. Undanfarin ár hefur ítrekað verið þrýst á að þessi leið verði færð á sama þjónustustig og í öðrum sveitarfélögum, en ekki hefur orðið af því enn að Árneshreppsbúar hafi verið losaðir úr klóm G-reglunnar.“ - jh
„Nei, við höfum ekkert tilboð fengið,“ segir Snæbjörn Kristjánsson, formaður Breiðfirðingafélagsins, aðspurður hvort falast hafi verið eftir léni félagsins, bf.is, fyrir hinn nýja flokk Guðmundar Steingrímssonar og fleiri, Bjarta framtíð, að því er fram kemur á vefnum Reykhólar.is. Í Pressunni nýverið kom fram, að Snæbjörn hefði tekið því dræmt þegar hann var spurður hvort lénið væri til sölu. Það yrði samt skoðað ef til kæmi. „Við myndum í rauninni ekki vilja láta lénið af hendi,“ segir Snæbjörn í samtali við Reykhólavefinn. - jh
Kristján B. Jónasson og aðrir bókaútgefendur horfa fram á nýjan veruleika í þjófnaði á bókum nú þegar rafræn bylting er framundan. Ljósmynd Hari
Dómsmál Slitastjórn K aupþings gegn stjórnendum
Grunur leikur á að þar séu, eða hafi verið, vínbirgðir að verðmæti tvö til þrjú hundruð milljóna króna auk fokdýrra farartækja á borð við bíla og snjósleða.
Slitastjórn Kaupþings fær nú loks svalað forvitni sinni varðandi innviði iðnaðarhúsnæðisins á Smiðshöfða. Ljósmynd/Teitur
Fá að skoða dularfullt iðnaðarhúsnæði
Betri yfirsýn yfir fjármálin
Slitastjórn Kaupþings hefur fengið leyfi Héraðsdóms til að fara í iðnaðarhúsnæði í eigu fyrrverandi stjórnenda Kaupþings. Sýslumaðurinn í Reykjavík hafði áður hafnað beiðninni.
S
Byrjendanámskeið í notkun Meniga heimilisbókhalds verða haldin á vegum Landsbankans í tölvustofu HT204 í Háskóla Íslands, gengið inn á Háskólatorgi. Dagsetningar » »
19. janúar – Fullbókað 26. janúar
Námskeiðin hefjast kl. 17:30 og verða léttar veitingar í boði. Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
jl.is Jónsson & Le’macks
•
Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld
•
sÍa
Landsbankinn býður nú viðskiptavinum upp á Meniga sem er sjálfvirkt heimilisbókhald í netbankanum. Meniga veitir yfirsýn yfir fjármálin á myndrænan hátt, auðveldar áætlanagerð og aðstoðar við að finna góðar sparnaðarleiðir.
litastjórn Kaupþings fékk í vikunni leyfi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til að rannsaka innviði iðnaðarhúsnæðis á Smiðs höfða 9 sem er í eigu Steingríms Kárasonar og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi stjórnenda í Kaupþingi. Eins og Fréttatíminn greindi frá 29. júlí á síðasta ári fékk slita stjórn Kaupþings kyrrsetningu samþykkta á húsnæðið en Sýslu maðurinn í Reykjavík neitaði slita stjórninni um leyfi til að skoða það. Grunur leikur á að þar séu eða hafi verið vínbirgðir að verðmæti tvö til þrjú hundruð milljóna króna auk Ingólfur Helgason var forstjóri Kaupþings á Íslandi.
fokdýrra farartækja á borð við bíla og snjósleða. Eins og Fréttatíminn greindi frá um mitt síðasta sumar íhugaði slita stjórnin að setja vakt á húsið til að ganga úr skugga um að ekkert hyrfi þaðan en ekki hefur fengist stað fest hvort svo hefur verið gert. Frá slitastjórninni sjálfri kemur ávallt sama svarið: „Við tjáum okkur ekki um einstök mál.“ Slitastjórnin hefur höfðað mál gegn tvímenningunum og fleiri lykilmönnum bankans til riftunar á niðurfellingum ábyrgða sem stjórn gamla bankans samþykkti 25. sept ember 2008. Um er að ræða upp hæðir sem hlaupa á hundruðum milljóna í einhverjum tilfellum og er þessi kyrrsetning hluti af þeim málaferlum. Eins og komið hefur fram í DV þá fékk Ingólfur Helgason rúmlega 1700 milljóna króna lán frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum og Steingrímur fékk lán upp á rétt rúmlega milljarð til sömu gjörða. Auk þess hefur slitastjórn in kyrrsett einbýlishús Ingólfs, Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi starfandi stjórnarformanns Kaup þings, og Guðnýjar Örnu Sveins dóttur eins og greint var frá í Frétta tímanum á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
8
fréttir
Helgin 13.-15. janúar 2012 Harpa Kostnaður við lýsingu
Sparnaðarperur halda kostnaði niðri Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Hörpu, segir í samtali við Fréttatímann að ljósasýning sú sem gleður augu landsmanna á glerhjúpi Hörpu, kosti lítið sem ekkert. „Við höfum ekki fengið sundurliðaðan kostnað fyrir desember sem er fyrsti alvörumánuðurinn með þessari útfærslu en þetta á ekki að sjást á rafmagnsreikningnum. Þetta eyðir mjög litlu rafmagni því við notumst við LED-perur sem eru sparnaðarperur. Við munum hins vegar fylgjast mjög vel með kostnaðinum,“ segir Þórunn. Sú ljósasýning sem nú stendur yfir mun lifa fram að næstu mánaðarmótun en þá verður að sögn Þórunnar skipt um lýsingu í samráði við Ólaf Elíasson hönnuð. „Þetta eru nokkrar tegundir sem munu skiptast á,“ segir Þórunn. -óhþ
Harpa í fullum skrúða. Ljósmynd/Hari
Lífeyrissjóðir Hrein eign 2.078 milljarðar króna
Líf í árvekni Mindful Living
Helgarnámskeið í einfaldari og streituminni lífsstíl 28. og 29. janúar Skráning í síma 860 4497 eða bjorgvin@salfraedingur.is
vinnur gegn: •streitu •verkjum •vefjagigt •síþreytu •ofþyngd •kvíða Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is
Raunávöxtun lífeyrissjóða hefur batnað undanfarin misseri þótt enn sé hún langt frá því sem var á árabilinu 2000-2007.
Aukning eigna lífeyrissjóða um rúm fjögur prósentustig Raunávöxtun er betri en verið hefur undanfarin misseri. Frá hruni hefur raunávöxtun lífeyrissjóðanna verið neikvæð um 2,3 prósent.
H
Þorrahlaðborð
Gerum verðtilboð fyrir stærri Þorrablót (50-500 manna)
nýmeti Sviðasulta Grísasulta Lifrarpylsa Blóðmör Sviðakjammar Húsavíkur hangilæri, úrbeinað Síld, 2 tegundir Harðfiskur Hákarl Rúgbrauð Flatkökur Rófustappa Smjör
ÞJóðleG Á Þorra súrmeti Hrútspungar Sviðasulta Lundabaggar Bringukollar Lifrarpylsa Blóðmör Súr hvalur af langreyð
upplýsinGar í síma 822-7005 eða veislur@noatun.is
Heitir réttir Valið saltkjöt með uppstúf og kartöflum Lambapottréttur með kartöflumús
Fjárfestingakostum er að fjölga þótt hægt sé.
rein eign lífeyrissjóðanna hækkaði um 22,8 milljarða króna í nóvember og nam þá 2.078 milljörðum. Innlendar eignir sjóðanna jukust um 17,2 milljarða og erlendar eignir um 8 milljarða króna. Hækkun erlendu eignanna, sem jafngildir tveggja prósenta aukningu, endurspeglar hækkun hlutabréfa á tímabilinu en erlendar eignir lífeyrissjóðanna eru að mestu bundnar í erlendum hlutabréfasjóðum, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Undanfarna 12 mánuði hefur hrein eign lífeyrissjóðanna aukist um 185 milljarða króna eða um 10 prósent að nafnverði. Að teknu tilliti til verðbólgu var raunaukning eigna sjóðanna 4,3 prósentustig. Raunávöxtun eigna þeirra hefur þó verið öllu lakari enda nema iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga mun hærri fjárhæð en greiðslur til lífeyrisþega og úttektir séreignasparnaðar. Raunávöxtun eigna lífeyrissjóða á þennan mælikvarða er engu að síður mun betri en undanfarin misseri, segir Greiningin, en frá hruni hefur raunávöxtun verið neikvæð um 2,3 prósent. „Er það mikil breyting frá því sem áður var, en á tímabilinu 20002007 nam raunaukning að meðaltali 12%.“ Í árslok 2007 var 30 prósent af eigum lífeyrisjóðanna í erlendum eignum, 15 prósent var í innlendum hlutabréfum og sjóðfélagalán námu 7,6 prósentum. 47 prósent af eignum lífeyrissjóðanna var þá í innlendum skuldabréfum og verðbréfasjóðum. Á árunum 2009 og 2010 breytist
þessi mynd umtalsvert, sem endurspeglaði hrunið og eftirmál þess. Erlendar eignir sjóðanna drógust saman og er þetta hlutfall nú með lægsta móti, eða 22 prósent. „Þessi þróun er vitnisburður um gjaldeyrishöftin sem setja hömlur á að lífeyrissjóðir geti lagt í nýfjárfestingar erlendis, en þeim er eingöngu heimilt að endurfjárfesta fyrir fé sem komið var út fyrir landsteinana áður en gjaldeyrishöftin voru sett á. Auk heldur hafa sjóðirnir selt talsverðan hluta af erlendum eignum sínum í skiptum fyrir innlend skuldabréf með ríkisábyrgð,“ segir Greiningin og bætir við: „Á sama tíma hafa ríkistryggðar eignir sjóðanna aukist, sem endurspeglar vel umhverfið sem sjóðirnir starfa í, umhverfi sem litað er af áhættufælni og fæð fjárfestingarkosta. Hlutfall ríkistryggðra eigna sjóðanna var 25% í september 2008 en var orðið 47% í lok nóvember.“ Myndin er hins vegar að breytast á nýjan leik. Sjóðfélagalán hafa minnkað og eru nú 8,5 prósent af heildareignum. Þá hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna verið að aukast og var í lok nóvember 5 prósent af heildareignum, og auk þess hafa innstæður dregist saman og voru í lok nóvember 151 milljarður. „Þetta er til vitnis um,“ segir Greiningin, „að landslagið er að breytast og fjárfestingakostum er að fjölga þó hægt sé.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
ÚTSALA kr. 2.999 kr. 5.999
kr. 2.999 kr. 6499
kr. 1.999 kr. 2.999
kr. 3.499 kr. 3.499
kr. 4.499
kr. 5.999
kr. 2.999 kr. 5.499
kr. 1.999 kr. 3.499
NÚNA ER LESTRARVEÐUR... Eymundsson.is
kr. 1.999 kr. 3.499
kr. 2.499 kr. 3.499
10
fréttaskýring
Helgin 13.-15. janúar 2012
Finnst að hjálpa eigi konum með „blæðandi“ sílikon meira Hvar er áfallahjálpin fyrir konur sem eru stjarnfræðilega hræddar í kjölfar þess að upplýst var um gölluðu frönsku sílikonpúðana. Anna Lóa Aradóttir hefur fengið fjölda símtala og póst frá konum eftir að hún sagði frá veikindum sem hún tengir gölluðu púðunum. Lögmaður sem hefur yfir sextíu konur á sínum snærum segir margar leita til sín í von um svör en ekki málsókn. „Mér finnst skelfilegt að lesa tölvupósta frá kornungum, svona tvítugum, stúlkum sem eru svo stjarnfræðilega hræddar um að eitthvað skelfileg sé að gerast og hvað? Þær bíða eftir boðun í ómun sem ræður því hvort þær fara í aðgerð eða ekki. Mér finnst þetta ömurlegt,“ segir Anna Lóa Aradóttir. Hún lét fjarlægja frönsku PIP-brjóstafyllingar sínar með aðgerð 3. janúar og sagði frá reynslu sinni í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Anna Lóa er, ásamt Sögu Ýrr Jónsdóttur lögmanni yfir sextíu kvenna sem bera fyllingar franska fyrirtækisins í barmi sér, forviða á viðbrögðum íslenskra yfirvalda. Margar kvennanna þurfi áfallahjálp sem sé ekki í boði. Aðrar séu með barn á brjósti en fái engar upplýsingar um það hvort það sé óhætt. Anna Lóa segir fullt af konunum vilji púðana burt en séu ekki að hugsa um málsókn. „Þær eru hugsanlega ekki í fjárhagslegri stöðu til að greiða fyrir aðgerð þessa stundina. Þær eru með alls konar verki,“ segir hún. „Þegar þær fóru í brjóstastækkunaraðagerðina var þeim ekki kunnugt um þessa hættu. Púðarnir áttu að vera öruggir.“ Hún segir stöðu kvennanna ömurlega: „Ég mun berjast hart gegn þessu fyrirkomulagi sem yfirvöld vilja setja á til að fjarlægja þessa púða.“ Saga Ýrr segir tuttugu tölvupósta bíða óhreyfða. Um sextíu konur hafi þegar haft samband og séu komnar á skrá yfir þær sem stefni að mál-
sókn. Margar hafi einnig hringt í hana á lögfræðiskrifstofuna vegna ótta og skorts á upplýsingum. Þær sárvanti aðstoð og stuðning.
Með eitur í fæðingarhári
Anna Lóa, sem er ekki einn af skjólstæðingum Sögu, segir að hún hafi stigið fram og sagt sögu sína þar sem henni hafi fundist að rætt hafi verið um vandann á léttvægum nótum; að sílikonpúðarnir væru gallaðir og konur krefjist bóta á gallaðri vöru. Henni líði hins vegar eins og eitrað hafi verið fyrir sér og barninu sínu og henni ekki sagt frá því. „Það er enginn fókus á veikindin.“ Konur með PIP-fyllingarnar sem hún hafi talað við átti sig ekki á einkennunum. „Mín einkenni byrjuðu sem sár á fótum. Af hverju átti ég að tengja þau við sílikon í brjóstum? Um leið og maður skoðar málið í kjölinn sést að mikið er af rannsóknum og síðum þar sem konur eru með ýmsa sjúkdóma benda sterklega til sílikons – ekki bara þessara fyllinga,“ segir hún. Þetta séu einkenni eitrunar. „Ég hef verið hjá læknum síðan í febrúar. Ég var orðin svo rosalega veik og enginn fann neitt. Mér var stöðugt sagt að ég væri að ímynda mér að ég væri veik. Í nóvember sagði taugalæknir mér að hætta að hugsa um þetta. Það væri ekkert að mér taugalega séð,“ segir Anna Lóa. „Nú er ljóst að þá var ég komin með sýkingu. Ég hef örugglega verið með sýkingu í einhver ár. Var alltaf
Krabbameinsfélagið
Kynlíf og krabbamein Ræðum málin - við þorum! Örráðstefna fimmtudaginn 19. janúar kl. 16:30-18:00 Skógarhlíð 8. 16:30-16:35
Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
16:35-17:20
Að viðhalda eða endurheimta nánd í samböndum í krabbameinsmeðferð. Woet Gianoten, læknir og kynfræðingur frá Hollandi.
17:20-17:35
Breyttur líkami - breytt kynlíf. Hildur B. Hilmarsdóttir og reynsla hennar.
17:35-17:50
Að ná honum upp eftir meðferð. Steinar Aðalbjörnsson og reynsla hans.
17:50–18:00 Ráðgjöf. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Kaffi og spjall.
18:00
Fundarstjóri: Friðbjörn Sigurðsson krabbameinslæknir.
Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Rvk., 540 1900, www.krabb.is Í samstarfi við:
Anna Lóa Aradóttir í Kastljósinu.
með vellu og var slöpp og þreytt. Ég var á sýklalyfjum og þegar ég hætti á þeim rauk hitinn upp. Ég heyri í Jens [Kjartanssyni lýtalækni] 22. desember og aftur 27. desember og púðarnir voru teknir úr 3. janúar,“ segir hún. „Í yfirgripi á rannsóknarniðurstöðum á púðunum mínum, sem voru búnir að leka í 5 til 7 ár, er fullt af efnum. Það skýrir í huga mínum ástæðu þess að sonur minn var með tin-eitrun í fæðingarhári sínu. Eftir að ég hafði verið með hann á brjósti hækkaði magn arseniks, blýs, kvikasilfurs. Þetta eru eiturmálmar sem eiga ekki að vera í þessu magni í íslenskum börnum. Þetta er skaðlegt,“ segir hún. „Hingað til hafa yfirvöld sett fókusinn á tengingar púðanna við krabbamein, en ég vil sjá rannsókn sem skoðar hvort konurnar séu með þungmálma í þvagi, svo dæmi er tekið.“
Sílikonpúðarnir sem voru í brjóstum Önnu Lóu Aradóttur. Kanadískur sérfræðingur segir þá hafa lekið í fimm til sjö ár. Mynd/einkasafn
Leitaði hjálpar í Kanada Eins og kom fram í Kastljósi sendi Anna Lóa frönsku sílikonpúðana til kanadísks sérfræðings sem hefur rannsakað yfir 16 þúsund sílikonpúða. Hún fann hann á netinu eftir að hafa skannað umræðusíður, þar sem konur sögðu frá lasleika sínum og voru á leið í aðgerð til að láta fjarlægja púða. „Þar er sagt frá rannsóknarniður-
stöðum sem sýna sílikon í þvagi og munnvatni. Þær sem lenda illa í því snýta þessu sílikoni. Svo sitja landlæknir og velferðarráðherra um breskar vefsíður og ýta á refreshtakkann því þær að sýni fram á að þessir púðar tengist ekki krabbameini. Ég fordæmi þetta. Ég á ekki til orð,“ segir hún. K anadísk i sér f ræðing ur inn sagði henni að þessi sílikonpúðar „blæddu“. Það er þeir lækju þótt þeir rofnuðu ekki. „Þessi púðar eru gallaðir, þeir blæða og mér finnst því þessi ráðstöfun [að fjarlægja aðeins rofna púða] fáráleg,“ segir Anna Lóa. „Aldrei,“ svarar hún svo spurð hvort hún ætli að fá sér aðra púða. „Hefði ég vitað eitthvað af því sem ég veit núna hefði ég aldrei fengið mér sílikonpúða. Nú er ég algjörlega sátt við líkama minn.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Krabbameinsskoðun sýndi sílikon í kirtlum
Lögmaður sextíu kvenna er slegin yfir sögum umbjóðenda sinna. „Mér er fyrirmunað að skilja að löggjöfin sé á þá leið að það sé smuga fyrir lækna sem starfa sjálfstætt að veita ekki upplýsingar. Ég skil ekki að yfirvöld geti verið svona sofandi á verðinum. Mér finnst það ótrúlegt,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður á Vox-lögmannsstofu. Saga undirbýr málsókn yfir sextíu kvenna sem hafa frönsku PIP-brjóstafyllingar. „Stór hluti kvennanna hefur leitað til lækna út af einkennum. Margar þeirra hafa viljað sýna mér bungur og annað sem myndast hafa við brjóstin. Erfiðustu tilfellin eru hjá konum sem hafa lent í því að púðarnir hafa sprungið og sílikonið lekið. Mér er hugsað til einnar sem lét fjarlægja tveggja ára gamla púða. Hún fer í krabbameinsskoðun. Þar kemur í ljós Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. að sílikonið er komið í kirtla. Hún fer í aðgerð og lætur setja nýja púða og svo aftur síðar í krabbameinsskoðun. Þar kemur í ljós að sílikonið er enn í kirtlunum.“ Sigurður Guðmundsson, forseti fræðasviðs heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og fyrrum landlæknir, segir landlæknisembættið fyrst 2005 hafa óskað eftir upplýsingum um lýtaaðgerðir frá lýtalæknum. Með nýrri löggjöf um heilbrigðisþjónustu 2007 hafi lýtalæknum verið gert skylt að veita upplýsingar og embættið aftur herjað á þá. „Þrátt fyrir að lögin séu tiltölulega skýr hefur embættið, að því að mér sýnist, enn ekki fengið þessar upplýsingar þótt árið sé 2012.“ - gag
Lýtalæknar boðnir og búnir að hjálpa
Lýtalæknar funduðu á miðvikudagskvöld, án niðurstöðu, um málefni kvennanna 440 sem eru með gölluðu, frönsku sílikonbrjóstafyllingarnar. Þar ræddu þeir bæði hvort afhenda ætti landlækni upplýsingar úr sjúkraskrám um sjúklinga sína en einnig hvernig þeir geti aðstoðað lýtalækninn Jens Kjartansson. Jens flutti inn gallaða sílikonið, sem var vottað samkvæmt réttum gæðastöðlum en innihélt iðnaðarsílikon. Ottó Guðjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir alla lýtalækna sem heild boðna og búna til að hjálpa til. „Það á eftir að koma í ljós í hvaða formi hjálpin geti verið.“ Hann vill ekki gefa upp afstöðu lýtalækna til beiðni landlæknis um að veita þeim upplýsingar um lýtaaðgerðir. - gag
Ert þetta þú?
Hefur þú áhuga á tónlist, kvikmyndum, bókum og tölvuleikjum? Ertu metnaðarfullur forritari sem vilt takast á við skemmtilega hluti?
Ef svarið er já, þá langar okkur að hitta þig! D3 er leiðandi fyrirtæki í dreifingu á stafrænu efni og rekur meðal annars vefsvæðið Tónlist.is. Við óskum eftir forriturum til að takast á við þróun og rekstur á vef- og snjallsímalausnum. ......................................................................................................................................................................................... Hæfniskröfur: Háskólamenntun í tölvunarfræði, sambærilegt nám eða reynsla. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu á Microsoft .NET C# og þekkingu á gagnagrunnsforritun (T-SQL). Reynsla af svipuðum forritunarmálum kemur til greina. Aðrir góðir kostir: Þekking á HTML, CSS og XML, þekking á hönnun og útfærslu á vefþjónustum, þekking og reynsla af hönnun og útfærslu á lagskiptri högun.
Nánar á www.D3.is
D3 · Skeifan 17 · 108 Reykjavík · sími 591 5200 · www.D3.is
Digital Distribution on Demand
12
úttekt
Helgin 13.-15. janúar 2012
Mouhamde hírist hjá vinum á flótta frá yfirvöldum „Mig langar að njóta réttinda,“ segir hinn 23 ára gamli Mouhamde Lo, sem að sögn var þræll í Máritaníu, flúði allslaus í gegnum eyðimörk til stórborgar í heimalandinu, fór þaðan á opnum báti til Spánar, ferðaðist landleiðina til Berlínar í Þýskalandi og svo til Óslóar í Noregi. Þar var hann færður í flóttamannabúðir. Hann keypti falsað vegabréf og flugmiða til Kanada þegar Norðmenn ætluðu að senda hann heim. Hann var handtekinn hér á landi þegar hann millilenti á leiðinni til fyrirheitna landsins.
Osló
Flug vél
Keflavík
ta Rú Valensía
ip
Í rauninni er næsta skref aðeins það að almenningur leggist á árarnar með okkur og kalli eftir því að mál Mouhamdes verði skoðað hér á landi.
Sk
Mynd/Hari
Berlín
Eva Hauksdóttir
Mouhamde Lo er 23 ára og býr til skiptis hjá fólki sem vill að hann fái dvalarleyfi hér á landi og geti komið sér hérfyrir til framtíðar.
M
samtökunum sem börðust gegn Kárahnjúkaouhamde Lo situr álútur við virkjun og voru undir eftirliti njósnara breskra eldhúsborð í blokk í Vesturyfirvalda. Löggan hér heima fylgdist með bænum. Kaffibollinn er ferðum meðlima samtakanna á þeim tíma og hálfur. Mouhamde virkar símhleranir í landinu eru jú staðreynd. hæglátur, jafnvel feiminn. Við Bæði eru þau róttæk í skoðunum. Þau fylgja hlið hans er túlkur sem þerrar ennið og þiggur ekki meginstraumnum eða ríkjandi skoðunum. kaffi eftir að hafa arkað eftir hálfruddum gangÞau eru virk í ýmsum hreyfingum. Ekki alltaf stéttum úr miðborginni. Fyrir framan hann þeim sömu, en stundum. Eva er til að mynda gekk Haukur Hilmarsson, talsmaður No Borekki í No Borders-samtökunum sem Haukur ders-samtakanna, til fundar við Fréttatímann. tók þátt í að stofna hér á landi. Túlkurinn hefur samþykkt að Hún þekkir þó sögu Mouhamde þýða spurningarnar til MouhamFréttatíminn spyr út og inn, enda setið með honum des úr ensku yfir á móðurmál um stöðu máls löngum stundum, kennt honum hans, sem er volof. latneska skrifmálið og ensku sem Þann 19. desember 2010 kom Mouhamde Lo? Mouhamde kann nú betur en Mouhamde til landsins. Hann frönsku – þótt hann sé aðeins á kunni ekki ensku en hrafl í Svar byrjunarreit. En ekki aðeins það frönsku, rétt nægjanlega svo iðnaðarráðuheldur hefur Eva einnig kennt spyrja megi til vegar. Ferðinni Mouhamde undirstöðuna í talnavar ekki heitið til Íslands, heldur neytisins: reikningi. Kanada á fölskum skilríkjum. „Hér verður ekki Eva og Mouhamde hafa einnig Hann kom frá Noregi þar sem fjallað frekar um setið við tölvu, skoðað myndir og honum hafði verið synjað um dvalarleyfi. Norsk stjórnvöld ætlmálið eftir ákvörð- meðal annars út frá þeim púslað ævisögu hans saman, þeirri sem uðu að senda hann aftur heim til un ráðherra og því hún birti á vef sínum pistilinn.is. Máritaníu. Ákvörðun sem MouHún lýsir afleiðingum sem gætu hamde áfrýjaði en flúði svo áður ekki frekari fréttir fylgt verði hann sendur aftur til en málið var aftur tekið fyrir. af því héðan.“ Máritaníu: „Í Máritaníu bíður hans ekkert „Hugsanlega verður höndin nema áþján,“ segir Eva Haukshoggin af honum, því hann stal kameldýri og dóttir, móðir Hauks. Hún stendur við eldhússeldi til að komast úr landi,“ segir hún. „Hugsbekkinn. Þau mæðgin, Eva og Haukur, hafa anlega verður hann hýddur, geltur... kannski bæði vakið athygli eftir bankahrunið. Hann drepinn. Hann var þræll í heimalandi sínu, þótt fyrst fyrir að draga Bónuspoka að húni á Alþrælahald hafi verið bannað árið 1981 og gert þingishúsinu. Hún fyrir margvíslega beitta og refsivert 2007 í Máritaníu. Kæmist hann undan nýstárlega gagnrýni á yfirvöld. fyrri eiganda gæti hann hugsanlega lifað sem Eftir krókaleiðum að Mouhamde aðrir leysingjar. Hlutskipti þeirra er hins vegar Blaðamaður spyr ekki hver býr þar sem viðtalið ekki gott. Fátækt er mikil.“ Þrátt fyrir þessa átakanlegu lýsingu Evu og fer fram og skildi símann eftir úti í bíl. Flest Mouhamde sjálfs á því sem þau segja hann eiga öll samskipti hingað til verið undir fjögur augu yfir höfði sér á að senda hann frá Íslandi. Yfirvið Hauk. Ekki með hjálp nútímatækninnar. völd ákváðu að Mouhamde skildi fara aftur til Þau hafa áhyggjur af því að fylgst sé með þeim. Símar þeirra jafnvel hleraðir. Kannski ekki að ófyrirsynju; þau fylgdust með Saving Iceland, Framhald á næstu opnu
Máritanía
No Borders vill afnám landamæra
Haukur Hilmarsson og mótmæli sem No Borders stóðu að til stuðnings Mouhamde Lo í júlí í fyrrasumar. Myndirnar eru úr frétt mbl sjónvarps frá þeim.
Haukur Hilmarsson er einn þeirra sem kom No Borders-samtökunum á fót hér á landi í ársbyrjun í fyrra. „Samtökin starfa í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta eru laustengdir hópar með það að markmiði að styðja innflytjendur og flóttamenn. Hér á landi einbeitum við okkur að flóttamönnum þar sem við höfum ekki bolmagn til að gera bæði. Hugmyndafræðin byggir á anarkískri hugmyndafræði um algert afnám allra landamæra,“ segir Haukur. Spurður hversu margir séu í samtökunum segir Haukur þá fáa. Hins vegar eigi þeir marga bandamenn sem styðja málstaðinn. „Við tökum markmið okkar alvarlega, þótt við vitum að við munum að öllum líkindum ekki ná því á líftíma okkar. En, þetta er ekki einhver útópía í okkar huga heldur er alvara á bakvið það að þjóðríki sé ónýt stofnun og öll þjóðerniskennd og höft á ferðafrelsi er glæpsamleg.“ - gag
SKRÁÐU ÞIG! Ný námskeið að hefjast
Komdu í hóp með þeim sem ná árangri. Þjálfun Dale Carnegie vísar þér leiðina til að njóta þín betur á meðal fólks, hafa góð áhrif á aðra og til að nýta hæfileika þína til fullnustu, hvort sem er í starfi eða í einkalífi. Á hverjum degi heyrir þú af fólki sem skarar fram úr í athafnalífinu, í stjórnsýslu, íþróttum, fjölmiðlum og á sviði menningar og lista. Margt af þessu fólki hefur sótt þjálfun Dale Carnegie.
KOMDU Í ÓKEYPIS KYNNINGARTÍMA
ÞRIÐJUDAGINN 17. JANÚAR FULLORÐNIR KL. 20:00 UNGT FÓLK 16–25 ÁRA KL. 20:00 UNGT FÓLK 10–15 ÁRA KL. 19:00 Komdu í Ármúla 11 og upplifðu Dale Carnegie á 60 mínútum.
,,Skannaðu kóðann og skráðu þig í hvelli.“
555 70 80 Hringdu núna
eða skráðu þig á www.dale.is
„Að roðna, svitna og tapa svefni yfir því að þurfa halda ræður er kannski krúttlegt en ég nennti ekki að standa í því lengur. Sjálfstraustið eykst með Dale og veitir manni verkfæri sem nýtast vel í leik og starfi.“ Andrea Róberts mannauðsstjóri
FACEBOOK LEIKUR Í GANGI -Taktu þátt! Þú gætir unnið iPad og 150.000 kr. inneign.
FYRIR HVERJA ER DALE CARNEGIE? Fyrir alla sem vilja: • Ná fram því besta í fari sínu og verða sterkari leiðtogar • Takast á við flóknar áskoranir • Fleiri og betri hugmyndir • Byggja upp traust sambönd • Koma fyrir af fagmennsku • Vera virkir á fundum • Stjórna eigin lífi og taka ákvarðanir
Ármúla 11, 108 Reykjavík Sími: 555 7080 www.dale.is
14
úttekt
Helgin 13.-15. janúar 2012
Segir ráðherra hafa lofað að skoða málið
Útlendingastofnun
Eva Hauksdóttir segir frá fundi við innanríkisráðherra á vefsíðu sinni Eva Hauksdóttir, velunnari Mouhamde Lo, spyr á vefsíðu sinni, pistillinn. is, hvernig eigi að útskýra fyrir Mohamde að ráðherra verði að virða leikreglur lýðskrumsins og geti ekki beitt valdi sínu til að fylgja samvisku sinni nema eiga það á hættu að missa völd, sem hann geti hvort sem er ekki beitt til að fylgja samvisku sinni? Hún lýsir þannig fundi með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hún átti um miðjan nóvember: „[Ögmundur] var mjög skilningsríkur og sagðist hafa áhyggjur af Mohammed. Ég benti honum á að takmarkað gagn væri af áhyggjum sem ekki leiddu til aðgerða og að það að innanríkisráðherra Íslands hefði samúð með honum, yrði Mohammed lítil huggun, svona rétt á meðan verið væri að berja undan honum eistun. Honum fannst ég dómhörð,“ ritaði hún. „Þótt [Ögmundur] virðist líta á Dyflinnarákvæðið sem einhverskonar helgidóm, sagðist hann vera tilbúinn til að skoða málið. Ég er búin að skrifa honum oft síðan og spyrja um gang málsins en hann hefur ekki svarað þeim erindum. Þann 28. desember barst mér þó loksins svar. Það eina sem hann hefur um málið að segja er að það sé „í athugun“,“ ritar hún. „Næstu vikur spurði hann [Mouhamde] 3-4 sinnum í viku hvort ég hefði heyrt frá ráðherranum. Í fyrstu vongóður en síðar í efasemdatón. Nú er hann hættur að spyrja..“ - gag
Tíu hverfa ár hvert
Eva Hauksdóttir segir að Ögmundur hafi sagst tilbúinn að skoða málið á fundi þeirra um miðjan nóvember. Hins vegar fái hún nú engin viðbrögð önnur en orðin tvö; „í athugun“.
LEIKHÚSMATSEÐILL Forréttur
Laxatvenna – reyktur og grafinn lax
Aðalréttir Bleikja & humar með hollandaise sósu Brasserað fennell, kartöflustappa og ostrusveppir eða...
Grillað Lambafille
Með rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu
Noregs vegna Dyflinnarreglugerðarinnar sem kveður á um að mál flóttamanna skuli leyst þar sem þeir sækja fyrst um hæli. Þetta staðfestir Árni Helgason, lögmaður Mouhamde Lo, sem bíður niðurstöðu innanríkisráðuneytisins vegna kæru sem liggur fyrir vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar.
Mouhamde í felum á Íslandi
Jack Daniel’s súkkulaðikaka
Djúpsteiktur ís og súkkulaðihjúpuð jarðarber
Þriggja rétta máltíð á
4.900 kr.
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
Umsóknir um hæli frá árunum 1996-2010
736 – Fjöldi umsókna 185 – Drógu til baka/horfnir 258 – Endursendir 293 – Efnismeðferð 208 – Synjað
Frá því að ákvörðun íslenskra yfirvalda lá fyrir í júlí í fyrra hefur Mouhamde verið í felum. Hann flytur reglulega á milli fimm til sex vina. Lætur lítið fyrir sér fara en reynir þó að kynnast fólki og eignast vini. Margir þekkja stöðu Mouhamde því í vikunni var stofnuð Facebook-síða honum til stuðnings. Þar eru fjölmargar baráttukveðjur og 134 hafa sett svokallað „like“ á síðuna. Mál Mouhamdes var áberandi í fjölmiðlum í fyrra. Hann sat í rúman hálfan mánuð í fangelsi frá því að hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli með falska vegabréfið í desember 2010. Svo bjó hann á Fitjum í Reykjanesbæ fram að ákvörðuninni um að vísa honum úr landi. Herjað var á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að hnekkja ákvörðun Útlendingastofnunar, sem ekki hafði tekið mál hans efnislega fyrir þar sem máli hans var ekki lokið í Noregi. Ögmundur neitaði. Um fimmtíu manns mótmæltu í júlílok ákvörðun Útlendingastofnunar. Fólkið stóð fyrir utan stjórnarráðshúsið og voru mótmælin friðsöm. Meðlimir No Borders stóðu fyrir mótmælunum. Síðan þá hefur lítið gerst í máli Mouhamde og hann verið í felum frá 8. júlí í fyrra. „Í rauninni er næsta skref aðeins það að almenningur leggist á árarnar með okkur og kalli eftir því að mál Mouhamdes verði skoðað hér á landi,“ segir Eva.
Ævintýraleg ævi
Eftirréttur
Síðustu ár hafa um það bil tíu manns horfið ár hvert eða dregið umsókn sína um hæli sem flóttamenn hér á landi til baka. Mjög misjafnt er hvort umsækjendurnir láti yfirvöld vita fari þeir úr landi, samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Sjá má á yfirliti Útlendingastofnunar um umsóknir um hæli hversu margir flóttamenn hverfa úr augsýn yfirvalda eða draga umsókn sína til baka. Árið 2002 drógu 56 af 117 umsækjendum umsókn sína til baka eða hurfu sem er rétt um helmingur. Aldrei hafa fleiri sótt um hæli en það ár. Síðustu ár hafa ekki svo margir sótt um hæli hér á landi. Í fyrra voru það 51. Ellefu þeirra voru sendir til baka. Ellefu hurfu eða drógu umsókn sína til baka. Búast má við að Mouhamde Lo sé talinn til þeirra sem ákveðið var að senda til baka en hvarf. Hann býr nú til skiptis hjá nokkrum vinum sínum. - gag
Saga Mouhamde er ævintýraleg. Hún er hreinlega lyginni líkust í eyrum Íslendings, sem aldrei hefur stigið fæti inn í eyðimörk, hvað þá klappað kameldýri utan dýragarða eða hitt mann frá Máritaníu í Vestur-Afríku. En þar ólst hann upp. Hann bjó ásamt foreldrum sínum og systur í tjaldi í eyðimörkinni og gætti kameldýra og brynnti. „Við fengum aldrei laun, heldur aðeins mat,“ segir Mouhamde. Eva grípur inn í og lýsir því að vinnuálag foreldranna hafi erfst til barnanna. Líf þeirra systkina hafi því breyst mjög til hins verra þegar þau voru tvö um byrðina sem þau báru fjögur áður. Hann hafi séð um 25 kameldýr og þurft að draga 900 lítra vatns daglega upp úr brunni fyrir dýrin. Þegar foreldrar hans voru látnir, lýsir Mouhamde því með hjálp túlksins, hvernig hann og systir hans fóru að íhuga að flýja. Þau ákváðu að systir hans færi
Verjandinn
Mouhamde býst ekki við sanngirni í Noregi
Árni Helgason var skipaður verjandi flóttamannsins Mouhamde Lo. Hann heyrir af honum öðru hvoru þótt Mouhamde fari huldu höfði. „Hann var mjög ósáttur við það hvernig málið fór hér á landi. Hann telur sig ekki eiga von á sanngjarnri meðferð í Noregi,“ segir Árni sem kærði ákvörðun Útlendingastofnunar um að senda Mouhamde Lo aftur til Noregs til innanríkisráðuneytisins. Árni krafðist að Mouhamde fengi að vera hér á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu. Það fékkst ekki í gegn. Árni segir að Dyflinnarreglugerðin fríi stjórnvöld ábyrgð á flóttamönnum sem hafi sótt um hæli í öðrum aðilarríkjum. „Það má líkja þessu við þegar póstur kemur á rangt heimilisfang og er skilað,“ segir Árni og telur að stjórnvöld verði að skoða mál hvers og eins í kjölinn. Hann bíði enn eftir því hvernig ráðuneytið svari kærunni. - gag
fyrst, sem hún gerði, en þau töldu nauðsynlegt að hún sem kona færi fyrst; þær eigi minni möguleika og fá ekki vinnu. Þegar eigandi kameldýrahjarðarinnar komst að því að eitt dýrið og systir hans voru horfin barði hann Mouhamde og hótaði lífláti en í kjölfarið tókst honum að flýja.
Á opinni fleytu til Spánar
Atburðarás flóttans og aðdragandi hans er óljós vegna tungumálaörðugleika. Mouhamde segir frá því að hann hafi stolið kameldýri og selt veitingahúsaeiganda í borginni Nouadhibou. „Systir mín býr núna í Senegal. Hún er nítján til tuttugu ára og vinnur nú við brauðgerð í Senegal og nýtur verndar ,“ segir Mouhamde, sem sjálfur veit ekki nákvæmlega hvenær hann er fæddur. Hann hélt í fyrsta skipti upp á afmæli sitt um miðjan desember, þá sem 23. afmælisdaginn. Hann segir að þau systkinin tali saman í gegnum Skype. Fyrir peninginn sem honum áskotnaðist vegna sölu kameldýrsins keypti hann far með opinni fleytu til Spánar. Um 25 voru í bátnum og fimm létust á sex daga siglingunni milli landanna. Þeir þornuðu upp eftir að hafa ælt lungum og lifur í veltingnum. Á Spáni ferðaðist hann til spænsku borgarinnar Valensíu, dvalarleyfis- og vegabréfslaus. Þar fékk hann vinnu við að tína appelsínur í þrjá mánuði. Þegar vertíðinni lauk var enga vinnu að fá og hann ákvað því að fara til höfuðborgar Þýskalands. Haukur lýsir því hvernig Mouhamde bjó á aðal lestarstöð Berlínar um hríð. Hann hafi engan þekkt en fólk hafi gefið honum smápeninga. Á þessum tíma hafi ekki hvarflað að honum að hann mætti ekki ferðast án skilríkja eða að hann væri ólöglegur á einhvern hátt. Hann hafi bara viljað frelsið og að vinna. Mouhamde segir hins vegar að Berlín hafi ekki uppfyllt draumana og hann því ákveðið að fara til Oslóar. „Ég var tekinn af norsku lögreglunni á brautarstöðinni,“ segir hann á volof sem þá er túlkað yfir á ensku. „Ég var settur í flóttamannabúðir og vissi ekki einu sinni hvað það var á þeim tíma,“ lýsir hann og svo því hvernig hann hafi nurlað saman fyrir fari og stefnt á að fara til Kanada. Hvers vegna Kanada? Hvers vegna Ósló? Blaðamaður áttar sig ekki á því, nema að Mouhamde er og var alltaf að leita tækifæra – betra lífs. Og þótt hann hafi ekki ætlað sér að búa hér vill hann gjarna búa hér í framtíðinni, því hér á hann orðið vini. Hér bíður hans vinna, fái hann dvalarleyfi. Hér sér hann tækifæri. „Ég sé ekki að ég geti búið annars staðar,“ segir hann, „mig langar í íslenskan ríkisborgararétt. Mig langar að njóta réttinda. Ég hef verið flóttamaður í of langan tíma.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
RC RCRC OpiöáEópýádi
ipáþé
www.id.i
jóiiýjáöid
ICEBERG JÖKLASALAT
299
KR./KG.
POMELO
Ú
KR./KG
R
TB KJÖ ORÐ
B
I
BESTIR Í KJÖTI
ÐI
299
JÖTBOR
JÖKLABRAUÐ
1498
LAMBALÆRI KR./STK.
BEYGLA
89
Ú
nýbakað t! og fersk
RK
349
ÍSLENSKT KJÖT
KR./KG
KR./STK.
Glæsilegt þorrahlaðborð að hætti Nóatúns með öllu því sem til þarf.
Ú
1798 2598
B
BESTIR Í KJÖTI
GRÍSALUNDIR
I
ÐLEG Ó J Þ Nú getur þú haldið þorraveisluna A R R O Þ Á án mikillar fyrirhafnar.
afsláttur
TB KJÖ ORÐ
Ú
– fyrir 10 eða fleiri –
R
KJÖTBORÐ
Sendum um land allt
30%
I
Nóatúns Nóatúns
R
Þorrahlaðborð Þorrahlaðborð
ÍSLENSKT KJÖT
KR./KG
20% afsláttur
2199
noatun.is
298
KR./STK.
R
TB KJÖ ORÐ
B
BESTIR Í KJÖTI Ú
Nóatúns verslun eða á www.noatun.is
UNGNAUTAHAMBORGARI 200 G
Ú
Gerum verðtilboð fyrir stærri þorrablót (50-500 manna) Upplýsingar í síma 822-7005 eða veislur@noatun.is Pantið með fyrirvara í næstu
I
2k.r.1á m9an0 n Þ
int 100% hreahakk ungnaut
ÍSLENSKT KJÖT
KJÖTBORÐ
2
201 N N I ORR
KR./KG
R
2769
I
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl
ÍM KJÚKLINGABRINGUR
Við gerum meira fyrir þig
Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni ÍSLENSKT KJÖT
LAMBAFRAMHRYGGJASNEIÐAR
TB KJÖ ORÐ
B
I
BESTIR Í KJÖTI
10%
239
ALPEN MÚSLÍ SYKURLAUST, 560 G
BRINK HRÍSKÖKUR 12 STK.
afsláttur
R
KJÖTBORÐ
598
KR./PK.
20% Ú
UNGNAUTAGÚLLAS
R
B
I
Ú
R
KJÖTBORÐ
2498
BERTOLLI PASTA 5 TEGUNDIR
299 KR./PK.
CHICAGO TOWN PIZZUR, 2 TEGUNDIR KR./PK.
KR./PK.
TB KJÖ ORÐ
BESTIR Í KJÖTI
KR./KG
198
I
afsláttur
519
KR./PK.
KR./KG
ÍSLENSKT KJÖT
1998
HEIMILISGRJÓNAGRAUTUR, 500 G
Ú
1998
R
I
Ú
BAULA JÓGÚRT 3 BRAGÐTEGUNDIR 180 G/ 500 G
PEPSI MAX 2 LÍTRAR
229 KR./STK.
NESTLÉ FITNESS 625 G
598
KR./PK.
McCAIN FRANSKAR 3 TEGUNDIR
529 KR./PK.
18
skipulag
Helgin 13.-15. janúar 2012
Nú er búið að breyta húsum við Laugaveg 4-6 aftur til upprunalegs horfs og stóri „Bieringsglugginn“ horfinn. Viljum við að fleiri timburhúsum við Laugaveginn verði breytt eins? Ljósmynd/Teitur
Að byggja sér fortíð Mögulegt brotthvarf Nasa og nýtt hótel við Ingólfstorg er aðeins nýjasti kaflinn í langri átakasögu um skipulagsmál miðborgar Reykjavíkur. Helgi B. Thóroddsen arkitekt skoðar hér ýmsa fleti á þeirri sögu.
S
kipulags- og umhverfismál miðborgar Reykjavíkur komast inn á milli í hámæli. Fjölmiðlar landsins loga þá stafna á milli í tilfinningaríkum umræðum um verndunarmál miðborgarinnar. Verndunarsinnar takast á við uppbyggingarsinna. Einstök hús eru til umfjöllunar, hvort þau eigi að standa eða víkja fyrir nýrri uppbyggingu. Undanfarið hefur verið nokkuð hlé á þessari umræðu enda framkvæmdagleði þessa dagana í lágmarki. Nú er því lag til að skoða skipulagsmál miðborginnar út frá fleiri sjónarhornum. Verndunarmál og uppbygging einstakra lóða er aðeins hluti af mun stærra máli. Ýmsum gundvallarspurningum um miðbæinn þarf að svara áður en
lengra er haldið. Hver á staða miðborgarinnar að vera gagnvart höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu? Hvernig miðborg viljum við eiga? Viljum við safn eða lifandi miðbæ? Viljum við leiktjöld eða raunveruleg hús? Eiga Reykvíkingar að lifa lífinu í úthverfum og heimsækja aðeins miðbæinn til spari, knæpurnar á föstudags- og laugardagskvöldum og á sunnudögum fara með fjölskyldunni til að sjá hvernig fólk lifði áður fyrr? Miðbærinn verði þannig fyrst og fremst safn um fyrri tíð sem aðlagaður er að þörfum erlendra ferðamanna. Eða viljum við eiga lifandi miðborg þar sem fólk býr og starfar með fjölbreyttri starfsemi sem höfðar til alla aldurshópa, borgarbúa, landsmanna og ferðamanna?
Borgarbyggð Saga borga er löng. Þegar sérhæfing starfa kom til sögunnar kom þéttbýlið í kjölfarið. Elstu borgir eiga sér árþúsunda langa sögu. Í þéttbýlinu þróaðist siðmenningin. Hugmyndir gengu hraðar á milli manna. Máttur samvinnunnar uppgötvaðist og það lærðist að taka þurfti tillit til næsta manns. Borg má líkja við lifandi vef sem tekur hægfara breytingum í tímans rás. Byggð borgarinnar aðlagast nýjum þörfum, starfsemi og hugmyndum hvers tíma. Hver kynslóð setur sín spor í borgarmyndina sem eru misstór og sýnileg eftir efnum og ríkjandi hugmyndum hvers tíma. Borg sem tekur engum breytingum er ekki borg – hún er safn.
Þegar við berum Reykjavík saman við aðrar borgir gleymist oft hvað Reykjavík er ung borg. Hún breyttist úr þyrpingu nokkurra húsa í litla borg á rúmum 100 árum. Samanburður við aðrar eldri borgir er því oft erfiður. Eldri borgir státa yfirleitt af stórum gömlum mibæjarsvæðum með þéttri borgarbyggð sem stundum er nefndur borgarmassi. Reykjavík hefur takmarkaðan borgarmassa og hlutfall hans miðað við úthverfabyggð er lágt í Reykjavík. Einkenni borgarmassans, eða þeirra borgarhluta sem byggðust upp fyrir miðja síðustu öld, er mikill þéttleiki og skýr bæjarrými. Húsin afmarka útirýmin; götur, torg Framhald á næstu opnu
t s m e r f g o t s r y f –
ódýr!
% 0 4
40
%r
33
r u t t á l s f a
afsláttu
%r
afsláttu
998 998 998 I t ö J K A S í R A G L 799 á A útS1198 ýrt! kr. kg
kr. kg
Verð áður 1498 kr. kg Grísakótilettur
Verð áður 1698 kr. kg Grísagúllas
Verð áður 1698 kr. kg Grísasnitsel
30
kr. kg
% 0 3 kr. stk.
% tur
kr. kg
Lamba súpukjöt, 1. flokkur
Ód
Grillaður heill kjúklingur
afsláttur
afslát
699 998 1599 989 699 998 kr. kg
Verð áðurkr. 998 kr. kg Grísasíða,kgpurusteik
Krónu lasagna
kr. kg
Verð áður 2298 kr.kr.kg Grísalundir kg Bautabúrs blandað nauta- og grísahakk
GLK ýsubitar, roð- og beinlausir, 800 g
129 149 kr. kg
Þú kaupir 3 piinzzsur
Rautt greip
Vatnsmelóna
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl
en borgar aðe fyrir 2
Hindber,g 3 x 100
kr. pk.
Grísahakk
kr. kg
Mangó, 3 x 100 g
kr. kg
15%
269
kr. pk.
Lúxussalat spínat
afsláttur
Jarðarbe 3 x 100 g r, Fers 3 x 10k0jur, g
Ananas, 3 x 100 g
598
kr. stk.
Skyr.is, 500 g 249 kr. Skyr.is, 170 g 109 kr.
Iceland pizzur, margar tegundir Krónan Árbæ
Krónan Mosó
Krónan Höfða
Krónan Granda
1358 69 kr. pk.
Krónan Akranesi
Krónan Breiðholti
Krónan Lindum
kr. stk.
Verð áður 1598 kr. pk. Victor´s berja- og ávaxtablanda, Flóridana heilsusafi, 3x100 g af 5 tegundum, 1,5 kg 250 ml
Krónan Vestmannaeyjum
Krónan Reyðarfirði
Krónan Hvaleyrarbraut
Krónan Reykjavíkurvegi
Krónan Selfossi
20
skipulag
Helgin 13.-15. janúar 2012
Bíóborgin sem var Miðborg, eða öflugir borgarkjarnar, eiga að hafa þá burði að hægt sé að sinna sínum erindum á litlu svæði. Þaðan þurfa síðan að vera góðar almenningssamgöngur í nálæg hverfi. Hvar finnum við mannlífið á höfuðborgarsvæðinu? Hvar heldur fólkið sig? Er það í miðbænum, Kringlunni, Smáralind eða í Skeifunni? Eða er mannlífinu dreift á alla þessa staði og stór hluti fólksins í bílum að fara á milli staða í óþarfa ferðum? Er nauðsynlegt að vera í bílum þvers og kruss til að sinna erindum? Þarf ekki að stýra starfsemi borgarinnar þannig að ekki þurfi að endasendast borgarenda á milli til að sinna einföldustu erindum? Skipulagsleysi er kannski helsta skýringin á mikilli bílaeign og akstri landsmanna. Nota þarf skipulag meira til að stýra niðurröðun
starfsemi í borginni til að minnka óþarfa akstur og ferðir á milli staða . Miðborg Reykjavíkur hefur í seinni tíð smámsaman orðið einhæf sem stríðir gegn eðli miðborga. Miðborgir eiga að vera með fjölbreytta starfsemi. Ýmis mikilvæg starfsemi er horfin úr miðbænum ásamt stórum vinnustöðum. Miðbærinn er einhæfari en hann var. Í dag einkennist miðbærinn mest af börum, hótelum, veitingastöðum og „lundabúðum“. Almennum verslunum eins og matvörubúðum hefur fækkað mikið, einnig er minna um sérvöruverslanir sem einkenndu miðbæinn áður fyrr. Áfengisútsölum hefur einnig fækkað. Fyrir 30 árum voru tvær af þremur áfengisútsölum Reykjavíkur í miðborginni. Nú er aðeins ein áfengisútsala af sjö í miðborginni.
Kvikmyndahús í miðborg Reykjavíkur 1980 Reykjavík var einu sinni bíóborg. Árið 1980 voru eftirtalin bíó í miðbæ Reykjavíkur: Nýja bíó, Gamla bíó, Hafnarbíó, Regnboginn, Stjörnubíó og Austurbæjarbíó. Í útjaðri miðbæjarins voru síðan Háskólabíó og Tónabíó. Kvikmyndahús í miðborg Reykjavíkur 2011 Í dag er Regnboginn eina kvikmyndahúsið sem er eftir í miðbænum og Háskólabíó er í útjaðrinum. Kvikmyndahús eru segull á mannlífið þau eru mikilvæg fyrir verslun og aðra þjónustu. Gestir kvikmyndahúsanna eru mikilvægir viðskiptavinir fyrir aðra þjónustu. Þeir sem sem sækja bíóin eru margir ómótaðir neytendur með mikla kaupgetu. Rekstraraðilar stóru verslunarmiðstöðvanna gera sér grein fyrir þessu og starfrækja kvikmyndahús með verslunar- og þjónustustarfsemi.
Höfum við algert skáldaleyfi svo framarlega að þetta sé í gömlum stíl? En hvar liggja mörkin? Eigum við kannski að fá Disney með okkur til að klára miðbæinn? og garða. Borgarmassinn er þéttbýll og með mjög hátt nýtingarhlutfall sem er ein af forsendunum þess að hægt sé að vera með fjölbreytta miðbæjarstarfssemi. Þéttleiki borgarinnar hefur áhrif á hversu mannlífið er öflugt. Í þeim borgarhlutum þar sem er lítill þéttleiki er yfirleitt lítið mannlíf. Mikill þéttleiki er vísir að öflugu mannlífi. Þær borgir sem við horfum helst til og berum okkur saman við eiga sér langa sögu sem borgir eða stórir bæir. Um aldamótin 1900 bjuggu í Reykjavík rétt rúmlega 6.000 íbúar en 400.000 íbúar í Kaupmannahöfn. Reykjavík er því rétt að slíta barnsskónum í þeim samanburði.
Að byggja sér fortíð
„Þetta er miðbærinn okkar. Svona hefði hann litið út hefðum við verið svolítið ríkari en við vorum.” Sagan skiptir okkur öll máli. Fortíðin er okkur mikilvæg. Gamalt umhverfi veitir okkur yfirleitt vellíðan og öryggiskennd. Gömul mannvirki gefa einnig umhverfinu dýpt. Hjálpa okkur jafnvel með skilning á hlutunum. Hvaðan komum við? Við þurfum því einhverja tengingu við fortíðina í kringum okkur. Hvernig var hér áður og hvernig lifðu forfeðurnir? Í gömlum hlutum eru einnig verðmæti sem oft sjást ekki fyrr en búið er að hreinsa, laga og jafnvel endurbyggja. En eitt er að skilja mikilvægi gamalla hluta og sögunnar og hitt er að gleyma sér í fortíðinni og hunsa samtímann. Afstaða til sögunnar er breytileg eftir tíma og aðstæðum. Þeir sem lenda í miklum raunum vilja helst gleyma því liðna og eyða öllu sem minnir á gamla tíma. Hjá þeim er vilji til að byrja upp á
ÚTSÖLULOK
nýtt. Eftir heimstyrjaldirnar vildu margir eftirlifenda á stríðshrjáðum svæðum byrja frá grunni, byggja alveg nýjan heim með óbilandi trú á framtíðina. Gömlum rústum og borgarhlutum var eytt og byggð ný hverfi sem áttu ekkert skylt við það sem fyrir var. Þessar hugmyndir komu að einhverju leyti til Íslands; að gleyma því liðna, það væri ónýtt og byrja upp á nýtt. Aðalskipulag Reykjavíkur 19621983 er afsprengi þessara hugmynda. Þessar hugmyndir fengu einnig hljómgrunn hjá þeim kynslóðum á Íslandi sem ólust upp við erfiðar aðstæður, skort og bjuggu í lélegu húsnæði. Þessar kynslóðir áttu erfitt með að skilja að einhver verðmæti væru í gömlum húsum. Í dag er fortíðarþrá ráðandi í miðbæ Reykjavíkur. Ríkjandi afstaða til miðborgar Reykjavíkur er að gamalt sé algott og forðast eigi það sem minnir á samtímann. Það sem er framkvæmt á að minnsta kosti að líta út fyrir að vera gamalt. Gömul hús og munir þykja skapa eftirsóknarvert umhverfi en nýtt umhverfi og nýir hlutir eru að sama skapi óæskilegir. Er í lagi að skálda fortíðina, horfa á fortíðina með okkar augum, skapa fortíðina eins og við viljum hafa hana? Fyrir hendi er tilhneiging til að fegra fortíðina, eða kannski þrá um glæsta fortíð. Það er auðvitað ljóst að við getum ekki endurskapað fortíðina að fullu. Nýjar kröfur samtímans meðal annars um þægindi og öryggi valda því að ekki er hægt að endurgera hús fullkomlega. Hverju má breyta frá upphaflegri gerð? Höfum við algert skáldaleyfi svo framarlega að þetta sé í gömlum stíl? En hvar liggja mörkin? Eigum við kannski að fá Disney með okkur til að klára miðbæinn? Hvað þýðir það að vernda hús og gera þau upp? Er það sjálfgefið hvaða leið á að fara í endurbyggingunni? Íslensk hús ganga oft í gegnum miklar breytingar. Íslenski torfbærinn var lifandi. Hann krafðist stöðugs viðhalds, sífelldrar endurbyggingar vegna óstöðugra byggingarefna. Einnig var sífellt verið að breyta þeim vegna nýrra aðstæðna. Sama gilti um íslensku timburhúsin. Þau voru hækkuð, lengd, bíslög byggð og gluggum breytt. Þegar mannvirki með svo flókna byggingarsögu eru endurbyggð má spyrja: Hvernig eiga þau að líta út eftir endurgerðina? Er það sjálfgefið að þau eigi að vera eins og þau voru upprunalega þegar þau voru nýbyggð? Eða eiga þau
að vera eins og sú mynd sem var lengst við lýði? Eða sú gerð sem hæfir best aðstæðum okkar? Staðsetning húss kallar oft á breytingar. Stórir verslunargluggar voru settir á sínum tíma á íbúðarhús við Laugaveginn þegar gatan varð að verslunargötu. Í dag eru verslunargluggarnir samnefnari götunar. Þeir mynda eina samfellu frá Hlemmi niður á Lækjatorg. Nú er búið að breyta húsum við Laugaveg 4-6 aftur til upprunalegs horfs og stóri „Bieringsglugginn“ horfinn. Viljum við að fleiri timburhúsum við Laugaveginn verði breytt eins? Ef endurbygging gamla Landsbankans við Austurstræti stæði fyrir dyrum: Kæmi þá til greina að rífa allar viðbyggingar hússins, fjarlægja efstu hæðina eftir Guðjón Samúelsson og viðbyggingar Gunnlaugs Halldórssonar og Guðmundar K. Kristinssonar? Eftir stæði hugverk Christians Thurens, nettlegt, tvílyft hlaðið steinhús frá árinu 1899.
Byggðarmynstur og skipulag
Sagan einskorðast ekki við einstök hús borgarinnar. Sagan liggur líka í byggðarmynstrinu og skipulaginu: Hvernig göturnar liggja, formi húsanna, hvernig húsin tengjast götunni, göturýmum og innbyrðis samhengi borgarinnar; mælikvarða, stærð og fínleika mannvirkjanna. Hús borgarinnar þurfa að þola nánd í götuhæð. Þau þurfa að vera þannig úr garði gerð að það sé áhugavert að eiga leið framhjá þeim. Hvers vegna er Smárinn í Kópavogi svona ólíkur miðbæ Reykjavíkur? Starfsemin er lík. Á báðum stöðum eru íbúðir í bland við verslanir og aðra þjónustu. Mismunurinn liggur í skipulaginu, byggðarmynstrinu og samhenginu við aðra byggð. Miðbær Reykjavíkur byggðist yfir langan tíma áður en almenn bílaeign kom til sögunnar með fjölbreyttum bæjarrýmum. Byggðarmynstur miðbæjar Reykjavíkur og samhengi byggðarinnar við Höfnina og Tjörnina er einstakt. Smárann má kalla „bílaskipulag“ þar sem allt er hugsað og miðað út frá bílnum. Margra akreina götur, að- og fráreinar, bílastæði og önnur umferðarmannvirki yfirgnæfa allt umhverfið. Hérna vantar umgjörð um mannlífið. Allt sem einkennir gott borgarumhverfi mætir afgangi. Fá skýr bæjarrými afmörkuð eða mótuð af byggð. Fáir eru fótgangandi eða á hjóli enda mæta gönguog hjólaleiðir afgangi.
Laugardag 11-16
Allt að 50% afsláttur Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Mannfjöldaþróun í nokkrum nágrannaborgum.
Þegar uppbyggingaráform koma upp í miðbænum er oft spurt hvers vegna hlífum við ekki miðbænum og byggjum annarsstaðar? Skipulag og byggðarmynstur miðbæjarins og tengsl hans við önnur hverfi og umhverfi borgarinnar veldur því að sjálfsagt er að byggja á því sem fyrir er og skapa enn fjölbreyttara og auðugðra mannlíf en það er nú.
Njóttu lífsins með Borgarhús heilbrigðum lífsstíl Til að geta byggt þétt er ekki hægt að nota allar húsagerðir. Stakstæð einbýlishús henta illa þar sem byggja á þétt. Klassískt borgarhús er þriggja til sjö hæða sem geta staðið sem eining í randbyggð. Borgarhús hefur yfirleitt tvær hliðar: Götuhlið og garðhlið. Götumegin er líf bæjarins en garðmegin er friður og skjól frá skarkala götunar. Við fjölfarnar götur er verslun eða önnur þjónustustarfssemi á jarðhæð og íbúðir á efri hæðum. Í miðborg Reykjavíkur eru mörg góð dæmi um borgarhús, sérsaklega við Laugaveginn. Ef einhver hús einkenna Laugaveginn þá eru það þessi hús. Þegar verslun hvarf úr miðbænum var talið að fjölgun bílastæða myndi rétta hlut miðbæjarins á ný. En þetta hafði ekki tilætluð áhrif. Fjölbreytt verslunar- og þjónustustarfsemi á enn undir högg að sækja í miðbænum. Bílastæði virðast ekki skipta höfuðmáli. Það sem skiptir mestu máli til að auðga mannlífið í miðbænum er að skapa fallegt og heillandi umhverfi með fjölbreyttri starfsemi. Fólkið mun koma sér á staðinn þótt að það skorti bílastæði. Það mun nýta sér aðra ferðamáta, koma gangandi, á hjóli, í strætó, ferðast fleira í bíl eða leggja bílnum lengra í burtu. Miðborg höfuðborgarinnar, Kvosin og nánasta umhverfi hennar, er Reykvíkingum og öllum landsmönnum hjartfólgin. Hér er Alþingi, Dómkirkjan, Hæstiréttur og aðalstjórnsýsla landsins staðsett. Hér er líka eini vísir að borg í landinu. Í miðborginni birtist þrá um að eiga glæsta fortíð byggja falleg hús í gömlum stíl. Reykjavík er ung borg og þarf að hafa svigrúm til að þroskast, einnig miðborgin. Við þurfum ekki að hræðast samtímann. Nýtt og gamalt getur alveg átt samleið. Við þurfum að vera opin gagnvart nýjum hugmyndum í miðbænum. Það hafa sjálfsagt aldrei verið jafnmargir á Íslandi sem hafa menntun og getu til að skapa fallega og góða hluti og nú. Við þurfum að nota þessa krafta og skoða málið frá fleiri sjónarhornum en við gerum í dag.
RC RCRC OpiöáEópýádi
Fegurð - Hreysti - Hollusta KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, þaðipáþé inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust.
www.id.i
Ný nd. bragðtegu ! Karamella
KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt.
Helgi B. Thóroddsen arkitekt
jóiiýjáöid
22
úttekt
Helgin 13.-15. janúar 2012
Hundrað ára sænskur Forrest Gump Sænska skáldsagan Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf var mest selda bókin í Svíþjóð árið 2010 og sá gamli er nú lagður af stað í sigurför um heiminn. Bókin hefur selst í 20.000 eintökum á Íslandi og var ein allra vinsælasta bókin á landinu í fyrra. Bókin er sú fyrsta eftir Jonas Jonasson sem byrjaði að skrifa í tilvistarkreppu og er býsna sérstakur náungi. Hann býr ásamt syni sínum og hænum í sænskri sveit og stendur í harkalegri forræðisdeilu við barnsmóður sína.
ann vafra í gegnum sorglegustu öld sögunnar. Jonas Jonasson stendur á fimmtugu. Eftir farsælan feril sem blaðamaður, fjölmiðlaráðgjafi og sjónvarpsframleiðandi ákvað hann að hefja nýtt líf, seldi allar eigur sínar í Svíþjóð, skrifaði handritið að Gamlingjanum og flutti til smábæjar við Luganovatn í Swiss við landamæri Ítalíu. Hann hefur nú flutt sig aftur um set og býr einn með syni sínum og hænum í sænskri sveitasælu þar sem hann vinnur að sinni næstu bók.
Gramur við að sjá Gump
Hugmyndin að Gamlingjanum er þó ekki jafn ný af nálinni. Jonas segir hugmyndina að bókinni hafa verið byrjaða að gerjast í kollinum á honum strax árið 1994. Hann hafi því orðið hundfúll þegar hann sá Forrest Gump í bíó á sínum tíma. Á meðan aðrir í salnum hlógu varð Jonas stöðugt gramari þar sem honum fannst að hugmynd sinni hefði verið stolið. Gamlinginn Alan Karlsson skreið þó ekki úr huga Jonasar og hugmyndin hélt áfram að malla þar. Og þegar Jonas brann út í fjölmiðlastarfi sínu og losaði sig undan allri ábyrgð í Svíþjóð sleppti hann þeim gamla lausum. „Eftir því sem vandamálin hlóðust upp hjá mér í vinnunni því frjálsari fannst mér Alan Karlsson vera til þess að gera hvað sem honum sýndist,“ segir Jonas. Hann hafði átt farsælan feril sem blaðamaður á Expressen og ráðgjafi hjá TV4 auk þess sem hann stofnaði og rak framleiðslufyrirtækið OTW. Starfsmenn OTW voru aðeins tveir í upphafi en þegar Jonas seldi öll hlutabréfin og yfirgaf skútuna störfuðu þar 100 manns.
G
amlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf kom nýlega út í Þýskalandi þar sem hún rokselst en á heimsvísu hefur hún selst í 1,5 milljónum eintaka. „Þessar viðtökur sem bókin er að fá eru dásamlegar, “ segir Carina Brandt hjá Pontasútgáfunni í Barcelona í samtali við Fréttatímann. Brandt setti sig á sínum tíma í samband við Jonasson þar sem hún vildi prófa að gefa Gamlingjann út víðar en í Svíþjóð. „Bókin er á toppnum á Íslandi og í Þýskalandi og er nú í öðru sæti í Hollandi, “ segir Carina sem svo sannarlega veðjaði á réttan hest.
Óvæntar vinsældir
Vinsældir bókarinnar í Svíþjóð komu höfundinum og flestum öðrum á óvart og segja má að vanþekking Jonasar á sænska bókamarkaðinum hafi skilað sér í þessum miklu alþjóðlegu vinsældum. Þar sem höfundurinn var óþekktur og viðfangsefnið og tónninn í bókinni er býsna sérstakur taldi sænskur útgefandi Jonasar að bókin yrði mjög erfið í kynningu. Hún fékk hins vegar bestu auglýsingu sem hægt er að hugsa sér þegar en hún fór að spyrjast vel út frá manni til manns. Ekki ósvipað og gerðist hér á Íslandi þar sem bókin laumaði sér á markaðinn í kilju og fór síðan á fleygiferð. Jónas sjálfur sá ekki fyrir sér að bókin ætti erindi út fyrir Sviþjóð sagði hann útgefanda sínum að láta það eiga sig að reyna að koma bókinni á framfæri við erlend forlög. Hann stóð í þeirri meiningu að útgefendur myndu hafa samband að fyrra bragði ef þeir kærðu sig um að gefa bókina út. Því leið og beið þar til Carina setti sig í samband við Jonas. Faðir hennar hafði lesið Gamlingjann og bent henni á að hafa auga á Jonasi. Hún sendi honum því tölvupóst, gerðist umboðsmaður hans og skömmu síðar var bókin komin á fleygiferð í Evrópu. Forlög börðust um útgáfuréttinn og á nokkrum mánuðum hafði Carina selt bókina á fimmtán tungumálum og nú hefur þýðingarétturinn verið seldur til 30 landa.
Sorglegasta öld sögunnar
Gamlingjanum hefur verið líkt við kvikmyndina Forrest Gump, með Tom Hanks, og það er síður en svo úr lausu lofti gripið þar sem Jonas segir frá ævintýrum Alans Karlssonar sem forðar sér frá hundrað ára afmælisvæslu sinni með því að skríða út um glugga á elliheimilinu og fara á flakk. Á ferðum sínum rifjar hann upp ævi sína sem er samofin sögu 20. aldarinnar en á vegi hans urðu ekki ómerkari menn en Maó formaður, Winston Churchill, Stalin og Harry Truman svo fáeinir séu nefndir. Jonas segir sjálfur, í viðtali sem Lasse Winkler átti við hann fyrir Svensk Bokhandel, að hugmyndin hafi verið að láta gamlingj-
Útbrunninn á fjölmiðlum
Jonas Jonasson gafst upp á starfi sínu við fjölmiðla. Hann seldi eigur sínar og yfirgaf Svíþjóð en sleppti um leið gamlingjanum lausum en saga hans hafði gerjast í kolli hans frá árinu 1994 eða áður en Gump kom fram á sjónarsviðið. Mynd/Gabriela Corti.
Deilan um drenginn Jonas Jonasson stendur í harkalegri forræðisdeilu við Alex Toja, kínverskindónesíska barnsmóður sína. Saman eiga þau soninn Jonathan sem elst upp hjá föður sínum. Undirskriftum hefur verið safnað á Netinu þar sem skorað er á Jonas að skila barninu umsvifalaust til móðurinnar. Tóninn er harður en þó er reynt að höfða til gæsku rithöfundarins og hann hvattur til að virða mannréttindi
barnsins og leyfa því að kynnast menningu móðurfjölskyldunnar. Alex býr í Gotlandi og byrjaði að læra sænsku í janúar í fyrra. Stuðningsfólk hennar telur Jonas beita fyrir sig spilltum embættismönnum og hagnýta sér tungumálaörðugleika og vanþekkingu móðurinnar á sænska kerfinu. Þá er hann sakaður um rasisma þar sem hann hafi sagt að Toja hafi ekki náttúrlega tengingu
við Svíþjóð, landið þar sem Jonathan fæddist og býr í. Skorað er á almenning að sniðganga bækur Jonasar, væntanlega kvikmynd og allar afurðir verka hans þar til hann skili barninu til móður sinnar. Þessi áskorun hefur, eins og dæmin sanna, þó ekki borið mikinn árangur þar sem Gamlinginn hefur slegið í gegn hvar sem hann hefur drepið niður fæti. Útgefandi Jonasar á
Íslandi er JPV og hefur forlagið ekki farið varhluta af þessu en í fyrra streymdu tölvupóstar til JPV þar sem vakin var athygli á stöðu forræðisdeilunnar. Póstarnir voru staðlaðir og því líklegt að þeir hafi allir verið sendir í gegnum undirskriftasíðuna. Samkvæmt heimildum Fréttatímans ollu skeytin ekki neinu uppnámi þar á bæ enda tíðkast víst ekki að útgefendur skipti sér af einkalífi höfunda.
Jonas tók saman föggur sínar og flutti með son sinn til Sviss þaðan sem hann fylgdist með Alan Karlssyni hefja sigurför sína, auk þess sem sá gamli færði Jonasi nýtt líf í tvennum skilningi. „Þegar ég hætti í fjölmiðlunum var ég algerlega úrvinda og galtómur. Mér fannst ég ekki vera neitt og það mikilvægasta fyrir mig við útkomu bókarinnar var að þá var ég orðinn rithöfundur. Ég fann það strax að ég hafi fengið nýtt sjálf, meira að segja áður en bókin var komin í hillur verslana. Sölutölurnar eru mér því ekki jafn mikilvægar og margur myndi ætla.“ Jonas segist ekki hafa fylgst neitt sérstaklega með velgengni bókarinnar. Hann láti hverjum degi nægja sína þjáningu og eigi fullt í fangi með að vera einstæður faðir. Eftir nær þriggja ára dvöl á landamærum Sviss og Ítalíu sneri hann aftur heim með syni sínum og þeir búa nú í sænskri sveit þar sem Jonas vinnur að sinni næstu bók.
Gamlinginn á hvíta tjaldið
Gamlinginn er þó hvergi nærri horfinn út úr lífi Jonasar. Frekari landvinningar eru nánast óhjákvæmilegir og gengið hefur verið frá samningum um gerð kvikmyndar byggðri á bókinni. Hinn virti, sænski leikstjóri Felix Herngren hefur tekið verkið að sér en aðkoma hans að myndinni réði úrslitum um að Jonas sló til. Ráðgert er að tökur á myndinni hefjist í sumar. „Það er ofboðslega skemmtilegt að njóta þess trausts að fá að gera bíómynd upp úr þessari stórkostlegu sögu,“ segir Herngren í ScreenDaily International. „Gamlinginn náði tökum á mér frá fyrstu síðu. Hún er húmorískt meistaraverk sem verður að kvikmynda.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
í flottu forMi á Nýju áRI!
nýtt
visatíMabil
kynning
-18 í dag kl. 16 í smáralind
hydroxyCut hardCore er eitt sterkasta brennsluefni í heiminum í dag. Margfaldar fitubrennslu, minnkar matarlyst og gefur orku. 250 mg af koffeini í einum skammti.
aMino energy Orka fyrir æfingar eða yfir daginn. Inniheldur grænt te og grænt koffín. Vatnslosandi og eykur fitubrennslu.
kókosvatn Náttúrulegur næringargjafi, fitulaust og hitaeiningasnautt. Hentar einstaklega vel eftir æfingar.
tilBoÐ
8.999
kr/stk
fullt verð 9.999.-
now prótein Próteinblöndur í hæstu mögulegum gæðum og líkt og aðrar Now vörur eru próteinin: án apartams, án súkralósa, sætt með stevía, án litarefna, án uppfylliefna, án glútens, án soja, án gers, án sykurs og án rotvarnarefna.
Myoplex Máltíðarbréf Bragðgóður máltíðardrykkur sem hentar vel eftir æfingu. Inniheldur góða samsetningu próteina, kolvetna, fitu, trefja og annarra næringarefna sem aðstoða við vöðvauppbyggingu og orkuhleðslu líkamans. tilBoÐ
20% afsláttur við kassa
tilBoÐ
259
kr/stk fullt verð 299.-
tilBoÐ
20%
kynning
-18 í dag kl. 14 í skeifunni
afsláttur við kassa
nutraMino iCe tea Brennsludrykkur sem virkar. Mjög vatnslosandi, sykurlaust, grænt te, andoxunarefni, 75mg koffín. Mjög bragðgóður og svalandi.
hveitikíMolía Rík af E-vítamíni, sem hefur græðandi áhrif á erfiða húðkvilla. Einnig öflug til varnar hættulegum sindurefnum sem er jafnfram forvörn gegn krabbameini. Gott er að taka inn eða bera á húð.
tilBoÐ
20% afsláttur við kassa
tilBoÐ
20% afsláttur við kassa
solla kynnir
-18 í dag kl.16 í kringlunni
nutraMino whey prótein Nr.1 í Danmörku. 100% hreint mysuprótein ríkt af BBCA (levsín, iso-levsín og valín).
Zone perfeCt Bragðgóðar og næringarríkar máltíðarstangir á góðu verði. Handhæg millimáltíð sem inniheldur minnst 14 g af próteinum. En það besta er auðvitað bragðið!
nupo næringarfæðið Einhver áhrifamesta og öruggasta aðferð sem þekkist þegar markmiði er að léttast, vottað af læknum og lyfjafræðingum. Nupo tryggir að líkaminn fái öll þau vítamín, steinefni og næringarefni sem hann þarfnast. Það eina sem skorið er við nögl eru hitaeiningarnar.
tilBoÐ
6 5 fyrir
qnt prótein sjeik Kóngurinn í próteinsjeikum, 53g af próteini. Hentar vel strax eftir æfingu.
tilBoÐ
20% afsláttur við kassa
tilBoÐ
20% afsláttur við kassa
supreMe próteinstykki Henta vel sem millimál eða máltíð. Yfir 20 verðlaun um allan heim fyrir bragðgæði.
ar arnar & ív a n n y k unni
16-18 í kringl föstudag kl. unni 15-17 í kringl kl. g da ar laug gott verð
199
kr/stk
tilBoÐ
20% afsláttur við kassa
Gildir til 23. janúar á meðan birgðir endast.
tilBoÐ
20% afsláttur við kassa
24
handbolti
Helgin 13.-15. janúar 2012
Strákarnir okkar hefja leik á mánudag
Aron Pálmarsson
Henry segir: „Þar sem kóngurinn Ólafur Stefánsson verður ekki með í fyrsta skipti í 19 ár þarfnast Ísland þess að prinsinn Aron stígi upp. Hann vill losna við „efnilega“ stimpilinn og fær nú kjörið tækifæri til þess. Sviðið er hans.“
Björgvin Páll Gústavsson
Henry segir: „Ísland komst ekki á stall með þeim allra bestu fyrr en Björgvin varð aðalmarkvörður landsliðsins. Án alvörumarkvörslu fer Ísland ekki langt. Björgvin þarf því að vera í sama formi og á síðustu mótum svo Ísland geti gert eitthvað í Serbíu.“
Ingimundur Ingimundarson
Henry segir: „Vörn vinnur leiki. Með vörn kemur markvarsla. Klisjur en sannar þó. Vörnin verður að halda saman í Serbíu og þar er Diddi aðalmaðurinn. Hann þarf að eiga verulega gott mót.“
Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta í Vrsac í Serbíu á mánudaginn en þá mætir liðið Króatíu. Í sterkum D-riðli eru auk þess Noregur og Slóvenía. Á síðasta Evrópumóti í Austurríki hafnaði íslenska liðið í þriðja sæti eftir sigur á Pólverjum. Nú er liðið án Ólafs Stefánssonar, sem gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, og því rennir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari nokkuð blint í sjóinn. Liðið spilaði ágætlega á æfingamóti í Danmörku um síðustu helgi og vann meðal annars Slóvena en síðasti leikur fyrir mótið fer fram í kvöld í Laugardalshöll þar sem liðið mætir Finnum. Fréttatíminn fékk Henry Birgi Gunnarsson, íþróttafréttamann á Fréttablaðinu, til að skoða á hvaða mönnum mun helst mæða í íslenska liðinu og hvaða leikmenn í hinum þremur liðunum gætu reynst strákunum okkar skeinuhættastir.
Uros Zorman
Domagoj Duvnjak
Igor Vori
Bjarte Myrhol
Håvard Tvedten
Christoffer Rambo
Slóveníu Henry segir: „Heilinn í sóknarleik Slóvena; 31 árs, reynslumikill leikmaður sem spilar með Þóri Ólafssyni hjá Kielce. Gríðarlega útsjónarsamur leikmaður sem þarf að hafa góðar gætur á.“
Króatíu Henry segir: „Þessi 23 ára strákur er nýkrýndur besti handboltamaður Króata þar sem hann sló meðal annars Balic við. Spilar með Hamburg og gríðarlega skeinuhættur.“
Króatíu Henry segir: „Talinn besti línumaður heims af mörgum; 203 sentimetrar og 114 kíló. Nánast ómögulegt að stöðva hann. Einnig frábær varnarmaður. Spilar með Þýskalandsmeisturum Hamburg.“
Noregi Henry segir: „Frábær línu- og varnarmaður sem spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Hefur verið að spila frábærlega þó svo hann hafi verið að berjast við krabbamein.“
Noregi Henry segir: „Hinn norski Logi Geirsson. Gríðarlega hæfileikaríkur hornamaður sem spilar fyrir áhorfendur. Allt snýst um snúninga og skot fyrir aftan bak. Skemmtilegur strákur.“
Noregi Henry segir: „Flottasta nafnið í handboltaheiminum; 22 ára örvhent skytta sem átti flotta spretti á HM í Svíþjóð þar sem hann meðal annars skaut Þýskaland í kaf. Verður áhugavert að fylgjast með honum á EM.“
ÞAÐ KOMAST ALLIR MEÐ STRÁKUNUM OKKAR Á EM Í SERBÍU
EM Í HANDBOLTA 15.- 29. JANÚAR ÁFRAM ÍSLAND!
Annað og meira
26
viðtal
Helgin 13.-15. janúar 2012
Guðni Gunnarsson fylgir nú bók sinni Máttur viljans eftir með Mætti athyglinnar þar sem hann kennir fólki að taka ábyrgð á neysluvenjum sínum og öðlast þannig velsæld.
... ég vil geta elskað allt sem fer upp í mig. Ég vil vera í ástarleik með næringunni – alla daga, alltaf.
Göngugrind til betra lífs Lífsráðgjafinn Guðni Gunnarsson er einna þekktastur fyrir Rope Yoga-kerfi sitt sem hann hannaði þegar hann starfaði í Bandaríkjunum. Á þeim áratugum sem hann hefur starfað við að beina fólki inn á heilbrigðari brautir hefur hann viðað að sér reynslu og þekkingu sem hann kýs að miðla áfram með bókum. Fyrir ári síðan sendi hann frá sér bókina Máttur viljans og fylgir henni nú eftir með Mætti athyglinnar þar sem hann vinnur markvisst úr hugmyndafræði fyrri bókar. Hann segir nýju bókina gera þá kröfu til lesandans að hann fari fullur athygli í gegnum þau spor til vitundar og sé virkur í vinnu sinni. Hann segir bókina til dæmis geta reynst góður stuðningur þeim sem berjast nú við að standa við áramótaheit sín. Guðni tók Þórarin Þórarinsson á beinið og reyndi að beina honum á rétta braut.
Þ
etta er í raun og veru framhald enda liggur þetta svolítið saman. Í fyrstu bókinni kynnti ég þessa hugmyndafræði og sjö skref til velsældar. Í þessari bók vinn ég úr þessu og legg aðaláherslu á það sem við köllum næringarsálfræði,“ segir Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi. Hann er að tala um nýju bók sína sem heitir Máttur athyglinnar – bók sem er framhald rómaðrar bókar sem Guðni sendi frá sér og heitir Máttur viljans. Og það vantar ekkert uppá að blaðamaðurinn, sem hefur í gegnum tíðina iðkað þá óhollu lífshætti sem blaðamennskunni fylgir, sé með bísperrt eyrun. Hann leitar færis, að halda í ósiðina, en Guðni er fastur fyrir.
Fitandi fólk
Guðni gengur út frá því að allt sem fólk lætur ofan í sig hafi áhrif, ýmist góð eða slæm. „Við verðum að skilja að allt er orka sem við ráðstöfum viljandi eða óviljandi. Það er til dæmis ekki til neitt sem heitir óhollur matur heldur bara fólk sem er annað hvort hliðhollt sér eða ekki.“ Guðni hafnar hugmyndinni um að til sé fitandi matur en hins vegar sé til „fitandi fólk og fólk sem notar mat til að refsa sér.“ Hann segir bókina gefa fólki tækifæri til þess að brjótast úr viðjum vanans með æfingum, fastri umgjörð og verkefnum sem ganga meðal annars út á að fylgjast með mataræði og neysluvenjum. „Þessi vani er í raun og veru bara fjarvera og þegar maður er fjarverandi þá er maður ekki ábyrgur og bókin hjálpar fólki að finna út hvað það notar til þess að ala á fjarveru sinni eða þeim skorti sem það er háð.“ Guðni segir þau skref sem hann
kynnir til sögunnar vissulega vera skyld 12 sporum AA-samtakanna. „Í skrefi númer tvö tökum við ábyrgð og hreinlega fyrirgefum okkur framferðið og með því að fyrirgefa sjálfum sér mætir maður inn í augnablikið og getur öðlast mátt. Vegna þess að þú ert orka þá getur þú ekki ráðstafað orkunni viljandi nema með því að taka ábyrgð á henni. Þangað til við tökum ábyrgð erum við í raun og veru bara óviljandi. Við erum alltaf að skapa og þar sem allt er orsök eða afleiðing þá berum við alltaf ábyrgð á tilvist okkar og ef þú ert viljandi þá hefur þú vit. Ef þú ert óviljandi þá ertu bara slys.“
Að fá heimild hjá sjálfum sér
Vissulega nokkuð sem vert er að velta fyrir sér og taka viljandi alvarlega. Guðni birtir í bókinni matseðil vansældar en á honum eru meðal annars gosdrykkir, sælgæti, kaffi, áfengi, unnin kjötvara, orkudrykkir, skyndibitamatur og flestar mjólkurvörur. Allt hlutir sem fólk er umkringt alla daga og freista. Blaðamaðurinn leitar undankomuleiða en þegar Guðni er spurður hvort það sé í raun og veru ekki sjálfsagt að fólki fallist hendur yfir lista hans og játi sig sigrað gefur hann ekkert eftir: „Af hverju fallast þér hendur? Af hverju öðlastu ekki mátt? Og skilur. Þú myndir ekki setja ónýta olíu á bílinn þinn. Eða steinolíu á bensínbíl. Þetta er vani og það er skorturinn sem vælir þegar hann fær ekki beinið sitt. Allar breytingar eru erfiðar fyrir egóið en ekki fyrir hjartað. Bókin hjálpar til við þetta og er eins og göngugrind fyrir okkur á meðan við erum að öðlast mátt til þess að standa á eigin fótum. Þessi bók gengur út á að þú getur allt ef þú leyfir þér það. Þú verður
að öðlast heimild hjá sjálfum þér til þess að vera í velsæld. Þess vegna verður maður að vinna sig í gegnum skrefin. Það eru engar skyndilausnir og það hafa aldrei verið skyndilausnir. Þetta er markviss lausn.“
Fíkn er fjarvera
Fólk tengir iðulega óstjórnlega löngun í mat eða drykk við fíkn en Guðni hefur sínar hugmyndir um rót þess vanda. „Þetta er ekki fíkn í sykur og koffein heldur fíkn í fjarveru og við gerum hvað sem er til þess að öðlast þá fjarveru og erum þá upptekin af því að vera ekki neitt.“ Guðni gerir ekki greinarmun á áfengi og mat í þessu sambandi. „Matur er náttúrlega stærsta fjarveran. Það er ekkert sem við notum eins skipulega eins og mat en það er enginn munur á því að hella sig fullan eða úða í sig sælgæti. Freistingarnar alls staðar en þú þaft ekki að vera einbeittur í þessari vinnu en þú þarft að vera vakandi. Og þú þarft líka að vilja vera vakandi og vilja vera í velsæld. Ef maður er bara fjarverandi slys þá getur maður ekki verið í velsæld vegna þess að þá er maður alltaf að reka sig á.Við sem viljum vita það erum meðvituð um að flest þau matvæli sem eru hér í búðum og á borðum eru eyðilögð og rúin allri næringu.“
Innistæðulaus áramótaheit
Áramótin eru tímamót sem fólk reynir oft að nota til þess að gera róttækar breytingar á lífstíl sínum og neysluvenjum. Allur gangur er á því hvernig fólki gengur að standa við heit sín en Guðni bendir á að ekki sé nóg að lofa sér einhverju hátíðlega. Hugur verður að fylgja máli. „Ef fólk vill nýta sér þessa bók þá
Að taka ábyrgð Við tökum ábyrgð á þeirri orku sem við höfum unnið úr eigin orkuveri. Þegar við vökvum blómið okkar, nærum okkur í vitund, öndum og tyggjum verðum við að kjarnorkuveri. Munurinn á orkuveri og kjarnorkuveri er vitundin.
gæti það ekki fengið betri stuðning við áramótaheitin svokölluðu. Ef þú vilt gera breytingar á tilvist þinni og lífi þínu þá er þessi bók það besta sem ég hef séð. Auðvitað er ég að tala fyrir mína hönd en það er ekki ónýtt að fá upp í hendurnar verkfæri sem styður við þig í fimmtíu daga á meðan þú ert að brölta inn í nýja tilvist. Þegar það er engin innistæða, engin heimild, þá er ekkert óeðlilegt að fólk koxi vegna þess að það veit ekkert hvert það er að fara. Það gleymist alltaf í umræðunni að orðið agi þýðir að segja satt. Þegar maður kann ekki að segja satt þá er maður fljótsvikinn. Þessi fræði ganga meira og minna út á það að maður verður í raun og veru að öðlast heimild hjá sjálfum sér sem byggist á hegðun manns og framferði. Vegna þess að við verðum að vinna okkur í álit hjá sjálfum okkur og verða traustsins verð til þess að við getum treyst okkur.“
Að þola ekki eigin návist
Annar augljós vandi sem blasir við nútímamanneskjunni þegar hún ætlar að taka sig taki er tímaskortur en Guðni tekur ekkert mark á slíkum fyrirslætti. „Hvert ertu að flýta þér? Ertu ekki bara að flýta þér í burtu? Frá sjálfum þér og frá augnablikinu og upplifuninni? Við erum búin að samvenja okkur á það að þola ekki við í eigin návist. Þessi tilhneiging kemur mest úr því sem við köllum markaðssetning nútímans. Það er búið að selja okkur þá hugmynd að við séum ekki nógu góð. Það er tækifæri til að sjá við þessu bulli og láta ekki blekkja okkur. Flestir sem ég spyr hvort þeir hlakki ekki til að verða öðruvísi er svarið alltaf já. Þá er það yfirlýsing um að við viljum ekki vera eins og við erum. Þegar maður er svangur verður maður líka að velta fyrir sér hvort maður sé svangur í huganum eða maganum. Ef maður er svangur í huganum þá er maður í stöðugum skorti og það er ekki hægt að fylla svengd hugans.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
28
tíska
Helgin 13.-15. janúar 2012
2011
Trend
Vinsælustu tískustraumar síðasta árs
Tískustraumar síðasta árs voru fjölbreytilegir og skemmtilegir. Tískan breyttist mikið milli árstíða og voru hátískuhönnuðir duglegir við að skapa nýja og frumlega tískustrauma. Stjörnurnar voru augsýnilega duglegar að fylgja og leggja línur og má hér sjá stutta samantekt á því sem stóð upp úr á árinu 2011. Litagleðin var án efa það sem helst setti mark sitt á síðasta ár. Tískuhúsið Gucci var frumkvöðull hvað þetta varðar og voru stjörnurnar í Hollywood duglegar að bera slíkan klæðnað. „Trendið“ fór snemma af stað á síðasta ári og lifði út sumarið þegar litagleðin stóð sem hæst. Með haustinu var þó litríkum flíkunum pakkað niður og ekki sást mikið af þeim það sem eftir lifði árs. Tískuspekúlantar gera síður ráð fyrir því að þessi tíska muni lifna aftur á þessu ári enda var hún öfgafull og „trend“ sem margir tóku alla leið.
Gengsær fatnaður var feiki vinsæll á síðasta ári og ekki síst síð pils í þeim stíl. Stjörnurnar kepptust við að fjárfesta í svörtum en gegnsæum pilsum frá Gucci og var fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley duglegust í þeim efnum. Pilsin og annar gegnsær fatnaður er alveg jafn vinsæll á nýju ári eins og því liðna og er óþarfi að pakka fatnaðinum niður strax. Spáð er að þetta „trend“ nái hámarki í sumar þegar sólin gerir okkur kleift að klæðast efnalitlum fatnaði.
Leðurkjólar voru ofarlega á baugi á árinu og í öllum regnbogans litum. Nicole Richie var ein af þeim fyrstu sem lét sjá sig í slíkum klæðnaði og fylgdu aðrar konur fljótlega í kjölfarið. Tískuæðið náði svo hámarki þegar Gossip Girl-stjarnan Blake Lively mætti í appelsínugulum leðurkjól á Teen Chose Awards í sumar. Nú í ár eru leðurkjólarnir enn vinsælir; kjólarnir eru rokkaðir og töff og skemmtilegt er lyfta þeim upp með miklu skarti.
Á síðustu mánuðum síðasta árs voru kragarnir að berja sér leið inn í tískuheiminn. Pétur Pan-kragarnir náðu sínum hæstu hæðum í desember og er enn að gera góða hluti hér á Íslandi. Tískuspekúlantar spá að þessi tíska muni lifa út árið en falla hratt að því loknu. Sjónvarpsstjarnan og tískufrömuðurinn Alexa Chung má heita frumkvöðull þessarar tísku.
Houndstoothmynstrið náði nýjum hæðum á þessu ári og voru stelpurnar í Hollywood brjálaðar í það. Þetta mynstur er þó ekki nýtt á markaðnum en svo virðist sem frægir hönnuðir á borð við Salvatore Ferragamo hafi horft það nýjum augum á síðasta ári. Þessi tíska, í þeirri mynd, lifði þó stutt enda var hún ofnotað af mörgum stjörnum. Hér á Íslandi er það þó ekki eins áberandi og er hægt að segja sem svo að þetta hafi ekki náð fótfestu hér á landi nema þá sem mynstur sem við höfum verið dugleg að nota í marga áratugi.
Trend
2012 Skósíðu kjólarnir voru líklega óvæntasta tískusveifla síðasta sumars og hélt það vinsældum sínum alveg þangað til að vetrarmánuðirnir tóku við. Ekki er búist við því að þessir kjólar verði eins ráðandi þetta árið samkvæmt tískuspekúlöntum en mun styttri útgáfa kjólanna koma sterkt inn. Kjólar og pils sem rétt ná niður á miðja kálfa verða líklega allsráðandi í sumar og má einkum þakka tískuhúsinu Chloe það.
Sumarlína Chloe sem frumsýnd var í október.
Pastel-litirnir voru áberandi á tískupöllunum í haust þegar helstu hönnuðir heims frumsýndu vorlínuna fyrir árið 2012. Blái liturinn, bleiki og guli voru vinsælustu pastellitirnir og spá tískuspekúlantarnir að þessir litir taki við af litagleðinni sem ríkti síðasta sumar.
Givenchyhönnun á tískupöllunum í París í október.
Vinsælir tískustraumar á nýju ári Hnéhá stígvél eru að brjóta sér leið inn í tískuheiminn og þá sérstaklega núna í vetur þegar kuldinn og snjórinn er sem mestur. Eins og með svo margt annað á þessi tíska upphaf sitt á tískupöllunum og er hönnuðurinn Jaeger einn helsti frumkvöðullinn. Hnéháu stígvélin munu ekki hverfa þegar líða fer á sumarið heldur taka þá við léttari og sumarlegri stígvél.
Jaeger tískusýningin í haust fyrir 2012 vetrartískuna.
Litaglaðar kvenmannsdragtir eru að koma sterkar inn á nýju ári – þökk sé tískuhúsinu Elie Saab. Þetta er kvenlegur fatnaður sem hentar vel við öll tilefni, hvort sem það er í samkvæmið eða í vinnuna. Fleiri tískuhús hafa fetað í fótspor Elie Saab og búist er við heljarinnar dragta-sprengju í vor.
Á tískusýningu Elie Saab sem haldin var í október.
Myllu heilkornabrauð
LÍFSKORN
HeilkornKím
Næring fyrir fræið, inniheldur andoxunarefni, E-vítamín og B-vítamín
Fræhvíta
Orkugjafi, inniheldur kolvetni og prótein
Klíð
Ytri skel sem ver fræið, inniheldur trefjar, B-vítamín og steinefni
VE
LK ORN
0g
Net tóþ yn gd :4 5
Lífskornið mitt er ba k
að úr hv
eitikorn i og rúg
i
Heilt hveitikorn & rúgur
LD U HEI
Myllan, 2011. © Þessa mynd má nota óbreytta. Getið uppruna.
Fita
Sykur
Natríum
00g að hámarki íað1hámarki 11g prótín 5g/100g 0,5g/100g að hámarki 7g/100g
Kröfur til heilkornabrauðs
11g prótín
Trefjar
a.m.k. 5g/100g
Heilkorn
a.m.k 50% af mjöli
í 100g
Lífskorn heilkornabrauð
Lífskorn
Fita 3g/100g
Natríum 0,49g/100g
Sykur 0g/100g
Trefjar 7g/100g
Heilkorn 75% af mjöli
30
viðtal
Helgin 13.-15. janúar 2012
Var meira en hundrað kíló en keppir nú í fitness Þegar Anna Lovísa Þorláksdóttir var átján ára sýndi vigtin 104 kíló. Hún var andstutt og henni leið illa. Rúmlega tveimur árum síðar er hún komin í keppisform í fitness og tilveran hefur tekið á sig nýjan lit. Í viðtali við Sölva Tryggvason segir hún söguna að baki hamskiptunum. Ljósmyndir/Hari
Þ
að er með þéttu handataki sem ég heilsa Önnu Lovísu Þorláksdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Óvenju þétt. Því hefur löngum verið haldið fram á Íslandi að handatak segi mikið um fólk og í þessu tilviki á þéttleikinn vel við. Þessi tuttugu og tveggja árs gamla Hafnarfjarðarmær, sem átti afmæli í vikunni, virðist algjört orkubúnt. Ákveðin og kraftmikil ung kona. Það er hret úti og slabb á götunum og árið er rétt að hefjast. Margir hafa sett sér áramótaheit, en dæmin sýna að fæstir standa við þau. En Anna Lovísa hefur staðið við sitt frá í byrjun árs 2009. Fyrsta markmiðið var að komast í kjörþyngd og næsta markmið var að fara á svið í fitness. Hvort tveggja hefur gengið eftir. Á rúmum tveimur árum hefur hún farið úr því að vera í hættulegri yfirvigt yfir í keppnisform í fitness. Þegar Anna Lovísa var aðeins 18 ára gömul var hún orðin 104 kíló, leið illa með sjálfa sig og heilsan var að gefa sig. Við hefjum samtal okkar þar.
Ég var í hlutverki fyndnu feitu gellunnar þegar ég var á meðal fólks, en mér leið mjög illa. Bæði var allt orðið erfitt og mikið andlegt slen yfir mér.
Fékk nóg af sjálfri sér
„Ég leit í spegil einn daginn og ákvað að þetta gengi ekki lengur. Ég var hætt að geta spilað fótbolta, sem ég hafði stundað frá því ég var sex ára, af því hnén voru alltaf slæm, ég pústaði mig mörgum sinnum á dag við astma og sjálfsmyndin var í molum. Ég var ennþá bara í menntaskóla, en mér leið eins og lífið væri að sigla framhjá mér, þegar það átti að vera rétt að byrja,“ segir Anna Lovísa, sem segist alla tíð hafa verið þétt, eða þybbin, þó að hún hafi verið á kafi í íþróttum – komin í meistaraflokk í knattspyrnu aðeins fjórtán ára gömul. Það var ekki fyrr en hún hætti að æfa, sautján ára sem tók að stefna í óefni. „Matur var farinn að vera eitt af því fáa sem veitti mér einhverja vellíðan, þó að hún hafi auðvitað varað stutt. Ég borðaði til að láta mér líða betur og var kominn á þann stað að kæruleysið var alls ráðandi. Skítt með þetta, ég er hvort eð er of þung. En fólk sá svo sem ekkert utan á mér að mér liði illa. Ég var í hlutverki fyndnu feitu gellunnar þegar ég var á meðal fólks, en mér leið mjög illa. Bæði var allt orðið erfitt og mikið andlegt slen yfir mér og svo var ég með lélega sjálfsmynd,“ segir Anna Lovísa, sem þótti líka leiðinlegt að bera sig saman við bestu vinkonu sína, Söru Björk Gunnarsdóttur, sem er komin í atvinnumennsku í knattspyrnu. „Auðvitað langaði mig að geta jafn mikið og hún. Ég var kominn í meistaraflokk fjórtán ára og hafði allt mitt líf verið í fótboltanum. Það var allt í einu farið, eins og svo margt annað.“
Sem fyrr segir fékk Anna Lovísa einfaldlega nóg í byrjun árs 2009 og ákvað að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra.
Astminn hvarf og sjálfstraustið kom
„Ég byrjaði á að taka út hvítan sykur, hætta brauðáti, minnka einföld kolvetni í fæðunni og borða minni skammtastærðir. Ég fann mjög fljótt að ég var á réttri leið, þó að þetta hafi ekki gerst á neitt
undraverðum hraða. Mér fór að líða betur og hélt mínu striki. Það má segja að ég hafi lést á mjög heilbrigðan hátt, ekki of hratt, þannig að húðin náði að aðlaga sig. Eftir tuttugu kíló fór pústið sem ég notaði við astmanum og ég hef ekki notað það síðan. En það var ekki fyrr en eftir um það bil ár sem ég áttaði mig almennilega á breytingunni sem hafði orðið. Þá sá ég gamlar myndir og mér krossbrá. Margt feitt fólk er ekkert ósvipað
þeim sem eru með átröskun að því leyti að það sér sig ekki jafnfeitt og það er. Ég sá aldrei hundrað og fjögur kíló í speglinum. Það var ekki fyrr en mamma sýndi mér um daginn myndir síðan um jólin 2008 að ég áttaði mig á hversu vonda stöðu ég var komin í. En það er ekki síður andlega sem mikil breyting hefur orðið. Maður treystir sjálfum sér betur og líður betur á allan hátt.“ Í apríl 2011 ákvað Anna Lovísa
Sölvi Tryggvason ritstjorn@frettatiminn.is
að taka næsta skref og skora sjálfa sig á hólm. Hún var þá nokkurn veginn komin í kjörþyngd og fór með vinkonu sinni að horfa á keppni í fitness. Framhald á næstu opnu
Kauptu vörur frá þessum vörumerkjum og festu kassakvittunina við þátttökuseðilinn 1-10. vinningur: 25.000 kr. vöruúttekt í Fjarðarkaupum 11-20. vinningur: 15.000 kr. vöruúttekt í Fjarðarkaupum
Þátttökuseðill Festu kassakvittunina við þátttökuseðilinn og settu í kassann í anddyrinu og þú ert komin/n í hóp líklegra vinningshafa. Dregið á hverjum föstudegi fram til 3. feb. 2012 Nafn: Heimilisfang: Sími: Netfang:
Dregið á hverjum föstudegi fram til 3.feb. Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag
32
viðtal
Helgin 13.-15. janúar 2012
Ég byrjaði á að taka út hvítan sykur, hætta brauðáti, minnka einföld kolvetni í fæðunni og borða minni skammtastærðir. Ég fann mjög fljótt að ég var á réttri leið, þó að þetta hafi ekki gerst á neitt undraverðum hraða. Anna Lovísa þegar hún var sem allra allra þéttust á velli.
Anna Lovísa er í frábæru formi í dag og keppir í fitness.
Áfram veginn í nýjum CAPTIVA
Það er ekkert sem stöðvar vinsældir Chevrolet Captiva hjá Íslendingum og engin tilviljun að hann var einn söluhæsti sportjeppi síðasta árs. Fólk veit að Captiva er hlaðinn staðalbúnaði, býr yfir afburða togkrafti og er þrælfallegur. Komdu í reynsluakstur og kynntu þér hvað sölumenn okkar eru tilbúnir að gera fyrir þig. Chevrolet salurinn er opinn alla virka daga frá 10 til 18 og frá 12 til 16 á laugardögum - benni.is
til aptiva C m u Eig ax ! slu str ð i e r g f a
viðtal 33
Helgin 13.-15. janúar 2012
Óraunverulegt að standa á bikini í stóra salnum í Háskólabíói „Ég ákvað að láta á það reyna hvort ég gæti keppt í nóvember. Bæði vegna þess að mig langaði til þess og líka vegna þess að ég var hrædd um að ef ég setti mér ekki markmið myndi kannski allt fara í sama farið aftur, þar sem ég var ekki vön því að standa í stað í þyngd. Það var bæði erfitt og skemmtilegt að undirbúa sig undir mótið. Það reynir mjög mikið á mann vikurnar fyrir mót og ég gæti til að mynda ekki keppt þrisvar til fjórum sinnum á ári eins og sumir gera.“ Í undirbúningnum fékk Anna Lovísa endanlega staðfestingu á því að einföld kolvetni og mjólkurvörur væru ekki fyrir hana. „Ég tók alltaf minn nammidag einu sinni í viku og þá var ég orðin svo hrein að ég fann áhrifin af sykrinum og mjólkinni. Ég var þung í maganum og fékk brjóstsviða og ógleði daginn eftir nammidagana. Þetta er mjög misjafnt á milli einstaklinga. Ég hætti að borða kolvetni fjórum vikum fyrir mót og fannst það ekkert hræðilega erfitt. En svo voru að keppa með mér stelpur sem hættu kolvetnum í eina viku og voru ítrekað næstum lentar í árekstrum, af því að heilinn í þeim virkaði varla,“ segir Anna og hlær. Þegar ég bið hana að lýsa tilfinningunni að standa á sviði í fitness keppni eftir að hafa glímt við alvarlega offitu stendur ekki á svörum „Þetta var eiginlega óraunverulegt. Ég sem þorði ekki einu sinni í sund stóð allt í einu á bikini í stærsta salnum í Háskólabíói. Ég var næstum hætt við rétt áður en ég steig á svið, en þegar þetta var afstaðið leið mér eins og ég hefði farið í fallhlífarstökk. Þess vegna langar mig að gera þetta aftur. Síðast keppti ég fyrir sjálfa mig, en núna langar mig að keppa af alvöru. Hún segist meðvituð um að það sé hætta á annars konar öfgum í vaxtarrækt og fitness.
Hræðslan við lóðin er misskilningur
„Ég þarf að læra að finna jafnvægið og halda mér í eðlilegri þyngd og held að það muni takast. Ég verð að passa mataræðið, því ég mun alltaf eiga auðvelt með að fitna. En það er svo mikill misskilningur að halda að það þurfi að vera leiðinlegt að borða hollan mat. Þegar manni líður betur fer manni að finnast maturinn góður og lærir líka að halda í fjölbreytnina.“ Anna Lovísa æfir núna yfirleitt fimm sinnum í viku, en eykur það upp í sex til átta skipti fyrir mót. Hún æfir nær eingöngu með lóð og segir það algengan misskilning hjá konum að þora ekki að styrkja vöðvana af ótta við að verða stórar. Að sama skapi þýði ekkert að borða of lítið, því þá hrynji brennslan niður í ekki neitt. Sjálf hefur hún gert þessi mistök og talar því af reynslu. Hún mælir með því að þeir sem vilji taka á offitu tali við fagaðila og á eitt ráð fyrir konur sem vilja koma sér í form: „Stelpur, ekki vera hræddar við lóðin!“
Umsóknir um
styrkveitingar 2012 Viðlagatrygging Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem ætlað er að varna eða draga úr tjóni af völdum náttúruhamfara skv. 21. gr. laga nr. 55/1992. Stjórn Viðlagagatryggingar Íslands hefur sett sér reglur um styrkveitingarnar sem má nálgast á heimasíðu félagsins, www.vidlagatrygging.is undir „Forvarnir“. Heimilt er að veita styrki til eftirfarandi: 1. Rannsókna. 2. Framkvæmda til að varna eða draga úr tjóni vegna náttúruhamfara. 3. Fræðslu og þjálfunarmála landssamtaka sem eru með samstarfssamning við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um skipan hjálparliðs. Styrkumsókn skal fylgja greinargerð þar sem lýst er á hvern hátt umrætt verkefni stuðli að því að efla forvarnir eða draga úr tjóni á tryggðum eignum vegna náttúruhamfara. Einnig skal fylgja tímaog kostnaðaráætlun. Styrkumsókn skal fylgja staðfesting á fjárframlagi frá öðrum styrktaraðilum verkefnisins eða vilyrði um fjárstyrk eða fjárframlag frá öðrum aðilum eftir því sem við á. Athygli er vakin á því að styrkveitingar eru aðeins afgreiddar einu sinni á ári. Afgreiðsla styrkveitinga fer fram í mars ár hvert. Umsóknum skal skilað skriflega í bréfpósti. Öll tilskilin fylgigögn þurfa að berast með umsókn, að öðrum kosti eru umsóknir ekki teknar til umfjöllunar.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2012. Umsóknir skulu sendar til: Viðlagatrygging Íslands, v/styrkumsóknar, Borgartúni 6, 105 Reykjavík Borgartúni 6 • 105 Reykjavík Sími 575 3300 • Bréfsími 575 3303
Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - 590 2000 • Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3330 • Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - 461 3636
Sérfræðingar í bílum
34
fréttir vikunnar
Helgin 13.-15. janúar 2012
1
Vikan í tölum
Óvissa um nýtingu Vaðlaheiðarganga Mikil óvissa er um hversu margir komi til með að nýta sér Vaðlaheiðargöng, að mati IFS-greiningar. Meðal annars er bent á að veggjaldið sé mun hærra en sá rekstrarkostnaður sem sparast við að aka göngin.
dagur þar sem konur gegndu embætti forsætisráðherra, forseta Alþingis, fjármálaráðherra og forseta Hæstaréttar á sama tíma. Það gerðist 31. desember 2011 þegar Oddný G. Harðardóttir var skipuð fjármálaráðherra. Það var jafnframt síðasti dagur Ingibjargar Benediktsdóttur sem forseta Hæstaréttar.
Stefnir í sameiningu Garðabæjar og Álftaness Innanríkisráðherra vonast til þess að samkomulag náist fyrir vorið um sameiningu Álftaness og Garðabæjar. Stærstu ágreiningsefnin hafi verið útkljáð.
Tugmilljóna króna tap vegna rafmagnsleysis Vegna rafmagnsleysis stöðvaðist framleiðsla hjá járnblendiverksmiðju Elkem og álveri Norðuráls á Grundartanga á þriðjudagskvöld og aðfararnótt miðvikudags. Talið er að tugmilljóna tap hafi orðið.
Lagst gegn aukalandsfundi Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar leggst gegn því að haldinn verði aukalandsfundur í vor. Málinu var skotið til flokksstjórnar sem tekur málið fyrir í lok janúar.
Hætt við að rukka þroskahamlaða
Raðstela flatskjám
ár voru liðin í vikunni frá því að hinar umdeildu fangabúðir Bandaríkjanna í Guantanamo á Kúbu voru opnaðar.
Rúða var brotin og farið inn í húsnæði Náttúrufræðistofu Kópavogs fyrr í vikunni. Rifinn var niður 46 tommu flatskjár sem hafði verið rammlega festur á vegg. Þetta er í annað sinn á tæpum mánuði sem rúða er brotin og stórum flatskjá stolið af stofnuninni.
Ward aðalmálflytjandi í Icesave Utanríkisráðherra hefur ákveðið að ráða breska lögfræðinginn Tim Ward til að vera aðalmálflytjandi í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum.
Lárus og Guðmundur neita sök
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að bakka með ákvörðun sína um að innheimta fæðisgjald af þroskahömluðum starfsmönnum á Bjarkarási og Lækjarási..
Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, neituðu báðir sök í máli sérstaks saksóknara á hendur þeim.
Rýmingarsala á flísum og fleiru
Rýmum fyrir nýjum vörum. Yfir 40 tegundir af flísum. Mikil verðlækkun, verð frá kr. 900 pr m2. Einnig útlitsgallaðar vörur á niðursettu verði!
Gott verð fyrir alla alltaf – í 10 ár
Veturinn nú er harðari en um langt árabil. Mikill snjór er á öllu landinu, ófærð víða og hálka. Í höfuðborginni hefur snjóþekja verið frá því í nóvemberlok. Víða eiga ökumenn í erfiðleikum og gangandi vegfarendur þurfa að klöngrast yfir klakaruðninga. Það er því full þörf á snjóplógum. Þessi auðveldaði umferð í Skipholtinu í Reykjavík. Ljósmynd/Hari
Bjart lið, bilað nafn
Gnarr og stóra snjóhneykslið
Guðmundur Steingrímsson og Heiða Helgadóttir tilkynntu fyrir síðustu helgi að nýja stjórnmálaaflið sem þau standa að eigi að heita Björt framtíð. Nánast allir á Facebook þurftu að hafa skoðun á nafngiftinni, sem féll í fremur grýttan jarðveg.
Jón Gnarr borgarstjóri mætti í Kastljósið til Sigmars Guðmundssonar á miðvikudagskvöld og þurfti meðal annars að svara fyrir brotin bein í um 70 manns og skort á sandi og salti á götum Reykjavíkur. Óhætt er að segja að viðtalið hafi vakið viðbrögð á Facebook og voru mjög skiptar skoðanir á frammistöðu hans:
Páll Ásgeir Ásgeirsson Finnst að „Björt framtíð“ væri gott nafn á einkarekna veðurstofu.
Óli Gneisti Sóleyjarson Nógu hallærislegt til þess að vera flott? Nei. Bara alveg rosalega hallærislegt.
Lára Hanna Einarsdóttir „Björt framtíð“. Hljómar eins og frasi sem maður skrifaði í minningabækur í barnaskóla. Það er eitthvað tragískt við þetta...
Einar Skulason Andri Þór Sturluson Ég get samvisku minnar vegna ekki kosið flokk sem heitir Björt framtíð. Ekki frekar en ég gæti kosið Snúllubossana, Krúttipúttin eða Bumbubúaflokkinn.
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Guðmundur Steingrímsson Er þingmaður Bjartrar framtíðar!
BÆ
F
K
A NJ
RÐ
3 - REYK JA VÍ
AR
JA BR A UT 9 - REYK
NE
S
Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - benni@benni.is - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333
konur ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna PIP-sílikonpúðanna sem hann flutti inn og setti í konurnar.
Stefán Pálsson Í landi þar sem umhverfisráðherrar eru skammaðir fyrir að ísbirnir séu mannýg villidýr, er ekkert óeðlilegt þótt borgarstjórar séu skammaðir fyrir að það snjói.
Ómar R. Valdimarsson Sé ekki betur en að Jón Gnarr sé í kvöld, í fyrsta skipti, meðhöndlaður eins og stjórnmálamaður en ekki brandarakarl, í sjónvarpsviðtali. Simmi í Kastljósinu fær plús í kladdann...
Orri Björnsson Ég er ekki kommúnisti, en eftir að hafa horft á borgarstjórann í Reykjavík í Katljósi. Þá verð ég að segja að ég er bara nokkuð sáttur við bæjarstjórann í Hafnarfirði. Þó hann sé náttúrlega bara gamalt kommagrey.
Gunnar Í Krossinum Þorsteinsson Við getum tekið okkar ágæta borgarstjóra og flokkinn hans okkur til fyrirmyndar. Þeir tala aldrei illa um nokkurn mann.
40
prósent er munurinn á hæstu og lægstu leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins samkvæmt könnun ASÍ. Ísafjarðarbær er með hæstu gjöldin en Reykjavík er með þau lægstu.
Slæm vika
Góð vika
fyrir Jens Kjartansson lýtalækni
fyrir Halldór Halldórsson snjóbrettamann
Í frí með málsókn yfir höfði sér
Ð SLÓ KI IS
52
Heitustu kolin á
Skál fyrir Bjartri framtíð.
Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri
10
Síðustu dagar hljóta að vera með þeim allra verstu í lífi Jens Kjartanssonar lýtalæknis. Vonda veðrið í kringum hina gölluðu PIP sílikonpúða, sem hann græddi í meira en fjögur hundruð pör af brjóstum, varð að blindhríð í vikunni og Jens sá sér þann kost vænstan að biðja um leyfi frá störfum sínum sem yfirmaður lýtalæknadeildar Landspítalans. Rúmlega fimmtíu konur hafa boðað málsókn á hendur Jens vegna sviknu púðanna. Að auki hafa heilbrigðisráðherra og landlæknir fært til bókar að hann megi búast við endurkröfu vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar ríkisins við að standa vörð um heilsu kvenna með sílikonfyllingar frá PIP.
Boðið á HM í Ósló Akureyringurinn Halldór Helgason hefur fengið sérstakt boð um taka þátt í heimsmeistaramótinu á snjóbrettum, sem fer fram í Ósló eftir mánuð samkvæmt heimildum vísis.is. Halldór er einn af fremstu snjóbrettamönnum heims, er atvinnumaður í íþróttinni og er eftirsóttur af framleiðendum snjóbrettakvikmynda eins og Fréttatíminn sagði frá í fyrra. Bróðir Halldórs, Eiríkur, hefur snjóbrettamennsku að lífsviðurværi. Saman halda þeir úti síðunni helgasons. com og hafa hannað snjóbretti undir merkjunum 7-9-13 og Lobster og líka húfur undir merkinu Hoppipolla. Vikurnar geta varla verið betri en þegar menn vita að framundan er keppni við þá allra bestu.
Aumir og stífir vöðvar?
Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum Din smertestillende løsning til lokal behandling af smerter i ryg, skuldre og muskler
! Nýtt lokna
Auðvelt að op
NJÓTUM ÞESS AÐ HREYFA OKKUR
Fæst án lyfseðils Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
36
viðhorf
Helgin 13.-15. janúar 2012
Sögufræg hús
Fært til bókar Í fótspor drottninganna Vera kann að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi verið full fljótur á sér þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt úr embætti í nýjársávarpinu. Í lok kjörtímabilsins hefur hann setið á Bessastöðum í sextán ár, frá árinu 1996. Ýmsir gerðu því skóna að forsetinn ætlaði sér að minnsta kosti eitt kjörtímabil í viðbót, það er setu í 20 ár. Sá tími er ekki langur miðað við þann þjóðhöfðingja sem næst okkur stendur, Margréti Þórhildi Danadrottningu. Hún er að sönnu ekki þjóðkjörin heldur fékk embættið í arf en það breytir ekki því að hún hefur nú ríkt í fjörutíu ár sem drottning Dana. Hátíðahöld vegna
Nýtt hlutverk Hegningarhússins
þessa hófust fyrr í vikunni en á morgun, 14. janúar, eru 40 ár liðin frá því að Friðrik 9. Danakonungur, faðir Margrétar Þórhildar, lést. Seta Danadrottningar er samt lítilræ ði miðað við þrásetu Elísabetar Bretlandsdrottningar í embætti. Í ár eru sextíu ár frá því að hún tók við embætti, en faðir hennar, Georg 6., lést árið 1952. Ólafur Ragnar er hins vegar slóttugur. Hann var hæfilega óljós í orðalagi þegar hann tilkynnti brotthvarfið. Hver veit nema hann finni sig knúinn, vegna fjölda áskorana, til þess að halda áfram. Með því getur hann haldið þjóðhöfðingaembættinu í áratugi – og fetað í fótspor drottninganna.
Topplistinn Efstu 5 - Vika 2
Heilsa 1
Karma Keflavík ehf
2
Krúska ehf
3
Saffran
4
Grófinni 8
Suðurlandsbraut 12
12 ummæli
9 ummæli
6 ummæli
Dýraspítalinn Víðidal ehf 3 ummæli
5
World Class Spönginni 41
3 ummæli
D
Dagar Hegningarhússins við Skólavörðu stíg sem fangelsis eru senn taldir. Gráta það fáir. Byggingin er orðin 136 ára gömul og þegar hún var tekin í notkun var frekar hugsað um refsingu en betrun þegar fólki var skellt bak við lás og slá, eins og nafnið bendir til. Undanfarin ár hefur Hegningarhúsið fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við upphaf afplán unar og fyrir gæsluvarð haldsfanga. Í fjárlögum 2010 var gef in heimild til að selja hús ið. Hófust þá þegar ýmsar vangaveltur um hvaða starfsemi gæti komið þar í Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is stað refsivistunar. Endur nýjaður kraftur hefur hlaupið í þær pælingar í kjölfar tilkynningar um samkeppni um hönnun nýs fangelsis á Hólmsheiði, sem gert er ráð fyrir að verði tilbúið 2014. Ekki er ólíklegt að síðustu fangarnir yfirgefi Hegningarhúsið eitthvað fyrr. Aðbúnaður í húsinu hefur lengi verið ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Það er ekkert nýtt að byggingar glati hlutverki sínu með tíð og tíma. Breyttar kröfur, byggðamynstur geta til dæmis spilað þar inn í. Þannig geta hús átt sína ævi eins og svo margt annað í heimi hér, bæði náttúrunnar og mannanna verk. Sorglegast af öllu er þegar hús standa tóm vegna þess að enginn vill nota þau. Engin hætta er á því með Hegningarhús ið enda stendur það við eina skemmtileg ustu götu miðbæjarins. Í miðbænum eru mörg góð dæmi um hús sem gegna öðrum tilgangi nú en þau
gerðu áður. Aðalbygging Listasafns Ís lands var til dæmis reist sem íshús árið 1916 og þar var um tíma rekinn sá sögu frægi skemmtistaður Glaumbær áður en listaverkin fluttu inn árið 1987. Annað reisulegt safn í miðborginni er Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu en þar voru áður meðal annars miklar netageymslur og önnur starfsemi tengd sjósókn. Þriðja sögufræga húsið, sem ef til vill verður safn einn daginn, er Fríkirkjuvegur 11 reist af Thor Jensen sem heimili fyrir fjölskyldu hans. Borgin var þar með skrifstofur til margra ára áður en hún seldi afkomanda hans, Björgólfi Thor Björgólfssyni, húsið fyrir fáeinum árum og sagðist hann stefna að því að opna þar safn um afa sinn. En ekki geta, né þurfa, öll stór hús sem týna tilgangi sínum að verða söfn. Fyrirtaks dæmi er einmitt húsið sem stendur við hlið Hegningarhússins við Skólavörðustíginn. Þar var Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis með höfuð stöðvar um árabil. SPRON lauk hins vegar endanlega keppni í hruninu 2008. Þess í stað kom Eymundsson í húsið og nú er sýslað með kaffi, bakkelsi, bækur og tímarit þar sem áður var höndlað með peninga. Þessi innri umskipti voru til mikilla bóta fyrir Skólavörðustíginn og næsta nágrenni. Verslun og kaffihús Eymunds sonar er opið alla daga vikunnar, dregur að sér mikið af fólki og setur mikinn svip á götuna. Væntanleg sala og umbreyting Hegningarhússins hefur alla möguleika á að lukkast jafn vel. Góðar og vel stað settar byggingar finna sér alltaf nýtt hlutverk.
En ekki geta, né þurfa, öll stór hús sem týna tilgangi sínum að verða söfn. Fyrirtaks dæmi er einmitt húsið sem stendur við hlið Hegningarhússins við Skólavörðustíginn. Atkvæðakaupmenn
Að drekkja sér í sundlaugum
B
meðaltali. orgarfulltrúar í Reykjavík eru Lítið dæmi um áherslur atkvæðakaup sannfærðir um þrennt; að skuldir manna er dreifing bæklings í hvert hús í borgarinnar eru hvergi nógu mikl borginni um eitthvað sem heitir „Samráðs ar, að arðsemi fjárfestinga sé óþarfi og að vefur“ sem finna má á vefslóðinni betri öllu sé til fórnandi til að kaupa atkvæði. reykjavik.is. Í bæklingnum eru borgar Þar sem svimandi háar útsvarstekjur búar hvattir til að koma með hverskyns borgarinnar duga hvergi til að standa hugmyndir að nýjum útgjöldum! Útgjalda undir innihaldslausum kosningaloforðum hugmyndirnar skulu ýmist snúast um stjórnmálamanna, fjármagnar Reykjavík afþreyingu, leiki eða hjólreiðar. Hvergi urborg sig núna samkvæmt mottóinu illu er útsvarsgreiðendum árið 2054 þökkuð er best slegið á frest. Það þýðir að borgin rausnin og hvergi er óskað eftir hugmynd gefur út lengsta skuldabréf sem gefið er um um sparnað. Í sama anda er borgar út hér á landi til ársins 2054 til að standa stjórinn grillaður í Kastljósi fyrir að eyða undir gæluverkefnum líðandi stundar. Arnar Sigurðsson, ekki nógu miklu en spyrjendur hafa engan Til að bæta gráu ofan á svart er bréfið starfar á fjármálamarkaði áhuga á málefnum sem flokka mætti undir svo verðtryggt. En af gæluverkefnum má ráðdeild. nefna: „Skemmtilegri sundlaugar“, og nú Eins og allir ættu að vita, snúast stjórnmál um lýð síðast kemur tillaga sjálfstæðismanna um að taka ný skrum. Hver getur verið á móti „góðum“ málum í dag lán fyrir byggingu enn einnar sundlaugarinnar upp og hver nennir að hlusta á tuð um framtíðarvandamál á litlar 500 milljónir. Að auki telja sjálfstæðismenn árið 2054? Einu leiðindin á gjalddaga eru að þurfa að brýnt að bæta verði úr styttuskorti í borginni með borga þrjár krónur að raungildi fyrir hverja krónu styttu af Tómasi Guðmundssyni nokkrum, en fyrir þá sem tekin er að láni fyrir „skemmtilegum“ hlutum sem ekki þekkja til mannsins, þá samdi hann ljóð. í dag, sem þar að auki kaupa atkvæði í næstu kosn Rétt eins og í tilfelli nágrannasveitarfélaganna, sem ingum. hafa drekkt sér í eigin sundlaugum, er alls ekki verið Kjósendur ættu hinsvegar að leiða hugann að því að að fullnægja eftirspurn þar sem framboð á sund skuldafen eru ekki spennandi undirlag fyrir atvinnu vatni er ekki til staðar heldur á nú að byggja við aðra uppbyggingu og verðmætasköpun og gildir þá einu þó sundlaug sem fyrir er, Vesturbæjarlaugina. Að auki að lýðskrumararnir geri áætlanir um „skapandi“ og eru svo aðrar hugmyndir um að byggja útilaug við „græna“ borg. Sundhöllina en í hana koma 30 gestir á klukkutíma að Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
viðhorf 37
Helgin 13.-15. janúar 2012
Málþing
Reykjavíkurflugvöllur og innanlandsflugið
Á
ins. Mikil vinna fór þó í að reyna að koma upp samgöngumiðstöð á flugvellinum, sem mundi þjóna bæði flugi og almenningssamgöngum á landi. Eins og kunnugt er tókst ekki að koma þessu verkefni á framkvæmdastig og var það að lokum blásið af á síðastliðnu ári. Augljóst er að ekki getur gengið að láta enn reka á reiðanum í málefnum Reykjavíkurflugvallar og þeirrar flugstarfsemi sem þar fer
fram. Nauðsynlegt er að hægt sé að byggja upp viðunandi aðstöðu fyrir innanlandsflugið, sem er mikilvægur hluti af almenningssamgöngukerfi landsins, í stað bráðabirgðahúsnæðis frá stríðsárunum. Eitt af því sem kallar á að nú séu teknar ákvarðanir um málefni Reykjavíkurflugvallar er að aðalskipulag Reykjavíkur er í endurskoðun. Ljóst er að ákvæði núverandi skipulags varðandi flugvöllinn eru úrelt og óhjákvæmilegt
umræðum um þessi að endurskoða þau frá málefni frá ýmsum grunni. Háskólinn í sjónarmiðum. MálReykjavík efnir til málþingið verður haldið þings fimmtudaginn á Icelandair Hótel 19. janúar þar sem sjö Reykjavík Natura og fyrirlesarar, þar af hefst það kl. 13.00 tveir erlendir, munu Þorgeir Pálsson, næstkomandi fimmtuhalda erindi um máldag. Eru allir, sem efni innanlandsflugs prófessor við tækni- og hafa áhuga á málefnog flugvalla á Íslandi verkfræðideild HR um Reykjavíkurflugog Reykjavíkurflugvallar, hér með hvattir til að sækja vallar sérstaklega. Þá munu sjö einstaklingar taka þátt í pallborðs- málþingið.
KEMUR HEILSUNNI Í LAG
SYKURLAUSAR EIN TAFLA Á DAG LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA / FÆST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT
Icepharma
síðastliðnu ári voru liðin sjötíu ár frá því að Reykjavíkurflugvöllur var tekinn í notkun af breska flughernum, en það gerðist í maí árið 1941. Var þá liðið rétt eitt ár frá hernámi Íslands. Flugvöllurinn átti eftir að verða aðalmiðstöð íslenskrar flugstarfsemi um rúmlega tveggja áratuga skeið að lokinni annarri heimsstyrjöldinni en varð þegar á stríðsárunum miðstöð innanlandsflugsins. Millilandaflug íslensku flugfélaganna austur og vestur um haf hófst frá Reykjavíkurflugvelli um leið og friður komst á í Evrópu og dafnaði þar fram undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Blómlegt kennslu- og einkaflug hófst jafnframt á Reykjavíkurflugvelli að styrjöldinni lokinni og átti stóran þátt í að gera Íslendinga að flugþjóð. Þegar íslensku flugfélögin tóku stórar þotur í sína þjónustu á sjöunda áratugnum færðist millilandaflugið í nokkrum áföngum til Keflavíkurflugvallar nema flug til Færeyja og Grænlands sem enn er stundað frá Reykjavíkurflugvelli. Í sjö áratugi hafa hinsvegar verið uppi spurningar og oft ágreiningur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Margir bæjarbúar, þar með talið borgarstjóri, voru áhyggjufullir þegar herflugvöllur var byggður í miðri Reykjavík. Herflugvöllur var augljóslega skotmark, sem kynni að verða fyrir loftárásum Þjóðverja. Þar var eðli málsins samkvæmt geymt mikið magn skotfæra og eldsneytis. Að styrjöldinni lokinni fór þó að bera meira á þeirri skoðun að landið undir flugvellinum, sem oftast er í heild sinni nefnt Vatnsmýrin, sé svo verðmætt sem byggingarland að ekki sé forsvaranlegt að hafa þar flugvöll. Ýmsar hugmyndir voru settar fram um að byggja þyrfti nýjan flugvöll til að taka við flugstarfseminni, sem fram fór í Vatnsmýrinni. Árið 1967 var birt niðurstaða umfangsmikillar athugunar á byggingu nýs flugvallar á Álftanesi. Þótti mörgum það vænlegur kostur. Ekkert var þó aðhafst og nokkrum árum síðar var landssvæðinu, sem til greina kom fyrir nýjan flugvöll, ráðstafað til að byggja íbúðarhúsnæði. Aðrir staðir voru skoðaðir og var til dæmis Hvassahraun sunnan Hafnarfjarðar nefnt til sögunnar. Þar reyndist hins vegar vera veðravíti og ekki fýsilegt að flytja flugstarfsemina þangað jafnvel þótt eingöngu væri um innanlandsflug að ræða. Á fyrri hluta níunda áratugarins var þetta mál enn kannað og sáu menn þá ekki aðra raunverulega kosti í stöðunni en að halda Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni eða flytja alla starfsemina til Keflavíkurflugvallar. Þegar flugbrautir og annar búnaður Reykjavíkurflugvallar var í endurbyggingu um aldamótin var enn á ný velt upp þeirri spurningu hvort ekki bæri að finna flugstarfseminni nýtt aðsetur. Í frægri kosningu árið 2001, sem rúm 37 prósent borgarbúa tók þátt í, féllu atkvæði þannig að mjög naumur meirihluti taldi rétt að loka flugvellinum. Þessi niðurstaða hefur verið leiðarljós borgaryfirvalda allar götur síðan. Þetta endurspeglast meðal annars í aðalskipulagi Reykjavíkur, þar sem gert er ráð fyrir því að flugvellinum verði lokað í áföngum og að fullu árið 2024. Þrátt fyrir umfangsmikla úttekt, sem gerð var á Reykjavíkurflugvelli á árunum 2005 til 2007 í samvinnu Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytisins, hefur lítið gerst í málefnum flugvallar-
38
Útsala!
30%
AFSLÁTTUR
viðhorf
Betri er bumba en brot
É HELGARPISTILL
Allt á að seljast!
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
My Head Is An Animal Of Monsters And Men
Haglél Mugison
21 Adele
Teikning/Hari
Lioness: Hidden Treasures Amy Winehouse
Meira en 6.500.000 lög!
Helgin 13.-15. janúar 2012
Ég geri ekki öllu meiri kröfur til sveitarfélagsins míns en að þokkalega fært sé heim og önnur smáósk, sem ég veit að breytir ekki gangi himintungla, er að kallarnir í áhaldahúsinu sæki til mín jólatréð eftir þrettándann. Í þeim efnum hefur Kópavogur staðið sig eftir atvikum þokkalega. Í hálkunni og manndrápsklakanum, sem verið hefur á götum og gangstéttum að undanförnu, kom sandbíll heim götuna þegar verst lét um liðna helgi. Fært varð þar með hverri fólksbílspútu og hægt var að stíga út úr slíkri án þess að hætta væri á falli með beinbrotum eða öðru verra. Áður hafði gatan verið bærilega rudd enda snjóalög meiri á höfuðborgarsvæðinu en verið hefur lengi þótt Norðlendingar og ýmsir aðrir brosi eflaust í kampinn þegar þeir heyra af vandræðum fólks sunnan heiða í 20-30 sentimetra snjó eða afleiddum klaka. Ég er ekki jafn viss um göngustígana í því sæla sveitarfélagi. Áramótaheiti um daglegar göngur var nefnilega frestað fram yfir klaka. Það verður að hafa það þótt fitulag aukist þangað til. Betri er bumba en brot, eins og máltækið segir. Kópavogsstjórar létu þau boð út ganga að fyrrverandi jólatré yrðu sótt svo fremi að íbúar drösluðu þeim út fyrir lóðamörk. Það gerði ég samviskusamlega og fjarlægði meira að segja seríurnar og jólakúlurnar áður en ég kom trénu fyrir á lóðarhorninu. Fyrir klóka stjórnmálamenn er þetta afar skynsamleg aðgerð og tryggir jafnvel endurkjör þegar þar að kemur. Litlu hlutirnir skipta nefnilega máli. Óreyndir stjórnendur bæjarfélaga geta flaskað á þessu. Auðvitað veit ég að þjónusta sveitarfélaga snýst um margt annað en þetta tvennt, heitt og kalt vatn, frárennsli, leikog grunnskóla, gatnalýsingu, menningarstarfsemi, félagsþjónustu og almenningssamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Fyrir það borgum við með útsvarinu og treystum því að þeir sem kosnir eru til þjónustu á fjögurra ára fresti fari bærilega með þá aura. En meginatriðið er þó að við komust að heiman og heim. Við búum norður undir heimskautsbaug og því má búast við því að það snjói annað slagið að vetrarlagi og jafnvel að klaki myndist. Bifreiðaeigendur eru góðfúslega beðnir að búa bíla sína vel til vetraraksturs en þó er fremur mælst til þess að þeir sleppi dekkjanöglum. Þeir fara illa með malbik. Þess í stað hafa sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu heitið því að fært sé. Auðvitað getur tekið tíma að ryðja, salta og sandbera en ef snjórinn og klakinn er viðvarandi í margar vikur ætti að gefast tími til að
sinna vörnum. Um síðustu helgi var talsvert kvartað undan því í höfuðborginni sjálfri að hálkuvörnum væri lítt sinnt. Asahláku gerði og akvegir og gangbrautir þar voru sem gler. Lífshættulegt var að fara um. Ofsagt er að borgaryfirvöld hafi rokið til þegar ástandið var sem verst. Hvorki var saltað né sandborið. Þörfin var ekki talin knýjandi, það var jú helgi. Ekki er víst að allir hafi haft skilning á rólegheitunum, að minnsta kosti ekki þeir sem spólandi sátu í vögnum sínum og þorðu ekki út á glerið – svo ekki sé minnst á þá sem reyndu göngu og brutu bein. En það var ekki bara skortur á hálkuvörn í Reykjavík sem gerði íbúunum lífið leitt. Yfirvöld í því stóra sveitarfélagi vildu heldur ekki sækja jólatré þeirra. Sjálfsagt þykir það dýrt en varla dýrara á haus en í Kópavogi eða Hafnarfirði. Þjóðhagslega, svo gripið sé til þess frasa, má líka draga í efa að gáfulegt sé að beina 50 þúsund fólksbílum í Sorpu með eitt tré í hverjum í stað þess að borgarstarfsmenn sæki stertina á vörubíl heim í hverfin. Það er því gott að búa í Kópavogi, eins og Gunnar I. Birgisson veit manna best, jafnvel þótt aðrir hafi tekið við meirihlutakeflinu af honum. Þar með er ekki sagt að klaki á akbrautum og gangstéttum hafi ekki angrað þessa næstu nágranna höfuðborgarbúa í tíðinni undanfarið en sandbílar sáust að minnsta kosti í Kópavogshverfum um síðustu helgi. Bæjarkallarnir sýndu lit. Svo hirtu þeir jólatrén, því má ekki gleyma. Þetta er rétt að hafa í huga detti einhverjum í hug að sameina þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins. Sennilega myndu Kópavogsbúar fella slíka hugmynd þótt ekki væri nema fyrir tregðu stóra grannans í norðri að sækja brúkuð jólatré. Eins falleg og þau eru við uppsetningu er ekkert aðlaðandi við þurr tré á þrettánda. Hvernig á venjulegt fólk að koma notuðu jólatré í Sorpu? Ekki er hægt að ætlast til þess að fjöldinn eigi pikköppa eða kerrur. Notað jólatré af meðalstærð kemst ekki fyrir í skotti fólksbíls. Það er ekki hægt að pakka því saman eins og við kaup þegar það heldur barrinu. Fáum dettur heldur í hug að troða því í aftursæti heimilisbílsins og flytja það þannig á áfangastað. Hætt er við að gumpur farþega verði þá aumur af barrnálastungum fram á vorjafndægur. Mín vegna mega kosningaloforðin vera aðeins tvö og þau má syngja svo þau setjist í minni líkt og herstöðvaandstæðingar sungu á árum áður: „Ísland úr Nató – herinn burt!“ Þess í stað komi: „Sandburð á klakann – tré-in burt!“
! k i e st รญ t ll A ni n u l r e P รญ e t r a C A la g o l l i รฐ e s s รฐ o b l i 4ra rรฉtta t
inn. Verรฐ รก matse ร รบ velur aรฐalrรฉtt
รฐli
5.960 kr.
RTAR LAX OG LAXATA รณtarkremi R U T K Y E R T T ร L piparr ti, vatnakarsa og meรฐ agรบrkusala HUMARSร PA RJร MALร GUร hรถlum grilluรฐum humar og ra ei ad M eรฐ m
1 2
S FISKUR DAGSIN u sinni, rj ve h n ferskasti fiskurin mรถnnum Perlunnar u sl iรฐ re at รบtfรฆrรฐur af m eรฐa NAUTAFILLE , sellerรฝrรณtarkรถku sรณsu og u รถfl rt ka eรฐ se m arnai arsveppum og be blรถnduรฐum skรณg eรฐa LAMBABร GUR m, rtรถflu meรฐ fondant-ka smarรญnsรณsu i og rรณ steiktu grรฆnmet
4
i Nรฆg bรญlastรฆรฐ
Vissir รพรบ?
AL Rร TT V EL DU ร ร R Aร
3
Verรฐ aรฐeins 5.960 kr.
Aรฐ uppskriftin af humarsรบpu Perlunnar kemur frรก belgรญsk a matreiรฐslumeistaranum Pierre Romeyer. Hann er af jafningjum talinn vera einn be sti matreiรฐslumaรฐur sรญรฐustu ald ar. Hann gaf aldrei รบt matreiรฐslu bรณk en hann gaf Perlunni all ar sรญnar uppskriftir!
ร IKAKA VOLG Sร KKULA vanilluรญs og meรฐ sรณlberjasรณsu
Gjafabrรฉf Perlunnar
Gรณรฐ g jรถf vi รถll tรฆkifรฆr รฐ i!
S: 510 0000 www.servida.is
MARLAN D FISKUR ER OK KAR FAG
Veitingahรบsiรฐ Perlan Sรญmi: 562 0200 ยท Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is Vefur: www.perlan.is
40
bækur
Helgin 13.-15. janúar 2012
Skírnir haustsins kominn út Hokinn karlmaður einblínir upp í skyggnur í Íslandsskálanum í Frankfurt á forsíðu þessa heftis og ritstjórinn biður lesendur forláts. Sem hann þarf ekki því mynd Kristins Ingvarssonar er fín. Fremst í Skírni er lag Tryggva M. Baldvinssonar við hyllingarkvæði Hannesar Hafstein til Jóns Sigurðssonar frá 1911. En svo taka við ritgerðir: Páll Skúlason fjallar um menntaríkið, Svanur Kristjánsson skrifar um lýðræðið og kvótakerfið 1983, Guðmundur J. Guðmundsson ræðir þróun héraðsríkjanna á 13. öld og endalok þjóðveldisins. Guðrún Kvaran fjallar um orðasmíð Jónasar Hallgrímssonar, Kristín Loftsdóttir um hlutgervingu íslenskrar menningar og Þorsteinn Þorsteinsson skrifar um súrrealisma og kveðskap Halldórs Laxness. Þá er í ritinu grein Stefáns Snævarr um Kommúnistaávarpið og Gerður Kristný rekur tildrög Blóðhófnis. Ritstjórinn er Halldór Guðmundsson. -pbb
Ritdómur Interiors
Dýrðin í áferð gamalla veggja
Orri spennir jafnan inn í myndfleti sína horn og línur. Hann sækir í dumba, daufa liti sem birtir um í dagsbirtu, ...
Interiors Orri Jónsson Steidl, Göttingen, 2011.
Orri Jónsson ljósmyndari sendi fyrir jól frá sér ljósmyndabók, einn fallegasta prentgrip liðinnar bókavertíðar enda er útgefandinn Steidl í Þýskalandi, útgáfufyrirtæki sem getur með sanni stært sig af því að prentun er list, alla vega í þeirra garði. Ókunnugum má segja í framhjáhlaupi að það er mikil viðurkenning hvaða listamanni sem er að komast í útgáfu hjá Gerhard Steidl í Göttingen. Orri tók semsagt stökkið í efsta þrep í einu. Bók sem þessi er hluti af fjölda ljósmyndabóka af hæstu gæðum í heiminum sem er gefin út í litlum upplögum fyrir þröngan hóp fagurkera og safnara. Þær verða hratt ófáanlegar og eftirsóttir safngripir. Viðfangsefni Innréttinga Orra eru yfirgefin hús, oftast timburhús, þar sem eyðilegging er komin vel á veg, málning flögnuð af, gerekti meidd, spjaldahurðar skaddaðar, kverklistar teknir, veggstrigi bólginn undir trosnuðu og vatnsblettuðu veggfóðri. Orri spennir jafnan inn í myndfleti sína horn og línur. Hann sækir í dumba, daufa liti sem birtir um í dagsbirtu, skuggar í myndum hans eru jafnan til að draga fram innilega liti þess máða, keyra upp myndbygginguna en slíkar myndir eru fáar frá hans hendi. Yfirleitt er ráðandi í þeim heið birta og sí-nálæg áferð sem kallar á snertingu. Myndheimurinn er yfirgefinn mönnum, eina vitnið milli myndarinnar og þín er utan myndar og lætur þig, sjáandann á myndina, vera óáreittan. Þú ert í friði, einn í myndheiminum, alla vega vildir þú vera þar, finna hægan vind trekkja sig um yfirgefið hús, finna fyrir því sem yfirgaf það, finna ógn þess sem brátt mun fylla þetta skjól. Myndheimur Orra er að þessu sinni slíkur. Nú er slit tímans ekki nýtt viðfangsefni; síðustu forvöð, síðasti söludagur er viðvarandi viðfangsefni ljósmyndara um allan heim, tilræði gegn gleymskunni, tilraunin að ná hinstu dögum á hluta heimsins. Það er því eðlilegt að orð séu óþörf í þessu samhengi þótt stutt samtal fylgi í vasa bókarspjaldsins þar sem gerð er grein fyrir tilurð verksins: Vélar fyrir stórt format til að ná öllu því smáa í hverju skoti. Guð er í hinu smáa, eins og sést, eins og sést ... -pbb
Krabbamein, astmi, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, parkinsonveiki, umgangspestir .......
Handverkið hugleikið
Í efsta sæti lista Eymundssonar situr Þóra – heklbók sem höfundurinn Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir tileinkar ömmu sinni. Bókin geymir 32 nútímalegar uppskriftir eftir Tinnu sem er mikil handverkskona.
Ritdómur Bernskubók eftir Sigurð Pálsson
Sólbökuð gangstétt Sigurður Pálsson gengur á akur minninganna vopnaður hertri reynslu við margskonar prósa og póesíu.
Sigurður Pálsson.
Bernskubókin hans Sigurðar er fallegt og hrífandi verk.
Lúpínuseyðið gæti hjálpað Lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson gaf fólki í rúma tvo áratugi gerði mörgum gott eins og lesa má í æviminningum hans og á vefsíðunni www.lupinuseydi.is. Hér verður ekkert fullyrt, en það skaðar ekki að lesa sögurnar og meta það sjálf hvort seyðið gæti gert ykkur gott.
www.lupinuseydi.is s. 517 0110 Fæst í heilsubúðum
Ritið komið út
Þriðja hefti Ritsins 2011 var nýverið gefið út með greinum um Evrópu í forgrunni. Evrópugreinarnar fjalla um sögu sjálfsmyndar Evrópubúa, um stöðu þjóðríkisins innan Evrópusambandsins, málstefnu sambandsins og menningarlega þjóðardýrlinga Evrópu. Undir Evrópuþemanu er einnig birt þýðing á nýlegri grein eftir franska heimspekinginn Étienne Balibar um framtíð Evrópusambandsins í kjölfar efnahagskreppu. Höfundar Evrópugreinanna eru Sverrir Jakobsson, Guðmundur Hálfdanarson, Gauti Kristmannsson og Jón Karl Helgason. Í Ritinu er einnig birtar greinar um guðfræði og loftslagsbreytingar, tengsl manns við náttúru, landafundi Spánverja og frásagnir landkönnuða, íslensku gamanþáttaröðina Sigtið, franska skáldsagnahöfundinn Emmanuel Carrère og greinasafn Karls Popper, Ský og klukkur. Ritstjórar Ritsins að þessu sinni eru þau Ásdís R. Magnúsdóttir og Þröstur Helgason. -pbb
Bernskubók Sigurður Pálsson JPV útgáfa 288 síður, 2011.
É
g missti af uppistandi Sigurðar Pálssonar í Grimsby haustið 1963 þegar hann kom suður. Hann segist hafa troðið upp í þar portinu (sem hann kallar reyndar bæjarblokkir) undir lokin á Bernskubók sinni. Ég man aftur skýrt eftir honum fjórtán ára krakka að norðan sem fékk húsaskjól á Dunhaganum. Sé hann smágerðan og renglulegan ungling í jakkafötunum, dökkur þar sem hann var með „einsmannssjó“ á steyptu stéttinni fyrir fram KRON fyrir krakka á ýmsum aldri og konurnar í hverfinu á vappi framhjá honum milli mjólkurbúðar; Siggu í Perlon, Dóra í Fiskbúðinni og Ella í KRON. Flandrari – „flaneur“ – kominn á kreik á Holtinu og sást fljótt í stærri hóp: Krummi, Önni, Vimmi og Gústi, hópur sem áttu staðinn í Simma-sjoppu. Þegar við settumst þar að fáum árum seinna var Simmi búinn að skrúfa bekkinn fastan í vegginn. Siddi var prestsonur að norðan, ári á undan í landsprófi og fór snemma að berast á með alpahúfu og langan trefil og áður en maður vissi var hann orðinn skáld: „Ungum var honum kennt að ganga vel um hey og bölva ekki guðs gjöfum,“ ef ég man það enn rétt. Árin á Grímsstaðaholtinu og í MR verða væntanlega þriðja bindið í minningaverki Sigurðar Pálssonar skálds, fyrst kom Minningabókin, svo Bernskubókin og verður það Skólabókin sem rekur lestina? Sigurður er á fornum slóðum í ritmennsku sinni í þessu verki, rétt hjá honum að festa þessa upprifjun á blað svona snemma. Fyrsta rit þessa eðlis sem maður
kynntist var vitaskuld Dægradvöl og svo kom Eyjólfur Guðmundsson: Pabbi og mamma, Afi og amma, Lengi man til lítilla stunda. Þetta var ég látinn lesa og svo kom Ofvitinn. Persónuleikinn smíðaður úr minningunni, ljósnæmið er misjafnt þótt oftast skíni sólin en myndir brotna, rifrildi passa ekki alltaf saman, hugmyndin um þig sjálfan er textinn og ekki er öllum gefið að skoða sjálfan sig í honum. Sigurður gengur á akur minninganna vopnaður hertri reynslu við margskonar prósa og póesíu, stillir sér upp á akrinum og byrjar að pæla; tilraun hans byrjar á flottri líkingu, beitingu hins örþunna mjóa blaðs í útsögun á Íslandsmynd í þunnan krossvið, ilmurinn af saginu, heitu blaðinu, flísað sárið, hið erfiða bil óþols og þolinmæði í beitingu verkfæris á efnið sem sveigist undan átakinu, finn ég lagið? Og svo hann finni lagið er honum eðlislægt að leita í reiturnar, dagbækur, veðurskýrslur og minningamyndirnar um leið og hann er í huganum kominn norður á hlað á Skinnastað. Viðmót frásagnarinnar ber svip líkingarinnar í gegnum frásögninni, ég þreifa fyrir mér á efniviðnum af varkárni og þegar ég er kominn á lagið gengur það hratt þar til komið er á vogskorna kafla á eftirgerð landsins, útlínur verða réttar uns ströndin umhverfis eyju í minninu er fullgerð, við erum komin hringinn. Frásögn Sidda, eins og hann var kallaður fyrir norðan – hingað suður kominn festist við hann Sigga nafnið, er vitanlega mörkuð þroskuðum frásagnarhætti sem rambar milli heima og tíða af mikilli og sterkri tilfinningu fyrir takti, hrynjandi með þeim persónulega upplifunarmáta sem hefur alltaf einkennt frásögn Sigurðar Pálssonar skálds, snögg og frjó skipti á sjónarhorni og persónu, offlæði í kátínu yfir dásemd lífsins vil ég kalla það frekar en gamansemi því hið skoplega er ekki hlægilegt heldur hluti af fögnuði sem grípur hann með reglulegum hætti milli þess sem hugurinn fellur í rósama íhugun og grannskoðun á hugsunarhætti og málfari. Komin á bók er slík frásögn sprellifandi og forn í senn því uppeldisstöðvarnar eru ekki einn heimur, heldur margir, jafnvel í nyrstu sveit lengst í burtu. Því Skinnastaður er langt í burtu frá okkur, kannski ekki mikið lengra en allir aðrir sveitabæir voru á árunum uppúr fimmtíu, um margt dæmigerður og sólbjartur í minninu eins og þeir eru margir. Bernskubókin hans Sigurðar er fallegt og hrífandi verk og festist án efa í bókmenntatalinu sem mikilvægt dokument um sinn tíma, þá og nú.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
ASUS ZENBOOK HÖNNUN, HRAÐI OG KRAFTUR Biðin er á enda. Asus Zenbook er komin. Glæsilega hönnuð fartölva með hringburstaðri stálumgjörð. Örþunn og aðeins 3mm þar sem hún er þynnst. Kraftmikil með öflugustu gerð af 2. kynslóðar Intel Core i7 örgjörva, SATA3 SSD diski og USB 3.0. Tekur aðeins 2 sekúndur að ræsa sig. Bang og Olufsen gæðahljómur. Vegur aðeins 1.1 kg og er fislétt. Allt að 7 tíma rafhlöðuending. Sérhönnuð Zenbook fartölvutaska fylgir. Komdu í verslanir Tölvulistans um allt land og skoðaðu Zenbook með eigin augum. Ein sú flottasta, léttasta og öflugasta sem við höfum séð. 20.000 króna kynningarafsláttur af öllum Zenbook fartölvum til 18. janúar.
REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
EGILSSTAÐIR MIÐVANGI 2-4 Sími 414 1735
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
SELFOSS AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
HAFNARFJÖRÐUR REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750
42
heimurinn
Framhjáhald og vændi Neikvæðar auglýsingar í stjórnmálabaráttu ná nánast alla leið aftur til stofnunar Bandaríkjanna. Fyrir forsetakjörið árið 1828 réðust stuðningsmenn John Quincy Adams til að mynda með offorsi á Andrew Jackson, sögðu að móðir hans væri vændiskona og að konan hans stæði í grimmu framhjáhaldi. Síðan hafa neikvæðar auglýsingar orðið órofa þáttur í allri kosningabaráttu í Bandaríkjunum. -eb
Andrew Jackson: Stuðningsmenn John Adams sögðu móður hans vera vændiskonu.
Helgin 13.-15. janúar 2012
Stúlkan og kjarnorkuváin Skuggalegasta auglýsingin er líkast til sú sem stuðningsmenn Lyndon B. Johnson beindu gegn Barry Goldwater árið 1964, á hátindi kalda stríðsins. Sakleysisleg stúlka í sumarkjól sést tína blöð af baldursbrá í friðsælum haga. Myndavélin dregst smám saman að augasteini barnsins, svo sortnar allt um stund áður en bomban springur: Kjarnorkusprengjusveppurinn bólgnar út í Seinni tíma auglýsing sem vísar í hina skuggaauga barnsins og heimurinn ferst. legu auglýsingu fylgismanna Lyndon B. Johnson. Viðsjár veraldarinnar séu slíkar að ekki sé hægt að treysta óreyndum manni eins og Goldwater fyrir stjórnartaumunum. -eb
Stjórnmál Neikvæðar auglýsingar
Vesælt frægðarmenni
Hillary og Obama kepptu um útnefningu Demókrataflokksins.
Fyrir kosningarnar 2008 birti John McCain nánast einvörðungu neikvæðar auglýsingar gegn Barak Obama. Í einni sagði hann Obama vera glysgjarnt frægðarmenni sem velktist um glamúrheima með Paris Hilton og Britney Spears en væri hreint ekki í stakk búinn til að stjórna landinu. Í annarri sagði að Obama væri reiðubúinn til að tapa stríði til að vinna kosningar. Hillary Clinton hafði áður slegið þennan tón í forkosningunum, í alræmdri auglýsingu þar sem hún fær símtal klukkan þrjú um nótt með vofeiflegum tíðindum. Gefið er í skyn að Obama sé ekki treystandi til að bregðast rétt við óvæntri ógn – síðar varð hún utanríkisráðherra í stjórn Barak Obama. -eb
Tvíeggja sverð
Jean Chrétien. Íhaldsmenn reyndu að nota andlitsfötlun hans gegn honum.
Neikvæðar auglýsingar geta hæglega snúist í höndum þess sem þeim beita. Frægasta dæmið var í Kanada fyrir þingkosningarnar 1993. Íhaldsflokkuirnn birti auglýsingar þar sem andlitslömun leiðtoga Frjálslynda flokksins, Jean Chrétien, var dregin fram og hann sýndur sem einskonar afskræmingi, sem yrði þjóðinni til háðungar út á við. Fyrst um sinn virtist herbragðið ætla að heppnast en svo reis hneykslunaraldan í slíkar hæðir að Íhaldsflokkurinn var svo gott sem þurrkaður út af þingi, hélt aðeins tveimur þingsætum af þeim 154 sem flokkurinn hafði áður. Með líku lagi varð öldungardeildarþingmaðurinn Elizabeth Dole í Norður Karólínu heimaskítsmát í kosningunum árið 2008 eftir auglýsingaherferð gegn áskorandanum Kay Hagan sem sökuð var um trúleysi - sem þykir óhugsandi fyrir kjörinn fulltrúa í Norður-Karólínu. Hagan snéri vörn í sókn, benti á að hún væri rennisléttur sunnudagaskólakennari og sýndi fram á virka kirkjusókn áður en hún réðist á Elizabeth Dole fyrir að hliðra sér hjá því að ræða bágborið efnahagsástandið – Dole varð í kjölfarið að horfa á eftir þingsætinu í hendur Hagan. -eb
HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
Velkomin á Bifröst
Nýir tímar í fallegu umhverfi
Árið 1988 birtu repúblíkanar auglýsingu gegn Mickahel Dukakis þar sem George Bush eldri flytur þau skilaboð að sem ríkisstjóri í Massachusetts hafi Dukakis komið upp eiginlegum hringdyrum í fangelsum ríkisins þannig að glæpamenn snúi nú viðstöðulítið aftur út í samfélagið í stað þess að taka út tilhlýðilega refsingu. Í niðurlagi auglýsingarinnar, sem sýnir sérdeilis skuggalega glæpóna steyma úr fangelsunum, segir Bush að Bandaríkjamenn megi ekki við því að taka viðlíka Mickahel Dukakis áhættu á landsvísu. -eb
Bandaríkin Neikvæð kosningabar átta
Illt blóð hlaupið í baráttuna
Neikvæðar auglýsingar hafa fylgt stjórnmálabaráttu í Bandaríkjunum frá upphafi – því þær virka. Í vikunni fór allt í bál og brand á milli forsetaframbjóðenda Repúblíkanaflokksins.
I
llt blóð er hlaupið í baráttuna um útnefningu forsetaefnis Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum. Í aðdraganda forkosinganna í New Hampshire í vikunni kepptust andstæðingar Mitt Romneys við að níða af honum skóinn um leið og þeir tóku til við að klóra augun hver úr öðrum. Neikvæð kosningabarátta er komin á fullt skrið með tilheyrandi undirróðri. Newt Gingrich sagði að Barak Obama dygði að hlæja Romney út úr baráttunni hlyti hann útnefninguna; Romney væri vingull sem ætti ekkert í forsetann – væri ekki einu sinni einlægur íhaldsmaður heldur félagshyggjumaður í felulitum. Reiðin hefur bullsoðið í æðum Gingrich eftir að stuðningsmenn Romneys gerðu vonir hans um góðan árangur í Iowa að engu með viðamikilli auglýsingaherferð þar sem Gingrich, fyrrum forseti Bandaríkjaþings, var sagður siðlaus hræsnari og innmúraður í Washingtonvaldið. Gingrich kallaði Romney á móti Wall Street-svikahrapp af verstu sort, hrægamm og lygara. Romney stóð þó árásirnar af sér í New Hampshire og vann forkosningarnar þar með yfirburðum. Ron Paul landaði öðru sæti. Næst verður kosið í Suður-Karólínu og svo í Flórída. Allra handa ásakanir fljúga þvers og kruss. Ron Paul spurði hvort Jon Huntsman hafi kannski verið heilaþveginn af kommúnistunum í Kína þar sem hann var sendiherra, hvort hann gengi erinda Kínverja fremur en að gæta hagsmuna Bandaríkjanna? Rick Santorum sagði Ron Paul aldrei hafa unnið ærlegt handtak en allir gátu frambjóðendur repúblíkana tekið undir með Rick Perry sem sagði að Barak Obama væri andamerískur sósíalisti sem græfi undan heilagri hugsjón feðra Bandaríkjanna.
Því þær virka
www.bifrost.is
Hringdyr glæpamanna
Lélegir, ófyrirleitnir leikmenn sem ekki hafi færni til að nappa boltanum af fimum andstæðingi eiga það til að hjóla í manninn. En ástæða þess að stjórnmálamenn leggjast svo lágt að beita neikvæðum aðferðum er einföld: Þær virka. Í kosningarannsókn bandaríska sálfræðingsins Drew
Mitt Romney, Ron Paul og Newt Gingrich vilja verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Ljósmynd/Nordicphotos Getty-Images
Westen kemur fram að afstaða kjósenda ráðist fremur af tilfinningum og óljósum hugmyndum en útreiknuðum hagsmunum. Hægt er að skilgreina neikvæða kosningabaráttu með ýmsum hætti en í öllum tilvikum snýst hún um að ná fram ávinningi með því að sýna andstæðinginn í neikvæðu ljósi fremur en að upphefja eigið ágæti: semsé að hljóla í manninn í stað þess að fara í boltann. Greina má nokkrar meginaðferðir. Í fyrsta lagi hreinræktaðar árásarauglýsingar þar sem einvörðungu gallar andstæðingsins eru dregnir fram, í öðru lagi andstæðuauglýsingar þar sem kostum eigin frambjóðanda er stillt upp gagnvart göllum andstæðingsins og í þriðja lagi allra handa undirróður þar sem óþægilegum upplýsingum um andstæðingsins er lekið í fjölmiðlum.
Líka á Íslandi
Íslendingar hafa ekki með öllu farið varhluta af neikvæðum aðferðum en brögðum úr síðastnefnda flokknum er einkum beitt hérlendis. Einnig eru til dæmi um neikvæðar auglýsingar. Til að mynda gegn Albert Guðmundssyni undir lok áttunda áratugarins og svo gegn Alfreð Þorsteinssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur, fulltrúum Framsóknarflokksins í Reykjavíkurlistanum, fyrir borgarstjórnarkosningarinar árið 1994. Rætnustu auglýsingarnar beindust gegn Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir forsetakjörið 1996. Þá má nefna auglýsingar Jóhannesar Jónssonar í Bónus gegn Birni Bjarnasyni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2007.
Rannsóknir kosningasálfræðinga benda til þess að fólk muni betur eftir neikvæðum stjórn málaauglýsingum en jákvæðum og að þær laumi efasemdum og ótta að í brjóstum kjósenda. Því sé best að höfða til lægri hvata fólks. Í handbók bandarísks kosningaráðgjafa er einnig bent á ýmsar hættur samfara slíkum auglýsingum, að sverðið reynist tvíeggja og hitti fyrir þann sem beiti því. Heppilegra er talið fyrir áskoranda að beita neikvæðum auglýsingum en þeim sem fyrir er í embætti. Einkum og sér í lagi ef andstæðingurinn hefur úr mun meira fé að spila og nýtur forskots í fjölmiðlum. Þó svo að flestir frambjóðendur fordæmi neikvæðar auglýsingar og þykist hafa á þeim ímugust birtast þær sífellt fyrr í baráttunni. Kannski er það kaldhæðnislegt, en frambjóðendur réttlæta einkum neikvæðar aðferðir með vísun í að hafa orðið fyrir þeim sjálfir – að þeir hafi verið nauðbeygðir til að svara í sömu mynt. Frambjóðendurnir víkja sér gjarnan undan ábyrgð með því að vísa á stuðningssjóði sína (e. super pact) sem ausa ómældu fé í auglýsingar en framboðið má samkvæmt bandarískum lögum ekki hafa formleg samskipti við sjóðina.
heimurinn
dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is
SHIFT_the way you move
HINIR ELTA HJÖRÐINA
Viltu eiga alveg eins bíl og nágranninn? Finnst þér gaman að villast á bílum á bílastæðinu í Kringlunni? Hélt ekki. Juke fer sínar eigin leiðir, hinir elta hjörðina. 5 dyra 18 cm veghæð Vél 1,6l Meðaleyðsla 6,3 l/100 km
www.nissan.is
Sjálfskipting og stillanlegt vinnslusvið: Eco • Normal • Sport 8 loftpúðar – 6 öryggisloftpúðar Hraðastillir (Cruise Control) Aksturstölva USB og AUX tengi fyrir hljómtæki 17“ álfelgur Sjálfvirk loftkæling ABS hemlar og ESP stöðugleikastýring Bluetooth símabúnaður
3.990 þús. kr. Sjálfskiptur 46.590 kr. á mánuði miðað við Bílasamning, 30% innborgun og eftirstöðvar í 84 mánuði.
INGVAR HELGASON OG B&L Sævarhöfða 2, sími 525 8000
ENNEMM / SÍA / NM49863
NISSAN JUKE
44
ferðalög
Helgin 13.-15. janúar 2012
Skemmtiferðaskip Algert sældarlíf
Skemmtisigling er ekki bara fyrir eldra fólk Norræna ferðaskrifstofan býður í ár upp á fimm skipulagðar skemmtisiglingar, fjórar í Miðjarðarhafinu og eina í Karabíska. Siglt er með skipafélaginu Norwegian Cruise Line (NCL), en þetta er þriðja árið sem boðið er upp á siglingar með NCL.
V
eingöngu um Karabíska hér á árum áður. Við ið prófuðum þetta fyrst haustið 2010 erum með ferðir um Miðjarðarhafið þar sem og höfum síðan verið að auka framfólki gefst kostur á að skoða mikla og forvitniboðið hægt og bítandi og fjölga ferðlega menningu landanna sem liggja að hafinu, unum, enda hefur fólk verið mjög ánægt, bæði en í hverri höfn er boðið upp á mikinn fjölda með þá staði sem við siglum til og ekki síður mismunandi skoðunarferða. Síðan kemur fólk með það sem NCL kallar Freestyle Cruising,“ um borð á ný síðdegis, fær sér sundsprett eða segir Skúli Unnar Sveinsson, ferðaráðgjafi hjá fer í líkamsræktina, fer síðan „út“ að borða og Norrænu ferðaskrifstofunni og fararstjóri í endar síðan kvöldið á að fá sér snúning á einskemmtisiglingunum. hverjum af skemmtistöðum skipsins. Sumir „Freestyle Cruising er nokkuð öðruvísi þeirra eru opnir ansi lengi þannig að fyrir þá siglingarmáti en flest, ef ekki öll, skipafélög sem vilja er hægt að dansa langt frameftir og eru með. Í stað þess að klæða þig í kjól og hvíla sig síðan bara í sólbaði daginn eftir ef hvítt á hverju kvöldi og mæta til kvöldverðar fólk nennir ekki að fara í land, en alltaf er siglt á fyrirfram ákveðnum tíma við fyrirfram á nóttunni og komið í nýja höfn að morgni ákveðið borð og alltaf í sama veitingasalnum, næsta dags,“ segir Skúli Unnar. getur fólk valið um vel á annan tug mismunSkemmtiferðaskipin eru engin smá smíði andi veitingahúsa og borðað þar þegar hentar. og má nefna að EPIC, nýjasta og stærsta skip Klæðnaðurinn er einnig frjálslegri þó allir NCL er tæplega 156.000 lestir, 329 metra séu auðvitað snyrtilegir, en karlar þurfa til langt og 40 metra breitt. Gríðarlega mikið er dæmis ekki að vera í jakkafötum með bindi lagt upp úr að gestir hafi það sem allra best þegar farið er út að borða, heldur dugar að um borð en farþegar eru 4.100 talsins og 1.700 vera í pólóbol og huggulegum buxum. Sama manna áhöfn. Hægt er að fá mismunandi herá við um konurnar, þær þurfa ekki síðkjóla bergi, án glugga, með glugga og síðan með öll kvöld,“ segir Skúli Unnar og bætir því við svölum auk þess sem misstórar íbúðir eru að þetta fyrirkomulag hafi fallið farþegum vel í geð: „Um borð í skipum NCL eru þrír til fjórir alþjóðlegir veitingastaðir og síðan fullt af smærri sérhæfðum stöðum eins og asískum, sushi, teppanyaki þar sem kokkarnir elda fyrir framan viðskiptavinina, amerískt steikhús, ítalskur, franskur, mexíkóskur svo eitthvað sé nefnt. Auk veitingastaðanna eru um tveir tugir bara um borð, þar sem víða er leikin lifandi tónlist, þannig að það má segja að það megi finna mat og drykk á hverju horni.“ Auk þess að vera með fimm skipulagðar ferðir í sumar sér Norræna ferðaskrifstofan einnig um að panta siglingu fyrir einstaklinga og hópa þó svo íslenskur fararstjóri sé ekki með í för. „Skemmtisiglingar eru fyrir alla, ekki bara eldra fólk eins og virðist hafa verið Það má láta fara vel um sig á sóldekkinu á Jade. ríkjandi skoðun, en Íslendingar sigldu nær
Epic er nýjasta og stærsta skipið í flota NCL.
einnig í skipunum og sú stærsta tæpir 500 fermetrar þannig að allir ættu að geta fundið sér gistingu við hæfi. „Inni í verðinu sem fólk greiðir er flug fram og til baka, hótelgisting fyrir og eftir siglingu, akstur milli staða erlendis, allur matur um borð – og hann er ekkert smá mikill og flottur – og öll skemmtidagskrá um borð auk íslenskrar fararstjórnar. Það eru stór leikhús um borð þar sem tvær sýningar eru á hverju kvöldi, í sumum skipum er hægt að fara í
keilu, kylfingar geta slegið í net, hægt er að spila pílu og pool, fara í borðtennis og auðvitað reyna fyrir sér í spilavítinu og þannig mætti lengi telja. Glæsileg líkamsrækt er opin allan sólarhringinn og hægt er að fara í sannkallað dekur í heilsulindinni. Það er eiginlega alveg ótakmarkað sem hægt er að gera um borð í skipunum og mikið lagt upp úr því að bjóða upp á hina ýmsu viðburði þannig að það er virkilega erfitt að láta sér leiðast. Þetta er algjört sældarlíf,“ segir Skúli Unnar.
Íslenskir ferðamann leiddir um rústir Pompei á Ítalíu.
Heimsferðir 20 ár a
Spennandi afmælisár hjá Heimsferðum
H
eimsferðir fagna 20 ára afmæli í mars á þessu ári og verða sérstaklega fjölbreyttar ferðir í boði hjá fyrirtækinu í tilefni þess. Primera Air, systurfyrirtæki Heimsferða, mun fljúga til Alicante, Billund í Danmörku, Malaga (Costa del Sol), Mallorca og Tenerife í sumar. Þá má nefna helgarferðir til Barcelona, Budapest, Ljubljana, Prag og Sevilla á árinu. Perla Miðjarðarhafsins – Mallorca – verður aftur í boði á afmælisárinu. „Mallorca hefur verið ókrýnd drottning ferðamanna undanfarin 40 ár, enda státar eyjan af heillandi umhverfi, fjölbreyttri náttúrufegurð, gullfallegum ströndum og frábærri aðstöðu fyrir ferðamanninn,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. „Við bjóðum áfram ferðir til Costa del Sol, sem er tvímæla-
laust vinsælasti áfangastaður Íslendinga í sólina, enda býður enginn annar áfangastaður á Spáni jafn glæsilegt úrval gististaða, veitingastaða og skemmtunar og Costa del Sol,“ bætir hann við. Þess má geta að þaðan er örstutt að skreppa yfir til Afríku og Gibraltar. Töfrar Andalúsíu hafa heillað alla þá sem henni kynnast. Á Costa del Sol eru ferðamenn staddir í hjarta fegursta hluta Spánar og innan seilingar er; Granada, Sevilla og Cordoba, Jerez, Ronda og Cadiz. Billund á Jótlandi er nýjung hjá fyrirtækinu en þaðan liggja vegir til allra átta í Danmörku. Legoland- garðurinn er staðsettur við flugvöllinn í Billund og því ákjósanlegt að heimsækja hann leggi menn leið sína til Billund. „Beint flug til Alicante hefur hlotið ótrúlega góðar viðtökur og við höfum því bætt við flugum og erum að skoða
möguleika á að fljúga þangað í haust,“ segir Tómas. Þá má og nefna að Heimsferðir bjóða uppá fjölbreyttar sérferðir og siglingar. „Við erum meðal annars með ferð til Vínarborgar og Györ, þýsku borgarinnar Dresden, gönguferðir og margar aðrar spennandi ferðir eru í undirbúningi. Einnig erum við alltaf með ferðir fyrir eldri borgara.“ Heimsferðir hafa boðið uppá gríðarlega vinsælar golfferðir til Suður-Spánar undanfarin ár og er árið 2012 engin undantekning. „Þessar ferðir eru að mestu uppseldar en örfá sæti eru laus nú í lok apríl og byrjun maí til Costa Ballena og Novo Sancti Petri.“ Spennandi sumarleyfisferðir til Tyrklands verða einnig í boði á árinu, eins og á liðnum árum, en að sögn Tómasar verða þær kynntar sérstaklega í næstu viku.
VIVA BLUE
VIVA MALLORCA
VIVA TROPIC
Svæði: Playa de Muro
Svæði: C’an Picafort
Svæði: Puerto de Alcudia
Mög vel staðsett íbúðahótel aðeins 200 metra frá Muro ströndinni í Alcudia. Á hótelinu er frábær skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Mjög góð aðstaða fyrir barnafjölskyldur!
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi Ferðamálastofu
Mjög gott íbúðahótel með allri þjónustu. Góður aðbúnaður og fjölbreytt skemmtidagskrá sem hentar öllum aldurshópum. Á Viva Mallorca upplifir öll fjölskyldan fyrsta flokks frí!
VIVA Tropic íbúðáhótelið er fyrsta flokks íbúðahótel vel staðsett í hjarta Alcudia. Skemmtileg og fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna!
Salgados Portúgal
Nýr draumastaður Beint vikulegt flug með Icelandair í allt sumar frá 8. maí *
Salgados VITA hefur aldrei boðið betri gistingu á öðru eins verði. Stórglæsileg raðhús og íbúðir með frábærri aðstöðu, aðeins spottakorn frá ströndinni. Portúgal hefur heillað Íslendinga sem þekkja hið veðursæla Algarve hérað. Sjór, klettar, sandur og sól í bland við fallegt og fjölbreytt mannlíf. Frábær gæði og gott verð gera Salgados að vænlegum kosti.
FYRStA FLOKKS AÐStAÐA
*Fyrsta brottför er 8. maí og næsta 22. maí, upp frá því er flogið vikulega.
RAÐHÚS MEÐ EINKASUNDLAUG
Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur
Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins.
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
fjölskyldunnar Algjör lúxus á ótrúlegu verði!
Verð frá
98.300 kr.
og 15.000 Vildarpunktar
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-12) í íbúð m/2 svefnherb. fyrir 4, í 7 nætur, 22. maí. Innifalið: Flug fram og til baka, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð án Vildarpunkta 108.300 kr. Verð m.v. 2 fullorðna 121.960 kr. án Vildarpunkta.
ALGARVE Slide&Splash Aqualand Zoomarine
H&M Portimao
Guia
Salgados
Aquashow
Albufeira Faro
ATL A N T S H A F 0 km
LÚxUSGIStING
10
20
Spánn
30
40
50 km
Salgados býðu
r upp á: vv vv vv vv vSkam mt frá Salgados: vv vv
Frábært verð Ný glæsileg gisting Rúmgóð gisting sem tekur 8 manns Við ströndina Alvöru matvörubúð, ekki sjoppa Morgunverður og 1/2 fæði í boði Frítt í stóra líkamsræ ktarstöð Barnaklúbbur og tenn isvellir 18 holu golfvöllur, fjöl skyldutilboð
Albufeira, veitingasta ðir og djamm Vatnsrennibrautarga rður Sjávardýragarður Verslunarmiðstöðvar; stutt í H&M
GOLFVÖLLUR Á SVÆÐINU
VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is
48
ferðalög
Helgin 13.-15. janúar 2012
Loksins aftur - Mallorca
Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sumarferða.
Spennandi sólar ferðir í sumar Hagstæðar ferðir til Almeria
F
erðaskrifstofan Sumarferðir er að undirbúa flugtak fyrir sumarið og býður upp á vikulegar ferðir á skemmtilega áfangastaði í sumar – áfangastaði sem eru Íslendingum að góðu kunnir: Almeria, Benidorm, CALPE, Mallorca og Tenerife. „Í gær hófum við sölu á ferðum til Mallorca en það hefur ekki verið boðið upp á ferðir þangað frá 2008. Það er okkur sönn ánægja að setja þessa Miðjarhafsperlu aftur á ferðakortið hjá Íslendingum sem vilja njóta lífsins í sólinni. Sundlaugagarðarnir þarna eru frábærir,“ segir
Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir jafnframt að hótelkeðjan sem Sumarferðir er í samstarfi við sé frábær; hún heitir Viva og sé þekkt fyrir glæsilegan aðbúnað og fjölskylduvænar gistingar. Fyrsta flugið til Mallorca fer í loftið 22. maí. Í gær opnuðu Sumarferðir einnig fyrir sölu á ferðum til strandbæjarins Almeria á Spáni. „Almeria er ávaxtakista Evrópu. Við hófum að bjóða upp á ferðir til Almeria í fyrra og fengum frábærar viðtökur. Almeria er mjög „spænskt“ og það er raunar svo
að Spánverjar fara þangað í sín eigin sumarfrí.“ Saga Almeria, sem er í héraðinu Andalúsía, nær allt aftur til ársins 955 en í dag búa þar 200 þúsund manns. Allt í kringum Almeria er fjöldi lítilla þorpa, hvert með sitt einkenni og sjarma. Hótelin sem Sumarferðir bjóða upp á Almería eru vönduð og góð en verðið er afar hagkvæmt, að sögn Þorsteins. „Þeir sem vilja komast í sólina á hagstæðu verði ættu að skoða Almeria,“ segir hann. Vikulegt flug til Almeria hefst 19. júní og verður fram í september.
Fjallavinir
Gengið á fjöll til að njóta og bæta heilsuna Hópurinn dregur mann út og upp á fjall
F
jallavinir er félagsskapur sem setja meðal annars á fót verkefnið “Fjöllin okkar” sem ætti að vera tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga að hefja fjallgöngur markvisst, upplifa heilmikla náttúrufegurð og frábært útsýni. Farið verður í 36 ferðir og toppa 54 tinda á árinu og mun uppsöfnuð hækkun fara í 18 þúsund metra. Ferðirnar henta vel þeim sem eru þokkalega á sig komnir og vilja bæta heilsuna, auka þol og styrk. Fyrsta ferðin verður á laugardaginn. „Fjöllin eru valin með það í huga að allir ættu að geta sigrast á þeim. Mörg þeirra blasa við Reykvíkingum og eflaust hafa flestir ekið framhjá þeim oftar en einu sinni en hugsanlega ekki toppað. Og eflaust hefur mörgum
fundist þau kalla á sig,“ segir Þórður Marelsson fjallagarpur hjá Fjallavinum.is sem skipuleggur ferðirnar. Stefnt er á Hvannadalshnúk, hæsta tind landsins, í maí en þá ættu allir að vera komnir í nægjanlega gott form til þess. Í upphafi verkefnisins er farið rólega af stað á lægri fjöll en smám saman er erfiðleikastigið aukið bæði með hærri fjöllum og lengri göngum. Þátttakendur fá í upphafi fræðslu um heilsu og þjálfunaráætlun og þannig tekst fólki markvisst að auka þol sitt og styrk. Ennfremur er lögð rík áhersla á að þeir sem byrji í gönguhópnum ljúki við þessar 36 ferðir. „Við pössum að það hellist enginn úr lestinni,“ segir Þórður og nefnir að það sé líklegra að fólk fari reglulega á fjöll í svona
skipulögðum og skemmtilegum hópi: „Hópurinn dregur mann út og upp á fjall.“ Á þriðjudaginn héldu Fjallavinir.is kynningarfund um Fjöllin okkar og Fjöllin flottu. Veðrið var afleitt; mikill snjór, hvasst og erfið hálka en engu að síður mættu 160 manns. „Þetta er til marks um að það er mikil vakning meðal
ferðalög 49
Helgin 13.-15. janúar 2012
Portúgal er stysta flug fr á Íslandi til sólarlanda
Hótel við strönd og golfvöll Algarve í Portúgal er við klettótta strönd með hvítum sandi.
F
erðaskrifstofan VITA býður nú í fyrsta skipti upp á vikulegar fjölskylduvænar ferðir til Portúgal í allt sumar. „Hótelið er vel staðsett við strönd og golfvöll sem er einstakt,“ segir Helgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og nefnir að fólk fái þarna mikið fyrir peninginn. Um er að ræða glæsilegt fimm stjörnu hótel rétt við Salgados ströndina í Algarve héraði við bæinn Guia og er aðeins um 10 mínútna akstur frá miðbæ Albufeira. „Portúgal er stysta flug frá Íslandi til sólarlanda,“ segir hann. Allt í kringum hótelið er mikil þjónusta við ferðamenn, bæði varðandi afþreyingu og verslun. Þarna í nágrenni Salgados er vatnsrennibrautagarður, go-cart, þekktar fataverslanir eins og H&M og Mangó, afsláttarverslanir (outlet) og margt fleira. Gistingin er sérstaklega vel útbúið, nýtt íbúðahótel með einu til þremur svefnherbergjum, og rúmar allt að sjö manns í gistingu. Auk þess býður VITA upp á gistingu í raðhúsi með einkasundlaug við hvert hús. „Þegar raðhúsin nýtast vel eru þau á mjög hagstæðu verði,“ segir Helgi. Veitingastaðir eru allt um kring og stór matvöruverslun er á svæðinu, en íbúðirnar eru með fyrsta flokks eldhúsaðstöðu. Mögulegt er að kaupa morgunmat eða hálft fæði þegar gist er í íbúðum eða raðhúsum. Við hótelið er líka fullbúin líkamsræktarstöð með innisundlaug og heilsulind. Fyrir þá sem gista í íbúðunum og raðhúsunum er ókeypis í líkamsrækt og meðal annars er boðið upp á hóptíma. Þarna er líka tennisvöllur og því tryggt að fólk að geti haldið sér í formi á meðan það er í fríinu.
Þórður Marelsson fjallagarpur og Fríða Halldórsdóttir.
Fimm stjörnu hótel í Salgados í Algarvehéraði
norwegian Cruise line er eitt besta skipafélagið þegar kemur að skemmtisiglingum og hefur í fjögur ár í röð verið valið besta skipaféalgið í evrópu.
með Norwegian Cruise Line
SKEMMTISIGLINGAR
MEÐ GLÆSISKIPUM FRÁBÆRTVERÐ - GERIÐVERÐSAMANBURÐ á nýju ári verður boðið upp á fimm hópferðir í skemmtisiglingar með norwegian Cruise line (nCl). Þetta er 3ja árið sem við bjóðum uppá ferðir með þessu frábæra skipafélagi og er fólk óðum að átta sig á því að NCL er eitt flottasta skipafélag heims og ferðir okkar hafa fengið alveg
jaDe
fólks um fjallgöngur,“ segir Þórður. Fjallavinir.is skipuleggja ferðir á fjöll með það fyrir augum að njóta ferðanna, hafa gaman að og bæta heilsu sína. „Og að fólk losni við streituna sem er á eftir okkur dags daglega,“ segir Þórður.
2012
Bókaðu til að Snemmgaja þéR g y tR pláSS.
frábæra dóma hjá þeim hópum sem hafa farið með okkur. Ef þú ert að íhuga að skella þér í skemmtiferðasiglingu þá borgar sig að panta í tíma. Bæði er að ferðir fyllast stundum fljótt og eins að ef þú pantar fyrir lok febrúar þá leggur skipafélagið inn á reikning þinn um borð í viðkomandi skipi
SpiRit
epiC
og þú getur notað þá inneign í hvað sem er. Það er mismunandi hversu há upphæð þetta er en hún er frá 100 dollurum á klefa og upp í 400 dollara, allt eftir lengd ferðar og gerð klefans. Skúli Sveinsson sér um fararstjórn og leiðsögn.
jaDe
adríahafið, króatía, grikkland og tyrkland Brottför 2. maí, heimkoma 13. maí 2012 Verð á mann m/v tvíbýli
miðjarðarhafið Fimm lönd - tíu hafnir Brottför 24. ágúst, heimkoma 7. september Verð á mann m/v tvíbýli
með epic frá Barcelona Brottför 14. september, heimkoma 24. sept. Verð á mann m/v tvíbýli
Róm, grikkland, tyrkland og egyptaland Brottför 29. október, heimkoma 10. nóv. Verð á mann m/v tvíbýli
295.000 kr. án glugga 340.000 kr. sjávarsýn 375.000 kr. m. svölum
380.000 kr. án glugga 410.000 kr. sjávarsýn 450.000 kr. m. svölum
325.000 kr. án glugga 340.000 kr. sjávarsýn 365.000 kr. m. svölum
340.000 kr. án glugga 380.000 kr. sjávarsýn 415.000 kr. m. svölum
Íslenskur fararstjóri Innifalið: Flug fram og til baka, allar ferðir milli flugvallar, hótels og skips erlendis, hótelgisting, íslensk Skúli Sveinsson fararstjórn, fullt fæði og öll skemmtidagskrá um Fararstjóri borð. Ferðaskrifstofa
Leyfishafi Ferðamálastofu
DaWn
karabískahafið Brottför 9. nóvember, heimkoma 21. nóv. Verð á mann m/v tvíbýli 265.000 kr. án glugga 280.000 kr. sjávarsýn 295.000 kr. m. svölum
Fullt FÆði Og Öll SkemmtiDagSkRá um BORð inniFalin Í VeRði
www.norræna.is Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þáttaka fæst ekki.
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavik · Sími: 570 8600
Sumarið kemur!
Sala sumarleyfisferðanna 2012 er hafin! Heimsferðir hefja nú sölu á sumarleyfisferðunum 2012. Í boði eru frábærir áfangastaðir, fjölbreyttir gistivalkostir, fyrsta flokks þjónusta og ótrúlega hagstæð verð. Bókaðu strax og tryggðu þér 10.000 kr. afslátt á mann. Hámark 40.000 kr. afsláttur á bókun.
Tenerife
ENNEMM / SIA • NM49891
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
frá kr.
102.600 – með allt innifalið
Frábært verð
Frá 102.600 kr. – með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Dream Villa Tagoro 6. júní í 7 nætur. Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 124.900 á mann.
Costa del Sol frá kr.
98.900 – með allt innifalið
Frábært verð
Frá kr. 98.900 – með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Griego Mar 19. júní í 7 nætur. Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 117.600 á mann.
ax r t s ðu a ér k þ ó B u ggð sta y r t og stæða hag rðið! ve
Mallorca frá kr.
135.900 – með allt innifalið
Frábært verð
Frá 135.900 kr. – með allt innifalið í tvær vikur Netverð á mann í, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi á Globales Playa Santa Ponsa 29. maí í 14 nætur. Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 159.400 á mann.
Alicante
Billund
frá kr.
frá kr.
19.900
Flugsæti á mann aðra leiðina á völdum dagsetningum.
13.900
Flugsæti á mann aðra leiðina á völdum dagsetningum.
Glæsilegt úrval
borgarferða
í vor
Frábærar sérferðir
• Barcelona • Ljubljana • Prag • Sevilla • Budapest
Vínarborg og Györ
Dresden
Bratislava – Budapest
27. apríl - 1. maí
27. apríl - 1. maí Beint flug til Budapest Verð á mann:
Kr. 145.900 á mann í tvíbýli. Kr. 159.900 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til og frá Budapest, skattar, gisting á góðum 3*/ 3*+ hótelum í 4 nætur með morgunverðarhlaðborði. 4 kvöldverðir. Kynnisferðir um: Vínarborg, Bratislava, Györ og Budapest. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.
Beint flug til Prag Verð á mann:
Kr. 159.900 á mann í tvíbýli. Kr. 176.800 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til og frá Prag, skattar, gisting í 4 nætur með hálfu fæði. Kynnisferð um Dresden og Meissen. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.
Glæsisigling Vorsigling um Miðjarðarhafið og sæludagar á Benidorm 16. - 30. maí
Netverð á mann. 298.800 á mann í tvíbýli í klefa án glugga. 337.800 á mann í tvíbýli í klefa með glugga. 357.800 á mann í tvíbýli í klefa með svölum Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hóteli með hálfu fæði í Valencia í 2 nætur. Kynnisferð 17 maí. Vikusigling með fullu fæði. Dvöl í 5 nætur á Benidorm meö öllu inniföldu. Hafnargjöld í siglingu og akstur til og frá flugvelli og til og frá skipi. Íslenskur fararstjóri í Valencia og á Benidorm. Ekki er íslenskur fararstjóri í siglingunni.
Á vefsíðu Heimsferða er einnig fjöldi frábærra tilboða í vorsiglingar með Costa Cruises.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
52
skólar og nám
Helgin 13.-15. janúar 2012
TAKTU SKREFIÐ Krefjandi alþjóðlegt MH IB nemendur eru eftirsóttir af erlendum háskólum
framhaldsskólanám Kennt á ensku og nemendur sinna samfélagsþjónustu.
M
SKAPAÐU ÞÍNA EIGIN FRAMTÍÐ TVÆR HAGNÝTAR NÁMSKEIÐSLÍNUR REKSTUR, STJÓRNUN OG MARKAÐSSETNING SMÁFYRIRTÆKJA – MARKVISS LEIÐ LYKILÞÆTTIR ÞJÓNUSTU – MARKVISS LEIÐ KENNT ER Í ÞREMUR LOTUM ENGIN INNTÖKUSKILYRÐI UMSÓKNARFRESTUR TIL 6. FEBRÚAR
enntaskólinn í Hamrahlíð (MH) býður upp á alþjóðlega námsbraut til stúdentsprófs sem heitir IB braut. Kennt er á ensku og er námskráin byggð upp eftir alþjóðlegri IB forskrift. Íslenskir nemar taka engu að síður hefðbundna áfanga í íslensku. IB brautin tekur tvö ár en margir, þar á meðal nemar úr íslenskum grunnskólum, taka eitt undirbúningsár til viðbótar. „Langflestir nemarnir taka þetta á þremur árum. Námið er sambærilegt við íslenskt stúdentspróf og því má segja að þetta sé hraðferð,“ segir Soffía Sveinsdóttir IB stallari við skólann. Fjölbreyttur hópur nemenda leggur stund á IB námið. „Þetta er mjög krefjandi nám og gerð er krafa um mikinn sjálfsaga. Þetta er einkum ætlað duglegum nemendum sem hyggja á háskólanám,“ segir Soffía. Vegna þess að námið er kennt á ensku er mikið um erlenda nemendur í IB náminu. Stór hópur nemenda á líka erlendan föður eða móður, eða eru Íslendingar sem hafa búið lengi erlendis og eru því vanir að læra á ensku. „Fáir fara í IB námið án nokkurra tengsla við útlönd, en það þekkist og við viljum stækka þann hóp,“ segir hún. IB samtökin eru í góðu samstarfi
Háskóli lífs og lands HÁSKÓLINN
Náttúru- og umhverfisfræði Skógfræði/ Landgræðsla Umhverfisskipulag Búvísindi Hestafræði
GARÐYRKJUSKÓLINN
Soffía Sveinsdóttir IB stallari við Menntaskólann við Hamrahíð.
við háskóla víða um heim. „IB nemendur sem hafa staðið sig vel eru eftirsóttir af háskólum. Þeir sem lokið hafa þessu prófi með góðum árangri eru agaðir og hafa þroskaða hugsun,“ segir Soffía. Meðal þess sem gert er til að efla þroska nemenda er að þeir leggja stund á þekkingarfræði og þurfa að sinna sam-
félagsþjónustu, eins og til dæmis að aðstoða Rauða Krossinn, minnihlutahópa eins og blinda, langveik börn eða heimsækja heimilisfólk á elliheimilum. Auk þess þurfa nemendur að standa skil á lokaritgerð þar sem kröfur um uppbyggingu, heimildavinnu og frágang eru sambærilegar við kröfur í háskólum.
Styrkur þinn til náms Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar
Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 www.sveitamennt.is • sveitamennt@sveitamennt.is
Skrúðgarðyrkja Blómaskreytingar Garðyrkjuframleiðsla Skógur/náttúra
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Nám á framhaldsskólastigi
BÆNDASKÓLINN Búfræði
Nám á framhaldsskólastigi
Námsráðgjöf og upplýsingar:
sími
525 4444 endurmenntun.is
Landbúnaðarháskóli Íslands www.lbhi.is
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
www.nams.is
Gerum átak í yndislestri! NÁMSGAGNASTOFNUN
Námsgagnastofnun gefur út: • Auðlesnar sögubækur • Íslenskt bókmenntaefni • Þjóðsögur og ævintýri • Ljóðasöfn • Sígildar sögur á léttu máli • Endursagnir • Hljóðbækur á www.nams.is
54
skólar og nám
Helgin 13.-15. janúar 2012
Innflytjendabraut flóttamaður á leið i hjúkrunarfr æði í HÍ
Þín leið til fræðslu Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna
Námsbraut fyrir innflytjendur í FB Mikill stuðningur til að bregðast við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum
Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar
Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 www.rikismennt.is • rikismennt@rikismennt.is
ENGLAND • ÍTALÍA • KANADA • SKOTLAND • SPÁNN Með samstarfi við alþjóðlega fagháskóla í fimm löndum getum við boðið mikið úrval námsleiða. Nemendur koma víða að úr heiminum og þannig skapast alþjóðlegt umhverfi sem gerir dvölina ógleymanlega. Auk þess eiga nemar góða möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Dæmi um nám í boði: Fatahönnun • Textíl- og tíska • Skartgripahönnun • Auglýsingastjórn • Grafísk hönnun • Margmiðlun • Vöruhönnun • Markaðsfræði • Ljósmyndun • Kvikmyndagerð • Leikmyndagerð • Margmiðlun • Arkitektúr • Innanhússhönnun • Iðnhönnun • Ljósahönnun • Blaðamennska • Sýningahönnun • Viðburðastjórnun.
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
F
jölbrautaskólinn í Breiðholti (FB) býður upp á innflytjenda braut. Þetta er námsbraut sem er sérsniðin að þörfum innflytjenda og hefur skólinn boðið upp á þennan valkost frá árinu 2007. Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, kennarinn og verk efnastjóri við FB, segir að árangur erlendra nemenda sem hafa farið á þessa námsbraut sé vonum framar. „Þeir eru afskaplega duglegir,“ segir hún. Námsbrautin var sett á fót til að bregðast við miklu brottfalli innflytj enda úr framhaldsskólum, en braut in er sérsniðin að þeirra þörfum; nemendurnir læra meðal annars um íslenskt samfélag og taka íslensku áfanga sem sniðnir eru fyrir útlend inga. Það hentar erlendum framhalds skólanemum vel að stunda nám á innflytjendabraut við FB. Brautinni er ætlað að vera sterkur stuðningur fyrir nemendur fyrstu tvö árin í skól anum en þeir útskrifast ekki af inn flytjendabraut heldur færa sig svo yfir á eina af þeim fjölmörgu náms brautum sem skólinn er með í boði, en í FB eru iðngreinar, listnám og hefðbundið bóknám kennt. Það eru því fleiri valmöguleikar í boði hjá FB en gengur og gerist hjá öðrum skólum enda er framhaldsskólinn einn sá stærsti á landinu með 1.500 nemendur í dagskóla og 700 í kvöld skóla. Dæmi um námsbrautir sem kenndar eru við skólann eru: Húsa smíði, rafvirkjun, lista-, íþrótta-, og snyrtibraut og sjúkraliðabraut auk hefðbundnari námsleiða svo sem málabraut, félagsfræðabraut og náttúrufræðibraut. „Fjölbrautakerf ið býður upp á mikinn sveigjanleika og skólinn er stór og námsframboð mikið. Erlendu nemendurnir geta því valið braut eftir áhugasviði og því hvar sem styrkleikar þeirra liggja,“ segir Ágústa Unnur. Skólinn byrjaði að bjóða upp á þessa námsbraut árið 2007 og hófu þá nám 15 nemendur en þeir eru nú 60. Flestir koma frá Póllandi og Fi lipseyjum, og hafa búið hér frá einu
Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, kennari og verkefnastjóri við FB ásamt Fitore Veselaj sem stefnir á hjúkrunarfræðinám við HÍ.
ári til sex ára. Fimm hyggja á útskrift í vor. Þá útskrifaðist nemandi, sem er flóttamaður frá Kósóva-Albaníu, sem sjúkraliði í vor og er núna að bæta við sig stúdentsprófi til þess að geta farið í hjúkrunarfræði í Háskóla Ís lands. Nemendurnir eru flestir á hefðbundnum menntaskólaaldri.
Kennt á íslenskt samfélag
Þar sem nemendurnir eru innflytj endur þekkja þeir samfélagið ekki jafnvel og aðrir á framhaldsskóla aldri. Þeir taka því tvo áfanga þar sem þeim er kennt sérstaklega á ís lenskt samfélag og menningu; fara í vettvangsferðir í leikhús, í Þjóðmenn ingarhúsið, í Alþingishúsið, Ráðhúsið og ýmis fyrirtæki og stofnanir. Lögð er áhersla á að veita nemend um mikinn stuðning. Hann er eink um tvennskonar og byggir á svoköll uðum „mentorum“: Annars vegar hjálpa Íslendingarnir erlendum nem endunum og hins vegar samlandar þeirra. „Þetta aðstoðar nemendur nar við að aðlagast bæði félagslega og námslega,“ segir Ágústa Unnur. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að þeim líði vel í skólanum, þá mæta nemendurnir betur í skólann sem svo minnkar líkurnar á brottfalli.“
Nauðsynlegur grunnur lagður með undirbúningsáföngum
Ennfremur er innflytjendabrautin með undirbúningsáfanga í félags fræði og heilbrigðisfræði (sem er einkum fyrir þá sem ætla á sjúkra liðabraut en nokkur fjöldi innflytj enda fara í sjúkraliðanám og vinna á heilbrigðisstofnun). Ástæða þess að það er sérstakur undirbúningsáfangi fyrir þessi tvö fög er að það þarf að útskýra mörg erfið orð fyrir þeim sem ekki hafa góð tök á íslensku. Starfsfólk skólans fylgjast sérstak lega vel með nemendum á innflytjenda brautinni. „Nemendurnir fá einstak lingsmiðaða stundaskrá og stuðning eftir þörfum. Það skiptir sköpum, námsbrautin er líka það lítil að þekkja má alla með nafni,“ segir hún.
Flóttamaður á leið í hjúkrunarfræði Líður vel í FB og á eftir að sakna skólans. Fitore Veselaj er tvítugur nemandi frá Kosóvó sem mun útskrifast í vor sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiða holti (FB). Hún ætlar í hjúkr unarfræði í Háskóla Íslands í haust. „Það er langt síðan ég ákvað að fara í hjúkrunarfræði. Ég var tíu ára,“ segir Fitore, sem talar góða íslensku. Foreldrar hennar eru flótta menn frá Kósóvó og hún flutti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni fyrir tólf árum en þá var hún átta ára gömul. Þau fluttu fyrst til Dalvíkur, þar fór hún á undirbúningsnámskeið og gekk svo í grunnskólann þar, byrjaði í þriðja bekk og upp í sjöunda. Þá flutti hún í Breið holtið með fjölskyldu sinni. Þetta er stór fjölskylda, en hún á fjögur systkini, fjölskyldan telur því sjö manns. Fitore er næstelst af systkinunum. Fitore hóf framhaldsskóla göngu sína með því að fara á innflytjendabraut í FB, sem fjallað er um ítarlega hér á síðunni og tekur tvö ár, þaðan lá leiðin á sjúkraliðabraut, en hún hefur lengi stefnt á að fara í hjúkrunarfræði í háskóla, og að lokum lýkur hún stúdents próf í vor; sem er jú aðgöngu miðinn að Háskóla Íslands. Hún segir að það hafi hjálpað henni mikið í náminu að byrja á innflytjendabraut. „Eftir að hafa verið á inn flytjendabrautinni fannst mér námið mun léttara, enda búið að kenna mér orð sem koma fyrir í náminu og ég skyldi ekki,” segir Fitore. Þrátt fyrir að hafa lokið náminu á inn flytjendabrautinni segir hún að hún geti alltaf leitað eftir aðstoð frá brautinni ef hún þarf á því að halda. Fitore ber mentor-kerfinu vel söguna en það er fyrir komulag þar sem nemendur, bæði innlendir og erlendir, aðstoða þá sem eru á innflytj endabraut bæði félagslega, sumsé að kynnast öðrum nem endum, og við námið. Þar fékk hún bæði aðstoð við námið og kynntist fólki og reynt var að halda samband eftir að skóla deginum lauk. „Ég var líka mentor og við hjálpuðum við hvert öðru,“ segir hún. „Ég kann vel við mig í FB. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími, hér hef ég fengið góðan stuðning og mér líður vel í skólanum. Ég á eftir að sakna skólans,“ segir Fitore.
skólar og nám 55
Helgin 13.-15. janúar 2012
Endurmenntunarstofnun Menningarnámskeiðin hafa verið afar vinsæl í fjölda ár a
Námskeið við allra hæfi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Hátt í 200 námskeið á dagskrá á vormisseri.
Á
vormisseri er eins og endranær fjölbreytt úrval námskeiða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Alls eru hátt í 200 námskeið á dagskrá enda Endurmenntun leiðandi á námskeiðsmarkaði.
Bókmennta- sem og tónlistarunnendur ættu að geta fundið ýmis áhugaverð námskeið hjá Endurmenntun en einnig eru námskeið um sagnfræði, leikhús, skapandi skrif, sjálfsrækt, barnauppeldi, garðrækt og fleira í boði.
Fróðleikur og skemmtun
Endurmenntun er einnig með fjölbreytt framboð starfstengdra námskeiða á ólíkum sviðum svo sem uppeldisfræði, lögfræði, fjármál, heilbrigðis- og félagssvið, hugbúnaðar og verkfræði. Einnig má finna fjölmörg þverfagleg námskeið fyrir stjórnendur eða þá sem vilja efla almenna hæfni og þekkingu sína í starfi.
“ Menninga r ná mskeið Endur menntunar hafa verið afar vinsæl í fjölda ára og á hverju misseri er fjölbreytt framboð þar sem fróðleikur og skemmtun fléttast saman. Á vormisseri eins og oft áður eru nokkur námskeið sem tengjast framandi stöðum og ferðalögum þar sem kennarar fara með þátttakendur í heillandi og spennandi ferðalög í kennslustofunni,” segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Að þessu sinni má nefna námskeiðin: Kína: Menning, land og saga (<http://www.endurmenntun.hi.is/Namsframbod/ Namskeid/Menning/Nanarumnamskeid/25V12>) og Istanbúl og Tyrkland. A f innlendum vettvangi eru námskeiðin Jarðfræði Reykjaness (<http://www.endurmenntun.hi.is/ Namsframbod/Namskeid/Menning/Nanarumnamskeid/16V12>) og Manngerðir hellar (<http:// www.endurmenntun.hi.is/Namsframbod/Namskeid/Menning/ Nanarumnamskeid/4V12>) sem bæði fela í sér vettvangsferð í lok námskeiðs.
Starfstengd námskeið
Tvær hagnýtar námskeiðslínur
Á vormisseri verða tvær hagnýtar námskeiðslínur á dagskrá hjá Endurmenntun. Það er annars vegar Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja – markviss leið sem er fyrir fólk sem er að setja upp fyrirtæki eða er með lítið fyrirtæki og vill þróa það frekar. Hins vegar er það námskeiðslínan Lykilþættir þjónustu – markviss leið sem er ætluð öllum sem starfa við þjónustu í fyrirtækjum og stofnunum og hafa áhuga á að bæta þekkingu sína á því sviði. Námskeiðslínurnar eiga það sameiginlegt að þar eru engin inntökuskilyrði, kennt er í lotum þar sem hverju námskeiði lýkur áður en það næsta hefst, áhersla er lögð á hagnýt tæki og tól. Umsóknarfrestur
í báðar námskeiðslínurnar er til 6. febrúar
Námskeið á fjarfundi
Endurmenntun á í samstarfi við fræðslumiðstöðvar á landsbyggðinni um námskeið í heimabyggð. Á vormisseri verða 12 námskeið sem eru send út í gegnum fjarfundarbúnað og eru eingöngu ætluð þátttakendum á fjarfundi. Námskeiðin eru send út í rauntíma sem gerir þátttakendum kleift að taka þátt í umræðum. Hægt er að kynna sér námskeiðin á vef Endurmenntunar endurmenntun.is <http://endurmenntun.is> en skráning og upplýsingagjöf fer fram hjá Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum víðsvegar um landið. Fyrirtæki og stofnanir sem eiga fjarfundarbúnað geta einnig tekið þátt og hafa þá samband við Endurmenntun.
Námskeið öllum opin
Á hverju misseri sækja rúmlega 4000 þátttakendur námskeið á vegum Endurmenntunar. Viðskiptavinir Endurmenntunar eru á öllum aldri, frá tvítugu til tíræðisaldurs. Langflest námskeið Endurmenntunar eru öllum opin, það er að segja að ekki er krafist neinnar forkunnáttu eða reynslu.
Nýtt námskeið Kvíðastjórnun fyrir unglinga Á eitthvað af eftirtöldu við um unglinginn þinn? •Hefur stöðugar áhyggjur af margvíslegum hlutum •Reynir að forðast aðstæður sem eru kvíðavekjandi •Áhyggjurnar hafa áhrif á daglegt líf hans eða fjölskyldunnar •Vill helst vera nálægt foreldrum eða fjölskyldu flestum stundum Kvíðameðferðarstöðin (KMS) stendur fyrir 9 skipta námskeiði fyrir unglinga sem glíma við almennan kvíða. Farið verður í leiðir til að takast á við kvíða, áhyggjur og óöryggi með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Foreldrum er boðin fræðsla um kvíða og leiðir til að aðstoða unglinginn sinn við það að takast á við kvíðann. Námskeiðið hefst 3. febrúar og verður haldið á föstudögum frá kl. 15-17. Áður en námskeiðið hefst munu stjórnendur námskeiðs hitta sérhvern þátttakanda ásamt foreldri í greiningarviðtali þar sem vandinn verður kortlagður og mat lagt á hvort námskeiðið gagnist viðkomandi eða hvort önnur úrræði henti betur. Atli Viðar Bragason og Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir sálfræðingar munu stýra námskeiðinu. Hægt er að skrá sig í síma 534-0110 eða með tölvupósti á kms@kms.is Nánari upplýsingar um fyrirkomulag námskeiðs má finna á www.kms.is
Heimilisiðnaðarskólinn býður úrval námskeiða Kennum fólki að framleiða fallega og nytsama hluti með rætur í þjóðlegum menningararfi
Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands.
Menntun skapar tækifæri - kynntu þér möguleikana
Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstaklingsstyrkja í umboði sjóðsins Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum
Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 www.landsmennt.is • landsmennt@landsmennt.is
• Þjóðbúningar kvenna, barna og karla • Skyrtu- og svuntusaumur • Víravirki • Baldýring • Sauðskinnsskór • Jurtalitun • Knipl • Orkering • Útsaumur • Harðangur • Skattering • Spjaldvefnaður • Miðaldakjóll • Tóvinna • Spuni • Vattarsaumur • Vefnaður – sjöl úr hör og ullarkrep • Dúkavefnaður • Svuntuvefnaður
• • • • • • • • • • • • • • • • • • • •
Myndvefnaður Prjón og hekl fyrir örvhenta Prjón fyrir byrjendur Prjónalæsi Dúkaprjón Englaprjón Dóminó prjón Prjónaðir vettlingar Hekl fyrir byrjendur Heklaðir lopavettlingar Leðursaumur Skírnakjólar Rússneskt hekl - grunnnámskeið Rússneskt hekl - Handstúkur Rússneskt hekl - Sjöl Rússneskt hekl - Hetta í miðaldastíl Rússneskt hekl - Lopapeysa Tauþrykk Lissugerð Blautþæfing
Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Nethylur 2e | 110 Reykjavík | Sími 551-5500 | www.heimilisidnadur.is
56
heilabrot
Helgin 13.-15. janĂşar 2012
Spurningakeppni fĂłlksins
ď&#x192;¨
Sudoku
1 7
Spurningar 1. 2. 3. 4.
frĂŠttamaĂ°ur 1. PennsylvanĂu? 2. Haraldsson? 3. Ă?safirĂ°i? 4. Meryl Streep. 5. Eric Cantona. 6. Hyundai Elantra. 7. Jim Henson. 8. BeyoncĂŠ og J-Z. 9. IĂ°naĂ°arsĂlikon. 10. SjĂś? 11. F og S. 12. FS Holding? 13. fs.is. 14. FS-net. 15. Thierry Henry. 16. Brynja Ă&#x17E;orgeirsdĂłttir. 17. SteinÞór PĂĄlsson. 18. Harry Redknapp.
ď&#x192;ź ď&#x192;ź ď&#x192;ź ď&#x192;ź ď&#x192;ź ď&#x192;ź
ď&#x192;ź
ď&#x192;ź ď&#x192;ź
13 rĂŠtt
ď&#x192;ź
ď&#x192;ź ď&#x192;ź
ď&#x192;ź
Ă&#x17E;Ăłrarinn skorar ĂĄ Ă rna Ă&#x17E;Ăłr Hlynsson, endurskoĂ°anda.
Hvar var repĂşblikaninn Mitt Romney rĂkisstjĂłri? Hvers son er JĂłn sem vill verĂ°a forseti? Hvar er veitingastaĂ°urinn CafĂŠ Riis? Hver leikur Margaret Thatcher Ă kvikmyndinni The Iron Lady? 5. HvaĂ°a franski knattspyrnukappi hefur lĂ˝st ĂĄhuga ĂĄ aĂ° gefa kost ĂĄ sĂŠr Ă embĂŚtti Frakklandsforseta? 6. HvaĂ°a bĂll hefur veriĂ° valinn bĂll ĂĄrsins Ă BandarĂkjunum? 7. NĂ˝ bĂĂłmynd um Prúðuleikana er aĂ° koma Ă bĂĂł. HvaĂ° hĂŠt aĂ°almaĂ°urinn ĂĄ bak viĂ° brúðurnar vinsĂŚlu? 8. HvaĂ°a stjĂśrnupar eignaĂ°ist barniĂ° Blue Ivy Carter ĂĄ dĂśgunum? 9. Hvernig sĂlĂkon er Ă hinum umdeildu P.I.P brjĂłstapúðum? 10. Hversu marga drap Axlar BjĂśrn? 11. HvaĂ°a stafir eru nĂşmer 9 og 24 Ă Ăslenska stafrĂłfinu (aĂ° C-og Q meĂ°tĂśldu)? 12. HvaĂ° hĂŠt fĂŠlagiĂ° sem fĂŠkk lĂĄnaĂ°a sex milljarĂ°a hjĂĄ Glitni til aĂ° kaupa hlut Fons Ă Aurum skartgripakeĂ°junni? 13. Hvert er lĂŠn FĂŠlagsstofnunar stĂşdenta? 14. HvaĂ° heitir hraĂ°virka gagnaflutningsnetiĂ° sem tengir saman alla framhaldsskĂłla og sĂmenntunarstÜðvar ĂĄ landinu? 15. Hver skoraĂ°i sigurmark Arsenal gegn Leeds Ă enska bikarnum ĂĄ mĂĄnudag? 16. Hver kynnir SĂśngvakeppni SjĂłnvarpsins Ă ĂĄr? 17. Hver er bankastjĂłri Landsbankans? 18. Hver stĂ˝rir knattspyrnuliĂ°inu Tottenham?
5 6 9
9 4
4
7 1
1 7 2 8
Ă&#x17E;Ăłrarinn Leifsson, rithĂśfundur 1. Iowa. 2. LĂĄrusson. 3. HĂłlmavĂk. 4. Meryl Streep. 5. Eric Cantona. 6. Nissan? 7. Jim Henson. 8. Jay-Z og BeyoncĂŠ. 9. IĂ°naĂ°arsĂlĂkon. 10. 18 manns. 11. G og U. 12. Man Ăžetta ekki. 13. fs.is. 14. NNS? 15. Thierry Henry. 16. Brynja Ă&#x17E;orgeirsdĂłttir. 17. SteinÞór PĂĄlsson. 18. Pass.
ď&#x192;ź ď&#x192;ź ď&#x192;ź ď&#x192;ź
ď&#x192;¨
Sudoku fyrir lengr a komna
ď&#x192;ź
ď&#x192;ź ď&#x192;ź
12 rĂŠtt
krossgĂĄtan
7 3
7 4 8 1 2 7 6 3 4 5
ď&#x192;ź ď&#x192;ź
ď&#x192;ź
ď&#x192;¨
6
9
ď&#x192;ź
ď&#x192;ź
3 5 8 9
3 1
5 1
8
4 9
8 6 9 7 5
2 6
SvĂśr: 1. Massachusetts, 2. LĂĄrusson, 3. Ă HĂłlmavĂk, 4. Meryl Streep, 5. Eric Cantona, 6. Hyundai Elantra, 7. Jim Henson, 8. Jay-Z og BeyoncĂŠ, 9. IĂ°naĂ°arsĂlĂkon, 10. 18 manns, 11. F og S, 12. FS 38, 13. fs.is, 14. FS-net, 15. Thierry Henry, 16. Brynja Ă&#x17E;orgeirsdĂłttir, 17. SteinÞór PĂĄlsson, 18. Harry Redknapp.
JĂłhann Bjarni Kolbeinsson,
3 5 2 8 7
ATH Nýr vefur með krossgåtulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. -&.453"
-"/("3
5*1-
.Â&#x160;55*3
ÂŤ)3*'" .ÂŤ5563
-&:/*3
-&5635ÂŤ,/
%3"##"
MYND: BRENDAN RILEY (CC BY-SA 2.0)
5*-&'/*4 4,*1 )ÂŤ-'"1* "3Â&#x161;"
'Ă&#x2026;-"
/"65
/Ă .&3
5"-" -"/%
MaĂ°ur Ă Texas afplĂĄnar nĂş 50 ĂĄra fangelsisdĂłm eftir aĂ° hafa veriĂ° handtekinn Ă ĂžriĂ°ja sinn fyrir aĂ° selja fĂkniefni. HvaĂ° gerir Ăžennan afbrotaferil sĂŠrstaklega klaufalegan? SVAR: Ă? Ăśll ĂžrjĂş skiptin var maĂ°urinn tekinn fyrir aĂ° selja sama Ăłeinkennis-
-"4-&*,*
7Â&#x160;5-"
)3&44
4,"%%"45
("/( '-½563
'&3Â&#x161;
)½3'6/
57&*3 &*/4
"-"
.Â&#x160;-* &*/*/(
Â?Âť55
5*/%63
3:,,03/
57Âś)-+ÂťÂ&#x161;*
-*5-"64
/à .&3 57½
"' )&/%*/(
53² œ�355
7*Â&#x161;.Âť5
(+"-% .*Â&#x161;*--
Â?3Â&#x160;563
."5+635 7*3,*
%3:,,63
/"##*
5Âś."#*-
#"3%"(*
41"6(
3Âť4
."(*
'-½,5 ':3456
klĂŚdda lĂśgreglumanninum efnin. SĂśkudĂłlgurinn segist eiga erfitt meĂ° aĂ° muna eftir andlitum.
-&*,63
&'/*
ÂŤ55
FĂŠkkstu ekki FrĂŠttatĂmann heim?
"Â&#x161;
ÂŤ(Â&#x160;55 &*//
13Âť5Âť/"
-Â&#x160;(45" )*5"45*(
/&*56/ -Â&#x160;3-*/( 63
ÂŤ/"
5&.+"
'Â&#x160;%%63
&3
#-"Â&#x161;
3&'63
&:Â&#x161;*.½3,
Âś4)Ă Â&#x161; 45"-
45"3'4 (3&*/ 5&*,/*/( "' '&3-*
7½36.&3,*
5"-"
4".45Â&#x160;Â&#x161;"
(-"5"
",63
ÂŤ55
)"(("
.ÂŤ-)&-5*
413Â&#x160;/"
&-%)Ă 4 ÂŤ)"-%
"33
5"'- ."Â&#x161;63
"/("/
3&*Â&#x161; ."Â&#x161;63
4,Âś563
½'6( 3½Â&#x161;
57&*3 &*/4
("-%3" ,7&/%*
."4 )-+Âť5"
)Â&#x160;33*
)"/("
(*//"
SjĂĄĂ°u blaĂ°iĂ° lĂka ĂĄ frettatiminn.is
'03.
45:,,* 453&*5"
FrĂŠttatĂmanum er dreift ĂĄ Ăśll heimili ĂĄ hĂśfuĂ°borgarsvĂŚĂ°inu. Ef Þú fĂŠkkst ekki blaĂ°iĂ° heim, lĂĄttu okkur Þå vita meĂ° tĂślvupĂłsti ĂĄ dreifing@frettatiminn.is
&'/*
Â?*55
6.'"/(
Allir vilja gott sæti ! Áfram Ísland ! # 13 Siggi Sveins er alltaf eins!
Gullið tækifæri fyrir betra sæti !
E M T
ILBOÐ •
Láttu þér líða vel fyrir framan EM !
Hægindastóll
kr. 37.900,Komdu núna •
Hvítur
Milano ekta hægindast óll á frábæru EM tilboði !
Til í 4 litum:
Latte
Svartur
OPIÐ
Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-18 Sun frá kl. 13-18 Holtagörðum • Sími 512 6800 • www.dorma.is
Brúnn
Pöntunarsími ☎ 512 6800 eða dorma.is
inu verður em stundaðar í ef þú ert að
mans á að jafnaði á blaðinu er blaðið og
58
sjónvarp
Helgin 13.-15. janúar 2012
Föstudagur 13. janúar
Föstudagur RUV
20:15 Wipeout USA Bandaríska útgáfan þar sem buslugangurinn er gjörsamlega botnlaus og glíman við rauðu boltana aldrei fyndnari. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
21:00 Minute To Win It Þátttakendur fá tækifæri til að vinna milljón dollara með því að leysa þrautir sem virðast einfaldar.
Laugardagur
20.30 Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 Flutt verða fimm lög og komast tvö þeirra áfram í úrslit keppninnar. Kynnir er Brynja Þorgeirsdóttir.
21:15 Once Upon A Time Frá framleiðendum Lost koma þessir þættir sem gerast bæði í ævintýralandi og nútímanum.
Sunnudagur
16.05 Þýskaland - Tékkland Beint 20.10 Danmörk - Slóvakía Beint 20.45 EM-kvöld Farið yfir leiki dagsins á EM í handbolta.
20:20 The Mentalist (4/24) Fjórða serían af frumlegri spennuþáttaröð um Patrick Jane, sjálfstætt starfandi ráðgjafa rannsóknarlögreglunnar í Kaliforníu. allt fyrir áskrifendur
16.05 Leiðarljós e 16.45 Leiðarljós e 17.25 Otrabörnin (40:41) 17.50 Óskabarnið (2:13) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Framandi og freistandi (1:8) e. 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.30 Ísland - Finnland Handb. Beint 21.05 Útsvar Dalvíkurbyggð Fljótsdalshérað 22.15 Hreinn umfram allt (The Importance of Being Earnest) Leikstjóri er Oliver Parker og meðal leikenda6 eru Rupert 5 Everett, Colin Firth, Frances O'Connor og Reese Witherspoon. Bresk bíómynd frá 2002 byggð á leikriti eftir Oscar Wilde. 23.50 Wallander – Rukkarinn Kurt Wallander rannsóknarlögreglumaður í Ystad á Skáni glímir við erfitt sakamál. Leikstjóri er Kathrine Windfeld og meðal leikenda eru Krister Henriksson, Lena Endre, Sverrir Guðnason, Nina Zanjani og Stina Ekblad. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Kóala 07:00 Barnatími Stöðvar 2 bræður / Sæfarar / Músahús Mikka 08:15 Oprah / Múmínálfarnir / Spurt og sprellað 08:55 Í fínu formi / Engilbert ræður / Teiknum dýrin / 09:10 Bold and the Beautiful Lóa / Skrekkur íkorni 09:30 Doctors (29/175) 10.05 Grettir (16:52) 10:15 Off the Map (9/13) 10.17 Geimverurnar (13:52) 11:00 Ramsay’s Kitchen Nightmares 10.25 Pandan í vanda e 11:50 Glee (2/22) 11.15 Leiðin á EM e 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 11.45 Leiðarljós e 13:00 Full of It 13.05 Hvað veistu? e 14:40 Friends (15/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.35 Vínartónleikar Sinfó e. 15:05 Sorry I’ve Got No Head 15.10 Hákarlafjall 15:35 Tricky TV (2/23) 15.55 Útsvar e 16:00 Barnatími Stöðvar 2 17.00 Ástin grípur unglinginn 17:05 Bold and the Beautiful 17.45 Táknmálsfréttir 17:30 Nágrannar 4 5 17.55 Bombubyrgið (14:26) e. 17:55 The Simpsons (9/23) 18.25 Úrval úr Kastljósi 18:23 Veður 18.54 Lottó 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Fréttir 18:47 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 18:54 Ísland í dag / Veður 19.40 Ævintýri Merlíns (1:13) 19:20 The Simpsons (15/23) 20.30 Söngvakeppni Sjónvarpsins 19:45 Týnda kynslóðin (18/40) 21.40 Dagbækur prinsessunnar e 20:15 Wipeout USA (2/18) 23.35 Brokeback-fjall 21:00 Fame 01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 22:50 Journey to the End of the Night Spennumynd með Scott Glenn, Brendan Fraser og Mos Def í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um feðga sem reka saman vændishús í hættulega hverfi í Sao Paulo í Brasilíu. 00:20 Mystic River 02:35 Saw III 04:20 Full of It 05:50 Fréttir og Ísland í dag
SkjárEinn
STÖÐ 2
Sunnudagur RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir kisukló / Teitur / Herramenn / Paddi 07:25 Lalli og Steinn / Skellibær / Paddi og 07:35 Brunabílarnir Steinn / Töfrahnötturinn / Paddi og 08:00 Algjör Sveppi Steinn / Disneystundin 09:50 Latibær 09.01 Finnbogi og Felix (14:26) 10:00 Lukku láki 09.22 Sígildar teiknimyndir (15:42) 10:25 Tasmanía 09.30 Gló magnaða (41:52) 10:50 Ofurhetjusérsveitin 09.52 Enyo (12:26) 11:15 The Glee Project (2/11)allt fyrir áskrifendur 10.16 Hérastöð (1:26) 12:00 Bold and the Beautiful 10.30 Söngvakeppni Sjónvarpsins e 13:40 Two and a Half Men (5/16) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11.45 Djöflaeyjan e 14:05 Modern Family (6/24) 12.30 Silfur Egils 14:30 The Middle (13/24) 13.50 Jón og séra Jón e 14:55 Hawthorne (10/10) 15.20 Allur akstur bannaður e 15:40 Sjálfstætt fólk (13/38) 16.05 Þýskaland - Tékkland Beint 16:20 ET Weekend 4 5 6 17.50 Táknmálsfréttir 17:05 Friends (6/24) 18.00 Stundin okkar 17:30 Íslenski listinn 18.25 Við bakaraofninn (2:6) 17:55 Sjáðu 19.00 Fréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.30 Veðurfréttir 18:49 Íþróttir 19.40 Landinn 18:56 Lottó 20.10 Danmörk - Slóvakía Beint 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 20.45 EM-kvöld 19:29 Veður 21.20 Downton Abbey (8:9) 19:35 Ice Age: Dawn of the Dinosaurs 22.30 Sunnudagsbíó - Menn sem 21:10 Time Traveler’s Wife stara á geitur Bandarísk bíómynd 22:55 We Own the Night frá 2009. Atriði í myndinni eru 00:50 Goya’s Ghosts ekki við hæfi ungra barna. 02:45 The Express 00.00 Silfur Egils e 04:50 RocknRolla 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
6
06:00 Pepsi MAX tónlist 10:15 Rachael Ray e 12:30 Dr. Phil e 14:00 Being Erica (9:13) e SkjárEinn 14:45 Charlie's Angels (6:8) e 06:00 Pepsi MAX tónlist SkjárEinn 11:00 Spænsku mörkin 15:35 Live To Dance (2:8) e 08:00 Dr. Phil e 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:30 Boston - Chicago 16:25 Pan Am (8:13) e 08:45 Rachael Ray e 09:30 Rachael Ray e 13:20 Crystal Palace - Cardiff 17:15 7th Heaven (1:22) 09:30 Pepsi MAX tónlist 11:00 Dr. Phil e 15:10 Man. City - Man. Utd. 18:00 The Jonathan Ross Show e 15:45 America's Next Top Model e 13:15 Kitchen Nightmares (13:13) e 17:00 Ensku bikarmörkin 18:50 Minute To Win It e 16:35 Rachael Ray 14:05 America's Next Top Model e 17:30 Arnold Classic 19:35 Mad Love (10:13) e 17:20 Dr. Phil 14:50 Once Upon A Time (2:22) e 18:20 La Liga Report 17:45 Spænsku mörkin allt fyrir áskrifendur 20:00 America's Funniest ... (5:48) 18:05 Parenthood (19:22) e 15:40 HA? (16:31) e 18:50 Mallorca - Real Madrid Beint 18:15 Arsenal - Leeds 20:25 Eureka (2:20) 18:55 Being Erica (9:13) 16:30 7th Heaven (2:22) 21:00 Amir Khan - Lamontfréttir, Peterson 20:00 Ensku bikarmörkin fræðsla, sport og skemmtun 21:15 Once Upon A Time (2:22) 19:45 Will & Grace (12:25) e 17:15 Outsourced (18:22) e 22:45 Mallorca - Real Madrid 20:30 La Liga Report 22:05 Saturday Night Live (4:22) 20:10 Live To Dance (2:8) 17:40 The Office (13:27) e 21:00 Who Killed the USFL 22:55 Rocky II e 21:00 Minute To Win It 18:05 30 Rock (20:23) e 22:00 UFC 117 21:45 HA? (16:31) 18:30 Survivor (6:16) e 01:00 Boston - Chicago Beintallt fyrir áskrifendur00:55 HA? (16:31) e 09:40 Newcastle - Man. Utd. 01:45 Jimmy Kimmel e 22:35 Jonathan Ross (8:19) 19:20 4 Survivor (7:16) 5 6 11:30 Liverpool - Chelsea, 1997 03:15 Whose Line is it Anyway? e 23:25 30 Rock (20:23) e 20:10 Top Gear - NÝTT (1:6) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:00 Tottenham - Everton 03:40 Real Hustle (3:10) e 23:50 Flashpoint (2:13) e 21:00 L&O: Special Victims Unit 13:50 Premier League World 17:20 Sunnudagsmessan allt fyrir áskrifendur 04:05 Smash Cuts (10:52) e 00:40 Saturday Night Live (3:22) e 21:50 Dexter (10:12) 14:20 Premier League Preview 18:40 Man. Utd. - Blackburn 04:30 Pepsi MAX tónlist 01:30 Jimmy Kimmel e 22:40 The Walking Dead (4:6) e 14:50 Liverpool - Stoke Beint 20:30 Football League Show 03:00 Whose Line is it Anyway? e 23:30 House (19:23) e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:10 Man. Utd. - Bolton 21:00 Premier League Preview allt fyrir áskrifendur 03:25 Real Hustle (2:10) e 00:20 Real Hustle (4:10) e 4 5 6 19:00 Tottenham - Wolves 21:30 Premier League World 03:50 Smash Cuts (9:52) e 01:00 The Golden Globe Awards 2012 06:05 Austin Powers. The Spy Who... 20:50 Chelsea - Sunderland 22:00 Liverpool - Newcastle, 1998 04:15 Pepsi MAX tónlist 04:00 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:00 Bride Wars 22:30 Premier League Preview allt fyrir áskrifendur22:40 Aston Villa - Everton 10:00 Duplicity 23:00 Arsenal - QPR 4 5 6 12:05 Bratz ofurbörnin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárGolf 14:00 Bride Wars 08:00 Picture This 08:40 The Big Bounce 06:00 ESPN America SkjárGolf 16:00 Duplicity 10:00 Someone Like You 10:05 Step Brothers 07:45 Sony Open 2012 (2:4) allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 06:00 ESPN America 4 5 6 18:05 Bratz ofurbörnin 12:00 Abrafax og sjóræningjarnir 12:00 Búi og Símon 11:15 PGA Tour - Highlights (1:45) 08:10 Sony Open 2012 (1:4) 20:00 Austin Powers. The Spy Who ... 14:00 Picture This 14:00 The Big Bounce 12:10 Sony Open 2012 (2:4) 11:35 Inside the PGA Tour (2:45) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Bug 16:00 Someone Like You fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Step Brothers 15:40 Champions Tour Year-in-Review 12:05 Sony Open 2012 (1:4) 4 5 6 00:00 Joe’s Palace 18:00 Abrafax og sjóræningjarnir 18:00 Búi og Símon 16:35 Sony Open 2012 (2:4) 15:35 Golfing World 02:00 Wild West Comedy Show 20:00 Percy Jackson & The Olympians 20:00 The Curious Case of B. Button 20:05 Inside the PGA Tour (2:45) 16:25 Sony Open 2012 (1:4) 04:00 Bug 22:00 State of Play 22:40 Bourne Identity 20:30 Sony Open 2012 (2:4) 19:35 PGA Tour - Highlights (1:45) 06:00 The Curious Case of B. Button 00:05 Platoon 00:35 Next 00:00 Sony Open 2012 (3:4) 20:30 4 Sony Open 2012 (1:4) 5 6 4 02:05 Van Wilder 2: The Ride of Taj 02:10 Glastonbury 03:30 ESPN America 00:00 Sony Open 2012 (2:4) 04:00 State of Play 04:25 Bourne Identity 03:30 ESPN America
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
STÖÐ 2
Laugardagur 14. janúar
5
6
sjónvarp 59
Helgin 13.-15. janúar 2012
15. janúar
STÖÐ 2 07:00 Lalli 07:10 Svampur Sveinsson 07:35 Áfram Diego, áfram! 08:00 Algjör Sveppi 09:30 Ævintýri Tinna 09:55 Ofuröndin 10:20 Stuðboltastelpurnar 10:45 Histeria! 11:10 Hundagengið allt fyrir áskrifendur 11:35 Tricky TV (20/23) 12:00 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:45 American Dad (2/18) 14:10 The Cleveland Show (5/21) 14:35 The Block (2/9) 15:25 Mike & Molly (18/24) 15:50 Týnda kynslóðin (18/40) 4 16:20 Wipeout USA (2/18) 17:05 Kalli Berndsen - Í nýju ljósi 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (18/24) 19:40 Sjálfstætt fólk (14/38) 20:20 The Mentalist (4/24) 21:05 The Kennedys (2/8) 21:50 Mad Men (10/13) 22:35 60 mínútur 23:30 The Daily Show: Global Edition 00:05 The Glades (2/13) 00:50 Five Days II Fyrri hluti 02:30 Five Days II Seinni hluti 04:10 The Things About My Folks 05:45 Frasier (18/24)
Í útvarpinu Veistu hver ég var
Gullöld Sigga Hlö Úrtölufólk, leiðindapúkar og sjálfskipaðir rokksögusérfræðingar þreytast ekki á því að tala niður tónlist níunda áratugar síðustu aldar. Þeir sitja á sínum háa söðli og skeggræða einhver ægilega flott gítarriff og sjúk trommusóló einhverra gamalmenna sem voru upp á sitt besta upp úr miðri síðustu öld – og eru sum hver enn að vegna þess að þeir þekkja ekki sinn vitjunartíma. Nema náttúrlega þau sem tóku rokkið með trompi og drukku sig og dópuðu í hel. Í raun þarf fólk að vera drekkhlaðið kreddufullum fordómum og vera ferkantaðara en vínýlplötuumslag til þess að geta hafnað því með hreinni samvisku að níundi áratugurinn hafi verið gullöld popptónlistar. Augljósasta staðfestingin á þessu er auðvitað 5
sú að annars væri ekki endalaust hægt að halda úti gríðarvinsælum útvarpsþætti sem keyrir eingöngu á „eitís“ tónlist. Þá ber einnig að hafa í huga að Siggi Hlö, sem stjórnar þættinum Veistu hver ég var?, getur verið svo yfirmáta, ógeðslega hreeeeeeeesssssssssssssss að maður kastar stundum upp í öllum regnbogans litum þegar hann grínast við fullar og frelsaðar húsmæður í sumarbústöðum víðsvegar um landið. Þótt hressleiki Sigga sé svo þrúgandi að mann sundlar þá verður ekki af honum tekið að hann er á heimavelli í þættinum og enginn getur gert þetta betur. Þessu finnur maður fyrir þegar hann bregður sér út fyrir landsteinana til að horfa á sína menn í Liverpool tapa knattspyrnuleikjum því afleysingarmönnum tekst engan veginn að halda sama
„með-síttað-aftan“ dampinum. „Eitís“ tónlistin eldist auðv it að fá ránlega vel og það sama má segja um Sigga. Hann var miklu leiðinlegri útvarpsmaður þegar hann kynnti glænýja „eitís“ tónlist en þegar hann kynnir hana eldgamla. Svo getur hann auðvitað þakkað Duran Duran, Paul Young, Cindy Lauper, Madonnu, Wham og öllum hinum vegna þess að án þess myndi enginn vita hver hann er. Svona er nú máttur „eitísins“ mikill. Þórarinn Þórarinsson
6
HÁMARKS ÁRANGUR Grunnpakkinn frá NOW inniheldur þau lykil næringarefni sem flestir fá ekki nóg af, jafnvel þó þeir neyti fjölbreyttrar fæðu.
11:00 Man. City - Man. Utd. 12:45 Mallorca - Real Madrid 14:30 Reggie Miller vs NY Knicks 15:45 Man. City - Liverpool 17:30 Arnold Classic 18:20 Boston - Chicago 20:20 Barcelona - Betis allt fyrir áskrifendur 22:30 Nedbank Golf Challenge 02:00 Barcelona - Betis fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
09:10 Premier League World 09:40 Man. Utd. - Bolton 11:30 Liverpool - Stoke 13:20 Newcastle - QPR Beint allt fyrir áskrifendur 15:45 Swansea - Arsenal Beint 18:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:20 Newcastle - QPR 21:10 Sunnudagsmessan 22:30 Swansea - Arsenal 00:20 Sunnudagsmessan 4
SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:40 Sony Open 2012 (3:4) 11:10 US Open 2009 - Official Film 12:10 Sony Open 2012 (3:4) 15:40 PGA Tour - Highlights (1:45) 16:35 Sony Open 2012 (3:4) 20:05 Inside the PGA Tour (2:45) 20:30 Sony Open 2012 (3:4) 00:00 Sony Open 2012 (4:4) 03:00 ESPN America
4
5
5
6
„Ég vel NOW vegna þess að6 þær eru framleiddar og prófaðar samkvæmt ströngustu gæðastöðlum og innihalda ekki vafasöm aukog fyllingarefni sem geta dregið úr árangri. Ég set markið hátt, þess vegna vel ég NOW.“ Ragna Ingólfs, landsliðskona í badminton og ólympíufari.
1. BORGRÍKI 2. CARS 2 3. THE HANGOVER PART 2 4. HOP 5. CONAN THE BARBARIAN 6. LARRY CROWNE 7. KURTEIST FÓLK 8. LAST NIGHT 9. GNÓMÍÓ OG JÚLÍA 10. TRANSFORMERS 3
Grunnpakki NOW Gæði • Hreinleiki • Virkni
60
bíó
Helgin 13.-15. janúar 2012
Bíódómur Tinker Tailor Soldier Spy
Gráir karlar í svikulum heimi
Tinker Tailor Soldier Spy er klassísk njósnamynd og nokkuð dæmigerð „whodunnit“ ráðgáta þar sem lítið fer fyrir slagsmálum, græjum og skotbardögum að hætti James Bond þótt sagan hverfist um njósnara í Leyniþjónustu hennar hátignar. Hér eru gráir og guggnir menn í forgrunni. Hálfgerðar skrifstofublækur sem er tamara að nota hausinn en hendurnar í störfum sínum. Þeir sem þekkja sögur John lé Carré um njósnarann George Smiley og hafa séð sjónvarpsmyndirnar sem gerðar voru eftir Tinker Tailor Soldier Spy og Smiley´s People í byrjun níunda áratugarins, þar sem aldr-
aður Alec Guiness lék Smiley, vita nákvæmlega að hverju þeir ganga hér og verða ekki fyrir vonbrigðum. Aðrir gætu látið hæga atburðarásina fara í taugarnar á sér en slíkur pirringur er þá byggður á misskilningi. Sænski leikstjórinn Tomas Alfredsonm, sem komst á heimskortið með hinni frábæru blóðsugumynd Låt den rätte komma in, hefur traust tök á flókinni sögunni og frábærum leikhópnum. Þar fer Gary Oldman fremstur í flokki sem Smiley og gerir tilkall til Óskarsverðlauna fyrir magnaðan en lágstemmdan leik þar sem látbragð vegur þyngra en töluð orð. John Hurt, Colin Firth og Mark Strong gefa svo lítið eftir í
sínum hlutverkum. Smiley hefur hér það verkefni að afhjúpa njósnara Rússa innan MI6 þótt ekki sé laust við að hann liggi sjálfur undir grun. Hægt og rólega fikrar hann sig að skúrknum og teflir flóknar refskákir í huganum á meðan hann þrengir hringinn. Allt er þetta sett fram og útfært með miklum ágætum þannig að myndin ber lengdina vel og lúmsk spennan magnast eftir því sem á líður þótt flestir sem eru sæmilega skólaður í njósnafræðunum ættu að vera búnir að finna svikarann áður en Smiley leysir gátuna. Þórarinn Þórarinsson
Prúðuleik arnir Mættir aftur
FrumsýndAR
Streep tæklar Thatcher Margaret Thatcher var formaður breska Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, fyrst kvenna, frá 1979 til 1990. Hún var grjóthörð hægri manneskja og talaði fjálglega gegn Sovétríkjunum og uppskar fyrir vikið viðurnefnið Járnfrúin. Vinsældir hennar dvínuðu á fyrstu árunum í Downingstræti 10 í skugga kreppu og mikils atvinnuleysis en efnaDennis og Maggie fagna á góðri stundu. hagsbati og Falklandseyja-stríðið öfluðu henni vinsælda á ný sem skiluðu sér í endurkjöri árið 1983. Hún hélt meirihluta þriðja kjörtímabilið 1987 en hrökklaðist frá völdum í nóvember 1990. The Iron Lady, í leikstjórn Phyllidu Lloyd, er saga Járnfrúarinnar rakin og skyggnst á bak við pólitísk tjöldin þar sem Thatcher gegndi einnig hlutverki eiginkonu, móður og húsmóður. Meryl Streep bregður sér í hlutverk Thatcher og þykir gera þeirri gömlu svo frábær skil að þegar er farið að spá því að hún kræki í þriðju Óskarsstyttuna vegna frammistöðunnar. Sá ljúfi leikari Jim Broadbent leikur Dennis, eiginmann hennar, sem stóð hæverskur og utangátta í skugga frúarinnar. En saga Thatcher er rakin í endurliti sem hefst þegar hún fer í gegnum ýmsa muni á heimilinu að Dennis látnum. Aðrir miðlar: Imdb: 5.9, Rotten Tomatoes: 57%, Metacritic: 52%.
A Little Bit of Heaven
Barist við krabba
Í myndinni 50/50, sem verður frumsýnd um helgina, leika Joseph Gordon-Levitt og Seth Rogen félagana Adam og Kyle sem vinna saman á útvarpsstöð. Þegar Adam greinist með banvænt krabbamein færist drungi yfir létta tilveru hans. Kærastan treystir sér ekki til þess að ganga í gegnum stríðið við meinið með honum og lætur sig hverfa. Kyle bregst hins vegar ekki og stendur þétt við hlið vinar síns í þessari sannsögulegu mynd. Aðrir miðlar: Imdb: 8.1, Rotten Tomatoes: 93%, Metacritic: 72%
Nokkuð öflugur hópur leikara kemur saman í þessari rómantísku gamanmynd sem fjallar um ástina í skugga dauðans. Kate Hudson, Kathy Bates, Treat Williams, Whoopi Goldberg og Gael García Bernal láta öll til sín taka í sögunni af Marley; gáfaðri og glaðlyndri konu sem gengur allt í haginn í leik og starfi. Hún hefur átt í nokkrum ástarsamböndum en hefur ekki viljað binda sig og hefur aldrei orðið ástfangin í alvöru. Þegar hún kemst að því að hún eigi aðeins nokkra mánuði eftir breytist allt og hún verður yfir sig hrifin af lækninum sem flutti henni dauðadóminn. Aðrir miðlar: Imdb: 5.9, Rotten Tomatoes: 5%, Metacritic: 75%.
SKYRTUTILBOÐ! 330 kr. skyrtan – ef komið er með þrjár eða fleiri í einu. Opnunartími Hverafold: Virka daga 8:00–18:00 og föstudaga 8:00–18:30 Opnunartími í Smáralind: Virka daga 11:00–19:00 og laugardaga 11:00–18:00
Smáralind 201 Kópavogur Hverafold 1- 3 112 Reykjavík 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is
Kermit froskur safnar saman öllum gömlu félögunum til þess að bjarga gamla Prúðuleikarahúsinu með dyggum stuðningi mannfólksins Gary og Mary.
Líf í gömlum tuskum Sjónvarpsþættirnir The Muppet Show, eða Prúðuleikararnir, sem runnir voru undan rifjum brúðumeistarans Jim Henson, nutu mikilla vinsælda á árabilinu 1976 og 1981 þegar Kermit froskur, fröken Svínka, Fossi björn, sænski kokkurinn og fleiri fyrirbæri voru fastagestir á skjám víða. Prúðuleikararnir hafa einnig látið til sín taka í fjölda bíómynda og eru nú mættir á hvíta tjaldið á nýjan leik eftir 12 ára hlé í The Muppets.
S
Þegar hópurinn hefur tryggt sér sjónvarpsstöð til þess að senda söfnunarþáttinn frá byrjar hasarinn fyrir alvöru.
jónvarpsþættirnir um Prúðuleikana urðu 120 talsins. Þeir gerðust í leikhúsi þar sem boðið var upp á dans- og söngatriði, leikþætti og uppistandsgrín auk þess sem skyggnst var á bak við tjöldin þar sem Kermit froskur var iðulega í miklu fári við að láta sýninguna ganga og halda á sama tíma hinni ástleitnu Svínku í hæfilegri fjarlægð. Mennsk gestastjarna mætti í hvern þátt og eftir því sem þeir urðu vinsælli sótti þekkt fólk það fastar að fá að koma í heimsókn. Meðal þekktra gesta í þáttunum voru Elton John, Diana Ross, Roger Moore og Stjörnustríðsleikarinn Mark Hamil ásamt vélmennunum C-3PO og R2-D2. The Muppets er fyrsta Prúðuleikaramyndin sem Disney er með puttana í frá Muppet Treasure Island kom út. Söguþráður The Muppets kallast á við deilurnar um framtíð tónleikastaðarins NASA í Reykjavík þar sem hér taka heitustu aðdáendur Prúðuleikarana sig til og smala saman gömlu prúðuleikurunum til þess að bjarga gamla Prúðuleikarahúsinu sem viðskiptajöfur ætlar sér að rífa til þess að bora eftir olíu á byggingarreitnum. Walter er ungur maður sem fæddist sem brúða. Hann býr með mennskum bróður sínum Gary en í æsku urðu þeir forfallnir Prúðuleikara-aðdáendur þegar þeir horfðu á sjónvarpsþættina. Þegar Gary býður kærustu sinni, Mary, í ferð til Los Angeles til þess að halda upp á að þau hafi verið saman í tíu ár býður hann Walter með – fyrst og fremst svo Walter geti heimsótt gamla Prúðuleikarahúsið og skoðað sviðsmynd þáttanna sem hann heillaðist af sem barn. Í Los Angeles kemst Walter af því að olíubaróninn, Tex Richman, er við það að kaupa leikhúsið með það fyrir augum að rífa það. Bræðurnir eru í framhaldinu upplýstir um að til þess að bjarga leikhúsinu þurfi að snara fram tíu milljónum dollara til þess að bjarga því úr klóm Richmans. Leiðin liggur þá á fund Kermits sem hangir hálf þunglyndur í villu sinni. Fregnirnar af yfirvofandi örlögum leikhússins fá töluvert á hann og hann ákveður að halda nýja Prúðuleikara-sýningu til þess að safna fénu sem þarf til þess að bjarga leikhúsinu.
Walter, Kermit, Gary og Mary leggja síðan upp í smalaleiðangur. Fossa finna þau í Las Vegas þar sem hann skemmtir með Prúðuleikaraeftirhermunum Moopets, Gonzo er orðinn umsvifamikill pípulagningamaður en ákveður að snúa baki við fyrirtækinu og ganga til liðs við sína gömlu félaga. Trommarann Dýra finna þau svo á reiðistjórnunarnámskeiði. Hann slær einnig til en stuðningsfulltrúi hans, leikarinn Jack Black, varar hann við því að koma nálægt trommum. Svínka er sú eina sem kærir sig ekki um að snúa aftur en hún ritstýrir efni um föt í yfirstærðum hjá Vogue í París. Þegar hópurinn hefur tryggt sér sjónvarpsstöð til þess að senda söfnunarþáttinn frá byrjar hasarinn fyrir alvöru. Vitaskuld þarf að tryggja gestastjörnu og ganga frá fleiri lausum endum og þetta er hægara sagt en gert. Þegar Richman áttar sig á því að Prúðuleikurunum gæti tekist að bjarga húsinu fer hann á fulla ferð við að reyna að skemma fyrir þeim og allt reynir þetta brölt verulega á samband Gary og Mary sem og samband bræðranna. Þar sem alvanalegt er að Prúðuleikararnir lifi og hrærist innan um manneskjur af holdi og blóði er vitaskuld ekkert óeðlilegt við söguþráðinn þannig að hér koma leikarar og brúður saman eins og ekkert sé sjálfsagðara. Jason Segel, úr How I met your Mother, leikur Gary auk þess sem hann er einn handritshöfunda myndarinnar. Amy Adams leikur Mary, kærustuna hans, en gamli harðjaxlinn Chris Cooper leikur auðmanninn illa. Gamanleikarinn Jack Black leikur svo sjálfan sig í myndinni. Aðrir miðlar: Imdb: 8.0, Rotten Tomatoes: 96%, Metacritic: 75%.
bíó
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
FORSÝND UM HELGINA
GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS
BESTA MYNDIN BESTI LEIKARINN
BESTI
LEIKSTJÓRINN
GEORGE CLOONEY ALEXANDER PAYNE
BESTA MYND ÁRSINS
AFI AWARDS 2011
BESTA MYND ÁRSINS LOS ANGELES FILM CRITICS ASSOCIATION
„Sérlega snjöll og ánægjuleg gamanmynd. Góð skemmtun frá upphafi til enda.“
EIN AF 10 BESTU MYNDUM ÁRSINS
NATIONAL BOARD OF REVIEW
Joe Morgenstern,
SCREEN ACTORS GUILD
„Enn einn fagurlega skorinn gimsteinn. Beitt, fyndin, stórtæk, áhrifarík...“
NATIONAL BOARD OF REVIEW BESTI LEIKARI ÁRSINS
The wall Street Journal
Owen Gleiberman, Entertainment Weekly
BESTI LEIKARI ÁRSINS GEORGE CLOONEY
GEORGE CLOONEY
Á YFIR 150 TOPP 10 LISTUM
FORSÝNINGAR UM HELGINA Laugardag kl . 8 Sunnudag kl . 8
Föstudag kl. 8 Sunnudag kl. 5.30 FRUMSÝND 20. JANÚAR
©HFPA
62
tíska
Græðir tugi milljarða á ilmvatnssölu Raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton er ekki bara partíljón sem lifir á auði fjölskyldunnar eins og margir halda. Í nýlegu viðtali við FHM sagði Paris hafa grætt mikið á ilmvatnssölu sinni allt síðan árið 2005 eða frá því að fyrsti ilmurinn hennar kom á markað. Alls hefur hún framleitt tíu ilmi og hefur það skilað henni rúmum 161 milljarði króna í vasann. „Salan á ilmunum er mjög góð í dag. Betri en nokkurn tímann áður. Þetta er að skila mér ágætu tímakaupi.“
Fæstar vita sína réttu stærð Samkvæmt grein sem ég rakst á, og finna má á netinu, eru rúmlega áttatíu prósent kvenna sem ganga um í rangri brjóstahaldarastærð. Þetta er sláandi há tala en stærstur hluti þessara kvenna gengur í of litlum brjóstahöldurum. Ef marka má greinina fer það verulega illa með hið líkamlega ástand.
Helgin 13.-15. janúar 2012
Nýjasti talsmaður Dior
Svo virðist sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian ætli hvergi að slá slöku við á nýju ári. Nú hefur komið fram tilkynning frá henni þess efnis að nýr ilmur úr hennar smiðju sé væntanlegur. Sá hefur fengið nafnið True Reflection en þetta er fjórði ilmurinn sem Kim Kardashian framleiðir. Auglýsingaherferð ilmsins hefur litið dagsins ljós og að sjálfsögðu situr hún sjálf fyrir. Hinir þrír ilmir sem raunveruleikastjarnan hefur sent frá sér hafa ekki selst eins vel og vonir voru bundnar við en Kim ætlar að nýi ilmurinn verði byltingarkenndur og nokkuð sem allir muni sækjast eftir.
Tískurisinn Christian Dior tilkynnti á nýju ári að leikkonan Mila Kunis muni verða andlit sumarlínu fyrirtækisins. Delphine Arnault, sem er aðalhönnuður töskulínunnar, segir Milu vera hæfileikaríka leikkonu sem er alvöru nútímakona og passi einstaklega vel í þetta mikilvæga hlutverk á vegum fyrirtækisins. Mila Kunis er þar með komin hóp fleiri leikkvenna sem unnið hafa fyrir Dior svo sem Natalie Portman, sem lék ásamt Milu í stórmyndinni Black Swan, en hún er andlit- og talsmaður ilmsins Miss Dior sem kom út á síðasta ári
Þriðjudagur Skór: Gs Skór Buxur: H&M Skyrta: Weekday Hálsmen: Sautján
tíska
Kolbrún Pálsdóttir skrifar
5
Ég viðurkenni fúslega að ég telst til þessara áttatíu prósenta og hef enga vitneskju um í hvaða brjóstahaldarastærð ég er í hverju sinni. Ég á óteljandi mikið af brjóstahöldurum og einhverra hluta vegna eru þeir allir í sitthverri stærðinni. Ég hef vanið mig á að einblína á þann sem mér finnst flottur, passar mér vel að ég tel í fljótu bragði og er ekkert að flækja þetta neitt frekar í innkaupunum. Sem betur fer eru þó flestar nærfataverslanir farnar að bjóða upp á þá góðu þjónustu að mæla okkur áður en við fjárfestum í hinum „fullkomna“ brjóstahaldara. Með því að nýta þá þjónustu ætti að vera hægt að minnka þessa meinlegu prósentutölu til muna. Nú er það reyndar svo að ég hef vitað það, alveg síðan að ég keypti minn fyrsta haldara, að ég hefði getað farið í mælingu. Ég hef bara aldrei látið að því verða. Og sama má kannski segja um restina af þessum kvenmönnum sem ekki þekkja hvaða brjóstahaldarastærð er sú rétta. Kannski er þetta leti. Eða kannski þurfum við ekki að láta segja okkur í hvaða stærð við erum og kjósum að fara frekar eftir okkar eigin hugmyndum um hvaða tölur, bókstafir og meint þægindi eiga við hverju sinni.
Nýr ilmur frá Kim
dagar dress
Mánudagur: Skór: Vila Buxur: Cheap Monday Peysa: Spúútnik Skyrta: H&M
Marc Jacobs og Alexander Wang í uppáhaldi Ída Pálsdóttir er 18 ára nemi í Verslunarskóla Íslands og samhliða náminu sinnir hún ýmsum störfum fyrir Eskimo Models. „Ég myndi segja að hann væri mjög mis-
jafn og fjölbreyttur,“ segir Ída um fatastílinn sinn. „Samt má segja að hann sé frekar rokkaralegur en dúllulegur og klæði ég mig aðallega eftir skapi hverju sinni. Ég kaupi fötin mest megnis í Spúútnik, Topshop, H&M, Urban Outfitters og American Apperal en uppáhalds hönnuðirnir mínir eru Marc Jacobs og Alex-
Miðvikudagur: Skór: Vila Sokkabuxur: Oriblu Stuttbuxur: Spúútnik Bolur: Acne Peysa: Lakkalakk
ander Wang. Ég fell oftast fyrir flíkum frá þeim og gefa þeir mér góða innsýn í tískuheiminn. Innblástur sæki ég einnig í tískublöð og sænsk tískublogg sem ég skoða mikið – er rosalega veik fyrir skandinavískri tísku.“
Föstudagur Skór: Topshop Sokkabuxur: Oriblu Pils: Zara Bolur: Urban Outfitters Hálsmen: Forever 21 Fimmtudagur Skór: Dr Martens Buxur: Topshop Skyrta: American Apperal Jakki: Gina Tricot
DÝNUR OG KODDAR
Heilsudýnan sem styður svo vel við þig að þér finnst þú
svífa
Ný sending af stillanlegum rúmum
A‹
S FRÁ TEMP EIN
Vaknaðu upp endurnærð(ur) og tilbúin(n) í átök dagsins.
betrabak.is Leggur grunn að góðum degi
® UR
S FRÁ TEMP EIN
® UR
Þegur þú sefur á TEMPUR heilsudýnu, hvílast hryggur og liðir í sinni náttúrulegu stöðu. TEMPUR þrýstijöfnunarefnið er mjúkt þar sem þú vilt og stíft þar sem þú þarft™ og veitir þannig þrýstijöfnun, þægindi og náttúrulegan stuðning.
A‹
á frábæru verði
EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16
64
tíska
Helgin 13.-15. janúar 2012
Kanye einbeitir sér að tískunni
Útsalan er hafin
luvörum
30-50% afsláttur af útsö Flott föt fyrir flottar konur,
Stærðir 40-60.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is
R
apparinnn Kanye West þráir fátt heitar en að tískuheimurinn taki sig alvarlega sem fatahönnuður. Því ákvað hann að flytja til London á nýju ári og stefnir hann á að einbeita sér meira að fatalínunni sinni þeirri sem hann vinnur nú hörðum höndum að. Háskólinn Central Saint Martins College, sem staðsettur er í Lundúnum, er söngvaranum innan handar og er hann duglegur að leita þangað og biðja bæði kennara og nemendur um álit og aðstoð. Fatalínan hans, Donda, sem fyrst kom út í október selst vel að mati rapparans og má búast við að hann sýni vorlínuna í mars á tískusýningunni í París.
Klæðist Veru Wang-kjól í brúðkaupinu Hin virta Vera Wang, sem sérhæfir sig í hönnun brúðarkjóla, mun birtast áhorfendum þáttarins Gossip Girl seinna í mánuðinum. Þátturinn verður frumsýndur í Bandaríkjunum þann 16. janúar og má þar sjá Leighton Meester í hlutverki Blair Waldorf máta brúðarkjóla fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Þættirnir búa að færum búningahönnuðum sem aðeins velja það besta fyrir unga fólkið og er tíska þáttarins löngu komin í sögubækurnar.
Hártoppurinn það heitasta í Hollywood Hárgreiðslur stjarnanna eru oft úthugsaðar af stílistum þeirra sem hafa puttann á púlsinum hvað varðar tísku. Nú virðast hártoppar vera það heitasta í Hollywood og klippa stjörnurnar á sig topp sem hangir rétt fyrir ofan augun. Toppurinn virðist ekki vera klipptur með reglustiku því oft er hann heldur óreglulegur sem gefur hárinu villtan blæ. Ekki er þó nauðsynlegt að fórna síðu hári fyrir þessa tísku, því eins og góðvinkona okkar Kim Kardashian gerði á gamlárskvöld, er hægt að líma topp á sig sem er í samskonar lit og náttúrulegt hárið.
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian
Útsalan hafin
30-70%
afsláttur
af öllum vörum Kvenfataverslunin Laugavegi 49
Sími 5522020
Fy rr um X Fact or-d ómarinn og sö ng ko na n Ch er yl Cole
Leikkonan Rose Bryne
menning 65
Helgin 13.-15. janúar 2012
Sumarlína frá Louboutin með suður-evrópskum blæ
www.lyfja.is
Þráir að sitja fyrir hjá Vogue
S
öngkonan Nicki Minaj, sem af mörgum er sögð vera arftaki Lady GaGa, finnst tímabært að hún fari að sitja fyrir á forsíðu tískubiblíunnar Vogue. Nicki, sem virðist vera á hátindi ferilsins, finnst fátt vera eftir verðugra verkefna annað en taka þátt í eins stóru verkefni og því að sitja fyrir í myndaþætti í Vogue. Ritstjóri bandaríska Vogue og góðvinur söngkonunnar, Anna Wintour, virðist þó ekki á því að hleypa hverjum sem óskar sér á forsíðuna, þrátt fyrir sterk vináttubönd og er treg til að gefa vilyrði fyrir því.
Náttföt Sloppar Náttkjólar Undirkjólar Sundföt Undirföt
Fyrir börnin í Lyfju
20% afsláttur
í verslun okkar í Smáralind
af öllum13.vörum um helgina jan -15. jan föst - laug - sun
Snyrtifræðingar verða á staðnum og veita faglega ráðgjöf vVð kynnum nýja heimasiðu www.signaturesofnature.is
Vertu vinur á facebook
Útsölustaðir
Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377
Smáralind
Selfoss
ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 57780 12/11
– Lifið heil
Skóhönnuðurinn Christian Louboutin, sem selur fleiri skó en nokkur annar, kynnti á dögunum sumarlínu sína fyrir árið 2012 og urðu aðdáendur hans helteknir af nýju hönnuninni. Skórnir eru litríkir og sumarlegir, með suður-evrópskum blæ en Louboutin sótti innblástur við hönnun línunnar að mestu til Spánar. Louboutin notar mikið leður, gler, perlur og gadda í skreytingar og að sjálfsögðu er rauði sólinn, sem Louboutin-skórnir eru frægastir fyrir, á sínum stað. Stjörnurnar í Hollywood hafa nú sett sig í stellingar og bíða átekta – að skórnir komi volgir úr verksmiðjunum. Þær fá alltaf sinn skammt nokkrum mánuðum á undan almenningi og mun ekki líða á löngu áður en við sjáum þær spóka sig um í nýju hönnuninni.
66
menning
Helgin 13.-15. janúar 2012
Hjónabandssæla Fös. 13. jan. kl. 20. Lau. 14. jan. kl. 20. Fös. 20. jan. kl. 20.
Lau. 21. jan. kl. 20. Lau. 27. jan. kl. 20. Lau. 28. jan. kl. 20.
Fös. 13. jan kl. 22.30
Fös. 27. jan. kl 22.30
Leikdómur Fanný og Alexander í Borgarleikhúsinu
Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand
NEI, RÁÐHERRA! – „Hömlulaus hlátur“ B.S. pressan.is Fanný og Alexander (Stóra sviðið)
Lau 14/1 kl. 19:00 aukas Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Sun 15/1 kl. 20:00 3.k Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Sun 29/1 kl. 20:00 aukas Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið
Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Fim 8/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 Sun 1/4 kl. 20:00
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 14/1 kl. 13:00 Sun 29/1 kl. 14:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Lau 28/1 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00
Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)
Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00 Fös 27/1 kl. 19:00 lokas Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir. Síðustu sýningar
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Fös 13/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011
Lau 28/1 kl. 20:00
Eldhaf (Nýja sviðið)
Fim 26/1 kl. 20:00 frums Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Sun 29/1 kl. 20:00 aukas Lau 11/2 kl. 20:00 7.k Mið 1/2 kl. 20:00 2.k Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Fim 2/2 kl. 20:00 3.k Mið 15/2 kl. 20:00 8.k Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 aukas Sun 5/2 kl. 20:00 4.k Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Mið 8/2 kl. 20:00 5.k Sun 19/2 kl. 20:00 10.k Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fim 23/2 kl. 20:00 11.k Magnað og spennuþrungið leikrit
Fös 24/2 kl. 20:00 12.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 26/2 kl. 20:00 aukas Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Sun 4/3 kl. 20:00 16.k
Kirsuberjagarðurinn Kirsuberjagarðurinn
Axlar - Björn (Litla sviðið)
Sun 15/1 kl. 20:00 2.k Fim 26/1 kl. 20:00 6.k Mið 18/1 kl. 20:00 3.k Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Sun 22/1 kl. 20:00 4.k Sun 5/2 kl. 20:00 7.k Mið 25/1 kl. 20:00 5.k Lau 11/2 kl. 20:00 8.k Nýtt verk úr smiðju Vesturports
Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Lau 18/2 kl. 20:00 9.k Sun 19/2 kl. 20:00
Nýdönsk í nánd (Litla sviðið)
Fös 13/1 kl. 22:00 3.k Fös 20/1 kl. 22:00 5.k Lau 14/1 kl. 22:00 4.k Lau 21/1 kl. 22:00 aukas Aftur á svið - aðeins þessar sýningar
Fantasíur bernskunnar Viðburðarík saga, glæsileg umgjörð.
F
anný og Alexander er sannkölluð stórsýning. Stefán Baldursson leikstýrir og skrifar leikgerð byggða á frægu sjónvarpsverki/kvikmynd Ingmars Bergman. Verkið hefur sterkar ævisögulegar skírskotanir en viðfangsefnin eru meðal annars fjölskyldutengsl, ást Bergmans á leikhúsinu og fantasíur bernskunnar. Sagan sjálf virkar viðburðarík á sviði því persónurnar eru margar og „lögin” líka. Í einfölduðu máli segir þar af Ekdahl-fjölskyldunni þar sem börnin og titilpersónurnar Fanný og Alexander alast upp í gleði og glaumi, umkringd ástríkum ættingjum sem allir eru þó mátulega breyskir. Þegar faðir þeirra deyr tekur móðirin saman við óttalegt suddamenni, illgjarnan biskup og þau flytja ásamt henni á skelfilegt setur hans þar sem enga lífsgleði eða list er að finna. Styrkur sýningarinnar er að hún er litrík og fjörug, persónurnar eru margar og leikurinn almennt góður. Það er hins vegar vandasamt að leiða áhorfandann inn í þessa blöndu raunsæis og fantasíu Alexanders. Hann er aðalpersóna sýningarinnar og það sem gerist er hans upplifun, þetta er hans „heimur“ eins og faðirinn útskýrir. Hilmar Guðjónsson leikur Alexander og mér finnst hann í elsta lagi til að leika strákinn – honum
Ástarleikir við Tjörnina Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 14.1. Kl. 19:30 6. sýn. Sun 15.1. Kl. 19:30 7. sýn. Lau 21.1. Kl. 19:30 8. sýn. Sun 22.1. Kl. 19:30 9. sýn. Lau 28.1. Kl. 19:30 10. sýn. Sun 29.1. Kl. 19:30 11. sýn.
U Lau 4.2. Kl. 19:30 U Sun 5.2. Kl. 19:30 U Lau 11.2. Kl. 19:30 Ö Sun 12.2. Kl. 19:30 Ö Lau 18.2. Kl. 19:30
Ö Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn. 13. sýn. Ö Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn. 1. Aukas. Ö 2. Aukas. Ö 12. sýn.
14. sýn.
Ö Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn.
Svartur hundur prestsins (Kassinn) Síðustu sýningar! Fim 12.1. Kl. 19:30 34. sýn. Ö Fös 20.1. Kl. 19:30 Fim 19.1. Kl. 19:30 Aukasýn. Lau 21.1. Kl. 19:30
37. sýn. Ö Síð. sýn.
Hreinsun (Stóra sviðið) Síðustu sýningar! Fös 13.1. Kl. 19:30
Síð. sýn. U
Fös 20.1. Kl. 19:30
Aukasýn.
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 15.1. Kl. 13:30 6. sýn. Sun 15.1. Kl. 15:00 7. sýn. Sun 22.1. Kl. 13:30
U Sun 22.1. Kl. 15:00 U Sun 29.1. Kl. 13:30 U Sun 29.1. Kl. 15:00
U Ö Ö
Sun 5.2. Kl. 13:30 Sun 5.2. Kl. 15:00 Sun 12.2. Kl. 13:30
Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 13.1. Kl. 22:00
Upptökur af áköfum ástarleikjum ítalskrar konu og karlmanns frá Balí eru meðal verka á sýningu Libiu Castro og Ólafs Ólafsssonar, sem opnar í Listasafni Íslands í dag föstudag. Þessi spænsk-íslenski myndlistardúett var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum í fyrra en á sýningunni verða einmitt sýnd verk þeirra þaðan. Þar á meðal er upptaka af ferð þar sem Ásgerður Júníusdóttir syngur serenöðuna Landið þitt er ekki til meðan hún siglir á gondóla um síki Feneyjar. Ástarleikjaupptakan er hljóðverk sem kallast Burtrekstur gamalla drauga en innblásturinn er sóttur í forn útlendingalög sem meinuðu of náin samskipti milli frjálsborinna Aþeninga og annarra íbúa borgríkisins. Titill sýningar Ólafs og Libiu heitir Í afbyggingu og stendur til 19. febrúar.
Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is H E LG A R B L A Ð
Landið þitt er ekki til var skrifað með neonstöfum á ítölsku utan á íslenska skálann í Feneyjum.
ferst betur að sýna þrjóska og mótþróafulla hlið hans heldur en túlka sakleysið og æskuna og fyrir vikið verður líka samleikur hans við yngri systurina Fanný (Ísabella Rós Þorsteinsdóttir) stirður. Eftirminnilegustu persónurnar voru bróðirinn Gústaf, sem Jóhann Sigurðarson túlkaði meistaralega, ættmóðirin Helena og hennar sérstaki vinur Ísak Jacobi sem Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson léku. Leikur þeirra tveggja var hófstilltari en hinna í hópnum og það er alltaf jafn hrífandi að sjá þau saman á sviði. Leikhúshjónin Óskar og Emilíu léku Þröstur Leó Gunnarsson og Halldóra Geirharðsdóttir. Aldrei þessu vant fannst mér stjarna Þrastar ekki skína sem skyldi, sérstaklega var dauðasenan erfið en það sópar að Halldóru. Jóhanna Vigdís Arnardóttir skilaði sömuleiðis áhugaverðri Ölmu og hjónin Karl og Lydía (Theodór Júlíusson og Charlotte Böving) og biskupinn (Rúnar Freyr Gíslason) eru mér að sama skapi afar eftirminnileg. Mikið vildi ég óska að Elma Lísa Gunnarsdóttir væri ekki einatt sett í þjónustupíuhlutverk í sviðsverkum, mér finnst hún eiga meira til. Margrét Ákadóttir, Halldór Gylfason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir voru traust í sínum hlutverkum en Hallgrímur Ólafs-
son (leikarinn Mikael og Aron) uppskar ekki eins og til var sáð. Að sama skapi var Kristín Þóra Haraldsdóttir skemmtileg Maja en mjög skrýtin Ísmael. Yfirbragð sýningar Stefáns Baldurssonar er glæsilegt fyrir augað og eyrun. Tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar auðgar verkið mjög en það var máski full mikið af söngnúmerum og fallerí-i í fyrsta hlutanum. Leikmynd Vytautas Narbutas er mögnuð og slær sterkan tón, búningar Þórunnar Sigríðar Þorgrímsdóttur eru bæði fallegir og haglegir og lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar algjört ævintýr. Leikgervi Elínar Sigríðar Gísladóttur voru skemmtilega leyst nema draugurinn og lögreglustjórinn sem stungu óþægilega í stúf. Þýðing Þórarins Eldjárns var áheyrileg, þjál og skapandi, mér verður að minnsta kosti lengi minnistæð dásamlega setning sem hljómar eitthvað á þessa leið: „Kysstu mig þar sem hryggurinn skiptir um nafn!” Kristrún Heiða Hauksdóttir
Fanný og Alexander Leikstjórn og leikgerð: Stefán Baldursson Borgarleikhúsið
Plötudómar dr. gunna
Cast a light
EP
Lög unga fólksins
Vicky
For a Minor Reflection
Hrekkjusvín
Hart sótt fram
Sneiðmynd
Þetta er önnur plata hljómsveitarinnar Vicky og stórt stökk fram á við. Trommustrákur og þrjár ungar konur í framlínunni sækja hart fram í melódísku rokki sem helst hefur fengið spilun á X-inu. Þétt rythmapar mylur undir leiðina sem blæbrigðaríkur rokkgítar og tilfinningaríkur söngur varða. Það er gruggfílingur í Vicky, smá glamrokk og metall en líka popp. Bandið hittir oft í mark, til dæmis í lögum eins og Feel Good og Lullaby, sem eru skemmtileg og grípandi, en á það til að skjóta framhjá með ófókuseruðum lögum. Vicky er þó tvímælalaust band á uppleið og nær vonandi þeim toppi sem það á inni fyrir.
Kvartettinn For a Minor Reflection gaf út plötu árið 2007 en hefur síðan verið að mjatla inn á stóra plötu sem kemur vafalaust fljótlega út. Í fyrra kom þessi fjögurra laga EP plata, einskonar sneiðmynd af bandinu í dag. Tónlistin er kannski ekki byltingarkennd; ósungið „post-rock“ sem minnir á bönd eins og Mogwai, Tortoise og vitanlega Sigur Rós. Bandið gerir þetta vel og býr yfir mikilli breidd: Getur jafnt fantatuddast í þungarokkslegri keyrslu og flotið dreymandi í jökulbráðnandi stemmningu. Þetta eru ungir strákar og því er engin ofurbjartsýni að búast við enn betri hlutum frá þeim, sérstaklega ef þeir stækka leikvöllinn.
Snilld með viðbótum Þessi plata sem kom út 1977 lenti í 17. sæti í bókinni 100 bestu plötur Íslandssögunnar (2009), hæst allra barnaplatna. Í kjölfar leiksýningar sem sett var upp í fyrra kom þessi sérstaka útgáfa með nýrri hljóðblöndun og þremur nýjum lögum eftir Valgeir Guðjónsson. Óþarfi er að dásama plötuna, hún er einfaldlega snilld og gerð af mönnum að toppa sig í ungæðingslegum sköpunarbríma, plata sem fullorðna fólkið hefur eiginlega meira gaman af en krakkarnir. Ný hljóðblöndun Sigurðar Bjólu er kristaltær og brakandi og maður heyrir nú ýmis hljóð í fyrsta skipti. Nýju lögin eru í stíl og alveg ágæt. Skylduplata í safnið!
Myrkir, magnþrungnir og í þjónustu hennar hátignar
BAKHJARLAR
JAMES BOND -VEISL A
MYRKIR MÚSÍKDAGAR
OSMO STJÓRNAR MAHLER
Fim. 19.01. » 20:00 uppselt Fös. 20.01. » 20:00 uppselt tónleikar Lau. 21.01. » 22:00 auka-
Fim. 26.01. » 19:30
Fim. 02.02. » 19:30
Giacinto Scelsi: Hymnos Hugi Guðmundsson: Orkestur, frumflutningur Atli Ingólfsson: Mani Iannis Xenakis: Metastasis Hans Abrahamsen: 10 sinfóníur
Alban Berg: Sieben frühe Lieder Gustav Mahler: Sinfónía nr. 6
Ilan Volkov hljómsveitarstjóri
Stjórnandinn Osmo Vänskä mætir enn og aftur til leiks með Sinfóníunni og í þetta sinn varð fyrir valinu hin magnþrungna sjötta sinfónía Mahlers. Auk þess mun finnska sópransöngkonan Helena Juntunen töfra áheyrendur með söng sínum.
Carl Davis hljómsveitarstjóri Valgerður Guðnadóttir, Sigríður Thorlacius, Inga Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir einsöngvarar
Íslensk verk í bland við erlenda samtímatónlist eftir nokkur af athyglisverðustu tónskáldum samtímans.
Fluttir verða allir helstu smellirnir úr Bond-myndunum, meðal annars You Only Live Twice og A View To a Kill.
Miðasala
»
www.sinfonia.is
»
www.harpa.is
»
Miðasala í anddyri Hörpu
»
Sími: 528 5050
»
Osmo Vänskä hljómsveitarstjóri Helena Juntunen einsöngvari
Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar
68
dægurmál
Helgin 13.-15. janúar 2012
Samdi lag um frumburðinn
NÁMSKEIÐ VORÖNN 2012 w w w. my n d l i s t a s ko l i n n . i s ALMENN NÁMSKEIÐ teikning 09.00-11.45 mán. 17.30-21.30 mán. 17.30-21.30 mið. 17.30-21.30 þri. 09:00-11:45 fim. 09.00-11.45 mán. 17.45-21.30 mán. 17.45-20.30 mið.
Teikning 1 Teikning 1 Teikning 1 Teikning 2 Teikning 2 Módelteikning Módelteikning Módelteikning frh.
Þóra Sigurðard. Þóra Sigurðard. Eygló Harðardóttir Sólveig Aðalsteinsd. Katrín Briem Katrín Briem Margrét H. Blöndal Katrín Briem
málun - vatnslitun 17.30-20.15 17.30-20.15 09.00-11.45 17.30-20.15
mán. fim. mið. þri.
Málun 1 - Birgir Snæbj./Sigurður Árni fullbókað Málun 2 - Sigtryggur B. Baldvinsson Málun 3 - Sigtryggur B. Baldvinss. örfá laus pláss Málun 4 - Mynd af mynd frjáls úrvinnsla Einar Garibaldi Eiríksson 10.00-12.45 lau. Málun 4 - Módel- og Portrettmálun örfá laus pláss Birgir Snæbjörn Birgisson og Karl Jóhann Jónsson 13.15-16.00 fös. Frjáls málun - Sigtryggur B.Baldvinsson 17.30-21.00 mán. Litaskynjun - Eygló Harðardóttir 17.30-20.15 þri. Vatnslitun framhald - Hlíf Ásgrímsd. örfá laus pláss 09.00-11.45 mið. Vatnslitun /Teikning - Hlíf Ásgrímsd. örfá laus pláss 14.30-17.00 þri. Tilraunastofa í myndlist fyrir hreyfihamlaða Margrét H. Blöndal / Eygló Harðard. örfá laus pláss
Ofurparið Beyonce og Jay-Z buðu sitt fyrsta barn velkomið í heiminn síðastliðið laugardagskvöld og er orðrómurinn sá að stúlkubarnið hafi fengið nafnið Blue Ivy Carter. Aðdáendur rapparans vilja meina að stúlkan hafi verið nefnd Blue í höfuðið á plötu föðurs síns, The Blueprint. Jay-Z var ekki lengi að senda frá sér lag um frumburðinn þar sem hann sagðist ekki geta lýst hamingjunni með orðum.
Hann sagði frá því að Blue Ivy hafi verið getin í París og að Beyonce hafði áður verið ólétt, en misst fóstrið. Ef hlustað er vel á lagið má heyra hljóð frá litla stúlkubarninu í bakrunninum. Margir stórleikarar og söngvarar hafa óskað parinu til hamingju á samskiptavefnum Twitter – meðal þeirra góð vinkona parsins, Rihanna, sem óskaði þeim innilega til hamingju með frum burðinn.
Söngvakeppnin Fjörið byr jar á laugardaginn
Árni Hjartarsson hefur starfað um árabil með áhugaleikfélaginu Hugleik og samið verk fyrir hópinn. Hann sótti Eurovision-lag sitt í tilbúinn söngleik sinn um Vatnsenda-Rósu.
form - rými 17:30-20:40 fim.
Form, rými og hönnun
Þóra Sigurðard. Sólveig Aðalsteinsd. og Guja Dögg Hauksd.
keramik 17.30-20.15 mán. 17.30-20.25 þri. 18:00-22:00 mið.
Leirkerarennsla Guðbjörg Kárad. örfá laus pláss Leirmótun / rennsla Guðný Magnúsd. Grundvallaratriði í keramiki - KEV173 Guðný Magnúsdóttir og Guðbjörg Kárad.
lau og þri
Ljósmyndun svart/hvít Erla Stefánsdóttir og Vigfús Birgisson Ljósmyndun svart/hvít II Erla Stefánsdóttir og Vigfús Birgiss. Ljósmyndun stafræn Vigfús Birgiss. örfá laus pláss Ljósmyndun stafræn II Vigfús Birgisson
ljósmyndun
lau og þri mán og lau mán og lau 5 daga
indesign - photoshop
InDesign-Photoshop Magnús Valur Pálsson
BARNA- OG UNGLINGANÁMSKEIÐ 4-5 ára
15.15-17.00 þri. 4 - 5 ára 10:15-12:00 lau. 4 - 5 ára 12:30-14:15 lau. 4 - 5 ára
Guðrún Vera Hjartardóttir Sigríður Helga Hauksdóttir Sigríður Helga Hauksdóttir
fullbókað fullbókað fullbókað
6 - 12 á r a 15.15-17.00 má. 15:15-17:00 má. 15.15-17.00 þri. 15.15-17.00 þri. 15.15-17.00 mi. 15:15-17:00 fim. 15:15-17:00 fim. 15:15-17:00 fös. 10:15-12:00 lau.
6 - 9 ára 6 - 9 ára 6 - 9 ára 6 - 9 ára 6 - 9 ára 6 - 9 ára 6 - 9 ára 6 - 9 ára 6 - 9 ára
15.00-17.15 fim. 8 - 11 ára 15.00-17.15 mið.10 - 12 ára 15:00-17:15 fim. 10 - 12 ára 15.00-17.15 fös. 10 - 12 ára 10.00-12.15 lau. 10 - 12 ára
Brynhildur Þorgeirsdóttir örfá laus pláss Ína Salóme Hallgrímsdóttir fullbókað Ína Salóme Hallgrímsdóttir fullbókað Brynhildur Þorgeirsdóttir fullbókað Guðrún Vera Hjartardóttir fullbókað Guðrún Vera Hjartardóttir örfá laus pláss Ragnheiður Gestsdóttir örfá laus pláss Ragnheiður Gestsdóttir Ragnheiður Gestsdóttir og örfá laus pláss Karlotta Blöndal Leirrennsla og mótun fullbókað Guðbjörg Káradóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir Teikning-Málun-Grafík fullbókað Þorbjörg Þorvaldsd. Myndasögur Jean Posocco fullbókað Leir og Skúlptúr örfá laus pláss Guðbjörg Kárad./Anna Hallin
Þekkt persóna úr sögu 19. aldar syngur
Söngrimma lagahöfunda og flytjenda um flugmiða til Azerbaídsjan í vor og umboð þjóðarinnar til þess að keppa þar fyrir Íslands hönd í Euro vision hefst í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Árni Hjartar son á lag í keppninni í þess ari viku en það sótti hann í söngleik sem hann samdi fyrir nokkrum árum. Í laginu Við hjartarót mína syngur Aðal heiður Ólafsdóttir orð lögð í munn Agnesar Magnúsdóttur sem var tekin af lífi árið 1830.
ungt fólk 18.00-20.55 þri. 13 - 16 ára
Tölvuleikir og Vídeólist
NÝTT
Kolbeinn Hugi Höskuldss. Rakel Sölvadóttir og Hannes Högni Vilhjálmsson
18.00-20.55 fim. 13 - 16 ára Teikning-Málun-Grafík fullbókað Þorbjörg Þorvaldsdóttir 16.00-18.55 fös. 13 - 16 ára Leirmótun fullbókað Guðný Magnúsd. Anna Hallin 10:00-12.55 lau. 13 - 16 ára Myndasögur örfá laus pláss Jean Posocco
Grafarvogur / Bakkastaðir 15.15-17.00 fim. 6 - 9 ára Brynhildur Þorgeirsd. 15:00-17:15 mið. 10 - 12 ára Brynhildur Þorgeirsd.
SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ www.myndlistaskolinn.is
örfá laus pláss
sími 551-1990 skrifstofutími mán-fim kl.13-17 og fös kl.13-16
Af því að þetta er nú svona tilkomið vildi ég halda þessum söngleikjastíl á laginu.
F
ramlag Íslands verður valið laugardagskvöldið 11. febrúar að undangengnum þremur undanúrslitaþáttum í janúar. Söngkonan Íris Hólm ríður á vaðið á laugardagskvöld með lagið Leyndarmál. Þá kemur lagið Rýtingur, síðan Mundu eftir mér, fjórða lagið heitir Stattu upp og þá lag Árna Hjartarsonar, Við hjartarót mína, sem er síðasta lag fyrsta kvöldsins. Tvö laganna komast áfram í úrslit. „Ég skrifaði fyrir tveimur eða þremur árum söngleik byggðan á ævi og ástum Vatnsenda-Rósu og þetta er lag úr þeim söngleik, “ segir Árni. „Þetta er leikrit sem hefur legið í skrifborðsskúffunni hjá mér. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að koma því á framfæri og valdi þessa leið.“ Auk Vatnsenda-Rósu eru þau Natan Ketilsson, Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir áberandi í söngleiknum en þau Friðrik og Agnes voru hálshöggvin árið 1830, í síðustu aftökum á Íslandi, fyrir morðið á Natan. „Af því að þetta er nú svona tilkomið vildi ég halda þessum söngleikjastíl á laginu og ekki setja það í neina Eurovision-formúlu, ef slík formúla er yfirleitt til. Þannig að þau þrjú sem verða á sviðinu eru í raun persónur úr söngleiknum.“ Heiða Ólafsdóttir syngur Við hjartarót mína í hlutverki Agnesar en dansarar á sviðinu túlka þá Friðrik og Natan. Sveitin Fatherz'n'Sonz flytur lag þeirra Gests Guðnasonar og Hallvarðs Ásgeirssonar, Rýtingur. Lagahöfundarnir verða þar sjálfir fremstir í flokki ásamt einvala liði hljóðfæraleikara. Greta Salóme flytur sjálf eigið lag, Mundu eftir
mér, ásamt Jónsa. Hljómsveitin Blár Ópal f lytur lag þeirra Ingólfs Þórarinssonar og Axels Árnasonar, Stattu upp og Heiða Ólafsdóttir lýkur kvöldinu með flutningi sínum á Við hjartarót mína.
Lögin og kosninganúmerin 1. Leyndarmál Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Íris Hólm Kosninganúmer 900 9901
2. Rýtingur Lag og texti: Gestur Guðnason og Hallvarður Ásgeirsson Flytjendur: Fatherz’n’Sonz Kosninganúmer 900 9902
3. Mundu eftir mér Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir Flytjendur: Greta Salóme Stefánsdóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson Kosninganúmer 900 9903
4. Stattu upp Lag og texti: Axel Árnason og Ingólfur Þórarinsson Flytjendur: Blár Ópal Kosninganúmer 900 9904
5. Við hjartarót mína Lag og texti: Árni Hjartarson Flytjandi: Heiða Ólafsdóttir Kosninganúmer 900 9905
BÍLM
M F E A B R G HÁT Í Ð L N A T A A G Æ T R A N Æ A K L A K R A DVD I R I R A Ú A M R SPIL TVÖ R P Þ 3 A SJÓ RÁÐ RAR R BÍLH S P P I N ÁTA L L V A A LAR Ö RAR U R S AR HEY I P R RNA SÍM MYN RTÓ L DAV AR ÉLA R HL JÓM
BOR
REIK
Ð
NIV
MEIR
A EN
ÉLA
R
1000
VÖRU ALL TEGU NDIR T A MEÐ UPP Ð Þ ÓTRÚ 7 HEL VOTT LEGU 5 LUB A % V M AF ÉLA ORÐ A SLÆ R OFN F E TTI S LDA AR L V ÁTT FRY STIK ÉLAR ISTU ÍSSK U R R ÁPA R HRÆ KAF
RIV
ÉLA
R Ö RBY LAR VÖF LGJU FLU BLA OFN JÁR NDA RYK AR N RAR SUG STR ÞVO AUJ UR ÞUR SAM ÁRN TTA RKA LOK VÉL RAR UGR AR IL FIVÉ
NOKKUR VERÐDÆMI
L
HÁF AR RAK
VÉL
AR
Útlitsgallaðar vörur með miklum afslætti Smáraftæki á ótrúlegum verðum – frá kr. 995 Sjónvörp frá Philips og Panasonic með allt að 300.000 kr. afsl. Heimabíókerfi með allt að 50% afslætti Denon hljómtæki með allt að 43% afslætti Sjá allt Saumavélar með allt að 32% afslætti úrvalið Þvottavélar í miklu úrvali verð frá 59.995 á ht.is Whirlpool ofnar helluborð og háfar á frábærum verðum Brauðvélar frá 9.995 TAKMARKAÐ MAGN 42“ sjónvörp frá 99.995 Fyrstur kemur – fyrstur fær! Frystikistur frá 39.995
OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 OPIÐ LAUGARDAGA 11-16
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500
70
dægurmál
Helgin 13.-15. janúar 2012
Kormákur og Skjöldur Samstiga Ölstofufélagar
Tvöfalt brúðkaup í óvissuferð
V
inirnir og vertarnir á Ölstofunni, sem einmitt er við þá er kennd; Kormákur og Skjöldur, héldu í óvissuferð í boði unnusta sinna á fimmtudaginn í síðustu viku og sneru aftur kvæntir menn. Eitthvað sem kom eiginlega öllum sem í ferðinni voru jafn mikið á óvart. „Þetta var óvissuferð sem við vorum í og skipuleggjendur óvissuferðarinnar enduðu á því að giftast okkur,“ segir Kormákur. „Það var bara tekin ákvörðun
klukkan hálf þrjú á fimmtudagsnóttu og síðan þegar við vöknuðum í kringum hádegið var byrjað að hringja út og við fundum prest í hreppnum sem við þekktum,“ segir Kormákur og bætir því við að séra Sveinn Valgeirsson hafi reynst einstaklega bóngóður og þótt verkið mjög ánægjulegt. „Hann hitti okkur á Eyrarbakka, þar sem hann er prestur, og gifti okkur í Eyrarbakkakirkju.“ Kormákur segir að brúðkaup hafi verið rætt í hópnum um árabil
Rússnesk ullarstígvél komu sterk inn
en augnablikið var svo gripið á Hótel Rangá þangað sem Dýrleif Ýr Örlygsdóttir, nú eiginkona Kormáks, og Ísold Grétarsdóttir buðu þeim. „Okkur leið bara eitthvað svo vel þarna og þessi umræða spannst um nóttina og við ákváðum að kýla á þetta.“ Félagarnir skiptust á að vera svaramenn hvor hjá öðrum og „við bara sáum um allt. Skjöldur var meðhjálpari líka, svaramaður og brúðgumi. Þetta var bara alveg stórkostlegt,“ segir Kormákur.
Kormákur og Skjöldur skála í Bríó bjór Ölstofunnar. Hugmyndafræðin á bak við nafnið er sú að þeir sem eru bríó séu mjög afslappaðir og léttir á því. „Já, við vorum mjög bríó á því þarna. Það er óhætt að segja það,“ segir Kormákur.
Hann bætir því við að þótt þeir félagar séu nánir viðskiptafélagar og þau öll fjögur mikið vinafólk hafi þessi niðurstaða þó verið
óvænt. „En þetta átti ótrúlega vel við þarna og við erum ótrúlega hamingjusamir.“ -þþ
Kitty Von-Sometime Í náðinni hjá George Clooney
Á meðan að flestir þóttust góðir með að komast heim til sín í færðinni sem var síðdegis á þriðjudaginn komu margir af sjóuðustu ferðaþjónustuaðilum landsins saman í kokteilboði í Listasafni Reykjavíkur. Einn þeirra sem átti í litlum vandræðum með að vaða skaflana í miðborginni var Kjartan Guðbergsson, betur þekktur undir nafninu Daddi diskó, en hann mætti í forláta brúnum ullarstígvélum. Stígvélin vöktu athygli í listasafninu enda höfðu fáir séð slíkan fótabúnað fyrr. Að sögn Dadda er um að ræða hátísku-stígvél frá Moskvu sem byggja á aldagamalli rússneskri aðferð þar sem ullin er þæfð og blönduð með sterkri sýru svo skóbúnaðurinn haldi fótum eigandans hlýjum í hvaða færð sem er. Það mun vera haft á orði meðal Moskvu-búa að ullarstígvélin hafi riðið baggamuninn í stríði Rússa við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem herir Hitlers urðu illa úti í rússneska vetrinum. Stígvélin koma í góðar þarfir nú á Íslandi í því mikla vetrarveðri sem verið hefur undanfarið og Frímann Gunnarsson, sá mikli menningarviti, var eins og sjá má yfir sig hrifinn af stígvélum Dadda.
Talnaspeki Benedikts á flug
Talnaspekingurinn, rithöfundurinn og sundgarpurinn Benedikt Le Fleur er á fleygiferð þessa dagana. Benedikt fór mikinn í sunnudagsþætti Sirrýjar á Rás 2 um síðustu helgi og greindi þar fólk í beinni útsendingu við stormandi lukku. Og frammistaða Benedikts vakti athygli því fjöldi innskráðra á alþjóðlega talnaspekisíðu sem hann heldur úti fjórfaldaðist eftir þáttinn; fór úr 150 upp í 600 manns sem létu greina sig á síðunni.
giacomo PUcciNi
la Bohème
Kitty Von-Sometime heldur til Kína í boði Converse í mars þar sem hún ætlar að hrista upp í rótgrónu feðraveldinu og leyfa kínverskum konum að njóta sín. Mynd/Hari
Leysir kínverskar konur úr læðingi Listakonan Kitty Von-Sometime hefur getið séð gott orð fyrir gjörninga og uppákomur undir merkjum The Weird Girls Project. Skóframleiðandinn Converse styrkir hana til þess að ferðast um Kína og breyta bældum kínverskum konum í skrýtnar stelpur. Þá býðst henni einnig listamannsdvöl í Sjanghæ í lok árs en sjálfur George Clooney á sæti í stjórn setursins því sem býður hana velkomna.
HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR GISSUR PÁLL GISSURARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON HRÓLFUR SÆMUNDSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON
HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON FRUMSÝNING 16. MARS KL. 20
MIÐASALA Í SÍMA 528 5050 OG Á HARPA.IS
Þessi hugmynd að fá kínverskar konur til að sleppa fram af sér beislinu er þeim mjög framandi.
É
g var bara að frétta það á þriðjudaginn að ég hef fengið inni á þessum stað í Sjanghæ og er alveg rosalega spennt, “ segir Kitty og ekki skyggir á gleðina að hafa hlotið náð fyrir augum sjarmatröllsins og stórstjörnunnar George Clooney. Kitty segist í augnablikinu vera mjög upp með sér og að móður sinni þyki mikið til þess koma að sjálfur Clooney hafi þarna komið að málum. „Þannig að nú er komið á daginn að ég fer tvisvar til Kína á þessu ári. Fyrst með Weird Girls Porject í mars og síðan til lengri dvalar í þrjá til sex mánuði í lok árs.“ Hinn goðsagnarkenndi skóframleiðandi Converse styrkir Kitty til verkefnisins og vill þannig stuðla að því að fólk slíti af sér persónulega fjötra og leyfi sér að blómstra en slíkt telst til nýmæla í Kína. Kitty ætlar að taka upp fimm Weird Girls-myndbönd á jafnmörgum stöðum í Kína og fá konur á hverjum stað fyrir sig til liðs við sig. „Ég fæ að velja staðina alveg sjálf og þeir mega vera hvar sem er í landinu sem er vægast sagt mjög spennandi og í raun ótrúlega magnað. Þessi hugmynd að fá kínverskar konur til að sleppa fram af sér beislinu er þeim mjög framandi þannig að þetta er heilmikil áskorun. Ég fór til Kína í nóvember og gerði eina æfingu til að sjá hvernig þetta gengi. Konurnar standa bara kyrrar og gera ekki neitt nema þeim sé beinlínis sagt að gera það. Menningarsagan og uppeldi þeirra er bara þannig. Þær sögðu mér að kínverskt máltæki
segði að það tré sem vex hæst sé höggvið fyrst og þess vegna eru þær ekkert að trana sér fram eða vekja á sér óþarfa athygli. Þær vilja ekki vera áberandi þannig að þetta er mjög áhugavert.“ Grunnurinn í Weird Girls Project er viðbragð við hinu óþekkta og óvænta þannig að þær konur sem Kitty vinnur með vita aldrei hverju þær mega eiga von á þegar Kitty boðar þær í tökur þannig að þær kínversku fá heldur betur að slíta af sér fjötrana þegar Kitty lætur þær bregða á leik. Hvað l ist a ma n nsdvöl i na í Sjanghæ varðar segir Kitty að þar sé um „fáránlega flott dæmi“ að ræða. „Ég á eftir að ræða við þá um hvernig þetta verður með tveggja ára barnið mitt. Venjulega fylgja engir fjölskyldumeðlimir með listafólkinu sem dvelur þarna en ég er búin að gera þeim grein fyrir að ég geti ekki farið frá henni í marga mánuði. Og þar sem þeir vilja fá mig í það minnsta í þrjá mánuði ætlum við að reyna að finna einhverja lausn.“ toti@frettatiminn.is
George Clooney virðist kunna að meta verk Kittyar þar sem hann situr í stjórninni sem býður hana velkomna til Sjanghæ til listamannsdvalar í borginni.
Salatvika 10. 17. janúar
PIPAR \ TBWA • SÍA • 120083
899
Zinger salat + Egils Kristall
svooogott
™
kr.
FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI
WWW.KFC.IS
Hrósið …
HE LG A RB L A Ð
... fær Vigdís Grímsdóttir rithöfundur fyrir að leggja sitt af mörkum við menntun á landsbyggðinni en hún verið ráðin kennari við Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum fram á vor.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Málþing um Jónas og Jón Múla
Leikfélag Reykjavíkur varð 115 ára á miðvikudaginn. Í tilefni afmælisins mun leikfélagið standa fyrir málþingi um bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni næstkomandi mánudag í Borgarleikhúsinu klukkan 18. Leiðir þeirra og Leikfélags Reykjavíkur lágu fyrst saman þegar leikrit þeirra Deleríum Búbónis var sett upp í Iðnó í leikstjórn Lárusar Pálssonar. Frumsýnt var í janúar 1959, en upphaflega var verkið samið fyrir útvarp og flutt í Ríkisútvarpinu fyrir jól 1954. Við tók gjöfult samstarf en meðal verka bræðranna (sem þeir skrifuðu saman og í sundur) eru: Táp og fjör, Drottins dýrðar koppalogn, Þið munið hann Jörund, Skjaldhamrar, Valmúinn springur út á nóttunni, Kvásárvalsinn, Allra meina bót, Rjúkandi ráð og Járnhausinn. -óhþ
Lesbretti á hvern níundabekking
Fulltrúar Skólavefsins afhentu öllum nemendum í 9. bekk Vogaskóla Kindle-lesbretti á þriðjudaginn og fylgir sögunni að nemendur tóku tækjunum fagnandi. Tilgangurinn með framtakinu er að kanna hvort slík tæki geti ekki gagnast vel við kennslu í nútíð sem framtíð og þá hvort þau geti komið í stað hefðbundinna námsbóka. Forsvarsmenn Skólavefsins eru ekki í vafa um að lesbretti geti haft miklar og jákvæðar breytingar í för með sér fyrir skólastarf almennt; til að mynda má með þeim bjóða fram fjölbreyttara námsefni auk þess sem notkun þeirra geti lækki prentkostnað en námsefni þarf stöðugt að uppfæra og endurnýja.
3AFS5LÁT%TUR!
-óhþ
Argh! 040112
ALLURE
Fullt verð 163.600 kr.
ÚTSÖLUVERÐ 98.160 kr. . ÞÚ SPARAR 65.440
Aurum og Nostalgía verðlaunuð
Skartgripaverslunin Aurum við Laugaveg hlaut í gær Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila. Markmið verðlaunanna, sem voru afhent í sextánda sinn, er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík. Aurum var sett á laggirnar árið 1999 af núverandi eiganda, Guðbjörgu Ingvarsdóttur, gullsmiði og hönnuði. Við sama tækifæri fékk fataverslunin Nostalgía Freyjusómann 2011 en sú viðurkenning, sem var afhent í fyrsta sinn, fer til þeirrar verslunar sem þykir koma með ferskan andblæ í verslunarrekstur á ferðamannamarkaði í borginni. -óhþ
QUANTUM
Queen size (153x203 cm)
HÁGÆÐA DÚNSÆNGUR
Fullt verð 28.540 kr.
ÚTSÖLUVERÐ 19.978 kr.
. ÞÚ SPARAR 8.562 Kr
FJÖLSTILLANLEG HEILSURÚM
3AFS0LÁT%TUR!
Kr
Queen size (153
Fullt verð 313
4AFSL0ÁT%TUR!
x203 cm)
.300 kr.
ÚTSÖLUVERÐ 203.645 kr.
ÞÚ SPARAR 109.65
5 Kr.
HEILSUKODDAR
3AFSL0ÁT%TUR!
DÚN- OG FIÐURSÆNGUR
Fullt verð 13.900
kr.
ÚTSÖLUVER.Ð 9.730 kr r. .170 K
ÞÚ SPARAR 4
SÆNGURFÖT
3AFSL0ÁTT% UR!
Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ Sími 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
H E I L S U R Ú M