Námskeið í dönskum stjórnmálum
Skáldskapurinn í Borgen og raunveruleikinn Úttekt 32
Töpuð dómsmál stjórnvalda
Löng saga stjórnarskrárbrota Fréttaskýring 14
16.-18. mars 2012 11. tölublað 3. árgangur
Grein Bryndís Schr am svar ar fjölmiðlaumfjöllun
Nóg komið af rógi, illsku og lítilmennsku
Börn krabbameinssjúkra Þurfa athygli og viðurkenningu
Fréttaskýring 34
Konurnar á ströndinni fá
Vel hugsaður krimmi
síða 22 Bryndís Schram segir í grein sinni að hún geti ekki lengur orða bundist vegna ásakana sem maður hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, sætir Ljósmynd/Hari
Leiðtogi Hells Angels ákærður fyrir líkamsárás, rán og nauðgun
Bækur 48
Stíllinn hans Alberts
Einar „Boom“ Marteinsson, forprakki vélhjólasamtakanna Hells Angels, er ákærður ásamt fimm öðrum vegna líkamsárásar í Hafnarfirði rétt fyrir jól á síðasta ári. Einar, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í rúma tvo mánuði, er meðal annars ákærður fyrir nauðgun þótt ekkert bendi til annars en að hann hafi verið í öðru bæjarfélagi þegar árásin í Hafnarfirði átti sér stað.
S
ex einstaklingar, fimm karlmenn og ein kona, hafa verið ákærðir vegna líkamsárásar í Hafnarfirði 22. desember á síðasta ári. Brotin varða allt að sextán ára fangelsi. Þar réðust fjórir einstaklingar inn á heimili konu á þrítugsaldri og misþyrmdu henni á hrottafenginn hátt. Fimm þeirra, Andrea Kristín Unnarsdóttir, Einar „Boom“ Marteinsson, Jón Ólafsson, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, eru ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, rán, nauðgun og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Sá sjötti, Grímur Sveinn Erlendsson, er ákærður fyrir þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi en samkvæmt ákærunni geymdi hann dót sem tengdist árásinni. Ríkissaksóknari telur að árásin hafi verið að undirlagi Andreu og Einars „Boom“, leiðtoga Hells Angels. Andrea, Jón, Elías og Óttar fóru í íbúð fórnarlambsins, samkvæmt ákærunni, og hleypti Óttar þeim inn. Þá segir í ákærunni að þau hafi veist að fórnarlambinu með ofbeldi, slegið það og sparkað ítrekað í höfuð konunnar meðal annars með leður-
kylfu. Fórnarlambinu var skellt í gólfið, það dregið á hárinu um íbúðina, hár þess var reytt, klippt eða skorið og rifið upp með rótum. Skorið var eða klippt í hægri vísifingur fórnarlambsins, nögl slitin upp á sama fingri og hótað að allir fingur yrðu teknir af því ef það segði til árásarmanna. Auk þess neyddu þau fíkniefni upp í fórnarlambið. Þá segir í ákærunni að Andrea hafi lagt hníf að hálsi Berglindar og að Elías hafi stungið fingrum upp í endaþarm og kynfæri fórnarlambsins og klemmt á milli. Ákæruvaldið telur að verknaðurinn hafi verið liður í starfsemi skipulagðrar glæpastarfsemi þar sem allir aðilar málsins hafi tengsl eða séu meðlimir í samtökum sem eru skilgreind sem alþjóðleg glæpasamtök. Um er að ræða vélhjólasamtökin Hells Angels og stuðningssamtökin Torpedo Crew og S.O.D. Fórnarlambið fer fram á 5,2 milljónir í bætur frá öllum ákærðu. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:
Sjá nánar síðu 12
Getur ekki verið gyrtur alla daga Tíska
64
viðhald húsa Unnið í samvinnu
við Húseigendafélagið
og Samtök iðnaðarin s
Helgin 16. - 18 mars
Húshornið á prenti og
2012
Hver ábyrgist þinn meistara?
í útvarpi
Réttur og öryggi neytenda eykst skipti þeir við aðildarfélaga Meistaradeild ar Samtaka iðnaðarins.
N
æstu vikur verður sérstakur þáttur helgaður framkvæmdum og viðhaldi húsa í Fréttatímanum.
bls. 2
Hann hefur fengið nafnið Húshornið. Hann verður einnig með útibú í Samfélaginu í nærmynd á Rás eitt á þriðjudögum og fer í fyrsta skipti í loftið á þriðjudaginn kemur, eða 20. mars. Í aðalhlutverkum á báðum stöðum verða vitringar frá Húseigendafélaginu og Samtökum iðnaðarins. Hlustendum verður gefinn kostur á að senda inn fyrirspurnir á netfangið: hushorn@ huso.is og sem verður svarað af sérfræðingum í þættinum næsta eða þarnæsta þætti. Lesendur Fréttatímans geta með sama hætti sent fyrirspurnir sem svo verður svarað í blaðinu. Í báðum tilvikum verður líka fjallað um brýn og/eða skemmtileg mál þótt fyrirspurnir hafi ekki borist sem snúa beint að þeim.
Einfaldur meirihluti ræður Minnihluti húsfélags getur ekki sett sig á móti framkvæmdum jafnvel þótt þær séu dýrar.
bls. 6
Heilræði fyrir undirbúning framkvæmda
Það er skammgóður vermir að spara á undirbúningsstigi framkvæmda. Þar er grunnurinn lagður.
Viðhald húsa
bls. 14
viðarparket
fylgir Fræettatímanum
Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2
Skútuvogi 6 - Sími
568 6755
Nýtt 2-lock endalæsing
www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar
Austurveri
2
fréttir
Helgin 16.-18. mars 2012
Andsvar Fordæmir óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð
Jón Baldvin svarar ásökunum Í Fréttatímanum í dag birtist greinin „Fjölskyldumál“ eftir Bryndísi Schram. Þar gagnrýnir Bryndís harðlega frásögn tímaritsins Nýs lífs af meintri kynferðislegri áreitni sem frænka hennar á að hafa orðið fyrir af hálfu eiginmanns hennar Jóns Baldvins Hannibalssonar á heimili þeirra hjóna. Þar er jafnframt boðað að Jón Baldvin muni svara ásökununum á heimasíðu sinni jbh.is. Fréttatíminn hefur grein Jóns undir höndum en hana nefnir hann „Að gera hreint fyrir sínum dyrum“. Þar segir Jón meðal annars: „Ég
skulda öllu því fólki, sem hingað til hefur borið traust til mín sem ærlegs manns, afkomendum mínum, vinum og ættingjum, að segja þeim sannleikann – og ekkert nema sannleikann – um þetta mál.“ Jón útskýrir jafnframt að hann hafi talið rétt að láta nokkurn tíma líða, áður en hann brygðist við. „Í fyrsta lagi tók það tímann sinn að fá í hendur rannsóknargögnin frá saksóknaraembættinu. Einnig vildi ég gefa öllum þeim, sem fyndu hjá sér þörf fyrir að setjast í dómarasæti yfir mér, að rasa út.“
Jón bendir á að hingað til hefur sagan verið sögð algerlega einhliða og á forsendum hópsins, sem að ákærunni stendur. „Blaðamennska Þóru Tómasdóttur í þessu máli er að vísu svo óvönduð og óheiðarleg, að jafnvel mér blöskrar, og er ég þó ýmsu vanur.“ Í samtali við Fréttatímann vísar Þóra Tómasdóttir því á bug að hún hafi stundað óheiðarleg vinnubrögð. „Ríkissaksóknari taldi Jón Baldvin kunna að hafa brotið íslensk lög með klámfengnum bréfum til unglingsstúlku. Á grundvelli niðurstaðna
ríkissaksóknara var umföllun Nýs lífs unnin. Möguleg afsökunarbeiðni hans á málinu kemur ekki í veg fyrir að upplýst sé um verknaðinn. Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði,“ segir Þóra. Sárast svíður, að sögn Jóns, að vera sakaður um að vera barnaníðingur. „Þetta er ekki bara svívirðileg ásökun. Þetta er sem betur fer ósatt, tilbúningur, fundinn upp eftir á.“ Í grein sinni bendir Jón á að aðrir voru viðstaddir öll þau „atvik“ fyrir utan eitt, sem tínd eru til stuðnings
áburðinum. „Bæði Bryndís, kona mín, og dætur mínar, Snæfríður og Kolfinna, önnur hvor eða báðar, voru viðstaddar á sama stað og tíma. Þær hafa allar vottað það, að þetta er tilhæfulaust,“ segir Jón og ítrekar að kæruefnið á sínum tíma hafi ekki kynferðisleg áreitni „heldur spurning um, hvort efni bréfsins (og reyndar skáldsögunnar) gæti „sært blygðunarkennd“ viðtakandans. Og viðtakandinn var sautján ára – ekki á barnsaldri.“ Skrif Jóns má sjá í heild á jbh.is en grein Bryndísar er á bls. 20.
Ofbeldi Sex í gæsluvarðhald eftir r assíu lögreglu
Borgarstjóri skal berjast gegn klámi Jóni Gnarr borgarstjóra hefur verið falið sérstaklega að leita eftir samstarfi við lögreglustjóra og innanríkisráðherra um að vinna gegn klámvæðingu, mansali og vændi. Þetta var ítrekað á borgarráðsfundi síðustu viku. Borgarfulltrúar vilja tryggja að Reykjavíkurborg leggi sitt lóð á vogarskálarnar í þessari baráttu og áréttar borgarráð þau ákvæði í mannréttindastefnu borgarinnar sem snúa að klámvæðingu og fylgikvillum hennar. - gag
Fólk með geðraskanir heldur Vin „Við þorum ekki að fagna fyrr en búið er að skrifa undir,“ segir Þórdís Rúnarsdóttir, forstöðumaður Vinjar sem er athvarf Rauða Krossins fyrir fólk með geðraskanir. Rekstrinum verður þyrmt til ársins 2014. Fyrir áramót var útlit fyrir að athvarfinu yrði lokað vegna fjárskorts eftir tveggja áratuga starf. „Það stendur í raun og veru ennþá til að loka Vin,“ segir Þórdís. „Framtíðarsýn borgarfulltrúa er að þessi hópur fólks eins og aðrir geti nýtt sér félagsmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Þær hafa hingað til aðallega verið nýttar af eldri borgurum, þótt þær séu öllum opnar.“ Þórdís segir að því hafi verið sett í stundaskrá Vinjar að heimsækja félagsmiðstöðina við Vitatorg tvisvar í viku til að kynnast starfseminni. - gag
Gagnrýnir að utangarðsfólki sé beint til trúfélags Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir meirihlutann fyrir að beina utangarðsfólki í auknum mæli í „dagsetur á vegum gildishlaðinna lífskoðunarsamtaka“ vegna þess að önnur úrræði eru ekki
til staðar. Hann vísar þarna til Hjálpræðishersins en segir jafnframt að hann hafi ekkert við samtökin að athuga, aðeins að það úrræði sé hið eina. „Vandi flestra, ef ekki allra, sem teljast til utangarðsfólks er heilbrigðisvandi sem taka á sömu tökum og önnur heilbrigðisvandamál en ekki í anda trúboðsskýla liðinna alda,“ sagði hann á síðasta borgarráðsfundi. Þorleifur fagnaði þó aukinni þjónustu við utangarðsfólk, en nú á að ráða fagfólk, tvo, undir nafninu borgarverðir, sem aðstoða á fólkið á vettvangi. Stefnt er á að setja fjörutíu milljónir í verkið. - gag
Vill fá milljón frá Viðskiptablaðinu Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, hefur stefnt Björgvini Guðmundssyni, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetri, útgáfufélagi blaðsins, vegna meiðyrða og krefst þess að fá milljón í bætur. Að sögn Björgvins er stefnan tilkomin vegna mola sem skrifaður var í dálkinn Huginn & Muninn í blaðinu og varðaði samskipti Péturs og Björns Vals Gíslasonar þingmanns í útvarpsþætti á Sögu í maí á síðasta ári. Þar var sagt að sá fyrrnefndi hefði rifið til Björns Vals og hent öllu lauslegu af borðinu. Frásögnin var síðan leiðrétt og Pétur beðinn afsökunar. Björgvin segir að Pétri hafi verið boðið að koma athugasemdum á framfæri en hann hafi ekki þegið það. Þess í stað hafi hann ákveðið að stefna ritstjóranum og útgáfufélaginu. -óhþ
Annþór og Börkur földu sig undir teppi þegar þeir mættu í fylgd lögreglu til Héraðsdóms í gær. Það er í samræmi við skoðanir Annþórs sem lýsti því yfir í viðtali við Fréttatímann að honum þyki fáránlegt að nafngreina og birta myndir af glæpamönnum – til þess eins fallið að gera þá fræga og þannig að einskonar fyrirmynd. Ljósmynd/Hari
Hrottaleg líkamsárás leiddi til handtöku Annþórs og Barkar Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, tveir nafntogaðir glæpamenn, voru í gær úrskurðaðir í vikugæsluvarðhald í kjölfar rassíu lögreglunnar á miðvikudagsmorgun. Auk þess voru fjórir aðrir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Málið tengist átökum í undirheimum borgarinnar en lögreglan lagði hald á þýfi og fíkniefni í húsleitum tengdum málinu.
L
ögreglan handtók á miðvikudagsmorgun Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson í umfangsmikilli rassíu sem teygði anga sína til húsleitar á átta stöðum, upptöku bæði þýfis og fíkninefna og handtöku fimm annarra aðila. Annþór og Börkur voru, ásamt hinum fjórum, úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Annþór og Börkur eiga báðir brotaferil að baki. Annþór var meðal annars dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás árið 2005 og fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl vorið 2008. Börkur fékk sjö og hálfs árs fangelsi árið 2005 fyrir að ráðast á mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Útlit er fyrir að bæði Annþór og Börkur hafi rofið reynslulausn og þurfi því að byrja á því að sitja af sér eftirstöðvar dómanna sem þeir voru á reynslulausn fyrir. Ekki hefur þó fengist staðfest hjá lögreglu eða fangelsismálayfirvöldum hvort sú sé raunin. Heimildir Fréttatímans herma að meginástæða þessarar rassíu og handtöku Annþórs og Börks séu grimmileg átök í undirheimum Reykjavíkur. Þannig tengist skotárás á hús í Vatnsendahverfi, sem DV greindi frá á miðvikudag, málinu en íbúi þess hefur lengi verið talinn stórlax í íslenskum undirheimum. Þá tengist málinu bensínsprengjuárás á hús í Hafnarfirði í síðasta mánuði þar sem íbúar voru tengdir Outlaws-vélhjólagenginu. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er þó lykilatvik í málinu líkamsárás sem átti sér stað í Skúta-
Sólbaðsstofan Bahamas, sem Annþór og Börkur tengjast, var vettvangur húsleitar lögreglu á miðvikudaginn. Ljósmynd/Hari
hrauni í Hafnarfirði síðustu daga febrúarmánaðar. Þar var ráðist á ungan mann, honum troðið í skott á bíl og síðan ekið að Mjóddinni í Breiðholti. Drengurinn kom sér sjálfur á slysadeild en við skoðun kom í ljós að hann var meðal annars handleggsog fótbrotinn. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst leikur grunur á að Annþór og Börkur hafi verið viðriðnir líkamsárásina og kærði fórnarlambið árásina til lögreglu eftir hvatningu frá aðilum sem tengjast þessum væringum. Sú kæra leiddi síðan til rassíu lögreglunnar sem fól meðal annars í sér húsleit á sólbaðsstofunni Bahamas á Grensásvegi en Annþór og Börkur sitja báðir í stjórn Mebbakks ehf, sem á sólbaðsstofuna. Ekki náðist í Magnús Einarsson, stjórnarformann Mebbakks, í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Erfitt að feta stíginn þrönga
FELLSMÚLI FELL F FEL FE EL LLSM LL L SM SMÚ S M ÚL ÚLI Ú L I • SK S SKÚLAGATA K ÚL ÚLA AG G AT A T A • GARÐA ATA GA GARÐABÆR ARÐA • MJÓDD
Annþór Kristján Karlsson hefur tvívegis komið fram opinberlega eftir að hann var dæmdur árið 2009 og lofaði þá bót og betrun. Í viðtali við Thelmu Tómasson í Íslandi í dag á Stöð 2 í janúar 2009 sagðist hann ætla að snúa við blaðinu. „Mig langar að biðja fullt af fólki afsökunar en mun líklega ekki endast ævin til þess. Ég vona hinsvegar að ég komi betri maður héðan út.
Ef ég verð edrú þá mun mér takast það,“ sagði Annþór í viðtalinu. Í viðtali við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur í Fréttatímanum í mars 2011 talaði Annþór um framtíðina: „Ég ætla að eyða næstu tveimur árunum í að verða húsasmíða-, múrara- og málarameistari. Svo er stefnan að eyða næstu fimm árum eftir það í lögfræði og sérhæfa mig í afbrotafræði og bótarétti í húsbyggingum.“
skattur.is
Einfalt
að skila framtali
Veflyklar
Leiðbeiningar
Aðstoð í síma 442-1414
Veflyklar hafa verið sendir til nýrra framteljenda. Hafi veflykill glatast má sækja um nýjan á skattur.is.
Leiðbeiningar er að finna á skattur.is. Auðvelt er að kalla fram skýringar við einstaka kafla eða reiti í vefframtali.
Í mars verður veitt aðstoð í síma 442-1414 alla virka daga frá kl. 9:30 til 15:30.
Einnig er hægt að opna framtalið og skila með rafrænum skilríkjum.
Prentaðar leiðbeiningar má fá á skattstofum.
Dagana 22., 26. og 27. mars verður þjónustan í boði til kl. 19:00.
Opið er fyrir framtalsskil til 22.mars
fréttir
4
Helgin 16.-18. mars 2012
veður
Föstudagur
sunnudagur
laugardagur
Fremur kalt en hlýnar á endanum Kalt loft leggur leið sína yfir landið um helgina. Viðbrigðin verða kannski nokkuð mikil fyrir marga því á laugardag verður eindregið frost um land allt. Frostinu fylgir Nátt, alls ekki hvöss og él verða norðanlands, en léttskýjað syðra. Fallegt veður um mest allt land til að koma sér út og njóta marsbirtunnar. Á sunnudag versnar veðrið með nýrri lægð, en þó ekki fyrr en líður á daginn. Framan af sunnudeginum verður birtan hins vegar tær og veður hæglátt. Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is
-1
0
2
Hægur vindur og él vestantil, en annars að mestu úrkomulaust. Kólnandi Höfuðborgarsvæðið: Slydda eða snjókoma og síðar él í hita rétt ofan frostmarks.
Michelsen_255x50_J_1110.indd 1
Kárahnjúkavirkjun er það íslenska mannvirki sem helst virðast í hættu fyrir hryðjuverkaárásum. Áhættan telst þó fremur lítil. Þetta kemur fram í nýju áhættumati Almannavarna sem birt var í vikunni og Austurglugginn greinir frá. Öll mannvirki sem tengjast Kárahnjúkavirkjun eru „útsett fyrir árásum hryðjuverkamanna og mótmælenda eins og sýndi sig í mikilli andstöðu við framkvæmdirnar,“ að því er fram kemur í áhættumatinu. - jh
Fækkun fæðinga milli ára Árið 2011 fæddust 4.496 börn með lögheimili á Íslandi, 2.327 drengir og 2.169 stúlkur. Því fæddust 1.073 drengir á móti hverjum 1.000 stúlkum árið 2011. Þetta er nokkur fækkun frá árinu 2010 þegar 4.907 börn fæddust. Þrátt fyrir fækkunina var fjöldi fæðinga í fyrra svipaður og meðaltal undanfarinna áratuga. Árgangurinn 2011 er sá 26. stærsti frá 1951, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Fæðingartíðnin, það er að segja fjöldi fæðinga á hverjar 1.000 konur á aldrinum 20–44 ára, var 68 árið 2011, en 73,7 árið á undan. - jh
4000 krónur fyrir 3300 króna úttekt
Það getur kostað allt að 1500 krónum meira að taka út 300 evrur í erlendum hraðbanka en í útibúi hér heima. Þeir ferðamenn sem sækja sér reglulega skotsilfur í útlöndum gætu aukið kostnað um tugi þúsunda, segir á vefsíðunni Túristi. Borga þarf 440 til 675 krónur fyrir að nota erlendan hraðbanka með íslensku kreditkorti. Fari úttektin yfir fimmtán þúsund krónur hækkar þóknunin og nemur 2,5 til 4,5 prósent af upphæðinni. Lágmarksþóknun banka og kreditkortafyrirtækja hér er oftast tæplega 700 krónur. Því borgar sig ekki að taka út lágar upphæðir. „Til dæmis yrði korthafi sem tæki út 20 evrur (um 3300 krónur) að borga þessa lágmarksþóknun. Hann borgar því,“ segir Túristi, „4000 krónur fyrir 3300 króna úttekt.“ - jh
Tækifæri Uppþvottavél SN 46M203SK á frábæru verði. 13 manna. Sex kerfi. Mjög hljóðlát. Tímastytting þvottakerfa.
Tækifærisverð: 129.900 kr. stgr. ATA R N A ATA R N A
(Fullt verð: 159.900 kr.)
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is
-4
-4
-5
-6
-1
-5
2
Kárahnjúkavirkjun helst í hryðjuverkahættu
-4
-7
-2
-2
-4
Fremur kalt og frost um land allt. N-átt, fremur hæg og él með norðurströndinni.
Ágætt framan af degi, en hvassir með snjókomu og síðar rigningu um kvöldið. Höfuðborgarsvæðið: Bjart og kalt um morguninn, en síðan hlýnar og hvessir. Slagveðursrigning um kvöldið.
Höfuðborgarsvæðið: Léttskýjað og frost 4 til 7 stig.
Lífeyrir Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðar
02.11.10 10:08
Lífeyrissjóðsstjóra sagt upp Milljarða mínus í mörg ár hreyfðu ekki við stjórn Eftirlaunasjóðs stearfsmanna Hafnarfjarðar, þrátt fyrir að bæjarstjórinn væri formaður stjórnarinnar og bærinn sjálfur í ábyrgð fyrir sístækkandi gjá milli skuldbindinga sjóðsins og eigna – líka í góðærinu. Ákveðið hefur verið að sameina sjóðinn öðrum lífeyrissjóðum sveitarfélaga eftir alvarlegar athugasemdir Fjármálaeftirlitsins. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá síðasta hausti kemur meðal annars fram að: A. Sjóðurinn setti sér ekki starfsreglur fyrir framkvæmdastjóra og stjórnarmenn undirrituðu ekki starfsreglur stjórnar. Engar reglur og verkferlar um fjárfestingar sjóðsins. B. Samþykktir sjóðsins höfðu ekki verið uppfærðar frá aldamótum C. Verklagsreglum um verðbréfaviðskipti var ekki fylgt eftir D. Iðgjaldakerfi hélt ekki nægilega vel utan um upplýsingar sjóðsfélaga E. Útreikningar vegna lífeyrisúrskurða voru ekki yfirfarnir nema upp hafi komið álitamál F. Villur voru látnar standa óleiðréttar árum saman hjá sjóðnum G. Misræmi var í útreikningi á raunávöxtun Eftirlaunasjóðsins og útreikningi FME H. FME gerði athugasemd við utanumhald um fjárfestingar sjóðsins I. Fjárhagsbókhald sjóðsins var ekki fært með reglubundnum hætti J. Skortur á yfirsýn framkvæmdastjóra yfir kerfið og utanumhald um fjárfestingar K. Misbrestur var á því að allar upplýsingar um lánveitingar væru bókfærðar í fundargerð stjórnar
S
igurjóni Björnssyni, framkvæmdastjóra Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, hefur verið sagt upp störfum. Sigurjón hefur starfað hjá sjóðnum frá árinu 1986. Heildarskuldbindingar sjóðsins hafa verið neikvæðar um árabil. Í rannsóknarskýrslu lífeyrissjóðanna má sjá að þær voru neikvæðar um 68 prósent árið 2006 en 78 prósent Guðmundur Rúnar Árnason tók við sæti Lúðvíks Geirssonar í árið 2009. Ekki var Hafnarfirði; bæði sem bæjarstjóri og formaður stjórnar Eftirlaunagreint frá nýrri tölum sjóðs starfsmanna bæjarins. Málefni sjóðsins hafa verið í ólestri og í skýrslu rannsóknarbærinn í milljarða bakábyrgð. Samsett mynd/Hari nefndar lífeyrissjóðanna en þar kemur fram að „ljóslega“ hefði mátt standa betur að fjárfestingum sjóðsins. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, er núverandi formaður stjórnar Eftirlaunasjóðsins. Ekki náðist í hann en Fjölnir Sæmundsson, einn nefndarmanna, vill ekki gefa aðra ástæðu fyrir uppsögn Sigurjóns en að færa eigi sjóðinn undir sameiginlegan hatt annarra sjóða sveitarfélaga. Það verður 1. apríl. Í gögnum sem Fréttatíminn hefur undir höndum og Fjármálaeftirlitið sendi frá sér 6. mars síðastliðinn segir að ekki hafi verið ráðist í allar þær úrbætur sem eftirlitið fór fram á í skýrslu sem það gaf út síðasta haust. Athugasemdirnar voru margar og misalvarlegar en þó svo alvarlegar að Fjármálaeftirlitið mæltist til þess að stjórn sjóðsins skoðaði að hann sameinaðist öðrum sjóði eða sjóðum. Engar verklagsreglur, villur stóðu í bókhaldi árum saman og skortur á yfirsýn voru meðal athugasemda. Í rannsóknarskýrslu lífeyrissjóðanna er tap sjóðsins rakið og skortur á skriflegri stefnu hans og að munnlegur samningur hans við VBS fjárfestingarbanka séu helst athugunarverð fram yfir aðra sjóði. Tekist hefur verið á um málefni Eftirlaunasjóðsins í bæjarráði og bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn segja meirihlutann hafa sofið á verðinum og bæjarstjórinn segir sjálfstæðismenn nú vilja standa í vegi fyrir umbótum á sjóðunum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Milljarðar á hliðarlínunni gætu dregið sjóðinn enn meira niður Bærinn berst við að forða því að 1,5 til tveggja milljarða króna skuldbindingar vegna fyrrum starfsmanna Byrs falli á sjóðinn sem bærinn ábyrgist. Gerist það nemur fjárhæðin 55 til 75 þúsund krónum á hvern
einasta bæjarbúa. Bærinn er ábyrgur fyrir því að brúa gjána sem myndast hefur milli skuldbindinga sjóðsins og eigna hans. Bilið var 8,7 milljarðar króna árið 2009. Í rannsóknarskýrslu lífeyrissjóðanna
segir að falli skuldbindingin á sjóðinn verði áhrifin mikil og neikvæð á stðu hans. Nú sé beðið eftir að krafan verði viðurkennd sem forgangskrafa í Byr. Það forði sjóðnum frá skuldbindingunum.
Gefðu sparnað í fermingargjöf og Landsbankinn bætir 5.000 krónum við Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 5.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
hvetja til sparnaðar.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
6
fréttir
Helgin 16.-18. mars 2012
Reykjavík R afr æn kosning á vefnum Betri Reykjavík
Kosið um framkvæmdir í borgarhverfunum Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Rafræn kosning um framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur verður á vef borgarinnar, undir liðnum Betri Reykjavík. Kosningin hefst næstkomandi fimmtudag, 22. mars og stendur til 27. mars. Að sögn Bjarna Brynjólfssonar og Huldu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa gátu borgarbúar í febrúar lagt fram hugmyndir um nýframkvæmdir eða viðhald í hverfunum. Úr þessum hugmyndabanka hafa verið valin ákveðin verkefni í hverju hverfi og nú gefst íbúunum kostur á að kjósa á milli þeirra. Kosningin er bindandi fyrir þau verkefni sem flest atkvæði hljóta en borgin leggur til ákveðið fjármagn til þeirra.
Bjarni segir að allir borgarbúar, frá 16 ára aldri, hafi kosningarétt og að fólk geti kosið um eins mörg verkefni og það vill upp að ákveðinni fjárhæð. Til dæmis gæti kosningamál verið gróðursetning trjáa, bekkir á ákveðið svæði eða annað slíkt. Kjósendur komast í „kjörklefann“ með rafrænu einkenni, annað hvort skattlykli eða með rafrænu einkenni debetkorts. Þar er fyrir kort sem sýnir hverfi borgarinnar. Menn mega kjósa í hvaða hverfi sem er en aðeins í einu. Bjarni segir að flestir muni sjálfsagt kjósa um verkefni í eigin hverfi en sé mönnum til dæmis annt um ákveðin verkefni í miðborginni geti
þeir kosið um verkefni þar – en þá ekki í eigin hverfi. Fjármunum er úthlutað til verkefna í hverju hverfi með hlutfallsreikningi eftir íbúafjölda. Breiðholtið fær því hæstu upphæðina. Búið er að kostnaðarmeta hvert verkefni. Kjósendur geta því valið eitt eða fleiri verkefni þar til þeir ná leyfðri upphæð. Bjarni segir kosningarnar einfaldar. Byggt sé á svipuðu kerfi og þegar fólk verslar í netverslun eða fer inn á vef Amazon. Kjósendur velja í körfur, annars vegar nýframkvæmdir og hins vegar viðhaldsverkefni.
Reykvíkingar geta kosið bindandi kosningu um ýmsar framkvæmdir í einstökum hverfum á vef borgarinnar, Betri Reykjavík. Ljósmynd Hari
Fjármálastofnanir Stjórnarseta
Þvottavélar Vandaðar vélar á góðu verði. Fást með innbyggðum þurrkara.
Lítil og nett Candy Aqua 100F • 1000 snúninga og 3,5 kg þvottavél • Hitastillir 30-90° • Hurðaropnun 180° • Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi • Stærð: (HxBxD) : 69,5 x 51 x 44 sm
• Þvotthæfni A • Orkunýtni A • Vinduhæfni C
89.990
Eva Bryndís Helgadóttir, formaður slitastjórnar Byrs og núverandi stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar
Candy EVO1473DWS • 1400 snúninga og 7 kg þvottavél • Hitastillir 30-90° • Hurðaropnun 180° • Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi
• Þvotthæfni A • Orkunýtni A • Vinduhæfni A
96.990
Hættir sem stjórnarformaður TM vegna nýrra laga Lögmaður má ekki sitja í tveimur stjórnum fyrirtækja sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á liðnu sumri. Eva Bryndís Helgadóttir þarf að segja af sér formennsku í stjórn TM á aðalfundi í næstu viku þar sem hún er einnig formaður slitastjórnar Byrs.
Þ kari
r þurr u ð g g y b n n I
votti
af þ Tekur 10kg
Candy EVOW4653DS • Sambyggð þvottavél og barkalaus þurrkari 1400sn • Ryðfrí tromla sem tekur 6kg þvott/5kg þurrk • Stafrænn hitastillir og LCD skjár • Þvotthæfni A • Stafræn niðurtalning á þvottatíma • Orkunýtni B • Handþvottakerfi, 14 mín. hraðkerfi • Vinduhæfni A
Candy EVO12103DWS • 1200 snúninga og 10 kg þvottavél • Þvotthæfni A • Orkunýtni A+++ • Hitastillir 30-90° • Vinduhæfni B • Hurðaropnun 180° • Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi
139.990
139.990
Ég ætla ekki í stríð við Fjármálaeftirlitið vegna þessa máls.
etta er auðvitað hundfúlt. Verkefnið er stórskemmtilegt og hefur gengið vel. Tryggingamiðstöðin er frábært félag sem ég kveð með söknuði,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður, sem getur ekki gefið kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í tryggingafélaginu þar sem hún er einnig formaður slitastjórnar Byrs. Samkvæmt 4. málsgrein 52. greinar á laga um fjármálafyrirtæki, sem samþykkt var á liðnu sumri, mega stjórnarmenn fjármálafyrirtækis ekki eiga sæti í stjórn annars eftirlitsskylds aðila eða aðila sem er í nánum tengslum við hann né vera starfsmenn eða endurskoðendur annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í nánum tengslum við hann. Eva Bryndís segir að lögin hafi verið sett þegar kjörtímabil stjórnarmanna var hálfnað og að deilt sé um hvort lögin séu afturvirk. „Lögmannafélagið er á þeirri skoðun að lögin standist ekki en ég mun beygja mig undir þau og ekki gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn TM á aðalfundi í næstu viku. Ég ætla ekki í stríð við Fjármálaeftirlitið vegna þessa máls,“ segir Eva Bryndís og bætir við að Byr flokkist varla lengur undir fjármálstofnun. „Þetta er þrotabú og ekkert annað. Langstærstu hagsmununum hefur verið komið fyrir [við sameiningu Íslandsbanka og Byrs] og það eina sem stendur út af er venjuleg vinna við að ganga frá því. Ég get hins vegar ekki hætt í slitastjórninni. Langstærstu kröfuhafarnir eru erlendir og ég hef byggt upp samskipti við þá. Ég klára það verkefni,“ segir Eva Bryndís. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Gerðu það – leyfðu honum að koma heim Ef þú skilar honum heilu og höldnu verða engir eftirmálar. Við lofum því.
Hefur þverhöldur á hvorum enda svo hægt sé að stafla honum án þess að innihald hans skemmist
Hefur loftgöt á hliðunum svo að lofti betur um grænmetið
Sérstaklega framleiddur til að bera grænmeti á milli staða
Kassinn er í eigu íslenskra garðyrkjubænda og misnotkun á honum varðar við lög
Kassinn er grænn (síðast þegar sást til hans) Kassinn er umhverfisvænn og úr sterku endurvinnanlegu plasti svo hægt sé að nota hann aftur og aftur
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 58736 03/12
Vinsamlega komdu kassanum í hendur dreifingaraðila eða hafðu beint samband við Sölufélag garðyrkjumanna í síma 570 8900
islenskt.is
8
fréttir
Helgin 16.-18. mars 2012
Sk ákeinvígi Sýning í Þjóðminjasafninu
Fischer fannst reitirnir of stórir Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
„Fischer fannst reitirnir of stórir og bað um borð með minni reitum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambandsins, sem afhenti Þjóðminjasafninu á dögunum taflborðsplötu frá dögum „einvígis aldarinnar“ þegar Bobby Fischer og Boris Spassky tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák í Laugardalshöllinni fyrir fjörutíu árum. Í tilefni þess hefur Þjóðminjasafnið efnt til sýningar í Horni, á 2. hæð safnsins. Þar eru munir og myndir sem tengjast einvíginu. Einvígi fulltrúa stórveldanna vakti heimsathygli. Vegna afstöðu Fischers til plötunnar var hún aldrei notuð. Þess í stað lét Skáksambandið smíða þrjár í viðbót og völdu meistararnir eina sem notuð var í það taflborð sem Gunnar Magnússon smíðaði og er til sýnis
í Þjóðminjasafninu. Svörtu reitirnir voru úr íslensku gabbrói en þeir hvítu úr marmara. Guðmundur segir að erlendir aðilar sækist mjög eftir munum frá einvíginu en Skáksambandið gaf Þjóðminjasafninu á sínum tíma taflborð meistaranna, stólana og hliðarborðin, auk taflmannanna. „Miðað við þær fréttir sem ég hef af kaupum og sölum á svona munum fengjust um 150200 milljónir króna fyrir þá muni sem Skáksambandið gaf. Af því má sjá hvað þessi fjárvana áhugamannafélög, eins og skákhreyfingin, hafa gefið þjóðinni.“ Margrét Hallgrímsdóttur þjóðminjavörður segir gjöfina mikinn feng fyrir Þjóðminjasafnið eins og allt frá einvíginu; það eru merkar þjóðminjar. Margrét Hallgrímsdóttir, Guðmundur G. Þórarinsson og Helgi Ólafsson skákmeistari með steinplötuna.
Fjarskipti Stafr æn sending í stað hliðr ænnar
Loftnetin fullgild til stafrænnar móttöku Almennur misskilningur er að ekki sé hægt að taka á móti stafrænni sendingu í gegnum loftnet, segir forstöðumaður rafiðnaðarsviðs Samtaka iðnaðarins. Þrenn samtök hvetja Alþingi til að sjá til þess að hagkvæmasti kosturinn til móttöku á hljóðvarps- og sjónvarps gegnum loftnet verði ekki fyrir borð borinn. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Þetta er aukakostnaður og ég tel að þetta sé brot á mannréttindum.
Ö
ll þurfum við að borga nefskatt til Ríkisútvarpsins en svo er loftnetum kippt úr sambandi og þá þarf að borga viðbótarkostnað til að ná útsendingum gegnum búnað sem fá þarf hjá Símanum til að ná sendingum í gegnum símalagnir. Þetta er aukakostnaður og ég tel að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Ásbjörn R. Jóhannesson, forstöðumaður rafiðnaðarsviðs Samtaka iðnaðarins. Hann segir að þegar breiðbandið kom til sögunnar hafi menn viljað meina að loftnet væru óþörf og nefnir að skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði hafi bannað loftnet á húsum í Setbergslandi vegna tilkomu breiðsbandsins. „Nú hefur Síminn lokað breiðbandinu og haldið er að fólki að taka sjónvarpið inn með fjarskiptalögnum, það er að segja í gegnum símalínur. Þá þarf tæki til þess að ná þessum útsendingum á ADSL eða það sem menn kalla ljósnet,“ segir Ásbjörn. Hann segir að ef fólk geti fengið sjónvarpssendingu í loftnet eigi það ekki að þurfa að borga neitt til viðbótar nefskattinum. Betur sé staðið að málum vegna útsendinga hjá 365, það fyrirtæki hafi staðið sig vel í að setja upp senda. „Það er almennur misskilningur,“ segir Ásbjörn, „að ekki sé hægt
að taka á móti stafrænni sendingu í gegnum loftnet, í stað hliðrænnar sendingar.“ Fyrirhugað er að Ríkisútvarpið leggi niður hliðrænar útsendingar árið 2014. Ásbjörn segir að Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins og Landssamband útvegsmanna hafi nýverið sent Alþingi umsögn um þingsályktunartillögu um tólf ára fjarskiptaáætlun. Þar segir meðal annars: „Afar mikilvægt er að allir geti notið útvarps og sjónvarps hvar sem þeir eru staddir. Samtökin leggja áherslu á að áfram verði haldið uppbyggingu senda um landið þannig að hagkvæmasti kosturinn til móttöku á hljóðvarps- og sjónvarpsefni í gegnum loftnet verði ekki fyrir borð borinn. Því þarf að veita fjármagni í það verkefni til jafns við önnur er varða umræddar fjarskiptaáætlanir. Tækniframfarir hafa ekki síður átt sér stað á sviði loftnetsmóttöku og býðst flestum landsmönnum í dag að taka við stafrænu merki um loftnet með sömu mynd- og hljóðgæðum og sjónvarpsefni um streng. Loftnet á húsum munu því gegna mikilvægu hlutverki enn um sinn.“ Síðan segir: „Aðgangur að fjarskiptaþjónustu um streng eingöngu takmarkar rétt þeirra sem vegna atvinnu sinnar og/
Misskilningur er að ekki sé hægt að taka á móti stafrænni sendingu í gegnum loftnet. Talsmenn þriggja samtaka telja að aðgangur að fjarskiptaþjónustu gegnum streng eingöngu takmarki rétt þeirra sem treysta á móttöku útvarps og sjónvarps um loftnet. Ljósmynd Hari
eða búsetu verða að treysta á móttöku útvarps- og sjónvarpsefnis um loftnet. Framúrskarandi fjarskiptaþjónusta um loftnet tryggir hins vegar þjónustu við sjófarendur kringum landið, við byggðir utan þéttbýlis, við ferðalanga og starfandi á hálendi Íslands og almennt við ferðafólk. Í öllum bifreiðum, hjólhýsum
og ferðavögnum er búnaður sem gerir ráð fyrir móttöku gegnum loftnet, FM hljóðvarpsmóttöku ásamt hliðrænni og stafrænni sjónvarpsmóttöku.“ Samtökin benda á að fjarskipti um streng fela í sér aukinn kostnað og mjög óæskilegt sé að það verði eini möguleikinn til móttöku fjarskipta.
Heyrnartækni kynnir ...
Minnstu heyrnartæki í heimi*
Bókaðu tím Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Intiga til prufu í vikutíma og fáðu Int I ga er Intiga Inti eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun hey yrnart heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður ský rara en e þú hefur áður upplifað. skýrara
Með Me eð Intiga In verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
*Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu
arionbanki.is – 444 7000
Hvert framlag skiptir máli Í dag er Mottumarsdagurinn, dagur sem helgaður er vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum. Við skorum á landsmenn að leggja átakinu lið. Í fyrra söfnuðu Íslendingar tæpum 30 milljónum króna. Nú er markið sett á 35 milljónir.
Arion banki er stoltur styrktaraðili Krabbameinsfélags Íslands.
Einar Þór Einarsson
Þátttakandi í Mottumars og starfsmaður Arion banka
10
fréttir
Helgin 16.-18. mars 2012
Lilja og Balti vilja byggja nýjan arin Leikstjórinn Baltasar Kormákur og eiginkona hans Lilja Pálmadóttir hafa sótt um að byggja nýjan arin í einbýlishús þeirra við Miðstræti í miðbænum. Umsókn þess eðlis hefur verið lögð fyrir byggingarfulltrúa borgarinnar og var tekið fyrir á fundi í þessari viku. Hjónin vilja þó ekki bara arin því auk þess sækja þau um að fá leyfi til að byggja út yfir svalir á 2. hæð og opna inn í húsið og byggja nýjar yfir aðalinngangi, setja glugga og útblástur frá háfi yfir eldavél á austurvegg, færa eldhús upp á 2. hæð og herbergi niður á 1. hæð. Afgreiðslu umsóknarinnar var frestað og vísað til athugasemda á blaði. -óhþ
Víkingahátíð fær 400 þúsund Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að styrkja Fjörukrána um fjögur hundruð þúsund krónur vegna árlegrar Víkingahátíðar sem haldin verður dagana 14. til 17. júní. Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári frá árinu 1995 og er elsta og stærsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi. Búast má við að hátt í tvö hundruð víkingar, innlendir sem erlendir, sæki hátíðina. Alls samþykkti bæjarráð styrki fyrir rétt tæpa milljón á fundinum. SAMANhópurinn fékk 150 þúsund kónur til forvarnarstarfs, Flensborgarskólinn fékk 150 þúsund krónur til styrktar námsferðar nemenda og Pétur Óskarsson fékk 200 þúsund vegna sjónvarpsþáttagerðar. -óhþ
Þingvallamynd hundraðfaldast Í vetur hafa nemendur barna- og unglingadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík velt fyrir sér Þingvallamynd Þórarins B. Þorlákssonar og unnið verk út frá henni. Á morgun, laugardaginn 17. mars klukkan 14, verður opnuð sýning á verkunum í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Sýningin er liður í samstarfi Myndlistaskólans í Reykjavík, Þjóðmenningarhússins og Listasafns Íslands í tilefni sýningarinnar Þúsund ár í Þjóðmenningarhúsinu. Valin var mynd Þórarins, Þingvellir frá 1900. Nemendur komu í safnið og skoðuðu verkið. Í framhaldinu veltu þeir því fyrir sér með kennara sínum í Myndlistaskólanum og unnu nýtt verk út frá málverki Þórarins. Útkoman er yfir hundrað verk af ólíkum toga, teikningar, málverk, myndasögur, leirskálar, lágmyndir, hreyfimyndir og tréskúlptúrar; verk 148 nemenda á aldrinum 4 – 16 ára. Sýningin stendur til 22. apríl. -jh
www.volkswagen.is
Volkswagen Caddy
Góður vinnufélagi Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metanvélum frá framleiðanda.
Caddy* kostar aðeins frá
2.990.000 kr. *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós.
( kr. 2.382.470 án vsk)
Atvinnubílar
Til afgreiðslu strax Genís Verksmiðja á Siglufirði til fr amleiðslu afurða
Náttúruefni úr rækjuskel til ígræðslu í beinvef Tölvugerð mynd af húsnæði Genís við smábátahöfnina á Siglufirði eftir endurbætur. Mynd Siglo.is
Bindipróteinin taka við sér vegna skemmdar eða hrörnunar Frá árinu 2005 hefur Genís, undir stjórn Jóhannesar Gíslasonar, einbeitt sér að þróun á efninu kítósan til notkunar við bæklunarskurðlækningar með ígræðslu í beinvef en efnið hefur verið notað í fæðubótar- og snyrtivöruiðnaði, að því er fram kom í viðtali við Jóhannes í Læknablaðinu árið 2009. Kítínhráefnið sem Genís hefur unnið með er einangrað úr rækjuskel en kítin er eitt helsta byggingarefni í stoðkerfi skordýra og skeldýra. Í þeim dýrum sem notuðu kítín í stoðkerfi sitt, sagði meðal annars í Læknablaðinu, þróuðust ensím sem gera dýrunum kleift að umbreyta og endurbyggja vefi sína og skeljar eftir þörfum.
Meðal þessara ensíma eru kítínasarnir sem brjóta niður kítínið. Þróunin hefur síðan orðið sú að ein mikilvægasta genafjölskylda kítínasanna inniheldur nú gen sem tjá prótein sem hafa þróast úr því að vera ensím í að vera bindiprótein, binda efnið í stað þess að brjóta það niður. Það eru þessi prótein sem virðast skipta sköpum í nýmyndun vefja á fósturskeiði hryggdýra, spendýra og þar með mannsins en eru síðan ekki virk í heilbrigðum fullorðnum einstaklingi, fyrr en einhvers konar skemmd eða hrörnun á sér stað; þá fara vefirnir að tjá þessi prótein að nýju og svo virðist sem tjáningin sé viðbrögð vefjarins við skemmdinni. jonas@frettatiminn.is
Von er á niðurstöðum úr klínískum prófunum í Mexíkó í lok ársins en stefnt er að því að þar verði tilraunamarkaður Genís. Óútkljáð hvort framleiðslan flokkast undir lyf eða náttúrulyf.
Stefnt er að því að sækja um markaðsleyfi fyrir beinígræðsluefnið innan tveggja ára.
L
yfjaþróunarfyrirtækið Genís áformar að setja upp verksmiðju á Siglufirði til framleiðslu á afurðum sínum. Um er að ræða náttúruefni sem unnið er úr rækjuskel, annars vegar til inntöku og hins vegar til ígræðslu í beinvef. Jóhannes Gíslason, framkvæmdastjóri Genís, segir að enn hafi ekki verið skorið úr um hvort framleiðslan flokkist sem lyf eða náttúrulyf en Genís hefur gert tilraunir með efnið í mörg undanfarin ár. „Í gangi er klínísk prófun á inntökuefninu í Mexíkó og enn fremur erum við að taka saman rannsóknir sem við höfum gert á rottum og kindum hér heima í sambandi við beinígræðsluna. Stefnt er að því að sækja um markaðsleyfi fyrir beinígræðsluefnið á innan tveggja ára,“ segir Jóhannes en efnið örvar vöxt beinfruma. Nú vinna þrír vísindamenn að rannsóknunum í Reykjavík en gert er ráð fyrir að við framleiðsluna og þegar nær dregur markaðssetningu muni um tíu manns vinna hjá fyrirtækinu á Siglufirði. Starfsemin þar verður í húsnæði við smábátahöfnina en miklar breytingar þarf að gera á útliti hússins til að laga það að byggingum í nágrenninu. Fyrirtækið er byrjað að viða að sér tækjabúnaði en Jóhannes segir menn stefna að því að ljúka endurbótum á húsnæðinu á þessu ári. „Við eigum von á niðurstöðum úr klínísku prófununum í lok ársins en stefnt er að því að Mexíkó verði okkar tilraunamarkaður,“ segir Jóhannes. Fram kom í viðtali við Jóhannes í Læknablaðinu árið 2009 að kítínhráefni væri einangrað úr rækjuskel. Fjölsykran kítín hefur verið til
Náttúruefnið er unnið úr rækjuskel, annars vegar til inntöku og hins vegar til ígræðslu í beinvef. Mynd Genís
staðar í lífríkinu frá örófi alda og er eitt helsta byggingarefni í stoðkerfi skordýra, skeldýra og finnst einnig í sumum lindýrum. Í þróunarsögunni kom það því langt á undan hryggdýrum og síðar spendýrum. Ensím þróaðist í dýrum sem notuðu kítín í stoðkerfi sitt og gerði þeim kleift að umbreyta og endurbyggja vefi og skeljar eftir þörfum. Eigendur Genís eru Hólshyrna á Siglufirði og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Á aðalfundi félagsins nýverið var ákveðið að auka hlutafé þess um 500 milljónir króna til að fjármagna uppbyggingu á framleiðslueiningunni og til frekari rannsókna. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Borðar barnið þitt líka sælgæti í morgunmat?
Mini Fras er holli valkosturinn Mini Fras er ein af fáum morgunkornstegundum fyrir börn sem uppfylla kröfur Skráargatsins. Margar gerðir af morgunkorni sem ætlaðar eru börnum innihalda allt að 35 g af sykri í hverjum 100 g, sem er svipað magn og í 100 g af hlaupi eða lakkrís.
Hollara en maður heldur
fréttir
12
Helgin 16.-18. mars 2012
Dómsmál Lík amsár ás í Hafnarfirði
Stolið mótorhjól, nektarmyndir og hefnd ástæða hrottalegrar líkamsárásar Sex einstaklingar eiga yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi eftir að ákærur vegna hrottalegrar líkamsárásar á hálfþrítuga stúlku voru þingfestar á miðvikudag. Meðal ákærðu er leiðtogi Hells Angels en ákæruvaldið telur hann einn geranda árásarinnar jafnvel þótt hann hafi verið í öðru bæjarfélagi þegar árásin átti sér stað.
S
tolið mótorhjól, nektarmyndir og hótanir um aðgerðir gegn þroskaheftu barni virðast vera helstu ástæður hrottafengnar líkamsárásar á Völlunum í Hafnarfirði undir lok síðasta árs þar sem ungri konu var misþyrmt hrottalega af tveimur karlmönnum og einni konu. Einar „Boom“ Marteinsson, leiðtogi Hells Angels, alræmdustu vélhjólasamtaka landsins, hefur verið ákærður í málinu ásamt fimm öðrum einstaklingum og varða brotin, sem ákært er fyrir, allt að sextán ára fangelsi. Einar og fjórir aðrir, Andrea Kristín Gunnarsdóttir, Jón Ólafsson, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson eru ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, rán, nauðgun og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi auk þess sem Einar og Andrea eru talin hafa lagt á ráðin og skipulagt verknaðinn. Sjötti maðurinn, Grímur Sveinn Erlendsson, er ákærður fyrir að geyma fatnað og vopn sem notuð voru við árásina.
Allir fingur af
Í ákærunni segir að Andrea Jón og Elías hafa veist að fórnarlambinu með ofbeldi, slegið það og sparkað ítrekað í höfuð konunnar og barið, meðal annars með leðurkylfu. Fórnarlambinu var skellt í gólfið, það dregið á hárinu um íbúðina, hár þess var reytt, klippt eða skorið og rifið upp með rótum. Skorið var eða klippt í hægri vísifingur fórnarlambsins, nögl slitin upp á sama fingri og hótað að allir fingur yrðu teknir af því ef
það segði til árásarmanna. Auk þess neyddu þau fíkniefni upp í fórnarlambið. Þá segir í ákærunni að Andrea hafi lagt hníf að hálsi Berglindar og að Elías hafi stungið fingrum upp í endaþarm og kynfæri fórnarlambsins og klemmt á milli. Þessi verknaður liggur til grundvallar nauðgunarákæru málsins. Andrea, Jón og Elías hafa öll staðfastlega neitað ásökunum um kynferðisbrot gagnvart fórnarlambinu við yfirheyrslur.
Grátt leikið
Samkvæmt ákærunni var fórnarlambið leikið grátt þegar verknaðurinn var framinn aðfaranótt fimmtudagsins 22. desember á síðasta ári. Fórnarlambið hlaut heilahristing, mar, skrámur og yfirborðshrufl á andliti, gagnaugum, hægri eyrnasnepli og höfði, glóðarauga og bólgu á vinstra auga, skallabletti í hársverði, mar á hægra kjálkabarði, mar og roðaför hægra megin á hálsi, dreifð eymsli í brjóstkassa og yfirborðsáverka á kvið, yfirborðsáverka á baki, roðabletti og fjölmargar rispur á upphandleggjum, báðum öxlum og ofanverðu baki, mar á vinstri kálfa, mar og eymsli á hægri sköflungi og tognun í lendarhrygg, brjósthrygg og hálshrygg, alldjúpan tveggja sentimetra skurð á hægri vísifingri og lausa nögl, roða og margar húðrispur innanvert á lærum, bogadregna rispu rétt utan við endaþarmsop vinstra megin, stóran marblett á vinstri rasskinn og annan minni þar fyrir neðan, mikil eymsli í endaþarmi, leggögnum og spöng-
þess segir Andrea við yfirheyrslur að fórnarlambið hafi hótað að grípa til aðgerða gegn þroskaheftri dóttur hennar. Aðkoma Einars „Boom“ Marteinssonar að málinu er öllu óskýrari en annarra sem ákærðir eru. Af gögnum málsins er ljóst að hann fékk símhringingu frá fórnarlambinu skömmu fyrir árásina þar sem það bað hann um að lægja öldurnar milli þess og Andreu. Ljóst er að Einar tók fálega í það. Fórnarlambið sagði við skýrslutöku að Einar hefði hótað sér en neitaði seinna að tjá sig um það atriði. Einar hefur staðfastlega neitað aðkomu sinni að málinu í yfirheyrslum. Fyrir liggur að Andrea, Jón og Elías voru heima hjá Einari tveimur tímum fyrir árásina en að sögn allra fjögurra var þar eingöngu rætt um mótorhjólið sem þremenningarnir vildu endurheimta frá fórnarlambinu. Einar var einnig í sambandi við Elías og Óttar morguninn eftir árásina en hann skýrir það á þann hátt að hann hafi viljað fá bílskúrshurðaopnara sem hann lánaði þremenningunum um nóttina til baka. Andrea, Jón, Elías og Einar „Boom“ voru öll úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald í héraðsdómi á miðvikudag.
inni þar á milli og áfallastreituröskun.
Hjól, sími og peningar
Samkvæmt gögnum og yfirheyrslum í málinu sem Fréttatíminn hefur undir höndum má ljóst vera að fjórir aðilar; Andrea, Jón, Elías og Óttar, voru inni í íbúð fórnarlambsins þegar árásin átti sér stað. Í vitnisburði Andreu kemur fram að hún taldi fórnarlambið hafa stolið mótorhjóli sem var hennar eign og hugðist sækja það. Jafnframt vildi hún sækja síma sem hún átti og fórnarlambið hafði undir höndum en síminn innihélt meðal annars nektarmyndir af eigandanum. Myndirnar hafði Andrea til dæmis sent öðrum manni sem tengist þessu máli ekki. Í þriðja lagi taldi hún fórnarlambið hafa stolið frá sér peningum og vildi endurheimta þá. Auk
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Helgarsprengja lambalæri ½ úrbeinuð krydduð/marineruð
af öllum
1.995 kr./kg - verð áður 2.795 kr./kg
1 2 fyrir sósum
Helgarsteikin
lambalæri 1/1 1.475 kr./kg - verð áður 1.998 kr./kg
kjúklingavængir í pirí pirí marineringu
495 kr./kg - verð áður 795 kr./kg
fylltar kjúklingabringur með gráðosti sveppum og brauðteningum vafnar inn í bacon
ng U J Ý n r Æ B FrÁ
2.750 kr./kg - verð áður 3.750 kr./kg
KJÖTbúðin KJÖT búðin
Opið: mán-fös 10-18:30, lau 11-16, sun lOkað
Grensásveg
Sérstakur á alla vegu
ALWAYS A BetteR WAY
ÍSLENSKA SIA.IS TOY 58563 03/12
RAV4 SpeciAl edition
Við kynnum hinn sívinsæla RAV4 í nýrri viðhafnarútgáfu. RAV4 Special Edition býr ekki aðeins yfir öllum þeim kostum sem íslenskir ökumenn hafa kynnst í innanbæjar- og utanbæjarakstri á RAV4 í fjölda ára. Hann er jafnframt einstaklega vel útbúinn jepplingur og gerir drjúgum meira en að uppfylla kröfur þeirra sem vilja upplifa eitthvað alveg sérstakt. Með Rav4 Special Edition fylgir þessi aukabúnaður: Toyota Touch Bakkmyndavél Dráttarbeisli
Heilsársdekk Bluetooth Lyklalaust aðgengi
Húddhlíf Aurhlífar Gluggavindhlífar
Verð frá 6.470.000 kr.*
5 ÁRA ÁBYRGÐ
TOYOTA TOUCH
toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogi Sími: 570-5070
*Rav4 Special Edition sjálfskiptur með 2.0 l bensínvél.
toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300
toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000
14
fréttaskýring
Helgin 16.-18. mars 2012
Tímalína Dæmt ríkisstjórninni í óhag
Töpuð dómsmál ríkisstjórnarinnar
15. febrúar 2012 Hæstiréttur dæmir
2012 22.3.2011 Kærunefnd jafnréttis-
mála úrskurðar jafnréttislög brotin í forsætisráðuneytinu undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar það réði karl umfram í stað konu sem var að minnsta kosti jafnhæf. Kærunefndin taldi að forsætisráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hefðu legið til grundvallar því að gengið var framhjá konunni við skipun í embætti skrifstofustjóra. Mál nr. 3/2010. Afleiðing: Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, hefur höfðað mál sem tekið verður fyrir 24. maí. Hún vill fá skaðabætur greiddar og fer fram á mismun núverandi launa og þeirra sem hún hefði fengið.
25. janúar 2011 Hæstiréttur ákvarðar að stjórnlagaþingskosningin þann 27. október 2010 sé ógild. Róbert Spanó segir í Morgunblaðinu þann dag að niðurstaða Hæstaréttar hafi byggst á annmörkum á löggjöfinni um stjórnlagaþingið, það er að ekki hafi verið fylgt þeim efnisreglum sem gildi um kosningu til stjórnlagaþings. Sigurður Líndal sagði á Vísi niðurstöðuna rétta. „Það má kannski kalla þetta bókstafstrú en hún á við þarna.“ Afleiðing: Alþingi skipar stjórnlaganefnd í stað stjórnlagaþingsins. Landskjörsstjórn með Ástráð Haraldsson í broddi fylkingar segir af sér 28. janúar í fyrra. Ástráður er aftur kosinn af Alþingi í Landskjörs stjórn mánuði síðar.
að lög nr. 151/2010; fari gegn stjórnarskrá. Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara. Dómur nr. 600/2011. Afleiðing: Setur fyrri útreikninga banka vegna ólöglegra gengistryggðra lána í uppnám. Afleiðing þess enn óljós og óvissa ríkir.
2011 10.02.2011 Hæstiréttur ógildir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra í máli Flóahrepps þar sem hún byggi ekki á lögum. Svandís staðfesti ekki þann hluta í aðalskipulagi hreppsins fyrir árin 2006-2018 sem varðaði Urriðafossvirkjun. Í dómnum segir að hvergi hafi verið í lögunum að finna heimild til þess að undanskilja ákveðin svæði innan sveitafélags aðalskipulagi. Dómur nr. 579/2010. Afleiðing: Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, segir málið í fljótu bragði ekki hafa haft afleiðingar. Eftir sitji mikil sárindi sveitarstjórnarmanna í tengslum við umræðuna sem fór fram á Alþingi um mútuþægni þeirra. Ráðherra hefði mátt biðjast afsökunar, en gerði ekki.
2010
16.09.2010 Dómur Hæstaréttar nr. 462/2010 um að sú ákvörðun sýslumanns að afmá veðréttindi á ábyrgðaraðila við greiðsluaðlögun hafi ekki verið rétt, þar sem veðréttur njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði þá lagasetningu efnahags- og viðskiptaráðherra Árna Páls Árnasonar sýna verulega bresti í því úrræði sem greiðsluaðlögun eigi að vera. Afleiðing: Sérfræðingur ráðinn sem setur málefni þeirra sem séu í skuldaaðlögun í ferli og vinnur í að fá ábyrgðamenn lausa undan kröfu fjármálastofnana á hendur þeirra vegna þess sem fellt sé niður hjá skuldara; árangurinn sé góður.
Feilsporin vart fleiri en hjá fyrirrennurum Ríkisstjórn og ráðherrar Jóhönnu Sigurðardóttur hafa fimm sinnum þurft að lúta í lægra haldi fyrir dómsvaldinu. Tvisvar á líftíma hennar hefur Hæstiréttur dæmt lagasetningar ríkisstjórnar steyta á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Frá árinu 1943-2008 brutu lagaákvæði Alþingis sextán sinnum í bága við eitthvert mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar.
D
ómur Hæstaréttar um miðjan febrúarmánuð í máli hjónanna Sigurðar Hreins Sigurðssonar og Mariu Elviru Mendez gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum var í fimmta sinn á kjörtímabilinu sem ákvörðun, úrskurður eða dómur fellur ríkisstjórninni eða ráðherrum hennar í óhag. Hæstiréttur taldi þá að lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu færu gegn friðhelgi eignarréttarins sem tryggður er í stjórnarskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hæstiréttur telur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur brjóta mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, því svo dæmdi hann
einnig í september árið 2010 þegar lög sem áttu að fría ábyrgðarmenn undan niðurfelldum skuldum stönguðust á við stjórnarskrána. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur brýtur ekki blað í stjórnmálasögunni þótt hún hafi tvívegis staðið að lagasetningu sem brjóta í bága við stjórnarskrána. Í átta tilvikum á árunum 1920 til 1995 komst Hæstiréttur að því að lagaákvæði hafi efnislega brotið í bága við eitthvert mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar, fyrst 1943. Tilvikin eru jafnmörg á árunum 1995 til 2008 og því samtals sextán. Þetta kemur fram í bók-
Enn á valdastóli eftir dóm ekki séríslenskt fyrirbrigði Það er ekki séríslenskt að ríkisstjórnir sitji áfram við völd þótt þær séu gerðar afturreka með lög sem stangast á við stjórnarskrá. Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, segir algengt í Evrópu að dómstólar víki lögum til hliðar sem „andstæðum stjórnarskrám, án þess að ríkisstjórnir fari frá. Í því sambandi ber að minna á að löggjafarvaldið er hjá þinginu, ekki ríkisstjórn, þótt auðvitað hafi ríkisstjórn oft frumkvæði að lagasetningu.“ - gag
Framhald á næstu opnu
Í aðdraganda hrunsins virðast lögbrot hafa viðgengist – eins og til dæmis gengislánin. Hvernig á að bregðast við slíku eftirá? Það er ekki til neitt þekkt stjórntæki til að taka á því svona eftirá. - Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
Tenerife og Kanarí
tur e v í tin æ s u t Síðus tilboði! á
Beint flug með Icelandair Flugsæti 20. – 29. mars.
Verð frá 49.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar. Innifalið : Flug fram og tilbaka og skattar. *Verð án Vildarpunkta 59.900 kr.
Tenerife
20.–29. mars - 9 nátta ferð
Luabay
Kanarí
ÍSLENSKA SIA.IS VIT 58946 03/12
Las Camelias Snyrtilegt og vistlegt íbúðahótel á góðum stað á Ensku ströndinni. Hótelið er staðsett við hina fjölförnu Tirajana-breiðgötu og er stutt í veitingastaði og verslanir, þar á meðal Yumbo-verslunarmiðstöðina.
Luabay er gott 4 stjörnu hótel, mjög vel staðsett á Costa Adeje. Örstutt frá strönd, verslunum og veitingastöðum. Í fallegum hótelgarðinum eru 3 sundlaugar og flott útsýni yfir hafið.
Hálft fæði
20.–29. mars - 9 nátta ferð
Verð frá 134.975 kr.*
Verð frá 85.250 kr.*
á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn (2-11) í tvíbýli m/auka rúmi og hálfu fæði í 16 nætur 13. mars. Verð á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli m/hálfu fæði 149.450 kr. og 15.000 Vildarpunktar. * Verð án Vildarpunkta 144.975 kr. m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 159.450 kr. m.v. 2 fullorðna.
á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi í 9 nætur 20. mars. Verð án Vildarpunkta m.v. 2 fullorðna 95.250 kr.
og 15.000 Vildarpunktar
og 15.000 Vildarpunktar
5 nátta ferð einnig í boði!
Verð í auglýsingunni eru netverð - ef bókað er á skrifstofu greiðist 1.500 kr. bókunargjald.
VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is
16
fréttaskýring
Helgin 16.-18. mars 2012
Hvernig hafa mannréttindaákvæðin verið brotin? 2006 – Tjáningar- og atvinnufrelsisákvæði Hæstiréttur taldi að með
2006
2003 – Bann við afturvirkni laga
Dómur sem féll í Hæstarétti í kjölfar fyrri öryrkjadóms þar sem öryrkjar töldu sig eiga rétt á að fá óskerta tekjutryggingu á árunum 1999 og 2000. Þeir ættu kröfurétt á ríkið sem yrði ekki skertur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Því var ekki hægt að beita skerðingarreglu með lögum gagnvart greiðslu tekjutryggingar á þessu tímabili. Ríkisstjórn: Fjórða ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Framsókn.
2003
2002
2002 – Réttur til að semja um kjör Ekki mátti setja lög á verkfall
Ráðherrar, Steingrímur og Svandís núverandi, og Árni Páll Árnason fyrrverandi, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Árni Páll og Svandís koma bæði að dómsmálum sem fallið hafa á tíma ríkisstjórnarinnar og henni í óhag.
sjómanna. Þeir höfðu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að semja um starfskjör sín. Hann var einnig margvarin með alþjóðalögum. Ríkisstjórn: Þriðja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Framsókn.
2000
2000 – Jafnræðisregla Takmark-
inni Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, eftir Björgu Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskólans. Á árunum 1992 til 2003 fór lagasetning ríkisstjórna með Davíð Oddsson í fararbroddi níu sinnum gegn stjórnarskránni. Í flestum mála ríkisstjórnarinnar nú hefur komið fram sú krafa að ráðherra málaflokksins, jafnvel ríkisstjórnin sjálf, víki vegna dómanna. Því er spurt hvers vegna íslenskir ráðamenn sæti ekki ábyrgð þegar þeir fara ekki að lögum, eins og þekkist á Norðurlöndunum? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskólans, segir stöðuna hér á landi aðra en á hinum Norðurlöndunum, þar sem menn axli frekar pólitíska ábyrgð. Hér sé samfélagið minna og tækifærin færri. Því sé erfiðara fyrir ráðamenn að segja af sér þar sem þeir hafi ekki að neinu að hverfa. „Hér er þrengra um allt og því ekki þessi hefð að axla ábyrgð. Menn neita út í hið óendanlega – og það virkar,“ segir
hún. „Á Norðurlöndunum er litið svo á að menn komi sterkir inn eftir að hafa axlað ábyrgð. Þannig er það einnig í Bretlandi.“ Sigurbjörg bendir á að þar sem lögbrot íslenskra ríkisstjórna í heild sinni hafi ekki verið tekin saman sé erfitt að sjá mynstrið samanborið við fyrri reynslu. „En það þarf líka að skoða samhengið. Mikið af flóknum málum hafa komið í ljós í kjölfar hrunsins,“ segir hún og bendir á að nú sjáist til að mynda afleiðingar þess að eftirlit hafi verið minnkað og sett í hendur markaðarins sjálfs; þeirra sem hefði átt að hafa eftirlit með. „Auk þess sem nú er að verða meiri vitunarvakning í samfélaginu. Í aðdraganda hrunsins virðast lögbrot hafa viðgengist – eins og til dæmis gengislánin. Hvernig á að bregðast við slíku eftirá? Það er ekki til neitt þekkt stjórntæki til að taka á því svona eftirá,“ segir hún. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Fermingartilboð Rúmföt frá 7.990 kr 100% Pima bómull
Sendum frítt úr vefverslun
anir sem settar voru við sóknaraðild föður að barnsfaðernismáli í barnalögum voru taldar brjóta í bága við jafnræðisreglu og rétt manna til að fá úrlausn dómstóla um málefnið. Ríkisstjórn: Þriðja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Framsókn.
1998
1998 – Jafnræðisregla Ákvæði
skaðabótalaga sem mismunuðu tjónþolum um rétt til miskabóta eftir því hvort um ræddi fjárhagslegt eða læknisfræðilegt örorkumat var talið andstætt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og friðhelgi einkaréttar. Ríkisstjórn: Önnur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Framsókn.
1994
1992
1986
1959
1958 - Eignarréttarákvæðið
Ákvæði sem sett voru með lögum árið 1952 um lausn ítaka af jörðum voru ekki talin samrýmast eignarréttarákvæðinu og höfðu því „ekki lagagildi.“ Ríkisstjórn: Vinstristjórn I. Hermann Jónasson leiddi. Hræðslubandalagið og Alþýðubandalagið.
1958
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is
Breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt sem skertu skattalegt hagræði vegna hlutabréfakaupa var talin fela í sér afturvirkni sem er bannað samkvæmt 77. gr. stjórnarskrárinnar, sem kveður á um slíkt. Ríkisstjórn: Fjórða ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Framsókn. 2000 - Jafnræðisreglan Ekki mátti skerða lífeyri öryrkja vegna tekna maka þeirra. Dómarar sögðu það fara gegn jafnræðisreglunni sem og fjölda alþjóðlegra laga. Breytingar á lögum um almannatryggingar árið 1998, sem sett voru 1993, voru því talin andstæð stjórnarskrá. Ríkisstjórn: Þriðja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Framsókn. 1998 - Jafnræðisregla Andstætt jafnræðisreglu og atvinnufrelsi er að gera til frambúðar greinarmun á mönnum varðandi rétti til veiðiheimilda sem byggðist á eignarhaldi manna á skipum á tilteknum tíma. Í dómnum var meðal annars vísað til ákvæða Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við mismunun. Ríkisstjórn: Önnur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Framsókn.
Talið að lög sem kváðu á um einangrunarvist vegna agaviðurlaga teldist ekki til refsitíma og brytu gegn grundvallarreglum íslensks réttar, þar með talið 65. grein stjórnarskrárinnar um að enginn yrði sviptur frelsi sínu nema úrskurður dómara kæmi til. Ríkisstjórn: Viðeyjarstjórnin. Fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Alþýðuflokkur. 1992 - Jafnræði Lagasetning sem fól í sér afnám launahækkana starfsmanna í stéttarfélögum opinberra starfsmanna með afturvirkum hætti þótti ekki samrýmast jafnræðisreglu. Ríkisstjórn: Viðeyjarstjórnin. Fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Alþýðuflokkur. 1958 og 1959 - Eignarréttarákvæðið Annars vegar skattamat á eign
hluthafa í hlutafélagi. Hins vegar ákvæði laga um stóreignaskatt sem voru talin í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Önnur ákvæði stóreignaskattslaganna voru talin standast stjórnarskrána. Ríkisstjórn: Emilía, ríkisstjórn Emils Jónssonar. Alþýðuflokkurinn. 1946 – Eignarréttarákvæðið
1943 - Prentfrelsisákvæðið Meiri-
hluti Hæstaréttar taldi að löggjöf sem veitti ríkinu einkarétt á að gefa út íslensk rit sem samin voru fyrir árið 1400 væru fyrirfarandi tálmun á útgáfu ritanna og andstæð prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Ríkisstjórn: Utanflokkastjórnin undir forystu Björns Þórðarsonar.
2003 – Bann við afturvirkni laga
1994 – Brotið gegn persónufrelsi
1986 - Jafnræði/eignarréttarákvæði Tveir dómar þar sem niður-
staðan var að heimild um tekjustofna sveitarfélaga til að leggja sérstakan skatt á hlunnindi í eigu utansveitarmanna fæli í sér mismunandi gjaldskyldu sem byggðist á búsetu. Ekki væri gild lagaheimild fyrir álagningu gjaldsins þegar litið væri til þess hve jafnræðinu væri raskað. Vísað var til grunnreglu eignarréttarákvæðisins. Ríkisstjórn: Fyrsta ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Framsókn. Sjálfstæðisflokkur.
algjöru banni við sýningu tóbaks á sölustöðum hefði löggjafinn farið út fyrir þau mörk sem tjáningarfrelsisiákvæði stjórnarskrárinnar og atvinnufrelsi setja. Ríkisstjórn: Framsóknar og Sjálfstæðisflokks undir forystu Halldórs Ásgrímssonar.
1946
1943
Hæstiréttur taldi andstætt eingarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar að svipta mann eignarrétti á landi bótalaust fyrir hafnargerð en eignarnám hafði ekki farið fram. Ríkisstjórn: Nýsköpunarstjórnin undir forystu Ólafs Thors. Sjálfstæðisflokkur með Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki.
Heimildir: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi. Eftir Björgu Thorarensen frá árinu 2008. Og: http://www.stjornarrad.is/Rikisstjornartal/nr/3. Wikipedia.
Rauðvínssoðinn, reyktur kjúklingur með skallottulauk og sveppum.
Uppskriftina í heild sinni ásamt eldunaraðferð er að finna á www.holta.is/uppskriftir.
LAMBHAGASALAT
279
KR./STK.
ÞÉr ð I T Ö J K Um VIð SneIð aðarLaUSU! að KOSTn
1698 LAMBAHRyGGUR
SÍTRÓNUR ÓMEÐHÖNDLAÐAR, 500 G
KR./KG
KR./PK.
1498 LAMBALæRI
CLAFOUTIS M/SKÓGARBERJUM
229
KR./STK.
KR./KG
NÝTT KORTATÍMABIL
Ú
GRÍSABÓGUR, HRINGSKORINN
I
20% afsláttur
2215
2100 á mann
KR./KG
OSTAKAKA MEÐ BLÁBERJUM
898
B
KJÖTBORÐ
KR./KG
ÍM KJÚKLINGABRINGUR
Verð frá
TB KJÖ ORÐ
BESTIR Í KJÖTI
598
2769
R
KR./STK.
Ú
Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! Pantaðu veisluna þína á
ÍSLENSKT KJÖT
I
Fermingarveislur
ÍSLENSKT KJÖT
R
499
R
Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni
TB KJÖ ORÐ
B
I
Ú
Við gerum meira fyrir þig
Ú
I
BESTIR Í KJÖTI R
KJÖTBORÐ
ÍSLENSKT KJÖT GAMLI AMSTERDAM, 250 G
Ú
B
398
MILDA MATREIÐSLURJÓMI, 3 TEGUNDIR
ALI SKINKA, SILKISKORIN
KR./STK.
KR./PK.
I
BESTIR Í KJÖTI
KJÖTBORÐ
KR./KG
3498
698
Ú
2798
LAMBAPRIME
R
R
afsláttur
TB KJÖ ORÐ I
20%
ÍM FETAOSTUR, 2 TEGUNDIR
199
ÍSLENSKT KJÖT
KR./STK.
429 KR./PK.
R
TB KJÖ ORÐ
B
I
BESTIR Í KJÖTI
KJÖTBORÐ
552
KR./PK.
R
KJÖRÍS MJÚKÍS MEÐ KÓKOS, 1 LÍTRI
Ú
I
90 G 149KR./STK. 120 G 229 KR./STK. 200 G 299 KR./STK.
Ú
UNGNAUTAHAMBORGARAVEISLA! BRANSTON RELISH, 2 TEGUNDIR
269
KR./STK.
HEINZ TÓMATSÓSA, 700 G
279
KR./STK.
STÓr DÓS PIK-NIK KARTÖFLUSTRÁ, 396 G
998
KR./PK.
EGILS APPELSÍN, 2 LÍTRAR
279 KR./STK.
20
fótbolti
Helgin 16.-18. mars 2012
Óþekktu liðin halda EM þetta árið Landslið Úkraínu og Póllands eru ekki meðal hæst skrifuðu landsliða Evrópu. Úkraína er í tuttugasta og níunda sæti yfir Evrópuþjóðir á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en Pólland í þrítugasta og fimmta sæti. Gestgjafahlutverk þeirra færir þeim sæti á Evrópumótinu í sumar. Fréttatíminn skoðar þessi tvö landslið.
Þ
egar Fréttatíminn ræddi við Peter Schmeichel í Danmörku fyrir tveimur vikum var honum tíðrætt um hversu sterkt Evrópumótið í
fótbolta væri í ár. Schmeichel taldi að fimmtán af sextán hæstskrifuðu knattspyrnuþjóðum Evrópu væru á mótinu en eftir því sem næst verður komist eru þau aðeins þrettán. Sviss,
Bosnía og Noregur eru í sætum þrettán, fimmtán og sextán en komust ekki í lokakeppnina. Í þeirra stað eru Tékkar, sem eru í nítjánda sæti og síðan gestgjafarnir, Úkraína í 29.
sæti og Póllandi í því þrítugasta og fimmta. Ljóst er að þessi tvö landslið hefðu átt í vandræðum með tryggja sér sæti í lokakeppninni í venjulegri riðlakeppni.
Þrjú töp í fimmtán leikjum
Blaszczykowski og framherjinn Robert Lewandowski, sem eru lykilmenn hjá þýsku meisturunum Borussia Dortmund, tóku að sér stærra hlutverk í liðinu. Lewandowski hefur verið sjóðheitur á þessu tímabili með Dortmund og skorað sextán mörk í deildinni. Þessir þrír leikmenn eru bestu leikmenn pólska liðsins og þurfa að vera í toppformi ef árangur á að nást. Í Póllandi ríkir bjartsýni fyrir mótið og vonast landsmenn innst inni eftir því að liðið nái að jafna árangurinn frá heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi árið 1974 þar sem Pólland hafnaði í þriðja sæti. Markalaust afntefli gegn Portúgal í síðasta vináttulandsleik í febrúar gefur liðinu aukið sjálfstraust og eins og Wojciech Szczesny orðaði það eftir þann leik með tilvitnun í Tony Adams, fyrrum fyrirliða Englands og Arsenal: „Ef þú færð ekki mark á þig þá tapar þú ekki leikjum.“
Taplausir í fimm leikjum
í lykilhlutverki sem varnarsinnaður miðjumaður. Úkraínumenn treysta enn á að Andryi Shevchenko skori mörkin. Þessi 35 ára gamli kappi má muna sinn fífil fegurri frá því að hann var einn besti sóknarmaður heims hjá AC Milan en reynsla hans er mikil og mun nýtast liðinu. Bjartasta vonin er hinn 22 ára gamli Andryi Yarmalenko. Honum hefur oft verið lýst sem „hinum nýja Shevchenko“ en þessi örvfætti sóknarmaður hefur verið hættulegasti leikmaður liðsins í undanförnum landsleikjum og besti maður Dynamo Kiev það sem af er tímabili. Úkraínumenn eru ógnarsterkir á heimavelli en gengið gegn sterkustu þjóðunum að undanförnu gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Þegar við bætist riðill þar sem andstæðingarnir eru England, Svíþjóð og Frakkland er ljóst að úkraínska liðið þarf á toppframmistöðu að halda til að eygja möguleika á sæti í átta liða úrslitum.
Frá ársbyrjun 2011 hefur pólska landsliðið spilað fimmtán vináttulandsleiki til að búa sig undir Evrópumótið. Árangurinn er með mestu ágætum þótt auðvitað verði að setja þann fyrirvara að um vináttulandsleiki er að ræða. Pólska liðið hefur sigrað í sjö leikjum, gert fimm jafntefli og tapað þremur leikjum; gegn Ítölum, Frökkum og Litháum. Þessi ágætur árangur kemur í kjölfar lélegustu undankeppni pólska landsliðsins í sögunni, fyrir heimsmeistarakeppnina í Suður Afríku árið 2010 þar sem liðið hafnaði í fimmta og næstsíðasta sæti í sínum riðli – aðeins ofar en San Marínó. Í kjölfar þess gengis tók þjálfarinn, hinn gamalreyndi Franciszek Smuda, sig til og yngdi upp í liðinu. Inn komu leikmenn á borð við markvörðinn Wojciech Szczesny, sem leikur með Arsenal, og miðjumaðurinn Jakub
Eftir vonbrigði í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Suður Afríku árið 2010, þar sem liðið tapaði í umspili fyrir Grikkjum, vonast Úkraínumenn eftir góðu gengi á Evrópumótinu. Liðið hefur spilað ellefu vináttulandsleiki frá ársbyrjun 2011. Liðið er taplaust í síðustu fimm leikjum sem gefur því sjálfstraust og aðeins 3-3 jafntefli gegn Þýskalandi kom í veg fyrir að sigurleikirnir yrðu fimm. Viðvörunarbjöllur eru þó á lofti því að á þessu rúma ári hefur liðið tapað fyrir Svíum, Ítölum, Frökkum, Úrúgvæum og Tékkum – liðum í þeim gæðaflokki sem andstæðingar Úkraínumanna á Evrópumótinu verða. Liðið er enn byggt upp í kringum gamla jálka. Á miðjunni ræður hinn 32 ára gamli Anatoliy Tymoshchuk ríkjum. Þessi snjalli miðjumaður hefur spilað helming leikja Bayern München á þessu tímabili og verður
Þrír lykilmenn
Þrír lykilmenn
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is
Wojciech Szczesny Staða: Markvörður Aldur: 21 árs Lið: Arsenal Landsleikir: 9
Jakub Blaszczykowski Staða: Miðjumaður (fyrirliði) Aldur: 26 ára Lið: Borussia Dortmund Landsleikir/mörk: 49/8
Robert Lewandowski Staða: Framherji Aldur: 23 ára Lið: Borussia Dortmund Landsleikir/mörk: 40/13
Golfsettið ferðast frítt! Þú nýtur þessara hlunninda: • Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. • Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.
Innifalið í 5.900 kr. árgjaldi er m.a.: • 2.500 Vildarpunktar • 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop • 100 æfingaboltar í Básum • Merkispjald á golfpokann
Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim.
+ Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS
Anatoliy Tymoshchuk Staða: Miðjumaður Aldur: 32 ára Lið: Bayern München Landsleikir/mörk: 114/4
Andriy Shevchenko Staða: Framherji (fyrirliði) Aldur: 35 ára Lið: Dynamo Kiev Landsleikir/mörk: 105/46
Andryi Yarmolenko Staða: Framh./miðjumaður Aldur: 22 ára Lið: Dynamo Kiev Landsleikir/mörk: 18/7
NEW YORK
PIPAR \ TBWA
Þú getur unnið ferð fyrir tvo til
•
SÍA •
120191
á Saga Class
Með hverjum keyptum Motorola Razr fylgir lukkunúmer. Skráðu númerið á Facebooksíðu Motorola á Íslandi og þú gætir verið á leið til New York á Saga Class með Icelandair!
Motorola Razr er nýr Android-sími, einn þynnsti síminn á markaðnum en pakkaður af tækni sem Dual Core 1,2 GHz örgjörvinn og 1 GB vinnsluminnið leika sér að. Motorola Razr er líka einn sterkasti síminn á markaðnum. Bakhliðin er úr KEVLAR sem er sama efni og í skotheldum vestum og allur síminn er vatnsvarinn með nanótækni. MotoCast er innbyggt í símann og þú getur náð í tónlistina þína eða bíómyndirnar í PC-tölvunni þinni hvort sem þú ert í næsta herbergi eða annarri heimsálfu. Þú ert tæknitröllið í vinahópnum með Motorola Razr.
aðeins 7,1 mm
Skráðu þig á Facebook-síðu Motorola á Íslandi
22
andsvar
Helgin 16.-18. mars 2012
Nú er nóg komið Fjölskyldumál eftir Bryndísi Schram.
N
ú er nóg komið, gott fólk. Nóg af rógi, aðdróttunum, haturskrifum, illsku og lítilmennsku. Ég er kona – eiginkona, móðir, amma, systir og frænka. Ég er meira að segja feministi, að því er ég best veit. Ég hlýt því að eiga rétt á því að bera hönd fyrir höfuð mér og fjölskyldu minni, þegar að henni er veist með ósönnum áburði. Ég vil leyfa mér að leiðrétta nokkrar rangfærslur, sem haldið er fram í ákæruskjali Þóru Tómasdóttur á hendur okkur í Nýju lífi, ( 2.tbl. 2012), í trausti þess, að menn vilji heldur hafa það sem sannara reynist.
Barnaníðingur?
Eftir að hafa lesið grein Þóru Tómasdóttur og viðtal við Guðrúnu Harðardóttur, er það aðallega eitt, sem víkur ekki úr huga mér og svíður sárar en allt annað. Þar er fullyrt, og áréttað með ljósmynd af Guðrúnu tíu ára, að hún hafi orðið fyrir kynferðislegu áreiti á heimili mínu strax á barnsaldri. Þetta er það ljótasta við frásögn Þóru. Og það er ennþá ljótara vegna þess, að þetta er ósatt – eftiráspuni. Guðrún, systurdóttir mín, átti frá barnsaldri nánast sitt annað heimili hjá okkur á Vesturgötunni. Þetta var mannmargt heimili, þar sem Kolfinna, yngsta dóttir okkar bjó líka með börnin sín tvö. Árið 1996 fékk Guðrún að fara með okkur öllum sem barnapía til Spánar. Þá þurfti að bera sólarolíu á börnin, sem við skiptumst á um að gera, við hjónin og Kolfinna (fyrsta áreiti). Þremur árum eftir þetta (1999) vorum við öll gestir á heimili dóttur okkar í Róm. Það var þá, sem eiginmaður minn gantaðist við Guðrúnu um hringinn, sem hún hafði látið setja í tunguna á sér. (Annað áreiti). Hún gleymir því, að það voru fleiri viðstaddir í stofunni. Ertni af þessu tagi verður seint flokkuð undir áreiti. Við fórum í sjóinn og létum karlana henda okkur út í öldurnar (þriðja áreiti). (Af einhverjum ástæðum er þessu sleppt í upptalningunni í Nýju lífi). Fjórða áreitið var þegar sami maður bauð henni upp á „viskí og vindil“, að hennar sögn. Þetta gæti að vísu hljómað óhugnanlega, en það hefði mátt bæta því við, að það er verið að vísa til áramótateitis og allt húsið undirlagt gestum. Því má svo bæta við, að ég var sjálf viðstödd hin meintu „áreiti“ (nema hið síðasttalda), auk þess sem tvær dætur mínar voru líka viðstaddar, önnur hvor eða báðar. Engin okkar sá neina ástæðu til að lesa eitthvað ógeðfellt við framkomu eiginmanns míns gagnvart Guðrúnu. Það hvarflaði ekki heldur að Guðrúnu sjálfri – fyrr en mörgum árum seinna. Við vorum öll vinir og þótti gaman að vera saman. Það er óskiljanleg mannvonska og illgirni að dæma mann opinberlega sem barnaníðing út af söguburði eins og þessum. Það er mikil mannfyrirlitning, sem birtist í skrifum konu, sem kennir sig við feminisma, um þetta mál. Og ekki bara mannfyrirlitning – heldur aðallega kvenfyrirlitning, sem hittir þá fyrir, sem síst skyldi. Hvað með mig í öllu þessu fári? Leyfist ritstjóra Nýs lífs að traðka á minni persónu, um leið og hún upphefur sjálfa sig? Er ég ekki kona eins og hún? Á ég ekki minn rétt eins og hún? Rétt til þess, að fólk komi fram við mig af sanngirni og heiðarleik – ekki með aðdróttunum og uppspuna? Hef ég ekki minn rétt til að leiðrétta rangan áburð, áður en meiðandi aðdróttanir eru birtar? Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.
Valdníðsla?
Og þá er komið að hinu ákæruatriðinu, bréfunum, sem JBH skrifaði Guðrúnu Harðardóttur á árinu 1998 og síðan
2001. Það gerði hann, vel að merkja, að hennar beiðni (hún hafði verið kosin í ritnefnd skólablaðs og vildi verða rithöfundur). Fjórum árum seinna, eða árið 2005, voru þessi bréf kærð til lögreglu (þar sem kærunni var vísað frá), og síðan voru þau lögð fyrir ríkissaksóknara. Ákæruatriðin sem fylgdu, fyrir utan bréfin, voru þau sömu og rakin voru hér að framan. Rannsóknarspurningin var, hvort einkabréf gætu talist refsivert athæfi að lögum, ef innihaldið teldist varða að „særða blygðunarkennd“. Það tók embætti ríkissaksóknara á annað ár að svara spurningunni með því að vísa kærunni frá. Hvernig dettur þeim það í hug, Þóru Tómasdóttur og viðmælanda hennar, að JBH hafi „í skjóli valds“, eins og það er orðað, reynt að tefja framgang málsins? Hvers vegna í ósköpunum hefði hann átt að gera það? Á því finnst engin skýring í viðtalinu, sem ekki er von. Þessu var þveröfugt farið. Við biðum, öll fjölskyldan, í angist og kvíða í eitt og hálft ár eftir því að fá endanlega niðurstöðu frá ríkissaksóknara. Var maðurinn sekur eða saklaus af ákærunni? JBH rak ítrekað eftir afgreiðslu málsins og gekk eftir svörum, eins og staðfest er í gögnum málsins, sem Þóra hafði sjálf undir höndum. Loks þoldi JBH ekki við að hafa þetta hangandi yfir höfði sér lengur og útvegaði sjálfur þau gögn (frá BNA og Venezuela), sem sagt var að þyrfti til að ljúka málinu. Það tók tvo sólarhringa að fá gögnin send. Eftir á að hyggja hefði mátt nálgast hvort tveggja á netinu á örskotsstund. Hvers vegna var málið dregið á langinn von úr viti? Því geta þeir einir svarað, sem stýrðu viðkomandi ráðuneytum 2005-2007. Það eru undarleg öfugmæli að bera sakborningnum á brýn valdníðslu af þessu tilefni. Að sjálfsögðu var honum í mun að fá botn í málið sem fyrst. JBH hafði ekkert húsbóndavald í þeim ráðuneytum, sem málinu var vísað til. Björn Bjarnason ríkti yfir dómsmálaráðuneytinu, en þau Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir gegndu embætti utanríkisráðherra. Sá sem heldur, að þessir valdhafar hafi haft sérstakan áhuga á að halda verndarhendi yfir mannorði JBH, þekkja lítt til veruleika íslenskra stjórnmála. En þeir gætu hafa freistast til að draga niðurstöðuna á langinn, að minnsta kosti fram yfir framboðsfrest fyrir kosningar 2007. Alla vega tókst þeim það fyrirhafnarlítið. Ef ritstjóri Nýs lífs hefði virt andmælarétt sakbornings við undirbúning ákærunnar í Nýju lífi, hefði hún komist hjá því að verða uppvís að svona spuna. Að lokum var það bréfið, sem fylgdi bók Vargas Llosa, sem rannsókn saksóknara beindist að. Það er þetta bréf, sem málið snýst raunverulega um. Í því birtast hin vítaverðu afglöp JBH, burtséð frá því, hvort bréfasending geti varðað við lög eða ekki. Hvað gerir maður, sem hefur gert sig beran að slíkum dómgreindarbresti? Ef hann er ærlegur maður, þá viðurkennir hann brot sitt og þrætir ekki fyrir það. Hann skammast sín og iðrast gerða sinna. Hann biðst fyrirgefningar. Hann býðst til að gera allt, sem í hans valdi stendur, til að bæta fyrir brot sitt, svo að unnt sé að ná sáttum. Allt þetta gerði JBH – en hefur komið að lokuðum dyrum í meira en áratug. Hvað getur hinn brotlegi gert frekar til að bæta fyrir glöp sín? Hvað er nægileg refsing? Ég leyfi mér að vona, að Guðrún Harðardóttir og fjölskylda hennar þurfi ekki á fyrirgefningu annarra að halda á ókomnum dögum – og alla vega, að þau komi þá ekki að lokuðum dyrum. Svo skora ég á hvern þann mann, sem telur það sína stærstu og alvarlegustu yfirsjón í lífinu að hafa skrifað bréf til ungrar stúlku, sem hefði betur verið óskrifað, að gefa orðum mínum gaum. Og líti nú hver í sinn eigin barm, eiginmenn, bræður, feður og synir: Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.
Bryndís Schram: „Ég er búin að fá nóg – þess vegna skrifa ég þessi orð.“ Ljósmynd Hari
Þöggun?
Til eru þeir, sem lýsa ánægju sinni með, að „sannleikurinn“ í þessu máli skuli loksins birtur almenningi, laus undan fargi þöggunar. Hvaða þöggun er verið að tala um, með leyfi? Hvaðan kemur til dæmis bæjarstjóranum á Dalvík – af öllum konum – sú viska, að viðbrögð við þessu máli hafi verið þöggun? Hér ríkti engin afneitun, engin yfirhylming. Bréfunum var komið á framfæri við aðila innan fjölskyldunnar, sem leitað var til með beiðni um milligöngu um sáttaumleitanir. Af einhverjum ástæðum voru bréfin fjölfölduð og þeim dreift meðal ættingja, vina, kunningja – og óvina. Það ríkti sem sé engin þöggun, nema kannski gagnvart sjálfum okkur. Við urðum vör við breytt viðmót sumra og stöku ásakandi augnaráð á stundum. Umtalið á bak varð smám saman óvægnara. Fyrirgefningin fjarlægðist æ meir. Flestir þvoðu hendur sínar. Bæjarstjórinn á Dalvík hefur lýst ánægju sinni með, að þöggun málsins sé aflétt. Hún virðist líta svo á, að þá fyrst sé þöggun aflétt, þegar sagan er flennt út á síðum blaðanna, þótt hún sé þar sögð einhliða í útgáfu ákærenda. Trúir hún því virkilega, að það sé af hinu góða? Er það sú samfélagslega nauðsyn og andlega heilsubót, sem ákærendur í þessu máli lýsa eftir? Trúa menn því, að það sé rétta leiðin til að stuðla að sáttum í viðkvæmum fjölskyldudeilum? Er það þetta, sem við viljum, frú bæjarstjóri?
Hvað býr að baki?
Á einum stað í viðtali Þóru Tómasdóttur við Guðrúnu Harðardóttur í Nýju lífi vitnar Guðrún um það, að dóttir mín hafi „staðið með sér eins og klettur“. Ég viðurkenni, að þegar ég las þessi tilvitnuðu orð, fór um mig ískaldur hrollur. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Nú fannst mér ég allt í einu skilja samhengi hlutanna. Þetta skýrir reyndar margt, sem ella
leynist undir yfirborðinu. Til dæmis, hvers vegna sakleysisleg atvik frá bernskuárum, sem engum datt þá í hug að kenna við kynferðislega áreitni, urðu mörgum árum seinna að meintu glæpsamlegu athæfi? Eða hvers vegna öll sáttaboð hafa verið hunsuð öll þessi ár? Eða hvers vegna fjölskylda Guðrúnar ákvað, seint og um síðir, mörgum árum eftir að réttarkerfið vísaði málinu frá, að leita „réttlætisins“ varðandi svo viðkvæmt fjölskyldumál í fjölmiðlum? Og þá fer maður loks að skilja, hvers vegna allar þessar sögusagnir, sem hafa verið á kreiki manna í milli, hafa alið á óvild innan fjölskyldunnar. Það má ráða af grein Þóru Tómasdóttur í N.l., að hún hafði undir höndum útskrift af yfirheyrslum vegna rannsóknar málsins á vegum ríkissaksóknara. Þar er fjallað í fullum trúnaði um þau vandamál, sem fjölskylda okkar hefur átt við að stríða, enda út frá því gengið, að sá trúnaður verði virtur og fjölskylduharmleikurinn ekki borinn á torg í fjölmiðlum. Þóra Tómasdóttir getur því ekki látið, eins og henni hafið verið ókunnugt um þetta böl, sem árum saman hefur varpað dimmum skugga yfir líf okkar fjölskyldu. En hún kaus að láta það ekki aftra sér frá því að flagga málinu í fjölmiðlum, án þess að segja söguna alla, nema að því leyti sem henni hentaði. Af þessu tilefni get ég ekki orða bundist að segja það, sem mér býr í brjósti, hreint út: Það er ljótt að færa sér í nyt fjölskylduharmleik annarra í því skyni að koma höggi á einhvern, sem manni er í nöp við, af hvaða ástæðum sem það kann að vera. Það er reyndar meira en ljótt. Það er mannvonska. Og eitt ætla ég að láta ykkur vita, sem að þessu standið, og hafið þegar valdið fjölskyldu minni, þar með talið barnabörnum, sárum en þögulum harmi: Ég ætla ekki að láta ykkur líðast að halda þessu áfram. Ég sit ekki lengur þögul
Af þessu tilefni get ég ekki orða bundist að segja það, sem mér býr í brjósti, hreint út: Það er ljótt að færa sér í nyt fjölskylduharmleik annarra í því skyni að koma höggi á einhvern, sem manni er í nöp við, af hvaða ástæðum, sem það kann að vera. Það er reyndar meira en ljótt. Það er mannvonska. undir þeim ósönnu, ógeðfelldu og hatursfullu aðdróttunum, sem verið er að breiða út í skjóli myrkurs. Ég er búin að fá nóg – þess vegna skrifa ég þessi orð. Um Jón Baldvin, sem er skotspónn þessa rógburðar, þótt hann bitni á okkur öllum, ætla ég að segja eins og Bergþóra forðum, að ung var ég gefin Njáli. Ég þekki þennan mann jafnvel betur en sjálfa mig og veit hvern mann hann hefur að geyma. Og allir sem þekkja hann, vita, að hann er óvenju hreinskiptinn, ærlegur og sannur í samskiptum við annað fólk. Í honum er ekki til fals né fólska. Þess vegna er þetta svo sárt. Og þetta vita hinar illu tungur innst inni líka. Og það er kannski sárast. (Þeim sem vilja kynna sér frekar gögn málsins, er bent á vefslóðina: www.jbh.is <http:// www.jbh.is> :AÐ GERA HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM)
FATAMARKAÐUR ellos
, M Ó K S S C O R C M U L L ! M AF Ö U T Ö F A N R A B G O U DÖM
Fullorðins: 5.990
2.995
Barna: 4.990
2.495
OPIÐ 11-18 ALLA HELGINA Í FELLSMÚLA 28
–við hliðina á Góða hirðinum
12 MÁNAÐA VAXTAL • Full-HD 3 D Plasma • 3x HDMI o g 2x USB te ngi • Skerpa 2.0 00.000:1
42” Plasma 3D
179.989
9.989
kr.
kr.
Panasonic TXP42UT30Y
• 42” Full HD 3D Plasma sjónvarp • 3D Converter, breytir 2D í þrívídd • 600Hz Sub Field Drive • 24p Playback Plus • Skerpa 2.000.000
• Spansuðu
• Svartími 0,001 msek. • Háskerpu DVBT2 móttakari • Viera Connect Nettenging • SD Kortalesari • 2xUSB og 3xHDMI tengi
• 3,3L og 650w brauðvél fyrir 500g - 1000g brauð • Aljálfvirk með aðgerðarofum og LCD skjá • 11 stillingar fyrir brauð, heilhveiti, deig, kökur o.fl. • Aukahólf til að bæta inn t.d. hnetum og ávöxtum • 3 skorpu stillingar
• HD LCD sjó nvarp • DVB-T hás kerpumótta kari • 3 HDMI te ngi
32” LCD
79.989
69.989
helluborð
Severin BM3991
kr.
kr.
Beko HII64400
• 60sm spansuðu helluborð • Með snertirofum • 1x 2200w, 1x 1400w og 2x 1800w hellur • Tímastilling og „Booster“ - hraðari hitun • Barnalæsing og glerkantur • Mál (bxhxd): 58x5.8x51sm
4.989
• 32” HD LCD sjónvarp með1366x768p upplausn • SRS TruSurround 40w HD hljóðkerfi • Stafrænn háskerpu HDTV DVB-T móttakari • 3x HDMI, USB, VGA, CI rauf o.fl.
kr.
• 1800w ry
ksuga
7.989
kr.
• 1400w ry
ksuga
Melissa 640258
• 1400w ryksuga • Með 4 filtera kerfi • Tekur snúru sjálfvirkt til baka • Lætur vita þegar poki fyllist
• Þvotthæfn iA • Orkunýtni A+ • 1400 snún inga Beko WMB61421
Melissa 640210
Grundig 32VLC4102
• 1800w ryksuga • 5 filtera kerfi • Stillanlegt málmrör • Tekur snúru sjálfvirkt til baka • Lætur vita þegar poki er að fyllast
• 1400 snúninga og 6kg þvottavél • Með 30-90° hitastillir • Ullarkerfi, skolstopp, aukaskol og hraðkerfi • Þvottahæfni A • Vinduhæfni B • Oorkunýtni A+ • Stærð (bxhxd): 60x85x54sm
69.989
kr.
LAUSAR GREIÐSLUR GÆÐI Á LÁGMAX VERÐI e örgjörvi r o C l a u D l • Inte uending ð ö l h f a r . t s l • Allt að 5 k kur • 320GB dis
• 10.1” spja ldtölva • NVIDIA Te gra 250 Du al core • Nýjasta An droid 4.0
10,1”
69.989 15,6”
kr.
HP 630
• Intel B800 Dual Core örgjörvi • 2GB DDR3 minni • 320GB SATA diskur • DVD-RW og CD skrifari • 15.6" WideScreen WXGA LED skjár • Intel HD graphics skjástýring • Þráðlaust 802.11bgn netkort og Bluetooth 3.0
• Windows 7 Home Premium 64-BIT • 3x USB2, HDMI, kortalesari, VGA, o.fl. • VGA myndavél í skjá • Allt að 5 klst. á rafhlöðu
69.989
kr.
Acer Iconia TAB A200-10G16U
• NVIDIA Tegra 250 Dual Core örgjörvi • 1GB DDR2 vinnsluminni • 16GB Flash minni (allt að 32GB með microSD) • 10,1” TFT WXGA snertiskjár • Nvidia GeForce Tegra 250 skjákort • 2 hátalarar • Android 4.0 Ice Cream Sandwich stýrikerfi • 1x USB2.0, 1x micro o.fl. • Aðeins 0,72 kg • 2.0 MP myndavél • Allt að 7 klst. á rafhlöðu
• Small form factor turn tölva • Intel Sand yBridge G4 40 örgjörvi • 6GB DDR3 minni
• 3D Blu-Ra y heimabíó • iPhone/iP od vagga • 1000w ma gnari
79.989
Panasonic SCBTT270
• 3D Blu-ray Disc 5.1 heimabíókerfi • Með 1000w Digital magnari • 5 hátalarar og bassabox • 2D-3D conversion • iPod/iPhone vagga • 7.1 Virtual Sound Effect
kr.
• High Definition 1080p @ 24fps • DTS-HD og Dolby TrueHD • VIERA CAST nettenging • VIERA Link/Deep • FM útvarp með minnum • SD/SDHC kortalesari • HDMI, Optical tengi o.fl.
• 3D Blu-Ra
y spilari
BLU-RAY MEÐ 3D Á FÁRÁNLEGU VERÐI
19.989
kr.
Opið mán. - fös. kl. 11-19 Laugardaga kl. 11-18 Sunnudaga kl. 12-18
Philips BDP3280
• 3D Blu-ray spilari • Spilar DivX DVD í háskerpu • USB 2.0
MAX Kauptúni 1 - Garðabæ Sími 412 2200 - www.max.is
89.989
kr.
Acer Aspire X1930
• Small form factor turnvél • Intel Sandy Bridge G440 örgjörvi • 6GB DDR3 minni • 500GB SATA diskur • DVD Super multi drif • Intel HD skjákort • 64bita Windows 7 Home Premium með Aero 3D • 7.1 Dolby Digital 8 rása hljóðkerfi • Acer lyklaborð og mús fylgja
26
frægð
Helgin 16.-18. mars 2012
Whitney Houston og lífsbaráttan og spurði: Vissir þú hversu óörugg hún var við tökur kvikmyndarinnar Bodyguard? Bobbi Kristina svaraði játandi. En hvað sagði Costner? Jú, hann sagði: „Þrátt fyrir velgengni sína velti hún því alltaf fyrir sér hvort hún væri nógu góð og nógu falleg. Mun þeim falla vel við mig? Það var byrðin sem gerðu hana frábæra og sá þáttur sem hún hnaut um að lokum.“ Tvö Emmy-verðlaun, sex Grammy-verðlaun, 30 Billboard-tónlistarverðlaun og 22 stykki af Amerísku tónlistaraverðlaununum nægðu ekki til þess að sannfæra söngdívuna um ágæti sitt.
Whitney Houston barðist við marga djöfla; áfengi, kókaín, marijúana og Bobby Brown. Erfiðasta baráttan var hugsanlega sú sem hún háði innra með sér. Hún barðist við spurningarnar: Er ég nógu góð? Er ég nógu falleg? Mun þeim líka vel við mig? Vinur hennar Kevin Costner segir lágt sjálfsmatið það sem gerði hana frábæra en einnig það sem felldi hana að lokum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir skoðar sjálfsmynd Whitneyjar og ástæður slíks með Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, lektor í sálfræði.
Dó drukkin og dópuð
Lágt sjálfsmat. Átti það sinn þátt í andláti söngstjörnunnar? Var það ástæða þess að hún gat ekki horft framan í heiminn allsgáð heldur leitaði í læknadóp, fíkniefni um tíma og drykkju? Hún dó lyfjuð í baðkari á hóteli eftir drykkju og djamm í Los Angeles. Krufning hefur leitt í ljós að ólíklegt sé að hún hafi drukknað, til þess hafi of lítið af vatn verið í lungum hennar, samkvæmt vefnum Mail Online. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur ekki fylgst náið með Whitney í gegnum tíðina en segir rannsóknir hafa sýnt að lágt sjálfsmat sé að vissu leyti erfðafræðilega ákvarðað en einnig félagslega mótað. „Uppeldisárin hafa mikið að segja um mótun sjálfsmats. Aðbúnaður, líðan barna, tengsl þeirra og velgengni í umhverfi sínu eru grundvallarþættir félagsmótunarinnar,“ segir hún. „Stúlkur eru mun líklegri til að hafa lágt sjálfsmat en strákar. En það kemur ekki fram fyrr en á unglingsárum og munur kynjanna helst fram eftir aldri.“ Bryndís segir að það sýni sig að fólki sem vegnar vel, eins og Whitney, geti þrátt fyrir það haft lágt sjálfsmat. „Fólk
H
ún spurði mig alltaf hvernig hún hefði staðið sig á sviði eða eftir frumsýningu kvikmynda. Hún spurði; stóð mamma sig vel? Leit ég ágætlega út? Já, þú ert flott, fullkomin,“ segir Bobbi Kristina, dóttir Whitney Houston, að hún hafi svarað móður sinni. Þetta ræddi hún í viðtali við spjallþáttadrottninguna Opruh, um síðustu helgi, mánuði eftir fráfall móður sinnar. Beðið hafði verið eftir viðtalinu vestanhafs enda það fyrsta sem Bobbi veitir eftir andlát móður sinnar. Þar vísaði Oprah til orða Kevins Costner við jarðaförina í New Jersey
Whitney Houston og dóttir hennar og lifandi eftirmynd föður síns Bobby Brown; Bobbi Kristina Houston Brown. Myndin er tekin fyrir ári. Mynd/gettyimages
Ævi Marilyn Monroe var eins og ein rússíbanaferð. Hún er oft nefnd sem stjarna sem hafði litla trú á sér, þrátt fyrir að vera ein af kynþokkafyllstu konum heims. Hún lést ung rétt eins og Whitney.
getur haft litla trú á sjálfu sér á einu sviði en mikla á öðru.“
Var Bobby orsök eða afleiðing?
En var lágt sjálfsmat Akkilesarhæll Whitneyjar frá upphafi og ástæða þess að hún valdi hinn ómaklega Bobby Brown sér við hlið? Eða var það hann sem braut sjálfstraust hennar? Brown skyrpti framan í hana og virti lítils í fimmtán ára löngu hjónabandi þeirra. Ofbeldið er þó sagt að mestu hafa verið andlegt en einnig eru sögusagnir um líkamlegt ofbeldi. „Áföll og ofbeldi getur haft gríðarlega mikil áhrif á sjálfsmynd fólk. Það hefur líka sýnt sig að fólk sem er með hátt sjálfsmat áður en það verður fyrir áfalli er ólíklegra til þess að sýna neikvæðar afleiðingar þess en það fólk sem er með lágt sjálfsmat. Hægt er að brjóta niður sjálfsmat fólks á hvaða aldri sem er og sama hver bakgrunnur þess er. En þar er mikill munur á einstaklingum,“ segir hún. Þau Whitney og Bobby dópuðu og drukku í kór á tíunda áratugnum, eins og frægt er. Var það vegna skorts á sjálfstrausti? „Lágt sjálfsmat getur leitt til vanlíðunar og jafnvel sjálfsvígshugleiðinga. Þeir sem finna fyrir mikilli vanlíðan eru líklegri til að sækja í vímuefni,“ segir Bryndís. Eitt er víst að hægt er að finna fréttir á vefnum þar sem því er velt upp hvort hún hafi ákveðið að taka eigið líf. Niðurstaða krufningarinnar er jú læknadóp og drykkja.
Örlög Bobbi Kristinu í beinni
En hver eru eftirköstin af því að eiga svona foreldra eins og Bobby og Whitney? Og búa við allar þessar öfgar og standa núna átján, að verða nítján ára, uppi móðurlaus eins og Bobbi Kristina. „Það að búa við langvarandi ofbeldi á heimili er mjög mikill áhættuþáttur. Þótt það sé unglingum og ungu fólki afar þungbært að missa foreldra hafa rannsóknir sýnt að það að búa við langvarandi ofbeldi hefur jafnvel enn verri afleiðingar. Ofbeldi af hendi náins ættingja er með því versta sem fólk lendir í.“ Bobbi Kristina sagði frá því í viðtalinu við Opruh að hún hyggðist halda arfleið móður sinnar á lífi. Jafnvel syngja opinberlega. Umheimurinn mun því vart fara á mis við örlög hennar og hvort áhyggjur fjölskyldunnar sem sögð er óttast um líf hennar séu á rökum reistar; og hvort sem verður undir nafninu Bobbi Kristina Brown eða Kristina Houston, eins og hún er nú sögð íhuga að kalla sig. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Demi Moore óttast mest að vera ekki verðug ástar Kvikmyndaleikkonan Demi Moore sýndi hugrekki þegar hún sagði frá litlu sjálfsmati sínu á stundum í febrúarhefti tímaritsins Harper’s Bazaar. Það er mat þeirra Seth Meyers, sálfræðings í geðheilbrigðisstofnun í Los Angeles, og Katie Gilbert rithöfundar sem settu saman grein um stjörnur og lágt sjálfsmat og birtu á vefnum Psychology Today í janúar. Demi segir þar að hún óttist að hún finni út á endanum að hún sé í raun ekki indæl í augum fólk, og
hafi ekki verið verðug þess að vera elskuð. „Að eitthvað sé í grundvallaratriðum rangt við mig [...] og að enginn vildi hafa neitt með mig að gera á þeim stað þar sem ég er.“ Þau Meyers og Gilbert segja að þótt það komi hugsanlega mörgum á óvart hversu óörugg og örvæntingafull hún sé miðað við alla þá velgengni sem hún hafi notið séu slíkar hugsanir alls ekki óalgengar. Þau segja ótta og óöryggi stórstjarna einmitt oft öfgafyllri en almennings enda sé líf þeirra það
einnig. Þau séu fram úr hófi falleg, ótrúlega rík og lifi rússibana-lífi fyrir framan myndavélar. Og þar sem líf þeirra sé í sviðsljósinu nærist stjörnurnar á skoðunum annarra. Finna má umfjöllun um margar stjörnur og lágt sjálfsálit þeirra á vefnum; jafnvel óskemmtilega lista þar sem þeim er raðað upp eftir því hver hafi mestu sjálfseyðingarhvötina eða minnsta sjálfsálitið. Þær stjörnur sem helst eru nefndar eru Johnny Depp og Angelina Jolie. Þá má lesa greinar um stjörnur sem
hafa talað um lágt sjálfsálit sitt, svo sem Halle Berry. Þá má velta því fyrir sér hvort stjörnur eins og Pete Doherty og Courtney Love, ekkja rokkarans Kurt Cobains séu í hópi þeirra sem geti illa höndlað sjálft sig. Sjálfur réði Cobain illa við frægðina, vildi hana ekki þótt hann vildi velgengnina, eins og haft var eftir honum á einum miðlinum. Hann sagðist hafa lágt sjálfsmat, var þunglyndur og háður heróíni. Og hann dó; tók líf sitt með haglabyssu fyrir átján árum.
Öflug höfuð- og vasaljós • Hágæða vatnsþétt LED ljós • Hönnuð fyrir fagmenn
Verslaðu á vefnum
Frí sending að 20 kg
1 árs skilaréttur
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa
0 9 1.9kr. svooogott
™
FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI
WWW.KFC.IS
28
heilbrigðismál
Br jóstastækk anir Úreltur bæklingur en ábyrgðin samt á herðum kvenna
Helgin 16.-18. mars 2012
Úreltur bæklingur fyrir sílikonpúða Vilhjálmur Ari Arason læknir segir upplýsingabækling Landlæknisembættisins um brjóstastækkanir gjörsamlega úreltan. Aukaverkanir brjóstastækkana séu allt að tuttugufaldar á við þær sem þar segir. Konur þurfi að vita að lyf með aukaverkunum sílikon-púða væru aldrei leyfð. Hann kallar eftir verklagsreglum vegna sílikon-ígræðslna.
T
ENNEMM / SÍA / NM50491
íu ára gamall upplýsingabæklingur landlæknisembættisins um brjóstastækkanir er gjörsamlega úreltur, segir Vilhjálmur Ari Arason læknir. Hann segir skorta á upplýsta umræðu og fræðslu svo konur hafi réttar upplýsingar í höndum þegar þær taka ákvörðun um að fá sér sílikon. „Við erum að tala um tíu til tuttugufalda auknatíðni aukaverkana sem að ekki er gert ráð fyrir í bæklingnum. Bara það að púðinn spryngi, eftirlitinu sé áfátt og sílikonið geti valdið bólgum og skemmdum kalla ég tiltölulega alvarlegar aukaverkanir.“ Setja verði verklagsreglur um hvernig haga beri eftirliti; bæði fyrir heilsugæslulækna og lýtalækna. Eftir því kalli einnig Leitarstöðin, sem getur ekki sinnt öllum þeim konum sem óska eftir ómskoðunum. Á meðan ekki sé vitað meira um öryggi sílikonfyllinga sé ekki forsvaranlegt að ungar stúlkur fari í brjóstastækkanir í þeim mæli sem nú virðist vera. Vilhjálmur segir sílikon-ígræðslur mikið inngrip og algjörlega á skjön við sannfæringu margra lækna. „Ég hef skoðað rör í eyrum barna. Það finnst mér stórt inngrip. Pínulítið rör sem er innan við gramm. Svo er sett kíló af massa, aðskotahlut, inn í líkama konu og hann getur farið á flakk.“
sílikoni sem ekki finnst og hvert það fer. Eitthvert fer það. Það gufar ekki upp. Þetta er ekki aðeins spurning um gelið í púðunum, heldur einnig skelina sem rýrnar og grætur áður en hún springur.“
Litlar kröfur til sílikonsins
Ellefu hafa látið fjarlægja PIP-púða Ellefu konur hafa farið í aðgerð á Landspítalanum og látið fjarlægja fölsuðu PIP sílikonpúða úr barmi sínum, sé miðað við síðasta föstudag. Þetta er samkvæmt nýjustu upplýsingum Landlæknisembættisins sem hefur óskað eftir mánaðarlegum tölum frá spítalanum og kemur fram í svörum sem Fréttatíminn
Brotalamirnar miklar Vilhjálmur hefur fylgst náið með fölsuðu, frönsku PIP-púðamálinu. Hann bendir á að það hafi varpað ljósi á hversu brotalamir sílikon-ígræðslna almennt séu umfangsmiklar. „Málið hefur opinberað mun stærri vanda. Lekatíðni sílikonpúða er miklu hærri en menn hafði grunað. Talað hefur verið um eitt til sjö prósent
fékk í tölvupósti frá sérfræðingi þess, Önnu Björg Aradóttur. Hún segir 75 til 80 konur hafa komið á göngudeild spítalans í viðtal fyrir aðgerð og að búið sé að bóka göngudeildartíma fram í apríl. Hún segir 32 aðgerðir áætlaðar í þessum mánuði. - gag
líkur á leka á líftíma púðanna. Nú hefur komið í ljós að það er kannski á einu ári. Flestir púðar, eða um 20 til 50 prósent, eru farnir að leka á innan við tíu árum,“ segir hann. „Heimilislæknar vita lítið um nákvæm einkenni þess að vera með sprungna sílikonpúða. Þeir vita um bólgur og bólgna eitla en þeir vita ekki nákvæmlega hvar á að leita að
„Við höfum séð skemmdir á líffærum og milli rifja. Þetta hlýtur að valda konunum miklum óþægindum. Dr. Blais, kanadíski læknirinn, hefur lýst þessu á þann veg – meðal annars hjá íslenskum konum – að afleiðingarnar séu svipaðar og hjá manneskju sem hefur orðið fyrir skotárás eða sprengjuárás. Hann kallar eftir endurhæfingarlæknum hersins til þess að fá ráð um hvernig eigi að meðhöndla þær konur sem hafa svona miklar skemmdir á vöðva og brjóstkassa.“ Spurður hvort þessi lýsing sé ekki full öfgakennd segir Vilhjálmur: „Þetta eru staðreyndir og sjást í skýrslum og á
myndum. Ekki ljúga myndirnar.“ Vilhjálmur bætir því við að konur verði að fá að vita að lyf með þeim aukaverkunum sem fylgi sílikonpúðum fengjust aldrei markaðssett. „Ekki heldur aðrir íhlutir sem settir eru í manneskjur. Það eru miklu strangara eftirlit og reglur um endingu þeirra. En með brjóstapúða er það ekki gert vegna pressu um að slaka á kröfum svo lina megi sálrænar áhyggjur kvenna. Farið hefur verið eins langt fram á brúnina og hægt er. Ég tel að reynslan sýni að öryggið var ekki einu sinni eins og reiknað var með að það væri. Eigin áhættan var talin töluverð og reynist meiri en hún var talin vera.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir á læknastofu sinni á heilsugæslustöðinni í Firðinum, Hafnarfirði. Mynd/Hari
Hagsýnir heimilisbílar Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín
9,4 l Eyðsla
1
Bifreiðagjöld
4,5 l
Sparnaður á ári
456.840 kr.
-
228.600 kr.
=
228.240 kr.
34.240 kr.
-
9.460 kr.
=
24.780 kr.
=
2.100 kg
224 g/km
4.480 kg
CO2 útblástur
Árgerð 20122 beinskiptur · dísil
-
119 g/km
2.380 kg
Að endurnýja bílinn í dag getur borgað sig. Kannaðu kosti grænna bílalána og reiknaðu dæmið til enda á ergo.is Blönduð eyðsla á hverja 100 km Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 254 kr. og akstur á ári 20.000 km.
1
2
Suðurlandsbraut 14
>
sími 440 4400
>
www.ergo.is
>
ergo@ergo.is
u ð a k Bó a til að m m e SN yggja þér tr láSS. p
Stórlækkað verðmeð NorræNu í Sumar
g N i l g i S i t m m SDkagea Ferð með NorræNu í apríl
6 til baka g o r u rk e m n a D il »t gi og komið til firði á miðvikude is Brottför frá Seyð smorgni. baka á þriðjudag nna inn klefa. gist í tveggja ma 00 n máltíða kr. 61.8 á o tv r ri fy rð e v » verði kr. 81.000 n u rg o m ð e m o » verð fyrir tv farir í apríl. gildir í allar brott
BETRI STOFAN
DaNmörk
Háannatímabil Ísland - Danmörk - Ísland Tveir fullorðnir og tvö börn (3-11 ára) með fólksbíl, gist í 4 manna klefa án glugga. Fullt verð kr. 454.600 afsláttur kr. 161.600 tilboð kr. 293.000
DaNmörk
Háannatímabil Ísland – Danmörk – Ísland Tveir fullorðnir með fólksbíl, gist í 4 manna klefa án glugga. Fullt verð kr. 381.400 afsláttur kr. 148.000 tilboð kr. 233.400
smyril-line.is
Færeyjar
Háannatímabil Ísland – Færeyjar – Ísl. Tveir fullorðnir og tvö börn (3-11 ára) með fólksbíl, gist í 4 manna klefa án glugga. Fullt verð kr. 285.200 afsláttur kr. 92.900 tilboð kr. 192.300
Færeyjar
Háannatímabil Ísland – Færeyjar – Ísl. Tveir fullorðnir með fólksbíl, gist í 4 manna klefa án glugga. Fullt verð kr. 208.600 afsláttur kr. 66.300 tilboð kr. 142.300
Ferðaskrifstofa
Fjarðargötu 8 ·710 Seyðisfirði · Sími: 472 1111
Leyfishafi Ferðamálastofu
Stangarhyl 1 · 110 reykjavik · Sími: 570 8600
Dorma býðu
Glæsileg fermingartilboð á 120 og 140 cm nature‘s Rest
Dorma-verð
Hlífðardýna fylgir fermingartilboðum
t Það er got ! að dorma
Nature’s Rest Stærð cm. 90x200 100x200 120x200 140x200 160x200 180x200
Fermingartilboð
kr. 78.900,StÆRð 120x200
FRÁBÆR KAUP •
5cm Shape þrýstijöfnunarefni í yfirdýnu
Bómullaráklæði með flauelsáferð
Svæðaskipt pokagormakerfi
Aldrei að snúa
Dýna Með botni 39.000,- 65.900,42.000,- 69.900,48.000,- 78.900,53.000,- 84.900,67.900,- 99.900,73.900,- 109.900,Sterkur botn
Gegnheilar viðarlappir
Dorma-verð Nature’s Luxury
Verð aðeins
kr. 119.800,-
Stærð cm. Dýna Með botni 120x200 89.900,- 119.800,140x200 103.900,- 143.800,160x200 116.900,- 162.800,180x200 131.900,- 179.800,-
StÆRð 120x200
FRÁBÆRt RúM •
Dún...dur tvennutilboð! Frábær fermingargjöf, hlý og mjúk dúnsæng ásamt dúnkodda. Gaflar verð frá
kr. 29.900,MARGIR LItIR •
Komdu og skoðaðu úrvalið ! Allar stærðir
+ náttborð
kr. 15.900,ÞRÍR LItIR •
tvennutilboð
kr. 16.900,Fermingargjöf HLÝ OG MJúK •
Hægindastóll
kr. 39.900,KOMDU núnA •
Brúnt svart eða hvítt Hvítur
OPIð: Virka daga frá kl. 10-18 • Lau frá kl. 11-17 • Sun frá kl. 13-16
M til í
ur betra verð! Svæðaskipt pokagormakerfi Gegnheilar viðarlappir
Dorma-verð Nature’s Comfort Pillowtop Stærð cm. Dýna Með botni 100x200 59.900,85.900,120x200 69.900,99.800,140x200 79.900,- 119.800,160x200 89.900,- 135.800,180x200 99.900,- 147.800,-
kr. 119.900,-
100% bómullaráklæði
Steyptar kantstyrkingar
StÆRð 160x200
Nature’s Shape
Stærð cm. Dýna Með botni 80x200 58.900,- 83.900,90x200 65.900,- 90.900,120x200 85.900,- 115.800,140x200 99.900,- 139.800,160x200 114.900,- 159.900,by Nature bedding 180x200 129.900,- 177.800,-
Shape
kr. 4.900,-
Aldrei að snúa
Verð aðeins
Dorma-verð
Shape Comfort
Sterkur botn
DORMA VERð •
nature‘s Shape þrýstijöfnunardýnur og -koddar Heilsudýna sem Lagar sig fullkomlega að líkama þínum 24 cm þykk heilsudýna Engin hreyfing á milli maka 5 ára ábyrgð !
Shape
Shape Classic
NÝTT! Shape Original
kr. 5.900,-
kr. 8.900,-
Alhliða heilsukoddi
Ótrúlega þægilegur
Veitir réttan stuðning
MJúKUR •
ÞÉttUR •
StUðnInGS LAG •
by Nature bedding
Shape heilsukoddarnir gefa þann stuðning og þægindi sem tryggja þér góða næturhvíld. Shape heilsukoddarnir eru gerðir úr byltingarkenndu Visco-Elastic þrýstijöfnunarefni. Shape heilsukoddarnir tryggja að höfuð þitt er í náttúrulegri svefnstöðu og létta því á öxlum. Byltingarkennda Shape Visco-Elastic þrýstijöfnunarefnið tryggir góða öndun í heilsukoddanum. AloeVera áklæði fyrir einstaka mýkt og öndun.
Milano ekta hægindastóll á frábæru Dormaverði !
DORMA HOLTAGÖRÐUM!
4 litum:
Latte
Svartur
Brúnn
Holtagörðum • Sími 512 6800 • dorma.is
32
úttekt
Helgin 16.-18. mars 2012
Skáldskapur og veruleiki í Borgen Þættirnir um baráttu Birgitte Nyborg í stjórnmálum og heima fyrir, sem RÚV sýnir á sunnudögum, eru að hluta til eins og byrjendanámskeið í dönskum stjórnmálum. Flokkakerfið danska er haft til fyrirmyndar í þáttunum en þóttu fá verulega aukna vigt þegar raunveruleikinn tók að líkjast skáldskapnum. Sigurður Ólafsson skoðar hér hvernig þessir tveir heima skarast.
U
m fátt var meira rætt á dönskum kaffistofum haustið 2010 en fyrsta k ven k y ns forsæt is ráðherra landsins, hnarreista og ákveðna konu sem stóð í stafni nýrrar mið-vinstri ríkisstjórnar og tók við af áralangri hægri stjórn karla í gráum jakkafötum. Hún náði, eftir nokkurn barning, að sameina að baki sér fremur ósamlyndan hóp sem spannaði litrófið frá borgaralegum miðjumönnum til róttæks fólks allra yst á vinstri vængnum. Hveitibrauðsdagarnir voru fáir ef þá nokkrir, rýtingsstungur í bakið urðu daglegt brauð og blákaldur pólitískur veruleikinn leiddi fljótt til þess að nýi forsætisráðherrann og stjórn hennar urðu að leggja alla fallega hugmyndafræði og framtíðarsýn til hliðar. Við tóku hnífskarpar ákvarðanir sem gengu þvert gegn þeim ófrávíkjanlegu loforðum af veggspjöldum sem jafnvel héngu enn uppi hér og þar um stræti og torg úr nýliðinni kosningabaráttu.
Forspárgildi þáttanna
Einhverjir lesendur halda sjálfsagt að þeir hafi hingað til verið að lesa fréttaskýringu um dönsk samtímastjórnmál. Það hafa þeir líka í raun verið að gera. Það eina sem ekki passar fullkomlega við raunveruleikann er ártalið. Það á að vera 2011 en ekki 2010. Forsætisráðherrann heitir reyndar ekki heldur Helle ThorningSchmidt, hún heitir Birgitte Nyborg. Og svo er sú fyrrnefnda af holdi og blóði og tók við forsætisráðuneytinu haustið 2011 en hin síðarnefnda er aðalpersónan í sjónvarpsþáttaröðinni Borgen sem fór í loftið hjá Danska ríkissjónvarpinu haustið 2010 og áhorfendur RÚV fylgjast nú spenntir með þessi sunnudagskvöldin. Af innganginum að dæma og samlíkingu hans við raunveruleikann má ráða að Borgen geti verið
Raunverulegi forsætisráðherrann, Helle Thorning-Schmidt, umkringd blaðamönnum.
Forsætisráðherrann í sjónvarpsþáttunum, Birgitte Nyborg, umkringd blaðamönnum og fjölskyldu.
ágætis byrjendanámskeið í dönskum stjórnmálum fyrir áhugasama. Þannig er það auðvitað ekki nema að hluta til en þó eru hliðstæðurnar ansi margar. Það sem þó kannski er mest sláandi er hversu mikið forspárgildi þættirnir hafa haft á það sem síðar hefur gerst í raunveruleikanum í dönskum stjórnmálum, eins og rakið var hér í innganginum. Höfundar þáttanna nýta sér óspart ýmis atvik úr dönskum stjórnmálum liðinna ára. Íslenskir áhorfendur eru bara hálfnaðir með fyrstu seríu þannig að ástæðulaust er skemma spennuna og rekja fjölmörg dæmi um það úr seríunum tveimur sem þegar hafa verið sýndar í dönsku sjónvarpi (önnur sería var á dagskrá á liðnu hausti). En þó má fara yfir á ákveðin minni og helstu hliðstæður þáttanna við dönsk stjórnmál. Fyrst ber að nefna flokkaflóruna í þáttunum. Flokkarnir sem eitthvað kveður að í dönskum stjórnmálum eru átta talsins og eiga sér allir (utan nýjasta flokksins, Liberal Alliance) birtingarmynd í Borgen. Gróf uppbygging flokkakerfisins er því nákvæmlega sú sama. Hér er listi yfir dönsku flokkanna og eftirmyndir þeirra í þáttunum.
stærra hlutverk í danskri samtímapólitík en til dæmis þeirri íslensku. Þá verða þau líka að teljast nokkuð mörg dæmin um þekktustu spunameistara og blaðamenn Danmerkur sem hafa bæði starfssviðin á sinni ferilskrá og flakka ansi títt og frjálslega á milli þessara hlutverka. Fleiri einkenni úr þáttunum mætti auðvitað nefna og svo væri vitanlega hægt að fara í mannlega þáttinn sem auðvitað gefur þáttaröðinni líf og sál. Það persónulega drama er hins vegar sammannlegt frekar en það einskorðist við það sem er innan dönsku landamæranna. Borgen dugar því ekki fyllilega sem óbrigðul heimild um dönsk samtímastjórnmál. En hún er heldur enginn vísindaskáldskapur og sjónvarpsáhorfendur geta því vel farið að slá dálítið um sig um danska pólitík eftir nokkurra þátta áhorf.
Þáttur spunameistaranna
Auk líkindanna við flokkaflóruna sjálfa eru önnur lykilstef danskra stjórnmála líka áberandi í þáttunum. Kynjavíddin er til dæmis í brennidepli, einkum hið sígilda minni um framakonuna sem þarf að fórna annað hvort einkalífi eða framanum, ólíkt körlum í sömu aðstöðu. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur eru þannig sjálfsagt þegar farnir
NÝJUNG
Heimilis
RIFINN OSTUR Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið.
100% ÍSLENSKUR OSTUR
Johanne Schmidt-Nielsen, talsmaður Enhedslisten.
Anne Sophie Lindenkrone, leiðtogi Solidarisk Samling, í sjónvarpsþáttunum.
að greina þá spennu sem farin er að hlaðast upp á heimili forsætisráðherrans. Annað sem sótt er í raunveruleikann er síaukinn ágangur fjölmiðla á einkalíf stjórnmálamanna og einnig er það tekið fyrir hvernig enginn treystir á vinabönd í pólitík, allra síst innan flokka. Það sem hefur þó verið einna mest áberandi er hlutur spunameistara í þáttunum en ef mið er tekið af Borgen er ekki á hreinu hvorir ráða meiru um stjórn landsins, stjórnmálamennirnir eða spunameistarar þeirra. Eins er fjallað um
hversu óskörp skil geta verið á milli spunameistara og fjölmiðla, bæði í samskiptum stéttanna og í starfsmannaflakki þar sem margir blaðamannanna hafa á einhverjum tíma verið spunameistarar eða öfugt. Þegar þættirnir hafa verið bornir undir stjórnmálastéttina er þetta það sem flestir finna raunar að og virðast sammála um að þáttur spunameistaranna sé gerður allt of mikill í þáttunum. Það breytir því þó ekki að framsetning þáttaraðarinnar á mikilvægi spunameistara er ekki tekin algjörlega utan úr blámanum því að spunameistarar leika miklu
Sigurður Ólafsson er alþjóðastjórnmálafræðingur, búsettur í Danmörku
Dansk ir stjónm á l aflok k ar
Enhedslisten Er sá flokkur sem er lengst út á vinstri kanti danskra stjórnmála. Hliðstæða hans í þáttunum er flokkur sem heitir Solidarisk Samling og er leiddur af ungum eldhuga, Anne Sophie Lindenkrone, sem svipar ekki lítið til annars ungs eldhuga, Johanne Schmidt-Nielsen, talsmanns Enhedslisten.
Sósíalistaflokkurinn Sosialistisk Folkeparti (SF) Er systurflokkur Vinstri-grænna á Íslandi og leiðtogi hans er Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur. Hann hefur fengið yfir sig nokkuð grænna yfirbragð í þáttunum heldur en fyrirmynd hans og heitir þar af leiðandi Miljøpartiet. Villy Søvndal, formaður SF, á ekki ýkja margt sameiginlegt með Amir Diwan, formanni Miljøpartiet í þáttunum, en sá er frekar vísun í ýmsa áberandi stjórnmálamenn af innflytjendaættum sem rutt hafa sér rúms í dönskum stjórnmálum á allra síðustu árum. Má þar nefna Manu Sareen, jafnréttis- og kirkjumálaráðherra, og Naser Khader, fyrrum þingmann og stofnanda Ny Alliance (sem síðar varð að Liberal Alliance sem nú á fulltrúa á danska þinginu).
Sósíaldemókrataflokkurinn Fær nafn sitt í þáttunum lánað frá, meðal annars, breskum og norskum systurflokk sínum og heitir Arbejderpartiet. Formaður hans er í upphafi ansi nöðrulegur og samviskulaus náungi sem heitir Michael Laugesen. Hann kann sinn Machiavelli upp á tíu og er alveg laus við aðrar hugsjónir en þær að deila og
drottna. Ekki verður sagt að hann eigi mikið sameiginlegt með Helle ThorningSchmidt, forsætisráðherra og formanni danska Sósíaldemókrataflokksins, ekki svo vitað sé, alla vega. Sá formaður sem tekur við af Laugesen strax frá og með öðrum þætti, Bjørn Marrot, er hins vegar holdgervingur hins veika formanns, tímabundnu lausnarinnar meðan leitað er betri kosta. Nýjasta dæmið um slíkan formann stórs sósíaldemókrataflokks er að finna handan Eyrarsundsins hjá sænsku sósíaldemókrötunum í Håkan Juholt, hinum nýhætta formanni þar á bæ.
Radikale Venstre Miðjuflokkur aðalpersónunnar Birgitte Nyborg, De Moderate, á sér hliðstæðu í sósíallíberalíska miðjuflokknum Radikale Venstre. Formaður Radikale Venstre er efnahags- og viðskiptaráðherrann Margarethe Vestager. Líkindin milli hennar og Birgitte Nyborg eru ansi mikil, þó að segjast verði að hinn skáldaði forsætisráðherra líkist raunar enn meira hinum raunverulega forsætisráðherra Danmerkur.
Venstre Stóri miðsækni hægri flokkurinn í Danmörku. Lifandi eftirmynd hans í þáttunum er flokkurinn De Liberale. Lars Hesselboe, formaður De Liberale, er fremur erkitýpa hins dæmigerða formanns stórs hægri flokks en að hægt sé að segja að hann líkist beinlínis til dæmis Lars Løkke Rasmussen, núverandi formanni Venstre og fyrrum forsætisráðherra, eða forvera hans Anders Fogh Rasmussen.
Konservative Íhaldsflokkurinn Ny Højre samsvarar systurflokki sínum í raunveruleikanum, Konservative. Í þáttunum heitir íhaldsleiðtoginn Yvonne Kjær. Hún á sér ekki neina beina hliðstæðu í danskri pólitík en má kannski kenna við ákveðna staðalmynd af hægri sinnaðri konu í pólitík. Formaður hins raunverulega íhaldsflokks er hins vegar Lars Barfoed en hann á það sameiginlegt með formanni skáldaða systurflokksins að vera nokkuð stöðluð týpa sem formaður íhaldssams stjórnmálaflokks.
Dansk Folkeparti Hægrisinnaði þjóðernisflokkurinn í þáttunum heitir Frihedspartiet. Formaður hans er hinn litríki Svend Åge Saltum sem hefur keimlíkar skoðanir og fulltrúar Dansk Folkeparti í raunveruleikanum. Skáldaði formaðurinn á þó kannski meira sameiginlegt með Mogens Glistrup, hinum fræga formanni Fremskridtspartiet, forvera Dansk Folkeparti, en sá flokkur og foringi hans voru mun óheflaðri í sinni pólitísku framsetningu en Dansk Folkeparti og Pia Kjærsgaard hafa nokkurn tíma verið. Þykir þó ýmsum nóg um. Einn framamaður Dansk Folkeparti hefur þó tekið að sér líkindin við hinn skáldaða formann Frihedspartiet. Það var þingmaðurinn Søren Espersen sem gagnrýndi raunar við sama tækifæri þá tilhneigingu sem honum fannst vera hjá höfundum sjónvarpsefnis hjá DR að láta alltaf miðvinstri fólkið vera „góða fólkið“ á meðan pólitísk skoðanasystkini hans væru alltaf óupplýsta og fremur illgjarna liðið.
Nýtt
Danskir dagar
viSaTímaBiL
te Direkra f Danmark
Pylsubrauð
hatting frosin pylsubrauð á danska vísu
r a k s n a d a Ekt lsubrauð
French dog dressing
Danskar pylsur
dressing fyrir pylsubrauð og pylsur
ekta danskar pylsur
og hotdog pylsur
Burger dressing með borgaranum
py
Pommes frites sauce með frönskunum
Kjötbollur
Hamborgarhryggur
með mildri karrísósu og hrísgrjónum
með aspassósu, grænmeti og kartöflum
Steiktur svínakambur
Hakkabuff
með rauðkáli, kartöflum og sósu
Danskt buff
með kartöflumús
te Direkra f Danmark
með lauk, sósu og kartöflum
te Direkra f Danmark
Danskir frystiréttir frá Steff Houlberg
eder Nyh på
danske dage
goTT verð
399
kr/stk
Smørrebrød
Dönsk epli
í Kringlunni, Skeifunni, Garðabæ og Smáralind
te Direkra f Danmark
te Direkra f Danmark
Toms súkkulaði álegg algjört sælgæti
eder Nyh på
Sambökuð rúnstykki Nýtt
eder Nyh på
danske dage
danske dage
goTT verð
99
kr/stk
Danskir gosdrykkir Squash og Cola
Wonderful Copenhagen kex algjört sælgæti
Gildir til 18. mars á meðan birgðir endast.
Kims snakk
nýtt og spennandi
Lakrids, handgerður 3 spennandi tegundir
34
fréttaskýring
Helgin 16.-18. mars 2012
Börn foreldra sem kljást við krabbamein Hvernig taka börn því þegar þeim er sagt að mamma eða pabbi séu með krabbamein? Hvernig upplifa þau veikindin? Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ræddi við sex börn um baráttu foreldra þeirra við sjúkdóminn. Þau lýsa viðbrögðum sínum, samskiptum og áhyggjum. Börnin eru á námskeiði sem tekur á trausti, tengslum og sjálfsþekkingu í Ljósinu við Langholtsveg.
A
ð vera ungur og áhyggjulaus. Oft nefnir fullorðið fólk æskuna sem tímann þegar ábyrgðin var lítil sem engin og áhyggjurnar – ef einhverjar – af svo litlum atriðum að þær skipta ekki máli. Þannig er það ekki í lífi allra barna. Það vita þau sem sækja styrkjandi námskeið Ljóssins, sem er endurhæfingarog stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Námskeiðið er fyrir þau börn sem hafa átt eða eiga nána aðstandendur með krabbamein. Þau eru hress og kát, eins og börnum er gjarna títt. En líf þeirra er þó enginn dans á rósum. Því kynntist Fréttatíminn á fimmtudagseftirmiðdegi fyrir viku. Sum þeirra sjá fram á bjartari tíma, mamma eða pabbi að læknast og lífið að komast í samt lag. Önnur vita að löng barátta er framundan – jafnvel að hún fari aðeins á einn veg og að þau missi foreldri sitt. Börnin eru sex til tæplega tíu ára gömul.
ms.is
Gráða & feta Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöflusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
ostateningar í olíu
Þá hættir mamma að hvíla sig
„Ég er á þessu námskeiði af því að mamma mín er með krabbamein og svo þekkti ég
Ég er á þessu námskeiði af því að mamma mín er með krabbamein og svo þekkti ég einn hestamann sem dó úr krabbameini. – Brynja, sex ára.
einn hestamann sem dó úr krabbameini,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, sex og hálfs árs. Hún segir „ágætt“ að lifa með því. „Mamma sefur mjög oft á daginn. Hún vaknaði snemma í morgun en fór svo aftur niður að sofa.“ Brynja segir að hún sjái engan mun á því að eiga mömmu með krabbamein eða mömmu án þess. En hvað þegar hún læknast. Hvernig verður lífið þá? „Hún hættir að hvíla sig svona mikið.“ Brynja sér einnig fyrir sér að þá gefist meiri tími saman. „Þá getum við farið saman í bíó og eitthvað.“ Brynja á yngri systur og segir það ekki lenda á sér að hugsa mikið um hana. „Ekki mikið. Bara einu sinni þegar hún datt á hausinn. Þá var alltaf verið að halda á henni því hún kunni ekki að ganga.“ Brynja gengur í Vesturbæjarskóla og finnst það gaman. Henni finnst líka gott að hitta krakkana í Ljósinu. Gaman að kynnast fleirum og leika sér. Hún hefur áður farið á námskeið í Ljósinu og fannst það mjög skemmtilegt. „Þá gerðum við leikrit og á meðan hinir sýndu sitt leikrit borðuðum við hin ávexti.“
fréttaskýring 35
Helgin 16.-18. mars 2012
Börn þurfa athygli og viðurkenningu Traust, tengsl og sjálfsþekking eru áhersluþættirnir sem fjallað er um á tíu vikna námskeiði fyrir börn krabbameinsgreindra. Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og ævintýrameðferðarfræðingur, sjá um barnahópana. Námskeiðin eru í Ljósinu, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Elísabet segir að oft veikist allir í fjölskyldunni þegar annað foreldrið fær krabbamein og tilgangur námskeiðisins sé að börnin fái að koma á staðinn og fá
Helga Jóna Sigurðarsdóttir og Elísabet Lorange halda um hópinn. Neðri röð: Páll Rist, Franklín Ernir Kristjánsson, Björk Steinarsdóttir, Brynja Jóhannsdóttir, Arnþór Ingi og Ásmundur Ari Pálssynir. Mynd/Hari
Börnin sem blaðamaður hitti þennan dag fá ekki einfaldar spurningar: Hvernig er að eiga foreldri með krabbamein? Hvernig verður lífið þegar mamma eða pabbi læknast? Ef þau sáu ekki fram á að svo yrði, voru þau spurð hvernig þau sæju lífið fyrir sér án þeirra? Þessi litlu ljós í Ljósinu snertu streng hjá blaðamanni. Sumar spurningarnar voru of flóknar en þegar fyrir lá að svarið var hikandi var ekki annað að gera en að umorða spurningarnar: Þurfa foreldrar þínir oft að stóla á þig? „Jaaaá,“ var svarað hikandi, svo spurt var aftur; Veistu hvað er að stóla á einhvern? „Nei reyndar ekki.“ Útskýri það og svarið breytist; „Nei, nei.“
Sjá fram á betri tíð
Arnþór Ingi Pálsson, er sjö ára í öðrum bekk í Mýrarhúsaskóla. Hann er á námskeiðinu ásamt tvíburabróður sínum Ásmundi Ara. „Pabbi minn var með krabbamein en er það ekki lengur,“ segir Arnþór þar sem hann sest niður með blaðamanni; einn því þeir bræður vilja það heldur. Hann man ekki Framhald á næstu opnu
viðurkennt að þau séu að ganga í gegnum sitt: „Þótt við séum ekki að kryfja það í kjölinn.“ Elísabet segir algengast að þau vilji ekki mikið tala um veikindi foreldra þeirra. „Þau vilja eiginlega meira tala um sig og hvað er að gerast í þeirra lífi og fá athygli á það, sem er líka gott. Þetta dagsdaglega drama getur orðið svo lítið í samanburði við veikindi foreldris,“ segir hún. Elísabet segir pláss fyrir fleiri börn á námskeiðum þeirra sem sé þeim að kostnaðarlausu, en þær bæta sjaldan börnum við þegar liðið er á námskeiðið. - gag
36
fréttaskýring
Hann hefði þurft að fara í lifrar ígræðslu en þarf þess ekki lengur. Hann fer ekki. Málið er þannig sko að krabbameinið var allt of stórt svo hann gæti farið. – Franklín, 9 ára
eftir því hvenær pabbi hans fékk krabbamein og finnst langt síðan hann læknaðist. Hann segir foreldra sína hafa verið pínu áhyggjufulla á meðan á veikindunum stóð en sjálfur hafi hann aldrei hugsað um veikindin þegar hann var í skólanum. Það á hann sammerkt með þeim flestum. Þau nefndu flest að þau hugsuðu ekki um veikindi forelda sinna við námið. Arnþór segir að þeir tvíburabræður og stóri bróðir þeirra hafi strax fengið að vita af veikindunum. „Hann er sko ekki að vinna þótt honum hafi batnað. Hann er enn að hvíla sig,“ segir Arnþór sem á engin ráð fyrir önnur börn greinist foreldrar þeirra með krabbamein. Spurður hvernig sé hægt að styðja við foreldra sína í veikindum þeirra er fátt um svör. Hann samsinnir þó að gott sé að vera þægari, rólegri og ekki eins kröfuharður og venjulega. Ásmundur Ari, bróðir Arnþórs, vermir nú sætið. Hann segir að eftir að þeir bræður fréttu af veikindum föður þeirra hafi þeir heimsótt hann á sjúkrahúsið. „Þá var verið að lækna hann og við þurftum aðeins að bíða. Þegar við komum inn var búið að hefta á honum magann. Hann borðaði eitthvað sem honum finnst ekki vera gott. Hann reyndi að venjast því en síðan fékk hann krabbamein,“ segir Ásmundur þegar hann lýsir veikindum föður síns. En hvernig varð honum við? „Ég fór að gráta,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið áhyggjufullur. „Já, þegar ég sá að búið var að skera á honum magann.“ Hann segir þó að hann hafi ekki verið hræddur um pabba sinn. Þeir bræður hafi hjálpað mömmu sinni fyrir helgi að undirbúa þrettán ára afmæli eldri bróður síns. Á meðan ætlaði pabbi þeirra að sanna að hann myndi læknast á tveimur dögum. En finnst þér öðruvísi að hitta krakka sem eiga líka foreldra með krabbamein en þá sem eiga það ekki? „Já, en pabbi minn er ekki með alveg eins krabbamein og hinir,“ segir Ásmundur. Þau krakkarn-
Helgin 16.-18. mars 2012
Ég fór að gráta þegar ég sá að búið var að skera á honum magann.
– Ásmundur Ari, sjö ára.
ir geti talað um veikindi foreldra sína en einnig leikið sér saman. „En núna er allt betra og gott að pabbi er kominn heim.“
Betra líf og skemmtilegra
Páll Rist er átta að verða níu ára. Hann segir móður sína hafa glímt við brjóstakrabbamein í tvö ár. „Já lífið hefur pínu breyst. Það byrjaði þannig að litla systir mín fæddist. Þremur dögum seinna kom krabbameinið og þetta er búið að vera svona í tvö ár. Hvernig á ég að útskýra hvernig lífið hefur breyst? Þetta er pínu skrýtin tilfinning,“ segir hann. „Hún fór ekkert af spítalanum. Hún er búin að vera á spítalanum í eitt eða tvö ár og kemur sjaldan heim. En hún er löngu komin núna, fer og kemur,“ segir hann svo erfitt er að rýna í stöðuna. Spurður hvað hann geri þegar mamma er í burtu segir hann að hann fari í skólann og horfi gjarna á myndir þegar hann kemur heim. Páll er næst elstur þriggja systkina. Hann segir þá bræður lítið tala um veikindi mömmu. „Nei. Við erum oft að rífast svo við tölum ekkert um þetta,“ segir hann hreinskilnislega. Hann segist fá greinargóðar upplýsingar um veikindi mömmu sinnar og finnst það gott. „Þá veit ég hvað á að gera við mömmu mína.“ Spurður hvort hann hafi haft áhyggjur af henni segir hann að hann hafi haft það fyrst en ekki lengur. Páll hefur ekki sagt vinum sínum í skólanum frá veikindum móður sinnar. „Þeir vita ekkert af þessu. Ég segi ekkert við þá
heldur leik við þá,“ segir hann. „Mamma sagði að ég eigi ekkert að vera að segja þeim þetta í skólanum.“ En hugsar hann mikið um veikindi móður sinnar í skólanum? „Nei, reyndar ekki.“ En litla systir þín? „Henni er alveg sama. Hún er svo lítil.“ Spurður hvernig hann telji lífið verða eftir að móðir hans nær sér svarar hann: „Miklu betra og skemmtilegra.“
Lífið breytist þegar einhver fer
Franklín Ernir Kristjánsson er níu að verða tíu ára. Hann er í fjórða bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ og á pabba sem glímir við krabbamein og hefur gert lengi, að hans mati, alveg frá ársbyrjun í það minnsta, eins og hann segir. „Hann hefði þurft að fara í lifrar ígræðslu en þarf þess ekki lengur. Hann fer ekki. Málið er þannig sko að krabbameinið var allt of stórt svo hann gæti farið,“ segir hann og að hann hafi tekið þeim fréttum af rósemd. Franklín á þrjú hálfsystkini og býr einn heima hjá foreldrum sínum. Hann segir þau lýsa því vel fyrir sér hvað þau gangi nú í gegnum og hverjar afleiðingarnar verði. „Hann verður með þetta krabbamein þar til hann deyr. Hann er dauðvona,“ segir hann niðurlútur og finnst hughreystandi að koma í Ljósið og hitta krakka sem viti hvað það er að eiga foreldri með krabbamein. Í skólanum ræði hann ekki veikindi pabba, þótt hann hugsi mikið um þau, enda annað erfitt. Faðir Franklíns er á sjúkrahúsi. Franklín hefur ekki getað heimsótt hann þar sem hann hefur verið með kvef. „Hann er samt þegar búinn að smitast af mér. Mamma líka,“ segir hann. „Ég veit ekki hvar ég fékk þetta.“ En hvernig sérðu lífið fyrir þér án pabba? „Ég veit það ekki,“ segir hann en endar svo setninguna. „Lífið er alltaf öðruvísi þegar einhver fer frá manni.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Björk Steinarsdóttir, 9 ára
Óttaðist að missa pabba sinn í krabbameinsaðgerð
Björk Steinarsdóttir.
Hvar ætlar þú að vakna? Vilt þú vinna hótelgistingu að verðmæti 100.000 krónur? Farðu inná www.dohop.is/leikur, skrifaðu inn orðið ferðalangur og netfangið þitt og þú ert kominn í pottinn.
Það var skrýtið að sjá hann á spítalanum þar sem hann var með tæki sem hann dró með sér.“
Björk Steinarsdóttir er níu ára, íbyggin, ung stúlka í Foldaskóla í Grafarvogi. Hún er í fyrstu heimsókn sinni í Ljósinu. Pabbi hennar glímir við krabbamein og segir hún það skrýtna tilfinningu en hún hugsi ekki mikið um það. „Fyrst fékk hann krabbamein í lærið og svo hérna í kringum [lungu],“ segir hún og strýkur yfir þindar- og lungnasvæðið. „Fyrst greindist hann í fyrra,“ segir hún. Björk segist ekki vita hvenær hann vissi sjálfur af veikindum sínum en hann hafi sagt þeim þremur systrum það í fyrra. Hún er yngst þeirra, önnur fimmtán ára og sú þriðja er 22 ára að verða 23ja. Hún segir að þau hafi undirbúið fjölskyldustund þar sem hann hafi sagt þeim frá veikindunum. „Ég var með mömmu og pabba og systur minni. Við vorum nýkomin frá frændsystkinum okkar. Fyrst fórum við út í búð og keyptum nammi og svo sagði hann okkur það,“ segir hún. Það hafi verið henni erfitt og hún hafi haft pínu áhyggjur. Hún segir að stundum hafi hún hugsað um veikindi föður síns í skólanum en hún hafi ekki haft áhyggjur af honum frá aðgerðinni. „Það þurfti að taka hálf lungun úr honum. Það varð eitthvað pínu eftir og geislinn er að taka það,“ lýsir hún. Björk segir að fjölskyldan tali saman um sjúkdóminn. Pabbi hennar sofi mikið yfir daginn en sé andvaka á nóttunni. „Hann getur ekki sofið og er þreyttur á daginn en ekki á nóttunni. Hann er samt alltaf í vinnunni en kemur heim í hádeginu.“ Björk segir að um tíma hafi hún óttast um líf pabba síns. Sérstaklega þegar hann fór í aðgerðina því óvíst var talið hvort hann hefði hana af. „Þá hélt ég kannski að hann myndi ekki lifa,“ segir Björk. „Ég hafði áhyggjur af því að eitthvað myndi mistakast. Ég var heima og svo í skólanum þegar aðgerðin byrjaði. Svo sagði mamma mér að hún hefði heppnast vel,“ segir hún. „Í fyrstu var erfitt að tala við hann og stundum þegar við töluðumst saman í síma heyrði ég ekki í honum. Það var skrýtið að sjá hann á spítalanum þar sem hann var með tæki sem hann dró með sér. En núna er hann kominn heim. Hann kom heim í desember og var kominn fyrir jól og var hjá okkur um jólin. Fór aftur á spítalann og fór svo strax að vinna þegar hann kom heim. Hann er sko framkvæmdastjóri. Hann verður eiginlega að mæta.“
– Nýtt tatímabil!
kor
20
4 í pk.
%r
30
%r
u t t á l s f a
u t t á l s f a
598 1598 1189 799 1198 ! a L s i e v T Kjö kr. kg
kr. pk.
Grillborgarar m/ brauði, 4 stk.
verð áður 1998 kr. kg Lambalærissneiðar, New York marinerað
verðkr.áður 1698 kr. kg kg svínagúllas og svínasnitsel Lamba súpukjöt, 1. flokkur
kr. stk.
Grillaður heill kjúklingur
kr. kg
% 0 2 afsláttur
998 1398 2463 kr. kg
Krónu lasagna
kr. kg
kr. pk.
verð áður 3079 kr. kg ss Koníakslegnar svínalundir
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl
Rose kjúklingafille, 700 g, frosið
1280
kr. tvennan
Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l
Krónan Krónan Krónan Árbæ Bíldsöfða Breiðholti
Krónan Granda
Pastella pasta
Fettuccine 305 kr. Lasagne 305 kr. Ravioli m/osti 583 kr.
398 449 kr. pk.
Rösti kartöflur, 6 stk. í pk. Krónan Krónan Hvaleyrarbraut Lindum
Tagliolini 296 kr. Tortellini m/skinku 601 kr. Tortellini m/tómat 530 kr. Tortellini ricotta/basil 584 kr
Krónan Mosfellsbæ
kr. pk.
Kartöflurúllur m/rjómaosti og brokkoli og skinku
Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Reykjavíkurvegi Akranesi Reyðarfirði Selfossi Vestmannaeyjum
38
fréttir vikunnar
Helgin 16.-18. mars 2012
20
Vikan í tölum Stórbruni á Selfossi Eldur sem kviknaði í geymsluhúsnæði röraverksmiðjunnar Sets á Selfossi á miðvikudaginn breiddist út svo einnig kviknaði í veitingastaðnum 800 Bar í sömu byggingu.
Átta húsleitir og fimm handteknir
37,1
prósent er aukning á líkum á hjartaáfalli ef einstaklingur drekkur einn gosdrykk á dag samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn.
Fimm voru handteknir í átta húsleitum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudaginn. Leitað var á heimilum og í fyrirtækjum vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi.
milljón voru árslaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, samkvæmt ársreikningi bankans fyrir árið 2011 sem birtur var í gær.
92
Biskupskjör hafið Kjörfundur í biskupskjöri hófst á þriðjudag og lýkur 19. mars. 502 kjörmenn eru á skrá. Atkvæði verða talin föstudaginn 23. mars. Fái enginn átta frambjóðenda meirihluta atkvæða verður kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá.
þúsund manns keyptu ostborgara á Metro í tveimur tilboðum Hópkaupa.
Vitnaleiðslum fyrir Landsdómi í málinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í vikunni. Meðal hinna síðustu sem báru vitni var Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og formaður VG. Athygli vakti að hann skartaði mottu eins og margir nú í marsmánuði. Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, flutti sóknarræðu sína í gær.
Karen Millen yfirheyrð vegna Kaupþings Karen Millen, stofnandi samnefndrar tískuvörukeðju, var á meðal þeirra sem starfsmenn sérstaks saksóknara yfirheyrðu í London í síðustu viku vegna rannsóknar embættisins á Kaupþingi.
Lífeyrissjóðir vilja eignast bréf í Hörpu Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga í viðræðum við Landsbankann um að kaupa skuldabréf til að endurfjármagna framkvæmdir við Hörpu. Fleiri lífeyrissjóðir vilja eignast þessi bréf.
Góðri loðnuvertíð að ljúka Loðnuvertíðinni lýkur senn. Þetta er besta loðnuvertíð í mörg ár en á þriðjudag var búið að veiða 512 þúsund tonn af útgefnum kvóta, sem var 591 þúsund tonn.
Fjármálastjóri í HÍ kærður Háttsettur starfsmaður í stjórnsýslu Háskóla Íslands hefur verið kærður fyrir fjárdrátt. Talið er að hann hafi dregið sér 8-9 milljónir króna frá skólanum.
Halda sig við sama bankann Neytendur skipta sjaldan um banka vegna þess að það er flókið og hvatinn er lítill, segir Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.
Atvinnuþátttaka 77,4 prósent Atvinnuþátttaka í febrúar mældist 77,4 prósent samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru 173.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 160.700 starfandi og 12.600 án vinnu og í atvinnuleit.
Ljósmynd Hari
Heitustu kolin á Líf og fjör í Landsdómi Skýrslutökur fyrir Landsdómi voru að vonum plássfrekar í fréttum vikunnar og á Facebook sýndist sitt hverjum og nokkuð var glefsað í Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur sem flutti fréttir úr Þjóðmenningarhúsinu í Ríkisútvarpinu.
Jónas Kristjansson Landsfundi Flokksins er að ljúka í Þjóðmenningarhúsi. Söguhetjurnar nánast allar máttarstólpar Flokksins. Guðs vilji?
Heiða B Heiðars Mér þætti eðlilegt að Jóhanna Vigdís dytti inn á jólakortalista sakbornings og vitna við Landsdóm... hafi hún ekki þegar verið á honum.
Hallgrímur Helgason Fréttakonan Jóhanna Vigdís var í svaka stuði í kvöld. „Árni nú ert þú kominn heim frá Róm eftir langt flug, hvernig finnst þér að sjá Geir sitja þarna í sæti hins ákærða. Finnst þér það ekki soldið sona.... Nei, fyrirgefðu, hér kemur ákærandinn sjálfur, Steingrímur Joð...“
Viðhald Húsa Sérlega veglegt sérblað, sem fjallar um viðhald húsa og annað sem lýtur að rekstri húseigna, fylgir Fréttatímanum í dag. Blaðið er unnið í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Húseigendafélagið. Ómissandi fyrir húsnæðiseigendur og alla sem koma að rekstri og viðhaldi húsa. Næsta sérblað hliðstæðs efnis kemur út 27. apríl og ættu menn ekki að setja sig úr færi að vera með þá og koma upplýsingum á framfæri. Nánari upplýsingar í síma auglýsingadeildar: 531 3310 eða um tölvupóst; auglysingar@frettatiminn.is.
Facebook-færslu með beinni lýsingu af nefndarfundi. Hún fékk að vonum athygli á Facebook fyrir vikið, misjákvæða þó.
Einar Bardarson
Sveinn Andri Sveinsson
Stefán Hrafn Hagalín
Ég er alveg við það að henda út þessum Landsdóms miðlum – fínt að þetta er búið á morgun. Verður dómurinn á twitter á undan Fréttum ?
Mig vantar einhvern til að sendast með sora til DV. Þyrfti helst að hafa háskólagráðu og stunda kennslustörf við HÍ.
Ósköp er hljóðlátt hérna... Er Vigdís Hauks farin yfir á Twitter?
FME og pappírsburðardýrið
Leðurklæddir mótorhjólatöffarar og þrekvaxnir rukkarar tóku sviðið í fréttum vikunnar eina ferðina enn eftir að lögregla tók hús á nokkrum sem liggja undir grun um að stunda þrautskipulagða glæpastarfsemi.
Hið stórundarlega mál Fjármálaeftirlitsins og Gunnars Andersen, brottrekins forstjóra FME, heldur áfram að vinda upp á sig og spurningar vakna á Facebook sem aldrei fyrr.
Illugi Jökulsson Ef einhver þarf að koma plöggum til DV, hafið bara samband við mig og ég kem þeim áleiðis. Óþarfi að fínt fólk sé að ómaka sig við slíkt.
Jónas Sigurgeirsson Hver á að leika Ársæl Valfells ef að Kevin Costner á að leika Gunnar Andersen í myndinni um FME? Steve Buscemi?
Mafía Íslands
Illugi Jökulsson Mikið eru íslenskir bófar innilega hallærislegir.
Guðmundur Andri Thorsson Þessi mótorhjólahrottaklúbbar – er þetta að verða að klassísku íslensku æði?
Og hún Vigdís... Framsóknarþingkonan vaska Vigdís Hauksdóttir hristi upp í þingliðinu og umræðunni utan veggja þingsins með umdeildri
Góð vika fyrir Svönu Helen Björnsdóttur forstjóra
Fyrsta konan í formannsstól SI Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri og stofnandi Stika, var í gær fyrst kvenna kjörin formaður Samtaka iðnaðarins (SI) á aðalfundi samtakanna. Svana er menntaður rafmagnsverkfræðingur en Stiki er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í gagnaöryggi, tölvuöryggi og öryggismálum upplýsingakerfa. Svana nam rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands og lauk síðar meistaranámi í raforkufræðum frá Technische Universität Darmstadt í Þýskalandi. Það eru merkileg tímamót í sögu SI að kona sé komin þar í forsæti og að sjálfsögðu stór rós í hnappagat Svönu.
Stefán Pálsson Ég reyndi – ég virkilega reyndi – en mér tókst ekki að koma mér upp teljandi hneykslun eða vandlætingu yfir einhverri bloggfærslu Vigdísar Hauksdóttur. Næsta skandal, takk!
1
mark að meðaltali í leik er það sem Real Madrid getur treyst á að fá frá Cristiano Ronaldo. Hann hefur skorað 128 mörk í 128 leikjum sem er fádæma góður árangur.
Eiður Svanberg Guðnason Vigdís Hauksdóttir, hin ókrýnda ambögudrottning Alþingis, heldur áfram að auka virðingu þingsins í vitund þjóðarinnar. Hún virðist hvorki kunna þingsiði né almenna mannasiði í samskiptum þingmanna. Ef einhver döngum væri í formanni Framsóknarflokksins ætti hann að biðja þingið og þjóðina afsökunar á framkomu Vigdísar. Til þess hefur hann þó sennilega ekki kjark. Borin von er að Vigdís biðjist afsökunar. Hvað hugsar nú það fólk sem kaus þessa konu til trúnaðarstarfa?
105
milljarðar eru upphæðin sem slitastjórn Glitnis greiðir út í forgangskröfur í dag.
Slæm vika fyrir athafnamanninn Róbert Wessman
Þú borgar mér en ég ekki þér Óhætt er að segja að vikan hafi ekki byrjað vel hjá athafnamanninum Róberti Wessman. Hann var dæmdur til að greiða persónulega félagi í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar 2,4 milljarða vegna skuldar. Skömmu seinna lyftist þó brúnin á Róberti því hann vann þá mál gegn öðrum tveimur félögum Björgólfs Thors vegna samningabundinna árangurstengdra greiðslna frá því að hann var forstjóri Actavis. Uppæðin sem félög Björgólfs áttu að borga var sex milljarðar. Vandamál Róberts er hins vegar að félögin tvö eru ógjaldfær og því fær hann varla krónu úr þeim. Hann þarf samt að borga öðru félagi Björgólfs rúma tvo milljarða.
viðhald húsa Unnið í samvinnu við Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins
Helgin 16. - 18 mars 2012
Hver ábyrgist þinn meistara?
Húshornið á prenti og í útvarpi
Réttur og öryggi neytenda eykst skipti þeir við aðildarfélaga Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins.
N
æstu vikur verður sérstakur þáttur helgaður framkvæmdum og viðhaldi húsa í Fréttatímanum. Hann hefur fengið nafnið Húshornið. Hann verður einnig með útibú í Samfélaginu í nærmynd á Rás eitt á þriðjudögum og fer í fyrsta skipti í loftið á þriðjudaginn kemur, eða 20. mars. Í aðalhlutverkum á báðum stöðum verða vitringar frá Húseigendafélaginu og Samtökum iðnaðarins. Hlustendum verður gefinn kostur á að senda inn fyrirspurnir á netfangið: hushorn@ huso.is og sem verður svarað af sérfræðingum í þættinum næsta eða þarnæsta þætti. Lesendur Fréttatímans geta með sama hætti sent fyrirspurnir sem svo verður svarað í blaðinu. Í báðum tilvikum verður líka fjallað um brýn og/eða skemmtileg mál þótt fyrirspurnir hafi ekki borist sem snúa beint að þeim.
bls. 2
Einfaldur meirihluti ræður Minnihluti húsfélags getur ekki sett sig á móti framkvæmdum jafnvel þótt þær séu dýrar.
bls. 6
Heilræði fyrir undirbúning framkvæmda Það er skammgóður vermir að spara á undirbúningsstigi framkvæmda. Þar er grunnurinn lagður.
bls. 14
viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Nýtt 2-lock endalæsing
2
viðhald húsa
Helgin 16.-18. mars 2012
Viðhaldsvakning og betri tíð Hús eru forgengileg og ganga úr sér óháð efnahagsástandi og fjárhag eigenda á hverjum tíma. Ef hús fá ekki það viðhald sem þarf og nauðsynlegar endurbætur þá nagar tímans tönn þau miskunnarlaust og verðmæti þeirra og notagildi rýrnar. Það er dýrt að draga viðhald og láta skeika sköpuðu. Það hefur því miður verið landlægt viðhorf að láta viðhald húsa reka á reiðanum og sinna því ekki fyrr en í óefni er komið. Viðhald á ekki að vera skorpu- og áhlaupsvinna í nauðvörn, heldur stöðugt og fyrirbyggjandi. Viðhorfs- og hugarfarsbreyting þarf að verða í viðhaldsmálum. Þá kemur senn betri tíð með blóm í haga. Viðhald þarf að hefjast strax og byggingu húss er lokið og það á að vera unnið jafnt og þétt allan líftíma þess. Húseigendur verða að sinna viðhaldi eigna sinna jafnt og stöðug. Viðhaldið á að vera markvisst og fyrirbyggjandi frá upphafi. Tilviljunarkennt og skipulagslaust viðhald í nauðvörn, skorpum, skrykkjum og tímapressu, verður alltaf erfitt og óhagkvæmt. Undanfarin ár hefur verið mikið verið rætt og ritað um óvönduð vinnubrögð í byggingariðnaðinum. Byggingarverktakar voru í góðærinu margir ofhlaðir verkefnum og höfðu of lítinn tíma og það bitnaði óhjákvæmilega á gæðum bygginganna. Það segir sig sjálft að þegar menn hafa mörg járn PISTILL í eldinum og takmarkaðan tíma þá skila þeir ekki eins vönduðu verki og ella og seint mun sjá fyrir endann á því. Gallar leynast oft lengi og koma ekki fram fyrr en eftir ár og daga og kalla í fyllingu tímans á viðgerðir, endurbætur og viðhald Í góðærinu hurfu flestir iðnaðarmenn og verktakar sem vettlingi gátu valdið í nýbyggingariðnaðinn og viðhaldsgeirinn skrapp saman. Erfitt var að fá góða og ábyrga verktaka til viðhaldsverka. Þess vegna má álykta að eitthvað sé um uppsöfnuð Sigurður Helgi viðhaldverkefni og eins að meira verði um viðhald Guðjónsson vegna aukningar á byggingargöllum. Það er ljóst að formaður og framviðhalds- og viðgerðariðnaðurinn fær enn meira í kvæmdastjóri Húsfangið á næstu árum vegna þessa. eigandafélagsins Í þenslunni miklu var þrautin þyngri að fá verktaka í viðhaldsverk. Nú er öldin önnur. Nú bítast þeir verktakar um viðhaldsverk sem áður fúlsuðu við þeim. Það er ljós í myrkrinu fyrir húseigendur að geta nú valið úr verktökum og náð góðum samningum. Stjórnvöld hafa líka gert ráðstafanir til hvetja til viðhalds og að örva viðhaldsgeirann með aukinni endurgreiðslu virðisaukaskatts (100 prósent af vinnu á byggingarstað). Og eins með því að auka og hækka viðhaldslán Íbúðalánasjóðs. Að þessu leyti árar vel til viðhalds. En kreppan er viðsjárverð og kaldlynd kerling. Gefi hún með hægri þá hrifsar hún óðar með vinstri. Verktakar eru margir veikburða eftir áföll og hremmingar. Það skapar áhættu og óvissu fyrir viðsemjendur þeirra og kallar á vönduð vinnubrögð af hálfu húsfélaga. Þá fylgir sá böggull skammrifi að eigendur eiga yfirleitt ekki digra viðhaldssjóði né aðrar feitar fúlgur og allra síst á tímum kaldakols. Lánamöguleikar eru ekki samir og fyrrum þegar gullið flóði. Peninga skortir víða til viðhalds og á því stranda mörg góð áform. Það eru fleiri ljósleiftur í viðhaldsmálunum. Ábyrgðarsjóður meistaradeildar byggingagreina innan Samtaka iðnaðarins var setur á laggirnar í fyrra eða hitt í fyrra í því augnamiði að bæta vinnubrögð og auka gæði og skapa traust milli verktaka og húseigenda. Jafnframt hefur verið sett á fót Úrskurðarnefnd á vegum meistaradeildar byggingarmanna innan Samtaka iðnaðarins, Húseigendafélagsins og Neytendasamtakanna til að leysa úr ágreiningsmálum vegna verka sem hér um ræðir.
Stál og plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir
Ábyrgðarsjóður Meistar adeild Samtak a iðnaðarins
Trygging felst í því að velja iðnmeistara sem er aðili að Ábyrgðarsjóðnum
Hver ábyrgist þinn meistara? Í apríl 2009 var stofnuð deild allra meistarafélaga sem aðild eiga að Samtökum iðnaðarins. Deild þessi hlaut nafnið Meistaradeild Samtaka iðnaðarins (MSI). Meðal stefnumála MSI var að koma á Ábyrgðarsjóði iðnmeistara sem nú er orðinn að veruleika. Með tilkomu Ábyrgðarsjóðsins aukast kröfur á þá iðnmeistara sem að honum standa varðandi verk og verkskil. Að sama skapi eykst réttur og öryggi neytenda svo framarlega sem viðskipti eiga sér stað við aðildarfélaga MSI. Telji verkkaupi að sú þjónusta sem samið var um í upphafi verks sé ekki viðunandi getur hann skotið máli sínu til Úrskurðarnefndar Meistaradeildarinnar en þar eiga meðal annars sæti fulltrúar frá Húseigendafélaginu og Neytendasamtökunum. Skilyrði fyrir því að verkkaupi geti skotið máli sínu til Úrskurðarnefndar MSI er að skriflegur verksamningur hafi verið gerður milli málsaðila og falli úrskurður verkkaupa í vil fær hann bætur úr Ábyrgðarsjóðnum. Einungis einstaklingar og húsfélög eiga þess kost að njóta bóta úr Ábyrgðarsjóðnum. Ekki fást bætur úr sjóðnum ef greiðslur fást úr öðrum tryggingum, svo sem byggingarstjóratryggingu eða verktryggingu. Þá fjallar úrskurðarnefnd Ábyrgðarsjóðs MSI ekki um mál þar sem samningsupphæðin er undir 100 þúsund krónum og yfir 25 milljón króna; báðar upphæðir eru með virðisaukaskatti. Hvort sem framkvæmdir eru stórar sem smáar, er ljóst að það felst mikil trygging í að velja sér iðnmeistara sem er aðili að Ábyrgðarsjóði MSI. Mikilvægt er því að velta fyrir sér áður en farið er af stað
spurningunni: Hver er meistari minn og hver ábyrgist verkin hans? Nánar má kynna sér Ábyrgðarsjóð MSI á heimasíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is
Ábyrgðarsjóður MSI Meistarafélög iðnmeistara í SI standa að sjóðnum. Þessi félög eru: Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði Málarameistarafélagið Meistarafélag Suðurlands Meistarafélaga byggingamanna á Norðurlandi Félag blikksmiðjueigenda Félag skrúðgarðyrkjumeistara Meistarafélag húsasmiða Múrarameistarafélag Reykjavíkur SART - Samtök rafverktaka Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara Innan raða þessara félaga starfa um 500 iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð.
Öryggi neytenda Lög um þjónustuk aup
Mikilvægi þess að skipta við löglega menn – krafan um fagþekkingu.
Frábært verð! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Lög um þjónustukaup taka til hvers kyns samninga um kaup á þjónustu sem veitt er neytendum í atvinnuskyni gegn endurgjaldi og þegar veitt þjónusta felur í sér meðal annars vinnu við fasteignir, vinnu vegna byggingarframkvæmda eða aðrar framkvæmdir á landi. Útseld þjónusta, sem veitt er í atvinnuskyni, skal ávallt vera byggð á fagþekkingu og í samræmi við góða viðskiptahætti sem tíðkast hverju sinni. Seljandi þjónustu leggur fram nauðsynleg efni og aðföng nema um annað sé sérstaklega samið. Um sölu á efni og aðföngum til neytanda gilda hins vegar lög um neytendakaup, jafnvel þótt um uppsetningu búnaðar og sölu á efni sé einungis gerður einn samningur. Seljandi þjónustu skal jafnframt gæta þess að hún sé í samræmi við almennar reglur, staðla, reglur sem stjórnvöld setja, stjórnvaldsákvarðanir og lög sem gilda um veitta þjónustu í þeim tilgangi að vernda öryggi neytenda. Ljóst er að lög um þjónustukaup styðja vel við önnur lög sem miða að því að vernda hagsmuni og öryggi neytenda. Má þar nefna mannvirkjalög sem löggilding iðnmeistara byggir á, lög um rafmagns-
Útseld vinna skal byggjast á fagþekkingu. Ljósmynd Hari
öryggi og iðnaðarlög sem standa eiga vörð um réttindi iðnmeistara. Þrátt fyrir góðan vilja löggjafans verður seint komið í veg fyrir að menn án réttinda læðist inn á markaðinn og því brýnt að neytendur séu vel á verði og vandi valið þegar leitað er eftir þjónustu iðnaðarmanna. Ásbjörn R. Jóhannesson forstöðumaður rafiðnaðarsviðs Samtaka iðnaðarins
4
viðhald húsa
Meistaradeildin viðhald eða nýframkvæmdir
Helgin 16.-18. mars 2012
Fjöleignarhús Húsfélög eru lögboðin
Gátlistar auðvelda undirbúning verka
F
élagsmenn Meistaradeildar Samtaka Iðnaðarins hafa aðgang að ýmsum stöðluðum gátlistum til auðvelda sér undirbúning verka. Gátlistarnir eru mikilvægir til að halda þeim atriðum til haga sem kaupendur og seljendur þurfa að hafa í huga við undirbúning verka. Þetta á við hvort sem um er að ræða nýframkvæmd eða viðhaldsverk. Dæmi um atriði sem kaupandinn eða verkkaupi þarf að skoða:
Er verktakinn með ábyrgðasjóð að baki sér? Er verktakinn tilbúinn að skrifa undir verksamning? Eru undirverktakar með meistararéttindi? Gerir verktaki skriflega verksamninga við sína undirverktaka? Svona væri lengi hægt að telja. Dæmi um atriði sem verktaki þarf að líta til:
Fellur stærð/umfang verks að tímaramma fyrirtækisins? Er verkið byggingarleyfisskylt (ef svo er hefst visst ferli)? Eru útboðsgögn nógu afdráttarlaus? Útbúa öryggis og heilbrigðisáætlun? Undirbúa alla vinnuaðstöðu aðgang að rafmagni, vatni, frárennsli, geymslu tækja og síðast en ekki síst girðing umhverfis vinnusvæðið. Þetta er langt í frá tæmandi listi, en sett fram sem sýnishorn.
Húsfélög annast varðveislu, viðhald og rekstur sameignarinnar.
Húsfélagið og þú
S
ameiginlegum málum verða eigendur fjöleignarhúsa að ráða í félagi. Þess vegna eru húsfélög lögboðin. Húsfélög eru til í krafti laga og félagsaðildin er órjúfanlega tengd eignarrétti að séreignum. Sá sem kaupir eign í fjöleignarhúsi verður óhjákvæmilega félagi í húsfélaginu og enginn getur sagt sig úr því nema með því að selja eign sína.
Þarf ekki að stofna
Húsfélag þarf ekki að stofna formlega; þau eru til í sérhverju fjöleignarhúsi og ekki er þörf á eiginlegum stofnfundi. Eigendur bera sameiginlega og hver fyrir sig ábyrgð á því að húsfélag gegni hlutverki sínu og starfi lögum samkvæmt. Þess vegna er talið að sérhver eigandi geti gert nauðsynlegar ráðstafanir til að blása lífi í óvirkt húsfélag, þar á meðal að boða til húsfundar.
Hlutverk og vald
Hlutverk húsfélaga er fyrst og fremst að annast varðveislu, viðhald, endurbætur og rekstur sameignarinnar þannig að hún fái sem best þjónað þörfum eigenda og hagnýting bæði séreigna og sameignar, sé með þeim hætti að verðgildi eigna haldist. Vald húsfélagsins er fyrst og fremst bundið við sameignina og ákvarðanir sem varða hana. Húsfélag hefur þröngar heimildir til að taka ákvarðanir sem snerta séreignir .
Lýðræði og jafnræði
Húsfélagið getur því aðeins gengt hlutverki sínu að í því ríki það skipulag sem boðið er í fjöleignarhúsalögum og að fundir fari fram samkvæmt fyrirmælum þeirra laga. Á því er byggt að allir eigendur séu með í ráðum og þeir hafi jafna aðstöðu til að setja fram sjónarmið sín og skoðanir en meirihlutinn ráði svo að meginstefnu til. Í húsfélögum hefur meirihlutinn mjög mikið vald sem honum ber að fara vel með og virða rétt minnihlutans. Það er forsenda fyrir því að húsfélag geti starfað með réttum hætti að gætt sé lýðræðislegra gilda og aðferða við ákvarðanatöku.
Húsfundir
Æðsta valdið í málefnum húsfélags er í höndum húsfunda sem eru tvenns konar: Aðalfundir sem halda skal einu sinni á ári og almennir fundir. Það er grundvallarregla að ákvarðanir um sameiginleg málefni skuli taka á húsfundi eftir að öll sjónarmið og rök hafa komið fram. Að ganga milli eigenda með undirskriftarlista fer í bága við þessa grundvallarreglu. Enn síður duga munnleg samráð og ráðagerðir utan formlegra funda. Fundi verður að boða skriflega með lögákveðnum fyrirvara og fundarefni verður að tilgreina kyrfilega. Sé þess ekki gætt getur fundur verið ólögmætur og ákvarðanir hans óskuldbindandi.
Einfaldur meirihluti
Meginreglan er sú, að einfaldur meirihluti á húsfundi geti tekið ákvarðanir og það heyrir til undantekninga að aukinn meirihluti (2/3) eða allir eigendur þurfi að samþykkja ákvörðun. Túlka ber undantekningarnar þröngt þannig að jafnan eru líkur á því að til ákvarðana nægi samþykki einfalds meirihluta.
Mikið vald á þröngu sviði
Meginreglan er sem sagt sú að til ákvarðana nægi
einfaldur meirihluti á fundi. Sem mótvægi við þetta mikla og vald er valdsvið húsfélags á hinn bóginn þröngt og nær fyrst og fremst til ákvarðana og ráðstafana, sem eru nauðsynlegar, venjulegar og eðlilegar til forsvaranlegs viðhalds og reksturs. Minnihlutinn getur ekki sett sig á móti slíkum ráðstöfunum jafnvel þótt þær séu mjög kostnaðarsamar. Það er eitt höfuðeinkenni á húsfélagi, að hægt er að þvinga minnihluta í ríkum mæli til að taka þátt í útgjöldum sem hann hefur greitt atkvæði á móti. En vald húsfélags nær lengra því það hefur innan vissra marka vald til að taka ákvarðanir um breytingar, endurbætur og nýjungar. Það vill segja að einfaldur meirihluti getur ákveðið og ráðist í vissar framkvæmdir á allra kostnað, sem ekki eru nauðsynlegar eða venjulegar en meirihlutinn telur æskilegar.
Aukinn meirihluti – samþykki allra
Einfaldur meirihluti miðað við hlutfallstölur getur sem sagt tekið ákvarðanir um venjulegar viðgerðir og viðhald og minniháttar endurnýjanir og endurbætur. Hins vegar er krafist aukins meirihluta, þ.e. 2/3 hluta bæði miðað við fjölda og eignarhluta, til að taka ákvarðanir um óvenjulegar og meiriháttar endurbætur. Vald húsfélags takmarkast svo af því, að einstakir íbúðareigendur verða ekki þvingaðir til að taka þátt í kostnaði við framkvæmdir, búnað og tilfæringar, sem fela í sér grundvallarbreytingar á sameign eða eru óvenjulegar, óhóflegar og dýrar. Þarf samþykki allra þegar um slíkt er að tefla. Mörkin milli þessara þriggja flokka eru ekki alltaf glögg og verður til margs að líta, svo sem kostnaðar, húsagerðar, aldurs og ástands, umfangs, óþæginda, ábata, gagnsemi, verðmætaauka, útlitsbreytinga og hvað tíðkast í sambærilegum húsum. Húsfélag hefur talsvert svigrúm til að velja á milli mismunandi kosta, lausna eða leiða.
Húsfélagsdeildir – sameign sumra
Þegar fjöleignarhús skiptist í einingar, til dæmis stigahús, ráða viðkomandi eigendur sameiginlegum innri málefnum og bera einir kostnaðinn. Það byggist á því að hinir eigendurnir hafa þar hvorki afnot né aðgang. Þannig er húsrými og annað inni í einstökum stigahúsum fjöleignarhúsa í sameign eigenda þar og öðrum eigendum óviðkomandi. Þá er um svonefnda „sameign sumra að ræða“. Þá ráða viðkomandi eigendur málum sínum innan vébanda húsfélagsdeildar sem getur ýmist verið sjálfstæð eða starfað innan heildarhúsfélagsins.
Stjórn og vald hennar
Í fjöleignarhúsum skal vera stjórn, kjörin á aðalfundi en þó ekki skylt að hafa sérstaka stjórn í smærri húsum. Stjórn getur tekið ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Hún má láta framkvæma minniháttar viðhald og viðgerðir og getur gert brýnar ráðstafanir. Sé hins vegar um að ræða ráðstafanir og framkvæmdir sem ganga lengra ber stjórn áður leggja þær fyrir húsfund. Á það við um allar framkvæmdir, sem eru verulegar hvað varðar kostnað, umfang og óþægindi. Gildir einu þótt um æskilegar og jafnvel nauðsynlegar ráðstafanir sé að ræða. Stjórn húsfélags hefur því afar þröngar heimildir, til dæmis varðandi sameiginlegar framkvæmdir og þær eru því þrengri sem eigendur eru færri og húsið minna.
6
viðhald húsa
Helgin 16.-18. mars 2012
Fundarsókn Ekki kr afa um lágmarksmætingu
Einfaldur meirihluti ræður
E
Í stóru fjöleignarhúsi verða aldrei allir peningalega samstíga á sama tíma. Það verður yfirleitt að duga að meirihlutinn hafi vilja og bolmagn til að ráðast í framkvæmdir. ... Meirihlutinn verður vitaskuld að fara varlega og skynsamlega að. Miklu valdi verður að beita af skynsemi, lipurð og mildi. Menn skyldu í upphafi endinn skoða.
ftirfarandi fyrirspurn er dæmigerð fyrir erindi sem um þessar mundir berast Húseigendafélaginu vegna viðhaldsframkvæmda í fjöleignarhúsum: „Fjöleignarhús hefur að geyma 50 íbúðir. Á húsfundi var samþykkt tillaga um að ráðast í viðhald fyrir 100 milljónir. Fundinn sóttu 25 íbúðareigendur og voru 15 voru meðmæltir en 10 andvígir. Spurt er: Þarf ekki einhver lágmarksfjöldi eigenda að sækja fund svo hann sé bær um að taka svona ákvörðun í ríkjandi ástandi þegar margar fjölskyldur berjast í bökkum? Getur fámennur meirihluti á fundi bundið húsfélagið og aðra eigendur? Stenst að leggja álögur upp á 2 miljónir á hvern eiganda, óháð kreppuástandi og hvernig á stendur hjá einstökum eigendum? Verður fólk að láta svona yfir sig ganga og missa ef til vill íbúð sína“?
Fundarsókn – einfaldur meirihluti
Almennt er ekki gerð krafa um lágmarksfundarsókn á húsfundum. Á því er byggt að þeir sem hirða um að mæta hafi meira að segja en hinir sem heima húka. Meginreglan er að einfaldur meirihluti á fundi ráði lyktum mála. Það heyrir til undantekninga að krafist sé aukins meirihluta eða samþykkis allra. Það gildir aðeins um mikilvæg grundvallaratriði. Minnihlutinn getur ekki sett sig á móti venjulegum framkvæmdum jafnvel þótt þær séu mjög kostnaðarsamar. Það er höfuðeinkenni á húsfélagi, að hægt er að þvinga minnihluta í ríkum mæli til að taka þátt í útgjöldum sem hann hefur greitt atkvæði á móti. Sem mótvægi við þetta vald er valdsvið húsfélags þröngt og nær fyrst og fremst til ákvarðana og ráðstafana, sem eru nauðsynlegar og venjulegar. En vald húsfélags nær lengra því það hefur innan vissra marka vald til að taka ákvarðanir um breytingar, endurbætur og
nýjungar. Einfaldur meirihluti þannig getur ákveðið vissar framkvæmdir, sem ekki eru nauðsynlegar eða venjulegar en meirihlutinn telur æskilegar.
Heill hússins – aðstæður eigenda
Þetta ríka vald meirihlutans er nauðsynlegt til húsfélag geti gengt hlutverki sínu. Taka verður ákvarðanir út frá heill hússins og hag og vilja meirihlutans en ekki er unnt að taka ávallt tillit til einstakra eigenda og aðstæðna þeirra. Það verður að virða vilja og stöðu meirihluta eigenda, að minnsta kosti meðan hagsmunir hússins eru ráðandi. Það er sígild saga, gömul og ný, að misjafnlega standi á hjá eigendum og að þeir séu misvel í stakk búnir til að greiða hlutdeild sína i sameiginlegum kostnaði. Það má vissulega hafa samúð með þeim sem verst eru staddir en það eitt getur ekki ráðið viðhaldsmálum í bráð og lengd. Í stóru fjöleignarhúsi verða aldrei allir peningalega samstíga á sama tíma. Það verður yfirleitt að duga að meirihlutinn hafi vilja og bolmagn til að ráðast í framkvæmdir. Meirihlutinn verður vitaskuld að fara varlega og skynsamlega að. Miklu valdi verður að beita af skynsemi, lipurð og mildi. Menn skyldu í upphafi endinn skoða. Ef meirihlutinn er knappur og margir eigendur eru illa staddir og geta
fyrirsjáanlega ekki greitt sína hluti af kostnaðinum er ekki skynsamlegt að þvinga fram kostnaðarsamt viðhald nema það sé þeim mun brýnna. Við vanskil verða aðrir eigendur að axla aukabyrði meðan krafan er innheimt. Það er ekkert grín fyrir húsfélag eða meirihluta eigenda að fjármagna dýra framkvæmd og neyðast svo til að herja á fjárvana sameigendur. Verði húsfélag fyrir útlátum vegna vanskila eigenda er endurkrafan tryggð með lögveði í íbúðum þeirra. Lögveðið gengur framar eldri og yngri veðskuldum og fjárnámum. Lögveðið er tímabundið og fellur niður ári eftir gjalddaga.
Vanræksla á viðhaldi
Valdi og vilja meirihlutans eru takmörk sett ef athafnaleysi hans fer í bága fer við heill hússins. Meirihlutinn getur ekki til lengdar staðið gegn brýnu og nauðsynlegu viðhaldi ef húsið liggur undir skemmdum. Vilji hann ekki eða dragi úr hömlu að ráðast í framkvæmdir þótt húsið og íbúðir þess liggi undir skemmdum, þurfa einstakir eigendur ekki að una því. Húsið á ekki að níðist niður í skjóli eða fyrir vanrækslu meirihlutans. Getur minnihlutinn og jafnvel einstakir eigendur þá að vissum skilyrðum uppfylltum ráðist í framkvæmdir á kostnað allra eigenda. -shg
Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs.
www.ils.is
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
Hvítlakkað Kontur 10
Major eik grá D-3010 8 mm þykkt Borða stærð 24,4cm x 138 cm Styrkleikaflokkur: AC4/32 Verð: 2690.-m2
Eik með þverspón
LJÚKTU UPP...
Major eik D-3003 8 mm þykkt Borða stærð 24,4cm x 138 cm Styrkleikaflokkur: AC4/32 Verð: 2.690 kr. m²
Hnota
Sterkar og hljóðeinangrandi innihurðir Einfaldar í uppsetningu - fjölbreytt úrval
Gæði og gott verð!
Ármúli 8 I 108 Reykjavík Sími 516 0600 I www.birgisson.is
8
viðhald húsa
Helgin 16.-18. mars 2012
Fjöleignarhús Ákvarðanir sem máli skipta
Húsfundir - aðalfundir A llar ákvarðanir sem máli skipta í fjöleignarhúsum verður að taka á húsfundum. Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Húsfundir eru tvenns konar. Annars vegar aðalfundir, sem halda skal einu sinni á ári og hins vegar almennir fundir. Í grundvallaratriðum gilda sömu reglur og sjónarmið um aðalfundi og aðra húsfundi. Munurinn er sá að aðalfundur hefur tiltekin lögboðin verkefni.
Aðalfundatími – miklir hagsmunir
Aðalfundi húsfélaga skal halda ár hvert fyrir lok aprílmánaðar og þá ber að boða með minnst 8 daga fyrirvara. Almennir fundir eru haldnir eftir þörfum og skal boða þá með minnst 4 daga fyrirvara. Í báðum tilvikum er 20 daga hámarks boðunarfrestur. Annars eru ekki í fjöleignarhúsalögunum bein fyrirmæli um fundartíma og fundarstað. Nú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum. Á aðalfundum er vélað um mikla hagsmuni eigenda og húsfélaga. Þar eru teknar ákvarðanir um þýðingarmikil mál og framkvæmdir sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát. Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar um framkvæmdir og greiðsluskyldu eigenda að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn.
Aðild að ákvörðunum
Ein mikilvægustu réttindi eiganda í fjöleignarhúsi er aðild að húsfélagi og réttur til að eiga hlut að sameiginlegri ákvarðanatöku. Allir eigendur eiga óskoraðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum um sameiginleg málefni. Sameiginlegar ákvarðanir skulu teknar húsfundi. Hafi eigandi ekki verið hafður með í ráðum og ekki boðaður á húsfund með þeim hætti sem lög mæla fyrir um þá er hann ekki bundinn af ákvörðunum fundarins. Til að þessi grundvallarréttur sé virtur, verður fundur að vera haldinn á eðlilegum tíma og stað og við boðlegar aðstæður. Ber vitaskuld að velja stað og tíma þegar ætla má að allir eða flestir geti með góðu móti mætt. Ekki má beita hrekkjum og skollabrögðum í því efni.
Ríkar kröfur til funda
Megintilgangur húsfélags er að viðhalda verðmæti og notagildi hússins. Í því skyni getur húsfundur yfirleitt, án tillits til þess hversu margir sækja fund, tekið bindandi ákvarðanir með einföldum meirihluta fundarmanna. Þegar ákvarðanir lúta að umtalsverðum endurbótum og breytingum er krafist aukins meirihluta og til verulega breytinga er krafist samþykkis allra. Vegna þessa og grundvallarþýðingu samráðs við töku sameiginlegra ákvarðana gera lög ríkar kröfur til húsfunda sem eru hinn lögboðni samráðsvettvangur.
Tími og staður sem hentar flestum
Fundarboðendum ber, innan skynsamlegra marka, að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til aðstæðna og óska einst a k ra eigenda um stund og stað funda þótt seint sé unnt að mæta öllum óskum allra. Fundarboðendur verða að lesa í spilin og horfa til þess hvað hentar flestum eigendum og stuðla með því að góðri fundarsókn en ekki fámennum laumufundum.
Ákvarðanir á að taka á fundum – fundarboð
Allar ákvarðanir sem máli skipta verður að taka á fundum sem standa verður rétt að. Nauðsynlegt er vanda fundarboð og greina í því meginefni tillagna, sem bera á upp. Annars getur ákvörðun verið óskuldbindandi og skapar ekki greiðsluskyldu. Mikilvægt er að fundurinn sé boðaður og haldinn í samræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga. Sú skylda hvílir á stjórninni að undirbúa fund af kostgæfni í alla staði, bæði fundarboðið, tillögur, skipulag, umgjörð og stjórn fundarins, þannig að hann verði löglegur, markviss, málefnalegur og árangursríkur. Stjórn húsfélags ber sönnunarbyrðina fyrir því að fundur hafi verðið löglega boðaður og haldinn. Brýnt er að vanda fundarboðun sérstaklega ef um er að tefla mikla mikilvægar ákvarðanir til dæmis um dýra framkvæmd eða umdeild atriði. Það eru mörg dæmi um húsfélög og stjórnarmenn þeirra, sem hafa orðið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna þess að kastað var til höndum við undirbúning og framkvæmd húsfunda.
Fundarstjórn formanns
Algengt er að fundi sé stjórnað af formanni húsfélagsins en heimilt er að fá ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga við að undirbúa og halda húsfundi. Í mörgum tilvikum er það nauðsynlegt til að rjúfa sjálfheldu sem húsfélagið eða einstök mál eru komin í vegna deilna í húsfélaginu. Oft er formaður deiluaðili eða blandast í mál með þeim hætti að brigður
verði bornar á hlutleysi hans og fundarstjórn. Þá fer best á því að sá kaleikur sé frá honum tekinn og fenginn hæfum og hlutlausum sérfræðingi. Eins er það skynsamleg öryggisráðstöfun bæði inn á við til og út á við að tryggja lögmæti fundar og að ákvarðanir séu löglega teknar.
Markvissar umræður – fundarfriður
Í umræðum á húsfundum er brýnt að menn séu gagnorðir og málefnalegir og setji fram skoðanir sínar og rökstyðji þær skilmerkilega þannig og fundartíma sé ekki sólundað í aukaatriði. Það er frumforsenda árangursríkra fundarstarfa að friður ríki á fundi og menn fái gott hljóð til að koma sjónarmiðum sínum, skoðunum og rökum á framfæri. Gjamm og kliður og vapp og ráp getur hæglega rústað fundi og verður fundarstjóri því að taka fast á því.
Boðleg fundaraðstaða
Það er mjög mikilvægt að húsnæði fundar sé hæft til funda. Yfirleitt er best að halda húsfundi annars staðar en í viðkomandi húsi. Fundir á hlutlausu svæði við góðar fundaraðstæður takast miklu betur en hinir. Það er ekki boðlegt að halda stóra fundi í sameign húsa, í stigagangi, þvottahúsi, bílageymslum eða geymslum, við bága fundaraðstöðu. Það eyðileggur fundarformið og virðingu fundarins. Sama má segja um fundi inn í einstökum íbúðum. Þeir fá ávallt á sig óformlegan blæ kaffisamsætis og eru yfirleitt langir, ómarkvissir og ómálefnalegir. Fólk betlandi kaffi, talandi og hjalandi, þvers og kruss, hvert ofaní annað með tilheyrandi þrætum, þrasi og þófi. Og þegar upp er staðið veit
enginn, ekki einu sinni fuglinn fljúgandi, hvað var sagt og ósagt og hvað var samþykkt og hvað ekki.
Fundargerð
Undir umsjá fundarstjóra skal rita fundargerð um meginatriði þeirra mála sem tekin eru fyrir og allar ákvarðanir sem teknar eru og hvernig atkvæði hafa fallið. Hún verður að vera áreiðanleg og nákvæm án þess að aðalatriði séu kaffærð í smáatriðum. Það er óþarfi að bóka orðrétt vaðal sem fer út og suður. Ljósrit fundargerða eiga að vera aðgengilegar eigendum.
Hvað má stjórn?
Stjórn húsfélags framkvæmir fyrst og fremst ákvarðanir húsfunda en henni er líka innan þröngra marka heimilt að taka ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Hún getur á eigin spýtur látið framkvæma á minni háttar viðhald og viðgerðir og gert brýnar ráðstafanir sem ekki þola bið. Um allt sem lengra gengur er henni almennt skylt að leita fyrst samþykki húsfundar. Á það fortakslaust við um allar ráðstafanir og framkvæmdir sem eru verulegar hvað kostnað, umfang og óþægindi varðar. Stjórn getur keypt fundaraðstoð og ráðgjöf og gert vissar ráðstafanir og aflað upplýsinga og gagna vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem nauðsynlegar eru til að húfundur geti tekið upplýsta ákvörðun um mál. Stjórn er þó rétt að fara varlega í þessum efnum og afla jafnan fyrst samþykkis húsfundar. Verður seint of brýnt fyrir framkvæmdaglöðum stjórnarmönnum að húsfundir séu ekki bara hraðahindranir heldur æðsta valdið í sameiginlegum efnum.
Grátt gaman
HÁGÆÐA PLANKAPARKET Okkar eigin framleiðsla
BEINT FRÁ VERKSMIÐJU TIL VIÐSKIPTAVINAR EIGIN FRAMLEIÐSLA - ENGIR MILLILIÐIR - LÆGRA VERÐ
Síðumúla 31 • 108 Reykjavík Símanr: 581 2220 • 840 0470
www.parketverksmidjan.is
Að lokum þetta: Samkvæmt eðli máls og meginreglum fjöleignarhúsalaga er eigendum ekki skylt að sækja húsfundi á afbrigðilegum tímum og stöðum og slíkir fundir yrðu yfirleitt taldir ólöglegir. Fundarboðendum ber að boða fundi á stundu og stað þegar sem flestir eigendur eiga að geta mætt. Þess vegna ber að forðast, nema eitthvað mikið liggi við, að boða húsfundi um hásumar og nálægt jólum og páskum. Afbrigðilegur fundartími og fundarstaður er yfirleitt valinn til að útiloka eða torvelda fundarsókn eða þá sem grikkur eða liður í innanhússtríði. Slíkt fer í bága við orða og anda fjöleignarhúsalaga og kemur viðkomandi í koll. Á ólögmætum fundi verða engar lögmætar ákvarðanir teknar. Þá er verr af stað farið en heima setið. Klækjarefir og gráglettnir fundaboðendur geta skotið sig illa í fótinn og víðar með því að velja fundi afbrigðilegan stað og tíma.
viðhald húsa 9
Helgin 16.-18. mars 2012 KYNNING
Gott viðhald er gulli betra
V
sóknir sýnt að í skólum með húsasótt er iðhald húsa hefur mikil áhrif á verðmæti þeirra og mæting aðeins 1-3 prósent minni en getur haft áhrif á líðan íbúa. Það er því mikil einkunnir á bilinu 3-17 prósentum vægt að huga vel að reglulegu viðhaldi lægri. og fyrirbyggjandi aðgerðum. Indriði Níels Það má reikna má með að son, hjá verkfræðistofunni Verkís segir húsasótt sé tíðari á heim mikilvægt að fagmenn komi að viðhaldi. ilum en annars staðar. „Verkís býður upp á margvíslega Ástæður geta meðal ástandsráðgjöf sem nær frá sérfræði annars verið að íbúar aðstoð vegna fasteignakaupa einstak geta verið seinir að átta linga til sértækra viðhaldsáætlana og sig á húsasóttinni og breytinga lítilla sem stórra mann nauðsynlegar viðgerðir virkja. Almenn ráðgjöf fyrir hús kostnaðarsamar. Oftast eigendur felst yfirleitt í fjórum þáttum eru þó lausnir á vanda eftir því hve ítarlegri þjónustu viðskipta málum í íbúðarhúsum vinir óska, það er ástandsblaði, ástands einfaldar. Hér, eins og í ná skoðun, ástandsmati og ástandsskýrslu. grannalöndunum, er áætlað að Undir sérhæfða ráðgjöf fellur til dæmis ráð um 20-30 prósent allra bygginga gjöf um viðhald gamalla bygginga, innivist, ráð Lausnir vegna feli í sér húsasótt.“ Indriði bætir gjöf vegna húsasóttar og myglu. Að auki býður húsasóttar eru því við að vandamálin komi helst Verkís sérfræðiráðgjöf um steinsteypuviðhald, yfirleitt einfaldar. upp þar sem raki, næring og rétt úrbætur á hljóðvist, lýsingu, lagnamálum og hitastig sé fyrir hendi. „Það skapast kjöraðstaða brunamálum. Ef ákveðið er að ráðast í fram fyrir mygluvöxt. Því hærri sem rakinn er því hraðari kvæmdir þarf að útbúa útboðsgögn en vönduð útboðsgögn verður mygluvöxturinn. Vöxtur myglusveppa er líka háður eru nauðsynleg fyrir vel heppnað verk. Því næst er leitað hitastigi en við kjörskilyrði getur mygla myndast á mjög tilboða, besta tilboði tekið og gerður skriflegur verk skömmum tíma, jafnvel á einum sólarhring. Fyrstu merki samningur. Grunnurinn að vel heppnuðu verki er gott og um myglumyndun er þung lykt sem reynist erfitt að losna viðurkennt handbragð verktaka og gott eftirlit. Ég myndi við, þrátt fyrir útloftun.“ segja að mikill auður felist í þekkingu starfsmanna Verkís á traustum og viðurkenndum verktökum.“
Húsasótt og áhrif hennar
Sérfræðingar Verkís hafa mikla reynslu á öllum sviðum húsasóttar og býður stofan upp á margs konar úttektir og ráðleggingar um úrbætur. Indriði segir lausnirnar yfirleitt einfaldari en fólk gerir sér grein fyrir. „Það er ekki til ein ákveði n skilgreining á húsasótt en oftast er átt við óæski leg óþægindi sem tengja má dvöl í rými. Hjá fyrirtæki þar sem starfsemnn þjást af húsasótt má búast við óútskýrðri fjarveru, aukinni veikindatíðni, minni afköstum og starfs ánægju sem getur leitt af sér háa starfsmannaveltu. Börn eru viðkvæmari fyrir húsasótt en fullorðnir og hafa rann
EFLA_auglysing_prent.indd 1
Indriði Níelsson hjá verkfræðistofunni Verkís. Ljósmynd Hari.
Mikilvægt að hindra óþarfa skemmdir
Hvort sem um er að ræða sprungur í steypu, flagnaða málningu, leka glugga eða galla í þaki er mikilvægt að vera alltaf vakandi fyrir viðhaldi á veðrunarkápu húsa. Stöðugt viðhald, kemur í veg fyrir óþarfa skemmdir og getur sparað stórar fjárhæðir til lengri tíma, að sögn Indriða. „Það er mikilvægast að hindra að skemmt hús næði hafi áhrif á heilsu fólks, því heilsan og fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Verkís hefur yfir að ráða sérfræðingum sem geta greint vanda og komið með tillögur að úrbótum.“
Af fjölmörgum verkefnum Verkís má nefna Bólstaðahlíð 52-56 og Þjóðmenningarhús.
14.3.2012 19:37:53
10
viðhald húsa
Helgin 16.-18. mars 2012
Byggingariðnaðurinn Meistar adeildin
Löggiltir iðnmeistarar trygga faglegri vinnubrögð
H
úseigendafélagið var stofnað árið 1923 og er almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi, hvort sem fasteignin er íbúð, einbýlishús, atvinnuhúsnæði, land eða jörð, leiguhúsnæði eða til eigin nota. Félagar eru bæði einstaklingar, fyrirtæki og félög, þar með talið húsfélög í fjöleignarhúsum. Upphaflega var félagið fyrst og fremst hagsmunavörður leigusala og stöndugra fasteignaeigenda í Reykjavík en í tímanna rás hefur það orðið almennt landsfélag, meira í ætt við neytendasamtök og obbi félagsmenn eru íbúðareigendur í fjöleignarhúsum. Félagsmenn eru um 9.000 og þar af eru nálægt 800 húsfélög. Félagsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin, einkum og sér í lagi húsfélögunum.
V
Skriflegir samningar koma í veg fyrir misskilning og deilur
Meistaradeild Samtaka iðnaðarins samanstendur af tíu meistarafélögum hinna ýmsu byggingariðngreina víða á landinu, hún rekur sjóð sem heitir Ábyrgðarsjóður meistaradeildar Samtaka iðnaðarins. MSI mælir með því að gerðir séu skriflegir verksamningar milli verkkaupa og verksala og býður verktökunum sínum upp á staðlað samningsform. Mikilvægt er að benda á að ákvæði um Ábyrgðarsjóðinn er skilyrt við að skriflegur samningur hafi verið gerður milli aðila. Þorsteinn hvetur til að gerður sé skriflegur samningur. Það kemur í veg fyrir deilumál eftir á. „Þá er allt á hreinu, bæði hvað átti að gera, á hvaða tíma og fyrir hversu mikla peninga. Skriflegir samningar taka af allan vafa um hvað er verið að semja,“ sagði formaður MSI.
Almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda Þríþætt starfsemi félagsins
Þeir sem versla við félagsmenn MSI fá tryggingu í gegnum ábyrgðarsjóð. orið er á næsta leiti og framkvæmdahugurinn að vakna. Mörg viðhaldsverkefni bíða eftir veturinn. Nú er lag því að átaksverkefnið „Allir vinna“ veitir endurgreiðslu á virðisaukaskatti út þetta ár. „Húsfélög og aðrir fasteignaeigendur fara að huga að framkvæmdum nú með vorinu og þá skiptir miklu að standa vel og rétt að málum. Meistaradeild Samtaka iðnaðarins, MSI, mælir auðvitað með því að leitað sé til fagmanna vegna fyrirhugaðra framkvæmda og alveg sérstaklega til sinna félagsmanna,“ segir Þorsteinn V. Sigurðsson formaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins. Innan vébanda MSI eru meistarafélög í nær öllum greinum byggingariðnaðarins. Átakið „Allir vinna“ er í fullu gildi þetta ár sem þýðir að virðisaukaskattur af vinnu unninni á verkstað fæst endurgreiddur. Það er greinilegt að landsmenn hafa kunnað vel að meta átakið því að tölurnar sýna að endurgreiðslur tvöfölduðust milli ára 2008-2009, fóru úr 6.000 í 12.000 óskir um endurgreiðslur. Það er ánægjulegt að sjá að óskir um endurgreiðslur hafa ekki dregist saman þegar litið er til áranna 2010 og 2011 sem sýnir að almenningur er að sinna viðhaldsmálum. Það er vitað að besta fjárfesting húseiganda er að halda eignum sínum í góðu ástandi svo verðgildi þeirra hrapi ekki.
Húseigendafélagið Stofnað árið 1923
Miklu skiptir að fá iðnmeistara í verkið
Treysta á fagmenn
Miklu skiptir að fá löggilda iðnmeistara í verkið og treysta þannig á fagmenn, frekar en ófaglærða. „Það er mergurinn málsins,“ segir Þorsteinn V. Sigurðsson. „Menntaðir iðnaðarmenn eru vandaðri starfsmenn og skila betri vinnu en þeir sem ekki hafa formlega menntun. Þeir sem versla við félagsmenn MSI fá jafnframt tryggingu í gegnum ábyrgðarsjóðinn ef skriflegur samningur hefur verið gerður. Það tryggir faglegri vinnubrögð,“ segir hann enn fremur. Samkvæmt mannvirkjalögum, sem gengu í gildi á þessu ári, er þess krafist að iðnmeistarar og byggingastjórar haldi gæðakerfi. „Við bjóðum okkar félagsmönnum gæðakerfi að undangengnu námskeiði. Við viljum eindregið að þeir noti gæðakerfi, þó að sumum finnist það mikið skrifræði í upphafi. Gæðakerfi er til hagsbóta fyrir alla aðila, jafnt kaupendur sem seljendur,“ segir hann. Margir landsmenn hafa vafalaust hugsað sér að sinna viðhaldi og framkvæmdum í sumar og eru kannski þegar byrjaðir á undirbúningnum. Meistaradeildin hvetur til þess að tækifærið sé notað meðan virðisaukaskatturinn af vinnunni fæst allur endurgreiddur. Fjárhagslega borgar sig því að fara í framkvæmdir núna.
Þríþætt starfsemi
Starfsemi Húseigendafélagsins er þríþætt: Almenn hagsmunagæsla fyrir fasteignaeigendur Almenn fræðslustarfsemi og upplýsingamiðlun Ráðgjöf og þjónusta við félagsmenn
Frjálst og óháð
Félagsmenn standa undir starfsemi þess að öllu leyti. Félagið er óháð og nýtur engra opinberra styrkja. Húseigendafélagið er eingöngu rekið með hagsmuni félagsmanna og húseigenda að leiðarljósi en ekki hagnað.
Lögfræðiþjónusta
Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Málin eru af mörgum og fjölbreyttum toga en algengust eru mál vegna fjöleignarhúsa, húsaleigu, fasteignakaupa og grenndar. Lögfræðiþjónustan hefur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi. Býr félagið yfir einstæðri og sérhæfðri þekkingu og reynslu á þessum sviðum lögfræðinnar.
Húsfundaþjónusta
murmeist@centrum .is
VANTAR ÞIG LÖGGILDAN
MÚRARAMEISTARA? MENN SEM BERA ÁBYRGÐ VELDU FAGMANN – VIÐ AÐSTOÐUM
www.múrarameistarar.is Skipholti 70 – Sími 533 6890
Það færist í vöxt að húsfélög gangi í Húseigendafélagið, einkum til að fá lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð, bæði í innri og ytri málefnum. Húsfélög njóta sérkjara við inngöngu. Þegar húsfélag gengur í Húseigendafélagið öðlast sérhver eigandi full félagsréttindi og getur leitað til þess með sín mál enda þótt þau snerti ekki húsfélagið. Húsfundaþjónusta félagsins felur í sér aðstoð og ráðgjöf við undirbúning funda, það er dagskrá, tillögur, fundaboð og fundarstjórn og ritun fundargerða. Á húsfundum eru gjarnan teknar ákvarðanir sem varða mikla fjárhagslega hagsmuni og miklar skuldbindingar. Þessi þjónusta á að tryggja lögmæta fundi og að rétt sé að töku ákvarðana staðið en á því er oft misbrestur með afdrifaríkum afleiðingum. Þeim húsfélögum fer ört fjölgandi sem vilja hafa allt á hreinu og sneiða hjá áhættu og skakkaföllum og nýta þessa þjónustu.
Húsaleiguþjónusta
Útleiga húsnæðis getur verið áhættusöm fyrir leigusala ef ekki er farið að með gát. Húseigendafélagið aðstoðar við samningsgerð, þar á meðal að kanna feril og skilvísi leigjenda. Ef vanefndir verða stendur félagsmönnum til boða aðstoð lögfræðinga félagsins.
Réttarbætur
Hæst hefur borið í almennu hagsmunabaráttu félagsins að stuðla að réttarbótum fyrir fasteignaeigendur. Hefur félaginu orðið verulega ágengt í því efni öllum húseigendum til hags og heilla. Má nefna fjöleignarhúsalögin og húsaleigulögin og löggjöf um fasteignakaup. Auk þessa hefur félagið haft afskipti af ýmsum öðrum lögum, lagafrumvörpum og reglugerðum, sem varða fasteignir, bæði beinlínis og með ábendingum og umsögnum. Núna stendur yfir endurskoðun fjöleignarhúslaganna og stýrir formaður félagsins henni.
Þjónusta við félagsmenn
Þjónusta félagsins er einskorðuð við félagsmenn enda standa þeir undir starfsemi þess með félagsgjöldum sínum. Félagið stendur á eigin fótum fjárhagslega og þiggur enga styrki. Félagsgjöldum er mjög í hóf stillt og sama er að segja um endurgjald fyrir alla þjónustu. Árgjald einstaklings er 5.000 krónur en 3.000 krónur fyrir hvern eignarhluta þegar um húsfélga er að ræða. Skráningargjald er 4.900 krónur, greitt er við inngöngu og felst í því viðtalstími við lögfræðing.
Skrifstofan – Heimasíðan – Greinasafn
Skrifstofa Húseigendafélagsins er í Reykjavík að Síðumúla 29, sími: 588 9567. Netfang: postur@huseigendafelagid.is Þar eru veittar nánari upplýsingar um félagið, starfsemi þess og þjónustu. Á skrifstofunni fást margvísleg gögn og upplýsingar, svo sem lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og fræðsluefni af ýmsu tagi. Heimasíða félagsins hefur að geyma margvíslegar upplýsingar um Húseigendafélagið, starfsemi þess og viðfangsefni. Þar er m.a. yfirlit yfir fjölda greina sem lögfræðingar félagsins hafa ritað og félagsmenn geta fengi endurgjaldslaust. Slóðin er: www.huseigendafelagid.is
Fleiri félagsmenn: Öflugra félag og aukin þjónusta
Starfsemi Húseigendafélagsins hefur undanfarin ár verið gróskumikil, öflug og árangursrík. Þótt félagið hafi verið í mikilli sókn og náð verulegum árangri á mörgum sviðum, þá má ger betur enda eru viðfangsefnin óþrjótandi. Mörg spennandi mál og hagsbætur fyrir félagsmenn bíða þess að félagið hafi afl og styrk til að vinna að framgangi þeirra. Það er þó og mun alltaf verða forsenda fyrir öflugra og árangursríkara starfi að fleiri fasteignaeigendur skipi sér undir merki félagsins.
www.husa.is
LAUSNIN ER HJÁ OKKUR allt undir einu þaki
Timbursölur um land allt
Sérfræðingar með áratuga reynslu Í Húsasmiðjunni færðu ráðgjöf hjá sérfræðingum með áratuga reynslu, sem annast ráðgjöf og sölu á timbri, byggingalausnum, hurðum og gluggum, pallasmíði, bílskúrshurðum, pípulögnum, málningu og flestu öðru sem viðkemur húsbyggingum og viðhaldi. Sérþekking
Gluggar
Hurðir
Við finnum lausina með þér Húsasmiðjan býður úrval lausna varðandi byggingar, vegg- og loftaklæðningar, uppsettar hurðir og glugga, bílskúrshurðir, þakrennur, klæðningar, pallaefni og öðru sem viðkemur byggingum og viðhaldi. Ráðgjöf
12
viðhald húsa
Helgin 16.-18. mars 2012
Gluggar Mörkin eru við glerið
Gluggaframkvæmdir Hvað er í séreign og hvað í sameign? Og hvernig skiptist kostnaðurinn?
U
ndir sameign fjöleignarhúss falla allir hlutar þess sem ekki eru ótvírætt í séreign. Þannig er ytra byrði húss í sameign. Sameign er meginreglan í fjöleignarhúsum og ávallt eru löglíkur fyrir því að um sameign sé að tefla fremur en séreign. Eiganda ber að sjá um og kosta allt viðhald á séreign sinni. Sameiginlegur kostnaður er kostnaður sem snertir sameignina og er meðal annars fólginn í viðhaldi og endurbótum. Löglíkur eru á því að kostnaður í fjöleignarhúsi sé sameiginlegur. Það er skilyrði þess að kostnaður teljist sameiginlegur að ákvörðun sem leiddi til hans hafi verið tekin í samræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga. Hafi eigandi í fjöleignarhúsi ekki verið hafður með í ráðum og ekki boðaður á fund þar sem ákvörðun er tekin, er meginreglan sú, að hann er ekki bundinn af ákvörðunum sem á þeim fundi eru teknar. Getur hann þá krafist þess að framkvæmdir verði stöðvaðar og neitað að greiða hlutdeild í sameiginlegum kostnaðinum.
Gluggar – sérkostnaður og sameiginlegur
Fjöleignarhúsalögin mæla fyrir um að sá hluti glugga sem er inni í séreign og gler í gluggum sé séreign eiganda og ytri hluti glugga sé í sameign. Mörkin eru við glerið. Ytri gluggaumbúnaður liggur utan glersins og er kostnaður við hann sameiginlegur en kostnaðurinn við það sem er innan glersins og glerið sjálft er sérkostnaður. Allur kostnaður vegna viðgerða og endurbóta á ytri hluta glugga er sameiginlegur og skiptist eftir hlutfallstölum. Kostnaður vegna innri hluta glugga og glers greiðist af eiganda viðkomandi íbúðar. Gildir sama um opnanlega glugga og glugga endranær. Sé um að ræða endurnýjun á glugga í sameign er allur kostnaðurinn, bæði við innri og ytri hluta, sameiginlegur. Ef skipt er um glugga í heild greiðir eigandi helming kostnaðarins (efnis) og glerið. Hinn helmingurinn er sameiginlegur og skiptist á alla eigendur eftir hlutfallstölum.
Helmingaskiptaregla
Reglan um jafna skiptingu gluggakostnaðar byggist á eðli máls og því að líkur séu á því að hlutdeild í sameign sé jöfn og að sameiginleg-
ur kostnaður og sameiginleg réttindi skiptist að jöfnu. Þessi regla er forn og hefur einnig stuðning í fjöleignarhúsalögum. Þessari reglu er beitt í langflestum tilvikum og hún á vel við. Þó kann að vera að gluggaumbúnaður sé afbrigðilegur þannig að sýna megi fram á að önnur skipting eigi betur við. Afar fá dæmi eru um það. Því má ekki gleyma að yfir vötnum svífur sú meginregla að ávalt séu líkur á því að kostnaður í fjöleignarhúsum sé sameiginlegur fremur en sérkostnaður. Þannig að vafatilvik falla yfirleitt undir meginregluna. Sá sem heldur því fram að meginreglan um jafna skiptingu sé bersýnilega ósanngjörn og eigi illa við verður að sýna fram á það og að önnur en jöfn kostnaðarskipting sé eðlilegri og sanngjarnari.
Efniskostnaður að jöfnu en kostnaður við ísetningu er sameiginlegur Vegna grundvallarreglunnar um að ávallt sé líkur séu á því að kostnaður í fjöleignarhúsi sé sameiginlegur og að sérkostnaður sé undantekningin og þeirrar reglu að allt ytra byrði hússins sé sameign og að viðhald á húsi að utan sé sameiginlegt og þeirrar reglu að eigendur eig að vera sem jafnast settir án tillits til þess hvort íbúðin sá á jarðhæð eða á 10. hæð, verður að túlka ákvæði fjöleignarhúsalagana um glugga og kostnað vegna þeirra þannig að það sé fyrst og fremst efniskostnaðurinn, kaupverð glugga (fyrir utan glerið) og annað efni, listar, kítti og þess háttar, sem skiptist að jöfnu. Til sérkostnaðar eigenda telst þannig helmingur efniskostnaðarins. Kostnað vegna ísetningar og annarrar vinnu utan frá og kostnað vegna, vinnupalla, körfubíla og annarra tækja og tilfæringa ber yfirleitt að heimfæra undir meginregluna um sameiginlegan kostnað. Vinna og frágangur við glugga inni í íbúðinni myndi falla á eiganda sem sérkostnaður. Eigandi er einnig þátttakandi eftir hlutfallstölu íbúðar í öllum sameiginlegum kostnaði.
Kostnaður vegna viðgerða á ytri hluta glugga er sameiginlegur.
glers. Fjárhagsleg áhætta eigenda við rúðubrot myndi vera í mjög mismunandi og í hrópandi misræmi. Íbúðareigandi á jarðhæð þar sem aðgengi er gott væri þá mikið betur settur en gamla konan á 12. hæð þar sem erfitt og kostnaðarsamt er að komast að gluggum og beita verður tilfæringum og tækjum við það. Það mundi myndi halla óhæfilega á síðarnefnda eigandann og vera í hróplegri andstöðu við meginreglur fjöleignarhúsalaga um jafnræði og jafna stöðu eigenda óháð staðasetningu íbúða.
Vanræksla á viðhaldi
Sá fyrirvari er gerður ef viðhaldsþörf séreignarhluta gluggans stafar af vanrækslu á sameiginlegu viðhaldi hússins. Er talið að það geti í vissum tilvikum leitt til þess að allur kostnaðurinn og afleitt
tjón verði talinn sameiginlegur, líka sá hluti sem annars teldist sérkostnaður. Þessi fyrirvari felur í sér undantekningu frá meginreglu og ber því að setja honum þröngar skorður. Verður að gera ríkar kröfur um sönnun og fleira svo til álita komi að víkja frá meginreglunni. Ef breytingar eru gerðar á gluggum, til dæmis stækkun, vegna sérstakra óska eða þarfa eigenda, þannig að til kostnaðarauki verður, þá á viðkomandi eigenda að greiða umframkostnaðinn.
Glugginn minn
Eigendum minni fjöleignarhúsa er nokkuð tamt að líta á glugga íbúða sinna sem sína séreign. Það er þannig útbreiddur misskilningur að menn eigi þá glugga með húð og hári sem eru á eignarhluta þeirra og þeir séu óviðkomandi
öðrum eigendum. Þeir megi hafa sína hentisemi varðandi viðhald og endurnýjun þeirra. Álitamál rísa þegar ástand glugga í húsi er misgott vegna þess að einstakir eigendur hafa einhvern tímann án þess að spyrja kóng eða prest endurnýjað „sína“ glugga meðan aðrir hafa kannski látið „sína glugga“ drabbast niður. Það er einkum í minni fjölbýlishúsum þar sem gluggar eru innan seilingar sem svona mál koma upp. Þegar eigandi hefur áður skipt um „sína glugga“ er hann skiljanlega óhress með að vera dreginn inn í framkvæmdir við glugga annarra íbúða. Honum finnst ósanngjarnt að vera krafinn um þátttöku við slíka framkvæmd þar sem hann hafi einn kostað „sína glugga“ og ekki krafið sameigendur sína un neitt þegar hann skipti um þá.
Kostnaður vegna innri hluta glugga og glers greiðist af íbúðareiganda.
Jöfnuður óháð staðsetningu
Ef framangreind túlkun er ekki lögð til grundvallar myndu eigendur íbúða á jarðhæð sleppa miklu betur frá gluggaframkvæmdum en þeir sem eiga íbúðir á efri hæðum, bæði við endurnýjun glugga og
Iðnaðarmenn - arkitektar - húseigendur
S a n n g i r n i s r eg l a
HÚSVERNDARSTOFA Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa Endurgjaldslaus ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 16 – 18 og á sama tíma í síma 411 6333 Húsafriðunarnefnd – IÐAN fræðslusetur – Minjasafn Reykjavíkur
Gluggar og gluggaskipti í fjöleignarhúsum eru vel að merkja sameiginleg aðgerð og framkvæmd. Ef eigandi hefur ráðist í það á eigin spýtur hefur hann ekki farið löglega að. Þá er það grundvallarregla að hann situr uppi með sárt ennið og kostnaðinn. Aðrir eigendur geta þá yfirleitt neitað kostnaðarhlutdeild. Við uppgjör og skiptingu kostn-
aðar í slíkum tilvikum er þó talið sanngjarnt innan vissra marka að taka tillit til fyrri endurbóta. Hefur mótast sú sanngirnisregla þegar eigandi hefur á eigin kostnað endurnýjað sína ”glugga” þannig að ekki þurfti að skipta um þá við sameiginlegar gluggaframkvæmdir, þá sé sanngjarnt að hann njóti þess í uppgjörinu fremur en aðrir eigendur. Hver
sparnaðurinn er fyrir heildina getur verið mjög mismunandi og verður að meta það í hverju falli. Meðal annars verður að líta til þess hversu vandað var til verka, hversu langur tími er liðinn og svo framvegis. Ástæður og aðdragandi slíkrar framkvæmdar og afstaða annarra eigenda á þeim tíma getur haft þýðingu. Þessi sanngirnisregla á sér stoð
í fjöleignarhúsalögunum og kærunefndarálitum og dómaframkvæmd. Viðkomandi eigandi verður að sanna að þessi sanngirnisregla eigi við um hvaða hvaða fjárhæðir sé að tefla, það er hver sparnaðurinn er fyrir heildina. Hver sparnaðurinn er getur verið mjög mismunandi og verður að meta það í hverju felli.
viðhald húsa 13
Helgin 16.-18. mars 2012 KYNNING
þolgæði Var an prófuð í sérstökum slagregnsk áp
Vörur BYKO þola íslenskt veðurfar Það skiptir miklu máli að velja gott efni
B
YKO leggur ríka áherslu á að bjóða upp á útivörur, svo sem útiklæðningu, glugga og hurðir, sem sannarlega þola íslenskt veðurfar en hér getur skipst á frost og þíða á skömmum tíma, sem veldur miklu álagi á vörurnar, og getur hreinlega skemmt þær sem ekki eru sérstaklega hannaðar fyrir strembið veðurfar. BYKO tryggir að vörur frá þeim séu hannaðar fyrir íslenskt veður. Hér verður rætt um utanhúsklæðningar úr flísum, hurðir og glugga. En kjörorð BYKO varðandi þetta er: Reynsla, þekking og fjölbreytt vöruúrval, sem tryggir ánægjuleg viðskipti. Um áramótin fengu flísar frá BYKO sem eru sérstaklega ætlaðar eru sem utanhúsklæðningar vottun frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um að þær þoli vel hitasveiflur í veðri. „Við teljum okkur bjóða mjög gott verð í útiflísum og það eru ekki mörg fyrirtæki sem selja útiflísar sem fengið hafa hæstu einkunn í frostþolsprófi og án þess að upplitast,“ segir Örn Haraldsson sölumaður á Fagsölusviði hjá BYKO. Gluggar frá BYKO hafa einnig fengið vottun frá sama aðila en þeir eru prófaðir í slagregnskáp.
Stóðust krefjandi frostþolspróf
Örn segir okkur frá frostþolsprófinu þar sem flísarnar, þurftu að ganga í gegnum hjá Nýsköpunarmiðstöðinni. „Hér á landi mæðir mikið á húsum bæði slagveður og hitasveiflum. Við prófunina eru sýnin látin verða fyrir 300 frostþíðu sveiflum standandi upp á rönd að 1/3 á kafi í vatni. Hitasveifla við prófuninar er á milli +5° C og -18°C í vatni og við lofthitasveiflu milli +50°C og -30°C. Þetta er mjög harkalegt próf og flísarnar stóðust það með prýði,“ segir Örn.
Hann bendir meðal annars á, að ef flísarnar þoli ekki veðurfarið, eiga þær það til að mislitast, flagna eða jafnvel brotna og þá þarf að fjarlægja þær. „Kröfur hafa aukist því reynslan hefur sýnt að víða þarf að taka klæðningar af þar sem þær hafa ekki þolað íslensk veðurfar,“ segir Örn.
Flísarnar endast í áratugi
Kosturinn við flísarnar eru að þær eru viðhaldsfríar. „Flísarnar eiga að endast svo áratugum skiptir án þess að nokkuð sé gert við þær,“ segir Örn. Boðið er upp á sex mimunandi áferðir í flísunum og 14 litir eru til á lager, en hægt er að sérpanta fjölmarga aðra liti og stærðir. „Við erum með fjölmörg sýnishorn í versluninni í góðum sýningarsal. Þar er mjög gott að átta sig á úrvalinu,“ segir hann. BYKO býður einig upp á heildarlausnir varðandi burðarkerfi undir flísarnar, sem eru þyngri klæðningar en aðrar. „Fólk fær því heildarlausn hjá okkur og verðið á heildarpakkanum. Verkfræðistofa bjó forrit til fyrir okkur til að reikna út burðarrkerfið sem þarf undir flísarnar og við eigum því auðvelt með að áætla heildaverðið í klæðningu á húsum,“ segir Örn.
Fjölbreytt úrval glugga og hurða
BYKO býður upp á fjölbreytt úrval glugga og hurða sem framleiddir eru í eigin glugga- og hurða verksmiðju. „Við notum háeinangrandi gler og því fylgir mikill orkusparnaður sem er mikill kostur í dag,“ segir Kjartan Long, verkefnastjóri hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur framleitt glugga og hurðir í fjölmörg ár sem eru sérhannaðir fyrir íslenskar aðstæður og eru sérsniðnir að óskum hvers og eins, auk þess að
vera með nokkrar stærðir og gerðir glugga og hurða á lager. Kjartan segir að gluggarnir og hurðirnar uppfylli ýtrustu gæðakröfur sem gerðar eru á markaðnum. „Reynslan hefur líka sýnt fram á einstaklega góða endingu og mikla hagkvæmni í uppsetningu,“ bætir hann við.
Starfsmenn veita góð ráð
Varðandi gluggana, er mikilvægt að velja glugga og hurðir sem henta aðstæðum og umhverfi hverju sinni, að sögn Kjartans. Hann segir að sölumenn BYKO geti veitt fólki góð ráð varðandi það. BYKO framleiðir einnig álklædda timburglugga sem veita margfallt betri vörn gegn veðri en hefðbundnir timburgluggar. Boðið er upp á glugga í öllum stærðum og gerðum og því eru þeir alveg eins og viðskiptavinurinn óskar.
Líkt og nefnt var fyrr eru glugganir frá BYKO með íslenska gerðarvottun frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar eru gluggarnir prófaðir reglulega í slagregnskáp. BY KO er líka aðili að NOR DMARK gæðaeftirliti og hefur fengið sérstaka viðurkenningu NTR (Nordisk Trerad). Af þessum sökum býður fyrirtækið fullglerjaða og málaða gæðaglugga. „BYKO framleiðir fjölmargar gerðir af hurðum í margvíslegum útfærslum úr besta fáanlega efni sem völ er á,“ segir Kjartan. Hurðirnar fást í furu, oregon pine og mahóní.
Endingargóðar bílskúrshurðir Einnig er boðið upp á endingargóðar bílskúrshurðir úr galvanhúðuðu stáli. „Hurðinar hafa fyrir löngu sannað sig í íslensku veðurfari. Hurðirnar eru með þykkri einangrun og þola því verulegt vindálag og kulda,“ segir Kjartan og bætir við að treysta megi á viðhaldslitla endingu svo árum skiptir. Það er auðvelt að opna hurðirnar með handafli og einnig er hægt að tengja bílskúrshurðaopnara við þær. Það má því teysta því að vörurnar frá BYKO standist íslenskt veðurfar og að þar séu starfsmenn með þekkingu á málaflokknum.
14
viðhald húsa
Helgin 16.-18. mars 2012
Heilræði fyrir undirbúning framkvæmda Góður undirbúningur í hvívetna er mjög mikilvægur og einnig það að velja góðan og ábyrgan verktaka. Of mörg dæmi eru um viðhaldsframkvæmdir sem farið hafa illa af stað og endað illa og í flestum tilfellum er um að kenna slælegum undirbúningi og einnig röngu vali á verktökum. Það skammgóður vermir að spara á undirbúningsstiginu. Þar er grunnurinn lagður og ef hann er veikur þá er ekki við góðu að búast.
E
kki er til nein einhlít regla um það. Verk eru mismunandi og aðstæður sömuleiðis. Í fjöleignarhúsum þarf að liggja fyrir lögleg ákvörðum. Þegar hún er komin, er rétt að fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand hússins og viðgerðarþörf. Í því ástandsmati felst yfirleitt gróf lýsing á ástandi ásamt sundurliðun verkliða með áætluðum magntölum. Húseigendur eru hvattir til að snúa sér til tæknimanna og fyrirtækja sem framkvæma slíkt mat en framkvæma þau ekki sjálfir eða fá fúskara til þess. Sé um minni verk að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka, byggðum á magntölum og verklýsingu samkvæmt ástandsmati. Við stærri verk eru úttektaraðilarnir jafnan fegnir til að fullgera útboðs- og verklýsingu og standa að útboði. Mikilvægt er fyrir eigendur að gæta þess að viðurkenndir meistarar standi fyrir viðhaldsverkum þar sem slík verk eru oft mjög vandasöm. Þá er ekki síður mikilvægt að leitað sé til hæfra ráðgjafa er hafi næga þekkingu til úttekta.
Samið við verktaka
Að velja verktaka er ekki auðvelt verk. Þannig er alls ekki víst að sá sem býður lægst sé með hagstæðasta boðið þegar upp er staðið. Líta þarf til fleiri atriða svo sem hvort verktaki hafi fullnægjandi fagréttindi, hvort af honum fari gott orðspor og hvort hann virðist fjárhagslega burðugur til að ljúka verki. Þegar verktaki hefur verið valinn er gengið til samninga við hann. Seint verður nægjanlega brýnt fyrir fólki mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. Allt of algengt er að enginn skriflegur samningur er gerður eða að ekki sé vandað til samningsgerðar að öðru leyti. Skapar það hættu á óþarfa ágreiningi og deilum síðar meir um atriði sem hæglega hefði mátt koma í veg fyrir með skýrum og ítarlegum samningsákvæðum. Mikilvægt er að í verksamningi sé að finna sem ítarlegustu ákvæði um verkkaup og greiðslutilhögun þess, verktímann og framvindu verksins og síðast en ekki síst hvaða verkþætti verktaki eigi að inna af hendi. Þá er ýmist hægt að byggja á verklýsingu ástandsskýrslu sem aflað hefur verið eða á verklýsingu sem sett hefur verið fram í tilboði verktaka. Óljós eða rýr verksamningur skapar hættu á að ágreiningur rísi um hvaða verkþættir samningur tók til og þá jafnframt að verktaki áskilji sér hærri greiðslur fyrir verkið en upphaflega var samið um þar sem hann hafi þurft að vinna við fleiri verkþætti en til stóð. Getur fasteignareigandi verið í óþægilegri stöðu þar sem verkið er þá ef til vill langt á veg komið.
Lög um þjónustukaup
Ákvæði laga um þjónustukaup, sem gilda í samskiptum eigenda íbúðarhúsnæðis og verktaka geta þá komið til skoðunar. Þar er svo mælt fyrir að verktaki eigi ekki að vinna önnur verk en samningur kveður á um. Ef í ljós kemur þegar verk er unnið að eðlilegt sé að vinna önnur verk til viðbótar þeim sem samið var um ber verktaka að tilkynna fasteignareiganda þar um og óska eftir fyrirmælum hans. Geri hann það ekki getur hann ekki áskilið sér rétt til aukagreiðslna vegna þeirra verkþátta. Hafi verið samið um fast verð í verksamningi getur verktaki almennt ekki við uppgjör krafist hærri
fjárhæða en upphaflega var samið, nema hann hafi unnið fleiri verkliði en verksamningur hljóðaði um með samþykki viðsemjanda síns, enda verða verktakar eins og aðrir að standa og falla með því verði sem þeir bjóða í samningum.
Svartir sauðir
Í þessum geira eða bransa eru því miður margir svartir sauðir sem oft hafa enga eða takmarkaða fagþekkingu á viðgerðum. Þessir aðilar bjóða gjarnan töfralausnir, bæði í efnum og aðferðum. Húseigendur þurfa að varast þessa aðila. Yfirleitt stenst fátt og enginn verksamningur gerður og jafnvel um vinnu að ræða án reiknings, sem er ekki eingöngu ólöglegt heldur stórvarasamt. Án fullgilds reiknings hefur húseigandi ekkert í höndunum sem sannar hvað var gert eða að viðeigandi verktaki hafi yfirleitt komið nálægt verki og húsinu.
Reikningslaus viðskipti eru lögbrot og stórvarasöm
Því miður eru töluverð brögð að reikningslausum viðskiptum og virðast sumir húseigendur telja sig spara á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt ofmetur verkkaupi hag sinn í þeim viðskiptum. Verkkaupi stendur eftir án nokkurs eða veikburða réttar gagnvart verktaka og ábyrgð á verki er engin. Einnig er mikilvægt að benda á að virðisaukaskattur fæst aðeins endurgreiddur af vinnu við nýsmíði, endurbætur og viðgerðir á húsnæði, ef reikningar frá verktaka eru fullgildir.
Forðist fúskara – vandið val verktaka
Húseigendum er rétt að forðast eins og heitan eldinn að eiga viðskipti við aðila sem ekki hafa fullnægjandi fagréttindi og réttindi til að starfrækja fyrirtæki. Að velja verktaka er ekki auðvelt verk. Alls ekki er víst að sá sem býður lægst sé með hagstæðasta tilboðið. Notar hann rétt efni? Er hann vandaður og traustur? Má treysta því að hann hafi fjárhagslegt bolmagn til að ljúka verkinu? Er hann með langan skuldahala á eftir sér? Afla þarf upplýsinga um þessi atriði þegar verktaki er valinn. Skoða ber alla þætti sem þýðingu geta haft en ekki bara einblína á tilboðsfjárhæðina. Það er hægurinn fyrir ábyrgðarlausa fúskara að bjóða lágt og lofa miklu. Um það vitna sorglega mörg dæmi.
Aðkoma byggingarfulltrúa
Vegna steypuviðgerða, sem hafa í för með sér niðurbrot og endurgerð hluta burðarvirkja, klæðninga og gluggaskipta verður að afla byggingaleyfis. Ef fyrirhugaðar eru viðgerðir á sprungum og múr nægir að tilkynna það til byggingafulltrúa með skriflegri greinagerð um eðli verksins, hver
Gátlistinn 1. Fá hlutlausan sér
fræðing til að meta ástand eignarinnar og viðgerðaþörf
2. Við minni verk er hægt
að óska eftir tilboðum frá verktökum byggðum á magntölum og verklýsingu – við stærri verk fer yfirleitt fram útboð
3. Meta þarf tilboðin í sam-
hengi við útboðsgögnin, heildarverð, einingaverð, uppsetningu tilboðsins og verktíma
4. Þegar ákveðið hefur
verið hvaða tilboði skal taka, er gengið til samninga við viðkomandi verktaka. Seint verður nægjanlega brýnt fyrir fólki mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða
5. Eftirlit með framkvæmd
þarf að vera í vel skilgreint og föstum farvegi og oft er ráðinn til þess óháður aðili
6. Lokauppgjör fer fram
eftir að verki telst lokið – mikilvægt er að taka út framkvæmdina og frágang á verkinu áður en lokagreiðsla fer fram
Mikilvægt er að benda á að virðisaukaskattur fæst aðeins endurgreiddur af vinnu við nýsmíði, endurbætur og viðgerðir á húsnæði, ef reikningar frá verktaka eru fullgildir. hafi með því eftirlit og sjái um framkvæmd þess. Þess er krafist að iðnmeistarar standi fyrir framkvæmdum slíkra viðhaldsverkum. Þeir skulu hafa sérþekkingu á viðhaldsvinnu og árita yfirlýsingu hjá byggingafulltrúa um ábyrgð sína.
Uppgjör – úttekt – eftirmál
Í minni verkum er oft svo um samið að fasteignareigandi inni verkkaup af hendi í einni greiðslu þegar verki er lokið. Í stærri verkum tíðkast það hins vegar að greitt er eftir framvindu verksins. Þá er nauðsynlegt að fasteignareigandi fylgist sem best með framvindu verksins og að reikningar verktaka séu sundurliðaðir og skýrir. Í þessu sambandi er rétt að benda á að virðisaukaskattur af vinnulið verktaka við viðhald fæst endurgreiddur hjá skattyfirvöldum ef framvísað er fullgildum reikningum. Lokauppgjör á síðan að fara fram eftir að verki telst lokið. Mikilvægt er að taka út framkvæmdina og frágang á verkinu áður en lokagreiðsla fer fram. Komi þá fram við skoðun að verk er að einhverju leyti gallað getur fasteignareigandi skorað á verktaka að bæta úr og ljúka verkinu á fullnægjandi hátt.
Gallar
Jafnvel þótt fasteignareigandi eða eftirlitsaðili á hans vegum hafi tekið verkið út nákvæmlega við verklok geta síðar komið í ljós gallar á verkinu. Lög mæla svo fyrir um að fasteignareigandi skuli í síðasta lagi tveimur árum eftir að verki lauk að hafa uppi athugasemdir um galla því eftir þann tíma er réttur hans til að bera þá fyrir sig fallinn niður. Réttur til að bera fyrir sig galla á verki getur þó fallið niður fyrr þar sem lög áskilja að verktaka sé tilkynnt án verulegs dráttar um gallanna eftir að fasteignareigandi varð þeirra var. Tryggilegast er að hafa uppi slíkar athugasemdir skriflega. -shg
viðhald húsa 15
Helgin 16.-18. mars 2012 KYNNING
Múrefni Ekta fljölskyldufyrirtæki
Hágæða múrefni fyrir fagmenn F yrirtækið Múrefni hefur flutt inn og þjónustað múrefni frá Weber UK Ltd á Íslandi í 12 ár. Sigurður Hansson hjá Múrefni segir þá vera ekta fjölskyldufyrirtæki. „Allir þrír eigendurnir tilheyra sömu fjölskyldunni. Þetta er afskaplega þægilegt og hentar okkur vel.“ Weber er einn stærsti framleiðandi tilbúinna sementsefna í heiminum í dag og á 32 ára sögu hér á landi. „Við höfum verið að þjónusta verktaka mikið með múrklæðningar utanhúss, flotsteypur (grautunarefni), viðgerðarefni og varnarefni auk hágæða utanhússmálningar fyrir steinsteypu með ótrúlega endingu á Íslandi. Einnig erum við stórir í innflutningi á flotefnum til flotunar gólfa, bæði fyrir hefðbundið húsnæði og iðnaðargólf.“ Sigurður bætir því við að markmiðið hjá þeim hafi frá upphafi verið að þjónusta fagmenn með hágæða múrefni og hjálpa þeim að ná fram hámarks gæðum sem skili sér svo beint til þeirra viðskiptavina. „Við
störfum mjög náið með Weber UK Ltd til að þjónusta okkar viðskiptavini en þeir reka mjög öfluga viðskiptavinaþjónustu sem hefur nýst okkur vel til að ná settu marki. Okkar viðskiptavinir eru aðallega múrarar, byggingaverktakar og hönnuðir og lítum við fyrst og fremst á okkur sem heildsölu fyrir fagmenn. Við aðstoðum samt sem áður líka einkaaðila við að finna réttu efnin og réttan verktaka í þau verk sem koma inná borð til okkar.“
Utanhússklæðningar
Stór liður í starfsemi Múrefna er innflutningur og sala á Weber UK Ltd utanhússklæðningum. „Það má segja að Weber hafi farið sigurför um Ísland og staðið sig afburða vel hér á landi. Það sem um er að ræða er múrkerfi utan á einangrun til klæðningar steinsteyptra húsa sem undanfarin tólf ár hafa reynst sérstaklega vel við íslenskar aðstæður. Klæðningarnar henta vel bæði á nýbyggingar af öllum stærðum og gerðum og eins til viðhalds á
eldri húsum. Einn helsti kosturinn við notkun múrklæðninga á steinsteypt hús til endurnýjunar er að húsið breytir ekki um upprunalegt útlit eins og til dæmis ál og timburklæðningar gera, heldur viðheldur upprunalegri hönnun og útliti. Ótal dæmi eru um að við vinnum með hönnuðum við að finna efni sem henta í hin ýmsu klæðningaverkefni því möguleikarnir eru margir bæði hvað varðar tæknilega útfærslu og útlit, allt eftir hvað hentar hverju sinni. Við erum með hóp af múrurum sem hafi hlotið mikla reynslu í Weber UK Ltd klæðningum og viðgerðarefnum og margir hafa farið á námskeið í Bretlandi á okkar vegum til að auka þekkingu sína. Það segir kannski sína sögu að flestir fagmenn sem byrja að nota klæðningarnar frá okkur halda því áfram því þeir treysti gæðunum og þjónustunni sem þeir fá. Ég hvet þá sem hafa áhuga að kynna sér betur það sem við höfum uppá að bjóða að kíkja á heimasíðuna hjá okkur www.murefni.is <http:// www.murefni.is/>.“
Siguður Hansson, hjá Múrefni.
E N N E M M / S Í A / N M 5 1 24 3
Við bjóðum valkosti Hvaða leið hentar þér best? Íslandsbanki býður upp á valkosti í húsnæðislánum. Viðskiptavinum standa til boða verðtryggð lán með föstum vöxtum með vaxtaendurskoðun á fimm ára fresti og óverðtryggð lán þar sem hægt er að velja um breytilega eða fasta vexti fyrstu þrjú ár lántímans. Fáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum í útibúum okkar eða á islandsbanki.is
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Verðtryggt húsnæðislán • Stöðug greiðslubyrði • Fastir vextir
Óverðtryggt húsnæðislán • Hröð eignamyndun • Breytilegir eða fastir vextir
16
viðhald húsa
Helgin 16.-18. mars 2012
Viðhaldskostnaður Meginreglur og undantekningar
Framkvæmdalán Hlutverk húsfélags
Kostnaðarskipting í fjöleignarhúsum
F
Löglíkur að kostnaður sé sameiginlegur
jöleignarhús eru hús sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign allra eða sumra. Þau geta verið mjög mismunandi að stærð eðli og gerð. Fjöleignarhús geta verið fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, blandað húsnæði og húsnæði til annars en íbúðar. Fjöleignarhús geta verið frá tvíbýlishúsum upp í stórhýsi með tugum og jafnvel hundruðum eignarhluta.
Þessi kostnaður skiptist að jöfnu:
2. Sameiginlegt þvottahús
Það eru löglíkur á því að kostnaður í fjöleignarhúsi sér sameiginlegur en ekki sérkostnaður. Sömuleiðis eru líkur á því að kostnaður sameiginlegur öllum fremur en sumum. Gildir hér líka að þurfi menn að klóra sér í hausnum þá bregst það varla að um sameiginlegan kostnað allra sé að tefla.
Séreign – Sameign allra
3. Lyftur. Viðhald og rekstur
Hlutfallsskipting er meginregla
Séreign er lýst í eignaskiptayfirlýsingu og öðrum þinglýstum gögnum og getur verið húsrými, lóðarhluti, búnaður og annað. Sameign eru allir hlutar húss og lóðar, sem ekki eru ótvírætt í séreign, svo og allur búnaður, kerfi og tæki sem þjóna aðallega þörfum heildarinnar. Þegar hús samanstendur af einingum þá er ytra byrðið yfirleitt í sameign allra. Sameign er meginreglan í fjöleignarhúsum þannig að ávalt eru löglíkur fyrir því að umrætt húsrými; lóð, búnaður eða annað, sé í sameign. Sá sem heldur fram séreign eða ber sönnunarbyrðina fyrir því. Þetta hefur verið orðað þannig að ef velta þarf vöngum þá er um sameign sé að ræða.
Jöfn skipting er undantekning
1. Óskipt bílastæði og aðkeyrslur
4. Dyrasími, sjónvarps- og útvarpskerfi, póstkassar, nafnskilti o.fl. þ.h.(jöfn afnot) 5. Rekstur og umhirða sameignar og lóðar 6. Hússtjórn og endurskoðun 7. Afnotagjöld og félagagjöld
Þröng túlkun
Sérkostnaður – Sameiginlegur kostnaður
Eigandi skal sjá um og kosta allt viðhald og allan rekstur á séreign sinni, þar með talið á búnaði, tækjum og lögnum hennar. Telst slíkur kostnaður, hverju nafni sem nefnist, sérkostnaður. Sameiginlegur kostnaður er kostnaður sem snertir sameign, sameiginlega lóð, búnað og lagnir, svo og vatns-, hita- og rafmagnskostnaður. Sameiginlegur kostnaður er fólginn i viðhaldi, viðgerðum, endurbótum, endurnýjunum, umhirðu og rekstri á sameign, úti og inni. Það er skilyrði þess að kostnaður teljist sameiginlegur að ákvörðun hafi verið tekin í samræmi við lagafyrirmæli.
Það er meginregla að sameiginlegur kostnaður skiptist eftir hlutfallstölum. Jöfn kostnaðarskipting í ákveðnum tilvikum felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu. Ber að skýra megnregluna rúmt en undatekningarreglurnar þröngt. Eru alltaf yfirgnæfandi löglíkur fyrir því að tilvik beri að fella undir meginregluna en ekki undantekninguna. Segja lögin skýrt og skorinort að meginreglan gildi nema ótvírætt sé að tilvik falli undir undantekningarregluna um jafna skiptingu.
Það er meginregla að sameiginlegur kostnaður skiptist eftir hlutfallstölum.
Það ber að túlka þessar undantekningar þröngt og ef minnsti vafi er um það hvorum megin hryggjar tilvik á heima þá ber skilyrðislaust heimfæra það undir meginregluna um hlutfallsskiptingu en ekki undantekningarregluna. Jöfn kostnaðarskipting byggist á sanngirnissjónarmiðum. Það er hins vegar illmögulegt að komast hjá því að kostnaðarskiptingarreglur virðist stundum óréttlátar og ósanngjarnar. Reglurnar byggja á því að skiptingin sé sanngjörn í fleiri tilvikum en hún er það ekki. Þessar reglur eru að mestu ófrávíkjanlegar þegar um íbúðarhúsnæði og blandað húsnæði er að tefla. Eigendum er almennt óheimilt að semja um aðra skiptingu kostnaðar en lögin segja.
Fjármögnun framkvæmda Best er að hver eigandi fjármagni sína hlutdeild í sameiginlegum framkvæmdum af sjálfsdáðum og eftir atvikum með fulltingi síns viðskiptabanka.
H
yggist húsfélagið taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar verður jafnframt að geta tillögu þar að lútandi í fundarboði. Slík lántaka húsfélagsins getur verið með ýmsum útfærslum og blæbrigðum þannig að forsvarsmenn húsfélagsins ættu að kanna það hjá lánastofnunum hvaða möguleikar og útfærslur eru í boði. Húsfélagið sem slíkt getur verið lántakandi en þá er brýnt að vel sé að öllu staðið viðvíkjandi ákvörðunartökuna. Rétt er að geta þess að slík fjármögnun er talin afbrigðileg í þeim skilningi að enginn íbúðaeigandi verður knúinn til að taka lán ef hann vill heldur greiða hlutdeild sína beint í peningum. Þegar sameiginleg framkvæmd er fjármögnuð með lántöku húsfélagsins til margra ára geta ýmsar flækjur orðið milli núverandi og fyrrverandi eiganda og húsfélagsins. Húsfélagið myndi alltaf og þar með taldir íbúðareigendur á hverjum tíma verða ábyrgir gagnvart lánastofnuninni. Hins vegar er það meginregla að endanleg ábyrgð hvílir á þeim, sem voru eigendur þegar framkvæmdin var ákveðin og gerð. Kaupsamningar og önnur gögn um kaup og sölu þar á meðal gögn frá húsfélaginu geta leitt til annarra niðurstöðu. Þegar kaupandi kaupir íbúð í húsi sem nýmálað þá tekur hann það yfirleitt með í reikninginn og er væntanlega reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir íbúð í nýmáluðu húsi en ef húsið væri allt í niðurníðslu að því leyti. Almennt má kaupandi búast við því að sé búið sé að greiða fyrir þær framkvæmdir sem lokið nema seljandi upplýsi hann um annað og þeir semja um annað sín á milli.
Lögveð
Skapaðu góðar minningar á 100% vatnsheldu parketi frá Aqua-step Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum! Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Húsfélög eiga lögveð í íbúð þess sem ekki greiðir hlutdeild sína í sameiginlegum kostnaði. Lögveðið stendur í eitt ár. Upphafstími þess miðist við gjalddaga greiðslna og uppgjör á verkinu í þröngum skilningi. Lögveðið er dýrmætur
réttur sem gæta verður að og passa upp á að glatist ekki. Það er sérstakur réttur sem heyrir til undantekninga og skýtur öðrum veðhöfum ref fyrir rass. Það sést ekki veðbókarvottorði og getur rýrt og raskað hagsmunum bæði veðhafa og skuldheimtumanna. Þess vegna eru því settar þröngar skorður.
Best að hver eigandi fjármagni sina hlutdeild
Best er að hver eigandi fjármagni sína hlutdeild í sameiginlegum framkvæmdum af sjálfsdáðum og eftir atvikum með fulltingi síns viðskiptabanka. Með því verða línur einfaldar og réttarstaða eigenda og húsfélagsins skýr og án eftirmála. Hins vegar er það sjálfsagt og eðlilegt að húsfélag sem slíkt fái fyrirgreiðslu banka til að fjármagna framkvæmdina á sjálfum framkvæmdatímanum með yfirdráttarheimild eða á annan hátt. Þegar framkvæmdinni er lokið og öll kurl til grafar komin er affarasælast að hver eigandi geri upp við húsfélagið sem svo gerir upp við verktakann og bankann ef því er að skipta. Með því lyki hlutverki húsfélagsins í fjármögnuninni og rekstur þess og fjármál verða með því einfaldari og öruggari en ella.
Ábyrgð út á við
Fram hjá því verður ekki litið að ábyrgð eigenda í fjöleignarhúsi út á við, gagnvart þriðja aðila, til dæmis banka og verktaka, er einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þannig getur kröfuhafi að vissum skilyrðum uppfylltum gengið að hverjum og einum eigenda ef vanskil verða af hálfu húsfélags og eða einhvers eigenda. Það getur því skiljanlega staðið skilvísum eigenda sem ekki má vamm sitt vita fyrir svefni að vera til margra ára spyrtur saman í fjárhagslega skuldbindingu með meira og minna óskilvísum sameigendum. og dragast nauðugur inn í deilur í kjölfar eigendaskipta. Hvoru tveggja getur leitt til leiðinda og fjárútláta í bráð að minnsta kosti.
Lögveðið er dýrmætur réttur sem gæta verður að og passa upp á að glatist ekki. Það er sérstakur réttur sem heyrir til undantekninga og skýtur öðrum veðhöfum ref fyrir rass.
viðhald húsa 17
Helgin 16.-18. mars 2012 KYNNING
Eignaumsjón 10 ár a
Létta stjórnum húsfélaga lífið S
tarfsemi Eignaumsjónar hf snýst um þjónustu við eigendur fasteigna og er í raun starfandi skrifstofa viðkomandi húsfélags,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdarstjóri Eignaumsjónar hf. „Eignaumsjón hefur verið starfrækt undanfarin 10 ár og í dag höldum við utan um daglegan rekstur fyrir mörg húsfélög, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem úti á landi og hefur þeim fjölgað á liðnum árum. Við tökum fjármálin yfir og þar með innheimtu og álagningu gjalda, færum bókhald og stemmum af öll mál upp í ársreikinga félaga og fleira. Í því felst einnig að gæta réttinda félaga. Við höfum til dæmis séð um að tryggja eigendum fasteigna réttindi til skattalækkunar í gegnum átakið Allir vinna.“
Fagmennska í fyrirrúmi
Daníel segir að í mörgum húsfélögum geti reynst erfitt að fá hæft fólk til starfa. Með aðkomu Eignaumsjónar verða störf stjórnarinnar mun léttari, þar sem tekið sé á málum af þekkingu og kunnáttu og því fari minni tími fólks í þessi störf. „Þegar taka á ákvörðun um viðhaldsmálefni þá hluta ég yfirleitt ákvörunina niður í nokkra kafla. Í fyrsta lagi snýst það um hvort og hvernig eigi að standa að viðhaldinu. Það er mjög þýðingamikill kafli því að aðstæður eru misjafnar og vandrataður góður meðalvegur.“ Að sögn Daníels er mikilvægt að vanda allan undirbúning:„Við tökum oft þessar ákvarðanir með húsfélögum í áföngum þannig að tryggt sé að menn leiti að hagkvæmustu leiðunum til að fara í gegnum þetta. Ef menn ætla svo út í meiriháttar viðhald fasteigna þarf að ákveða hvernig á að standa að framkvæmdinni, hvernig á að bjóða hana út og hvort á að ráða fagaðila til eftirlits. Ekki má heldur gleyma hvernig á að fjármagna verkefnið og þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort þetta sé spurning um lántöku eða að finna þann hraða á innheimtu sem hentar eigendum. Allt þetta þarf að vanda og við erum orðin ansi þjálfuð í að liðsinna fólki í gegnum ferlið. Í lokin þarf svo að gera upp verkefnið með tilliti til sameignarkostnaðar og séreignarkostnaðar.“
Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar.
Að bæta andrúmsloftið Daníel bætir því við, að endingu, að starfsmenn Eignaumsjónar vinni einnig að því að bæta rekstur húsfélaganna og ná stöðugleika í rekstrinum. „Við viljum bæta andrúmsloftið í húsfélögum og það gerum við með því að hafa allar
upplýsingar á reiðum höndum fyrir eigendur, hvort sem það snýr að fjármálum eða almennum húsreglum því okkar reynsla er sú að því betra sem upplýsingaflæðið er því meiri skilningu og þekking er á málefnum húsfélagsins.“
18
viðhald húsa
Helgin 16.-18. mars 2012
Húsfundaþjónusta Húseigendafélagsins Húsfundir verða að standast lagakröfur
Lögmæti funda - mikið í húfi
N
ú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum þar sem einatt eru teknar ákvarðanir um mikilvæg mál og kostnaðarsamar framkvæmdir. Samkvæmt fjöleignarhúsalögum gilda ákveðnar reglur um töku ákvarðana. Ákvörðun um sameiginleg málefni skal tekin á húsfundi. Mjög mikilvægt er að fundurinn sé boðaður og haldinn í samræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga. Það eru mörg dæmi um húsfélög og stjórnarmenn þeirra, sem hafa orðið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna mistaka og klúðurs við undirbúning og framkvæmd húsfunda.
Skyldur stjórnar
Það er stjórn húsfélags sem boðar til húsfunda og ber ábyrgð á því að fundarboðun sé lögleg. Sú skylda hvílir á stjórnin að undirbúa aðalfundi af kostgæfni, bæði fundarboðið, tillögur, skiplag, umgjörð og stjórn fundarins. Stjórn er heimilt að fá ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga við aðalfundi. Oft er það nauðsynlegt til að rjúfa sjálfheldu vegna deilna í húsfélaginu.
Með allt á hreinu
laganema. Einnig er séð fyrir fundarhúsnæði enda brýnt að húsnæði sé viðunandi og henti til funda.
Öryggisráðstöfun
Þessi þjónusta á að tryggja lögmæta fundi og að rétt sé staðið að töku ákvarðana en á því vill oft verða misbrestur með afdrifaríkum afleiðingum eins og mörg dæmi sanna. Þessi þjónusta er því skynsamleg öryggisráðstöfun fyrir alla, bæði eigendur og viðsemjendur húsfélags, banka og verktaka. Fundur, sem er undirbúinn og haldinn af þekkingu og fagmennsku er ávallt og að öllu leyti betri, málefnalegri, markvissari og árangursríkari fundur en þar sem fum og fúsk ræður. Á húsfundum, ekki síst aðalfundum, eru gjarnan teknar ákvarðanir um dýrar framkvæmdir og ráðstafanir, sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar fyrir húsfélög og veruleg fjárútlát, sem oft nema hundruðum þúsunda og stundum milljónum fyrir hvern eiganda. Það er almennt forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar um viðhaldsframkvæmdir og fyrir greiðsluskyldu eigenda, að ákvörðunin hafi verið tekin á fundi sem er rétt og löglega boðaður og haldinn.
Húsfundaþjónustan Húsfundaþjónustan felur í sér ráðgjöf og aðstoð við undirbúning og boðun húsfunda og stjórnun funda og ritun fundargerða. Frá Húseigendafélaginu koma að hverjum fundi fundarstjóri og fundarritari. Fundarstjóri er lögmaður, sem hefur þekkingu, þjálfun og reynslu í fundahöldum, ásamt þekkingu á sviði fjöleignarhúsamála. Starfsmenn og lögfræðingar félagsins koma einnig að málum og aðstoða við undirbúning funda, samningu fundarboða, ályktana, tillagna og samantekt annarra fundargagna og eru ráðgefandi um öll atriði. Þjónustan hefst með undirbúningsfundi lögfræðings félagsins með forsvarsmönnum húsfélagsins þar sem farið er yfir fundarefnin og málefni húsfélagsins og línurnar lagðar.
Þótt það virðist ekki vera mikið vandaverk að halda húsfundi, sem standast lagakröfur og eru bærir til að taka lögmætar ákvarðanir, þá reynist það oft þrautin þyngri. Þess vegna og til að mæta brýnni þörf setti Húseigendafélagið á laggirnar sérstaka og altæka þjónustu um allt sem að húsfundum lýtur. Þeim húsfélögum sem vilja hafa allt á hreinu í þessu efni og leita aðstoðar húsfundaþjónustunnar fer ört fjölgandi. Hér er um að ræða alhliða húsfundaþjónustu, það er lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð við fundarboð og tillögur og gagnaöflun. Lögmaður með sérþekkingu annast fundarstjórn og ritun fundargerðar er í höndum
Hófleg þóknun – félagsaðild
Fyrir þessa þjónustu er tekin mjög sanngjörn þóknun, sem miðast við hóflegt tímagjald og þann tíma, sem í verkið fer. Hér er boðin fram sérþekking, kunnátta og reynsla og er gjaldið fyrir þjónustuna lágt í ljósi þess og einnig þegar haft er í huga að hún fyrirbyggir deilur og hugsanlegt fjártjón. Það er því mikið hagsmunamál fyrir alla; eigendur, viðsemjendur, lánastofnanir, verktaka og aðra að húsfundir séu rétt haldnir þannig að ákvarðanir þeirra verði ekki véfengdar síðar með þeim leiðindum og fjárhagslegu skakkaföllum sem því fylgir. Húsfundaþjónustan er öðrum þræði leiðsögn og sýnikennsla í að undirbúa og halda húsfundi og oft geta húsfélög oft verið sjálfbjarga til framtíðar í þeim efnum. Til að fá þessa þjónustu þurfa húsfélög annaðhvort að vera í Húseigendafélaginu eða að tillaga um félagsaðild sé á dagskrá viðkomandi húsfundar.
Fjölbreytt námskeið fyrir byggingarmenn
Námskeið um viðhald og endurbætur húsa Skrán IÐAN fræðslusetur býður upp á fjölda námskeiða, m.a.
ing á idan.is
• Viðhald og viðgerðir gamalla timburhúsa • Sólpallar og skjólgirðinar • Nýlögn og viðhald parkets • Varmadælur • Brunaþéttingar • Raki og mygla í húsum.
Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Skráning á www.idan.is og í síma 590 6400.
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is H E LG A R B L A Ð
Skúlatún 2 - 105 Reykjavík Sími 590 6400 - Fax 590 6401 idan@idan.is - www.idan.is
viðhald húsa KYNNING
Flísaverk öll þjónusta þegar baðherberginu er breytt
Allt fyrir baðherbergið Á
undanförnum árum hefur verktakafyrirtækið Flísaverk sérhæft sig í að gera upp baðherbergi. Eftir að hafa gert upp yfir 300 baðherbergi færði fyrirtækið svo út kvíarnar og stofnaði heimasíðuna www.badherbergi.is <http:// www.badherbergi.is> ásamt verslun og sýningarsal að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Kristján Sveinsson hjá Flísaverki segir hugmyndafræði þeirra ganga út á að geta veitt alla þá þjónustu sem þurfi þegar verið er að breyta baðherbergi. Talsverð hagkvæmni fylgi því að vera með þetta á einni hendi, bæði hvað varðar aðföng og vinnu. „Í sýningarsal Baðherbergi.is geta þeir sem hyggja á endurbætur fengið hugmyndir og séð flísar, tæki, innréttingar og gler uppsett sem fullbúin baðherbergi. Þar er einnig verslun með allt fyrir baðherbergi á einum stað. Við bjóðum upp á vörur frá helstu innflytjendum hreinlætistækja svo sem Tengi, Ísleifi Jónssyni, VÍDD, Flísabúðinni, Íspan, Slippfélagaginu og Rein steinsmiðju.“ Kristján segir marga eflaust þekkja hversu viðamikið verkefni endurgerð á baðherbergi geti verið. Sérstaklega þegar allt er komið í óefni til dæmis þegar lagnir gefa sig og allt er fúnað í sundur. „Þetta þarf samt sem áður ekki að vera neitt stórmál. Yfirleitt er hægt að klára verkefnið á tveimur til þremur vikum, en það er með þeim fyrirvara að vanir menn sjái um málið og greið leið sé að öllu því efni sem til þarf til framkvæmdanna.“ Kristján bætir því við að þeir félagar hafi
Hjá Flísaverki starfa um tuttugu menn úr ýmsum iðngreinum.
tekið ákvörðun um að sérhæfa sig í endurgerð baðherbergja, eldhúsa og heimilisins í heild frekar en að sjá um nýbyggingar en að sjálfsögðu séu þeir alltaf opnir fyrir verkefnum að öllu tagi. „Auðvitað tökum við að okkur allt sem að okkar fagi snýr. Við erum til dæmis mikið í skolplagna-endurnýjun, raflögnum, almennu múrverki, flísalögnum og málningarvinnu.“ Hjá fyrirtækinu starfa nú tuttugu menn
sem koma úr ýmsum iðngreinum. „Með þessum hætti er okkur kleift að geta sinnt öllu því sem þarf til að klára verkið,“ segir Kristján. „Við sjáum um allt frá niðurrifi og förgun til lokafrágangs. Það má segja að þetta sé allur pakkinn og hver einasti verkþáttur er unnið af fagmönnum. Áður fyrr höfðum við oft séð um innkaup aðfanga fyrir viðskiptavini okkar hjá hinum ýmsu verslunum en ákváðum nú að bæta
við þjónustuna með eigin sýningarsal með vörum frá fyrirtækjum sem hafa reynst okkur vel og við viljum nota. Í sýningarsalnum höfum við sett upp átta bása með fullbúnum baðherbergjum þar sem hægt er að skoða úrval flísa, hreinlætistækja, ofna og fleira í réttu umhverfi. Ekki má gleyma því að þar er líka hægt að skoða handbragð okkar manna, sem að sjálfsögðu eru fyrsta flokks."
viðhorf 39
Helgin 16.-18. febrúar 2012
Aðalfundur Dýraverndarsambands Íslands
Eitt verð niðurkomið kr. 6.390 m 2
Dominique Pledel, í framkvæmdanefnd SLN og ritstjóri Facebooksamtakanna lýsti yfir ágæti Sifjar
Hagsmunaaðilum stóð ógn af Árna. Hann lætur verkin tala meðan yfirvöld sitja hjá
S TA G E R Ð
EN
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
IN
•
L
Samtök lífrænna neytenda (SLN) gegn Árna á Facebook
ÍS
Stuttu fyrir kosningar tefldi fráfarandi stjórn fram Sif Traustadóttur dýralækni sem formannsefni. Fundarsókn fór í sögulegt hámark. Smölun stjórnar virtist staðreynd. Sif fékk 105 atkvæði, Árni 29. Munurinn þótti óeðlilegur enda stuðningsmenn Árna að minnsta kosti 200. Má vera að stjórnin, sem ein hefur aðgang að félagaskrá hafi misnotað hana í sína þágu? Gömul íslensk aðferðafræði fyrir kosningar þegar minnihluti telur að veldi sínu vegið.
R BU
•
Óvænt mótframboð – misnotkun félagaskrár?
Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu
- Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum
R
S
borði í móttöku og á Traustadóttur á borðinu óútfylltir eftirFacebookvef SLN: litslausir kjörseðlar. „Dýraverndarfélag Íslands heldur aðalStjórna framleiðfundinn á laugardagendur dýraafurða nú inn kl 11 í Norræna Húsinu. Þar verður DÍ? kosinn nýr formaður og Sif Traustadóttir Miður er ef stjórnin gefur kost á sér. Hún hefur misnotað félagaer besta formannsskrá til þess að fella efni sem til er á Árna. Ekki verða eftirlandinu, föst en ekki mál vegna þess. Barátta Kristín Cecilsdóttir öfgakennd, fagmaður félagi í DýraverndarsamÁrna-fólks fyrir dýrin fram í fingurgóma mun halda áfram. Það bandi Íslands með hugsjón að hefur tvíeflst við þetta vopni, og reynslubolti. Allir sem mótlæti. Hefta þarf áhrif hagseru meðlimir í DÍ geta kosið og munaaðila inn í DÍ og bæta eftirlit hægt er að skrá sig fram á föstumeð gæludýrum. Mikið vantar þar daginn (dyravernd@dyravernd.is), á. Hagsmunaðilarnir eru Bændaég hvet alla til að skrá sig og kjósa samtökin, loðdýrabændur, eggjaSif á fundinum. (Dominique).“ framleiðendur og fleiri ásamt Skrifin voru síðan fjarlægð! Matvælastofnun sem sætt hefur Skrifin sættu undrun. SLN-Falinnulausri gagnrýni undanfarið. cebookvefurinn var notaður gegn Á fundinum mátti meðal annars Árna sem hefur unnið hvað mest sjá lögfræðing Bændasamtakanna, starf fyrir SLN í starfshópnum Vel- sem ekki hefur áður verið gestur ferð búfjár (SLN-VB), langstærsta á félagsfundum DÍ að sögn þeirra og virkasta hóp SLN undir stjórn sem til þekkja. Árna. Dominique hefur eldað grátt Blað brotið í sögu dýraverndar silfur við Árna innan SLN og ekki á Íslandi – tímamótafundur sætt sig við gagnrýni sem Ólafur Dýrmundsson meðlimur í hópnum Aðalfundurinn var tímamótaSLN-VB hefur fengið af hálfu Árna fundur vegna fjölmennis og átökin fyrrverandi hópstjóra hópsins. í umræðunni gleymast seint. Árni Téð Dominique hélt því fram hefur hrist rækilega upp í allri að engin tengsl væru á milli Ólafs dýraverndarumræðu. MálflutningDýrmundssonar fráfarandi forur hans hefur verið málefnalegur manns og sín. Hún var þó fundaren hefur stungið á viðkæmum stjóri aðalfundarins og fórst það kýlum og troðið á aumum tám. ekki vel gagnvart stuðningsfólki Tilnefning Árna til samfélagsÁrna. Þeim gekk seint og illa að fá verðlauna Fréttablaðsins síðastorðið. liðinn miðvikudag segir allt sem Þá vakti kjörkassi unninn af segja þarf. Íslendingar kunna að handvömm athygli, geymdur undir meta störf hans! Hagsmunaaðilum stóð ógn af Árna. Hann lætur verkin tala meðan yfirvöld sitja hjá. Dapurlegast er þó að einum af forystusaðilum SLN tókst með brögðum að leggja framboð Árna að velli að sinni. Árni áorkaði miklu innan SLN og með einkaframtaki en fékk andstyggð fyrir. Árni og hans fólk mun sækja fram á veginn, ennþá harðar en áður, dýrum til hagsbóta.
U
Aðför að dýravernd?
ögulegur aðalfundur Dýraverndarsambands Íslands (DÍ) var haldinn síðastliðinn laugardag. Stjórnarhættir DÍ hafa verið gagnrýndir undanfarið og hefur Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur farið þar fremstur. Mæltist gagnrýnin illa fyrir af stjórn DÍ og sagði hún starfshætti Árna óásættanlega, án rökstuðnings. Félagsmenn töldu mikilvægt að endurnýja í stjórn DÍ. Árni var hvattur til framboðs sem formaður. Gott orðspor hans í framlagi til dýraverndar hefur vakið mikla athygli. 200 undirskriftir söfnuðust fyrir framboði Árna á netinu. Óskað var eftir rafrænni kosningu. Stjórnin hafnaði því. Margir komust ekki á kjörstað. Lýðræðið var ekki virt.
Teppi á stigaganginn nú er tækifærið !
AÐ R IÐN Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. SKU
Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is
Í T É KK-KR IST AL FIMMTUDAG, FÖSTUDAG, LAUGARDAG & MÁNUDAG
AFSLÁTTUR
Full búð af fallegum vörum
AF ÖLLUM
MATAR & KAFFISTELLUM HNÍFAPÖRUM SWAROVSKI SKARTGRIPUM ÖLLUM GLÖSUM
Hnífaparatöskur 14 teg. TILBOÐ
IITTALA VÖRUM ÍTÖLSKUM HITAFÖTUM og fleiru og fleiru t.d. fallegum fermingargjöfum NÝTT KORTATÍMABIL
Tryggðu þér eintak strax! Lumia 800 er með Windows Phone 7 stýrikerfinu sem hefur fengið frábæra dóma - er stílhreint, flott og hraðvirkt. Kynntu þér málið í næstu verslun okkar eða á vodafone.is
vertu vinur á Facebook
ERUM EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178 8 stærðir
www.tk .is
Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955
40
viðhorf
Helgin 16.-18. mars 2012
Fermingarveislur
Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! Verð frá
2100 á mann
pantaðu veisluna þína á
www.noatun.is
Topplistinn Fegurð og hreysti 1
Krisma snyrtistofa Spönginni 37
2
5
3 ummæli
Modus hársnyrtistofa Rjúpnasölum 1
4
5 ummæli
World Class Spönginni 41
3
Efstu 5 - Vika 11
3 ummæli
Snyrtistofan Cover Spönginni 23
3 ummæli
Snyrtistofan Morgunfrú Hátúni 6b
Króna, evra, dínar
Gjaldmiðlar og þjóðernisást
Í
Í þeirri kraftmiklu umræðu sem komin er af stað um framtíðarskipulag gjaldmiðlamála, flagga fylgismenn krónunnar óspart meintri ást sinni á sjálfstæði landsins. Krónan er talin einn helsti hornsteinn í fullveldi Íslands; án hennar yrðum við ósjálfstæð þjóð. Það er ekkert nýtt að gjaldmiðlar fléttist inn í baráttuna fyrir sjálfstæði og fullveldi landa. Það er hins vegar ekki gefið að áherslan sé að halda þeirri mynt sem lengst hefur verið notuð í viðkomandi landi. Þegar Svartfellingar voru til dæmis að brjótast undan áhrifum Serbíu og til sjálfstæðis var það stór áfangi á þeirri leið þegar þeir köstuðu dínarnum, sem notaður hafði verið í Júgóslavíu, og tóku Jón Kaldal einhliða upp þýskt mark árið kaldal@frettatiminn.is 1998. Evran varð síðar gjaldmiðill Svartafjallalands þegar markið var lagt af. Þannig varð þessi stóri alþjóðlegi gjaldmiðill að tákni sjálfstæðis Svartfjallalands í samfélagi þjóðanna. Og hver er lærdómurinn af þessum samanburði? Sjálfsagt fyrst og fremst sá að sjálfstæðisrök eru afstæð þegar þau eru brúkuð í rökræðum um hvaða gjaldmiðill hentar best. Þar vegur þyngra æskilegt frelsi til athafna og viðskipta – að minnsta kosti ef ætlunin er að auka sem mest hagsæld þeirra sem nota viðkomandi gjaldmiðil. Saga krónunnar er um leið svo til samfelld saga hafta. Í spánýju hefti Þjóðmála rifjar ritstjórinn Jakob F. Ásgeirsson upp þessa umgjörð íslensks efnahagslífs sem víti til varnaðar. Í grein sinni vitnar Jakob meðal annars í John Maynard Keynes: „Allar verslunarhömlur eru tæki sem þjóðirnar hafa fundið upp til þess að gera sig og aðra fátækari,“ sagði þessi mikilsvirti
enski hagfræðingur sem féll frá fyrir miðja síðustu öld. Í maí í fyrra birtist á þessum stað pistill undir fyrirsögninni „Haftakrónan“ en hann var skrifaður í kjölfar þess að stjórnvöld töldu sig nauðbeygð til að herða á gjaldeyrishöftunum. Aftur var hert á höftunum í þessari viku og fyrirséð er að það verður ekki í síðasta sinn. Þessi öndunarvél krónunnar þarfnast stöðugs viðhalds og í hvert skipti eykst efnahagsleg einangrun landsins. Rökrétta leiðin út úr þessum vanda er að ganga í Evrópusambandið – að því gefnu að viðunandi samningur fáist – og taka upp evru í kjölfarið. Hún er ekki töfralausn út af fyrir sig en ákvæðin sem fylgja notkun hennar varða veg sem þarf einbeittan vilja til að víkja frá. Þau ákvæði eiga í raun að vera trygging almennings gagnvart því að stjórnmálastéttin leyfi sér til dæmis ekki að samþykkja fjárlög með miklum halla, heldur neyðist til að leita jafnvægis milli tekna og útgjalda. Krónan kallar ekki á slíkan aga. Helgi Magnússon, fráfarandi formaður Samtaka iðnaðarins, orðaði stöðuna skorinort í opnunarerindi á Iðnþingi í gær. „Það er sjálfsblekking að halda því fram að við getum nýtt okkur möguleika til að lifa góðu lífi á Íslandi við óbreytt gjaldmiðlafyrirkomulag – íslenska krónu og gjaldeyrishöft. Við verðum að komast út úr þeirri sjálfheldu,“ sagði Helgi og benti á að atvinnulífið hefur kvatt íslensku krónuna, að flest íslensk stórfyrirtæki geri orðið upp í erlendri mynt. Það gera þau ekki af því að þau skortir ást á sjálfstæði Íslands heldur vegna þess að það er hagkvæmara og styrkir þau. Íslensk heimili þurfa að komast í sama umhverfi.
3 ummæli
Hvati til betri starfshátta
Samfélagsábyrgð fyrirtækja
Þ
ing Initiative. Staðallinn auðveldar að eru margvíslegar skilgreiningfyrirtækjum að miðla upplýsingum um ar á hugtakinu samfélagsábyrgð starf sitt á sviði samfélagsábyrgðar á fyrirtækja, en í sinni einföldustu trúverðugan hátt. Skýrslugerð sammynd má segja að fyrirtæki sýni samkvæmt GRI staðli fer vaxandi, en samfélagslega ábyrgð þegar það ákveður kvæmt þeirri aðferðafræði þarf fyrirað bæta starfshætti og leggja meira til tækið að gera árlega grein fyrir árangri samfélagsins en því er skylt samkvæmt einstakra aðgerða og skrá mistök jafnt lögum. Löng hefð er fyrir því að fyrirsem góðan árangur. Endurskoðunartæki styrki ýmiskonar starfsemi á sviði fyrirtækið KPMG gerir reglulega úttekt menningar, íþrótta og góðgerðarmála. á stöðu samfélagsábyrgðar hjá stærstu Hugtakið samfélagsábyrgð hefur hinsfyrirtækjum heims. Í nýlegri skýrslu vegar þróast frá því að snúast aðallega kemur fram að 95 prósent af 250 stærstu um styrkjamál yfir í að snerta alla þætti fyrirtækjunum skila árlegri skýrslu um í starfsemi fyrirtækisins. SamfélagsRegína Ásvaldsdóttir samfélagsábyrgð og 64 prósent af 100 ábyrgð snýst því ekki eingöngu um framkvæmdastjóri Festu, stærstu. Þriðjungur þessara skýrslna hvernig fyrirtækin ráðstafa hagnaðinum miðstöðvar um samfélagseru samkvæmt GRI aðferðafræði. Þá heldur einnig hvernig þau starfa. Viðábyrgð fyrirtækja við Hásýna rannsóknir að þrír fjórðu af bandaskiptasiðferði og ábyrgir stjórnarhættir, skólann í Reykjavík. rískum fjárfestum skoða í dag stöðu umhverfismál, vinnuvernd, mannréttsamfélagsábyrgðar hjá þeim fyrirtækjindi og samfélagsmál eru lykilhugtök um sem þeir íhuga að fjárfesta í (De Tienne & Lewis, þegar kemur að samfélagsábyrgð. 2005). Svokallað birgjamat er eitt af þeim verkfærum Stefnumótun í anda samfélagsábyrgðar er tiltölusem veitir fyrirtækjum mikið aðhald. Með því að skrá lega ný af nálinni á Íslandi. Sjö íslensk fyrirtæki eru og meta alla birgja sem koma að virðiskeðjunni, eru aðilar að Global Compact, sem eru hnattræn viðmið hæg heimatök fyrir til dæmis rannsóknaraðila og Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Alls eru á fjölmiðla að kanna hvernig aðstæður eru í verksmiðjsjöunda þúsund fyrirtækja aðilar að Global Compact um sem koma að framleiðslu einstakra vara. Mikil og á annað þúsund félagasamtaka og stofnana. gagnrýni og fjölmiðlaumræða um fyrirtæki, eins og Þar sem hugtakið samfélagsábyrgð er mjög vítt Nike og nú síðast Apple, hafa leitt til endurskoðunar er auðvelt að gengisfella það í þeim tilgangi einum á starfsháttum og stuðlað þannig að bættum aðað bæta ímynd fyrirtækisins. Í markaðsfræðinni er stæðum verkafólks. Nike hefur til dæmis sett staðla hugtakið gjarnan notað sem verkfæri, til að ná fram um aldurslágmark starfsfólks, öryggisþætti, fræðslu jákvæðum hughrifum gagnvart fyrirtækinu. Enron til starfsmanna og aukið gegnsæi hvað varðar framhafði til dæmis mjög góða stefnu um samfélagsleiðsluferli fyrirtækisins. Apple, sem var gagnrýnt ábyrgð, en starfshættir fyrirtækisins voru fjarri því fyrir aðbúnað starfsfólks hjá undirverktökum, hefur að vera í lagi. Samkvæmt rannsókn Davíðs Sigurþórsnýlega sett fram skýrslu þar sem fram koma skýrar sonar (2012) lögðu íslensku bankarnir megin áherslu kröfur um mannréttindi og vinnuvernd starfsfólks á góðgerðarmál en takmarkaða áherslu á aðra þætti hjá þeim aðilum sem þeir skipta við. Hugtakið samsamfélagsábyrgðar fyrir efnahagshrun. félagsábyrgð fyrirtækja er því ekki bara upp á punt, Eftir því sem kennslu og rannsóknum á samfélagstil að nota á tyllidögum, heldur raunverulegur hvati til ábyrgð vex ásmegin, þeim mun meira aðhald verður ábyrgra stjórnarhátta, aukinnar áherslu á umhverfisgagnvart notkun á hugtakinu. GRI Index er alþjóðmál og bættrar stöðu verkafólks, svo fátt eitt sé nefnt. legur staðall sjálfbærnivísa á vegum Global ReportSætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
DÝNUR OG KODDAR
12 má n a ð a
vaxtalau s lán á TEMPUR heilsu dýnu m í mar s
Fyrir þínar bestu stundir upplifðu þægindi, upplifðu stuðning, upplifðu TEMPUR®
Þegur þú sefur á TEMPUR heilsudýnu, hvílast hryggur og liðir í sinni náttúru legu stöðu. TEMPUR þrýstijöfnunarefnið er mjúkt þar sem þú vilt og stíft þar sem þú þarft™ og veitir þannig þrýstijöfnun, þægindi og náttúrulegan stuðning. Vaknaðu upp endurnærð(ur) og tilbúin(n) í átök dagsins. Kíktu á www.tempur.is til að sjá meira um Tempur heilsuvörurnar.
EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI
Næturlöng endurnýjun fyrir líkama og sál™
20%
afsláttur
Stillanlegu heilsurúmin sem Betra Bak býður uppá eru ein þau vönduðustu sem í boði eru. Komdu og skoðaðu möguleikana!
19.900
15.885
með 20% afsl.
TEMPUR Comfort heisukoddinn er einstaklega mjúkur og þægilegur, með nýju extra mjúku TEMPUR efni.
með 20% afsl.
TEMPUR Original heilsukoddinn, sem flestir þekkja, styður vel við háls og setur þig í rétta svefnstöðu.
Sjá TEMPUR tilboðin á betrabak.is Leggur grunn að góðum degi
20%
afsláttur
TEMPUR Cloud heilsudýnan er nú á sérstöku páskatilboði í mars.
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16
42
viðhorf
Helgin 16.-18. febrúar 2012
Nýtt sjúkrahús
Nýr Landspítali – hagur allra
L Höldum Páska í Dalakofanum. Gönguskíðaferð Jeppaferð á eigin jeppum
andsmenn horfa nú til þess að á næstu árum stækki húsnæði Landspítala við Hringbraut með löngu tímabærum nýbyggingum. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa framkvæmd á síðustu vikum og mánuðum og sitt sýnist hverjum. En af hverju þurfum við nýtt sjúkrahús? Fram til þessa hefur starfsemi Landspítala verið á nærri tuttugu stöðum en að stærstum hluta í Fossvoginum og við Hringbraut og af því hlýst mikið óhagræði. Í dag vinna starfsmenn spítalans afar metnaðarfullt starf en við verulega slæma aðstöðu þar sem húsnæði og aðstaða er þröng og úr sér gengin. Fara þarf með sjúklinga á milli húsa til innlagnar, í rannsóknir eða til meðferðar. Í núverandi skipulagi eru víða reknar fleiri en ein sambærileg eining svo sem gjörgæsla, skurðstofur, rannsóknarstofur, röntgendeild og svo mætti lengi telja. Af því hlýst augljóst óhagræði.
Kröfum mætt og sparað um leið
Aumir og sárir vöðvar?
15% afsláttur
Núverandi aðstaða á Landspítala er þess eðlis að hún mætir engan veginn kröfum og framförum í nútíma heilbrigðisvísindum. Ekki bara það að starfsemin sé dreifð heldur er húsnæðið í mörgum tilfellum barn síns tíma, úrelt og krefst mikils viðhalds. Með stækkun Landspítala erum við að mæta kröfum um framfarir en á sama tíma að spara, því dýrast af öllu er að gera ekki neitt. Bygging sjúkrahússins er stór framkvæmd enda verður það byggt í áföngum. Í fyrsta áfanga verður byggður helmingur legudeildanna. Þá verður einnig farið í að byggja bráðamóttöku, gjörgæslu, skurðstofur,
rannsóknarstofur, myndgreiningu, sjúklingahótel og fleira. Við byggingu fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að legudeildir verði níu talsins, þar með talin sérstök smitsjúkdómadeild. Sjúklingar verða hafðir í fyrirrúmi og vinnuaðstaða allra starfsmanna stórbætt. Allar sjúkrastofur eru einbýli sem gerir starfsmönnum kleift að veita alla hjúkrunarmeðferð, svo og sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun á stofum sjúklinga.
Bættar sýkingarvarnir
Sérbýlin skapa næði fyrir sjúklinga og sýkingarvarnir á spítalanum batna. Sjúkrastofur á Landspítala í dag eru flestar tveggja manna stofur og allt uppí fjögurra manna stofur. Þá deila flestir sjúklingar salernum með einum og allt upp í sjö manns og stenst þessi aðstaða engan veginn kröfur nútímans um sýkingarvarnir. Hönnun á legudeildum nýs spítala tekur mið af sýkingarvörnum. Sérhverri sjúkrastofu mun fylgja innangeng snyrting með sturtu sem hönnuð er miðað við aðgengi fatlaðra og með það í huga að tveir starfsmenn geti aðstoðað sjúkling. Þá er gert ráð fyrir að ættingjar geti nú verið í meira næði hjá sínum nánustu. Höfundar vilja hvetja alla sem áhuga hafa á að kynna sér staðreyndir um stækkun Landspítala. Mikilvægt er að hafa í huga að verið er að byggja sérhæfðan spítala fyrir alla landsmenn. Nýr Landspítali verður í senn miðstöð heilbrigðisvísinda á Íslandi og sjúkrahús allra landsmanna. og hann mun færa sjúklingum aukið öryggi og aðbúnað sem er til sóma hverri þjóð sem telur sína heilbrigðisþjónustu vera í fremstu röð.
15% afsláttur
Voltaren Gel
Svandís Bára Karlsdóttir María V. Sverrisdóttir sjúkraliði hjúkrunarfræðingur
Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur
Stefanía Arnardóttir hjúkrunarfræðingur
Bylgja Kærnested hjúkrunarfræðingur
Voltaren Dolo
Mjódd Álftamýri Bílaapótek Hæðasmára
Lyfjaval.is • sími 577 1160
Höfundar vilja hvetja alla sem áhuga hafa á að kynna sér staðreyndir um stækkun Landspítala. Mikilvægt er að hafa í huga að verið er að byggja sérhæfðan spítala fyrir alla landsmenn.
ÍÐ MÁLT ÐARINS A MÁN
, gúrku , i t s , m/o príku a p , k lau rg, icebe ósu BQ s B y e ur” smok flavo “ l l i r gu og g nerin i r a m
M/FRÖNSKUM & COKE
1095.-
viðhorf 43
Helgin 16.-18. febrúar 2012
Stuðningsyfirlýsing
Séra Sigríði Guðmarsdóttur í embætti biskups Íslands
til Euro D a r isn fjó r i e yr
Í aðalvinning er fjölskylduferð fyrir fjóra til Euro Disney auk fjölmargra annarra glæsilegra vinninga.
Eins gott að vera ekki í skránni Hún átti að fara til Jóhönnu en ég fann ekki hvar hún á heima. Sprengjumaðurinn við stjórnarráðshúsið, S. Valentínus Vagnsson, útskýrir fyrir DV hvers vegna hann plantaði sprengju sinni við vinnustað Jóhönnu Sigurðardóttur.
Sendu þrjá bláa toppa af Cocoa Puffs pökkum merkt: Cocoa Puffs leikur, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík – ásamt nafni og símanúmeri og þú ert kominn í pottinn. Dregið 18. apríl. www.cocoapuffs.is
*Innifalið: Flug fyrir fjóra til Parísar, báðar leiðir og aðgangskort fyrir fjóra í Euro Disney.
0
Níels Árni Lund, fyrir hönd sóknarnefndarfólks og starfsfólks Guðríðarkirkju.
bíó
m ið ar rt í húsd o k s ýr ár
inn arð ag
Staðgóð máltíð Þetta er ekki sykurjukk, fita eða ógeð líkt og Fannar sagði. Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Metro, mótmælir dylgjum um hamborgara sem hún telur íþróttafræðinginn Fannar Karvel Steindórsson hafa sett fram þegar hann lýsti áhyggjum yfir því að Metro seldi 52 þúsund hamborgara á einum degi í gegnum tilboðssíðuna Hópkaup.is.
Enginn verður óbarinn fríkirkjuprestur Þetta voru svona persónulegar árásir. Hann var stöðugt að segja manni hversu ómögulegt þetta og hitt væri. Ása Björk Ólafsdóttir prestur um framkomu Hjartar Magna Jóhannssonar fríkirkjuprests í hennar garð en hún hraktist úr starfi fríkirkjuprests.
20
Fyrirsagnafúsk Þeir sem starfa á fjölmiðlum eru viðbúnir óvæginni gagnrýni, en það hefur ekki verið gefið skotleyfi til að ráðast að fjölmiðlafólki með uppdiktuðum ásökunum um aðild að kynferðisbrotum. Feðgarnir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, ritstjórar DV, í yfirlýsingu þar sem þeir gerðu tilraun til þess að kenna Steingrími Sævarri Ólafssyni, ritsjórar Pressunnar, grundvallaratriði í fyrirsagnasmíð. Þær þurfa víst að standast vissar raunveruleikakröfur.
t t á þ u t Tak ik e l p p í to ! s f f u P a o c o C
ar hefur þótt gott að vinna undir hennar leiðsögn. Um þetta bera Guðríðarkirkja og starfið þar skýrust merkin. Einlæg trú sr. Sigríðar á boðskap kristinnar kirkju og gífurleg þekking hennar á þeim sviðum sannfærir okkur undirrituð um að hún myndi verðug skipa embætti biskups Íslands og embættið, þannig skipað, efla Þjóðkirkju Íslands sem er og hefur verið landi og þjóð til blessunar.
y*
Enski boltinn? Það er ekki ljóst hvað angraði hann varðandi starfsemina hér. Ari Edwald, forstjóri 365, um mann sem lét öllum illum látum í anddyri fjölmiðlarisans og hótaði starfsfólki.
sem þakksamlega var þegin og innlegg hennar réði hvað mestu um hversu vel tókst að gera kirkjuna að svo fallegum og innihaldsríkum helgistað sem raun ber vitni um. Starfsgleði, greind og metnaður einkennir sr. Sigríði. Hún er með mikla réttlætiskennd en jafnframt afskaplega hlý manneskja, tilfinningarík og gott til hennar að leita. Skoðanaágreining leggur hún sig fram um að leysa þannig að allir gangi sáttir frá borði. Söfnuði sínum hefur hún verið trú, safnaðarnefnd ómetanleg aðstoð og starfsfólk kirkjunn-
20
Bannað að Haardera! Það voru mjög mörg ljós og bjöllur og annað sem hefðu átt að valda því að ákærði átti að grípa til aðgerða. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, ræddi meint aðgerðarleysi Geirs H. Haarde þegar hún reifaði málið gegn honum fyrir Landsdómi.
f
Vik an sem var
á öllu því er að kirkjunni lýtur. Er hún tók við embætti var hvorki til kirkjuhús né heldur mótað safnaðarstarf, enda um nýjan söfnuð að ræða. Þrátt fyrir takmarkað húsnæði og fábrotnar aðstæður til trúarlegra athafna, hóf hún markvisst uppbyggingarstarf sem laðaði fólk til kirkjunnar og safnaðarstarfsins. Við byggingu nýrrar kirkju, sem reis fullbúin á 17 mánuðum, var starf hennar ómetanlegt. Með einlægum áhuga, fórnfýsi og dugnaði, miðlaði hún þekkingu sinni um kristna kirkju, helgisiði hennar, trúartákn, helgigripi og innviði
Fe rð
M
eð þessari stuðningsyfirlýsingu viljum við núverandi og fyrrverandi sóknarnefndarfólk og starfsfólk Guðríðarkirkju í Grafarholti, vekja athygli þeirra sem koma að kjöri biskups Íslands, á framboði sr. Sigríðar Guðmarsdóttur til þess embættis. Um leið og við af einlægni lýsum yfir fyllsta stuðningi við sr. Sigríði, leitum við til allra þeirra sem að kjörinu koma með ósk um stuðning þeirra. Sr. Sigríður hefur frá því hún var skipuð sóknarprestur í Grafarholtssókn, sýnt fádæma dugnað og einlægan áhuga
Helgin 16.-18. mars 2012
Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?
Öflugir High Tech rafgeymar fyrir jeppa.
Biðstofublús
E
HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson
stro & B Bi a
Ge y
ir
r
s
jonas@ frettatiminn.is
i
m
ú
SpennAndi
T& FERSKandi T FREiS Fa
gme
nnska
y í F
ri
r
r
sjávarrétta tilBoð
Bláskel & Hvítvín
2.950 kr.
Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi.
Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi.
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
Teikning/Hari
Borðapantanir í síma 517-4300
Ekki verður beinlínis sagt að hugað sé að geðheilsu þeirra sem eiga erindi á læknastofur, annað hvort í eigin erindum eða með aðra. Með hækkandi aldri forfeðra okkar hjóna hefur ferðum á heilbrigðisstofnanir fjölgað – og þar með bið á læknastofum. Þar er að vonum alls konar fólk, foreldrar með ung börn, miðaldra fólk og gamalt. Sumir sitja og stara út í loftið en aðrir horfa í gaupnir sér. Þeir sem saman koma tala í hálfum hljóðum og síðasti hópurinn les – eða reynir að lesa því litteratúr þessara samkomustaða er undarlegur, svo ekki sé meira sagt. Í síðustu heimsókn á læknastofu beið ég þolinmóður meðan hugað var að ástandi míns nákomna. Fyrst horfði ég á fólkið í kringum mig en það horfði ekki til baka. Ég kannaðist ekki við neinn. Stemningin var dauf og kannski að vonum. Annað hvort var fólkið sjálft haldið einhverjum krankleika sem finna þurfti bót á eða beið meðan ættingi var skoðaður. Þeir sem inn komu gengu beint að konu handan glers og gáfu upp kennitölu, settust síðan og biðu eftir að kallið kæmi, það er að segja að þeir yrðu kallaðir upp en ekki að þeirra hinsta stund væri upp runnin. Til þess að stytta biðtímann reyndi ég að finna lesefni í boði biðstofunnar. Það var að mestu í henglum, kápulaust og snjáð, hafði fengið að kenna á flettingum þúsunda handa, stórra og smárra í gegnum tíðina. Sú tíð var löng því flest var þetta margra missera eða ára gamalt efni. Fæst var uppörvandi, síst bæklingar um hina og þessa sjúkdóma sem hrjá mannskepnuna. Þurfi menn að leita á læknastofur er ekki spennandi að lesa um alls konar innanmein. Nóg er nú samt. Ekki leyfði ég mér að hugsa til þeirra sýkla sem vera kynnu á blöðunum enda ekki með próf upp á slíkt. Þó læddist að mér sá grunur að kannski væri ekki heilsusamlegt að handleika þessi blöð, hafandi það í huga að um það bil fimm þúsund manns hefðu flett þeim áður, einkum þeir sem illa haldnir voru af kvefi, flensu, magakveisu og höfuðverk, svo ekki sé minnst á aðrar og hættulegri pestir. Ég gróf ofan í blaðakörfuna og sneiddi pent framhjá sjúklinga- og sjúkdómablöðum. Hvorki var þar að finna ný eða nýleg dag- eða vikublöð svo á endanum hafði ég val um þrennt; snjáð golfblað, gamalt rit um karlmannatísku og 30 ára afmælisblað Ármúlaskólans. Ég lét golfblaðið eiga sig. Ég á að vísu golfsett í bílskúrnum en það er ónotað. Sá sem ekki nennir að draga golfsett út á völl leggst tæpast í djúpar pælingar í tímariti golfmanna. Karlmannatískan höfðaði heldur ekki til mín. Þó má vera að ég hefði geta nýtt mér leiðbeiningar úr tískuritinu, sérstak-
lega af því að það var gamalt. Í seinni tíð hef ég ekki lagt mig beint eftir nýjustu tískustraumum. Eftir sat því afmælisrit Ármúlaskólans. Ég las það í gegn, kynntist forsögu skólans, húsnæðisþrengslum og loks draumum um meira rými með nýbyggingu. Í blaðinu voru myndir af fyrstu skóflustungu nýbyggingarinnar sem borgarstjóri Reykjavíkur og menntamálaráðherra tóku snemma á hrunárinu 2008, grunlitlir ráðamenn um það sem síðar helltist yfir okkur – og hefur vafalaust seinkað nýbyggingu skólans. Athyglisverðast var að sjá hverjir fóru með völdin það sæla vor, einkum hver gegndi borgarstjóraembættinu. Á því kjörtímabili hafði nýr borgarstjóri varla kynnst helstu embættismönnum borgarinnar þegar nýr tók við. Það var Ólafur F. Magnússon sem þarna sveiflaði skóflunni í stuttri borgarstjóratíð sinni. Með á myndinni var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, með aðra skóflu. Þetta efni læsi maður varla ótilneyddur í mars á því herrans ári 2012 – en skólablaðið var þó það skásta sem í boði var á biðstofunni. Þegar áfram var flett í því blöstu við gamlar og nýjar myndir af nemendum og kennurum, eins og algengt er í blöðum sem þessum, auk frásagnar af húsdraug skólans. Ármúlablaðið las ég í tvígang áður en skjólstæðingur minn kom út frá lækninum. Ég treysti mér alls ekki í golfið og því síður tískuna. Góðhjartaðir menn hafa skilning á þrengingum heilbrigðiskerfisins og niðurskurði og eflaust er dýrt að kaupa glansblöð á biðstofur. Því enda þar bæklingar um hjáveitur og hjartaskurði, bjúg og botnlangatotur, legslímuflakk og líknarbelgi, æðaþrengingar og æðahnúta, auk fyrrgreindra þriggja blaða um gamla tísku, golf og þrítugan Ármúlann. Betra væri samt ef þessar fátæku stofur leituðu til velunnara og fengju reglulega senda skammta af nýlegum blöðum og tímaritum og hentu um leið gamla rifrildinu sem lesið hefur verið upp til agna. Allt er þetta sagt með fullri virðingu fyrir kynningarritum um hjarta- og æðasjúkdóma, og öðrum sérfræðiritum þar sem fjallað er um baráttu við tásveppi, hárlos, flösu og nefrennsli barna á forskólaaldri. Miðað við stuðið á biðstofunum mætti hugsa sér að endurflytja þar í hljóðkerfi gamla þætti Óskalaga sjúklinga í þeirri von að peppa liðið svolítið upp. Þessara óskalagaþátta Ríkisútvarpsins minnist pistilskrifarinn frá æskudögum. Í hroka hins unga aldurs kann sá hinn sami að hafa nefnt það þá – eða minnsta koti hugsað – að miðað við lagaval hefðu beiðendur óskalaganna flestir verið dánir þegar orðið var við ósk þeirra, eða þeir nývaknaðir eftir langt meðvitunarleysi. Samt væri slíkur endurflutningur skárri afþreying en það lesefni sem nú býðst.
viðhorf 45
Helgin 16.-18. mars 2012
Fært til bókar
Kiddi sleggja lærir á stjórnmálin Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, kom víða við á stjórnmálaferli sínum. Hann var bæjarfulltrúi í Bolungarvík frá 1982 til 1998 og sat á Alþingi fyrir Vestfirðinga frá 1991 til 2009, fyrst fyrir Alþýðubandalagið, þá utan flokka, síðar fyrir Framsóknarflokknum, og loks fyrir Frjálslynda flokknum en þingferilinn endaði hann utan flokka. Það hefur því lengi verið sláttur á Kristni, eða Kidda sleggju eins og hann er yfirleitt kallaður. Kiddi verður sextugur í ágúst en lætur ekki deigan síga. Eftir langan og fjölbreyttan stjórnmálaferil hefur hann ákveðið að læra sjálf stjórnmálafræðin þótt ýmsir teldu að hann kynni talsvert fyrir sér í þeim. Í frétt Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að Kristinn hafi fengið skólavist í Háskólanum í Leeds í Englandi til meistaranáms í stjórnmálafræði og fari þangað í haust. „Það er svo mikið umrót núna í pólitíkinni og verður það á næstu árum. Bæði eru að koma fram nýir flokkar en einnig þurfa gömlu flokkarnir sem fyrir eru að breytast til þess að halda velli,“ segir Kristinn í samtali við Bæjarins besta og bætir við að tímarnir fram undan séu spennandi og því sé gott að mennta sig vel á þessu sviði. Hann segir stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands bjóða upp á mjög gott nám en hann valdi Háskólann í Leeds vegna þess að stjórnmál verða sífellt alþjóðavæddari. „Það er bara nauðsynlegt að kynna sér líka stjórnmálin erlendis. Hvort sem Íslendingar ganga í Evrópusambandið eða ekki þá verður þróunin sú að æ meira af samskiptum á stjórnsviði fer fram við útlönd. Íslenskir stjórnmálamenn þurfa að geta átt í þeim samskiptum sér til gagns í því starfi sem þeir eru í,“ segir Kristinn en hann telur einmitt veikasta hlekk íslenskra stjórnmálamanna vera litla tengingu við erlenda strauma. Sama gildir um Kristin og aðra sem lagt hafa stjórnmálin fyrir sig, þeir eiga annað hvort fylgismenn eða andstæðinga. Af bloggskrifum Guðmundar Sveinbjörns Brynjólfssonar, aðdáenda hins fornfræga knattspyrnuliðs Leeds United, má ætla að hann sé í síðari hópnum. „Nú bætist við nýtt áhyggjuefni,“ skrifar hann og heldur áfram: „Kristinn H. Gunnarsson er að fara til Leeds! Reyndar í nám – segir hann! Hann sagðist líka einu sinni vera í Framsókn en reyndist svo Frjálslyndur – eða var það öfugt? Ég er mest hræddur um að hann dúkki upp á Elland Road – ekki meðal áhorfenda heldur inni á vellinum. Áhyggjur mínar eru á rökum reistar: Neil Warnock núverandi stjóri Leeds hafði mikið dálæti á Heiðari Helgusyni þegar hann stjórnaði QPR, Heiðar er nagli! Kiddi er sleggja! Það hljóta allir að sjá hvað er yfirvofandi!“
Slagurinn harðnar Eiður Guðnason, fyrrum þingmaður, sendiherra og ráðherra, heldur áfram að fjalla um Ólaf Ragnar Grímsson og forsetaframboð hans á síðu sinni og áskilur sér rétt til að fjalla nánar um það síðar. Slíkt kemur ekki á óvart enda er Eiður ekki í hópi helstu aðdáenda forsetans. Hann vék að umræðum um komandi forsetakosningar í Silfri Egils á sunnudaginn og sagði: „Ekki var síður áhugavert að heyra það sem sagt var forsetakosningarnar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir undirstrikaði það sem margir hafa sagt og séð að Ólafur Ragnar Grímsson ætlar sér, ef hann nær kjöri aðeins að vera forseti hluta þjóðarinnar, ekki allrar þjóðarinnar, Hann ætlar að vera forseti þeirra sem eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandi. Það hefur enginn forseti leyfi til að misnota embætti forseta Íslands í þágu persónulegra skoðana sinna. Ólafur Ragnar virðist einskis svífast. Þetta er svo ósvífið að engu tali tekur.“ Slagurinn er greinilega að harðna.
Byltingin étur börn sín Sú var tíðin að svokölluð 68-kynslóð þótti róttækust allra, fólk sem boðaði breyt-
ingar á stöðnuðu kerfi. En allt er breytingum háð. Þessi kynslóð komst til valda hér á landi og hefur haldið lengi um valdataumana. Nú heimtar Hallur Magnússon, sem gegnt hefur ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, 68-kynslóðina burt. Í bloggi sínu undir þeirri fyrirsögn segir hann: „Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru ein höfuðorsök þess að það „Nýja Ísland! sem þjóðin sóttist eftir í kjölfar hrunsins 2008 hefur ekki orðið. Þeirra „Nýja Ísland“ er ekki það sem þjóðin sóttist eftir. Enda parið skilgetið pólitískt afkvæmi „Gamla
Íslands“. Hluti hinnar valdsæknu ’68 kynslóðar! Fyrrum Framsóknarmaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson er ekki síður skilgetið pólitískt afkvæmi „Gamla Íslands“. Eins og helstu hvatamenn þess að Ólafur Ragnar bjóði sig fram á ný – þeir gömlu félagar Ólafs Ragnars úr Sambandi ungra Framsóknarmanna upp úr 1970 – Guðni Ágústsson og Baldur Óskarsson. Hluti hinnar valdsæknu ’68 kynslóðar! Gamla pólitíska valdsækna ’68 kynslóðin úr „Gamla Íslandi“ er að verja stöðu sína. Þetta gamla fólk er ekki að hugsa um hag unga fólksins. Það vill ekki það „Nýja Ísland“ sem
yngri kynslóðir og miðaldra Íslendingar vilja. Það vill bara halda halda í þau völd sem þau hafa. Ekki hugsjónir ’68 kynslóðarinnar. Við þurfum nýtt Ísland. Gamla valdsækna ’68 kynslóðin er ekki rétta fólkið að leiða þjóðina inn í nýtt og betra Ísland. Því ’68 kynslóðin er stærsti þröskuldur hins „Nýja Íslands“. Miðað við þennan lestur sannast það enn og aftur að byltingin étur börnin sín. Sé litið til þess fólks sem Hallur nefnir tilheyrir það meira og minna svokallaðri 68-kynslóð – en síst þó Steingrímur J. sem varla var fermdur það sæla ár 1968. En víst var hann bráðþroska.
BURSTAR í vélsópa á lager
- flestar stærðir
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is
úr kjötborði
úr kjötborði
Svínakótilettur
Nauta T-bone
1.198,kr./kg
2.798,kr./kg
verð áður 1.598,-/kg
verð áður 3.498,-/kg
Fjarðarkaup 16. - 17. mars
Hamborgarar 80g 4stk. í pk.
576,kr./pk.
verð áður 680,-/pk.
úr kjötborði
Nauta gúllas
Ali Grísalasagna 1kg
Ali Grísakjötbollur Ali Kjúklingasnitsel
1.798,kr./kg
998,kr./kg
1.098,kr./kg
1.098,kr./kg
1.098,kr./kg
verð áður 2.198,-/kg
verð áður 1.098,-/kg
verð áður 1.460,-/kg
verð áður 1.460,-/kg
verð áður 1.460,-/kg
Coke 4x2L
Doritos 165g
Páskaostur 26%
Skyr hreint
798,kr.
195,kr./pk.
1.298,kr./kg
219,kr.
- Tilvalið gjafakort
Ali Snitsel
www.FJARDARKAUP.is
Skyr hreint
88,kr.
Páska engjaþykkni 119,kr. Páskajógúrt
119,kr.
nýtt
Weetos
Quaker Mini Fras
498,kr.
597,kr.
nýtt
Quaker Rug fras eða Havre fras
498,kr./pk.
nýtt
Hipp kex
Hipp ávaxtasafi
Hipp ávaxtamauk
Pampers Baby dry - stór pk. allar stærðir
381,kr.
240,kr./stk.
398,kr.
1.898,kr./pk.
Ódýrt í matinn
alla daga
Appelsínur
Mandarínur
195,kr./kg
Malt/appelsín
158,kr.
288,kr./kg
Páska gullegg 6stk. Páskaöl
158,kr.
348,kr.
Páskaegg #1 6stk.
798,kr.
Gevalia 500g
Nóa konfekt 1kg
698,kr.
Tilboð gilda til laugardagsins 17. mars Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is
1.998,kr.
48
bækur
Helgin 16.-18. mars 2012
Vinsæll Kanill
Myndir ársins 2011 Samhliða árlegri sýningu ljósmyndara blaða og tímarita hefur bókaútgáfan Sögur sent frá sér bók með úrvali ljósmynda frá árinu. Þeim er skipt í flokka. Fyrstar fara fréttamyndir, þá myndir frá íþróttaviðburðum, þá myndir úr tímaritum, umhverfismyndir, sem er þýðing á enska heitinu „Landscape photographs“, flokkur sem kallast Daglegt líf, þá Mannamyndir og loks Myndraðir. Flokkarnir leiða í ljós hvað pressumyndir eru orðnar fjölbreyttar, hreinar fréttamyndir eru þar nánast í minnihluta. Bókin er í A4 broti, prentuð á glanspappír og telur 160 síður. -pbb
Myndasögumeistari kveður
Fréttamynd ársins og Mynd ársins 2011 átti Daníel Rúnarsson. Hún sýnir Árna Þór Sigurðsson liggja í valnum eftir að hann var skotinn niður með eggi.
Ritdómur Léttir JónínA Leósdóttir
Baráttan um staðalímynd
Léttir – hugleiðingar harmonikkukonu Jónína Leósdóttir Vaka Helgafell, 215 síður, 2012
Stutt dagbók Jónínu Leósdóttur rithöfundar frá árunum 2007 til 2008 lýsir því hvernig hún tekur sig taki og grennir sig. Jónína ákveður að skrifa dagbók meðan á ferlinu stendur og ætlar hana til útgáfu þegar upp er staðið og tilætluðum árangri er náð en heykist á því sökum þess að henni finnst bókin ekki eiga erindi á markað í því árferði sem tók við eftir hrun. Nú mannar hún sig upp í útgáfu í þeim tilgangi að styrkja aðra sem berjast við offitu. Dagbókin er að því leyti persónuleg að þar koma við sögu börn og barnabörn, vinkonur án þess að þær séu gerðar að persónum í dagbókinni og „betri helmingurinn“ sem er pólitíkus. Verkið verður þannig aðeins víðara, en lýsir að mestu leyti afluktum heimi. Höfundurinn leggur til með hugleiðingum um orsakir og afleiðingar heilsufars síns ýmsar alþýðlegar upplýsingar um álitaefni varðandi lifnaðarhætti og heilsufar, mest efni sem hún sækir á netið án þess þó að rekja þær heimildir og finna þeim stað. Jónína hefur þægilegan spjallstíl en er á líður árið sem dagbókin lýsir verður efnið of fábreytt til að lesandi haldi áhuga, það skortir einfaldlega þræði svo frásögnin nái máli. Til þess hefði hún þurft að verða enn persónulegri eða taka til fleiri þátttakenda í lífi höfundarins. Efni bókarinnar hefur þegar orðið Guðbergi Bergssyni efni í pistil án þess þó að ljóst sé hvaða erindi er með skrifum hans. Hér er um afar persónulegan texta að ræða, holdafar og fíkn, útbúnaður konu á besta aldri til að koma fram sem opinber persóna er hér margræddur án þess að spurt sé mikilvægra spurninga um skyldu þeirra sem eru í opinberu sviðsljósi að klæðast á tiltekinn hátt. Jónína er of prívat persóna til að bera líf sitt með þeim hætti, hún kafar ekki dýpra í sjálfsskilning sinn en svo. Dagbók hennar verður aðeins dæmd af því sem hún er en ekki því tækifæri til sköpunar sem hún gaf. -pbb
Mest selda innbunda skáldverkið í Eymundsson þessa vikuna er Kanill – ævintýri og örfá ljóð um kynlíf eftir Sigríði Jónsdóttur bónda. Þetta er önnur bók hennar, sú fyrri heitir Einnar báru vatn.
Jean Giraud alias Moebius (1938-2012), einn af meisturum myndasögunnar á síðustu öld, er látinn. Jean Giraud er ekki nafnkunnur hér á landi þó nokkur hefti af bálki hans um Blueberry liðþjálfa kæmu út á áttunda áratugnum og röð bóka hans um Bouncer á þeim tíunda. Fleiri þekkja handverk hans af kvikmyndum á borði við Alien, Tron, Masters of the Universe, Willow, Abyss og 5th Element. Giraud teiknaði og skrifaði myndasögur undir tveimur nöfnum. Hann var ótrúlega afkastamikill, vann mikið gegnum vikurit á franska markaðinum eins og Harakiri og Spirou, var einn þeirra sem hófu útgáfu Metal Hurlant sem var þekkt í engilsaxneskum heimi sem Heavy Metal. Hann átti langt samstarf við Jodorofsky en einnig Stan Lee hinn bandaríska. Giraud var frá 1971 til 2012 sæmdur öllum viðurkenningum sem þekkjast í heimi myndasögunnar. Verk hans munu lifa meðan menn lesa af mynd. -pbb
Ritdómur Konurnar á ströndinni eftir Tove Alsterdal
Nýnæmi í krimmagerð Margt er hér kunnuglegt en Konurnar á ströndinni er ljómandi vel heppnaður og hugsaður krimmi.
Tove Alsterdal.
Konurnar á ströndinni Tove Alsterdal Jón Daníelsson þýddi. Veröld, 392 síður, 2012.
F
ormgerð spennusögunnar er kunn og nýr reyfari frá Svíþjóð staðfestir það. Ung kona vestanhafs er vel sett í starfi, ástfangin og sæl með manni sínu sem er sjálfstæður blaðamaður, metnaðargjarn og vel af guði gerður. Hann vill slá í gegn og leggur af stað til gömlu álfunnar í leit að efni. Hún vinnur við sviðsetningar, er þjálfuð í að greina atburði leiksins og svið atburðarásar. Hún ber bagga, föðurlaus úr umróti gömlu álfunnar, móðirin nýlátin flóttakona frá Prag. Eiginmaðurinn hefur samband frá París og segist vera kominn á rekspöl í rannsókn sinni og á leið heim, sendir á undan sér böggul, en eftir það spyrst ekki meir til hans. Ung sænsk stelpa er að skemmta sér á suðurodda Spánar, hefur pikkað upp strák og þau gamnað sér á strönd í myrkri næturinnar. Svo vaknar hún ein að morgni, rænd og yfirgefin. Hún
leitar að eigum sínum og gengur fram á lík af ungum blökkumanni í flæðarmálinu. Þriðja konan er í felum á hafnarsvæði á Spáni, hún er ein úr hópi flóttamanna sem kom að næturþeli frá ströndum Afríku. Henni tekst að komast af hafnarsvæðinu og reikar út á hvíta strönd, finnur þar skópar og leggur af stað í langa för fótgangandi. Þetta eru konurnar á ströndinni. Saga þeirra þriggja skerst, tvær þeirra lifa af, en sú þriðja ferst. Efnið er orðið kunnuglegt: Mansal, þrælasala nútímans og sögusviðið eru háborgirnar París, Lissabon og New York. Átakasvæðin eru gististaðir fátækra og ríkra, auður og örbirgð takast á. Þráðurinn felst í leit leikmyndasmiðsins að manni sínum sem hún finnur um síðar en þá hefur hún þrætt öngstræti og afkima, farið dulbúin um í leit að sannleika og afdrifum bónda síns. Margar eftirminnilegar persónur stíga fram: Rússnesk kona á miðjum aldri sem er á flótta, gamall hippi í þorpi hjá Malaga, hugsjónamaður af alsírsku bergi brotinn, kona sem felur sig bak við lögfræðimenntun í París, kornungur flóttamaður úr smáþorpi Afríku. Auðmaður af lágum stigum, gærur í leit að næturgamni. Margt er hér kunnuglegt en Konurnar á ströndinni er ljómandi vel heppnaður og hugsaður krimmi, persónur eru ágætlega dregnar og gerandi sögunnar, unga konan frá New York prýðilega samsett, sérgáfur hennar vel nýttar til að koma skikk á atburði sem hún verður að endurskapa, rýna í og skilja. Sagan hefur það erindi að útskýra skuggahlið á velmegun vesturlanda, þrælaslóðina sem liggur víða að úr kraganum umhverfis gömlu Evrópu, hvernig svart vinnuafl er sótt þangað og hversu lítils virði líf þess fólks er. Tove Alsterdal hefur skrifað eitt og annað fyrir leikhús og á langan feril en Konurnar er hennar fyrsta bók, kom út 2009 og önnur spennusaga hennar er nýlega komin út, Grafið í þögn, en þar er sögusvið hennar víðara, teygir sig aftur til nítjándu aldar og Karelía-svæðisins. Í Konunum dregur hún upp velhugsaða og merkilega víða sögusýn samfara því að hún skapar áhrifamikla og spennandi sögu okkur krimmasjúklingum til afþreyingar innan forms sem í flestum dæmum er stirðnað í fléttuhugsun. Því ættu áhugamenn um spennusögur og krimma að lesa þennan byrjanda á hinum fjölbreytta norræna afþreyingarmarkaði.
Bækur
... hún skapar áhrifamikla og spennandi sögu okkur krimmasjúklingum til afþreyingar innan forms sem í flestum dæmum er stirðnað í fléttuhugsun.
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
GÓÐIR GRANNAR EFTIR RYAN DAVID JAHN
MORÐINGI, FÓRNARLAMB. OG VITNI SEM HAFAST EKKI AÐ „Grípandi og úthugsuð spennusaga sem fléttar saman sögu ns ja fórnarlambsins, morðing “ og nágrannanna. – FINANCIAL TIMES
„Flott lesning til að minna mann á að maður skiptir máli.“ ÓTTIR, – KOLBRÚN ÓSK SKAFTAD RI GA OG BL KA BÓ
„Lesandanum finnst hann eitt vitnanna sem horfir út um gluggann ... Sagan er kraftmikil, mannleg og sönn.“
DYNAMO REYKJAVÍK
– GUARDIAN
50
fermingar
Helgin 16.-18. mars 2012
Hollywood stjörnur hafa sk artað töskum fr á Ecoist
Umhverfisvænar og skemmtilegar fermingargjafir Hráefnið hefði annars endað sem landfylling.
VERÐ FR Á kR . EINTAkIÐ
6.990
NÝR UR VEF
Jónínu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra netverslunarinnar og heildsölunnar Kolors
UR ÆTT URB END
Hannaðu persónulega myndabók á oddi.is Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
U
mhver f isvænar Fair Tr a d e - t ö s k u r e r u skemmtilegar fermingargjafir, að sögn Jónínu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra netverslunarinnar og heildsölunnar Kolors, sem sérhæfir sig í umhverfisvænum tískuvörum og gjafavörum. „Vörurnar sem fást hjá Kolors eru öðruvísi, skemmtilegar og líflegar. Þær eru umhverfisvænar og handunnar sem gerir það að verkum að engar tvær eru eins. Sagan á bakvið vörurnar er merkileg þar sem verið er að endurnýta hráefni sem annars hefði endað uppi sem landfylling úti í náttúrunni,“ segir Jónína. Ecoist er eitt af fyrirtækjunum sem Kolors hefur umboð fyrir. „Hollywood stjörnur á borð við Kim Catrall, Cameron Diaz og Christina Ricci hafa skartað töskum frá Ecoist. Fyrirtækið var tilnefnt til Global Fashion Awards árið 2010 og var þar í hópi heimsþekktra hönnuða eins og Calvin Klein og Marc Jacobs,“ segir Jónína. Kolors býður meðal annars
upp á töskur frá fyrirtækjunum Ecoist og Escama Studio í Bandaríkjunum. Þær eru meðal annars búnar til úr sælgætisumbúðum, gosflöskumiðum, dagblöðum, tímaritum, strikamerkjum og gosdósaflipum. Ecoist er í samstarfi við ýmis fyrirtæki og fær hráefni í vörur sínar frá meðal annars The Coca Cola Company, Disney og Mars. Escama Studio framleiðir nýtískulegar kventöskur sem eru handunnar úr gosdósaflipum. Töskurnar og veskin frá Alchemy Goods eru handunnin úr dekkjaslöngum úr reiðhjólum og öryggisbeltum úr bílum. Hráefnið er meðal annars fengið frá hjólaframleiðandanum Trek. Mighty Wallet veskin eru búin til úr efninu Tyvek og eru þau 100 prósent endurvinnanleg. Gjafavörurnar frá Vinylux eru búnar til úr gömlum hljómplötum (vinyl). Ecoist og Escama Studio vörurnar eru framleiddar í Mexíkó, Perú og Brasilíu eftir Fair Trade-stefnunni. Hinar vörunar eru framleiddar í Bandaríkjunum. „Með því
að kaupa Fair Trade vöru ertu meðal annars með í því að draga úr barnaþrælkun, tryggja sanngjörn laun og réttindi vinnufólksins. Hugmyndafræðin felur í sér að starfsfólk fær sanngjörn laun. Stuðlað er að heilsusamlegu vinnuumhverfi auk þess sem borin er virðing fyrir menningu framleiðslulandsins. Með því að vinna eftir Fair Trade-stefnunni stuðla fyrirtæki að samfélagslegum framförum í þróunarlöndunum,“ segir Jónína. Töskurnar frá Ecoist og Escama Studio eru handunnar af fólki sem áður bjó við fátækt og þurfti að hafa mikið fyrir því að hafa í sig og á, að sögn Jónínu. „Þessi fyrirtæki útveguðu þeim atvinnu þar sem þau gátu nýtt hæfileika sína og hugvit við að handgera hinar ýmsu vörur. Starfið er þeim mikils virði og bera vörurnar þess merki að þær eru unnar af mikilli alúð. Varan er í dag orðin vinsæl umhverfisvæn hátískuvara víðsvegar um heiminn.“
einfaldlega betri kostur
g n i Fer�
CANVAS PRINT Svartur grunnur. 80x130 cm. 19.900,100x160 cm. 29.900,- 125x200 cm. 39.900,Hvítur grunnur. 80x130 cm. 19.900,100x160 cm. 29.900,-
© ILVA Ísland 2012
NÝ T T
NÝ T T
NÝ T T
JOSEPHINE KYHN Watch Me. Málverk. 80x80 cm 19.900,-
THE WORLD Heimskort. 60x80 cm. 19.995,95x138 cm. 39.995,-
TOP GUN Kanna m/byssuhandfangi 3.995,- Einnig til silfurlituð.
JOSEPHINE KYHN Time to Dance. Málverk. 100x100 cm 29.900,-
NÝ T T
NADIA In the beginning. Málverk. 100x125 cm. 34.995,-
NADIA I love the night. 70x70 cm. 12.995,Born on a Monday. 70x70 cm. 12.995,-
NÝ T T
ILVA Hreindýramyndir. Flokkur 3. 23,5x27,5 cm. 3.995,- Flokkur 4. 33x43 cm. 4.995,Flokkur 11. 42,5x53 cm. 7.995,-
GABY Spegill. Silfurlitaður rammi. 40x50 cm. 2.995,- 40x80 cm. 3.995,-
HELENA Spegill, 85x110 cm. 49.900,Einnig til svartur eða silfurlitaður.
MONACO Spegill Svartur/silfurl. 95x95 cm. 17.995,Svartur/silfurl. 50x80 cm. 9.995,Svartur. 50x120 cm. 14.995,Svartur/silfurl. 65x170 cm. 19.995,-
ILVA Hundamynd. 43x43 cm. 7.995,-/stk.
METALLIC Rammi. 25x53 cm. 1.295,-/stk. Einnig til í fleiri stærðum.
FIVE Rammi fyrir 5 myndir. 495,-/stk.
NÝ T T
MKH This is good. Málverk. 70x100 cm. 19.900,-
Mot��mars 5% af allri mottusölu rennur til krabbameinsfélagsins
Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða
ILVA Marilyn. 23x28 cm. 3.995,Marilyn. 33x43 cm. 4.995,Ýmsar gerðir.
VISIBLE Koksgrá/ivory/mocca. 100% pólýester. 130x190 cm. 34.900,160x230 cm. 49.900,-
sendum um allt land
MOONLIGHT Drapp/rauð/dökkgrá. 100% pólýester. 130x190 cm. 19.900,160x230 cm. 29.900,-
SPARKLING Lime/multi/gul/multi. 100% pólýester. 140x200 cm. 29.900,170x240 cm. 44.900,-
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
NÝ T T
52
fermingar
Helgin 16.-18. mars 2012
Úrval af
fermingarhringjum
Andri Freyr vildi sleppa við fermingu
Frænkan fékk miklu fleiri gjafir Fékk skíði – en var nýhættur að skíða.
É
g barðist lengi fyrir því á mínum unglingsárum að fá að sleppa við það að fermast,“ segir Andri Freyr Viðarson fjölmiðlamaður sem er með þáttinn Andraland í Sjónvarpinu og útvarpsþáttinn Virka morgna á Rás 2. Hann gerði foreldrum sínum tilboð: Við sleppum veisluhöldum og öllu umstanginu í kringum fermingar og ég fæ að sleppa við að mæta í kristnifræðina, en í staðinn gefið þið mér bara græjur. Einfalt. Það er miklu ódýrara! Þau horfðu á mig og spurðu: Ertu ekki að grínast?! Þau vildu ekki eiga eina barnið á Reyðarfirði sem hefði ekki fermst.“ Það sem Andra Frey þykir hvað erfiðast við að hafa fermst, er að hann hélt fermingarveislu með frænku sinni sem fékk fullt af gjöfum, á meðan gjafaborðið hans Andra Freys var hálf tómt, að eigin sögn. Hún fékk líka fúlgu fjár í fermingargjöf, langtum meira en Andri Freyr. „Hún fékk 250 þúsund krónur en ég fékk 30 þúsund! Ég gat ekki einu sinni keypt mér leðurjakka!“ Frekar leiðinlegt.
67%
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
Þriggja diska Aiwa-græjur
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Þetta var samt ekki allt alveg glatað, þótt það megi vel heyra á Andra Frey að hann sé enn svekktur yfir þessu hlutskipti sínu, að deila fermingarboði með frænku sinni. „En ég fékk græjur! Það stóð algjörlega upp úr. Ég fékk þriggja diska Aiwa græjur með kasettutæki og átti þær heillengi,“ segir hann. „Svo fékk ég Castle-skíði, það eru
fræg skíði. Ég stundaði mikið skíði og æfði. En ég var einmitt hættur að skíða þegar ég fékk Castle skíðin að gjöf. Bestu skíði sem ég hef átt og ég var hættur að skíða! Svo var hitt sem ég fékk bara rusl!“ segir Andri Freyr. Hann nefnir til dæmis að hann hafi fengið bréfahnífa. „Hver notar bréfahnífa til að opna bréf?“ Þá fékk hann fjölmargra penna með stimpli
með nafninu sínu. Blekið þornaði upp og var aldrei notað. „Svo fékk ég rakvél og ég er varla byrjaður að raka mig í dag. Blöðin í rakvélinni ryðguðu og blekið þornaði upp!“ Hvílíkt og annað eins. Eftir nokkuð langa ræðu um hversu lífið getur reynst ósanngjarnt segir Andri Freyr reyndar: „Ég fékk að vísu geisladisk með Purrki Pillnikk. Það var flott.“
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 58351 02/12
Sóley hefur ekki farið troðnar slóðir
BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þú velur upphæðina.
Fermdist ekki en fór til Mallorca Þetta var stórskemmtilegt sumar.
S
+ Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is
óley Tómasdóttir, borgarf ulltrúi V instri grænna, fermdist ekki en var svo heppin að vera boðið til Mallorca á Spáni í mánuð um sumarið. Frænka hennar var nefnilega fararstjóri þar yfir sumarið og fékk Sóley að gista í íbúð sem hún var með. „Þetta var stórskemmtilegt sumar, það var mikið ævintýri að vera 13 ára á ströndinni. Mér fannst það rosalegt sport. Frænka mín þekkir Spán og þessa eyju mjög vel, þannig ég fékk aðra sýn á svæðið, sá það ekki bara með þessum hefðbundnu túrista-augum,“ segir Sóley og bætir við: „Ég fékk mikið út úr því að dvelja þarna í mánuð.“ Sóley og frænka hennar sem hún dvaldi hjá eru mjög nánar. „Hún er yngsta systir hennar mömmu, við vitum stundum ekki hvort við séum systur eða frænkur!“
Stór spurning frá mömmu Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi.
En hversvegna fermdist Sóley ekki? „Ég trúði ekki á Guði og geri ekki
enn,“ svarar hún. „Mamma spurði mig hvort ég teldi mig vera nægilega þroskaða til að velja leiðtoga lífs míns einungis 13 ára gömul. Hún benti mér á að ég þyrfti að vera tvítug til að kjósa forseta [þá voru reglurnar þannig, nú miðast kosningaaldurinn við 18] og kaupa áfengi. Eftir að hafa íhugað málið fannst mér ég ekki reiðubúin til þess að fermast.“ Þetta hefur væntanlega verið nokkuð erfið ákvörðun fyrir 13 ára stelpu, að fara á mis við allt sem fermingar hafa upp á að bjóða? „Það var mikið að gerast hjá vinum og vinkonum mínu. Stundum fannst ég vera svolítið út utan vegna þess að ég var ekki að fermast líka. En ég hef ekki alltaf farið troðnar slóðir í lífinu og var alveg sátt við þessa ákvörðun. Ein af mínu bestu vinkonum gerði þetta líka. Það hjálpaði mikið. Ég held að við höfum tekið ákvörðunina sitt í hvoru lagi – en ætli þetta hafi ekki orðið til þess að við urðum betri vinkonur, enda báðar svolítið skrítnar,“ segir Sóley.
Ný glæsileg 13.3“ fartölva, dreamware W130HV
Íslenskt lyklaborð Fingrafaraskanni Innbyggt 3G netkort Framlengdu ábyrgðina í 3 ár með TM tækjatryggingu Allt að 6 tíma rafhlaða
Veldu nýjasta örgjörvann frá Intel, Intel Core i3, i5 eða öflugan i7 Veldu stærðina á harðadisknum eða fáðu nýjasta SATA3 SSD diskinn frá Intel, margar stærðir í boði Veldu Windows 7 Home Premium eða Windows 7 Professional 64 bita Hægt að fá docku með DVI, VGA, 6 usb tengjum, hljóðtengjum, LAN og serial
H a n n a ð u þ í n a e i g in t ö lv u á www.d re a mwa re .is
START, Bæjarlind 1, Kópavogi
sími 544 2350
start@start.is
www.start.is
54
Frábær fermingargjöf Umhverfisvænar tískutöskur Búnar til úr sælgætisbréfum, dagblöðum, gosdósaflipum o.fl. Fyrir hverja selda tösku er plantað tré Framleiddar eftir Fair Trade stefnunni
Akureyri
Vestmannaeyjum
fermingar
Helgin 16.-18. mars 2012
Fermingarbörn Fúlsa ekki við reiðufé
Óskalisti fermingarbarnsins Góður andi í fermingarfræðslu í Neskirkju.
F
réttatíminn hitti nokkra skemmtilega táninga sem voru í fermingarfræðslu í Neskirkju í vikunni. Þar var ánægjulegur andi og æskulýðspresturinn virtist hafa góð tök á hópnum. Blaðið settist niður með fimm ungmennum og spurði þau hvað þau langaði í fermingargjöf, en fermingarbörn
hafa jú almennt lengi verið ansi spennt fyrir því bíður í pökkunum eftir að þau hafa staðfest trú sína í messu. Einn úr hópnum viðurkenndi fúslega að gjafirnar hafi mikið aðdráttarafl. En hvað heillar táningana í dag? Hópurinn var mjög spenntur fyrir því að fá reiðufé – til að geta ráðið sjálf og eignast það sem þau
langar virkilega í. Peningum má jú breyta í margt skemmtilegt. Tveir í hópnum fá rúm að gjöf, tvo langar mikið til útlanda – jafnvel alla leið til Afríku eða Kína, myndavélar með stórri linsu heilluðu líka ásamt iPod og almennilegum hátölurum. Skoðum nánar hvað er á óskalistanum hjá þeim.
www.kolors.is
Langar að heyra mig syngja Jökull Sindri Gunnarsson 14 ára „Mig langar í hljóðupptökutæki. Ég er nefnilega að læra að syngja og væri til í að geta hlustað betur á röddina mína,“ segir Jökull Sindri. Hann hefur verið í kór í sjö ár og er nýbyrjaður í tímum hjá Sverri Guðjónssyni kontratenor. Hann langar líka mikið iPod. „Ég vona að ég fái líka peninga svo ég geti svona valið saman hvað ég get keypt.“
UR NÝBR ÆTT UR D R N E U VEF
Hannaðu fermingarkortið á oddi.is Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Langar til Parísar María Kristín Árnadóttir 13 ára María Kristín væri alveg til í að fá ferð til Parísar eða Ítalíu í fermingargjöf. Hana langar einnig í peninga og jafnvel iPad. Hún hefur ekki enn sagt neinum frá þessum óskalista. Aðspurð hvort henni þyki líklegt að sá draumur verði að veruleika segir hún einfaldlega: „Ég veit það ekki.“
Langar til Afríku eða Kína
Ánægð með að fá nýtt rúm
Fær rúm og langar í Playstation 3
Viktoría Björk Ferret 13 ára
Guðrún Lára Þórsdóttir 13 ára
„Mig langar í myndavél og að fara til útlanda,“ segir Viktoría Björk. Myndavélin á helst að vera frá Nikon eða Canon með stórri linsu. Þegar hún er spurð hvert hún vilji fara til útlanda, skýtur María Kristín því inn að þær skuli fara saman! „En mig langar til Afríku eða Kína!“ svarar Viktoría Björk. Hún hefur látið fólk vita af þessum óskalista. Blaðamaður spyr: Hvernig leist fólki á? „Mömmu finnst þetta frekar brjálað.“
„Mig langar í nýtt rúm vegna þess að rúmið mitt er pínu lítið,“ segir Guðrún Lára. Hana langar líka í stóra svarta myndavél með linsu og pening. „Ég veit reyndar að ég fæ rúm. Mamma er búin að segja mér það. Þannig, ég er mjög ánægð með það. En ég veit ekki um neitt annað sem ég fæ,“ segir hún.
5. Garðar Thorstensen 13 ára Garðar segist vita að hann fái nýtt rúm. Hann langar líka í Playstation 3 leikjatölvu og ýmsa leiki, eins og GTA, Assassins Creed og Call of Duty jafnvel. Hann langar í „dock“ til að tengja iPodinn við og hátalara með. Einhverja almennilega. „Jú og pening, svo ég geti ráðið því í hvað peningurinn fer,“ segir hann.
ÍSLENSKA SIA.IS CIN 58800 03.2012
ÁFANGAR Í LÍFINU Að komast í fullorðinna manna tölu er stór stund og maður fær varla betra veganesti út í lífið en notadrjúga gjöf. Hjá okkur í Cintamani finnur þú rétta útbúnaðinn fyrir fermingarbarnið. Léttan og þægilegan fatnað sem sómir sér vel á fögrum vordegi en veitir hlýju og skjól þegar þykknar í veðri. Komdu og fáðu réttu gjöfina hjá okkur.
CINTAMANI BANKASTRÆTI 7 101 REYKJAVÍK, S. 533 3390
CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805
CINTAMANI SMÁRALIND 201 KÓPAVOGI, S. 533 3013
CINTAMANI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK, S. 533 3003
56
fermingar
Helgin 16.-18. mars 2012
iPod: MPþrír spilarar eiga undir högg að sækja vegna þess hversu snjallsímarnir eru orðnir góðir í að spila tónlist. Nettur og flottur iPod nanó er þó ekki fallinn úr tísku og heldur notagildi sínu. Hann gerir líka annað og meira en bara að spila lög; geymir til dæmis myndir, telur skref við æfingar og reiknar svo út hversu mörgum kaloríum hefur verið brennt. Þetta þing fæst í Epla-búðinni og Mac-landi og kostar frá þrjátíu og fjögur þúsund níuhundruð og níutíu krónum.
Fermingargræjur: Fyrir tuttugu til þrjátíu árum fengu nánast allir hljómtæki í fermingargjöf. Núna kaupa fáir geisladiska, kassettur og vínilplötur en flestir hlusta þó enn á tónlist og vilja spila hana hátt þegar svo ber undir. Þá er málið að kaupa netta og góða dokku eins og þessa, Sounddock tvö frá Bose. Fæst í Nýherja og kostar fjörutíu og níu þúsund og níu hundruð krónur.
Heyrnartól: Fátt gleður unglingana meira en að geta hundsað mömmu og pabba með góðri samvisku og eru góð heyrnatól svo gott sem besta leiðin til þess. Þá eru litríku en jafnframt góðu heyrnartólin frá Sennheizer og fást í Paff ágætur kostur en þau kosta níu þúsund og níuhundruð krónur.
Fermingargjafir Stóll: Skrifborð og stóll eru gjafir sem eiga vel við á þessum tímamótum. Ekki þarf endilega að fara troðnar brautir í þeim efnum. Til dæmis er hægt að stokka hlutina upp með litríkum og flottum stól eins og þessum límónugræna Panton stól úr Pennanum og gefa fyrir þrjátíu og níu þúsund og níu hundruð krónur.
Gjafirnar sem krakkarnir fá á fermingardaginn hafa um margt breyst í áranna rás. En eitt hefur ekki breyst og það er sú hugmynd að vilja gefa gjafir sem nýtast í mörg ár og jafn vel alla ævi. Rúm og úr eru gott dæmi um þetta. Og þótt unglingar séu nær hættir að ferðast einir til Þórsmerkur og í Húnaver þá eru alltaf verðmæti í góðum svefnpoka. Svo eru það gjafirnar sem óharðnaður unglingurinn kærir sig kollóttan um fyrr en einmitt að nokkrum árum liðnum. Þá sér hann ljósið en fyrr ekki. Á þeim lista tróna orðabækur á efa í efstu sætunum. Fatnaður og skór geta ekki talist til hentugra gjafa sé litið til endingar enda fylgja þessum tíma oft kröftugir vaxtarsprettir og þá sérstaklega hjá piltunum.
Rúm: Fáar gafir bera með sér jafn skýr skilaboð um að krakki sé komið í fullorðinna manna tölu og þegar prinsessu- eða kappakstursbílarúminu er lagt fyrir stórt og gott fullorðins rúm. Tempur heilsurúm hundrað tuttugu sentimetra breitt frá Betra bak kostar áttatíu og sex þúsund og níu hundruð krónur. Tilvalið er svo fyrir ömmu að gefa góða sæng og frænda að gefa heilsukodda og svo má ekki gleyma Damask-bómull í sængurfatnaðinn.
Bolti: Það er Evrópukeppnisár í knattspyrnunni og það þýðir að það er kominn nýr keppnisbolti: Tangó tólf. Hann verður vafalaust vinsæl fermingargjöf hjá fótboltaáhugamönnum, bæði strákum og stelpum. Fæst til dæmis í Adidas-búðinni í Kringlunni og kostar tuttugu og fjögur þúsund, níuhundruð níutíu og níu krónur.
Hnöttur: Hugurinn leitar oft til útlanda á uppvaxtarárunum og því er tilvalið að gefa flotta míniútgáfu af sjálfri jörðinni. Þessi hnöttur fæst í Epal og kemur í mörgum litum. Fæst með og án ljóss og kostar frá nítján þúsund tvöhundruð og fimmtíu krónum.
Spjaldtölva: Spjaldtölvur voru kannski ekki jólagjöf síðasta árs en þær verða svo sannarlega fermingargjöfin í ár. Hvort sem það er iPad eða Android þá er nokkuð víst að enginn verður unglingurinn fullveðja einstaklingur í samfélagi fullorðinna án spjaldtölvu. Ein mest spennandi tölvan á markaðnum í dag er galdratækið Samsung galaxy sjö komma sjö; lítil og nett þrírG-tölva sem hefur meira að segja til að bera míni-SD-kortarauf. Kostar hundrað tuttugu og níu þúsund og níu hundruð krónur í Samsung-setrinu.
Allt á einum stað! Vertu í stöðugu sambandi við vinina í gegnum Facebook, Twitter og aðra samfélagsmiðla með Lumia 800. Kynntu þér málið í næstu verslun okkar eða á vodafone.is
Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Sjónvarp: Yfirráð yfir imbakassanum er eitt stórt skref í áttina til sjálfstæðis. Í Samsung-setrinu er margt um sjónvarpið þar á meðal þetta þrjátíu og tveggja tommu LED-tæki sem meðal annars spilar bíó af USB kubbi og talar við Android síma frá Samsung eins og ekkert sé. Það kostar hundrað fjörutíu og níu þúsund og níu hundruð krónur.
Fermingargjöf Arion banka Sími: Það er fátt sem unglinginn dreymir meira um en flottur sími og frelsi til að kjafta frá sér allt vit við aðra unglinga utan radíuss þess sem eyru fullorðinna nema. Svo er hægt að hanga í leikjum eins og Snake tvö, demba sér á Facebook og hlusta á tónlist í einu og sama tækinu. Þessi er nýr frá Nokia. Stýrikerfið er glænýtt frá Windows. Fæst í öllum helstu símabúðunum og kostar áttatíu og níu þúsund og níu hundruð krónur.
Úr: Einhver klassískasta fermingargjöf allra tíma er úrið. Gott og klassískt úr getur enst alla ævi. Það sem þarf að passa þegar úr er gefið í fermingargjöf er að það eldist með eigandanum. Til dæmis að hægt sé að skipta út ólinni eftir smekk og að skífan sé hvorki of stór né of lítil. Kvenúrið er frá Guess og kostar tuttugu og níu þúsund og fimm hundruð krónur. Karlúrið kostar fimmtíu og átta þúsund og tvöhundruð krónur og er frá svissneska úraframleiðandanum Tissot. Bæði fást þau í verslunum Leonard.
Þegar stórum áfanga er náð er mikilvægt að huga að framtíðinni. Við gefum fermingarbarninu 5.000 kr. eða bol frá Dogma ef 30.000 kr. eða meira eru lagðar inn á Framtíðarreikning þess í Arion banka. Hið sama á við ef Framtíðarreikningur er stofnaður í nafni fermingarbarnsins. Láttu gjöfina taka vaxtarkipp hjá okkur.
arionbanki.is/namsmenn – 444 7000
Sólin er komin í Kóngsgilið ... og ný box, slár og pallar í fjöllin. Ókeypis skíðakennsla um helgar.
PIPAR \ TBWA •
SÍA
Opnunartímar á skíðasvæðunum í vetur:
•
120793
Virkir dagar kl. 14.00–21.00 Helgar kl. 10.00–17.00 Upplýsingasími 530 3000
skidasvaedi. is
58
heilabrot
Helgin 16.-18. mars 2012
Spurningakeppni fólksins
2 1 4 8 9 1 3 4 5
Spurningar
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, blaðakona á Vikunni 1. Ekki hugmynd. 2. Pass. 4. Tvisvar.
5. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 6. Á Heimaey. 7. 23.
8. Alveg ógeðslega mikið. 9. Lýbíu. 10. Staðið í stað. 11. Bretlands.
13. Rakel Garðarsdóttir. 14. Tarzan. 12. Kristina Houston.
15. Pass.
9 rétt. Ragnhildur skorar á Björk Eiðsdóttur blaðakonu.
Magnús Þorlákur Lúðvíksson,
3 5
8 2
1 7 4 6 8 9 7 2
blaðamaður á Fréttablaðinu 1. Veit veit það ekki. 2. Karachi.
7
3. Í rökkurhúmi með Margréti Eir. 4. Tvisvar.
5. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 6. Heimaey. 7. 23.
4
2
2 6 5
10. Fjölgað. 11. Bretlands. 9. Í Sýrlandi.
12. Kristina Houston.
13. Saga Garðarsdóttir.
15. Jón Atla Jónasson?
10 rétt.
4 1
Sudoku fyrir lengr a komna
8. 55%
14. Tarzan.
9
4
krossgátan
7 8 5
1 4 7
Magnús Þorlákur hefur sigrað þrisvar og heldur áfram í úrslit. Hann skorar á Eddu Hermannsdóttur, spyril í Gettu betur.
3 8
6 1 8 7 4 9 6
9 5 3 4
Svör: 1. Sif Traustadóttir, 2. Karachi, 3. Greta Salóme og Jónsi, 4. Tvívegis (1998 og 1999), 5. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 6. Á Heimaey, 7. 23, 8. 41%, 9. Í Sýrlandi, 10. Fjölgaði (úr 364 í 380 eða um 5,5%), 11. Bretlands, 12. Kristina Houston, 13. Rakel Garðarsdóttir, 14. Tarzan, 15. Jón Gnarr.
3. Mundu eftir mér með Gretu Salóme og Jónsa.
1. Hvað heitir nýkjörinn formaður Dýraverndunarsambands Íslands? 2. Hvað heitir stærsta borg Pakistan? 3. Hvaða lag hefst á orðunum Syngur hljótt í húminu. Harmaljóð í svartnættinu. Í draumalandi dvelur sá. Sem hjarta hennar á... og með hverjum er það? 4. Hversu oft varð Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson, sem lést í byrjun mánaðarins eftir baráttu við krabbamein, markakóngur efstu deildar í fótbolta? 5. Hver var fyrstur í vitnastól í Landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde síðastliðinn mánudag? 6. Hvar er Stórhöfði? 7. Hvaða númer stóð á bol körfuknattleikshetjunnar Jordan? 8. Hvað hefur matarkarfa ASÍ hækkað mikið frá árinu 2008 9. Hvar er Homs? 10. Hvort fjölgaði, fækkaði eða stóð fjöldi Hólmvíkinga í stað milli áranna 2011 og 2012? 11. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, er að fara til útlanda í nám. Til hvaða lands er för hans heitið? 12. Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston, er sögð vilja breyta nafni sínu. Hvað vill hún heita? 13. Hver er fyrirliði kvennafótaboltaliðsins FC-Ógn? 14. Fyrir hvaða skáldsagnapersónu er Edgar Rice Burroughs, höfundur John Carter, þekktastur? 15. Eftir hvern er leikritið Hótel Volkswagen sem Borgarleikhúsið frumsýnir um næstu helgi?
Sudoku
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. FUGL
STARF
TELJUM
FRUMTALA
ANDLITSPARTUR
MEST
GABBA
HINDRA
FYRIRBJÓÐA mynd: Jeff Keyzer (CC By-SA 2.0)
BJARGBRÚN UPP GALSI ERFIÐI
REGLUR
TULDRA
TAFAR ÚTDEILDI
EKKI ÞESSAR SKÓÞVENGUR
SÖNGLEIKUR
SNIÐGANGA BEIN
GERA VIÐ
SAMANBURÐART.
SETT STREKKINGUR
VOPN
INNYFLA
BLÝKÚLA ÓVARINN SAMTÖK
Hvaða ríki var í stríði við Þýskaland stanslaust frá árinu 1914 til 1958 án þess að nokkur tæki eftir því? Svar: Andorra. Frakkar, sem sáu um utanríkismál smáríkisins, lýstu yfir stríði á hendur Þjóðverjum fyrir þeirra hönd þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst. Það gleymdist hins vegar að semja um frið þar til 44 árum síðar.
FRÚ ÞYRPING
VELGJA
ÁI
ÞÖKK
ELDHÚSÁHALD
ÓHREINKA
STEINTEGUND
SPIK
STERTUR
TUDDI
VÖRUFLUTNINGUR
TÍU
LÆKKA
KNÖTT ÚTUNGUN EGGJA
FJÖLDI
ÆSA ÁHRIF
HAFGOLA
KÁRNA
YFIRSTÉTT
KVÍÐI
ÓSKERTA
ESPA
BANDINGI
ANGAN
MATARÍLÁT
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
DANS KERALDI
FARVEGUR ELDSNEYTI
TRÉ
SÁR
SKÓLI
ERTA
HREYFAST
NÁLÆGAR
GJÁLFRA
AFHENDING SIGTA
SJÓ
ÓHLJÓÐ
TÁLKNBLAÐ
KVIÐUR
AFSKIPA
SVÍVIRÐA
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
TVEIR EINS
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
SPIL
SPENDÝR OTA
VISNA
KUSK
TVEIR EINS
VEIÐARFÆRI
HÁRS
SKURÐBRÚN
ÁÆTLUN
UMKRINGJA RIST
SKREF
TVEIR EINS
fiú finnur fallega hönnun, skrautmuni og gjafvörur í Minju á Skólavör›ustíg
Silfurkross
3 stærðir Verð frá Kr. 5.900,- til 9.700,-
Útivistarkrús Krús með lífsnauðsynjum Kr. 5.200,-
Fermingarkerti
Fermingarkertin frá Heklu. Kr. 1.899,
Hálsmen
Ferskvatnsperla
Hringir úr mismunandi náttúrusteinum Kr. 3.300,-
Ferskvatnsperla í silfurkeðju Kr. 9.600,-
Kristalshálsmen
Fjölbreytt litaúrval Kr. 3.600,-
Hani, krummi, hundur, svín
Fermingarservíettur
Veggskraut með 4 snögum. Kr. 11.900,-
Fermingarservíettur frá Heklu. Kr. 790,-
Miki› úrval af veggskreytingum í mörgum stær›um og ger›um!
Skartgripatré Skartgripatré Kr. 3.350,-
Baby Looney kr. 2.490,-
Zebra kr. 3.600,-
Urban Landscape kr. 5.600,-
Tulips kr. 2.490,-
Stær›fræ›in
Klukka með stærðfræðipælingum Kr. 9.700,-
Eilíf›ardagatal frá MoMA Einstök hönnun frá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 8.400,-
Lady Actress Kisuklukka. Kr. 6.900,-
Fi›rildi Veggskraut (3 saman) frá Bility Kr. 3.590,-
Kríur Sjalflímandi veggskraut (3 saman) Kr. 3.500,-
SKÓLAVÖR‹USTÍG 12 • SÍMI 578 6090 • www. minja.is
60
sjónvarp
Helgin 16.-18. mars 2012
Föstudagur 16. mars
Föstudagur RUV
19:45 Týnda kynslóðin Týnda kynslóðin er frábær skemmtiþáttur í stjórn Björns Braga Arnarssonar og Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
20:25 Minute To Win It Einstakur skemmtþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri.
Laugardagur
20.30 Hljómskálinn Þáttaröð um íslenska tónlist í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts eru Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason.
20:00 Charlie St. Cloud Áhrifamikil og rómantísk mynd með Zac Effron, Kim Basinger og Ray Liotta.
Sunnudagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
21.15 Emilíana Torrini á tónleikum Upptaka frá tónleikum sem söngkonan Emilíana Torrini hélt í Sviss.
22:40 Blue Bloods (5:22) Vinsælir bandarískir sakamálaþættir sem gerast í New York borg.
12.00 Aukafréttir 12.15 Hlé 15.50 Leiðarljós e 16.35 Leiðarljós e 17.20 Leó (21:52) 17.23 Músahús Mikka (72:78) 17.50 Óskabarnið (9:13) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Andraland (2:7) e 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Gettu betur (4:7) MA-Kvennó 21.15 Míla af mánaskini 23.15 Vegahótelið Hjón leita skjóls á5 gistihúsi á afskekktum stað 6 eftir að bíll þeirra bilar. Leikstjóri er Nimród Antal og meðal leikenda eru Kate Beckinsale, Luke Wilson og Frank Whaley. Bandarísk hryllingsmynd frá 2007. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.40 Ísilögð áin e 02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví (8:12) e 08:00 Dr. Phil e 08:45 Dynasty (9:22) e 09:30 Pepsi MAX tónlist 12:00 Solsidan (6:10) e 12:25 Game Tíví (8:12) e 12:55 Pepsi MAX tónlist 16:00 7th Heaven (17:22) 16:45 Britain's Next Top Model e 17:35 Dr. Phil 18:20 The Good Wife (7:22) e 19:10 America's Funniest Home Vid. e 19:35 Got to Dance (3:15) 20:25 Minute To Win It 21:55 HA? (25:31) 22:45 Jonathan Ross (17:19) 23:35 Once Upon A Time (10:22) e 00:25 Flashpoint (11:13) e 01:15 Saturday Night Live (11:22) e 02:05 Jimmy Kimmel e 02:50 Whose Line is it Anyway? e 03:15 Smash Cuts (34:52) e 03:40 Pepsi MAX tónlist 5
6
STÖÐ 2
Laugardagur 17. mars RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Kóala 07:00 Barnatími Stöðvar 2 / 08:15 bræður / Sæfarar / Músahús Mikka Oprah / 08:55 Í fínu formi / 09:10 / Skotta skrímsli / Spurt og sprellað Bold and the Beautiful / 09:30 / Engilbert ræður / Teiknum dýrin / Doctors Kafteinn Karl / Nína Pataló / Grettir / 10:15 Covert Affairs Geimverurnar 11:00 Hell’s Kitchen (5/15) 10.20 Gettu betur (4:7) MA-Kvennó 11:45 Human Target (6/12) 11.30 Hrunið (3:4) e 12:35 Nágrannar 13:00 Dragonball: Evolution allt fyrir áskrifendur12.25 Hrunið (4:4) e 13.25 Kiljan e 14:35 Friends (24/24) 14.15 Heimskautin köldu – Vor (2:6) e 15:00 Sorry I’ve Got No Head fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.05 Gerð Heimskautanna köldu e 15:30 Tricky TV (11/23) 15.20 Septemberblaðið e 15:55 Barnatími Stöðvar 2 16.50 360 gráður e 17:05 Bold and the Beautiful 17.20 EM í knattspyrnu (1:8) e 17:30 Nágrannar 17.50 Táknmálsfréttir 17:55 The Simpsons (6/22) 4 5 17.58 Bombubyrgið (22:26) e 18:23 Veður / 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.25 Úrval úr Kastljósi 18:47 Íþróttir 18.54 Lottó 18:54 Ísland í dag / Veður 19.00 Fréttir 19:20 The Simpsons (1/22) 19.30 Veðurfréttir 19:45 Týnda kynslóðin (27/40) 19.40 Ævintýri Merlíns (10:13) 20:10 Spurningabomban (8/10) 20.30 Hljómskálinn (3:6) 20:55 American Idol (19/40) 21.15 Skin og skúrir 22:20 Get Shorty 22.50 Smáfiskar Konu í Sydney, 00:05 Stephanie Daley fyrrverandi heróínsjúklingi, er 01:35 The Condemned boðið að taka þátt í fíkniefnavið03:25 Dragonball: Evolution skiptum og bjarga þannig fjárhag 04:50 Friends (24/24) sínum. Meðal leikenda eru Cate 05:10 The Simpsons (1/22) Blanchett, Sam Neill og Hugo 05:35 Fréttir og Ísland í dag Weaving. Áströlsk bíómynd. Atriði ekki við hæfi barna. 00.45 Sherlock (1:3) e 07:00 Athletic - Man. Utd. 02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 15:40 Udinese - AZ
17:25 Man. City - Sporting SkjárEinn 19:10 Evrópudeildarmörkin 06:00 Pepsi MAX tónlist 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 14:05 Dr. Phil e 20:30 La Liga Report 21:00 FA Cup - Preview Showallt fyrir áskrifendur15:30 Dynasty (8:22) e 16:15 Got to Dance (3:15) e 21:30 Athletic - Man. Utd. 17:05 Innlit/útlit (5:8) e 23:15 UFC 117 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:35 The Firm (3:22) e 02:15 Spænsku mörkin 18:25 The Jonathan Ross Show 02:55 F1 Ástralía - Æfing 3 Beint 19:15 Minute To Win It e 05:50 F1 Ástralía - Tímataka Beint 20:00 America's Funniest Home Vid. 20:25 Eureka (11:20) 5 4 21:15 Once Upon A Time (11:22) 15:30 Sunnudagsmessan 22:05 Saturday Night Live (12:22) 16:50 Sunderland - Liverpool 22:55 Married to the Mob e 18:40 Chelsea - Stoke 00:40 HA? (25:31) e 20:30 Football League Show allt fyrir áskrifendur 01:30 Whose Line is it Anyway? e 21:00 Premier League Preview 01:55 Real Hustle (7:20) e 21:30 Premier League World 02:20 Smash Cuts (35:52) e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Liverpool - Man Utd, 99/00 02:45 Pepsi MAX tónlist 22:30 Premier League Preview 23:00 Aston Villa - Fulham allt fyrir áskrifendur
06:05 Dear John 08:00 Just Married 10:00 Night at the Museum 12:00 Gosi fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárGolf 4 14:00 Just Married 06:00 ESPN America 16:00 Night at the Museum 08:10 Transitions Championship 2012 18:00 Gosi 11:10 Golfing World 20:00 Dear John 12:00 Transitions Championship 2012 22:00 Rambo 15:00 4 Champions Tour - 5Highlights 00:00 Rat Pack 15:55 Inside the PGA Tour (11:45) 02:00 Fighting 16:20 Transitions Championship 2012 04:00 Rambo 22:00 Golfing World 06:00 Shallow Hal 22:50 PGA Tour - Highlights (10:45) 23:45 ESPN America
STÖÐ 2
Sunnudagur RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir / Lalli / Algjör kisukló / Teitur / Friðþjófur forvitni Sveppi / Brunabílarnir / Algjör / Disneystundin / Finnbogi og Felix / Sveppi / Lukku láki / Grallararnir / Sígildar teiknimyndir / Gló magnaða / Tasmanía / Ofurhetjusérsveitin Enyo / Hérastöð 11:15 The Glee Project (11/11) 10.30 Melissa og Joey (9:30) e 12:00 Bold and the Beautiful 10.52 Hljómskálinn (3:6) e 13:40 American Idol (19/40) 11.30 Djöflaeyjan e 15:05 Sjálfstætt fólk (22/38) 12.15 Meistaradeild í hestaíþróttum e 15:45 New Girl (5/24) allt fyrir áskrifendur 12.30 Silfur Egils 16:10 Two and a Half Men (11/16) 13.50 Bikarúrslit í blaki Beint 16:35 ET Weekend fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.20 Táknmálsfréttir 17:25 Íslenski listinn 17.25 Skellibær (49:52) 17:55 Sjáðu 17.40 Teitur (26:52) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.50 Veröld dýranna (48:52) 18:49 Íþróttir / Lottó 17.55 Pip og Panik (5:13) e 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 4 5 6 18.00 Stundin okkar 19:29 Veður 18.25 Basl er búskapur (1:7) 19:35 Spaugstofan 19.00 Fréttir 20:00 Charlie St. Cloud 19.30 Veðurfréttir 21:40 12 Rounds 19.40 Landinn 23:25 Not Easily Broken 20.15 Höllin (8:20) 01:05 Rachel Getting Married 21.15 Emilíana Torrini á tónleikum 02:55 Delta Farce Upptaka frá tónleikum Emilíönu 04:25 ET Weekend Torrini í Sviss. 05:05 Two and a Half Men (11/16) 22.05 Sunnudagsbíó - Fuglar 05:30 Fréttir Fréttir Ameríku Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 23.30 Silfur Egils e 07:30 Fréttaþáttur Meistaradeildar 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 08:05 Golfskóli Birgis Leifs (9/12) 08:35 Bayern - Basel SkjárEinn 10:25 Ástralía - Tímataka 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:05 FA Cup - Preview Show 11:05 Dr. Phil e 12:35 Everton - Sunderland Beint 13:20 Dynasty (9:22) e 14:50 Inter - Marseille allt fyrir áskrifendur 14:05 90210 (8:22) e 16:45 La Liga Report 14:55 Britain's Next Top Model (1:14) 17:20 Tottenham - Bolton Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:45 Once Upon A Time (11:22) e 19:20 Sevilla - Barcelona Beint 16:35 HA? (25:31) e 21:15 Everton - Sunderland 17:25 Solsidan (6:10) e 23:05 Tottenham - Bolton 17:50 The Office (22:27) e 01:00 S. Martinez - M. Macklin Beint 18:15 05:40 F1 Ástralía Beint 4 Matarklúbburinn (5:8) 5 e 18:40 Survivor (15:16) e 19:25 Survivor (16:16) 20:10 Top Gear Australia (5:6) 09:10 Premier League Review 21:00 Law & Order - NÝTT (1:22) 6 10:05 Liverpool - Everton 21:50 The Walking Dead (7:13) 11:55 Arsenal - Newcastle 22:40 Blue Bloods (5:22) e 13:45 Premier League World allt fyrir áskrifendur 23:30 Prime Suspect (8:13) e 14:15 Premier League Preview 00:20 The Walking Dead (7:13) e 14:45 Fulham - Swansea Beint 01:10 Whose Line is it Anyway? e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:15 Wigan - WBA 01:35 Smash Cuts (36:52) (e) 19:05 Arsenal - Newcastle 02:00 Pepsi MAX tónlist 20:55 Fulham - Swansea 22:45 Wigan - WBA 4
SkjárGolf
08:00 Date Night 06:00 ESPN America 5 10:00 Fame 6 allt fyrir áskrifendur08:10 Transitions Championship 2012 12:00 Alice In Wonderland 11:10 Ryder Cup Official Film 2004 14:00 Date Night 12:25 Golfing World fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Fame 13:15 Inside the PGA Tour (11:45) 18:00 Alice In Wonderland 13:40 Transitions Championship 2012 6 20:00 Shallow Hal 16:40 Golfing World 22:00 Fast Food Nation 17:30 Transitions Championship 2012 00:00 Stig Larsson þríleikurinn 22:00 Ryder Cup Official5 Film 2006 4 02:30 The Last House on the Left 23:15 Inside the PGA Tour (11:45) 04:20 Fast Food Nation 23:40 ESPN America
506:10 The Golden Compass 6
6
6
08:00 Hachiko: A Dog’s Story allt fyrir áskrifendur 10:00 The Last Song 12:00 Tooth Fairy fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 Hachiko: A Dog’s Story 16:00 The Last Song 18:00 Tooth Fairy 20:00 The Golden Compass 22:00 Robin Hood 4 00:15 We Own the Night 6 02:15 Fired Up 04:00 Robin Hood
sjónvarp 61
Helgin 16.-18. mars 2012
18. mars
Í sjónvarpinu Homeland á Stöð 2
STÖÐ 2 07:00 Elía / Ofurhundurinn Krypto 07:35 Algjör Sveppi 08:05 Áfram Diego, áfram! 08:30 Algjör Sveppi 09:15 Skoppa og Skrítla 09:25 Búi og Símon 10:55 Histeria! 11:15 Stuðboltastelpurnar 11:35 Hundagengið allt fyrir áskrifendur 12:00 Spaugstofan 12:30 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:15 American Dad (11/18) 14:35 Friends (3/24) 15:00 American Idol (20/40) 15:45 Týnda kynslóðin (27/40) 16:15 Reykjavík Fashion Festival 4 16:55 Spurningabomban (8/10) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:45 Sjálfstætt fólk (23/38) 20:25 The Mentalist (13/24) 21:10 Homeland (3/13) 22:00 Boardwalk Empire (6/12) 23:00 60 mínútur 23:45 The Daily Show: Global Edition 00:10 Smash (2/15) 00:55 The Glades (11/13) 01:40 V (6/10) 02:25 Supernatural (6/22) 03:10 The Event (2/22) 03:55 One Night with the King 05:55 Fréttir
Mæli óhikað með Homeland Fyrir að virðist örfáum árum gerði ég gjarnan grín að honum föður mínum fyrir þusið í honum yfir sjónvarpinu. Virtist stöðugt meira og meira af sjónvarpsefni vera orðið lélegt að hans mati, fyndið var lítið fyndið, plottin skelfing augljós og tilfinningaklámið á löngum köflum svo yfirgengilegt að honum var við að verða flökurt. Eftir því sem árin færast yfir virðist ég hafa þroskast á undarlega svipaðan máta og karl faðir minn því orðið er æði langt síðan að eitthvað í sjónvarpinu hefur heillað mig svo að ég hafi beðið spenntur eftir næsta þætti. Homeland eru hins vegar einmitt slíkir þættir. Þættir sem að skilja mann eftir með höfuðið fullt af spurningum og í spennu eftir næsta þætti. Þeir eru vel gerðir og leikurinn að mínu mati 5
SkjárGolf 4
06:00 ESPN America 07:15 Transitions Championship 2012 11:45 Golfing World 12:35 Transitions Championship 2012 17:05 Inside the PGA Tour (11:45) 17:30 Transitions Championship 2012 22:00 Ryder Cup Official Film 2008 23:15 Monty's Ryder Cup Memories 00:05 ESPN America
LAGER sALAN
Ef þú hefur áhuga á sjónvarpsefni sem að reynir aðeins á athyglina og skilur þig eftir fullan óþreyju eftir næsta þætti, þá mæli ég óhikað með Homeland-þáttunum. Þeir gripu mig hálf meðvitundarlausan í sófanum og hristu hressilega upp í mér. Homeland eru þættir sem halda mér framan við imbann með fullri meðvitund. Baldvin Jónsson
húsGöGN oG smávARA fRá
tEkk-compANy hAbitAt o.fL.
60 80 tiL
Kauptúni 3 (við hliðina á Habitat) opið virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-17
4
5
afburða góður og engin tilviljun hversu mikillar velgengni þættirnir nutu á nýliðinni Golden Globe-hátíð. Í brennidepli eru fótgönguliðinn Nicholas Brody (Damian Lewis), sem snýr aftur heim eftir að hafa verið týndur í átta ár í Írak, og ofsóknaróði og geðhvarfasjúki CIA-liðsforinginn Carrie Mathison (Claire Danes) – fara þau afburðarvel með hlutverkin sem og Mandy Patinkin í hlutverki Saul Berenson, yfirmanns og trúnaðarvinar Carrie. Þættirnir snúast um Nicholas og Carrie og samskipti þeirra, þar sem tvinnast saman samsæriskenningar, ofsóknaræði, reiði og gleði og er áhorfandinn ítrekað skilinn eftir í lausu lofti í söguþræði sem lætur lítið uppi um hver raunveruleikinn er í þáttunum.
6
07:50 Chelsea - Napoli 09:35 Real Madrid - CSKA Moskva 11:20 Þorsteinn J. og gestir 11:45 F1 Ástralía 13:50 Chelsea - Leicester Beint 15:50 Liverpool - Stoke Beint 18:05 Sevilla - Barcelona allt fyrir áskrifendur 19:50 La Liga Report 20:20 Real Madrid - Malaga Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:30 Chelsea - Leicester 00:15 Liverpool - Stoke
09:40 Wigan - WBA 11:30 Fulham - Swansea 13:20 Wolves - Man.United Beint 15:45 Newcastle - Norwich Beint allt fyrir áskrifendur 18:00 Sunnudagsmessan 19:20 Wolves - Man.United fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:10 Sunnudagsmessan 22:30 Newcastle - Norwich 00:20 Sunnudagsmessan
5
6
6
% 0 8 0 6 tuR
u t á t L s f A u m R v ö m Af ö LL u A G A d A í No kkR
62
bíó
Helgin 16.-18. mars 2012
Bíódómur John Carter
Gamalt stef við kunnugleg tilbrigði Rithöfundurinn Edgar Rice Burroughs er langþekktastur fyrir sögur sínar um Tarzan apabróður en hann var þó ekki jafn jarðbundinn rithöfundur og Tarzan gefur til kynna; þegar Burroughs skrifaði vísinda skáldskap sinn um kappann John Carter var hann víðsfjarri frumskógum Afríku þar sem Carter rataði í ævintýri á rauðu reiki stjörnunni Mars. John Carter flyst með undarlegum hætti úr helli í Arizona árið 1868 til Mars þar sem hann lendir milli steins og sleggju í átökum stríðandi fylkinga á reikisstjörnunni. Carter er svosem ekkert átakanlega illa
undir slíkt brölt búinn þar sem hann barðist í Þrælastríðinu heima á Jörð og þannig klappaður í hetjuhlutverkið sem honum virðist ætlað á Mars. Burroughs kynnti Carter til leiks fyrir einni öld þannig að hann hefur heldur betur tekið sér tíma í að koma sér á hvíta tjaldið. Í millitíðinni hafa frumlegustu og nýstárlegustu hugmyndir Burroughs verið notaðar í fjöldanum öllum að geim- og ævin týramyndum og má í því sambandi nefna Hvell-Geira, Stjörnustríð, Dune og sjálfan Súpermann. Sagan og allt húllumhæið á Mars er því
býsna kunnuglegt en allt er þetta samt nógu smart og töff og tæknilega vel unnið til þess að það er engin sérstök eyðimerkur ganga að fylgjast með Carter í um það bil tvo tíma. Sagan er samt dálítið beygluð og nær ein hvern veginn ekki að tæla áhorfandann til þess að tapa stund og stað yfir ævintýrinu. Tæknibrellunum og hasarnum var ef til vill ætlað að breiða yfir hnökra sögunnar og sú tilraun gengur ágætlega en maður tekur ekkert með sér heim frá þessari mynd þótt hún standist kröfur til tyggjókúlusumarsmella vel. Þórarinn Þórarinsson
Bíó Par adís Þýskir dagar
FrumsýndAR
Sturlað partí Leikstjóranum Todd Philips hefur gengið vel að gera sér ofdrykkju og fyllerísrugl að féþúfu. Hann leikstýrði hinni kostulegu gamanmynd The Hangover, reyndi síðan, með slæmum árangri, að kreista aðeins meira út úr sama brandaranum með The Hangover II en það tiltæki var ekki eins vel heppnað. Philips hefur þó ekki gefist upp á sukki og svínaríi því hann framleiðir Project X sem fjallar að vísu ekki um eftirköst brjálaðs fyllerís heldur djöfulganginn sem er undanfari timburmanna. Thomas Mann ákveður ásamt félögum sínum, J.B. og Costa, að fagna afmæli sínu með rosalegu partíi sem er ekki síst ætlað að rétta félagslega stöðu vinanna í skólanum. Þeir leggja heimili auðugra foreldra Thomasar undir herlegheitin og fyrr en varir fer allt úr böndunum. Miklu fleiri mæta en var boðið, þar á meðal dópsali sem telur sig eiga óuppgerðar sakir við félagana. Hverfið allt verður skyndilega að vígvelli og ekkert minna en víkingasveit lögreglunnar dugir til þess að reyna að koma böndum á partítrylltan lýðinn. Aðrir miðlar: Imdb: 6.2, Rotten Tomatoes: 25%, Metacritic: 48%
Act of Valor
W.E.
Poppdrottningin Madonna tekur hér á einu umtalaðasta ástarsambandi síðustu aldar sem varð til þess að breski ríkisarfinn Játvarður afsalaði sér konungstign til þess að geta verið með og kvænst hinni fráskildu, bandarísku Wallis Simpson – sem var vitaskuld óásættanlegt drottningarefni. Þessi ákvörðun prinsins varð til þess að yngri bróðir hans mátti standa sveittur og stamandi fyrir framan hljóðnema BBC í aðdragana heimsstyrjaldarinnar síðari eins og frægt er orðið eftir The King´s Speech. Hér tekur sjálf Madonna söguna sínum tökum, leikstýrir og tekur þátt í handritsskrifum. Aðrir miðlar: Imdb: 4.6, Metacritic: 36%
Myndin fjallar um sérsveitarmenn sem fá það verkefni að frelsa CIAstarfsmann úr klóm mannræningja. Í framhaldinu komast þeir á snoðir um hryðjuverkahóp sem ætlar sér að gera mannskæða hryðjuverkaárás í Bandaríkjunum. Rannsókn málsins fer á fullan skrið og áhorfendur þvælast með sérsveitinni um víða veröld í þeim tilgangi að uppræta hreiður hryðjuverkamanna. Aðrir miðlar: Imdb: 6.6, Rotten Tomatoes: 29%, Metacritic: 42%
TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk
Fjölskylda Yasemin Samdereli kærir sig ekki um að hverfa frá Þýskalandi aftur til Tyrklands og áform ættföðurins um landflutninga valda ýmsum vandræðum og illdeilum.
Svefnleysi, framhjáhald og önnur fjölskylduvandræði Þ Bíó Paradísin í gamla Regnboganum við Hverfisgötu er sannkölluð vin í ameríkanseraðri eyðimörk íslensks kvikmyndalandslags og þar má jafnan ganga að einhverju fersku sem er úr takti við meginstrauminn. Dagarnir 16. til 25. mars verða þýskir í bíóinu en þá verður boðið upp á sjö nýjar þýskar bíómyndir sem fjalla á einhvern hátt um fjölskylduna. Myndirnar eru sýndar með enskum texta.
ýsku kvikmyndadagarnir hefjast á myndinni Almanya – Willkommen in Deutschland (Almanya – Velkom in til Þýskalands). Myndin er eftir Yasemin Samdereli og er hressileg gamanmynd um tyrkneska fjölskyldu í Þýskalandi. Hinir myndirnar sex koma meðal annars inn á sjúkdóma, hjónalíf, framhjáhöld, uppreisn arþörf og tvikynhneigð. Í Almanya – Willkommen in Deutsch land segir frá Hüseyin Yilmaz, tyrknesk um „gestaverkamanni“ sem búið hefur í Þýskalandi í 45 ár. Áform hans um að flytja aftur til Tyrklands falla í grýttan jarðveg hjá fjölskyldunni, deilur spretta upp og ýmis vandamál og leyndarmál koma upp á yfirborðið. Barnabarn Yilmaz, Canan, reynir að útskýra fyrir litlum frænda sínum hvers vegna þau séu í Þýskalandi og þau halda í huganum í ferðalag aftur í tíma til undursamlegs lands þar sem ljóshærðir risar búa, þar sem farið er með stórar rottur í göngutúra, þar sem vatnið kallast Coca-Cola og fólkið tilbiður litla tréstyttu á krossi og allir tala hrognamál – lands sem kallað er Almanya. Halt auf freier Strecke (Milli vita) fjallar um dauðvona mann sem yfirgefur eigin konu sína, börn, foreldra, vini og nágranna og stendur frammi fyrir því að þurfa að kveðja lífið. Hann áttar sig á því að kannski er ekki gott að standa einn þegar maður mætir dauðanum. Myndin hlaut aðalverð launin í Un Certain Regard flokknum á Cannes í fyrra og verðlaun þýskra gagn rýnenda á Berlínarhátíðinni í febrúar. Í Mahler auf der Couch (Mahler á legubekknum) hefur tónskáldið Gustav Mahler hefur verið giftur Ölmu sinni í tíu ár en dauði eins barns þeirra og bann Mahlers við tónsköpun konu sinnar hefur tekið sinn toll. Alma kynnist hinum unga og efnilega arkitekt Walter Gropius og verður ástfangin af honum. Í örvæntingu
sinni leitar Mahler til Sigmund Freud um hollráð. Roland og Svenja hittast á listasýningu og hrífast af hvort öðru í Unter dir die Stadt (Borgin neðra). Aðstæður leyfa þó ekki nánari kynni þar sem bæði eru gift. Nokkrum dögum síðar rekast þau á hvort annað fyrir tilviljun. Þau daðra yfir kaffibolla og enda á hótelher bergi þar sem Svenja fær sig ekki til að fara alla leið. Schlafkrankheit (Andvaka) fjallar um Ebbo og Veru sem hafa búið í Kamerún í mörg ár. Ebbo fæst við rannsóknir á svefn leysi og er ánægður með hlutskipti sitt, ólíkt Veru sem hefur ekki náð að tengjast samfélaginu og saknar dóttur sinnar Helen sem er í heimavistarskóla í Þýskalandi. Ebbo verður að gefa frá sér starf sitt í Afr íku eða missa konurnar í lífi sínu. Þrenning (Drei) er gamandrama um par á fimmtugsaldri sem verður ástfangið, sitt í hvoru lagi, af sama manninum þannig að mikil leynimakk fer af stað sem flækist til muna þegar konan verður ólétt. Wer wenn nicht wir? (Hverjir ef ekki við?) byggir á áhrifamiklum sönnum atburðum á átakatíma. Í upphjafi sjöunda áratugsins hefja háskólanemarnir Gudrun Ensslin og Bernward Vesper ástríðufullt samband í hinu þrúgandi andrúmslofti Vestur-Þýskalands eftirstríðsáranna. Þau skynja að veröldin er í hröðu breytingar ferli og hefja baráttu gegn meðvirkninni og afneituninni allt í kringum þau.
bíó
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
ÆVINTÝRI TINNA
LEYNDARDÓMUR EINHYRNINGSINS
ER NÚ FÁANLEG Á BLU-RAY Í HAGKAUP!
SJÁLFUR TINN I MÆTIR Á SVÆ ÐIÐ OG ÁRITAR KL . 14 Í HAGKAUP SMÁRALIND
KEMUR Á 22. MARS
TRYGGIÐ YKKUR ÞESSA GLÆSILEGU ÚTGÁFU FRÁ MEISTURUM STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON.
IMMORTALS HIN MAGNAÐA STÓRMYND IMMORTALS FRÁ FRAMLEIÐENDUM 300 ER EINNIG KOMIN ÚT Á BLU-RAY OG DVD Í HAGKAUP.
64
tíska
Helgin 16.-18. mars 2012
Konur duglegri í húðflúrinu
Adam Levine með tvo nýja ilmi
Vefsíðan Racked birti á dögunum könnun sem sýnir nýjar tölur yfir húðflúr, og þá greint eftir kynjum. Kom það mörgum á óvart að 59 prósent þeirra sem eru með húðflúr eru kvenmenn. Húðflúr kvenna eru þó mun minna áberandi en karlmanna enda kjósa konur frekar að láta á sig lítil húðflúr en karlmenn eru meira í stórum stykkjum. Kvenmenn eru meira í persónulegum húðflúrum og eru um 40 prósent þeirra með húðflúr sem þær fengu sér með vini.
Maroon 5-söngvarinn Adam Levine vinnur nú hörðum höndum um þessar mundir að tveimur nýjum ilmum sem ætlaðir eru annars vegar fyrir menn og hinsvegar fyrir konur. Karlailmurinn mun endurspegla Adam og unnustan á Victoria’s Secret-sýningunni persónuleika og í október sem var. stíl söngvarans og kvennailmurinn þiggur innblástur sinn frá unnustu söngvarans, Victoria’s Secret-fyrirsætunni Önna Vyalitsyna. Báðir ilmirnir munu heita því einfalda nafni 222 sem er einnig heitið á fatalínu söngvarans. Ilmirnir eru þó aðeins á byrjunarstigi þróunar og markaðssetningar og eru ekki væntanlegir á heimsmarkað fyrr en í maí á næsta ári.
Fyrirsætan Lexy Hell.
Háhælaðir strigaskór gera allt vitlaust Strigaskórnir frá Isabel Marant hafa verið gríðarlega eftirsóttir alveg síðan þeir vöktu heimsathygli í tónlistarmyndbandi söngkonunnar Beyonce sem frumsýnt var síðastliðið haust. Í myndbandinu Love on Top dansar söngkonan frá sér allt vit í þessum skóm og líta þeir út fyrir að vera ósköp venjulegir strigaskór. Það er ekki fyrr en maður skoðar betur að sjá má að þeir eru háhælaðir. Háhælaðir strigaskór sem blekkja augað heilla Skjáskot úr myndbandinu greinilega marga og hafa þeir Love on top. verið uppseldir alveg síðan að myndbandið náði vinsældum seint á síðasta ári. Langur er biðlistinn eftir skónum og eru helstu nöfnin innan tískuiðnaðarins að sjálfsögðu þar ofarlega á lista.
5
Þriðjudagur Skór: Swear Buxur: Nudie Bolur: Sonic Yooth Gallaskyrta: Gap
Gestapistlahöfundur vikunnar er
Erna Hrund Hermannsdóttir tískubloggari
dagar dress
Fórnarlamb tískunnar Til þess að undirbúa mig fyrir sumarið hef ég verið föst yfir youtube og style.com til að rifja upp sumarlínur stóru tískuhúsanna. Svo verður innkaupum hagað eftir því hvað þar er að sjá. Ég hef stúderað helstu línur fram og til baka og „trendin“ sem eiga að vera allsráðandi bara eftir nokkra mánuði. En, það er þó eitt sem ég er ekki alveg tilbúin að samþykkja, alla vega ekki þegjandi og hljóðalaust. Ég fæ hroll þegar ég hugsa um támjóu skóna með pinnahælunum og ég trúi því ekki að ég sé ein um það. Ég er fædd 1989 svo það munaði sirka einu ári að ég hefði átt Buffalo skó. Þar af leiðandi get ég labbað um áhyggjulaus í Vagabond skónum mínum (sem eru alveg eins og Buffalo) án þess að þurfa að rifja upp að ég hafi átt alveg eins 15 ára. En ég er hins vegar svo gömul að ég átti skærbleika, Again & Again skó og svört leðurstígvél. Bæði pörin voru að sjálfsögðu támjó og með pinnahæl og bæði enduðu líf sitt á haugunum eftir ofnotkun. Nú fylgist ég með búðum fylla hillurnar sínar af þessum óskapnaði og ég skil ekki hvernig nokkur kona ætti að vilja klæðast þessu? Núna skil ég loks hvernig móður minni leið þegar ég gekk um í krumpjakka úr Spúútnik og með neongular legghlífar við. En við skulum tala saman eftir nokkra mánuði því ég gæti alveg hafa neyðst til þess að kaupa mér 1 til 2 pör, ég er nú þrátt fyrir allt fórnarlamb tískunnar.
Mándagur Skór: Swear Buxur: Topman Skyrta: Filippa K Belti: H&M
Snyrtilegur en afslappaður stíll Albert Hauksson er 23 ára söngvari í hljómsveitinni Gang Related og mun hann útskrifast úr tónsmíðum við Listaháskóla Íslands núna í vor. „Það fer rosalega mikið eftir skapi og
dögum,“ svarar Albert þegar hann er spurður út í stílinn sinn. „Hann getur verið mjög snyrtilegur og stundum aðeins afslappaðri. Maður getur ekki verið í skyrtu með gyrt alla daga. Fötin mín kaupi ég aðallega í búðum eins og Sautján og Kron Kron og svo auðvitað í útlöndum þegar ég kemst þangað.
Gunnar bróðir minn er mér mikil fyrirmynd þegar tískan er annars vegar og höfum við verið duglegir að skiptast á fötum gegnum árin, sem er algjör plús því þá á maður tvöfalt meira að fötum.“
FULL BÚÐ af flottum fötum fyrir flottar konur
Stærðir 40-60
Miðvikudagur Skór: Swear Buxur: Nudie Skyrta: J-crew Peysa: Linnebjerg
Föstudagur Skór: Swear Jakki: Herragarðurinn Buxur: Topman Belti: H&M Skyrta: Hollandi Klúturinn: Frá Hollandi
Fimmtudagur Skór: Sautján Buxur: Topman Bolur: H&M Skyrta: Topman Jakki: Fred Perry Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is
66
tíska
Helgin 16.-18. mars 2012
Ný sending góð verð
Blink leður ökklaskór m/studs 16.995.-
Blink klassískir hælar (3litir) 8.995.-
„Trend“ Beint af tískupöllunum
Glennuleg sundföt frá Jordan
Litríkir pelsar verða áberandi Það er rétt að fylgjast náið með tískuvikunum sem haldnar eru tvisvar á ári í helstu borgum í heims ef maður vill hafa það sem er framundan á hreinu. Litríkur pelsaklæðnaður var einkar áberandi á tískuvikunum þeim sem
Breska glamúrstjarnan Katie Price, eða Jordan eins og hún er betur þekkt sem, kynnti nýju baðfatalínuna sína um síðustu helgi með pompi og prakt. Sjálf hannaði hún línuna, sá um markaðsetningu og situr auðvitað sjálf fyrir í auglýsingaherferðinni. Línan kom í búðir á miðvikudaginn síðasta í verslun hennar í London, Store 21, og eru þetta sundföt á góðu verði. Sundfötin eru þó heldur glennuleg að sögn gagnrýnenda, sem henta eðlilegum líkömum illa.
lauk í síðasta mánuði, en þar voru helstu hönnuður heims að frumsýna tískuna fyrir veturinn 2013. Næsta vetur munu pelsar í öllum litum taka við af þeim jarðlituðu, sem hafa verið svo vinsælir síðustu ár.
Giorgio Armani frumsýndi bæði bleikan og fjólubláan pels þann 27. febrúar í Mílanó. Fendi sýndi gulan og líflegan pels á tískuvikunni í Mílanó þann 23. febrúar. Peter Som með marglitan pels á tískuviknnu í New York þann 10. febrúar. Tískuhúsið Blumarine sýndi appelsínugulan pels á tískuvikunni í Mílanó þann 24. febrúar.
VORFATNAÐUR vattjakkar - vesti - gallabuxur - bolir Blink ökklaskór m/rennilás 13.995.-
Blink hælar m/platform 9.995.-
NÝTT Útsöluvörur 60% - 70% vetrarkápur - vetrarjakkar - sparidress Chix hælar (5 litir) 6.995.-
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Blink ökklaskór m/rennilás 13.995.-
Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á
Alberta Ferretti sýndi fjólubláan pels með kvenlegu ívafi á tískuvikunni í Mílanó þann 22. febrúar.
SMÁRALIND SÍMI 571 1730
68
menning
Helgin 16.-18. mars 2012 Listasafn Reykjavíkur Sýnir veðurteppt listaverk
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 11/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Fim 22/3 kl. 19:30 AUKAS. Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 21/4 kl. 15:00 AUKAS. Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Mið 25/4 kl. 16:00 AUKAS. Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Fim 26/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Aukasýningar komnar í sölu - aðeins sýnt fram í júní.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 14.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 15.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 30/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 13.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 17.sýn Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar
Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Fim 3/5 kl. 19:30 AUKAS. Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Lau 5/5 kl. 15:00 AUKAS. Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 12/5 kl. 15:00 AUKAS. Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn
Sun 1/4 kl. 19:30 18.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 19.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 20.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 21.sýn
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Lau 17/3 kl. 13:30 AUKAS. Sun 25/3 kl. 13:30 Lau 17/3 kl. 15:00 AUKAS. Sun 25/3 kl. 15:00 Sun 18/3 kl. 13:00 Sun 1/4 kl. 13:30 Sun 1/4 kl. 15:00 Sun 18/3 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning
Sjöundá (Kúlan)
Fim 22/3 kl. 19:30 Mið 28/3 kl. 19:30 Ný leiksýning um morðin á Sjöundá
Sun 15/4 kl. 13:30 Sun 15/4 kl. 15:00
Fim 29/3 kl. 19:30
Skýjaborg (Kúlan)
Lau 24/3 kl. 13:30 Lau 31/3 kl. 13:30 Lau 24/3 kl. 15:00 Lau 31/3 kl. 15:00 Danssýning ætluð börnum frá sex mánaða til þriggja ára
GlerdýrinÞÉR (Þjóðleikhúskjallarinn) TRYGGÐU SÆTI!
Þri 20/3 kl. 19:30 4 sýningar á 11.900 kr. Mán 26/3 kl. 19:30 Lau 24/3 kl. 15:00 Mán 2/4 kl. 19:30 með leikhúskorti
Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30
Verk Tàpies festust í Færeyjum Listasafn Reykjavíkur opnar á laugardaginn sýningu á verkum katalónska málarans og myndhöggvarans Antoni Tàpies. Tàpies, sem telst til áhrifamestu myndlistarmanna samtímans, lést fyrir skömmu og sýningin á Kjarvalsstöðum er sú fyrsta frá andláti hans. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þessum viðburði þar sem um 1200 kíló af listaverkum Tàpies festust í Færeyjum.
V
erkin komu til landsins á þriðjudaginn þegar Norræna lagði upp að bryggju á Seyðisfirði. Síðan var ekið með þau rakleiðis til Reykjavíkur og þau voru komin á Kjarvalsstaði klukkan sex á þriðjudaginn. Nákvæmlega viku seinna en þau áttu að koma,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafnsins. Verkin voru á sýningu í Þýskalandi og þar var þeim komið í sérútbúinn fluttningabíl þar sem tryggt var að raka- og hitastig hentaði verkunum. „Bíllinn keyrði til Danmerkur þar sem hann fór um borð í Norrænu sem sigldi síðan til Þórshafnar í Færeyjum. Þaðan átti hún að sigla til Seyðisfjarðar en þá skall á þetta ofsaveður þannig að ferjan komst ekki frá Þórshöfn.“ Soffía segir að ekki hafi verið annað til ráða en að reyna að bíða eftir að veðrið gengi niður. Veðurguðirnir létu þó ekki segjast þannig að úr varð að Norræna sigldi aftur til Danmerkur en bíllinn og verkin urðu eftir í Þórshöfn. „Þannig að um síðustu helgi vorum við milli vonar og ótta um hvort verkin kæmust yfirleitt til landsins,“ segir Soffía en þegar Norræna kom aftur til Færeyja var létu menn slag standa og verkin héldu loks ferð sinni til Íslands áfram.
Og það mátti ekki tæpara standa. „Vegna þess að í millitíðinni var stofnunin sem kennir sig við listamanninn búin að setja okkur þá afarkosti að ef verkin kæmust ekki til landsins með ferjunni núna þá yrðu þau send til baka og við fengjum þau ekki. Þá hefðum við orðið að fella niður þessa sýningu og þetta er ein stærsta sýning sem við höfum tekið inn í safnið. Frá upphafi. Þannig að það var gríðarlega mikið í húfi og við vörpuðum öndinni léttar þegar bílarnir renndu upp að Kjarvalsstöðum.“ Tàpies lést fyrir réttum mánuði, 88 ára að aldri, en Soffía segir að eftir fráfall hans hafi allur undirbúningur að opnun sýningarinnar í Reykjavík orðið mjög viðkvæmur. „Sýningin spannar nánast allan feril hans og við erum að sýna málverk frá rúmlega sjö áratuga ferli. Við erum fyrsta safnið sem opnar sýningu á verkum Tàpies eftir andlát hans og það er líka stórviðburður í sjálfu sér. Það er stórkostlegt að fá að sýna þessi verk hérna og það má ekki gleyma því hversu stór viðburður þessi sýning er þótt ferðasaga verkanna hingað sé athyglisverð.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Þegar verkin komu loks til landsins þurfti að hafa hraðar hendur. „Við áttum að hafa tíu daga til þess að setja upp sýninguna, sem okkur þótti nú frekar naumt skammtaður tími, en þetta styttist um sjö daga,“ segir Soffía sem treysti sínu fólki þó fullkomlega til þess að klára tíu daga verk á þremur dögum.
Þri 3/4 kl. 19:30
Orð skulu standa (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 22/3 kl. 21:00 Útvarpsþátturinn Orð skulu standa öðlast nýtt líf á sviði!
Galdrakarlinn í Oz –HHHHH KHH. Ftími Hótel Volkswagen (Stóra sviðið)
Fim 22/3 kl. 20:00 fors Fös 13/4 kl. 20:00 4.k Lau 5/5 kl. 20:00 Lau 14/4 kl. 20:00 5.k Lau 12/5 kl. 20:00 Lau 24/3 kl. 20:00 frums Sun 22/4 kl. 20:00 6.k Sun 13/5 kl. 20:00 Fös 30/3 kl. 20:00 2.k Sun 29/4 kl. 20:00 Sun 1/4 kl. 20:00 3.k Nýtt íslenskt verk eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Sun 18/3 kl. 14:00 Lau 14/4 kl. 14:00 Sun 15/4 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Lau 21/4 kl. 14:00 Lau 31/3 kl. 14:00 Sun 22/4 kl. 14:00 Sun 1/4 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
Lau 28/4 kl. 14:00 Sun 29/4 kl. 14:00
Fanný og Alexander (Stóra sviðið)
Lau 17/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 lokas Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars.
Rómeó og Júlía (Stóra svið )
Mið 4/4 kl. 20:00 1.k Fös 20/4 kl. 20:00 3.k Fim 26/4 kl. 20:00 5.k Fim 5/4 kl. 20:00 2.k Lau 21/4 kl. 20:00 4.k Fös 27/4 kl. 20:00 Ógleymanleg uppfærsla Vesturports - hátíðarsýningar á 10 ára sýningarafmæli.
NEI, RÁÐHERRA! (Menningarhúsinu Hofi)
Fös 16/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 22:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Sýnt í Hofi í mars
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Eldhaf (Nýja sviðið)
Lau 17/3 kl. 20:00 aukas Sun 18/3 kl. 20:00 lokas MAgnað og spennuþrungið leikrit. Síðustu sýningar!
Tengdó (Litla sviðið)
Fim 29/3 kl. 20:00 frums Fim 12/4 kl. 20:00 3.k Lau 21/4 kl. 20:00 5.k Fös 30/3 kl. 20:00 2.k Fös 13/4 kl. 20:00 4.k Sun 22/4 kl. 20:00 Eina litaða barnið í Höfnum. Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense
Axlar - Björn (Litla sviðið)
Fim 22/3 kl. 20:00 lokas Nýtt verk úr smiðju Vesturports. Síðustu sýningar!
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Lau 24/3 kl. 20:00 Sun 1/4 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Sun 25/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.
Gói og baunagrasið (Litla sviðið)
Sun 18/3 kl. 13:00 Sun 1/4 kl. 13:00 Sun 18/3 kl. 14:30 Sun 1/4 kl. 14:30 Lau 24/3 kl. 13:00 Sun 15/4 kl. 13:00 Sun 25/3 kl. 13:00 Sun 15/4 kl. 14:30 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
Mínus 16 (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn. Síðasta sýning!
Sun 22/4 kl. 13:00 Lau 28/4 kl. 13:00
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is HELGARBLAÐ
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS CAFÉ/BAR, opið 17-23
ÞÝSKIR KVIKMYNDADAGAR HEFJAST Í DAG!
GIACOMO PUCCINI
LA BOHÈME
“MOVES LIKE A SNAKE ON SPEED” -TWITCHFILM
SVARTUR Á LEIK (BLACK’S GAME) ENGLISH SUBTITLES
Ofsóknarhugrof Þórðar
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!
VERTU FASTAGESTUR!
lau. 17. mars kl. 13:30 – Aukasýning lau. 17. mars kl. 15:00 – Aukasýning sun. 18. mars kl. 13:30 sun. 18. mars kl. 17:00
Söngkonur stríðsáranna
Söngkonan Kristjana Skúladóttir frumflutti tónleika sína Söngkonur stríðsáranna í Iðnó um síðustu helgi. Á tónleikunum minnist hún nokkurra söngkvenna bæði með söng og frásögnum af afrekum þeirra. Kristjana flytur lög sem Marlene Dietrich, Vera Lynn, Edith Piaf og fleiri gerðu vinsæl á stríðsárunum. Undirtektirnar voru það góðar að Kristjana ætlar að halda aukatónleika í Iðnó á sunnudagskvöld klukkan 20 en á laugardaginn ætlar hún að troða upp með tónleikana í heimasveit sinni á Flúðum. „Ég ætla að segja frá afrekskonum. Konum sem stóðu á hliðarlínunni í átökum síðari heimsstyrjaldarinnar. Með söng sínum skildu þær oft á milli þess hvort hermenn, örmagna á sál og líkama gæfust upp eða ekki. Þær voru á staðnum, gáfu af sér eins og þær gátu og hvöttu liðið áfram íbaráttunni gegn ógninni sem var á góðri leið með að kaffæra Evrópu alla,“ segir Kristjana.
HljómsvEitarstjóri: daníEl Bjarnason · lEikstjóri: jamiE HayEs lEikmynd: Will BoWEn · BúninGar: filiPPía Elísdóttir · lÝsinG: Björn BErGstEinn Guðmundsson
Ódýrara í bíó með aðgangskortum!
PIPAR \ TBWA • SÍA • 120868
Myndlistarmaðurinn Þórður Grímsson opnar sýninguna Hugrof í Dauðagalleríinu í bakhúsinu við Laugaveg 29 á laugardaginn. Sýningin samanstendur af blekteikningum sem unnar eru út frá aðferðafræði sem nefnist Paranoiac Critical Method sem listamaðurinn segir að nefna megi uppá íslensku sem gagnrýna ofsóknaraðferð. Hún er fólgin í að láta hugann tengja á milli óreiðukenndra hugmynda og búa til form, fígúrur eða landslag. Þórður Grímsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2009 og er þetta þriðja einkasýning hans. Sýningin opnar klukkan 18 á laugardaginn og stendur yfir í 2 vikur.
Hulda Björk Garðarsdóttir · Gissur Páll Gissurarson Þóra Einarsdóttir · Garðar tHór CortEs áGúst ólafsson · Hrólfur sæmundsson · jóHann smári sævarsson HErdís anna jónasdóttir · BErGÞór Pálsson
föstudaGinn 16. mars kl. 20 - frumsÝninG lauGardaGinn 17. mars kl. 20 - 2. sÝninG lauGardaGinn 31. mars kl. 20 - 3. sÝninG sunnudaGinn 1. aPríl kl. 20 - 4. sÝninG lauGardaGinn 14. aPríl kl. 20 - 5. sÝninG föstudaGinn 20. aPríl kl. 20 - lokasÝninG miðasala í HörPu oG á WWW.HarPa.is
Nýi uppáhaldsstaðurinn þinn í Reykjavík! Borðapantanir í síma 553 5323
AÐALSTRÆTI 2 - 101 REYKJAVÍK - WWW.RUB23.IS
70
SÝNDU HVAÐ Í ÞÉR BÝR.
dægurmál
Býður aðdáendum í frían jógatíma
Helgin 16.-18. mars 2012
Flytur sig yfir í fatahönnun
Victoria's Secret engillinn Miranda Kerr ætlar að bjóða 500 aðdáendum í frían jógatíma þann 1. apríl þar sem hún mun sjálf leiðbeina. Allt sem hún biður um í staðinn er að þessir 500 sendi út sínar eigin útgáfur á myndbandinu I will if you will, sem er herferð þar sem allir eru hvattir til þess að taka afstöðu gegn ónýttri orku. Í myndbandinu á að koma fram að allir eiga að slökkva ljós heimilisins milli 20.30 til 21.30 þann 31. mars. „Sorglegt hversu mikil orka fer til spillis, sem svo eyðileggur umhverfið. Við erum aðeins gestir á þessari jörð og erum því skyldug til þess að ganga vel um fyrir næstu gesti,“ sagði Miranda í tilkynningu sem hún gaf út á dögunum.
STARFANDI SÉRSVEITARMENN BANDARÍKJAHERS US NAVY SEALS FARA MEÐ HLUTVERK PERSÓNANNA Í MYNDINNI. SAGAN ER SKÁLDSKAPUR EN VOPNIN OG AÐFERÐIRNAR RAUNVERULEGAR. BYGGT Á RAUNVERULEGUM VERKEFNUM SÉRSVEITA BANDARÍKJAHERS US NAVY SEALS.
SENDU SMS SKEYTIÐ ESL ACT Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
FRUMSÝND Í DAG!
VILTU VINNA MIÐA?
FFULLT ULLT A AFF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
Fyrirsætan Agyness Deyn, sem gerði garðinn frægan hjá helstu tískumerkjum heims í byrjun þessara aldar, hefur verið ráðin sem hönnuður hjá Dr. Martens tískuhúsinu. Dyen mun fara í að hanna skó, fatnað og skartgripi fyrir fyrirtækið og segist hún hlakka mikið til þess að hefja störf. „Ég hef verið dyggur aðdáandi tískuhússins síðan ég keypti mér fyrstu Dr. Martens-skóna þegar ég var 13 ára. Síðan þá hef ég, með hjálp fyrirtækisins, skapað minn eigin stíl á ég þeim mikið að þakka með það hvernig ég er í dag,“ sagði fyrirsætan í viðtali við tímaritið WWD á dögunum.
Orginal Ný og breytt í Smár alind
Forever21 er fyrirmyndin N ýir eigendur hafa lagt undir sig verslunina Orginal í Smáralind sem hefur gjörbreyst við það á aðeins nokkrum dögum. Verslunin er nú bjartari en var og fersk með splúnkunýjum vörum. „Okkar helsta fyrirmynd er bandaríska tískukeðjan Forever21 sem er með hátískufatnað á frábæru verði,“ segir Fanney Anna Ómarsdóttir verslunar- og innkaupastjóri hjá Orginal. „Við erum komin í samband við frábært fólk á stórum heildsölum út um allan heim þar sem við getum nálgast nýjustu tískuna á góðu verði. Fatnaðurinn í kvennadeildinni er litríkur og fjörugur og höfðar meira til ungu kynslóðarinnar. Karladeildin er þó með mun breiðari kúnnahóp og kaupum við inn fatnað frá þremur vinsælum merkjum. Kúnnarnir geta svo fylgst grannt með nýjustu fréttum verslunarinnar þar sem við höldum úti blogginu shoporginal.blogspot. com.“
Jimmy Choo hannar skó til heiðurs níræðri tískudrós Skóhönnuðurinn Jimmy Choo tilkynnti á miðvikudaginn síðasta að nýtt skópar sé á leiðinni frá fyrirtækinu sem mun heita Írisarskórinn. Það er þó ekki saga að segja til næsta bæjar, nema hvað að skórnir eru sérstaklega hannaðir fyrir hina níræðu Iris Apfel. Skórnir eru svartir glansskór með tíu sentímetra hæl og þykir flestum forvitnilegt hvernig hin aldna tískudrós, hún Iris, ætli að bera sig í slíkum. Sú gamla mun vera andlit fyrirtæksins og standa vonir til þess að hún muni með atgervi sínu gera skóna ódauðlega. Iris Apfel er eftirsótt af fleiri tískufyrirtækjum og skrifaði hún nýlega undir samning við snyrtivörufyrirtækið MAC og er hún andlit nýrrar förðunarlínu fyrirtækisins.
Markmiðið er að höfða til sem flestra Fyrrum The Hills-raunveruleikastjarnan, og nú hönnuðurinn, Whitney Port kynnti í vikunni nýja fatalínu undir fatamerki hennar: Whitney Eve. Nýja línan er mun ódýrari en þær flíkur sem hún hefur verið með á markaði undanfarin fjögur ár og er markmið hennar með línunni að stækka kúnnahóp sinn og höfða til sem flestra. Línan mun aðeins samanstanda af fimm ólíkum flíkum til að byrja með en ætlunin er þó breikka hana til muna fyrir haustið.
Helgin 16.-18. mars 2012
Plötudómar dr. gunna
Kveldúlfur
Myrra Rós
Til næturinnar – 10 ástarsöngvar
Afsakið / Janúar
Þórir Georg
/
Óskar Guðnason
Slakað á Myrra Rós hefur víða komið fram með lögin sín, meðal annars starfað innan vébanda Trúbatrixu-hópsins. Á þessari fyrstu plötu hennar eru níu lög bæði á íslensku og ensku. Myrra semur alla textana en lögin með Andrési Lárussyni. Platan er silkislök og angurvær alla leið. Kassagítarar, strokhljóðfæri og ásláttur skapa lífræna umgjörð fyrir góðan söng Myrru og liðsmenn Hjálma sjá um undirspilið í tveimur lögum. Þetta er poppað fólk og kántrí og svo sem engar tilraunir gerðar til nýsköpunar á þeim vettvangi; þetta er bara traust og ágætis stöff þótt lögin séu missterk. Best finnst mér Animal og Kveldúlfur, bæði flott lög. Stundum er þetta þó full flatt hjá Myrru. Hún lofar góðu en mætti vera framsæknari næst.
Fjölbreyttur Þórir
Ljóða-kántrí Kristín Jónsdóttir sló í gegn árið 2009 með fyrstu ljóðabókinni sinni, Bréf til næturinnar. Sveitungi hennar Óskar Guðnason samdi lög við 10 ljóð, sem þau Unnur Birna Björnsdóttir og Arnar Jónsson syngja. Óskar býr einlægum ástarljóðum Kristínar rómantíska umgjörð og er stíllinn mjúkt fullorðins-popp með ansi sterkum kántrí-áhrifum. Hér er vandað til verka; söngur og undirspil er sannfærandi, en yfirbragðið kannski full einhæft og svo mottulegt á köflum að það nálgast það að vera lyftutónlist. Sem betur fer lifnar fólk aðeins við í lögunum Ég veit ekki hvenær og Fylgjan, sem eru tvímælalaust best heppnuðu lögin. Ljóðin eru góð sem fyrr svo bæði ljóðaunnendur og fólk sem fílar rómantískt popp eru í fínum málum með þessa plötu.
Þórir kom með sína fyrstu sólóplötu árið 2004 og hefur verið að síðan, meðal annars undir nafninu My Summer As A Salvation Soldier og í tríóinu Ofvitarnir. Nýlega kom hann með tvö albúm, sem bera fjölbreytileika hans gott vitni. Afsakið er róleg kassagítarplata. Textarnir eru mikið skammdegisþunglyndi, sem Þórir flytur á einum of vælinn hátt fyrir minn smekk. Nokkur góð lög lyfta þessu þó upp úr algjöru þunglyndi. Janúar er miklu skemmtilegi plata, enda meira að gerast í útsetningunum; trommuheili, rafgítarar og töff aukahljóð. Hljóðheimur proto-goths The Cure er til grundvallar og trommuheilinn og takmarkaðir sönghæfileikarnir minna stundum á Curver á 10. áratugnum. Margt er flott og stundum óvænt. Stöffið má nálgast frítt á netinu: www. pbppunk.com.
T S A R E G U T VIL ? I M E N I SKIPT Ef þú ert á aldrinum 15-18 ára er enn möguleiki á að sækja um skiptinemadvöl með brottför í sumar/haust. Fjöldi landa í boði. álið nánar! Kynntu þér m tofu AFS Opið hús á skrifs frá kl. 17-19. rs a m . 0 2 , g a d nk. þriðju Allir velkomnir! Ingólfsstræti 3, 2. hæð | 121 Reykjavík | (354) 552 5450 | afs.is
72
VILTU VINNA EINTAK?
dægurmál
Helgin 16.-18. mars 2012
Skólína frá Madonnu Poppgyðjan Madonna tilkynnti í vikunni að hún vinni nú að nýrri skólínu fyrir skófyrirtækið Aldo sem mun bera nafnið Truth or Dare, líkt og nýjasti ilmurinn hennar. Söngkonan mun hanna rúmlega sextíu ólík pör sem samanstanda af flatbotna ballerínuskóm, hælastígvélum, skóm með fylltum hæl sem og öðrum skóm í hefðbundnum stíl. „Línan mun helst vera ætluð konum frá 27 ára aldri til 50 ára,“ segir hin 54 ára söngkonan í viðtali við tímaritið In Style, og heldur áfram: „Línan verður löðrandi í kynþokka og sjálfsöryggi og munu skórnir kosta frá ellefu þúsund krónum í verslunum Aldo seinna á árinu.“
KOMIN Á
Sorpa Eflir umhverfisvitund
Úrgangur er auðlind S
KOMIN Á KEMUR Á 22. MARS
SENDU SMS SKEYTIÐ ESL DVD Á NÚMERIÐ 1900 OG G ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VILTU VINNA EINTAK?
Sú vitund sem skapast hefur meðal nemenda áfangans er eitthvað sem vert er að fanga.
orpa og Tækniskólinn sameinuðust um námsáfanga þar sem nemendur skólans fengu tækifæri til þess að vinna með úrgang sem berst Sorpu sem hráefni í skapandi hönnunarverkefnum. Tilefni samstarfsverkefnisins Sorp er auðlind var tuttugu ára afmæli endurvinnslufyrirtækisins og að því komu einnig Góði hirðirinn, Fataflokkun Rauða krossins og endurvinnslustöðvar. Ellefu nemendur af ýmsum sviðum Tækniskólans skráðu sig í áfangann þar sem áhersla var lögð á umhverfisvæna hönnun sem hefur það markmið að lengja líftíma hluta. Umhverfisvernd og endurnýting voru því nemendunum ofarlega í huga þegar þeir tókust á við það verkefni að nýta sorp sem auðlind. Færri komust að en vildu og mögulegt er að verkefnið geti af sér nýjan áfanga innan Tækniskólans. „Sú vitund sem skapast hefur meðal nemenda áfangans er eitthvað sem vert er að fanga og ala upp hjá þeirri kynslóð Þessi vídeóspólukjóll er meðal þess sem spratt sem nú situr á skólabekk,“ segir Ragna Hallupp úr hönnunarvinnu nemenda Tækniskólans dórsdóttir, deildarstjóri markaðs og fræðsluþegar þeir grömsuðu í úrgangi frá Sorpu. mála hjá Sorpu. „Notagildi hluta, umhverfisvæn hönnun sem tekur tilliti til umhverfis, orkusparnaður, endurvinnsla og endurnýting eru gildi sem þarf að rækta og koma inn í daglegar venjur og nám almennt með sterkari hætti.“ Áfanganum lýkur með sýningu sem verður opnuð í húsnæðinu þar sem Hönnunarsafn Ísland var áður til húsa að Lyngási 7 í Garðabæ, föstudaginn 16.mars kl. 18.00. Sýningin er opin kl. 14-17 laugardag og sunnudag.
Mikið mál?
Minna mál með SagaPro SagaPro er náttúruvara úr íslenskri
FFULLT ULLT A AFF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA!
ætihvönn og hefur reynst góð lausn fyrir einstaklinga sem glíma við tíð næturþvaglát. SagaPro fæst í heilsubúðum, apótekum og stórmörkuðum.
VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. www.sagamedica.is
Kortið færir þér fríðindin
Kortið veitir þér aðgang að viðburða- og fríðindakerfi Hringtorgs. Hringtorg er miðpunkturinn í lífi þeirra sem eru með Kortið, kreditkort frá Arion banka. Af Hringtorginu opnast leiðir í allar áttir og þú getur sótt þér upplýsingar um fríðindi, viðburði og betri kjör. Hringtorg er app hins upplýsta viðskiptavinar. Kynntu þér málið á hringtorg.is arionbanki.is – 444 7000
74
dægurmál
Helgin 16.-18. mars 2012
KEX Hostel Bílsskúrssala leik ar abarna
Krækja í vasapening með notuðum fötum
B
ílskúrssalan Allt milli himins og jarðar er orðinn fastur liður í starfsemi KEX Hostel og á sunnudaginn ætla systkynin Kormákur og Snæfríður Gunnarsbörn að standa þar vaktina og koma ýmsu lauslegu sem þau fundu við herbergistiltekt í verð. „Við ætlum aðallega að selja gamlar flíkur. Bæði sem við eigum og svo ýmislegt sem við fundum til heima,“ sagði Kormákur, sem er sextán ára Kvennaskólanemi, þegar Fréttatíminn náði í skottið á honum þar sem hann var að hlaupa inn á
lokaæfingu fyrir frumsýningu leikfélags skólans á Frankenstein. „Ég er alveg klár með nokkrar flíkur og systir mín er líka með slatta svo fáum við eitthvað hjá mömmu okkar og eitthvað þannig.“ Kormákur og Snæfríður eru börn leikarans Gunnars Hanssonar, sem þar er móttökustjóri og þekkja því vel til á KEX. „Já, já. Ég hef komið þarna áður enda var pabbi að vinna þarna.“ Kormákur segir tilganginn með sölunni fyrst og fremst þann að ná í smá vasapeninga um leið og þau eru trú hugsjóninni að baki bílsskúrssölunni sem gengur út á
Andri yfir Landann
Ólöf Arnalds heldur tónleika á Rósenberg á miðvikudaginn en á undan henni stígur Snorri Helgason á sviðið, nýkominn heim úr vel heppnaðri tónleikaferð til Póllands þar sem hann lék víðs vegar um landið og víðast hvar fyrir fullu húsi. Ólöf hefur fyrir löngu skipað sér sess með framsæknustu lagahöfundum og flytjendum á Íslandi, frá því að frumraunin Við og við kom út árið 2007 og ekki síður með breiðskífunni Innundir skinni sem leit dagsins ljós í september 2010 á vegum One Little Indian útgáfunnar. Ólöf hefur síðan staðið í ströngu við tónleikahald víðsvegar um heiminn og hefur fengið frábæra dóma í helstu tónlistartímaritum erlendis. Tónleikarnir þann 21.mars á Rósenberg hefjast klukkan 22.
Ný bragðtegund:
Texmex
Kormákur Gunnarsson er kominn á kaf í leiklistina í skólanum og fetar þannig svipaða slóð og pabbi hans.
Þorsteinn Gunnarsson Vígalegur með schäfer-hunda
Laðar þá að sér með pylsum
Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson gerði það gott með þáttum sínum Andri á flandri síðasta sumar og hefur greinilega engu gleymt og er á fljúgandi siglingu með nýju þáttunum sínum Andraland sem Sjónvarpið sýnir. Þátturinn var með næst mesta meðaláhorfið, eða 30.8 prósent, hjá RÚV í aldursflokknum 12-80 ára og mesta meðaláhorfið þegar horft er til fólks á aldrinum 12-49 ára. Andri er þannig kominn upp fyrir Landann hjá 12-80 ára en sá þáttur mældist með 29,7 prósenta meðaláhorf. Frozen Planet frá BBC njóta mikilla vinsælda og tróna efst á listanum yfir vinsælustu þætti RÚV með 34 prósenta meðaláhorf og 41 prósenta uppsafnað áhorf í síðustu viku.
Ólöf og Snorri á Rósenberg
að framlengja líf notaðra hluta. Systkynin hafa fylgst með bílskúrssölu á KEX og vita því að hverju þau ganga en uppátækið hefur vakið þó nokkra athygli og fólk hefur verið duglegt að mæta með dót úr bílskúrum sínum og geymslum. „Við verðum bara tvö þarna og sjáum um þetta. Það hlýtur að duga.“
Arkitektinn og leikarinn góðkunni Þorsteinn Gunnarsson fer með stórt hlutverk í leikritinu Hótel Volkswagen, eftir Jón Gnarr. Borgarleikhúsið frumsýnir verkið um næstu helgi og þá mun Þorsteinn valsa reffilegur um sviðið í hlutverki nasistans Ludwig Rosenkranz með tvo stóra schäfer-hunda sér við hlið.
Þ
Draumadúett
Eins og Fréttatíminn sagði frá í síðustu viku ætlar athafnamaðurinn og stuðboltinn Einar Bárðarson að fagna sumri á sumardaginn fyrsta með stórtónleikum í Hörpu á sumardaginn fyrsta. Þar ætlar hann að smala saman öllum helstu poppstjörnum ungu kynslóðarinnar og söngvararnir Páll Óskar og Friðrik Dór munu ekki láta sig vanta. Tónleikarnir verða líklega með því síðasta sem Páll Óskar tekur þátt í áður en hann fer í langþráð frí. Honum og Friðrik Dór hefur orðið vel til vina og þeir eru sagðir hafa mikinn hug á því að bralla eitthvað saman svo sem syngja dúett og Einar gerir sér góðar vonir um að þeir muni taka lagið saman á tónleikunum.
Smurostar við öll tækifæri
Þeir eru voðalega gæfir, þannig lagað.
að hefur gengið svona upp og ofan,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður hvernig samstarfið við hundana tvo hafi gengið. „Ég gef þeim pylsur og svoleiðis og reyni að laða þá þannig að mér. Þeir eru voðalega gæfir, þannig lagað.“ Þorsteinn byrjaði aftur að leika eftir nokkurt hlé í Faust með Vesturporti og hefur látið nokkuð til sín taka í Borgarleikhúsinu þar sem hann er flestum krókum og kimum kunnugur enda einn hönnuður byggingarinnar. „Ég er nú sko orðinn 71 árs og fyrir mann á mínum aldri er þetta dálítið óvenjulegt verk og það væri kannski synd að segja að persónur verksins væru einhverjar hetjur eða stórmenni. Þetta eru fremur svona aumkunarverðar persónur. Hver í sínum heimi og vel flestar í einhvers konar fjötrum en það er hægt að hlæja að þeim,“ segir Þorsteinn sem leikur kumpánlegan nasista sem, eins og aðrar persónur verksins, rekur sig á að það er hægara sagt en gert að yfirgefa Hótel Volkswagen þegar maður
er á annað borð kominn þangað. „Ég leik náunga sem hefur komið vafasömum auðævum sínum í skjól í fjarlægu landi sem hann dreymir um að komast til og eyða þar ævikvöldinu sem burgeis en hann kemst ekki af stað fyrr en að undangengnum réttarhöldum. Og ég er nú svona að gæla við það að einhverjir sjái í þessu skírskotun til íslensks samfélags.“ Þorsteinn segir ljóst að í höfundinum, Jóni Gnarr borgarstjóra, bærist alvöru skáld. „Já, já. Húmor verksins er svona í naprara lagi og það kæmi mér ekkert á óvart að yngri kynslóðinni fyndist hann jafnvel nútímalegur. En ég held að mér sé óhætt að segja að í verkinu sé einhver svona óskilgreind undiralda en hvort okkur lukkast að koma henni til skila það er svo aftur spurningin.“ Benedikt Erlingsson leikstýrir Hótel Volkswagen en hann og Jón Gnarr hafa áður átt farsælt samstarf og nægir þar að nefna hina sígildu sjónvarpsþætti Fóstbræður. Þorsteinn vissi líka að hverju hann gekk þegar hann tók að sér hlutverkið. „Ég lék fyrir fáeinum árum í stuttmynd eftir Benedikt Erlingsson sem fjallaði um forsætisráðherra sem hlaut nýja og breytta lyndiseinkunn við það að detta ofan af vinnupalli og fá nagla í höfuðið. Þá kynntist ég vinnubrögðum Benedikts og vissi alveg að hverju ég gekk núna og vinnan við Hótel Volkswagen hefur sannarlega staðist væntingar. Benedikt er hugmyndaríkur leikstjóri. Hann er viljasterkur og afar natinn og nýtur þess í vinnunni að vera sjálfur leikari.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Ný bragðtegund:
með papriku
...tvær nýjar bragðtegundir
Þorsteinn Gunnarsson leikur nasista í nýju leikriti eftir Jón Gnarr. Á sviðinu þarf hann að hafa taumhald á þessum tveimur stóru schäferhundum sem honum hefur gengið ágætlega að kynnast.
www.volkswagen.is
FRELSI TIL AÐ FERÐAST
Græn bílafjármögnun Landsbankans landsbankin n.is
Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir aðeins 5,8 l á hverja 100 km. Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. Hægt er að velja mismunandi útfærslur og má þar nefna Sport & Style fyrir þá sem vilja sportlega hönnun eða Track & Sport fyrir þá sem vilja meiri torfæruakstur. Tiguan er með 2.0TDI, 140 hestafla dísilvél sem nýtir BlueMotion tæknina frá Volkswagen þar sem áhersla er lögð á lágmarks eyðslu eldsneytis og hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast.
Tiguan kostar aðeins frá
5.590.000 kr. 63.088 kr. á mánuði í 84 mánuði miðað við 30% útborgun og græna bílafjármögnun Landsbankans. Óverðtryggðir, breytilegir vextir. Ekkert lántökugjald.
410 480 0
Hrósið ...
HE LG A RB L A Ð
...fá Stefán Eiríksson og starfsfólk hans hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir vaska framgöngu gegn skipulögðum glæpahópum á Íslandi á undanförnum vikum og mánuðum.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
NORFOlK hIllA Stærð: B141 x H151 x D34 sm.
Dyngjan fékk Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í fyrradag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjöunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna. Að þessu sinni hlaut Dyngjan áfangaheimili Samfélagsverðlaunin. Hvunndagshetja ársins 2011 var valin Pauline McCarthy. Í flokknum frá kynslóð til kynslóðar fékk Bandalag íslenskra skáta verðlaun. Í flokknum til atlögu gegn fordómum fékk sjónvarpsþátturinn Með okkar augum verðlaun. Heiðursverðlaunin hlaut svo Þorvaldur Kristinsson sem hefur verið í fararbroddi í hreyfingu samkynhneigðra undanfarna þrjá áratugi. -óhþ
SPARIÐ
10.000
SANTA FE SKRIFBORÐ Stærð: B120 x H75 x D62 sm.
33%
FULLT VERÐ: 29.950
19.950
AFSLÁTTUR
FULLT VERÐ: 14.950
SPARIÐ
9.995
5.000
KOLLUR
5.995
FULLT VERÐ: 12.950
Mottudagurinn haldinn í annað sinn
Föstudaginn 16. mars hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr. Á Mottudeginum er stefnt að því að menn láti ímyndunaraflið ráða för og skarti öllum mögulegum karlmennskutáknum; landsmenn allir eru hvattir til þess: Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag og hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og ekki væri verra ef vinnan tæki sig saman og efndi til skemmtilegra leikja í tengslum við daginn, eru skilaboðin. Hjá Krabbameinsfélaginu er hægt að fá fjölbreytt úrval af ýmsu sem fólk getur notað til að skreyta sig á Mottudaginn og þar á meðal gervimottur sem eru sex saman í pakka en á bakhlið spjaldsins eru skilaboð til karla og hvernig þeir geta hugað að heilsu sinni. -óhþ
pEllE SKRIFBORÐSSTóll Á krómfæti og með stillanlegri setu. Litur: Hvítur.
á frábæru verði!
13.990,Erum á
SPARIÐ
25.000
120 X 200 SM.
SPARIÐ
6.000 LÚXUS ANDADÚNSÆNG
KRONBORG GREENlAND ANDADúNSæNG Notaleg og góð sæng fyllt með 750 gr. af andadúni og andafiðri. Sængin er saumuð í ferninga og því helst dúnninn jafn yfir alla sængina. Má þvo við 60°C. Stærð: 135 x 200 sm. 14.950 Koddi: 50 x 70 sm. 5.995
SÆNG + KODDI ÁÐUR: 20.945
14.945
TILBOÐIN GILDA TIL 18.03
FULLT VERÐ: 69.950
plUS B15 JUBIlæUM BOxDýNA Miðlungsstíf dýna með 250 pokagormum pr. m2 í efra lagi. Og í neðra lagi eru 150 BONELL gormar pr. m2. Innifalið í verði er 4 sm. þykk og góð yfirdýna. Slitsterkt áklæði úr bómull/polyester. Grindin er úr sterkri, ofnþurrkaðri furu. Stærð: 120 x 200 sm. Verð án fóta. Fætur verð frá: 6.995
fyrstu hæð
18.990,-
FERNANDO KOllUR Fæst í lime, silfurlituðu og bláu.
ALLT Í FERMINGARPAKKANN
Sími 511 2020
14.990,-
7.950
www.rumfatalagerinn.is
44.950 NÝ T T
SARA SÆNGURVERASETT
1.995
SARA SæNGURvERASETT Flott sængurverasett með tvískiptu munstri. Doppótt öðrumegin og köflótt hinumegin. Fæst í 3 litum: Lime, rautt og fjólublátt. Efni: 100% polyester. Stærð: 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm.