16. sept 2011

Page 1

800

Snjallir símar

Afríkumenn

Bylting í farsímaheimum

Sóttu um

ÓKEYPIS Ó K E Y PíI Háskóla S

Íslands

12

4

TAL TROMP FRíTT í háLFT áR

Fréttaskýring 16.-18. september 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 37. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 viðtal Þórunn Lárusdóttir leikkona söðlar um

Komin í sálfræðinám en hefur ekki kvatt leiklistina

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Vilhjálmur Hjálmarsson Með ADHD, kæfisvefn, blóðsjúkdóm og 20 kílóum of þungur 22 Viðtal

Nýtt líf á Íslandi

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

síða 26 Þórunn Lárusdóttir leikkona var búin að ákveða að fara í háskólanám þegar henni var sagt upp í Þjóðleikhúsinu í sumar. „Það fylgdu því blendnar tilfinningar. Ég var mjög reið, upplifði höfnunartilfinningu, eins og eðlilegt er við uppsögn, en var líka mjög fegin að vera laus. Ég efldist enn frekar í þeirri ákvörðun að svala sálfræðiþörfinni.“ Á myndinni með Þórunni eru börnin hennar, Kolbeinn og Katla. Ljósmynd/Teitur

Leggur tugi milljarða til hliðar vegna dómsmála

Frá Sahara til Akraness Viðtal

16

Tobba Gerist samfélagsrýnir á Skjá 1 54

Lyfjarisinn Actavis stendur í ströngu vegna fjölmargra málaferla í Bandaríkjunum. Stór hluti taps á síðasta ári skrifast á lögfræðikostnað, uppsafnaðan og væntanlegan.

G

ríðarhár lögfræðiskostnaður hefur veruleg áhrif á rekstur lyfjarisans Actavis samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2010 sem birtur var á dögunum. Í ársskýrslunni kemur fram að 200 milljónir evra, um 32 milljarðar króna, hafi verið lagðar til hliðar vegna yfirvofandi lögfræðikostnaðar og gjaldfærðar á árinu. Í ársskýrslunni kemur jafnframt fram að tvö af dótturfélögum Actavis í Bandaríkjunum, Actavis Elizabeth LLC og Actavis Mid-

Atlantic, séu á meðal nokkurra lyfjafyrirtækja sem stefnt hefur verið í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna ásakana um ólöglega verðlagningu. Dómsmálið snýst um að opinberir aðilar hafi greitt of hátt verð fyrir lyf vegna þess að lyfjafyrirtækin hafi blásið upp meðalheildsöluverð. Samkvæmt skýrslunni hefur eitt mál verið klárað utan dómstóla og þá þurfti Actavis að greiða 10,2 milljónir dollara, um 1,1 milljarð króna, í Kentucky-ríki. Í öðru máli í Texas voru tvö

áðurnefnd félög, Actavis Elizabeth LLC og Actavis Mid-Atlantic, dæmd til að greiða 170 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, í skaðabætur. Actavis hefur áfrýjað dómnum og samkvæmt áliti lögmanna fyrirtækisins eru allar líkur á að upphæðin muni lækka þótt ómögulegt sé að segja til um hver hún verður á endanum. Sjá nánar á síðu 10

Óskar Hrafn Þorvaldsson

BYKOb Framkvæmdu laðið fyrir lægra verð 16.-22. september

Þakstál

3.290

Vnr. 0231250

SOLSTADTAGE, stallað þakstál.

Verð áður:

0%

VAXTALAUST LÁN

325 kr. greiðslugjald

á hverja borgun. Sjá

m

nánar á www.BYKO.i

s

kr./m2

Verð áður: 1.990 kr.

Handlaugartæki

4.490

Bykoblaðið í miðju Fréttatímans kr.

Vnr. 17850090

IMEX, rustic gráar inniflísar. 30 x 30 cm.

Sólbekkir

2.780

Sérunnir sólbekkir eins

kr./lm

Verð áður: 3.685 kr.

oskar@frettatiminn.is

3% lántökugjald og

Gólfflísar

1.490

2

kr./m

4.532 kr.

Vaxtalaust lán í BYKO í allt að 12 mánuði með 0 % vöxtu

Vnr. 15400045

ARMATURA FERRYT handlaugartæki, með lyftitappa.

Með lyftitappa

og þér hentar

Salerni

19.900

kr.

Vnr. 0117520

Ljóst quarts

Vnr. 0117516

Basalt slate

Vnr. 0117526

Granít

Vnr. 13001535

HUIDA vegghengt salerni með hæglokandi setu.

Með hæglokandi setu

MIKIÐ ÚRVAL AF VÖNDUÐUM HLÍFUM PIPAR \ TBWA

SÍA

110613

FRÁ DEROYAL OG REHBAND

Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 16.-18. september 2011

 Dómsmál Sérstakur saksóknari

Sjóvár-málið á síðustu metrunum Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Allt bendir til þess að næsta ákæra úr ranni embættis sérstaks saksóknara verði í tengslum við hið svokallaða Sjóvár-mál. Að því er Fréttatíminn kemst næst er rannsókn þess á lokametrunum. Málið snýst um meinta misnotkun Milestone, stærsta eiganda Sjóvár, og tengdra félaga á bótasjóði tryggingafélagsins. Sjóðurinn var notaður til að fjármagna fasteignaverkefni á vegum Milestone og Aska Capital, meðal annars í Macau á Hong Kong-skaga. Þá er talið að Milestone hafi notað fé úr bótasjóðnum til að fjármagna kaupin á eignarhaldsfélaginu Moderna í Svíþjóð árið 2007. Talið er upphæðin hafi alls numið um tíu milljörðum

króna og viðurkenndi Þór Sigfússon, þáverandi forstjóri Sjóvár, í viðtölum árið 2009 að hann hefði ekki lesið lánasamninga sem gerðir voru í tengslum við fjármuni úr bótasjóðnum. Gerð var húsleit árið 2009 hjá Karli og Steingrími Wernerssonum stærstum hluthöfum Milestone, sem og hjá Þór Sigfússyni, sem var forstjóri Sjóvár á þeim tíma sem meint misnotkun er talin hafa átt sér stað. Grunur leikur á að bótasjóður Sjóvár hafi verið misnotaður af fyrrverandi eigendum. Karl Wernersson var stjórnarformaður Sjóvár á þeim tíma sem rannsóknin nær yfir. Ljósmynd/Hari

 Húsnæðismál Ágreiningur leigjenda í Hádegismóum

Skarfur í heimsókn á Grandaveginum Íbúar á níundu hæð fjölbýlishúss við Grandaveg fengu óvænta heimsókn í vikunni þegar skarfur lenti á svölunum hjá þeim. „Hann dvaldi hjá okkur í hálfan sólarhring og var mjög spakur. Við gátum staðið í innan við metra fjarlægð frá honum,“ segir Kristmann Magnússon. Skarfurinn kvaddi að morgni en var svo mættur aftur að kvöldi. Þá var ákveðið að stugga við honum enda hafði hann skilið eftir sig óhrjáleg ummerki í miklu magni á bíl fyrir neðan svalirnar í fyrri heimsókninni. Ljósmynd/Kristmann Magnússon Horns hf., sem er dótturfélag bankans, nam 9 milljörðum króna. Bankinn sér hins vegar fyrir að tap verði af hlutabréfum á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður bankans af aflagðri starfsemi var 4,7 milljarðar króna. Með því er átt við þann hagnað sem hlýst þegar bankinn leggur niður hluta af starfsemi sinni og selur hann. Þar vegur þyngst salan á Vestia og Icelandic Group sem skilaði 4,1 milljarðs hagnaði. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var um 10,7 milljarðar króna. Eigið fé Landsbankans er 208 milljarðar króna, í samanburði við 167 milljarða á sama tíma á síðasta ári. Eiginfjárhlutfall er 22,4%. - jh

Yfir tvær milljónir Icelandair gerir ráð fyrir tveimur milljónum farþega næsta ár en flugáætlun félagsins fyrir það ár er sú stærsta í sögu félagsins og um 13% umfangsmeiri en á þessu ári, að því er fram kemur í kauphallartilkynningu. Nýr áfangastaður, Denver í Colorado, bætist við og ferðum verður fjölgað til ýmissa borga í Bandaríkjunum og Evrópu. Samkvæmt ætlunum verða farþegar Icelandair 1,8 milljónir á árinu 2011. Frá 2009 til 2012 er gert ráð fyrir að vöxtur í áætlunarflugi félagsins verði um 52% en árið 2009 voru farþegarnir 1,3 milljónir. Alls verða 16 Boeing 757 flugvélar nýttar til áætlunarflugsins næsta sumar, tveimur fleiri en á þessu ári. Flugvélar félagsins munu taka á loft allt að 400 sinnum í viku yfir sumarið og farþegafjöldinn mun verða um 10 þúsund manns á sólarhring þegar mest lætur. - jh

Vestfirskir trillukarlar vilja í Evrópusambandið Stjórn Eldingar, félags smábátaeigenda við Ísafjarðardjúp, hyggst leggja fram tillögu um að gengið verði í Evrópusambandið, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á sunnudag, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði. „Við ætlum að leggja fram þessa tillögu því bæði ríkisstjórn Íslands og Hafrannsóknarstofnun vinna gegn landsbyggðinni. Við vonumst til að Evrópusambandið hafi betri skilning á málefnum landsbyggðarinnar og að hag okkar verði betur borgið þar inni,“ segir Sigurður K. Hálfdánarson, formaður Eldingar, í viðtali við vefinn. Sigurður segir að stjórn Eldingar vonist til að með inngöngu í ESB geti smábátaeigendur fengið styrki frá sambandinu þannig að jafnvel verði hægt að lifa af fiskveiðum. - jh

Hagnaður Landsbankans 24,4 milljarðar Hagnaður Landsbankans var 24,4 milljarðar króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni bankastjóra að stærsti hluti hagnaðarins skýrðist af gengisbreytingum á hlutafé og sölu eigna. Hagnaður vegna hlutabréfa í eigu •

Stærð: 149 x 110 x 60 cm

ÚTSALA YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI

Er frá Þýskalandi

Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400

YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI

Ólafur Sigurvinsson, framkvæmdastjóri Data Cell, fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins í Hádegismóum. Ljósmynd/Teitur

Íhuguðu að borga 25 milljónir til að losna við meðleigjanda Framkvæmdastjóri Data Cell segir Árvakursmenn hafa viljað losna við fyrirtækið út úr Hádegismóum vegna tengsla þess við Wikileaks.

Bréf frá Visa

Data Cell barst í vikunni bréf frá Visa þar sem greiðslukortarisinn bað um fund vegna yfirvofandi skaðabótamáls. Ólafur Sigurvinsson, framkvæmdastjóri Data Cell, segir í samtali við Fréttatímann að þetta komi honum ekki á óvart. „Við kærðum þá til Evrópusambandsins og svo gæti farið að þeir yrðu dæmdir til sektar sem nemur tíu prósentum af veltu fyrirtækisins. Okkar skaðabótakrafa er dropi í hafið miðað við þá upphæð,“ segir Ólafur.

Nærvera Kristins Hrafnssonar fór fyrir brjóstið á Árvakursmönnum. Ljósmynd/ Nordic Photos/Getty Images

F

orsvarsmenn Árvakurs höfðu það lítinn smekk fyrir Data Cell, nýjum meðleigjendum sínum í Hádegismóum, að þeir voru tilbúnir að íhuga að greiða 25 milljónir króna til að losna við fyrirtækið úr húsinu. „Það komu ákveðnir menn frá fyrirtæki sem leigir með okkur og gáfu það sterklega í skyn að þeir vildu losna við okkur,“ segir Ólafur Sigurvinsson, framkvæmdastjóri Data Cell, í samtali við Fréttatímann. Data Cell flutti í júlí inn í sama húsnæði og Árvakur í Hádegismóum og segir Ólafur að ástæðan fyrir óánægju Árvakursmanna hafi verið að Kristinn Hrafnsson, annar forsprakka Wikileaks, hafi sést á svæðinu. „Þeir sögðu að þetta væri eins og að vera kominn með Wikileaks í fangið og hvort það næsta væri að þeir myndu rekast á Julian Assange inni á klósetti,“ segir Ólafur og hlær. Data Cell hefur unnið fyrir Wikileaks og komst í fréttirnar þegar bæði Visa og Mastercard lokuðu fyrir greiðslur með kortum fyrirtækjanna til Wikileaks á síðasta ári en greiðslur til Wikileaks fóru í gegnum kerfi Data Cell. Ólafur segir að bæði séu Wikileaks-menn viðskiptavinir Data Cell og unnið sé að skaðabótamáli með þeim gegn greiðslukortafyrirtækjunum upp á 50 milljónir evra, um átta milljarða króna. „Það gefur augaleið að við þurfum að hittast og reyndar skil ég ekki hvað þeir eru að skipta sér af okkar gestum. Ekki er ég að æsa mig þótt dæmdir glæpamenn komi í heimsókn á Moggann,“ segir Ólafur. Árvakur á ekki húsið í Hádegismóum og segir Ólafur að hann hafi skrifað undir leigusamning við húseigandann. „Við hefðum svo sem alveg verið til í að flytja okkur en það hefði þá þýtt að Árvakursmenn hefðu þurft að greiða allan þann kostnað sem af því hefði hlotist – bæði þann kostnað sem var fyrirliggjandi og síðan mun á leiguverði þann tíma sem leigusamningurinn var í gildi. Það voru um 25 milljónir og þeir tóku sér tvær vikur til að íhuga það. Þeir gerðu svo ekkert meira,“ segir Ólafur. oskar@frettatiminn.is


IcelandaIr kynnIr: MeIrI kraftur, aukIn uMsVIf 200 flug á viku sumarið 2012 – 16 vélar á lofti – 6.700 flug allt árið

Vöxtur er lykill að velgengni Fastar áætlunarferðir í beinu flugi til nýs áfangastaðar í Bandaríkjunum, Denver í Colorado, eru til vitnis um að Icelandair stefnir markvisst að því að efla flugrekstur sinn og stækka hlutdeild sína á markaði. Sumarið 2012 verða 200 flug á vegum Icelandair í viku hverri. Flugferðum allt árið fjölgar úr 6.000 í ár í 6.700 á næsta ári. Gert er ráð fyrir að félagið flytji allt að 2 milljónum farþega árið 2012 sem er 52% aukning frá árinu 2009 eða fjölgun um 700.000 farþega.


4

fréttir veður

Helgin 16.-18. september 2011

laugardagur

Föstudagur

sunnudagur

Loks regn sunnanlands Ekki er það oft sem beinlínis er ákall um rigningu, en svo er nú eftir þurra vinda með hvimleiðu sand- og öskufjúki. Skil frá lægð munu ganga yfir í dag. Dálítil riging með þeim um tíma um mest land, einkum sunnantil. Á morgun, laugardag, verðum við á milli lægða og mikið til úrkomulaust og bjart, en einhver rigning suðaustantil. Á sunnudag nálgast önnur myndarleg lægð. Með henni hvöss S- og SA-átt þegar líður á daginn og ringing vestantil. En þessa helgina er útlit fyrir að hlýtt verði og íbúar norðanlands fá sumarauka samkvæmt þessari spá. Einar Sveinbjörnsson

Miðborgin okkar! 11

14

12

13

13

16

12

14 12

11

16

15

Frábært veður í miðborginni alla helgina. Hundruð verslana og veitingahúsa bjóða vörur og þjónustu.

11 12

11

Strekkingsvindur og rigning eða skúrir, einkum sunnan- og suðvestanlands. Frekar hlýtt.

Rofar mikið til á landinu, þó bleyta sunnan- og suðaustanlands. Áfram hlýtt. Hægari SA-átt.

Hvöss S-átt þegar líður á daginn og með rigningu, einkum vestatil. Léttskýjað norðaustan- og austanlands.

Höfuðborgarsvæðið: Dálítil rigning annað slagið og hlý gola.

Höfuðborgarsvæðið: Skýjað með köflum og að mestu þurrt.

Höfuðborgarsvæðið: Ágætis veður framan af degi, en síðan hvessir með rigningu.

vedurvaktin@vedurvaktin. is

Sjá nánar auglýsingu á bls. 18-19 og á www.miðborgin.is

 Vinsældir Engin skólagjöld freista Nígeríumanna og K amerúna

Krónan braggast Gengi krónu hefur styrkst frá miðjum júlí síðastliðnum eftir nær samfellda veikingu frá nóvember á síðasta ári. Evra hefur ekki verið ódýrari í krónum talið frá ofanverðum febrúar, kostar nú um 160 krónur. Gagnvart körfu helstu viðskiptamynta er gengi krónu svipað og í maíbyrjun eftir ríflega 2% styrkingu frá miðjum júlí. Styrkingin gagnvart evru á sama tímabili nemur hins vegar 3,7%, enda hefur evran gefið verulega eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er september, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Samfara styrkingu krónunnar hefur velta á gjaldeyrismarkaði á ofanverðu sumri verið meiri en raunin var frá síðasta fjórðungi ársins 2009, ef frá eru talin sérstök gjaldeyriskaup Seðlabankans af bönkunum í desember í fyrra. - jh

Fjölskyldudagur Strætó Fjölskyldudagur Strætó verður haldinn við höfuðstöðvar Strætó bs. að Hesthálsi 14 í Reykjavík á morgun, laugardaginn 17. september, frá klukkan 13 til 16. Fjöldi vagna verður í ferðum til og frá hátíðarsvæðinu. Fjölskyldudagurinn er hluti af Evrópskri samgönguviku sem nú er haldin dagana 16. til 22. september. Sveppi heilsar upp á krakkana og þeir sem vilja geta fengið tekna mynd af sér í bílstjórasæti strætisvagns. Hægt verður að fá far með strætó gegnum þvottastöðina og slökkviliðið mætir með kranabíl og hífir þá hátt í loft upp, sem þess óska. Andlitsmálun, hoppkastali og leiktæki verða á svæðinu. Sögu almenningssamgangna verða gerð skil og Strætókórinn tekur lagið. Strætó bs. er tíu ára fyrirtæki en Strætisvagnar Reykjavíkur hófu akstur fyrir áttatíu árum. - jh

Illugi aftur á þing Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur ákveðið að taka þingsæti sitt að nýju. Hann vék til hliðar í apríl í fyrra vegna óvissu sem upp kom þegar rannsóknarnefnd Alþingis sendi málefni peningamarkaðs-

3,7% Styrking krónu gagnvart evru frá miðjum júní September 2011 Greining Íslandsbanka

sjóða til saksóknara, en Illugi sat í stjórn Sjóðs 9 hjá Glitni. Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fyrr í vikunni sagði Illugi að hann hefði viljað gefa yfirvöldum ráðrúm til að átta sig á stöðu mála. Lögmannsstofan Lex hefði nú sent frá sér álit sem segði að ekkert hefði verið athugavert við fjárfestingarheimildir, fjárfestingarstefnu og eignasamsetningu Sjóðs 9. Búið væri að vísa málinu frá og því ekki ástæða til að halda sig lengur frá því starfi sem hann hefði verið kosinn til. Sigurður Kári Kristjánsson hefur gegnt þingstörfum í fjarveru Illuga. - jh

Heldur færri leigusamningar Samhliða því að markaðurinn með kaup og sölu á íbúðarhúsnæði hefur lifnað að nýju hefur markaðurinn með leiguíbúðir dregist heldur saman. Fjöldi þinglýstra leigusamninga með íbúðarhúsnæði var 6.464 á fyrstu átta mánuðum þessa árs og fækkaði þeim um 3,1% frá sama tímabili í fyrra, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Á sama tíma jókst fjöldi þinglýstra kaupsamninga um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu um 76%. Leigumarkaðurinn er enn stór, í samanburði við það sem hann var fyrir efnahagshrunið, sem sjá má á því að á fyrstu átta mánuðum ársins 2006 var 3.041 leigusamningi með íbúðarhúsnæði þinglýst. - jh

Háskóla Íslands bárust um 800 umsóknir frá Afríku fyrir þetta skólaár, einkum frá Nígeríu og Kamerún. Aðeins brot af umsækjendunum fær skólavist. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

Um 800 Afríkumenn sóttu um skólavist í Háskóla Íslands Aðeins brot umsækjendanna fær skólavist. Draumur margra þeirra að komast inn í landið en óvissara um raunverulegan námsáhuga eða undirbúningsnám. Aðsóknin jókst til muna eftir að skólagjöld voru tekin upp í Danmörku og Svíþjóð.

H Þótt við fáum 800 umsóknir er ekki þar með sagt að við þurfum að fara í gegnum þær allar.

Ráðstefnur & fundir Fullkomin aðstaða fyrir allt að 500 manns

Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is

áskóli Íslands virkar sem segull á Afríkumenn. Fyrir haustmisseri sóttu um 800 Afríkumenn um skólavist, einkum frá Nígeríu og Kamerún, að sögn Gísla Fannberg, deildarstjóra við matsskrifstofu skólans. „Þeir eru að leita eftir námi á Vesturlöndum,“ segir Gísli. Það hafa yfirleitt ekki verið tekin skólagjöld við háskóla á Norðurlöndunum en þetta hefur verið að breytast gagnvart þjóðum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Skólagjöld hafa verið tekin upp við háskóla í Danmörku og Svíþjóð, en Gísli segir að enn hafi slíkt ekki verið gert í Noregi. Háskóla Íslands er ekki heimilt að leggja á skólagjöld. Lagabreytingu þyrfti til ef breyta ætti þeirri stefnu, að sögn Gísla. „Vegna þessa er meiri ásókn í nám hjá okkur. Það hefur alltaf verið einhver ásókn frá þessum löndum en hún hefur verið að aukast. Við fundum fyrir því þegar skólagjöldin komust á hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá jókst hún,“ segir Gísli. Hann segir að þrátt fyrir þennan mikla fjölda umsókna frá Nígeríu, Kamerún og öðrum Afríkuríkjum fái aðeins lítið brot umsækjendanna skólavist. „Það eru einhverjir samþykktir inn en ekki margir,“ segir Gísli. Hann segir misjafnt um hvers konar nám Afríkumennirnir sæki en nám í viðskiptafræði og verkfræði þyki eftirsóknarverðast. „Menn komast hins vegar ekki í þessar

greinar nema hafa mjög gott vald á íslensku þannig að þangað fara þeir ekki beint,“ segir Gísli. Hann segir sitt starf felast í því að meta próf umsækjendanna. „Þótt við fáum 800 umsóknir er ekki þar með sagt að við þurfum að fara í gegnum þær allar vegna þess að aðeins hluti umsækjendanna skilar inn gögnum. Þetta þurfa að vera boðleg gögn. Við viljum fá frumrit af prófvottorðum. Það er því alls ekki þessi stóri hópur sem kemur til skoðunar. Vinnan er nú nóg samt,“ segir Gísli. Gísli segir upp og ofan hvort hinir afrísku umsækjendur, sem flestir eru karlar, hafi það grunnnám að baki sem dugi til umsóknar um nám á háskólastigi. „Það er án efa draumurinn hjá mörgum þessara umsækjenda að fá aðsetur til frambúðar. Við höfum líka grun um að margir sæki um skólavist í þeirri von að komast inn í landið en svo verði minna um nám en að var stefnt.“ Vel á annað þúsund erlendra stúdenta sækir um skólavist við Háskóla Íslands ár hvert en hlutfall þeirra af nemendum skólans liggur á bilinu 5-10%. Flestir erlendra nemenda við skólann eru frá Evrópu, einkum Norðurlöndunum, Þýskalandi og Póllandi en talsverður fjöldi frá Bandaríkjunum og Kanada. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


A L A S ÚT ! S N I S ÁR *

! N I F A H R E

LJÓS • T E K •PAR RA R A A V S A Í F L A F J • G ÆKI • M T Ó S L I B L I • M R TÆKI U HEI R Ð A A N N U T D LÖN I • FA B R • Æ F G K N I VER ÁLN M • A! R D I L E Ö L H F Á T G BÚS OG MAR LÆ LÁ GST A VE GA HÚ RÐ SA SM IÐ JU NN AR *

*LÆGSTA LÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR

ÚTSALA gildir ekki af vörum merktum " Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar". enda er það lægsta verð sem við bjóðum á hverjum tíma.


6

fréttir

Helgin 16.-18. september 2011

 Skoðanakönnun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í nóvember

Fleiri styðja Hönnu Birnu en Bjarna til formennsku Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Hanna Birna Kristjánsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, nýtur meira fylgis í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins en Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem MMR/Markaðs- og miðlarannsóknir birtu í gær. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 58,6% heldur vilja Hönnu Birnu, 13,4% sögðust heldur vilja Bjarna en 27,9% vildu hvorugt þeirra. Sé eingöngu litið til þeirra sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum vildu 66,3% heldur að Hanna Birna gegndi formannsembættinu, 26,4% vildu heldur að Bjarni yrði áfram formaður og 7,3% vildu hvorugt þeirra.

Stuðningur við Hönnu Birnu reyndist jafnframt umtalsverður meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri – grænna, eða á bilinu 47,8% til 59,8%, að því er fram kemur á síðu MMR. Spurt var: „Kosningar um forystu Sjálfstæðisflokksins fara fram á landsfundi flokksins dagana 17.-20. nóvember næstkomandi. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um tvo aðila sem gætu boðið sig fram til að gegna embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, þau Bjarna Benediktsson og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hvort þeirra myndir þú heldur vilja að yrði formaður Sjálfstæðisflokksins.“ Samtals tóku 81,4% afstöðu til spurningarinnar.

 Noregur Íslenski söfnuðurinn hefur stækk að um 50% eftir hrun

Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í dag Dag íslenskrar náttúru, sem hátíðlegur verður haldinn í fyrsta sinn í dag, föstudag, ber upp á fæðingardag Ómars Ragnarssonar. Í ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, í tilefni dagsins, kemur fram að Ómar hafi verið óþreytandi við að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita. Fjölbreytt dagskrá verður um land allt í tilefni dagsins enda hefur umhverfisráðherra sent hvatningu til sveitarfélaga, skóla og félagasamtaka um að nota daginn til að vekja athygli á gildi náttúrunnar og þeim náttúruperlum sem er að finna um allt land. Stofnanir umhverfisráðuneytisins á sviði náttúruverndar, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Vatnajökulsþjóðgarður, Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins efna til ýmiss konar viðburða í tilefni dagsins. Umhverfisráðherra efnir til hátíðarsamkomu þar sem hápunkturinn verður afhending fjölmiðlaverðlauna ráðuneytisins, sem hér eftir verða veitt árlega. Á vef ráðuneytisins kemur fram að íslensk náttúra fái liðstyrk á degi íslenskrar náttúru þegar ný háskólastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, tekur formlega til starfa við HÍ. Stofnunin verður vettvangur rannsókna og þróunarstarfs á fræðasviðum lífvísinda, landafræði, umhverfis- og auðlindafræði og ferðamálafræði. -jh

ms.is

Ostur eins og krakkar vilja hafa hann

Álag á íslenska prestinn í Noregi, sr. Örnu Grétarsdóttur, er mikið. „Fólk sem er að fóta sig hér kemur með sömu lífsspurningarnar og vandamálin og það hafði heima.“

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Í

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?

Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

Vildi gjarna fá djákna til aðstoðar – það er meira mál að ráða prest

slendingar hafa streymt til Noregs vegna þess að þar er mikla vinnu að hafa og þeir þykja duglegir og eru eftirsóttir,“ segir sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur íslenska safnaðarins í Noregi. Arna, sem áður var prestur við Seltjarnarneskirkju, reiknaði ekki með rólegu starfi þegar hún hélt utan árið 2007 en sá ekki, frekar en aðrir, fyrir sér stækkun þessa íslenska safnaðar í kjölfar efnahagshrunsins. Stækkunin er um og yfir 50%; safnaðarmeðlimir eru nú rétt um sex þúsund en voru innan við fjögur þúsund þegar Arna kom til starfa. Álagið á Örnu er því mikið enda vegalengdir miklar í Noregi. Hún nýtur ekki annarrar aðstoðar en ritara í hlutastarfi á skrifstofunni í Noregi. „Maður sinnir bara algerum grunnþörfum, skírnum og giftingum,“ segir Arna. Útfarir eru ekki margar, fremur minningarathafnir látist Íslendingar ytra. Jarðarfarirnar fara yfirleitt fram á Íslandi. Arna messar mánaðarlega í Ósló og er með guðsþjónustu einu sinni til tvisvar á ári á öðrum stöðum. „Ég hef þó ekki farið norðar en til Tromsö en nú eru tvö fermingarbörn í Hammerfest. Það er því aldrei að vita hvert maður fer,“ segir hún. Fermingarbörnin koma alls staðar af landinu til Óslóar, tvær langar helgar á fermingarnámskeið. Börnin sækja síðan messu á sínum heimastað, auk þess sem fjarkennsla fer fram í gegnum netið. Arna segir Íslendinga koma mun betur undirbúna til Noregs en var fyrst eftir hrun. Þar sem söfnuðurinn hafi stækkað eins mikið og raun ber vitni þekki flestir einhvern sem aðstoði þegar út er komið. Net Íslendinganna sé því farið að virka betur. Hinum mikla fjölda fylgi hins vegar mikil fjölgun í sálgæslusamtölum. „Fólk sem er að fóta sig hér kemur með sömu

lífsspurningarnar og vandamálin og það hafði heima. Þegar fólk er að tala um sín dýpstu mál og tilfinningar er það móðurmálið sem gildir. Flestir standa sig vel en það getur verið erfitt í upphafi að komast t.d. inn í heilbrigðiskerfið vegna tungumálavandræða.“ Spurð um það hvort ekki sé þörf á aðstoðarpresti við þessar aðstæður segir Arna að alltaf sé umræða þar um en málið þurfi að skoða vandlega því ekki sé vitað hvort um tímabundið ástand sé að ræða. „Ég vildi hins vegar gjarna fá aðstoð, t.d. með ráðningu djákna. Það er meira mál að ráða prest. Djákni gæti unnið í öldrunarþjónustu, við barnastarf og ekki síst hjálpað til við fermingarfræðsluna því það eru komin svo mörg fermingarbörn.“ Tekjur íslenska safnaðarins í Noregi eru sóknargjöld miðað við höfðatölu, þ.e. sama kerfi og á Íslandi. „Þegar fólk er búið að dvelja hér lengi og vill taka þátt í kirkjustarfi fer það gjarna inn í norsku kirkjuna. Við eru með góðar tekjur núna eftir fjölgunina en vitum ekki hve það varir lengi.“ Arna segir að almennt sé Íslendingum vel tekið, nánast sé litið á þá sem litla bróður. Norðmönnum finnist íslenskan spennandi og saga þjóðanna sé samofin. Viðhorf til Íslendinga hafi ekki breyst eftir efnahagshrunið. Frítími Örnu hefur verið takmarkaður undanfarin ár en hún segist hafa tekið sér frí í sumar. „Svo fer ég á einstaka kúrsa í guðfræði og sálgæslumálum. Maður reynir að fylla á tankinn eftir mörgum leiðum. Ég vil ekki kvarta en maður heldur ekki lengi út í svona starfi þótt allir séu velviljaðir og vilji hjálpa til. Ég er hins vegar ekkert að hætta á næstunni en ég kem heim að lokum – og er ekkert viss um að ég þrífist í rólegu brauði.“

Sr. Arna Grétarsdóttir, prestur íslenska safnaðarins í Noregi. Söfnuðurinn hefur stækkað um 50% eftir efnahagshrunið á Íslandi enda hafa Íslendingar streymt til Noregs í atvinnuleit.

Maður heldur ekki lengi út í svona starfi.

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is



8

fréttir

Helgin 16.-18. september 2011

Hvert stefnir Evrópa?

Líf í árvekni Mindful Living

Helgarnámskeið í einfaldari og streituminni lífsstíl 1. og 2. október Skráning í síma 860 4497 eða bjorgvin@salfraedingur.is

gegn: •streitu •verkjum •vefjagigt •síþreytu •ofþyngd •kvíða

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efna til opins morgunverðarfundar í dag, föstudaginn 16. september, á Hilton Reykjavík Nordica, kl. 8.30-10. Efni fundarins er staða atvinnulífsins í Evrópu og hagvaxtarhorfur ásamt mögulegum áhrifum á íslenskt efnahagslíf. Aðalræðumaður er Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, Samtaka atvinnulífsins í Evrópu, en yfirskrift erindis hans er European Business Outlook. Þátttakendur í umræðum að loknu erindi de Bucks eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður. Fundurinn fer fram á ensku í aðalsal Nordica. -jh

Tekjuhalli hins opinbera 155 milljarðar Tekjuhalli hins opinbera var 155 milljarðar króna á síðasta ári eða rúmlega 10% af landsframleiðslu, sem er svipaður halli og árið 2009. Þessi óhagstæða niðurstaða skýrist fyrst og fremst af miklum samdrætti í tekjum hins opinbera vegna 11% samdráttar í landsframleiðslu árin 2009-2010 á sama tíma og útgjöldin jukust verulega vegna mikillar skuldsetningar og aukins atvinnuleysis, að því er fram kemur í Hagtíðindum. Heildartekjur námu 637 milljörðum króna árið 2010 og jukust um 23 milljarða króna milli ára, eða 3,7%. Útgjöld voru um 792 milljarðar og jukust einnig um 3,7%, eða um 28,6 milljarða króna milli ára. - jh

3,7% Aukning bæði Heildartekna og -gjalda Ríkisins milli áranna 2009 og 2010 September 2011 Hagtíðindi

 Stoðkennarinn Gagnvirkur námsvefur

Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is

Hafðu

Fiðrildaáhrif

Þitt framlag skiptir sköpum í lífi kvenna og barna þeirra um heim allan. Skráðu þig núna á www.unwomen.is eða hringdu í síma

552-6200.

www.unwomen.is

„Anton Máni hefur verið okkar maður í fasteignaviðskiptum

undanfarin ár. Hann er yfirvegaður, nákvæmur og sérlega samningalipur, sérstaklega góður í mannlegum samskiptum.“ Hann er fylginn sér og nær árangri. Hildur Jónsdóttir, íbúðarkaupandi og seljandi

Hringdu núna

615 0005

Frítt verðmat Anton Máni Svansson Sölufulltrúi antonmani@remax.is

Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali

Að mörgu leyti eins og að hafa kennara sér við hlið S

Stoðkennarinn bregst ávallt við villum nemandans og útskýrir fyrir honum regluna sem hann braut.

toðkennarinn er námsvefur sem Starkaður Barkarson hefur haldið úti og þróað undanfarin átta ár. Fyrst um sinn var eingöngu um að ræða stafsetningarvef fyrir unglingastigið en fljótlega bættust önnur námskeið við. Starkaður segir að vefurinn hafi tekið stakkaskiptum, möguleikar í síbreytilegu umhverfi netheimsins til meiri gagnvirkni og þægilegra viðmóts aukist stöðugt. „Nú býður Stoðkennarinn upp á námskeið i stafsetningu, málfræði, bókmenntum, stærðfræði, ensku, dönsku, tölvunámi og samfélagsfræði. Áherslan er sem fyrr á unglingastigið en við erum smám saman að fikra okkur niður á miðstigið,“ segir Starkaður. Hann segir að það sem greini Stoðkennarann frá flestum öðrum námsvefjum sé sú staðreynd að allt sem nemandi gerir sé skráð til bókar. „Þannig er hægt að nota vefinn á markvissan hátt, jafnt í skóla sem heima fyrir. Einnig bregst Stoðkennarinn ávallt við villum nemandans og útskýrir fyrir honum regluna sem hann braut. Að nota Stoðkennarann er því að mörgu leyti eins og að hafa kennara sér við hlið sem bæði fylgist með gengi þínu og leiðréttir villurnar,“ segir Starkaður. Stoðkennarinn býður upp á þrenns konar aðgang; nemenda-, kennara- og foreldraaðgang. Nemendur fá aðgang að þeim námskeiðum sem þeir eru skráðir í, geta unnið verkefni á eigin hraða og eins oft og þeir vilja og fylgst

Starkaður Barkarson hefur haldið Stoðkennaranum, gagnvirkum námsvef, úti í átta ár. Með honum á myndinni er Guðmundur Ingi Jónsson verkefnisstjóri.

með einkunnum bætast við í einkunnabækur sínar. Kennarar geta fylgst með gengi og virkni allra nemenda sinna og foreldrar geta gert slíkt hið sama gagnvart sínu barni. Stoðkennarinn er því m.a. kjörinn til heimanáms, að sögn Starkaðar. Holtaskóli í Keflavík er einn þeirra skóla sem hafa um árabil nýtt sér krafta Stoðkennarans. Björn Víkingur, kennari við skólann, segir vefinn hafa komið að góðum notum undanfarin ár. „Forritið nýtist sem sjálfstætt ítarefni við annað námsefni þar sem efnisatriði þess smellpassa

við efnisatriði kennslubókanna og námskrár,“ segir Björn. Auk skóla geta einstaklingar keypt sér áskrift að Stoðkennaranum. Starkaður segir að fyrstu árin hafi rekstur Stoðkennarans verið þungur enda markaðurinn erfiður. Skólum sé gert að kaupa af ríkisrekinni Námsgagnastofnun og lítið fé sé til annarra kaupa. Smám saman hafi hins vegar æ fleiri skólar og einstaklingar tekið við sér á sama tíma og menntamálaráðuneytið hóf að styrkja vefinn. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


www.peugeot.is

Nýr Peugeot 508.

Fer einfaldlega lengra. 1.800km á einum tanki.

Peugeot 508, micro-Hybrid, dísil, sjálfskiptur Innanbæjar akstur 5,1L/100km - 1.411km á einum eldsneytistanki Utanbæjar akstur 4,0L/100km - 1.800km á einum eldsneytistanki Blandaður akstur 4,4L/100km - 1.634km á einum eldsneytistanki CO2 útblástur 115g/km.

Peugeot 508 frá kr.

4.445.000

Peugeot 508 fer lengra, með nýjar hugvitsamlegar lausnir, nýja hönnun og nýja míkrótækni í sparneytni veitir hann ökumanni og farþegum gæðastundir til að upplifa aukið öryggi, þægindi og áður óþekkta eldsneytiseyðslu. Peugeot 508 fer einfaldlega lengra, alla leið á einum vistvænum orkugjafa, sem þú færð um land allt.

NÝR PEUGEOT

508

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


10

fréttir

Helgin 16.-18. september 2011

 Tóbak Nýtt neftóbak á mark að

Fyrsta sending af Lunda uppseld Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Lundi, nýtt neftóbak, hefur heldur betur slegið í gegn á Íslandi. Fyrsta sending af tóbakinu er uppseld hjá innflutningsaðilanum, Rolf Johansen, og segir Skorri Andrew Aikman, sölustjóri tóbaks hjá fyrirtækinu, að viðtökurnar hafi verið enn betri en vonast var til. „Við vissum að við vorum með góða vöru og það kemur ný sending í næstu viku,“ segir Skorri í samtali við Fréttatímann. Hann segir innflutning á neftóbaki hafa staðið til lengi. „Við höfum auðvitað fylgst með aukinni notkun neftóbaks á Íslandi og eftir átján mánaða hugmyndavinnu erum við komin með tóbak sem

Á síðustu fimm árum hef ég greinst með kæfi­ svefn, ættgengan blóðsjúkdóm og er 20 kílóum of þungur – eiginkona óskast hér með!

ÁTVR samþykkti,“ segir Skorri. Því hefur verið haldið fram að aukin sala á íslensku neftóbaki hafi haldist í hendur við að það hafi verið notað sem munntóbak en Skorri segist ekki hafa neina tilfinningu fyrir því. Við erum að selja neftóbak. Ég held að meginhluti sölunnar á munntóbaki fari fram í undirheimum enda er það bannað,“ segir Skorri. Spurður um nafnið segir Skorri að vilji hafi verið fyrir því að hafa það tengt Íslandi. „Það komu upp nöfn eins og Ísafold og Jarlinn en Lundi þótti besta nafnið.“

Viðtal við Vilhjálm Hjálmarsson leikara sem er með ADHD Bls. 22-24

Lundi rýkur út.

 Ársreikningar Actavis árið 2010

88 milljarða króna tap Actavis 2010

Pípari skrifar skáldsögu Spádómur lúsarinnar er söguleg skáldsaga Sigurðar Grétars Guðmundssonar, sú fyrsta frá hans hendi, en hún fjallar um örlög afa hans, Halldórs Halldórssonar á Syðri-Rauðalæk. Sigurður er pípulagningamaður og hefur starfað við þá grein frá því hann lauk sveinsprófi árið 1958. Þekktastur er hann þó fyrir Lagnafréttir sem hann skrifaði um árabil í Morgunblaðið. Listum sinnti Sigurður meðfram pípulögnunum en hann nam leiklist í Leiklistarskóla Ævars R. Kvaran 1959-1960 og starfaði með Leikfélagi Kópavogs í fjölda ára. Titill skáldsögunnar vísar í gamla hjátrú. Samkvæmt henni áttu mæður nýfæddra sveinbarna að setja fyrstu lúsina sem þær fundu í hári þeirra á dyraþröskuld bæjardyranna. Skriði lúsin inn var drengnum óhætt en skriði hún út beið hans óumflýjanlegur sjódauði. - jh

Aron og Emilía vinsælustu nöfnin Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2010 en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Emilía tók við af Önnu sem féll niður í 4.-6. sæti, en Aron tók við af Alexander sem nú situr í 6.-9. sæti, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Flestum nýfæddum börnum voru gefin fleiri en eitt nafn árið 2010. Þór var langvinsælasta millinafnið hjá drengjum, en þar á eftir Freyr og Logi. María var vinsælasta millinafnið hjá stúlkum ásamt Ósk. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Rós sem þriðja vinsælasta millinafn nýfæddra stúlkna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2011 eru 10 vinsælustu einnefnin og fyrstu eiginnöfnin alveg þau sömu og árið 2006. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum er Guðrún vinsælast, þá Anna og svo Sigríður. - jh

Þrjú þúsund háskólastarfsmenn Starfsmenn í skólum á háskólastigi voru 3.042 í 2.255 stöðugildum skólaárið 2010-2011, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Í þessum tölum eru allir starfsmenn taldir, jafnt þeir sem sinna kennslu sem og öðrum störfum. Starfsmenn sem sinntu kennslu voru 2.128 í

Sigurður Grétar Guðmundsson.

1.355 stöðugildum. Starfsmönnum háskóla fjölgar um 119 milli ára en stöðugildum fækkar um 30. Fleiri starfsmenn koma að kennslu nú en fyrir ári, eða 178. Konur eru 54,2% starfsmanna skóla á háskólastigi í 52,9% stöðugilda. Rúmlega helmingur starfsfólks við kennslu er aðjúnktar og stundakennarar, 1.175 talsins. Stöðugildi þessa hóps eru 535 af 1.355 stöðugildum starfsmanna við kennslu. Stundakennurum hefur fjölgað um 66 frá síðasta ári. Prófessorum við kennslu fjölgaði um 34 og 20 stöðugildi en á sama tíma fækkar í hópi lektora og dósenta um 30 einstaklinga og 46 stöðugildi. - jh

Hærri vísitala launakostnaðar Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst frá fyrri ársfjórðungi um 6,3% í verslun, 6,1% í byggingarstarfsemi, 4,6% í iðnaði og um 2,9% í samgöngum. Heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna stóð hins vegar í stað frá fyrri ársfjórðungi í verslun, jókst um 1,0% í samgöngum, um 0,3% í byggingarstarfsemi en dróst saman um 1,2% í iðnaði. Árshækkun heildarlaunakostnaðar á greidda stund frá 2. ársfjórðungi 2010 var á bilinu 8,8% til 14,1%. Mest var hækkunin í byggingarstarfsemi en minnst í iðnaði. Á sama tímabili jókst heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna mest í byggingarstarfsemi, eða 9,5%, en minnst í iðnaði, 3,1%. - jh

Tap Actavis á árinu 2010 var helmingi minna en árið áður þegar viðskiptavild að upphæð 160 milljarðar var afskrifuð. Stór hluti tapsins er kostnaður vegna lögsókna.

L

yfjarisinn Actavis skilaði 586 milljóna evra, rúmlega 88 milljarða, tapi eftir skatta á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins sem birtur var nú í lok ágúst. Þetta er helmingi minna tap en á síðasta ári þegar tapið var um 170 milljarðar en þá var viðskiptavild afskrifuð fyrir um 160 milljarða í aðdraganda fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Að sögn Hjördísar Árnadóttur hjá Actavis í Sviss, má helst rekja rekstrartapið til einsskiptiskostnaðar eins og lögfræðikostnaðar í Bandaríkjunum. Sá kostnaður er tilkominn vegna lögsókna á hendur félaginu á undanförnum árum. Til að mynda voru 200 milljónir evra, um 32 milljarðar, bókaðar í varúðarfærslu vegna mögulegs taps Actavis í dómsmáli sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum. Heildartekjur Actavis námu um 1,7 milljarði evra, um 280 milljörðum króna, og hafa þær aldrei verið hærri – voru til að mynda 11,5 prósentum hærri en árið 2009. Claudio Albrecht, forstjóri Actavis, segir að hann búist við öðru metári 2011 – með enn meiri tekjum og betri afkomu. Actavis afskrifaði lán upp á 2,3 milljónir evra, rúmlega 350 milljónir króna, til fyrrverandi og núverandi lykilstarfsmanna. Jafnframt var afskrifað 5,8 milljóna evra lán, um 920 milljónir króna, til fyrrverandi móðurfélags Actavis, Actavis Pharma Holding 1, sem var að stærstum hluta í eigu félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Báðar þessar afskriftir voru hluti af fjárhagslegri endurskipulagingu fyrirtækisins. Þegar fyrirtækið gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hélst það í hendur við skuldauppgjör Björgólfs Thors

Björgólfssonar. Björgólfur Thor var langstærsti hluthafi Actavis fyrir endurskipulagninguna og er í dag endanlegur umráðamaður yfir Actavis jafnvel þótt hann sé ekki lengur stjórnarformaður heldur eingöngu stjórnarmaður. Hann heldur yfirrráðum í gegnum félagið Nitrogen DS sem er eini hluthafi Actavis Equity S.á.r.l. sem á alla hlutina í lyfjarisanum Actavis Group hf. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Claudio Albrecht, forstjóri Actavis og Björgólfur Thor, umráðamaður og stjórnarmaður.

Gluggar

eru ekki bara gler bmvalla.is

Veldu háeinangrandi PRO TEC Classic glugga sem spara orku

BM Vallá ehf.

PIPAR\TBWA · SÍA · 112174

Bíldshöfða 7 110 Reykjavík Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is

BM Vallá býður vandaðar gluggalausnir frá PRO TEC í Danmörku. Gluggarnir eru úr áli og tré og henta vel fyrir íslenskar aðstæður. PRO TEC gluggar hafa verið seldir á Íslandi frá 1993 og verið prófaðir og vottaðir gagnvart íslensku vind- og slagregnsálagi. Glerið er háeinangrandi sem lækkar hitunarkostnað og sparar orku. Hver gluggi er sérsmíðaður eftir óskum viðskiptavinar um stærð, lit og lögun. Kynntu þér PRO TEC hjá BM Vallá áður en þú velur glugga. Það gæti borgað sig.


Save the Children

Iceland

Alla afmælisviku na renna 30 krónur af hv erri færslu í verslun og á Ve itingastað til Barnaheilla.


12

úttekt

Helgin 16.-18. september 2011

Snjallsímar – baráttan um stýrikerfin Allt flæðir í símum og flestir ef ekki allir hafa stælt Apple. Símar keyrðir áfram á Android seljast í bílförmum og meira að segja fyrirtækin sem virtust aldrei ætla að átta sig, Blackberry og Nokia, reyna að ná sneið af kökunni.

F

arsímar á Íslandi eru ekki nýjar fréttir. Við höfum fylgst með þróun þeirra í hartnær þrjátíu ár. Við fylgdumst spennt með Ómari Ragnarssyni með nokkurra kílóa farsíma hangandi utan á sér snemma á níunda áratugnum og tókum Nokia 5110 fagnandi þegar Tal kom og rauf einokun Símans á þeim tíunda. Á fyrsta áratug nýrrar aldar var það Steve Jobs á svarta Apple-sviðinu árið 2007 þar sem hann kynnti iPhone-símann í fyrsta sinn. Þar sagði hann að iPhone væri fimm árum á undan öllum öðrum símum. Nú er annar áratugur aldarinnar hafinn og þessi fimm ár um það bil liðin. Margt hefur líka breyst á snjallsímamarkaðnum síðan Jobs lét þessi orð falla um árin fimm. Núna flæðir allt í símum og flestir ef ekki allir hafa stælt Apple. Símar keyrðir áfram á Android seljast í bílförmum og meira að segja fyrirtækin sem virtust aldrei ætla að átta sig, Blackberry og Nokia, eru nú komin með síma með snertiskjá og reyna að ná sneið af kökunni. Baráttan í dag snýst því ekki jafn mikið um símtækin sem slík, heldur um tæknina sem að baki þeim býr, stýrikerfið.

Kerfisflækjur mörlandans

Það eru fleiri möguleikar í stöðunni en menn grunar. Það eru yfir tíu stýrikerfi fyrir snjallsíma á markaðnum en þau fjögur stærstu eru iOs frá Apple, Android þróað af Google, Symbian sem Nokia stendur fyrir og Windows Phone 7 sem tölvurisinn Microsoft þróaði. Margur bankamaðurinn mun svo ekki skilja við Blackberry-símann sinn fyrr en hann verður rifinn úr köldum dauðum höndum hans. En það er önnur saga. Þótt þróun Nokia á Symbian-stýrikerfinu sé að þokast í rétta átt er það sennilega of seint í rassinn gripið. Enda hafa þeir finnsku samið við Microsoft um að nota Windows Phone 7 til að keyra flottustu símana sína á í framtíðinni. Það kerfi er þó enn mjög nýtt og ekki margir símaframleiðendur farnir að nýta sér það. Lítið ef nokkuð er til af þeim símum í boði á Íslandi. Það Langflestir snjallsímer því í raun einungis arnir á Íslandi eru frá Android-stýrikerfið Nokia. Þessir gömlu frá Google sem getur góðu eru nefnilega steypt Apple af stallmargir ansi snjallir. inum enn sem komið

er. Þetta byrjaði smátt árið 2008 en hefur nú þróast í að nú er kominn alvöru samkeppnisaðili við eplið. Á markaðinn hefur komið aragrúi af símum keyrðum áfram á Android, í öllum verðflokkum. Á Íslandi koma í augnablikinu eiginlega bara tvö til greina, Android frá Google og iOs frá Apple. Symbian er of gamaldags og Windows Phone 7 er of nýtt.

Hver er munurinn?

iOs frá Apple var, sem fyrr segir, langt í frá fyrsta snjallsímakerfið en það sem það hafði umfram alla aðra samkeppnisaðila, eins og svo oft áður hjá þeim þarna í ávaxtafélaginu, var einfaldleikinn. Það þurfti ekki tölvunörd á launaskrá til þess að rata um símann. Það þurfti heldur ekki sérstakan penna til að nota símann heldur dugði puttinn. Iphone var Stærsti langt í frá fyrsti snjallmunursíminn en hann var sá sem breytti inn var markaðnum. þó þegar Apple opnaði fyrir aðgang að App-búðinni um ári eftir að síminn var kynntur. Það gerði þriðju aðilum kleift að hanna ný og sniðug forrit til að auka notagildi símtækisins; leikir og forrit til að skemmta og fræða flæddu um búðina. Það var því sú ágæta verslun, sem íslenskir iPhone-eigendur þurftu þangað til í sumar að redda sér aðgangi að erlendis frá, sem gerði IPhone-inn svo frábrugðinn öllu öðru sem fólk hafði séð. Forritabúðin er líka það sem samkeppnisaðilarnir eru búnir að apa eftir. En þótt iOs sé elst af þessum nútímakerfum virkar það enn mjög vel. Enda búið að uppfæra það nokkrum sinnum. Það góða við það er að einfaldleikinn er enn til staðar. Það slæma er það sama og hefur loðað við vörur frá Apple síðan áður en menn byrjuðu að kaupa niðursneitt brauð: kerfið er gjörsamlega lokað. Í augnablikinu er bara einn sími í boði og hann er dýr. Android er á hinn bóginn algerlega opið kerfi og hægt er að fá síma frá mýmörgum framleiðendum í öllum verðflokkum. Þetta byrjaði með ekki alltof skemmtilegu kerfi en

hefur þróast mjög hratt í það að vera einfalt og notendavænt fyrir fjöldann. Sá stóri galli er þó á kerfinu að hver og einn símaframleiðandi gerir það sem hann vill við kerfið sem þýðir yfirleitt óþarfa jukk ofan á grunninn. Við sjáum því aldrei „hreint“ Android. Sumir framleiðendur eru með marga flýtitakka, aðrir fáa, símarnir eru misstórir og það sem betra er –misdýrir. Forritamarkaðurinn í Android er svo risastór og yfirleitt býðst að velja milli þess að borga fyrir forritið eða að fá það ókeypis. Í staðinn fyrir að borga núll kr. fær notandinn þó auglýsingu á skjáinn. Fyrir hinn venjulega ótæknivædda mörlanda, sem þó vill gjarna vera inni í málunum, er Android-kerfið því einfaldara að komast inn í. Það er opið og ekki þarf að skrá sig í eitt eða neitt, kjósi maður svo. iPhone er hins vegar læstur við Apple-heiminn og nær allar aðgerðir þurfa að fara fram í gegnum iTunes. Svo er það fælni Steve Jobs við hugbúnað sem hans fólk fann ekki upp, og þá sér í lagi margmiðlunarforritið Flash. Fyrir þá sem ekki vita er Flash notað í mjög miklum mæli á netinu og geta þeir sem nota iPhone og Ipad enn ekki vafrað um vefsíður gerðar með því. Það er mjög hvimleitt að ekki er hægt að nota vörur frá þessu annars ágæta eplafélagi án árekstra við önnur tæki. Apple virðist því vera að einangrast í sínum eigin heimi og ekki í fyrsta skipti. Tækin þeirra tala fullkomlega hvert við annað en vilja helst ekkert hafa með umheiminn að gera. Android er því svolítið eins og PC-tölvan – langt í frá fullkomið en blandar geði við aðra alveg einstaklega vel. Einföld USB-snúra veitir aðgang að öllu í símanum þínum. Þú getur notað hann

Valið er þar sem það á að vera, hjá neytandanum. sem harðan disk og breytt honum í þráðlaust net fyrir tölvuna þína. Stór kostur á símtækinu sjálfu er svo að í flestum Android-símum er hægt að skipta sjálfur um rafhlöðu og setja í hann auka minniskort eftir því sem plássið tæmist. Það er ekki hægt með eplasímanum.

Niðurstaðan

Allir snjallsímarnir á markaðnum bjóða upp á 3G og Wi-Fi netsamband. Nokkrir bjóða meira að segja upp á 4G, sem er þó ekki enn komið til Íslands. Myndavél er til staðar í þeim öllum og flestir bjóða upp á vídeó, jafnvel í fullri HD-upplausn. Í það minnsta einn sími sem kominn er á markað hér á landi býður meira að segja upp á upptöku í þrívídd. Niðurstaðan er því þessi: Apple er augljóslega frumkvöðullinn og hefur útlitið og einfaldleikann alltaf með sér. Steve Jobs hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að iPhone væri fimm árum á undan öllum öðrum. En eins og áður segir eru þau ár að líða hjá. Eigirðu allt í Apple er iPhone-síminn einfalt og gott val og biðin eftir fimmunni er farin að taka á taugarnar. Ef Apple-heimurinn er hins vegar ekki eins og himnaríki og Steve Jobs ekki eins og Guð í þínum augum er Android fyrsta val. Droidið er svo sannarlega ekki gallalaust en er það kerfi sem er í hvað örustum vexti. Nýjasta uppfærslan býður líka upp á svo margt sem ekki fyrirfinnst annars staðar, eins og að geta vafrað um netið eins og í venjulegri tölvu. En það er líka fjölbreytnin í símtækjunum sem gerir Android-kerfið svona áhugavert. Þótt dýru símarnir séu vissulega þar sem kerfið skín skærast eru ódýrari gerðirnar alltaf að verða betri og betri. Valið er þar sem það á að vera, hjá neytandanum. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is

Lófatölvur blönduðust símum

Snjallsími er samheiti yfir síma sem geta eitthvað umfram einfalt talsamband. Fyrst var boðið upp á SMS, svo tölvuleiki, en hinn eiginlegi snjallsími varð til þegar lófatölvurnar svokölluðu blönduðust símunum. Tölvupóstur og netið komu í símana ásamt myndavél og núna vídeó í HD-gæðum. Á Íslandi má ekki gleyma Nokia. Langflestir snjallsímar á Íslandi eru frá finnska risanum. Þótt Nokia hafi dregist aðeins aftur úr með notendaviðmótið, notar stór hluti Íslendinga ekki annað. Með forritabúðinni Ovi store og samningi Nokia við Microsoft um stýrikerfi munu þeir finnsku styrkja stöðu sína á ný og ekki skemmir fyrir að flottustu símarnir búa yfir frábærri myndavél. hari@frettatiminn.is

Tvær nýjar ávöxtunarleiðir

Eignastýringarsafn ÍV-I Eignastýringarsafn ÍV-II Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is

Hagkvæm eignastýring Hátt vægi ríkistryggðra eigna Staðgreiðsla á skatti einungis við innlausn

Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is

Eignastýringarsafn ÍV-I og Eignastýringarsafn ÍV-II eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.


TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Í VETUR 33% lÆGRa MIÐaVERÐ MEÐ lEIkhúSkoRTI – aðeins í sölu 15. ágúst–30. september!

LEIKHÚSKORT 4 leiksýningar Aðeins

11.900 kr.

33% afsláttur

PIPAR\TBWA - SÍA \ 112148

Þú velur þær fjórar sýningar sem þú vilt sjá. Auk þess bjóðum við ungmennakort með 42% afslætti og frumsýningarkort sem tryggir þér fast sæti á frumsýningar á Stóra sviðinu. Kortagestir fá einnig 700 kr. afslátt af almennu miðaverði á aðrar sýningar en þeir hafa valið, að undanskildum barnasýningum og sýningum í Leikhúskjallara. Þú getur keypt kortin á heimasíðu Þjóðleikhússins, leikhusid.is, í miðasölunni við Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is

Vertu vinur okkar á FAcEbOOK, þú gætir unnið LEIKHÚSKORT!

Sími í m

iða sölu

551 1200


úr kjötborði

Svínakótilettur

Kjúklingabringur

Ferskur kjúklingur

698,kr./kg

1.998,kr./kg

739,kr./kg

verð áður 947,-/kg

verð áður 2.398,-/kg

verð áður 869,-/kg

Kjúklingaleggir

998,kr./kg verð áður 1.498,-/kg

Fjarðarkaup Tex mex kjúklingavængir

459,kr./kg

16. - 17. september

verð áður 598,-/kg

e t m i n æ r g t k s n e Ísl Heill frosinn kjúklingur Spergilkál

698,kr./kg

378,kr./kg

Kínakál

Blómkál

298,kr./kg

378,kr./kg

verð áður 785,-/kg

Gulrófur

Kartöflur í lausu ísl.

Gulrætur í lausu

Kjúklingastrimlar

245,kr./kg

147,kr./kg

298,kr./kg

2.144,kr./kg verð áður 2.859,-/kg

- Tilvalið gjafakort

www.FJARDARKAUP.is


Grillaður kjúklingur + 2L coke

1.198,kr.

Blandað hakk 0,5kg Nautahakk 0,5kg

469,kr./stk.

499,kr./stk.

verð áður 579,-/stk.

verð áður 665,-/stk.

Cheerios 992g

Beyglur 50% meira

798,kr.

235,kr.

Danskt rúgbrauð 2 fyrir 1

262,kr.

Bakara hveiti 2kg

Strásykur 1kg

198,kr.

189,kr.

Andrex WC pappír

Okay eldhúsrúllur 3+1

998,kr.

498,kr.

Quaker Havre Fras

Quaker Rug Fras

FK brauð

Merrild kaffi no 103

Svali 3x250ml

199,kr.

199,kr.

198,kr.

748,kr.

129,kr. Allar tegundir

Brazzi epla- eða appelsínusafi 1L

148,kr./stk.

Trópí appelsínu 1L

Special K 750g

195,kr.

698,kr.

Toro súpur verð frá

259,kr./stk.

Toro Grytur verð frá

Tilboð gilda til laugardagsins 17. september Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is

498,kr./stk.


viðtal

16

Helgin 16.-18. september 2011

Lína og Sigríður eru miklar vinkonur og Sigríður segir þær eiga margt sameiginlegt þótt þær hafi alist upp í gerólíkum löndum. Þær eru á svipuðum aldri og Sigríður ólst upp á Akranesi þar sem Lína býr nú.

Flóttinn frá Sahara til Langasands Bókin Ríkisfang: Ekkert kom út í vikunni en í henni rekur Sigríður Víðis Jónsdóttir sögu átta einstæðra mæðra sem enduðu flótta sinn undan ofsóknum í Írak á Akranesi. Ein þeirra er Lína sem kom hingað ásamt þremur börnum sínum eftir að hafa búið í Al Waleed-flóttamannabúðunum í tvö ár. Þórarinn Þórarinsson hitti Línu og Sigríði yfir kaffibolla í miðbæ Reykjavíkur og komst meðal annars að því að Lína sér enga ástæðu til að líta um öxl, hefur enga löngun til að snúa aftur til Íraks og lítur nú á Ísland sem landið sitt.

L

ína getur fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir tvö ár og hún bíður spennt eftir því að öðlast þann rétt. Hún er ættuð frá Palestínu en fæddist í Írak þar sem hún bjó alla sína tíð þangað til hún kom til Íslands. Ríkisborgararéttur er svo sjálfsagður í hugum okkar að við getum vart gert okkur í hugarlund hversu mikilvægur hann er þeim sem ekki hafa hann.

Landlaus kona á flótta

„Það að yfirhöfuð sé hægt að vera ríkisfangslaus er mörgum framandi hugmynd. Og kannski áttaði ég mig sjálf ekki fyllilega á þessu fyrr en ég sá skilríkin hennar þar sem undir orðinu ríkisfang stóð: „Ekkert“, segir Sigríður. „Það er í alvöru ekkert land sem hún getur kallað sitt. Við spáðum mikið í það hvað bókin ætti að heita og enduðum með

Ríkisfang: Ekkert. Við fyrstu sýn er þetta skrýtið nafn á bók en Línu og hinum konunum fannst það mjög gott. Og arabískum vinum hennar líka enda segir þetta í raun mjög mikið og hefur djúpa merkingu í þeirra huga. Ef þú hefur ekki ríkisfang þá ertu bara, eins og í tilviki Línu, kona úti í eyðimörk án vegabréfs og kemst hvergi.“ „Ég og börnin mín erum Íslendingum svo þakklát fyrir að fá að lifa eðlilegu lífi og viljum þakka Íslendingum fyrir að hafa fengið að koma hingað og vera hérna,“ segir Lína. „Það er mjög gott að búa hérna. Börnin eru glöð á Íslandi. Ánægð í skólanum, eiga marga íslenska vini og fara í fótbolta og aftur fótbolta, segir Lína með breiðu brosi sem nær til augnanna. „Lífið í Írak er mjög erfitt núna og ég hugsa ekkert um Írak eða að fara þangað aftur.

Nú bý ég á Íslandi og bíð eftir að fá íslenskt ríkisfang. Ég fæ það eftir tvö ár. Kannski fer ég einhvern tíma til Íraks sem ferðamaður en núna er Ísland landið mitt og hér vil ég búa.“

Nýtt líf við hafið

Lína segir fyrstu dagana á Íslandi hafa verið mjög sérstaka. Hún hafi komið upp á Akranes eftir langt ferðalag og tvo svefnlausa sólarhringa. „Ég hitti stuðningsfjölskylduna mína og sagði bara: „Halló, ég vil fara að sofa...“ Ég vaknaði svo snemma daginn eftir með börnunum og við vorum mjög hissa. Síðast svaf ég í tjaldi í Al Waleed en nú vaknaði ég í almennilegu rúmi, í húsi og ekki í steikjandi hita. Og það var nóg af vatni og mat. Fyrstu dagana sat ég bara við gluggann og horfði á landið. Á öll húsin og hafið. Krakkarnir voru alveg hissa og

vildu sýna mér allt sem fyrir augu bar og þau voru heilluð af sjónum.“ Lína mátti þola aðkast í Írak eftir að Saddam Hussein féll. Hann hafði stutt Palestínu opinberlega og þegar hann hrökklaðist frá beindist andúð fólks á honum meðal annars gegn Palestínumönnum í Írak. Hópi fólks sem hafði flúið Palestínu og fengið skjól í Írak. Ofsóknirnar stigmögnuðust, byrjuðu með hótunum og áreiti en enduðu með líkamlegu ofbeldi og morðum. Anwar, eiginmaður Línu, var einn þeirra fjölmörgu Palestínumanna sem lentu í klóm dauðasveita í Bagdad og átti ekki afturkvæmt. Þegar svo var komið neyddist fjölskylda Línu til að yfirgefa Bagdad og endaði í Al Waleed flóttamannabúðunum við landamæri Sýrlands, þar sem vegabréfslausir Palestínumenn hrúguðust saman vegna þess að þeir komust ekki lengra. Lína var sú fyrsta úr stórfjölskyldunni sem fékk boð um að flytja úr Al Waleed en síðar fengu foreldrar hennar og fjögur systkin hæli í Noregs og tvær systur í Bandaríkjunum þannig að fjölskyldan er dreifð út um allan heim. „Þau gátu ekki verið lengur í Bagdad. Þau hefðu verið drepin. Flótti þeirra var upp á líf og dauða,“ segir Sigríður. „Fólkið á Íslandi er mjög gott og hefur hjálpað okkur mikið. Í Írak eru ekki allir jafn almennilegir og eftir að stríðið byrjaði varð lífið mjög erfitt fyrir okkur. Það voru alltaf einhverjir að segja okkur að koma okkur burt. Íslendingar hjálpa okkur. Ég elska Íslendinga og allir arabískir vinir mínir segja mér að á Íslandi sé mjög gott fólk og ég elska þetta fólk.“

Steikjandi hiti, sporðdrekar og snákar

Lína hefur upplifað allar þær hörmungar sem gengið hafa yfir fólk í Írak undanfarin ár og við heyrum aðeins bergmálið af í fréttatímum. Sprengjuárásir, skotbardagar, skriðdrekar og limlest lík á götum úti voru daglegt brauð og aðstæður hennar versnuðu svo enn frekar þegar ofsóknirnar tóku að beinast gegn henni og hennar fólki. „Strax eftir innrásina í Írak 2003 var ljóst að staða Palestínumanna í Írak yrði mjög erfið,“ segir Sigríður. „Einum og hálfum mánuði eftir að fyrstu sprengjurnar féllu var þegar búið að reka vel yfir eitt þúsund Palestínumenn út úr húsunum sínum. Í kringum 2006 fór þetta svo að verða óbærilegt. Palestínumönnum fóru að berast morðhótanir og 2007 var maðurinn hennar Línu tekinn af lífi fyrir það eitt að vera Palestínumaður. Það

6 milljónir lítra

hefur að geyma

að Bláa Lónið

Vissir þú

af jarðsjó

sem endurnýjast

á 40

stunda fresti?


viðtal 17

Helgin 16.-18. september 2011

tók mig tíma að átta mig á þessari stigmögnun. Fyrst er þetta almennt ofbeldi sem verður síðan persónulegt og slíkt ofbeldi er ekki hægt að flýja eða fela sig fyrir.“ Lína hafðist við í Al Waleed í tvö ár innan um rúmlega 2.000 Palestínumenn sem sátu fastir og ráðalausir í eyðimörkinni. „Ég gat ekki verið lengur í Írak. Maðurinn minn var dáinn, ég átti ekkert heimili, var ekki með neina vinnu og þrjú börn. Endalausar sprengingar og læti og hermenn út um allt. Í Al Waleed voru engir hermenn og sprengingar en lífið var erfitt og þegar ég horfi til baka skil ég ekkert í því hvernig ég komst af þarna í tvö ár,“ segir Lína. Sigríður fór og skoðaði flóttamannabúðirnar eftir að hún kynntist konunum á Akranesi en það sem þær höfðu sagt henni gat ekki búið hana undir þann hrylling sem fyrir augu hennar bar. „Þetta er hræðilegur staður. Algjörlega. Kannski miklu verra en ég hafði gert mér í hugarlund. Þegar ég kom til Al Waleed voru um 1.500 manns eftir í búðunum. Það er 50 stiga hiti þarna og ekkert skjól að fá. Sumarið er óralangt en svo tekur veturinn við og þá er ískalt. Það snjóaði meira að segja á þau í búðunum. Maður verður líka að gera sér grein fyrir því að þau hafast við undir þunnum tjaldhimni. Þetta er ekkert heimili. Það á enginn að þurfa að búa á svona stað. Það á enginn að þurfa að alast upp á svona stað.“ Sigríður segir að eftir heimsóknina til Al Waleed hafi runnið enn betur upp fyrir sér hversu saga kvennanna væri í raun svakaleg. „Ef þær kusu virkilega að búa þarna, hvað voru þær þá að flýja? Guð minn góður! Ef þú getur búið við þessar aðstæður í steikjandi hita, innan um snáka og sporðdreka, með lítið vatn og mat, kalda vetur og 400 kílómetra í næsta sjúkrahús, hvaða hrylling ertu þá að flýja? Þarna gerði ég mér kannski fyrst almennilega grein fyrir því hversu líf þeirra í Bagdad í stríðinu hlaut að hafa verið skelfilegt.“

Eiginmaðurinn tekinn af lífi Í febrúar 2007 var Anwar, eiginmaður Línu, sóttur að heimili þeirra og hún sá hann ekki aftur á lífi. Sigríður Víðis Jónsdóttir lýsir atburðinum í bókinni Ríkisfang:Ekkert. „Fyrir utan eru tveir menn sem koma upp á stigapallinn og segjast eiga erindi við Anwar. Þeir þurfi að fá hann í byggingavinnu. Mennirnir standa við dyrnar og láta móðan mása. Anwar hikar eitt andartak en lítur síðan í kringum sig og horfir fast á Línu. Svo gengur hann niður stigann með þeim. Það er þegar Lína sér bílinn sem bíður fyrir utan sem hún áttar sig á því af hverju Anwar horfði svona á

hana. Af hverju hann leit til baka allan tímann meðan hann gekk niður tröppurnar, hvers vegna hann kallaði til hennar neðst í stigaganginum að hún yrði að gæta barnanna vel. Úti fyrir stendur svört bifreið – sem hverfur í reykjarmekki. Hvað er að gerast? Þetta hlýtur að vera missýn – nei, nei, þetta getur ekki átt sér stað! Í guðanna bænum – ekki!“ Lína bíður svo milli vonar og ótta og ættingjar og vinir reyna að hughreysta hana með því að segja henni að allt hljóti þetta að fara vel: „En sumir leikir eru svo ójafnir að þeir geta einungis endað á einn

veg, þótt það segi auðvitað enginn. Innst inni vita allir í stofunni að lög og regla eru fyrir löngu gufuð upp. Nýjar leikreglur eru spunnar upp á hverjum degi og íraskur Palestínumaður getur ekki leitað réttar síns því hjá dauðasveitunum á hann engan rétt. Línu er svo síðar tjáð að Anwar hafi verið skotinn. „Ein kúla og þetta var búið.“ Og miðað við hvernig lík sumra Palestínumanna voru útleikin í líkhúsinu var henni sagt að hún mætti prísa sig sæla. „Hafðu ekki áhyggjur. Þetta tók fljótt af, alveg örugglega. Ein kúla.“

Lína og dætur hennar, Jasmín og Nadeen, í stofunni sinni heima á Akranesi. Það síðasta sem Anwar, eiginmaður hennar, bað hana um áður en hann var leiddur út í dauðann var að passa börnin.

Viltu koma til Íslands?

Á Vísindavöku gefst kostur á að hitta vísindamenn úr hinum ýmsu fræðigreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra!

búskapur glitský kristall gagnvirkur japanskt mál og menning fötlu líf - og umhverfisvísindadeild lykilorð þjónustuborð þráðlaust net vandamál framfærsla tungumálamiðstöð bókasafn styrkir bakteríur kuðungur vatnshelt sjálfstýring strætisvagn björgunarbátur mínus sólarljós útfjólublár eldgos forrit júpiter segulsvið jarðhitagas uppfinning laser prótein tækniþróun minnka þríþraut ljósapera Mentor spírall mars jarðskjálfti samstarf Náttúrufræðistofnun Íslands mors nælon Össur kúlupenni fellibylur líkami marglyttur græmneti langlífi Hafmynd tetraklórkolefni hvassviðri flotgalli þungamiðja lopi örbylgja Þjóðfræðistofa gervitungl fiskveiðar reglulegur Konfúsíusarstofnunin straumönd fjarstýring vetni hvatning Nýherji þrýstingur sólkerfi rannsóknir íslenska svarthol dósent Máltæknisetur hópefli Amivox gler erfðaefni ArcticMass / PBI Biotech ostur venus heyskapur gsm hafflötur massagreiningar sólkerfi þjóðfræði þróun bygging Hafrannsóknastofnun fartölva sjúkraþjálfun lífeindafræði hey, ekki menga svona! læknadeild lífeðlisfræði háloftakjarni Marel næringafræði kínverska danska orkustjórnun í skipum Stofnun Vigdísar Finnboga ráðstefnutúlkun bókmenntafræði Hjartavernd Mentor.is - námsvegi Laxfiskar mannfræði möttull þjóðfræði frumkvöðlasetur safnafræði félagsráðgjöf líffræði sendibréf Áhættustýring jarðfræði verkfræði efnagreiningar með massagreinum kennaradeild spænska menntavísindi morgunroði hvítblæði orka ipod dna mínútur Landspítali hugsun samtími Listaháskóli Íslands danslist Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness heili augasteinn blóðflæði sjónauki alheimur fræðasetur klukka lithverfur nýsköpun æðastirðleiki raunveruleiki norðurhvel fróðleikur veðurkort Marorka blóðsýni tölvupóstur siðklemma stuttmyndir líkan Háskólinn í Reykjavík kopar hjarta efnagreining gevitunglasendir samskiptalausnir orkutæknifræði endurvinnsla aðjúnkt ávöxtur pabbi ilmur raunvísindi fjarnám túlkunar leiðbeiningar klefi lífmassi svifryk lægðarmiðja fartölva þýska ljóstillífun tannhjól járn fræðimaður stærðfræði fóður enska gull rökgreining rafeindalitógrafía metan markaðsrannsóknir Atomes Crochus snjókoma termóplast upplýsingaveitur Vísindavefurinn markaðssvið viðskipta- og raunvísindasvið sólskin félagsvísindasvið undur alheimsins lagadeild fiskar og ferðir þeirra í sjó og ferskvatni lokaverkefni salt viðskiptadeild tölvunarfræðideild bakteríur og Vísindasmiðja tækni- og verkfræðideild víðförlir hvalir - fylgst með ferðum hvala með gervitunglasendum sálfræði vor rannsóknastöð Austurlandsakademían franska Orku- og tækniskóli þjóðardýrðlingar djúpfar mengun öld hvalir mamma lás vifta vísindamaður öreind ráðherra veraldarvefur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fjölskylda stærðfræðiþrautir skipulag rusl jafnvægi rannsóknastofa samstarf mengunarmælir gas lektor varmageislun málvísindi varalestur teygni já örverur veðurfræði bókmenntaverk tilraunaglas orð starfsfólk mynstur gervifótur Vitvélastofnun Íslands kraftur ljósleiðari iðnfræðsla hveitikorn frumgreinar skýjaþykkni Íslenskar orkurannsóknir sjónvarp líffræði sameind áhersla loft gps sólskin gæðastýring Hafrannsóknastofnun þjóðminjar þrífótur alþjóðlegur vetur Nýsköpunarmiðstöð Íslands nanó forseti blóðþrýstingur hamingja repjuolía lengdarbaugur vísindasmiðja kokhlust ár sköpun hjartagátt segulsvörunarstuðull hagvísindi menning jarðvarmi niðurstöður hugvísindi ást nanókristall skilningur tengslabanki lausnir ljósastaur greining árangur ferli geimvísindi ferskvatn samfélag gleraugu þekkingarleit Vísindavaka einingar heilsa augnlinsa Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs fagurfræði sundlaug mekatróník þróun launþegi nýru Alþingi hugmynd Roche Nimblegen göngulag spekingar flugvél þríhyrningur tölva epli börn Veðurstofa Íslands hvatning metnaður námsbraut hljóðmynd tjáning veitingahús meistaravörn heimili hljóðpistill blogg skák haust vinnuframlag undirbúningur guðfræði áhugasvið H N OTS KÓ GUR gr afís k h ö n nu n

Lína gerði meira en bara bíða og vona á meðan hún var í Al Waleed. Hún var fljótlega beðin um að vera í stjórn búðanna en smám saman komst eitthvert skipulag á ringulreiðina sem þar var í upphafi. „Þetta byrjar í algerri örvæntingu á landamærunum en síðan kemst smám saman einhver festa á þetta,“ segir Sigríður. „Lína vann á fullu þarna. Einhverjir hefðu kannski lagt árar í bát og gefist upp en hún gerði það ekki og mér finnst það mjög merkilegt. Hún kom meðal annars á leikskóla á laggirnar!“ Segja má að Lína hafi dottið í lukkupottinn þegar sendinefnd frá Íslandi kom í búðirnar. „Þau spurðu mig hvort ég vildi fara til Íslands og ég átti ekkert annað svar en bara „Hvað er það?!“ Ég hafði aldrei áður heyrt á landið minnst. Ég sagðist fyrst ekki vilja fara nema öll fjölskyldan gæti farið saman. En mér var sagt að það væru bara ég og börnin sem gætum farið. Og það var ekki um neitt annað að ræða en að þiggja það. Ég gat ekki beðið þarna lengur með þrjú börn.“ Þegar Lína er spurð hvað hafi fengið hana til að segja sögu sína á bók og rifja upp allan þann hrylling sem hún hefur gengið í gegnum, segist hún gera það í þeirri von að sem flestir Íslendingar lesi bókina og geri sér grein fyrir því hvað býr að baki því að flóttafólk frá Palestínu kom til Íslands. „Ég vil ekki að fólk haldi að það hafi verið „af því bara“. Mér finnst að það eigi að þýða þessa bók á ensku og arabísku þannig að allir fái að vita og skilja hvað kom fyrir fólk frá Palestínu í Írak. Og hvernig það er að fara í gegnum lífið án ríkisfangs og vera flóttamaður. Það er erfitt. Vonandi verða einhvern tíma allir ríkisborgarar og þurfa ekki að vera á flótta. Ég vona það.“


orginni

. 14:00 HAUSTTÍSKA OG TÓN NÝJAR VÖRUR DAGLEGA hól kl. 15:30

Bride, Laugavegi 25 • sími: 571-1704

Gja Mið fak b fáa nleg orgari ort nn tíö llum ar okk bók a mið ave 15 og rHörpu • sími: 5115656 og 528 5100 bor Skólavörðustíg r gar inna slunum r!

Guðjónsson

ÞEKKING OG ÞJÓNUSTA ER OKKAR SÉRGREIN

7 KASSAKONSERTAR

MYRRU RÓSAR

Laugavegur 30 • sími: 562 6600

Laugavegi 26 • sími: 512-1715

0 Valgeir Guðjónssdon r 22 ga 9- el ið m h p u O 2 -2 10

u fyrir kr. 700

Skólavörðustígur 11 • sími: 540-2350 • eymundsson.is

Rauðarárstigur 12 - 14 • sími: 551-0400

Skólavörðustíg 16 www.geysirshops.is

Skólavörðustíg 16 • sími: 555-6310 • www.geysirshops.is

Laugavegi 66 • sími: 5652820

Laugavegi 24 S: 578-4888 www.scandinavian.is

Skólavörðustíg 8b • sími: 552-2028 • www.graennkostur.is . rd ga au :00 L ið 17 Op til

Laugarvegi 13 S: 660-8202

Laugavegur 69 • sími: 551 7955 vefverslun www.hokuspokus.is l -ti nu -18 má 11 ið ard. p o ug la

g ao un tt ing fslá s lý a au 0% nið ð 1 Sý fái

Laugavegur 35 S: 893-0575

Kjörgarði, Laugavegi 59 • sími: 511 1817

Laugavegi 20 • sími: 551 3344

Gjafakort Miðborgarinnar okkar nú fáanlegt í öllum bókaverslunum miðborgarinnar


NLIST Í MIÐBORGINNI Laugavegi 4 • sími: 555-4477

M U T Ó NJ

stofnsett 1916

G O M U L S R R Æ E L V S , Ð M A U T R R E A V J H EM S R ÞA

Laugavegi 82, á horni Barónsstígs • sími: 551-4473

H árgrei ðs l us tof a Skólavörðustíg • sími: 511-4004

Laugavegi 24 • sími: 578-4888 • www.scandinavian.is

Laugarveg 80 • sími: 561 1330 www.sigurboginn.is

G - O G! NA IN UX END B S NÝ YSU PE

MUNIÐ BÍLASTÆÐAHÚSIN Laugavegi 32 • sími: 561 0075

VESTURGÖTU, KOLAPORTIÐ, RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR, TRAÐARKOTI, BERGSTAÐIR, VITATORGI OG STJÖRNUPORTIÐ.

Laugavegur 58 • s: 551 4884 • still@stillfashion.is • stillfashion.is 8 -1 15 11 1ið . 1 Op gard u La

KASSAKONSERTAR MYRRU RÓSAR

Hverfisgötu 105 • sími: 551 6688 • storarstelpur.is (líka á facebook)

verða 7 x 15 mínútur á 7 kössum á

Laugavegur 27 sími:5526260

7 svæðum frá kl. 14:00

Eymundsson Skólavörðustíg sími: 8208371 Eymundsson Austurstræti sími: 6607934

1. Laugavegi 77 (við Landsbanka)

Lækjartorg sími: 8644620

2. Laugavegi 59 (við Kjörgarð) 3. Laugavegi 26 (við Evu) 4. Laugavegi 18 (við Mál og menningu) 5. Skólavörðustígur 5 (við Ófeig )

Laugavegi 49 • sími: 552 2020

6. Bankastræti 5 (við B5) 7. Austurstræti 9 (við Laundromat Café ) s

7 18 -1 0- 11 ið1 ga op uda n un

Laugavegur 62 • sími: 4454000 • www.zebrashop.is

i c e l a n d i c

d e s i g n

Aðalstræti 10 • sími: 517 7797 • www.kraum.is


20

viðtal

Helgin 16.-18. september 2011

Íslenskar glæpasögur komast yfir öll landamæri Barbara Rozycki er það sem kallað er „literary scout“ og hefur síðustu 26 ár leitað að spennandi handritum fyrir bókaútgáfur í fjölmörgum löndum. Hún rekur fyrirtækið Badock & Rozycki í London og mælir ýmist með handritum, sem henni berast, eða ekki til útgáfu í ólíkum löndum. Hún bendir einnig kvikmyndafyrirtækjum á áhugaverð handrit þegar svo ber undir. Barbara sótti Ísland heim í fyrsta skipti í tilefni Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Hún segir íslenskar glæpasögur líklegar til að geta brotist yfir menningarleg landamæri og ná vinsældum í öðrum löndum og nefnir Yrsu Sigurðardóttur sérstaklega í því sambandi.

B

ókmenntasmekkur þjóða getur verið mjög mismunandi og hlutverk mitt er ekki síst að meta hvort ákveðin bók sé líkleg til að ná vinsældum í tilteknum löndum eða ekki. Sem dæmi má nefna að það er ekki vænlegt til árangurs að þýða fantasíur á finnsku þar sem Finnar eru mjög raunsæir og jarðbundnir. Eftirspurnin eftir glæpasögum virðist hins vegar vera takmarkalítil í öllum löndum og norrænar glæpasögur hafa ríkt yfir markaðnum síðustu fimm til tíu ár. Áhuginn á sakamálasögum frá Íslandi er mikill og þegar ég nefndi við nokkra skjólstæðinga mína að ég væri að fara til Íslands báðu þeir mig strax að finna íslenska glæpasagnahöfunda fyrir sig. Þeir vildu bara glæpasögur og helst seríur með sömu aðalpersónunni.“ Barbara hefur um langt árabil unnið með íslenskum forlögum. Fyrst Vöku-Helgafelli á tíunda áratugnum, síðan Eddu og nú

„Ég hef ekki komið til Íslands áður. Landið er dásamlegt og mér finnst yndislegt að vera hérna. Ég dáist að bókmenntaáhuga ykkar, hversu mikið þið kaupið og lesið af bókum,“ segir Barbara sem fór heim til London með harðfisk og hákarl sem hún ætlaði að færa eiginmanni sínum. „Ég veit að hann verður sólginn í harðfiskinn en börnin fúlsa örugglega við honum.“ Mynd/Hari

vinnur hún með Bjarti og Veröld. Hún hefur því fylgst með íslenskum höfundum lengi, og þá ekki síst Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Stíll Yrsu er fallegur og það liggur greinilega mikil og góð rannsóknarvinna að baki bókunum hennar. Hún er mjög aðgengilegur höfundur og bækur hennar eru í eðli sínu þannig að þær henta vel til útgáfu á erlendum mörkuðum,“ segir Barbara. „Í fyrsta lagi er hún kona, og kvenkyns glæpasagnahöfundar njóta mikilla vinsælda úti um víða veröld. Þetta er dálítið skrýtið vegna þess að almennt eru karl-

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

menn ekki mikið fyrir að lesa bækur eftir konur ef þær geta á einhvern hátt talist „konubækur“. En þeir eru alltaf tilbúnir að lesa glæpasögur eftir konur. Ég held að þetta sé vegna þess að þeir vita að konur eru miklu útsmognari en karlar og ég held að karlmenn hafi lært þetta af áralangri reynslu af samskiptum sínum við konur,“ segir Barbara og hlær og bætir því við að styrkur Yrsu sé meðal annars fólginn í því að geta náð bæði til karla og kvenna.

Karlar sem lesa sumar konur

„Englendingar eru ekki mjög opnir fyrir útlendum bókum. Þeir telja sig því miður hafa skapað bókmenntirnar og skilja ekki alveg að það er til heimur utan Stóra-Bretlands þar sem margar af glæsilegustu skáldsögum heims hafa verið skrifaðar. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eru einna opnastir fyrir nýjum bókmenntum frá öðrum löndum á meðan Bretar halda sig frekar til hlés og fylgjast með hvernig bókum reiðir af annars staðar áður en þeir stökkva til. Ég held til dæmis að Bretar hafi verið langsíðastir til að kaupa réttinn á bókum Stiegs Larsson og það þurfti að leggja mikla vinnu í að kynna þær fyrir Bretum sem eru mjög tregir til þegar bækur frá öðrum löndum eru annars vegar.“ Barbara segir kynjaskiptingu í bókavali Breta frekar greinilega. Konur lesi bækur eftir konur en karlar halli sér frekar að kynbræðrum sínum. Nema þegar reyfararnir eru annars vegar, þá sækja karlarnir í kvenhöfunda. „Yrsa á því góða möguleika og ekki spillir fyrir að hún er svo hrífandi manneskja; á okkar tímum verða rithöfundar að vera viðkunnanlegir. Bókaútgáfa hefur fengið á sig högg eins og öll önnur viðskipti og höfundarnir verða að fara út á akurinn og hjálpa útgefendum við að kynna bækur sínar. Það er dásamlegt að rithöfundar skrifi fallegar bækur en hluti af öllu ferlinu ætti að vera að höfundurinn aðstoðaði útgefandann af fremsta megni. Ef við horfum til dæmis til kvikmyndanna þá leikur leikari í

bíómynd en þarf svo að taka þátt í að kynna hana. Það er bara hluti af samningi hans við framleiðandann. Rithöfundar ættu að gera meira af þessu, ekki síst vegna þess að lesandinn vill vera í nánara sambandi við höfundinn. Lesandinn vill fræðast um bakgrunn bókarinnar, tilurð hennar og annað í þeim dúr.“ Barbara bendir á að með rafbókavæðingunni verði þessi þáttur örugglega enn mikilvægari enda bjóði vefvæðing bókmenntanna upp á nánari tengingu milli lesanda, höfundar og jafnvel útgefanda. „Útgefendur verða í raun að skapa alveg nýjan heim til þess að geta haldið í við tækniþróunina.“

Mikilvægt tækifæri í Frankfurt

Íslendingar verða heiðursgestir á Bókamessunni í Frankfurt í haust þar sem íslenskar bókmenntir verða í brennidepli. Barbara segir að ef vel takist til geti messan vegið þungt og opnað íslenskum höfundum og forlögum leiðir inn á nýja markaði. „Mér sýnist undirbúningsnefndin ykkar hafa unnið vel að þessu og hafi séð til þess að eins margar bækur og mögulegt er verði þýddar. Ég held að þetta geti opnað ykkur leið inn á markaði í fjölmörgum löndum þar sem fólk veit varla hvað Ísland er og hefur ekki hugmynd um styrk ykkar í bókmenntum. Það taka svo margir útgefendur þátt í þessu þannig að Íslandskynningin ætti að vekja mikið umtal og kalla fram fjölda nýrra útgefenda íslenskra bókmennta í útlöndum. Það er líka góður grunnur að fá þetta tækifæri til þess að minna útgefendur á að þetta land sé til og þið eruð þá komin á radarinn fyrir framtíðina. Auðvitað eigið þið líka nóbelsverðlaunahafa og það eru ekkert margar þjóðir sem geta státað af slíku. Það er mjög mikilvægt að lítil lönd fái svona tækifæri. Mér skilst að þið ætlið að leggja mikla áherslu á bókmenntirnar en það er samt nauðsynlegt að kynna líka menningu ykkar og sögu almennt. Bókmenntirnar eru hluti af þessu stóra samhengi og það

er útilokað að ætla að kynna bókmenntir þjóðar án þess að menning hennar fylgi með. Fólk verður að sjá heildarmyndina þar sem það getur ekki áttað sig á úr hvaða átt bókmenntirnar koma ef það skilur ekki sögu og bakgrunn þjóðarinnar. Fólk verður að öðlast skilning á því hvernig og út í hvað Íslendingasögurnar ykkar hafa þróast og mér sýnist nefndin ykkar standa sig með mikilli prýði.“

Öskuský og Icesave breyta engu Barbara þvertekur fyrir að neikvæð umræða um Ísland í erlendum fjölmiðlum á síðustu misserum, í tengslum við efnahagshrunið og gosöskuna héðan sem hamlaði flugi í Evrópu, hafi áhrif á viðhorf útgefenda og almennings í löndunum í kringum okkur til íslenskra bókmennta. „Þetta hefur ekkert að segja. Bretar hlæja nú bara að mótlæti. Ætli við höfum ekki gert grín að ykkur í svona um það bil tvær vikur í bankakrísunni og þegar eldgosið fór að skapa vandræði held ég að fólk hafi staldrað við í þrjár mínútur og hafi svo byrjað að gera grín að þessu. Þið hafið vissulega farið illa út úr efnahagshruninu en ég tel að þið haldið að þið séuð miklu verr liðin, vegna einhvers sem þið berið varla ábyrgð á, heldur en raun ber vitni. Hrunið er ekki á ábyrgð íslensks almennings og þið getið að sjálfsögðu ekki borið ábyrgð á móður náttúru. Þannig að ég held að þetta hafi ekki nein áhrif og muni aldrei hafa áhrif á sölu bókmennta né nokkurs annars útflutnings. Hönnuðirnir ykkar eru til dæmis enn að flytja út. Ég veit það nú bara vegna þess að ég hef keypt flíkur úti í Englandi sem ég hafði ekki hugmynd um að væru frá Íslandi. Mjög falleg föt. Þannig að viðskiptin halda áfram. Það verður kannski ekki mikið traust á milli banka fyrr en búið er að greiða úr þessari fjármálaflækju en ég hef ekki orðið vör við það að einn einasti evrópskur útgefandi hafi horn í síðu Íslendinga.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


ÍSLENSKA SIA.IS ARI 55741 09/11

Lífeyrissparnaður

Frjálsi lífeyrissjóðurinn ber ávöxt Þegar við segjum fólki frá ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins getum við ekki lofað neinu, aðeins bent á ávöxtun síðustu ára – og tvenn alþjóðleg verðlaun. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skyldulífeyrissparnað sinn og er opinn öllum sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. Sjóðfélagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum eru um 40 þúsund og stærð sjóðsins er um 90 milljarðar króna. Hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum er mikil áhersla lögð á gagnsæi. Þú getur nálgast ítarlegar upplýsingar um eignir sjóðsins á vefnum frjalsilif.is og sent fyrirspurnir á lifeyristhjonusta@arionbanki.is

Nafnávöxtun 30.06.2010 - 30.06.2011

5 ára meðalnafnávöxtun

Frjálsi 1

Frjálsi 3

12,3%

12,5% Frjálsi 3

Frjálsi 2

10,0%

9,3%

Frjálsi áhætta* Frjálsi 2

10,0%

8,9% Frjálsi 1

5,8%

*Stofnaður 1. janúar 2008.

Myndin sýnir 5 ára meðalnafnávöxtun á tímabilinu 30. júní 2006 til 30. júní 2011 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á frjalsilif.is

Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlaut alþjóðleg verðlaun sem besti lífeyrissjóður á Íslandi árin 2009 og 2010.

arionbanki.is – 444 7000


22

viðtal

Helgin 16.-18. september 2011

Góður eiginleiki hjá mér að vera með athyglisbrest Talið er að hér á landi glími 6.000 börn og 10.000 fullorðnir einstaklingar við ADHD, sem er athyglisbrestur með eða án ofvirkni og hvatvísi. Arfgengi er talið 60 til 80 prósent en einnig má tengja þetta ýmsum áföllum, heilaskaða, sjúkdómum eða slysum.

V

ilhjálmur Hjálmarsson, leikari, leikstjóri, tölvusnillingur og auglýsingarödd, er einn tíu þúsund fullorðinna einstaklinga á Íslandi sem eru með ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni. Sjálfur vill hann ekki flokka ADHD sem sjúkdóm og segir reyndar til kenningar um að athyglisbrestur hafi eitt sinn verið eiginleiki sem nýttist til dæmis þeim sem fóru út til veiða frekar en að sitja heima við.

Stundum verður yfirflæði af upplýsingum

Vilhjálmur segist síður en svo hafa verið eitt þeirra barna sem kölluðust „óþekk“ áður en greining kom. „Ég var meira eins og hlédrægu stelpurnar. Nú er talað um athyglisbrest með eða án ofvirkni og ég er sem sagt án ofvirkninnar. Ég hef alltaf getað dundað mér tímunum saman við ákveðið verkefni – en ég þarf ákveðið áreiti, til dæmis þegar ég er að éta í mig handbækur fyrir tölvuforrit eða lesa leikhandrit,“ segir Vilhjálmur sem jafnframt rekur „Nýja umboðið ehf.“ sem sérhæfir sig í innflutningi og þjónustu á tækjum og tólum til kvikmyndagerðar, hljóð- og myndvinnslu. „Til að búa mér til það hæfilega áreiti sem ég þarf á að halda set ég til dæmis á rólega tónlist, eins og Mozart, eða fer á rólegan bar þar sem ég þekki til og sest út í horn og grúska. Ef ég þekki áreitið er ég ekkert að velta því fyrir mér og ég held fókusnum. Það sama geri ég þegar ég fæ hlutverk og þarf að stúdera það. Eins og ég skil athyglisbrest er það þannig að við tökum eftir mun meiru í umhverfi okkar en við gerum okkur grein fyrir. Venjuleg manneskja er með heilastöðvar sem sía út það sem ekki skiptir máli. Setjum svo að við sætum núna á margmennum stað þar sem fólk sæti við nokkur borð og væri að tala saman. Fyrir utan keyrðu nokkrir bílar. Meðan þú værir eingöngu að meðtaka það sem ég segði þér, væri ég að meðtaka það sem þú spyrðir mig um auk þess sem ég tæki inn allar utanaðkomandi upplýsingar. Á góðum degi gæti ég haldið þræði með þér, jafnvel hugsað samtal okkar á öðru stigi en við erum nákvæmlega að ræða, fundið eitthvað annað út úr því, jafnvel sagt þér hvað fólkið á næstu borðum var að segja og hve margir bílar fóru fram hjá. Sumir

með ADHD eru með þráhyggju og þeir gætu þá sagt þér hversu margir rauðir bílar fóru fram hjá, hversu margir svartir og svo framvegis. Ég upplifi þetta sem eiginleika. Á góðum degi er ég að nýta mér þetta allt saman. Á vondum degi er þetta algjört yfirflæði af upplýsingum. Þá fer allt í kerfi.“

Það þarf að læra að lifa með ADHD

Vilhjálmur hefur verið á rítalíni og er nú á forðalyfinu Concerta. „Það hefur verið mikið í umræðunni hvort það séu fráhvörf af þessum lyfjum, en ég hef hætt viljandi á þessum lyfjum. Til þess að gera það þarf ég að vera í góðu líkamlegu og andlegu ástandi. Ég get hætt á einum degi og finn ekkert fyrir því og eins gleymi ég jafnvel að taka það inn að morgni – enda með athyglisbrest! – en þá finn ég fyrir því á miðjum degi. Ekki vegna fráhvarfa, heldur vegna þess að hugurinn er úti um allt. Lyfin virðast setja í gang þessar síur í heilanum þannig að maður getur haldið utan um hlutina. Þeir sem eru mjög ofvirkir geta upplifað eðlilegt ástand undir lyfjagjöf eins og aðrir upplifa vanvirkni – enda vanir miklum asa – en ég hef aldrei verið það mikið úti í kanti. Lyfjagjöf getur verið nauðsynleg – en ekki endilega, og alls ekki eingöngu. Þetta gengur mjög mikið út á að finna út hvað það er í umhverfinu og samskiptum sem hefur áhrif á daglegt líf viðkomandi. Maður þarf að læra að lifa með þessu og hafa til dæmis fasta reglu á hlutunum: sofa reglulega, vakna á sama tíma, vera ekki með kaos í kringum sig ef maður kemst hjá því. Ég er farinn að hafna verkefnum eða beina þeim til annarra. Í erfiðum málum, eins og þegar verið var að setja upp tækin fyrir Latabæ 2005, þá bjargaði mér oft að ég þurfti að fara og lesa inn auglýsingar. Á meðan ég var í myndverinu og allt á fullu, sá ég ekki kjarnann. Um leið og ég var kominn út fyrir Garðabæinn raðaðist þetta allt saman og ég hringdi og stakk upp á mögulegri lausn! Stundum er gott að hverfa frá til að sjá heildarmyndina.“

Þunglyndi líklega afleiðing athyglisbrests

Vilhjálmur segist kannast við þunglyndi hjá sér frá því hann var í gagnfræðaskóla, þótt aðrir yrðu þess ekki varir. „Ég fór leynt með

Vilhjálmur Hjálmarsson „Á góðum degi er ég að nýta mér þetta allt saman. Á vondum degi er þetta algjört yfirflæði af upplýsingum. Þá fer allt í kerfi.“ Ljósmynd/Hari

Ég hef upplifað það að fara á bar, fá mér í glas og lenda í hörkuskemmtilegum samræðum – fengið brilljant hugmynd og skrifað hana niður um nóttina. Næsta morgun sé ég að þetta er algjör steypa!

þetta,“ segir hann, „en sem betur fer er ég alinn upp í fjölskyldu þar sem þunglyndi þekkist og aldrei verið feimnismál að ræða slíkt. Ég varð fyrir áfalli 19 ára, svo í leiklistarnámi í Bretlandi um 1991 og síðan við skilnað í kringum árið 2000. Þá magnast áhrifin. Af tilviljun var ég sendur til Grétars Sigurbergssonar geðlæknis sem, ásamt Sigríði Benediktsdóttur sálfræðingi, var farinn að kanna ADHD hjá fullorðnum – en ekki eingöngu börnum. Eftir að ég hafði lýst mínu þunglyndi í tíu mínútur stoppaði hann mig af og benti mér á að athuga aðra þætti því honum þætti ekki ólíklegt að þunglyndið væri afleiðing athyglisbrests. Ég fór til Sigríðar Benediktsdóttur í viðtöl og tók með mér gögn heim sem ég bar undir mömmu, sem er kennari. Hún sagði strax „nei, þú varst aldrei með athyglisbrest“ en tveimur dögum síðar bað hún mig að setjast hjá sér og við fórum vandlega yfir spurningarnar. Þá kom í ljós að þar voru ýmis frávik sem mamma hafði orðið vör við hjá mér. Margir sem eru með ADHD skora hátt í ýmsum hlutum greindarprófs, en hrapa svo niður í öðrum. Sumt sem mér fannst ég gera mjög vel, var hreinasta hörmung!“ Hann segir rítalín mjög svipað amfetamíni og þess vegna sæki fíklar í það til að fá örvun. „Hjá fólki með athyglisbrest gerist þetta ekki, við förum ekki upp andlega, heldur róumst. Með þessum lyfjum getum við haldið utan um heiminn. Mér skilst að það skorti gríðarlega rannsóknir bæði hér heima og erlendis um

Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is

langtíma verkanir þessara lyfja, en samkvæmt því sem ég hef lesið bendir allt til þess að þau séu ekki ávanabindandi. Þeir sem eru með athyglisbrest og prófa amfetamín eða kókaín upplifa gjarna sömu áhrif, en munurinn er sá að þau efni eru full af alls kyns skít og eru ávandabindandi. Áfengi getur líka slegið á athyglisbrestinn, slekkur á einkennunum eða slævir frekar en hitt. En þetta eru allt hlutir sem hafa miklar hliðarverkanir sem menn átta sig of seint á og leiðast út í misnotkun á ávana- og fíkniefnum. Persónulega virðist áfengi róa hugann, en um of, þannig að maður gerir svo sem ekkert af viti, frekar en aðrar byttur! Til viðbótar er maður svo illa upplagður daginn eftir og það hefur vissulega áhrif á athyglisbrest til hins verra. Ég tel að þeir einstaklingar sem fá einhverja hjálp snemma – helst á barnsaldri – séu líklegri til að halda sig frá ávanabindandi efnum, misnotkun á áfengi eða öðrum óþverra.“

Hentar ekki öllum börnum að sitja kyrr í stórum bekk Vilhjálmur segir margar leiðir fyrir hendi til að hjálpa börnum og fullorðnum. „Lyfin sem slík geta verið nauðsynleg, hliðarverkanir eru taldar litlar og það getur skipt meira máli að

Framhald á næstu opnu

Einkennum fyrst lýst hálfri öld fyrir Krist Í tilefni af evrópskri ADHD-vitundarviku 18. til 25. september hrinda ADHD-samtökin af stað kynningarátakinu: ATHYGLI – JÁ TAKK! Slagorð vikunnar eru Skilningur skiptir máli – Stuðningur skapar sigurvegara! ADHD stendur fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder sem útleggst á íslensku athyglisbrestur með ofvirkni. Í gegnum söguna er að finna fjöldann allan af heimildum sem lýsa hegðun barna þannig að í dag væru þau greind með ADHD eða athyglisbrest með ofvirkni. Fyrstu opinberu heimildirnar þar sem læknir lýsir þessum einkennum má rekja allt

aftur til Hippókratesar, föður læknisfræðinnar, hálfri öld fyrir Krist. Elsta nútíma læknisfræðilega heimildin er hins vegar frá árinu 1902 þar sem breski læknirinn George Still lýsir börnum með ADHD-einkenni, þó svo að þau kölluðust það ekki þá, en einkennin voru hin sömu. Hugtakið ofvirkni kom síðan fram upp úr 1960 og farið var að nota það í greiningar-

kerfum árið 1968. Engin lækning er til við ADHD, þar sem ADHD telst ekki vera sjúkdómur heldur röskun, en það er ýmislegt sem gera má til að halda einkennum í skefjum. Öll börn hafa til dæmis þörf fyrir hrós en börn með ADHD þrífast hins vegar gjörsamlega á hrósi því þau eru alltaf að upplifa ósigra í lífinu. Hrós styrkir æskilega

hegðun og eflir sjálfsmynd barna með ADHD. Stuðningur og skilningur skiptir bæði börn og fullorðna með ADHD mjög miklu máli og vel skipulagt umhverfi. Mikil áhætta fylgir unglingsárunum hjá einstaklingum sem eru með ómeðhöndlað ADHD því þeir eiga frekar á hættu að stunda áhættuhegðun eins og óábyrgt kynlíf, misnotkun

vímuefna og að sýna andfélagslega hegðun. Það má reyndar geta þess að 50 til 70 prósent fanga í íslenskum fangelsum glíma við ADHD samkvæmt rannsóknum. Sumir þurfa að vera á lyfjum alla ævi; aðrir ekki. ADHD er mjög víðtæk röskun og hefur mismikil áhrif á daglegt líf fólks. Einkennin minnka og breytast með aldrinum. ADHD er taugaþroskaröskun sem

kemur yfirleitt fram snemma á ævinni. ADHD er algerlega óháð greind en getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf eins og starfshæfni, félagsfærni og námsgetu. Ekki er hægt að kenna slöku uppeldi eða óöryggi í æsku um ADHD en rannsóknir hafa sýnt að arfgengi er langstærsti þátturinn sem orsakavaldur ADHD eða í 60 til 80 prósentum tilfella. Þá hefur komið fyrir að ein-

staklingar sýni einkenni ADHD í kjölfar heilablæðingar og höfuðáverka. Í tilefni vitundarvikunnar hafa ADHD-samtökin gefið út nýjan fræðslubækling sem nálgast má frá og með næstu viku á skrifstofunni að Háaleitisbraut 13, á vefnum www. adhd.is <http://www.adhd. is>, á heilsugæslustöðvum og hjá félagsþjónustum um allt land.


TILBOÐ bbq SVínArif 2 TeGundir

TILBOÐ

1.119

30%

kr/kg.

afsláttur við kassa

Verð áður 1.598.-

TILBOÐ

30% afsláttur við kassa

TILBOÐ

TILBOÐ

buffALó KjúKLinGALundir

reSTAurAnT STyLe 2 hAmbOrGArAr

2.249

kr/kg.

TILBOÐ

629

30%

Verð áður 2.998.-

998

kr/pk.

afsláttur við kassa

TILBOÐ

bOSTOn SKinKA

kr/kg.

Verð áður 898.-

TILBOÐ

30% afsláttur við kassa

SVínAKóTiLeTTur í jACK dAnieLS bbq

1.189

kr/kg.

Verð áður 1.698.-

Canada Dry Tonic, Canada Dry Ginger Ale, Canada Dry Diet Ginger Ale, Caffeine free Coke, Kirsuberja Coke, Kirsuberja Pepsi, TaB, Rótarbjór, Grape Fanta...

Candy apple

– bíttu í eplið og brostu..

Vöfflur í morgunmat

Oreo kökur

– nammi, namm...

Amerísk sýróp

Lífrænn ávaxtasafi

Starbucks kaffi

– ljúffengt & gott

– hið eina sanna

Karamellu popp

Gourmet Texas salsa

– ekta amerískt

– ómissandi á vöfflurnar

– bara gott...

Gildir til 26. september eða á meðan birgðir endast.

Gildir til 25. september á meðan birgðir endast.

– alveg geggjað...


24

viðtal

barn fái að vera á þessum lyfjum í friði til að þroskast eðlilega. Ég ber fulla virðingu fyrir því ef fólk vill ekki vera á þessum lyfjum. En ég legg ríka áherslu á að fólk sé ekki með fordóma í garð ADHD, ofvirkni eða annarra raskana sem geta fylgt. Menn hafa gert tilraunir með mataræði og það er mjög líklegt að ofnæmi gagnvart einhverjum mat geti ýft einkennin. Á síðustu fimm árum hef ég greinst með kæfisvefn, ættgengan blóðsjúkdóm og er 20 kílóum of þungur – eiginkona óskast hér með! – og það skiptir gríðarlega miklu máli að maður sjálfur, nánasta fjölskylda, vinir, skólinn eða vinnufélagar skilji hvaða áhrif þetta hefur og hjálpi þannig viðkomandi að skapa sér heilbrigt umhverfi. Sumir kennarar skynja þetta vel, aðrir ekki. Kúnstin í einum skóla var að taka tillit til þess að sumir krakkanna þurftu að fá að gera sína hluti. Það hentar ekki öllum að sitja í röð með þrjátíu öðrum börnum, en það eru margir góðir kennarar og skólastjórnendur hér sem vinna vel í þessum málum.“

„Þyrlusýn“

Spurningunni um hvernig Vilhjálmur tók greiningunni að hann væri með athyglisbrest svarar hann á þennan veg: „Mér létti. Ég fór að skynja fullt af hlutum, ég hætti að taka þunglyndislyfin og í dag skynja ég mjög vel hvort ég er á andlegri niðurleið eða hvort ég er bara latur á sunnudegi og bregst við því. Það tók hins vegar tíma að læra, skilja sjálfan sig og hvaða þættir í umhverfinu hafa áhrif – til góðs eða ills. Hægt og rólega lærði ég til dæmis hvernig ég get náð mikilli yfirsýn yfir málefni. Stundum tek ég að mér verkefni sem er mjög flókið og er algjörlega týndur í einn, tvo mánuði en svo skyndilega liggur stóra samhengið fyrir. Bróðir minn kallar þetta „þyrlusýn“. Þarna hefur maður fengið fullt af upplýsingum og allt í

Helgin 16.-18. september 2011

einu raðast brotin saman í eina heild. Stundum lendi ég í því að bregðast seint við hlutunum, en þá það. Þá fer ég bara í að snúa hlutunum við. Maður lærir að forðast að taka of mikið að sér – lærir að segja nei. Það er eitt sem ég hef rekið mig á og er víst ekki ólíkt lesblindu. Við virðumst setja hugsanir okkar í þrívíddarsamhengi. Það þarf ekki að hafa þýðingu fyrir neinn annan en okkur. Við erum að raða hlutunum hratt upp í huganum og setjum í eitthvert hlutbundið samhengi. Oft finnst mér ég sjá þetta hjá öðrum á því hvernig fólk notar handahreyfingar. Ég hef stokkið að fólki og spurt hvort það sé greint með ADHD eða lesblindu og í öllum tilvikum nema einu hefur svarið verið já. Þetta er ekki reglubundið mynstur ...“

Engin ein rétt meðhöndlun til

En hvað segir Vilhjálmur að hann þurfi að varast? „Að taka að mér verkefni þar sem athyglisbresturinn er vís með að þvælast fyrir, eða fela öðrum þá verkhluta. Ég var í verkefni hjá Ríkisútvarpinu árið 2008 þar sem mín sérþekking gaf mér jafnframt heildarsýn yfir alla þætti. Ef ég sökkti mér í einstök mál þá útilokaði ég allt annað. Ég varð að halda aftur af mér, fela einhverjum öðrum verkin og einbeita mér frekar að verkefnisstjórninni. Fólk treysti mér til að raða þessu í rétta röð án þess að vera með puttana í smáatriðunum og þetta gekk fullkomlega upp.“ Er eitthvað eitt betra en annað í meðhöndluninni? „Það er ekkert eitt rétt til í þessu. Það eru engar tvær manneskjur eins. Ef manneskja fær lyf eins og rítalín og róast við það, þá er nokkuð víst að greiningin sé rétt. Það eru til alla vega þrjú forðalyf og lyf á borð við hefðbundið rítalín sem þarf að taka kannski fjórum sinnum á dag. Það er misjafnt hvað hentar hverjum. Einnig eru til ýmis form af viðtalsmeðferð, atferlismeðferð og svo má lengi telja. Líklega

er þó mikilvægast að viða að sér fróðleik og leita sér upplýsinga. Ýmis önnur lyf geta einnig haft þveröfug eða slæm áhrif. Mér var einhvern tíma gefinn barnaskammtur af gamaldags þunglyndislyfi til að ná djúpsvefni fyrstu tvo tímana, en ég datt út í tólf klukkustundir. Ég drekk heldur ekki áfengi ef ég á að vinna skapandi vinnu. Ég hef upplifað það að fara á bar, fá mér í glas og lenda í hörkuskemmtilegum samræðum – fengið brilljant hugmynd og skrifað hana niður um nóttina. Næsta morgun sé ég að þetta er algjör steypa!“

Þekkt auglýsingarödd

Vilhjálmur er ekki aðeins leikari, leikstjóri og tölvuséní, hann er einn af eftirsóttustu karlröddum í auglýsingageiranum. Og þú ert þá hver? „Olís – vinur við veginn“, segir hann með alþekktri sjónvarps- og útvarpsrödd sem er ekkert lík röddinni í manninum sem ég hef verið að tala við. „Byko – byggir með þér!“ bætir hann svo við stríðnislega. „En sannleikurinn er sá að ég breyti ekkert röddinni. Þetta snýst um að taka pínulítið egóið út úr þessu, og meira að segja mamma áttar sig ekki á að þetta er ég.“ En hvað hefur breyst eftir að þú fékkst greininguna? „Það sem hefur breyst er að þunglyndið er að mestu horfið eftir að ég fékk rétt lyf og vann í mínum málum. Ég las mér mikið til um þetta, talaði við Grétar, fjölskylduna og vini. En ég vil leggja áherslu á að fólk gleypi ekki við hverju sem er í netheimum. Það er nauðsynlegt að skoða hvað liggur að baki og trúa ekki hverju sem er.“

Lauk meistaragráðu á 22 mánuðum

Vilhjálmur hefur lært að lifa með athyglisbrestinum og gengur vel. Hann lék í þáttunum „Pressan“, skellti sér í meistaranám í menningarstjórnun á Bifröst og lauk 90 eininga meistaranámi

Eftir að ég hafði lýst mínu þunglyndi í tíu mínútur stoppaði hann mig af og benti mér á að athuga aðra þætti því honum þætti ekki ólíklegt að þunglyndið væri afleiðing athyglisbrests.“

og ritgerð á 22 mánuðum. „Nú er ég sérfræðingur í því hvernig hagrænt og félagslegt virði birtist í menningarsamningum ríkis og sveitarfélaga – eða „Margt býr í þokunni“ eins og stóð í undirtitlinum. Ég byggði verkefnið á Austfjörðum – þangað sem ég á ættir að rekja – vegna þess að Austfirðingar voru frumkvöðlar hvað menningarsamningana varðar. Forsenda þess að ég gat lagt í þessa vegferð í miðju efnahagshruni var að stórum hluta sú að ég þekki orðið vel minn athyglisbrest. Þannig gat ég brugðist rétt við undir álagi og í raun nýtt mér jákvæðar hliðar athyglisbrestsins.“

Má ekki verða þreyttur – þá fer allt í vitleysu

Og gátlistinn er: „Ég má ekki verða þreyttur, verð að kunna að segja nei, velja verkefni og vita í hverju ég er ekki góður. Ég mæli með því að þeir sem þurfa fái greiningu, leiti sér upplýsinga og sæki fundi hjá ADHD-samtökunum. Fyrsta fundinn upplifði ég á skemmtilegan og skondinn máta. Þetta er víst svipað og tólf spora fundir, manni finnst maður einn í heiminum með þetta en svo kemur bara í ljós að það eru þúsundir annarra í sömu sporum. Fólk verður að vera gagnrýnið á það sem það les og ég skil ekki hvernig hægt er að skammast sín fyrir að þurfa að taka lyf til að líða betur. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Athyglisbrestur er í rauninni öfugmæli; ég er að fá allt inn, en það tekur bara lengri tíma að vinna úr upplýsingunum. Það skiptir miklu máli að geta gert grín að sjálfum sér. Athyglisbrestur er eðlilegur hluti af mér, ég þarf að muna að hann getur verið góður eiginleiki og þá er gaman að lifa.“


Myndin sem fékk Skjaldborgarverðlaunin í vor er loksins komin í kvikmyndahús.

Sýnd dagana 15.–22. september


26

viðtal

Helgin 16.-18. september 2011

Er í ánægjulegu sjokki Leikkonan Þórunn Lárusdóttir stendur nú á tímamótum en hún hóf nám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík í haust. Hún segir það mikilvægt að endurhlaða batteríin af og til og fagnar nýjum kafla í lífinu.

É

g er alsæl í skólanum en hausinn á mér er að springa,“ segir leikkonan Þórunn Lárusdóttir. Líf hennar hefur tekið miklum breytingum að undanförnu því hún hættir brátt störfum hjá Þjóðleikhúsinu og hóf nám við Háskólann í Reykjavík í haust. „Ég fékk þá flugu í höfuðið í vor að mig langaði að stúdera sálfræði. Það ætti ekki endilega að koma á óvart því að vissu leyti eru sálfræði og leiklist nátengdar. Í leikhúsinu er maður endalaust að greina persónur og þeirra hegðun og ég fann að mig langaði að kafa dýpra. Þrátt fyrir að maður þurfi oft og tíðum að leggja sig allan fram við rannsóknarvinnu varðandi hlutverk, fer það eftir leikverkinu sem maður er í hversu djúpt þarf að kafa. Í sálfræðinni er nálgunin önnur og í náminu er ég að læra að verða vísindamaður,“ segir Þórunn og fullyrðir að námið hafi ekki valdið henni vonbrigðum. „Ég er að læra allt um rannsóknir og hvernig maður getur farið að því að sanna eða afsanna tilgátur og kenningar. Mér finnst það mjög spennandi. Ég fékk dálítið sjokk fyrst því ég taldi mig nokkuð sleipa í ensku. Fannst bækurnar illskiljanlegar þegar ég byrjaði að lesa en áttaði mig þó fljótt á því að ég hafði bara takmarkaðan enskan fagorðaforða í sálfræði og þetta er allt að koma núna. Það fer mjög mikill tími í lærdóm en þetta hefst allt með góðu skipulagi. Ég er búin að fara á hraðlestrarnámskeið og koma mér upp leshópi með skemmtilegum og klárum samnemendum. Það er mjög gaman og hjálpar mikið að skilja þessi erfiðu hugtök sem maður er að temja sér að nota. Það er mikið af upplýsingum að koma inn og ég verð að segja að það er mjög endurnærandi að komast í annað umhverfi og nota aðrar heilastöðvar en ég hef verið að gera undanfarin ár.“

Ég syng líka töluvert mikið þegar ég kem fram og er gjarna með uppistand en nú er ég að fara í samstarf við leikkonuna og leikstjórann Björk Jakobsdóttur. Við verðum með skemmtidagskrá með söng og húmor og við stefnum á að hertaka árshátíðamarkaðinn.

Var farin að hugsa um breytingar

Þórunn telur það mikilvægt fyrir starfandi listamenn að endurhlaða batteríin af og til. „Það var kominn svolítill leiði í mig,“ viðurkennir hún einlæg. „Ég var búin að vera í Þjóðleikhúsinu í tólf ár og er nánast fædd og uppalin þar.“ Móðir Þórunnar er leikkonan Sigríður Þorvaldsdóttir sem var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið alla sína starfsævi. „Það að vera fastráðinn þýðir að sumu leyti að leikhúsið á mann. Á meðan maður er fastráðinn er maður hluti af heild, hluti af leikhópi og gengur í þau störf sem þarf að vinna. Ef maður er ekki hamingjusamur í þeim hópi er mikilvægt að losa sig. Ég var komin á þann stað í Þjóðleikhúsinu að mér fannst ég ekki fá þá listrænu fróun út úr starfinu sem ég þarf og þess vegna var ég farin að láta hugann reika.“ Í þessum hugleiðingum komst Þórunn að því að hana langaði í sálfræðinám. „Þegar ég var búin að taka þá ákvörðun og var að melta það með mér hvort ég ætti að segja upp störfum í Þjóðleikhúsinu – þá gerðist það magnaða að mér var sagt upp. Það fylgdu því blendnar tilfinningar. Ég var mjög reið, upplifði höfnunartilfinningu, eins og eðlilegt er við uppsögn, en var líka mjög fegin að vera laus. Ég efldist enn frekar í þeirri ákvörðun að svala sálfræðiþörfinni.“ Þórunn er þó enn að vinna í Þjóðleikhúsinu því hún tekur um þessar mundir þátt í sýningum á Ballinu á Bessastöðum eftir sögu Gerðar Kristnýjar og leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Bjart með köflum. „Ég er alls ekki búin að kveðja leiklistarheiminn þótt ég sé sest á skóla-

bekk og orðin lausráðin. Það er náttúrlega alltaf sárt að fá uppsögn en mér þykir vænt um Þjóðleikhúsið og sérstaklega starfsfólkið. Það að fá uppsögn þýðir venjulega að maður sé hættur að vinna á vinnustaðnum, en í leikhúsinu er margt skrýtið og öðruvísi en annars staðar. Uppsögn í leikhúsinu þýðir ekki að maður muni ekki starfa þar aftur heldur starfa ég nú við húsið sem lausráðinn leikari. Svo langar mig endilega að vinna við önnur leikhús. Það eru komin ansi mörg ár síðan ég var í Borgarleikhúsinu og ég væri mikið til í að vinna þar aftur. Ég hef verið heppin í gegnum tíðina og unnið með frábærum leikstjórum en það eru ennþá margir sem mig langar mikið að prófa að vinna með, bæði í leikhúsi og kvikmynda-

heiminum. Mig langar að leika meira í kvikmyndum og sjónvarpi,“ segir hún og bætir við: „Nú streyma til mín alls kyns hugmyndir sem mig langar að koma í verk. Þetta er ákveðið tækifæri til að hefja nýjan kafla.“

You´ve got to love it

Þórunn segist vera með ýmislegt á prjónunum. „Ég er í skólanum á daginn en nýti kvöld og helgar til að skemmta fólki sem veislustjóri eða skemmtikraftur. Í því starfi nýtist enskukunnáttan oft vel.“ Hún lærði leiklist í London við leiklistarskólann Webber Douglas Academy of Dramatic Art. „Ég syng líka töluvert mikið þegar ég kem fram og er gjarna með uppistand en nú er ég að fara í samstarf við

Þórunn Lárusdóttir segist alls ekki vera búin að kveðja leiklistarheiminn þótt hún sé sest á skólabekk og læri nú sálfræði af kappi við Háskólann í Reykjavík. Ljósmynd/Hari

leikkonuna og leikstjórann Björk Jakobsdóttur. Við verðum með skemmtidagskrá með söng og húmor og við stefnum á að hertaka árshátíðamarkaðinn.“ Leikkonurnar tvær hafa áður unnið saman í verki Bjarkar, Sellófón, sem Þórunn Lárusdóttir lék í Iðnó og á Edinborgarhátíðinni í Skotlandi í fyrra. „Við vinnum vel saman. Við erum að setja saman einhvers konar revíu sem við köllum „Perlur og vín, söngur og grín”, þar sem við ætlum að sprella dálítið og syngja. Í Sellófón túlkaði Þórunn hina hefðbundnu útivinnandi húsmóður sem vantar fleiri klukkutíma í sólarhringinn. Þórunn á sjálf tvö lítil börn, þau Kolbein Lárus og Kötlu,


með eiginmanninum Snorra Peter­ sen og hefur því í nógu að snúast. „Á æfingatímabilinu upplifði ég oft að geta samsamað mig mjög því sem karakterinn var að ganga í gegnum. En eftir að ég byrjaði í há­ skólanámi versnaði það um helm­ ing,“ segir Þórunn og hlær. „Að vera í náminu krefst mikils skipulags, það verður allt að fara inn í stundatöfluna. Ég verð að skipuleggja hvenær ég á að læra heima, sinna fjölskyldunni og lifa lífinu. Ég lærði mjög mikið af því að leika Helen í Sellófón því hún tekur öllu með bros á vör. Einhvern tíma var Björk að leiðbeina mér á æfingu og sagði við mig á ensku „You´ve got to love it“ og það er svo fyndið að ég hugsa oft til þessa gullkorns. Það er svo mikilvægt að hugsa já­ kvæðar hugsanir og ég er að kynn­ ast því enn betur í sálfræðinni. Innan fræðigreinarinnar eru svið sem tengja hugsunina við líkamann og það er viðurkennt að hugsunin getur haft áhrif á líkamsstarfsem­ ina. Það kom mér á óvart að ég hef brennandi áhuga á lífeðlisfræði­ legri sálfræði. Allt sem tengist taugafrumum og heilastarfseminni heillar. Það er líka svo margt sem er ókannað og þarft að komi í ljós. Hver veit nema maður eigi eftir að gera einhverjar uppgötvanir,“ segir Þórunn og brosir.

Opna kannski stofu

„Það er nauðsynlegt að stokka upp í lífinu öðru hvoru og ég er forvitin að sjá hvert námið leiðir mig. Sál­ fræðin getur nýst mér í leiklistinni á margan hátt – til dæmis ef ég myndi fara út í leikstjórn eða skrifa handrit en það kitlar mig þessa stundina. Svo getur vel verið að ég fari alla leið, fari í meistaranám í klínískri sálfræði og opni stofu. Ég er heppin að eiga mörg áhuga­ mál. Mig langar að bæta við mig í söngnum, læra matjurtarækt og einhvern tíma í lífinu ætla ég að læra leirlist. Mig er búið að langa til þess síðan ég var fimm ára; langar mikið að eignast svona keramík­ snúningsbekk.“ Þórunn segist líka hafa gaman af því að mála málverk. „Það er aldrei að vita nema maður geti sinnt hobbíunum þegar maður er orðinn virðulegur sálfræðingur. Ég er líka mikil áhugamanneskja um matreiðslu. Ég held að það sé best að hafa alltaf eitthvað að hlakka til, hafa alltaf eitthvað fyrir stafni og hafa umfram allt áhuga á því sem maður er að gera. Það er betra að vera með langan lista af einhverju sem maður á eftir að gera en að hlakka aldrei til neins. Svo gefst vonandi nægur tími í framtíðinni til að takast á við það.“ Þóra Karítas Árnadóttir thorakaritas@frettatiminn.is

LJÓS Í myrKri

20%

afsláttur af öllum ljósum, lömpum og skermum

Kauptúni | S. 566 7070 | www.habitat.is


28

viðtal

Helgin 16.-18. september 2011

Í þjálfun hjá Margréti þar sem gleðin ein ríkir.

Það er líka svo stórkostlegt að taka á móti fólki sem kemur til okkar hálf niðurbrotið eftir að hafa fengið greiningu og horfa svo á það blómstra.

Söngglaði sjúkraþjálfarinn Margrét Þórisdóttir hefur starfað sem sjúkraþjálfari hjá Æfingastöðinni í 48 ár. Anna Kristine hitti þessa lífsglöðu konu sem lætur engan bilbug á sér finna þótt hún sé komin á áttræðisaldurinn.

Þ

egar einstaklingur fær þann úrskurð að hann sé með ólæknandi sjúkdóm, sem þó sé hægt að halda í skefjum, eru viðbrögðin mismunandi. Flestir fá áfall; aðrir frjósa og meðtaka ekki fréttirnar fyrr en mörgum dögum síðar. Þegar ég fékk þann úrskurð að ég væri með Parkinson-sjúkdóm voru fyrstu viðbrögð mín að keyra heim, skrifa leikaranum Michael J.Fox sem berst fyrir því að lækning finnist við sjúkdómnum – og hringja svo í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og panta þjálfun. Það gerði gæfumuninn hvernig móttökur ég fékk þar. Jóna Þorsteinsdóttir þjálfari tók á móti mér og fann út hvernig æfingar ég þurfti og nokkrum dögum síðar var ég komin í þjálfun hjá henni og Margréti Þórisdóttur. Margrét sér bæði um æfingar í sal og annast sundleikfimina; dásamleg kona sem ég varð að fá að vita meira um því hún hefur starfað hjá Styrktarfélaginu í rúm 48 ár.

„Þegar ég varð sjötug í fyrra fór ég á fund Vilmundar framkvæmdastjóra og spurði hvort ég yrði ekki að hætta vegna aldurs,“ segir Margrét. „Hann sagðist nú ekki ætla að reka manneskju sem hefði unnið hjá Styrktarfélaginu allan sinn starfsaldur!“

Eini útlendingurinn í sjúkraþjálfaranámi í Lundi

Margrét er Akureyringur og á ættir sínar að rekja í Eyjafjörð og Grímsey. Grímseyingar eru sagðir afar skapgóðir og léttir í lund og nákvæmlega það lýsir Margréti. Í sundþjálfuninni setur hún á geisladiska með gömlum og góðum íslenskum lögum og allir syngja hástöfum. En hvers vegna fór hún í sjúkraþjálfunarnám? „Orðið sjúkraþjálfun var ekki einu sinni til þegar ég fór til náms til Lundar í Svíþjóð árið 1961,“ segir hún. „Þá hét þetta sjúkraleikfimi, en þegar ég kom heim að loknu námi

Blandaður akstur

L

/100km

2,2

tveimur árum síðar var orðið sjúkraþjálfun komið. Ég var eini útlendingurinn í skólanum og vissulega var erfitt að koma þangað fyrst, alveg mállaus á sænska tungu. En þarna eignaðist ég margar vinkonur sem ég held ennþá sambandi við. Það var ekki hægt að komast í námið nema hafa starfað á sjúkrahúsi í þrjá mánuði, en ég var svo heppin að eftir að ég lauk stúdentsprófi frá MA bauðst mér heilsársstarf á sjúkrahúsinu á Akureyri við rannsóknir og að taka blóð. Ég var sem sagt blóðsuga!“ segir hún og brosir. „Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég valdi þetta nám ...“ Ástæðuna fyrir því að hún fór strax til starfa hjá Æfingastöðinni, áður Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, segir hún vera þá að hún hafi fengið lán þaðan til að stunda námið því svo fáir voru við störf á þessu sviði þá. „Þannig að mín beið starf um leið og ég kom heim enda hafði ég skuldbundið mig til að vera þar í þrjú ár og greiða upp lánið – en ég hef verið þar síðan, enda afar góður vinnustaður og gott fólk sem ég starfa með. Þetta er fertugasta og níunda starfsárið mitt.“ Hún segir ómissandi þátt í lífi margra að geta sótt sjúkraþjálfun. „Ég sé fólk styrkjast og breytast mikið eftir að hafa stundað æfingar hjá okkur og það er alltaf jafn gleðilegt og gefur mér mikið.“

Passar vel upp á sína skjólstæðinga

Honda PCX, létt og lipurt 125cc hjól sem skilar góðri hröðun og með umhverfisvænni start/stop tækni.

Hausttilboð kr.

569.000

listaverð kr. 629.000

www.honda.is

Vatnagörðum 24 - 26 • Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Ég er alveg sannfærð um að hvergi í heiminum er hugsað eins vel um fólk sem stundar æfingar vegna sjúkdóms og hjá Æfingastöðinni. Hvar í heiminum myndi það gerast að þjálfararnir hringdu heim til fólksins og segðu: „Jæja, þá erum við byrjaðar aftur eftir sumarfrí. Nú kemur þú í æfingar.“ Margrét er mikill húmoristi og ætlaði að þjálfa mig svo vel að ég gæti keppt á Ólympíuleikunum 2012, en þar sem ég skrópaði of oft í fyrra segist hún hafa hringt í Al-

Anna Kristine ritstjorn@ frettatiminn.is

þjóða ólympíusambandið og afboðað komu mína. Hún ætlar með mér árið 2016, þegar hún verður 76 ára, og skilja eiginmanninn til fimmtíu ára og börnin tvö, kerfisfræðinginn og ferðabransadömuna, eftir heima á Íslandi, enda orðið fullorðið fólk. „Ég hef ekki tölu á öllum þeim sem ég hef kynnst á þessum árum,“ segir hún. „Það er misjafnt hversu vel maður kynnist fólkinu, en maður reynir að fylgjast með þeim sem eru hjá manni og ef þeir mæta ekki hringi ég oft í þá og athuga hvort allt sé í lagi.“

Hefur þjálfað Parkinsonsjúklinga í 22 ár

Margrét hefur komið að mörgum þáttum í starfi sínu. „Í mörg ár þjálfaði ég börn og þetta var mjög blandað hjá okkur á fyrstu árunum. Þá fengum við fólk af Slysavarðstofunni og víðar, en nú hefur orðið breyting á því. Börn eru í meirihluta hjá okkur í þjálfun og þau eru flest afskaplega dugleg og jákvæð. Vinkona mín, sjúkraþjálfari, fór á námskeið í Búdapest í Ungverjalandi þar sem hún kynnti sér meðferð barna og þar var líka verið með hópþjálfun fyrir Parkinson-sjúklinga sem hún fékk að fylgjast með. Hún greip það sem verið var að gera og kenndi mér og við settum upp hópþjálfun fyrir Parkinson-sjúklinga árið 1989. Við höfum svo þróað þetta áfram á þessum 22 árum. Síðar kom Jóna Þorsteinsdóttir inn í þessa þjálfun með mér. Söngurinn í sundlauginni er bæði til að hafa gaman af æfingunum og það er gott fyrir Parkinson-sjúklinga að syngja og þjálfa röddina. Sjálf hef ég mjög gaman af að syngja og spila á gítar í partíum!“ segir hún brosandi. „Ég skellti mér á línudansnámskeið hjá Parkinson-samtökunum í vetur svo þið vitið ekkert hvort ég tek upp á því að láta ykkur dansa línudans í lauginni!“ segir hún stríðnislega. Margrét er í Fjallkonunum, félagsskap ellefu sjúkraþjálfara sem

hafa hist í mörg ár. „Við förum saman í sumarbústað, hittumst hver heima hjá annarri og það er alltaf jafn gaman að hitta þær. Þessi félagsskapur hefur verið til frá árinu 1968. Ég er elsta Fjallkonan!“

Ætlaði að verða leikkona

Hvað gefur þér mest við þetta starf? „Það er að umgangast fólk,“ svarar hún án umhugsunar. „Ég er mikil félagsvera og það er gefandi að vera innan um fólk og hjálpa því til betra lífs. Auk þess þykir mér mjög vænt um samstarfsfólk mitt sem ég hef unnið með í hvað – hundrað ár? En við erum 36 sem störfum þarna og starfsandinn er mjög góður. Það að vera félagslynd hef ég úr Grímseynni, held ég, þar hefur fólkið afskaplega létta lund og gott skap. Þetta voru miklir grínistar. Pabbi hafði líka mjög létt skap og var meðal annars áhugaleikari hjá Leikfélagi Akureyrar – og ég fékk að leika í Brúðuheimili eftir Ibsen þegar ég var fjögurra ára, á sjálfu lýðveldisárinu.“ En þig hefur þá ekki langað til að verða leikkona? „Jú, ég ætlaði alltaf að verða leikkona,“ segir hún glaðlega og bætir við: „Ég fékk að fara með pabba á æfingar og elskaði sminklyktina og þennan heim sem umlykur leikhús. Það var sagt á Akureyri um stíginn milli leikhússins og Menntaskólans að þegar maður færi niður stíginn sem lá að leikhúsinu væri það glötunarstígur, en þegar maður fór upp var það menntavegurinn.“ Hún segist aldrei hafa séð eftir því að hafa gerst sjúkraþjálfari í stað þess að verða leikkona. „Ég er þakklát fyrir þetta starf. Þetta hefur verið gaman gegnum árin, enda er ég ennþá þarna,“ segir hún hlæjandi. „Það er ekki minn höfuðverkur að vakna eldsnemma á morgnana og fara að þjálfa og hitta allt þetta góða fólk. Það er líka svo stórkostlegt að taka á móti fólki sem kemur til okkar hálf niðurbrotið eftir að hafa fengið greiningu og horfa svo á það blómstra. Það er ólýsanlega góð tilfinning. Ég hætti ekkert fyrr en mér verður hent út!“ segir hún skellihlæjandi.


16.-22. september

BYKOblaðið Framkvæmdu fyrir lægra verð

l Þakstá

0 9 2 3.

Vnr. 0231250

SOLSTADTAGE, stallað þakstál.

2 kr./m

kr. : 4.532 r u ð á Verð

0% VAXTALAUST LÁN

Vaxtalaust lán í BYKO í allt að 12 mánuði með 0 % vöxtum 3% lántökugjald og 325 kr. greiðslugjald á hverja borgun. Sjá nánar á www.BYKO.is

Gólfflísar

1.490

2 kr./m

rtæki Handlauga

4.490

1.990 kr. Verð áður:

Vnr. 17850090

IMEX, rustic gráar inniflísar. 30 x 30 cm.

Sólbekkir

2.780

kr./lm

kr.

Vnr. 15400045

ARMATURA FERRYT handlaugartæki, með lyftitappa.

Með lyftitappa

Sérunnir sólbekkir eins og þér hentar

3.685 kr. Verð áður:

Salerni

19.900

Vnr. 0117520

Vnr. 0117516

Vnr. 0117526

Ljóst quarts

Basalt slate

Granít

kr.

Vnr. 13001535

HUIDA vegghengt salerni með hæglokandi setu.

Með hæglokandi setu


Allt fyrir

n astein j g g e v Milli Verð frá:

kr. 0 5 5

milliveggina

Vnr. 0226050/70

í verslunum BYKO!

Milliveggjasteinn 50x50 mm. 50 eða 70 mm.

plata a n ó p S

0 5 8 . 1

kr./pl.

ur t ö l p s Gip Vnr. 0131812

Vnr. 0172125

Fösuð spónaplata, 12 mm, 60 x 252 cm.

13 mm, 120 x 253 cm.

Vnr. 0172373/470

Vnr. 0051383

Grindarefni Alfheflað, húsþurrkað, 34x70 mm, 12-14% rakastig.

179 kr./lm.

0 5 6 1.

kr./pl.

Vnr. 0213075-102

Þilull PL 57 eða 60, 70 eða 95 mm.

Verð frá:

4.120 kr.

Prófílar Stálprófílar, R70, 2,6 m eða SK 70, 3,6 m.

Verð frá:

475 kr.

17 lítrar

Vnr. 83662174

Gipsborði USG, pappi, 23 m.

390 kr.

10 lítrar

Vnr. 83664825

Vnr. 83664210

Vnr. 83661466

Vnr. 83614810

Gipsgrunnur

Gipsspartl

Gipsspartl

Spartl

USG, 3,8 l.

USG, 45 min, 8,15 kg.

USG, 17 l (20 kg).

NORDSJÖ, Medium spartl, 10 l.

2.990 kr.

3.490 kr.

4.490 kr.

4.990 kr.


Allt fyrir

þakið

l Þakstá Vnr. 0231250

í verslunum BYKO!

0 9 2 . 3

2 kr./fm

SOLSTADTAGE, stallað þakstál.

Íslensk framleiðsla! Vnr. 0051382

Grindarefni

125 kr./lm.

Fura alfheflað, húsþurrkað, 34x45 mm, 12-14%.

tál s u r á B Vnr. 0212003/5

Þakull

Verð frá:

4.690 kr.

Vnr. 0231250

Alusink, klæðir 99 cm.

200 mm eða 220 mm, 2,69 m2.

Vnr. 024509/10

Burðarviður T1, 45 x 220 eða 245 mm, heflað.

Verð frá:

725 kr./lm.

0 9 7 . 1

Vnr. 013256

Byggingatimbur 25 x 150 mm.

235 kr./lm.

. kr./lm

Vnr. 53504022

Vnr. 0234211

Þolplast

Þakpappi

0,20 mm, 4 x 50 m

29.990 kr.

100% endurgreiðsla á virðisaukaskatti af keyptri vinnu

til þeirra sem ráðast nú í framkvæmdir á byggingarstað.

ICOPAL þakpappi 1500g, 1x20 m.

8.690 kr.

Þar að auki fæst allt að

300 þúsund

króna frádráttur frá skattstofni* *Við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012 heimilast til frádráttar tekjuskattsstofni 50% af þeirri fjárhæð sem greidd er vegna vinnu á byggingarstað (án virðisaukaskatts) sem unnin er á árunum 2010 og 2011. Hámark frádráttarins er 200.000 kr. hjá einstaklingi og 300.000 kr. hjá hjónum og samsköttuðum.


Glæsilegt Vnr. 19605000/5

sar í ffl l ó G

DM granítflísar, ljósar eða dökkar, frostþolnar, 30x30 cm. Henta vel fyrir bílskúra, svalir, geymslur, þvottahús og forstofur.

Vnr. 16600100

Veggflísar

1.990

0 9 5 . 2

Vnr. 18080000

kr./ m2

Gólfflísar

m 2.590 kr./ 2

Gólfflísar, 30 x 30 cm, beige.

Gólfflísar, 20 x 20 cm, E-stone beige.

3.990

25 kg

Vnr. 17800096

Gólfflísar

kr./ m2

Gólfflísar

m 2.590 kr./ 2

m 2.990 kr./

Vnr. 13001700

Veggflísar

2

HUIDA veggflísar, hvítar, mattar. 20 x 50 cm.

Frostþolnar

3.990

E-STONE frostþolnar gólfflísar, 30 x 60 cm, gegnheilar, ljósbeige.

25 kg

Vnr. 18080010

Gólfflísar, 30 x 30 cm, ljósbeige.

Frostþolnar

Gólfflísar

af flísum

m2 / . r k 0 99 ður: 2. á ð r e V

IDEA MIRROR, 20 x 25 cm, veggflísar, hvítar.

Vnr. 17800083

úrval

2 kr./m

Vnr. 17800060

kr./ m2

Gólfflísar

3.990

kr./ m2

E-STONE gegnheilar flísar, frostþolnar, dökkgráar, inni og úti, 30 x 60 cm.

Vnr. 17800090

Gólfflísar

m 6.990 kr./

E-STONE MARS-STONE flísar, svartar, gegnheilar og frostþolnar, 60 x 60 cm.

25 kg

Vnr. 18575515

Vnr. 18572013

Vnr. 18572054

Vnr. 68567595

Viðgerðarblanda

Flotmúr

Flísalím

Fúgunarsett

SCHOMBURG INDUCRET BIS 5/40 ætluð til viðgerðar á steinsteypu.

SOLOPLAN 30, flotmúr, vatnsþolið, harðnar fljótt, 25 kg.

SOLOFLEX flísalím, vatnsþétt og frostþolið, 25 kg.

LUX fúgunarsett, 3 stk.

Flísalagningasett

2.990 kr.

3.990 kr.

3.990 kr.

3.990 kr.

3.490 kr.

Vnr. 77818012

Múrfata Múrfata, 12 l.

390 kr.

Vnr. 68567595

LUX flísalagningasett, 9 stk.

Vnr. 68102613

Vnr. 68102540

Múrhræra

Sagaborasett

Vnr. 74808518

Múrbali, 40 l.

LUX múrhræra, 5-10 kg, 85 mm.

LUX sagaborasett fyrir flísar, 33, 53, 67, 73 og 83.

Flísasög

1.390 kr.

1.290 kr.

6.990 kr.

EINHELL flísasög, 600 W.

9.990 kr.

Vnr. 77818012

Múrbali

2


Endalausu Frábært verð á gólfefnum úrval hjá BYKO í verslunum BYKO!

Það besta sem við bjóðum, tryggðu þér frábært verð Þýskt gæða plastparket frá KRONOSPAN, stærsta framleiðanda af plastparketi í Evrópu.

Vnr. 0113526

Plastparket

1.790

kr./ m2

Eik með V-nót plastparket með viðaráferð, 191 x 1285 mm.

ket r a p t s Pla

0 9 1 . 1

Vnr. 0113450

Plastparket

m 1.890 kr./

Vnr. 0113713

Parket

Plastparket

Vnr. 0113719

NORDIC WOOD, eikarparket, 2200x189x15 mm.

2

m 2.590 kr./ 2

Kronospan Blonde eik plastparket, 8 mm, 192 x 1285mm.

Vnr. 0113720

m 4.290 kr./

Parket

2

m 4.990 kr./ 2

STEIRER, mött, lökkuð eik, 14x182x2200 mm. Austurrískt gæðaparket.

NORDIC WOOD, hlynur, 15x189x2200 mm.

3ja stafa parket

m 1.890 kr./

Elegant eik, 192 x 1285 mm.

Vnr. 0113447

2

Plastparket, Saragossa, eik, 7 mm, 3ja stafa, 192 x 1285 mm.

Plastparket, eik, 193 x 1380 mm, 6 mm.

0 9 9 . 3

Plastparket

2 m / . r k

Vnr. 0113452

rket a p r a Við

Vnr. 0113448

2 m / . r k

Vnr. 0113722

Parket

m 5.490 kr./

STEIRER eik parket, 182x2200 mm. Austurrískt gæðaparket.

2

Vnr. 0113716

Parket

m 8.990 kr./

STEIRER Iroko parket, 14x182x2200 mm.

2


Vnr. 10700018

GLASS Orchide hornbaðkar með nuddi. Svuntan seld sér.

Endalausu úrval hjá BYKO .990 Vnr. 10690118

Stálbaðkar 3,5 mm, 175 x 70 cm.

Vnr. 10700063

Sturtubaðkar, 175 x 70 cm.

r Baðka

aðkar Hornb

0 9 9 . 5 26

0 2 besta sem við bjóðum, tryggðu 9 6Það 9 . 9 þér frábært verð 7

sett Sturtu

r Baðka

kr.

0 0 9 . 9 2

kr.

kr.

Með brunaöryggi Vnr. 15327296

Sturtusett GROHE Euphoria, hitastýrt sturtutæki með brunaöryggi, barka, stöng og höfuðúðara.

Vnr. 15334237

79.900 kr.

GROHE PRECICION sturtusett, hitastýrt sturtutæki með brunaöryggi. Stillanleg sturtustöng, vandaður handúðari með 3 stillingum og barki

Vnr. 15334243 Vnr. 15400030

Sturtutæki

17.990 kr.

ARMATURA CLASSIC hitastýrt sturtutæki.

0 9 9 . 19

i Salern

Sturtutæki

Vnr. 10702118

Vnr. 10702059

Sturtubotn

Sturtubotn

80 x 80 cm, akrýl.

Bogalaga sturtubotn, 90 x 90 cm, akrýl.

25.990 kr.

19.990 kr.

GROHE GROHTHERM 1000 sturtutæki. Hitastýrt með brunaöryggi.

29.990 kr.

Vnr. 15334268

Sturtutæki

25.900 kr.

GROHE GROTHERM 1000 COSMOPOLITAN Hitastýrt með brunaöryggi.

kr. Hæglokandi Vnr. 13770651

Salerni GUSTAVSBERG vegghengt salerni, án setu

16.900 kr.

Vnr. 10706000/5

Salernisseta BESTTER hæglokandi salernisseta, hvít rauð eða svört.

6.990 kr.

Með hæglokandi setu Vnr. 17851000

IMEX salerni með innbyggðum stút í gólf, með hæglokandi setu.

Vnr. 13002330

Salerni GUSTAVSBERG Nordic vegghengd skál með setu, 50 cm fyrir innbyggðan kassa.

24.900 kr.

Vnr. 13002300

Salerni GUSTAVSBERG salerni með setu og innbyggðum stút í gólf, 7,5 cm.

34.900 kr.

kr.


Allt fyrir baðherbergið Vnr. 13001600

Handlaug HUIDA handlaug í borð, stærð 53 x 48 cm.

5.690 kr.

Vnr. 13002500 Vnr. 13001610

Handlaug HUIDA handlaug á vegg, 59,6 x 46 cm.

8.990 kr.

Handlaug GUSTAVSBERG handlaug á vegg fyrir bolta og vinkla. 50 x 36 cm.

12.990 kr.

Vnr. 13770285

Handlaug GUSTAVSBERG SAVAL handlaug í borð, stærð 53,5 x 44 cm.

14.990 kr.

Vnr. 15332925

Vnr. 15332824

Vnr. 15332204

Vnr. 15333562

Handlaugartæki

Handlaugartæki

Handlaugartæki

Handlaugartæki

GROHE EUROSMART handlaugartæki með lyftitappa.

GROHE EUROSMART COSMOPOLITAN handlaugartæki.

GROHE CONCETTO handlaugartæki með lyftitappa.

GROHE ESSENCE handlaugartæki með lyftitappa.

11.900 kr.

16.900 kr.

Þolplast: • yfirburða loft-, ljós- og rakavörn • bætir einangrun og er orkusparandi • margra ára reynsla við íslenskar aðstæður Byggingaplast: • yfirbreiðsla, umbúðir og skjól

17.900 kr.

29.900 kr.


Hugaðu að vorinu!

Nú er rétti tíminn til að panta forsniðin rammahús

Bylting á byggingavörumarkaði í gerð sumarhúsa Aldrei fyrr hefur verið jafn auðvelt að eignast sumarhús og með nýju rammahúsunum frá BYKO sem koma að hluta forsniðin og tilbúin í pakka. Húsin eru hönnuð í samræmi við íslenskrar byggingareglugerðir og er hönnuður þeirra Magnús Ólafsson, margreyndur hönnuður á sviði eininga- og sumarhúsa. Allar bygginganefndarteikningar fylgja og margar gerðir teikninga eru í boði. Innifalið er gerð aðalteikninga, skráningartöflu, sérteikninga og burðarþolsteikninga að því gefnu að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag eða ígildi þess og afstöðumynd til notkunar við gerð aðalteikninga. Efnispakkann má fá í mörgum stærðum allt frá 14 upp í 49 fermetra rammahús. © ©

Raflagnir og pípulagnaefni er ekki innifalið í efnispökkum.

Smáhýsi

Allar nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum BYKO 515-4000 eða með tölvupósti á fsv@byko.is. og á www.byko.is/byko/rammahus/

Fyrir ferðaþjónustur

Verðdæmi á 32 m2 sumarhúsi: Tilbúið að utan: 2.259.000* Tilbúið án innréttinga: 2.934.000* Tilbúið með innréttingum og tækjum: 3.869.000*

Hönnun: EXPO/Prentun: Landsprent/Ábyrgðarmaður: Jónas Gunnarson. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd/Kauptúni en minna framboð getur verið í öðrum verslunum. Tilboðin gilda meðan birgðir endast.

Á vefverslun BYKO, www.byko.is, getur þú keypt flest allt sem fæst í BYKO. Sjá opnunartíma verslana á www.byko.is

*án samsetningar og smíðavinnu.

Við eigum réttu tækin þegar þér hentar!

515-4020 – Nánari upplýsingar eru í LM BYKO Breidd – www.byko.is Aðalsímanúmer

BYKO Breidd

Timburverslun

LM BYKO

Lagnadeild Breidd

BYKO Grandi

BYKO Kauptún

BYKO Akranes

BYKO Akureyri

BYKO Reyðarfjörður

BYKO Suðurnes

BYKO Selfoss

515 4000

515 4200

Breidd 515 4100

515 4020

515 4040

535 9400

515 9500

433 4100

460 4800

470 4200

421 7000

480 4600


viðhorf 29

Helgin 16.-18. september 2011

Fjölmiðlar

N

Eignarhald og sjálfstæði

Nú í haust verður gerð enn ein atlagan að því að festa í lög „viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlum“ eins og kveðið er á um í fjölmiðlalögunum sem runnu tiltölulega hljóðlega í gegnum Alþingi áður en þau voru samþykkt hinn 20. apríl í vor. Í sumar hefur verið starfandi nefnd mennta- og menningarmálaráðherra, undir forystu Karls Axelssonar lögmanns, sem á að skila tillögum í frumvarpsformi um hverjar – ef einhverjar – þessar takmarkanir eiga að vera. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum innan tveggja vikna. Hugmyndin um að hægt sé að tryggja sjálfstæði Jón Kaldal fjölmiðla með lögum hefur kaldal@frettatiminn.is lengi verið ýmsum hugleikin. Vissulega getur andi löggjafar vísað veginn en það er bláeygur barnaskapur að halda að fjölmiðlalögin frá því í vor og stífar skorður við eignarhaldi fjölmiðla muni hafa nokkuð að segja um sjálfstæði fjölmiðla gagnvart eigendum sínum. Út af fyrir sig er hugmyndin um að eigendur fjölmiðlafyrirtækja megi ekki verða of áhrifamiklir þegar kemur að stjórn þeirra töluvert einkennileg. Ef eigendunum tekst að safna saman fólki sem er tilbúið að ganga erinda þeirra á þeim auðvitað að vera það fullkomlega frjálst. Og ef þjóðin er tilbúin að lesa, horfa eða hlusta á slíka fjölmiðla er henni engin vorkunn að búa við þá. En ef engir, eða fáir, vilja nota þá er rekstrargrundvöllurinn ekki fyrir hendi og á endanum leggja þeir óhjákvæmilega upp laupana. Þannig deyja vondir fjölmiðlar eðlilegum dauðdaga. Ýmsir stjórnmálamenn og aðrir áhugamenn um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla treysta hins vegar ekki þessari

dómgreind fjöldans. Þeir vilja tryggja með lögum dreifðara eignarhald en nú er í boði þegar einn einstaklingur getur átt heilt fjölmiðlaveldi. Draumurinn um skorður við eignarhaldinu er þó engu að síður dæmdur til að rætast ekki. Að minnsta kosti ekki nema sem orð á blaði. Það er svo ósköp einfalt að fara fram hjá takmörkununum. Í fyrsta lagi hefur sýnt sig að ýmsir málaliðar eru tilbúnir að leppa eignarhluta í fyrirtækjum ef með þarf. Í öðru lagi er mögulegt að stærsti minnihlutinn geti stýrt viðkomandi félagi eins og honum sýnist ef þeir minni eru margir og sundraðir. Í fjölmiðlalögunum frá því í vor er sérstakur kafli um sjálfstæði ritstjórna. Þar er meðal annars kveðið á um að fjölmiðlafyrirtæki eigi að setja sér reglur sem „tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði viðkomandi efnisstjóra, blaða- og fréttamanna gagnvart eigendum fjölmiðlaveitunnar“. Þetta er falleg hugsun en það er fullkomlega óraunsætt að halda að hún virki í raunheimum. Það hefur þegar sýnt sig að ef eigendur fjölmiðla telja ritstjórnarlega stjórnendur þeirra ekki góða í taumi, þá reka þeir þá og ráða aðra auðsveipari í þeirra stað. Engu skiptir þótt reglur um sjálfstæði séu til staðar. Þá er þess bara gætt strax frá byrjun að ráða inn fólk sem verður örugglega ekki með uppsteyt. Svo getur eignarhaldið auðvitað verið eins og hér á Fréttatímanum, þar sem blaðamennirnir eru jafnframt eigendur, og sama gildir um DV þar sem blaðmenn eiga stóran hlut. Sjálfstæði frá eigendum er auðvitað ekkert í þeim tilvikum. Vel meinandi lög um takmarkanir á eignarhaldi og tryggingu á sjálfstæði eru auðvitað ekki af hinu illa. En fyrir fjölmiðlun í landinu er vænlegra að ná fram meiri fjölbreytni og í kjölfarið jafnvægi með breyttum samkeppnislögum og takmörkunum á hlutdeild á auglýsingamarkaði.

Það hefur þegar sýnt sig að ef eigendur fjölmiðla telja ritstjórnarlega stjórnendur þeirra ekki góða í taumi, þá reka þeir þá og ráða aðra auðsveipari í þeirra stað.  Vik an sem var Viltu samt ekki prufa? Ég er engan veginn að stinga höfðinu í steininn. Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, tók netta Bibbu á Brávallagötu og hrærði saman málsháttum þegar hún þvertók fyrir það í fréttum að hún ætti erfitt með að horfast í augu við skoðanakönnun sem bendir til þess að meirihluti landsmanna vilji ljúka aðildarviðræðum við ESB. Hver var eiginlega á bjölluvaktinni? Ég er ekki að hnýta í forsetaræfilinn með neinum hætti eða beina orðum mínum til hans. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, kynti enn frekar undir deilu forsetans og ríkisstjórnarinnar þegar hann reyndi að tala um Ólaf Ragnar Grímsson af hlýju í ræðustóli Alþingis en varð á að kalla hann ræfil.

Allir eiga góða granna Ef að þetta staðfestir að hann sé tilbúinn til að hætta sem forseti, að þá er ýmislegt á sig leggjandi fyrir það. Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki sýnt forsetanum mikil blíðuhót undanfarið en treystir sér til þess að fá hann sem nágranna í Mosfellsbæ. Að því gefnu að hann yfirgefi Bessastaði fyrir fullt og allt. Hafa skal það sem betur hljómar DV biður Jóhönnu Sigurðardóttur að sjálfsögðu afsökunar á þessari missýn og dregur fréttina alfarið til baka. Forsætisráðherra varð á að setja á sig eyrnalokka undir þingræðu Bjarna Benediktssonar sem væri svosem í góðu lagi ef blaðamaður DV.is þekkti muninn á eyrnalokkum og eyrnatöppum en fréttavefurinn sló því upp að Jóhanna hefði byrgt eyru sín til þess að þurfa ekki að hlusta á formann Sjálfstæðisflokksins.

Ferleg latína Þetta eru ekki efnistök sem við samþykkjum eða gildi sem við höfum verið að rækta hér. Foreldrar nemenda við hinn lærða skóla MR fengu hland fyrir hjartað þegar þeir sáu viðtal við Jón stóra í skólablaðinu. Yngva Péturssyni, rektor MR, var ekki heldur skemmt og líklega olli viðtalið honum meira hugarangri en sá skelfilegi stíll og stafsetning sem í því birtist og ættu að teljast höfuðsynd í menntasetrinu við Tjörnina. Er ekki rétt að henda í fallegt lag? Jóhannes vinur minn, enn kenndur við Bónus, fékk ekki að halda Högum vegna óvildar háttsettra manna í pólitík og viðskiptaheiminum. Bubbi Morthens er óþreytandi í fórnarlambsvæðingu útrásarinnar en mörgum þykir tónninn frekar falskur hjá gamla gúanórokkaranum.

kaupa rauðvín Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, er með gleggri mönnum þegar kemur að fjármálum. Hann gefur hér einstaklingi sem vann rúmar 50 milljónir í Víkingalottóinu traust fjárfestingarráð. Ekki er reiknaður skattur af rauðvíni og hann segir það halda verðgildi sínu. Norðmenn hljóta að vera voða spenntir! Þetta verður bara skemmtilegt partý. Einar Marteinsson, forseti Hells Angels á Íslandi, ætlar til Noregs um helgina á Evrópuráðstefnu Vítisengla. Hann og félagar hans hafa hingað til ekki þótt æskilegir gestir í landinu en nú verður stuð.

Ekki ef þeir eru alkar Menn eiga að

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Fært til bókar

Alþýðubandalagið gengur aftur

Undir allt búinn

Alþýða manna hefur í forundran fylgst með átökum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og forkólfa ríkisstjórnarinnar. Haft hefur verið eftir Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi að deilan sé án fordæma í sögu forsetaembættisins. „Þeir eru engir vinir, forsetinn og fjármálaráðherrann. Það kom mér samt á óvart að Ólafur Ragnar skyldi taka þennan slag. Ég hefði haldið að forsetinn hefði meiri hag af því að segjast yfir svona orðaskipti hafinn,“ segir Guðni. Ólafur Ragnar kvaðst í viðtali við Bylgjuna ekki hafa haft frumkvæði að því að Icesave-deilan lenti á hans borði. Hann hefði einungis verið að svara Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra þegar hann gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málinu. Steingrímur lýsti því yfir á þingi að hann myndi ekki leggja það á þing og þjóð að munnhöggvast við forsetann. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði ummæli forsetans ósanngjörn gagnvart Steingrími og bætti því við að orðaskipti forsetans og fjármálaráðherrans bæru merki innanflokksátaka í Alþýðubandalaginu fyrir þrjátíu árum. Hann talaði þar á sömu nótum og Guðni sagnfræðingur sem sagði málið ekki koma upp einn, tveir og þrír. Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur J. Sigfússon hefðu eldað saman grátt silfur í stjórnmálunum. Fleiri gamlir alþýðubandalagsmenn blönduðu sér í deiluna. Svavar Gestsson, fyrrum þingmaður þess flokks og ráðherra – og samningamaður Íslands í Icesave-deilunni til að byrja með, gagnrýndi Ólaf Ragnar harðlega fyrir ummælin. Allir eiga þeir Ólafur Ragnar, Steingrímur J., Össur og Svavar gamlar rætur í Alþýðubandalaginu. Þótt sá stjórnmálaflokkur hafi verið lagður af fyrir mörgum árum er ekki annað að sjá en hann sé genginn aftur.

Forsetakosningar fara fram næsta sumar, eins og lög gera ráð fyrir. Þá hefur Ólafur Ragnar Grímsson setið fjögur kjörtímabil, jafn langan tíma og þeir forsetar sem lengst hafa setið, Ásgeir Ásgeirsson og Vigdís Finnbogadóttir. Kristján Eldjárn sat þrjú kjörtímabil en fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, lést í embætti árið 1952. Hann hafði setið frá lýðveldisstofnun 1944 og þar á undan, þ.e. frá árinu 1941, sem ríkisstjóri. Ólafur Ragnar gefur enn ekkert upp um það hvort hann muni leita eftir endurkjöri í fimmta sinn. „Ég mun taka þá ákvörðun þegar þar að kemur og gera það með tilliti til minna eigin sjónarmiða og þjóðarinnar,“ sagði hann í viðtali fyrr í vikunni. Fréttablaðið birti skoðanakönnun um síðustu helgi. Þar töldu 52% að forsetinn ætti ekki að leita endurkjörs að kjörtímabilinu loknu. Sveinn, Ásgeir og Kristján voru sjálfkjörnir á meðan þeir gáfu kost á sér. Vigdís og Ólafur Ragnar fengu mótframboð en frá frambjóðendum sem höfðu enga möguleika á að fella sitjandi forseta. Guðni Jóhannesson sagnfræðingur telur ekki útilokað að brugðið verði út af venju að þessu sinni, þ.e. frá þeirri hefð að öflugur frambjóðandi fari ekki gegn sitjandi forseta sem sækist eftir endurkjöri. Þjóð og hugsanlegir frambjóðendur þurfa nokkurn undirbúningstíma. Því má búast við því að forsetinn tilkynni ákvörðun sína tímanlega – af eða á – og þá hugsanlega í áramótaávarpi sínu. Hvað sem þessu líður eru það tíðindi að forsetahjónin, Ólafur Ragnar og Dorrit, keyptu sér einbýlishús í Mosfellsbæ í vikunni sem leið, að því er vefmiðillinn Pressan greindi frá í vikunni. Þar var lagt út af kaupunum með þeim hætti að fasteignaviðskiptin bentu til þess að forsetahjónin hygðu á búferlaflutninga frá Bessastöðum.


viðhorf

Helgin 16.-18. september 2011

Tækifæri Splunkuný gerð af Siemens

þvottavél á flottu Tækifærisverði. Tekur mest 7 kg, 1400 sn./mín. 15 mínútna hraðkerfi. WM 14Q360SN Tækifærisdagar í verslun okkar.

Tækifærisverð:

129.900 kr. stgr. (Fullt verð: 164.900 kr.)

Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum.

Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is

_Icefish 2011 151wx200h_06.09.11_Icefish 06/09/2011 10:25 Page 1

2011

Íslenska sjávarútvegssýningin Smárinn, Kópavogur • September 22-24

Eini viðburðurinn sem nær til íslenska sjávarútvegsins í heild sinni * Alþjóðlegar VIP-sendinefndir verða á staðnum * Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í fimmta sinn þann 22. september 2011

Forðist biðraðir og sparið fé! Skráið ykkur á Netinu á www.icefish.is til þess að spara 20%! Allt fyrir atvinnumenn í sjávarútvegi frá veiðum til vinnslu og dreifingar á fullunnum afurðum Stuðningsaðilar eru: • Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið • Utanríksráðuneytið • Samtök iðnaðarins • Fiskifélag Íslands • Landssamband íslenskra útvegsmanna • Landssamband smábátaeigenda • Samtök fiskvinnslustöðva • Farmanna- og fiskimannasamband Íslands • VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna • Sjómannasamband Íslands • Félag atvinnurekenda • Samtök verslunar og þjónustu • Íslandsstofa • Fiskifréttir

Nánari upplýsingar veitir Marianne Rasmussen-Coulling í síma +44 (0) 1329 825335, netfang: mrasmussen@mercatormedia.com

Íslenska sjávarútvegssýningin er atburður á vegum Mercator Media

Samstarfsaðili um flutninga

Alþjóðleg útgáfa

Skipuleggjandi

www.icefish.is Opinber íslensk útgáfa

Opinbert flugfélag/loftflutningafélag & hótelkeðja

Ekkert miðað við pabba

T

Tvisvar á ári grípur menn megrunar- og þjálfunar­ æði, eftir áramót að lokinni matarorgíu stórhátíðanna og á haustin, að loknum sumarleyfum. Á þessum tímamótum vilja menn byrja nýtt líf og margir gera það eflaust – aftur og aftur. Janúar er sennilega aðaltíminn en september gefur honum lítið eftir. Í blöðum og bæklingum sem berast inn um lúgurnar um þessar mundir blasa við auglýsingar um bætt líf og betri heilsu með breyttu mataræði og hreyfingu. „Við getum það allar,“ segir Linda Pé og brosir blítt til allra kynsystra sinna, nánast fullkomin í forminu, borðar bara hollt og hreyfir sig dagana langa. Karlarnir fá sinn skammt og á vinnustöðum er jafnvel boðið upp á bumbukeppni nú þegar hausta tekur. Slíkum áskorunum mun fremur beint á karlkyninu enda hættir því fremur til að safna bumbu en kvenkyninu. Menn eru hvattir til að ryðja öllum eftirlegubjór sumarsins úr kæliskápnum og fylla hann þess í stað af próteinsjeik og skyri. Vömbin skal burt. Bjór ku vera helsta orsök kúlumyndunar á miðju karla. Majónesur og fleira jukk sem karlar nota til að koma grænfóðri niður þykir heldur ekki fegurðaraukandi. En maturinn einn er ekki nóg. Menn verða víst að hreyfa sig líka til að bæta líkamsvöxtinn eftir því sem hægt er og náttúran leyfir; ganga, hlaupa og lyfta. Ég horfi á starfsfélaga mína plana haustræktina, matarkúrana og líkamsræktina alla – en fer mér þó hægt. Ég nenni varla að taka þátt í fitumælingum þeirra og hlaupaplönum. Kemur þar einkum til að ég er eldri og hef því afsökun fyrir því að taka því rólega. Hitt er að af genetískum ástæðum safnast ekki mikil fita á mig, sem auðvitað ber að þakka. Þó má fljótt sjá á slíkum belgjum hafi síðsumardagar kallað á einn kaldan eða tvo í vinnulok. Mjónurnar verða þá eins og bókstafurinn þ í laginu. Það er ekki fallegur líkamsvöxtur. Sumir hafa yndi af líkamsrækt. Pistilskrifarinn er ekki einn þeirra. Það bjargaði leikfimitímunum í gamla daga HELGARPISTILL að Valsarinn góðkunni, Árni Njálsson, skipti frekar í lið en að láta okkur drengina djöflast á hestum og dýnum. Handboltinn var miklu betri kostur enda framleiddi Árni meistaraflokksmenn og landsliðsmenn Víkinga á færibandi þegar handknattleiksdeild þess ágæta íþróttafélags var upp á sitt besta. Einn og einn fór að sönnu í Val, enda stutt á milli austurbæjarfélagnna. Ég var ekki í þeim afreksmannahópi en hafði engu að síður gaman af boltatímunum. Keppni gerir hreyfinguna bærilega, hvort heldur Jónas er fótbolti, handbolti eða annað. Á fullorðinsárum lét Haraldsson skrifarinn þær göfugu íþróttagreinar þó eiga sig en jonas@ náði bærilegum árangri í hópi starfsfélaga í öðrum frettatiminn.is merkisgreinum, keilu og hniti – badmintoni vel að merkja. Hreyfingin er fín í hnitinu en hið sama verður varla sagt um keiluna. Þegar eiginkonunni blöskraði hreyfingarleysið og óhollustan á bóndanum hvatti hún hann til að kaupa á líkamsræktarkorti. Ekkert minna en árskort dugði en nýtingin var skammarlega léleg, sennilega fjögur skipti, kannski fimm. Konan gerði sér grein fyrir að fullreynt var með þá tilraun og sá þá til þess að fjárfest var í þrektæki fyrir þann sófalæga. Eftir skoðun var ákveðið að kaupa einhvers konar skíðagöngutæki. Það átti að auka þrek og þol. Eina hreyfingin sem fékkst út úr því var að setja tækið saman. Ég rekst annað slagið á það rykfallið í bílskúrshorninu. þ.e. þegar ég reyni af veikum mætti að taka til í þeirri vistarveru. Minn góði betri helmingur sætti sig við örlög skíðavélarinnar en taldi þjóðráð að geyma þrekhjól fyrir son okkar þegar hann fór til langdvalar í öðru landi. „Þetta er akkúrat tækið fyrir þig, elskan,“ sagði hún. „Þú getur sest á hnakkinn og hjólað að vild og horft á sjónvarpið um leið. Þú nærð hálftíma á dag ef þú hjólar á meðan þú horfir á fréttirnar og veðrið, það eina sem þú hefur dálæti á í sjónvarpinu.“ Ég prófaði einu sinni. Það var átakanlega leiðinlegt. Sem gutti hafði ég gaman af hjólreiðum, fór víða á gamla Hopperhjólinu mínu, jafnvel þótt það væri með rauðum eða rauðbleikum dekkjum. Sá litur þótti ekki við hæfi á drengjahjóli þótt hjólhesturinn væri ekki lagður í einelti með sama hætti og austur-þýska Möve-hjólið sem Þórarinn Eldjárn gerði ódauðlegt í kvæði sínu. En að hjóla og sitja fastur á sama stað þótti mér út í hött. Þrekhjólið hefur síðan staðið við hliðina á skíðavélinni í bílskúrnum, jafn rykfallið. Sonur okkar er fluttur heim og grefur það væntanlega úr skúrhorninu innan tíðar. Hann þarf ekki að kvarta undan því að faðirinn hafi jaskað apparatinu út. Þessi september verður því eins og aðrir september- og janúarmánuðir hjá mér. Ég læt líkamsræktaræðið fram hjá mér fara. Sú ákvörðun getur kostað tímabundinn álitshnekki eins og þegar fimm ára sonardóttir okkar var í vist hjá afa og ömmu á dögunum. „Afi,“ sagði stúlkubarnið, „má ég sjá handleggsvöðvann þinn?“ Pabbinn hafði greinilega þanið sig eitthvað fyrir framan hana eftir líkamsræktartíma nú í haustbyrjun. Ég spennti hægri upphandleggsvöðvann eins og framast var unnt. Afastúlkan greip á grjóthörðum vöðvanum – að mér fannst að minnsta kosti – og sagði, í sakleysi æskunnar: „Iss, þetta er ekkert miðað við pabba!“

Teikning/Hari

30


viðhorf 31

Helgin 16.-18. september 2011

Ný stjórnarskrá

Valdið er fólksins

B

um slíkt fyrirkomulag, en fórum einfaldari og er þess virði að um það rennt barn forðast leið sem lýst verður síðar. sé farið nokkrum orðum. eldinn. Það gera Að öðru leyti áréttar hinn þýski úrskurður Dómurinn byggir úrskurð Þjóðverjar – af að allt vald komi frá fólkinu sjálfu. Söm var sinn á tilvísun í það grundalræmdu tilefni. Því settu hugsun okkar í stjórnlagaráði. Þegar í 2. vallarákvæði að þingmenn þeir eftir stríð á laggirnar grein frumvarps stjórnlagaráðs birtist það „eru kosnir í almennum, stjórnlagadómstóla sem nýmæli að „Alþingi fer með löggjafarvaldið beinum, frjálsum og leynieiga að vaka yfir því að vald í umboði þjóðarinnar“, en ámóta ákvæði er legum kosningum þar sem safnist ekki á fárra hendur. ekki í gildandi stjórnarskrá. Í framhaldinu allir eru jafnir“, í ákvæðið Slíkir dómstólar eru í hverju er kveðið á um hina tvo valdþættina: „Forseti um að „allt ríkisvald komi „landi“ (fylki) Þýskalands, Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur frá þjóðinni“ og að lokum í en sambandsdómstóll dæmir stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið. það ákvæði að þeim grundum mál sem snerta allt samHæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara gildum sem felast í hinum bandsríkið og þó einkum um með dómsvaldið.“ greinunum tveimur megi grundvallarréttindi almennHér er njörvað niður að þjóðin sjálf er uppekki raska, ekki einu sinni ings. Í síðustu viku felldi spretta alls ríkisvalds, að allir aðrir valdhafmeð stjórnarskrárbreytþessi alríkisdómstóll einn Þorkell Helgason ar starfa í hennar umboði, beint eða óbeint. ingu. af sínum merkustu úrskurðsat í stjórnlagaráði Við í stjórnlagaráði ræddum hvort þetta Sem sagt: Vald fólksins er um. Tilefnið var umkvörtun ætti að vera enn skýrara og hafa svipaðan friðhelgt, þess vegna verður nokkurra borgara þess efnis aðdraganda og hjá hinum þýsku, segja beinjafnframt að tryggja vald fulltrúa þess, að ríkisstjórnin í Berlín hefði farið út fyrir línis að„allt ríkisvald komi frá þjóðinni“. Það þingsins. valdmörk sín þegar hún gekkst í ábyrgðir varð ekki ofan á enda vorum við sparsöm á vegna aðstoðar við Grikkland, án þess að Hvað kemur þetta okkur við? allt sem kalla mætti „fagurgala“; vildum hafa hafa haft nægilegt samráð við sambandsorðalagið skýrt og sem minnst af óþörfum þingið. Niðurstaðan var hálfgerður SalómÞetta snertir vissulega umræðuefni þessara endurtekningum. Ef til vill hefði þetta þó átt onsdómur: „Látum gott heita en gerið þetta pistla, en þeir fjalla um þá nýju stjórnarskrá að vera að hætti Þjóðverja. Við erum að vísu aldrei aftur án góðs samráðs við þingið.“ sem stjórnlagaráð leggur til. Í fyrsta lagi er ekki jafn brennd og þeir, en (pólitískir) eldar Hér verður sjálf niðurstaðan ekki krufin það til eftirbreytni að Þjóðverjar hafa sérgeta blossað upp hvar sem er. Allur er því heldur farið yfir rökin fyrir því að kvörtunin staka dómstóla til að verja stjórnarskrá sína. varinn góður. var metin dómtæk. Kjarni þeirra raka er sá Við í stjórnlagaráði fjölluðum gaumgæfilega að allt vald komi frá fólkinu sem kjósi sér sambandsþing. Færist vald frá þinginu meir en góðu hófi gegnir, sé þingið sniðgengið, sé verið að rýra vald hins upphaflega valdhafa, þjóðarinnar. Sérhver borgari hafi því heimild til að vera á varðbergi og kvarta til stjórSíðast en ekki síst er valdið að nokkru fært beint til þjóðnlagadómstólsins ef hann telur vald sinna kjörnu fulltrúa vera skert, því að þannig sé arinnar með þeim hætti að kjósendur – nægilega margir kosningarétturinn vanvirtur.

– geta sjálfir átt frumkvæði að lagasetningu sem Alþingi ber skylda til að fjalla um með vissum formlegum hætti, sjá 66. og 67. grein frumvarps stjórnlagaráðs.

Lærdómsríkir lagakrókar

Þjóðverjar eru lagaflækjumenn. Því er kjarni málsins sá í hvaða ákvæði stjórnarskrárinnar dómstóllinn vísar máli sínu til stuðnings

Meira um valdið

Ríkisstjórnir hafa alls staðar tilhneigingu til að seilast eftir völdum. Á hverjum tíma geta rökin verið góð og gild, að nauðsynlegt sé að grípa til skyndilegra og róttækra aðgerða, allt eins og í því máli sem varð tilefni þýska úrskurðarins, ráðstafana til að styrkja efnahagskerfi Evrópu. Stjórnlagaráð hafði temprun framkvæmdavaldsins, eflingu Alþingis og um leið beinar valdheimildir fólksins, mjög í huga. Þetta endurspeglast m.a. í III. kafla frumvarps ráðsins, sem fjallar um Alþingi. Þar er mun skýrar kveðið á um hlutverk þess og vald en nú er. En einkum endurspeglast þetta í nýjum kafla, V. kafla, um ráðherra og ríkisstjórn. Í gildandi stjórnarskrá er einungis lauslega vikið að ríkisstjórnarvaldinu, nánast undir rós en alla vega ekki skiljanlegum orðum. Í tillögum stjórnlagaráðs er tekinn af allur vafi um að á Íslandi skal vera þingræði, þ.e.a.s. ríkisstjórn starfar í umboði Alþingis. Þetta er sagt skýrum stöfum í upphafsákvæði 90. gr.: „Alþingi kýs forsætisráðherra“ en hann skipar síðan aðra ráðherra. Auk þess má benda á ákvæði um skyldur ríkisstjórnar gagnvart Alþingi, ekki síst um upplýsingagjöf. Þá er uppruni lagasetningar formlega færður til Alþingis með ákvæðum í 57. grein þar sem segir meðal annars að frumvörp séu „tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi“. Síðast en ekki síst er valdið að nokkru fært beint til þjóðarinnar með þeim hætti að kjósendur – nægilega margir – geta sjálfir átt frumkvæði að lagasetningu sem Alþingi ber skylda til að fjalla um með vissum formlegum hætti, sjá 66. og 67. grein frumvarps stjórnlagaráðs. Farið verður nánar í þetta beina vald þjóðarinnar í næstu pistlum.

ENNEMM / SÍA / NM48039

GLERHARÐUR D-MAX HÖRKUTÓL! D-Max státar af mestri dráttargetu í sínum flokki pallbíla

HESTAKERRUR FELLIHÝSI HJÓLHÝSI BÁTAKERRUR Isuzu D-Max er í þessari nýju gerð algjörlega endurhannaður frá grunni. Isuzu er einn öfluguasti framleiðandi heims í smíði endingargóðra flutningabíla. Isuzu D-Max býr svo sannarlega að þeirri reynslu því hann hefur reynst mjög vel við íslenskar aðstæður og verið eigendum sínum áreiðanlegur.

www.isuzu.is

VERÐ:

5.99O.ooo kr. 3,0 dísil sjálfskiptur • 164 hö • eyðsla 9 l/100km

INGVAR HELGASON og B&L • Sævarhöfða 2, sími 525 8000


32

bækur

Helgin 16.-18. september 2011

Með nýtt á prjónunum

Frönsk svíta á toppnum

Á þessu hausti hafa tvær nýjar bækur um prjón glatt áhugamenn um þá fornu íþrótt. Til hvers erum við að læra að prjóna? spurðu Múla-bræður aldna frænku sína á Vopnafirði. Það er gott að kunna það ef þið verðið blindir, svaraði hún. Síðsumars kom út bók eftir Guðrúnu Magnúsdóttur um vettlinga og sokka og nú er komin bók í stóru broti hjá forlagi Vöku-Helgafells með uppskriftum að peysum. Það er Ístex, arftaki Álafoss og Gefjunar á Akureyri, sem stendur að útgáfunni. Í henni Prjónað úr íslenskri ull. eru formálar um upptöku prjóns og sögu hér Sokkaprjón. á landi eftir Elsu E. Guðjónsson og Magnús Guðmundsson sem bæði voru sérfræðingar á þessu sviði handmennta. Síðan er í bókinni glæsilegt úrval uppskrifta að prjónlesi frá því um miðja síðustu öld til okkar daga. Bókin er glæsilega úr garði gerð og verður örugglega mörgum augum – og höndum – gleðigjafi. -pbb

 Bókadómur Adam og Evelyn Ingo Schulze

Franska svítan hennar Iréne Némirovsky, sem dó í Auschwitz 1942, stekkur beint á topp aðallista Eymundssonar. Merkileg bók sem var ekki gefin út fyrr en 2004.

Nýjar uppskriftir í nesti Salka hefur sent frá sér lítið handhægt hefti, Hollt nesti heiman að, eftir þær Margréti Gylfadóttur, Sigurrós Pálsdóttur og Sigurveigu Káradóttur sem geymir margar og nýstárlega uppskriftir að nesti fyrir börn, unglinga og fullorðna. Þar er hollusta í fyrirrúmi og áhersla lögð á handhægar og skjótar lausnir á því sem fer í malinn. Þjóðin hefur enda gengið til verka sinna frá örófi alda með vel búinn nestismal svo að hún hafi nóg að bíta og brenna í amstri dagsins. Bókin er fallega frágengin og full af skemmtilegum hugmyndum sem nú er að framkvæma síðla kvölds eða árla morguns í eldhúsum okkar. -pbb

 Bók adómar Ný náttúr a – Myndir fr á Íslandi og Ásfjall

Um paradísarmissi austan járntjalds

Ingo Schulze.

 Adam og Evelyn Ingo Schulze Mál og menning, 306 bls. 2011

Einn gesta á bókmenntahátíð í síðustu viku var Ingo Schulze, vinsæll höfundur í heimalandi sínu, alinn upp í nágrenni Dresden og því Austur-Þjóðverji. Eru þeir til? Já, þeir eru enn til, herma fregnir. Þegar Vestur-Þýskaland innlimaði austurhlutann breyttust hagir manna þar austur frá mikið. Úr deiglunni hafa sprottið hópar þegna sem lifa í samfelldum samanburði þess sem var og þess sem er. Raddir af þessum toga heyrast hvaðanæva af áhrifasvæðum sovéska heimsveldisins og fara ekki lágt. Ingó – svo við köllum hann upp á íslenskan rithátt – gerir sér mat úr þessari nútímagoðsögn um hinn horfna heim samfélaga sósíalismans austur frá og stillir henni upp í samhverfu við brottrekstur þeirra Adams og Evu úr paradís forðum. Í yfirskrift verksins vekur hann athygli á því að þau hjón voru um síðir kanóníseruð og fengu helgidag og stétt sér til heilla, aðfangadag og skraddara. Því erum við í betri fötunum 24. des. Adam hans er kærulaus skraddari sem er veikur fyrir feitlögnum konum, Eva hans gaf upp nám og er nú daglaunakona. Hún kemst að framhjáhaldi Adams og það hleypir upp áætlunum þeirra um að fara í sumarferð 1989 til Ungverjalands. Hún fer á undan og hann eltir. Sagan er skemmtileg, fallega hugsuð og dregur upp skýra mynd af því hvernig glundroðinn var á tjaldstæðum Ungó þetta sumar, en um landamæri þess var auðvelt að komast í vestrið sæla. Hneigð sögunnar leiðir aftur í ljós að þegar þangað var komið reyndist sælan tál. Samfélagið sem þau hurfu frá, Adam og Eva, var annað en þau trúðu. Sagan er uppfull af fallegum myndum, skemmtilega hugsuðum samtölum, lofi um hið smáa sem, þegar allt kemur til alls, gefur lífinu mest gildi þegar upp er staðið. Þýðing Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur er prýðileg í stíl og málfari. -pbb

hafðu það

42

Úr myndröðinni Hvergiog, 2010 – Katrín Elvarsdóttir, f. 1964.

Tvö rit um nýja og gamla náttúrusýn í ljósmyndum.

Ný náttúra – Myndir frá Íslandi Crymogea 164 bls. 2011

um helgina Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands

Bleikt slaufunammi - Pink ribbon candy

www.faerid.com

Jónsmessunótt á Gróttu, 1993 – Einar Falur Ingólfsson, f. 1966.

Náttúruljósmyndir í nýju úrvali



Sölustaðir: N1, Iða, Mál og menning, Háma, Pósturinn, Skeljungur, Debenhams, Samkaup-Strax, Samkaup-Úrval, Nettó, Kaskó og Melabúðin.

43

 Ásfjall Pétur Thomsen Þjóðminjasafn Íslands 120 bls. 2011

Í

tengslum við messuna miklu í Frankfurt er búið að setja saman úrval af íslenskum ljósmyndum sem fjórar mikilsráðandi konur í safnheimum ljósmynda hafa sett saman: Þær Celine Lunsford hjá Forum Fotografie í Frankfurt og Christiane Stahl hjá Alfred Ehrhardt Stiftung í Berlín nutu við val mynda frá öllum tíma íslenskra ljósmyndara þeirra Ingu Láru Baldvinsdóttur og Maríu Karenar Sigurðardóttur. Bók fylgir sýningunni og er komin út hér landi hjá forlagi Crymogeu. Alls geymir hún 140 ljósmyndir og hér fallast í faðma myndlistarmenn okkar daga og frumherjar á borð við þá Sigfús Eymundsson, Magnús Ólafsson, Ólaf Magnússon og Loft. Þetta er fallega brotin bók, prýðilega prentuð, með æviog myndaskrám. Hér kallast tímarnir á: R AXI stillir sér upp við hlið hinnar mögnuðu myndar Ólafs Magnússonar af Flosagjá; klettar, vatn og einmanar. Kofahreysi Magnúsar Ólafssonar og Ingvars Högna, Sigurður Guðmundsson og Gunnar Rúnar með ólíka náttúrusýn. Valinu er í bókinni stillt upp í tvennur af nokkru hugviti þegar betur er að gáð. Lesandi, því við lesum myndir eins og veður og andlit, verður að beita fleiru en sjóntauginni. Uppstilling og val kallar á skoðun og niðurstöðu. Valnefndin stillir gjarna saman viðfangsefnum, bæði í formum og efni, mótívum og mynstrum. Við fyrstu sýn ægir öllu saman en grandskoðun leiðir annað í ljós. Þá kemur líka í ljós með samstillingunni að við erum enn að kljást við svipuð viðfangsefni og áður. Náttúra okkar hefur allt frá upphafi ljósmyndunar verið uppstillt, hún er ekki tilfallandi viðfangsefni. Skráning hennar er uppstilla allan tíma fagsins á eynni. Auðvitað er valið ekki óumdeilanlegt, einhverjir liggja örugglega óbættir hjá garði, enda eru úrvali sem þessu

takmörk sett. Bókin leiðir líka í ljós að viðfangsefni sem hún sleppir, náttúrumyndir Ólafs Elíassonar og húsamyndir Dieters Roth, eru ekki hér. Aftur er hér fossaröð Rúríar sem sýnir hversu næmur Ólafur er á viðfangsefni. Bókin bregður líka ljósi á hvað er breytt, hvernig samfélagshættirnir hafa tilhneigingu til að skapa nýjan ramma umhverfis reynslu sem gengur aftur og aftur frá tíma til tíma, í samfellum sem bornar eru uppi af sama efni, sama anda, en nýjum andlitum, nýju umhverfi. Nýtt umhverfi er vissulega partur af náttúrusýn okkar nú. Meðal yngstu manna í þessari bók, sem er prýðileg, er Pétur Thomsen. Á safni rakst ég nýlega á bók hans frá sýningu sem staðið hefur yfir í Þjóðminjasafni og mér hafði ekki borist: Ásfjall, en um hverfið í hlíðum þess hefur Pétur farið skipulega frá 2008 og skráð í myndir hvaða breytingum það hefur tekið. Á sýningunni voru 40 myndir og í bók henni samhliða eru þær birtar. Sigrún Sigurðardóttir skrifar inngang að verkinu. Þar lýsir hún stöðu byggingarsvæðisins sem farið var að breyta í hverfi nokkru fyrir hrun og stendur enn eins og þar hafi farið um fár; iðnar hendur eru horfnar og eftir standa hálfköruð hús. Bókin er merkilegur minnisvarði um hrunið og ber Pétri góða sögu. Bæði þessi rit eru skemmtileg viðbót við flóru ljósmyndabóka sem heimta af okkur lesendum afstöðu og um leið vonandi skilning.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


NJÓTTU ÞESS AÐ VERA AÐ HEIMAN Fólk er sjaldnast heima hjá sér þegar innbrot á sér stað. Með Heimavörn Securitas er heimilið verndað allan sólarhringinn, allt árið um kring. Hafðu samband í síma 580 7000 og fáðu heimsókn frá öryggisráðgjafa. Nánari upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu okkar, www.securitas.is.

HEIMAVÖRN


34

heilsa

Helgin 16.-18. september 2011

 Íþróttir Engir vöðvar í br jóstunum

Hlaup geta skemmt brjóstavefinn nema notaður sé réttur brjóstahaldari Hreyfing brjósts án stuðnings getur numið allt að níu sentimetrum í hverju skrefi. Slíkt eykur hættu á að brjóstin lafi meira en ella. Hreyfing brjósts í góðum íþróttabrjóstahaldara er aðeins 1,98 sentimetrar. Það er öllum hollt að hreyfa sig en konur verða að gæta að brjóstum sínum þegar þær hlaupa eða stunda aðrar íþróttagreinar. Hlaupi þær án brjóstahaldara eða í brjóstahaldara sem heldur illa við brjóstin geta þau skaðast, að því er fram kemur í danska blaðinu Jótlandspóstinum. Þar er vísað til könnunar iForm en þar kom fram að hreyfing á brjósti án stuðnings getur numið allt að níu sentimetrum í hverju hlaupaskrefi en með stuðningi góðs íþróttabrjóstahaldara er hreyfing brjóstsins aðeins 1,98 sentimetrar. Góður íþróttabrjóstahaldari hefur ótrúlega mikið að segja og ekki minna en hlaupaskórnir

Íþróttabrjóstahaldari jafn mikilvægur og hlaupaskórnir.

eða íþróttafötin, segir Karsten Aagaard, eigandi Sports-Klinik í Holbæk, enda eru engir vöðvar sem halda brjóstunum í fastri stöðu. Við hlaup strekkist því verulega á brjóstavefnum þegar konan hleypur. Komi ekki til stuðningur er það sárt og vefurinn getur skaðast, segir Aagaard. Þetta eykur hættuna á að brjóstin lafi meira en ella. Hættan er meiri eftir því sem brjóstin eru stærri. Konur eru því hvattar til að leita sér aðstoðar við að velja brjóstahaldara miðað við þá íþróttagrein sem þær stunda. Stærð hans sé miðuð við brjóstastærð og viðkomandi íþróttagrein.

Nauðsynlegt er að gæta að stuðningi við brjóstin í hlaupum og öðrum íþróttagreinum. Ella er hætta á að brjóstavefurinn skaðist. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images.

 Heilsumeistaraskólinn Námskeið í nóvember

Ítalskur læknir kennir tíma-áhættu lithimnufræði

VISSIR ÞÚ AÐ? HVERJUM SELDUM HÁTÍÐARPASSA FYLGJA 2 FRÍIR DRYKKIR FRÁ TE & KAFFI?

Með þessari aðferð læknisins er lesið allt annað út úr lithimnu augans en áður hefur verið horft á. Rekja má rót sjúkdóma, skilja hvað að baki liggur og heila í kjölfarið.

-

Námskeið fyrir alla sem vilja þekkja sjálfa sig betur og skilja annað fólk betur. norrae norra e na husid

Lífrænt grænt te

Það er innihaldið sem skiptir öllu máli!

Clipper

-náttúrulega ljúffeng te

Lilja Oddsdóttir, skólastjórnandi Heilsumeistaraskólans. Fæst í helstu matvöruverslunum landsins

Dr. Daniele Lo Rito er ítalskur háls-, nef- og eyrnalæknir sem síðar fór út í náttúrulækningar. Hann verður með námskeið í Time Risk-lithimnugreiningu, eða Tíma-áhættu lithimnufræði í nóvember.

H

eilsumeistaraskólinn stendur í haust fyrir námskeiði í Time Risklithimnugreiningu, eða tíma-áhættu lithimnufræði, sem þróuð hefur verið af ítalska lækninum Daniele Lo Rito. Sú aðferð býður upp á möguleikann á að lesa í lithimnu augans breytingar eða áföll sem manneskjan gæti hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. Hann kemur til Íslands og kennir þessa greiningu helgina 19. og 20. nóvember næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu skólans. Augnlestur er víða notaður sem greiningarleið í náttúrulækningum og lithimnugreining hefur á síðustu hundrað árum fest sig í sessi sem hjálpartæki til að auka skilning okkar á manninum – veikleikum og styrkleikum. „Daniele Lo Rito lætur sér ekki duga að nota hefðbundna lithimnugreiningu heldur hefur þróað fleiri aðferðir við að lesa lithimnuna – vísindi sem hann kallar

Multidimentional Iridology. Hann fann þessa aðferð upp og hefur verið að kenna öðrum hana, þ.e að sjá allt annað út úr lithimnunni en áður hefur verið horft á,“ segir Lilja Oddsdóttir, skólastjórn­ andi Heilsumeistaraskólans. Hún segir að lithimnan hafi verið kortlögð eins og fóturinn, öll svæði líkamans megi sjá á henni. Ítalski læknirinn horfir á ákveðinn hring eða kraga sem er í kringum meltingarsvæðið sem tímalínu frá fæðingu. Á þessum svæðum má sjá merki og hann segir að þau tengist ákveðnum æviskeiðum eða tímabilum. „Oft getur maður tengt þetta við atburði eða áföll þannig að hægt er að rekja rót sjúkdóma til þessara merkja. Þannig er hægt að skilja hvað liggur að baki og heila það,“ segir Lilja. Námskeiðið getur nýst öllum sem vilja þekkja sjálfa sig betur og vilja skilja annað fólk betur. Námskeið hentar einning vel græðurum, læknum og meðferðaraðilum sem vinna með heilsu. „Reynslan hefur sýnt að þetta nýtist sérstaklega vel fyrir svæðanuddara, lithimnufræðinga, hómópata og blómadropaþerapista þar sem þeirra fög tengjast mjög vel þeim fræðum sem Lo Rito hefur þróað, m.a. að skilja hvað liggur að baki atburðum í lífsferlinu og tengja það við líffæri og líkamlega veikleika. Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja þekkja sjálfa sig betur og vilja skilja annað fólk betur. Það þarf ekki myndavél til að sjá þessi merki, aðeins stækkunargler,“ segir í tilkynningu Heilsumeistaraskólans. Skráning á námskeiðið er í skólanum, heilsumeistaraskolinn.com.


Rakakrem sem húð þín þarfnast.

Hin fullkomna tvenna. Finndu þína fullkomnu tvennu Við bjóðum þig velkomna í Lyf & heilsu Kringlunni föstudag til sunnudags. Sérfræðingur frá Shiseido aðstoðar þig við að finna þína fullkomnu tvennu rakakrems og farða. Kaupaukar frá Shiseido ~ Snyrtitaska sem inniheldur gjafaprufur að eigin vali fylgir með ef keyptar eru shiseido vörur úr kremlínu eða farði ~ Þrír POP-UP maskar fylgja öllum keyptum rakavötnum

Farði sem hentar þér.

15%

AFSLÁTTUR Glæsile kaupau gir k í boði+ ar

AF ÖLLUM SHISEIDO VÖRUM

Kringlunni


A U G L Ý S I N G

Bragðgóður lífsstíll Friðfinnur Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Europe Drinks ehf., dreifingaraðila Nutramino á Íslandi, Thomas Kjærgaard og Per Mirazov Jensen, eigendur og framkvæmdastjórar Nutramino APS í Danmörku, Lars Reichling, sölustjóri austurríska mjólkursamlagsins og meðframleiðandi hjá Nutramino, og Einar Þór Þórhallsson, framkvæmdastjóri Europe Drinks ehf., dreifingaraðila Nutramino á Íslandi.

Tilvalið í jólabakstur og nestispakkann Eygló Agnarsdót tir, eigandi og framkvæmdastjóri Heilsuakademíunnar: „Fæðubótarráðgjöf hefur verið hluti af lífi mínu í fjölda ára. Ég kynntist Nutramino sjálf fyrir mörgum árum í Danmörku og hikað ekki einu sinni þegar ég sá að vörurnar voru komnar til Íslands,“ segir Eygló Agnarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Heilsuakademíunnar. Hún segir innihaldið að sjálfsögðu það mikilvægasta, en bragðið hafi verið það fyrsta sem heillaði: „Mín reynsla er sú að eftir því sem varan er betri, er bragðið verra, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef fundið góða vöru sem er bæði með hágæða innihald og góð á bragðið,“ segir Eygló sem notar gjarna vítamínvatnið sem svaladrykk og próteinið í takt við æfingar. Hún segir markhóp Nutramino í Heilsuakademíunni vera bæði konur og menn. Annars vegar fólk sem æfir talsvert og hugar vel að því hvað það setur ofan í sig og hins vegar nútímafólkið sem er á spani og þarf að grípa eitthvað hollt og gott í dagsins önn. „Nutramino inniheldur sérlega góða samsetningu af mikilvægustu ammínósýrunum, sem mikilvægar eru bæði fyrir og eftir æfingar til að byggja upp vöðva og hindra vöðvaniðurbrot og slík atriði skipta þennan markhóp máli,“ segir Eygló og bendir einnig á að prótein sé eins og önnur orka sem kemur úr fæði; líkamann þarf að hreyfa í samræmi til að nýta fæðuna á réttan hátt. Hollustan er svo sannarlega í fyrirrúmi hjá Eygló sem

hefur verið dugleg að nota Nutramino á nýstárlegan hátt, bæði í nestispakkann, ísgerð og jólabakstur. „Ég ferðast mikið, bæði á fjórhjólum og mótokross, auk þess sem ég fer í göngur. Þá hef ég mikið verið að baka klatta í nestið fyrir mig og félagana. Þetta kemur mjög vel út og núna eru ferðafélagarnir illa sviknir ef ég tek ekki með próteinklatta, enda er þetta rétt samsett næring, sem gefur góða orku og eru í ofanálag mjög góðir á bragðið,“ segir Eygló sem lumar einnig á góðum ráðum til ísgerðar og blandar þá saman grískri jógúrt við próteinduft með vanillubragði og frystir. Hún skiptir óhikað út bæði hveiti og sykri fyrir hafra og Nutramino próteinið, helst með vanillubragði, í allan bakstur, meira að segja á jólunum, og lætur fljóta með uppskrift að hafraklöttum sem eru hentugir í nesti og í góðu lagi fyrir krakka líka, þótt mörg fái það sem þau þurfa úr fæðu almennt og þá megi bara draga úr magni próteins í bakstrinum.

Hafraklattar með Nutramino: Efni: 3 bollar haframjöl 2 ausur Nutramino próteinduft (helst vanillubragð) 2 tsk. kanill 1 msk. sykurlaus sulta (má sleppa) brytjaðar döðlur (ef vill) 6 eggjahvítur Aðferð: Blanda saman haframjöli og próteini í sér skál ásamt kanil. Blanda saman eggjahvítum og sultu í aðra skál. Öllu síðan hrært saman, sett á bökunarpappír á plötu í miðjum ofni í 20 mín. á 180 gráðu hita.

Súkkulaði og ekkert samviskubit Marín Manda Magnúsdót tir, framkvæmdastjóra netverslunarinnar www. skor.is, kynntist Nutramino-vörunum fyrst á kaffistofunni í vinnunni. Starfsmannafélagið langaði að bjóða upp á betri kost en þetta sígilda íslenska sætabrauð og þá urðu Nutramino-vörurnar fyrir valinu. „Ég er þessi sígilda nútímakona sem er alltaf á þönum og þá sérstaklega á morgnana. Mestur tími fer í að sinna krökkunum og koma þeim út úr húsi, þá gleymi ég oft sjálfri mér og áður en ég veit af er ég komin af stað út í daginn og ekkert búin að borða,“ segir Marín Manda og heldur áfram: „Ég hef engan tíma til að græja og gera einhverja flókna sjeika í blandaranum á morgnana svo þess vegna finnst mér svo gott að geta gripið „Pure Shape“hristing úr ísskápnum í byrjun dags og fá í mig rétt samsetta næringu, vítamín og steinefni, þótt þetta sé langt í frá það eina sem ég lifi á.“ Í kjölfarið segist Marín Manda einnig hafa breytt mataræðinu til hins betra án áreynslu. „Hérna áður fyrr var ég oft að freistast til að fá mér kalda kók í dós seinnipartinn og sífellt að hugsa um súkkulaði eftir kvöldmat. Núna er ég ekki í þessu sífellda sykuráti og því fylgir mun meiri vellíðan.“ Hún nefnir einnig vítamínvatnið frá Nutramino sem mikið uppáhald sem og ísteið sem algjörlega dekkar kaffiþörfina. „Við konur könnumst margar við vökvamyndun í líkamanum og ég hef mikið verið að losna við þetta með því að drekka ísteið.“ En það er ekki það eina sem Marín Manda er dauðfegin að losna við. „Síðan ég fór að nota Nutramino get ég borðað millimálsbitana frá þeim með bestu lyst, enda eru þeir eins og gott nammi á bragðið nema bara meinhollir. Þar með er ég laus við bæði sykurpúkann og þetta eilífa samviskubit yfir súkkulaðinu,“ segir Marín Manda ánægð í bragði.


H

eimur fæðubótaefnanna er langt í frá einfaldur og augljós. Fjöldinn allur af þessum efnum er ekki raunverulega hollur og í ofanálag er margt af þessu bragðvont. Nákvæmlega þetta olli því að Danirnir Per Mirazov Jensen og Thomas Kjærgaard lögðust í rannsóknarvinnu og komu síðan fram á sjónarsviðið með Nutramino fæðubótarefnin í Danmörku fyrir hartnær tíu árum. Nutramino hefur notið mikillar velgengni í heimalandi sínu og er að sögn félaganna orðið að ákveðnum lífsstíl, enda nánast allar líkamsræktarstöðvar þarlendis sem bjóða vöruna. Þeir hafa hægt og bítandi verið að færa út kvíarnar og fyrr á þessu ári hófu þeir samstarf við íslenska fyrirtækið Europe Drinks ehf., en framkvæmdastjóri þess er Einar Þór Þórhallsson sem segir helsta markmið dönsku framleiðendanna frá degi eitt að koma á markaðinn með fæðubótarefni sem þeir vildu sjálfir nota og gætu boðið öðrum upp á heilshugar. „Mikið af fæðubótarefnum sem voru á markað num voru framleidd í Bandaríkj-

unum þar sem hægt er að nota grá svæði í lagaumhverfi til að dulbúa sykur og slá ryki í augu neytenda með auglýsingabrellum,“ segir Per Mirazov Jensen, annar stofnenda og forstjóri Nutramino og heldur áfram: „Með Nutramino vildum við bjóða upp á vöru sem væri raunverulega heilnæm og þar njótum við góðs af ströngu regluverki í Danmörku sem gerir okkur ómögulegt að framleiða eitthvað annað en í hæsta gæðaflokki.“ Hann nefnir sem annað dæmi um gæðaáherslur að hluti framleiðslu sé í samstarfi við austurrískt mjólkursamlag þar sem kýrnar ganga frjálsar í 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli nálægt hinum margrómaða Zell am See. „Bændurnir sem við eigum í viðskiptum við eru aðeins með um fimm kýr að meðaltali. Þær fá aðeins gæðafóður og bændurnir þekkja þær allar með nafni,“ segir Lars Reichling, sölustjóri austurríska mjólkursamlagsins og meðframleiðandi hjá Nutramino. Honum er mikið í mun að fylgja vörunni eftir á erlendri grund og kynna hana vel fyrir neytendum og hann segist stoltur að sjá hve vel Nutramino hefur verið tekið á Íslandi. Hann segir miklar rannsóknir liggi að baki hverri vöru og nefnir þar

sérstaklega nýja línu, Pure Shape, sem tók eitt og hálft ár í þróun. „Okkur langaði mikið að koma með vöru sem hentaði konum sérstaklega og Pure Shape er sá afrakstur,“ segir Reichling og útskýrir nánar: „Konur eru oft tortryggnar sem neytendur á heilsuvörum og þess vegna skiptir enn meira máli að bjóða hágæða vöru með rétta næringarsamsetningu, það er hlutfall próteina, kolvetna, trefja, fitu, vítamína og steinefna. Auk þess sem við leggjum alltaf ríka áherslu á gott bragð, þó án auk- og rotvarnarefna. Þetta eru bæði drykkir og bitar sem geta komið í stað máltíða og sem millimáltíðir, 200 kaloríur í hverjum skammti, og okkur langar til að þetta geti verið bæði að finna á líkamsræktarstöðvum, í matvöruverslunum og sem annars konar og hollari skyndibiti á bensínstöðvum á Íslandi.“ Nýju línunni hefur verið vel tekið af konum í dagsins önn, hvort heldur sem þær vilja aukanæringu eða til að grennast. „Offita er orðin að gríðarlegu lýðheilsuvandamáli og okkur langaði að gefa konum, sem þurfa að takast á við þau mál, góðan kost. Þarna er öll næringin til staðar, skammturinn nákvæmur, og síðast en ekki síst bragðið, því við vitum öll hvað það er miklu skemmtilegra að fá sér eitthvað sem er bæði hollt og gott,“ segir Mirazov Jensen.

Lífsnauðsyn að vera í formi

Ný von fyrir nammigrísi

Fannar K arvel, íþróttafræðingur og einkaþjálfari: „Í mínu fagi er mikilvægt að fylgjast vel með öllum vörum sem tengjast heilbrigðu líferni. Maður er alltaf að leita að einhverju heilsusamlegu sem er líka gott, því það fer sjaldnast saman. Þarna fann ég í fyrsta sinn góða vöru sem líka var bragðgóð,“ segir Fannar Karvel, íþróttafræðingur og einkaþjálfari, sem segist hafa kynnst Nutramino upphaflega í Danmörku. Þegar hann síðan sá vörurnar úti í búð á Íslandi var hann ekki lengi að láta á reyna. „Millimálsbitarnir frá þeim eru svo góðir að þetta er eins og að fá sér nammi á hverjum degi og það var upphaflega ástæðan fyrir áhuga mínum á vörunum,“ segir Fannar og hlær við og viðurkennir fúslega að ef venjulegt nammi væri ekki svona óhollt væri hann eflaust nammigrís. Þegar hann var kominn á bragðið fór hann að skoða vöruna og komast að því að bragðið var ekki það eina sem heillaði við Nutramino. „Þetta er mjög vel samsett næring auk þess sem það er gott að vita til þess að í Danmörku eru gríðarlega strangar gæðakröfur, svo það tryggir hágæða hráefni,“ segir Fannar sem til dæmis notar hristinga eftir æfingar og hefur verið duglegur að benda sínu fólki á góðar vörur. „Fólkið sem kemur til mín og hefur verið að nota vörurnar er allt frá ungu fólki sem er að takast á við offituvanda, upp í úrvalsdeildarmenn og landslið í fótbolta,“ segir Fannar sem segist sjaldnast þurfa að beita neinum heraga þótt mikið sé tekið á í þreksalnum. „Flesta sem ráða sérfræðing á þessu sviði langar að ná góðum árangri svo þeir láta sig bara hafa það að gera eins og ég segi, og hlýða mér í einu og öllu,“ segir hann hlæjandi að lokum.

Guðmundur Felix Grétarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Stjörnusólar í Hafnarfirði, missti báða handleggi í vinnuslysi árið 1998 og fékk fyrir nokkru langþráð vilyrði fyrir handaágræðslu í Frakklandi. Hann segir gríðarlega mikilvægt fyrir sig að vera í góðu líkamlegu formi og að vörurnar frá Nutramino komi að góðu gagni í þeirri vinnu. „Ég þekki það að fenginni reynslu eftir margar stórar aðgerðir, hve gott líkamlegt ástand skiptir miklu máli þegar maður er að jafna sig,“ segir Guðmundur og vísar þar í lifrarskipti sem hann gekk í gegnum fyrir tíu árum. „Eftir aðgerðina var ég alveg ónýtur og gat nánast ekki gengið, enda var ég ekki nógu vel á mig kominn.“ Núna standa hins vegar yfir stífar æfingar fyrir aðgerðina í Frakklandi og þá hefur Guðmundur bæði verið að nota Nutramino sem máltíð og líka íþróttadrykkina, bæði Isotonic og prótíndrykkinn XL, auk ístesins. „Þetta kom mjög vel út þegar ég þurfti að ná af mér bumbunni og fyrir maraþonæfingarnar,“ segir Guðmundur sem gerði sér lítið fyrir og hjóp 10 km vegalegnd í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar, meðal annars til að safna áheitum til að fjármagna handaágræðsluna. „Þegar maður er í miklum líkamlegum átökum, hver sem þau kunna að vera, þarf aukanæringu. Ég tala nú ekki um ef maður hefur ekki aðgang að góðum máltíðum. Ég hef prófað ýmislegt en virkilega hrifist mest af þessum vörum, bæði varðandi bragð og gæði, svo ég get eindregið mælt með Nutramino,“ segir Guðmundur að lokum.

Göbbuð til betri heilsu Sandra Lárusdóttir heildsali: „Ég var nú bara göbbuð til að prófa þetta í fyrsta sinn,“ segir Sandra Lárusdóttir hlæjandi og heldur áfram: „Ég var bæði þreytt og pirruð á leið í gegnum Hagkaup Garðabæ þegar mér var rétt flaska af ísteinu frá Nutramino og lofað að þetta myndi hressa mig við og það reyndist fullkomlega rétt.“ Sandra drekkur í dag einn til tvo skammta af ísteinu og hún segist líka nota „Red fuel“-drykkina auk þess sem prótíndrykkurinn er nýlega kominn inn í myndina. „Ræktin er loksins komin í forgang aftur hjá mér eftir nokkurt hlé og það er án efa Nutramino að þakka að ég dreif mig. Ég er svo miklu orkumeiri, jákvæðari og hreinlega lífsglaðari. Blóðsykurinn er mun jafnari, einbeitingin stór aukin og ég afkasta mun meiru,“ segir Sandra sem sjálf er í krefjandi starfi sem heildsali. „Ég er oft ginnkeypt fyrir nýjungum og mér finnst gaman að prófa nýja hluti. Hins vegar held ég oft ekkert út voðalega lengi. Núna er bara sagan allt önnur og það held ég hafi líka að gera með bragðið. Það er töluvert mál að þurfa að pína ofan í sig hluti, en ég hreinlega stoppa fólk og bendi því á þessar vörur og þetta eru ekki einu sinni mínar vörur, svo ég græði ekkert á því. Þær bara eru að gera mér svo gott að ég get ekki annað en mælt hundrað prósent með þeim við fólk sem ég vil vel,“ segir Sandra að lokum.

Sölustaðir og samstarfsaðilar Nutramino á Íslandi: Hagkaup, Kostur Dalvegi, 10-11, Nettó, Strax, Úrval, Kostur Njarðvík, Víðir Skeifunni, Lífstíll Vikars Keflavík, Nordica Spa, Heilsuakademían, World Class, Þín verslun Melabúðin og Þín verslun Seljabraut. Sjá nánar um sölustaði og vöruúrval á: www.nutramino.is.

í


38

heilabrot

Helgin 16.-18. september 2011

ďƒ¨ frĂŠttagetr aun frĂŠttatĂ­mans

ďƒ¨

Sudoku

4 6 3 7

8 6 5 9 8 5

8 6

9 1 7

4 7 3

6 3 1 2 4

5 ďƒ¨ 4 Af hvaĂ°a tegund var rúðuvĂśkvinn

Arion banka var sagt upp Ă­ vikunni

sem starfsmanni ĂĄ meĂ°ferĂ°arheimilinu aĂ° GeldingalĂŚk var byrlaĂ°ur?

2 Varaforseti kĂ­nverska rĂĄĂ°gjafarĂžingsins sĂłtti Ă?sland heim Ă­ vikunni. HvaĂ° heitir maĂ°urinn?

3 HvaĂ°a lĂśg-

5 ForsetahjĂłnin, Dorrit og Ă“lafur Ragnar, hafa fest kaup ĂĄ hĂşsi. Ă? hvaĂ°a bĂŚjarfĂŠlagi er ĂžaĂ°?

7 Hvaða Þingmaður víkur af Þingi nú Þegar Illugi Gunnarsson snýr aftur?

8 Hvað Ìtlar forsetinn að bjóða

borgarfulltrĂşi SjĂĄlfstĂŚĂ°isflokksins, er ĂĄ leiĂ°inni Ă­ fĂŚĂ°ingarorlof. Hver tekur sĂŚti hennar Ă­ borgarstjĂłrn?

krossgĂĄtan

OpiĂ° hĂşs MiĂ°vikudagur 21.september

7 6 2 3

9 3

3 8 9 5

7 3

4

7 1 5 9

8

47*'

,3"'563

'3#Š3

(3Ă "

4Ă -"

4*š"

/6%%" 41*3:.+" "š"-4 ."š63

)-ÂŤ,6

'3Ă

#-Âť.

45Ă -,"

+ÂŤ3/45&*/

)-+Âť5"

)Š,,"

)-+š'Š3*

,&3"-%

4,Š363

)-*š

)"-%

&//

4"'" 1-"/5" ½Âš367Âś4*

5Âś." &*/*/(

5Âť/#*-

Komdu og kynntu ÞÊr nýju ReSound heyrnartÌkin sem få lífið til að hljóma eins og Það er.

.ÂŤ-.63

.Š-"

-&*5" "š

ÂŤ*

57&*3 &*/4

Â?3&'"

#3Ă ,"

Stuttar kynningar ĂĄ tĂŚkjunum kl 11:00,14:00 og 17:00. Veglegur kaupauki fylgir Ăśllum Alera heyrnartĂŚkjum Ăşt oktĂłber. NĂĄnar ĂĄ www.heyrn.is

½4,3"

&*3š*3

:/%*

NjĂłttu lĂ­fsins meĂ° “ NĂ˝rri heyrnâ€? Ellisif K. BjĂśrnsdĂłttir heyrnar frĂŚĂ°ingur

,7, /"'/ 4,+Âť563

41"3-&("

7*3,*

.+Âť-,63 )3*45*/(63

%Ă…3 *-."

&/%"45

4".5"-4

6.4+Âť/

.*44"

,, /"'/

."3š"3 %Å3 7&š63

TĂ­mapantanir 534 9600

"/("3

#3"( 4.*š63

'Âť5Â?63,"

41*-

45&3," )ÂŤ-'"1*

45Âś("/%*

):((+"

4,*1 4,Âť-*

0'4501*

Âś %:36.

-09œš

,Ă (6/

4,3*'" ÂŤ

7Âś/

65"/

41*Âť)3&*/ */%*

4ÂŤ-%"

.5.Š-"

.Š-* &*/*/(

7*š#5

½'6( 3½Âš

644

www.soleyogfelagar.is

(3½. 4"."/ #63š"35

'-Ă…5*3

HlĂ­Ă°asmĂĄri 11, 201 KĂłpavogur - heyrn.is

Getur Þú styrkt barn?

.ÂŤ-

7&--œš"/

-"11*

rediscovering hearing

*//*)"-%

#05/ ,3",*

,0/6/(4 40/63

4-ÂŤ

FĂĄĂ°u fagleg rĂĄĂ°gjĂśf og heyrnartĂŚki til reynslu.

4&/%* ."š63

413Š,63

5&(6/% "' 4&(-*

/"4"

HEYRNARĂžJĂ“NUSTA

4

ATH Nýr vefur með krossgåtulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

MYND:WWW.FOTOPEDIA.COM/USERS/LOUROMIG (CC BY 3.0)

ďƒ¨

1

2

Bergsveins Birgissonar?

10 ĂžorbjĂśrg Helga VigfĂşsdĂłttir,

JĂłhĂśnnu SigurĂ°ardĂłttur upp ĂĄ Ăžegar hĂşn kemur til BessastaĂ°a aĂ° rĂŚĂ°a viĂ° hann ĂžaĂ° sem sumir

6

12 Hvað heitir nýútkomin ljóðabók

skiptablaĂ°iĂ° er aĂ° missa tvo af sĂ­num vĂśskustu blaĂ°amĂśnnum til 365 miĂ°la. Hverjir eru Ăžeir?

myndin hans Sveppa?

5

Andy Whitfield til dauĂ°a Ă­ vikunni, aĂ°eins 39 ĂĄra gamlan. Fyrir hvaĂ°a hlutverk er hann Ăžekktastur?

9 ViĂ°-

6 Hvað heitir nýja fjÜlskyldu-

maður hefur auglýst eftir fyrrverandi hluthÜfum í Landsbankanum sem eru tilbúnir í hópmålssókn gegn BjÜrgólfi Thor?

Sudoku fyrir lengr a komna

11 Eitlakrabbamein drĂł leikarann

kalla „årĂĄsir“ hans ĂĄ rĂ­kisstjĂłrnina?

SvÜr 1. 57, 2. Wang Gang, 3. Ólafur Kristinsson, 4. Helen Mirren, 5. MosfellsbÌ, 6. Alger Sveppi og TÜfraskåpurinn, 7. Sigurður Kåri Kristjånsson, 8. RjómapÜnnukÜkur, 9. Þórður SnÌr Júlíusson og Magnús Halldórsson, 10. Geir Sveinsson, 11. Spartacus, 12. Drauganet.

1 Hversu mĂśrgum starfsmĂśnnum

8 3

"')&/%" "'563


SHIFT_the way you move

NISSAN JUKE Viltu eiga alveg eins bíl og nágranninn? Finnst þér gaman að villast á bílum á bílastæðinu í Kringlunni? Hélt ekki. Juke fer sínar eigin leiðir, hinir elta hjörðina.

www.nissan.is

B&L OG INGVAR HELGASON Sævarhöfða 2, sími 525 8000

Sjálfskiptur 5 dyra 1600 cc Meðaleyðsla 6,3 l/100 km Verð

3.990 þús. kr.

ENNEMM / SÍA / NM47979

(Ó)VENJULEGA TÝPAN


40

sjónvarp

Helgin 16.-18. september 2011

Föstudagur 16. september

Föstudagur

Sjónvarpið

21:15 Dæmdur piparsveinn Maður á fertugsaldri grunar foreldra sína um að hafa komið sér í kynni við draumadísina.

21:30 The Boat That Rocked Bresk grínmynd frá handritshöfundi Notting Hill, Love Actually og Bridget Jones myndanna.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21:50 Funny People Gamanmynd með alvarlegu ívafi um grínistann George Simmins (Adam Sandler)

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:50 A Single Man 4 Dramatísk mynd frá árinu 2009 með Colin Firth og Julianne Moore í aðalhlutverkum.

Sunnudagur

12:30 Silfur Egils Umræðu- og viðtalsþáttur Egils Helgasonar.

22:35 Shattered LOKAÞÁTTUR (13) Ben missti veruleikatenginguna þegar sonur hans var numinn á brott.

14:55 Íslenski boltinn e 15:50 Leiðarljós e 16:35 Leiðarljós e 17:20 Mörk vikunnar 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Snillingarnir 18:30 Galdrakrakkar (36:47) 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 20:10 Útsvar Fjarðabyggð Hafnarfjörður 21:15 Dæmdur piparsveinn Maður á fertugsaldri grunar foreldra sína um að hafa komið sér í kynni við draumadís í von um að losna við sig að heiman. 22:55 Barnaby ræður gátuna Death and Dust (5:8) Í þessari mynd eru þeir Barnaby og Jones fengnir til að rannsaka röð morða þar sem tvær deilandi fjölskyldur koma við sögu. 00:35 Aðskilnaður e 02:20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 5

SkjárEinn 6

06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví (1:14) e 08:00 Rachael Ray e 08:45 Dynasty (28:28) e 09:30 Pepsi MAX tónlist 12:00 Game Tíví (1:14) e 12:30 Pepsi MAX tónlist 16:35 Being Erica (4:12) e 17:20 Rachael Ray 18:05 Parenthood (4:22) e 18:55 America's Funniest Home Video 19:20 America's Funniest Home Videos 5 6 19:45 Will & Grace - OPIÐ (13:24) 20:10 According to Jim (5:18) 20:35 Mr. Sunshine (5:13) 21:00 The Bachelorette (5:12) 22:30 30 Rock (3:23) e 22:55 The Bridge (11:13) e 23:40 Got To Dance (3:21) e 00:30 Bronson e 02:05 Smash Cuts (31:52) 02:25 Judging Amy (7:23) e 03:10 Will & Grace (13:24) e 03:30 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

Laugardagur 17. september Sjónvarpið

18:00 Madagascar: Escape 2 Africa 20:00 Little Nicky 22:00 Death Proof 00:00 Planet Terror 02:00 Old School 6 04:00 Death Proof 06:00 The Hoax

Bröns alla laugardaga og sunnudaga

Verð aðeins

1.895

með kaf fi eða te Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is

Sjónvarpið

08:00 Morgunstundin okkar / Teitur / 07:00 Gulla og grænjaxlarni / Herramenn / Ólivía / Töfrahnötturinn Brunabílarnir / Strumparnir / Algjör /Disneystundin Svepp / Grallararnir / Daffi önd og 09:24 Sígildar teiknimyndir (10:10) félagar / Geimkeppni Jóga björns / 09:30 Gló magnaða (10:10) Bardagauppgjörið / iCarly (31/45) 09:53 Hið mikla Bé (20:20) 12:00 Bold and the Beautiful 10:16 Hrúturinn Hreinn (25:40) 13:45 Friends (19/24) 10:25 Mörk vikunnar e 14:10 Cougar Town (9/22) 10:50 Golf á Íslandi (10:14) e 14:35 Hot In Cleveland (9/10)allt fyrir áskrifendur 11:20 Mótókross 15:00 Hawthorne (2/10) 11:55 Landinn 15:50 Heimsréttir Rikku (4/8) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:30 Silfur Egils 16:30 Týnda kynslóðin (5/40) 13:55 Undur sólkerfisins (4:5) e 17:10 ET Weekend 14:50 Demantamót í frjálsum 17:55 Sjáðu 16:50 Ísþjóðin e 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17:20 Táknmálsfréttir 18:49 Íþróttir / 18:56 Lottó 4 5 6 17:30 Með afa í vasanum (52:52) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 17:42 Skúli Skelfir (43:52) 19:29 Veður 19:35 America’s Got Talent (21&22/32) 18:00 Stundin okkar e 18:25 Fagur fiskur í sjó 21:50 Funny People 19:00 Fréttir 00:15 What Lies Beneath 19:30 Veðurfréttir 02:20 The Big Lebowski 19:40 Landinn 04:15 Unknown 20:10 Skjaldborg 2011 05:40 Fréttir 20:45 Lífverðirnir 21:45 Sunnudagsbíó - Gainsbourg 23:55 Luther (6:6) e 08:45 Anderlecht - AEK 00:50 Silfur Egils e 10:30 Evrópudeildarmörkin 02:10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 11:20 Meistaradeild Evrópu 13:05 Meistaradeildin - meistaramörk SkjárEinn 13:45 Fréttaþáttur Meistaradeildar 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:15 Stjarnan - ÍBV 12:50 Rachael Ray e 16:05 Pepsi mörkin allt fyrir áskrifendur 14:55 Real Housewives of Orange... 17:20 La Liga Report 15:40 Dynasty (28:28) e 17:50 Barcelona - Osasunafréttir, Beint fræðsla, sport og skemmtun 20:00 Floyd Mayweather Jr.- Marquez 16:25 Being Erica (4:12) e 17:10 Nýtt útlit (1:12) e 21:30 Box: Mayweather - Mosley 23:00 Floyd Mayweather - Victor Ortiz 17:40 Outsourced (1:22) e 23:30 Floyd Mayweather - Victor Ortiz 18:05 According to Jim (5:18) e Mr. Sunshine (5:13) e 00:00 Floyd Mayweather - Victor Ortiz 18:30 4 5 00:30 Floyd Mayweather - Victor Ortiz 18:55 Rules of Engagement (20:26) e 19:20 30 Rock (3:23) e 01:00 F. Mayweather - V. Ortiz Beint 19:45 America's Funniest Home Videos 6 20:10 Top Gear Australia (7:8) 21:00 Law & Order: Special Victims Unit - NÝTT (1:24) 07:50 QPR - Newcastle 21:45 The Borgias 4:9 09:40 Premier League Review 22:35 Shattered - LOKAÞÁTTUR (13) 10:35 Premier League World 23:25 House (2:23) e 11:05 Premier League Preview allt fyrir áskrifendur 00:15 In Plain Sight (11:13) e 11:35 Blackburn - Arsenal Beint 01:00 The Bridge (11:13) e 13:45 Bolton - Norwich Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:50 The Borgias (4:9) e 16:15 Aston Villa - Newcastle 02:40 Pepsi MAX tónlist 18:05 Everton - Wigan 08:00 Bride Wars 19:55 Wolves QPR 5 10:00 Step Brothers 6 allt fyrir áskrifendur 21:45 Swansea - WBA 12:00 Madagascar: Escape 2 Africa 23:35 Blackburn - Arsenal 14:00 Bride Wars 4 508:00 Sisterhood of the 6 Traveling ... fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:25 Bolton - Norwich 16:00 Step Brothers 10:00 The Last Song .

08:00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:01 Lítil prinsessa (25:35) 08:15 Oprah 08:11 Sæfarar (14:52) 08:55 Í fínu formi 08:22 Múmínálfarnir (19:39) 09:10 Bold and the Beautiful 08:32 Litlu snillingarnir (39:40) 09:30 Doctors (34/175) 08:55 Veröld dýranna (29:52) 10:15 60 mínútur 09:00 Sumar í Snædal (4:6) 11:00 Royally Mad (2/2) 09:27 Engilbert ræður (27:78) 11:50 The Amazing Race (4/12) 09:35 Skrekkur íkorni (9:26) 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 09:57 Lóa (30:52) 13:00 Rain man 10:10 Hérastöð (24:26) 15:10 Sorry I’ve Got No Head fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:20 Ísþjóðin (3:8) e 15:40 Barnatími Stöðvar 2 10:55 Að duga eða drepast (40:40) 17:05 Bold and the Beautiful 11:35 Leiðarljós e 17:30 Nágrannar 12:15 Leiðarljós e 17:55 The Simpsons (13/21) 13:00 Kiljan 18:23 Veður 4 5 13:50 Útsvar e 18:30 Fréttir Stöðvar 2 14:55 Ástin grípur unglinginn (17:23) 18:47 Íþróttir 15:45 Landsleikur í fótbolta Ísland 18:54 Ísland í dag Noregur BEINT 19:11 Veður 17:55 Táknmálsfréttir 19:20 Týnda kynslóðin (5/40) 18:05 Franklín (8:13) 19:50 Herbie: Fully Loaded 18:27 Eyjan (18:18) 21:30 The Boat That Rocked 18:54 Lottó (3:52) 23:45 Face Off 19:00 Fréttir 02:00 Home Fries 19:30 Veðurfréttir 03:30 The Number 23 19:40 Skrímsli gegn geimverum 05:05 Made of Honor 21:20 Sáli 23:05 Blekking 00:50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Pepsi mörkin 15:15 Stjarnan - ÍBV SkjárEinn 17:05 Pepsi mörkin 06:00 Pepsi MAX tónlist 18:15 Anderlecht - AEK 12:40 Rachael Ray e 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 14:05 Dynasty (27:28) e 20:30 La Liga Report 21:00 Evrópudeildarmörkin allt fyrir áskrifendur14:50 Friday Night Lights (4:13) e 15:40 One Tree Hill (20:22) e 21:50 Floyd Mayweather - Victor Ortiz 16:25 Top Gear Australia (6:8) e 22:20 Floyd Mayweather - fréttir, Victor Ortiz fræðsla, sport og skemmtun 17:15 Game Tíví (1:14) e 22:50 Floyd Mayweather - Victor Ortiz 17:45 The Bachelorette (5:12) e 23:25 UFC 115 19:15 The Marriage Ref (3:10) e 20:00 Got To Dance (4:21) 20:50 A Single Man 4 5 22:30 Pollock e 15:35 Sunnudagsmessan 00:35 Shattered (12:13) e 16:50 Man. City - Wigan 01:25 Smash Cuts (32:52) 18:40 Stoke - Liverpool 01:45 Whose Line is it Anyway? e 20:30 Football League Show allt fyrir áskrifendur 02:10 Judging Amy (8:23) e 21:00 Premier League Preview 02:55 Got To Dance (4:21) e 21:30 Premier League World fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:45 Pepsi MAX tónlist 22:00 Liverpool - Newcastle, 1996 22:30 Premier League Preview 23:00 Sunderland - Chelsea

08:00 Miss Congeniality 2 SkjárGolf 4 10:00 Don Juan de Marco 06:00 ESPN America allt fyrir áskrifendur 11:35 Vetrardagskrá Stöðvar 2 08:10 BMW Championship (1:4) 12:15 Slap Shot 3: The Junior League 11:10 Golfing World 14:00 Miss Congeniality 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:00 Golfing World 16:00 Don Juan de Marco 12:50 PGA Tour - Highlights (35:45) 17:35 Vetrardagskrá Stöðvar 2 13:45 BMW Championship (1:4) 18:15 Slap Shot 3: The Junior League 16:50 Champions Tour - Highl.(18:25) 20:00 Rachel Getting Married 17:45 Golfing World 4 5 22:00 The Vanishing 18:35 Inside the PGA Tour (37:42) 00:00 Ocean’s Eleven 19:00 BMW Championship (2:4) 02:00 I Love You Beth Cooper 22:00 Golfing World 04:00 The Vanishing 22:50 PGA Tour - Highlights (32:45) 06:00 Little Nicky 23:45 ESPN America

STÖÐ 2

Sunnudagur

allt fyrir áskrifendur

SkjárGolf 06:00 ESPN America 06:45 BMW Championship (2:4) 4 09:45 Golfing World 5 10:35 BMW Championship (2:4) 13:35 Inside the PGA Tour (37:42) 14:00 BMW Championship (3:4) 19:30 BMW Championship (3:4) 01:00 ESPN America

6

6

12:00 Shark Bait 14:00 Sisterhood of the Traveling... fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 The Last Song 18:00 Shark Bait 20:006 The Hoax 22:00 Billy Bathgate 00:00 Eagle Eye 4 02:00 Grand Canyon 04:10 Billy Bathgate 06:00 Changeling


sjónvarp 41

Helgin 16.-18. september 2011

18. september

 Í sjónvarpinu Game of Thrones

STÖÐ 2

Dallas á miðöldum

07:00 Lalli 07:10 Dóra könnuður 07:35 Stubbarnir 08:00 Algjör Sveppi 09:10 Teenage Mutant Ninja Turtles 10:35 Histeria! 11:00 Daffi önd og félagar 11:25 Kalli kanína og félagar 11:35 Tricky TV (5/23) allt fyrir áskrifendur 12:00 Nágrannar 13:45 America’s Got Talent (21&22/32) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:15 Borgarilmur (4/8) 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (8/24) 4 19:40 Ramsay’s Kitchen Nightmares 20:30 Harry’s Law (3/12) 21:15 The Whole Truth (13/13) 22:05 Game of Thrones (5/10) 23:00 60 mínútur 23:45 Daily Show: Global Edition 00:15 Love Bites (5/8) 01:00 Big Love (4/9) 01:55 Weeds (10/13) 02:25 It’s Always Sunny In Philad. 02:50 Edmond 04:10 I’ts a Boy Girl Thing 05:45 Fréttir

09:35 Barcelona - Osasuna 11:20 Rangers - Celtic Beint 13:25 Meistaradeild Evrópu 15:10 Meistaradeildin - meistaramörk 15:55 Fréttaþáttur Meistaradeildar 16:20 Golfskóli Birgis Leifs (6/12) 16:45 Pepsí deildin 2011 Beint allt fyrir áskrifendur 19:00 Levante - Real Madrid 21:00 Pepsi mörkin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:15 Pepsí deildin 2011 00:05 Pepsi mörkin 01:20 Levante - Real Madrid

Flest fólk heldur kynlífi sínu með sjálfu sér út af fyrir sig enda prívatmál og ekkert sem þykir við hæfi að bera á torg eða sjónvarpa. Eiginlega frekar vandræðalegt. Stöð 2 kaus samt að bjóða áhorfendum sínum upp á heillanga sjálfsfróun í beinni útsendingu fyrir viku þegar vetrardagskrá stöðvarinnar var kynnt í Íslandi í dag. Prúðbúið sjónvarpsfólkið og leikarar í íslenskum þáttum vetrarins skunduðu þá í Hörpu og pöpullinn fékk að fylgjast með góðglöðu frægðarfólkinu fá raðfullnægingar yfir eigin ágæti og stöðvarinnar. Ekki gott sjónvarp. Þetta breytir því þó ekki að Stöð 2 hefur ýmislegt í dagskrá sinni til að hreykja sér af og þar ber einna hæst miðaldaævintýrið Game of Thrones. Eins og kapalstöðvarinnar HBO er von og 5

4

5

vísa er ekkert til sparað þegar kemur að búningum og sviðsmyndum. En slíkt prjál dugir þó ekki eitt og sér til þess að líma áhorfendur við skjáinn. Þar skiptir góð saga og almennilegur leikur höfuðmáli og Game of Thrones klikkar ekki í þeim efnum. Sagan er umfangsmikil og þar kemur saman breiður hópur misfláráðra illmenna og dyggðugs fólks með hjartað á réttum stað. Þetta situr svo á svikráðum hvert við annað kruss og þvers þannig að maður hverfur heillaður inn í þennan harðneskjulega heim valdabaráttu, ofbeldis og hömlulítils kynlífs. Aðdráttarafl þáttanna liggur sennilega fyrst og

fremst í því að í raun er Game of Thrones sápuópera í gervi kaldhamraðrar miðaldaofbeldisveislu. Hér takast ættir á og þar eru sumir laukarnir rotnir en aðrir reyna að breyta rétt í hvívetna. Þetta er eiginlega bara Dallas þar sem J.R. og Bobby Ewing holdgervast í alls kyns persónum. Sean Bean er sjálfum sér líkur; brúnaþungur og ábúðarmikill eins og hann hafi stigið inn í þennan heim beint úr Hringadróttinssögu. Dvergurinn Peter Dinklage skyggir svo á alla aðra leikara í þáttunum og sýnir snilldartakta í safaríkri rullu. Þórarinn Þórarinsson

100%

HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN

PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF NÚ EINNIG MEÐ KÓKOS OG SÚKKULAÐI

4

08:40 Bolton - Norwich 10:30 Aston Villa - Newcastle 12:20 Tottenham - Liverpool Beint 14:30 Man. Utd. - Chelsea Beint allt fyrir áskrifendur 17:00 Sunnudagsmessan 18:15 Fulham - Man. City fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:05 Sunnudagsmessan 21:20 Sunderland - Stoke 23:10 Sunnudagsmessan 00:25 Man. Utd. - Chelsea 02:15 Sunnudagsmessan

6



5

6

6

SkjárGolf 06:00 ESPN America 06:40 BMW Championship (3:4) 12:10 Golfing World 13:00 BMW Championship (3:4) 16:00 BMW Championship (4:4) 22:00 Golfing World 22:50 US Open 2002 - Official Film 23:50 ESPN America

2. ARTHUR 3. THE LINCOLN LAWYER 4. 127 HOURS 5. I AM NUMBER FOUR 6. GULLIVER´S TRAVELS 7. THE TOURIST 8. JACKASS 3,5 9. UNKNOWN

HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að HLEðSLA ER EINN VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR Á ÍSLANDI. HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

10. BURLESQUE

MJÓLKURSAMSALAN

WWW.MS.IS

ÍSLENSKA SIA.IS MSA 55346 06/11

1. JUST GO WITH IT


bíó

42 

Helgin 16.-18. september 2011

Kvikmyndaveisla RIFF byr jar í næstu viku

Aragrúi bíómynda og skemmtilegar uppákomur

leikum Sigur Rósar í Alexandra Palace í London í nóvember 2008. Nokkrum dögum síðar kom Sigur Rós fram á eftirminnilegum tónleikum í troðfullri Laugardalshöll og hefur haft hægt um sig síðan. Miðasala á RIFF er hafin í forsölu á heimasíðu hátíðarinnar, riff.is, og miðasala í upplýsingamiðstöð hátíðarinnar hófst í gær, fimmtudag, í Eymundsson við Austurstræti. RIFF stendur yfir dagana 22. september til 2. október.

mikinn áhuga og verðlaun RIFF, Gyllti lundinn, heillar. Hátíðin hefst fimmtudagskvöldið 22. september með myndinni Inni sem fjallar um hljómsveitina Sigur Rós. Myndin verður sýnd á skemmtistaðnum NASA en þar sem um tónlistarmynd er að ræða varð þessi óvenjulegi kvikmyndasýningarstaður fyrir valinu. Inni er önnur kvikmynd Sigur Rósar og fylgir í kjölfar heimildarmyndarinnar Heima. Myndin var tekin upp á tvennum tón-

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) hefur fest sig í sessi sem einn líflegasti og áhugaverðasti viðburðurinn í íslensku menningarlífi ár hvert. Á meðan hátíðin er í gangi stendur fólki til boða aragrúi af áhugaverðum kvikmyndum, heimildarmyndum og öllu þar á milli. Þá er mikið um uppákomur tengdar kvikmyndum auk þess sem hátíðin er orðin eftirsóttur vettvangur kvikmyndagerðarmanna frá ýmsum heimshornum. Erlendir fjölmiðlar sýna hátíðinni jafnan

RIFF hefur ætíð lagt áherslu á óhefðbundnar bíósýningar í bland við sýningar í kvikmyndahúsum. Meðal þeirra viðburða sem fara fram fjarri myrkvuðum bíósölum er heimabíóið, þar sem valinkunnir Íslendingar bjóða gestum RIFF heim til sín í Heimabíó og smella þar eigin uppáhaldsmynd í tækið. Gestgjafarnir í Heimabíóinu í ár eru Hrafn Gunnlaugsson, fjölmiðla- og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins og Hugleikur og Sigur Rósar-myndin Inni markar upphaf Alþjóðlegu Úlfhildur Dagsbörn. kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í næstu viku.

 Nicolas Winding Refn Daninn gefur allt í botn

frumsýndar

Blandaður bræðrabardagi Fyrrverandi sjóliðinn Tommy Riordan snýr aftur á heimaslóðirnar eftir margra ára fjarveru. Þar ætlar hann sér að taka þátt í keppni í blönduðum bardagalistum í von um að komast yfir verðlaunafé upp á fimm milljónir dollara. Fortíðin hvílir þungt á honum en hann hefur uppi á föður sínum og fær hann til að þjálfa sig. Karlinn hafði þjálfað strákinn á árum áður og gert hann að einhverjum öflugasta bardagakappa Bandaríkjanna. Það sem setur svo stórt strik í reikninginn hjá Tommy er að á sama tíma ákveður bróðir hans, Brendan, að skella sér líka í keppnina. Hann er kennari en á í basli með að ná endum saman og hefur einnig augastað á verðlaunafénu. Litlir kærleikar eru með þeim bræðrum og Brendan hefur ekki verið í sambandi við föður þeirra í fjöldamörg ár. Brendan telur sig eiga góða möguleika á sigri gegn þeim bestu, þar á meðal bróður sínum, þannig að það er ýmislegt óuppgert þegar bræðurnir berjast í hringnum.

Gamla brýnið Nick Nolte leikur föður bardagabræðranna.

Aðrir miðlar: Imdb. 8,2, Rotten Tomatoes: 82%, Metacritic: 71/100.

Pearl Jam Twenty

I Don’t Know How She Does It

Sá tónelski og ágæti leikstjóri Cameron Crowe (Jerry Maquire, Almost Famous, Vanilla Sky) gerði þessa heimildarmynd um hljómsveitina Pearl Jam í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli sveitarinnar. Myndin rekur sögu sveitarinnar frá stofnun hennar 20. september 1991 allt til dagsins í dag. Farið er í gegnum hæðir og lægðir hljómsveitarinnar en ferillinn hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Myndin er sett saman úr yfir tólf hundruð klukkustundum af áður óséðu efni sem gerir hana að einstakri heimild um Pearl Jam. Twenty verður sýnd á sama tíma úti um allan heim þriðjudaginn 20. september og verður aðeins sýnd þennan eina dag á Íslandi. Myndin verður sýnd í Háskólabíó, miðasala er hafin og einungis 300 miðar eru í boði.

! NÝTT

NÝTT

! NÝTT

!

NÝTT

Í þessari gamanmynd leikur borgarbeðmálapían Sarah Jessica Parker Kate Reddy. Hún er fjármálastjóri og fyrirvinna heimilisins. Greg Kinnear leikur eiginmann hennar en meðal annarra leikara eru höfðingjar eins og Pierce Brosnan og Kelsey Grammer.

kt

íkós Mex

Drive er án efa áhugaverðasta frumsýningarmynd vikunnar en þar leikur Ryan Gosling áhættuleikara og snjallan bílstjóra sem kemst í meiriháttar vandræði þegar hann lendir upp á kant við glæpaforingja. Danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn leikstýrir þessari kraftmiklu mynd sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.

!

rbra

Smu

Ökuþór í miklum ham Ö

Tækifærisveislur Gala

Ryan Gosling slær hvergi af í Drive í hlutverki hörku nagla sem á ýmislegt skylt með ekki minni mönnum en Clint Eastwood og Steve McQueen.

t nsk

Spæ

hi

Sus

kt

Ítals

kt

ens

turl

Aus

tur

ðter

Brau

... flestir gagnrýnendur ausið myndina lofi þannig að það er ljóst að Ryan Gosling veðjaði á réttan hest þegar hann valdi leikstjórann. Aðrir miðlar

Pantaðu veisluna þína á

www.noatun.is

Imdb: 8,8 Rotten Tomatoes: 94% Metacritic: 77/100

kuþórinn sem Gosling leikur er nafnlaus og aldrei kallaður annað en Driver. Nafnleysi persónunnar og stórkostlegir hæfileikar hennar undir stýri vekja óhjákvæmilega hugrenningatengsl við einhver tvö af mestu hörkutólum kvikmyndanna, Clint Eastwood, sem gat sér gott orð sem nafnlausi kúrekinn í spagettí-vestrum Sergios Leone fyrir margt löngu, og Steve McQueen sem brunaði undir dunandi djassi í gegnum þekktasta bílaeltingarleik síðustu áratuga í Bullitt. McQueen var sjálfur með ólæknandi kappakstursdellu þannig að skyldleiki Driver við þessa tvo kappa er augljós. Og Gosling er óneitanlega að leika sér í skugga tveggja goðsagna. Leikstjórinn Winding Refn fer heldur ekkert í grafgötur með að hann hafi verið undir áhrifum frá Bullit sem Peter Yates leikstýrði árið 1968. Driver er áhættuleikari sem sérhæfir sig í háskaakstri í hasarmyndum. Það

er ekki nóg með að hann taki áhættu í starfi; kvöldog helgarvinnan hans er enn háskalegri því þá tekur hann að sér að keyra flóttabifreiðar fyrir ræningja. Eftir að umboðsmaður ökuþórsins kemur honum í kynni við hinn vellauðuga glæpon Bernie Rose fer heldur betur að syrta í álinn. Rose ræður Driver í vinnu en þegar bílstjórinn knái kolfellur fyrir ungri þokkadís fer allt úr böndunum. Þegar ránsleiðangur klúðrast kennir Rose bílstjóranum um ófarirnar, vill Driver feigan og setur fé til höfuðs honum. Þá þarf ökuþórinn að taka á honum stóra sínum og nýta hæfileikana í botn til þess að bjarga sjálfum sér og þeim sem standa honum næst. Drive er byggð á samnefndri skáldsögu eftir James Sallis frá árinu 2005. Eftir eina mislukkaða tilraun til að koma sögunni á hvíta tjaldið tóku mógúlarnir hjá Universal ákvörðun um að gera aðra atrennu að Drive árið 2010. Þá var Ryan Gosling ráðinn

í hlutverk Driver. Hann fékk einnig að velja leikstjóra og veðjaði á Winding Refn. Nicolas Winding Refn er 41 árs og er þekktastur fyrir Pusher-þríleikinn sem naut mikilla vinsælda í Danmörku og víðar. Myndin var frumsýnd í þessum mánuði en hafði áður verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum, þar á meðal í Cannes í vor þar sem hún sló hressilega í gegn. Eftir frumsýninguna í Cannes fékk myndin standandi lófaklapp og hún skilaði Winding Refn verðlaunum fyrir bestu leikstjórnina á hátíðinni. Þá hafa flestir gagnrýnendur ausið myndina lofi þannig að það er ljóst að Ryan Gosling veðjaði á réttan hest þegar hann valdi leikstjórann.

bíó

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


KJARTAN GUÐJÓNSSON

EGILL ÓLAFSSON

JÓHANN G. JÓHANNSSON

JÓHANNES HAUKUR JÓHANNESSON

„Rafmagnað, ógleymanlegt og ógleymanlegt og kraftmikið!“ kraftmikið!“

-H Herald erald S Sun un

N URIN K I E L N RA GAMA R AÐ SIG INN E SEM N ER KOM IN S! HEIM L ÍSLAND TI

LEIKST LEI LEIKSTJÓRI E KST KSTJÓR JÓR ÓRII

GUNNAR HELGASON GUNNAR HELGASON TÓNLISTARSTJÓRN T LIS TÓN LI TAR ARSTJ STJÓRN STJ ÓRN OG PÍPÍANÓLEIKARI ÍANÓ ANÓLEI LEIKAR LEI KARII PÁLMI KAR PÁLMI SIGURHJARTARSON SIGURHJARTARSON HHÖFUNDAR ÖFUUNDA ND R GLYNN GLYNN NICHOLAS NICHOLAS OG SCOTT SCOTT RANKIN RANKIN

FRUMSÝNT Á MORGUN Í AUSTURBÆ 17. SEPTEMBER · LAUGARDAGUR · KL. 20:00 · UPPSELT 23. SEPTEMBER · FÖSTUDAGUR · 20:00 · ÖRFÁ SÆTI LAUS 24. SEPTEMBER · LAUGARDAGUR · KL. 20:00 · ÖRFÁ SÆTI LAUS 30. SEPTEMBER · FÖSTUDAGUR · KL. 20:00 · UPPSELT 01. OKTÓBER · LAUGARDAGUR · KL. 20:00 · ÖRFÁ SÆTI LAUS 08. OKTÓBER · LAUGARDAGUR · KL. 20:00 · SÆTI LAUS 15. OKTÓBER · LAUGARDAGUR · KL. 20:00 · SÆTI LAUS

TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á MIÐI.IS

„Það sem karlmenn taka upp á þegar þeir eru einir, drottinn minn dýri, það er allt þarna og þetta er óstjórnlega fyndið og svo ótrúlega satt!“ - The Sydney Weekly


44

tíska

Helgin 16.-18. september 2011

Dita Von Teese hannar gervineglur Fyrirsætan Dita Von Teese er heldur íhaldssöm þegar kemur að naglasnyrtingu og hefur til dæmis notað sama naglalakkið í meira en tuttugu ár. Það er þó ekki naglalakkið sem vekur mestu athyglina, heldur hvernig hún naglalakkar. Nú hefur fyrirsætan hannað gervineglur í samstarfi við snyrtivörufyrirtækið Kiss og þær líta nákvæmlega út eins og hennar eigin neglur. Neglurnar kallar hún Half moon manicure eða hálfmána-neglurnar því hún skilur eftir ólakkað svæði sem lítur út eins og hálft tungl.

Nýta sér nafnleyndina og blogga undir öðru nafni Einhvern tíma í vetur hafði ég orð á því hér í pistlinum að bloggfaraldur geisaði í tískuheiminum; að þetta væri nýjasta leiðin til að koma sér á kortið. Einstaklingsmiðaðar bloggfærslur þar sem stelpur blogga um sjálfar sig, taka af sér myndir og monta sig af nýjustu merkjavörunum. Svo virðist þó sem sumar stelpur kjósi að notfæra sér nafnleyndina; bloggi undir öðru nafnið og vilji ekki að ljósið beinist að þeim. Njóti þess að vera einhver annar í heimi Internetsins.

Húðflúr á augnlokin

Í tilefni hátíðarinnar Fashion Night Out sem gengur nú yfir, hóf snyrtivörufyrirtækið Dior sölu á nýju húðflúrslínunni Velvet Eyes. Húðflúrið, sem fæst í fjórum gerðum, er sett á augnlokin og lítur út eins og ýktur augnblýantur. Hægt er að fjarlægja það eftir notkun og minnir aðferðin helst á gamla góða tyggigúmmíhúðflúrið. Augnlokaflúrið eru nú fáanlegt í verslunum Dior og á vefverslun fyrirtækisins þar sem hægt er að kaupa alla línuna fyrir rúmar sex þúsund krónur.

Dýraríkið á fingrunum fimm

Stórt og áberandi dýraskart hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu vikur og keppast verslanir landsins við að verða sér út um þann varn- Snákahringur frá vefversluninni Asos. ing. Uglur hafa sérstaklega verið vinsæl dýrategund á fingrum eða um háls, í öllum stærðum og gerðum. Ekki þarf að spara skartið þegar kemur að þessu trendi því oft sést mestallt dýraríkið á öllum fingrum.

tíska

Fílahálsmen frá Forever21. Dýrahringir frá H&M. Ugluhringur frá Forever21.

5

Þriðjudagur Skór: H&M Sokkabuxur: Oroblu Kjóll: Uniform

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

dagar dress

Mánudagur Skór: Aldo Buxur: Levis Peysa: All Saints Kragi: H&M

Fyrir einskæra tilviljun datt ég inn á bloggsíðu sem vakti heldur betur athygli mína. Bloggarinn var ég sjálf. Myndir, dagbókarskrif og persónulegar staðreyndir um líf mitt dönsuðu á síðum bloggsins. Ég kannaðist ekki við þetta. Síðan er enn í gangi og bloggarinn gríðarlega virkur. Myndir og aðrar færslur koma inn daglega og fjölskylda mín og vinir oftar en ekki tekin fyrir.

Eyðir miklum tíma í að versla á netinu

Þessi dularfulli bloggari virðist þó ekki vilja mér neitt illt. Engin meiðyrði. Aðeins stórkostlegur misskilningur á mínu lífi. En þrátt fyrir það er þetta auðvitað brot á persónuverndarlögum. Þess vegna var mér bent á að leita til lögreglu og kæra viðkomandi. Sem ég gerði.

Eva Rakel Jónsdóttir er nítján ára nemi við Verslunarskóla Íslands og vinnur í fatabúðinni Levi’s samhliða náminu. Hún hefur mikinn áhuga á ferðalögum, tísku og líkamsrækt. „Stíllinn minn er frekar venjulegur, myndi ég segja. Klassískur en jafnframt rokkaður. Innblástur tískunnar sæki ég mikið í sjónvarpsþáttinn Gossip Girl og þar er Serena í mestu uppáhaldi. Mér finnst líka leikkonan Sienna

En Internetið er nútíminn. Þetta er óneitanlega bæði góð afþreying og fróðleikur sem við unga fólkið getum ekki án verið. En þrátt fyrir það verðum við að passa upp á persónulegar upplýsingar. Ættum jafnvel að bremsa okkur örlítið og athuga hvers vegna við erum að opinbera alls konar staðreyndir um líf okkar. Persónulega hluti sem eiga bara að vera þannig áfram.

Miller ótrúlega mikill töffari sem fer sínar eigin leiðir og er alveg sama hvað öðrum finnst. Fötin mín kaupi ég helst erlendis og á netinu. Ég get eytt mörgum klukkutímum í að ráfa um á netinu og fjárfesta í flíkum frá Urban Outfitters, American Apparel og Asos. Hérna heima laðast ég mest að íslensku versluninni Uniform. Fallegur klæðnaður og rosalega praktískur.“

Nýju haustvörurnar streyma inn

Föstudagur Skór: Weekday Pils: H&M Samfella: American Apparel

Miðvikudagur Skór: Urban Outfitters Buxur: Levis Peysa: American Apparel

Flott föt fyrir flottar konur,

Stærðir 40-60.

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is

Fimmtudagur Skór: Jeffrey Campbell Buxur: Dúkkuhúsið Peysa: Forever21 Taska: Topshop


Helgin 16.-18. september 2011

Jean Paul Gaultier, kostar tæpar fjögur hundruð þúsund krónur.

ASHTANGA YOGA

BYRJENDANÁMSKEIÐ

Zara, haust 2011.

6. september – uppselt / 4. október – skráning hafin Helgar–byrjendaworkshop 17. og 18. september – skráning hafin

Rykfrakkinn með leðurermum

Opnir tímar fyrir byrjendur og lengra komna Kennarar með góða þekkingu og reynslu – Erlendir gestakennarar

Vinsældir hins klassíska rykfrakka hafa verið gríðarlegar í sumar en svo virðist sem hann sé að taka á sig nýja mynd fyrir haustið. Helstu tískuhús heims keppast nú við að frumsýna nýja gerð sem gjarna skartar leðurermum. Tískurisinn Burberry, sem oft er í fararbroddi á rykfrakkasviðinu, frumsýndi í sumar „Patent Sleeve Trench Coat“. Sá er sagður vera fyrirmynd hinna frakkanna. Topshop hefur boðið upp á mjög svipaða frakka hér á landi og Zara frumsýndi í vikunni sams konar f lík sem kemur í verslanir einhvern tíma í haust. Einnig er vert að nefna að tískuhúsið Jean Paul Gaultier sýndi svipaðan frakka í lok ágúst sem selst gríðarlega vel fyrir tæpar fjögur hundruð þúsund krónur.

ASHTANGA YOGA – HEITT YOGA – MJÚKIR TÍMAR – KRÖFTUGIR TÍMAR

reykjavík

Topshop, kostar 34.990.

Burberry, kostar 186 þúsund.

Skráðu þig á yoga@yogashala.is Engjateigur 5, 2. hæð I sími 553 0203 I www.yogashala.is I yoga@yogashala.is

SKÓMARKAÐUR

St. 41-50

Verð: 8.415

St. 40-46

Verð: 6.995

St. 40-46

Verð: 7.295

St. 41-46

Verð: 4.995

Opið

mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16

Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040

Skóskraut Ný sending

Nýjar glæsilegar haustvörur Vertu velkominn


46

tíska

Helgin 16.-18. september 2011

Kate Moss kaupir víngarð

HAUST YFIRHAFNIR

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?

Ekta dúnúlpur m/hettu ljósar og dökkar frá kr. 39.900,-

Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

Laugavegi 63. S: 551-4422

Ofurfyrirsætan Kate Moss keypti á dögunum vínekru í Frakklandi handa eiginmanni sínum, Jamie Hince. Áður en Kate ákvað sig endanlega ráðfærði hún sig við fyrrverandi kærastann, Johnny Depp, sem á einmitt vínekru í SuðurFrakklandi. Kate varði drjúgum skildingi í búgarðinn þar sem hún ætlar að framleiða sitt eigið vín og kalla það Vin de Mossot.

Bieber klæðist stelpubuxum Í nýlegu viðtali við bandaríska slúðurtímaritið People sagði táningssöngvarinn Justin Bieber að honum líkaði betur að klæðast gallabuxum sem hannaðar væru fyrir stelpur. „Ég er ekki að reyna að búa til neitt trend með því að klæðast stelpugallabuxum. Þær eru bara þrengri og passa minni líkamsbyggingu vel.“ Söngvarinn bætti svo við í lokin að hann væri þó ekki hættur að ganga í strákagallabuxum. „Það fer bara eftir skapinu á morgnana hvort ég klæði mig í stelpu- eða strákabuxur.“

Svarthvítir kragar B

reska tískugyðjan Alexa Chung hefur lengi verið þekkt fyrir klassískan og stelpulegan stíl og hefur kraginn verið hennar helsta einkennismerki. Nú hafa fleiri stjörnur tekið upp trendið sem tröllríður öllu um þessar mundir, hvort sem það eru kragar á peysum, kjólum eða jafnvel einir og sér. Kraginn er hvorki nýtt fyrirbæri né ný hönnun; það skiptir bara máli hvernig hann er notaður. Hneppt alveg upp í háls er málið hjá stjörnunum núna.

VANTAR ÞIG AUKATEKJUR?

FRIENDTEX Á ÍSLANDI LEITAR AÐ FLOTTUM KONUM TIL AÐ KYNNA OG SELJA FRIENDTEX TÍSKUFÖT

NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 568 2870 EÐA 691-0808

kíkið á friendtex.is og Soo.dk Soo cool- so young hægt að panta sölupartý í síma 568 2870

Góðir tekjumöguleikar fyrir frískar konur

Fyrirsætan Brooklyn Decker í svörtum kjól með óvenjulegum kraga.

Alexa Chung í byrjun sumars í svörtum kjól með hvítum kraga.

Glee-leikkonan Naya Rivera í svörtum kjól með hvítum kraga.

Söngkonan Pixie Lott í hvítri blússu með svörtum kraga.

Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is

NÝ SKÓSENDING Þar sem gæði, útlit og þægindi fara saman! Stærðir 36 - 42,5

Engjateigi 5 sími 581 2141

Við erum á Facebook

Leikkonan Jaime King í gegnsærri blússu með hneppt alveg upp.


Helgin 16.-18. september 2011

Ný myndabók frá Lady GaGa

Síðustu tíu mánuði hefur söngkonan Lady GaGa unnið að nýrri bók í samstarfi við umdeilda ljósmyndarann Terry Richardson. Bókin á að heita Lady GaGa X Terry Richardson og mun innhalda ljósmyndir af söngkonunni, teknar af Terry, í alls konar skrautlegum múnderingum. Bókin kemur út hjá Grand Central Publishing hinn 22. nóvember næstkomandi og mun Lady GaGa sjálf skrifa formála að henni. Forsíða bókarinnar var birt nú vikunni og maður hefði getað búist við djarfara útliti á söngkonunni.

Fatalína fyrir barnshafandi konur

Leikkonan Selma Blair, sem eignaðist sitt fyrsta barn í lok júlí, segir að það erfiðasta við meðgönguna hafi verið að finna flottan og fágaðan meðgönguklæðnað. Nú, tveimur mánuðum eftir barnsburð, vinnur hún hörðum höndum að nýrri fatalínu, sem bæði er ætluð fyrir barnshafandi konur og þær sem nýlega hafa fætt barn. Hún segir að allt sjálfsöryggi vanti á þessum mánuðum og því verði línan þægileg og kynþokkafull fyrir konur í öllum stærðum.

F í t o n / S Í A

Premium Icelandair American Express®

Viðbótartaska í flugi til USA og 10kg umfram í Evrópuflugi

Kynntu þér kostina á americanexpress.is

tíska 47


48

menning

Helgin 16.-18. september 2011

Galdrakarlinn í Oz - frumsýning um helgina!

 Spark Katrín Ólína Pétursdóttir hönnuður opnar sýningu

Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Fim Lau Lau Sun Sun Lau Lau Sun Sun Sun

15.9. 17.9. 24.9. 25.9. 2.10. 8.10. 15.10. 16.10. 23.10. 30.10.

Kl. 16:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00 Kl. 17:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00

forsýn. frumsýn. 3. k 5. k 6. k 7. k 9. k aukasýn. 12. k 14. k

U U U U Ö U U U Ö U

Fös Sun Sun Lau Sun Sun Sun Lau Lau Lau

16.9. 18.9. 25.9. 1.10. 2.10. 9.10. 16.10. 22.10. 29.10. 5.11.

Kl. 16:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00 Kl. 17:00 Kl. 17:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00 Kl. 14:00

forsýn. 2. k 4. k aukasýn. aukasýn. 8. k 10. k 11. k 13. k 15. k

U U U U U U Ö Ö Ö Ö

Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma

NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Lau Lau Lau

17.9. 24.9. 8.10.

Kl. 20:00 Kl. 20:00 Kl. 20:00

3. k 5. k 7. k

U Ö Ö

Fös Lau

16.9. 21.9. 25.9. 29.9.

Kl. 20:00 Kl. 20:00 Kl. 20:00 Kl. 20:00

5. k 7. k 9. k 11. k

U U U Ö

Kl. 20:00 Kl. 20:00

4.k 6.k

U Ö

Vinsælasta sýning síðastaleikárs snýr aftur

Fólkið í kjallaranum (Nýja sviðið)

Fös Mið Sun Fim

23.9. 1.10.

Sun Fim Mið Fös

18.9. 22.9. 28.9. 30.9.

Kl. 20:00 Kl. 20:00 Kl. 20:00 Kl. 19:00

6. k 8. k 10. k 12. k

U U Ö

Mannleg og hrífandi sýning sem lætur engan ósnortinn. Takmarkaður sýningafjöldi

Zombíljóðin (Litla sviðið) Fim Fös

15.9. 23.9.

Kl. 20:00 Kl. 20:00

16.9. 22.9. 30.9.

Kl. 20:00 1. k Kl. 20:00 3. k Kl. 20:00 5 k

24.9. 1.10.

17.9.

Ö

Kl. 20:00

Kl. 13:00 Kl. 13:00

Ö Ö U

Sun Sun

18.9. 25.9.

Kl. 20:00 Kl. 20:00

2. k 4. k

Ö Ö

Hlýlegt gamanverk með stórt hjarta

Eldfærin (Litla sviðið) Lau Lau

Lau

Nærgöngult og gagnrýnið samtímaverk. Ekki fyrir viðkvæma

Afinn (Litla sviðið)

Fös Fim Fös

Ö Ö

1. k 3. k

Ö Ö

Sun

25.9.

Kl. 13:00

2. k

Ö

Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri

Áskriftarkort

4 sýningar að eigin vali á 11.900 kr. 25 ára og yngri fá kortið á aðeins 6.500 kr. 568 - 8000 | borgarleikhus.is

Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 16.9. Kl. 19:30 20. sýn. Lau 17.9. Kl. 19:30 21. sýn.

Fös 23.9. Kl. 19:30 22. sýn. Lau 24.9. Kl. 19:30 23. sýn.

Listaverkið (Stóra sviðið) Fim 29.9. Kl. 19:30 Frums. U Lau 1.10. Kl. 16:00 2. sýn. Ö Lau 1.10. Kl. 19:30 3. sýn. Ö Sun 2.10. Kl. 19:30 4. sýn. Ö Fim 6.10. Kl. 19:30 1. aukasýn. Fös 7.10. Kl. 19:30 5. sýn. Ö

Fös 7.10. Kl. 22:00 2. aukasýn. Lau 8.10. Kl. 16:00 6. sýn. Ö Lau 8.10. Kl. 19:30 7. sýn. Ö Sun 9.10. Kl. 19:30 8. sýn. Ö Fös 14.10. Kl. 19:30 9. sýn. Ö Fös 14.10. Kl. 22:00 3. aukasýn.

Lau 15.10. Kl. 16:00 10. sýn. Lau 15.10. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 22.10. Kl. 16:00 12. sýn. Lau 22.10. Kl. 19:30 13. sýn. Sun 23.10. Kl. 19:30 14. sýn.

Hreinsun (Stóra sviðið) Fim 20.10. Kl. 19:30 Frums. U Fös 21.10. Kl. 19:30 2. sýn. Ö Fim 27.10. Kl. 19:30 3. sýn. Ö Fös 28.10. Kl. 19:30 4. sýn. Ö

Fim 3.11. Kl. 19:30 5. sýn. Ö Fös 4.11. Kl. 19:30 6. sýn. Ö Mið 9.11. Kl. 19:30 7. sýn. Ö Lau 19.11. Kl. 19:30 8. sýn.

Fim 24.11. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:30 10. sýn. Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 3.12. Kl. 19:30 12. sýn.

Svartur hundur prestsins (Kassinn) Lau 17.9. Kl. 19:30 Frums. Sun 18.9. Kl. 19:30 2. sýn. Fös 23.9. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 24.9. Kl. 19:30 4. sýn.

U U U U

Sun 25.9. Kl. 19:30 5. sýn. Fös 30.9. Kl. 19:30 6. sýn. Lau 1.10. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 2.10. Kl. 19:30 8. sýn.

Ö Ö U U

Fös 7.10. Kl. 19:30 9. sýn. Ö Lau 8.10. Kl. 19:30 10. sýn. Ö Sun 9.10. Kl. 19:30 11. sýn. Fös 14.10. Kl. 19:30 12. sýn. Ö

Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 18.9. Kl. 14:00 34. sýn. Sun 25.9. Kl. 14:00 35. sýn.

Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 16.9.Kl. 22:00 Fös 23.9. Kl. 22:00

Fös 30.9. Kl. 22:00 4. sýn.

Katrín Ólína við teppið sem er miðpunktur sýningarinnar. Töframaðurinn Miklimeir er þar í aðalhlutverki. Ljósmynd/Teitur

Yrkir sögur á ullargólfteppi K

atrín Ólína Pétursdóttir hönnuður hef­ ur um árabil haft í smíðum mikinn mynd­ heim þar sem koma við sögu ólík form, verur, texti, ýmsar plöntur og gróður. Myndir úr þessum heimi þekja allt frá snjóbrettum til innviða veitingastaðar í Hong Kong, sem hefur fengið verðlaun fyrir framúrskarandi innanhúss­ hönnun. Þessi heimur er í stöðugri þróun og í dag, föstudag, lýkur Katrín Ólína upp nýjasta kafl­ anum þegar sýning á verkum hennar hefst í Spark Design Space-galleríinu við Klapparstíg 33. Í öndvegi er 24 fermetra gólfteppi þar sem töframaðurinn Miklimeir, sem sýningin er nefnd eftir, er í aðalhlutverkinu. Miklimeir er ný per­ sóna í myndheimi Katrínar Ólínu en með honum heldur hún á slóðir aldagamalla sagnameistara sem sögðu sögur sínar með myndum á teppum.

Auk stóra teppisins eru einnig sýnd önnur minni, en öll eru þau unnin í samvinnu við danska eðalteppaframleiðandann Ege sem prent­ ar myndir og grafík á hágæða ullarteppi. „Ég hef áhuga á að nota ólíka möguleika prent­ tækninnar,“ segir Katrín Ólína um tilurð sam­ starfsins við Ege. „Mín vinna hefst með hand­ teikningu sem ég held áfram með í tölvunni og nýti mér svo ýmsa möguleika prenttækninnar til að koma henni á framfæri.“ Teppi Katrínar Ólínu eru til sölu á sýningunni en þar er líka sýnd og seld önnur hönnun hennar, meðal annars silkiþrykk, stuttermabolir og hand­ teikningar. Sýningin í Spark er opin klukkan 10 til 18 virka daga og frá 12 til 16 á laugardögum. -jk


.

bók

T:

NÝT

full

fullbók.

Helgin 16.-18. september 2011

Alvöru karlar í krísu Þ

að eru engir smákallar sem leiða saman hesta sína í gamanleiknum Alvöru menn sem verður frumsýndur í Austurbæ á laugardagskvöld. Egill Ólafsson stígur nú aftur á leiksvið eftir nokkurt hlé en með honum eru Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Guðjónsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Þeir blanda saman uppistandi, söng og líkamlegum áhættuleik í þessu verki þeirra Glynns Nicholas og Scotts Rankin. Alvöru menn var frumsýnt í Ástralíu árið 1999 og hefur notið vinsælda víða. Það er til dæmis vinsælasta gamanleikritið í Svíþjóð um þessar mundir og verður sett upp á West End í London í febrúar. Verkið fjallar um Hákon, Smára og Finn. Þeir eru allir háttsettir vinnufélagar sem komast í hann krappan þegar eigandi fyrirtækisins, Guðmundur, tilkynnir þeim að þeir þurfi að fara á sólareyju til að endurskipuleggja fyrirtækið og að einhvern muni þurfa að reka. Fjórmenningarnir þurfa að horfast í augu við lífshættulegar aðstæður og takast á við sinn innri mann á sólareyju.

Til bók aútgefenda:

Bókatíðindi 2011 Skráning nýrra bóka í Bókatíðindin 2011 er hafin. Útgefendur eru hvattir til að skrá bækur sínar sem allra fyrst en lokaskil vegna kynninga og auglýsinga er 20. október. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi.

VETRARNÁMSKEIÐ hefjast 19.september w w w. my n d l i s t a s ko l i n n . i s ALMENN NÁMSKEIÐ teikning 17:30-21:30 mán. 17:30-21:30 mið. 17:30-21:30 þri. 09.00-11.45 fim. 17:45-21:30 mán. 09.00-11.45 mán. 17:45-20:30 mið.

Teikning 1 fullbók. Teikning 1 Teikning 2 fullbók. Teikning 1 morguntímar Módelteikning Módelteikning morguntímar Módelteikning framhald

Sólveig Aðalsteinsdóttir Eygló Harðardóttir Sólveig Aðalsteinsdóttir Katrín Briem Margrét H.Blöndal Katrín Briem Katrín Briem

m á l u n - v a t n s l i t u n - e n d u r m e n n t u n ofl. 17.30-20.15 mán. Málun 1 Birgir Snæbjörn og Sigurður Árni 17.30-20.15 fim. Málun 2 Sigtryggur B. Baldvinsson 17:30-20:15 mið. Málun 3 Einar Garibaldi Eiríksson 17.30-20.15 þri. Málun 4 Einar Garibaldi Eiríksson 13.15-16.00 fös. Frjáls málun Sigtryggur B.Baldvinsson 17:30-21:40 mán. Litaskynjun Eygló Harðardóttir 09.00-11.45 þri. Málun 1 morguntímar Birgir Snæbjörn og Sigurður Árni 08.45-11.30 fös. Málun 2 morguntímar Sigtryggur B. Baldvinsson 09.00-11.45 mið. Málun 3 morguntímar Einar Garibaldi Eiríksson 10.00-12.45 lau. Málun 4 Módel- og Portrettmálun Birgir Snæbjörn Birgisson og Karl Jóhann Jónsson 17.30-20.15 þri. Vatnslitun framhald Hlíf Ásgrímsdóttir 09.00-11.45 mið. Vatnslitun -Teikning morgunt. Hlíf Ásgrímsdóttir 13.30-17.00 þri. Tilraunastofa í myndlist fyrir hreyfihamlaða. Margrét H. Blöndal og Eygló Harðardóttir

form - rými 17:30-20:40 fim.

Form, rými og hönnun

Hildur Bjarnad., Sólveig Aðalsteinsd. og Guja Dögg Hauksd.

keramik 17.30-20.15 mán. 17.30-20.25 þri. 18:00-22:00 mið.

Leirkerarennsla Guðbjörg Káradóttir Leirmótun og rennsla Guðný Magnúsdóttir Grundvallaratriði í keramiki - KEV173 Guðný Magnúsdóttir og Guðbjörg Káradóttir

ljósmyndun lau og þri lau og þri mán og lau mán og lau

Ljósmyndun svart/hvít Ljósmyndun svart/hvít II Ljósmyndun stafræn Ljósmyndun stafræn II

Erla Stefánsdóttir og Vigfús Birgisson Erla Stefánsdóttir og Vigfús Birgisson Vigfús Birgisson Vigfús Birgisson

indesign - photoshop 5 daga

InDesign-Photoshop

Magnús Valur Pálsson

BARNA- OG UNGLINGANÁMSKEIÐ 4-5 ára

Íslensku bókmenntaverðlaunin Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011 er til 6. október nk. Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. N e t f ang: b aek ur @ simne t .is

15.15-17.00 þri. 4 - 5 ára Myndlist 10:15-12:00 lau. 4 - 5 ára Myndlist 12:30-14:15 lau. 4 - 5 ára Myndlist

Guðrún Vera Hjartardóttir fullbók. Sigríður Helga Hauksdóttir Sigríður Helga Hauksdóttir fullbók.

6 - 12 á r a 15.15-17.00 má. 15:15-17:00 má. 15.15-17.00 þri. 15.15-17.00 mi. 15:15-17:00 fim. 15:15-17:00 fim. 10:15-12:00 lau.

6 - 9 ára Myndlist 6 - 9 ára Myndlist 6 - 9 ára Myndlist 6 - 9 ára Myndlist 6 - 9 ára Myndlist 6 - 9 ára Myndlist 6 - 9 ára Myndlist

Brynhildur Þorgeirsdóttir Ína Salóme Hallgrímsdóttir fullbók. Ína Salóme Hallgrímsdóttir Guðrún Vera Hjartardóttir Guðrún Vera Hjartardóttir fullbók. Ragnheiður Gestsdóttir Ragnheiður Gestsdóttir og Karlotta Blöndal 15.00-17.15 fim. 8 - 11 ára Leirrennsla og mótun / Guðbjörg Káradóttir 15.00-17.15 mið.10 - 12 ára Myndlist-Handverk-Hönnun / NN 15:00-17:15 fim. 10 - 12 ára Teikning-Málun-Grafík / Þorbjörg Þorvaldsd. 15.00-17.15 fös. 10 - 12 ára Myndasögur / Jean Posocco 10.00-12.15 lau. 10 - 12 Leir og Skúlptúr / Guðbjörg Kárad.og Anna Hallin

ungt fólk 18.00-20.55 fim. 13 - 16 ára Teikning-Málun-Grafík / Þorbjörg Þorvaldsd. 16.00-18.55 fös. 13 - 16 ára Leirmótun / Guðný Magnúsd. Anna Hallin fullb. 10:00-12.55 lau. 13 - 16 ára Myndasögur / Jean Posocco

Grafarvogur / Bakkastaðir 4 - 16 ára 14:30-16:15 má. 4 - 5 ára Myndlist - Bakkastöðum /Guðrún Vera Hjartard. 15:00-17:15 mið.10 - 12 ára Myndlist - Bakkastöðum /Brynhildur Þorgeirsd.

INNRITUN

www.myndlistaskolinn.is www.bokautgafa.is

sími 551-1990

á skrifstofutíma mán-fim kl.13-17 og fös kl.13-16


50

dægurmál

Helgin 16.-18. september 2011

Harpa

Dudamel og Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar

Duda-æðið kemur til Íslands NÝR VEITINGASTAÐUR OPNAR! TAPASHÚSIÐ VIÐ GÖMLU HÖFNINA ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA Í EFTIRFARANDI STÖÐUR: FAGLÆRÐA MATREIÐSLUMENN FAGLÆRÐA FRAMREIÐSLUMENN MATREIÐSLUNEMAR STARFSFÓLK Í ELDHÚS Í HLUTASTARF STARFSFÓLK Í SAL Í HLUTASTARF UPPVASK & ÞRIF UM HELGAR

E

in skærasta stjarna sinfóníuheimsins er hinn þrítugi venesúelski hljómsveitarstjóri Gustavo Dudamel sem sló í gegn rétt skriðinn yfir tvítugt. Hann mætir til leiks í Hörpu með Gautaborgarsinfóníunni á sunnudag, á hátindi ferils síns, en að auki er hann tónlistarstjóri Los Angeles Fílharmóníunnar og listrænn stjórnandi Orquesta Sinfónica Simón Bolívar í heimalandi sínu. Dudamel var aðeins 27 ára þegar hann var ráðinn til Los Angeles Fílharmóníunnar. Dagblaðið Los Angeles Times sló upp fréttinni af komu hans til borgar englanna með fyrirsögninni „Dudamania“ hefur

innreið sína, en þá þegar þótti kappinn sérstakt undrabarn á sviði hljómsveitarstjórnar, hafði rúllað upp hverri stjórnendakeppninni af annarri. Tilþrif hans með sprotann þykja einstök og má því búast við kraftmiklu kvöldi í Hörpu á sunnudag. Dudamel er nú á tónleikaferð með Gautaborgarsinfóníunni um Norðurlönd og er heimsóknin hingað hluti af því ferðalagi. Á efnisskrá tónleikanna í Hörpu verður meðal annars frumflutningur verksins Tiger Touch eftir Karin Rehnqvist, Sinfónía nr. 6 eftir Tchaikovsky og Klarinettukonsert eftir Mozart í flutningi einleikarans Martins Fröst.

Gustavo Dudamel sveiflar sprot­ anum í Hörpu á sunnudag.

 Leikhús Galdr ak arlinn í Oz

JÁKVÆTT OG SKEMMTILEGT FÓLK SKILYRÐI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 869-0727, VIGDÍS YLFA. EÐA INFO@TAPASHUSID.IS

Tapashúsið - Ægisgardur 2 - Sólfellhúsið - 101 Reykjavik - 512 81 81 - info@tapashusid.is - www.tapashusid.is

Halldór og Þórir blása úr nös í hléi eftir að hafa hamast í hitanum í hlutverkum huglausa ljónsins og hjartalausa tinkarlsins.

Hiti og sviti á Gula veginum 0 Nánari upplýsingar: www.viniribata.is og www.frikirkjan.is

Námskeið við yfirdrifnum áhyggjum · · ·

Hefur þú oft áhyggjur af margvíslegum hlutum og átt erfitt með að hafa stjórn á áhyggjunum? Eru áhyggjurnar af hlutum sem virðast ekki valda öðrum áhyggjum? Ert þú uppspennt(ur), eirðarlaus, pirruð/pirraður, átt erfitt með einbeitingu, þreytist auðveldlega eða átt erfitt með svefn?

Kvíðameðferðarstöðin býður nú upp á tíu vikna námskeið þar sem aðferðum hugrænnar atferlistmeðferðar er beitt til að draga úr áhyggjum. Á námskeiðinu er veitt er fræðsla um kvíða, áhyggjur, gagnsemi áhyggja og kenndar eru leiðir til þess að draga úr áhyggjum, leysa úr vandamálum og þola við í óvissu. Jafnframt verður farið í gegnum slökunar- og árvekniæfingar.

Flestir þekkja söguna um Galdrakarlinn í Oz og ferð Dóróteu og hundsins Tótó til Ævintýralandsins. Borgarleikhúsið frumsýnir um helgina söngleikinn sem byggður er á hinni rómuðu bók L. Frank Baum. Þar mæðir töluvert á leikurunum Halldóri Gylfa­ syni og Þóri Sæmundssyni sem leika kostulega ferðafélaga Dórótheu, huglausa ljónið og hjartalausa tinkarlinn, í búning­ um sem eru þröngir og heitir.

Námskeið fyrir fólk í makaleit Átta vikna námskeið þar sem farið er í hvar og hvernig kynnast megi öðrum, samræðulist, líkamstjáningu og samskipti kynjanna. Þá er einnig farið yfir daður, mörk, kynlíf og fleira. Kortlagðar eru mögulegar hindranir á sviði náinna tengsla og unnið að auknu sjálfsöryggi og frumkvæði þátttakenda. Námskeið er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar sem gefist hefur sérlega vel til að bæta líðan og samskipti, efla sjálfstraust og lífsgæði. Kennarar: Sóley D. Davíðsdóttir og Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingar

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 5. okt kl. 11.00-13.00

Námskeiðið hefst 18. október nk. og verður á þriðjudagskvöldum frá 20-22.

Nánari upplýsingar: www.kms.is

Nánari upplýsingar: www.kms.is

Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is

Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is

Þ

etta er heitasti búningur sem ég hef nokkurn tíma verið í. Við skulum orða það þannig,“ segir Halldór Gylfason. „Ég svitna mikið. Sérstaklega þegar ég er búinn að dansa minn eggjandi dans í þessu leikriti. Halldór segist ekki hafa pælt

Unnusti Amyar opnar hjarta sitt

Kvikmyndaleikstjórinn Reg Traviss er enn að jafna sig eftir sviplegt fráfall Amy Winehouse, konunnar sem hann ætlaði að kvænast. Hann hefur nú tjáð sig um áfallið sem hann fékk dag­ inn sem lífvörður Amyar hringdi og sagði honum frá dauða hennar. Hann hafði hugsað sér að eyða þessu örlagaríka kvöldi með henni fyrir framan sjónvarpið og harmar að sú áætlun hafi breyst. „Hún var heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún lifði venjulegu lífi og það var gott að búa með henni. Hún horfði mikið á sjónvarpið og hafði gaman af því að elda fyrir mig. Henni fannst eldamennska mjög skemmtileg og hún var mjög hús­ móðurleg.“ Amy hefði orðið 28 ára á miðvikudaginn og kærustuparið hafði hugsað sér að halda upp á afmælið í rómantískri ferð um Karabíska hafið.


Helgin 16.-18. september 2011

dægurmál 51

rýmingareru nú ekki þjáningar. Bara mild óþægindi.“

Svitinn rennur

Þetta er svakalegt. Þetta er heilgalli. Ég fer bara í kuldagalla og dansa.

MGM-ljónið er ein fyrirmynda Halldórs en öskur þess hefur bergmálað um heimsbyggðina áratugum saman.

neitt í hinni sígildu kvikmynd sem gerð var eftir söngleiknum árið 1939 með Judy Garland í hlutverki Dóróteu. „Ég stúderaði mest MGM-ljónið og ljón sem ég hef séð í dýragörðum og sjónvarpinu. Ljónið er svolítið þversagnakennd persóna og maður er þarna að leika huglaust ljón sem er eitthvað sem er ekki til. Það er svona eins og heiðarlegur stjórnmálamaður eða heiðarlegur viðskiptamaður. Ekki til.“

Heftir hreyfingar

„Það er kannski ekki hitinn sem er verstur við minn búning. Frekar hversu mikið hann heftir allar hreyfingar,“ segir Þórir Sæmundsson sem leikur hinn stirðbusalega tinkarl. „Búningurinn þvingar mig til að standa rosa beinn í baki og breiður í öxlum. Ég er eiginlega mjög hokinn náungi en þetta

Seir félagar eru á sviðinu í tvær klukkustundir í búningunum og það má því búast við að svitinn renni. „Þetta er svakalegt. Þetta er heilgalli. Ég fer bara í kuldagalla og dansa,“ segir Halldór. „Í flenniljósum sem hita náttúrlega sviðið og svo er maður að dansa, öskra og syngja þannig að ég held að þetta verði mín líkamsrækt í vetur. Þetta verður á endanum „köttað“ og „massað“ ljón. Og þetta er ferlega gaman. Mjög skemmtilegt.“ Þórir segir að búningur tinkarlsins hafi tekið nokkrum breytingum í ferlinu en þegar hann fór fyrst í hann gat hann ekki hreyft sig. „Þá var hann algjörlega eins og hann væri úr málmi. Þannig að nú er komið líf í hann og ég held að þetta verði bara skemmtilegur karakter,“ segir Þórir. „Tinkarlinn telur sig vera hjartalausan en er svo eiginlega með stærsta hjartað af öllum þarna. Má ekkert aumt sjá og finnur til með öllum. Ég er nú búinn að prófa ýmislegt með hann á leiðinni og gera hann svolítið ítalskan. Þeir eru svo snöggir upp og rosalega tillfinningaríkir. Þetta er svo mikið lið þessi fjögur, ljónið, Dórótea, fuglahræðan og tinkarlinn. Og það sem er eiginlega skemmtilegast við þetta er að gera þetta saman.“ Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu en auk þeirra Halldórs og Þóris eru Lára Jóhanna Jónsdóttir og Hilmar Guðjónsson í föruneytinu í hlutverkum Dóróteu og heilalausu fuglahræðunnar. Sjálfur Laddi leikur svo hinn dularfulla galdrakarl í Oz. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

sölunni í intersport smáralind

lýkur um helgina! verslunin lokar í smáralind!

allt á að seljast! enn meiri afsláttur!

opið í dag, föstudag frá kl. 11:00-19:00 laugardag frá kl. 11:00-18:00 og sunnudag frá kl. 13:00-18:00


52

dægurmál

Helgin 16.-18. september 2011

Atvinna Tvöföld vinna prófessors

Að frá morgni til miðnættis Stefán Jónsson vinnur tvöfalda vinnu sem prófessor í Listaháskólanum og leikstjóri. Tekur á, að sögn hins harðduglega Stefáns.

S Krummi Björgvinsson er kominn á slóðir raftónlistar.

Krummi í raftónlist

Tónlistarmaðurinn Krummi, sem er best þekktur sem söngvari þungarokksveitarinnar Mínus, gaf á dögunum út fyrsta lag væntanlegrar sólóplötu sinnar. Lagið, sem heitir Broken Clock, er í rafrænum popprokk-stíl undir áhrifum frá Depeche Mode og þýsku iðnaðarrokki í kringum 1970. „Broken Clock-titillinn kemur frá þeirri hugmynd að sumir myndu týnast ef alheimsklukkan væri röng, en fyrir suma yrði það frelsun. Síðan þýðir það líka að þú ert ekki á leiðinni heim eftir reif klukkan sex að morgni með sólina í andlitið. Við erum öll Broken Clocks sem lifa frjálsu félagslífi,“ segir Krummi í samtali við raftonar.is. Hann segir jafnframt að lagið lýsi ekki öllu sem hann er að gera en lýsi honum sjálfum mjög vel. -óhþ

tefán Jónsson, leikstjóri og prófessor við leiklistardeild Listaháskóla Íslands, er upptekinn maður. Ekki einasta tók það blaðamann langan tíma að ná í hann í síma heldur hafði hann ekki nokkurn tíma fyrir myndatöku. Bað um að fundin yrði mynd af sér annars staðar því hann hefði bara ekki tíma – væri afskaplega tímabundinn. Og ástæðan er einföld. Hann er í fullu starfi sem prófessor við Listaháskólann, stýrir á sama tíma tveimur leiksýningum í vetur og situr í listaráði Þjóðleikhússins. „Ég er að frá morgni til miðnættis og nýti sumarfrí og helgar til að undirbúa mig bæði fyrir kennslu og þær sýningar sem fram undan eru,“ segir Stefán í samtali við Fréttatímann þegar hann er spurður hvernig hann nái að púsla þessum störfum öllum saman. Ekki aðeins er Stefán prófessor við Listaháskólann heldur leikstýrir hann Hreinsun í Þjóðleikhúsinu fyrir áramót og Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu eftir jól. „Þetta er skipulagning. Ég kenni ákveðna kúrsa og er síðan á skrifstofunni. Þetta tekur á þegar álagið er mikið,“ segir Stefán en þvertekur þó fyrir það að hann færist fullmikið í fang. „Það er stefna Listaháskólans að vera með starfandi listamenn innan sinna raða – listamenn sem eru í nánum tengslum við bransann,“ segir Stefán. Samkvæmt kjarasamningi leikstjóra er ein leiksýning fimm mánaða vinna. Stefán segir að

slíkt eigi þó ekki við um sig. „Ég tek allan undirbúninginn utan hefðbundins tíma. Þessi fimm mánaða klausa á ekki við um mig enda gæti ég aldrei sinnt starfi mínu sem prófessor ef ég væri með tvær sýningar og burtu í tíu mánuði. Þetta gengur með góðri skipulagningu.“ Og undir það tekur Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans. „Prófessorar hafa rannsóknarþátt, svokallaðan listsköpunarþátt, og við erum afar stolt af Stefáni. Það er ávinningur fyrir skólann að hann sé fenginn til að leikstýra þessum tveimur stóru sýningum. Ég hef hvatt mína prófessora til að gera sig gildandi utan skólans og það hefur Stefán svo sannarlega gert. Hann er einfaldlega harðduglegur maður sem stendur sig hvar sem hann er,“ segir Hjálmar. oskar@ frettatiminn.is

Stefán Jónsson er á fullu alla daga. Ljósmynd/Þjóðleikhúsið

Plötuhorn Dr. Gunna

Stefnumót og upplýsingafundur um tækifæri til nýsköpunar á menntasviði

Grand Hótel Reykjavík, 19. september kl. 14.00-16.15

Dagskrá: Ávarp Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI Hvers vegna? Katrín D. Þorsteinsdóttir, forstöðumaður hugverkaiðnaðar og mannauðs SI Menntun er leikur - tækifæri fyrir fyrirtæki og menntastofnanir til nýsköpunar Ólafur Andri Ragnarsson, hönnunarstjóri Betware og aðjúnkt HR Reynslusaga Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors Menntaklasi á Íslandi Ari K. Jónsson, rektor HR Samspil þarfa atvinnulífs og skóla Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP Lausnir - Þarfir Framlag fyrirtækja og stofnana Panelumræður Ari K. Jónsson HR, Davíð Lúðvíksson SI, Hilmar V. Pétursson CCP, Katrín D. Þorsteinsdóttir SI, Sigurður Björnsson Rannís og Vilborg Einarsdóttir Mentor Framhaldið Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar SI Stefnumót Samtal aðila með þarfir og lausnir Fundarstjóri: Hellen Gunnarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti

Skráning og nánari upplýsingar á www.si.is

Hermigervill leikur fleiri íslensk lög

ADHD2

Dauði og djöfull







ADHD

Sálgæslan

Æsandi fléttur

Poppspilin á borðið

Hermigervill

Svuntuþeyst um poppsöguna Ég hef horn í síðu kóverplatna. Þær eru yfirleitt ómerkilegar nema þegar gömlu lögin eru algjörlega hugsuð upp á nýtt. Það er akkúrat það sem Hermigervill (Sveinbjörn B. Thorarensen) gerir; fyrst árið 2009 á plötunni Leikur vinsæl íslensk lög, og aftur nú. Þessi strákur er meistari svuntuþeysanna, enda lengi búinn að vera á kafi í þessum bransa. Fyrstu ár Moogs og svuntuþeysa eru honum hugleikin og því minnir margt hjá honum á frumkvöðla syntapoppsins, menn eins og Perrey og Kingsley, sem samdi hið heimsfræga Popcorn. Hér eru mislúnar lummur íslensku poppsögunnar settar í nýjan og ferskan búning og aldrei auðveldasta leið valin að settu marki. Niðurstaðan er þrælskemmtileg og merkilega djúpristandi plata þar sem mikil virðing er borin fyrir sögunni. Húrra!

Hvað er íslenski framúrstefnudjassinn í dag? Plötur sem heita Fnæs, Moð og Dútl og innihalda sjálfhverft tónlistarveggfóður? Veit ekki, en AHDHhópur bræðranna Óskars og Ómars Guðjónssona, Davíðs Þórs Jónssonar og Magnúsar Tryggvasonar Elíassen er alla vega ekki á þeim einmanalegu slóðum. Þetta eru miklir fagmenn á hljóðfærin sín og auðheyrt að tónlistarlegt áhugasvið er vítt. Lögin níu eru melódísk og flétturnar æsandi, dínamíkin skörp og grúvið djúsí. Þetta er ósungin tónlist; einhver í líkingu við Damo Suzuki í Can er það eina sem kæmi til greina ef það ætti að hafa söngvara í þessu bandi. Stundum er gægst fyrir horn „djassins“ og hamast á sveim- og/eða póstrokkuðum mótívum með góðum árangri. Lífleg og spennandi plata.

Saxófónséníið Sigurður Flosason stígur nú út úr veröld djassins og leggur poppspilin á borðið, þá helst sálarpoppuð og blúsuð mannspil og djassballöðuása. Til að flytja frumsömdu lögin sín hefur Sigurður fengið skothelt lið með sér, meðal annars Einar Scheving trommara, Þóri Baldursson, sem gælir við Hammondinn, og geislandi í frontinum þau Andreu Gylfadóttur og Stefán Hilmarsson. Boðið er upp á fjórtán vel flutt lög. Það er ekki verið að finna upp hjólið og þótt þetta sé ágætt þá er þetta ekki ýkja eftirminnilegt efni – meira svona stöff til að láta malla í bakgrunni í matarboði. Titillagið og Hæfileg refsing eru best, gustmikil og hressandi sálarlög. Stefán og Andrea hefðu alveg mátt syngja fleiri dúetta en þessi tvö því þau komast á skemmtilegt flug í þeim.


Ford Transit 300M Bus (BGS70) 2,2TDCi dísil beinskiptur 9 manna Rennihurð á v. hlið o.fl. Skrd. 6/2009. Ek. 48.000 km Verð 4.030.000 kr. Afsláttur 540.000 kr.

Kauptu: 3.490.000 kr. Ford Fusion Trend (HBM62) 1,4i bensín beinskiptur 5 dyra Málmlitur o.fl. Skrd. 6/2008. Ek. 89.000 km Verð 1.090.000 kr. Afsláttur 100.000 kr.

Ford Explorer Limited 4x4 (YY897) 4,6i V8 bensín sjálfskiptur 5 dyra Dráttarbeisli, sóllúga o.fl. Skrd. 11/2004. Ek. 96.000 km. Verð 1.890.000 kr. Afsláttur 100.000 kr.

Kauptu: 990.000 kr.

Kauptu: 1.790.000 kr. Ford Explorer XLT 4x4 (PT541) 4,0i V6 bensín sjálfskiptur 5 dyra Gangbretti, dráttarbeisli o.fl. Skrd. 2/2006. Ek. 90.000 km Verð 3.030.000 kr. Afsláttur 540.000 kr.

Ford Fiesta Trend (MNX04) 1,6i bensín sjálfskiptur 5 dyra Skrd. 6/2008. Ek. 65.000 km Verð 1.490.000 kr. Afsláttur 150.000 kr.

Kauptu: 1.340.000 kr.

Kauptu: 2.490.000 kr. Ford Escape XLS AWD (PZ075) 2,3i bensín sjálfskiptur 5 dyra Dráttarbeisli o.fl. Skrd. 6/2006. Ek. 90.000 km. Verð 1.590.000 kr. Afsláttur 270.000 kr.

Kauptu: 1.320.000 kr. Ford Expedition Limited 4x4 (RS158) 5,4i V8 bensín sjálfskiptur 5 dyra 35” breyttur, DVD kerfi, dráttarbeisli Skrd. 7/2006. Ek. 82.000 km. Verð 3.750.0000 kr. Afsláttur 650.000 kr.

Ford C-MAX Trend (SHL06) 1,6i bensín beinskiptur 5 dyra Málmlitur o.fl. Skrd. 1/2008. Ek. 63.000 km. Verð 1.890.000 kr. Afsláttur 200.000 kr.

Kauptu: 3.100.000 kr.

Kauptu: 1.690.000 kr. Ford Explorer Sport Trac Limited 4x4 (SI413) 4,6i V8 bensín sjálfskiptur 4 dyra Dráttarbeisli, lok á palli, leðuráklæði o.fl. Skrd. 6/2007. Ek. 50.000 km. Verð 3.490.000 kr. Afsláttur 600.000 kr.

Kauptu: 2.890.000 kr. Ford Focus Trend (TH805) 1,6i bensín beinskiptur station Skrd. 2/2006. Ek. 81.000 km. Verð 1.320.000 kr. Afsláttur 130.000 kr.

Kauptu: 1.190.000 kr.

Ford C-MAX Trend (YY460) 2,0i bensín sjálfskiptur 5 dyra Skrd. 3/2006. Ek. 71.000 km. Verð 1.450.000 kr. Afsláttur 160.000 kr.

Kauptu: 1.290.000 kr. Ford Focus Trend (HUG53) 1,6i bensín sjálfskiptur station Dráttarbeisli o.fl. Skrd. 6/2008. Ek. 59.000 km Verð 2.090.000 kr. Afsláttur 200.000 kr.

Kauptu: 1.890.000 kr.

Ford Escape Limited AWD (VFF91) 3,0i V6 bensín sjálfskiptur 5 dyra Nálægðaskynjarar, leðuráklæði o.fl. Skrd. 2/2008. Ek. 54.000 km. Verð 3.990.000 kr. Afsláttur 600.000 kr.

Kauptu: 3.390.000 kr.

Ford Explorer Limited 4x4 (ZS255) 4,6i V8 bensín sjálfskiptur 5 dyra Dráttarbeisli o.fl. Skrd. 6/2006. Ek. 100.000 km. Verð 3.410.000 kr. Afsláttur 560.000 kr.

Kauptu: 2.850.000 kr. Ford Escape XLT AWD (UUD07) 3,0i V6 bensín sjálfskiptur 5 dyra Skrd. 11/2007. Ek. 55.000 mílur. Verð 3.050.000 kr. Afsláttur 360.000 kr.

Kauptu: 2.690.000 kr. Finndu okkur

á fasbókinni Brimborg á Facebook

komduní hópin

Max1

Vélaland

Saga bílaleiga

Volvo á Íslandi

Ford á Íslandi

Citroën á Íslandi

á Facebook

á Facebook

á Facebook

Dollar bílaleiga á Facebook

Thrifty bílaleiga á Facebook

Mazda á Íslandi Ford Truck á Íslandi

cw110291_brimborg_fonot_haust11_augldagbll5x38_15092011_end.indd 1

15.9.2011 16:18:50


54

dægurmál

Borgríki Siggi Sigur jóns sýnir á sér nýja hlið

Helgin 16.-18. september 2011

Spillt lögga á kafi í vændi Hinn ástsæli leikari og Spaugstofugrínari Sigurður Sigurjónsson birtist í heldur óvenjulegu hlutverki í spennumyndinni Borgríki sem Ólafur Jóhannesson leikstýrir og verður frumsýnd í næsta mánuði. Þar leikur Siggi lögreglumanninn Margeir sem villist af vegi dyggðarinnar vegna fíknar sinnar í vændiskonur sem glæpaforinginn Ingvar E. Sigurðsson útvegar honum. „Ég vona fyrir það fyrsta að hann sé ólíkur mínum karakter, segir Siggi þegar hann er spurður hvort ekki sé himinn og haf á milli hans og Margeirs. „Það sem er

svona skemmtilegast fyrir mig prívat og persónulega er að þetta er ekki dæmigerð rulla fyrir Sigga Sigurjóns, ef ég orða það bara þannig. Þetta var mjög skemmtileg glíma og löngu tímabært að ég færi í þessa skúffuna. Það var líka ögrandi og skemmtilegt verkefni að leika í Borgríki.“ Siggi segist hafa notið þess að vera með einvala lið leikara í kringum sig. „Ingvar er þarna, Ágústa Eva og hann Zlatko Krickic, hörku nagli sem lék okkur alveg sundur og saman. Og ég lendi þarna í vafasömum félagsskap.“ Björn Thors, Björn

Kæra auglýsingar um verð Stöð 2 hefur kært samkeppnisaðila sinn Skjáinn til Neytendastofu vegna auglýsinga þess síðarnefnda þar sem neytendum er bent á að áskrift að Skjánum sé töluvert ódýrari en áskrift að Stöð 2. Í kærunni benda Stöðvar 2-menn á að ekki sé um að ræða sambærilega vöru þar sem útsendingartímar Stöðvar 2 séu margfalt fleiri en á Skjá einum og auk þess fái áskrifendur aðgang að Stöð 2 bíó og Stöð 2 extra. Eftir því sem næst verður komist hafa forsvarsmenn Skjásins ekki svarað Neytendastofu. Ljóst er að litlir kærleikar eru á milli sjónvarpsstöðvanna sem gátu einu sinni staðið þétt saman gegn sameiginlegum óvini – Ríkissjónvarpinu.

Á sama tíma að ári

Gott er að geta gengið að hlutum vísum þegar sumri hallar. Það á til dæmis við um skólana. Þeir hefjast alltaf á sama tíma – síðustu vikuna í ágúst. Annað sem virðist vera orðið að árlegum haustviðburði er glæsikynningar sjónvarpsstöðvanna á eigin efni, jafnvel í beinni útsendingu svo að enginn missi af dýrðinni. Það þriðja sem virðist vera orðið árlegt er hlutafjáraukning í Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar og félaga. Í það minnsta fjalla Reynir Traustason og meðreiðarsveinar hans á DV annað haustið í röð af alúð um peningaskort og þörf á nýju hlutafé í vefveldi Björns Inga sem spannar fjóra frétta- og afþreyingarmiðla, eina vefverslun og netbúðir með hjálpartækjum ástalífsins og raftækjum. Hvort Birni Inga tekst að ná sér í peninga þetta árið, líkt og í fyrra, verður að koma í ljós en eflaust lesum við um það í DV líkt og um önnur ævintýri Björns Inga.

Harpa á topp tíu heimslistans

Harpa heldur áfram að vinna upp í byggingarkostnaðinn með því að laða athygli og dálksentimetra að Íslandi í erlendum fjölmiðlum. Blaðakona Time Out, Rachel Halliburton, var hér á dögunum og skrifar innblásna grein um heimsóknina á netsíðu ferðaútgáfurisans. Rachel telur upp hin klassísku gleðiefni Íslandsfarans: miðnætursólina, brennivínið og landslag eins og á tunglinu, en mesta púðrið fer þó í afar lofsamlega umfjöllun um nýjasta aðdráttarafl Reykjavíkur, tónlistarhúsið Hörpu. Rachel talar meðal annars við rússneska fiðluvirtúósinn og hljómsveitarstjórann Maxim Vengerov, sem segir Hörpu hvorki meira né minna en eitt af tíu bestu tónlistarhúsum heims.

Viltu stofna fyrirtæki? Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, útgáfu reikninga, ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl.

Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og geta þátttakendur valið um: Morgunnámskeið: kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl . 9-12 Síðdegisnámskeið: kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30 Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, 6.hæð, Kópavogi (Hjartverndarhúsið). Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M

Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 552-6090 eða á lexista@lexista.is

VR og fleiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.

Hlynur Haraldsson og Gísli Örn Garðarsson eru einnig á meðal leikara í myndinni. „Þetta er nú brjóstumkennanlegur maður sem ég leik. Hann er einmana og mér þykir óskaplega vænt um hann en hann fer út af sporinu, getum við sagt. Annars er sjón sögu ríkari í þessu tilfelli. Hann fetar ekki alveg beinu brautina, karlkvölin, en ég hélt nú með honum allan tímann á meðan ég lék í myndinni. Maður var samt stundum með smá óbragð í munninum en það er bara partur af þessari vinnu.“ -þþ

Siggi Sigurjóns leikur lögguna Margeir sem leitar ákaft til vændiskvenna. „Ég er óvenju spenntur að sjá árangurinn og ég bara hvet fólk til að sjá þetta því þetta er öðruvísi. Það er alla vega annar Siggi Sigurjóns sem birtist á tjaldinu þarna.“

Tobba Marinós Rýnir í samfélagið í nýjum þætti

Varalituð á háum hælum með sprungið dekk Tobba Marinós er ekki af baki dottin þótt harkaleg viðbrögð við fyrirhuguðum sjónvarpsþætti hennar og Ellýjar Ármanns hafi orðið til þess að Ellý gekk úr skaftinu. Tobba fer í loftið á Skjá einum á miðvikudaginn kemur með þáttinn Tobba. Lilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona, ritstjóri Séð og heyrt og vinkona Tobbu, grínast með föstum innslögum í þáttunum sem Lillí McSnillí þannig að þar blandast saman gaman og alvara því Tobba ætlar sér að kafa ofan í erfið mál.

Þ

egar allt kemur til alls getur maður ekki treyst á neinn nema sjálfan sig og ég er nú ekkert hrædd við þetta,“ segir Tobba fjallbrött að vanda og vísar til harðrar umræðu um þáttinn sem hún og Ellý ætluðu að stjórna saman. „Svo er ég nú aldrei ein þegar ég er með Lilju Katrínu með mér en ég verð ein í settinu og fæ til mín gesti. Oprah er ein og henni gengur nú vel.“ Tobba segir að þátturinn verði meira en „bara blaður í setti“ og hún verði með að lágmarki þrjú innslög í hverjum þætti. „Ég hef trú á því sem ég er að gera og ætla að taka fyrir verðug og góð málefni. Þátturinn ætti því að höfða til fólks sem er samfélagslega þenkjandi og það er fásinna að þetta verði einhver froða.“ Tobba segist hafa verið dugleg við það undanfarið að koma sér í ótrúlegustu aðstæður í rannsóknum sínum fyrir þáttinn. „Ég gerði smá samfélagsrannsókn fyrir fyrsta þáttinn þar sem ég var með sprungið dekk úti í kanti. Annars vegar á skítugri Toyotu í íþróttagalla, með gleraugu og hárið í snúð – og hins vegar á háum hælum, með bleikan varalit, í kjól og með uppsett hár. Síðan taldi ég hversu margir stoppuðu hjá illa staddri konu úti í vegkanti í Garðabænum. Og niðurstöðurnar voru vægast sagt sláandi. Ég mun ræða hvað kom út úr þessu, kurteisi Íslendinga og kærleika þeirra til náungans og kærleikann í garð hárra hæla og bleiks varalitar. Og ég get alveg sagt það að konur geta oft verið konum bestar en þær voru það ekki þennan dag í Garðabænum. Tobba segir þáttinn verða góða blöndu af gríni og alvöru. Fyrri hlutinn fer í að kryfja eitt ákveðið málefni og Tobba segist ætla að beina sjónum að vandamálum sem fólk glímir við og þá hluti sem henni finnst ekki hafa fengið næga umfjöllun. „Ég fer langt út fyrir þægindarammann á hverjum degi í undirbúningsvinnunni. Eftir hlé reynum við svo að vera aðeins flippaðri. Þá er meira léttmeti og Lilja kemur með sitt innslag þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“

Og ég get alveg sagt það að konur geta oft verið konum bestar en þær voru það ekki þennan dag í Garðabænum.

allt fyrir áskri

toti@frettatiminn.is

Tobba situr aldrei auðum höndum. Nýja bókin hennar, Lýtalaus, kom út fyrir skömmu og selst eins og heitar lummur og nú er hún á kafi í samfélagsrannsóknum fyrir sjónvarpsþáttinn sinn, Tobba, sem hefur göngu sína á Skjá einum á miðvikudaginn.

fréttir, fræðsla, spo


lan kortasuam í full i gang

Frumsýnt um helgina! Fös 16/9 Kl. 16:00 forsýn UPPESLT Lau 17/9 Kl. 14:00 frumsýn UPPSELT Sun 18/9 Kl. 14:00 frumsýn UPPSELT Lau 24/9 Kl. 14:00 UPPSELT Sun 25/9 Kl. 14:00 UPPSELT

Sun 25/9 Kl. 17:00 UPPSELT Lau 1/10 Kl. 14:00 UPPSELT Sun 2/10 Kl. 14:00 UPPSELT Sun 2/10 Kl. 17:00 Örfá sæti Lau 8/10 Kl. 14:00 UPPSELT

Sun 9/10 Kl. 14:00 UPPSELT Lau 15/10 Kl. 14:00 UPPSELT Sun 16/10 Kl. 14:00 Örfá sæti Sun 16/10 Kl. 17:00 UPPSELT Lau 22/10 Kl. 14:00 Örfá sæti

Sun 23/10 Kl. 14:00 Örfá sæti Lau 29/10 Kl. 14:00 Örfá sæti Sun 30/10 Kl. 14:00 UPPSELT Lau 5/11 Kl. 14:00 Örfá sæti Sun 6/11 Kl. 14:00 UPPSELT

F í t o n / S Í A

Tryggðu þér miða strax!

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is


HE LG A RB L A Ð

Hrósið … ... fær Guðmundur Felix Grétarsson fyrir þrautseigju og bjartsýni. Franskir læknar hafa samþykkt að græða á hann handleggi en þá missti hann í vinnuslysi 1989.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Kynning fyrir karlmenn með krabbamein

Jón Kalman fær sænsk verðlaun

Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson fékk í gær hin virtu sænsku Per Olov Enquist-verðlaun sem kennd eru við rithöfundinn P. O. Enquist og voru sett á laggirnar árið 2005 – í tilefni af sjötugsafmæli hans. Verðlaunin verða afhent á bókamessunni í Gautaborg næstkomandi fimmtudag. Himnaríki og helvíti, fyrsta bókin í þríleik Jóns, kom út í Svíþjóð í fyrra og önnur, Harmur englanna, er nýkomin út. Von er á lokabók þríleiksins Hjarta mannsins nú í haust. Í umsögn dómnefndar segir að skáldsaga Jóns Kalmans fjalli um dreng sem er á milli himnaríkis og helvítis, lífs og dauða, kærleika og sorgar og hafs og fjalla. „Hún er bæði stórfengleg og göldrótt. Frásögn sem gefur bókmenntunum nýtt líf,“ segir enn fremur í umsögninni.

90 hlutverk

Félag leikskálda og handritshöfunda byrjaði á fimmtudaginn tveggja kvölda dagskrá undir merkjum Grósku þar sem átján ný íslensk leikrit eftir jafn marga höfunda eru kynnt með leiklestri upp úr völdum köflum. Verkið Opnun eftir Hallgrím Helgason var á meðal þeirra leikrita sem lesið var upp úr á fimmtudagskvöld. Tuttugu þjóðþekktir leikarar koma að kynningunni og öll verkin eiga það sameiginlegt að hafa aldrei verið flutt áður. Í hópnum eru bæði ungir höfundar með sín fyrstu verk og margreyndir höfundar með sín nýjustu verk. Dagskrá föstudagsins hefst í Tjarnarbíói klukkan 19.30 en þá verður lesið úr verkum eftir Steinunni Sigurðardóttur, Sigríði Jónsdóttur, Hrund Ólafsdóttur, Völu Þórsdóttur, Sigurbjörgu Þrastardóttur og fleiri. Á laugardaginn verður í framhaldinu efnt til málþings um stöðu höfundarins í leikhúsinu. Þingið hefst klukkan 14 í Tjarnarbíói.

KINe rúGmK(15O3xIL203 cm)

SÝNINGAR OG SKIPTIRÚM Á SÉRSTÖKU TILBOÐI! C ASTAWAY

King Size rúm (193x20

3 cm)

Queen Siz

FULLT VERÐ 381.685

kr. FULLT VERÐ 163.600

KING KOIL Kin

ÚTSÖLUVERÐ

ÚTSÖLUVERÐ

g Size rúm (193x203 cm

FULLT VERÐ 264.223

)

kr.

kr.

114.505 kr.

98.16065.4k40rkr..

= 70% AFSLÁTTUR!

ÞÚ SPARAR

ÚTSÖLUVERÐ

158.534 kr.

ÚTSALA REKKJUNNAR ÞÚ SPARAR 105.689 kr .

N U G R O M Á R U G A D I T S SÍÐA

30-70% AFSLÁTTUR!

Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

BALT(133xIC203 cm)

Full XL rúm

kr. FULLT VERÐ 243.423

ÚTSÖLUVERÐ

97.370 kTrU.R!

= 50% AFSLÁT

GRAND HAVEN

Queen Size rúm (153

x203 cm)

FULLT VERÐ 305.67

5 kr.

ÚTSÖLUVERÐ

152.838 kr.

= 50% AFSLÁTTUR

!

Argh! 160911

Ljósið stendur fyrir fræðsluog kynningarfundi fyrir karlmenn sem hafa greinst með krabbamein, eiginkonur þeirra og nánustu aðstandendur mánudaginn 19. september klukkan 17.30 í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi 43. Matti Osvald heilsufræðingur ætlar að halda erindi um mismuninn á körlum og konum, og hversu mikilvægt það er fyrir karlmenn að fá fræðslu og heyra um reynslu annarra sem hafa byggt sig upp eftir greiningu. Auk þess mun Halldór Snær Bjarnason, sem kom fram í Fréttatímanum fyrir skömmu, segja frá eigin reynslu og hvernig það nýttist honum þegar eiginkona hans dró hann í endurhæfinguna í Ljósinu. -óhþ

H E I L S U R Ú M


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.