18. nóvember 2011

Page 1

Hverjar ...

Yrsa Sigurðardóttir Hélt að metsölu­ bók síðasta árs væri vonlaus

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

... eru bestu og verstu bókakápurnar í bókaflóðinu?

Varasamar átröskunarsögur Geta ýtt undir lotu­ græðgi og lystarstol

Úttekt 24 Viðtal 78

Fréttaskýring 16 18.-20. nóvember 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 46. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Viðtal Linda Pétursdóttir er á góðum stað í lífinu

„Þetta ástarhaturssamband við frægðina tók verulega á“

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ólafur Jóhann Setur sig í spor kvenna

Linda Pétursdóttir varð á svipstundu ein þekktasta kona landsins. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt en nú er langþráðu jafnvægi náð; hún er móðir sex ára stúlku, framkvæmdastjóri farsæls fyrirtækis, ástfangin og ánægð.

Viðtal 28

Jólabjórinn dæmdur

Ljósmynd/Hari

Jólakaldi í efsta sæti: Þetta er Herra Jóli!

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

síða 34

Rúmlega helmingur landsmanna vill fá að kjósa um aðild að ESB Ný netkönnun sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland dagana 10. til 16. október sýnir að rétt rúmlega helmingur þjóðarinnar, eða 53 prósent, vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og kjósa um samninginn.

S

amkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Sterkara Ísland, félagasamtök, sem berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, um afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið, vill 53,1 prósent þeirra sem tóku afstöðu halda aðildarviðræðum áfram og taka afstöðu til samningsins í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,9 prósent vilja slíta aðildarviðræðum. Í þessari könnun kemur fram önnur niðurstaða en í könnun sem MMR gerði fyrir Andríki og birt var í gærmorgun þar sem rétt um helmingur vildi draga umsókn Íslands að ESB til baka en 35,3 prósent voru andvíg því. Í könnun Capacent er um þriðjungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynntur áframhaldandi aðildarviðræðum, 70 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja sömuleiðis áframhaldandi viðræður sem og 99 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Um 20 prósent kjósenda Framsóknarflokks vilja halda áfram viðræðum og 85 prósent stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar vilja halda

áfram aðildarviðræðum. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar, sem berst gegn aðild Íslands að ESB, segir í samtali við Fréttatímann að flestar undanfarnar kannanir hafi sýnt að meirihluti þjóðarinnar vilji hætta aðildarviðræðum og honum heyrist að í þessari könnun hafi spurningin verið leiðandi. „Það hriktir í stuðningi við ESB-ferlið. Eftirfylgnin í samfélaginu er lítil um að halda þessu áfram og fáir sem tala fyrir því,“ segir Ásmundur Einar. Jón Steindór Valdimarsson, formaður Sterkara Íslands, segir í samtali við Fréttatímanum að hann sé mjög ánægður með niðurstöðuna. „Ég átti von á því að stuðningurinn hefði minnkað enn meira í ljósi neikvæðrar umræðu um Evrópusambandið. Sem hefur auðvitað markast af erfiðleikum sem sambandið gengur í gegnum þessa mánuðina.“ Sjá einnig meira um Evrópumál á síðu 20 oskar@frettatiminn.is

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

46,9% vilja slíta aðildarviðræðum

Bíó 60

53,1 % hlynnt áframhaldandi aðildarviðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu

Spurt var: Hvort vilt þú ljúka aðildarviðræðum við ESB og fá að kjósa um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eða slíta aðildarviðræðum við ESB? Hjá um það bil helmingi aðspurðra var spurninginni snúið við: Hvort vilt þú slíta aðildarviðræðum við ESB eða ljúka aðildarviðræðum og fá að skjósa um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu? Alls svöruðu 811 spurningunni og rétt tæplega 90 prósent tóku afstöðu.

Gegnsæ pils og skósíð Ná fót­ festu í tísku­ heiminum

Tíska 70

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Austurveri


2

fréttir

Helgin 18.-20. nóvember 2011

 Viðskipti Stjórnarseta starfsmanna bank anna

Arion enn með stjórnarmann í Heklu Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

A

rionbanki er enn með stjórnarmann í bílaumboðinu Heklu þrátt fyrir að tæpt ár sé liðið frá því að bankinn seldi athafnamönnunum Franz Jezorski og Friðberti Friðbertssyni umboðið. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion-banka, staðfestir í samtali við Fréttatímann að Klemens Arnarson, starfsmaður bankans, sitji í stjórn Heklu á vegum bankans. „Það er hluti af samkomulagi við núverandi eigendur að bankinn myndi tilnefna stjórnarmann þar til ákveðin skilyrði kaupsamnings yrðu uppfyllt. Á þeim er ákveðinn tímarammi sem er ekki

liðinn,“ segir Haraldur Guðni. Franz og Friðbert keyptu Heklu af bankanum eftir útboð og var skrifað undir kaupsamning í byrjun febrúar á þessu ári. Ekki náðist í Franz sem virtist vera staddur í Þýskalandi miðað við tungumálið sem mætti blaðamanni í talhólfi hans. Eftir því sem næst verður komist hafa núverandi eigendur Heklu staðið við alla þætti kaupasamnings á þessum tímapunkti. Hekla er með umboð fyrir Volkswagen, Audi, Skoda og Mitshubishi-bifreiðar. -óhþ Fulltrúi Arion banka situr í stjórn Heklu ásamt eigendunum tveimur.

 Bækur Væringar eftir kosningar 1999

Orkuveitan á flæðiskeri stödd „Maður sér ekki út úr vandræðum Orkuveitunnar,“ segir Sigurður Jóhannesson, sérfræðingur Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann skoðaði skýrslu rýnihóps sem Fréttatíminn hefur undir höndum. Skýrslan er áfellisdómur yfir störfum fyrrum stjórnenda Orkuveitunnar. Sigurður segir sérstaklega ljótt að sjá að fyrrum stjórnendur keyptu eignir án arðsemisgreininga og fjárfestu að auki þvert á það sem niðurstaða slíkrar greiningar sagði til um, væri hún á annað borð gerð. Í skýrslunni má lesa að fyrrum stjórnendum hafi ekki þótt vert að staldra við eftir hrunið 2008 og endurskoða fjárfestingastefnuna heldur hafi áfram keypt veitur og virkjanir án langtímafjármögnunar. Sigurður segir þessa óbreyttu stefnu meðal mestu mistakanna sem skýrslan skýri. Rýnihópurinn er ánægður með aðgerðir sem gripið hefur verið til hjá Orkuveitunni. En meira þurfi til. „Það er því, að mati rýnihópsins, brýn þörf á að finna nýjar leiðir til að treysta fjárhagsstöðu fyrirtækisins.“ - gag

Segir Margréti Frímanns hafa eyðilagt draum um ríkisstjórn án Davíðs Jakob Frímann Magnússon segir, í nýútkominni ævisögu sinni Með sumt á hreinu, að Samfylkingin hafi átt þess kost að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki eftir kosningarnar 1999. Andstaða Margrétar Frímanns hafi komið í veg fyrir það.

Í

Sigurður Jóhannesson rýndi í skýrslu um Orkuveituna. Mynd/Hari

Gæðabakstur og Emmess- Alltof mikil próteinís stóðust transfituprófið neysla Þrír íslenskir matvælaframleiðendur sem áður notuðu transfitusýru við framleiðslu sína stóðust eftirfylgni Matís og hafa minnkað slíka fitu í matvælum sínum. Vörur þeirra innihalda ekki transfitu yfir mörkum, sem er 2 grömm af hverjum 100. Transfitusýra getur valdið hjartasjúkdómum. Transfitusýra í kleinum frá Gæðabakstri mælist nú eitt prósent af fitunni í kleinunum í stað 27 prósenta áður. Sólblóma borðsmjörlíki er nú algerlega án transfitu en 18 prósent fitunnar var slík áður. Tvö prósent fitu jurtaíss og hversdagsíss Emmessíss flokkast sem transfita í stað 14 prósenta áður. „Transfitusýra í matvælum var gamall arfur frá fyrri tíð þegar hert fita var talsvert mikið notuð,“ segir Ólafur Reykdal hjá Matís. Hann segir að eftir mikla umfjöllun um transfitusýru hafi margir framleiðendur brugðist við. - gag

Íslendingar borða margir hverjir einfaldlega of mikið prótein, segir Inga Þórsdóttir, deildarstjóri í matvæla og næringafræði við Háskóla Íslands. „Við verðum að fá ákveðið grunnmagn af próteinum en neysla íslensku þjóðarinnar er mjög próteinrík. Hún er í raun eins og mælt gæti verið með fyrir íþróttamann suður í álfum,“ segir hún. „Ein ástæða þess að íslenska þjóðin mælist nú með þeim þyngstu er ofsatrú á próteinum. Hún bætir próteindrykkjum og öðrum slíkum vörum við venjulega orku og próteinneyslu. Það þarf að muna að prótein er líka orkugjafi. Svo þyngjast ungir fullorðnir landsmenn um hálft kíló á ári og enda með að verða alltof feitir.“ Inga segir að ef landsmenn ætla hlutfallslega að auka próteinneyslu, sé best fyrir þá að borða minna af kjöti og feitustu vörunum. „Þá hlutfallslega hækkar próteinneyslan og minni hætta er á að þeir fitni,“ segir hún. - gag

Bók Jakobs Frímanns Með sumt á hreinu kemur út í dag.

Það hefði ekki þurft að sækja gamla jálka til útlanda.

bókinni lýsir Jakob Frímann atburðarás sem átti sér stað eftir alþingiskosningarnar árið 1999. Jón Ólafsson, einatt kenndur við Skífuna, var útgefandi Jakobs á þessum tíma og vel tengdur forkólfum Framsóknarflokksins, þeim Halldóri Ásgrímssyni og Finni Ingólfssyni. „Hann [Jón] hafði upplifað óvild Davíðs Oddssonar og hugnaðist illa áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann vildi koma Samfylkingunni að og var búinn að eiga orðastað við Halldór um það,“ segir Jakob Frímann í bók sinni sem Þórunn ErluValdimarsdóttir ritar. Jakob Frímann segir að Halldór hafi virst áhugasamur og að honum hafi verið falið að skila því til Samfylkingarinnar að Framsókn setti eitt skilyrði. „Í hópinn þurfti tvo þungavigtarmenn, svo mynda megi trausta ríkisstjórn. Framsókn vildi fá inn tvo tiltölulega nýskipaða sendiherra vestanhafs og austan, Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson,“ segir Jakob í bókinni. Tvímenningarnir tóku vel í hugmyndina þegar Jakob kynnti hana fyrir þeim og því var næst að ræða við forsprakka Samfylkingarinnar, Margréti Frímannsdóttur. „Ég mæli mér mót við þau hjónin, hana [Margréti] og minn gamla kunningja Jón Gunnar Ottósson. Ég legg málið í trúnaði á borðið. En Margrét verður ofboðslega móðguð og reið: „Við þurfum ekkert að vera að kalla fólk frá útlöndum, við erum fyllilega fær um að stjórna landinu sjálf. Þingflokkur Samfylkingarinnar er frábærlega mannaður.“ Þessi viðbrögð þurftu svo sem ekki að koma á óvart miðað við stemmninguna í Alþýðubandalaginu gamla enda hafði Margrét aldrei dansað á línu Svavars Gestssonar heldur miklu fremur Ólafs Ragnars Grímssonar. Þarna rann úr greipum tækifæri. Við upphaf nýrrar þúsaldar hefðum við átt möguleika á að taka aðra og betri stefnu,“ segir Jakob í bókinni. Margrét Frímannsdóttir segir í samtali við Fréttatímann að þessi frásögn Jakobs Frímanns sé rétt að því leyti sem snýr að henni. „Hann kom og ræddi við mig en mér fannst þetta ekki fýsilegur kostur. Ef það hefði verið einhver alvara í þessu þá hefði ekki þurft neinn vikapilt til. Þá hefði Halldór haft samband við þingflokkinn. Það gerðist ekki þannig svo fyrir mér var þetta ekki meira en vangveltur um eitthvað sem gæti orðið – svona eins og við höfum heyrt milljón sinnum um,“ segir Margrét. Hún viðurkennir að henni hafi ekki hugnast að fá Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson inn sem ráðherra. „Það hefði ekki þurft að sækja gamla jálka til útlanda. Menn sem komu á engan hátt nálægt stofnun Samfylkingarinnar. Þingflokkurinn var firnasterkur,“ segir Margrét. Aðspurð hvort hún sjái eftir að hafa ekki látið reyna frekar á þetta segir hún svo ekki vera. „Þetta var ekki á réttum forsendum. Þreifingarnar snerust um ráðherraembætti en ekki málefni. Slíkt er aldrei farsælt.” Og Margrét býst við að lesa bókina. „Jakob Frímann er skemmtilegur og ég er alæta á bækur. Ég geri það örugglega.“ Sjá einnig bókadóm um Með sumt á hreinu á síðu 48 Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is

Margrét Frímannsdóttir sér ekki eftir því að hafa ekki reynt meira til að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki eftir kosningarnar 1999.


0 kvr.a

No a! í Nov

og 1.000 mínútur á mán. S M M S/ 500 SM

500 kr. notkun á mán. í 6 mán. fylgir þessum síma!

dagur & steini

500 kr. notkun á mán. í 6 mán. fylgir þessum síma! 500 kr. notkun á mán. í 6 mán. fylgir þessum síma!

Nokia 2730 Nokia C2-01

1.790 kr.

Samsung Galaxy 5 á mán. í 12 mán.

500 kr. notkun á mán. í 6 mán. fylgir!

19.990 kr. staðgreitt

1.790 kr.

á mán. í 12 mán.

500 kr. notkun á mán. í 6 mán. fylgir!

1.690 kr.

á mán. í 12 mán.

500 kr. notkun á mán. í 6 mán. fylgir!

18.990 kr. staðgreitt

19.990 kr. staðgreitt

ti Setmæmrstistaður

sk Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Tilboðið gildir til 30. nóvember 2011, eða á meðan birgðir endast. 0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 490 kr. í áskrift og þá fylgir 150 MB netnotkun á mánuði. Símnotkun fylgir með 0 kr. Nova í Nova og Eitt verð í alla, áskrift og frelsi. Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 250 kr./mán. greiðslugjald. Það er ódýrara að staðgreiða og þá þarf ekki kreditkort.

í heimi!


4

fréttir

Helgin 18.-20. nóvember 2011

veður

laugardagur

Föstudagur

sunnudagur

Lítið lát á hausthlýindum Þrátt fyrir gang lands- og heimsmála virðist þetta einkennilega tíðarfar vera flestum efst í huga. Margir eru alveg standandi bit á mildu veðrinu dag eftir dag. Hægur vindur almennt séð á landinu fram á laugardagskvöld veldur því reyndar að sums staðar nær að frysta inn til landsins. Aðfararnótt sunnudagsins er síðan búist við myndarlegu úrkomusvæði frá djúpri lægð suðvesturundan. Á sunnudag allhvasst og rigning víða á sunnudag með suðlægum uppruna loftsins að nýju. Fljótlega eftir helgi er að sjá að svalara loft úr vestri nái yfirhöndinni. Einar Sveinbjörnsson

Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu

5

4

6

5

3 6

5

5

8

8

veðurfræðings. Veður-

6

6

þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera

6

aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur Hæglætisveður og milt. Rigning með köflum, en þó að mestu þurrt suðvestan- og sunnanlands. Höfuðborgarsvæðið: Skýjað með köflum og þurrt. Hiti um 4 til 6°C.

Haraldur tók sig af Michelsen_255x50_B_0911.indd 1 launaskrá OR

Borgarbúar ráðstafi 300 milljónum í viðhald

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, ákvað sjálfur að færa fullt starfshlutfall sitt til fyrra horfs og þiggja hálf mánaðarlaun í apríl og maí. Og þá í kjölfarið að hætta á almennri launaskrá fyrirtækisins en þiggja þess í stað laun fyrir hefðbundin stjórnarformennskustörf. Þetta kemur fram í svari Jóns Gnarr borgarstjóra á síðasta borgarráðsfundi við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks frá því í september. Ekkert sé athugavert við ákvörðunina enda hafi fullt starf stjórnarformanns átt að standa tímabundið. Við þessa breytingu fóru laun Haraldar því úr 920 þúsund krónum á mánuði í 225 þúsund krónur fyrir formennskuna. - gag

Borgarbúar fá að hafa puttana í því hvar verður ráðist í viðhald í hverfum þeirra á næsta ári. Borgin boðar „samráðsferli“ sem stefnt er að því að hefjist um miðjan nóvember. Þá er hægt að senda hugmyndir inn í gegnum samráðsvefinn Betri Reykjavík. Borgin ætlar að verja 300 hundruð milljónum í smærri viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar á nýju ári. Hvert hverfi fær 7,5 milljónir en 225 milljónir króna skiptast milli hverfanna eftir íbúafjölda. Stefnt er að því að verkefnin verði ákveðin í samráði við íbúa. Borgaryfirvöld ætla svo að leggjast yfir hugmyndirnar og leyfa íbúum að kjósa í gegnum Betri Reykjavík um þau verkefni sem hverfisráðin stilla upp. - gag

Foreldrar tveggja tvíbura geta nú hrósað happi. Kópavogsbær hefur samþykkt að hvorir foreldrar um sig fái 75 þúsund krónur á þessu ári í meiri niðurgreiðslu gæslu dagforeldra. Bærinn ætlar að niðurgreiða kostnað hjá þeim sem eiga fleiri en eitt barn hjá dagforeldrum, rétt eins og gert er í dægradvöl grunnskólanna og á leikskólum. Eftir breytinguna er sem fyrr greitt 35 þúsund með fyrsta barni, en 52.500 þúsund krónur séu börnin tvö og 70 þúsund séu þau þrjú. -gag

4

vaktin býður upp á veður-

vedurvaktin@vedurvaktin. is

Tvíburaforeldrar fá systkinaafslátt

5

Einars Sveinbjörnssonar

Vinnuskólinn hækkar laun Laun yngri unglinga í Vinnuskólanum hækka um 18 krónur á tímann og laun þeirra eldri um 24 krónur næsta sumar. Launahækkunin nemur fmm prósentum. Skólastjóri Vinnuskólans lagði hækkunina til og borgarráð samþykkti. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi, náði ekki hljómgrunni meirihlutans þegar hún mælti fyrir því að launin yrðu hækkuð 8,3 prósent þar sem laun hafi ekki hækkað í Vinnuskólanum frá árinu 2008. Laun á almennum vinnumarkaði hafi hækkað um sem nemur því hlutfalli. Hún vildi einnig sjá hækkun í samræmi við hækkun lægstu launa. - gag

Að mestu þurrt, en þó rigning framan af norðan- og austanlands. Vægt frost í innsveitum, en annars milt í veðri Höfuðborgarsvæðið: Úrkomulaust og hægur vindur.

Fer að rigna um mest allt land. Þó þurrt norðaustantil. Allhvass vindur og hlýnar aftur Höfuðborgarsvæðið: Vætu- og vindasamt en frekar hlýtt.

veðri og veðurfari.

Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is

 Heimsending Matarbakki myglaði hjá ellilífeyrisþega

28.09.11 15:10

Mamma átti bara að éta það sem úti frýs 86 ára gömul kona í göngugrind missti af matarsendli og matnum sem fauk út á stétt.

E Þetta er ekki ketti bjóðandi sem á að vera fyrir eldri borgara.

r þetta matur? Átt þú þetta,“ sögðu krakkar sem fylgdust með 86 ára gamalli móður Sigfúsar Ægis Árnasonar á dögunum reyna að kraka upp matarsendingu frá borgaryfirvöldum með stafnum sínum. Heimsendur matur hennar hafði fokið af þröskuldinum hjá henni út á gangstétt. „Hún leggur sig á daginn. Þegar hún vaknar dinglar þetta ýmist á hurðarhúninum hjá henni eða liggur á jörðinni,“ segir Sigfús. (Myndin sem fylgir fréttinni tók Sigfús.) „Já, þá var þessu fleygt á stéttina hjá henni. Hún á bara að éta það sem úti frýs og má hirða þetta þegar henni hentar. En hún getur það ekki. Hún er í göngugrind, rétt getur staulast um íbúðina,“ segir hann. Sigurður Einarsson, framkvæmdarstjóri Félags eldri borgara, segir þónokkrar kvartanir hafa borist þar sem fólk kvarti yfir að maturinn sem áður kom heitur fyrir hádegi sé nú kaldur og hengdur á hurðarhúna á misjöfnum tíma yfir daginn. Þá hafi kona í Grjótaþorpinu kvartað því matnum hennar var stolið. Sigfús sendi myndina til borgaryfirvalda. „Það gekk alveg fram af okkur þegar við sáum hvernig umbúnaðurinn var. Þetta hefur verið hengt á hurðarhúninn hjá henni síðan.“

Matarbakki móður Sigfúsar beið hennar á tröppunum en hangir nú á húninum. Mynd/Sigfús

86 ára og styðst við göngugrindina ein heima. Myndin er sviðsett. Mynd/gettyimages

Myndina setti Sigfús á Facebook þar sem Fréttatíminn pikkaði hana upp. „Eldra fólk borðar, held ég, yfirleitt í hádeginu frekar en á kvöldin,“ segir Sigfús. „En hún fær laugardagsfiskinn sinn milli klukkan 15 til 16 á laugardögum. Það sem er afhent þá borðar hún í hádegi í sunnudegi, þá tveggja daga gamalt,“ segir Sigfús. „Þetta er ekki ketti bjóðandi sem á að vera fyrir eldri borgara.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Hollari og betri en fínpússa þarf ferlið Aukin þekking - fjárfesting til framtíðar Háskóli Íslands býður upp á úrval námskeiða í viðskiptafræði með vinnu. Dæmi um námskeið á vormisseri 2012: - Verkefnastjórnun - Inngangur að fjárhagsbókhaldi - Stefnumótun fyrirtækja - Markaðsfærsla þjónustu - Rekstrarstjórnun - Fjármálamarkaðir - Alþjóðamarkaðsfræði og markaðsáætlanir - Stjórnun og skipulagsheildir

Skráðu þig á www.bsv.hi.is

Tuttugu og fimm ára gamalt og úrelt fyrirkomulag við matarsendingar Reykjavíkurborgar til aldraðra og annarra var lagt niður þegar hætt var að senda út „heitan“ mat og skipt í kaldan. Þetta segir Bragi Guðmundsson, matreiðslumaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. „Þetta var eins og svart/hvíta sjónvarpið – þótti fínt einu sinni en ekki lengur. Nú er það komið í lit og steríó,“ segir hann. „Maturinn er miklu betri, hollari, ferskari og hefur fjögurra daga geymsluþol,“ segir Bragi. „Nú kemur hann í lokuðum pakkningum, sem ekki var áður. Hann er kældur í stað þess að reynt sé að flytja hann heitan fyrir hádegi til 400 manns. Það sem var heit var orðið volgt og það sem átti að vera kalt líka,“ segir hann. „Við viljum gera vel og bjóða fólki góða þjónustu. Þess vegna skoðuðum við heimsendingarþjón-

ustu í Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. Þetta var niðurstaðan og við erum ánægðir.“ Bragi segir að enn eigi eftir að fínpússa ferlið. Maturinn sem dreift er á laugardögum sé eldaður og kældur niður á föstudögum. Reyna eigi að stytta ferlið um einn dag og dreifa tveimur bökkum í einu. Bragi viðurkennir að þeim hafi ekki flogið í hug að fólk sem sjái á eftir sunnudagssteikinni geymi laugardagsbakkann sem komi síðdegis til hádegis næsta dags. „Þetta er góð ábending og verður skoðuð.“ - gag

Svona mat fá um 400 heim til sín á morgun.


Jójó - Steinunn Sigurðardóttir Kristján Hrafn Guðmundsson, DV Fríða Björk Ingvarsdóttir, Morgunblaðinu Friðrikka Benónýsdóttir, Fréttablaðinu

Tilboð

kr. 4.199 kr. 5.899

Hjarta mannsins - Jón Kalman „Stórglæsilegur skáldskapur.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„Meistaralega stíluð, sár og hrífandi saga.“ Friðrikka Benónýsdóttir, Fréttablaðinu

„Mikilfenglegt verk.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttatímanum

Tilboð gildir til og með 29.12.11

Tilboð

kr. 4.199 kr. 5.899

Alltaf pláss fyrir góða bók Jólabækurnar eru hluti af jólahaldi bókaþjóðar

Eymundsson.is


HVER VINNUR

Helgin 18.-20. nóvember 2011  Sjálfstæðisflokkurinn Formannskjör

FORSETABIKARINN? BEINT: Föstudagur 18. nóv. 20:00 – 07:00 Laugardagur 19. nóv. 23:30 – 06:30

Vildu meiri tíma en báðust svo undan að svara spurningum Kosið milli Bjarna Benediktssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Landsfundinum á sunnudag.

F

Gylfasonar Hönnumegin, höfðu formannskandídatarnir hins vegar ekki tíma til að svara spurningunum í síðustu viku og varð að samkomulagi að skoða málið fyrir blaðið í dag. Á þriðjudag bárust svo skilaboð frá báðum um að Hanna og Bjarni sæu sér ekki fært að svara þeim spurningum, sem má sjá hér að neðan. Kosið verður milli Hönnun Birnu og Bjarna á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins á sunnudag.

réttatíminn lagði í síðustu viku spurningar fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Bjarna Benediktsson, sem takast á um formannsstöðu Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Hugmyndin var að birta svör þeirra í blaðinu sem kom út fyrir viku, þann 11. nóvember. Samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanna þeirra, Sigurðar Kára Kristjánssyni í herbúðum Bjarna og Magnúsar Þórs

1

Hvert væri fyrsta verkið ef ríkisstjórn undir þinni forystu tæki við landsstjórninni nú í haust?

2

Styður þú tillögu um að auka möguleika almennra flokksmanna til þess að hafa áhrif á starf og stefnumál Sjálfstæðisflokksins með því að heimila öllum flokksmönnum að sækja landsfund?

4

Viltu gera breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi? Ef svo, hvernig?

5 6

www.skjargolf.is / 595-6000

Eiga ríkið og sveitarfélögin að beita sér til að auka atvinnu eða fyrst og fremst að skapa skilyrði fyrir því að atvinnulífið geri það?

10 Á Reykjavíkurflugvöllur að vera eða 11 Er skynsamlegt að skera umtalsvert niður á fjárlögum til að skapa rými fyrir skattalækkanir? Hvert á þá að sækja fyrstu 10 til 20 milljarðana?

12 Hvert er þitt mat á arfleifð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra og sem Seðlabankastjóra?

Fyrir liggur að skattbyrði hefur færst til, af þeim sem hafa lægstar tekjur yfir á þá sem hafa hærri tekjur, er það jákvætt?

13 Hverjir eru helstu styrk- og veikleikar mótframbjóðanda þíns?

7

Á Ríkisútvarpið að vera á auglýsingamarkaði?

8

Hver er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

Heimildarmynd um ísfirsku hljómsveitina Grafík hefur verið gerð en 30 ár eru liðin frá stofnun hennar. Myndin spannar ferilinn. Upphafið var að Rafn Ragnar Jónsson trommuleikari, Rúnar Þórisson gítarleikari og Örn Jónsson bassaleikari byrjuðu að taka upp lög í Hnífsdal um áramót 1980-1981. Hljómsveitin er uppeldisstöð tveggja helstu poppsöngvara landsins, Helga Björnssonar og Andreu Gylfadóttur. Jafnframt koma út tveir diskar með úrvali laga hljómsveitarinnar ásamt tveimur nýjum. Frumsýning verður á Ísafirði 24. nóvember en í Reykjavík verða frumsýning og tónleikar í Austurbæ 1. desember. Þar munu hljóma smellir á borð við Mér finnst rigningin góð og Þúsund sinnum segðu já. -jh

9

fara úr Vatnsmýrinni?

Er krónan sá gjaldmiðill sem efnahagur Íslands á að hvíla á til framtíðar?

Heimildarmynd um 30 ára Grafík

á því sem fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins? Brást stefnan? Telurðu að flokkurinn eigi að biðja þjóðina afsökunar?

14 Hver eru áform þín í stjórnmálum verði mótframbjóðandi þinn kjörinn formaður?

Aflasamdráttur í október Heildarafli íslenskra skipa í október, metinn á föstu verði, var 4,7 prósentum minni en í október 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 0,4 prósent miðað við sama tímabil 2010, metinn á föstu verði, að því er Hagstofan greinir frá. Aflinn nam 77.063 tonnum samanborið við 83.870 tonn í október 2010. Botnfiskafli dróst saman um tæp 400 tonn og nam um 37.500 tonnum. Þar af var þorskafli tæp 18.000 tonn, sem er aukning um tæp 1.000 tonn. Ýsuafli nam tæpum 4.700 tonnum sem er 130 tonna aukning. Tæpum 37.000 tonnum var landað af uppsjávarafla samanborið við 43.000 tonna afla í október 2010. Þar af var 32.400 tonnum landað af síld, sem er 8.500 tonna samdráttur. Tæp 2.000 tonn veiddust af loðnu en enginn loðnuafli var í október 2010. Kolmunnaaflinn nam rúmum 1.800 tonnum en var 1.200 tonn í október 2010. Flatfiskaflinn var rúm 1.900 tonn er 300 tonnum meiri afli en í október 2010. Skel- og krabbadýraafli nam um 900 tonnum og jókst um 200 tonn. - jh



8

Matur, börn, heilbrigði og vellíðan

fréttir

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Þurfum við nokkuð að spara orku?

Leikskólinn Ásar í Garðabæ leitar af einstaklingi sem matreiðir með hjartanu. Í boði er áhugavert og krefjandi starf fyrir einstakling með metnað fyrir matargerð og heilbrigðum lífsstíl. Leikskólinn Ásar er rekinn af Hjallastefnunni og starfar eftir hugmyndafræði hennar. Í skólum Hjallastefnunnar er mikið lagt upp úr gæðum og hollustu matar, heilbrigði og vellíðan. Í skólanum eru um eitthundrað börn og þrjátíu starfsmenn.

Hvernig er vistvænt skipulag og hvaða hlutverki þjóna einstakar byggingar í því samhengi? Er vistvænt skipulag ekki framtíðin? Þurfum við Íslendingar nokkuð að spara orku? Reynt verður að svara þessum spurningum og öðrum álíka á opnum fundi Vistbyggðarráðs um orkunýtnar byggingar í vistvænu skipulagi í dag, föstudaginn 18. nóvember. Að fundinum standa tveir af vinnuhópum ráðsins sem hafa verið að fjalla um orkunýtni vistvænna bygginga og vistvænt skipulag. Markmiðið er að koma af stað umræðu um orkuvænar byggingar og hlutverk þeirra í skipulagi. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 10 og verður í fyrirlestrarsal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. - jh

Tónleikar Óperukórsins í Langholtskirkju Óperukórinn í Reykjavík verður með fjölbreytta tónleika á morgun, laugardaginn 19. nóvember klukkan 18 í Langholtskirkju. Þar flytur kórinn ásamt sinfóníuhljómsveit og tveimur ungum einsöngvurum, Karin Björg Torbjörnsdóttur og Aroni Axel Cortes, tónlistardagskrá sem samanstendur af íslenskum og sænskum tónlistarperlum. Þar á meðal er Messa eftir kunnan sænskan tónlistarmann, Robert Sund. Hann verður viðstaddur þennan frumflutning hér á landi. Við stjórnvölinn er Garðar Cortes. Einnig verða flutt íslensk kórverk eftir Pál Ísólfsson, Jón Ásgeirsson og Atla Heimi Sveinsson. Karin Björg og Aron Axel eru bæði við nám í Tónlistarháskólanum í Salzburg og undir stjórn Garðars Cortes. -jh

 Púsluspil Fjárfestar í hollenskum sjónvarpsþætti áhugasamir

Réttur aðila getur hafið störf 1. desember. Fyrirspurnir og frekari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst í netfangið asar@hjalli.is eða hjá skólastýrum í síma 564-0200.

FÍTON / SÍA

Þóra Friðriksdóttir og Guðrún Heimisdóttir. Sprotafyrirtæki þeirra, „Puzzled by Iceland“, keppti um athygli erlendra fjárfesta í hollenskum sjónvarpsþætti á miðvikudaginn.

Getur skipt sköpum fyrir sprotafyrirtæki

VILTU VITA Í HVAÐ TÍMINN FER? Taktu stjórnina með Tímon tímaskráningarkerfi

Puzzled by Iceland, sprotafyrirtæki tveggja íslenskra kvenna, keppti í hollenskum sjónvarpsþætti og vakti athygli erlendra fjárfesta. Möguleiki er á allt að milljón evra fjárfestingu. Fyrirtækið býður minjagripi sem byggjast á púsluspilum.

www.timon.is

VEGLEG VERKFÆRI

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

í Múrbúðinni

NOVA 18V Rafhlöðuborvél 2 hraðar

4.990 kr. NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar

1.790 kr. DURATOOL Rafhlöðuborvél 18V

2.990 kr. Flísasög 800w, sagar 52 cm

19.900 kr. Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Svona tækifæri eru fátíð.

V

ið erum mjög ánægðar enda vilja tveir af þeim fimm fjárfestum sem tóku þátt í keppninni ræða frekar við okkur,“ sagði Guðrún Heimisdóttir í samtali við Fréttatímann og talaði frá Rotterdam. Fyrirtæki hennar og Þóru Friðriksdóttur, Puzzled by Iceland, var fulltrúi Íslands í viðburðinum „Meet the Dragons“ í Rotterdam á miðvikudaginn. Um er að ræða hollenskan sjónvarpsþátt sem byggður er á sjónvarpsþáttunum „Dragons Den“ á sjónvarpsstöðinni BBC. Þar kynna sprotafyrirtæki hugmynd sína fyrir fimm erlendum fjárfestum og fá til þess þrjár mínútur. Fjárfestarnir fá í kjölfarið fimm mínútur til að spyrja fulltrúa sprotafyrirtækjanna spjörunum úr og semja við þá um kaup á hlut í fyrirtækinu ef áhugi er á. Möguleiki er á fjárfestingu frá 100.000 til 1.000.000 evra. Sjónvarpsþátturinn var opnunarviðburður alþjóðlegrar athafnaviku í Hollandi. Guðrún og Þóra stofnuðu fyrirtækið í ágúst í fyrra en þá voru þær báðar í fæðingarorlofi. Hlutverk þess er að hjálpa ferðamönnum að varðveita minningar frá ferðalögum sínum um allan heim með því að bjóða upp á vandaða minjagripi sem byggðir eru á hinni klassísku vöru, púsluspili. „Tækifæri á borð við þetta getur skipt sköpum fyrir sprotafyrirtæki eins og okkar. Að komast í alþjóðleg tengsl og fjárfestingar getur ráðið úrslitum um hversu hratt og örugglega lítil hugmynd getur orðið að stóru, alþjóðlegu fyrirtæki,“ sagði Þóra.

Guðrún tók undir það en þær stöllur hafa lagt nótt við dag að undanförnu til þess að undirbúa keppnina: „Auðvitað er þetta stressandi en svona tækifæri eru fátíð,“ segir hún. Það kemur síðar í ljós hvernig samningar milli hugsanlegra fjárfesta og íslenska sprotafyrirtækisins takast. Púslin frá Puzzled by Iceland eru seld í Duty Free versluninni á Keflavíkurflugvelli, Minju, Epal, Rammagerðinni og í fleiri verslunum. Þá býður Puzzled by Iceland fyrirtækjum upp á sérframleiðslu púsluspila. Fyrirtækið er með aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Toppstöðinni í Elliðaárdalnum. Það lenti í öðru sæti í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit, í vor og hlaut veglegan styrk frá Atvinnumálum kvenna stuttu síðar. Vörumerki fyrirtækisins, „Puzzled by“, hefur verið skrásett á Íslandi, í Noregi, Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Það býður upp á ótal möguleika í vöruþróun þar sem laga má vöruna að hvaða landi sem er. Nú þegar hafa verið framleidd púsl undir nöfnunum „Puzzled by Denmark“ og „Puzzled by Norway“. „Frá því við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmu ári höfum við unnið hörðum höndum við að byggja það upp. Við fengum í upphafi hugmynd og ákváðum að láta reyna á hana. Núna fáum við þetta tækifæri vegna þess að við erum duglegar. Ég ætla ekki að halda því fram að síðastliðið ár hafi verið auðvelt því töpin eru vissulega sár en sigrarnir eru þeim mun sætari,“ segir Guðrún.


NýTT

Lambakjöt ! n n i m n n i k á dis

Visatímabil

TILBOÐ lamba innralæri

2.998

kr/kg.

Verð áður 4.298.-

Ofnsteikt lambainnralæri með ratatOuille fyrir 4 að hætti Rikku 800 g lambainnralæri 1 msk ólífuolía salt og nýmalaður pipar 1 1/2 msk ólífuolía 1 meðalstór laukur, sneiddur 1 sellerístöngull, sneiddur 2 gulrætur, skrældar og sneiddar 2 1/2 msk tómatmauk

Hitið ofninn í 180°C. Steikið lambakjötið upp úr olíunni í 2-3 mínútur á hverri hlið. Leggið kjötið í eldfast mót og kryddið með salti og pipar. Bakið í 20 mínútur. Steikið laukinn, selleríið og gulræturnar í 3-4 mínútur, hrærið tómatmaukinu saman við og steikið áfram í 2 mínútur. Hellið rauðvíninu saman við og látið það sjóða niður. Bætið vatninu, kraftinum og timjaninu saman við og látið malla í 10 mínútur. Bætið papríku, tómötum og kapers saman við. Hellið sósunni yfir kjötið. Hækkið ofninn í 200°C og bakið áfram í 15-20 mínútur eða þar til að kjarnhiti kjötsins hefur náð 68-70°C. Gott er að bera réttinn fram með fersku salati og kartöflumús.

250 ml rauðvín 250 ml vatn 1/2 kubbur lambakjötskraftur 1 tsk timjan 50 g grillaðar papríkur úr krukku, sneiddar 50 g sólþurrkaðir tómatar í olíu, sneiddir 1/2 msk kapers

TILBOÐ

TILBOÐ

afsláttur við kassa

afsláttur við kassa

25%

TILBOÐ

TILBOÐ

998

TILBOÐ

1.399

kr/kg.

Grísahnakki

749

kr/kg.

Verð áður 2.199.-

lambalæri

sneiðar

TILBOÐ

2.924

kr/kg.

Verð áður 1.568.-

25%

kr/kg.

Verð áður 3.898.-

Verð áður 998.-

nauta mínútusteik

jurtakryddað

Kjúklingur heill, ferskur

Sælkeraborðið Kringlunni Fjölbreytt og girnilegt úrval af ostum og sælkeravörum

Kringlunni

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

KjúKlinGaVænGir fulleldaðir

jói fel pizza deiG

haGKaups spelt pizza deiG

hVítlauKs hrinGur

449

kr/pk.

Verð áður 697.-

229

379

kr/pk.

kr/pk.

Verð áður 399.-

Verð áður 479.-

kökudeig tilbúið beint í ofninn !

TILBOÐ

299

kr/pk.

da olta li a V r íú

Verð áður 559.-

fótb

Gildir til 20. nóvember á meðan birgðir endast.

kr/pk.

kr/pk.

jóa fel KöKudeiG

jóla öl t daGa Gatöl

359

279

Verð áður 449.-

T NýKoTrna

heil öKur flatK

jólastafir

jóa fel KöKudeiG

559

kr/pk.


10

fréttir

Helgin 18.-20. nóvember 2011

 Samkeppni Hugvit fr amhaldsskólanema

Önnur verðlaun

Náttborð Snilldarlausn 2011 Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Náttborð, sem Guðmundur Hermann Salbergsson, Sigurður Jón Sigmundsson, Jón Gunnar Sæmundsson og Haukur Örn Harðarsson, nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hönnuðu, bar sigur úr býtum í keppninni Snilldarlausnir Marels, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna fyrir árið 2011, sem fór fram í þriðja sinn. Verðlaunin, sem nema 100 þúsund krónum, voru af hent af Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á þriðjudaginn. Hátækni- og nýsköpunarfyrirtækið Marel hefur

verið bakhjarl keppninnar en einnig hafa Samtök atvinnulífsins stutt keppnina með myndarlegum hætti frá upphafi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur einnig sýnt keppninni mikinn stuðning og veitt kærkomna aðstoð. Framhaldsskólanemum var falið það hlutverk í Snilldarlausnum Marel að gera sem mest virði úr fyrirfram ákveðnum einföldum hlut. Áður hafa þessir einföldu hlutir verið herðatré og pappakassi en í ár var það dós sem lék aðalhlutverkið í keppninni.

Frumlegasta hugmyndin: Þakrennuviðgerð Verðlaun: 50 þúsund krónur Skóli: Menntaskólinn í Reykjavík Nafn: Rebekka Jenný Reynisdóttir Flottasta myndbandið: Dósastrengur Verðlaun: 50 þúsund krónur Skóli: Verzlunarskóli Íslands Nafn: Haukur Kristinsson og Árni Steinn Viggósson

Félagarnir úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja útbjuggu náttborð úr hvítri málningardós þar sem innbyggt var ljós og hleðslutæki fyrir farsíma.

Líklegast til framleiðslu: Hleðslutækjahaldari Verðlaun: 50 þúsund krónur Skóli: Menntaskólinn á Akureyri Nafn: Steinar Eyþór Valsson, Agnes Eva Þórarinsdóttir, Harpa Lind Konráðsdóttir, Kolbrún Helga Hansen og Sigrún Helga Andrésdóttir

 Útr ás Hestamennsk a

Atvinnuleysi eykst með haustinu Atvinnuleysi mældist 6,8 prósent í október og hefur því aukist um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði þegar atvinnuleysi var 6,6 prósent. Sökum árstíðarsveiflu eykst atvinnuleysi á haustin. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi í nóvember verði á bilinu 6,9 prósent til 7,2 prósent, að því er fram kemur í tölum stofnunarinnar. Að meðaltali voru 10.918 atvinnulausir í október og fjölgaði þeim um 159 að meðaltali frá fyrri mánuði. Atvinnuleysi fer þó minnkandi þegar litið er til lengri tíma. Fyrir ári var atvinnuleysi 7,5 prósent og var við upphaf þessa árs 8,5 prósent en hæst fór það í 9,3 prósent í febrúar 2009. Atvinnuleysi hefur það sem af er ári verið að meðaltali 7,5 prósent en var að meðaltali um 8 prósent árin 2009 og 2010. -jh

Einkaneyslan af stað með látum Miðað við kortaveltu í október fer einkaneysla síðasta fjórðungs ársins af stað með látum, að því er fram kemur í tölum Seðlabankans. Kortaveltan var 30,1 milljarður sem er aukning um 700 milljónir frá fyrri mánuði, eða 2,4 prósent. Miðað við sama mánuð í fyrra jókst veltan um rúmlega 20 prósent. Tölur um kortaveltu styðja spár um talsverðan vöxt einkaneyslu á síðasta fjórðungnum. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar jókst velta með húsgögn um 5,2 prósent að raungildi í október frá sama mánuði fyrra árs, og þá jókst velta með rúm um 10,4 prósent á sama mælikvarða. Á síðustu 3 mánuðum hefur verslun með rúm aukist um 20 prósent að raungildi miðað við sama tímabil fyrra árs. -jh

Aðildarviðræður eða aðlögunarferli? Hvað þýðir hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu? Framsal auðlinda eða loforð um lága verðbólgu? Er aðild ávísun á fullveldisframsal eða aukin áhrif okkar á ákvarðanatöku? Millilandaráðin og Viðskiptaráð Íslands standa fyrir morgunfundi um stöðuna á samningaviðræðum Íslands við ESB í dag, föstudaginn 18. nóvember.

0,2% Vöxtur Atvinnuleysis Milli september- og októbermánaða 2011 Vinnumálastofnun

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í samningaviðræðum við ESB, og Kolbeinn Árnason, formaður samningahópsins um sjávarútvegsmál, munu fara yfir stöðuna nú þegar viðræður við ESB eru hafnar. Fundurinn verður í Húsi verslunarinnar á hæð 0, gengið inn norðanmegin, klukkan 8.15 - 9.45. -jh

Samráðsvefur fyrir Íslendinga Lýðræðisvefurinn Betra Íslands var opnaður á miðvikudaginn. Um er að ræða nýjan samráðsvef fyrir Íslendinga sem byggður er á sama grunni og Betri Reykjavík, að því er segir í tilkynningu. Tilgangur hans er að tengja saman almenning og þingmenn, hvetja til góðrar rökræðu um landsmálin og að styrkja fulltrúalýðræðið. Á honum eru öll lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem nú liggja fyrir Alþingi en á vefnum gefst almenningi kostur á að láta skoðun sína á þeim í ljós og færa fram rök með þeim eða á móti. Allar ræður á Alþingi eru aðgengilegar sem einstök myndskeið og auðvelt er að deila þeim á Facebook eða öðrum samskiptamiðlum. Þegar ákveðinn fjöldi notenda styður eða er á móti þingmáli verða rök og umræður sendar sjálfvirkt inn sem umsögn til nefnda Alþingis á meðan málið er í vinnslu. - jh

Feðgarnir Arnar Guðmundsson og Guðmundur Arnarsson í Ástund. Ljósmynd Hari

Selja reiðtygi um heim allan Ástund heldur upp á 35 ára afmæli sitt um þessar myndir. Gríðarleg aukning hefur verið í útflutningi á hestavörum á undanförnum árum, sérstaklega á reiðtygjum.

Þ

að er gaman að segja frá því að það hefur aldrei gengið betur en einmitt nú á afmælisárinu,“ segir Guðmundur Arnarsson hjá Ástund en þessi verslun, sem sérhæfir sig í hestavörum, heldur upp á 35 ára afmæli sitt um þessar mundir. Guðmundur segir mestu skipta að samkeppnisstaða útflytjenda á íslenskum hestavörum hafi batnað eftir hrun þar sem íslensku vörurnar hafi hækkað minna. „Í erfiðleikum og kreppu felast tækifæri. Það

er aukinn útflutningur í reiðtygjum. Ástralía er til að mynda nýjasta landið þar sem seld eru íslensk reiðtygi. Íslenski hesturinn er að hasla sér völl þar en þetta tekur auðvitað tíma,“ segir Guðmundur og bætir við að Ástund sendi nú reglulega reiðtygi, höfuðleður, múla og tauma til tólf landa en fluttar hafa verið út vörur til rúmlega tuttugu landa. „Við seljum til allra Norðurlandanna, Þýskalands, Belgíu, Austurríki, Sviss, Hollands, Frakklands og Bandaríkjanna svo dæmi

séu nefnd,“ segir Guðmundur en Ástund hefur rekið eigið söðlaverkstæði frá árinu 1985 þar sem reiðtygi og hnakkar eru smíðaðir. Og það er ekki bara reiðtygin sem seljast út um allan heim því nú stefnir í metár í sölu hnakka. „Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur vaxið frá byrjun. Og það gengur bara ljómandi vel,“ segir Guðmundur. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Fjárfestu í sjóði til efri áranna Þú greiðir ekki fjármagnstekjuskatt fyrr en við sölu eigna í sjóði Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is

50% afsláttur af söluþóknun sjóða fram til 16. desember Hagkvæm og fagleg eignastýring Hátt vægi ríkistryggðra eigna

Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is


AuðveldAr vélinni Að viðhAldA

getu og Afköstum


Helgin 18.-20. nóvember 2011

Lexus RX 400

Tvinnbíll / Hybrid

árg. 2007, ekinn 62 þús. km. 3300cc, bensín, sjálfsk.

fr éttaskýr ing Gr íðar leg velta á fyr rum svæði bandar ísk a hersins

5.377 milljónir í varnarliðssvæðið

Verð áður 5.790.000 kr.

Verð nú 5.290.000 kr.

Audi A6 árg. 2005, ekinn 82 þús. km. 2393cc, bensín, sjálfsk.

Heilsusjúkrahús Róberts Wessman í frost og gagnaver Verne holdings, sem Björgólfur Thor á hlut í í gegnum Novator, hefur aðeins brot af þeirri starfsemi sem stefnt var að fjórum árum síðar en áætlað var. Fljótlega var hætt við svokallaða „núllausn” um að þróunarfélagið Kadeco stæði undir sér og það sett á fjárlög.

Verð 2.990.000 kr.

S Subaru Forester 4x4 árg. 2009, ekinn 28 þús. km. 2000cc, bensín, beinsk.

Verð 3.690.000 kr.

Nissan Navara 4x4 árg. 2006, ekinn 93 þús. km. 2500cc, dísel, sjálfsk.

Verð 3.390.000 kr.

Isuzu Trooper 4x4

TILBOÐSBÍLL

árg. 2002, ekinn 221 þús. km. 3000cc, dísel, beinsk. Verð áður 1.190.000 kr.

Verð nú 890.000 kr.

ettar verða 524 milljónir króna í rekstur fyrrum varnarliðssvæðisins við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Þessi hálfi milljarður bætist við þær rúmu 5.377 milljónir króna sem settar hafa verið í rekstur og uppbyggingu á svæðinu frá því 2007. Fréttatíminn spyr: Af hverju? „Núlllausn“ átti að gilda um fyrrum varnarliðssvæðið. Það er að tekjurnar sem kæmu inn af sölu eigna áttu að standa undir kostnaði við þróun og rekstur auk hreinsunar á mengun sem bandaríski herinn skildi eftir á svæðinu. En því var breytt. Þróunarfélagið Kadeco, sem sér um svæðið, hefur skilað öllum tekjum til ríkissjóðs frá árinu 2008 og fær úthlutað fjárheimildum úr ríkissjóði. Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, segir þróunarfélagið hafa skilað inn 5,4 milljörðum króna til ríkisins. Öllum milljörðunum á árunum 2008 til 2010. Hann býst ekki við að ríkið fái fé í ár, nema að þeim takist að selja eignir. Gríðarleg velta er á Vellinum. Til þess að gefa hugmynd fór til dæmis megnið af fjárframlagi ríkisins í fyrra í rekstur mannvirkja eða tæpar 634 milljónir króna. Þróunar-, skipulags- og markaðsmál tóku

tæpar 230 milljónir af fénu og til mengunarmála fóru 239 milljónir. Samtals um 1,1 milljarður króna.

Stórverkefni fryst

Vonir stórhuga forsvarsmanna fyrirtækja hafa brostið, en Kjartan útilokar þær þó ekki. Þannig átti gagnaverið Verne holdings, sem Björgólfur Thor Björgólfsson og aðrir eiga, að opna í ársbyrjun 2008. Nú er útlit fyrir að fyrsti áfangi þess verði tekinn í notkun um áramótin; þá í 500 fermetra sal af þeim 22 þúsund fermetrum sem þeir ætla starfseminni. Þá átti heilsusjúkrahús Róberts Wessman, Iceland Healthcare, að rísa á Vellinum. Vonir stóðu til að tvö til þrjú hundruð fengju störf. Einnig að þangað kæmu 4.000 erlendir sjúklingar og fyrirtækið gæti skilað allt að 3,5 milljörðum í tekjur á ári. En Róbert setti áformin í frost. Dótturfélagið Seltún ehf. var stofnað um gamla hersjúkrahúsið sem Iceland Healthcare hafði leigt. Í síðasta ársreikningi kemur fram að þróunarfélagið hafi skuldbundið sig til að auka hlutafé í dótturfélaginu um 280 milljónir króna. Hundrað milljónir eiga að fara í að greiða útlagðan kostnað vegna sjúkrahússins en byggingin sjálf verði einnig lögð inn í félagið og metin á 180

Fjárframlög ríkisins til þróunarfélagsins Kadeco

Peugeot 307

TILBOÐSBÍLL

árg. 2006, ekinn 57 þús. km. 1400cc, bensín, beinsk. Verð áður 1.590.000 kr.

Verð nú 1.290.000 kr.

Nissan Pathfinder 4x4

TILBOÐSBÍLL

árg. 2007, ekinn 106 þús. km. 2488cc, dísel, sjálfsk. Verð áður 4.690.000 kr.

Verð nú 3.990.000 kr.

Fjárlög: Fjáraukalög: 2007 380.000.000 2007 1.170.000.000 2008 1.500.600.000 2008 0 2009 1.006.200.000 2009 -86.000.000 2010 618.700.000 2010 250.000.000 2011 538.000.000 2011 Heimild: Fjármálaráðuneytið.

Alls: 2007 2008 2009 2010 2011

1.550.000.000 1.500.600.000 920.200.000 868.700.000 538.000.000

milljónirnar sem ríkið fái endurgreitt við sölu. „Það er alveg ljóst að aðstæður hafa þróast á annan veg en lagt var upp með í byrjun. Þau plön um framkvæmdir sem til stóð að hæfust í desember munu ekki ganga eftir,“ segir Kjartan. Hann segir þó útlagðan kostnað ekki glatað fé og Iceland Healthcare hafi ritað undir leigusamning. Hins vegar sé ljóst að fari Kadeco fram á að þeir standi við hann þurfi þeir einnig að skila þeim húsinu eins og samið var um. Því segir Kjartan að semja þurfi við Iceland Healthcare.

Óljósar vonir?

Hrunið og samningaviðræður fyrirtækjanna Verne og Iceland Healthcare við ríkið hafa tafið uppbyggingu á vellinum sem nú kallast Ásbrú. Í síðustu árskýrslu segir Kjartan frá því að fleiri stórverkefni hafi dregist. Spurður segir hann að horft hafi verið til verkefna tengdum Helguvíkurálver og kísilverksmiðju. Kjartan segir að Kadeco hafi nú selt rúmlega helming allra fermetra sem félagið höndlaði með. „Við höfum þurft að endurskoða nokkra af þeim samningum og veita greiðslufresti og fleira í þeim dúr,“ segir hann. „En, það er ákveðin endurskipulagning að eiga sér stað og við förum vel í gegnum þau mál núna. En það er raunhæft að segja að helmingur eigna sem við seldum sé nú í höndum annarra aðila.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Dúkadagar 20% afsláttur af öllum dúkum

Kia Sorento 4x4 Eigum úrval notaðra Kia Sorento sportjeppa, dísel eða bensín. Nánar á www.askja.is

Verð frá 2.880.000 kr.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi.

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is


G l eg

leði jól

Hjónagjöfin ykkar Joop! Heilsudýnudagar í Betra Bak í nóvember

Heilsudýnudagar í Betra Bak í nóvember

20% afsláttur

20% afsláttur

af Tempur heilsudýnum !

af Chiro Deluxe og Chiro Royal heilsudýnum og rúmum !

19.900

Kynningarverð

Ný hönnun Chiro heilsudýnan er uppbyggð til að veita hámarksslökun og hvíld í svefni. Gormakerfið er stífara á mjaðmasvæði og mýkra á axlasvæði. Sjá nánar á betrabak.is Val um: Latex eða Visco Pedic þrýstijöfnunarefni í toppi.

TEMPUR Comfort heilsukoddinn.

15.885

með 20% afsl.

Mmmmjúkt !

TEMPUR Original heilsukoddinn.

15% afsláttur af jólasængurverinu þínu í nóvember !

Leggur grunn að góðum degi

DÝNUR OG KODDAR

betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16


14

fréttaskýring

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Barist um biskupinn Nýr biskup tekur við af Karli Sigurbjörnssyni á næsta ári. Karl hefur verið biskup á stormasömum tíma. Karlahefð er sterk innan þjóðkirkjunnar en kona þykir koma til greina sem biskup í fyrsta sinn. Jónas Haraldsson velti því fyrir sér hver gæti orðið næsti biskup.

B

iskupskosningar verða næsta vor og nýr biskup tekur væntanlega við af K arli Sigurbjörnssyni í júní næstkomandi. Þegar Karl tilkynnti á kirkjuþingi nýverið að hann hygðist láta af embætti eftir þjónustu í hálft fimmtánda ár kom fram að svokallað biskupsmál hefði verið sársaukafullt og átakamikið í kirkjunni. Í viðtali viðurkenndi Karl að mál forverans, Ólafs Skúlasonar, hefði átt þátt í ákvörðuninni um að hætta. Til þessa ástands og þeirra áfalla sem þjóðkirkjan hefur orðið fyrir verður væntanlega litið þegar gengið verður til biskupskosninga. En hver er líklegastur til að taka við embættinu? Nokkrir eru líklegri en aðrir til að gefa kost á sér. Um biskup gilda sömu reglur og aðra embættismenn, þeir eru skipaðir til fimm ára en skipunartími framlengist sé embættið ekki auglýst. Kjörgengir til biskupsembættis eru prestar þjóðkirkjunnar og guðfræðingar sem hafa full réttindi til að taka prestvígslu.

Vígslubiskupar

Þegar horft er til þeirra sem til greina koma sem arftakar Karls Sigurbjörnssonar koma vígslubiskupar upp í hugann. Bæði Ólafur Skúlason og Pétur Sigurgeirsson voru vígslubiskupar þegar þeir voru kjörnir í embætti biskups. Ólafur í Skálholti 1983-1989 og Pétur á Hólum 1969-1981. Jón Aðalsteinn Baldvinsson er vígslubiskup á Hólum og hefur gegnt embætti frá 2003. Kristján Valur Ingólfsson er vígslubiskup í Skálholti og hefur gegnt embætti frá liðnu sumri. Hafa ber í huga að þeir eru á svipuðu reki eða jafnvel eldri en fráfarandi biskup. Karl biskup er fæddur árið 1947, sama ár og Kristján Valur en Jón Aðalsteinn er ári eldri, fæddur árið 1946. Á næsta ári verða vígslubiskuparnir því 65 og 66 ára gamlir. Mjög er kallað eftir endurnýjun innan þjóðkirkjunnar en hvort aldur vígslubiskupanna vinnur gegn þeim skal ósagt látið. Því má ekki gleyma að þeir njóta trausts, sem fram kom í kjöri þeirra – og það alveg nýlega þegar litið er til Kristjáns Vals en augu presta virðast beinast nokkuð að honum. Þess má geta að Jón Aðalsteinn

444-9900

og Kristján Valur sóttust báðir eftir kjöri til vígslubiskupsembættis Hólastiftis á sínum tíma. Enginn fékk meirihluta í fyrri umferð en Kristján Valur fékk flest atkvæði. Af 63 atkvæðum fékk hann 27 en Jón Aðalsteinn 18. Í seinni umferð fengu þeir hins vegar jafn mörg atkvæði. Það kom því í hlut þáverandi kirkjumálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur, að veita embættið. Jón Aðalsteinn varð fyrir valinu.

„Trúverðugleiki vinnst með því að kjósa konu“

Hið nýliðna vígslubiskupskjör í Skálholti getur gefið vísbendingar um hugsanleg biskupsefni. Í fyrri umferð þeirra fékk Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Árbæjarkirkju, flest atkvæði eða 39. Jöfn í öðru og þriðja sæti voru Kristján Valur Ingólfsson og Agnes M. Sigurðardóttir, prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi með 37 atkvæði. Skammt undan var Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkurkjördæmi vestra, með 33 atkvæði. Það þurfti því að varpa hlutkesti til þess að skera úr um það hvort Kristján Valur eða Agnes kepptu við Sigrúnu um vígslubiskupsembættið. Kristján Valur varð ofan á og hafði síðan betur í baráttunni við Sigrúnu í annarri umferð. Engu að síður hlýtur nafn Sigrúnar að bera á góma þegar kemur að biskupskjörinu og sama gildir um Agnesi. Kona hefur aldrei gegnt biskupsembætti og raunar eru ekki nema örfáir áratugir síðan kona var fyrst vígð til prestsembættis. Af jafnréttisástæðum og ekki síst að með tilliti til þess ástands sem ríkt hefur innan þjóðkirkjunnar kölluðu margir eftir því að kona yrði fyrir valinu sem vígslubiskup í Skálholti. Hið sama kemur líklega upp þegar menn líta til komandi biskupskosninga. Hjalti Hugason, guðfræðideildarprófessor – sem sumir hafa horft til sem biskupsefnis – sagði þannig í grein í aðdraganda vígslubiskupskosningnna í Skálholti: „Það gefur auga leið að aukinn trúverðugleiki vinnst með því að kjósa konu til að gegna biskupsembætti með þeim tveimur körlum sem fyrir eru. Með tveimur miðaldra einstaklingum vinnst aukin breidd með því að kjósa svo unga konu sem kostur er. Sé horft til þeirra sem fyrir eru er viðamikil stjórnunarreynsla ekki

www.omnis.is

Nú getur þú borið saman epli og appelsínur á einum stað.

REYKJAVÍK REYKJANESBÆR

Ármúli 11 AKRANES

BORGARNES

- Við þekkjum tölvur

Agnes M. Sigurðardóttir, prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis, óskar Kristjáni Val Ingólfssyni til hamingju þegar hann vígður í embætti vígslubiskups í Skálholti. Þau þykja bæði koma til greina sem arftakar Karls Sigurbjörnssonar. Ljósmynd Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

það sem helst skortir. Mikilvægara er að sú sem valin verður búi að fjölþættri reynslu af kirkjustarfi innan lands og utan sem og á samkirkjulegum vettvangi. Þá skiptir sköpum að konan sem valin verður hafi tekið þátt í þeirri fjölþættu samfélagsumræðu sem kirkjan verður að taka vaxandi þátt í á komandi árum. Öðlist þjóðkirkjan ekki sterkari rödd á því sviði alveg á næstunni er hætt við að hún einangrist til frambúðar. Loks er mikilvægt að hún búi að reynslu af teymisvinnu ef takast á að þróa biskupsembættið í þá átt sem rætt var um hér að framan.“ Sigrún Óskarsdóttir er fædd árið 1965 og verður því 47 ára á næsta ári, heldur yngri en þegar Karl Sigurbjörnsson var kjörinn biskup en hann var 51 árs, en hún er á svipuðum aldri og þegar Sigurbjörn Einarsson, faðir Karls, var kjörinn biskup árið 1959. Þá var hann 48 ára. Sigrún var vígð árið 1991 sem aðstoðarprestur í Laugarnesprestakalli. Hún þjónaði sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, var framkvæmdastjóri Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi, prestur í norsku

kirkjunni og prestur íslenska safnaðarins í Noregi en nú prestur í Árbæjarkirkju. Agnes M. Sigurðardóttir er fædd árið 1954 og verður því 58 ára á næsta ári, nær Ólafi Skúlasyni og Pétri Sigurgeirssyni í aldri þegar þeir tóku við biskupsembætti, 60 og 62 ára gamlir. Hún vígðist sem æskulýðsprestur þjóðkirkjunnar árið 1981 og var síðan sóknarprestur á Hvanneyri en hefur lengst af verið sóknarprestur á Bolungarvík og prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis.

Prófastar

Prófastar eru tengiliðir biskups og presta. Meðal þeirra eru því hugsanleg biskupsefni hverju sinni. Prófastsdæmum hefur fækkað en þriðjungur prófasta eru konur, auk Agnesar, prófasts í Vestfjarðaprófastsdæmi þær Dalla Þórðardóttir í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi og sóknarprestur í Miklabæjarprestakalli og Halldóra J. Þorvarðardóttir, sóknarprestur á Fellsmúla og prófastur í Suðurprófastsdæmi. Dalla sóttist eftir því að verða vígslubiskup á Hólum en varð

í þriðja sæti í fyrri umferð á eftir núverandi vígslubiskupum, Jóni Aðalsteini og Kristjáni Val. Halldóra er systir Ólínu þingmanns og komst í fréttir þegar hún messaði við þingsetningu í haust og fékk egg í höfuðið. Aðrir prófastar eru Birgir Ásgeirsson í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sóknarprestur í Hallgímskirkju, Gísli Jónasson í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli, sonur Jónasar Gíslasonar sem var vígslubiskup í Skálholti frá 1989 til 1994, milli Ólafs Skúlasonar og Sigurðar Sigurðarsonar, Gunnar Kristjánsson í Kjalarnesprófastsdæmi, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, Þorbjörn Hlynur Árnason í Vesturlandsprófastsdæmi, sóknarprestur í Borgarnesi, Jón Ármann Gíslason í Eyjafjarðarog Þingeyjarprófastsdæmi og sóknarprestur á Skinnastað og Davíð Baldursson í Austurlandsprófastdæmi, sóknarprestur í Eskifjarðarprestakalli. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Augun beinast helst að þremur Af viðtölum við presta má ráða að Kristján Valur þyki liggja einna beinast við sem næsti biskup en ef til kæmi sæti hann sennilega aðeins fyrsta skipunartímabilið, það er fimm ár, „maður sem ber embættið,“ eins og fram kom hjá viðmælanda. Það sem helst þykir mæla gegn kjöri hans er hve nýlega hann var kjörinn vígslubiskup. Agnes M. Sigurðardóttir prófastur er sömuleiðis sögð „kona með vigt og á réttum aldri.“ Spurning sé hins vegar hvort sá tími sé upp runninn að kona nái æðstu metorðum innan þjóðkirkjunnar. Það mat kom fram að Sigrún Óskarsdóttir væri fremur vígslubiskupsefni en biskupsefni, að svo stöddu. Efi

kom fram hjá viðmælendum um að Dalla Þórðardóttir hefði metnað í biskupsembættið þótt hún hefði reynt fyrir sér í Hólavígslubiskupskjöri á sínum tíma. Af „yngri“ prestum var Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli, helst nefnd, auk Sigrúnar, en þær verða 47 ára á næsta ári. Hún er með m.phil-gráðu í heimspeki 2003 frá Drew University og doktorsgráðu frá sama skóla 2007 en er umdeild. Hún stóð framarlega í flokki þeirra sem kröfðust afsagnar Karls biskups. Þjóðkirkjan var dæmdi til að greiða Sigríði bætur en talið var að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar skipað var

í embætti sendiráðsprests í Lundúnum, sem hún sótti um en fékk ekki. Af öðrum konum sem til greina þykja koma má nefna Arnfríði Guðmundsdóttur. „Hún er góður kostur,“ sagði einn fulltrúi prestastéttarinnar. Arnfríður, sem er fimmtug, lauk embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands 1986, prestur frá 1987 og er með doktorspróf í guðfræði frá The Lutheran School of Theology at Chicago frá árinu 1996. Hún var kennari við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ frá hausti 1996 og prófessor frá 2008 með stjórnunarreynsla frá HÍ og innan þjóðkirkjunnar. Þekktust er Arnfríður fyrir það að ná kjöri til stjórnlagaþings og síðar setu í stjórnlagaráði.

Ónefndur er Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju. Hann þykir frambærilegur að mati presta og telja sumir hann ganga næst þeim Kristjáni Val og Agnesi þegar horft er til næsta biskups. Hann er tæplega 58 ára, guðfræðingur og með doktorsgráðu frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Sigurður Árni hefur meðal annars starfað sem prestur í Vestur-Skaftafellssýslu og Suður-Þingeyjarsýslu, verið rektor Skálholtsskóla, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Hann hefur verið Neskirkjuprestur frá árinu 2004. -jh


burt

eiรฐindin

meรฐ l

meira fjรถr

!

fรฆrri krรณn

ur!


16

viðtal

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Átröskunarsögur geta ýtt undir lotugræðgi og listarstol stúlka Ekki er hægt að koma í veg fyrir átröskun með yfirferð á einkennum og reynslusögum. Slíkt getur meira að segja einfaldlega ýtt undir átröskun stúlkna, segir Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðingur og námsráðgjafi, sem setti upp námskeið fyrir stúlkur svo byrgja mætti brunninn áður en þær detta í hann. Afar fáar stúlkur sem þróa með sér átröskun læknast.

G

rípa þarf í taumana áður en ungar stúlkur leiðast út í átröskun, því fáar læknast verði þær þessari geðröskun að bráð. Forvarnir byggðar á reynslusögum, heimildamyndum og yfirferð á einkennum átröskunar geta ýtt undir átröskun stúlkna í áhættuhópi og hafa ekkert forvarnargildi. Þetta segir Elva Björk Ágústsdóttir, M.A. í sálfræði og námsráðgjafi í Garðabæ. Í samvinnu við Sigrúnu Daníelsdóttur, sálfræðing og deildarstjóra yfir átröskunarteymi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, og fleiri stóð Elva Björk að rannsóknum í grunnskólum borgarinnar. Þær settu upp tólf námskeið í fimm grunnskólum síðastliðin tvö ár þar sem stúlkum í 10. bekk var kennt að vera sáttar við bæði kosti sína og galla.

Einu markvissu forvarnirnar

„Þetta er í rauninni fyrstu markvissu forvarnirnar gegn átröskun stúlkna hér á landi. Hingað til hafa forvarnir byggt á reynslusögum og kennslu og upplýsingum á því sem einkennir átraskanir. Kennarar og námsráðgjafar hafa sýnt heimildamyndir um átraskanir, en slík tegund forvarna ber engan árangur og hefur jafnvel skaðleg áhrif. Fyrir margar stelpur sem eru komnar í áhættuhóp, til dæmis ýkta megrun, getur slíkt virkað sem leiðbeiningabæklingur. Stelpurnar eiga erfitt með að sjá að þær séu að verða veikar og líta á það hvernig búlimíu- og anórexíusjúklingar bera sig að sem voðalega sniðug ráð.“ Elva Björk flytur 19. nóvember fyrirlestur um niðurstöðuna á ráðstefnu menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallast Æskulýðsrannsóknir 2011. „Bestu forvarnirnar eru þær sem fjalla ekkert um átröskun. Þær stelpur sem ég hef verið með síðastliðin tvö ár vissu ekki að námskeiðið sem þær sóttu væri forvörn gegn átröskunum. Við tölum ekki einu sinni um átröskun. En mælingar sýna árangur, því einkenni átröskunar dróst saman eftir setu á námskeiðinu,“ segir hún.

Skaðlegir fyrirlestrar

„Það þarf langtímaforvarnir gegn átröskun en ekki einn fyrirlestur,“ segir Elva Björk en á mánaðarlöngu námskeiðinu eru fegurðarviðmið nútímans meðal annars gagnrýnd. „Við skoðum meðal annars fjölmiðla; hvernig myndir eru lagaðar til í Photoshop og förum yfir allar þessar mörgu megrunarfréttir. Námskeiðið miðar að því að bæta sýn stúlknanna á eigin líkama. Við þurfum ekki allar að líta út eins og fyrirsætur,“ segir Elva Björk. Námskeiðið kallast Body Project og er kennt að bandarískri fyrirmynd. Stúlkum sem

444-9900

Ný leið gegn átröskunum Elva Björk Ágústsdóttir breytti um kúrs í skoðun sinni á átröskun eftir að hún hóf meistaranám í sálfræði árið 2009. Þá benti Sigrún Daníelsdóttir, deildarstjóri yfir átröskunarteymi á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, henni á bók um forvarnarstefnuna frá Bandaríkjunum sem hún beitti fyrir meistararitgerð sína. Þær fengu í kjölfarið leyfi hjá vísindasiðanefnd og persónunefnd til að gera rannsóknir í grunnskólunum fimm á stúlkum sem töldu sig þurfa að bæta ímynd sína á líkama sínum. Elva Björk vinnur nú að lokaniðurstöðum en þegar hefur sú hugmynd kviknað að heilsugæslustöðvar tileinki sér fræðin og hafa aðrir grunnskólar sýnt námskeiðunum áhuga. Átröskun er geðröskun. Sú sem sveltir sig getur sett sjálfa sig í lífshættu. Mynd/gettyimages

„Bestu forvarnirnar eru þær sem fjalla ekkert um átraskanir. Þær stelpur sem ég hef verið með síðastliðin tvö ár vissu ekki að námskeiðið sem þær sóttu væri forvörn gegn átröskunum.“ www.omnis.is

töldu sig hafa þörf á bættri líkamsmynd var boðið að taka þátt. „Við mældum átröskunareinkenni stúlknanna, röskun á líkamsmynd, hversu mikið þær aðhylltust grannan vöxt og svo megrunartilhneigingu. Við skiptum stúlkunum sem vildu taka þátt í tvo hópa. Mældum báða hópana í upphafi. Síðan sat helmingur stelpnanna námskeiðið og við mældum svo báða hópana eftir það.“ Þannig fékkst viðmiðun.

Döfnuðu betur eftir námskeið

Elva Björk segir það alls ekki svo að allar stúlkurnar hafa skorað hátt á átröskunarskimunarlistum, en það hafi nokkrar gert. „Þær sem það gerðu sóttust eftir því að vera grannar frekar en að stunda heilbrigt líferni og hreyfingu.“ Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að hópurinn sem sótti námskeiðin dafnaði betur að því loknu og sótti ekki eins stíft og áður í grannt vaxtarlag. Hún mældi einnig áhrif námskeiðsins á líkams-

mynd sem breyttist ekki marktækt. „Þó að ekki hafi mælst marktækur munur á líkamsmynd hópanna mátti sjá vísbendingar um að hún batnaði hjá þeim sem sátu námskeiðið. Vísbendingar voru einnig í þá átt að þær sem ekki sóttu námskeiðið hafi staðið verr þegar rannsóknin var endurtekin.“ Það sem breyttist þó mest, samkvæmt rannsókn Elvu, voru mælingar á lystastoli og lotugræði, því einkennum fækkaði og urðu vægari hjá stúlkum sem tóku þátt á námskeiðinu en ekki hjá viðmiðunarhópnum. Enn sem komið er byggir Elva Björk niðurstöður sínar á fyrri hluta rannsóknarinnar, þar sem 37 stúlkur tóku þátt í tveimur hópum, en hún hefur ekki enn lokið við síðari hlutann sem hún vinnur að með tveimur öðrum í framhaldsnámi í sálfræði. Þar eru hóparnir tíu. „En niðurstöðurnar boða gott og eru spor í rétta átt.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

„Þú ert flott eins og þú ert“ Er einnig bæði með forvarnar- og sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur

HP ProBook langar með þér í skólann. Opnunartilboð í tilefni af nýrri verslun í Ármúla 11, aðeins 89.900 kr.

REYKJAVÍK REYKJANESBÆR

Ármúli 11 AKRANES

BORGARNES

- Við þekkjum tölvur

Unglingsstúlkur á forvarnarnámskeiði gegn átröskun, Body Project, hjá Elvu Björk Ágústsdóttur settu miða inn í bækur um megrun á bókasafni til að vekja þær sem tækju bókina á leigu til umhugsunar um eigið ágæti. Stúlkur á námskeiðinu þurfa, segir Elva, að hafa gagnrýna hugsun svo þær þori að taka slík skref. „Á þeim stóð: Þú ert flott eins og þú ert. Hugsaðu um heilsuna á jákvæðan hátt og svo framvegis. Þá hefur hópur stúlkna sett miða með hrósi inn í búningsklefa sundstaða þar sem stóð: Allar konur eru flottar. Engar tvær konur eru eins. Við erum ánægðar eins og við erum.“ Elva hefur einnig þróað sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur sem hún segir að sé almennara en

forvarnarnámskeiðin gegn átröskunum og nái því til fleiri stelpna. „Námskeiðin voru prufukeyrð nýlega í grunnskólum í Garðabæ og stefnum við á að bjóða þau í öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu fáum við til þess styrk frá borginni.“ Þótt námskeiðin séu ólík miða þau bæði að því að stúlkur séu sáttar í eigin skinni. „Á unglingsárum taka kynin breytingum. Staðalmyndir kynjanna eru ólíkar. Strákum finnst ákjósanlegt að verða stórir og stæltir. Stúlkum að vera hávaxnar, grannar og með slétta húð. Það sem gerist svo er að strákarnir stækka og breikka og færast nær sýn sinni á flottum karlmanni á meðan stelpur bæta á sig kílóum, fá mjaðmir og brjóst og færast í raun fjær sinni.“ - gag

Elva Björk Ágústsdóttir hefur lengi skoðað átröskun meðal unglinga og nauðsyn þess að hafa gott sjálfsmat.


ferð.is Ný ferðaskrifstofa á netinu

Fljúgðu fyrir minna

Skráðu þig í netklúbb ferð.is og þú átt möguleika á að fá

ÍSLENSKA SIA.IS FER 57282 11/11

300.000 kr. ferðavinning

Verona Tenerife Kanarí og gisting Flugsæti Flug Flugsæti Playa Olid 19. janúar.

Verð frá

69.900kr.

Flug fram og til baka með flugvallarsköttum.

Ferð.is flýgur til Verona, Tenerife og Kanarí með Icelandair

29. nóvember.

31. janúar - 1 vika.

Verð frá

93.390kr.

Verð frá

Verð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi. Flug, flugvallarskattar og gisting.

ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað.

69.900kr.

Flug fram og til baka með flugvallarsköttum.

góða ferð

ferð.is sími 570 4455


AR VELDU ÞÍN S UPPÁHALD ! TEGUNDIR

ÍsleNsKT KJÖT

NÁTTÚRU SALÖT, 5 TEGUNDIR

FYRIR

2

1

20%

BESTIR Í KJÖTI

ÐI

KR./KG

3998

199

JÖTBOR

CHATEAU BAGUETTE, 4 TEGUNDIR

Ú

3198

LAMBAINNRALÆRI

- 6 korna - m/birki m - m/sesa - flúte

KR./KG

RK

GRÆN EPLI

299

TB KJÖ ORÐ I

Ú

afsláttur B R

KR./STK.

11

l 20 ó J 1 1 Jól 20

ÍsleNsKT KJÖT

Ú

1438

TB KJÖ ORÐ

B

I

BESTIR Í KJÖTI

KJÖTBORÐ

KR./KG

R

2011

R

Ú

GlæsileG Jólahlaðborð

LAMBALÆRI

I

Jólaveislur Jólahlaðborð

afsláttur

KR./KG

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

20% afsláttur

HOLTA KJÚKLINGABRINGUR

2289 noatun.is

B

BESTIR Í KJÖTI

1598

2898

TB KJÖ ORÐ

KR./KG

Ú

1248

R

I

LAMBASIRLOINSNEIÐAR

Ú

Hangikjötsveisla

20% I

Kalkúnaveisla

KJÖTBORÐ

Hátíðarkvöldverður

ÍsleNsKT KJÖT

R

Kalt jólahlaðborð með heitu meðlæti


Við gerum meira fyrir þig

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni ÍsleNsKT KJÖT VEISLU-/ DESERTOSTAR, 4 TEGUNDIR

20%

10%

afsláttur

Ú

1598

R

TB KJÖ ORÐ

B

KR./STK.

Ú

I

BESTIR Í KJÖTI R

KJÖTBORÐ

KR./KG

1998

ÓSKA JÓGÚRT, ÁN ÁVAxTA

74

ÍsleNsKT KJÖT

Ú

TB KJÖ ORÐ

B

I

LAMBALEGGIR

R

R

KJÖTBORÐ

100% T NAUTAKJÖ

10%

A.MABEL MUFFINS, 3 TEG.

MYLLU MALTBRAUÐ,

179

2

LAMBI WC RÚLLUR, 12 RÚLLUR

ARIEL COMPACT, 18 ÞVOTTA

KR./STK.

FYRIR

KR./KG

Ú

I

BESTIR Í KJÖTI

MJÓLKA SKYRTERTA, 3 TEG.

afsláttur

KR./STK.

1248

383

I

LAMBALÆRISSNEIÐAR

afsláttur

DALA FETAOSTUR

1

TB KJÖ ORÐ

B

I

BESTIR Í KJÖTI R

KJÖTBORÐ

KR./STK.

Ú

298

R

I

UNGNAUTAHAMBORGARI, 200 G

Ú

ÍsleNsKT KJÖT

1149 KR.PK.

1259

KR./PK.


20

viðtal

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Metnaðarfullt en mögulegt að ljúka viðræðum fyrir 2013 Stefán Haukur Jóhannesson er formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en alls koma um 200 manns að þeim. Í viðtali við Jón Kaldal segir hann að samningaviðræðurnar hafi hingað til gengið betur og hraðar en þær gerðu hjá ríkjum sem hafa gengið í sambandið undanfarin ár. Viðræður um veigamestu málin, sjávarútveginn og landbúnaðinn, eru hins vegar ekki enn hafnar.

R

úm tvö ár eru liðin frá því Ísland lagði fram aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Rýnivinna hófst í nóvember 2010 og formlegar aðildarviðræður um mitt sumar í ár. Þegar umsóknarferlið fór af stað sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að markmiðið væri að kjósa um aðildarsamning fyrir kosningar vorið 2013. Undanfarnar vikur hafa þó ýmsir orðið til að gagnrýna meintan hægagang í viðræðunum og rakið hann til mótspyrnu við umsóknina innan ríkisstjórnarinnar, ekki síst af hálfu Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra, sem er einbeittur andstæðingur Evrópusambandsins. Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, er á hinn bóginn sáttur við gang viðræðnanna. „Viðræðurnar og allt þetta ferli hefur gengið vel fram að þessu. Ef horft er til viðræðna þeirra ríkja sem hafa gengið í Evrópusambandið á síðustu árum hefur þetta gengið miklu betur og hraðar en í þeim tilvikum,” segir Stefán og vill ekki kannast við að það trufli viðræðurnar að ekki skuli vera samstaða innan ríkisstjórnarinnar um málið. „Nei, í sjálfu sér ekki. Þetta hefur gengið vel. Við munum hefja viðræður um sex samningskafla til viðbótar núna í desember og þá eru þeir orðnir tólf sem við höfum opnað á árinu. Raunin sýnir að þetta hefur gengið mjög vel og verið vandað og veglegt ferli.“ En hefur hann þá trú að það náist að ljúka viðræðunum svo kjósa megi um samning vorið 2013? „Aðalatriðið í þessum viðræðum er að ná sem bestum samningi fyrir Ísland. Hraðinn mun fyrst og fremst stjórnast af því hversu vel okkur gengur að greiða úr þeim málum sem eru flóknust og finna á þeim lausnir sem báðir aðilar eru ánægðir með. Forsætisráðherra hefur sett fram það markmið að

444-9900

viðræðum verði lokið í tæka tíð svo hægt verði að kjósa vorið 2013 og að því er unnið. Það er metnaðarfullt, en ekki útilokað að það náist. Við komum vel undirbúin til þessara viðræðna.“

Andspyrna í landbúnaðarráðuneytinu?

Ekki hefur farið á milli mála að innan landbúnaðargeirans er kerfislæg mótsstaða við umsóknarferlið. Bændasamtökin gáfu tóninn strax í fyrra þegar þau neituðu að taka þátt í rýnivinnunni á seinni stigum áður en sjálfar viðræðurnar hófust. Og undir stjórn Jóns Bjarnasonar hefur landbúnaðarráðuneytið virst vægast sagt óviljugt að leggja sitt af mörkum eftir að formlegar viðræður hófust í sumar. Fyrir örfáum vikum bárust svo þau tíðindi að Evrópusambandið telji Íslendinga ekki nægilega vel undirbúna til þess að hægt sé að hefja viðræður um landbúnaðarkaflann. Þeir sem hafa fylgst með gangi viðræðnanna rekja þann skort á heimavinnu beint til landbúnaðarráðuneytisins. Þegar Stefán er spurður hvort sú sé raunin fer ekki á milli mála að hann vill vanda mjög orð sín. „Þegar kom að því að opna landbúnaðarkaflann voru lögð fram svokölluð opnunarviðmið, sem fela í sér að Evrópusambandið kallar eftir ákveðnum upplýsingum áður en sambandið er tilbúið að opna kaflann. Við höfum átt ágæt samtöl við fulltrúa landbúnaðarráðuneytisins um hvernig eigi að nálgast þá vinnu og skapa sameiginlega sýn á málið. En þetta hefur tekið sinn tíma enda mjög umfangsmikið,“ segir Stefán. Að sögn Stefáns voru ofangreind viðbrögð Evrópusambandsins svar við því sem kom fram á rýnifundi um landbúnaðarkaflann. „Þar sögðum við að við myndum leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvaða skref þurfi að taka og hvenær til að undirbúa mögulega aðild. Það

www.omnis.is

má orða þetta þannig að ekki er hægt að ætlast til þess að við gerum Alþingi, almenningi og hagsmunaaðilum grein fyrir því hvað felst í mögulegri aðild ef það er ekki skoðað með markvissum hætti. Við þurfum líka að greina hvað felst í reglum Evrópusambandsins og hvað þær þýða fyrir okkur til þess að geta mótað og byggt undir okkar samningsafstöðu. Það þarf að greina hvernig stefna sambandsins snertir okkar hagsmuni, hvað passar illa við okkar veruleika og þá hvaða sérlausnir við þurfum að semja um.“

Stefán Haukur Jóhannesson er formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið Ljósmynd/Hari

Séraðstæður í landbúnaði

Dell Inspiron veitir þér innblástur. Opnunartilboð í tilefni af nýrri verslun í Ármúla 11, aðeins 109.900 kr.

REYKJAVÍK REYKJANESBÆR

Ármúli 11 AKRANES

BORGARNES

- Við þekkjum tölvur

Stefán bendir á að í opnunarviðmiðunum

sé einmitt sérstaklega tekið fram að taka skuli tillit til séraðstæðna Íslands í landbúnaðarmálum. Aðspurður um hvort sérlausnir á borð við þær sem Svíþjóð og Finnland sömdu um verði hafðar til fyrirmyndar rifjar Stefán upp að þær lausnir séu sniðnar að sænskum og finnskum landbúnaðarhéruðum norðan 62. breiddargráðu. „Þetta er sérstök lausn fyrir landbúnað á norðurslóðum og fordæmin eru fleiri. Írar og Bretar ruddu brautina á sínum tíma og sömdu um sérstakan stuðning við harðbýl svæði og öll aðildarríkin njóta nú góðs af. Vissulega er lausnin fyrir landbúnaðinn fyrir norðan 62. breiddargráðu eitthvað sem búið er að skoða ofan í

21 kafla af 35 er að mestu lokið Samningaviðræðurnar skiptast upp í 35 efniskafla. Þar af hefur Ísland þegar tekið yfir löggjöf Evrópusambandsins (ESB) og gert að sinni innanlandslöggjöf að mestu eða öllu leyti í 21

kafla. Þátttaka Íslands í EES samstarfinu ræður þarna mestu en við Íslendingar erum búin að að taka nú þegar upp svo mikið af lögum og reglugerðum sambandsins í gegnum þann

samning. Útaf standa enn 12 kaflar. Í sumum af þeim erum við líka í nánu samráði við ESB, þar á meðal til dæmis í tengslum við Schengen. Í öryggismálum er Ísland nú þegar í sambandi við 21 af

27 ESB ríkjunum á vettvangi NATO. Útaf standa hins vegar enn helstu málin sem eru utan EES, þar á meðal eru sjávarútvegur, landbúnaður, vegamál og gjaldmiðilsmálin.


viðtal 21

Helgin 18.-20. nóvember 2011

kjölinn enda liggur allt Ísland þar fyrir norðan. En það þýðir ekki endilega að við förum nákvæmlega sömu leið. Finnskur landbúnaður er til dæmis mög ólíkur þeim íslenska. Hvernig samið var við Svíþjóð og Finnland er fyrst og fremst mjög ákveðin vísbending um að það er svigrúm í viðræðum við sambandið að ná fram sérlausnum sem henta hverju landi, eins og Evrópusambandið hefur í raun sjálft sagt.“ Stefán ítrekar að landbúnaðarstefna Evrópusambandsins sé eitt af helstu grunnstefunum í samstarfi ESB-ríkjanna. „Það er mikil áhersla lögð á að halda úti fjölbreyttum atvinnutækifærum í dreifðum byggðum. Evrópusambandið hefur enga hagsmuni að því að rústa landbúnaði í nýjum aðildarríkjum. Þvert á móti er stefnan að tryggja að landbúnaður þrífist alls staðar innan ESB ekki síst með tilliti til fæðuöryggis og byggðasjónarmiða. Það þýðir hins vegar ekki að það verði ekki breytingar á rekstrarumhverfi einstakra búgreina, en ýmsar leiðir eru til að mæta þeim, þar á meðal þessi norðlægi stuðningur. Þá eru ónefnd þau tækifæri sem falist geta í aðild fyrir bændur, til dæmis útflutningur lambakjöts og fleiri afurða til Evrópu,“ segir Stefán.

það þarf að finna lausn sem heimilar okkur að halda áfram að reka sjávarútveginn eins og við höfum verið að gera. Önnur erfið atriði sem þarf að taka á eru deilistofnar og fjárfestingar. Aðspurður hvort til séu innan Evrópusambandsins sambærileg fordæmi og um sérlausnir fyrir norðlægan landbúnað, segir Stefán svo vera. „Við höfum sett fram þá hugmynd að Ísland og íslensk efnahagslögsaga verði skilgreint sem sérstakt stjórnunarsvæði. Svipuð hugmyndafræði er til innan ESB fyrir Azoreyjar, Madeira og Kanar-

íeyjar að 100 mílum og fyrir Möltu að 12 mílum. Þetta er konsept sem væri mögulegt að byggja á og þá myndum við vilja að það næði yfir alla okkar efnahagslögsögu, allar 200 mílurnar. En rétt er að benda á að vissulega eru þessar eyjar, að Möltu frátalinni, ekki sjálfstæð ríki heldur skilgreind sem svæði sem eru hluti af aðildarríkjunum.” Stefán bendir að auki á að Norðmenn hafi samið um sérlausn fyrir sinn sjávarútveg í samningnum sem var síðar felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú lausn var að vísu tímabundin þó norsk stjórnvöld hafi sjálf litið svo á að ekki yrði haggað

við henni. „Við þurfum að búa þannig um hnútanna að sú lausn sem við semjum um verði tryggð með varanlegum hætti.“

Kaflinn um evruna grundvallarmál

Auk þess að snúast um landbúnað og sjávarútveg ná samningaviðræðurnar um aðild Íslands að ESB til fjölmargra annarra mikilvægra málaflokka. Stefán segir þátttöku Íslands í, þar á meðal, byggðaog atvinnustefnu ESB vera afar þýðingarmikla og gæti falið í sér umtalsverð sóknarfæri fyrir Ís-

lendinga. Samningskaflinn um evruna er einnig grundvallarhagsmunamál fyrir Íslendinga því gangi Ísland í Evrópusambandið er unnt að tengja krónuna við evruna með stuðningi Seðlabanka Evrópu sem ætti að stuðla að stöðugleika. Það er því mikið í húfi fyrir Ísland í yfirstandandi aðildarviðræðum. Síðast en ekki síst segir Stefán mikilvægt að fram fari hreinskiptin og opin umræða, sem nái til kosta og galla mögulegrar aðildar. Jón Kaldal jk@frettatiminn.is

Fiskurinn enn óslægður

Hinn stóri óopnaði samningskaflinn – og án efa sá veigamesti – snýst um fiskinn, þá miklu sameign þjóðarinnar. Hvernig skyldi Stefán meta líkurnar á því að yfirráð Íslendinga yfir þeirri dýrmætu auðlind verði tryggð til frambúðar eins og fram kemur í umboði Alþingis, sem fól ríkisstjórninni að sækja um aðild? „Við erum að vinna að útfærslu samningsmarkmiðanna og þar eru nokkur lykilatriði sem við teljum gefa okkur mjög sterka stöðu. Í fyrsta lagi liggur efnahagslögsaga Íslands alveg sér. Hún liggur ekki að lögsögu neins aðildarríkis Evrópusambandsins. Í öðru lagi eru 70 prósent af fiskistofnunum við Ísland staðbundnir. Þeir halda sig innan lögsögunnar, eru alfarið veiddir af Íslendingum og engum öðrum. Þetta eru mjög mikilvægt atriði því sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins eru hugsuð fyrir aðrar aðstæður en eru hér. Hún er sniðin að kringumstæðum á borð við Eystrasaltið þar sem mörg lönd liggja að sama hafsvæði og nýta sömu stofna. Svipað og er til dæmis líka við Norðursjó og Biscaya-flóa. Þessar aðstæður kalla á sameiginlega stefnu og stjórnun en það á ekki við um okkur. Í þriðja lagi þá höfum við Íslendingar rekið okkar sjávarútveg betur en Evrópusambandinu hefur tekist innan sinna raða. Við erum sammála meginmarkmiðum sjávarútvegsstefnu ESB, sem lúta að sjálfbærni veiða og svo framvegis, en við erum að ná þeim betur heldur en aðildarríkin. Í fjórða lagi kemur svo regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika. Reglur sambandsins byggja mjög á veiðireynslu og þar sem Íslendingar eru þeir einu sem hafa veitt staðbundnu fiskistofnana í meira en 30 ár, þá myndum við, samkvæmt núgildandi reglum, sitja einir að þessum veiðum. Á það hefur verið bent að mögulega verði þessu reglum breytt eftir á. Þess vegna þurfum við að tryggja að það verði ekki gert að okkur forspurðum.” Stefán segir að draga megi þessi rök saman svona: „Við Íslendingar erum útaf fyrir okkur, með eigin stofna og umgöngumst þá vel. Aldrei áður hefur ríki sótt um aðild sem hefur svo veigamikla hagsmuni í sjávarútvegi og







   •

 

 

  

   

 


Eimskip óskar Gerplustúlkum til hamingju! Gerpla varð Norðurlandameistari félagsliða í hópfimleikum kvenna 12. nóvember síðastliðinn en fyrir voru þær Evrópumeistarar.

Fíton / SÍA

Eimskipafélag Íslands leggur mikinn metnað í að styðja við íþrótta- og forvarnarstarf í landinu og einstök frammistaða Gerplustúlkna er æskufólki mikil hvatning. Eimskip er þess vegna mikill heiður að því að vera helsti bakhjarl Gerplu og óskar þeim hjartanlega til hamingju með titilinn.

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is

Gerplustúlkur eru: Ásdís Guðmundsdóttir Eva Dröfn Benjamínsdóttir Fríða Rún Einarsdóttir Glódís Guðgeirsdóttir Hafdís Jónsdóttir Harpa Snædís Hauksdóttir Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir Íris Mist Magnúsdóttir Jóhanna Gunnarsdóttir

Karen Sif Viktorsdóttir Kristjana Sæunn Ólafsdóttir Sif Pálsdóttir Sigrún Dís Tryggvadóttir Valgerður Sigfinnsdóttir Þjálfarar eru: Ása Inga Þorsteinsdóttir Bjarni Gíslason Björn Björnsson



24

úttekt

bestu & verstu kápurnar Nú fellur að. Jólabókaflóðið. Jakob Bjarnar Grétarsson leitaði til valinkunnra einstaklinga sem allir hafa dálæti á bókum og bað þá um að tilnefna bestu og verstu bókakápurnar burtséð frá efni og innihaldi. Og niðurstaðan liggur fyrir.

N

ú ríkir skjálfti meðal höfunda og útgefenda sem rýna sig rauðeyga í sölutölur og vinsældarlista. Bókakápurnar skipta ekki minnstu máli þegar vekja skal athygli á ritverki og því ákvað Fréttatíminn að skoða hvernig landið liggur í þeim efnum. Góður hópur valinkunnra einstaklinga, sem allir eiga það sammerkt að hafa dálæti á bókum, voru beðnir um að tilnefna þrjár bestu bókakápurnar... og þær verstu einnig því merking nærist jú á andstæðu sinni – og að forgangsraða. Valið er algerlega burtséð frá efni og innihaldi; spurningin er einfaldlega: Laðar kápan þig að lestri eða gerir þig fráhverfan honum? Bækurnar fengu svo stig eftir kúnstarinnar reglum; 5 fyrir fyrsta, 3 fyrir annað og eitt fyrir þriðja sæti. Þá gat fjöldi tilnefninga haft áhrif. Smekkur manna er misjafn og atkvæði dreifðust víða. Og menn skulu hafa hugfast að fyrst og síðast er um græskulausan samkvæmisleik í jólabókavertíð að ræða.

arionbanki.is – 444 7000

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Bestu Trúir þú á töfra? Vigdís Grímsdóttur/JPV

1

Sigrar örugglega með 20 stig og sex tilnefningar. „Litrík og galin kona sem, kannski soldið eins og höfundurinn sjálfur, ber það með sér að vera skemmtileg. Kápan er strax búin að skapa ákveðna stemningu. Þegar maður sér svona bókakápur hugsar maður með sér: „Þetta hlýtur að vera skemmtileg bók“. Annar álitsgjafi: „Grípandi kápa sem festist strax í minni; augun elta mann lengi.“ Og: „Ég er eitthvað veikur fyrir Vigdísi Gríms sem sprettur skyndilega fram sem myndlistarmaður.“ „Málverk eftir Vigdísi prýðir forsíðuna. Bókin sker sig úr, litirnir sterkir og undarlegur kraftur í fígúrunni sem horfir hissa á mann á forsíðunni. Kápan er listræn og djörf og dansar á mörkum fegurðar og kitsch.“ Og þeir kunna að orða það álitsgjafarnir: Og: „Eiginlega bara mynd af Vigdísi sjálfri; sterkar andstæður, nánast þrívídd, hversdagsleg rithönd, ávarp, persónuleg en framandi.“


úttekt 25

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Jarðnæði Oddný Eir/Bjartur

2

Nokkuð örugg í öðru sæti með 18 stig. „Falleg, hlý og lokkandi kápa. Ekkert spennandi svo sem en mjög falleg.“ Og: „Frábær hönnun – alveg í sérflokki. Hjartað og sálin lögð í hönnunina.“ Og annar álitsgjafi bætir við: „Ef einhver skáldverk eiga eftir að standast rafbókavæðinguna eru það bækur Oddnýjar Eirar, sem eru yfirleitt jafn vandaðar að umbúðum og innihaldi. Fallegur prentgripur, ekki síður en Heim til míns hjarta, og eigulegur.“

Nóvember Haukur Ingvarsson/Mál og menning

3

Situr í öðru sæti með tíu stig og fjórar tilnefningar: „Það er bara eitthvað svo ótrúlega látlaust og kúl við þessa kápu. Um leið er hún er hlý og svo forvitnileg að helst langar mig til að henda öllu frá mér, dengja mér í dívaninn og lesa. Eins og árið væri 1976.“ „Kápan kallast frábærlega á við titilinn. Einföld mynd, einfaldir litir en svo hárrétt mynd og svo hárréttir litir. Kápa sem sendir mann strax aftur í nóvember 1976. Fulkomin fágun og fagmennska í hönnun.“ Þriðji talar um sérlega vel heppnaða tilvísun og sá fjórði segir: „Stílhreinn og svalur retrófílingur, með nostalgíublæ.

Sjálfsagt er Halldór Laxness að púa vindil yfir Matta Jó undir ryksuguhvininum.“

Glæsir Ármann Jakobsson/JPV

4

Hart var bitist um þetta sæti en hesturinn hafði það á stökki. „Litir og form skapa strax mögnuð hughrif. Það er eitthvað frumstætt, kraftmikið og dulúðugt við þessa kápu. Það er næstum því eins og það sé blóðlykt af henni. Eina bókarkápan sem hægt væri að láta húðflúra á sig án þess að sjá eftir því seinna sama dag,“ er sagt um Glæsi, og: „Sum fræði segja að fólk laðist alltaf meira af ljósum kápum en dökkum. Undantekningar megi helst finna í krimmum síðustu ára sem oft eru svartar og rauðar eins og þessi kápa. Nautið og goðsöguleg stemningin í bland við smá glæpasögu skapa talsverðan áhuga hjá manni fyrir þessari bók. Vel gert hönnuður góður.“ Einnig: „Einstaklega vel heppnuð kápa – bókstaflega eins og naut í flagi. Maður nánast finnur gustinn af fnæsinu í Glæsi stafa af myndinni.“

Allt með kossi vekur Guðrún Eva/JPV

5

„Þetta er kápa sem ég get ekki gleymt. Litirnir eru skýrir og formið skemmtilegt. Hún minnir mig líka á bláan ópal. Hver vill ekki maula bláan ópal og lesa góða bók?“ Og: „Mjög töff kápumynd í sterkum litum sem höfða til mín.“ Og svo

var það þessi álitsgjafi sem var tvístígandi: „1. Vigdís Grímsdóttir/ Guðrún Eva Mínervudóttir – Ég set þessar kápur báðar inn. Mér þykja þær báðar mjög flottar, og í raun báðar þær flottustu í dag en þær eru allt of áþekkar að mínu mati þó ólíkar séu og í raun algjör skandall að bækurnar komi frá sama forlaginu. En ef horft er framhjá því... eru þær báðar flottar.“

Jójó Steinunn Sigurðardóttir/Bjartur

6

„Skemmtilega einföld kápa og maður sér fyrir sér hoppandi jójó,“ segir einn meðan annar segir: „Minimalískar kápur eiga það til að detta í aðeins of mikið hönnuðarúnk – en þetta er ákaflega vel heppnað. Meðferðin á letrinu passar titlinum frábærlega.“ Og: „Æpandi einfaldleikinn sem hefur vinninginn – glæsileg kápa.“

Konan við 1000° Hallgrímur Helgason/JPV

7

Langumdeildasta kápan að þessu sinni því hún nær einnig á lista hinum megin striks. Heyrum í hinum hrifnu: „Sterk mynd af kynlausri manneskju og vekur forvitni um sögu viðkomandi.“ – „ „Groddaleg kápa sem vekur, ásamt titlinum, áhuga minn á innihaldinu.“ Og þessi álitsgjafi var mjög sáttur:

„Rokk og ról! Það eru ekki til meiri töffarar í heiminum en harðar, gamlar kellingar. Frá þessari kápu leggur angan af áfengi og sígarettum. Við Herbjörg María eigum eflaust eftir að fá okkur sjúss og sígó á næstunni. Hún talar – ég hlusta.“

nefndar og umdeildar

Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra var nálægt því að komast á lista og vekur upp angurværa kennd: „Kápan er hrein og tær og kyrrlát. Viss angurværð svífur yfir mig þegar ég horfi á myndefnið og það fyrsta sem kemur upp í hugann er að hlaupa niður í fjöru og stara út í tómið. Þessi bók á heima á kaffiborðinu en ekki uppi í skáp. Sérstaklega ef maður á heima í útlöndum og vill ganga í augun á heimamönnum með stórkostlega fallegu myndefni og landslagi og svona, þið vitið?“ Og annar segir: „Kápan er svo lekker og falleg að mig langaði samstundis að lesa bókina. Vissulega er það yfirborðskennt en það er bara þannig í lífinu að umbúðirnar skipta oft heilmiklu máli.“ En Guðmundur Andri á það sammerkt með félaga sínum Hallgrími að vera með umdeilda kápu. Sitt sýnist hverjum: „Auðvitað eru margar kápur miklu ljótari. En þessi þjónar bókinni svo illa að ég ræð ekki við mig að hafa hana með. Þetta er súperfín saga um fólk en kápan er bara eins og eitthvað póstkort. Líklega á þetta að gefa til kynna kyrrð og náttúru og um-

hverfi en ljósmyndin er bara ekki nógu góð. Það er alveg nógu mikil kyrrð í bókum Guðmundar Andra Thorssonar til að kápan þurfi ekki að auka hana.“ Önnur sem er umdeild er bókin Fallið eftir Þráinn Bertelsson. „Þessi hefði alveg getað kolfallið. Að hafa mynd af manni að stinga sér framan á bók sem heitir Fallið er auðvitað alveg á grensunni, en þetta er smekklega gert svínvirkar. Eina bókarkápan sem gæti virkað sem plakat. Ekki síst í sundlaugum,“ segir einn álitsgjafanna meðan annar er á því að þarna hafi verið vel yfir allar grensur: „Kannski ekki ljótasta kápa sem ég hef séð en tvímælalaust ein sú heimskulegasta. Að „falla“ eða „stinga sér“ er alls ekki sama fyrirbærið. Kápan segir mér því að það hafi verið einlægur og íþróttamannslegur ásetningur þingmannsins að stinga sér á kaf í flöskuna í Færeyjum. Ég hef ekki minnsta áhuga á að lepja upp sletturnar við að sóa tíma í lestur þessarar bókar.“ Annars dreifðust atkvæði víða og voru margar bókakápur aðrar nefndar sem góðar. Farandskuggar eftir Úlfar Þormóðsson er ein þeirra: „Myndin er falleg og gamaldags og ekki of mikið að gerast á kápunni til að draga athyglina frá þessari fallegu mynd - hér hefur vel tekist til finnst flott „touch“ að hafa hvítan banner þarna efst,“ sagði einn álitsgjafa og annar bætti við: „Mjúk og dularfull kápa, kona sem varla þekkist en þó, hluti fyrir heild, ráðgáta – allt sem vísar í fallega sögu.“

Nýr valkostur í íbúðalánum

„Ég vel blandað íbúðalán.“ Ingvi Örn Þorsteinsson, 35 ára.

Viðskiptavinum Arion banka bjóðast nú blönduð íbúðalán sem jafna sveiflur í greiðslubyrði. Í boði er lán fyrir allt að 80% af virði eignar og er hægt að velja á milli fimm kosta þar sem óverðtryggður hluti lánsins getur verið allt að 100%. Við bjóðum sveigjanleika. Óverðtryggt lán

Blandað lán 1

Blandað lán 2

Blandað lán 3

Verðtryggt lán

100%

75%

50%

25%

0%

0%

25%

50%

75%

100%

Þú getur reiknað út hvernig íbúðalán hentar þér á arionbanki.is eða komið til okkar í næsta útibú.


26

úttekt

SPURNING VIKUNNAR

Hefurðu keypt bók á netinu nýlega?

Arndís Lilja Guðmundsdóttir Já, ég keypti bók á Panama.is um helgi og hún var borin út samdægurs. Frábær þjónusta.

Ari Björn Ólafsson Já, ég fann bók sem ég hef leitað lengi að á Panama.is. Frábær vefur!

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Verstu

Konan við 1000°

Feigð

Hallgrímur Helgason/JPV

Stefán Máni/JPV

1

Sigrar nokkuð örugglega með 17 stig og fimm tilnefningar. „Kápan vekur enga sérstaka eftirtekt. Hún er bæði asnaleg og ófrumleg. Mér finnst ég hafa séð þessa kápu milljón sinnum áður. Ég á líka erfitt með að muna hvað bókin heitir þrátt fyrir að hafa séð henni bregða fyrir margoft í fjölmiðlum,“ segir einn sérfræðinga Fréttatímans. Annar segir: „Fáir kunna þá list að vekja hroll betur en Stefán Máni. Þessi kápa vekur þó aðallega kjánahroll. Feigðin vokir yfir henni í slæmum skilningi.“ Einn segir „forljót og fráhrindandi kápa“ meðan annar skefur ekki utan af því: „Alveg gasalega vondur maður horfir alveg svakalega illur á verðandi lesendur og sýnir svo ekki er um að villast að þessi saga segi frá hörðum körlum úr undirheimunum. Þarna er líklega ekkert verið að villa um fyrir lesendum Stefáns Mána sem samt sem áður er eitthvað svo ægilega tilgerðarlegt við þetta, næstum brjóstumkennanlegt, svona svipað því að sjá Fjölni tattú á hlýrabol í skítakulda.“ Þeir kunna að orða það álitsgjafarnir: „Karakterinn á kápunni er eitthvað svo lítið spennandi að mig langar ekkert að líta inn.“

Einvígið Arnaldur Indriðason/Vaka-Helgafell

2

Lilja Björk Jónsdóttir Já, ég hef nokkrum sinnum verslað á Amazon og Panama.is.

Jón Ágúst Pálmason Nei. Aldrei.

maður velt fyrir sér af hverju sama forlag er að nota nánast sömu kápu á aðra bók í ár? (Dögun e. Stephenie Meyer.)“

Krimmakóngurinn á ekki uppá pallborðið með sína kápu en hann lendir í 2. sæti með 12 stig og fjórar tilnefningar: „Ekki boðlegt frá manni sem veður í peningum,“ segir afdráttarlaus álitsgjafi. „Ófrumleg og illa útfærð bókakápa hjá sjálfum kóngi íslenskra spennusagna. Kannski menn séu hættir að nenna að pæla í kápum Arnalds enda selst hann í bílförmum á hverju ári,“ bætir sá næsti við og enn annar talar um fyrirsjáanlega kápu sem renni öll einhvern veginn saman. Og þessi segir: „Tvennt er alveg óbrigðult í íslenskri bókaútgáfu: Ef þú prentar nafnið Arnaldur Indriðason á bókakápu ertu með „best seller“ í höndunum og ef þú kaupir bók eftir Arnald Indriðason ertu með afspyrnu ljóta kápu í höndunum. Kápan í ár er svo vond að það er eins og tvær af hans verstu kápum hafi eignast afkvæmi. Svo getur

3

Umdeildasta kápa ársins er númer þrjú á lista yfir þær bókakápur sem teljast verstar þetta árið með ellefu stig. „Fyrirfram hefði maður talið að það ætti ekki að vera erfitt að skila af sér góðri kápu með svona líka fína mynd af reykjandi gamalmenni. Leturmeðferðin er meira í ætt við mánaðartilboð á bensínstöð en sem titill á vandaðri bók.“ Annar segir: „Gæti verið auglýsingabæklingur fyrir gleraugnabúð eða forsíðan á föstudagsfylgiriti Fréttablaðsins. Átti örugglega að vera hipp og kúl en nær því ekki – líkt og höfundurinn sjálfur. Ummæli úr dómi Der Spiegel á forsíðunni er ætlað að höfða til menntastéttarinnar en verður auglýsingaklám.“ Og enn einn álitsgjafi bætir við: „Af hverju er Leonard Cohen framan á þessari bók? Eða er þetta David Bowie á fjórða degi? Alla vega gefur kápan mynd fyrst og fremst mynd af því að þarna verði rifjaðir upp gamlir hóstar titrandi heróín-djönkara. Og þessir hringir skemma svo endanlega fyrir.“

Samhengi hlutanna Sigrún Davíðsdóttir/Uppheimar

4

Þrjár bækur bitust um fjórða sætið en Sigrún náði hinu „eftirsótta“ fjórða sæti. „Hvar á maður að byrja?“ spyr einn álitsgjafa og grípur til þess að sletta ótæpilega sem ef til vill er í takt við sögusvið Samhengis hlutanna: „Þetta er eins og kápa á „eighties“ unglingabók þegar „photo shop“ var á frumstigi. Kona, sem við sjáum ekki hvernig lítur út, gengur í gegnum undirgöng, gull gervibirta, „not in a nice way“.“ Og annar álitsgjafi bætir við ekki kátur: „Sigrún Davíðsdóttir hefur vakið athygli fyrir skelegga skoðanapistla á RÚV. Útgefandinn reynir augljóslega að færa sér það í nyt með því að blása upp nafn höfundarins í eiginlega kómíska leturstærð og dregur athyglina frá – reyndar alltof ábúðarfullum titli og undirtitli. Gulleit slikjan bætir ekki úr skák og afraksturinn verður eins og Film Noir með guluna.“

Sóley Herra Skriffinnur/Bókaútgáfan Kópur.

5

Þessi bók náði nokkuð óvænt að blanda sér í baráttuna: „Ég

var ekki vissi um að ég ætti að taka þessa bók með þar sem ég hafði engan heyrt minnast á hana og höfundurinn virðist ekki einu sinni vilja kannast við hana. Kápan er samt svo ljót að það bara verður að nefna hana. Hönnuðurinn ætti að hafa í huga að minna er oft meira. Bárujárnið og mýkri leturgerð hefði líklega gert mun betri hluti.“ Og annar bætir við: „Hér er eiginlega allt slæmt.“

Kattarglottið og fleiri sögur Benedikt Jóhannesson/Heimur hf.

6

Álitsgjafar voru ókátir með þessa kápu: „Afhöggvið kattarhöfuð, illa fótósjoppað á óáhugaverðan bakgrunn. Ef kötturinn væri glottandi væri þetta kannski sök sér. Svona minnir þetta aðeins auglýsingu frá Chuck Testa.” Og annar segir: “Ofsalega “billegt” að hafa mynd af ketti á forsíðunni. Svo er þetta ekki einu sinni neitt spes köttur!“

Eldum íslenskt með Kokkalandsliðinu Sögur útgáfa

7

Neðst á topp 7 lista yfir verstu bókakápurnar er svo sjálft Kokkalandsliðið. „Ekki besta kápa Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ segir einn álitsgjafa nánast með beiskt bragð í munni og annar segir: „Miðað við kápumyndina er fátt sem segir að þetta sé matreiðslubók. Þetta gæti verið bók um fyrstu ár Ungmennafélagsins Bjarma.“

Fleiri nefndar

Eins og með þær kápur sem þóttu góðar dreifðust atkvæði um víðan völl, smekkur manna er misjafn og það sem er dásemd í auga eins er andstyggð í auga þess næsta. Margar kápur eru nefndar til sögunnar. Eitt andartak í einu eftir Hörpu Jónsdóttur er ein þeirra. „Sennilega á þetta þorp að vera mjög óspennandi. Gallinn er að myndin er mjög óspennandi líka. Því verður bókin óspennandi,“ segir einn álitsgjafa. Lömbin í Kambódíu eftir Jón Bjarka þykir ekki góð heldur. „Afskaplega mikil ringulreið á þessari bókarkápu. Ég hefði sleppt rottunum, flugvélunum og sólinni á forsíðunni og látið litagleðina og sauðkindina nægja, með eða án fótósjoppaðra

vara.“ Eitthvað truflar álitsgjafa við Sólarmegin (Líf og störf Herdísar Egilsdóttur) og Icesave-samningarnir eftir Sigurð Má Jónsson vekja beinlínis upp hroll: „Þessi kápa hefði kannski gengið fyrir t.d. „Gömul kvæði um Grýlu og Leppalúða“, en hún bjargar ekki óbærilegu leiðindunum sem stafa af þessari bók allri. Að senda frá sér bók er nefnilega allt annað en að birta ritsjórnarpistil við rætna mynd. Bók á að vera a.m.k. áhugaverð, mann á að langa til þess að taka hana upp og blaða í gegnum hana. Þessi kápa er eins og bjóða upp á salmónellusýkingu í jólaboði.“ Og áfram má nefna bókakápur sem ekki þóttu góðar: „Stelpur A-Ö” eftir Krístínu Tómasdóttur er líklega bók sem ég myndi pottþétt kaupa tala nú ekki um ef ég ætti dóttur en kápan í þessum appelsínugula lit og grafíkin í neðra horninu er ekki að kveikja í mér til að fletta henni því miður.“ Og Í nýjum heimi eftir Jóhönnu Kristínu Atladóttur þykir vond. „Með svakalegri bókakápum sem ég hef séð - það er eins og þeir sem komu að henni hafi ekki getað komið sér saman um meginefnið á henni og fonturinn er frekar úreltur og púkó – svört hvít mynd smellt inn á landslags... obbobbobb án þess að særa tilfinningar nokkurs (sem maður auðvitað gerir) þá er þessi kápa eins og hún hafi verið hönnuð í Exel í WIndows ´95 útgáfunni.“ Og einn álitsgjafinn kann að koma orðum að því þegar kápa Hjarta mannsins eftir sjálfan Jón Kalman er annars vegar: „Þessi kápa er svo yfirgengilega vond að það er ekki hægt. Liturinn er þessi leiðinda krem-rauði tónn sem minnir á fiskibollurnar í dós með tómatsósunni. Það er eins og einhver hafi ælt og tekið síðan prik og teiknað hjarta.“ Áfram má nefna dæmi sem fóru þversum í álitsgjafa. Rosabaugur Björns Bjarnasonar er ein þeirra: „Við það eitt að líta á kápuna fær maður strax á tilfinninguna að eitthvað verulega vanstillt sé á ferðinni og þar er ekkert aðlaðandi, jafnvel þótt maður hefði skömm á Baugi. Ljótasta bókakápa ársins.“ Og kápu bókarinnar Stórlaxar segja veiðisögur eftir Þór Jónsson og Gunnar Bender er sögð amatörisi á sterum: „Þökk sé ósmekklegu umbroti nær mynd, sem er í grunninn óspennandi, sjónumhryggum lægðum. Sægræni ramminn er frómt frá sagt ógeðslegur og skurðurinn á löxunum sýnir svo ekki verður um villst að sá sem braut þessa kápu um þekkir hvorki haus né sporð á frágangi mynda.“ Og að endingu er nefnd sem dæmi Bónusstelpan hennar Rögnu Sigurðardóttur sem fær að finna til tevatnsins: „Líkist meir dömubindaauglýsingu en bókarkápu. Titill bókarinnar býður upp á margræðar útfærslur, en hér er engin húmor á ferðinni.“

Kreppueinkenni í kápugerð

Hjördís Erna Sigurðardóttir Já, versla oft á Amazon. Hef ekki enn prófað Panama, en stefni að því fljótlega.

Guðmundur Oddur er listamaður og prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Það fer því vel á því að hann hafi orð fyrir hópi álitsgjafa. Goddur er ekki glaður og skefur ekki af því fremur en fyrri daginn; hann talar um kreppueinkenni í kápugerð: „Almennt er lítill styrkur í myndmáli sem er oft einkenni á amatörisma.“ Goddur, sem er einn helsti sérfræðingur landsins í myndmáli, hefur lengi fylgst með bókagerð og þegar hann skoðaði fyrir hönd Fréttatímans bókakápur dagsins í dag, varð hann fyrir vonbrigðum. „Þetta er á lágu

stigi flest og ber vott um lítinn metnað. Hátt hlutfall er hannað af ófaglærðu fólki og greinilega er lítill metnaður settur í þetta með örfáum undantekningum. Sem er þegar menn reyna að gera alvöru bækur.“ Goddur nefndi Jarðnæði eftir Oddnýju Eir sem bestu kápuna. „Ég hélt mig við skáldsögurnar en í fleiri flokkum má tala um toppbókagerð eins og til að mynda bókina Á söguslóð eftir Jónas Kristjánsson. Það er alvöru bókagerð þó ég hafi ekki nefnt hana í upptalningunni. En heilt yfir þá segir bókagerð til um menningarstig þjóðar; hvort það

er kreppan sem gerir að menn vilja ekki setja alvöru peninga í þetta og kasta til höndum veit ég ekki, en slæmt ástand í jólabókaflóðinu er til skammar fyrir bókaþjóðina á þessu mikla bókaári þar sem við erum sérstakir gestir á bókamessunni,“ segir Goddur og er ómyrkur í máli. „Já, ég nefndi bók Arnalds Indriðasonar sem dæmi um vonda kápu; til skammar fyrir útgáfu af þessu kaliberi hversu lítill metnaður er þar í gangi. Og áfram má telja. Kannski er þetta aðgengið, að með tölvubyltingunni telur hver og

einn sig geta gert þetta, annar hver maður á forrit til að teikna en útkoman er slæm tilfinning fyrir samspili leturs og mynda. Maður sér flottar myndir eins og þá sem er á kápu bókar Hallgríms Helgasonar, sem komst ekki á lista hjá mér, myndin er svo gersamlega eyðilögð með einhverju hringlímmiðaútliti (ódýrir límmiðar eins og maður sér stundum utan á bókum) og þessu er klesst á frábæra ljósmynd sem er í frábærum litum. Hefði mátt sleppa límmiðanum þar og leyfa honum bara að vera límmiði áfram,“ segir Goddur.

Prófessor Goddur, formaður dómnefndar, segir almennt metnaðarleysi einkenna bókakápugerðina, lítill styrkur í myndmáli sem sé einkenni á amatörisma en þó séu vissulega dæmi um alvöru bókagerð.

Álitsgjafar Fréttatímans eru: Bergsteinn Sigurðsson menningarritstjóri Fréttablaðsins Davíð Þór Jónsson cand.theol Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum Guðmundur Oddur prófessor Guðríður Haraldsdóttir aðstoðarritstjóri Vikunnar Guðrún Dís Emilsdóttir útvarpsmaður Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur Illugi Jökulsson rithöfundur Jón Ari Helgason grafískur hönnuður Karen D. Kjartansdóttir fréttamaður og bókmenntafræðingur Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi Magnús Guðmundsson bókmenntafræðingur og einn eigenda Dynamo Símon Birgisson leikhúsmaður Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra


Jólatilboð Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins

Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann

Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út.

Galdrakarlinn í Oz Miðar fyrir tvo á söngleikinn ástsæla og val um bókina eða geisladiskinn.

7.500 kr. Gói og baunagrasið Miðar fyrir tvo á töfrandi ævintýrasýningu. DVD með Eldfærunum og geisladiskur með lögum úr sýningunni.

5.900 kr. Gómsætt leikhúskvöld Gjafakort fyrir tvo og ljúffeng leikhúsmáltíð frá Happi.

10.900 kr.

Gjöf sem aldrei gleymist! Listabraut 3 | 568 8000 | borgarleikhus.is


28

viðtal

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Setur sig ekki í stellingar þegar kvenpersónurnar leita á hann Ólafur Jóhann Ólafsson hefur sinnt ritstörfum af kappi síðustu áratugi meðfram störfum sínum hjá risafyrirtækjunum Sony og Time Warner í Bandaríkjunum. Síðast sendi hann frá sér smásagnasafnið Aldingarðinn árið 2006 en bókin skilaði honum Íslensku bókmenntaverðlaununum. Nú rýfur hann fimm ára þögn með Málverkinu, sinni áttundu skáldsögu. Þórarinn Þórarinsson náði tali af Ólafi Jóhanni í New York og ræddi við hann um langan meðgöngutíma bókarinnar, nýjan útgefanda hans í Bandaríkjunum og konurnar tvær sem eru aðalpersónur nýju bókarinnar og töluðu til hans skýrum röddum.

B

ækur Ólafs Jóhanns hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Málverkið kemur út í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs hjá Harper Collins, nýjum útgefanda hans þar í landi. Harper Collins virðist veðja á velgengni Málverksins því hvergi er til sparað í útgáfunni. „Mér líkar afskaplega vel við nýja útgefandann. Þetta er framúrskarandi fagfólk og ber hag bókarinnar fyrir brjósti, rétt eins og útgefendur mínir á Íslandi,“ segir Ólafur Jóhann. „Meira er ekki hægt að fara fram á. Svo kemur bara í ljós hvernig bókin artar sig. Hún er svolítið eins og barn sem er flutt að heiman, verður að spila upp

á eigin spýtur en á auðvitað mikið í manni.“ Ólafur Jóhann hóf rithöfundarferil sinn 24 ára gamall með smásagnasafninu Níu lyklar árið 1986. Hann hefur haft fasta búsetu í Bandaríkjunum um áratugaskeið þar sem hann hefur gegnt ábyrgðarstöðum hjá stórfyrirtækjum í afþreyingariðnaðinum. Hann hóf feril sinn hjá Sony þar sem hann varð aðstoðarforstjóri en í kringum aldamótin tók hann við starfi aðstoðarforstjóra Time Warner. Í Málverkinu liggja leiðir tveggja kvenna saman á Ítalíu sumarið 1944 þar sem hersveitir Mussolinis og Hitlers berjast við innrásarher bandamanna og ítalska skæruliða. Íslenska

myndlistarkonan Kristín Jónsdóttir bjargast við illan leik úr sprengjuárás á yfirfulla lest á norðurleið frá Róm. Hún leitar athvarfs á búgarði í Toskana þar sem Marchesa Alice Orsini lætur hlúa að henni og öðru flóttafólki. Alice veit ekki betur en að Kristín sé komin í hennar hús fyrir tilviljun en sú síðarnefnda átti erindi á staðinn.

Í sporum kvenna

Ólafur Jóhann fékk mikið lof fyrir að hafa skapað sterka kvenpersónu í Slóð fiðrildanna og nú bera tvær konur Málverkið uppi. Hann segir þessar konur hafa mótast sjálfkrafa í huga sér þannig að honum hefur reynst

Það hentar mér best að skrifa á morgnana; ég sest við skrifborðið snemma og tæmi mig á svona tveimur, þremur tímum og fer þá í hina vinnuna.

auðveldara en ætla mætti að setja sig í spor kvenpersóna sinna. „Ég held að fátt sé mikilvægara fyrir skáldsagnahöfund en að reyna að setja sig í spor fólks úr öllum áttum og af báðum kynjum. Það gerist ekki nema af hógværð og jafnvel ákveðinni undirgefni því persónurnar verða að fá að öðlast sitt eigið líf og það tekst ekki nema höfundur láti svolítið undan. Víki til hliðar og séu ekki að reyna að trana sér fram. Maður verður að hafa samúð með persónum sínum, sama hversu gallaðar þær kunna að vera, því annars verða þær aldrei trúverðugar. Höfundar mega aldrei setja sig á háan hest gagnvart persónum sínum,“ segir Ólafur Jóhann. „Þegar ég fékk hugmyndina að Slóð fiðrildanna verð ég að viðurkenna að ég staldraði aðeins við og spurði mig hvort ég væri tilbúinn að skrifa bók í fyrstu persónu konu. En ég átti engra kosta völ því sögupersónan var


viðtal 29

Helgin 18.-20. nóvember 2011

þess fólks sem hefur verið honum innblástur. „Þegar ég vann að Höll minninganna naut ég þess að eiga þá að bræðurna Kristján Tómas og Árna Tómas Ragnarssyni en aðalpersóna þeirrar bókar var að nokkru leyti byggð á lífi afa þeirra. En auðvitað er þetta vandmeðfarið og mikilvægt er að hafa í huga að þegar upp er staðið eru þær persónur sem lifna á síðunum skáldskapur þótt maður hafi kannski stuðst við eitt og annað úr lífi „raunverulegs“ fólks. Það sama á við um Alice Orsini í Málverkinu. Ég færi mér í nyt dagbækur þær sem Íris Origo hélt á stríðsárunum og sumt úr bakgrunni hennar en smíða svo persónu sem á

Í fremstu víglínu hjá Time Warner Ólafur Jóhann hefur síðustu tólf ár verið í hópi helstu stjórnenda fjölmiðlarisans Time Warner. Hann er einn fimm aðstoðarforstjóra hjá fyrirtækinu og sér um stefnumótun og starfsemi fyrirtækisins utan Bandaríkjanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í New York. Fyrirtækið varð til við samruna Warner Communications og Time en undir hatti þess er einnig fjarskiptafyrirtækið AOL (America Online). Umsvif undirfyrirtækja samsteypunnar

eru frek til fjörsins við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis þar á meðal er eitt stærsta kvikmyndaver Bandaríkjanna, Warner Brothers, sem hefur framleitt Harry Potter-myndirnar, The Lord of the Rings, Batman-myndirnar og myndir Clints Eastwood. Þá á fyrirtækið fjölda gamalla perla eins og og til dæmis Casablanca. Fyrirtækið framleiðir einnig vinsæla sjónvarpsþætti og nægir þar að nefna Seinfeld, Friends, West Wing og E.R.

Kabalstöðin HBO tilheyrir einnig Time Warner en afurðir þeirrar stöðvar eru Íslendingum vel kunnar en þaðan koma þættir eins og The Sopranos, Sex and the City, Game of Thrones, Boardwalk Empire og Six Feet Under. Fyrirtækið á einnig sjónvarpsstöðvarnar TNT, TBS, Cartoon Network og svo fréttastöðina CNN. Fyrirtækið ræður líka yfir stærstu tímaritaútgáfu heims, Time Inc, sem gefur út fjölda tímarita, þar á meðal hið fornfræga og virta Time.

Framhald á næstu opnu

Nú er tími til að gefa

...og líka þiggja.

Ólafi Jóhanni finnst best að skrifa fyrir hádegi áður en hann fer í vinnuna hjá Time Warner. Hér er hann kominn að pylsuvagni í Central Park þegar degi er tekið að halla. Ljósmyndir Daniel Kazimierski.

mætt til leiks í kollinum á mér og hafði lítinn áhuga á þessum bollaleggingum mínum heldur krafðist þess að ég tæki upp pennann og kæmi mér að verki. Það sama átti við um Málverkið. Þær mótuðust sjálfkrafa konurnar tvær sem halda þeirri bók uppi, önnur íslensk og hin bresk, og ég fann aldrei fyrir því að ég þyrfti að hugsa öðruvísi en endranær. Auðvitað tók það sinn tíma að móta þær; ég held að ég hafi gengið með þær í höfðinu í meira en ár áður en ég byrjaði að skrifa bókina en þá voru þær fullskapaðar og raddir þeirra orðnar mjög skýrar.“

Sækir í reynslu raunverulegs fólks

Ólafur Jóhann á það til að sækja fyrirmyndir að persónum sínum til raunverulegs fólks en gætir þess þá að stíga varlega til jarðar og hann segist hafa átt afskaplega fín samskipti við afkomendur

Jólabónus Icelandair American Express ®

Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu til 15. desember!


30

fréttir

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Lífeyrissparnaður

Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður bæði upp á skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað

Kynntu þér kosti Frjálsa lífeyrissjóðsins á www.frjalsilif.is.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlaut alþjóðleg verðlaun sem besti lífeyrissjóður á Íslandi árin 2009 og 2010.

Ég held að fátt sé mikilvægara fyrir skáldsagnahöfund en að reyna að setja sig í spor fólks úr öllum áttum og af báðum kynjum.

arionbanki.is – 444 7000

kannski ekkert skylt við hana að innra leyti. Hin aðalpersónan, íslenska listakonan sem kemur særð á búgarðinn þar sem Alice ræður ríkjum, er hins vegar hugarfóstur mitt, rétt eins og Dísa í Slóð fiðrildanna.“

Fimm ár með Málverkið

Veldu þér

sófa!

90

LYON BONN VERONA PARÍS PISA TORINO RÍN MILANO

teg und ir

OSLO BASEL

VALENCIA VÍN ROMA ASPEN BOSTON DELUX

árSaLA 0 3REYN

BONN NICE

RÍN DELUX

VERÐDÆMI - TORINO SÓFI 2 SÆTI + 2 TUNGUR kR. 368.850 2 SÆTI + TUNGA 245.900 2 SÆTI + HORN +2 SÆTI kR. 317.900 Torino

boston

nice

Valencia

Vín

Betri Stofan

Gæði í gegn

Torino

aspen

dallas

basel

París lux

1. Veldu GeRÐ oG lenGd - 90 ÚTFÆRSluR í boÐi 2. Veldu áklÆÐi oG liT / Tau eÐa leÐuR. YFiR 2300 miSmunandi áklÆÐi oG liTiR í boÐi

3. Veldu aRma - 6 GeRÐiR í boÐi 4. Veldu FÆTuR - TRé, jáRn, kRÓm o.Fl. Patti verslun er húsgagnaverslun með 30 ára reynslu að baki á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, hornsófum og tungusófum nákvæmlega eftir máli og óskum hvers og eins.

Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað

basel Mismunandi útfærslur og áklæði hafa áhrif á endanlegt verð.

HÚSGÖGN

Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is

Eins og fyrr segir sendi Ólafur Jóhann síðast frá sér smásagnasafnið Aldingarðinn fyrir fimm árum. „Ég hef aldrei verið jafn lengi að vinna að bók og Málverkinu. Tók fimm ár. Bókin krafðist mikillar undirbúningsvinnu, margvíslegs grúsks, ferðalaga og snudds af ýmsu tagi. Ég reyndi að kortleggja hana eins og ég gat áður en ég byrjaði en hugurinn stendur ekki í stað svo margt breyttist meðan á skriftunum stóð. Ég lét hana svo liggja í salti í svolítinn tíma þegar ég var búinn með fyrsta eða annað uppkast og eyddi svo dágóðum tíma í að krukka í hana áður en ég var tilbúinn að láta hana frá mér. Ég sé ekki að ég hafi getað gert þetta á skemmri tíma, svona er þetta nú stundum, en ég vona að ég verði nú aðeins fljótari næst.“ Ólafur Jóhann hefur skrifað flestar sínar bækur samhliða annasömum störfum, fyrst hjá Sony og síðan Time Warner og hefur komið sér upp föstu verklagi sem hefur gefist vel. „Ég hef haft þetta fyrirkomulag í aldarfjórðung svo ég er nú orðinn ansi vanur því og kann kannski ekki önnur vinnubrögð. Það hentar mér best að skrifa á morgnana; ég sest við skrifborðið snemma og tæmi mig á svona tveimur, þremur tímum og fer þá í hina vinnuna. En sagan heldur áfram að gerjast í undirmeðvitundinni þótt ég sé staðinn upp frá boðinu og þegar ég sest við aftur næsta morgun kemur í ljós að heilinn hefur haldið áfram störfum þótt ég hafi kannski ekki vitað mikið af því. Í mínu tilfelli styrkir þetta held ég hvað annað.“

Ferðalög um Toskana og heim myndlistarinnar

Lýsingar Ólafs Jóhanns á sögusviðinu eru nákvæmar og hann leggur mikið upp úr umhverfislýsingum; landslagi og húsum enda þekkir hann ágætlega til en tekur sér engu að síður skáldaleyfi þegar við á. „Ég fór fyrst til Toskana unglingsstrákur og eyddi nokkrum vikum á þessu svæði. Maður var nú ekki mikið að ferðast til útlanda á

þessum árum og ferðin hafði mikil áhrif á mig. Mér var boðið á vegum einhvers Evrópubatterís og var þarna með krökkum frá ýmsum löndum á ferðalagi. Ég hef vanið komur mínar þangað reglulega síðan og finnst gott að dvelja þarna. Ég reyni auðvitað að bregða upp sannferðugri mynd af þessu landsvæði og staðháttum en allt lýtur að lokum lögmálum skáldskaparins svo hús og hæðir færast úr stað og hlutföll breytast, svona innan marka hins mögulega.“ Myndlist setur sterkan svip á Málverkið, eins og nafnið bendir til, enda Ólafur Jóhann áhugasamur um myndlist og leitaði víða fanga þegar hann setti sig inn í hugleiðingar og tæknilegar lýsingar á endurgerðum málverka. „Þetta krafðist auðvitað mikillar heimildavinnu því ég er bara áhugamaður um myndlist og algerlega hæfileikalaus á því sviði. Ég las allan fjárann og grúskaði, bæði listasögulegs eðlis og ekki síður las ég bækur og fagtímarit um forvinnslu, viðgerðir og hina tæknilegu hlið þeirra starfa. Ég talaði við fólk sem vinnur við forvinnslu, bæði í New York og svo líka við Ólaf Inga á Listasafni Íslands sem er bóngóður og margfróður. Það skipti miklu máli að tæknilega hliðin væri trúverðug svo ég varð að vanda mig. Hafi ég einhvers staðar klikkað er auðvitað bara við mig að sakast, ekki það góða fólk sem ég leitaði til.“

Séríslenska bókavertíðin

Málverkið kemur út í Bandaríkjunum í febrúar og Ólafur Jóhann segist ætla að fylgja henni þar úr hlaði eftir bestu getu. „Vonandi slepp ég við mikið flakk, ég er farinn að forðast það með aldrinum,“ segir rithöfundurinn sem þekkir vel muninn á ólíkum bókamörkuðum á Íslandi og í Bandaríkjunum. En hér á landi þætti fáheyrt að útgefandi setti bók, sem hann bindur miklar vonir við, á markað í febrúar. „Já, íslensk bókavertíð er óneitanlega sér á parti og hefur sinn sjarma þótt oft sé hamrað á göllunum sem eru helst þeir að bækurnar koma flestar út á fáeinum vikum. Það gerir þeim sem fjalla um bækur erfitt fyrir og svo detta bækur því miður upp fyrir sem eiga kannski athygli skilið. Ég tók fyrst þátt í vertíðinni


Ólafur Jóhann er fjarri ströndum jólabókaflóðsins á Íslandi og slakar á í Central Park í New York að loknum vinnudegi. Málverkið er komin af stað í jólabókaflóðinu en kemur út í Bandaríkjunum í febrúar.

fyrir tuttugu og fimm árum þegar ég mætti ungur maður til leiks með smásagnasafnið Níu lykla og get ekki verið annað en þakklátur fyrir þær móttökur sem ég fékk þá og bækur mínar hafa fengið síðan. Það eru óneitanlega forréttindi fyrir íslenska höfunda að verk þeirra fái þessa miklu athygli á síðustu vikum ársins og að í dimmasta skammdeginu séu það bækur sem eigi þátt í að draga athyglina frá myrkrinu. Útgáfan er miklu jafnari yfir árið í Bandaríkjunum en á móti kemur að bækur fá aldrei kynningu og umfjöllun í líkingu við það sem gerist á Íslandi og ná því ekki til jafns breiðs hóps lesenda og þar.“ Þar sem Ólafur Jóhann hefur aldrei verið með bók jafn lengi í smíðum og Málverkið er hann aldrei þessu vant þegar farinn að huga að næstu bók og ætlar að hefjast handa af alvöru fljótlega. „Næsta bók er farin að mótast. Það gerist nú ekki oft að ég sé kominn með eitthvað nýtt í kollinn svo fljótt eftir útgáfu en kannski er það vegna þess að ég var svo skrambi lengi með Málverkið. Þessi krefst líka undirbúningsvinnu og ég er byrjaður á henni og vonast svo til að fara að slá eitthvað inn upp úr áramótum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

NJÓTTU ÞESS AÐ VERA AÐ HEIMAN Fólk er sjaldnast heima hjá sér þegar innbrot á sér stað. Með Heimavörn Securitas er heimilið verndað allan sólarhringinn, allt árið um kring. Hafðu samband í síma 580 7000 og fáðu heimsókn frá öryggisráðgjafa. Nánari upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu okkar, www.securitas.is.

HEIMAVÖRN


32

bækur

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Vefsíðan heldur ekki uppi rándýrum lífstíl Vefsíðan Flick my life, þar sem mistök í fjölmiðlum og netheimum, myndir og ummæli eru sett í nýtt samhengi, hefur heldur betur slegið í gegn hjá Íslendingum. Aðstandendur síðunnar, sem kjósa að skýla sér á bak við nafnleynd, hafa gert bók með öllu því besta sem birst hefur á síðunni frá upphafi.

E

ngin leið er að komast að nöfnum þeirra sem standa að síðunni Flick my life. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sem gefur bók Flick my life út segir nöfn þeirra verða jafn vel varðveitt leyndarmál og glæpasagnahöfundarins Stellu Blómkvist. „Það lekur ekkert út hjá okkur,“ segir Egill í samtali við blaðamann. Eftir nokkurt þref felst Egill þó á að gerast milligöngumaður og koma spurningum til aðstandenda síðunnar. Þeir segja að heimasíðan Flick my life hafi byrjað með MMS-sendingum á milli þeirra félaganna. Fyrsta myndin hafi verið símamynd af bíl sem búið var að rispa „Fokk off“ í lakkið á húddinu og var kominn með stöðumælasekt, hreint flickmylife móment. Síðan þá hafi þetta undið upp á sig og öll þjóðin komi að verkefninu á einn eða annan hátt. Það koma á bilinu fimm til fimmtíu og fimm myndir daglega til þeirra og aðstandendurnir segja að þær séu misgóðar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Eins og áður sagði kjósa aðstandendur síðunnar að skýla sér á bak við nafnleynd og þeir segja að það eigi sér þá skýringu að enginn þeirra sé með útlitið í að vera talsmaður vinsællar heimasíðu. Enginn hefur hótað þeim stefnu eða tryllst yfir umfjöllun á síðunni. Frægt er þó þegar síðan tók upp efnisþáttinn Kolb in the Wild, þar sem hvatt var til að sendar yrðu myndir til síðunnar af Ásgeiri Kolbeinssyni í hinum ýmsu hversdagslegu athöfnum. Ásgeir baðst griða en aðstandendurnir segja að fólk kunni að taka gríni nú til dags. Og síðan er vinsæl en að sögn aðstandendanna heimsækja á bilinu sjötíu til hundrað þúsund gestir síðuna í viku hverri. Þetta virðist þó ekki gefa mikið í aðra hönd því verkefnið nær á engan hátt að standa undir rándýrum lífstíl aðstandenda, að þeirra sögn. Gestir síðunnar hafa tekið eftir því að fréttamaðurinn Óli Tynes, sem var á Stöð 2 og Vísi og er nýfallinn frá, var í sérstöku dálæti hjá aðstandendum síðunnar. Þeir segja að Óli Tynes hafi að sjálfsögðu verið mikill meistari og með húmor að þeirra skapi. Hann hafi haft húmor fyrir sjálfum sér og öllu í sínu umhverfi. Enginn þeirra hafi þó verið svo heppinn að kynnast honum persónulega en þeir hafi dáðst af honum úr fjarska. Þeir segja að minning hans verði heiðruð með áframhaldandi þátttöku í góðu gríni.

KOMIN Í BÍÓ!

Óskar Hrafn Þorvaldsson

VILTU VINNA 3D SÍMA?

oskar@frettatiminn.is

SENDU SMS SKEYTIÐ EST LG Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ LG OPTIMUS 3D SÍMA 9. HVER VINNUR! + 4 BÍÓMIÐA! FJÖLDI AUKAVINNINGA

FULLT AF AUKAVINNINGUM:

BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.

WWW.SENA.IS/IMMORTALS * Leik líkur 24. nóvember 2011



34

viðtal

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Ástar-haturs samband við frægðina Linda Pétursdóttir er á góðum stað í lífinu. Hún á sex ára dóttur sem er nýbyrjuð í skóla, nýjan kærasta og farsælt fyrirtæki. En tilveran hefur ekki alltaf verið henni svona hagfelld. Sölvi Tryggvason hitti Lindu. Ljósmyndir/Hari

Lindu ásamt dóttur sinnu, Ísabellu, sem byrjaði í skóla í haust. „Hún er algjör snillingur þessi elska. Er strax orðin læs og skrifandi og talar líka ensku. Svo er hún líka að læra á fiðlu.

M

ér líður hálf undarlega þar sem ég sit í sófanum í anddyri Baðhússins í Brautarholti; leið eins og aðskotadýri sem karlmaður í þessu eina helgasta vígi kvenmanna. Sem betur fer þarf ég ekki að bíða lengi eftir eigandanum. Hún er glaðleg og virkar orkumikil þegar hún tekur á móti mér í hádeginu á miðvikudegi og kyssir mig á kinnina. Fyrsti kossinn frá ungfrú alheimi hugsa ég um leið og við göngum í átt að skrifstofunni hennar. Linda Pétursdóttir lítur afskaplega vel út og ber þess merki að vera hamingjusöm. Hún bíður mér umsvifalaust kaffi og biður um hálfan bolla sjálf. „Drekkur þú kaffi?,“ spyr ég, sannfærður um að allir sem hafi tekið matarræði sitt og lífsstíl í gegn hljóti að vera í kaffibindindi. „Já það geri ég. Og mikið af því. Ég drekk ekki áfengi, reyki ekki, svo ég verð að hafa eitthvað,“ segir hún og hlær. Með tilliti til þess hve hraustlega Linda lítur úr, er ekki úr vegi að byrja á að tala um lífsstílinn. „Ég er auðvitað sælkeri og get þess vegna ekki sleppt því að borða súkkulaði eða góðan mat. Það gefur lífinu svo mikið. En ég hef tekið lífsstílinn í gegn undanfarið. Segja má að ég lifi eftir 80 prósent reglunni. Ef mér tekst að borða svona um það bil 80 prósent hollt er ég sátt. Maður má ekki fara út í einhverjar öfgar. Ég er alfarið á móti því að fólk sé að eltast við þessar staðalímyndir, en það er heldur ekki gott að lifa kyrrsetulífi og borða óhollt. Maður verður að finna milliveginn. Njóta þess sem gott er í lífinu, án þess að ofgera því. Ég finn að ég hef miklu meiri orku og get gefið meira af mér núna en stundum þegar ég var miklu yngri. Það er vegna þess að ég lifi heilbrigðara lífi.“ Linda verður 42 ára í lok ársins og hefur eins og margar konur prófað alls konar kúra og mismunandi mataræði. „Í dag reyni ég að blanda sem minnst saman kolvetnum og próteinum. Það virkar fyrir mig, en síðan verða aðrir að finna hvað er best fyrir þá. Aðalatriðið er að gera þetta að lífsstíl, en ekki taka hlutina í skorpum. Hreyfa sig svo reglulega og þá er ég ekkert endilega eingöngu að tala um að fara í ræktina. Göngutúrar eru frábærir líka.“

Erfitt að verða aftur „nobody“

Linda talar af þekkingu um þessi mál, enda var hún ekki nema 24 ára gömul þegar hún stofnaði Baðhúsið, alhliða líkamsræktarstöð og heilsulind fyrir konur. „Ég var fullkomlega blaut á bak við eyrun og vissi ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég hóf þennan rekstur. Mig vantaði bara vinnu! Ég rak mig líka á alls konar veggi fyrst, enda hafði ég ekki hundsvit á því hvernig ætti að reka fyrirtæki,“ segir Linda og hristir hausinn og hlær. Árin áður en Linda opnaði Baðhúsið hafði hún mestmegnis búið erlendis eftir að hún vann keppnina um ungfrú alheim. Keppnin var þá upp á sitt stærsta og því fylgdi titlinum bæði mikil ábyrgð og eins alls kyns lúxus. „Ég hafði árin þarna á undan verið að vinna sem fyrirsæta erlendis og pældi afskaplega lítið í Íslandi og því sem var að gerast hér. Ég fjarlægðist í raun og veru Ísland mjög mikið strax

eftir að ég vann keppnina um ungfrú alheim þegar ég var ekki nema rétt að verða 19 ára gömul. Það var kannski á margan hátt gott, því að þá varð ég minna vör við það sem verið var að segja um mig og annað slíkt. En fólk vissi ekki bara hver ég var hérna heima. Ég bjó í London árið eftir keppnina og ef ég fór út í búð um helgar þekkti fólk mig og eins var ég oft stoppuð úti á götu. Ég var framan á alls konar blöðum og var meðhöndluð eins og stórstjarna í alla staði. Þessu fylgdi auðvitað mikið álag. En það tók samt miklu meira á mig að verða aftur „nobody“. Þegar ég var að hasla mér völl sem fyrirsæta nokkrum árum seinna og þurfti að fara í prufur með hundrað öðrum stelpum og fékk enga sérmeðferð var það talsverð magalending fyrir mig. Ég fór frá því að borða með forsetum og keyra um allt á Rolls Royce með einkabílstjóra,

yfir í að vera meðhöndluð eins og hver önnur stelpa sem var að reyna að verða fyrirsæta. Viðbrigðin voru rosalega erfið, enda hafði frægðin komið svo gífurlega hratt að ég var kannski ekki alveg reiðubúin í þetta allt saman andlega. Þetta ástar-haturs samband við frægðina tók verulega á. Mann langaði í athyglina, en var síðan svekktur þegar verið var að kjafta um mann úti í bæ. Þegar ég varð svo aftur að venjulegri stelpu var mjög erfitt fyrir mig að venjast því.“

Módelbransinn varasamur

Linda hugsar sig aðeins um þegar ég spyr hana hvort henni finnist að það þurfi að búa stelpur sem taka þátt í þessum keppnum betur andlega undir það sem á eftir kemur. „Ég held að það sé ekkert hægt að undirbúa sig undir þetta. Ef þú fetar þessa braut og það gengur vel er

Sölvi Tryggvason ritstjorn@frettatiminn.is

Hér styrkjum við konur í að vera eins og þær eru. Þessar staðalímyndir eru orðnar algjört rugl. Það eru bara örfá súpermódel í öllum heiminum, en við hinar ekki.

þetta bara lífsreynsla sem þú ferð í gegnum og tekst á við. Þú sérð svo kannski seinna að þú hefðir getað gert margt öðruvísi, en er það ekki þannig hjá flestu fólki þegar það lítur um öxl? Sigrinum fylgdu líka stórkostleg tækifæri og það opnuðust ýmsar dyr. Ég kynntist til dæmis fólki sem ég er enn í mjög góðu sambandi við í dag. Bara núna í síðustu viku var ég úti að dæma í keppninni um ungfrú alheim árið 2011. En veistu, ég á mjög erfitt með að svara því hvað skal ráðleggja ungum stelpum varðandi Framhald á næstu opnu


Yuni, stærð 283 x 200 cm. alklæddur leðri og einnig í taui

Frábært úrval Tu ngus ófa og hvíldarsTóla í öllum sTærðu m o g liT u m

Walton 2, stærð 283 x 205 cm alklæddur leðri og einnig í taui

Rinoa, stærð 260 x 170 cm alklæddur leðri og einnig í taui

Walton, stærð 214 x 150 cm alklæddir leðri og einnig í taui gary með rafstýringu og án, lengd 200 cm alklæddur leðri og einnig í taui

Gary hvíldarstóll með eða án rafstýringar breidd 85cm

Lyftistóll lyftir upp breidd 80 cm

Italiano með og án rafstýringar, lengd 218 cm alklæddur leðri og einnig í taui

Mike, stærð 210 x 160 cm alklæddur leðri og einnig í taui

Þægindin í fyrirrúmi B j óð um e innig up p á d önsK g æð ar úm fr á passion og am e r ísKu dýnunum fr á se rTa

Kíktu í heimsókn og uppfylltu drauma þína um betri hvíld. LÚR - BETRI HVÍLD • Hlíðasmára 1 • 201 Kópavogi • sími 554 6969 • Fax 554 3100 • www.lur.is • lur@lur.is


36

viðtal

Helgin 18.-20. nóvember 2011

fegurðarsamkeppnir. Það er ekkert eitt rétt svar til. Það fylgja þessu ákveðnar hættur og sumar stelpur geta farið illa út úr þessu, en svo getur þetta líka verið stærsta blessun lífsins. Svo við tökum sem dæmi stelpuna sem vann ungfrú alheim núna, sem er frá Venesúela, þá hefur hún verið munaðarlaus frá átta ára aldri. Þetta mun breyta lífi hennar algjörlega og gefa henni ómetanleg tækifæri sem hún hefði aldrei fengið annars. Það sem ég get sagt með vissu er hins vegar að módelbransinn er miklu miklu verri, miðað við mína reynslu af honum. Þar flæða oftar en ekki eiturlyf og áfengi og harkan er miklu meiri. Í Miss World er passað upp á þig. Þú færð einkabílstjóra og ferð ekki ein eitt eða neitt. Þú ert drottning og ert meðhöndluð sem slík.“

Þakkar fyrir að Facebook var ekki til

„Það var auðvitað skrýtið og stundum erfitt að finna fyrir kjaftasögunum. Ég var bara 19 ára gömul, ósköp saklaus og vildi trúa öllu góðu um fólk. Það gat verið erfitt að vera alltaf með brynju þegar maður fór út úr húsi, sumt náði tökum á mér og dró mig niður. En mér var yfirleitt ekki sagt neitt beint, þannig að kjaftagangurinn bitnaði líklega miklu meira á mínum nánustu. En jú, það var mjög mikið kjaftað úti um allan bæ. Og athugaðu að þarna voru aðrir tímar. Ég þakka guði fyrir að Facebook var ekki komið til sögunnar. Það hefði verið skelfilegt. Til dæmis þegar ég var að drekka sem mest. Getur þú ímyndað þér hvað hefði verið skrifað um mig?,“ segir Linda og hlær og segist vera orðin miklu sjóaðri í þessum efnum í dag. Eins og margir Íslendingar hefur hún háð hatramma baráttu við Bakkus, sem hún þakkar fyrir að hafa sloppið lifandi út úr. Smátt og smátt fór að síga á ógæfuhliðina eftir að Linda vann keppnina um ungfrú alheim. Hún ákvað fyrst að hætta að drekka 26 ára gömul og það hélt í þrjú ár, þar til hún féll.

Var fimm mánuði í meðferð í Bandaríkjunum

„Svo hætti ég aftur rúmum tveimur árum síðar og er núna búin að vera edrú í nærri tíu ár. Ég var orðin rosalega mikið veik þegar ég fór í meðferðina sem fékk mig til að stoppa. Ég var komin á þann stað að ég gat hvorki drukkið né verið edrú. Ég hafði reynt að fara á Vog þrisvar sinnum, en það virkaði ekki fyrir mig. Þar fannst mér líka erfitt að vera þekkt. Ég var kannski að opna mig um ákveðna hluti og síðan var sagt frá þeim úti í bæ. En ég tek það fram að á Vogi er unnið frábært starf og augljóslega virkar meðferðin þar fyrir mjög marga, þó að ég hafi þurft önnur úrræði. Á endanum fór ég til Bandaríkjanna í áfengismeðferð á þekkta meðferðarstofnun. Þegar ég kom fyrst út sá ég að stofnuninni var skipt í nokkur hús. Ég spurðist fyrir um þau og mér var sagt að í einu þeirra væri fólkið sem væri mjög illa haldið og venjuleg meðferð dygði ekki á. Það liðu tveir dagar þangað til ég var komin þangað inn!“ Linda lítur niður, tekur sopa af kaffinu og heldur áfram: „Ég var í meðferðinni í heila fimm mánuði og þetta var ekkert sumarfrí skal ég segja þér. Stöðug vinna frá morgni til kvölds hvern einasta dag. Það var það sem ég þurfti og án

Þetta ástar-haturs samband við frægðina tók verulega á. Mann langaði í athyglina, en var síðan svekktur þegar verið var að kjafta um mann úti í bæ. Þegar ég varð svo aftur að venjulegri stelpu var mjög erfitt fyrir mig að venjast því. þessarar meðferðar hefði ég ekki lifað þetta af. Það er bara algjörlega á hreinu. Áfengisfíknin var að fara með mig í gröfina.“

Ástfangin og glöð

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og það skín af Lindu langar leiðir að hún hefur náð langþráðu jafnvægi í sínu lífi. Margir hafa undrað sig á því að svo glæsileg kona hafi verið einhleyp langtímum saman og hún hlær innilega þegar talið berst að karlamálum. „Já, þau hafa nú verið heldur betur ómerkileg síðustu ár hvað varðar karlana. Eiginlega bara ekki neitt um það að segja. Ég hef ekki búið með karlmanni í heil fimmtán ár. Ég á auðvitað sex ára gamla dóttur, en fyrir utan pabba hennar hef ég verið meira og minna ein allan þann tíma og varla við karlmann kennd síðan dóttir mín fæddist.“ Karlmennirnir í lífi Lindu hafa fæstir verið íslenskir hingað til og þannig er það líka núna. Hún brosir feimnislega þegar ég spyr hana út í nýja kærastann. „Já þú segir nokkuð, það er rétt, ég hef ekki mikið verið með íslenskum mönnum í gegnum tíðina. En það er ekki af því að þeir séu eitthvað slæmir, heldur kannski frekar af því að ég hef verið mikið á ferðinni í gegnum

tíðina. En, já ég á semsagt kærasta núna, en við erum ekki búin að vera lengi saman. Hann heitir Tav MacDougall og er skoskur leikari. Við kynntumst í London og ég er mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast hjá okkur. Við tökum þetta á okkar hraða,“ segir hún.

Dýravinur frá unga aldri

Linda hefur undanfarið vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir aðbúnaði dýra og meðferð á þeim. Ólíkt því sem margir kynnu að halda er þessi ástríða hennar ekki ný af nálinni. „Allir sem þekkja mig vel gætu sagt þér að dýravernd hefur verið mér hjartfólgin frá því ég var lítil stelpa. Mig langaði meira að segja alltaf að verða dýralæknir. Ég hef átt fjóra hunda í gegnum tíðina sem hafa verið stór hluti af mínu lífi. Ég á minningu frá Vopnafirði, þar sem hundahald var bannað. Ég var tíu ára gömul. Þegar hundurinn minn slapp út sagði sveitastjórinn við pabba minn að ef þetta gerðist aftur yrði hann að skjóta hundinn. Þegar ég heyrði þetta brást ég ókvæða við og sagði að ef sveitastjórinn kæmi heim til okkar yrði ég að skjóta hann!“ Lindu er nokkuð niðri fyrir þegar þessi mál ber á góma og hún heldur áfram ákveðin: „Dýr eru málleysingjar sem geta ekki varið

Bröns alla laugardaga og sunnudaga

Verð aðeins

1.895

með kaf fi eða te Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is

sig og ef ég get ljáð þeim rödd mína er það algjörlega sjálfsagt mál. Það er svo illa farið mér dýr í mörgum tilvikum. Til dæmis verksmiðjuframleiðsla á kjúklingum og svínakjöti. Hún er ógeðsleg en því miður er aðbúnaður dýra og meðferð á dýrum langt í frá að vera fullkomin eins og margir vilja halda. Að hér sé bara frjálsa fjallalambið og allt í góðu. Við höfum engan rétt til að svipta dýrin þeim grunnþörfum að fá sólarljós og ferskt loft. Það hefur ekki verið mikil umræða um dýravernd á Íslandi, en mér sýnist að það sé að breytast og á bara þessu ári hefur orðið mikil vakning. Ég er félagi í Dýraverndunarsambandi Íslands og er í starfshópi SLN-Velferð búfjár.“

Staðalímyndirnar stórhættulegar

Annars á rekstur Baðhússins hug Lindu allan ásamt dóttur hennar, Ísabellu, sem byrjaði í skóla í haust. „Hún er algjör snillingur þessi elska. Er strax orðin læs og skrifandi og talar líka ensku. Svo er hún líka að læra á fiðlu. Ég er afskaplega stolt af henni og finnst hún svakalega dugleg. Auðvitað vildi ég stundum hafa dálítið meiri tíma með henni, því að það er jú tímafrekt að reka þetta fyrirtæki. En ég veit að sá tími kemur að ég verð minna í vinnunni


og við eigum margar gæðastundir saman mæðgurnar. Núna hef ég mjög gaman af vinnunni, þó að hún sé sjö daga vikunnar frá morgni til kvölds. En eftir að ég keypti Baðhúsið aftur árið 2009 hef ég tekið reksturinn mjög föstum tökum og kann miklu betur á hann núna en þegar ég byrjaði fyrst. Ég er mjög passasöm og það fara allir reikningar í gegnum mig. Reksturinn hefur líka aldrei gengið betur og ég er núna með á fjórða þúsund kúnna og 40 starfsmenn í vinnu.“ Linda gerir að sjálfsögðu ekki upp á milli viðskiptavina en hjá henni eru margar konur sem hafa verið fastakúnnar í áraraðir, en Lindu finnst einnig sérstaklega gleðilegt að ungar stelpur kjósi að koma í Baðhúsið. „Þær vilja vera lausar við að fara málaðar í ræktina, eða að vera undir þeirri pressu að vera í nýjasta fatnaðinum. Hér styrkjum við konur í að vera eins og þær eru. Þessar staðalímyndir eru orðnar algjört rugl. Það eru bara örfá súpermódel í öllum heiminum, en við hinar ekki. Þessar sárafáu eiga svo að ráða því hvernig allar konur eru. Það sem verður að hamra á við ungar stelpur er að það er búið að vinna myndirnar sem þær sjá í blöðum. Það lítur enginn svona út nema eftir photoshop. Þetta er stórhættulegt og ýtir undir þráhyggju, átraskanir og alls konar vitleysu.“

Nennir ekki að velta sér upp úr hruninu

Linda Pétursdóttir segist sátt við þann stað sem hún er á í lífinu um þessar mundir. En þrátt fyrir að vera áberandi og afkastamikil segist hún ekki hafa áhuga á að fara í stjórnmál, eða tjá sig mikið um hrunið. „Það er fullt af fólki að vinna við þetta. Ég hvorki get né nenni að vera að velta mér upp úr þessum hlutum daginn út og inn. Auðvitað fór margt úrskeiðis hér sem verður að fara í saumana á. En við megum heldur ekki haga okkur eins og við séum ein í heiminum. Við höldum oft að við séum nafli alheimsins. Það er stundum eins og ekkert hafi gerst í efnahagsmálum í heiminum nema á Íslandi. Við erum alltaf aðal. En það er partur af þjóðarsálinni og getur auðvitað verið gott líka,“ segir Linda og brosir. Hún segist eiga þann draum að búa aftur á vesturströnd NorðurAmeríku, sem hún kallar sína paradís. Í framtíðinni vill Linda eiga heimili þar og á Íslandi. Og Linda Pétursdóttir kvartar ekki undan því að losna ekki við fegurðartitilinn. „Fyrrverandi ungfrú heimur... það gæti alveg verið verra, er það ekki?,“ segir hún og hlær innilega áður en við klárum síðustu löggina úr kaffibollunum og kveðjumst.

NÝTT DOVE MEN+CARE DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi. Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk.

LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI


38

fréttir vikunnar

Helgin 18.-20. nóvember 2011

15 Vikan í tölum

Alvarlegt umferðarslys á Siglufirði Ung stúlka lést, önnur slasaðist alvarlega og sú þriðja brákaðist á fæti í umferðarslysi á Siglufirði á miðvikudagskvöld. Stúlkurnar voru farþegar í rútu sem var að koma frá Ólafsfirði. Þær gengu aftur fyrir hana og út á Langeyrarveg en urðu fyrir bíl sem var á suðurleið. Sú sem brákaðist fékk að fara heim eftir skoðun en hinar tvær voru fluttar með sjúkrabifreiðum á Sjúkrahús Akureyrar. Þar var önnur úrskurðuð látin. Hin er alvarlega slösuð, illa brotin en ekki í lífshættu. Stúlkan sem lést var13 ára gömul, fædd árið 1998 og nemandi í 8. bekk Grunnskólans á Siglufirði. Kyrrðarstund var í Siglufjarðarkirkju í gærkvöldi.

Rúmir 1300 milljarðar endurheimtir Endurheimtur þrotabús Landsbankans nema nú um 1.344 milljörðum króna. Það er 25 milljörðum króna meira en sem nemur forgangskröfum í búið, það er að segja Icesave og heildsöluinnlán. Ekki hefur verið ákveðið hvenær greiðslur úr búinu til Breta og Hollendinga hefjast. Slitastjórn Landsbankans efndi til kröfuhafafundar á Hótel Nordica í gær, fimmtudag. Þar kynnti hún afstöðu til lýstra krafna.

Vilja endurbyggja miðalda­kirkju Hugmyndir eru uppi um að endurbyggja miðaldakirkjuna sem stóð í Skálholti á sínum tíma. Henni er ætlað að hafa slíkt aðdráttarafl að aðgangseyrir standi undir byggingunni. Kirkjan sem menn vilja reisa í Skálholti er stækkuð mynd af líkani sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu og byggist á rannsóknum á staðnum. Kirkjan sem stóð í Skálholti var engin smásmíði. Hún var tæplega 50 metra löng, 12 metra breið og voru 14 metrar upp í mæni. Hún var sögð stærsta timburbygging á Norðurlöndum á sínum tíma.

Fjöldi skjálfta undir Mýrdalsjökli í október samkvæmt Veðurstofu Íslands.

150

Það fór á vel með þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Birni Bjarnasyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hófst í Laugardalshöll í gær. Hann Birna býður sig fram til formanns á fundinum gegn Bjarna Benediktssyni en uppi hefur verið orðrómur um að Björn sé í stuðningsliði Hönnu Birnu þrátt fyrir ættartengsl sín við Bjarna. Ljósmynd/Hari

Fjáraukalög samþykkt í fjarveru stjórnarandstöðu Alþingi samþykkti í gær, fimmtudag, fjáraukalög með 29 atkvæðum. Einn þingmaður sagði nei og fjórir greiddu ekki atkvæði. Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins var viðstaddur atkvæðagreiðsluna, aðeins tveir þingmenn Framsóknarflokksins og enginn úr Hreyfingunni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu gagnrýnt að afgreiða ætti fjáraukalagafrumvarpið áður en þeir fengju tækifæri til að kynna sér gögn, meðal annars í í tengslum við sölu á eignarhluta Byrs hf. til Íslandsbanka. Þá væri beðið skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vaðlaheiðargöng. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram á Alþingi þurfa að lágmarki 32 þingmenn að vera viðstaddir þingfund. Sá fjöldi var fyrir hendi.

512

Bækur sem metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason hefur skrifað að meðaltalinni þeirri nýjustu, Einvíginu.

Prósentin sem Reykjavíkurborg hyggst hækka leigugjald á handklæðin í Nauthólsvík.

1159

Heitustu kolin á Bjarni vs. Hanna Birna

Sigfús Magnússon

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst á fimmtudaginn og vitaskuld eru vangaveltur um hvort hafi betur í formannskjörinu á sunnudaginn fyrirferðarmiklar. En sumum á Facebook er þó slétt sama.

Afbrýðissemin að drepa fólk.Sé bara ekkert athugavert við þetta..

Kristján B Jónasson Landsfundur Sjálfstæðisflokks hefst í dag! Jeiii! Heil helgi framundan af fréttum af ályktunum um að gervihnettir ESB megi ekki vera á sporbaug yfir Íslandi.

Stefán Pálsson Bjarni eða Hanna Birna? Frekar fúll samkvæmisleikur að giska á hvort vinnur. Ég er með betri leik - hver lendir í þriðja sæti?

Björgvin Valur Guðmundsson Ég vona að annarhvort Bjarni eða Hanna Birna vinni í formannskjörinu. Eða einhver annar sem kann að bjóða sig fram á síðustu stundu. Eða Mikki mús.

Orri Björnsson Mun mæta á landsfund Sjálfstæðisflokksins og styðja Bjarna Benediktsson til formennsku, vafningalaust!

Sigurjón Egilsson

Íslendingar tæma tuskubúð

Björn Ingi Hrafnsson

Íslendingar virðast hafa náð vopnum sínum og greiðslukortum eftir áföll hrunsins. Þeir sýndu í það minnsta hvers þeir eru megnugir þegar þeir tæmdu lager nýopnaðarar fataverslunar á þremur dögum - birgðir sem áttu að duga í þrjár vikur.

Verð að viðurkenna að þar til á dögunum hafði ég aldrei nokkru sinni heyrt um fatabúðina Lindex...

Eiður Svanberg Guðnason Það er að rofa til. Ný fataverslun er tæmd á þremur dögum og verður verslunin lokuð þar til nýjar birgðir berast frá útlöndum eftir nokkra daga. Þetta er víst heimsmet hjá verslanakeðjunni. Lúxusbílar seljast á ný, skemmtigarðar eru opnaðir og nýjar líkamsræktarstöðvar taka til starfa. Það sér betur til sólar en áður. Nema á síðum Morgunblaðsins og í Hádegismóum við Rauðavatn. Þar er kreppa á forsíðunni dag eftir dag, kreppa í Staksteinum, kreppa í leiðurum og fréttirnar kreppulitaðar. Þar sér enginn til sólar. Þokubakkar og svartagallsraus byrgja mönnum sýn.

Tvísýnt um hvort verður formaður.

Veggskraut fyrir alla sem elska falleg eldhús!

Eldhúsdagatalið 2012 Fallegt og fræðandi! Með myndum og nöfnum á yfir 200 ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum, baunum, hnetum og berjum – bæði vel þekktum og framandi. Skemmtilegt að skoða fyrir unga sem aldna.

Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is

Lilja Katrín Gunnarsdóttir hætti mér á opnun Lindex....mesta fail sem ég hef orðið vitni að... plúsinn var að ég keypti tvær flíkur og hitti Sigríður Vala Vignisdóttir...

Erótísk fjölskyldumynd? Uppi varð fótur í fit í vikunni þegar spurðist út að íslenskar mæðgur hefðu setið fyrir, fáklæddar, í undirfataauglýsingu fyrir bandarískt fyrirtæki. Myndatakan varð umsvifalaust tilefni pistlaskrifa á netinu auk þess sem fólkið á Facebook lét mæðgurnar sig varða.

Ingólfur Júliusson Fer ekki að verða aðkallandi að fá reglur t.d. fyrir listamenn, ljósmyndara, auglýsinga/ímyndarfólk og fjölmiðla um hvað ýtir undir klámvæðinguna? Sérstaklega varðandi klæðnað og stellingar? Fer ekki að koma tími á lög um þetta? Hverjir/hverjar mega vera saman á mynd og í hvernig klæðnaði?

Arnar Logi Kristjansson Mér finnst þetta hvorki fallegt eða ljótt,heldur einfaldlega stórskrítið að sjá mæðgur í undirfataauglýsingu.

Barn um borð í ruddaskipi Reiðialda fór yfir Facebook í kjölfar frétta af dómi yfir fjórum skipverjum sem skemmtu sér við að níðast á þrettán ára dreng um borð í netabát og höfðu meðal annars í frammi kynferðislega tilburði.

Björn Ingi Hrafnsson Meiri vidbjodurinn. Rettast væri ad fjölmidlar nafngreini tessa nidinga!

Ferðirnar sem farnar hafa verið erlendis á þessu ári á vegum velferðarráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns.

13

Sigrar lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltaliðinu Kiel í þrettán fyrstu leikjunum í þýsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Baldur Hermannsson Hann var sjómaður dáðadrengur. Hér með er felld úr gildi gamla klisjan: þú ert ekki marktækur því þú hefur aldrei migið í saltan sjó.

Jón H Hallgrímz það væri nú gaman að fá að sjá mynd af þessu föggum sem voru á sjó á bátnum Erlingi KE-140.......

Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir Hvaða mannleysur og aumingjar eru þetta eiginlega! Viðbjóðsleg og óafsakanleg hegðun.

Slæm vika

Góð vika

fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamann

fyrir Jón Gnarr borgarstjóra

Borga og brosa Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson var í vikunni dæmdur til að greiða 70 milljónir í kostnað vegna kyrrsetningar skilanefndar Glitnis á eigum hans í Bretlandi. Jón Ásgeir hafði þegar greitt tæpar 30 milljónir og taldi sig ekki þurfa að standa skil á afgangi kostnaðarins. Héraðsdómur Reykjavíkur var því ósammála og þarf Jón Ásgeir að grafa djúpt ofan í galtóma (að eigin sögn) vasa sína til að finna 70 milljónirnar. Hann gæti þó sloppið ef áfrýjun hans til Hæstaréttar fer á annan veg.

Grét ekki einu sinni Eftir tíma erfiðra og sársaukafullra aðgerða í Reykjavíkurborg gat Jón Gnarr loksins gerst boðberi góðra tíðinda af fjármálum Reykjavíkurborgar. Hann lagði fram fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2012 í vikunni og var svo ánægður með hana að hann lýsti því yfir að hann hafi ekki grátið við gerð hennar líkt og í fyrra þar sem hann felldi meðal annars tár á opinberum vettvangi.


SÝNDU DÆLULYKILINN OG FÁÐU AFSLÁTT!

SÆKTU UM DÆLULYKIL Á WWW.ATLANTSOLIA.IS Dælulykill gefur afslátt hjá þessum frábæru fyrirtækjum:


• Super lift & Cut • Reflex Act ion hnífar • 10 daga ra fhlaða

• 4 sneiða b

rauðrist

4.989

kr.

Kenwood TT890

s Aðein f brot a u! in úrval

Einföld og góð brauðrist fyrir fjórar sneiðar. Afþýðingarmöguleiki og endurhitun.

• Rakatæki með gufu • Stillanleg t rakastig

9.989

3.989

kr.

kr.

Philips HQ6920

Dantax P680

Philishave hleðslu- og rafmagnsrakvél með Reflex Action hnífum (3 fljótandi hnífar), Super Lift & Cut, Easy Grip. Rafhlaða endist allt að 10 daga.

4.989

kr.

DeLonghi VH300

• AUX In fyr ir iPod • Leðuráfer ð

Lítil og lífleg FM útvörp með leðuráferð. AUX In fyrir iPod og Mp3 spilara, notar rafmagn eða rafhlöður.

• Handþeyt ari • Með skál

• 500w blan dari • Mylur ís

4.989

400w rakatæki með 4,5 l vatnstanki og stillanlegu rakastigi. Hrein gufa. Fyrir allt að 60m3 rými. Áfylling endist u.þb. 15 klst.

• Shiatsu n

uddkoddi

4.989

kr.

6.989

Ariete DC1565 10AR0

kr.

300w handþeytari með 3ja lítra skál, 5 hröðum og túrbó takka. Standur og skál fylgja.

kr.

Exido 231014

Shiatsu nuddkoddi með 2 sjálfstæðum nuddkúlum. 12v straumbreytir og 12v tengi í bíl fylgir. Stærð: (HxBxD): 40,5 x 33 x 12 sm.

Kenwood SB250

500w Smootie blandari með 1,5 lítra könnu. Auðvelt að þrífa og getur mulið ís.

• 1000w he ilsugrill • Hitastillir

7.989

kr.

• 185sm kæ liskápur • Með 87 lít ra frysti • Orkunýtin gA

Ariete DC1911

1000w heilsugrill með hitastilli og hitaljósi. Efri hluti færist eftir þykkt matar. Non-Stick - Auðvelt að þrífa.

s Aðein f brot a u! in úrval

79.989

kr.

Beko CSA34000

185sm kæliskápur með 205 lítra kæli og 87 lítra frysti. Orkuflokkur A. Mál (hxbxd): 185x60x60sm.

9.989

kr.

Kenwood FP180

450w matvinnsluvél með 1,0l blandara, Dual Drive System, 1 hraða og púls, 0,8L skál, stálhníf ofl.

ksuga • 1800w ry kraftur • 310w sog

14.989

• 105 lítra f rystikista • Hraðfryst ing • Orkunýtin gB

kr.

Hoover TFS5184

49.989

kr.

Whirlpool AFG610MB

• 450w mat vinnsluvél • Með bland ara

105 lítra frystikista með 7,5kg frystigetu á sólarhring, hraðfrystingu og orkunýtingu B. 1 karfa fylgir. Mál (hxbxd): 85x53x58sm.

1800w vönduð ryksuga úr Freespace línunni. 310w sogkraftur, 8m snúra og filterar sem má þvo.


RAFTÆKJATILBOÐ • 600Hz Sub Field Drive • DVB-T mó ttakari • 2000.000: 1 dýnamísk skerpa

FRÁBÆRT ÚRVAL

50” Plasma

159.989

• DVB-T mó ttakari • Með innb. DVD spilara

36.989

kr.

50" HD Ready Plasma sjónvarp með 1024x768p upplausn, Vreal Plus, 600Hz Sub-field Drive, 24p Playback, Real Black Drive 2.000.000:1 dýnamiskri skerpu, háskerpu HDTV DVB-T stafrænum móttakari (MPEG4), kortalesara ofl.

• Full HD LC D 42” LCD • Háskerpu DVB-T mótt akari • 3 HDMI te ngi

kr.

s Aðein f brot a u! in úrval

Panasonic TXP50C3

• Full HD LE D • 24p Playb ack • 4 HDMI te ngi

40” LCD

119.989 109.989 kr.

Grundig 42VLC4120C

42“ Full HD LCD sjónvarp með 1920x1080p WUXGA upplausn, 3.000:1 skerpu, 5ms svartíma, háskerpu stafrænum DVB-T/C móttakara, 3x HDMI, 2x USB, Scart, S-Video, VGA tengi ofl.

*Vaxtalausar raðgreiðslur með 3% lántökugjaldi og 295kr greiðslugjaldi af hverjum gjalddaga.

• DVD DivX spilari • 1080p upp skölun Philips DVP3880

Vandaður DVD DivX spilari með Progressive Scan, USB, HDMI tengi og 1080p uppskölun.

• Full HD LE D • 24p Playb ack • 4 HDMI te ngi

32” LED

99.989

kr.

Toshiba 32VL733N

40” Full HD LCD sjónvarp með 1920x1080p upplausn, 50.000:1 skerpu, 7,5ms svartíma, háskerpu stafrænum DVB-T/C móttakara, 2x HDMI, USB, Scart, Digital Coax, VGA tengi ofl.

kr.

spilari • Ferða DVD kjár • Snúningss l fylgja • Heyrnartó

32” Full HD LED LCD sjónvarp með 1920x1080p upplausn, 50.000:1 skerpu, 24p playback, Progressive scan, háskerpu stafr DVB-T/C móttakara, Digital Plus, Wi-Fi Ready, USB, 4x HDMI, 2x Scart, LAN, VGA tengi, SD kortalesara ofl.

P3 spilari M y p o o n S • ur hátalari • Innbyggð

19.989 4.989 kr.

Lenco DVP736

Flott ur ferða DVD spilari með 7” skjá og heyrnartólum. Fæst í þremur litum.

59.989

kr.

300w heimabíókerfi með Blu-Ray spilara með 1080p uppskölun, DTS-HD og Dolby TrueHD 5.1 Surround Sound, 5 hátölurum og bassaboxi, Dolby Digital, DTS-HD Ambisound, Dolby True HD, MP3 line-in, HDMI, USB, RDS FM útvarpi með 40 minnum, NET TV, USB 2.0 flash drifi ofl.

• Flott heyr nartól • Mjúk eyrn askjól Lenco HP120

Flott mjúk heyrnartól og eyrnaskjól. Fást svört hvít eða bleik.

Tilboðin gilda til 22. nóvember eða meðan birgðir endast.

12 mánaða vaxtalausar greiðslur í boði!* Opið mán. - fös. kl. 11-19 Laugardaga kl. 11-18 Sunnudaga kl. 12-18

FHD LCD SJÓNVARP með innbyggðum fjölkerfa DVD spilara, stafrænum DVB-T EPG móttakara, 1920x1080p upplausn, Nicam Stereó, 2x HDMI, Scart, VGA, heyrnartólstengi ofl. 12v/230v.

Toshiba 40LV833N

• 300w heim abíó • Innbyggð ur Blu-Ray spilari • 5 hátalara r og bassab ox

Philips HTS3560

United 19DD92HD

kr.

14.989

19” LCD

MAX Kauptúni 1 - Garðabæ Sími 412 2200 - www.max.is

kr.

Lenco MPBlaster Snoopy

Flottur MP3 spilari með innbyggðum hátalara og 2ja GB minni (allt að 500 lög), USB tengingu og microSD kortarauf fyrir viðbótarminni.

3.989

kr.


42

viðhorf

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Fiskurinn og orkan

Fært til bókar

Hjólhestar og annað skagfirskt hrossakyn Skagfirðingar eru glaðsinna að eðlisfari, frægir hestamenn, söngmenn og hagyrðingar – og er þá fátt eitt talið. Af þeim eru til margar gamansögur. Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og Skagfirðingur í húð og hár, vill halda þeim til haga en út er komin bók eftir hann, Skagfirskar skemmtisögur, en í henni er að finna um 200 gamansögur af Skagfirðingum og nærsveitarmönnum. Rétt er að láta eina fylgja en þar segir af hestum, ólíkum þó: „Albert Magnússon,löngum kallaður Berti krati, var

Fáir feitir kettir fleyta rjómann

ásamt konu sinni lengi með unga vinnumenn úr héraðinu í fæði á Öldustígnum. Má þar nefna Sigurð Björnsson frá Hólum, eða Bróa, Gunnbjörn Berndsen, Aðalstein Jónsson, eða Steina Putt, Sigurð Frostason og Hófsósinginn Kristján Björn Snorrason. Berti þótti elda góðan mat og var sér í lagi sterkur í soðningunni. Einhverju sinni fengu þeir hins vegar tortuggið hrossakjöt og mælti Brói þá stundarhátt: „Þetta hlýtur að vera hjólhestur!“ Þá skaut Steini Putt fram hökunni, kjamsaði aðeins á kjötinu og sagði: „Já, ég held að ég sé akkúrat með pedalann núna!“

Topplistinn Efstu 5 - Vika 46

Verslun 1

MacLand

2

Spilavinir ehf

3

Kostur lágvöruverslun ehf

4

IKEA

5

Epli.is - Umboðsaðili Apple á Íslandi

Klapparstíg 30

Langholtsvegi 126

Dalvegi 10

Kauptúni 4

Laugavegi 182

18 ummæli

13 ummæli

32 ummæli

5 ummæli

4 ummæli

Þ

Það er hægt að gráta sig í svefn nokkur kvöld, jafnvel í nokkrar vikur, yfir því hvernig farið hefur með auðlindir þessa lands. Hvort sem það er fiskurinn eða orkan, þá hefur ávinningurinn að alltof litlu leyti runnið til eigenda þessara verðmæta: Sjálfrar þjóðarinnar. Vissulega hefur hún notið góðs af þeim en rjómann hafa fleytt – og fleyta enn – fáir feitir kettir, sem harðneita að færa sig frá skálinni. Sá gagnorði fyrrum þingmaður Kristinn H. Gunnarsson skrifaði grein í fimmtudagsblað Fréttablaðsins og benti á nýjustu gjöf ríkisvaldsins, fyrir hönd landsmanna, til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þar kom meðal annars fram að Samherji greiddi Færeyingum fyrr í haust 150 milljJón Kaldal ónir króna fyrir magn af kaldal@frettatiminn.is makríl sem nemur um það bil 1/100 af íslenska markrílkvótanum. Fyrir allan sinn kvóta fékk ríkissjóður þó aðeins 140 milljónir frá útgerðarmönnum landsins. Óskiljanlegt er að Jón Bjarnason komist upp með þessa ráðstöfun á takmörkuðum gæðum sem eru sameign þjóðarinnar. Og það í skjóli ríkisstjórnar sem kennir sig við félagshyggju og jafnaðarmennsku. Eigendur verðmætanna, landsmenn, virðast ekki ætla að kippa sér sérstaklega upp við þessa fjölskylduhjálp Jóns. Enda sjálfsagt orðnir nánast ónæmir fyrir gjafmildi stjórnvalda til útvaldra hverju sinni á gæðum landsins. Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar hlýtur þó að hafa lukkast að hrista slenið af einhverjum þegar hann upplýsti í vikunni að Landsvirkjun hefur aðeins greitt eigendum sínum jafnvirði 12,9 milljarða að núvirði í arð og skatta síðastliðin 46 ár. Það er fáránlega lág tala. Gagnrýna má núverandi ríkisstjórn fyrir ýmislegt. Eitt af því er þó ekki sú gagngera bylting sem hún hefur staðið fyrir á stjórnarháttum Landsvirkjunar.

Fyrri ríkisstjórnir hafa grímulaust brúkað Landsvirkjun sem tröllvaxið tæki í byggða- og framkvæmdamálum og lítið hugsað um að hámarka mögulegan ágóða af orkubúskapnum. Reyndar má ætla, miðað við viðbrögðin á Alþingi þegar álver á Bakka var slegið af, að Landsvirkjun væri enn keyrð áfram í þeim anda ef þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fengju að ráða. Það gera þeir þó ekki, sem betur fer fyrir eigendur Landsvirkjunar. Ef rétt er haldið á spilunum er Landsvirkjun fyrirtæki sem hefur burði til að leggja feikilega fjármuni í sameiginlega sjóði landsmanna. Á þetta var bent í skýrslu sem fyrirtækið lét vinna og gaf út í sumar. Þar var farið yfir möguleg efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar fram til ársins 2035 og bent á að möguleg árleg áhrif arðgreiðslna í ríkissjóð færu langt með að standa undir öllu heilbrigðiskerfinu. Eða geti staðið straum af kostnaði við háskóla, framhaldsskóla, menningar-, íþróttaog trúmál auk löggæslu, dómstóla og fangelsa landsins. Eins og staðan er nú eru það fyrst og fremst örfá útlend stórfyrirtæki sem njóta ágóðans af orkuauðlindum landsins. Það er sláandi staðreynd en tæplega helmingur allrar raforkuframleiðslu landsins er bundinn tveimur álverum til langs tíma. Annars vegar er þetta álverið í Straumsvík, sem er með samning til 2036, og hins vegar álver Alcoa í Reyðarfirði, sem er með samning til 2048. Samningurinn við álverið við Straumsvík var endurskoðaður og færður til betri vegar fyrir skömmu. Alcoa-samningur er hins vegar greyptur í grjót í 37 ár enn. Það er sannarlega umhugsunarefni að ef Alcoa álverið greiddi helming af meðalverðinu sem stóriðjufyrirtæki greiða fyrir orku annars staðar í Norður-Evrópu, fengi Landsvirkjun um það bil 240 milljörðum króna meirar í sinn hlut en fæst út úr núverandi óbreytanlegum samningi. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem sömdu á þessa leið fyrir örfáum árum.

Ný stjórnarskrá:

Er kirkjan úti í kuldanum?

F

orseti kirkjuþings gerði frumvarp stjórnlagaráðs um kirkjuákvæði stjórnarskrár að umtalsefni í ræðu við setningu þingsins s.l. laugardag. Tónninn var sleginn með tilvitnun í hin fleygu orð Halldórs Laxness úr munni Jóns Hreggviðssonar „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti”.

Þjóðkirkja og kirkjuskipan

frábrugðið því sem er í gildandi stjórnarskrá? „Með þessari tillögugerð stjórnlagaráðs [um kirkjuskipanina] er því sköpuð óviðundandi óvissa,“ segir forseti kirkjuþings. Hún er þó ekki meiri en í gildandi stjórnarskrá. Bæði samkvæmt henni svo og frumvarpi stjórnlagaráðs verður breyttri skipan ekki komið á nema þjóðin ákveði það í sjálfstæðri atkvæðagreiðslu að frumkvæði Alþingis. Hefði forseti kirkjuþings kosið að stjórnlagaráð hefði tekið fram fyrir hendurnar á þjóðinni og lagt til brottfall allra ákvæða um kirkjuskipanina?

Kirkjuþingsforsetinn segir að stjórnlaga­ ráð hafi „hlaupist undan þeim vanda að kveða á um hvort hér á landi skuli vera þjóð- Þorkell Helgason kirkja eða ekki.“ Orðið þjóðkirkja kemur sat í stjórnlagaráði ekki fyrir í frumvarpi stjórnlagaráðs en Var stjórnlagaráð með sjónhverfingar? meginbreytingin fellst í þeirri tillögu að brott falli ákvæði um „að ríkisvaldið skuli styðja og vernda þjóðForseti kirkjuþings leggur út af ofangreindri tillögu kirkjuna“ svo vitnað sé í ræðuna og um leið í ákvæði stjórnlagaráðs um að Alþingi sé heimilt að kveða á 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Forseti kirkjuþings um kirkjuskipanina með því að segja: „rétt eins og sérer sammála þessari einu raunverulegu efnisbreytingu staka heimild þurfi í stjórnarskrá til að Alþingi geti gegnt um þjóðkirkjumálið sem stjórnlagaráð leggur til: „Þetta löggjafarhlutverki sínu!“ Vitaskuld er það ekki svo að er arfur frá gamalli tíð og engin þörf er lengur á slíku Alþingi geti sett lög um hvað sem er. Stjórnarskrá er verndarákvæði í stjórnarskrá.“ til þess að setja lagasetningu eðlileg mörk. Í ráðgerðri Þá segir forseti kirkjuráðs segir að „breytingar á stjórnarskrá er kveðið á um jafnræði og trúfrelsi, allt kirkjuskipaninni – og þar með sú spurning hvort hér eins og í hinni núgildandi. Án skýrrar heimildar í skuli vera þjóðkirkja eða ekki - [eru samkvæmt gildandi stjórnarskrá getur Alþingi því vart sett lög um sérstaka stjórnarskrá] háðar því að Alþingi taki skýra ákvörðun kirkjuskipan. um afnám þjóðkirkju og þjóðin fái að greiða atkvæði um Þá segir forseti kirkjuþings: „Það er hins vegar stjórnþá ákvörðun sérstaklega.“ Hér hefði forsetinn mátt vitna arskrárvarinn réttur þjóðarinnar sjálfrar að ákveða beint í ákvæði 2. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar: „Nú hvort þjóðkirkja skuli vera hér í landi eða ekki. Framhjá samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins sam- þessum rétti þjóðarinnar verður ekki gengið með sjónkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði hverfingum einum saman.“ Hér virðist forsetinn vera allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar að segja að það eitt að orðalagi um kirkjumálin verði eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.“ breytt í stjórnarskrá kalli á sérstaka þjóðaratkvæðaForsetinn telur á hinn bóginn að stjórnlagaráð greiðslu samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Um þetta leggi til að „ákvörðunarvald“ um það „hvort hér á landi deila lögfræðingar eins og einatt er. Hinu verður að skuli vera þjóðkirkja eða ekki“ sé „fengið Alþingi með vísa á bug að stjórnlagaráð sé með „sjónhverfingar“. orðunum: „Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisHvers vegna hin stóru orðin? ins” og vitnar hann þá í 1. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Kirkjuþingsforseti hefði mátt vitna í framhald frumVitaskuld er kirkjunnar mönnum rétt og skylt að tjá sig varpsgreinarinnar, en í 2. mgr. hennar segir „Nú samum trúar- og kirkjumálaákvæði ráðgerðrar stjórnarþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal skrár. Í ljósi þess sem að ofan greinir eru þung orð þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra forseta kirkjuþings, æðstu stofnunar þjóðkirkjunnar, manna í landinu til samþykktar eða synjunar.“ Er þetta um frumvarp stjórnlagaráðs þó illskiljanleg. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Helgin 18.-20. nóvember 2011

 Vik an sem var Er þetta ekki bara klink? „... reikningar sem Glitnir hefur lagt fram um sinn lögfræðikostnað eru fáránlegir í alla staði. Hvernig gátu þeir eytt 110 milljónum í það eitt að biðja um frystingu á eignum mínum?“ Jón Ásgeir Jóhannesson er óhress með málskostnaðarkröfu Glitnis á hendur honum. Óhreint fé „Femínistafélagið rakst á óverðskuldaða 50 þúsund króna gjöf frá Óla Geir, sorakvöldstjóra, á reikningi sínum...“ Ólafur Geir, sem hélt svokallað „Dirty Night“ á Players í Kópavogi um síðustu helgi, taldi femínista hafa auglýst uppákomuna svo vel fyrir sig að hann lagði inn 50.000 krónur á reikning félagsins. Þar á bæ kannaðist engin við að hafa lagt Ólafi lið en peningarnir voru látnir renna til sérlegs vændisathvarfs Stígamóta.

framsóknarvalkyrja vændi hann um að standa sem ráðherra í viðskiptum við systur hans og mág. Steingrímur skammaði Vigdísi úr ræðustóli og gaf ekkert eftir. Með Hönnu skal borg byggja „Hanna Birna var vön að taka af skarið og láta til sín taka og af öllum þeim borgarstjórum sem ég hef haft kynni af og samskipti við á þeim 20 árum sem ég hef verið í bænum þá er Hanna Birna besti borgarstjórinn sem ég hef kynnst.“ Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, steig óvænt inn á pólitíska sviðið og lagði lóð sín á vogarskálar Hönnu Birnu.

Barinn biskup hættir „Ég hef notið mikillar gæfu í starfi og þjónustu...“ Karl Sigurbjörnsson biskup tilkynnti við setningu Kirkjuþings að hann ætli að láta af embætti í sumar. Hann kveður sáttur þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem á honum hefur dunið. Skapar forsetinn hamingjuna? „Herra Ólafur Ragnar Grímsson. Við þurfum á Forseta eins og þér að halda.“ Bubbi Morthens hefur litla stjórn á heitum tilfinningum sínum til Ólafs Ragnars Grímssonar í Pressupistli þar sem hann nánast grátbiður forsetann um að gefa kost á sér fimmta kjörtímabilið. Sími er mannréttindi! „Ég er ekki ein ríkasta kona landsins.“ Krafa Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur um að fá greiddan símkostnað, sem borgarfulltrúi í fæðingarorlofi á Spáni, vakti mikla og frekar neikvæða athygli í vikunni. Erótísk fjölskyldumynd? „Nú veit ég ekki hvað veldur en velti því þó fyrir mér hvort fólk sé upp til hópa orðið svo gegnsýrt af klámvæðingunni að það átti sig ekki á því á hvað það er að horfa?“ María Lilja Þrastardóttir hefur staðið vaktina af einurð og festu undanfarið og lætur fátt fram hjá sér fara sem kann að ýta undir klámvæðingu eða ýtir undir staðalímyndir kynjanna. Undirfata auglýsing með íslenskum mæðgum í undirfötum ýtti henni út á ritvöllinn í vikunni. Notkun gæsalappa er nú ekki flókin „Það var í mörg horn að líta. Ég hef reynt að læra af mistökum mínum í bókaútgáfu og vann eins og ég gat tilvísanir og textanotkun.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér tröllvaxið rit um íslenska kommúnista. Við skrifin sneiddi hann vandlega hjá þeim gildrum sem hann gekk í þegar hann skrifaði um Halldór Laxness og var dæmdur fyrir. Vigdís hvergi af baki dottin „Langt er nú seilst. Háttvirtur þingmaður var að fullyrða það að ég stæði í viðskiptum við venslamenn mina.” Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra varð saltvondur þegar Vigdís Hauksdóttir

“Ungbarnanudd er frábær leið til að tengjast barninu sínu og bókin er bæði fallegur og fræðandi leiðarvísir um hvernig á að bera sig að. Ég mæli hiklaust með henni fyrir foreldra.“ -Katrín Jakobsdóttir-

Þessari glæsilegu bók er ætlað að kenna aðferðir til að nálgast barnið þitt, tengjast því og örva snertiskynið með nuddi. Höfundur bókarinnar, Dilla, hefur 20 ára reynslu af ungbarnanuddi og setur sitt persónulega mark á leiðbeiningarnar sem allar eru sýndar á skýran og einfaldan hátt með gullfallegum litmyndum Heiðu ljósmyndara (www.heida.is). Sá kærleikur sem þú lærir að miðla í gegnum hendurnar með ungbarnanuddi er kær leikur sem setur mark sitt á barnið þitt til lífstíðar. Því vilja höfundar bókarinnar fyrst og fremst miðla til þín. Eigðu kærleiksríkar nuddstundir með barninu þínu. Falleg gjöf handa öllum foreldrum.

Borgardekk


44

viðhorf

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Smánarblettur á orðspori Íslands

Valkostir til stjórnarmyndunar

Flóttamaður – Glæpamaður

Landsfundur

S

sköpun, fjölgun amfylkingin starfa, öflugt sjálfbært hefur í núveratvinnulíf, ábyrga og andi ríkisstjórnhófsama skattastefnu arsamstarfi til dæmis og eflingu hagvaxtar. lagt áherslu á hófsemi Tveir stærstu stjórní skattlagningu, sókn málaflokkar landsins í orkumálum í anda liggja að mörgu leyti verndaráætlunar, nær hvor öðrum í aðildarviðræður við þessum áhersluatriðESB, erlenda fjárfestum en aðrir flokkar. ingu, og minnkandi Krafa um aukna skattríkisafskipti. Þannig heimtu, tregi til að vill flokkurinn efla opna fyrir erlenda fjárverðmætasköpun enda Magnús Orri Schram festingu og áhugi til verður öflugu velferðþingmaður Samfylkingarað víkja frá rammaarkerfi ekki viðhaldið innar áætlun um uppbyggnema að sótt verði ingu í orkuiðnaði, fram á sviði atvinnusýna að áherslur samstarfsflokks mála. Í stjórnarsamstarfi þarf svo jafnaðarmanna samræmast að að gera málamiðlanir og síðustu mörgu leyti ekki stefnu Samfylktvö árin höfum komið til móts við ingar í atvinnumálum. áherslur vinstrisinnaðs samstarfsflokks. En svo koma kosningar.

Brostinn grundvöllur til samstarfs

Verði niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins að það sé úrslitakostur að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, má ljóst vera að Sjálfstæðisflokkurinn útilokar samstarf við Samfylkinguna að loknum næstu kosningum. Krafan um að slíta viðræðunum verður ekki skilin öðruvísi en að samningur um aðild að ESB verður ekki lagður í þjóðaratkvæði. Verði niðurstaðan hins vegar sú að ferlinu megi halda áfram, eru það jákvæð merki um að grundvöllur til samstarfs sé til staðar. Stór hluti þjóðarinnar styður áherslur um jöfnuð, verðmæta-

Afturhald eða alþjóðlegt samstarf?

Taki Sjálfstæðisflokkurinn ákvörðun um einangrun á landsfundi sínum, má ljóst vera að valkostum til stjórnarmyndunar fækkar. Taki hann afdráttarlausa afstöðu um að slíta viðræðum sýnir flokkurinn merki um stefnu afturhalds og um leið verður hann ekki fýsilegur kostur til samstarfs fyrir jafnaðarmenn. Þá er flokkurinn að senda skilaboð um einangrun og íhald, frekar en framþróun í atvinnulífi í krafti alþjóðlegra tengsla og öryggis í rekstrarumhverfi. Þess vegna fylgjast frjálslyndir jafnaðarmenn af áhuga með landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina.

H

ún vakti ekki mikla athygli fréttin sem um íraska parið sem var dæmt í fangelsi á Íslandi í september. Glæpurinn sem þau frömdu var svo sem ekkert stórfenglegur. Þau framvísuðu fölsuðum skilríkjum við komuna til landsins. Sé það haft í huga að unga parið var á flótta frá heimalandi sínu verður þetta mál nöturlegra. Það er eins og Teitur Atlason Alþingi og dómstólar skilji íslenskukennari í ekki að flóttafólk gerir hvað Gautaborg sem er til þess að komast af. Öllum meðölum er beitt og ekki ólíklegt að þetta vesalings fólk hafi borgað offjár fyrir fölsuð vegabréf. Það er eins og enginn komi auga á örvæntingu þessa fólks. Þetta er hinsvegar mjög í anda þeirra köldu lagahyggju sem einkennir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málum flóttamanna. Lagahyggja er þeirrar náttúru að vera skjöldur gegn áleitnum og flóknum siðferðislegum spurningum eins og oft vakna upp í kringum flóttafólk. Það er jú svo auðvelt að segja eins og í þáttunum Little Britain, „The computer says no“. Par sem framvísar fölskum skilríkjum, jafnvel þó svo þeir pappírar hafi verið eina leið þess frá kúgun, ofbeldi og jafnvel bráðum bana, eru einungis ótýndir glæpamenn og ekkert annað. Engin forsaga, ekkert samhengi, bara hinn kaldi bókstafur laganna. Aðstæður flóttafólks á Íslandi eru alræmdar og fólk er geymt á gistihúsi í Njarðvík. Staðsetning fyrir þessa starfsemi stuðlar að enn frekari einangrun flóttafólksins sem þar dvelur og nánast útilokar samskipti þess við landa sína eða Íslendinga sem vilja því lið. Eftir því sem við komumst næst var staðsetning fyrir þessa starfsemi valin vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Lesendum er látið eftir að geta sér fyrir um skilaboðin sem fólgin eru í því. Lagahyggjan sem lýst er hér að ofan er ekki séríslenskt vandamál. Sænsk yfirvöld ákváðu á dög-

Ástund 35 Ára

unum að reka úr landi 91 árs gamla konu frá Úkraínu. Konu sem var eiginlega blind og þjáð af alzheimer sjúkdómnum. Engu máli skipti að konan átti dóttur í Svíþjóð og barnabarn. Ákvörðuninni var ekki haggað því tölvan sagði nei. Það var ekki fyrr en eftir mikla og almenna andstöðu almennings að þetta var stoppað Baldur Kristjánsson Þetta viðhorf vantar á Ísformadur Þjóðmálalandi. Almenningi virðist nefndar Þjóðkirkjunnar almennt standa á sama þegar flóttafólk er fangelsað fyrir þær sakir einar að reyna að bjarga sér. Fólki virðist standa á sama þegar maður, sem hefur dvalið við illan kost í gistiheimili í Njarðvík í sex ár, reynir að taka eigið líf í örvæntingu sinni. Viðhorf á borð við að flóttafólk séu sníkjudýr sem þrái ekkert heitara en að forða sér frá fjölskyldum sínum og föðurlandi, eru algeng. Hvers vegna varð þetta svona? Hví hafa hjörtu okkar harðnað svona? Hvers vegna sjáum við glæpamenn þegar við okkur blasir örvæntingarfullt fólk sem þarf á hjálp okkar að halda? Hvar eru fulltrúar almennings í þessum málum? Hvar eru verkalýðsfélögin okkar? Hvar eru eldhugarnir, skáldin, kirkjan þegar þegar kemur að þessum smánarbletti á orðspori Íslands? Það þarf vakningu meðal Íslendinga þegar kemur að flóttafólki og skyldum okkar gagnvart því. Það þarf ást og það þarf umhyggju. Það er til fullt af Íslendingum sem vilja aðstoða flóttafólk með beinum hætti, veita því húsaskjól, atvinnu og hverskonar stuðning. Þetta fólk þarf að virkja. Það þarf líka að virkja fyrrverandi flóttafólk á Íslandi og koma upp skipulögðu neti til að stoða þá sem hjálpar er þurfi. Það þarf að opna augu „kerfisins“ um að stundum hefur tölvan rangt fyrir sér og að lög eru bara lög og segja lítið um rétt eða rangt. Í málefnum flóttafólks þurfum við sem þjóð að sýna samúð í stað tortryggni og hjálpfýsi í stað afskiptaleysis

Nýr hnakkur úr smiðju Ástundar

Í tilefni af 35 ára afmæli Ástundar bjóðum við viðskiptavinum okkar 25%-35% afslátt dagana 18-20 nóv n.k Kynnum m.a nýjan Ástundarhnakk, og nýjan öryggishjálm frá • Reiðtygi

®

• Hnakkar

Ástund EPONA

dance

• Reiðfatnaður • Dans-, ballet- og fimleikavörur • Hanskar • Skeifur • Öryggishjálmar • Pískar • Effol vörur • Ábreiður

Helgi Björns lítur við og tekur nokkur lög föstudag og laugardag.

hestar ®

Frá 1976

Háaleitisbraut 68 · 103 Reykjavík Sími: 568 4240 · Fax: 568 4396 astund@astund.is · www.astund.is

Gæða fatnaður, skór og stígvél frá París.


www.husa.is

Jólahlaðborð Alla daga

kl.18-20 Skútuvogi

HÚSASMIÐJUNNAR Aðeins

1 . 2 90kr MATSEÐ ILL

Ekta svín a pöruste ik - Bayo Reyktar nneskink medister a pylsur - K júklingan Kjúklinga aggar læri - Sve it a paté - Ka sjávarrét ldir tir (rækju r, túnfisk ur, reykt Síldarsala ur lax) t með ka rrí - Sílda rsalat með rauð rófum - M arineruð Rúgbrau síld ð - Flatkö kur - Snit tubrauð Brúnaða

Meðlæti

r kartöflu r

- Kartöflu s

alat trá - Heit brún sós a Waldorfs alat - Fer skt salat Grænar b aunir - R auðkál Kokteilsó sa Kartöflus

Jólalandið Skútuvogi fyrir alla fjölskylduna


46

viðhorf

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Síðbúin tilsögn

P HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Prjónarnir tifuðu og bandið breyttist smám saman í flík. Það var baðstofustemning í kringum ömmuna þar sem þrjú elstu barnabörn okkar voru komin til helgardvalar. Litir og blöð voru lögð til hliðar og slökkt á teiknimyndinni í sjónvarpinu. Það var annað og þjóðlegra sem átti hug þeirra, amma var að kenna þeim að prjóna. Stúlkurnar, fimm og sjö ára, voru á byrjunarreit en drengurinn, á níunda ári, hafði það umfram þær að hafa fengið að handleika prjóna í skólanum. Langt var hann ekki kominn í fræðunum en vissi þó að fitja átti upp og búa til lykkjur með prjónunum. Hann fékk enda viðamesta verkefnið, að prjóna húfu sem nýst gæti í komandi vetrarkulda. Lopalitinn valdi hann og hélt ótrauður af stað, fullur bjartsýni undir öruggri leiðsögn ömmu. Verkefni stúlknanna var að vonum einfaldara. Afinn er svolítið utangátta hvað þessa listgrein varðar, skilningslítill á prjónlesið. Samt dáist hann að þessari alþýðulist, hvernig mislitir bandhnyklar breytast smám saman í vettlinga, húfur, peysur og annað fínirí. Aldrei hefur hann þó fundið sig knúinn til að reyna, treystir sér eiginlega ekki til þess. Nógu flókið virðist vera að beita prjónunum, mynda

lykkjur og fá þær til að hanga saman, hvað þá að búa til eitthvað svo flókið sem peysu, þar sem við bætast ermar og hálsmál. Börnunum óx þetta þó ekki í augum og munurinn frá ungdæmi afans er að enginn er kynjamunurinn. Nú þykir það sjálfsagt að drengir jafnt sem stúlkur læri að prjóna – og stúlkur smíði ekki síður en drengirnir. Þannig var þetta ekki í barnaskólatíð afans. Drengir fóru í smíði, stúlkur í handavinnu, lærðu að prjóna, sníða og sauma. Þrátt fyrir smíðanámið get ég ómögulega státað af mikilli leikni þar þótt ég treysti mér frekar til þess að reka nagla en beita prjónum. Það vildi mér til happs að síðustu þrjú ár smíðakennslunnar var sitt hver kennarinn. Því lagði ég sama smíðisgripinn fram til prófs öll þrjú árin. Sennilega hafa hinir vænu smíðakennarar áttað sig á þessu en tekið viljann fyrir verkið. Ég veit ekki hvort ég hefði komist upp með þetta í prjónatímum þótt ég hafi grun um það að mæður og ömmur þess tíma hafi gripið í trefla, vettlinga, þvottapoka og annað sem stúlkur þess tíma áttu að skila til prófs. Prjónastúlkur ömmunnar gáfust fyrr upp en drengurinn sem ætlaði sér að fara heim með húfu úr

helgarvistinni. Hann sat því við og prjónaði þar til mynd fór að koma á verkið. Amma var þó kölluð til þegar illa gekk og lykkja féll niður og grun hef ég um að hún hafi tekið nokkra prjónahringi í leiðinni til að flýta fyrir. Svo ánægður var drengurinn að hann kallaði afa til sín. Ég hélt að hann ætlaði að sýna mér hálfgerða

Fataskápar! • Margar viðartegundir og litir • Mikið úrval á lager - skammur afgreiðslufrestur • Rennihurðir smíðaðar eftir máli maggi@12og3.is 174.132

• Íslensk framleiðsla á góðu verði!

Teikning/Hari

Allar nánari upplýsingar í síma 535 4300

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 • Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis

HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA

HeiLSáRS- og veTRARDeKK UMHveRFiSvæNNi KoSTUR FyRiR FÓLKSBÍLA og JeppA DæMi UM FRáBæR TiLBoÐ á iNTeRSTATe HeiLSáRS- og veTRARDeKKJUM veRÐiN eRU FyRiR FJögUR DeKK áSAMT UMFeLgUN

175/65 R14

45.900 kr.

195/65 R15

55.900 kr.

185/65 R14

49.900 kr.

205/55 R16

63.900 kr.

185/70 R14

49.900 kr.

245/75 R16

99.800 kr.

185/65 R15

51.900 kr.

225/45 R17

73.900 kr.

viÐ eigUM FLeSTAR STæRÐiR DeKKJA á HAgSTæÐU veRÐi. HAFÐU SAMBAND TiL AÐ Fá veRÐ Í DeKK FyRiR BÍLiNN ÞiNN.

568 2020 SÍMi

RAUÐHeLLU 11 HFJ

DUggUvogi 10 RvK

HJALLAHRAUNi 4 HFJ

AUSTURvegi 52 SeLFoSS

piTSTop.iS www

Interstate heilsárs- og vetrardekkin eru umhverfisvænni kostur. Munstrið inniheldur minna magn af mengandi olíum og uppfyllir evrópska staðla um efnisinnihald hágæða hjólbarða.

húfuna en svo var ekki. „Afi,“ sagði hann, „kanntu að prjóna?“ Ég varð að játa vankunnáttu mína, fór um það nokkrum orðum að ég hefði ekki fengið að læra að prjóna þegar ég var á hans aldri. Ég hefði kannski ekki átt að leggja svo mikla áherslu á að ég hefði ekki fengið að handleika prjónana. Drengurinn skildi það þannig, og kannski eðlilega, að ég hefði þráð fátt heitar en að læra að prjóna. Þegar maður er átta ára er ekkert mál að bjarga slíku snarlega: „Ég skal kenna þér að prjóna, afi minn,“ sagði drengurinn. Út undan mér sá ég að amma barnanna glotti en hélt sig til hlés. Hún þóttist vita að ég gæti ekki neitað svo hjartnæmu boði barnabarns sem vildi leggja það á sig að kenna afa það sem hann fór á mis við í æsku en hefði alltaf þráð. Skipti barnið þá engu þótt það væri skammt á veg komið í prjónafræðunum. Drengurinn vildi af örlæti sínu miðla því sem hann hafði lært. „Sjáðu,“ sagði hann um leið og hann rétti mér húfuprjónana, „þú tekur þennan og þræðir hann hérna í gegn.“ Um leið brá hann upp myndlíkingu sem hann hafði greinilega lært í handavinnutíma skólans og mundaði báða prjónana: „Músin kemur hérna upp úr holunni, grípur ostinn og fer aftur í holuna.“ Eftir þessar lipurlega útfærðu prjónahreyfingar horfði hann stórum augum á afa sinn og bætti við: „Þetta er enginn vandi.“ Afinn var kominn í þá stöðu að hann varð að reyna. Undan því varð ekki vikist. Því tók ég prjónana, reyndi með þeim hægri að skjótast sem mús úr holunni og grípa ostinn og fara aftur í holuna. Það mistókst. Innra með mér kenndi ég því um að nokkuð fast var prjónað hjá drengnum en hafði samt ekki orð á því. „Þú verður að gera svona,“ sagði drengurinn um leið og hann tók prjónana af afanum og kom músinni þegar ofan í holuna. „Prófaðu aftur, afi, þú getur þetta ef þú æfir þig vel. Er það ekki amma?,“ kallaði hann til yfirkennarans á heimilinu. „Ég er ekki viss, elskan,“ sagði amman, „hann afi þinn er eiginlega með tíu þumalputta.“ „Má ég sjá, afi, eru allir puttarnir á þér eins?,“ sagði drengurinn. „Nei,“ sagði ég og eygði útkomuleið, „en þeir eru of stórir til að prjóna barnahúfur. Það er ekki hægt að beygja þá alveg ofan í músarholuna. Þú verður því að klára húfuna sjálfur.“ „Amma,“ kallaði drengurinn, „afi er með of gallaða putta til að prjóna – og ég sé að þeir eru líka of gamlir.“


Concert kynnir: Íslandsvinur númer eitt

KIRI LOKSINS Í HÖRPU SÍÐAST SELDUST MIÐARNIR UPP Á INNAN VIÐ KLUKKUTÍMA JÓLAGJÖF TÓNLISTARUNNENDA

Dame Kiri Te

Kanawa HARPA FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 5. FEBRÚAR MIÐASALA HEFST Á MÁNUDAGINN KLUKKAN 12:00 Á HARPA.IS OG Í SÍMA 528 5050

Miðaverð frá 3.900,- kr. Nánari upplýsingar á www.concert.is

ÁRÍÐANDI TILKYNNING VEGNA ELVIS COSTELLO VEGNA ALVARLEGRA VEIKINDA FÖÐURS ELVIS COSTELLO ÞÁ HEFUR TÓNLEIKUNUM SEM ÁTTU AÐ VERA NÚNA Á MÁNUDAGINN VERIÐ FRESTAÐ. NÝ DAGSETNING VERÐUR KYNNT Á NÆSTU DÖGUM. ÞEGAR HÚN LIGGUR FYRIR VERÐUR ÞEIM, SEM EKKI GETA NÝTT SÉR AÐ KOMA Á ÞÁ TÓNLEIKA, BOÐIÐ AÐ FÁ ENDUGREIDDA MIÐANNA. ELVIS COSTELLO ÞAKKAR ÖLLUM SKILNINGINN OG ALLAR KVEÐJURNAR SEM HANN HEFUR FENGIÐ Á FACEBOOK SÍÐUNNI SINNI Á ÞESSU ERFIÐUM TÍMUM. CONCERT HARMAR ÓÞÆGINDIN SEM ÞETTA KANN AÐ VALDA UPPLÝSINGAR VERÐA BIRTAR Á CONCERT.IS UM LEIÐ OG ÞÆR BERAST Nánari upplýsingar á www.concert.is


48

bækur

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Vinsælasta barnabókin

Matthías í þýskri útgáfu Hingað barst í pósti vegleg útgáfa frá fyrirtækinu seltmann+söhne í Þýskalandi á þýðingum ljóða Matthíasar Johannessen. Safnið eru gefið út á tveimur tungumálum, íslensku og þýsku og hefur einkum að geyma ljóð úr því úrvalssafni sem kom út 2009: Vegur minn til þín, en þýðendur eru þeir Sverrir Schopka og Gert Kreutzer, en hann er professor emerítus í norrænu við háskólann í Köln. Á þýsku ber safnið heitið Windhauch am Schwanenflügel eða Andblær við svanavæng. Það er gefið út með tilstyrk Bókmenntakynningasjóðs og var hluti af Frankfurtar-átakinu. Í því samhengi er skemmst að minnast sérstaks heftis die Horen sem kom út í haust með þýddum ljóðum íslenskra skálda okkar daga og hefur því hagur ljóðaunnenda í Þýskalandi vænkast verulega á þessu hausti hvað varðar aðgengi að ljóðum okkar manna. -pbb

Á toppi barnabókalista lista Eymundssonar trónir nú Glósubók Ævars vísindamanns, en þar er að finna merkilegustu tilraunir höfundarins, Ævars Þórs Benediktssonar, auk leiðbeininga og alls konar spennandi upplýsinga um vísindi og draugagang.

 Bók adómar Þr jár góðar um mat

Bókmenntatímaritin eru enn á stjái Enn eru tímaritin á ferli þótt ætla mætti að hagur þeirra þrengdist eftir því sem vefurinn teygir sig víðar: Sumarhefti Stínu barst hingað nýlega og er mikið að efni. Mun nýtt hefti þessa ágæta tímarits vera í burðarliðnum og lofaði einn ritnefndarmaður því í búðir fyrir jól. Sumarhefti Stínu er 216 síður, stútfullt af spennandi efni. Þá er annað hefti þessa árs af Börnum og menningu komið út í ritstjórn Helgu Ferdinandsdóttur. Lunginn úr heftinu fjallar um verk Áslaugar Jónsdóttur. Heftið er í stóru broti og er 32 síður. Þá kom út í haust 3. tölublað Spássíu, 48 síður í stóru broti með viðtölum við höfunda og margskonar greiningum á bókmenntasamfélagi okkar. Ritstjórar eru Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir. Öll fást tímaritin í skárri bókaverslunum. -pbb

 Bók adómur Með sumt á hreinu Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir

Jakobsstígurinn þræddur Endurminningar Jakobs einkennast af bráðskemmtilegum sögumáta og talmálsstíll hans nýtur sín vel í þroskamiklu og persónulegu málfæri.







Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu

Jólamatur Nönnu

Stóra bókin um villibráð

Sögur, 194 síður, 2011.

Nanna Rögnvaldardóttir Iðunn, 170 síður, 2011.

Úlfar Finnbjörnsson og Karl Peterssen Salka, 312 síður, 2011

Jólamatur Nönnu er bók ætluð þeim sem eru að hefja hátíðahöldin í eldhúsinu. Nanna er gúru á sviði matseldar og vandi hennar hér er að halda uppskriftum einföldum sem henni tekst prýðilega þótt sumar leiðist út í flóknari framleiðslu einkum er líður á bókina. Hér er tekist á við samsetta matseðla þar sem rímar saman meginefni og meðlæti, forréttur og eftirréttir – bæði dýrari hráefni og ódýrari. Það var helst mér þætti hlutur fiskmetis í aðalréttum veigalítið en það er ágætis tilbreyting að elda fisk snemma í hátíðahaldi sem er yfirhlaðið reyktu og söltuðu, þungum sósum og eftirréttum svo allir standa á blístri. Nanna hefur persónulegan og innilegan stíl og er sannfærandi höfundur. Bókin er fallega brotin, 21 x 27 sentímetrar og bundin, vís gjöf til margra sem eru vanastir því að panta pizzu þegar þá svengir. -pbb

Stóra bókin um villibráð eftir Úlfar Finnbjörnsson er matreiðlubókin í ár fyrir þá sem eiga fyrir gott safn af almennum bókum um matreiðslu. Hér er fókusað á bráðina og vinnslu hennar. Þetta er stór bók , 21 x 28,5 sentímetrar, alls 312 blaðsíður og snoturlega brotin með fallegum myndum eftir Karl Petersson. Farið er í hráefnið eftir tegundum og rakið hvernig best er að vinna bráðina áður en tekið er til við að nýta hina ólíku hluta dýrsins. Er allt það efni unnið af skilmerkilegri nákvæmni en mun leggja veiðimönnum (bókin er raunar skrifuð fyrir þá) á herðar nýjar skyldur. Svo eru uppskriftir um hina aðskiljanlegustu rétti. Einkum þótti mér forvitnilegt að sjá innmat gerð svo góð skil. Það vatnar bara í bókina kanínur og sauðfé, lóur, spóa, álftir og æðarfugl sem lög og hefðir banna, en eru þetta ekki allt dýr sem menn hafa lagt sér til munns hér á landi? Fyrir þá sem eru ákafir eldhúsjarlar er þessi bók nauðsyn. -pbb

Kokkalandsliðið gaf fyrr á þessu ári út Eldum íslenskt – aðeins fimm hráefni í hverjum rétti. Bókin er snoturlega brotin í stærðinni 22 x 24 sentímetrar, alls 194 síður og innihalda 170 uppskriftir. Hér er í boði úrval af traustum og einföldum uppskriftum af matreiðslu á íslenskum mat og stendur á gömlum meiði en þó með nútímalegum svip: Súpur og soð, grænmetisréttir, fiskur og kjöt, sósur, brauð og sætmeti. Leiðbeiningar eru skýrar og einfaldleiki í framleiðslu hafður að leiðarljósi. Bókin er í mjúkri kápu, letur stórt sem auðveldar notkun þegar hugur er í önnum eldhússins. Myndir snotrar en bara til skrauts. Gagnleg bók byrjendum og holl upprifjun þeim sem eru lengra komnir. -pbb

menn er hér sett á blað, nokkrir undanskildir sem standa honum nærri, um sumt þagað en flest kemur við sögu. Hann er hreinskilinn, dæmir sig sjálfan í margri sök, opnar okkur huga sinn af kurteisi og festu eins og hans er, ber flestum vel söguna, umtalsfrómur, þótt í stöku tilvikum finnum við leiftur af skapi, sárum tilfinningum, en gleðin yfir því að lifa yfirgnæfir allt. Hér gefur að líta lyndiseinkunn sem lýsir sér best í gerðum, framkvæmdum, vilja til að hreyfa samfélag og samtíma í besta skilningi.

Mælistika á aðrar úr sama geira

Jakob Frímann Magnússon.

R

étt áður en sest er niður á morgni íslenskrar tungu eru þeir horfnir frá hljóðnema á útvarpsstöð Egill og Valgeir. Voru einhverjir úr hópi Stuðmanna sem reyndust ekki sögumenn þegar langt var liðið á sextugsaldurinn? Egill sannarlega, mikill sögumaður og lifandi í frásögninni, Valgeir og Þórður sannarlega í sínum örsögum sem enduðu á vinil og geislanum, Tómas hefur þegar farið á prent með sínar sögur, raunar var Jakob Frímann síst líklegur til að setjast niður og færa til bókar sinn athafnasama feril en sú er nú samt raunin: Í dag, föstudag, kemur út hluti af margbrotnum ferli hans á fjögurhundruð síðna bók með nafnaskrám, verkaskrá (ófullkominni) og myndasíðum (hefðu mátt vera betur valdar). Þórunn Valdmars og Erlu skráir og er verkið önnur atlaga hennar að minningum tónlistarmanns, hin fyrri var sú klassíska Sól í Norðurmýri.

Gleðin yfir því að lifa

Útgáfan er um margt merkileg. Bráðskemmtilegur sögumáti skín í gegnum allt verkið þar sem talmálsstíll Jakobs nýtur sín vel í þroskamiklu og persónulegu málfæri. Atburðarásin teygir sig víða, Jakob er séríslenskt fyrirbæri en leit hans að visku og lífsfyllingu hefur sent hann um meginlönd, eyjar Evrópu, Bandaríkin og Indland, Hann er langförull, raunar er ævisagan svo langt sem hún nær löng og ítarleg ferðalýsing svo víða hefur athafnaþráin leitt hann. Hann er persónulegur um einkahagi sína, tilfinningafesti við foreldra, afa, ástkonur og eiginkonur, vini, samstarfsmenn og marga samferðaSkiptinemasamtök AFS eru með opið hús nk. þriðjudag. Allir sem vilja forvitnast um skiptinemadvöl, sjálfboðaliðadvöl eða starfsemi okkar almenn, eru hvattir til að líta við og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða. HVAR: Skrifstofu AFS, Ingólfsstræti 3, Reykjavík HVENÆR: Þriðjudaginn 22.nóvember kl. 17-19. Allir velkomnir!

 Með sumt á hreinu – Jakob Frímann Magnusson lítur um öxl. Þorunn Erlu Valdimarsdóttir JPV, 400 blaðsíður, 2011.

Bækur

Með sumt á hreinu er velheppnuð bók því að viðfangsefnið er ekki að draga dul á galla sína; játar mistök, sýnir okkur stórar og djúpstæðar efasemdir sem sækja á um leið og við fáum innsýn inn í fjölbreyttan og fjölskrúðugan feril: Upphafsár bernskunnar á Akureyri, unglingsár í Hlíðunum, skrautlega tíma í London – í tvígang, sólardaga í Kaliforníu og svo allan þann tíma sem hann hefur helgað samkomuhaldi og skemmtanalífi hér á landi. Þórunnar gætir ekki mikið í verkinu, ef frá er talinn stuttur inngangur, þaðan í frá talar verkið rödd Jakobs. Verkinu er skipað í nokkurnveginn rétta tímaröð, staldrað við útskýringar, jafnvel útúrdúra eins og efnið heimtar, eftir því sem þroski í æviskeiðinu megnar. Frásögnin er víðast hvar undirstrikuð kímni en alltaf er stutt í alvöru því þannig er jú lífið. Jakob klæmist ekki á tilfinningum, eftir að hafa þekkt hann í hartnær þrjátíu ár undrar þennan lesanda hvað hann er óhræddur, hér er spilin lögð á borðið, en hann hefur alla tíð verið ófælinn drengurinn, kominn að garði hefur hann oftast klifrað yfir frekar en að ganga langa leið í leit að hliði. Sum efni eru þess eðlis sem hér eru rædd að þau snerta dýpstu einkamál eintaklings. Og fleira kemur við sögu: Utanríkisþjónusta, hinn æðri tilgangur, gæfan og gjörvileikinn, stjórnmál í víðum skilningi og í þröngsýni veikra ráðamanna. Ævisögur okkar manna í poppinu hafa margar ekki verið fjörlegur lestur, sumir slakir frásagnarmenn, aðrir hafa lifað svo fábreyttu lífi að það dugar rétt í viðtal. Hér stígur fram einstaklingur sem á að baki merkilegan og mikilvægan feril á mörgum sviðum og talar tæpitungulaust um erindi sitt hér á jörð. Með sumt á hreinu mun því verða mælistika á margar aðrar bækur úr sama geira sem gefnar eru út sem ævisögur.

Þórunn ErluValdimarsdóttir

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


bbbbb „gríðarFlott,

FrumlEgt og hylDjúPt sKálDVErK.“ Þ óru n n hr EF na sIgu r jónsD ót t Ir / F r ét ta Bl a ðIð

Kynngimagnað og grípandi skáldverk eftir Steinar Braga, höfund metsölubókarinnar Konur

„Einhver áhugaverðasta og óvenjulegasta íslenska lestrarreynsla sem ég man eftir.“ I ngI Fr E y r V Il hjá l ms s on / DV

„mér finnst þessi bók brilljant … mjög vel hugsað og vel unnið verk.“ St e i na r Br agi

Pá l l B a l DV I n B a l DV I n s s on / K I l ja n

w w w.forlagid.i s – alvör u bókave rslun á net inu


50

heimurinn

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Margrethe Vestager uppsker Eftir mörg býsna mögur ár leiddi Margrethe Vestager hinn frjálslynda og alþjóðasinnaða miðjuflokk, Radikale Venstre, til sigurs í nýliðnum kosningum. Radíkalarnir bættu við sig nánast helmingi fylgis, fóru úr 9 þingmönnum í 17. Margrethe tók í kjölfarið við ráðuneytum efnahags- og innanríkismála í nýju ríkisstjórninni. Hún tók við af Marianne Jelved sem leiðtog Radíkalanna árið 2007. Radíkalarnir boða endurskoðun stjórnarskrárinnar og vilja að dregið verði úr hlutverki og stöðu krúnunnar – sem þó hefur eiginlega engin völd í Danmörku. Margrethe er 43 ára gömul, prestsdóttir og þriggja barna móðir frá Varde á Jótlandi, skammt norður af Esbjerg. Líkt og Helle Thorning hefur hún meistarapróf í stjórnmálafræði frá Kaupmannahafnarháskóla. -eb

Villy Sølvndal tapaði miklu fylgi Sósíalíski þjóðarflokkurinn reið ekki feitum hesti frá kosningunum, tapaði heilum 7 þingmönnum. Eigi að síður settist leiðtoginn, Villy Søvndal, í stól utanríkisráðherra í nýju ríkisstjórninni. En flokkurinn hafði bundist tryggðarböndum við sósíaldemókrata í kosningabaráttunni. Villy er öldungurinn í leiðtogahópi vinstri blokkarinnar, 59 ára gamall. Gamla brýnið. Best lýst sem hefðbundnum vinstri manni. Hann var fyrst kosinn á þing árið 1994 og tók svo við flokknum af Holger K. Nielsen árið 2005. Villy er frá smábænum Linde á Norður Jótlandi en hóf stjórnmálaafskipti sem sveitarstjórnarmaður í Kolding á Suður-Jótlandi árið 1982. Hann er líkt og Margrethe Vestager þriggja barna faðir. Ýmislegt í fari hans svipar til Steingríms J. okkar Sigfússonar. -eb

Margarethe Vestager. Ljósmynd/Radikale Venstre Kim Vadskaer

 Nýstirnið Johanne Schmidt-Nielsen

Villy Søvndal

 Danmörk Nýja ríkisstjórnin í vanda

Rísandi stjarna yst til vinstri

Johanne SchmidtNielsen. Ljósmynd/ Mark Knudsen

Hin kornunga Johanne Schmidt-Nielsen var klárlega stjarna kosningabaráttunnar. Aðeins 27 ára gömul leiddi hún Einingalistann, sem flokkast lengst út á ysta vinstri kanti í dönskum stjórnmálum, til stórsigurs. Flokkurinn rauk úr fjórum þingmönnum í tólf talsins. Joanne ólst upp á Skalbjerg á Fjóni, dóttir einstæðrar móður. Hún býr nú í íbúð á Norðurbrú í Kaupmannhöfn, hverfi sem er þekkt fyrir róttækni og fjölbreytt mannlíf. Hún hefur BA-próf í félagsfræði frá Hróarskelduháskóla. Árið 2007 var hún sú yngsta í sögu landsins til að verða kjörin á þing. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Joanne verið virk í stjórnmálum álíka lengi og Helle Thorning-Schmidt; lét strax á táningsaldri til sín taka í aðgerðum gegn heimskapítalismanum og alþjóðastofnunum, svo sem í mótmælum í Prag, Brussel og í Gautaborg – þar sem hún varð fljótt hávær talsmaður aðgerðasinna. Eitt sinn tók hún þátt í að sturta 200 kílóum af pasta og 40 lítrum af tómatsósu á tröppur fjármálaráðuneytisins í mótmælum gegn niðurskurði á námsstyrkjum. Í annað sinn hengdi hún ásamt hópi femínista upp rauða sokka út um allt við félagsmálaráðuneytið í kröfugerð um aðgerðir gegn kynbundnum launamun. Svona mætti lengi telja. Joanne óx mjög svo ásmegin í ákafri baráttu gegn stuðningi dönsku ríkisstjórnarinnar við Íraksstríðið. Árið 2008 valdi danska karlablaðið FHM hana kynþokkafyllstu konu Danmerkur. Í nýliðnum kosningum hlaut hún flest persónubundin atkvæði sem nokkur frambjóðandi hefur fengið á öllu Kaupmannahafnarsvæðinu. Einingarlistinn á ekki beina aðild að ríkisstjórninni en ver hana falli í skiptum fyrir að koma helstu áherslumálum sínum í gegn. Joanne hefur sagt að flokkurinn sé eins konar vinstri samviska ríkisstjórnarinnar. Hún vill meiri jöfnuð og enn sterkara velferðarkerfi – jafnvel í humátt að sósíalísku þjóðskipulagi án þess þó að afleggja markaðinn með öllu. Á þeim stutta tíma sem liðinn er af starfstíma ríkisstjórnarinnar hefur hún nokkrum sinnum gripið í taumana og krafist stefnubreytingar. Nú í vikunni náði hún til að mynda í gegn verulegum breytingum á fjárlögum sem fela í sér margvíslegar aðgerðir í baráttunni gegn því að erlendu verkafólki sé greitt undir lágmarkslaunum. -eb

Sælutíma lokið

Eftir aðeins einn og hálfan mánuð við völd er sælutímabili nýju vinstri stjórnarinnar í Danmörku á enda. Kannanir sýna að kjósendur treysta hægri flokknum Venstre betur til að leiða Danmörku út úr fjármálakrísunni.

V

HÁSKÓLINN Á BIFRÖST

Velkomin á Bifröst

Nýir tímar í fallegu umhverfi

www.bifrost.is

Helle Thorning-Schmidt

Í annarri könnum bætir Venstre við sig átta þingmönnum á meðan sósíaldemókratar missa fjóra. Hægri blokkin er því aftur komin með meirihluta í könnunum.

íða er það óskrifuð regla að nýjar ríkisstjórnir fái hundrað daga til að stilla saman strengi og þoka málum áleiðis áður en tekið er til óskiptra málanna við að gagnrýna verk hennar – og dæma um stöðu og styrk. Á ensku kallast þetta honeymoon-tímabilið – eða brúðkaupsferðartímabilið upp á íslensku, sem er nú raunar heldur kauðsk þýðing. Kannski við getum fremur kallað þetta sælutíma sem ný ríkisstjórn fær náðarsamlegast að njóta þessa rétt rúmu þrjá mánuði. Á meðan halda úlfarnir sig til hlés og brýna kutana í hljóði. En jafnvel þó svo að nú sé aðeins liðinn um hálfur annar mánuður frá stjórnarmyndun í Danmörku er sælutíma nýju vinstri stjórnar Helle Thorning-Scmidt lokið eftir sigurinn á hægri blokkinni. Í byrjun vikunnar sýndi skoðanakönnun að Danir treysta fyrri forsætisráðherra mun betur til að leiða þá út úr fjármálakrísunni. Aðeins 27,3 prósent aðspurðra treystu Helle Thorning-Scmidt best á meðan 46,4 nefndu Lars Lokke Rasmusen, leiðtoga hægri flokksins Venstre. Í janúar var munurinn milli þeirra vart mælanlegur en fylgismenn hans túlka tölurnar nú sem ákalli eftir Lars Lokke. Og það á miðju sælutímabili vinstri stjórnarinnar. Í annarri könnum bætir Venstre við sig átta þingmönnum á meðan sósíaldemókratar missa fjóra. Hægri blokkin er því aftur komin með meirihluta í könnunum.

Sigur radíkala og Einingarlistans

Jafnvel þó svo að vinstri blokkin hafi vissulega að samanlögðu unnið sigur þá töpuðu sósíaldemókratar samt sem áður manni á meðan Venstre bætti við sig einum. Úrslitin voru raunar þau verstu í sögu danskra sósíaldemókrata. Sætur sigur vinstri blokkarinnar var því blandaður ansi súru galli fyrir Helle Thorning-Scmidt. Enda voru það tvær aðrar konur sem skópu sigurinn, þær Margrethe Vestager leiðtogi Radikale Venstre og Joanne Schmidt-Nielsen sem fór fyrir Einingarlistanum. Flokkar þeirra bættu hvor um sig við sig átta þingmönnum – sem varð hægri blokkinni semsé að falli. Þrátt fyrir eilítið fylgistap sósíaldemókrata og hreint og klárt afhroð Sósíalíska þjóðarflokksins sem missti sjö þingmenn fyrir borð. Athygli vekur að bæði sósíaldemókratar

og Sósíalíski þjóðarflokkurinn höfðu árin á undan nokkuð smitast af harðri innflytjendastefnu hægri blokkarinnar. Einingarlistinn og Radíkalarnir veittu hins vegar allan tímann harðasta andspyrnu. Og uppskáru í takt við það í kosningunum nú – þegar andúðin í garð útlendinga hafði mildast svo mjög.

Helle Thorning-Schmidt og vandræðamálin Helle Thorning-Schmidt er fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í Danmörku. Hún er 45 ára gömul, tveggja dætra móðir. Með meistarapróf í stjórnmálafræði frá Kaupmannahafnarháskóla auk þess að hafa stúderað Evrópufræði í Brugge í Belgíu. Helle er gift Stephen Kinnock – sem er sonur Neil Kinnocks, fyrrverandi leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi. Þau búa á Austurbrú, efri stéttar hverfi í Kaupmannahöfn. Helle Thorning hefur verið þingmaður kjördæmisins síðan 2005. Sama ár tók hún við af Mogens Lykketorft sem formaður Sósíaldemókrataflokksins. Áður hafði hún setið fyrir flokkinn á Evrópuþinginu. Nokkur vandræðamál hafa gert Helle lífið leitt. Mikið var gert úr meintu skattaundanskoti þeirra hjóna vegna umsvifa erlendis og úr búseturéttindum í Kaupmannahöfn sem hún viðhélt á meðan hún sannarlega bjó í Brussel. Það fór svo fyrir brjóstið á sumum að leiðtogi sósíaldemókrata skyldi senda dóttur sína í eftirsóttan einkaskóla. Þá hefur henni verið legið á hálsi fyrir minniháttar aðstöðubrask varðandi afslátt á leikföngum sem og fyrir að reynast missaga í nokkrum málum. Enn hefur Helle náð að sigla sæmilega lygnan sjó í gegnum þessi vandræðamál en þau hafa vissulega dregið úr pólitískum slagkrafti hennar. Og geta mögulega orðið henni að fótakefli.

heimurinn

dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu­ maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is


HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - 11-2544

Gjafakort er gjöf sem kemur að gagni

Gjafakort Íslandsbanka virkar eins og önnur greiðslukort, þú velur upphæðina og kortið gildir í verslunum um allan heim og á netinu. Gjafakortið er góð og gagnleg gjöf sem kemur í fallegum umbúðum. Þú færð gjafakort Íslandsbanka í öllum útibúum okkar.


52 

heilsa

Helgin 18.-20. nóvember 2011

kynning mikið úrval wellness tíma

Hitinn heillar Íslendinga

Wellness bylgjan í Hreyfingu Wellness-bylgjan hefur skollið á með krafti hér á Íslandi. Hóptímar á líkamsræktarstöðvum á borð við Hot Yoga, Pilates og Hot fitness eru geysivinsælir. Fólk talar um að verða fljótt háð því að mæta í þessa tíma; finnur aukinn styrk, meiri mýkt og liðleika, streitulosun og vellíðan. Heitu tímarnir hafa algjörlega slegið í gegn hér á landi og má velta fyrir sér hvort það sé ekki fullkomlega skiljanlegt hér uppi á norðurhjara: Að koma koma sér fyrir á dýnu inni í heitum og notalegum sal á köldum vetrardögum og teygja sig, styrkja og svitna vel heillar marga. Svitinn rennur af þátttakendum og um leið á sér stað góð hreinsun í líkamanum.

Heitir tímar fyrir byrjendur

Í Hreyfingu eru í boði mikið úrval wellnesstíma. Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, segir að fyrir byrjendur sem vilja styrkja og tóna líkamann mæli hún eindregið með HD fitness. Um er að ræða æfingakerfi í heitum sal sem byggist á rólegum styrktaræfingum ásamt djúpum teygjuæfingum. Anna bendir á að í þessum tímum sé eingöngu unnið með eigin líkamsþyngd sem er kjörið fyrir þá sem vilja vinna að því að öðlast fallega mótaða vöðva. Sérstakar áherslur eru á styrkingu djúpvöðva í kvið og baki og djúpar teygjuæfingar sem lengja og styrkja alla helstu vöðva líkamans. Hitinn í salnum auðveldar fólki að ná djúpum teygjum og líkaminn hitnar fljótt

og vel. „Fólk elskar þessa tíma. Hitinn og svitinn og rólegu æfingarnar er einfaldlega að virka og fólk kemur aftur og aftur á HD fitness námskeið,“ segir Anna Eiríks.

Pilates æfingar ekki bara fyrir konur

Fyrir þá sem vilja síður æfa í miklum hita er Pilates fitness góður kostur. Pilates fitnessæfingakerfið sameinar líkama og sál í áhrifaríkri þjálfun sem stuðlar að styrkingu allra helstu vöðva líkamans án þess að stækka þá. Helga Lind Björgvinsdóttir, Body Control Pilates kennari í Hreyfingu, segir Pilates fitness vera hina fullkomnu blöndu af styrktar- og liðleikaæfingum og hreyfingu. „Þú getur bókstaflega endurmótað líkama þinn svo þú verður lengri, grennri og með fallega mótaða vöðva. Þú lærir að losa um streitu, verki og stífleika og munt beita líkama þínum auðveldar og með afslappaðri hætti,“ bendir Helga Lind á. Hún segir Pilates fitness henta jafnt byrjendum sem lengra komnum til að styrkja kjarnavöðvana (bak, mitti og kvið) og endurbyggja jafnvægi líkamans með ýmsum vel uppbyggðum æfingum sem eru í senn líkamsvænar og krefjandi. Helga Lind segist hafa heillast af Pilates æfingakerfinu um leið og hún kynntist því og sér miklar framfarir á líkamsburðum og almennri líkamsvitund þátttakenda sem hafa komið til hennar á námskeið einkum vegna þess hve mikil áhersla er lögð á að leiðbeina þátttakendum hvað varðar rétta tækni og beitingu í æfingunum. „Pilates fitness er alls

ekki bara fyrir konur, karlar hafa geysilega gott af því að stunda þessar æfingar til að auka styrk í miðju líkamans og bæta liðleika. Margir þekktir fótboltakappar víða um veröld stunda pilates til að bæta árangur sinn í íþróttinni, bætir hún við kankvís.

Hot Yoga og Hot fitness

Hot Yoga og Hot fitness eru heitustu tímarnir í Hreyfingu! Þeir eru ekki aðeins heitastir hvað varðar hitastig heldur einnig þeir vinsælustu í wellness deildinni. Boðið

er upp á opna Hot Yoga tíma. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir Hot Yoga tímana slá út öll vinsældarmet. „Við erum að bæta við fjórum nýjum opnum tímum í dagskrána hjá okkur og það þýðir að við erum komin með átta opna Hot Yoga tíma á viku.“ Nýju Hot fitness námskeiðin sem hófust í Hreyfingu í haust hafa heldur betur fallið vel í kramið hjá þátttakendum og fer þriðja lota námskeiða í gang í næstu viku. Ágústa segir þessi námskeið fyrir þá sem eru komnir aðeins lengra í þjálfun. „Unnið er með litlum mjúkum boltum sem virka líkt og létt lóð,“ segir hún og bætir við; „líkt og í HD fitness tímunum er áhersla á rólegheit en aðeins meira krefjandi æfingar. Æfingarnar eru gerðar hnitmiðað og rólega og vandlega hugsað um að þátttakendur fái sem mest út úr æfingunum. Hitinn í salnum er um það bil 35 gráður á Celsíus. Það er svo gaman að segja frá því að Hreyfing er í samstarfi við Lifandi markað sem sér um að fræða þátttakendur um heilnæmt og hreint mataræði. Að æfingu lokinni er svo tilvalið að mýkja vöðvana enn frekar í gufum og heitum pottum utandyra en jarðsjávarpotturinn okkar nýtur mikilla vinsælda. Fyrir þá sem vilja verðlauna sig eftir góða frammistöðu í Hreyfingu er tilvalið að dekra við sig í Blue Lagoon spa þar sem sérfræðingar okkar veita ráðleggingar um húð og húðhirðu og spennandi spa- og snyrtimeðferðir eru í boði,“ segir Ágústa að lokum.


Það er einfalt að skipta

Takk

yfir í grænan lífstíl

fyrir okkur!

Réttur dagsins Vissir þú að mannkynið framleiðir

kr.

500.000.000 tonn af kemískum efnum á ári? Þessi efni finnast m.a. í neysluvörum og hafa margskonar neikvæðar áhrif á heilsu okkar - sérstaklega barna. Sýnt hefur verið fram að að það safnist fyrir í líkamanum og geti verið krabbameinsvaldandi, hormónatruflandi, valdið ófrjósemi og hafi slæm áhrif á taugakerfið. Að auki er algengt að fólk hafi ofnæmi eða óþol fyrir sumum þessara efna. Ein besta aðferðin til að sneiða hjá þeim er að kaupa lífrænt vottaðar vörur og vörur með áreiðanlegum umhverfismerkjum.

LIFANDI markaður selur eingöngu: · Lífrænar og náttúrulegar matvörur úr góðum hráefnum án óæskilegra kemískra fyllingar- og aukefna. Við höfum breikkað vöruúrvalið svo þú getir gert innkaupin í einni ferð og

„Góður matur, frábær þjónusta og vinalegt umhverfi.“

· Lífrænar og umhverfisvænar hreinlætisvörur sem brotna 100% niður í náttúrunni. Hafðu í huga að flestir geta dregið verulega úr því magni sem þeir nota - 1tsk af uppþvottavéladufti/legi og 1msk af þvottavéladufti/legi er allt sem þarf!

„Bjargaði lífi mínu.“ „Þetta er besti staðurinn í bænum.“ „Frábær, ódýr og vel útilátinn matur + góð þjónusta.“

· Lífrænar og náttúrulegar snyrtivörur án skaðlegra efna eins og parabena. Það besta er að þær eru ekki eingöngu betri fyrir þig og náttúruna heldur eru einnig töluvert ódýrari en snyrtivörurnar frá stóru framleiðendunum!

Grænn Kostur Skólavörðustíg 8 101 Reykjavík Sími: 552 2028 www.graennkostur.is

Það er AUÐVELT að skipta yfir í grænan og lífrænan lífsstíl sem er betri fyrir þig, samfélagið, umhverfið og náttúruna. Vörurnar eru til og þær fást hjá okkur!

Hollustuna í jólabaksturinn færðu hjá okkur Tilboð á lífrænum höfrum, hrásykri, spelti, dökku súkkulaði, kakói, hnetum, þurrkuðum ávöxtum, vanillu og fleiru.

15%

Jólabakstur úr heilæmum hráefnum bragðast betur og er betri fyrir líkamann! LIFANDI markaður - verslun og veitingastaður fyrir þá sem vilja lifa vel.

www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg

Þegar spurt var hvers vegna voru svörin á þessa leið: „Besti grænmetisstaðurinn á Íslandi og uppáhaldsstaðurinn minn líka.“

erum fyllilega samkeppnishæf í verði við betri matvöruverslanir.

Hjá LIFANDI markaði fæst allt í jólabaksturinn.

73% viðskiptavina Græns Kosts sem tóku þátt í könnun sem framkvæmd var á staðnum gáfu honum 10 í einkunn og 94% einkunn á bilinu 8-10.

afsláttur til 3. desember


54 

heilsa

Helgin 18.-20. nóvember 2011

kynning heilsumeistar askólinn

Kenna bætta heilsu

H

eilsumeistaraskólinn byggir á gömlum gildum sem hafa verið uppi allt frá dögum Hippocratesar um heilsu og náttúrulækningar, meðal annars þeim að sjúkdómar séu afleiðingar lífsstíls sem hægt er að umbreyta með ýmsum náttúrulegum aðferðum. Skólinn var stofnaður árið 2007 og hefur útskrifað tvo árganga. Nemendur sem ljúka lokaverkefni fá diplómu þess efnis en skólinn er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem sérnám á efra stigi.

Alhliða nám

Lilja Oddsdóttir lithimnufræðingur er annar skólastjórnenda Heilsumeistaraskólanns. Hún segir stofnun skólans meðal annars til komin til að búa til heilsteypta umgjörð utan um mörg af þeim námskeiðum sem haldin voru hér á landi í heilsutengdum fræðum. „Ég held það hafi verið þörf sem bjó þennan skóla til, fyrsti nemandinn okkar hafði til að mynda beðið lengi eftir námsmöguleika sem þessum.“ Markmiðið með kennslu skólans samkvæmt námsskrá er þríþætt: Að veita djúpt alhliða nám í náttúrulegum og heildrænum meðferðum, að í gegnum einstakt námsumhverfi öðlast nemandinn þekkingu, innri visku og styrk sem nýtist honum fyrir sig og aðra og að sérhver nemandi sé hvattur og studdur til eigin

sjálfsheilunar svo hann megi vera góð fyrirmynd og lifandi fordæmi annarra, að sögn Lilju.

Viðbót við flóruna

Gitte Lassen er hinn skólastjórinn. Hún tekur undir með Lilju og bætir við; „okkur finnst mikilvægt að nemendurnir upplifi sjálfir það sem við kennum. Að þeir reyni það á eigin líkama og reyni á eigin skinni heilandi mátt náttúrulækninga.“ Námið tekur þrjú ár og er kennt í áföngum. Oft koma gestakennarar utan úr heimi til að kenna í skólanum. Núna um helgina kemur til dæmis til starfa ítalskur læknir sem er kennari í multidimensional lithimnugreiningu. Skólinn byggir á heildrænni nálgun. Í gegnum allt námið eru tengsl hugar og líkama í forgrunni og í kennslu-

stundum er kafað í það hvernig tilfinningar hafa áhrif á líkamann og hvernig þau áhrif sjást í lithimnunni. Katrín Hjálmarsdóttir er nemandi í Heilsumeistaraskólanum. Hún segir námið hafa gjörbreytt lífi sínu: „Maður er í þriggja ára meðferð með sjálfan sig bæði andlega og líkamlega. Maður áttar sig á því hver maður er og hvað maður vill. Ég er farin að vinna við það sem ég hef áhuga á því ég er búin að opna stofu í Hveragerði þar sem ég tek fólk í meðferð.”

Losnaði við lyf

Katrín segir það helst hafa komið á óvart hve mikil sjálfsskoðun fólst í náminu. „Maður þarf að stíga út fyrir þægindahringinn sinn og uppgötvar þá ýmislegt um sjálfan sig sem maður hafði aldrei pælt í. Fólki hættir til að festast í sínu fari og rútínu því það staldrar sjaldnast við til að skoða hvað það raunverulega vill gera. Það kom mér mjög

agigtar, astma og ofnæmi. „Þegar ég byrjaði notaði ég mikið sterapúst við astma og var alltaf á Katrín Hjálmarsdóttir, Lilja Oddsdóttir, Gitte Lassen ofnæmislyfjog Kristín Kolbeinsdóttir. um; var með á óvart hvað þetta breytir miklu vefjagigt og síþreytu auk þess fyrir mann.“ að vera búin að minnka við mig Kristín Kolbeinsdóttir er vinnu niður í 50 prósent. Eftir einnig nemandi við skólann. Hún að hafa farið í skólann og fylgt hefur náð prógaramminu sem þar er lagt tökum á fyrir þarf ég ekki að taka nein lyf, tek nánast aldrei verkjalyf, einkennsem ég gerði mjög mikið af áður; um get unnið 100 prósent vinnu og vefjsynt kílómeter án astmapústs. Gigtarverkir eru nánast horfnir. Stærsta breytingin er samt sú að ég er að verða sjálfstæður atvinnurekandi með því að opna veitingahús. Þetta gefur manni kjark til að láta drauminn rætast.“ Aðspurð um hvort slík sjálfskoðun taki ekki mikið á segir Katrín: „Maður sveiflast milli þess að líða rosalega vel og finnast námið mjög krefjandi. Nemendahópurinn verður mjög þéttur því það eru allir í sömu vinnunni og það skiptir miklu máli. Ef það væri ekki myndi maður örugglega gefast upp.“

kynning vottaðar lífr ænar snyrtivörur

Fyrir náttúruna og manneskjuna U

ndanfarin ár hefur áhugi fólks á vottuðum lífrænum snyrtivörum aukist, í ljósi þess hve aukefni í venjulegum snyrtivörum eru mörg hver skaðleg. Í raun má segja að fólk þurfi að hugsa jafn vel um efnin sem það ber á húðina eins og matinn sem það borðar. Gott úrval er hér á landi af lífrænum snyrtivörum en þær hafa þótt í dýrari kantinum. Það breyttist þegar hinar þýsku Lavera snyrtivörur byrjuðu að fást hér fyrir um ári síðar, en Basislína frá Lavera er á mun hagstæðari verði en hefur þekkst áður í þessum flokki. Lavera er eitt fremsta fyrirtækið á sviði lífrænna snyrtivara í heiminum, stofnað fyrir 24 árum, með um 250 vörur fyrir húð og hár af öllum gerðum, ásamt förðunarvörum. Vörurnar eru með lífræna vottun og framleiddar án allra eiturefna en til þess að tryggja gæði hráefnanna ræktar fyrirtækið nær allar jurtirnar sem það þarf til framleiðslunnar sjálft.

þær hér á landi og á því hagstæða verði sem raun ber vitni“. Inga segir fólk í auknum mæli sækja í vörur sem eru án aukaefna. „Það hefur líka verið að aukast umræðan hérlendis um skaðsemi aukaefna eins og parabena, skordýraeiturs og ilmefna og þau slæmu áhrif sem þau geta haft á líkamann, þó slík umræða sé ekki ný af nálinni erlendis.“ Lavera er með mismunandi andlitslínur eftir húðgerð s.s. með andlitsvörur fyrir venjulega húð (Calendula), þurra (Rose), feita (Mint) og þroskaða húð (My Age), en það er nýjasta línan frá þeim. „Línan fyrir feitu húðina hefur reynst alveg frábær, hún þurrkar ekki húðina og er alveg sér á parti“ segir Inga. Einnig er Lavera með brúnkukrem bæði er fyrir andlit og líkama. Lavera er eitt mest verðlaunaða lífræna snyrtivörumerkið í heiminum í dag og hefur verið valið „grænasta snyrtivörumerkið“ síðustu tvö ár í samkeppni 33 merkja í þessum flokki snyrtivara.

Engin efni úr dýraríkinu

Grænasta snyrtivörumerkið Inga Stefánsdóttir er snyrtifræðingur og starfar hjá KJ Kjartanssyni ehf. sem flytur inn Lavera vörurnar. Hún segir Lavera hafa fengið margar viðurkenningar og sé meðal þeirra fremstu í röð lífrænna snyrtivara: „Þetta eru frábærar vörur og við erum mjög ánægð með að geta boðið

Inga segir einn af kostunum við snyrtivörulínuna þá hversu vel vörurnar eru merktar. „Þær eru bæði umhverfismerktar og umhverfisvænar og eru allar með dagsetningarstimpli. Sumar vörurnar eru vottaðar sem „vegan“ en það þýðir að þær innihalda engin efni úr dýraríkinu“. Lavera gerir engar tilraunir á dýrum og notar engin erfðabreytt efni. Auk þess eru allar merkingar á ensku og nákvæmar innihaldslýsingar eru utan á pökkunum.“ Lavera vörurnar fást í öllum verslunum Heilsuhússins, apótekum Lyfju, Apótekunum, Hagkaupum og mörgum sjálfstæðum apótekum.

Snyrtivörulínan samanstendur ekki bara af kremum og hreinsiefnum, Lavera er einnig með línu af förðunarvörum. „Það gildir það sama um förðunarvörurnar og hinar snyrtivörurnar, þær eru allar unnar úr lífrænum jurtum og olíum. Við erum með meik, púður, sólarpúður, maskara, eyeliner, farðahreinsi og slíkt. Förðunarvörurnar fást í Heilsuhúsinu í Kringlunni og einnig á snyrtistofunni Sóley, Natura Spa í Reykjavík.“

Náttúruvernd

En hvort ætli fólk velti því meira fyrir sér að vörurnar séu góðar fyrir húðina eða að þær skaði ekki náttúruna? „Það er bæði. Þessar vörur byggja á því að það sem sé gott fyrir náttúruna sé gott fyrir okkur. Það eru engin skaðleg eiturefni í þessu og þar af leiðandi skaðar það hvorki náttúruna,

dýrin, né okkur. Það er margbúið að sýna fram á að í hefðbundnar snyrtivörur eru notuð ýmis efni sem eru skaðleg bæði fyrir náttúruna og okkur svo sem skordýraeitur og paraben. Það er lykilatriði í lífrænum vörum að allir þættir framleiðslunnar þurfa að vera eftir reglum, allt frá hráefninu og framleiðslunni, til umbúðanna. Það er mikið talað um náttúrulegar vörur núna en það segir lítið ef þær eru ekki með lífræna vottun. Margir vilja nýta sér vinsældir náttúruverndar með því að kalla vörurnar sínar náttúrulegar og þess vegna er vottunarferlið orðið mjög strangt, til dæmis í Þýskalandi og Evrópu. En þar með erum menn bæði að vinna í að vernda náttúruna og manneskjuna. Það merki sem búið er að sameinast um er NaTrue, en áður fyrr voru sérmerki notuð fyrir hvert land.“


heilsa 55

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Hætta á að smitast í strætó

Enginn efast um að skynsamlegt er að nýta sér almenningssamgöngur. Ódýrara er að fara með strætó en að nota einkabílinn. En að einu ber að hyggja, nú þegar veturinn er að taka við af haustinu og kvefpestir og flensur fara að herja. Þá getur verið auðvelt að ná sér í kvefið og flensuna í strætó, þar sem fólk situr eða stendur þétt í takmörkuðu rými, að minnsta kosti á álagstímum þegar fólk fer úr eða í vinnu eða skóla. Þegar blautt er í veðri og fólk kemur inn í vagninn í votum yfirhöfnum eykst hættan. Þetta hefur verið rannsakað meðal farþega danskra strætisvagna. Læknirinn Claus Malta Nielsen segir erfitt að verjast smiti við þessar aðstæður. Það eina sem hægt sé að gera er að fólk taki tillit hvert til annars og reyni að koma í veg fyrir smit. Fólk á til dæmis ekki að hnerra án þess að reyna að koma í veg fyrir að sýklar dreifist víða. Því er gott að grípa vasaklút eða hnerra í ermina ef klúturinn er ekki tiltækur. Læknirinn segir að sex sinnum meiri líkur séu á að fólk smitist af umgangspestum með þessum hætti miðað við að fari það í bíl eða hjóli. Smitið verður ekki bara af ögnum í loftinu. Það getur allt eins orðið vegna snertingar, til dæmis þegar ýtt er á hnapp til að stöðva vagninn eða þegar farþegi heldur í stöng í vagninum. Til varnar smiti er mikilvægt að þvo hendur um leið og komið er á áfangastað.

Krabbameinsvörn litríkra garðávaxta

Dimmrauðar rauðrófur og sterklitar gulrætur eru ekki aðeins fallegar fyrir augað. Þessir litskrúðugu garðávextir eru líka hollir og góðir sem vörn gegn krabbameini. Litirnir gefa til kynna að í grænmetinu sé mikið af andoxunarefnum. Þau halda frumum líkamans heilbrigðum og efla ónæmiskerfið. Almennt má ganga út frá því að garðávextir með mjög hreina liti, eins og rauðrófur og gulrætur, innihaldi hin eftirsóknarverðu efni, segir matvælasérfræðingurinn Birgitte Escherich í frétt Jótlandspóstsins. Hún bendir einnig á að þetta grænmeti sé trefjaríkt og seðjandi. Þegar litið er til ávaxta sem ríkir eru af andoxunarefnum má ekki gleyma fagurlitum, dökkbláum eða svörtum berjum sem vaxa um allar jarðir á Íslandi. Mjög aukinn áhugi er á berjatínslu hér á landi enda berin ekki aðeins holl heldur einstaklega bragðgóð.

Kynning

heilsa Gengur vel

Hámarks upptaka á magnesíum N

ýlega kom hér á markað magnesíumolía í úðaformi (magnesium chloride) til að bera á húðina. Magnesíumolía er nýjung hér á landi og hefur ekki staðið Íslendingum til boða fyrr en nú. Ávinningar þess að nota magnesíumolíu í úðaformi eru taldir margir. Með því að bera magnesíumolíu á húðina er magnesíumupptakan að skila sér allt að 100 prósentum út í líkamann og er því mun áhrifaríkari aðferð en þegar magnesíum er tekið i gegnum meltingarveginn. Þá er engin hætta á meltingarónotum og notandinn hefur betri stjórn á því hversu stóran skammt af magnesíum hann tekur hverju sinni. Með þessum hætti er líkaminn 5 sinnum fljótari að vinna úr magnesíuminu. Gott er að bera olíuna á staði þar sem fólk finnur til dæmis fyrir stífleika, vöðvaeymslum og bólgum. Magnesíum hefur einnig verið notað gegn ýmsum kvillum sem hrjá okkur í hinu daglega lífi og sem oft má tengja við magnsesíumskort; svefnerfiðleika, höfuðverki, stress, orkuleysi, sinadrætti og síþreytu svo eitthvað sé nefnt. BetterYou magnesíumolían er fáanleg í 2 mismundandi útgáfum. Original, blönduð lindarvatni og Good Night sem er sérstaklega hönnuð til að bæta svefninn. Fæst í Heilsuhúsinu, Fjarðakaup, Þín verslun Seljabraut og Lyfjaver.

BAKSTUR

MÖNDLU FLÖGUR

VALHNETU KJARNAR

PECAN HNETUR

MÖNDLUR HAKKAÐAR

FÍNT KÓKOSMJÖL

MÖNDLUR AFHÝDDAR

HESLIHNETUR HAKKAÐAR

HESLIHNETU FLÖGUR

HESLIHNETUR


56

bækur

Helgin 18.-20. nóvember 2011 Kynning

unga ástin mín fimm ár a

Nýjungar frá Ungu ástinni minni B arnabókaútgáfan Unga ástin mín fagnaði fimm ára starfsafmæli sínu í sumar og er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og eigandi þess, Sara Hlín Hálfdanardóttir, afar þakklát fyrir viðtökurnar sem fyrirtækið hefur fengið en það hefur vaxið ár frá ári, þrátt fyrir kreppu. Hverju þakkarðu helst velgengni fyrirtækisins? „Ég held að það séu nokkrir þættir sem skipta máli. Í fyrsta lagi reynum við að velja vandaðar bækur sem eru í senn fræðandi og fallegar og endast vel. Í öðru lagi höfum við reynt að halda verði eins lágu og hægt er og hefur sá þáttur verið mér mikið hjartans mál. Mér finnst mikilvægt að sem flestir geti keypt bækurnar okkar, því að þó illa ári hættum við ekki að halda upp á afmæli barnanna eða gefa jólagjafir. Þá held ég að starfsfólk skipti lykilmáli þegar fyrirtækjarekstur er annars vegar og velgengni í þeirri starfsemi. Unga ástin mín hefur alltaf verið mjög lánsöm með starfsfólk sem hefur verið tilbúið að leggja hjarta og sál í að byggja fyrirtækið upp með okkur. Ég er óendanlega þakklát starfsfólki mínu og á því allt að þakka fyrir það hvað Unga ástin mín gengur vel. Ég held því að vandaðar bækur, sanngjarnt verð og frábært starfsfólk sé formúla sem virkar bara nokkuð vel “, segir Sara.

Nýjar bækur fyrir 5-11 ára

Bókasöfn og gjafapokar

Frá upphafi hefur Unga ástin mín lagt mikla áherslu á bækur fyrir yngstu börnin, en forlagið hefur verið að prófa sig áfram með útgáfu bóka fyrir eldri börn. „Í ár gefur forlagið út 14 nýjar bækur og þar á meðal eru tvær bækur sem eru fyrir krakka á aldrinum 5-11 ára. Ég gat ekki látið það ógert að gefa út þessar bækur, þær eru bara svo ótrúlega flottar“, heldur Sara áfram.

Unga ástin mín leitast alltaf við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi á markað. Í ár gefur forlagið út fjóra kassa sem heita Litlu bókasöfnin mín, en hvert bókasafn inniheldur 6 bækur með fallegum ljósmyndum og heitum þeirra hluta sem þær sýna. „Mér fannst tilvalið að prófa að koma með þessa nýjung á markað á Íslandi, enda eru þetta bara svo krúttlegar bækur sem fara vel í hendi fyrir þau allra minnstu.“ Unga ástin mín lét nýlega hanna og framleiða fallega gjafapoka í tveimur stærðum með merkimiða á sem eru seldir í flestum verslunum sem selja bækurnar. „Hugmyndin með þeim er að auka þjónustuna við þá sem kaupa bækurnar okkar til tækifærisgjafa. Það getur stundum verið tímasparandi og þægilegt að stökkva út í búð og grípa með bók, poka og merkimiða og fá það allt á einum stað og borga sanngjarnt verð

Valva er mesta vandræðanorn sem sest hefur á skólabekk í Nornaskóla Teklu, enda er hún bæði óheppin og uppátækjasöm. Frábær bók fyrir 7-11 ára krakka Lesandinn fer gagnvirka og fræðandi ferð um risaeðlusafnið í þessari bók, og kemur við á rannsóknarstofu fornlíffræðinga þar sem hægt er að skoða steingervinga í skúffum, horfa í smásjá og skoða stærðarkvarða dýra. Magnaðar og vel gerðar lyftimyndir gera bókina einstaklega áhrifamikla. Bók fyrir 5-11 ára.

kynning unglingahrollvekja

Rökkurhæðir Góður valkostur fyrir þá sem hafa gaman af spennu og hrolli

U

ndir Rökkurhæðunum kúrir úthverfi borgarinnar Sunnuvíkur. Einhvern veginn gerðist það að nafnið festist við hverfið, líklega vegna þess hversu vel það á við. Rökkurhæðir hvíla jú að stórum hluta í skugganum af hæðunum. Þar uppi, í hvarfi frá hverfinu, stendur sundurtætt fjölbýlishúsalengja. Enginn veit með vissu hvað gerðist þarna uppfrá - yfirnáttúrulegir atburðir segja sumir, hryðjuverk segja aðrir – en eitt er víst: Upp í Rústir mega krakkarnir ekki fara! Það er ýmislegt á seyði í Rökkurhæðum.

Sumt óhugnanlegt annað beinlínis hræðilegt ….

Ekki framhaldssögur

Bókaflokkurinn um íbúana í Rökkurhæðum er skrifaður fyrir unglinga. Þó þetta sé bókaflokkur eru þetta eru ekki framhaldssögur, bækurnar má lesa í hvaða röð sem er. Höfundar bókanna eru Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell. Aðspurðar segjast þær hafa langað til að skrifa saman bækur en samt ekki. Þá kom upp sú

Sara Hlín Hálfdanardóttir er hér, ásamt dóttur sinni Hugrúnu Evu, með gjafapoka sem Unga ástin mín lét nýlega framleiða.

fyrir. Við hljótum öll að vera sammála um það,“ segir Sara og óskar öllum gleðilegra jóla.

Litlu bókasöfnin mín eru í fjórum mismunandi kössum: Farartækin, Leikur að læra, Klár kríli og Í sveitinni. Frábærar bækur fyrir börn frá 6 mánaða sem henta vel í skóinn og í jólapakkann.

hugmynd að skapa heim þar sem jafn ólíkir rithöfundar og þær eru gætu skrifað sögur sem tengdust án þess að þurfa að skrifa bækurnar í sameiningu. Tengingin er alfarið í gegnum hverfið Rökkurhæðir og er hver bók sjálfstæði eining sem er efnislega óháð hinum; hver bók getur staðið án hinna. Samt getur það gerst að atburður í einni bók dýpki skilning á einhverju sem gerðist í annarri, til dæmis getur aðalpersóna bókar birst sem aukapersóna í einhverri hinna bókanna og lesandinn fær því smátt og smátt heilsteyptari mynd af hverfinu og íbúum þess. Fyrstu tvær bækurnar í flokknum: Óttulundur og Rústirnar eru komnar í verslanir og næsta vor er þriðja bókin, Kristófer, væntanleg.

Mikilvægi unglingabóka

Bókabeiturnar Marta Hlín og Birgitta Elín er nýútskrifaðir

meistarar í náms- og kennslufræðum með íslensku og íslenskukennslu sem sérgrein. Það er þó fjarri þeim að ætla að kenna unglingum eitthvað sérstakt með bókunum, markmiðið er eingöngu það að fá þá til að lesa eitthvað skemmtilegt! Þetta eru ekki bækur með boðskap heldur bara hryllilega spennandi unglingabækur. Það var samt í gegnum kennaranámið sem áhuginn beindist að barna- og unglingabókum og því hvernig unnt væri að fá krakka til að lesa meira. Helstu niðurstöðurnar voru að besta leiðin væri að láta þau hafa

spennandi og skemmtilegar bækur. Í kennslu á unglingastigi virðist mesta áherslan vera á að nemendur lesi fornsögur og góðbókmenntir en minna um að lesnar séu unglingabækur sem jafnvel virðast litnar hornauga. Unglingabækur geta þó verið fín brú úr barnabókum yfir í aðrar bækur og ætti ekki að líta framhjá þeim þegar stefnt er að því að efla læsi og lestrarmenningu unglinga. Rökkurhæðir eru góður valkostur fyrir þá sem hafa gaman af spennu og hrolli. Það er því ekki ólíklegt að það verði spennandi pakkar undir trénu hjá einhverjum unglingum þessi jólin.


Dr a matísk örl aga flét ta

Íslensk listakona kemur særð á búgarð á Ítalíu sumarið 1944. styrjöldin geisar en enginn veit erindi hennar. málverkið er stórbrotin örlagasaga eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu bók sína aldingarðinn.

2006

Ól a f u r JÓh a n n Ól a fs son

bbbb „listilega gert ... fyrst og fremst skemmtileg.“ a n n a l i l Ja Þ Ór i sd Ó t t i r / Morgu n bl a ði ð

„Þetta er flott verk og spennandi, læsilegt og fallega skrifað … að öllu leyti vel heppnað og fallegt verk.“ Pá l l b a l dv i n b a l dv i ns s on / K i l Ja n

w w w.forlagid.i s – alvör u bókave rslun á net inu


Nýjar hljóðbækur

Einvígið eftir Arnald Indriðason

Ingvar E. Sigurðsson les

58

bækur

Helgin 18.-20. nóvember 2011

 Kynning eymundsson Elsta bóksala landsins

Ferð í Eymundsson er hluti jólahalds Verslanir Eymundsson hafa verið hornsteinn bókmennta í tæp 140 ár. Frá í byrjun september hafa selst fleiri rafbækur en pappírsbækur.

V

Hjarta mannsins eftir Jón Kalman Stefánsson

Stefán Hallur Stefánsson les

erslanir Eymundsson rekja sögu starfsemi sinnar allt aftur til ársins 1872. Eymundsson er því elsta bóksala landsins. „Það má segja með sanni,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Eymundsson, „að verslanir Eymundsson hafi í tæp 140 ár verið hornsteinn íslenskra og erlendra bókmennta. Verslanirnar eru á landsvísu og í þeim er margvíslegt úrval; bóka, tímarita, gjafavara, tónlistar og fleira mætti nefna.“ Allt árið um kring er boðið upp á mikið úrval bókmennta og árlega er tekið á móti tæplega 1000 nýjum íslenskum barna-, unglinga- og fullorðinsbókatitlum. Verslanir Eymundsson eru þannig samkomustaður bókaútgefanda, rithöfunda og bókaunnenda. Nú fyrir jólin er sérlega blómleg jólabókaútgáfa en einkum mikill vöxtur í útgáfu skáldsagna, matreiðslubóka og handbóka. „Við tökum á móti nánast öllu útgefnu íslensku efni og viljum með því leggja okkar að mörkum við að styðja við íslenska tungu og lestur þjóðarinnar. Það eru engin jól án bóka, stendur einhvers staðar, og má til sanns vegar færa þegar bókaþjóðin sjálf er annars vegar. Það eru margar fjölskyldur sem lesa sér til gagns og gaman yfir

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri

jólin, það stór partur þess að slappa af á aðventunni og þá gefast fleiri gæðastundir til lestrar. Hjá sumum er það síðan sérstakur jólasiður að geyma gersamarnar þangað til seint á aðfangadagskvöld. Aðrir eru síðan bókelskir allt árið um kring. Starfsfólk Eymundsson er boðið og búið til að veita viðskiptavinum ráðgjöf og þjónustu varðandi val á lesefni. Við bjóðum upp á innpökkun og síðan er auðvitað hægt að fá skiptimiða á þær vörur sem keyptar eru hjá okkur. “ En hvort sem á að dekra sig með góðu lestrarefni eða finna góða gjöf handa vinum og ættingjum ættu allir

FJÖR OG MANNDÓMUR Einstakir þjóðlífsþættir Vilhjálms Hjálmarssonar og þá ekki síst kaflinn um Guðrúnu Hjálmarsdóttur konu sem ekki mátti sín mikils en lifði þó lengi og allir ættu að lesa.

Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson

Hanna María Karlsdóttir les Komnar í verslanir og á tónlist.is www.skynjun.is

Bókaútgáfan Hólar

holabok.is/holar@holabok.is

að finna eitthvað við sitt hæfi í verslunum Eymundsson. „Fyrir jólin er síðan haldin ýmis útgáfuboð vegna jólabóka í verslunum Eymundsson, þar sem rithöfundarnir mæta á staðinn og lesa upp úr og/eða árita nýjustu verk sín. Við auglýsum slíkar uppákomur inn á Eymundsson-Facebook síðunni okkar,“ segir Ingibjörg Ásta.

Sala á rafbókum hafin

Þó svo að Íslendingar séu í senn íhaldssöm og fastheldin bókaþjóð erum við aftur á móti fljót að tileinka okkur nýjungar af öllu tagi. „Eymundsson hóf sölu á rafbókum í byrjun september og frá þeim tíma hafi fleiri rafbækur selst á vef fyrirtækisins en hefðbundnar pappírsbækur. Sem sætir tíðindum. Framboð erlendra bókatitla er núna um ríflega 100.000 og þar af um 12.000 titlar sem kosta innan við eitt þúsund krónur, svo það er ekki að undra að margur hafi gripið gæsina um leið og hún gafst. Fyrir jólin verða í boði á vefnum okkar fyrstu íslensku rafbókatitlarnir og er markmiðið sett á að eymundsson.is verði með mesta úrval heims íslenskra bóka á rafrænu formi. Nýlegar breytingar á virðisaukaskattslögum gefa rafrænni bóksölu byr undir báða vængi,“ segir Ingibjörg Ásta. „Í haust voru samþykkt lög sem tóku gildi í byrjun mánaðarins. Með setningu þeirra lækkaði virðisaukaskattur á rafrænum bókum úr 25,5 prósentum í 7 prósent, eða sama skattstig og hefur verið á prentuðum bókum. Bók er því alltaf fyrirtaks gjöf, hvort heldur sem hún er lesin af pappírssíðum eða á lesskjá.“


bækur 59

Helgin 18.-20. nóvember 2011 Kynning

Sigling á vit óvissunnar Skip mitt braut við Afríkuströnd er áhrifamikil örlagasaga Fjólu Steinsdóttur Mileris. Hún fæddist í torfbæ norður í Húnavatnssýslu en kynntist ung ævintýramanni frá Litháen, þau stefndu til Ástralíu en strönduðu við Afríku og ólu lengst af aldur sinn í Sierra Leone. Georg Davíð Mileres, sonarsonur Fjólu skrifaði söguna. Salka gefur bókina út.

E

ftir að seglskútan Deerhound hafði verið gerð upp og allt var tilbúin til brottfarar var loks lagt úr höfn í ágúst 1947. Þessi djörfu áform vöktu svo mikla athygli að um þau var skrifað í dagblöð og mannfjöldi safnaðist saman á bryggjunni til að fylgjast með þegar skipið lagði upp í hina löngu ferð. Áhöfnin samanstóð af um það bil 20 mönnum, fyrir utan ömmu og tvær aðrar konur sem voru eiginkonur hinna meðeigendanna. Áhafnarmeðlimir voru margir hverjir ævintýramenn; fyrrverandi land- og sjóhermenn sem voru á leið til Suður-Afríku í leit að nýjum tækifærum. Þetta voru harðir kappar með ólgu í æðum sem höfðu tilheyrt sérsveitunum og barist í seinni heimsstyrjöldinni af mikilli hörku gegn Þjóðverjum. Þeir voru því engin lömb að leika við. Ekkert pjatt var við lýði og þar sem vatnið var af skornum skammti notuðu þeir rigningarvatnið til þess að baða sig naktir á þilfarinu eða stungu sér allsberir í sjóinn. Konurnar forðuðu sér niður í káetu á meðan. Undir hvítum þöndum seglum stóð íslenska móðirin og sá hina fögru kletta Wight-eyju hverfa við sjóndeildarhringinn og við tóku veltingur og hvítfyssandi öldur Atlantshafsins. Þau sigldu niður með ströndum Frakklands og sáu þar fljótlega lágreista bæi Bretagne-skagans kúra í landinu, hitinn jókst eftir því sem sunnar dró. Á einstaka stað báru kastalaturnar miðaldariddara við himin eins og í La Rochelle. Á Biskajaflóa við Iberíuskaga var mjög slæmt veður og flæktist kaðall í skipsskrúfunni sem stórskemmdist við það og varð ónothæf. Þau urðu því að notast eingöngu við seglin til þess að geta siglt áfram en jafnframt byrjaði seglskútan að leka. Urðu nú áhafnarmeðlimir að skipta liði á vöktum við að fylgjast með lekanum. Rafmagnspumpa var notuð dag og nótt til þess að dæla sjónum úr skipinu. Á tímabili var amma verulega hrædd um að skipið myndi jafnvel sökkva og þau öll drukkna. Þau komu í höfn í Lissabon, fengu vistir og vatn og dvöldust í þessari höfuðborg Portúgals í viku á meðan reynt var að lappa upp á skipið. Þar heimsótti Vladimir safn hins víðfræga landkönnuðar Vasco da Gama sem var uppi seinni hluta 15. aldar. En hann fann fyrstur Evrópumanna sjóleiðina til Indlands og Kína með því að sigla fyrst um vesturströnd Afríku; líkt og þau voru nú að gera. Gert var við lekann til bráðabirgða en það reyndist ekki mögulegt að gera við skipsskrúfuna sem var verulega skemmd eftir kaðalinn. Þau urðu áfram að sigla eingöngu fyrir seglum og treysta á vindorkuna og voru sumir við það að gefast upp en Vladimir var ekki einn af þeim. Það fór reyndar svo að báðir meðeigendur hans að skipinu urðu eftir í Portúgal og sneru þaðan aftur til Englands. Einn þeirra hafði fengið skeyti um að móðir hans

„Great expectations“

Hið strandaða skip var í byrjun heimili þeirra í Englandi og í Sierra Leone

hún Fjóla, situr hugsi heima á Íslandi í hauströkkrinu og þegir um stund. Ég bið hana enn að rýna inn í mistur minninganna. Stofan hennar er eins og safn um löngu liðna atburði, veggir þaktir myndum og hlutir frá Afríku blasa alls staðar við. Fílabeinstennurnar stóru sem ég strauk fullur aðdáunar sem barn eru þó ekki hér heldur hjá föður mínum í Danmörku og ibenholtsborðið úr skútunni frægu þar sem fjórir konungar spiluðu forðum peningaspil með vindla og eðalviskí, jafnvel um heiður kvenna sinna, er enn í Cape Club. Árin eitt hundrað og tíu síðan það var smíðað hafa ekki snert það, hvorki skordýr né rakinn, slík er harka viðarins. Ég bið hana varfærnislega að ganga eilítið lengra; að opna það sem hún hefur aldrei tjáð áður; tala um gleði, sorgir, vonir, væntingar sem og vonbrigði frá þessari framandi heimsálfu þar sem hún dvaldi í blóma lífs síns: „Já … ég kunni að elda mat og skenkja víni í glös,“ segir hún, „og þurfti því oft að hjálpa til með slíkt eftir að við opnuðum veitingastaðinn og þrífa svo eftir lokun sem var seint á nóttunni, að minnsta kosti um helgar. Það var því ekki mikið um svefn, enda vöknuðu drengirnir ætíð á sínum tíma snemma morguns, hvort sem var frí eða skóli og ég búin að sofa tvo eða sex tíma næturinnar. En þegar maður er ungur og hraustur er lítið mál að vakna, nauðsyn, en líka gleði að sinna þeim sem maður elskar. Það var líka að duga eða drepast og þurfti að beita öllum brögðum til að láta enda ná saman. Stundum mislíkuðu mér hinar óþrjótandi hugmyndir og stöðugt nýjar ráðagerðir kafteinsins, eins og þegar hann vildi að ég dansaði við viðskiptavinina. Slíkt taldi hann að myndi auka fjölda gestanna sem voru í yfirgnæfandi meirihluta karlmenn í byrjun. Hann stóð við barinn og ég þjónaði, hann vissi að ég dansaði vel, sagði mér að vera í fallega smáblómstraða kjólnum mínum. Ég var grönn og með línurnar í lagi þrátt fyrir barneignir og karlarnir tóku svo sannarlega eftir því. Með ljóst sítt hár og þó að ég væri feimin fannst þeim víst mörgum að ég væri falleg, að minnsta kosti „kjút“ eins og þeir sögðu. Þegar kafteinninn setti fjörug lög á fóninn fengu menn fiðring í fæturna og ekki gekk að láta þá dansa hver við annan kallagreyin. Eða þegar Vera Lynn söng sína angurværu tóna um „The white cliffs of Dover“, þá vildu menn dansa upp við konubarm og helst fá að þrýsta mér þétt þegar sungið var; „We´ll meet again“. Undir áhrifum viskíblöndunnar fengu menn stundum tár í augnkrókana, þegar þeir minntust stríðsáranna og kvennanna heima eða allra þeirra góðu félaga sem komu aldrei aftur. Sumir báru með sér myndir af hetjum hvíta tjaldsins, Veronicu Lake, Ritu Hayworth og þeim vildi ég líkjast, setti upp

væri að deyja og kona hins var svo sjóveik og hrædd um að skipið myndi sökkva að hún treysti sér ekki til þess að halda ferðinni áfram. Fjóla var því eina konan eftir á seglskútunni og Vladimir bæði skipstjóri og eini eigandinn. Eftir að látið var úr höfn í Portúgal tók hafið aftur við með víðáttu sinni. Næsta land í suðri var eyjaklasinn Madeira sem er undir stjórn Portúgals. Þar var stoppað stutt til þess að kaupa vatn og vistir og þá var stefnan tekin til Kanaríeyja. Meginlönd Afríku voru í óvissunni á vinstri hönd, ekkert á þá hægri nema óveður og víðátta hafsins í átt að Ameríku. Amma lítur til baka og lýsir ferðinni svo: „Dagarnir voru oft langir og erfiðir, fólkið oft svo sjóveikt þar sem skipið valt mikið, jafnvel Vladimir sem var vanur sjómaður var einu sinni sjóveikur þegar veðrið var sem allra verst, en sjálf var ég aldrei sjóveik. Það fór líka mikil vinna í að hugsa um börnin, næra þau og halda að þeim vökva, annars var þetta rútína sem vandist. Við hjónin sváfum í sérkáetu ásamt yngsta syni okkar George sem var þá rúmlega sex mánaða gamall. Í þessari káetu átti fyrrverandi eigandi skipsins, Játvarður VII konungur Bretlands sem var þá krónprins, að hafa sofið. Vladimir hafði útbúið barnarúm úr kassa handa syni okkar sem hann þurfti að negla fast niður við skipsgólfið. Eldri synirnir tveir sváfu í annarri káetu með tíu ára gömlum strák. Þetta var sonur kokksins sem átti eiginkonu og sex önnur börn í Englandi. Hann hafði aðeins tekið elsta son sinn með til að byrja með, en fjölskyldan átti svo að koma síðar meir. Í skipinu voru fjórar káetur sem voru ætlaðar meðeigendunum og fjölskyldum þeirra, en restin af áhöfninni svaf í enda skipsins sem var fullur af kojum. Skipið var að mestu í sinni upprunalegu mynd að innan og hafði verið málað grænt á sínum tíma. Víða mátti sjá ummerki um að það hefði tilheyrt heldra fólki. Borðsalurinn var bæði stór og fallegur og loftið var umkringt gullhúðuðum röndum, einnig var það skreytt með fallega máluðum myndum. Í baðherberginu var líka stórt baðkar sem ég notaði til þess að þvo börnin mín. Oft var ég skelkuð og óörugg með börnin svo smá, sérstaklega eftir að skipið byrjaði að Gamli Cape Club rétt fyrir lokun, íslensk Fjóla á veröndinni leka. Eftir að skipsskrúfan eyðilagðist vorum við stundum kyrr úti á opnu hafi dögum saman þegar enginn vindur blés.“ hárgreiðslu sem þær yfirnáttúrulegu en þó holdlegu Gleði og sorgir gyðjur báru. Ég var léttstíg þá og bara nokkuð sæt og Enn langar mig að vita meira um hana ömmu mína sem stundum var flautað og kallað; „Æ lovjú“ og kafteinninn unga konu og skynja veröld hennar og hvernig hjarta lét sig það engu skipta. Hann vildi sjá pund og skildinga hennar sló þegar hún stóð nánast allslaus í Sierra Leone klingja í kassanum og sendi mig með bakkann í salinn með mann og þrjú börn. Skipið var ónýtt sem öll þeirra með rauðan varalit, fjóluilm á vanga og kjólinn þröngan aleiga hafði verið bundin í og því enginn möguleiki að um grannt mittið. snúa til baka. Hin varfærna og eilítið dula amma mín,


60

jólabjór

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Jólabjórinn er kominn Félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, dæma jólabjórinn í ár.

J

ólabjórinn er rifinn úr hillunum á ári hverju og þeir vinsælustu eiga það til að klárast vel fyrir jól. Því er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera snemma í því. Líkt og í fyrra eru það félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun,

Dómnefn

d

90% Jólakaldi 5,6% 33 cl. 369 kr. Ummæli dómnefndar: Flottur bjór með ekta koparrauðan jólabjórslit. Það er nammilykt af honum, krydduð, góð, sæt og flókin. Bragðið er ögrandi með sætri karamellu og beiskju í góðu jafnvægi. Þetta er Herra Jóli.

Dómnefn

d

78%

Einstök Doppel Bock Jólabjór 6,7% 33 cl. 415 kr. Ummæli dómnefndar: Lítil lykt, þó smá sætur alkahólilmur. Þetta er ágætur bjór og ágætur sem doppel bock en það eru ekki mikil jól í honum, til þess vantar meiri karamellu og fyllingu. Þetta er hins vegar mjög góður matarbjór með reykta kjötinu.

d Dómnefn

71%

sem sjá um smökkunina fyrir Fréttatímann. Í því ágæta félagi eru saman komnir nokkrir helstu sérfræðingar og áhugamenn landsins um bjór og bjórgerð. Félagið stendur fyrir ýmsum bjórtengdum uppákomum á ári hverju og heldur úti heimasíðunni

Dómnefn

d

Dómnefn

87%

Jólabock

5,7% 33 cl. 399 kr. Ummæli dómnefndar: Það er karamelluhressleiki og ávöxtur í lyktinni, pera og epli. Gott jafnvægi sætu og beiskju. Þetta er ekta brúnöl, spennandi og öðruvísi, kannski ekki til að þamba en ekki mjög þungur og erfiður bjór þannig að flestir geta notið.

d

77%

Gæðingur Jólabjór 5% 33 cl. 370 kr. Ummæli dómnefndar: Dökkur með rauðum keim. Ristuð, nánast brennd, karamella í bragði. Ágætur bjór en vantar fyllingu og eftirbragð. Hann bragðast hins vegar ekki eins dökkur og er þannig að það er vel hægt að drekka nokkra með hangikjötinu.

6,2% 33 cl. 399 kr. Ummæli dómnefndar: Frábær jólalegur litur og mjúk og góð lykt. Hann er ristaðri í ár en í fyrra á kostnað sætunnar en samt mjög auðdrekkanlegur þrátt fyrir að vera 6,2%. Algjör snilldarjólabjór en dansar á línunni með beiskjuna.

Dómnefn

d

76%

Dómnefn

d

66%

Royal X-mas hvítur 5,6% 33 cl. 269 kr. Ummæli dómnefndar: Jarðtónar og smá sætuvottur í lyktinni. Mjög lítið kolsýrður sem fer honum vel og hann rennur ljúflega niður. Klárlega betri en bláa útgáfan, ekkert rosalega jóla en auðdrekkan­legur og á ágætu verði.

d

85%

Stekkjarstaur

Dómnefn

fagun.is. Smökkunin var framkvæmd eftir kúnstarinnar reglum og bjórar smakkaðir eftir hækkandi alkahólmagni og gefin stig fyrir útlit, lykt, bragð og heildarstemmningu þar sem einnig var tekið tillit til hversu jólalegur bjórinn þótti.

Albani Julebryg 7% 33 cl. 319 kr. Ummæli dómnefndar: Liturinn mætti vera rauðari og jólalegri eins og bjórinn sjálfur. Bragðið kemur hægt og rólega og beiskjan er góð eins og jafnvægið. Sterkur og ber það ágætlega, passar eflaust vel með mat. Vel gerður bjór.

Royal x-mas blár

Dómnefn

82%

Ölvisholt Jólabjór 5,8% 33 cl. 439 kr. Ummæli dómnefndar: Flottur á litinn og það er sami negullinn í nefinu og bragðinu og hafa verið undanfarin 2 ár. Hann er reyktur en þó mun minna en í fyrra. Kryddaðasti jólabjórinn með negul og mildum kanel og heilmikið að gerast í bragðinu, endar beiskur.

d Dómnefn

75%

Hrafnkell Freyr Magnússon eigandi bruggverslunarinnar brew. is. Hefur að eigin sögn „bjórnördast“ í á þriðja ár og bruggar sjálfur helst IPA bjóra sem eru í sérstöku uppáhaldi.

Dómnefndin

matur@frettatiminn.is

Dómnefn

d

80%

Tuborg Christmas Brew 5,6% 33 cl. 339 kr. Ummæli dómnefndar: Þessi setur standardinn fyrir jólabjórslitinn; koparrauður. Afi jólabjóranna. Lítil lykt og fyrsti sopinn eru vonbrigði, mikið járnbragð en annar sopinn er miklu betri og eftirbragðið gott. Góður en vantar herslumuninn á öllum sviðum.

Dómnefn

d

74%

Malt Jólabjór

Jólagull 5,2% 33 cl. 329 kr. Ummæli dómnefndar: Dökkur á lit. Lyktin er að gera meira en í venjulegum gull, smá sítrus. Þetta er mjög hreinn og beinn bjór með mjúkri áferð sem bítur hvergi í. Hann er þó í þynnri kantinum. Þessi er flottur í jólaföndrið.

5,6% 33. cl 269 kr. Ummæli dómnefndar: Ekki mikið að gerast í lyktinni en er samt jólalegur á litinn. Hann skilar samt ekki alveg bragðinu sem er stærsti gallinn. Ef ekki væri fyrir litinn héldi maður ekki endilega að þetta væri jólabjór.

Óttar Örn Sigurbergsson Innkaupastjóri sem hefur bruggað í félagi við aðra í 3 ár og er veikur fyrir reyktum bjórum og belgískum „strong ale“.

d

Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson

5,6% 33 cl. 339 kr. Ummæli dómnefndar: Full dauf maltlykt. Þykkur samt og mjúkur og skemmtilegur jólabjór en aðeins og mikið maltbragð þó þetta sé maltbjór. Hann er matarmikill en pínu væminn þannig að maður drekkur ekki marga. Ekki þambbjórinn.

d Dómnefn

64%

Viking Jólabjór

Halldór Ægir Halldórsson Formaður Fágunar og mikill áhugamaður um bruggun sem hann hefur stundað í 3 ár. Belgískir bjórar eru í miklu uppáhaldi.

5% 33 cl. 299 kr. Ummæli dómnefndar: Hann mætti sýna meiri lit sem jólabjór. Ofsalega léttur og lyktar eins og Viking gylltur. Þeir hafa haldið aftur af sér enda lítið jólalegt við hann. Það er ekkert að bjórnum sem slíkum það er bara ekki nægilega mikið lagt í hann.

Gunnar Óli Sölvason Vélaverkfræðingur og ákafur áhugamaður um heimabruggun, þar sem súrir bjórar verða helst fyrir valinu.


Nýtt 2011 hver þinnkoma jólailmur? og erjólin !

Hver er þinn jólailmur?

20%

kynningarafsláttur af öllum jólailmum fram á sunnudag!

OPIÐ

Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-17 Sun frá kl. 13-17

Komdu núna! Pöntunarsími ☎ 512 6800 eða dorma.is Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is


62

heilabrot

Helgin 18.-20. nĂłvember 2011

Spurningakeppni fĂłlksins

ďƒ¨

Sudoku

5

2 4

1

Ăžulur hjĂĄ RĂ­kisĂştvarpinu. 1. RĂşsslandi? 2. SmĂĄralind.

ďƒź

3. Veit ĂžaĂ° ekki. 4. Veit ĂžaĂ° ekki. 5. Hef ekki hugmynd. 6. MagnĂşs Ăžorsteinn Scheving. 7. Allar eftir konur.

ďƒź

8. Veit ĂžaĂ° ekki. 9. 5 ĂĄr?

ďƒź

10. KĂłsĂ­heit par exelans meĂ° BagalĂştur. 11. Ăštey.

ďƒź

ďƒź

12. George Clooney. 13. 200 km

ďƒź

14. Billy Crystal.

ďƒź

15. VĂ­sdĂłmsrit BaggalĂşts.

ďƒź

8 rĂŠtt. Atli Freyr skorar ĂĄ KonrĂĄĂ° JĂłnsson lĂśgfrĂŚĂ°ing.

Bryndís �sfold HlÜðversdóttir framkvÌmdastjóri hjå Jå-�sland. 1. Brasilíu.

ďƒź ďƒź

3. LĂşkas Papademos.

ďƒź

ďƒź

ďƒ¨

Sudoku fyrir lengr a komna

7

5. Veit ĂžaĂ° ekki.

ďƒź ďƒź

1

7. Allar eftir Ă­slenskar konur.

4

8. Einhver Ă­ dĂłni Ă­ tĂłtboltanum.

ďƒź ďƒź

12. George Clooney.

7 1

8 3

ďƒź

13. 340 kĂ­lĂłmetrar? 14. Eddie Murphy?

2

5 9 8

15. Man ĂžaĂ° ekki.

9 rĂŠtt.

ďƒ¨

5 8

9 4

2

10. Veit ĂžaĂ° ekki. 11. Ăštey

4

3

6. MagnĂşs Scheving EyjĂłlfsson.

9. 11 ĂĄr.

2 6 9 7

6

2. SmĂĄralind. 4. Vin.

9 7

5 1 7 8 9 3 4 3

3

SvÜr: 1. Brasilíu, 2. Småralind, 3. Lúkas Papademos, 4. Vin, 5. Lake Bakail í Rússlandi (1637 metrar), 6. Magnús Örn (Eyjólfsson) Scheving, 7. ÞÌr eru allar skrifaðar af kvenmÜnnum (Steinunni Sigurðardóttur, Vigdísi Grímsdóttur og Guðrúnu Evu Mínervudóttur), 8. John Terry, 9. Ellefu år, 10. Kósíheit par exelans með Baggalúti, 11. Útey, 12. George Clooney, 13. 233 km, 14. Billy Crystal, 15. Vísdómsrit Baggalúts.

Atli Freyr SteinÞórsson,

8

6 3

Spurningar 1. Hvar fer heimsmeistarakeppnin Ă­ fĂłtbolta fram ĂĄriĂ° 2014? 2. Ă? hvaĂ°a verslunarkjarna er verslunin Lindex? 3. HvaĂ° heitir nĂ˝r forsĂŚtisrĂĄĂ°herra Grikklands? 4. HvaĂ° heitir athvarf RauĂ°a krossins fyrir fĂłlk meĂ° geĂ°raskanir sem er til hĂşsa viĂ° HverfisgĂśtu? 5. Hvert er dĂ˝psta stÜðuvatn veraldar? 6. HvaĂ° heitir Ă­ĂžrĂłttaĂĄlfurinn MagnĂşs Scheving fullu nafni? 7. HvaĂ° eiga bĂŚkurnar JĂłjĂł, TrĂşir Þú ĂĄ tĂśfra? og Allt meĂ° kossi vekur sameiginlegt? 8. Hver er talinn hafa beitt Anton Ferdinand, leikmann QPR, kynÞåttanĂ­Ă°i? 9. HvaĂ° fĂŠkk Erlingur Ă–rn Arnarson langan fangelsisdĂłm Ă­ LithĂĄen? 10. HvaĂ° lag hefst ĂĄ orĂ°unum: „AfsakaĂ°ur allan Ăžennan reyk inni, ĂŠg var bara aĂ° lĂ­ta til meĂ° steikinni“ og meĂ° hverjum er ĂžaĂ°? 11. HvaĂ° heitir eyjan viĂ° Ă“slĂł Ăžar sem fjĂśldamorĂ°in Ă­ sumar voru framin? 12. Hver leikstĂ˝rir pĂłlitĂ­sku spennumyndinni Ides of March? 13. HvaĂ° er stysta vegalengdin milli HĂłlmavĂ­k og ReykjavĂ­kur lĂśng? 14. Hver kynnir Ă“skarsverĂ°launin Ă­ byrjun nĂŚsta ĂĄrs? 15. HvaĂ° heitir ritrÜðin sem hĂłfst meĂ° RiddararĂśddum BaggalĂşts?

1 3

krossgĂĄtan

6

5

7 2 1

3

ATH NĂ˝r vefur meĂ° krossgĂĄtulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt aĂ° viku liĂ°inni. )+Âť- (+½3š

)3:((63

(ÂŤ-&:4*

/"##*

à 5(&3š"3 45"š63

Âť(/"

5*-(&3š

-"/% Âś "4Âś6

MYND: JOHN MORGAN (CC BY 2.0)

.5&7&3,'Š3*

7&*,*

5Ă /

-*š03.63 4*(63

,7, (Š-6/"'/

'-+5 'Š3/*

'6(4,03š "š63

5Š,*'Š3*

'36.&*/%

 'Š5*

,64,

Âť#6/%*//

%3"##

6. )7&3'*4

)"3š /&4,+"

1Ă -"

.ÂŤ-)&-5*

57&*3 &*/4

56-%3"

7"3" (-:3/"

'6('&3š

,3011

/Šš*

4,03%Ă…3 3:,,03/

,ÂŤ44"

%&*(63

63("

3*'"

47"-"/%*

57&*3 &*/4

hi

Sus

-"/%

41&/%Ă…3

.Ă…,+"

"-,:33š

%Š4"3* -œ,".4 )-65*

."// Â?7"("

,3:%% )7Âś-%

,-Âť3

kt

)*/%3" 5037&-%

,305* %3&'+"3

Âś 3½Âš

)Âť'%Ă…3

ÂŤ '-Âś,

"/(3"

3&/5"

4,03%Ă…3

kt

kt

ns SpĂŚ

kt Ă?tals

r

ertu

Ă°t Brau

-0,,"3

"6,3&*5*4

,-"'*

'*4,

.Âť5"

Pantaðu veisluna Þína å

www.noatun.is

47&*5

5Š,*'Š3* íkós Mex

&:š*.½3, 4".5½,

�55 5","/%* 45Š-"

ens

turl

Aus

,+ÂŤ/* &(/"

63(

Âś 3½Âš Smu

Âť4,"

4,:/'Š3*

�7"š3" uð

rbra

Gala

#Âť, 45"'63 4&:5-"3

45&-"

5*- %Š.*4

)36.63

)044"

'Šš"

4,03%Ă…3

TĂŚkifĂŚrisveislur

œ 7*š#5

)3&.."

-*5"

4Âť5 3*45

3+Ă ,"

4,&-


ÞESSAR VERÐUR ÞÚ AÐ SJÁ!

Áhrifamiklar sýningar sem hafa fengið frábærar viðtökur

i“

málefn m brennandi u g in n sý rð e „Áhugav ablaðið EB – Frétt

★★★★

on . Stefán Jónss .. i k ir v k re þ a onur vinn „Þessar leikk jóri skilar þessari áleitnu u“ ing leikst nisstæðri sýn atíminn in m í n e n sa k sögu O KHH – Frétt

★★★★

PIPAR\TBWA • SÍA

mikil kki ... Það var gær y st tt æ rm ý d leikhúsinu í „Hreinsun er vitni að því í a rð sínu, hver ve ð a a sl reyn ku á verkefni ist“ tó r á rj þ r a rn nu ym hvernig leikko n allar þannig að seint gle m.is tm e – tt á SA h n á sin

★★ ★★

„Stórskemmtilegt og áhugavert íslensk t leikverk“ SGV – Morgunblaðið

★★ ★★

„Beinskeyttur háðleikur þar sem öll elem ent hins sjónræna verka saman. Góð sýning“ EB – Fréttablaðið

„Þetta er stórviðburður!“

SÖB – Djöflaeyjan, RÚV

„Drepfyndið verk. Meira svona, takk“

SG – Víðsjá, Rás1

Sími í miðasölu

551 1200


sjónvarp

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Föstudagur 18. nóvember

Föstudagur RUV

20:00 Spurningabomban Spurningaþáttur í umsjá Loga Bergmanns Eiðssonar. Logi egnir saman tveimur liðum, skipuðum tveimur keppendum hvort. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22:05 Jonathan Ross Kjaft4 fori séntilmaðurinn Jonathan Ross er ókrýndur konungur spjallaþáttanna í Bretlandi.

Laugardagur

23.20 Bræður Endurgerð þekktrar danskrar myndar um ungan mann sem hughreystir mágkonu sína eftir að bróðir hans hverfur í Afganistan. Leikstjóri er Jim Sheridan.Ekki við hæfi ungra barna.

21:00 A Few Good Men Kvikmynd frá 1992. Meðal leikenda Demi Moore, Kevin Pollak, Kevin Bacon og Jack Nicholson.

Sunnudagur

21.10 Thors saga Dramatísk saga Thors-ættarinnar. Thor Jensen varð einn efnaðasti maðurinn á Íslandi. Björgólfur Thor Björgólfsson er langafabarn Thors. Heimildamynd eftir Ullu Boje Rasmussen.

20:00 Sjálfstætt fólk Jón Ársæll heldur áfram mannlífsrannsóknum sínum, tekur hús á áhugaverðu fólki.

16.00 Leiðarljós e 16.40 Leiðarljós e 17.25 Otrabörnin (33:41) 17.50 Galdrakrakkar (45:47) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Með okkar augum (3:6) e 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Dans dans dans 20.25 Útsvar Álftanes - Borgarbyggð 21.35 Ólgandi ástríður Mynd gerð í tilefni af aldarafmæli ástarsagnanna frægu frá Mills og Boon. Leikstjóri er Dan Zeff og meðal leikenda eru Jodie Whittaker, 5 6 Olivia Colman, Emilia Fox, Daniel Mays, Patrick Kennedy og Patrick Baladi. 23.10 Barnaby ræður gátuna – Morð í sælureit (8:8) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við dularfull morð í ensku þorpi. 00.45 Björgun (Rescue Dawn) e. 02.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví (10:14) e 08:00 Dr. Phil e 08:45 Rachael Ray e 09:30 Pepsi MAX tónlist 12:00 Game Tíví (10:14) e 12:30 Pepsi MAX tónlist 16:25 Rachael Ray 17:10 Dr. Phil 17:55 Parenthood (13:22) e 18:45 America's Funniest ... OPIÐ e 19:10 America's Funniest ... OPIÐ e 19:35 Will & Grace - OPIÐ (20:22) e 20:00 Being Erica (1:13) 20:50 According to Jim (14:18) 21:15 HA? (9:31)

STÖÐ 2

Laugardagur 19. nóvember RUV

STÖÐ 2

Sunnudagur RUV

08.00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Sæfarar / Otrabörnin / 08:15 Oprah Múmínálfarnir / Spurt og sprellað 08:55 Í fínu formi 09.13 Engilbert ræður (36:78) 09:10 Bold and the Beautiful 09.21 Teiknum dýrin (7:52) 09:30 Doctors (14/175) 09.26 Lóa (39:52) 10:15 Ramsay’s Kitchen Nightmares 09.41 Skrekkur íkorni (18:26) 11:05 Off the Map (1/13) 10.05 Grettir (9:52) 11:50 Fairly Legal (5/10) 10.14 Geimverurnar (5:52) 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 10.20 Hljómskálinn (4:5) e. 13:00 Ljósvakavíkingar - Stöð 2 (3/5) 10.50 360 gráður (7:20) e. 13:30 Angus, Thongs & Perfect Sno... fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11.30 Leiðarljós e 15:05 Sorry I’ve Got No Head 12.15 Leiðarljós e 15:35 Barnatími Stöðvar 2 13.00 Kastljós e 17:00 Bold and the Beautiful 13.35 Kiljan e. 17:25 Nágrannar 14.25 Snúið líf Elvu e. 17:52 The Simpsons (1/23) 4 5 15.25 Fjársjóður framtíðar (1:3) e. 18:23 Veður 16.00 Útsvar e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.05 Ástin grípur unglinginn 18:47 Íþróttir 17.50 Táknmálsfréttir 18:54 Ísland í dag 17.58 Bombubyrgið (8:26) e. 19:11 Veður 18.25 Úrval úr Kastljósi 19:20 Týnda kynslóðin (14/40) 18.54 Lottó 20:00 Spurningabomban (8/11) 19.00 Fréttir 20:55 The X Factor (15 & 16/26) 19.30 Veðurfréttir 23:10 RocknRolla 19.40 Dans dans dans 01:05 Bye, Bye, Love Bráðskemmti20.50 Sögur frá Narníu e. leg og mannleg gamanmynd 23.20 Bræður um þrjá einstæða feður sem fá 01.05 30 daga nótt Atriði í myndinni börnin til sín um helgar með öllu sem því fylgir. Nú er komið að því eru ekki við hæfi barna. 02.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok að þeir læri sína lexíu, fái svolítið

08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Brunabílarnir kisukló / Teitur / Herramenn / 07:25 Strumparnir Skellibær / Töfrahnötturinn / Disney07:50 Latibær stundin/ Finnbogi og Felix / Sígildar 08:00 Algjör Sveppi teiknimyndir/ Gló magnaða / Enyo 09:55 Grallararnir 10.20 Dans dans dans e. 10:20 Bardagauppgjörið 11.20 Landinn e. 10:45 iCarly (40/45) 11.50 Djöflaeyjan (9:27) e. 11:10 Glee (4/22) 12.30 Silfur Egils 12:00 Bold and the Beautifulallt fyrir áskrifendur 13.55 Maður og jörð – Fjöllin - e. 13:40 The X Factor (15 & 16/26) 14.45 Maður og jörð - Á tökustað e. 15:10 The X Factor (16/26) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.00 Fjársjóður framtíðar (2:3) e. 15:55 Friends (7/24) 15.30 Haukar - HK, karlar beint 16:20 Sjálfstætt fólk (8/38) 17.20 Táknmálsfréttir 17:05 ET Weekend 17.30 Pálína (33:54) 17:55 Sjáðu 17.35 Veröld dýranna (38:52) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 5 6 17.41 Hrúturinn Hreinn (33:40) 18:49 Íþróttir 17.48 Skúli Skelfir (50:52) 18:56 Lottó 18.00 Stundin okkar 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 18.25 Hljómskálinn (4:5) e. 19:29 Veður 19.00 Fréttir 19:35 Spaugstofan 19.30 Veðurfréttir 20:00 Date Night Sprenghlægileg 19.40 Landinn og spennandi rómantísk 20.10 Downton Abbey gamanmynd með Steve Carrell 21.10 Thors saga og Tinu Fey í aðalhlutverkum. 22.40 Sunnudagsbíó - Börnin í Myndin fjallar um miðaldra hjón Huang Shi. Leikstjóri er Roger sem drukknaði hafa í amstri Spottiswoode. Atriði í myndinni hversdagslífsins og þrá ekkert eru ekki við hæfi ungra barna. heitar en smá tíma fyrir sig sjálf 00.40 Silfur Egils e og hjónabandið. 02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 21:30 The Day the Earth Stood Still

innsæi í foreldrahlutverkið og láti stefnumót við dularfullar konur lönd og leið. Þeir komast að því að þótt hjónaböndin geti farið út um þúfur þá endist fjölskyldan alla tíð. 02:50 Saw III 04:35 Death Proof Aðalhlutverk fara Kurt Russel og Rosario Dawson. Leikstjóri Quentin Tarantino.

23:15 Bulletproof 00:40 Con Air 02:35 Armageddon 05:00 ET Weekend 05:45 Fréttir

SkjárEinn

SkjárEinn

22:00 Lakeview Terrace 00:00 The Quick and the Dead 02:00 12 Men Of Christmas 04:00 Lakeview Terrace 06:00 Max Payne

SkjárGolf

4 5 07:00 Presidents Cup 4 2011 (2:4) 13:30 Golfing World 14:20 Presidents Cup 2011 (2:4) 20:00 Presidents Cup 2011 (3:4)

20:00 Max Payne 22:00 Inventing the Abbotts 6 5 00:00 Next 6 02:00 Gettin’ It 04:00 Inventing the Abbotts 06:00 Cadillac Records

SkjárGolf 4

07:00 Presidents Cup 2011 (3:4) 18:00 Presidents Cup 2011 (3:4) 4 5 22:30 US Open 2002 - Official Film 23:30 Presidents Cup 2011 (4:4) 04:30 ESPN America

520:00 Cadillac Records6

22:00 Silverado 00:10 The International 02:056 The Lodger 04:00 Silverado 06:10 Dreaming Lhasa

4

Sælkerablöndur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Kreistu pokann og finndu þína blöndu 5

6

112984

4

SLOW ROAST

www.teogkaffi.is

veljum íslenskt

gæðakaffi frá 1984

SÍA •

Einstreymisventillinn, sem er framan á pakkanum, gerir okkur mögulegt að pakka kaffinu strax eftir ristun. Kaffið heldur þannig bragðgæðum, ilm og ferskleika betur og lengur en kaffi sem pakkað er á hefðbundinn hátt.

PAKKINN & VENTILLINN

100%ARABICA

6

06:00 Pepsi MAX tónlist 11:55 Rachael Ray e 11:05 Rachael Ray e 13:20 Dr. Phil e 13:10 Dr. Phil e 15:25 Tobba (9:12) e 14:35 Being Erica (1:13) e 15:55 Nýtt útlit (10:12) e 15:20 Kitchen Nightmares (7:13) e 16:25 HA? (9:31) e 16:10 Friday Night Lights (13:13) e 17:15 Outsourced (10:22) e 10:00 Vináttulandsleikur 17:00 Top Gear USA (7:10) e 17:40 The Office (5:27) e 11:45 Pæjumót TM 17:50 Jonathan Ross (1:19) e 18:05 30 Rock (12:23) e 12:35 EAS þrekmótaröðin 18:40 Game Tíví (10:14) e 18:30 According to Jim (14:18) e 13:05 Fréttaþáttur Meistaradeildar 19:10 Mad Love (2:13) e 18:55 Survivor NÝTT (1:16) 13:35 Feherty: Greg Norman 19:35 America's Funniest ... e 20:10 Top Gear USA (8:10) 14:20 Australian Open 20:00 Got To Dance (14:21) 21:00 L&O: Special Victims Unit 18:20 La Liga Report 15:35 Australian Open allt fyrir áskrifendur 21:00 A Few Good Men 21:45 Dexter (4:12) 18:50 Barcelona - Zaragoza Beint 19:35 EAS þrekmótaröðin 22:55 Hæ Gosi (8:8) e 23:20 Pollock e 22:40 Hæ Gosi (8:8) e 20:50 Valencia - Real Madrid Beint 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:25 30 Rock (12:23) e 01:25 HA? (9:31) e 23:10 House (11:23) e 23:00 Lubbecke - RN Löwen 20:30 La Liga Report 23:50 Got To Dance (13:21) e 02:15 Smash Cuts (50:52) 00:00 Nurse Jackie (7:12) e 21:00 Muhammed and Larry 00:50 Smash Cuts (49:52) 02:35 Jimmy Kimmel e 00:30 United States of Tara (7:12) e 21:55 UFC 116 01:10 Jimmy Kimmel e 03:20 Jimmy Kimmel e 01:00 Am. Music Aw. 2011 - NÝTT allt fyrir áskrifendur 02:40 Pepsi MAX tónlist 04:05 Got To Dance (14:21) e 04:00 Top Gear USA (8:10) e 11:35 Premier League World 4 5 6 04:55 Pepsi MAX tónlist 04:50 Pepsi MAX tónlist 12:05 Premier League Preview fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:35 Norwich - Arsenal Beint 17:20 Sunnudagsmessan 14:45 Man. City - Newcastle Beint 18:40 Man. Utd. Man. City 08:00 Groundhog Day allt fyrir áskrifendur 17:15 Swansea - Man. Utd. Beint 20:30 Football League Show 10:00 Waterboy 08:00 Bride Wars 08:00 Stuck On You allt fyrir áskrifendur 19:45 Stoke QPR 21:00 Premier League Preview 12:00 Happily N’Ever After 10:00 Her Best Move 10:00 It’s Complicated F allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun allt fyrir áskrifendur 21:35 Everton - Wolves 21:30 Premier League World 14:00 Groundhog Day 12:00 102 Dalmatians 12:00 Artúr og Mínímóarnir 4 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:25 WBA Bolton 22:00 Everton Leeds, 1999 16:00 Waterboy 14:00 Bride Wars 14:00 Stuck On You fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:15 Sunderland - Fulham 22:30 Premier League Preview 18:00 Happily N’Ever After 16:00 Her Best Move 16:00 It’s Complicated fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:00 Liverpool - Man. Utd. 20:00 Alice In Wonderland 18:00 102 Dalmatians 18:00 Artúr og Mínímóarnir

PIPAR\TBWA

64

KOMNAR Í VERSLANIR


sjónvarp 65

Helgin 18.-20. nóvember 2011  Í sjónvarpinu Human Planet

STÖÐ 2 07:00 Lalli 07:05 Svampur Sveinsson 07:30 Dóra könnuður 08:00 Algjör Sveppi 09:00 Histeria! 09:20 Hook 11:40 Tricky TV (14/23) 12:00 Spaugstofan 12:30 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 14:15 American Dad (19/20) 14:40 The Cleveland Show (3/21) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:05 Neighbours from Hell (3/10) 15:30 Týnda kynslóðin (14/40) 16:05 Spurningabomban (8/11) 16:55 Heimsendir (6/9) 17:40 60 mínútur 4 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:20 Ljósvakavíkingar - Stöð 2 (4/5) 20:00 Sjálfstætt fólk (9/38) 20:40 Heimsendir (7/9) 21:25 The Killing (9/13) 22:15 Mad Men (4/13) 23:05 60 mínútur Glænýr þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar. 23:55 Daily Show: Global Edition 00:20 Covert Affairs (6/11) 01:05 A Night at the Roxbury 02:25 Nights in Rodanthe 04:00 Naked Gun 2 ½ 05:25 Fréttir

Vá. Get ekki beðið eftir mánudagskvöldinu Mig langar að hlaða þetta pláss af undrastórum orðum svo skiljist að Human Planet heimildaþættir BBC á RÚV eru einstakir. Hver þáttur heldur áhorfandanum rígföstum fyrir framan skjáinn. Ekki má missa sekúndu úr. Hún skiptir máli. Hvert innslag kýlir mann fastar í sófann. Indíánakonur í Amasón sem leggja apa á brjóst og „bræður“ þeirra í sjóðandi pott. Sjómenn Indónesíu sem kafa 40 metra niður á hafsbotn með slöngu í munni og heimatilbúnar blöðkur á fótum. Námamenn með ofvaxnar axlir sem vaða brennisteinsmengaðan reyk og deyja ungir til að brauðfæða fjölskylduna. Já, og íbúar einangraðs þorps svo hátt í hrjóstugum Himalaya-fjöllum að ekki er hægt að hola ættingjunum niður við andlát þeirra. Þeir eru því saxaðir niður með exi

4

Gráða og feta ostateningar í olíu

5

SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:40 Presidents Cup 2011 (4:4) 12:40 Presidents Cup 2011 (4:4) 17:30 US Open 2006 - Official Film 18:30 Presidents Cup 2011 (4:4) 23:30 ESPN America

1. BRIDESMAIDS 2. ON STRANGER TIDES 3. THOR 4. SOMETHING BORROWED 5. IRONCLAD 6. LIMITLESS 7. BIG MOMMAS 4 8. RANGO - ÍSL. TAL 9. HOW DO YOU KNOW 10. FAST FIVE

6

fyrir augun ber. Látin halda að enn hafi fjölmenningin ekki snert við fjölda lítilla hópa og þróunin næsta engin verið hjá þeim. Samt spígspora þeir um á reebok við leðurblökuveiðar og mannakjötsfuglafóðrun. Já, fátt nær Versturlandasjónvarpssjúklingi svo á þessum síðustu og verstu að hægt er að halda honum við skjáinn lengur en í augnablik. Ekki eitt margslungið undur veraldrar – heldur öll eða engin takk. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

ms.is

t t ý N

4

5

og gefnir gömmum. Augun standa einfaldlega á stilkum eftir svona atriði. Þættirnir eru átta. Hver þeirra hefur sinn fókus. Búið er að sýna frá einstöku lífi fólks á sjó, í fjöllum, eyðimörkum, frostauðninni og skógum. Tveir þættir eru eftir. Annar um ár og hinn borgir. Hver missir af þeim? Þættirnir eru í stíl þáttaraðanna Planet Earth og Life. Svona þáttasería hefur ekki náð mér í mörg ár. Ég hef hvæst á sjónvarpið þegar ég kveiki á því og heyri áður en myndin birtist auðkenndan hrynjanda karlþulunnar í dýralífsþáttum á mánudagskvöldum. Ekki núna. Það angrar mig þó að vita að ein ástæða þess að þættirnir ná mér er að mér er sveiflað yfir hálfan hnöttinn áður en ég næ að melta það sem

Nýtt

10:00 SBarcelona - Zaragoza 11:45 Valencia - Real Madrid 13:30 Australian Open 17:30 OneAsia Tour - Highlights 18:25 Lubbecke - RN Löwen 19:45 Feherty: Greg Norman 20:35 Reggie Miller vs NY Knicks allt fyrir áskrifendur 21:50 Bernard Hopkins - Chad Daw 23:25 Fréttaþáttur Meistaradeildar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:00 Everton - Wolves 11:50 Stoke - QPR 13:40 Man. City - Newcastle 15:30 Chelsea - Liverpool Beint. allt fyrir áskrifendur 18:00 Sunnudagsmessan 19:20 Norwich - Arsenal fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:10 Sunnudagsmessan 22:30 Chelsea - Liverpool 00:20 Sunnudagsmessan 01:40 Swansea - Man. Utd. 03:30 Sunnudagsmessan



5

6

6

Gráða & feta ostateningar í olíu Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöflusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

20. nóvember


66 

bíó

Helgin 18.-20. nóvember 2011

bíódómur The Ides of March 

Ruslahaugur hugsjónanna George Clooney hefur ekki bara sannað sig sem góðan leikara heldur er hann sallafínn leikstjóri sem þorir að taka pólitíska afstöðu í verkefnum sínum (Good Night, and Good Luck) og það gerir hann svo sannarlega í The Ides of March. Þar liggur bæði styrkur myndarinnar og helsti veikleiki vegna þess að í raun er myndin frekar pólitísk fantasía en stjórnmálaþriller. Clooney leikur sjálfur ríkisstjóra sem er kominn langleiðina með að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninga. Hann er, ásamt snjöllum kosningastjóra sínum (Philip Seymour Hoffman) og ungum en feykilega færum fjölmiðlafulltrúa sem enn

hefur hugsjónir (Ryan Gosling), í Ohio þar sem þeir ætla sér að gulltryggja honum sigur. Keppinauturinn er þó ekki á þeim buxunum að gefast upp en hafi hann betur í ríkinu getur brugðið til beggja vona. Það er því mikið undir og lævís kosningastjóri andstæðingsins (Paul Giamatti) nær hælkróki á Gosling. Samstaðan í þéttum hópnum rofnar og skyndilega er setið á svikráðum í hverju skúmaskoti og ljóst er að aðeins þeir allra klókustu muni komast heilir frá þessum hráskinnaleik. George Clooney hefur nokkuð styrka stjórn á myndinni sem rennur hratt og vel og er svo spennandi að áhorfendur gleyma sér alveg í pólitísku plottunum. Sjálfur er hann flottur og

 Frumsýndar

traustur í sínu hlutverki og er með einvalalið leikara með sér. Gosling er stórgóður og vex með hverri mynd. Evan Rachel Wood stendur vel fyrir sínu; þokkafull, ágeng, ögrandi og viðkvæm, í hlutverki ungs lærlings og mikils örlagavalds en hinir mögnuðu senuþjófar

Philip Seymour Hoffman og Paul Giamatti skyggja á alla aðra með frábærum leik og leggja myndina bókstaflega undir sig í öllum sínum senum. Og þá sérstaklega Hoffman sem unun er að horfa á. Þétt og góð fléttan raknar því miður aðeins upp í lokin og lausnin er frekar ódýr en svosem i samræmi við efnið og innihaldið vegna þess að í raun er ekkert eðlilegra en að fólk kasti hugsjónum sínum fyrir róða til þess að tryggja frama í stjórnmálum. Boðskapur Clooneys er samt fallegur og góður og ríkisstjórinn hans er alger himnasending en hugmyndin, eins fögur og hún er, um að það geti bjargað heiminum að fá rétta manninn í Hvíta húsið, er engu að síður frekar veik. En þegar á heildina er litið er The Ides of March fantagóð skemmtun, vel gerð og spennandi mynd með göfuga sál. Þórarinn Þórarinsson

goð og menn Tak ast á í The Immortals

Blóðsugubrúðkaup Ástarsaga Bellu og vampírunnar Edward heldur áfram í Breaking Dawn -Part 1 í Twilight-myndabálknum sem gerður er eftir blóðsugubókum Stephenie Meyer en Breaking Dawn á að marka endalok á sögu kærustuparsins. Hér er þráðurinn tekinn upp þar sem Eclipse endaði og nú ganga þau Edward og Bella í hjónaband. Það ríkir þó ekki eintóm gleði í kringum ráðahaginn og meðal þeirra sem eru ósáttir er Jacob sem er ástfanginn af Bellu. Pirringurinn magnast enn frekar þegar í ljós kemur að Bella er með barni. Leiðtogar vampíruhópsins óttast að Bella sé í stórhættu ef hún fæðir barnið og úlfurinn Sam er sannfærður um að hálfmennskt blóðsugubarnið muni útrýma úlfunum komist það á legg. Hann ákveður því að Bella og allar vampírurnar verði að deyja. En sem fyrr er það Bella sem grípur til sinna ráða til þess að bjarga ástinni sinni. Kristen Stewart leikur Bellu eins og venjulega og sama má segja um Robert Pattinson sem leikur blóðsugukærastann Edward Cullen.

 Frumsýndar

Partir (Farin)

Kristin Scott Thomas, sem helst er minnst fyrir leik sinn í Four Weddings and a Funeral og The English Patient, leikur í þessari frönsku mynd sem Bíó Paradís frumsýnir á föstudag. Hún leikur Suzanne, vel gifta konu og móður í Suður-Frakklandi. Hún er orðin leið á innihaldslausu lífi sínu þannig að eiginmaður hennar samþykkir að byggja vinnuaðstöðu fyrir hana í bakgarðinum. Þegar Suzanne hittir manninn sem þau réðu til að byggja húsið verða þau samstundis hrifin hvort af öðru og við tekur ástríðufullt og ofsafengið samband. Suzanne ákveður að gefa allt uppá bátinn til að geta lifað þessu nýja og ástríðufulla lífi til fulls.

Gamla brýnið Mickey Rourke hefur verið á góðri siglingu síðustu ár eftir að hann fékk uppreisn æru með Sin City. Í The Immortals er hann snaróður og til alls líklegur þannig að sjálfum Seif stendur stuggur af honum.

Morgunn lífsins

Myndin var gerð í Þýskalandi um miðja síðustu öld eftir bók Kristmanns Guðmundssonar sem naut vinsælda þar í landi. Myndin gerist í sjávarplássi og lýsir óhamingjusömum ástum í tvær kynslóðir þar sem syndir feðranna koma niður á börnunum. Upphaflega var ætlunin að taka kvikmyndina í íslensku umhverfi, en ekki varð af því heldur var myndin að mestu tekin í gömlu þorpi á suðurströnd Svíþjóðar. Myndin var jólamynd Gamla bíós árið 1956 og sló í gegn hér á landi enda voru myndir byggðar á íslenskum skáldsögum afar sjaldséðar í þá daga. Myndin verður sýnd aðeins einu sinni í Bíó Paradís sunnudagskvöldið 20. nóvember klukkan 20.

Dauðleg hetja bjargar guðum Fornar sögur frá Grikklandi hafa reynst kvikmyndaskáldum í Hollywood drjúg uppspretta í gegnum árin og í seinni tíð má nefna myndir eins og Clash of the Titans (1981 og 2010), Disney-myndina Herkúles og testósteronveisluna 300 sem gerð var eftir samnefndri myndasögu Franks Miller um frækilegustu vörn mannkynssögunnar þegar Leonídas Spartverjakonungur varðist yfirþyrmandi innrásarher Persa ásamt sínum 300 bestu mönnum. Og nú er komið að einum dáðasta syni Aþenu, Þeseifi, að stöðva áform illmennis sem ógnar stöðu Ólympsgoðanna í The Immortals.

S

Sony Center býður 5 ára ábyrgð á sjónvörpum án aukakostnaðar

40” Sony gæði á góðu verði

Tilboð

199.990,Sparaðu 50.000.-

5

ÁRA

ÁBYRGÐ

Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is

Sá sjúskaði vígamaður og vandræðagemlingur Mickey Rourke leikur Hýperíon.

é litið til stílfærðra bardagaatriða, blóðsúthellinga og karlagrobbs þykir The Immortals minna á 300 þótt sú mynd eigi rætur að rekja í mannkynssöguna á meðan goðsagnir eru teygðar og togaðar í The Immortals sem að því leyti sver sig í ætt við Clash of the Titans þar sem dauðlegur maður, eða einhvers konar hálfguð, kemur Seifi til aðstoðar í tvísýnni baráttu. Perseifur átti sviðið í Clash of the Titans en nú kemur í hlut Þeseifs, sem hinn vörpulegi Henry Cavill leikur, að stöðva hinn snarbrjálaða konung Hýperíon sem fer eins og jarðýta yfir Grikkland í leit að boga nokkrum sem gerir honum kleift að frelsa títanana úr iðrum jarðar. Losni þeir er voðinn vís hjá guðunum þannig að Þeseifur hefur í raun bæði örlög mannkyns og guða í hendi sér. Sá sjúskaði vígamaður og vandræðagemlingur Mickey Rourke leikur Hýperíon sem hefur í blóðþorsta sínum og valdafíkn smalað saman ljóngrimmum hermönnum sem svífast einskis í leitinni að boganum góða. Risarnir, sem hafa mátt dúsa neðanjarðar í nánast eilífð eftir að Seifur og hans lið steypti þeim af valdastóli, hugsa guðunum að sjálfsögðu þegjandi þörfina þannig að ekki þarf að spyrja að leikslokum fái þeir frelsi. Seifur er samt enginn ræfill og deyr ekki ráðalaus en í þessu máli eru hendur hans

bíó

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

bundnar þar sem ævaforn lög banna honum að blanda sér beint í baráttu manna á jörðu niðri. Seifur handvelur því smábóndann Þeseif til þess að leiða baráttuna gegn Hýperíon enda veit sá gamli sínu viti og er vel meðvitaður um að í bóndanum er efni í mikla hetju. Þeseifur var samkvæmt sögubókunum goðsagnakenndur konungur Aþenu og sem slíkur einna þekktastur í dag fyrir að hafa gert sér ferð til Krítar þar sem hann drap Mínótáros i völundarhúsinu sem ófreskjan hélt til í á eyjunni. Leikstjóri The Immortals, Tarsem Singh, er ekki með margar bíómyndir undir beltinu og hans þekktasta mynd hingað til er The Cell með Jennifer Lopez og Vincent D’Onofrio í aðalhlutverkum en sú mynd er svosem ekkert til þess að hreykja sér af. Hann þykir hins vegar ná ágætis tökum á gríska goðsagnaheiminum og þeim vöðvastæltu töffurum sem djöflast í sígildri baráttu góðs og ills í The Immortals.


LAGER sALAN

húsGöGN oG smávARA fRá

tEkk-compANy hAbitAt o.fL.

50 80 tiL

Kauptúni 3 (við hlið i na á Habitat) opið virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-17

70%

70%

skápuR 9.900 kR.

kERtALuktiRNAR komNAR AftuR

LykLAskápuR 2.850 kR. LAmpi 5.900 kR. kLukkA 1.750 kR.

LítiL 5.900 kR. stóR 8.900 kR.

3 RAmmAR 990 kR. bókAstANduR 2.900 kR.

R u R ö v R A j Ný

70% skENkAR 49.000 kR. skápAR 89.000 kR.

70% box

70% LEðuR skEmLAR vERð fRá 14.500 kR.

5 í sEtti vERð fRá 1.450 kR.


68

tíska

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Reynir að höfða til sem flestra Raunveruleikaþáttastjarnan og tískugyðjan Nicole Richie hefur stjórnað tískuhúsinu House of Harlow af miklum krafti síðustu ár og tilkynnti hún í vikunni að ný lína væri væntanleg í febrúar á næsta ári. Hún hefur fengið heitið QVC Collection og mun höfða til beggja kynja á öllum aldri og kemur í fjölbreytilegum stæðum. Línan verður seld víða um Bandaríkin og Evrópu og er stefnt að því að verðlagningin verði þannig að flestir ættu að hafa efni á. -kp

Vanmat á afrískri útlitsdýrkun Það vakti með mér mikla undrun þegar allt fallega hár úgönsku móður minnar var skyndilega horfið yfir nóttu. Stuttklipptur drengjakollur var kominn í staðinn og lét hún eins og ekkert væri sjálfsagðara. Um kvöldið fékk ég athyglisverða útskýringu. Þegar ég kom heim þennan sama dag sat hún í stofunni með hárgreiðslukonu yfir sér sem fléttaði í hana nýtt hár. Þær höfðu verið að síðan um morguninn og við það að klára. Ég spurði hana hvort að þetta hafi verið hennar alvöru hár sem ég sá í morgun og játaði hún því. Hún bætti svo við að hárið hennar vex ekki meira en nokkra sentímetra. ,,Konur frá Úganda og víðar geta ekki safnað hári. Ekki nema að þær séu með blandað blóð.” Ég rak upp stór augu og spurði hana hvort að allar þær konur með sítt hár hér í Úganda séu þá með hárlengingar? Aftur fékk ég jákvætt svar og sagði hún að þær þyrftu að gera þetta einu sinni í mánuði – og kostar hálf mánaðarlaun.

Tímarit frumkvöðla Á þriðjudaginn síðasta gaf tímaritið Vogue út sérstakt tölublað tileinkað best klæddu einstaklingum heims, en þetta er í annað skipti sem slíkt eintak er gefið út. Þetta árið

er þemað áhrifamiklar systur í tískuheiminum og hlutu Olsen-systurnar þann heiður að prýða forsíðunna. Einnig er að finna í blaðinu ítarlega umfjöllun um stíl þeirra Middleton-systra ásamt þeim Beyonce og Solange Knowels. Ekki vantar þó hefðbundnu dálka tímaritsins eins og best klæddu einstaklinganna og þá áhrifamestu árið 2011 auk þess sem finna greinar um nýja hönnuði og rísandi stjörnur innan tískuheimsins. -kp

Louboutin bjargaði ferlinum Victoria’s Secret engillinn og nú leikkonan Rosie Huntington-Whiteley tjáði sig á dögunum við tímaritið People að hún eigi feril sinn að þakka skóhönnuðinum Christian Louboutin. „Ég komst ekki í snertingu við mitt kvennlega eðli fyrr en ég eignaðist

mitt fyrsta par af Louboutin skóm. Þá tók jörðin að snúast og mér fannst ég vera kynþokkafull í fyrsta skipti. Það var þá sem mér fór að vegna vel sem fyrirsæta. Allar konur ættu að eiga eitt par. Þeir eru dýrir, en þess virði að eignast. Byrjið snemma að safna fyrir Louboutin.” -kp

Rosie ásamt skóhönnuðinum Louboutin. Ljósmynd/ Nordicphotos Getty-Images

5

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

dagar dress

Þriðjudagur Skór: Sonja Rikkel, Kron Kron Buxur: Zara Skyrta: Nostalgia Vesti: Rauða Kross búðin

Mánudagur Skór: Nostalgía Samfestingur: Spúútnik Belti: Gamalt frá mömmu Peysa: Aftur

Blandar saman áratugum Kolla með úganskri fósturmóður sinni. Ljósmynd/Haakon Broder Lund

Ég hafði greinilega vanmetið afrískar konur. Við megum ekki halda að útlitsdýrkun ríki aðeins í vestrænum heimi. Það er í eðli okkar að vilja líta vel út og auðvitað er þessi dýrkun sterk í Afríkulöndum líka. Hér gengur fólk kannski ekki eins langt og við þekkjum heima en er engu að síður staðreynd.

Hanna Soffía Formar fagnar 22 ára afmæli sínu í dag, 18. nóvember. Hún stundar nám á öðru ári á viðskiptafræðibraut í Háskóla Íslands og vinnur samhliða því í versluninni Spúútnik. „Stundum er ég rosalega venjuleg til fara en það kemur fyrir að ég klæði mig í mynstraðar og litaðar flíkur. Ég elska að blanda áratugum saman þegar kemur að klæðnaði og nýt ég mín einstaklega vel í vinnunni minni þar sem ég get gramsað eftir allskon-

ar skemmtilegum og einstökum fatnaði. Ég er mest fyrir þessi „vintage“ föt, þá veit ég að enginn á eins og versla þau helst hérna heima. En þegar ég fer til útlanda kemur að því að ég versla alla þessar „beisik“ flíkur eins og hlýraboli, gallabuxur eða sokka. Innblástur í tísku fæ ég mikið frá bloggum um götutísku. Einnig finnst mér Olsen systurnar alltaf flottar og einnig hin breska Alexa Chung sem er með mjög afslappaðan en öðruvísi stíl.“

Dásamlega þægilegir og vandaðir skór!

Föstudagur Skór: Marc Jacobs Pils: Cheap Monday Peysa: Zara Kápa: Kolaportið

Miðvikudagur Skór: Rauða kross búðin Buxur: Nostalgía Bolur: H&M Hálsmen: Spúútnik og Oasis

Fimmtudagur Skór: Rauða kross búðin Kjóll: Spúúntik Úr: Meba


Leikkonan Sarah Jessica Parker

Bleikur og rauður eftirsóttir saman Undanfarna mánuði hefur verið vinsælt að tefla saman allskonar lituðum flíkum og þá ekki síðast appelsínugulum og fjólubláum. Nú eru tímarnir aðrir og ef taka á mark á stjörnunum eru bleikur og rauður eftirsóttustu litirnir í dag. Þær eru duglegar að púsla þessum tveimur litum saman, hvort sem það eru buxur, pils, kjólar eða bolir.

Leikkonan Victoria Justice

Fyrirsætan Nikki Phillips

Leikkonan Rashida Jones

Leikkonan Emma Stone

Jólamatseðill

Frá 15. nóvember

Tapas barsins

Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koriander og mango Appelsínugrafin andabringa með malt- og appelsínsósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur Saltfiskur með sætri kartöflumús Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir Rise a la mande með berjasaft Ekta súkkulaðiterta

4.990 kr.

RESTAURANT- BAR

Vesturgata 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is


70

tíska

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Fjölskyldualbúm H&M

Jólin eru á næsta leyti og hefur tískurisinn H&M hafið auglýsingaherferð fyrir Holyday-línunni sem er árleg hátíðarlína frá fyrirtækinu. Í fyrra prýddu frægar fyrirsætur þessa sömu auglýsingaherferð ásamt fjölskyldumeðlimum og er engin breyting á því þetta árið. Hin nítján ára Georgia May Jagger, dóttir Rolling Stonessöngvarans Mick Jagger, var fengin í herferðina ásamt móður sinni Jerry Hall, en Georgia hefur gert það gott í fyrirsætubransanum síðustu mánuði. Breska fyrirsætan Karen Elson tók einnig þátt í herferðinni ásamt tvíburasystur sinni og fyrirsætan Kristen McMenamy skemmti sér vel með sonum sínum

Auglýsingaherferð Marc Jacobs bönnuð Í byrjun sumars kynnti hönnuðurinn Marc Jacobs nýja ilminn Oh Lola! og notaði hann hina sautján ára leikkonu Dakota Fanning í auglýsingaherferðina. Fanning situr í bleiku umhverfi með flosku ilmsins í ofurstærð sér á milli fóta og virðist sem þessi herferð brjóti á siðferðisreglum auglýsinga. Eftir tæpt ár hefur loks verið ákveðið að banna auglýsingarnar í Bretlandi og segir í niðurstöðu nefndar sem fjallaði um málið að leikkonan líti út fyrir að vera undir sextán ára aldri, klædd í alltof stuttan kjól og að sitji í kynþokkafyllri stellingu með umbúðir ilmsins sér á milli læra, þetta sé ósiðlegt og því ekki boðlegt. Jacobs er ekki par sáttur við þessa ákvörðun og lét þau orð falla að ekkert af þessum fullyrðingum fái staðist. -kp

trend gegnsæ pils

Gegnsæ pils vinsæl

Leikkonan Ana de la Reguera í pilsi frá Gucci

G

egnsæ pils virðast vera það heitasta í dag hjá helstu tískuhönnuðum heims. Þetta „trend“ virðist hafa náð ágætri fótfestu og hafa margar stjörnur reynt að fylgja því eftir. Hin gegnsæ pils ná flest alveg niður í gólf og eru það helst stuttbuxur sem hylja það helsta. Hérna heima væri jafnvel of kalt að klæðast pilsinu einu og sér og gott væri að bæta sokkabuxum við til að hafa undir, þrátt fyrir að það skemmi þetta „heildarlúkk“ sem hönnuðurinn leggur upp með.

Leikkonan Nikki Reed

GANGTU Á MUSTANG! Herraskór í stórum stærðum

Kóreska leikkonan Go Jun-Hee í Gucci fötum

st. 42-48 Verð 15.455

st 41-46 Verð 17.995

Opið

mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 Leikkonan Anne Hathaway í kjól frá Valentino

Nýbýlavegur 12 & Grensásvegur 8 Sími 517 2040

Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley í pilsi frá Gucci


tíska 71

Helgin 18.-20. nóvember 2011

Slúðurtímarit raunveruleikastjarnanna Kim Kardashian í Ástralíu fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Nordicphots Getty-Images

Frábært! Til hamingju, Íslenska óperan - Víðsjá, HJ

HHHH

Kraftaverk! - Djöflaeyjan, MK

Meistaraverk Mozarts stóð fyllilega fyrir síferskum galdri sínum - Morgunblaðið, RÖP

Töfrandi óperusýning - Fréttablaðið, JS

Gífurleg stemmning -www.tmm.is, SA

Absolutely stunning! - www.icelandreview.com, ÁA FaBrikan

Nýtt og mjög sérhæft slúðurtímarit mun hefja göngu sína í Bandaríkjunum strax í byrjun næsta árs en það mun eingöngu fjalla um raunveruleikastjörnur í Hollywood. Tímaritið mun heita Reality Weekly og mun skrásetja hverja hreyfingu Kardashiansystra og fleiri stjarna sem hafa tileinkað einkalífi sínu almenningi. Richard Spencer heitir sá sem mun ritstýra tímaritinu og telur hann þetta auðvelt viðureignar þar sem þessar stjörnur eru fúsar til að hleypa manni nálægt. „Þau bjóða manni í brúðkaupið sitt, á fæðingardeildina og í afmælisveislur barnanna sinna. Þetta verður skemmtilegt verkefni.“ -kp

aukasýninG laugardaginn 26. nóvember kl. 21

WAMozart Þóra Einarsdóttir · Finnur Bjarnason · Garðar thór CortEs ÁGúst ólaFsson · siGrún hjÁlmtýsdóttir · jóhann smÁri sævarsson hulda Björk Garðarsdóttir · auður Gunnarsdóttir · siGríður ósk kristjÁnsdóttir snorri Wium · valGErður Guðnadóttir · kolBEinn jón kEtilsson · viðar Gunnarsson kór oG hljómsvEit íslEnsku ópErunnar lýsinG: pÁll raGnarsson · BrúðuGErð: BErnd oGrodnik BúninGar: Filippía i. Elísdóttir · lEikmynd: axEl hallkEll jóhannEsson lEikstjóri: ÁGústa skúladóttir · hljómsvEitarstjóri: daníEl Bjarnason Laugardaginn 19. nóvember kl. 20 – uppselt

Föstudaginn 25. nóvember kl. 20 – uppselt

Sunnudaginn 20. nóvember kl. 16 – uppselt

Laugardaginn 26. nóvember kl. 21 – aLLra síðasta aukasýning

Túnikkan komin 2.990

Pólóbolur 3.990

Jólasveinahúfa 1.490

Jóladagatal 2.490 uppfullt af fallegu skrauti fyrir stúlkur

Hettupeysa 2.990 str 80-152

Náttgallar í úrvali str 50-98 1.490

Kringlan - Smáralind facebook.com/nameiticeland

Jakkapeysur og bóleró 2.990

Skyrta str 80-152 2.990

Skyrta str 80-152 2.990

str 80-152/nýjir litir

Skyrta 2.490 str 80-152

Gallabuxur: 5.990 str 98-152

Gallabuxur 3.690 str 98-152

Nærföt 1 stk 990 4 stk 3.490 str 86-152


72

menning

Helgin 18.-20. nóvember 2011

leikdómur Kirsuber jagarðurinn í Borgarleikhúsinu

Hjónabandssæla Fim 17 nóv. kl 20 Lau 18 nóv. kl 20

Lau 26 nóv. kl 20 Sun 27 nóv. kl 20

U Ö

Ö

Hrekkjusvín – söngleikur Lau 19 nov kl 16

Fös 25 nov kl 19

Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand Lau 19 nov kl 20 Fim 24 nov kl 20

Fös 25 nov kl 22.30 Lau 03 des kl 22.30

Ö

Galdrakarlinn í Oz – HHHHH KHH. FT Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)

Lau 19/11 kl. 14:00 19.k Sun 4/12 kl. 14:00 24.k Sun 20/11 kl. 14:00 20.k Lau 10/12 kl. 14:00 25.k Sun 20/11 kl. 17:00 aukas Sun 11/12 kl. 14:00 26.k Lau 26/11 kl. 14:00 21.k Lau 17/12 kl. 14:00 aukas Sun 27/11 kl. 14:00 22.k Sun 18/12 kl. 14:00 27.k Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Lau 3/12 kl. 14:00 23.k Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Lau 3/12 kl. 17:00 aukas Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma

Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)

Fös 18/11 kl. 20:00 aukas Sun 27/11 kl. 20:00 9.k Lau 19/11 kl. 20:00 7.k Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Mið 23/11 kl. 20:00 8.k Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Lau 26/11 kl. 20:00 aukas Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir

NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)

Fös 25/11 kl. 19:00 15.k Fös 9/12 kl. 19:00 Lau 10/12 kl. 19:00 Fös 2/12 kl. 20:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011

Gyllti drekinn (Nýja sviðið)

Fös 18/11 kl. 19:00 4.k Sun 27/11 kl. 20:00 8.k Fim 1/12 kl. 20:00 9.k Lau 19/11 kl. 19:00 6.k Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Sun 20/11 kl. 20:00 5.k Lau 26/11 kl. 19:00 7.k Fim 8/12 kl. 20:00 11.k 5 leikarar, 17 hlutverk og banvæn tannpína

Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Lau 14/1 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Lau 21/1 kl. 14:00 Sun 22/1 kl. 14:00 Lau 28/1 kl. 14:00

Dans, dans, dans í stað þrúgandi þagna

Sun 11/12 kl. 20:00 12.k Fös 16/12 kl. 20:00 13.k

Fös 30/12 kl. 20:00

É

g hef aldrei fyrr séð gáskafulla uppfærslu af Kirsuberjagarðinum. Sannast sagna er ég enn að bræða með mér hvort mér líki vel litríkur sprelli-Tjsekhov því forhugmyndir mínar um verkið eru svo ólíkar því sem sést á Stóra sviði Borgarleikhússins. Sagan af afneitun og framtaksleysi óðalseigandans sem neitar að selja jörðina sína til að bjarga fjárhag fjölskyldunnar er á sínum stað. Uppboðið á húsinu og kirsuberjagarðinum er yfirvofandi, fjölskyldan er komin heim eftir fimm ára fjarveru og persónur verksins eru ýmist á flótta eða í biðstöðu nema framagosinn Lopakhín, bóndasonurinn sem áður þrælaði sem verkamaður í garðinum en er nú kominn í valdastöðu sem eignamaður í buisness. Leikstjórinn Hilmir Snær Guðnason hverfur hér frá „hefðbundinni” nálgun á þennan rússneska risa leikbókmenntanna og stýrir sýningu sem drifin er áfram af fjöri og galsa, svo miklum að það er hljómsveit á sviðinu allan tímann. Þögninni þrúgandi og þeim ljóðræna harmi sem sumir áttu mögulega von á í þessum garði er skipt út fyrir mun nútímalegri áherslur

Lau 10/12 kl. 20:00 Sun 11/12 kl. 20:00 Fös 16/12 kl. 20:00

Elsku Barn (Nýja Sviðið)

Fim 24/11 kl. 20:00 1.k Fös 2/12 kl. 20:00 3.k Fös 9/12 kl. 20:00 5.k Fös 25/11 kl. 20:00 2.k Lau 3/12 kl. 20:00 4.k Lau 17/12 kl. 20:00 Nístandi saga um sannleika og lygi. Hlaut 7 Grímutilnefningar á síðasta leikári

Jesús litli (Litla svið)

Lau 26/11 kl. 19:00 1.k Mið 30/11 kl. 20:00 5.k Lau 26/11 kl. 21:00 2.k Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Sun 27/11 kl. 20:00 3.k Sun 4/12 kl. 20:00 6.k Þri 29/11 kl. 20:00 4.k Mið 7/12 kl. 20:00 7.k Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010

Fim 8/12 kl. 20:00 8.k Sun 11/12 kl. 20:00 9.k

Afinn (Litla sviðið)

Fös 18/11 kl. 20:00 13.k Lau 19/11 kl. 20:00 14.k Hlýlegt gamanverk með stórt hjarta. Síðustu sýningar

Eldfærin (Litla sviðið)

Sun 20/11 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 13:00 lokas Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri. Síðustu sýningar

á glettni og grófari kómík. Sagan er flutt í ákveðið tímaleysi, sem gengur nokkuð vel upp, og ég er nokkuð viss um að flestir áhorfendanna náðu vel að tengjast aðstæðum heimilisfólksins. Af leikaraliðinu vil ég gjarnan nefna frammistöðu Sigrúnar Eddu Björnsdóttur (Ranévskaja) sem er hreint afbragð. Hún nær manna best utan um þessar áherslur leikstjórans án þess að glata tragíska þræðinum. Rúnar Freyr Gíslason er líka virkilega flottur Lopakhín. Systurnar tvær leika Birgitta Birgisdóttir (Anja) og Ilmur Kristjánsdóttir (Varja). Sú yngri birtist sem passívur sakleysingi og sú eldri sem ströng ráðskona en ég hefði gjarnan viljað sjá meiri dýpt og fjölbreytni hjá þeim báðum. Þröstur Leó Gunnarsson er tilþrifalítill Gaév en hlutverkið býður heldur ekki upp á mikið. Aðrar persónur verksins, þ.e. kaupsýslumaðurinn, stúdentinn, heimiliskennarinn, óðalseigandinn, skrifstofumaðurinn og þremenningarnir í þjónustuliðinu, dansa síðan á mörkum hins trúðslega. Það getur verið full mikið af því góða því þetta er heljarinnar flokkur. Þau fylgjast

Louisa Matthíasdóttir Svartur hundur prestsins (Kassinn) Lau 19.11. Kl. 19:3022. sýn. Ö Fim 24.11. Kl. 19:3024. sýn. Ö Fim 1.12. Kl. 19:3027. sýn.Ö Sun 20.11. Kl. 19:3023. sýn. Ö Fös 25.11. Kl. 19:3025. sýn. Ö Fös 2.12. Kl. 19:30 28. sýn.Ö

Hreinsun (Stóra sviðið) Lau 19.11. Kl. 19:307. sýn. Ö Fös 25.11. Kl. 19:3010. sýn. Ö Lau 10.12. Kl. 19:3013. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:308. sýn. U Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn. Ö Sun 11.12. Kl. 19:3014. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:309. sýn. U Lau 3.12. Kl. 19:3012. sýn. Ö

Allir synir mínir (Stóra sviðið) Fös 18.11. Kl. 19:3024. sýn. Ö Lau 26.11. Kl. 19:3025. sýn. Ö

„Hin tæra sýn“ 1963-1990

Sölusýning í Studio Stafni Ingólfstræti 6 Opiða alla daga frá 14.00-17.00

Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 20.11. Kl. 22:008. sýn.

Lau 3.12. Kl. 22:009. sýn.

Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 25.11. Kl. 22:00

Fös 2.12. Kl. 22:00

Lau 10.12. Kl. 22:00

Leitin að jólunum Sun 27.11. Kl. 11:00 Sun 27.11. Kl. 13:00 Sun 27.11. Kl. 14:30 Lau 3.12. Kl. 11:00 Lau 3.12. Kl. 13:00

Ö U Ö U Ö

Lau 3.12. Kl. 14:30 Sun 4.12. Kl. 11:00 Sun 4.12. Kl. 13:00 Sun 4.12. Kl. 14:30 Lau 10.12. Kl. 11:00

U Ö U U

Lau 10.12. Kl. 13:00 Lau 10.12. Kl. 14:30 Sun 11.12. Kl. 11:00 Sun 11.12. Kl. 13:00

Ö Ö Ö Ö

Ö

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

Ný heimasíða

studiostafn.is Síðasta sýningarhelgi

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is


Helgin 18.-20. nóvember 2011

„Ég tengi það við tilfinningu þess að treysta ekki verkinu þegar leikstjórar velja að yfirkeyra stemmningu á sviði með

nokkuð þétt að í gríni sínu og samleikur þeirra er fínn en ég set spurningarmerki við ákvörðunina. Ytri umgjörð sýningarinnar er glæsileg. Leikmynd og búningar Höllu Gunnarsdóttur eru töfrandi fallegir þó tunglið hafi mér þótt yfirkeyrsla. Lýsing Björns Bergsteins

Guðmundssonar ljær sviðinu næsta fantasískan blæ. Tónlistin og hljóðmyndin fannst mér ofnotuð og nærvera hljómsveitarinnar á sviðinu var á köflum yfirþyrmandi. Leikgervi Árdísar Bjarnþórsdóttur voru virkilega vel útfærð með heppilegri hliðsjón af áherslum á tímaleysi verksins. Þýðing Jónasar Kristjánssonar fannst mér líka fara mjög vel í munni og eyrum. Svo skal einnig geta afar fróðlegrar greinar Árna Bergmann um tímaleysi Tjekhovs í leikskrá - það er vert að gefa henni gaum áður en farið er á sýninguna. Ég tengi það við tilfinningu þess að treysta ekki verkinu þegar leikstjórar velja að yfirkeyra stemmningu á sviði með ærslum og galsa. Kirsuberjagarðurinn í uppsetningu Borgarleikhússins er mjög aðgengileg sýning, áferðafalleg og hröð. En nú veit ég að undirrituð er íhaldssamari en hún hélt – þegar kemur að verkum Tjekhovs kýs ég heldur öfgar í hina áttina. Kristrún Heiða Hauksdóttir

Niðurstaða: Falleg og forvitnileg sýning, en full galsakennd.



leikdómur Gyllti drekinn í Borgarleikhúsinu

Skýra sýn skortir U mfjöllunarefni leikritsins Gyllti drekinn er óskilgreint asískt veitingahús á Vesturlöndum og ólíkir nágrannar sem búa í sama húsi. Þarna eru karlar og konur á öllum aldri, fólk að skilja, vinna, koma heim, detta í það og gera allt mögulegt – hinir hversdagslegustu atburðir fléttast saman við umtalsverða dramatík í verðlaunaverki Schimmelpfennigs. Leikaranir fimm (Dóra Jóhannsdóttir, Halldór Gylfason, Hanna María Karlsdóttir, Jörundur Ragnarsson og Sigurður Skúlason) taka tíðum hamskiptum á sviðinu og deila með sér fjölskrúðugu persónugalleríi, algjörlega óháð kyni og aldri. Þetta er mikil leikarasýning og án efa krefjandi fyrir hópinn. Inntakið fer þó merkilega fyrir ofan garð og neðan. Einum þræði er verkið um hlutskipti innflytjenda, öðrum þræði um tengsla- og skilningsleysi. Litlu myndirnar sem dregnar eru upp á minimalísku sviðinu eru stemmningar héðan og þaðan en bæði þær og leikstíllinn vera fljótt fyrirsjáanlegar. Aðstandendum sýningarinnar liggur eitthvað á hjarta en það kemst illa til skila, það var helst að húmorinn næði að brúa bilið en það er ódýr hlátur að hlæja að fullorðnum karli leika flugfreyju

á þrítugsaldri. Kristín Eysteinsdóttir er virkilega flinkur leikstjóri, það hefur hún sýnt og sannað. Sýningar hennar hafa einkennst af mjög skýrri sýn en hana skortir hér. Leikmynd og búningar (Snorri Freyr Hilmarsson), lýsing (Kjartan Þórisson) og tónlist (Björn Kristjánsson) hjálpuð lítt uppá sakirnar. Í heildina virkaði þetta að mínu mati ódýrt og vanmótað. Efnið er forvitnilegt en í afrakstrinum er skotið yfir markið. Kristrún Heiða Hauksdóttir

Niðurstaða: Skot yfir markið ** Gyllti drekinn

Veggskraut fyrir alla sem elska falleg eldhús!

Eldhúsdagatalið 2012 Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is

Eftir: Roland Schimmelpfennig

Alfreð Flóki Kona

Jóhannes Kjarval Draumalandslag

Valtýr Pétursson Bátur

LISTMUNA

Sigtryggur Baldvinsson Sjór með glærum doppum

UPPBOÐ Sunnudaginn 20. nóvember næstkomandi fer fram listmunauppboð í Gásum. Forsýning á verkum stendur nú yfir í sýningarsal Gása, Ármúla 38. Opið kl. 10-17 föstudag, laugardag og sunnudag.

Óli G. Jóhannsson Án titils

Á uppboðinu verða verk eftir Jóhannes Kjarval, Tryggva Ólafsson, Tolla, Dag Sigurðarson, Alfreð Flóka, Baltasar o.fl.

Gásar gallerí hefur fengið viðurkenningu frá Myndstef fyrir fagleg viðskipti og heiðarleika gagnvart listamönnum og kaupendum listaverka.

Uppboðsverkin má skoða á

gasar.is

Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is


Helgin 18.-20. nóvember 2011

sólveig og R akel Ævintýr aheimur

Rakel og Sólveig héldu heimamarkað fyrst fyrir tveimur árum og þá komu um 200 manns í heimsókn. „Þetta féll vel í kramið. Við renndum blint í sjóinn og viðtökurnar voru vonum framar. Þess vegna ákváðum við að endurtaka leikinn,“ segir Rakel.

Endurnýta kærasta og gamalt dót Vinkonurnar Sólveig Hildur Björnsdóttir og Rakel Gylfadóttir verða með heimamarkað að danskri fyrirmynd um helgina á heimili þeirrar fyrrnefndu. Þar sýna þær og selja „flippað“ handverk.

R

Flytjendur: Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór Helga Rós Indriðadóttir, sópran

JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON

Guðný Guðmundsdóttir, fiðla Gunnar Kvaran, selló Helga Þórarinsdóttir, víóla Victoria Tarevskaia, selló Elísabet Waage, harpa Eiríkur Örn Pálsson, trompet Richard Kork, kontrabassi Hilmar Örn Agnarsson, orgel Fiðlukór Guðnýjar Guðmundsdóttur Vox feminae Stúlknakór Reykjavíkur

Margrét J. Pálmadóttir, kórstjórnandi

Ingó

CARITAS ÍSLAND 2011 Í ÞÁGU MÆÐRASTYRKSNEFNDAR Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir: Atla Heimi Sveinsson, W.A.Mozart, J.S. Bach, C. Franck, C. Gounod, G. F. Händel, D. Scarlatti, F. Schubert, G. Verdi

Kristskirkju, Landakoti Sunnudaginn 20. nóvember kl. 16.00 Miðaverð kr. 3500 Allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar

INDRIÐADÓTTIR Forsala aðgöngumiða er á midi.is og við innganginn

hlutum og eru sérlega veikar fyrir gömlum gardínum sem bjóða upp á ýmsa möguleika. Á heimamarkaðnum ætla þær að selja og sýna „glitrandi gersemar og góss sem öðlast hefur nýtt líf í ævintýraheimi sem þær hafa sett upp heima hjá Sólveigu. Meðal þess sem þær selja eru hárskraut, skartgripir, jólakransar og ýmislegt heimilisskraut. Sólveig segir fólk fái að upplifa mikla jólastemningu á markaðnum og þær bjóði upp á heitt súkkulaði og sætan bita. Fólk geti svo einfaldlega gengið um, skoðað og tekið niður þá muni sem það vill kaupa. „Við erum búnar að skreyta hátt og lágt þannig að þegar fólk kemur

Plötudómar dr. gunna



STYRKTARTÓNLEIKAR

HELGA RÓS

akel bjó í Kaupmannahöfn í fimm ár og þar kynntist hún heimamörkuðunum þar sem fólk opnar heimili sín fyrir gestum og gangandi. „Ég var aðallega að vinna við þjálfun frjálsíþróttafólks. Ég var mjög hrifin af því hversu Danir eru duglegir að endurnýta hluti og fór talsvert á svona markaði. Ég flutti þetta svo með mér heim og smitaði Sólveigu af þessu,“ segir Rakel og bætir við að jólamarkaðirnir í Kaupmannahöfn hafi laðað fram virkilega góða jólastemningu. Rétt eins og vinkonurnar ætla að gera um helgina. Vinkonurnar gera mikið af því að búa til eitthvað nýtt úr gömlum

Ingó

Ófeiminn en óharðnaður Fyrsta sólóplata Ingós (þá fyrstu gerði hann með Veðurguðunum) er troðfullur pakki með 15 frumsömdum lögum hinnar harðduglegu og kumpánlegu poppstjörnu. Hann sækir ófeiminn í íslensku sveitaballaarfleiðina, bæði hvaðvarðar yrkisefni (ástin maður, ástin) og tónlist. Platan er fjölbreytt innan rammans; Ingó hoppar sannfærandi milli áhrifa, til dæmis úr tregakántríi í fjörugt ska og þaðan í fiftíspopp. Ingó á auðvelt með að búa til heilalím og hér er hellingur sem mun límast á heilaberki útvarpshlustenda. Þetta er ágætis plata, en samt dálítið einfeldningsleg og óhörðnuð. Maður hefur sterklega á tilfinningunni að Ingó eigi eftir að þroskast mikið

í popplistinni á næstu plötum.

House eru heyranleg, en aldrei yfirþyrmandi. Gott stöff.

Meeting Point

 Song for Wendy

Skammdegispopp Bryndís Jakobsdóttir og Daninn Mads Mauritz eru par og samstarfsmenn í Song for Wendy. Lögin eru frumsamin við gömul ensk ljóð. Þau syngja bæði og tónlistin er róleg og rómantísk, dapurleg á köflum og skammdegisleg, en alltaf réttu megin við strikið og detta aldrei í eitthvað þunglyndi. Sparlega er smurt á lögin; kassagítar, flæðandi hljómborð, trommuheili úr skemmtara og lokkandi samsöngur búa til stemminguna, en flottar lagasmíðar tryggja áhuga hlustandans. Parið hefur gert mjög fína plötu þar sem áhrif frá gömlum gránum eins og Neil Young og yngra liði eins og Portishead og Beach

Big Spring

 Helgi Hrafn Jónsson

Tregi og trukk Á þriðju plötu sinni fjarlægist Helgi Sigur Rósar-áhrifin sem hafa verið viðloðandi plötur hans og færir sig í átt að hreinræktuðu poppi. Hann er sem fyrr oftast í rólegu deildinni, togar fram tregafullar og eilítið letilegar ballöður, sumar með kraftmiklu framflæði sem ná hápunkti og fjara svo út. Helgi kemur einnig á óvart og lætur gossa í tveimur kraftmiklum rokklögum: Darkest Part of Town og Passport No Passport – mjög vel heppnuðu gáfumannarokki og mega þessi lög heita hápunktar plötunnar. Spilamennska er í úrvalsdeild og Helgi hefur góða söngrödd sem hæfir músíkinni vel. Helsti gallinn er að enn gripmeiri melódíur þyrfti til að


Helgin 18.-20. nóvember 2011

inn upplifir það meira en venjulegan markað,“ segir Sólveig og bendir á að markaðurinn sé ekki síst hugsaður til þess að fólk geti skoðað og fengið hugmyndir að því hvernig megi nýta gamlar gersemar. Þorsteinn E. Jónsson, eigandi Handverkshússins, er eiginmaður Sólveigar og fyrrverandi kærasti Rakelar sem einmitt kynnti parið. Þorsteinn og Rakel eiga sextán ára gamlan son og vinkonurnar koma báðar að uppeldinu. Og til þess að toppa þessa krúttlegu nútímafjölskyldusögu má bæta því við að faðir Rakelar stofnaði Handverkshúsið á sínum tíma og Þorsteinn byrjaði að vinna þar, hjá fyrrverandi tengdaföður sínum, áður en hann tók við rekstrinum. „Já. Talandi um að endurnýta,“ segir Rakel og hlær. „Það getur ýmislegt flækst fyrir manni í samskiptum en hjá okkur var væntumþykjan flækjustiginu yfirsterkari. „Maður vill ekkert missa af því fólki sem maður vill vera samferða í gegnum lífið.“ „Við þurfum öll, og báðir eiginmennirnir líka, að sýna þroska til að þetta geti gengið upp en þegar húmorinn ræður för gengur allt betur. Í kringum uppeldið og allt annað.“ Heimamarkaðurinn er opinn á laugardag og sunnudag frá klukkan 13-18 að Laugarásvegi 44 og vinkonurnar leggja ríka áherslu á að allir séu velkomnir. Nánari upplýsingar um markaðinn má finna á Facebook-

Strangt prógram fyrir sýningu

Rétt fyrir hina árlegu Victoria’s Secret nærfatasýningu, sem haldin var í síðustu viku, tjáði ofurfyrirsætan Adriana Lima sig um hvernig hún undirbýr sig líkamlega fyrir sýninguna. Segist hún stunda líkamsrækt tvisvar á dag, í tvo mánuði og samhliða passar hún sig að borða póteinríkan mat. En síðustu níu dagana nærir hún sig eingöngu á vökva og tólf tímum fyrir sýningu byrjar hún að fasta. Þessi orð hennar vöktu mikla athygli og og í kjölfarið umræður um hvort hún væri að ýta undir óheilbrigðan lífstíl hjá ungum stelpum. Adriana svaraði þó fyrir sig í vikunni og sagði að leiðin að flottum vexti væri ekki að svelta sjálfan sig heldur að halda sig við prógram sem gert er sérstaklega fyrir hvern og einn. -kp

Nýtt íslenskt leikrit eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson.

Nærfatamódel heilla DiCaprio

Hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio virðist sérlega veikur fyrir nærfatafyrirsætum en sagan segir að hann hafi gefið fyrirsætunni Karlie Kloss mjög undir fótinn á Victoria’s Secret samkomu sem haldin var eftir nærfatasýninguna í síðustu viku. Þetta var í fyrsta skipti sem Karlie tók þátt í tískusýningunni en hún er nítján ára gömul eða átján árum yngri en leikarinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikarinn fellur fyrir fyrirsætu hjá Victoria’s Secret en hann átti í ástarsambandi við brasilísku ofurfyrirsætuna Gisele Bundchen í nokkur ár og ísraelsku fyrirsætuna Bar Rafaeli – en uppúr þeirra sambandi slitnaði í byrjun þessa árs. -kp

Sýnt Í Kvikunni, Grindavík

Síðustu sýningar! Lau. 19. nóv. kl. 20.00 Ö Sun. 20. nóv. kl. 20.00 Ö Fim. 24. nóv. kl. 20.00 Ö Sun. 27. nóv. kl. 20.00

Kringlan - Smáralind

Bado jakkapeysa 8990

"Skemmtileg sýning." " Á köflum óheyrilega fyndin." E.B. Fréttablaðið.

"Hinn magnaðasti samleikur, með yfirbragði farsans þar sem ekki vantaði blóðslettur, hnífakast né upprisu." E.B. Fréttablaðið. ''Það er gaman að sjá Grindvíska Atvinnuleikhúsið halda áfram nýsköpun sinni." S.G. Víðsjá.

NÝJAR VÖRUR Cara loðjakki 7990

"Full ástæða til að óska Gral og Grindvíkingum til hamingju með þetta metnaðarfulla leikhús." Lostafulli listræninginn, RUV.

Bella kjóll 5990

April kjóll 3990

Funky buxur 6990 facebook.com/vilaiceland

Miðasala á www.midi.is og í síma 6973799. Bláa lónið býður leikhúsgestum 2 fyrir 1 í Lónið og Sushi á Lava veitingastað, fimmtudaga og sunnudaga á meðan á sýningum stendur.


76 

dægurmál

Helgin 18.-20. nóvember 2011

hvað ef Skemmtilegar forvarnir

Guðmundur Ingi segist sjálfur vera í 12-spora starfi og að Hvað ef sé eitthvert gjöfulasta tólftaspors verkefni sem hann hafi tekið að sér. Hann hefur leikið í verkinu frá upphafi meðal annars vegna þess að það sé erfitt að segja nei við Gunna Sig. „En það er mikil gjöf að fá að vera með í þessu.“

Ólöf Jara og Ævar Þór eru flottar fyrirmyndir Forvarnarleikritið Hvað ef var frumsýndur árið 2005 og gengur enn við miklar vinsældir grunnskólanema. Sýningin miðlar með leik, söng, ljóðum og tónlist fræðslu til unglinganna um kaldar staðreyndir vímuefnaneyslu, einelti, sjálfsvíg og fleira sem tengist þeim harða reynsluheimi sem blasir við ungu fólki sem er að taka þar sín fyrstu spor. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, hefur verið með frá upphafi og hann segir það mikla gjöf að fá að taka þátt í verkefninu.

H

Ég kem sjálfur úr mjög alkóhólíseruðu umhverfi þannig að þetta er mér mjög kært. 

vað ef er sýnt í Þjóðleikhúsinu og aðstandendur sýningarinnar fá fyrirtæki og stofnanir til þess að bjóða skólakrökkum á verkið svo allir hafi sama rétt til þess að sjá sýninguna, eins og Guðmundur Ingi orðar það. „Við höfum frá upphafi verið með þetta inni í leikhúsum. Fyrst og fremst vegna þess að samkvæmt rannsóknum þá virka forvarnir inni í skólum lítið sem ekkert. Þegar maður fer inn í umhverfi krakkanna þar sem þau eru á heimavelli vita þau nákvæmlega hvað þarf að gera til þess að hrekkja og gera allt vitlaust,“ segir Guðmundur Ingi. „En þegar þú kemur með þau í nýtt umhverfi sem þau þekkja ekki alveg og bera virðingu fyrir þá opnast fyrir eitthvað sérstakt.“ Gunnar Sigurðsson, sem gerði heimildarmyndina Maybe I should have í kjölfar hrunsins, fékk Guðmund Inga til liðs við sig með forvarnarsýningu í huga. Hann er leikstjóri Hvað ef en Gunnar Ingi skrifaði handritið og er aðstoðarleikstjóri, auk þess sem hann hefur staðið á sviðinu frá upphafi. Fræðsluhlið verksins er unnin í samstarfi við fagaðila sem þekkja vel til þeirra þátta sem verkið tekur á en þeirra á meðal eru Þórarinn Tyrfingsson hjá SÁÁ, Lýðheilsustöð VÍS og fleiri. „Þetta er í raun alveg ný nálgun á þetta viðfangsefni, í það minnsta svo okkur sé

kunnugt um. Ég kem sjálfur úr mjög alkóhólíseruðu umhverfi þannig að þetta er mér mjög kært.“ Guðmundur Ingi segir að í undirbúningnum hafi verið talað við fjölda krakka og þau spurð hvernig þau myndu vilja hafa sýningu sem þessa. Og svörin létu ekki á sér standa. „Þau sögðust mjög eindregið vilja fræðslu en að þetta yrði að vera skemmtilegt annars nenntu þau ekki að hlusta. Þau sögðu líka að við ættum ekki að skamma þau enda hefðu þau ekkert gert af sér og að við ættum ekki að tala niður til þeirra. Þannig að við ákváðum að nálgast þetta svona. Af fullkominni einlægni en með miklum húmor og grjótharðri fræðslu.“ Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Brynja Valdís Gísladóttir og Orri Huginn Ágústsson voru í leikhópnum sem stóð að fyrstu uppsetningunni árið 2005 en nú er þau Ævar Þór Benediktsson og Ólöf Jara Skagfjörð með Guðmundi Inga á sviðinu. „Það skemmir ekki fyrir að vera með svona frábæra krakka með sér. Ævar drekkur ekki og hefur aldrei drukkið eða reykt. Jara hefur aldrei reykt og byrjaði að drekka 21 árs og þegar maður er með svona sterkar og flottar fyrirmyndir á sviðinu og þetta er gert fyndið og skemmtilegt þá fer þessi lífsstíll að verða töff.“ toti@frettatiminn.is

bækur Gunnar Helgason

Skrifaði fótboltabók með hjálp sonarins L

Nú situr Heinz

Á TOPPNUM

eikstjórinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason hefur sent frá sér sína fimmtu barnabók. Hún heitir Víti í Vestmannaeyjum og fjallar um fótboltastráka á Shellmótinu í Vestmannaeyjum, sem haldið er ár hvert. Gunnar er hokinn af reynslu knattspyrnumót ungra drengja eru annars vegar því í samtali við Fréttatímann telst honum til að hann farið í tólf ár samfleytt á þessi mót – með tvo syni sína. „Nú er því tímabili lokið og þá skrifar maður bók um það,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi gengið lengi með þá hugmynd í maganum að gera eitthvað í tengslum þessi mót. „Bókin er viðráðanlegasta formið, mun viðráðanlegra en mynd eða sjónvarpsþættir.“ Og Gunnar var ekki einn við skriftir því Ólafur, yngri sonur hans, tók virkan þátt í gerð hennar. Í bókinni er aðalsöguhetjan Jón Jónsson sem spilar með Þrótti og þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem Gunnar er sjálfur borinn og barnfæddur Þróttari þótt synir

Gunnar las upp fyrir krakka í Setbergsskóla á degi íslenskrar tungu á miðvikudag. Ljósmynd/Hari

hans spili báðir með FH. „Ég hef alið upp FH-inga eftir að hafa verið fluttur hreppaflutningum af konunni minni. Syni mínum fannst það ekki við hæfi að aðalsöguhetjan væri í FH og því var nærtækast að hafa hann í Þrótti,“ segir Gunnar og hlær.

Gunnar hefur verið að lesa upp í skólum og fengið fínar viðtökur. Hann hefur þó ekki komist enn til Vestmannaeyja – þar sem sagan gerist. „Veðurguðirnir eru eitthvað mótfallnir því að ég fari þangað. Ég geri lokatilraun á mánudag. Það hlýtur að ganga,“ segir Gunnar. -óhþ


Sony Center býður 5 ára ábyrgð á sjónvörpum án aukakostnaðar

Ánægjuleg sjónvarpskaup Nýja EX7200 línan frá Sony er þunn, 200 riða, með upptöku og Opera internetvafra

tilboð

199.990,Sparaðu 50.000.-

40” SOnY GæÐi Á GóÐu veRÐi KDL-40EX720

Sony myndgæði í þrívíddarsjónvarpi með innbyggðum sendi. Hér getur þú notað netið án þess að ræsa tölvuna!

5

• Full HD 1920x1080 punktar • EDGE LED baklýsing • Motionflow 200 Hz X-Reality myndvinnsla • X-Reality myndvinnslukerfi • Bravia Internet sjónvarp • Opera netvafri innbyggður • USB tengi fyrir video, tónlist og ljósmyndir

tilboð 199.990.-

ÁRA

ÁBYRGÐ

Verð áður 249.990.-

5

5

ÁRA

5

ÁRA

ÁBYRGÐ

ÁRA

ÁBYRGÐ

ÁBYRGÐ

Álstandur er aukabúnaður

GlæSileGt 40” leD SjónvARp Á GóÐu veRÐi

FlOtt 32” SjónvARp Á FRÁBæRu veRÐi

GlæSileGt 46” leD SjónvARp

• Full HD 1920x1080 punktar • EDGE LED baklýsing • X-Reality myndvinnslukerfi, tryggir skerpu og mýkt • Bravia Internet sjónvarp • Opera netvafri innbyggður • USB tengi fyrir video, tónlist og ljósmyndir

• Full HD 1920x1080 punktar • X-Reality myndvinnslukerfi, tryggir skerpu og mýkt • Bravia Internet sjónvarp • Opera netvafri innbyggður • USB tengi fyrir video, tónlist og ljósmyndir • Hægt að nota Smart síma sem fjarstýringu

• Full HD 1920x1080 punktar • Dynamic EDGE LED baklýsing • Motionflow 400 Hz X-Reality myndvinnsla • Bravia Internet sjónvarp • Opera netvafri innbyggður, WI-FI innbyggt • USB tengi fyrir video, tónlist og ljósmyndir

tilboð 179.990.-

tilboð 109.990.- Verð áður 129.990.-

tilboð 359.990.- Verð áður 419.990.-

KDl-40eX520

Verð áður 209.990.-

Sony Center Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is

KDl-32CX520

KDl-46nX720


78

dægurmál

Helgin 18.-20. nóvember 2011

verðlaun Nýsköpun Samtak a ferðaþjónustu

KEX Hostel verðlaunað

Pétur Marteinsson, Ásberg Jónsson og Kristinn Vilbergsson frá KEX Hosteli ásamt Árna Gunnarssyni, formanni Samtaka ferðaþjónustu, til vinstri og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra til hægri.

Fæddi barn á meðan hún var í Kiljunni

Förgun Flick ekki sú fyrsta

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hét upp á sextugsafmæli sitt um síðastu helgi og að vonum samfagnaði stór og góður hópur með honum. Eftirherman sívinsæla, Jóhannes Kristjánsson, var í hópi þeirra sem steig á stokk og skemmti afmælisgestum. Jóhannes þótti stórgóður en veislugestir voru almennt sammála um að þrátt fyrir það hefði forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, skyggt á kempuna og verið besti skemmtikraftur kvöldsins. Góður kunningsskapur er á milli Sigurðar og Ólafs Ragnars og Sigurður var í fremstu víglínu í kosningabaráttu Ólafs fyrir forsetakosningarnar árið 1996. Ólafur Ragnar hélt leiftrandi skemmtilega ræðu yfir afmælisbarninu og fór með himinskautum í mælsku og gríni. Blaðlaus að vanda.

ferðaþjónustu fyrir árið 2011 á dögunum. „Við höfðum mjög gaman að heyra rökstuðninginn fyrir því að Kex Hostel varð fyrir valinu því þar koma fram hlutir, nánast orðrétt, eins og við höfðum lagt upp með í viðskiptaáætlun okkar. Þessi verðlaun gefa okkur því kannski helst sjálfstraust að halda áfram á sömu braut,“ segir Pétur.

Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að það fyrirtæki sem hlaut verðlaunin í ár sé vissulega nýtt af nálinni, en hefur engu að síður sannað gildi sitt og vinsældir. „Í öllu kynningarefni og markaðsskilaboðum Kex Hostel kemur skýrt fram hvað þar er á ferðinni og þegar á staðinn er komið undirstrikar heildstæð hönnun og vel útfærð þjónustusamsetning það

sem auglýst hefur verið. Þetta samræmi er til fyrirmyndar og undirstrikar gildi góðrar hönnunar til að tryggja gæði í íslenskri ferðaþjónustu. Kex Hostel hefur tekist þar einstaklega vel upp og þannig skapað sér hillu á markaði greinarinnar, sem enginn annar sat og laðar að jafnt erlenda gesti sem heimafólk,“ segir í rökstuðningnum. -óhþ

bækur Yrsa Sigurðardóttir

Vildi koma í veg fyrir útgáfu Ég man þig

Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir og eiginmaður hennar, Marteinn Þórisson leikstjóri, eignuðust sitt fyrsta barn á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Svo skemmtilega vildi til að á meðan Guðrún Eva fæddi litla stúlku sendi Egill Helgason út viðtal sitt við hana þar sem þau ræddu nýjustu skáldsögu hennar, Allt með kossi vekur, en Kiljan var á dagskrá Sjónvarpsins þegar litla daman ákvað að tímabært væri að koma í heiminn. Og dagurinn var svo sannarlega vel valinn, fæðingardagur listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar, og þar með og eins og áður sagði dagur íslenskrar tungu.

Forsetinn skemmti í afmæli

„Þessi verðlaun breyta í sjálfum sér engu fyrir Kexið en það er alltaf gaman að fá viðurkenningu. Síðan erum við allir keppnismenn í grunninn og þar gengur lífið út á að vinna til verðlauna. Þessi viðurkenning gaf okkur þá örlítið af þeirri gömlu góðu tilfinningu,“ segir Pétur Marteinsson, framkvæmdastjóri KEX Hostel, sem hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka

Forlagið þurfti að farga þrjú þúsund eintökum af nýrri bók Flick my life vegna þess að svarti flöturinn, sem átti að hylja viðkvæmar persónuupplýsingar reyndist gegnsær þegar bókin kom úr prentun. Ekki er algengt að bókum á Íslandi sé fargað en þetta er þó ekki einsdæmi. Árið 2005 skrifaði sagn-

fræðingurinn og blaðamaðurinn Guðmundur Magnússon bók um Thorsarana. Tvær síður í þeirri bók hugnuðust Björgólfi Guðmundssyni, eigenda útgáfu bókarinnar, engan veginn og var fyrstu prentun fargað. Bókin kom síðan út eins og eigandinn vildi hafa hana – ritskoðuð að hætti hússins.

Yrsa Sigurðardóttir hélt að metsölubók síðasta árs væri vonlaus og vildi ekki að hún kæmi út. Velgengnin kom henni hrikalega óvart.

Eldhúsdagatalið 2012 Fallegt og fræðandi! Með myndum og nöfnum á yfir 200 ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum, baunum, hnetum og berjum – bæði vel þekktum og framandi. Skemmtilegt að skoða fyrir unga sem aldna.

Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is

Sigurjón Ragnar

B „Ég hélt að hún væri vonlaus þannig að velgengni hennar kom mér hrikalega á óvart.“

Veggskraut fyrir alla sem elska falleg eldhús!

Yrsa Sigurðardóttir er mætt til leiks með nýja bók, sjöundu bókina á sjö árum. Ljósmynd/

rakið, ný bók eftir glæpasagnadrottninguna Yrsu Sigurðardóttur, kemur út næstkomandi þriðjudag. Bókin er sálfræðitryllir sem gerist að stórum hluta á snekkju með þriggja manna áhöfn og fjögurra manna fjölskyldu um borð og hryllingsaðstæðum sem skapast úti á rúmsjó. Hún kemur út óvenju seint á árinu en Yrsa segir í samtali við Fréttatímann að á bak við það sé ekki úthugsað markaðsplott heldur sé ástæðan einfaldlega sú að hún var lengi að skila bókinni af sér. „Þetta er alltaf að lengjast hjá mér og ég verð að fara að passa mig að missa hreinlega ekki af jólabókaflóðinu,“ segir Yrsa. Bókarinnar er með beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur vegur Yrsu, innan glæpasagnaheimsins, vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Síðasta bók hennar, draugasagan Ég man þig, fékk feikigóðar viðtökur og seldist í um tuttugu þúsund eintökum. Litlu munaði þó að hún kæmi ekki út þar sem höfundurinn sjálfur vildi stoppa útgáfu bókarinnar. „Ég ætlaði að biðja um að hún kæmi ekki út þegar ég var búin með hana en það var ekki hægt. Það var búið að prenta kápuna og gera auglýsingar svo það var of seint. Ég hélt að hún væri vonlaus þannig að velgengni hennar kom mér hrikalega á óvart. Ég er aldrei ánægð með bækurnar mínar og er sjálfsagt ekki dómbær miðað við reynsluna. Það hefur gengið sífellt betur og betur og ég nýt þess á meðan,“ segir Yrsa. Í nýju bókinni mætir lögfræðingurinn Þóra Guðmundsdóttir til leiks að nýju eftir að hafa fengið frí í síðustu bók. „Ég þurfti að fá frí frá Þóru. Ég var eiginlega komin á endastöð með hana í bili. Það er erfitt að halda persónum áhugaverðum ár eftir ár án þess hreinlega að koma þeim í öfgakenndari aðstæður eftir því árin líða. Ég kom fersk að Þóru núna og þótt ég sé ekkert sérstaklega ánægð með þessa bók þá eru þeir sem hafa lesið hana ánægðir. Það skiptir öllu máli. Hvað gagnrýnendur segja er síðan bara partur af þessu öllu. Skrápurinn verði þykkari með árunum þótt það sé auðvitað aldrei gaman að fá lélegan

dóm,“ segir Yrsa. Nokkuð hefur verið ritað og rætt um stöðu glæpasagna í bókmenntaheiminum og segir Yrsa umræðuna vera ótrúlega asnalega. „Þetta er á furðulegu plani. Það skortir allt umburðarlyndi í þessa umræðu. Glæpasögur eru ekki fyrir einum eða neinum. Þær ná til breiðari hóps en aðrar bókmenntagreinar en ég get ekki séð að þær taki neitt frá öðrum. Þær höfða til stærri hóps og seljast betur. Þær auka lestur og allur lestur er af hinu góða. Ef íslenskir rithöfundar myndu ekki skrifa glæpasögur þá væri einfaldlega meira um erlendar bækur,“ segir Yrsa og bætir við að sannarlega sé þá betra að íslenskir rithöfundar skrifi þær. Yrsa hefur undanfarin ár verið á hælum Arnaldar Indriðasonar á listum yfir metsölurithöfunda og hún segist vera sátt við þær tekjur sem hún hafi af ritstörfum þótt það séu ekki sömu upphæðir og Arnaldur fær. Fréttatíminn greindi frá því í haust að tekjur Arnaldar fyrir ritstörf frá árinu 2004 væru um hálfur milljarður en Yrsa segist ekki komast nálægt því. „Maður er alveg orðinn ruglaður í þessum tölum. Hvað er mikið og hvað er ekki mikið? Ég gæti lifað af því í dag að vera rithöfundur en það er ótraust tilvera. Ég er ekki með neinn sjóð – engan lífeyrissjóð nema Lífeyrissjóð verkfræðinga og hann er nú ekkert sérstakur eins og sakir standa,“ segir Yrsa og hlær. Hún hefur gefið út eina bók á ári frá árinu 2005 og viðurkennir að það sé á köflum dálítið mikið samhliða fullri vinnu sem verkfræðingur. „Lokaspretturinn er alltaf erfiður. Ég tók mér mánaðarfrí í vinnunni í september til að klára bókina og ég fann það þegar ég kom til baka í vinnuna mína að ég var sturluð úr gleði. Alltof skemmtileg er í þeirri vinnu til að hætta í henni,“ segir Yrsa og bætir við að nú sé hún byrjuð að hugsa um að hún þurfi að fara að hugsa um næstu bók. „Ég ætla að byrja fyrr núna – strax í janúar svo ég brenni ekki inni með hana,“ segir Yrsa. oskar@frettatiminn.is


E vEry rolE x is madE for grE atnE s s. sincE 1971, thE E xplorEr ii ha s accompaniEd E xpEditions around thE world. it fE aturE s a

24 -hour hand, which is invaluablE to spElEologists and pol ar E xplorErs as it allows thEm to distinguish day from night. thE latEst ExplorEr ii fEaturEs a 42 mm casE and is thE idEal instrumEnt to hElp today’s E xpEditions push thE boundariE s E vEn furthEr.

the e xplorer ii

Michelsen_MBL_255x390_0911.indd 1

28.09.11 17:00


HE LG A RB L A Ð

Hrósið … ... fær rithöfundurinn Kristín Marja Baldursdóttir sem fékk afhent verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu á miðvikudag.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

, ál m , ga a tið u lík tli , áh itt , ú ar t h tin ing all Ás en og p r, an nu yld ko lsk vin fjö

Bók Baggalúts á topplista

Riddararaddir, fyrsta bókin í vísdómsritflokki Baggalúts, er í níunda sæti á metsölulista Íslenskra bókaútgendanda yfir íslensk skáldverk fyrir síðustu viku. Riddararaddirnar skjóta meðal annars nýjustu bók Vigdísar Grímsdóttur ref fyrir rass og sýna svo ekki verður um villst að vinsælir Baggalúts liggja ekki bara á tónlistarsviðinu. -óhþ

„HISPURSLAUS OG EINLÆG“

Gefa bók um guð

Bókaútgáfan Urður í Hafnarfirði hefur ákveðið að gefa öllum fermingarbörnum í Hafnarfirði, 400 talsins, bókina Um guð eftir sænska rithöfundinn Jonas Gardell í jólagjöf. Bókin rekur sögu og guðsmynd Gamla testamentisins og þykir byltingarkennd í framsetningu og túlkun. Bókin varð strax metsölubók er hún kom út í Svíþjóð. Með gjöfinni vonast bókaútgáfan til að áhugi fermingarbarna á Biblíunni vakni og hvetji þau frekar til lesturs hennar. -óhþ

Syngjandi markmaður í Salnum

„Dásam legar spurnin gar frá ís lenskum stelpum sem sva rað er á fallega heiðarle n og gan hát t.“ ILMUR K RISTJÁN LEIKKON SDÓTTIR, A.

DY N AMO RE YKJ AVÍK

Þórarinn Jóhannes Ólafsson einsöngvari heldur sína fyrstu einsöngstónleika í Salnum næstkomandi sunnudagskvöld. Þórarinn er menntaður í söngfræðum frá Parma á Ítalíu og Montreal í Kanada en margir muna eftir honum frá því að hann stóð á milli stanganna hjá handboltaliði Vals. Liðsfélagar hans voru ekki ómerkari menn en tveir af bestu handboltamönnum þjóðarinnar, Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson. Ólíklegt er þó að félagar Þórarins geti komið og hlýtt á hann í Salnum því þeir búa báðir erlendis. Ólafur sem leikmaður í Kaupmannahöfn og Dagur sem þjálfari í Berlín. -óhþ

sning „Meinholl le m aldri, llu ö á fyrir stelpur g einlæg.“ hispurslaus o S, ORLACIU SIGRÍÐUR THKONA SÖNG

FLOTT FYRIR VETURINN

32.490,-

BÓK FYRIR ALLAR STELPUR! Hvaða spurningar brenna á vörum íslenskra stelpna? Þegar Kristín og Þóra Tómasdætur kynntu í fyrra metsölubók sína Kristí Stelpur! í skólum og félagsmiðstöðvum söfnuðu þær Stelpu spurningum sem stelpur leituðu svara við. Í bókinni Stelpur spurn er að finna svör við öllum þessum spurningum um allt A-Ö e himins og jarðar. Ómissandi bók fyrir allar stelpur! milli h

fyrstu hæð

Sími 511 2020

Erum á


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.