19 02 2015

Page 1

Tálknafjörður Kvótinn seldur og fólkið fer | 20

Borgun Mikilvægum gögnum eytt | 18

19. febrúar—21. febrúar 2016 7. tölublað 7. árgangur

Skrekk-stelpur troða upp á Milljarður rís | 66

Nýjar vörur!

FINNSKA BÚÐIN Kringlunni, Bíógangur 3. hæð #finnskabudin, 787 7744

Síðasta myndin sem tekin var af feðgunum Valgeiri og Óðni.

Lífið hrundi þegar pabbi hvarf Árið 1994 hvarf Valgeir Víðisson sporlaust og sást aldrei framar. Hvarf hans varð vendipunktur í lífi Óðins, sjö ára sonar hans, sem þá var tekinn af móður sinni og vistaður á geðdeild. Þar fékk hann tugi greininga og allskonar lyf en hvorki ást né umhyggju. Hann fékk nánast Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur.

Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni

enga skólagöngu og var þvælt á milli stofnana og misjafnra manna í sveitum landsins. Hann varð háður fíkniefnum frá barnsaldri og hafa allir dagar síðan snúist um næsta skammt. Það kemur kannski ekki á óvart að hann sitji nú á Litla-Hrauni með tugi dóma á bakinu. | 10

KONUDAGSBRÖNS

ALLAR KONUR SEM KOMA Í SUNNUDAGSBRÖNS TIL OKKAR FÁ OMNOM SÚKKULAÐI FULLNÆGINGU Í BOÐI HÚSSINS www.nautholl.is

MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa

Frá 264.990 kr.

MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

Sérverslun með Apple vörur

Frá 199.990 kr.

KRINGLUNNI ISTORE.IS


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

2|

Heilbrigðismál Framkvæmdir við nýtt sjúkrahótel

Skurðstofan á kvennadeildinni hristist og skalf

Skurðstofa á kvennadeild Landspítalans hristist og skalf í takt við höggborana fyrir utan húsið og það glamraði í áhöldunum við hliðina á skurðarborðinu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Þetta upplifðu sjúklingar á Landspítalanum sem þurftu að gangast undir aðgerð á kvennadeildinni en framkvæmdir standa yfir á lóðinni. Skurðstofa á kvennadeild Landspítalans hristist og skalf í takt við

höggborana fyrir utan húsið og það glamraði í áhöldunum við hliðina á skurðarborðinu. Þetta upplifðu sjúklingar á Landspítalanum sem þurftu að gangast undir aðgerð á kvennadeildinni en framkvæmdir standa yfir á lóðinni. „Þetta er náttúrulega óþægilegt fyrir alla en hefur þó mikið lagast. Það var miklu verra í síðustu viku,“ segir Áslaug Svavarsdóttir, deildarstjóri á deildinni. „Húsnæði kvennadeildarinnar stendur á klöpp sem verið er að brjóta úr og við komumst ekki hjá því að finna fyrir þessu. Þetta eru þó ekki sprengingar en mikill

Ferðamenn

Ál

350 300 250 200 *Milljarðar króna. 2015 (III)

2015 (II)

2015 (I)

2014 (IV)

2014 (III)

2014 (II)

2014 (I)

2013 (IV)

2013 (III)

2013 (II)

2013 (I)

2012 (IV)

2012 (III)

2012 (II)

2012 (I)

2011 (IV)

2011 (III)

2011 (II)

2011 (I)

2010 (IV)

2010 (III)

2010 (II)

2010 (I)

2009 (IV)

Ferðamönnum að þakka

Tekjur af ferðamönnum höfðu vaxið um rétt tæplega 100 milljarða króna á sex árum, frá þriðja ársfjórðungi 2009 til sama tíma 2015. Á sama tímabili drógust útflutningstekjur af sjávarfangi saman um tæpa 35 milljarða króna en tekjur af útflutningi áls jukust um tæpa 14 milljarða. Þessir eru stærstu gjaldeyrisaflandi atvinnuvegir landsins. Túrisminn er þeirra langstærstur; skilar um 352 milljörðum króna á ári á meðan fiskurinn skilar 261 milljarði króna og álið 252 milljörðum króna. Fjölgun ferðamanna hefur því staðið undir bróðurpartinum af hagvexti á Íslandi undanfarin ár. Án fjölgunar ferðamanna væri hér stöðnun.

Milljarðabónusar í boði ríkisstjórnar Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að milljarðabónusar til stjórnenda ALMC, sem áður var Straumur Burðarás, stafi af því að stöðugleikaframlagið sé svo mikið lægra en stöðugleikaskatturinn. „Þeir gerðu svo góðan díl við stjórnvöld um mikinn afslátt og þess vegna verðlauna þeir sig með kaupaukum. Ætli þetta sé svona víðar?“ segir Oddný Harðardóttir. Hún hefur sent fjármálaráðherra fyrirspurn um kaupauka Íslandsbanka. „Þeir gerðu líka góðan díl við stjórnvöld um stöðugleikaframlag í stað stöðugleikaskatts.“ | þká

Hávaði er vegna starfa við nýbyggingu á lóð Landspítalans við Hringbraut.

Vilja „kvennabúrið“ í Ármúlanum burt

Sjávarafurðir

150*

Mynd | Hari

Trúmál Konum sem hafna karlrembu finnst þær óvelkomnar

Þrjár stærstu stoðir gjaldeyrisöflunar 400

titringur og þung högg meðan þeir eru að brjóta klöppina. Að sjálfsögðu truflar þetta sjúklinga og starfsfólk, en þessu fer að ljúka.“ Stjórnendur spítalans hafa skrifað afsökunarbeiðni til sjúklinga á kvennadeildinni, sem hangir á veggnum, vegna ónæðis af framkvæmdum við nýtt fjögurra hæða sjúkrahótel Landspítala við Hringbraut. Það verður tekið í notkun árið 2017 og er það með 75 herbergjum. Húsið mun rísa á norðurhluta lóðar Landspítala við Hringbraut, milli Kvennadeildar, K-byggingar og Barónsstígs.

Oddný Harðardóttir.

„Múslimakonur sem vilja fylgja íslam en ekki menningarkreddu utan úr heimi, fá skýr skilaboð um að þær séu ekki velkomnar í moskuna, nema þær passi að heyrast hvorki né sjást.“ Þetta segir Agnes Ósk Þorgrímsdóttir, íslenskur múslimi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Í mosku Félags íslenskra múslima í Ármúla er konunum vísað inn í trébúr sem hefur verið óklárað og hráslagalegt í 10 ár. Þar heyra þær illa í ræðumönnum og sjá ekki inn í moskuna sitjandi.“ Þetta segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félagsins, en hann segist hafa tekið slaginn með íslenskum konum innan safnaðarins um að rífa búrið og hafa eitt bænarúm fyrir bæði kynin. Hann hafi hinsvegar tapað þeim slag. „Því miður getum við ekki sætt okkur við ástandið í moskunni í Ármúlanum,“ segir Agnes Ósk Þorgrímsdóttir. „Það átti að tryggja okkur aðgang að nýju moskunni, en nú er kominn nýr formaður og ég veit ekki hvað verður. Mér er alveg sama þótt við biðjum fyrir aftan mennina, en ég vil betri aðstöðu þar sem hægt er að sjá ímaninn. Við viljum ekki fylgja einhverri karlrembumenning u utan úr heimi. Þetta er ekki íslam, þetta er einhver menning frá þeirra heimalöndum sem þeir reyna að troða inn í moskuna hér. Það er fullt af körlum sem styðja okkur konurnar en hinir ráða ferðinni. Mér finnst

Í Ármúla er konunum vísað inn í trébúr sem hefur verið óklárað og hráslagalegt í 10 ár, segir fyrrverandi formaður.

leiðinlegt að þetta sé svona, en ég er þreytt á að tala undir rós þótt ég eigi það á hættu að einhverjir rasistar fari að smjatta á þessu næstu vikurnar.“ Sverrir bendir á að staða kvenna innan bænafélaganna sé alþjóðleg umræða og víða mikið hitamál, líkt og í Bandaríkjunum. Þar hafi allir helstu fræðimenn á sviði íslam, margir hverjir mjög íhaldssamir og menntaðir í frægustu háskólum hins íslamska heims, stutt kröfu kvenna um breytingar í moskunum. Á Íslandi taki menn hinsvegar upp merki karlrembunnar og fjallaþorpanna. „Við héldum kvennafund síðasta haust og þar var kosið um þetta mál,“ segir Agnes Ósk. „Kosningin var ekki upp á marga fiska, þarna

Því miður getum við ekki sætt okkur við ástandið í moskunni í Ármúlanum. Agnes Ósk Þorgrímsdóttir

voru konur sem eru ekki í félaginu, þær eru í hinni moskunni, þar er líka kynjaskipt en í Ýmishúsinu sjáum við ímaninn og heyrum í honum. Við erum ekki lokaðar af.“ Sverrir segir að börn allt niður í sjö ára hafi fengið að greiða atkvæði og konur úr öðru múslimafélagi, þar sem sé rekin mun meiri harðlínustefna. Þess vegna hafi málið verið fellt.

Kynlíf BDSM félagið vill verða hluti af Samtökunum 78

Heimsmet í BDSM-áhuga Yfir fjögur þúsund Íslendingar eru virkir á stærsta BDSM samfélagsmiðlinum, Fetlive. Formaður BDSM félagsins á Íslandi segir að þetta sé líklega heimsmet. Félagið hefur nýlega sótt um aðild að Samtökunum 78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM Ísland, segir að fólk sé í æ meira mæli að koma út úr skápnum með þessar tilhneigingar og mæti fordómum í umhverfinu. Dæmi séu um að fólk missi vinnu og forræði yfir börnum. Þá hafi þetta verið notað gegn fórnarlömbum ofbeldis, eins og dæmi sé um í nýlegu nauðgunarmáli á Íslandi. Í því hafi kona samþykkt að láta binda sig en verið nauðgað. Margir hiki þess vegna við að ræða þessar tilhneigingar opinberlega. Magnús segir að BDSM senan á Íslandi sé fremur lífleg. „Það eru um

200 manns sem taka þátt í mánaðarlegum samkvæmum á vegum Reykjavík Munch en nokkrir tugir hittast einnig á kaffihúsum einu sinni í viku. „Þá eru um fimmtíu manns að greiða árgjöld í félagið sem var stofnað fyrir 20 árum.“ Magnús segir að félagsmenn séu á aldrinum 20 til 60 og kynjaskiptingin sé fremur jöfn. Öllum félögum sem vinna að hinsegin málefnum er frjálst að sækja um aðild að Samtökunum 78. Tekin verður afstaða til aðildarumsóknarinnar á aðalfundi Samtakanna 78, 5. mars. Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastýra Samtakanna 78, segir að þangað til sé félagsmönnum boðið að kynna sér starfsemi BDSM á opnum kynningarfundum. Hún bendir á að það séu dæmi um það erlendis að BDSM félög starfi með hinsegin fólki, til að mynda í Noregi. | þká


A N I L G Y H T A N E A EIR

M R U P Í GR

Fabia – nýi verðlaunagripurinn frá ŠKODA Þér á eftir að líka vel við ŠKODA Fabia. Glæsileg hönnunin nær niður í minnstu smáatriði og gerir aksturinn skemmtilegri hvert sem þú ferð. Það er engin tilviljun að ŠKODA Fabia skyldi vera valinn bíll ársins af WhatCar? og hljóta Red Dot hönnunarverðlaunin 2015. Komdu og prófaðu nýjan ŠKODA Fabia. Hlökkum til að sjá þig. Verð frá aðeins

2.290.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.skoda.is


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

4|

Flóttamenn Formaður allsherjarnefndar vill upplýsingar um verklag við brottvikningu

Þingkona segir þetta meira en hún geti þolað „Ég er þakklátur fyrir stuðninginn frá Íslendingum, núna veit ég að ég er ekki einn. Ég er hamingjusamur í dag,“ segir Christian Kwaku Boadi frá Gana. Hætt var við að flytja fjóra hælisleitendur til Ítalíu aðfaranótt fimmtudags, eftir að mótmæli voru skipulögð við heimili þeirra. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, segist ætla að óska eftir upplýsingum um hvernig að málinu var staðið að hálfu Útlendingastofnunar.

„Þetta eru ómanneskjuleg vinnubrögð,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég held að íslensk stjórnvöld hafi áttað sig á því að það yrði allt brjálað ef þetta gengi eftir. Þetta er allavega út yfir það sem ég þoli. Það held ég að eigi við um fleiri.“ Hún minnir á að Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi ætlað að skoða ástandið í flóttamannamálum á Ítalíu, í Grikklandi og Ungverjalandi. Lögfræðingur tveggja mannanna hafi ekkert heyrt af slíkri rannsókn, hvað þá þeir. Unnur Brá segir hinsvegar að matið

Idafu Onafe Oghene á íslenska kærustu. Hann er á þriðju önn í námi í Tækniskólanum. Christian Kwaku Boadi vinnur sem aðstoðarkokkur á Lækjarbrekku. Martin Omolu er samkynhneigður og flúði heimaland sitt vegna ofsókna á grundvelli kynhneigðar sinnar.

liggi fyrir, það hafi verið kynnt í allsherjarnefnd eftir áramótin. Mennirnir hafa búið hér í þrjú til fjögur ár og stunda hérna vinnu og nám. „Það er eins og íslensk stjórnvöld líti á það sem skyldu sína að vísa þessu fólki burt,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Þótt það sé að vinna hér og aðlagist íslensku samfélagi vel." Í tilkynningu frá Útlendingastofnun segir að sanngirn issjónar mið, meðalhóf og vönduð stjórnsýsla hafi orðið til þess að ákveðið var að fresta flutningum þar til kærunefnd útlendingamála hefði tekið afstöðu til endurupptöku málanna. | þká

Jafnréttismál Hrósi ausið yfir ungu karlana

Konur í vísindum eru ósýnilegar Yfir 200 konur mættu á stofnfund Félags kvenna í vísindum síðastliðinn fimmtudag. Auður Magnúsdóttir lífefnafræðingur segir karla pota ungum körlum í réttu stöðurnar. Starfsmenn Fríhafnarinnar mega þiggja kvöldverð af viðskiptavinum, ef það felur ekki í sér ferðir eða gistingu.

Fá ekki að fara á EM Áfengisframleiðandinn Pernod/ Ricard bauð tveimur starfsmönnum Fríhafnarinnar á EM í fótbolta í sumar. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar lagði blátt bann við ferðinni og segir slíkt ekki samræmast siðareglum fyrirtækisins. „Við þiggjum ekki svona ferðir,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir. „Starfsmenn mega þiggja kvöldverð af viðskipta-

vinum, ef það felur ekki í sér ferðir eða gistingu. Þeir mega hinsvegar ekki þiggja gjafir, nema litlar hefðbundnar tækifærisgjafir kringum jól eða vörukynningar.“ Þorgerður segir að slík boð berist stundum frá stórum vínumboðum, því þau styrki oft íþróttaviðburði, sem verið sé að bjóða á. Þeim sé alltaf svarað á sömu lund. | þká

Katrín hættir í stjórnmálum Katrín Júlíusdóttir hefur lýst því yfir við flokksmenn að hún ætli að hætta í stjórnmálum og sækist ekki eftir endurkjöri í næstu kosningum. Þetta gerir hún í tilefni af því að skorað hefur verið á hana að gefa kost á sér til formennsku í Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.

Samfylkingunni. „Ég hef hinsvegar tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir endurkjöri í næstu alþingiskosningum og þar af leiðandi mun ég ekki bjóða fram krafta mína til frekari forystustarfa fyrir Samfylkinguna,“ seg ir Katrín í orðsendingu til f lokksmanna á Facebook.

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Það er greinilega mikil þörf á þessum félagsskap. Persónulega átti ég von á svona 20 konum en það mættu yfir 200,“ segir Auður Magnúsdóttir, lífefnafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, um stofnfund hins nýstofnaða Félags kvenna í vísindum. Félagið á að stuðla að því að konur í vísindum myndi sterk og varanleg stuðnings- og tengslanet en skortur á þeim er talin vera ein af orsökum kynjahallans í vísindum. Auður segir fjölda kvenna hafa stigið fram á fundinum til að lýsa þungum áhyggjum af stöðunni. „Við fáum færri stöður og minni styrki en það er ekki eitthvað eitt sem hægt er að benda á. Þetta eru ofboðslega mörg lítil atriði sem þrýsta konunum út í eitthvað ósýnilegt horn. Við bara sjáumst ekki. Við vitum vel hver staðan er, því við höfum tölfræðina með okkur, en það er rosalega gott að finna samstöðu og hún var svo sannarlega til staðar á fundinum.“ „Hið almenna viðhorf til vísindamannsins er karl í hvítum slopp en ekki kona með barn á brjósti. Ástandið hjá okkur í íslenskri erfðagreiningu er samt gott enda eru konur í meirihluta í yfirstjórninni,“ segir Auður sem hefur mikil samskipti við fræðasamfélagið og önnur fyrirtæki

Auður Magnúsdóttir, sameindalíffræðingur og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, er í stjórn hins nýstofnaða Félags kvenna í vísindum.

Konur eru í meirihluta í háskólanum en fá ekki stöðurnar Konur urðu fleiri en karlar á háskólastigi um miðjan 9. áratuginn og eru nú um 2/3 háskólanema. Kerfisbundið brottfall kvenna milli stiga hefur verið nefnt „leaky pipelines“ því konur skila sér í minna mæli en karlar í háskólakennslu.

Hið almenna viðhorf til vísindamannsins er karl í hvítum slopp en ekki kona með barn á brjósti. Auður Magnúsdóttir

26% prófessora eru konur

í sínu starfi. Hún segist oft upplifa það hvernig komið er öðruvísi fram við vísindakonur en karla. „Þeir sem eru hærra settir eru miklu duglegri að ausa hrósi yfir ungu karlana og pota þeim inn á réttu staðina á meðan konurnar virðast vera ósýnilegar, þrátt fyrir að vera jafn hæfar eða hæfari.“

Stjórnmál Grasrótin vill sjá flokkinn uppskera meira VW Up! frá aðeins:

1.790.000 kr.

Katrín Jakobsdóttir kallar eftir endurnýjun í forystusveit VG Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, kallaði eftir endurnýjun í forystusveit flokksins á flokksráðsfundi um síðustu helgi.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is

Katrín Jakobsdóttir sagði að VG hefði verið að endurnýja stefnuna og endurmeta gildi sín. Hún væri ánægð með niðurstöðuna en það þyrfti að skoða í framhaldinu hvernig þess þessi stefna fái sem mestan hljómgrunn. Unga fólkið vilji gjarnan láta meira að sér kveða þótt reynsla og nýtt fólk þurfi að fylgjast að. „Grasrót flokksins vill gjarnan sjá flokkinn uppskera meira í skoðanakönnunum og ná meiri árangri,“ segir Katrín. „Það er því nauðsynlegt að hver og einn í forystusveit flokksins, sem samanstendur að mestu af reynsluboltum, íhugi hvort hann sé rétta manneskjan til að framfylgja stefnunni.“ Katrín segir í samtali við Fréttatímann að enn sem komið er hafi hún ekki fengið nein viðbrögð. | þká

| þká

Katrín Jakobsdóttir vill endurnýja í liðinu.


Vísundur Ævintýraheimur skynfæranna

17. febrúar – 1. mars

Prófaðu, skoðaðu, hlustaðu og skoppaðu milli skynfæra í vísindaskyni. Ævintýraleg vísindasýning fyrir alla fjölskylduna. Þrautir, leikir og frábær skemmtun fyrir vísindamenn á öllum aldri.

Opið til 19

OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FACEBOOK INSTAGRAM SNAPCHAT


kLapP, KlaPp, kLapP & mEirA kLapP! VIð KlöPpuM fYriR vIðsKipTavInuM oKkaR þVí áNægðusTu ViðSkiPtaVinIrnIr í fArsímaþjóNusTu eRu Hjá noVa. fyRir það eRum við þAkkLát og kYnnUm ánæGjuAukAndI nýjuNgaR í frElsI.

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri. Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter


nýjuNgaR í frElsI! MánaðarLeg áfYllIng mEÐ dEbeT- Eða krEdiTkoRtI

0 kr. 0 kr. NovA Í nOva

NovA Í alLa

10gB 10gB 1.990 kR.

0 kr. Nova í Nova: Ótakmarkaðar mínútur og SMS/MMS í alla hjá Nova og 10 GB.

2.990 kR.

0 kr. Nova í alla!: Ótakmarkaðar mín. og SMS/MMS í alla farsíma og heimasíma á Íslandi og 10 GB.


fréttatíminn | HElgin 19. fEbrúar–21. fEbrúar 2016

8|

Icesave III rétt sleppur en fjölmiðlalögin ekki Miðað við niðurstöðu stjórnarskrárnefndar um að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál hefðu níu almennar undirskriftasafnanir undanfarinna áratuga náð að knýja fram atkvæðagreiðslu. Söfnun Varins lands 1974 um áframhaldandi veru bandaríska hersins ber höfuð og herðar yfir aðrar safnanir. Rúm 55 þúsund manns skrifuðu undir, eða tæp 44 prósent kosningabærra manna. Næstur kemur Kári Stefánsson með endurreisn heilbrigðiskerfisins. Í gær höfðu um 78 þúsund manns skrifað undir, eða rúm 31 prósent á kjörskrá, tvöfalt það sem þarf samkvæmt

Varið land 55.522 undirskriftir (43,7%)

Gegn vegatollum 41.525 undirskriftir (18,0%)

Gjald af makríl 34.778 undirskriftir (14,1%)

Endurreisn heilbrigðiskerfisins 78.000 undirskriftir (31,2%)

Almenn skuldaleiðrétting 37.743 undirskriftir (16,3%)

10% áfengisgjalds til sjúkra 31.000 undirskriftir (13,0%)

Reykjavíkurflugvöllur 69.637 undirskriftir (29,3%)

Icesave III 37.000 undirskriftir (16,0%)

Kvótinn í þjóðaratkvæði 29.000 undirskriftir (11,7%)

Icesave II 56.089 undirskriftir (24,5%)

Fjölmiðlalögin 31.752 undirskriftir (14,9%)

ESB-viðræður í þjóðaratkvæði 53.555 undirskriftir (22,1%)

Breytt veiðigjald 34.882 undirskriftir (14,7%)

 Undir 15% mörkum  Yfir mörkum

tillögu nefndarinnar til að knýja fram atkvæðagreiðslu. Næstu kannanir eru Hjartað í Vatnsmýri (29%), Icesave II (25%), ESB í þjóðraatkvæði (22%), stopp á sölu HS-veitna (20%), höfnun vegatolla (18%) og skuldaleiðrétting og Icesave III rétt sluppu (16%). Kannanir sem voru nálægt því að ná mörkunum en tókst ekki voru söfnun gegn fjölmiðlalögum (14,9%), hækkun veiðigjalds (14,7%) og gjaldtaka af makrílkvóta (14,1%). Samkvæmt þessu getum við búist við að fá að kjósa um heilbrigðiskerfið, flugvöllinn, ESB og jafnvel herinn, en síður um veiðigjöld og kvótann. Kannski hefur einhver dregið línuna einmitt um þau mál. | gse

STILLANLEGT OG ÞÆGILEGT

HEILSURÚM

DÝPRI OG BETRI SVEFN Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er og með öðrum færð þú nudd. Saman hjálpa rúmið og dýnan þér að ná hámarks­ slökun og dýpri og betri svefni. Svo vaknar þú endurnærð/ur og tilbúin/n í átök dagsins.

STILLANLEGT RÚM Tvær Serta Therapist heilsudýnur. 90 x200 cm. Verð frá:

499.900 kr.

Það hefur verið eitt helsta hagsmunamál geitabænda á Íslandi að fá mjólkina í framleiðslu því þá er komin forsenda fyrir ræktun.

Landbúnaður Íslenskir geitaostar í framleiðslu

Loksins leyfilegt að selja geitamjólk Í fyrsta sinn á Íslandi hefur verið veitt mjólkusöluleyfi á geitamjólk. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Nú verður í fyrsta sinn hægt að framleiða löglega vörur úr íslenskri geitamjólk en Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli, hefur eftir langa baráttu fengið formlegt mjólkursöluleyfi. Þetta er í fyrsta sinn sem gefið er út slíkt leyfi á Íslandi. „Þetta þýðir að ég get selt mjólkina mína frá býlinu og til fram-

leiðslu,“ segir Jóhanna. „Nú get ég selt mjólkina mína til Erpsstaða og látið gera fyrir mig osta þar, en ég hef þurft að gera það á undanþágum hingað til. Þetta þýðir líka að löglegt er að gerilsneyða mjólkina og setja hana á fernur. En þetta er bara fyrsta hænuskrefið,“ segir Jóhanna sem hefur lært geitaostagerð hjá bændum erlendis og hefur lengi dreymt um að framleiða ostana sjálf á Háafelli. „Planið er að auka framleiðslu og fara að mjólka á fullu og vonandi rís hér ostagerð í sumar. Nú getur ekkert stöðvað okkur i ostaframleiðslunni, þó það sé auðvitað ekki enn leyfilegt að

gera osta úr ógerilsneyddri mjólk, líkt og gert er annarsstaðar. Það er vonandi næsta skref.“ Kostir geitamjólkur hafa verið þekktir frá örófi alda. Hún er mjög holl og þeim kostum gædd að í hana vantar próteinið sem veldur svo mörgum mjólkuróþoli. Ungbörn þola því geitamjólkin einstaklega vel. „Ég hef látið ógerilsneydda geitamjólk til þó nokkurra ungbarna sem ekki höfðu móðurmjólkina og þoldu hvorki kúamjólk né þurrmjólk. Þau döfnuðu öll mjög vel. Það er ekkert að þeim í dag. Geitamjólkin var það eina sem þau þoldu,“ segir Jóhanna.

Skattsvik Ekki sér fyrir endann á skattrannsókn *Aukahlutur á mynd: höfuðgafl.

STILL ANLEGU HEILSU­ RÚMIN FRÁ C&J: · Inndraganlegur botn

· Tveir nuddmótorar með

· Lyftigeta yfir 2 x 450 kg per botn · Mótor þarfnast ekki viðhalds

klukku, vekjara og vasaljósi · LED lýsing undir rúmi

· Tvíhert stálgrind undir botni

FA X A F E N I 5 Reykjavík 588 8477

tímarofa · Þráðlaus fjarstýring með

· Hliðar og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur

DA L S B R AU T 1 Akureyri 588 1100

S KE I Ð I 1 Ísafirði 456 4566

Skattrannsóknarstjóri segir að rannsókn gæti dregist á langinn Enn er langt í land í niðurstöðu skatt rann sókn ar stjóra á 30 málum sem byggja á skattagögnunum sem voru keypt af erlendum huldumanni fyr ir 37 milljón ir króna í byrjun sumars. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að rannsóknin sé snúin, ekki hafi verið lögð fram nein fjárhaldsgögn eða bankayfirlit. Einungis sé um að ræða upplýsingar um aflandsfélög í eigu Íslendinga. Málin þrjátíu eru einungis lítill hluti þeirra upplýsinga um aflandsfélög sem voru keyptar. Ríkisskattstjóri fékk afganginn og tekur ákvörðun um hvernig verður farið með þær upplýsingar. Bryndís segir að sakaruppgjöf gegn uppgjöri skattsvikanna sé sú leið sem flest lönd hafi valið að fara.

Bryndís Kristjánsdóttir.

30

Enn langt í niðurstöðu skattrannsóknastjóra á 30 málum sem byggja á skattaögnum frá erlendum huldumanni.

Hún gæti ýtt undir að fólk kæmi fram að sjálfsdáðum í stað þess að eiga á hættu að sæta skattrannsókn. Efnahags- og viðskiptanefnd ræðir nú hvort veita skuli slíka sakaruppgjöf. | þká


www.peugeot.is

PEUGEOT 308

SPARNEYTIÐ LJÓN Á VEGINUM CO2 82g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,1L/100km* NÚ FÁANLEGU

R MEÐ

5 ÁRA

Á BY R G Ð

*Engine of the Year Awards 2016

*

PEUGEOT 308 kostar frá kr.

3.190.000

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 Þó Peugeot 308 hafi hlotið fjölda verðlauna út um allan heim þá eru það ekki bara verðlaunin sem skera hann frá samkeppninni. Ómótstæðilegir aksturseiginleikar, gott rými fyrir bæði farþega og farangur, eyðslugrannar og endingargóðar vélar*, hvort sem er dísil eða bensín, með eldsneytiseyðslu frá 3,1L/100km og CO2 útblástur frá 82g/km, þá eru þetta eiginleikar sem einfaldlega er erfitt og nær ómögulegt að keppa við. Komdu og prófaðu Peugeot 308, bíl sem á sér ekki jafningja.

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

Þú finnur okkur á facebook.com/PeugeotIceland


fréttatíminn | helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

10 |

Hvarfið á pabba var uppHaf ógæfunnar

Þegar Valgeir Víðisson hVarf Var Óðinn, sjö ára sonur hans, tekinn af mÓður sinni og Vistaður á geðdeild. Þar fékk hann allskyns greiningar og lyf en hVorki ást né umhyggju. hann fékk nánast enga skÓlagöngu og Var ÞVælt á milli stofnana og misjafnra manna í sVeitum landsins.

Það kemur kannski ekki á óvart að hann sitji nú á Litla-Hrauni með tugi dóma á bakinu. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Óðinn Valgeirsson er 75% öryrki og hefur í tvígang hlotið alvarlega heilaskaða. Hann hefur nokkrum sinnum reynt að svipta sig lífi og er enn með áverka eftir þær tilraunir. Hann er laskaður á líkama og sál og þegar við ræðum saman lýsir hann heiftarlegum fráhvörfum sem daglegu lífi á Litla-Hrauni. Hann hefur framið svo marga smáglæpi að hann hefur enga tölu á þeim. Í þetta sinn situr hann inni fyrir frelsissviptingu á ungri konu, innbrot í apótek og á hótel. Eftir að hann var settur inn fékk hann viðbótardóm fyrir fjölmörg búðahnupl. Hann heldur að þetta sé í sjötta sinn sem hann situr af sér á Hrauninu. En upphafið af þessum ógöngum Óðins rekur hann til hvarfs föður síns. Þegar lífið tók óvænta stefnu. Fyrstu ár ævinnar bjó Óðinn í Grafarvogi með móður sinni, Unni Millý Georgsdóttur, og eldri systur sinni. „Hann var einstaklega lífsglatt og athafnasamt barn. Vel gefinn og forvitinn um alla hluti. Krafturinn í honum var rosalegur og hann lét sér aldrei leiðast. Hann var samt ekki til vandræða og hefði líklega ekki verið talinn ofvirkur,“ segir systir hans. Á þessum tíma var Grafarvogur að byggjast upp og fjölskyldufólk úr hinum ýmsu áttum settist þar að. „Fjölmargir fluttu þangað úr Breiðholtinu. Sumar fjölskyldur, sem höfðu verið í félagsíbúðum í langan tíma og voru með einhverjum hætti fastar í kerfinu, fengu forkaupsrétt á raðhúsum í hverfinu sem auðveldaði þeim að koma undir sig fótunum. Þetta var svolítið gott úrræði og raunveruleg hjálp. Það voru því rosalega margir krakkar að koma nýir inn í hverfið á sama tíma,“ segir hún. Líf Óðins var ekki ósvipað lífi annarra barna í hverfinu og stundum fór fjölskyldan í útilegur og veiðiferðir. Óðinn á góðar minn-

ingar frá þessum tíma og gleymir aldrei hvað honum þótti gaman að fara til pabba síns um helgar. „Hann var rosalega flottur karl og helgarnar með honum voru algjört ævintýri. Ég elskaði hann svo mikið og mér þótti mjög vænt um þessar stundir. Samt var eins og ég hafi skynjað að tími okkar væri naumur,“ segir Óðinn. Sumarið áður en Óðinn átti að byrja í skóla, árið 1994, komu lögreglumaður og prestur að heimsækja hann. „Þeir sögðu að þeim þætti leiðinlegt að tilkynna mér að pabbi minn hefði horfið sporlaust og að það væri út af einhverjum fíkniefnum. Fyrir sjö ára krakka voru þetta óskiljanlegar upplýsingar. Mig langaði bara að vita hvað fíkniefni væru. Svo beið ég eftir því að pabbi kæmi aftur.“ Skömmu áður hafði faðir hans, Valgeir Víðisson, yfirgefið heimili sitt um miðja nótt og aldrei skilað sér aftur. Valgeir hafði átt við fíknivanda að stríða og hlotið dóma fyrir minniháttar glæpi sem raktir voru til neyslu hans. Lögregluna grunaði að hann skuldaði peninga og að óvildarmenn hans hefðu átt þátt í hvarfinu. Óðinn vissi ekkert um þetta fyrr en hann sá forsíður blaðanna. Varð fjölmiðlamatur Hvarf Valgeirs varð vendipunktur í lífi Óðins. „Það fór allt úr skorðum. Við urðum fjölmiðlamatur í margar vikur og málið var stanslaust til umfjöllunar. Það voru allir að tala um þetta en enginn gerði neitt,“ segir systir hans. Sögurnar fóru á kreik í hverfinu og krakkarnir fóru ekki varhluta af þeim. Móðir hans lýsir því að Óðinn hafi orðið fyrir einelti og man eftir krökkum sem hjóluðu að húsinu þeirra til að kíkja á gluggana. „Þau sögðu mér að pabbi minn væri dópisti og ég ætti eftir að verða það líka,“ segir Óðinn. „DV skrifaði til dæmis að Valgeir hefði verið sprautufíkill og foreldrar í hverfinu vildu ekki leyfa börnunum sínum að vera í kringum okkur eftir það. Inn á heimilinu var auðvitað reynt að vernda okkur fyrir þessu en þú getur ímyndað þér hvernig honum leið að heyra

svona um pabba sinn,“ segir systir Óðins. Til stóð að Óðinn byrjaði í grunnskóla haustið eftir hvarf Valgeirs en þangað fór hann aldrei. Hann var vistaður á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut, þar sem hann látinn verja mest öllum tíma næstu árin. „Ég var bara lokaður inni,“ segir Óðinn. „Ég vildi auðvitað bara vera hjá mömmu. En hún var einstæð og þeir gáfu henni ekkert val, hún varð að gera það sem þeir sögðu.“ Móðir hans og systir segja svipaða sögu. Þess hafi verið krafist að Óðinn yrði vistaður á Dalbraut, aðeins örfáum dögum eftir hvarf Valgeirs. „Þeir sögðust vilja veita mér áfallahjálp en það var ekki það sem ég fékk. Ég fékk sautján eða átján mismunandi greiningar og allskonar lyf. Mér leið hræðilega og var brjálæðislega reiður og sorgmæddur. Ég viðurkenni alveg að ég var mjög óþekkur krakki en ég hefði þurft einhverja andlega hjálp.“ Óðinn segist meðal annars hafa verið greindur ofvirkur og hvatvís með mikinn athyglisbrest. „Kannski var það allt rétt en ég held ég hafi ekki orðið svona fyrr en eftir áfallið. Ég kunni ekkert að díla við þetta. Læknarnir dældu í mig lyfjum, gáfu mér rítalín og róandi til skiptis og ég fékk ábyggilega hálft pilluglas, nokkrum sinnum á dag. Ég var bara útúrdópaður krakki.“

„Þeir sögðust vilja veita mér áfallahjálp en það var ekki það sem ég fékk. Ég fékk sautján eða átján mismunandi greiningar og allskonar lyf,“ segir Óðinn.

Greindur í gegnum síma Móðir Óðins og systir upplifðu ástandið með svipuðum hætti og þeim fannst læknarnir gefa honum óheyrilegt magn af lyfjum. Þær segjast báðar margoft hafa heimsótt hann á Dalbraut þar sem hann var bæði dofinn og stjarfur af lyfjagjöf. „Ef hann sýndi einhverjar eðlilegar tilfinningar, varð reiður eða æstur, þá var enginn sem settist niður með honum og veitti honum það sem hann þurfti. Honum var alltaf hent inn í „pullu“,“ segir systir hans og á við bólstrað herbergi á geðdeildinni. Móðir hans minnist þess ekki að nokkur ráðgjafi eða meðferðarfulltrúi hafi fylgt honum eftir í lengri tíma. „Það voru stöðugt nýir læknar og nýjar skýrslur

Meðlag

Mér fannst ég sjá pabba alls staðar og vildi ekki trúa því að hann væri horfinn. Ég saknaði hans svo innilega og ég fékk ekki einu sinni að kveðja hann.

Umsækjendur um meðlag, vinsamlegast athugið að umsóknir um meðlag verða eingöngu afgreiddar rafrænt í gegnum Mínar síður á www.tr.is eftir 1. mars 2016.

Tryggingastofnun Laugavegi 114 | 105 Reykjavík Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is


MAZDA6 – NÚ FÁANLEGUR MEÐ NÝJU SKYACTIV FJÓRHJÓLADRIFI

MAZDA6 AWD FRÁ 5.290.000 KR. SKYACTIV Technology

Mazda6 AWD er glæsilegur og vel útbúinn fjórhjóladrifinn station bíll. Hann er jafnframt búinn miklum öryggisbúnaði líkt og blindpunktsaðvörun, nálægðarskynjurum að framan og aftan og snjallhemlunarkerfi sem varar þig við ef stefnir í árekstur og grípur inn í ef þörf krefur. Mazda6 AWD er einnig búinn Rear Cross Traffic Alert búnaði sem nemur aðvífandi umferð þegar bakkað er úr stæði. MAZDA6 VISION AWD STATION, BEINSKIPTUR 2,2 DÍSIL 150 HÖ - FRÁ 5.290.000 KR. MAZDA6 OPTIMUM AWD STATION, SJÁLFSKIPTUR 2,2 DÍSIL 175 HÖ - FRÁ 6.090.000 KR. Umframbúnaður OPTIMUM útfærslu: • Leðuráklæði á sætum • Rafstýrð framsæti • Bílstjórasæti með minnisstillingu

• 19“ álfelgur – 225/45 R19 • Veglínuskynjari • Upphitanleg aftursæti

• Bose hljómkerfi – 11 hátalarar • Aðlögunarhæf LED framljós • Framrúðuskjár fyrir hraða

• Bakkmyndavél • Þjófavörn með hreyfiskynjara • Lyklalaust aðgengi

Komdu og reynsluaktu Mazda6 AWD Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Mazda6_AWD_ongoing_5x38_20160201_END.indd 1

2.2.2016 13:12:21


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

12 |

Feðgarnir við Hraunfossa í Borgarfirði, nokkru fyrir hvarf Valgeirs.

og nýir meðferðarfulltrúar. Það var eins og hann væri tilraunadýr. Einn læknirinn greindi hann bara í gegnum síma.“ Óðinn segir sorgina við föðurmissinn og aðskilnaðinn frá móður sinni hafa gert hann reiðan og erfiðan einstakling. „Ég neitaði að trúa því að pabbi minn væri dáinn og þeir greindu mig veruleikafirrtan. Þegar ég tók köst og brjálaðist var ég snúinn niður, settur í pulluherbergið og pilluskammturinn aukinn. Ef ég var leiður þá þurfti að laga það og ef ég var reiður þá þurfti að gefa mér pillur við því. Þegar mamma spurði læknana hvort það væri eðlilegt að dópa mig svona niður, sögðust þeir bara vera að laga lyfjaskammtana. Þegar hún heimtaði að fá mig út af deildinni, þá hótuðu þeir að taka mig alveg af henni.“ Óðinn rifjar upp atvik sem hann segir að hafi alltaf setið í sér. „Eitt

skiptið var komið með glænýtt billjardborð í kjallarann á Dalbraut og ég var rosalega spenntur að sýna mömmu það. Þegar hún kom í heimsókn stökk ég upp og hoppaði og skoppaði af spenningi. Þá komu þrír starfsmenn hlaupandi og öskrandi: „Hann er að taka kast!“ og mér var auðvitað dúndrað inn í pulluherbergi,“ segir Óðinn og klökknar. „Ég fer bara að gráta að rifja þetta upp. Mér leið svo hræðilega. Ég gengst alveg við því að hafa átt við allskonar geðræn vandamál að stríða. En ég þurfti eitthvað allt annað en þetta. Þeir settu mömmu meira að segja í þjálfun í því að snúa mig niður en hún gerði það auðvitað ekki.“ Önnur kynslóð vistheimilabarns Móðir Óðins hafði sjálf verið send nauðug á vistheimili þegar hún var yngri, þar á meðal í Breiðavík

og á Unglingaheimili ríkisins. Hún hefur áður lýst ofbeldinu sem hún sætti þar í fjölmiðlum og hefur á síðari árum beitt sér með Samtökum vistheimilabarna. Hún segir að lítið mark hafi verið tekið á hennar orðum í kerfinu og bæði hún og Óðinn hafi ávalt verið tortryggð. „Og afkomendur vistheimilabarnanna eru mörg hver í sömu sporum og Óðinn. Ég var til dæmis alfarið á móti öllum greiningunum sem hann fékk, því það liggur í eðli mannsins að líða allskonar. Eftir áfall er það alls ekkert óeðlilegt. En það var ekkert hlustað á mig.” Fjölskyldan fullyrðir að Óðinn hafi fengið litla sem enga skólagöngu á geðdeild en hann var um tíma einn í bekk í Dalbrautarskóla og enginn kennari sjáanlegur. Hann hafi hinsvegar lært margt um fíkniefni þarna inni. „Fljótlega kviknaði mikill áhugi hjá mér á dópinu sem pabbi minn hafði notað, en ég gerði mér enga grein fyrir að það var verið að stafla þessu drasli í mig. Venjulegur krakki hefði ábyggilega ákveðið að koma aldrei nálægt fíkniefnum, en ekki ég. Ég vildi vita meira. Ég vildi vita hvað pabbi minn hafði verið að gera. Ég var rosalega óþekkur krakki. Þarna inni fengum fræðsluefni um áhrif fíkniefna og ég lærði allt um kókaín, heróín og kannabisefni. Það var eiginlega það mikilvægasta sem ég lærði þarna inni.“ Fyrir fáeinum árum voru myndir af Óðni frá Dalbrautartímanum birtar í fjölmiðlum en þær voru teknar úr vídeói sem krakkarnir í skólanum gerðu um fíkniefnaneyslu. Óðinn segir kennarann hafi átt hugmyndina að vídeóinu en krakkarnir hafi búið það til. Á myndunum er

ÖLL ÖKURÉTTINDI ÖLL VINNUVÉLARÉTTINDI

Óðinn átta ára gamall að þykjast reykja hass úr pípu. Fór aldrei í jarðarför Óðinn segir að nokkrum sinnum hafi verið reynt að setja hann í venjulegan skóla en þær tilraunir hafi staðið í nokkra daga í senn. „Ég fór bara inn á klósett og bjó til hasspípur eða eitthvað álíka, sýndi bara svoleiðis takta. Skólastjórarnir vildu ekkert hafa svona krakka í skólanum svo ég var alltaf látinn hætta. Ég var bara einn dag í Austurbæjarskóla áður en ég var rekinn.“ Eftir nokkur ár inn og út af Dalbraut bjó Óðinn hjá mömmu sinni við Bústaðaveg og síðar á Njálsgötu. Þaðan slæptist hann um bæinn í misjöfnum félagsskap, stal, reykti og dópaði. Hann fullyrðir að hann sé langerfiðasta barn móður sinnar og hann hafi gert öllum í kringum sig lífið leitt. Áhugi Óðins á fíkniefnum jókst og áður en hann var tíu ára hafði hann komist upp á lagið með kannabisreykingar. Þrettán ára gamall var hann kominn í dagneyslu á e-pillum og því sem gat komist yfir. Efnin urðu harðari og frá sextán ára aldri hefur Óðinn neytt morfíns nærri daglega. Neyslan hefur heltekið líf hans síðan. Kontalgín og sambærileg læknalyf hefur Óðinn keypt í undirheimunum frá því á unglingsárum. Að sögn systur hans vildi hann vingast við ákveðinn hóp af fólki til að fá svör um hvað hefði orðið um pabba hans. „Hann var alltaf að leita að morðingja pabba síns.“ „Mér fannst ég sjá pabba alls staðar og vildi ekki trúa því að hann væri horfinn. Ég saknaði hans svo innilega og ég fékk ekki einu sinni að kveðja hann. Ég fór ekki í neina jarðarför. Mamma skildi mig vel, tók utan um mig og sagðist líka sjá hann alls staðar,“ segir Óðinn. En þar sem Óðinn var ekki húsum hæfur þótti tilvalið að senda hann í sveit. „Ég veit ekki hvað ég fór í margar sveitir. Það var alltaf verið að senda mig á einhverja bæi.“ Hann fór margoft á Stuðla og meðferðarheimili á afskekktum stöðum. Einhverntíma var hann vistaður á Hvítárbakka og einhverntíma á bæ nálægt Vík í Mýrdal. Á einum bænum var húsráðandinn barnaníðingur sem síðar var dæmdur fyrir að misnota tvær stúlkur. Ekki hugað líf

Hafðu samband í síma: 822 45 02 eða www.meiraprof.is

Fimmtán ára gamall var Óðinn sendur til Bandaríkjanna til stjúppabba síns þar sem vonir voru bundnar við að hann sneri við blaðinu og vegna þess að hann hafði ekki fengið neina skólagöngu á Íslandi. „Mamma vildi gefa þessu séns því ég var orðinn svo mikill vandræðaunglingur. Ég var svo reiður út í heiminn, að lífið hefði hrifsað pabba minn í burtu. Mér varð sama um allt og fannst enginn skilja mig. Ég át allar pillur, týndi alla sveppi og deyfði mig með öllu. Ég tók tíu millígröm af valíum á dag og reykti krakk. Þó fósturpabbi minn hafi verið góður við mig og viljað mér allt það besta þá var engin leið að tjónka við mig. Á endanum reyndi ég að hengja mig og við það brotnuðu þrír brjóskhringir í hálsinum á mér. Ég vaknaði á spítala þremur vikum síðar og þekkti ekki foreldra mína í sjón.“ Eftir þetta var Óðni ekki hugað líf og þurfti hann að undirgangast fjölmargar aðgerðir á öndunarvegi. Þegar Óðinn varð eldri fór hann í meðferðir á Vogi og hefur margoft verið lagður inn á fíknigeðdeild fyrir fullorðna á Landspítalanum. Neyslan varð sífellt harðari og inn-

brotin fleiri. „Ég hef aldrei náð löngum tíma edrú þó það sé auðvitað það sem ég vilji helst. Mig langar til að vera eðlilegur en ég er bara búinn að skemma svo margt fyrir sjálfum mér. Ég hef verið vondur við svo marga og gert svo margt sem ég sé eftir.“ Líf hans snýst nú aðallega um að verða sér út um lyfin sem hann er háður, hvort sem hann er innan eða utan fangelsisveggjanna. Örorkubætur hans fara allar í að kaupa lyfin og hann segist yfirleitt klára þær á tveimur til þremur dögum. „Þá þarf maður að stunda glæpi til að fjármagna neysluna. Fara með bakpoka inn í verslanir og fylla hann af kjöti og allskonar varningi.“ Óðinn segist þekkja fjölmarga sem láti hann fá lyf fyrir svona varning. „Það veit allt þjóðfélagið að læknadóp gengur kaupum og sölum úti á götu. Þeir menn sem ég þekki vorkenna mér nú oftast og sýna mér þægilegra viðmót en læknarnir. Þegar ég fer til lækna og lýsi fyrir þeim fráhvörfunum mínum og hvað ég sé veikur, segjast þeir þvert nei. Það komi bara upp í tölvunni að ég sé fíkill.” Vill ekki vera í vímu Á undanförnum árum hefur Óðinn helst viljað nota viðhaldslyfin Subutex og Suboxone og þau hefur hann ýmist fengið á Vogi eða á svörtum markaði. Lyfin eru sérstaklega þróuð fyrir langt leidda morfín- og heróínfíkla og gefin til að halda niðri öllum fráhvörfum og fíkn í önnur lyf. Aðeins langt leiddum fíklum er gefið lyfið og ef það er rétt skammtað veldur það engri vímu. Óðinn er í fámennum hópi fíkla á Íslandi sem á tímabilum hefur fengið lyfið vikulega af læknum á Vogi. Þó eru alltaf einhverjir sem misnota lyfið og þeir sem ekki hafa þróað með sér lyfjaþol, eins og Óðinn, verða fárveikir af inntöku lyfsins. Að sögn Óðins hefur hann náð bestum tökum á lífi sínu þegar hann nær að neyta eingöngu Suboxone. „Þá næ ég að vera algjörlega eðlilegur og fúnkerandi einstaklingur. Ef ég er ekki á þessu lyfi, þarf ég að lifa á því sem gefst hverju sinni.“ Skilyrðin fyrir því að fá Suboxone eru hinsvegar ströng og þeir sem fá lyfið mega alls ekki neyta annarra lyfja. Það hefur Óðinn hinsvegar oft gert, mælst með kannabis eða önnur efni í þvagi og því dottið af lista yfir þá sem mega fá lyfið. „Og þá þarf ég að fara að kaupa þetta dýrum dómum. Innan veggja fangelsisins er verð á 2,5 töflum af Suboxone 25 þúsund krónur. Allir mínir peningar fara í að útvega þetta.“ Óðinn segir að þó fíknin í önnur efni hverfi algjörlega á Suboxone þá lækni það hann aldrei almennilega af þráhyggjunni fyrir öðrum lyfjum. „Því fíknin er bæði andleg og líkamleg. En ég er bara að reyna að halda heilsu og eftir svona mikla lyfjanotkun hefur mér fundist Suboxone vera það eina rétta. Stundum hefur mér orðið á að taka inn eitthvað annað á meðan ég er á því og hef alltaf dauðséð eftir því. Þetta er langbesta lausnin fyrir mig.“ Á Litla-Hrauni eru margir fíklar að reyna að verða sér úti um þetta sama lyf og það aldrei hægt að treysta á framboðið. Neysla Óðins er því mjög sveiflukennd og flesta daga er hann að glíma við einhver fráhvörf. „Stundum þegar ég ligg hérna inni, einn og innilokaður, að drepast í maganum, ískalt, nötrandi og hnerrandi í fráhvörfum, þá hugsa ég hvað þetta sé ömurlegt líf. Mig langar auðvitað til að lifa allt öðruvísi. Geta fundið mér kærustu og vinnu og kannski leigt mér íbúð en fíknin stjórnar öllu hjá mér. Þjóðfélagið vill ekki hafa glæpamann eins og mig á götunum, af hverju má ég þá ekki fá lyfið sem ég þarf til að þess að hætta að stunda þessa glæpi?“


Hljómar betur PL-30-K

Vinyl-platan er komin aftur og fer ekkert í bráð.

VSX-430-K

Dúndurkraftur og tímalaus fegurð. kr. 79.900,-

kr. 68.900,-

Tilboð 63.900,-

X-SMC01BT

X-CM32BT

Vegghengjanleg bluetooth stæða sem fer einnig vel í hillu. Til í svörtu og hvítu. kr. 35.900,-

Stór hljómur í litlum græjum. Til í rauðu, svörtu og hvítu. Verð kr. 44.900,-

Tilboð 37.900,-

Tilboð 27.900,-

X-HM21BT

Þessar sóma sér vel í stofunni. Til í svörtu og silfur. kr. 45.900,-

X-EM22

Þessar snotru græjur leyna á sér.

kr. 27.900,-

Tilboð 36.900,-

XW-BTSP1-W

XW-BTSP70S

Bluetooth hátalari sem gefur sannan Pioneer hljóm.

Öflugur bluetoothhátalari. Kemur á óvart.

kr. 36.900,-

kr. 16.900,-

New 3DS leikjatölvan sem spyr ekki um aldur spilarans

kr. 39.900,-

Wii U Mario Maker leikjatölvan sem var valin af Forbes, leikjatölva ársins 2015

kr. 59.900,-

Jamo S628 HCS dark appple kr. 135.900,- Tilboð 99.900,-

Mjög gott úrval af sjónaukum af öllum gerðum, allt frá vasasjónaukum til stjörnusjónauka.

Skull Candy Uproar BT. Bluetooth. Til í fimm litum.

kr. 6.990,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

14 |

Mér finnst mjög óeðlilegt að hvorki séu greiddir skattar né launatengd gjöld af tekjum fanga. Þráinn Farestveit, forstöðumaður á Vernd

Þeir ættu að geta unnið sér inn fríðindi eins og að fá smá aukatíma með fjölskyldum sínum…

Ég hlakkaði til að losna en ég var samt hræddur við breytingarnar sem höfðu orðið á samfélaginu…

Margrét Frímannsdóttir, fyrrv. fangelsisstjóri á Litla-Hrauni

Geir Gunnarsson, fyrrum fangi

Föngum er ekki umbunað Geir Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir og Þráinn Farestveit vita ýmislegt um hvernig fangelsisrefsingar fara með fólk. Enginn Íslendingur hefur afplánað lengri dóm en Geir sem sat í sautján ár í öryggisfangelsi í Bandaríkjunum. Margrét er nýhætt sem forstöðumaður á Litla-Hrauni eftir áralangt starf en Þráinn stýrir áfangaheimilinu Vernd, þar sem tæplega helmingur íslenskra fanga lýkur afplánun. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Geir Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir og Þráinn Farestveit eru öll sammála því að reka eigi betrunarstefnu en ekki refsistefnu í íslenskum fangelsum svo fangar snúi út í samfélagið aftur sem bættir menn. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, gagnrýnir að fangar á Íslandi búi við algjört iðjuleysi og eigi litla möguleika á að taka upp breytt líferni að lokinni afplánun. Þeir upplifi að sú litla vinna sem er í boði sé of tilgangslaus og verulega skorti fjölbreyttari úrræði. Getur það stafað af úrræðaleysi stjórnenda fangelsanna? „Stór hluti af vinnutíma fangelsisstjóranna felst í því að leita að verkefnum fyrir fanga því það er rétt að þau eru ekki næg,“ segir Margrét. Er þá erfitt að fá fyrirtæki til að koma með verkefni inn í fangelsin?

„Það mætir stundum andstöðu vegna samkeppnissjónarmiða. Nokkur verkefni hafa verið stoppuð,“ segir Þráinn. „Ef fyrirtæki vilja láta vinna fyrir sig verk inni í fangelsi getur það orkað tvímælis utan fangelsisins því það eru til dæmis ekki greiddir skattar af launum fanga.“ Fá þóknun, ekki laun Greiðslurnar sem fangar fá fyrir að stunda vinnu í fangelsum landsins eru skilgreind sem þóknun en ekki laun og þar af leiðandi lúta þeir öðrum lögmálum en á vinnumarkaði. Margrét og Þráinn telja það mögulega mannréttindabrot að fangar vinni sér ekki inn lífeyrisréttindi fyrir þá launuðu vinnu sem þeir inna af hendi í fangelsum. „Mér finnst mjög óeðlilegt að hvorki séu greiddir skattar né launatengd gjöld af tekjum fanga. Því svo koma þeir út og ætla sér byrja lífið að nýju og þá hafa þeir verið sviptir þeim réttindum sem þeir þurfa á að hafa. Til dæmis rétti til atvinnuleysisbóta. Menn sem sitja lengst inni hafa kannski ekki greitt í lífeyrissjóð í áratug. Eðlilegt væri að þeir áynnu sér slík réttindi ef þeir stunda vinnu en það virðist vanta fjármagn til að framkvæma breytingar á þessu,“ segir Þráinn. Örorkubætur eftirsóknarverðar Margrét segir umræðuna gamla og hún hafi meðal annars reynt að fá þessu breytt þegar hún sat á þingi. „Vegna þess að fangi getur ekki geymt áunninn rétt til atvinnuleysisbóta nema í tvö ár. Ef fólk situr lengur inni, missir það þessi rétt-

indi. Fæstir hafa reyndar áunnið sér slík réttindi áður en þeir koma í afplánun. Ef þeir hinsvegar stunda vinnu eða nám hvern einasta virka dag á meðan þeir eru í fangelsi, hversvegna í ósköpunum ættu þeir ekki að njóta sömu réttinda og aðrir? Þetta leiðir til þess að það verður eftirsóknarvert fyrir fanga að fara á örorkubætur þegar þeir koma út. Þeir ættu frekar að geta sótt um atvinnuleysisbætur og stefnt að því að koma aftur út í samfélagið og verða virkir,“ segir Margrét. Framtíðin björt eftir afplánun En hvernig sér Geir fyrir sér ellina eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár án þess að hafa greitt í lífeyrissjóð? „Mín framtíð er bara mjög björt. Ég get ekki kvartað undan neinu. En ég er ekki að koma úr fangelsi á Íslandi. Hér er ég með hreint sakavottorð og ég sé ekki að neinn vandi blasi við mér. Það væri hinsvegar mjög íþyngjandi fyrir mig að hefja nýtt líf í Bandaríkjunum því þar er félagsleg stimplun fyrrum fanga mjög mikil. Þú mætir stöðugt því viðhorfi að vera fyrrverandi afbrotamaður og þess vegna er erfitt að byrja upp á nýtt. En þrátt fyrir að þetta sé auðveldara á Íslandi er mjög margt sem vefst fyrir mér við að aðlagast nýju samfélagi. Líklega af því að ég sat svo lengi inni.“ Mál Geirs vakti mikla athygli þegar fjallað var um það í Kastljósi RÚV árið 2007. Hann hlaut 20 ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás í Bandaríkjunum og afplánaði í sautján ár í Greensville öryggisfangelsinu í Virginíu. Eftir að afplánuninni lauk í haust, kom hann til Íslands þar


Kaupaukar

fylgja öllum blómum um helgina • •

Ilmvatnsprufa frá Stella McCartney 2 fyrir 1 á kvikmyndina Fyrir framan annað fólk. Miðinn gildir í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri

• •

Afsláttarmiði á Kol restaurant 2 fyrir 1 á Tapas barinn

Gildir á mánudögum og þriðjudögum, til 29. mars 2016 Gildir ekki með öðrum tilboðum. tapas.is • borðapantanir í síma 551-2344

2 fyrir 1

Tapas barinn býður af óvissuferð á mánudögum og þriðjudögum gegn framvísun miðans.

Vesturgötu 3b

Tapas barinn

www.kolrestaurant.is • Sími 517 7474

Gildir ekki af öðrum tilboðum né á Food & Fun

Gildir út mars 2016.

Skólavörðustíg 40

20%

Kol býður afslátt af samsettum matseðlum gegn framvísun miðans.

Kol Restaurant

(Gildir í viðkomandi kvikmyndahús meðan myndin er í sýningu)

Munið Konudaginn á sunnudag

2fyrir1 á bíó Þessi miði gildir 2 fyrir 1 á kvikmyndina Fyrir framan annað fólk. Miðinn gildir í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri.

Gildir í viðkomandi kvikmyndahús meðan myndin er í sýningu

KONUDAGURINN í Blómavali

Konudagsvöndur

4.990

kr

Kaupauki: Gloss frá Avon eða Benecos varalitur fylgir meðan birgðir endast

Ástareldur

999 kr 1.599

Friðarlilja

779 kr 979

OPIÐ Í ÖLLUM VERSLUNUM BLÓMAVALS Á SUNNUDAGINN Sjá opnunartíma á blomaval.is

AVON gloss eða Benecos varalitur fylgir Konudagsblómvendinum Gildir á meðan birgðir endast AVON gloss fylgir sem kaupauki í öllum verslunum

Benecos varalitur fylgir sem kaupauki í Skútuvogi og Grafarholti

Orkidea

1.499 kr 2.690


16 |

fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

sem hann hyggst koma undir sig fótunum og leggja eitthvað að mörkum til samfélagsins.

lang, lang besta úrræðið í fangelsinu.“ Þráinn tekur undir það.

Forréttindi að vinna

Hann bendir á að það sé stór hluti af starfi hans að vera hálfgerður atvinnumiðlari. „Ég er stöðugt í sambandi við fyrirtæki til að reyna að skaffa mönnum, sem eru komnir á Vernd, vinnu. Ég finn ekkert nema velvilja og skilning hjá forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Það er ekki vandamál að finna vinnustaði sem eru tilbúnir til að gefa mönnum séns. Stundum hringja fyrirtækin meira að segja til mín og spyrja hvort það sé einhver laus. Mér hefur bara ekki fundist neitt mál að finna tækifæri fyrir þessa menn. Þeir þurfa hinsvegar sjálfir að hringja og teygja sig eftir vinnunni og vinna undir ströngum skilyrðum. Þeir eiga að mæta á réttum tíma á hverjum degi og það er fylgst með því sem þeir gera. Þetta getur verið mjög íþyngjandi. Auðvitað væri miklu þægilegra að vera bara inni í fangelsi og fá að sofa út. Sumir eru ragir við að sækja um vinnu vegna þess að þeir treysta sér ekki í svona ábyrgð og hafa kannski ekki mikla reynslu af því að lifa svona rútíneruðu lífi. Mér finnst stundum eins og það sé búið að draga allar tennur úr mönnum, þá vantar allan vilja, og sjálfsvirðingu til að takast á lífið. Þeir eru bognir og hafa litla trúa á að þeir geti bætt sig,“ segir Þráinn. „Það er erfitt að koma manneskju af stað eftir að hafa verið sitjandi í langan tíma. Þess vegna finnst mér vanta úrræði svo menn læri að koma sér af stað. Það er ekki nóg að fara kenna mönnum að vinna og svona rétt áður en þeir fara út. Þetta ætti að gera um leið og þeir koma inn. Því eins og við vitum þá hafa fæstir sem koma inn í fangelsin verið að læra eða vinna. Það þarf að byrja að vinna með þá strax og þeir koma inn, annars halda þeir áfram á sömu braut og áður. Að hangsa og láta tímann líða án þess að gera neitt uppbyggilegt,“ segir Geir.

Þráinn vill vita hvort Geir hafi öðlast einhver réttindi á meðan hann afplánaði dóm í fangelsinu í Bandaríkjunum. „Nei, engin réttindi. Það þóttu mikil forréttindi að fá að stunda vinnu og ég upplifði það þannig líka. Það var algjörlega nauðsynlegt fyrir mig sem var að afplána svona langan dóm, að hafa eitthvað að gera. Ef maður hefur ekkert að gera, gerir maður eitthvað af sér. Mér finnst nauðsynlegt að það séu einhverskonar úrræði sem menn geta tekið þátt í daglega, ekki bara einu sinni í viku. Það verður að vera rútína.“ Geir var einn af þrjú þúsund föngum í Greensville fangelsinu. Til samanburðar eru um það bil 160 fangar á Íslandi í dag. „Við vorum vaktir og taldir á hverjum morgni klukkan 5.45 og aftur klukkan ellefu á kvöldin. Þess á milli gátu menn gert það sem þeir vildu og það er vandamálið. Það er alltof mikill tími aflögu. Námið var takmarkað og bara fyrir þá sem eru 35 ára og yngri og að ljúka síðustu tveimur árum í afplánun. Ég gat hinsvegar greitt fyrir mitt nám sjálfur og gat því byrjað aðeins fyrr að stunda það.“ Fangar ragir við að skrifa Margrét útskýrir að fangar á LitlaHrauni þurfi ekki að greiða fyrir menntaskólanám. „En ef menn vilja stunda háskólanám þurfa þeir að borga fyrir það sjálfir. Vandinn er að stór hluti fanga flosnaði upp úr námi 12-13 ára gamlir og þess vegna þyrftum við að geta veitt þeim sérkennslu. Mjög margir eru ólæsir og óskrifandi og eiga erfitt með að setjast á skólabekk,“ segir Margrét. „Þetta þekki ég alveg,“ segir Geir. „Þeir voru margir í fangelsinu með mér sem hvorki kunnu að lesa né skrifa.“ „Flestir eru að glíma við einhver vandamál, lesblindu, ADHD, eða aðrar raskanir sem aftra þeim að einhverju leyti. Þeir hafa kannski aldrei átt séns á að stunda nám eða vinnu. Ég sé það þegar þeim er gefinn kostur á að skrifa athugasemdir við áminningar eða eitthvað slíkt. Langfæstir nýta sér það. Marga skortir sjálfstraust í að koma frá sér skrifuðum texta og eru hræddir við að skrifa eitthvað rangt. Þeir sleppa því frekar,“ segir Þráinn. Margrét segir það algengt að fangar á Litla-Hrauni upplifi í fyrsta sinn á ævinni inni í fangelsinu að ná einhverju prófi. „Að komast yfir þann þröskuld er ofsalega stórt skref. Það gefur þeim ákveðið sjálfstraust og þess vegna er ég sannfærð um að námið sé

Fyrirtæki vilja gefa föngum séns

Lífsviðhorfsbreytingin kom Geir hefur áður lýst erfiðum aðstæðum í fangelsinu þar sem hann dvaldi. Næringargildi matarins hafi verið lítið, honum var kalt og aðstæðurnar að öllu leyti harðneskjulegri en í íslenskum fangelsum. Margrét segir lífsviðhorf Geirs aðdáunarvert, að hann líti framtíðina björtum augum eftir að hafa setið svona lengi í fangelsi við þessar aðstæður. „Það er ekkert sem stoppar mig lengur í því að lifa góðu lífi. Ég er búinn að afplána minn dóm og er búinn að klára þennan kafla í lífi mínu. Ég get skapað mér gott líf og öðlast allskonar réttindi hér á Íslandi,

eins og aðrir,“ segir Geir. „Hugurinn er augljóslega engin hindrun hjá þér,“ segir Þráinn. „Og ég hitti oft menn sem hafa fengið svona lífsviðhorfsbreytingu. Það er akkúrat það sem Geir hefur öðlast. Hann er að halda áfram og ekkert að velta sér uppúr því sem er búið. Það er það sem hjálpar honum.“ Aðspurður um hvort það séu svona tilfelli sem gera vinnuna á Vernd gefandi, svarar Þráinn; „Já, að mörgu leyti. Ég hef verið lengi í þessu og það er enn mikill eldmóður í mér, að toga menn áfram og benda þeim á leiðir út í lífið. Það er einhver hvati á bak við þetta hjá mér. En það er einstaklega gaman að heyra Geir lýsa sínu viðhorfi, hann hefur afplánað miklu lengur en þeir sem sitja lengst hér heima. Það gerist oft að menn öðlist svona lífsviðhorfsbreytingu einhvers staðar á leiðinni.“ „Mér finnst hún gerast mest hjá þeim sem fara í nám. Þeir sem klára stúdentsprófið og fara í háskólanám, ná því markmiði og sjá möguleikana á að skaffa sér vinnu. Það er ómetanlegt að fylgjast með sjálfseflingu manna sem fara þá leið,“ segir Margrét og Geir tekur undir. „Fyrir mitt leyti var námið í fangelsinu algjörlega æðislegt. Þá loksins gat ég sagt við fjölskylduna mína og vini að ég hafi gert eitthvað sem ég var stoltur af. Það var frábær tilfinning. Þó ég hafi bara farið í tveggja ára nám þá var það byrjun og nú get ég haldið áfram.“ Bruggaði landa í fangelsinu Geir segir vendipunktinn hafa komið eftir þrjú dapurleg ár í fangelsinu. „Þegar ég fór inn varð ég mjög þunglyndur og fannst líf mitt vera búið. Mér fannst erfitt að komast í gegnum þetta og hélt áfram á sömu braut og áður en ég kom inn. Ég bruggaði landa í fangelsinu og var áfram partur af klikkaða samfélaginu. Eftir þrjú hræðileg ár áttaði ég mig og uppgötvaði að ef ég héldi áfram yrði ég ekki að betri manni. Ég var ósáttur við sjálfan mig og fann að ég varð að gera eitthvað í mínum málum. Ég vissi að ég gæti það ekki einn svo ég leitaði ég til guðs. Ég fór að biðja reglulega til guðs um hjálp og öðlaðist við það einhverskonar innri frið. Ég las mig til um kristna trú og lagði mig allann fram um að reyna að skilja út á hvað hún gengur. Það hljómar örugglega skrítið í eyrum margra en trúin varð mín hjálp.“ Þráinn bendir á að vímuefnaneysla í fangelsunum sé helsta hindrunin fyrir því að menn öðlist svona viðhorfsbreytingu. „Á meðan menn eru í neyslu skiptir engu máli hversu oft þeim er rétt hjálparhönd, þeir eru innilokaðir í svartnætti.“ Margrét segir að meðferðarúrræðið sem hafi verið í boði á LitlaHrauni í nokkur ár, sé frábært og


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

Hræddist að losna Geir segist kannast við þetta. „Það var hópur af kristnum mönnum, kallaðir Carols, sem höfðu þessi áhrif á mig. Þegar þeir komu inn og stóðu fyrir skipulögðum fundum fóru menn að koma saman og ræða um venjulega, heilbrigða hluti. Ég sá miklar breytingar á umhverfinu í fangelsinu á svona tíu ára tímabili eftir að þeir komu inn. Margir fóru að haga sér öðruvísi eftir að þeir fengu einhverjar fyrirmyndir til að líta upp til. Það var bráðnauðsynlegt að hafa einhverja sterka einstaklinga úr fangahópnum til að sýna gott fordæmi, það er ekki jafn áhrifaríkt þegar fangavörðurinn segir þér hvernig þú átt að haga þér. Það hlustar enginn á það,“ segir Geir.

Þráinn Farestveit, Margrét Frímannsdóttir og Geir Gunnarsson eru sammála um að það þurfi að koma á hvatakerfi í fangelsum svo menn sjá hag af því að haga sér vel og halda sér frá fíkniefnum. skili þeim sem það nýta sér í fínu standi út í samfélagið aftur. Meðferðarúrræði eru í boði á LitlaHrauni og á Sogni en þau mættu vera víðar. „Og nýtt frumvarp til laga um fangelsismál kemur ekkert inn á þetta og gerir ekki ráð fyrir meiri fjárveitingum til vímuefnameðferða. Menn í afplánun fá líka sáralitla umbun fyrir að standa sig vel, sem dregur úr hvatanum til þess. Allar rannsóknir sýna að þegar menn hafa setið í tvö ár í fangelsi þá kemur að því að þeir annað hvort taki sig á eða haldi áfram á sömu braut,“ segir Margrét. Eiga skilið að fá umbun Þráinn telur nauðsynlegt að koma á hvatakerfi til að styrkja framfarir fanga. „Menn sjá engan ávinning af því að haga sér vel við núverandi aðstæður. Mér þætti eðlilegt að þeir gætu haft áhrif á afplánunina með því að standa sig, að þeir kæmust til dæmis fyrr í opin fangelsi og þaðan fyrr í úrræði eins og Vernd. Það er ekkert slíkt kerfi og þess vegna eru margir sem velja að halda áfram í neyslu.“ Margrét segir fyrirkomulagið sem nú er við lýði verði að gefa mönnum von og umbun. „Þeir ættu að geta unnið sér inn fríðindi eins og að fá smá aukatíma með fjölskyldum sínum umfram það sem reglunar núna heimila, að komast í stutta fjöruferð eða sund. Lögin eru of stíf og heimila ekki slík frávik. Ef við viljum betrun í fangelsum þá hljótum við að kostnaðarmeta þann þátt. Það þýðir að það verður að styrkja námið, meðferðarúrræði og eftirfylgnina. Við þurfum að fjölga opnu úrræðunum þar sem náðst hefur mikill og góður árangur. Og þegar við skoðum boðunarlistann yfir kannski 480 manns, þá er stór hluti af þeim sem þarf aldrei að fara inn í öryggisfangelsi.“ Þeim þykir öllum mikilvægt að fangarnir hafi sjálfir val og þeir sem vilji standa sig og vera edrú sé umbunað fyrir það. „Þá eru þeir sjálfir farnir að hafa áhrif á framvindu þeirra eigin mála,“ segir Þráinn. „Áður en við byrjuðum með meðferðargang á LitlaHrauni, árið 2007, var viðhorfið meðal fanga bara að vera í því alla daga. En svo þegar reynsla var komin á meðferðarstarfið þá fóru menn að horfa til þeirra sem höfðu náð árangri. Þetta er alveg eins og í náminu, sumir sýna gott fordæmi og hafa hvetjandi áhrif á samfanga sína,“ segir Margrét.

|17

Þegar talið berst að lokum afplánunar kannast þau öll við að kvíði magnist upp meðal fanga áður en þeir halda út í lífið. „Það er flókið að losna eftir langan tíma. Ég fann það oft á mönnum áður en þeir losnuðu, hvernig þeir trekktust upp,“ segir Margrét. „Ég man líka eftir þessu,“ segir Geir. „Mín framtíð var björt og ég hlakkaði til að losna en ég var samt hræddur við breytingarnar sem höfðu orðið á samfélaginu. Þær voru hrikalega miklar. Ímyndaðu þér að vera í kassa í 17 ár og vera svo hleypt út. Ég vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga. Ég er búinn að vera að reyna að finna út úr því í þrjá mánuði. Stundum verður þetta hreinlega bara of mikið fyrir mig.“

Þeir eru oft með fangelsisgráma, fölt litarhaft eftir langa innilokun, sem getur verið í nokkrar vikur að hverfa. Þráinn Farestveit, forstöðumaður á Vernd

Þráinn talar um að það sé líka margt taugatrekkjandi fyrir menn sem koma úr öryggisfangelsi og inn á Vernd. Skrefin út í samfélagið geti verið erfið. „Þeir eru oft með fangelsisgráma, fölt litarhaft eftir langa innilokun, sem getur verið í nokkrar vikur að hverfa. Þeim finnst margt stressandi við skilyrðin á Vernd, að vakna á ákveðnum tíma og skila sér heim í tæka tíð. Þetta eru ströng skilyrði en algjörlega nauðsynlegt aðlögunarferli.“ Þeir þurfi að finna að þeir ráði við þetta og öðlist von um betra líf. „Það sem þessi kristni hópur sem ég kynntist inni í fangelsinu, gerði gott var að planta hjá mér von um að það væri betri tíð fram undan. Það varð mér rosalega mikilvægt,“ segir Geir.

Veldu yfirburði! Siemens og Bosch í 19 af 20 efstu sætunum! Í úttekt danska neytendablaðsins Tænk (2015), þar sem teknar voru til skoðunar 50 uppþvottavélar frá ýmsum framleiðendum, voru yfirburðir Siemens og Bosch algjörir. Hér fyrir neðan eru þær uppþvottavélar sem lentu í efstu sætunum.

1. sæti

2. sæti

3. sæti

4. sæti

BOSCH

SIEMENS

SIEMENS

BOSCH

*fæst hjá:

*fæst hjá:

*fæst hjá:

*fæst hjá:

SMU 51M12SK

SN 45M209SK

SN 478S01TS

SMU 53M72SK

5. sæti

SIEMENS

SN 45M231SK

6. sæti

7. sæti

8. sæti

9. sæti

10. sæti

BOSCH

BOSCH

BOSCH

BOSCH

BOSCH

SMP 68M05SK (stál)

SMP 68M02SK

SMU 69T42SK

SMU 69T45SK

11. sæti

12. sæti

13. sæti

SIEMENS

SIEMENS

SIEMENS

BOSCH

*fæst hjá:

*fæst hjá:

SN 46T597SK

SN 46T297SK

SN 45M207SK

17. sæti

18. sæti

BOSCH

SIEMENS

SIEMENS

*fæst hjá:

*fæst hjá:

16. sæti

SMU 50M95SK

Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is

SN 45M507SK

SN 44D202SK

14. sæti

SMU 50M96SK

19. sæti

Annar framleiðandi en Bosch eða Siemens.

SMU 50M62SK

15. sæti

BOSCH

SMU 50M92SK

20. sæti

BOSCH

SMU 50E52SK


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

18 |

Atburðarásin í Borgunarmálinu 13.03.2014

Fjárfestar gera tilboð í Borgunarhlut Landsbanka og Íslandsbanka.

27.06.2014

30.12.2014

Gögnum vegna söluferlis eytt að fyrirskipan Borgunar.

Bankaráð Landsbankans ræðir sölu á hlut Borgunar og Valitor.

23.07.2014

Viljayfirlýsing milli Landsbankans og fjárfestahópsins um samningaviðræður.

06.12.2014

Kaupendur greiða fyrir hlutinn og hann skiptir um hendur.

Mars 2015

30.06.2014

Íslandsbanki ákveður að selja ekki sinn hlut og hafnar kaupum á hlut Landsbankans skömmu síðar.

04.12.2014

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir réttlætanlegt að hafa ekki auglýst söluna.

Ágúst 2015

Stjórnendur Borgunar selja 2,8% hlut í fyrirtækinu samkvæmt 11 milljarða verðmati.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, leggur fram fyrirspurn um söluna.

21.12.2015

Ágúst 2014

Rafrænt gagnaherbergi vegna söluferlis opnað.

24.10.2014

27.10.2014

Fjárfestahópurinn skilar kauptilboði.

22.11.2014

Fjármálaeftirlitið veitir Eignarhaldsfélaginu Borgun heimild til að fara með virkan eignarhlut í Borgun.

27.11.2014

Kjarninn skýrir frá því að fjölskyldumeðlimir fjármálaráðherra séu þátttakendur í kaupunum.

21.01.2016

Borgun upplýst um hlutdeild sína í sölu Visa Europe.

06.11.2014

Landsbankinn samþykkir kauptilboðið með fyrirvara um samþykki bankaráðs.

Fjármálaráðherra segir, í Kastljósi RÚV, málið óheppilegt fyrir Landsbankann. Þá segir ráðherra það „ómerkilegt“ að nefna sitt nafn í tengslum við söluna.

26.01.2016

Bankaráð samþykkir söluna.

25.11.2014

Samningur undirritaður og salan gerð opinber. Kaupverð er 2.184 milljarðar.

Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, leggur fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um verðmat Borgunar.

15.02.2016

Bankastjóri Landsbankans, segir til athugunar hvort rifta megi sölunni.

Borgunarmálið Deilt um hvort samkomulagi Borgunar og Visa var eytt

Borgun lét eyða gögnum Stjórnendur Borgunar létu í mars í fyrra eyða sérstakri stjórnendagátt, það er stafrænu gagnaherbergi sem hýsti gögn úr söluferli þriðjungshlutar Landsbankans í fyrirtækinu. Með eyðingunni var sjálfvirkri aðgangskráningu og tímastimplum allra gagna eytt. Landsbankinn og Borgun deila um hvort samkomulag Borgunar við Visa Inc. hafi verið meðal aðgengilegra gagna. Atli Fanndal ritstjorn@frettatiminn.is

Borgun fær milljarða Tilkynnt var um kaup Visa Inc. á Visa Europe í byrjun nóvember 2015, rétt tæpu ári eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn. Í svarbréfi Borgunar til bankans frá 9. febrúar kemur fram að væntanleg hlutdeild Borgunar í söluvirði Visa Europe hafi ekki verið ljós fyrr en 21. desember síðastliðinn. Í svarbréfinu kemur fram að Borgun gerir ráð fyrir að fá €33.9 milljónir í peningum þegar Visa inc. greiðir fyrir kaupin á Visa Europe. Þá væntir Borgun €11.6 milljóna í formi forgangshlutabréfs í Visa inc. Borgun gerir því ráð fyrir að fá um 6.5 milljarða króna vegna samningsins á næstu árum. Til viðbótar mun Visa greiða leyfishöfum afkomutengda greiðslu árið 2020 sem mun taka mið af afkomu starfsemi Visa í Evrópu á næstu fjórum árum. Hlutdeild Borgunar af þeirri fjárhæð ræðst af viðskiptaumsvifum Borgunar.

PIPAR\TBWA • SÍA • 143141

Samningurinn er ríflega sex milljarða virði. Í gögnunum sem var eytt hefði mátt taka fyrir allan vafa um málið. Meðal kaupenda hlutarins eru stjórnarmenn Borgunar og aðilar tengdir Bjarna Benedikts-

syni fjármálaráðherra fjölskylduböndum. Salan á hlut bankans fór fram í lok árs 2014 og var fyrirtækið þá metið á um sjö milljarða. Í ágúst 2015, tæpu ári eftir kaupin, seldu stjórnendur Borgunar 2.8% hlut á um 300 milljónir en miðað var við að heildarverðmæti Borgunar væri 11 milljarðar króna. Það er fjórum milljörðum meira en fyrirtækið var metið á rétt rúmu hálfu áru áður. Í dag, rúmlega ári eftir sölu á hlut Landsbankans, er Borgun metin á milli 19-26 milljarða króna, samkvæmt verðmati sem KPMG vann fyrir stjórn Borgunar og Morgunblaðið fjallaði um í byrjun febrúar.

Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.

Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

www.rekstrarland.is

Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100

Íslandsbanki vildi ekki hlut Landsbankans Í mars 2014 gerði hópur fjárfesta tilboð í hlut Íslandsbanka og Landsbanka í fyrirtækinu Borgun. Nokkrum mánuðum síðar, eða í júní 2014, kemst Íslandsbanki að þeirri niðurstöðu að bankinn hygðist ekki selja sinn hlut í fyrirtækinu né kaupa Landsbankann út. Í júlí sama ár gerði fjárfestingahópurinn, sem tengist stjórnendum Borgunar, kauptilboð í hlut Landsbankans og síðar í sama mánuði, það er 23. júlí 2014, undirrituðu Landsbankinn og fjárfestingahópurinn viljayfirlýsingu um samningaviðræður. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði við Kastljós í vikunni að Landsbankinn kannaði

nú réttarstöðu sína vegna sölu á hlut bankans til stjórnenda Borgunar og hóps fjárfesta. Upplýsingum eytt án afritunar Í ágúst 2014, nokkrum dögum eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar, var sérstök stjórnendagátt opnuð hjá fyrirtækinu Azazo. Gagnaherbergi er hugbúnaður sem fyrirtæki nýta til að deila viðkvæmum gögnum til að mynda vegna söluferlis. Hugbúnaðurinn skráir ítarlega aðgang að gögnum, hvort og þá hvenær þau eru skoðuð sem og hvenær gögnin voru færð í kerfið til kynningar. Í mars árið 2015 var gagnaherberginu eytt án afritunar þrátt fyrir að rekstraraðilum gagnaherbergja sé sérstaklega boðið að eiga afrit af aðgangssögu kerfisins. Landsbankinn og Borgun deila meðal annars um það hvort samkomulag Borgunar við Visa Europe hafi verið aðgengilegt fulltrúum Landsbankans í söluferlinu. Landsbankinn reyndi að afla gagnanna beint Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að Landsbankinn hafi fyrir nokkrum vikum krafist aðgengis að aðgangsskráningum hugbúnaðarins. Starfsfólk bankans hafi fyrir það fyrsta gert kröfu á Borgun um að sækja afrit hjá fyrirtækinu. Því hafi Borgun ekki getað orðið við enda fyrirskipaði fyrirtækið eyðingu allra gagna og skráninga án afritunar. Þá hafi starfsmaður bankans gert tilraun til að fá aðgengi að gögnunum frá Azazo


HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu

LÖÐUR

NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF

FISKISLÓÐ 29

101 REYKJAVÍK

568 0000

WWW.LODUR.IS


20 |

fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

WOW ALLA LEIÐ! E D I N B O RG

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir riftun sölu á þriðjungshlut í Borgun til skoðunar.

fl u g f r á

9.999 kr. *

júlí - október

FRANKFURT

fl u g f r á

12.999 kr. *

júní

BERLÍN

fl u g f r á

9.999 kr. *

mars - maí

PA R Í S

fl u g f r á

9.999 kr. *

mars - apríl

B R I S TO L

fl u g f r á

9.999 kr. *

maí - júní

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

milliliðalaust en ekki fengið. Upplýsingarnar eru hins vegar ekki til að fyrirskipan Borgunar. „Ég þekki ekki samskiptin um þetta en ég veit ekki til annars en að gagnaherbergjum sé bara alltaf lokað,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, í samtali við Fréttatímann. – Í ljósi þess að salan var enn til umfjöllunar fjölmiðla í mars 2015, og til athugunar eftirlitsstofnana, hefði þá ekki verið eðlilegast að halda gagnagáttinni opinni? „Ég veit ekki betur en að það sé algjörlega staðlaður framgangsmáti að loka gagnaherbergjum. Það er að eyða þeim. En gögnin eru öll til staðar og listar um það sem þangað fór inn og hverjir fengu aðgang að.“ – Þessi tímasetta og sjálfvirka aðgangsskráning er farin og þið eigið ekki afrit af henni eða hvað? „Nei.“ Forsvarsmen Azazo vildu ekki tjá sig þegar Fréttatíminn leitaði til þeirra. Íhuga að rifta sölunni Bankastjóri Landsbankans sagði í Kastljósi í upphafi vikunnar að til skoðunar væri að rifta sölunni á Borgun og leggja fram kæru vegna málsins. Ekki liggi þó fyrir hvað gert verði. Aðspurður hvort forsvarsmenn bankans líti svo á að þeir hafi verið blekktir, sagði Steinþór: „Það er sterkt orð. Okkur hefði þótt eðlilegt að það hefði verið gerð grein fyrir þessu á þessum tíma. Það var ekki gert.“ Aðspurður hvers vegna Landsbankinn leitaði ekki til sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara, ef grunur væri á blekkingum, sagði Steinþór að slíkt væri til skoðunar. Salan á Borgun er nú til athugunar hjá fjórum eftirlitsaðilum: Bankasýslu ríkisins, Fjármálaeftirlitinu og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, auk Ríkisendurskoðunar. Það er í því ljósi sem lokun hins rafræna gagnaherbergis hefur vakið athygli meðal viðmælenda Fréttatímans. Lögfræðingar á vegum KPMG sáu um uppsetningu og rekstur gagnaherbergisins fyrir stjórnendur Borgunar. KPMG hefur, fyrir hönd Borgunar, afhent Fjármálaeftirlitinu lista yfir öll þau gögn sem aðgengileg voru í gagnaherberginu. Á listanum er, samkvæmt heimildum Fréttatímans innan úr Borgun, tilgreindur valréttarsamningur Borgunar vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa inc. á Visa Europe. Það er í andstöðu við yfirlýsingar Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar síðastliðnum en þar kemur fram að „í kynningunum var í engu vikið að því að Borgun ætti hlutafé í Visa Europe eða tilkall til endurgjalds, kæmi til þess að valréttur Vísa Europe og Vísa Inc. yrði nýttur.“

Borgunarmálið í hnotskurn

Landsbankinn, sem er að 98% eign ríkisins, seldi hlut sinn í Borgun í lok árs 2014 til Eignarhaldsfélagsins Borgun slf. Borgunarhluturinn var ekki seldur í opnu ferli og öðrum aðilum en stjórnendum og fjárfestingahópi, leiddum af Magnúsi Magnússyni, var ekki boðið að kaupa hlutinn. Íslandsbanki hafði áður hafnað yfirtöku á hlutnum en bankinn átti þegar um 60% hlut. Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er meðal fjárfestanna. Þeir Bjarni voru viðskiptafélagar um árabil, en Bjarni hætti afskiptum af viðskiptum í lok árs 2008. Verðmæti Borgunar hefur hækkað gríðarlega síðan salan átti sér stað. Við söluna var Borgun metin á um sjö milljarða en í dag er fyrirtækið metið á 19-26 milljarða. Þá væntir Borgun þess að fá rúmlega sex milljarða á næstu árum vegna samkomulags við Visa.

Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar.

Samkeppniseftirlitið ósammála Landsbankanum Ítrekað hefur Landsbankinn lýst yfir að sala bankans á hlut sínum í Borgun sé afleiðing af kröfu Samkeppniseftirlitsins um að „eignarhaldi kortafyrirtækjanna yrði breytt þannig að aðeins einn banki væri í eigendahópi hvers fyrirtækis.“ Þessu hefur Samkeppniseftirlitið mótmælt og bent á að eftirlitið gerði ekki kröfu á Landsbankann um að selja hlut sinn. „Í tilviki eignarhalds bankanna á Borgun skal það tekið fram að það var ekki skilyrði Samkeppniseftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslandsbanki seldi sig út úr félaginu,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá janúarlokum. Þá er bent á að Borgun hafi verið seld úr bankanum áður en Samkeppniseftirlitið lauk sátt við Landsbankann. „Ekki kom því til þess að Samkeppniseftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans.“


FRÁBÆRT ÚRVAL AF BARNAMAT

Gildir til 29. febrúar á meðan birgðir endast.

Semper hefur yfir 80 ára reynslu af framleiðslu á barnamat. Í boði er breytt vöruúrval af mat sem uppfyllir næringaþörf ungra barna. Maturinn er framleiddur undir ströng ströngum gæða- og öryggisstöðlum.

Ella‘s Kitchen barnamatur er eingöngu unninn úr lífrænum innihaldsefnum og inniheldur engin aukefni, s.s. sykur, salt eða rotvarnarefni. Ella‘s Kitchen leggur auk þess áherslu á að vera umhverfisvæn og gefa til baka til samfélagsins.

Betri næring með HiPP. Lífrænt ræktuð fæða inniheldur að meðaltali meira magn C-vítamíns og lífsnauðsynlegra steinefna eins og kalsíum, magnesíum, járn og króm, sem og verndandi andoxunarefna og ómega-3 fitusýra. HiPP hjálpar til við að vernda framtíð barnsins þíns.

Holle barnamatur er einstaklega næringarríkur enda unninn úr fyrsta flokks lífrænum hráefnum samkvæmt ströngustu kröfum sem Demeter vottun tryggir. Demeter vottunin tryggir bestu fáanlegu gæði í lífrænni ræktun, þ.e. hámarks innihald næringarefna og hámarks hreinleika. Engin kemísk hjálparefni eru notuð, hvorki í ræktun né við vinnslu

Við höfum framleitt næringarríkan barnamat síðan 1867. Maturinn sem við búum til fyrir börn á ekki bara að bragðast vel heldur á hann að gefa litlum börnum allt sem þau þarfnast til að fá gott veganesti út í lífið. Þess vegna notum við sérvalið ferskt hráefni og leggjum ríka áherslu á öryggismál við framleiðslu matarins.

ÍSLENSKUR BARNAMATUR þróaður af Hrefnu Rósu Sætran og Rakel Garðarsdóttur Næringarríkur og bragðgóður barnamatur úr íslensku hráefni s.s. grænmeti, byggi og kalkún. Uglan Vaka sem er auðkenni Vakandi býður því fram fjórar tegundir í dag en þær eru Gulrótarmauk og Rófu & Blómkálsmauk fyrir fjögurra mánaða börnin og svo Íslenskur pottréttur og Grænmeti & Perlubygg fyrir níu mánaða og eldri. Betri byrjun fyrir börnin.

aup Nýtt í Hagk Hrefna Rósa Sætran og

Rakel Garðarsdóttir.

Hrefna og Rakel kynna barnamatinn sinn í Hagkaup Kringlunni laugardaginn 20. feb kl. 13-15.


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

22 |

Tálknafjörður Íbúum hefur fækkað um fimmtung

Mynd | NordicPhotos/GettyImages

„Ekki ljótasta birtingarmynd kvótakerfisins“ Íbúum á Tálknafirði hefur fækkað um 20 prósent eftir að fyrirtækið Þórsberg seldi kvótann úr byggðarlaginu til Suðurnesja. Eigandi Þórsbergs gæti gengið út úr rekstrinum með rúman milljarð á morgun án þess að þurfa nokkru sinni að þefa af fiski aftur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Hér er ekki ljótasta birtingar­ myndin á kvótakerfinu,“ segir Indriði Indriðason, sveitarstjóri í Tálknafjarðarhreppi. „Við höfum séð það svartara um allt land. Þarna er einfaldlega maður sem stendur uppi með svo sem eina þokkalega trillu eftir langa ann­ asama starfsævi.“ Eftir að hafa þurft á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda eftir hrun og fengið átta hundruð millj­ ónir afskrifaðar hjá Arion banka, er fyrirtækið, sem er að mestu í eigu Guðjóns Indriðasonar, fram­ kvæmdastjóra Þórsbergs og fjöl­ skyldu hans, aftur bjargálna og vel það, eftir að hafa lokað fiskvinnsl­ unni. „Ég þekki hinsvegar ekki nokkurn mann sem er ólíklegri en hann til að taka krónu úr þessari sölu,“ segir Aðalsteinn Þorsteins­ son, forstjóri Byggðastofnunar. „Þetta fólk er þekkt af því að ber­ ast ekki á, það á ekki fína bíla eða flott hús. Þetta er ósköp venjulegt fólk, ólíkt mörgum öðrum mis­

jöfnum sauðum sem ég hef kynnst í þessum bransa. Aldrei í dýrum fötum eða keyrandi um á fínum bílum.“ Ævintýri og tröllasögur Byggðastofnun á 23 prósent í fyrir­ tækinu. Það er þó ólíklegt að það sé hægt að selja þann hlut enda ræður eigandi meirihluta hluta­ fjárins í raun yfir fyrirtækinu. Byggðastofnun gæti því ekki selt kvóta eða tekið fé úr rekstrinum. Það er þó Tálknafjarðarhreppur sem mestu tapar. Alls unnu um 60 manns hjá Þórsbergi, þegar mest var, þar af fimmtán manna áhöfn á línubátnum Kópi sem var seldur með fyrirtækinu og tólf hundruð tonna kvóta til Suðurnesja. Tálknafjörður veltir um 300 milljónum. Kvótinn var rúmlega þriggja milljarða virði, Þótt bærinn hafi átt forkaupsrétt að kvótanum hefði það aldrei verið raunhæfur möguleiki. Rúm sextíu prósent af útsvarinu tapast hinsvegar og það setur strik í reikning bæjar­ ins. Indriði Indriðason segir að það sé dauð hönd yfir landsbyggð­ inni vegna fækkunar þjónustu­ starfa. „Ég held að það hafi ekki verið minna áfall fyrir bæjar­ félagið þegar Landsbankinn lokaði útibúinu sínu og Pósturinn lokaði hérna í bænum í fyrra. Það setur atvinnurekendum líka skorður þegar engin grunnþjónusta er til staðar.“ Aðalsteinn segir hinsvegar að það sé ekki boðlegt að núverandi

kerfi bjóði hættunni heim. Það verði að fara að ræða pólitískar leiðir til að koma í veg fyrir að slík staða komi upp. Þótt menn vilji halda í kvótakerfið sé ekki þar með sagt að það sé heppileg staða að einstaklingar hafi örlög heilu byggðarlaganna í hendi sér. „Það fara auðvitað alltaf af stað ýmis ævintýri og ótrúlegar tröllasögur þegar svona gerist. Þótt veruleik­ inn sé kannski ekki alveg svona spennandi þá er alveg ljóst að varnirnar í núverandi kerfi halda ekki. hvað þetta varðar.“ Bara grátlegt Í framtíðinni má gera ráð fyrir að sex manns geti starfað hjá Þórs­ bergi. Það eru ansi mikil viðbrigði. Íbúar á Tálknafirði eru nú um 260 talsins en voru rúmlega 300 fyrir söluna. Stór hluti af andvirði kvótans var greiddur í krókakvóta og fyrir­ tækið er því ekki búið að leggja árar í bát. Ekki er hinsvegar reiknað með að nýr 23 tonna bátur Þórsbergs landi aflanum á Tálkna­ firði og fleiri hugsa sér til hreyf­ ings. „Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir byggðarlagið,“ segir Aðal­ steinn. „Um tíma var helmingur allra starfa í bænum hjá Þórsbergi. Núna stendur vinnsluhúsið autt.“ „Það er ekkert annað en grátlegt, þegar menn selja lífs­ björgina frá okkur hinum,“ segir fyrrverandi verkamaður í fisk­ vinnsluhúsinu. „Þegar þeir selja og skella í lás, standa þeir uppi sem

kemur HeILSuNNI í Lag

Icepharma

eIN tafLa á dag

SykurLauSar íSLeNSk framLeIðSLa FÆST Í APÓTEKUM

Mynd | Árni Grétar

Um 60 manns unnu hjá Þórsbergi þegar mest var.

milljónamæringar en við hin erum atvinnulaus, í verðlausum húsum.“ Hann segir að verkafólkið hafi ekki fengið neitt staðfest fyrr en svona viku fyrir söluna. „Auðvit­ að var okkur búið að gruna þetta lengi. En það er ömurlegt að fá að heyra að maður eigi sjálfsagt aldrei eftir að fá vinnu í sínum heimabæ. Tálknafjörður verður sjálfsagt bara enn einn draugabærinn á Vest­ fjörðum.“

Þetta er ósköp venjulegt fólk, ólíkt mörgum öðrum misjöfnum sauðum sem ég hef kynnst í þessum bransa. Aldrei í dýrum fötum eða keyrandi um á fínum bílum.

Úrelt fiskvinnslufólk Indriði Indriðason segir hins­ vegar enga hættu á því að Tálkna­ fjörður verði draugabær. „Það er miklu frekar gullgrafarablær yfir Tálknafirði núna. Það er fjórföldun á eldisleyfum í fiskeldinu hér í botni fjarðarins og við væntum mikils af því. Og þótt kvóti hafi farið úr bæjarfélaginu, þá kom krókakvóti í staðinn. Það er verið að rótfiska. Fiskvinnslan lokaði að vísu, en það var ekki hægt að reka hana með þeim aflaheimildum sem voru til staðar. Fyrirtækið barðist í bökkum. Það má segja að fiskverkafólk sé orðið úrelt með nýjustu tækni. Það þarf sífellt færri hendur en það kostar mikið að koma upp slíkri verksmiðju með tilheyrandi vélbúnaði. Það borgar sig ekki nema ætlunin sé að vinna minnst fimmtán þúsund tonn. Það eru að verða breytingar á atvinnu­ lífi staðarins og það tekur á meðan á því stendur.“ Þetta bara gekk ekki lengur Bjarnveig Guðbrandsdóttir, skóla­ freyja við grunnskólann, segir að ástandið sé vissulega slæmt í bænum en enginn hafi grætt á breytingunni. „Fólkið sem á Þórs­ berg var einfaldlega komið upp að vegg. Þetta gekk ekki lengur. Þau neyddust til að selja. Við búum hérna öll saman í litlu þorpi og hér er enginn að berast neitt á. Öllum finnst þetta jafn leiðinlegt.“ Maður Bjarnveigar missti vinn­ una sem stýrimaður á Kópnum, ásamt öðrum í fimmtán manna áhöfn, en starfar nú í Vestmann­ eyjum yfir vetrartímann, fjarri fjöl­ skyldunni. „Við ætlum að láta árið líða áður en við ákveðum hvort við þurfum að flytja burt úr plássinu,“ segir Bjarnveig. Hún bendir á að

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar.

Hér er ekki ljótasta birtingarmyndin á kvótakerfinu. Við höfum séð það svartara um allt land. Þarna er einfaldlega maður sem stendur uppi með svo sem eina þokkalega trillu eftir langa annasama starfsævi. Indriði Indriðason, sveitarstjóri í Tálknafjarðarhreppi.

hafa þurfi líka í huga að börnum hafi fækkað mikið og það geti haft áhrif á störf við grunnskólann. Aðalsteinn Þorsteinsson segir að ástandið sé þó ekki jafn svart fyrir Tálknafjörð og það gæti virst við fyrstu sýn. „Fyrir ári síðan kom sama staða upp á Djúpavogi og fjöldi fólks fluttist frá bænum. Nýj­ ustu tölur sýna hinsvegar að dæm­ ið er að snúast við aftur. Fólk er að snúa aftur í bæinn til að starfa við fiskeldi og ferðaþjónustu,“ segir hann. Hann segist telja að sama staðan verði uppi á Tálknafirði. Þar sé fiskeldi í sókn og hugmynd­ ir séu uppi um að nýta vinnsluhús Þórsbergs til að fullvinna lax.


SÓLGLERAUGU MEÐ STYRKLEIKA

Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

24 |

Þurr augu

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

Thealoz dropar Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki.

Fæst í öllum helstu apótekum.

Margverðlaunuðu leikföngin frá Hape færðu hjá KRUMMA Geimstöð

22.300.-

Kíktu á vefverslun krumma.is

Gylfaflöt 7

112 Reykjavík

587 8700

krumma.is

Nú getur þú skipt um framhlið umgjarðarinnar og breytt þannig um útlit - allt eftir þínu skapi!

Þ KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.

Gjöfin hennar

Full búð af nýjum vörum

Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is

Selena undirfataverslun

Mildin ætti að vera leiðarljós

ví miður er sú skoðun víða ríkjandi að mannúð og mildi séu ekki fyrirbrigði sem byggjandi er á. Né nothæf sem leiðarljós. Að mannúð og mildi séu eitthvað sem við getum leyft okkur þegar harkan og stífnin hefur skapað nægjanlegt svigrúm. Harkan skal marka stefnuna og stífnin varða leiðina en mildin og mannúðin eru munaður sem fólk getur ekki leyft sér fyrr en á leiðarenda – sem náttúrlega finnst aldrei. Við erum aldrei búin eða alveg komin, segir harkan. Það má víða sjá merki þessa í samfélaginu. Það hefur lengi verið landlæg trú að fyrst þurfi að byggja upp sterkt atvinnulíf á einhæfum störfum og ágangi á auðlindir. Ef við efnumst af því getum við leyft okkur sköpun, gleði og meiri fjölbreytni í mannlífinu. Þetta er náttúrlega rakalaus þvæla. Fyrir það fyrsta skapar fjölbreytnin fleiri störf og betur borguð, meiri tekjur og traustari og felur sjálf í sér gjöfulla mannlíf og samfélag. Einhæfnin leiðir til óþarflega viðkvæmrar efnahagslegrar stöðu samfélagsins, krónískrar láglaunastefnu, ágangs á auðlindir og veikrar stöðu meginþorra almennings. En hvers vegna leggjum við

þá trúnað við þessa hugmynd? Að við þurfum fyrst að gera það sem er erfitt og leiðinlegt áður en við getum notið þess sem er skemmtilegt og indælt? Ætli svona hugmyndir séu ekki innprentaðar í okkur í æsku. Einn daginn vill enginn knúsa okkur nema við notum koppinn. Það hringir því einhverjum bjöllum í hausnum á okkur þegar því er haldið fram að við þurfum fyrst að virkja fljót, byggja síðan álver og vinna þar á vöktum áður en við getum gert það sem við helst myndum vilja. Og auðvitað er til fólk sem spilar á þessar hnappa innra með okkur. Það heldur því fram að fyrst þurfi að tryggja að fyrirtækin þeirra skili góðum hagnaði og líði vel á allan máta áður en við getum leyft okkur að hugsa um það sem þjónar hagsmunum fjöldans eða það sem flestir njóta og hafa unun af. Það er í raun magnað hversu auðvelt er að veiða okkur í slíkar gildrur. Lífið er nefnilega ekki svona. Alls ekki. Þvert á móti vill lífið helst vaxa upp af gleði og hamingju okkar, ást og virðingu, mildi og mannúð. Því hefur líka lengi verið haldið fram að mannúð geti brotið

okkur niður. Ef við látum mannúð, mildi og kærleika stjórna verkum okkar muni samfélagið koðna niður af vesaldómi og kæruleysi. Og utanaðkomandi muni ganga á lagið og misnota mildi okkar, meiða okkur og skaða. Ekki veit ég hvaðan þessi hugmynd er komin. Kannast einhver við þetta úr sínu lífi? Er það virkilega svo að þegar við sýnum öðrum kærleika þá leiði það til ills? Ég kannast ekki við það af eigin reynslu. Auðvitað höfum við öll upplifað að fólk brást trausti okkar eða að ást okkar var ekki endurgoldin. En lærdómur okkar af þeirri reynslu er ekki sá að hætta að sýna fólk ást og skilning. Það gengur ekki upp að ætla að sýna fólki fálæti og óvild en ætla svo að umvefja það ást sem tekst að brjótast í gegnum múrinn. Það er einhver slík andleg skekkja sem hefur markað stefnu okkar í innflytjendamálum. Á sama tíma og íslenskt atvinnulíf, og þá einkum ferðaþjónustan, kallar eftir erlendu vinnuafli vill Útlendingastofnun sækja hælisleitendur inn í uppvaskið á veitingahúsum og senda úr landi. Að baki býr líkast til sú trú að góðsemi geti brotið niður samfélög. Þess eru hins vegar engin dæmi í sögunni. Það hefur engin menning koðnað niður og engin samfélög leyst upp vegna mildi og mannúðar. Það eru hins vegar endalaust mörg dæmi þess að hatrið hafi brotið niður samfélög og eyðilagt. Þannig eru það þeir sem vilja mæta hælisleitendum, flóttafólki og innflytjendum með tortryggni, andúð og hatri sem eru að mölva niður samfélagið – ekki fólkið sem leitar til okkar í von um mannúð og mildi.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Miðlungsbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum

Rautt Merrild er miðlungsbrennt sígillt kaffi, fullkomið og bragðmikið. Miðlungsbrennsla þýðir að baunir eru ristaðar þar til þær fá ljósbrúnana lit, ljúfan og jafnan keim og notalegan ilm.

HÆG UPPÁHELLING BÝR TIL GÓÐAR STUNDIR – svona gerirðu betra kaffi

ENNEMM / SIA • NM67254

Settu kaffipoka í trektina.

2

Mældu sléttfulla matskeið í pokann fyrir hvern bolla eða 6-7 g á 1,5 dl. Örlítið meira ef þú vilt hafa kaffið sterkt.

Bíddu augnablik eftir að vatnið er búið að sjóða – best er að hitastigið sé u.þ.b. 93°C. Helltu dálitlu vatni yfir kaffið, rétt til að bleyta upp í því.

4

Haltu áfram að hella vatninu smám saman þar til kaffið er tilbúið.


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

26 |

Amman á líkbílnum

Fæst hugsum við daglega um dauðann en það á ekki við um Inger Steinsson sem vinnur alla daga við að klæða, greiða og snyrta lík. Inger byrjaði á því að sauma í kistur en rekur í dag sína eigin útfararstofu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Ég byrjaði í þessu fyrir tilviljun fyrir um tuttugu árum. Maður­ inn minn var að vinna á útfarar­ stofu og ég fór að aðstoða karlana við hitt og þetta. Byrjaði á því að sauma ofan í kistur en fór svo að snyrta líkin og var í því í mörg ár,“ segir Inger Steinsson sem varð fyrst íslenskra kvenna útfarar­ stjóri og rekur í dag sína eigin stofu. Í dag gengur Inger í öll verk þó framan af hafi sérgrein hennar verið að snyrta lík. Hún elskar starfið sitt og segir þar mikilvæg­ ast að líða vel með fólki, lifandi og látnu. Aldrei þótt kuldinn óþægilegur „Ég fann mig strax svo vel í þessu starfi. Fannst það og finnst enn, yndislegt. Það hefur aldrei verið neitt mál fyrir mig að klæða, greiða og snyrta látið fólk,“ segir Inger sem hafði unnið sem tann­ tæknir á tannlæknastofu í mörg ár

áður en hún sneri sér að líksnyrt­ ingu og segir það hafa hjálpað sér í upphafi. „Ég var vön því að vera í návist við fólk, það var ekkert mál. Fólk lá fyrir framan mig á tann­ læknastofunni og þetta er auðvit­ að ósköp svipað, nema fólk talar í tannlæknastólnum. Þetta var auðvitað skrítið fyrst því það er allt annað að snyrta ískalda húð, það er til dæmis ekki hægt að nota sömu krem á ískalda húð og þína eigin húð. Annars hefur kuldinn hefur aldrei komið við mig. Margir hafa spurt mig hvernig ég geti unnið ein í líkhúsi um kvöld, en ég skil ekki af hverju það ætti að vera óþægilegt. Það er þar engin nema ég. Ég hef aldrei séð né heyrt neitt.“ Ólíkir stílar í líksnyrtingu Inger segir ólíka stíla einkenna fagið. Í Bandaríkjunum sé til að mynda allt annar stíll í gangi en á Íslandi þar sem látleysið sé yfirleitt í hávegum haft. „Erlendis er hægt að læra líksnyrtingu en þetta er

Kolvetnaskert og próteinríkt með suðrænu bragði Myndir | Hari

svo ung grein hér á landi. Þegar ég byrjaði var bara nýfarið að snyrta líkin. Ég man að þegar amma dó þá var ekkert gert við hana og ég veit að margir eiga sömu minn­ ingu. Þetta fag er alls ekki eins hvar sem er í heiminum. Í Banda­ ríkjunum er nálgunin allt önnur og þar er líkum hreinlega breytt í brúður. Þar eru líka allar græjur til staðar en hér er ekkert þannig. Þar eru líkin blóðtæmd og svo fyllt með formalíni og þess vegna líta þau svona vel út í bíómyndunum.“

– Nú fáanlegt í 500 g umbúðum Náttúrulegur sætugjafi

Best að nota venjulegt púður Sjálf hefur Inger lært af reynsl­ unni. „Auðvitað tók það mig tíma


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

Inger Steinsson var fyrsta konan til að verða útfararstjóri á Íslandi. „Þetta var algjör karlaveröld og það voru nú ekkert allir ánægðir með að fá konu í bransann. Prestarnir voru nú ekkert voðalega ginnkeyptir fyrir því að það væri kona komin í starf útfararstjórans en tímarnir hafa mikið breyst og nú er sem betur komið fullt af kvenprestum. Það eru yndislegir drengir í útfararbransanum en við konurnar erum mýkri og horfum bara aðeins öðruvísi á hlutina. Ég fer ekkert ofan af því.“

Inger segir ólíka stíla einkenna fagið en á Íslandi er látleysið í hávegum haft, ólíkt Bandaríkjunum þar sem líkum sé hreinlega breytt í brúður.

að finna út hvað virkaði og hvað ekki en ég er búin að tileinka mér ýmislegt. Það þarf að fylla inn í munninn ef það eru ekki gervitennur og það þarf að setja inn í augun ef augnlokin ganga saman. Það er hægt að hreyfa húðina og laga hana til en ég reyni alltaf að skila fólki eins eðlilegu og hægt er. Vinnan felst aðallega í því að laga litinn á húðinni, taka blámann í burtu og það virkar langbest að nota bara venjulegt púður til þess. En maður verður auðvitað að hafa smá „sans“ fyrir þessu og það er ýmislegt sem maður bara gerir ekki. Það passar til dæmis alls ekki alltaf að vera með rauðan varalit,

|27

sérstaklega ekki ef sú látna er í náttkjól. Það hentar mun betur þegar þú ert uppáklædd, sem er einmitt orðið miklu vinsælla í dag.“ Öll lík fara í Fossvog Þó kuldinn hafi aldrei reynst Inger erfiður þá segir hún það hafa verið erfiðara að venjast lyktinni. „Afi minn dó þegar ég var unglingur og hann var uppi á borðstofuborðinu í fjóra daga. Það var ennþá algengt þá. Það voru auðvitað allir gluggar opnir og svo var alltaf verið að spreyja en lyktin fannst, hún kemur mjög fljótt og það er hlutur sem þarf að venjast. Þess vegna þarf útfararstjóri að koma sem fyrst að sækja líkin, til að setja þau í kæli út af lyktinni. Oft deyr fólk á hjúkrun-

arheimilum eða elliheimilum þar sem er engin aðstaða og þá þarf ég að koma mjög fljótt og sækja og flytja viðkomandi niður í Fossvog þar sem eina líkhúsið á höfuðborgarsvæðinu er staðsett. Þar eru allir útfararstjórar með aðstöðu og þar eru allir geymdir. Þar snyrti ég og geng frá í kistuna,“ segir Inger sem er til staðar í öllu ferlinu, frá því að hinn látni er sóttur og þar til hann er jarðaður. „Maður þarf að kunna að tala við fólk og skilja sorgina. Ég er búin að sitja mörg námskeið í sorg en mikilvægast held ég að sé að manni líði vel með fólki. Annars finnst mér allt við þetta starf yndislegt.“ Dauðinn er eins og fæðing Dauðinn á að vera eðlilegur hluti

af lífi okkar en því miður er hann allt of fjarlægur okkur, segir Inger sem vill færa umræðuna um dauðann í hversdaginn. „Fyrir mér er dauðinn eins sjálfsagður og fæðingin. Ég hef alið mín börn og barnabörn upp í því að dauðinn sé hluti af lífinu, enda er hann það. Ég þurfti einu sinni að sækja barnabarn á leikskólann á líkbílnum og þá var ég beðin um að koma aftur á leikskólann til að sýna krökkunum bílinn. Mér fannst það alveg sjálfsagt enda voru krakkarnir stórhrifnir og spurðu endalausra spurninga um lífið og dauðann. Það er hægt að tala um dauðann á svo margskonar hátt, fallegan og skemmtilegan og það þarf ekkert að vera hræðilegt eða sorglegt.“


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

28 |

Lífsreynslan

Átti barn í stofunni heima

Áman flytur! Við erum fluttir í nýtt og glæsilegt húsnæði að Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík. Hlökkum til að sjá þig. Áman – víngerðarverslunin þín!

www.aman.is Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Þegar ég fann að fæðingin var að byrja sendi ég sms til ljósmóðurinnar sem ég þekkti orðið mjög vel, ólíkt því sem var þegar ég átti mitt fyrsta barn,“ segir Magnea Arnardóttir sem átti sitt annað barn í uppblásinni sundlaug á stofugólfinu heima hjá sér. Sitt fyrsta barn hafði Magnea átt á spítala en var ekki ánægð með þá upplifun og ákvað því að eiga næsta barn heima. „Ég hefði ekki haldið að ég væri þessi týpa að fæða heima en eftir að hafa upplifað hversu stofnanavædd fæðingin er og hversu litla stjórn ég hafði á ferlinu á spítalanum ákvað ég að prófa þetta.“ „Ljósmóðirin spurði mig um leið hvernig mér liði og hvað ég vildi gera, hvort þær ættu ekki bara að koma en þær vinna alltaf tvær saman. Við sendum dóttur okkar í pössun til ömmu sinnar og afa og stuttu síðar komu svo tvær saman heim og fengu sér kaffi og beyglur með okkur. Ég var alls ekkert viss um að fæðingin væri að bresta á strax en þær sögðust ekki fara neitt því barnið væri á leiðinni. Það var svo magnað að upplifa hvernig þær mældu aldrei neitt líkamlegt, þær bara hlusta og horfa og vita þannig hvað er að gerast.“

Magnea Arnardóttir þroskaþjálfi ákvað að eiga sitt annað barn heima hjá sér með aðstoð ljósmæðra Bjarkarinnar.

Mynd | Hari

„Við settum svo „Stingum af“ með Mugison á fóninn og maðurinn minn lét vatn renna í uppblásna laug á stofugólfinu. Ég var farin að finna sársaukann nokkuð stöðugt en ég upplifði enga hræðslu heldur fannst ég svo örugg. Fæðingin gekk eins og í sögu og sonur minn var fæddur áður en diskurinn með Mugison var búinn. Ég var alveg í mínum heimi á meðan þessu stóð, stjórnaði algjörlega öllu ferlinu og þær bara fylgdust með og ráðlögðu okkur.“

„Eftir fæðinguna lágum við með nýfæddan son okkar í fanginu í hjónarúminu á meðan þær athuguðu hvort það væri ekki allt í lagi. Það gerðist allt á okkar hraða og þetta var bara dásamleg lífsreynsla. Það halda allir að það séu bara hippatýpur sem eiga heima en það er alls ekki þannig. Þetta snýst um að vera öruggur í sínu umhverfi og að hafa stjórn á aðstæðum. Ef ég eignast annað barn þá kemur ekkert annað til greina en að eiga það heima.“

Vatn Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson

Fyrir dömur og herra

Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is

Elva Gísladóttir, næringarfræðingur hjá embætti landlæknis, skrifar árið 2014 leiðbeiningar til almennings með yfirskriftinni: „Vatn er besti svaladrykkurinn“. Þar segir m.a.: „Við búum við þau forréttindi hér á landi að geta drukkið vatn beint úr krananum og bragðgæðin eru mikil. Í vatni er enginn viðbættur sykur, engin sætuefni, engin sítrónusýra (E330), engin rotvarnarefni og engin bragðefni. [...] Stærstur hluti mannslíkamans er vatn og er nægilegt magn vökva nauðsynlegt fyrir eðlilega líkamsstarfsemi.“ Við erum vatn. Vatnið er formlaust en getur birst okkur í ólíkum myndum. Vatnið er alltumlykjandi og allt um kring. Vatnið er undirstaða framleiðslu okkar á orku sem við með hugviti umbreytum í ljós og hita, nútíma eld. Vatnið getur einnig sefað eld, nært jörð og litað loft. Vatnið er að mínu viti jafn mikilvægasta náttúruaflið. Vatnið er eins og kærleikurinn. Það er umburðarlynt, leitar ekki sjálfs sín og finnur sér alltaf farveg. Vatnið er svo margt fyrir okkur. Það er misjafnt hvernig við mennirnir metum það. Allt háð birtingarmynd þess og aðstæðum. Vatn er þyrstum líf. Öldur geta ógnað lífi og jafnvel tekið það. Sjórinn, hinn vanmáttugi, altumvefjandi herra sem er þó í raun þjónn himintunglanna, er vatn. Árnar sem eru uppfullar af vatni geta verið viðsjárverðar og stöðuvötnin á fallegum sumardegi, stillt sem sálarspegill,

minna okkur á hvernig vitund okkar getur verið; djúp og stillt eins og vatnið. Við Íslendingar metum heitt jarðvatnið mikils. Það nærir líf okkar. Sundlaugarnar eru athvarf okkar. Þar hreyfum við okkur. Leiðum innri orku okkar í vatnið sem tekur við henni og stillir alla okkar vitund. Að loknum góðum sundspretti, setjumst við í heitan pott og látum líða úr okkur. Háræðarnar þenjast út og vellíðan og höfgi færist yfir meðvitund okkar. Nú er móðins að skella sér í kalt vatn í sundlaugunum og stunda jafnvel víxlböð. Að umvefja sig heitu og köldu vatni til skiptis. Menn sem reynt hafa eru sammála um að slíkt hafi góð áhrif á lundarfar, „herði“ líkamann og geti styrkt ónæmiskerfið. Svo er það mannsvatnið, tárin. Eitt birtingarforma tilfinninga okkar. „Rúðupiss sálarinnar“, eins og Ragnar Helgi Ólafsson skáld kemst að orði í einu ljóða sinna í verðlaunuðu ljóðabókinni: Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum. En vatnið þarf ekki að finna sig, það bara er og verður. Vatnið er forréttindi. Vatnið er forsenda. Mynd af vatni Vatnið breiðir vitund kalda, virkjar málm og magnar raf. Hvetur líf úr faldi fjalla, færir straum um hauð og haf. Í borg og sveit ljær vatnið varma, veitir unað, elur bjarma, lýsir tár á steinum hvarma. (hu)

meltingargerlar ”Bestu sem ég hef prófað “ PRENTUN.IS

Víðir Þór Þrastarsson, íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands. @OptiBac www.facebook.com/optibaciceland

Fæst í apótekum og heilsubúðum


MIKIÐ AFL

FYRIR MINNA HP EliteBook 745 með AMD PRO A10 APU and Windows 10 Pro. Ótrúlegur kraftur á fáránlegu verði.

HP EliteBook 745 með Windows 10 Pro og AMD PRO A10 örgjörva veitir þér ógnarkraft á hagstæðu verði. EliteBook er hönnuð til að aðstoða fyrirtæki að auka við framleiðni og samvinnu án þess að fara yfir fjárhagsáætlun. Framúrstefnuleg tól eins og HP Sure Start tryggir að öryggið er í fyrirrúmi.

AMD er skráð vörumerki Advanced Micro Devices, Inc. Microsoft, Windows og Windows merkið eru skráð vörumerki eða vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.


FYRIR 35 ÁRUM FUNDUM VIÐ UPP H A R Ð PA R K E T I Ð


NÚ ENDURTÖKUM VIÐ LEIKINN


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

32 |

6. -13. mars

7 daga heilsunámskeið dagana 6.-13. mars 2016

2016

Komdu með!

Hressandi námskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan. Á námskeiðinu lærum við að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og andlegri heilsu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hressilega hreyfingu, hollt mataræði, fræðslu, slökun og útivist í fallegu umhverfi. Farið verður í markmiðasetningu í heilsueflingu og mikilvægi þess að horfa lengra fram í tímann. Verð pr. einstakling með gistingu er 130.000 kr. í einbýli en 123.500 kr. í tvíbýli.

Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300.

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands - berum ábyrgð á eigin heilsu

Lentz Lovebox Handgerðar karamellur 3.290 kr

Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Hægðir, frá lófataki yfir í leyndarmál Kæra Margrét Pála. Ég skrifa þér í vandræðum mínum vegna þess að ég treysti þér best á þessu landi til að gefa mér góð ráð. Þannig er að ég á nýlega orðið fjögurra ára barnabarn, þessi litla stúlka býr ásamt móður sinni í húsinu hjá okkur afa. Vandræðin eru varðandi hægðir, hún pissar í klósettið og aldrei verða slys hvað það varðar. Málið er að hún ærist úr hræðslu ef að hún á að hafa hægðir í klósett og vill þá fá bleyju. Við erum búin að reyna allt en hún er alveg óviðráðanleg varðandi þetta mál. Hvað telur þú að sé best fyrir okkur að gera í þessu máli? Er þetta óalgengt vandamál? Mútur duga því miður ekki. Heil og sæl, kæra amma og auðvitað mamma og afi. Litla stúlkan ykkar er lánsöm að eiga svo marga uppalendur hjá sér. Hjartans þakkir fyrir traustið og hlý orð og þakkir fyrir að opna þetta mikilvæga umræðuefni. Það gefur mér kærkomið tækifæri til að fjalla almennt um hægðir og hægðavanda barna, tabúið í umræðunni, áður en ég vík að spurningunni þinni. Almenna umfjöllunin er í lengri útgáfu á vefnum; frettatiminn.is en svörin til þín eru óstytt hér á eftir. Lófatak og sköpun eða vandi og leyndarmál

Finnsdottir Pipanella vasar Verð frá 6.100 kr

Konudagurinn er á sunnudag

Hægðavandi barna er mjög algengur enda er hægðastjórnun langvinnt ferli með misvísandi skilaboðum frá umhverfinu. Á fyrsta æviárinu fylgjumst við glöð með öllu sem barnið lætur frá sér og á öðru árinu fær barnið lófatak og húrrahróp ef eitthvað kemur í koppinn. Á þriðja og fjórða árinu fagnar enginn hægðunum sem eiga að fara ósýnilegar í klósettið og barnið fær óánægjusvip ef „slys“ verður. Á fimmta og sjötta ári eru hægðir, og hvað þá hægðavandi, einkamál og leyndarmál sem fáir ræða. Viðkvæm og vandmeðfarin mál Börn eru ólík og viðkvæm gagnvart líkamlegum þörfum sínum, sérlega hringrás næringar og hægða og þurfa sinn tíma. Þið gætið án efa að góðri og trefjaríkri fæðu og eins er mikilvægt að hvetja hana til vatnsdrykkju því við búum við þann hönnunargalla að finna of seint fyrir þorsta. Allt þetta hjálpar fyrir reglulegar hægðir. Stundum skapast hægðavandi af erfiðri reynslu eins og hægðatregðu eða harðlífi sem jafnvel er löngu gengið yfir – en óttinn við sársaukann situr eftir. Þá reyna þau stundum að halda í sér og þrálátur klíningur getur fylgt. Skömm yfir að hafa misst í buxurnar skapar líka vanlíðan og svo má lengi telja.

tíma. Það getur valdið órökréttum kvíða um að detta niður eða bíða eftir hjálp þegar hún er búin. Hægðalosun er auðveldust í öruggum aðstæðum og mörg börn fara í felur til að fá frið. Loks skiptir líkamsstellingin máli, mörg börn kjósa að standa, krjúpa eða sitja á hækjum sér. Töfralausnin koppur Hins vegar þarf að vinna með henni að breytingum og því ferli þurfið þið að gefa tíma. Hafið bleyjurnar innan seilingar þannig að hún viti að þær séu alltaf í boði og segið henni að þið séuð mjög sátt við hana. Fullvissið hana um að þið getið hjálpað henni til að hætta með bleyjuna þegar hún er tilbúin og að ekkert liggi á. Það er líka jákvætt að hún hafi svona góða stjórn á hægðunum og ekkert fari í buxurnar. Ræðið líka að mörg börn á hennar aldri noti kopp og hún eigi líka að fá kopp inni á salerni. Svo er klókt að fara saman og leyfa henni að velja kopp sem er góður hvati til að nota hann. Svo velur hún bara á milli bleyjunnar eða koppsins þegar hún þarf að hafa hægðir. Þessi lausn getur verið töfralausn fyrir hana sem smátt og smátt færir hana að því að ráða við klósettið. Gangi ykkur allt í haginn og gaman væri að vita hvernig málin þróast hjá stúlkunni ykkar. Hlýjar kveðjur, Magga Pála

Hvað er til ráða?

Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is

Hjá fjögurra ára stúlku skiptir þó orsökin ekki máli ef allt er í lagi með hægðirnar. Mín tillaga er að þið nefnið ekki klósettið við hana því að fullorðinsklósett er stórt og ógnandi. Hægðir og þvaglát eru líka ólíkar aðgerðir, það er fljótlegt að pissa og hoppa niður en hægðalosun tekur lengri

Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. Sendið Möggu Pálu ykkar vandmál á netfangið. maggapala@frettatiminn.is


NÝJAR VÖRUR

Tollalækkun á Under armour vörum

Verðdæmi: Speedform gemini hlaupaskór

Verð nú: 23.990 kr. verð áður: 27.990 kr.

Fly fast 1/2 zip hlaupapeysa

Verð nú: 11.990 kr.

ÁRNASYNIR

verð áður: 14.810 kr.

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

utilif.is


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

34 |

Kynsegin: Þeir sem upplifa sig hvorki sem kven- eða karlkyns, eða bæði í einu. Trans: Þeir sem upplifa sig ekki af því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. sís: Þeir sem upplifa sig af því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu.

KONUDAGURINN 21. FEBRÚAR

Flæðigerva: Þeir sem upplifa kyn sitt „flæðandi“ á milli kynja.

FIMM RÉTTA KONUDAGSMATSEÐILL Verkfæri trans barna til að horfast í augu við heiminn Sophie Labelle segir skammdegið á Íslandi gera sig hamingjusama.

Myndasögur Sophie Labelle um trans krakkana Ciel og Stephie þýddar á íslensku. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

FRÁ KL. 17

FORDRYKKUR Codorníu Cava FORRÉTTIR

TÚNFISKUR Léttgrillaður túnfiskur, avókadómauk, engifer, sesamfræ, sýrð vatnsmelóna BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA Hægelduð bleikja, yuzu mayo, trufflu mayo, stökkt quinoa, epli ÖND & VAFFLA Hægeldað andalæri „pulled“, karamelluseruð epli, belgísk vaffla, maltsósa ÞÚ VELUR AÐALRÉTTINN ...

KOLAGRILLUÐ NAUTALUND Sveppir, pönnusteiktar kartöflur, bjór-Hollandaise EÐA

LAX Kolagrillaður lax, bok choy, sveppir, barbecuesósa tónuð með íslensku, lífrænu svörtu tei EFTIRRÉTTUR

SÚKKULAÐIRÓS Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn

7.990 kr. APOTEK KITCHEN+BAR

Austurstræti 16

Sími 551 0011

apotek.is

Sophie Labelle er teiknimyndasagnahöfundur og trans aktífisti sem vakið hefur athygli í netheimum fyrir myndasögur sínar Assigned Male, eða úthlutað karlkyn. Sophie er frá Quebec en er nú stödd hér á landi í boði Samtakanna ‘78 og nýtir tækifærið til að þýða myndasögurnar á íslensku undir nafninu Skólaverkefnið. Við Sophie hittumst á Kaffivagninum á Granda, þangað sem hún tók strætó upp á eigin spýtur, þrátt fyrir að hafa aðeins verið hér í nokkra daga. „Ég kann að meta þetta sífellda sólarlag á Íslandi,“ segir Sophie glöð í bragði þegar við setjumst niður með pönnuköku og uppáhellt kaffi. „Ég bjó í Júkon í Kanada í tvö ár og þar var alltaf svona dimmt eins og hér. Fólk var alltaf að tala um hvað skammdegið gerði það þunglynt en dimman kemur sköpunargáfunni minni á fulla ferð. Hún gerir mig hamingjusama.“ Aðspurð hvernig henni sýnist Ísland vera statt miðað við Quebec, þegar kemur að réttindum trans fólks, segir Sophie: „Það sem ég hef heyrt um hugðarefni trans fólks er til dæmis að hér sé bara einn sálfræðingur sem sér um alla trans einstaklinga og það séu einhverskonar mannanafnalög í gildi sem reynast trans einstaklingum til trafala.“ Hún er hins vegar hrifin af framtaki Akurskóla að taka kynjamerkingu af salernum skólans og segir slík skref skipta sköpum fyrir líðan trans barna. „Trans og flæðigerva börn eru oft ósýnileg í skólanum, og þar höfum við ekki jafn mikið pláss og sís börn. Kynjamerkt salerni eru bara eitt af þeim fjölmörgu hlutum sem ýta undir þá tilfinningu trans fólks að við skiptum ekki máli. Framtak Akurskóla gerir okkur hins vegar sýnileg og staðfestir tilveru okkar.“ Eftir að myndasögur Sophie fóru að vekja athygli hefur henni verið boðið að heimsækja trans og femínísk samfélög um allan heim. Myndasögurnar Assigned Male fjalla um hressu trans krakkana Ciel og Stephie, og hvernig þau mæta heimi sem gerir ekki ráð fyrir þeim. „Ég byrjaði að þróa persónurnar eftir að ég kenndi börnum í Quebec og tók eftir því hvað til var lítið af efni sem innihélt kynsegin börn, eins og mörg þeirra voru. Þegar þau báðu þau mig að teikna myndir fyrir þau að lita byrjaði ég því að lita trans krakka og koma inn í myndirnar skilaboðum um kynsegin fólk og krakka sem ekki vilja taka

Myndasögur Sophie eru nú í þýðingu yfir á íslensku og verða gefnar út 21. febrúar.

þátt í staðalmyndum kynjanna.“ Hún segir myndasögurnar þó ekki beint ætlaðar til fræðslu.„Ég vildi einfaldlega finna þessum börnum stað og fyrirmyndir í heiminum. Ég man að sem trans barn sat ég tímunum saman inni á bókasafni að leita að persónum í bókum sem líktust mér, með litlum árangri. Eins fór ég í gegnum sjónvarpsdagskrána í hverri einustu viku að leita að bíómynd þar sem ég gæti séð önnur börn sem samsömuðu sig ekki því kyni sem þeim var úthlutað. En slíkt efni var bara ekki til.“ Assigned Male sé því tilraun til að veita trans börnum stað í menningu samtímans. „Reyndar sé ég núna að ég hefði átt að nefna myndasögurnar „Tól gegn transfóbískum heimi,““ bætir hún við hugsi. Myndasögurnar eru lifandi og fullar af húmor, en Sophie segist þó líta á sig sem meiri aktífista en teiknara. Sjálf kom Sophie út úr skápnum þegar hún var þrettán ára, á sama aldri og aðalpersónur sögunnar. Hún segir söguna byggða að einhverju leyti á hennar eigin reynslu. „Ég var samt á þessum aldri fyrir fimmtán árum og umhverfið var allt annað fyrir trans fólk en nú. Ef ég sá trans manneskju í bíó var það

undantekningalaust vondi kallinn í myndinni. Nú erum við sýnilegri hópur á fjölbreyttari sviðum.“ Hún segir trans fólki mikilvægt að eiga sér fyrirmyndir í stjörnuheiminum á borð við leikkonuna Laverne Cox, en sýnileiki trans fólks þurfi þó að vera miklu meiri. Sýnileikanum fylgir þó oft áhætta og síðan Sophie fór að láta í sér heyra sem trans kona hefur hún orðið fyrir mikilli áreitni frá transfóbískum hópum og henni berast oft morðhótanir. Hún hefur samt ekki hug á að hætta að láta í sér heyra. „Í hvert sinn sem talað er við trans fólk í fjölmiðlum getur það haft áhrif á trans barn sem hugsar: þarna er einhver eins og ég, ég má vera til.“ Sophie situr ekki auðum höndum á meðan á Íslandsdvölinni stendur, en þegar við hittumst er hún nýbúin að tala á viðburði á vegum Samtakanna 78 og er að undirbúa útgáfu myndasagnanna á íslensku. Útgáfu Skólaverkefnisins verður fagnað 22. febrúar í húsi Samtakanna ‘78. „Ég hef þau forréttindi að kynnast trans samfélögum hvers lands sem ég heimsæki. Eftir að ég kom til Íslands er ég nánast eingöngu búin að umgangast trans fólks, svo mér líður eins og allir á Íslandi séu trans!“


SÍMI:

588 8900

ÍSLAND - PORTÚGAL 14 Júní 2016

Pakkinn kostar

148.600*

og innifalið er: •

Flug og allir skattar til Lyon í Frakklandi

Gisting á 4 stjörnu hóteli í 2 nætur með morgunverði

Brottför 14. júní og tilbaka 16. júní

Akstur á leik og aftur á hótel tilbaka

Handfarangur og ein taska per farþega

Íslensk fararstjórn

Takmarkaður sætafjöldi í boði

Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka fyrir heimflug

*Uppgefið verð miðast við 2 í herbergi

Aukakostnaður fyrir eins manns herbergi eru 16.500 krónur

WWW.TRANSATLANTIC.IS


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

36 |

Uppskriftin Góð melting styrkir ónæmiskerfið

Stjórnaðu bakteríuflórunni með OptiBac

Alvöru matur fyrir fjölskyldur í hverfinu Duc Manh og Thuy Duong reka saman eina alvöru víetnamska veitingastaðinn á Íslandi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

PRENTUN.IS

Fæst í apótekum og heilsubúðum

„Við nefndum staðinn Víethouse því við viljum að þetta sé eins og heimili. Þetta á að vera eins og þú sért að koma í heimsókn til okkar og réttirnir á matseðlinum eru allir uppáhaldsréttirnir okkar frá Víetnam,“ segir Duc Manh Duong, eigandi eina víetnamska veitinga­ hússins á Íslandi, Viethouse í Breiðholti. „Við ákváðum upphaf­ lega að koma til Íslands því syst­ kini mín voru öll flutt hingað. Ég kom eiginlega til að spara peninga fyrir þau, svo þau þyrftu ekki að heimsækja mig til Víetnam,“ segir Duc og hlær. „Við komum hingað með dætur okkar tvær í desember árið 2000 og fyrsti veturinn var mjög erfiður. En svo kom sumarið og þá ákváðum við að setjast hér að.“ Varð ólétt og langaði í víetnamskan mat Þremur árum síðar var fjölskyldan búin að koma sér vel fyrir í Breið­ holtinu. „Þegar Thuy varð svo ólétt að yngsta barninu okkar fór hún að þrá víetnamskan mat sem

Dreglar og mottur

á frábæru verði! Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 66x99cm

2.190

Gúmmí takkamottur 61x81cm 3.590 81x100cm 5.990 91x183cm 8.990

1.990

1.590 1.890

Frægasta súpan er flensumeðal „Þessi súpa er mjög vinsæl hjá

okkur en þetta er líka frægasti ví­ etnamski rétturinn. Ef þú gúgglar „besta súpa í heimi“ þá kemur þessi pottþétt upp,“ segir Thuy brosandi um leið og hún leggur á borðið risastóra skál af Pho bo, rjúkandi núðlusúpu sem ilmar af engifer, kanil, anís og sítrónu­ grasi. „Víetnamskur matur er mjög hollur því hann er mjög ferskur og það er alltaf mikið jafnvægi milli korns, grænmetis og kjöts í hverjum rétti. Alvöru víetnamskur matur er aldrei hitaður upp, það er allt eldað frá grunni úr eins fersku hráefni og mögulegt er. Helstu kryddin eru chili, hvítlaukur, stjörnuanís og ferskt engifer sem öll eru mjög góð fyrir líkamann,“ segir Duc. „Þessi súpa er góð hér á veturna því soðinn hvítlaukur og anís vinna saman gegn flensu.“

Aðferð: Rækjurnar soðnar og grænmetið skorið niður. Núðlurnar soðnar og svo skolaðar í köldu vatni. Dýfðu pönnukökunum í volgt vatn en passaðu að þær blotni ekki of mikið. Og þá er hægt að byrja að rúlla öllu í kökurnar.

2.890 5.590

Breidd: 67 cm Verð pr. lengdarmeter

1.595

Sósan: Hægt er að nota hvaða sósu sem er en chinsu sojabaunasósa er klassískt meðlæti. Einnig er hægt að nota hnetusósu, chilisósu eða ferskt chili og kóríander, niðursneitt í fiskisósu.

Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ

ískur í Víetnam og sem er einfalt að gera heima,“ segir Duc þegar Manh, 12 ára gamall sonur þeirra, kemur færandi hendi með rétt sem hann hefur eldað úr tómötum, eggjum og hrísgrjónum. „Þetta er til dæmis miklu hollara en brauð. Við borðuðum allt of mikið brauð eftir að við fluttum fyrst til Íslands því við höfðum svo lítinn tíma til að elda hollan mat. En núna pössum við vel upp á að það sé jafnvægi í öllu sem við borðum. Víetnamar á Íslandi þurfa að passa sérstaklega vel upp á D­vítamínið til að verða ekki þunglyndir, eða fá beinverki eða slæmar tennur. Við erum ekki vön svona miklu myrkri.“

Hrísgrjónapönnukökur Salatblöð Agúrka Kóríander Ferskar rækjur Sojabaunasósa Vermicelli (hrísgrjónanúðlur)

pr.lm.

PVC mottur 50x80 cm

Margar stærðir og gerðir

var ekki hægt að fá Íslandi. Hér eru nokkrir austurlenskir staðir en enginn þeirra eldar alvöru víet­ namskan mat því það vilja allir kínverskt eða taílenskt því það er þekktasti maturinn. En Thuy lang­ aði í víetnamskan mat og við hugs­ uðum með okkur að alla hina 500 Víetnamana, sem hér búa, myndi örugglega líka langa í alvöru mat, og kannski fólkið í hverfinu okkar líka. Svo okkur fór að langa til að opna lítinn veitingastað því hér í hverfinu var enginn veitingastaður þar sem fjölskyldan gæti sest niður saman. Þegar þessi staður losnaði svo ákváðum við að slá til, “ segir Duc, á meðan Thuy stússast í eld­ húsinu. „Öll börnin okkar eru góðir kokkar og finnst gaman að elda. Þetta er réttur sem er mjög týp­

Víetnamskar vorrúllur

3mm gúmmídúkur fínrifflaður

Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter

66x120 cm kr 100x150 cm kr

Duc Manh og Thuy Duong höfðu búið á Íslandi í tíu ár þegar þau létu drauminn um ekta víetnamskan veitingastað verða að veruleika.

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Þegar blaðamaður bað Thuy og Pho um eina uppáhaldsuppskrift vildu þau deila þessum vorrúllum því þær eru svo auðveldar í framkvæmd. Allir geti gert góðar vorrúllur, börn hafi sérstaklega gaman af því að útbúa þær og síðast en ekki síst séu þær meinhollar.

BLEIKIR DAGAR

10% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BLEIKUM VÖRUM TIL KONUDAGS!

1ÚS0 UND

ÞAFSLÁTTUR UR VERÐ ÁÐ 99.900

GJAFATASKA

P8LH

1.495

89.900

ACER

A SP 14” FHD FA IRE RTÖLVA M

EÐ DUAL CORE 8GB MINNI, ÖRGJÖRVA 500GB SSHD DISK OG WIN DOWS 10

5

14” FHD FARTÖLVA

5 0% A

5 0% A FSLÁTTU

VERÐ ÁÐ

2.490

R

UR 4.990

FSLÁTTU

VERÐ ÁÐ

R

UR 2.990

MÚS OG PENNI

BLING HEYRNARTÓL

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


1.

2.

Metsölulisti Eymundsson Handbækur/fræðibækur - vika 6

Metsölulisti Eymundsson Handbækur/fræðibækur - vika 6

Pren t á þyk uð ka gæð n a pa p p ír ar tað a g f Ri r! síðu

2015 E I T T H VA Ð

F Y R I R ALLA ... 3. Metsölulisti Eymundsson Handbækur/fræðibækur - vika 6

Ný b ók frá Nön Hol nu auð lur,

ve og g ldur hve óður rsd mat agsur

4.

2.

Metsölulisti Eymundsson

prentun komin!

Handbækur/fræðibækur - vika 6

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


38 |

fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM ÞÚ VELUR

GERÐ (90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir)

OG DRAUMASÓFINN ÞÍNN ER KLÁR

Torino

Nevada

Bali

MÁL OG ÁKLÆÐI

AÐ EIGIN VALI Með nýrri AquaClean tækni kni ast er nú hægt að hreinsa nánast ni! alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.

„Í mínu lifi þá er það eina sem hefur stöðugt og reglulega valdið mér vonbrigðum er ég sjálfur. Restin er býsna skemmtileg.“

Timburmenn vondir – MR góður Lyftan #6 Spessi Kári Stefánsson er staddur í lyftunni hans Spessa ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir Kári frá sínum íhaldssömu hæðum og leiðinlegustu lægðum í lífinu. „Ég er svo ævintýralega íhaldssamur og fastur í mínum háskólaferli að það fyrsta sem mér dettur í hug er að ræða góða og slæma skóla,“ segir Kári um sínar hæðir

og lægðir í lífinu og lýsir leiðinlegasta tímabili ævi sinnar. „Það var í læknadeild Háskóla Íslands sem mér þótti drasl af skóla, rekinn á furðulegan hátt. Öll áherslan var sett á próf og utanbókarlærdóm. Mér skilst hann sé betri í dag og dreg ég það ekki í efa.“ Þegar kemur að persónulegum botnum þarf Kári að hugsa sig um. „Eins og margur maðurinn hef ég lent í því að drekka meira en góðu hófi gegnir á mínu æviskeiði. Ég hef átt nokkra botna með mínum timburmönnum en guði sé lof þá er langur tími liðinn.“

Kári lýsir lífi sínu sem röð af spennandi augnablikum og voru menntaskólaárin þau skemmtilegustu. „Menntaskólinn við Reykjavík þótti mér ævintýralega skemmtilegur skóli. Mínar bestu stundir síðan hafa verið í hinum og þessum uppgötvunum sem ég kom að.“ Kári nefnir þá helst árið 2006 þegar hans teymi fann fyrsta erfðabreytanleika í erfðamenginu sem hefur áhrif á sykursýki. „Í mínu lifi þá er það eina sem hefur stöðugt og reglulega valdið mér vonbrigðum er ég sjálfur. Restin er býsna skemmtileg.“

Fleiri hylja myndavélina á tölvunni Basel

Roma

Havana Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Sérfræðingur í netöryggi á Íslandi hvetur fólk til að hylja myndavélar á tölvum sínum, vegna aukinna árása tölvuþrjóta. Vitundarvakning hefur orðið um hættur á tölvuárásum, ef marka má aukinn fjölda þeirra sem hylja myndavélarnar á tölvum sínum. Á UTmessunni, stærsta viðburði ársins í tölvugeiranum, var einn liður þar sem stuðlað var að umræðu um tölvuöryggismál. Það var meðal annars farið yfir hvernig má forðast innbrot í vefmyndavélar á tölvum fólks, sem dæmi er um á Íslandi. Hörður Ellert Ólafsson, markaðsstjóri Syndis, sem sérhæfir sig í netöryggi, segir þessa tegund af tölvuárásum hafa færst í aukana. Hann tekur það fram að mikilvægt sé að fræða um þessi málefni en ekki reka hræðsluáróður. „Það hefur vissulega orðið vitundarvakning enda hefur komið upp fjöldi mála þar sem tölvuþrjótar taka yfir myndavélar hjá fólki. Við mælum hiklaust með að fólk hylji myndvélina á tölvunni sinni og spjaldtölvum.“ Hörður segir mögulegt að fyrirbyggja flestar tölvuárásir gegn einstaklingum með einföldum ráðum. „Það á ekki að smella á neina hlekki í óvæntum tölvupóstum frá póstfangi sem þú þekkir ekki.

Sigríður Erla Sturludóttir.

Gréta Þorkelsdóttir.

Sama gildir um viðhengi í tölvupóstum frá ókunnugum, þá skal ganga í skugga um að sendandi sé raunverulega sá sem hann segist vera. Mikilvægt er að uppfæra allan hugbúnað reglulega annars getur tölvan verið veikburða gagnvart innbrotum. Síðast en ekki síst skiptir máli að vera með ólík lykilorð á mismunandi miðlum og forritum.“

Sigríður Erla Sturludóttir lögfræðinemi kýs að hylja myndavélina á tölvunni sinni. „Ég las grein um konu sem lenti í því að fylgst var með henni í gegnum myndavélina. Vinir mínir, sem eru tölvuklárir, mæltu með þessu, því maður veit aldrei. Eftir að ég fór að horfa á Scandal varð ég enn meira vör um persónuöryggi mitt. Ég finn að þetta smitar út frá sér og fleiri innan háskólans eru farnir að gera þetta.“ Gréta Þorkelsdóttir, nemi við Listaháskólann, segist hylja myndavélina af tortryggni við Apple og Google. „Það er ekki flókið að hakka sig inn á svona myndavélar sem eru framan á tölvunni. Ég fékk eitt sinn meldingu um að myndavélin mín gæti ekki tengst tölvunni, mér þótti það svo grunsamlegt að ég ákvað að líma fyrir.“


T E L T U O R A L L A N Á R U R VÖ * S T T A K S A K U A S I VIRÐ 4.000 VÖRUR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI

DAGANA 18.-21. FEBRÚAR. HAGKAUP HOLTAGÖRÐUM, SMÁRALIND OG KRINGLUNNI *Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað Hagkaups. Gildir til 12 september.


40 |

fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

Sigurður Hrafnkell segist eitt sinn hafa talað við radíóamatör á Falklandseyjum og var það hans fjarlægasta samband.

Myndir | Hari

Áhugamál sem nær alla leið út í geim Radíóamatörar tala saman á bylgjum loftsins um allan heim Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

Stórt loftnet prýðir húsið við enda Skeljaness í Skerjafirði og vekur athygli margra sem eiga leið um. Loftnetin gegna mikilvægu hlutverki fyrir starfsemi svokallaðra radíóamatöra sem koma saman í húsinu. Radíóamatörar eru þeir sem stunda það áhugamál að smíða eigin loftnet og tæki til fjarskipta og hafa samband við aðra radíóamatöra út um allan heim með því að komast inn á sérstök tíðnisvið. Aðeins 16 kvenkyns frá upphafi Anna Henriksdóttir myndlistarkennari er ein fárra kvenkyns radíóamatöra á Íslandi og jafnframt stofnandi sambands kvenkyns amatöra í Skandinavíu, Scandinavian Young Lady Radio Amateurs, eða SYLRA. Nafngiftin kemur af því að þegar vísað er til kvenkyns amatöra er talað um YL, Young Lady, og þegar talað er um þá karlkyns er talað um OM, eða Old Man. Til að gerast fullgildur radíóamatör fara menn á þriggja mánaða langt námskeið í fræðum radíóamatöra. „Þar lærirðu það sem þarf til að starfrækja radíóstöð á ábyrgan hátt, á hvaða tíðnum er leyfilegt að starfa sem radíóamatör, um uppsetningu loftneta og innviði fjarskiptatækja“ segir Anna. Við lok námskeiðsins var tekið verklegt próf í að smíða tæki til fjarskipta.

Anna segir hægt að stunda áhugamálið á ýmsa vegu. „Það er til dæmis hægt að fara upp á fjöll með ferðastöð og loftnet og reyna að ná sambandi við einhvern. Sumir stunda þetta eins og frímerkjasöfnun og keppast um að ná sambandi við sem flest lönd. Eins halda radíóamatörar atburði eins og Vitahelgi, þar sem radíóamatörar út um allan heim fara út í nærliggjandi vita og hafa samband sín á milli þaðan.“ Hún segir þetta óvenjulega áhugamál snúast að miklu leyti um samskipti við fólk og segist þekkja marga sem eignast hafa lífstíðarvini í gegnum áhugamálið. „Ég þekki til dæmis konu sem hefur farið í loftið á sama tíma á hverjum einasta degi í heil 40 ár til þess að heyra í ákveðnum sjóara sem hún á í radíóamatörsambandi við.“

Þess eru dæmi að fólk hafi óvænt náð sambandi við kónga og drottningar sem hafa þetta áhugamál.


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

|41

Spurt og svarað Hvernig fer venjulegt radíóamatörspjall fram? Þegar komið er með loftnet í góð skilyrði er kallað fyrst út í bylgjurnar: „CQ, CQ“ til að láta vita af sér. Er samband næst við annan radíóamatör notar hann sérstök einkennisorð til að segja þeim sem er á línunni hversu sterkt radíómerkið er, hvar amatörinn er staddur og hvernig loftnet hann notar. Eftir það er hægt að hefja frekara spjall. Hvernig verða nöfnin til? Einkennisnafn radíóamatörs ræðst fyrst og fremst af því hvaðan hann stundar fjarskiptin. Nafn Önnu Henriksdóttur er sem dæmi TF3VB. TF táknar Ísland, 3 er tala höfuðborgarsvæðisins og svo valdi hún sjálf síðustu stafina tvo, VB.

Radíóamatörar TF3VB Anna, TF3GD Guðrún, TF3VD Vala og TF3JK Jóhanna stilla sér upp fyrir ljósmyndadagatal SYLRA.

Hvað er radíóamatör? Að vera radíóamatör er áhugamál sem snýst um að eiga samskipti með notkun fjarskipta og fjarskiptatækja. Um 6 milljónir manna um allan heim stunda áhugamálið, en hér á landi eru þeir í kringum 200.

Kóngafólk meðal amatöra Anna segir áhugamálið vera bakteríu í sinni fjölskyldu, maður hennar er radíóamatör og synir þeirra tveir líka. Í fjölskylduferðum um landið hafi þau því oft farið með loftnet og græjur með sér og stundað að ná sambandi frá ýmsum stöðum um allt land. „Drengirnir eru fullorðnir núna en þegar þeir voru litlir var aðalsportið í hringferðum að taka með okkur ferðagræjur til fjarskipta og lesa mors af vegaskiltum.“ Áhugamálið segir hún sameina fólk af öllum aldri og stigum samfélagsins. Dæmi eru meira að segja um að Íslendingar hafi náð sambandi við geimfara. „Það eru líka þess dæmi að fólk hafi óvænt náð sambandi við kónga og drottningar sem hafa þetta áhugamál.“ Dæmi um fræga radíóamatöra eru til dæmis geimfarinn Júrí Gagarín og konungur og drottning Jórdaníu. Jón Þóroddur er formaður Félags radíóamatöra. Hann segir áhugann á félaginu við stofnun þess 1946 hafa verið svo mikinn að 200 manns mættu á fyrsta fundinn. Hann segir áhuga ungs fólks hafa dalað síðan með meiri og útbreiddari tækni, en vonast til að endurvekja áhuga ungs fólks á áhugamálinu. Þrátt fyrir að aðstæður á Íslandi séu raunar alls ekki kjörnar fyrir radíóamatöra, vegna truflana í segulsviðinu frá norðurljósum, eru um 200 Íslendingar virkir radíóamatörar.

Sigurður Hrafnkell Sigurðsson og Jón Þóroddur Jónsson radíóamatörar fyrir utan klúbbhús þeirra á Skeljanesi.

Pekanpæ

Sörur

Hrákonfekt með döðlum,

Jarðarberjapæja

gráfíkjum og pekanhnetum

Nytt - Klettabrauð - gerlaust súrdeigsbrauð

Dívur

Broskallar

Kaka ársins

Bailey’ s terta

Konudagur að hætti Jóa Fel Fullt af kökum og kruðeríi til að gleðja elskuna sína. Verið hjartanlega velkomin.

Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

42 |

Njósnir Símtalsupptökur koma upp um svik helsta stuðningsmanns Arne Treholt

Helsta sönnunargagnið um njósnir Arne Treholt var skjalataska full af peningum sem fannst á heimili hans. Peningana átti Treholt að hafa fengið fyrir upplýsingar sem hann lét Sovétmönnum í té.

Lygavefur um Treholt-málið afhjúpaður Einkaspæjarinn Geir Selvik Malthe-Sørenssen vakti heimsathygli þegar hann fullyrti að norska lögreglan hefði falsað sönnunargögn gegn hinum njósnadæmda Arne Treholt. Þegar dagblaðið Verdens Gang komst yfir upptökur af símtölum spæjarans, komu blekkingar hans sjálfs í ljós. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Enn á ný ratar mál Arne Treholt fréttirnar og í þetta sinn vegna afhjúpunar á lygum eins helsta stuðningsmanns njósnarans. Einkaspæjarinn, blaðamaðurinn og rithöfundurinn Geir Selvik Malthe-Sørenssen olli usla með bókinni Fölsunin, eða Forfalskningen, sem kom út árið 2010 og fjallaði um hvernig sekt Treholt var knúin fram með blekkingum lögreglunnar. Fullyrðingarnar byggði Malthe-Sørenssen meðal annars á upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmanni úr norsku leyniþjónustunni sem hann

sagði þjást af samviskubiti. Bókin varð heljarinnar fréttaefni og þóttu upplýsingarnar kúvending í þessu risastóra máli. Treholt og lögmaður hans, Harald Stabell, voru himinlifandi með bókina og sögðu hana staðfesta kenningar þeirra. Treholt hafði í þrígang sótt um endurupptöku málsins og óskaði eftir því í fjórða sinn þegar bókin kom út, sem hann sagði varpa nýju ljósi á málið. Endurupptökunefndin var ekki sannfærð og synjaði beiðni Treholt í fjórða sinn. Um síðustu helgi komu hinsvegar fram ný gögn í málinu en þau eru langt frá því að hjálpa málstað Treholt. Þau sýna svo ekki verður um villst að Malthe-Sørenssen laug um tilvist heimildarmannsins og blekkti bæði Treholt og lögmann hans. Föðurlandssvikarinn gómaður Arne Treholt var vel þekktur stjórnmálamaður norska Verkamannaflokksins og gegndi stöðu skrifstofustjóra og talsmanns norska utanríkisráðuneytisins þegar hann var handtekinn snemma árs 1884,

á leið á fund með herforingja sovésku leyniþjónustunnar. Ári síðar var hann dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir föðurlandssvik og njósnir fyrir Sovétríkin og Írak. Hann viðurkenndi aðeins hluta af sakarefnunum, að hafa miðlað viðkvæmum upplýsingum til sovésku leyniþjónustunnar, KGB, og að hafa selt leynilegar upplýsingar til Íraks Saddams Hussein. Hann var hinsvegar sakfelldur fyrir áralangar og umfangsmiklar njósnir og að hafa stefnt öryggi norsku þjóðarinnar í mikla hættu. Treholt-málið er eitt umfangsmesta njósnamál sem upp hefur komið í Noregi og hefur verið til umfjöllunar í meira en þrjátíu ár. Margir efuðust um sekt Treholt og hafa rannsóknaraðilar ítrekað verið tortryggðir. Ekki síst af Treholt sjálfum sem þráfaldlega neitaði að hafa verið njósnari og skýrði hremmingar sínar með því að hann hafi verið leiksoppur í köldu stríði. Helsta sönnunargagnið gegn Treholt var skjalataska með seðlum sem fannst við húsleit á heimili hans. Peningana átti Treholt að hafa fengið fyrir upplýsingar sem

hann lét Sovétmönnum í té. Arne Treholt sat í fangelsi í átta og hálft ár þar til hann var náðaður af ríkisstjórn Gro Harlem Brundtland af heilsufarsástæðum. Hann fór þá aftur til Rússlands og sneri sér að viðskiptum. Hann er orðinn 73 ára gamall og býr á Kýpur og í Moskvu til skiptis. Harald Stabell er reyndur og virtur lögmaður í Noregi og hefur unnið við að fá mál Treholt endurupptekið frá árinu 2005. Um svipað leyti fór Malthe-Sørenssen að leggja málinu lið og urðu þeir Treholt og Stabell einskonar teymi í baráttunni fyrir endurupptöku. Malthe-Sørenssen þáði greiðslur frá þeim Stabell og Treholt fyrir rannsóknarstörf og upplýsingaöflun.

Arne Treholt var handtekinn snemma árs 1884, á leið á fund með herforingja sovésku leyniþjónustunnar. Ári síðar var hann dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir föðurlandssvik og njósnir fyrir Sovétríkin og Írak.

GOUDA STERKUR KRÖFTUGUR Íslenskur Gouda-ostur hefur verið á boðstólum á Íslandi frá árinu 1961. Fyrirmynd ostsins er hinn frægi Gouda, frá samnefndum bæ í suðurhluta Hollands. Gouda Sterkur er lageraður í sex mánuði. Mjúkur, bragðmikill og þroskaður ostur með skörpu bragði, sveppatónum, kryddkeimi og langvarandi eftirbragði. Hentar við flest öll tækifæri, hvort sem er á ostabakkann eða til að setja punktinn yfir i-ið í matargerðinni.

www.odalsostar.is



fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

44 |

Geir Selvik Malthe-Sørenssen er þekktur blaðamaður í Noregi sem fullyrti að lögreglan hefði átt við sönnunargögnin gegn Arne Treholt.

Malthe-Sørenssen er þekktur blaðamaður í Noregi, en ferill hans spannar vítt svið, allt frá héraðsblöðum að slúðurfréttamennsku á Se og Hør, og rannsóknarblaðamennsku í virtasta rannsóknarteymi norska Ríkissjónvarpsins, Brennpunkt. Hann var fréttastjóri Nettavisen þar til 2009 þegar hann hætti og fór að vinna sjálfstætt sem einkaspæjari í nokkrum umdeildum málum. Flæktur í lygavef

32 EB-U ,.000 2 4 1

EPSON EB-U32

Þráðlaus háskerpuvarpi Góður skjávarpi frá EPSON sem brúar bilið milli hefðbundins skrifstofu/skólavarpa og hágæða heimilis skjávarpa. Tæknilegar upplýsingar: 3LCD Technology / Upplausn: WUXGA, 1920 x 1200, 16:10 / Skerpa: 15,000 : 1 Myndsvæði: frá 30” til 300” (76.2 - 762 cm) Birta: 3,200 Lumen-2,240 Lumen (eco) Litur/hvítt ljós - Ný pera aðeins 25.000 kr. Líftími peru: Normal: 5000 / Sparkerfi (eco): 10000 tímar Tengi: Cinch audio in, MHL, Composite in, HDMI in (2x), VGA in, Wireless LAN IEEE 802.11b/g/n, USB 2.0 Type B, USB 2.0 Type A

TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581

www.thor.is

ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR

Á dögunum birti Verdens Gang gögn sem afhjúpa lygavef MaltheSørenssen og hvernig hann hefur ítrekað og opinberlega logið blákalt um falsanir lögreglunnar. Við útkomu bókarinnar tíundaði hann kenningar sínar í fjölmörgum viðtölum á norrænu sjónvarpsstöðvunum og tóku margir málsmetandi aðilar í samfélaginu mark á fullyrðingum hans. 16. júní í fyrra var Geir Selvik Malthe-Sørenssen handtekinn og ákærður fyrir spillingu í sakamáli. Lögreglan taldi hann hafa greitt opinberum starfsmanni háar fjárhæðir fyrir trúnaðarupplýsingar. Við rannsókn málsins var sími Malthe-Sørenssen hleraður. Upptökurnar af símtölum hans afhjúpuðu hvernig hann fékk sænskan mann til að þykjast vera hinn margumtalaði heimildarmaður úr leyniþjónustunni. En Svíinn var aldrei í leyniþjónustunni. Hann er í raun og veru bílasali sem hefur verið dæmdur fyrir bæði morð og svindl. Í símtalsupptökunum heyrist Malthe-Sørenssen leiðbeina sænska bílasalanum um hvernig hann eigi að gefa sig út fyrir að vera í starfi sem veiti honum einstakan aðgang að upplýsingum um njósnamál Arne Treholt. Upplýsingarnar eru svo viðkvæmar og mikilvægar fyrir Treholt að hann vildi ólmur ferðast frá Kýpur til Oslóar til að hitta heimildarmanninn augliti til auglitis. Í fjölda símtala og smáskila-

R ÚA R B E 0. F :00 2 6 G DA 00 – 1 R GA . 12: U A L KL

OPEL ATVINNUBÍLASÝNING

Kíktu í kaffi og reynsluakstur! Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Opnunartími: Virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16

www.opel.is www.benni.is

boða, sem Verdens Gang birtir, opinberast flétta Malthe-Sørenssen. Rauði þráðurinn var að gabba stressaðan lögfræðing Treholt til að trúa á tilvist heimildarmanns með leynilegar upplýsingar. Í símtölunum heyrist Stabell verða sífellt óþolinmóðari og krefjast þess að fá upplýsingarnar sem Malthe-Sørenssen hafði lofað honum. Einkaspæjarinn í fjárhagskröggum Verdens Gang hefur rætt við sænska bílasalann eftir afhjúpunina og fengið þær skýringar að Malthe-Sørenssen hafi skuldað honum háar fjárhæðir. Svíinn fullyrðir að spæjarinn hafi lofað að borgaði skuld sína ef hann gæfi sig út fyrir að vera heimildarmaðurinn í Treholt-málinu. Þá fengi Malthe-Sørenssen peninga til að gera upp skuldina við hann. Hann hafi því leiðst út í leikinn. Malthe-Sørenssen hefur sagt frá því opinberlega að hann hafi átt í miklu fjárhagsbasli á undanförnum árum og hafi meðal annars fengið stórt lán frá umbjóðanda sínum sem var fórnarlamb ofbeldisbrota og fékk dæmdar bætur frá norska ríkinu. Svo virðist sem tilraunir hans til að hvítþvo Treholt hafi ekki síst verið af fjárhagslegum hvata. Vonbrigði fyrir Treholt Þegar þeir Stabell og Treholt fengu að heyra símtalsupptökurnar samstarfsfélaga þeirra til ellefu ára, Malthe-Sørenssen, leyndu vonbrigðin sér ekki. „Þetta er sorglegt og persónulegur harmleikur fyrir þann sem hefur komið sér í þessar aðstæður. Við höfum verið afvegaleiddir,“ sagði Stabell við Verdens Gang. Malthe-Sørenssen hefur ekki svarað blaðamönnum frá því málið komst upp. Útgefandi bókarinnar Forfalskningen, Kjetil Kristoffersen, íhugar nú að stíga fram með nafnið á manninum sem Malthe-Sørenssen sagði vera heimildarmann sinn í málinu.


GÆÐAMÁLNING Deka Projekt 10, 10 lítrar (stofn A)

6.195

6.990

Deka Project grunnur. 10 lítrar

6.295

Deka Projekt 02, 10 lítrar (stofn A)

Deka Projekt 05, 10 lítrar (stofn A)

5.390

3 lítrar kr. 2.390

Malartvatt Paint Wash

1.195

Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter

2.195

1.895

2.495

590

Bostik málarakýtti Deka Meistaragrunnur Hvítur. 1 líter

Tia Framlengingar­ skaft 2­4 mtr.

Bostik spartl 250ml

495

Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett

1.695

Málningarpappi 20mx80cm

795

2.890

Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar

4.795

20m2 málningaryfirbreiðsla

225

Bostik medium LH spartl 5 lítrar

Litaspray, verð frá Scala Panellakk Glært. 1 líter

1.795

995

25cm Málningarrúlla og grind

840

Landora 7% Veggmálning 9 lítrar Litur: Starbright

5.995

V-tech epoxy lím

V-tech alhliða lím, 7ml.

410 210 Mako pensladós

345

Mako 12 lítra fata Deka Olíugrunnur 1 líter Deka Olíulakk 30

2.195

1.895

Yfirbreiðsla Fleece 1x3m

590

490

1x5m kr. 825

Mako pensill 50mm

325

Áltrappa 3 þrep

3.990

Deka Gólfmálning grá 3 lítrar

4.995 Proflex Nitril vinnuhanskar

395

Málningarlímband 25mmx50m

245

Hagmans 2 þátta Vatnsþ / epoxy 4kg

11.860

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18

Mako bakki og 10 cm rúlla Mako ofnarúlla

425

245

Framlengingarskaft fyrir rúllur Tia-EP 1,2 metrar

495

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

46 |

Loksins Loksins komnar komnaraftur aftur

*leggings *leggings háar háarí í 20% 20% afsláttur afsláttur Loksins Loksins Loksins Loksins RUGL BOTNVERÐ Síðustu dagar útsölunnar. mittinu mittinu af af öllum öllum vörum vörum Peysur, jakkar, tunikur, kjólar og margt fl. komnar komnar aftur aftur komnar komnaraftur aftur Aðeins 4 verð til 17.júní júníháarí í *leggings *leggings *leggings *leggingsháar háar í til í 17. Verð frá 1.000 háar - 5.000 kr. 1500hærra kr, 2000 kr,kr mittinu mittinu mittinu mittinu Ekkert en 5.000

kr. kr.5500 5500

3000 kr og 5000 kr. . Túnika Túnika Nú er að hlaupa og kaupa. kr.bara kr. 3000 3000

Frábær Frábær verð, smart smart vörur, vörur, Nú er bara aðverð, hlaupa og kaupa. 280cm Sennilega allragóð bestu kaupin í bænum góð þjónusta þjónusta

5500. . kr.kr.5500 5500. . kr.kr.5500

Úr heittrúuðu barni í rappara Angel Haze kom fram á Sónar í gærkvöld. Rapparinn ólst upp í einangruðu trúfélagi þar sem tónlist var fordæmd og í lagatextum er fjallað um átakanlega fortíð tónlistarmannsins.

280cm Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, 98cm góðgóð þjónusta þjónusta góðgóð þjónusta þjónusta 98cm

„Ég frétti af kvenkyns rapphópi sem er kenndur við Reykjavík á Sónar, ég hlakka til að sjá þær.“

Innblástur er furðulegur og skrítinn hlutur, stundum þarf að kreista hann fram í gömlum minningum. En tónlistin mín er að þróast í takt við mig.

Tökum Tökum uppupp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

Bláu Bláu húsin Faxafeni Faxafeni · S.· 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙ vörur Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur daglega daglega Tökum Tökum upphúsin upp nýjarnýjar vörur vörur daglega daglega

Tískuvöruverslun fyrir konur

Angel Haze

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 588 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ „Hello. laug. 11-16 11-16 BláuBláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 S. 588 44994499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙S.laug. ∙4499 laug. 11-16 11-16 It’s me,“ svarar Angel Haze Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16

NÝ SENDING MEÐ KJÓLUM STÆRÐIR 14-28

Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16

Kjóll Verð: 9.990 kr

syngjandi í símtali við Fréttatímann og fer að skellihlæja. „Ég er í mjög skrítnu skapi, ég var í útvarpsviðtali og einhvernveginn tókst mér að tala um rassgatið á mér í beinni.“ Rapparinn og söngvarinn Angel Haze hræðist ekki hreinskilni og að segja hug sinn við fjölmiðla. „Skítt með iðnaðinn, hreinskilni er það sem gerir okkur mannleg og hjálpar okkur að vaxa og dafna. Hvað erum við án sannleikans? Bara rugludallar sem hlaupa í hringi, ég ætla ekki að taka þátt í því.“ Angel Haze er eitt stærsta nafn tónlistarhátíðarinnar Sónar í Reykjavík um helgina. Haze fæddist árið 1992 í Michigan og ólst upp í ströngu kristinlegu trúarsamfélagi. Haze lýsir samfélaginu sem afar litlu sem hafi einkennst af boðum og bönnum. Samskipti við fólk utan trúfélagsins voru fordæmd og giltu strangar reglur um klæðaburð og kynni við hitt kynið. Haze var meinað að hlusta á tónlist, borða ákveðinn mat og fara á stefnumót. „Ætli ég hafi ekki verið 11 ára þegar ég fór að semja ljóð. Það var eina leiðin til að túlka tónlistina í mér. Þrátt fyrir tilraunir gat ég aldrei hlaupið frá þrá minni að skapa eitthvað. Ég vissi ætíð að mér var ætlað eitthvað utan trúfélagsins, eitthvað annað en að vera heittrúað kirkjubarn allt mitt líf.“ Haze sleit sambandi við móður sína og elti drauminn að gefa út tónlist. Árið 2012 gaf Haze út EP plötuna Reservation og hlaut frábæra dóma. Í kjölfarið lét Haze frá sér lagið Cleaning out my Closet sem fjallar um þá kynferðislegu misnotkun sem Haze varð fyrir sem barn. Fjölmiðlar hafa sýnt fortíð tónlistarmannsins mikla

„Ætli ég hafi ekki verið 11 ára þegar ég fór að semja ljóð. Það var eina leiðin til að túlka tónlistina í mér.“

athygli og því að Haze vill ekki skilgreina sig eftir kyni og er í hópi pankynhneigðra, hrífst af fólki óháð kyni. Haze segir það vera þreytandi á köflum að tala um fortíðina en sýnir fólki skilning að æska sín veki upp spurningar. „Fólk veltir sér mikið upp úr bakgrunni mínum. Sérstaklega þegar ég greindi frá kynferðislegri misnotkun í æsku. Ég er hinsvegar allt önnur manneskja í dag og þessir atburðir eru fjarri mér. Þegar ég er stöðugt beðin um að ræða liðna atburði er sú ályktun dregin að ég sé föst í fortíðinni.“ Haze telur aftur á móti mikilvægt fyrir sig sem listamann að rifja upp tilfinningar og atburði. „Innblástur er furðulegur og skrítinn hlutur, stundum þarf að kreista hann fram í gömlum minningum. En tónlistin mín er að þróast í takt við mig og þann stað sem ég er á í dag.“ Haze segir sína hvatningu að gerast óttalaust listamaður vera rapparann Kanye West og lítur upp til hans hugsjónar. „Ég hef ekki hlustað nægilega á nýju plötuna hans en hún virðist vera smá blanda af Graduation og My Beautiful Dark Twisted Fantasy. Þessa dagana er ég mest að hlusta á eigin tónlist, Tracy Chapman og Ani DiFrankco. Þær eru báðar stórkostlegir textasmiðir og ég vil bæta mig í því.“ Á meðan Haze er á Íslandi er stefnan sett á að skoða landið og sjá Reykjavíkurdætur á sviði. „Ég hef heilan dag til þess að ferðast um landið og vil endilega sjá hverina. Ég frétti af kvenkyns rapphópi sem er kenndur við Reykjavík á Sónar, ég hlakka til að sjá þær.“


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

48 |

Kynningar | Tíska & útlit

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Virkar gegn hárlosi og hárþynningu fagmenn ábyrgjast árangur af notkun nioxin-hárvaranna. Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson

H

árþynning og hárlos getur verið afar hvimleitt vandamál og flestir sem þjást af þessum leiðu kvillum eyða miklum tíma og fjármunum í reyna að endurheimta heilbrigði hársins. nú er kominn fram áreiðanlegur árangur af vöru sem fagfólk getur kinnroðalaust ábyrgst að virki; nioxin-hárvörurnar. Full endurgreiðsla Á hársnyrtistofunni Yellow í Kópavogi starfa þær greta Jóhanna, rakel, Íris Thelma og Særós. Þær búa allar yfir mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði og mæla heilshugar með nioxin hárvörunum fyrir alla sem glíma við hárþynningu og hárlos. „nioxin hárvörurnar hafa hjálpað fjölda fólks sem glímir við hárþynningu og hárlos af mörgum mismunandi ástæðum. nioxin vörurnar virka mjög vel og það sýna frábær viðbrögð þúsunda viðskiptavina á Íslandi,“ segir greta og rakel bætir við að fagfólk beri það mikið traust til nioxin varanna að ef viðskiptavinur finnur ekki mun eftir 30 daga meðferð fær hann pakkann endurgreiddan að fullu.

hárið njóti vissulega góðs af. „Vörurnar hafa sömu nálgun og hreinsivörur fyrir andlit. Þetta er þriggja skrefa ferli en það skiptir miklu máli fyrir sem bestan árangur að öllum skrefunum sé framfylgt. Sjampóið hreinsar hársvörðinn vel og tekur húðfitu og önnur óhreinindi sem geta komið í veg fyrir að hárið fái greiða leið upp úr hársekkjunum. næringin mýkir síðan hársvörðinn, gefur raka og jafnar ph-gildi hársvarðarins. að lokum er nioxin-meðferðin borin í hársvörðinn og er ekki skoluð úr heldur er hún hugsuð sem dagkrem sem nærir hársvörðinn allan daginn.“ Mótunarvörur með sömu hugmyndafræði eftir þessi þrjú skref er hárið blásið eða það greitt eins og vani er. „Við mælum með að nioxin notendur notist við nioxin 3D Styling línuna, þar sem hún er hönnuð með sömu hugmyndafræði. Vörurnar stífla ekki hársekkina eða innihalda efni sem

„Ég hef notað Nioxin hárvörurnar í 4 ár, eftir að ég átti fyrra barnið mitt, og finn rosalega mikinn mun. Síðan hef ég bara ekki hætt að nota þær. Svo finn ég rosalegan mun eftir að mótunarvörurnar komu og nú blæs ég mig bara upp úr Bodyfying froðunni.“ Marta gunnlaugsdóttir, viðskiptavinur.

geta safnast upp í hársverðinum,“ segir greta. Mótunarlínan sem um ræðir skiptist í tvennt þar sem önnur, lightPlex, aðgreinir hárin, hefur sveigjanleika og létt hald. ProThick gefur hins vegar mikla fyllingu og hald. Diaboost er síðan fullkomin viðbót við blástursvörurnar, bodyfying foam, Thickening Spray eða Termal active. Nioxin vörurnar fást eingöngu á hárgreiðslustofum. Fáðu ráðgjöf á þinni hárgreiðslustofu um Nioxin vörurnar.

Þriggja skrefa ferli rakel útskýrir að nioxin vörurnar séu þróaðar og hannaðar sérstaklega með hársvörðinn í huga en

Greta Jóhanna, Rakel, Íris Thelma og Særós á hárgreiðslustofunni Yellow í Kópavogi.

F U L L KO M I N KO N U DAG S T I L B O Ð

commaIceland Smáralind


EYKUR ÞITT NÁTTÚRULEGA Q10 Í HÚÐINNI ENDURHEIMTU 10 ÁRA TAPAÐ MAGN AF Q10 Á AÐEINS TVEIM VIKUM


50 |

fréttatíminn | HELgIN 19. FEBRúAR–21. FEBRúAR 2016

Kynningar | Matur

Ljósmynd | Brewery Show

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Elvar Þrastarson, bruggmeistari í Ölvisholti, ætlar að senda frá sér fjölda af nýjum bjórum á næstunni.

Blæs til sóknar í Ölvisholti Nýir eigendur tóku við rekstri Ölvisholts um áramótin og bruggmeistarinn, Elvar Þrastarson, ætlar sér stóra hluti. Unnið í samstarfi við Ölvisholt

B

rugghúsið Ölvisholt var stofnað árið 2007 og fyrsti bjór þess kom á markað árið eftir. Ölvisholt hefur fyrir löngu skapað sér traustan sess á sífellt stækkandi markaði fyrir handverksbjóra hér á landi. Á næstunni er von á ýmsum nýjungum, að sögn Elvars Þrastarsonar bruggmeistara, en nýir eigendur komu að rekstri Ölvisholts um áramótin. „Nú er allt að breytast hjá okkur og við ætlum að vera duglegri að senda frá okkur nýja bjóra. Við ætlum að keyra þetta í gang,“ segir Elvar sem hefur bruggað í Ölvisholti í um þrjú ár. Fyrsta skrefið er nýr Pale Ale-bjór sem kynntur verður á bjórhátíðinni

Ljósmynd/Hari

Nú er allt að breytast hjá okkur og við ætlum að vera duglegri að senda frá okkur nýja bjóra. Við ætlum að keyra þetta í gang. á Kex Hostel í næstu viku. „Við erum með hann á tönkunum núna og byrjum að dæla honum á Kex. Þetta er ljós bjór og mjög auðdrekkanlegur. Hann verður svo í boði á veitingastöðum í kjölfarið. Á Facebook-síðu Ölvisholts er einmitt í gangi keppni um nafnið á þessum nýja bjór og auðvitað eru glæsileg verðlaun fyrir rétta nafnið.“ Að sögn Elvars framleiðir Ölvisholt alla jafna bjórana Skjálfta, Móra, Lava, Freyju og Skaða, auk

Vatnajökuls sem eingöngu er seldur á veitingastöðum í nágrenni við Vatnajökul. Þá kom páskabjórinn Barón í sölu á dögunum. „Þetta er amerískt brúnöl, betrumbætt útgáfa af þeim sem við gerðum í fyrra.“ Sífellt meiri áhugi er á handverksbjórum eins og þeim sem Ölvisholt framleiðir. Það sést til að mynda á því að nokkrir barir hafa sprottið upp í miðborg Reykjavíkur sem sérhæfa í sig í slíkum veigum og margir hefðbundnir barir hafa uppfært úrval sitt. Elvar fagnar þessu og segir að Ölvisholt ætli sér stóra hluti á næstunni. „Við ætlum að blása til sóknar,“ segir Elvar. Hægt er að fá reglulegar fréttir af Ölvisholti á samfélagsmiðlunum; Facebook, Instagram og Snapchat (Olvisholt).

Kristmann Þór Gunnarsson, sölumaður í Ámunni, leiðbeinir fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í vín- og bjórgerð.

Vinsælt að gera eigin vín og bjór

Áman, elsta víngerðarverslun landsins, fluttist nýlega að Tangarhöfða 2. Unnið í samstarfi við Ámuna

Á

man ehf. er stærsta og elsta víngerðarverslun landsins með yfir þrjátíu ára sögu. Verslunin var nýverið flutt að Tangarhöfða 2 í húsnæði sem er rúmgott og hentar afar vel. Áman flytur inn og selur vörur til vín- og bjórgerðar. Auk verslunarinnar að Tangarhöfða er hægt að nálgast allar vörur Ámunnar í netverslun á www.aman.is. Heimavíngerð nýtur mikilla vinsælda hér á landi, eins og í öðrum löndum þar sem er há skattlagning á vínum. Það er þó ekki bara af efnahagsástæðum sem fólk gerir vín heima hjá sér. Fyrir mörgum er víngerð heillandi og skemmtilegt tóm-

stundagaman. Framboð af nýjum tegundum og betri efnum eykst stöðugt og með betri hjálparefnum og tækjum er heimavín fyllilega sambærilegt borðvínum frá hinum frægu vínræktarlöndum. Flaska af heimagerðu víni úr þrúgum kostar undir 500 krónum, samanborið við um eða yfir 2.000 krónur úr Vínbúð. Sífellt fleiri brugga eigin bjór. Í Ámunni er hægt að kaupa tilbúin sett þar sem búið er að forvinna efnið og þannig hægt að velja ákveðnar tegundir, allt frá ljósum, milli- eða alveg dökkum bjór. Þetta eru góð efni sem gefa af sér góða afurð ef natni og vandvirkni er höfð að leiðarljósi. Þá er líka hægt að kaupa alls konar tegundir af bjórgeri, kornmalti og humlum til að gera sína eigin uppskrift að bjór. Sá

hópur er kröfuharður og gera „besta bjórinn“, að þeim finnst, en sú bjórbruggun er vaxandi áhugamál hjá fólki sem er ekki að hugsa um tímann, einfaldleikann eða kostnað. Stofnkostnaður er ekki mikill. Hægt er að kaupa pakka með bjórgerðarefni inniföldu á innan við níu þúsund krónur fyrir byrjendur og áhaldapakki til víngerðar, þar sem efni er ekki innifalið, kostar um 14.000 krónur. Hægt er að gera bjór frá grunni á ódýran hátt, en ef á að gera það af alvöru getur stofnkostnaður hlaupið á nokkrum tugum þúsunda. Allar nánari upplýsingar má fá hjá Ámunni, Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík, í síma 533-1020 eða á netfanginu aman@aman.is. Verslunin er opin alla virka daga milli kl. 10–18.


ER VIÐBURÐUR FRAMUNDAN? Í Nauthólsvík er einstakt umhverfi sem skapar réttu stemninguna fyrir þinn viðburð. Á Nauthól er glæsilegur veislusalur sem hentar frábærlega fyrir árshátíðir og aðra viðburði. Úrvalslið matreiðslu- og framreiðslumanna sér um að gera viðburðinn ógleymanlegan og hjálpa til við allan undirbúning. Nauthóll er fyrsta Svansvottaða veitingahúsið á Íslandi. Við leggjum metnað okkar í að halda þeim gæðum og umhverfisvænni stefnu sem Svanurinn krefst. Kynntu þér hvað við höfum uppá að bjóða á nautholl.is

KO N U D AGS B R Ö N S Allar konur sem koma í sunnudagsbröns til okkar fá Omnom súkkulaði fullnægingu í boði hússins.

www.nautholl.is

www.facebook.com/nautholl

nautholl@nautholl.is

Sími 599 6660


fréttatíminn | HELGIN 19. FEBRúAR–21. FEBRúAR 2016

52 |

Kynningar | Menning

aUGlÝSiNGaDEilD FRÉTTaTÍMaNS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Tónlistarþema á Stockfish Jóhann Jóhannsson sérstakur gestur á hátíðinni í ár.

S

érstakur gestur Stockfish í ár er tónskáldið Jóhann Jóhannsson en fyrstu dagar hátíðarinnar eru tileinkaðir tónlist í kvikmyndum og sjónvarpi. Jóhann er sem kunnugt er Golden Globe verðlaunahafi og var aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna í ár. Í dag, föstudag, klukkan 18, verður listamannaspjall með Jóhanni eftir sýningu myndar hans, End of Summer.

Á morgun, laugardaginn 20. febrúar, verða tvær pallborðsumræður.

Everything). Stjórnandi er Guðrún Björk Bjarnadóttir hjá STEF.

Synchronization: Innsetning tónlistar í kvikmyndir og sjónvarp þar sem fjallað verður m.a. um það hvernig tónlist er valin í kvikmyndir og sjónvarp. Þátttakendur eru: Barði Jóhannsson, Edna Pletchetero (synchronization and publishing for Sigur Rós), Ian Cooke (music supervisor, Amy) og Sarah Bridge (music supervisor, The Theory of

Composing: Tónlistarsköpun fyrir kvikmyndir og sjónvarp þar sem fjallað verður m.a. um mikilvægi tónlistarsköpunar fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Þátttakendur eru: Jóhann Jóhannsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Ólafur Arnalds og Biggi Hilmars. Stjórnandi: Louise Johansen (dagskrárgerðarkona hjá CPH PIX).

Báðar þessar pallborðsumræður eru opnar öllum og frítt inn. Um kvöldið verður haldið sérstakt tónlistarpartí Stockfish í samstarfi við Hlemm Square þar sem Ceasetone spila og DJa. Partíið byrjar klukkan 21, er opið öllum og fríar veitingar á meðan birgðir endast. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er sérstakur gestur á kvikmyndahátíðinni Stockfish.

Kvikmyndaveislan Stockfish

K

vikmyndahátíðir í Reykjavík hafa verið ómissandi hluti af borgarlífinu til fjölda ára. Þótt kvikmyndahátíðin Stockfish sé nú haldin í annað sinn byggir hún á grunni Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem fyrst var stofnað til árið 1978. Þá var hátíðin haldin í Háskólabíói og Tjarnarbíói og var fastur punktur kvikmyndaunnenda í Reykjavík til fjölda ára. Á Kvikmyndahátíðinni Stockfish, sem haldin er í Bíó Paradís, verða sýndar á þriðja tug verðlaunakvikmynda en auk þess verður efnt til samtals um kvikmyndalistina og kvikmyndagerð með fjölda vinnustofa og fyrirlestra. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson verður áberandi á hátíðinni þar sem sérstök áhersla verður á kvikmyndir og tónlist en alls taka 45 gestir frá Evrópu og Asíu þátt í hátíðinni. Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur verið í mikilli sókn á undanförnum

árum. Kvikmyndahátíðir á borð við Stockfish hafa stuðlað að tengslamyndun og verið uppspretta nýrra samvinnuverkefna á milli landa. Næstu daga verður boðið upp á veislu í formi fjölbreyttra kvikmynda frá mörgum löndum með ólíkum þemum. Shorts & Docs hátíðin er nú hluti af Stockfish, sérstök dagskrá fyrir börn verður á hátíðinni ásamt því að eistneskar og pólskar myndir verða í sérstökum fókus. Reykjavíkurborg hefur átt gott samstarf við kvikmyndaiðnaðinn sem er ein mikilvægasta kjölfesta skapandi greina á landinu. Framtíðin er björt og spennandi – og eitt brotið af þeirri heildarmynd er kvikmyndahátíðin Stockfish. Ég hvet þig til að líta við á heimili kvikmyndanna í Bíó Paradís á Hverfisgötunni og taka þátt. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

The Diary of a Teenage Girl er opnunarmynd Stockfish í ár. Sara Gunnarsdóttir, sem gerði teikningar í myndinni, er gestur hátíðarinnar.

Kvikmyndaveisla í Bíó Paradís Yfir fjörutíu myndir sýndar á kvikmyndahátíðinni Stockfish. Unnið í samstarfi við Stockfish Film Festival

S

ur

ga

gis

Æ

.

of nsv egu alk r

Hv erfis gata

kja

rg a

K

ata Try gg va ga ta

ta

Aða ls

træ

ti

Ge irs g

GEIRSGATA 9 (the old harbor)

leikstjórinn Rachid Bouchareb kemur á Stockfish með nýja mynd sína sem var frumsýnd á Berlínarhátíðinni í vikunni. Hér er hann með frú Vigdísi Finnbogadóttur á Stockfish Fim Festival í fyrra.

Lau gav egu r

TEL: (354)519 5050

dagar! AFSLÁTTUR

KRINGLUNNI | SKEIFUNNI | SPÖNGINNI | SMÁRALIND

tockfish Film Festival hófst í gær, fimmtudag, og stendur yfir til 28. febrúar í Bíó Paradís. Stockfish er bransahátíð sem hefur það markmið að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli og að opna fyrir samtal og samstarf við erlendan kvikmyndaiðnað. Hátíðin er haldin af öllum fagfélögunum í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi í samvinnu við Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís. Á hátíðinni í ár verða sýndar yfir fjörutíu kvikmyndir og von er á yfir fjörutíu gestum alls staðar að úr heiminum. Opnunarmynd hátíðarinnar er The Diary of a Teenage Girl og er Sara Gunnarsdóttir, sem gerði teikningar í myndinni, gestur hátíðarinnar. Með aðalhlutverk í myndinni fara Kristen Wiig, Alexander Skarsgård og Bel Powley. Meðal annarra frábærra mynda sem verða sýndar eru Son of Saul, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár sem besta erlenda kvikmyndin. Lászlo Rajk leikmyndahönnuður verður viðstaddur Q&A sýningu myndarinnar. Þá má nefna hina margumtöluðu Victoria, sem tekin var upp í einungis einu skoti og er Sturla Brandth Grøvlen, upptökustjóri myndarinnar, gestur hátíðarinnar í boði ÍKS og verður viðstaddur Q&A sýningar myndarinnar. Sturla er einmitt tilnefndur til Edduverðlauna í ár fyrir kvikmyndatöku í Hrútum. Kvikmyndin I Am Yours er sýnd og leikstjórinn, Iram Haq, verður viðstödd tvær Q&A sýningar myndarinnar um helgina. www.stockfishfimfestival.is

Ljósmynd | Carolina Salas.

Leikstjórinn Rachid Bouchareb er einnig gestur hátíðarinnar, en í vikunni var nýjasta mynd hans, Road to Istanbul, heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Hann kemur beint frá Berlín á Stockfish með myndina sína og

verður viðstaddur Q&A sýningu hennar. Þetta er frábært tækifæri fyrir íslenska áhorfendur að sjá stórmynd frá leikstjóra, sem hefur verið tilnefndur þrisvar til Óskarsverðlauna, strax eftir heimsfrumsýningu.

MiðaSala Hægt er að kaupa miða á Stockfish á Tix.is og í Bíó Paradís.

Hátíðarpassi Verð: 9.500 kr. Hátíðarpassi veitir þér aðgang að öllum sýningum og viðburðum hátíðar á meðan húsrúm leyfir. Passinn veitir þér einnig eftirfarandi afslætti hjá samstarfsaðilum hátíðarinnar: Bíó Paradís: Bjór og vín á 650 kr. Hlemmur Square: 25% afsláttur af mat og happy hour verð á bjór og víni. Kaffi Vínyl: Happy hour verð á bjór og víni.

Klippikort Verð: 3.900 kr. Veitir þér aðgang að þremur sýningum.

Stakur miði Verð: 1.400 kr.

www.facebook.com/stockfishfilmfestival

@StockfishFest

stockfishfestival


161093 •

SÍA •

PIPAR\TBWA

VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR og SIGURÐUR ÞÓR ÓSKARSSON SELMA BJÖRNSDÓTTIR LEIKSTJÓRN

TÓNLIST EFTIR

HÖGNA EGILSSON

FRUMSÝNING 25. FEBRÚAR

HVAÐ MYNDIR ÞÚ TAKA TIL BRAGÐS EF NÝI NÁGRANNINN ÞINN VÆRI VAMPÍRA? HROLLVEKJANDI FANTASÍA SEM GAGNTEKIÐ HEFUR ÁHORFENDUR VÍÐA UM HEIM! The Guardian

The Independent

Telegraph

NÆSTU SÝNINGAR: 28. febrúar, 3. mars, 10. mars, 12. mars og 13. mars

Time Out NY

The Evening Standard

Time Out London

MIÐASALA í síma 551 1200 og midasala@leikhusid.is

www.leikhusid.is


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

54 |

Rakst næstum því á útlending Steini skoðar heiminn Þorsteinn Guðmundasson Ég tók mér frí frá vinnu nú í vikunni til þess að skreppa upp í sumarbústað með fjölskyldunni. Hlaða batteríin, spila yatzy og tala illa um fólkið í stóru eignabústöðunum hinum megin við veginn. Ég keyrði hægt upp brekkuna sem liggur að sumarhúsahverfinu en vegurinn var eitt klakabúnt og sá að á móti okkur kom hvítur jeppi úr nokkurri fjarlægð. Svona af því að ég var ekkert að flýta mér og auðvitað líka af því að ég er svo þroskaður og yfirvegaður, renndi ég skódanum út í vegkant og beið til að hleypa honum framhjá. Jeppinn þokaðist í áttina til ykkar, þar sem við biðum og fór hægt yfir. Þegar hann átti svona tíu metra í okkur sá ég að bílstjórinn lenti í vanda. Hann virtist ætla að beygja lengra yfir á hægri vegkantinn en sat fastur í hjólförunum og rann stjórnlaust áfram. Þetta gerðist allt á hraða snigilsins og engin hætta á ferðum en svona til þess að bílarnir rispuðust ekki, ef þeir rækjumst saman, bakkaði ég okkar bíl aðeins frá. Bílstjóra jeppans var mjög létt, sá ég. En þá gerðist hið ótrúlega. Hann rúllaði bílrúðunni niður og sagði við mig: Thank you. Ég er ekki vanur því að fólk þakki mér fyrir í umferðinni, hvað þá á útlensku. Það var mjög gleðileg, spennandi og óvenjuleg upplifun. Þessa tvo daga sem við vorum þarna í bústaðahverfinu rakst ég ekki á margt fólk. Kannski ekki skrítið, ég er ekki maður sem bankar upp á hjá fólki til þess að spjalla að fyrra bragði eða týpan sem mætir óboðin með gítar til þess að halda

uppi fjöri (jú, ég er reyndar sú týpa en ég gerði það ekki að þessu sinni). En það vakti þó athygli mína að þeir sem ég hitti í göngutúrum mínum með hundinn eða að vesenast að sækja gaskút í þjónustumiðstöðina, að nágranna mínum undanþegnum, voru útlendingar. Hvernig veistu það? spyrjið þið. Heldurðu kannski að allir sem eru brúneygðir með krullur séu frá Spáni? Nei, ég held það ekki. Ég átti spjall við þetta fólk og veit það þannig. Og það rann upp fyrir mér að við lifum í nokkurs konar blekkingu hér á landi. Við höldum að við séum ein og að útlendingar séu bara rollur sem við þurfum að smala í rútur og rýja inn að skinni. En fólkið sem hingað kemur er ekki rollur. Þetta er fólk sem kemur hingað, margt hvert á eigin vegum, sem langar að nýta tíma sinn til að gera sem mest; aka, ganga og hjóla um landið. Í okkar augum eru þessir gestir auðlind, eins og sumir hafa komist að orði. Við þurfum að græða á þeim, selja þeim eitthvað, plata þá til að gera þetta eða hitt. Við pirrum okkur á þeim og hneykslumst á þeim fyrir að fara óvarlega í náttúrunni sem við sjálf þykjumst þekkja svo vel. Þetta eru nú meiri bjánarnir, segjum við. En þetta eru hvorki bjánar né rollur. Þetta er hið venjulegasta fólk sem er að reyna að upplifa eitthvað áhugavert, skelfingu lostið á ísilögðum vegunum, gónandi á fossa og guðdómleg norðurljós. Það er tími til kominn að við sýnum þessum ágætu gestum okkar meiri athygli, veitum þeim meiri upplýsingar og skiptum okkur meira af þeim, leiðbeinum þeim, hættum að selja þeim drasl og vatn á flöskum og pössum að þeir fari sér ekki að voða. Það er á okkar ábyrgð.

Sudoku

1 9

9 2 7 3 6 5 1 3 2 5 7 4 1 9 1 3 6 8 2 5 6 7 2

Og það rann upp fyrir mér að við lifum í nokkurs konar blekkingu hér á landi. Við höldum að við séum ein og að útlendingar séu bara rollur sem við þurfum að smala í rútur og rýja inn að skinni.

Sudoku fyrir lengra komna

8 6 7 3 2 6 8 5 5 4 2 1 6 4 2 9 9 8 6 2 4 7 9 1 4

Krossgátan

Allar gáturnar á netinu

OFBJÓÐA

Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.

Lausn Lausn á krossgátunni í síðustu viku. FLÖKTA

B Á L A K A T Ð A I L E I T E U R R R Á L Á K L A A S Y A S

ÁRKVÍSLA

EYRIR

ÞYRPING

ÞÁTTTAKANDI

E E R F I F A R Ð Æ T L I I L V D R Ý L I L A K I L M U T A P S M I T S A R Ú T S Ú A F T R R Ö R F R Á K HÆRRI

FÍFLAST

AKSTURSÍÞRÓTT

SPRIKL

STRITA SMINK

SKYLDI

FARMRÚM BEYGÐU

ÞÓFI

VOTTUR

MÓHRAUKUR

LJÓS

TÚN

VEIKJA

GYÐJA

ÓSIGUR

TRYGGUR

SÝKING ÁTT

RÖNDIN

STEFNA

SÁLDA

STÖNG FERÐ

HINDRA

PÍPA

STALLUR

AFTURKAST

U Ö R Ö N U G A A P R U R P A L A S I A S T S A F Æ A S K U R S T S O N I S K I K J A L Ó V H A Ð N A N L Í N Ú S U G I N T Á A S Í E R J U R L L A O T L E T ESPA

280

ÁSTAGRAS

ANGAN

www.versdagsins.is

281

TRÉ

LEYSIR

SMÁBÁTUR DÝRAHLJÓÐ

KVENGEIT HAKA

SNÍKJUDÝR ÁMÆLA

ILLINDI KLIÐUR

SÖNGLA

KVK NAFN

FRAMAGOSI

MÁNUÐUR FLAN

GÆTA

EINING

UPPTAKSVEÐUR

VIÐSKIPTI SVEIA

HÓFDÝR

SNÍKILL HOPPA

MYRKUR

NAFNGIFT

SÖNGSTÍLL

KLÆÐI

GÁLEYSI

KUSK

BEIN

LIÐUR

TALA

STRIK

NARSL

GEIGUR TEFJA

HERÐAKLÚTUR

SAMTÖK

RÓL

HNOÐAÐ

NEFNA

SKRIFA

LYFTIST

EITURLYF

SÆRA

R A S Í L K S S A Æ Ð A L A T A E R T I Í R N F Ö T A L A L L U G U R L M A A R K Á N R Ð A R A RÁS

BARDAGI

mynd: Christian herzog (CC By-sa 2.0 de)

Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér því að þú ert Guð hjálpræðis míns...

FUGL

YFIRRÁÐA

TROSNA

Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. 370 g

ÚT

KÆR

ÚTDEILDI

MIKILL

VEFENGJA

ÁTT SÆTUEFNI

SJÁVARMÁL FARMGJALD

GLOPPU DURTUR

GAN

Í RÖÐ FÓTABÚNAÐUR

RANNSAKA EFLA

MJÓRÓMA

MARGSKONAR

AFL

ÓSTILLTUR

ILMSMYRSL

NAGDÝR LJÚFI

ÖSKUR

INNHEIMTA

EINGÖNGU

STOÐGRIND

AÐALSMANNS

BERIST TIL

FYRIR HÖND

HUGFÓLGINN

DANS

NEF

ETJA

MERKJA

LYFTIST

SAMTÖK

TRÖLLKONA

MÝKING SKRAUTPLANTA

TEMJA

ELDSNEYTI

BLANDAR

GÁSKI

UMHVERFIS

GÓL

STEINTEGUND

SEYTLAR

STJAKA

ÞRÁÐUR

SKRAF

SÁLDRA

GRÓANDI

PRÓFTITILL

FARMUR

VAGGA

ÁTT

HERBERGI

NÆRA

HERÐAKLÚTUR

TVEIR EINS

KROPP

ÓKYRR

OFSTOPI

SVARI

KRÚS

TÓNN

SEFA

BLUND

MJÖG

SLÓR

ÁLPAST

VÖRUMERKI

KÖNNUN

NÚNA

Í RÖÐ

100%

MÆLIEINING

ÍSLENSKUR OSTUR URMULL

GENGI

RÍKI Í AFRÍKU

GARGA

Er nú á tilboði

KJARR

ÖLDURHÚS

IÐN

UTAN

RIFINN OSTUR

SKAPI

AÐHAFSTU

TVEIR EINS

Heimilis

MYNT

TÍÐUM

RISI

TVEIR EINS

HÁTTUR

ELDHÚSÁHALD

EINRÆÐA

TÆTA

SKÍNA

ÞVÍLÍKT

BÓK

FÍFLAST


FISKIVIKA ALLUR FISKUR ÚR FISKBORÐI kr.kg

1.790

LAX, LÚÐA, ÝSUFLÖK, ÞORSKHNAKKAR OG ALLIR FISKRÉTTIR

2

F Y RIR

IR 1 P U A K

1

KG. 2 Ð R KG. FÆ

Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK

Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se

DATE:

New proof please

/

SIGNATURE:

280

140

R U L L O B FISK I

Opið laugardag frá 10 til 15

Sogavegi 3 Höfðabakka 1 Sími 587 7755 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina

HITAVEITUSKELJAR TILBOÐ - RESTLAGER • 1850 LÍTRAR • TREFJASKELJAR • STERKAR • ENDINGAGÓÐAR • 4 LITIR MARMARABLÁR, PERLUHVÍTT, BRÚNSANSERAÐUR, MARMARASVART

ER P Ú S Ð VER

+

SÚPER GÆÐI

HEITIRPOTTAR.IS

SÍMI 777 2000 GRÉTAR SÍMI 896 0602 KRISTJÁN

fr


56 |

fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

Sannkallað söngvakvöld RÚV RÚV verður í stuði á laugardagskvöldið. Úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins verður sýnd í beinni útsendingu og kemur í ljós hvert framlag okkar Íslendinga til Eurovision verður. Við tekur söng- og gamanmyndin Pitch Perfect um Becu sem gengur treg til liðs við sönghóp í skólanum sínum. Myndin er mun skemmtilegri en hún kann að hljóma og sló rækilega í gegn í kvikmyndahúsum.

Ný þáttaröð á Netflix Hvað eigum við þá að tala um?

RÚV Tvöfaldur lokaþáttur af Ófærð verður sýndur á sunnudaginn og spennan stigmagnast. Verður hulunni svipt af morðingjanum? Verður rétt útgáfa af þættinum sýnd? Stóra spurningin er þó hvað skal ræða í fjölskylduboðum fram að annarri seríu?

föstudagur 19. feb.

við gefum kitchenaid á facebook bakaðu fyrir konuna á sunnudag!

rúv

rúv

16.25 Á spretti (1:6) 16.45 Íslendingar Jón Helgason e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (32:365) 17.56 Um hvað snýst þetta allt 18.00 Lundaklettur (4:32) 18.07 Vinabær Danna tígurs (4:10) 18.20 Sara og önd (3:33) 18.28 Drekar (3:8) 18.50 Öldin hennar (10:52) e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir (117) 19.30 Veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónv. 20.00 Gettu betur MH - MÍ b 21.15 Vikan með Gísla Marteini b 22.00 Söngvakeppnin Lögin í úrslitum 22.30 Welcome to the Punch 00.10 Nick Law: Velkominn til Hamborgar 01.50 Víkingarnir (5:10) e. 02.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (27) 02.40 Næturvarp

skjár 1

byko.is

ÞÚ FINNUR ÞAU HJÁ OKKUR!

16:20 Reign (12:22) 17:05 Philly (7:22) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show Jimmy Fallon 19:10 The Late Late with James Corden 19:50 The Muppets (13:16) 20:15 When Harry Met Sally 21:55 Blue Bloods (10:22) 22:40 The Tonight Show Jimmy Fallon 23:20 Satisfaction (2:10) 00:05 Rookie Blue (8:13) 00:50 State Of Affairs (7:13) 01:35 The Affair (7:12) 02:20 House of Lies (3:12) 02:45 The Walking Dead (4:16) 03:30 Hannibal (7:13) 04:15 The Tonight Show Jimmy Fallon 04:55 The Late Late Show James Corden

Stöð 2

Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is

laugardagur 20. feb.

16:55 Batman: The Brave and the bold 17:20 Bold and the Beautiful (6797/6821) 17:40 Nágrannar 18:05 The Simpsons (13/22) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Ísland today 19:25 Bomban (6/12) 20:15 American Idol (13&14/24) 22:25 The Expendables 3 00:35 Over/Under 02:05 Insidious: Chapter 2 03:50 Submarine 05:25 Fréttir og Ísland í dag

Netflix Love er ný þáttaröð sem verður aðgengileg á Netflix á laugardaginn. Í þáttunum eru sömu handritshöfundar og í vinsælu gamanmyndinni Knocked up með Seth Rogan. Þættirnir fjalla um kynni ungs pars með öllum þeim vandræðalegum uppákomum, hrakföllum og skuldbindingum sem því fylgja.

sunnudagur 21. feb. rúv

11.45 Gettu betur MH - MÍ e. 12.50 Í saumana á Shakespeare (3:6) e. 13.50 Haukar - FH 15.45 Haukar-ÍBV 17.45 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV (48:300) 18.01 Ævar vísindamaður (5:7) e. 18.30 Unnar og vinur 18.54 Lottó (26:52) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Upphitun fyrir Söngvakeppnina 20.00 Söngvakeppnin 2016 Úrslit b 22.40 Pitch Perfect 00.30 A Better Life e 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (28) 02.10 Næturvarp

skjár 1 14:40 The Tonight Show Jimmy Fallon 16:00 America's Next Top Model (9:16) 16:40 Top Gear USA (16:16) 17:25 The Muppets (13:16) 17:50 Rules of Engagement (20:26) 18:15 The McCarthys (8:15) 18:40 Black-ish (5:22) 19:05 Life Unexpected (7:13) 19:50 How I Met Your Mother (7:22) 20:15 Mrs Henderson Presents 22:00 The Book of Eli 00:00 '71 01:40 Fargo (7:10) 02:25 CSI (1:18) 03:10 Unforgettable (11:13) 03:55 The Late Late Show James Corden 04:35 The Late Late Show James Corden

Stöð 2 14:10 Ísland Got Talent (3/9) 15:10 Lögreglan (3/6) 15:40 Landnemarnir (6/16) 16:15 Heimsókn (12/15) 16:45 Matargleði Evu (5/12) 17:15 Sjáðu (430/450) 17:45 ET Weekend (22/52) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (110/150) 19:10 Lottó 19:15 The Simpsons (13/22) 19:35 Two and a Half Men (2/16) 20:00 Hungry Hearts 21:50 The Guest 23:30 The Vatican Tapes 01:05 22 Jump Street 02:55 The Wolverine 05:00 ET Weekend (22/52)

16.10 Brekkukotsannáll I e. 17.25 Táknmálsfréttir 17.35 KrakkaRÚV (49:300) 17.36 Dóta læknir (11:13) 18.00 Stundin okkar (17:22) 18.25 Íþróttaafrek sögunnar (3:4) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Landinn (18:29) 20.15 Háski í Vöðlavík (2:2) 21.05 Ófærð (9&10:10) 22.55 Kynlífsfræðingarnir (7:12) 23.55 Ondskan 01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (29) 01.50 Næturvarp (21:26)

skjár 1 16:20 Bachelor Pad (7:8) 17:50 The Millers (10:11) 18:15 Difficult People (4:8) 18:40 Baskets (4:10) 19:05 The Biggest Loser - Ísland (5:11) 20:15 Scorpion (12:24) 21:00 L&O: Special Victims Unit (24:24) 21:45 The People v. O.J. Simpson 22:30 The Affair (8:12) 23:15 The Walking Dead (5:16) 00:00 Hawaii Five-0 (13:24) 00:45 CSI: Cyber (12:22) 01:30 L&O: Special Victims Unit (24:24) 02:15 The People v. O.J. Simpson 03:00 The Affair (8:12) 03:45 The Walking Dead (5:16) 04:30 The Late Late Show James Corden

Stöð 2 16:55 60 mínútur (20/52) 17:40 Eyjan (25/30) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (111/150) 19:10 Ísland Got Talent (4/9) 20:05 Lögreglan (4/6) 20:30 Rizzoli & Isles (13/18) 21:15 The X-Files (4/6) 22:00 Shameless (4/12) 23:00 60 mínútur (21/52) 23:45 Vice 4 (2/18) 00:15 Suits (12/16) 01:00 Vinyl (2/10) 01:50 The Art of More (10/10) 02:40 360 04:30 Boardwalk Empire (2/8) 05:30 Fréttir 23:15 60 mínútur (18/52) 00:00 The Art of More (7/10) 00:45 August: Osage County 02:45 Closed Circuit 04:20 In a World...

20% r a g a d a t t Þvo fyrir heimilin í

Þvottavél

Þurrkari - barkalaus Þur

Tekur 7 kg af þvotti. 1200 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Íslensk notendahandbók.

Tekur 7 kg af þvotti. Ný tegund af tromlu sem minnkar slit og dregur úr krumpum. Snýr tromlu í báðar áttir og er með rakaskynjara.

Lavamat 63272FL

Íslenskt stjórnborð 3 ára ábyrgð

landinu

Nú kr. 87.920,-

Verð áður kr. 109.900

T61271AC

Nú kr. 95.920.-

Verð áður kr. 119.900,-

aup! k ð ó g ð i r e G FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800


| 57

fréttatíminn | HeLGiN 19. FeBrúar–21. FeBrúar 2016

Horfir helst á seríur sem byrja á orðinu „The“ Gesturinn

Flóð – leikhús og útvarpsþáttur

Sarpurinn Heimildarverkið Flóð í Borgarleikhúsinu fjallar um snjóflóðið á Flateyri árið 1995. Samhliða leiksýningunni eru þau Björn Thors og Hrafnhildur Hagalín með útvarpsþætti á Rás 1 þar sem farið er yfir tildrög verksins, sköpunarferlið og söguna. Hægt er að nálgast þættina á Sarpi ruv.is

Stöð 2 Aldrei hleypa ókunnugum inn, en hvað ef hann þekkti látinn son þinn? Ungur hermaður kynnir sig fyrir Peterson fjölskyldunni sem vinur sonar þeirra sem féll í bardaga. Eftir að fjölskyldan býður honum inn á heimili sitt verða dularfull dauðsföll tíðir atburðir í hans nærveru. Hrollvekjandi spennumynd, sýnd á Stöð 2 á laugardagskvöldið.

Sófakartaflan Cell7 tónlistarkona „Ég | horfði á Sicario um daginn og varð ekki fyrir vonbrigðum. Gott plott, gott tempó, góðir leikarar og klikkuð tónlist eftir Jóa í Lhooq. Þegar kemur að sjónvarpsseríum er ég mjög vandlát. Hef byrjað á mörgum og hætt fljótlega. Horfi yfirleitt ekki á kokkaþætti en Chefs’ Table á Netflix eru vandaðir, fallegir og vel gerðir þættir. Hver sem er ætti að fíla þá. Það er orðið svolítið síðan ég kláraði seríur en

þær síðustu sem ég fílaði voru: The Jinx, Luther, The Killing og The Fall. Ég virðist bara fíla seríur sem byrja á orðinu „The“. Byrja örugglega næst á The People v. O.J. Simpson.“

Ragna Kjartansdóttir, eða Cell7, eins og hún kallar sig.

Hver heldur þú að sé skúrkurinn í Ófærð?

InGvI Hrafn JónSSon, sjónvarpsmaður og Siglfirðingur: Ég gruna sterklega persónu Þorsteins Gunnarssonar í þáttunum, en er ekki viss um neitt.

„For Women“

gegn sveppasýkingu,bakteríusýkingu og þvagfærasýkingu

PRENTUN.IS

Fæst í apótekum og heilsubúðum

Ð

alda Hrönn Jó JóHannSdótt dóttIr, aðstoðar aðstoðarlögreglu lögreglustjóri á höfuð höfuðborgar borgarsvæðinu: Ég held reyndar að skúrkarnir séu fleiri en einn. Eftir síðasta þátt held ég að tengdapabbi Andra hafi drepið Hrafn. Og held að Hrafn hafi drepið Geirmund. Ég held svo að félagarnir Hrafn, hótelstjórinn og Leifur standi að baki mansalsmálinu, þeir eiga hagsmuna að gæta í því.

O LB TI

Gunnar I. BIrGISSon, on, bæjarstjóri Fjallabyggðar: Ég er alveg blankur, hef ekki minnstu hugmynd svo ég fylgist spenntur með á sunnudag.

Nú færðu 6 fernur í kippu á verði fjögurra


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

58 |

Njála – „Unaðslegt leikhús“ – MAMMA MIA!

HHHH, S.J. Fbl.

(Stóra sviðið)

Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Sun 13/3 kl. 15:00 aukas. Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Abba söngleikurinn sem slegið hefur í gegn um allan heim

Njála

Mið 11/5 kl. 20:00 Fim 12/5 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Lau 14/5 kl. 14:00 Mán 16/5 kl. 20:00 Þri 17/5 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00

Ungir útvarpsleikritahöfundar seldu RÚV fjögurra tíma langt sakamálaleikrit.

(Stóra sviðið)

Fös 19/2 kl. 20:00 20.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 23.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 21.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn Mið 24/2 kl. 20:00 22.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 25.sýn Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu

Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Fös 19/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00

Fim 25/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00

(Nýja sviðið) Lau 27/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00

síðasta

Sun 13/3 kl. 20:00

12.sýn

31.sýn

Fös 26/2 kl. 20:00

32.sýn

104.sýn

Lau 19/3 kl. 20:00

105.sýn

sýn.

Allra síðustu sýningar

Flóð

(Litla sviðið)

Sun 28/2 kl. 20:00 10.sýn Sun 6/3 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri

Vegbúar

11.sýn

(Litla sviðið)

Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Kenneth Máni

fluttur á Rás 1 síðastliðinn sunnudag, 14. febrúar. Sögusvið verksins er ónefnt einangrað sjávarþorp úti á landi, þar sem afskorinn fingur finnst í berjamó og rannsóknarlögreglumaður úr Reykjavík er fenginn til að aðstoða við úrlausn málsins. Pálmi segir viljandi gert að söguþráðurinn spegli að miklu leyti sakamálaþáttinn Ófærð. Aðspurður hvort ætlunin sé að reyna að feta í fótspor vinsælda Ófærðar utan landsteinanna segir hann þá félaga vera að skoða hver markaðurinn sé

STEMNING/MOOD

(Litla sviðið)

Sun 21/2 kl. 20:00 2.k Lau 27/2 kl. 20:00 5.k Fim 10/3 kl. 20:00 Þri 23/2 kl. 20:00 3.k. Fös 4/3 kl. 20:00 6.k Mið 24/2 kl. 20:00 4.k. Sun 6/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Óður og Flexa halda afmæli

Kynfræðsla Pörupilta Mán 22/2 kl. 13:00 Þri 23/2 kl. 10:00 Þri 23/2 kl. 11:30 Uppistand Pörupilta um það

Sun 28/2 kl. 13:00

Árstíðir Vivaldi verða fluttar fyrir yngstu kynslóðina í Barnastund Sinfóníunnar á laugardag. Barnastundin er aðeins hálftíma löng, aðgangur ókeypis og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð Hörpu. Frábært fyrir fjölskylduna eða bara þá sem vilja heyra stytta útgáfu af Árstíðunum.

Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Vesturports!

AÐGANGUR ÓKEYPIS / ADMISSION FREE

(Stóra sviðið)

Hleyptu þeim rétta inn

Mið 9/3 kl. 19:30

Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is

Lokasýn

(Stóra sviðið)

Fim 3/3 kl. 19:30

Aðalæfing

Gott að hlusta með börnunum

(Stóra sviðið)

Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 14.sýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."

Mið 24/2 kl. 19:30

Mættu í Hörpu á föstudaginn í hádeginu og dansaðu til stuðnings konum á flótta við tóna DJ Margeirs! Milljarður rís upp, Harpa, 11.45-12.45

2015

Sun 21/2 kl. 15:00 Aukasýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda

Sporvagninn Girnd

Sun 13/3 kl. 19:30

3.sýn

Fim 25/2 kl. 19:30 Frums. Fim 10/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 28/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.

6.sýn

Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn

Um það bil 19 (Kassinn) 551 1200 | Hverfisgata | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 18.sýn

1950

65

Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 "...ein af bestu sýningum þessa leikárs."

17.sýn

Umhverfis jörðina á 80 dögum

2015 Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn

GAFLARALEIKHÚSIÐ Tryggið ykkur miða á þessa vinsælu barnasýningu

(Stóra sviðið)

Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 Fös 26/2 kl. 22:30 19.sýn Fös 4/3 kl. 19:30 Mið 2/3 kl. 19:30 20.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!

Mið-Ísland 2016

Improv Ísland

Sigríður Jónsdóttir Fréttablaðið

22.sýn

„Óhætt að mæla með þessari sýningu“ Kastljós „Sýningin er bæði falleg og skemmtileg"

Lau 20/2 kl. 22:30 33.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 35.sýn Fös 26/2 kl. 22:30 36.sýn Mið-Ísland að ódauðleika!

Lau 27/2 kl. 20:00 Lau 27/2 kl. 22:30

37.sýn 38.sýn

(Þjóðleikhúskjallari)

Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

Klókur ertu, Einar Áskell Sun 21/2 kl. 11:00 Sun 21/2 kl. 13:00 Síðustu sýningar!

Silja Huldudóttir Morgunblaðið

(Stóra sviðið)

21.sýn

(Þjóðleikhúskjallari)

Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Fös 19/2 kl. 22:30 31.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 32.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir

aukasýn aukasýn

Mið 9/3 kl. 19:30

6.sýn

(Brúðuloftið)

Sun 28/2 kl. 11:00 Sun 28/2 kl. 16:00

„Unaðslegur leikhúsgaldur

Silja TMM Jakob Kvennablaðið

Næstu sýningar

Sunnudagur 21. febrúar Uppselt Sunnudagur 28. febrúar Uppselt Sunnudagur 6. mars Sunnudagur 13. mars Heimsfræg verðlaunasýning fyrir 2-5 ára börn

aukasýn aukasýn

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is

óperan sem þú mátt ekki missa af! W.A. Mozart

Frumsýning í Hörpu 27. febrúar Miðasala á harpa.is og tix.is

Gott um helgina

16. JANÚAR - 15. MAÍ 2016

Mið 24/2 kl. 13:00

65

fyrir íslensk útvarpsleikrit erlendis. „Í ljósi frábærra viðtaka Ófærðar erlendis erum við mjög vongóðir um að BBC hafi áhuga á að kaupa íslenskt útvarpsleikrit. Við erum líka opnir fyrir að selja verkið til SuðurAmeríku þegar á líður.“ Þetta metnaðarfulla útvarpsleikrit er nú aðgengilegt á vef RÚV. | salka

Gott að rísa upp

Þri 23/2 kl. 13:00 Mið 24/2 kl. 10:00 Mið 24/2 kl. 11:30 sem allir eru að spá í.

Í hjarta Hróa hattar

Lokasýn.

(Litla sviðið)

1950

Höfundar útvarpsleikritsins Hafið hefur þúsund andlit.

FRIÐGEIR HELGASON

(Nýja sviðið)

Lau 20/2 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 15:00 Sun 21/2 kl. 13:00 Lau 27/2 kl. 13:00 Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum

DAVID FARR

Meðlimir rapphljómsveitarinnar I:B:M eru höfundar útvarpsleikritsins Hafið hefur þúsund andlit, sem útvarpað er á Rás 1 um þessar mundir. Pálmi Freyr Hauksson er einn þriggja meðlima hljómsveitarinnar og nemi á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands. Hann segir þá félaga hafa ákveðið að ráðast í gerð leikritsins til að fagna útgáfu sinnar fyrstu plötu. „Við í I:B:M höfum það markmið að gera fæst það sem búist er við af rapphljómsveit og ákváðum því að gefa út útvarpsleikrit í stað þess að halda útgáfutónleika.“ Félagarnir enduðu svo með hundrað blaðsíðna verk í höndunum, sem tekur fjórar klukkustundir í flutningi. RÚV keypti svo verkið af þeim og var fyrsti hluti þess af fjórum

Í ljósi frábærra viðtaka Ófærðar erlendis erum við mjög vongóðir um að BBC hafi áhuga á að kaupa íslenskt útvarpsleikrit.

(Litla sviðið)

Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni

Illska

Rappsveit semur útvarpsleikrit

Sýningar 5. mars, 11. mars og 13. mars

Gott að borða

Pólskur veitingastaður verður opinn í aðeins einn dag á sunnudag í tilefni veitingastaðadagsins, þar sem veitingastaðir poppa upp um allan heim í einn dag. Njóttu heimagerðrar pólskrar matargerðar á Polka bistro! Opið 14-18 á Tin Can Factory, Borgartúni 1.

Gott að slaka

Hvernig hljómar djúphvíld og teppi? Gongslökun í Yoga Shala kl.12.15 á sunnudaginn, spilað á gong og slakað á í klukkutíma. Kjarnaðu þig!

Gott að fagna nýárinu

Kínverskt nýár hefst á laugardaginn og því skal fagna. Mættu á hátíðarhöld á Háskólatorgi, dreyptu á kínversku tei, dansaðu drekadans eða farðu í kínverskt karókí á Háskólatorgi, laugardaginn 20. febrúar frá klukkan 14.

#islenskaoperan



LAMPA OG LJÓSADAGAR HIVE LOFTLJÓS TILBOÐSVERÐ 11.600.-

MARLOWE LOFTLJÓS TILBOÐSVERÐ 11.600.-

NÝ SENDING FRÁ HABITAT

APERTURE PAPPALJÓS 3 STÆRÐIR TILBOÐSVERÐ FRÁ 9.360 – 23.400.-

BIRMAN BASTLJÓS 2 STÆRÐIR TILBOÐSVERÐ FRÁ 11.600.-

DUMBO 3 LITIR TILBOÐSVERÐ FRÁ 2.320.-

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM LÖMPUM OG LJÓSUM FÖS, LAU OG SUN

FLEX SKRIFBORÐSLAMPI TILBOÐSVERÐ 10.000.-

ALIUM SILVUR TILBOÐSVERÐ 3.120.-

TRIPOD STANDLAMPI OG SKERMUR TILBOÐSVERÐ 39.600.-

CAGE KOPARLJÓS 2 STÆRÐIR TILBOÐSVERÐ FRÁ 10.000.-

HIVE BORÐLAMPI TILBOÐSVERÐ 15.600.-

SMALL WORK SKRIFBORÐSLAMPI TILBOÐSVERÐ 15.600.-

SOL STANDLAMPI SVARTUR TILBOÐSVERÐ 19.200.-

PENDRY BORÐLAMPI TILBOÐSVERÐ 18.000.-

PENDRY STANDLAMPI 39.600.-


NÝJAR VÖRUR

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

62 |

Bjórhátíð á Kex Hostel Kex Hostel heldur árlega bjórhátíð sína í næstu viku. Nokkur erlend örbrugghús taka þátt í hátíðinni ásamt þeim íslensku og koma fulltrúar þeirra hingað til lands af þessu tilefni og spjalla við gesti á hátíðinni. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga, frá miðvikudegi til laugardags. Erlendu bruggararnir sem hingað koma eru frá þremur dönskum örbrugghúsum; Mikkeller, To Øl og Alefarm og bandarísku brugghúsunum The Commons Brewery, Pfriem Family Brewers og Surly Brewing Company. Íslensku brugg-

Vinsæll veitingastaður í fangelsi Áhugafólk um góðan og vandaðan bjór flykktist á bjórhátíðina á Kex í fyrra.

húsin sem taka þátt eru Bryggjan brugghús, Segull 67, Steðji, Borg, Einstök, Vífilfell, Ölgerðin, Ölvisholt og Kaldi. Nánari upplýsingar um hátíðina og miðasölu má finna á heimasíðunni Kexland.is. Miðaverð er 9.900 krónur. | hdm

Einn umtalaðasti veitingastaður Mílanó þessa dagana kallast InGalera en hann er innan veggja fangelsis borgarinnar. Á veitingastaðnum vinna aðeins tveir frjálsir menn, kokkurinn og yfirþjónninn, en aðrir eru fangar. InGalera hefur ekki aðeins fengið glimrandi dóma fyrir matinn sem þar er framreiddur, hann fær fullt hús á Tripadvisor, heldur einnig fyrir þjónustu fanganna sem segja það einstaklega jákvæða upplifun að umgangast frjálst fólk sem líti á sig sem manneskju í starfi en ekki sem fanga. Reynslan sé því góður undirbúningur fyrir nýtt líf utan

Veitingastaðurinn InGalera er innan veggja Bolera fangelsisins í Mílanó.

veggja fangelsisins. Verkefnið hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir markmið sitt, að undirbúa fanga fyrir líf utan fangelsisins og

að útrýma fordómum í garð fanga, en ekki síður fyrir afraksturinn, afbragðsgóðan hágæða ítalskan mat á góðu verði. | hh

Ókeypis tónlistarsmiðja fyrir börn Dr. Gunni og hljómsveitin Eva stýra skapandi tónlistarsmiðju í Krakkamengi á sunnudaginn. Krakkamengi er tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka á aldrinum fjögurra til sex ára. Forsprakki námskeiðisins er tónlistamaðurinn Benni Hemm Hemm og fær hann til sín tvo tónlistarmenn úr ólíkum tónlistarstefnum til þess að koma og leiðbeina krökkunum að hverju sinni. „Um helgina verða þau dr. Gunni og hljómsveitin Eva sem koma og kenna krökkunum. Tónlistarmennirnir koma með ólíkar hugmyndir að borðinu og krakkarnir læra alltaf eitthvað nýtt,“ segir Benni en áður hafa þau Magga Stína, Sóley Stefánsdóttir og Víkingur Heiðar verið leiðbeinendur. Krakkamengi kom til þegar

Benni tók málin í sínar eigin hendur, að gefa tónlistarsköpun fyrir börn aukið pláss í samfélaginu þegar ráðuneytið brást. Fyrirkomulagið er svo að Benni, ásamt gestaleiðbeinendum, kynna sínar hugmyndir og vinnuaðferðir fyrir börnunum sem síðan semja eigin tónlist og flytja í lokin. Krakkamengi hefur vakið mikla lukku og er aðgangur ókeypis og opin öllum

Hvað: Krakkamengi, skapandi tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum fjögurra til sex ára. Hvenær: Sunnudaginn 21. febrúar 10.30-12.30. Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2. börnum á aldrinum fjögurra til sex ára á sunnudaginn. | sgk

GOLFSKÓLI ÍVARS HAUKSSONAR Í FLÓRÍDA 12.–21. MAÍ

Mynd | Hari

Ég ætlaði ekki að þora að opna bréfið og trúði ekki mínum eigin augum. Ég var einn af þeim 18 sem komust inn af 4500 umsækjendum.

Var hafnað og hafnað og hafnað og hafnað Ari Freyr Ísfeld gafst ekki upp á draumi sínum að gerast leiklistarnemi. Eftir fimm ár af neitunum komst hann inn í einn virtasta leiklistarskóla í heimi. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

269.900 kr. M.v. 4 saman í 2 herbergja gistingu

Innifalið: Flug með Icelandair til Orlando Gisting með morgunverði í 9 nætur á Bahama Bay Resort Golfskóli Ívars Haukssonar í 7 daga 7 golfhringir með golfbíl á Orange County National-völlunum Flugvallaskattar og íslensk fararstjórn

Nánari upplýsingar:

www.transatlanticsport.is www.transatlanticsport.is, bókanir í síma 588 8900

Í fimm ár hefur Ari Freyr Ísfeld Óskarsson gert tilraun til þess að komast í leiklistarnám. Langþráður draumur varð að veruleika þegar hann fékk inngöngu í einn virtasta leiklistarskóla í heiminum fyrr í mánuðinum. Aðeins 18 komust að í Royal Central School of Speech and Drama af 4500 umsækjendum og er Ari í skýjunum að vera í hópi þeirra. „Frá því ég útskrifaðist úr menntaskóla hef ég sótt eina til tvær prufur á ári, ýmist hérna heima eða úti,“ segir Ari en hann hefur fjórum sinnum sótt inntökupróf í leiklist við Listaháskóla Íslands. Þess á milli vann Ari ýmis störf en hefur aldrei misst sjónar á draumi sínum. „Ég vann á leikskóla, í Borgarleikhúsinu, sótti spunanámskeið, tók þátt í áhugamannaleikhópum og Stúdentaleikhúsinu. Ég gerði það sem ég gat til þess að verða betri leikari.“

Með árunum þróaði Ari með sér aukið sjálfsöryggi og æðruleysi. „Í hvert sinn sem ég fór í prófið ráðlagði fólk mér að hafa bara gaman af þessu. Inntökuprófin eru hinsvegar virkilega stressandi ferli þar sem ókunnugt fólk er að dæma þig út frá örfáum mínútum og það getur verið erfitt að njóta þess. Ég lærði eitthvað af hverju skipti og þegar mér loksins tókst að hafa gaman, þá small þetta.“ „Ég var nýbúinn að fá neitun frá Listaháskólanum þegar ég fékk tölvupóst þess efnis að ég gæti nálgast niðurstöðu úr umsókn minni við Royal Central School of Speech and Drama í London. Ég ætlaði ekki að þora að opna bréfið og trúði ekki mínum eigin augun. Ég var einn af þeim 18 sem komust inn af 4500 umsækjendum. Það var frábær tilfinning.“ Ari er fullur tilhlökkunar að hefja námið og flytur til London í lok október. „Næst á dagskrá er að finna mér stað til þess að búa, sem er hægara sagt en gert í stórborginni. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og veit í raun ekkert hvað er að fara gerast.“ Aðspurður um draumahlutverkið er Ari opinn fyrir öllu. „Ég vil túlka fjölbreytt hlutverk en draumakarakterinn minn hefur lengi verið Mikki refur.“


fréttatíminn |

Verk Ai Wei Wei hefur vakið athygli Berlínarbúa síðustu daga.

Ai Wei Wei umvefur tónlistarhús Berlínar björgunarvestum flóttamanna

Nú í AÐdRAgANdA PÁSKANNA höFum VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ bjóÐA oKKAR ALbESTA VERÐ

Listamaðurinn heldur áfram að gera list um neyð flóttamanna Kínverski listamaðurinn Ai Wei Wei hefur vakið misjöfn viðbrögð með ágengum verkum sínum um lífsbaráttu flóttafólks. Nýjasta verk hans var afhjúpað í Berlín í vikunni, en listamaðurinn hefur upp á síðkastið dvalið á grísku eyjunni Lesbos og safnað saman fjórtán þúsund björgunarvestum sem flóttamennirnir notuðu í háskaför sinni yfir hafið og skildu svo eftir á ströndinni. Vestunum hefur nú verið vafið um súlur Tónlistarhallar Berlínar, auk þess sem björgunarbátur hangir yfir inngangi hallarinnar með orðunum: „Safe Passage“, eða „Örugg leið”. Verkið var sett upp í tilefni galakvölds Berlinale-hátíðarinnar sem fram fór í tónleikahöllinni. Gestir viðburðarins voru svo klæddir í neyðarteppi þegar inn í höllina var komið. Gjörningurinn þótti ýmist áhrifamikill eða smekklaus, en Wei Wei hefur síðustu misseri nýtt frægð sína til að vekja athygli á þeirri lífshættu sem fólk á flótta neyðist til að leggja sig í til að flýja stríðsástand í Sýrlandi. Forsíða indversks blaðs, þar sem Wei Wei stillti sér upp á sama hátt og drukknaði sýrlenski drengurinn Alan Kurdi fannst í á frægri fréttaljósmynd, vakti misjöfn viðbrögð. Margir hampa honum mjög fyrir að beina sjónum sínum að flóttamönnum, en aðrir segja hann ganga of langt í að reyna að sjokkera fólk og jafnvel misnota sér neyð flóttamanna til að selja eigin verk.

Við sníðum innréttinguna að þínum óskum. þú getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir vélarnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl . Baðherbergi

15%

tLUtMUr AFSALFÁ L Ö GUM INNrÉttIN A K tIL PÁS

Vandaðar hirslur

Þvottahúsinnréttingar

SANNKALLAÐ

PÁSKAVERÐ KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð.

VIÐ KOMUM hEIM tIL þíN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar.

þú VELUr að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta.

FAGMENNSKA í FyrIrrúMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu.

20% AFSLÁttUr AF rAFtæKJUM

RAFTÆKI FYRIR ELDHÚSIÐ

Helluborð

Ofnar

VÖNDUÐ rAFtæKI Á VæGU VErÐI

Viftur

Kæliskápar

Háfar

ÁByrGÐ - þJÓNUStA 5 ár á innréttingum, 2 ár á raftækjum. Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði).

Uppþvottavélar

friform.is

Mán. - föst. kl. 10-18 · Laugardaga kl. 11-15

r geggjaði

ilmir

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500

náttú

ruleg

inniha

ldsefn

i

íðan

ll veitir ve

parab

en frí

tt

silki

erð mjúk áf

y

f gott

ina

úð rir h


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

64 |

Ókeypis í Bæjarbíó Frítt er inn á alla viðburði í Bæjarbíó í Hafnarfirði um helgina í tilefni Bóka- og bíóhátíðar barnanna sem hófst fyrr í vikunni. Þar verða klassískar íslenskar bíómyndir, byggðar á bókum, varpað á hvíta tjaldið. Höfundar bókanna verða með inngang áður en kvikmyndin er sýnd.

Laugardagur

Lína Langsokkur á laugardaginn klukkan 13. Sagan sígilda af Línu langsokk eftir Astrid Lindgren. Myndin var til á flestum heimilum á VHS en nýir tímar hafa gert hana óaðgengilega.

Sunnudagur

Benjamín dúfa á laugardaginn klukkan 15. Sagan af Benjamín dúfu, eftir Friðrik Erlingsson um Reglu rauða drekans. Kvikmynd sem allir verða að sjá á lífsleiðinni og nú er kjörið tækifæri.

engLar aLheimsins á laugardaginn kl. 20. Einar Már Guðmundsson, höfundur skáldsögunnar, flytur inngang fyrir sýninguna. 16 ár eru frá því myndin kom út og snerti við allri þjóðinni.

múmínáLfarnir og haLastjarnan á sunnudaginn kl. 13. Mynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. Múmínsnáðinn uppgötvar einn daginn að eitthvað dularfullt hefur gerst í Múmíndal og hefst þá mikið ævintýri.

Safnahúsið Skapandi flugdrekasmiðjur

Að gera góðan flugdreka er mikill sigur Flugdrekasérfræðingurinn Arite Fricke kennir ungum sem öldnum að hanna sjálfbæra flugdreka. „Að gera tilraunir þýðir oft að gera mistök, sem er mikilvægt því þá uppgötvar maður eitthvað nýtt, bæði um sköpunarferlið og líka um sjálfan sig. Þannig öðlast þátttakandinn sjálfstraust og betri sjálfsmynd. Að búa til flugdreka sem virkar og flýgur vel bætir vellíðan því það er svo gríðarlegur sigur,“ segir grafíski hönnuðurinn og flugdrekasérfræðingurinn Arite Fricke. Arite hefur lengi verið með dellu fyrir flugdrekum og milli þess sem hún hannar þá og kennir ungum sem öldnum að búa þá til hefur hún rannsakað sögu þeirra og lögmál og ferðast á

eina stærstu flugdrekahátíð heims, Dieppe International Kite Festival, til að kenna fólki að gera flugdreka á sjálfbæran hátt. „Annað sem ég elska við flugdrekagerð er að hún tengir saman greinar eins og stærðfræði, listir, 2000 ára sögu og eðlisfræði og svo vekur hún leikgleði hjá fólki á öllum aldri. Langbest er að smíða saman og hjálpast að, sérstaklega úti þegar loksins má setja flugdrekann á loft,“ segir Arite sem hefur skipulagt vinnusmiðjur í samstarfi við ýmsar stofnanir og fyrirtæki auk þess sem hún leggur nú lokahönd á nám í listkennslu við LHÍ. Næst á dagskrá eru fjölskyldusmiðjur í Safnahúsinu sem Þjóðminjasafnið skipuleggur í samstarfi við listkennara. Sú fyrsta verður í Safnahúsinu þessa helgi og er aðgangur ókeypis. Síðasta

www.ils.is

569 6900

smiðjan verður skapandi flugdrekagerð þar sem þátttakendur búa til sín eigin fljúgandi skjaldarmerki. Allir sem hafa áhuga á því að búa til einfaldan flugdreka heima geta kíkt á vefsíðu Fréttatímans þar sem kennslumyndbönd Arite er að finna. | hh

 Fleiri myndir á frettatiminn.is Flugdrekarsérfræðingurinn Arite verður með skapandi fjölskyldusmiðjur í Safnahúsinu sem hefjast núna um helgina. Arite fókusar alltaf á tilraunakennt sköpunarferli með sjálfbærni að leiðarljósi en allir hennar flugdrekar eru úr endurunnum efnum.

08:00– 16:00

Hafðu okkur með í ráðum Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar sem er á landinu. Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert að fara út í.

Mynd | Hari

hrafnar sóLeyjar og myrra á sunnudaginn kl. 15. Eyrún Jónsdóttir, höfundur skáldsögunnar, flytur inngang fyrir sýningu. Sagan fjallar um kvenhetjuna Láru sem lendir í allskyns ævintýrum til þess að bjarga vinum og fjölskyldu frá óvininum.

djöfLaeyjan á sunnudaginn kl. 20. Einar Kárason, höfundur skáldsögunnar, flytur inngang fyrir sýninguna. Kvikmyndin gerist í braggahverfi á fyrstu árum eftir síðari heimsstyrjöldina. Amerísk áhrif tröllríða öllu, bílar, áfengi og tónlist.


Lágt verð alla daga

síðan 1962

Við byggjum á traustum grunni og lofum lágu verði alla daga.

Árið 2006 tók BYKO upp verðvernd sem tryggir viðskiptavinum sínum ávallt sama eða lægra verð á sambærilegum vörum. Árið 2012 fór fram endurskoðun á verðlagningu BYKO með aukið gegnsæi að leiðarljósi ásamt því að lækka varanlega verð til viðskiptavina.

Þú getur treyst því að þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt. Konudagurinn - við gefum eina KitchenAid vél á facebook - líttu við!

reynslumikið starfsfólk úrvals þjónusta

byko.is

Spurðu ástu um allt tengt hönnun heimilisins

hjá byko 5ár

hjá byko 32ár

fjöldi tilboða á byko.is

Spurðu Stefán um allt tengt stærri verkefnum

hjá byko 19ár

Spurðu vigni um allt tengt timbri

Spurðu sveinbjörn um allt tengt verkfærum

hjá byko 8ár

hjá byko 8ár

Spurðu Regínu um allt!


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

66 |

Pollar og pæjur fá mismunandi sleikjó Framkvæmdastjóri Íslenskrar dreifingar svarar gagnrýni. Kvennahús og kvennakirkja fá að starfa án gagnrýni. Sala á skóm Kanye West hefst í dag.

Mynd | Hari

Tjalda í tvær nætur í bið eftir skóm Fataverslunin Húrra hefur sölu á Yeezy Boost skónum í dag, föstudag. Skórnir eru hannaðir af Kanye West í samstarfi við Adidas og kosta 34.990 krónur. Skórnir eru að fara á allt að 1000 til 2000 dollara í endursölu. Aðfararnótt fimmtudags voru tíu manns mættir fyrir utan Húrra og mynduðu röð í bið eftir skónum.

Stemningin var góð, samkvæmt upplýsingum Jóns Gunnars Zoëga, en hann var ellefti í röðinni. „Ég mætti klukkan hálf 11 fyrir hádegi á fimmtudaginn. Þeir fyrstu voru mættir klukkan þrjú í nótt. Ég er í úlpu og með svefnpoka, við erum einnig búnir að koma upp tjaldi til þess að sofa í.“ | sgk

„Það eru nú haldin Polla- og Pæjumót í Vestmannaeyjum og ekki er það gagnrýnt,“ segir Hafþór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar dreifingar, aðspurður um gagnrýni neytenda á svokallaða Polla- og Pæjusleikjóa fyrirtækisins. Þó nokkrir hafa dreift myndum af sleikjópokunum á samfélagsmiðlum og gagnrýnt að sleikjóar ætlaðir pæjum séu með ávaxta-

bragði en þeir sem ætlaðir eru pollum með lakkrís- og kólabragði. Hafþór vill ekki tjá sig um hvort fyrirtækið kynjaskipti sælgætispokunum, það sé neytenda og blaðamanns að túlka. Sjálfur tengi hann orðin „pollar“ og „pæjur“ þó ekki við sérstakt kyn og finnst þröngsýnt að gera það. Þrátt fyrir að Hafþór neiti því að Íslensk dreifing ætli sælgætið sitt hvoru kyninu segir hann furðulegt að kynjaskipting sælgætis sé yfirleitt gagnrýnd. Starfrækt séu kvennahús og kvennakirkjur án þess að fjallað sé um það í fjölmiðlum og finnst honum misræmi í því. Íslensk dreifing komst einnig í

Sælgætið sem framkvæmdastjóra Íslenskrar dreifingar finnst ekki ástæða til að gagnrýna.

fréttir fyrr í vikunni fyrir að selja bæjarskrifstofum Seyðisfjarðar útrunnið nammi, sem ætlað var börnum á öskudag. | salka

Dans Föstudaginn 19. febrúar klukkan, 11.45 í Hörpu

Elsku stelpur á Milljarður rís

Dansbyltingin Milljarður rís verður haldin í Hörpu til samstöðu gegn ofbeldi á konum. Skrekksstelpurnar úr Hagaskóla opna hátíðina með nýju atriði. Innblástur Arkestra er opin hljómsveit og ekki er skilyrði að kunna á hljóðfæri til að vera með.

Lúðrar gegn óréttlæti Tveimur nýjum meðlimum hljómsveitarinnar Innblástur Arkestra var nýlega synjað um dvalarleyfi á Íslandi. Einskonar byltingarhljómsveit kemur reglulega saman með þann tilgang að vekja athygli á ýmsum samfélagsmálum og spila á mótmælum. Hljómsveitin er alltaf opin fyrir nýjum meðlimum. Ekki er skilyrði að kunna á hljóðfæri til að vera með. Nú liggur hljómsveitinni á hjarta það óréttlæti sem þeim finnst felast í Dyflinnar-reglugerðinni, enda var tveimur nýjum meðlimum sveitarinnar nýlega synjað um dvalarleyfi á Íslandi. Annar þeirra meðlima er íranskur sálfræðingur sem hefur tekið sér hið íslenska nafn Bogi, enda merkir íranskt nafn hans „regnbogi“. Bogi hefur verið á Íslandi í fimm mánuði. Bogi hraktist frá Íran vegna þátttöku sinnar í baráttu minnihlutahópa. Hann fékk stöðu hælisleitanda í Þýskalandi en þar segist hann hafa orðið fyrir ofbeldi og mannréttindabrotum og flúið til Svíþjóðar. Þar eignaðist Bogi sænska konu, en fékk ekki að dvelja í landinu þrátt fyrir það og tók á það ráð að reyna að komast til Kanada, en var stöðvaður á Íslandi á leið þangað með falsað vegabréf. Síðan hremmingar Boga hófust í

Þýskalandi segist hann hafa lést mikið, átt erfitt með svefn og glímt við áfallastreituröskun. Ámír, vinur hans, er búinn að vera á Íslandi í átta mánuði. Í síðustu viku fékk hann þær fréttir að senda ætti hann til Ítalíu á þeim forsendum að þar hafi hann þegar stöðu flóttamanns. Þangað vill hann þó ekki fara, enda varð hann þar fyrir kynferðisofbeldi og lögregla tók af honum dvalarleyfispappíra, auk þess sem hann hefur ekki möguleika á húsnæði og vinnu þar. Ámír vann áður sem rakari í Íran en ástríða hans er að hanna kvenmannsföt. Ámír spilar ekki á hljóðfæri en dansar heldur með hljómsveitinni. Bogi spilar venjulega á saxófón en daginn sem okkur bar að garði hafði Bogi staðið í ströngu allan daginn að túlka fyrir fréttamann sem vildi taka viðtal við Ámír. Hann hafði því ekki tíma til að ná í saxófóninn heim og spilaði á bassatrommu. Hljómsveitin kallar sig Innblástur Arkestra og næst spilar hún á aðalfundi Samtakanna ‘78. Áður hefur hún komið fram á mótmælafundi við Landsbankann vegna Borgunarmálsins og öðrum smærri mótmælafundum.

 Myndband á frettatiminn.is

Svanhildur Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

„UN Woman bauð okkur að vera með opnunaratriði dansbyltingarinnar Milljarður rís í Hörpu í dag, föstudag. Þetta er með svipuðu sniði og í Skrekk-atriðinu nema með nýjum áherslum,“ segir Una Torfadóttur, ein af þremur höfundum verksins. „Þetta verður tileinkað konum á flótta en við flytjum sama lokaerindið og í Skrekk,“ bætir Erna Sóley Ásgrímsdóttir, annar höfunda við. Dansbyltingin Milljarður rís er nú haldin í fjórða sinn. Í ár verður dansinn tileinkaður konum á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín. DJ Margeir spilar undir dansi sem hefst klukkan 11.45 og eru allir velkomnir. Yfir 200 lönd taka þátt í byltingunni og dansa gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar atriðisins „Elsku stelpur“ sem sigraði fyrir hönd Hagaskóla í Skrekk í fyrra, flytja opnunaratriðið. Skrekksatriði stúlknanna fór sem eldur um sinu á netheimum er þær fluttu svokallað „slam-ljóð“ um raunheim unglingsstúlkna í íslensku samfélagi. „Við erum gríðarlega spenntar fyrir þessu og gaman að fá að taka þátt. Við verðum allar með „Fokk ofbeldi“ húfurnar frá UN Women en mér skilst að þær séu að verða uppseldar, það er slegist um þær,“ segir María Einarsdóttir, þriðji höfundurinn í hópnum.

Þær Erna, Una og María, höfundar siguratriðis Skrekks „Elsku stelpur“ verða með opnunaratriði á Milljarður rís.

Líf mitt sem hestur

Kjarval íslenskra hesta Hesturinn Skuggi er líklega með færari hestum landsins. Hann hefur komist í fréttir fyrir að kunna ýmislegt sem venjulega er bundið við mannfólkið. Hann kann meðal annars að mála, telja, sparka í bolta, brosa og kyssa. Skuggi býr í hesthúsi í Hafnarfirði ásamt fleiri hestum. Hann hefur nú eignast lærisvein. Hesturinn Bylur fór nefnilega að taka upp eftir Skugga ýmis trix þegar hann tók eftir að Skuggi fékk nammi fyrir slíka viðleitni. Nú sparkar Bylur einnig í bolta, brosir og kyssir. Þetta getur verið mikil skemmtun fyrir þjálfara hestanna og hestana. Þeir eru farnir að spila fótbolta oft í viku. Báðir þykja hestarnir mjög nám-

fúsir og miklir vinir, þó það hefði ekki verið raunin fyrst þegar þeir kynntust. Skuggi þykir stríðinn og notar trixin sem honum eru kennd oft til einhvers misjafns, eins og að taka húfuna af þjálfara sínum. Svo virðist sem Skuggi hafi einlæglega gaman af því að mála, enda vill hann oft frekar taka pensilinn aftur í staðinn fyrir nammi, sé hvort tveggja í boði. Það er ekki þar með sagt að hann hafi mikinn áhuga á að mála á striga, heldur vill hann miklu frekar mála gólfið, umhverfi sitt eða óheppna sem slysast nálægt honum þegar hann heldur á penslinum. | sgþ


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

156249

ZINGER TWISTER Zinger kjúklingalundir, iceberg salat, salsa-sósa og létt piparmajónes. Allt vafið saman í heita, mjúka, ristaða tortillu.

929 KR.

Boxmáltíð

1.899 KR.

Zinger Twister, franskar, 3 Hot Wings, gos og Conga súkkulaði.


Hvað segir mamma?

„Ég er bara ánægð með þetta. Ég hef áður beðið Kötu að hætta í þessari vinnu því mér finnst hún tímafrek og gerir henni ekki kleift að slaka nógu mikið á með börnunum sínum.“

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Kurr er í fólki í kvikmyndabransanum fyrir Edduverðlaunin sem afhent verða sunnudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Eins og kunnugt er ákvað Jón Gnarr að Stöð 2 tæki ekki þátt að þessu sinni og því er ekki allt sjónvarpsefni stöðvarinnar með í pottinum. Þó nær eitthvað af efni sem sýnt var á Stöð 2 þarna inn, til að mynda Atvinnumennirnir okkar og þriðja þáttaröð Réttar. Það vekur reyndar sérstaka eftirtekt að Réttur fær átta tilnefningar til Eddunnar en Ófærð Baltasars Kormáks, sem margir segja að setji ný viðmið í bransanum, aðeins fjórar... Hvað sem líður ósætti um framkvæmd Eddunnar geta landsmenn farið að hlakka til verðlaunaveitingarinnar sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV, Hringbraut, N4 og Skjá einum. Kynnir verður grínistinn Anna Svava Knútsdóttir sem hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu, eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Má gera ráð fyrir því að Anna Svava komi fersk inn og láti fólk í bransanum fá það óþvegið... Karlakórinn Fjallabræður hefur alltaf spennt bogann hátt eins og sést ágætlega á því að hann er skipaður um sextíu köllum. Nú er kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson með stór áform fyrir sig og félaga sína og stefnir á upptökur á plötu í haust. Þá dugar ekkert minna en Abbey Road hljóðverið í London þar sem ekki ómerkari menn en John Lennon og Paul McCartney tóku upp sín bestu verk...

Eigðu betri dag með okkur

jaha.is kubbur.indd 1

21.1.2016 14:56:51

Gerður Lúðvíksdóttir um ákvörðun dóttur sinnar, Katrínar Júlíusdóttir, um að hætta á þingi í lok kjörtímabilsins.


Heilsa

Nú geta konur annað hvort keypt sér eða leigt fullkomna brjóstadælu og þannig viðhaldið mjólkurframleiðslu og komið í veg fyrir vandræði. 7

móður og barns

FRÉTTATÍMINN

Guðrún Jónasdóttir, eigandi Móðurástar.

Helgin 19.–21. febrúar 2016 www.frettatiminn.is

Mikilvægt að hugsa líka um sjálfa sig Lilja Pálsdóttir á fjögur börn á aldrinum 11 mánaða til tólf ára. Heimilislífið er fjörugt en Lilja segir að það auðveldi sér annríkið að taka frá tíma til að sinna sjálfri sér og fara í ræktina. 4

Mynd | Hari

LÍFRÆN BINDI OG BRJÓSTAPÚÐAR

NÁTTÚRULEG FYRIR NÝBAKAÐAR MÆÐUR

ÁN KLÓRS

ÁN ILMEFNA

ÁN PLASTEFNA

NÁTTÚRULEG VELLÍÐAN


SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ

MAGNOLIA

OFFICINALIS

Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu

Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“

Bætt heilsa og betri líðan með

Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni

Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.

balsam.is

fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

2|

Kynningar | Heilsa móður og barns

Nýjung við gyllinæð sem nota má á meðgöngu Procto-eze kremið er við ertingu og óþægindum vegna gyllinæðar. Hreinsirinn hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið. fæst í apótekum.

G

Unnið í samstarfi við LYFIS yllinæð er bólgnar og þrútnar æðar í eða við endaþarmsopið og kemur fyrir hjá um 50% einstaklinga einhvern tíma á ævinni. blæðing úr endaþarmi, ásamt kláða og sársauka, eru helstu einkenni gyllinæðar og er hún algengust hjá eldra fólki og konum á meðgöngu. „Procto-eze kremið var sérstaklega þróað sem mjúkt og létt krem sem húðin dregur hratt í sig,“ segir Hákon Steinsson, lyfjafræðingur hjá lYfiS. Kremið veitir góða vörn með því að búa til vatnsfitufilmu yfir erta svæðið. Vörnin dregur úr kláða og sviða og meðferðarsvæðið verður mýkra og rakara, sem kemur í veg fyrir að húðin springi og valdi ís óþægindum. „Vörurnar eru í íslenskum umbúðum og fylgja góðar leiðbeiningar á íslensku,“ segir Hákon. Krem og hreinsir yrir hámarks árangur fyrir er mælt með notkun á Procto-eze Hreinsi samhliða Procto-eze Kremi. Procto-eze Hreinsir er hreinsifroða sem ætluð er til að viðhalda hreinlæti og draga úr óþægindum tengdum roðan gyllinæð. froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið. Hún hentar vel til að nota í sturtu og kemur í stað sápu sem oft ertir viðkvæmt svæðið. Proctoeze er fáanlegt í öllum helstu apótekum.

Procto-eze hefur verið prófað í klínískum rannsóknum, það inniheldur ekki stera og má nota á meðgöngu. Með því að nota hreinsi samhliða kreminu næst hámarks árangur.

Procto-eze Krem hefur eftirfarandi kosti:  Má nota á meðgöngu  Inniheldur ekki stera  Stjaka fylgir með –auðvelt í notkun  Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum  Þoldist vel í 12 vikna klínískri rannsókn  Þríþætt verkun: Vörn –rakagefandi –græðandi

Hvað á ég að gera með hvítvoðungnum? Fæðingarorlofið er dásamlegur tími. Þó að stærstur hluti þess fari auðvitað í að sinna nýja barninu gefst vissulega og vonandi ráðrúm fyrir margs konar afþreyingu. Stundum er gott að hanga heima og horfa á Netflix meðan barnið sefur eða hangir á brjóstinu en svo verður nauðsynlegt að komast út, viðra sig og hitta fólk. Hugmyndaauðgi nýbakaðra foreldra er hinsvegar ekki alltaf upp á marga fiska, það þekkja þeir sem reynt hafa. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir að því hvernig má brjóta upp hversdaginn í orlofinu.

1

Göngutúr með eitthvað ánægjulegt í eyrunum. Það er auðvitað klassískt að fara í göngutúr þegar til þess viðrar og það gerir hann ennþá ánægjulegri að hlusta á skemmtilegt podcast á meðan. Við mælum með hinu íslenska Hlaðvarpi, This American Life og svo að sjálfsögðu The Serial.

2

Mömmumorgar/pabbamorgnar. Í flestum kirkjum eru starfræktir foreldramorgnar þar sem foreldrar hittast með börnin og spjalla og taka jafnvel lagið. Stundum er einhver fræðsla eða fagaðilar veita ráðgjöf. Það þarf ekki að vera virkur meðlimur í þjóðkirkjunni til þess að mega koma, allir velkomnir.

3

Leikfimi. Það er margs konar leikfimi í boði þar sem gert er ráð fyrir „þátttöku“ ungbarna. Tilvalið að blanda saman samveru með barninu og líkamsrækt.

4

Stundum bjóða kvikmyndahúsin upp á sýningar sérstaklega fyrir foreldra þar sem ljósin eru lítillega kveikt og hljóðið í lægri kantinum. Þessar sýningar eru vanalega snemma á daginn.

5 6

Ungbarnasund. Sund gerir ungbarninu og þér ekkert nema gott.

Nuddnámskeið. Hægt er að sækja námskeið í að læra að nudda ungbarnið sem margir telja að hafa ákaflega góð áhrif á barnið og ekki síður tengslamyndun.

7

Fara til útlanda! Ef báðir foreldrar eru í orlofi og efnahagur leyfir er tilvalið að skella sér í til útlanda í frí með ungbarnið. Farið

í borgarferð þar sem þið skoðið söfn, farið á veitingastaði og gangið um og upplifið menninguna. Ekkert mál að skella barninu á brjóst hvar sem er og hafa það í burðarsjali þess á milli. Sumir veigra sér við að ferðast með ungbörn en þetta er í raun besti tíminn til þess að ferðast með börn!

8

Heimsókn á bókasafnið. Bókasöfn eru afar þægilegur staður til þess að fara með lítil börn. Nóg af lesefni, þægilegir stólar og sófar fyrir brjóstagjöfina og hlýlegt andrúmsloft.

9

Námskeið í að matreiða fyrir barnið. Lifandi markaður er til dæmis með slík námskeið þar sem farið er í undirstöðuatriði í góðum venjum og næringu fyrir barnið.

10

Tónlistarnámskeið. Tónagull býður til dæmis upp á tónlistartíma með ungbörnum. Það er gott að hefja tónlistaruppeldið snemma!


Vítamín fyrir

mjólkandi mæður

Pregnacare breastfeeding & new mum Innihalda lykilefni sem uppfylla þær þarfir sem verða til eftir fæðingu. Auka kalsíum og nausðynlegar Omega 3 fitusýrur DHA og EPA.

Fæst í apótekum / vitamin.is á facebook

Við

lífrænt

Mikilvægi lífrænnar fæðu fyrir barnið þitt HiPP hjálpar til við að vernda framtíð barnsins þíns Lífræn vottun Framleitt úr innihaldsefnum sem vaxa náttúrulega og kitla bragðlaukana Allt hráefni ræktað án notkunar meindýraeiturs Engin erfðabreytt hráefni Framleitt úr hreinu, fersku vatni úr okkar eigin vernduðu uppsprettu Sérhver HiPP lífræn uppskrift fer í gegnum 260 gæðaprófanir


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

Mynd | Hari

Rafn Ágúst 12 ára, Arnar Steinn 11 mánaða, Lilja, Hrafntinna Vilborg, 2 ára og Ragnhildur Arna, 7 ára.

Auðveldar rútínu dagsins að vera í góðu formi Mikilvægt að búa sér heilsusamlegt umhverfi til að minnka streitu.

ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL Kísillinn kemur beint úr iðrum jarðar og er því eins náttúrulegur og nokkur kostur er á. Það eru engin viðbætt efni í vörunni. • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð*

ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR „Ég mjaðmargrindarbrotnaði illa fyrir tíu mánuðum, ég hef verið að taka kísilinn ykkar núna í u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja til þriggja mánaða inntöku varð ég strax vör við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“

HAFDÍS PRISCILLA MAGNÚSDÓTTIR „Ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka kísilinn frá GeoSilica inn reglulega. Beinverki og vefjagigtaverki er ég í raun alveg hætt að finna. Einnig finn ég mikinn mun á nöglum en þær eru mun sterkari, en þær voru alltaf að brotna hjá mér. Ég get alveg sagt að þið eruð komin með framtíðarkúnna hvað mig varðar.“

GeoSilica kísilvatnið fæst í heilsuvörubúðum, öllum helstu apótekum, Nettó og í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ.

Lilja Pálsdóttir rafmagnsverkfræðingur segir hreyfingu vera bestu leiðina til þess að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu í erilsömum og krefjandi verkefnum í dagsins önn. Hún á fjögur börn á ólíkum aldri og dagskráin því æði þétt. Lilja er að hefja störf um næstu mánaðamót í Landsbankanum þar sem hún mun sjá um eignastýringu fyrir fyrirtæki í einkabankaþjónustu. Hún hlakkar til nýrra áskorana og ekki síst að sjá hvernig mun takast að samræma nýtt starf og stórt heimili. „Það var alls ekki planið að eiga svona mörg börn, ég var eiginlega ekkert að pæla í því þegar ég varð ólétt í háskólanámi, 22 ára,“ segir Lilja sem á börn á aldrinum 11 mánaða til 12 ára. Aðeins 17 mánuðir eru á milli þeirra tveggja yngstu. Heimilislífið er afar fjörugt og sjaldan dauður tími. „Börnin eru á svo ólíkum aldri að þarfirnar eru gríðarlega ólíkar ég er eiginlega á handahlaupum allan daginn! Stundum eru veikindi og svo eru sýningar og íþróttir og fleira og fleira. Við erum heppin að búa á Seltjarnarnesi sem er draumasveitarfélag þegar kemur að börnum. Þetta er svo sannarlega gaman en ég fer alveg þreytt upp í rúm á kvöldin!“ Heilsusamlegt umhverfi mikilvægt

*Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf.

Barnabílstólar í úrvali

Þrátt fyrir annir og eril gefur Lilja sér alltaf tíma til þess að fara í ræktina og segir það auðvelda rútínu

dagsins mikið að vera í góðu formi. „Ég byrjaði að æfa í mömmuleikfimi þegar yngsti drengurinn minn var lítill og ég hef aldrei verið í betra formi en nú; aldrei hlaupið hraðar eða getað lyft meiru eða haft meira þrek og þol. Þetta er það sem ég geri fyrir mig, klukkutími á dag sem ég kem alltaf að. Maðurinn minn er líka duglegur að æfa og svo reynum við að fara reglulega á Esjuna saman og þá tökum við bara tvö yngstu með. Það er svo mikilvægt að búa sér heilsusamlegt umhverfi þegar hættan á streitu er svona mikil – ég er ekki að segja neinar fréttir þegar ég segi að 4 barna heimili sé streituvaldur,“ segir Lilja og hlær. Mætt skilningi vinnuveitanda Lilja hefur unnið í bankageiranum síðastliðin 10 ár, var nú síðast í fimm ár í Arion banka en hlakkar til að venda kvæði sínu í kross um næstu mánaðamót þegar ný og krefjandi verkefni bíða hennar í Landsbankanum. Hún óttast síður en svo að það verði erfitt að samræma vinnuna og heimilið heldur hlakkar til. „Ég er svo kát með það sem ég geri í lífinu og finnst það svo gaman. Ég er bara mjög spennt að sjá hvernig þetta á eftir að ganga. Ég hef ekki enn unnið hjá fyrirtæki sem sýnir því ekki skilning að fólk á börn og er með heimili,“ segir Lilja og bætir við að það sé mikilvægt að hafa gaman af verkefnum lífsins, þá sé mun auðveldara að koma þeim öllum fyrir.

Bílasmiðurinn hf

Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is


fréttatíminn | HElgin 19. fEbrúAr–21. fEbrúAr 2016

|5

Næring móður og barns

Nurofen 4x30 copy.pdf

1

31/08/15

næring móður er ótrúlega mikilvægur partur af því að líða vel á meðgöngu og að barnið fái öll þau næringarefni til þess að stækka og þroskast sem best. næring móður og barns, nmb.is, er afar gagnlegur vefur fyrir konur á meðgöngu og nýbakaða foreldra. Þar eru afar aðgengilegar upplýsingar um það hvernig best er að nærast til þess að hafa sem best áhrif á vöxt, þroska og heilsu. Vefurinn er gagnvirkur þannig að hægt er að skrá niður það sem þú eða barnið þitt borðar yfir daginn og fá til baka svörun þar sem þú færð „einkunn“ byggða á fæðunni. Þannig er hægt að hafa yfirsjón og bæta neysluhætti ef þess þarf. Ekki má þó gleyma því að treysta innsæinu því að þrátt fyrir að það sé gott að eiga greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga þá er skynsemin alltaf besta vopnið.

12:02

Allskonar fyrir óléttar og nýbakaðar Pinterest hlýtur að teljast himnaríki fyrir barnshafandi konur og foreldra ungra barna. Þar er hægt að finna á auðveldan máta ógrynni af frábærum upplýsingum um það hvernig má gera heima alls konar búnað sem fylgir þessu tímabili í lífi fólks. Dæmi um það sem má finna á aðgengilegan hátt á Pinterest eru leiðir til að nýta gallabuxurnar þínar sem lengst þegar bumban fer að stækka, hvernig hægt er að búa til frábært burðarsjal, hvernig á að útbúa eigin blautþurrkur, allt um notkun taubleyja, hvernig föndra má snuddubönd, hvernig búa má til hollan barnamat og fleira og fleira. best er að fletta upp „DiY pregnancy“ og þá dælast upplýsingarnar til þín.

Tengslaeflandi meðferð Ekki er sjálfgefið að fólk tengist barninu sínu um leið og það fæðist og sumum reynist það mjög erfitt. Ástæðan getur verið fæðingarþunglyndi sem vel þekkt hjá mæðrum og þekkist einnig hjá feðrum þó minna sé um það rætt. Einnig getur verið um annan geðheilsuvanda að ræða sem hindrar það að foreldrar tengist börnum sínum. Miðstöð foreldra og barna sérhæfir sig í tengslaeflandi meðferð fyrir verðandi foreldra og foreldra með börn að eins árs aldri. Í meðferð hjá miðstöðinni er farið í mikla sjálfsvinnu þannig að fólk þarf að opna sig og jafnvel leita langt til baka til þess að finna ástæður fyrir tengslaröskuninni. Allar upplýsingar á fyrstutengsl.is

Nurofen Apelsin

Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára • Hitalækkandi • Verkjastillandi • Bólgueyðandi Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir

Fæst án lyfseðils í apótekum Nurofen Apelsin 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Inniheldur Íbúprófen. Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum eða hita. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Dagsskammtur af Nurofen er 20-30 mg/kg líkamsþyngdar tekin inn í 3-4 aðskildum skömmtum á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti. Mælt er með því að sjúklingar sem eru viðkvæmir í maga taki Nurofen með mat. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 8 kg. Aðeins til skammtímanotkunar. Leita skal til læknis ef einkenni versna. Ef lyfið er notað án lyfseðils og einkenni barnsins eru viðvarandi í meira en 3 daga skal leita til læknis. Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til að meðhöndla einkenni. Ekki má taka lyfið ef þú: Hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni, bólgueyðandi gigtarlyfjum, hveiti eða einhverju innihaldsefnanna, sögu um berkjukrampa, astma, nefslímubólgu eða ofsakláða í tengslum við inntöku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja, sögu um blæðingar eða rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum, virk sár, eða sögu um endurtekin sár/blæðingar í maga, virka blæðingu í heila eða annars staðar, alvarlega lifrarbilun, alvarlega nýrnabilun, alvarlega hjartabilun, storkuvandamál, óútskýrðar truflanir á blóðmyndun svo sem blóðflagnafæð, ert á síðasta þriðjungi meðgöngu, tekur önnur bólgueyðandi gigtarlyf eða meira en 75 mg af acetýlsalicýlsýru daglega, ert með hlaupabólu, hefur nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð, hefur ofþornað. Gæta skal sérstakrar varúðar og ræða við lækni eða lyfjafræðing ef þú ert með, hefur einhvern tíman fengið eða átt hættu á að fá: Bandvefssjúkdóm, þarmasjúkdóm, hjarta og/eða æðasjúkdóm, skerta nýrnastarfsemi, lifrarsjúkdóm, óþol fyrir sykrum eða ef þú tekur önnur lyf. Regluleg notkun verkjalyfja getur leitt til varanlegra truflana á nýrnastarfsemi. Andþyngsli geta komið fyrir ef barnið hefur astma, langvinnt nefrennsli, sepa í nefi eða ofnæmissjúkdóma. Örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum viðbrögðum í húð í tengslum við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja. Hætta skal notkun Nurofen Apelsin strax við fyrstu merki um útbrot á húð, sár á slímhúðum eða önnur einkenni ofnæmisviðbragða. Lyf svo sem Nurofen Apelsin geta tengst aukinni hættu á hjartaáfalli eða heilaslagi. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt og ekki lengur en ráðlagt er. Ef blæðing eða sár koma fram í meltingarvegi ætti að hætta meðferð strax. Hættan á blæðingum, sáramyndun eða rofi í meltingarvegi eykst við notkun stærri skammta af bólgueyðandi gigtarlyfjum, hjá sjúklingum með sögu um sár í meltingarvegi, einkum ef þeim hafa fylgt blæðingar eða rof og hjá öldruðum. Lyfið getur dulið einkenni sýkinga og hita. Sjúklingar með sögu um aukaverkanir í meltingarfærum, sérstaklega aldraðir, ættu að hafa samband við lækni án tafar og greina frá öllum óvenjulegum einkennum frá meltingarvegi. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

6|

Kynningar | Heilsa móður og barns

Lyfjalaus meðferð stérimar gegn stífluðum ungbarnanösum við gyllinæð gyllinæð er algengt vandamál.

Hentar fyrir ungbörn og nýbakaðar og verðandi mæður.

Unnið í samstarfi við Ýmus

egar efri öndunarvegur ungbarna stíflast geta foreldrar búist við ýmsum vandamálum, s.s. truflun á svefni, vandamál við að nærast, drekka og almennum pirringi barnsins. Málið er nefnilega að lítil börn kunna ekki að snýta sér. Hnerri er náttúrulegt viðbragð barns til þess að hreinsa á sér nefið en ef það er alveg stíflað þá virkar hnerrinn ekki sem skyldi. Ungbörn eiga mjög erfitt með að næra sig með stíflað nef, því þau kunna ekki að anda í gegnum munn. Því er mjög mikilvægt að nef barns sé hreint við hverja næringargjöf svo barnið geti nært sig án erfiðleika.

T

alið er að um það bil 50% fólks yfir fimmtugt þjáist af einhverri tegund gyllinæðar við endaþarmsopið. nú er komin lyfjalaus lausn á vægari tilfellum af þessu hvimleiða vandamáli. Óþægindi sem fylgja gyllinæð eru til dæmis blæðingar og særindi þegar hafðar eru hægðir auk stöðugs kláða yfir daginn. Um það bil 30-40% kvenna fá gyllinæð á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu barns. lykilatriði fyrir barn og móður er lyfjalaus meðferð við gyllinæð á meðan á meðgöngu og brjóstagjöf stendur. engir sterar eða endaþarmstílar sem innihalda efni sem geta skaðað móður eða barn. Einstök kælimeðferð Hermorrite kælimeðferðin er einstök lyfjalaus meðferð við gyllinæð. Áhrif kælingarinnar eru að æðarnar í kringum endaþarmsopið dragast saman, blóðflæði og bólgur minnka og meðferðin linar kláða og verki. Hemorrite fæst í eftirfarandi apótekum: reykjavíkur apóteki, borgarapóteki, Árbæjarapóteki, lyfsalinn glæsibæ, apótek garðabæjar, garðsapótek, lyfjaval Hæðarsmára, lyfjaval Mjódd og akureyrarapóteki.

innihald: einn meðferðarstautur, box til geymslu/frystingar og tvær flöskur af sleipiefni.

kostir LyfjaLausrar meðferðar við gyLLinæð:  Hentar vel meðan á meðgöngu og brjóstagjöf stendur.  Hentar vel til eftirmeðferðar eftir skurðaðgerðir þar sem draga þarf úr blóðflæði og veita liningu verkja.  Virkar vel þar sem einstaklingar þjást af þrálátum sprungum við endaþarmsop.  Samþykkt af lyfjastofnun bandaríkjanna (fDa) til meðferðar á innri og ytri gyllinæð.  Meðferðin veitir allt að 8-10 klst. liningu á einkennum eftir aðeins 8 mín. kælimeðferð.

Leiðbeiningar um notkun: frystið stautinn í boxinu í a.m.k. þrjár klst. í góðum frysti. Setjið nokkra dropa af sleipiefni á stautinn. leggist í þægilega stellingu í rúm og stingið meðferðarstautnum upp í endaþarm. látið virka í a.m.k. átta mínútur. Hver meðferðarstautur endist í sex mánuði frá fyrstu frystingu.

Þ

Kvef eða óhreinindi hindra innöndun barnsins nefið á að vinna líkt og lofthreinsikerfi og hreinsa innandað loft og koma því í rétt rakastig. Draga má úr líkum á sýkingum með því að halda nefinu hreinu. Þess vegna mæla svo margir háls-, nef- og eyrnalæknar með Stérimar til hreinsunar á stífluðu nefi. Stérimar fyrir börn er tvennskonar. Stérimar baby (isotoniskt) er mild jafngild lausn sem nota má frá fæðingu og eins oft og þurfa þykir. Það veldur ekki þurrki eða ójafnvægi í slímhúð og efri öndunarvegi. Stérimar baby flaskan er sérhönnuð með þarfir ungbarns í huga. Minni þrýstingur og sérhannaður

Hvernig á að Hreinsa nef ungbarns:  láttu barnið liggja á bakinu og snúðu höfði þess að þér.  Haltu barninu kyrru með annarri hendinni.  úðaðu nú vel í nösina.  lokaðu með fingri fyrir hina nösina og leyfðu vökvanum að virka.  Strjúktu í burtu slím og óhreinindi með hreinum pappír.  ef þörf er, snúðu þá barninu yfir á hina hliðina og endurtaktu.  Taktu stútinn af brúsanum, þvoðu hann og þurrkaðu.  ekki sveigja höfuð barns aftur.

mæLt er með því að nota stérimar:  Tvisvar sinnum á dag, kvölds og morgna.  ef öndun um nef er erfið er mælt með notkun á þriggja tíma fresti. einnig ef mikil slímmyndun er í nefinu.  Mælt er með Stérimar fyrir mæður með barn á brjósti og þær sem geta ekki notað sýklalyf, t.d. á meðgöngu. stútur, sem kemur í veg fyrir að honum sé stungið of langt inn í nef barnsins, gera það að verkum að nú ætti ekkert barn að þurfa að þjást vegna stíflaðs nefs eða verða af þeirri mikilvægu næringu sem fylgir brjóstagjöfinni. Stérimar baby (Hypertoniskt) er byggð upp á sama hátt og isotoniska lausnin en hefur meira saltinnihald. Stérimar baby Hypertoniskt má nota frá þriggja mánaða aldri og takmarka skal notkun við 5-6 skipti á sólarhring. Um leið og búið er að losa stíflurnar í efri öndunarveginum er

mælt með að skipt sé yfir í Stérimar baby isotoniskt til áframhaldandi og fyrirbyggjandi meðferðar. Fyrir verðandi eða nýbakaðar mæður Þegar verðandi mæður og þær sem nýorðnar eru mæður fá mikið kvef er ekki um marga meðferðarmöguleika að ræða. Stérimar fyrir fullorðna er þá besti kosturinn í stöðunni. Stérimar má nota á meðgöngu og á meðan brjóstagjöf stendur. aukaverkanirnar eru engar og Stérimar er fullkomlega skaðlaust bæði móður og barni. Stérimar fyrir fullorðna má fá í bæði 50 ml og 100 ml pakkningum. Umboð og dreifing: Ýmus ehf. Dalbrekku 2, 200 Kópavogi Sími 5331700 ymus@ymus.is www.ymus.is


fréttatíminn | HELGiN 19. FEbrúar–21. FEbrúar 2016

|7 AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Styður konur við brjóstagjöf Fullkomnar mjaltavélar hafa komið í stað þess að konur þurfi að fórna brjóstagjöf.

M

óðurást við Laugaveg sérhæfir sig í leigu mjaltavéla fyrir mjólkandi mæður. Mjaltavélar eru notaðar af ýmsum ástæðum en fyrirburamæður eru einn stærsti hópurinn sem leitar til Móðurástar í þessum tilgangi. „Langflestar mæður sem eignast fyrirbura þurfa á mjaltavélum að halda í lengri eða skemmri tíma. Einnig eiga börn sem koma ekki alveg tilbúin í heiminn eða eru til dæmis með skarð í vör og/ eða gómi erfitt með að taka brjóst. Hins vegar er mjög mikilvægt að einmitt þessi börn fái móðurmjólkina. Þessar mæður sýna svo mikla hetjudáð og dugnað enda þurfa sumar þeirra að mjólka sig í marga mánuði og ég leitast við að styðja þessar konur,“ segir Guðrún Jónasdóttir verslunarstjóri sem bæði er brjóstagjafarráðgjafi og hefur átt fyrirbura, svo reynsla hennar kemur að gríðargóðum notum.

Gefur mikið frelsi Guðrúnu hefur lengi verið brjóstagjöf hugleikin og man þá tíð að konur hættu með börnin sín á brjósti ef þær fóru frá þeim í einhvern tíma, til dæmis í helgarferð. „Þetta heyri ég bara ekki lengur. Nú geta konur annað hvort keypt sér eða leigt fullkomna brjóstadælu og þannig viðhaldið mjólkurframleiðslu og komið í veg fyrir vandræði þótt barnið sé tímabundið ekki á brjóstinu. Í dag er fleira sem kallar á fólk og þá er hægt að nýta sér

Það er svo gott að geta leigt hágæða brjóstadælu þegar maður þarf á henni að halda. Ef konur vilja eða þurfa að fara frá börnunum sínum í nokkra daga taka þær mjaltavél með og fórna þannig ekki brjóstagjöfinni heldur láta hvort tveggja ganga. slíka tækni. Það er svo gott að geta leigt hágæða brjóstadælu þegar maður þarf á henni að halda. Ef konur vilja eða þurfa að fara frá börnunum sínum í nokkra daga taka þær mjaltavél með og fórna þannig ekki brjóstagjöfinni heldur láta hvort tveggja ganga. Þetta gefur mikið frelsi og kemur í veg fyrir að þurfi að færa fórnir sem ekki er hægt að taka aftur.“ Gjafahaldarar og stórar stærðir En úrvalið í Móðurást hverfist ekki bara um brjóstagjöf og mjaltavélar. Þar er mikið úrval gjafavöru, burðarpokar fyrir krílið, Silvercross vagnar og vörur og einnig afar falleg dönsk barnafatalína sem vottuð er í bak og fyrir. Einnig eru mjög vinsælir gamaldags ullarnærbolir á börn frá fæðingu til sjö ára, framleiddir á Íslandi úr einstaklega mjúkri ull. Þegar konur eru með barn á brjósti skiptir öllu máli að vera í þægilegum fatnaði sem auðveldar aðgengi að brjóstunum. Guðrún leggur áherslu á að úrval gjafahaldara og gjafafatnaðar í

Guðrún Jónasdóttir, eigandi Móðurástar, er brjóstagjafarráðgjafi og hefur mikla reynslu af því að leiðbeina mjólkandi mæðrum.

Móðurást sé eins og best verður á kosið. Einnig hefur búðin verið vinsæl meðal kvenna sem nota sérlega stórar stærðir og nú eru að koma í sölu gjafahaldarar þar sem stærðir fara upp í K-skálar. Þess má líka geta að mánabikarinn vinsæli sem fjölmargar konur eru farnar að taka fram yfir tíðabindi og tappa fæst í Móðurást. Skaðlaust og umhverfisvænt efni Síðast en ekki síst má nefna að Móðurást er þekkt fyrir þær sakir að þar fæst hreinsiefnið

Super 10 sem er alhliða umhverfisvænt og hættulaust hreingerningarefni fyrir heimilið án fosfata eða annarra skaðlegra efna. Margir nota ekkert annað en Super 10 á heimili sitt, Guðrún sjálf hefur til dæmis ekki notað annað í yfir 20 ár. „Ég fæ oft fólk hingað inn í leit að sængurgjöf því það man eftir að hafa komið hingað að kaupa Super 10.“ Móðurást er til húsa að Laugavegi 178 en úrvalið má skoða á modurast.is þar sem einnig er starfrækt vefverslun.

Lausn fyrir ungbörn með stíflað nef og kvef Snufflebabe Vapour rub smyrsl og Snufflebabe Vapour olía.

S

nufflebabe Vapour rub og olía hafa reynst vel til þess að draga úr einkennum kvefs hjá ungbörnum. Olíuna má nota frá fæðingu og smyrslið frá þriggja mánaða aldri. Smyrslið er eina varan sinnar tegundar sem nota má á svo ung börn. Það inniheldur blöndu af róandi, nátturulegu eucalyptus og timjan olíu með mentóli. Markmiðið er að hreinsa öndunarveg barnsins til að auðvelda því að nærast við brjóstagjöf og sofa betur. Vapour rub er milt smyrsli sem bera má beint á bringu og háls barna til að auðvelda öndun. Einnig er hægt að setja efnið í klút og festa við rúm barnsins. Vapour olían virkar á svipaðan hátt. Hún hreinsar öndunarveginn með náttúrulegum efnum sem hafa sótthreinsandi og bakteríueyðandi áhrif. Mild blanda af sítrónu, furuog teatreeolíu virkar losandi fyrir öndunarveginn og hefur róandi áhrif á barnið. allt frá fæðingu má nota olíuna þannig að hún er sett út í skál af heitu vatni sem komið er fyrir í barnaherberginu eða með því að væta klút með olíunni og setja á ofn. Olíuna má nota með Snufflebabe

SpURNINGAR oG SvöR Má nota Snufflebabe Vapour Rub fyrir nýfædd börn? Mælst er til þess að nota Vapour rub fyrir börn eldri en 3ja mánaða. Sé ætlunin að nota það á yngri börn þá er æskilegt að ráðfæra sig við lækni, lyfjafræðing eða annað heilbrigðismenntað fólk. Hver eru virk innihaldsefni Vapour Rub? Eucalyptus olía, mentól og timjan olía. burðarefnið er paraffin. Náttúruleg efni sem hafa verið notuð í gegnum aldirnar til að losa stíflur í efri öndunarvegi og létta þannig öndun. Má nota Vapour Rub með öðrum lyfjum/meðferðum? Ef viðkomandi barn er í einhverskonar lyfjameðferð er mælst til þess að ráðfæra sig við lækni áður en notkun hefst.

HvAð ER SNUFFLEBABE? Snufflebabe er náttúruleg og mild vörulína sem losar stífluð nef og auðveldar öndun fyrir börn frá þriggja mánaða aldri. Vörurnar hafa verið lengi á markaði erlendis og njóta virðingar hjá heilbrigðisstarfsmönnum og foreldrum þar sem þær þykja mikilvæg stuðningsmeðferð fyrir stífluð nef og erfiðleika við öndun vegna kvefs eða annarra kvilla í efra nefholi. snuði frá því að barnið er þriggja mánaða. Snufflebabe snuðið er sérhannað til að geyma olíuna án þess að hætta sé á að hún komist í snertingu við barnið. Einnig er í línunni nefsuga sem hjálpar til við

að losa um stíflur í nefgöngum. Ef hor hefur náð að þorna og stíflar nefgöng þá er mælt með að nota Stérimar baby til að mýkja og leysa upp horið áður en það er sogið upp í nefsuguna.

Lansinoh vörur fást í öllum apótekum, Hagkaupum, Móðurást, Fífu og Ólavíu og Óliver.

Bætir vökvatap vegna niðurgangs Electrorice hentar jafnt fyrir börn sem fullorðna.

N

iðurgangur getur verið afar hvimleiður, ekki síst þegar ung börn sem enn eru með bleyju eiga í hlut. Við niðurgang missir líkaminn mjög hratt vökva og elektrólíta sem eru honum lífsnauðsynlegir til þess að geta starfað. Til að koma á eðlilegri starfsemi í líkamanum er grunnmeðferð við niðurgangi að koma á vökvajafnvægi. Þetta á sérstaklega við hjá börnum. Electrorice er bragðgóð lausn sem leyst er upp í vatni og er auðveld inntöku þannig að auðvelt er að fá börn til að drekka hana. Electrorice er efni til inntöku vegna ofþornunar sökum niðurgangs „Oral rehydration Solution“ (OrS). Lausnin er unnin úr hrísgrjónum, samkvæmt stöðlum alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Electrorice tryggir hámarks upptöku á vökva til að bæta fyrir það vökvatap sem verður vegna niðurgangs. Lausnina má nota fyrir börn frá þriggja mánaða aldri. Leita skal ráðlegginga hjá lækni ef gefa á Electrorice börnum yngri en þriggja mánaða. Electrorice má nota hvort sem er fyrir börn eða full-

KoSTIR:  Hrísgrjónalausnin dregur úr niðurgangi og hægir á vökvatapi.  Sterkjugrunnurinn (í stað glúkósu) hefur þau áhrif að það verður hæg losun á glukósumólikúlum. Lág osmósuþéttni (140 mosm/L) eykur upptöku á natríum, glúkósu og vatni.  bragðgóð lausn er lykillinn að því að barn drekki hana.  Lausnin er einnig næring.  Þægilegt, pakkað í hæfilega skammta. orðna. Fullorðnir einstaklingar sem verða fyrir miklu vökvatapi vegna niðurgangspesta eða matareitrunar geta flýtt fyrir bata með því að taka inn Electrorice í ráðlögðum skömmtum. Þannig kemst vökvajafnvægi fyrr í rétt horf og líkaminn jafnar sig betur. Electrorice fæst í apótekum. innflytjandi: Ýmus ehf. Dalbrekku 2, 200 Kópavogur, sími: 533 1700.


fréttatíminn | HELgin 19. FEbRúAR–21. FEbRúAR 2016

8|

Kynningar | Heilsa móður og barns

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Stoðmjólk –hollur valkostur fyrir barnið þitt Stoðmjólk er framleidd með tilliti til næringarþarfa ungra barna. Unnið í samstarfi við MS

N

æring ungbarna er einstaklega mikilvæg og skiptir miklu máli til að þau dafni vel. Fyrstu mánuðirnir eru tiltölulega einfaldir að þessu leyti, en fylgi barnið sinni vaxtarkúrfu og sé vært dugir móðurmjólk og/ eða rétt blönduð þurrmjólk því vel. Í kringum sex mánaða aldurinn fer barnið að kynnast nýjum fæðutegundum og smá saman byrjar það að borða fjölbreyttan mat með öðru heimilisfólki. Samfara þessu tímabili kynna margir foreldrar stútkönnu fyrir börnunum og þá er gott að gefa börnunum vatn og Stoðmjólk við þorsta og með mat. Stoðmjólk er unnin úr íslenskri kúamjólk og mælt er með notkun hennar í stað nýmjólkur fyrir börn frá sex mánaða til tveggja ára aldurs. Stoðmjólkin var þróuð af MS að beiðni og í samvinnu við samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítalann, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. „Við framleiðslu hennar er tekið sérstakt tillit til næringarþarfa ungra

barna og hún er líkari móðurmjólk að samsetningu en venjuleg kúamjólk. Stoðmjólk hefur lægra próteininnihald en kúamjólk en það, ásamt járnbætingu Stoðmjólkur, hefur jákvæð áhrif á járnbúskap barna sem er viðkvæmur á þessu aldursskeiði,“ segir björn S. gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. „Enn fremur er bætt í Stoðmjólk C-vítamíni sem örvar járnupptöku og sérstaða Stoðmjólkurinnar umfram erlendar þurrmjólkurblöndur er að hún er tilbúin til drykkjar

og próteinsamsetningin í henni er æskilegri en í þurrmjólkurafurðum,“ bætir björn við. nýjustu rannsóknir hafa sýnt að íslenska Stoðmjólkin hefur haft jákvæð áhrif á járnbúskap í aldurshópnum 6 mánaða til tveggja ára og mælist hann nú mun betri en áður. Hún er seld í 500 ml fernu sem talin er hæfilegur dagskammtur af mjólk og mjólkurmat þegar barnið er farið að borða úr öllum fæðuflokkum. Stoðmjólk hentar vel samhliða brjóstagjöf en mælt er með áframhaldandi brjóstagjöf svo lengi sem hugur stendur til hjá móður og barni.

Hollusturettir Í Fullfrísk hittast konur á alls kyns stigum meðgöngu og rækta líkama og sál. Sjá námskeið og tíma á fullfrisk.com. Dagmar Heiðar Reynisdóttir hefur kennt meðgönguleikfimi í 9 ár.

Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. All You Need Is Me frá True Organic of Sweden er lífrænt krem án allra aukaefna. Hentar vel m.a. á rauða barnabossa, þurrar kinnar og skrámur.

Frábær forvörn gegn fæðingarþunglyndi

Meðgöngu- og mömmuleikfimi í Fullfrísk hefur góð áhrif á heilsu kvenna. Unnið í samstarfi við Fullfrísk

D

agmar Heiða Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur kennir meðgöngu- og mömmuleikfimi í Fullfrísk. Hún gerði lokaverkefni sitt í hjúkrunarfræði í félagi við skólasystur um mikilvægi hreyfingar á meðgöngu og hefur kennt leikfimina síðan 2007. Hreyfing á meðgöngu hefur þannig orðið að miðpunkti í hennar lífi enda er heilbrigði barnshafandi kvenna henni hugleikið. „Í meðgönguleikfimina koma konur frá tólftu viku og allt að þeirri fertugustu. Sumar eru svo lengi hjá mér að þær eru komnar fram yfir settan dag,“ segir Dagmar.

Fæst í Lifandi Markaði Borgartúni 25 og Heimkaup.is.

Góð áhrif á andlega heilsu Hjá Fullfrísk er lögð áhersla á hver og ein kona stjórni álaginu sjálf og

hlusti á líkamann. „Þannig er hver og ein að gera æfingar við sitt hæfi. Ef konur eru með verki í baki eða grind þá vinnum við í kringum það og við breytum æfingunum eða skiptum þeim út. Annars er hreyfing ákaflega góð forvörn gegn stoðkerfisverkjum og hefur mjög góð áhrif á andlega heilsu kvenna á og eftir meðgöngu,“ segir Dagmar og nefnir í því sambandi meðgönguog fæðingarþunglyndi. Hún á sjálf þrjú börn og var í leikfimi á öllum meðgöngunum og var byrjuð að kenna þegar hún gekk með tvö yngri börnin. „Ég var sjálf slæm í grindinni á mínum meðgöngum svo ég get leiðbeint út frá því.“ Konurnar halda hópinn Leikfimin er hinn besti félagsskapur og konurnar sem hana sækir halda gjarnan sambandi þegar námskeið-

Ef konur eru með verki í baki eða grind þá vinnum við í kringum það og við breytum æfingunum eða skiptum þeim út.

um lýkur, ekki síst þegar leiðir þeirra liggja aftur saman á mömmunámskeiðum þar sem börnin eru tekin með í leikfimitímana. „Konurnar kynnast vel og þetta verður fastur liður hjá þeim á meðgöngunni. Það er ótrúlega góður andi í tímunum. Þetta eru samt mjög ólíkar konur, sumar eru vanar hreyfingu á meðan aðrar hafa ekki hreyft sig áður. Sú yngsta sem hefur komið til mín var 18 ára og sú elsta 45 ára!“


fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

|9

Kynningar | Heilsa móður og barns

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Íris Ásmundardóttir ballerína er mjög hraust, sjaldan þreytt og með góða einbeitingu.

Styrkir ónæmiskerfið og meltinguna Hreysti, vellíðan og einbeiting fyrir tilstuðlan bio-Kult. Unnið í samstarfi við Icecare

Í

ris Ásmundardóttir er á fullu í framhaldskólanámi og æfir ballett í rúmlega tuttugu klukkustundir á viku ásamt því að vinna sem aðstoðarkennari í ballett fyrir þau sem eru að taka fyrstu sporin. „Þegar ég lærði að stærsti hluti ónæmiskerfisins væri í meltingarfærunum ákvað ég að gera eins vel og ég gæti til að styðja við og halda þeim í sem bestu standi. Ég ætla mér langt í ballettinum og mér hefur undanfarin tvö ár hlotnast

sá heiður að fá að stunda nám við sumarskóla boston ballet ásamt því að hafa tekið tíma bæði í Steps on broadway og í london. Til þess að geta stundað þetta allt saman af fullum krafti tek ég bio-Kult á hverjum degi til að styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir að ég fái allskonar umgangspestir sem ég má ekkert vera að því að eyða tímanum í,“ segir Íris. Henni finnst bio-Kult gera sér gott samhliða heilsusamlegu mataræði. „Ég er allavega mjög hraust, sjaldan þreytt, með góða

einbeitingu og hlakka nær undantekningarlaust að takast á við verkefni dagsins.“ Bio-Kult fyrir alla innihald bio-Kult Candéa-hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape seed extract. bio-Kult Candéa hylkin virka sem vörn gegn candida-sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla og sem vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum. Candida-sveppasýking getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki

Frábært við verkjum og stirðleika amínó liðir hefur reynst einstaklega vel þeim sem eiga við verkjasjúkdóma og gigt að stríða.

A

mínó vörulínan samanstendur af fæðubótarefnum sem innihalda iceProtein® ásamt öðrum lífvirkum efnum. amínó® liðir er liðkandi blanda með náttúrlegum efnum úr hafinu við Ísland. Það inniheldur sæbjúgu (Cucumaria frondosa) og iceProtein® (vatnsrofin þorskprótín). Skrápurinn samanstendur að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu chondroitin sulphate sem verndar liði fyrir skemmdum og örvar endurbyggingu á skemmdu brjóski. fyrir utan að innihalda kollagen og chondroitin sulphate er sæbjúgna-extraktið ríkt af sinki, joði og járni sem og bólguhemjandi efnum sem nefnast saponin. auk sæbjúgna og iceProteins® inniheldur amínó liðir túrmerik, vítamín D, vítamín C og mangan. rannsóknir hafa sýnt að vatnsrofið fiskprótín, eins og er í iceProtein®, eykur upptöku á kalki úr meltingarvegi og styður þannig við liðaheilsu. Kollagen, chondroitin sulphate, vítamín D, vítamín C og mangan eru allt efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu. Amínó® Liðir er liðkandi blanda með náttúrlegum efnum úr hafinu við Ísland.

svo sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál. bio-Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. bio-Kult Candéa og bio-Kult Original henta vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota vörurnar. Mælt er með bioKult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. natasha Campbell-Mcbride.

Get ekki án Femarelle verið betri svefn, jafnara skap og engin hitakóf.

D

alla gunnlaugsdóttir leitaði til heimilislæknis árið 2014 vegna mikilla óþæginda sökum breytingaskeiðs. eftir þessa læknisheimsókn fór Dalla að taka inn femarelle. „Óþægindin voru hitakóf, þreyta, miklar skapsveiflur og svefntruflanir. Ég talaði um þessa vanlíðan mína við lækninn minn og benti hann mér á femarelle þar sem ég vildi ekki taka inn hormóna. eftir tvær vikur leið mér mikið betur. Hitakófin hurfu, ég svaf betur og skapið varð jafnt. Í dag get ég ekki án femarelle verið. fólki í kringum mig finnst ég allt önnur og finnur mikinn mun á skapinu hjá mér. Í dag er ég í 130% vinnu ásamt því að stunda nám. femarelle færði mér aukna orku.“ femarelle er náttúruleg vara, unnin úr soja og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. rannsóknir sýna að það slær á einkenni tíðahvarfa, svo sem hitakóf, nætursvita, skapsveiflur og verki í liðum og vöðvum. Virkni femarelle hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á síðustu 13 árum. femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is og á facebooksíðunni femarelle.

FEMARELLE  Slær á óþægindi eins og höfuðverk, svefntruflanir, nætursvita, skapsveiflur og óþægindi í liðum og vöðvum.

„ „ég var með stöðug óþægindi í bakinu og hálf haltraði um. Eftir að ég fór að taka inn amino Liðir sæbjúgnahylkin þarf ég ekki lengur að taka inn verkjalyf að staðaldri og öðlaðist meiri liðleika í bakinu.“ Steinþóra Sigurðardóttir hóf inntöku Amínó Liða með góðum árangri.

 Þéttir bein.  Hefur ekki áhrif á móðurlíf eða brjóstavef.  náttúruleg lausn, inniheldur Tofu-extract og hörfræja-duft.  inniheldur engin hormón eða ísóflavóníða.  Staðfest með rannsóknum síðustu þrettán ár.


fréttatíminn | HELGIN 19. FEBRúAR–21. FEBRúAR 2016

10 |

Kynningar | Heilsa móður og barns

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Heilbrigð húð = hamingjusöm börn Margverðlaunaðar húð- og hárvörur án aukaefna frá Childs Farm. Unnið í samstarfi við heildsöluna Cu2

Þ

egar kemur að því að velja hvaða húðvörur nota skal á börnin okkar er best að vanda valið. Húðin er stærsta líffæri okkar og það þarf að hugsa vel um hana til þess að hún endist okkur út lífið. Nýlegar rannsóknar benda til þess að um 30% íslenskra barna þjáist af exemi. Það er hægt að draga mjög úr einkennum exems með því velja af kostgæfni húð- og hárvörur fyrir okkur og börnin okkar. Þetta vita framleiðendur hreinlætislínunnar Childs Farm sem notar eingöngu náttúruleg innihaldsefni sem erta ekki húðina eða valda ofnæmisviðbrögðum. Mikilvægar olíur sem viðhalda heilbrigði húðarinnar eru einnig notaðar við framleiðsluna og þær gefa vörunum mildan og góðan ilm. Árið 2010 var hrossaræktandinn Joanna Jensen orðin leið á því að leita að réttu vörunum fyrir dætur sínar sem báðar voru með fíngert hár og viðkvæma húð. Henni fannst ómögulegt að greiða gegnum hár dætranna án þess að nota hárnæringu en fann enga sem ekki innihélt paraben eða annan óþarfa; já eða óþverra. Henni fannst líka hár- og húðvörur sem ætlaðar voru fyrir börn skiptast í tvo flokka; annars vegar vörur í skemmtilegum og litríkum umbúðum sem reyndust síðan innihalda nákvæmlega það sama og vörur fyrir fullorðna. Hins vegar voru það vörur sem litu ákaflega óspennandi út og virtust helst eiga heima í lyfjaskápnum. Joanna ákvað að taka til sinna

ráða og hóf að þróa sjampó með náttúrulegum efnum og bæta við það sínum eftirlætis olíum til þess að fá sem bestan ilm. Hún fór með sýnishorn af framleiðslunni sinni milli framleiðenda sem flestir voru fullir efasemda – þar til hún fór til Medichem sem hafði fulla trú á vörunni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Childs Farm hefur hlotið fjölmörg verðlaun, þar á meðal fyrir Best Infant Skin Care (besta húðumönnun ungbarna) á Little London Awards á dögunum. Vörurnar eru samþykktar af barnalæknum og hafa verið prófaðar og viðurkenndar af húðlæknum. Umbúðirnar hafa einnig vakið mikla lukku, raunar svo mikla að Cartoon Network hefur nú í sýningu teiknimynd sem er byggð á fígúrunum sem prýða vörurnar. Þess má svo geta að 10% af söluágóða Childs Farm varanna rennur til styrktar reiðnámskeiða fyrir fötluð börn. Ólíkt mörgum öðrum vörum sem ætlaðar eru fyrir viðkvæma barnahúð ilma Childs Farm vörurnar ákaflega vel en lyktin er þó mild og hentar öllum – Childs Farm vill að baðtíminn eigi að vera skemmtilegur fyrir alla og leggur sitt af mörkum til þess. Childs Farm vörurnar fást hjá Fjarðarkaupum, Heimkaupum, Lyfju, Lyfjum og heilsu, Apótekaranum, Apótekinu, Hagkaupum og sjálfstæðum apótekum um land allt.

Ólíkt mörgum öðrum vörum sem ætlaðar eru fyrir viðkvæma barnahúð ilma Childs Farm vörurnar ákaflega vel en lyktin er þó mild og hentar öllum.

Öflug og náttúruleg hjálp í baráttunni við vefjagigt Vilborg Kristinsdóttir hefur þjáðst af vefjagigt í fjölmörg ár en finnur miklar breytingar eftir inntöku á Curcumin frá Natural Health Labs. Vilborg segist loksins komast í gegnum daginn án verkja. Unnið í samstarfi við Balsam

V

ilborg Kristinsdóttir sem starfar sem lagerstjóri leið vítiskvalir hvern dag vegna vefjagigtar sem lýsir sér meðal annars með miklum verkjum um allan líkama. Hún keyrði sig áfram með verkjalyfjum og hörkunni. Aðeins mánuði eftir að hún hóf inntöku á Curcumin gat hún minnkað verkjalyfjanotkun umtalsvert og var farin að geta hluti sem áður voru ómögulegir vegna gigtarinnar. Greindist með vefjagigt 18 ára Vilborg var greind með vefjagigt ung að aldri sem gjarnan var kallaður ruslakistusjúkdómur. Það var lítið hægt að gera og fá meðferðarúrræði í boði. Hún lærði að lifa með sjúkdómnum en þurfti mikið af verkjalyfjum til þess að komast gegnum daginn. „Ég hef líklega byrjað að finna fyrir vefjagigtinni aðeins 18 ára, en ég skrifaði það alltaf á vöðvabólgu. Ég vann til dæmis erfiðisvinnu á kúabúi og skrifaði verkina á þá vinnu. Ég eignaðist börn eftir tvítugt sem getur ýtt undir vöðvabólgu þannig að ég velti þessu ekkert stórkostlega fyrir mér, ég var bara með verki og þannig var það bara,“ segir Vilborg. Ástandið orðið mjög slæmt Vefjagigtin var svipuð hjá Vilborgu fyrstu 15 árin eftir greininguna en síðastliðin 5 ár hefur hún farið versnandi. Hún prófaði gjarnan eitt og annað sem átti að hjálpa til og gaf því séns í sex mánuði en ekkert virkaði sem gat slegið verkina. Síðastliðið haust var ástandið orðið afar

slæmt. „Líðanin var orðin þannig hjá mér að mér leið alltaf eins og ég væri með 40 stiga hita og með svakalega beinverki. Þetta var bara kvalræði,“ segir Vilborg sem þarf vegna starfs sína að erfiða mikið líkamlega hvern dag. Curcumin lætur mér líða eins og ég sé tvítug aftur Vilborg kom auga á auglýsingu fyrir Curcumin hylkin og ákvað að prófa; ástandið gæti ekki versnað. „Ég byrjaði að taka þetta inn og leiddi hugann raunar ekkert að því meira. En allt í einu, eftir um það bil mánuð, þá fór ég að finna verulegar breytingar. Ég var ekki lengur eins aum í líkamanum og ég áttaði á mig að ég var farin að stafla vörubrettum og lyfta þungum hlutum sem ég hafði alls ekki treyst mér til áður. Ég sagði við börnin mín að mér liði eins og ég væri tvítug aftur!“ Alsæl með árangurinn og hætt að taka verkjalyf á kvöldin Vilborg fann ekki einingis mun á sér líkamlega heldur einnig andlega. „Það er bara ofboðslega niðurdrepandi að líða vítiskvalir alla daga og keyra sig áfram á hörkunni. Nú er ég hætt að taka verkjalyf á kvöldin sem er mikill sigur. Líðan mín er í dag raunar ekki sambærileg miðað við hvernig hún var í október. Ég mæli hiklaust með Curc-

Vilborg þjáist af mikilli vefjagigt en hefur fundið gríðarlega mikinn mun síðan hún hóf inntöku Curcumin.

HREINT CURCUMIN ER MARGFALT áHRIFAMEIRA EN TúRMERIk Innihald Curcumin í túrmerik er ekki mikið, aðeins um 2–5% miðað við þyngd og því getur hreint Curcumin orðið allt að 50 sinnum áhrifameira en túrmerik. Curcumin bætiefni eru því kjörin lausn fyrir þá sem vilja fá hámarks ávinning frá túrmerik rótinni á þægilegan máta. umin, ég er bókstaflega alsæl yfir þeim árangri sem hefur komið fram til þessa“. Gullkryddið Curcumin hefur einnig verið nefnt gullkryddið og er virka innihaldsefnið í túrmerik rótinni og hefur verið notað til lækninga og til matargerðar í yfir 2000 ár í Asíu. Hátt í 3000 rannsóknir hafa verið gerðar á þessari undrarót undanfarna áratugi sem sýna að Curcumin getur unnið kraftaverk gegn hinum ýmsum kvillum líkamans og sé jafnvel áhrifameira en sum skráð lyf og án allra aukaverkana. Curcumin hefur jákvæða verkun gegn slæmum liðum, gigt, bólgum og magavandamálum, styrkir hjarta- og æðakerfið

og ásamt því að bæta heilastarfsemi og andlega líðan. “Curcumin getur hjálpað fólki að draga verulega úr neyslu sinni á bólgueyðandi lyfjum.” – David Wolfe heilsusérfræðingur Bætiefnið er unnið úr túrmerik rót frá Indlandi og er 100% náttúrulegt, inniheldur engin rotvarnarefni og er framleitt eftir ströngustu gæðakröfum (GMP vottað). Ráðlögð notkun: Taktu tvö grænmetishylki með vatnsglasi yfir daginn. Curcumin frá Natural Health Labs er allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið túrmerik. Curcumin er tilvalið fyrir þá sem vilja styrkja liðamótin, auka liðleika, bæta andlega líðan, auka orku ásamt því að losna við langvarandi liðverki, bólgur, gigt og magavandamál.


fréttatíminn | HELGiN 19. FEBrúAr–21. FEBrúAr 2016

|11

Kynningar | Heilsa móður og barns BIO-KULT CANDÉA

BIO-KULT ORIGINAL

 inniheldur blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract.

 inniheldur blöndu af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna.

 Öflug vörn gegn Candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla.

 Þarf ekki að geyma í kæli.

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

 Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.

 Öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum.

 Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.

 Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.

 Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride.

 Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.  Mælt er með að taka 2 hylki á dag.

Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna.

Aukið þrek með Bio-Kult Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna. Unnið í samstarfi við Icecare

B

io Kult gerlarnir hjálpa til við að viðhalda náttúrulegri bakteríuflóru líkamans. Gerlarnir koma í hylkjaformi og eru fáanlegir í tvenns konar útgáfum, Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa. Bio-Kult Candéa hylkin innihalda hvítlauk og greipfræ og geta virkað sem öflug vörn gegn candida-sveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál. Laus við sveppasýkingar „Ég er alveg tilbúin að gefa BioKult Candéa mín meðmæli, ég hef notað það síðastliðin tvö ár og finn mikinn mun á heilsunni. Ég er ein af þeim sem þarf að nota talsvert af meðuum og fékk oft sveppasýkingu ef ég þurfti að taka penisilín, en það hefur ekki gerst síðan ég byrjaði að taka Bio-Kult,“ segir Svala Guðmundsdóttir. Til að byrja með tók hún inn tvö hylki á dag en í dag tekur hún eitt hylki á dag og dugir það vel. „Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil

„Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér,“ segir Svala Guðmundsdóttir.

Femarelle er náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri. Það er gert úr jurtaefnum og rannsóknir sýna að það slær á einkenni tíðahvarfa og hefur hjálpað mörgum konum að ná betri líðan.

V

Mynd | Hari.

Ég er alveg tilbúin að gefa Bio-Kult Candéa mín meðmæli, ég hef notað það síðastliðin tvö ár og finn mikinn mun á heilsunni.

Allt önnur líðan og betra skap

mánuð fann ég mikinn mun á mér og síðan hef ég tekið það með smá hléum en um leið og ég fer að verða þreklítil þá tek ég það aftur.“ Svala hafði litla trú á Bio-Kult í byrjun, en hefur nú sannreynt að þetta virkar. Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is.

irkni Femarelle hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum þrettán árum. Guðrún ragna Ólafsdóttir prófaði Femarelle fljótlega eftir að það kom á markað fyrir þremur árum. „Þegar ég komst á breytingaskeiðið fékk ég hormón hjá lækninum sem fóru ekki vel í mig þannig að ég ákvað að prófa Femarelle. Ég get ekki líkt líðan minni eftir að ég ákvað að prófa Femarelle við líðanina áður. Ég er með gigt og hef verið á lyfjum við gigtinni og mörg lyfin fara ekki of vel með mig. Núna er ég betri í skapinu og líður miklu betur við að nota Femarelle, miðað við það hvernig mér leið á hormónunum. Ég er ekki sama manneskja eftir að ég kynntist Femarelle,“ segir Guðrún ragna. Femarelle hefur hjálpað mikið Valgerður Kummer Erlingsdóttir hefur notað Femarelle í nokkurn tíma og finnur nú vel hve miklu máli það skipti fyrir hana að taka það. „Ég var byrjuð að finna fyrir breytingum hjá mér, var farin að svitna mikið yfir daginn og var oft með skapsveiflur. Ég var ekki sátt við þessa líðan, ég

Betri af blöðrubólgunni

fékk hormónatöflur hjá lækninum en var aldrei róleg yfir að nota þær. Mér líður núna svo miklu betur en áður, og jafnvel betur en þegar ég var að nota hormónatöflurnar. Ég tek yfirleitt bara eitt hylki af Femarelle á dag, en stundum tvö þegar ég er í miklum hita á sumrin.“ Valgerður er svo ánægð með Femarelle að hún mælir með því við allar vinkonur sínar. „Ég veit að nokkrar eru að nota það líka. Femarelle hefur hjálpað mér alveg ótrúlega mikið og bjargað líðan minni.“

Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur vísindalega þróaða þrívirka formúlu sem hjálpar líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu. Bio-Kult Pro-Cyan er því góð lausn við þvagfærasýkingum.

M

eð breyttum lífsstíl, aukinni streitu í daglegu lífi, ýmsum sjúkdómum og aukinni lyfjanotkun er oft gengið á bakteríuflóruna í þörmunum. Við þær aðstæður verður auðveldara fyrir E. coli bakteríuna að grassera og hún fær greiðari aðgang að þvagrásinni sem getur valdið sýkingum. Helstu einkenni þvagfærasýkingar eru tíð þvaglát, aukin þörf fyrir þvaglát um nætur og aukin þörf fyrir þvaglát án þess að kasta af sér þvagi. Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur vísindalega þróaða þrívirka formúlu, trönuberjaþykkni, tvo sérstaklega valda gerlastrengi og A vítamín. Hlutverk gerlanna og A-vítamínsins í vörunni er að hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og að viðhalda eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu.

Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur þrívirka formúlu sem tryggir heilbrigða þvagrás. Formúlan hefur verið vísindalega þróuð og staðfest.

Betri af blöðrubólgunni „Ég hef verið með króníska blöðrubólgu í rúmlega tvö ár og hefur það valdið mér mikilli vanlíðan og óþægindum,“ segir Guðlaug Jóna Matthíasdóttir. „Ég gat til dæmis aldrei farið í heitan pott eða verið úti í miklu frosti því það olli mér strax mikilli vanlíðan. Þar sem ég stunda hestamennsku og þarf oft að vera á ferðinni í vinnu þá var þetta mjög óþægilegt og hamlandi fyrir mig.“ Guðlaug Jóna átti að fara á langan sýklalyfjakúr en hún var ekki alveg tilbúin til þess. „Því ákvað ég að prófa Bio Kult Pro-Cyan þegar ég sá umfjöllun um það í blöðunum og fann ég fljótlega að það virkað mjög vel gegn blöðrubólgunni. Í fyrstu tók ég bara eitt hylki á dag eða þegar ég fann að ég fékk einkennin, en núna tek ég tvö hylki um leið og ég finn fyrir óþægindum og stundum nokkrum sinnum yfir daginn þegar ég er verst.“ Guðlaug Jóna finnur að Bio Kult Pro Cyan gerir henni gott. „Ég er í betra jafnvægi, meltingin er betri og mér líður mun betur.“

„ i v h e i m m G

M

Guðlaug Jóna Matthíasdóttir er betri af blöðrubólgunni eftir að hún byrjaði að nota Bio-Kult Pro-Cyan. „Ég gat til dæmis aldrei farið í heitan pott eða verið úti í miklu frosti því það olli mér strax mikilli vanlíðan. Í dag er ég í betra jafnvægi, meltingin er betri og mér líður mun betur.“

Icecare styrkir Ljósið Mælt er með því að taka inn eitt til tvö hylki einu sinni til tvisvar sinnum á dag með mat. Bio-Kult Pro-Cyan hefur verið sérstaklega hannað til að henta barnshafandi konum en samt sem áður er alltaf mælt með því að ráðfæra sig við fagfólk áður en notkun hefst. Fyrir börn 12 ára og yngri er mælt með

hálfum skammti af ráðlagðri skammtastærð fyrir fullorðna. Bio-Kult Pro-Cyan fæst í apótekum og heilsubúðum. Í desember munu 100 krónur af hverjum seldum pakka af BioKult Original, Bio-Kult Candea og Bio-Kult Pro-Cyan renna til Ljóssins, endurhæfingarog stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.


fréttatíminn | HElgin 19. fEBrúAr–21. fEBrúAr 2016

12 |

Kynningar | Heilsa móður og barns

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Leiðarvísir fyrir foreldra frábær bók Ebbu guðnýjar um næringarríkan og heilsusamlegan mat fyrir börn. Unnið í samstarfi við Pasíma

E

bba Guðný Guðmundsdóttir hefur sent frá sér þriðju útgáfu bókarinnar Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Bókin hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár, en hún kom fyrst út árið 2007 og svo aftur tveimur árum síðar. „Ég endurskrifa hana alltaf aftur,“ segir Ebba en frá fyrri útgáfum hafa bæst við uppskriftir og fróðleikur. Bókin er leiðarvísir fyrir foreldra sem eru að byrja að gefa börnum sínum fasta fæðu. Í henni er að finna ýmsar ráðleggingar og svör við flestum spurningum foreldra sem langar að gefa barninu sínu næringarríkan og heilsusamlegan mat. Bókin er einnig leiðarvísir fyrir þá sem langar að læra meira um hollt mataræði en vita ekki hvar þeir eiga að byrja. Ebba er kennari að mennt. Hún hóf að lesa sér til um barnamat og næringu þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt, Hönnu, fyrir 13 árum. Í kjölfarið eignaðist hún Hafliða sem

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, höfundur bókarinnar.

verður 11 ára á árinu. Bók þessi er afrakstur fróðleikssöfnunar Ebbu um næringu og heilsu barna. Á síðustu árum hefur hún stjórnað sjónvarpsþáttunum Eldað með Ebbu á RÚV sem notið hafa mikilla vinsælda og skrifað samnefndar bækur. Hægt er að kynna sér bókina nánar á samnefndri Facebooksíðu.

Í BÓKINNI ER MEÐAL ANNARS AÐ FINNA:  Ítarlegan viðmiðunarlista yfir hvenær börn mega byrja að borða vissar fæðutegundir.  Leiðbeiningar um meðhöndlun ávaxta og grænmetis ásamt fjölda mynda.  fjölmargar einfaldar og góðar uppskriftir að næringarríkum barnamat.  Uppskriftir að hollum og ljúffengum mat fyrir alla fjölskylduna og barnaafmælin.  Alls kyns fróðleik varðandi næringu og heilsu barna.

Þurrar nætur þýða betri svefn fyrir alla.

Stór börn pissa líka undir Nýjar bleyjur frá Libero sem henta börnum frá fjögurra ára aldri. Unnið í samstarfi við Nathan & Olsen

Þ

ó að börn séu tilbúin til þess að hætta með bleyju og komist gegnum daginn án slysa er ekki þar með sagt að nóttin verði einnig þurr. Talið er að um það bil 10% barna á milli 4 og 15 ára væti rúmið öðru hverju eða reglulega. Nokkurs þekkingarleysis gætir í umræðunni og enn er þetta feimnismál hjá börnunum. Sú mýta hefur verið langlíf að börn nái fyrr stjórn á þvaglátum í svefni ef ekki eru notaðar bleyjur en rannsóknir benda til þess

að erfðir séu einn stærsti þátturinn í því hvenær börn börn ná stjórn á næturþvaglátum. Mikilvægast er að barninu líði sem best og upplifi sem minnsta streitu og skömm. Að nota varnir þýðir þægilegri nætur og betri svefn fyrir börnin og foreldrana. Rakadrægar og fyrirferðarlitlar Libero hefur nú komið á markaðinn nýrri línu sem hefur það að markmiði að sinna þessum hópi sem allra best á meðan þetta tímabil gengur yfir. Línan heitir Libero Sleep Tight og hentar börnum frá fjögurra ára aldri. Við hönnun

bleyjanna var tekið tillit til ýmissa þátta eins og það fari lítið fyrir þeim innan náttfata. Bleyjurnar eru þægilegar og teygjanlegar og laga sig að mismunandi vaxtarlagi barna. Sérstaklega var mikil áhersla lögð á rakadrægni og að bleyjurnar haldist þannig þurrar yfir nóttina og trufli ekki svefn. Libero Sleep Tight fást í þremur stærðum og eru ætlaðar börnum sem hafa þörf fyrir vernd yfir nóttina og eru allt að 60 kg. Einfaldar og skýrar leiðbeiningar á pökkum auðvelda val fyrir réttan aldur eða þyngd barnsins.

Öruggar og skaðlausar vörur fyrir barnið þitt náttúruleg vörulína sem verndar, græðir, róar og sótthreinsar. Unnið í samstarfi við ATC

N

uby hefur með áralangri reynslu sinni og þrotlausri vinnu þróað náttúrulega línu af hreinsi- og snyrtivörum sérstaklega með velferð barnsins þíns í huga. Nuby All Natural línan inniheldur Citroganix sem unnið er einungis úr náttúrulegum efnum eins og appelsínuberki af Murcia appelsínum. Citroganix er nýtt efni sem hefur þrjá megin eiginleika: • Það virkar 99,999% gegn bakteríum, sýklum, sveppum og frumdýrum. • Allt að 4 klukkustunda virkni eftir notkun. • Citroganix er náttúrulegt efni og er án alkóhóls, parabena, fenoksyetanols og talkúms.

AR T N VA ÞIG ? U K OR Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur ÞÆGILEG ORKA ÞEGAR ÞÚ ÞARFT Á HENNI AÐ HALDA

• • • •

Á morgnana Í vinnuna Í skólann og prófalesturinn Fyrir æfinguna

ÁN ALLRA AUKAEFNA

Fæst í næsta apóteki

Snudduþurrkur Með Nuby All Natural snudduþurrkunum er nú hægt að þrífa snuð og nagdót á ferðinni án þess að þurfa að skola þau á eftir. Klútarnir eru sérstaklega áhrifaríkir í baráttunni við bakteríur. Þessir klútar eru algjörlega náttúrulegir og virka á þann hátt að ekki er þörf á að skola eftir þrif og eru því frábærir fyrir fólk þegar það er á ferðinni með barnið. Af þeim er vægt vanillumjólkurbragð

til að tryggja að barnið geti tekið snuðið aftur án vandkvæða. Þú getur notað sömu aðferð við þrif á nagdóti, skeiðum, leikföngum og öðru sem barnið setur í munninn. Geirvörtukrem Nuby All Natural Citroganix geirvörtulanolin er hannað bæði fyrir móður og barn. Lanolin gefur mikinn raka og myndar verndandi himnu sem hjálpar til við að græða sprungnar geirvörtur. Citroganix Nuby brjóstakremið græðir sárar geirvörtur. Fyrir bossann Nuby All Natural Citroganix bossakremið er með 15% zinc oxide verndarhjúp. Zink hjálpar til við að vernda viðkvæma bossa gegn þvagi, hægðum og núningi frá bleyju. Það sem gerir þetta bossakrem öðruvísi en önnur er algjörlega náttúruleg blanda af sótthreinsandi eiginleikum ásamt öðrum náttúrulegum efnum sem eru sérstaklega valin vegna eiginleika þeirra til að vernda, mýkja, veita raka og róa. Nuby All Natural Citroganix blautþurrkurnar eru rakagefandi, róandi og hjálpa til við að vernda barnið þitt gegn bleyjuútbrotum. Blautþurrkurnar eru framleiddar af húðlæknum við hæstu kröfur. Þær eru mjúkar

en sterkar. Blautþurrkurnar hreinsa, róa og mýkja viðkvæma húð. Fyrir tennur og góm Nuby All Natural Citroganix tannvörurnar eru algjörlega náttúrulegar og draga skjótt úr sársauka sem einkennir stundum tanntöku hjá litlum krílum. Í boði er tanntökugel, hreinsigel og tannkrem. Allar vörurnar eru með sótthreinsandi áhrif gegn sýklum sem valda tannskemmdum og það er fullkomlega skaðlaust fyrir barnið að kyngja þeim. Náttúruleg efni draga úr sársauka og róa viðkvæma góma.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.