22. juli 2011

Page 1

Milljónir í hættu

Neyðarástand í Austur-Afríku

Birna Einarsdóttir Dvelur í húsi

ÓKEYPIS ÓKarls K E Y PWernersIS

sonar á Ítalíu 2

Fréttaskýring

TAL TROMP ALLT AÐ 27% ÓDÝRARA

16 22.-24. júlí 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 29. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS  Viðtal Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir

Kerfið er hluti af ofbeldinu Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir er ein fjölmargra þolenda kynferðis­ afbrota sem ekki hafa fengið greiddar miskabætur sem þeim voru dæmdar. Maður byrlaði henni og annarri konu svefnlyf og nauðgaði þeim. Að lokinni fangelsisvist stakk hann af úr landi frá óuppgerðum bótum. Sunna þarf sjálf að greiða lögfræðingum fyrir að innheimta miskabæturnar.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ólafur Þór Segist vera hálfnaður í verki sínu 24 Viðtal

Varasamt fyrir fjórfætlinga ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ljósmynd/Hari

Venju­legur heimilismatur getur verið baneitraður hundum og köttum dÝR 38

Unnur flakkar um heiminn Sellóleikari stjarnanna

viðtal 52

SíðA 10

PIPAR \ TBWA

SÍA

110613

GÖNGUGREINING FLEXOR TÍMA PANTAÐU

517 3900

getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 22.-24. júlí 2011

 rEY cUP Metþátttak a

Knattspyrnuhátíð í Laugardalnum Vodafone Rey Cup, stærsta knattspyrnumót sumarsins, var sett í Laugardalnum í vikunni og stendur alla helgina. Þetta er í tíunda sinn sem mótið er haldið og er knattspyrnufélagið Þróttur gestgjafi, nú sem áður. Hundrað og tuttugu lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks, með um 1.700 þátttakendur og þjálfara, og það er met. Sex erlend félagslið eru meðal keppenda. Þau koma frá frændþjóðum okkar í Færeyjum og Finnlandi og örlítið fjarskyldari ættingjum frá Manitoba í Kanada. Þýskir og danskir unglingadómarar frá REFEX taka þátt í dómgæslu mótsins.

Keppt er bæði í karla- og kvennaflokki en liðin eru skipuð leikmönnum úr 3. og 4. flokki, eða krökkum sem eru fædd á árunum 1995 til 1998. Eftir að knattspyrnuleikjum lýkur dag hvern tekur við fjölbreytt dagskrá. Þar á meðal er fjölsótt sundlaugarpartí í Laugardalslauginni og lokahóf og stórdansleikur mótsins, sem fer fram í þetta skiptið á Grand Hótel. Þar munu tónlistarmennirnir og bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson leggja sitt af mörkum til fjörsins. Úr leik Þróttar, gestgjafa Rey Cup, við FC Tórshavn frá Færeyjum. Ljósmynd/Ágúst Tómasson

 Birna Einarsdóttir Fagnaði fimmtugsafmæli á Ítalíu

Dvelur í villu Karls Wernerssonar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, varð fimmtíu ára fyrr í þessum mánuði. Tímamótunum fagnaði hún á Ítalíu með nánustu fjölskyldu og vinum. Birna er enn á Ítalíu og dvelur í lúxusvillu Karls Wernerssonar sem vinkona hennar hefur á leigu.

Johnny kemur heim Hinn sjö ára Johnny Knibbs er væntanlegur heim til Íslands um miðjan ágúst því dómstóll í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum móður hans, Ana Lily Hernandez, í vil í forræðismáli sem bandarískur barnsfaðir hennar höfðaði.

Faðirinn hafði neitað að senda drenginn heim eftir heimsókn sem Johnny fór í yfir jólin. Johnny hafði því verið fjarri móður sinni, Snorra Kristjánssyni, íslenskum stjúpföður, og lítilli systur í um það bil hálft ár. Snorri segir þau

Mátti ráða Bjarna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið braut ekki lög þegar Bjarni Harðarson var ráðinn tímabundið í starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem skoðaði ráðninguna eftir kvörtun eins umsækjenda um starfið. Umboðsmaður telur þó ráðuneytið ekki hafa farið eftir góðum stjórnsýsluháttum við ráðningu Bjarna. Þá þóttu rök Jóns Bjarnasonar ráðherra, þess efnis að Bjarni væri „vanur maður og hefði skrifað töluvert í gegnum tíðina“ frekar veik.

Þórarinn Þórarinsson hjónin ekki hafa þorað að vona að niðurstaða fengist svona fljótt í málið og gleðin sé því mikil. Lily er nú í heimsókn hjá ættingjum sínum með Johnny og litlu systur hans en það urðu miklir fagnaðarfundir hjá systkinunum þegar þau hittust á ný eftir mánaða aðskilnað.

Kirkjan greiðir bætur Þjóðkirkjan ætlar að bjóða þeim fjórum konum sem sökuðu á sínum tíma Ólaf Skúlason biskup um kynferðisbrot sanngirnisbætur. Upphæð bótanna er miðuð við þær bætur sem ákveðið var að greiða þeim sem dvöldu við slæman aðbúnað á vistheimilium ríkisins. Þær bætur gátu numið allt að sex milljónum króna.

toti@ frettatiminn.is

Talið var að kaupverð hússins hefði ekki verið undir 1,2 milljarði króna þegar Karl keypti það. Karl Wernersson á lúxusvilluna sem Birna dvelur í á Ítalíu í boði vinkonu sinnar.

B

irna fagnaði afmæli sínu í Toscana á Ítalíu um miðjan júlí með nánustu ættingjum sínum vinum en samkvæmt heimildum Fréttatímans sá góð vinkona hennar að mestu um að skipuleggja afmælisveisluna. Veislusalurinn var leigður af bónda í héraðinu en afmælisbarnið gistir í lúxusvillu Karls Wernerssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Lyfja og heilsu, í Toscana. Húsið er allt hið glæsilegasta. Það er á þremur hæðum auk kjallar sem hermt er að hafi meðal annars hýst glæsibifreiðar þegar vegur Karls var sem mestur á útrásarárunum. Samkvæmt heimasíðunni Hvítbók, sem var opnuð í kjölfar bankahrunsins í þeim tilgangi að safna Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka er á Ítalíu þar sem hún saman upplýsingum fagnaði nýlega 50 ára afmæli sínu með fjölskyldu og vinum. Ljósmynd/Teitur og eignir og umsvif þeirra sem mest bar á í góðærinu, var talið að kaupverð hússins hefði ekki verið undir 1,2 milljörðum króna þegar Karl keypti það. Þá birti Hvítbók yfirlit yfir viðamiklar lagfæringar sem Karl réðst í á húsinu og landareigninni umhverfis það. Kostnaðurinn við þær framkvæmdir var talinn vera umtalsverður. Karl hefur á síðustu árum gert nokkuð af því að lána húsið eða leigja vinum og kunningjum en eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hafði Birna sjálf ekki milligöngu um leiguna á villunni heldur hafi vinkona hennar leigt húsið af útrásarvíkingnum en boðið Birnu og fjölskyldu að dvelja þar með sér í kringum veisluhaldið.

Ljósmynd/ Hari

Opið á Nítjánda veitingastað alla verslunarmannahelgina Lunch, brunch og óviðjafnanlegt kvöldverðarhlaðborð Teikning af húsi Karls, sem birt var á hvitbok.vg. Húsið er allt hið glæsilegasta, á þremur hæðum með stórum kjallara.


Drögum

26. júlí

Fáðu þér miða á

hhi.is!

MILLJÓNA

VELTAN

Nú er vinningurinn 4O milljónir á einn miða! Í hverri Milljónaveltu drögum við að auki út 5 stakar milljónir aðeins úr seldum miðum. Vertu með! Vinningurinn í Milljónaveltunni hefur aldrei verið hærri. Nú hlýtur að vera komið að þér!

Drögum

EINN MIÐI

TVEIR LEIKIR

hefur aldrei verið glæsilegri! Vinningshafar eru um 3.OOO í hverjum mánuði.

PIPAR\TBWA

SÍA

111997

í mánuði, fyrir aðeins 1.1OO krónur

Aðalútdráttur

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11 eða hjá næsta umboðsmanni.

Háskóli Íslands fagnar nú hundrað ára afmæli sínu. Happdrættið er í eigu Háskóla Íslands og öllum hagnaði af rekstri þess hefur frá upphafi verið varið til uppbyggingar hans.

1O. ágúst


4

fréttir

Helgin 22.-24. júlí 2011

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Hlýnar mjög fyrir norðan og austan Veðrabreyting er greinilega í aðsigi. Lægðir gerast nú nærgöngulli úr suðvestri og bera með sér hlýtt loft og vætu upp að Suður- og 16 13 Vesturlandi. Í dag verður aðgerðarlítið 15 veður og þurrt um land allt. Bjart fyrir norðan og austan. Á laugardag þykknar upp 14 sunnanlands og vestan og fer að rigna undir kvöldið. 15 Hins vegar verður bjart og hlýtt víðast norðan- og austanlands. Á sunnudag er útlit fyrir langþráða rigningu sunnanog vestanlands. Sérlega hlýtt verður Úrkomulaust á landinu og nokkuð yfir landinu og nái sólin að skína sólríkt, einkum norðan- og austannorðaustanlands ætti hitinn að til. Hægt hlýnandi, en víða hafgola. fara yfir 20 stigin þar. Höfuðborgarsvæðið: Skýjað verður Einar Sveinbjörnsson

að mestu, en þurrt.

vedurvaktin@vedurvaktin. is

Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu

17

19

14

20

21

Einars Sveinbjörnssonar

18

veðurfræðings. Veðurvaktin býður upp á veður-

13

13 14

þjónustu fyrir einstaklinga,

13

fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur

Bjartviðri og hlýtt norðan og austantil, sunnan og vestantil fer að rigna undir kvöldið. Vestantil verður strekkings S-átt um nóttina.

Talsverð rigning um sunnan- og vestanvert landið, en norðaustantil verður nokkuð bjart og útlit fyrir alvöru sumarhlýindi !

Höfuðborgarsvæðið: Skýjað og hlý SA- gola. Smá rigning um kvöldið.

Höfuðborgarsvæðið: Rigning meira og minna mest allan daginn.

veðri og veðurfari.

Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is

persónuvernd Fjöldi fólks forvitnast um aðgang að sjúkraskrám

Rannsóknarnefndin tekur á sig mynd Róbert Spanó lagaprófessor hefur þegar rætt við hugsanlega nefndarmenn í rannsóknarnefnd sem kaþólski biskupinn fól honum að skipa. Ætlunin er að rannsóknarnefndin verði fullmönnuð um

miðjan ágúst og taki til starfa 1. september. Róbert tekur ekki sæti í nefndinni sjálfur en hann setur nefndinni starfsreglur. Róbert hefur þegar lagt drög að reglunum. Hlutverk rannsóknarnefndarinnar

Útför Sævars Ciesielski Útför Sævars Ciesielski, sem lést af slysförum í Kaupmannahöfn í síðustu viku, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. ágúst. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, hefur verið beðinn að annast útförina. Minningarathöfn um Sævar var haldin í Vor Frelsers Kirke við Prinsessugötu í Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Sævar lætur eftir sig fimm börn á aldrinum 12-36 ára.

verður að rannsaka þær ásakanir sem fram hafa komið um kynferðislegt ofbeldi og áreitni af hálfu vígðra þjóna kirkjunnar og starfsmanna stofnana kirkjunnar, meðal annars Landakotsskóla. –þt

Dagvöruverslun eykst Velta í dagvöruverslun jókst um 3,3% á föstu verðlagi í júní miðað við sama mánuð í fyrra og um 6,7% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í júní um 2,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hefur hækkað um 3,3% á síðastliðnum 12 mánuðum. Fataverslun dróst saman um 6,5% í júní, miðað við sama mánuð í fyrra á föstu Aukning á veltu í verðlagi, og um 7,1% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. dagvöruverslun

Eftirlitsnefnd með rafrænni sjúkraskrá á Landspítalanum athugar reglulega umferð um sjúkraskrár.

Áhyggjur af viðkvæmum upplýsingum Fjölmargir hafa undanfarið óskað eftir því að Landspítalinn upplýsi þá um hverjir hafi skoðað sjúkraskrár þeirra. Aðstoðarframkvæmdastjóri lækninga við spítalann segir slíkar beiðnir af og til koma í skriðum í takt við umfjöllun fjölmiðla um sjúkraskrár. Ekkert stórmál en tekur einhvern tíma að svara öllum.

3,3%

Júní 2011 Verð á fötum var 0,6% lægra en í sama mánuði fyrir ári. Rannsóknarsetur Sala áfengis jókst um 1,2% í Verslunarinnar júní, miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi, og um 3,0% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í júní 1,4% frá sama mánuði í fyrra.

A Það kemur alltaf svona skriða þegar verið er að fjalla um þessi mál í fjölmiðlum

uðvitað vill maður fá að vita hverjir hafa verið að skoða sjúkraskrána manns og þá fyrst og fremst til þess að geta fullvissað sig um að það séu ekki einhverjir að snuðra í viðkvæmum einkamálum í annarlegum tilgangi,“ segir maður sem í síðustu viku fór fram á það við Landspítala – háskólasjúkrahús að hann yrði upplýstur um hverjir hefðu farið inn í sjúkraskrá hans. Erindi mannsins var svarað fljótlega og í svari spítalans kom fram að óvenjumargar slíkar beiðnir hefðu borist síðustu daga og því myndi það taka spítalann einhvern tíma að bregðast við erindinu. „Já, það varð nokkur aukning í síðustu viku. Það kemur alltaf svona skriða þegar verið er að fjalla um þessi mál í fjölmiðlum,“ segir Niels Chr. Nielsen, aðstoðarframkvæmdastjóri lækninga við Landspítalann. Morgunblaðið fjallaði um flettingar í upplýsingakerfum banka, fjármálastofnana og í rafrænum sjúkraskrám síðastliðinn föstudag. Í umfölluninni var áréttað að fólk ætti rétt á að fá að vita hver skoðaði sjúkraskrár þess. „Það er fjallað af og til um þetta og fólk vill fá þessar upplýsingar,“ segir Niels og bendir á að öll umferð um sjúkraskrár sé

skráð sjálfkrafa og því liggi upplýsingarnar fyrir jafnóðum. „Tölvubúnaðurinn er aðgangsstýrður og í hvert skipti sem einhver fer inn í þessar sjúkraskrár er hann skráður inn.“ Niels segir að í síðustu viku hafi „einhverjir tugir“ sent spítalanum beiðni um upplýsingar um hverjir hafi skoðað sjúkraskrár þeirra. „Þetta er ekkert stórmál en það tekur okkur smá tíma að svara öllum.“ Eftirlitsnefnd með rafrænni sjúkraskrá á Landspítalanum athugar reglulega umferð um sjúkraskrár. Í apríl á þessu ári gerði nefndin athugasemd við upplettingu níu starfsmanna. Við nánari athugun kom í ljós að í þremur tilfellum var um eðlilegan aðgang að ræða en sex starfsmenn voru áminntir fyrir innlit í sjúkraskrár. Nefndin kannaði sérstaklega aðgang að sjúkraskýrslum þriggja þjóðþekktra einstaklinga, auk þess sem brugðist var við ábendingum sjúklinga sem höfðu grun um að skrár þeirra hefðu verið skoðaðar án þess að raunverulegt tilefni gæfist til. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Biðröð þegar Davíð veiktist Í kjölfar frétta í vor af áminningum sex starfsmanna Landspítalans vegna óeðlilegs aðgangs að sjúkraskýrslum hafði Pressan eftir „þjóðþekktum rithöfundi“, sem vildi ekki koma fram undir nafni, að hann hefði fullvissu fyrir því að hluti starfsfólks spítalans stundaði „persónunjósnir af

allra lágkúrulegustu tegund.“ „Hjúkrunarfræðingur, sem ég þekki vel, hefur sagt mér að þegar frægt fólk hafi veikst hafi næstum verið biðröð í tölvurnar til að svala forvitninni. Þessi hjúkrunarfræðingur nefndi sem dæmi að þegar Davíð Oddsson veiktist hafi allt farið á annan endann

Samkvæmt frétt Pressunnar beið fólk í röðum eftir að komast í sjúkraskýrslu Davíðs Oddssonar. innan spítalans. Ég hélt að gerðar hefðu verið alvöru ráðstafanir til að fyrirbyggja persónunjósnir af þessu tagi en það er greinilega langt í land,“ sagði viðmælandi Pressunnar í apríl. Hann hafði þá

sjálfur þurft að gangast undir læknismeðferð á Landspítalanum og sagði það ógeðfellda tilhugsun að óviðkomandi einstaklingar skoðuðu gögn um hann í rafrænu sjúkraskránni. toti@frettatiminn.is


Allir í Leiruna! Sjáðu sterkustu kylfinga landsins á Íslandsmótinu í höggleik 21.–24. júlí.

HAPPDRÆTTISMIÐINN ÞINN Nafn

Eimskipsmótaröðin er í fullum gangi og nú stendur yfir Íslandsmótið í höggleik. Það er haldið í Leirunni, golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja, fram á sunnudag, 24. júlí. Á þessum glæsilega velli munu flestir af sterkustu kylfingum landsins berjast um Íslandsmeistaratitilinn og glæsileg verðlaun frá Eimskip. Komdu og sjáðu spennandi keppni, frábær tilþrif og taktu þátt í skemmtilegu happdrætti með glæsilegum vinningum. Sjáumst í Leirunni.

FÍTON / SÍA

Aðgangur er ókeypis!

Netfang Símanúmer Auktu spennuna og taktu þátt í skemmtilegu happdrætti. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla þennan miða út og skila honum í þar til gerðan kassa á mótsstað. 10 frábærir vinningar verða dregnir út á sunnudeginum. 1 x 50.000 kr. gjafabréf frá Úrvali-Útsýn upp í golfferð í haust eða vor 1 x Skemmtilegar golfbækur (Viðbúin/tilbúin golf, Berskjölduð á fyrsta teig og myndskreytt golfreglubók) 2 x Sveiflugreining frá PróGolf 2 x Púttgreining frá PróGolf 2 x Titleist golfboltar NXT 2 x DVD golfkennsla og Eimskipsmótaröðin 2010 á DVD

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is


Helgin 22.-24. júlí 2011  Ljósmyndun Alþjóðlegt námskeið

Mary Ellen Mark kennir á Íslandi Ljósmyndarinn heimsþekkti, Mary Ellen Mark, og eiginmaður hennar og kvikmyndaleikstjórinn Martin Bell standa fyrir námskeiði í Myndlistarskólanum í Reykjavík í JL-húsinu í næstu viku. 23 nemendur flykkjast því til landsins hvaðanæva úr heiminum, ým­ ist til að njóta leiðsagnar Mary Ellen í ljósmyndun eða Bell í heimildarmyndagerð. Hjónin Einar Falur Ing­ ólfsson og Ingibjörg Sigurðardóttir eru meðal skipu­ leggjenda námskeiðsins en lokasýning þátttakenda verður í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 8. ágúst. -þt Mary Ellen Mark frá því hún var að vinna að sýningunni Undrabörn, um börn í Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóla.

VINNUMARK AÐUR aðlögun INNFLYTJENDA

Sabit Veselaj er verslunarstjóri í Europris. Hann er fæddur og uppalinn í Kosovo en kom hingað sem flóttamaður árið 1999, þá 27 ára.

Íslenskan lykillinn að markaðnum

S

abit Veselaj er verslunar­ stjóri Europris úti á Granda. Hann er fæddur og uppal­ inn í Kosovo en kom hingað sem flóttamaður árið 1999, þá 27 ára gamall. Sabit talar góða íslensku og telur sig hafa aðlagast íslensku samfélagi vel. Sabit brautskráðist frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands nú í sumar með meistara­ gráðu í markaðsfræði og alþjóða­ viðskiptum (MSc). Í lokaverkefni sínu fjallaði hann um aðlögun pólskra innflytjenda að íslenskum vinnumarkaði en Sabit segir að rannsókn hans hafi leitt í ljós að ís­ lenskukunnáttan sé lykill að sam­ skiptum og samneyti við Íslend­ inga. „Samkvæmt niðurstöðunum voru 59% Pólverjanna að læra ís­ lensku og flestir þeirra nefndu að það væri til þess að aðlagast betur íslensku samfélagi,“ segir Sabit í stuttri kaffipásu í Europris og bætir við að það hafi helst komið honum á óvart í rannsókninni hversu léleg íslenskukunnátta pólskra innflytjenda var. Sabit segist ekki hafa rannsakað orsök þessa en getur sér þess til að fyrir hrunið hafi Pólverjar gengið beint í vinnu hér án þess að þurfa að læra tungumálið. „Þegar pólskir innflytjendur komu til Íslands var nóg að gera. Þeir fóru því beint úr fluginu í vinnu og það gæti verið eitt af því sem hindraði þá í að þurfa að læra tungumálið.“ Sabit telur að átak þurfi bæði hjá inn­ flytjendum og íslenskum stjórn­ völdum til að breyta þessari þróun. „Innflytjendur þurfa að leggja sig meira fram um að vilja læra tungu­ málið. Í viðtölunum sem ég tók var stundum nefnt að það væri dýrt að læra íslensku og að námskeiðin væru oft eftir vinnu þegar fólk er þreytt og finnst erfitt að einbeita

sér að því að læra. Þessu þyrftu ís­ lensk stjórnvöld að breyta og bjóða jafnvel innflytjendum upp á að sækja íslenskunámskeið á vinnu­ tíma.“ Sabit segir það einnig hafa sýnt sig í rannsókninni að konur hafa betri íslenskukunnáttu en karlar og virðast aðlagast íslensku sam­ félagi betur en karlarnir. „Rann­ sóknir á innflytjendahópum í Kanada hafa sýnt hið gagnstæða, þ.e. að konur séu oft lengur að að­ lagast nýju samfélagi vegna þess að þær eru meira inni á heimilum sínum en ekki úti á vinnumark­ aðnum, en raunin virðist ekki vera sú með pólskar konur sem flytja til Íslands. Pólskar konur sem koma hingað virðast líka betur mennt­ aðar en karlarnir. Fleiri konur en karlar eru með háskólanám að baki. Þær virðast einnig með­ vitaðri um gagnsemi þess að læra íslenskuna og þurfa líklega að nota hana meira í vinnunni.“ Sabit segir að tungumálið hafi verið fyrsta hindrunin sem hann mætti þegar hann flutti hingað til lands. „Íslenskan er erfitt mál. Það er alveg satt og ég er enn að berjast við málfræðina og beyg­ ingar. En þegar ég flutti kom ég með fjölskyldu minni svo að það var ekki erfitt að byrja nýtt líf hér. Við fengum góðan stuðning frá Íslendingum og Rauða krossinum – þannig að það var ekki eins og fyrir bróður minn sem kom einn fyrir fimm árum,“ segir Sabit að lokum. „Hann fékk ekki stuðning frá neinum og þurfti að finna út úr öllu sjálfur. Það skiptir mjög miklu máli að fá þennan stuðning þegar komið er til landsins.“ Þóra Karítas thorakaritas@frettatiminn.is


VÍB veitir sparifjáreigendum metnaðarfulla og persónulega þjónustu VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er leiðandi á íslenskum markaði með áratugareynslu í eignastýringu.

Einkabankaþjónusta

Viðskiptavinum sem gera ríkar kröfur býðst þjónusta sem er sniðin að þeirra þörfum. Viðskiptastjóri annast stýringu eignasafns og veitir margvíslega ráðgjöf. Hefðbundin ávöxtun, sparnaður í áskrift, stakar fjárfestingar og lífeyrissparnaður með aðstoð sérfræðinga okkar.

Netbanki

Aðgangur að einu breiðasta sjóðaúrvali landsins fyrir þá sem vilja stýra eignasafni sínu sjálfir. Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900.

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA 11-0402

Eigna- og lífeyrisþjónusta


fréttir

8

Helgin 22.-24. júlí 2011

Dans Íslenskt verk sýnt víða um heim

Selur verk á stærstu danshátíð Evrópu Danshöfundurinn Margrét Sara Guðjónsdóttir hefur selt verk sitt á danshátíðina Soft Target sem er haldin árlega í Berlín. „Þetta er ákveðinn gæðastimpill fyrir þá sem trúa á þess konar híarkí og með þessu fær verkið góða athygli hjá alþjóðlegu fagfólki og færi á sýningum víða um heim,“ segir danshöfundurinn Margrét Sara Guðjónsdóttir en verk hennar, Soft Target, hefur verið valið á „Tanz in August“ sem er stærsta danshátíð í Evrópu og er haldin árlega í Berlín. Verkið var frumsýnt á Reykjavík

Verkið Soft Target eftir danshöfundinn Margréti Söru Guðjónsdóttur hefur verið valið á stærstu danshátíð í Evrópu.

Dance Festival í fyrra og tilnefnt til menningarverðlauna DV sama ár. „Við sýndum það í Listsafni Reykjavíkur en ég stefni á að vera með sýnishorn úr nýju verki á danshátíðinni í Reykjavík í haust,“ segir Margrét sem eftirlætur Johönnu Chemnitz að dansa í verkinu. Um tíma dansaði Margrét sjálf í eigin verkum, og þá ósjaldan með Ernu Ómarsdóttur. „Ég er hætt að dansa í

eigin verkum,“ segir Margrét sem hefur dansað með stórum hópum um alla Evrópu að undanförnu. „Þegar ég vel mér verk til að dansa í miða ég við að verkin séu krefjandi, ný og spennandi. Því miður eru þær sýningar sem ég dansa í of stórar til að flytja heim til Íslands en ég passa alltaf upp á að koma einu sinni á ári til Íslands í staðinn og sýna mín eigin verk.“

Ferðalög Nýsköpunarmiðstöð leitaði í reynslubank ann

Þrjú ár fyrir nauðgun

Guðmundur Helgi Sigurðsson, sem er 23 ára, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða konunni sem hann nauðgaði 1,5 milljónir króna. Hann var fundinn sekur um að hafa í apríl síðastliðnum nauðgað konu sem hann þekkti og að neyða félaga þeirra til að taka þátt í nauðguninni. Dómurinn taldi ljóst að Guðmundur Helgi hefði þvingað félaga sinn og konuna til kynmaka í krafti ótta þeirra við hann.

Lést í kjölfar bifSíbrotamaður stöðvaður stöðvaði karlmann á fertugsaldri hjólaslyss á Skaga Lögreglan við akstur á Bústaðavegi á þriðjudagskvöldið. Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi við bæinn Víkur á Skaga 12. júlí, lést á gjörgæsludeild Landspítalans á þriðjudagsmorgun. Hann hét Árni S. Karlsson og var búsettur á bænum ásamt systkinum sínum. Hann féll af léttu bifhjóli, kom niður í grjót við bæjarlækinn og hlaut alvarlega höfuðáverka. Árni var ókvæntur og barnlaus.

Maðurinn var í annarlegu ástandi og reyndist auk þess próflaus. Hann var því handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann var jafnframt grunaður um nokkur innbrot og sá grunur reyndist á rökum reistur. Maðurinn var, að lokinni yfirheyrslu, færður í héraðsdóm og þaðan í fangelsi. Hann hefur hafið afplánun vegna annarra mála en um er að ræða eftirstöðvar fangelsisvistar. Guðni Þórðarson er enn á fullu í ferðabransanum. Hann hóf afskipti af ferðamálum á sjötta áratug liðinnar aldar en lætur ekki deigan síga: „Þetta er rétt að byrja.“ Ljósmynd/Hari

Enn í fullu fjöri í ferðabransanum

Heilsutengd helgardvöl Íslendinga í Reykholti, Norðmenn hingað á söguslóðir og heilsuhótel í Litháen eru meðal nýrra verkefna Guðna Þórðarsonar, Guðna í Sunnu.

2

0

%

a

fs

tt

u

r

Þ 20 ára

20% afsláttur

588 7230

565 9680

511 1003

425 0800

N

kringlunni | smáralind | lækjargötu | leifsstöð

ý

ve

rs lu

n

íL

æ

kj

ar gö

tu

2

af öllum vörum fimmtudag til laugardags.

Ég er í fullu fjöri, líkamlega 30 árum yngri en árin segja til um.

að eru tvær bakteríur í lífi mínu sem ég hef aldrei losnað við, blaðamennskan sem ég stundaði í tuttugu ár og ferðamálin. Þar eru aldrei tveir dagar eins,“ segir Guðni Þórðarson, Guðni í Sunnu, einn helsti frumkvöðull íslenskra ferðamála sem lætur ekki deigan síga. Þegar Nýsköpunarmiðstöð Íslands horfði til nýjunga í ferðamálum á sviði heilsu og menningar var leitað í reynslubanka Guðna. „Ég tók það að mér og stofnaði fyrirtæki þar um sem er í skjóli Nýsköpunarmiðstöðvar,“ segir Guðni en ferðaskrifstofa hans, Heilsulind, er til húsa á fjórðu hæð Íslandsbanka við Lækjargötu þar sem fimm nýsköpunarfyrirtæki er að finna. „Meiningin var að finna nýjungar og það er það sem við erum að gera,“ segir Guðni. Byrjað var með heilsutengda helgardvöl fyrir Íslendinga í Reykholti í Borgarfirði; föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Það hefur verið vel sótt og vinsælt. Þar hefur Gunnar Eyjólfsson leikari m.a. verið með Qi gong og fleiri heilsutengda þætti, jóga, lífsorkuleikfimi, göngur og skemmtiatriði. Þessu hefur síðan lokið með kvöldvöku.“ Guðni segir að enn fremur sé í undirbúningi að fá eldri borgara í Noregi í fimm daga Íslandsferðir þar sem dvalið verður í Reykholti og skoðaðar söguslóðir norsku landnemanna og ýmislegt fleira. „Auk þess höfum við fengið umboð fyrir eitt glæsilegasta heilsuhótel Evrópu, sem

er í Litháen, og erum að byrja með ferðir Íslendinga þangað í haust,“ segir Guðni. Hótelið er tengt heilsubótarmiðstöð og heilsuhæli og er í borginni Druskininkai. „Á menningarsviðinu erum við með óperuferðir; t.d. til Ítalíu núna 20. júlí, m.a. á Puccini-óperuhátíðina, eins frægasta óperuhöfundar veraldar.“ Þar eru tvær óperusýningar innifaldar, La Boheme og Turandot, sem fluttar eru í stóru útileikhúsi. Það sem tengist heilsuferðum Íslendinga innanlands er í nafni Heilsulindar en Sunnuferðir sjá um ferðirnar til útlanda. Auk Litháen-ferðanna bjóðast ferðir á fjarlægar slóðir í haust, annars vegar ferð á ævintýraslóðir í Nepal, Tíbet og Kína, og hins vegar sautján daga ferð um Kína undir fararstjórn Ólafs Egilssonar, fyrrverandi sendiherra í Kína. Þá verður í boði jóga-lækningaferð til Indlands, jólaferð til Taílands og Qi gong- og jógaferðir til Kanaríeyja og fleira. Guðni stofnaði ferðaskrifstofuna Sunnu, sem hann er kenndur við, árið 1959 og varð fyrstur til að skipuleggja ferðir Íslendinga til sólarlanda og stóð síðan fyrir umfangsmiklum ferðaskrifstofurekstri. „Þetta er rétt að byrja,“ segir Guðni og segist hafa vottorð sérfræðings um að líkamlega sé hann þrjátíu árum yngri en árin segja til um. „Ég er því í fullu fjöri.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


Netið í símann, aðeins 25 kr. á dag Kynntu þér málið í næstu verslun eða á vodafone.is Vodafone – með þér í sumar Skannaðu kóðann og náðu í nýja Vodafone lagið sem hringitón á rautt.is


10

viðtal

Helgin 22.-24. júlí 2011

Vill að réttlætinu verði fullnægt Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir er ein fjölmargra þolenda kynferðisafbrota sem ekki hafa fengið greiddar þær miskabætur sem henni voru dæmdar. Maður byrlaði henni og annarri konu svefnlyf og nauðgaði þeim. Hann sat inni fyrir bæði málin en stakk af úr landi frá óuppgerðum bótum. Sunna þarf sjálf að greiða lögfræðingum til að innheimta miskabæturnar.

M

aðurinn hefur tvisvar sinnum verið dæmdur fyrir hrottalegar nauðganir og afplánaði fangelsisdóma fyrir bæði málin. Hann var dæmdur til að greiða Sunnu eina milljón króna í miskabætur en hinni konunni 900 þúsund. Dómarnir féllu árin 2005 og 2007. Konurnar hafa einungis fengið greiddar 600 þúsund krónur af miskabótunum, eða þá hámarks-

upphæð sem ríkið ábyrgist. Þolendur þurfa sjálfir að innheimta restina af miskabótum en því fylgir umtalsverður lögfræðikostnaður sem stundum er hærri en eftirstöðvar bótanna. Nauðgarinn flutti úr landi eftir afplánun og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttatímans til að hafa uppi á honum reynist það ómögulegt. Hann er skráður erlendis í Þjóðskrá en hefur ekki tilgreint í hvaða landi. Ættingjar hans, sem blaðamaður ræddi við, vilja ekki veita upplýsingar

Ljósmynd Hari

Þóra Tómasdóttir ræddi við Sunnu.

um hvar hann heldur sig. Það er því enginn hægðarleikur að innheimta miskabæturnar sem hann skuldar. Sunna segist vilja fá frið frá málinu. „En kerfið verður hluti af ofbeldinu þegar ég þarf að fara þá niðurlægjandi leið að ganga á eftir miskabótunum. Með þessu finnst mér stjórnvöld ekki taka stöðu með þolendum. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist að fullu dæmdar miskabætur,“ segir Sunna sem hefði viljað að málinu væri löngu lokið.

„En því er ekki lokið. Ég vil ekki að það séu einhver skjöl á lögfræðiskrifstofu úti í bæ sem tengja mig við hann. Mér finnst það óþægilegt og hanga yfir mér eins og stór niðurteljari sem á fimm ár eftir í núll.“ Sunna bendir á að réttur hennar til miskabóta frá brotamanninum fyrnist eftir fimm ár. „Þetta ærir mig stundum. Fyrir mér snýst málið ekkert um peninga. Mér er alveg sama um peningana og í hvaða vasa þeir fara. Hvort þeir fara til lögfræðinga


30% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM SUMARVÖRUM

einfaldlega betri kostur Nú 9.900 ,-

SUMMER. Blómapottar, anthracite Ø30cm.Verð áður 1.395,- Nú 895,Ø45cm.Verð áður 2.495,-Nú 1.695,Ø60cm.Verð áður 4.495,-Nú 2.995,-

VANITY. Vasi 17x5 cm Verð áður 1.595,- Nú 995,Ýmsir litir.

NICE. Garðhúsgögn, galvaníserað stál/tekk. Klappstóll m/örmum. Verð 19.900,- NÚ 29.900,- Borð Ø75 cm. Verð 39.900,NÚ 27.900,- Fellibekkur L112 cm. Verð 49.900,- NÚ 34.900,- Einnig til viðarlitað/Tekk

Litir:

MULTI CAT. Matarhús f/fugla. Ø12, H28 cm. Verð áður 1.495,Nú 995-

SUMMER. Kolagrill. H70, Ø45 cm. Verð áður 14.900,- Nú 9.900 ,-

WILLIS. Viskustykki. Verslaðu á ilva.is Verð áður 895,- Nú 625,Pottaleppur. Verð 1.295,Nú LOMMA Hvítt garðsett, Acacia harðviður. Sendum umáður allt land 895.- Grillhanski. Verð áður 1.995,- Felliborð 150x80x76 cm. Verð áður 29.900,- Nú 19.900,Nú 1.395.Fellistólar, 2 stk. Verð áður 29.900,- Nú 19.900,- Einnig til svart

Nú 895,-

Litir:

BANDA. Fellistóll m/örmum.Tekk. Verð áður 13.995,- Nú 8.995,-

EASY. Fellikollur. Verð áður 1.295,- Nú 895 ,.

DURHAM. Sólbekkur. Polytrefjar/ál. Verð áður 29.900,Nú 19.900,-

Litir:

IMAGE. Skermur. Ø45 cm. Verð 9.995,-/stk.

SUMMER. Hlíf. Ø30 cm. Verð áður 395,- Nú 275,-

Nú 1.695 ,-

Nú 995 ,-

BRAZIL. Garðsett. Tekk/stál. Garðborð. 201x90x75 cm. Verð áður 149.00,- Nú 104.900 ,-Garðborð. 300x90x75 cm. Verð áður 189.900,- Nú 132.900,- , Garðstóll. Verð áður 29.900,Nú 19.900 ,-

OUTDOOR. Borðgrill, zink. Ø28 cm. Verð áður 2.995,Nú 995,- /

OUTDOOR. Öskubakki. Ø10,5 H14,5 cm. Verð áður 1.995,Nú 1.395,-

© ILVA Ísland 2011

SUMMER. Ísfata m/skeið. Verð áður 2.495,- Nú 1.695,-

SUMMER. Garðljós, sólarrafhlaða. 29 cm. Verð áður 495,- Nú 345,29 cm. Verð áður 495,-Nú 349,69 cm. Verð áður 995,-Nú 695,-

Litir:

FLOWERCLIP. Blómapottur á handrið. Ø27 cm. Verð áður 1.995,- Nú 1.395.-

BALTIC. Hvítt garðsett, Acacia harðviður. Bekkur. Verð áður 21.900,-Nú 14.900.- Borð, 146x83x74 cm. Verð áður 28.900,- Nú 19.900.- Stóll. Verð áður 9.550,-Nú 6.550.-

kaffi Litir:

SKAGENLUND. Bekkur úr mahogni. Hvítmálaður háglans. 150x58x89 cm. Verð áður 37.900,- Nú 26.000,-

Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða

OSLO. Ábreiða. 100% ull. Verð áður 6.995,- Nú 4.895.Ýmsir litir.

MULTI FLOWER. Blómapottur. Ø12, H. 17 cm. Verð áður 1.295,Nú 895,-

ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 www.ILVA.is

sendum um allt land

Smurt brauð m/hangikjöti Verð 490,-


viðtal

Helgin 22.-24. júlí 2011

Ljósmynd Hari

12

Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir hefur ekki fengið greiddar miskabæturnar sem henni voru dæmdar í Hæstarétti. Maðurinn sem nauðgaði henni stakk af úr landi án þess að gera þær upp. Ríkið ábyrgist aðeins hluta af miskabótum.

sem innheimta skuldina eða ég gefi þá til góðgerðarmála. Ég vil bara fá hundrað prósent réttlæti. Ekki fimmtíu prósent eða níutíu prósent. Ég vil að hann klári það sem hann er dæmdur til að gera.“

Fagnar gagnrýni innanríkisráðherra

Sunna segir að sér hafi létt þegar hún las í Fréttatímanum fyrir nokkru að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra teldi óeðlilegt að ríkið tryggði líkamlegt en ekki andlegt tjón. Hann vill endurskoða lögin en nú eru þau þannig að ríkið tryggir fólki 600 þúsund krónur af miskabótum sem því eru dæmdar en tvær og

hálfa milljón af skaðabótum. Miskabætur eiga fyrst og fremst að ná yfir tilfinningalegt tjón og eru oftast dæmdar þolendum kynferðisafbrota. Skaðabætur eru dæmdar þegar fólk verður fyrir líkamlegu tjóni. Sunna kýs að stíga fram til að vekja athygli á óréttlætinu í von um að kerfinu verði breytt. „Ég gladdist svo við að sjá þessa afstöðu innanríkisráðherra. Allt í einu fannst mér hlutirnir vera að þokast í rétta átt. Við eigum ekki marga talsmenn og við erum ekki hávær hópur, fólk sem hefur orðið fyrir nauðgun. Við berum okkar mál ekki á torg og tölum um að við höfum verið svívirt. Þess vegna fannst mér ég þurfa að

Kerfið verður hluti af ofbeldinu þegar ég þarf að fara þá niðurlægjandi leið að ganga á eftir miskabótunum.

Weleda vatnslosandi Birkisafi Hollur og góður eftir grillveislurnar Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykjavíkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek Vesturlands, Apótek Hafnafjarðar, Apótek Garðabæjar, Lyfjaborg, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land.

Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans Bætir meltinguna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað

Velkomin að skoða www.weleda.is

stíga fram úr því ég hef kjarkinn til þess. Maðurinn nauðgaði mér og ég kærði hann. Ég þurfti að mæta honum fyrir rétti og fékk hann dæmdan. Ég á ekki að þurfa að standa í meira til að klára það. Mér finnst ég búin að líða nóg.“

Réttarhöldin í miðri prófatörn

Fjárhagslega tjónið sem Sunna varð fyrir eftir nauðgunina var mikið. Hún þurfti sjálf að standa straum af mestöllum sálfræðikostnaði eftir áfallið. Auk þess missti hún úr námi og útskrifaðist úr háskóla ári seinna en upphaflega var ætlað. Þar af leiðandi fór hún síðar út á vinnumarkaðinn. Sunna segir því að miskabæturnar sem hún fékk frá ríkinu hafi komið sér vel. „Eins og kemur fram í dómnum var ég greind með áfallastreituröskun eftir þetta. Álagstímar eins og í kringum próf voru mér sérstaklega erfiðir. Þá fór allt af stað í höfðinu á mér. Fjölskylda mín og námsráðgjafi staðfestu þetta fyrir dómi.“ Réttarhöldin í málinu voru í miðri prófatörn hjá Sunnu sem var í leikskólakennaranámi. „Fyrsta prófið var degi fyrir réttarhöldin og ég fór á þrjóskunni í gegnum það. Ég skil ekki hvernig ég fór að því en ég náði prófinu og fékk átta í einkunn. Ég var ákveðin í að taka líka prófin sem voru eftir réttarhöldin. Það var hins vegar ekki möguleiki. Ég fyllti hverja bók sem ég reyndi að lesa af tárum. Ég var í algjöru uppnámi og bara skalf.“ Málið gegn nauðgaranum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2006 og dómurinn var þyngdur í Hæstarétti nokkru seinna. Sunna segist ekki hafa treyst sér til að lesa

dóminn fyrr en í gær. „Ég held ég hafi ekki gert neitt erfiðara en að sitja andspænis honum í réttarsal og fara yfir atburðarásina í smáatriðum. Mér leið svolítið eins og ég hefði farið út úr líkamanum. Ég var mjög stressuð og fannst þetta svo óraunverulegt.“

Táknrænt ferli

Sunna segist hafa glímt við sjálfsásakanir lengi eftir nauðgunina og verið í mikilli afneitun eftir hana. „Mér fannst þetta allt vera mér að kenna.“ Hún fann sig hins vegar knúna til að kæra manninn eftir að hann var dæmdur fyrir nauðgun á annarri ungri konu og myndir fóru að birtast af honum í blöðunum. „Ég treysti mér ekki til þess fyrr en myndin af honum kom í blaðinu og það var búið að dæma hann. Þá vissi ég að ég gæti aldrei lifað nema stíga fram líka.“ Að mati Sunnu gerir allt tal um peninga lítið úr ofbeldinu sem hún varð fyrir. Hún hafi ekki haft kjark fyrr en nú til að ganga eftir miskabótunum sem henni voru dæmdar. Innheimtan sé því til skoðunar hjá lögfræðingi hennar. „Nú er ég tilbúin að klára þetta. Peningarnir skipta engu máli en ferlið er táknrænt. Ég stend ekki í öllu þessu stappi fyrir fjögur hundruð þúsund krónur. Ég vil bara ekki eiga neitt óuppgert við þennan mann. Ég vona að þetta persónulega mál mitt hjálpi til við að breyta kerfinu og að það fari að vinna betur fyrir okkur sem erum í þessari stöðu. Mér þætti gott ef ég gæti notað reynsluna til góðs. Ég vil bara að réttlætinu sé fullnægt.“ thora@frettatiminn.is


viðtal 13

Helgin 22.-24. júlí 2011

Gölluð löggjöf Árið 1995 voru sett lög um að ríkissjóður greiði þolendum afbrota þær bætur sem þeim hafa verið dæmdar. Hámarks miskabætur sem ríkið tryggir þolendum afbrota hafa ekki hækkað í sextán ár.

U

pphæðin sem íslenska ríkið tryggir er langtum lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Hér er hún 600 þúsund krónur að hámarki en í Noregi 50 milljónir, eða ríflega 83 sinnum hærri. Sýslumannsembættið á Siglufirði annast málefni skaða- og miskabóta. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur embættisins, segir augljósa galla á fyrirkomulaginu. „Upphaflega voru lögin sett til að hlífa þolendum í kynferðisbrotamálum við að innheimta sjálfir hjá brotamönnum sínum en nú eru það fyrst og fremst þolendur kynferðisbrota sem lenda í því.“ Upphæðin sem ríkið tryggir hefur ekkert hækkað síðan lögin voru sett og Halldór segir Halldór Þormar það löngu tímabært. „Við erum að dragast verulega Halldórsson, aftur úr nágrannaþjóðum lögfræðingur okkar í þessum málum. sýslumannsÍ Noregi tryggir ríkið embættisins á Siglufirði, segir að hámarki 50 milljónir löngu tímabært króna í miskabætur eða að hækka upp- lágmarks ársframfærslu hæðina sem sinnum 40 ár. Í Svíþjóð ríkið ábyrgist af tryggir ríkið að hámarki miskabótum. 26 milljónir eða lágmarks

usta

Gotthollt!

ársframfærslu sinnum 20 ár.“ Í alvarlegum kynferðisbrotum á Íslandi er algengt að dæmdar miskabætur séu um ein til tvær milljónir króna. „Það er mjög vont að stór hluti þolenda gangi með óbætt tjón,“ segir Halldór. Bæturnar skiptast aðallega í tvo flokka, miskabætur og skaðabætur. Skaðabætur eru dæmdar vegna líkamstjóns og eiga meðal annars að ná yfir vinnutap og sjúkrakostnað. Hámark skaðabóta sem ríkið ábyrgist þolendum eru tvær og hálf milljón króna. Miskabætur eru yfirleitt dæmdar í kynferðisbrotum vegna tjóns sem ekki verður metið til fjár og eru meira tilfinningalegs eðlis. Hámark miskabóta sem ríkið ábyrgist er 600 þúsund krónur en að lágmarki 400 þúsund. Ríkið rukkar afbrotamenn sem nemur þessum upphæðum en séu brotaþolum dæmdar hærri bætur þurfa þeir sjálfir að kosta innheimtu og ganga að brotamönnum sínum. Að mati Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra er ekki eðlilegt að ríkið geri mun á þessum bótaflokkum. „Það er ástæða til að enduskoða löggjöfina og samræma upphæðina sem ríkið tryggir í miska- og skaðabótamálum. Mér finnst ekki gefið að það eigi að vera ríkari ábyrgð gagnvart skaðabótum en miskabótum, nema síður sé.“

Naturfrisk engiferöl er hollur og bragðgóður gosdrykkur, laus við öll óæskileg aukefni, s.s viðbættan sykur, litar- og rotvarnarefni. Naturfrisk engiferöl er frábær drykkur fyrir alla fjölskylduna sem þú verður alltaf að eiga í ísskápnum!

...og svo er hann auðvitað frábær á bragðið! Þú færð Naturfrisk engiferöl í öllum helstu matvöruverslunum landsins.

thora@frettatiminn.is

Betri þjónusta í Vörðunni Varðan er vildarþjónusta fyrir viðskiptavini Landsbankans. Markmið þjónustunnar er að veita yfirsýn yfir fjármálin, persónulega þjónustu og fríðindi fyrir heildarviðskipti.

Kynntu þér Vörðuna eða pantaðu Vörðuráðgjöf á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is

20%

48 %

AFSLÁTTUR

afsláttur af

20%

COLUMBIA COREMIC RIDGE KVEN­ OG KARLASTÆRÐIR

ÖLLUM VEIÐIVÖRUM

afsláttur af

VERÐ KR.

13.900

DEVOLD

ÁÐUR 26.990

útivistarfatNaÐi

M R A M SU 27 %

33 %

15 %

18 %

CAMPING PALLAHITARI

ELLINGSEN GASOFN

EL PRADO GASGRILL

VERÐ KR.

VERÐ KR.

CAMPINGAZ FARGO FERÐAGASGRILL

AFSLÁTTUR

32.900 ÁÐUR 44.990

AFSLÁTTUR

19.900 ÁÐUR 29.900

AFSLÁTTUR VERÐ KR.

16.900

AFSLÁTTUR VERÐ KR.

32.900 ÁÐUR 39.900

ÁÐUR 19.900

25%

38 %

34%

25 %

MOVERA SAMAN­ BRJÓTANLEG HIRSLA

CONWAY GÖNGUSKÓR

COLUMBIA DASKA GÖNGUSKÓR

ELKA REGNBUXUR

VERÐ KR.

VERÐ KR.

VERÐ KR.

ÁÐUR 19.849

ÁÐUR 15.990

ÁÐUR 37.990

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR VERÐ KR.

9.990

24.990

7.977 ÁÐUR 10.636

PIPAR\TBWA • SÍA • 112006

14.887

35 %

29 %

22%

26%

COLEMAN ÚTILEGUSTÓLL

COLEMAN STÓLL M. HLIÐARBORÐI

COLEMAN LOFTDÝNA TVÖFÖLD

CAMPINGAZ KÆLIBOX 24 L/12 V

VERÐ KR.

VERÐ KR.

VERÐ KR.

ÁÐUR 11.900

ÁÐUR 8.990

ÁÐUR 16.100

AFSLÁTTUR VERÐ KR.

6.490 ÁÐUR 9.990

AFSLÁTTUR

8.490

AFSLÁTTUR

6.990

AFSLÁTTUR

11.900


– FULLT HÚS ÆVINTÝRA

ALLT AÐ

70%

50%

afsláttur af

CHAR-BROIL GrillauKaHlutuM

25%

afsláttur af

GÖNGUSKÓM

R U Ð A K R MA AFSLÁTTUR

N E s G N Elli 15 %

AFSLÁTTUR COLEMAN FERÐAGASGRILL VERÐ KR.

42.900 ÁÐUR 49.900

25%

afsláttur af

COLUMBIA OG DIDRIKSON útivistarfatNaÐi

50%

AFSLÁTTUR COLUMBIA CODE SOFTSHELL JAKKI VERÐ KR.

9.495 ÁÐUR 18.990

20 %

AFSLÁTTUR 8 FETA STÖNG MEÐ HJÓLI OG LÍNU VERÐ KR.

8.792 ÁÐUR 10.990


fréttaskýring

Helgin 22.-24. júlí 2011

hungursneyð Börnin eru í mikilli hættu vegna vannæringar en er bjargað með vítamínbættu jarðhnetumauki

Þetta er ekki vonlaust Fjárframlög í neyðarsöfnun UNICEF bjarga lífi barna í hungursneyðinni í Sómalíu þar sem þurrkar og átök skapa eldfimt ástand. Þóra Karítas hafði samband við breska starfsmenn UNICEF sem staddar eru í Austur-Afríku. Þær segja þmikilvægast að fólk átti sig á því hvað það geti haft mikil áhrif á líf og dauða barna í Sómalíu.

Myndir/UNICEF/Kate Holt

16

Á

n skjótra viðbragða hefur UNICEF áhyggjur af því að hungursneyð brjótist út í fleiri héruðum í Sómalíu en þeim tveimur þar sem hungursneyð var formlega lýst yfir á miðvikudag. Þess vegna leggjum við svona mikla áherslu á að brugðist sé tafarlaust við,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á Íslandi. „Við biðlum til almennings og fyrirtækja um að leggja hjálparstofnunum lið vegna neyðaraðgerða á svæðinu. Hvert framlag skiptir máli.“ Meirihluti þeirra sem ástandið bitnar á eru börn. „Einn af hverjum fimm er raunar yngri en fimm ára. Eins og gefur að skilja hefur UNICEF þungar áhyggjur af þessu. Við leggjum áherslu á að meðhöndla vannærð börn tafarlaust,“ en í meðferð við vannæringu er börnunum meðal annars gefin næringarrík sojamjólkurblanda og vítamínbætt og próteinríkt jarðhnetumauk. „Það ótrúlega er að ef þetta er gert ná flest barnanna sér á einungis nokkrum vikum.“

Stærstu flóttamannabúðir í heimi

Ali Brosir ekki og leikur sér eins og önnur börn. Móðir hans hefur haft af honum miklar áhyggjur en Ali var greindur með prótínkröm af starfsfólki UNICEF sem sendi hann strax á sjúkrahús þegar upp komst um sjúkdóminn.

Starfsmenn UNICEF í Bretlandi, þær Jessica Mony og Kate Vigurs, eru staddar í Naíróbí en hafa síðustu daga verið í Sómalíu. Þær fóru til Afríku gagngert til að kanna ástandið í Sómalíu og ná tali af börnum og fjölskyldum þeirra sem þar búa. „Við vorum að snúa til baka frá miðstöð UNICEF í Galkayo, sem er í miðri Sómalíu,“ segir Kate. „Þar hefur safnast saman flóttafólk frá Mógadisjú (höfuðborg Sómalíu) síðustu árin.“ Jessica segir sláandi hve átökin hafa staðið lengi yfir. „Þótt margir séu núna fyrst að gefa þessum flóttamannabúðum gaum er átakanlegt að koma hingað og sjá að fólk hefur jafnvel búið í þeim í fjölmörg ár. Búðirnar eru enginn staður fyrir börn að vera á. Hjálparstofnanir anna ekki þessum fjölda þótt þær geri sitt allra besta. Því er mikilvægt fyrir fólk að átta sig á að stofnanirnar geta ekkert gert nema þær fái til þess fjárhagslegan stuðning.“ Annars staðar, í austurhluta Keníu, hafa orðið til stærstu flóttamannabúðir í heimi þar sem tæplega 400.000 Sómalar hafa leitað skjóls. Þar eru konur og börn í meirihluta.

Þakklát fyrir starf UNICEF

„Það sem hafði mest áhrif á mig,“ segir Kate, „var að ég hitti lítinn strák sem heitir Ali. Hann býr með mömmu sinni í flóttamannabúðunum en var nýlega kominn þangað. Hann beið í röð til að komast í heilsugæslu UNICEF til að vera skoðaður. Hann var greindur með


fréttaskýring 17

Helgin 22.-24. júlí 2011

Kate og Jess Ásamt Sadam og ömmu hans Farhiyo. Á þessari mynd sést Sadam borða vítamínbætt jarðhnetumauk sem UNICEF notar sem meðferðarrúrræði við vannæringu.

Mahamad Móðir hans óttaðist um líf hans og þakkar meðferðarúrræði UNICEF fyrir líf sonar síns. „Syni mínum er að batna.“

Vannært barn á spítala í Lodwar í Keníu, þar sem 40% barna þurfa tafarlausa aðstoð. Starfsfólk UNICEF leggur nú dag og nótt við að koma börnum á neyðarsvæðinu í Austur-Afríku til hjálpar.

Ef ekkert verður að gert bíður barna á þessu svæði varanlegur heilsubrestur eða jafnvel dauði. Von barnanna stendur og fellur með því að almenningur láti fé af hendi rakna

Mæðurnar í Sómalíu geta ekki slökkt á sjónvarpinu. Hungursneyðin og heilsubrestur barna er þeirra sorg og veruleiki.

kvasíórkor eða prótínkröm, sem lýsir sér þannig að kviðurinn bólgnar upp en börnin bólgna líka í andlitinu. Það sem stakk mig mest var að hann brosti ekki og lék sér ekki eins og önnur börn. Hann hreyfði sig hægt og það tók hann langan tíma að sýna viðbrögð. Það var mjög sorglegt að sjá það en ég var svo þakklát fyrir hjálp UNICEF því vegna samtakanna komst Ali á spítala og þegar hann útskrifast verður áfram fylgst með ástandi hans.“

inu og blaðamenn fá eingöngu leyfi til að fara þangað í undantekningartilfellum og aðeins undir vernd SÞ. Átökin eru svo öfgafull að það er einfaldlega mjög hættulegt að fara til Mógadisjú. Þegar mestu þurrkar í rúma hálfa öld bættust ofan á þetta varð síðan til eldfim blanda,“ bætir Kate við.

á staðnum og gat hjálpað til. Fjölskyldurnar koma frá ýmsum stöðum í suðri og margar eru á leið í flóttamannabúðir við landamæri Keníu eða til Eþíópíu.“

ítrekar hve skelfilegar aðstæður eru á svæðinu. „Auk þess að vera vannærð, hósta börnin mikið. Ónæmiskerfið getur verið mjög veikt og höfuðborgin er rykug. Þegar vindur blæs getur jafnvel verið erfitt að ná andanum.“

Versti staður í heimi fyrir börn

„Það finnst ekki verri staður í heiminum fyrir börn að búa á í augnablikinu en Mógadisjú,“ fullyrðir Jessica en höfuðborgin í Sómalíu er í molum og landið margklofið. „Í Mógadisjú er hæsta tíðni dauðsfalla meðal barna í heiminum og stöðug átök. Þess vegna flýr fólk þaðan. Ástandið gerir hjálparsamtökum erfitt fyrir að starfa á svæð-

Sómalía Eþíópía

Kenía

Indlandshaf

Missa börn sín á flótta

Á fáeinum vikum hafa 166.000 Sómalar flúið suðurhluta landsins og þúsundir manna flýja yfir landamærin á hverjum degi. „Fólk á ekki í nein hús að venda og þegar það flýr, gengur það jafnvel bara allslaust beint af augum í von um að finna stað til að vera á,“ segir Jessica. „Margar fjölskyldur hafa gengið dögum saman og jafnvel misst börnin sín á leiðinni,“ segir Kate. „Nýlega fæddi móðir barn sitt undir tré. Til allrar hamingju var starfsmaður UNICEF UNICEF á Íslandi stendur fyrir söfnun vegna neyðaraðgerða samtakanna í Sómalíu, Eþíópíu, Keníu og Djíbútí. Viðbrögð almennings á Íslandi hafa verið afar góð og 13 milljónir króna þegar safnast – að langmestu leyti frá einstaklingum.

Bjarga mannslífum

„Fyrsta konan sem við hittum var móðir að nafni Ninko sem átti þrjú börn. Sonur hennar Mahamad er fjögurra ára og það sem tók á mig var að sökum vannæringar leit hann út fyrir að vera miklu yngri,“ segir Kate hrærð. „En ég fékk að sjá þyngdarmælingar þar sem fram kom að vegna þess að hann hafði fengið vítamínbætt jarðhnetumauk frá UNICEF hafði hann þyngst mjög mikið á einungis tveimur vikum. Hann hafði því verið ennþá minni rétt áður en ég kom. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að sjá að starf UNICEF bjargar mörgum mannslífum. Ég var svo þakklát að sjá að hann var að þyngjast,“ segir hún og

Hægt er að styrkja söfnunina með því að hringja í 908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000 krónur) og 908-5000 (5.000 krónur).

Einnig er hægt að styrkja neyðarstarfið í gegnum heimasíðuna www.unicef.is eða með því að leggja inn á neyðarreikning samtakanna: 515-26-102040 (kt. 481203-2950)

Mikilvægt að almenningur bregðist við strax

„Það sem ég vil segja að lokum er að almenningur, vinir og fjölskylda heima sjá stundum myndir af vannærðum börnum í Afríku í sjónvarpinu og vilja helst slökkva eða eru jafnvel orðin ónæm fyrir þessu,“ segir Kate. „Ég tel að við megum alls ekki leyfa okkur að slökkva á sjónvarpinu og að við verðum að vita og muna að það er hægt að gera margt til að bregðast við vandanum. Við verðum að átta okkur á því að hér eru börn að deyja. UNICEF meðhöndlar vannærð börn og styrkir spítalavist fyrir þau, sér fyrir lyfjum og lífsnauðsynlegum bólusetningum. Við getum gert mikið með því að styðja við starfið og við verðum að átta okkur á því að við eigum ekki að bíða heldur bregðast við einmitt núna.“ Jessica tekur undir þessi orð. „Eftir að hafa komið hingað getum við fullvissað almenning um að framlögin fara á réttan stað og hjálpa virkilega. Þau ná að bjarga fólki sem á ekkert nema fötin sem það stendur í. Þetta er ekki vonlaust.“ thorakaritas@frettatiminn.is

Margar fjölskyldur hafa gengið í marga daga og jafnvel misst börnin sín á leiðinni.


18

úttekt

skemmtilegustu þættirnir á ÍNN

SPÚNAR Á BÆ JARINS BESTA VERÐI?

TOBIE frá 299,-

BLEIKJUSPINNER 299,-

ESJA 395,-

BAULA 395,-

HENGILL 395,-

DYNGJA 395,-

Helgin 22.-24. júlí 2011

Sjónvarpsstöðin ÍNN er kynlegur kvistur í íslenskri fjölmiðlaflóru. Þar ræður ríkjum sjálfur Ingvi Hrafn Jónsson, meistari ljósvakans, sem kynnti stöðina til leiks á sínum tíma sem Íslands nýjasta nýtt en til þess vísar skammstöfunin (ÍNN). Samkvæmt heimildum Fréttatímans úr innsta hring verður allt að gulli í höndum Ingva Hrafns og sjálfum sér samkvæmur bruðlar Ingvi Hrafn ekki í íburð. Sjónvarpssalurinn minnir einna helst á kústaskáp og sviðsmyndir eru dásamlega hallærislegar – en þjóna sínu hlutverki. Styrkur Ingva Hrafns felst hins vegar fyrst og fremst í útsjónarsemi við að fá til liðs við sig, með litlum tilkostnaði, hresst og skemmtilegt fólk sem er ófeimið við að láta ljós sitt skína á skjánum.

EVON 595 ,-

E FAXI 395,-

LAKI 395,-

KATLA 395,ÓDÝRU SPÚNARNIR EINNIG Á

VEIDIMADURINN.IS BEITAN Í VEIÐI FERÐINA

ORMAR OG MAKRÍLL SNÆLDA 595,-

DEVON 595 ,-

SILUNGAFLUGUR Á FÍNU VERÐI PEACOCK 220,-

MÝSLA 220,-

KRÓKUR 220,-

ALMA RÚN 220,-

NOBBLER 290,-

KILLER 220,-

WATSON FANCY 220,-

FLÆÐARMÚS 290,- HÓLMFRÍÐUR 290,-

BLACK GHOST 290,-

KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 Í leiðinni úr bænum MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16

kki er ætlast til að allt sjónvarpsfólk sé eins; myndarlegt, vel klætt, búið að læra framsögn og fara til talmeinafræðings, heldur eru margir þáttastjórnendur svolítið eins og sviðsmyndin – eilítið á skjön við ráðandi hugmyndir um sjónvarp. Áhorfendur gætu jafnvel freistast til að spyrja

Hrafnaþing

Foringinn sjálfur fer á kostum með hægri sinnuðum vinum sínum í einum allra skemmtilegasta spjallþætti í íslensku sjónvarpi fyrr og síðar. Ingvi er jafn sniðugur hvort sem hann er í stúdíóinu eða í beinu netsambandi frá Flórída þar sem andlit hans fyllir út í tölvuskjáinn sem Hallur Hallsson og fleiri grjótharðir ESB-andstæðingar mæna á milli þess sem þeir fara með gamalkunnar romsur – sem verða æ sérkennilegri eftir því sem þær eru endurteknar oftar. Einræður Ingva Hrafns í upphafi Hrafnaþings eru oftast nær óborganlegt skemmtiefni, þar sem hann sýnir vald sitt á miðlinum, enda rata myndbrot með honum oft á Youtube. Þar hefur Ingvi meðal annars slegið í gegn með því að hysja upp um sig brækurnar fyrir hönd íslensks fjölmiðlafólks, og með stórkostlegum leikrænum tilþrifum, þegar hann bregður sér í gervi Evu Joly og skrattans.

sig í forundran hvers vegna í ósköpunum þetta fólk vilji vera í sjónvarpi. Hvaða ofvöxtur hafi hlaupið í sjálfsmyndina. Allt er þetta þó svo græskulaust og gert af mikilli innlifun að margir þættir á ÍNN fara alveg hringinn og eru kostulegt skemmtiefni. Stundum kannski alveg óvart en auðvitað er það

útkoman sem skiptir öllu máli fyrir áhorfendur. Athyglisvert er að reyndir sjónvarpsmenn á borð við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Randver Þorláksson komu aldrei til greina á þessum toppfimm-lista blaðsins sem hleraði nokkra dygga aðdáendur ÍNN og fékk þá til að nefna fimm skemmtilegustu þættina á ÍNN.

Eldhús meistaranna Magnús Ingi Magnússon, meistarakokkur á Sjávarbarnum, er einstaklega blátt áfram og fullur ákafa í þessum sérkennilega matreiðsluþætti þar sem hann skyggnist á bak við tjöldin á helstu veitingahúsum landsins. Smitandi áhugi kokksins gerir hann að litlu síðri skemmtikrafti en Siggi Hall var á sínum tíma. „Eldhús meistaranna er ekki svona frábær þáttur af því að hann er svo frábær. Hann er frábær af því að Magnús er eins og hann er í þáttunum,“ segir einn dyggra aðdáenda meistarakokksins. Mörg óborganleg og ódauðleg atriði liggja þegar fyrir; eins og þegar hann lenti í stympingum við vin sinn á Domo sem vildi koma suður-ameríska eldhúsinu á grillið, með lime-marineruðum sjávarafurðum, en komst ekki að því að Magnús var búinn að sturta á það léttreyktu kjöti úr vakúmpökkuðum pokum sem hann hafði fengið á góðu verði í lágvöruverðsverslunum.


10-1087

Helgin 22.-24. júlí 2011

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Frumkvöðla­ þátturinn

„Segðu mér nú aðeins frá sjálfum þér, þinni reynslu og bakgrunni.“ Eitthvað á þessa leið opnar Elínóra Sigurðardóttir alltaf viðtöl sín við gesti þáttarins Frumkvöðlar sem hún stýrir á ÍNN. Elínóra er sjálf frumkvöðull, hefur rekið nýsköpunarfyrirtæki í tíu ár. Hún var formaður frumkvöðla og uppfinningamanna 1998-2007 en stofnaði þá KVENN, félag kvenna í nýsköpun. Elínóra er líklega ekki sú fyrsta sem menn láta sér detta í hug til að stýra sjónvarpsþætti en í anda stöðvarinnar: Ef enginn fæst til að framkvæma hugmyndina; gerðu það þá bara sjálf(ur). Elínóra fær til sín frumkvöðla úr öllum áttum í þáttinn en sérstök viðtalstækni hennar á það til að laða fram vandræðalega stemningu í svörtu settinu. Þá reynir á viðmælendurna. Þátturinn er því ekki alltaf hollur meðvirkum en húmoristar geta skemmt sér ágætlega við að sjá spaugilegar hliðar á samtölunum.

Græðlingur

Guðríður Helgadóttir er garðyrkjufræðingur með tíu græna fingur og hún fræðir áhorfendur um allt sem viðkemur görðum og gróðri í Græðlingi. Þessar vikurnar er fjöldi fólks með nefið á kafi ofan í blómabeðum garða sinna og þeim sem eru í þeim stellingum er ekki í kot vísað þegar Guðríður er annars vegar. Guðríður hefur einstaklega eðlilega framgöngu á skjánum en gæti hugsanlega goldið fyrir það, í augum meinhorna, að sjónvarpsstjórinn lætur sér í léttu rúmi liggja prinsipp í blaðamennsku: Milli þess sem Guðríður kennir umpottun blóma, grisjun trjáa og sveppatínslu af mikilli fagmennsku er hún í því að snúast í kringum konu Ingva Hrafns sjálfs sem er að koma sér upp gróðurhúsi við sumarhús þeirra hjóna við Langá.

Bubbi og Lobbi

Sá margreyndi útvarps- og fjölmiðlamaður Sigurður G. Tómasson og hagfræðingurinn Guðmundur Ólafsson eru með skemmtilegri útvarpsdúetum sem fram hafa komið á síðustu árum. Þeir kumpánar flokkast væntanlega með „ruslinu“ sem Arnþrúður Karlsdóttir hefur mokað út af Útvari Sögu yfir á safnhaug Ingva Hrafns á ÍNN. Þeir Bubbi og Lobbi höfðu um nokkra hríð gert það gott á Sögu og nutu talsverðra vinsælda þegar Arnþrúður lét þá fara. Segja má að hinn

Dæmi Þú tekur 3 milljóna króna lán til 7 ára => þú sparar 52.500 krónur bráðskemmtilegi útvarpsþáttur þeirra á Sögu lifni við í bókstaflegri merkingu á skjánum á ÍNN þar sem þeir félagar koma sér makindalega fyrir í sjónvarpsherberginu og láta móðan mása um heima og geima. Þeir eru sem fyrr afslappaðir og eðlilegir og eru jafnvígir á rússneska menningu, íslenska pólitík og hagfræðileg álitamál.

„Nú verð ég að vera snöggur“

50% afsláttur af lántökugjöldum út júlí Íslandsbanki Fjármögnun hefur tekið upp nafnið Ergo og er flutt á Suðurlandsbraut 14. Við bjóðum fjármögnunarleiðir fyrir bíla og ferðavagna og sértækar lausnir við fjármögnun atvinnutækja af öllum stærðum og gerðum. Notaðu næstu daga til að finna draumabílinn. Ergo hjálpar til með því að veita 50% afslátt af lántökugjöldum út júlí á bílalánum og bílasamningum.

Reiknaðu með okkur

Dæmi Þú tekur 3 milljóna króna lán til 7 ára þú sparar 52.500 krónur Ergo  fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka Suðurlandsbraut 14  sími 440 4400 www.ergo.is  ergo@ergo.is


4

r u t t á l s f a

fyrst og fremst ódýr % % ttur tur

20

50

34

% tur

afslát

afslá

afslát

989 849 698 kr. kg

kr. kg

verð áður 1498 kr. kg Grísakótilettur, magnpakkning

verð áður 1698 kr. kg Grísahnakki , úrb. sneiðar

kr. kg

verð áður 898 kr. kg Grísabógsneiðar

Grísaveisla á frábæru verði! % 0 3

% 0 3

afsláttur

afsláttur

1198 verð áður 1698 kr. kg Grísagúllas

kr. kg

30

! t r ý d Ó % ttur

afslá

1198 1049 698 % 5 1 % kr. kg

afsláttur

verð áður 1698 kr. kg Grísasnitzel

kr. kg

kr. kg

Grísabógur, hringskorinn verð áður 1498 kr. kg Grísahnakki á spjóti, marineraður

50

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl

r u t t á l s f a

1698

kr. kg

verð áður 1998 kr. kg ss Mexikó grísakótilettur

GjafKaort

195

kr. askjan

verð áður 398 kr. askjan Plómur í öskju, 750 g

659

kr. stk.

Krónuís bragðarefur, 1,33 l

Gjafakort Krónunnar fæst á www.kronan.is


frábært á

% 5 2

Grillið

afsláttur

1499

kr. kg

verð áður 1998 kr. kg lamba lærissneiðar

2287

kr. kg

1398

kr. kg

lambalæri. Þú velur: New York / hvítlauksog rósmarín /kryddjurta marinerað

4

Krónu kjúklingabringur, ferskar

í pk.

718

kr. kg

Kjúklingagrillbitar, kryddaðir

198

1088

Grillborgarar m/brauði, 4 stk. í pk.

kr. kg

4x 1 l

Kjúklingur m/lime og rósmarín

kr. pk.

lorenz Crunchip snakk, 100 g , 5 teg.

KíKtu á

698

kr. pk.

299

kr. pk.

Kit Kat, 5 pk. í lengju

499

Coca-Cola, 4 x 1 l

s sjá opnunartíma verslana Krónunnar i . n a n k– mreoira fyrir minna á www.kronan.is

kr. pk.


22

viðtal

Helgin 22.-24. júlí 2011

Vináttan við Tógó Alda Lóa Leifsdóttir kynntist kaþólsku nunnunni Victorine þegar hún fór til Tógó í Afríku fyrir nokkrum árum og ættleiddi, ásamt eiginmanni sínum, litla stelpu. Victorine hefur í áraraðir rekið heimili fyrir munaðarlaus börn. Vinskapur þeirra Öldu Lóu leiddi til samstarfs og nú eru tveir starfsmenn afríska heimilisins á leið í verknám til Íslands og starfsmenn Laufásborgar á leið til Tógó. Þóra Tómasdóttir ræddi við Öldu Lóu.

A

Sum barnanna eiga foreldra sem eru svo veikir af eyðni að þeir geta ekki sinnt þeim. Þarna eru líka börn kvenna af geð­ veikrahæli í grenndinni sem hafa verið barn­ aðar eða nauðgað.

Vito með eitt af börnunum á munaðarleysingjaheimilinu. Alda Lóa segir Vito vera félagsaðstoðina í bænum Aneho og að hún taki að sér bæði gamalt fólk og börn. Á heimilinu hennar búa nú 78 börn. Ljósmynd/Alda Lóa

lda Lóa lýsir Victorine, eða Vito eins og hún er kölluð, sem miklum frumkvöðli. Á milli þeirra myndaðist vinskapur sem þróaðist á þann veg að Alda Lóa stofnaði félagið Sóley og félagar sem nú heitir Sól í Tógó. Tilgangur þess er að safna peningum á Íslandi og styrkja hjálparstarf Vito í Aneho-bæ. „Vito er félagsaðstoðin á þessu svæði því félagsaðstoðin er ekki til. Hún tekur að sér börn og gamalmenni og reynir að koma unglingunum klakklaust út í lífið.“ Á heimilinu sem Vito rekur eru rúmlega sjötíu börn og langflest eru yngri en sex ára. „Þetta eru yfirgefin börn og börn sem hafa bara fundist á víðavangi í héraðinu. Sum barnanna eiga foreldra sem eru svo veikir af eyðni að þeir geta ekki sinnt þeim. Þarna eru líka börn kvenna af geðveikrahæli í grenndinni sem hafa verið barnaðar eða nauðgað.“ Félagið Sól í Tógó hefur það að markmiði að tryggja rekstur heimilisins. Áætlað er að framfærsla hvers barns sé um tíu þúsund krónur á mánuði. Ýmsar leiðir eru farnar í fjáröflun og meðal annars hefur stór hópur kvenna saumað öskupoka sem seldir eru til styrktar Vito. Þá safnar félagið heimilisvinum og tekur við frjálsum framlögum. Einnig hefur verið stofnaður sérstakur byggingarsjóður en Aneho-bær hefur gefið Vito landsvæði í útjaðri bæjarins þar sem ætlunin er að reisa húsnæði og skóla fyrir börnin. „Ef Íslendingar eru aflögufærir um lítilræði af peningum, trúum við því að við getum hjálpað þessum börnum; byggt ný hús og búið þeim betri aðstöðu. Ég treysti Vito til að koma þeim til manns en hins vegar eru börnin orðin svo mörg að það vantar betra skipulag á starfsemina.“ Félagið hefur meðal annars keypt nokkrar saumavélar fyrir Vito sem hafa komið að góðum notum. „Tveir drengjanna á heimilinu höfðu lært saumaskap og þeir kenndu hinum börnunum handbrögðin. Þegar settur var upp skóli á heimilinu var kona sem tók við saumakennslunni og síðast þegar ég vissi til voru tólf eða þrettán nemendur utan úr Aneho-bæ á verkstæðinu að læra að sauma.“ Einnig voru keypt efni í föt á börnin á heimilinu og allir fengu að hanna sínar eigin flíkur. Ein af stúlkunum á heimilinu var hárgreiðslukona og óskaði eftir búnaði til að setja upp hárgreiðslustofu. Sérstaklega var óskað eftir að fá tvo hægindastóla á stofuna. „Við skildum það ekki alveg í fyrstu og fannst stólarnir algjört bruðl. En hágreiðslustofan er eins og félagsmiðstöð og þangað koma konur og sitja og kjafta. Hægindastólarnir voru auðvitað algjör nauðsyn,“ segir Alda Lóa og bætir því við að hárgreiðslustofan sé enn í fullum gangi. „Lykilatriði fyrir þessi börn er að hafa menntun í einhverju fagi sem kemur þeim út í samfélagið og forðar þeim frá fátækt.“

Alda Lóa stofnaði félagið Sól í Tógó sem hefur það að markmiði að styrkja rekstur munaðarleysingjaheimilisins sem Vito vinkona hennar rekur. Ljósmynd/Hari

Samvinna landanna Ekki alls fyrir löngu kom Vito til Íslands og heimsótti meðal annars leikskólann Laufásborg í Reykjavík. Þá komu upp hugmyndir um samstarf við Hjallastefnu-leikskólann Laufásborg þar sem allir gætu lært hver af öðrum. „Ofbeldi er mjög ríkt í Afríku og mikil harka, enda erfitt að lifa þar. Við ímynduðum okkur að það væri hægt að vinna gegn ofbeldinu með því að innleiða mjúka agastefnu eins og Hjallastefnan byggist á; þar sem unnið er í litlum hópum og einstaklingurinn finnur öryggi innan ákveðins ramma.“ Tvær starfskonur af heimili Vito eru því væntanlegar til Íslands á næstunni og ætla að starfa á Laufásborg í hálft ár. Þær munu búa hjá starfsfólki leikskólans og fara með því í vinnuna. Ætlunin er að þær geti miðlað af sinni þekkingu og reynslu og kynnst á sama tíma hugmyndafræði Hjallastefnunnar. Starfsfólk Laufásborgar fer svo væntanlega í kjölfarið til Tógó og kynnir sér þær aðferðir og hugmyndir sem

ríkja á heimili Vito. „Önnur stúlknanna sem koma hingað hefur alist upp á munaðarleysingjaheimilinu hjá Vito alla tíð. Hin kemur frá Lome en hefur unnið lengi á heimilinu. Það er alveg öruggt að við getum lært eitthvað af þeim. Auðvitað eru aðstæður allt aðrar úti og sumt mun virka og annað ekki. Þarna er fólk að jafnaði lífsglaðara en við og ímyndunaraflið oft frjórra. Mín upplifun er sú að þar lifi fólk meira í núinu og sé ekki eins upptekið af því að kortleggja framtíðina, sem getur verið stressandi fyrir Vesturlandabúann. Á móti kemur að fólk lifir lífinu lifandi – sem við mættum tileinka okkur hér heima.“ Alda Lóa ættleiddi Sóleyju dóttur sína þaðan fyrir nokkrum árum. „Sóley er gjöf sem ég get aldrei launað að fullu og verð því ávallt skuldbundin Tógó á eins jákvæðan hátt og hægt er að hugsa sér. Slík skuldbinding er engin kvöð. Það er ekki kvöð að vera skuldbundin heldur leið til að tilheyra samfélaginu í Tógo.“ Hún segir tenginguna sterka og vill beita sér fyrir bættum aðstæðum og menntunarmöguleikum barna á svæðinu. Í deiglunni er að koma á samstarfi við SOS-barnahjálpina í Tógó en Frú Amina, framkvæmdastjóri SOS í Tógó, hefur gert úttekt á heimili Vito. Í skýrslu hennar fær heimilið góða umsögn en þykir of þröngt fyrir þann fjölda barna sem þar dvelur. Alda Lóa segir því brýnt að fjármagna nýjar byggingar svo að betur fari um börnin. Á heimasíðu Sólar í Tógó eru nánari upplýsingar um starfsemi Vito. www.Solitogo.org Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Ungbörn á munaðarleysingjaheimilinu í Tógó. Hér eru þau í fötum sem saumuð voru á saumavélar og úr efnum sem Alda Lóa og félagið Sól í Tógó komu til þeirra. Ljósmynd/Alda Lóa


Í SLENSKA / SIA.IS / MAL 54695 06/11

Nýtt útilitakort Vandað litakort – fullt af hugmyndum. Þú getur nálgast litakortið á sölustöðum um land allt.

Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BYKO Kauptúni • BYKO Akranesi • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið Hellissandi • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • G.T. VÍK Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupsstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • N1 verslun Grindavík • Málningarbúðin Ísafirði.


24

viðtal

Helgin 22.-24. júlí 2011

Ólafur Þór Hauksson „Það er til hópur í samfélaginu sem fylgist þögull með mínum störfum og það er líka hópur þarna úti sem segir að ég sé ekki nógu harður og enn annar segir að ég gangi of hart fram í gæsluvarðhaldsbeiðnum og slíku. Það eina sem ég get gert er að hunsa alla þessa hópa og vanda mig sem best ég get og láta lögin ráða.“ Ljósmynd/Hari

Ekki hægt að horfa endalaust í baksýnisspegilinn Ólafur Þ. Hauksson er sérstakur saksóknari, fenginn til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda hrunsins 2008. Hann leyfði Mikael Torfasyni að rekja úr sér garnirnar og trúði honum fyrir því þegar hann „féll“ í almennri lögfræði, seldi Vísi niðri í bæ sex ára og af hverju það fór svona lítið fyrir honum í skóla. Hann hefur alltaf verið í þyngri kantinum og hafði lítinn áhuga á íþróttum eða pönki jafnaldra sinna í Réttó. Ólafur lærði og vann og lærði og vann þar til hann varð vandvirkur embættismaður sem gerir varla mistök, að sögn kolleganna.

Ó

lafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, hætti við allt saman tvítugur. Hann féll í almennri lögfræði á fyrstu önn (faginu sem allir falla í) og ákvað að það væri ekkert að því að vinna bara venjulega vinnu („ég var alveg sáttur við að fara bara að vinna á lyftara,“ segir hann). Þetta var líka svo skelfileg einkunn, hann rétt slefaði í 3,5 og skildi nú ekki sjálfur hvernig honum hafði tekist að mis­ skilja allar spurningarnar svona herfilega. Þrír komma fimm! „Þetta voru skelfilegar sex vikur,“ segir Ólafur sem trúði því eiginlega ekki að þetta gæti verið rétt svo hann óskaði eftir próf­ skoðun. Kennarinn var vant við látinn og komst ekki í að skoða með honum prófið fyrr en eftir dúk og disk. Svo loksins þegar farið var yfir prófið kom í ljós að það hafði verið gerð villa í yfirferðinni og Ólafur var ekki fallinn, langt í frá. Oft þegar Ólafur segir þessa sögu spyr fólk hvort hann hafi ekki orðið brjálaður, eða í það minnsta reiður, en honum fannst strax mannlegt að gera mistök. „Það er enginn svo fullkominn að hann geri ekki mistök.“

Gerir fá mistök

Ólafur sjálfur er engu að síður þekktur fyrir að gera afskaplega fá mistök. Verjendur sem glímt hafa við hann bera honum vel söguna. „Traustur embættismaður sem hefur alltaf skilað sinni vinnu sérstaklega vel,“ sagði einn þeirra mér en þegar við hittumst og ræddum málin var embættismaðurinn fjarri. Óli kemur ekki fyrir sem eitthvert möppu­ dýr heldur viðkunnanlegur fjölskyldumaður. Hann er soldið svona kauðskur og kannski eitthvað bóndalegur. Besti vinur hans, Magnús Guðmundsson, forstjóri Land­ mælinga, segir að hann sé traustur vinur og að það sé stutt í húmorinn: „Honum finnst rosalega gott að borða,“ segir hann flissandi því hann veit að Óli vinur hans hefur húmor fyrir sjálfum sér. Sjálfur heldur Ólafur því fram að hann hafi hlegið að áramótaskaupinu og hann setur sig soldið í stellingar þegar talið berst að slíku gríni og segir mér að honum þyki áramótaskaupið alveg „bráðnauðsynlegt fyrirbæri“. Svo reynir hann að sannfæra mig um að hann sé afskaplega lítt áhugaverð persóna, „bara venjulegur maður“. Og fórstu með veggjum þessi ár í lög­ fræðinni? „Ætli það ekki. Það eru allavega ekki til neinar sögur af mér þaðan. Ég vann mjög mikið með námi og hafði hvorki tíma fyrir Orator né kokteilboð,“ segir Óli sem var samferða köppum á borð við Svein Andra Sveinsson og Karl Axelsson (verjanda Baldurs Guðlaugssonar en það er annað af tveimur fyrstu málum sérstaks saksóknara).

Ólafur vann ekki einungis mikið með há­ skólanámi (í Hagkaupum) heldur vann hann með menntaskóla (Hagkaup) og Réttar­ holtsskóla (Hagkaup, einmitt) og reyndar Breiðagerðisskóla líka. Hann var byrjaður sex ára, 1970, að selja Vísi niðri í bæ. Þannig var þetta þá, og átta ára bar hann út Tímann og Alþýðublaðið.

Farinn að vinna sex ára

Ólafur var kominn í sambúð strax átján ára og eignaðist dóttur á meðan hann var í námi en það samband entist ekki. Þá kynnt­ ist hann konunni sinni (þau unnu saman í Hagkaupum auðvitað og séra Pálmi Matt gifti þau í Bústaðakirkju), henni Guðnýju Þorbjörgu Ólafsdóttur („Not related,“ segir Óli og hlær), og þau eiga fjögur börn, þrjá stráka á unglingsaldri og eina litla telpu. Þau hjón reka mikið unglingaheimili og strák­ arnir flakka á milli þess að vera með æði fyrir einhverjum tölvuleikjum eða bílum eða fótbolta. Sjálfur var Óli ekki mikið í leikjum, íþróttum eða nokkru slíku þegar hann var krakki. „Það var bara vinna og skóli hjá mér. Ég var mjög efnahagslega sinnaður strax sem barn og vann mikið og vildi eignast hluti,“ útskýrir Óli en sextán ára keypti hann sér sinn fyrsta bíl, Mözdu, sem beið í plastinu eftir að hann fengi bílpróf. Tímarnir hafa auðvitað breyst og í dag hlaupa sex og átta ára krakkar ekki niður í miðbæ og berjast um bestu blaðsölustaðina. Óli var strax séður í þeirri baráttu og fann út að best væri að selja blöð fyrir framan Landakotsspítala klukkan þrjú þegar fólk kom til að heimsækja ættingja. Síðar gerði hann samning við strák sem leiddist voðalega, var bundinn hjólastól, og tók að sér að selja blöð inni á deildum spítalans. Það sprakk að vísu í andlitið á þeim þegar viðskiptafélaganum tókst að ryðjast inn á skurðstofu og gera allt vitlaust. „Þetta voru aðrir tímar,“ segir Ólafur og þótt hann brosi og hafi gaman af því að rifja þetta upp, hefur hann séð í gegnum sín eigin börn að auðvitað eiga krakkar að fá tækifæri til að njóta æskunnar líka. En þá var lífsbaráttan einfaldlega harðari og Smáíbúðahverfið, þar sem Ólafur ólst upp, hálfbyggt og margir foreldrar í basli við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það hafði áhrif á þau öll og fortíð okkar Íslendinga lá ennþá á okkur eins og mara. Móðurafi Ólafs drukknaði þegar mamma hans var rétt að verða sex ára. Hann hvarf í hafið og líkið fannst aldrei en þessi hræðilegi atburður hafði djúpstæð áhrif á ömmu hans sem flutti utan úr Elliðaey á Breiðafirði, þar sem þau bjuggu, og í Stykkishólm. Föðurafi Ólafs var þingmaður fyrir Al­ þýðuflokkinn og ráðherra fyrir stríð; mikill karakter og hann var líka sendiherra um

tíma. Hann hét Haraldur Guðmundsson og lést úr krabbameini þegar Ólafur var ungur drengur („afi reykti sterkar tyrkneskar síga­ rettur og að horfa á krabbann hrifsa hann frá okkur svo snögglega fældi mig algjörlega frá því að reykja“).

Ólst upp í þakklæti

Ólafur er sagður af vinum sínum og starfs­ félögum vera einn af þeim sem hafa frekar heilbrigð lífsviðhorf. Hann er þó skapmaður, viðurkennir hann, og skrifar það á keppnis­ skapið sem á það til að lýsa sér í þrjósku. Hann getur ekki farið að veiða með félög­ unum öðruvísi en að koma með fisk heim og stundum hefur hann hreinlega orðið eftir í lok veiðitúrs og haldið áfram að veiða því ekki ætlar hann heim frá hálfkláruðu verki. Hann hefur fundið sér sinn eigin farveg. Í æsku var hann þykkur og mikill (eins og hann er reyndar enn í dag) og ólst upp í fimm systkina hópi. Krakkarnir hafa allir spjarað sig vel; ein systir hans er lög­ fræðingur, önnur vinnur hjá Listasafni Íslands og bróðir hans er verkfræðingur. Elsti bróðirinn er töluvert fatlaður því hann varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu. Ólafur ólst upp við að þurfa að taka tillit til hans og lærði snemma að þakka fyrir það sem hann þó hafði („maður var ekkert að öskra eftir athygli“) en foreldrarnir bjuggu þeim ástríkt og heilbrigt heimili í Gerðunum. Þau unnu bæði hjá Tryggingastofnun þar sem hann, Haukur Haraldsson, var deildarstjóri og hún, Auður Jónsdóttir, var í afgreiðslu. Bróðir hans, sá elsti, býr enn hjá foreldrum sínum. Strax í barnæsku er Ólafur auðmjúkur og þakklátur. Á meðan jafnaldrar hans og sam­ ferðafólk fór í uppreisn í pönkinu og hékk á Hlemmi og steytti hnefa að kerfinu lærði Óli að vera sáttur við sitt. Og þó gekk hann í Réttó með Björk og Tóta pönk og öllum þeim. Hann bara átti enga samleið með villt­ ustu nemendunum og hélt sig til baka.

er búið að mála sig algjörlega út í horn, getur maður aldrei tekið allt frá því heldur verður að koma fram af virðingu. Það lærist mjög fljótt.“ Þegar Ólafur er svo búinn að vera í löggunni í tvo mánuði er hann færður til og gerður að fangaverði í Hverfissteini svokölluðum, fang­ elsinu í Lögreglustöðinni á Hverfisgötu, og þá var sá gangur helmingi stærri en hann er í dag. Þar fékk Ólafur eldskírn og sá allt það versta sem hægt er að sjá í íslensku samfélagi. „Þarna voru vistaðir einstaklingar sem voru mjög illa farnir eða þá í mjög annarlegu ástandi. Stundum vorum við að kljást við menn sem ekki var hægt að aðstoða á sjúkrahúsum af því að þeir voru svo brjálaðir. Þeir gátu kannski ekki verið kyrrir á meðan verið var að sauma þá eða eitthvað slíkt. Þetta var ótrúlega ýkt vinnuumhverfi og maður verður að gera sér fljótt grein fyrir því að maður er að hitta fólk á þess versta tímabili og mikil­ vægt að koma samt vel fram við það.“ Þetta hefur ekkert dregið úr löngun þinni til að verða saksóknari? „Verkefnin og störfin sem ég hef unnið hafa frekar valið mig en ég þau. Einhvern veginn hef ég setið uppi með að vera krísulögfræðingur og hallað mér þar sem eldurinn er hvað heitastur.“

Fangavörður og lögga

Enginn sótti um

Það sem markaði Ólaf enn frekar var sumarið sem hann starfaði í lögreglunni í Reykjavík þegar hann var tuttugu og tveggja ára. Sumarið entist í sex mánuði og var hluti af starfsnámi í lögfræðinni. „Þetta langa sumar fékk ég nýja lífsskoð­ un og ég vó og mat öll mín gildi upp á nýtt,“ útskýrir Ólafur. Fram að þessu hafði heimur hans kannski verið dálítið svarthvítur en varð nú grár. „Þetta var ótrúlega góður skóli. Ég hóf störf í svokallaðri boðunardeild og þar vorum við að leita að fólki til að boða til yfirheyrslu eða sekta. Við vorum einnig í að flytja fanga og það var mjög lærdómsríkt.“ Strax á fyrstu dögunum lærði Ólafur að koma vel fram við fólk hvar sem það er statt í lífinu: „Þótt maður sé að eiga við fólk sem

Þegar embætti sérstaks saksóknara var auglýst fannst Ólafi fyrst að þetta starf myndi henta ein­ hverjum öðrum betur. Hann hafði þó sótt um embætti ríkissaksóknara á sínum tíma, þegar Bogi Nilsson lét af störfum, og hafði metnað í þessa átt þótt hann fengi ekki það starf. Hann var sýslumaður á Akranesi og hafði verið þar í tíu ár (verulega farsæll og óumdeildur). Það kom svo öllum á Íslandi á óvart að enginn skyldi sækja um starf sérstaks saksóknara. Þá byrjuðu þreifingar ofan úr ráðuneyti og Ólafur endaði á fundi í dómsmálaráðuneytinu. „Fyrstu viðbrögð mín við því að enginn hefði sótt um þetta starf voru vonbrigði. Ekki fyrir mig persónulega heldur kerfið sem slíkt. Við upplifum þetta hrun öll og það er ákveðið að rannsaka það nánar og í fyrstu er enginn áhugi


viðtal 25

Helgin 22.-24. júlí 2011

Við upplifum þetta hrun öll og það er ákveðið að rannsaka það nánar og það er í fyrstu enginn áhugi innan úr kerfinu á þeirri rannsókn. Mér fannst því vera skylda mín að svara kallinu og sendi inn umsókn.

innan úr kerfinu á þeirri rannsókn. Mér fannst því vera skylda mín að svara kallinu og sendi inn umsókn.“ Eitthvað gengu þau hjón þó um gólf og veltu þessu fyrir sér. Guðný var þá í námi (í vetur tók hún við starfi launagjaldkera hjá Hagkaupum) og nýtt starf þýddi gífurlega vinnu fyrir Ólaf, mikið álag og akstur til Reykjavíkur á hverjum morgni. Svo ekki sé minnst á faglega áhættu því efnahagsbrot eru ofboðslega erfiður málaflokkur. Hér á landi höfum við oft eytt miklu í mál sem lítið kemur út úr, eins og Málverkafölsunarmálið og Baugsmálið. „Þótt það ætti auðvitað ekki að vera þannig þá stendur maður soldið og fellur með málunum,“ segir Ólafur sem hefur nú þegar klárað tvö mál fyrir héraðsdómi (búið er að áfrýja báðum til Hæstaréttar). Öðru lauk með sakfellingu yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, og í hinu málinu, Exeter-málinu svokallaða, var sýknað.

Þrjóskur og vandvirkur

Síðan Ólafur tók við starfi sérstaks saksóknara hefur álagið verið mikið og einstaka sinnum er hann skammaður í Bónus fyrir að ganga ekki nógu hart fram en nær allir klappa honum á bakið. Hann segist samt vanda sig við að láta stemninguna í samfélaginu ekki hafa áhrif á sig. „Við erum til dæmis enn að ræða Guðmundar- og Geirfinnsmálið,“ segir Ólafur en það er honum umhugsunarefni að hans störf verði að standast skoðun í dag og eftir þrjátíu ár. „Það er til hópur í samfélaginu sem fylgist þögull með mínum störfum og það er líka hópur þarna úti sem segir að ég sé ekki nógu harður og enn annar segir að ég gangi of hart fram í gæsluvarðhaldsbeiðnum og slíku. Það eina sem ég get gert er að hunsa alla þessa hópa og vanda mig sem best ég get og láta lögin ráða.“ En þú ert þrjóskur, samanber veiðimaðurinn Ólafur, og má því ekki búast við að þú

gefist bara alls ekki upp? „Ég verð að ná árangri og það má kalla það þrjósku. Það er samt ekki hægt að setja samasemmerki á milli ákærufjölda og árangurs. Fyrir mér er mikilvægast að sinna þessu starfi eins vel og ég get, af mikilli vandvirkni, og að mál fái afgreiðslu hjá embættinu. Sum mál eiga auðvitað ekkert að fara fyrir dóm. Ef maður er ekki með líkindi fyrir sakfellingu verður maður bara að snúa sér að næsta máli. Svo einfalt er það.“ Það er samt varla hægt að segja að hin meintu brot hafi orsakað hrunið hérna, er það? „Þarna koma saman mjög margir þættir. Hin meintu brot sem við erum með til rannsóknar réðu kannski ekki úrslitum hvað sjálft hrunið varðar. En hverju breytir það? Röð atvika, mistaka jafnvel, og meintra brota varð til þess að bankakerfið hrundi. Í fyrstu héldum við að meint brot hefðu átt sér stað í aðdraganda hrunsins en það hefur komið á óvart hversu langt þetta teygir sig aftur.“

Að setja sig í spor annarra

Áður en Ólafur varð sýslumaður á Akranesi hafði hann verið sýslumaður í Hólmavík í tvö ár en öll árin þar á undan starfaði hann hjá sýslumannsembættinu í Hafnarfirði (sem fram til 1992 var allur kraginn í kringum Reykjavík). Þar lærði hann mikilvægi þess að vera vandvirkur. Hann kom nálægt nær öllum málaflokkum, hvort sem um var að ræða skilnaði, ofbeldismál, efnahagsbrot eða uppboð á eignum. Uppboðin höfðu mikil áhrif á hann og hann kom að mörgum slíkum snemma á níunda áratugnum. „Margt er svipað nú og þá,“ segir Ólafur en þá var mikið til af hálfbyggðum eignum sem lífeyrissjóðir og bankar voru að leysa til sín. „Stundum var þetta mjög erfitt og tók á því síðasta uppboð fer fram á eigninni sjálfri. Það er mikil sorg á slíkum degi sem oftast markar lok á búsetu viðkomandi í húsinu. Þá skiptir öllu máli að sá sem stýrir uppboðinu

geri ekki mistök því þau geta fylgt þeim sem eiga í hlut til lífstíðar.“ Þegar hann talar um þetta finnur maður strax að Ólafur getur sett sig í spor annarra. Samt skuldar hann bara rétt um tíu milljónir í sínu húsi og hefur aldrei farið fram úr sér í fjárfestingum. Hann var fullur efasemda í garð hlutabréfamarkaðarins í góðærinu og honum var í fersku minni þegar verð á bréfum í deCODE hrundi við skráningu á markað. En varstu glaður eins og allir þegar við keyptum Magasin du Nord og vorum að eignast heiminn? „Jújú,“ viðurkennir Ólafur og brosir. „Vorum við ekki öll bara dálítið ánægð með það? Og maður hélt að loksins værum við Íslendingar að meika það en þá vissi ég lítið um hvað stóð að baki þessum viðskiptum öllum saman.“ Af hverju játar ekkert af þessu fólki sem þú ert að yfirheyra? Iðrast enginn? „Sko, þetta fólk sem við höfum yfirheyrt er líka snortið af því sem hefur gerst,“ svarar Ólafur og maður áttar sig á því að heimur hans er ekki svarthvítur. „Mörgu af því fólki sem við tölum við líður ekkert ofsalega vel. Skortur á játningum tengist því að við erum með til meðferðar brotaflokk sem ekki hefur mikið reynt á hér á landi. Í líkamsárásarmálum eða einföldum þjófnaðarmálum, þar sem mikið er um játningar, eru svo mörg fordæmi að menn sjá alveg hvorum megin þeir munu lenda. Í þessum málarekstri er meiri óvissa og því er tekið til kröftuglegra varna og menn verjast. Margir þessara aðila hafa efni á því að tjalda til góðrar varnar.“

Lítum fram á veginn

Ólafur segist vera hálfnaður, kannski. Hann stendur í miðri á og ætlar að halda áfram að berja hana. Í dag er hann í sumarfríi en kemur samt við á skrifstofunni. Hann var með fjölskyldunni í Stykkishólmi um síðustu helgi ásamt Magnúsi vini sínum og hans fjöl-

skyldu. Þar sleit hann raftengið á fellihýsinu sínu (sem hann keypti notað) og þarf að gera við það fyrir helgina. Hann vonast til að verða búinn með þetta verkefni sem sérstakur saksóknari 2014. „Við ætlum ekki að hafa embætti sérstaks saksóknara mannað með hundrað manns til frambúðar,“ segir Ólafur og lítur á þetta sem verkefni til að gera upp þessa fortíð. „Eins og í öllu sorgarferli þurfum við að ná sátt við það sem gerðist. Efnahagshrunið hér á landi skýrist að einhverjum hluta af refsiverðri háttsemi. Munurinn á svona málum fyrir og eftir hrun er að nú er skýrara hver liggur kýldur úti í vegkanti. Það er almenningur. Afleiðingarnar eru skýrar.“ Ólafur er samt bjartsýnn og segir að við Íslendingar megum líka þakka fyrir hvað við höfum það í raun gott (hér kemur uppeldið sterkt inn). „Lífskjör okkar almennt eru býsna góð og við megum ekki missa sjónar á því hvað við búum í góðu samfélagi þótt við eigum kannski erfitt með að sætta okkur við hvað gerðist í þessu hruni.“ Ólafur tekur dæmi af áströlsku fréttateymi sem kom hingað til lands eftir hrun og tók meðal annars viðtal við hann. Þeir voru mjög áhugasamir um hrunið á Íslandi og bjuggust við að hér væri allt í volæði. Eitthvað brenglaðist viðmið þeirra á leiðinni því fréttateymið ákvað að nota ferðina og gera frétt um Kongó í leiðinni. Þar lá mannskapurinn í moldarkofum til að verða ekki fyrir byssukúlum. Þeim þótti því frekar spaugilegt að hlusta á umkvartanir Íslendinga sem höfðu þrátt fyrir hrun allt til alls. „Við erum að gera upp þessi mál og við eigum að halda því áfram en ég held engu að síður að það sé kominn tími á að við lítum fram á veginn í stað þess að horfa endalaust í baksýnisspegilinn,“ segir Ólafur. Mikael Torfason ritstjorn@frettatiminn.is


26

viðhorf

Helgin 22.-24. júlí 2011

Gallað fyrirkomulag

 Vik an sem var Vikan sem var „Ég veit ekki alveg hvað ég er að fara útí.“ Eiður Smári Guðjohnsen eftir að mikill óvissu og getgátum um hvar hann bæri næst niður var eytt þegar hann gekk í raðir AEK á Grikklandi. Þú ert númer 769 í röðinni „Það er eitthvað mjög skrýtið sem liggur þarna að baki. Við erum náttúrlega afar ósátt við þetta.“ Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, segir sínar farir ekki sléttar í samskiptum við símafyrirtækið Vodafone sem vill rukka hann um hærri upphæð fyrir að dreifa efni stöðvarinnar. Varist góða fólkið! „... og sannanlega voru saklausir menn hafðir í einangrun í marga mánuði. Varðmenn réttlætisins eru kannski búnir að gleyma hverjir komu því til leiðar að þessir saklausu menn sátu einangraðir og fordæmdir í gæsluvarðhaldi vel á fjórða mánuð.“ Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður snuprar varðmenn réttlætisins sem fara nú fram á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Heimskur hlær að ... „Sjálfsagt er þetta svona. En það er alveg ómögulegt að útskýra brandara eftir á. Það verður ekki fyndið.“ Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar treystir sér ekki til að útskýra brandara skjólstæðings síns en Björgólfur falaðist eftir ókeypis Quarashi-bol á tónleikum sveitarinnar og sagðist ekki borga fyrir boli. Honum væri borgað fyrir að ganga í bolum. Þú tryggir ekki eftir á „Það var ein kona sem tók myndir af henni og kom og spurði mig hvort þetta væri hún, því hún var ekki alveg viss. Þá sá ég að þetta var hún.“ Hollywood-stjarnan Charlize Theron, sem er við tökur á Prometheusi á Íslandi,

vakti athygli þegar hún skellti sér í heita pottinn í Landmannalaugum. Einn baðgesta var þó ekki alveg viss um að fljóðið fagra væri Charlize en tók enga áhættu, heldur myndir. En hvernig er latínan? „Nemendur úr MR eru með svo mikla ensku, líka af náttúrufræðideild að það ætti ekki að vera mikið vandamál að taka viðbótarpróf til að uppfylla nauðsynleg skilyrði.“ Rektor MR hefur ekki áhyggjur af enskukunáttu nemenda sinna en stúdentar hafa lent í vandræðum þegar þeir sækja um í danska skóla og dönskukunnátta þeirra er dregin í efa. MOSSAD-greining á Össuri „Trúboðsbiskupinn Össur er nú á suðurgöngu. Það nægir ekki Evrupáfanum að selja Íslendinga á fæti til ESB með lygaherferð. Hann virðist vera haldinn ótæmandi eyðileggingarhvöt og verður líka að sýna stuðning sinn í verki við eyðingu Ísraelsríkis, eina lýðræðisríkisins við botn Miðjarðarhafs.“ Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson beindi breiðu spjótunum að Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra fyrir að vera að þvælast til Palestínu með kjaftinn opinn. Hann elskar mig, hann elskar mig ekki ... „Við erum í smá pásu, aðstæður eru ekki með okkur á þessum tímapunkti.“ Vala Grand er eina ferðina enn komin í bobba í ástamálunum en meintur kærasti hennar er hress og kannast ekkert við að hafa gefið henni BMW.

Sjálfsögð krafa um réttlæti

Í

Í Fréttatímanum fyrir hálfum mánuði var sagt frá dapurlegum galla í íslensku réttarkerfi. Þolendur ofbeldisverka eru nú í þeirri stöðu að þurfa að innheimta að hluta til sjálfir þær bætur sem þeim hafa verið dæmdar. Þetta þýðir einfaldlega að ríkið setur það í hendurnar á til dæmis konu sem hefur verið nauðgað, að sjá um að ofbeldismaðurinn taki að fullu út þann dóm sem yfir honum hefur verið felldur. Ríkisvaldið tryggir að hann afpláni fangelsisvistina og það ábyrgist dæmdar bætur, en aðeins að hámarki 600 þúsund krónur. Upphæðina umfram það þak verða þolendJón Kaldal urnir að innheimta sjálfir kaldal@frettatiminn.is með aðstoð lögfræðinga. Þetta er einstaklega ómanneskjulegt kerfi. Annar flötur er hversu lágar bætur ríkið ábyrgist. Í Svíþjóð er hámarkið á ríkistryggðum bótum 43 sinnum hærra en á Íslandi. Í Noregi eru þær 83 sinnum hærri. Hámarksbætur sem ríkissjóður ábyrgist hafa ekki hækkað í sextán ár. Þær frusu fastar árið 1995, strax sama ár og þær voru færðar í lög. Hugmyndin með lögunum á sínum tíma var að hlífa þolendum í kynferðisbrotamálum við því að innheimta sjálfir bætur frá ofbeldismönnunum. Þróunin hefur þó einmitt verið á þá leið að sú ömurlega staða er orðin að veruleika.

Erfitt er að gera sér í hugarlund af hverju þessu máli hefur verið leyft að fara á þennan veg. Kannski er skýringin sú að þolendur nauðgana og annars kynferðisofbeldis eiga erfitt með að berjast fyrir rétti sínum. Hver og einn einstaklingur á yfirleitt meira en nóg með að eiga við þann sársauka sem ofbeldið skilur eftir sig. Auðvitað ættu þolendurnir ekki að þurfa að knýja fram þessa sjálfsögðu réttarbót sjálfir, en því miður hafa þeir ekki átt sér neinn talsmann innan löggjafarvaldsins á Alþingi. Þær konur, börn og aðrir sem eru í þessari stöðu, hafa hins vegar eignast málsvara sem stígur fram í Fréttatímanum í dag. Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir segir sögu sína í blaðinu en hún varð fyrir því að maður byrlaði henni svefnlyf og nauðgaði. Hann var dæmdur til langrar fangelsisvistar og til að greiða henni bætur. Eftir að afplánun lauk flúði hann land án þess að greiða henni bæturnar. Ríkisvaldið hefur skilið hana eftir með innheimtuna. Um þá sorglegu stöðu segir Sunna: „Kerfið verður hluti af ofbeldinu þegar ég þarf að fara þá niðurlægjandi leið að ganga á eftir miskabótunum ... Fyrir mér snýst málið ekki um peninga ... Ég vil bara að réttlætinu sé fullnægt.“ Viðtalið við Sunnu er af þeirri fágætu gerð að annað er svo til óhugsandi en að það knýi fram breytingar. Það getur enginn stjórnmálamaður haft áhuga á að standa vörð um óbreytt kerfi.

Þetta þýðir einfaldlega að ríkið setur það í hendurnar á til dæmis konu sem hefur verið nauðgað, að sjá um að ofbeldismaðurinn taki að fullu út þann dóm sem yfir honum hefur verið felldur. Sagan endalausa

Óhagstæður samningur Garðabæjar við Klasa

M

eirihluti bæjarstjórnar Garðabæjar samþykkti á fundi hinn 16. júní sl. viðaukasamning II við Klasa vegna uppbyggingar miðbæjar á Garðatorgi. Upphaflegur samningur við Klasa var gerður í desember 2006. Kynnt var á þeim tíma að skipulagið og samningurinn við Klasa fælu ekki ekki í sér áhættu fyrir Garðabæ enda fjármagnaði Klasi að stærstum hluta uppbygginguna. Þrátt fyrir þetta samdist aðilum um að Garðabær fyrirframgreiddi Klasa 400 milljónir króna sem fara ættu í uppbyggingu bílastæða við Garðatorg. Nokkru seinna, eða haustið 2009, var gerður viðaukasamningur I og áætlunum um miðbæinn frestað. Bílastæðasjóðurinn var þá færður inn á lokaðan reikning hjá Garðabæ til að nota síðar en Klasi hélt eftir 37 milljóna króna vöxtum. Fólkið í bænum hefur síðastliðið ár barist hart fyrir því að hafin yrði vinna við umbætur á miðbæ Garðabæjar með hagsmuni bæjarbúa allra og rekstraraðila á Garðatorgi að leiðarljósi. Því voru það mikil vonbrigði þegar viljayfirlýsing milli Garðabæjar og Klasa var kynnt fyrir bæjarráði og bæjarstjórn nú í júní, þar sem hagur Garðabæjar er fyrir borð borinn. Samningurinn, sem samþykktur var af öllum bæjarfulltrúum nema fulltrúa Fólksins í bænum, kveður skýrt á um ýmsar skyldur Garðabæjar eins og að: • leigja til tíu ára ákveðin rými í Garðatorgi 1 á hærra leiguverði en áður. Mestur hluti húsnæðisins er fyrir Hönnunarsafn Íslands en húsaleigan er greidd af skattpeningum íbúa Garðabæjar þar sem framlag ríkisins er nánast ekkert (kostnaður Garðabæjar við Hönnunarsafnið er áætlaður 30,6 milljónir króna fyrir árið 2011 en framlag ríkisins aðeins 7,8 milljónir króna), • kaupa bílastæði við torgið fyrir 450 milljónir króna, óháð kostnaði Klasa við að útbúa slík bílastæði. Athugið sérstaklega að nú er Klasi búinn að hækka verð á bílastæðunum úr fyrrgreindum 400 milljónum í 450 milljónir. Að auki muni Klasi geta hagnast um allt

að 65 milljónir á bílastæðasamningnum án þess að Garðabær krefjist endurgreiðslu. Þá er Garðabæ ætlað að annast rekstur Ragný Þóra Guðjohnsen torgsins og bílastæðlögfræðingur og bæjarfulltrúi í anna, • leita samkomulags við Garðabæ f.h. Fólksins í bænum. aðila á Garðatorgi um að efla starfsemi við torgið og skoða flutning á starfsemi Hönnunarsafns á annan stað í húsinu. Þrátt fyrir að Garðabær hafi kostað 80-100 milljónum króna til breytinga á Hagkaupshúsinu fyrir Hönnunarsafnið skuldbindur bæjarstjórnin sig möglunarlaust til að færa safnið ef það hentar Klasamönnum. Í viðaukasamningnum er 20 milljóna króna verslunarrými á Garðatorgi afhent Garðabæ sem endurgjald fyrir breytingarnar. Skyldur Klasa felast á hinn bóginn í óljósum markmiðum eins og að: • „vinna að tillögum um notkun jarðhæðar húsnæðisins að Garðatorgi 1“, • „tengja starfsemi Garðatorgs 1 við starfsemi göngugötunnar“, • „stuðla að bættum rekstri og viðskiptum við göngugötuna“, • „skapa möguleika fyrir ýmsa verslun og þjónustu“. Þetta eru innantóm orð og engin sértæk ákvæði um efndir. Hagsmunir Klasa eru hins vegar ríkulega tryggðir í viðaukasamningi sem virðist enn og aftur eingöngu íþyngjandi fyrir Garðabæ. Garðabær situr uppi með fjárhagslegt tjón af viðskiptum við Klasa og enga tryggingu fyrir því hvaða framtíðarskipulag verði á Garðatorgi. Af hverju sýna bæjaryfirvöld slíka linkind gagnvart fyrirtækinu Klasa, sem lenti í fjórða sæti yfir hæstu meðallaun á starfsmann á síðasta ári, eða 12,7 milljónir króna á ári?

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


FERÐUMST INNANLANDS ! T R Ý ÓD MEST SELDU ANDI HJÓLHÝSI Á ÍSL 3 AF HVERJUM 4 HAFA KEYPT HOBBY HJÓLHÝSI Á ÁRINU! NÝTT FYRIRKOMULAG HJÓLHÝSA FRÁ BURSTNER SEM HLOTIÐ HEFUR FJÖLDA VERÐLAUNA! HÚSIN ERU ÖLL MEÐ FELLIRÚMI SEM EYKUR INNANRÝMI OG ERU MEÐ SVEFNRÝMI FYRIR 2 TIL 7 MANNS.

AVERSO PLUS 410 TS VERÐ 3.495.000

AVERSO PLUS 410 TK VERÐ 3.795.200

AVERSO PLUS 510 TK VERÐ 3.815.900

Útborgun 1.048.500 og 40.235 í 84 mán.

Útborgun 1.138.560 og 43.667 í 84 mán.

Útborgun 1.144.770 og 43.903 í 84 mán.

KAUPAUKI! SÓLARSELLA OG IR. FORTJALD FYLG

NIEWIADOW FREEDOM Verð áður 2.830.000

TILBOÐSVERÐ 2.330.000 Útborgun 699.000 og 26.918 í 84 mán.

KNAUS SPORT 450 FS VERÐ 3.495.000

KNAUS DESEO FAMILY VAR 1 VERÐ 2.990.000

Útborgun 1.048.500 og 40.235 í 84 mán.

Útborgun 897.000 og 34.462 í 84 mán. COACHMEN CLIPPER 108 ST

20% AFSL. AF ÓLUM BORÐUM OG ST

10 FETA, HLAÐINN AUKABÚNAÐI: SÓLARSELLA, FORTJALD, HLJÓMTÆKI, UPPHITAÐAR DÝNUR, GASGRILL. GALVANISERUÐ GRIND EINN MEÐ ÖLLU!

TILBOÐSVERÐ 2.690.000 Útborgun 807.000 og 31.026 í 84 mán.

VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720 - WWW.VIKURVERK.IS


30% afsláttur NEKTARÍNUR Í ÖSKJU, 750 G

279 399

KR./ASKJAN

HAMBORGARI 90 G

169

iR G E l i n R R a i R G a G R O B GRillHam

KR./STK.

HAMBORGARI 120 G

249

KR./STK.

HAMBORGARI 200 G

319

KR./STK.

Ú

ÐI

BESTIR Í KJÖTI

JÖTBOR

299

B

KR./STK.

RK

KR./STK.

319

TB KJÖ ORÐ

Ú

149

BaKaÐ Um á StaÐn

5 KORNA BRAUÐ

R

I

nÝBaKaÐ nDi OG ilma

HVÍTLAUKSBRAUÐ

GLÓÐABORGARI M/BEIKON 200 G

ÍSLENSKT KJÖT

KR./STK.

G lJÚFFEEn St iK

ÍSLENSKT KJÖT

eða í næstu Nóatúns verslun

Grísahnakkasneiðar

Lambafille

Lambalærissneiðar

Kjúklingabringur

Þín samsetning

Ú

B

BESTIR Í KJÖTI

I

2198

TB KJÖ ORÐ

KR./KG

Ú

Nóatúns

R

I

Grillveislur

FYLLT LAMBALÆRI M/VILLISVEPPUM OG CAMEMBERT

KJÖTBORÐ

www.noatun.is

R

Pantaðu veisluna þína á

ÍSLENSKT KJÖT

25%

afsláttur

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

noatun.is

575

Ú I

KR./PK.

KJÖTBORÐ

m

KJÖRÍS 2L

R

KR./KG

vERÐ FRá

á maEnÐ nmEÐlæti

B

BESTIR Í KJÖTI

1998

1299

TB KJÖ ORÐ

Ú

1499

R

I

LAMBALÆRISSNEIÐAR


Við gerum meira fyrir þig

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni ÍSLENSKT KJÖT GRILLOSTUR Í SNEIÐUM

15% Ú

TB KJÖ ORÐ

B

I

R

KJÖTBORÐ

KR./KG

ÞYKKVABÆJAR GRILLKARTÖFLUR, 750 G

20%

108

TOPPUR, HREINN OG M/SÍTRÓNU, 0,5 l

Ú

B

I

BESTIR Í KJÖTI

KJÖTBORÐ

1498

R

KR./KG

PRINS POLO MINI

FRáBæRRtÉtt Í EFtiR

MCCAIN SÚKKULAÐIKAKA

98

KR./STK.

500 GRILLÁHÖLD

KR./PK.

KR./PK.

TB KJÖ ORÐ

Ú

1198

R

I

LAMBASIRLOIN SNEIÐAR

MARYLAND KEX, 150 G

379

KR./PK.

afsláttur

498 KR./PK.

BESTIR Í KJÖTI

ÍSLENSKT KJÖT

790

afsláttur

Ú

1998

R

I

GRÍSALUNDIR

WEETOS MORGUNKORN, 375 G

KR./STK.

299 KR./PK.

NOTEBOOK FERÐAKOLAGRILL SAMANBRJÓTANLEGT

2999 KR./STK.


30

viðhorf

Helgin 22.-24. júlí 2011

Vanmetið heimilistæki

Fært til bókar

AMX, Baldur og Björn snúa bökum saman Hægri sinn­ uðu álitsgjaf­ arnir Baldur Hermannsson menntaskóla­ kennari og Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, þykjast ásamt vefritinu AMX sjá augljósa samsömun milli hlerunarmála götublaðsins News of the World (NOTW) og birtingar Fréttablaðsins á frétt­ um upp úr tölvu­ póstum Jónínu Benediktsdóttur. Vill Baldur að Hæstiréttur taki málið upp að nýju en niður­ staða réttarins á sínum tíma var að innihald tölvuskeyt­ anna hefði átt erindi til almennings. Tölvuskeyti Jónínu vörpuðu ljósi á fund Jóns Steinars Gunnlaugssonar, Kjartans Gunnarssonar og Styrmis Gunnarssonar um mál sem lögreglan hóf rannsókn á mánuðum síðar og fékk þá nafnið Baugsmálið.

Birni mikið niðri fyrir Sérstaklega er Birni Bjarnasyni, sem var dómsmálaráðherra á dögum Baugsmáls­ ins, mikið niðri fyrir á bloggi sínu. Undrar Björn sig þar á að ekki hafi orðið „jafn­ harðar umræður“ um fjölmiðlaveldi Baugs á Íslandi og fjölmiðlaveldi Murdochs í

Bretlandi. Til upprifjunar má geta þess að útsendarar NOTW brutust inn í talhólf unglingsstúlku sem hafði horfið og fannst síðar myrt. Eyddu þeir þar út skilaboðum með þeim afleiðingum að foreldrar og lög­ regla héldu að hún væri enn á lífi. Þeir brutust líka inn í talhólf fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í neðanjarðar­ lestakerfi Lundúna 2007 og ætt­ ingja fallinna hermanna í Afgan­ istan og Írak, auk talhólfa ýmissa frægðarmenna, kóngafólks og leikara. Sér Björn samhengi þarna á milli og fréttanna sem byggðust á tölvupóstum Jónínu, en þar var sagt frá fundi framkvæmdastjóra Sjálf­ stæðisflokksins og tveggja af helstu þáverandi ráðgjöfum Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, löngu áður en rannsókn hófst á Baugi. Björn fullyrðir í bloggi sínu að póstum Jónínu hafi verið stolið. Ekkert liggur þó fyrir um það. Aldrei hefur verið upplýst eftir hvaða leiðum póstarnir bárust Fréttablaðinu.

Sigurjón Már? Færsla Björns um meint líkindi á hlerunar­ máli NOTW og tölvupóstum Jónínu er löng og innblásin. Minnist hann þar meðal ann­ ars ítrekað á fyrrum fréttaritstjóra Frétta­ blaðsins, Sigurjón Magnús Egilsson, sem Björn kallar reyndar Sigurjón Má Egilsson. Sigurjón Magnús, eða SME, er með þekkt­ ari blaðamönnum landsins og hefur Björn lengi haft horn í síðu hans. Björn segir í pistli sínum: „Baugsmiðlarnir, einkum Fréttablaðið, hafa þjónað eigendum sínum og stjórn­ málamönnum í náð þeirra betur en Murdoch-miðl­ arnir skjólstæð­ ingum sín­

F

um.“ Burtséð frá því hvort klifun Björns á meintri þjónkun Fréttablaðsins er rétt eða ekki, verður hann þarna uppvís að einstökum þekkingarskorti um bresk stjórn­mál og blaðamarkað. Eins og allir vita, sem fylgjast þó ekki nema með öðru auganu með breskum stjórnmálum, leggur Murdoch blöðum sínum opinskátt línur um hvort þau eigi að fylgja ríkisstjór­ num eða vera í stjórnarandstöðu. Þar að auki hefur Pires Morgan, fjölmiðlamað­ urinn frægi og einn af fyrrum ritstjórum NOTW, sagt frá því í endurminningum sínum að hann hafi reglulega fengið símtöl frá Murdoch sjálfum á laugardögum, áður en blað vikunnar kom út, með fyrirmælum um hvað ætti að vera á forsíðunni. Engin slík tengsl liggja fyrir milli eigenda 365 og fjölmiðla félagsins.

Innvígðir sjálfstæðimenn Hitt liggur hins vegar fyrir að hjá 365 eru í lykilstöðum harðkjarna sjálfstæðismenn til margra ára og tengslin við Sjálfstæðis­ flokkinn því þeim mun augljósari. Ari Edwald, forstjóri 365, er flokksbundinn og situr landsfundi Sjálfstæðisflokksins; Ólafur Stephensen er líka alinn upp í Valhöll og var um tíma formaður Heimdallar; í sér­ stökum heiðurssessi sem vikulegur dálka­ höfundur situr svo Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta stöðvar Björn þó ekki í því að setja fram þessa fullyrðingu: „Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þykir mikils virði að eiga skjól hjá Fréttablaðinu.“ Björn virð­ ist standa í þeirri trú að þeir sem eru ekki í sömu sellu og hann í Sjálfstæðis­ flokknum hljóti að vera stuðnings­ menn ríkisstjórnarinnar. Þekkt er að Björn hefur aldrei veigrað sér við að halda einhverju fram sem er þvert á raunveruleik­ ann, en kannski er hann nú horfinn endanlega fyrir hornið í leit sinni að óvinum.

www.lyfja.is

– Lifið heil

Virkar innan 15 mínútna.

Fyrir þig í Lyfju

Livostin® (levokabastin); nefú›i 50 míkróg/skammt og augndropar 0,5 mg/ml. Livostin er fáanlegt án lyfse›ils og er nota› gegn ofnæmisbólgum í nefi og augum. Verkun lyfsins hefst innan 15 mínútna og stendur í margar klukkustundir. Skammtastær›ir eru flær sömu fyrir börn og fullor›na: Nefú›i: 2 ú›askammtar í hvora nös 2 sinnum á dag. Hver ú›askammtur inniheldur um 50 míkróg af levokabastini. Halda skal me›fer› áfram eins lengi og flörf krefur flar til einkennin eru horfin. Augndropar: 1 dropi í hvort auga 2 sinnum á dag. Ef fless gerist flörf má gefa skammtinn allt a› 4 sinnum á dag. Hver dropi inniheldur u.fl.b. 15 míkróg af levokabastini. Halda skal me›fer› áfram eins lengi og flörf krefur flar til einkennin eru horfin. Varú›: Ekki má nota Livostin ef flekkt er ofnæmi fyrir levokabastini e›a einhverju hjálparefnanna. Ekki er rá›legt nota mjúkar augnlinsur me› Livostin augndropum. Gæta skal varú›ar hjá sjúklingum me› skerta n‡rnastarfsemi. Aukaverkanir: Tímabundin erting í nefi strax eftir gjöf lyfsins er algeng (um 5% sjúklinga). Tímabundin erting í augum, strax eftir gjöf lyfsins er algeng (um 16% sjúklinga). Ofnæmi hefur í einstaka tilvikum komi› fram. Me›ganga og brjóstagjöf: Lyfi› veldur fósturskemmdum í d‡ratilraunum og ætti flví ekki a› nota á me›göngutíma. Lyfi› skilst út í mó›urmjólk, en áhrif á barni› eru ólíkleg vi› venjulega skömmtun. Lesi› allan fylgise›ilinn vandlega á›ur en byrja› er a› nota lyfi›. Handhafi marka›sleyfis: McNeil Sweden AB. Umbo› á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Gar›abæ.

ÚTSALAN ER BYRJUÐ

ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 55392 06/11

Ertu með frjókornaofnæmi?

Fá tæki eru karlmannlegri en steypuhrærivélar. Þær ættu að vera til á hverju heimili en eru það því miður ekki. Þess í stað hringja menn í næstu steypustöð og panta steypubíl þegar steypa þarf hús, plötur eða veggi. Það er kannski skiljanlegt ef steypa þarf heilu húsin en síður ef um minni verk er að ræða. Tunna steypubílsins hefur engan sjarma á við appelsínulita steypuhrærivél sem snýst og malar með hæfilega grófu suði á meðan hún hrærir saman sement og möl á sólbjörtum sumardegi. Vilji menn fallega upphandleggsvöðva fást þeir með því að moka sementi og möl í þá appelsínugulu. Moksturinn skilar mun betri og varanlegri árangri en vist í sveittum salarkynnum líkamsræktarstöðvanna. Lengi hefur mig langað í svona apparat og verður þó seint sagt að ég sé tækja- eða tæknióður. Raunar er ég heftur á því sviði. Farsíminn minn er t.d. orðinn fjölmargra ára og grín gert að mér bæði á vinnustað og heima vegna hans. Þegar aðrir strjúka yfir síma sína og kalla fram alls konar furður ýti ég gætilega með vísifingri á máða hnappa gamla símans. Lengi dró ég að fá mér fartölvu og get helst ekki notað slíkt þing nema með aukalyklaborði. Það að skrifa á lyklaborð fartölvu kallar eiginlega á tvöfalda lengd úlnliðar og afar sérstaka beitingu handa og fingra. Bíla vil ég hafa einfalda og hef t.d. aldri lært almennilega á stýrisstjórnun alls konar búnaðar í heimilisbílnum. En steypuhrærivél trúi ég að sé viðráðanleg, tæknilega að minnsta kosti. Takki þar getur varla verið til annars en að hefja leik og hætta. Hitt er svo meiri vafi hvort ég ræð við að moka í vélina. Þar kann að ráða nokkru að upphandleggsvöðvar séu of rýrir fyrir svona tæki. Sem unglingur horfði ég á menn moka áreynslulítið í hrærivélar og renna steypunni síðan í hjólbörur. Þeir voru stæltir vel. Grannvaxnir framhaldsskólanemar hefðu komist fyrir innan í þeim. Karlarnir stoppuðu aðeins til að troða í pípu. HELGARPISTILL Prince Albert liðaðist út úr þeim í bláum boga áður en þeir slógu pípuhausnum í veggjarbrot og tóku næstu hræru. Eiginkonan sér, einhverra hluta vegna, ekki brýna nauðsyn steypuhrærivélar á hlaðinu heima hjá okkur. Breytir þar engu þótt ég hafi stuðning öflugra aðila í stórfjölskyldunni. Ég hef nefnilega haft nokkur áhrif á syni mína og tengdasyni og kveikt með þeim áhuga á steypuhrærivélum. Þeir hringja stundum í mig ef þeir sjá slíkar á tilboði í byggingavöruverslunum. Ég impraði á kaupum þegar steypa þurfti í súlur Jónas undir sumarbústað en úr varð að samið var við verkHaraldsson taka um framkvæmdina. Síðar fluttum við heimili jonas@ okkar um set og þar var fyrirsjáanleg mikil steypufrettatiminn.is vinna, kannski fullmikil fyrir eina steypuhrærivél. Steypubílar voru fengnir í verkið. Nýlega kom síðan til enn ein steypan mér tengd, smáræði í súlur og sökkul í kot á landsbyggðinni sem nokkrir áhugasamir menn ætla að reisa. Ég nefndi í þann hóp kaup á appelsínugulri steypuhrærivél. Hún myndi fljótt borga sig, auk þess virðisauka sem fælist í styrkari kroppi að vinnu lokinni, upphandleggs- og brjóstvöðvum á við vaxtarræktartröll. Verkstjórinn í hópnum kippti mér niður á jörðina, vanur maður í steypu og öðru byggingarstússi. „Það er engin rómantík í kringum steypuhrærivélar, aðeins púl og aftur púl,“ sagði hann. „Ætli það færi ekki fljótt glansinn af þessu hjá þér þegar út í hræruna væri komið. Má ég benda þér á að við þurfum allmarga rúmmetra af steypu áður en við klárum verkið en það þarf ekki færri en tuttugu hrærur í hvern rúmmetra miðað við hálfan sementspoka í hverja hræru. Mér þætti gaman að sjá ástandið á skrifstofublókinni eftir einn slíkan dag. Hvað er langt síðan þú lyftir sementspoka – eða handmokaðir möl? Við pöntum steypubíl.“ Þar með var málið útrætt. Úr því sem komið er þykir mér sennilegast að ég fari í gegnum þetta jarðlíf án steypuhrærivélar. Þó er ekki öll von úti um að ég komist í tæri við þannig tól þótt síðar verði fyrst mér tókst að kveikja áhugann hjá strákunum, sonum mínum og tengdasonum. Þeir eru ungir og hraustir og eiga eftir að steypa í súlu og sökkul, ef að líkum lætur. Slái þeir í sameiningu í eina appelsínugula get ég boðið fram aðstoð og stjórnað þó ekki væri nema vatni í blönduna ef þeir treysta mér síður til að svipta til sementspokum og sveifla malarskóflum. Svo kann ég á „On“ og „Off“ takkann á tækinu enda treysti ég því að steypuhrærivélaframleiðendur framtíðarinnar fari ekki að flækja málin með því að setja tölvubúnað í apparötin. Koma tímar og koma ráð.

Opið: Má. - Fö. 12 - 18 -- Lau. 12 - 16 -- Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • 771 3800 • www.signature.is

Teikning/Hari

ALLT AÐ 60% AFSL. AF VÖNDUÐUM ÚTIHÚSGÖGNUM FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR.


FØROYSKT LANDNÁM STOKKSEYRI Færeyskir fjölskyldudagar á Stokkseyri um verslunarmannahelgina Dagana 29. júlí til 1. ágúst næstkomandi verður haldin færeysk stórhátíð á Stokkseyri. Þar verður boðið upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Færeysk tónlist, færeyskir dansar, kynningu á færeyskum mat og margt fleira. Listamenn frá Færeyjum skemmta gestum í bland við frumbyggja m.a. má nefna Kristian Blank, fiðlusnillinginn Angeliku Nielsen, Jógvan Hansen, Guðrið, Labba (Mánum) og Bassa sem halda uppi fjörinu fram á rauða nótt. Margt verður uppi á teningnum frá fimmtudegi til mánudags, söfn, sýningar og afþreying verða opin alla helgina, ýmiss tilboð verða í gangi auk þess sem aðgangur er ókeypis á fjölda viðburða m.a. diskótek, kajakakeppni, dorgveiðikeppni, brennu í fjörunni, fjöldasöng með Labba og flugeldasýningu svo fátt eitt sé nefnt. Föstudagur 29. júlí

Laugardagur 30. júlí

Sunnudagur 31. ágúst

09:00 – 21:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum” 10:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.

09:00 – 21:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum” 10:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.

09:00 – 21:00 Kajakaferðir Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum” 10:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.

Tilboð ef farið er á bæði söfnin

Tilboð ef farið er á bæði söfnin

Tilboð ef farið er á bæði söfnin

12:00 Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt 13:00 - 18:00 Draugasetrið.

10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar opin 11:00 - 18:00 Veiðisafnið opið 12:00 Kajakakennsla fyrir 6-12 ára.

Tilboð ef farið er á bæði söfnin

Aðgangur ókeypis

13:00 Menningarkaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni 13:00 - 21:00 Sundlaug Stokkseyrar opin 13:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar Mósaík vinnustofuna Aðgangur ókeypis 13:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína Svartaklett Aðgangur ókeypis 18:00 –19:00 Diskótek fyrir yngri kynslóðina í Lista og Menningarverstöðinni Aðgangur ókeypis

12:00 Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt 13:00 Dorgveiðikeppni á Stokkseyrabryggju (hafið veiðitól með)

10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar opin 11:00 - 12:00 Angelica og Kristian halda tónleika á Sjúkrahúsi Suðurlands í boði GT 11:00 - 18:00 Veiðisafnið opið 12:00 Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt 13:00 - 18:00 Draugasetrið.

Kvöldskemmtun fram á nótt. Verð aðeins 1.900.21:00 Stórtónleikar með Benjamin og Kvönn 22:30 Færeyskir dansar 23:30 Pabbi og prinsinn. Labbbi (Mánum) og Bassi halda uppi fjörinu fram á rauða nótt

Tilboð ef farið er á bæði söfnin

Aðgangur ókeypis, vegleg verðlaun

14:00 Kappróðurskeppni á Kajak (öllum opin).

13:00 - 18:00 Draugasetrið. EXTRA MIKLIR REIMLEIKAR. Tilboð ef farið er á bæði söfnin 13:00 Menningarkaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni 13:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar Mósaík vinnustofuna Aðgangur ókeypis 13:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína Svartaklett Aðgangur ókeypis 14:00 Listaverkið Brennið þið vitar kynnt í Lista og menningarverstöðinni Aðgangur ókeypis 15:00 Tónleikar með KVÖNN. Verð 1.000.- kr. 17:00 - 18:00 Diskótek fyrir yngri kynslóðina í Lista og menningarverstöðinni Aðgangur ókeypis 18:00 - 19:30 Námskeið í töfrabrögðum í Lista og menningarverstöðinni Harry Potter galdrar fyrir 8-15 ára. Verð 1.000.-

Aðgangur ókeypis, vegleg verðlaun

Kvöldskemmtun fram á nótt. Verð aðeins 2.500.21.00 Stórtónleikar með KVÖNN 22:00 GUÐRIÐ 22.40 ”Ólavur Riddararós” FØROYSKUR DANSUR 23.30 Jógvan Hansen og Vignir Snær halda uppi fjöri fram á rauða nótt

13:00 Menningarkaffi opnar. Listsýningar o.fl. Aðgangur ókeypis

13:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar Mósaík vinnustofuna Aðgangur ókeypis 13:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína Svartaklett Aðgangur ókeypis 15.00 Tónleikar með Angelika, Kristian og co. Verð 1.500.- kr. 16:00 Færeyskt smakk og glaðningur (innifalið fyrir tónleikagesti)

16.30

”Dvørgamøy” FØROYSKUR DANSUR

Aðgangur ókeypis

22.00 Brenna og bryggjusöngur með Labba og færeyskum listamönnum Aðgangur ókeypis 23.00 Glæsileg flugeldasýning í boði Guðmundar Tyrfingssonar ehf Aðgangur ókeypis Kvöldskemmtun fram á nótt. Verð aðeins 1.900.23:30 Pabbi og prinsinn. Labbi (Mánum) og Bassi halda uppi fjörinu fram á rauða nótt + óvæntar uppákomur og kveðjupartý með færeysku listamönnunum

Passi á allar kvöldskemmtanir og tónleika Verð aðeins 4.900.Passar seldir í forsölu á draugasetrid@draugasetrid.is

Fylgist með okkur á Facebook Úrval af gistimöguleikum á Stokkseyri, Eyrabakka og Selfossi Stærri tjaldstæði, munið útileigukortið

Elves-TrollsICELANDIC Northern Lights WONDERS Álfar – Tröll – Norðurljós Icelandic Wonders

Nánari upplýsingar í síma: 895 0020 Menningarráð

Lista og menningarverstöðin

Suðurlands


32

bækur

Helgin 22.-24. júlí 2011

Háfleygir fuglar

Fleiri för en Frankfurt Nú þegar undirbúningur fyrir Frankfurt stendur sem hæst og árangur af skrifstofu Halldórs Guðmundssonar er að koma í ljós með umfangsmiklu þýðingarátaki íslenskum höfundum til heilla, er rétt að minnast á aðra heimshluta en hina öldnu Evrópu. Bókamessuna í Hong Kong, sem hófst í gær og lýkur 26. júlí, er áætlað að milljón gesta sæki. Hún er stærsta bókamessa sinnar tegundar í Asíu og keppir um aðsókn við Kolkata-bókamessuna á Indlandi. Messan í Hong Kong er nú haldin í tuttugasta og annað sinn. Þar sýndu í fyrra 510 fyrirtæki frá 22 löndum. Verslunarráðið þar í bæ stendur fyrir messunni og er boðið upp á 300 atriði á palli í tengslum við hana. Yfirskriftin er: „Að lesa heiminn, að lesa sjálfan sig.“ Meðal viðburða eru bæði viðtöl fyrir opnum tjöldum, kynningar og áritanir, sem hafa reyndar sætt gagnrýni því þær eru notaðar til að kynna rit sem sögð eru eftir fáklædda unga höfunda af kvenkyni. Ætli þessi messa sé sú eina sem sinnir pornó-iðnaðinum? Áhugasamir um messuna og útgerð á þessum slóðum er bent á þessa slóð: http://hkbookfair.hktdc.com/en/ svo menn fái smábragð á tunguna. -pbb

 Bókadómur Það sem aldrei gerist Anne Holt

Glæpafaraldur í Noregi Enn einn virtur krimmahöfundur hinnar norrænu menningar.

Anne Holt hefur skrifað þriller sem er spennandi lestur og prýðileg afþreying.

 Það sem aldrei gerist Anne Holt Þýðandi: Sólveig Brynja Grétarsdóttir 392 bls. Salka 2011.

Anne Holt á að baki fjölda sakamálasagna sem hún hefur samið ýmist ein eða í félagi við aðra. Það virðist reyndar fara vaxandi að norrænir sakamálahöfundar slái sér saman í teymi, líklegast til að halda lifandi stöðugu framhaldi í framleiðslu á sögum af þessu tagi. Anne er mikilsverður hluti af þeim ört stækkandi hópi höfunda sem hefur valið sér afþreyingarform söluvörunnar sem krimminn er til að skapa sér lifibrauð. Tugir höfunda á Norðurlöndum pæla þennan akur sölubókmennta. Sögur hennar eru komnar vel á annan tuginn og eru komnar út á ríflega 25 þjóðtungum. Salka gaf nýlega út tvær sögur eftir hana, Það sem mér ber og nú nýlega Það sem aldrei gerist. Sögurnar eru tengdar en standa þó sjálfstætt. Hér segir af lögreglumanni á miðjum aldri og konu hans sem hefur hlotið þjálfun sem „pro­ filer“ – greinandi í flóknum morðmálum. Anne tekur hér upp gamla hugmynd sem grunn að spennandi söguþræði sem hríslast um efri lög samfélags hins ríka lands olíunnar, Noregs. Grunnplottið tekur hún traustataki frá Dürrenmatt úr þekktu leikriti sem til er í meistaralegri hljóðritun Ríkisútvarpsins með þeim Þorsteini Stephensen og Indriða Waage. Það sem aldrei gerist er býsna löng saga, tæplega 400 síður. Sólveig Brynja Grétarsdóttir þýðir og rennur texti hennar vel í augu lesanda. Sagan gerist á nokkrum sviðum en er þó að mestu bundin rannsókn að því er virðist tilhæfulausra morða. Hér er leitað á nokkra staði; vinnuþjakað hjónaband með ung börn er í forgrunni, samstarf ólíkra manna við rannsókn þar sem á takast ólík sjónarmið um lífshætti og skoðanir, og svo er kíkt inn í heim hægri sinnaðra stjórnmálamanna, einmanalegt líf einstæðings, líf blaðamanns sem er alsettur merkjum biturleika í bland við vilja til andstöðu gegn ríkjandi stéttum. Allt er þetta snöfurmannlega gert og myndin verður samandregin trúverðug sneið af yfirbyggingu velferðarsamfélags þar sem allir hafa eitthvað að fela undir yfirborði. Jafnframt er sagan spennandi lestur og prýðileg afþreying. Og endar á þann veg að vænta má áframhalds. -pbb

Heimir Már & Þór Eldon „Tilgerðarlaus og skemmtileg“ Fréttablaðið 6. Júlí

Smekkkleysa

Kökufrík – takið eftir Frá Bókamessunni í Hong Kong

Ný útgáfa af Íslenskum fuglavísi eftir Jóhann Óla Hilmarsson vippar sér í efsta sætið á handbókalista Eymundssonar og í annað sætið á aðallistanum þessa vikuna enda hefur viðrað vel til fuglaskoðunar.

Út er komin á forlagi Vöku Helgafells bók um bollakökur eftir sjónvarpsstjörnuna Friðrikku Geirsdóttur. Sumarið er ekki alveg rétti tíminn fyrir sætmetisframleiðslu eins og Rikka kennir í þessu hentuga smáhefti (þó í fallegri harðspjaldakápu) en hún er einkum ætluð sælkerum sem vilja þjóna lund sinni með bollakökuframleiðslu. Skiptir þá ekki öllu hvort unnið er í gúmmímót eða blikk. Bókinni fylgja ekki leiðbeiningar um hvar má fá fylgihluti til framleiðslunnar en vafalítið geta vanir kökugerðarmenn leiðbeint um það. Þetta er skrautleg bók og tælandi með flottum ljósmyndum eftir Gísla Egil Hrafnsson. -pbb

 Leiklist Eiginkonan var innblásturinn

Fundið verk frumsýnt Verk eftir snillinginn Oscar Wilde kemur á svið.

Oscar Wilde Skrifaði leikrit og kallaði það eftir konu sinni Constance, sem sýndi honum mikið trygglyndi í öllu hans mótlæti.

H

inn 13. september verður frumsýnt í London, í King´s Head-leikhúsinu í Islington, fundið leikrit eftir Oscar Wilde. Verkið heitir Constance og er með vissu samið árið 1897 þegar hann var látinn laus úr fangelsi eftir alræmdan dóm fyrir siðleysi gagnvart ungum mönnum. Dagana eftir að dómurinn féll flúðu 2.000 karlmenn Bretland til Frakklands enda færði hann sönnur á að aðför var í uppsiglingu gagnvart samkynhneigðum karlmönnum á stórum skala. Wilde var settur inn og skóp þar tvö meistaraverk sem tryggðu enn frekar sess hans í hinu stóra samhengi bókmennta á enskri tungu: Ballade of the Reading Goal – Kvæðið um fangann sem Magnús Ásgeirsson þýddi og kom fyrst út í fjórða hefti Rauðra penna 1938 og svo í sérprenti 1954 – De Profundis sem til er í þýðingu Ingva Jóhannessonar frá 1926. Þýðing á Myndinni af Dorian Gray styðst við klippta útgáfu verksins, þýðing Bjarna Guðmundssonar á The Importance of

Constance er með vissu samið árið 1897 þegar hann var látinn laus úr fangelsi eftir alræmdan dóm fyrir siðleysi gagnvart ungum mönnum.

Being Ernest hefur ekki komið út á prenti en verið leikin í tvígang. Þýðing er til á An Ideal Husband eftir Árna Guðnason og Salome. Þá eru nokkur ævintýri hans til þýdd: Eigingjarni risinn og Hamingjusami prinsinn hafa komið út í sérútgáfum. Eftir harðræði þrælkunarvinnu og langvinn veikindi í fangelsum settist Wilde að á meginlandinu og þar mun Constance samið. Hann seldi einkarétt á verkinu fleiri en einum leikhúsmanni en ferill þess er óljós enda hús hans og allar eignir í upplausn. Um síðir komst eiginhandrit hans að verkinu í hendur bandarískrar leikkonu, Coru Brown Potter, en við andlát hennar lenti það í höndum fransks rithöfundar, Guillot de Saix. Ásamt öðrum Frakka, Henri de Briel, vann Saix þýðingu að verkinu en de Briel var grunaður um samstarf við þýska hernámsliðið í París og er talið að frumrit verksins hafi verið eyðilagt af frelsisvinum við frelsun Parísar. Þýðingin var gefin út í lítt þekktu frönsku tímariti 1954 en hefur ekki verið tekin með í heildarverkum skáldsins, ekki frekar en skrif hans í blöð og tímarit en safn þeirra er nú í undirbúningi. Eitt hans þekktasta verk, Myndin af Dorian Gray, kom loksins út í fyrra í óstyttri útgáfu. Almennum lesendum er því ekki enn aðgengilegt fullkomið heildarsafn verka Wildes. Áhugamenn um feril Wildes og örlög vita að Constance var nafn eiginkonu hans. Hún stóð undir nafni – nomen est omen – og sýndi manni sínum mikið trygglyndi í öllu hans mótlæti. Hún féll frá eftir uppskurð í Genúa 1898, tveimur árum fyrir snemmbæran dauða Wildes 1900 (vegna ígerðar í eyra) og er grafin þar. Í sumar kom út ævisaga hennar og bregður nýju ljósi á hlut hennar í einstökum ferli Wildes, hvernig hún leiddi hann í baráttu fyrir lýðréttindum kvenna, hvernig hún mátti búa við samlífi hans við sér yngri karlmenn á heimili þeirra hjóna, og hvaða þátt hún átti í skrifum hans. Í verkinu segir frá William Daventry, ríkum iðnjöfri sem hefur hafist upp af eigin rammleik, og hans fullkomnu konu, Constance. Í veislu á sveitasetri þeirra er samankominn hópur gesta af háum og lágum stigum, þeirra á meðal prestur ásamt daðurgjarnri eiginkonu, og í framgangi veislunnar gerast atvik sem leiða ógæfu yfir húsráðendur svo að þeir verða að flýja land. Meira fæst ekki upp gefið um efni leiksins. Þýðinguna vann dyggur aðdáandi verka Wildes, Charles Osborne, og verður verkið frumsýnt í september í hinum virta sal yfir kránni King´s Head í Islington.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


Fullt hús matar Hjá Eik finnur þú hentugt húsnæði

Veitingahúsið Argentína er í húsnæði hjá Eik fasteignafélagi sem sérhæfir sig í rekstrarleigu atvinnuhúsnæðis. Við bjóðum m.a. húsnæði sem hentar vel til að kokka kræsingar. Einnig er í boði húsnæði fyrir verkstæði, verslanir, lagerhald, skrifstofur og margt fleira. Ef þú ert að efla starfsemina, flytja, stækka, endurskipuleggja eða hefja rekstur er Eik með rétta kostinn fyrir þig.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 590 2200 eða utleiga@eik.is.


Rafmagnspumpa

800 mm

3,75 kg

Frábær rafmagnspumpa sem gengur fyrir 12V/220V og innbyggðri hleðslurafhlöðu.

anna 3 ja m d tjal

130

5.995

210

210

agns r a fm a p m u p

nn 3ja m a

3.9 95

a

FRÁBÆ

RT

VERÐ!

verð

1.795

mERKUR tjald

Gott 3ja manna tjald. Þéttur botn og sterkar stangir. Stærð: 210 x 210 x 130 sm. Þéttleiki: 800 mm/cm2. Þyngd: 3,75 kg.

Velour vindsængur

Stærð: 76 x 191 x 22 sm. 1.795,Stærð: 137 x 191 x 22 sm. 2.995,Stærð: 152 x 201 x 22 sm. 3.895,Stærð: 183 x 201 x 22 sm. 4.995,-

Sk jólT

2AFS5lÁT%TuR

99

jAld

3AFS0lÁT% T uR

S T ól l

lá regns ins : aðe verð

fr á :

bo rð

tjald sk jól .995 :9 r u ð á

2 .995

6 .995

Regnslá

Nett og góð regnslá. Ein stærð. Nokkrir litir.

FRÁBÆ

s tó l l 5 : 1.99 áðu r

Hitaþol svefnpokans

RT

Þægindamörk +16/+26°C Lágmarkshiti +5°C

VERÐ!

1.495

Útilegustóll, DElUXE skjóltjald og útileguborð

Sterkt og gott skjóltjald með 3 vængjum og gluggum. Hælar og stangir fylgja með. Stærð: 140 x 400 sm. Áður 9.995,- Nú 6.995,Útilegustóll úr lakkaðri röragrind og röndóttu áklæði. Áður1.995,- Nú 1.495,Útileguborð með stillanlegri borðplötu. Stærð: 60 x 80 sm. 2.995,-

tartu i p ok svefn

1.395

verð

PlUS T10 yfirdýna

TaRTU svefnpoki

Eggjabakkalöguð dýna úr kaldsvampi sem eykur þægindi og vellíðan. Þykkt: 5 sm. Stærðir: 90 x 200 sm. 4.995,140 x 200 sm. 5.995,-

Svefnpoki á frábæru verði! Stærð: 220 x 74 sm. Þyngd: 840 gr. Má þvo í vél. Poki fylgir.

Minnu

fr á :

4 .995 b ílses

sa

1.995

m á ÚT SÖLUN A!

20-65%

afslát

tur af öllum

garÐh

úsgög n u m og ses sum!

Bílsessa

Góð bílsessa fáanleg í nokkrum litum. Fyrir 15 - 36 kg.


TILBOÐIN GILDA 22.07-24.07

SPA RI

Ð SPA RI

2.000

BRESCia sólstóll

Traustur og nýtískulegur sólstóll úr stáli og sterkum striga.

Ð

2.000

12V rafmagnskælibox

24 ltr. rafmagnskælibox sem hægt er að stinga í samband við sígarettukveikjarann í bílnum. Mjög hentugt í útileguna eða ferðalagið. agns r afm ox ib l æ k

G nSK æ R afm a

6 .995

liBOX

kku r sólbe .995 :5 áðu r

3.9 95 CamPmann sólbekkur

verð 0 : 8 .99 áðu r

Léttur og þægilegur sólbekkur úr áli og með netáklæði úr polyesterefni. Leggst alveg saman.

6 .99 0

1 stk . : 499 áðu r

3 49

30%

Geitungagildra

A F S l ÁT

Fæst í fjórum fallegum litum.

pólín tr am isnet g g y r +ö

29.990

T uR

SPA RI

Trampólín

Flott og gott trampólín í garðinn eða á pallinn. Stærð: H70 sm. Ø: 305 sm. Trampólín 26.990,Öryggisnet 16.990,- Trampólín + öryggisnet 36.990,Aukahlíf stærð: Ø 305 sm. 4.995,- Stigi 3.495,-

Ð

0 9 9 . 3 1

PiSa lUX útilegustóll

Lúxus útilegustóll með örmum, glasahaldara og auka bólstrun. Hægt að leggja saman. Taska fylgir.

útileg

u s tó l

l

3.9 95

FRÁBÆ

á skór erði ru v

f r á bæ

59 5

GORDES skór

Fínir skór fyrir sumarið! Stærðir: 36-41.

RT

VERÐ! sóltja

ld

5. 9 9 5

aUK ah

90 lið 1.2

nOla sóltjald

Gott sólhýsi með opnum hliðum. Hægt er að kaupa stakar hliðar og renna þeim saman við NOLA sólhýsið. Stærð: B3 x L3 metrar. Aukahlið með glugga 1.290,-

www.rumfatalagerinn.is


36

matur

Helgin 22.-24. júlí 2011

 Matargerðarlist Það þarf meir a en þorp til að byggja upp háeldhús

Margir herragarðar en fáar hallir Þegar horft er yfir matargerðarlist heimsins blasa við nokkrir turnar sem gnæfa yfir aðra byggð – matargerð sem kalla má háeldhús. Næst okkur er frönsk matargerð. Hún á rætur í ógnarstórri hirð Frakkakonungs sem sótti aðföng um víðar lendur Frakklands. Þessi matarhefð er því flóknari, aðferðirnar fjölbreyttari og hráefnið margbreytilegra en eldhús furstanna á Ítalíu eða í Þýskalandi. Þar byggði hvert borgríki eða furstadæmi á hráefni úr næsta nágrenni og matargerðin var því fremur upphafin bændaeldamennska en háeldhús. Við sjáum þetta ef til vill ekki vel í dag því á síðustu áratugum hafa orðið til ítölsk veitingahús sem sækja aðferðir og hráefni þvert á ólík héraðseldhús Ítalíu. Ítalska eldhúsið er því síðari tíma sambræðsla. Franska stóreldhúsið er gömul söguleg staðreynd.

Önnur dæmi um svona háeldhús, byggð á langlífum stórhirðum, er japanska eldhúsið, suður-kínverska eldhúsið, indverska furstaeldhúsið og taílenska eldhúsið. Á öllum þessum stöðum mótaðist flókið og margbreytilegt eldhús kringum stórhirðir sem gátu sótt sér aðföng og hæfni víða að. Líklega munum við alltaf geta gengið að veitingahúsum byggðum á þessum hefðum í öllum stórum og millistórum borgum á meðan eldhús annarra svæða eru of einhæf til að verða klassísk og koma og fara með tískubylgjunum – mexíkóskt, suðurríkja, skandinavískt og grískt eldhús. Í þessu felst ekki gildisdómur. Franskt háeldhús stenst til dæmis ítölskum einfaldleika ekki snúning þegar kemur að varðveislu upprunalegs bragðs eða hollustu. En á meðan Frakkarnir sækja sér andlegan

 Gyðingarnir í Aleppo

Landflótta matgæðingar Afkomendur gyðingveldisins. Og það dró anna frá Aleppo eru lítið úr viðskiptum þótt nú fjölmennastir í siglingaþjóðir Evrópu Brooklyn í New York færu að flytja vörur en samfélög þeirra má frá Asíu fyrir Horn. einnig finna í nokkrum Aukin viðskipti gátu af borgum Suður-Ameríku; sér aukna hagsæld og Mexíkó, Panama, aukin hagsæld aukinn Caracas, Buenos kaupmátt. Það var ekki Aires og São Paulo. fyrr en eftir opnun Þetta fólk þekkist af Súez-skurðarins að matnum, sem er miklu Aleppo lenti utan við líkari Miðjarðarhafsmat alfaraleið og tók að og líbönskum en miðhnigna. Sumir gyðingog austurevrópskum anna fluttu sig þá um og jiddískum eins og set til Egyptalands Markaðurinn í Aleppo þar sem einkennir matarmennen aðrir einbeittu sér gyðingafjölskyldurnar réðu áður ingu flestra New Yorkað svæðisbundnari ríkjum. Þótt íbúðarhús þeirra gyðinga. verslun. standi auð er enn verslað á Gyðingasamfélagið í Við stofnun Ísraelsmarkaðnum. Aleppo mótaðist bæði ríkis réðst múgur á af tengslum við Asíu og Evrópu og verslun sýnagóguna í Aleppo og skemmdi líka um öll lönd Miðjarðarhafsins en einnig mörg íbúðar- og verslunarhús gyðinga. Í af mismunandi uppruna íbúanna. Það var kjölfarið flúðu fleiri land. Þegar Assad, faðir gyðingasamfélag í Aleppo frá fyrstu tíð og forveri núverandi konungs, komst til og það stóð af sér innrásir alls kyns afla; valda jók hann vægi Damaskus á kostnað Alexanders mikla, Rómverja, Mongóla, Aleppo og bannaði gyðingum að ferðast til Ottómana o.s.frv. Þegar gyðingar útlanda. Hnignun borgarinnar hélt áfram. voru hraktir frá Spáni á fimmtándu og Þegar ferðabanninu var síðan aflétt fyrir sextándu öld flúðu sumir til Ítalíu og tuttugu árum flúðu enn fleiri gyðingar aðrir til Sýrlands, og þá einkum Aleppo. hana. Nú eru fáir eftir og mest gamalmenni. Hverfi gyðinga í Aleppo standa nú að Meginverslunarleiðin frá Asíu til Evrópu mestu auð. Herinn gætir þess að fólk flytji lá þá í gegnum þennan öxul; Sýrland og ekki inn. Húsin eru því minnismerki um Ítalíu – einkum Aleppo og Feneyjar. Síðar menningu sem hvarf á braut. En þessi meir, þegar vistin var orðin óbærileg fyrir menning er ekki dauð. Hún lifir meðal gyðinga á Ítalíu, fluttu sumir þeirra til Aleppo-gyðinganna sem halda í sterka Aleppo. matarmenningu sína; matarmenningu sem Frá gyðingasamfélaginu í Aleppo liggja drakk í sig áhrif alls staðar frá og skóp úr því rætur víða um Miðjarðarhafið auk þess þeim einstakt eldhús – að margra mati sem það tengdist svo til öllum deildum hátind eldamennskunnar við Miðjarðarjarðar í gegnum verslun. Þetta samfélag hafið. stóð í miklum blóma á tímum Ottóman-

Lífræn og sykurlaus tómatsósa Hún er frábær með grillmatnum og hollt meðlæti fyrir alla, unga sem aldna. Þegar þú vilt sameina gæði, hollustu og gott bragð, veldu þá Rapunzel.

Fæst í öllum helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu

innblástur í einfaldleik Ítalanna þurfa Ítalirnar að sækja tækni og þekkingu til Frakkanna til að lyfta upp smáborgareldhúsinu sínu. Nú er í sjálfu sér ekkert að því að búin sé til sambræðsla úr mismunandi héraðseldhúsum eins og gert er á ítölskum eða spænskum veitingahúsum. En við það missum við sjónar af áhrifum tengingar Asíu við matargerð í Feneyjum sem ekki má finna í Toscana. Og svo framvegis. Gyðingaeldhúsið í Aleppo var ekki háeldhús en það ber með sér sambræðslu úr áhrifum frá ólíkum svæðum sem var aldir að mótast. Hún er því raunverulegt Miðjarðarhafseldhús, byggt á gömlum sögulegum rótum. Ástæða þess að við getum ekki gengið að Aleppo-

New York deli er ein af fáum útgáfum af gyðingaeldhúsi sem hefur náð útbreiðslu. Það byggist á jiddískum mið- og austur-evrópskum hefðum og er alls óskylt matargerðinni í Aleppo.

veitingastöðum í öllum helstu borgum er sú að gyðingar eru ekki vinsælt eða söluvænlegt vörumerki. Þeir standast ekki samkeppni við þjóðernisstefnuna. Og það er inngróið í menningu þeirra að stunda ekki trúboð eða leita samþykkis annarra á eigin verðleikum.

 Matartíminn: Áhrif gyðinga á matinn við Miðjarðarhafið

Hrunin háborg og gleymdar götur Á sama tíma og fjölþjóðamenning getur af sér blómaskeið í nokkrum stærstu borgum Vesturlanda, á fjölþjóðamenningin undir högg að sækja víða þar sem hún á sér þó lengsta sögu. Þjóðernisstefnan hefur gert mannhaf gamalla verslunarborga einhæfara og lokað viðskiptaleiðum sem áður báru menningarstrauma milli svæða.

Aleppo var mikilvægasta verslunarborgin í Mið-Austurlöndum nærri samfellt í sjö þúsund ár þar til það þjónaði pólitískum hagsmunum Assads, föður núverandi forseta Sýrlands, að tryggja uppgang Damaskus á kostnað Aleppo. Matargerð í Aleppo byggir því ekki aðeins á tengslum við Asíu jafnt sem Evrópu heldur er reist á grunni margra horfinna og ólíkra hirðeldhúsa þar sem matargerð hefur þróast og dafnað. Ljósmyndir/ Nordic Photos/Getty Imgaes

Þ

að má vera að þeir sem verða undir skrifi líka sína sögu en það lesi hana fáir, mun færri en lesa söguna sem sigurvegararnir skrifa. Og þar sem þjóðernisstefnan er hinn mikli sigurvegari síðustu aldar (og er síður en svo að missa tökin) eigum við oft erfitt með að greina hvað mótar menningu okkar. Tökum dæmi: Hversu margir íbúar við Miðjarðarhafið – frá Spáni, Frakklandi, Ítalíu, Slóveníu, Króatíu, Bosníu, Serbíu, Albaníu, Grikklandi, Tyrklandi, Sýrlandi, Líbanon, Ísrael, Palestínu, Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Alsír og að Marokkó – eigna gyðingum þroskandi áhrif á matarmenningu sína? Öngvir – nema auðvitað gyðingarnar í Ísrael. Sem eru reyndar æði margir frá innsveitum Mið- og Austur-Evrópu og hafa lagt minnst allra til matarmenningar Miðjarðarhafsins. Allir aðrir kunna margar og langar sögur um uppruna einstaka rétta sem eru þó merkilega líkir frá einu landi til annars. En sögurnar og skýringarnar eru hins vegar æði ólíkar. Og í þeim er sjaldnast minnst á gyðinga. Samt voru gyðingar öldum saman hinn eðlilegi farvegur til að breiða út nýjungar; nýja rétti og ný hráefni. Sýrlendingurinn gat selt Ítalanum vörur og Ítalinn greitt fyrir þær en á endanum seldi Sýrlendingurinn svikna vöru eða Ítalinn sveikst um að borga. Viðskipti milli ókunnugra eru nánast óhugsandi án eins konar ríkistryggingar – eins og heimsbyggðin hefur áttað sig á nýverið – og viðskipti milli landa og þjóða eru enn snúnari. Hin mikla þjóðbraut – Miðjarðarhafið – nýttist því ekki til hagsældar nema þegar stórríki blómstruðu; Grikkir, Rómverjar, Ottómanar. Þess á milli var Miðjarðarhafið aðeins fiskimið – nema fyrir þá sem áttu frændur í hverri höfn. Og það voru gyðingarnar. Því tvístraðri sem ríkin við Miðjarðarhafið voru, því blómlegri var

verslunin hjá gyðingunum. Þótt ítölsk lög eða ítalskar tryggingar hafi verið verðlaus í Sýrlandi gilti á báðum stöðum að enginn svíkur handaband milli ættmenna. Án gyðinga gátu smærri ríki ekki byggt upp alþjóðaviðskipti og notið hagsældar af þeim. Blómlegur efnahagur smærri ríkja gat síðan af sér þjóðernisstefnu. Sem aftur er ómögulegt að muna eftir áhrifum gyðinga á menningu ríkjanna. Og þar sem gyðingarnir skrifa ekki sögu Spánar eða Sýrlands, Túnis eða Tyrklands, er þeirra að litlu getið – illu ef eitthvað er. Þegar gyðingar voru hraktir frá kristna hluta Spánar á fimmtándu öld þótti starfsmönnum sérstaks rannsóknarréttar best að þekkja þá af lyktinni. Þetta var lykt af ólívuolíu. Strangtrúaðir gyðingar gátu nefnilega ekki notað svínafeiti til að steikja matinn sinn upp úr. Í raun var snúið fyrir þá að nota aðra dýrafitu því þá gátu þeir ekki blandað mjólkurafurðum í matinn. Þess vegna höfðu spænskir gyðingar tekið ólívutréð með sér frá Mið-Austurlöndum. Og trén urðu eftir þegar þeir hröktust til Ítalíu eða Sýrlands. En í dag steikja Spánverjar svo til eingöngu upp úr ólívuolíu. Áhrif gyðinga á matarmenningu Miðjarðarhafsins voru mest á tímum Ottómanveldisins. Þeir höfðu sterka stöðu á mörkuðum í Aleppo og öðrum öflugum borgum þar sem voru vegamót Mið-Austurlanda, Asíu og Evrópu. Í krossferðunum höfðu Evrópumenn reynt að ná undir sig þessum vegamótum en ekki tekist. Ferðir Kólumbusar til Ameríku og opnun siglingaleiðarinnar fyrir Afríku voru tilraunir til að komast fram hjá þeim. Þetta segir nokkuð um þá auðlegð sem þessi vegamót sköpuðu. Og gyðingarnir sem bjuggu í þessum borgum og nýttu verslunarkerfi sitt inn í Evrópu auðguðust ekki aðeins óheyrilega heldur höfðu mikil menningarleg áhrif. Í gegnum þá bárust ekki aðeins hráefni milli svæða heldur líka réttirnir sem hægt var búa til úr þeim. Það er því ekki furða að sumir telja hið klassíska gyðingaeldhús frá Aleppo hápunkt matargerðarlistar við Miðjarðarhafið. Og þessir sumir eru náttúrlega flestir gyðingar sjálfir. Öðrum finnst bara sinn fugl fagur.

Matur

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is


KÆRI VIÐSKIPTAVINUR Við bjóðum þér að koma og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu í golfi á Hólmsvelli í Leiru helgina 23.-24. júlí. Í veitingatjaldi okkar á staðnum verður boðið upp á léttar veitingar frá 12:00 til 18:30 á laugardag og sunnudag. Vinsamlega staðfestu þátttöku með því að nálgast boðsmiða á skrifstofu Securitas Skeifunni 8 á skrifstofutíma. Hlökkum til að sjá þig!


38

dýrin okkar

Górilla í hjónarúminu Sumir foreldrar kvarta yfir plássleysi í hjónarúminu þegar börnin skríða upp í. Frönsku hjónin Pierre og Elaine Thivillon kvarta reyndar ekki þótt fósturdóttir þeirra sé í stærra lagi. Digit er 13 ára górilla sem var hafnað af móður sinni þegar hún var nýfædd. Thivillon-hjónin hafa alið hana upp sem sína eigin dóttur síðastliðin 13 ár og segja að mikið traust ríki á milli þeirra. Pierre og Elaine eiga dýragarðinn Saint-Martin-la-Plaine og á daginn er Digit þar innan um aðrar górillur, en á kvöldin fer hún heim til hjónanna og fær meira að segja að sofa á milli þeirra.

Helgin 22.-24. júlí 2011

 Dýr og Bækur k attakúnstir

Brynningartæki fyrir hunda

Þjálfun katta Allir vita að hægt er að þjálfa hunda en flestir halda að það sé algjörlega vonlaust að þjálfa ketti. Það þarf reyndar aðeins meiri þolinmæði við kattaþjálfun en það er vissulega hægt. Það er meira að segja hægt að kenna þeim ýmsar kúnstir en það er aðeins hægt með jákvæðri styrkingu, það er að segja með því að verðlauna fyrir rétta hegðun. Ef kettir upplifa eitthvað neikvætt varðandi þjálfunina, svo sem skammir, missa þeir umsvifalaust áhuga á henni. Fyrir þá sem hafa áhuga á að spreyta sig við að kenna kisunum sínum að gefa fimmu, rúlla og fleira í þeim dúr, mæli ég með bókinni „Cat training in 10 minutes“ eftir Miriam Fields-Babineau. Ekki einungis til að vekja aðdáun gesta heldur er það í raun mjög ánægjulegt fyrir ketti að læra nýja hluti á jákvæðan hátt og það styrkir samband eigandans og kisunnar. Allir græða því á kattaþjálfun!

Sumarið er tími langra göngutúra með hundana í fallegri náttúru og (vonandi) góðu veðri. Hundar hlaupa yfirleitt fram og til baka og fara því mörgum sinnum lengri vegalengd en eigandinn. Öll þessi hreyfing kallar á mikinn þorsta og því getur verið gott að taka með sér vatn fyrir hundinn. Í mörgum gæludýraverslunum er hægt að kaupa græju sem er í senn vatnsflaska og skál. Skálin umlykur flöskuna þegar hún er ekki í notkun og tekur því ekkert aukapláss. Einfalt og þægilegt.

Með tíu mínútna þjálfun á dag er hægt að kenna kisunum ýmis brögð.

 Dýr og næring Það sem á að var ast

Freyja og dýrin

Hundleiðinlegt

Þ

að að eitthvað sé hundleiðinlegt er orðatiltæki sem margir Íslendingar láta út úr sér, og þar er ég engin undantekning. En þegar ég rýni betur í það hvað ég er í raun að segja, þá finnst mér það alveg út í hött. Ég er nefnilega ein af þeim sem finnst hundar alls ekkert leiðinlegir, í raun finnst mér þeir alveg yndislega skemmtilegir og gefandi – já, jafnvel skemmtilegri en margt fólk sem á fjörur mínar hefur rekið. En hvernig stendur þá á því að við segjum svona vitleysu; hvaðan kemur þetta orðatiltæki eiginlega? Ekki er þetta komið úr ensku „dogboring“, eða dönsku „hundkedeligt“, en sá Íslendingur sem hafði þetta fyrst á orði hlýtur að hafa verið einstaklega neikvæður og haft allt á hornum sér, þar á meðal hunda. Þannig lít ég á málið þó að þeir séu eflaust margir sem sýna þessari ást minni á hundum engan skilning og finnst að lýsingarorðið hundleiðinlegur sé rétt í orðsins fyllstu merkingu. Freyja Í Íslenskri orðsifjabók stendur meðal annars að ef hundKristinsdóttir er bætt framan við orð, geti það verið eins konar áhersluforliður. Og í því samhengi eru nefnd dæmin „hundmargur“ og freyja @frettatiminn.is „hunddjarfur“, sem reyndar eru samsetningar sem ég kannast ekki við í daglegu tali. Það er hvergi minnst á samsetninguna hundleiðinlegur, en orðið hundur getur þýtt óþokki, og hundspott er skammaryrði um mann. Það virðist því vera ýmislegt neikvætt tengt orðum sem byrja á hund-. Ef ég slæ inn orðið hundleiðinlegt í leitarvél Google, koma upp 230.000 niðurstöður – sem gefur ef til vill ágætis hugmynd um hversu mikið Íslendingar nota þetta orð í daglegu tali. Ef ég hins vegar gúgla orðið hundskemmtilegt hef ég 159 heimasíður upp úr krafsinu. Það eru þó fleiri en ég bjóst við; ég hélt að engum dytti í hug að nota orðið hundskemmtilegt. En þetta sýnir bara að fleiri eru sama sinnis og ég og finnst orðið hundleiðinlegt vera rangyrði. Til gamans má geta þess að 7.200 niðurstöður koma upp ef ég slæ inn orðið „þrælskemmtilegt“ en ég veit ekki til þess að það sé eitthvað skemmtilegt við að vera þræll. Því hvet ég ykkur öll, næst þegar þið gerið eitthvað skemmtilegt, að orða það á eftirfarandi hátt: „Þetta var alveg hundskemmtilegt!“

Gönguferðin þín er á utivist.is

Skoðaðu ferðir á utivist.is

Hættulegur matseðill Algeng matvara getur verið mjög háskaleg heimilisdýrum. Freyja Kristinsdóttir freyja@frettatiminn.is

F

lestir gefa dýrunum sínum einfaldlega mat sem keyptur er í gæludýraverslunum en sumir freistast til að gefa þeim matarafganga heimilisins öðru hverju. Bænaraugu hundsins við

matarborðið verða stundum til þess að gaukað er að honum smábitum og gæludýr komast stundum í innihald ruslafötunnar eða finna góðgæti á glámbekk. Það er því nauðsynlegt fyrir dýraeigendur að hafa

nokkra hugmynd um hvaða mannamatur er sem eitur fyrir málleysingjana. Eftirfarandi listi er ekki tæmandi en inniheldur það sem oftast veldur alvarlegustum eitrunum hjá dýrum um allan heim.

VÍNBER OG RÚSÍNUR Eitruð fyrir: Hunda Hvers vegna: Það er ekki vitað hvaða efni það er sem er eitrað hundum, en samkvæmt einni kenningunni eru það sveppagró í vínberjum og rúsínum sem eyðileggja nýrun í þeim. Þetta virðist reyndar ekki hafa áhrif á alla hunda, en engin leið er að vita hvaða hundar eru viðkvæmir og hverjir ekki.

Það er því nauðsynlegt fyrir dýraeigendur að hafa nokkra hugmynd um hvaða mannamatur er sem eitur fyrir málleysingjana.

TÓMATAR Eitraðir fyrir: Ketti

Einkenni og afleiðingar eitrunar: Uppköst og niðurgangur, þorsti, skjálfti og magakrampar. Þeir hundar sem eru viðkvæmir fyrir vínberja- og rúsínueitrun þurfa ekki að borða nema 2,8 g af rúsínum og 19,6 g af vínberjum til að veikjast af lífshættulegri nýrnabilun.

Hvers vegna: Tómatplantan og grænir óþroskaðir tómatar innihalda efnið tomatine sem er eitrað fyrir ketti. Einkenni og afleiðingar eitrunar: Tomatine hefur áhrif á meltingarfæri katta og getur valdið uppköstum og niðurgangi. Mikið magn af efninu þarf til að valda alvarlegri eitrun og þar að auki innihalda þroskaðir tómatar mjög lítið magn af tomatine þannig að ekki er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessari eitrun.

SÚKKULAÐI Eitrað fyrir: Hunda og ketti Hvers vegna: Súkkulaði inniheldur efnin koffín og theobrómín sem eru eitruð fyrir hunda. Þeim mun dekkra sem súkkulaðið er, þeim mun eitraðra er það. Hundar og kettir eiga erfitt með að vinna úr þessum efnum og því safnast þau upp í líkama þeirra og geta haft alvarleg áhrif á mikilvæg líffærakerfi svo sem taugakerfi, hjarta, öndunarfæri og fleira. Einkenni og afleiðingar eitrunar: Fyrstu einkenni eru uppköst, hraður hjartsláttur og ósamhæfðar hreyfingar. Það er misjafnt hversu viðkvæmir hundar og kettir eru fyrir súkkulaði en 125 grömm af dökku súkkulaði geta verið lífshættuleg fyrir um 20 kg hund. Súkkulaði er í raun enn eitraðra köttum, en kettir borða sjaldnar súkkulaði og því er þessi eitrun mun þekktari hjá hundum.

LAUKUR Eitraður fyrir: Hunda og ketti Hvers vegna: Laukur inniheldur efnið thiosúlfat og þar sem hunda og ketti vantar ensímið sem brýtur niður thiosúlfat, safnast það upp, sest á rauðu blóðkornin og hindrar súrefnisflutning. Efnið veikir einnig frumuvegginn í rauðum blóðkornum sem eiga þá á hættu að springa og valda blóðleysi (anaemiu). Einkenni og afleiðingar eitrunar: Einkenni koma yfirleitt ekki fram fyrr en nokkrum dögum eftir neyslu, en þau eru slappleiki, fölar eða gular slímhimnur, blóð í þvagi og fleira. Blóðleysið getur orðið lífshættulegt, en ef dýrið fær meðferð hjá dýralækni fyrr en seinna er stundum hægt að bjarga því.

AVÓKADÓ Eitrað fyrir: Fugla Hvers vegna: Avókadó-ávöxturinn, eins og hann leggur sig, inniheldur efnið persín sem drepur hjartavöðvafrumur í fuglum. Einkenni og afleiðingar eitrunar: Eitt gramm af persíni hefur alvarleg áhrif á hjartað í fugli á stærð við gára og getur leitt til dauða. Einkenni geta verið uppköst og niðurgangur, öndunarerfiðleikar og slappleiki. Aðeins 9 g af efninu valda dauða innan tveggja daga.


dýrin okkar 39

Helgin 22.-24. júlí 2011

lísa Björk Hélt tombólu fyrir heimilislausar kisur

Safnaði fyrir Kattholt Í sólskininu á mánudaginn mátti sjá gullfallega stúlku sitja með fallega muni fyrir utan Melabúðina. Þetta var hún Lísa Björk Hannesdóttir, 11 ára,sem sagðist hafa frétt af vanda Kattholts, sem Kattavinafélag Íslands rekur. Þar er mikill fjárhagsvandi og óskilakettir skipta tugum. „Ég las eða heyrði einhvers staðar að það væri allt fullt af heimilislausum kisum í Kattholti. Ég á sjálf hund, en mamma, pabbi og systir mín höfðu átt kött áður en ég fædd-

Lísa Björk Á hund sjálf en vill leggja sitt af mörkum til þess að óskilakisum líði betur.

ist. Mér fannst svo sorglegt að heyra um kisurnar að ég hringdi í ömmu og afa og bað þau að útvega mér muni til að selja á hlutaveltu. Þau búa í stóru húsi fyrir eldri borgara við Grandaveg og amma hringdi bara í alla sem hún þekkti í húsinu og bað þá að athuga hvort þeir ættu ekki eitthvað í geymslunum sem þeir vildu losna við. Það brugðust allir mjög vel við og ég fékk marga fallega hluti, eins og vasa og koparkertastjaka. Á mánudaginn sat ég fyrir utan

Melabúðina frá hálf þrjú til hálf átta og safnaði þá rúmum 14.000 krónum en á miðvikudaginn var ég bara í tvo tíma og safnaði 4.000 krónum.“ Að sögn Önnu Kristine Magnúsdóttur, formanns Kattavinafélags Íslands koma peningarnir frá Lísu Björk sér afar vel. Kattholt stendur illa fjárhagslega og Kattavinafélagið vonar að fleiri fylgi fordæmi Lísu Bjarkar og aðstoði við að byggja upp fallegt heimili fyrir óskilaketti.

Mér fannst svo sorglegt að heyra um kisurnar að ég hringdi í ömmu og afa og bað þau að útvega mér muni til að selja á hlutaveltu.

Fróðleikur um kisur

n Það er misskilningur að taka eigi kettlinga frá mæðrum sínum þegar þeir eru átta vikna. Best er að þeir fari ekki fyrir þriggja mánaða aldur. Ástæðan er sú að ónæmiskerfið þarf að þroskast svo að þeir þoli betur bólusetningar og sýkingar þegar þeir eru eldri. Einnig þarf ungviðið að læra gegnum leik við mömmu sína og systkin hversu langt má ganga gagnvart öðrum kisum. Þannig læra þeir til dæmis hversu fast þeir mega bíta og læra samskipti við aðra. Ef upp koma hegðunarvandamál hjá köttum má mjög oft rekja það til þess að þeir hafa verið teknir frá mæðrum sínum of ungir. n Nauðsynlegt er að gera ófrjósemisaðgerðir á köttum áður en þeim er leyft að ganga lausir úti. Þetta er mikilvægt til að sporna við því að of margir kettlingar fæðist, enda fá þeir aldrei allir heimili. Ógeltir kettir leita burt frá heimilinu og eru því líklegri til að týnast, lenda í slagsmálum og slasast. Það er misskilningur að bíða þurfi með ófrjósemisaðgerðir á köttum fram að sex mánaða aldri; þær má gera þegar þeir eru 12 vikna. n Áður en fólk ákveður að fá sér kött á heimilið verður það að vita að það kostar peninga að eiga kött. Köttur er ekki leikfang, heldur lifandi vera sem sinna þarf af mikilli alúð alla daga ársins. Að eiga kött er allt að tuttugu ára skuldbinding og því þarf fólk að vera búið að gera upp hug sinn vandlega áður en kisa er tekin inn á heimilið.

Fyrir hundinn þinn Sankti-Ice Forever Perfect (St. Bernharðs) vann tegundarhóp tvö og var valinn besti hundur sýningar. Heimsenda Stóri Skjálfti (Australian Shepherd) var valinn besti hundur tegundar og vann tegundarhóp eitt. Með þeim á myndinni eru Kresten Scheel dómari frá Danmörku og Guðný Vala Tryggvadóttir og Hjörtur Eyþórsson eigendur.

Pedigree vann

n Oft er betra að fá sér tvo ketti heldur en einn, einkanlega þegar fólk er útivinnandi. Kettirnir hafa þá félagsskap hver af öðrum og eru oft í betra jafnvægi, auk þess sem það er betra fyrir samvisku eigandans að skilja þá eftir heima þegar farið er til vinnu.

á sumarsýningu HRFÍ 2011 Við höfum áratuga reynslu af ræktun hunda og höfum prófað ýmsa valkosti í fóðrun. Niðurstaða okkar er að Pedigree sé besti og hagkvæmasti valkosturinn. Við treystum Pedigree fyrir hundunum okkar.

n Hundar og kettir geta auðveldlega búið saman og orðið mjög góðir vinir. Kettir geta vanist flestum öðrum dýrum og lært að lifa góðu lífi í fjölbreytilegum aðstæðum.

Guðný Vala Tryggvadóttir og Hjörtur Eyþórsson hundaræktendur.

www.pedigree.is

Adult healthy vitality

ÍSLENSKT

mikilvæg vítamín og steinefni

HUNDANAMMI gott í þjálfun og í leik

Pedigree® Adult Vitality er framleitt úr sérvöldum hráefnum sem fullnægja næringarþörf hundsins þíns í hverri máltíð.

VINS ÆL VARA

SÍA

111774

Öll næring sem hundurinn þinn þarfnast: Rétta blandan af næringarefnum sem heldur hundinum þínum heilbrigðum og fullum af orku.

PIPAR \ TBWA

Heilbrigð húð og glansandi feldur: Rétt blanda af Omega 3 og 6 fitusýrum gagnast hundinum þannig að hann hafi það gott og líti vel út. Styrkir náttúrulegar varnir: Vítamín E, andoxunarefni og valin steinefni stuðla að verndun náttúrulegra mótefna hundsins þíns. Sterkar tennur og heilbrigt tannhold: Sérmótaðir stökkir bitar sem halda tönnunum sterkum. Án viðbætts sykurs. Vöðvabygging: Úrvalskjötprótein styrkir vöðva.

Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli

Þróað af dýralæknum

Engin tilbúin bragðefni

Pedigree hvetur alla hundeigendur til að virða lög og reglur um hundahald.

Enginn viðbættur sykur


40

heilabrot

Helgin 22.-24. jĂşlĂ­ 2011

ďƒ¨ sumargetr aun frĂŠttatĂ­mans

ďƒ¨

1 6 4

1 SĂ­Ă°asta Harry Potter-myndin

3 4 5

6

7

8

9

9

8

3 7

4 6

7 3

2 3

6 9 4 2

5 6

2 ďƒ¨

4 9 5 7 5 4 2 1 6 7

8 11 HvaĂ°a danski stĂłrleikari verĂ°ur 10 HvaĂ°a fĂ­kniefni segist Lady GaGa vera hĂŚtt aĂ° nota?

Ă­ dĂłmnefnd kvikmyndahĂĄtĂ­Ă°arinnar Reykjavik International Film Festival (RIFF) Ă­ haust? 12 Vestmannaeyjaferjan HerjĂłlfur fer Ă­ slipp erlendis Ă­ september. HvaĂ°a skip mun fylla skarĂ° HerjĂłlfs ĂĄ meĂ°an?

ďƒ¨

krossgĂĄtan

8 7

Sudoku fyrir lengr a komna

3 6

SvĂśr 1 20 milljĂśrĂ°um krĂłna (168 milljĂłnum dollara). 2 Rebekah Brooks. 3 93 ĂĄra. 4 AEK frĂĄ AĂženu. 5 BryndĂ­s GyĂ°a Michelsen. 6 Brigitte Bardot. 7 KĂłtelettufĂŠlag Ă?slands. 8 BjĂśrn JĂśrundur FriĂ°bjĂśrnsson. 9 Andri Marteinsson. 10 KĂłkaĂ­n. 11 Ulrich Thomsen. 12 BreiĂ°afjarĂ°arferjan Baldur.

2

sló aðsóknarmet yfir frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum. Hversu miklu fÊ er hún talin hafa rakað saman um helgina? Hvað heitir hÌgri hÜnd Ruperts Murdoch og fyrrum framkvÌmdastjóri News International? Nelson Mandela åtti afmÌli í byrjun vikunnar. Hvað er hann orðinn gamall? � raðir hvaða knattspyrnuliðs er Eiður Småri Guðjohnsen genginn? Hvaða íslenska fyrirsÌta freistar Þess nú í netkosningu að komast å síður Playboy? Skip Sea Shepherdsamtakanna, sem ber nafn Þekktrar leikkonu og Þokkagyðju, kom til FÌreyja í vikunni. Hvað heitir skipið? Hvaða fÊlagsskapur hliðhollur lambakjÜti hefur gagnrýnt Gylfa ArnbjÜrnsson, forseta AS�, fyrir að hvetja fólk til að sniðganga lambakjÜt? Hver mun leika sjórÌningjann Long John Silver í Gulleyjunni í sameiginlegri sýningu LeikfÊlags Akureyrar og Borgarleikhússins? Hvað heitir Þjålfarinn sem var låtinn taka pokann sinn hjå Víkingi í vikunni?

Sudoku

1 5

4 6

1

8 3 7 2

4 5

lausn krossgĂĄtunnar er birt ĂĄ vefnum: www.this.is/krossgatur, aĂ° viku liĂ°inni "/("/

53²

&3 .&š

6/%3"/%*

.0,6š6

7"'3"

5ÂŤ("3Âś-ÂŤ5

(-š"3

7&3,'Š3*

HNOTSKĂ“GUR grafĂ­sk hĂśnnun

MYND: ERAN FINKLE (CC BY 2.0)

4-½/(6 '&3(+" 4-"(4..+-,63 7"3" #-.

4,+Âť-"

Âś 3½Âš

:'*3/ÂŤ55 Ă 3-&(63

/ÂŤ.4 (3&*/

4,3"/

'"3" "'563

5&35"

,033

#&45* ÂŤ3"/(63

SUMARHĂšSIĂ? & GARĂ?URINN

.ÂŤ5563

(3&.+"

'Ă 4,

(6š

/6//"

)0--645"

)Šš"

'"3.63 (3&*55

57&*3 &*/4 /Š(*-&(5

H E LG A R BLA Ă? &(/"

'36.&'/*

4.:34-

':3*3 (&'/*/(

Â?&44*

)"-%

"-�+š -&(63 4"./*/(63

'-Ă…5*3

5"-"

."3( 4*//*4 #&*/

45&:16 &'/*

4,".. 45½'6/

3:,,03/

-"/%

)"/%"

3&,,+"

œ 7*š#5

H E LG A R B L A Ă?

4,3&'

)6(3&,,*

ÞjónustustÜðvum N1 um land allt

413Š,63

)7&5+"

."54

Þú getur nĂĄlgast FrĂŠttatĂ­mann frĂ­tt ĂĄ ĂžjĂłnustustÜðvum um landfrĂ­tt allt Þú getur nĂĄlgast N1 FrĂŠttatĂ­mann ĂĄ

#36 "š

,03/ 5&(6/% "/%-*54 1"3563

,-*š63

/03š63 -'"

3",-&*š*4

Ă skrift Ă­ sĂ­ma 578 4800 og ĂĄ www.rit.is

)&*-%"3 &*(/

63("

#3:š+"

N�TT BLA� KOMI� � VERSLANIR Tryggðu ÞÊr eintak!

57&*3 &*/4

)7"š

4565563

-0'5 5&(6/%

70/%63

'*4,*/&5 ,-"64563 #Ă *

-0,"03š

3*'"

&3'*š"

-".1*

(-&š+"

.6/

"/(3"

Âť//

:'*3 45²55"3

.Š-* &*/*/(

Âś 3½Âš

'3ÂŤ

:/%*

)-65"

-/4 #-š )-"61

'Ă "%Ă…

Â?031"3"


 

 



 

    

  

      

  

     

Ódýrari bílar frá öllum helstu framleiðendum. www.islandus.is — Sími 552 2000


42

sjónvarp

Helgin 22.-24. júlí 2011

Föstudagur 22. júlí

Föstudagur

Sjónvarpið

21:45 The Duchess Stórmynd frá árinu 2008 með Keira Knightley, Ralph Fiennes og Charlotte Rampling í aðalhlutverkum.

19:40 So you think You Can Dance Úrslitaslagurinn heldur áfram og aðeins 16 bestu dansararnir eru eftir í keppninni.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21:50 The Astronaut Farmer Ævintýramynd með Billy Bob Thornton og Virginia Madsen í aðalhlutverkum.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

21:25 The Hurt Locker Sigur4 vegari síðustu Óskarverðlaunahátíðar. Stranglega bönnuð börnum yngri en 16 ára.

Sunnudagur

21:10 Lie to Me Önnur spennuþáttaröðin um Dr. Cal Lightman sem Tim Roth leikur og er sérfræðingur í lygum.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

ENNEMM / SÍA / NM47370

21:45 Shattered Þáttaröð um rannsóknarlögreglumanninn Ben Sullivan sem er ekki allur þar sem hann er séður.

15:50 Leiðarljós Guiding Light e 16:35 Leiðarljós Guiding Light e 17:20 Mörk vikunnar 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Litlu snillingarnir (4:12) 18:22 Pálína (24:28) 18:30 Komdu að sigla (5:5) 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:40 Andri á flandri Austurl. (2:6) 20:15 Í mat hjá mömmu (3:6) 20:45 Gogguregla 22:40 Taggart - Local Hero Lík finnst á leikvelli í nýuppgerðu hverfi sem áður var fullt af fíklum og glæpamönnum og hinn látni reynist hafa verið félagi í nágrannavaktinni þar. Grunur fellur á formann hennar, Harry Wallace, sem átti drjúgan þátt í tiltektinni í hverfinu. Jackie reynir að hreinsa nafn hans en samstarfsmenn hennar eru ekki eins vissir um sakleysi hans.. 23:30 Barist í Bronx 01:00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 5

6

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Dynasty (12:28) (e) 09:30 Pepsi MAX tónlist 16:35 Running Wilde (7:13) (e) 17:00 Happy Endings (7:13) (e) 17:25 Rachael Ray 18:10 Life Unexpected (10:13) (e) 18:55 Real Hustle (3:10) (e) 19:20 America's Funniest Home Videos 19:45 Will & Grace (14:27) 5 6 Loser (19:26) 20:10 The Biggest 21:00 The Biggest Loser (20:26) 21:45 The Duchess e 23:35 Parks & Recreation (11:22) e 00:00 Law & Order: LA (18:22) e 00:45 The Bridge (3:13) e 01:30 Smash Cuts (15:52) 01:55 Last Comic Standing (7:12) e 03:20 Whose Line is it Anyway? e 03:45 Real Housewives of ... e 04:25 Million Dollar Listing (2:9) e 05:15 Will & Grace (14:27) e 05:35 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

Laugardagur 23. júlí Sjónvarpið

STÖÐ 2

08:00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:01 Lítil prinsessa (17:35) 08:15 Oprah 08:11 Sæfarar Octonauts (6:52) 08:55 Í fínu formi 08:23 Hér er ég (3:12) 09:10 Bold and the Beautiful F 08:29 Litlu snillingarnir (31:40) 09:30 The Doctors (75/175) 08:52 Múmínálfarnir (11:39) 10:15 60 mínútur 09:01 Millý og Mollý (4:26) 11:00 Life on Mars (11/17) 09:14 Veröld dýranna (21:52) 11:50 Making Over America ... 09:20 Engilbert ræður (19:78) 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 09:28 Skrekkur íkorni (1:26) 13:00 Friends (16/24) 09:52 Lóa (22:52) 13:25 Grey Gardens fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:05 Hérastöð (16:26) 15:20 Auddi og Sveppi 10:17 Bombubyrgið 15:50 Barnatími Stöðvar 2 10:50 Að duga eða drepast (33:41) 17:05 Bold and the Beautiful 11:35 Leiðarljós e 17:30 Nágrannar 13:00 Demantamót í frjálsum 17:55 The Simpsons (5/21) 4 5 15:00 Mörk vikunnar e 18:23 Veður 15:30 Landsmót í golfi Beint 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:30 Táknmálsfréttir 18:47 Íþróttir 18:46 Frumskógarlíf (11:13) 18:54 Ísland í dag 18:54 Lottó 19:06 Veður 19:00 Fréttir 19:15 The Simpsons (9/23) 19:40 So you think You Can D...(10/23) 19:30 Veðurfréttir 19:40 Popppunktur Ég - Valdimar 21:10 So you think You Can D...(11/23) 20:45 Hitch 21:55 The House Bunny 22:45 Jarðarförin 23:30 Peaceful Warrior Dramatísk 00:45 Enginn veit og rómantísk mynd um líf 03:05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok fimleikastráks og hvernig allt

Sunnudagur Sjónvarpið

08:00 Morgunstundin okkar / Sveita07:00 Lalli sæla / Teitur / Herramenn 07:10 Brunabílarnir 18:34 Ólivía (39:52) 07:35 Strumparnir 08:45 Töfrahnötturinn (19:52) 08:00 Algjör Sveppi 08:57 Leó (46:52) 10:20 Grallararnir 09:00 Disneystundin 10:45 Daffi önd og félagar 09:01 Finnbogi og Felix (28:35) 11:10 Bardagauppgjörið 09:24 Sígildar teiknimyndir (2:10) 11:35 iCarly (23/45) 09:30 Gló magnaða (2:10) 12:00 Bold and the Beautifulallt fyrir áskrifendur 09:53 Hið mikla Bé (12:20) 13:45 So you think ... (10 & 11/23) 10:16 Hrúturinn Hreinn (17:40) 15:55 Bubbi - Ég trúi á þig fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:25 Popppunktur Ég - Valdimar e 16:30 Grillskóli Jóa Fel (6/6) 11:25 Landinn e 17:10 ET Weekend 11:55 Aldamótabörn (2:2) e 17:55 Sjáðu 12:55 Vestfjarðavíkingur 2010 e 18:30 Fréttir Stöðvar 2 13:55 Mótókross 18:49 Íþróttir 4 5 6 14:30 Landsmót í golfi Beint 18:56 Lottó 17:30 Táknmálsfréttir 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 17:40 Skúli Skelfir (35:52) 19:29 Veður 17:52 Ungur nemur - gamall temur 19:35 America’s Got Talent (8/32) 18:00 Stundin okkar e 20:20 Angus, Thongs and Perfect ... 18:25 Fagur fiskur í sjó Sá guli (1:10) e 21:50 The Astronaut Farmer 19:00 Fréttir 23:35 Ocean’s Twelve 19:30 Veðurfréttir 01:40 Rails & Ties 19:40 Landinn 03:20 Little Children 20:15 Karlakórinn Hekla 05:35 Fréttir 21:55 Skóli valdsins (1:2) 00:05 Andri á flandri Austurl. (2:6) e 00:35 Óvættir í mannslíki (4:6)e breytist eftir að hann hitti 08:55 Formúla 1 - Æfingar 01:35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok örlagavald sinn fyrir tilviljun. SkjárEinn 10:00 Símamótið Nick Nolte og Amy Smart leika 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:40 The Swing aðalhlutverkin. 13:15 Rachael Ray e SkjárEinn 11:15 F1: Föstudagur 01:30 Van Wilder 2: The Ride of Taj 15:25 Real Housewives of ... (3:17) e 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:45 F1 2011 - Tímataka Beint 03:05 Grey Gardens 16:10 Dynasty (11:28) e 12:50 Rachael Ray e 13:20 Veiðiperlur 04:45 Friends (16/24) 16:55 My Generation (4:13) e 14:15 Dynasty (12:28) e 13:55 OneAsia Tour - Highlights allt fyrir áskrifendur 05:05 The Simpsons (9/23) 17:45 One Tree Hill (12:22) e 15:00 How To Look Good Naked e 14:45 Herminator Invitational 2011 05:30 Fréttir og Ísland í dag 18:30 Psych (14:16) e 15:50 Top Chef (9:15) e 15:30 KR - Valur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:15 Survivor (10:16) e 16:40 The Biggest Loser (19:26) e 17:20 Pepsi mörkin 20:00 Last Comic Standing (8:12) 17:25 The Biggest Loser (20:26) e 18:35 Almeria - Barcelona 21:25 The Hurt Locker e 18:05 Happy Endings (7:13) e 20:20 Villarreal - Real Mardrid 16:35 Pepsi mörkin S 23:35 Out of Reach e 18:30 Running Wilde (7:13) e 22:05 Box - A. Khan - M. R. Maidana 17:50 West Ham - Man. Utd. 01:05 Shattered (4:13) e 18:55 Rules of Engagement (11:26) e 23:15 Box - A. Khan - P.McCloskey 19:35 Kings Ransom 4 5 01:55 Smash Cuts (16:52) 01:00 Box: A. Khan - Zab Judah Beint 19:20 Parks & Recreation (11:22) e 20:30 F1: Föstudagur 02:20 The Real L Word: LA (9:9) e 19:45 America's Funniest Home Videos 21:00 Barcelona - Real Madrid 03:05 Whose Line is it Anyway? e 20:10 Psych (15:16) 23:30 Miami - Dallas 03:35 Real Housewives of ... (4:15) e 20:55 Law & Order: Criminal Intent allt fyrir áskrifendur 04:15 Million Dollar Listing (3:9) e 21:45 Shattered (5:13) 13:30 Premier League World 05:00 Pepsi MAX tónlist 22:35 In Plain Sight (3:13) e 14:00 David Beckham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:20 The Bridge (3:13) e 14:25 Season Highlights 2001/2002 17:30 Copa America 2011 00:10 Last Comic Standing (8:12) e 15:20 Perú Úrugvæ 21:00 Premier League World allt fyrir áskrifendur 01:35 The Real L Word: LA(9:9) e 17:05 Paragvæ Venuzel 21:30 Patrick Kluivert 08:00 Sisterhood of the Traveling ... 02:20 CSI (9:23) e 18:50 Leikur um 3. sæti Beint 21:55 Perú Úrugvæ 10:00 Marley & Me allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:05 Pepsi MAX tónlist 21:00 Copa America 2011 23:40 Paragvæ - Venuzela 12:00 Open Season 2 4 5 6 22:45 Premier League World 14:00 Sisterhood of the Traveling ... fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:15 Leikur um 3. sæti 16:00 Marley & Me SkjárGolf

08:00 More of Me 18:00 Open Season 2 10:00 Ghosts of Girlfriends Past 06:00 ESPN America allt fyrir áskrifendur 20:00 Don Juan de Marco 12:00 Harry Potter and the Half-... 07:00 RBC Canadian Open (1:4) 22:00 Appocalypto 14:30 More of Me 10:00 Opna breska meistaram. (4:4) 16:00 Ghosts of Girlfriendsfréttir, Pastfræðsla, sport og skemmtun 16:50 Champions Tour 4 - Highl. (13:25) 5 00:15 Taken 6 02:00 Jindabyne 18:00 Harry Potter and the Half-... 17:45 Inside the PGA Tour (29:42) 04:00 Appocalypto 20:30 When In Rome 18:10 Golfing World 22:00 Jumper 19:00 RBC Canadian Open (2:4) 5 6 00:00 Ocean’s Eleven 22:00 Golfing World 4 5 6 02:00 Road Trip 22:50 PGA Tour - Highlights (26:45) 04:00 Jumper 23:45 ESPN America 06:00 Don Juan de Marco

SkjárGolf 4

06:00 ESPN America 07:20 Golfing World 4 5 08:10 RBC Canadian Open (2:4) 11:10 Opna breska 2011 (3:4) 18:10 Golfing World 19:00 RBC Canadian Open (3:4) 22:00 US Open 2006 - Official Film 23:00 Junior Ryder Cup 2010 23:50 Inside the PGA Tour (29:42) 00:15 ESPN America

6

06:15 Lions for Lambs 508:00 Step Brothers 6 allt fyrir áskrifendur 10:00 Paul Blart: Mall Cop 12:00 Lína Langsokkur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:006 Step Brothers 16:00 Paul Blart: Mall Cop 18:00 Lína Langsokkur 20:00 Lions for Lambs 22:00 The Godfather 2 4 01:15 Old Dogs 02:40 Dracula 2: Ascension 04:05 The Godfather 2

tvær nýjar bragðtegundir! NÝ bragðtegu – béarNaisNd e

6

NÝ bragðtegu – sítróNa oNd g karrí


sjónvarp 43

Helgin 22.-24. júlí 2011 

STÖÐ 2 07:00 Dóra könnuður 07:30 Stubbarnir 08:00 Algjör Sveppi 09:25 Histeria! 09:45 Gosi 11:30 Sorry I’ve Got No Head 12:00 Nágrannar 13:45 America’s Got Talent (8/32) 14:30 Cougar Town (1/22) allt fyrir áskrifendur 14:55 Hot In Cleveland (1/10) 15:20 Off the Map (7/13) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:05 The Amazing Race (10/12) 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:10 Frasier (24/24) 4 19:35 Ramsay’s Kitchen Nightmares 20:25 The Whole Truth (5/13) 21:10 Lie to Me (17/22) 21:55 Damages (10/13) 22:40 60 mínútur 23:25 Daily Show: Global Edition 23:50 Fairly Legal (7/10) 00:30 Nikita (18/22) 01:15 Weeds (2/13) 01:45 The Closer (13/15) 02:25 Undercovers (11/13) 03:10 Welcome Home, Roscoe Jenkins 05:00 The Whole Truth (5/13) 05:45 Fréttir

Í sjónvarpinu Gulli byggir

Brotið, sagað og borað Á meðan sumarið leikur við hvern sinn fingur, loksins, er lítið um að horft sé á sjónvarp. Betra er að grilla góðan mat, leyfa sólinni að kyssa berar tærnar og leggjast í dúnmjúkt grasið. Sökum vikulegs sjónvarpspistils var þó horft á þriðja þáttinn af Gulli byggir í endursýningu. Fræðandi skemmtun. Kjallaraíbúð í Vesturbænum, sem var í ágætu standi í upphafi, er nú fokheld; spennan hefur náð hámarki: myglusveppur, fúnar spýtur og framkvæmdir sem vaxa við hvert verk sem unnið er, klaufabárðatónlistin sem leikur við lúna smíðafingur slær tóninn. Gulli hefur karisma, einlægni og áhuga á viðfangsefninu til að halda uppi þættinum og vandað er til verka. Handverk eins og að bólstra gömul sófasett og pússa og pólýfóna ofna verður áhugavert þegar viðfangs5

6

efninu er sýnd virðing og lýðurinn er uppfræddur um myglusvepp og þrálát einkenni, vá sem gæti leynst víðar en gott er af að vita. Krumma films er gæðastimpill og framleiðslufyrirtækið státar af heimildarmyndum sem hugsjónavinna liggur að baki. Ekki skemmdi svo fyrir að sjá Stefáni Hilmars bregða fyrir í golfi sama kvöld. Hver vill ekki sjá Stebba njóta sín í sólinni í nettri Júróvisjón-upprifjun með Eyva. Það þarf ekkert að ræða hve Gunnar Hansson er mikill sjónvarpssjarmör og fagmaður. Hér kemur áframhaldandi hvatning til dagskrárgerðar- og yfirmanna RÚV inn í veturinn – að taka sum-

4

5

6

SkjárGolf 06:00 ESPN America 4 07:45 Inside the PGA Tour (29:42) 08:10 RBC Canadian Open (3:4) 11:10 Opna breska 2011 (4:4) 18:10 Golfing World 19:00 RBC Canadian Open (4:4) 22:00 Champions Tour - Highlights 22:55 Golfing World 23:45 ESPN America

5

Getur þú verið heimilisvinur Abigale?

Getur þú styrkt barn?

www.soleyogfelagar.is

www.soleyogfelagar.is

arið með, grípa ekki of seint í rassinn og skipuleggja nú vel íslenska dagskrárgerð sem og leikið efni; hleypa áfram nýju hæfileikafólki og reynsluboltum að, fjárfesta í hugviti og setja gæðastimpillinn hátt. Ríkisstofnunin á að ryðja brautina en ekki draga lestina eins og hún hefur því miður gert of lengi þegar kemur að íslenskri sjónvarpsþáttagerð. Kannski mætti taka leikhúsin til fyrirmyndar og gefa út bækling með skipulagðri íslenskri vetrardagskrá. Þá er aldrei að vita nema Sjónvarpið vinni sólina – eða ylji manni að minnsta kosti í gegnum vetrarkalt næturmyrkið þegar húmið fellur á : ) Þóra Karítas

Ávaxta Smoothie

10:00 Box: Amir Khan - Zab Judah 11:30 F1 Þýskaland Beint 14:00 F1: Við endamarkið 14:30 Real Madird - Racing 16:15 Indonesian Open 18:55 OneAsia Tour - Highlights 19:45 KR - Breiðablik Beint allt fyrir áskrifendur 22:00 Pepsi mörkin 23:10 KR - Breiðablik fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:00 Pepsi mörkin

15:10 Premier League World 15:40 Season Highlights 2007/2008 16:35 Ronaldinho 17:05 Leikur um 3. sæti allt fyrir áskrifendur 18:50 Úrslitaleikur Copa Beint 21:20 M. United - Middlesb. 1996 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:50 Season Highlights 2008/2009 22:45 Úrslitaleikur



6

ldur all t t hie innihe oo m S i t t af Fru ltíð fyrir E in f e rna Góð millimá i. t x e v á a að þrjá he il ðalagið! gile g t í f e r æ þ – in n ör b 100%

-víta mín áve x t ir – C % 0 10 – t g ná t t úr le

ætts eru án viðb t a m a rn a b efna. frá Nestlé narra auka Allar vörur n a a ð e a n varnaref sykurs, rot

ENNEMM / SÍA / NM47 2 6 1

24. júlí


44

tíska

Helgin 22.-24. júlí 2011

Armani hannar fyrir ólympíufara

Kántrí-ilmur

Í vikunni samþykkti ítalski hönnuðurinn Giorgio Armani að taka að sér að hanna ítölsku keppnisbúningana fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða næsta sumar í London. Ítalska liðið mun svo sannarlega keppa um titilinn best klædda íþróttafólkið en verða þó í harði samkeppni við það enska, sem mun klæðast keppnisbúningum frá hönnuðinum Stellu McCartney. Armani er þó enginn nýliði þegar kemur að því að hanna klæðnað fyrir Ólympíuleikana því árið 2006, á Vetrarólympíuleikunum sem haldnir voru á Ítalíu, klæddist fánaberi Ítala hönnun frá Armani. -kp

Kántrí-söngkonan Taylor Swift hefur nú slegist í hóp þeirra Hollywoodstjarna sem sent hafa frá sér nýjan ilm á árinu. Þetta mun vera frumraun hennar á ilmsviðinu, hönnuð fyrir kvenmenn og nefnist Wonderstruck. Ilmurinn ku vera draumkenndur, með keim af hindberjum og vanillu. Söngkonan segir ilm almennt gegna stóru hlutverki við að fanga minningar og er Wonderstruck gerður til að skapa spennandi og glaðlegar minningar fyrir stelpur. Hann kemur í búðir í október og er nú þegar kominn biðlisti eftir honum. -kp

Kardashian-systur kynna nýtt naglalakk Naglalakks-risinn OPI kynnti í vikunni nýjustu línu sína sem hönnuð var í samstarfi við Kardashian-systurnar. Línan heitir Kardashian Kolors

Þriðjudagur Skór: Fókus Buxur: Forever21 Bolur: Vero Moda

Að hemja kaupæðið

Síðustu ár hef ég verið dugleg við að fara til útlanda í verslunarleiðangra. Ég hef ekki keypt mér eina einustu flík á Íslandi í að minnsta kosti þrjú ár; hef alltaf kunnað betur við að kaupa flíkurnar mínar í öðrum löndum.

og inniheldur þrettán ólíkar gerðir af naglalakki sem allar skarta sínu eigin heiti og minna á þær systur. Það táknar væntanlega að þau séu óvenjuleg og

tíska

öðruvísi og beini huganum á einn eða annan hátt að þeirra persónulega lífi. Þessi herlegheit eru í öllum litum, glimrandi, mött eða glansandi.

5

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

dagar dress

Nú þegar ég er búsett erlendis í sumar er erfitt að ráfa ekki um hverja búðina af annarri og kaupa allt sem mig langar í. Undarlegt að hafa H&M í bakgarðinum og sleppa sér ekki í innkaupum. Í hvert skipti sem leið mín liggur fram hjá verslununum, minni ég mig á að rétt fyrir heimferð muni ég loksins sleppa fram af mér beislinu. Um daginn kom vinkona mín í heimsókn til mín. Við þræddum saman göngugöturnar og ég fylgdist með henni versla, hélt á pokunum og sagði mitt álit. Áður en ég vissi af var ég komin inn í mátunarklefa. Ég mátaði flíkurnar, allar á útsölu, með kortið á lofti. Tilbúin að fagna. Við búðarkassann fékk ég hugljómun. Ég þarf ekki nýjan hring. Ég þarf ekki nýjar buxur. Ég þarf ekki nýjan kjól. Þegar ég kom hingað út átti ég er stökustu vandræðum með að pakka niður. Ég tók alltof mikið með mér. Flestar flíkurnar liggja ósnertar og það síðasta sem ég þarf akkurat núna er að bæta flíkum í sumarsafnið. Einhvers staðar las ég að meðalkonan pakkaði 26 flíkum of mikið í ferðatöskuna sína. Ég kvitta undir þá staðreynd.

Mánudagur Skór: Forever21 Buxur: Zara Bolur: H&M Sólgleraugu: H&M

Ætlar sér að flytja H&M til landsins Hildur Hilmarsdóttir er 20 ára. Hún vinnur á hvalaskoðunarskipi í Reykjavík í sumar og stefnir svo á lögfræðina í haust. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, ferðalögum og að vera með vinum sínum. „Ég myndi lýsa stílnum mínum sem frekar venjulegum. Ég fæ mikinn innblástur frá fólki í kringum mig, sé hvað er flott og pikka út það sem passar við minn stíl. Ég er gjörsamlega skósjúk,

elska kjóla og bara að vera fín yfirhöfuð. Fötin kaupi ég aðallega í Forever21, Zöru, Sautján og svo sauma ég mikið sjálf. Ég versla þó langmest í H&M þegar ég kemst út og einn góðan veðurdag mun ég flytja þessa búð til landsins. Ég er mikið í því að skoða tískublogg og sænski bloggarinn Kenza er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er alltaf töff, með flottan fatastíl og er svo sannarlega meðvituð um tískuna.“

trúlofunarhringar falleg minning á fingur

PIPAR\TBWA • SÍA • 111301

Föstudagur Sokkabuxur: Oroblu Kjóll: Forever21 Eyrnalokkar: Kiss

Miðvikudagur Skór: H&M Sokkabuxur: Oroblu Stuttbuxur: Gamlar af mömmu Korselett: Forever21

www.jonogoskar.is

laugavegur / Smáralind / Kringlan

Fimmtudagur Skór: Kaupfélagið Samfestingur: Gamall af ömmu Hálsmen: Vintage Belti: H&M


Í B ÍB Ú ER LÁ PR KO U P ÓF M ÖK EN IÐ K IÐ A UN FT U U M R!

Fatalína frá Kanye West

Sá orðrómur sem verið hefur á kreiki síðustu vikur, að rapparinn Kanye West sé með nýja fatalínu í framleiðslu, er loksins staðfestur. Það var hönnuðurinn Louise Wilson sem staðfesti þetta en hún hefur verið hægri hönd rapparanis við hönnun línunnar. Fyrsta kvenmannslína Kanye mun verða frumsýnd á tískuvikunni í New York í september og eru helstu hönnuðir heims boðaðir á þá sýningu. Nú þegar orðrómurinn hefur verið staðfestur, hafa heyrst háværar raddir innan tískuiðnaðarins um að Kanye muni opna sína eigin fataverslun í París nú í haust. Spurningin er hvort um er að ræða sannleik eða uppspuna. -kp

• Hitalækkandi • Verkjastillandi • Bólgueyðandi

Betra að vera gagnkynhneigður hönnuður Hönnuðurinn Roberto Cavalli opnaði sig í viðtali við breska Vogue á dögunum þar sem hann tjáði sig um hvernig væri að vera gagnkynhneigður karlkynshönnuður. Hann er einn af fáum slíkum í tískuheiminum og segir það gera sig að betri hönnuði. Cavalli segir að þegar hann sé á hugmyndaflugi, hugsi hann um það hvernig hann vildi hafa konu klædda ef hún væri í návist hans og það veiti honum innblástur. -kp

• Nettar töflur • Auðvelt að brjóta í tvennt • Þægilegar til inntöku Íbúprófen Portfarma er einnig ætlað börnum (sjá skammtastærðir fyrir börn) Heiti lyfs og virk innihaldsefni: Íbúprófen Portfarma 400 mg filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur íbúprófen 400 mg. Ábendingar: Bólgueyðandi og verkjastillandi lyf, ætlað til notkunar við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Lyfið má einnig nota sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtastærðir handa fullorðnum: Sjúkdómseinkenni og lyfjasvörun ákvarða hæfilegan skammt fyrir hvern einstakling. Skammtar eru venjulega 600-2000 mg á dag og ekki er mælt með stærri dagsskammti en 2400 mg. Hæfilegt er að gefa lyfið 3-4 sinnum á dag í jöfnum skömmtum. Við tíðaverkjum: 400 mg, 1-3 sinnum á dag eftir þörfum. Við gigt: 400 mg eða 600 mg, 3 sinnum á dag. Morgunskammt má gefa á fastandi maga til að draga fljótt úr morgunstirðleika. Við nýrnabilun þarf að minnka skammta. Skammtastærðir handa börnum: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag, gefið í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum, sem vega innan við 30 kg, skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Frábendingar: Ofnæmi fyrir íbúprófeni eða einhverju hjálparefnanna. Sjúklingar, sem hafa fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja (annarra en barkstera), skulu ekki notað lyfið. Lyfið er ekki ætlað vanfærum konum. Lyfið skal ekki notað ef lifrarstarfsemi er skert eða ef alvarlegur hjarta- eða nýrnasjúkdómur er til staðar. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með aukna blæðingartilhneigingu eða helluroða (SLE). Einnig hjá sjúklingum með veilt hjarta, nýrna- eða lifrarsjúkdóm, sérstaklega ef meðhöndlað er með þvagræsilyfi samtímis, þá þarf að fylgjast með mögulegri minnkaðri nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Íbúprófen Portfarma töflur innihalda laktósa. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósa vanfrásog, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið inn. Meðganga og brjóstagjöf: Fullnægjandi rannsóknir á mönnum hafa ekki verið framkvæmdar. Dýratilraunir hafa ekki sýnt nein áhrif á þroska fósturs. Lyfið í venjulegum skömmtum er ekki talið hafa áhrif á barn á brjósti. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Á ekki við. Lesið vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli fyrir notkun.

Bröns alla laugardaga og sunnudaga

Verð aðeins

1.895

með kaf fi eða te Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is


midborgin.is og á Facebook: Miðborgin okkar

KRAFTAVERK

Bílastæðahúsin við Traðarkot, Bergstaðastræti og við Stjörnuport efst á Laugavegi, eru opin! Traðarkot

Vitatorg

Bergstaðastræti

Laugavegi 40 • Sími 553 1144

Gk Clothing ehf • Laugavegi 66 • 101 Reykjavík

Laugavegi 20b • Sími: 552-2966

Laugavegi 26 • Sími: 512 1715

Laugavegi 20 • Sími 551 3344 Laugavegi 16 • Sími: 552 4045

Laugavegi 13 • Sími: 660 8202

Laugavegi 15 • Sími: 420 8849

Laugavegur 30 • Sími: 562 6600

Laugavegi 6 • Sími: 533-2291


Laugavegi 32 • Sími: 511 2023

Klapparstíg 44 • Sími: 562-3614 Laugavegi 24 • Sími: 552 0800

Skólavörðustíg 10 Gengið inn bílastæðismegin Sími 534 6489 & 822 8214

Ingólfsstræti 2 • Sími: 517 2774 Bankastræti 12 Sími 551 4007

Laugavegi 25 • Sími: 571 1704

Grundarstíg 7 • Sími: 552 2412

Laugavegi 4 • Sími: 555 4477


48

tíska

Helgin 22.-24. júlí 2011

Gwen hannar föt fyrir börn Söngkonan og hönnuðurinn Gwen Stefani hefur stjórnað fatamerkinu L.A.M.B. í rúm sjö ár og vegna vaxandi vinsælda hefur hún ákveðið að hefja framleiðslu á barnafatnaði. Barnalínan mun nefnast Harajuku Mini og segir söngkonan þetta vera langþráðan draum. Fatnaðurinn á að koma í búðir í tveimur hollum; fyrst í nóvember og svo í

janúar á næsta ári. Verðlagið verður lágt og mun hver flík ekki kosta meira en 29 dollara. Innblástur Harajuki Mini-línunnar ku koma frá annarri línu sem Gwen hefur lengi haldið úti og er hönnuð fyrir fullorðna, Harajuku. Sú lína inniheldur aðeins flíkur með japönskum innblæstri líkt og nýja barnalínan.

yfirhöfn Fyrir bæði kyn Áhrifamesta fyrirsæta heims, Anja Rubik; að sjálfsögðu í nýjustu tísku á Times Square.

Breski XFactorkynnirinn Dermot O’Leary sást í Glasgow í júnímánuði.

Tímalaus klassík

R

ykfrakkinn hefur verið vinsæl yfirhöfn í gegnum tíðina en er þó einstaklega áberandi núna í sumar. Frægar stjörnur láta mynda sig í slíkum flíkum og eiga gjarna fleiri en eina. Frakkinn passar við nærri allt og hentar fyrir bæði kynin. -kp

Breska sjónvarpsstjarnan og tískufrömuðurinn Alexa Chung er alltaf snemma í tískunni og klæddist þessari kápu í vor.

Nú situr Heinz

Á TOPPNUM Hönnuðurinn Stella McCartney klæddist síðum rykfrakka í London í lok júní.

Multi doPhilus forte

Ný og öflug blanda af meltingargerlum Multidophilus Forte er breiðvirk probiotic blanda sem inniheldur 10 Milljarða virkra gerla. Mælt er með einu hylki á dag til að viðhalda góðri þarmaflóru. „Probiocap®” Multidophilus forte er framleitt með nýrri aðferð sem tryggir líftíma gerlana og virkni þeirra.

Fæst í heilsubúðum, apótekum og flestum matvöruverslunum.

Gömul metsölubók skýst á toppinn, þökk sé Beckham-hjónunum Svínvinsæla metsölubókin To Kill A Mockingbird skaust aftur upp á metsölulistann í Bretlandi í vikunni og hefur hún selst meira á síðustu tíu dögum en hún gerði allt síðasta ár. Ástæðuna má rekja til Beckham-hjónanna því að sögn Davids er nýjasta barn þeirra, dóttirin sem fæddist 11. júlí, skírð eftir höfundi bókarinnar, Harper Lee, sem sé einmitt uppáhaldshöfundur Victoriu.

Hún fullyrðir að þetta sé bæði ástríðufull og áhrifamikil bók sem skilji mikið eftir sig. Það eina sem ruglar aðeins þetta dæmi er sú staðreynd að árið 2005 sagð-

ist Victoria aldrei hafa lesið bækur og myndi aldrei gera; hún hefði ekki tíma til að lesa bækur og eyddi frekar tímanum í að hlusta á tónlist, versla og lesa tímarit.


r u tt lá s f a % 0 2

20 ára

20% afsláttur

N

ý

ve

rs lu

n

íL æ

kj

ar gö

tu

2

af öllum vörum fimmtudag til laugardags.

kringlunni | smáralind | lækjargötu | leifsstöð 588 7230

565 9680

511 1003

425 0800


50

dægurmál

Helgin 22.-24. júlí 2011

tónlist Unnur jónsdóttir

GRILL SUMAR! F

Sellóleikari poppstjarnanna Unnur Jónsdóttir sellóleikari hefur spilað með Ólafi Arnalds, hinum færeyska Teiti og Damien Rice víða um heim.

Á www.holta.is er fullt af glænýjum og ómótstæðilegum uppskriftum að girnilegum kjúklingaréttum.

æreyski tónlistarmaðurinn Teitur var að leita sér að manneskju sem gæti gripið í nokkur hljóðfæri og strengjaleikara. Það hittist þannig á að ég get gripið í píanó og gítar og svo er ég sellóleikari þannig að í janúar 2008 tók hann mig með í svolítið stóran Evróputúr,“ segir sellóleikarinn Unnur Jónsdóttir en hún hefur spilað víða um heim með íslenskum og erlendum popptónlistarmönnum. „Helgi (Hrafn Jónsson) bróðir minn, sem er tíu árum eldri en ég, er tónlistarmaður sem lærði í Austurríki og hefur spilað mjög mikið úti um allan heim. Hann kynntist Teiti árið 2004 þegar ég var bara fjórtán ára. Svo var ég orðin átján þegar Teitur bað mig að slást í hópinn og þótt ég hafi kannski verið svolítið ung þá var þetta rosa gaman,“ segir Unnur sem viðurkennir að hún hafi stundum verið svolítið lengi að ná sér niður eftir ævintýrin. „Þetta var svo ótrúlegt og mikil lífsreynsla og spennandi að fá að kynnast mörgu fólki með þessum hætti en stóri bróðir var með í ferð svo að hann passaði upp á mig.“ Við tók svo ferðalag og samstarf við tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. „Teitur hafði verið í samstarfi við Óla og hann benti honum á mig sem sellóleikara. Svo hitti ég Óla nokkru síðar á förnum vegi og hann spurði hvort ég hefði áhuga á að spila með honum. Ári seinna hafði hann samband en þá vantaði hann sellóleikara.“ Það var í maí 2010, um svipað leyti og Unnur útskrifaðist með stúdentspróf úr

MH. „Síðan þá hef ég spilað talsvert með honum en hann er að fara einn í Evróputúr núna og er því ekki með strengjaleikara með sér. Það getur verið svo dýrt að taka alla með alltaf,“ segir Unnur. „Við spiluðum síðast saman á hlustendaverðlaunum FM 95.7 nú fyrr í sumar. Ólafur hafði verið að skrifa útsetningar fyrir Friðrik Dór svo að við spiluðum með honum. Það var mjög ólíkt því sem ég hafði verið að gera áður; öðruvísi og skemmtileg upplifun,“ segir Unnur sem spilaði einnig með Ólafi Arnalds á opnunartónleikum í Hörpu í vor. „Við spiluðum nokkur lög í Norðurljósa-salnum og það var gott að spila í Hörpu og fá tækifæri til að sýna breiddina í íslensku tónlistarlífi.“ -þká

Unnur Jónsdóttir Hefur ferðast um heiminn með sellóið frá því hún var átján ára.

Þetta var svo ótrúlegt og mikil lífsreynsla

Plötuhorn Dr. Gunna

www.holta.is

Jude Law á sviði í London WWW.N1.IS

Meira í leiðinni

Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is HELGARBLAÐ

Breski leikarinn Jude Law hefur verið töluvert á sviði síðustu misserin og ekki er langt síðan hann fór með hlutverk Hamlets danaprins. Hann hefur nú tekið að sér hlutverk í leikriti Eugene O’Neils, Anna Christie. Verkið verður frumsýnt í Donmar Warehouse-leikhúsinu í Covent Garden 4. ágúst næstkomandi og sýnt fram í byrjun október. Leikstjóri uppsetningarinnar er Rob Ashford en miða er hægt að nálgast á www.donmarwarehouse.com -þká

Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is

Numbers Game

Wait for fate

Þetta reddast







Pétur Ben & Eberg

Jón Jónsson

Stjörnuryk

Á kunnuglegum Sultuslakur og slóðum rómantískur

Westfirzka stoltið

Pétur Ben og Eberg eru með traustustu rokkpoppurunum þjóðarinnar eins og augljóst er af fyrri verkum þeirra. Þeir eru ekki svo ólíkir, hafa gefið út fagmannlegt indie-rokk og sungið á ensku. Þegar þeir leggja saman í púkk skilar það mjög stílhreinni rokkplötu þar sem nostrað er við smáatriðin. Hér úir og grúir af melódísku eyrnakonfekti; Over And Over er Pixieslegur rokkhundur, gómsætur poppsafi lekur úr auglýsingalaginu Come on Come Over og djúpt er til botns í titillaginu. Varla er snöggan blett að finna, eðalstöffið rennur áreynslulaust frá þeim. Það er samt helst það sem maður saknar; að ekki hafi verið lagt út á ókunnari slóðir og tekin stærri skref út í hið óþekkta. Engu að síður mjög góð plata.

Á Ísafirði rottuðu helstu rapparar bæjarins sig saman í hóp sem kallar sig hinu órappaða nafni Stjörnuryk. Þessi stútfulla plata er afrakstur erfiðisins; sautján laga, klukkutíma langt ferðalag um hugarheim ungra manna með miklum gestagangi því Blaz Roca og Sesar A; ungrapparinn MC Ísaksen – „svalasti krakki sem landið hefur séð“ – og fleiri kíkja inn og bösta rímur. Platan er fjölbreytt og lífleg og menn blanda elektrói og R&Bi við hipphoppið. Strákarnir eru sniðugir hríðskotakjaftar, vestfirska stoltið sem heyra má í lögum eins og Ísafjörður og Westfirzka mafían er krúttlegt og sannsögulegir textarnir eru gáfulega uppbyggilegir. Þetta er ekki tímamótastöff en feitt innlegg í íslenska hipphopp-bankann.

Ólíkt bróður sínum, stuðpinnanum Friðriki Dór, er Jón sultuslakur og rómantískur með kassagítarinn í hönd. Á frumrauninni er bæði boðið upp á reffilega sólarslagara og tregafullar ballöður. Áhrifavaldarnir koma frá mönnum eins og Sam Cooke og Stevie Wonder, jafnvel Cat Stevens, en í gegnum síur yngri manna eins og Johns Mayer og Jacks Johnson. Jón er góður gítarleikari og hinn fínasti söngvari þótt enski frumburðurinn sé stundum dálítið ýktur. Lagasmíðarnar eru oft prýðilegar – hér eru bæði auðgripin popplög og lög sem þurfa lengri meltingartíma – og settar fram í látlausri umgjörð. Jón er alveg með þetta en það vantar herslumuninn til að platan teljist til stórtíðinda; það vantar persónulegri neista og meiri frumleika. Það kemur.


r áðstefna

Markaðssetning Nick Cave og Radiohead afhjúpuð

Tjú tjú Cocoa Puffs!

„Við erum búin að staðfesta fyrstu fyrirlesarana en fleiri verða kynntir á næstunni,“ segir María Rut Reynisdóttir, ráðstefnustjóri You are in Control, sem haldin verður í fimmta sinn nú í haust. Af fyrirlesurunum sem taka þátt í ár má helst nefna Jane Pollard og Iain Forsyth. „Bæði eru þau myndlistarmenn og nota menntun sína og hæfileika óspart við vinnu með tónlistarfólki. Þau hafa unnið með

listamönnum eins og Adele, Nick Cave, Pulp, Radiohead, Depeche Mode, Gil Scott-Heron og fleirum og eru algjörir snillingar í stafrænni markaðssetningu. Upphaflega snerist ráðstefnan eingöngu um stafræna þróun í tónlistarheiminum og þau tækifæri sem hún felur í sér en nú fjallar hún um þetta sama málefni út frá öllum skapandi greinum og er samstarfsverkefni Íslandsstofu og skapandi greina á Íslandi.“ Ráðstefnan verður haldin í Hörpu dagana 10.-12. október. „Við erum að fara af stað með miðasölu og bjóðum upp á flott Early-Bird tilboð (20.000 kr.) og pakkatilboð með Iceland Airwaves þar sem fólk getur fengið miða á báða viðburði fyrir aðeins 25.000 krónur (takmarkað upplag).“ Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á www.youareincontrol.is thorakaritas@frettatiminn.is

ÍSLENSKA/SIA.IS / NAT 53587 02/11

Jane Pollard hefur aðstoðað Nick Cave og Radiohead við að markaðssetja sig á netinu. Hún verður með fyrirlestur í Hörpu í október.


52

dægurmál

Helgin 22.-24. júlí 2011

Heimsendir Bár a Lind Þórhallsdóttir

Kim kærir tvífara

Fyrirsætan og raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian hefur stefnt Old Navy-fataverslununum og móðurfélagi þeirra, The Gap, fyrir að nota stúlku sem er nauðalík henni í fataauglýsingum sínum. Auglýsingamyndband frá Old Navy, sem skartar föngulegri dökkhærðri konu sem svipar mjög til Kim, hefur verið skoðað rúmlega 2.000.000 sinnum á YouTube. Kim telur tvífara sinn í auglýsingunum geta ruglað neytendur í ríminu auk þess sem uppátæki Old navy kasti rýrð á þau vörumerki sem hún styður með útliti sínu og persónu. Þar á meðal hennar eigin fata- og skólínu. Bára Lind Þórhallsdóttir, 14 ára nemandi í Álftanesskóla, fer með hlutverk í Heimsendi í leikstjórn Ragnars Bragasonar.

mia Maestro Twilight-stjarna

Leikur dóttur Péturs Jóhanns í Heimsendi Öskraði þegar hún hreppti hlutverkið.

Þ Mia tók upp plötu á Íslandi Hollywood-leikkonan Mia Maestro, sem leikur í nýjustu Twilight-myndunum og er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni Frida Kahlo, hefur bæst í hóp Íslandsvina. Hún hefur verið með annan fótinn hér á landi síðan Emiliana Torrini kynnti hana fyrir landi; kom fyrst hingað þegar hún var með upphitunaratriði á tónleikum Emiliönu í Háskólabíói í fyrra. Mia hefur ferðast

um allt land en einnig haldið mikið til í Gróðurhúsi Valgeirs Sigurðssonar í Breiðholti. Þar hefur hún unnið hörðum höndum í upptökuverinu og lagt lokahönd á nýja plötu þar sem hún syngur og semur öll lögin sjálf. Óvíst er hvenær platan, sem er frumraun Miu Maestro, kemur út en Íslendingar ættu að vera vakandi fyrir tónlist þessarar hæfileikaríku blómarósar. -þká

Mér fannst þetta svo ótrúlegt og æðislegt ... ég var í hálfgerðu sjokki.

egar ég heyrði að ég hefði fengið hlutverkið var ég ekki alveg að trúa þessu,“ segir Bára Lind Þórhallsdóttir sem er fjórtán ára og leikur um þessar mundir í nýjustu sjónvarpsseríu leikstjórans Ragnars Bragasonar, Heimsendi. „Þetta var auglýst í blaði og ég sendi inn umsókn en fékk aldrei svar. Svo var hringt í mig og mér var sagt að Sönglist, leiklistarskólinn sem ég er í, hefði mælt með mér og að þau vildu endilega fá mig í prufu. Ég fór í hana, komst áfram og fór svo í aðra prufu og lék á móti Pétri Jóhanni og Jörundi og svo var hringt í mig og mér boðið hlutverkið,“ segir Bára skínandi af hamingju. „Mér fannst þetta svo ótrúlegt og æðislegt, að vera búin að fá hlutverk í sjónvarpsþætti, að ég var í hálfgerðu sjokki. Þegar ég kom svo út í bíl með mömmu eftir að hafa verið tilkynnt að ég hefði fengið hlutverkið, öskraði ég og þá fór ég fyrst að ná þessu. Ég var svo ánægð. Þetta var æðisleg tilfinning sem

ekki er hægt að lýsa.“ Pétur Jóhann leikur iðjuþjálfa í nýju seríunni og Bára fer með hlutverk dóttur hans. „Hún heitir Álfheiður og er á geðspítalanum með pabba sínum sem vinnur þarna – og hana langar ekkert til að vera þarna. Hann dregur hana með sér en hún vill bara vera á þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Bára sem fullyrðir að það gerist margt spennandi á þessum geðspítala. „Álfheiður er að pukrast í kringum sjúklingana og er mjög forvitin um aðstæðurnar. Serían verður mjög spennandi en er líka fyndin á köflum. Þetta verða æðislegir þættir, bæði grín og spenna,” segir Bára Lind sem stefnir að því að vinna meira við leiklist í framtíðinni. „Ég stefni að því að verða leikog söngkona því þetta er brautin sem ég vil vera á. Ég stefni á að fara í Listaháskólann eftir menntaskóla en hef líka verið að skoða leiklistarskóla í London.“ thorakaritas@frettatiminn.is

Cheryl Cole selur notuð föt

Þú finnur okkur líka á facebook

Pantanir: www.glowogblikk.is og 661 3700

Síðustu tvær vikur hefur enska söngkonan Cheryl Cole haldið úti uppboði á fatasíðunni Asos. com þar sem hún selur gömul föt af sjálfri sér. Á þessum stutta tíma hafa tuttugu kjólar selst og út úr dæminu fékk hún tæpar ellefu milljónir íslenskra króna fyrir þá. Allan ágóðann ætlar Cheryl að gefa til styrktar fátækum börnum í Englandi. Cheryl segist ekki hafa búist við slíkri upphæð fyrir kjólana og stefnir nú á að bæta við fleiri flíkum á uppboðið.


dægurmál 53

Helgin 22.-24. júlí 2011

k affi Loki Íslensk ar hefðir í heiðurssæti

Margrómaður rúgbrauðsís Hrönn Vilhelmsdóttir segist fá ótrúleg viðbrögð við rúgbrauðsísnum sem er á boðstólum á kaffihúsi hennar, Kaffi Loka við Lokastíg: „Ég tímdi aldrei að henda matarafgöngum og fór að gefa vinkonu minni rúgbrauðsafganga. Hún er mikill listamaður og mjög nýtin og hún sagði mér að mamma hennar hefði alltaf búið til rúgbrauðsís

úr afgöngum. Þetta var því fjörutíu ára gömul uppskrift sem hún rifjaði upp fyrir mig. Svo bauð hún mér í mat og ég fékk að smakka og heillaðist strax.“ Ekki leið á löngu þar til ísinn fór að njóta vinsælda á Kaffi Loka. „Okkur fannst þetta passa svo vel inn í okkar stíl. Við erum með heimabakað rúgbrauð og brauðsúpu og viljum nýta matinn vel eins og gert var hér áður fyrr.“ Á Kaffi Loka er hægt að fá ekta íslenskt góðgæti. „Við erum með kjötsúputilboð

Hrönn Vilhelmsdóttir á Kaffi Loka Á leyniuppskrift að gómsætum rúgbrauðsís.

og heimabakað rúgbrauð með plokkfiski, Skútustaðasilung og flatbrauð með hangikjöti eða sviðasultu. Útlendingarnir kolfalla fyrir þessu,“ segir Hrönn og lætur lítið uppi um uppskriftina að rúgbrauðsísnum. „Það eru margir búnir að spyrja mig og flinkar húsmæður hafa komið hingað og smjattað á ísnum og svo búið til sína eigin útgáfu. Það kunna allir að búa til ís og svo rífur maður niður og þurrkar gott rúgbrauð og finnur réttu hlutföllin.“ -þká

Ljósmynd/Hari

frumsýndar

APPELSÍNU OG EPLAKLAKAR MEÐ EKTA SVALABRAGÐI! Ævintýrin halda áfram að elta uppi þá Lightning McQueen og Mater en nú leggjast þeir í heimshornaflakk.

Bílar á ferðalagi

Fyrir fimm árum brunaði kappakstursbíllinn sjálfumglaði, Lightning McQueen, í kvikmyndahús í enn einni hressilegri Pixa-tölvuteiknimyndinni. Owen Wilson talaði fyrir rauða bílinn sem lenti utan vega, kynntist Mater, ryðguðum og mátulega rugluðum dráttarbíl, og lærði gildi sannrar vináttu og fórnfýsi. Þeir félagar eru nú mættir til leiks á nýjan leik og nú liggur leið þeirra í fyrsta sinn til útlanda þar sem McQueen tekur þátt í þremur keppnum sem ætlað er að skera úr um hver sé hraðskreiðasti kappakstursbíll í heimi. Mótin fara fram í Japan, Ítalíu og Englandi. Leið þeirra er hvorki bein né greið, frekar en fyrri daginn. McQueen, sem ætlar sér ekkert annað en sigur, stendur frammi fyrir harðari keppinautum en nokkru sinni fyrr og Mater sökkvir sér á kaf í alþjóðlega njósnastarfsemi þannig að nú reynir á vináttu þeirra sem aldrei fyrr.

EINFALT AÐ RÍFA UPP!

IÐ T S FRY LF! SJÁ

Aðrir miðlar: Imdb. 6,6, Rotten Tomatoes: 34%, Metacritic: 57.

Friends with Benefits Mila Kunis og Justin Timberlake leika vinina Jamie og Dylan í gamanmyndinni Friends with Benefits sem Sena heimsfrumsýnir um helgina. Dylan og Jamie eru í hefðbundnu basli á kjötmarkaðnum og finna ekki þann eða þá einu réttu. Til þess að tryggja sér í það minnsta reglulegt kynlíf ákveða vinirnir að byrja að sofa saman og ætla sér um leið að afsanna grundvallarkenningu ótal rómantískra gamanmynda um að vinir geti ekki stundað kynlíf saman án þess að tilfinningar fari að flækjast í spilið og allt fari í rugl. Mila Kunis er funheit þessa dagana og kemur fersk til leiks eftir magnaðan og munúðarfullan leik sinn í Black Swan. Vegur Timberlake hefur einnig farið vaxandi undanfarið en hann sýndi meðal annars góð tilþrif í hlutverki stofnanda Napster í Facebook-myndinni Social Network.

Á VA X TA K L A K A R

ENGIN LITAREFNI ENGIN VIÐBÆTT ROTVARNAREFNI


dægurmál

54

Helgin 22.-24. júlí 2011

dans viðurkenning

Dansað í skotfærageymslu Varnarliðsins Listdansskóli Reykjanesbæjar hefur hlotið blessun mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að kenna listdans á grunn- og framhaldsskólastigi. Bryn Ballett Akademían, listdansskóli Reykjanesbæjar, hefur hlotið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að kenna listdans á grunn- og framhaldsskólastigi. „Skólinn hefur það að markmiði að veita nemendum þekkingu og sterka undirstöðu í klassískum ballett og nútímalistdansi á heimsvísu,“ segir Bryndís Einarsdóttir, skólastjóri og ballettmeistari skólans, en listdansskólinn var opnaður í

Námið er krefjandi og það tekur mörg ár að búa til þroskaðan listdansara.

Endurfundir í Paradís Lynn Marie Kirby, prófessor við California College of the Arts, er stödd hér á landi, ekki síst til að heilsa upp á íslenska nemendur sína sem hún hefur suma hverja ekki hitt í ein 25 ár. Hún þeytist nú um landið með Þorfinni Guðnasyni sem lærði hjá henni á árum áður og þau eru að gera saman framúrstefnu-stuttmynd sem þau hyggjast sýna í Bíó Paradís á mánudaginn kemur. Þar mun Kirby hitta nemendur sína og tækifærið verður notað til að sýna nokkrar af helstu stutt- og tilraunamyndum hennar. Myndir hennar eru heimspekilegar, dularfullar og kvenlegar, en margar þeirra fjalla um fjölskylduna og frelsi og rými einstaklingsins innan

Reykjanesbæ árið 2008 og er til húsa á Ásbrú, í fyrrverandi skotfærageymslu Varnarliðsins þar sem starfsaðstaðan er öll til fyrirmyndar. „Í skólanum er búningsaðstaða með sturtum, verslun með ballett- og dansfatnað og biðstofa. Kennslan fer fram í rúmlega tvö hundruð fermetra danssal sem er með sérútbúnu dansgólfi og dansdúk, ballett-stöngum, speglum og hljómflutningstækjum.“ Bryndís segist vera hæstánægð

með viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins til listdansskólans. „Það er ánægjulegt að geta lagt til þetta nýja námsframboð hérna á Suðurnesjunum fyrir unga og hæfileikaríka nemendur sem vilja stunda klassískan ballett eða nútímalistdans. Námið er krefjandi og það tekur mörg ár að búa til þroskaðan listdansara, þjálfa vöðva líkamans og öðlast sjálfsaga. Listdans er góður ferðafélagi út í lífið, inn í framtíðina.“

Listdans er góður ferðafélagi út í lífið, inn í framtíðina.

fótbolti Auglýsing tekin upp í Garðabænum

hennar. Kirby er af kynslóð framúrstefnuhöfunda sem kenndir eru við San Franciscosenuna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og verk hennar hafa verið sýnd á virtum kvikmyndahátíðum og söfnum víða um heim. Meðal íslensks kvikmyndagerðarfólks sem lært hefur hjá Kirby eru, auk Þorfinns, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Kári Schram, Sigurður Matthíasson og Þorgeir Guðmundsson. Sýningin á verkum hennar hefst í Bíó Paradís klukkan 20 á mánudagskvöld.

Laufey leikur í Noregi

Leikkonan Laufey Elíasdóttir frumsýndi nýverið barnaleikritið Urmakerens Hjerte í Noregi. Leikritið hefur verið sýnt í listamiðstöðinni Dale í Sunnfjord fyrir troðfullu húsi og fengið frábæra dóma, en þar hefur Laufey dvalið ásamt myndlistarmanninum Steingrími Eyfjörð um tíma. Það er nóg að gera hjá Laufeyju í Noregi því í byrjun ágúst hefjast hjá henni æfingar á öðru leikriti fyrir yngri kynslóðina sem heitir Delfine og verður frumsýnt í september.

Halldór Orri Björnsson og liðsfélagar hans í meistaraflokki Stjörnunnar leika í sjónvarpsauglýsingu fyrir spænska símafyrirtækið MovieStar.

Hjaltalín með hlöðuskemmtun Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson tróðu óvænt upp í hlöðunni á Halldórsstöðum í Laxárdal í vikunni. Hljómsveit þeirra, Hjaltalín, er á leið norður þar sem hún heldur tónleika á Húsavík í kvöld, föstudag. Fjölskyldan á Halldórsstöðum tók á móti nærsveitungum og þeim sem áttu leið fram hjá með öli, kaffi og kakói. Sigríður og Guðmundur Óskar léku af fingrum fram fyrir troðfullri hlöðu; bæði Edit Piaf og íslensk þjóðlög.

Stjörnustrákar í spænskri sjónvarpsauglýsingu Spænska símafyrirtækið MovieStar tekur á næstunni upp sjónvarpsauglýsingu með meistaraflokki Stjörnunnar í fótbolta. Auglýsingin á að kynna efstu deildina á Spáni (La Liga) en strákarnir eiga að sýna sín heimsfrægu fagnaðarlæti.

U

2

0

%

a

f

s

tt

u

r

Þetta er bara karakter liðsins. 20 ára

20% afsláttur

588 7230

565 9680

511 1003

N

kringlunni | smáralind | lækjargötu | leifsstöð

ý

ve

rs

lu n

íL

æ

kj

ar gö

tu

2

af öllum vörum fimmtudag til laugardags.

ppátækjasemi leikmanna í meistaraflokki Stjörnunnar komst í heimsfréttirnar í fyrrasumar þegar liðið þótti fagna mörkum sínum með einstaklega skemmtilegum hætti. Myndbönd með fagnaðarlátum þeirra fóru eins og eldur í sinu um netheima og voru birt í nokkrum af stærstu fjölmiðlum heims. Miðjumaðurinn Halldór Orri Björnsson var einn af forsprökkum fagnaðarlátanna og átti hugmyndina að hinu svokallaða „laxafagni“. Eftir að hafa skorað glæsilegt mark þóttist Halldór Orri hafa fengið fisk á stöng og dró hann að landi með miklum tilþrifum. Liðsfélagi hans túlkaði fiskinn með eftirtektarverðum

hætti. „Mér datt þetta bara í hug þegar ég var í veiðiferð með pabba. Svo prófuðum við þetta einu sinni inni í klefa eftir æfingu og létum vaða í leiknum á eftir. Það heppnaðist svona líka vel.“ Sjónvarpsauglýsingin verður tekin upp á Stjörnuvellinum í Garðabæ og munu upptökur standa í tvo daga. Halldór Orri segir Stjörnustráka opna fyrir að láta leikstýra sér í auglýsingunni en þeir vita ekki nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim í upptökunum. „Þetta verður bara sýnt á Spáni og vonandi ekki hérna heima. En þetta verður spennandi.“ Að sögn Halldórs hefur liðið ekki æft nein atriði fyrir sumarið. „Við höfum verið rólegir í þessu í ár og einbeitt okkur að spilamennskunni – þótt vissulega séu uppi einhverjar hugmyndir. Það er aldrei að vita nema við útfærum einhver góð „fögn“ í sumar.“ Samkvæmt heimildum Fréttatímans fá bæði knattspyrnufélagið og leikmenn greitt fyrir þátttökuna í auglýsingunni. Bjarni Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks Stjörnunnar, segist ekki geta eignað sér heiðurinn af uppátækjasemi strákanna og ítrekar að hann hafi hvergi komið nálægt því að þjálfa þá í fagnaðarlátum. „Þetta er bara karakter liðsins.“

425 0800

thora@frettatiminn.is


Royal bringur Kjúklingabringurnar frá Holtakjúklingi eru fersk og hrein afurð sem framleidd er af mikilli fagmennsku. Þær eru fáanlegar með tvennskonar kryddlegi rósmarín og hvítlauks eða Texas - og henta bæði á grillið og í ofninn. Nú geta matgæðingar haft það ljómandi gott í sumar.

Grunnur að góðri máltíð www.holta.is


HE LG A RB L A Ð

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Hrósið … ... fær Eiður Smári Guðjohnsen fyrir að taka þá áskorun að ganga til liðs við AEK Aþenu með allri þeirri pressu sem því fylgir, frekar en að hafa það kósí í ensku 1. deildinni í sinni gömlu heimaborg, Lundúnum.

Edrú og sjálfstæði í Hvalfirði

SÁÁ stendur fyrir edrú útivistarhátíðinni Sjálfstætt fólk að Hlöðum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina. Markmiðið er að bjóða upp á holla og kraftmikla félagslega, andlega og líkamlega næringu og skemmtun sem allir aldurshópar geta notið saman. Boðið verður upp á hugleiðslu, 12 spora fundi, svett-tjald og fyrirlestra um hamingju, gleði og gæsku. Sigga Klingenberg spáir fyrir gesti og Gunnar Eyjólfsson leikari stýrir og kynnir Qi Gong. Þá verður fjölmargt spennandi í boði fyrir börn og KK, hljómsveitirnar Valdimar, Vintage Caravan, Of Monsters and Man, Lockerbie, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, dj-ararnir Addi Exos og Stefán P. Jones troða upp. Hekla Jósepsdóttir og Freyr Eyjólfsson verða kynnar á hátíðinni þar sem öll vímuefni eru bönnuð og það sést ekki vín á nokkrum manni.

LÝKUR Á MORGUN,

SÆNGURFATA

ÚTSALA!

3008 búta teppi til sölu

Eitt magnaðasta teppi sem saumað hefur verið hér á landi verður boðið upp til styrktar Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þetta er 3008 búta veggteppi sem er sköpunarverk Jónínu Huldu Gunnlaugsdóttur. Í því eru 160 litir, það er 215x270 sentimetrar að stærð og var þrjú ár í vinnslu. Gripurinn heitir Íslandsteppið og sýnir, eins og nafnið bendir til, mynd af Íslandi. Teppið hefur verið sýnt þrívegis og vakið mikla athygli. Það er nú til sýnis í Bókasafni Árborgar við Austurveg á Selfossi. Teppið verður selt hæstbjóðanda á uppboði á bæjarhátíðinni „Sumar á Selfossi“ 6. ágúst og mun ágóðinn renna óskiptur til Barnaheilla.

SÆNGURFÖT Á

40-50% AFSLÆTTI

Drusluganga á laugardag

MIKIÐ ÚRVAL AF HÁGÆÐA

Efnt verður til fjöldagöngu á laugardag til að uppræta samfélagslega fordóma sem endurspeglast í ofuráherslu á klæðaburð, ástand og atferli þolenda í umræðu um kynferðisofbeldi. Druslugangan mótmælir því að eggjandi klæðaburður bjóði nauðgurum heim. Slíkar göngur hafa verið haldnar víða um heim og vakið mikla athygli, meðal annars fyrir það að mótmælendur klæða sig gálulega. Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14 niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti. Þá verður skemmtidagskrá á Ingólfstorgi.

SÆNGURFATNAÐI

FRÁ 3.540 KR.

50% AFSLÁTTUR

AF HANDKLÆÐUM Nýtt blað komið út

ARGH!!! 150711

Ókeypis eintak um land allt

SÆNGURFATADEILD

REKKJUNNAR Sængurfatadeild Rekkjunnar er stórglæsleg með yfir 50 tegundir af sængurfötum á frábæru verði. Við höfum upp á að bjóða öll flottustu efnin í dag eins og silki, damask, bómullarsatín, tencel og bómull. Sængurfötin koma frá öllum heimshornum til að mynda Íslandi, Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. Eigum einnig mikið úrval af fallegum rúmteppum og sérlega mjúkum og þægilegum værðarvoðum.

50% AFSLÁTTUR AF RÚMTEPPUM

G o G G u r ú tG á f u f é l aG www.goggur.is

LAUGARDAG!

Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.