23 10 2015

Page 1

Hallgrími var nauðgað af ókunnum manni viðtal 38

Í nýrri skáldævisögu sinni, Sjóveikur í München, lýsir Hallgrímur Helgason hörmungarvetri, meðal annars minningu sem hann hafði læst djúpt í lífsins skáp er honum var nauðgað af ókunnum manni í stórborginni.

l listamenn sem njóta velgengni í öðrum störfum úttekt 18

23.-25. október 2015 42. tölublað 6. árgangur

Hrottaleg árás dró dilk á eftir sér

Streitan drepur okkur fréttaSkýring 16

Vigdís Másdóttir leikkona stígur nú á svið Þjóðleikhússins að nýju en hún hvarf af sjónarsviðinu í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar sem hún varð fyrir árið 2011. Þá var hún komin fjóra mánuði á leið. Líkamlegu áverkarnir voru þó léttvægir miðað við þau áhrif sem árásin hafði á hana andlega. Hún óttaðist mjög að missa barnið, eða að eitthvað væri að því. Í kjölfar árásarinnar kom risaskarð í öryggi Vigdísar. Hún hafði áður slæma reynslu af sviðsljósinu frá því að hún, tæplega 14 ára, var valin Fordstúlka Íslands. Fólk hneykslaðist óspart á því að svona ungt barn væri látið keppa í slíkri keppni.

Ljósmynd/Teitur

Ný Marimekko sending!

síða 32

FINNSKA BÚÐIN Kringlunni, Bíógangur 3. hæð #finnskabudin, 787 7744

iPhone 6s iPhone 6s Plus

Það eina sem hefur breyst er allt Verð frá 124.990 kr.

Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI


2

fréttir

Helgin 23.-25. október 2015

 Bókmenntir Steinar Br agi Sver evu af Sér

„Ég er ekki Eva“ Eins og komið hefur fram í fréttum reyndist viðtal Fréttatímans við rithöfundinn Evu Magnúsdóttur í síðasta tölublaði vera byggt á blekkingu og biður Fréttatíminn lesendur sína velvirðingar á því. Eva Magnúsdóttir er dulnefni og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá fram hvaða höfundur leynist á bak við það. Útgefandi Forlagsins, Jóhann Páll Valdimarsson, hefur beðist afsökunar á blekkingunni og sagði þá meðal annars: „Það er mér bæði ljúft og skylt að biðja blaðið og lesendur þess velvirðingar. Þetta var sannarlega

ekki illa meint en vissulega mjög vanhugsað að upplýsa ekki blaðamanninn um að um dulnefni væri að ræða. Það var alfarið ákvörðun mín og raunverulegs höfundar að standa svona að málum og á því biðst ég afsökunar.“ Upp hefur sprottið lífleg umræða um það hver hinn raunverulegi höfundur sé og á Smartlandinu á mbl.is var fullyrt að það væri rithöfundurinn Steinar Bragi. Hann ber það þó af sér. „Ég er ekki Eva. Þótt Marta Smarta sé eflaust sæmilega læs er ég ekki Eva. Þótt sjálfur páfinn lýsti Evu á hendur mér myndi það engu breyta,

„Þótt sjálfur páfinn lýsti Evu á hendur mér myndi það engu breyta, ég er ekki Eva,“ segir Steinar Bragi.

ég er ekki Eva. Hins vegar hef ég skrifað bækur undir höfundarnafninu Steinunn Sigurðardóttir í mörg ár!“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttatímans. Jóhann Páll segist bundinn trúnaði við höfundinn og geti því ekki ljóstrað upp hver hann sé, en hefur þó ekki mótmælt þeirri fullyrðingu að Steinar Bragi leynist á bak við dulnefnið. Í Kiljunni á RÚV var því velt upp á miðvikudagskvöldið að bókin væri samstarf fleiri en eins höfundar, en það hefur hvorki verið staðfest né því neitað. - fb

 Stígamót nauðgunarlyf á SkemmtiStöðum í reykjavík

Geir tilkynnir bullur Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur sent inn tilkynningu til UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, vegna hegðunar stuðningsmanna Manchester City á leik liðsins í meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Stuðningsmennirnir bauluðu þegar meistaradeildarlagið hljómaði. Tilkynning Geirs hefur vakið mikla athygli – um hana hefur verið meðal annars verið fjallað á vef Telegraph, Daily Mail, Mirror og Independent. Í tilkynningu

Sorgardagur í Svíþjóð

Geirs til UEFA kemur fram að stuðningsmenn City-liðsins hafi baulað þegar svokallað meistaradeildarlag hljómaði. Lagið er útsetning Tony Britten á verki Handel, Presturinn Zadok. Forsvarsmenn City hafa ekki tjáð sig um málið en fastlega er búist við að liðið verji sína menn. RÚV greindi frá. yggisvandamál kom upp í gluggaopnurum. Var þá hætta á að eldur kviknaði. Þetta er í fjórða sinn sem bílframleiðandinn japanski hefur þurft að kalla inn bifreiðar vegna sama gluggavanda. Bilunin felst í því að hluti tækjabúnaðarins sem opnar og lokar gluggum bifreiðanna var ekki nægilega olíuborinn, sem gæti skapað núning og ofhitnað, og mögulega kveikt í út frá sér.

Tveir létust í árás sem gerð var í Kronan-skólanum í Trollhättan í Svíþjóð í gærmorgun, fimmtudag, kennari og nemandi. Tveir eru þungt haldnir eftir árásina, en árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu og lést af sárum sínum. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn 21 árs, búsettur í Trollhättan. Hann kom í skólann vopnaður sverði með grímu fyrir andliti og réðst á kennara og nemendur. Húsleit er nú gerð á heimili hans. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, fór til Trollhättan til að kynna sér aðstæður. Hann sagði eftir árásina að þetta væri sorgardagur og sagðist hugsa til fórnarlambanna og ættingja þeirra.

Slæm staða Century Aluminium

6,5 milljónir Toyotabíla innkallaður

Icelandair í forgangi

Bílarisinn Toyota kallar nú inn einar 6,5 milljónir bifreiða um heim allan eftir að ör-

Í nýrri greiningu vefsíðunnar Seeking Alpha er Century Aluminum, móðurfyrirtæki Norðuráls, spáð miklum erfiðleikum og í versta falli gjaldþroti. Seeking Alpha dregur þessa ályktun út frá því að gróði fyrirtækisins frá 2014 inn í 2015 hafi verið vegna sérstakrar Midwest álagningar, sem á að hafa hækkað óvenjulega mikið í þetta eina skipti og sé ekki breyta til langs tíma sem má reiða sig á í verðmati á fyrirtækinu.

Fyrirkomulag Isavia á úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni og Icelandair nýtur samkeppnisforskots hjá Isavia. Þetta kemur fram í nýju áliti Samkeppniseftirlitsins, sem vill að innanríkisráðuneytið og Samgöngustofa grípi til aðgerða vegna þessa. Almenningur hafi hag af því að virk samkeppni verði sett í forgang.

Tvær konur leituðu til Stígamóta um liðna helgi eftir að hafa verið byrlað lyf í drykk á skemmtistað.

Tveimur konum byrlað lyf í drykk Tvær konur leituðu til Stígamóta síðastliðna helgi eftir að hafa verið byrlað lyf í drykk á skemmtistöðum í Reykjavík. Stígamót furða sig á viðbrögðum neyðarmóttöku sem sögðu viðkomandi „að fara heim og æla“. Stígamót ítreka mikilvægi þess að tilkynna lögreglu um lyfjabyrlan sem flokkist undir tilraun til nauðgunar. Starfsmenn bráðamóttöku sjá ekki aukningu á þessum málum.

u

... sem betur fer var kærastinn með henni þegar þetta gerðist því hann hringdi í neyðarlínuna um leið.

m síðustu helgi leituðu tvær manneskjur til okkar eftir að hafa verið byrlað lyf í drykk á skemmtistað,“ segir Anna Bentína Hermansen, starfsmaður hjá Stígamótum. „Önnur þeirra hafði verið á skemmtistað í Reykjavík þar sem hún datt niður, missti allan mátt og varð alveg stjörf. Hún hafði ekki drukkið mikið áður en þetta átti sér stað og sem betur fer var kærastinn með henni þegar þetta gerðist því hann hringdi í neyðarlínuna um leið,“ segir Anna Bentína sem blöskrar viðbrögð neyðarlínunnar. „Kærastanum var sagt að fara bara með stúlkuna heim og láta hana æla. Mér finnst mjög alvarlegt að fólk fái svona viðbrögð því hvað sem er hefði getað verið að hrjá stúlkuna, jafnvel heilablóðfall.“

og reyna að hafa áhrif til batnaðar. Okkur finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ segir Anna Bentína. Hún segir erfitt að meta það hvort nauðgunartilraunir á borð við þessar séu að aukast. „Tvær manneskjur hafi komið til Stígamóta þessa einu helgi en líklegast séu þær sem hafi lent í þessu miklu fleiri. Þegar við skimum eftir þessu og gerum komuskýrslu við fólk þá er ein spurningin; „hvers konar ofbeldi hefur þú orðið fyrir“ og þá heyrir þetta undir nauðgunartilraun. Við þurfum í raun að bæta þetta kerfi og setja nýjan flokk inn í komuskýrsluna því við erum að heyra meira af þessu,“ segir Anna Bentína sem ítrekar mikilvægi þess að tilkynna glæpinn til lögreglu.

Mikilvægt að tilkynna glæpinn

„Við sjáum ekki aukningu í þessum málum hjá okkur,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri Samskiptadeildar Landspítalans. „Ef grunsemdir eru fyrir því að einstaklingi hafi verið byrlað lyf og hann kemur á neyðarmóttöku innan 2 sólarhringa eru teknar blóðprufur en lyfin eru fljót að hverfa úr blóðinu. Blóðið er svo skimað. Einstaklingar sem leita til neyðarmóttöku ráða því sjálfir hvort haft er samband við lögreglu. Í þeim tilvikum sem einstaklingar eru undir 18 ára aldri er það gert í samráði við forráðarmenn.“

Anna Bentína furðar sig á viðbrögðum neyðarlínunnar við lyfjabyrlan og reyndar líka á móttöku hjúkrunarfræðings á bráðamóttöku Landspítalans. „Önnur stúlka sem kom til okkar hafði farið á bráðamóttökuna eftir að hafa verið byrlað lyf á skemmtistað þar sem hún talaði við hjúkrunarfræðing. Hjúkrunarfræðingurinn sagði stúlkunni að þar sem ekki hefði verið um nauðgun að ræða að þá yrði ekki tekin skimun á blóðsýni. Það finnst mér líka mjög alvarlegt því þetta er ekkert nema nauðgunartilraun.“ „Hlutverk okkar á Stígamótum er að segja frá reynslu fólks til að upplýsa samfélagið

Bráðamóttaka sér ekki aukningu

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


NÝR MITSUBISHI OUTLANDER

TILFINNINGIN ER ÓLÝSANLEG ÞAR TIL ÞÚ PRÓFAR

Mitsubishi Outlander er kominn með nýtt útlit. Betur búinn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og fáðu tilfinninguna sem svo erfitt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar. Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá:

5.390.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


4

fréttir

helgin 23.-25. október 2015

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Réttnefni, fyrsti vetrardagur Fyrsti vetrardagur er fastur dagur í almanakinu, ávallt laugardagur, nú 24. okt. nú gerist það að veturinn heilsar með talsverðum látum, kólnar á landinu og með hríðarveðri fyrir norðan og vestan. byrjar þar í dag þegar heimskautaloft ryðst suður á bóginn með ofanhríð og í kvöld og á morgun einnig norðanlands. dæmigert norðankast. um leið kólnar á landinu öllu og birtir líka loksins upp syðra. Frost verður um land allt á sunnudag og eins á mánudag þegar hvað kaldast verður. einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

0

3

-2

3

4

-1

-1

--7

-3

1

4

-6

-4

2

-3

Rigning SV-landS, en genguR í hRíðaRVeðuR um miðjan dag nV-til. BjaRt eyStRa.

n-átt og hRíðaRmugga n-landS, en BjaRt SyðRa. Kólnandi og fRyStiR.

lægiR og Víða BjaRt með fRoSti. Él Við n-StRöndina.

höfuðBoRgaRSVæðið: Styttir upp að meStu SíðdegiS og hægt kólnandi.

höfuðBoRgaRSVæðið: Strekkingur, en þurrt og Sæmilega bjart. Fremur kalt.

höfuðBoRgaRSVæðið: hægur vindur, hauStSól og FroSt.

24,7%

 stjórnmál Hugsanleg uppstokkun ríkisstjórnarinnar

landsmanna í aldursflokknum 12-49 ára horfðu á the voice á Skjáeinum þann 9. október. þátturinn ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína á hinum sjónvarpsstöðvunum, spjallþætti loga bergmann og gísla marteins baldurssonar.

um erlendis. um verulegar fjárhæðir er að ræða, í sumum tilvikum tugir eða hundruð milljóna.

23,1

milljarður króna var aflaverðmæti smábáta á nýliðnu fiskveiðiári. Heildarafli þeirra var alls 80.717 tonn, en var 88.260 tonn árið á undan, að því morgunblaðið greinir frá.

30

Mikil þörf á erlendu vinnuafli Reiknað er með að flytja þurfi inn vinnuafl fyrir að minnsta kosti fimm þúsund störf á næstu fjórum árum, samkvæmt þjóðhagsspá greiningardeildar arion banka.

15,3

milljón króna hagnaður varð á rekstri hlöllabáta ehf. í fyrra. hagnaðurinn dróst saman um tæpan fjórðung milli ára. vikan sem va

mál verða tekin til rannsóknar hjá bryndísi kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra eftir yfirferð gagna sem keypt voru um eignir íslenskra félaga í skattaskjól-

FALLEGAR VÖRUR STÆRÐIR 14-28

Peysa Verð 6.990 kr

Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

bjarni benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gaf í skyn að breytinga væri að vænta á skipan og hlutverkaskiptingu í ríkisstjórn, en þingmenn stjórnarflokkanna hafa ekki heyrt á það minnst.

Þingmenn koma af fjöllum varðandi ummæli Bjarna breytingar á sætaskipan í ríkisstjórn og skiptingu ráðuneyta hafa hvorki verið ræddar í þingflokki Sjálfstæðisflokks né Framsóknarflokks. „Bara eitthvað sem Bjarni er að segja,“ segir framsóknarþingmaður.

Þ

Enda eru svona mál yfirleitt ekki kynnt í stærri hópi fyrr en ákvörðunin hefur verið tekin.

etta hefur ekki verið rætt í þingflokknum,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þau ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, á Morgunvakt Rásar 1 á miðvikudaginn, að hann geti vel séð fyrir sér breytingar innan ríkisstjórnarinnar á næstunni. „Það er svo sem ekkert nýtt að Bjarni og Sigmundur ræði eitthvað sín á milli sem við vitum ekki um,“ bætir hún við. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng og segist ekkert hafa heyrt um þetta fyrr en í fréttum og Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fullyrðir að ekkert slíkt hafi verið orðað innan þingflokksins. „Enda eru svona mál yfirleitt ekki kynnt í stærri hópi fyrr en ákvörðunin hefur verið tekin,“ segir hann. Orðrétt sagði Bjarni á Morgunvaktinni: „Mér finnst það vel koma til greina að hreyfa til, bæði milli flokkanna og innan ríkisstjórnarinnar. Ég get vel séð fyrir mér að við gerum einhverjar slíkar breytingar. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um slíkt en á næsta hálfa árinu væri rétt að taka þá ákvörðun um það ef til þess ætti að koma svo menn væru ekki að taka að sér ný verkefni þegar of stutt er til kosninga.“ Frosti segist ekki vita hvað hann eigi að halda um þessi ummæli, þetta líti út eins og eitthvað sem Bjarni hafi fundið upp hjá

sjálfum sér. „Þetta er bara eitthvað sem Bjarni er að segja,“ segir hann. „Ég hef ekkert heyrt um þetta mál annars staðar frá.“ Fram kom í máli Bjarna á Morgunvaktinni að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi rætt þann möguleika við stjórnarmyndunina að endurskoða kannski málin „svona í hálfleik“. Hvorki Unni Brá né Frosta rekur þó minni til að þær vangaveltur hafi nokkru sinni verið bornar undir þingmenn. Spurð hvort Bjarni sé hugsanlega að undirbúa jarðveginn fyrir brotthvarf Illuga Gunnarssonar úr embætti menntamálaráðherra, sem verið hefur nokkuð í umræðunni undanfarið í kjölfar spillingarumræðu, segir Unnur Brá að það geti varla verið. „Ég get ekki ímyndað mér að hann sé á förum neitt,“ segir hún. „Það kæmi mér mjög mikið á óvart ef hann yrði látinn víkja.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, velti því upp á þingfundi á miðvikudag hvort þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætluðu að hafa stólaskipti þar sem Sigmundur vísar öllum fyrirspurnum um afnám verðtryggingar til Bjarna, en sú umræða náði ekki lengra og engin svör fengust. friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


FEITT Á KÖNNUNNI OG SMURT MEÐ KAFFINU Sértilboð á smurþjónustu hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota í október.

Bílatangi Ísafirði

Bílaleiga Húsavíkur KS Sauðárkróki

Bílaverkstæði Austurlands

Toyota Akureyri

Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Arctic Trucks

Toyota Reykjanesbæ

Toyota Kauptúni Bílageirinn Nethamar

20% afsláttur

Sértilboð á olíum, síum, þurrkublöðum, bílaperum, rúðuvökva, frostlegi og fleiru.*

15% afsláttur

af vinnu við smurningu hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota út októbermánuð.

Engin vandamál - bara lausnir. Toyota Kauptúni Toyota Akureyri Toyota Selfossi Toyota Reykjanesbæ Arctic Trucks Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Nethamar Bílatangi Bifreiðaverkstæði KS Bílaleiga Húsavíkur Bílaverkstæði Austurlands Bílageirinn

Kauptúni 6 Baldursnesi 1 Fossnesi 14 Njarðarbraut 19 Kletthálsi 3 Bæjarflöt 13 Skemmuvegi 16 Garðavegi 15 Suðurgötu 9 Hesteyri 2 Garðarsbraut 66 Miðási 2 Grófinni 14a

Garðabæ Akureyri Selfossi Reykjanesbæ Reykjavík Reykjavík Kópavogi Vestmannaeyjum Ísafirði Sauðárkróki Húsavík Egilsstöðum Reykjanesbæ

570-5070 460-4300 480-8000 420-6610 540-4900 440-8000 440-8000 481-1216 456-4580 455-4570 464-1888 470-5070 421-6901

*Olíur, olíusíur, loftsíur, frjókornasíur, bensín- og hráolíusíur, þurrkublöð, þurrkugúmmí, bílaperur, rúðuvökvi og frostlögur (afsláttur gildir eingöngu með vinnusölu).

Þa B ð ók er að ei u nf tí al ma to í g da flj g ót . le gt .

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 76663 10/15

Toyota Selfossi


6

fréttir

Helgin 23.-25. október 2015

Nóbelssýning í Þjóðarbókhlöðunni

Alvogen verðlaunað í Madríd

Sýning í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels verður opnuð næstkomandi þriðjudag, 27. október, klukkan 17. Sýningin er í samstarfi Gljúfrasteins – húss skáldsins, RÚV og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Á sýningunni gefur að líta margvísleg skjöl úr skjalasafni Halldórs Laxness sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðunni, muni frá Gljúfrasteini og Nóbelsverðlaunin sjálf sem eru í vörslu Seðlabanka Íslands. Þá hefur RÚV unnið sérstakan vef sem tileinkaður er Nóbelsverðlaunum Halldórs Laxness. Vefurinn verður aðgengilegur á snertiskjá á sýningunni. Sýningin stendur fram í mars 2016.

Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til verðlauna á alþjóðlegri lyfjasýningu í Madríd í síðustu viku. Það var alþjóðlega fagtímaritið Generics Bulletin sem stóð fyrir verðlaununum. Alvogen fékk fjórar tilnefningar af 13 sem í boði voru og hlaut verðlaun fyrir Fyrirtæki ársins í Evrópu fyrir uppbyggingu sína í Mið- og Austur Evrópu, meðal annars fyrir markaðssetningu á fjölmörgum líftæknilyfjum. Alvogen hefur vaxið hratt á helstu mörkuðum á svæðinu og þá sérstaklega í Rússlandi þar sem fyrirtækið keypti nýlega fimm hormónalyf af lyfjafyrirtækinu Bayer.

Rjúpnaveiðin hafin

Menningarmálaráðherra Dana með fyrirlestur Í ár eru liðin 100 ár frá því að danska var fyrst kennd við Háskóla Íslands. Af því tilefni flytur Bertel Haarder, menningarmálaráðherra Danmerkur, fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn, sem ber heitið „Sprog og kultur skal binde os sammen – før, nu og i fremtiden“, fer fram í Odda 101 þriðjudaginn 27. október klukkan 17. Háskólaárið 1915-1916 kenndi

Holger Wiehe danska tungu og bókmenntir og einnig sænsku við Háskóla Íslands. Hann var fyrstur margra sendikennara í dönsku, sem hingað hafa komið á vegum danskra stjórnvalda.

Rjúpnaveiðin er hafin þetta haustið. Veiðidagar rjúpu verða tólf og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 23. október til 15. nóvember 2015, þ.e. frá og með deginum í dag, föstudaginn 23. október, til sunnudags 25. október. Síðan föstudaginn 30. október til sunnudags 1. nóvember. Þá föstudaginn 6. nóvember til sunnudags 8. nóvember og loks föstudaginn 13. nóvember til sunnudags 15. nóvember. Náttúrufræðistofnun Íslands metur veiðiþol rjúpnastofnsins 54 þúsund rjúpur. Sölubann á rjúpum er í gildi. Meginstefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær og að rjúpnaveiðimenn stundi hóflega veiði til eigin nota, að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Heildarveiði rjúpu hefur minnkað töluvert á undanförnum árum. Eru veiðimenn hvattir til að veiða ekki fleiri rjúpur en hver og einn þarf. Veiðiverndarsvæði er áfram á SV-landi.

 Húsnæðismál nýtt verkefni um Hagkvæmt Húsnæði

STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL.

RÝMUM TIL FYRIR Fyrsta skrefið í átt að lausn NÝJA TÍMA við húsnæðisvandanum Hátt í þrjú hundruð manns mættu á upphafsfund verkefnisins ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt húsnæði sem fram fór á Hilton Reykjavík í gær, fimmtudag. Verkefnið ber yfirskriftina „Vandað, hagkvæmt, hratt“ og er markmið þess að sameina alla helstu hagsmunaaðila sem málefnið snertir og finna lausnir til að lækka byggingarkostnað og húsnæðisverð. Ljósmynd/Hari

VEGNA BREYTINGA Á VERSLUN OKKAR Í FAXAFENI BJÓÐUM VIÐ SÝNINGAREINTÖK OG ELDRI GERÐIR AF ÝMSUM VÖRUM MEÐ 20–50% AFSLÆTTI.

Hátt í þrjú hundruð manns mættu á upphafsfund verkefnis ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt húsnæði sem fór fram í Reykjavík í gær, fimmtudag. Ráðherrar húsnæðismála, umhverfismála og iðnaðar standa að verkefninu sem hefur fengið yfirskriftina „Vandað, hagkvæmt, hratt.“ Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að brýnast sé að finna lausnir til að lækka byggingarkostnað og húsnæðisverð.

É

…… N Ú E R TÆ K I FÆ R I Ð ……

Eygló Harðardóttir, húsnæðis- og félagsmálaráðherra.

Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16

Þjóðfundarfyrirkomulagið virkaði mjög vel og tryggði þátttöku allra.

g var mjög ánægð með fundinn og þann vilja til að lækka bygg­ ingarkostnað og húsnæðisverð sem við fundum fyrir þar, sem og vilja til að finna lausnir,“ segir Eygló. Verkefnið byggir á samþykkt ríkisstjórn­ arinnar um aðgerðir á sviði húsnæðis­ mála í tengslum við gerð kjarasamninga síðastliðið vor. Tilgangur fundarins var að stilla saman strengi allra þeirra sem þurfa að koma að verkefninu og fá fram góðar hugmyndir að leiðum til að lækka byggingarkostnað. Til fundarins voru boðnir allir helstu hagsmunaaðilar sem málefnið snertir. Breytingar á bygg ing­ ar reglugerð, lægri fjár magnskostnaður, aukið framboð lóða, betri nýt ing rýma og bætt skipulag á sveitastjórnarstigi var meðal þess sem rætt var á fundinum.

Hægt að lækka byggingarkostnað um 10-15%

Ráðherrarn ir Eygló Harðardótt ir, Ragnheiður Elín Árnadótt ir og Sigrún Magnúsdótt ir hófu fundinn á að fara stutt lega yfir stöðuna í húsnæðismálum. Eygló sagði mark miðið vera þjóðarátak til að lækka bygg ingarkostnað. Hún greindi frá því að milli 10­15 manns koma að því að byggja hús, frá því verður til á pappír og þar til það er fullbyggt og mik ilvægt væri að hver og einn þeirra myndi leita leiða til að lækka kostnaðinn. „Ef hver aðili sparar um 1% má lækka kostnað við byggingu húsnæðis um 10­ 15%.“ Markmið verkefnisins er jafnframt að skoða lausnir á sviði húsnæðismála í víðu samhengi með það að leiðarljósi að auka fjölbreytni og framboð á hag­ kvæmu húsnæði, ekki síst fyrir ungt

fólk og tekjulágt. „Ofan á stöðuna í dag, þar sem vönt un er á ákveðnum stærðum húsnæðis, eru einnig stórar kynslóðir að koma á markaðinn,“ segir Eygló.

Upphafsfundurinn aðeins fyrsta skrefið

Á fundinum var unnið með svokölluðu þjóðfundar fyr irkomulagi þar sem fólki var skipt niður á borð og hug mynda­ vinna átti sér stað um helstu verkefn­ in framundan. Allar hugmyndir voru skráðar niður og stefnt er að vinna með þær í fram haldinu. „Fyrirkomulagið virkaði mjög vel og tryggði þátttöku allra,“ segir Eygló. Fundurinn er hins vegar aðeins fyrsta skref verkefnis­ ins. Framhaldsvinnan verður í höndum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og segir Eygló að stefnt sé á að fara af stað með ákveðið klasasamstarf. „Við teljum að verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ ætti að vera fyrsta verkefni klasans. Jafnframt erum við að huga að sam­ keppni um hagkvæmar húsnæðislausnir þar sem sigurtillögur yrðu byggðar og gerðar aðgengilegar.“ Aðspurð um næstu skref segir Eygló þau felast í að flokka hugmyndirnar sem fram komu á fundinum og senda áfram til þeirra aðila sem tengjast tillögunum og bera ábyrgð á framkvæmd þeirra. „Þetta eru ýmist sveitarfélögin, fjármálafyrirtæki, stofn­ anir og hagsmunasamtök á húsnæðis­ markaðnum. Við munum biðja um svör um hvernig megi útfæra og vinna hug­ myndirnar frekar.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is


HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI

30% AFSLÁTTUR

RUM Ö V M AF ÖLLU

TILBOÐIN GILDA AÐEINS Í KRINGLUNNI FRAM Á SUNNUDAG

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


8

fréttir

Helgin 23.-25. október 2015

Ert þú að flytja? Leigir bílinn og ekur sjálf/ur

www.cargobilar.is

 RíkisábyRgðiR Ný skýRsla RíkiseNduRskoðuNaR

Hvetur ráðuneyti til að fara að lögum Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að í árslok 2014 hafi ríkisábyrgðir numið samtals 1.213 milljörðum króna. Stærstur hluti þeirra, eða 73%, var vegna lána til Íbúðalánasjóðs en um fjórðungur var vegna lána til Landsvirkjunar. Einungis tveir aðilar hafa fengið endurlán frá ríkissjóði frá árinu 2012: Lánasjóður íslenskra námsmanna og Vaðlaheiðargöng hf. Í skýrslunni kemur fram að dæmi séu um að lögbundið umsagnarhlutverk Ríkisábyrgðasjóðs hafi verið skert í sérlögum.

Þetta hafi t.d. verið gert þegar Alþingi veitti ráðherra heimild til að ábyrgjast skuldabréf Íslenskrar erfðagreiningar árið 2002. Þá hafi lögum um ríkisábyrgðir verið vikið til hliðar nánast í heild sinni. Þegar Alþingi veitti ráðherra heimild til að fjármagna Vaðlaheiðargöng árið 2012 hafi tilteknum ákvæðum laganna verið vikið til hliðar, þ. á m. ákvæðum sem eiga að takmarka áhættu ríkissjóðs. Ríkisendurskoðun geldur varhug við slíku verklagi. Stofnunin hvetur fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjórðungur ríkisábyrgða var vegna lána til Landsvirkjunar.

til að hafa tilgang og markmið laganna ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán ríkissjóðs.

 boRgaRstjóRN sjálfstæðisflokkuRiNN gegN fjölguN boRgaRfulltRúa

Borgarfulltrúar eru 15 en þeim ber, samkvæmt lögum, að fjölga í 23-31 við næstu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn telur fjölgunina algjöran óþarfa.

Fimmtán manns ráða við að stjórna borginni Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber borginni skylda til að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23-31 við næstu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn mótmælir þessu og hefur lagt fram tillögu þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða umrætt lagaákvæði. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir 15 menn valda borginni og gagnrýnir meirihlutann fyrir að taka ekki afstöðu til málsins.

í Kjartan Magnússon borgarfulltrúi.

107% fjölgun

EMILIA Vatteraður jakki Verð áður: 22.900

Verð nú: 4.990

VETRAR- OG ÚTIVISTARFATNAÐUR

ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR FÁKAFEN 9 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 555 7412 www.icewear.is

borgarstjórn sitja nú 15 borgarfulltrúar en samkvæmt gildandi sveitarstjórnarlögum ber borginni skylda til að fjölga þeim í 23-31 við næstu kosningar. Ástæðan er breyting á sveitarstjórnarlögum frá því árið 2012 þar sem er kveðið er á um að fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn skuli vera 23-31 í sveitarfélagi með fleiri en 100.000 íbúa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mótmælt þessum lögum og lagt fram tillögu þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða umrætt lagaákvæði.

Við erum alltaf að krefjast þess að fólk vinni meira og það er ekki endurráðið í störf sem losna, en svo kemur það eins og skrattinn úr sauðarleggnum að við erum að fara að fjölga sjálfum okkur um allt að 107%.

„Þetta er tvíbent,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. „Ég tel það algjöran óþarfa að fjölga borgarfulltrúum því ég held að fimmtán manns ráði alveg við að stjórna borginni. Og eins finnst mér eðlilegt að borgin hafi sjálfdæmi um það hvort borgarfulltrúum verði fjölgað eða ekki. Síðast var borgarfulltrúum fjölgað árið 1982 og borgarstjórn réði því algjörlega sjálf og hún réð því líka sjálf þegar borgarfulltrúum var svo fækkað aftur. En svo voru sveitarstjórnarlögin endurskoðuð á síðasta kjörtímabili, sumt var til góða og annað ekki, en þetta var sú breyting sem ég taldi og tel enn algjörlega óþarfa. Við erum alltaf að krefjast þess að fólk vinni meira og það er ekki endurráðið í störf sem losna, en

svo kemur það eins og skrattinn úr sauðarleggnum að við erum að fara að fjölga sjálfum okkur um allt að 107%. Ég tel það ekki vera rétt skilaboð á tímum hagræðingar.“

Ættum að miða okkur við Norðurlöndin

Kjartan segir borgarstjórnarmeirihlutann hingað til ekki hafa viljað taka afstöðu til málsins og því líti hann sem svo á að meirihlutinn líti til fjölgunar með velþóknun. „Við lögðum þessa tillögu fram á síðasta kjörtímabili en þá vildi meirihlutinn ekki taka afstöðu til málsins. En orðræða meirihlutans þá var öll á þann veg að fjölgun væri réttlætanleg. Ein af röksemdarfærslunum fyrir fjölgun fulltrúa er að bera okkur saman við önnur íslensk sveitarfélög, sem ég tel fráleitt því eins og margir hafa bent á þá búum við Íslendingar við einstaklega óhagkvæmt stjórnkerfi á sveitarstjórnarstiginu. Við ættum miklu frekar að miða okkur við aðrar borgir á Norðurlöndin í þessu eins og svo mörgu öðru, en þar er svipaður fjöldi kjósenda á bak við hvern borgarfulltrúa og hér.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í neinn borgarfulltrúa meirihlutans í gær. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 LAUGARDAGA KL. 11–16

4240 Octo ljós ⁄ Verð 144.900 kr.

Eclipse borð ⁄ Verð frá 34.900 kr.

M-sófi ⁄ Verð frá 239.900 kr.

GÓÐ HÖNNUN FEGRAR HEIMILIÐ Vönduð hönnun, fagurlega unnin húsgögn og munir eru hlutir sem halda verðgildi áratugum saman. Í Módern bjóðum við það besta í evrópskri hönnun og leggjum metnað í fallegar útstillingar sem gefa viðskiptavinum okkar hugmyndir og innblástur. Það er mikilvægt að vanda valið og sérfræðingar verslunarinnar eru ávallt til taks með fróðleik og ráðgjöf byggða á vöruþekkingu og þrautþjálfuðu auga fyrir samræmi og stíl.

HLÍÐASMÁRA 1

• 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

ÞITT HEIMILI – ÞÍN STUND


10

fréttaviðtal

Helgin 23.-25. október 2015

Ellefu hundruð síðna stríðsárabók Páls Baldvins Páll Baldvin Baldvinsson hefur varið síðustu þremur árum í að skrifa sögu stríðsáranna á Íslandi. Hann lagði upp með að bókin yrði 500 síður en hún tvöfaldaðist að umfangi og vel það enda umfjöllunarefnin allt frá barnaverndarmálum til svínaræktar – og allt þar á milli.

É

g byrjaði að vinna að þessu fyrir rúmum þremur árum en þetta er gömul hugmynd sem ég hafði rætt við Jóhann Pál fyrir löngu, að búa til stríðsárasögu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntafræðingur og landskunnur gagnrýnandi. Páll Baldvin hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hann hætti sem bókagagnrýnandi hér á Fréttatímanum fyrir þremur árum. Hann hefur setið við skriftir og í næsta mánuði er afrakstur vinnu hans væntanlegur í verslanir; ellefu hundruð blaðsíðna stórvirki um stríðsárin á Íslandi. Bókin nefnist Stríðsárin 1938-1945.

Vildi stækka sviðið „Það hefur mikið verið skrifað um þennan tíma en hugmyndin var að reyna að finna einhvern víðari fókus en verið hefur í þeim ritum sem hafa komið út – eftir Gunnar M. Magnúss, Tómas Þór Tómasson og Þór Whitehead. Ég vildi stækka aðeins sviðið og ekki fjalla bara um tímann frá hernámi að stríðslokum. Þess vegna nær bókin frá ársbyrjun 1938 fram til áramóta 1945,“ segir Páll. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að þá var íslenskt samfélag þegar komið í algjöra öng og í raun orðið gjaldfall á íslenska ríkinu og farið

að lokast fyrir alla markaði. Erlend ríki voru farin að ásælast mjög hér aðstöðu. Þeir aðilar sem verða ráðandi næstu árin í stjórnmálum og listalífi eru allir komnir fram og það var upplagt að hafa þennan inngang að þessu verki, árin 38 og 39,“ segir Páll.

Allt frá barnaverndarmálum til svínaræktar

Mikil heimildavinna liggur að baki skrifunum. Páll segir að til að hafa sem trúverðugasta stemningu í verkinu hafi hann reynt að nota sem mest af samtímaheimildum, blöð, tímarit og endurminningar. Bókin er sömuleiðis ríkulega skreytt af myndum sem Páll sótti á Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Þjóðminjasafnið og einkasöfn. Sumar þeirra hafa aldrei komið fyrir sjónir almennings áður. „Þessi vinna var svoleiðis að það var alveg hægt að halda áfram endalaust. Þegar þú ert kominn með allt undir, frá barnaverndarmálum og yfir í svínarækt og allt þar á milli. Ég hef ekki tölu á öllum greinum og myndum í bókinni en hún átti að verða 500 síður en endaði í kringum 1.100 síður.“

Páll Baldvin Baldvinsson hefur varið síðustu þremur árum í að skrifa sögu stríðsáranna á Íslandi. Bók hans, 1.100 síðna verk, kemur út í nóvember. Ljósmynd/ Hari

Tímabil sem er partur af lífi mínu Hefur þessi tími verið þér lengi hugleikinn? „Já, eigandi foreldra sem voru um tvítugt árið 1944 þá er þetta tímabil partur af minnisbanka manns og lífi. Ég var byrjaður að skoða það talsvert áður en að þessu verkefni kom,“ segir Páll sem liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn: „Hvernig stendur á því að það var svona mikil þöggun um einstaka hluti og hvers vegna er alltaf

talað um það sama? Hvaða hagsmunum þjónar það að tala alltaf um að nokkrar stelpur hafi sofið hjá erlendum hermönnum og sumar gifst þeim? Af hverju er það lykilatriðið? Hvað er verið að breiða yfir? Af hverju breytist ástandið, eins og það var kallað, frá því að vera hugtak um þá ótrúlegu veltu sem var í samfélaginu yfir í að ná um stelpur sem skemmtu sér með dátum?“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

GRÍPUR M

EIRA EN A THYGLINA

Fabia – nýi verðlaunagripurinn frá ŠKODA Þér á eftir að líka vel við ŠKODA Fabia. Glæsileg hönnunin nær niður í minnstu smáatriði og gerir aksturinn skemmtilegri hvert sem þú ferð. Það er engin tilviljun að ŠKODA Fabia skyldi vera valinn bíll ársins af WhatCar? og hljóta Red Dot hönnunarverðlaunin 2015. Komdu og prófaðu nýjan ŠKODA Fabia. Hlökkum til að sjá þig. Verð frá aðeins

2.290.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.skoda.is


HVÍTA HÚSÍÐ / SÍA

HollArI

sKólAjógúrT INNI SYKURogM

ÍKARI

TREFJAR

Skólajógúrt er nú sykurminni og uppfyllir viðmið Skráargatsins um sykurmagn í jógúrt. Jógúrtin er afar kalkrík, inniheldur trefjar og fæst í fjórum bragðtegundum. Hrein Skólajógúrt er góður valkostur fyrir þá sem vilja engan viðbættan sykur. Hana má bragðbæta með t.d. ávöxtum eða musli. Veldu það sem hentar fjölskyldu þinni.


12

fréttaskýring

Helgin 23.-25. október 2015

Vetrarfrí eða vetrarvandræði? Vetrarfrí og starfsdagar kennara valda mörgum foreldrum og atvinnurekendum hugarangri. Vetrarfrí grunnskólanna hefur nú fengið 13 ára reynslutíma og talsmaður borgarinnar segir foreldra almennt vera ánægða með fyrirkomulagið. Samtök atvinnulífsins taka í sama streng og telja atvinnulífið hafa aðlagast breyttum orlofsdögum. Það sama gildi þó ekki um starfsdaga kennara sem séu alltaf jafn „óþolandi“.

Þ

etta er alltaf púsl. Fjölskyldan er ekki saman. Redda pössun eða taka krakka með í vinnuna. Það er svona stemningin,“ segir eitt þeirra foreldra sem Fréttatíminn ræddi við um vetrarfrí og starfsdaga kennara. Langflestir viðmælendur tóku í sama streng þó sumir hafi lært af reynslunni og eyrnamerki sér nokkra sumarfrísdaga til að eiga frí með börnunum. Það á þó ekki við alla og reynist til dæmis verktökum erfitt. „Ég er verktaki og hef ekki efni á því að missa úr vinnu í október en það eru 3 starfsdagar og 3 vetrarfrísdagar í þessum mánuði. Þetta er heil vika í vinnutap en samt sem áður býðst okkur ekki frístund í vetrarfríinu.“ „Lausnin virðist vera að eyrnamerkja nokkra sumarfrísdaga á vetrarfríið til að dæmið gangi upp. Það má því segja að vetrarfrí sé í raun sumarfrí og að vetrarfrí

Í dag hefst vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur sem þýðir að grunnskólar og frístundaheimili loka í dag, föstudaginn 23. október, mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október.

þýði ekki meiri samveru með börnunum, heldur dreifðari samveru,“ segir annar viðmælandi á meðan enn annar segir hugmyndina um vetrarfrí vera fallega en það sé þó ekkert fallegt við það að „sum börn fái frí með foreldrum á meðan önnur sitji ein heima og horfi á sjónvarpið því foreldrarnir annað hvort komast

Reykjavíkurborg gerði könnun á afstöðu foreldra til vetrarfrís árið 2012. Ánægðir 48% Óánægðir 31% Hvorki né 21%

ekki frá vinnu eða hafa ekki efni á að taka sér frí.“

vera merki um aðlögun.“

Borgin býður upp á fjölskyldudagskrá

SA gera reglulega kannanir þar sem athugað er hvað betur mætti fara í atvinnulífinu og Hannes segir vetrarfríið ekki hafa komist þar á blað. Hinsvegar ríki óánægja með starfsdaga leikskóla. „Það er alltaf jafn mikil óánægja með ósveigjanleika leikskólanna, bæði vegna sumarlokana og vegna starfsdaganna. Þeir loka sinni þjónustu í marga daga á ári bara svo starfsfólkið geti rætt málin. Þetta geta venjuleg þjónustufyritæki auðvitað ekki gert. Þetta er gert til að spara því annars þyrftu þau að gera þetta utan vinnutíma og borga fyrir það. Það er vandamál og erfitt fyrir fólk að redda sér þessa daga. Starfsdagar eru viðvarandi vandamál sem ekki er hægt að laga sig að. Þetta er alltaf jafn óþolandi og við höfum reynt að beita sveitarfélögin þrýstingi hvað þetta varðar.“

Helgi Grímsson, yfirmaður skólaog frístundasviðs borgarinnar segir upphaf hugmyndarinnar um vetrarfrí mega rekja til umræðu meðal foreldra og skólafólks um afar langa vinnulotu nemenda frá skólabyrjun í ágúst og fram að jólaleyfi. „Þessi vinnulota varð mjög áberandi þegar skólaár var lengt úr 170 dögum í 180 daga. Í Reykjavík var ákveðið að hafa tvískipt vetrarleyfi og lengja skólann sem því nemur fram á sumar. Var vísað til góðrar reynslu foreldra sem höfðu búið erlendis, en í Evrópulöndum og víðar eru gjarnan haust- og vetrarleyfi.“ Helgi segir Reykjavíkurborg einnig hafa kannað viðhorf foreldra til vetrarfrís með reglubundnum hætti og að í öllum könnunum hafi fleiri verið samþykkir þeim en á móti. „Vissulega er það svo að sitt sýnist hverjum þegar kemur að vetrarleyfum og á það bæði við um foreldra og starfsmenn skóla. Þess er gætt að frídagar í leikskóla- og grunnskóla í sama hverfi séu samræmdir eins og frekast kostur er og eins er í hverju hverfi borgarinnar útbúin dagskrá sem á að stuðla að samveru fjölskyldunnar,“ segir Helgi.

Atvinnulífið virðist hafa aðlagast vetrarfríi

Fljótleg og fersk – þau koma á óvart á kvöldverðarborðinu

Ári eftir að vetrarfrí var sett á, árið 2002, tilkynntu Samtök atvinnulífsins að þau væru reiðubúin til að taka þátt í samráði um skipan þessa mála og þannig stuðla að því að vetrarfrí ylli sem minnstri röskun fyrir atvinnulífið en frá upphafi bárust samtökunum margar kvartanir frá foreldrum sem komust ekki frá vinnu. „Það var mikil umræða um vetrarfrí fyrst eftir að það var sett á,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. „Fólk hafði mikið samband við okkur og var greinilega í vandræðum með þetta. En svo fjaraði þetta út og við teljum að vinnumarkaðurinn hafi aðlagast. Það má segja það að einhverju leyti hafi orlofið færst yfir á vetrartímann. Fólk er líklega farið að skipuleggja sig betur og margir fara í skíðaferðir sem hlýtur að

„Óþolandi“ starfsdagar

Sveitarfélög velta kostnaði á atvinnulífið

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir atvinnulífið reyna eins og hægt er að koma til móts við foreldra. „Atvinnulífið hefur skilning á því að foreldrar bera skyldur gagnvart börnum sínum. Það er hins vegar ergilegt hvernig sveitarfélög velta miklum kostnaði yfir á foreldra og atvinnulífið án nokkurrar umræðu eða samráðs. Í skólum Hjallastefnunnar er boðið upp á frístund allan daginn í vetrarfríinu gegn sanngjörnu gjaldi. Það gefur fjölskyldum valkost. „Vetrarfrí“ í október er t.d. tími sem hentar sjaldnast til sameiginlegrar frítöku fjölskyldu. Mjög margir foreldrar eru því ergilegir og telja sveitarfélög lítinn skilning hafa á stöðu foreldra.“ Ragnar segir ekki hafa verið rætt að taka upp almenna orlofstöku til samræmis við skóladagatal sveitarfélaga. „Það gengur ekki upp. Atvinnulífið er nýkomið út úr sumarfrístörninni þegar fyrstu vetrarfrí skella á. Við erum að vinna að aukinni framleiðni í rekstri og mikilvægt að hægt sé að halda úti fullri þjónustu og framleiðslu yfir veturinn.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Ð O

Eco Bubble

LB

8 kg. 1400 sn. WW80H7400EW

TI

TI

LB

O

Ð

Gerið gæðakaup 24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT

JU6415: 4K • UHD • SMART • 1000 PQI

UE40”JU6415 kr.159.900.UE48”JU6415 kr.189.900.UE55”JU6415 kr. 239.900.-

mótor Kolalaus ábyrgð ra með 10 á

Gerð: Eco Bubble (sparkerfi sem þvær betur) Taumagn: Tekur 8 kg Vindingarhraði: 1400 sn/mín, afgangsraki 45% Kollaus mótor: 10 ára ábyrgð á mótor Fuzzy-logig magnskynjunarkerfi Hraðkerfi: 15 mín. / Þvottahæfni: A Þeytivinduafköst: A / Orkuflokkur: A+++ Tromlutegund: “Swirl Drum” dregur úr sliti á taui og eykur þeytivinduafköst Keramik element hitar betur og safnar ekki húð Hurðarlöm og krókur úr málmi Sérstakt vindingarkerfi fyrir viðkvæman þvott Ullarkerfi: ullarvagga Stilling allt að 19 klst. fram í tímann. Ekki hægt að breyta stillingum á vélinni í vinnslu Aqua-Control: Öryggiskerfi gegn vatnsleka 850 x 600 x 650mm

TI LB

O

Ð

Verð kr: 119.900,- Tilboðsverð kr: 99.900,-

24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT

JU6675: • 4K • UHD • SMART • 1300 PQI RB29FSRNDWW

Kælir - frystir

RB31FERNCSS

Kælir - frystir

178 cm skápur. 192+98 ltr. Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða. Hvítur eða stál.

185 cm skápur. 208+98 ltr. Blásturskældur og þarf aldrei Verð: 119.900,að afþýða.

Kr. 109.900,-

Kr. 129.900,-

UE40”JU6675 kr.169.900.UE48”JU6675 kr. 199.900.UE55”JU6675 kr. 279.900.UE43J5505AK kr. 109.900.-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 ORMSSON TÆKNIBORG OMNIS ORMSSON ORMSSON GEISLI AKRANESI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 433 0300 SÍMI 471 2038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333




16

fréttaskýring

Helgin 23.-25. október 2015

Streita kostar samfélagið milljarða

U

m 60 % forfalla á vinnumarkaði má rekja til vinnutengdrar streitu og segja sérfræðingar streitu vera eitt stærsta vandamál vestrænna ríkja. Streitueinkenni eru náttúruleg viðbrögð líkamans við of miklu áreiti og eru okkur í raun nauðsynleg. En, líkt og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sálfræðingur bendir á, þá felst vandinn í því að við kunnum ekki lengur að hlusta á líkamann og bregðast við streitunni. Fólk ráfar um heilbrigðiskerfið í leit að svörum við vanda sem kemur svo í ljós, oftast allt of seint, að er afleiðing streitu. Andleg vandamál sem má rekja til streitu hafa tekið við af stoðkerfisvandamálum

sem stærsti útgjaldaliður sjúkrasjóðs. Rannveig Sigurðardóttir, formaður framkvæmdastjórnar Sjúkrasjóðs VR, segir ábyrgðina liggja hjá vinnuveitendum sem taki allt of seint eftir vanda launamannsins og undir það taka allir viðmælendur Fréttatímans. Ólafur Kári Júlíusson, vinnusálfræðingur hjá Vinnuvernd, segir kostnað samfélagsins vegna streitu hlaupa á milljörðum og kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við vandanum. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir lausnina felast sveigjanlegum vinnutíma.

Kostnaður vegna streitu hleypur á milljörðum

„Þetta kostar fyrirtæki að sjálfsögðu ótrúlegar fjárhæðir á ári. Starfstengd streita vegna andlegs álags getur á endanum leitt til örorku og kostnaðurinn fyrir samfélagið veltur á tugum milljóna. Í Evrópusambandinu árið 2004, þegar sambandsríkin voru 14, þá velti kostnaðurinn vegna streitu á 3.333 milljörðum evra. Þannig að þetta eru þúsundir milljarða í Evrópu og við getum sagt með öryggi að kostnaðurinn vegna streitu hleypur á tugum milljarða hér á Íslandi. En þessa tölu væri hægt að lækka verulega með tímabæru inngripi á vinnustöðum. Því miður erum við langt á eftir nágrannalöndunum í að fylgjast með starfsfólki. Við erum með vinnuverndarlög sem gera ráð fyrir algjöru lágmarkseftirliti og það er mjög auðvelt að tikka bara í nokkur box og málið er dautt. Við vitum hver vandinn er, en vandamálið er að fólkið sem hefur völdin er ekki að bregðast við. Hugarfarið er alltaf það sama hér, það er horft á það hversu miklum peningum er eytt í málaflokka í dag, í stað þess að reikna út hversu mikið útgjöldin eiga eftir að spara okkur til framtíðar.“

Ólafur Kári Júlíusson, vinnusálfræðingur hjá Vinnuvernd. „Þegar ég kem inn í fyrirtæki vegna streituvandamála þá er vanalega fyrsta skrefið að biðja mig um að taka einhvern stressaðan einstakling í viðtal í stað þess að fara í að greina vandann. Stóran part af streitu má rekja til sálfræðilegra þátta, sem eru ósýnilegir á vinnustaðnum. Þá erum við ekki að tala um skrifborðið eða stólinn heldur eðli stjórnunar, kröfurnar og fjölda verkefna. Þetta eru að mati stjórnenda hér á landi mest krefjandi og flóknustu þættir sem hægt er að vinna með en á sama tíma eru þetta þættir sem stjórnendur leita síst með til sérfræðinga. Það eru ekki nema 11% stjórnenda sem nýta sér þjónustu fagaðila á þessu sviði, sem þýðir að það er gripið allt of seint inn í, en það er einmitt dálítið trendið í flestu á Íslandi, að það er allt of seint gripið inn í vandann.“

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Sveigjanleiki í vinnutíma er lykilhugtak í dag Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Stórfelldur hluti heilsutjóns í vestrænu samfélagi grundvallast af streitu. Rannsóknir sýna að um 60% tapaðra vinnudaga í Evrópusambandinu megi tengja við streitu og það er engin ástæða til að ætla að það öðruvísi hér á landi. Hlutfall geðraskana í

örorku er vaxandi hér á landi og fólk er að hrökklast af vinnumarkaði fyrst og fremst vegna þeirra, en líka vegna stoðkerfisvandamála. Við erum að eyða umtalsverðum tíma, fé og fyrirhöfn í að endurhæfa einstaklinga en gleymum að spyrja hvernig við getum skipulagt vinnudaginn betur. Hvernig stjórnendur geta skipulagt tímann betur og komið í veg fyrir árekstra á vinnustaðnum og almennt ónæði. Almennt talið væri jákvætt mál að stytta

vinnudaginn niður í 35 vinnustundir en það sem skiptir mestu máli er að hafa vinnudaginn sveigjanlegan, þannig að hann falli að mismunandi þörfum hvers starfsmanns. Sumum hentar að vinna hægt á meðan það hentar öðrum að vinna hratt, en afköstin geta verið þau sömu. Vinnulag okkar er mismunandi svo sveigjanleiki er lykilhugtak þegar kemur að því að bæta umhverfi á vinnustöðum. Keppnin um hámarksárangur getur verið

Streitan er að drepa okkur Fjöldi fólks flakkar um heilbrigðiskerfið í leit að skýringu á líkamlegum einkennum sem síðar reynast vera afleiðing streitu. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir vinnusálfræðingur segir streituna vera nauðsynlegt öryggistæki sem vari okkur við hættu en vandamálið sé að við kunnum ekki lengur að bregðast við henni. Hún segir streitu hafa mun meiri áhrif á samfélagið en við gerum okkur grein fyrir.

F

ólk er að hrynja niður eins og tindátar því streitan er að drepa okkur,“ segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í félags- og vinnusálfræði. Ragnheiður vinnur sem ráðgjafi og kennari innan Streituskólans þar sem hún tekur reglulega á móti fólki sem hefur rekist á veggi í heilbrigðiskerfinu vegna óútskýrðra einkenna sem síðar reynast vera vegna langvarandi streitu.

Árásargirni og grátköst

Ragnheiður segir langflest nútímafólk vita hverjir streituvaldarnir séu og samhæfing atvinnulífs og fjölskyldulífs komi þar sterkt inn. Það sé þó erfitt að benda á einstaka þætti því fólk bregðist svo misjafnlega við áreiti. Einkennin séu þó alltaf þau sömu. „Það fyrsta sem við finnum er að okkur bregður og óttaviðbrögð líkamans fara af stað. Við fáum hnút í magann og hjartað fer að slá örar. Við fáum mikið af fólki til okkar sem heldur hreinlega að það sé að fá hjartaáfall. Margir eru búnir að fara í öll möguleg líkamleg tékk og

ekkert fundist svo fólk bara trúir því ekki að taugakerfið sé uppskrúfað vegna streitu. Taugakerfið setur líka af stað svokallað „fight flight“ viðbragð, sem lýsir sér þannig að við verðum pirruð og árásargjörn í hegðun því við erum að hrinda frá okkur einhverju sem við viljum ekki hafa í nærumhverfinu. Eða þá að við förum að gráta við minnsta tilefni, einangrum okkur og verðum óvenju viðkvæm. Það sem upphaflega olli streitunni, sem oft á tíðum er of mikil vinna, byrjar að smita út frá sér og hafa áhrif á heimilið og vinahópinn því þú getur ekki tekist á við álagið.“

Streitan er líka jákvæð

Ragnheiður segir streituna þrátt fyrir allt vera okkur nauðsynlega þó afleiðingar hennar geti verið banvænar. „Streitan er í raun jákvæð því streituviðbrögð eru hluti af öryggiskerfinu. Þegar líkaminn er undirlagður og útkeyrður fara flókin taugaviðbrögð í gang sem hægt er að líkja við það þegar við opnun dyrnar heima hjá okkur og öryggiskerfið fer af stað. Stóra vandamálið

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er sálfræðingur og sérfræðingur í félags- og vinnusálfræði. Hún tekur reglulega á móti fólki sem hefur rekist á veggi í heilbrigðiskerfinu vegna óútskýrðra einkenna sem síðar reynast vera vegna langvarandi streitu. Mynd/Hari

er að við hlustum ekki á líkamann. Þegar öryggiskerfið fer í gang þá á annað kerfi að taka við sem kallar á slökun. Það sem frummaðurinn gerði þegar hann var sloppinn frá tígrisdýrinu var að leggjast upp í tré og slaka á til að koma líkamanum aftur í jafnvægi. En í dag eru streituvaldarnir allt annars eðlis en þeir voru áður, við komumst ekkert svo auðveldlega frá þeim. Í dag

Einkenni streitu: Maganónot (hnútur í maga, bakflæði, ógleði, niðurgangur), hraður og ör hjartsláttur (teljum okkur vera að fá hjartaáfall), þyngsli yfir brjósti og grunn öndun, fölleiki húðar, svimi og sjóntruflanir, vöðvabólga í herðum og hálsi, höfuðverkir, slakt ónæmiskerfi. Verðum þreyttari, meiri klaufar, gerum mistök, minni áhugi á kynlífi, flótti frá félagssamskiptum, svefn fer að raskast, grátum eða reiðumst vegna lítilla hluta, neyslumynstur verður neikvætt eins og að borða óreglulega, óhollt, grípum í skyndibita, neytum meira áfengis. Aukinn ótti gagnvart óþarfa hlutum, verðum döpur, styttri þráður sem einkennir reiði eða sorg, andúð fer að koma fram gagnvart umhverfinu eða jafnvel sjálfum sér – taugakerfið er í hnút og hormónakerfið raskað. Hugurinn verður skekktur, ber á miklum og mörgum hugsanaskekkjum, neikvæðni, svartsýni, vonleysi og eirðarleysi. Gerum úlfalda úr mýflugu, sjáum glasið hálftómt, upplifum allt á herðum okkar, túlkum hegðun annarra persónulega of neikvætt, eigum erfitt með einbeitingu, hugsun verður óskýr og ónákvæm, tökum skrýtnar ákvarðanir, slök og veik sjálfsmynd og dettum í efasemdir gagnvart sjálfum okkur. Rökhugsun hverfur.

eru streituvaldarnir viðvarandi, langvarandi og líka margir hverjir áskapaðir í hausnum á okkur segir Ragnheiður og bendir á að rannsóknir sýni að áhrif efnishyggju og útlitsdýrkunar séu stórir streituvaldar í lífi okkar. „Óraunhæfar væntingar valda mikilli streitu því þær skapa misræmi í huga okkar um það hver við erum og hver við viljum vera.“

Kulnun í starfi er vandamál stjórnenda

Ragnheiður segir streitu oftar en ekki tengjast vinnustaðnum. Álag á starfsfólk, fleiri verkefni á færri herðar og léleg verkefnastjórnun séu atriði sem ættu að hringja viðvörunarbjöllum í fyrirtækjum. „Kulnun í starfi, eða „burnout“, er andleg örmögnun og þreyta sem snýst upp í andúð gagnvart starf-


fréttaskýring 17

Helgin 23.-25. október 2015

Launamenn vilja oft leyna þunglyndi Rannveig Sigurðardóttir, formaður framkvæmdastjórnar Sjúkrasjóðs VR. „Geðraskanir eru stærsta vandamál flestra örorkugreindra í landinu, hvort sem það er hjá lífeyrissjóðum, sjúkrasjóðum eða Tryggingastofnun, og þar eru þunglyndi og streita mjög ofarlega á blaði. Launamaðurinn vill oft leyna því að eitthvað sé að, sem þýðir að vandinn greinist seint. Hann er óvinnufær og fær vottorð, en ég vil meina að atvinnurekendur, með sína trúnaðarmenn og mannauðsstjóra, eigi að þekkja launamanninn og geta greint vandann fyrr. Ef

mjög streituvaldandi og það sést glögglega á vinnutímunum. Ef einstaklingur vinnur 35 vinnustundir á viku en eykur þær svo upp í 40 stundir þá eykst streitan ekki það mikið en ef vinnustundir verða 45 þá eykst streitan verulega og hún snareykst ef einstaklingurinn ef farinn að vinna 48 klukkustundir á viku við sama verk. Kröfur um vinnutímaákvæði eru til þess fallin að draga úr streitu, svo það er mjög mikilvægt að fólk virði vinnutímaákvæðið. Um leið og streitan eykst þá fjölgar mistökum sem geta valdið tjóni, óþægindum og jafnvel slysum.

50-60%

veikinda starfsmanna má rekja til streitu.

2/3

sem leita til heimilislæknis eru þar vegna streitueinkenna. inu. Hér áður fyrr var kulnun talin vera einstaklingsvandamál, að einstaklingurinn væri viðkvæmari en aðrir en það er löngu búið að hrekja þá kenningu og margsanna það að kulnun er vandamál stjórnenda vinnustaðarins. Kulnun er mjög hættuleg og það er sorglegt að sjá á eftir góðu starfsfólki sem hefur keyrt sig svo gjörsamlega fram af brúninni að það þarf að fara á örorkubætur.“ Ragnheiður segir þennan falda skaðvald hafa mun meiri áhrif á samfélagið en við gerum okkur grein fyrir. Nauðsynlegt sé að efla forvarnarstarf, upplýsa atvinnurekendur og grípa mun fyrr inn í vandann. „Því miður er allt of stór hópur fólks sem endar á sjúkrabótum vegna langvarandi álags og viðvarandi streitu. Hér áður fyrr voru stoðkerfisvandamál einn stærsti útgjaldaliður sjúkrasjóðs en í dag eru það andleg vandamál sem oftar en ekki má rekja til streitu. Ísjakinn undir yfirborðinu er því farinn að blasa við okkur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

launamaður fer að detta ítrekað úr vinnu væri eðlilegast að taka hann í viðtal og reyna að gera eitthvað í málunum.“ „Ábyrgðin liggur því að miklu leyti hjá vinnuveitendum sem taka ekki eftir ástandinu. Ég hef talað fyrir því að trúnaðarmenn á vinnustöðum skoði þetta með okkar trúnaðarmönnum innan VR því það verður að greina vandann fyrr. Það er bara allt of seint í rassinn gripið að ætla að gera eitthvað þegar fólk er komið í örorku. Að sjálfsögðu eiga allir rétt á sínum greiðslum en við verðum að skoða hvað við getum gert til að hjálpa fólki. Það er engum hollt að fara í örorku og þurfa að sitja heima og bíða eftir bótum inn um bréfalúguna. Þess vegna eru forvarnir svo mikilvægar.“

n Streita er oftast ástæða fyrir forföllum starfsmanna, slakari frammistöðu og afköstum ásamt neikvæðu andrúmslofti. n Alþjóða heilbrigðisstofnunin spáir því að árið 2020 verði þunglyndi önnur helsta orsök örorku. n Um 50-60% allra tapaðra vinnudaga í ríkjum Evrópusambandsins má tengja við streitu. n Geðsjúkdómar eru á meðal fimm algengustu ástæðna fyrir skammtímafjarvistum frá vinnustöðum, sérstaklega vegna streitu og þunglyndis. n Innan ESB eru geðraskanir algengasta orsök örorku, algengari en stoðkerfisvandamál og hjartasjúkdómar. Það sama á við um Ísland. Samkvæmt heimildum Tryggingastofnunar ríkisins árið 2009 voru geðraskanir fyrsta orsök örorku hjá þeim sem voru metnir með 75% örorku eða meiri (Tryggingastofnun ríkisins, 2010).


18

úttekt

8

Helgin 23.-25. október 2015

listamenn sem njóta einnig velgengni í öðrum störfum Hefðbundin ímynd af listafólki er að það fórni sér fyrir list sína og lifi og hrærist í þeim heimi. En svo er það listafólkið sem einnig lætur til sín taka í atvinnulífinu – og nýtur velgengni á báðum sviðum.

Ólafur Jóhann Ólafsson

Ragnar Jónasson

Yrsa Sigurðard.

Óttarr Proppé

Fæddur 1962

Fæddur 1976

Fædd 1963

Fæddur 1968

Hefur um árabil starfað sem stjórnandi hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum en meðfram þeim störfum sent frá sér fjölmargar eftirminnilegar skáldsögur.

Listgrein

Ferill í árum

29

Það hentar mér best að skrifa á morgnana; ég sest við skrifborðið snemma og tæmi mig á svona tveimur, þremur tímum og fer þá í hina vinnuna.

Hefur um 15 ára skeið starfað sem lögfræðingur, nú síðast sem yfirlögfræðingur Gamma. Hefur samhliða þeim störfum þýtt fjölda bóka og gefið út 6 skáldsögur.

Listgrein

Ferill í árum

6

Þetta krefst mikils skipulags, en mér líður hálfilla ef ég næ ekki bæði að lesa smávegis og skrifa á hverjum einasta degi.

Yrsa er menntaður byggingaverkfræðingur og hefur starfað sem slíkur meðfram skrifum á barnabókum og spennubókum.

Fædd 1956

Fæddur 1982

Ferill í árum

17

Mér finnst svo gaman að kenna. ...Vissulega væri gaman að geta skrifað á öðrum tímum en á kvöldin og um helgar en það kemur kannski betur í ljós með næstu bók.

Starfar sem læknir á daginn og rokkar með hljómsveitinni Diktu á kvöldin.

Listgrein

Ferill í árum

Ferill í árum

32

13

Ég bý á Hverfisgötunni og fjölskylda mín hefur verið þar síðan 1930. Þetta svæði, sem er rammað inn af þessum fjórum götum, hefur alltaf verið minn blettur í Reykjavík.

27

Fæddur 1975

Fædd 1958

Listgrein

Ferill í árum

Sölvi Blöndal

Hulda Hákon Ein af eftirtektarverðari myndlistarkonum þjóðarinnar. Meðfram myndlistinni rekur hún hið vinsæla kaffihús Gráa köttinn við Hverfisgötu.

17

Listgrein

Ég er búinn að vera í hljómsveitum í yfir 20 ár og hef komið að allskonar músík. Margt af því er áleitin músík og hávær en almennt hefur hún ekki verið pólitísk nema óbeint.

Haukur Heiðar Hauksson

Listgrein

Ferill í árum

Starfaði lengst af sem bóksali en hefur helgað stjórnmálum krafta sína frá 2010. Meðfram þessum störfum hefur Óttarr rokkað með HAM og fleiri hljómsveitum.

Ég fékk held ég útborgaðar þúsund krónur í síðasta mánuði. Sléttar þúsund. Ég veit ekki af hverju. Ég er alltaf í leyfi og get nú ekki sagt að ég vinni 100% lengur.

Auður Ava Ólafsdóttir Var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Er nú lektor í listfræði við HÍ. Meðfram því hefur hún skrifað verðlaunabækur sem vakið hafa athygli erlendis.

Listgrein

Það hefur gerst að ég hafi hitt sjúkling sem kvöldið áður var að horfa á mig á tónleikum. Það er kannski svolítið skrýtið. En ég held að þetta sé þó ekki eins skrýtið og það hljómar.

Hagfræðimenntaður og starfar sem sérfræðingur hjá Gamma sem farið hefur mikinn á húsnæðismarkaði. Semur og flytur tónlist með Quarashi og fleiri hljómsveitum í frítíma sínum.

Listgrein

Ferill í árum

19

Ég fór úr því að vera einhvers konar poppstjarna í að sitja í flíspeysu í tíma í Odda. Þetta voru svolítið þung skref úr poppbransanum yfir í Háskóla Íslands. Teikningar/Hari


VIÐ VITUM HVAÐ UNGA KYNSLÓÐIN SKIPTIR MIKLU MÁLI Við þökkum frábærar viðtökur Börn F plús viðskiptavina hafa tekið nýju húfunum okkar fagnandi eins og undanfarin fjögur ár. Unga fólkið skiptir okkur höfuðmáli og því gleðjumst við yfir hverjum kolli sem skartar skínandi húfu frá VÍS.

ENNEMM / SÍA / NM71315

Við bendum F plús viðskiptavinum á að nú fer hver að verða síðastur að koma við á næstu þjónustuskrifstofu VÍS til að ná í húfu því þeim fer ört fækkandi. Bestu þakkir fyrir viðtökurnar.


20

nærmynd

Helgin 23.-25. október 2015

Örlát vitsmunavera sem hugsar standandi Ó

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði til varaformanns Sjálfstæðisflokksins og þegar þetta er ritað hefur enginn boðið sig fram á móti henni. Hún var varaformaður flokksins á árunum 2010 - 2013 og naut vinsælda sem slíkur. Ólöf þykir vaxandi stjórnmálamaður, sem „hefur það umfram ýmsa kollega sína að vera vitsmunavera,“ eins og pólitískur andstæðingur orðaði það.

löf er dóttir Jóhannesar Nordal, fyrrum seðlabankastjóra, og Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara og ólst upp í stórum systkinahópi, systurnar eru fimm og einn bróðir. Hún var leitandi barn, að sögn systra hennar, listhneigð og bókelsk og sílesandi, helst þjóðsögur og fantasíur og skrifaði slíkar sögur sjálf, en íþróttir áttu ekki upp á pallborðið hjá henni, allra síst hópíþróttir. Snemma vaknaði hjá henni áhugi á hönnun og tísku og ekki síst bílum sem hún hefur ástríðu fyrir. „Ólöf er dugnaðarforkur en þó mesta svefnpurka sem ég veit um. Hún elskar græjur og bíla og er lestrarhestur,“ segir gömul vinkona og bætir við. „Hún er hlý, hreinskiptin og ráðagóð og fáa veit ég traustari.“ „Ólöf er mjög félagslynd og laðar fólk að sér enda er hún vinaföst. Hún er mikil fjölskyldumanneskja og hefur búið til fallegt og líflegt umhverfi í kringum sig,“ segir önnur vinkona. „En kostir fólks eru stundum þeir sömu og lestir. Hún getur verið stíf á meiningu sinni, en það er auðvitað kostur þegar þarf að fylgja málum

eftir. Hún getur líka verið mjög utan við sig, eins og hún sé í eigin heimi, en það er ábyggilega kostur í pólitíkinni þegar sumum hættir til að taka sjálfa sig of hátíðlega.“ Auk bíladellunnar og lestursins hefur Ólöf mikinn áhuga á tísku, er dálítið hégómleg og elskar að líta vel út. Hún var þó ekki sérlega ánægð með útlit sitt þegar hún var yngri, einkum öngruðu eyrun hana og hún þráði að fá þau límd við höfuðið til að losna við stríðnina og spurningarnar um hvort hún gæti flogið á eyrunum. Snemma varð hún þó snögg upp á lagið og fljót að svara fyrir sig og svaraði gjarnan spurningunni um hvort hún gæti flogið á þann veg að vissulega gæti hún það en hún tæki ekki farþega. Sumarið 2014 greindist Ólöf með krabbamein og þeir sem næst henni standa eru sammála um að það hvernig hún hafi tekist á við veikindin lýsi mannkostum hennar best. „Hún tók þessu með æðruleysi og skynsemi enda einstaklega jafnlynd og stór í sniðum. Hún hefur stóran faðm og getur tekið allt sem upp á

GILDIR TIL 30. OKTÓBER

Skósprengja

Suðurlandsbraut 34 / S. 517 3900 / flexor.is

Ólöf nor da l

kemur í lífinu í fangið og gert gott úr því. Hún er einhver örlátasta manneskja sem ég þekki. Ég held að veikindin hafi í raun gert hana afslappaðri og gefið henni aðra sýn á lífið, en það finnst mér ég sjá vel þegar hún talar nú sem stjórnmálamaður. Hún talar beint frá hjartanu og af sannfæringu en þó um leið af yfirvegun og natni.“ Sem stjórnmálamaður nýtur Ólöf vaxandi aðdáunar bæði samherja og andstæðinga, þykir hafa ótvíræðan pólitískan talent. „Það er gaman að eiga í rökræðum við hana yfir ræðustól Alþingis. Hún ber af öðrum ráðherrum í þinginu að því marki að jafnvel í flóknum umræðum svarar hún blaðlaust í lokaræðum hverri einustu spurningu – sem er sjaldgæft því flestir kollega hennar geta ekki opnað munninn nema spunarokkar þeirra og aðstoðarmenn hafi skrifað hverja tuggu. Þetta er mikill og sjaldgæfur kostur,“ segir einn stjórnarandstæðingur. „Mér finnst yfirleitt að hún hafi í mjög erfiðum málaflokkum eins og varðandi flóttamenn mannlega nálgun en í öðrum málaflokkum glittir þó í íhaldsvarg. Ennþá hefur hún þó ekki fyllilega stigið fram sem stjórnmálamaður.“ „Hún er metnaðarfull, sem er kostur hjá stjórnmálamanni, ætlar langt og er á góðri leið með að verða einn af sterkustu stjórnmálamönnum Sjálfstæðisflokksins,“ segir annar alþingismaður. „Persónulega er hún gáfuð og skemmtileg sem er ekki endilega það sem menn tengja alltaf við stjórmálamenn. Hún hefur ótvíræðan pólitískan talent, og í ríkisstjórninni nýtur hún þess að hafa verið í fámennum hópi á síðasta kjörtímabili sem stóð með Bjarna í gegnum þykkt og þunnt og yfirgaf hann aldrei – ekki heldur þann örstutta tíma þegar svo virtist sem úlfurinn í líki Hönnu Birnu myndi gleypa hann endanlega. Nálægðin og sterkt tengsl við Bjarna hjálpa henni gríðarlega og nú þegar hefur vild fjármálaráðherrans sem heldur um ríkispyngjuna auðveldað henni erfiðustu málin, sem tengjast flóttamönnum.“ Bæði samherjar og andstæðingar

Fædd í Reykjavík 3. desember 1966. Foreldrar: Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri og Dóra Guðjónsdóttir Nordal, píanóleikari og húsmóðir. Maki: Tómas Már Sigurðsson forstjóri. Börn: Sigurður (1991), Jóhannes (1994), Herdís (1996), Dóra (2004). Nám og störf: Stúdentspróf MR 1986. Lögfræðipróf HÍ 1994. MBA-próf HR 2002. Deildarstjóri í samgönguráðuneyti 1996–1999. Lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999–2001. Stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1999–2002. Deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001– 2002. Yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002–2004. Framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004–2005 er rafmagnssala var tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna, framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005–2006. Í bankaráði Seðlabanka Íslands 2013–2014. Formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006–2009. Formaður Spes, hjálparsamtaka vegna byggingar barnaþorpa í Afríku. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2007–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013. Innanríkisráðherra síðan 4. desember 2014.

í pólitíkinni bera virðingu fyrir Ólöfu sem vitsmunaveru og stjórnmálamanni og það er samdóma álit þeirra að það muni styrkja Sjálfstæðisflokkinn mikið að hún verði varaformaður. „Hún hefur það umfram ýmsa aðra kollega sína að vera vitsmunavera sem getur hugsað standandi. Hún er hlýr stjórmálamaður, og flestum þingmönnum er hlýtt til hennar.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


ÖLL ÞESSI VERÐLAUN,

VIÐ BARA ROÐNUM DANMÖRK: BÍLL ÁRSINS 2015 SPÁNN: BÍLL ÁRSINS 2015 FINNLAND: BÍLL ÁRSINS 2015 BRETLAND: HATCHBACK OF THE YEAR – BBC TOP GEAR / BEST CROSSOVER – AUTO EXPRESS AWARDS /SMALL HATCHBACK OF THE YEAR / DESIGN OF THE YEAR – 2014 FLEET WORLD HONOURS /GEAR OF THE YEAR – WIRED MAGAZINE / BEST CROSSOVER 2014 – NEXT GREEN CAR AWARDS FRAKKLAND: MOST INNOVATIVE CAR OF THE YEAR – RTL SURVEY, AUTOMOTO / FRENCH FAVOURITE CAR COMPACT SUV CATEGORY / CAR OF THE YEAR 2014 – YAHOO AUTOS / L’OBSERVEUR DU DESIGN LABEL - INTERNATIONAL AUTOMOBILE FESTIVAL ÞÝSKALAND: RED DOT AWARD: PRODUCT DESIGN 2014 / INTERNET AUTO AWARD: EDITORIAL AWARD ÍTALÍA: MOTOR PHOTO AWARD AUSTURRÍKI: AUSTRIAN AUTOMOTIVE GRAND PRIX IN THE “START“ CATEGORY – ARBÖ KRÓATÍA: BÍLL ÁRSINS 2015 / CROATIAN AUTOMOTIVE OF THE YEAR 2015 – TV AUTOMAGAZIN BELGÍA: FAMILY CAR VAB OF THE YEAR 2015 SLÓVAKÍA: GOLDEN WHEEL SLOVAKIA BÚLGARÍA: GOLDEN WHEEL – AUTOBILD BULGARIA SERBÍA: BÍLL ÁRSINS 2015 ÍSLAND: BÍLL ÁRSINS 2016 Í SÍNUM FLOKKI WORLD CAR AWARDS: WORLD CAR DESIGN OF THE YEAR 2015

CITROËN C4 CACTUS HAMPAR 25 VERÐLAUNUM Hugmyndafræðin að baki C4 Cactus er bylting í hönnun bíla. Ekkert prjál, einungis hlutir sem skipta máli í dag. Hagnýt og djörf hönnun, einfaldleiki og lágt verð. C4 Cactus hefur svo sannarlega slegið í gegn. Nú þegar hefur hann hlotið 25 verðlaun víðsvegar um heiminn. Þar á meðal var hann valinn Bíll ársins 2016 á Íslandi í sínum flokki.

VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.690.000 KR. Velkomin í reynsluakstur

15

Vetrardekk að verðmæti 140.000 kr. fylgja nýjum Citroën C4 Cactus til 15. nóvember. Nýttu þér tilboðið.

æli ára afm Citroëhjná Brimborg

citroen.is

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050

Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Citroen_Cactus_ViðRoðnum_dekk_5x38_20151020_END.indd 1

20.10.2015 16:56:54


22

kuldaleg og spennandi

viðhorf

Helgin 23.-25. október 2015

LóABOR ATORíUM

LóA hjáLMTýsdóTTiR

Staðsetning nýs Landspítala

Hringbraut eða „besti staður“

Hvít sem mjöll er önnur bókin í finnska þríleiknum um Mjallhvíti – áhrifarík bók um stelpu sem á sér leyndardómsfulla fortíð.

„Kuldaleg spenna … kraftmikil unglingabók.“ ÁM / MORGUNBLAÐIÐ

w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9

B

Blaðaauglýsingar Samtaka um Betri spítala á betri stað hafa vakið athygli að undanförnu en þar segja nafngreindir einstaklingar, sem jafnframt kosta auglýsingarnar, að sterk rök bendi til þess að ódýrara, fljótlegra og betra verði að byggja nýjan Landspítala frá grunni á besta mögulega stað, fremur en byggja við og endurnýja gamla spítalann við Hringbraut. Skorað er á alþingi og ríkisstjórn að láta gera nýtt staðarval með opnum og faglegum hætti. Í hópi þeirra sem senda áskorunina eru margir heilbrigðisstarfsmenn en meðal þess sem þeir telja að skoða þurfi er stofnkostnaður og rekstrarkostnaður „bútasaumaðs“ spítala annars vegar og nýs spítala á „betri stað“ hins vegar, áhrif hækkandi lóðaJónas Haraldsson verðs í miðbænum, umferðarþungi og nauðsynleg umferðjonas@frettatiminn.is armannvirki, byggingartími, ferðatími og ferðakostnaður notenda spítalans eftir staðsetningum og hversu aðgengilegir bráðaflutningar eru með sjúkrabílum og þyrlum. Fyrir liggur þingsályktun frá því í fyrra þar sem Alþingi fól ríkisstjórninni að byggja upp spítalann við Hringbraut og eftir þeirri ályktun vinnur heilbrigðisráðherra. Ráðherrann fól fyrr á árinu Nýjum Landspítala ehf. að hefjast handa við undirbúninginn. Áskorendahópurinn sem vill mat á staðarvalinu bendir hins vegar á að margt vinnist með því að byggður verði nýr spítali á „besta mögulega“ stað. Það sé fjárhagslega hagkvæmt því selja megi núverandi eignir sem losna, þörf fyrir umferðarmannvirki verði minni og árlegur kostnaður lægri. Þá verði fljótlegra að byggja á nýju svæði. Góðir stækkunarmöguleikar séu enn fremur gríðarlega verðmætir þar sem notendum spítalans muni stórfjölga á næstu áratugum og fyrirséð að spítalinn þurfi að stækka mikið. Þó búið sé að eyða 3-4 milljörðum króna í undirbúning fyrir spítala við Hringbraut margborgi sig að byggja nýjan spítala frá grunni á besta mögulega stað og hluti undirbúningsins nýtist þar. Þeir sem vilja spítalann burt frá Hringbraut benda á að hagkvæmast sé að byggja nýjan spítala frá grunni, nálægt

búsetumiðju höfuðborgarsvæðisins og nálægt stórum umferðaræðum. Svæðið kringum Vífilsstaði hefur verið nefnt í því sambandi. Þótt fyrir liggi þingsályktun um byggingu nýs spítala við Hringbraut hefur komið fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra að til lengri tíma litið væri skynsamlegt að byggja nýjan spítala annars staðar en þar. Nýta mætti söluandvirði húsnæðis Landspítalans við Hringbraut til að reisa nýjan spítala. Mat forsætisráðherra var að fá mætti meira en 21 milljarð króna fyrir húsin. Um staðsetninguna eru, og hafa lengi verið, skiptar skoðanir, hvort heldur er hjá almenningi eða sérfræðingum. Fram hefur komið hjá Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar, að staðsetning spítalans við Hringbraut falli best að aðalskipulagi Reykjavíkur og markmiðum þess um þéttingu byggðar, auk nálægðar við háskólana tvo. Bygging nýs spítala hefur lengi verið í umræðunni enda endurnýjunar þörf. Starfsemi Landspítalans er á nærri tuttugu stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það er óhagkvæmt rekstrarlega og óhagræði bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Athyglisverð er hins vegar niðurstaða könnunar meðal 800 íslenskra lækna um staðsetningu nýs Landspítala, sem Ríkisútvarpið greindi frá í mars síðastliðnum. Þar kom fram að innan við 20% þeirra eru sáttir við að nýr spítali verði byggður á lóð þess gamla við Hringbraut. Hins vegar vilja 44% sérfræðilækna nýja spítalann ekki á þeim stað. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, vek að þessum niðurstöðum í pistli og sagði það vera mikið umhugsunarefni að svo lítill stuðningur væri meðal lækna við staðsetningu nýs spítala við Hringbraut. Jafnframt er augljóst, sagði hann, að við Vífilsstaði er miklu meira svigrúm til uppbyggingar spítala til lengri framtíðar. Þar vitnaði hann meðal annars í Hróðmar Helgason, sérfræðing í hjartaskurðlækningum barna, sem sagði staðsetninguna við Hringbraut í besta falli vafasama og benti á Vífilsstaði. „Sennilega er tímabært,“ sagði Styrmir í mars síðastliðnum, „að ítarlegri umræður fari fram um staðsetningu spítalans en fram hafa farið til þessa.“ Undir það skal tekið.

Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


HREKKJABRögð Ö 1 HRINGUR + KÓK OG ANNAR HRINGUR FRÍTT

599 KR.

Hrekkjavaka er framundan og í tilefni af því höfum við búið til sex gæsahúðarvaldandi hringi, sem allir smellpassa með hrollkaldri kók.


24

viðtal

Helgin 23.-25. október 2015

Ragnar Sigurjónsson býr í Gaulverjabæ þar sem hann ræktar bréfdúfur af mikilli ástríðu. Ragnar lánar dúfurnar sínar í veislur því í dag er farinn að tíðkast sá siður hérlendis að sleppa dúfum við táknrænar athafnir á borð við brúðkaup eða jarðarfarir. Mynd/Hari

Dúfur eru vinsæl nýjung í veislum Ragnar Sigurjónsson hafði lengi dreymt um að rækta dúfur þegar hann fékk loks tækifærið fyrir 10 árum síðan. Í dag á hann um hundrað dúfur sem hann elur af mikilli ástríðu auk þess að vera fréttaritari Bréfdúfufélags Íslands. Hann segir bréfdúfuna vera einstaklega gáfaðan og skemmtilegan fugl sem unun sé að ala og þjálfa. Ragnar rekur veisluþjónustu sem býður upp á að dúfum sé sleppt við hin hátíðlegustu tækifæri.

Á

huginn á dúfum hefur nú bara fylgt mér alla tíð,“ segir Ragnar Sigurjónsson, fréttaritari Bréfdúfufélags Íslands og einn af tuttugu meðlimum félagsins. „Ég var alltaf með dúfur sem krakki og unglingur í Vestmannaeyjum en þegar maður fór svo að búa varð þetta aðeins flóknara. Þá var ekki jafn mikið pláss fyrir dúfurnar, svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar sem byrjaði aftur af fullum krafti í dúfnarækt fyrir 10

árum síðan og á nú eitt hundrað bréfdúfur. „Ég saknaði þess alltaf mikið að halda dúfur og svo fékk ég tækifærið þegar við hjónin ákváðum að flytja hingað í Gaulverjabæ. Mig hafði lengi langað til að flytja út fyrir borgina og loks var komið tækifæri þegar konan fór að vinna hér sem kennari.“

Skemmtilegt ástarlíf

„Það er svo gaman að ala dúfur því þær gefa mjög mikið af sér.

UMGJARÐADAGAR Í PROOPTIK

Bréfdúfur eru gæddar þeim eiginleika að fljúga aftur heim. Auk þess að eiga fjörugt ástarlíf, keppa á mótum og vera aldar á sérfæði þá eru dúfurnar hans Ragnars líka hluti af veisluþjónustu sem er nokkuð nýstárleg hér á landi. Mynd/Úr einkasafni

Staðreyndir um dúfur: n Karlkyns dúfur geta mjólkað rétt eins og kvenkyns dúfur. n Dúfur geta orðið 30 ára.

Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

1 kr. við kaup á glerjum

n Bréfdúfur fljúga að jafnaði á 80 til 100 km hraða. n Vitað er um bréfdúfur sem flogið hafa 1120 km á einum degi. n Uppruni bréfdúfusportsins er í Belgíu. n Dúfur hafa flutt skilaboð síðan á tímum Persa.

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.

n Reuters fréttaveitan hóf störf sín með bréfdúfum.

Það er með þær eins og með öll önnur dýr, maður þjálfar þær með mat og það er frekar auðvelt að þjálfa þær, það þarf bara að vita hvert er rétta augnablikið til að umbuna þeim. Svo er virkilega gaman að fylgjast með ástarlífi dúfna því þær verða svo yfir sig ástfangnar. Þær þrífa hvor aðra voðalega vel og svo mata þær hvor aðra til skiptis áður en þær hafa mök,“ segir Ragnar sem hjálpar þeim með makavalið svo útkoman verði sem best. „Ég para þær saman yfir pörunartímabilið eftir því sem mér finnst passa, til að fá sem besta einstaklinga. Það tekur svona 2 daga og þá eru þær orðnar par og halda tryggð við hvor aðra. Eftir 10 daga kemur svo egg og 17 dögum síðar kemur ungi. En svo þarf ég að slíta pörin í sundur að hausti því annars fyllist hér bara allt af ungum. En þær sem gefa mér góða og skemmtilega unga, sem eru fljótir að snúa heim, fá að para sig aftur.“

Bréfdúfufélagið

Bréfdúfur eru gæddar þeim merkilega eiginleika að fljúga alltaf þangað sem þær eru fæddar sé þeim sleppt. Bréfdúfufélag Íslands stendur fyrir hraðakeppni dúfna á hverju sumri en þá er nokkur hundruð merktum dúfum sleppt einhversstaðar á landinu og þær fyrstu heim verða verð-

launadúfur sumarsins. „Mínar dúfur fengu nú engin verðlaun þetta árið en unnu aftur á móti tvö síðustu ár. Besta dúfan mín fór frá Grímsstöðum á Fjöllum og heim til mín, 303 kílómetra í beinni loftlínu, 1478 metra á mínútu, það er 90 kílómetra hraði, sem þýðir að hún var um 3 tíma á leiðinni sem er frábær tími. Þetta er ofsalega skemmtilegt sport. Bréfdúfufélagið hafði legið í dvala um langt skeið þegar við endurvöktum starfsemina fyrir sex árum síðan. Flestir eru af Stór-Reykjavíkursvæðinu og svo er einn og einn á stangli hér við Selfoss. Þetta er dálítið karlasport en það er einn kvenmaður í félaginu og við erum voðalega ánægðir með það.“ Aðspurður segist Ragnar leggja sér dúfur til munns því annað væri synd. „Stundum þarf maður að grisja og þá lætur maður þetta fína kjöt ekki fara til spillis. Ég er ekki hrifinn af því að sóa mat. En þetta er líka hið besta kjöt, mjög gott enda alið á sérfæði, þetta eru engar húsdúfur af götunni.“

Vinsælt að sleppa dúfum í veislum

Auk þess að eiga fjörugt ástarlíf, keppa á mótum og vera aldar á sérfæði þá eru dúfurnar hans Ragnars líka hluti af veisluþjónustu sem er nokkuð nýstárleg hér á landi. „Ég er með þjónustu þar sem ég lána dúfur sem er svo sleppt í veislum á borð við brúðkaup, skírnir eða jarðarfarir. Þetta er amerískur siður en hann er að vaxa hér á landi, enda afskaplega fallegur siður. Ég kem þá á staðinn í mínu fínasta pússi með fallegar hvítar bréfdúfur sem fólk sleppir við fallega athöfn. Til dæmis er orðið vinsælt í brúðkaupum að brúðguminn sleppi karldúfu og brúðurin sleppi kvendúfu og svo óska brúðhjónin sér. Svo skila dúfurnar sér auðvitað aftur heim til mín. Það er nú alltaf jafn merkilegt því líkt og engin getur útskýrt af hverju krían fer til Afríku og ratar svo til baka þá getur engin útskýrt afhverju bréfdúfur snúa alltaf heim. Það er bara einn af leyndardómum lífsins.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Við látum það berast

ÞÚ NÆRÐ TIL FJÖLDANS MEÐ OKKUR FJÖLPÓSTUR er sterkur og áhrifaríkur auglýsingamiðill sem skilar ítarlegri upplýsingum til neytenda en hefðbundnar auglýsingar.

61% LANDSMANNA LESA FJÖLPÓST 22% AF ÞEIM KAUPA AUGLÝSTA VÖRU EÐA ÞJÓNUSTU

61%

22%

,,Ég hef verið í viðskiptum við Póstdreifingu í árabil og alltaf fengið fyrsta flokks þjónustu.“ Guðbjartur Finnbjörnsson Ritstjóri Lifandi vísinda

VIÐ GETUM AÐSTOÐAÐ VIÐ AÐ NÁ ÁRANGRI VIÐ DREIFUM INN Á 80.000 HEIMILI SEX DAGA VIKUNNAR

www.postdreifing.is


26

úttekt

Helgin 23.-25. október 2015

Tengdabörn Íslands Brúðkaup Söru Heimisdóttur og Rich Piana í Las Vegas á dögunum vakti mikla athygli. Piana bættist þar með í hóp frægra útlendinga sem hafa náð sér í íslenska maka. Við rifjuðum upp nokkra þá eftirminnilegustu en stilltum okkur um að telja upp einnar nætur gaman sem poppstjörnur kunna að hafa átt hér á landi.

Sara Heimisdóttir og Rich Piana Nýjasti tengdasonur Íslands er líkamsræktarfrömuðurinn Rich Piana en hann og Sara Heimisdóttir, 26 ára Reykjavíkurmær, gengu að eiga hvort annað í Las Vegas á dögunum. Sara og Rich eru eins og Fríða og dýrið, hún með sitt ljósa norræna útlit en hann vaxinn eins og Hulk og með húðflúr um allan líkamann. Ekki þarf þó að velkjast í vafa um að þau passi saman: Sumt fólk mun aldrei finna svona ást í lífinu en við erum mjög heppin að hafa fundið hvort annað, sagði Sara í viðtali við Fréttatímann á dögunum.

Fjölnir Þorgeirsson og Mel B Hann hefur verið kallaður Íslandsmeistari Íslandsmeistaranna og það ekki að ástæðulausu. Auk frábærs árangurs í íþróttum hefur Fjölnir náð einna lengst okkar Íslendinga á hinu alþjóðlega markaðstorgi ástarinnar. Frægt er þegar hann sló sér upp með Kryddpíunni Mel B en þá var Spice Girls einhver vinsælasta hljómsveit heims. Séð & heyrt seldist sem aldrei fyrr þegar fréttir bárust af heimsóknum dömunnar til Íslands. Frægt varð til dæmis þegar hún óð snjóinn tignarleg í parduspels og skálaði í kampavíni á Astró. Árið 2006 tjáði Fjölnir sig um samband Mel og Eddie Murphy og spáði því að þau myndu varla endast tvö ár, vegna þess að það „fetar enginn í fótspor íslenska draumsins.“

Arnar Gunnlaugsson og Michaela Conlin Traust tengslanet hjálpaði fótboltakappanum Arnari Gunnlaugssyni við að krækja í bandarísku leikonuna Michaelu Conlin en þáverandi mágkona Arnars, sjálf Ísdrottningin Ásdís Rán, leiddi þau saman. Conlin þessi hefur leikið í þáttum á borð við Bones og

vakti mikla athygli þegar þau Arnar skemmtu sér saman í Reykjavík. Því miður entist sambandið ekki en núverandi kærasta Arnars er Marín Manda Magnúsdóttir sem í eina tíð var kærasta Fjölnis Þorgeirssonar. Svona fer þetta nú allt saman í hringi. Og svo voru það hinir... n Tengdasynir Íslands hafa komið og farið. Einn sá eftirminnilegasti var bílasalinn Cal Worthington, háaldraður og moldríkur eiginmaður Önnu Mjallar Ólafsdóttur. Cal þessi var kominn yfir nírætt þegar þau Anna drógu sig saman en ástin entist ekki nema nokkra mánuði. Cal lést svo árið 2013. n Annar eftirminnilegur var fótboltamaðurinn Dwight Yorke en Akureyrarmærin Kristrún Ösp Barkardóttir var kærasta hans til skamms tíma. Yorke er glaumgosi mikill og hafði áður eignast barn með glamúrfyrirsætunni Jordan svo samband hans og Kristrúnar vakti að vonum mikla eftirtekt. n Af öðrum nafntoguðum má nefna Lee Bucheit, bandarískan sérfræðing í samningatækni og alþjóðalögum, sem fór fyrir samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni. Samdráttur hans og Sigrúnar Davíðsdóttur fréttakonu var því nokkuð í umræðunni. n Linda okkar Pétursdóttir lenti í klóm bresku pressunnar þegar hún skemmti sér með Top Gear-stjórnandanum Jeremy Clarkson en myndir af þeim birtust í mörgum miðlum. Ekki fór neinum frekari sögum af sambandi þeirra.

Sólveig Káradóttir og Dahni Harrison Dahni Harrison er kannski ekki jafn áberandi nafn í tónlistinni og Mel B var á sínum tíma en blóðlína drengsins trompar Spice Girls eins og þær leggja sig svo um munar enda drengurinn sonur bítilsins George Harrison. Fatahönnuðurinn og sálfræðingurinn Sólveig er sjálf ekki af aukvisum komin, dóttir Kára Stefánssonar kenndur við deCode. Sólveig og Dhani gengu í hjónaband fyrir þremur árum og meðal gesta í brúðkaupinu voru Paul McCartney og Ringo Starr. Myndir úr brúðkaupinu birtust í Vogue í kjölfarið.


VETRARDAGAR Verðdæmi Kuldagalli Taxfree: 7.257 kr verð áður: 8.999

DAGANA 23.- 25. OKTÓBER AFNEMUM VIÐ VIRÐISAUKASKATT* AF KULDAFATNAÐI,

ULLARFATNAÐI, VETTLINGUM, KULDASKÓM OG HÚFUM Gildir ekki af outletvörum

*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað Hagkaups.


28

viðtal

Helgin 23.-25. október 2015

„Þetta er dellusport eins og annað og það er auðvelt að missa sig í því að kaupa dýrustu og flottustu hjólin og hjálmana. Það er samt ekkert mál að keppa í þríþraut á fjallahjólinu sínu og synda bara í venjulegri sundskýlu. Það geta allir tekið þátt.“ Ljósmynd/Hari

Það kom aldrei til greina að hætta Verkfræðingurinn Geir Ómarsson er nýkominn frá Hawaii þar sem hann keppti í einni stærstu aflþraut heims, svokölluðum járnkarli. Geir var á meðal 2400 keppanda í járnkarlinum og vann sér þátttökurétt sjö vikum fyrir keppni. Hann segir hugarfarið hafa farið með sig alla leið, en viðurkennir að þreytan hafi sagt til sín á lokametrunum. Hann kláraði keppnina á rétt rúmum tíu klukkustundum og var á meðal þeirra 600 efstu. Rúmlega 2000 manns kláruðu keppnina svo árangurinn var nokkuð góður hjá fertugum verkfræðingi. Meðal þeirra sem kláruðu ekki var kokkurinn góðkunni Gordon Ramsay.

É

g var alltaf í handbolta og fótbolta í gamla daga og síðan hef ég nú alltaf verið að skokka, svona öðru hvoru,“ segir Geir Ómarsson, fertugur verkfræðingur sem keppti á dögunum í stærstu Ironman keppni heims, á Hawaii, eða svokölluðum járnkarli. „Ég hafði öðru hvoru farið í maraþon, eins og gengur. Svo fyrir fimm árum þá plataði vinur minn mig til þess að fara í hálfan járnkarl hérna heima,“ segir hann. „Eftir það setti ég það á fimm til tíu ára planið að taka heilan. Þessi vinur minn er samt löngu hættur, en hann er að byrja aftur,“ segir Geir.

Mikill hiti á Hawaii

Þríþrautin getur verið allskonar vegalengdir, en járnkarlinn er stærsta keppnin þar sem lengstu vegalengdirnar eru farnar í hverri þraut. Geir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn í lok ágúst og vann sér þátttökuréttinn til þess að keppa á mótinu sem haldið var í Kona á Hawaii. „Þetta er allt tekið í einni beit, með skiptingum á milli greina,“ segir hann. „Þeir hröðustu eru rúma 8 tíma að þessu og þeir síðustu fá 17 tíma til þess að klára. Ég var tíu tíma og tuttugu og fimm mínútur,“ segir Geir. „Ég hafði vonast til þess að fara hraðar. Ég var í rauninni ennþá þreyttur eftir keppnina í Kaupmannahöfn. Þeir sem eru að þessu að atvinnu keppa í mesta lagi þrisvar á ári, en keppnin í Danmörku var bara sjö vikum áður, sem er of stutt,“ segir hann. Framhald á næstu opnu

Auðvitað þarf maður að næra sig á þessum langa tíma og ég tók inn svokallað gel sem inniheldur öll helstu næringarefnin, en maður vill síður vera að stoppa til þess að fara á klósettið og slíkt. Maður þarf bara að gera sitt á hjólinu

Geir kemur í mark í Járnkarlinum í Kona á Hawaii. Gleðin leynir sér ekki enda búinn að keppa í 10 klukkutíma.


Láttu okkur sjá um prentreksturinn. 40% hraðvirkari prentarar

Öruggari prentun 40% minni prentarar Hagkvæmari prentun

VERT 4522

Auðkenning

Slakaðu á. Þú hefur nóg annað að gera í vinnunni. Láttu okkur sjá um prentreksturinn. Það er okkar fag. Opin Kerfi býður upp á hagkvæma prentrekstrarþjónustu fyrir stór og smá fyrirtæki. Nánar á www.ok.is/prentrekstur – sala@ok.is

Opin Kerfi // Höfðabakka 9 // 110 Reykjavík // 570 1000 // ok.is


30

viðtal

Helgin 23.-25. október 2015

„Það var samt síðasti sénsinn til þess að vinna sér inn rétt til þess að keppa á Hawaii. Það er þokkalegt að ná þessu á þessum tíma hafandi bara keppt einu sinni áður,“ segir Geir með semingi og það er greinilegt keppnisskap í honum. „Ég var betri í Kaupmannahöfn, en það eru allir þeir bestu að keppa á Hawaii og aðstæður erfiðari. Það var rúmlega 30 gráðu hiti, sem er óvenju heitt, og rakt. Ég hafði undirbúið mig undir það með því að hjóla inni í hita, og í meiri fötum en ég er vanur. Svo var ég töluvert í gufu, en ég held að við litlu mennirnir þolum hita betur en margir aðrir. Margir kvörtuðu yfir hitanum en hann var ekki að trufla mig mikið,“ segir Geir. „Gordon Ramsey var á meðal keppanda, en hann náði ekki að klára,“ segir hann með glotti.

Geir ásamt dætrum sínum tveimur og Þyrí Guðmundsdóttur sem einnig tók þátt í járnkarlinum á Hawaii, við opnunarathöfn keppninnar.

20 tímar á viku í æfingar

„Það eru töluvert miklar æfingar fyrir svona langa keppni en ég tók þetta á löngum tíma,“ segir Geir. „Lengstu vikurnar var ég að æfa um það bil 20 tíma á viku og meira en helminginn á hjólinu. Annars voru þetta svona 12-20 tímar á viku. Maður verður að taka hvíldir inn á milli því það er auðvelt að ofþjálfa sig í þessum aðstæðum. Margir halda að þríþraut sé bara þessar löngu vegalengdir, en það eru margar útgáfur af þessu,“ segir Geir. „Það er mjög gaman að taka þátt í mörgum af þessum keppnum og þetta er grein sem margir geta tekið þátt í. Þeir sem hafa verið að hlaupa í maraþoninu eða verið að hjóla eins og er vinsælt, geta fundið keppni sem henta þeim. Við sem erum í þessari hreyfingu hér heima erum alltaf að hvetja fólk til þess að koma og prófa stutta keppni,“ segir hann. „Þetta snýst ekki bara um járnkarlinn, heldur bara um góða hreyfingu. Það er auðvelt að stýra því hvað maður gerir mikið í hverri keppni.“

Gerði þarfirnar á hjólinu

Geir segir að fyrir utan það að vera í góðu formi þá skipti hugarfarið gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að taka þátt í keppni eins og járnkarlinum. „Ég var ágætlega undirbúinn,“ segir hann. „Ég kom vel undirbúinn frá Danmörku og vissi að ég mundi alltaf klára þetta. Ég dó samt svolítið hlaupinu og það hægðist á mér jafnt og þétt. Ég hugsaði samt aldrei um að stoppa nema til þess að fá mér að drekka og henda á mig klökum til þess að kæla mig. Það kom aldrei hugsunin að hætta. Svona keppni snýst 90% um hausinn á manni. Ég vildi samt helst ekki gefast upp, kominn alla þessa leið með fjölskylduna með mér,“ segir Geir en eiginkona hans, Hrefna Thoroddsen, var með í för ásamt dætrum þeirra tveimur. „Það var ómetanlegt að hafa þær með, og gaman að geta gert ferð úr þessu. Ekki á hverjum degi sem maður fer á þessar slóðir. Algert ævintýri fyrir stelpurnar og okkur. Ég er sterkastur í hlaupinu, þó

það hafi ekki gengið sem best hjá mér á Hawaii. Ég hef alltaf verið góður að hlaupa síðan maður var í útihlaupunum með ÍK í Kópavoginum í gamla daga,“ segir hann. „Auðvitað þarf maður að næra sig á þessum langa tíma og ég tók inn svokallað gel sem inniheldur öll helstu næringarefnin, en maður vill síður vera að stoppa til þess að fara á klósettið og slíkt. Maður þarf bara að gera sitt á hjólinu,“ segir Geir og hlær. „Maður þarf samt að æfa það og það er erfitt,“ segir hann. „Þetta er dellusport eins og annað og það er auðvelt að missa sig í því að kaupa dýrustu og flottustu hjólin og hjálmana. Það er samt ekkert mál að keppa í þríþraut á fjallahjólinu sínu og synda bara í venjulegri sundskýlu. Það geta allir tekið þátt,“ segir hann. „Þríþraut hefur verið vinsæl hjá miðaldra skrifstofufólki sem þarf á meiri hreyfingu að halda en yngra fólki er að fjölga í greininni sem er jákvæð þróun.“

sem keppti en ásamt honum keppti Þurý Guðmundsdóttir í járnkarlinum á Hawaii. „Hún býr í Bandaríkjunum og var að keppa í annað sinn,“ segir Geir. „Það var mjög gott að hafa hana innan handar til þess að segja manni ýmislegt um þetta,“ segir hann. „Við tókum æfingar saman og undirbjuggum okkur fyrir þetta. Planið mitt eftir þetta er að keppa hérna heima á næsta ári, sem mér finnst hrikalega gaman. Það er metnaður hjá þríþrautarfélögunum að fá hingað erlenda keppendur til að keppa. Þetta er viðurkennd grein innan ÍSÍ og það er uppgangur í þessu og með því að fá gott fólk úr sundinu og öðrum greinum til þess að prófa þá er hægt að ná langt í þessu. Ég fékk gríðarlegan stuðning frá sundfélaginu Ægi, sem ég æfi hjá, og vinnustaðnum mínum, Odda, þar sem ég var hvattur vel áfram,“ segir Geir Ómarsson þríþrautarkappi.

Alltaf fleiri að taka þátt

Hannes Friðbjarnarson

Geir var ekki eini Íslendingurinn

hannes@frettatiminn.is


Nýtt og betra Vodafone Sjónvarp Snarpara og einfaldara viðmót tengir þig við fjölbreytt úrval hágæða efnis. Tryggðu þér áskrift að mögnuðu sjónvarpi með Vodafone PLAY

islenska/sia.is VOD 76132 09/15

Vodafone Við tengjum þig

Nýir og spennandi sjónvarpspakkar Hægt er að kaupa áskrift beint í nýju sjónvarpsviðmóti Vodafone, á vodafone.is eða í síma 1414.

2.490

kr./mán

2.590

*

kr./mán

2.990

*

kr./mán

*Á sérstöku kynningartilboði til 1. febrúar 2016.


32

viðtal

Helgin 23.-25. október 2015

“Ég hef alltaf litið á sjálfa mig sem tiltölulega sterkan einstakling og mér finnst mjög áhugavert að skoða það hvernig þessi sterki einstaklingur varð allt í einu fullkomlega vanmáttugur.” Ljósmynd/Hari

Líkamlegu áverkarnir léttvægir miðað andlegu áhrifin skemmta fnnst mér mjög áhugavert og aðlaðandi.“

Vigdís Másdóttir leikkona hefur verið fjarri sviðinu í fimm ár en stígur á það á ný í Kassa Þjóðleikhússins eftir viku þegar verkið 90210 Garðabær eftir Heiðar Sumarliðason verður frumsýnt. Ein ástæða þess að Vigdís hvarf af sjónarsviðinu er að hún varð fyrir alvarlegri líkamsárás komin fjóra mánuði á leið og það dró langan dilk á eftir sér. Hún hafði reyndar slæma reynslu af sviðsljósi almennt síðan hún tæplega 14 ára gömul var valin Fordstúlka Íslands og varð aðhlátursefni Spaugstofunnar um leið og fólk krossaði sig yfir þessari meðferð á vesalings barninu.

V

igdís er greinilega ánægð með að vera komin aftur í leikhúsið, hún bókstaflega geislar þegar við hittumst á Café Rosenberg eftir langa og stranga æfingu hjá henni í Kassanum. Hún hlær bara þegar ég spyr hvort reynslan af Fordkeppninni hafi gert hana fráhverfa því að vera áberandi í samfélaginu og segir það ekki hafa haft nein langtímaáhrif, þótt það hafi valdið töluverðu umtali á sínum tíma. „Það var dálítið annað landslag þá en nú varðandi það að verða þekkt á Íslandi. Ef maður birtist á forsíðu blaðs þá sáu það allir og tóku eftir því. Núna man enginn hver er á forsíðum blaðanna. Þá var hvorki komið net né samfélagsmiðlar þar sem allt er tæmt strax. Ég var ekki orðin 14 ára þegar ég vann Ford-keppnina og var í kjölfarið send til Los Angeles í stóra keppni og þar held ég að fólk hafi áttað sig á því hvað ég var mikið barn. Mér bauðst að fara til Ítalíu og vinna sem módel sumarið eftir, en það hefði þýtt að mamma hefði þurft að koma með mér og satt að segja þá var áhuginn bara ekki nógu mikill til þess að mig langaði þangað. Mig langaði aldrei að verða módel, hef aldrei þolað myndatökur, en mér fannst gaman að koma fram og naut mín því á tískusýningum þar sem ég gekk bara inn í eitthvert hlutverk.“

Spaugstofan og Áramótaskaupið

Sigur Vigdísar í Ford-keppninni vakti mikla athygli og fólk hneykslaðist óspart

á því að svona ungt barn væri látið keppa í svona keppni. Vigdís segir þá reynslu hafa mótað öll sín unglingsár. „Já, þetta var mikið fár, ég var alveg óskaplega barnaleg, vantaði meira að segja í mig eina fullorðinstönn og ég skil vel að fólk hafi verið sjokkerað. Heiðrún systir mín, Heiðrún Anna Björnsdóttir, varð í öðru sæti í Ungfrú Ísland á sama tíma og það vakti mikla athygli að tvær systur væru í fegurðarsamkeppnum þannig að það var dálítið mikill ágangur bæði á hana og mig og þar af leiðandi á heimilið. Það var gert grín að mér bæði í Spaugstofuþætti og Áramótaskaupinu og mér fannst það bara fyndið, en mæður vinkvenna minna voru skelfingu lostnar yfir þessari meðferð á barninu. Ég var rosalega feimin og höndlaði alla þessa athygli bara með því að loka sjálfa mig inni í einhverjum kassa sem ég eyddi svo unglingsárunum í að reyna að brjótast út úr. Þegar ég byrjaði í MH átti ég mjög erfitt með að taka því að vera kynnt sem Vigdís sem var einu sinni Fordstúlkan og reyndi allt sem ég gat að losna frá þeirri ímynd. Fór að ganga í strákafötum, hlusta á hipp hopp og rapp, sem þótti ekki töff á þeim tíma, og var í uppreisn gegn þessum fegurðarkvenleikastaðli. Það var ekki fyrr en ég var orðin 25 ára, skömmu áður en ég byrjaði í Listaháskólanum, að ég fann að ég var laus við þennan stimpil og gat leyft mér að verða kvenleg aftur.“ Vigdís segist sjá það, svona eftir á að hyggja, að það sé galið að svo ungar

stelpur taki þátt í svona keppnum, þótt hún hafi ekki séð neitt athugavert við það á sínum tíma. „Á þeim tíma var fólk ekki eins meðvitað um hversu gróteskur þessi tískuheimur er. Þegar ég fór út í keppnina í LA komst ég í kynni við það og kynntist stelpum sem notuðu eiturlyf eða sveltu sig. Tvær af þeim sem voru með mér þar dóu fimm árum seinna, önnur af of stórum skammti og hin úr anorexíu. Í dag á ég dóttur og mér myndi aldrei detta í hug að leyfa henni að fara út í þennan bransa svona ung, en þá var fólk ekki eins meðvitað um það hversu harkalegur bransinn er, þetta var allt sveipað mun meiri ljóma en í dag.” Þótt Vigdís hafi ekki kunnað við sig sem ljósmyndafyrirsæta þá fannst henni alltaf jafn gaman að koma fram og 25 ára gömul fór hún í leikaranám í Listaháskóla Íslands eftir að hafa m.a. leikið í nokkrum sýningum hjá Stúdentaleikhúsinu og starfað með Helgu Steffensen í brúðubílnum, sem hún segir hafa haft gífurleg áhrif á sig, sérstaklega varðandi vinnusiðferði og elju . Hvað dró hana að leiklistinni? „Það var auðvitað fyrst og fremst sköpunarþörfin. Fyrir utan það hvað mér finnst gaman að koma fram þá fæ ég mikið út úr því að gleðja aðra, hvort sem það er með því að gefa þeim gott að borða, koma þeim á óvart eða skemmta þeim. Ég fann mjög sterkt í Stúdentaleikhúsinu að það er hægt að nota leiklist til að segja eitthvað sem skiptir máli, skapa umræðu og hafa áhrif. Það í bland við að

Hrottaleg árás dró dilk á eftir sér

Þegar ég byrjaði í MH átti ég mjög erfitt með að taka því að vera kynnt sem Vigdís sem var einu sinni Ford­ stúlkan og reyndi allt sem ég gat að losna frá þeirri ímynd.

Vigdís útskrifaðist sem leikari vorið 2009 og þótti eiga glæstan frama vísan í leikhúsunum en það hefur lítið farið fyrir henni þar. Ein af ástæðum þess að hún hefur ekki verið að leika er að árið 2011 þegar hún var komin fjóra mánuði á leið, réðist vistmaður í skammtímavistun þar sem hún var að vinna á hana og slasaði alvarlega. Líkamlegu áverkarnir voru þó léttvægir miðað við þau áhrif sem árásin hafði á hana andlega. „Árásin setti mig í ákveðnar skorður. Ég var ófrísk og óttaðist mjög að missa barnið, eða að eitthvað væri að því. Þessi verknaður hafði það í för með sér að það kom risaskarð í öryggi mitt og það smitaðist út í allt. Áfallastreituröskun er svo ótrúlega merkilegt fyrirbæri og mér finnst að sömu leiti að mér hafi verið gefin gjöf þarna, til þess að ég öðlaðist meiri og betri skilning á mér; af hverju ég geri það sem ég geri og er eins og ég er. Áfallastreituröskun er mæld á ákveðnum skala og ég skoraði mjög hátt á þeim skala mjög lengi. Viðbrögð mín við ýmsu áreiti voru algjörlega órökrétt, til dæmis þurfti ég að fela mig á bak við hurð ef síminn hringdi til þess að hann sæi mig ekki. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að þetta væri fáránlegt, en ég réði bara ekki við mig, ég varð að gera þetta. Ég hef alltaf litið á sjálfa mig sem tiltölulega sterkan einstakling og mér finnst mjög áhugavert að skoða það hvernig þessi sterki einstaklingur varð allt í einu fullkomlega vanmáttugur, hefur enga stjórn á neinu. Þetta Framhald á næstu opnu


islenska/sia.is FLU 76798 10/15

500 SÆTI GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ Í DAG!

Nóvembertilboð!

5.990 kr. TIL EÐA FRÁ REYKJAVÍK, AKUREYRI, ÍSAFIRÐI OG EGILSSTÖÐUM

SMELLTU ÞÉR Á FLUGFELAG.IS EINUNGIS BÓKANLEGT Í DAG FRÁ KL. 10:00 TIL MIÐNÆTTIS 500 SÆTI Í BOÐI FYRIR FERÐATÍMABIL ÚT NÓVEMBER 2015

• • • •

Gildir aðra leið með sköttum Skilmálar netfargjalda gilda Takmarkað sætaframboð Gildir á valdar dagsetningar

• •

Gildir til og frá Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum Gildir ekki í tengiflug

FLUGFELAG.IS


34

viðtal

Helgin 23.-25. október 2015

því miður töluvert gap þar á milli og það finnst mér rosa sorglegt og hef mikinn áhuga á að hjálpa til að brúa það.“

ástand varði í langan tíma, sjálfsagt líka vegna ótta míns um að það væri ekki allt í lagi með barnið.“ Það var mikill léttir þegar dóttirin fæddist. Við fyrstu sýn var hún heilbrigð en svo komu í ljós kvillar sem erfitt var að átta sig á. Læknar töldu ekki útilokað að rekja mætti kvilla barnsins til áfalls móður á meðgöngu. „Fyrsta árið var rosalega erfitt. Hún léttist rosalega, var alltaf að kasta upp og var farin að kasta upp blóði. Við héldum að hún væri með mjólkuróþol, eða kveisu því hún grét nánast allan sólarhringinn, metið hennar var að gráta í 23 tíma samfellt. Það var alltaf verið að leggja okkur inn á barnaspítalann en aldrei fannst nein viðhlítandi skýring. Læknarnir studdu ekki beint þá kenningu að hún þjáðist líka af áfallastreituröskun en þeim fannst það ekkert útilokað, enda hafa rannsóknir sýnt að áfall sem móðir verður fyrir á meðgöngu dælir stresshormónum út í blóðið og það hefur auðvitað áhrif á fóstrið þannig að það er ekkert ólíklegt að þetta tengist.“

Garðabær og Seltjarnarnes

Úr mathúsi í sviðslistadeild

Eftir eitt ár segir Vigdís að það hafi verið eins og ýtt væri á takka og dóttirin, Iðunn, hafi verið stálhraustur orku- og stuðbolti síðan. Líðan Vigdísar fór smátt og smátt batnandi í kjölfarið og hún ákvað að drífa sig aftur í Listaháskólann, í þetta sinn í mastersnám í listkennslu. „Þar kynntist ég hellingi af flottu fólki og fann aftur neistann í listinni. Eftir að ég útskrifaðist þaðan fór ég að reka Bergsson Mathús og gerði það í hálft ár. Hitt áhugamálið mitt, fyrir utan leiklistina, er nefnilega matur. Ég fæ brjálæðislegt kikk út úr því þegar einhver fær matarást á mér, það er mesta viðurkenning sem ég get fengið. Rétt fyrir síðustu áramót fæ ég svo símtal frá Steinunni Knútsdóttur, deildarfor-

13 ára Fordstúlka í Los Angeles.

seta sviðslistadeildar Listaháskólans og hún býður mér stöðu verkefnastjóra sviðslistadeildar sem ég þáði eftir að hafa tekið mér góðan tíma til umhugsunar. Það er mjög gaman og þótt að starf mitt sé mikil skriffinnska þá fæ ég samt líka útrás fyrir sköpunarþörfina. Mitt aðaláhugamál

núna er að þróa menntun fyrir starfsþróun leikara, bæði innan LHÍ og í tengslum við aðra skóla á Norðurlöndum. Ég er líka í stjórn Hollnemafélags Listaháskólans sem hefur það að markmiði að tengja fyrrverandi nemendur betur við skólann og byggja brú úr skólanum yfir í leikhúsin. Það er

Endurvakinn áhugi á leiklistinni fær að blómstra þessa dagana því um næstu helgi verður frumsýnt leikritið 90210 Garðabær eftir skólafélaga Vigdísar úr LhÍ, Heiðar Sumarliðason, þar sem hún fer með eitt aðalhlutverkið. Spurð hvort hún sé sjálf úr Garðabænum neitar hún því en bætir því svo við að hún sé af Seltjarnarnesinu, hinni vöggunni eins og hún kallar það. „Heiðar er reyndar alinn upp í Garðabænum, en verkið er alls ekki um Garðabæ sem slíkan, en ég er hrædd um að það hafi einhver misskilningur farið í gang varðandi það og allir haldi að þetta sé einhver ádeila á Garðabæ. Við erum með þessa vísun í póstnúmer Beverly Hills og Garðabær er kannski það næsta sem við komumst því á Íslandi þannig að hann er bara sögusviðið okkar. Við erum að leika okkur með þessar steríótýpur sem fyrirfinnast vissulega í Garðabæ en þær eru líka víðar, til dæmis á Seltjarnarnesi þaðan sem ég kem sjálf, en þessir tveir bæir eru oft kallaðir vagga Sjálfstæðisflokksins. Best að taka það líka fram að þetta verk snýst alls ekki um pólitík, heldur miklu frekar um manneskjurnar og ein af grundvallarspurningunum er hvenær við hættum að vera unglingar og förum að hegða okkur eins og fullorðið fólk. Að mörgu leyti hverfist verkið um einelti og þótt það væri rangt að segja að þetta sé verk um einelti þá eru persónurnar mótaðar af þeim aðstæðum. Það er mjög erfitt að tala um þetta verk án þess að segja of mikið, en þetta er svört kómedía um steríótýpur og allt þetta mannlega. Þetta er óskaplega skemmtilegt og við hlæjum mikið á æfingum.“ Vigdís leikur konu sem fæddist með silfurskeið í munninum, nýtur virð-

Ábyrgð fylgir! s: n i e ð

na u g bor

Af

.* n á /m

. r k 93

42.9

ingar í bæjarfélaginu og er mjög upptekin af því að viðhalda þeirri ímynd að hún sé fyrirmynd og leiðtogi. „Það er svona glansmynd sem hún er mjög upptekin af og óttast að blettur falli á. Ég sæki mér ekki fyrirmynd að henni í neina ákveðna konu en vissulega eru margar konur sem ég þekki sem ég get nýtt mér ýmislegt frá til að túlka hana. Svona konur eru alveg til og það víðar en á Seltjarnarnesi og í Garðabænum.“

Leitar uppi það skemmtilega

Vigdís viðurkennir að það sé erfitt að snúa aftur á sviðið eftir svona langa fjarveru, en segist njóta þess þrátt fyrir óöryggið og auðvitað kitli það alltaf að standa sig vel og fá klapp á bakið. Hún sjái þó ekki fyrir sér að snúa aftur í leikhúsið í fullu starfi. „Ég finn alveg að það er ögrun að fara aftur á fjalirnar eftir fimm ára hlé, ég er ryðguð og óörugg, en fólkið sem ég er að vinna með er bara svo yndislegt að þau standa við bakið á mér hundrað prósent og hvetja mig áfram. Ég vona að þetta gangi vel og auðvitað væri óskaplega gaman að standa sig vel fá atvinnutilboð í framhaldinu, ég er alveg opin fyrir því, en mér líður mjög vel í Listaháskólanum og ætla ekki að hætta þar til þess að fara í harkið. Mér finnst lífið svo óskaplega skemmtilegt þessa dagana, elska vinnuna mína, finnst gaman að eiga barn, líður ógeðslega vel í leikhúsinu og ég held að það sé það sem lífið snýst um; að maður nái því að hafa gaman. Það var nógu leiðinlegt þessi ár í kringum árásina og ég var búin að fá nóg af því að lífið væri erfitt, þótt það sé auðvitað partur af lífinu hjá öllum og maður þurfi bara að komast í gegnum það, en núna leita ég uppi það sem mér finnst skemmtilegt og nýt þess að vera til.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is

Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia**

ÁRA

ÁRA

Á ÁBYRGÐ

ÁRA

ÁBYRGÐ Notaðir

Notaðir

ÁBYRGÐ Notaðir

Kia cee’d SW 1.6

Kia Rio LX 1.4

Árgerð 2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 128 hö, beinskiptur.

Árgerð 2014, ekinn 19 þús. km, dísil, 90 hö, beinskiptur.

3.250.000 kr.

2.350.000 kr.

42.472 kr. á mánuði*

30.747 kr. á mánuði*

ÁRA

ÁRA

Á ÁBYRGÐ

ÁBYRGÐ Notaðir

Notaðir

Kia cee’d EX 1.6 Árgerð 2014, ekinn 16 þús. km, bensín, 135 hö, beinskiptur.

3.290.000 kr.

*Mánaðargreiðsla m.v. 70% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9% og árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 10,72-10,83%. **Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar.

NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is

Kia Sportage EX

Kia Sorento Luxury

Árgerð 2013, ekinn 38 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur.

Árgerð 2014, ekinn 43 þús. km, dísil, 198 hö, sjálfskiptur.

4.690.000 kr.

6.450.000 kr.

61.232 kr. á mánuði*

84.161 kr. á mánuði*

Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160

Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16


LOKSINS A ISLENSKU BAEKUR SEM BJARGA LIFI PINU

FORLAGID.IS w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


36

viðtal

Helgin 23.-25. október 2015

Á endanum er þetta bara tónlist E

inar gaf út sína fyrstu plötu árið 2007 og Tónlistarmaðurinn nefndist hún Cycles, og árið 2011 kom út Einar Scheving platan Land míns föður. Hann segir að á sendi frá sér nýju plötunni sé hann að gera tónlist sem er meira í líkingu við það sem hann var að gera á fyrstu sína þriðju plötu plötunni. „Það má eiginlega segja að Land míns í vikunni, sem föður hafi verið það sem er kallað „konsept“ plata, nefnist Intervals. á meðan Cycles og Intervals eru meira það sem ég Hann segir tóner að pæla í tónlist alla jafna,“ segir Einar. „Land míns föður var eitthvað sem ég þurfti að koma listarsköpun sína ekki einkennast af út úr kerfinu. Hún var hálfgerð sálumessa fyrir föður minn sem lést árið 2007,“ segir hann en trommuleik þrátt faðir Einars var tónlistarmaðurinn Árni Schevfyrir að starfa sem ing. „Nýja platan er sumpart rökrétt framhald af Cycles, enda sami kvartettinn sem er með mér. slíkur, og hugsar Ég er svo heppinn að þetta eru eintómir snillingar, tónlist sjaldnast en kvartettinn skipa Eyþór Gunnarsson píanóút frá sínu eigin leikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari.“ hljóðfæri. Einar er í fyrsta sinn að Tromman ekki nauðsynleg í tónlist starfa í leikhúsi Einar hefur um árabil verið einn atkvæðamesti sem höfundur trommuleikari þjóðarinnar en ekki margir trommarar hafa brotist fram með sínar eigin tónsmíðar. og semur og Einar hefur þó alltaf verið að semja tónlist að einflytur tónlistina hverju leyti. „Ég lærði á píanó þegar ég var tíu og í Heimkomunni ellefu ára en nennti því varla þá, eins og gengur,“ eftir Harold Pinter segir hann. „Ég vildi alltaf spila á trommur. Ég sem sýnt er í Þjóð- bý samt alltaf að því að geta sest niður við píanóið og komið frá mér því sem ég hef í kollinum, hvort leikhúsinu. Hann sem það eru melódíur, hljómar eða rytmi eða allt hefur þó spilað í í bland. Stundum er þetta eins og að drekka vatn, og stundum ekki, en ég hef það þó fyrir reglu að ótal uppfærslum vera ekki að flýta mér þegar ég er að semja. Ég í gegnum tíðina get verið lengi að vesenast með sama lagið, því ég en segir þetta veit að á endanum þá finnur það sér farveg,“ segir hlutverk góða hann. „Það má líkja tónsmíðum við það að fletta lögum áskorun. af lauk. Maður þarf að fletta lögunum af til þess að ná til kjarnans. Ég hef aldrei samið tónlist út frá trommuleik. Ég vildi oft að ég gerði meira af því, enda lendi ég stundum í því að finna sjálfum mér varla stað í tónlistinni. Ég væri fyllilega sáttur við

Gervigreindarhátíðin 2015

Terminator við þröskuldinn: Er gervigreind hættuleg? Gervigreindarhátíðin 2015 verður haldin í HR (V101), föstudaginn 23. október. 15.00 Kynning Dr. Hannes H. Vilhjálmsson - Stjórnandi Gervigreindarseturs HR 15.10 Killer Robots Coming Soon: What Can We Do? Dr. Noel Sharkey - Emeritus Professor of AI and Robotics, U. Sheffield 15.55 Why an AI Lab Needs an Ethics Policy Dr. Kristinn R. Þórisson - Stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands 16.15 Kaffi 16.30 Pallborðsumræða: Ethics of AI, Robotics & Neurological Enhancement Noel Sharkey, Kristinn R. Þórisson, Salvör Nordal Fundarstóri: Þorbjörn Kristjánsson heimspekingur 17.05 Gervigreindarsýning og hressing

Fyrirlestrar og umræða fara fram á ensku

ICELANDIC INSTITUTE FOR INTELLIGENT MACHINES

V I T V É L A S T O F N U N

Í S L A N D S

Fékkstu Fréttatímann? Láttu okkur vita í síma 531 33 00 eða dreifing@frettatiminn.is

Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna. Blaðið á að berast fyrir klukka 7:15 á föstudögum.

Ég var farinn að spila með Björgvini Halldórs 17 ára gamall. Þá kannski áttaði ég mig á því að þetta væri það sem ég ætlaði að gera.

„Ég pæli ekkert í þessu út frá trommuleik. Ég vildi oft að ég gerði það, því ég lendi oft í því að ég reyni að finna mér einhvern stað sem ég heyri ekkert endilega. Ég væri fyllilega sáttur að heyra mína músík án trommuleiks.“ Ljósmynd/Hari

að heyra mína músík án trommuleiks. Maður reynir bara að þjóna hverju lagi fyrir sig. Þegar maður var að alast upp voru það ekkert endilega hljómsveitirnar með bestu trommurunum sem voru að heilla mann. Á endanum snýst þetta bara um að þjóna tónlistinni,“ segir Einar. „Oft á tíðum kallar hún ekkert á einhverja uppfinningasemi í trommuleik. Maður passar sig bara á að vera ekki fyrir. Djass í gegnum tíðina hefur snúist mikið um sólista og að menn fái að láta ljós sitt skína,“ segir Einar. „Þó vissulega taki menn sóló í þessu bandi, hugsa ég þennan kvartett sem einhverskonar sameiginlegt verkfæri til að koma tónlist frá okkur á eins heiðarlegan hátt og við getum. Sýna hógværð í tónlistinni. Það heillar mig,“ segir hann.

16 ára í Súlnasal

„Ég byrjaði að læra á trommur í kringum ellefu ára aldurinn. Ég fór að spila á trommur í lúðrasveit Tónmenntaskólans í Reykjavík þótt ég væri að læra á píanó, og var svo síðar í léttsveit skólans,“ segir Einar. „Sú sveit var svo grunnurinn að því sem varð að Stórsveit Reykjavíkur, enda hélt Sæbjörn Jónsson um stjórnartaumana í báðum sveitum. Það var samt engin pressa að heiman um að fara í tónlist þó pabbi væri tónlistarmaður,“ segir hann. „Ég var bara úti í fótbolta og það þurfti oft að draga mig af vellinum til þess að fara í píanótíma. Ég pældi ekkert í því hvort ég ætlaði að verða atvinnutónlistarmaður fyrr en það var orðin raunin á sama tíma og ég var að hefja nám í MH. Þá var ég farinn að spila í Oliver Tvist í Þjóðleikhúsinu, sem var sýnt allt að níu sinnum í viku. Var á fullu í FÍH og að spila á böllum með pabba í Súlnasal um helgar,“ segir hann. „Ég var líka farinn að spila reglulega með Björgvini Halldórs 17 ára gamall auk þess að spila töluvert af djasstónlist. Þá kannski áttaði ég mig á því að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. Maður pældi ekkert í því fyrr en maður var bara kominn á fullt,“ segir Einar. „Ég kláraði svo FÍH árið 1993 og flutti til Miami í framhaldsnám árið 1997. Mig langaði að komast í nýtt umhverfi, þó svo að námið skipti ekki alltaf öllu máli,“ segir hann. „Þetta er svo mikil spurning um upplifun og félagsskap. Mín reynsla er sú að maður sækir innblástur ekki síður frá skólafélögum en kennurum. Ég kláraði bachelor- og mastersgráðu og kenndi svo við skólann, auk þess að spila með hinum og þessum í Flórída. Ég endaði á að búa úti í 9 ár. Pælingin var alltaf

að vera lengur en aðstæður urðu þannig að ég kom heim,“ segir Einar.

Mikil orka í leikhúsinu

Einar starfar sem trommuleikari með hinum og þessum tónlistarmönnum og kennir auk þess í sínum gamla skóla, Tónlistarskóla FÍH. Um þessar mundir er hann að spila sína eigin tónlist í leikritinu Heimkomunni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Djassinn hefur þó alltaf fylgt Einari en hann segir það bara eitt hólf af mörgum. „Djassinn er bara eitt form og margir sem halda að ég sé bara að spila djass,“ segir hann. „Ég hef verið að spila popp með hinum og þessum alveg jafn mikið og djass, og það er fátt betra en að spila gott rokk. Um þessar mundir er ég að vinna að popptónlist eftir sjálfan mig ásamt öðrum og það er eitthvað sem mér finnst spennandi. Svo spila ég líka reglulega með Sinfóníunni. Bransinn hérna heima er nú bara einu sinni þannig að maður verður að geta stokkið í hvaða tónlistarstefnu sem er. Sum part er það blessun og einnig bölvun. Á stærri mörkuðum geta menn einbeitt sér að einhverri einni tegund tónlistar, sem væri auðvit að frábært að geta gert, en um leið er fjölbreytnin góð á Íslandi,“ segir Einar. „Ég byrjaði mjög snemma að vinna í leikhúsunum og það er alltaf áhugavert og skemmtilegt,“ segir hann. „Það er mikil orka í leikhúsunum. Ég er hins vegar í fyrsta sinn að semja fyrir leikhúsið og var svo heppinn að samstarfsfólkið er allt þungavigtarfólk og Heimkoman er verulega spennandi leikrit. Ég las einfaldlega handritið og einhver tónlist spratt út frá því. Sumt hélt sér og breyttist, annað datt út og svo er þetta spurning um að finna rétta taktinn með leikurunum,“ segir hann. „Það er áskorun að passa upp á að styðja við textann í verkinu, og senurnar. Þetta er mikil samvinna og þetta er eitthvað sem ég gæti hugsað mér að gera meira af. Það eru eintómir snillingar sem koma að verkinu og það er frábært að fá að vera með. Eiginlega algert draumaverkefni,“ segir Einar Scheving tónlistarmaður. Útgáfutónleikar plötunnar Intervals, með kvartett Einars Scheving, verða í Norðurljósasal Hörpu, laugardaginn 24. október klukkan 21. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


=

Mjólkin gefur styrk D-vítamínbætt léttmjólk breytir tímabundið um útlit D-vítamínbætt léttmjólk hefur tímabundið verið klædd í nýjan búning. Sama holla og góða mjólkin verður í sparifötunum í takmarkaðan tíma og á meðan streyma 30 krónur af hverri seldri fernu til tækjakaupa á Landspítalanum.

Markmiðið er að safna 15 milljónum.

#mjolkingefurstyrk


38

viðtal

Helgin 23.-25. október 2015

Eins og sveskjusteinn í sálinni Sjóveikur í München er skáldævisaga Hallgríms Helgasonar og lýsir níu mánuðum í lífi hans 22 ára gamals. Þá var hann nemi í Listakademíunni í München, aleinn í heiminum og um það bil að fæðast sem listamaður. Hallgrímur segir það hafa tekið mikið á að skrifa þessa bók en hann geri sér grein fyrir því að án þessarar reynslu í München væri hann ekki sá listamaður sem hann er í dag.

Þ

að er grenjandi rigning og Reykja­ vík eins grá og hún getur orðið þegar við Hallgrímur hittumst á kaffihúsi að morgunlagi. Hann er samt bara á sumarjakka en hattur­ inn og rauði trefillinn eru á sínum stað og lífga eilítið upp á grámann. Hann hefur áður lýst því í viðtölum hvað Reykjavík hafi verið ömurlegur staður í kringum 1980 og að það hafi verið ein af ástæðum þess að hann þráði að komast í almennilega stórborg. Sú dvöl varð ekki eins og hann hafði séð hana fyrir sér, svo vægt sé til orða tekið, og þótt hin sífelldu uppköst í bókinni séu seinni tíma tilbúningur segist hann hafa verið hálfveikur allan þennan vetur í München. En hvað kom til að hann ákvað að bregða út af vana sínum og gera eigið líf að við­ fangsefni í sögu? Ég kom aftur til München haustið 2011 til að kynna Konuna við 1000° sem gekk vel í Þýska­ landi. Það var uppselt á upplesturinn í Lite­ raturhaus, viðtal við mig í Süddeutsche, allt í einu var ég orðinn sökksess í borg sem fyrir mig þýddi bara sársauka og þar sem ég hafði átt erfiðasta vetur lífs míns. Þetta var mjög ein­ kennileg blanda af tilfinningum og um kvöldið, uppá hótelherbergi, rann upp fyrir mér að ég var í raun bara hreinlega veikur þennan vetur þarna um árið og nokkrum mínútum síðar fékk ég hugmyndina að þessum uppköstum, svörtu ælunum. Þar með var komin aðferð til að segja þessa sögu, allt í einu gat þessi vetur orðið að skáldsögu, þannig gat ég lyft þessu upp úr því að verða hrein ævisaga. Endur­ minningasögur geta verið ansi flatar og maður þarf að finna einhverja nýja leið til að gera þær áhugaverðar.“ Sjóveikur í München er flokkuð sem skáld­ ævisaga en Hallgrímur segir þó flest sem í henni stendur vera sannleikanum samkvæmt. „Þetta er skáldævisaga, já, þótt megnið af þessu sé alls ekki skáldað. Hlutir eru færðir til og sumir ýktir smávegis, en það eina sem er hreinn skáldskapur eru uppköstin, já, og líka ein settleg sena bakvið gardínu…“ Hvað var svona hræðilegt við þennan vetur? „Það er bara svo vont að vera ungur. En það er nú samt sjúkdómur sem læknast með tíman­ um, hér er ég samt að lýsa sjúkdómseinkenn­ unum. Óöryggið, feimnin, óvissan, einmana­ leikinn. Unglingabólur og almennt volæði. Að vera aleinn í heiminum, bögglast og burðast með sjálfan sig og vita ekkert hver maður er. Í raun eru ælurnar eins og morgunógleði, það má segja að bókin sé lýsing á níu mánaða með­ göngu og síðan fæðist eitthvað að vori…“

Reykjavík líktist kommúnistaríki

Þrátt fyrir að þó nokkrir íslenskir stúdentar væru við nám í München á sama tíma og Hall­ grímur segist hann ekki hafa passað inn í þann hóp og hvergi fundið sig í borginni. „Ég pass­ aði bara ekkert inn í München. Á þessum tíma var ég ekki hrifinn af neinu af því sem borgin stendur fyrir, sem sé óperum, heimspeki og bjórdrykkju. Með tímanum hef ég nú lært að meta tvennt af þessu, en geymi heimspekina þar til síðar. Og Íslendingarnir voru þarna ansi heimaríkir og hrokafullir. Nema náttúrulega Ásgeir Sigurvinsson sem var þarna á mála hjá Bayern og kemur aðeins við sögu. Íslenskt námsmannasamfélag í erlendri stórborg getur stundum verið enn andþrengra en hin mestu krummaskuð. En ég var semsagt mjög óvilj­ ugur að vera þarna, vildi fara til Berlínar, en listaakademían í München var eini skólinn sem var opinn þegar mér datt í hug að sækja um. Ég var sannfærður um að ég fengi ekki dvalarleyfi í Þýskalandi nema vera í skóla og þannig endaði ég í München.“ Hallgrímur var 22 ára gamall þegar hann hleypti heimdraganum og þrátt fyrir að hafa sumrin áður stundað brúarvinnu vestur á fjörðum og nokkrum sinnum farið í styttri ferðir til útlanda var þetta í fyrsta sinn sem

“Það er nú eitt af því sem gerist á lífsleiðinni að manni er nauðgað af ókunnugum manni í erlendri borg. Þetta kom fyrir mig þennan vetur.” Ljósmynd/Hari

Ungur Maður í tilvistarkreppu.

hann fór að heiman til lengri dvalar. „Maður var ansi grænn og blautur á bak við eyrun. Á þeim tíma var miklu meiri munur á Reykjavík og erlendum stór­ borgum og viðbrigðin meiri þegar út var komið. Í Reykjavík voru þá engir pöbbar, aðeins tveir restaur­ antar, eitt kaffihús og einn skemmtistaður sem var opinn tvö kvöld í viku, og fyrir framan hann var því alltaf klukkutíma biðröð. Bjórinn var enda bannaður og eina leyfilega útvarpsstöðin lék eingöngu fúgur og serenöður allan daginn. Stemmningin var ansi þung og grá, soldið eins og í ströngu kommúnistaríki. Ofan á þetta bættist svo kaldastríðsmórallinn sem ekki leyfði neina liti, allt var svart eða hvítt, með eða á móti. Samt var nú alltaf gaman á Borginni, þegar maður komst inn.“ Aðalpersóna bókarinnar heitir Ungur Maður og hann er ekki bara á skjön við München heldur eigin­ lega á skjön við lífið og sjálfan sig. Varstu alltaf þannig? „Nei, ætli ég hafi ekki verið meira normal í

menntaskóla. Ég hafði átt góða æsku og það var engin byrði á herðum mér. En undir lok menntaskólans fór að gerjast í manni hvað maður ætlaði að gera í lífinu og þá fóru þessar hræringar í gang. Það datt í mig að skrifa smávegis og svo var myndlistin alltaf að knýja á og þetta fór allt saman að bögglast fyrir manni. Lífið varð allt flóknara og þyngra. Þá kom þessi þörf til að einangra sig frá öllu, fara út í einhverja stór­ borg og vera þar aleinn, helst ekki tala við nokkurn mann. Það var draumurinn: Að losna við fjölskylduna, vinina, landið, tungumálið, skólana, öll þessi lífsins fög og forskriftir. Losna bara undan öllum höftum og vera frjáls maður. Ætli þetta hafi ekki verið svipað og gamli skáldadraumurinn um klausturvistina, og í raun langar Ungan Mann mest til að láta loka sig inní fangelsi. Einvera er undirstaða allrar sköpunar. Frelsisdrauminn upplifir Ungur fyrstu tvær vikurnar í München en svo byrjar skólinn, Íslendingarnir Framhald á næstu opnu


ALLIR SPENNTIR? 1. Metsölulisti Eymundsson Kiljulisti - vika 42

2. Metsölulisti Eymundsson Kiljulisti - vika 42

3. Metsölulisti Eymundsson Kiljulisti - vika 42

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


40

viðtal

Helgin 23.-25. október 2015

mæta á svæðið og hann sogast aftur inn í þessar klassísku viðjar.“

Enn einn kallinn með endurminningar

Þegar þú talar um bókina þá segirðu alltaf að þetta sé lýsing á meðgöngu, getur þú sem femínisti notað þá líkingu? Veistu eitthvað hvernig það er að ganga með barn? „Nei, en mér fannst það ágætis leið til að lýsa þessu, en það er best ég hætti því. Svona gamlir femínistar eins og ég þurfa sífellt að vera í endurmenntun og nú er að skrá sig á nýtt námskeið. Ég hafði einmitt smá áhyggjur af því hvað það eru margir karlmenn að skrifa endurminningar sínar núna og hvað þetta er orðin vel mönnuð bókmenntagrein, til dæmis eru tvær eða þrjár bækur á þessari vertíð endurminningabækur miðaldra karla eins og ég er orðinn. En auðvitað heldur fólk áfram að skrifa æviminningar og hver maður á víst bara eina ævi, og hjá sumum er hún karlkyns. En ég varð samt að finna mína leið, reyndi að gera þetta aðeins öðruvísi.“ Listamaðurinn sem þú gekkst með í þessa níu mánuði var ekki rithöfundurinn heldur myndlistarmaðurinn, eða hvað? „Ja, nú er að lesa bókina… Að vera ófæddur listamaður er dálítið eins og að vera inni í skápnum en vita samt ekkert hvað samkynhneigð er. Maður gat ekki útskýrt þetta fyrir neinum, en var að bögglast með þetta einn og það var ekki svo létt.“

Sambúð var frelsisskerðing andskotans

Þú varst alltaf alveg einn, áttir aldrei neinar kærustur og leitaðir ekki einu sinni eftir því. Varstu hræddur við sambönd? „Já. Þegar maður er í svona erfiðu sambandi við sjálfan sig þá er ekkert pláss fyrir þriðju manneskjuna. Það var líka ákveðinn ótti í mér við að binda mig og algjört tabú í mínum augum að fara í sambúð. Það var frelsisskerðing andskotans að fara að búa með konu sem gæti svo orðið ólétt og þá væri lífið bara búið! Ég var mjög hræddur við það.“ Hvaðan hafðirðu þessa fyrirmynd af hinu frjálsa listamannalífi? „Ég var eingyðistrúar

og dýrkaði Marcel Duchamp, skrifa mikið um það í bókinni. Þessi franski myndlistamaður sem bjó mest í New York var stóra fyrirmyndin mín, ég lagðist í djúpar stúderingar á honum og bókin fjallar líka um þær. Hann var leiðtogi lífs míns. Svona framan af. Svo fékk ég nóg af honum, list hans er auðvitað mjög vitræn. Ungt fólk tekur gjarnan svona trú á eitthvað, hvort sem það er kommúnismi, anarkismi, dauðarokk eða í þessu tilfelli dadaískur konsept-snillingur með stærðfræðigáfu, og trúir á það eingöngu. Æskan er alltaf soldið fasísk hvað þetta varðar, þarf haldreipi í óreiðukennt líf sitt. En svo kemur að því að maður þroskast, vex upp úr þessu og leggur æskugoðið til hliðar, hættir vera einfaldur aðdáandi og fer að gera sína eigin hluti.“ Þú passaðir ekki inn í þær kreðsur sem þú varst í þarna í München, fílaðir ekki borgina, fannst þig ekki í náminu, hvers vegna fórstu ekki bara eitthvert annað? „Það er góð spurning, en mér bara datt það ekki í hug. Ég er svo skyldurækinn sérðu, var búinn að komast inn í skólann og leigja mér herbergi og það hvarflaði aldrei að mér að gefast upp. Ég hélt þetta út fram á vorið 1982 og þá bara fór ég heim og hóf minn feril upp á eigin spýtur, fór að mála og sýna.”

Það var frelsisskerðing andskotans að fara að búa með konu sem gæti svo orðið ólétt og þá væri lífið bara búið! Ég var mjög hræddur við það.

Óttast viðbrögð barnanna

„The rest is history“ eins og sagt er. Hallgrímur hélt sína fyrstu einkasýningu 1984, flutti til New York og síðan Parísar, var með goðsagnakennda pistla á Rás 2, gaf út sína fyrstu bók árið 1990 og er löngu orðinn einn virtasti rithöfundur og myndlistamaður þjóðarinnar. Var erfitt að takast á við þennan unga týnda mann frá 1981? „Já, það var soldið erfitt, en létt líka, því það er að mörgu leyti auðveldara að skrifa um hluti sem maður hefur sjálfur upplifað, í stað þess að þurfa að skálda allt út í loftið. Erfiðleikarnir sneru þá mest að því hverju bar að sleppa og síðan hinu: Að horfast aftur í augu við þá hluti sem gerðust. Um suma kafla fékk ég þau komment frá yfirlesurum að þeir væru ekki nógu sannfærandi, þá hafði

ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI

Áklæði

Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.

Torino

Mósel Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15

Roma R Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is

Með nýrri AquaClean tækni kni er nú hægt að hreinsa nánast ast stt ni!! alla bletti aðeins með vatni!

Basel

Havana


Helgin 23.-25. október 2015

ég ekki þorað að fara alla leið inn í gamlan sársauka. Það var einkum í kafla sem lýsir nauðgun, en það er nú eitt af því sem gerist á lífsleiðinni að manni er nauðgað af ókunnugum manni í erlendri borg. Þetta kom fyrir mig þennan vetur og á endanum varð ég að lýsa því bara í bókinni eins og það gerðist. En ég hafði læst þetta svo djúpt í lífsins skáp að skúffan var nánast ryðguð föst. Sumt í bókinni þurfti ég að ýkja, en þarna þurfti ég að ýkja sjálfan mig til að geta skrifað frekar óýktan kafla. Þetta var orðið eins og sveskjusteinn í sálinni sem var orðinn svo glerharður að ég þurfti virkilega að taka öllu mínu til að ná að leysa hann upp svo hann gæti gengið niður af mér. En allan tímann reyndi ég að skrifa bókina út frá manninum sem ég var 1981, og bætti engum aukahugsunum við frá mér núna, ég kem ekki með neina eftiráspeki, þá hefði bókin líka orðið þúsund síður, sem er kannski full mikið fyrir einn vetur í lífi manns.“ Svo eignaðistu konu og börn og allan pakkann, skemmdi það fyrir listamanninum? „Nei, þá var ég tilbúinn til þess, enda orðinn 44 ára gamall og orðinn hundleiður á barlífi. Ég eignaðist dóttur 1984 en var aldrei uppalandi hennar, hún bjó á Höfn á Hornafirði en ég í útlöndum, þannig að sambandið var stopult. Svo eignaðist ég tvö börn, 2003 og 2005, og fór að lifa þessu venjulega fjölskyldulífi, hef verið að því síðan. Sæll og glaður íbúi Skutlheimsins. Ég hef þó enn þörf fyrir einveru og fer þá einn út á land til að skrifa, kannski í mánuð í senn, en þá rekur maður sig á ansi skemmtilegan hlut: Maður saknar fjölskyldunnar! Að auki er ég svo kominn með hund og snjall-

síma sem báðum þarf mikið að sinna, þannig að nú er kominn tími á bókartitilinn “Maðurinn er aldrei einn”.“ Finnst þér þú vera að opinbera sjálfan þig í sjóveikur í München, er þetta einhver hlið á þér sem fólk hefur ekki fengið að sjá? „Já, ég hef allavega aldrei skrifað um eigin ævi áður, svo þetta er nýtt fyrir mér og vonandi fleirum, og líka erfitt á annan hátt en áður, sem og fyrir aðra kannski. Ég reyni allavega að lýsa sjálfum mér eins og ég var og ekki fela neitt, því annað eru jú bara vörusvik í ævisagnabransanum. Það nennir enginn að lesa slíkt. Ég lét nú mína fjölskyldu lesa bókina yfir til öryggis, en ég held að þau hafi ekkert að óttast, enda er þetta ekkert ákæruskjal gegn hörmulegri barnæsku. Vona svo bara að gamlir vinir tjúllist ekki. Ég hef kannski dálitlar áhyggjur af því hvernig yngri börnin taki því ef þau heyra af erfiðum köflum í bókinni, í hverju pabbi þeirra lenti, eða stelist til að lesa þá of fljótt. En ég þarf bara að tala við þau og útskýra þetta varlega fyrir þeim.“ Hvað heldurðu að hefði gerst ef þú hefðir ekki farið til München þarna 1981? „Þá væri ég allt öðruvísi listamaður. Hefði aldrei komist í samband við sjálfan mig og væri enn að berjast um í galleríunum á Coste del Sol með splassí upphleyptar skopmyndir sem væru eins og óáfeng blanda af Halldóri sáluga Péturssyni og Jackson Pollock. Væri svo örugglega hjá heyrnardaufum spænskum sálfræðingi að gráta það líf sem ég hefði getað eignast.“ Friðrika Benónýsdóttir

Reunion Resort Golf Villas, Orlando, Florida Innifalið: Flug með Icelandair, akstur til og frá flugvelli, gisting í 8 nætur, 7 daga golf á þremur 18 holu völlum og morgunmatur. Dagsetningar: 16. og 30. okt. og 6. nóv. 2015

Verð m.v. 4 saman frá 269.900 kr.

fridrika@frettatiminn.is

www.juniform.is

Nýtt Kortatímabil Aðalstræti 10 2.hæð Kraumhús. S:5712407

Opið alla laugardaga 10 - 17 sunnudaga 12-17 og virka daga 9-18

Nánari upplýsingar:

www.transatlanticsport.is Júlíus, 588 8917 – jg@transatlantic.is


SESMA

3ja sæta

Nú 195.000 kr. Áður 245.000 kr.

pISA sófar

Tungusófi nú 220.000 kr. áður 275.000 kr. 4 ra sæta nú 176.000 kr. áður 220.000 kr. 3ja sæta nú 151.200 kr. áður 189.000 kr. Stóll nú 76.000 kr. áður 95.000 kr.

20% afsláttur

NORdIC tungusófi

Nú 195.000 kr. Áður 245.000 kr.

No1

sófI – NÝR LItUR stóll nú 92.000 kr. áður 115.000 kr.

3ja sæta nú 176.000 kr. áður 220.000 kr.

20% afsláttur

SOFt

tungusófi

Nú 425.000 kr. Áður 495.000 kr.

TEKK COMPANY OG HABITAT | Skógarlind 2, Kópavogi | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 12-17 Vefverslun á www.tekk.is


SÓFATILBOÐSDAGAR Allir sófar á tilboðverði!

BERN

30% afsláttur

leðursófi

Nú 495.000 kr. Áður 575.000 kr.

af öllum stellum frá föstudegi til sunnudags

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA Í SKógARLINd

SÍÐAN 1964

TEKK COMPANY HABITAT

SPORTS DIRECT KRÓNAN

ELKO

NÝR StAðUR: SKógARLINd 2, KópAVOgI


r u a k Kolklik Doktor Proktor

44

viðhorf

Óhefðbundið stöðvunarskilti

É

HELGARPISTILL

„Frábær saga, klikkuð og öskrandi fyndin!“ Aftenposten Jónas Haraldsson

Teikning/Hari

jonas@ frettatiminn.is

Tvær fyrstu bækurnar um Lísu, Búa og hin stórkostlega Doktor Proktor.

w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9

Helgin 23.-25. október 2015

Ég man þá tíð sem strákur í sveit að fólk tjaldaði þar sem því datt í hug, kom á sínum Fólksvagni og dró tjaldið undan húddinu á bjöllunni, enda vélin að aftan. Fæstir báðu um leyfi og bændur voru yfirleitt ekkert að amast við tjaldbúum í sumarfríi. Það var svo sem engin örtröð ferðamanna. Tjaldað var við læk eða nærri ánni sem liðaðist eftir dalnum til þess að vera nærri vatni. Það þurfti vatn í pott til að sjóða pylsur á prímus enda ekki búið að finna upp grillið. Stundum röltu tjaldbúar heim að bæ og báðu um mjólk handa börnum sínum. Því var vel tekið. Fólk var gestrisið til sveita. Tjaldbúar héldu síðan leiðar sinnar næsta morgun. Öllu dótinu var hlaðið í bílinn og krökkunum hrúgað aftur í. Farþegarnir gátu verið fleiri en leyfilegt var ef miðað var við skráningarskírteini bílsins en það var enginn að velta því fyrir sér. Það var heldur ekki búið að finna upp bílbelti þannig að hluti barnaskarans stóð á milli framsæta foreldra sinna. Flestir gengu vel um en stundum mátti þó sjá leifar sóða, tómar gosflöskur og niðursuðudósir ef splæst hafði verið í saxbauta á prímusinn. Það góss fór heldur illa í fallegu landslaginu og lenti á heimafólki að hreinsa. Sígarettustubbar þessara sömu sóða lágu líka eftir sem hráviði en þá voru reykingar algengari en nú. Þá tíðkaðist líka sá ósiður margra að henda úr öskubökkum bíla sinna á ferð. Af slíkri hegðun hefur ekki frést í háa herrans tíð enda er batnandi fólki best að lifa. Sama gildir um flöskur. Fátítt er að sjá tómar flöskur og dósir á almannafæri enda er skilagjald á drykkjarföngum svo það er hagur allra að koma þeim á réttan stað eftir notkun. Fyrir kom að við kúasmalarnir gengum fram á heldur óskemmtilegri úrgang tjaldbúa og kannski annarra ferðalanga sem hafði orðið brátt í brók. Í þeim tilfellum varð að treysta á það að náttúran sæi um afganginn og í tímans rás sprytti fagurt blóm upp af áburðinum. Þetta var ekki til teljandi vandræða enda fáir á ferð. Það hefur hins vegar breyst í seinni tíð. Nú streyma hingað erlendir ferðamenn eftir að Ísland komst á kortið, einkum eftir gosið fræga í Eyjafjallajökli sem kom í veg fyrir flugsamgöngur víða um lönd. Sífellt fleiri gestir kjósa að skoða þetta furðuland í norðri – og er ekkert nema gott um það að segja. Erlendu ferðamennirnir eru velkomnir og við tökum vel á móti þeim enda hafa þeir rétt af villukúrs þjóðarskútunnar frá því er stællinn var sem mestur á útrásarvíkingunum og bönkunum þeirra, sem áttu víst að heita alþjóð-

legir en höfðu engu að síður heimilisfesti hér. Þessir gestir okkar gista ýmist á hótelum, gistihúsum, tjaldsvæðum eða heimagistingu og hafa þá aðgang að salerni þegar á þarf að halda. Svo eru það hinir sem enn ferðast upp á gamla mátann, njóta víðernis Íslands og tjalda þar sem hugurinn girnist, utan alfaraleiða. Það er draumur margra en þá vandast málið þegar líkaminn segir til sín og gera þarf stórt. Þá er hætt við að kúasmalar nútímans og jafnvel fleiri rekist á svipaðan úrgang og við sveitadrengirnir í gamla daga. Svo rammt kveður að þessu að heilu sveitarfélögin leggjast nú gegn því að leyft verði að tjalda annars staðar en á skipulögðum tjaldsvæðum. Það á til dæmis við um Hornfirðinga sem eru orðnir þreyttir á ferðafólki sem skilur eftir sig úrgang af ýmsu tagi, eins og fram kemur í umsögn þeirra um breytingar á frumvarpi til laga um náttúruvernd. Menn austur þar nenna hvorki að eyða mannafla né fjármunum í að hreinsa upp leifar eftir ferðamannaskarann, svo ekki sé minnst á kúkinn undir beru lofti. Þeir hafa ekki tíma til þess að bíða eftir blóminu sem upp sprettur síðar, eins og var í mínu ungdæmi. Hið sama á eflaust við um menn víða um land. Á það rákumst við hjónin þegar við héldum á fornar slóðir mínar sem smaladrengs um síðustu helgi. Í nálægum firði rákum við augun í skilti við fjárrétt sem við fyrstu sýn virtist vera umferðarskilti. Þegar betur var að gáð var alls ekki svo. Skiltið var að vísu banneða stöðvunarskilti en ekkert líkt neinu sem maður lærði fyrir bílprófið fyrir margt löngu. Það sýndi mann á hækjum sér á gulum fleti en strikað var yfir með rauðu yfir bæði mann og kúk sem frá honum hafði komið. Augljóst mátti vera að ferðalangar í spreng höfðu fundið sér skjól í fjárréttinni og létt á sér. Þolinmæði heimamanna var augljóslega þrotin og því var skiltið sett upp. Hvort bannskiltið dugar til að halda ferðamönnum með ólgandi ristil frá fjárréttinni skal ósagt látið. Það hlýtur að verð eitt helsta verkefni nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála að finna lausnir á þessum vanda. Nái bann við því að tjalda á víðavangi fram að ganga dregur að vísu úr þrýstingi, í bókstaflegri merkingu, en vandamálið hverfur ekki, allra síst á auðnum hálendisins. Þar má búast við blómabreiðu þegar fram í sækir og ferðamennirnir sem koma hingað til lands fylla tvær milljónir á ári, ef upp sprettur blátt lítið blóm af hverri áburðardreifingu. Blómin gleðja, eins og segir í auglýsingum blómasalanna.


„Enginn hefur skrifað jafn spennandi og skemmtilega a.“ um meltingun DIE STERN

YFIR EIN MILLJÓ N EINTAKA SELD!

i t æ 1. s

son unds m y sti E któbervisögur öluli o Mets 14.-20r.æðibækur / Æ r/F u bæk Hand

„ÓVÆNTASTI SMELLUR Í HEIMI“ THE TIMES

Ef við sinnum meltingarveginum af alúð uppskerum við hamingju og vellíðan. En hvernig förum við að þvi? Þú kemst að því í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók sem farið hefur sigurför um heiminn!


46

bílar

Helgin 23.-25. október 2015

Fjórða kynslóð af Suzuki Vitara

Audi A3 hefur verið framleiddur í tuttugu ár en í nýjustu gerð fæst hann ýmist sem bensín- dísil- eða tvíorkubíll. Í árslok bætist síðan við Audi A3 knúinn metangasi.

Audi A3 framleiddur í 20 ár

T

ímamót eru hjá Audi Group um þessar mundir því fyrir tuttugu árum var fyrsta Audi A3 bifreiðin framleidd, nánar tiltekið 18. september 1995. Síðan hefur Audi framleitt 3,5 milljónir eintaka af þessari vinsælu gerð, að því er fram kemur á síðu Heklu. Þegar kemur að úrvali innan A3 fjölskyldunnar er af nógu að taka, segir enn fremur. Hægt er velja tvíorkubílinn A3 e-tron sem notar bæði rafmagn og bensín eða hefðwww.n1.is

Nýr Suzuki Vitara, fjórða kynslóð þessa vinsæla jeppa.

bundinn A3 með bensín- eða dísilvél. Í lok árs bætist svo í hópinn þegar Audi A3 Sportback g-tron kemur á göturnar en það er fyrsti metanbíll fyrirtækisins. Líkt og e-tron er hann tvíorkubíll og notast bæði við metan og bensín. Eftirspurnin eftir vistvænum fararkostum færist hratt í aukana, segir á síðu Heklu, en annar hver Audi A3 sem seldur er í Hollandi er e-tron tvíorkubíll. Hjá Heklu selst e-tron einnig vel.

S

uzuki Vitara er vinsæll jeppi hér á landi en hann kom fyrst á markað fyrir rúmum 25 árum. Nú kynnir umboðið fjórðu kynslóð bílsins og enn sem fyrr sem hreinræktaðan jeppa sem uppfyllir nútímakröfur um sparneytni, akstursgetu og þægindi, að því er fram kemur í kynningu þess. „Vitara státar af stílhreinni hönnun en um leið öllum einkennum hreinræktaðs jeppa með fjölbreytta notkunarmöguleika,“ segir enn

fremur. „Vitara kemur með hátæknivæddu 4WD Allgrip fjórhjóladrifskerfinu og er valkostur þeirra sem leita að gæðum, tækni og þægindum á hagkvæmu verði. Það sem einkennir nýjan Vitara er sportleg hönnun yfirbyggingar og léttleiki bílsins. Hann er allt að 420 kg léttari en einnig lítið eitt minni í málum en fyrri gerð. Léttleiki bílsins skilar sér meðal annars í afburða sparneytni og aksturseiginleikum sem einkennast af lipurð

og snerpu í borgarumferðinni jafnt sem úti á þjóðvegunum. Nýr Vitara kemur með ríkulegum staðalbúnaði. Má þar meðal annars nefna hraðastilli með aðlögun, sem á sjálfvirkan hátt stillir af fjarlægð að næsta bíl á undan, og brekkuvara, sem auðveldar ökumanni að taka af stað upp brekkur. Fjórhjóladrifskerfið býður upp á fjórar mismunandi stillingar, þ.e. sjálfvirka stillingu, sportstillingu, snjóstillingu og driflæsingu.“

facebook.com/enneinn

Þú færð vetrardekkin hjá okkur 2015

Grípandi munstur Michelin Alpin A5 er mikið skorið, naglalaust og endist þér aukavetur.

Hörkugrip án nagla Cooper SA2 er óneglanlegt og míkróskorið fyrir mýkri vetrarakstur.

Öruggt og neglanlegt ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 76340 10/15

Kumho WI31 mikið skorið og frábært í hálku sem snjó.

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394

Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is


FJÖLSKYLDUTILBOĐ ALLAR HELGAR 4x120g grillaðir hamborgarar, franskar og ískalt kók

AĐEINS

3990 Tilboðið gildir eingöngu laugardaga og sunnudaga

ÁRNASYNIR

VIĐ VESTURLANDSVEG


48

heimili og hönnun

Helgin 23.-25. október 2015

Gólfefnaráð frá sérfræðingi Bryndís Eva Jónsdóttir innanhúsarkitekt segir ekkert lát vera á vinsældum parkets sem gólfefnis inn á heimili. Úrvalið sé mikið og því að mörgu að huga. Ekki sé heldur hægt að tala um parket í dag án þess að nefna parketflísar, sem sé tilvalið efni fyrir þá sem vilja eiginleika flísa en hlýlegt útlit parkets.

 Það er mikilvægt að velja parket með efni

innréttinga og hurða í huga. Þetta þarf allt að tala saman án þess þó að vera endilega úr sama efni. Plankaparket er mun oftar valið en stafaparket þar sem viður og litur parketsins fær frekar að njóta sín og gólfið verður „rólegra“. Það gengur líka vel við alla stíla hvort sem um ræðir rómantískan eða hreinan og allt þar á milli. Harðparket verður oftar fyrir valinu núna en áður enda úrval í litum og stærðum orðið gríðarlega mikið og kostir harðparkets heilla marga. Það þolir meiri ágang, er sterkt og upplitast ekki. Gæði parkets eru að sjálfsögðu misjöfn og hvet ég fólk til að spyrja sölumenn um mun á efnum og samskeytafrágangi borða. Þetta á við um allt parket efni; spónlagt, gegnheilt eða harðparket. Eikin er vinsælasti og algengasti viðurinn í gólfefnum í dag og er til í mörgum litum og áferðum. Það er gaman að sjá að fólk er óhrætt við að velja annað en hefðbundna lakkaða eik. Margt er í boði og um að gera að þora að fara út fyrir kassann. Eikargólfefni geta verið til dæmis reykt, hvíttuð, bæsuð og svo má nefna Ameríku eik, Afríku eik, antík og rústik eik. Í dag er ekki hægt að tala um parket án þess að nefna parketflísar, þ.e. flísar með parketútliti. Parketflísar hafa verið í boði í nokkur ár hér á Íslandi en þær eru fyrst núna að vekja eftirtekt og verða oftar fyrir valinu. Fyrir þá sem vilja eiginleika flísa en hlýlegt útlit parkets er þessi vara tilvalin. Bryndís Eva heldur úti bloggi þar sem hægt er að fylgjast með því heitasta í innahúshönnun og einnig er hún með heimsíðu; www.bryndiseva.is

 

Bryndís Eva Jónsdóttir innanhúsarkitekt segir ekkert lát vera á vinsældum parkets sem gólfefnis.

 Heimilið iKeA Kemur til bjArgAr

GRANDplank Lengri og breiðari parketplankar

Samkvæmt könnun sem IKEA lét framkvæma finnst um helmingi foreldra þeir eyða of litlum tíma með börnunum sínum. Á sama tíma skortir börn oft grundvallarþekkingu í eldhúsinu því foreldrarnir óttast stressið og sóðaskapinn sem fylgir. Mynd/IKEA.

IN EIG

FRAM

L

EIð SLA

O K KAr

Eldhúsið er víst staður fyrir börn

Við sérhæfum okkur í framleiðslu á lengri og breiðari parketplönkum. Beint frá verksmiðju – lægra verð.

Kíktu til okkar í Síðumúla 31 og skoðaðu úrvalið. S. 581 2220

GSM. 840 0470

www.parketverksmidjan.is

PARKET PARKET

VERKSMIÐJAN

Það er stundum erfitt að vera barn í eldhúsinu. Börn eru oftar en ekki bönnuð í eldhúsinu en ef þau fá að taka þátt í eldamennskunni snúast verkefnin yfirleitt um að þrífa eða ganga frá, sem er vitaskuld ekkert stuð í. IKEA hefur ráð við þessu eins og svo mörgu öðru. Sænski húsgagnarisinn ætlar ekki einungis að leysa húsnæðisvandann hér á landi með því að byggja klókt heldur hefur hann nú einnig gefið út leiðarvísi um hvernig má gera samverustundina í eldhúsinu sem ánægjulegasta og skemmtilegasta fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar:

1. Ekki leiðrétta í sífellu. Setningar eins og „Ekki snerta þetta!“ og „Fylgdu uppskriftinni!“ gera börnin bara stressuð og þau hlaupa út úr eldhúsinu og vilja aldrei koma aftur. 2. Ekki reiðast ef eitthvað fer úrskeiðis. Stundum þarf að gera mistök svo hægt sé að læra af þeim. 3. Munið að njóta tímans saman. Það tekur tíma að læra að kunna til verka í eldhúsinu. 4. Smá sóðaskapur gerir ekkert til. Það er alltaf hægt að þrífa seinna. 5. Það er í lagi að verða þreyttur eða missa áhugann í eldhúsinu. Þá er bara að reyna aftur seinna.


JÓLA VÖRURNAR ERU KOMNAR

30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÍNGLÖSUM

NÝTT! MATTIR LITIR

www.hrim.is LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003

KRINGLUNNI - S: 553-0500

LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002


sum kar!

MARGSKIPT GLER

optik.is og

unum Prooptik

Hin margverðlaunuðu frönsku Evolis gler fást nú á sérstöku tilboðsverði í verslunum Prooptik

Fullt verð: 75.900,TILBOÐSVERÐ FRÁ:

49.300,-

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.

Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR

50

heimili og hönnun

Eldhús: Uppáhalds Eldhúsáhald matarBloggar ans

Fallegar vörur sem eiga ekki heima inni í skáp Marta Rún Ársælsdóttir er mikil áhugamanneskja um mat og heldur úti bloggi á Femme.is þar sem hún er iðin við að deila girnilegum mataruppskriftum og matarupplifunum. Mörtu líður afar vel í eldhúsinu og fékk Fréttatíminn hana til að segja frá sínu uppáhalds eldhúsáhaldi.

É

g elska Le Creuset vörurnar mínar og á pott og pönnu frá þeim, ég verð því að nefna bæði.“ Marta segir þessi kaup vera með betri fjárfestingum sem hún hefur gert í eldhúsinu. „Ástæðan er sú að ég get sett bæði pottinn og pönnuna í ofninn. Ég er dugleg að hægelda og þá nota ég pottinn í allt ferlið. Ég byrja á að steikja kjötið á hellunni og helli svo lauk, kartöflum og kryddi og mögulega smá hvítvíni og og set svo allt saman inn í ofn með lokinu. Síðast gerði ég hægeld-

www.útför.is

1 HRINGUR + KÓK OG ANNAR HRINGUR FRÍTT

599 KR.

Matar- og lífsstílsbloggarinn Marta Rún heldur mikið upp á Le Creuset, svo mikið að potturinn og pannan fara aldrei inn í skáp, heldur prýða helluborðið í eldhúsinu. Mynd/Hari.

aðan lambapottrétt sem sló í gegn.“ Marta segir fegurð Le Creuset varanna heldur ekki skemma fyrir. „Þetta eru svo fallegar vörur að ég tími ekki að setja inn í skápa, heldur eru þær alltaf á hellunum.“ Aðspurð um litavalið segir Marta að hún hafi þurft að vanda valið. „Litirnir frá Le Creuset eru æðislegir

Útfarar- og lögfræðiþjónusta

TRÍLÓGÍA

Helgin 23.-25. október 2015

og á hverju ári frumsýna þeir nýjan lit. Ég fékk mer ljósbrúnan pott sem er frekar einfaldur en svo skærbláa pönnu sem var einmitt nýi liturinn það árið. Nýi liturinn í ár er fallega kóngablár og er ekkert smá flottur. Hver veit nema að ég bæti honum í safnið.“

Vandað gólfefni í Hólf & Gólf Hólf & gólf er valvörudeild sem opnaði nýverið í BYKO Breiddinni. Í deildinni má finna sex ný og glæsileg sýningarherbergi sem sýna fjölmarga möguleika fyrir þá sem eru í framkvæmdahugleiðingum.

B

YKO opnaði fyrst deild undir nafninu Hólf & Gólf í mars 1991 í kjallara eldri verslunarinnar í Breiddinni þar sem nú er Leigumarkaður og Lagnaverslun. Nú höfum við opnað nýja og glæsilega valvörudeild undir sama gamla nafni í stórverslun okkar í Breiddinni,“ segir Anton K. Stefánsson, deildarstjóri í gólfefnadeild Hólf & Gólf í BYKO.

Flísar með viðaráferð vinsælar

25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar! Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik

Hjá okkur í Hólf & Gólf er að finna gott úrval af vörum á góðu verði og auk persónulegrar þjónustu. „Við sérhæfum okkur í gólfefnum og bjóðum meðal annars upp á flísar, harðparket, viðarparket, vatnshelt harðparket og flísaharðparket,“ segir Anton. Hægt er að greina tískustrauma í gólfefnum og segir Anton að flísar með viðaráferð séu þær allra vinsælustu í dag. „Það má einnig greina tísku í litum og nú eru jarðlitirnir afar vinsælir í flísum og parketi.“ Í Hólf & Gólf er einnig að finna mikið úrval af hurðum úr gæðaefnum. „Við sérpöntum frá Herholz og bjóðum einnig upp á íslenskar hurðir í mörgum viðartegundum. Við fylgjumst auk þess vel með því sem er að gerast á markaðnum og erum iðin við að bjóða upp á nýjungar,“ segir Anton.

Notalegt umhverfi Sími: 5 700 900 - prooptik.is

Mikill metnaður er lagður í góða þjónustu í nýju deildinni. „Starfsfólk okkar býr yfir áralangri reynslu

Anton K. Stefánsson, deildarstjóri í gólfefnadeild Hólf & Gólf, nýrri valvörudeild í Byko. Samnefnd deild var fyrst opnuð fyrir tæpum 25 árum og með endurvakningu hennar vilja starfsmenn Byko endurskapa gömlu og góðu stemninguna sem henni fylgdi. Mynd/Hari.

sem nýtist vel í stórum og glæsilegum sýningarsal okkar sem hólfaður er frá öðrum deildum í Breiddinni. Auk þess starfa hjá okkur stílistar sem veita góða ráðgjöf. Hægt er að njóta þess að skoða sýnishorn í ró og næði og velja sinn stíl við bestu aðstæður. Við hlökkum til að fá þig í heimsókn í Hólf & Gólf. Það er alltaf kaffi á könnunni og gott viðmót,“ segir Anton. Unnið í samstarfi við BYKO


i: Verðdæm úm, Ambassador* tr Stillanleg

. 0 0 0 . 599

Skoðaðu rúmin okkar áður en þú tekur ákvörðun. Skeifan 6 / Harpa / Kringlan / 5687733 / epal@epal.is / epal.is

Jensen rúm eru:

· Hvert rúm er sérgert fyrir þig. · 25 ára ábyrgð á gormakerfi. · Skandinavísk hönnun. · Norsk gæðaframleiðsla frá 1947. Áratuga reynsla. · Gæði, ábyrgð og öryggi. · Stillanleg rúm, Kontinental og boxdýnur. Yfirdýnur í úrvali. · Stuttur afhendingartími, ótal möguleikar.

* Stærð: 180x200, gafl ekki innifalinn í verði


30rรกgrรฐa รกby

OAK NOUVEAU SNOW


VÖNDUÐ & VISTVÆN VIÐARGÓLF BORÐLEGGJANDI GÆÐI FYRIR KRÖFUHARÐA

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


54

heimili og hönnun

Helgin 23.-25. október 2015

Hrátt og lúxus í bland

Halli Friðgeirs innanhúsarkitekt segir enga eina línu vera í gangi í innanhúshönnun í dag en þó megi sjá mikið um samspil milli þess hráa og lúxusins, í anda New York loftanna.

Þ

að er engin ein lína í gangi, þetta fer alltaf eftir persónulegum stíl hvers og eins. Varðandi gólf eru margir eru að fá sér parket og flísar, það er alltaf vinsælt, en teppi og fallegar mottur eru mjög vinsælar í dag, sérstaklega á flotuð gólf. Eikin er alltaf vinsæl en margir eru farnir að bæsa parketið, dekkja það eða lýsa. Mér finnst fólk aðallega vera að taka beislitaðar eða gráleitar flísar í dag, það er ekki mikið um sterka liti. Það má kannski segja að New

York Loft stíllinn sé vinsæll, lúkkið er frekar hrátt í bland við fín efni. Umgjörðin er hrá en svo tekur þú fína aukahluti sem gefa svona „royal“ yfirbragð. Þú ert kannski með hrá gólf og látlausar flísar en bætir svo gulli eða bronsi inn í sem gefur fágaðara útlit. Þessi vörubrettatíska virðist vera dottin út. Samspil á milli þess hráa og lúxusins er dálítið málið í dag.“

húsvagnahýsing Vantar þig húsnæði undir tjaldvagninn, fellihýsið, hjólhýsið eða ferðabílinn í vetur. Við erum að bjóða upphitað og snyrtilegt húsnæði að Borgartröð 25 Ásbrú 235 Reykjanesbæ. Ef þú vilt tryggja þér pláss fyrir húsvagninn þinn hjá okkur þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á volundarhus@volundarhus.is með helstu upplýsingum og við höfum samband. Nánari upplýsingar má fá í síma 864 - 2400 á milli kl 09 - 17.

Leiguverð á metra Tjaldvagnar Fellihýsi

10.000 kr. 12.000 kr.

15.000 kr að 7m. 15.000 kr að 7m.

Hjólhýsi Húsbílar

Tímabil á við, okt 2015 til 29. apríl.2016.

PORCELANOSA

flísar fyrir vandláta

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755



56

heimili og hönnun

Helgin 23.-25. október 2015

Nýjungar í bland við eldri og traust gólfefni Verslunin Birgisson ehf. hefur boðið upp á vönduð gólfefni, hurðir og flísar í 25 ár. Áhersla er lögð á að bjóða gæða vörur á samkeppnishæfu verði sem hafa reynst vel við íslenskar aðstæður. Í versluninni starfar úrvals starfsfólk sem hefur góða vöruþekkingu, reynslu og framúrskarandi þjónustulund.

V

ið erum iðin við að kynna okkur allar helstu nýjungar í gólfefnum og um þessar mundir má helst nefna stórar flísar sem virka bæði sem gólfefni og borðplötur, segir Egill Birgisson, framkvæmdastjóri Birgisson ehf. Flísarnar eru fáanlegar í stærðum frá 80 x 80 cm upp í 1,60 x 3,20 m og allt þar á milli. „Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval frá ítalska flísaframleiðandanum Florim. Ítalirnir eru jú þekktir fyrir að fylgja tískustraumum.“ Florim býður upp á mjög breiðar og fallegar línur af gólf- og veggflísum og hægt er að velja á milli fjögurra merkja: Casa Dolce Casa, Casamood, Rex, Floor Gres og Cerim. „Þetta er skemmtileg nýjung og hægt er að nota flísarnar á ýmsa vegu, til dæmis til að þekja veggi eða nota sem borðplötu, og flísarnar passa einnig inn á baðherbergið og hafa auk þess verið notaðar í utanhúsklæðningar,“ segir Egill. Flísarnar eru fáanlegar í 698 litbrigðum svo það er úr nægu að velja. „Helsti kosturinn við flísarnar

er að þær eru bakaðar við 800 gráður þannig þær þola heita potta og annan eldhúsbúnað.“

Fjölbreytt gæðaparket

Birgisson ehf. býður upp á fjölbreytt úrval af parketi og segir Egill að vanda þurfi valið á parketi. Einnig skal huga að rakainnihaldi viðarins. „Flaggskipið okkar í parketinu er án efa hið sænska Kährs parket. Það er eitt þekktasta vörumerki í heiminum þegar kemur að parketi og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að gæði Kährs eru einstök, en parketið hefur verið framleitt frá árinu 1857.“ Kährs parketið kemur tilbúið til lagnar og því fylgir 30 ára ábyrgð og reynslan sýnir að parketið hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. „Meðal vörulína frá Kährs má finna gróft parket, plankaparket og stafaparket, auk þess sem gegnheila parketið er að ryðja sér til rúms aftur. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af gegnheilu parketi, sérstaklega í eik og stafaparketi sem hægt er að leggja í

Egill Birgisson er framkvæmdastjóri Birgisson ehf., þar sem boðið er upp á gólfefni, flísar og hurðir sem reynst hafa vel við íslenskar aðstæður. Mynd/Hari.

ýmis munstur. Parketið kemur auk þess ómeðhöndlað þannig að það er hægt að leika sér með liti eftir á,“ segir Egill, sem mælir með því að fólk kynni sér alla bæklinga og heimsæki heimasíðuna, www.birgisson.is, áður en hafist er handa við val á efni. Einnig má fylgjast með Birgisson á Facebook, auk þess sem hægt er að hafa samband á birgisson@birgisson.is. Unnið í samstarfi við Birgisson ehf.

Fallegar eldhúsvörur í skemmtilegu umhverfi Hrím Eldhús hefur vakið athygli fyrir skemmtilega hönnun, bæði hvað varðar útlit búðarinnar og þær fjölmörgu eldhúsvörur sem prýða verslunina. Verslanir Hríms eru nú orðnar þrjár talsins, tvær á Laugaveginum og sú þriðja í Kringlunni.

Auglýstu í jólablaði Fréttatímans Í Jólablað Fréttatímans 2015 kemur út fimmtudaginn 26. nóvember.

Það er enginn vafi á því að jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna jólavörur og þjónustu. Í blaðinu verður spennandi jólatengt efni af ýmsum toga, skrifað af reyndum blaðamönnum. Að auki verða í blaðinu vörukynningar í samvinnu við fyrirtæki. Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til viðskiptavina þinna meðal ánægðra lesenda Fréttatímans. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólablaðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og gluggar í það ítrekað við jólaundirbúninginn.

-þinn tími

Hrím Eldhús á Laugavegi 32 er lögð áhersla á hönnunarvöru frá Skandinavíu, vandaða potta og hnífa frá Frakklandi, endingargóðar og klassíkar eldhúsvörur frá Bretlandi í bland við fallega íslenska hönnun. „Við leggjum mikið upp úr því að heimsókn í verslanir Hríms séu skemmtilegar,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms. „Við viljum að fólki líði svolítið eins og heima hjá sér. Hrím Eldhús er til dæmis innréttuð að miklu leyti eins og eldhús, við viljum að viðskiptavinir okkar fái þá tilfinningu að þeir séu staddir í fallegu eldhúsi með notalegum borðkrók, eldhúsinnréttingum og borðbúnaði,“ segir Tinna. Í Hrím eldhús má finna margar úrvals vörur sem eru farnar að njóta mikilla vinsælda á Íslandi. „Þar má til að mynda nefna Britu Sweden motturnar sem eru gerðar úr hágæðaplasti og geta enst mjög lengi. Óhreinindi má svo bara skola úr mottunum með vatni sem gerir viðhaldið einfalt og þægilegt,“ segir Tinna. Í Hrím eldhús má einnig finna frábæra hnífa frá Kyocera en þessir flugbeittu hnífar eru úr postulíni og þarf því ekki að brýna þá nema á einhverra ára fresti og

Hrím leitast eftir að skipta við ung og framsækin fyrirtæki. GEJST er danskt fyrirtæki sem rekið er af ungum dönsum strákum sem hann gæða vörur fyrir heimilið.

bitið helst mjög vel. „Við tökum einnig að okkur að brýna hnífana fyrir viðskiptavini okkar.“ Börnin eiga svo sitt eigið svæði í búðinni þar sem búið er að setja upp lítið og nett eldhús með tilheyrandi áhöldum og dóti. „Þannig geta foreldrarnir fengið næði til að skoða sig um í rólegheitum í notalegu og fallegu umhverfi,“ segir Tinna. Unnið í samstarfi við Hrím

Hnífarnir frá Kyocera eru afar vinsælir. „Þeir eru tilvaldir í grænmetið en svo hefur fólk verið að koma aftur og bæta við kjöthníf og brauðhníf til að mynda enda flestir alsælir með þessa frábæru hnífa,“ segir Tinna.

Motturnar frá Britu Sweden eru úr hágæðaplasti. Iris hantverk er einnig sænskt merki sem gerir fallega kústa úr náttúrulegum hárum. Það er óþarfi að fela svona fegurð inni í skáp. Myndir/Hari.


LJÚKTU UPP! NÝR SÝNINGARSALUR Í VERSLUN OKKAR

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


58

tíska

Helgin 23.-25. október 2015

20% Mikið úrval

afsláttur af öllum vörum frá Bóboli föstudag og laugardag

af fallegum Jólafötum

Dökkar vetrarvarir Bjartar sumarnætur heyra nú sögunni til og skammdegið tekur völdin. Samhliða því leggjum við bleiku og ferskjulituðu varalitina, sem hafa einkennt sumarið, frá okkur og veljum dekkri tóna. Dökkir varalitir eru þó auðvitað ekki allra, en það má líka alveg leika sér með dökku tónana í bland við mismunandi áferðir. Matt eða glansandi? Dökkrautt eða dökkbleikt? Oftast skiptir þó mestu máli að velja lit sem nærir varirnar og endist sem best.

Afmælisgjafir Sængurgjafir Skírnagjafir

gefur góða fyllingu og næringu sem endist. Perfect Rouge RS 656. Nýr haustlitur frá Shiseido. Rakamikill litur sem gefur fallega áferð.

Úlpa Peysa og buxur kr.8395.kr.8895.dimmalimmreykjavík.is

Iana Reykjavík

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Flottur Flottur Flottur sumarfatnaður Gallabuxur sumarfatnaður Verð 15.900 kr. sumarfatnaður Kryddaðu 5 litir: gallablátt,

Flottur Flottur fataskápinn Flottur Gallabuxur Flottur sumarfatnaður Flottur sumarfatnaður Flottur Verð 15.900 kr. Prjónaslá á Gallabuxur sumarfatnaður sumarfatnaður 5 litir: gallablátt, sumarfatnaður Kvarterma Kvartermapeysa peysaáá 7.900 kr. svart, hvítt, blátt, Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 12.900 Kvarterma 4 litir: grátt, peysa 12.900kr. kr. ljóssand. 5 litir:á gallablátt, svart, hvítt, blátt, ljóssand. Stærð 34 - 48

1. Breska fyrirsætan Jordan Dunn skartaði dökkrauðum og möttum vörum á dögunum. Steldu stílnum: Berry in Love úr Rouge in Love línu Lancôme. Endingargóður litur sem myndar þunna himnu á vörunum.

3. Sarah Hyland, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Modern Family, blandar saman rauðum og brúnum tónum. Steldu stílnum: Joli Rouge frá Clarins. Skarpur og djúpur litur sem endist lengi. Liturinn inniheldur meðal annars mangóolíu, sem gefur mikinn raka og gerir varirnar silkimjúkar.

svart, hvítt,3 blátt, 3litir litir ljóssand. Stærð 36 púðurbleikt. 3 Kvarterma litir 36--52 52 áá 34 -Stærð 48 Kvartermapeysa peysaStærð

Stærð 34 - 48beige, ljósgrátt, 12.900 kr.

stærð 12.900 kr. Kvarterma peysaEin áStærð 12.90036 kr.- 52 Kvarterma Kvarterma peysaáá kr. 33litir Buxur áápeysa 15.900 12.900 kr. litir Buxur 15.900 kr. 12.900 kr. Kvarterma peysa á 12.900 kr. Stærð 36 52 3 litir Toppur á Stærð 36 52 5 litir Buxur á 15.900 kr.33litir 5 litir 12.900 litir Stærð 36 - 52 3.900 kr. kr. Stærð Stærð 36 34 -34 52--48 5 Buxur litir Stærð 48 3 litiráá15.900 Buxur 15.900kr. kr. Stærð 36 - 52 hvítt, grátt, 4 litir: Stærð 36 52 55litir Buxur á 15.900 kr.Stærð litir 34 - 48 svart, blátt. Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. Stærð 5 litir Stærð34 34--48 48 55litir Ein stærð: 36 44 Buxur á 15.900 kr. litir Stærð 34 - 48 Stærð 5 litir Stærð34 34--48 48 Stærð á34 - 48 Gallabuxur 15.900 kr. Snið slim 2 litir: dökkblátt, svart Stærð: Verð 11.90034 kr.- 48

Verð 11.900 kr. 3 litir: blátt, grátt, svart. 3 litir: blátt, grátt, svart. Stærð 3611.900 - 46 kr. Stærð 36 - 46 Verð . 11–18 –188 . 11–1 - rennilás neðst á skálm - rennilás aada 3O litir: blátt, grátt, svart. neðst ádaga skálm vivirkrk gaklkl. 11 ð pi agaaklkl. 11–158 ppiðiðvivirkrkaaddag ð O pi O 5 -1 11 . O kl 5 8 -1-15 -1 ga - 46 11–18 ararda kl8kl. 11 kl. 11–1Stærð a–1 gaklkl. .11 daa OOpipið36 arardkldag ug laug a–1 ðlark laalaudaugga ag ag . 11 Opið virka daga ið d 8. 11 p a g O 11 vi . rennilás neðst á skálm 5 kl ið ið rk -1 p p vi ga 11 O O ð . da Opi rka ga kl

Opið laugarda

Opið vi daga kl. 11 -1-155 . 11 85 –1-1 . 11 gaaklkl daag ad OOpipiððlalaug ugarardaga kl. 11 Opið ðuvigrkar Opila -15 ga kl. 11

Opið laugarda

Laugavegi 178 555 1516 Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516

gi 178 | Sími 555 1516

Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð

á Facebook

Laugavegi 178 |178 Sími 555555 1516 Laugavegi | Sími 1516

Kíkið á myndir og verð á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook

Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi 178 178 | Sími| 555 1516

Laugavegi 178 | Sími 555 1516

Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Facebook á Facebook Kíkið á myndir og verð ááFacebook

Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð

2. Það fer Gigi Hadid, fyrirsætu og samfélagsmiðlaprinsessu, afar vel að nota varaliti í berjalituðum tónum. Steldu stílnum: Lead The Way úr Moxie línu Bare Minerals. Varalitur sem gefur satínmjúka áferð og góðan raka. Sterkur litur sem

5. Olivia Culpo, Ungfrú Bandaríkin og Ungfrú heimur árið 2012, með klassískar rauðar og mattar varir. Steldu stílnum: L´absolu Rouge frá Lancôme. Endurnærandi og mótandi varalitur sem hefur unnið til margra verðlauna, meðal annars hjá Marie Claire og Allure. Perfect Rouge RD 555 frá Shiseido sem leggur áherslu á fallega áferð.

4. Leikkonan og Scandal stjarnan Katie Lowes velur dökkbleikan varalit sem tónar vel við augnlitinn. Steldu stílnum: Jolie Rosalie úr Rouge in Love línu Lancôme. Ljósmyndir/Getty Images

Mjúkt og æðislegt

Haustið er komið

Brjóstahaldari í stærðum D-H kr. 8.775,-

Stærðir: 36-40 Verð: kr. 21.885,-

Buxur kr. 4.380,-

S. 551-2070 & 551-3366  www. misty.is

Póstsendum hvert á land sem er Laugavegi 178  OPIÐ: Mán.-fös. 10-18. Laugardögum kl 10-14.



60

Colonic Plus

tíska

Helgin 23.-25. október 2015

Heimagerður hármaski

Kehonpuhdistaja

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Evonia Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

www.birkiaska.is

Minnistöflur

Loksins komnar aftur *leggings háar í 20% afsláttur Loksins Loksins Loksins ksins 30% Loksins mittinu af öllum vörum afmæliskomnar aftur nar aftur komnar komnar aftur aftur komnar aftur til 17. júní *leggings háar í ngs háar íafsláttur Loksins *leggings *leggings háar háar í í *leggings háar í 20% 20% afsláttur afsláttur mittinu ittinu 20% afsláttur Loksins Loksins oksins ksins Loksins ksins kr. 5500 . komnar aftur af öllum mittinu mittinu Túnika mittinu af aföllum öllum vörum vörum af öllum vörum Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

Hármaskar eru auðveld og ódýr leið til að lífga upp á hárið, auka glansinn og mýkja áferð þess. Einstaka sinnum er gott að hvíla hárið frá þeim fjölmörgu kemísku efnum sem margar hárvörur innihalda og búa til sinn eigin maska með náttúrulegum innihaldsefnum sem finna má í eldhús­ inu. Með því að næra hárið vel má laga þurra enda, pirring í hársverði og koma jafnvægi á sýrustig í hársverði. Hér má finna þrjár uppskriftir af einföldum möskum sem hafa hver sína virkni.

www.birkiaska.is

Hármaski fyrir þurrt hár Þessi maski hentar best fyrir hár sem skortir náttúrulega olíuframleiðslu. Ef hárið er líflaust og endarnir klofna auðveldlega ættir þú að prófa þennan. Innihald: 2 msk hunang 1 msk kókosolía Maski fyrir viðkvæman hársvörð Ef þú ert með þurran hársvörð eða finnur stundum fyrir kláða í hársverðinum ættir þú að prófa þennan

komnar komnar aftur aftur nar ar aftur aftur kr. 3000 *leggings háarvörur, í komnar aftur nar aftur Frábær verð, smart 20% afsláttur Loksins Loksins vörum til til 17. 17. júní júní til 17. júní *leggings *leggings háar háar ings gs háar háar í í kr. 5500 .í í í 5500 . mittinu góð þjónusta háar ngs háar íaf*leggings öllum vörum komnar aftur mnar aftur mittinu mittinu mittinu tinu Frábær verð, smart vörur, ð, smart vörur, Nýtt mittinu ittinu til 17. júní háar í ggings háar í *leggings kr. kr. 5500 5500 . . góð þjónusta þjónusta kr. 5500 . Túnika Túnika Túnika mittinu mittinu kortatímabil kr. kr. 3000 3000 Tökum upp nýjar vörur daglega kr. 5500 . kr. 3000 Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, Túnika Frábærþjónusta verð, smart vörur, Aukin kr. kr. 5500 5500 . 5500 5500 . . kr. 3000 húsin Faxafeni · .S.vörur, 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 góð góð þjónusta þjónusta kr. 5500 . 5500. BláuFrábær verð, smart góð þjónusta

maska sem fjarlægir dauðar húðfrumur og nærir yfirborð hársvarðarins. Innihald:

2 msk púðursykur 1 msk ólífuolía

Maski fyrir feitt hár

Þessi maski hjálpar til við að koma jafnvægi á sýrustig (ph gildi) hársvarðarins. Innihald:

½ dl eplaedik

1 sítróna (með berkinum)

Tökum upp nýjar vörur daglega

Tökum upp nýjar vörur daglega

kr. 5500 .laug. kr. 5500 .Frábær :)þjónusta húsin Faxafeni ·smart S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 eni ·smart S. 588 4499Bláu ∙Netgíro Opið mán.fös. 12-18 ∙vörur, 11-16 góð Frábær verð, verð, smart vörur, rð, smart vörur, vörur,

ð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, verð, smart vörur, ær verð, smart vörur, Frábær góð góð þjónusta þjónusta ónusta þjónusta góð þjónusta þjónusta góð þjónusta góð þjónusta

Aðferð: Blandið öllum innihaldsefnum saman í skál. Þvoið hárið eins og venjulega í sturtunni. Í stað þess að setja hárnæringu, setjið þá

Tökum Tökum uppupp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega vörur daglega Tökum Tökum upp nýjarupp vörurnýjar daglega

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni ·S.588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙Opið Opið mán.mán.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 Tökum Tökum upp upp nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Bláu húsin Faxafeni · ·S.S. 4499 ∙4499 Opið mán.fös. 12-18 ∙ fös. laug. 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar daglega Bláu húsin Faxafeni ·588 588 ∙ nýjar mán.Tökum upp nýjar vörur daglegafös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Tökum upp nýjarvörur vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni ·· S. 588 4499 ∙11-16 Opið mán.fös.mán.12-18 laug. 11-16 nafeni Faxafeni S. 5884499 4499 Opið mán.fös.fös. 12-18 ∙·588 11-16 Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni S. S.laug. 588 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.fös.∙ fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 ni · S. ·588 S.· 588 4499 ∙ Opið ∙∙ Opið mán.mán.fös. 12-18 12-18 ∙laug. ∙4499 laug. 11-16 húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 eni · S. 588 4499Bláu ∙ Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

maskann í hárið og greiðið varlega í gegnum hárið frá hársverði og niður í enda. Hreinsið maskann úr hárinu eftir 20 mínútur og njótið þess að vera með skínandi hreint, mjúkt og glansandi hár.


Bað- og sturtuolía sem róar þurra og pirraða húð AtoControl bað- og sturtuolían hindrar að þurr og pirruð húð þorni upp og kemur aftur á náttúrulegu jafnvægi húðarinnar. Hentar jafnvel húð sem hætt er við ofnæmi. • Hátt innihald af náttúrulegum olíum • Hreinsar vel þurra húð og færir húðinni náttúruleg lípíð • Mild og freyðandi • Hentar jafnvel ungabörnum frá 3 mánaða aldri Prófaðu endilega líka AtoControl kremin frá Eucerin® FÆST AÐEINS Í APÓTEKUM

MJÖG ÁHRIFARÍKT OG KLÍNÍSKT PRÓFAÐ

Heimsækið Eucerin.com fyrir meiri upplýsingar


62

heilsutíminn

Helgin 23.-25. október 2015

Magasár Magasár er í raun og veru ætisár í slímhúðarlaginu í meltingarveginum. Meltingarvegurinn samanstendur af vélinda, maga, smáþörmum og ristli. Flest magasár eru staðsett í smáþörmum og í læknisfræðinni er gerður greinarmunur á því hvort sárið er staðsett í maga, vélinda eða smáþörmum. Ástæða er til að leita sér aðstoðar ef eftirfarandi einkenna verður vart:  Blóðug uppköst  Seinkuð melting (kastar upp ómeltum mat sem neytt var fyrir mörgum klukkutímum)  Kuldahrollur eða kaldsveittur  Slappleiki og svimi  Blóð í hægðum eða dökkar, tjörusvartar hægðir  Viðvarandi ógleði eða uppköst  Skyndilegir sárir kviðverkir  Óútskýrt þyngdartap  Verkir hverfa ekki við inntöku lyfja

Mataræði gegn ristilkrömpum Ristilkrampar eru truflanir á starfsemi ristilsins þannig að í stað þess að reglubundinn samdráttur eigi sér stað í ristlinum og flytji þannig fæðuna taktvisst áfram verður samdráttur á mismunandi svæðum hans samtímis. Ristilkrampar byrja oftast í ungu fólki og geta staðið í nokkra mánuði með hléum, t.d. ef umhverfið er mjög streituvaldandi. Algengast er að ristilkramparnir verði langvinnt vandamál og þeir eru mun algengari hjá konum en körlum.

Er þér illt í maganum? PISTILL

Hvernig minnkar þú einkenni ristilkrampa:

Teitur Guðmundsson læknir

Drekka nóg af vatni

Forðist kaffi og mjólk

Minnka sykurinn

Borða trefjaríka fæðu

Blómkál, spergilkál og baunir auka gasmyndun

Piparmyntute getur slegið á einkennin

Halda matardagbók

Borða reglulega

Forðast sterk krydd

Hvaðan kemur prumpulykt? Vindgangur (prump) er mjög algengt umkvörtunarefni. Vindgangur hefur ekkert með sveppi að gera eða loft sem fólk gleypir. Magn lofts sem kemur frá endaþarmi er mjög mismunandi mikið, allt frá 500 ml til 1500 ml á sólarhring. Að meðaltali prumpar einstaklingur um 14 sinnum á dag (+/- 6). Loft frá endaþarmi er samsett að 99% af 5 lofttegundum (nítrat, koltvíoxíð, methan, vetni og súrefnissambandi). Magn vindgangs fer mikið eftir því hvað fólk borðar og valda sumar fæðutegundir (ávextir, grænmeti, baunir) meiri vindgangi en aðrar vegna þess að hvatar í smáþörmunum ná ekki að melta þær þannig að bakteríurnar

í ristlinum hafa meira úr að moða og mynda loft. Lyktin sem fylgir vindganginum er ekki háð því magni lofts sem kemur. Flestar áðurnefndar gastegundir eru lyktarlitlar. Það eru ýmsar aðrar gastegundir í vindgangi sem valda ólyktinni og eru þær í mjög litlu magni (indól, skatól, súlfúr sambönd). Þessar gastegundir myndast frekar við niðurbrot á kjöti t.d., en minna við niðurbrot á grænmeti, pasta, baunum og hrísgrjónum. Þannig er vindgangur í kjölfar neyslu á kjöti verr lyktandi en síður eftir neyslu á baunum, svo dæmi sé tekið. Eina ráðið til að vinna bug á vindganginum er að reyna að laga mataræðið, t.d. með aðstoð næringarfræðinga.

Unnið í samstarfi við Doktor.is.

H

ver kannast ekki við það að fá óþægindi í magann eða kviðarholið líkt og við læknar viljum gjarnan kalla það. Maginn er nefnilega bara hluti af meltingarveginum sem aftur er bara hluti þeirra líffæra sem geta gefið verki og einkenni frá kviðarholi. Dæmi um nokkur slík eru lifur, gallblaðra og briskirtill sem geta bólgnað og sýkst af ýmsum orsökum og þannig skapað verulega verki, jafnvel svo slæma að viðkomandi sjúklingur getur engan veginn slakað á. Þeir sem hafa fengið gallsteinakast þekkja það að engjast um af krampakenndum kvölum sem virðast engan endi ætla að taka. Margs konar stingi er hægt að fá í tengslum við magann sjálfan, sérstaklega ef um er að ræða magabólgur sem valda oftsinnis brjóstsviðaeinkennum sem byggja á bakflæði magasýru upp eftir vélindanu. Hjá þeim sem eru með lengra genginn vanda getur myndast magasár og jafnvel enn frekari vandi líkt og krabbamein í maga eða vélinda. Öll þensla á meltingarveginum getur ýtt undir óþægindi sem við þekkjum mætavel þegar við fáum til dæmis magapestir og slíka óværu og til að flækja málin enn frekar getur hægðatregða einnig valdið talsverðri vanlíðan. Tiltölulega algengt vandamál sem við þekkjum að valdi kviðverkjum eru ristilkrampar, en það eru endurtekin óþægindi sem geta komið upp undir álagi, spennu og kvíða, en einnig tengt mataræði og getur reynst erfitt að glíma við. Ýmsir upplifa óþol eða jafnvel fæðuofnæmi sem getur verið vegna glútens, mjólkur, eggja, geymsluefna og ýmissa annarra þátta og getur reynst þrautinni þyngra að greina slíkt og meðhöndla svo viðunandi sé, því miður. Það eru þó

alltaf að koma fram nýir möguleikar í greiningu bæði með blóðrannsóknum, húðprófunum og svo auðvitað speglun og sýnatöku úr slímhúð í meltingarvegi. Alvarlegri vandamál í meltingarvegi eru svokallaðir bólgusjúkdómar sem eru krónískir og geta komið fram á hvaða aldri sem er og hjá báðum kynjum, þó algengara sé að sjúkdómarnir stingi sér niður hjá yngri einstaklingum. Þessum sjúkdómum er oft ruglað saman en á læknamáli kallast þeir Crohn´s annars vegar og Colitis Ulcerosa hins vegar. Þeir geta verið um margt líkir hvað varðar einkenni og þá líka að báðir sjúkdómarnir eru með sveiflukennda virkni svo það geta verið miserfið tímabil hjá sjúklingum. Oftar en ekki fylgja verkir og óþægindi frá kviðarholi, niðurgangur, blóð með hægðum, slappleiki, hiti og megrun svo dæmi séu tekin. Sjúkdómarnir eru þó gjörólíkir að því leyti að Crohn´s er ólæknanlegur og getur verið alls staðar í meltingarvegi á meðan Colitis er bundinn við ristilinn og lækningin á þeim sjúkdómi felst í því að fjarlægja hann. Slíkt er þó ekki gert fyrr en öll önnur meðferð hefur verið reynd. Mataræði, lífsstíll, reykingar, streita og álag hafa mikil áhrif á þróun sjúkdómanna. Meðferð er margbreytileg og byggir á bæði stuðningi, næringarráðgjöf, bólgustillandi lyfjum og í mörgum tilvikum skurðaðgerð. Það er því að mörgu að huga varðandi magapínu að ógleymdum krabbameinum í meltingarvegi og þá sérstaklega í ristli og endaþarmi, verum því vakandi og látið skoða ykkur ef einkenni eru reglubundin eða valda áhyggjum.

Vélinda

Magi

Bris

Mjógirni

Endaþarmur


Nýr seguldrifinn blandari frá KitchenAid

FOR THE WAY IT´S MADE


64

heilsutíminn

Helgin 23.-25. október 2015

Sjálfsofnæmi en ekki óþol

S

eliak og glútenóþolssamtök Íslands voru stofnuð fyrir ári síðan. Aðilarnir sem standa af samtökunum hafa allir reynslu af seliak sjúkdómnum, hveitiofnæmi, mjólkuróþoli eða mjólkurofnæmi sem þolendur eða aðstandendur og hafa öðlast þekkingu sem þau vilja miðla til annarra í svipaðri stöðu. Samtökin voru stofnuð með

það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu um eðli sjúkdómsins. Samtökin vilja til dæmis upplýsa fólk um að munur sé á þeim sem þola illa glúten og þeim sem eru með seliak sjúkdómninn sem er í raun sjálfsofnæmi, en ekki óþol. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

Verð stressaður þegar ég borða annars staðar en heima Daniel Sean Hayes greindist með seliak sjúkdóminn fyrir fimm árum, þá 4 ára gamall. Hann glímir einnig við skjaldkirtilsvandamál og mjólkuróþol, sem oft er fylgifiskur sjúkdómsins. Hann segir það erfiðasta við sjúkdóminn sé að þurfa að fara reglulega í blóðprufur. „Svo er líka erfitt þegar krakkarnir í skólanum mínum eru endalaust að spyrja mig af hverju ég megi ekki borða sama mat og þeir.“ Daniel á hins vegar góða vini sem hjálpa sér þegar hann fær margar spurningar um sérfæðið sitt og styðja hann ef honum er strítt. Langar stundum að geta bara pantað pítsu Daniel segir að hann verði stressaðir þegar hann borðar annars staðar en heima hjá sér því hann vill ekki verða lasinn. „Ég vildi geta farið út að borða með fjölskyldunni og líka ekki þurfa að taka alltaf nesti með í veislur og afmæli. Stundum langar mig bara að geta pantað pítsu eða farið í bakarí og svoleiðis.“ Daniel er þó duglegur að líta á björtu hliðarnar og vegna sjúkdómsins

Anna Kolbrún Jensen, dóttir hennar Diljá Þóra Friðriksdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir og sonur hennar Daniel Sean Hayes vilja öll vekja fólk til umhugsunar um seliak sjúkdóminn. Diljá, Sólveig og Daniel eru með seliak og segja að fólk mætti vera skilningsríkara þegar kemur að sjúkdómnum. Mynd/Hari.

er hann duglegur að stússast í eldhúsinu með mömmu sinni. „Ég fæ oft að baka

með mömmu því við kunnum að búa til alls konar glútenlaust.“

Fólk heldur oftast að ég sé bara í megrun Sóley Björk Guðmundsdóttir greindist með seliak sjúkdóminn fyrir þremur árum. Hennar fyrstu viðbrögð voru gleði, þar sem loksins var komin ástæða fyrir áralöngum veikindum. „Ég hugsaði ekki einu sinni út í að þetta yrði erfitt eða flókið, það eina sem ég hugsaði um var allt sem ég gæti farið að gera með fulla heilsu.“

Stundum er gaman að fá eitthvað sérstakt Diljá Þóra Friðriksdóttir er 7 ára og greindist með seliak sjúkdóminn þegar hún var þriggja og hálfs árs. Hún hefur því verið með sjúkdóminn frá því hún man eftir sér en finnst oft erfitt að fá öðruvísi mat en jafnaldrar hennar, sérstaklega í afmælum. „En stundum er gaman að fá eitthvað

sérstakt.“ Diljá segir að vinir sínir spyrji mikið hvaða matur sé glútenlaus og hún reynir að vera dugleg að segja þeim frá því. Henni finnst þó mikilvægast að allir viti hversu sjúkdómurinn er alvarlegur. „Ég vil að allir viti að ég get orðið veik ef ég fæ óvart glúten.“

í sjónvarpi Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn er sýndur á mánudagskvöldum kl. 20 á Hringbraut í vetur. Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem kemur út á föstudögum. Sjónvarpsþátturinn er frumsýndur á mánudagskvöldum klukkan 20 og endursýndur nokkrum sinnum í vikunni. Teitur Guðmundsson læknir er með fasta pistla. Umsjónarmaður Heilsutímans er Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari.

Lærði að vera skipulögð „Að taka út glúten var pínu flókið. Mestu og erfiðustu breytingarnar sneru að skipulagningu. Ég þurfti allt í einu að fara að undirbúa nesti fyrir hvern dag,“ segir Sóley, aðspurð um hvað hafi verið erfiðast við að fá greininguna. Sóley segir jafnframt að fólk viti lítið sem ekkert um sjúkdóminn. „Flestir halda að ég sé í megrun, sem er eiginlega hræðilegt, því þá er ég ekki tekin alvarlega. Flestir átta sig einfaldlega ekki á því að nánast ósýnileg mylsna af brauði er nóg til að gera mig fárveika.“ Dýrt að vera með seliak Sóley segir að mikill kostnaður fylgi því að vera á sér fæði. „Ég fæ mér hnetur og ávexti í morgunmat og í kaffinu. Ég baka mín eigin brauð úr sérstöku hveiti sem er mun dýrara en venjulegt hveiti. Ég bý mér til mína eigin hnetumjólk og versla mikið í lífrænum deildum og heilsubúðum því þar er margt sem ég má borða, en það er alls ekki ódýrt.“ Sóley ráðleggur þeim sem greinast með sjúkdóminn að leita til Seliak samtakanna eftir aðstoð. „Þetta kann að virðast sem ógnvænlegur frumskógur, en þetta lærist!“

Seliak sjúkdómurinn og glútenóþol Hvað er glúten? Glúten er prótein sem á uppruna sinn í hveiti-, bygg- og rúgkorni.

á muninum. Greining á sjúkdómnum er aðeins gjaldgeng ef læknir hefur gert viðeigandi próf, það er blóðprufu eða sýnatöku úr þörmum.

Hvað er seliak sjúkdómur? Glútenóþol eða seliak sjúkdómur er krónískur þarmasjúkdómur og lýsir sér þannig að slímhúð smáþarmanna skaðast og bólgnar af völdum glútens. Seliak nafnið kemur frá grískum lækni sem greindi sjúkdóminn og kallaði hann koiliakos, sem þýða má lauslega sem þeir sem þjást vegna þarmanna. Á ensku kallast sjúkdómurinn coeliac eða celiac disease og þaðan er íslenska nafnið komið.

Hver eru einkenni seliak sjúkdómsins? Einkenni geta verið mörg og mjög ólík milli einstaklinga. Næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, uppþemba, þreyta, þunglyndi, höfuðverkir, sár í munni, exem og hármissir eru einkenni sem geta komið fram. Hjá börnum lýsir sjúkdómurinn sér oft með einkennum eins og vaxtastöðvun, vanlíðan, vítamín- og steinefnaskorti, þreytu, langvarandi niðurgangi, þyngdartapi og fleira.

Er munur á seliak og glúteinóþoli? Það er svolítið villandi að nota orðið glútenóþol um þarmasjúkdóminn glútenóþol. Vissulega lýsir hann sér í óþoli fyrir glúteni en það er stórmunur á því að hafa Seliak glútenóþol og að vera viðkvæmur fyrir glúteni. Seliak er sjálfsofnæmissjúkdómur sem lýsir sér þannig að þegar sá sem hann hefur borðar glúten veldur það skemmdum á þarmavegg viðkomandi. Þarmatoturnar fletjast út svo upptaka næringarefna skerðist verulega. Einnig fylgja þessu yfirleitt einkenni frá meltingarvegi svo sem niðurgangur, kviðverkir og uppþemba. Þyngdartap, þreyta og slen eru algengir fylgifiskar sem og verulegur skortur á næringarefnum, t.d. B12 vítamíni og járni. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir glúteni en hafa ekki seliak geta einnig haft ýmis einkenni sem lagast þegar glúten er tekið úr fæðunni. Grundvallarmunurinn er þó sá að þarmaskemmdirnar eiga sér ekki stað. Samtökin vilja ekki að gera lítið úr þessari tegund glútenóþols, en segja að það sé mikilvægt að átta sig

Hvernig er seliak sjúkdómurinn greindur? Sjúkdómurinn er greindur með blóðprufu sem mælir ákveðin mótefni í blóði og með sýnatöku frá smáþörmum. Ef blóðsýni bendir til seliak er framkvæmd magaspeglun þar sem tekið er sýni úr smáþörmum til að staðfesta greiningu. Þetta er sjálfsofnæmissjúkdómur og oft fylgja aðrir sjálfsofnæmissjúkdómar, til dæmis skjaldkirtilssjúkdómar. Einnig er algengt að mjólkuróþol og önnur óþol fylgi sjúkdómnum. Er til meðferð? Já. Þeir sem greinast með sjúkdóminn eru með hann alla ævi, eina meðferðin er 100% glútenlaust fæði. Hvar er hægt að nálgast upplýsingar um seliak sjúkdóminn? Á heimasíðu Seliak og glúteinóþolssamtakanna, www.glutein. is, má finna ítarlegar upplýsingar um sjúkdóminn.


heilsutíminn 65

Helgin 9.-11. október 2015

Aukið þrek með Bio-Kult Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna.

B

io Kult gerlarnir í hylkjaformi hjálpa til við að viðhalda náttúrulegri bakteríuf lór u líkamans. Bio -Kult Candéa hylkin innihalda hvítlauk og greipfræ og geta virkað sem öflug vörn gegn candida-sveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál.

hefur nú sannreynt að þetta virkar. Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is.

Bio-Kult Original:

Unnið í samstarfi við

n Þarf ekki að geyma í kæli.

n Inniheldur blöndu af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.

Icecare

n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.

„Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér,“ segir Svala Guðmundsdóttir. Mynd/Hari.

Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride.

Laus við sveppasýkingar

„Ég er alveg tilbúin að gefa Bio-Kult Candéa mín meðmæli, ég hef notað það síðastliðin tvö ár og finn mikinn mun á heilsunni. Ég er ein af þeim sem þarf að nota talsvert af meðulum og fékk oft sveppasýkingu ef ég þurfti að taka penisilín, en það hefur ekki gerst síðan ég byrjaði að taka Bio-Kult,“ segir Svala Guðmundsdóttir. Til að byrja með tók hún inn tvö hylki á dag en í dag tekur hún eitt hylki á dag og dugir það vel. „Áður en ég fór að taka inn BioKult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér og síðan hef ég tekið það með smá hléum en um leið og ég fer að verða þreklítil þá tek ég það aftur.“ Svala hafði litla trú á Bio-Kult í byrjun, en

Bio-Kult Candéa: n Inniheldur blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract. n Öflug vörn gegn Candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla. n Öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum. n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn. n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult. n Mælt er með að taka 2 hylki á dag.

Léttara líf með Active Liver Active Liver inniheldur náttúruleg efni sem styrkir starfsemi lifrarinnar og eykur niðurbrot fitu í lifrinni. Active Liver veitir aukna orku og er tilvalin fyrir þá sem vilja létta sig.

A

ctive Liver taflan er byltingarkennd uppfinning og ólík öllum þeim megrunarvörum sem eru á markaði, en hún er sérstaklega gerð til að stuðla að virkni lifrarinnar og gallsins. Það er alveg rökrétt að það er erfitt að léttast þegar lifrin safnar fitu vegna óheilbrigðs lífsstíls. Þess vegna er dagleg notkun á Active Liver heilsutöflunum frábær fyrir þá sem vilja njóta lífsins en samt léttast. Active Liver inniheldur mjólkurþistil, ætiþistil, túrmerik, svartan pipar og kólín. Mjólkurþistill var notaður sem lækningajurt til forna, hann örvar efnaskipti lifrarfrumna og verndar lifrina gegn eituráhrifum. Ætiþistillinn styrkir meltinguna og eykur niðurbrot fitu. Túrmerik hefur verið notað gegn bólgum, magavandamálum, liðagigt, brjóstsviða og lifrarvandamálum í gegnum aldirnar. Svartur pipar eykur virkni túrmeriksins og virkar einnig vel gegn uppþembu, magaverk og hægðatregðu. Kólín er eitt af B-vítamínum sem vinnur með jurtunum sem finna má í Active Liver.

Aukin orka með Active Liver

Jóna Hjálmarsdóttir ákvað að prófa Active Liver þar sem það inniheldur aðeins náttúruleg efni. „Ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni hjálpi lifrinni að hreinsa sig. Ég er

sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fitan getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa.“ Eftir að hafa notað Active Liver í um það bil fjóra mánuði fann Jóna mun. „Ég fékk aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni. Ég er í góðu formi og hef trú á að Active Liver geri mér gott. Ég finn einnig mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri.“

Ein heilsutafla á dag fyrir lifrina

Taflan, sem er tekin inn daglega, samanstendur eingöngu af náttúrulegum kjarna sem stuðlar að eðlilegri starfsemi lifrar- og gallkerfisins. Það nægir að taka inn eina töflu á dag. Active Liver er ekki ætlað börnum yngri en 11 ára eða barnshafandi konum, nema í samráði við fagfólk. Active Liver er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Icecare, www.icecare.is Unnið í samstarfi við Icecare

Sjö góðar ástæður fyrir því að taka Active Liver: n Eykur efnaskiptin þín og fitubrennslu. n Eykur virkni lifrarinnar og gallsins. n Kemur í veg fyrir að sykur umbreytist og geymist sem fita í lifrinni. n Eykur niðurbrot á fitu í þörmunum. n Stuðlar að daglegri hreinsun líkamans. n Bætir meltinguna. n Inniheldur einungis náttúruleg jurtaþykkni.

Jóna Hjálmarsdóttir fann fyrir aukinni orku og jákvæðum breytingum á húðinni eftir að hafa prófað Active Liver. Mynd/Hari.


66

heilsutíminn

Helgin 23.-25. október 2015

Sjarmerandi þarmar Þarmar með sjarma er líklega með betur heppnuðum bókatitlum þessa árs og þótt víðar væri leitað. Bókin fjallar um meltingarveginn og er skrifuð af hinni þýsku Giulia Enders, sem stundar doktorsnám í læknisfræði í Frankfurt. Giulia er hún óhrædd við að fara inn á svið þar sem fordómar, feimni og fliss hafa verið ráðandi.

Öflugt magalyf án lyfseðils Eradizol veitir skammtímameðferð við einkennum bakflæðis. Lyfið inniheldur esomeprazol og er öflugast þeirra lyfja sem hægt er að nálgast án lyfseðils til notkunar gegn bakflæði og brjóstsviða. Með því að taka eina töflu á dag má stoppa sýrumyndun í maga.

E

someprazol er virka efnið í Nexium, þekktu lyfseðilsskyldu brjóstsviða- og bakflæðislyfi. Eradizol er hins vegar nýtt magalyf sem nú er komið á markað. Það inniheldur einnig esomeprazol og er öflugast þeirra lyfja sem hægt er að fá án lyfseðils til notkunar gegn bakflæði og brjóstsviða,“ segir Henrik Þórðarson, lyfjafræðingur hjá Alvogen.

KO N TO R R E Y K J AV Í K - A LV / 1 5 0 1 2

Stöðvun á sýrumyndun

Eradizol tekur á vandanum við upptökin þar sem lyfið stöðvar pumpuna sem dælir sýru í magann. Ein tafla inniheldur 24 tíma virkni. „Með því að taka eina töflu á dag þar til einkenni eru horfin má vinna bug á brjóstsviðanum eða bakflæðinu,“ segir Henrik. Ekki er þó mælt með að taka lyfið lengur en tvær vikur í senn. „Flestir finna mun strax eftir fyrstu töflu en í einhverjum tilfellum er möguleiki að taka þurfi töflurnar í 2-3 daga áður en einkennin hverfa. Eins og með öll lyf er best að taka töfluna alltaf á sama tíma sólarhringsins.“

Mismunandi einkenni bakflæðis

Bakflæði hrjáir ansi marga og er upplifunin mismunandi eftir hverjum og einum. „Flestir finna fyrir brjóstsviða en einhverjir fá nábít. Brjóstsviði er þegar magasýrurnar eru að erta neðsta hluta vélindans og lýsir sér með sviða- eða brunatilfinningu fyrir brjósti. Nábítur er þegar magasýra nær upp í efri hluta vélindans eða jafnvel upp í munn og gefur súrt bragð,“ segir Henrik. Hann segir jafnframt að ef vafi liggur á hvort um brjóstsviða eða brjóstverk sé að ræða er alltaf ráðlagt að fara í skoðun hjá lækni. „Ástæður brjóstsviða geta verið mismunandi líkt og einkennin. Við vitum þó að feitur og kryddaður matur hefur slæm áhrif á bakflæði og brjóstsviða,“ segir Henrik. Bak-

Brjóstsviði:* n 44,2% Íslendinga fá brjóstsviða að minnsta kosti einu sinni í mánuði. n Einstaklingar með líkamsþyngdarstuðul sem er lægri eða hærri en meðal líkamsþyngdsarstuðull eru líklegri til að

hafa brjóstsviða. n Flestir rekja ástæður brjóstsviða til ákveðinnar fæðu eða drykkja. n Brjóstsviði hefur mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga, svefn og lífsgæði.

*Upplýsingar úr faraldsfræðilegri rannsókn á algengi og sjúkdómsgangi starfrænna meltingarfærakvilla á Íslandi (Linda Björk Ólafsdóttir, 2011).

Varúð: n Ef þú ert með langvarandi, endurtekin einkenni meltingartruflana eða brjóstsviða skaltu fara reglulega í eftirlit til læknis. n Eradizol hefur verið notað á meðgöngu og til eru gögn sem sýna að lyfið er öruggt á meðgöngu. Óléttum konum er hins vegar ráðlagt að hafa samt sem áður samband við lækni eða lyfjafræðing áður en lyfið er notað.

flæði getur haft mikil áhrif á daglegt líf, svo sem matarræði og svefn. „Eradizol getur hjálpað í þessum tilfellum,“ segir Henrik. Nánari upplýsingar um Eradizol má nálgast á

n Ekki er mælt með notkun Eradizol fyrir konur sem eru með barn er á brjósti. n Munið að lesa fylgiseðil lyfsins vel og vandlega. n Lyfið sjálft hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs en það útilokar ekki að hugsanleg aukaverkun geti útilokað að viðkomandi eigi að keyra.

heimasíðu Alvogen og með því að hafa samband við Henrik. Unnið í samstarfi við Alvogen


Helgin 23.-25. október 2015

heilsutíminn 67 Bókin prýddi efsta sæti metsölulista Eymundssonar í síðustu viku og segir Rakel að það hafi ekki komið á óvart. „Þetta er bók sem höfðar til allra. Öll höfum við þarma en við eigum það til að gleyma þeim. Þarmarnir segja hins vegar heilmikið um hvernig okkur líður. Eftir lestur bókarinnar losnar maður við allan tepruskap og fer að kíkja ofan í klósettið.“ Skilaboðin bókarinnar eru skýr, að mati Rakelar. „Ef við sinnum meltingarveginum af alúð uppskerum við hamingju og vellíðan. Í bókinni má finna lykilinn að hamingjuríkara og heilbrigðara lífi sem býr innra með okkur.“

Rakel Björnsdóttir hélt í fyrstu að hún væri að fara að þýða bók um karma, en ekki þarma. Mynd/Hari.

B

ókin hefur verið þýdd á 30 tungumál og hefur selst í yfir 1,5 milljónum eintaka. Rakel Björnsdóttir þýddi bókina á íslensku. „Bókin kom eins og himnasending til mín. Ég hafði lent í í miklum áföllum, glímt við veikindi og svo missti ég báða foreldra mína úr krabbameini með stuttu millibili. Ég var því að taka mig í gegn, andlega og líkamlega, og fannst rétt að byrja að vinna í mér innan frá.“ Það kom hins vegar upp skemmtilegur misskilningur þegar Rakel var beðin um að taka að sér verkefnið. „Þegar ég fékk símtalið frá Veröld, sem gefur bókina út, hélt ég fyrst að ég væri að fara að þýða bók um karma en ekki þarma, og fannst það bara skemmtilegt. En þegar það hafði verið leiðrétt eftir mikinn hlátur hugsa ði ég með mér að ef ég hefði verið beðin að taka þetta verkefni að mér mánuði fyrr hefði ég talið það alveg galið, en þar sem ég var að taka meltinguna í gegn hjá sjálfri mér gat þetta ekki átt betur við.“

ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR

VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA… …fyrir heimilið, fjölskylduna og þig. Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni. Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is

Systir höfundarins sér um teikningar í bókinni, sem eru jafn fyndnar og þær eru fróðlegar.

Veist þú þetta um þína þarma?

n Stærsti hluti ónæmiskerfisins er í þörmunum. n 100 milljarðar af bakteríum búa í þörmunum. n Þarmaflóran er samtals 2 kíló. n Þarmarnir eru annað stærsta taugakerfið á eftir heilanum. n Ef dreift er úr öllum þörmunum eru þeir yfir 7 kílómetrar að lengd.

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 71682 11/14

n Þarmarnir eru 100 sinnum stærri en húðin.

ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL


68

matur & vín

Vínglas

HÁDEGIS TRÍT

Kampavíns flauta

Tulip

Helgin 23.-25. október 2015

Kampavíns skál

Hock

Tumbler

Gerðir vínglasa

2ja rétta 2.890 kr. 3ja rétta 3.490 kr.

Belgur

Rauðvín

Burgundy

FRÁ 11.30–14.30

FORRÉTTUR BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA Hægelduð bleikja, yuzu mayo, trufflu mayo, stökkt quinoa, epli HREFNA Skarlottulauks-vinaigrette, stökkir jarðskokkar

AÐALRÉTTUR LAMBAKÓRÓNA Grillaðar lambahryggsneiðar, sveppa „Pomme Anna“ SKARKOLI Sjávargras, grænn aspas, blóðappelsínuog lime beurre blance

Rauðvínsglas

Stilkur

Freyðivín

HvítvínsChardonnay glas Eftirréttavín

Portvínsglas

Cabernet Sauvignon

Madeira

Kampavíns skál

Kampavíns flauta

Fótur

Tulip Ýmis vínglös

Sætvínsglas

Sherry

Sauternes

Hock

Alsace

Tumbler

Góðir nágrannar Í Rioja er að finna þorpið Haro sem hefur stækkað furðulega lítið í einfaldri og vandaðri, sem er gott. Roda er framsæknara enda nýja þau þúsund ár sem það hefur verið til. Það gerir þorpið einkar stelpan í bekknum ef nýja má kalla því Roda er búið að vera að v ik u n n sjarmerandi. Vínframleiðendurnir raða sér allir á lítinn blett síðan Marty Mcfly var að ferðast fram og aftur í tíma á níí kringum lestarstöðina og á Íslandi býðst okkur að kaupa unda áratugnum. Roda er samt nýtt vínhús miðað við hina vín frá 3 af 7 framleiðendum þar, Cune, Muga og Roda. gamlingjana sem byrjuðu sína framleiðslu fyrir lifandis Það er helst framleiðandinn Cune sem daðrar vel við hinn löngu. Íslendingar voru nýbúnir að fá stjórnarskrána að klassíska Rioja-stíl sem við þekkjum svo vel. Muga-menn gjöf frá Stjána níunda þegar Cune hóf störf og heimskreppan eru ekkert að flækja hlutina og hafa alla tíð haldið vörulínunni mikla (hin fyrri) var í algleymingi þegar Muga tróð sér fram. ar

NAUTARIF 24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi, gulrætur, karsi

Hvítvín

Stórt Bordeaux

vín

ÞÚ VELUR ÚR ÞESSUM GIRNILEGU RÉTTUM

Pinot Noir

1.

2.

3.

4.

5.

6.

7.

8.

JARÐARBERJA YUZU-SALAT Spínat, yuzu tónuð jarðaber, parmesan kex, ristuð graskersfræ, pipar- og mynturjómaostur

EFTIRRÉTTUR KARAMELLU CRANKIE Karamellumousse, pistasíu-heslihnetubotn, karamellukaka SÚKKULAÐI RÓS Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn ARPÍKÓSU MASCARPONE Apríkósuhlaup, karamellukrem, pralín, mascarponemousse, Sacherbotn

ÞÚ ÁTT SKILIÐ SMÁ TRÍT

Austurstræti 16

Sími 551 0011

apotek.is

1. Cune Crianza 2.299 kr. / 2. Muga Hvítvín 2.799 kr. / 3. Roda I Reserva 7.904 kr. / 4. Muga Reserva 3.999 kr. / 5. Cune Gran Reserva Roda / 6. Selá 3.399 kr (Fríhöfnin) / 7. Cune Reserva 2.999 kr. / 8. Roda Reserva 4.599 kr. (Fríhöfnin)


Hið fullkomna léttvíns-snakk

Margir þekkja það að fá sér rauðvín og osta. Samsetning sem hefur verið vinsæl um allan heim svo öldum skiptir. Í dag er svokallað snakk með léttvíni mjög fjölbreytt og misjafnt eftir víntegundum, og bjór. Hér eru hugmyndir að góðum bakka sem hentar með rauðvíni, hvítvíni og bjór. Chorizo pylsa. Prosciutto skinka. Primadonna ostur. Mildur geitaostur. Chili-sultu uppskrift: 1 stk rautt chili 200 g frosin rauð paprika 2 hvítlauksgeirar 80 g tómatar í dós 150 g sykur 25 ml hvítvínsedik Aðferð: 1. Setjið allt í pott og sjóðið í 30 mín 2. Maukið með töfrasprota

Regína Ósk og Örn Árna sameina krafta sína á ný við undirleik Jónasar Þóris á jólahlaðborði Hótel Sögu í Súlnasal. Regína Ósk og Örn hafa heillað gesti í Súlnasal undanfarin ár. Hinn eini sanni Siggi Hlö þeytir skífum fram á nótt. Ekki missa af girnilegum jólakræsingum og frábærri skemmtun á Hótel Sögu.

Maríneraðar ólífur 400 g blandaðar ólífur 5 msk. fersk bergminta, söxuð 1 haus fennel, skorinn í þunnar sneiðar 1 stk. appelsína, safi og börkur Þessar ólífur er frábært að bera fram á hlaðborði, sem meðlæti, eða hafa á miðju borði þar sem allir ná til. Best er að hafa 3-4 tegundir af ólífum og velja þær sem að ykkur þykja bestar. Blandið ólífum, bergmintu og fennel saman í skál. Raspið appelsínubörk yfir og kreistið appelsínusafa yfir. Blandið öllu vel saman.

Föstud. 20.11

Laugard.

21.11

Föstud. 27.11

Laugard.

28.11

Föstud. 04.12

Laugard.

05.12

Föstud. 11.12

Laugard.

12.12

Jólahlaðborð í Súlnasal. Verð kr. 10.500 á mann. Bókaðu þinn hóp á hotelsaga@hotelsaga.is eða í síma 525 9930 www.hotelsaga.is

Uppskriftir frá Vínbúðinni og Hagkaup


70

heilabrot

Helgin 23.-25. október 2015

Spurningakeppni kynjana

 sudoku

1. Hver er höfundur bókarinnar um Mömmu

1. Kristín Helga Gunnarsdóttir.

klikk, sem er nýkomin út?

2. Rakarinn frá Sevilla.

2. Hvaða óperu frumsýndi Íslenska óperan 3. Hvar á landinu er bæjarfjallið Tindastóll?

5. Gulur, grænn og svartur.

5. Hvaða litir eru í þjóðfána Kólumbíu?

6. Dalvík.

6. Hvar er póstnúmerið 620?

7. 52.

7. Hversu margir Íslendingar deyja árlega úr ristilkrabbameini? þegar hún var stofnuð?

4 1

8. Með Morse tækni.

1. Pass.

10. Hver stjórnar sjónvarpsþáttunum Hindurvitni á Stöð 2? 11. Hvert er sviðsnafn nýsjálensku söngkon-

3. Sauðárkróki.

unnar Ella Marija Lani Yelich-O’Connor?

9. Gormánuður.

athygli í The Voice á Skjá einum. Pabbi

5. Blár, gulur og rauður.

Hvað hét hann?

15. 50 ára.

3 1 2 2

 6 stig

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir

6 7

höfundur spurninga í Útsvari og nemi í lögfræði

?

 svör

Auður skorar á Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda.

3

SKORA

6 7 8

7 6 9 8 6 5 2 1 3 9

HLUTDEILD

SKURÐBRÚN

MYNT

FLÖTUR

SÉR EFTIR

IÐKA

TÍUND

ÖFUGT SIGTI ÚTDEILT

 lausn

EFNI

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 263

NAPUR

K L A L D K U Í R K I N R A R E T R G R J A A G Ú A H I A L

RIFJASTEIK YFIRBREIÐSLA

MIXTÚRA TROSSA

SJÓNPÍPA

Y K A S M Ú T T A L Ó A F U M B S E I P A R K I L M A L Ú I A Ð F O K Á L A S N A S T I K Ó S O N I Ð G J HLEYPA

MÖGLA

FRUMEIND

SKÓLI

HÉRAÐ

TENGILL FUGL

ÚT

FÁT

TJARGA

BRELLA Á FLÍK

KROPP

EKKI

SMÁMJAKA PIRRA

GÓLFKLÆÐNING

1. Gunnar Helgason. 2. Rakarinn frá Sevilla? 3. Sauðárkróki. 4. Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Mosfellsbæ og Selfossi. 5. Gulur, rauður og blár. 6. Dalvík. 7. 52. 8. Með bréfdúfum. 9. Gormánuður. 10. Þorvaldur Davíð Kristjánsson. 11. Lorde. 12. Sjonni Brink. 13. Vatnajökull. 14. Ólafur Darri Ólafsson. 15. 47 ára. Á afmæli 28. október.

LYKTAR

ÆXLUNARKORN REKALD

TIL

FELL

KÚGUN

VIÐDVÖL

KAUPBÆTIR STÍFA

ÁNA

SKÁLMA

LOFTTEGUND

ÞESSI

ENDURGJALD

TEYGJUDÝR

INNILEIKUR

ÞREYTA

MÁLMUR POTTRÉTTUR

RÁNDÝR

UPPHRÓPUN

ÁRSGAMALL Á FÆTI

F Ó T E L E K N E I Y F G R R Æ S A R R A S T Á K A M A B A N A N F G Ð G L I K K A U R R A B R O N S Ó T I K L L R J Ó L A L F U R E I N Æ R N G L Ó D A L S

ÓRÓLEG

STAÐSETTNING

FORAÐ

MÁ TIL KOPAR

HÖFNUN

SLUNGINN

STOÐVIRKI FJANDI

SNJÓHRÚGA

GABB

Í RÖÐ

TOTA

SYMBÓL ORMUR

FLJÓTRÆÐI ÞARMAR

BIT

PÁR

RÖST

SKRÍN

FISKUR BÆLI

TIF

LÚKA

SLÍTA

LÍFFÆRI

FÆDDI

TEMUR

BAK

DANS

RÖLT

BLÓM

DYLGJUR LAND Í AFRÍKU

Æ T T A T U N I N D N Ú N U Ð N H A L A N E F S I Ð A R I R Ó K V Ú F A G A R A R K M Á S U R Í R ÍLÁTI

ÓGÆTINN

FLUTNINGUR

FUGL

ÁRATALA

GLITTIR

DÁÐ

DREIFA

MÓÐURLÍF

STRIT HÆÐ

GEGNA

JARÐEFNI

FRIÐUR

KÁL

LAND Í AFRÍKU

HVAÐ

UNDIROKA

ÖRVERPI

BLÍSTUR

ÓNEFNDUR

ÁTTIR

SLANGA

STROFF

ÍMUGUSTUR

NÚNA

GEYMSLA

EYÐAST

FRÁRENNSLI

VEGAHÓTEL

TRJÁTEGUND

FRÍA

LEYFIST

GERVIEFNI

TRÚLEYSI

HRÆÐAST RÁK

SKÁL

FÁST VIÐ

BOÐAFÖLL

AFSPURN

SVÖLUN

ÆTÍÐ

HREKKJABRögð Ö 599 KR.

2

 krossgátan 264

1 HRINGUR + KÓK OG ANNAR HRINGUR FRÍTT

6

1 9

 13. Vatnajökull. 

7. 47.

www.versdagsins.is

7

12. Sjonni Brink.

14. Hvaða íslenski leikari leikur á móti Vin

Ég vil fræða þig, vísa þér veginn sem þú átt að ganga, ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér...

6

9

14. Ingvar E. Sigurðsson.

15. Hvað er Julia Roberts gömul?

8

 sudoku fyrir lengr a komna

6. Hrafnagil.

Hunter?

5 7

9 5 1

13. Hvaða jökull liggur næst sjó á Íslandi? Diesel í kvikmyndinni The Last Witch

5

11. Kiri Te Kanawa.

hans var kunnur söngvari á sinni tíð.

7 2

10. Pass.

4. Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Mosfellsbæ og Selfossi.

12. Söngvarinn Aron Brink vakti mikla

8. Með morsi.

2. Rigoletto.

2 7 8 4 1

3

?

 9 stig

hárgreiðslumaður, útvarpsmaður og kynnir í The Voice

6

 13. Vatnajökull.  15. 50 ára.

4

1

12. Sjonni Brink.

14. Ólafur Darri Ólafsson.

Svavar Örn

október?

11. Sinead O´Connor.

KFC veitingastað?

9. Hvaða mánuður hefst laugardaginn 24.

10. Þorvaldur Davíð Kristjánsson.

4. Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Mosfellsbæ og Selfossi.

4. Í hvaða fimm bæjarfélögunum má finna

8. Hvernig sendi Reuters fréttaveitan fréttir

3. Sauðárkróki.

um síðustu helgi?

9 3

9. Pass.

SMÆLUÐU

Í RÖÐ

SKORPA

SKERGÁLA

PENINGAR

TÚN

HÖKTA

NET

VESKI

VÖRUBYRGÐIR

SKRIFA

ÞJÓFNAÐUR AUM

FÝLDUR SJÚKDÓM

GLÁPA

VELTA

ÆÐASLÁTTUR

NÚNA MJÖG

FORSÖGN

ENDURBÆTA

NÝLEGA

ÞÍÐA

LEIFAR

NÚMER

ÁVÍTUR

HEGNI

ÞVAGA

Í VAFA

STEFNA

ÁGÆTIS

HLJÓTA

SVALL

NIÐUR

DRÁPSTÆKI

SKYNFÆRI

HÓTELÍBÚÐ

LÚRA

STIG BORG

HLAUP MJÓLKURAFURÐ

ÞJÁLFUN ÁN

Í RÖÐ PRÓFGRÁÐA

ÆTÍÐ TANNSTÆÐI

EGNA

HORMÓN

VERKFÆRI

GÓÐ LYKT


t

Philips 7600 línan Hlaut EISA verðlaunin sem bestu kaupin í Evrópu 2015-2016 7600 línan frá Philips með Android sameinar 4K Ultra HD upplausn, þægileg hljómgæði og þríhliða Ambilight baklýsingu í aðlaðandi blaðþunnri hönnun. Allt sem þú vilt að sé til staðar í sjónvarpi. Og það er margverðlaunað líka. Tækið fæst í þremur stærðum, 48“, 55“ og 65“.

2015-2016 BEST BUY TV Philips 55PUS7600 með Android

ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500


72

sjónvarp

Helgin 23.-25. október 2015

Föstudagur 23. október

Föstudagur RÚV 01:55 Robocop Árið er 2028 en þá er hið fyrirtæki Omnicorp fremst í flokki á sviði hönnunar vélmenna. Omnicorp sér leik á borði þegar einn besti lögreglumaður Detroit slasast alvarlega. allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20:00 The Voice Ísland (3:10) Raunveruleikaþættir þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn.

Laugardagur

19.40 Hraðfréttir Hraðfréttastofan kryfur málefni liðinnar fréttaviku til mergjar.

16.50 Stiklur e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 Litli prinsinn 18.20 Leonardo 18.50 Öldin hennar e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Vikan með Gísla Marteini 20.25 Frímínútur 20.40 Útsvar (Skagafjörður og Ísafjörður) Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. 21.55 Arne Dahl6– Mikið vatn Fyrri 5 hluti sænsks sakamálaþáttar frá 2012 sem byggður er á samnefndri sögu eftir Arne Dahl. 23.30 The Bling Ring Unglingagengi einsetur sér að komast nær fræga fólkinu til þess eins að brjótast inn hjá þeim og stela því sem þau komast yfir. e. 01.00 Looper Spennutryllir með Joseph Gordon-Levitt, Bruce Willis og Emily Blunt í aðalhlutverkum. Árið er 2074 og tímaflakk gerir mafíunni kleift að senda leigumorðingja aftur í tímann og losa sig við óæskilegt fólk. e. 02.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn

19:40 Spilakvöld Stórskemmtilegur þrautaþáttur í umsjá Péturs Jóhanns fyrir alla fjölskylduna þar sem frægir einstaklingar keppa í fjölbreyttum leikjum. allt fyrir áskrifendur

Sunnudagur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21:45 Fargo Bandarísk þáttaröð um sérstætt sakamál í smábæ í Minnesota.

22.30 Reykjavík-Rotterdam Öryggisvörður sem áður hafði fengist við smygl lendir í fjárhagserfiðleikum og tekur upp fyrri iðju.

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond 08:20 Dr. Phil 09:00 Design Star 09:45 Million Dollar Listing 10:30 Pepsi MAX tónlist 13:00 Bundesliga Weekly 13:30 Cheers 13:55 Dr. Phil 14:35 Life In Pieces 15:00 Grandfathered 15:25 The Grinder 15:45 Red Band Society 16:25 The Biggest Loser 17:50 Dr. Phil 5 6 18:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 19:10 America's Funniest Home Videos 19:35 The Muppets 20:00 The Voice Ísland 21:30 Blue Bloods 22:15 The Tonight Show with Jimmy Fallon 22:55 Elementary 23:40 Hawaii Five-0 00:25 Scandal 01:10 Secrets and Lies 01:55 Blue Bloods 02:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon 03:20 The Late Late Show with James Corden 04:00 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

Laugardagur 24. október RÚV

07.00 KrakkaRÚV 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.15 Vikan með Gísla Marteini e. 08:10 The Middle 08:30 Make Me A Millionaire Inventor 11.00 Útsvar (Skagafjörður og Ísafjörður) e. 09:15 Bold and the Beautiful 12.10 35 ára kosningarafmæli Vig09:35 Doctors dísar Finnbogadóttur Textað á síðu 10:20 Mindy Project 888. e. 10:50 Hart of Dixie 13.45 Grótta - Valur Bein útsending 11:40 Guys With Kids frá leik í Olísdeild kvenna í hand12:10 Heimsókn allt fyrir áskrifendur knattleik. 12:35 Nágrannar 15.45 Grótta - Afturelding Bein út13:00 The Other End of the Line fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:50 Free Willy: Escape From Pirate’s sending frá leik í Olísdeild karla í handknattleik. Cove 17.55 Táknmálsfréttir 16:30 Kalli kanína og félagar 18.05 Toppstöðin e. 16:55 Community 3 18.54 Lottó 17:20 Bold and the Beautiful 4 5 19.00 Fréttir 17:40 Nágrannar 19.25 Íþróttir 18:05 Simpson-fjölskyldan 19.35 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.40 Hraðfréttir 18:47 Íþróttir 20.00 Hefnd bleika pardussins Þegar 18:55 Ísland í dag. dánartilkynning Clouseaus birtist 19:25 Logi nýtir hann sér stöðuna til að kló20:15 X Factor UK festa morðingja sinn. 21:55 A Walk Among the Tombstones 21.40 Arne Dahl – Mikið vatn Seinni Leyfislausi einkaspæjarinn hluti sænsks sakamálaþáttar frá Matthew Scudder fær dag einn 2012. biður höfuðpaur glæpasamtaka 23.10 50/50 Ungur maður greinist hann um að finna þá sem rændu með krabbamein og nýtur aðeiginkonu hans og myrtu. stoðar vinar síns til að viðhalda 23:50 The Immigrant sem eðlilegustu lífi. 01:55 Robocop 00.50 Chernobyl Diaries Sex 03:50 The Other End of the Line ferðalangar fara til yfirgefinnar 05:40 Fréttir og Ísland í dag borgar, Pribyat í Úkraínu, þar sem starfsmenn Chernobyl kjarnorkuversins bjuggu. e. 07:00 BATE - Barcelona 02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 08:40 Haukar - Snæfell 10:00 PAOK - FC Krasnodar SkjárEinn 11:40 Lazio - Rosenborg 09:30 Dr. Phil 13:20 Keflavík - Haukar 10:50 The Tonight Show with Jimmy 14:50 Anderlecht - Tottenham Fallon 16:30 Liverpool - Rubin Kazan allt fyrir áskrifendur 12:50 Bundesliga Weekly 18:10 Evrópudeildarmörkin 2015/16 13:20 Mainz - Werder Bremen 19:00 Njarðvík - Keflavík b. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:20 The Muppets 21:00 La Liga Report 15:45 The Voice Ísland 21:30/02:45 NFL Gameday 17:15 Scorpion 22:00 Körfuboltakvöld 18:00 Jane the Virgin 23:40 Box: Golovkin vs. Lemieux 18:45 The Biggest Loser5 03:45 Formúla E: Tímataka - Beijing 4 20:15 Mr. Bean's Holiday Frábær gamanmynd með Rowan Atkinson í aðalhlutverki. 14:00 Messan 21:45 The Bounty Hunter 15:15 Football League Show 2015/16 Rómantísk gamanmynd frá 2010 15:45 Rotherdam - Burnley með Jennifer Aniston og Gerard 17:25alltSwansea - Stoke Butler í aðahlutverkum. fyrir áskrifendur 19:05 Everton - Man. Utd. 23:35 Salt 20:45 PL Match Pack 2015/2016 Spennumynd með Angelina Jolie fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 Premier League Preview og Liev Schreiber í aðalhlut2015/2016 verkum. 21:45 Premier League World 01:15 Allegiance 2015/2016 02:00 CSI 22:15 Chelsea - Aston Villa 4 5 02:45 The Late Late Show 6 with James 23:55 Newcastle - Norwich Corden 01:35 PL Match Pack 2015/2016 03:25 The Late Late Show with James 02:05 Premier League Preview Corden 2015/2016 04:05 Pepsi MAX tónlistw

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

07.00 KrakkaRÚV 07:01 Barnatími Stöðvar 2 10.15 Kynslóð jarðar e. 12:00 Bold and the Beautiful 11.05 Hraðfréttir e. 13:45 Logi 11.20 Tatler: Á bakvið tjöldin e. 14:40 Hjálparhönd 12.20 Sófakynslóðin e. 15:15 Neyðarlínan 12.55 Höfuðstöðvarnar e. 15:50 Hindurvitni 13.25 Popp- og rokksaga Íslands e. 16:20 Sigríður Elva á ferð og flugi 14.25 Kiljan e. 16:45 Íslenski listinn 15.00 Menningin Brot úr menn17:15 ET Weekend allt fyrir áskrifendur ingarumfjöllun liðinnar viku. 18:00 Sjáðu 15.25 Lifað með sjónskerðingu e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.55 Kvöldstund með Jools Holland e. 18:55 Sportpakkinn 17.05 Vísindahorn Ævars 19:10 Lottó 17.10 Táknmálsfréttir 19:15 The Simpsons 17.20 Kata og Mummi 19:40 Spilakvöld 17.32 Sebbi 20:256 Saturday Night Live 4 5 17.44 Ævintýri Berta og Árna 21:10 And So It Goes Sjálfhverfur 17.49 Tillý og vinir fasteignasali lendir í óþægilegri aðstöðu þegar sonur hans kemur 18.00 Stundin okkar 18.25 Basl er búskapur óvænt í heimsókn til hans með 19.00 Fréttir dóttur sína og biður um pössun 19.25 Íþróttir fyrir hana. 19.35 Veður 22:45 Lucy Lucy gengur í gildru 19.45 Landinn glæpamanna sem byrla hana20.15 Öldin hennar svefnlyfjum og koma svo 20.25 Popp- og rokksaga Íslands Einfyrir eiturlyfjum í iðrum hennar. stök heimildarþáttaröð þar sem Ætlunin er að láta hana smygla farið yfir sögu og þróun rokk- og eitrinu en plön þeirra breytast popptónlistar á Íslandi. þegar að hylkið með eiturlyfj21.30 Poldark Glæný, bresk sjónunum springur inni í henni. Í varpsþáttaröð þar sem Heiða stað þess að deyja þá öðlast hún hæfileika og krafta sem eru langt Rún Sigurðardóttir fer með eitt aðalhlutverkið. Ross Poldark umfram allt sem er mannlegt. snýr heim úr stríði og reynir að 00:15 Ondine byggja líf sitt upp á ný. 01:55 Sarah’s Key 22.30 Reykjavík-Rotterdam Íslensk 03:45 Dead Man Walking bíómynd frá 2008. e. 23.55 Kynlífsfræðingarnir. e. 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:30 Formúla E - Beijing 09:40 Evrópudeildarmörkin 2015/16 SkjárEinn 10:30 Njarðvík - Keflavík 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:05 Körfuboltakvöld 10:00 Dr. Phil 13:25 La Liga Report 12:00 The Tonight Show with Jimmy 13:55 Celta - Real Madrid b. Fallon 16:00 Arsenal - Bayern Munchen allt fyrir áskrifendur 13:20 Borussia Dortmund - Augsburg 17:50 Formúla 1 - Tímataka - USA b. 15:20 Rules of Engagement 19:30 Meistaradeildarmörkin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:45 The Biggest Loser 20:00 UFC: Poirier vs. Duffy b. 17:15 Kitchen Nightmares 23:006 UFC Now 2015 18:00 Parks & Recreation 23:50 Palermo - Internazionale 18:20 Franklin & Bash 01:30 Barcelona - Kolding 19:00 Top Gear USA 4 5 19:50 The Odd Couple 20:15 Scorpion 09:25 Messan 21:00 Law & Order: Special Victims 10:40 Watford - Arsenal Unit 12:20 Premier League World 2015/16 21:45 Fargo 12:50 PL Match Pack 2015/2016 22:30 Secrets and Lies allt fyrir áskrifendur 13:20 Premier League Preview 2015/16 23:15 The Walking Dead 13:50 West Ham - Chelsea b. 00:05 Hawaii Five-0 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Markasyrpa 00:50 CSI: Cyber 16:20 Arsenal - Everton b. 01:35 Law & Order: SVU 18:30 Aston Villa - Swansea 02:20 Fargo 20:10 Leicester - Crystal Palace 03:05 Secrets and Lies 21:50 West Ham - Chelsea 03:50 The Late Late Show with James 4 5 6 23:30 Arsenal - Everton Corden 01:10 Stoke City - Watford 04:30 Pepsi MAX tónlist

Lokað laugardaginn 24. október Vegna námskeiðahalds starfsmanna Ormsson og Samsung-Setursins verða verslanirnar lokaðar laugardaginn 24. október. Opnum aftur fyrir heimilin í landinu, mánudaginn 26. október.

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900

6

6


sjónvarp 73

Helgin 23.-25. október 2015  Í sjónvarpinu KörfuboltaKvöld á stöð 2 sport 4 stjörnur

25. október STÖÐ 2 05:45 Jesse Stone: Benefit of the Doubt 07:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:45 X Factor UK 15:25 Spilakvöld 16:15 Matargleði Evu 16:50 60 mínútur 17:40 Eyjan 18:30 Fréttir Stöðvar 2 allt fyrir áskrifendur 18:55 Sportpakkinn 19:10 Atvinnumennirnir okkar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:50 Modern Family 20:15 Neyðarlínan 20:45 Jonathan Strange and Mr Norrell 21:45 Réttur Fjórtán ára stúlka finnst látin á Stóra sviði Þjóðleik4 hússins. Í kjölfarið hefst lögreglurannsókn sem teygir anga sína víða þar sem samfélagsmein á borð við hefndarklám, einelti á netinu, eiturlyfjaneyslu og týndar unglingsstúlkur koma við sögu. 22:30 Homeland Fimmta þáttaröð þessarra mögnuðu spennuþátta þar sem við höldum áfram að fylgjast Með Carrie Mathieson nú fyrrverandi starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar. Líf hennar er alltaf jafn stormasamt og flókið en nú vinnur hún fyrir einkafyrirtæki í Berlín og verkefni hennar eru erfiðari en nokkru sinni fyrr. 23:20 60 mínútur Vandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi. 00:05 Proof 00:50 The Knick 01:40 The Leftovers 02:25 The Mentalist 03:10 Murder in the First 03:55 Four Weddings And A Funeral

06:50 MotoGP 2015 - Malasía b. 08:05 PSG - Real Madrid 09:45 CSKA Moskva - Man. Utd. 11:25 Sampdoria - Hellas Verona b. 13:25 Meistaradeildarmörkin 13:55 Juventus - Atalanta b. 16:10 Barcelona - Eibar b. allt fyrir áskrifendur 18:10 Liverpool - Rubin Kazan 19:50 NFL Gameday fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:20 New York Giants - Dallas Cowboys b. 23:20 Formúla 1 2015 - Bandaríkin 01:40 PSG - Veszprém

Körfubolti á mannamáli Sportið er oft fyrirferðarmikið í mínu sjónvarpsáhorfi, enda „sportidjót.“ Á veturna er gósentíð okkar sem fylgjumst mikið með fótbolta og mörgum þykir nóg um. Ég er það heppinn að vera ekki dæmdur á mínu heimili fyrir þennan áhuga þar sem ég er sanngjarn og horfi á rómantískar gamanmyndir með konunni án þess að fara í fýlu. Á dögunum byrjaði körfuboltavertíðin af miklum krafti hér á Íslandi og á Stöð 2 sport var brugðið á það ráð að byrja með umræðuþætti í anda Pepsi markanna í sumar og messu enska boltans. Í fyrstu var þetta eitthvað sem ég kveikti ekkert á, enda er ég ekki mikill körfuknattleiksáhugamaður. Hef ekki horft á körfu síðan snemma á tíunda áratugnum 5

6

þegar NBA var í beinni á nóttunni, og minn maður Patrick Ewing gladdi mitt litla hjarta. Ég rambaði samt á þennan umræðuþátt um Dominos deildina um daginn og verð að segja að ég festist. Þessir gaurar sem voru á skjánum, sem ég kann engin deili á, töluðu mannamál. Létu leikmenn bara heyra það ef þeir voru slakir og mærðu svo þá sem gátu eitthvað í hástert. Ef eitthvað var þá fannst mér brotin úr leikjunum skemma fyrir. Ég hefði getað hlustað á þá allt kvöldið frussa út úr sér gullnum frösum og líkingum sem ég hefði ekki einu sinni ímyndunarafl til þess að koma frá mér. Þetta er frábær viðbót fyrir okkur „sportidjótana.“ Hannes Friðbjarnarson

Sýningar hefjast 23. október

4

5

6

08:30 Aston Villa - Swansea 10:10 Arsenal - Everton 11:50 Sunderland - Newcastle b. 13:55 Man. Utd. - Man. City b. allt fyrir áskrifendur 16:00 Liverpool - Southampton b. 18:10 Bournemouth - Tottenham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:50 Man. Utd. - Man. City 21:30 Sunderland - Newcastle 23:10 Liverpool - Southampton 4

5

SPY

TOMORROWLAND: A WORLD BEYOND

ALOHA

MAD MAX: FURY ROAD

ANTBOY: RAUÐA REFSINORNIN

SAN ANDREAS

ÁSTRÍKUR Á GOÐABAKKA

SVAMPUR SVEINSSON: Á ÞURRU LANDI

UNFINISHED BUSINESS

 PAUL BLART: MALL COP 

TOPP  SKJARBIO.IS

6

Framleiðandi HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR Leikstjórn og handrit HALLA KRISTÍN EINARSDÓTTIR Kvikmyndataka ARNAR ÞÓRISSON og HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR hreyfimyndir/grafík UNA LORENZEN hljóðupptaka og hönnun ÁRNI BENEDIKTSSON OG JÓHANN VILBERGSSON Klipping STEFANÍA THORS og HALLA KRÍSTÍN EINARSDÓTTIR frumsamin tónlist LOVÍSA ELÍSABET SIGRÚNARDÓTTIR, Önnur tónlist Grýlurnar Fram koma Edda Björgvinsdóttir, Gerla, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Helga Thorberg, Hlín Agnarsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ragnhildur gísladóttir, Salome Þorkelsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir.


74

bækur

Helgin 23.-24. október 2015

Snjóblinda Ragnars til Ítalíu Ítalska bókaforlagið Marsilio Editori hefur keypt útgáfurétt að glæpasögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu. Forlagið er umsvifamikið í glæpasögum á ítölsku og gefur meðal annars út bækur eftir Stieg Larsson, Henning Mankell, Lizu Marklund, Camillu Läckberg og Jussi Adler-Olsen. Ragnar er á miklu flugi þessa dagana en á bókamessunni í Frankfurt var gengið frá sölu þriggja bóka úr Siglufjarðarseríu hans til Bretlands. Ragnar Jónasson. Snjóblinda kom upphaflega út á íslensku árið 2010 og gerist að vetrarlagi á Siglufirði, þegar snjóflóð lokar bænum í miðri morðrannsókn. Bókin hefur nú þegar komið út í Þýskalandi, Póllandi og Bretlandi, en í síðastnefnda landinu náði hún efsta sæti á metsölulista Amazon Kindle af metsölubókinni Stúlkan í lestinni. Snjóblinda hefur jafnframt verið seld til Bandaríkjanna. Ný spennubók eftir Ragnar, Dimma, kemur út hjá Veröld í lok mánaðarins, en þar segir frá lögreglukonu í Reykjavík sem er á leið á eftirlaun en tekur að sér að rannsaka eitt mál að lokum, voveiflegt dauðsfall hælisleitanda.

 RitdómuR dúkk a eftir Ger ði K ristnýju

HundadagaR á toppinn

Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Hundadagar, trónir á toppi metsölulista Eymundsson þessa vikuna og toppbókin frá fyrri viku, Þarmar með sjarma, dettur niður í 4. sæti. Á milli þeirra sitja Hrellir Lars Kepler og vinningshafi Íslensku barnabókaverðlaunanna, Arftakinn eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Listinn lítur svona út: 1. Hundadagar 2. Hrellirinn 3. Skuggasaga-Arftakinn 4. Þarmar með sjarma 5. Gildran 6. Íslensk litadýrð-Colorful Ice 7. Stúlkan í trénu-Kilja 8. Grimmi tannlæknirinn 9. Sjóveikur í München 10. Lausnin

Arnaldur til Random House Íslenskir útgefendur eru nokkuð kátir með árangur af ferð sinni á bókamessuna í Frankfurt um síðustu helgi, enda hefur eftirspurn eftir íslenskum bókum aukist gríðarlega og öll samningagerð við erlenda útgefendur auðveldari en áður. Hver útgáfusamningurinn af öðrum var undirritaður og meðal annars var væntanleg bók Arnaldar Indriðasonar, Þýska húsið, seld risaútgefandanum Random House í Bretlandi. Auk nýju bókarinnar, Arnaldur Indriðason sem kemur út 1. nóvember að vanda, var gengið gerir það gott hjá frá fimm öðrum samningum um bækur Arnaldar. erlendum útgefHeimska, ný skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl, endum. var seld til Svíþjóðar og Frakklands en síðasta bók hans, Illska, hefur átt mikilli velgengni að fagna í Frakklandi undanfarin misseri. Þá var gengið frá útgáfu á Drápu Gerðar Kristnýjar í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi.

 BækuR ÞóRdís gísladóttiR með tvæR BækuR í jólaflóðinu

Dúkkur dauðans

 dúkka Gerður Kristný Mál og menning 2015

Það er fátt eins ógnvekjandi og dúkkur. Þetta frosna bros og dauðu augu vekja martraðarkenndan óhug og það er með ólíkindum að börnum skuli vera ætlað að líta á þessi afstyrmi sem börnin sín. Nær væri að kenna þeim að forðast þessi dauðu plastskrímsli eins og heitan eldinn og Gerður Kristný leggur sitt lóð á þá vogarskál í nýjustu bók sinni Dúkku sem kynnt er sem hrollvekja fyrir 8 til 12 ára börn. Því miður verður að segjast að þótt dúkkurnar sem sagan hverfist um séu skrímsli þá næst aldrei upp raunverulegur óhugnaður og verður að teljast ólíklegt að börn fleygi frá sér dúkkunum sínum í hryllingskasti að lestri loknum. Því miður. Dúkkurnar í sögunni eru fyrirmyndir eigenda sinna og vísa óhugnanlega til þess hvernig reynt er með öllum ráðum að dúkkuvæða ungar stelpur með stöðugum áróðri um að þær þurfi að vera sætar og góðar. Með því að gangast dúkkuvæðingunni á hönd verða þær smátt og smátt sjálfar leikföng og missa áhugann á því sem áður veitti þeim ánægju í lífinu. Þær verða batteríslausar og óvirkar. Dúkkur í stað heilbrigðra stelpna. Gerður byggir söguna vel upp, það liggur spenna í loftinu og lesandinn á sífellt von á því að verða skelfdur upp úr skónum en jafnvel í hápunkti sögunnar, þegar önnur aðalstelpan er að hverfa úr sjálfri sér, verður hryllingsaugnablikið dauft og bitlaust. Ég geri mér grein fyrir því að sagan er skrifuð með ung börn í huga, en börn þurfa alvöru hrylling til að hrista upp í sér og hér hefði mátt ganga mun lengra í þá átt. Spennuuppbygging án raunverulegs átakapunkts í endann missir marks og lesandanum finnst hann hafa verið snuðaður. Inn í söguna fléttast sorg og sjálfsásökun aðalpersónunnar vegna föðurmissis og þar nær Gerður sér virkilega á strik. Maður finnur nístandi sorgina í gegnum textann frekar en lýsingarnar sjálfar og vorkennir þessari tíu ára stúlku óskaplega. Textinn er reyndar aðall bókarinnar, frábærlega tær og blæbrigðaríkur og ljósárum framar texta flestra bóka sem skrifaðar eru fyrir börn. Fyrir það á Gerður Kristný ómælt hrós skilið. Þrátt fyrir vonbrigðin vegna skorts á óhugnaði er óhætt að mæla með Dúkku sem lesefni fyrir börnin, lestur á slíkum eðaltexta er mannbætandi fyrir alla. -fb

UMGJARÐADAGAR Í PROOPTIK Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

1 kr. við kaup á glerjum

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.

Þórdís Gísladóttir er bæði með ljóðabók og barnabók á þessari vertíð.

Það eru engin typpi í mínum bókum æ

tlarðu að spyrja mig um typpi,” Þórdís spyr Þórdís Gísladóttir þegar hún Gísladóttir heyrir að það er blaðamaður á líná tvær unni. „Það eru typpi í bókum, Bubba, Jóns Gnarr og Hallgríms, það er það eina sem ég bækur í veit um það mál. Það eru engin typpi í mínum flóðinu bókum, eða jú, það eru reyndar munnmök í þetta Tilfinningarökum svo það er dálítið óljóst. Og ekki minnst einu orði á typpi í Randalín haustið, ljóðabókina og Munda.“ tilfinnByrjaði sem sálmur ingarök og Með þessari opnun er Þórdís eiginlega búin barnabók- að rústa byrjunarlínunni minni sem átti að ina Randa- snúast um það að mér fyndist ekki eins mikil kaldhæðni í tilfinningarökum og í fyrri ljóðalín og bókum hennar, en ég læt hana samt vaða. Mundi og „Veistu, ég held það sé bara rétt hjá þér,“ segafturgöng- ir Þórdís. „Ég skrifaði þessa bók eiginlega einum rykk síðastliðinn vetur og ástæðan urnar. Hún ífyrir því að ég byrjaði var að ég var beðin að er auk þess semja sálm fyrir Dómkirkjuna, sem síðan var mikilvirtur frumfluttur á Menningarnótt. Ég hafði aldrei skrifað sálm og svo sem ekki velt þeim sérþýðandi staklega fyrir mér, þótt ég hafi lengi verið og langt í kór og sungið mjög mikið af sálmum. Ég komin með settist niður og fór að velta þessu fyrir mér og fékk ýmsar hugmyndir, meðal annars þó raunsæja nokkrar sem ég vissi að ég gæti ekki notað í unglingasálmi og þá urðu þessi ljóð til.“ bók.

Fjórtán ára og langar að vera á föstu

Þórdís segist hafa haft það bak við eyrað í töluverðan tíma að skrifa söguljóð með samhangandi sögu og látið reyna á það við skriftir þessara ljóða til að sjá hvort hún gæti það og hvernig það kæmi út. Spurð hvort það merki að hún sé á leiðinni yfir í prósa, hummar hún dálítið og vill lítið gefa upp. „Ég veit það bara ekki, það getur alveg verið,“ segir hún. „Ljóðin mín eru nú flest smáprósar svo það er ekki stórt stökk. Reyndar erum við Hildur Knútsdóttir langt komnar með raunsæja unglingabók þar sem aðalpersónurnar eru strákar og hún verður vonandi það næsta sem kemur út.“ Spurð hvort raunsæ unglingabók þýði einhvers konar áframhald á Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð hlær Þórdís og segir að þetta sé frekar Fjórtán ára sem langar að vera á föstu.

Ekkert yfirskilvitlegt

Talandi um unglinga er stutt skref yfir í barnabækurnar en þriðja bók Þórdísar um Randalín og Munda er væntanleg hvað úr hverju. Henni hefur verið legið á hálsi fyrir að láta aðalpersónurnar framkvæma ýmsa hluti sem börn eigi ekkert að gera, eru þau skötuhjúin enn við það heygarðshornið í nýju bókinni? „Ég fékk nú ekki beint skammir, en það svelgdist sumum dálítið á við lestur fyrri bókanna, jú,“ viðurkennir hún. „Þetta eru uppátækjasamir krakkar, en þau gera ekkert af sér í þessari bók sem ekki er leiðrétt fljótlega.“ Spurð hvort afturgöngurnar í titlinum þýði að hún sé farin að skrifa um yfirskilvitlega heima harðneitar hún því. „Það er kannski leiðinlegt að ljóstra því upp, en annars vegar telja þau sig sjá afturgöngur og hins vegar fá þau hlutverk í bíómynd þar sem þau leika afturgöngur, þaðan kemur nú þessi titill.“

Nauðsynlegt að þýða

Auk þess að senda frá sér tvær frumsamdar bækur í haust er Þórdís afkastamikill þýðandi sem síðast þýddi Skuggadreng eftir CarlJohan Vallgren sem kom út í vor, er hún með nýja þýðingu í tölvunni? „Nei, ég er í smápásu núna meðan vertíðin er að ganga yfir, en ég fer sjálfsagt eitthvað að þýða fljótlega. Mér finnst það eiginlega alveg nauðsynlegt. Ég náttúrulega byrjaði sem þýðandi og mér finnst einhvern veginn að ég þurfi að þýða til að fara í saumana á textum, pæla virkilega í tungumálinu og hvernig orðin raðast saman. Það hjálpar mér í mínum skrifum.“ Þórdís er ein þeirra ljóðskálda sem lesa upp í Ljóðapartíi á Gauknum í kvöld, föstudagskvöld 23. október, og hún segist finna fyrir miklum áhuga á ljóðum í samfélaginu. „Já, ég held það að áhugi á ljóðum sé að aukast. Ég fæ stundum símtöl og pósta frá menntaskólanemum og mömmum menntaskólanema sem segja mér að þeim hafi alltaf þótt ljóð leiðinleg en svo lesið bækurnar mínar og skipt um skoðun. Það er nú varla hægt að fá meira hrós en það.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


Skáldsögur Einars Kárasonar, Þar sem djöflaeyjan

rís og Gulleyjan, hafa notið fáheyrðra vinsælda frá því þær komu fyrst út um miðjan níunda áratuginn. Sögurnar fjalla um skrautlegt mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. Hér eru þær saman í einni bók með formála eftir Auði Jónsdóttur.

Hin eina sanna Djöflaeyja! Fleiri klassískar kiljur frá Forlaginu ...

SKOÐAÐU ÚRVALIÐ af íslenskri og erlendri klassík WWW.FORLAGID.IS

w w w.forlagid.i s – alvör u bókabúð á net inu


76

menning

Helgin 23.-25. október 2015

 Tónleik ar TexTasmiður almúgans læTur Til sín Tak a

Söngskólinn í Reykjavík

SÖNGNÁMSKEIÐ

Jökull Jörgensen og Margrét Eir sömdu saman lagið Ást úr steini. Þau búa saman og stíga einnig á stokk saman með hljómsveitinni Thin Jim.

Næsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 26. október 2015 og lýkur 11. desember. Einnig er hægt að fá einkatíma í söng - fjöldi tíma samkomulag

• • • •

Ljósmynd/Hari

Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk

Kennslutímar:

Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar

Söngtækni:

Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur

Tónmennt:

Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur

Sálfræðingar og geðlæknar koma í tíma til mín

Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! Nánari upplýsingar

www.songskolinn.is / ☎ 552-7366

25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar! Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og

J

þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik

Sími: 5 700 900 - prooptik.is

RO YOGA 3a frP á Lenovo Sú allra flottast a fartölvan og ein glæsilegast lsnertiskjá í dag QHD+ IPS fjö úa 360° og sem hægt er að snaves Audio! mögnuðu JBL W

Hljómsveitin Thin Jim sendi á dögunum frá sér lagið Ást úr steini sem er samið af þeim Margréti Eir, söngkonu sveitarinnar, og Jökli Jörgensen bassaleikara, sem semur tónlist og texta sveitarinnar. Jökull er mikill Reykvíkingur og er annt um borgina og er textinn tileinkaður Reykjavíkurborg. Honum finnst mikil neikvæðni í borginni þessa dagana. Mikið um mótmæli og fólk er ósátt við ráðamenn borgarinnar. Jökull ákvað að þetta væri besti tíminn til að koma með mjúkan og róandi tón inn í höfuðborgina. Reykjavík ber með sér mikinn þokka og í leiðindum og hversdagsleikanum gleymist það gjarna.

QHD+

IPS 178° SJÓNA RHORNI

ökull Jörgensen, bassaleikari og lagahöfundur Thin Jim, er rakari. Hann hefur klippt og rakað Reykvíkinga um árabil á Rakarastofu almúgans sem hann rekur á Laugaveginum. Hann segir starf rakarans oft vera eins og sáluhjálp. „Það er auðvitað mikil neikvæðni allt í kringum okkur. Maður þarf ekki annað en að opna Facebook þar sem neikvæðnin er mjög ráðandi, og Íslendingar eru fóðraðir af neikvæðni alla daga,“ segir hann. „Það gleymist oft að líta á það sem jákvætt er. Ég var orðinn svo leiður á þessari neikvæðni og fór að hugsa til þess þegar ég var lítill gutti, áhyggjulaus heima hjá mér. Þá var hlustað á óskalög sjúklinga og sjómanna og þá voru þessi rómantísku lög sem voru sungin. Lögin sem Elly og Villi sungu ásamt fleirum sem voru alltaf smá halló, en svo fallega saklaus. Mig langaði að gera eitthvað sem væri afturhvarf til þessara laga,“ segir hann. „Gefa borginni smá séns. Þetta er góð

borg og mig langaði að benda á það sem er svo gott og fallegt. Ég er búinn að vera með rakarastofuna á Laugaveginum í 30 ár í ár,“ segir Jökull. „Í gegnum tíðina hafa geðlæknar og sálfræðingar komið í tíma til mín,“ segir hann og hlær. „Frægir geðlæknar koma kannski tvær vikur í röð í stólinn. Það er auðvelt fyrir sæmilega greindan mann að finna púlsinn í samfélaginu með því að reka rakarastofu. Ég gæti skrifað heilu bækurnar um það sem gerist í götunni. Um daginn kom til mín maður sem fannst ég full fínn í tauinu fyrir að kalla mig rakara almúgans,“ segir hann. „Ég sagði honum að það væri ekkert göfugt við fátækt, en ekki við ríkidæmi heldur. Almúgamaður er huglægt ástand og spurning um hjartalag,“ segir Jökull. Thin Jim er hljómsveit Jökuls og Margrétar Eirar söngkonu, sem einnig er sambýliskona hans. Sveitin er alltaf að og segir Jökull svona verkefni vera skuldbindingu. „Þetta er eins og hvert

annað barn og svona verkefni er hugsað sem lífvera sem maður hefur alið af sér, og það verður alltaf til,“ segir hann. „Þetta er vettvangur fyrir mína sköpun og okkar. Þetta lag er það fyrsta sem við Margrét semjum saman, og bara það fyrsta sem hún semur yfir höfuð. Sem segir manni að það er aldrei of seint. Það er alltaf von,“ segir hann. „Sem er einmitt inntakið í textanum. Það er alltaf von. Þetta er lag vonarinnar. Mér finnst oft vanta rómantík og skáldskap í textum í dag og við verðum að hafa þessa hluti uppi við til þess að hafa svigrúm fyrir ímyndunaraflið,“ segir Jökull Jörgensen, tónlistarmaður og rakari almúgans. Thin Jim heldur tónleika á Rósenberg laugardaginn 31. október og mun frumflytja nýja lagið, Ást úr steini, ásamt fleira af nýju efni í bland við önnur lög sveitarinnar og annarra. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is

4 B LS BÆ

KLINGUR

STÚTFULLUR ÖLLUM HEITUS AF TU TÖLVUGRÆJUNUM

169.900

60° 3 SNÚNINGUR FARTÖLVA, STANDUR OG SPJALDTÖLVA

2 GA

DA Ð TILBO R 199.900 VERÐ ÁÐU

SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TOL MEÐ GAGNVUTEK.IS VIRKUM KÖRFUHNAP P

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


FjarÐarkaup og GÓA kynna meÐ stolti

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · AXEL FLÓVENT · ÁGÚSTA EVA · EGILL ÓLAFS · EIVØR EYÞÓR INGI · DÍSELLA · GISSUR PÁLL · MARÍA ÓLAFS · SALKA SÓL HEIðURSGESTUR

GUNNI ÞÓRðAR

a Amiir l ghagen

Willlland’s Got Talent o úr H

ÞÖKKUM MAGNAÐAR VIÐTÖKUR!

AUKATÓNLEIKAR KL. 16 STÓRSVEIT JÓLAGESTA UNDIR STJÓRN ÞÓRIS BALDURSSONAR REYKJAVIK SESSION ORCHESTRA UNDIR STJÓRN ROLANDS HARTWELL · REYKJAVÍK GOSPEL COMPANY UNDIR STJÓRN ÓSKARS EINARSSONAR KARLAKÓRINN ÞRESTIR UNDIR STJÓRN JÓNS KRISTINS CORTEZ · BARNAKÓR KÁRSNESSKÓLA UNDIR STJÓRN ÞÓRUNNAR BJÖRNSDÓTTUR DANSARAR ÚR DANSSKÓLA SIGURðAR HÁKONARSONAR HANDRIT BJÖRN G. BJÖRNSSON LEIKSTJÓRN GUNNAR HELGASON

MIÐASALA Í FULLUM GANGI!

Miðasala er á Tix.is og í síma 551 3800. www.jolagestir.is.

/ jolagestir

/ jolagestir


78

menning

Helgin 23.-25. október 2015

 Kópavogur Fjölbreytt dagsKr á í menningarhúsum

Nóg að gera í haustfríinu

SPENNANDI FURDUSAGA

1. Metsölulisti Eymundsson BARNABÆKUR VIKA 42

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða fjölbreytta dagskrá í haustfríi skólanna í bænum. Leikurinn hefst í Bókasafni Kópavogs morgun, laugardaginn 24. október, en þá verður boðið upp á brúðuleikhús klukkan 13 í Lindasafni og klukkan 15 í Hamraborg. Harry Potter maraþon fer fram í Hamraborg á mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október þegar sýndar verða fyrstu þrjár myndirnar um galdrastrákinn. Harry Potter og viskusteinninn verður

fyrsta bók Ragnheiðar Eyjólfsdóttur, margslungin og spennandi furðusaga fyrir alla aldurshópa sem bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2015.

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

27. október klukkan 13-15. Linn Björklund myndlistarmaður leiðir námskeiðið. Gerðir verða skúlptúrar en námskeiðinu lýkur á sýningu á verkunum í Stúdíó Gerður á neðri hæð safnsins. Ókeypis er inn og allir velkomnir. Námskeiðið tekur um tvær klukkustundir hvorn dag. Í Náttúrufræðistofu Kópavogs verður smásjáin dregin fram dagana 24.-27. október og geta börn og fullorðnir skoðað dýr í smásjánni og fræðst nánar um þau.

 leiKhús ný sýning spaugstoFunnar í ÞjóðleiKhúsinu

„Okkar helstu fylgjendur eru nú líklega farnir að reskjast, en það er von til þess að þeir vilji koma og rifja þetta upp með okkur,“ segir Randver en Spaugstofan er 30 ára. Ljósmynd/Hari

Gubbum ekki fyrir sýningu Spaugstofan er fyrir löngu orðin stofnun í íslensku gríni og leiklistarlífi. Fyrir 30 árum mynduðu fimm kumpánar hóp sem tók að hittast reglulega og hafa í flimtingum flest milli himins og jarðar. Sumir kölluðu þá rugludalla, aðrir kölluðu þá snillinga, enn aðrir dóna, klámhunda og guðlastara. Sjálfir kölluðu þeir sig Spaugstofuna. Þetta samstarf reyndist í meira lagi vanabindandi – og enn hefur þeim ekki tekist að hætta. Nú birtast þeir á Stóra sviði Þjóðleikhússins í sýningunni Yfir til þín, og hafa líklega aldrei verið ruglaðri. Að minnsta kosti er þeim ennþá ekkert heilagt. Randver Þorláksson segir grínið allt vera til staðar á harða diskinum.

Þ

Skuggasaga – Arftakinn er

sýnd klukkan 11 á mánudag, Harry Potter og leyniklefinn verður sýnd á þriðjudag klukkan 11 og Harry Potter og fanginn frá Azkaban verður sýnd á þriðjudag klukkan 14. Boðið verður upp á popp með bíóinu, að því er fram kemur í tilkynningu Kópavogsbæjar. Gerðarsafn býður upp á ókeypis tveggja daga skúlptúrnámskeið fyrir 8-12 ára krakka. Námskeiðið fer fram í haustfríi skóla Kópavogsbæjar – mánudaginn 26. október og þriðjudaginn

Það er mikið af nýju efni í þessu hjá okkur og við rifjum upp gamla karaktera sem koma ljóslifandi úr sjónvarpinu. Mér sýnist þeir allir pluma sig vel á stóru sviði, enda eru þeir margir stórir og grófir.

að er alltaf fiðringur fyrir frumsýningu,“ segir Randver Þorláksson leikari um frumsýningu Spaugstofunnar í Þjóðleikhúsinu á

laugardag. „Við gubbum samt ekki neitt. Við erum hættir því,“ segir hann. „Það er góður andi í hópnum og hefur alltaf verið. Ég var í fríi frá hópnum í einhvern tíma en það var ekkert mál að finna taktinn aftur. Þetta er allt á harða disknum og svo höfum við aldrei hætt alveg að vinna saman,“ segir hann. „Við unnum þetta saman að miklu leyti en svo kláruðu strákarnir þetta. Þetta er ekki beint efni úr sjónvarpinu, heldur meira blanda af efni sem við höfum verið að nota og skrifum upp á nýtt ásamt alveg glænýju. Þetta er svona kabarett með mörgum atriðum. Þetta er upprifjun,“ segir Randver. „Þetta eru hátíðahöld. Eru ekki allir að halda upp á afmæli,“ segir hann. „Það er mikið af nýju efni í þessu hjá okkur og við rifjum upp gamla karaktera sem koma ljóslifandi úr sjónvarpinu. Mér sýnist þeir allir pluma sig vel á stóru sviði, enda eru þeir margir stórir og grófir. Við erum vanir þessu og flestir okkar búnir að vera sem áratugum skiptir í þessu húsi. Ég byrjaði 1970 hjá Þjóðleikhúsinu en er í dag kominn á aldur, eins og sagt er,“ segir Randver. „Það er fínt og ég get einbeitt mér að öðru. Ég vatt mér í ferðamennskuna og er leiðsögumaður. Ég er búinn að vera í því á fullu. Svo hef ég sinnt óperunni vel sem er mitt uppáhald og í rauninni

það skemmtilegasta sem ég veit,“ segir hann. „Tónlistin og óperuformið inniber allt sem maður vill sjá í leikhúsi. Þetta er „maximum“ form og ég hef fylgst með óperum lengi. Við frumsýnum á laugardaginn og það er að seljast vel. Við verðum allavega fram að jólum og svo sjáum við til,“ segir Randver. „Svo veltur þetta bara á eftirspurn eins og venjan er. Það er bara svo mikið og gott starf og prógram í Þjóðleikhúsinu að það kemst auðvitað ekki allt fyrir. Við vonumst til að fá sem flesta af þeim sem höfðu gaman af þessu í sjónvarpinu á sínum tíma,“ segir Randver. „Þessir þættir voru auðvitað með alveg svakalegt áhorf þegar best lét og þetta var fjölskylduþáttur. Okkar helstu fylgjendur eru nú líklega farnir að reskjast, en það er von til þess að þeir vilji koma og rifja þetta upp með okkur,“ segir hann. „Spurning hvort börn þess tíma séu ekki líka bara fullorðið fólk í dag og taki sín börn á sýninguna til þess að kynna þau fyrir okkur. Þetta verður ekkert bannað börnum. Við vorum nú dæmdir á sínum tíma fyrir guðlast og klám, en þetta er ekki of gróf sýning. Við höfum möguleika á því líka að bæta inn efni ef það er eitthvað merkilegt sem gerist í fréttum, svo það er von á einhverju nýju í einhverjum sýningum,“ segir Randver Þorláksson leikari. Yfir til þín, er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


Fimmtudaginn 17. desember

Sigríður Thorlacius Sigurður Guðmundsson

harpa.is | tix.is


80

menning

Helgin 23.-25. október 2015  Kvennafrídagur 40 ár a afmæli

1950

DAVID FARR

65

2015

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)

Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Lögin eldast of vel

HARÐINDIN Móðurharðindin (Kassinn)

Fös 23/10 kl. 19:30 21.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Sun 25/10 kl. 19:30 22.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 23.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 18.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Lau 24/10 kl. 19:30 Frums.

Lau 31/10 kl. 20:00 3.sýn

65

Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn

Lau 24/10 kl. 22:30 2.sýn Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn 551 1200 | Hverfisgata 19 |fyrir leikhusid.is | midasala@leikhusid.is 2015 Sprellfjörug gleðisýning 1950 alla fjölskylduna!

Heimkoman (Stóra sviðið)

Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Mið 4/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.

Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn

Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)

Lau 24/10 kl. 13:30 Lau 24/10 kl. 15:00 Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna.

(90)210 Garðabær (Kassinn) Fös 30/10 kl. 19:30 Frums. Lau 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn

Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn

Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)

Sun 25/10 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 16:00 Sun 1/11 kl. 14:00 Sun 1/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 14:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu

4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Mið 18/11 kl. 19:30

Lau 28/11 kl. 17:00

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

Sjóminjasafnið í Reykjavík Dagskrá í vetrarfríi

Dagskrá í vetrarfríi

23. -27. okt frá 10:00 - 17:00

23. -27. okt frá 09:00 - 20:00

Spennandi og skemmtilegir ratleikir um sýningar safnsins.

Spennandi ratleikur með rúnum og skemmtilegar þrautir fyrir alla fjölskylduna.

Teiknismiðja Getur þú teiknað sjókonu?

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Vöfflur á tilboði í kaffihúsi safnsins Víkinni.

Dagana 23. - 27. okt er frítt inn á þessa staði fyrir fullorðna í fylgd með börnum. borgarsogusafn.is

Billy Elliot – HHHHH , Billy Elliot (Stóra sviðið)

Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 25/10 kl. 20:00 aukas. Allra síðustu sýningar!

Sun 1/11 kl. 20:00

Sun 8/11 kl. 20:30

At (Nýja sviðið)

Fös 23/10 kl. 20:00 15.k Allra síðustu sýningar!

Kenneth Máni (Litla sviðið)

Fös 23/10 kl. 20:00 6.k. Fös 6/11 kl. 20:00 8.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Kenneth Máni stelur senunni

Fös 20/11 kl. 20:00 10.k

Sókrates (Litla sviðið)

Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Þri 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Fim 5/11 kl. 20:00 12.k Mið 25/11 kl. 20:00 Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Lau 28/11 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina

Vegbúar (Litla sviðið)

Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Sun 1/11 kl. 20:00 9.k Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Mið 4/11 kl. 20:00 10.k Mið 28/10 kl. 20:00 7.k. Lau 7/11 kl. 20:00 11.k Fim 29/10 kl. 20:00 8.k. Sun 8/11 kl. 20:00 12.k Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Mávurinn (Stóra sviðið)

Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki

Hystory (Litla sviðið) Þri 27/10 kl. 20:00 aukas. Allra síðustu sýningar!

Mið 11/11 kl. 20:00 aukas.

Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00 Sun 15/11 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum

Fjölskylduleiðsögn um sýningu Gunnars Rúnars Ólafssonar og myndaþrautir. Alltaf frítt inn! s: 411-6300

Það er alltaf gaman í Gaflaraleikhúsinu Bakaraofninn Sunnudagur 25. október kl 13.00 UPPSELT Sunnudagur 1. nóvember kl 13.00 UPPSELT Sunnudagur 8. nóvember kl.13.00 Aukasýning Sunnudagur 15. nóvember kl 13.00 UPPSELT Sunnudagur 22. nóvember kl 13.00 Lokasýning Konubörn

Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sun 8/11 kl. 13:00 9.k Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sun 15/11 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur

Fös 30/10 kl. 20:00 1.k. Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Lau 31/10 kl. 20:00 2 k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Sun 1/11 kl. 20:00 3.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Hundur í óskilum snúa aftur

Dagskrá í vetrarfríi föstudag 23. okt kl. 12:00

Frábær fjölskylduskemmtun með Gunna og Felix

Lína langsokkur (Stóra sviðið)

Öldin okkar (Nýja sviðið)

Grófarhúsi Tryggvagötu 15, 6. hæð

GAFLARALEIKHÚSIÐ

S.J. Fbl.

Fös 23/10 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 6/11 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fim 12/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega

Landnámssýningin Aðalstræti 16, Reykjavík

Grandagarði 8, Reykjavík

Á kvennafrídaginn, 24. október 1975, hljómaði baráttusöngurinn Áfram stelpur fyrst í útvarpi og skömmu síðar kom út hljómplatan Áfram stelpur þar sem íslenskar leik- og söngkonur sungu baráttusöngva kvenna. Þessi plata rataði inn á mörg heimili og greyptist í huga stelpna og stráka sem féllu fyrir grípandi lögum og skemmtilegum textum en ekki síður baráttuandandanum, þorinu, viljanum og getunni sem ólgaði undir niðri. Nú, á fertugsafmæli Kvennafrísins og hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna, ætla fjórar reglulega kvenlegar leik- og söngstelpur að flytja plötuna Áfram stelpur í heild sinni á tónleikum í Iðnó.

Sun 8/11 kl. 20:00 7.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k

Fös 4/12 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00

Sun 15/11 kl. 20:00 13.k Mið 18/11 kl. 20:00 Fim 19/11 kl. 20:00

Fim 19/11 kl. 20:00

Föstudagur 23. október Föstudagur 30.október

kl. 20.00 kl. 20.00 Lokasýning

Fyndin og mögnuð sýning um ungar konur

Miðasala - 565 5900 - midi.is-gaflaraleikhusid.is Kynning (á ensku) sem Christof Leuze heldur

Bók handa heiminum Gralsboðskapurinn

„Í ljósi sannleikans“ Laugardaginn

24.10.2015 kl. 09:30 Aðgangur ókeypis

Menningarhúsinu Gerðubergi Gerðubergi 3–5, 111 Reykjavík Skipuleggjandi: GRAL-NORDEN www.is.gral-norden.net

vasey-leuze@gral-norden.net Sími: 842 2552


menning 81

Helgin 23.-25. október 2015

Esther Jökulsdóttir söngkona stendur að tónleikunum ásamt þeim Brynhildi Björnsdóttur, Aðalheiði Þorsteinsdóttur og Margréti Pétursdóttur. Leik- og söngkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kemur fram sem gestur. Ljósmynd/Hari

Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is

Vissulega hefur margt breyst en það er sorglegt að segja frá því að það er margt sem hefur ekkert breyst.

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –

ÍSLENSKA/SIA.IS/MSA 73303 03/15

V

ið ætlum að syngja plötuna í heild sinni á þessum tónleikum,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona sem ásamt þeim Brynhildi Björnsdóttur, Aðalheiði Þorsteinsdóttur og Margréti Pétursdóttur stendur að tónleikunum. Leik- og söngkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kemur einnig fram sem sérstakur gestur. „Þetta erum við að gera í tilefni af því að það eru komin 40 ár síðan hún kom út. Þegar platan kom út var það hópur af leik- og söngkonum sem tóku sig saman og gerðu þessa plötu,“ segir hún. „Konur eins og Bríet Héðinsdóttir, Kristín Ólafsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir meðal annarra sem voru virkar í kvennahreyfingunni og höfðu tekið þátt í leiksýningu sem hét „Ertu nú ánægð kelling,“ sem var sýnd í Þjóðleikhúsinu. Lögin eru flest úr þessari sýningu og Steinunn Jóhannesdóttir ákvað svo að koma lögunum á plötu í aðdraganda kvennafrídagsins 24. október,1975. Þessi lög eldast eiginlega of vel,“ segir Esther. „Vissulega hefur margt breyst en það er sorglegt að segja frá því að það er margt sem hefur ekkert breyst.“ Höfundar textanna á plötunni voru þau Böðvar Guðmundsson, Þrándur Thoroddsen, Dagný Kristjánsdóttir, Kristján Jónsson og svo átti Megas eitt lag og ljóð. Lögin eru eftir Svíann, Gunnar Edander, fyrir utan Víðihlíðina hans Megasar. Ég er yngst í hópnum og kynntist ekki plötunni á þeim tíma sem hún kom út, en á heimilum Brynhildar, Aðalheiðar og Margrétar hljómaði þessi plata mikið. Brynhildur var fimm ára þegar mamma hennar þaut niður á

Austurvöll til þess að taka þátt í dásemdinni á kvennafrídeginum,“ segir hún. Mamma Margrétar, hún Soffía Jakobsdóttir, söng á sviðinu með Steinunni og félögum, þó hún hafi ekki sungið með á plötunni,“ segir Esther. „Við tökum öll lögin á plötunni og syngjum allar og Aðalheiður leikur einnig undir á píanó. Við tölum svolítið á milli laganna og berum saman bækur um hvað hefur gerst á síðustu 40 árum,“ segir hún. Stiklum á stóru, vitnum í textana og förum yfir hvað hefur breyst og hvað ekki. Þetta verður bara smá spjall til þess að tengja saman þetta prógram,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona. Tónleikarnir á laugardaginn hefjast klukkan 17 og er miðasala í Iðnó á virkum dögum milli klukkan 11 og 16, og á föstudag milli 18 og 20.


Krono Original Flaxen Oak Vnr. 0113483 Klúbbverð

1.595.verð fm2 fullt verð 2.495.Harðparket - Eik Stærð: 8 x 1285 x 192 mm.

Krono Original er endingargott harðparket sem þolir vel högg, núning, álag og hitakerfi. Nánar: www.grohe.com

Krono Original Lancaster Oak

Krono Original Rugged Oak

Krono Original Elegant Oak

Krono Original White Oiled Oak Vnr. 0113485

Vnr. 0113498

Vnr. 0113478

Vnr. 0113448

Klúbbverð

Klúbbverð

Klúbbverð

verð fm2 fullt verð 1.795.-

verð fm2 fullt verð 2.295.-

Harðparket - Eik Stærð: 7 x 192 x 1285 mm.

1.595.-

2.695.-

verð fm2 fullt verð 2.195.-

verð fm2

Harðparket - Eik Stærð: 8 x 192 x 1285 mm.

Harðparket - Eik Stærð: 8 x 192 x 1285 mm.

Harðparket - Eik Stærð: 8 x 192 x 1285 mm.

Armatura | Ecokran

Grohe | Eurosmart

Grohe | Concetto

Grohe | Start Edge

Vnr. 15400044

Vnr. 15333281

Vnr. 15332663

1.295.-

1.595.-

2.595.-

13.995.-

28.995.-

Eldhústæki

Einnarhandar eldhústæki með tengibörkum

Eldhústæki með hárri sveiflu og útdraganlegum úðara

Félagar í BYKO klúbbnum njóta sértilboða. Það margborgar sig að vera með. Nánari upplýsingar á www.byko.is.

Vnr. 15331369 Klúbbverð

15.995.fullt verð 17.995.Eldhústæki


Herholz innihurðir Vnr. 11249980/1

18.795.Yfirfelld, hægri/vinstri Litur: Hvít, Stærð: 80 cm Karmur seldur sér Stærð: 120 x 240cm

VERT

verð m2

Herholz er þýsk gæðavara sem skarar fram úr hvað varðar tækni og hönnun á hurðum. Nánar: www.herholz.de

FE GRAÐ U H E IMILIÐ Gólfefni og hurðar eru ákaflega mikilvægir þættir til þess að skapa fallega heildarmynd fyrir heimilið. Hjá BYKO færðu hágæða viðarparket, harðparket og hurðar frá nokkrum af þekktustu framleiðendum heims, allt til þess að fegra heimilið þitt.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð gilda til 26.10. 2015

Við leggjum ríka áherslu á fjölbreytt úrval sérpantaðra hurða og faglega ráðgjöf.


84

dægurmál

Helgin 23.-25. október 2015

 Í takt við tÍmann Oliver Sigur jónSSOn

Elskar Dominospítsur og Vesturbæjarís Oliver Sigurjónsson er tvítugur Kópavogsbúi sem sló í gegn með Breiðabliki í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar og var valinn efnilegasti leikmaðurinn hjá Fótbolta.net og í Pepsimörkunum. Hann verður stúdent frá MK um jólin og langar að ferðast meira í framtíðinni. Undanfarið hef ég keypt svolítið af fötum í Nike og ég er mikill stuðningsmaður Zöru á Íslandi. Oftast nær kaupi ég samt föt í útlöndum í búðum eins og River Island og H&M. Ég pæli alveg í því hverju ég klæðist, ég er mikið í gallabuxum og reyni að vera nokkuð fínn í skólanum og þegar ég kem á æfingar.

Hugbúnaður

Ég æfi oftast sex daga vikunnar og að meðaltali tekur það fjóra tíma frá því ég mæti og þar til ég er farinn út. Þegar ég á lausan tíma er ég mikið með fjölskyldu, vinum og vinkonum. Mér finnst Vesturbæjarís mjög góður og fer oft þangað og einstaka sinnum fer ég í bíó með strákunum. Ég drekk ekki áfengi og hef aldrei gert og er því ekki mikið að stunda skemmtanalífið. Ég kíki auðvitað einstaka sinnum niður í bæ, kíki á lýðinn, en finnst skemmtilegra þegar strákarnir eru bara að drekka heima.

Vélbúnaður

Ég er mikill Apple-maður, er með iPhone 5s eins og stendur og Macbook Pro. Ég er á eiginlega öllum samfélagsmiðlum, Twitter, Facebook, Instagram og Snapchat, og er ágætlega virkur þar. Ég skoða samt meira heldur en ég pósta og svo tala ég mikið við vinina á Messenger og Snap.

Aukabúnaður

Ég er svakalegur stuðningsmaður Dominos og Glóar, ég tek þetta alveg í báðar áttir. Ég elska bæði pepperoni-veisluna á Dominos og Street Food á Gló. Svo fer ég stundum á Roadhouse inni á milli. Ég kann líka að elda sjálfur og tel mig sérfræðing í kjúklingabringum. Ég fæ að nota bíl eftir vinnu hjá mömmu og pabba en fer fljótlega að fá mér bíl sjálfur. Annars fer ég mest í strætó og hjóla eins og hægt er. Ég hef aldrei notað snyrtivörur fyrir utan rakspíra og hef ekki sett vax eða gel í hárið á mér síðustu 4-5 árin. Ég hef mjög gaman af því að ferðast. Ég fer til Barcelona með strákunum í Breiðabliki í lok mánaðarins og svo ætla ég Bandaríkjanna að heimsækja bróður minn um jólin, eftir að ég verð stúdent. Skemmtilegasta ferð sem ég hef farið var þegar ég fór með landsliðinu til Ísrael. Við fórum meðal annars til Jerúsalem og það var svakaleg upplifun að vera þarna. Ég ætla klárlega að fara í fleiri slíkar ferðir í framtíðinni. En þó ég elski að ferðast elska ég líka að vera heima hjá mér, ég elska Ísland. Maður kann að meta landið sitt miklu betur þegar maður er búinn að prófa að flytja út. Þetta er minn uppáhalds staður.

Ljósmynd/Hari

Staðalbúnaður

 tónliSt ÍSlenSk hljómSveit á SXSW

Ceasetone hefur aðeins starfað sem fjögurra manna hljómsveit í stuttan tíma.

Ceasetone til Texas

Um þessar mundir er Ceasetone að æfa fyrir Iceland Airwaves hátíðina, þar sem þau munu spila sex sinnum.

Það kom öllum að óvörum þegar ung íslensk hljómsveit að nafni Ceasetone var tilkynnt í fyrstu fréttatilkynningu tónlistarhátíðarinnar South by Southwest, skammstöfuð SXSW. Hátíðin er haldin í Austin í Texas í Bandaríkjunum í mars á næsta ári og hana sækja tugir þúsunda, þar af mikið af mikilvægu fólki úr tónlistarbransanum um heim allan. Ceasetone hefur aðeins starfað sem fjögurra manna hljómsveit í stuttan tíma en á undan því hafði nafnið staðið fyrir sólóverkefni Hafsteins Þráinssonar. Hafsteinn hefur vakið mikla athygli fyrir óaðfinnanlegan gítarleik sinn og var hann til að mynda fenginn til að spila með Agent Fresco á útgáfutónleikum þeirra í Hörpu. Þetta reyndust vera ansi merkilegir tónleikar, ekki aðeins fyrir Agent Fresco, heldur einnig fyrir Hafstein og hljómsveitina hans þar sem einn skipuleggjandi frá SXSW var meðal áhorfanda og kolféll fyrir þessum unga hæfileikaríka dreng. Hafsteinn og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, trommari Ceasetone, segja að spennandi tímar séu framundan. Þau eru mjög spennt fyrir því að feta í fótspor hljómsveita á borð við Of Monsters and Men, Ólafs Arnalds og nú síðast Kaleo, og spila á þessari mögnuðu hátíð. Ferðalagið verður þó ekki auðvelt þar sem þau þurfa að fylgja eftir ítarlegri kynningaráætlun til að halda í við aðrar hljómsveitir á svæðinu, en hátíðin er einnig þekkt fyrir gríðarlega mikla samkeppni. Um þessar mundir er Ceasetone að æfa fyrir Iceland Airwaves hátíðina, þar sem þau munu spila sex sinnum, auk þess sem þau eru að undirbúa útgáfu á fyrstu breiðskífu sinni sem kemur út á næsta ári. -hf


K Ö T N I E U T S SÍÐU

R U V L Ö T R A F R A N R A F R I F Y G O R A ÚTLITSGALLAÐ ÐI MEÐ 2 ÁRA ÁBYRGÐ Á BOTNVER AÐEI NS

1 stk.

-31%

A

FH

I R VER

-25%

ASU-UX31RSL83UY

89.995 FULLT VERÐ 129 .995

-27% TOS-L50A105

109.995

89.995 FULLT VERÐ 119 .995

FULLT VERÐ 149. 995

TOS-L30WB10D

-22%

TAKMARKAÐ MAGN FARTÖLVA Á VERULEGUM AFSLÆTTI ! -24%

69.995 FULLT VERÐ 89 .995

TOS-C50B12X TOS-L850D13F

TOS-P85031Z

129.995

89.995 FULLT VERÐ 119. 995

FULLT VERÐ 169.9

95

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333

-25%


86 

dægurmál

Helgin 23.-25. október 2015

uppiStanD ÞórDíS naDia á reykjavík ComeDy FeStival

Er oft misskilin u ppistandshátíðin Reykjavík Comedy Festival fer fram um helgina í Hörpu, Háskólabíói og í Þjóðleikhúskjallaranum. Margir uppistandarar, innlendir sem erlendir, koma fram á hátíðinni sem haldin er í annað sinn. Á laugardaginn, klukkan 22.30, koma fram þeir Ben Kronberg og Dagfinn Lyngbo og mun Þórdís Nadia Semichat hita upp fyrir þá. Þórdís Nadia hefur verið mjög iðinn við uppistand að undanförnu og hlakkar mikið til kvöldsins.

„Ég er mjög spennt,“ segir hún. „Ég byrjaði í uppistandi árið 2010 og var í því í svona 2 ár og hætti í einhver þrjú ár og byrjaði svo aftur í byrjun þess árs,“ segir Nadia. „Ég hætti því ég var að byrja á sviðshöfundabrautinni í Listaháskólanum og fannst ég þurfa að taka mig alvarlega sem listamann. Svo eftir útskrift þá fattaði ég að þetta væri listform sem hentaði mér mjög vel,“ segir hún. „Ég tala um rasisma og fordóma í mínu uppistandi. Bæði mína eigin og

nóg er fram undan hjá henni. „Við höfum nokkur verið með mánaðarlegt uppistand á Húrra að undanförnu sem við höldum áfram, og

svo er ég líka skemmta fyrir hina og þessa,“ segir Þórdís Nadia Semichat uppistandari. -hf

Sjónvarp Sigurður Þór óSk arSSon vekur athygli í rétti

Ekki verið kallaður „kall“ áður

Nonni og Manni í Hamborg Söngvarinn Garðar Thor Cortes leikur um þessar mundir aðalhlutverkið í uppfærslu óperunnar í Hamborg á Óperudraugnum eftir Andrew Lloyd Webber. Vinur hans, leikarinn Einar Örn Einarsson, kom til að sjá Garðar í hlutverki sínu á dögunum, en Einar lék Manna í sjónvarpsþáttaröðinni um Nonna og Manna sem sýnd var á níunda áratugnum í íslensku sjónvarpi, þar sem Garðar lék Nonna og skaust eftirminnilega fram á sjónarsviðið og hefur ekki horfið af því síðan. Áramótaskaup í smíðum Áramótaskaup Sjónvarpsins er í undirbúningi og handritsteymið er að leggja lokahönd á handritið. Þó auðvitað sé eitthvað eftir af árinu og enn eigi sitthvað skemmtilegt eftir að gerast þá er beinagrindin víst komin. Í handritsteyminu eru þau Gói, Steindi, Katla María Þorgeirsdóttir og Atli Fannar, ritstjóri Nútímans, ásamt Kristófer sjálfum. Norræn kvikmyndaveisla Græna ljósið í samstarfi við Nordisk Film & TV Fond stendur fyrir Norrænni kvikmyndaveislu í Háskólabíói frá 23.-27. október. Á hátíðinni verða sýndar allar fimm myndirnar sem tilnefndar eru í ár til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er framlag Svíþjóðar, kvikmyndin Gentlemen. Í einu aðalhlutverka myndarinnar er Íslendingurinn Sverrir Guðnason, sem meðal annars lék í verðlaunamyndinni Monica Z. Myndin fjallar um Klas Östergren, sem er ungur rithöfundur á skjön við umheiminn. Úr öruggu skjóli íbúðar sinnar í Stokkhólmi segir hann sögu fyrrum

annarra. Steríótýpur og hvað ég get verið misskilinn manneskja. Fólk bæði misskilur mig og ég misskil aðstæður líka oft,“ segir hún. „Ég hlakka mikið til að hita upp fyrir Ben Kronberg, sem er í uppáhaldi hjá mér, og líka Dylan Moran sem er líka í uppáhaldi hjá mér. Ég ætla að reyna að sjá allt og kannski kemur einhver nýr sem maður hefur aldrei heyrt í áður. Dagskráin er mjög fjölbreytt,“ segir Nadia sem hefur verið iðinn við uppistandið og

sambýlinga sinna. Aðrar myndir eru Stille hjerte frá Danmörku, Mot naturen frá Noregi, Þau hafa flúið, sem kemur frá Finnlandi og hin íslenska mynd Dags Kára, Fúsi. Miðasala er á eMiði.is Unnsteinn allsstaðar Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel mun fá næga athygli í vetur. Í næstu viku byrjar þátturinn Hæpið aftur á dagskrá RÚV, þar sem Unnsteinn er þáttastjórnandi ásamt Katrínu Ásmundsdóttur. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að hann er einn þjálfara í þáttunum Voice á Skjá 1. Hann leikur svo eitt hlutverkanna í spennuþáttunum Réttur sem nýhafnir eru á Stöð 2 svo hann er áberandi í dagskrá allra stóru stöðvanna í vetur. Það er spurning hvort ÍNN, N4 og Hringbraut bregðist ekki við Unnsteinsleysi í sinni dagskrá?

MÓÐURÁST ur.

Allt fyrir barn og móð

Laugavegi 178 s - 564 14 51 www.modurast.is

Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson leikur eitt hlutverkanna í sjónvarpsþættinum Réttur, sem frumsýndur var á Stöð 2 um síðustu helgi. Í þáttunum leikur Sigurður ungan mann sem vinnur í félagsmiðstöð og er flæktur inn í vafasaman hring atburðarásar þáttanna. Sigurður Þór, eða Siggi Þór eins og hann er kallaður, er vanur því að leika unga menn enda er útlitið unglegt, enda er hann ekki nema 27 ára gamall. Hann leikur einnig í sýningunni um Hróa hött í Þjóðleikhúsinu þar sem hann fær að vera vondi karlinn.

D

aginn eftir frumsýningunni á Rétti birtist færsla á Facebook-síðunni „BeautyTips“ þar sem spurt var „Hvað á þessi kall að vera gamall?“ og mynd af Sigga, Sigurði Þór Óskarssyni, í hlutverki sínu fylgdi með. Siggi segist ekki vera viss hvernig hann eigi að taka því að vera kallaður „kall“ aðeins 27 ára gamall. „Ég er ekki vanur því að vera kallaður „kall“,“ segir Siggi. „Það er samt mjög algengt að ég sé látinn leika niður fyrir mig í aldri,“ segir hann. „Mér finnst það bara fínt. Ég veit að ég er unglegur og það er bara flott, en ég vil ekki festast í því samt. Ég græði samt á því verandi tiltölulega nýkominn úr skóla og slíkt. Það þarf oft einhvern unglegan. En svo vill maður líka fá að leika sinn eigin aldur,“ segir Siggi. „Í Hróa fæ ég að leika vonda karlinn sem er gjörspilltur og siðlaus náungi, sem er önnur áskorun. Fyrirmyndin af honum er kannski King Geoffrey í Game Of Thrones sem er svona ungur, dekraður drengur sem fær allt upp í hendurnar. “Hlutverkið mitt í Rétti er ungur strákur sem vinnur í félagsmiðstöð og án þess að gefa neitt upp er viðriðin ýmislegt grunsamlegt“ segir Siggi. „Í undirbúningnum las ég ýmis dómsmál um svipuð málefni og talaði við fólk sem vinnur í félagsmiðstöðvum til að fá smjörþefinn af því hvernig stemningin í þeim er í dag. Svo skoðaði ég líka góða í þessum karakter,“ segir hann. „Ég leitaði að því góða í honum því ég held að hann átti sig sjálfur ekkert á afleiðingum gjörða sinna. Hann er algjörlega blindur á það hvað er siðferðislega rétt og rangt,“ segir Siggi. Umræðan um aldur Sigga á samfélagsmiðlum fór þó ekki mikið fyr-

Ég græði á því verandi tiltölulega nýkominn úr skóla og slíkt. Það þarf oft einhvern unglegan. En svo vill maður líka fá að leika sinn eigin aldur,“ segir Sigurður Þór Óskarsson leikari. Mynd/Hari

Ég hefði sætt mig meira við að vera kallaður „maður“ segir hann og hlær. „Ég ímynda mér alltaf bara einhvern í kringum sjötugt þegar ég heyri einhvern tala um „kall.“

ir brjóstið á honum, þó honum hafi brugðið við að vera kallaður „kall“. „Ég hefði sætt mig meira við að vera kallaður „maður,“ “segir hann og hlær. „Ég ímynda mér alltaf bara einhvern í kringum sjötugt þegar ég heyri einhvern tala um „kall.“ Í rauninni var þetta samt bara ágætt því þá er ekkert geirneglt hvað hann á að vera gamall í þáttunum. Enda skiptir það litlu máli,“ segir Siggi sem heldur áfram að leika unga menn eftir áramót. „Ég er að fara að leika í spennuverkinu Hleyptu þeim rétta inn, þar sem ég leik 12 ára strák,“ segir hann. „Þetta er hrikalega spennandi verk og handritið er æðislegt og ég er mjög spenntur að byrja á því. Þetta er í rauninni stærsta hlutverkið sem ég hef fengið í leikhúsunum og um leið það mest krefjandi, sem er bæði stressandi og spennandi,“ segir Sigurður Þór Óskarsson leikari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

153018

BLEIKA FATAN

6 bitar af klassískum kjúklingabitum til að taka með eða borða á staðnum.


HE LG A RB L A Ð

Hrósið ... ... fær söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem gaf út þá hugrökku yfirlýsingu í vikunni að hann segði þyngd sinni stríð á hendur.

Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  netið

Stjörnupar í Barcelona Kærustuparið Marín Manda og Arnar Gunnlaugsson nutu lífsins í Barcelona og smelltu að sjálfsögðu af sér mynd á La Sagrada Familia af því tilefni.

Of Monsters And Men hjá Ellen Hljómsveitin Of Monsters And Men kom fram í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og þeir Brynjar Leifsson gítarleikari og Kristján Páll bassaleikari smelltu mynd af sér fyrir framan hina frægu „selfie“ mynd Ellenar frá Óskarsverðlaununum á síðasta ári.

‛‛

Mamma, varst þú einu sinni api?‛‛ Nei það er miklu lengra síðan við

breyttumst úr öpum.‛‛ Var amma Jóna þá api?‛‛

Herdís Anna 7 ára.

KidWits.net

Flottir Plötuspilarar VERÐLÆKKUN

Verð frá 34.900,-

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.