25. november 2011

Page 1

Guðný Jenný

Fertug í bótox

Nýherji rak markvörð kvennalandsliðsins vegna HM Fréttir

Ingimar Ingimarsson

Æ fleiri konur sækja í bótox og Ó K E Y P fylliefni IS undir húð ÓKEYPIS

Hitti Pútín og segir Bjöggana hafa hirt af sér fyrirtækið

Úttekt 26

2

Sögubrot 14 25.-27. nóvember 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 47. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Viðtal Jóhann Gunnar Arnarsson og Kristín Ólafsdóttir

Með Dorrit og Ólafi í félagsskap fyrirmenna ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Birna og Íris

Birna fæddi Írisi tæplega fjórtán ára gömul Viðtal 30

Vigdís Gríms fær  ÓKEYPIS ÓKEYPIS

síða 18 Jóhann Gunnar og Kristín sveifluðu sér í dansi í konungshöllinni í Stokkhólmi við hlið Viktoríu krónprinsessu og eiginmanns hennar Daniel Westling á brúðkaupsdegi þeirra síðarnefndu. Í níu ár störfuðu þau á Bessastöðum, hann sem bryti og hún sem þjónn. Fyrir þremur mánuðum létu þau af níu ára starfi sínu á Bessastöðum. Núna kokkar hann á varðskipinu Þór. Hún þjónar á Grand Hótel og selur fasteignir. Ljósmynd/Hari

Stjórnmálaflokkar brjóta ítrekað lög Þrír af fjórum stærstu stjórnmálaflokkum landsins hafa ekki skilað ársreikningum á réttum tíma undanfarin tvö ár. Samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. janúar 2007 eiga stjórnmálasamtök að skila reikningum síðasta árs fyrir 1. október ár hvert.

F

ramsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn skiluðu ekki inn ársreikningum ársins 2010 til Ríkisendurskoðunar innan þess tímaramma sem lög frá ársbyrjun 2007 kveða á um. Þar er stjórnmálasamtökum uppálagt að skila inn ársreikningum ársins á undan fyrir 1. október ár hvert. Vinstri hreyfingin - grænt framboð er eini flokkurinn í hópi hins svokallaða fjórflokks, sem skilaði ársreikningi 2010 fyrir tilsettan tíma samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun. Samkvæmt heimasíðu Ríkisendurskoðunar frá því gærmorgun, fimmtudag, höfðu aðeins tveir flokkar af þessum fjórum, Samfylkingin og Vinstri hreyfingin - grænt framboð, skilað inn ársreikningum. Vinstri hreyfingin - grænt framboð skilaði inn ársreikningi í september en Samfylkingin í október – þegar skilafrestur var liðinn. Samkvæmt síðunni eiga bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eftir að skila inn ársreikningi. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Fréttatímann að ársreikningi hafi verið skilað inn á

miðvikudag og það staðfestir Lárus Ögmundsson hjá Ríkisendurskoðun. Aðspurður af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki virt tímamörk skila líkt og kveður á um í lögum segir Jónmundur að skýringin sé sú að það sé mikið og tafsamt verk að koma heim og saman reikningum frá öllum flokkseiningum sem telja um 140. „Við erum að gera okkar besta í skilum,“ segir Jónmundur. Hann vildi ekki láta blaðamann fá ársreikning flokksins þegar eftir því var leitað. Í fyrra skilaðu allir flokkarnir fjórir ársreikningum sínum of seint. Seinastur allra var Framsóknarflokkurinn sem skilaði ekki inn ársreikningi 2009 fyrr en í lok febrúar 2011. Þá lofaði Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, bót og betrun í viðtali við Fréttatímann og bað þjóðina afsökunar á seinaganginum. Nú er Framsóknarflokkurinn sá eini af flokkunum stóru sem á eftir skila og Hrólfur segir að enn sé unnið að því að skerpa á skilum flokksfélaganna um allt land. Lárus örvæntir þó ekki. „Þetta er allt að koma og skilin eru miklu betri en í fyrra.“ oskar@frettatiminn.is

Frábært verð á vönduðum ítölskum gönguskóm Mulaz Vibram-sóli Stærðir 41–46 kr. 19.990

Premium Ventra Vibram-sóli Stærðir 37–47 kr. 19.990

Rocker Stærðir 37–45 kr. 9.990

Ronny Lady Stærðir 36–42 kr. 13.990

„Dregur lesandann á tálar, villir og stillir.“ Bækur 42

Eva Lind

„Köttaður“ klippari sem vill hafa mjúkar línur Dægurmál

66

36 síðna Jólablað í miðju Fréttatímans

Opið virka daga kl. 9.00–17.30

Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 S. 517 3900 w w w.flexor.is


2

fréttir

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Leikskólamál Formaður Félags Leikskólakennar a spyr um öryggi barna á leikskólum borgarinnar

Úldinn fiskur í leikskólum Reykjavíkur? Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is

„Hvaða fiskur er í Reykjavík,“ er yfirskrift bréfs Haraldar F. Gíslasonar, formanns Félags leikskólakennara, til Jóns Gnarr borgarstjóra þar sem hann bendir á bága stöðu leikskólakennara Reykjavíkur. Bréfið var ritað 24. október. Í því stendur að á fundum um landið hafi hann heyrt og undrast að leikskólakennarar í borginni segi að þeir fái ekki að undirbúa sig fyrir kennsluna. Hvergi á landinu sé staðan slík. Fari starfsmaður frá til undirbúnings verði annar að koma í staðinn. Við Fréttatímann segir hann að á því virðist vera misbrestur.

„Ég velti því fyrir mér hvort borgarfulltrúar vilji hafa það á samviskunni að öryggi barna sé teflt í hættu,“ segir hann. Í bréfinu stendur að leikskóladeild með 23 börnum og einungis tvo starfsmenn geti ekki gætt lágmarksöryggis barna, hvað þá sinnt faglegri kennslu. „Er verið að bíða eftir því að alvarlegt slys verði á vakt undirmannaðrar deildar? Þegar deildir eru undirmannaðar verður að senda börn heim sem því nemur.“ Haraldur spyr í bréfinu hvort rétt sé að aðeins megi ráða í 40 prósenta afleysingar veikist starfsmaður leik-

skóla til lengri tíma. Haraldur biður borgarstjóra um að láta fiskinn ekki úldna meira. Hann segir við Fréttatímann að einu viðbrögðin sem við bréfinu séu símtal frá Oddnýju Sturludóttur og póstur frá Evu Einarsdóttur borgarfulltrúum. Eva segir ástandið í leikskólunum ekki eins alvarlegt og Haraldur vilji meina. Í nýrri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að leikskólar geti betur mætt því þegar starfsfólk veikist til langs tíma svo mannekla komi ekki niður á faglega starfi þeirra.

Haraldur F. Gíslason furðar sig á aðbúnaði leikskólakennara í Reykjavík. Mynd/Hari

 atvinna Afdrifarík landsliðsferð

Nýherji rak markvörð sem vildi á heimsmeistaramót

Bæjarfulltrúar hækka í launum Laun þeirra sem starfa í nefndum, ráðum og stjórnum hjá Hafnarfjarðarbæ verða hækkuð um 4,25 prósent aftur til 1. júní, um 3,5 prósent 1. mars og 3,25 prósent ári síðar. Fulltrúar á föstum mánaðarlaunum fá eingreiðslu í desember og febrúar. Hafnarfjarðarbær er meðal sveitarfélaga sem hafa átt erfitt með að ná endum saman. „Þetta er nú ekki stór hluti af rekstri bæjarins. Við ráðum við að greiða kjarasamningsbundnar hækkanir við allt okkar starfsfólk og þetta mun ekki breyta því eða raska á nokkurn hátt,“ segir Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri. Laun þessa hóps hafi verið lækkuð um 10 prósent í kjölfar hrunsins og fryst. Sanngjarnt sé að almenna kjarasamningshækkunin nái líka til þessa hóps. - gag

Guðmundur Rúnar Árnason.

Jólin kosta 38 þúsund á mann

Níu milljónir í að fella ráðhúsaspir Tæpar níu milljónir króna kostar að fella aspir við Ráðhúsið í Reykjavík og planta nýjum trjám í staðinn. Þetta kemur fram í svari garðyrkjustjóra borgarinnar við fyrirspurn borgarfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í borgarráði. Efniskostnaður er áætlaður frá 800 þúsundum króna upp í eina milljón króna. Þá er kostnaður við undirbúning og hönnun tvær milljónir króna, en sá kostnaður nær einnig til annarra svæða borgarinnar. „Það er eins og þessi meirihluti skilji ekki mikilvægi þess að forgangsraða skattfé almennings. Það er eins og hann haldi að [borgin] sé dótakassi hans,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Hún skilji að það þurfi á endanum að skipta um þessi tré en á meðan borgin berjist í bökkum við að reka grunnþjónustu sé það ekki réttlætanlegt. „Þetta er eitt dæmi um það hvað meirihlutinn er ófókuseraður.“ - gag

Jólaverslunin í ár mun vaxa um 2,5 prósent að nafnvirði frá síðasta ári, samkvæmt spá Rannsóknarseturs verslunarinnar. Samkvæmt henni verður jólaverslun í ár um það bil 13,5 milljarðar króna sem er aukning um 1,5 milljarð króna frá síðustu jólum. Vegna verðlagsáhrifa mun veltan hins vegar dragast saman um 2 prósent að raunvirði. Þrátt fyrir samdrátt er óhætt að tala um hægfara bata jólaverslunar, segir Greining Íslandsbanka, en á síðasta ári dróst velta jólaverslunar saman um 3 prósent að raunvirði og um 4 prósent árið 2009. Árið 2008, fyrstu jólin eftir hrun, dróst veltan hinsvegar saman um tæp 20 prósent að raunvirði. Áætlað er að hver maður verji um það bil 38 þúsund krónum í innkaup sem tengjast jólunum. - jh

Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur var boðin stöðuhækkun eftir fjögurra ára starf hjá Nýherja en aðeins gegn því að hætta í landsliðinu í handbolta. Það vildi hún ekki. Henni var sagt upp störfum. Framkvæmdastjóri og formaður landsliðsnefndar kvenna vilja ekki tjá sig, hagsmunir sambandsins eru miklir.

M

arkverði kvennalandsliðsins í handbolta, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Hún hafði unnið í fjögur ár hjá Nýherja og var boðin stöðuhækkun í nýrri deild gegn því að hætta í landsliðinu. Hún kaus landsliðið og var stuttu síðar sagt upp störfum í gömlu deildinni. Guðný Jenný vildi ekki tjá sig um málið. Það vildi Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, ekki heldur gera og vísaði á formann landsliðsnefndar kvenna, þar sem auðveldara væri fyrir að hann tjái sig um þetta mál. Formaðurinn hefði verið á fundi sambandsins og Nýherja í kjölfar uppsagnarinnar. „Ég þarf að vinna með svo mörgum fyrirtækjum og samstarfsaðilum, því hagsmunir sambandsins eru miklir líka.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að vera heldur í landsliðinu í handbolta en að þiggja stöðuhækkun. Hún missti fyrra starf sitt fyrir vikið.

Spurning hvort Nýherji hefði getað fundið betri lausn en að reka landsliðsmarkvörðinn? VR kaus Nýherja meðal fjörutíu fyrirtækja til fyrirmyndar 2011. Ljósmynd/Hari

Spurður hvort sambandið geti ekki staðið með Guðnýju Jennýju, svarar hann „Jú, jú, við stóðum með henni og fórum með henni á fund. Við gerðum það.“ Árni Þór Árnason er formaður landsliðsnefndar kvenna og hann svaraði spurður um hvernig sambandið hefði tekið á málinu: „Ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það. Ég sé ekki að það sé hægt að leysa þetta í dagblöðum og fjölmiðlum.“ Árni Þór vill meina að ekki passi að tjá sig um málið. Ekki náðist í lands-

liðsþjálfarann, Ágúst Jóhannsson. Árni svarar góðlátlega spurður hvort hann vilji ekki tjá sig um málið vegna fjárhagslegra hagsmuna sambandsins að spurningin sé „nastý“ [kvikindisleg]: „Það er mjög erfitt að segja til um hvað samtök geta beitt sér. Allir okkar leikmenn á Íslandi eru í vinnu einhvers staðar og þurfa að njóta skilnings og stuðnings. [...] En þetta er ekki mál sem ég get tjáð mig um og vil ekki.“ Guðný er markvörður í landsliðinu og hefur spilað fimmtán leiki með því. Landsliðið tekur þátt í Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í Brasilíu, sem hefst í byrjun desember. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Nýherji er einn bakhjarla kvennalandsliðsins í handbolta

Vildu leyfa Guðnýju Jennýju að velja á milli starfsins og boltans

Gefðu gjöf sem gleður, gjöf sem kítlar bragðlaukana Gjafakort á Nítjánda veitingastað er alveg tilvalið í jólapakkann

Kristinn Þ. Geirsson, aðstoðarforstjóri Nýherja, segir að Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur landsliðsmarkverði hafi verið boðið að taka við starfi deildarstjóra hagdeildar Nýherja þar sem hann væri á leið í fæðingarorlof. Deildarstjórinn, sem er kona, hafi sett þau skilyrði vegna aðstæðna sinna að Guðný Jenný yrði þá að setja handboltann á hilluna, annars missti hún af áætlanagerð fyrirtækisins og gæti ekki gert þær að ári. „Við vildum bjóða henni starfið og leyfa henni að velja, frekar en að bjóða henni það ekki.“ Kristinn segir að Guðný Jenný hafi sagt deildarstjóranum að hún vildi ekki bakka út úr landsliðinu. „Þar af leiðandi

rennur henni starfið úr greipum.“

HSÍ hefði frekar mælt með starfinu

Kristinn segir að síðar hafi skýrst að ekki yrðu næg verkefni á nýju ári í bókhaldinu og eftir yfirlegu hafi verið ákveðið að segja Guðnýju Jennýju upp. „Við vildum undirbúa hana [f yrir uppsögn á nýju ári], en hún kaus þá að hætta strax og við borguðum henni uppsagnarfrestinn.“ Kristinn bendir á að Nýherji sé einn af styrktaraðilum kvennalandsliðsins í handbolta. Hann

Aðstoðarforstjóri Nýherja segir að Einar Þorvarðarson, fyrrum landsliðshetjan og markvörður, hefði hvatt markvörð kvennalandsliðsins til að gefa liðið upp á bátinn hefði hann vitað að annars missti hún vinnuna.

hafi setið fund með Árna Þór og Einari Þorvarðarsyni frá HSÍ vegna uppsagnarinnar. „Einar sagði nú meðal annars við mig að ef hann hefði vitað að þetta væru valkostirnir fyrir hana hefði hann hvatt hana til að taka starfið.“ - gag


góðar gjafir

Gerðu öll jólainnkaupin í Smáralind þar sem jólastemningin ræður ríkjum. Við bjóðum upp á fjölmargar verslanir sneisafullar af jólavörum, frábæra veitingastaði og afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Við hlökkum til að sjá þig í jólaskapi!

f Fullt a m ru frábæ yndum

ugm g jafah ralind.is a m s

Gjafakort Smáralindar hin fullkomna jólagjöf

smaralind.is Opnunartímar: Virka daga 11-19 Fimmtudaga 11-21 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 13-18 Opið til 22 frá 15. des. og til 23 á Þorláksmessu

ENNEMM / SÍA / NM49160

Glimrandi


4

fréttir veður

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Kólnandi og með frosti um helgina Við megum teljast heppin þessa dagana á meðan óveðurslægðir renna sér hér fram hjá fyrir austan land. Þær ná vart að hafa hér áhrif annars staðar en allra austast. Hérlendis kólnar með tiltölulega hæglátu og björtu veðri. Fyrirtaks útivistarveður og vel lítur út með veður “síðasta í rjúpu”. Él verða þó víða með ströndinni og á stöku stað gæti jafnvel snjóað nokkuð. Almennt verður þó léttskýjað og hægt og bítandi vex frostið. Á sunnudag er síðan spáð lægð upp að landinu með versnandi veðri um kvöldið, fyrst suðvestanlands. Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin. is

Miðborgin okkar! 2

1

0

1

3 2

Hæglátt veður, él suðvestanlands og eins norðaustantil framan af degi, en annars léttskýjað. Hiti um eða undir frostmarki. Höfuðborgarsvæðið: Smá él annað veifið, en bjart á milli. Hiti um frostmark.

7

5

4

5

Aukinn kaupmáttur launa

0,7% hækkun Launavísitölu Milli september og október 2011 Hagstofa Íslands

Aflaverðmæti eykst milli ára

Fundað um börn flóttamanna

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 98,8 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins 2011 samanborið við 92,4 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,4 milljarða króna eða 6,9 prósent á milli ára, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Aflaverðmæti botnfisks fyrstu átta mánuði ársins nam 60,5 milljörðum króna og dróst saman um 5,8 prósent sé miðað við sama tímabili árið 2010. Verðmæti þorskafla var um 28,9 milljarðar og dróst saman um 4 prósent. Aflaverðmæti ýsu nam 7,6 milljörðum og dróst saman um 31,8 prósent, en verðmæti karfaaflans nam 8,4 milljörðum, sem er 9,9 prósenta aukning. Verðmæti ufsaaflans jókst um 1,9 prósent milli ára í 5,7 milljarða. Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 6,8 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins sem er 2,9 prósenta samdráttur frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 48,2 prósent milli ára og nam 28,5 milljörðum króna. - jh

Börn flóttamanna, sem hafa fengið skjól á Íslandi, munu lýsa reynslu sinni á fundi í Odda í næstu viku. Í áranna rás hafa flóttamenn frá ýmsum löndum sest að hér á landi og síðar eignast börn sem sum eru uppkomin í dag. Hvernig var flótti foreldranna og koma þeirra til landsins og hvaða áhrif hafði þetta á næstu kynslóð fyrir neðan? Þetta er meðal spurninga sem verður leitast við að svara. Tvær dætur flóttamanna sitja fyrir svör. Anna Kristine Magnúsdóttir-Mikulcaková, er þekkt blaðakona en færri vita að hún er dóttir flóttamanns frá fyrrum Tékkóslóvakíu. Foreldrar Tinnu Davíðsdóttir, lyfjafræðings, flúðu hins vegar til Íslands frá Víetnam. Fundurinn verður í Odda, stofu 101, miðvikudaginn 30. nóvember milli klukkan 12.25 og 13.20. Fundarstjóri: Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur.

Einstakur heilsukoddi með mjúku yfirlagi og vatnsfyllingu. Stillanlegur vatnspúði sem veitir fullkominn stuðning Minnkar verki í hálsi. Eykur svefngæði

9.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Gefðu góða gjöf

Mediflow heilsukoddinn

8

1

4

5

N-átt, strekkingur austantil. Él við norður- og austurströndina, en annars bjart. Frost um land allt. Höfuðborgarsvæðið: Norðan kul og nánast heiðríkt með frosti.

Él og jafnvel snjókoma vestantil á landinu framan af degi í hægum vindi. Annars hæglátt en hvessir með úrkomu um kvöldið. Höfuðborgarsvæðið: Hæg V-átt og éljabakkar af hafi, en vaxandi SA-átt um kvöldið og hlýnar.

 Vörumerki Ágreiningur á tískumark aði

Michelsen_255x50_A_0811.indd 1

Launavísitala í október hækkaði um 0,7 prósent frá september. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,9 prósent, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Þar kemur einnig fram að kaupmáttur launa hefur aukist um 3,4 prósent síðustu 12 mánuði. Vísitala kaupmáttar launa í október hækkaði um 0,4 prósent frá fyrri mánuði. - jh

3

Hundruð verslana og veitingahúsa bjóða vörur og þjónustu.

Sjá nánar auglýsingu á bls. 28-29 og á www.miðborgin.is

04.08.11 15:46

Tískutímaritið Elle reynir að stöðva Ellu

Hönnuðurinn Elínrós Líndal gæti þurft að skipta um nafn á vörulínu sinni því hið heimsþekkta tískutímarit Elle er ekki par sátt við að hún kalli línuna sína Ellu. Málið er í meðferð hjá Einkaleyfastofunni.

E

Tískutímaritið Elle er heimsþekkt.

Hér má sjá vörumerkin Ellu og Elle. Lík?

Dæmi um úrskurði á árinu  Skráning vörkumerkis veitingastaðarins Santa María var felld úr gildi eftir að sænska Santa María kvartaði vegna ruglingshættu - með aðstoð Sigurjónson & Thor ehf.  Sautján ehf. sótti um að skrá nafnið Karakter. Sigurjónson & Thor ehf. andmælti því fyrir hönd ítalska tískufyrirtækisins Miroglio sem á CARACTÉRE vegna ruglingshættu. En Sautján fékk að halda nafninu.  Flugstoðir skiptu um nafn og kalla sig Isavia. Því andmælti eigandi Iceavia vegna ruglingshættu en fékk ekki í gegn.

lle með svörtum stöfum á hvítum fleti. Ella með hvítum stöfum á svörtum fleti. Elle eða Ella. Er munur? Það finnst forsvarsmönnum heimsfræga tískutímaritsins Elle ekki og hafa lögmenn þess gert athugasemdir við að Elínrós Líndal öðlist einkarétt á merkinu Ella. Elínrós er kölluð Ella og hannar ásamt fleirum fata-, skartgripa- og ilmvatn undir þessu merki. Elínrós segir engar sérstakar tilfinningar hafa myndast þegar hún frétti af athugasemd Elle. „Ekki aðrar en þær að ég yrði að vernda og berjast fyrir eigin vörumerki sem er sjálfsagt viðbúið þegar þú reynir að ná árangri og eftir þér er tekið.“ Ásdís Kristmundsdóttir, sviðsstjóri vörumerkja- og hönnunarsviðs Einkaleyfastofu, segir stofnunina hafa skráð vörumerki Ellu eftir eigin skoðun og auglýst í Els tíðindum í janúar. Þá hafi öðrum gefist tveir mánuðir til andmæla. „Þau bárust 15. mars frá lögmönnum Elle,“ segir hún. Tíu úrskurðir af svipuðum toga hafa fallið hjá Einkaleyfastofu það sem af er ári. „Umboðsskrifstofur sjá um að vakta merki erlendra og láta vita ef þeir telja að eitthvað gæti Elínrós Líndal á í stappi við Elle sem vill ekki að hún kalli hönnun sína Ellu.

skarast á við önnur vörumerkið,“ segir hún. „Þeim þykir merki Ellu einfaldlega of líkt merkinu sínu.“ Málið sé í ferli, athugasemdir berist fram og til baka og ljóst að engin niðurstaða fæst fyrir áramót og óljóst um frekari fresti þá. Elínrós getur notað merkið sitt þar til úrskurður falli og áfram falli hann henni í vil. Verði annar hvor deilenda ósáttur geti hann áfrýjað úrskurðinum til Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda hjá efnhags- og viðskiptaráðuneytinu. Fréttatíminn náði ekki á Valborgu Kjartansdóttur hjá lögmannsstofunni Sigurjónsson og Thor, sem fer með mál Elle. Í viðtali Fréttatímans við Elínrós í byrjun apríl segir að hönnun hennar sé í anda „slow-fashion“-hreyfingarinnar. Þar sem fötin séu vönduð, endingargóð, uppruninn auðkenndur og aðbúnaður starfsmanna góður. Ella hefur vakið mikla athygli og kallar hönnun sína Ella by El úti í löndum, til aðgreiningar frá allt annarri Ellu. Spurð hve viðbrögð hennar verði fái hún ekki að nota nafnið segir hún: „Við skoðum það þegar úrskurðað verður í málinu. Ég hef engar áhyggjur af þessu máli enda er Elle fornafn sem merkir hún, en Ella gælunafn mitt.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Vert er fyrir forsvarsmenn fyrirtækja að fylgjast með Elstíðindum, segir Ásdís Kristmundsdóttir, sviðsstjóri vörumerkja og hönnunarsviðs Einkaleyfastofu. Blaðið er rafrænt og kemur út 15. hvers mánaðar. „Vörumerki er eign og það getur verið dýrt að fylgjast ekki með eign sinni,“ segir hún og vísar í virði orðspors fyrirtækja. Slóð vefsíðu Einkaleyfastofu er www.els.is


Aðventuhátíð á Austurvelli

Ljósin tendruð á Oslóartrénu í sextugasta sinn þann 27. nóvember 15:30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög á Austurvelli. 16:00 Dómkórinn syngur nokkur lög undir stjórn Kára Þormar. 16:10 Dag Wernø Holter sendiherra Noregs og Toril Berge afhenda Reykvíkingum tréð að gjöf. Ljósin tendrar hin 8 ára gamla, norsk-íslenska Sara Lilja Ingólfsdóttir Haug. 16:17 Dómkórinn syngur Heims um ból við undirspil norska trompetleikarans Gunnars Halle. 16:20 Gunnar Eyjólfsson leikari frumflytur kvæðið Leppalúði en Leppalúði er sjötti óróinn í jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og prýðir Oslóartréð í ár. 16:30 Gói og Þröstur Leó sýna brot úr ævintýrinu Gói og Eldfærin og einnig úr Baunagrasinu sem frumsýnt verður eftir áramót í Borgarleikhúsinu. 16:35 Jólasveinarnir Stúfur, Gluggagægir og Hurðaskellir hafa stolist til byggða. Þeim þykir ekkert skemmtilegra en að syngja jólalög með kátum krökkum! Oslóartréð breiðir faðminn mót bæjarins börnum. Dagskráin verður túlkuð á táknmáli, heitt kakó og kaffi mun verma kalda kroppa og bílastæðahúsið í Ráðhúsinu verður opnað sérstaklega. Kynnir á dagskránni er Gerður G. Bjarklind. Góða skemmtun í hjarta borgarinnar!


6

fréttir

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Ísland þokast í átt að olíuríki

Jólamaturinn

Nýjar rannsóknir styrkja kenningar um að olía kunni að finnast á svokölluðu Drekasvæði, að því er segir í tilkynningu iðnaðarráðuneytisins. Sýnum var safnað með fjarstýrðum kafbáti í júlí síðastliðnum innan lögsögu Íslands og Noregs. „Lykilforsenda fyrir myndun olíu eða gas er að móðurberg sé að finna á svæðinu, en olía eða gas myndast úr því við réttar aðstæður í jarðlögunum. Jafnframt þarf að vera til staðar geymsluberg þar sem olían eða gasið safnast í. Sýnin sem nú hafa verið rannsökuð staðfesta tilvist móður- og geymslubergs. Þessar niðurstöður eru jákvæðari heldur en Olíustofnunin þorði að vona. Ýmsir aðrir óvissuþættir eru fyrir hendi um það hvort olía eða gas hafi myndast og varðveist á svæðinu eins og til að mynda hitastigull í jarðlögum og tilvist þakbergs,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. - jh

Grænt ljós á Þorláksbúð Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að synja að svo stöddu tillögu húsafriðunarnefndar um friðun Skálholtsskóla, Skálholtskirkju og nánasta umhverfis. Ráðherrann hefur farið þess á leit við nefndina, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins, að hún taki málið til efnislegrar meðferðar með hefðbundnum hætti áður en afstaða verður tekin til tillögu um friðun. Gripið var til skyndifriðunar vegna umdeildrar byggingar Þorláksbúðar sem ýmsum þykir rísa heldur nærri Skálholtskirkju. Í framhaldi af ákvörðun ráðherrans hefur verið haft eftir lögfræðingi Þorláksbúðarfélagsins að ekkert sé því til fyrirstöðu að framkvæmdir geti hafist að nýju við byggingu búðarinnar. - jh

 Launagreiðslur Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

Spennandi

100 milljónir í þóknanir og hlunnindi á fjórum árum

sérblað með

Stjórnendur félagsins sem sér um rekstur eignanna sem bandaríski herinn skildi eftir fengu samtals 100 milljónir í þóknanir og hlunnindi á fjögurra ára tímabili. Stjórnarformaðurinn kannast ekki við að hafa tekjur umfram laun sín þar. Laun framkvæmdastjóra lækkuðu um helming þegar þau voru sett undir kjararáð.

Fréttatímanum um jólamatinn 2. desember

Ef

L

75% hækkun launagreiðslna á fjórum árum.

þú vilt koma að skilaboðum þá

hikaðu ekki við að hafa samband við: auglýsingadeild Fréttatímans í síma: 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

aunakostnaður Þróunarfélags Keflavík­ urflugvallar jókst um 75 prósent á fjór­ um árum. Ökutækjastyrkir þrefölduðust á sama tíma og þóknun og hlunnindi stjórn­ enda hafa á fjórum árum numið um 100 milljónum króna, samkvæmt ársreikn­ ingum félagsins eða frá 24 til rúmlega 27 milljónum frá árunum 2007 til 2010. Þróunarfélagið, oft kallað Kadeco, var stofnað utan um húseignir sem bandaríski herinn skildi eftir þegar hann fór 2006. Það sér um þróun og rekstur svæðisins.

Kjararáð lækkaði launin

Laun framkvæmdastjórans lækkuðu um 50 prósent að hans eigin mati þegar starfið var sett undir kjararáð í fyrra. Það var gert vegna nýrra laga um hlutafélög í meirihlutaeigu ríkis­ ins. Kjararáð ákvað að laun hans yrðu samtals 884 þúsund krónur. Hann fengi 682.032 krónur í mánaðarlaun auk rétt rúmlega 202 þúsund krónum á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag sem starfinu fylgi. Bifreiðarhlunnindi voru af­ numin nema að hann kysi að halda þeim, en þá yrði verðmæti þeirra dregin frá heildarlaun­ um. Greiðslur fyrir heimasíma drægjust einnig frá launum. Þá ákvað kjararáð að seta hans í stjórnum Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og Heilsufélags Reykjaness ehf. teldust hluti af aðalstarfi og yrðu ekki launuð sérstaklega, eins og áður hafi verið gert. Þetta má sjá í úrskurði kjararáðs. Í úrskurðinum sést að Kartan var ósáttur með launalækkunina og að ekki ætti að virða hálfs árs uppsagnarfrest. Hann benti á í and­ svari við ákvörðun kjararáðs að launin hefðu þegar verið lækkuð um 10% í kjölfar í kjölfar hrunsins.

Sitja á upplýsingum

Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdastjóri hefur lækkað um helming, að eigin mati, í launum frá því í fyrra.

Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri félagsins, vildi í fyrstu ekki greina frá því hvernig hlunnindi og þóknanir síðasta árs skiptust á milli stjórnenda félagsins. Hann vís­ aði til kjararáðs þegar spurt var um launin. Síð­ ustu daga hefur Fréttatíminn beðið upplýsinga um skiptingu greiðslnanna í fyrra. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er stjórnarformaður félagsins. Hann sagðist ekki í aðstöðu til að upplýsa um þóknanir og hlunnindi stjórnenda þegar Fréttatíminn

Flugtengd starFsemi

gagnaVer

Heilsuþorp Verslun og þjónusta kVikmyndaVer atVinnuþróun og nýsköpun

menntun og þekking miðstöð grænnar orku Háskólagarðar

ný íbúðasVæði

Draumurinn um svæðið sem bandaríski herinn skildi eftir. Þetta eru áætlanir Þróunafélagsins. Neðri myndin sýnir svæðið eins og það er, með hjálp Google earth.

náði í hann. „En laun stjórnarformanns eru 270 þúsund krónur á mánuði og laun annarra stjórnarmanna helmingurinn af því. Þau hafa verið óbreytt frá upphafi.“ Hann kannaðist ekki við önnur hlunnindi stjórnarinnar en launin. Þegar Fréttatíminn leitaði aftur til hans vegna þóknunar- og hlunnindagreiðslna vísaði hann á framkvæmdastjórann.

Launagreiðslur úr 50 í 90 milljónir

Þóknunar- og hlunnindagreiðslur stjórnenda hækkuðu um tvær milljónir króna milli áranna 2009 og 2009 samkvæmt ársreikningum við það að tveimur konum var bætt við stjórnina. Upphæðin fór úr 25,1 í 27,1 milljónir króna. En búast má við því að hvor um sig hafi fengið 1.620 þúsund í árslaun. Launakostnaður hjá Þróunarfélaginu, sem sér um fyrrum eignir bandaríska hersins, þró­ ar og selur, var 51 milljón króna árið 2007 en starfsmenn voru fimm en rétt tæpar 90 millj­ ónir í fyrra og starfsmenn þá níu, samkvæmt ársreikningum félagsins. Launakostnaður milli áranna 2010 og 2009 jókst um sextán milljónir. Starfsmönnum fjölgaði um þrjá. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Kjararáð Laun fjölmargra framkvæmda- og forstjórar félaga og stofnana í meirihlutaeigu ríksins voru ákveðin af kjararáði í fyrra eftir lagabreytingu. Meðal þeirra voru laun forstjóra Fjármálaeftirlitisins og

Samkeppniseftirlitsins, Isavia, Íslandspósts, Landspítalans, Landsvirkjunar, allra annarra orkufyrirtækja í eigu ríkisins svo dæmi séu nefnd. Einnig útvarpsstjóra, umboðsmanns skuldara og fleirri. Anna Hermannsdóttir

lögmaður kjararáðs segir flesta hafa lækkað í launum. Sá sem hæstu launin fær af þeim sem settir voru undir kjararáð í fyrra er forstjóri Landspítalans. Hann hefur um 8,2 prósent af áætluðum útgjöldum

ríkisins til umráða og er yfir 5.000 starfsmönnum. Laun hans frá 1. mars á síðasta ári eru 833.752 fyrir dagvinnu og 100 einingar í yfirvinnu eða tæp 506 þúsund krónur. Samtals tæp 1.340 þúsund krónur. Framkvæmda-

stjóri Samskipta fær lægstu laun þeirra sem kjararáð mat í fyrra og er með 586 þúsund í heildarlaun. Lesa má úrskurði kjararáðs um launin á vefnum: http://www. kjararad.is/urskurdir/ allir/


Lífeyrissparnaður

Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Jafnframt var sjóðurinn valinn næstbesti lífeyrissjóðurinn í þeim níu Evrópulöndum sem eru með færri en 1 milljón íbúa. Í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafi skilað sjóðfélögum góðri ávöxtun þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Jafnframt hafi sjóðurinn kynnt nýja þjónustu sem marki ný tímamót en hún felur í sér að hámarka útgreiðslur sjóðfélaga úr lífeyrissparnaði, almennum sparnaði og almannatryggingum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 100 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru rúmlega 42.000 talsins. Sjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 12% lágmarksiðgjald og hentar einnig þeim sem vilja ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn.

Kynntu þér kosti Frjálsa lífeyrissjóðsins á www.frjalsilif.is.

arionbanki.is – 444 7000


FÍTON / SÍA

8

VILTU VITA Í HVAÐ TÍMINN FER? Taktu stjórnina með Tímon tímaskráningarkerfi www.timon.is

fréttir

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Íbúar Holtsbúðar fluttir á Vífilsstaði

Byggingarkostnaður hækkar

Gengi krónunnar veikist

Allir íbúar hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar í Garðabæ hafa verið fluttir þaðan á Vífilsstaðaspítala. Aðbúnaður á heimilinu þótti ófullnægjandi og var gagnrýndur í skýrslu Landlæknisembættisins, eins og Fréttatíminn greindi frá fyrr á þessu ári. Holtsbúð stendur nú auð. Gert er ráð fyrir því að nýtt hjúkrunarheimili verði tekið í notkun í Sjálandshverfi árið 2013. Fram kom í viðtali við Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, í Fréttablaðinu, að samningur hefði verið gerður við Garðabæ um afnot af Vífilsstöðum þangað til. Íbúarnir sem fluttust frá Holtsbúð eru 39, allt eldra fólk sem margt þarf mikillar hjúkrunar við. Í nýja hjúkrunarheimilinu í Sjálandshverfi verður rými fyrir 60 heimilismenn. - jh

Byggingarkostnaður hækkaði lítillega í nóvember eða sem nemur um 0,2 prósent frá fyrri mánuði. Verð á innlendu efni lækkaði um 1,3 prósent en verð á innfluttu efni hækkaði um 2,5 prósent. Vinnuhluti vísitölunnar sem og verð fyrir vélar, flutning og orkunotkun stóð í stað milli mánaða, að því er Hagstofan greinir frá. Byggingarvísitalan hefur hækkað um 10,7 prósent undanfarna 12 mánuði. Hækkunin skýrist helst af mikilli hækkun vinnuliðar vísitölunnar. Í kjölfar kjarasamninganna á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu hefur vinnuliðurinn hækkað um tæp 20 prósent undanfarna 12 mánuði. Á sama tíma hefur innlent efni hækkað um 8 prósent og innflutt um 7 prósent. - jh

Gengi krónunnar hefur veikst að undanförnu. Það veiktist töluvert á þriðjudaginn og kostaði evran þá rétt rúmar 160 krónur. Veikingin gekk þó að hluta til baka. Veikingin hélt áfram á miðvikudag og kostaði Bandaríkjadollar þá tæpar 119 krónur, evran rúmlega 159,5 krónur og pundið rúmlega 185 krónur. Í lok október kostaði dollarinn rúmlega 112 krónur. Skýringin er, að mati Greiningar Íslandsbanka, líklega einna helst árstíðabundin sveifla í gjaldeyrisflæði til og frá landinu, nú þegar innflæði gjaldeyris vegna ferðamanna fjarar út samhliða því sem útflæði eykst vegna jólaverslunar. - jh

 Kirkjuhvoll Unnið að endurnýjun og breytingum

Ýmsir pappírar sem vitna um starfsemi í Kirkjuhvoli komu innan úr veggjum og gólfi hússins. Unnið er að endurbótum en ráðgert er að opna þar allt að tuttugu hótelíbúðir næsta sumar.

Gögnin koma innan úr veggjum og gólfum hússins Veggskraut fyrir alla sem elska falleg eldhús!

Eldhúsdagatalið 2012

Skilagrein frá árinu 1903 og Stjórnartíðindi frá 1905 eru meðal gagna sem komið hafa í ljós við endurnýjun hins sögfræga húss. Bindindisblöð Stórstúkunnar hafa leynst ofan við Vínbarinn. Opnaðar verða hótelíbúðir í húsinu næsta sumar.

N

Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is

Þeir sem í húsinu bjuggu eða störfuðu nýttu sér þjónustu Björnsbakarís. Um það vitna nótur frá árinu 1927.

B. Sendi kr. 45 og jafna það næst ef Guð lofar. Kr. Jóh.“ Svo segir í niðurlagi skilagreinar til Star, sem Kr. Jóhannesson sendir frá Eyrarbakka 15. október árið 1903. Skilagreinin er meðal ýmissa gagna sem komið hafa í ljós innan úr veggjum og gólfum hins sögufræga húss Kirkjuhvols við Kirkjutorg 4 í Reykjavík. Fasteignafélagið Þórsgarður, sem nýverið keypti húsnæðið, vinnur að endurbótum. Næsta vor er fyrirhugað að tilbúnar verði í því allt að tuttugu hótelíbúðir. Meira leiguhúsnæði mun sjá um rekstur þeirra. Jón Sveinsson trésmiður hóf byggingu Kirkjuhvols árið 1899 og lauk henni árið 1901. Húsið er í hjarta Reykjavíkur, sunnan Dómkirkjunnar og skáhalt á Alþingishúsið. Hið veglega hús var fyrsta íbúðarhús Reykjavíkur þar sem komið var fyrir miðstöðvarhitun. Alþýðulestarfélag Reykjavíkur opnaði þar lessal árið 1901 og starfrækti í nokkur ár. Á þriðja áratug liðinnar aldar komst Kirkjuhvoll í eigu bræðranna Herlufs og Arreboe Clausen. Þá var húsið lengi í eigu athafnamannanna Silla og Valda. Ýmis skrifstofu- og verslunarstarfsemi hefur verið í húsinu í gegnum árin en á jarðhæð þess nú eru Pelsinn og Vínbarinn. Við hina gagngeru endurnýjun innviða hússins kemur ýmislegt í ljós, fleira en fyrrnefnd skilagrein sem getur meðal annars um greiðslu læknisvottorðs, sem kostaði 10 krónur, og annarra kostnaðarliða, meðal annars endurgreiðslu til Gísla Gíslasonar. Úr einum veggnum komu Stjórnartíðindi ársins 1905. Þar er fremst auglýsing frá nýstofnuðu Stjórnarráði Íslands þar sem H. Hafstein, ráðherra Íslands, auglýsir kosningu til Alþingis vegna láts Páls Briem, alþingismanns Akureyrarkaupstaðar. „Því þarf,“ eins og segir þar, „að efna til kosninga til Alþingis vegna hins látna þingmanns.“ Neðar á síðunni auglýsir Hannes ráðherra að frá 23. mars 1905 skuli úr gildi

fallnar auglýsingar Stjórnarráðsins frá fyrra ári um sóttkvíar Norðurísafjarðarsýslu (skrifað svo) og Ísafjarðarkaupstaðar vegna mislinga. Önnur auglýsing vekur einnig athygli en laust er þetta herrans ár til umsóknar Stokkseyrarprestakall og tekið fram að prestsekkjan njóti eftirlauna af brauðinu, krónur 181 og 58 aurar. Fleira kom úr gólfum og veggjum en sandur sem notaður hefur verið til einangrunar, þar á meðal passamynd karlmanns tekin á stofu Jóns Sæmundssonar. Þess utan er ýmislegt sem vitnar um rekstur í húsinu og þjónustu sem veitt var. Meðal þess eru vörunótur frá Silla og Valda, rúðustrikuð bókhaldsblöð, þýskur innkaupalisti, vörulisti yfir íþróttavörur og umslag til Árna Sighvatssonar frá Rexo í Chicago, „The Lively Magazine of Photography.“ Tvær nótur eru einnig stílaðar á sama Árna Sighvatsson frá Verzlun Jes Simsen, báðar frá árinu 1930. Á Árna eru einnig stíluð Stjórnartíðindi ársins 1929. Þeir sem í húsinu bjuggu eða störfuðu nýttu sér þjónustu Björnsbakarís. Um það vitna nótur frá árinu 1927. Þótt Vínbarinn sé rekinn um þessar mundir á jarðhæð hins merka húss voru menn öðru vísi þenkjandi þar á þriðja tug liðinnar aldar. Um það vitnar blaðið Templar frá árinu 1930 sem Brynleifur Tobiasson ritstýrði. Á forsíðu þess er rætt um þingsályktunartillögu um áfengisvarnir en stúkufréttir eru inni í blaðinu, innlendar sem erlendar. Þar kemur meðal annars fram að Stórstúkuþingið verði haldið í júní og að reglan hafi orðið 50 ára í Noregi. Auk auglýsinga á baksíðu eru bindindisfréttir á baksíðunni. Þess utan kom í ljós Stjórnarskrá og frumvarp til aukalaga fyrir undirstúkur undir lögsögu Stórstúku Íslands – gefin út af Stórstúku Íslands og prentuð í prentsmiðjunni Gutenberg 1924. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is



10

fréttir

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Dómsmál Lögbannskr afa Horns á DV

Fallið frá lögbannskröfu á DV Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Fjárfestingafélagið Horn, sem er að fullu í eigu Landsbankans, hefur fallið frá lögbannskröfu á hendur DV. Þetta var ákveðið á mánudag, stuttu áður en taka átti málið til aðalmeðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að Horn fékk lögbannskröfu á DV samþykkta til að koma í veg fyrir að blaðið birti fréttir upp úr fundargerðum Horns, sem DV hafði undir höndum, þar sem það gæti kostað félagið milljarða. Jafnframt vildu forsvarsmenn Horns fá gögnin afhent aftur en því var neitað. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir

í samtali við Fréttatímann að þessi niðurstaða sé ánægjuleg en hann líti tilraun Horns til þöggunar alvarlegum augum. „Það er náttúrlega ekki eðlilegt að einhver pótintáti hjá Sýslumanni geti bara sí svona skellt lögbanni á okkur, þaggað niður í okkur og skaðað okkur fjárhagslega. Síðan draga menn bara mál til baka þegar þeim hentar,“ segir Reynir og bætir við að DV eigi eftir að ákveða hvort sóttar verða skaðabætur á hendur Horns vegna „þeirra búsifja sem blaðið varð fyrir vegna lögbannskröfunnar.“ Reynir Traustason, ritstjóri DV. Ljósmynd/Hari

Það er náttúrlega ekki eðlilegt að einhver pótintáti hjá Sýslumanni geti bara sí svona skellt lögbanni á okkur.

 Fasteignir Risaviðskipti í miðbænum

Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að gera Jónas Ingimundarson píanóleikara að heiðursborgara Kópavogs. Með því vill bæjarstjórn sýna honum þakklæti fyrir ómetanlegt starf í þágu tónlistar, menningar og tónlistaruppeldis. Jónas hefur frá árinu 1994 starfað sem tónlistarráðunautur Kópavogs og var einn helsti hvatamaður þess að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs, var byggt. Þrír Kópavogsbúar hafa áður verið gerðir heiðursborgararar, hjónin Finnbogi Rútur Valdemarsson og Hulda Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjórar, árið 1976 og Sigfús Halldórsson tónskáld árið 1994. Bæjarstjórn hyggst heiðra Jónas með móttöku í Salnum 4. desember. - jh

Listasmiðja fyrir börn

Rafrænar greiðslur hjá borginni Allir greiðsluseðlar frá Reykjavíkurborg verða sendir rafrænt í heimabanka frá og með næstu mánaðamótum og ekki prentaðir út fyrir aðra en einstaklinga sem náð hafa 67 ára aldri og fyrirtæki. Hægt er að óska eftir því sérstaklega að fá útprentaðan seðil í Rafrænni Reykjavík. Reykjavíkurborg hætti að senda út prentaða greiðsluseðla vegna fasteignagjalda árið 2010. Hefur það sparað borginni um 280 þúsund heimsendingar á útprentuðum reikningum. Með breytingunni nú er gert ráð fyrir að um 200 þúsund greiðsluseðlar sparist til viðbótar. Sparnaður vegna þessa nemur 40-45 milljónum króna á ári. - jh

Heiðursorðuhafi í Val keypti glæsihýsi Kára Stefánssonar við Hávallagötu og borgaði rúmar hundrað milljónir í peningum fyrir.

Hávallagata 24 hefur hýst ekki ómerkari menn en Jónas frá Hriflu og Kára Stefánsson.

Ingólfur Friðjónsson.

I

ngólfur Friðjónsson, framkvæmdastjóri löginnheimtu Frjálsa fjárfestingabankans, hefur fest kaup á hinu fræga húsi Hamragörðum sem stendur við Hávallagötu. Ingólfur, sem var sæmdur heiðursorðu íþróttafélagsins Vals árið 2008, greiddi 110 milljónir fyrir húsið í peningum. Samkvæmt kaupsamningi þarf núverandi eigandi, félagið Hávallagata 24, sem er aftur í eigu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að aflétta 30 milljóna króna láni á eigninni fyrir lok janúar á næsta ári. Húsið hefur verið á sölu frá því í vor og hafa mörg tilboð borist í það. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst var þó aldrei inni í myndinni hjá Kára að selja

fyrir lægri upphæð en Ingólfur borgar fyrir það. Ljóst er að ekki mun væsa um Ingólf við Hávallagötuna. Húsið er 329 fermetrar og sérlega reisulegt. Það er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1941. Upphaflega var húsið ætlað skólastjóra Samvinnuskólans. Sá var á þeim tíma sjálfur Jónas frá Hriflu og bjó hann í húsinu til dauðadags. Félag Kára keypti húsið af Elfari Aðalsteinssyni, syni Alla ríka á Eskifirði, árið 2002. Samkvæmt kaupsamningi mun Kári afhenda húsið í lok janúar á næsta ári – eða eftir rúma tvo mánuði. Þá mun hann væntanlega flytja með fjölskyldu sína upp í Fagraþing í Kópavogi þar sem hann hefur undanfarin ár staðið í byggingarframkvæmdum. Reyndar þótti yfirvöldum í Kóapvogi hann taka sér fulllangan tíma í verkið á tímabili og hótaði honum dagsektum. Ekki hefur þó aðgerðarleysi verið fyrir að fara hjá Kára í Kópavoginum að undanförnu því húsið, sem er rúmir 500 fermetrar, hefur flogið upp. Það er sérstakt í útliti og teiknað af Hlédísi Sveinsdóttur arkitekt, dóttur Sveins Eyjólfssonar fyrrverandi blaðaútgefanda. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Alltaf nóg að gera fyrir jólin! Góðir posar á hagstæðum kjörum Þjónusta allan sólarhringinn Viðskiptavinir á landsbyggðinni fá senda posa sér að kostnaðarlausu

Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina á www.borgun.is eða í síma 560 1600.

Á r m úla 3 0 | 10 8 Re y k ja v í k | S ím i 5 6 0 16 0 0 | w w w. b o r g u n . i s

Jónsson & Le’macks

jl.is

sÍa

Börnum, 5-9 ára, verður boðið að spreyta sig á eigin listsköpun eftir að hafa skoðað valin verk á sýningunni Þá og nú í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg næstkomandi sunnudag, 27, nóvember, í fylgd Ásgerðar Júlíusdóttur listfræðings. Nokkur verk á sýningunni verða skoðuð sérstaklega þar sem höfðað verður til ímyndunarafls barnanna og sögur sagðar. Að spjallinu loknu fer í gang listsmiðja þar sem börnin fá tækifæri til að skapa og túlka það sem fyrir augu bar. Foreldrum jafnt og yngri eða eldri systkinum er einnig velkomið að taka þátt. Sætafjöldi er takmarkaður en skráning fer fram í afgreiðslu safnsins við Fríkirkjuveg 7 og í síma 515 9600 til dagsins í dag, föstudags. - jh

Hriflu-villa Kára fór á 110 milljónir

Ljósmynd/valur.is

Jónas heiðursborgari Kópavogs


ÞjónustudAgAr shell

Vörumerki Shell eru notuð af Skeljungi með leyfi Shell Brands International AG.

ENNEMM / SÍA / NM49144

Full ÞjónustA á sjálFsAFgreiðsluverði

Starfsmenn á plani veita þjónustu í boði hússins fram að áramótum, alla daga milli kl. 7.30 og 19.30 (fylgir opnunartíma verslana um helgar). starfsmenn okkar á plani...

· dæla eldsneyti án þjónustugjalds · tékka á og fylla á olíuna · tékka á og fylla á rúðuvökva · Aðstoða við skipti á rúðuþurrkum · Aðstoða við skipti á perum Aukin afköst með framúrskarandi tækni.


12

fréttaskýring

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Einelti minna ef skólabragur er góður Ný greining sýnir að einelti er marktækt minna í skólum sem vinna eftir Olweusaráætluninni gegn einelti en í skólum sem gera það ekki. En munurinn er lítill. Kolbrún Baldursdóttur sálfræðingur bendir á aðra möguleika sem ekki eru dýrir. Hún segir málið snúast um forgangsröðun og nýtingu peninganna. Jónas Haraldsson gluggaði í nýja skýrslu og kynnti sér skoðanir Kolbrúnar.

F

átt er eins skemmandi og einelti. Skaðsemi langvinns eineltis getur varað alla ævi,“ segir meðal annars á vef Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings. Þar kemur fram að sjálfsmat barns sem orðið hefur fyrir ítrekuðum árásum eða hunsun og fyrirlitningu annarra barna í langan tíma verður fljótt eins og rjúkandi rúst. „Þeir sem þetta hafa þolað, án þess að tekist hafi að grípa inn í og stöðva, leggja iðulega af stað út í lífið með skaddaða sjálfsvirðingu,“ segir enn fremur en tilfinningar eins og reiði, vanmáttur og höfnun fylgir þessum einstaklingum ævilangt. Líðan geranda eineltis er heldur ekki góð en ein helsta orsök þess að einstaklingur meiðir annan, telur Kolbrún vera, lágt sjálfsmat og vanlíðan. Þegar rætt er um einelti er um að ræða ámælisverða eða endurtekna ótilhlýðilega háttsemi, það er athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, sniðganga, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Það er því að vonum að leitað sé allra leiða til að fyrirbyggja einelti og stöðva það sem er í gangi. „Hagsmunir allra barna í eineltismálum eru í húfi hvort heldur þolanda, geranda eða fylgismanna,“ segir Kolbrún. Í nýrri reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum kemur meðal annars fram að allir skólar skulu setja sér heildstæða stefnu til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun. Skólar skulu setja aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum.

Kostnaði þarf að fylgja árangur

Tugir skóla taka þátt í Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli en aðrir nota aðrar aðferðir. Áætlunin er kennd við norska prófessorinn Dan Olweus en á síðu þess verkefnisins kemur fram að það sé rekið á fjárhagslega sjálfstæðum grunni með styrk frá menntamálaráðuneytinu og með stuðningi Háskóla Íslands og Námsgagnastofnunar. Út er komin skýrsla eða greining eftir Almar Miðvík Halldórsson, hjá Skólapúlsinum: „Einelti og líðan nemenda í grunnskólum sem vinna samkvæmt Olweus áætluninni gegn einelti skólaárið 2010-2011“. Greiningin var unnin að beiðni Kolbrúnar Baldursdóttur en

staða í skólunum var metin eftir því hvort þar var unnið eftir Olweusaráætluninni gegn einelti eður ei. Kolbrún sagði í viðtali við Fréttatímann að Olweusarverkefnið kostaði skólana og hið opinbera umtalsverða fjármuni. „Í skýrslunni koma fram upplýsingar fyrir skólastjóra til að moða úr, hvort heldur þeir fylgja Olweusaráætluninni eða ekki. Um leið bendi ég á að til eru aðrir valmöguleikar til að koma sér upp aðgerðum gegn einelti sem eru ekki kostnaðarsamir. Þegar verið er að borga mikið fyrir eitthvað þarf að fylgja árangur yfir heildina. Í skýrslunni kemur fram að 7. bekkur grunnskóla nýtur góðs af þátttöku í verkefninu og það virðist einnig skila sér til yngri barnanna en unglingarnir, það er 8. og 9. bekkur, eru, samkvæmt þessari greiningu, ekki að njóta neins sérstaks góðs af þessu verkefni ef borið er saman við aðra skóla sem ekki styðjast við Olweus. Það þarf þá að gera eitthvað annað fyrir þann aldurshóp ef marka má þessar niðurstöður. Með þessar upplýsingar getur hver og einn skólastjóri metið stöðuna hjá sér og athugað leiðir til að mæta þörfum allra árganga,” segir Kolbrún.

Munur en þó lítill

Í könnun Almars eru 70 skólar, 32 þeirra voru í Olweusaráætluninni en 38 skólar ekki skráðir í hana. Kynjahlutfall var jafnt en skólarnir misstórir, frá 25 nemendum til 349 nemenda. Í samantekt greiningarinnar kemur fram að í heild sýnir rannsóknin að einelti er marktækt minna í skólum sem vinna eftir Olweusaráætluninni en í skólum sem gera það ekki en munurinn er þó lítill. Hann tengist aldri nemenda og aldurskiptingu skólans. Svo virðist sem jákvæðari áhrifa áætlunarinnar njóti ekki við í 6. og 7. bekk ef eldri nemendur eru í skólanum. „Áberandi mest áhrif eru af áætluninni í 7. bekk í skólum án unglingastigs en mun minni í 7. bekk skóla með unglingastig. Hafa ber í huga að í þessum skólum eru nemendur í 7. bekk elstir í skólanum og einelti þar eingöngu bundið við jafnaldra, en í skólum með unglingadeild geta nemendur í 7. bekk orðið fyrir einelti bæði af hendi jafnaldra og eldri nemenda í skólanum. Í Olweus skólum eru tengsl eineltis við líðan nemenda ekki frábrugðin því sem gerist í öðrum skólum,“ segir í samantekt Almars. Hann segir niðurstöðurnar benda til þess að með Olweusaráætluninni takist að draga úr neikvæðum áhrif-

Hefði viljað sjá að skólar með Olweusaráætlunina væru að koma verulega betur út til að réttlæta kostnaðinn.

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. Hún segir að hver og einn skólastjóri verði að meta stöðuna gagnvart einelti, hvort sem skólinn styðst við Olweusaráætlunina eða ekki. Ný greining sýnir að 7. bekkur grunnskóla nýtur góðs af þátttöku í Olweusaráætluninni en ekki 8. og 9. bekkur. Ljósmynd Hari

um eineltis á líðan í 7. bekk en ekki í öðrum bekkjum. Kolbrún segir að miðað við þetta megi vel spyrja hvort Olweusaráætlunin hafi verið að gefa nógu góða raun þótt hún sé viss um að það hafi gert okkur gott að innleiða hana á sínum tíma. „Það hjálpaði okkur að kortleggja þessa hluti en síðan má benda fólki á að aðrir valmöguleikar eru fyrir hendi sem eru ekki eins kostnaðarsamir. Þetta er vissulega allt spurning um forgangsröðun og nýtingu peninga. Við erum svo glöð þegar við byrjum á einhverju, borgum og borgum en skoðum ekki hvernig fjármagnið nýtist. Ég hefði viljað sjá að skólar með Olweusaráætlunina væru að koma verulega betur út til að réttlæta kostnaðinn en skýrslan er gagnleg fyrir Olweusarskólana til þess að sjá hvar eru styrkleikar og hvar eru veikleikar með notkun Olweusaráætlunarinnar. Það þarf því svona rýningu, helst árlega, til þess að skólarnir og ríkið viti í hvað peningarnir fara. Ég bendi á mikilvægi þess að gera svona úttekt, sérstaklega þegar verið er að leggja fé í eitthvað, að ekki sé bara skrúfað frá krana og látið renna án þess að skoða áhrifin.“

Tíðni eineltis tengist skólabrag

Kolbún bendir á að hún sé með upplýsingavef um einelti og fleiri hafi komið með góðar ábendingar fyrir skóla. Á vef Kolbúnar, kolbrunbaldurs.is, „Höldum saman gegn einelti“ er aðgangur frjáls og frír. „Skólar geta tekið af vefnum upplýsingar, meðal annars hugmyndafræði, hvernig hægt er að byggja upp og viðhalda jákvæðum skólabrag, verklag og

Birtingarmyndir eineltis

viðbragðsáætlanir sem og aðra fræðslu um aðgerðir gegn einelti. Við þekkjum afleiðingar eineltis og því er til mikils að vinna. Á þennan vef hef ég sett inn atriði sem skiptir máli að gera þegar svona mál koma upp og hvað þarf að varast ef þessi mál eiga ekki eftir að verða að martröð. Þarna fær fólk aðferðafræðina og leiðbeiningar um verkferla. Á síðunni er efni flokkað, hvort um er að ræða vinnustaði, skóla, íþrótta- og æskulýðshreyfingar og einnig efni sérstaklega ætlað foreldrum. Það er fullt af skólum sem vinna ekki eftir Olweusaráætluninni sem eru með fyrirmyndarvinnubrögð. Sama má segja um marga skóla sem starfa eftir Olweusaráætluninni. Víða má nú sjá samskiptareglur, tilkynningareyðublöð um einelti og viðbragðsáætlanir, allt aðgengilegt á heimasíðum skóla,” segir Kolbrún. Hún segir það meðal annars tengjast skólabrag hvort eineltismál séu tíð eða ekki. „Þar sem er góður skólabragur og ef skólinn er góður vinnustaður þar sem kennurum og starfsfólki líður vel og þar sem reglur eru skýrar og börnin upplýst um þær með reglulegu millibili tel ég að eineltismálum hafi fækkað,“ segir Kolbrún um leið og hún leggur áherslu á að kallað sé eftir góðum tengslum foreldra og skóla og samvinnu við nemendur. „Hver og einn verður að taka ábyrgð á þeim þætti sem að honum snýr. Samvinna og samhugur er það eina sem gildir í þessu sem svo mörgu öðru sem lýtur að manneskjunni og velferð hennar.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Samantekt Kolbrúnar Baldursdóttur

Birtingarform:

Athugasemdir um: Rafrænt einelti

Hroki (valdhroki), fyrirlitning. Ókurteisi. Óljós eða tvíræð skilaboð. Óraunsæjar eða ósanngjarnar kröfur um markmið eða tímaáætlanir. Upplýsingastreymi takmarkað markvisst til starfsmanns.

Klæðaburð. Mataræði. Líkamsburð, stíl, venjur, siði eða hátt. Húðlit, menningu eða trúarbrögð.

Birtingarform eineltis geta verið dulin:

Kerfisbundin útskúfun, hunsun, horfa ekki í augu (þolandi upplifir sig ósýnilegan). Aðili markvisst einangraður frá félagslegum samskiptum. Endurteknar skammir sem beinast meðal annars að frammistöðu. Óréttmæt gagnrýni á faglega hæfni.

Slúður. Undirróður. Baktal. Neikvætt tal eða níð sem er til þess fallið að kasta rýrð á manneskju, bæði persónulega og faglega, í augum samstarfsmanna.

Gróf stríðni, hæðni.

Þegar neikvæð skilaboð eru send rafrænt/á Netinu eða farsíminn notaður til að senda neikvæðar upplýsingar um einhvern. Þegar Facebook, spjallsíður eða aðrar rafrænar leiðir eru notaðir til að tala illa um eða níða skóinn af einhverjum einum einstaklingi.


RÚLLAÐU INN Í AÐVENTUNA

F í t o n / S Í A

Fjórfaldur Lottópottur stefnir í 26 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is

0 2 6/11 2

W.L 11 | W W

OT TO.I

S


sögubrot

14

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Pútin, Vladimir Pútin Sagan sem varð að segja, saga athafnamannins Ingimars H. Ingimarssonar, kemur út fyrir jólin og er skrifuð af Þorfinni Ómarssyni. Ingimar er hvað frægastur fyrir að hafa verið viðskiptafélagi Björgólfsfeðga í bjórævintýrinu í Rússlandi sem endaði á þann veg að þeir hirtu bjórverksmiðjuna af Ingimar eftir því sem fram kemur í bókinni. Hér að neðan er brot úr sögunni sem kemur út í dag, föstudag.

L

ífssaga Ingimars H. Ingimarssonar er ævintýri líkust – og á köflum eins og æsilegasta njósna- og spennusaga. Í sögu Ingimars skiptast á skin og skúrir, stórir sigrar og sárir ósigrar – jafnt í einkalífi og starfi. Sjálfa fæðingu hans bar að með dramatískum hætti og átti það eftir að lita samskipti hans og móður hans næstu áratugi. Þegar móðir hans varð ólétt að honum var hún í hjónabandi með öðrum manni en föður hans og uppskar reiði og útskúfun fyrir. „Þessir atburðir höfðu líka alla tíð djúpstæð áhrif á samband hennar við mig. Þetta var sem skuggi yfir okkar sambandi og er sárt að hugsa til þess að þetta þurfti að fara svona.“ Hann lýsir því í bókinni hvernig móðir hans bað hann fyrirgefningar þegar hún lá banaleguna en þá var hann í þungri drykkju og ekki tilbúinn til að takast á við þetta: „Í millitíðinni hafði ég reynt að drekka þetta burt, en það gekk auðvitað ekki, enda aðeins flótti frá vandamálinu. En ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég hafði rekið mig illa á í félagi við Bakkus.“

Umsvifamikill arkitekt enn í námi

Ingimar ólst upp í Reykjavík eftirstríðsáranna en var þegar í æsku haldinn mikilli athafnaþrá. Sem barn að aldri framleiddi hann og seldi drullusokka á reiðhjól, í menntaskóla stundaði hann gjaldeyrisviðskipti og þegar hann hélt utan til Braunschweig í Þýskalandi í arkitektanám fór lítið fyrir hefðbundinni skólagöngu, hann var farinn að lesa utanskóla eftir nokkra mánuði og starfaði á sama tíma við fagið, bæði undir handleiðslu annarra og eins á eigin vegum. Hann kom sér upp vinnuaðstöðu heima og leitaði svo uppi auðar lóðir í borginni. „Ég gat teiknað húsin sem áttu að rísa á þessum lóðum, hvort sem það voru íbúðir, skrifstofur eða verslanir, og vissi allt um fermetraverð, leiguverð og annan kostnað. Ég þekkti orðið skipulagssviðið í borginni og gat gert alla kostnaðarútreikninga. Fyrir vikið var ég fær um að kynna allsherjaráætlanir sem gengu út á að fjárfestar gátu á frekar stuttum tíma fengið til baka allt sitt og gott betur.“ Síðan seldi hann tryggingafélögum hugmyndirnar.

Drullusokkar og flugeldhús

Ingimar varð einn fyrsti arkitektinn í Evrópu til að teikna í tölvu og byggði fljótt upp stóra teiknistofu í Reykjavík. En þrátt fyrir að vera umsvifamikill húsameistari þá var lífið enginn dans á rósum eins og hann lýsir í bókinni; hjónabandið beið skipbrot, hann játaði sig sigraðan fyrir Bakkusi – eftir harða glímu – og átti í deilum við SAS eftir að hafa unnið með þeim um víða veröld við hönnun og uppsetningu flugeldhúsa. Kvöldið sem Berlínarmúrinn hrundi hafði Ingimar fengið nóg af deilum, ákvað að söðla

um og halda á vit ævintýranna í Austur-Evrópu.

Bréfasprengjur og horfnir menn

Leið hans lá vítt og breitt um þessi nýfrjálsu ríki þar sem veruleikinn var annar en hann átti að venjast; menn hurfu af yfirborði jarðar, fengu bréfasprengjur, voru handteknir fyrir að að stela ríkiseignum, einkaþotur opnuðust í mikilli hæð og svo mætti lengi telja. Á einum stað segir Ingimar í bók þeirra Þorfinns: „Þetta var ekki síðasti maðurinn í mínu viðskiptaumhverfi sem týndi lífi. Hvert var ég eiginlega kominn?“

Óvænt tækifæri

Dramatískustu viðburðirnir þar eystra áttu sér hins vegar stað í Leníngrad, síðar St. Pétursborg. Þangað kom Ingimar í leit að tækifærum en fyrst á dagskrá var að setja á stofn pizza-keðju eins og hann hafði gert í Austur-Berlín. En þegar hungursneyð og almenn örbirgð ríkja í borg er tómt mál að tala um að opna veitingastaði. Á hinn bóginn kom í ljós að það var engin leið að hringja til útlanda úr borginni nema hvað tvær línur voru frá Hótel Astoria. Þarna sá Ingimar tækifæri og tók að leggja drög að stofnun símafyritækis. Til greina kom að sigla skemmtiferðaskipi til Pétursborgar frá Bandaríkjunum þar sem sett yrði upp fjarskiptamiðstöð en niðurstaðan varð sú að kaupa tvo farsímagáma sem höfðu skilað sínu hlutverki í Flóabardaga hinum fyrri en þeim hafði verið varpað niður í eyðimörkina í Kúveit. Til þess að stofna símafélag þurfti leyfi frá fyrirtækjaskrá Pétursborgar. Ingimar var kominn í gott samband við borgaryfirvöld, hafði meira að segja farið með sjálfan borgarstjórann í sögulega ferð til Englands sem hann lýsir í bókinni.

Örlagavaldur

Einn af aðstoðarmönnum Sobtsjaks borgarstjóra hafði alltaf virkað fremur kuldalegur á Ingimar. „Hann brosti sjaldan og gaf ekki færi á kæruleysislegu „small-talk“, sem gjarnan er fyrsta skrefið í kynnum manna. Þessi maður virtist því sannkallaður bjúrókrati og ef hann sagði eitthvað á þessum fundum þá var það beint eftir bókinni og flokkslínunni.“ Þegar Ingimar kom á fund borgarstjóra til að leggja fram ýmis gögn til staðfestingar á stofnun á fyrsta einkasímafyrirtækinu í borginni – og öðru einkareknu símafélagi Rússlands – var borgarstjórinn ekki viðlátinn: „Eftir langa mæðu er okkur boðið inn til fundar, en þá er Sobtsjak ekki á staðnum heldur aðeins þessi lokaði og kaldi aðstoðarmaður hans. Hann situr þarna við endann á T-borði, kynnir sig sem yfirmann firmaskrár og segir að af þeim sökum hafi verið ákveðið að hann tæki þennan fund. Firmaskráin átti

Ingimar og Þorfinnur hittust í fyrsta sinn á almannafæri á þriðjudag. Þorfinnur segir þá hafa hegðað sér eins og þeir væru í leynilegu ástarsambandi við vinnslu bókarinnar – hist í skjóli nætur heima hjá Ingimari enda um eldfimt efni að ræða. Ljósmynd/Hari

síðar eftir að verða mikill örlagavaldur í sambandi við gosverksmiðjuna, en það er önnur saga. Ég fer að segja þessum undirmanni Sobtsjaks frá því hvað við séum að gera í hinu nýstofnaða símafyrirtæki og í ljós kemur að hann er vel undirbúinn og veit allt um málið. Það er sama hvað ég tala um, hann veit allt um öll okkar verkefni. ... Fundurinn var fínn og stóð í ein þrjú korter. En þessi aðstoðarborgarstjóri var mjög ákveðinn og endurtók sömu setninguna aftur og aftur: „Herra Ingimarsson: Þér verðið að gera yður grein fyrir því að þetta er ekki leyfi til að reka símafélag, þetta er bara leyfi til að stofna fyrirtækið.“ Ég lét fyrst sem ég heyrði það ekki, enda ætlaði ég ekkert endilega að reka fyrirtækið til langframa. En hann lagði á þetta höfuðáherslu og á endanum sagði ég það ekkert vandamál. Svo kemur að því að við kveðjumst og þá fyrst kynnir þessi nýi undirmaður Sobtsjaks sig með nafni: „Ég heiti Pútín, Vladimír Pútín.““

Einkaspæjarar, hlerunarbúnaður, hótanir Eftir að Ingimar seldi símafyrirtækið Peter­ Star, sem enn er starfandi í Rússlandi og hætti sem forstjóri þess, hitti hann í Reykjavík mann sem hann þekkti frá gamalli tíð, Björgólf Guðmundsson. Björgólfur þá hafði fengið það verkefni að selja átöppunarverksmiðju úr landi. Ingimar ákvað að skoða málið og varð niðurstaðan sú að hann ákvað að kaupa verksmiðjuna í samvinnu við breskan viðskiptafélaga sinn og flytja í austurveg. Ingimar var með rammasamning við borgarstjórn Pétursborgar um atvinnustarfsemi í borginni. „Eitt af því sem þar var talið upp, í enskri þýðingu, var „food packing“ og gosdrykkjaframleiðsla féll svo sannarlega undir það.“ Ekki gekk áfallalaust að koma verksmiðjunni í gang en reksturinn var farinn að ganga vel þegar Ingimar frétti til Íslands, þar sem hann var nýkominn úr uppskurði, að íslenskir starfsmenn verksmiðjunnar hefðu yfirtekið hana. Í hönd fóru dómsmál sem Ingimar vann öll, við sögu komu einkaspæjarar, hlerunarbúnaður, hótanir – og firmaskrá Pétursborgar.

Fjárfestu í sjóði til efri áranna Þú greiðir ekki fjármagnstekjuskatt fyrr en við sölu eigna í sjóði Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is

50% afsláttur af söluþóknun sjóða fram til 16. desember Hagkvæm og fagleg eignastýring Hátt vægi ríkistryggðra eigna

Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is



16 

fótbolti

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Meistar adeild Evrópu

Stjórarnir þrír Roberto Mancini, Andre Villas-Boas og Alex Ferguson eru undir mikilli pressu fyrir síðustu umferð riðlakeppni meistaradeildar Evrópu sem fer fram eftir tæpar tvær vikur. Nordic Photos/Getty Images

Þrjú ensk lið í hættu Ensk lið hafa átt frábæru gengi að fagna í meistaradeild Evrópu á undanförnum árum og tvívegis hrósað sigri, árin 2005 og 2008. Nú er svo komið að fyrir síðustu umferð riðlakeppninnar er aðeins eitt enskt lið öruggt áfram í sextán liða úrslit. Og það er ekki Manchester City, ekki Manchester United og ekki Chelsea heldur Arsenal.

M

Jólahlaðborð 2011 Jólaveisla fyrir einstaklinga og hópa allar helgar á aðventunni di Lifan ónlist ót pían úfum lj með um ög l a l ó j

Gallery Restaurant – Hótel Holt sér um allar veitingar í Viðeyjarstofu.

videyjarstofa@holt.is

sími 552 5700

www.videyjarstofa.is

anchester United, Manchester City og Chelsea eiga öll á hættu að komast ekki í sextán liða úrslit meistaradeildarinnar. Aðeins er ein umferð eftir af riðlakeppninni og er Arsenal eina enska liðið sem er öruggt áfram. Þetta er ekki í samræmi við gengi ensku liðanna í meistaradeildinni undanfarin ár. Frá árinu 2005 hefur aðeins einn úrslitaleikur, leikur Inter og Bayern München árið 2010, farið fram án þess að enskt lið væri að spila. Úrslitaleikurinn árið 2008 var til að mynda á milli ensku liðanna Manchester United og Chelsea. Þetta var aðeins í þriðja sinn sem það gerðist í sögu keppninnar að lið frá sama landi etji kappi á þeim vettvangi. Áður höfðu spænsku liðin Real Madrid og Valencia mæst í úrslitaleik árið 2000 og ítölsku liðin AC Milan og Juventus árið 2002. Árin 2008 og 2009 voru þrjú ensk lið í úndanúrslitum en nú er bleik brugðið; Chelsea, Manchester City og Manchester United eru öll í hættu á að detta út þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni. Möguleikar liðanna eru misgóðir. Þannig nægir Manchester United jafntefli, Chelsea dugar sigur eða markalaust jafntefli en Manchester City þarf að sigra og auk þess að treysta á hagstæð úrslit í hinum leiknum í riðlinum. Chelsea mætir Valencia á Stamford Bridge þriðjudaginn 6. desember. Liðin eru jöfn að stigum, einu stigi á eftir Bayer Leverkusen sem er öruggt áfram. Ef Chelsea vinnur er öruggt að liðið endar í öðru af tveimur efstu sætunum og kemst í sextán liða úrslitin. Ef úrslitin verða markalaust jafntefli kemst Chelsea einnig áfram þar sem fyrri leikurinn í Valencia endaði 1-1 – Chelsea kæmist áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli í innbyrðisviðureignum. Allar aðrar jafnteflistölur sem og sigur Valencia þýða að Valencia kemst áfram á kostnað Chelsea. Manchester United mætir svissneska liðinu Basel á útivelli. United er í öðru sæti riðilsins, stigi á undan Basel. Þannig dugar Manchester United sigur eða jafntefli. Tap þýðir hins vegar að Basel kemst áfram með Benfica sem er þegar öruggt í sextán liða úrslit. Verkefni Manchester City er torveldast. Manchester City þarf að sigra Bayern München á heimavelli og á sama tíma að treysta á að spænska liðinu Villarreal vinni Napoli á heimavelli. Bayern München hefur ekki tapað leik í meistaradeildinni á þessu tímabili en Villarreal hefur tapað öllum fimm leikjum sínum. oskar@frettatiminn.is


FYRIR SKRIFSTOFUNA Á EINUM STAÐ

Dealer skrifborðsstóll Verð: 24.900 kr.

Tilboð: 18.675 kr.

Penninn býður gríðarlega mikið úrval af stórum og smáum gæðavörum fyrir skrifstofuna og jafnframt frábæra þjónustu og ráðgjöf varðandi rekstrarvörur, húsgögn og skipulag skrifstofunnar á einum og sama staðnum! Nýttu þér þægindin og pantaðu allt fyrir skrifstofuna hjá Pennanum.

25% afsláttur

Medapal skrifborðsstóll Verð: 129.900 kr.

Tilboð: 103.920 kr.

20% afsláttur

20% afsláttur

20% afsláttur

Shape skrifborðsstóll

Tertio skrifborðsstóll

Verð: 129.900 kr.

Tilboð: 103.920 kr.

Hafðu samband við Fyrirtækjasvið Pennans í síma 540 2050 eða fyrirspurn@penninn.is. Vertu jafnframt velkomin/n í verslanir okkar í Hallarmúla 2-4. Söluráðgjafar Pennans eru fyrirtækjum innanhandar með faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu. Nýttu þér þægindin og pantaðu allt fyrir skrifstofuna á einum stað: RITFÖNG - REKSTRARVÖRUR - HÚSGÖGN - KAFFI. Nánari upplýsingar um vörur og verð á penninn.is

www.penninn.is | sími 540 2050 | pontun@penninn.is

Verð: 74.900 kr.

Tilboð: 59.920 kr.

ENNEMM / SÍA / NM49081

ALLT

Fáðu tilboð í heildarviðsk iptin hjá söluráðg jafa


18

viðtal

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Kristín Ólafsdóttir og Jóhann Gunnar Arnarsson: Við buðum okkur fram sem hjón í þessa stöðu. Ljósmynd/Hari

Hjónin Jóhann Gunnar Arnarsson og Kristín Ólafsdóttir hafa dansað við hlið helsta hefðarfólks Evrópu og þó víðar væri leitað. Það fylgdi því að annast sjálfan forseta Íslands. Hjónin hafa nú vent kvæði sínu í kross og yfirgefið Bessastaði; Jóhann fór til starfa á varðskipinu Þór en Kristín starfar á hóteli og fasteignasölu. Þeim fellur iðjuleysið illa.

Bryti forseta og hirðmey Dorritar

Þ

Ég er svo mikill royalisti í mér að ég held óskaplega mikið upp á dönsku krónprinshjónin, Mary og Friðrik. Þau eru falleg að utan sem innan.

egar Jóhann Gunnar Arnarsson sveiflaði sér í dansi í konungshöllinni í Stokkhólmi fannst honum dálítið sérkennilegt að þau sem dönsuðu við hlið hans voru Viktoría krónprinsessa og hinn nýi eiginmaður hennar Daniel Westling en hinum megin sveifluðu þau sér í dansi Haraldur Noregskonungur og Sonja eiginkona hans. Þetta var á brúðkaupsdegi Viktoríu og Daniels og eiginkona Jóhanns Gunnars, Kristín Ólafsdóttir, hefur stigið dans við hlið Alberts Mónakóprins, Karólínu systur hans og Karls Gústafs Svíakonungs og Sylvíu drottningar. Og hvernig stendur á því að íslensk hjón hafa upplifað þetta návígi við helsta hefðarfólk Evrópu? Jú, vegna þess að í níu ár störfuðu þau á Bessastöðum, hann sem bryti og hún sem þjónn. Fyrir þremur mánuðum létu þau af starfi sínu á Bessastöðum og ventu kvæði sínu í kross. Jóhann Gunnar er nú bryti á varðskipinu Þór þar sem hann eldar ofan í átján skipverja og Kristín starfar sem þjónn í hlutastarfi á Grand hótel frá sex á morgnana til tólf á hádegi nokkra daga í viku og fer þaðan beint á fasteignasöluna Remax Alpha.

Einsog að reka lítið hótel

Starfið á Bessastöðum fól í sér að þau bjuggu í húsi á staðnum, enda vaktir eins og maður segir á lélegri íslensku „24/7“ – semsagt alltaf til staðar. „Í raun má líkja starfinu á Bessastöðum við það að maður reki hótel,“ segir Kristín. „Það þarf að fara inn á hvert herbergi daglega og gæta þess að allt sé hreint og fínt, elda mat, taka á móti gestum, þjóðhöfðingjum og öðrum og það var alltaf nóg að gera.“ Þegar þjóðhöfðingjar sóttu Bessastaði heim var það oftast Jóhann Gunnar sem sá um eldamennskuna, enda annálaður matreiðslumaður, sjálflærður. „Nema auðvitað í stóru opinberu veislunum, þá fengum við matreiðslumeistara okkur til aðstoðar,“ útskýrir hann. Kristín er hins vegar menntaður

þjónn, svo hún sinnti því starfi af mikilli kostgæfni og um það getur sú sem hér skrifar vitnað. Þegar Vacláv Klaus forseti Tékklands kom í opinbera heimsókn hingað til lands var mér – sem hálfum Tékka – boðið til kvöldverðar á Bessastöðum. Þá var mér bent á að Jóhann Gunnar myndi ekki heilsa mér sérstaklega; hann væri þarna í starfi „butlers“, sem tæki á móti gestunum við bílana, fylgdi þeim inn í hús og hengdi upp yfirhafnir. Mér leið svolítið eins og ég væri að fara í leikrit: Átti ég virkilega ekki að heilsa manni sem ég hef þekkt í næstum 20 ár? En þegar Jóhann Gunnar tók á móti mér fékk ég faðmlag og koss og Kristín kom sérstaklega fram til að faðma mig líka: „Við erum nú bara mannleg!“ segja þau hlæjandi. „Að sjálfsögðu heilsum við þeim sem við þekkjum,“ Maður varð aldrei var við að þau væru að þjóna; glösin voru allt í einu full án þess að maður yrði var við að nokkur hefði komið að borðinu, diskar hurfu og nýir komu og allt eins og ósýnilegt fólk væri að verki. Þau kynntust árið 1993 í Vestmannaeyjum, þar sem Kristín starfaði á veitingastað vinkonu sinnar. Jóhanni, sem á rætur að rekja til Vestmannaeyja og Akureyrar, var boðin vinna á staðnum. En örlögin ætluðu þeim ekki að verða nema vinir þá og það var ekki fyrr en árið 1998 sem þau náðu saman og giftu sig á nýársdag árið 2000. „Við erum sálufélagar,“ segir Kristín. „Í þrettán ár höfum við búið saman og unnið saman og aldrei rifist. Við erum ekki alltaf sammála, en við getum rætt málin án þess að rífast. Stelpurnar hafa aldrei heyrt rifrildi á heimilinu.“

Danskennari þjónar á Bessastöðum

Stelpurnar þeirra eru þrjár: Kristrún Dröfn, 21 árs, býr með unnusta sínum á Álftanesi, en þær yngri; Katrín Ósk, 14 ára og Margrét Hörn 12 ára búa auðvitað heima. Katrín Ósk leikur á gítar og Margrét á þverflautu, auk þess sem þær systur syngja eins og englar en Kristrún stundar nám við Háskólann í Reykjavík. Margrét er

stórkostlegur dansari og hefur unnið til margra verðlauna auk þess sem hún leikur í Skoppu og Skrýtlu og Galdrakarlinum í Oz. Ekki skrýtið að hún hafi dansinn á færi sínu, pabbi hennar hefur dansað frá fjögurra ára aldri og er menntaður danskennari frá Dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar. „Ég lærði fyrst dans hjá Heiðari Ástvaldssyni í Alþýðuhúsinu heima á Akureyri. Þremur árum seinna vildi mamma einnar bekkjasystur okkar, Lóa systir séra Hjálmars Dómkirkjuprests, endilega kenna okkur gömlu dansana heima í stofunni heima hjá sér. Hún spilaði á nikku og við dönsuðum eftir fyrirmælum hennar. Hún hvatti okkur til að fara í dansskóla, sem við gerðum. Vinir mínir hættu þegar við vorum 12 ára en ég hélt áfram. Ég ólst upp á Akureyri, nema hvað við bjuggum eitt ár í Danmörku og ég lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1993.“ Kristín er fædd og uppalin í Hveragerði en bjó í Vestmannaeyjum í nokkur ár og segist hafa ákveðnar taugar til Eyja. Á heimili þeirra má sjá mynd af tveimur lundum og Vestmannaeyjar í baksýn, kveðjugjöf frá samstarfsfólki hjá forsetaembættinu, málað af fyrrum starfsmanni. „Lundarnir eiga að tákna okkur þegar við kynntumst á eyjunni okkar sem er okkur svo kær. Föðurfólkið mitt er úr Stykkishólmi svo ég er líka með sterkar taugar þangað.“

Með blómabúð í París

Jóhann Gunnar vann á Edduhótelinu á Húnavöllum áður en hann hélt til Eyja og síðar varð hann hótelstjóri á Edduhótelinu að Núpi í Dýrafirði og loks á Flúðum. Þar fór Kristín að vinna eftir að þau byrjuðu saman og eftir það fluttu þau norður á Akureyri þar sem þau störfuðu bæði á hótel KEA. „Ég var vaktstjóri og Kristín sá um morgunverðinn,“ segir Jóhann. „Svo fyrir enn eina tilviljunina í lífinu keyptum við Blómabúð Akureyrar sem var staðsett í húsinu París.“ Blómabúð? Já, það kemur nefnilega í ljós að Kristín ætlaði ekkert að segja mér frá öllu því sem hún hefur lært: Hún lauk námi sem þjónn árið 1991,

Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is

er lærður blómaskreytir, tækniteiknari og skrifstofutæknir og er að ljúka námi í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. „Miklir vinir okkar, Sigmundur og Inga, áttu þessa blómabúð og spurðu hvort við vildum ekki bara kaupa hana og við slógum til. Sigmundur og Inga höfðu keypt þetta merka hús, París, sem var byggt árið 1913. Við tókum við blómabúðinni 1. ágúst 2001.

Á Bessastaði

Árið 2003 var aftur komið að tímamótum. Í Morgunblaðinu birtist auglýsing um starf á Bessastöðum og inn í blómabúðina kom viðskiptavinur sem benti þeim á hana og sagði að þau væru fædd í þetta starf. „Það var svolítið fyndið,“ segir Kristín, „Við vorum bæði búin að sjá auglýsinguna en ekkert rætt hana okkar á milli. Við hugsuðum að kannski væri þetta bara merki um að við ættum að sækja um og notuðum sömu tækni og forsetinn þegar hann bauð sig fram: Við buðum okkur fram sem hjón í þessa einu stöðu. Þetta var langt og strangt ferli; fyrst á ráðningarstofu, svo á skrifstofu forseta og loks á heimili forsetahjónanna. Svo þurftum við að fara í prufur sitt í hvoru lagi í nokkra daga, til að kanna hvort þau kynnu við okkur og við við þau. Þau sáu greinilega eitthvað í okkur og við vorum ráðin. Við ætluðum bara að verða gömul í yndislegu blómabúðinni okkar en úr því við fengum starfið ákváðum við bara að stökkva.“ „Þetta eru tilviljanir sem ég elska,“ segir Jóhann. „Bessastaðir eru þjóðarheimili og það þarf að passa upp á að staðurinn og móttökurnar sem gestirnir fá þarna séu þannig að sómi sé af. Það er ekki hægt að segja beint að einn maður sé að taka á móti fólki, hann er að taka á móti fólki fyrir hönd þjóðarinnar. Ég sá oft um matinn, þó með Framhald á næstu opnu


Hálsatorg

Tónlistarsafn Íslands

16.00 - 17.00 Tendrað á ljósum vinabæjarjólatrés. Skólahljómsveit Kópavogs spilar jólalög. Sendiherra Svíþjóðar, Anders Ljunggren, afhendir vinabæjartréð frá Norrköpping. Forseti bæjarstjórnar, Hjálmar Hjálmarsson, tekur á móti jólatrénu fyrir hönd Kópavogsbæjar. Samkór Kópavogs syngur jólalög. Jólasveinar koma í heimsókn.

12.00 - 16.00 Sýning um höfund þjóðsöngsins, Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

11.00 - 17.00 Endemis (ó)sýn. Verk eftir 14 listamenn af báðum kynjum með áherslu á kvenlæga sýn og listir kvenna. Aðventustemning í kaffistofu.

13.00 Handverksmarkaður opnar 13.00 Laufabrauðsgerðin hefst 14.00 Tríóið Friends4ever 15.00 Samkór Kópavogs 16.15 Skólahljómsveit Kópavogs 14.00 - 16.30 Veitingar, kaffi og súkkulaði verður afgreitt í kaffiteríu

Molinn - Ungmennahús

Jólabasar Rauða krossins

15.00 - 16.00 Jólakötturinn verður á kreiki í Safnahúsinu að heilsar upp á krakka. Skemmti- og fræðsluerindi um jólaköttinn í máli og myndum fyrir 4-6 ára börn. Slóð kattarins rakin um húsið og lesin skemmtileg jólasaga. Dýrin í Náttúrufræðistofunni skrýðast jólabúningi. Nýjar og gamlar jólabækur eru til útláns í bókasafninu.

14.00 - 18.00 Rauðakrosshúsið Hamraborg 11, 2. hæð. Selt verður handverk eftir sjálfboðaliða, sauma- og prjónavörur, handgert jólaskraut ásamt öðru föndri. Allur ágóði rennur til verkefna innanlands.

14.00 - 18.00 Kaffihúsið opið, jólastemning, tónlist og myndlist. “Street-Art” Opin vinnustofa, afrakstur vinnunnar sýndur og gestir hvattir til að taka þátt.

Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa

Myndlistarmenn Listamenn í miðbæ Kópavogs hafa tekið sig saman og opna vinnustofur sínar helgina 26. og 27. nóvember kl. 13.00 - 17.00. Komið og skoðið listamenninguna í Kópavogi, heitt á könnunni og allir velkomnir í jólastemningu og smitandi gott jólaskap. Glergallerí Jónasar Braga og Catherine Dodd, Auðbrekku 7. Listamenn Art-11, Auðbrekku 4, 2. hæð. Listamenn í Norm-X húsinu Auðbrekku 6, 2. og 3. hæð, (ath. aðeins opið 26. nóv., kl. 13.00 - 17.00). Listhúsið, Auðbrekku 2. Skruggusteinn, vinnustofa fimm listamanna, Auðbrekku 4, 2. hæð. Stúdíó Subba, Hamraborg 1-3.

www.kopavogur.is

Kópavogsbær

www.birgirmar.com

Laufabrauðsdagurinn á Gjábakka

Gerðarsafn


20

viðtal

Mercedes-Benz ML 500

Helgin 25.-27. nóvember 2011

TILBOÐSBÍLL

árg. 2006, ekinn 130 þús. km. 5000cc, bensín, sjálfsk. Verð áður 5.690.000 kr.

Verð nú 4.990.000 kr.

Kia Sorento 4x4 Eigum úrval notaðra Kia Sorento sportjeppa, dísil eða bensín. Nánar á askja.is

Verð frá 2.880.000 kr.

Mitsubishi Pajero 4x4 árg. 2007, ekinn 147 þús. km. 2900cc, dísil, sjálfsk.

Verð 5.190.000 kr. Jóhann Gunnar og Kristín með dæturnar. Það var upplifun fyrir þær að búa á Bessastöðum en því fylgdi talsverð einandgun. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon.

Hyundai Tuscon 4x4

frábærri aðstoð, nema í opinberum veislum, þá var maturinn ekki á minni könnu. Þá var þörf fyrir okkur bæði frammi í sal til að stjórna þar. Það skiptir mjög miklu máli að allt gangi vel á þessu heimili.“

árg. 2008, ekinn 93 þús. km. 2656cc, bensín, sjálfsk.

Verð 2.390.000 kr.

Mercedes-Benz E 240

Sá sem heillaði mest var...

4MATIC/TILBOÐSBÍLL

árg. 2005, ekinn 64 þús. km. 2400cc, bensín, sjálfsk. Verð áður 4.790.000 kr.

Verð nú 3.990.000 kr.

Nissan Note árg. 2006, ekinn 26 þús. km. 1600, bensín, sjálfsk.

Verð 1.850.000 kr.

Nissan Patrol 4x4

Elegance útf./Leður

árg. 2007, ekinn 80 þús. km. 3000cc, dísil, sjálfsk. Verð áður 1.590.000 kr.

Verð 4.590.000 kr.

Mazda Tribute 4x4 árg. 2006, ekinn 67 þús. km. 3000cc, bensín, sjálfsk.

Hvaða þjóðhöfðingja hafið þið hitt og þjónað á þessum árum? „Púff – þeir eru nú margir! Forsetar Þýskalands, Eistlands,Tékklands, Lettlands, Svíakonungur, Indlandsforseti, Bill og Hillary Clinton, George Bush eldri – við getum bara ekki talið þetta upp!“ Einhver sem heillaði mest? „Jáhá, ég get nú alveg sagt þér það,“ segir Kristín brosandi. „Það var reyndar ekki þjóðhöfðingi heldur söngvarinn Harry Belafonte. Hann heillaði okkur öll upp úr skónum. Þegar hann gekk inn um dyrnar var eins og kveikt hefði verið á öllum ljósum. En allt þetta fólk sem kom á Bessastaði, hvort sem það voru forsetar, kóngar og, drottningar eða hvað, er bara nákvæmlega eins og við. Ein af þeim sem ég minnist með mikilli hlýju er fyrrum forsætisráðherrafrú Bretlands, Cherry Blair, mjög hlý manneskja. Það er ekki til snobb í þeim því fólki.“ „Ég er svo mikill royalisti í mér,“ segir Jóhann, „að ég held óskaplega mikið upp á dönsku krónprinshjónin, Mary og Friðrik. Þau eru falleg að utan sem innan. Ég hafði meira af þeim að segja en mörgum öðrum gestum og eru þau mér mjög minnisstæð.“ Þetta mátti til með að koma fram, vegna þess að Katrín Ósk og Margrét Hörn eru sestar hjá okkur og augun í Margréti glampa þegar talað er um dönsku krónprinshjónin, og segir: „Veistu að hún var með svo rosalega gott ilmvatn og þegar þau voru

farin heim til Danmerkur og pabbi var að skipta á rúmum og taka til í gestabústaðnum, þá stalst ég inn í herbergið þeirra, lagði höfuðið á koddann hennar Mary sem ilmaði af þessu góða ilmvatni og mér leið eins og prinsessu!“

Dæturnar einangraðar á Bessastöðum

Yngri dæturnar voru þriggja og fimm ára þegar þær fluttu á Bessastaði. Enn fá þær spurninguna sem ég spyr þær nú. Hvernig var að búa á Bessastöðum? „Það var var stundum eins og að vera í fangelsi, það var svo langt til vinanna,“ segir Margrét Hörn. „Við vorum mjög einangraðar.“ Katrín Ósk bætir við: „Mamma og pabbi voru að vinna mjög mikið og við vorum stundum einar heima. Við gátum ekkert farið og hitt vinkonur okkar á kvöldin eða skroppið út í sjoppu. En auðvitað var mikil upplifun að búa þarna, fara út í hólmann og sækja egg. Þetta er æðislegur staður til að búa á á sumrin. Við þekkjum alls konar fuglategundir sem aðrir á okkar aldri þekkja ekki. Það sem var dýrmætast var þó að kynnast starfsfólkinu þarna, sem er yndislegt fólk og miklir vinir okkar.“ Kristín og Jóhann Gunnar fóru í nokkrar ferðir með forsetahjónunum. Kristín fór með þeim þegar Albert Mónakóprins var krýndur árið 2004 og þá var Ólafur Ragnar æðstur gesta. „Mér leið eins og prinsessu,“ segir hún brosandi. „En það er hörkuvinna að vera aðstoðarmaður. Við fáum þykkar möppur afhentar við komu yfir allt sem við eigum að gera og það er ekki lítið. Við þurfum að vita nákvæmlega í hvaða bíl þau eiga að fara, klukkan hvað hann kemur að hótelinu, hvar í röðinni þau eiga að standa og fleira.

Verð 1.990.000 kr.

Stundum höfðu þau klukkutíma milli þess að vera í „casual“ fatnaði yfir í að þurfa að skipta yfir í galadress og þá þurfa aðstoðarmennirnir að hafa allt tilbúið, ekki einn hlutur má fara úrskeiðis. Ég fylgdi þeim í afmæli Noregskonungs og Svíakonungs og það var mjög skemmtileg upplifun líka. Þessi ferðalög standa upp úr í þessari vinnu. Þetta var auðvitað ævintýri.“ „Kannski einfaldast að segja það þannig að í svona ferðum er gert ráð fyrir aðstoðarmönnum,“ segir Jóhann Gunnar. „Það er mikil vinna sem liggur á bak við þetta. Ég fór með þeim í opinbera heimsókn til Kína, í brúðkaup Viktoríu krónprinsessu í fyrra og svo í sumar þegar Albert krónprins giftist.“ Afhverju bjargaðirðu ekki brúðurinni? Hún vildi greinilega ekkert giftast honum? „Ég held að fólk sé nú að lesa þetta í gulu pressunni, maður upplifði þetta allt öðruvísi í kirkjunni. Ég stóð við dansgólfið þegar þau byrjuðu að dansa brúðardansinn og sá ekki betur en þarna væri hamingjusamt fólk að stíga sinn fyrsta dans. Þetta brúðkaup var ólíkt Svíþjóðarbrúðkaupinu, þar sem Carola og Roxette sungu. Það var í rauninni absúrd að dansa við hlið konunga og drottninga þegar ég hugsa um þetta núna!“ segir hann skellihlæjandi.

Brytinn fer til sjós ...

En svo kom nýtt tækifæri upp í hendurnar á Jóhanni Gunnari. Honum bauðst brytastaða á varðskipinu Þór og enn og aftur ákvað hann að taka stökkið og prófa eitthvað nýtt. „Jói er sko sjóveikasti maður á Íslandi!“ segir Kristín. „Þegar við förum til Vestmannaeyja er honum orðið flökurt í Þrengslunum!“ „Amma mín kenndi mér að maður lifir bara einu sinni og á að grípa www.lyfja.is

– Lifið heil

– góð fyrir augu, heila og andlega heilsu Omega3 DHA er ný vara frá Lýsi hf. sem inniheldur ríkulegt magn af lífsnauðsynlegu fitusýrunni DHA. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi.

Fyrir þig í Lyfju ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 57259 11/11

Omega3 DHA


viðtal 21

Helgin 25.-27. nóvember 2011

tækifærin þegar þau koma. En ég hugsaði líka það sem afi kenndi mér: Þetta er allt í huganum,“ segir Jóhann Gunnar. „Auðvitað var ég sjóveikur á þessari löngu leið frá Chile til Íslands, en stóð mínar vaktir og eldaði alla daga morgunmat, hádegismat, eftirmiðdagskaffi, kvöldmat og kvöldkaffi. Ég var auðvitað vel birgur að sjóveikiplástrum, töflum og armböndum! En ég er forlagatrúar og þar sem ég ólst mikið upp með ömmum mínum og öfum lærði ég að þegar maður tekur ákvörðun þá stendur hún og maður á ekki að líta til baka. Það er alltaf einhver sem beinir manni inn á réttar brautir. Þau kenndu mér að maður á aldrei að sjá eftir neinu. Það skiptir mig engu máli hvort ég er að elda fyrir fjölskylduna, skipverja, kónga eða hefðarfólk – mitt markmið er alltaf að gera eins góðan mat og ég get með það hráefni sem ég hef hverju sinni.“ Nafnið Þór tengist lífi Jóhanns á ótrúlega margan hátt. „Amma fæddist á Þórshöfn; ömmubróðir minn, Þór Steingrímsson, var yfirvélstjóri á Tý lengi og þannig tengist ég Gæslunni á ská, afi minn heitinn, Einar Jónsson var sjómaður í Vestmannaeyjum og varðskipið Þór sigldi inn í Eyjar á afmælisdegi hans, 26. október, bróðir pabba, Hermann Einarsson, var einn af hvatamönnum þess að sett var upp minnismerki um fyrsta Þór og skrúfan úr skipinu sett upp í Friðarhöfn. Svo var ég Þórsari á Akureyri og skömmu áður en pabbi minn dó var hann farinn að skrifa sögu íþróttafélagsins Þórs í Vestmannaeyjum.“ Kristín hafði ráðið sig sem þjón á Grand hótel til að hafa umsjón með morgunverðinum og hafði ráðið sig á tólf tíma vaktir. Óskaði eftir að byrja eftir að þau hefðu komið sér fyrir í nýju íbúðinni og fara með Margréti Hörn á danskeppni í útlöndum. „Áður en að því kom að ég byrjaði að vinna á Grand hóteli var mér boðin vinna sem sölufulltrúi á fasteignasölu. Ég fann að það var eitthvað sem mig langaði til að gera. Samdi við Grand hótel að ég ynni 6 tíma vaktavinnu, frá 6 til 12 og færi þá á fasteignasöluna, þannig að dagarnir eru oft mjög langir. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki, starfsandinn er góður og mér finnst lærdómsríkt að sitja hjá fólki sem er að selja heimili sín. Þar heyri ég ótrúlegustu lífsreynslusögur – sem ég geymi hjá mér.“

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

setahjónin kunnu vel að meta störf þeirra hjóna.

Helblátt fólk á Bessastöðum

Þegar Kristín og Jóhann Gunnar voru ráðin að Bessastöðum hringdu einhverjir í símatíma útvarpsstöðvar og sögðu að þarna hefði nú verið klíkuskapur, þau væru samherjar forsetar í pólitík. Þau skellihlæja að þessu og segja svo: „Já, já, við fengum sko alveg að heyra það að við hefðum verið í Alþýðubandalaginu, en það fyndna er að það finnst ekki blárri taug í nokkrum en okkur! Við erum gallharðir Sjálfstæðismenn bæði tvö og höfum verið áskrifendur að Mogganum frá því við vorum innan við tvítugt! Það var semsagt helblátt

fólk við vinnu á Bessastöðum!“ Þau eru bæði virk í Oddfellowhreyfingunni og komu með þá hugmynd, þegar jarðskjálfti reið yfir Pakistan árið 2005, að skreyta leiðisgreinar og kaupa kerti og selja til styrktar fórnarlömbunum þar. „Þessari hugmynd var vel tekið og við höfum síðan safnað til góðgerðarmála, en eftir hrunið þá höfum við einbeitt okkur að íslenskum börnum. Við verðum með sölu á þessum vörum nú í desember og getum þá aðstoðað fjölskyldur í vanda. Þeir eru margir sem koma að þessu verkefni í dag, enda gætum við þetta ekki ein. Oddfellowreglan vinnur mikið og gott góðgerðarstarf sem við erum stolt að fá að vera hluti af.“

Verslun Ármúla 26 522 3000 Opið: virka daga 9.30–18 laugardaga 12–17

NÝTT Í HÁTÆKNI KYNNINGARVERÐ Á TÖLVUM ACER TravelMate 15,6"

ASUS 13,3" i3-2330 m 2.2 GHz

Acer TravelMate er 15,6" fartölva með skýrum og björtum LED-skjá. Er með öllu því helsta sem prýðir góða fartölvu til daglegra nota. Frábært verð!

Nýjasta vélin frá Asus með 13,3" LEDskjá, 2.2 Ghz i3 Intel örgjörva og 500 GB hörðum diski. Gott þráðlaust netkort ásamt BlueTooth 3.0 stuðningi.

Fullt verð: 94.995

Örfáar eftir!

Fullt verð: 149.995

Verð: 129.995

Verð: 69.995

LENOVO IdeaPad Z370 13,3"

ACER Aspire 17.3" 2.1 GHz 500GB

Frábær létt og nett fartölva með 13,3" LED-skjá, 500 GB hörðum diski, góðum Intel-örgjörva, öflugri 2 Mpixla netmyndavél, DVD-skrifara og góðu þráðlausu netkorti ásamt BlueTooth stuðningi.

Acer Aspire er öflug heimavél með 17,3" stórum og björtum skjá. Hentug vél í alla helstu heimavinnu og sem margmiðlunarvél. Frábært verð fyrir 17,3" vél.

Fullt verð: 149.995

Verð: 109.995

Fullt verð: 149.995

Örfáar eftir!

Verð: 129.995

Motorola Xoom 10,1“ spjaldtölva Motorola Xoom er sú spjaldtölva sem vakti mesta athyggli á CES 2011 tæknisýningunni. Android stýrikerfi, 1 GHz örgjörvi, HD-myndavél, GPS og fleira og fleira. Til í Wi-Fi og 3G útgáfu.

Dæturnar grétu af gleði

Það er gaman að heyra hvaða viðbrögð stelpurnar sýndu þegar þær mamma þeirra sagði þeim að þau væru búin að segja upp og væru að flytja til Hafnarfjarðar: „Þær fóru að hágráta af gleði, titruðu og skellihlógu, allt í senn!“ segir Kristín. „Þá kannski skynjuð-

samstarfsfólki. Við erum mjög stolt af starfinu okkar á Bessastöðum og við fundum alveg fyrir að forsetinn og Dorrit kunnu að meta okkar störf. Forsetinn sæmdi okkur heiðurpeningi forseta Íslands, þeim fyrstu sem hann sem forseti afhendir og stórt leiregg, unnið af Höllu Ásgeirsdóttur sem aðeins þjóðhöfðingar hafa fengið að gjöf. Þetta er áletrað með nöfnunum okkar og þökkum.“ Eftir að hafa skoðað heiðurspeningana fór blaðamður á Netið og las þetta um þá þar. „Heiðurspeninginn getur forseti Íslands, án atbeina annarra aðila, afhent íslenskum sem erlendum mönnum fyrir þjónustu látna í té við forseta.“ Það er því ljóst að for-

Verð frá: 79.995

Jólagjöfin í ár!

Apple iMac 21,5“ 2.5 GHz Quad i5

Apple MacBook Air 11“ 64 GB

2,5 GHz fjögurra-kjarna Intel Core i5 4 GB DDR3 vinnsluminni, 500 GB harður diskur, AMD Radeon HD, 6750 M 512 MB. Þráðlaust íslenskt lyklaborð og mús. Fleiri stærðir fáanlegar.

Ný og endurhönnuð MacBook Air. Skjár með hárri upplausn og hröðu flash-minni í stað harðs disks. 1.6 GHz dual-core Intel Core i5 með 3 MB deildu L3 minni, 64 GB flash, 2 GB vinnsluminni. Aðeins 1kg.

Fullt verð: 234.995

Fullt verð: 179.995

Verð: 169.995

Verð frá: 229.995

Spjallaðu við starfsmenn okkar til að fræðast meira um þessi frábæru greiðslukjör.

VAXTALAUS Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

PIPAR \ TBWA • SÍA • 113126

… og þjónninn á fasteignasölu

um við fyrst hvað þessi einangrun hafði hvílt á þeim. Þær kvörtuðu aldrei. En reyndar vildu þær bíða með að við hættum ef ske kynni að Justin Bieber kæmi í heimsókn!“ En sakna systurnar einhvers frá Bessastöðum? „Já við söknum náttúrunnar og útsýnisins, fólksins og Sáms, hundsins á Bessastöðum. En það er mjög gott að vera kominn til Hafnarfjarðar, komnar í skóla hér og búnar að eignast marga vini.“ „Auðvitað myndast sterk tengsl við samfélagið og staðinn,“ segir Jóhann. „Fjórir störfuðu á skrifstofunni; bílstjórinn og umsjónarmaður fasteigna auk okkar. Við vorum einmitt í hádeginu í dag í plokkfiski á forsetaskrifstofunni með fyrrum

Á VÖLDUM VÖRUM


40% afsláttur

pERuR

179 299

KR./KG

FYRIR ÐARR Ö J G R A ÞAKK HÁTÍÐINA!

KlEmEnTÍnuR Í KaSSa, 2, 3 KG

795

KR./KaSSI

H&G VEISluSalaT, 100 G

499

KR./pK.

fERSKuR KalKÚnn

1798

KR./KG

mYllu JÓlaTERTa mEð KREmI

298

KR./STK.

11

20 l ó J 11 Jól 20

ÍsleNsKT KJÖT

Ú I

BESTIR Í KJÖTI

KR./KG

Jólahlaðborð Kalt jólahlaðborð með heitu meðlæti Hátíðarkvöldverður Kalkúnaveisla Hangikjötsveisla

HolTa KJÚKlInGuR, HEIll, fERSKuR

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

799

noatun.is

B

KR./KG

KJÖTBORÐ

898

TB KJÖ ORÐ

R

2011

R

Ú

GlæsileG Jólahlaðborð

lamBaSÚpuKJÖT, 1. floKKuR

I

Jólaveislur


Við gerum meira fyrir þig

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni ÍsleNsKT KJÖT alI SKInKa, SIlKISKoRIn

446

40% Ú

TB KJÖ ORÐ

B

I

BESTIR Í KJÖTI R

KJÖTBORÐ

KR./KG

3498

JÓla BRIE, 250 G

649

ÍsleNsKT KJÖT

KR./STK.

25%

afsláttur Ú

R

TB KJÖ ORÐ

B

I

KInDalunDIR

I

BESTIR Í KJÖTI R

KJÖTBORÐ

KR./KG

Ú

3298 4498

CoCoa puffS, 465 G

498 KR./pK.

NÝTT!

olD amSTERDam oSTuR, 250 G

698

KR./STK.

Ú

2099 KInDaInnanlÆRI

R

349

I

afsláttur

KR./pK.

KaVlÍ KaVÍaR, mIX

KR./STK.

UR ÐLAUNAÐ R E V G R A -M STUR HÁGÆÐAO NÓATÚN IR R Y F R U LUTT - SÉRINNFFRÁ HOLLANDI BEINT AOSTUR ANA! - SÆLKERITLAR BRAGÐLAUK SEM K

lýSI SpoRTþREnna

1366

KR.pK.

REYKHÓlaR REYKTuR laX, BITaR

15%

afsláttur

fRÓn mJÓlKuRKEX, 400 G

279

KR./pK.

HEIlKoRna flaTKÖKuR, 4 STK. Í pK.

159 KR./pK.


24

ferðasögur

Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnarverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði: Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt áður en lokið var við stærsta mannvirki síðari alda, hina tröllauknu Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Hann slæst í hóp milljóna manna sem elta augnablikið þegar líf þeirra sameinast eilífum undrum og hann fetar sig djúpt niður í iður jarðar í slóð námumanna sem skipta á blóði og silfri. Í einstöku samspili stórskemmtilegra frásagna og áhrifamikilla ljósmynda verður til svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs. Einar Falur deilir hér með lesendum Fréttatímans nokkrum minningarbrotum frá heimshornaflakki sínu. Ljós-

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Í birtingu 24. janúar árið 2001 söfnuðust um 30 milljónir manna saman við ármót ánna Jamuna og Ganges á Indlandi; þetta var fjölmennasta samkoma allra tíma, mikilvægasta trúarhátíð hindúa í 144 ár. Einar Falur var í þvögunni og lýsir hátíðinni auk ævintýralegs ferðalagsins á hana.

Á heimshornaflakki Einar Falur fær kynningu í verklagi námumanna djúpt í iðrum fjallsins Cerro Rico á hásléttu Bólivíu. Í fjallinu voru ríkustu silfurnámur sögunnar og í því létust milljónir manna meðan Spánverjar réðu, en í dag streða þar bláfátækir fjallabúar.

myndir/Einar Falur Ingólfsson

þegar ég lék kjána – sem ég kannski er – þá leyfðu þeir mér að hverfa út í þokuna. En raunverulegt óhapp, það var í Varanasi, hinni helgu borg Indverja. Þar ók rikksjó þunghlaðinn járnstöngum inn í síðuna á mér og rifbraut mig – ökumanninum gat ekki verið meira sama.

Skrítnasti maturinn ... Þeir sem halda að heiman með allar sínar kenjar í farteskinu, ekki síst hvað mat varðar, fara venjulega á mis við mikið í menningu annarra og ættu kannski frekar að sitja heima í sófa með sinn íslenska velling – og láta nægja að fara út í heim með lestri góðrar ferðabókar. Því fylgir lítil hætta fyrir bragðlaukana. Eitt það ánægjulega við að uppgötva fjarlægar deildir jarðar er að borða mat sem er tilreiddur á nýstárlegan hátt, þar sem hráefnið er annað en við eigum að venjast og siðirnir framandi. Það kemur kannski engum á óvart að einhverjar ánægjulegustu matarferðalög mín voru þær tvær heimsóknir sem ég hef farið í til Japan – þar voru allar máltíðir veislur. Ekki fjalla ég um þær ferðir í Án vegabréfs, ekki frekar en heimsóknina í sláturhúsið í Ástralíu þar sem mér var skenktur rassvöðvi af nauti á stærð við ruslatunnulok. Hinsvegar fór Sri Lankíski matsveinninn á veiðibátnum Soldáninum af Maldíveyjum meistaralega með fiskréttina sem við drógum upp úr Indlandshafinu og hann matreiddi daglega á margvíslega vísu. Hjá okkar góðu grönnum Færeyingum þótti mér grindhvalurinn lystargóður, vel þurrkaður, en skerpukjötið hinsvegar ólystug fæða – en lét mig hafa það eins og ferðalanginum ber. Indland hefur lengi verið minn eftirlætis viðkomustaður og þar hef ég tamið mér að borða einungis grænmetisrétti eins og þorri hindúa. Forvitnilegt er að uppgötva hvað maturinn er mismunandi frá einu héraðinu til annars, og allsstaðar ljúffengur. Ætli skrýtnasta matinn hafi ég ekki fengið í ævintýraborginni Udaipur í Rajasthan þar í landi, þegar ég lét eftir mér eitt kvöld eftir nokkurra vikna einsemdarflakk með myndavélina, að borða á lúxushóteli sem fólk kannast við úr James Bond-kvikmyndinni Octopussy. Þar pantaði ég mér tandoori-kjúkling – og vissulega var hann rauður og ofnbakaður eftir kúnstarinnar reglum; en þarna sannfærðist ég um að á Indlandi borðar maður ekki kjöt.

Mest utan alfararleiðar ... Því er nú fljótsvarað, norðurpóllinn. Þangað koma ekki margir. Og skal ekki undra. Þar er kalt, og hvítt. En það var gaman að koma þangað ... þótt ég hefði ekki viljað ganga á pólinn eins og Haraldur Örn sem ég var að sækja.

Dreymir um að heimsækja ...

Óvæntasti ferðafélaginn ...

Komst í hann krappastan í ...

Ég hef verið það lánsamur að ferðast stundum með góðum vinum og mínum nánustu – Ingibjörg kona mín fór með mér niður í koldimmar og ógnvekjandi námur í Bólivíu og við ráfuðum saman milli beinagrinda í Nazcaeyðimörkinni og henni tókst að draga mig upp í tvö 4.000 metra há fjallaskörð á Inkastígnum, sama daginn. Síðan hef ég ekki gengið á fjöll ... Annar góður ferðafélagi er Þorsteinn Joð vinur minn en við veiddum saman í paradís þeirri sem kennd er við Maldíveyjar og flugum líka saman á norðurpólinn. Í fullkominn sjálfhverfni verð ég samt að segja, eftir að hafa legið síðustu misserin yfir ítarlegum ferðadagbókum mínum og filmum úr ferðum, að óvæntasti ferðafélaginn er ég sjálfur – því ferðalangurinn sem er einn á ferð, og ferðast ekki í neinum lúxus, hefur skilningarvitin betur opinn en sá sem ferðast með öðrum og hann kemst að hinu og þessu sem sá sem fer um með vinum fer á mis við. Það kom mér ánægjulega á óvart að hitta þennan ferðalang aftur.

Ungum var mér kennt að á ferðalögum beri manni að fara varlega. Svo lærði ég að vera „street-smart“ eins og það heitir upp á ensku, og gildi góðs undirbúnings sannar sig sífellt. En á ferðalögum lendir maður í ýmsu skrýtnu og stundum nálgast hættur, þá skiptir máli að geta sveigt af leið þeirra. Á leið á fjölmennustu samkomu allra tíma, Kumb Mela trúarhátíðina á Indlandi fyrir tíu árum, stefndi í að við ferðafélagi minn yrðum nóttinni að bráð í Bihar-fylki, þar sem dakóítar reika um í myrkrinu. Þeir eru eins og Morrinn hjá múmínálfunum – engin vill lenda í þeim. Við sluppum um borð í lest sem var eins og tunna full af kryddsíld. Ári áður var ég að kynna mér byggingu Þriggja gljúfra-stíflunnar í Yangtze-fljóti í Kína og hafði einhvernvegin auðnast að ráfa baka til með myndavélarnar inn á stífluvegginn við rennslissífluna við Sandouping rétt þar hjá. Þar kom ég síðan aftan að þungvopnuðum vörðum með vélbyssur – þeir voru svo hissa að sjá mig koma af stífluveggnum að

Þeir eru margir viðkomustaðirnir sem ég læt mig dreyma um, af mismunandi ástæðum. Nýja Sjáland er einn – þar vildi ég gjarnan kasta fyrir silung, rétt eins og í Argentínu, og dætur mínar langar til að svífa í línum yfir laufþykkni Costa Rica. Ég væri til í að gera það með þeim. Þá er Afríka eina heimsálfan sem ég á eftir að kanna og ljósmynda í – einhvern dagin ... En mest langar mig líklega til að feta mig milli kirkna og listasafna á Ítalíu og rannsaka hvert og eitt einasta málverk Caravaggios sem þar er að finna.

Án vegabréfs – Ferðasögur Í bókinni eru 11 ferðasögur og 140 ljósmyndir, prentaðar í dúótón.


20%

verรฐlรฆkkun af ...

Fjarรฐarkaup 25. - 26. nรณvember

... vรถldum kertum, jรณlaservรฉttum, smรกkรถkum frรก Frรณn og Kexverksmiรฐjunni, piparkรถkum og fl.

Komdu og gerรฐu frรกbรฆr kaup! - Tilvaliรฐ gjafakort Tilboรฐ gilda til laugardagsins 26. nรณvember Opiรฐ mรกnudaga - miรฐvikudaga frรก 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, fรถstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokaรฐ sunnudag - www.fjardarkaup.is


26

fegrunaraðgerðir

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Úlitinu breytt. Fertug kona vill vera frískleg í skammdeginu og hefur tvisvar farið í fylliefnameðferð. Myndin er sviðsett. Mynd/gettyimages

Bótox og fylliefni verða æ vinsælli Bótox er ekki bara fyrir Hollywood-stjörnur. Efnið er notað svo fólk hætti að gnísta tönnum, sprautað í stífa vöðva spastískra til að lama þá og jú, einnig í enni og aðra staði til fegrunar. Lýtalæknar finna fyrir vaxandi áhuga landans á bótoxi og fylliefnum til að koma í veg fyrir hrukkur eða afmá. Ágúst Birgisson leiðir lesendur Fréttatímans í allan bótoxsannleikann.

B

ótox og fylliefni. Nýjasta nýtt í þeim heimi er að nota bótox og fylliefni til að „yngja upp“ hendur, á appelsínuhúðina og jafnvel til að hjálpa fólki sem gnístir tönnum. Bótoxi er meira að segja sprautað í handarkrika til að sporna gegn svitamyndun þar. Með fylliefnum má til dæmis hækka augabrúnir, minnka hrukkur á hálsi, lyfta munnvikum, jafna gagnaugu, draga úr kónganefjum, móta kjálka, minnka bauga undir augum, mýkja harða hökudrætti og þá er aðeins búið að nefna andlitið. Þetta er allt tíundað í bandaríska tímaritinu New Beauty, tvö hundruð síðna tímariti með fegrunarráðum – og auglýsingum og kynningum bandarískra lýtalækna aukalega. En hvað gera íslenskar konur? Vilja þær bótox?

„Ég vil eldast fallega“ Fertug kona segir að hún óttist ekki að eldast þótt hún láti sprauta fylliefnum í andlit sitt til að fela hrukkur. Hún hefur tvisvar farið og segir það sárt og útlitið ekki gott rétt á meðan, enda blæði úr hverri stungu. Marin í nokkra daga á eftir, en ofsalega sátt við árangurinn. Hún segir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttir frá.

M Hvað er hyaluronic? Ekki þarf að ofnæmisprófa hyaluronic áður en því er sprautað í húð, sem þykja góðar fréttir í heimi fegrunaraðgerða. Þá þarf ekki að bíða í átta vikur eftir niðurstöðu ofnæmisprófa áður en látið er til skarar skríða.

Stöðugt fleiri í bótox á Íslandi

við kjálkabein, en það er mjög persónubundið hvar og hvort andlitið merst,“ segir hún aðeins nokkrum dögum eftir meðferðina. Enn má sjá votta fyrir mari á andliti hennar, sem hún þekur andlitsfarða. Hún segir að þetta sé í annað sinn sem hún fer í slíka fegrunarmeðferð. „Ég geri þetta af því að þetta fríkkar húðina og gerir mann frísklegri í skammdeginu. Efnið gefur húðinni ljóma og grynnkar hrukkur,“ segir hún og viðurkennir að hún myndi ekki segja hvaða vinkonu sem er frá ákvörðun sinni. „Ég segi aðeins þeim sem höndla að heyra það. Því miður eru sumar konur fullar af fordómum gegn fegrunaraðgerðum. Hér á landi tala konur ekki um það fari þær í svona upplyftingu. Í Bandaríkjunum er þetta hins vegar mál málanna og hægt að kaupa bótox í verslunarmiðstöðum,“ segir hún. „Það voru áhyggjuhrukkurnar milli augnanna sem komu mér af stað. Mér finnst þetta áhugaverð leið til að líta betur út án þess að fara lengra inn á braut fegrunaraðgerða. Núna lít ég svo á að þetta sé eins og að fara í litun. Ég lita hárið þegar komin er rót og set í hrukkur þegar þær myndast. Þetta er nú mín leið til að laga útlitið þegar krem virka ekki lengur og hrukkur myndast.“ Hún segist þó ekki hlynnt því að afmá ellina. „Og ekki vil ég líta út eins og dúkka. Ég vil eldast, en fallega.“

argar konur sem vilja bæta útlit sitt velja að sprauta fylliefnum undir húð sína. Hyaluronic er eitt þessara efna. Íslensk kona um fertugt lýsir því þegar hún lá á bekk erlends snyrtifræðings sem bar deyfiefni á húðina áður en hún stakk allt andlit hennar út með örmjórri nál á heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu. „Stungurnar eru svo ógeðslega vondar. Þetta eru um hundrað þéttar stungur. Tilfinningin er þó ekki lík tattúveringu því nálastungur tattúveringar eru í húðina en þessu efni er sprautað undir hana,“ segir hún segir hún með reynslu á báðum sviðum. „Snyrtifræðingurinn fyllti í áhyggjuhrukkur milli augna og blævæng – ef svo má segja – meðfram augum og um allt andlitið til að gefa upplyftingu. Eftir meðferðina þarf ég að drekka 10 glös af vatni á dag í 10 vikur. Ég má ekki fara í gufu eða annað þvíumlíkt því efnið dregur í sig vatn og þenst út,“ segir hún. „Þetta efni er ekki eins og Botox sem sprautað er í vöðva. Þetta efni frískar aðeins húðina,“ segir hún. „Ég grét úr sársauka þessa klukkustund sem meðferðin tók. Fimm mínútum eftir stungurnar var útlitið mitt hreint óhugnanlegt. Ég leit í spegil og sá hundrað stungur og blóðdropa út um allt andlit. Ég var rauð og flekkótt. Í kjölfarið kom mar undir augu og

FYRIR

Tækifærisveislur

FYRIR

EFTIR

Nicole Kidman árið 1996 og nú.

„Já, við finnum vaxandi áhuga hér á landi; á bótoxi, fylliefnum og fegrunaraðgerðum almennt, rétt eins og annars staðar í heiminum,“ segir Ágúst Birgisson, lýtalæknir í Dómus Medica. Hann hefur mikla reynslu af lýtaog fegrunaraðgerðum, lærði skurðlækningar í Bandaríkjunum og bæklunarskurðlækningar og lýtalækningar í Noregi. „Botox er ekki fylliefni,“ segir Ágúst og leiðréttir útbreiddan misskilning. „Bótox lamar vöðva svo ekki sé hægt að mynda hrukkur. Þannig að bótox sest á taugavöðvamótin og hindrar boð til hans og vöðvinn virkar ekki. Bótox er því sett þar sem einstaklingur vill koma í veg fyrir að hrukkur myndist, eins og til dæmis í enni.“ Og hann kannast vel við að bótox sé notað við mikilli svitamyndun. „Eitt til tvö prósent Íslendinga eiga við að stríða gríðarlega svitamyndun í handarkrika. Þá er hægt að sprauta bótoxi í þá og lama taugarnar þannig að fólk hættir að mynda FYRIR

Myndir/gettyimages

Vill ekki daðurslaust andlit

Ágúst segir mikilvægt að fólk verði ekki svipbrigðalaust við bótox-notkun. „Fólk á að halda sínum jákvæðu einkennum, geta lyft augabrúnum og daðrað og það allt,“ segir hann í léttum tóni. „Í stórum skömmtum getur bótox verið hættulegt. Þetta er eitt öflugasta eitur sem við þekkjum og því ekki hættulaust. En í þessum skömmtum sem við lýtalæknar notum í fegrunarskyni er lítil hætta á ferðum. Það geta þó greinst staðbundin einkenni; svo sem blæðing og jafnvel verkir á svæðinu þar sem bótoxið er sett.“ Já, hann segir bótox ekki aðeins notað í fegrunarskyni heldur einnig í lækningaskyni. „Það er til dæmis notað til að lama stóra vöðva hjá spastískum börnum og þeim sem eldri eru. Þá nota læknar miklu stærri skammta.“ Spurður hversu gamlar konur, og enn sem komið er einstaka karlar, séu þegar leitað er til hans, segir hann það misjafnt. „Svona eftir 35 ára aldur og uppúr þó helst.“

Bótox lamar en fylliefnin laga

Ágúst bendir á að á meðan bótox lami séu fylliefni notuð til að lyfta húðinni. „Þessi efni eru oft notuð saman. Bótox er notað til að fyrirbyggja hrukkur, en þegar hrukkan er komin grípum við til fylliefnis til að fylla upp í hana.“ Hann segir misjafnt hve lengi efnin endast. Yfirleitt sé endingin um sex til átta mánuðir. „Stundum lengur.“ Ágúst segir bótox dýrt. „Já, gallinn við efnið er hversu dýrt er að nota það og þess vegna getur fólk yfirleitt ekki notað bótox á sex mánaða fresti,“ segir hann. „Það má jafnvel segja að verðið komi í veg fyrir að fólk geti notað efnin að staðaldri.“ Hvert skipti kosti um og yfir 55 þúsund krónum. Greint var frá í DV í mars að

FYRIR

EFTIR

Svo gullfalleg en var þó ekki sátt. Lara Flynn Boyle fyrr og nú.

svita þar,“ segir hann. „Ég hef gert dálítið af þessu og það virkar þrælvel. Eini gallinn er að þetta er dýrt og hið opinbera tekur ekki lengur þátt í að niðurgreiða aðgerðirnar vegna sparnaðar.“

EFTIR

Madonna hefur breyst í tímanna rás. Hér er hún fyrir 23 árum og svo nú.

FYRIR

EFTIR

Mikið var talað um þegar ungstirnið Hillary Duff „skipti um“ tennur.

EFTIR

Hér er vandræðastjarnan, Lindsay Lohan, fyrir fimm árum og svo í dag.

Sækjast eftir því að vera steyptar í sama form Öfgabólgnar kvikmyndastjörnur óheppilegar fyrirmyndir ungra, óöruggra kvenna. auð urbr

Gala

Sm

kt

íkós Mex

t nsk

Spæ

Pantaðu veisluna þína á

shi

Su

kt

Ítals

www.noatun.is

kt lens

tur

Aus

tur

ðter

Brau

Bótox, fylliefni og lýtaaðgerðir er meðal þess mest umtalaðasta þegar Hollywood-stjörnur ber á góma. Hvað kom fyrir Nicole Kidman, Löru-Flynn Boyle, Cher, Madonnu samkvæmt slúðurmiðlum? Hvað notuðu J.Lo og Heather Locklear? Kvikmyndastjörnurnar þurfa ekki einu sinni að vera á fimmtugs- og sextugsaldri í leit að því sem gerir að þær virðast yngri. Þær yngri leita líka að staðlaðri fegurð. Hvaða stökkbreyting hefur orðið á Lindsay Lohan, Ashlee Simpson og Hillary Duff? Sagt er bótox og fylliefni. Já, og auðvitað bara almennar lýtaaðgerðir í tilfellum sumra þeirra. En einhverjir myndu vilja halda því fram að þær heyri til öfgahóps þegar fegrunaraðgerðir eru annars vegar. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur á Heilsustöðinni

í Kópavogi, segir útlitsdýrkun mjög þekkt vandamál. Helst virðist sem allir þurfi að vera steyptir í sama mótið í Hollywood. „Þekkt er að tískufyrirmyndir sem þessar geta haft skaðleg áhrif.“ Þá getur sókn í fegrunaraðgerðir orðið fíkn. „Það er með þessa fíkn eins og aðrar að fólk er gjarnan í afneitun og réttlætir aðgerðirnar fyrir sjálfu sér. Tilfinning mín er sú að hjá þessum stjörnum séu bótox og fylliefni ekki lengur feimnnismál,“ segir hún. „Það boðar ekki gott líti ungar stúlkur sem eru óánægðar með sig á fegrunaraðgerðir sem sjálfsagðan hlut og útlitið það sem þurfi að breyta til að bæta lífið. En sé sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin í molum eru fegrunaraðgerðir ekki lausnin. Þá þarf að vinna að rótum vandans en ekki laga útlitseinkenni.“ - gag


Ágúst Birgisson, lýtalæknir, segir að öllu megi ofgera en bótox og fylliefni í réttum skömmtum fari vel.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Í ár fögnum við 30 ára afmæli. Á þessum árum hefur TOK tekið miklum breytingum, þróast og aðlagast nýjum aðstæðum. Eitt hefur þó ekki breyst; sú staðreynd að TOK er eitt vinsælasta bókhalds- og launakerfið á Íslandi sem þúsundir fyrirtækja nota, meðal annars OSI. TOK er sveigjanlegt og þjónustan er sérsniðin að þínum þörfum: TOK stækkar og breytist með fyrirtækinu. Það er engin tilviljun að við erum enn í fullu fjöri. TOK er almennilegt kerfi sem virkar. Það þarf ekki að segja meira!

OSI ehf. notar TOK

PIPAR \ TBWA • SÍA • 112494

sumar sæki í bótox og fylliefni í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem erlend kona starfi og eftirlitið sé ekkert. Fyrrverandi formaður Læknafélagsins varaði við því. Spurður um þetta bendir Ágúst á að bótox sé lyfseðilsskylt efni. „Aðeins læknar geta skrifað upp á efnið og ættu að vinna með það. Því má ætla að allt bótox sem aðrir höndla með sé þá smyglað til landsins. Fylliefnin eru hins vegar ekki lyfseðilsskyld. En þar er líka verið að sprauta efni undir húð. Því geta komið upp alvarlegar sýkingar svo grípa þarf til sýklalyfja eða annað sem bregðast þurfi við með skurðaðgerðum. Sá sem framkvæmir þetta þarf að vita hvað hann er að gera, “ segir Ágúst. Spurður um útblásnar Hollywood-stjörnur hlær Ágúst og segir að öllu megi ofgera. „Bótox og fylliefni virðast mjög algeng í Bandaríkjunum og jafnvel í boði fyrir börn. En mér finnst að börn eigi ekki að nota þau,“ segir hann. „Það er hægt að hjálpa fólki með bótoxi og fylliefnum en það þarf að stíga varlega til jarðar.“ Ágúst segir að hann gripi í taumana teldi hann einhvern koma of oft til sín. „Já, en ég hef sem betur fer aldrei þurft þess. Íslendingar eru ekki eins ginkeyptir fyrir þessu og virðist vera í Bandaríkjunum. Fólk er yfirleitt mjög upplýst og hér koma ekki krakkar í bótox heldur eldri, skynsamir einstaklingar sem hafa velt þessu fyrir sér, vita hvað þeir vilja og vilja vera innan skynsamlegra marka.“

ÞARF NOKKUÐ AÐ SEGJA MEIRA

TOK er íslenskt bókhalds- og launakerfi, sérhannað fyrir íslensk fyrirtæki.

Hægt er að lei gja TOK til upps etningar á eigin vélbúna ð eða í hýsingu . Þú greiðir einfa ldlega fast mán aðargjald og tryggir þann ig jafnari og læ gri útgjöld. Enginn stofnk ostnaður!

www.tok.is

www.hugurax.is

Guðríðarstíg 2-4, 113 Reykjavík

Sími 545 1000

30 ár í þjónustu við íslensk fyrirtæki.


Guðjónsson

Laugavegi 20b • sími: 552-2966 00 Valgeir Guðjónssdon

KOMDU FAGNANDI Í GAMLA GÓÐA MIÐBÆINN Á AÐVENTUNNI!

u fyrir kr. 700

Njóttu þín meðal gömlu jólavættanna... sjáðu þær í splunkunýju ljósi* Skólavörðustíg 16 www.geysirshops.is

Skólavörðustíg 16 • sími: 555-6310 • www.geysir.net

Laugavegi 24 S: 578-4888 www.scandinavian.isttir i Rauðarárstigur 12-14 • s: 551-0400

ó sd elg nd arh mu ing æ n S sý ff í a t a So íðas S

Laugarvegi 13 S: 660-8202

Laugavegur 35 S: 893-0575

Laugavegi 26 • sími: 512-1715

Laugavegi 86 • sími: 511 2004 • www.dunogfidur.is

Vatnsstíg 3 • sími: 517 0044

Laugavegur 30 • sími: 562 6600

Miðborgin er mekka sérverslana og veitingahúsa með sígildan ´karakter´ og sanngjörn verð ~ viðkomustaða sem þú finnur hvergi nema í 101 ~ Jólasveinar og skrautlegar vættir verða á vappi með söng og uppistand á aðventunni.


Op n len unar tí gis t fr mi ve á1 5.d rslan ese a á aðv mb e r ti entu LAUGARDAGUR: lk nni l . Tónleikar ungsveitarinnar ótrúlegu 22: 00 WHITE SIGNAL sem leikur á bílpalli.

Laugavegur 53b • sími: 552-3737

kl. 13:30 við Gömlu höfnina, kl. 14:00 á Ingólfstorgi, kl. 14:30 Laugavegi 77, kl. 15:00 við Kjörgarð Laugavegi 59, kl. 15:30 við Hegningarhúsið Skólavörðustíg, kl. 16:00 á horni Skólavörðustígs, Laugavegar og Bankastrætis.

SUNNUDAGUR

Tendrun Oslóartrésins á Austurvelli kl. 17:00 með lúðrablæstri og söng fyrir alla fjölskylduna. Jón Gnarr flytur ræðu.

Laugavegi 4 • sími: 555-4477

* Gunnar Karlsson myndlistarmaður hefur nýverið gert nýjar teikningar af jólavættunum í þrívídd sem verður varpað á ýmsa veggi og gafla í miðbænum ásamt veðrabrigðum og ljósbirtingum.

NÝTT

Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi opnar fimmtudaginn 8.desember meðfjölda fallega skreyttra bjálkahúsa er bjóða fágæta jólatengda sérvöru. Viðburðasvið á staðnum.

Litla Jólabúðin Litla Jólabúðin

Hittumst í hundrað og einum!

Laugavegi 8 101 Reykjavík

Sími: 5522412

lindsay@simnet.is Laugavegi 8 • sími: 552-2412 • lindsay@simnet.is

Laugavegi 8 101 Reykjavík

Sími: 5522412 lindsay@simnet.is

Laugavegi 17 • sími: 551 5656

Laugavegur 58 • s: 551 4884 • still@stillfashion.is • stillfashion.is

Laugavegi 6 • sími: 533-2291 • www.timberland.is

Laugavegi 49 • sími: 552 2020

en ols rá h g f wic n i d nd n se g sa Ný o


30 

viðtal

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Mæðgurnar Birna og Íris Björg ætla saman á elliheimilið

Birna eignaðist barn fyrir fjórtán ára aldur

M

amma fattaði það á undan mér að ég væri ófrísk. Þá var ég komin fjóra eða fimm mánuði á leið. Hún sá þetta en ég vissi þetta ekki,“ segir Birna Björnsdóttir, með kaffibollann í hendi í íbúð sinni í Breiðholtinu þegar hún hverfur 37 ár aftur í tímann. Hún er nýflutt „í bæinn“ ofan af Akranesi. Flutti í febrúar. „Ég viðurkenni að núna er ég svolítið frjáls,“ segir hún og vísar til ábyrgðartilfinningarinnar sem fylgir barnauppeldi. „Börnin eru orðin fullorðin og ég hafði alltaf ákveðið að þá myndi ég gera það sem mig langaði mest til að gera. Mér fannst erfitt að taka stökkið og segja upp vinnunni sem ég hafði verið gegnt í tíu ár, leigja íbúð í Reykjavík og vinna á nýjum stað. Ég hugsaði: Annað hvort núna eða aldrei.“ Birna vinnur nú á

Síminn hringir. Íris Jónsdóttir, sem barn, svarar og spurt er: „Er mamma þín heima?“ Og það stendur ekki á svari: „Viltu mömmu mömmu eða mömmu ömmu?“ Aðeins tæplega fjórtán ára var móðir hennar Birna Björnsdóttir send frá Hólmavík undir læknishendur á Akranesi. Þetta var í annað sinn sem hún ferðaðist ein suður á sjúkrahús því hún fór tólf ára í hálskirtlatöku á Landakot í höfuðborginni. Nú var hún send vegna of hás blóðþrýstings. Hún var gengin rúma átta mánuði með sitt fyrsta barn. Þær mæðgur segja Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur frá þessari sérstæðu reynslu. heimili fyrir fjölfötluð börn.

Fiktaði og varð ólétt

„Það kom aldrei upp í hugann að ég gæti orðið ólétt,“ segir Birna sem eignaðist dóttur sína mánuði fyrir fjórtán ára afmælið sitt. „Við vorum bara að prufa. Unglingar fikta. Þannig mun það alltaf vera. Væri ég unglingur núna myndi ég fikta í einhverju öðru. Þeir gera eitthvað að sér, hvort sem þeir detta í´ða eða annað. Eins og svo margir hugsa: Þetta kemur ekki fyrir mig. Þetta var fikt og ég varð ólétt, ekki hinar,“ segir Birna, sem var ekki

nema rétt orðin þrettán ára þá. „Mér finnst eins og við höfum verið fullorðnari þá. Við fórum út að vinna tólf ára. Nú fáum við ekki einu sinni tólf ára krakka til að passa litlu systkini sín,“ segir hún þegar talið berst að þroska hennar fyrir móðurhlutverkið. „Ég hafði sterkt bakland og veit að hefði ég ekki haft það hefði þetta aldrei gengið.“ Hún segir að foreldra sína hafi tekið óléttunni með stóískri ró. Þau hafi aldrei falið fregnina fyrir öðrum eða viljað að hún héldi sig til hlés og hún hafi ekki fundið fyrir fordóm-

um í litla samfélaginu á Hólmavík. Aldrei hafi komið til greina að fara í fóstureyðingu, enda langt gengin. „Ég held hreinlega að ég hafi aldrei heyrt talað um fóstureyðingu á þessum tíma. Það var ekki talað um það. Ég held líka að hefði ég farið fram á slíkt hefðu mamma og pabbi sagt nei. Ég bjó til barn og því átti ég barnið,“ segir hún.

Saman á elliheimilið

Þær mæðgur segjast sjaldan velta því fyrir sér að aðeins fjórtán ár séu á milli þeirra. „Við grínumst þó með það að við verðum saman á

Birna sýtir ekki glötuð tækifæri

Ég var ekki búin að byggja mér skýjaborgir Birna Björnsdóttir bjó eftir grunnskólanámið áfram á Hólmavík og vann í frystihúsinu. Hún vildi ekki fara burtu frá dóttur sinni, Írisi, og sækja frekara nám. Henni bauðst að fara í fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði fyrir Kaupfélagið, en fannst ómögulegt að skilja Írisi eftir. „Ætli ég hafi ekki verið 18 ára þá. Hún fjögurra.“ Hún sér þó ekki eftir glötuðum tækifærum. „Ég hugsa ekki svoleiðis. Ég hugsa ekki hvað ef? Það þýðir ekki

að væla yfir einhverju sem hefði getað orðið. Ég hef ekki hugmynd um hvað það hefði átt að vera. Ég var ekki með nein plön þarna þrettán ára. Ég hafði ekki leitt hugann að slíku og því ekkert sem barnið stoppaði þar. Ég var ekki búin að byggja mér skýjaborgir.“ Og henni fannst hún ekki föst heima yfir ungabarni á meðan vinir skemmtu sér. „Við vorum einfaldlega of ung til að sækja böllin. Ég ekki nema fjórtán.“ Íris fagnaði þó þegar móðir

hennar tók þá skyndiákvörðun að nota sparifé sitt til að sækja Húsmæðraskóla í hálft ár. „Ég man eftir því að hafa hugsað; já, hún gat gert eitthvað fyrir sjálfa sig,“ segir Íris og viðurkennir að henni hafist hún stundum halda aftur af mömmu sinni. „Já, hún gat ekki flutt í burtu, farið til útlanda eða annað slíkt. Mamma er einmitt kona sem þorir og hefði haft gaman af slíku.“ - gag

Birna með Írisi og báðar á barnsaldri. Birna er elst fimm systkina sem fæddust á átta árum. Íris var því aðeins sex árum yngri en yngsta barn ömmu sinnar og afa.

„Ég man samt eftir því að mamma spurði: Veistu hver á barnið og ég svaraði játandi. Hún spurði ekki frekar. Ég held þau mamma og pabbi hafi ákveðið að það kæmi í ljós.“

elliheimilinu,“ segir Íris og þær mæðgur hlæja og Birna segir: „Já, ef ég bíð í smá tíma með það kemur hún bara með mér á elliheimilið.“ Þær eru miklar vinkonur, sérstaklega eftir að Íris eignaðist börnin sín. Bjarka fyrstan 23 ára gömul. „Mamma var ennþá með börn þegar ég var komin með börn. Þannig að það varð mjög þægilegt vinkonusamband milli okkar, já meira svona jafningjasamband heldur en hefðbundið mæðgnasamband,“ segir Íris og Birna botnar. „Ég var ófrísk af Írisi þegar ég fermdist og ófrísk af Bjössa þegar Íris fermdist.“ Birna var því 28 ára þegar hún eignaðist Björn Dan árið 1988 og 29 ára þegar hún eignaðist Evu Rós. Hún segir engan mun á móðurtilfinningunni fjórtán ára eða 28 ára. „Nema að ég var yfirvegaðri. En það getur nú verið vegna þess að ég hafði æfinguna.“

Fæddi ein og óstudd

Prestinum á Hólmavík var umhugað um að Birna yrði ekki ófermd móðir. Birna, sem er elst fimm systkina sem fæddust á átta ára tímabili, og foreldrar hennar höfðu hugsað sér að hún fermdist jafnvel með yngri systur sinni árið eftir. Jafnvel þær saman um haustið eftir fæðinguna. Framhald á næstu opnu


matreiðSlubók HagkaupS 2011 er komin út! Þetta er 12. bókin í þessum vinsæla bókaflokki sem allir þurfa að eiga

Höfundur uppskrifta er Solla Verði þér að góðu tir

Sólveig Eiríksdót

2.499,-


32

viðtal

„Ég fermdist í kapellunni á heimili prestsins. Hann sagði að það kæmi ekki til mála að ég yrði móðir áður en ég yrði fermd,“ segir hún. Því fermdist hún mánuði fyrr en jafnaldrarnir. „Fermingin var mér erfið. Allir ættingjarnir komu norður í fermingarveislu. Það sem skyggir á fermingardaginn var þegar ég þurfti að þvo slöngulokkana úr hárinu. Ég gat það ekki. Ég var svo mikil um mig. Ég var kasólétt.“ Kasólétt en þó engin María mey. Hver var pabbinn? Birna gaf það ekki upp og segir að lítið hafi verið pressað á hana meðan á meðgöngunni stóð að upp faðernið. „Ég man samt eftir því að mamma spurði: Veistu hver á barnið og ég svaraði játandi. Hún spurði ekki frekar. Ég held að mamma og pabbi hafi ákveðið að það kæmi í ljós.“ Ekki ræddi hún við barnsföður sinn fyrir fæðinguna. Hann spurði hana ekki hvort barnið væri hans. En hún var barn með barni, þegar hún lá á sjúkrahúsinu á Akranesi og beið eftir fæðingu Írisar. „Ég var alein og mátti ekki fara framúr nema til þess að fara á klósettið fram á gangi. Og svo heyri ég í skrúðgöngunni þann 17. júní og stökk þá frammúr og út að glugga. En þá var stofugangur og læknarnir, hjúkkurnar og læknanemarnir hlógu að því þegar ég stökk frá glugganum og upp í rúm aftur,“ segir hún, því ekki vildi hún brjóta reglurnar. „Mamma kom í heimsókn þessa helgi. Hún hafði far fram og til baka. En ég var ein að öðru leyti og átti Írisi ein,“ segir hún og Íris bætir við. „Já, hugsa sér, barnið eitt að eignast barn.“ Birna bætir við. „Já, það voru bara ekki aðstæður til annars. Mamma heima með fjögur börn, sex til tólf ára. Það var ekki bíll á heimilinu og pabbi úti á sjó. Svo var ég skyndilega sett af stað 18. júní. Ef mömmu hefði grunað að ég ætti að eiga daginn eftir að hún var hjá mér hefði hún ekki farið norður.“

Blóðprufa skar úr um faðernið Birna segir að áður en vinkonurnar vissu hver ætti Írisi hafi þær nefnt eftir að hún kom heim með barnið hvað hún bæri sterkan svip af fjölskyldu föður síns. „Nei, ég var ekki

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Stólaði á ömmu og afa á meðan móðir hennar kláraði grunnskóla

Systkini mömmu sem systkini mín Íris Jónsdóttir kúrði á milli afa og ömmu á meðan móðir hennar Birna Björnsdóttir var enn í grunnskóla. „Svona oftast, já eða svona sitt á hvað,“ segir Birna. Spurð hvort hún hafi verið sátt við uppeldisaðferðir foreldra sinna og þau við hennar svarar hún. „Ég held að það hafi aldrei verið hugsað út í neinar uppeldisaðferðir. Hún var fordekruð,“ segir Birna og hlær. Íris tekur við. „Já, það voru svo margir sem ég gat leitað til. Það er alltaf sagt að ég hafi gengið hringinn. Ef ég fékk nei, nei, nei, nei, endaði ég hjá afa. Hann sagði alltaf já,“ segir

hún. „Þau eru meira en amma og afi fyrir mér. Þau teygja sig í áttina að vera foreldrar mínir. Systkini mömmu eru líka meira sem systkini mín,“ segir hún. Íris segir að hún hafi þó ekki upplifað sig sem systur móður sinnar. „Nei, ég held ekki. Samt fannst mér ég vera yngst í þessum systkinahópi. Ég upplifði að vera litla barnið í þessum systkinahópi,“ segir hún enda Þuríður sú yngsta aðeins sex árum eldri en Íris. Þrátt fyrir ungan aldur fórst Birnu móðurhlutverkið vel úr hendi að mati Írisar. „Unglingar sem

búin að segja þeim það og þær hafa ábyggilega ekki þorað að spyrja. Kannski var það af tillitssemi,“ segir Birna sem neyddist til þess að gefa nafn hans upp þegar Íris var skírð. „Ætlaðir þú bara að eiga mig ein?“ spyr Íris. „Já,“ svarar Birna. Þær hlæja. „Ég þurfti að fara til prestsins og biðja hann um að skíra barnið mitt. Ég var ekki endanlega búin að ákveða nafnið og seinna nafnið hennar kom upp í kollinn þegar ég rölti með Lillý yngri systur minni að heimili prestsins til að segja honum nafnið. Ég var viss um að það ætti að byrja á Í; Íris, Ína, Írena... Svo var ég ekki viss hvort það ætti að vera Björk eða Björg. Lillý, sem er árinu yngri, sagði G. Hún heitir Ingibjörg. Amma heitir Ingibjörg og margar Bjargir eru í fjölskyldunni. Það var ákveðið og því margar sem gátu eignað sér nafnið. Og Lillý gerir það. Hún má það alveg.“ Það voru engin lottóvinningsviðbrögð þegar faðir Írisar frétti af litlu dótturinni, þá sextán ára gamall. „Fyrst neitaði hann og [föður] amma neitaði líka,“ segir Íris og Birna grípur inn í. „Já, hins vegar leit afi þinn á þig og sagði: Hann á hana. Hann sá hana og sagði: Jú!“ Skorið var úr um faðernið með blóðprufu.

Kona pabbans kom sambandi á Sambandið milli Írisar og pabba hennar, Jóns Magnúsar Magnús-

eignast barn og ákveða að eiga það reyna að gera sitt besta. Þeir vilja fara út og í bíó og annað. En mamma gaf sér alltaf tíma til þess að lesa fyrir mig á kvöldin. Ég veit ekki hvort það var staðurinn eða tíðarandinn, en hún gaf sér þennan tíma,“ segir Íris. Og Birna tekur við: „Ég kenndi henni bænirnar og fleiri vers og faðirvorið þegar ég var orðin heldur leið á fyrstu bænunum sem ég hafði kennt henni og ætlaði að skipta út, en hún bætti þessu við prógrammið og tíminn lengdist.“ - gag

sonar, var ekki mikið þegar hún var lítil. „Mér fannst ég ekki hluti af föðurfjölskyldunni. Ég fékk afmælisgjafir og svoleiðis en ég þekkti pabba ekki. Ég veit ekki hvað ég var gömul þegar ég átti að fara til ömmu og afa í árlegt jólaboð á jóladag. Ég grenjaði vegna þess og vildi vera heima. En ég þekkti frænkur mínar og þegar ég varð eldri fannst mér gaman að leika við þær í þessu boði.“ Íris segir að hún hafi ekki tengst pabba sínum fyrr en hann var kominn með konu. „Ég man ekki eftir þeim fyrr en systir mín er fædd, en hún er sex árum yngri en ég,“ segir Íris og Birna segir að um það leyti hafi þau flust til Hólmavíkur. „Anna Jóna [konan hans] kom til mín og sagði: Við verðum að vera vinkonur. Ef ég ætla að vera með honum verð ég að vera vinkona þín svo ég geti kynnst henni Írisi.“ Birna segir viðhorfið ekki hafa komið sér á óvart og þær orðið ágætis vinkonur. „Aftur á móti var mikið pískrað og fólk var mikið að spá og spekúlera. En ég var aldrei nein hætta fyrir samband þeirra. Ég held einfaldlega að fólk hafi ekki fattað af hverju hún væri að eltast við að fá að kynnast þessu barni,“ segir Birna. Íris þakkar Önnu Jónu að hafa kynnst pabba sínum „Pabbi segir svolítið sjálfur að þetta hafi verið hugsunarleysi og að okkar sam-

Jóladúnsængin

á draumatilboði

r

0k 9 4 . 3 3 ður

r k 0 9 9 . 4 2 Nú ttur Á

slá

f 25% a

Stærð 140x200

100% hvítur andadúnn 790 grömm dúnfylling 270 þráða Pima bómull Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is

Birna fermdist á undan bekkjarsystkinum sínum. Hér er hún í kapellunni á Hólmavík ásamt foreldrum sínum. Birni Árnasyni og Ásdísi Pétursdóttur og prestinum Andrési Ólafssyni.

Mæðgurnar Birna og Íris eru nánar og þrátt fyrir aðeins fjórtán ára aldursmun og að þær bjuggu hjá foreldrum Birnu segir Íris alltaf hafa haft það á hreinu að Birna væri mamma hennar, ekki systir.

þú? Já, einmitt og pabbi hann var sextán ára. Þau voru aldrei saman. Þannig er bara staðan.“

„Fordekruð og ég átti hana ein“

„Ég fermdist í kapellunni á heimili prestsins. Hann sagði að það kæmi ekki til mála að ég yrði móðir áður en ég yrði fermd.“ band sé í raun henni að þakka.“ Birna tekur undir það. Íris segir þau föður sinn vini í dag og henni þyki vænt um hann. Alltaf sé gaman að hitta þau og koma til þeirra. Hún sé einnig í nánu sambandi við systur sína. „Hún leitaði til mín sem unglingur og þá fundum við að við vorum líkar. Skrýtið. Oft er sagt að skrýtið sé hversu líkar við erum þótt við séum ekki uppeldissystur,“ segir Íris og að þrátt fyrir þessi brösóttu fyrstu ár hafi hún ekki upplifað að hún hafi ekki verið velkomin í föðurfjölskyldu sína. Og hún var svo sannarlega velkomin í móðurfjölskylduna. „Amma sagði alltaf við mig að ef ég hefði ekki fæðst hefði hún örugglega eignast fleiri börn. Ég upplifði ekki einu sinni hjá langömmu að mamma hefði verið full ung. Svona eftir á er ég mjög hissa að hafa aldrei fengið að heyra neinar neikvæðnisraddir,“ segir hún. Það sé ekki fyrr en síðari ár, ef fólk spyrji hana um aldur og aldur móður hennar eða um foreldrana almennt að það hvái og skilji ekki reikningsdæmið. „Hvað segir

Á meðan Birna segist ekki horfa í hvað hefði orðið segir Íris ljóst að ungur aldur móður hennar hafi haft sín áhrif á lífshlaupið. „Kannski er maður fordómalausari. Pottþétt passaði ég mig að verða ekki ólétt of ung. Ég vildi það ekki. Maður tilheyrir mörgum fjölskyldubrotum. Það er mamma, systkini mömmu, yngri börnin hennar, hinar tvær dætur pabba og fjölskylda hans. Ég hef oft spurt mig hvort ég ætti að vera með á myndinni,“ segir Íris og hlær. „En ég held ég hafi grætt á þessu. Ég fái að upplifa að vera elst og að vera yngst.“ Íris viðurkennir að það yrði henni áfall kæmi dóttir hennar fjórtán ára og segði henni að hún ætti von á barni. Hún tæki því vart eins og amma hennar þegar móðir hennar uppgötvaði að dóttir hennar var ólétt. Og eldri strákur Írisar fermist í vor. „En ég er samt þremur árum eldri en amma var þegar hún varð amma mín,“ segir hún og hefur valið sér það starf að uppfræða menntskælinga um kynlíf. „Ég hefði ekki viljað eignast barn degi fyrr,“ segir Íris og móðir hennar mælir ekki með því að fjórtán ára börn eignist börn þótt móðurtilfinningar spyrji ekki um aldur. „Já, Íris mín var fordekruð en heppnaðist svo vel,“ segir Birna hressilega. „Og hún hefur alltaf verið mín. Ég gat deilt henni, en ég átti hana. Ég átti hana ein.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


I AM MERRY CLICKMAS D5100 18-55VR kit Frábær stafræn SLR myndavél með 16.2 megapixla C-MOS myndflögu og AFS18-55VR linsu. D-Movie kvikmyndataka í fullri háskerpu (1920x1080) ásamt 11 punkta sjálfvirku fókus kerfi,HDR myndatöku, háu ljósnæmi (ISO 100-6400) sem má framlengja í 25800, Live View og stórum hreyfanlegum 3“ LCD skjá.

Verð 149.995.-

TILBOÐ! MEÐ NIKON D5100 18-55VR KIT FYLGIR NÚ SB-400 FLASS (VERÐMÆTI 34.995 kr.)

Með öllum Nikon vélum fylgir íslenskur leiðarvísir.

www.nikon.is SÖLUAÐILAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Heimilistæki – Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík – 569 1500 - www.ht.is Sjónvarpsmiðstöðin – Síðumúla 2, 108 Reykjavík – 568 9090 – www.sm.is Beco – Langholtsvegi 84, 104 Reykjavík – 533 3411 - www.beco.is Fotoval – Skipholti 50b, 105 Reykjavík – 553 9200 – www.fotoval.is MAX – Kauptún 1, 210 Garðabær – 412 2200 – www.max.is Hagkaup – Smáralind, 201 Kópavogur – 563 5000 – www.hagkaup.is Tölvulistinn – Reykjavík, Hafnarfirði – 414 1700 – www.tl.is

Innifalið í kaupum á stafrænni SLR myndavél er 2,5klst byrjendanámskeið að verðmæti kr 10.000.SÖLUAÐILAR Á LANDSBYGGÐINNI Hljómsýn – Akranesi; Blómsturvellir – Hellissandi; Hrannarbúðin – Grundarfirði; Skipavík – Stykkishólmi; Snerpa – Ísafirði; Kaupfélag V-Húnvetninga – Hvammstanga; Smárabær – Blönduósi; Skagfirðingabúð – Sauðárkróki; SR Byggingavörur – Siglufirði; Valberg – Ólafsfjörður; Kauptún – Vopnafirði; Verslunin Pan – Neskaupstað; Geisli – Vestmannaeyjum; Mosfell – Hellu; Heimilistæki – Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Húsavík; Tölvulistinn – Akureyri, Egilstaðir, Selfoss og Reykjanesbæ; Omnis – Akranes, Borgarnes og Reykjanesbæ.


34

fréttir vikunnar

Segir af sér vegna Skálholts Hjörleifur Stefánsson hefur sagt af sér sem formaður húsafriðunarnefndar. Ástæða afsagnarinnar er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra um að fara ekki að tillögu húsafriðunarnefndar um friðun Skálholtskirkju og Skálholtsskóla.

Litháískt flugfélag flýgur fyrir WOW Litháískt flugfélag, Avion Express, sér um allar flugferðir hins nýja flugfélags Wow Air. Flogið verður til tólf borga í Evrópu frá og með næsta sumri. Avion Express á eina Airbus A320-vél og þarf aðra til að sinna þörfum Wow.

Helgin 25.-27. nóvember 2011

0

Vikan í tölum

Fyrsta nýskráningin eftir hrun Almenningi gefst kostur á að eignast hlut í Högum í desember. Í framhaldi verður ráðist í fyrstu nýskráninguna í íslensku Kauphöllina eftir hrun. Hagar reka Bónus og Hagkaup, auk fjölmargra sérverslana.

Skotvopn í lögreglubílum Nokkur lögregluembætti hafi komið fyrir skotvopnum í lögreglubílum til að bregðast við auknum vopnaburði glæpamanna.

Ákvörðun um Grímsstaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stefnir að því að kynna ríkisstjórninni í dag, föstudag, hvort Kínverjanum Huang verði heimilað að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

AFMÆLIS

árs

BOMBA Í TÉKK-KRISTAL FÖSTUDAG & LAUGARDAG

Getty Images

Heitustu kolin á

Kalt stríð Hannesar Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson kann að kveikja elda og hefur nú með bók sinni Íslenskir kommúnistar 1918-1998 tendrað mikið reiðibál. Reykinn leggur að sjálfsögðu yfir Facebook, ekki síst og þar er meðal annars er tekist hart á um meintar rangfærslur Hannesar í ritinu og ýmislegt annað, ekki síst tengt persónu Hannesar.

MATAR & KAFFISTELLUM SÖFNUNARHNÍFAPÖRUM ÍTÖLSKUM HITAFÖTUM HNÍFAPARATÖSKUR TILBOÐ MÖRG GÓÐ GLASATILBOÐ MÖRG FLEIRI TILBOÐ

Andri Þór Sturluson Það að Hannes Hólmsteinn gefi út sögu íslenskra kommúnista er jafn eðlilegt og að Steingrímur J. Sigfússon tæki upp á því að skrifa sögu Sjálfstæðisflokksins.

Guðmundur Andri Thorsson Hvað gerir maður þegar hugmyndafræði manns hefur sett heilt land á hausinn? Maður endurvekur Kalda stríðið.

Baldur Hermannsson Meistari Hannes lætur ekki afdankaðar kommalufsur vaða yfir sig á forugum útiskónum. Þorsteinn frá Hamri hefði betur látið ógert að þræta fyrir hinar fornu syndir. Armur meistarans er langur og ekkert, ekkert fer

fram hjá hans haukfránu sjónum.

Ættfaðirinn og drengurinn með rússagullið Ríkisútvarpið sýndi á sunnudaginn heimildarmyndina Thors Saga sem fjallar um athafnamanninn Thor Jensen og langafabarn hans Björgólf Thor Björgólfsson. Myndin vakti litla kátínu en þeim mun meiri reiði vegna þess hversu Björgólfur Thor var frekur til fjörsins og hvernig atorka hans og dirfska var spegluð í Thor Jensen. Ekki tók betra við hjá Björgólfsfeðgum þegar leið á vikuna og bók Ingimars Ingimarssonar um viðskipti hans við feðgana í Pétursborg kom út.

Hallgrímur Helgason fékk hjartslátt í miðri mynd um Thorsveldið, þegar Oddsson & Haarde gáfu þeim Landsbankann, og Valgerður brosti gírug hjá, með með þankann í augum: „og svo fá okkar menn hinn bankann“. Var þetta ekki fyrsti í aðventu Hruns?

vertu vinur á Facebook

ERUM EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178 www.tk.is

Laugavegi 178 - Sími. 568 9955

360

Milljarðarnir sem Donald Trump telur virði hans helsta vörumerkis, nafnsins Donald Trump, vera.

Heiðar Ingi Svansson Algerlega óskiljanlegt að kaupa þessa mynd til sýningar. Eitt stærsta PR stunt BTB og félaga ever.

Thorfinnur Omarsson þakkar Björgólfi Thor fyrir að hafa látið gera þessa dönsku glansmynd um sjálfan sig. Honum tókst jafnvel að fá dönsku blaðakonuna til að ljúga fyrir sig, það er nú nokkuð vel af sér vikið, hún hlýtur að vera á grænni grein fjárhagslega eftir þetta...

Illugi Jökulsson Björgólfs Thors-kaflinn í myndinni um þá Thor Jensen var eflaust ágæt upprifjun fyrir alla þá sem hylltu Davíð Oddsson „farsælasta forsætisráðherra Íslands á seinni tímum“.

Þórunn Hrefna Ég verð að segja það enn og aftur. Mér finnst sterkasta táknið um fullkomna klikkun Íslendinga á „2007 tímanum“ að Björgólfur Thor skyldi hvað eftir annað hafa verið talinn með kynþokkafyllstu karlmönnum þjóðarinnar.

87,7

Prósentuhlutfall þeirra Íslendinga sem eru andvígir lögleiðingu kannabis samkvæmt könnun MMR sem birt var í vikunni.

190

Fjöldi gjaldþrota fyrirtækja í október 2011 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í sama mánuði í fyrra voru gjaldþrotin 96.

Slæm vika

Góð vika

fyrir Björgólf Thor Björgólfsson

fyrir Skúla Mogensen

Skellur á skell ofan NÝTT KORTATÍMABIL

Áfangastaðir sem hið nýstofnaða íslenska flugfélag Wow flýgur til frá og með næsta sumri.

Jakkafataklæddur mótmælandi sést hér forða sér undan táragasmekki í hliðargötu við Tahrir-torg í miðborg Kairó í Egyptlandi á þriðjudag þar sem tugþúsundir mótmælenda komu saman í þeim tilgangi að knýja á um að herforingjastjórnin, sem er við völd í landinu til bráðabirgða, standi við gefin loforð um þingkosningar á næstu vikum og forsetakosningar í júní á næsta ári. Nordic Photos/

41

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM IITTALA Fallegar Jólagjafir VÖRUM

12

Upphæðin sem Björgólfur Guðmundsson greiddi fyrir bjórverksmiðjuna í St. Pétursborg þegar hann „keypti“ hana árið 1995.

Orðstír Björgólfsfeðga heldur áfram á leið sinni niður fyrir sjávarmál. Athafnamaðurinn Ingimar H. Ingimarsson, fyrrum viðskiptafélagi þeirra í Rússlandi, sagði í vikunni frá því hvernig þeir höfðu af honum gosdrykkjaverksmiðju í Pétursborg, sem þeir höfðu ekki lagt krónu í til að byrja með. Varð þessi verksmiðja undirstaða viðskiptaveldis þeirra feðga. Vikan var enn verri fyrir yngri Björgólfinn en þann eldri þar sem hann hefur einnig verið hafður að háði og spotti fyrir framgöngu sína í sjónvarpsmyndinni Thors saga, sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudag.

Wow á flugi Skúli Mogensen kynnti nýtt flugfélag sitt, Wow, á blaðamannafundi í vikunni. Einstaklega létt var yfir samkomunni þar sem Skúli naut meðal annars aðstoðar norðlenska vaxtarræktarprestsins Jónu Lovísu Jónsdóttur við kynninguna á félaginu. Jónína Lovísa er nýkrýndur Íslandsmeistari í vaxtarrækt og tók að sér að vígja nýja vefsíðu Wow við hátíðlega athöfn. Skúli hefur látið víða til sín taka eftir að hann sneri aftur til Íslands og hefur greinilega tröllatrú á að hér sé allt á uppleið. Mega það teljast uppörvandi skilaboð fyrir athafnalíf landins í heild.


jól

Matur | Minningar | Gjafir | Skraut

Í anda ömmu Í minningu ömmu sinnar smíðaði Rut Ingólfsdóttir gamaldags jólatré og býður ástvinum að hengja persónulega muni á tréð og gefur hverjum og einum tækifæri til að segja söguna sem þeim fylgir.

 bls 12

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Hátíðleg hönnun Hönnunarmunir úr málmi vinsælir.

 bls. 30

Sækir innblástur í æskuna Ragnheiður Ösp útbjó jólaskraut úr hnútum.

 bls. 6

Hangir í eldhúsinu yfir jólin

Ljósmynd/Hari

Rakel Sif Sigurðardóttir útbjó jólagraut sem gott er að byrja daginn á.

 bls. 22


2

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011  Einstök jól

 Aðventukransinn

Eins og heima hjá mömmu Afturhvarf og hlýleiki einkenna jólaskreytingar í ár og eru aðventukransarnir þar engin undantekning.

M

ér finnst áberandi þessi tilfinning að upplifa jólin eins og þau voru hér áður fyrr,“ segir Berta Björk Heiðarsdóttir, blómaskreytir í Blómagallerínu við Hagamel, aðspurð um hvað hæst beri í jólaskreytingum í ár. „Við erum að nota eitthvað sem við höfum séð áður, en kannski á nýjan hátt og þar er hrátt útlit, efniviður úr náttúrunni og mjúkar línur áberandi,“ segir Berta. Hún setti saman í aðventukrans sem henni þykir lýsandi fyrir tískusveifluna í ár. Hann er úr könglum úr íslenskum skógi, eini og lyngi. „Auk þess notaði ég gamaldags köflóttan borða og smá lopaband með honum.“ Útlit hans er gamaldags, hlýlegt og norrænt, ef svo má að orði komast. Kertin eru háglansandi og líta út eins og jólakúlur. „Þetta eru svakalega sparileg kerti, svona glansandi, en ég sá mikið af þessum kertum á sýningum í haust.“ Berta ráðleggur þeim sem vilja útbúa sína eigin kransa að nota hefðbundnar aðferðir eins og að vefja þá með greni og leita út í náttúruna eftir könglum. Eldvarnir eru einnig mikilvægar í kringum aðventukransinn og er hægt að fá sérstök stæði fyrir kertin sem stungið er í kransinn sem umlykur þau og heldur frá efninu. „Gæta þarf þess að láta efnið ekki vera of nálægt kertunum og láta þau standa upp úr, og láta svo skynsemina ráða för og fylgjast vel með logandi kertum.“

Mér finnst áberandi þessi tilfinning að upplifa jólin eins og þau voru hér áður fyrr.

Óttar Norðfjörð rifjar upp þegar hann fór til Tékklands 10 ára gamall og fékk fisk í jólamatinn. Það þótti honum ekki fýsilegt auk þess sem fiskurinn var geymdur lifandi inn á baðherbergi fram á aðfangadagskvöld.

Jólamaturinn svamlaði í baðinu Óttar Norðfjörð rithöfundur hélt jól í Tékklandi þegar hann var 10 ára gamall.

É Hin evrópska jólamarkaðshefð er mjög falleg og heillandi og höfðaði vel til mín þegar ég var 10 ára.

NÝ SENDING AF UMBRA VÖRUM

g var 10 ára gamall og sá vatnakarfa synda um í baðkerinu hjá móðursystur minni á aðfangadag, var mjög brugðið og komst svo að því að þetta var jólamaturinn,” segir Óttar Norðfjörð rithöfundur sem dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í Tékklandi á jólunum árið 1990. „Í innlöndum, þar sem systir mömmu bjó, er hefð fyrir því að borða fisk á jólunum, enda munaðarvara fyrir þá sem búa langt frá hafinu. Hann er keyptur lifandi daginn áður og geymdur í baðkarinu fram á aðfangadag. Við fengum líka einhvern fisk í hlaupi í forrétt, að mig minnir, sem ég var ekkert sérstaklega hrifinn af. Ég var bara barn og vildi alls ekki hafa fisk í jólamatinn og eflaust hafði það áhrif á mig að hafa séð fiskinn í baðkarinu fyrr um daginn. Það er eitthvað sem situr í mér. Minning um dökkan svamlandi fiskinn er sterk og ég, borgarbarnið, var óvanur þessu návígi við dýrin sem maður borðar.” WALLFLUTTER veggskraut 20 stk. í kassa 5.900 kr.

En jólin liðu og áramótin tóku við. „Á þessum tíma var bannað að skjóta upp flugeldum í Tékklandi en ég fékk þó að fara út á svalir og horfa yfir til Póllands og flugeldum var skotið á loft. Ekkert heyrðist í sprengjunum í fjarska og þetta gamalárskvöld ríkti þögn. Ég var mjög vonsvikinn 10 ára drengur þau jólin og áramót.“ Það sem heillaði Óttar mest þá voru hins vegar jólamarkaðir sem þau heimsóttu. „Það þótti mér mjög flott. Ótal viðarkofar á stóru torgi þar sem hægt var að fá heitt kakó og skoða og kaupa fallegt handverk. Hin evrópska jólamarkaðshefð er mjög falleg og heillandi og höfðaði vel til mín þegar ég var 10 ára,“ segir Óttar. „Í dag viðurkenni ég að ég myndi ekki slá hendinni á móti vatnakarfa á jólunum. Í minni fjölskyldu tíðkast að halda tékknesk jól á Þorláksmessu þar sem móðir mín er tékknesk og þá borðum við alltaf fisk.” FISH HOTEL vasi/gullfiskabúr 6.500 kr. stk,

BIRDSEYE snagi 3.750 kr.

FA B R I K A N

TRIGEM skartgripa4.800 kr.

MARKEL myndarammi 2.900 kr. stk,

FLO myndarammi 3.950 kr.

KAUPTÚNI OG KRINGLUNNI www.tekk.is


Hátíðarkalkúnn og meðlæti

995,-


4

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Jólatréð skreytt á frumlegan hátt

Skrautið

segir sögu Steinunn Vala Sigfúsdóttir og fjölskylda hennar leggja ást og alúð í jólatréð ár hvert. Tréð höggva þau í Heiðmörk hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Steinunn Vala útbýr frumlegar og skemmtilegar skreytingar.

G

Jólatréð sem Steinunn Vala hjó sjálf niður í Heiðmörk á svæði Skógræktarfélags Reykjavíkur.

runnhugmyndin var að nota aðeins hluti sem ég fann til á heimilinu til að skreyta jólatréð. Mig langaði til að þess að það liti stórkostlega út og vildi sýna að það er alveg óþarfi að missa sig í jólakúlu- og seríuskreytingum til að gera tréð fallegt og hátíðlegt. Vel er hægt að fara aðra leið og skreyta með fallegum munum sem finnast á hverju heimili, einföldu heimaföndri og jafnvel leikföngum, skartgripum eða mat,“ segir Steinunn Vala skartgripahönnuður og eigandi Hring eftir hring, en viðurkennir að hún missi sig alltaf pínulítið við að skreyta tréð og á hverju ári detti henni eitthvað nýtt í hug. „Við fjölskyldan förum á hverju ári og höggvum niður okkar eigið tré í Heiðmörk og það er alltaf dásamleg fjölskylduferð. Þetta höfum við gert í mörg ár, með örfáum undantekningum. Það er svo yndislegt að koma í Heiðmörkina í jólastemmninguna, þar eru jólasveinar á ferð og piparkökur og kakó í boði. Eftir góðan göngutúr finnur maður tréð, sagar það niður og dregur svo heim og skreytir. Það er dásamlegt,“ segir Steinunn Vala og bætir við að þetta geri hún með góðri samvisku því hún veit að þessir fáu aurar sem tréð kostar renna í sjóð Skógræktarfélags Reykjavíkur sem sér um að viðhalda skóginum og útivistarsvæðinu í Heiðmörk, sem Steinunn Vala segir algera perlu sem hún heimsækir oft. „Eitt árið fengum við tvíburatréð. Það stóð í stórum skafli og þegar maðurinn minn burstaði snjóinn frá til að saga það niður kom í ljós að

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?

annað lítil tré var fast við stofninn.“ Við skreytingu á trénu notast Steinunn við gamalt og nýtt skraut og ýmislegt annað sem fellur til. „Í þetta sinn blés ég úr eggjum og gerði kúlur úr skurninni, svo átti ég afganga af leir sem ég nota við skargripagerð mína og útbjó skraut úr honum, auk þess sem ég nýtti gamla skartgripi og fleira,“

segir Steinunn Vala. „Fallegast er þegar maður nær að segja sögu með skrautinu, eitthvað gamalt og eitthvað nýtt. Ég bý alltaf til heildstæðan grunn, og skemmtilegast er að hafa hann svolítið skrítin,” segir hún og hlær og heldur áfram. “Grunnurinn slær tóninn og svo get ég sett hvað sem er á tréð.“

Steinunn Vala Sigfúsdóttir skartgripahönnuður vildi skreyta tréð á einfaldan hátt og sýna að það væri óþarfi að missa sig í jólakúlu- og seríuskreytingum.

Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

Skreytt með leirkúlum og merkimiðum.

Leikföng úr barnaherberginu rata á tréð.

Kanína gægist á milli greina.


Tími til að gleðjast

Michelsen úrin eru sérframleidd í númeruðu og takmörkuðu upplagi.

Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is


6

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011  jólaHönnun úr íslenskum lopa

Sækir innblástur í æskuna

Alltaf eitthvað nýtt og spennandi

Ragnheiður Ösp útbjó jólaskraut úr hnútum en á þeim hefur hún haft mikinn áhuga á allt frá því hún var skáti.

S

Flott föt fyrir flottar konur,

kátahnútar sem Ragnheiður Ösp vöruhönnuður lærði að hnýta á unga aldri urðu henni innblástur að hnýttum púðum sem hún hannaði og framleiðir úr íslenskri ull. Léttari útgáfu af þessum hnýttu púðum setti hún saman þegar Fréttatíminn fór þess á leit við hana. Útkoman er skrautlegt, fallegt og óvenjulegt jólaskraut. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í hausnum og þegar ég var beðin um að gera eitthvað jólalegt fyrir Fréttatímann ákvað ég að láta hana verða að veruleika. Ég fékk Glófa í Kópavogi, sem prjónar allt fyrir mig, til að prjóna mjó ullarbönd úr einbandi og ég hnýtti þau saman,“ segir Ragnheiður Ösp. „Ég datt niður á stórkostlega og fallega bók um hnúta þegar ég var að ráfa á netinu og pantaði hana samstundis. Hún varð svo kveikjan að því að ég fór að gera þessa púða, en ég hafði verið heilluð af hnútum frá því ég var skáti sem lítil stelpa. Ég hef mjög gaman af því að taka hluti úr samhengi, leika mér með stærðir og beita gömlum aðferðum á nýjan máta.” Ragnheiður Ösp rekur vinnustofu ásamt fleiri hönnuðum á Laugavegi 25 þar sem hún situr nú iðin við að framleiða vörur fyrir jólin, því alla laugardaga fram að jólum mun vinnustofan standa gestum og gangandi opin. Hún vinnur mikið með íslensku ullina eins og svo margir aðrir hönnuðir af hennar kynslóð sem hafa blásið nýju lífi í ullariðnaðinn á Íslandi. „Já þetta er aðalmálið núna og allir óðir í ullina. En það er líka svo auðvelt að vinna með hana og hún er ódýr, þetta er hráefni sem við höfum við höndina og eigum að nýta.“ En hvernig verða jólin hjá Ragnheiði? „Jólunum eyði ég alltaf í faðmi

Stærðir 40-60.

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is

Jólagjafir prjónakonunnar Laugavegi 59, 2. hæð | Sími 551 8258 | www.storkurinn.is

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

Húsið var svo pakkað að afi sem er þúsundþjalasmiður brá á það ráð að tjalda í verkstæðinu sínu sem stendur við litla timburhúsið þeirra og svaf því í tjaldi öll jólin. Til að toppa þetta festi hann jólastjörnu efst á tjaldið.

Skrautlegt og fallegt jólaskraut úr íslenskum lopaböndum hnýtt eftir kúnstarinnar reglum.

stórfjölskyldunnar. Ég og maðurinn minn förum til Keflavíkur til mömmu og pabba í mat og svo borðum við eftirréttinn hjá ömmu, en það eru engin jól án hans. Að því loknu hittast systkini pabba og börnin þeirra, þar á meðal systir hans sem býr erlendis, um kvöldið og þá er mikið talað og börnin eru hlaupandi út um allt,“ segir Ragnheiður Ösp og bætir við að mikil áhersla sé lögð á að allir í fjölskyldunni hittist yfir hátíðarnar. „Ein jólin bjuggum við öll í hinum og þessum löndum en komum heim um jólin og gistum öll hjá afa og ömmu. Við vorum sennilega ellefu í allt í allt og húsið var svo pakkað að afi, sem er þúsundþjalasmiður, brá á það ráð að tjalda í verkstæðinu sínu sem stendur við litla timburhúsið þeirra og svaf því í tjaldi öll jólin. Til að toppa þetta festi hann jólastjörnu efst á tjaldið. Það voru eftirminnileg jól,“ segir Ragnheiður Ösp.


 Hrátt og kúl

Öðruvísi jólatré Skemmtileg hugmynd að öðruvísi jólatré er að taka gamlan fallegan tvöfaldan tréstiga sem myndar A þegar hann stendur á gólfinu og er þá eins og jólatré í laginu. Hann er hægt að skreyta með seríum og jólaskrauti. Með því að leggja trjágreinar við stigann, er vísað til raunverulegs trés og svo er einnig tilvalið að fara út og tína köngla til að fullkomna útlitið. Engar greni-nálar eru þá á gólfinu eða þurrkað tré sem þarf að losa sig við á þrettándandum. Og þegar jólin eru búin er hægt að nota stigann til að taka niður allar jólaseríurnar og skrautið í efstu hillunum. Skemmtileg og hrá hugmynd.

 Jólaskraut Til styrktar góðu málefni

Jólatré á pakkann

Hönnunartvíeykið Hafdís Hreiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir, sem standa að baki Arca design, ætla nú önnur jólin í röð að styrkja gott málefni með sölu á skemmtilegum grip sérhönnuðum. Átakið kalla þær „pakki á pakka“ en gripurinn er í formi lítils jólatrés úr plexigleri, sem hengja má á jólapakka en sómir sér einnig vel á stóra jólatréð eða hvar sem vill til skrauts. „Pakkinn kostar 500 krónur og rennur upphæðin óskipt til Fjölskylduhjálparinnar,“ segir Vilborg. Arca design var stofnað í ágúst 2009 af þeim Vilborgu og Hafdísi og sérhæfir sig í íslenskri hönnun á vörum úr plexigleri og áli. Markmiðið að baki hönnun þeirra er að mögulegt sé að taka alla gripina í sundur svo að auðveldara sé að geyma þá. Samstarfsaðili þeirra Arca-systra í pakkaverkefninu er sá sami og í fyrra: Logóflex skiltagerð, sem gefur alla vinnu og efni við útskurð á gripunum. Verslun Arca design er í Grímsbæ við Bústaðaveg.

Íslensk gjöf fyrir sælkera Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og viðskiptavinum.

Körfurnar eru afhentar í sellófani með fallegri slaufu. Einnig bjóðum við fallega ostakassa til að senda til viðskiptavina og starfsfólks innanlands. Pantaðu ostakörfu á www.ms.is. Einfalt, fljótlegt og þægilegt! www.ms.is


8

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Kynning Odense Marsípan

Marsípan er gert úr 2/3 möndlum og 1/3 sykri. Odense Marcipan er einn af fremstu marsípanframleiðendum í heiminum. Fyrir utan marsípanframleiðslu framleiðir Odense Marcipan einnig úrvals núkkat og súkkulaði. Marsípan kemur upphaflega frá Ítalíu en talið er að byrjað hafi verið að nota marsípan strax á 16.öld.

Marsípankúlur 200 g ODENSE Ren Rå Marcipan 50 g ODENSE núggat 150g brætt súkkulaði

Skerið marsípanlengjuna í sneiðar og setjið smá klípu af núggat í miðju og hnoðið í kúlu. Dýfið í brætt súkkulaði og stráið smá flórsykri yfir. Einnig er hægt að nota Kókosmarsípan í staðinn fyrir Ren Rå.

i-Pod vagga

Kókos marsípankúlur

Núggat hnetustangir

200 g ODENSE kókosmarsípan 50 g ODENSE núggat 150g brætt súkkulaði Smá kókosmjöl

200 g ODENSE núggat 50 g rúsínur 50 g saxaðar möndlur/heslihnetur

Skerið kókosmassan í sneiðar og setjið smá klípu af núggat í miðju og hnoðið í kúlu. Dýfið í brætt súkkulaði og veltið upp úr kókosmjöli.

Kransakökustangir Tilbúinn ODENSE kransakökumassi Odense Færdig Kransekagemasse 100 g af bræddu súkkulaði Dálítið af söxuðum heslihnetum og vanillusykri.

OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-15

Jólakoss 500 g ODENSE Ren Rå Marcipan 300 g sykur 1 dl vatn 150 g eggjahvítur

Blandið saman og smyrjið á plötu. Látið liggja í kæli yfir nótt. Skerið í stangir og skreytið með hvítu og dökku súkkulaði.

Kransakökudeigi er sprautað úr pokanum í langar stangir sem bakaðar eru samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum. Síðan kældar og skornar í 6-8 cm búta. Endunum er dýft í bræddan súkkulaðihjúp, stangirnar kældar og raðað upp í stæðu eins og sýnt er á mynd.

Skerið ODENSE Ren Rå Marcipan í 30 sneiðar, leggið á bökunarpappír og bakið við 180 °C i 5-8 mín. Kremið: 300 g af sykri og 1 dl vatn látið sjóða upp. Sjóðið í í 2 mín. 150 g af eggjahvítum þeyttar létt og sykurblöndunni bætt varlega við. Þeytið stíft saman með handþeytara í 15 mín. Kremið á að vera mjög stíft. Sprautið kreminu á marsípan botnana og bakið í u.þ.b. 5 min. Við 180 °C. Eftir að hafa kælt kossana, dýfið þeim í brætt súkkulaði


t s m e r f g o t s r y –f % 0 3 r

2799

% 4 3

% 1 3

% 4 3

r

tu afslát

tur t á l s f a

tu afslát

! r ý d ó

r

tu afslát

9 9 4 4 9 9 3 3 0 7 4 4

kr.

kr.

9 kr.

r.

5990 r u ð á ð r e V ið brak

5990 k r u ð á ð r e V gið Einví

90 krs. egja 4 6 r u ð á Verð n sem varð að Saga

399 r u ð á ð r e V ve Icesa

R u K æ b a Jól I FYRIR alla! l a V R Ú í 0 3

% 0 3 tur

kr.

4999skörg.u ríkari r u ð á ð r e V jón er Ripley´s, s

4190

5990 kr. Verð áðvuiðr 1000˚ Konan

30

30

%r

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl

33%

%r

290 kr.

5 Verð áður Dögun

Krónan Árbæ

Krónan Mosó

Krónan Höfða

4990bkbra.r r u ð á ð r e V go, 140 ku Ninja

Krónan Granda

Krónan Akranesi

Krónan Breiðholti

30%

ur

kr.

kr.

990 kra.uðbókin 3 r u ð á ð r Ve ku- og br ö k y e n is D Krónan Lindum

Krónan Vestmannaeyjum

kr.

5890 kr. Verð áðmurannsins Hjarta

t afslát

3699 3490 2670 kr.

4120

5880 kr. Verð áður Jójó

tu afslát

tu

afslát

tur

kr.

%

tur

afslát

afslát

4110

kr.

30

% 0 3

%r

tu afslát

afslát

3499

kr.

kr.

kr.

31%

tur

afslát

4130

kr.

kr. ur 599e0inu Verð áuðm á hr Með s t

32%

tur

afslát

tur

afslát

2449 2039 kr.

. 3499 k?r r u ð á ð r e V er Tíkó Dóra hvar

Krónan Reyðarfirði

Krónan Hvaleyrarbraut

kr.

2999 kpr.úsluspil r u ð á ð r e V ókin, 5 Dóra púslb Krónan Reykjavíkurvegi

Krónan Selfossi


10

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Jólabaksturinn

Deigið hnoðað af reynslu og nákvæmni, en þrátt fyrir ungan aldur eru stelpurnar þaulvanar að baka saman án aðstoðar frá fullorðnum.

Margar hendur vinna létt verk þar sem deigið er skorið út í Margrét og Bryndís fylla bökunarplötu af piparkökum sem eru tilbúnar að jólatré, hreindýr og stjörnur og önnur skemmtileg jólamynstur. fara í ofninn. Það er áður en þær tóku við að baka súkkulaðibitakökur.

Útlitið skiptir ekki öllu máli Frænkurnar og vinkonurnar Margrét og Bryndís baka mikið saman og opnuðu einu sinni pitstustað í eldhúsinu

V

ið bökum oft saman,“ segja frænkurnar og vinkonurnar Margrét Kristjánsdóttir Wiium, 9 ára, og Bryndís Guðmundsdóttir, 14 ára. Þær hafa verið góðar vinkonur frá því þær voru pínulitlar og bralla oft eitthvað skemmtilegt saman. Þegar Fréttatíminn tók á þeim hús voru þær að baka súkkulaðibitakökur og piparkökur fyrir jólin. „Við erum reyndar ekki saman yfir jólin en föndrum stundum eða bökum fyrir jól,“ segja þær. „Við erum reyndar ekki alltaf sammála um hvað á að baka og þá endar stundum með því að við gerum

eitthvað tvennt,“ segir Bryndís og lítur brosandi til Margrétar sem svara um hæl. „Eins og til dæmis núna,“ og bætir við: „Annars bökum við ekki bara kökur. Einu sinni settum við upp pitsastað í eldhúsinu og tókum við pöntunum frá fjölskyldunni.“ Þær gjóa oft augunum til hvor annarrar og önnur þeirra spyr manstu? Og það er allt sem þarf til að kveikja á minningu og þær skella upp úr. „Auðvitað erum við ekkert alltaf að baka eitthvað, við förum líka í tölvuna og horfum á eitthvað á Youtube,“ segir Margrét.

Eldhúsreglurnar eru skýrar hjá þeim frænkum og ganga þær alltaf frá eftir sig. „Já auðvitað gerum við það,“ segir Bryndís. „En það er samt leiðinlegast að ganga frá,“ segir Margrét og þær hlæja báðar. „En á meðan við bökum spilum við tónlist og hlæjum mikið. Það er svo skemmtilegt,“ segir Bryndís. „Mér finnst svo gott að hafa Bryndísi með mér í bakstrinum, því hún er eldri og getur stjórnað mér,“ segir Margrét og lítur til frænku sinnar. En heppnast alltaf allt sem þær gera? Nú skella þær báðar upp-

úr „Allsekki. Einu sinni vorum við að gera marengstoppa og bætum fjólubláum matarlit út í og það varð allt að klessu. En svo höfum við líka gert margt sem er erfitt að gera en hefur heppnast vel. Til dæmis stóran bleikan prinsessukastala. Stundum heppnast kökurnar vel og stundum misheppnast þær, en það er í góðu lagi því oftast er hægt að borða þær og þær eru góðar á bragðið og útlitið skiptir engu máli.“

ELFA

ÓLA

JÓNÍNA

Dúnvesti á konur úr polyester sem hrindir frá sér vatni. Ekta skinn á hettu sem hægt er að taka af. Stingdu höndunum djúpt í flísfóðraða vasana í vetur.

Primaloft-úlpa á stráka og stelpur. Flott og létt úlpa, hlý og góð og hentar vel í alla útivist og íþróttir. Fullkomin í mjúka pakkann.

Vinsælasta peysan okkar er heilrennd með hettu. Efnið er Tecnostretch® sem gerir hana bæði hlýja og þægilega. Hringir það einhverjum jólabjöllum?

Verð: 36.990 kr.

Verð: 21.990 kr.

DODDI

ELNA

Krakkaúlpa með léttri dúnfyllingu, 90% gæsadún og 10% fiðri. Sterk og með flísklæðningu innan á hettu, kraga og vösum. Það kemur sér vel þegar kólnar.

Hlý dúnúlpa fyrir konur, kvenlegt snið og hægt að þrengja í mittið. Skinn innan á hettu sem hægt er að taka af. Góðir vasar með notalegri flísklæðningu verma á köldum dögum.

Verð: 29.990 kr.

Verð: 54.990 kr.

CINTAMANI BANKASTRÆTI 7

CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3

CINTAMANI KRINGLUNNI

101 REYKJAVÍK, S. 533 3390

210 GARÐABÆ, S. 533 3805

103 REYKJAVÍK, S. 533 3003

Verð: 19.990 kr.


jól 11

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Við erum reyndar ekki alltaf sammála um hvað á að baka og þá endar stundum með því að við gerum eitthvað tvennt.

JÓLIN ERU Að KOMA Ekki ber á öðru. Glóandi perur farnar að vaxa á ólíklegustu stöðum, niður úr trjám, grenilengjum og þakskeggjum. Allar þessar litríku díóður breyta myrkrinu í ævintýraveröld. Skammdegið og frostið ná ekki að taka völdin.

ÍSLENSKA SIA.IS CIN 57145 11.11

Brostu út að eyrum með rjóðar kinnar í kuldanum. Komdu við í verslunum okkar og finndu hvernig jólaspenningurinn verður meiri og meiri. Hjá okkur finnur þú gjafir sem koma sér alltaf vel.


12

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Sögutré á jólum

Í anda ömmu

Í minningu ömmu sinnar smíðaði Rut Ingólfsdóttir gamaldags jólatré og býður ástvinum að hengja persónulega muni á tréð og gefur hverjum og einum tækifæri til að segja söguna sem þeim fylgir.

É

g hef þá sögu frá mömmu að afi hennar hafi smíðað jólatré handa dóttur sinni, sem var amma mín. Þá var ekki hægt að nálgast lifandi tré og fólk notaðist við handsmíðuð tré í staðinn. Amma skreytti það með grænum kreppappír og setti á það kerti. Hún átti fimm óþekka krakka og skreytti tréð alltaf þegar þeir sáu ekki til og mamma segir að það hafi verið svo fallegt,“ segir Rut Ingólfsdóttir, grafískur hönnuður og íslenskufræðingur, sem hafði gengið með þá hugmynd lengi í maganum að smíða sitt eigið jólatré í anda ömmu sinnar sem féll frá fyrir nokkrum árum. „Það er orðið svo mikið af öllu og hugmyndin um að fara aftur til baka og skoða grunngildi jólanna og notast við hið einfalda heillaði mig.“ Tréð hafði Rut einfalt í sniðum og með fáum greinum svo auðvelt væri að hengja á það misstóra hluti. „Í jólamatarboðinu þar sem allir koma saman getur svo hver og einn komið með hluti og hengt á tréð. Svo segja allir sögu sem tengist þeim hlut við matarborðið, og þá hafa allir eitthvað að segja, börnin líka sem þurfa þá ekki að sitja undir tali fullorðinna um hluti sem þau hafa ekki áhuga á. Sögurnar þurfa alls ekki að vera langar, og nægir jafnvel að segja hvaðan hluturinn kom og af hverju hann var valinn.“ Rut segir til dæmis að sonur hennar og tvö stjúpbörn séu mjög hrifin af trénu og þeim þyki gaman að sjá sína hluti á því. “Það er gaman að sjá hluti sem manni þykir vænt um verða að stofustássi um jól.” Rut segir hefðirnar vera ríkjandi um jólin í hennar fjölskyldu og öllum jólum hafi hún eytt fyrir norðan hjá foreldrum sínum. „Fjölskylduhefðirnar eru sterkar og hafa jólin verið í föstum skorðum frá því ég man eftir mér. Fyrst er maturinn borðaður og svo vaskað upp. Þar sem ég er yngsta barnið fékk ég alltaf að opna einn pakka á meðan uppvaskinu stóð. Svo setjumst við öll saman niður og aðeins einn pakki var opnaður í einu og allir fylgdust með. Að því loknu fengum við möndlugraut og svo las mamma jólakortin fyrir okkur og aðalsportið var að giska á, út frá handskriftinni, utan á kortinu frá hverjum það var,“ segir Rut sem mun í fyrsta sinn á ævinni eyða jólunum án foreldra sinna fyrir norðan. „Jólafríið er svo stutt í ár þannig að við höldum okkur heima, en mamma og pabbi koma til okkar fyrir jólin og þá höldum við litlu jólin og tréð verður prófað.“

Það er orðið svo mikið af öllu og hugmyndin um að fara aftur til baka og skoða grunngildi jólanna og notast við hið einfalda heillaði mig.

„Í stað glingurs sem sumir hverjir kasta eftir eina notkun, hanga hlutir sem eru hjartanu kærir. Ég var alin upp þar sem hver einasti hlutur á jólatrénu, skipti máli, átti sér sögu.”

Á jólum á að deila með öðrum, gefa af sér og njóta samvista með ástvinum. Ég var alin upp þar sem hver einasti hlutur á jólatrénu skipti máli. Amma, sem elskaði sögur, átti eitt sinn smíðað tré sem hún af ást skreytti fyrir börnin sín. Á myndinni er pabbi Rutar með barnabarnið .

Gódar jólagjafahugmyndir

Mikið úrval af handtöskum, skjalatöskum, dömuveskjum, seðla-og leðurveskjum, ferðatöskum að ógleymdu hinu landsfræga úrvali af dömu- og herrahönskum. Líttu við í verslun okkar eða skoðaðu vöruúrvalið á www.th.is

Lítil dömutaska úr ledri 10.200

Dömutaska 12.200

Herraledurhanskar 6.800 Skjalataska 32.500 Dömuledurhanskar 5.200

Tösku og hanskabúðin

Skólavörðustíg 7

101 Reykjavík

Sími 551 1814

www.th.is


GEFÐU SKEMMTILEGAR JÓLAGJAFIR Í ÁR!

SSTAR TA R WARS W A R S π BBLU-RAY L U - R AY

RRIO I O ∑ DVD DVD

OKKAR SSTEINDINN T E I N D I N N OOKKA K K AARR 2 ∫ DVD DVD

STRUMPARNIR SSTRU T R U MPARNIR M PA R N I R ∏ DVD DVD

BJÖRGVIN BBJÖ J ÖÖRGVIN R G V I N HAL HHALLDÓRSSON A L LDÓRSSON L D Ó R S S O N π GULLVA GGULLVAGNINN U L LV AG A GGNINN N I N N - 4C 44CD CCDD / DVD DVD PÁLL PÁ L L ÓSKAR Ó S K A R & SINFÓ S I N F Ó ∏ 2CD 2 C D / DVD DVD

K K OG O G ELLEN E L L E N ∏ JÓLIN JÓLIN KK

HHJÁLMAR J Á L M A R ∏ ÓRAR ÓRAR

SKYLANDERS: SKYLANDERS:

TTÖLVULEIKURINN Ö LV U L E I K U R I N N ÞÞAR A R SSEM EM LEIKFÖNGIN L E I K F Ö N G I N LIFNA L I F N A VIÐ. VIÐ.

BBORÐSPILIÐ O R Ð S P I L I Ð SSEM E M FFER ER M MEÐ E Ð ÞÞIG I G Í FFERÐALAG ERÐALAG UUM M SSKEMMTILEGASTA K E M M T I L E G A S TA LLAND A N D Í HHEIMI! EIMI!


14

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Raven Design Hönnunarfyrirtæki í Reykjanesbæ

 Kynning Jólalandi í Blómavali

Hönnun í aldargömlu fjósi H jónin Hulda Sveins og Hrafn Jónsson reka saman hönnunar- og handverksfyrirtækið Raven Design í Reykjanesbæ. Þau hafa haganlega gert upp 100 ára gamalt fjós þar sem þau búa og vinna við hönnun sína. „Við búum til yfir 80 vörur og allt verður þetta til hérna heima í Njarðvík,“ segir Hulda. Hjá Raven Design er gert skart úr leðri og plexí, ostabakkar, servíettuhringir og glasabakkar úr hömruðu plexígleri fyrir heimilið. „Við búum til nýjan jólaóróa ár hvert og höfum gert síðan 2004,“ bætir Hulda við. Nýjasti jólaóróinn heitir Kærleikur og er í laginu eins og hjarta. Þau hafa nýlokið við að hanna kertastjaka og jólatré í tveimur stærðum sem væru prýði á íslenskum heimilum. Heilsukoddinn Keilir er verkefni þeirra hjóna sem valið hefur verið af Íslandsstofu sem verkefni til útflutnings. „Aðeins 8 fyrirtæki eru valin hverju sinni. Okkar viðskiptahugmynd er heilsukoddi sem ég hannaði og kalla Keilir en nafnið kemur frá tveimur keilum sem styðja við höfuðog vangasvæðið,“ segir Hulda. Koddinn vann til alþjóðlegra verðlauna „EUWIIN – Special Nomination Award“ í Helsinki 2009 og er til sölu í verslunum Svefns og Heilsu, í Leifsstöð og hjá Heilsuhóteli Íslands.

Finnur þú ekki réttu jólagjöfina fyrir starfsfólkið? Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, starfsmaðurinn velur gjöfina. Gjafakortin eru án endurgjalds til fyrirtækja fram að jólum. Komdu í næsta útibú Arion banka eða pantaðu gjafakortin á vef bankans.

arionbanki.is — 444 7000

Jólalandið í Blómavali í Skútuvogi er ómissandi viðkomustaður fyrir börnin í aðdraganda jólanna.

Jólin byrja í Blómavali

B

lómaval er komið í jólabúninginn enda byrja jólin í Blómavali“, segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Blómavals. Jólalandið í Skútuvogi á fastan sess í hjörtum margra landsmanna enda verið fastur liður í jólunum undanfarin 23 ár: „Jólalandið í ár er sérstaklega spennandi fyrir börnin þar sem hægt er að ganga inn í helli og fylgjast með jólasveinunum undirbúa jólin. Upplifunin er ævintýraleg. Við verðum með ýmsar uppákomur fyrir börn um hverja helgi í Jólalandinu í Skútuvoginum,“ segir Linda Björk og heldur áfram: „Þar á meðal koma Skoppa og Skrítla, Solla stirða og Íþróttaálfurinn úr Latabæ og Tóti tannálfur á staðinn ásamt Jólasveinum.“

Mikið úrval jólavöru

Jólastjörnurnar eru ómissandi í jólahaldinu og fást þær á mjög hagstæðu verði í Blómavali um land allt. Mikið úrval er af fallegri jólavöru í öllum verslunum Blómavals kringum landið meðal annars amerísku RAZ vörurnar. Gjafavöruúrvalið hefur aldrei verið meira og mikið af nýjum spennandi vörum. „Við eigum landsins mesta úrval af allskyns skreytingaefni og auðvitað er jólagrenið komið í hús,“ segir Linda Björk. „Við erum með sérfræðinga í hverri verslun sem ráðleggja hvaða skreytingaefni hentar best og koma með nýjar hugmyndir af skreytingum í hverri viku. Kerti og servíettur eru í miklu úrvali og jólalitirnir í ár eru mjög spennandi.“ Linda Björk segir Blóma-

verkstæðið framleiða mikið af skreytingum sem fást á mjög góðu verði. „Þar er meðal annars að finna mikið úrval af aðventukrönsum, kertaskreytingum, hýasintuskreytingum og öðrum fallegum jólaskreytingum. Við erum einnig með sérstakar skreytingar með „kertaljósi sem gengur fyrir batteríi” sem hentar vel inná dvalarheimili og sjúkrahús þar sem ekki má vera með venjuleg kerti.“ Blómaverkstæðið framleiðir einnig mikið úrval af leiðisskreytingum á mjög góðu verði auk þess sem mikið úrval er til af ljósum og kertum á leiði.

Eitt mesta úrvalið af ljósaseríum

Blómaval og Húsasmiðjan bjóða eitt mesta úrval landsins af ljósaseríum – bæði úti- og inniseríum – og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Jólatréin eru að koma í búðir og verður hægt að sjá úrval trjáa í verslunum Blómavals frá og með aðventuhelginni,“ segir Linda Björk, „og munum við bjóða uppá íslensk tré í miklu úrvali bæði furu og rauðgreni, ásamt því að bjóða innfluttan normannsþin frá Danmörku. Þegar líða tekur nær jólum þá er orðið ómissandi að kaupa rauða túlipana í vasa – það setur punktinn yfir i-ið í jólastemmingunni.“ Verslanir Blómavals eru um land allt: í Skútuvogi, Grafarholti, Reykjanesbæ, Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Dalvík, Ísafirði, Akranesi og ný verslun í Hafnarfirði. Einnig er úrval af vörum úr Blómavali í verslunum Húsasmiðjunnar um land allt.

Jólahlaðborð í Húsasmiðjunni í Skútuvogi

Þ

að er ekki aðeins Jólalandið í Blómavali í Skútuvogi, sem gleður börnin þessa dagana og undirstrikar að jólin eru á næsta leiti, því líkt og undanfarin ár er boðið upp á jólahlaðborð í Kaffi Garði í Húsasmiðjunni og Blómavali í Skútuvoginum. Þarna gefst gestum og gangandi færi á að setjast niður og njóta frábærra veitinga á góðu verði eða aðeins kr. 1.290,- á mann, sem telst hóflegt miðað við það sem gengur og gerist í dag. Á matseðli Jólahlaðborðs Húsasmiðjunnar og Blómavals í Skútuvogi eru heitir og kaldir réttir. Þar á meðal má nefna ekta svínapörusteik, Bayonnesskinku,

reyktar medisterpylsur, kjúklingalæri, sveitapaté, kalda sjávarrétti, (rækjur, túnfiskur, reyktur lax), síldarsalat með karrí, síldarsalat með rauðrófum, marineraða síld, rúgbrauð, flatkökur og snittubrauð. Meðlæti er líka í úrvali, eða brúnaðar kartöflur, kartöflusalat, kartöflustrá, heit brún sósa, eplasalat, ferskt salat, grænar baunir og kokteilssósa. Það er tilvalið eftir eril dagsins að ljúka verslunarferðinni með því að setjast niður í Kaffi Garði í Skútuvoginum, því jólahlaðborðið er til reiðu alla daga frá klukkan 18 til 20, og verðið, er sem fyrr segir, aðeins kr. 1.290,- á mann.


Nýtt

Nýtt

lífrænt dekur Gleðjum um jólin húðsnyrtivörum unnum úr hreinni íslenskri náttúru

*Sóley vörur fást í snyrtivörudeild Hagkaupa, heilsuverslunum og öllum helstu apótekum landsins

www.soleyorganics.com

með lífrænt vottuðum


ús jól ah r á : f ve r ð

Falleg jólahús í úrvali

1.295 r íu r leD se r á : ve r ð f

2 .995 8 0 l jó

sa

ACD000010

aldrei meira úrval stórir jólabangsar 4 gerðir. 100 sm.

s tó r s i ang l ó j ab

1 stk . a ann l ó j ak

3.9 9 5

199

. 10 0 sM

3 stk .

ós j ól a r i í p ot t

39 9

a 1 rú l l á : fr ð r e v

159

Pakkabönd 3 rúllur í pakka. Magn: 10 mtr. á rúllu.

6 stk . a í pakk

Merkimiðar

99

Nokkrar gerðir. 6 stk. í pakka.

Jólapappír

Mikið úrval af fallegum jólapappír!

1 stk . rti merke im l g

6 stk .

33%

NIs jólakönnur Flottar jólakönnur á frábæru verði!

T uR a F s l ÁT

ox kökub .495 1 : r á ðu

995 3 stk .

ur 3 rú l l a í pakk

199

Elgur

Flottur elgur úr málmi. Hæð: 25 sm.

j ól a e lg u r

59 5

með kert i i fr á : ýr D in e hr

479

79 5

Dagatalskerti Nokkrar tegundir.

falleg jólakerti

1 stk .

29 9


us e r í a slöng . fr á :

pr . mt

r

Jólaseríur á frábæru verði!

29 9 íu r útiser r á : ve r ð f

1.149 4 0 l jó

R FRÁBÆ

T

VERÐ!

sa

r íu r innise r á : ve r ð f

28 5 s 10 l jó

a

af jólavörum! 4 0%

75 sm. 3.995

a F s l ÁT

2 stk .

59 5

engl a

á ðu r

1 stk . ð i kl æ hanD Jólahandklæði Sæt jólahandklæði Stærð: 40 x 71 sm. Tvær gerðir.

ð ir hekl a

Jóladúkar

4 tegundir fáanlegar. Stærð: Ø30 sm. 1958200

1 stk . r úku l jó aD

1 stk . lu k t

29 9

49 9

47%

T uR a F s l ÁT

fullt 95 1.4 r e v ð:

79 5

r

: 49 9

29 9

30 sm. 595

Hæð: 15 sm.

1.495

T uR 2 stk .

veinn j ól a s r á : f ð r ve

kertalukt

2 stk . k i a st yk k is v

flottir jólavaxdúkar í úrvali

r. 2,7 mt á : fr verð

69 5

pr . verð á : r f . r t m

69 5 b : 14 0

sm .

tilboðin gilda 25.11 - 27.11

6 89

Grenilengjur

Aðventuljós

Klassískt aðventuljós. Litur: Natur. Aukaperur 3 stk. 199

Fallegar grenilengjur. Lengd: 2,7 metrar. Græn PROMO 689 Græn PINE 995 Hvít 1.695

www.rumfatalagerinn.is


18

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Þumalputtareglur Jólavín og hátíðarmaturinn

Hann Leppalúði þótti nokkuð baldinn. Í bernsku var hann ódæll Hér á eftir verður tæpt á nokkrum atriðum sem vert er að hafa og átti enga vini. í huga er varðar vín og hátíðarmat – þumalputtareglur. LEPPALÚÐI Þumalputtareglan um Af þessu varð hann vansæll hátíðarmatinn: og vildi hefna sín.

Þrúgur jólanna

Hann átti gamlan pabba sem engu nennti lengur og ævagamla mömmu sem litlu skárri var. Það var því vart að undra þótt Leppalúði tæki til sinna eigin ráða. Einn daginn þegar fólkið var komið út á tún og sló og sló af kappi varð einhverjum að orði: Hvar er Leppalúði? ÍSLENSK HÖNNUN OG RITSNILLD

 Með hangikjötinu og hamborgarhryggnum er gott að hafa berjarík og bragðmikil vín. Þá henta vín úr Merlot þrúgunni einstaklega vel en einnig hvítvín svo sem vín úr Gewurtstraminerþrúgunni. Gott er að það örli fyrir eik í vínunum, þar sem eikin brýtur saltið niður.

 Fituríkur matur, feitar og kremaðar sósur, kalla á alkahólrík vín, til dæmis eru Malbec vín frá Argentínu vín sem smellpassa með þannig mat.  Meðlætið með jólamatnum, til dæmis sykurbrúnaðar kartöflur og sultur, kalla á vín sem eru með sætu ívafi þar sem bragðið er langt og gott. Dæmi um slíkt eru vín úr Shiraz þrúgunni.  Sósan er oft fullkomnuð á lokasprettinum og þá getur verið gott að smakka á víninu með sósunni. Bragðlaukarnir geta kalla eftir meiri sætu eða kryddi þegar vínið er smakkað með og þá er einfalt að bregðast við því.

Nú leið og beið í sveitinni en aldrei kom sá stutti. Flestir voru fegnir, nema foreldrarnir hans, sem dóuStyrktarfélag fljótt úrlamaðra hungri og fatlaðra

 Í góðu lagi er að hafa nokkrar tegundir vína með sömu máltíðinni og smakka hvað fer best með hverjum rétti.  Notið fersk hvítvín (til dæmis Sauvignon Blanc og Pinot Grigio) á undan þykkum og rjómakenndum vínum (t.d. Chardonnay).  Notið vín úr Pinot Noir og Merlot á undan rauðvínum úr Cabernet Sauvignon og Malbec þrúgum.

Þumalputtareglan um geymslu vína:  Geymið vín á dimmum stað við 10-14° hita.

Þumalputtareglan varðandi umhellingu vína:

 Röðin og hvað passar með hverju kemur með æfingunni og smekk hvers og eins.

 Flest vín eru ekki endilega ætluð til geymslu í mörg ár, gott er að kanna upplýsingar á flöskunni.

 Vín sem eru yngri en 3 ára er gott að sprengja upp með því að umhella þeim í karöflu eða vatnskönnu.

 Munið að hver einstaklingur er sérfræðingur í eigin bragðlaukum þannig að forðist yfirlæti.

 Aldrei að geyma vín í eldhúsinu því þar eru of miklar hitabreytingar sem geta skemmt vínið.

 Vínin verða mýkri við umhellinguna því þá loftar um þau og sýran fellur niður.

Góð hátíðarvín

Delicato Merlot frá Kaliforníu er djúprautt á litinn með miklu ávaxtabragði, plómur og hindber. Bragið endist lengi með súkkulaði- og kaffikeim í lokin. Vínið passar einstaklega vel með reyktum og söltum mat og á því vel við á hátíðarborði Íslendinga.

Í Þ Áað G Uleita FATLAÐRA BARNA Allir fóru OG UNGMENNA hrópa og kalla Faustino VII en ekkert sástLeppalúði til Lúða. í túlkun Ingibjargar Hönnu Bjarnadóttur Hann er horfinn, og Ingibjargar Haraldsdóttur sagði hreppstjórinn, fæst hjá okkur 5. – 19. desember ekki skal ég syrgja hann. - Skeifunni Og göngu Casa Ballt landog Kringlunni m nú til verka! Epal - Skeifunni, Leifsstöð og Hörpu Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blóma - og gjafabúðin - Sauðárkróki Norska húsið - Stykkishólmi Póley - Vestmannaeyjum · Valrós - Akureyri Blómaval - um allt land

Þumalputtareglan um röðun vína:

frá Spáni er bragðgott vín með angan af vanillu og ferskum berjum, flauelsmjúkt og fágað með áköfu eftirbragði. Við tökum þetta vín sem dæmi þar sem það hentar með fjölbreyttum mat allt frá lambi, kalkún, kjúklingi, önd og svínakjöti. Prófið endilega að opna flöskuna meðan verið er að útbúa sósuna og bragðbæta hana með víni sem verður boðið upp á með jólamatnum

Morandé Gran Reserva Chardonnay frá Chile er sannkölluð ávaxtasprengja en um leið ótrúlega milt og þægilegt. Vínið er fallega gullið á lit og hefur langt eftirbragð. Ilmurinn er frekar flókinn með miklu af þroskuðum eplum og suðrænum ávöxtum. Í eftirbragði má finna hnetur og vanillu. Vínið hentar mjög vel með humar og fiskréttum.

René Muré Gewurstraminer Signature frá Alcase í Frakklandi er gullið á lit með angan af sætu kryddi og sætum ávexti. Þykkt í munni með sætu í góðu jafnvægi við góðan ferskleika sem myndast í eftirbragði. Þetta vín hentar vel með krydduðum mat t.d hangikjöti eða austurlenskum matur. Líklega besti kosturinn fyrir þá sem vilja hvítvín með hamborgarhryggnum.

Morande Gran Reserva Syrah frá Chile er dökkt með fjólulit og í ilmi má finna fjólur ásamt þurrkuðum kirsuberjum og kanil. Í bragði er vínið silkimjúkt en langt og höfugt og er frábær samsetning við meðlætið á jólaborðinu hvort sem boðið er upp á lamb eða naut.

Las Moras Cabernet Sauvignon

Poggio al Casone Chianti Superiore

frá Argentínu er dæmi um ódýrt en gott vín með jólamatnum sem gott væri að umhella. Fjólubláir tónar í víninu eru tákn um ungan aldur en samt er vínið með mjúkt yfirbragð. Vínið er þægilegt með dökkum sætum berjum og milda fyllingu. Við umhellinguna verður vínið enn mýkra og betra.

frá Ítalíu er dökkt og fallegt með þroskuðum ávexti og áberandi kirsuberjabragði. Ending er mild með sætum kirsuberjum. Þetta er dæmi um gott vín sem hentar með kalkún og önd.

René Muré Riesling Signature

Spy Valley Merlot – Malbec

frá Alcase í Frakklandi er mjög klassíkt Riesling vín gulleitt með sítrónum og kardemommum í angan og bragði. Góður kostur með lax, humar og kalkún. Annar góður kostur með laxinum er Morandé Pionero Sauvignon Blanc frá Chile sem er ferskt og gott vín með áberandi ávaxtakeim en verður síðan suðrænt og seiðandi.

frá Nýja Sjálandi er blóðrautt með angan af sætum plómum, ceddar osti og framandi kryddum. Gott jafnvægi í munni með sætum ávexti, kryddi og fínlegu eftirbragði sem gerir vínið fullkomið með villibráðinni eða góðri nautasteik.


Aðventukrönsum þarf að skila í Skútuvoginn 1.-2. desember. Kaupa þarf a.m.k. 50% af skreytingaefninu í Blómavali og kvittun þarf að fylgja með. Verðlaunaafhending verður laugardaginn 3. desember kl. 16.00 1. verðlaun

25.000 kr. í vöruúttekt 2. verðlaun

10.000 kr. í vöruúttekt 3. verðlaun

5.000 kr. í vöruúttekt

Allt fyrir

aðventukransinn í Blómavali Grenibúnt

699 kr.

Skreytingaefni í öllum litum og gerðum; greni, kertastatíf, kramarhús, vír, leir, könglar, borðar, slaufur, mosi og margt fleira.

Grenibúnt

699

Í Blómavali færðu allt fyrir aðventukransinn.

kr.

Kransar

4.990 kr.

40 sm.

2.990 kr.

30 sm.

Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær - Dalvík


20

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Undirbúningur á aðventu

Uppsk r iftir fr á R ak el og Ar na r i

mjúkar í miðjunni, u.þ.b. 8 mín. Látið kökurnar kólna. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og stingið öðrum endanum á hverri köku ofan í súkkulaðið þannig að annar endinn verði hjúpaður súkkulaði. Látið kólna á smjörpappír.

Gómsætur súkkulaðieggjapúns með chili

Makkarónur með súkkulaði ¾ bolli sykur 2,5 bollar fínt kókosmjöl 3 stórar eggjahvítur 250 grömm gróft saxað 70% Amedei súkkulaði 1 tsk. vanilludropar smávegis sjávarsalt Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnason í Frú Laugu. „Í desember höfum við tvíreykt hangilæri uppi við í eldhúsinu og skerum okkur bita þegar okkur langar í, borðum mandarínur og piparkökur, allt ýtir þetta undir jólastemninguna og baðar húsið jólailmi,“ segir Rakel.

Aðventan er tími matar og samveru Hjónin Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnason í versluninni Frú Laugu njóta aðventunnar með fjölskyldunni við gerð piparkökuhúsa og fleira og að sjálfsögðu við matargerð.

R

akel er mikil jólakona og hefur jólaundirbúninginn snemma, er til að mynda búin að baka makkarónukökurnar núna þrisvar sinnum og hafa þær klárast fljótt og vel í hvert sinn. Hún er líka búin að setja upp nokkrar seríur og baka piparkökur og gera piparkökuhús. Rakel nýtur þess að standa í jólaundirbúningi með börnunum fjórum og þau elska það líka,“ segir Arnar og sjálfur segist hann taka því rólega

og lætur sér nægja að fylgjast með og njóta afurðanna. „Við setjum strax í byrjun aðventu seríur og ljós í glugga og kransa á hurðir, sem við vefum sjálf úr ilmandi greni,“ segir Rakel og bætir við að þau skreyti húsið snemma í desember og setji upp jólatréð viku fyrir jólin. „Við vöndumst því þegar við bjuggum í Boston að vera ekki að bíða fram á síðasta dag með að setja upp jólatréð. Það ríkir mikil gleði þegar

það er gert, mikið um gleðióp og hlátrasköll. Við höfum það fyrir hefð að fara með börnin á jólatónleika Sinfóníunnar um miðjan desember og ýtir það undir jólastemninguna. Í desember höfum við tvíreykt hangilæri uppi við í eldhúsinu og skerum okkur bita þegar okkur langar í, borðum mandarínur og piparkökur, allt ýtir þetta undir jólastemninguna og baðar húsið jólailmi,“ segir Rakel. Það er þó ekki bara heimilið og börnin sem njóta athygli Rakelar og Arnars yfir jólin því þau reka einnig verslunina Frú Laugu þar sem þau selja meðal annars vörur beint frá bónda. Þar er að sjálfsögðu mikið um að vera fyrir jólin. „Frú Lauga verður með ýmislegt góðgæti á boðstólum fyrir jólin. Til viðbótar við hinar hefðbundnu vörur verður í boði dásamlegt laufabrauð og jólabrauð, hangikjöt af ýmsum gerðum, til dæmis tvíreykt sem er vinsælt fyrir jólin, girnilegar steikur af ýmsum toga og margt fleira. Þá fáum við frá Ítalíu gómsætar blóðappelsínur, Panettonejólakökur og Torrone-jólasælgæti, sem okkur þykir allt ómissandi fyrir jólin eftir að hafa búið á Ítalíu,“ segir Arnar. En hvað er á borðum hjá Arnari og Rakel á jólunum? „Við erum ekki með neina fasta reglu þar um, erum alltaf að prófa eitthvað nýtt. Síðustu jól höfum við haft rjúpu, hreindýr, önd og fleira. Meðlætið er örlítið hefðbundnara, til að mynda er Waldorf-salatið ómissandi, ofnbakað rótargrænmeti með hlynsírópi og rósmarín og rósmarínsteiktar gulrætur. Eftirrétturinn er einnig hefðbundinn, sérstaklega rjómalagaður Ris a la mande, með volgri berjasósu og fær heppinn möndluhafi fallega gjöf frá jólasveininum, yfirleitt skemmtilegt, nýtt spil sem öll fjölskyldan getur glaðst við að spila saman um jólin. Eini fasti liðurinn er þó soðinn lax með rjómalagaðri kokteilsósu sem Rakel vandist á sínu heimili og höfum í forrétt, “ segja hjónin.

Hitið ofn í 175°C (blástur – snúið plötunni við þegar kökurnar eru hálfbakaðar ef ekki er blástursstilling á ofninum). Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Blandið saman sykri, kókos, eggjahvítum, súkkulaði, vanillu og salti með höndum í stórri skál. Blandan á að vera svo blaut að hún haldist rétt saman (ekki of þurr, ekki of blaut, eggjahvítum er fjölgað ef þarf.) Búið til litlar kúlur, u.þ.b. 2 cm í þvermál, með höndunum og setjið á bökunarpappírinn. Bakað þar til kúlurnar verða ljósgylltar (15 mín u.þ.b.). Kökurnar teknar af plötunni og settar á kökuvír um leið og þær koma úr ofninum. Geymast í nokkra daga í loftþéttu boxi. Uppskriftin gefur 26-28 kökur.

Biskottur (ítalskar tvíbökur) með þreföldu súkkulaði 6 msk. smjör (við stofuhita) 2 bollar hveiti ½ bolli ósætt kakóduft 1 tsk. matarsódi ¼ tsk. sjávarsalt 1 bolli sykur 1 stórt egg 1 bolli möndlur (gróft saxaðar, mega vera með eða án hýðis) 1/2 - 1 bolli gróft saxað 70% Amedei súkkulaði 100 grömm 70% súkkulaði til að hjúpa kökurnar að hálfu (brætt yfir vatnsbaði)

Hitið ofn í 175°C (blástur – snúið plötunni við þegar kökurnar eru hálfbakaðar ef ekki er blástursstilling á ofninum). Smyrjið og stráið hveiti yfir bökunarplötu. Blandið saman hveiti, kakódufti, matarsóda og salti í skál. Þeytið saman smjör og sykur í hrærivél þar það til verður létt og ljóst. Blandið eggjum við smjörið og sykurinn (þeytið eitt í einu saman við). Bætið hveitiblöndu út í – þeytið í stíft deig. Hrærið möndlur og súkkulaði út í. Setjið deigið á bökunarplötuna (mótið brauðhleif úr því, u.þ.b. 36 X 10 cm, nokkuð flatan). Bakið þar til hleifurinn er nokkuð stinnur, um 25 mín. Takið hleifinn út og látið kólna í 5 mín. Lækkið ofnhitann í 150°C. Notið beittan hníf og skerið deigið í 2,5 cm þykkar sneiðar. Leggið kökusneiðarnar á bökunarpappír á bökunarplötu. Bakið þar til kökurnar eru stökkar en þó örlítið

(fyrir 12 manns) 2 l nýmjólk (lífræn, ófitusprengd frá Biobú best) 1 og ¾ bollar sykur ½ tsk. sjávarsalt 1 vanillustöng 4 kanilstangir 12 eggjarauður (landnámshænuegg eða brúnegg best) 150 grömm 70% Amedei súkkulaði, brætt 80 grömm Amedei mjólkursúkkulaði, brætt 2 bollar rjómi (sveitarjómi eða lífrænn rjómi bestir) 1 bolli koníak (ef vill) smávegis múskathneta rifin, til skrauts og bragðauka rauður chilipipar (saxaður smátt, án fræja)

Hitið mjólk, sykur og salt með vanillustöng og kanilstöngum í stórum potti yfir meðalhita, hrærið þar til sykurinn er bráðnaður og blandan er heit í gegn. Takið af hita og látið standa í hálfa klst. Þeytið eggjarauðurnar í skál þar til þær verða ljósar og léttar, um 2 mín. Þeytið 1 bolla af mjólkurblöndunni saman við (látið mjólkurblönduna renna saman við í mjórri bunu meðan þeytt er). Þeytið afganginn af eggjablöndunni saman við afganginn af mjólkurblöndunni. Hitið í potti yfir meðalhita, hrærið stöðugt í, um 6 mín. (gætið þess að ekki komi upp suða). Takið pottinn af hita. Bætið 70% og mjólkursúkkulaði í blönduna og hrærið þar til súkkulaðið hefur allt bráðnað. Takið vanillu og kanilstangir úr blöndunni. Setjið blönduna í stóra skál í ísbaði (ískalt vatn í enn stærri skál undir) og látið kólna, hrærið oft í á meðan blandan kólnar. Léttþeytið rjómann. Hellið kældri eggjapúnsblöndunni í stóra, fallega skál, og bætið við koníaki ef vill. Ef blandan er þykk má bæta mjólk út í til að þynna hana. Setjið þeytta rjómann ofan á og rifna múskathnetu og fínt saxaðan chili þar ofan á. Berið strax fram mmmmm…


Tölvutaska

Mörg hólf fyrir síma, penna, og annað smálegt. Svartar eða ljósgráar. Aðeins kr. 3.690,-

Perlur

Perlufestar úr ferskvatnsperlum. Frá kr. 3.800,-

Magnet vasar

Mögnuð borðskreyting. 5 í pakka. kr. 6.900,-

Stóra tímahjóli›

3 litir, svart, brons og hvítt. kr. 18.600,Úrval af nýstárlegum klukkum!

High Heel kökuspa›i High Heel kökuspaði. kr. 2.790,-

Tækifæriskort & jólakort

Hani, krummi, hundur, svín

Mikið úrval, íslensk og erlend!

Veggskraut með 4 snögum. kr. 11.900,-

Kjarnapú›ar

KRAFTAVERK

Púðar fylltir kirsuberjakjörnum, hitaðir í örbylgju til að lina bólgna og stífa vöðva. kr. 3.900,-

Hestur, mús, tittlingur Veggskraut með 3 snögum. kr. 10.900,-

Elsa Design Eyrnalokkar: kr. 5.950,Hringar: kr. 5.950,-

Linsu-krús Eilíf›ardagatal frá MoMA Einstök hönnun frá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 8.400,-

Vantar nýja linsu á myndavélina. Þessi hér er reyndar kaffikrús í dulargerfi. kr. 2.490,-

Reykjavíkurkort og Íslandskort

Forna íslandskortið með gjósandi fjöllum og spúandi drekum og Reykjavíkurkortið. Hvort um sig ein krús með 500 bitum: kr. 3.690,-

Jólakerti & servíettur Kerti: kr. 1.899,Servíettur: kr. 790,Eldspýtur: kr. 620,-

Bláberjalyng Bláberjalyngið er íslenskt jólaljós. kr. 3.3500,-

Fálkapeysa

Skartgripatré

Handprjónuð peysa úr léttlopa. Kr. 29.900,-

Vandað skartgripatré úr viði. kr. 3.350,-

Krummi

Skrautgripur & nytjahlutur. 5 litir, 2 stærðir. kr. 4.600,- og kr. 4.400,-

Skólavörðustíg 12 • Sími: 578 6090 www.minja.is • facebook: Minja


22

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Jólagrauturinn

Hangir í eldhúsinu yfir jólin Rakel Sif Sigurðardóttir útbjó jólagraut sem gott er að byrja daginn á í stað þess að narta í hamborgarhrygginn og konfektið frá deginum áður.

Þ

egar jólahátíðin gengur í garð þá fer rútínan og mataræðið úr skorðum; fólk fer seinna að sofa, vaknar seinna og morgunmaturinn samanstendur oft á tíðum af konfektmola, jólaöli, afgangi af hamborgarhryggnum og brúnuðum kartöflum,“ segir Rakel Sif Sigurðardóttir næringar- og heilsuráðgjafi. Rakel Sif býr og starfar í Lúxemborg en margir þekkja hana í gegnum Facebooksíðuna Næring

og heilsa. Hún útbjó fyrir lesendur uppskrift að bragðgóðum og næringarríkum jólagraut sem gott er að byrja daginn á. „Það er ekkert launungarmál að jólin koma á hverju ári og því ætti að vera hægt að vera búinn að skipuleggja sig, halda sig við sína rútínu, leyfa sér konfektmola og jólaöl inni á milli án þess að þyngdaraukning upp á fimm kíló sé afleiðingin. Janúar er líka alveg helmingi leiðinlegri ef maður situr uppi með sárt ennið sökum aukakílóa, með skammdegið og í ofanálag að vinna úr kreditkorta skuldum og jólatimburmönnum. Lífið verður einfaldara ef maður getur stjórnað að minnsta kosti einum þessara þátta.“ Rakel Sif er mikið jólabarn og finnst dásamlegt að eyða jólunum heima hjá foreldrum sínum að æskuheimili sínu þar sem jólahefðir ríkja. „Ég hverf aftur í tímann til barnæskunnar þegar jólatónlistin byrjar og mamma kveikir undir pottunum. Ég hef

Rakel Sif eyðir miklum tíma í eldhúsinu yfir jólahátíðina, þar sem hún þróar nýjar uppskriftir.

alltaf átt yndisleg jól heima hjá foreldrum mínum.“ En í ár eyðir Rakel Sif jólunum í Lúxemborg þar sem hún hefur verið búsett síðastliðinn sex ár. „Við hlökkum mikið til að byrja að skapa okkar eigin jól og jólahefðir með börnunum okkar sem verða brátt tvö, en dóttir okkar fær lítið systkini í aðventugjöf í ár.“ „Ég hangi yfirleitt mikið í eldhúsinu yfir hátíðirnar þar sem mér finnst gaman að prófa og þróa nýjar uppskriftir, baka og hlusta á fallega jólatónlist. Svo er ekkert betra en að klæða sig vel upp, fara í góðan göngutúr í kuldanum með fjölskyldunni, draga dóttur okkar á snjóþotu ef veður leyfir og búa til snjókalla. Rölta um í bænum, upplifa jólaljósin og stemmninguna og fá sér ekta heitt súkkulaði inni á huggulegu kaffihúsi þegar hrollurinn sækir að. Svo er það

Jólin eru yndisleg...

Bakaður jólagrautur með eplum og pekanhnetum.

náttúrulega bara besta jólastemmningin að kyssa manninn sinn mikið, knúsa börnin sín og fjölskyldu og vera þakklátur fyrir allt það sem maður á. Ég er alltaf voðalega þakklát fyrir líf mitt og fjölskyldu og þann stað sem ég er á en svo hleypur einhver hiti í hjartað á manni yfir jólin og þá verður maður sérstaklega þakklátur.“

Laugavegi 26 | s.512 1715 www.ntc.is | erum á

DKNY | BY MALENE BIRGER | GERARD DAREL | BRUUNS BAZAAR | KRISTENSEN DU NORD | FRENCH CONNECTION | VENT COUVERT | UGG | FREE LANCE | STRATEGIA | BILLI BI


jól 23

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Jólaföndur

Karlar kunna líka að prjóna Sennilega eru fáir sem hafa heyrt um Arne og Carlos, tvo Norðmenn sem hafa ástríðu fyrir prjónaskap og jólunum. En hver sá sem deilir þessari ástríðu með þeim ætti að hafa gaman af því að kynnast þeim. Í bókinni 55 Christmas Balls to Knit eru þeir, eins og nafnið gefur til kynna, með prjónauppskriftir af 55 jólakúlum með sígildu norsku og skandinavísku mynstri auk nokkurra uppskrifta að öðru jólaskrauti. Bókin fæst í Nexus og kostar 3745 krónur.

„Ég hangi yfirleitt mikið í eldhúsinu yfir jólahátíðirnar þar sem mér finnst gaman að prófa og þróa nýjar uppskriftir, baka og hlusta á fallega jólatónlist.“

UPPLIFÐU JÓLIN

Bak a ður jól agr autur með eplum og pek a nhnetum

Í EINUM GLÆSILEGASTA SAL LANDSINS

2 dl hafrar 2 dl vatn 1 msk mulin hörfræ 1 msk hlynsíróp 20 pekanhnetur (geymið nokkrar heilar til að toppa grautinn með) 1/2 rautt epli (geymið nokkra bita til að toppa grautinn með) 1 vanillustöng (skerið langsum með fínum hníf og strjúkið kornin innan úr með oddinum á hnífnum) 1/2 tsk kanill 1/16 tsk malaður negull Sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: 1. Hrærið saman í miðlungsstórri skál höfrum, hörfræum og vatni, látið standa í 5-10 mínútur svo grjónin og fræin nái að draga vökvann svolítið í sig. 2. Saxið pekanhneturnar gróft og skerið eplið í hæfilega munnbita og bætið í skálina ásamt restinni af innihaldsefnunum. 3. Hellið yfir í betri skál, toppið grautinn með nokkrum eplabitum og pekanhnetum og bakið í ofni við 150 gráður C í 25-30 mínútur. 4. Njótið grautsins með mjólk, möndlumjólk eða álíka eða einfaldlega eins og hann er. Þessi grautur er dásamlega jólalegur og yljar manni á köldum vetrarmorgnum þegar maður hefur innbyrt aðeins of mikið að súkkulaði og rjóma og þarf að fá almennilega næringu til að byrja daginn á.

Jólahlaðborð á LAVA - Bláa Lóninu 25. nóvember, 2. desember, 9. & 10. desember og 16. & 17 desember

Hann inniheldur flott gróf kolvetni, góðar trefjar, fín prótein og flottar fitur sem halda blóðsykrinum í jafnvægi og manni mettum í góðan tíma.

Fullbókað 26. nóvember og 3. desember

Uppskriftin er fyrir 1-2.

Verð 7.900 krónur á mann Innifalið: Jólahlaðborð, fordrykkur og boðsmiði í Bláa Lónið

ANT ON& BERGU R

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

„Við viljum þakka fyrir alveg einstaklega vel heppnað jólahlaðborð. Við vorum alsæl með allt sem þessu kvöldi tengdist, maturinn var alveg æði, þjónustan framúrskarandi og veitingastaðurinn sjálfur svakalega flottur.“ Starfsfólks Frímerkjasölu Íslandsspósts

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

Bókanir í síma 420 8800 eða sales@bluelagoon.is

www.bluelagoon.is


24

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011 KYNNING

Milda í baksturinn

Dove fyrir karla M

ilda Culiness er fljótandi smjörlíki og hentar vel í alla matargerð, til steikingar og í

L

oksins er komin vörulína frá hinu vinsæla vörumerki Dove sem ætluð er herrum. Dove vörur hafa verið fáanlegar á íslenskum markaði árum saman og eru því vel þekktar. En, þær hafa að mestu verið ætlaðar konum. Nú verður þar breyting á því nýverið var markaðssett hér á landi ný vörulína Dove men+care. Vörulínan inniheldur meðal annars svitasprei, svita-roll on og sturtusápu. Vörurnar fást í tveimur ilmtegundum sem eru Clean Comfort og Extra Fresh. Að auki er sturtusápan Sensitiv Clean fáanleg, en hún sérstaklega ætluð þeim sem eru með viðkvæma húð. Helstu eiginleikar vörunnar, fyrir utan virkni hennar, er hversu vel hún fer með húðina. Í vörunum eru svokallaðar rakaeindir (micro moisture) sem eru olíur sem verða virkar þegar þær komast í snertingu við húðina; húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk. Svitasprei og svita-rollon eru með 48 tíma öflugri virkni. Sérstaða allra vara frá Dove vörumerkinu er að allar innihalda þær að minnsta kosti ¼ rakagjafa (moisture cream) sem gera vörurnar einstaklega húðvænar. Fyrir jólin munu verða seldar sérstakar gjafaöskjur sem eru einstaklega hentugar í jólapakkann, en gjafaaskjan er snyrtitaska sem inniheldur sturtusápu, svita­ sprei og svita-roll on.

bakstur og er góð uppspretta af ómettuðum fitusýrum, omega 3 og omega 6. Milda Culiness samanstendur af 3

Súkkulaðivöfflur með vanilllurjóma 1 pakki Betty Crocker Devil‘s Food Cake Mix 12% Milda vanillurjómi Milda Culinesse

jurtaolíum; hörfræja-, repju og sólblómaolíu og inniheldur A-, D- og E-vítamín.

Blandið saman Betty Crocker-deiginu. Í stað olíu er gott að nota Milda Culinesse. Hitið vöfflujánið og setjið nokkra dropa af Milda Culiness á það þegar það er orðið heitt. Bakið eins og hefðbundnar vöfflur. Úr einum pakka fást um það bil 8-10 vöfflur. Þeytið vanillurjómann og berið gjarnan fram með berjum eða sultu.

Af hverju er Milda svo góð? Milda vanillurjóma bragðast eins og vanillukremið sem þú manst eftir að hafa fengið í æsku. Hægt er að þeyta Milda Vanille þannig að úr verði léttur og bragðgóður vanillurjómi sem passar vel með eftirréttum, kökum eða ávaxtasalötum. Milda vanillu­r jóma er líka hægt að nota beint úr fernunni t.d. með jarðarberjum.

Veggskraut fyrir alla sem elska falleg eldhús!

Eldhúsdagatalið 2012

Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is



26

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Hollur jólamatur

R á ð við jól astr essi

Óþarfi að

borða á sig gat

Súkkulaðibitakökur

Vel er hægt að viðhalda hollu mataræði yfir jólin, að mati Þórunnar Maríu Hólm, sem heldur úti vinsælli matarvefsíðu í Noregi sem byggir á lífrænum lífsstíl. Hún gefur upp nokkrar uppskriftir að sætum jólamat með hollu ívafi.

É

g sat eftir með 35 aukakíló eftir meðgönguna sem ég vildi að sjálfsögðu losna við sem varð til þess að ég fór að lesa mig til um heilsufæði og hvaða áhrif matur hefur á líkamann. Þá komst ég að því að sykur er eina matvaran sem við höfum í raun enga þörf fyrir. Uppfrá því fór ég að útbúa allan mat frá grunni til að komast hjá því að borða sykur, salt eða rotvarnarefni. En það er mjög mikilvægt að hugsa um hvað við erum að borða og því hef ég vanið mig á að lesa alltaf innihaldslýsingar á öllum matvörum,“ segir Þórunn María Hólm sem er búsett í Osló ásamt norskum eiginmanni sínum og eins árs gamalli dóttur þeirra. Vefsíðuskrifin á littlettere.blogspot.com eru áhugamál Þórunnar, upphaflega hugsuð til að hvetja aðra til að feta í fótspor hennar og vekja áhuga á hollari lífsmáta. En fljótlega náði síðan miklu flugi og er með vinsælli matarsíðum í Noregi. „Mig langaði til að vekja fólk til vitundar um hvað það er að borða og láta ekki matvöruframleiðendur slá ryki í augu fólks hvað varðar hollustu og

mataröryggi.“ Þórunn María eldar sjálf allan þann mat sem er að finna á vefsíðunni hennar og birtir myndir ásamt uppskriftum, auk þess sem hún ráðleggur fólki hvaða hráefni þurfa að vera í eldhússkápunum til að útbúa holla rétti. En jólin eru sá tími ársins þar sem hollustan verður oft útundan og því er forvitnilegt að vita hvernig jólin verða hjá Þórunni Maríu? „Jólin verða eflaust öðruvísi en áður þar sem nú er ég komin með eigin fjölskyldu og þarf að skapa nýjar hefðir, frekar en að halda í gamlar. Dóttir mín fær ekki súkkulaðidagatal, heldur dagatal með lögum til að syngja og leikjum sem við leikum saman. Svo verður eflaust mikið af fjölskylduheimsóknum en ég ætla mér ekki að baka mikið, frekar að bjóða upp á eitthvað gott þegar ein-

100 gr léttristaðar valhnetur 50 gr kókóssykur 1 tks vanillusykur 1/8 tsk matarsódi 1/2 tsk salt Allt sett í blandara eða matvinnsluvél þar til hneturnar eru fínhakkaðar. 80 gr. eplamauk (sjá uppskrift að neðan) 2 msk brætt kókósolía Eplamauk 2 epli soðin í 1/2 dl af vatni þar til vatnið er gufað upp. Smá vanillusykri og kardemommukryddi bætt saman við. Þessu er blandað saman í skál ásamt: 100 gr hafraflögur 80 gr speltmjöl Öllu blandað vel saman. Valhnetublöndunni er hrært saman og 90 g af dökku súkkulaði (að minnsta kosti 70 prósent) er skorið í litla bita og sett saman við.

Jólabiscotti með hvítu súkkulaði

Irregular Choice skór frá

Hitað að suðu og látið standa i 30 mínútur.

Deigið er hnoðað í eina langa pylsu sem er flött örlítið út, þannig að hún sé um 2 sm þykk. Bakað við 175 gráður í 20 mínútur og svo er hún tekin út úr ofninum og skorin í aflangar sneiðar. Sneiðarnar eru þurrkaðar í ofni við 75 gráðu hita á C í 3 klukkustund. Mikilvægt er hafa ofnhurðina opna. Þegar sneiðarnar eru tilbúnar eru þær skreyttar með hvítu súkkulaði.

Úr þessu eru mótaðar 14 kúlur og þeim þrýst niður til að fletja örlítið út.

hver kemur, ávextir eru til dæmis alveg jafngóðir og kökur.“ Þórunn lumar á nokkrum góðum ráðum um hvernig eigi að halda aftur að sér í mat. „Eftirréttinn er til dæmis hægt að bera fram í litlum skálum og láta það ekki eftir sér að borða eins mikið og maður getur. Við lifum í vellystingum og þurfum ekki að borða á okkur gat um jólin því við erum svo heppin að eiga nóg af mat á hverjum degi.“ 37

Hýði af 1/2 appelsínu 4 dl rjómi 2 dl mjólk 25 g hrásykur 2 kanelstangir

Blandað saman ásamt 2 eggjum.

Saman við blönduna er hrært 5 eggjarauðum og 25 g hrásykri þannig að rauðan verður næstum hvít. Rjómablandan er aftur hituð að suðu og hellt í gegnum sigti. Loks er henni blandað saman við eggin og sett í form. Hitað í ofni við 95 gráður í 50 mínútur. Skreytt með psyllium husk.

Kristín Eva Þórhallsdóttir

Hitað í ofni við 200 gráður í um það bil 12 mínútur.

Vefsíðuskrifin á littlettere.blogspot. com eru áhugamál Þórunnar, upphaflega hugsuð til að hvetja aðra til að feta í fótspor hennar og vekja áhuga á hollari lífsmáta. En fljótlega náði síðan miklu flugi og er með vinsælli matarsíðum í Noregi.

Creme catalana

200 g möndluhveiti 75 g hrásykur 2 msk psyllium husk (trefjar sem fást í heilsuvöruverslunum) 2 tsk lyftiduft 1/2 tsk vanilluduft 1 tsk kanill 1/4 tsk negull 1/4 tsk engifer 1/4 tsk kardemomma Hýði af 1/2 appelsínu

heimili@frettatiminn.is

Ávextir eru til dæmis alveg jafngóðir og kökur.

 Léttsveit Reykjavíkur Jólatónleik ar

16.900

Klútar úr bómull og silki frá

9.900 Toppar og kjólar frá 16.900

Rakel Hafberg collection

Leðurarmbönd 4.900

130 kvenna kór í Hörpu

Ullarslá með loðkraga

59.900

L Leðurkragar frá 7.900

Rakel Hafberg

Stakur loðkragi Rakel Hafberg Laugavegi 37 Sími: 578 1720 www.rakelhafberg.is

17.900

éttsveit Reykjavíkur, sem er 130 kvenna kór, verður með tónleika í Eldborg í Hörpu 27. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu. Undirbúningur fyrir tónleikana hefur staðið yfir í allt haust og hefur kórinn æft þrisvar í viku fyrir þennan mikla viðburð. Að sögn Margrétar Þorvaldsdóttur, tónleikastjóra Léttsveit-

arinnar, stendur kórinn einn og óstuddur að tónleikunum. „Ég tel það til nokkurra tíðinda að áhugamannakór taki sig til og leigi Eldborgina til tónleikahalds en þessir tónleikar verða fyrstu kórtónleikarnir í Eldborginni og líka fyrstu jólatónleikarnir þar,“ segir Margrét. Þrír einsöngvarar syngja með

kórnum á tónleikunum: Valgerður Guðnadóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Ívar Helgason en hljómsveitin sem verður með þeim á sviðinu er skipuð Aðalheiði Þorsteinsdóttur, Tómasi R. Einarssyni, Kjartani Guðnasyni og Grétu Salóme Stefánsdóttur. Öllu stjórnar svo Jóhanna V. Þórhallsdóttir.


jólanna!

Aðalréttir og meðlæti

Aðalréttir og meðlæti

Aðalréttir og meðlæti

ómiSSANdi í AðdrAgANdA Sígildar uppskriftir og spennandi nýjungar

bbbb

„Nanna hefur persónulegan og innilegan stíl og er

sannfærandi höfundur

… vís gjöf til margra …“ Pá l l B a l dv i N B a l dv i Ns s oN F R é t tat í m i N N

A ðA l r ét t ir, ef t ir r ét t ir, for r ét t ir o g S óSu r.

Na N Na Rö gN va l da R d ó t t iR

og svo auðvitað allt jólagóðgætið!

w w w.forlagid.i s – alvör u bókave rslun á net inu

A


28

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011 

Bakað með hjartanu

Allir elska konur sem baka Áhugi á bakstri kviknaði hjá Elísabetu Ólafsdóttur þegar hún eignaðist barn.

IL AB BER M Í M T LU SE SÖ 9. DE 1 5.-

Með kaupum á Kærleikskúlunni styður þú starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna. HVÍTA HÚSIÐ/SÍA - 11-1808

... fyrir Ísland með ástarkveðju

Casa - Kringlunni og Skeifunni | Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð | Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi | Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu | Líf og list - Smáralind Hafnarborg - Hafnarfirði | Módern - Hlíðarsmára | Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki | Póley - Vestmannaeyjum | Valrós - Akureyri Bláa Lónið - Grindavík | Pósturinn um allt land | netverslun www.kaerleikskulan.is

STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA

Phi ldo n hælas kór 9.990.-

Spot on lakk hælaskór 9.990.-

Elísabet Ólafsdóttir segist vera mikill bakstursnörd og liggi yfir bakstursmyndböndum á netinu og sé sífellt að prófa eitthvað nýtt. Hinsvegar borðar hún ekki sjálf neitt af því sem hún bakar. „Ég vil bara vera elskuð, því allir elska bakandi konur,“ segir hún kímin.

B

ökunarilmur berst ósjaldan úr eldhúsi Elísabetar Ólafsdóttur sem fékk bökunardellu um leið og hún eign-

CoCo reimaði r ökklaskór 11.990.-

aðist sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári. „Bökunargenið tók við sér um leið og ég varð mamma og það var mjög sérstakt því þá var ég orðin

Spo t on glimmer hæl askór 7.990.-

sykurlaus og hef því ekki smakkað neitt af því sem ég baka sjálf,“ segir Elísabet sem heldur sig frá öllum sykri og sterkju.

Hléb arða bal lerína 3.990.-

Spot on platform hælaskór 9.990.-

Phildon reimaðir lakkskór 11.990.-

la skór

Sp ot on la kk hæ 7.990.-

Timeless platform hælar 13.990.-

Phildo n Glimmer ballerínur 5.990.-

Sp ot on hæla sk ór 7.990.-

Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á


jól 29

Helgin 25.-27. nóvember 2011 Ar ndísa r k ryddmöffins

Arndísarkryddmöffins eftir gamalli uppskrift frá Arndísi frænku Elísabetar.

125 g smjör 350 g púðursykur 2 egg 2 kúfaðar tsk kanill 2 kúfaðar tsk negull 1 msk niðurrifinn sítrónubörkur 1 msk hressandi matarlitur Hræri í rosa gums 1 dl súrmjólk, abmjólk eða grísk jógúrt 250 g af hveiti Fullt af rúsínum Úðið smá Pam Baking í möffinsformin og setjið 2/3 af deigi í hvert form. Bakast 170 gráður 25 - 30 mínútur eða þangað til tannstöngullinn kemur þurr uppúr eftir pot.

Smjörkrem 300 g smjör 300 g flórsykur Nokkrir vanilludropar Litir Þeytið allt saman þangað til að verður létt og froðukennt og skiptið niður skálar fyrir litun. Byrjið á að setja bara einn dropa til að fá tilfinninguna fyrir litnum. Þegar liturinn er réttur setjið smjörkremið í sprautupoka með skemmtilegum stút við og byrjið að skreyta. „Allt í köku í Ármúlanum er besta búðin til að fara í þegar maður er byrjandi í kökuskreytingum. Þar er hægt að fá næstum alla liti og skraut og góðan andlegan stuðning og hjálp. Annars er komið gott úrval af bollakökudóti í Kost og Hagkaup,“ segir Elísabet.

En hvernig gengur að forðast freistinguna að bíta í nýbakaða kökuna? „Ég hef engan áhuga á að borða það sem ég baka því mér finnst deig til dæmis svo ógirnilegt að það drepur niður alla löngun. Ég veit í raun ekkert hvort ég er góð í þessu en ég er með heilan her af fólki í vinnunni hjá manninum mínum sem smakkar fyrir mig og þau eru yfirleitt frekar sátt.“ segir hún, hlær og bætir við: „Jú, veistu, ég er eiginlega orðin neyðarlega vinsæl þar en enginn hinna makanna kemur reglulega með blá möffins með fjársjóði inní.“ „Athöfnin við að baka og horfa á aðra borða og segja namm er það sem rekur mig áfram, þannig afla ég mér vinsælda. Ég vil bara vera elskuð, því það elska allir bakandi konur,“ segir Elísabet kímin. Fyrir jólin ætlar Elísabet að baka kryddkökumöffins eftir gamalli uppskrift frá Arndísi frænku sinni sem hún hún hefur breytt örlítið . „Ég er orðin mikið bakstursnörd og ligg yfir Youtube, fræðist um bakstur og er sífellt að prófa eitthvað nýtt. Um síðustu jól gerði ég líka konfekt sem var mjög gaman að búa til og fallegt í gjafir. Fyrir mér snýst þetta um að gefa. Ég baka með hjartanu.“

Ég hef engan áhuga á að borða það sem ég baka því mér finnst deig til dæmis það ógirnilegt að það drepur niður alla löngun. Ég veit í raun ekkert hvort ég er góð í þessu en ég er með heilan her af fólki í vinnunni hjá manninum mínum sem smakkar fyrir mig og þau eru yfirleitt frekar sátt.


Fæst í verslunum um allt land!

30

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 „Mínítrend“

Hátíðleg hönnun Hönnunarmunir úr málmi vinsælir.

U

ppsveifla í íslenskri hönnun heldur áfram og nú þegar dregur nær jólum er tilvalið að kíkja á hvað íslenskir hönnuðir hafa upp á að bjóða og sjá hvað er aðal „trendið“ um þessar mundir. Svo virðist sem jólaskraut úr málmi sé afar vinsælt. Þar má nefna jólatré og kransa sem Tinna Brá Baldvinsdóttir og Hrafnhildur A. Jónsdóttir hjá Hrím hanna, og piparkökumótin skemmtilegu frá Fær-id sem eru mótuð eftir frægum íslenskum byggingum. Einnig er Krista design með jólaóróa úr málmi og kertastjaka frá Bility. Málmur er skemmtilegt efni sem hægt er að móta á marga vegu og með tækniskurði er mögulegt að skera út flókin mynstur. Svo virðist sem íslenskir hönnuðir hafi nýtt sér það til hins ýtrasta.

Hægt er að fá Agave sírópið í 500 ml skvísum og 250 ml flöskum

Agavesírópið er, vegna framúrskarandi sætueiginleika, góður valkostur í staðinn fyrir sykur. Vegna þess hve bragðið er milt hentar það einkar vel til að sæta eftirrétti, morgunkorn, ávaxtarétti, drykki og í bakstur.

Jólastjörnur og snjókorn á tréð frá House Doctor, fæst í Tekkhúsinu.

Jólastjörnurnar STRÅLA frá IKEA, hengiljós sem hægt er að hengja í glugga eða yfir borð.

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

Teljós frá listakonunni Ingu Elínu, sjá Ingaelin.com

Kertastjaki með stjörnumynstri frá House Doctor, fæst í Tekkhúsinu.



32

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Jólaskrautið

Maðurinn minn kom með þetta tré í búið svo það má segja að það sameini okkur; því tengjast margar minningar og það var okkar eina jólatré fyrstu búskaparárin.

Fyrsti glerfuglinn frá Jórunni Á heimili Stellu Sigurgeirsdóttur myndlistarkonu er að finna heilmikið af fallegu jólaskrauti sem hvert um sig segir sína sögu.

J

órunn, sem rak dúka- og sængurveraverslun á horninu á Skólavörðustíg og Njálsgötu, gaf mér fyrsta glerfuglinn minn þegar ég var barn. Þá var ég að bera út Morgunblaðið og Dagblaðið. Þetta varð kveikjan að því að ég tók við að safna þessum fuglum. Ég reyndi að eignast einn nýjan árlega, en þeir voru fátíðir á þessum tíma og ekki alltaf fáanlegir,“ segir Stella Sigurgeirsdóttir myndlistarkona sem hefur gamalt íslenskt jólatré á stofuborðinu, skreytt fuglum, perlum og kertum. „Jóhann maðurinn minn kom

með þetta tré í búið, svo það má segja að það sameini okkur en því tengjast margar minningar og var eina jólatré okkar fyrstu búskaparárin.“ Stella býr í gömlu fallegu húsi í Litla-Skerjagarðinum og jólaskraut liðinna tíma virðist eiga þar vel við. Stella, sem er mikilll safnari, dregur jólaskrautið smám saman fram yfir aðventuna og hverjum einasta hlut fylgir saga, þar á meðal babúskujólasveininum sem stendur í glugga undir tveimur jólastjörnum. „Þessi hefur ætíð vakið mikla

Sígræna jólatréð -eðaltré ár eftir ár! Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja.

Frábærir eiginleikar: 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga

Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is

Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar

lukku, sérstaklega hjá börnum. Það er svo gaman að taka hann í sundur og segja má margar sögur með honum og af.“ Salka Þorgerður, 4 ára dóttir Stellu, er farin að átta sig betur á jólunum og fyllist kæti þegar mamma hennar dregur upp skrautið. „Hún vildi náttúrulega fá allt skrautið upp undireins,” segir Stella brosandi á meðan Salka hrærir í jólagrautnum á leikfangaferðaeldavél sem mamma hennar býr til og framleiðir undir vöruheitinu Slowstars. „Sjálf er ég mikið jólabarn, geri mikið úr aðventunni og bý mikið til. Stundum geri ég jóladagatöl úr gömlum eldspýtustokkum, það er svo einfalt og skemmtilegt og enginn þörf á að vera búin að fylla á allt 1.desember, heldur geta hlutir bara birst þegar á líður. Mestu skiptir þó að skreyta með ljósum og hafa það notalegt með góðu fólki á þessum dimmasta tíma ársins. Ég reyni til dæmis alltaf að búa til sörur og borða þær fyrir jól og ég bý alltaf til jólakort.“ Aðventuna þessi jólin mun Stella þó að miklu leyti eyða í jógastellingum, þar sem hún og Eva Rún Þorgeirsdóttir munu kynna bók þeirra, Auður og gamla tréð, þar sem börnum er kennt jóga í gegnum fallega sögu. „Já, við verðum um allan bæ með upplestur og fáum krakkana til að leika dýr og gera jógastellingar með okkur.“

Kristín Eva Þórhallsdóttir heimili@frettatiminn.is

Salka 4 ára eldar jólagrautinn á ferðaeldavélinni sem mamma hennar bjó til.


Nú er jólalegt í Heilsuhúsinu Þú færð bæði hollar og heilnæmar jólagjafir hjá okkur!

Weleda

Sóley Jólasveinn gægist út undan bókahillunni.

Lóa handsápa og handáburður úr villtum íslenskum jurtum.

Jólagjafakassar fyrir dömur og herra. Verð frá kr. 3.490,-

Gjafakassar Heilsusamlegir gjafakassar á góðu verði.

Baggu taska Kr. 3.330,Baggu bakpoki Kr. 4.950,-

Episilk-andlits serum Náttúruleg hyaluronic sýra sem byggir upp húðina. Kr. 7.519,-

Mádara gjafakassi Gamall jólasveinn sem Jóhann, maður Stellu, eignaðist lítill drengur.

Handáburður, varakrem og næturkrem. Kr. 4.933,-

PIPAR\TBWA • SÍA

töfrastund í jólagjöf gjafakort Þjóðleikhússins á sérstöku hátíðartilboði til jóla! Gjafakortin í Þjóðleikhúsið eru falleg og eftirminnileg gjöf. Viðtakandi getur nýtt kortið hvenær sem hentar. Þú getur valið um:  Almennt GjAfAkort sem viðtakandi ráðstafar að vild á sýningu að eigin vali.  Gjafakort á söngleikinn les miserAbles, Vesalingana, sem frumsýndur verður í lok febrúar 2012, á sérstöku fjölskyldutilboði!  Gjafakort á litlA skrímslið oG stórA skrímslið í leikhúsinu, sem frumsýnt verður 28. desember. tilvalin gjöf fyrir barnafjölskyldur.

Sími í

miðas

ölu

00 551 12


34

jól

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Heim Handavinna jólaskr aut

Nokkrar góðar

hugmyndir Hráefni í aðventukransa og annað jólaskraut getur leynst víða á heimilinu og þarf ekki að kosta mikið.

U Okkur er mikið í mun að gera eitthvað sem kostar helst ekki neitt án þess að slá af kröfum um útlit og gæði.

m leið og að fésbókarsíðan Hugmyndir fyrir heimilið opnaði létu nokkur þúsund manns sér líka við hana og er tala þeirra komin uppí 20 þúsund. Síðan var sett upp sem hugmyndageymsla fyrir Önnu Lísu en tölvan hennar var að fyllast af myndum og efni sem hún þurfti að koma frá sér. Þessar óvæntu vinsældir urðu til þess að hún fékk Ingibjörgu vinkonu sína til samstarfs við sig og þær opnuðu vefsíðuna hugmyndirfyrirheimilid.is. Þar er að finna aragrúa af allskyns lausnum í hönnun og skipulagi heimilsins sem Anna Lísa og Inigbjörg finna víða á vefnum, taka saman og skipuleggja fyrir lesendur síðunnar. Að sjálfsögðu luma þær á nokkrum góðum hugmyndum fyrir jólin. „Okkur er mikið í mun að gera eitthvað sem kostar helst ekki neitt án þess að slá af kröfum um útlit og gæði,“ segir Anna Lísa og sýnir meðal annars steyptan aðventurkrans. „Þetta er mjög auðvelt að búa til. Ég notaði gamalt kökuform, hrærði steypu og hellti í formið. Og, nei, það er ekkert mál,” segir hún aðspurð. „Maður kaupir bara steypu í byggingavöruverslun og hrærir henni saman með vatni í plastfötu.“ Anna Lísa ráðleggur fólki þó að smyrja mótið með matarolíu áður en steypunni er hellt ofan í. „Svo er hægt að rúlla upp mjólkurfernum og stinga í steypuna til að gera holur fyrir kerti.“ Svona krans er ekki nema sólarhring að þorna og þá er hægt að taka hann úr mótinu og byrja að skreyta hann. Anna Lísa segir að sniðugt sé að leita á heimilinu, hvort þar sé ekki eitthvað sem megi nota til að skreyta með, til dæmis má nota einföld piparkökuform. Næst dregur hún fram krans sem búinn er til úr möffinspappaformum „Þetta er einmitt ein hugmynd Ingibjörg og Anna Lísa fá heilmikið af skemmtilegum hugmyndum.

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

sem ég fann á netinu,“ segir Anna Lísa og lýsir því hvernig pappírsformin eru einfaldlega fest á hring. Hægt er að hengja kransinn upp eða láta hann liggja á borði og setja kerti í glasi í miðju hringsins. „Það er svo ótrúlega mikið af sniðugu hráefni á heimilinu sem hægt að er að nýta, jafnvel er hægt að nota eitthvað sem fólk notar aldrei eða ætlar að henda,“ skýtur Ingibjörg samstarfskona Önnu Lísu inní. Þær segjast alltaf vera að fá góðar hugmyndir sjálfar og hafi gaman af því að deila með öðrum. Anna Lísa finnur ekki bara hráefnið heima hjá sér heldur einnig allt í kringum sig, í fjörunni við Þorlákshöfn þar sem hún býr og víðar. „Ég fann eitt sinn ryðgað rör með gati og nota það núna sem kertastjaka úti á palli. Það er hægt að nýta ótrúlegustu hluti ef maður leyfir ímyndunaraflinu að ráða för.“

Aðventukrans sem var steyptur í gamalt kökumót. Hér er hann skreyttur með piparkökumótum. Jesústytta sem Anna Lísa bjó til með því að hella steypu í mót sem hún fékk í Litir og föndur.

Kristín Eva Þórhallsdóttir heimili@frettatiminn.is

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

Jólakrans úr bollakökuformum sem hafa verið límd saman.

Engillinn er búinn til úr servíettupappír, vír, kreppappír og trékúlu.


E&Co.

- Þér eruð ávallt velkomin í Geysi -

*

— Ullarteppin frá GEYSI —

HEIMA ER BEZT Hátíðarverð 10.800 kr.* Vermið yður í gömlu góðu ullarteppunum með klassíska mynstrinu. Þau eru líka prýðilegar ábreiður og á sjerstöku hátíðarverði í verzlun okkar fyrir jólin.

Verið hjartanlega velkomin í verzlanir okkar. Geysir Skólavörðustíg 16, opið alla daga frá 10 til 19 og Geysir Haukadal, opið alla daga frá 10 til 18. Sími 519 6000. *Fram að jólum.



viðhorf 35

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Ný stjórnarskrá

Lýðræðisþroski

Þ

ekki í okkar heimsessi pistill er ritaður hluta. Það er sérsuður í Þýsklandi stök opinber miðeins og sumir þeirra stöð sem hefur það fyrri í þessari stjórnarhlutverk að efla og skrársyrpu. Pistillinn ber auka stjórnmálavitkeim að því. Oft er gott að und, ekki síst meðhorfa heim á hlað úr nokkal ungs fólks; sjá urri fjarlægð. http://www.bpb. Fáar þjóðir hafa orðið de/ („Bundeszentfyrir jafn miklum hremmrale für politische ingum og Þjóðverjar á Þorkell Helgason Bildung“, alríkisnæstliðinni öld öfganna. stofnun sem á sér Þjóðverjar hafa tekið afleið- sat í stjórnlagaráði að auki systurstofningunum og mikið lært. anir í einstökum löndum þýska Mér er ekki kunnugt um aðra þjóð sambandslýðveldisins). sem hefur jafn rækilega sagt skilið Tilgangur stofnunarinnar er „að við fortíðina og Þjóðverjar og lagt auka skilning á pólítískum málsig í sama mæli fram við að skapa efnum, styrkja lýðræðislega meðnýtt þjóðfélag lýðræðis og réttar. vitund, og efla vilja til pólitískrar Ekki hafa Ítalir tekið sér sama tak þátttöku.“ Unnið er í þessa veru eftir endalok fasismans. Nýfrjálsu með ýmsu móti, ekki síst með útríkin í Austur-Evrópu hafa líka fæst gáfustarfsemi og hvers kyns veffarið í gegnum sömu naflaskoðun miðlun. og Þjóðverjar eftir einræðið sem Ég átti þess kost að ræða við yfir þau dundi. næstæðsta mann þessarar stofnVarsla stjórnarskrárgilda unar nýverið og kynnast starfseminni. Stórmerkilegt. Vitaskuld bar Til þess að takast á við fortíðina íslensku stjórnarskrármálin líka og byrgja brunna hafa Þjóðverjar á góma. Ég fékk til dæmis ábendkomið á fót stofnunum sem eiga sér ingar um hvernig miðla mætti vart eða ekki hliðstæðu hjá öðrum fróðleik um stjórnarskrármálefnin þjóðum. Ég hef í fyrri pistlum dreptil almennings. Sá þýski spurði ið á eina þeirra, stjórnlagadómstól. sérstaklega hvort við legðum ekki Þýskir ráðamenn ganga svo langt til stjórnlagadómstól, en svör mín að segja að stjórnarskrá sé haldlítið voru heldur loðin. Hann lagði eins plagg án slíks dómstóls sem geti og aðrir ríka áherslu á slíkan dómgefið afgerandi svör um það hvort stól. lög og stjórnvaldsathafnir brjóti í bág við grundvallarlögin. StjórErum við lýðræðislega þroskuð? nlagadómstóll hefur orðið þýsk „útflutningsvara“ handa nýjum lýðræð- Stjórnarskráin sem stjórnlagaráð isríkjum. Því miður vannst okkur í leggur til gerir umtalsverðar kröfur stjórnlagaráði ekki tími til að ræða um lýðræðisþroska. Ákvæði um það mál til hlítar en við leggjum þó til góðan vísi að slíkri stjórnarskrárgæslu. Annað sem Þjóðverjar komu upp er stjórnarskrárvarsla („Verfassungsschutz“) sem eru sérstakar löggæslustofnanir sem eiga að hafa auga með þeim öfgaöflum Kjósendur þurfa ekki sem kunna að ógna lýðræðissamfélaginu. Þessir vörslumenn hafa aðeins að taka afstöðu þó sætt mikilli gagnrýni undantil meginfylkinga, það er farið og ekki sagðar hafa staðið sig í stykkinu gagnvart hægri öfgaflokka, heldur líka til þess hópum.

Stjórnmálamenntun

Þriðja stofnunin á þessu sviði á sér enga hliðstæðu, að minnsta kosti

hvaða einstökum frambjóðendum þeir treysta best til að stýra þjóðfélaginu.

þingkosningar eru gjörbreytt. Kjósendur þurfa ekki aðeins að taka afstöðu til meginfylkinga, það er flokka, heldur líka til þess hvaða einstökum frambjóðendum þeir treysta best til að stýra þjóðfélaginu. Fyrirkomulag forsetaembættisins er breytt og enn frekar en fyrr þarf að vanda val til þess embættis, en nýtt kosningafyrirkomulag á að auðvelda valið. Síðan fær al-

menningur umtalsvert vald til að hafa bein afskipti af lagasetningu. Þjóðin verður í þeim efnum að ganga hægt um gleðinnar dyr og beita þessu nýja tæki að vel hugsuðu máli. Erum við þroskuð til alls þessa? Stjórnmálaflokkar eru óvenju öflugir hjá okkur og gegna miklu hlutverki í þessum efnum. En það nægir ekki til. Fólk verður líka að

taka afstöðu á eigin forsendum og ábyrgð. Umfram allt verður að viðhalda – en helst auka – þann mikla áhuga sem þó er á þjóðfélagsmálum. Hvernig gerum við það? Hvernig verður samábyrgð fólks á lýðræðinu vakin? Ný stjórnarskrá hjálpar þar sjálf til. Fólk fær áhuga og vilja til þátttöku þegar það sér að því er treyst og því fengið viðeigandi vald.

NÝTT DOVE MEN+CARE DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi. Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk.

LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI


36

viðhorf

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Nýr Landspítali við Hringbraut

Fært til bókar Barátta í háloftunum Þetta hefur ekki alveg verið vika athafnamannsins Pálma Haraldssonar. Breska flugfélagið Astreus, sem var í eigu félags hans, fór í þrot. Iceland Express, sem einnig er í eigu félags Pálma, varð því að hafa snör handtök og samdi við tékkneska flugfélagið CSA Holidays. Bandaríkjaflugi Iceland Express var hætt samtímis. Fréttin um samninginn við tékkneska flugfélagið hafði vart birst þegar frá því var greint að það væri til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum Evrópusambandsins. Þar sagði að tékknesk stjórnvöld hefðu komið CSA Airlines til bjargar í fyrra. Rannsókn ESB beinist að björgunaráætluninni og því

hvort líklegt sé að hún skili árangri og eins hvort með henni hefði verið brotið gegn reglum um ríkisstuðning við einstök fyrirtæki. Keppinautar Iceland Express gáfu hins vegar ekkert eftir meðan á þessu stóð. Svo var að sjá sem Íslendingar tækju hinu nýja flugfélagi WOW Air opnum örmum. Félagið kynnti tólf áfangastaði og móttökurnar voru slíkar að heimasíða þess hrundi. Bandaríska flugfélagið Delta greindi jafnframt frá því að það héldi áfram flugi milli Íslands og New York næsta sumar og ekki má gleyma breska lágfargjaldaflugfélaginu easyJet sem boðar flug milli London og Ísland frá mars næstkomandi - fyrir 10.900 krónur báðar leiðir með sköttum.

Topplistinn Efstu 5 - Vika 47

Veitingahús 1

Karma Keflavík ehf

2

SuZushii Stjörnutorgi

3

Pizzafjörður ehf

4

Grófinni 8

Kringlunni 4-12

Strandgötu 25

Veitingastaðurinn Fiskimarkaðurinn ehf Aðalstræti 12

5

Krúska ehf

Suðurlandsbraut 12

10 ummæli

10 ummæli

8 ummæli

4 ummæli

4 ummæli

S

Styrkur fyrir miðbæinn

Stækkun Landspítalans við Hringbraut fellur fullkomlega að framtíðarsýn um Vatnsmýri án flugvallar. En hvenær svo sem flugvöllurinn fer á endanum þá er stækkun spítalans mikið hagsmunamál fyrir miðborg Reykjavíkur. Þegar búið verður að sameina Landspítalann á eina torfu munu starfa þar um 4.500 manns. Til framtíðar mun þessi mikli fjöldi starfsmanna spítalans styrkja miðborgina mikið. Bæði verslun og þjónustu á svæðinu og líka sjálfa íbúðabyggðina. Jón Kaldal Borgaryfirvöld hafa kaldal@frettatiminn.is gert sitt besta til að kynna þetta stóra skipulagsverkefni. Hófst sú kynning á meðan það var í vinnslu, sem var nýjung. Hugmyndin var að bjóða íbúum „upp á tækifæri til að hafa meiri áhrif á endanlega lausn en tíðkast hefur,“ eins og Páll Hjaltason, arkitekt og formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur, orðaði það í grein í Fréttatímanum í síðasta mánuði. Í grein Páls kom fram að áætlanir um stækkun Landspítalans við Hringbraut eiga sér afar langan aðdraganda. Benti hann á að deiliskipulag fyrir nýjum spítala hefur verið í gildi á þessum slóðum frá 1976, í aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1984 og að ríkið hafi verið með samning við Reykjavíkurborg um lóð fyrir nýjan spítala við Hringbraut í marga áratugi. Þeir sem hafa gagnrýnt áætlanir um stækkun Landspítalans hafa meðal annars bent á að ekki sé ljóst hvernig fyrirsjáanlegur stóraukinn umferðarþungi verður leystur. Þetta eru réttmætar ábendingar. Fyrir

liggur af hálfu forsvarsmanna verkefnisins að dregið verði úr neikvæðum áhrifum samgangna á umhverfið vegna starfsemi spítalans. Hvernig það verður gert hefur hins vegar ekki verið útfært nákvæmlega. Vilji borgaryfirvalda er þó skýr í þessum efnum. Kemur hann meðal annars fram í að samhliða deiliskipulagsvinnu á Landspítalasvæðinu er unnið að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 og svæðisskipulagi höfuðborgarinnar fyrir sama tímabil. Andstæðingar stækkunar spítalans hafa einnig lýst áhyggjum sínum vegna stærðar og umfangs fyrirhugaðra nýbygginga. Þær rýma aftur á móti ljómandi vel við vinningstillögu alþjóðlegu hugmyndasamkeppninnar um skipulag Vatnsmýrarinnar frá 2008. Þar er gert ráð fyrir húsum af svipaðri hæð, fjórar til sex hæðir, en álíka hús umlykja til dæmis Austurvöll. Í umræðum um stækkun Landspítalans við Hringbraut er vel við hæfi – og reyndar bráðnauðsynlegt – að rifja upp frábæra vinningstillögu Skotans Graeme Massie um framtíðarskipulag í Vatnsmýrinni. Og þá um leið að í keppnislýsingu samkeppninnar var á sínum tíma skilið eftir galopið hvort flugvöllurinn færi eða yrði um kyrrt. Í fyrstu umferð gerði aftur á móti aðeins ein tillaga af 136 ráð fyrir flugvellinum áfram. Og í annarri umferð féll höfundur hennar frá þeirri útfærslu. Flugvöllinn er því hvergi að finna í tillögu Massie. Hún hvílir í grunninn á sömu hugmynd og borgarskipulagið frá því árið 1927. Það miðaði að því að Reykjavík yrði borg í evrópskum stíl með randbyggðum nokkurra hæða húsum, sem því miður varð ekki. Sú von lifir þó enn fyrir Vatnsmýrina. Án flugvallar og með spítala.

Árétting

Um íslenska loðdýrarækt

Í

sem það er í Frakklandi, Norður-Noregi Fréttatímanum þann 11. nóvember eða á Íslandi. síðastliðinn birtist grein eftir Írísi Ólafsdóttur þar sem hún fjallaði um Ef við víkjum því til hliðar hvort búloðdýrarækt út frá sjónarhóli andstæðinga greinin okkar sé yfirleitt þóknanleg eða greinarinnar. Mörgu af því sem fram kom ekki og veltum fyrir okkur stöðu íslenskrí greininni er ekki hægt að svara því það ar loðdýraræktunar í alþjóðlegu samá einfaldlega ekki við hér á landi. Einnig hengi, þá má sjá að margt er þar jákvætt. á ljósmyndin, sem birtist með greininni Afurðirnar frá Íslandi er eftirsóttar og og sögð var tekin á rússnesku loðdýrabúi, þeir sem þekkja til loðdýraræktar vita að ekkert skylt við það hvernig staðið er að bestu afurðirnar koma frá búum þar sem loðdýrarækt hér á landi. En ég vil þó fyrir vandað er til verka og aðbúnaður dýranna hönd íslenskra loðdýrabænda af þessu tiler góður. Íslendingar standa nú framarlega efni árétta nokkur atriði um loðdýrarækt í loðdýrarækt og það hefur leitt til þess að Björn Halldórsson hér á landi. erlendir fjárfestar hafa fengið áhuga á ísformaður Sambands ísVið virðum að sjálfsögðu skoðanir þeirra lenskra loðdýrabænda lenskri loðdýrarækt. Það er ekki rétt sem sem eru alfarið andvígir loðskinnaframfram kom í áðurnefndri grein að Hollendleiðslu. Það hefur oft komið fram að hluti ingar hyggist að hætta loðdýrarækt af fólks er þessarar skoðunar og það er þeirra réttur. En siðferðilegum ástæðum, þó að þar finnist ákafir dýrahvort sem fólk er af hugmyndafræðilegum ástæðum verndunarsinnar líkt og annars staðar. Megin ástæðan andvígt notkun dýraafurða til fataframleiðslu eður ei, fyrir því að greinin getur ekki vaxið áfram í Hollandi þá geta allir tekið undir það sjálfsagða sjónarmið að afer skortur á landrými og hækkanir sem orðið hafa á lífun dýra, hvort sem er í kjötframleiðslu eða skinnajarðaverði, ásamt auknum kröfum um betra fóður og framleiðslu, sé ávallt með þeim hætti að dýrin þjáist bætta nýtingu þess úrgangs sem framleiðslunni fylgir. sem minnst. Að þessu sé ábótavant hér á landi er að Við höfum hins vegar hér á landi kjöraðstæður fyrir mínu áliti eitt af því sem er ranghermt í fyrrnefndri þessa ræktun, þó vissulega þurfi að stíga eitt skref grein. Sú aflífunaraðferð sem hefur verið talin valda í einu í þessu sambandi. Umræða um velferð dýra dýrunum minnstum sársauka er köfnun með aðstoð sem er málefnaleg og með þátttöku bæði bænda og koltvísýrings/kolmónoxiðs eða blöndu af þessum dýraverndunarsinna, er nauðsynleg. Vissulega eru lofttegundum. Sú aðferð er notuð hér á landi og er í ávallt tilfinningar í spilunum þegar talað er um siðsamræmi við reglur sem gilda á EES-svæðinu og hafa ferðismat, já eða lífsviðurværi. En það er á endanum til þess bær yfirvöld eftirlit með því að þeim sé fylgt. Alþingi sem ákveður hvaða atvinnugreinar er leyfilegt Við íslenskir loðdýrabændur leggjum ávallt áherslu á að stunda hér á landi. Íslenskir loðdýraræktendur eru að búa vel að dýrunum, eins og allir góðir bændur gera ekki hafnir yfir gagnrýni, þó að þau kunni því miður og skylt er samkvæmt lögum um dýravernd. Vissulega að vera illsamræmanleg sjónarmið þeirra einstaklinga hafa hjá flestum þjóðum komið upp dæmi um illa meðsem vilja ræktunina feiga og þeirra sem eiga allt sitt ferð og slæman aðbúnað dýra, bæði loðdýra og annarra undir viðgangi hennar og döfnun. Vonandi getum við húsdýra. Þetta er eitthvað sem nauðsynlegt er að berjsameinast um að umræðan verði hér áfram virk og ast gegn, enda koma slík mál óorði á alla bændur, hvort víðsýn í senn. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


viðhorf 37

Helgin 25.-27. nóvember 2011

 Vik an sem var Ó, hve ljúft er að kaupa... Ég hefði viljað kaupa meira en var búin að kaupa svo mikið að ég varð að stoppa. Ég bíð bara spennt eftir því að kíkja aftur. Ágústa Alda Traustadóttir, fastakúnni í Lindex, réði sér ekki fyrir innkaupakæti í samtali við DV. Þeirra peningar eru betri Það er góðra gjalda vert ef RÚV er hætt að birta þann ósmekklega áróður sem LÍÚ hefur ausið yfir landsmenn, en það er umhugsunarefni að það skuli ekki gerast fyrr en óbreyttir borgarar vilja fá að svara í sömu mynt. Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, fór í lítið einkastríð við Ríkisútvarpið sem tók ekki í mál að birta auglýsingu frá honum sem „borgara“ sem andsvar við auglýsingum LÍÚ sem hafa ómað í útvarpi allra landsmanna. Þeir síðustu munu fyrstir verða Hún haslar sér völl sem raunverulegur keppandi um formannsstólinn og stimplar sig rækilega inn í forystusveit flokksins. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, útskýrir hvernig Hanna Birna Kristjánsdóttir vann sigur með því að tapa fyrir Bjarna Benediktssyni í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins. Draugagangur í Höllinni Eitt var það að út á við að minnsta kosti voru aðalmennirnir á þessum fundi grafnir upp úr pólitískum katakombum, menn einsog Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Sturla Böðvarsson, Björn Bjarnason og Friðrik Sophusson, sem

allir eru löngu hættir í pólitík. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sá framliðnum bregða fyrir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Eðlilega kannski þar sem litli bróðir hans er formaður Sálarrannsóknarfélagsins. Organistinn 0 stig Nágrannarnir urðu margir hverjur alveg brjálaðir og það rigndi yfir okkur kvörtunum. Einn hótaði að flytja endanlega úr hverfinu ef þessu linnti ekki.

Hörður Áskelsson, organisti í Hallgrímskirkju, stuðaði nágranna kirkjunnar á Skólavörðuholti þegar hann lék Eurovisionstefið á kirkjuklukkurnar svo undir tók í hverfinu. Í bullandi mínus Gott og vel, ég er búinn að tapa öllum peningunum mínum en sem ég hef meiri áhyggjur af er að lánið hækkar bara og hækkar og hækkar. Útvarpsmaðurinn Frosti Logason, oftast kenndur við hljómsveitina Mínus, og vilja menn nú meina að hann beri nú sannarlega viðurnefnið Frosti í Mínus

með rentu, steig fram í vikunni og vakti athygli á vonlausri stöðu sinni sem lántaka sem stendur 110 prósenta leiðin ekki til boða. Já en Ólafur er svo frábær Ég er viss um að Ragna Árnadóttir yrði fínn forseti. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, virðist vera orðinn jafn leiður á Ólafi Ragnari Grímssyni og Jóhanna Sigurðardóttir og hefur fundið arftaka.

Takk, nú sofum við miklu betur! Byssubardaginn í Bryggjuhverfi er ekki með mínu samþykki. Ef ég hefði stjórnað þessu hefði þetta aldrei farið svona því ég er alfarið á móti því að almenningi sé stefnt í hættu. Ríkharður Ríkharðsson, forseti mótorhjólaklúbbsins Outlaws, hafnar aðild skjaldsveina sinna að skotárás í Bryggjuhverfinu.

Gott verð ...

LED lýsing

par og sjálfLoftljós, lam ljósborðar ðu ó dí límandi /lysing.htm Sjá: listinn.is

HRING-ett

BILTURA ll

dastó hæginnd astóll

borðstoerfmuáls150 cm,

Leður hægi . ti: 75.000 kr á snúningsfæ tm .h gn go /hus Sjá: listinn.is

iður, þv . Kirsuberjav 275.000 kr og 8 stólar: tm .h gn go us /h Sjá: listinn.is

SKRAUTLISTAR

gott verð. Mikið úrval, .htm /skrautlistar Sjá: listinn.is

LISTINN

GÓLFLISTAR

l, in, gott úrva Okkar sérgre . um ál eftir m sérsmíðum

TSALA: ÚTSALA-Ú lflistar

Maghony gó erinn 350 kr. met

A kr al i n d 7 • 2 0 1 Kó p av o g i • S : 5 6 4-46 6 6 • www.l is tinn.is

KlassísKt meistaraverK Dæmisögur Esóps Myndskreytt útgáfa með öllum þekktustu sögunum úr hinu mikla safni gríska sagnaþularins Esóps. Frábærlega skemmtilegar sögur sem gleðja og þroska í senn.

Klassískt meistaraverk fyrir börn á öllum aldri.

SKRUDDA


38

viðhorf

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Atvinnulífið

Fjárfesting í framtíð

S

tækjum og gert þeim töðugt rekstrkleift að sækja fram arumhverfi, og fjölga spennandi gott aðgengi að atvinnutækifærum. erlendum mörkuðum, fjármagn á lágum Góð ávöxtun fjárvöxtum og stuðningur magns við rannsóknir og þróun eru allt mikilFyrst ber að nefna vægar forsendur fyrir stuðning við rannvöxt og viðgang fyrirsóknir og þróun. Þar tækja í tækni- , þjóngegnir Tækniþróunarustu og iðngreinum. sjóður lykilhlutverki. Fyrirtæki í þessum Nýlegt áhrifamat á geira mynda fjórðu starfsemi sjóðsins Magnús Orri Schram stoðina í útflutningi sýnir að sjóðurinn þingmaður Samfylkingarokkar og eiga mestu skilar umtalsverðum innar vaxtarmöguleikana árangri í uppbyggtil verðmætasköpunar ingu vaxtargreina fyrir hagkerfið. Mikilvægt er atvinnulífsins og við eflingu útað stjórnmálamenn átti sig á því flutningsstarfsemi. Í 63 prósent með hvaða hætti þeir geta best tilvika hafa styrkveitingar stutt við bakið á þessum fyrirsjóðsins leitt af sér frumgerðir af

GÆÐA MÁLNING 1.595

Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L

5.490

Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar

4.590

3.995

allir ljósir litir

Deka Gólfmálning grá 3 lítrar

3.795

Bakki, grind og 2 stk 12cm málningarrúllur

395 Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum

Mako pensill 50mm

205

ber gjöld. Góður árangur Tækniþróunarsjóðs sýnir vel hvaða áherslur ríkið á að leggja í uppbyggingu atvinnulífsins. Það á ekki að „búa til störf“ eins og sumir stjórnmálamenn hafa kallað eftir heldur á það skapa forsendur fyrir atvinnulífið til að skapa störfin á eigin forsendum. Með styrkingu efnilegra verkefna í gegnum samkeppnissjóði næst að hvetja til nýsköpunar á réttum forsendum með stofnun nýrra fyrirtækja og eflingu þeirra sem eldri eru. Þannig gengur ríkisvaldið fram til að skapa störf sem lifa af eftir að aðkomu ríkisins sleppir. Með þeim hætti nýtum við mikil tækifæri til alþjóðlegrar nýsköpunar sem getur skilað áhugaverðum og vel launuðum störfum. Þannig eflum við fyrirtæki sem horfa frekar til framtíðar en fortíðar, fyrirtæki sem eiga í raun ótakmarkað vaxtarmöguleika en byggja tilvist sína

Deka Spartl LH. 3lítrar

1.595

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

menntunina til nemitt aðal einkenni andans í stað þess fjarnáms/fjarað hann sæki hana kennslu er að inn í skólastofnun. nemendur og kennNemandinn getur arar hittast lítið sem nýtt sér vefmyndaekkert og vefurinn er vélar, spjallsvæði og nýttur við dreifingu á annan vél- og hugefni og til samskipta, búnað og þannig oftast í gegnum svotekið þátt í náminu kallað kennslukerfi/ án þess að fara námskerfi (learning að heiman. Hvort management system, fjarnám er dýrt eða LMS). Fjarnemendur Ásrún Matthíasdóttir ódýrt hefur verið þurfa að vera sjálfdeilt um, fjarnemar stæðir í vinnubrögðum lektor við Háskólann í Reykjavík slíta ekki skólastofog fjarkennarar þurfa um en þeir þurfa að vera óhræddir við þjónustu og oft sér útbúið efni. tæknina og fúsir til að nýta Fjarnám verður ekki gott nema nýjar leiðir í kennslu. Kostir fjarkennarinn sinni nemendum við fjarnám eru margskonar vel og getur því verið tímafrekog má nefna aukið aðgengi að ara fyrir kennarann að útbúa námi fyrir þá sem ekki eiga efni sérstaklega fyrir fjarþess kost að sækja hefðbundið kennslu og sinna nemendum nám vegna vinnu, heimilisaðaf alúð í gegnum vefinn heldur stæðna eða af öðrum ástæðum. en hitta þá saman stutta stund í Í grunninn er verið að færa

HeiLSáRS- og veTRARDeKK UMHveRFiSvæNNi KoSTUR FyRiR FÓLKSBÍLA og JeppA DæMi UM FRáBæR TiLBoÐ á FJÓRUM iNTeRSTATe HeiLSáRS- og veTRARDeKKJUM áSAMT UMFeLgUN veRÐ FRá

175/65 R14

45.900 kr.

195/65 R15

55.900 kr.

185/65 R14

49.900 kr.

205/55 R16

63.900 kr.

185/70 R14

49.900 kr.

245/75 R16

99.800 kr.

185/65 R15

51.900 kr.

225/45 R17

73.900 kr.

viÐ eigUM FLeSTAR STæRÐiR DeKKJA á HAgSTæÐU veRÐi. HAFÐU SAMBAND TiL AÐ Fá veRÐ Í DeKK FyRiR BÍLiNN ÞiNN.

568 2020 SÍMi

RAUÐHeLLU 11 HFJ

DUggUvogi 10 RvK

HJALLAHRAUNi 4 HFJ

AUSTURvegi 52 SeLFoSS

Mikilvægasta verkefnið

Þá geta stjórnmálamenn einnig unnið að bættu rekstrarumhverfi fyrir okkar efnilegustu fyrirtæki. Lykillinn að vexti fyrirtækja felst í stöðugu rekstrarumhverfi, opnun erlendra markaða og þolinmóðu ódýru fjármagni. Talsmenn fyrirtækja í tækni- , þjónustu og iðngreinum hafa þess vegna kallað eftir aðild að ESB og upptöku nýrrar myntar. Jafnaðarmenn eru eina stjórnmálaaflið sem tekur undir þessa beiðni. Hugverkaiðnaðurinn það er tækni- , þjónustu og tæknigreinar verða hryggjarstykkið í atvinnulífi framtíðarinnar. Vilji Íslendingar eiga fyrirtæki sem skapa áhugaverð og vel launuð störf, þá verða þeir að hlúa að þessum fyrirtækjum. Aðild að ESB er mikilvægasta verkefnið á þeirri leið.

Erum við að missa fjarnámið?

HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA

veRÐ FRá

ekki á umgengni um takmarkaðar auðlindir.

Mennta- og skólamál

E

Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter

DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar

vörum eða þjónustu. Í raun hafa fjárfestingar ríkisins í rannsóknir og þróun í gegnum sjóðinn skilað sér margfalt til baka. Greinarhöfundur kannaði sérstaklega stöðu tveggja fyrirtækja sem hafa fengið umtalsverðar styrkveitingar á undanförnum árum. Annað fyrirtækið hafði hlotið rúmlega 100 milljónir í styrki frá stofnun en skatttekjur ríkisins af starfsemi fyrirtækisins hafa frá stofnun numið um 400 milljónum, þar af á árinu 2011 um 100 milljónir króna. Fyrirtækið hefur þannig endurgreitt ríkinu stuðninginn ríflega þrisvar sinnum. Hitt fyrirtækið hefur fengið tæplega 100 milljónir í styrk en hefur á undanförnum árum greitt 200 milljónir í opinber gjöld vegna starfsemi sinnar. Bæði þessi fyrirtæki eru í örum vexti og því mun hið opinbera margfalda upphaflega fjárfestingu sína á næstu árum. Árlega greiða fyrirtækin upphaflegan styrk ríkisins í opin-

piTSTop.iS www

Interstate heilsárs- og vetrardekkin eru umhverfisvænni kostur. Munstrið inniheldur minna magn af mengandi olíum og uppfyllir evrópska staðla um efnisinnihald hágæða hjólbarða.

kennslustofu. Fjarnám hefur þróast hratt hér á landi og má nefna að frá 1997 - 2007 fór fjöldi fjarnema úr 307 í 2.702 í háskólum og í framhaldsskólum úr 232 í 3.350. Á þessu tímabili hefur safnast saman mikil reynsla bæði hjá kennurum og nemendum á því hvernig best er að standa að fjarnámi og margar spennandi útfærslur litið ljós sem kalla má blandað nám þar sem staðarnámi og fjarnámi er blandað saman. Í því sambandi má nefna framhaldsdeild Fjölbrautaskóli Snæfellinga á Patreksfirði. En hvað hefur gerst síðan 2007? Í framhaldsskólum voru fjarnemar 4.332 árið 2008 en fækkaði síðan í 3.008 árið 2010. Þessa fækkun er líklega hægt að rekja beint til þess að ríki og sveitafélög hafa dregið verulega úr framlögum til fjarnáms. Í háskólum voru skráðir 3.980 árið 2009 en sá fjöldi hrapaði niður í 2.493 árið 2010. Ekki hef ég neina beina skýringu á þessu mikla stökki á háskólastigi, varla hafa allir fjarnemarnir flutt af landi brott. Hugsanlega hafa háskólarnir dregið úr framboði eða áherslu á fjarnám. Skólar sem eru með fleiri nemendur en þeir fá greitt fyrir hafa ekki mikinn hvata til að fjölga nemendum með auknu námsframboði og fjölbreytileika í kennsluaðferðum. Þetta er ekki góð staða og öfugþróun við hraðar framfarir tækninnar sem sífellt býður upp á nýjar leiðir við nám og kennslu. Hér er greinilega ekki verið að koma til móts við ungt fólk sem telur tæknina vera eðlilegan hluta af lífinu, finnst tölvupóstur gamaldags og sér ekki ástæðu til að binda sig við stað og stund þegar það menntar sig. Brottfall er vandamál í íslenskum skólum og fjarnám er engin töfralausn, en samt hugsanleg lausn fyrir hluta af þeim sem finna ekki nám við hæfi og þurfa meiri sveigjanleika. Í mínum huga er það engin spurning að við eigum að efla fjarnám í landinu. Við þurfum að tryggja að það fólk sem byggir þetta land sé vel menntað, hver og einn skiptir miklu máli og við verðum að nýta fjölbreyttar aðferðir til að ná til sem flestra. Fjarnám er ein af þeim leiðum sem hefur nýst vel hingað til og ætti að gera það áfram.


viðhorf 39

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Svar vegna greinaskrifa

Um flóttamenn og afdrif þeirra

S

íðastliðinn fimmtudag birtist grein eftir Baldur Kristjánsson og Teit Atlason í Fréttatímanum undir yfirskriftinni Flóttamaður – Glæpamaður. Teitur Atlason birti einnig pistil á bloggi sínu á dv.is 19. nóvember síðastliðinn Kristín Völundardóttir þar sem lýst var eftir afdrifum tiltekinna forstjóri Útlendingahælisleitenda hérlend- stofnunar is. Fagna ber að slíkir þungavigtarmenn í bloggheimi og á vegum Þjóðkirkjunnar skuli sýna málefninu áhuga og er ekki vanþörf á að fram fari umræða um þessi málefni og í reynd önnur mál er varða innflytjendur á Íslandi. Í grein þeirra Baldurs og Teits er vikið að aðstæðum hælisleitenda í Reykjanesbæ og þær sagðar alræmdar, vísað er til þess að staðsetningin auki á einangrun, hafi verið valin vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll og þá er vísað til þess að maður sem þar dvaldi í sex ár hafi reynt að taka líf sitt. Innanríkisráðuneytið ákvarðar hvar vistun hælisleitenda er, en undirritaðri er ekki kunnugt hvað olli vali á staðsetningunni. Í umræðunni um þessi mál kemur oft fram að Reykjavík sé sá staður sem hælisleitendur eigi að búa á. Vert er að benda á að tæplega helmingur landsmanna býr utan höfuðborgarsvæðisins og býr því ekki í beinni nálægð við stjórnsýsluna eða menninguna í höfuðborginni. Þjónustu og menningu er þó að finna í öðrum landshlutum og Reykjanesbær hefur verið vel í stakk búinn að taka við hælisleitendum. Nálægðin við Reykjavík er ótvírætt kostur. Á það er bent að ef til breytinga kemur á vistuninni er þjónustan útboðsskyld og öll sveitarfélög geta tekið þátt í slíku útboði. Það er alls ekki sjálfgefið að Reykjavík yrði ofan á. Í Reykjanesbæ eru aðstæður góðar og starfsfólk félagsþjónustunnar sinnir hælisleitendum af fagmennsku og alúð. Öllum hælisleitendum er tryggt húsnæði, fæði, aðgangur að heilbrigðisþjónustu, sálfræðiaðstoð og afþreyingu. Þá fá barnafjölskyldur húsnæði við hæfi og börnum er tryggð skólaganga (leik-, grunn- eða framhaldsskóla). Hælisleitendur sem finna sér atvinnu geta fengið atvinnuleyfi og sjá sjálfir fyrir sér á meðan dvöl þeirra stendur. Enginn hefur dvalið á vegum Útlendingastofnunnar í sex ár í Reykjanesbæ. Hins vegar hafa einstaklingar sem

afstöðu íslenskra stjórnvalda í málum flóttamanna: ,,The computer says no“. Í bloggpistli Teits lýsir hann tilurð pistilsins þannig að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun og spurst sérstaklega fyrir um mál pars frá Írak. Lýsing hans á samtalinu er nokkuð raunsönn. Við hjá Útlendingastofnun erum bundin af ákvæðum laga um persónuvernd og ber að sýna þeim trúnað sem til okkar leita. Við gefum ekki upplýsingar um einstök mál til annarra en þeirra sem hafa fengið til þess

heimild (að lögum eða með umboði). Þegar í stofnunina hringir maður sem krefst upplýsinga um einstakling(a) án þess að hafa fyrrgreinda heimild og gefur jafnframt ekki upp ástæðu fyrir forvitni sinni þá hringja eðlilega viðvörunarbjöllur. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða fólk sem er að flýja aðstæður og heimkynni og vill af augljósum ástæðum ekki að gefið sé upp nokkuð um hagi þess án heimildar. Það er ánægjuefni að komast að því að tilgangurinn reyndist vera vilji til umræðu um

2011 árgerðir af bílum til kaups eða leigu á einstökum kjörum

Sparaðu allt að 2 milljónum með kaupum á AVIS bíl

VW Polo

Nýr bíll:

*Avis bíll:

Kaupauki: Þú sparar:

Nissan Qashqai

Diesel

2.580.000 kr. 2.060.000 kr. 150.000 kr. 670.000 kr.

sjálfskiptur

Nýr bíll:

Kaupauki:

5.440.000 kr. 4.340.000 kr. 200.000 kr.

Þú sparar:

1.300.000 kr.

*Avis bíll:

Komdu og skoðaðu úrvalið í Knarrarvogi 2 S. 591 4000 avisbilar.is * Avis bílar eru nýskráðir vorið 2011 og eknir rúmlega 20.000 km.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

málaflokkinn en það er mikilvægt að umræðan byggist ekki á sleggjudómum út frá einstökum málum heldur sé horft yfir heildarmyndina og hugað að réttindum allra hælisleitenda og flóttamanna. Vonandi halda þeir Teitur og Baldur áfram að ræða málefni hælisleitenda og innflytjenda, það er vissulega engin vanþörf á. En gæta þarf þess að umræðan sé upplýst og málefnaleg. Til þess mun Útlendingastofnun ljá atbeina sinn ef eftir því verður leitað.

Við gerum betur!

1,2 TDI

ENNEMM / SIA • NM48876

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

farið hafa með mál sín fyrir dómstóla dvalið á Íslandi í svo langan tíma. Það er umhugsunarefni hvort eðlilegt sé að löggjöfin bjóði upp á svo langan málsmeðferðartíma, en það er biðin sem reynist flestum hælisleitendum erfiðust, ekki staðsetning dvalarstaðar. Í greininni er staðhæft að köld lagahyggja einkenni

Kaupauki er í formi gjafakorts frá Íslandsbanka. verð nýrra bíla skv. verðupplýsingum frá bílaumboðum 10. nóv.

Fólksbílar, skutbílar, jepplingar og jeppar.

Kia Cee’d Wagon

5 dr LX 1,6

Nýr bíll:

*Avis bíll:

Kaupauki: Þú sparar:

Diesel, sjálfskiptur

3.797.000 kr. 3.097.000 kr. 150.000 kr. 850.000 kr.


40

viðhorf

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Kerrumenn í kæli

Á

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson

Teikning/Hari

jonas@ frettatiminn.is

Ábyrgð á heimilishaldi, innkaupum stórum og smáum og öllu sem slíku fylgir hefur í áranna rás fremur hvílt á mínum betri helmingi en mér. Þó reyni ég af fremsta megni af taka þátt, fara með í búðir og taka afstöðu þegar um er beðið. Stundum hef ég enga skoðun en fyrir kemur að ég beiti frestandi neitunarvaldi, humma hlutina fram af mér. Þetta þýðir auðvitað að meira er á konuna lagt en mig. Ég fer í humáttina þegar hún skoðar og semur. Sjaldgæft er að ég setji mig upp á móti ákvörðun hennar enda hefur hún ágætan smekk fyrir okkur bæði. Þess vegna er leitun að hlut á heimilinu sem ég hef valið eða haft frumkvæði að kaupum. Auðveldara er þó fyrir hana að eiga viðskiptin ef mér líst vel á þau – sem er, sem betur fer, yfirleitt raunin. Stundum vel ég að bíða úti í bíl meðan konan skreppur í verslun, ef mat mitt er það að ég hafi ekkert fram að færa. Þá finn ég mér það til afsökunar að þurfa að leggja betur eða megi ekki missa af fréttum í útvarpinu. Hún þarf því að ýmsu að hyggja og stundum að hafa hraðann á. Það hefur því komið fyrir að sú góða kona hefur verið nokkuð annars hugar þegar út úr búðinni er komið. Annað hvort man hún ekki hvar ég stoppaði eða veit það ekki, hafi ég lagt bílnum eftir að hún fór inn. Þótt hún sé af ættum frumkvöðla og athafnaskálda í reksti og þjónustu bifreiða er hún ekki að setja sérstaklega á sig smáatriði í útliti heimilisbíla okkar. Veit svona nokkurn veginn hvernig þeir líta út og hver litur þeirra er. Það hefur því komið fyrir, oftar en einu sinni, að hún hefur gert tilraun til að komast inn í svipaða bíla eða að minnsta kosti gengið að þeim áður en hún áttar sig á því að ekki er um bílinn okkar að ræða. Stöku sinnum hefur hún undið sér út og sest formálalaust í farþegasæti bíls, svipaðs útlits og okkar, og lítt skilið af hverju eiginmaðurinn rekur ekki í gírinn og ekur af stað – þar til hún lítur á viðkomandi ökumann og sér að það er alls ekki sá sem hún hét eilífðartryggð við altarið á sínum tíma. Hún hefur þá kvatt viðkomandi snarlega, mann sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, og fundið réttan kall og bíl í næsta eða þarnæsta stæði. Svipað á við í venjulegri matvöruverslun við helgarinnkaup. Þar lendir það

frekar á henni, eins og annað, að velja mat og það sem til heimilisrekstrar þarf. Ég er frekar í hlutverki kerrustjóra, ýti slíku hjólatóli á eftir henni svo hún geti lagt þar það sem valið er. Komi það fyrir að ég gleymi mér og fylgi ekki nægilega vel í fótspor konunnar, eða hverfi í annan hugarheim til að stytta Bónustímann, hendir það stöku sinnum að frúin raðar ómeðvitað vörunum í körfu hjá öðrum kalli sem ráfar á eftir annarri konu, viðlíka meðvitundarlítill. Það er ekki fyrr en kona þess manns áttar sig á því að tvær eru að fylla sömu körfu að gripið er til skyndiaðgerða, kallarnir vaktir af draum-

Upplýsingavefur um loftlínur og jarðstrengi VILTU 9. HVER A N VINNUR! VIN FJÖLDI ? AUKAVINNINGA MIÐA SENDU SMS SKEYTIÐ ESL JAJ Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FULLT AF VINNINGUM:

BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.

WWW.SENA.IS/JACKANDJILL

Staðreyndir um kosti og galla háspennuloftlína og jarðstrengja, stefnumótun erlendis og umfjöllun hér heima. Kynntu þér málið á www.landsnet.is/linurogstrengir


viðhorf 41

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Fært til bókar

Icesave á metsölulista „Hvað hefði Svavars-samningurinn haft í för með sér fyrir Íslendinga? Jú, íslenskir skattgreiðendur væru búnir að borga sem svaraði 110 milljónum króna fram til 1. október 2011. Sú upphæð er óháð endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans. Þetta er talan sem við hefðum ekki komist undan, hún væri orðin skilagrein í fjármálaráðuneytinu, óumflýjanleg staðreynd.“ Þetta er niðurstaða Sigurðar Más Jónssonar, blaðamanns og fyrrverandi

ritstjóra Viðskiptablaðsins, en út er komin bók eftir hann, Icesave-samningarnir, afleikur aldarinnar?

Svavarssamningarnir Í bókinni fer Sigurður Már yfir Icesavesamningana og lýsir vinnubrögðum og árangri samninganefnda Svavars Gestssonar og Lees Buchheit. Mestu púðri er eytt í hinn svokallaða Svavars-samning og væntanlega vísar undirtitill bókarinnar til niðurstöðu hans. Fram kemur að margir hafi undrast ráðningu Svavars Gestssonar

en hún var alfarið Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. „Vitað var,“ segir Sigurður Már í bók sinni, „að mikil óánægja var meðal fylgismanna Ingibjargar Sólrúnar með skipun Svavars, en á þeim tíma var Jóhanna [Sigurðardóttir] orðin hinn raunverulegi foringi flokksins og henni virtist standa á sama um Icesave-nefndina. Hún virðist hafa litið svo á frá upphafi að þetta væri mál Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.“ Fjarri lagi var, segir í bókinni, að einhugur hafi ríkt um Svavar innan VG.

Óvænt velgengni Bókarhöfundur veltir fyrir sér vali formanns samninganefndar Íslands sem atti kappi við þrautþjálfaða samningamenn

Breta og Hollendinga og segir: „En stærsta spurningin var vitaskuld: Hvers vegna Svavar Gestsson af öllum mönnum? Hvað hafði hann afrekað til að vera falið þetta afar vandasama verk?“ Eftir áralangt þras um Icesave og tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru margir komnir með upp í kok og máttu ekki heyra á hina umdeildu bankareikninga Landsbankans minnst. Það þurfti því nokkra bjartsýni til að ráðast í ritun og útgáfu bókarinnar. Það kemur Sigurði Má og útgefanda hans því væntanlega þægilega á óvart að bókin situr í fjórða sæti á aðallista Eymundssonar yfir söluhæstu bækurnar, rétt á eftir metsöluhöfundinum Arnaldi Indriðasyni og hinum geysivinsæla Gamlingja eftir Jonas Jonasson.

Jólarjómi

allra landsmanna

um sínum og skikki komið á innkaup tveggja óskyldra heimila. Því kom það vel á vondan í síðustu helgarinnkaupum að hlutverkin snerust við. Með í för var barnabarn og mín ágæta kona leyfði sér þann munað að aka með barnið í sérstakri innkaupakerru, spjalla við það og sýna því litskrúðugan jólavarning. Á meðan var mér falið að velja það sem þurfti. Ég gekk til þess verks með aðra kerru en nennti ekki að troðast með hana milli vöruganga í föstudagsös. Hjólatíkin beið því þegjandi og hljóðalaus þar sem ég hafði lagt henni með fyrsta hluta vörukaupanna. Svo var hins vegar ekki með handhafa kerru sem ég tók að hlaða í vörum, hugsunarlaust með öllu, í kæli verslunarinnar. Sá maður var hvorki þegjandi né hljóðlaus en spurði, í fyllstu kurteisi þó, hvort ég kannaðist við flatkökupakka, rasp, frosin fiskflök, kindakæfu, gulrófur og tvo sláturbelgi sem í kerrunni hvíldu. Ég viðurkenndi að svo væri ekki. „Það kemur mér ekki alveg á óvart,“ sagði maðurinn, „þetta er nefnilega kerran mín.“ Hann sneri sér síðan að nálægri konu sem ég gerði ráð fyrir að væri eiginkona hans, kona sem hann hefði fylgt af trúmennsku og æðruleysi gegnum lífið og í ótal verslunarferðum. Áður en hann næði að bera sig upp við hana ákvað ég að safna hið bráðasta vörunum sem ég hafði sett í kerru hans og forða mér. Skammt undan sá ég nefnilega konu mína með sína kerru og sitt barnabarn og vildi komast í öruggt skjól. Þó gat ég ekki annað en spurt manninn, úr því sem komið var, hvort hann teldi að ég væri að elta rétta konu í versluninni. Um leið benti ég á eiginkonu mína. Kerrumaðurinn leit af sinni konu á mína og kvað upp sinn dóm: „Jú, þú gerðir kannski rétt í að víkja ekki mikið frá henni. Hún virðist að minnsta kosti vita hvað hún er að gera.“

Í flestu sem viðkemur jólahaldinu er best að halda í hefðirnar og þar er MS rjóminn hvergi undanskilinn. MS rjóminn er þessi gamli góði sem er samt alltaf ferskur. Hann myndi endast á milli jóla og nýárs – ef hann væri ekki svona góður.


42

bækur

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Ljóðaljóð

Dagbækur og sögur eftir Jóhann Magnús Nýjar útgáfur á fyrsta hluta sögunnar um Eirík Hansson og dagbókum frá 1902 til 1918 eftir Jóhann Magnús skreyta tilvitnanir í þá Gyrði Elíasson og Halldór Laxness. Fyrsta bindi dagbóka hans, Dagbók vesturfara, er að koma út í fyrsta sinn en sagan af Eiríki í það fjórða. Jóhann er merkilegt skáld þótt sögur hans hafi yfir sér sterkan afþreyingarblæ, eru skrifaðar af fjöri enda hugsaðar sumar sem framhaldssögur. Sökum þess að hann starfaði alla sína skáldævi vestanhafs er hann utangarðs í bókmenntasögunni, ekki metinn að réttu, hvorki á eigin forsendum, né miðað við lestur og vinsældir og ekki heldur sem áhrifavaldur. Það er Lestu. is sem ræðst í að gefa verk hans út á ný en fyrir dagbókinni er formáli Gyrðis, sóttur í Leslampasafn hans en Baldur Hafstað fylgir Eiríki úr garði. Sögur Jóhanns hafa verið aðgengilegar á vef Lestu.is og nú er Eiríkur kominn á rafbók að auki. -pbb

 Bók adómur Valeyr arvalsinn

Listaverkabækur á góðum kjörum

Eymundsson seldi ljóðabækur með afslætti á degi íslenskrar tungu í vikunni. Mest selda bókin þann dag var Það sem ég hefði átt að segja eftir Ingunni Snædal.

Útgáfur Listasafns Reykjavíkur eru á boðstólum nú um helgina í safnahúsum þess: Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni. Flestar eru bækurnar gefnar út í litlum upplögum og margar elstu útgáfur safnsins eru orðnar sárasjaldgæfar sökum þess að upplög margra þeirra voru geymd í húsnæði sem skemmdist mikið í bruna og eyddust því upplögin í vatni og hita. Útgáfur safnsins, eins og annarra safna, eru merkilegar vörður í íslenskri og erlendri myndlistarsögu og ættu áhugasamir því að líta á úrvalið og finna hvað vantar í safnið af slíkum bókum. Eins duga þær prýðilega til gjafa. -pbb

 Bók adómur Trúir þú á töfr a? eftir Vigdísi Grímsdóttur

Guðmundur Andri Thorsson. Ljósmynd/JPV

 Guðmundur Andri Thorsson Valeyrarvalsinn JPV útgáfa, 165 s. 2011.

Sagnasveigur Guðmundar Andra um þorpið Valeyri og nokkra íbúa þess byggir á formi sem er alþekkt þótt íslenskir höfundar hafi fáir lagt það fyrir sig með jafn yfirlýstum hætti og Andri gerir. Raunar minnist ég bara ljóðasveigs Gunnars Gunnarssonar, en vera kann að fleiri hafi lagt sig eftir þessari gerð sagna sem oft er haldið saman af formi, anda og staðsetningu í tíma og rúmi. Saltkorn í mold eftir Guðmund Böðvarsson kemur upp í hugann, Hvítársíðusögur Böðvars bera þennan svip. Hér er margsinnis minnt á að sama andartakið, tvær mínútur, er núllstundin í mörgum ef ekki öllum sögunum þótt þaðan breiðist frásögn jafnan yfir stærra svið, tekur jafnvel til heillar æfi, atburða liðins tíma. Andri rammar sögurnar sem eru fjórtán saman með inngangi og eftirmáli, nánast eins og hann sé að leika sér líka með hringleikinn – rondó – ormurinn bíti í hala sinn. Tónlist er reyndar mikilvægur þáttur í safninu, tónlist af öllu tagi, enda að hefjast kórtónleikar í þorpinu. Hér hljóma margar raddir og er á líður sveiginn skýrast sumar sögurnar, skarast, bæta í og birta annað sjónarhorn. Það er mildi sem ríkir yfir sveignum öllum, sögumaðurinn, söguandinn, lítur af umburðarlyndi og væntumþykju yfir sinn söfnuð, breyskar sálir og brotnar. Örlögin eru ekki aðeins ráðin af gervileika, göllum, heldur líka af hendingunni, hikinu, þegar ævin fer hjá garði. Persónugerðirnar, svo margbreytilegar sem þær eru, ná ekki að verða, standa undir eigin væntingum og tapa þannig ævinni, gæfan gengur þeim úr greipum. Þannig er yfir safninu öllu ljúfsár en brosmildur svipur sem liggur ekki aðeins í afstöðu sögumannsins heldur í stílnum sem er ljúfur og lýriskur, stundum fullfegraður en sú er afstaðan, jafnvel aðeins rómantískur. Bent hefur verið á að hér komi saman þræðir úr eldri verkum höfundar, ekki er ég svo þaullesinn í Andrafræðum að ég geti um það dæmt en ljóst er þó að hér fer höfundur sem ann viðfangsefni sínu, daglegru spani hversdagsfólks sem lætur lítið yfir sér, stendur ekki í stórræðum, guðsbörnum sem skapari þeirra meðhöndlar af skilningi og hlýju þó brestir séu lagðir fyrir okkur og skýrðir svo við skiljum þessi systkin okkar í þorpinu. -pbb

Áramótaferð Útivistar í Bása

Ljósmynd/JPV

Söknuður þorpsins

Vigdís Grímsdóttir Lætur sögumanninn Nínu tala til manns með ólíkindalátum og dregur lesandann á tálar, villir og stillir.

Engin teiknimynd Nýja bókin hennar Vigdísar er afskaplega fallega stílað verk. Þetta er ljóðsaga, frekar en skáldsaga.

30. desember – 2. Janúar  Trúir þú á töfra?

Skráning á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000

Vigdís Grímsdóttir JPV, 260 s. 2011.

L

jóðið hefur skriðið inn í skáldsagnaheim Vigdísar Grímsdóttur áður og gert sig þar heimankomið, ýtt ýmsum settum reglum skáldsögunnar til hliðar og lagt undir sig söguheiminn, breytt lögmálum, skapað ný. Nýja sagan hennar, Trúir þú á töfra?, er ljóðabálki líkust af öllum hennar sögum og er þó mörgu til að jafna. Ljóðsaga, frekar en skáldsaga. Hún er afskaplega fallega stílað verk og margbrotið í smágervu flúri; þótt málið á textanum virðist einfalt og auðskilið er merking víða flókin, einkum sökum þess að sögumaðurinn, Nína, sem er nefnd eftir skáldkonunni Nínu Björk, tólf ára stelpukorn, er ekki öll þar sem hún er séð. Nína býr hjá stjúpa sínum og stjúpu, hann lifir með glæp sínum, er verkfræðingur og hefur skipulagt þorpið þar sem þau búa ásamt fleira fólki sem þangað var flutt nauðugt og verður nú að lifa og starfa eftir settum reglum. Umhverfis þorpið er múrinn og yfir dalnum er kúpullinn. Verðirnir tólf standa vörð milli þess sem þeir heimsækja hórurnar. Nína fer um allan þennan heim og kemst meira að segja niður í kjallarann undir bókasafninu og rekst þar á ýmsa texta. Verkið býr þannig yfir framtíðarsýn sem er mörkuð ógn og harðstjórn, þorpsbúar ráða ekki högum sínum og hugsunin er ekki frjáls þótt margir komi í leyni hugsunum sínum á blað. Skrif þeirra og textar annarra skálda eru svo á dreif um söguna, hún er uppfull af vísunum, hver kafli er með inngangstexta sem greinir

frá efni komandi kafla og tilgangi. Svo talar sögumaðurinn Nína til manns með ólíkindalátum og dregur lesandann á tálar, villir og stillir. Eins og löngum eru mikil málverk í texta Vigdísar, skærir hreinir litir í uppstillingum sem skáldkonan leggur inn í myndina, náttúran fjarri en skynjunin er ofurnæm og henni ánetjast blessaður lesandinn og veit víða ekki hvaðan á sig standa veður, það er bál og sól í bland við myrkur og þoku sem er þó ekkert á við Þokuna sem einu sinni lagðist yfir allt. Við erum á kunnuglegum slóðum og vitum ekki vel hvað á að halda, hvert skal að halda. Og þá er bara að halla sér aftur og bíta söguna í sig, bita fyrir bita og láta þá liggja sér á tungu langa stund og finna af þeim bragðið, beiskt og sætt, grænt og rautt, gefa sig á hönd galdrakonunni með kettina sína vitandi að hún skilar okkur við sögulok, bak við spjald og í kápunni, heilum eftir þessa merkingarríku ferð um þorpið og sögu þess, svei mér ef hún býður okkur ekki í aðra ferð með dularfullu en heillandi brosi. Og hver ferð er sú besta til þessa.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


EINTAK Í NÆSTU VERSLUN

HLUSTAÐU Á HLJÓÐBÓKINA

og gerðu eitthvað annað á meðan!

Vala Þórsdóttir leikkona les

Örn Árnason leikari les

Thor Vilhjálmsson þýð. les

Steinn Ármann leikari les

Solveig Lára höfundur les

Friðrik Friðriksson leikari les

Kristján Franklín leikari les

Óttar Sveinsson höf. les

Hugo Þórisson höfundur les

Valdimar Flygenring leikari

Hjalti Rögnvaldsson leikari

Kristján Franklín leikari les

Bergsveinn Birgisson höf. les

Ólafía Hrönn leikkona les

Auður A. Ólafsdóttir höf. les

Hjálmar Hjálmarsson leikari

Kristján Franklín leikari les

OPNUM NÝJA HEIMASÍÐU Í DAG MEÐ ALLAR OKKAR HLJÓÐBÆKUR Á CD-DISKUM, MP3 DISKI OG NIÐURHALI

Helga Braga leikkona les

KOMDU Í HLJÓÐBÓKAKLÚBBINN OG FÁÐU MÁNÐARLEGT KLÚBBTILBOÐ – ERUM Á FACEBOOK

hljóðbók.is GÓÐ HLJÓÐBÓK TALAR SÍNU MÁLI

Hljóðbók.is, elsta- og stærsta hljóðbókaútgáfa landsins, Ármúla 7b, 108 Reykjavík, sími 534-1100, facebook.com/hljodbokaklubbur og www.hljodbok.is


44

heimurinn

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Hvíta-Rússland Rússland Litháen

Minsk

Hvíta-Rússland

Ukraína

 Harðstjórinn Alexander Luk ashenko

Einvaldurinn í Minsk

Alexander Lukashenko Var á sínum tíma sá eini á hvítrússneska sambandsþinginu sem greiddi atkvæði gegn því að leysa upp Sovétríkin.

Deilt og drottnað

Lettland

Pólland

Hvíta-Rússland er landlukt tíu milljóna manna ríki í AusturEvrópu. Liggur að Úkraínu, Póllandi, Litháen og Rússlandi. Flestir íbúanna eru upprunalega frá því landsvæði en Joseph Stalín flutti þangað marga Rússa sem mynduðu eins konar yfirstétt – þeir teljast nú 20 prósent landsmanna. Þjóðirnar eru nátengdar og tungumálin samstofna. Bæði tungumálin eru opinberlega viðurkennd en flestir tala rússnesku. Líkt og í nágrannaríkinu er rétttrúnaðarkirkjan ráðandi í Hvíta-Rússlandi. -eb

Alexander Grigoryevick Lukashenko er fæddur árið 1954 í landnemabænum Kypos þar sem hann ólst upp hjá móður sinni. Honum var strítt mjög í skóla fyrir föðurleysið. Hann nam bæði við uppeldisfræði- og landbúnaðarstofunun Hvíta Rússlands. Lukashenko varð landamæravörður og þjónaði í sovéska hernum áður en hann hóf störf á samyrkjubúi, þar sem hann vann sig upp í að verða varastjórnarformaður og svo forstjóri. Árið 1990 var hann kjörinn á ráðstjórnarþingið í Minsk. Og reyndist svo sá eini á hvítrússneska sambandsþinginu sem greiddi atkvæði gegn því að leysa upp Sovétríkin. Lukashenko gaf sig út fyrir að berjast gegn spillingu og var árið 1993 valinn til að leiða þingnefnd sem vann að því marki. Sjónir beindust fljótt að þingforsetanum, Stanislay Shushkevich, sem hraktist svo frá völdum fyrir að misfara með opinbert fé þótt lítið færi fyrir sönnunum. Sagt er að Lukashenko hafi með ásökunum viljað ryðja brautina. Hann stillti sér svo upp sem manni fólksins gegn kerfinu. Sagðist berjast fyrir alþýðuna. Gegn mafíunni. Í forsetakosningunum 1994 varð hann hlutskarpastur sex frambjóðenda. Síðan hafa nánast öll völd sópast undir forsetaembættið og takmarkanir á embættistíð verið afnumdar úr stjórnarsrká. Þingið er afar veikt en langflestir þingmanna eru utan stjórnmálaflokka sem auðveldar einvaldinum að fara sínu fram. Hann ræður hernum, lögreglu og ríkisreknum fjölmiðlum. Andófsmenn hafa í stórum stíl verið fangelsaðir án dóms og laga eða fyrir upp lognar sakir. Samandregið má segja að þó svo að finna megi vott af lýðræðisháttum á yfirborðinu þá liggi þræðir valdsins nánast allir á hendi forsetans. Hann hefur auk þess verið gagnrýndur fyrir ýmsar undarlegar yfirlýsingar. Til að mynda fyrir að lýsa aðdáun á Adolfi Hitler og fyrir grímulaust gyðingahatur. Lukashenko er tveggja sona faðir, giftur æskuástinni sinni, Galínu Zhelenerovich. Hún er þó sögð hafa yfirgefið hann fyrir langalöngu. -eb

 Hvíta Rússland Síðasta alr æðisríki Evrópu

Lítt hrín á harðræðinu Í miðri Evrópu húkir hálfpartinn í felum alræðisríkið Hvíta Rússland sem Alexander Lukashenko stýrir með harðri hendi. Logar fjármálakrepnnurnar eru nú farnir að svíða svo einkavæðing ráðstjórnarlegs ríkisrekstrar vofir yfir.

Náið vinfengi Fyrir réttri viku fundaði forseti Rússlands, Dmitry Medvedev (fyrir miðju), með kollegum sínum Alexander Lukashenko (til vinstri) frá Hvíta-Rússlandi og Nursultan Nazarbayev frá Kasakstan í Kreml. Sammerkt með löndunum er að lýðræði þykir þar ekki til fyrirmyndar. Ljósmyndir/Nordicphotos Getty-Images.

HÁSKÓLINN Á BIFRÖST

Velkomin á Bifröst

Nýir tímar í fallegu umhverfi

www.bifrost.is

Á stuttu bili milli stríða lýstu Hvít-Rússar yfir sjálfstæði. Fram að því hafði landið ýmist heyrt undir litháísk, pólsk-litháísk og rússnesk heimsveldi. Hvíta-Rússland varð svo stofnaðili að Sovétríkjunum árið 1922. Landsvæðinu hefur margsinnis verið skipt upp í átökum og deilt á milli aðskiljanlegustu ríkja og ríkjabandalaga. Landið varð illa úti í seinni heimstyrjöldinni. Þriðjungur íbúanna féll, helmingur auðlinda þess glataðist og höfuðborgin Minsk var svo gott sem jöfnuð við jörðu. Ríkið var endurreist innan Sovétríkjanna og varð árið 1945 aðili að Sameinuðu þjóðunum ásamt Úrkaínu. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 var Hvíta-Rússland iðnæddasta ríki þess. Og það ríkasta. Nú er landið sárafátækt. Efnahagslífið byggir að mestu á landbúnaði og grófri iðnaðarframleiðslu. Enn bundið í hefðbundnu ráðstjórnarfyrirkomulagi. Meginhluti alls reksturs er í ríkiseigu. Hvít-Rússar eru háðir mörkuðum í Rússlandi þangað sem þeir sækja hrávörur á borð við olíu, kartöflur og kjöt en bjóða á móti þungavélar á borð við traktora og þess háttar tæki. -eb

Við fyrstu sýn virðist sem HvítaRússland standi í sínu einangraða alræði utan skarkala fjármálakrísunnar. Svo er þó ekki þegar nánar er að gáð.

Á

meðan að ríkisstjórnir um alla Evrópu falla eins og flugur í fjármálakreppunni er sem ekkert hríni á harðstjórninni í Hvíta-Rússlandi. Síðasta harðstjórnarríkinu í Evrópu eins og þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkanna, Condoleezza Rice, lýsti því. Á sama tíma og bylgja lýðræðisbyltingar rís út um Mið-Austurlönd og feykir hverjum harðstjóranum á fætur öðrum frá völdum situr einræðisherrann í Minsk, Alexander Lukashenko, enn á stóli sínum. Hvíta-Rússland er æði sérkennilegt ríki. Samt er það sjaldan í fréttum. Að sumu leyti er eins og að landið hafi hreinlega gleymst í kalda stríðinu – áður en að lýðræðisumbætur breiddust um Austur-Evrópu og gerbreytti pólitísku landslagi álfunnar.

Falið land

Í hjarta Evrópu húkir hálfpartinn í felum þetta forneskjulega ríki sem hvorki virðir lýðræðislegar leikreglur, mannréttindi né alþjóðalög. Alexander Lukashenko viðurkennir fúslega að hann hafi einræðislegan stjórnunarstíl. En flestir vestrænir eftirlitsaðilar og fræðimenn lýsa því hins vegar svo að Hvíta-Rússland sé klárt og kvitt alræðisríki. Á þeim forsendum hefur Evrópuráðið til að mynda hafnað aðild þess allt frá árinu 1997. Alþjóðlegar eftirlitssveitir á borð við ÖSE hafa lýst þremur forsetakosningum sem Lukashenko hefur boðað til, stundum nánast af eigin geðþótta, sem ófrjálsum. Í kosninum 2006 og 2010 fékk hann yfir 80 prósent atkvæða. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Andrei Sannikov, fékk undir 3 prósent atkvæða. Á kjördag 2010 börðu hermenn tvo mótframbjóðendur Lukashenkos. Hernum var svo sigað á þá 10.000 manns sem voguðu sér að mótmæla kosningasvindli á stórkarlalegu torgi í Minsk í kjölfarið.

og endalok kalda stríðsins stukku ríki Austur-Evrópu sem lengst undan hrammi rússneska bjarnarins. Ráðamenn í HvítaRússlandi kappkostuðu hins vegar að viðhalda sem allra nánustum tengslum við Moskvuvaldið. Hvíta-Rússland varð nánasta samstarfsríki rússa í Samveldi sjálfstæðra ríkja, samráðsbandalagi fyrrum Sovétlýðvelda. Rússneski minnihlutinn í Hvíta-Rússlandi hefur komið sér vel fyrir á liðnum árum. Og vafist inn í stjórnkerfið. Nýleg rannsókn sýnir að fólk með tengsl við Rússland myndar nú eiginlega elítu landsins. Til að mynda hafi flestir ráðherrarnir í stjórn Lukashenko afar náin tengsl við Rússland. Á árunum 1996 til 1999 gerðu löndin með sér fjölda samninga sem tengdu þau nánum böndum og lagði meðal annars grunn að myntbandalagi, jöfnum búseturétti og sameiginlegri utanríkis- og varnarstefnu. Innleiðing hefur þó dregist því þrátt fyrir fróm áform hefur Lukashenko reynst tregur til að láta völd af hendi. Eigi að síður hefur hann ítrekað lagt til að stofnað verði eiginlegt sambandsríki Rússlands og Hvíta-Rússlands – helst undir forystu Vladimir Pútins eins og hann lagði síðast til árið 2008. Nokkurt flot hefur þó verið á þeim hugmyndum. Árið 1999 bauð hann til að mynda Slobodan Milosevic að Júgóslavía gæti fengið aðild að sambandsríkinu.

Einkavæðing í kjölfar fjármálakreppu Yfirstandandi fjármálakrísa sannar að efnahagur ríkja er samofinn. Fall fjármálafyrirtækis í einu landi getur leitt greiðslufall yfir jafnvel allt annað ríki. Við sjáum fréttir um slíkt á hverjum degi. Við fyrstu sýn virðist sem Hvíta-Rússland standi í sínu einangraða alræði utan skarkala fjármálakrísunnar. Svo er þó ekki þegar nánar er að gáð. Auk efnahagslegrar samtvinnunar við Rússland er Hvíta-Rússland einnig háð mörkuðum í öðrum löndum, svo sem í Evrópu. Hvorki er nú lengur til gullvaraforði né erlendur gjaldeyrir í galtómum ríkiskassanum í Minsk. Sífellt örðugra reynist að útvega aðföng frá útlöndum til að knýja framleiðsluna heima fyrir. Svo nú stendur ráðstjórnarleg ríkisstjórnin frammi fyrir því að þurfa annað hvort að einkavæða opinber fyrirtæki eða þá að eiga ekki lengur fyrir útgjöldum. Það eykur svo á vandann að lokast hefur fyrir erlenda aðstoð, svo sem frá AGS sem hafnað hefur frekari fyrirgreiðslu.

heimurinn

Vinfengi við Rússland

Nánast með trega lýsti Hvíta-Rússland yfir sjálfstæði við sundurliðun Sovétríkjanna árið 1991. Við fall Berlínarmúrsins

dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu­ maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is


Í góðum félagsskap Hjá Eik finnur þú hentugt húsnæði

Skemmtistaðurinn Bakkus er í húsnæði hjá Eik fasteignafélagi sem sérhæfir sig í rekstrarleigu atvinnuhúsnæðis. Við bjóðum m.a. húsnæði sem hentar vel til góðra vina funda. Einnig er í boði húsnæði fyrir verkstæði, verslanir, lagerhald, skrifstofur og margt fleira. Ef þú ert að efla starfsemina, flytja, stækka, endurskipuleggja eða hefja rekstur er Eik með rétta kostinn fyrir þig.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 590 2200 eða utleiga@eik.is.


46 

matur og drykkur

Helgin 25.-27. nóvember 2011

ostakonfekt

LEIKHÚSMATSEÐILL Forréttur

Laxatvenna – reyktur og grafinn lax

Aðalréttir Bleikja & humar með hollandaise sósu Brasserað fennell, kartöflustappa og ostrusveppir eða...

Grillað Lambafille

Með rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu

Jólaostabakki með ítölskum Gorgonzola, Appenzeller frá Sviss, og franskur Brie Maxim. Bakki sem er kjörinn til að bera fram eftir kvöldmat, þegar líður á aðfangadagskvöld eða gamlárskvöld.

Leyfum bragðinu að byggjast upp

Eftirréttur Jack Daniel’s súkkulaðikaka

Djúpsteiktur ís og súkkulaðihjúpuð jarðarber

Þriggja rétta máltíð á

4.900 kr.

Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is

Eldhúsdagatalið 2012 Fallegt og fræðandi! Með myndum og nöfnum á yfir 200 ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum, baunum, hnetum og berjum – bæði vel þekktum og framandi. Skemmtilegt að skoða fyrir unga sem aldna. Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is

Um jólin tekur fólk á móti gestum og gangandi, hefur prýtt híbýli sín og vill bjóða upp á eitthvað gott. Ef ostar verða fyrir valinu, hefur Eirný Sigurðardóttir í Búrinu ráð undir rifi hverju.

J

ólakonfektið þarf ekki að vera úr súkkulaði eins og Eirný Sigurðardóttir hjá Búrinu í Nóatúni sýnir og sannar þar sem hún er með stútfulla verslun af ostakonfekti, eins og hún kallar alla þá sérpöntuðu osta sem Búrið hefur að geyma. „Sennilega hef ég aldrei haft jafnmikið af sérpöntuðum ostum í versluninni og núna þessi jól,“ segir Eirný. Víkur þá talinu að hlutverki osta í jólahefðinni. „Það er ákveðnir ostar sem haldast í hendur við jólahefðina í mismunandi löndum, eins og til dæmis Stillton í Englandi og hefur hann nánast verið órjúfanlegur þáttur af minni jólahefð. Þó er aldrei að vita nema mig langi í eitthvað allt annað í ár.“ En hvað skal hafa á borðum? „Á þessum árstíma erum við með opið hús, við erum búin að prýða heimili okkar og gjarnan er gestkvæmt og við viljum geta boðið upp á eitthvað gott. Hefðbundið er að hafa smákökur og flatkökur á borðum, en osturinn á einnig vel við. Þá er hægt að velja góðan ostbita og láta hann standa undir fallegum kúpli og þar getur hann verið allan daginn. Með honum er tilvalið að hafa góðar hnetur og jafnvel þurrkaða ávexti. En hneturnar henta sérstaklega vel með ostunum því þær ýta undir þann hnetukeim sem finnst í ostinum,“ segir Eirný og viðurkennir að sjálf sé hún mikil hnetukerling og finnist þær eiga sérstaklega vel við á jólunum. „Ég elska hnetur með ostinum, og ef maður er kunnugur hnetunum sínum nær maður rétta hnetutóninum fram.“

Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun.

Hvaða ostar eiga vel við á jólunum? „Vetrarostarnir eru bragðmiklir með ákveðið bragð sem kallast á við þann mat sem við erum að borða á þessum árstíma. Reyktir ostar tóna vel við reykta kjötið og gráðostarnir eru góðir í sósuna með rjúpunni. Rjómakenndu brie-ostarnir týnast hinsvegar örlítið með öllum þessum bragðsterka mat, þó brie sé að sjálfsögðu alltaf góður. Svo er geitaosturinn skemmtilegur kostur og nú þegar fólk er að gera hlutina sjálft og jafnvel reykja sitt eigið kjöt er hann kjörinn inn í rúllur af heimareyktu kjöti.“ Annars segir Eirný að fólk þurfi að hugsa aðeins hvert tilefnið sé. Á osturinn að standa á borði fyrir gesti og gangandi eða standa á jólahlaðborðið með hangikjötinu? „Við hér í Búrinu tökum vel á móti fólki og ráðleggjum því hvaða ostar eiga við hverju sinni.“ Jólaostarnir streyma nú að og Búrið er að fyllast af góðgæti. Þann 10. desember ætlar Eirný svo að láta gamlan draum rætast og halda jólamarkað. Hann verður haldinn hér í Nótatúni milli klukkan 12 og 16 á Terra madre deginum í samstarfi við Beint frá býli og Slowfood.“ Þar verður heilmikið af góðgæti á borðum, nautakjöt, ostar, hrökkkex og ýmislegt fleira.“ En er ekki hætt við að borða yfir sig af öllu þessu góðgæti? „Maður á ekki að borða of mikið. Nautnin er fólgin í því að fá sér einn lítinn mola og leyfa bragðinu að byggjast upp,“ segir Eirný.

Vetrarostarnir eru bragðmiklir með ákveðið bragð sem kallast á við þann mat sem við erum að borða á þessum árstíma.“


matur og drykkur 47

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Belgískur Leppalúði Leppalúði er nýr jólabjór á íslenskum markaði þó hann hafi verið bruggaður í 39 ár. Þetta er innfluttur belgískur bjór og fæst einungis í 750 ml flöskum með korktappa sem gerir hann skemmtilega há­ tíðlegan. Bjórinn er sérhæfður og í góðum og klassískum belgískum stíl. Bragðið er kryddað og margslungið og hann minnir á jólaglögg og piparkökur. Vissara er að drekka hann ekki of kaldan til að njóta bragðsins til fullnustu.

 Rauðvín

3 góð rauðvín með lambinu hennar ömmu

Í gamla daga tíðkuðust blómleg vöruskipti á milli Íslendinga og Spánverja. Spánn fékk saltaðan þorsk í þjóðarrétt sinn Bacalao og bjórlausir Íslendingar fengu á móti rauðvín og rósavín sem voru svo gjarnan drukkin með sunnudagssteikinni. Hægeldað lamb upp á gamla mátann með brúnni sósu er mildur og góður réttur sem kallar á vín með góðri sýru og mildum tannínum. Hér eru 2 spænsk vín og eitt frá Bandaríkjunum sem steinliggja með sunnudags­ lambinu.

Torres Ibericos

Crianza

Crianza

Verð: 1999 krónur

kr 2239

Merlot

Mjög góður ávöxtur og frískandi, kirsuber og smá lakkrís, mild tannín, í alla staði afbragðs vín og vel gert. Beronia er klassískur framleiðandi frá Spáni sem hefur vakið eftirtekt fyrir góðan árangur á síðustu árum. Þetta vín er blanda af þrúgunum Tempranillo, Garnacha og Mazuelo.

Virkar létt miðað við styrkleika, skemmtileg fylling og þurrkaður ávöxtur, smá kryddbragð. Gott jafnvægi sýru og tannína. Torres er mörgum kunnur en þetta er fyrsta vínið frá þeim sem er eingöngu úr tempranillo þrúgunni.

Verð: 2597 krónur

Stórlaxar

höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

Sjö fræknir veiðim

Sj fræknSirjöve fræknir veið

STÓRLAXARNIR eru Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari Ragnheiður Thorsteinsson, dagskrárgerðarmaður RUV Björn Kristinn Rúnarsson, verslunar­ og leiðsögumaður Njörður P. Njarðvík, prófessor og rithöfundur Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Árni Baldursson, framkvæmdastjóri Í bókinni eru 48 litsíður þar sem gefur að líta myndir af öllum stórlöxunum í sínu náttúrulega umhverfi, ef svo má að orði komast.

Sjö fræknir veiðime

Sjö fræknir vei

Sjö Sjö Þór Jónsson fræ kn ir veiðim ir veið frækn Gunnar Bender

sína. stór saman hestaöllum Hér ber v að orði ko Afraksturinn er afar fo enn ­ro Höfunda Afraksturinn er afar forvitnileg og stórskemmtileg bók fyrir alla veiðim ST þei daRveiðiáhu lenXA mæLA errra viðÓR viðek talg fyrir alla veiðimenn ­ og hina líka. Til dæmis hafa sumirein XAR ir, STÓRLA ynd sta báðir litm klin ðar garhafa segja veisð Magna ngar bókhe anu fyri ga saman kleeinstakli rgir viðmælenda þeirra ekki fyrr veitt viðtöl um veiðiáhuga sinn. staMa þeirrra sérm. erin og kemur anum. það möMargir rgum Magnaðar litmyndir, sumar úr einkasöfnum, aðrar teknar kemur og þeiHé ði.lþað rrar ber í veimá aðaláh Afrakstu veluga utri aðaláh þeirra fyrir alla v sérstaklega fyrir bókina, gera hana enn glæsilegri en ella.

Stórlaxa

Hér ber vel í veiði.

Þór Jónsson / G

kostur.

STÓRLAXAR er viðtalsbók þar sem sjö landsþekktir einstaklingar segja veiðisögur og ræða um lífið á árbakk­ anum. Margir þeirra eru þekktir fyrir allt annað en laxveiði og kemur það mörgum vafalaust á óvart að stangveiði sé þeirra aðaláhugamál utan vinnu.

saman hesta sína.

Stórlaxar

Fréttatímanum er dreift á heimili á

Flott vín úr merlotþrúgunni. Mjög gott jafnvægi og fínn ávöxtur, kirsuber, fínlega kryddað og mjúk tannín. Góður framleiðandi í Washington fylki í Bandaríkjunum sem hefur sannað sig síðustu ár.

Skemmtileg viðtalsbók þar sem 7 landsþekktir einstaklingar segja veiðisögur og ræða um lífið á árbakkanum.

Sjö fræknir veiðimenn

9 789979 653097

Columbia Crest Grand Estates

STÓRLAXAR er viðtal einstaklingar segja veið anum. Margir þeirra er STÓRLAXAR er viðtalsbók þar sem sjö landsþekktir og kemur það mörgum þeirra aðaláhugamál ut Þórog Jónsson einstaklingar segja veiðisögur ræða um lífið á árbakk­ STÓRL eins STÓRLAXARNIR Gunnar Bender erutak anum. Margir þeirra eru þekktir fyrir allt annað en laxveiði anum Kristinn Sigm son, ó R. eM LAXA STÓRunds og kem og kemur það mörgum vafalaust á óvart að stangveiðiRag sénheiður Thor stein garsss klin einsta þeirr aa Björn Kristinnm.Rún rgiroþ anu Maarss þeirra aðaláhugamál utan vinnu. Njörður P. Njar ðvíkur, próf þaðe og kem STÓn,RLA Ólafur Rögnval dsso u þeirra aðaláhfra Kristmun inn d Guðmundur Þ. Guð STÓRLAXARNIR eru Rag nhei Árni Baldursson, fram R XAkvæ STÓRLA Björ n Kri Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari Þór Jónsson Kristinn Sigm bókP talsður viðNjör R er48 XAeru Í bóki LAnni STÓR ur Tþ eiður gnhlitsíð Ra Ragnheiður Thorsteinsson, dagskrár gerðarmaður RUV ög Ólaf veiíðis ur Rö segjaum Gunnar Bender gar öxun staklinstórl einöllum sínu Björn Kristinn þed Guðeru mun þeirra rgir ast. Makom aðm.orði Björn Kristinn Rúnarsson, verslunar­ og leiðsögumaður anu Njörður P. Nja vaf rgumBald möÁrni og kemur það Óla fur Rögnv Njörður P. Njarðvík, prófessor og rithöfundur n mál ruta ugarinna Höfu aðaláh rra ndar bóka þei eru ur Guðmund nni veiðiáhugamenn,Í ibóki Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri nar rs Baldu Árn Gun öllum eru IR XA RNSTÓRLA hafa LAXA ÓRbáði r skrif ST að veiðstór ibæ Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari ópe að.son orði, nga nds ko einstakli Sigmu sam ann hest stin Kri a sína Í bókinni eru rsteinsso Marn anum. Ragnheiður Tho Árni Baldursson, framkvæmdastjóri öllum stórlö sso nar ndarn,tnþ kemur ogHöfu stinnerRú Afra Kririnn Björnkstu i kom orðforvi aðafar fes pró veið iáhu ík, ga rðv aðalá þeirra P. Nja fyrir allar veið Njörðu imen n ­ og hi fra n, hafa sso báði rm ald gnv Rö viðm fur ælen da Óla þeirr a ekki Í bókinni eru 48 litsíður þar sem gefur að líta myndir af Höfundarfyrb sam anund Guðm hes XA ur Þ.STÓRLA Mag und naða r litmy Guðm ndir, a hugar veiðiásum öllum stórlöxunum í sínu náttúrulega umhverfi, ef svosérs má væ mkSig frana, Kristinn ldurss i Baga Árntakle fyriron, bóki ge ir hafa báð Afrakstuðu rin Ragnhei að orði komast. saman hes rþ íðu fyrir ve Krist Björn HérÍ bók berinn veli íeru veið48 i. litsalla í sín viðm mælen P.du Njörður öllum stórlöxunu Afraksturi Mag . naða r Rög Ólafur að orði komast Höfundar bókarinnar eru þekktir blaðamenn og forfallnir fyrir alla v sérs taklega du Guðmun viðmælen er veiðiáhugamenn, Gunnar Bender og Þór Jónsson, semHöfundar bókÁrni arinnar Baldu Magnaða nn Hér , Guvel ber veiðiáhugamenn sérstakle hafa báðir skrifað veiðibækur áður en leiða nú í fyrsta sinn veiðie bókinni hafa báðir skrÍ ifað

Stórlaxar

Þór Jónsson / Gunnar Bender

þekktir TÓRLAXAR er viðtalsbók þar sem sjö lands á árbakk­ lífið um nstaklingar segja veiðisögur og ræða laxveiði en ð anna num. Margir þeirra eru þekktir fyrir allt Stella Artois var upphaflega sé veiði óvart að stang um vafalaustí áLeuven g kemur það mörg bruggaður árið 1926, . utan vinnu eirra aðaláhugamál þá sem jólabjór og átti aðeins að vera í dreifingu yfir hátíð­ arnar. Stella þýðir stjarna á STÓRLAXARNIR eru latínu ogsöng er vari um vísan í jóla­ óperu Kristinn Sigmundsson, stjörnuna að ræða. Artois er rmaður RUV dagskrárgerða son, Ragnheiður Thorsteins svo eftirnafnið á brugg­ leiðsögumaður , verslunar­ ogSebastian meistaranum Björn Kristinn Rúnarsson undur var á Artois frægur og rithöf ssor sem Njörður P. Njarðvík, prófe 18. öld og átti framkvæmdastjórium tíma Ólafur Rögnvaldsson,sama brugghús og Stellan son, landsliðsþjálfari Guðmundur Þ. Guðmunds er brugguð í. Vinsældir dastjóri urðu þó strax Stellurnar Árni Baldursson, framkvæm slíkar að fallið var frá því að dreifalíta honum myndir af Í bókinni eru 48 litsíður þar sem gefur að einungis umerfi, jól ef þann­ svo má umhv a ruleg öllum stórlöxunum í sínu náttú ig að bjórunnendur að orði komast. hafa fengið að njóta hans allan og forfal ársins hring síð­lnir blaðamenn tir þekk eru r rinna Höfundar bóka an. Til að minn­ og Þór Jónsson, sem veiðiáhugamenn, Gunnar Bender ast þessarar en leiða nú í fyrsta sinn áður ækur hafa báðir skrifað veiðib tengingar við jólin fæst þessi saman hesta sína. undirgerjaði lagerbjór nú bók í kemmtileg Afraksturinn er afar forvitnileg og stórs sérstakri 750 r sumi hafa dæmis fyrir alla veiðimenn ­ og hina líka. Til ml viðhafnar­ sinn. huga um áveiðiá úgáfu flösku viðmælenda þeirra ekki fyrr veitt viðtöl m, aðrar teknar söfnuhönnuð Magnaðar litmyndir, sumar úr einkasem er með hlið­ ilegri en ella. sérstaklega fyrir bókina, gera hana enn glæs sjón af hinni klassísku Hér ber vel í veiði. Stella Artois flösku.

Beronia

Sjö fræknir veiðimenn

Stórlaxar

Sjö Stella enn veiðim Artois í viðhafnarútgáfu

Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson

9 789979 653097

STÓRLAXARNviðmæle IR eru n XAR Kristinn SigSTÓRLA muMagnað ndsson , aó Sigm RagnheiðurKristinn e Thosérstakl rstein sso ður Björn KristinRagnhei n RúnarssonT Björn Njörður P. Nja berfev rðvHér ík,Kristinn pró Nj Ólafur RögnvNjörður aldsson,P.fra Rögnv Guðmundur Ólafur Þ. Guðm und dur Árni BaldurssGuðmun on, framkvæ Árni Baldurs Í bókinni eru 48 litsíður þa Í bókinni öllum stórlöxunu m í síneru un stórlöx að orði komastöllum . að orði kom Höfundar bókarinnar eru þ


48

heilsa

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Heimsins minnstu heyrnartæki skila notendum skjótum árangri

H

eyrnarskerðing er algengt vandamál og meirihluti okkar kemur til með að finna fyrir skertri heyrn eftir því sem við verðum eldri. Sú vitneskja hjálpar okkur þó ekki alltaf að takast á við vandamálið, sérstaklega ef þú eða þínir nánustu hafa áhyggjur af því að þurfa að nota heyrnartæki í fyrsta sinn. Heyrnartækni kynnti þann 29. október ný heyrnartæki frá Oticon sem þróuð voru sérstaklega til að mæta þörfum þeirra sem eru að byrja að nota heyrnartæki. Tækin sem um ræðir heita Intiga og er um að ræða minnstu heyrnartæki í heimi í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu. „Með Intiga er auðveldara og þægilegra en nokkurn tímann áður að fá betri heyrn. Sambland af framúrskarandi virkni

og nánast því ósýnilegum heyrnartækjum veitir notendum sjálfstraust til að vera með tækin í öllum aðstæðum,“ segir Anna Linda hjúkrunarfræðingur en hún er sérmenntuð í heyrnarmælingum og heyrnarfræðum. Anna Linda á og rekur Heyrnartæki ásamt eiginmanni sínum Birni Víðissyni. Skjót aðlögun að Intiga Nýleg alþjóðleg rannsókn sem var gerð við Towson University í Bandaríkjunum og Hörzentrum í Þýskalandi staðfestir að Intiga heyrnartækin eru bæði mjög áhrifarík og auðveld í noktun að

sögn Önnu Lindu. „Þessar niðurstöður sýndu að þróuð tækni Intiga tækjanna ásamt ofur nettu og jafnframt snilldarlega hönnuðu útliti hvetur fólk með heyrnarskerðingu til stíga fyrsta skrefið til bættra lífsgæða með því að nota heyrnartæki. Áður fyrr var almennt talið að það tæki nokkrar vikur fyrir fólk að venjast því að nota heyrnartæki í fyrsta sinn en með Intiga þá hefur þetta breyst til muna.” Hún segir jafnframt að þátttakendur í rannsókninni hafi þegar upplifað kosti þess að vera með Intiga og greindu frá þáttum svo sem þægindum í eyra og að tveggja manna tal og samtal í hávaða varð skýrara. „Þeir voru jafnframt fljótir að aðlagast tækinu og innan viku lýsti meirihluti yfir vilja til að vera með heyrnartæki til lengri tíma.“ Ofurnett og þægileg heyrnartæki Talið er að eingöngu 20 prósent þeirra

Laus störf

hjá Íþróttamiðstöðvum Mosfellsbæjar

sem eru með heyrnarskerðingu og gætu haft gagn af heyrnartækjum leiti sér hjálpar. „Margir bíða í fjölda ára áður en þeir fá sér heyrnartæki. Meðal þeirra sem prófa heyrnartæki í fyrsta skipti þá eru alltaf einhverjir sem eru lengi að venjast því að nota tækin og gefast upp. Ómeðhöndluð heyrnarskerðing getur leitt til þreytu, pirrings, minni félagsvirkni ásamt álagi á persónuleg eða vinnutengd sambönd,” segir Anna Linda. Og bætir við að sama hversu þróuð tæknin í heyrnartækjum sé, „þau skila engum árangri ef þau eru geymd ofan í skúffu, en rannsóknir sýna að 1 af hverjum 10 þeirra sem kaupa heyrnartæki nota þau aldrei. Með Intiga heyrnartækjunum er verið að hjálpa notendum að aðlagast því að nota heyrnartæki fljótt og vel. Margir þættir skipta máli við hönnun heyrnartækja en það sem flestir leita eftir eru nett og

Sykurvæðing matvæla Tengsl sykurneyslu og offitu.

L

Umsóknir sem greina frá menntun, reynslu og fyrri störfum skulu sendar á netfangið hildurm@mos.is. Einnig má skila

engstum í sögulegu samhengi hefur mannskepnan hvar sem hún hefur hreiðrað um sig á jarðarkringlunni búið við matarskort og ekki þurft að kljást við offitu. En þá eins og nú hefur gæðum jarðar verið misskipt og á flestum tímabilum mannkynssögunnar hafa valdamenn verið vel í holdum og á myrkum miðöldum Evrópu þótti það vera merki um velmegun og góðan árangur í lífinu. Í kjölfar iðnbyltingarinnar hefst fjöldaframleiðsla á matvælum sem umbylti fæðuöflun og aðgangi almennings að mat. Á tiltölulega fáum áratugum tókst iðnvæddum Vesturlöndum að brauðfæða flesta íbúa með fjöldaframleiðslu. Hungursneyðir urðu sjaldgæfar nema ef vera skyldi í kjölfar styrjalda og átaka. Aðrir heimshlutar hafa síðan náð að brauðfæða sig fyrir utan Afríku vegna vatnsskorts og átaka um auðlindir. Í þúsundir ára hafa margar þjóðir ekki þurft að hafa áhyggjur af offitu og er þar nærtækast að líta til Kína, Japan og Grænlands. Hér á landi var offita nánast óþekkt fyrir 1970. Nú er svo komið að offituvandamálið er farið að herja á flestar þjóðir heims og þar á meðal Kínverja og Grænlendinga. Hvað hefur breyst í mataræði þessara þjóða sem framkallar þessa þróun? Jú sú vitneskja að bein tenging er á milli aukinnar sykurneyslu og tíðni offitu samanber graf hér að neðan sem sýnir hvernig aukin neysla sykurs hefur haldist í hendur við tíðni offitu hjá Bandaríkjamönnum 20 ára og eldri.

2, 270 Mosfellsbæ.

Framleiðsla á sykri og kornsýrópi

Um er að ræða almenn störf (vaktavinnu) í íþróttamiðstöð: 100% staða konu við Íþróttamiðstöðina Lágafelli

100% staða konu við Íþróttamiðstöðina Lágafelli frá og með 15. des. n.k. við Íþróttamiðstöðina Lágafelli frá og með 1. jan. n.k.

Umsóknarfrestur er til 29. nóvember 2011 Hæfnikröfur: Stundvísi, samviskusemi og dugnaður Góð hæfni í mannlegum samskiptum Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða Lágmarksaldur er 20 ár

Fréttatímanum er dreift á heimili á

Framleiðsla á sykri hófst árið 1689 þegar fyrsta sykurverksmiðjan var reist í New York. Þá þegar byrjuðu menn að sykra morgunmatinn sinn, hafragrautur með sykri varð fljótt algengur og á innan við tíu árum var neysla sykurs orðin um tvö kíló á mann á ári í Bandaríkjunum. Hér á landi er neysla á viðbætum sykri um 48 kíló að meðaltali á mann á ári, sem gerir tæplega eitt kíló á viku. Við eigum því þann vafasama heiður að vera Norðurlandameistarar í sykuráti. Afdrifaríkt skref í þessari þróun átti sér einnig stað í Bandaríkjunum er fjöldaframleiðsla á kornsýrópi hófst á sjöunda áratugnum. Virkar svosem saklaust að auka framleiðslu á kornsýrópi en það sem skipti ekki síður máli voru miklar niðurgreiðslur stjórnvalda á korni. Gríðarleg framleiðslugeta varð fljótt til og koma þurfti ódýrri framleiðslunni í sölu. Á ótrúlega stuttum tíma var ódýrt kornsýróp komið í nánast alla matvöru, allt frá mjólkurvörum yfir í kex og sælgæti. Afleiðingin af þessu er að neytendur eru háðir því að finna sykurbragð af matnum og allur matur verður eins á bragðið sem er bein afleiðing af sykurvæðingu matvæla.

höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og

Sykurvæðingin

stjóri í síma 6936725 milli klukkan 9 og 16. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Mosfellsbær setur sér það markmið að vera eftirsóknarverður og aðlaðandi vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð.

í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

þægileg heyrnartæki sem eru búin þannig tækni að þau skili notendum heyrn sem er næst því að vera sem eðlilegust.” Eins og önnur heyrnartæki frá Oticon búa Intiga tækin yfir blátannartækni sem gerir notendum kleift að tengja þau þráðlaust við aðra hjóðgjafa eins og farsíma, sjónvarp, tölvu og heimasíma. „Þó svo að tækin séu nær ósýnileg á bak við eyra þá koma þau í mörgum fallegum litum sem hægt er að velja um. Intiga heyrnartækin henta einstaklingum með væga til meðal mikla heyrnarskerðingu en meira en 80 prósent sem eru að byrja að nota heyrnartæki eru í þessum flokki við greiningu,” segir Anna Linda.

-

Vestræn matvælaframleiðsla tröllríður nú öðrum heimshlutum líkt og um trúboðsfaraldur sé að ræða og stórmarkaðir rísa með fullar hillur af sælgæti, dósamat og frosnum afurðum sem ekki þarf að hafa áhyggjur af að hafi síðasta söludag. Í stað kirkjubygginga rísa einnig vestrænir skyndibitastaðir hraðar en aldrei fyrr. Um afskaplega sorglega menningarsnauða þróun er að ræða sem breiðist hratt út og hefur þegar náð tökum á Mexíkó, hluta Suður-Ameríku, AusturEvrópu, Japan, Ástralíu og sækir hratt á Kína og Suður-Afríku. Ef heldur sem horfir verður þess ekki langt að bíða að offita muni herja á Indland. Stóru matvælaframleiðendur eins og Nestle, Pepsi, Coca Cola og Kraft Foods nema ný lönd á degi hverjum og ef þeir rekast á einhverjar hindranir þá hóta þeir stjórnvöldum líkt og Coca Cola gerði í Frakklandi nú fyrir skömmu er franska ríkisstjórnin vildi setja skatt á sykraða gosdrykki til að draga úr offitu ungmenna.

Sykur unnin úr sykurreyr kemur í ýmsum myndum. Að auki er framleitt ódýrt sætuefni úr korni, svokallað kornsíróp, sem er notað óspart í mat og drykk af mörgum gerðum. Ljósmynd/ Nordicphotos Getty-Images

Það er erfitt að sjá fyrir sér að ríki Afríku muni hafna erlendri fjárfestingu Coca Cola þegar vestræn ríki geta ekki gert það. Vesturlönd eru því á góðri leið með að vestræna hin austræna heim með markaðssetningu á fjöldaframleiddum sykruðum mat, sælgæti og skyndibitafæði sem á eftir að hafa mjög alvarlegar félagslegar og efnahagslegar afleiðingar auk þess að afmá fjölbreytta staðbundna matarmenningu.

Neytandinn

Einhver myndi segja að fólk geti einfaldlega valið um hvort það borðar sykur eða ekki! En er þetta svona einfalt? Ekki alveg, því ef gengið er um stórmarkaði og fæstir hafa aðra möguleika en að versla í þeim þá er búið að setja sykur eða kornsýróp út í stóran hluta matvæla. Ef sneiða á framhjá sykruðum matvælum þá er lítið eftir í matarkörfunni annað en grænmeti, fiskur og ávextir. Kaupmenn leggja ennfremur mikið á sig til að skipuleggja búðir með þeim hætti að vara sem hefur mesta framlegð sé hvað aðgengilegust fyrir neytandann. Það vill svo til meðal annars vegna niðurgreiðslna að oftar en ekki er um mikið sykraðar vörur að ræða. Loks þarf mikla sérfræðiþekkingu til að lesa út úr innihaldslýsingum en það kemur mörgum á óvart hversu mikið er af sykri í matvöru og hversu mörg nöfn eru notuð um sykur til að rugla neytendur í ríminu. Við skorum á lesendur að skoða vel innihaldslýsingar á matvöru því ekki er allt sem sýnist.

Kristján Vigfússon kennari í Háskólanum í Reykjavík

Þórdís Sigurðardóttir félagsfræðingur og heilsuráðgjafi hjá IIN


KEMUR Í VERSLANIR Í DAG.

FAGNAÐ MEÐ BRAGA Í dag kl. 17 í Eymundsson Skólavörðustíg. Allir hjartanlega velkomnir. Sómamenn og fleira fólk. Bragi Kristjónsson fer á kostum í minningum og mannlýsingum, þar sem hann segir frá ráðherrum og ritstjórum, bóheimum og bófum, leikurum og listamönnum. Einstakt persónugallerí, enda er Bragi engum líkur. DVD-diskur með innslögum Braga úr Kiljunni fylgir. Jólapakki ársins!

Vesturgata 19 | 101 Reykjavík | www.sogurutgafa.is | 557-3100


50

heilabrot

Helgin 25.-27. nĂłvember 2011

Spurningakeppni fĂłlksins

ďƒ¨

Sudoku

1 2 6 4

7

8 4

Spurningar

lĂśgfrĂŚĂ°ingur. 1. Ă“lĂśf Nordal. 2. BrakiĂ°.

ďƒź

ďƒź

3. Elvis Costello.

ďƒź

4. Queen’s Park Rangers.

ďƒź

5. Popplag meĂ° G-dĂşr meĂ° StuĂ°mĂśnnum.

ďƒź

6. Veit ĂžaĂ° ekki.

ďƒź 8. SpjaldtĂślva. ďƒź 9. Drangsnes. ďƒź 7. HĂĄteigsskĂłli.

10. Ă sta RagnheiĂ°ur JĂłhannesdĂłttir. 11. MeĂ° sumt ĂĄ hreinu. 12. SiĂ°mennt.

ďƒź

ďƒź

ďƒź

13. Veit ĂžaĂ° ekki. 14. Astraeus.

ďƒź

15. Ég er ekki með Þetta.

12 rÊtt. Konråð skorar å Þórð Gunnarsson, kynningarstjóra.

1. Hver var endurkjĂśrinn varaformaĂ°ur SjĂĄlfstĂŚĂ°isflokksins ĂĄ Landsfundi SjĂĄlfstĂŚĂ°isflokksins um helgina? 2. HvaĂ° heitir nĂ˝ bĂłk Yrsu SigurĂ°ardĂłttur sem kom Ăşt Ă­ vikunni? 3. TĂłnleikum hvaĂ°a heimsfrĂŚga tĂłnlistarmanns sem vera ĂĄttu Ă­ vikunni Ă­ HĂśrpu var frestaĂ° fram ĂĄ nĂŚsta sumar? 4. MeĂ° hvaĂ°a liĂ°i spilar HeiĂ°ar Helguson Ă­ ensku Ăşrvalsdeildinni? 5. HvaĂ°a lag hefst ĂĄ orĂ°unum Ég er hĂŠr staddur ĂĄ algjĂśrum bĂśmmer, sĂŠ ekk’úr augunum Ăşt og meĂ° hverjum er ĂžaĂ°? 6. HvaĂ° hĂŠt langafi BjĂśrgĂłlfs Thors BjĂśrgĂłlfssonar? 7. HvaĂ°a grunnskĂłli sigraĂ°i Skrekk Ă­ ĂĄr? 8. HvaĂ° er sagt aĂ° sĂŠ jĂłlagjĂśfin Ă­ ĂĄr? 9. HvaĂ° er nĂŚsta Ăžorp viĂ° HĂłlmavĂ­k? 10. Hver er forseti AlĂžingis? 11. HvaĂ° heitir nýútkomin ĂŚvisaga Jakobs FrĂ­manns MagnĂşssonar? 12. HvaĂ°a samtĂśk standa fyrir borgaralegum fermingum? 13. HvaĂ° heitir leikstjĂłri heimildarmyndarinnar Thors Saga um Thor Jensen og BjĂśrgĂłlf Thor? 14. HvaĂ°a heitir flugfĂŠlagiĂ° sem flaug fyrir Iceland Express en lagĂ°i upp laupana Ă­ vikunni? 15. Hver er hĂśfundur Twilight-bĂłkanna sem fjalla um ĂĄstir vampĂ­ru og mennskrar stĂşlku?

2 5 8

3 2 6 9

2. BrakiĂ°.

ďƒź

ďƒź

3. Elvis Costello.

4

ďƒź

4. Queens Parks Rangers.

ďƒ¨

ďƒź

5. Popplag Ă­ G dĂşr StuĂ°mĂśnnum. 6. Thor Jensen. 7. HĂĄteigsskĂłli.

ďƒź ďƒź

8. iPad spjaldtĂślvur.

3 4

ďƒź

11. MeĂ° sumt ĂĄ hreinu.

ďƒź

ďƒź

15. Stephanie Meyer.

ďƒ¨

ďƒź

krossgĂĄtan

2 1 4

BryndĂ­s Ă?sfold hefur sigraĂ° Ăžrisvar og fer ĂĄfram Ă­ Ăşrslit og skorar ĂĄ Hrein Hreinsson, vefstjĂłra ReykjavĂ­kurborgar.

13 rĂŠtt.

6 4

3

ďƒź

13. Veit ekki.

ďƒź

1

7 5

10. Ă sta RagnheiĂ°ur JĂłhannesdĂłttir.

14. Astreus.

Sudoku fyrir lengr a komna

ďƒź

9. Veit ĂžaĂ° ekki.

12. SiĂ°mennt.

6 5 2 1 3

7

framkvĂŚmdastjĂłri hjĂĄ JĂĄ-Ă?sland. 1. Ă“lĂśf Nordal.

8 3

5

Bryndís �sfold HlÜðversdóttir

SvÜr: 1. ÓlÜf Nordal, 2. Brakið, 3. Elvis Costello, 4. Queen’s Park Rangers (QPR), 5. Popplag með G-dúr með StuðmÜnnum, 6. Thor Jensen, 7. Håteigsskóli, 8. SpjaldtÜlva (iPad), 9. Drangsnes, 10. à sta Ragnheiður Jóhannesdóttir, 11. Með sumt å hreinu, 12. Siðmennt, 13. Ulla Boje Rasmussen, 14. Astraeus, 15. Stephenie Meyer.

KonrĂĄĂ° JĂłnsson,

1

2

9 9 8

5

3

5 8

7 4 7 3

2

ATH Nýr vefur með krossgåtulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 'à 4, 7&3,'Š3*

#Âť-("

4-&*163

ÂŤ*

)"3š /&4,+"

45"3'4 (3&*/ ,, /"'/

4/*--*(ÂŤ'" 3*4 #Âť," Ă 5(ÂŤ'" MYND: PUBLIC DOMAIN

)-+š'Š3*

ReykjavĂ­k. Kirkjan var hugarsmĂ­Ă° forseta landsins sem ĂĄkvaĂ° aĂ° reisa hana Ă­ litla Ăžorpinu Ăžar sem hann fĂŚddist. HĂşn er nĂĄnast alltaf mannlaus.

'+½3

œ .*š+6

,"1Âś56-*

45&-"

3²55

4,0--"/4

)3:44"

"503,"

Â?3:,,

:/%*4 Âť7*/63

)3Âś4-6 4,Âť(63

7&3,'Š3*

)3Âť1

5Âś." &*/*/(

%Ă…3,"

Â?305

4,Âť-*

'6(-"%3*5

'6(-

5Âś6

)&*." ."š63

7&3š 4,6-%6š

."5+635

3",/" 7&34-6/

'-Ă…5*3

'&3š

"' '3Ă

'0310,"45

4&--6-Âť4*

45&*/"3

-"/%" .&3,*

1*33"

'"3" "'563

'œ'-"-Š5*

+"3š&'/*

3Š/6 -&:4*

"/%7"3*

Â?&55"

4,*-+" &'5*3

(6'"

345œš

)011

#"// )&-(*

,3*/(6.

-*š03.63 �:4

4.ÂŤ505"

453œš/*

'*4,63

'-"/%63

.ÂŤ-.63

456-%63

(+Âť5"

SamkvÌmt Heimsmetabók Guinness er dómkirkjan í borginni Yamoussoukro å FílabeinsstrÜndinni stÌrsta kirkja í heimi. Hún Þekur 30 Þúsund fermetra og er stÌrri en PÊturskirkjan í Róm. Hvað er óvenjulegast við Þessa risastóru kirkju sem byrjað var að reisa årið 1989? SVAR: Yamoussoukro er í dag litlu fjÜlmennari en

#&*4-*

*//*)"-%

.&(*/

-(" 4".5½, 7&/+"

45"(-

/"6.63

57&*3 &*/4

/6(("

'034½(/

'3Š/% #-,63

.&/

'Šš"

ÂŤ55

ÂŤ55

7*š4,*15" 7*/63

-0š'&-%63

#-&,,*/(

/&4 Â?6,-

-½(63


An

h

léttar!

Heimild: Fréttablaðið 8. janúar 2011

keljadekkjum frá TOYO

Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin. Nagladekk valda svifryki og slíta akbrautum hundraðfalt meira en önnur dekk. Árlega þarf Reykjavíkurborg að endurnýja um 10.000 tonn af malbiki vegna slits af völdum nagladekkja. Í Reykjavík er svifryk 50% uppspænt malbik, 10% sót, 15% eyddir bremsuborðar og 25% jarðvegur og salt. Fjöldi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu hleypir stundum börnum ekki út að leika vegna svifryksmengunar. Toyo harðskeljadekkin innihalda brot úr valhnetuskeljum, sem er með hörðustu efnum sem finnast í náttúrunni. Skeljabrotin grípa eins og klær í hálkuna, draga verulega úr svifryksmengun og Silica gúmmíblöndunarefnið heldur þeim stöðugt mjúkum í miklu frosti. Toyo harðskeljadekkin eru því raunhæf og örugg lausn í stað nagladekkja.

ey

R

Sérfræðingar í bílum

æ

ykjavík Re

k j a n es b

Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - Reykjavík - 590 2000 - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð 30 - Reykjavík - 561 4110 / Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3333

Meira grip án nagla


52

sjónvarp

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Föstudagur 25. nóvember

Föstudagur RUV

20:00 Spurningabomban Spurningaþáttur í umsjá Loga Bergmanns Eiðssonar. Logi egnir saman tveimur liðum, skipuðum tveimur keppendum. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

22:05 Jonathan Ross Ókrýndur konungur spjallaþáttanna í Bretlandi.

Laugardagur

19.40 Dans dans dans Fjölbreytt danskeppni í beinni útsendingu. Kynnir er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.

22:00 Too Big To Fail Glæný sannsöguleg kvikmynd frá HBO þar sem rakið er á afar trúverðugan hátt aðdragandi efnahagshrunsins 2008. Aðalhlutverk James Woods, William allt fyrir áskrifendur Hurt og Paul Giamatti.

Sunnudagur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21.10 Að syngja fyrir heiminn Heimildamynd eftir Pál Steingrímsson um Kristin Sigmundsson söngvara.

21:00 Law & Order: Special Victims Unit Bandarísk sakamálaþáttaröð um sérdeild lögreglunnar í New York borg.

16.00 Leiðarljós e 16.40 Leiðarljós e 17.25 Otrabörnin (34:41) 17.50 Galdrakrakkar (46:47) 18.15 Táknmálsfréttir 18.30 Með okkar augum (4:6) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Dans dans dans - Keppendur kynntir 20.25 Útsvar Snæfellsbær - Vestmannaeyjar 21.35 Tennisþjálfarinn Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 5 6 23.10 Fundið fé Mynd byggð á sögu eftir Jens Lapidus um ungan mann sem gerist vikapiltur kókaínsala. Leikstjóri er Daniel Espinosa og meðal leikenda eru Joel Kinnaman, Matias Padin og Dragomir Mrsic. Sænsk bíómynd frá 2010. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví (11:14) e 08:00 Dr. Phil e 08:45 Rachael Ray e 09:30 Pepsi MAX tónlist 12:00 Game Tíví (11:14) e 12:30 Pepsi MAX tónlist 14:25 Skrekkur 2011 e 16:25 Rachael Ray 17:10 Dr. Phil 17:55 Parenthood (14:22) e 18:45 America's Funniest ... OPIÐ e 19:35 Will & Grace - OPIÐ (2:24) e 20:00 Being Erica (2:13) 20:50 According to Jim (15:18) 21:15 HA? (10:31) 22:05 Jonathan Ross (2:19) 22:55 30 Rock (13:23) e 23:20 Got To Dance (14:21) e 5 6 00:20 Smash Cuts (51:52) 00:40 Jimmy Kimmel e 02:55 Pepsi MAX tónlist

Sunnudagur

Laugardagur 26. nóvember RUV

STÖÐ 2

08.00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Sæfarar 08:15 Oprah 08.29 Otrabörnin (35:41) 08:55 Í fínu formi 08.54 Múmínálfarnir (29:39) 09:10 Bold and the Beautiful 09.06 Spurt og sprellað (4:26) 09:30 Doctors (16/175) 09.09 Engilbert ræður (37:78) 10:15 Ramsay’s Kitchen Nightmares 09.18 Teiknum dýrin (8:52) 11:05 Off the Map (2/13) 09.23 Lóa (40:52) 11:50 Fairly Legal (6/10) 09.38 Skrekkur íkorni (19:26) 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 10.02 Grettir (10:52) 13:00 Ljósvakavíkingar - Stöð 2 (4/5) 10.15 Geimverurnar (6:52) 13:30 Trapped in Paradise fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10.20 Hljómskálinn (5:5) e. 15:25 Sorry I’ve Got No Head 10.50 360 gráður e. 15:55 Barnatími Stöðvar 2 11.15 Leiðarljós e 17:00 Bold and the Beautiful 12.40 Kastljós e 17:25 Nágrannar 13.15 Kiljan e. 17:52 The Simpsons (2/23) 4 5 14.05 Ísland- Tékkland konur Beint 18:23 Veður 15.55 Útsvar e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.05 Ástin grípur unglinginn 18:47 Íþróttir 17.50 Táknmálsfréttir 18:54 Ísland í dag 17.58 Bombubyrgið (9:26) e. 19:21 Veður 18.25 Úrval úr Kastljósi 19:30 Týnda kynslóðin (15/40) 18.54 Lottó 20:00 Spurningabomban (9/11) 19.00 Fréttir 20:55 The X Factor (17 & 18/26) 19.30 Veðurfréttir 23:05 The Mummy Ævintýramynd 19.40 Dans dans dans sem gerist á fyrri hluta 20. aldar. 20.50 Sögur fyrir svefninn e. Harðjaxlinn Rick O’Connell er 22.30 Fangaeyjan kominn til hinnar fornu borgar 00.45 Síðasta fríið e. Hamunaptra í Egyptalandi. Hlut02.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok verk hans er að aðstoða fornleifafræðinga sem eru að kynna sér sögulegt grafhýsi. 01:10 Pride 02:55 Face Off 05:10 Trapped in Paradise

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 09:55 Rachael Ray e 12:00 Dr. Phil e 12:40 Dr. Phil e 13:25 Skrekkur 2011 e 15:25 Being Erica (2:13) e 15:50 Spænsku mörkin 16:10 Pan Am (1:13) e 16:30 PGA Championship 17:00 Top Gear USA (8:10) e 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 17:50 Jonathan Ross (2:19) e 20:30 La Liga Report 18:40 Game Tíví (11:14) e 21:00 F1: Föstudagur 19:10 Mad Love (3:13) e 21:30 PGA Championship 01:00 PGA Championship allt fyrir áskrifendur19:35 America's Funniest... (31:50) e 20:00 Got To Dance - LOKAÞÁTTUR 21:35 Fyndnasti maður Íslands 2011 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:25 Almost Famous 00:30 The American Music Awards e 15:30 Sunnudagsmessan 02:35 HA? (10:31) e 16:50 Stoke - QPR 03:25 Smash Cuts (52:52) 18:40 Man. City - Newcastle 03:45 Jimmy Kimmel e 20:30 Football League Show allt fyrir áskrifendur 4 5 04:30 Got To Dance (15:21) e 21:00 Premier League Preview 05:55 Pepsi MAX tónlist 21:30 Premier League World 08:00 The Nutty Professor fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Arsenal Liverpool, 2003 10:00 Twister allt fyrir áskrifendur 22:30 Premier League Preview 12:00 Madagascar: Escape 2 Africa 23:00 Everton - Wolves 14:00 The Nutty Professor 08:00 Ocean’s Eleven fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Twister 18:00 Madagascar: Escape 2 Africa SkjárGolf 4 20:00 Date Night 06:00 ESPN America 22:00 The Day the Earth Stood Still 08:15 PGA Tour - Highlights (40:45) 00:00 Bulletproof 09:10 The World Cup of Golf (2:4) 4 5 02:00 Eagle Eye 13:10 Golfing World 04:00 The Day the Earth Stood Still 14:00 The World Cup of Golf (2:4) 06:00 Bye, Bye, Love 18:00 Golfing World 18:50 The World Cup of Golf (2:4) 22:50 Ryder Cup Official Film 2010 00:05 ESPN America

RUV

STÖÐ 2

08.00 Morgunstundin okka / Poppý 07:00 Brunabílarnir kisukló / Teitur / Herramenn / 07:25 Strumparnir Skellibær / Töfrahnötturinn / Disney07:50 Latibær stundin / Finnbogi og Felix 08:00 Algjör Sveppi 09.22 Sígildar teiknimyndir (8:42) 09:55 Grallararnir 09.30 Gló magnaða (34:52) 10:20 Bardagauppgjörið 09.52 Enyo (9:26) 10:45 iCarly (41/45) 10.20 Dans dans dans e. 11:10 Glee (5/22) 11.20 Landinn e. 12:00 Bold and the Beautifulallt fyrir áskrifendur 11.50 Djöflaeyjan (10:27) e. 13:40 The X Factor (17 & 18/26) 12.30 Silfur Egils 16:00 Friends (8/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.55 Maður og jörð – Graslendi e. 16:25 Sjálfstætt fólk (9/38) 14.45 Maður og jörð - Á tökustað e. 17:05 ET Weekend 15.00 Fjársjóður framtíðar (3:3) e. 17:55 Sjáðu 15.30 Thors saga e 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.00 Isola e. 18:49 Íþróttir 4 5 6 17.20 Táknmálsfréttir 18:56 Lottó 17.30 Pálína (34:54) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 17.35 Veröld dýranna (39:52) 19:34 Veður 17.41 Hrúturinn Hreinn (34:40) 19:40 Spaugstofan 17.48 Skúli Skelfir (51:52) 20:10 The Sorcerer’s Apprentice 18.00 Stundin okkar 22:00 Too Big To Fail 18.25 Hljómskálinn (5:5) e. 23:40 The Hard Way 19.00 Fréttir 01:30 You Don’t Mess with the Zohan 19.30 Veðurfréttir 03:20 Unknown 19.40 Landinn 04:45 ET Weekend 20.10 Downton Abbey (3:8) 05:30 Friends (8/24) 21.10 Að syngja fyrir heiminn 05:55 Fréttir 22.10 Sunnudagsbíó - Rudo og Cursi 23.50 Silfur Egils e 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrár 08:15 Spænsku mörkin 08:55 PGA Championship SkjárEinn 12:55 Formúla 1 - Æfingar Beint 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:00 Meistaradeild Evrópu: (E) 10:30 Rachael Ray e 15:45 Formúla 1 2011 - Tímataka Beint 11:55 Dr. Phil e 17:20 Meistaradeildin - meistaramörk 14:05 Málið (2:4) e 18:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar allt fyrir áskrifendur 14:35 Tobba (10:12) e 18:25 La Liga Report 18:50 Real Madrid - Atl. Madrid Beint 15:05 Nýtt útlit (11:12) e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:35 HA? (10:31) e 20:50 Getafe - Barcelona Beint 16:25 Outsourced (11:22) e 23:00 PGA Championship 16:50 According to Jim (15:18) e 01:00 PGA Championship 17:15 The Office (6:27) e 17:40 30 Rock (13:23) e 4 5 18:05 Survivor (1:16) e 19:20 Survivor (2:16) 08:50 Premier League Review 20:10 Top Gear USA (9:10) 09:45 Tottenham - Aston Villa 21:00 L&O: Special Victims Unit 11:35 Premier League World 21:50 Dexter (5:12) 12:05 Premier League Preview allt fyrir áskrifendur 22:40 House (12:23) e 12:35 Stoke - Blackburn Beint 23:30 Nurse Jackie (8:12) e 14:50 Man. Utd. - Newcastle Beint 6 fræðsla, sport og skemmtun fréttir, 00:00 United States of Tara (8:12) e 17:15 Arsenal - Fulham Beint 00:30 Top Gear USA (9:10) e 19:30 Chelsea - Wolves 01:20 Pepsi MAX tónlist 21:20 Norwich - QPR 23:10 WBA - Tottenham 01:00 Bolton - Everton 4

10:00 Meet Dave allt fyrir áskrifendur SkjárGolf 5 12:00 Hook 6 06:00 ESPN America 14:20 Ocean’s Eleven fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:00 The World Cup of Golf (3:4) 16:15 Meet Dave 12:00 Golfing World 18:00 Hook 12:50 The World Cup of Golf (3:4) 20:206 Bye, Bye, Love 16:50 PGA Tour - Highlights (40:45) 22:05 RocknRolla 17:45 Ryder Cup Official Film 2006 00:00 Once Upon a Time In the West 4 19:00 The World Cup of5Golf (3:4) 02:40 Adam and Eve 23:00 LPGA Highlights (15:20) 04:15 RocknRolla 00:20 ESPN America 06:05 Changeling

5

Jólamatseðill

Tapas barsins

Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koriander og mango Appelsínugrafin andabringa með malt- og appelsínsósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur Saltfiskur með sætri kartöflumús Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Rise a la mande með berjasaft Ekta súkkulaðiterta

4.990 kr.

6

6

08:25 Picture This 10:00 Legally Blonde 12:00 Big 14:00 Picture This 16:00 Legally Blonde 18:00 Big 20:00 Changeling 22:20 The Big Lebowski 00:156 The Green Mile 03:20 Drop Dead Sexy 04:45 The Big Lebowski

Frá 15. nóvember

Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir

6

RESTAURANT- BAR

Vesturgata 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4


sjónvarp 53

Helgin 25.-27. nóvember 2011

27. nóvember

 Í sjónvarpinu Skrekkur 2011

STÖÐ 2 07:00 Lalli 07:10 Svampur Sveinsson 07:35 Dóra könnuður 08:00 Algjör Sveppi 09:00 Beethoven’s Big Break 10:45 Daffi önd og félagar 11:10 Histeria! 11:35 Tricky TV (15/23) 12:00 Spaugstofan allt fyrir áskrifendur 12:30 Nágrannar 14:15 American Dad (20/20) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:40 The Cleveland Show (4/21) 15:05 Friends (22/24) 15:30 Týnda kynslóðin (15/40) 16:00 Spurningabomban (9/11) 16:55 Heimsendir (7/9) 4 17:35 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:20 Ljósvakavíkingar - Stöð 2 (5/5) 19:55 Sjálfstætt fólk (10/38) 20:40 Heimsendir (8/9) 21:20 The Killing (10/13) 22:10 Mad Men (5/13) 23:00 60 mínútur 23:50 Daily Show: Global Edition 00:20 Covert Affairs (7/11) 01:05 Trading Places 03:00 Beverly Hills Cop 04:45 Heimsendir (8/9) 05:25 American Dad (20/20) 05:50 Fréttir



Bjartar vonir og æskufjör Krakkar úr elstu bekkjum átta grunnskóla í Reykjavík kepptu til úrslita í hæfileikakeppninni Skrekk í Borgarleikhúsinu á mánudagskvöld. Skjár einn á mikið hrós skilið fyrir að sýna viðburðinn í beinni útsendingu þar sem krakkarnir buðu upp á alveg hreint frábæra skemmtun. Smitandi sköpunargleði þeirra og kraftur komst ómengaður í sjónvarpstæki þeirra sem voru svo heppnir að vera stilltir á Skjáinn þetta kvöld. Og sú mynd sem þarna birtist af íslenskum unglingum var vægast sagt upplífgandi og í hressilegri mótsögn við endalausan barlóm um að íslenskir unglingar sitji heiladofnir og ólæsir dægrin löng fyrir framan leikjatölvur og internet. Eitt atriðið sótti meira að segja innblástur í hinn sígilda tölvuleik Mario Bros þannig að tölvuleikir og 5

kvikmyndir geta haft önnur og betri áhrif en að lama hugann. Frjóu fólki með opinn huga getur auðvitað hvað sem er verið ögrun fyrir ímyndunaraflið. Metnaðurinn í söng- og leikatriðunum var magnaður og þessum föngulega og fjölþjóðlega unglingahópi, í frábærum leikbúningum og munaði lítið um að flétta góðum boðskap saman við verk sín. Þarna var allt vel gert með og leikgleðin í fyrrirúmi – líklega er þessi útsending með allra besta innlenda dagskrárefninu sem sést hefur í sjónvarpi í háa herrans tíð. Krakkarnir tóku á ástinni, jafnrétti kynjanna, umhverfisvernd og stríðsbrölti í verkum sínum og þótt margt misgáfulegt eigi til að vella upp úr borgarstjóra Reykjavíkur þá hitti Jón Gnarr

6

LAGER sALAN

naglann á höfuðið þegar hann afhenti sigurvegurunum í Háteigsskóla verðlaunin. Lífsreyndur borgarstjórinn sagði krökkunum að árangur hefði ekkert með heppni að gera og grundvallaðist á vinnu og ef þau héldu áfram að vinna af sama krafti á menningarsviðinu yrðu þau án efa heimsfræg. Ekkert bull þarna. Þórarinn Þórarinsson

húsGöGN oG smávARA fRá

tEkk-compANy hAbitAt o.fL.

50 80 tiL

Kauptúni 3 (við hliðina á Habitat) opið virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-17

60% 3 RAmmAR 980 kR.

07:10 Real Madrid - Atl. Madrid 08:55 PGA Championship 12:55 Meistaradeild Evrópu e 14:45 Meistaradeildin - meistaramörk 15:30 F1: Brasilía Beint 18:00 Getafe - Barcelona 19:45 F1: Við endamarkið allt fyrir áskrifendur 20:15 PGA Championship 00:15 F1: Brasilía fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:50 Chelsea - Wolves 09:40 Arsenal - Fulham 11:30 Sunderland - Wigan 13:20 Swansea - Aston Villa Beint allt fyrir áskrifendur 15:30 Liverpool - Man. City Beint 18:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:20 Man. Utd. - Newcastle 21:10 Sunnudagsmessan 22:30 Liverpool - Man. City 00:20 Sunnudagsmessan 01:40 Swansea - Aston Villa 4 03:30 Sunnudagsmessan

50% mARokkóLAmpi 7.500 kR.

4

5

70%

6

skENkAR 49.000 kR. skápAR 89.000 kR.

50%

R u R ö v NýjAR

LEðuRsófi 89.000 kR.

5

SkjárGolf

6

06:00 ESPN America 08:00 The World Cup of Golf (4:4) 12:00 Golfing World 12:50 The World Cup of Golf (4:4) 16:45 Ryder Cup Official Film 1997 19:00 The World Cup of Golf (4:4) 23:00 Golfing World 23:50 ESPN America

60% spidERmAN boRð oG 2 stóLAR 5.900 kR.

50% kERtALuktiR LítiL 5.900 kR. stóR 8.900 kR.

1. HARRY POTTER 7

50% LEðuRskEmiLL 19.000 kR.

2. BRIDESMAIDS 3. PIRATES OF THE CARIBBEAN 4 4. THE EAGLE 5. SOMETHING BORROWED

kERti í áLkRukku fRá 490 kR.

6. THOR 7. GARFIELD´S PET FORCE 8. LIMITLESS 9. LOVE AND OTHER DRUGS 10. PÁLL ÓSKAR OG SINFÓ

50% 50% LAmpi 5.900 kR.

50%

iLmkERti RAuð EðA GRæN 1 stóRt kERti 990 kR. 3 LítiL kERti 990 kR. iLmstANGiR 1.750 kR.


54 

bíó

Helgin 25.-27. nóvember 2011

bíódómur Immortals 

Sverðaglamur og dólgslæti Immortals gengur út á að láta fáklædd vöðvatröll láta dólgslega og berjast með miklu karlmennskugrobbi þannig að söguþráðurinn skiptir engu máli en er í stuttu máli eitthvað á þessa leið: Hinn snarbilaði og valdabrjálaði konungur Hýperíon fer eins og óður tuddi um Grikkland hið forna ásamt ribböldum sínum í leit að goðsagnarkenndum boga. Boginn er þeirri náttúru gæddur að sá sem hefur hann í hendi sér getur leyst forna drottnara jarðarinnar, Títanina, úr prísund sinni í iðrum jarðar. Losni

þau skoffín er voðinn vís bæði fyrir mannkynið og Ólympsguðina sem steyptu Títönunum af stóli fyrir margt löngu. Yfirguðinn, Seifur, getur ekki blandað sér í átök mannanna og virkjar því steinsmiðinn skapstóra Þeseif til góðra verka og stefnir honum gegn Hýperíoni. Og svo taka menn hressilega á því og sveifla sverðum sínum upp á líf og dauða manna og guða. Immortals hefur réttilega verið borin saman við testósteronveisluna 300. Báðar þessar myndir skila sínu

ákaflega vel og Immortals er alveg prýðileg, heiladauð „strákamynd“. Veisla fyrir augað sem skilur ekkert eftir sig en er góð skemmtun fyrir þá sem kunna að meta mannjöfnuð nánast berra karla í löngu horfnum

 Frumsýndar

Þórarinn Þórarinsson

frumsýnd Seeking Justice

Cage í hefndarhug

Sandler á móti sjálfum sér Brandarakallinn Adam Sandler leikur á móti sjálfum sér í þessari nýjustu gamanmynd sinni og spreytir sig á formúlu sem Eddie Murphy hefur ítrekað notað með æði misjöfnum árangri. Sandler tekur þetta alla leið, eins og Murphy, og bregður sér í hlutverk konu þar sem hann leikur tvíburana Jack og Jill. Jack hefur komið sér notalega fyrir, ásamt eiginkonu og tveimur börnum, í Los Angeles þar sem allt gengur honum i haginn. Hann nýtur velgengni í starfi og á flest það sem hugurinn girnist. Drungalegt ský dregur hins vegar fyrir bjarta tilveru hans þegar hann fær skilaboð frá systur sinni Jill um að hún sé á leiðinni i heimsókn frá Bronx í New York þar sem hún hefur alið manninn. Þótt margt sé líkt með skyldum – útlit og ýmsa hætti sem systkinin eiga sameiginlega deila þau hvorki lífssýn né gildismati. Jack bítur þó á jaxlinn þar til Jill hættir við að fara aftur heim. Þá er honum nóg boðið. Gamli jaxlinn Jack Nicholson leikur sjálfan sig í mynd-

heimi ofurkarlmennsku. Lítið reynir á leikhæfileika þeirra sem hér hnykla vöðvana. Henry Cavill leikur Þeseif og hefur greinilega fengið starfið vegna líkamlegs atgervis frekar en vegna leikhæfi-

leika. Gamli jaxlinn Mickey Rourke getur vel leikið en hér þarf hann ekki að gera neitt annað en muldra sig illúðlegur í gegnum þunna söguna. Tarsem Singh er farsæll leikstjóri tónlistarmyndbanda en minna fer fyrir afrekum hans sem kvikmyndaleikstjóri enda er hans þekktasta mynd til þessa hin viðbjóðslega leiðinlega The Cell. Hann hefur þó gott auga og skilar hér tilkomumikilli og töff bardagamynd með nokkrum sóma. Það er að segja ef fólk er ekki að gera óraunhæfar kröfur um innihaldsríka sögu og skýra framsögn bardagakappa á þessum annars ágæta vígvelli.

inni en Jill kemst einhverra hluta vegna á sjéns með honum og Katie Holme leikur umburðarlynda eiginkonu Jacks sem á auðveldara með að þola furðulega mágkonuna en eiginmaður hennar. Aðrir miðlar: Imdb: 3.0, Rotten Tomatoes: 4%, Metacritic: 23/100.

Metnaðurinn þvælist ekkert of mikið fyrir þeim oft á tíðum ágæta leikara Nicholas Cage, þegar kemur að verkefnavali. Ferill hans, sem hófst upp úr 1980, er ansi köflóttur og þær tæplega 70 kvikmyndir sem hann hefur leikið í undanfarin þrjátíu ár eru sérkennileg samsuða góðra mynda og algers drasls. Þriðja mynd kappans á þessu ári, Seeking Justice, byrjar í bíó um helgina.

 Frumsýndar

Happy Feet númer tvö

Keisaramörgæsirnar á Suðurskautinu eru alltaf í góðu stuði þótt ýmsar hættur leynist á þessum slóðum. Það eina sem skyggir á gleðina hjá Mumble er þó hversu Eric, sonur hans, hefur takmarkaðan áhuga á því að læra danssporin sem gera allar hinar mörgæsirnar jafn hressar og lífsglaðar og raun ber vitni. Eric kann ekki að meta þrýstinginn sem hann verður fyrir vegna þessa áhugaleysis hans á dansi og ákveður að strjúka að heiman. Á flakki sínu rekst hann á furðulega mörgæs, sem er grunsamlega lík lunda, og kann að fljúga. George Miller (Mad Max) leikstýrir en Brad Pitt, Elijah Wood, Hank Azaria, Matt Damon, Robin Williams, Pink og fleira heiðursfólk ljær persónum raddir sínar. Aðrir miðlar: Imdb: 5.9, Rotten Tomatoes: 43%, Metacritic: 50/100

Nicolas Cage þarf að þola miklar raunir þegar hann leitar réttlætis á eigin vegum í Seeking Justice.

Á

We Need to Talk About Kevin

Bíó Paradís frumsýnir hina umtöluðu mynd We Need to Talk About Kevin með skosku leikkonunni Tildu Swinton og John C. Reilly í aðalhlutverkum. Swinton leikur Evu, sem hefur alla tíð verið óörugg í móðurhlutverkinu og samband hennar við son hennar hefur verið erfitt frá upphafi. Sonurinn Kevin er orðinn fimmtán ára og eftir að hann mætir í skólann í morðæði þarf Eva ekki aðeins að glíma við sorg og samviskubit heldur einnig reiði og hneykslan samfélagsins. Leikstjórinn Lynne Ramsay veltir hér upp spurningum um eðli og uppeldi með því að skoða sektarkennd Evu í tengslum við meðfædda illsku Kevins.

Þótt hann sé bugaður af sorg þá svellur blóðið í æðum hans.

Gefðu ástinni hlýju Nokkrar góðar Birdy 1984 Raising Arizona 1987

og fiður.

Moonstruck 1987 Wild at Heart 1990 Leaving Las Vegas 1995 The Rock 1996 Face/Off 1997 Adaptation. 2002 Matchstick Men 2003 The Bad Lieutenant 2009 Kick-Ass 2010

Nokkrar slæmar Zandalee 1991 Snake Eyes 1998 Gone in Sixty Seconds 2000 Captain Corelli´s Mandolin 2001 Windtalkers 2002

Laugavegi 86

The Wicker man 2006 Ghost Rider 2007 Bangkok Dangerous 2008 Season of the Witch 2011

þessu ári er Cage þegar búinn að bregða sér í gervi 14. aldar riddara sem snýr heim til Englands úr krossferð til þess eins að fá það erfiða verkefni að ferja meinta norn, sem talin er bera ábyrgð á svarta dauða, í klaustur þar sem klerkar ætla að senda hana til heljar. Þá vill svo skemmtilega til að í Drive Angry sem sýnd var í bíó fyrr á árinu lék Cage mann sem strauk úr helvíti, með syndaslóðann á eftir sér, í þeim tilgangi að bjarga dóttur sinni og barnabarni frá skelfilegum örlögum. Þessar tvær myndir munu seint teljast til andans stórvirkja né heldur betri mynda leikarans sem gerir nú þriðju atrennuna á þessu ári með Seeking Justic. Hér leikur Cage Will Gerard, vinsælan menntaskólakennara, sem unir sáttur við sitt ásamt ástkærri eiginkonu sinni, Lauru. Hún hefur náð töluverðum frama í tónlistarheiminum og framtíðin virðist brosa við þeim þangað til að Laura verður fyrir ruddalegri árás og er skilin eftir meðvitundarlaus í blóði sínu. Falleg veröld hjónanna hrynur til grunna og Will er í öngum sínum og heitar tilfinningar togast á innra með honum á meðan hann býður fregna af afdrifum frúarinnar á spítalanum. Þótt hann sé bugaður af sorg þá svellur blóðið í æðum hans og hatur á árásarmanninum, sem enginn veit hver er, blossar upp. Hann er enn á spítalanum, milli vonar og ótta, þegar maður gefur sig óvænt á tal við hann og býður honum að ganga til liðs við hóp sem hefur tekið lögin í sínar hendur og gengur vasklega fram gegn glæpahyslki án dóms og laga. Nicolas Cage er náfrændi leikstjórans Francis Ford Coppola og steig fram sem slíkur undir nafninu Nicolas Coppola í Fast Times at Ridgemont High árið 1982. Ári síðar mætti hann til leiks sem fríkaður pönkari í Valley Girl og það sama ár leyfði Francis frændi honum að spreyta sig í The Rumble Fish með ekki ómerkara liði en Matt Dillon, Mickey Rourke, Diane Lane, Dennis

bíó

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Hopper, Chris Penn og Laurence Fishburne. 1984 lék hann á móti Sean Penn í Racing with the Moon, undir stjórn Alans Parker í Birdy og hjá Coppola í The Cotton Club. Cage gerði það virkilega gott í Wild at Heart eftir David Lynch árið 1990 en var glataður ári síðar í Zandalee þar sem hann virtist ætla að gera út á álíka trylling og í Wild at Heart. Wild at Heart hlaut Gullpálmann í Cannes og árið 1995 fékk Cage Óskarinn fyrir bestan leik í karlhlutverki fyrir túlkun sína á fyllibyttu sem drekkur sig í hel af mikilli festu í Leaving Las Vegas. Eftir þetta má segja að ákveðin vatnaskil verði á ferli Cage þar sem hann daðrar við fyrstu alvöru harðhausamyndina sína í The Rock á vegum sjálfs Jerry Bruckheimer. Sean Connery sá að vísu um mest allt töffið í myndinni en Cage var kominn á mála hjá Bruckeheimer og hefur ítrekað unnið fyrir hann síðan. Árið 1997 setti Bruckeheimer Cage um borð í flugvél fulla af morðingjum og grjóthörðum krimmum í Con Air og þar fékk leikarinn að þenja sig í hlýrabol og stúta nöglum eins og John Malkovich, Ving Rhames og Danny Trejo. Þetta sama ár var Cage í enn betra formi í hinni frábæru Face/Off þar sem hann atti kappi við John Travolta undir styrki stjórn John Woo. Síðan þá hefur hann þvælst á milli hasarmynda og metnaðarfyllri verka á borð við Bringing Out the Dead, Adaptation og Matchstick Men og verið óhræddur við að leika í alls konar rusli. Seeking Justice í öðrum miðlum: Imdb: 8.3, Rotten Tomatoes: 24%


Heimilistæki á frábæru verði! Öll raftækin fást í Smáralind, minna úrval í öðrum verslunum.

Handþeytari 646126

• 220w handþeytari • 5 hraðastillingar með Túrbó

2.990

kr

GOTT VERÐ

Eldhúsvog KW3667 • Eldhúsvog • Skýr LCD Skjár • Gler fótur

3.990

Handþeytari á standi HR1560 • 350w • 3 Hraðastillingar + Turbo • Standur og skál fylgir

kr

GOTT VERÐ

6.490

kr

Töfrasproti með skál

GOTT VERÐ

HR1364 • Kröftugur mótor með turbó möguleika • Twist and Spice hnífar sem vinna bæði lárétt og lóðrétt • Auðvelt að þrífa • Þeytari fylgir

Matvinnsluvél

7.990

FP220 • 750w • Tekur allt að 2.1ltr • 2 hraðastillingar ásamt „pulse” takka • Hágæða ryðfríir hnífar

kr

GOTT VERÐ

12.990

Lítil hakkavél

kr

646094 • 140w mótor • Ryðfrír stál hnífur • Öryggisrofi

áður 19.990.-

2.990

Hrærivél KM261 • 600w mótor • 4,3 lítra skál úr ryðfríu stáli • Hakkavél fylgir • Þeytari, hnoðari og hrærari fylgir • Gagnvirkur CD-ROM fylgir með 90 uppskriftum og á 11 tungumálum

kr

áður 3.990.-

29.990

kr

GOTT VERÐ

Handþeytari með skál HM3814 • 250w Mótor • 5 Hraðastillingar + Turbo • Standur og 3L skál fylgir

6.990

kr

GOTT VERÐ

Hrærivél KSM45 • 250 Wött • Hraðastillingar 1-10 Fylgihlutir: • Þeytari • Hrærari • Hnoðari • 4.8 lítra skál • Hveitibraut

59.990

kr

GOTT VERÐ

Brauðvél BM3991 • • • • • •

650w 3,3L fyrir 500g - 1000g brauð Alveg sjálfvirk 11 stillingar fyrir margvísleg brauð 3 Skorpu stillingar Heldur brauðinu heitu

12.990

kr

áður 19.990.-

Gildir til 1. desember á meðan birgðir endast.


56

tíska

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Star Wars-skór frá Adidas

Jólailmur frá Rihönnu Söngkonan Rihanna vinnur nú hörðum höndum að sínum öðrum ilmi sem væntanlegur er í desembermánuði, rétt fyrir jólin. Ilmurinn mun heita Rebelle og segir söngkonan þetta vera ilm sem

veitir konum aukinn kynþokka; á að vera rómantískur og dularfullur og laða til sín karlkynið. Ilmvatnsflaska Rebelle verður rauð, rómantísk og jólaleg, í laginu eins og fyrsti ilmur söngkonunnar, Reb'l Fleur. -kp

Gleðidagur á munaðarleysingjahælinu Í dag kvaddi ég munaðarleysingjahælið, þar sem ég hef verið að vinna síðustu vikur hér í Úganda, með heljarinnar kveðjupartíi. Við sjálfboðaliðarnir splæstum í sparimat handa börnunum, bökuðum kökur sem þau gæddu sér á og gáfum hverju einasta barni nýjan fatnað frá toppi til táar. Alls eru áttatíu og þrjú börn sem dvelja á heimilinu og það tók okkur heilan dag á markaðinum að finna fatnað fyrir þau öll. Stelpurnar fengu kjóla, pils, boli og skó og strákarnir stuttbuxur, boli og skó. Þetta var heljarinnar magn af fötum sem við fjárfestum í, en kostaði okkur lítið. Þegar kom að því að deila fötunum kölluðum við inn fimm börn inn í einu sem völdu sér klæðnað. Ekki var að sjá neina öfund, meting eða afbrýðsemi. Þau voru þakklát. Þökkuðu fyrir sig og dönsuðu, hoppuðu og sungu í nýju flíkunum.

Vorlínu Marc Jacobs stolið

Íþróttavörufyrirtækið Adidas kynnti í vikunni nýja skó sem eru sérstaklega ætlaðir Star Wars-aðdáendum. Útlitið er í stíl við þau föt sem Luke Skywalker, ein af aðalpersónum kvikmyndanna, klæddist. Línan samanstendur af aðeins tvennum skópörum; brúnum og grænum og í báðum pörunum má finna mynd af Luke á utanverðri tungunni. Skórnir verða seldir í verslunum Adidas í Bandaríkjunum og mun parið kosta um sautján þúsund krónur. -kp

Vorlína hönnuðarins Marc Jacobs, sem hann sýndi á tískupöllunum fyrr í haust í London, var stolið í vikunni úr höfuðstöðvunum Jacobs í London. Línan samanstendur af 46 fallegum flíkum sem metnar hafa verið á sjö og hálfa milljón króna. Hönnuðurinn er miður sín vegna þessa og hefur boðið vegleg fundalaun. -kp

Þriðjudagur Skór: Converse Buxur: Cheap Monday Peysa: Topshop Jakki: H&M Hálsmen: Topshop

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Kolla með börnum +a mundaðarleysingjahælinu. Ljósmynd/Haakon Broder Lund

Ljósmynd/ Nordicphotos Getty-Images

5

dagar dress

Mánudagur Skór: Rokk og rósir Sokkabuxur: Oriblu Stuttbuxur: Topshop Bolur: Gyllti Kötturinn Hálsmen: Marc Jacobs

Elísabet Gunnars í miklu uppáhaldi Arna Jónsdóttir er sautján ára nemi í Verslunarskóla Íslands. Samhliða náminu æfir hún ballett hjá Ballettskóla Sigríðar Ármann og kennir þar einnig ásamt því að kenna fimleika í Fjölni. „Ég myndi kannski ekki segja að ég sé með einhvern ákveðin stíl. Ég kaupi bara

Þetta var gleðidagur hjá krökkunum. Til tilbreytingar fengu þau eitthvað annað en maís og baunir í matinn. Sjö daga vikunnar, 365 daga ársins, í öll mál, er sá réttur á boðstólnum. Fötin sem þau eiga eru notuð frá eldri krökkunum og eiga þau enga persónulega hluti sem þau geta kallað sitt eigið. Þetta var í fyrsta skipti sem krakkarnir nutu sín í splunkunýjum fatnaði. Gleðidagur á munaðarleysingjahælinu.

Marc Jacobs.

fötin mín út um allt, þar sem ég finn þau. Ég dregst ekkert endilega að einhverri sérstakri búð en kannski svona í grunninn versla ég mest í Topshop, H&M og Monki. Einnig versla ég mikið á netinu og þá sérstaklega hjá Elísabet Gunnars. Hún er með rosalega flott föt og mikið úrval.“

Miðvikudagur Skór: Monki Stuttbuxur: Monki Skyrta: H&M Vesti: Vila Bolur: Topshop Trefill: H&M

Jólagjöfin í ár ár!! Umhverfisvænar og flottar töskur Gerðar úr sælgætisbréfum, tímaritum, dagblöðum, strikamerkjum o.fl. Fyrir hverja selda tösku er plantað tré Fair Trade framleiðsla

Varist eftirlíkingar! Töskurnar fást einnig í: Duty Free Fashion Store Fríhöfninni Hrím Akureyri Póley Vestmannaeyjum

www.kolors.is

Fimmtudagur Skór: Elísabet Gunnars Buxur: Topshop Bolur: Elísabet Gunnars Jakki: Gina Tricot Hálsmen: Indiska

Föstudagur Skór: Manía Buxur: Topshop Skyrta: Gina Tricot Loð: Elísabet Gunnars Hálsmen: H&M


NÝ SÝ

Ð Ú H A N M O K L L U F Á N eftir Hildi Ingadóttur snyrtimeistara

LOFORÐIN

ÁFERÐ

VISIONNAIRE ER EIN ÁHRIFAMESTA HÚÐLAGFÆRINGIN Á MARKAÐNUM. HÚÐSNYRTIVARA SEM ER SVO ÁHRIFAMIKIL AÐ HELMINGUR KVENNA VILJA EKKI GANGAST UNDIR FEGRUNARAÐGERÐIR EFTIR AÐ HAFA NOTAÐ DROPANA.

DROPAR MEÐ YNDISLEGRI SILKIÁFERÐ SEM SMJÚGA SAMSTUNDIS INN Í ÖLL ÞRJÚ LÖG HÚÐARINNAR. ÞÁ MÁ NOTA DAG OG NÓTT ALLAN ÁRSINS HRING.

ÁHRIFIN TÆKNIN

FYRSTA HÚÐSNYRTIVARAN MEÐ LR 2412 SEM Á ÁHRIFARÍKAN HÁTT ENDURSKAPAR FULLKOMNA HÚÐ. Í FYRSTA SINN HEFUR VERIÐ HANNAÐ MÓLEKÚL SEM SMÝGUR Í GEGN UM ÖLL ÞRJÚ LÖG HÚÐAR. Á LEIÐ SINNI NIÐUR Í HÚÐINA, HRINDIR ÞAÐ AF STAÐ KEÐJUVERKANDI VIRKNI VEFJAUMBREYTINGA.

LAGFÆRIR HRUKKUR, HÚÐHOLUR OG ÓJÖFNUR. HÁMARKS ÞOLGÆÐI - JAFNVEL VIÐ VIÐKVÆMT AUGNSVÆÐIÐ RANNSÓKNIR FRAMKVÆMDAR Á 800 KONUM, 4 HÚÐLITUM, Á ÖLLUM HÚÐGERÐUM EINNIG VIÐKVÆMRI HÚÐ.

LR 2412 SEM ER ÞRÓAÐ AF LANCÔME ER AFRAKSTUR 12 ÁRA RANNSÓKNA OG VERNDAÐ MEÐ EINKALEYFUM.

HILDUR INGADÓTTIR MÆLIR MEÐ VISIONNAIRE UMBÚÐIRNAR FALLEGAR LÚXUSUMBÚÐIR MEÐ PUMPU SEM SKAMMTAR NÁKVÆMLEGA ÞVÍ MAGNI SEM HÚÐIN ÞARFNAST.

ÞETTA ERU EINSTAKLEGA VIRKIR DROPAR SEM LAGFÆRA OG ENDURNÝJA HÚÐINA Á ÁHRIFARÍKAN HÁTT FYRIR FULLKOMNA HÚÐ ÁN HÚÐLÝTA. VERULEGA DREGUR ÚR HRUKKUM, HÚÐLÝTUM, DÖKKUM BLETTUM OG OPNUM HÚÐHOLUM. DROPARNIR HENTA KONUM Á ÖLLUM ALDRI OG UPPRUNA.

VISIONNAIRE (LR 2412 4%) DROPAR FRÁ LANCÔME ALGENGT VERÐ 30 ml 11.300 kr. / 50 ml 15.600 kr.


58

tíska

Helgin 25.-27. nóvember 2011

trend korselett

Leikkonan Kristin Bell.

Gefur vetrarfatnað til fátækra

Kynþokkafyllsti karlmaðurinn að mati tímaritsins People Magazine, leikarinn Bradley Cooper, eyddi 118 milljónum króna í vetrarfatnað handa heimilslausum í borginni Philadelphia á dögunum. Leikarinn fékk hugmyndina eftir að hann hafði gefið heimilislausum manni jakkann sinn, þakklætið var svo mikið að Cooper ákvað að ganga skrefinu lengra. Leikarinn keypti húfur, vettlinga, trefla, úlpur og skó í tugatali og vinnur hann nú að því að dreifa fatnaðinum meðal fátækra. -kp

Ofurfyrirsætan Heidi Klum.

BARNASTÍGVÉL St. 22-35 Verð 7.995

True Bloodstjarnan Anna Paquin.

Mikið úrval af barnaskóm

Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 www.xena.is St. 22-40 Verð 7.995

Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040

Korselett vinsæll samkvæmisfatnaður Korselett hafa verið vinsæl sem samkvæmisklæðnaður meðal íslenskra kvenna síðustu misseri. Stjörnurnar eru að sjálfsögðu duglegar að klæðast slíku enda leggja þær línurnar þegar tískan er annars vegar; svörtu, gegnsæu korselettin eru einstaklega vinsæl meðal þeirra. Svört pils, bæði síð og stutt, eru vinsæl við korselett og sokkabuxur eru nauðsynlegar undir þau hérna í veðráttunni á Íslandi.

Valin jólagjöf ársins í USA

25%

25% afsláttur til næsta mánudags

www.slap.is


tíska 59

Helgin 25.-27. nóvember 2011

Metalhálsmen áberandi

Eldhúsdagatalið 2012 Fallegt og fræðandi! Með myndum og nöfnum á yfir 200 ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum, baunum, hnetum og berjum – bæði vel þekktum og framandi. Skemmtilegt að skoða fyrir unga sem aldna.

Leikkonan Jessica Alba.

Raunveruleikastjarnan og tískugyðjan Oliva Palermo.

Gossip Girl stjarnan Leighton Meester.

Leikkonan Carey Mulligan.

Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is

Buxnamanía

20 %

-4

0%

af slá ttu r

Þröng metalhálsmen hafa verið gríðarlega vinsæl núna í haust bæði hér á landi og erlendis og fást þau í helstu tískuvöruverslunum á lágu verði. Stjörnurnar hafa að sjálfsögðu ekki látið þetta fram hjá sér og skarta slíkum hálsmenum á rauða dreglinum í stíl við dökkan og glæsilegan samkvæmisfatnað.

20-40% afsláttur af yfir 40 buxnategundum

Blómabörn barnafataverslun

Klæðileg og góð snið í stærðum 34-46.

með notuð barnaföt

Bankastræti 11 s: 5517151

Bæjarhrauni 2 Hafnarfirði S:4451401 Skoðaðu okkur á facebook

Vertu vinur okkar á Facebook Bókabeitan ehf. bókabeitan@bokabeitan.is - Sími: 588 6609


60

menning

Helgin 25.-27. nóvember 2011

leikdómur Svört kómedía hjá Leikfélagi Akureyr ar

Hjónabandssæla Lau 26 nóv. kl 20 Sun 27 nóv. kl 20

Ö

Fim 01 des. kl 20 Fös 02 des. kl 20

Ö

Hrekkjusvín – söngleikur – síðasta sýning Fös 25 nov kl 19

Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand Fim 24 nov kl 20.00 Fös 25 nov kl 22.30

Ö Ö

Lau 03 des kl 22.30 Lau 08 des kl 22.30

Gjafakort Borgarleikhússins – töfrandi stundir í jólapakkann Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)

Lau 26/11 kl. 14:00 21.k Sun 11/12 kl. 14:00 26.k Sun 27/11 kl. 14:00 22.k Lau 17/12 kl. 14:00 aukas Lau 3/12 kl. 14:00 23.k Sun 18/12 kl. 14:00 27.k Lau 3/12 kl. 17:00 aukas Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Sun 4/12 kl. 14:00 24.k Lau 10/12 kl. 14:00 25.k Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma

Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)

Lau 26/11 kl. 20:00 aukas Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Sun 27/11 kl. 20:00 9.k Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Sun 11/12 kl. 20:00 12.k Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir

NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)

Fös 25/11 kl. 19:00 15.k Fös 9/12 kl. 19:00 Lau 10/12 kl. 19:00 Fös 2/12 kl. 20:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011

Gyllti drekinn (Nýja sviðið)

Lau 26/11 kl. 19:00 7.k Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Sun 27/11 kl. 20:00 8.k Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Lau 10/12 kl. 20:00 Fim 1/12 kl. 20:00 9.k 5 leikarar, 17 hlutverk og banvæn tannpína

Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Lau 14/1 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Lau 21/1 kl. 14:00 Sun 22/1 kl. 14:00 Lau 28/1 kl. 14:00

Fös 16/12 kl. 20:00 13.k Sun 8/1 kl. 20:00

Fös 30/12 kl. 20:00

Sun 11/12 kl. 20:00 Fim 15/12 kl. 20:00 Fös 16/12 kl. 20:00

Elsku Barn (Nýja Sviðið)

Fös 25/11 kl. 20:00 2.k Lau 3/12 kl. 20:00 4.k Lau 17/12 kl. 20:00 Fös 9/12 kl. 20:00 5.k Fös 2/12 kl. 20:00 3.k Nístandi saga um sannleika og lygi. Hlaut 7 Grímutilnefningar á síðasta leikári

Jesús litli (Litla svið)

Lau 26/11 kl. 19:00 1.k Mið 30/11 kl. 20:00 5.k Lau 26/11 kl. 21:00 2.k Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Sun 27/11 kl. 20:00 3.k Sun 4/12 kl. 20:00 6.k Þri 29/11 kl. 20:00 4.k Mið 7/12 kl. 20:00 7.k Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010

Fim 8/12 kl. 20:00 8.k Sun 11/12 kl. 20:00 9.k

Eldfærin (Litla sviðið)

Sun 27/11 kl. 13:00 lokas Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri. Síðustu sýningar

Heimsljós (Stóra sviðið) Mán 26/12 kl. 19:30 Frums.

Sun 15/1 kl. 19:30 7.sýn

Mið 28/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 29/12 kl. 19:30 3.sýn Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Sun 8/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn Frumsýnt annan í jólum 2011

Svartur hundur prestsins (Kassinn)

Fös 25/11 kl. 19:30 25.s. Fös 2/12 kl. 19:30 28.s. Fim 1/12 kl. 19:30 27.s. Lau 3/12 kl. 19:30 29.s. Feykilega skemmtileg leikhúsupplifun!

Hreinsun (Stóra sviðið)

Fös 25/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 13.sýn Fös 2/12 kl. 19:30 11.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 14.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 12.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 15.sýn Atriði í sýningunni geta vakið óhug.

Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)

Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 14:30 Sun 27/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 14:30 Sun 4/12 kl. 13:00 Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 14:30 Lau 3/12 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 11:00 Aðventuævintýri Þjóðleikhússins sjöunda leikárið í röð!

Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn

Fös 9/12 kl. 19:30 30.s. Lau 10/12 kl. 19:30 31.s.

Fim 5/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 6/1 kl. 19:30 17.sýn

Lau 10/12 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 14:30 Sun 11/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 13:00

Allir synir mínir (Stóra sviðið) Lau 26/11 kl. 19:30 25.sýn Aukasýningar í nóvember!

Sun 27/11 kl. 19:30 AUKAS.

Stuðið vantaði

Þ

rátt fyrir haglega skrifað verk og nokkuð smellinn leik nær sýningin á Svartri kómedíu litlu flugi. Verkið er vel skrifaður farsi, sem hefur sannað sig víða, þar sem segir af óláni ungs pars í rafmagnsleysi í London – með kunnuglegum skammti af misskilningi og blekkingum í bland við líkamsmeiðingar og neðanbeltisgrín. Þarna er flest það sem góður farsi þarf til að bera – ekki síst klárir leikarar. Mér fannst þau hvert um mjög sjarmerandi og skemmtileg en samleikurinn og orkan í sýningunni hélt ekki athygli minni. Það sem maður yfirleitt upplifir

Þarna er flest það sem góður farsi þarf til að bera – ekki síst klárir leikarar.

Þóra Karítas Árnadóttir stal senunni þegar hennar karakter átti sín upphlaup.

sem ofsahlátur og hysteríuköst hjá áhorfendum á farsasýningum varð meira að brosi út í annað. Það vantaði stuðið í þetta. Af leikurum vil ég helst nefna Sunnu Borg sem var hreint frábær fröken Furnival og Árni Pétur Guðjónsson var skemmtilegur í hlutverki nágrannans Gorringe. Nýliðarnir Einar Aðalsteinsson og Anna Gunndís Guðmundsdóttir eru líka mjög fær og gaman að sjá þau á sviði. Guðmundur Ólafsson kann sínar gaman-tímasetningarnar upp á tíu og Þóra Karítas Árnadóttir stal senunni þegar hennar karakter átti sín upphlaup. Ívar Helgason leið þó fyrir óþjált og erfitt gervi og Gestur Einar Jónasson hafði úr litlu að moða – og þar sem maður átti alltaf von á honum datt botninn verulega úr gríninu kringum hann. Það hefði mátt huga betur að umgjörð sýningarinnar, útlit hennar er alltof heimóttarlegt fyrir hið glæsilega Samkomuhús Akureyringa. Hljóðmynd sýningarinnar (Gunnar Sigurbjörnsson) er næsta engin, lýsingin (Lárus H. Sveinsson) er krefjandi partur af sýningunni en hana mætti nota miklu markvissar og til að fegra sviðið fremur en hitt. Búningar og gervi (ODDdesign, Harpa Birgisdóttir) eru vel heppnaðir nema í fyrrgreindu tilfelli rafmagnsviðgerðarmannsins. Þýðing Eyvindar Karlssonar er áheyrileg og hæfilega skapandi. Leikstjórinn María Sigurðardóttir hefði gjarnan mátt gíra þennan ágæta farsa upp um nokkur orkustig, það er alveg innistæða fyrir því í verkinu og hjá leikurunum. Kristrún Heiða Hauksdóttir

Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 3/12 kl. 22:00 9.sýn

Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn)

Fös 25/11 kl. 22:00 Fös 2/12 kl. 22:00 TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! Síðustu sýningar!

4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti

LauAllar 10/12kvöldsýningar kl. 22:00

hefjast kl. 19.30

 Svört kómedía Eftir Peter Shaffer Leikstjórn: María Sigurðardóttir Leikfélag Akureyrar


ÞINGMENN! FJÁRLAGANNA!

Öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Hafið það í huga við afgreiðslu fjárlaga næsta árs. Höfnum uppsögnum og frekari niðurskurði.

Verjum velferðina!


62

dægurmál

Helgin 25.-27. nóvember 2011

tónleik ar Maríus Sverrisson stýrir kór og syngur

Söngur lyftir anda og sál atvinnuleitenda

Jeffrey Campbell fyrir stráka

Skófyrirtækið Jeffrey Campbell, sem hefur verið svo vinsælt meðal stelpna hér á landi síðustu mánuði, tilkynnti á miðvikudaginn síðasta að skólína fyrir karlmenn sé væntanleg í næsta mánuði. Línan mun heita The Damned og hefur fyrirtækið þegar kynnt nokkur pör. Þau eru litrík, öðruvísi og fjölbreytileg og þeir sem til þekkja sjá að innblástur er fenginn frá eldri hönnun á skóm fyrirtækisins. -kp

Fólk í atvinnuleit hefur sungið saman á námskeiði Hlutverkaseturs í samvinnu við söngskólann Domus Vox.

E

f fólk missir atvinnu sína er hætt við því að það einangrist og hætti að umgangast aðra. Við því hefur verið brugðist á ýmsan hátt og ein skemmtileg aðferð er að haldin hafa verið söngnámskeið fyrir atvinnuleitendur hjá Hlutverkasetrinu í samvinnu við söngskólann Domus Vox. Það er söngleikjastjarnan Maríus Sverrisson sem æfir kórana, en hann hefur verið búsettur í útlöndum í sautján ár og komið fram víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. „Ég hef dvalið hér heima síðasta árið og elska að vera hér,“ segir Maríus. „Mér finnst stórkostleg hugmynd að bjóða upp á þessi söngnámskeið. Við höfum verið með fjörutíu manna kóra – svo fær alltaf einn og einn atvinnu og það getur bæði fengið mig til að brosa og tárast: Gott að fólk fái vinnu en ekki gott fyrir kórinn að missa frábæra rödd!“ Maríus segir kóranámskeiðin hafa gert mjög mikið fyrir fólk í atvinnuleit. „Þetta eykur sjálfs-

Kjóll Pippu fáanlegur

Tískuvefsíðan Net-aPorter hefur hafið sölu á samskonar brúðarmeyjarkjól og Pippa Middleton klæddist við brúðkaup systur sinnar síðastliðin maí þegar Vilhjálmur Bretaprins gekk að eiga Kate Middleton. Pippa vakti óskipta athygli þá og hefur kjóllinn rokið út. Upphaflegi kjóllinn kemur frá tískuhúsinu Alexander McQueen en eftirlíkingarnar vitaskuld annarstaðar frá og eru mun ódýrari en við mátti búast. Aðstandendur síðunnar sjá fram á að kjóllinn muni seljast upp á skömmum tíma og hvetja konur til að fjárfesta í draumakjólnum sem fyrst. -kp

Veldu þér

sófa!

traust þeirra, hjálpar þeim að mynda ný tengsl, lyftir anda og sál og hvetur fólk til að fara út í lífið. Söngur er svo heillandi. Við höfum verið með blandað tónlistarprógramm og fæstir þeirra sem komið hafa á námskeiðin hafa áður sungið með kór. Þetta er annað námskeiðið okkar og ef þátttakan verður áfram svona góð verðum við með námskeið eftir áramótin. Í dag, föstudag, ljúkum við námskeiðinu með litlum stofutónleikum í Domus Vox að Laugavegi 114 klukkan 18.“ Maríus fyllti fyrir skemmstu tvívegis Café Rósenberg, þar sem hann flutti djass- og söngleikjatónlist ásamt Agnari Má Magnússyni píanista og fleiri tónlistarmönnum. Og hann er ekki alveg hættur: „,Nei, ég mun syngja á aðventutónleikum Domus Vox, sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 14. desember,“ segir hann. „Ég er svo mikið jólabarn að ég fer nú ekki að láta mig hverfa frá landinu mínu svona rétt fyrir jólin!“ -AKM

90

LYON BONN VERONA PARÍS PISA TORINO RÍN MILANO

teg und ir

VALENCIA VÍN ROMA ASPEN BOSTON DELUX BONN NICE

RÍN DELUX

VERÐDÆMI - TORINO SÓFI 2 SÆTI + 2 TUNGUR kR. 368.850 2 SÆTI + TUNGA 245.900 2 SÆTI + HORN +2 SÆTI kR. 317.900 Torino

boston

nice

Valencia

Vín

Betri Stofan

Gæði í gegn

Torino

aspen

dallas

basel

París lux

1. Veldu GeRÐ oG lenGd - 90 ÚTFÆRSluR í boÐi 2. Veldu áklÆÐi oG liT / Tau eÐa leÐuR. YFiR 2300 miSmunandi áklÆÐi oG liTiR í boÐi

3. Veldu aRma - 6 GeRÐiR í boÐi 4. Veldu FÆTuR - TRé, jáRn, kRÓm o.Fl. Patti verslun er húsgagnaverslun með 30 ára reynslu að baki á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, hornsófum og tungusófum nákvæmlega eftir máli og óskum hvers og eins.

Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað

basel Mismunandi útfærslur og áklæði hafa áhrif á endanlegt verð.

Plötudómar dr. gunna

OSLO BASEL

0árSaLA

3REYN

Maríus Sverrisson kórstjóri og söngvari er fluttur heim eftir sautján ára veru í útlöndum. Ljósmynd/Hari

HÚSGÖGN

Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is

Mesópótamía

 Sykur

Þú ert ekki sá sem ég valdi

Land míns föður



Einar Scheving



Gímaldin & félagar

Fréttatímanum er dreift á Eldgamla heimili á Í fremstu röð Sjúskað og Hljómsveitin Sykur mætir Ísafold höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausareffileg og örugg til leiks spennandi Þetta er sálumessa

á annarri plötu sinni um allt dreifingu land. á bæklingum Gímaldin (Gísli Dreifing MagnúsEinars til heiðurs pabba með sprellfjöruga og son) hefur sett saman sínum, Árna Scheving ognýjafylgiblöðum með Fréttatímanum er skemmtilega söngkombó til að flytja lögin 14 tónlistarmanni. Um leið er konu sem heitir Agnes á þessari plötu. Kombóið hagkvæmur kostur.platan óður til Eldgömlu Björt Andradóttir. Hún er er losaralega ferskt Ísafoldar, hins dásamlega góð bæði sem sexí-díva og skröltir á gíturum, Íslands, sem margir sjá í og sakleysis-popprödd trommum og allskonar hillingum þegar þeir dvelja og brestur í fimmta hljóðáleggi af sjúskuðu í útlöndum. Við erum að gír með mótor-munn öruggi. Gísli syngur ekki tala um Ísland fortíðarþegar síst varir. Sykur ósvipað og Megas pabbi innar sem finna má fyrir er poppað syntaband, sinn svo platan hljómar í gegnum svart/hvítar stílhreint og eitís og meira dálítið eins og Megas að ljósmyndir og ævagamlar eins og Sonus Futurae, fronta þjóðlagaproggútvögguvísur og þjóðlög. OMD og Human League gáfuna af The Fall. Mörg Einar og meðreiðarsveinar en Bloodgroup og FM frábær lög má hér finna og úr úrvalsdeild spinna til Belfast. Hér kunna menn nokkur ekki eins frábær. skiptis í kringum gamla til verka og búa til dúndur Sum fara troðninga og stöffið og spila frumgrípandi popp. Messy Hair, skipta um stefnu á miðri samin lög Einars við ljóð Reykjavík og Shed Those leið – önnur eru hefðþjóðskáldanna, sem fólk Tears hljóta að bruna upp bundnari – og sílspikaðir eins og KK, Ragnheiður alla hugsanlega lista á textarnir ýta undir hina Gröndal og sjálfur Raggi næstunni. Restin er gæða listrænu leikgleði. UmBjarna syngja. Þetta „albúm trakks“, Curling slagið er hins vegar frekar passar gríðarvel saman og 7 AM eru til dæmis glatað og vonlaust að og útkoman er angurvær snilldar-gáfumannapopp lesa textana. Þeir eru þó og seiðmögnuð. Flottar og með bleika þverslaufu. á heimasíðu Gimaldin svo vandaðar umbúðir ramma Það er opinbert: Sykur er Leitið upplýsinga maður reddar á sér.auglýsingadeild Þetta er svo inn hinn gullfallega kominn í fremstu röð! spennandi plata sem vex 3310 pakka.eða á Fréttatímans í síma 531 með hverri hlustun.

valdimar@frettatiminn.is



dægurmál

64

Lady GaGa opnar gjafavöruverslun Söngkonan Lady GaGa ákvað að opna stóra gjafavöruverslun í Barneys í New York nú rétt fyrir jólin þar sem hún selur allskonar skemmtilega muni sem tengjast henni sjálfri; skartgripi, barðamikla hatta, hárskraut, tónlist, sælgæti og fleira skemmtilegt má þar finna. Söngkonan segist ætla að hafa verðlagningu mjög sanngjarna. Lady Gaga fékk til liðs við sig fatahönnuðinn og vin sinn Nicola Formichetti

Helgin 25.-27. nóvember 2011

og listamanninn Eli Sudbrack til þess að hanna vörur og umhverfi verslunarinnar – segir hún að þetta hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Verslunin Barneys hefur ákveðið að gefa 25 prósent af allri innkomu verslunarinnar til Born this way-samtakanna sem Lady GaGa sjálf heldur úti ásamt móður sinni en þar er um að ræða sjálfstyrkingarsamtök fyrir börn. -kp

fíton Kröftugt blað

ólafur Már Ljómar á jólum

Jóladraumur rætist Ólafur Már Svavarsson lét áralangan draum sinn rætast nýlega þegar hann söng tíu ný íslensk jólalög inn á geisladiskinn Ljómandi jól.

M

ig hefur lengi langað til þess að gera þetta enda er ég mikill jólasveinn í mér,“ segir Ólafur sem heillaðist ungur af gömlum, amerískum jólalögum í anda þeirra sem Bing heitinn Crosby raulaði. „Ég er mjög hrfinn af þeim stíl og upphaflega var hugmyndin að fara með þetta alla leið á plötunni en niðurstaðan varð sú að þetta er meginþemað en svo fer ég aðeins í aðrar áttir líka.“ Þótt uppáhaldsjólalag Ólafs sé „Have Yourself a Merry Little Christmas“ segir hann að sér hafi lengi fundist vanta fleiri alíslensk jólalög í flóruna og hann hafi loks ákveðið að láta verða af því að gefa út jólaplötu. Hann Ólafur Már syngur hugljúf jólalög þar leitaði til þekktra lagahöfunda á borð sem jólandinn svífur yfir vötnum á við Gunnar Þórðarson, Magnús plötunni Ljómandi jól. Kjartansson, Ingibjörgu Þorbergs, Stefán Örn Gunnlaugsson auk þess sem hann á sjálfur lög á disknum. Á meðal textahöfunda eru svo Davíð Þór Jónsson, Jónas Friðrik, Kristján Hreinsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Ólafur segist vera sérstaklega stoltur af því að Maggi Kjartans hafi látið honum í té lagið Stefnumót. „Þetta er mjög gamalt lag sem hann samdi fyrir Ellý Vilhjálms sem ætlaði að syngja það en síðan varð ekki af því. Lagið hefur því legið í skúffunni hjá honum í mörg ár en hann ákvað að láta mig fá það.“ Ólafur hefur sungið um langt árabil en að mestu undir radar eins og hann orðar það og Ljómandi jól er fyrsta platan hans. „Ég tók þátt í einhverju Ídoli og hef mikið verið í brúðkaupssöngnum án þess að á því hafi borið. Og svo var maður í einhverjum böndum Fréttatíminn fös 25. nóv5x15-02.pdf 1 11/24/11 11:45 AM gamla daga.“ -þþ

Húmorinn er leiðarljós Arnar Úlfars og Stefáns Snæs enda benda þeir á að sannað hefur verið með vísindalegum aðferðum að fyndnar auglýsingar virka betur en aðrar. Ljósmynd Hari.

Gegnumgangandi húmor Fítonblaðið kemur út tíunda árið í röð á föstudag. Blaðið hefur áunnið sér sess sem hressilegt og vandað innlegg í umræðuna frá sjónarhóli auglýsingabransans en í blaðinu skellir starfsfólk auglýsingastofunnar Fíton á skeið í máli og myndum.

B

laðið er miklu stærra en það hefur verið áður og ég myndi segja að aldrei hafi verið jafn mikið í það lagt,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, textasmiður hjá Fíton. „Við erum að sjálfsögðu að vekja athygli á okkur með blaðinu. Það er náttúrlega eitt af markmiðunum,“ segir Örn Úlfar þegar hann er spurður hvort megintilgangur blaðsins sé að hnykla vöðvana og sýna hvað í Fíton býr. „Annað er kannski bara að reyna að stuðla að heilbrigðri umræðu um það sem er að gerast og nálgast það úr okkar átt.“ Örn Úlfar bendir einnig á að gaman sé að fletta eldri blöðum á þessum tímamótum enda komi þá á daginn að blöðin eru í raun áhugavert gagnasafn. „Í hverju blaði eru sýnishorn af því sem við höfum verið að gera það árið þannig að það sem var kannski mont á sínum tíma er orðið að gagnasafni – heimild um tíðaranda liðinna ára.“ Hefð er fyrir því að láta hvert blað hverfast um eitt meginþema og nú er það húmorinn sem Fítonsfólkið gefur gaum. „Það er gaman þegar við náum að láta þráðinn ganga í gegnum allt blaðið,“ segir Örn Úlfar

en meðal efnis er viðtal við hinn ástsæla leikara Árna Tryggvason og teiknarar stofunnar leika sér við að hanna auglýsinggar í kringum þekkta fimmaura brandara. „Þetta er árlegt teiknaraverkefni þar sem teiknararnir fá frjálsar hendur við að gera það sem þeim finnst skemmtilegt og sýna hvað þeir geta. Þetta er fjölbreytt verkefni og nú fékk fólk að velja sér fimmaura brandara til það vinna með.“ Örn Úlfar segir blaðið vera skemmtilegt verkefni sem brjóti aðeins upp hefðbundna vinnu á Fíton en blaðið er að sjálfsögðu unnið meðfram daglegum störfum. Þótt allir leggi sitt af mörkum hefur einn mest mætt á teiknistofustjóranum Stefáni Snæ Grétarssyni. „Hann hefur borið hitann og þungann af þessu og verið mikil aukavinna fyrir hann. Þótt allir eigi sitt í þessu þá er hann kóngur verkefnisins.“ Fítonblaðið kemur út í dag, föstudag, og þá verður kunngjört hvaða auglýsingar voru valdar fyndnustu auglýsingar Íslandssögunnar, það er að segja á auglýsingasögulegum tíma. toti@frettatiminn.is

Fjölbreytt námskeið að hefjast 28. nóvember

Nýtt á Íslandi: Zumba Toning Zumba partýið heldur C

M

Y

áfram í World Class og nú bætum við árangursríkri vaxtarmótun og styrktarþjálfun við einföld og skemmtileg dansspor.

CM

MY

CY

CMY

K

Zumba Gold er byggt á Zumba-fitness líkamsræktarkerfinu en sérsniðið og aðlagað fyrir eldri þátttakendur. Tímarnir eru byggðir á einföldum danssporum og styrktaræfingum í takt við skemmtilega suður-ameríska tónlist.

Önnur vinsæl námskeið: • 3x5 Súperátak • CrossFit • Fitnessbox • Kettlebells • Herþjálfun

3-5 vikna námskeið

Nánari upplýsingar og skráning á worldclass.is World Class Laugum Reykjavík • Kringlunni Reykjavík • HR Reykjavík • Spönginni Grafarvogi Dalshrauni Hafnarfirði • Ögurhvarfi Kópavogi • Turninum Kópavogi • Lágafellslaug Mosfellsbæ • Sundlaug Seltjarnarness Korthafar fá aðgang að Laugardalslaug, Lágafellslaug og Sundlaug Seltjarnarness

- HEILSURÆKT FYRIR ÞIG -


HARÐPARKET Ekki eyða tíma í áhuggjur af rispum og skemmdum í parketi. Við bjóðum uppá rúmlega 15 tegundir á lager af harðparket frá Balterio sem endist um ókomna tíð.

FÖÐURLANDIÐ AUGLÝSINGASTOFA

Út nóvember verður Balterio harðparketið á sérstöku kynningarverði með allt að 25% afslætti!! Mundu! ...við erum flutt á Suðurlandsbraut 20 Egill Ármason - Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík - Sími: 595 0500 - www.egillarnason.is Opnunartímar: Mánudaga - föstudaga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 11 - 15


66

dægurmál

Helgin 25.-27. nóvember 2011

lindex Ótrúlegar fyrstu vikur sænsku verslunarkeðjunnar hér á landi

Albert í viðtali við sænsku sjónvarpsstöðina SVT V

Eins og frægt er tæmdist verslunin fyrstu þrjá dagana. Þau urðu að loka. Nú getum við landsmenn notið jólaútstillingar sem Svíar sjá ekki fyrr en eftir nokkra daga. „Já, nú erum við aðeins á undan vegna góðra undirtekta.“ Fleira starfsfólk, nýr lager og glimrandi gangur. Albert veitti sænsku sjónvarpsstöðinni SVT viðtal á miðvikudag. Spurt var hvort Ísland væri að ná sér

ið hjónaleysin ætluðum að eiga stund saman þegar verslunin opnaði, enda höfðum við staðið á haus í undirbúningi og töldum að þá gæfist tóm, en svo er bara helmingi meira að gera,“ segir Albert Þór Magnússon sem á sænsku fatakeðjuna Lindex á Íslandi ásamt konu sinni Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur. Albert er kampakátur með frábærar viðtökur.

úr kreppunni? „Ætli það sé ekki tákn um nýja tíma að við erum farin að gera það sem aðrar þjóðir gera; versla, byggja upp og bæta við,“ segir Albert. Jólaverslun landans í útlöndum sé að flytjast heim. Þau Albert og Lóa eiga tvo stráka. „Sá eldri hefur endrum og sinnum hjálpað til í versluninni, þótt hann sé aðeins níu ára. Sá yngri er geymdur hjá ömmu og

Rappað að sjóarasið

Rithöfundurinn Eyvindur P. Eiríksson hefur gefið út á tveimur bókum, undir safnheitinu Sjálfgefinn fugl, smásögur sínar og leikrit. Leikritin og sögurnar spanna nokkuð langt tímabil og elstu smásögurnar eru frá þeim tíma er Eyvindur var að byrja að fikta við skrif en hann er nú að nálgast áttrætt. Honum var þá legið á hálsi fyrir að vera frekar orðljótur og jafnvel með klámkjaft sem skýrðist af því að hann notaðist við kjarnyrt sjómannamál sem hann kynntist á sjómannsárum sínum. Sonur Eyvindar, rapparinn, Erpur Eyvindarson, þykir með kjaftforari mönnum samtímans og í ljósi eldri verka föður síns reynir hann nú að

Albert og Lóa í Lindex. 1.000 gestir heimsóttu verslunina á miðvikudagsmorgun. Mynd/Hari.

afa í Vatnsholti, rétt utan við Selfoss.“ Fjölskyldan býr á Selfossi. „Ég hef nú ekki gist margar nætur þar síðustu vikur,“ segir Albert og hlær. „Þakklæti er eina orðið sem okkur kemur í huga til að lýsa hvernig okkur líður. Við hefðum ekki getað óskað eftir betri móttökum. Ég segi það eins og er. Þetta er hreint út sagt ótrúlegt.“ gag@frettatiminn.is

Eva Lind „Köttaður“ klippari

Stelpur eiga ekki að óttast lóðin skýra munnsöfnuð sinn með því að hann hafi erft hann í karlegg. Eyvindur segir þetta hins vegar af og frá og kjafturinn á syninum sé með öllu sjálfsprottinn.

Eva Lind Höskuldsdóttir klippir kvikmyndir og sjónvarpsþætti myrkranna á milli en notar sínar fáu frístundir til þess að lyfta lóðum í því sem kallast módel fitness. Hún fékk Edduverðlaunin fyrir klippinguna á Draumlandinu, vann með Valdísi Óskarsdóttur við klippingu Brims og er núna að klippa Áramótaskaupið. En í líkamsræktinni vill hún ekki vera of „köttuð“ og passar uppá mjúku línurnar.

F

Jójó mögulega á svið Nýjasta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, Jójó, hefur ekki aðeins fengið frábæra dóma gagnrýnenda heldur mun bókin mögulega verða sviðsverk að auki í náinni framtíð. Tekist hafa samningar milli réttindastofu Bjarts, útgefanda Steinunnar, og Borgarleikhússins, um að leikhúsið skoði hvort skáldsagan henti til leikgerðar. Það er einvalalið sem stendur að athuguninni, sami hópur og valdi óvæntasta hittara síðustu jólavertíðar, Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson, til uppsetningar en þar fer leikgerðarhöfundurinn Ólafur Egill Egilsson fremstur í flokki. Svar við bréfi Helgu verður einmitt frumsýnt í Borgarleikhúsinu í vor og er uppsetningarinnar beðið með mikilli eftirvæntingu.

yrsta módel fitness mótið á Íslandi var haldið árið 2006 en Eva Lind byrjaði að æfa í janúar á þessu ári og segist vera orðin alveg háð sportinu. „Ég keppti fyrst í apríl og þetta er orðið alveg sjúklegt áhugamál núna,“ segir Eva Lind sem keppti síðast á WBFF-mótinu í Hörpu í byrjun þessa mánaðar. „Ég ætla að keppa aftur í júní og stefni á að standa mig vel enda vonast ég til þess að geta einhvern tíma orðið atvinnumanneskja í þessu. Klippið hefur samt forgang og fitnessið er meira áhugamál en ég á mér mjög lítið líf fyrir utan vinnuna og æfingarnar.“ Vinnutími klipparans er óreglulegur og Eva Lind hefur svo mikið að gera núna að hún vinnur þrettán klukkustunda vinnudag og getur því lítið sinnt áhugamálinu. „Ég æfði tvisvar á dag í þrjá mánuði en nú næ ég ekkert að æfa og verð þá bara að borða hollt á meðan, þá hefur þetta ekki áhrif á formið. Ég vil vera með mjúkar línur og langar ekkert að vera helköttaður djöfull í drasl. Ég lyfti bara lóðum. Alveg stanslaust og brenni ekki neinu. Margir misskilja þetta og halda að maður eigi að vera á hlaupabrettinu eða skíðatækinu stanslaust. Ég rétt hita upp í fjórar mínútur

Nýtt lag Páls Óskars fyrir UNICEF

Strax eftir helgi fer í spilun glænýtt lag með konungi íslenskrar dægurtónlistar: Páli Óskari Hjálmtýssyni. Lagið er samvinnuverkefni hans og lagahöfundana í Redd Lights, sem hafa meðal annars samið vinsæl lög fyrir Steinda Jr. og Friðrik Dór, og er tileinkað Degi rauða nefsins, en þá fer fram landssöfnun fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stóri dagurinn er 9. desember. Páll Óskar fór fyrr í haust til Afríkuríkisins Síerra Leóne fyrir UNICEF og mun textinn að hluta til vera byggður á miklum áhrifum sem hann varð fyrir í ferðinni.

Hátíðarkörf ur

Ostabúðarinn ar

„Ég vil vera með mjúkar línur og langar ekkert að vera helköttaður djöfull í drasl.“

ef t ir þ ínu h öfð i Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772 og á ostabudin.is

Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00

OSTABÚÐIN

SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Eva Lind á WBFFmótinu í nóvember.

Þegar ég hef unnið með strákum eru alltaf pizzur eða Hlöllar í hádegismat eða jafnvel kleinuhringir,“ segir Eva Lind sem segist hafa frelsast þegar hún byrjaði að vinna með æfingarfélaga sínum, Eyrúnu Helgu, en þær klippa og lyfta lóðum saman í gríð og erg.

og afgangurinn fer bara í lyftingar. Þannig komst ég í það form sem ég er í.“ Eva Lind segir markmiðið með módel fitness ekki vera að massa sig þannig upp að kvenlegar línur hverfi. „Ég er alveg mössuð en samt mjúk. Ég er alveg með rass, mjaðmir og brjóst. Ég er ekkert köttuð og er hversdagslega bara eins og venjuleg stelpa en ef þú ferð með mér á æfingu þá sérðu hvað vöðvarnir tútna út. Sá er munurinn. Stelpur eru oft hræddar við að lyfta lóðum og halda að þær verði massaðar en ég er búin að æfa tvisvar á dag nánast síðan í janúar og ég er ekki meira mössuð en raun ber vitni. Margar stelpur þora bara ekki að koma við lóðin og maður er að reyna að laga þetta viðhorf vegna þess að það er í raun bara rugl að vera alltaf á hlaupabrettinu. Það er ekki rétta leiðin til þess að komast í form að mínu mati. Ekki nema auðvitað að þú sért rosalega þéttur, þá náttúrlega þarftu að brenna líka. En að mínu mati er þetta besta leiðin og það er varanleg losun á fitu að láta vöðvana éta þetta.“ Eva Lind lærði klippingu í Danmörku og fór síðan í tíu daga einkakennslu í New York. Hún útskrifaðist 2007 og hefur unnið í faginu síðan. Hún hefur meira en nóg að gera. Er núna að klippa Skaupið og stuttmynd. Hefur nýlokið við heimildarmynd og í byrjun næsta árs dettur bíómynd á klippiborðið. Hún er klippari hjá Kukli og telur sig heppna að hafa kynnst Eyrúnu Helgu Guðmundsdóttur þar. „Hún er eiginlega eini klipparinn á Íslandi fyrir utan mig sem hefur áhuga á þessu sporti þannig að við erum eins og síamstvíburar þessa dagana. Við erum báðar með próteindunka í vinnunni, borðum eftir klukkunni og erum saman á æfingum. Mér líður bara eins og ég hafi hitt sálufélaga minn. Það munar rosalega að eiga góðan æfingafélaga og við styðjum og hvetjum hvor aðra áfram.“ toti@frettatiminn.is


Kærkomin bók um uppeldi Hér fjallar Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og höfundur Hjallastefnunnar, um sitt hjartans mál – uppeldi barna. Hún fer yfir hin ýmsu viðfangsefni sem upp koma í lífi og samskiptum barna og foreldra, kennara og annarra sem annast

M

og umgangast börn.

SÖLULISTI ET

3. SÆTI N

M U N DSSO

FRÆÐIB G O

R KU Æ

HAND-

EY

1. SÆTI

Margrét Pála Ólafsdóttir Margrét Pála er löngu þjóðþekkt fyrir störf sín að uppeldisog menntamálum sem kennari, fyrirlesari, höfundur og álitsgjafi. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga á sviði jafnréttis- og uppeldismála svo og fyrir frumkvöðlastarf í skólastarfi.

bokafelagid.is

M U N DSSO

N

EY


HE LG A RB L A Ð

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

... fær Herdís L. Storgaard sem fékk í vikunni Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2011 fyrir óstöðvandi baráttu fyrir bættum slysavörnum, ekki síst í þágu barna.

um rk a.“ ve n ra an IG ta nt N Þ eis en MA m km ÉG af bó UM itt u ER „E enn ÜCH sp B

Ljósin tendruð á Oslóartrénu á sunnudaginn

Hrósið …

DYNAMO REYKJAVÍK

Ljósin verða tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli á sunnudaginn, kl. 16-17. Tréð kemur frá Finnerud og er rúmlega 12 metra hátt. Að venju verður það ljósum prýtt en nýjung er að jólastjarna verður á toppi þess. Tréð mun auk þess skarta jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í ár er það Leppalúði, sjötti óróinn í jólasveinaseríu félagsins. Allur ágóði af sölu hans rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Sextíu ár eru liðin síðan íbúar Oslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf. Toril Berge, formaður borgarstjórnarflokks Ven­ stre í Osló, færir Jóni Gnarr borgarstjóra og Reykvíkingum tréð. Sara Lilja Ingólfsdóttir Haug, átta ára norsk-íslensk stúlka, tendrar ljósin. Gunnar Halle, trompetleikari frá Noregi, leikur undir jólasöng Dómkirkjukórsins klukkan 16, að undangengnum jólatónlistarflutningi Lúðrasveitar Reykjavíkur sem hefst kl. 15.30. Gunnar Eyjólfsson leikari flytur kvæði um Leppalúða og Gói og Þröstur Leó flytja brot úr ævintýrinu um Eldfærin og Bauna­ grasið. Stúfur, Gluggagægir og Hurðaskellir koma í heimsókn en þeir hafa laumað sér í bæinn til að segja börnunum sögur og syngja jólalög. - jh

Listakvöld Baileys

Það verður glatt á hjalla í kvöld (föstudag) við Austurstræti, þar sem veitingastaðurinn La Prima­ vera var áður til húsa. Ölgerðin krýnir þá þrjár konur heiðurstitlinum Listakonur Baileys 2011 og afhendir hverri 100 þúsund krónur í styrk. Þetta eru þær Rakel McMahon, myndlistarkona, Hildur Yeoman, fatahönnuður og tískuteiknari og Saga Sig, tískuljósmyndari. Allar þykja þær hafa sett mark sitt á tísku og tíðaranda með heillandi listrænni sýn og verið öðrum ungum listakonum hvatning til frekari afreka, eins og segir í umsögn dómnefndar. Dagskráin hefst klukkan 20.30. Verk listakvennanna verða til sýnis og hljómsveitin Pascal Pinon spilar.

MIKIÐ ÚRVAL AF BARNASKÓM

ST 31-38 13.490,-

ST 24-30 11.490,-

fyrstu hæð

Sími 511 2020

Erum á

„Stenst saman m se ð þa burð við æpabest gerist í gl s.“ an tím sögum sam

ENT ARY SUPPLEM – TIMES LITER UM ÖSKU

NÝ BÓK YRSU! Mannlaus snekkja siglir inn í Reykjavíkurhöfn. Sjö manns er saknað og Þóra Guðmundsdóttir lögmaður rannsakar hvaða óhugnanlegu atburðir áttu sér stað um borð. „Náttúrutalent á sviði glæpasagna.“ – SPIEGEL ONLINE „Ég skil vel af hverju allir eru svona æstir út af glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur. Þær eru afar heillandi, ferskar og spennandi.“ – JAMES PATTERSON


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.