28 juni 2013

Page 1

andrea fatahönnuður framleiðir vinsæla kjóla og klúta

hinn síungi tinni er dyggðum prýddur

Bækur 54

Helgarblað

viðtal 24

Trúlofunarhringar Okkar hönnun og sérsmíði

jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind

28.–30. júní 2013 26. tölublað 4. árgangur

ókeypiS  viðtal Sölvi tryggvaSon

Var feiminn unglingur

Eldaði fyrir Bill Clinton

sölvi tryggvason fjölmiðlamaður lagði upp í tveggja mánaða ferðalag til asíu sem andlega vegferð til að kynnast sjálfum sér enn betur. Það sem hann lærði helst var að tengjast barninu í sjálfum sér. „mér líður eins og að á síðustu fimmtán árum hafi ég lifað fleiri en eitt æviskeið, slíkar breytingar hafa orðið á mínum högum. Þegar ég var unglingur var ég ofboðslega feiminn en í dag hef ég stýrt sjónvarpsþáttum í mörg ár. Þetta er því ég hef sífellt verið að stækka þægindarammann minn. í dag er gríðarlega margt sem ég treysti mér til að gera sem ég hafði aldrei kjark til að gera.“

Fékki nóg af New York og flutti í sveit

viðtal 18

Á karókíbar í köben Sigmundur Davíð brá sér á karókíbar kvöldið áður en hann hitti Helle ThorningSchmidt 2 Fréttir

Íslenskur jóga­ munkur

Ljósmynd/Hari

Edda Borg mEð Fyrstu sólóplötu sína - tónlistarhátíð í KEFlavíK: all tomorrow's partiEs - gönguFErðir - BíóumFjöllun

litrík hönnun í Hafnarfirði PIPAR\TBWA • SÍA • 131919

Einnig í Frét tatímanum í dag:

Stendur sterkari en krónan

síða 28

LYTOS útivistaskór – ný sending Nitron Þrír litir Stærðir 36–47 kr. 19.990

LeFlorians Turkis og fjólublár 36–42 Ljós og svartur 36–47 kr. 19.990

Mulaz Faz Brúnn Stærðir 41–48 kr. 29.990

Diðrik Sveinn Bogason yfirgaf fjölskylduna til að þjóna alheiminum 34 viðtal

Opið virka daga kl. 9.00–17.30

Hiker Top Brúnn stærðir 38–47 kr. 18.990

Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 S. 517 3900 w w w.flexor.is


2

fréttir

Helgin 28.-30. júní 2013

 Fjarskipti Frétt Fréttatímans um endalok símakleFa hreyFði við Fólki

Slegist um símaklefana Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is

„Eftir að fréttin birtist hjá ykkur í síðustu viku hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá fólki sem vill eignast símaklefa,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fréttatíminn greindi frá því í síðustu viku að allir símaklefar landsins verða teknir úr umferð í lok þessa árs. Símaklefunum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu árin og nú eru þeir ekki nema fjórtán eftir. Útbreiðsla GSM-síma þykir hafa gert þá óþarfa. Gunnhildur Arna segir að ýmis fyrirtæki, til að mynda auglýsingastofur, hafi lýst yfir áhuga á

að eignast símaklefa. „Og einstaklingar líka. Það var til dæmis einn sem vildi fá þetta í garðinn sinn. Svo vilja endurvinnslufyrirtæki álið í klefunum. Við skoðum þetta allt en það hafa engar ákvarðanir verið teknar um þessa góðu klefa,“ segir Gunnhildur. Hún segir að þó sé afráðið að einn símaklefi verði á kaffihúsi starfsmanna Símans, Kaffigarðinum. Fréttin um endalok símaklefanna hreyfði við fleirum en fólki sem vill eignast þá. Þannig hafa sumir ekki enn gefið upp vonina um að klefarnir fái að lifa áfram. „Það eru sum sveitarfélög sem vilja yfirtaka reksturinn á klefunum hjá sér. Það er í skoðun.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi Símans

Fjölmargir vilja eignast símaklefa en Síminn hefur ákveðið að þeir fari allir á haugana í árslok. Gunnhildur Arna segir málið í skoðun. Ljósmynd/Hari

 dægr advöl sigmundur davíð gaF sér tíma til að hlýða á lög

Útför Hemma Gunn í dag Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, verður jarðsunginn í dag, föstudag. Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15:00. Prestur verður séra Pálmi Matthíasson. Bein útsending frá jarðarförinni verður í Valsheimilinu að Hlíðarenda þar sem erfidrykkjan fer fram. Hemmi Gunn átti að baki farsælan feril í íþróttum og lék knattspyrnu með Val og tuttugu leiki með knattspyrnulandsliðinu, auk þess að leika nokkra landsleiki í handbolta. Síðar hóf hann störf hjá Ríkisútvarpinu, fyrst sem íþróttafréttamaður og hafði síðar umsjón með þáttunum vinsælu Á tali hjá Hemma Gunn. Hemmi starfaði lengi hjá Stöð 2 og

Bylgjunni auk þess að syngja inn á plötur og skemmta með Sumargleðinni. Að kvöldi útfarardags, klukkan 19:35, verður minningardagskrá um Hemma Gunn í Ríkissjónvarpinu þar sem sýndar verða svipmyndir frá athöfninni fyrr um daginn. Þar á eftir verður sýndur sjónvarpsþáttur um feril og lífshlaup Hemma þar sem sýndar verða myndir úr safni sjónvarpsins og viðtöl við ættingja hans og vini, samferðar- og samstarfsfólk. -dhe

Forsætisráðherrann á karókíbar í Köben

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra leit við á karókóbar á Strikinu kvöldið áður en hann fundaði með forsætisráðherra Dana. Aðstoðarmaður hans segir þá hafa hætt við að fá sér einn kaldan voru lítt hrifnir af því sem þeir heyrðu til að byrja með. Kraftmikill söngvari vakti síðan athygli þeirra.

n

Kvöldið áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hitti Helle og ræddi við hana um Evrópusambandið kíkti hann á karókíbar með aðstoðarmanni sínum. Mynd/Hari

okkrir hressir Íslendingar í Danmörku lögðu leið sína á karókíbarinn Sams Bar í Kaupmannahöfn á sunnudagskvöldið og hittu þar fyrir engan annan en forsætisráðherra Íslands, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Aðstoðarmaður hans, Jóhannes Þór Skúlason, segir að þeir félagarnir hafi litið þarna inn kvöldið áður en Sigmundur átti fund með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, og þeir hafði því ekki stoppað lengi. „Við fórum út til að finna okkur einhvern mat. Síðan gengum við þarna framhjá og datt í hug að fá okkur kannski einn bjór," segir Jóhannes. Þeim leist þó heldur illa á sönginn til að byrja með og ákváðu að fresta bjórnum, enda klukkan hvort eð er orðin margt. Hvorki Sigmundur né Jóhannes tóku lagið en þeir nutu söngsins í smá tíma. „Þarna komu síðan nokkrir skemmtilegar söngvarar og einn var alveg fáránlega góður,“ segir hann og er nokkuð viss um að sá hafi tekið lagið Walking in Memphis. „Þegar við erum á leiðinn út mættum við síðan söngvaranum og Sigmundur sagði við hann á ensku hvað hann hefði sungið vel.“ Það kom þeim síðan nokkuð á óvart þegar söngvarinn svaraði þeim brosandi á Íslensku: „Takk fyrir, Sigmundur!“ Kannski er ekki að undra að þarna hafi hópur Íslendinga verið enda er Sams Bar einn vinsælasti karókíbarinn í Kaupmannahöfn, á besta stað á Strikinu. Fyrsti karókíbarinn sem opnaður var í Danmörku árið 1989 hét einmitt Sams Bar en honum var lokað þegar annað útibú var opnað á Strikinu. Einhverjir Íslendinganna settu sig skjótt á biðlistann þegar þeir sáu Sigmund Davíð og ætluðu að syngja sérstaklega fyrir hann en forsætisráðherrann var farinn áður en röðin kom að þeim. „Við vorum að fara á fund um morguninn þannig að það þýddi ekkert að vaka frameftir,“ Jóhannes.

GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST

Sálfræðingafélagið skorar á stjórnvöld

nemendur muni skila sér í sparnaði ríkis til framtíðar, að ónefndum bættum lífsgæðum og betri líðan þeirra sem í hlut eiga,“ segir í tilkynningunni.

Sálfræðingafélag Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við þörf framhaldsskólanema fyrir sálfræðiþjónustu. Börnum í grunnskóla er tryggt aðgengi að sálfræðiþjónustu af hálfu sveitarfélaganna en þegar grunnskólanum sleppir er aðgengi að þjónustu lítið sem ekkert, hvorki í framhaldsskólunum né í heilsugæslunni. Þannig er staðan þrátt fyrir að börnin teljist ekki fullorðin fyrr en við 18 ára aldur. Í tilkynningu frá Sálfræðingafélaginu er bent á að fjárveitingar til framhaldsskóla á Íslandi eru minni en í mörgum OECD-löndum. „Margs konar tilfinningavandi eykst mjög á framhaldsskólaárunum og ljóst að dýrkeypt er, ef ekki er brugðist við honum með réttum hætti. Ef rétt er á haldið verður að telja líklegt að betra aðgengi að sálfræðiþjónustu við framhaldsskóla-

Aldurshópurinn 35 til 49 ára skuldar mest Samanlagðar skuldir fjölskyldna á aldrinum 35 til 49 ára eru um 43 prósent af heildarskuldum landsmanna, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Skuldir þessa aldurshóps höfðu þó dregist saman um 7,6 prósent á milli ára. Í lok árs 2011 skulduðu 19 prósent fjölskyldna á Íslandi ekki neitt. Af skuldsettum fjölskyldum skuldaði helmingur 6 milljónir króna eða minna og skulduðu 90 prósent skuldsettra fjölskyldna minna en 31,4 milljónir króna. Þeir aldurshópar fjölskyldna sem skulda minnst er fólk 29 ára og yngra og eldra en 67 ára. -dhe

U VELD GRILL T NDIS SEM E Ú OG Þ AR SPAR

Kraftmikið, meðfærilegt og frábærlega hannað gasgrill fyrir heimilið eða í ferðalagið Frábært á svalirnar eða á veröndina

49.900 Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga

www.grillbudin.is BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


ENNEMM / SÍA / NM56775

ið ý le N ðar na ar sp

Einn góðan veðurdag verður herbergið of lítið

50%

afsláttur af lántökugjöldum* og frítt greiðslumat

Húsnæðissparnaður Íslandsbanka Það kemur að því að þig langar að flytja að heiman. Hjá Íslandsbanka bjóðum við húsnæðissparnað fyrir ungt fólk sem er farið að búa sig undir framtíðina. Þú getur valið um tvo góða kosti, verðtryggðan sparnað sem hentar vel fyrir langtímasparnað eða óverðtryggðan sem hentar vel ef stefnt er á íbúðarkaup í náinni framtíð. Þegar komið er að húsnæðiskaupunum færðu frítt greiðslumat og 50% afslátt af lántökugjöldum* hjá Íslandsbanka.

Kynntu þér málið betur á www.islandsbanki.is/sparnadur eða í næsta útibúi Íslandsbanka. *M.v. vaxtatöflu Íslandsbanka 11.06.2013. Skilyrði fyrir afslætti af lántökugjöldum og fríu greiðslumati er reglulegur sparnaður sem nemur að lágmarki 5.000 kr. út binditíma reiknings. Lánveitingar eru háðar útlánareglum bankans hverju sinni.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Verðtryggður sparnaður

2,10%

Óverðtryggður sparnaður

4,50%

vextir*

vextir*

Hentugur sparnaðartími

Hentugur sparnaðartími

3 ár +

1,5 ár +


4

fréttir

Helgin 28.-30. júní 2013

veður

FöStudagur

laugardagur

Sunnudagur

suðvestanátt átt og skúrir suðvestanátt og skúrir um allt land, en þó þurrt austantil fram yfir hádegi. milt í veðri. dálitlar skúrir V-til á morgun, en skýjað með köflum a-lands og síðdegisskúrir á sunnudag.

9

13

14

10

elín björk jónasdóttir

14

11

14

15

11

10 10

11

vedurvaktin@vedurvaktin.is

13

10

11

V 3-10 m/s. skúrir og hiti 8-15 stig, hlýjast Na-laNds.

V 3-8 m/s. skýjað með köflum eN smá skúrir V-til. hiti 10-17 stig.

hæg sV-átt og skýjað eN síðdegisskúrir Víða um laNd. hiti 10 til 16 stig.

höfuðborgarsVæðið: V 5-8 m/s og skúrir. Hiti 9-13 stig.

höfuðborgarsVæði : V 3-5 m/s. skýjað og smá skúrir. Hiti 9 til 13 stig. .

höfuðborgarsVæði : V 3-5 m/s og skúrir síðdegis. Hiti 10 til 14 stig. .

 Skuldir Heimilanna Skuldar ar ber jaSt við dróma

Líður aftur eins og stofnanabarni eftir slaginn við Dróma Guðmundur Haraldsson segir að staða sín í baráttunni við Dróma og sinnuleysi yfirvalda minni sig á þá stöðu sem hann hafði þegar hann var barn á illræmdum vistheimilum ríkisins.

manntalið 1703 á heimsminjaskrá uNesCo UNesCo hefur samþykkt umsókn Þjóðskjalasafns um að manntalið 1703 verði sett á heimsminjaskrá. manntalið 1703 er líklega elsta manntal í heimi, sem enn er varðveitt, þar sem getið er allra þegna heillar þjóðar með nafni, aldri og stöðu. Það er einstök heimild um íslenskt þjóðfélag í upphafi 18.

aldar. ákvörðun um að taka manntalið spratt af bágbornu efnahagsástandi landsins og harðindum í lok 17. aldar. árni magnússon prófessor við kaupmannahafnarháskóla og Páll Vídalín varalögmaður fengu það verkefni að kanna ástand og efnahag landsins og taka manntal. Hagstofa íslands

gaf manntalið út í prentuðum heftum á árunum 1924-1947, sem síðar voru sameinuð í bókarform. árið 2001 var manntalið 1703 í fyrsta sinn birt notendum alnetsins á vef Þjóðskjalasafns íslands. Núna er stafræn gerð manntalsins á manntalsvef Þjóðskjalasafns, manntal.is

kalla eftir tillögum vegna Feneyjartvíærings 2015

Ferðaþjónustan leggst gegn einokun

Nýtt fyrirkomulag verður við val á fulltrúa íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2015. í fyrsta sinn er kallað eftir tillögum sem valið verður úr. með nýja fyrirkomulaginu er horfið frá því lokaða ferli sem hingað til hefur verið viðhaft við val á fulltrúa íslands að því er kemur fram í tilkynningu frá kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. ekki er óskað eftir ábendingum heldur samstarfsaðilum sem munu fylgja verkefninu eftir til enda og eru listamenn, sýningarstjórar, listfræðingar, söfn og sýningarstaðir sérstaklega hvött til að senda inn tillögur. Undanfarin ár hefur fagráð kynningarmiðstöðvarinnar valið fulltrúa íslands og mun nýja fyrirkomulagið ekki leysa fagráðið af hólmi, heldur veita fólki tækifæri til að koma verðugum verkefnum á framfæri. -dhe

samtök ferðaþjónustunnar skora á Vegagerðina að falla frá samningi við samband sveitarfélaga á suðurnesjum um almenningssamgöngur á milli suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Samningurinn felur m.a. í sér einkaleyfi á akstri á milli Flugstöðvar leifs eiríkssonar(Fle) og reykjavíkur og telja samtökin nauðsynlegt að fella það ákvæði niður þar sem ekki eru forsendur fyrir einokun á leiðinni, enda er samkeppni til staðar sem sinnir þjónustu við flugfarþega,“ segir í tilkynningunni. í áliti samkeppniseftirlitsins var mælst til þess að Vegagerðin taki samninginn þegar til endurskoðunar og stöðvi framkvæmd útboðsins. Það hefur innanríkisráðherra sömuleiðis gert.

15

%

m

ér er aftur farið að líða eins og stofnanabarni, segir Guðmundur Haraldsson. Honum finnst hann álíka vanmáttugur og bjargarlaus í viðureigninni við Dróma, fyrirtækið sem innheimtir kröfur hins fallna banka SPRON og hann var sem barn á vistheiminum íslenska ríkisins. „Ég virðist engan rétt hafa gagnvart Dróma. Þeir bera enga ábyrgð og fara eftir sínum geðþótta.“ Árið 2005 tók Guðmundur 12,6 milljóna króna myntkörfulán hjá SPRON til að endurfjármagna verðtryggð lán sem hvíldu á íbúð sem hann á í Kópavogi. Hann segir að sér hafi verið ráðlagt að taka lánið, það væri skynsamlegt. Enginn hafi varað við því að hætttulegt væri að skulda í erlendum myntum þegar tekjurnar væru í íslenskum krónum. Íbúðin er nú metin á svipaða fjárhæð og 2005 en lánið stendur í um 25 milljónum, að mati Dróma. Guðmundur, sem er búinn að borga um sjö milljónir af láninu, átti áður um helming af verði íbúðarinnar en sú eign er horfin. Hann berst enn við að standa í skilum en Hæstiréttur telur að lánið hafi verið löglegt. Guðmundur segir einkennilegt að sum af þessum lánum hafi verið dæmd lögleg en önnur ólögleg, þótt lánin séu með sömu uppbyggingu en eilítið mismunandi orðalagi í lánasamningum. „Þetta er klárlega mismunun en Hæstiréttur dæmir þetta svona,“ segir Guðmundur. „Ég hef enga leiðréttingu fengið," segir Guðmundur. Hæstiréttur telur að sams konar lán og hann tók lögleg. Hann gagnrýnir að hann hafi ekki fengið að vita þegar Drómi felldi einhliða niður samkomulag um að hann mætti borga 6.000 krónur á mánuði af hverri milljón meðan málið væri í bið. Nú séu innheimtuaðgerðir gegn fólki komnar í gang aftur af fullri hörku. Guðmundur er ekki einn þeirra 160 einstaklinga sem fengu endurútreikninga sem nú er búið að fella niður eins og sagt var frá í fjölmiðl-

guðmundur haraldsson starfar í hópnum samstaða gegn dróma og hefur ekki gefið upp von um að þeir sem drómi innheimtir skuldir hjá fái að njóta sömu réttinda og viðskiptavinir stóru bankanna þriggja. Mynd/Hari

um á dögunum. „Þetta er sagt löglegt og við sem neytendur virðumst ekki hafa nokkurn rétt. Það er brotið á mannréttindum okkar. Ég hef verið í fjárhagslegri gíslingu í á fimmta ár.“ Guðmundur segist orðinn langþreyttur á að bíða eftir því að skuldunautar Dróma fái að njóta sama réttlætis og þeir sem skulda stóru bönkunum – að ógleymdum almennu niðurfærslunum sem fólki er lofað af nýrri ríkisstjórn. „Ég er neytandi sem samdi við bankastofnun, sem var bæði undir eftirliti frá ríkisstofnun sem heitir FME, og starfaði í skjóli laga um neytendavernd. Bankinn brást og ríkið brást og lántakendur eiga að taka á sig allt hrunið og Drómi, sem er innheimtustofnun, innheimtir af fullri hörku. Þeir bera enga ábyrgð og sækja öll mál af hörku en ég þarf að sækja minn rétt og borga lögmanni 20.000 krónur á tímann til að verja mig." Þótt Drómi hafi samskipti við skuldara og annist innheimtu eru það ýmist erlendir sjóðir eða þá dótturfélög Seðlabankans og

Arionbanki sem eiga nú kröfurnar og fá peningana sem Drómi innheimtir, segir Guðmundur. Mikið hefur verið þrýst á stjórnmálamenn að tryggja skuldunautum Dróma sömu stöðu og það fólk hefur sem tók lán í stóru bönkunum þremur en án árangurs. Og Guðmundur segir að honum finnist hann aftur lentur í klónum á kaldlyndu og sinnulausu yfirvaldi, líku yfirvaldinu sem rak vistheimili barna hér á árum áður og tók þá Guðmund og bróður hans frá berklasjúkum foreldrum. Þá var foreldrunum bannað að heimsækja þá bræður af því að tilfinningasamband barnanna við foreldra sína væri of sterkt. Áratugir liðu áður en Guðmundur fékk sanngirnisbætur eftir dvölina á vistheimilinum og hann hefur ekki gefið upp von um að hafa líka sigur að lokum í baráttunni gegn Dróma, sem tekur mikið af tíma hans og annarra aðstandenda baráttusamtakanna Samstaða gegn Dróma. Pétur gunnarsson petur@frettatiminn.is

Drómi er slitastjórn fyrir SPRON og Frjálsa

aaf ölflusmlápakkttniungumr

Afslátturinn gildir út júní. Mjódd Álftamýri Bílaapótek Hæðasmára

Lyfjaval.is • sími 577 1160

Í vikunni kom fram að Drómi hafi sent um það bil 160 einstaklingum, sem fengið höfðu endurútreiknuð myntkörfulán í kjölfar árna Páls- laganna svokölluðu bréf þar sem endurútreikningurinn var afturkallaður. lánin yrðu innheimt í samræmi við upphaflegar kröfur. „Mín viðbrögð eru þau að mér finnst þetta algerlega með ólíkindum. mér er nánast orða vant yfir þessu og tel þetta algjörlega óásættanlegt,“ segir ásta sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara í samtali

við rúV um málið. Hún segir að drómi eigi að einbeita sér að því að gera kröfur á ríkið en ekki fjölskyldur og einstaklinga. drómi gegnir sama hlutverki og slitastjórnir bankanna; að gæta hagsmuna kröfuhafa sProN og Frjálsa fjárfestingarbankans með því að hámarka verðmæti eigna þrotabúanna. kröfuhafarnir, sem drómi vinnur fyrir, eru erlendar fjármálastofnanir, dótturfélög seðlabanka íslands og arionbanki. Þeir einstaklingar sem drómi hefur innheimt hjá gengis-

tryggð lán hafa lengi talið sig bera skarðan hlut frá borði og segjast ekki njóta fullra réttinda heldur hafi þeir mun lakari stöðu en lántakar stóru bankanna þriggja. lánin sem gömlu viðskiptabankarnir veittu eru ekki í umsjón slitastjórna heldur hluti af eignum nýju bankanna sem voru búnir til á rústum hinna gömlu. eins og kunnugt er var mjög misjafnt orðalag í lánasamningum myntkörfulánanna og hafa sumar tegundir þeirra verið dæmdar ólögmætar en aðrar ekki.


Átak gegn svartri atvinnustarfsemi Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Ríkisskattstjóri munu í sumar taka höndum saman á nýjan leik og ráðast í sérstakt átak til þess að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli. Fulltrúar aðilanna þriggja munu heimsækja vinnustaði, kanna aðstæður, veita ráðgjöf og fræðslu um viðeigandi reglur og lagaramma og hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að gera nauðsynlegar úrbætur ef þurfa þykir. Svört atvinnustarfsemi, undanskot á launatengdum gjöldum og brot á kjarasamningum eru skaðleg fyrir alla hlutaðeigandi og samfélagið í heild sinni. Hún eykur skattbyrði þeirra sem fara að settum reglum og kemur í veg fyrir að fyrirtæki geti keppt á jafnréttisgrunni. Það er ósanngjarnt að láta aðra borga reikningana sína. Athyglinni verður sérstaklega beint að litlum og meðalstórum fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum og nauðsynlegra úrbóta og leiðréttingar gjalda krafist þar sem við á. ASÍ, SA og RSK hvetja forráðamenn atvinnurekstrar í landinu til að hafa tekjuskráningu sína í lagi og alla starfsmenn skráða. Jafnframt að nota vinnustaðaskilríki þar sem það á við og fara að lögum um færslu bókhalds og skil á staðgreiðslu, virðisaukaskatti og öðrum lögboðnum gjöldum.


6

fréttir

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar

Færri fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða 105 miðað við 112, samkvæmt vef Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu fimm mánuði ársins urðu 459 fyrirtæki gjaldþrota sem er tæplega tólf prósentum minna en á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs þegar 521 fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta. Nýskráð einkahlutafélög í maí voru 189 sem er töluverð aukning frá maí í fyrra þegar 151 hlutafélag var nýskráð. Fyrstu fimm mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 853 sem er tæplega sextán prósenta aukning frá sama tíma í fyrra þegar 737 fyrirtæki voru nýskráð. dhe

Helgin 28.-30. júní 2013  golf 15 milljónum úthlutað til kylfinga ár hvert

Stofna afrekssjóð fyrir kylfinga Það spila um 40.000 manns á Íslandi golf og af þeim eru 17.000 skráðir í klúbba á vegum Golfsambands Íslands. Það er fjölgun upp á 75% á síðustu tíu árum. Með svo stóran hluta þjóðarinnar virka á völlunum er næsta skref, að sögn Harðar Þorsteinssonar framkvæmdarstjóra GSÍ, að Íslendingar nái inn á stóru atvinnumannamótaraðirnar utan landsteinanna. Auk þess sem hundrað ára bið eftir golfi á ólympíuleikunum verður á enda í Brasilíu eftir þrjú ár og aldrei að vita nema Íslend-

Ný kynslóð sólarkrema

ingur nái að tía boltann sinn upp á þessum stærsta íþróttaviðburði í heimi. GSÍ hefur því í samstarfi við Eimskip, Íslandsbanka, Valitor og Icelandair Group stofnað Forskot, Afrekssjóð kylfinga sem mun styðja við bakið á atvinnukylfingum jafnt áhugamönnum sem stefna á fremstu röð. Um 15 milljónum verður úthlutað hvert ár til að gera tveimur til fimm kylfingum auðveldara fyrir að helga sig sportinu og ná árangri utan landsteinanna. -hj

Allt að fimm kylfingar hljóta Forskot ár hvert og að þessu sinni voru það Axel Bogason, Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Þórður Rafn Gissurarson. Auk þeirra var Einar Haukur Óskarsson styrktur til góðra verka á sænsku Nordea mótaröðinni. Ljósmynd/Hari

 nýsköpun vinna salt úr Breiðafirði

„Ég bara elska salt” Garðar Stefánsson og Sören Rosenkilde eru afar metnaðarfullir og vilja breyta matarmenningu Íslendinga.

Félagarnir Garðar Stefánsson og Sören Rosenkilde eru miklir áhugamenn um góðan mat. Þeir hefja brátt framleiðslu á salti á Reykhólum við Breiðafjörð undir heitinu Norðursalt. Markmiðið þeirra er að steypa heimsmethafanum Maldon af stóli og gera besta flögusalt í heimi.

Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18 Sími 565 0500 • 897-1923

L ÍF RÆ N T DÚNDUR

Saltið mun einnig heita „Norðursalt“ á erlendum markaði.

Saltverksmiðjan á Reykhólum verður brátt tilbúin. Mynd/Hlynur Þór Magnússon

É Splunkuný sending

Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverlsun landins Ný verslun í göngugötu

g hef mikla ástríðu fyrir salti og saltframleiðslu, og er búinn að eyða löngum tíma í að kynna mér saltvinnslu. Ég bara elska salt,“ segir Garðar Stefánsson sem í næsta mánuði opnar saltverksmiðju á Reykhólum. Verksmiðjan heitir Norður & Co. en saltið verður nefnt Norðursalt. „Við viljum með nafninu leggja áherslu á að við erum norðarlega í heiminum og auðvitað á norðvesturlandi,“ segir Garðar en reiknað er með að stærstur hluti framleiðslunnar fari á erlendan markað og eru þegar hafnar þreifingar í þá veru. Þeir eru tveir félagarnir á bak við fyrirtækið, Garðar og Daninn Sören Rosenkilde. Þeir voru saman í námi í Árósum þar sem Garðar var í meistaranámi í markaðs- og nýsköpunarfræðum með áherslu á skapandi upplifun, og lokaverkefnið hans fjallaði um saltvinnslu á Íslandi. Fyrst eftir að hann kom heim stofnaði hann saltvinnslunna Saltverk Reykjaness ásamt öðrum félaga sínum leiðir skildu í haust og ákvað Garðar að fara í framleiðslu á Reykhólum. „Ég fékk fyrst áhuga á salti þegar ég flutti frá foreldrum mínum

og fór sjálfur að elda meira. Það heillaði mig hvað salt skiptir miklu máli í matargerð og ég fór að lesa mér til og horfa á sjónvarpsþætti um eldamennsku. Það er líka merkilegt hvað mismunandi salt gefur ólíkt bragð af matnum. Venjulegt borðsalt hreinlega eyðileggur matinn. Ég man þegar ég smakkaði fyrst Maldonsalt. Mér fannst áferðin á því alveg æðisleg. Maldon er núna heimsmeistari í flögusalti. Mér finnst flögusalt best og er viss um að ég geti gert betur en Maldon. Það er okkar markmið,“ segir Garðar kokhraustur. Hann bendir á að Maldon noti gas til að sjóða sjó við vinnsluna en Norðursalt verður unnið á umhverfisvænan hátt, sjó verður dælt upp úr Breiðafirði og hann eimaður með jarðhita. Bæði nýtir verksmiðjan heitt affallsvatn frá Þörungavinnslunni á Reykhólum og enn heitara vatn beint frá borholu. „Þetta verður flögusalt, svipað og Maldon nema að við höfum enn betra hráefni. Saltið verður með bragði af Breiðafirði sem í raun er sjávarfrumskógur norðursins. Sören er alinn upp á bóndabæ og hefur mikil tengsl við náttúruna.

Hann er giftur íslenskri konu og þegar þau bjuggu út í Árósum borðuðu þau oft með Garðari og hans konu. „Við erum hrifin af góðum mat og finnst gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir Sören. Þeir Garðar urðu miklir vinir, gerðust hlaupafélagar og komu til Íslands eftir nám með háleit markmið: „Okkur langar að breyta matarmenningunni á Íslandi. Við notum hráefni sem náttúran gefur okkur. Ég er alinn upp við að nýta það besta úr umhverfinu, hvort sem það er úr jörðu eða sjó. Þá getum við verið örugg um að gæðin eru í lagi,“ segir Sören og er ástríðan Garðar hefur engar áhyggjur af því að það sé ekki pláss fyrir fleiri en eina saltverksmiðju á Íslandi. „Hér eru um hundrað þúsund heimili. Síðan eru það öll veitingahúsin sem elda bæði ofan í Íslendinga og ferðamenn. Okkur finnst þetta gott salt og vonandi elskar fólk það líka,“ segir Garðar en hann reiknar með að Norðursalt verið komið á markað í júlí eða ágúst. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


REKSTRARLEIGA TOYOTA Ný þjónusta fyrir fyrirtæki

Nú býður Toyota fyrirtækjum nýja bíla á rekstrarleigu. Leigutíminn er 1 – 3 ár og á meðan hefur fyrirtækið bílinn til umráða gegn föstu mánaðargjaldi. Innifalið í mánaðargjaldi: • Afnot af bílnum • Smurþjónusta • Þjónustuskoðanir • 20.000 km akstur á ári. Gegn viðbótargjaldi má bæta við tryggingum, bifreiðagjöldum, vetrardekkjum og dekkjaskiptum. Kynntu þér rekstrarleigu Toyota hjá viðurkenndum söluaðilum.

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


8

fréttir

Helgin 28.-30. júní 2013

 góðgerðarmálefni aðildarfélög bandalags kVenna í reykJaVík

Söfnuðu 145 milljónum á síðasta ári Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is

Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík söfnuðu um 145 milljónum til ýmissa góðgerðarmálefna á síðasta ári, að því er kemur fram í ársskýrslu bandalagsins. Hæstu upphæðinni safnaði Hringurinn eða 135 milljónum. Barnaspítali Hringsins fékk 70 milljónir af þeirri upphæð í tilefni af 10 ára afmæli sínu og 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðsins. Hringurinn styrkti einnig ýmsar aðrar heilbrigðisstofnanir svo sem skurðstofu Landspítalans í Fossvogi, Háls- nef og eyrnadeild barna og Meðgöngu og sængurkvennadeild Landspítalans.

Önnur aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík styrktu ýmis málefni á árinu og má þar nefna sérdeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir fatlaða nemendur sem hlaut spjaldtölvu að gjöf frá kvenfélögum hverfisins. Kvenfélag Hallgrímskirkju veitti ungri stúlku í Kenýa styrk fyrir gervihandlegg auk þess sem Dyngjan, áfangaheimili fyrir konur, og Átröskunarteymi Landspítalans fengu styrki frá Hvítabandinu. Thorvaldsenssjóðurinn styrkti sykursjúk börn og unglinga til sumardvalar og Kvenfélagið Silfur styrkti Líf, styrkt-

arfélag kvennadeildar Landspítalans, svo nokkur dæmi séu nefnd. Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík eru fimmtán talsins og beita margvíslegum fjáröflunarleiðum, svo sem útimörkuðum, rekstri verslana, eins og Thorvaldsensbasarsins í Austurstræti og verslunar Hvítabandsins í Furugrund. Félögin halda happdrætti og bingó, ásamt því að selja kaffi, kökur og prjónavörur. Kvenfélagið Silfur, sem er yngsta félagið, hefur meðal annars haldið galakvöld og fatasölur í Kolaportinu í sinni fjáröflun.

Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Ingibjörg Birna Kjartansdóttir stjórna Bingói hjá kvenfélaginu Silfri þar sem safnað var fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans.

 Jafnréttismál agnés Hubert sérfræðingur HJá eVrópusambandinu

Vilja auka menntun Norðlendinga

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst. Ljósmynd/Hari

Menntamálaráðuneytið hefur sett af stað sérstakt tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi í samvinnu við Háskólann á Bifröst. Verkefni þetta er liður í átaki til þess að hækka menntunarstig í íslensku atvinnu-

lífi og eitt af nokkrum verkefnum sem sett voru af stað í framhaldi af kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í maí 2011 og ætlað er að stuðla að vexti og viðgangi atvinnulífsins. Meginmarkmiðið er að kanna þörf fyrir menntun

meðal einstaklinga og fyrirtækja í kjördæminu, stuðla að auknu samstarfi framhaldsskóla og háskóla á svæðinu, kanna þörf fyrir námsstyrki og þróa aðferðir við mat á fyrra námi og reynslu inn í hið hefðbundna skólakerfi. -sda

ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS

Lagasetning myndi ekki virka til að fá fleiri konur í raunvísindagreinar. Til þess henta átaksverkefni betur þó þau beri ekki alltaf tilætlaðan árangur. Agnés Hubert, jafnréttissérfræðingur hjá framkvæmdastjórn ESB, segir mikilvægt að konur taki þátt í hönnun tæknibúnaðar, meðal annars vegna þess að tækni sé hluti af daglegu lífi flestra. Ljósmynd/Hari.

- Hnappur sem getur bjargað þínu lífi og þinna nánustu.

Virk barátta og lagasetning Innan aðildarríkja ESB eru uppi áhyggjur af því hversu fáar konur sækja í nám í tæknigreinum. Agnés Hubert, jafnréttissérfræðingur hjá framkvæmdastjórn ESB, segir jafnréttismál alla tíð hafa verið hluta af sáttmálum sambandsins og að mikilvægt að eyða ríkjandi staðalímyndum um kynskiptar starfsstéttir.

V

Afar eru eitthvað sem allir ættu að eiga. Stundum er eins og þeir viti allt. Og ef þeir vita það ekki þá þegja þeir bara. Þeir leyfa manni að prófa borvél, kveikja í grillkolum og annað sem lætur mann halda að maður sé fullorðinn í smá stund. Þeir leyfa manni að fíflast. Svo þegar þeir hækka róminn þá verður maður aftur þægur, alveg um leið. Þegar einhver er leiðinlegur þá er alltaf hægt að hringja í afa.

Afar eiga að búa við öryggi.

ið höfum áhyggjur af því innan ESB hversu fáar konur sækja í nám tengt upplýsingatækni. Tækni er stór hluti af daglegu lífi flestra og konur ættu að sjálfsögðu að taka þátt í hönnun búnaðarins,“ segir Agnés Hubert jafnréttissérfræðingur hjá framkvæmdastjórn ESB en hún var stödd á Íslandi á dögunum á vegum Evrópustofu og hélt fyrirlestra í Reykjavík og á Akureyri. Agnés telur að upp að vissu marki sé hægt að stuðla að jafnrétti með lagasetningu eins og til dæmis hafi verið gert um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja. „Lagasetning myndi þó ekki virka á sama hátt til að fá fleiri konur í raunvísindagreinar. Til þess henta átaksverkefni betur þó að þau beri ekki alltaf tilætlaðan árangur. Eftir fjármálakreppuna er einmitt mjög mikilvægt fyrir okkur að vega og meta hvað virkar og hvað ekki svo fjármunum í þessum málaflokki sé vel varið.“ Í Fréttatímanum í síðustu viku kom fram að konur hafi aðeins verið um 13 prósent útskrifaðra úr háskólanámi í tölvunarfræði á Íslandi á síðustu fimm árum. Að sögn Agnésar hafa verið ýmis átaksverkefni á vegum ESB til að hvetja fleiri konur í vísindi almennt á öllum stigum menntunar. „Það eru ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir ríkjandi sem hafa þau áhrif að kynin halda sig innan

ákveðinna starfsstétta. Möguleikarnir ættu að vera öllum opnir, óháð kyni.“ Framkvæmdastjórn ESB stendur fyrir ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti. Meðal þeirra er átaksverkefnið Female Entrepreneurship Ambassadors en það felur í sér að konur sem stofnað hafa farsæl frumkvöðlafyrirtæki eru nokkurs konar nýsköpunarsendiherrar og hvetja aðrar konur til að stofna sín eigin fyrirtæki. Fulltrúar verkefnisins halda fyrirlestra í grunn- og mennta- og háskólum og deila reynslu sinni með það að markmiði að telja öðrum konum kjark til að feta sömu slóð. Frá stofnun Evrópusambandsins árið 1957 hafa sáttmálar þess kveðið á um launajafnrétti og hafa jafnréttismál verið meðal helstu stefnumála sambandsins. Þó er staðan sú að innan framkvæmdastjórnarinnar er einungis þriðjungur framkvæmdastjóranna konur eða níu af tuttugu og sjö. Agnés telur stöðuna óheppilega en að þó beri að hafa í huga að staðan núna sé mun betri en áður. „Aðildarríkin tilnefna sína framkvæmdastjóra sjálf en Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, hefur þrýst mjög á þau að tilnefna konur.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


HVAR OG HVENÆR SEM ER Með Arion appinu tekur þú stöðuna með einum smelli og borgar reikningana, hvar og hvenær sem er. Þú færð appið á Arionbanki.is.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 13 - 1 4 3 1

Skannaðu QR kóðann og sæktu appið frítt í símann þinn


10

fréttaskýring

Helgin 28.-30. júní 2013

 Barnavernd Þeir Sem vinna með Börnum Þurfa að Þekkja merki um ofBeldi og vanr ækSlu

Fyrstu viðbrögð eru mikilvægust Mikilvægt er að hlusta vel þegar barn greinir fyrst frá því að það hafi verið vanrækt eða beitt ofbeldi og forðast leiðandi spurningar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókinni Verndum þau sem er ætlað að leiðbeina fólki um hvernig skal bregðast við grun um ofbeldi eða vanrækslu gegn börnum og unglingum. Yfir tvö þúsund tilkynningar bárust Barnaverndarstofu á fyrstu þremur mánuðum ársins og er þetta 13% aukning frá fyrra ári.

S

tarfsfólk skóla, frístundastarfs eða ættingjar barna geta verið í þeirri stöðu að barnið ákveður að segja þeim frá því að það er vanrækt eða beitt ofbeldi. Miklu máli skiptir að bregðast rétt við þannig að barnið lokist ekki og þegi áfram yfir ofbeldinu. „Þau lokast ef þeim finnst fyrstu viðbrögð ekki rétt,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur hjá Barnahúsi. „Sum börn segjast hafa sagt frá áður en ekkert hafi verið á þau hlustað. Það skiptir öllu hvernig sá fyrsti sem þau segja frá bregst við. Stundum spyrja börnin sérstakra spurninga. Níu ára barn veit að snerting á kynfærum er óviðeigandi og ef það spyr hvort níu ára börn geti orðið ólétt þá þurfa þeir fullorðnu að átta sig á því að þetta

er skrýtin spurning og spyrja nánar af hverju barnið vill vita þetta og hvað það sé að hugsa,“ segir hún. Ólöf og Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræðingur hjá Barnahúsi skrifuðu bók um hvernig bregðast skal við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum og ber hún heitið Verndum þau. Bókin kom fyrst út árið 2006 en í vor kom út ný og endurbætt útgáfa þar sem meðal annars er gerð grein fyrir breytingum sem hafa orðið á réttarstöðu barna á þessum tíma. „Hugsunin á bak við bókina var að fólk þyrfti ekki að finna upp hjólið í hvert sinn sem grunur vaknaði um vanrækslu eða ofbeldi gegn barni,“ segir Ólöf en á sínum tíma voru það fulltrúar menntamálaráðuneytisins sem leituðu

Vinur við veginn

11 kg

2 kg 5 kg

10 kg

Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið

PIPAR\TBWA-SÍA - 131955

Einfalt, öruggt og þægilegt!

Smellugas

Fólk sem vinnur með börnum eru lykilaðilar.

til þeirra um að vinna fræðsluefni um þessi mál sem síðan varð að bók. Ólöf og Þorbjörg hafa einnig ferðast um landið og haldið á annað hundrað námskeið frá því hún kom út. Verndum þau er gefin út af Forlaginu í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Æskulýðsvettvanginn sem er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Ungmennafélags Íslands og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hún er unnin fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum, farið er yfir skyldur og ábyrgð þeirra ef þessi mál koma upp og hvernig skuli bregðast við. Bókin nýtist almenningi engu að síður enda gefur hún leiðbeiningar um hvernig eigi að lesa í vísbendingar um að barn sé beitt ofbeldi eða vanrækt auk þess sem þar er mikið af öðrum upplýsingum, svo sem um fyrirkomulag hjá barnaverndaryfirvöldum og ferli mála í refsivörslukerfinu. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Barnaverndarstofu ríflega tvö þúsund tilkynningar. Þar af eru 762 til-

Þegar barn vill tjá sig um ofbeldi eða vanrækslu er mikilvægt að vera tilbúinn til að hlusta þannig að barnið lokist ekki aftur. NordicPhotos/Getty

Úr kaFlanum: ViðBrögð Við oFBEldisFrÁsögn „Það mikilvægasta sem fullorðnir geta gert þegar börn og unglingar leita til þeirra er að hlusta á það sem þau hafa að segja. Ekki grípa fram í fyrir barninu heldur leyfa því að tala óáreitt þannig að óheft frásögn þess af atburði eða ástandi komi fram. Börn geta verið mjög áhrifagjörn þegar þau eru að segja frá og þess vegna er sérstaklega mikilvægt að yfirheyra þau ekki eða leiða þau áfram heldur hlusta vel. “ „Það er líka áríðandi að sýna ekki svipbrigði sem bera vott um hræðslu, vanmátt eða vanþóknum því slíkt getur aftrað börnum frá því að segja það sem þeim liggur á hjarta. Þetta skiptir sérstaklega miklu í ljósi þess að oft hafa börn beðið lengi eftir réttu tækifæri til að tjá sig og geta neikvæð viðbrögð af þessu tagi orðið til þess að þau þora ekki að segja frá.” „Mikilvægt er að hafa í huga að þagnarskyldan gildir ekki þegar barn greinir frá broti á barnaverndarlögum. Starfsmenn þurfa því að segja barninu að þetta sé „leyndarmál“ sem ekki megi þegja yfir og gera því grein fyrir að þú sem starfsmaður þurfir að fylgja ákveðnum reglum og verðir þar af leiðandi að fara með málið lengra. ... Gera þarf barninu grein fyrir að það sem er búið að gera því sé rangt og ekki því að kenna.” „Börn leika sér stundum í gegnum sorgina og áfallið. Þau leika það sem þau hafa orðið fyrir og þá má ekki stöðva leikinn því hann er þáttur í bataferlinu.”

kynningar vegna gruns um vanrækslu en 591 tilkynningar vegna gruns um að barn sé beitt ofbeldi. Þá bárust 756 tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns sem talið var stofna sjálfu sér eða öðrum í hættu. Aukning hefur orðið á heildarfjölda tilkynninga og er það til marks um að fólk sé meðvitaðra um þessi mál. Algengt er að börn sem verða fyrir ofbeldi leiti til aðila sem þau treysta í sínu nánasta umhverfi til að segja frá, til að mynda kennara, skátaforingja eða starfsmanni í dægradvöl. „Fólk sem vinnur með börnum eru lykilaðilar. Ef þeir skilja ekki það sem börnin gefa í skyn eru líkur á að ofbeldið haldi áfram. Með því að fólk sé meðvitað minnka líkur á að barnið verði fyrir enn meiri skaða,“ segir Ólöf. Hún leggur sérstaka áherslu á að alls ekki skuli spyrja börnin lokaðra og leiðandi spurninga, það er spurninga sem hægt er að svara með já eða nei. „Það þarf að sýna börnunum að þú sért tilbúin til að hlusta,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Tilkynningar til Barnaverndarstofu Fyrstu þrjá mánuði ársins Tilkynnandi Barnið sjálft Foreldrar barns Aðrir ættingjar Nágrannar Önnur barnaverndarnefnd Starfsmenn félagsþjónustu Lögregla Skóli Leikskóli/gæsluforeldri Læknir/heilsugæsla Aðrir Samtals

2012 12 174 98 123 43 67 791 271 34 149 117 1.879

2013 18 167 98 176 61 48 853 321 34 201 144 2.121

Ólöf Ásta Farestveit, uppeldisog afbrotafræðingur hjá Barnahúsi


livin

style g wit

h

Útsalan..... er í fullum gangi

1. júní - 7. júlí

25-50% afsláttur Komdu og gerðu frábær kaup sendum um allt land

ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 www.ILVA.is laugardag 10-18 sunnudag 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30


12

fréttir

Helgin 28.-30. júní 2013

 Heilbrigðismál Takmarkið að minnk a áHrif ójöfnuðar á Heilsu

Aukin menntun, betri lífsgæði, lengra líf Heimsþekktur prófessor í faraldsfræðum og lýðheilsu segir að samband heilsu og menntunar sé sterkara á Norðurlöndunum en á Bretlandi. Þeir einstaklingar sem hafa meiri menntun eru heilsuhraustari og hafa betri lífslíkur. Sir Michael Marmot heldur fyrirlestur á lýðheilsuráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag, föstudag.

Sir Michael Marmot segir að almennt haldi fólk að fátækt fólk búi við verri heilsu en aðrir sem ekki eru fátækir en niðurstöður hans benda til þess að sambandið sé ekki svo einfalt. Hvernig fólk skynjar sína eigin félagslegu stöðu og hvort það telji sig stjórna sínu eigin lífi skiptir miklu máli. Myndir/NordicPhotos/Getty

PANTAÐU BIÐPÓST FYRIR SUMARFRÍIÐ! Með biðpósti sleppurðu við að pósturinn hlaðist upp heima hjá þér meðan þú ert í fríi. Pantaðu biðpóst á www.postur.is eða á næsta pósthúsi og þú velur hvar pósturinn þinn bíður eftir þér.

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA

www.postur.is

É

g hef ekki séð rannsóknar- það eykur stjórn og ánægju,“ segir gögn frá Íslandi, en gögn frá Sir Michael. Svíþjóð, Noregi, Danmörku Niðurstöður Sir Michael benda og Finnlandi benda til þess, eins og einnig til þess að þegar einstaklinggögn frá öðrum löndum hafa gert, um finnst þeir ekki stjórna lífi sínu að þeir einstaklingar hafi það bein neikvæð sem hafa meiri menntáhrif á líffræði líkamun eru heilsuhraustari ans. Þeir sem eru verr staddir í samfélaginu og hafa betri lífslíkur,“ eru líklegri til þess að segir hinn heimþekkti prófessor í faraldsfræðfá ákveðna tegund sjúkum og lýðheilsu við Unidóma en aðrir. Þá sjúkversity College Londdómar og dánarorsakir on (UCL) Sir Michael sem hrjá þá sem eru verr Marmot. „Þess vegna staddir félagslega segir tel ég mjög líklegt að Sir Michael vera frekar við myndum sjá sviptengda lífstíl og nefnir aðar niðurstöður á Ís- Sir Michael Marmot hann krabbamein í maga landi. Sambandið á milli og lungu, sykursýki, heilsu og menntunar er sterkara á sjúkdómar sem tengjast áfengisNorðurlöndunum heldur en í Bret- neyslu, sem og geðræna sjúkdóma. landi en ég spái því að Ísland myndi koma svipað út og hin Norðurlönd- Áríðandi að byrja í uppeldi barna in.“ Sir Michael er aðalfyrirlesari á Í skýrslu sem Sir Michael vann fyrir ráðstefnunni „Áhrifaþættir á heilsu breska ríkið „Fair Society Healthy og vellíðan- frá rannsóknum til að- Lives,“ skilgreinir hann þá þætti gerða“ sem haldin er í dag í Háskól- sem hann mat mikilvægasta til að anum í Reykjavík. bæta félagslega stöðu einstaklinga í bresku samfélagi. Sir Michael segStjórn á eigin lífi eykur lífsgæði ir stærsu þættina sem áhrif hafa á Sir Michael segir að almennt haldi félagslega stöðu einstaklingsins fólk að fátækt fólk búi við verri vera þroskaferli í æsku, menntun, heilsu en aðrir sem ekki eru fátæk- tekjur (lágmarkstekjur), góð lífskilir en niðurstöður hans benda til yrði sem og umhverfi og neysluþess að sambandið sé ekki svo ein- mynstur (til dæmis reykingar og falt. Hvernig fólk skynjar sína eigin áfengisdrykkja). „Þessir þættir eru félagslegu stöðu og hvort það telji mjög tengdir og þó svo að fjárhagur sig stjórna sínu eigin lífi skiptir fólks sé mjög mikilvægur þá skiptir miklu máli að mati Sir Michael. miklu máli hvernig honum er ráðHversu mikið fólk hefur á milli stafað,“ segir Sir Michael. handanna skiptir verulegu miklu Í sömu skýrslu eru talin upp sex máli upp á ákveðnu marki en aðrir markmið sem Sir Michael leggur þættir skipta einnig miklu máli. „Að mikla áherslu á. Segir hann að samhafa stjórn á lífi þínu og tækifærin félög eigi að vinna að því að stefna sem þú hefur til að taka fullan þátt í á að ná þeim markmiðum og oft á samfélaginu hefur mikil áhrif á lífs- tíðum sé íhlutun ríkistjórna eða líkur og lífsgæði fólks,“ segir Sir opinberra stofnana nauðsynleg. Markmiðin séu að veita hverju Michael. Sir Michael segir að því meiri barni besta umhverfið til þess að stjórn og því fleiri möguleika sem þroskast, að veita börnum allan fólk hafi til að lifa hamingjusömu mögulegan stuðning svo að þau lífi því betri heilsu hafi það. Niður- njóti sinna hæfileika til fullnustu og stöður lýðheilsurannsóknar sem muni geta stjórnað lífi sínu í framframkvæmd var í Svíþjóð benda til tíðinni, að stuðla að atvinnusköpun, þess að lífslíkur þeirra sem hafa að stuðla að heilbrigðu líferni allra doktorspróf eru betri en þeirra sem í samfélaginu, að skapa heilbrigt eru með meistarapróf óháð tekjum umhverfi og samfélög og að styrkja þeirra. fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir slæma „Ég held að við þurfum að hugsa heilsu. um menntun á að minnsta kosti tvo Segir Sir Michael að takist samvegu og til þess getum við borið félögum að minnka áhrif ójöfnuðar saman fólk með háskólagráðu og á heilsu muni þau hagnast efnafólk án hennar. Í fyrsta lagi gerir hagslega þegar kostnaður vegna aukin menntun fólki það kleift í nú- áhrifs ójöfnuðar á heilsu minnkar. tíma samfélagi, að fá betra starf, að Dæmi um slíkan kostnað er minni afla meiri tekna, og þar af leiðandi framleiðni, minni skatttekjur, hærri að búa í betra umhverfi. Líklegt er framfærslustyrkir frá hinu opinbera að þeir einstaklingar séu við betri og aukinn kostnaður samfélagsins heilsu. Í öðru lagi þá er fólk með í heild vegna áhrifa ójöfnuðar á meiri menntun hæfara til að tak- heilsu. ast á við lífið og einstaklingur með doktorspróf hefur meira frelsi til að María Elísabet Pallé velja hvernig hann hagar lífi sínu og maria@frettatiminn.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-1548

Reykjavík vill bæta lýðheilsu

Embætti landlæknis og Reykjavíkurborg hafa ákveðið að hefja samstarf til heilsueflingar og aukinnar lýðheilsu á Íslandi þar sem eitt markmiða er að greina ójöfnuð til heilsu á Íslandi. Dagur B. Eggertsson formaður borgaráðs segir að samstarfið sé nýtt en áhugi fyrir „heilsuborgarstefnumörkun“ hafi lengi verið til staðar. Samstarfið mun leggja áherslu á heilsueflandi samfélag, heilsueflandi skóla og aukinn jöfnuð. Dagur segir að stórt skipulagsverkefni sé komið af stað og margir sérfræðingar á sviðinu, arkitektar, skipulagsfræðingar og verkfræðingar muni vinna að því að hverfisskipulagið stuðli að heilsueflingu íbúanna. Dæmi um þá þætti sem Dagur nefnir í Dagur B. Eggertsson þessu samhengi eru umhverfisþættir eins og mengun og vatn, umhverfi sem stuðlar að hreyfingu, útivistarsvæði, aðstaða fyrir hljólreiðafólk og æfingaðstaða. Dagur segir að Reykjavíkurborg hafi nú þegar gert ráð fyrir hátt í 2 milljörðum í uppbyggingu sundlauga og hjólreiðarstíga á næstu þremur árum. Til þess að efla skóla borgarinnar segir Dagur að stefnt sé að því að flestir leik- og grunnskólar taki þátt í samstarfsverkefninu um lýðheilsu fyrir lok ársins 2015 en til þess að auka menntun borgarbúa og minnka atvinnuleysi muni stórt menntunarúrræði verða sett af stað í borginni þar sem Landlæknisembættið mun veita sérfræðiaðstoð.


Útsölu Allt að

70%

afsláttur

brjálæði Útsalan er hafin hjá okkur! Komdu og gerðu góð kaup fyrir alla fjölskylduna og heimilið. Fullt af flottum vörum með góðum afslætti.

Kíktu við.

smaralind.is Opið: Virka daga 11-19 Fimmtudaga 11-21 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 13-18 Finndu okkur á


14

viðhorf

Helgin 28.-30. júní 2013

Vikan í tölum

29,3 prósent landsmanna eru með áskrift af Stöð 2 samkvæmt rannsókn Pipars upp úr lífsstílskönnun Capacent. Árið 2005 voru 49,9 prósent landsmanna áskrifendur Stöðvar 2.

Atvinnulífið kallar eftir tækni- og raungreinamenntuðu fólki

Fjölga þarf nemendum í verk- og tækninámi

S

Samfélag sem byggir á hátækni krefst fjölgunar nemenda í verk- og tæknimenntun. Því þarf að hvetja ungt fólk til að leggja stund á raun- og tæknivísindi og velja sér starfsvettvang á þessum sviðum. Meðal þess sem fram kom í nýlegum tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld var að efla þyrfti og auka áherslu á gæði menntunar, einkum á sviði raungreina og nýsköpunar. Þá þurfi að fjölga kennslustundum í raungreinum. Þetta á við hvort heldur horft er til verkog tæknináms á framhaldsskólastigi eða háskólastigi. Mikilvægt er að ungt fólk geri sér Jónas Haraldsson grein fyrir því að iðn- og jonas@frettatiminn.is tæknimenntun á framhaldsskólastigi veitir aðgang að fjölbreyttum störfum og góðum launum. Atvinnulífið hefur tekið við sér eftir áfall hrunsins. Því er aukin eftirspurn eftir iðnaðarmönnum í fjölmörgum greinum. Jafnframt ber að hafa í huga að iðnmenntun er góður grunnur að frekar framhaldsnámi. Háskólamenntuðu tæknifólki, sem lokið hefur iðnmenntun, stendur fjölbreytt starfsval til boða. Að efla verk- og tæknimenntun er mikilvægt hagsmunamál atvinnulífsins. Það kallar eftir tækni- og raun-

greinamenntuðu fólki. Verkefnið snýr því beint að samtökum þess. Samtök atvinnulífsins hvöttu fyrirtæki nýverið til að taka þátt í að efla verk- og tæknimenntun með því að kynna atvinnulífið fyrir nemendum og kennurum grunn- og framhaldsskóla. Viðbrögð við hvatningunni voru jákvæð og fyrirtækin brugðust fljótt við kallinu. Á síðu samtakanna segir að um fimmtíu fyrirtæki hafi þegar lýst yfir áhuga á að efla starfsmenntun og fleiri geti bæst í hópinn. Þar segir síðan: „Til að skólar útskrifi fólk með þekkingu sem nýtist í atvinnulífinu þurfa börn og unglingar að skilja í hverju störf eru fólgin og hverju þau skila. Til að nemendur fái nauðsynlega tengingu við fjölbreytt störf, með sérstakri áherslu á verk og tækni, þurfa þau að fá tækifæri til að komast í raunverulega snertingu við atvinnulífið í landinu. Fulltrúar fyrirtækja þurfa líka að eiga þess kost að skiptast á skoðunum við skóla um áherslur í skólastarfi sem efla áhuga nemenda á atvinnulífinu og hjálpa þeim að velja meðvitað við hvað þeir ætla að starfa síðar á lífsleiðinni.“ Getið er um ýmsa möguleika um framlag fyrirtækjanna sem getur verið að halda kynningu í skólum á hlutverki fyrirtækis í samfélaginu og störfum sem þar eru unnin, að taka á móti nemendum í starfskynningar, að þróa stutt starfsnám í samstarfi við skólann eða

gefa nemendum verkefni til úrvinnslu sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Aðkoma stjórnvalda að eflingu tæknimenntunar er mikilvæg. Fylgja þarf eftir vinnu sem kynnt var á liðnu hausti um tímasetta áætlun um eflingu verk- og tæknináms á framhaldsskólaog háskólastigi. Á kynningarfundi kom fram að hlutfall framhaldsskólanema í verk- og tækninámi sé 33 prósent en stefnt er að því að það verði 40 prósent árið 2020. Hlutfall háskólanema í tæknigreinum er nú 9,3 prósent en stefnt er að því að það verði 16 prósent árið 2020. Kallað var eftir aðgerðaáætlun í samráði við skóla og aðila vinnumarkaðarins og kynningu á náms- og starfsmöguleikum sem til staðar eru. Jafnframt þurfi að auka hlut þessara greina í aðalnámskrá grunnskóla og leggja áherslu á samvinnu skóla og atvinnulífs. Mikilvægt er að vekja áhuga kvenna ekki síður en karla á tækninámi. Fram kom í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag að konur eru aðeins 13 prósent útskrifaðra tölvunarfræðinga á Íslandi síðustu fimm ár, 44 á móti 333 körlum. Mikil eftirspurn er hins vegar eftir konum í forritun og upplýsingatækni og þær geta, eftir því sem þar kom fram, valið úr verkefnum. Ímynd tölvunarfræðinga kann að hafa sitt að segja um að konur fara síður í þetta nám. Þeirri ímynd þarf að breyta.

mitsubishi.is

MITSUBISHI OUTLANDER Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn

Eyðir aðe ins frá 5,5 l/100 km.

70

sæti hefur Ísland stokkið upp um síðasta árið á styrkleikalista FIFA undir stjórn Lars Lagerbäck. Liðið var í 131. sæti fyrir ári síðan en er nú komið í 61. sæti. Ofar hefur Ísland ekki verið síðan árið 2004.

459

urðu gjaldþrota hér á landi fyrstu fimm mánuði ársins. Það er tæplega tólf prósenta fækkun frá sama tímabili í fyrra.

2.000

kríupör og rúmlega það verptu á Seltjarnarnesi í ár að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Mjög gott varp, segir Jóhann Óli.

500

fangar hafa verið teknir af lífi í Texas eftir að dauðarefsing var tekin þar upp að nýju árið 1976.

350

laxar eru komnir á land í Norðurá og er hún aflahæsta á landsins sem stendur.

Outlander kostar frá

5.990.000 kr.

Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur

Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja akstursupplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmdaog auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Má bjóða þér sæti? Sala og endurnýjun áskriftar- og Regnbogakorta er hafin.

Dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar á næsta starfsári er fjölbreytt og forvitnileg. Áskrift er góð leið til að tryggja sér öruggt sæti og ríflegan afslátt. Þú getur valið á milli fjölbreyttra tónleikaraða Sinfóníunnar eða sett saman þína eigin tónleikaröð með Regnbogakortinu. Endurnýjun og sala nýrra áskrifta á tónleikaraðir starfsársins 2013/14 er hafin í miðasölu Hörpu og í síma 528 5050.

Gula röðin

Rauða röðin

Græna röðin

Litli tónsprotinn

Kynntu þér dagskrána á www.sinfonia.is og tryggðu þitt sæti. Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


16

viðhorf

Helgin 28.-30. júní 2013

Kröfur mæðra til sjálfra sín

Erfið börn og hamingjan

S

tundum fallast manni hend­ ur þegar kemur að uppeldi barnanna. Þannig líður mér þessa dagana. Af öllum börnunum mínum á ég eitt sem reynir mest allra á þolrif mín. Hún er sjö ára sjarma­ tröll og orkubolti sem erfði skapgerð­ ina hennar mömmu sinnar. Þetta er í annað sinn á þessum sjö árum sem ég er gjörsamlega ráðþrota. Hinu Sjónarhóll skiptinu hef ég sagt frá hér í þessum pistlum. Það var um jólin þegar hún var að verða þriggja ára – og fékkst engan veginn til að klæða sig á að­ fangadagskvöld né heldur að setjast við matarborðið með fjölskyldunni (það var kornið sem fyllti mælinni eftir afar Sigríður krefjandi aðventu sem ein­ Dögg kenndist af mótþróaköstum tveggja ára barnsins). Auðunsdóttir Ég hef sem betur fer lært sigridur@ það að ég er ekki góð í öllu. Ég frettatiminn.is er til dæmis ekki mjög góð í að halda rútínu, ég er ekki flínk í að fara snemma á fætur á morgnana og mér gengur ekki vel að skipuleggja fram í tímann. Þegar upp koma tímabil þegar börnin (lesist: þetta tiltekna barn) verða sérstaklega krefjandi (lesist:

óviðráðanlegt) dett ég umsvifalaust í þann fúla pytt að trúa því að það sé al­ farið því að kenna ­ því ég sé svo vond mamma. Ég þreytist ekki að minna mig á hvað ég sé léleg í að halda rútínu (börnin þurfa skipulag), hvað mér finnst erfitt að fara fram úr rúminu á morgnana (ætti að vera búin að öllu áður en börnin vakna) og hvað ég á erfitt með að skipuleggja mig fram í tímann (óvæntir atburðir koma börn­ unum úr jafnvægi). Við foreldrarnir tókum okkur saman fyrir fáeinum vikum og settum upp neyðaráætlun sem okkur hefur tekist nokkuð vel að fylgja eftir. Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að koma reglu á háttatímann hafa morgnarnir ekkert skánað. Hver einasti dagur hefst á átökum þó svo að kröfurnar séu þær sömu dag eftir dag: klæða sig, borða morgunmat, bursta tennur og fara í útifötin. Loks gáfumst við upp og ákváðum að leita okkur hjálpar. Ég fór á fund með skólastjórum sem sýndu mér þvílíkan skilning að mér fannst ég ekki lengur óhæf móðir. Þær sögðu mér ennfremur að mæður væru ansi gjarnar á að kenna sér um. Reynsla þeirra væri hins vegar sú að oftast væru mæðurnar að gera flestallt rétt

(auðvitað aldrei allt) – sum börn væru einfaldlega meira krefjandi en önnur, hvort sem yfir þau næði einhver grein­ ing, eða ekki. Í framhaldinu fengum við tíma hjá sálfræðingi skólans sem gaf okkur góð ráð og sagðist myndi hefja strax í haust vinnu við að kanna hvort barnið (og foreldrarnir) þyrfti sérstaka hjálp – og þá hvaða. Þegar ég fór að spjalla við eina sam­ starfskonu mína um barnauppeldi eitt hádegið í vikunni komst ég að því að hún hefur átt við svipaða erfiðleika að stríða. Hún fékk aðstoð fyrir barn sitt hjá barnalækni fyrir fáeinum árum og ástandið lagaðist til mikilla muna. Samstarfskona mín hefur ekki séð sér fært að ræða þessa erfiðleika við nokk­ urn mann til þessa. Hún hefur þess í stað burðast með þá tilfinningu að hún sé óhæf móðir. „Mikið er ég fegin að heyra þig segja þetta,“ sagði hún þegar ég lýsti því að ég kenndi eigin annmörkum um hve barnið mitt væri krefjandi. Mæður nú til dags þurfa dálítið að sitja undir því að þær séu sífellt kvart­ andi yfir því hve börnin þeirra séu erfið. Þær séu allt of gjarnar á að grípa til lyfjagjafar og allt of mörg börn séu með hvers kyns greiningar. Ég minni sjálfa mig til að mynda stöðugt á að

ömmur mínar áttu mun fleiri börn en ég og unnu jafnframt fulla vinnu með­ fram heimilisstörfum og uppeldi. Ekki kvörtuðu þær undan erfiðum börnum svo ég viti til. En það er ekki það með sagt að börnunum hafi öllum liðið vel. Ömmur okkar þökkuðu eflaust fyrir það eitt að börnin lifðu af enda sjálfar af kynslóð sem alin var upp í skugga mikils ungbarnadauða sem hér var um miðja og ofanverða nítjándu öld. Kröfurnar eru aðrar í dag. Við ger­ um þær kröfur til okkar sem foreldra að búa börnum okkar sem best vega­ nesti út í lífið. Umræðan um einelti er til að mynda hávær og sá varanlegi miski sem börn geta hlotið af þeim völdum. Okkur ber skylda til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til að börnin séu hamingjusöm, að þeim líði vel. Við erum komnar lengra en formæður okkar hvað það varðar. Við þurfum sem betur fer ekki að óttast um líf barnanna okkar alla jafna. Þess í stað óttumst við um hamingju þeirra. Og það er skylda okkar – því öðru­ vísi gætum við ekki reynt að stuðla að henni með öllum tiltækum ráðum. Það má tala um erfið börn. Ég hef ekki brugðist sem móðir þótt ég eigi erfiða dóttur. Ég er einfaldlega vak­ andi yfir velferð hennar og hamingju.

Af öllum börnunum mínum á ég eitt sem reynir mest allra á þolrif mín. Hún er sjö ára sjarmatröll og orkubolti sem erfði skapgerðina hennar mömmu sinnar.

Besti barnamatseðillinn ( í bænum )

80 ára reynsla í framleiðslu á barnamat!


GERÐU FRÁBÆR KAUP!

AFSLÁTTUR Gildir til 12 september.

eyri Akur og á umar! s í


18

viðtal

Helgin 28.-30. júní 2013

Breiðholtsstrákurinn sem fékk nóg af New York og flutti upp í Borgarfjörð Árni Ólafur Jónsson vildi verða kokkur en ákvað að feta í fótspor foreldra sinna og læra viðskiptafræði. Hann sá eftir því og lét á endanum drauminn rætast. Eftir að hafa starfað á fínum veitingastöðum á Manhattan lét Árni slag standa og flutti upp í Borgarfjörð með vinafólki sínu til að gera matreiðsluþætti. Úkoman er hinir frábæru þættir Hið blómlega bú þar sem Árni heillar áhorfendur með einlægum áhuga sínum á sveitinni og því sem hún gefur af sér. Fréttatíminn heimsótti Árna og samstarfsfólk hans í Árdal.

Í

matreiðsluþáttunum Hið blómlega bú segir af borgarbarninu Árna Ólafi Jónssyni sem hættir í vinnu sem kokkur á Manhattan og flytur upp í sveit heima á Íslandi. Árni er staðráðinn í að lifa af landinu í Borgarfirðinum og kynnast matarmenningunni í sveitinni. Hann er afar einlægur í nálgun sinni á þetta verkefni og þættirnir eru bráðskemmtilegir. Óhætt er að fullyrða að Árni Ólafur sé betri sendiherra fyrir sveitir landsins en Guðni Ágústsson og flestir síðustu landbúnaðarráðherrar okkar til samans. Við það að horfa á þættina kviknar löngun til að rækta grænmeti og ávexti, gera tilraunir í eldhúsinu með íslenskar afurðir og láta loksins verða af því að ná sér í skrokk í haust. Geri aðrir betur.

Djúpsteiktir túnfíflar með hunangi

Fréttatíminn heimsótti Árna og búið blómlega á dögunum. Það er á bænum Árdal í Borgarfirði. Þar voru þættirnir teknir upp síðasta sumar og eftirvinnsla þeirra hefur sömuleiðis að mestu farið fram þar. Í Árdal tók Árni á móti okkur ásamt hinum aðstandendum þáttanna, Bryndísi Geirsdóttur framleiðanda, og Guðna Páli Sæmundssyni leikstjóra. Og þar var ekki komið að tómum kofanum. Þremenningarnir reiddu fram mikla veislu sem samanstóð að mestu af vörum og afurðum úr sveitinni. Árni bakaði pönnukökur og með þeim var boðið upp á rjóma frá Erpsstöðum. Guðni Páll handþeytti. Með dýrindis brauði var boðið upp á ost frá Erpsstöðum og pylsur sem þremenningarnir gerðu sjálfir í fyrrahaust. Úr grísunum sem þau héldu á bænum. Þá voru á boðstólum dýrindis sultur frá Hundastapa. Rúsínan í pylsuendanum voru þó túnfíflarnir. Guðni Páll tíndi þá í túnfætinum og snyrti til fyrir Árna sem djúpsteikti þá í tempura. Fíflarnir djúpsteiktu voru afar gómsætir með smá skvettu af hunangi frá Rauðsgili ofan á.

Mikil tækifæri í sveitinni

„Við Bryndís höfum bæði mikinn áhuga á mat og matargerð. Okkur finnst gaman að elda góðan mat,“ segir Guðni Páll þegar við erum sest niður við veisluborðið. Þau segja að kokkaþættir í dag snúist allir um að matreiðsla sé fljótleg og einföld. Þau hafi hins vegar viljað gera þátt þar sem áherslan væri á hráefnið og uppskriftir unnar frá grunni. Í fyrsta skipti sé vaxin úr grasi kynslóð fólks sem hafi enga tengingu við landbúnað og upplagt sé að veita henni innsýn í sjónvarpi. „Ég er frá Reykholti hér í Borgarfirði. Meira að segja, okkur sem búum í

Árni Ólafur Jónsson hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Hið blómlega bú. Þættirnir eru teknir upp í Árdal í Borgarfirði. Ljósmyndir/Hari

sveit en erum ekki bændabörn, vantar sum tengsl við sveitastörfin,“ segir Bryndís sem segir forvitni hafa rekið þau áfram. „Þó veruleiki bænda og neytenda sé ólíkur fara hagsmunir þeirra saman,“ segir Bryndís sem er dóttir hins þjóðkunna Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti. Eftir að hafa búið í höfuðborginni og í Bologna á Ítalíu kveðst Bryndís sannfærð um kosti íslensku sveitarinnar. „Það eru mikil tækifæri í sveitinni, maður sér það eftir að hafa verið hér í ár. Það er hægt að byggja upp áhugaverð fyrirtæki hér.“

Bryndís og Guðni Páll eru hjón og höfðu þau gengið með hugmynd að þættinum í maganum lengi. Í heil tvö ár höfðu þau augun opin fyrir stjórnanda þáttarins og hentugum stað fyrir tökur. Þau hittu Árna í áramótaveislu hjá sameiginlegri vinkonu og lentu á eins og hálfs tíma spjalli um mat og matarhefðir. Í kjölfarið ákváðu þau að halda matarboð og halda spjallinu áfram. Og matarboðið varð nokkuð skrautlegt. „Það byrjaði klukkan fimm og forrétturinn var borinn á borð klukkan átta. Aðalrétturinn kom á borð um miðnætti og eftirrétt-

urinn fjögur um nóttina,“ segja þau og hlæja að minningunni. Árni segir að í þessu matarboði hafi Guðni Páll og Bryndís sagt sér frá hugmyndinni um þáttinn. „Já, og Árni sagðist alveg vita um rétta fólkið fyrir okkur til að stjórna honum. Hann sá sig ekki alveg í því hlutverki,“ segir Guðni og hlær.

Bjó til salat fyrir Bill Clinton

Árni Ólafur Jónsson er 33 ára gamall. Hann Framhald á næstu opnu


20

15

afslátt % ur

afslátt % ur

Ferskir

í fiski

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Ungnauta hamborgari, 200 g

298 375

kr./stk.

kr./stk.

rum

e Við g

20

% ur t t á l s f a

e prim a b Lam

8 9 7 2 3498

g kr./k

g kr./k

Laxaflök, beinhreinsuð

g

ir þi a fyr

meir

2195 2598

30

kr./kg

kr./kg

% ur t t á l s f a

ill r! Grm a

su

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Grísalundir

1998 2598

ísleAðeins nsk k t í k jöt jö

kr./kg

kr./kg

20

tbo rði

Ungnauta piparsteik

2998 4349

kr./kg

kr./kg

afsláttu% r

Helgartilboð!15 Piparostur

15

229

% tur t á l s af

afsláttu% r

Rauð paprika

598

449 499

kr./kg

689 kr./kg

kr./stk.

275 kr./stk.

kr./pk.

kr./pk.

15

% r afsláttu

15

Greens maísstönglar, hálfir

419 498

afsláttu% r

kr./pk.

kr./pk.

Þykkvabæjar fors. grillkartöflur, 750 g

Apríkósur, 500 g

Breiðholtsbakarí Bláfjallabrauð

269 325

kr./stk.

kr./stk.

Kexsmiðjan, vínarbrauð

389 445

kr./pk.

kr./pk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

15

% afsláttur

349

kr./pk.

415 kr./pk.

Coke ferðafélaginn, 12 x 33 cl

998 1176

kr./pk.

kr./pk.


20

viðtal

Helgin 28.-30. júní 2013

Land Cruiser 150 GX 3000 Dísil, sjálfsk. 7 manna. Á götuna: 21.10.11 Ekinn 38.600 km.

Verð: 9.690.000 Raðnr: 999041

3ár 75%

lítrar

3ár 75%

lítrar

8,1 CO2

213g

RAV4 GX 2000 Bensín, sjálfsk. Á götuna 31.05.12 Ekinn 31.500 km.

Verð: 5.250.000 Raðnr: 998943

7,6 CO2

177g

Prius Plug-in 1800 Bensín/rafmagn sjálfsk. Á götuna: 03.07.12 Ekinn 4.100 km.

Verð: 5.390.000 Raðnr.: 999114

4ár 75%

2,1 CO2

lítrar

49g

P Bryndís Geirsdóttir framleiðandi, Guðni Páll Sæmundsson leikstjóri og Georg sonur þeirra ásamt Árna í Árdal. Georg fagnaði tveggja ára afmæli sínu þegar Fréttatímann bar að garði.

Auris Hybrid 1800 Bensín/Rafmagn sjálfsk. Á götuna 17.11.10 Ekinn 48.000 km.

Verð: 3.450.000 Raðnr: 999117

2ár 75%

4,0 CO2

lítrar

89g

P

Urban Cruiser 1400 Dísil, beinsk. 4WD Á götuna 14.06.12 Ekinn 29.600 km.

Verð: 3.820.000 Raðnr: 999186

3ár 75%

4,9 CO2

lítrar

130g

Yaris Hybrid 1500 Bensín/Rafmagn sjálfsk. Á götuna 17.08.12 Ekinn 11.400 km

ingastað Árna. „Ég bjó til salat fyrir Bill Clinton. Dóttir hans er „vegan“ og sannfærði hún pabba sinn um að feta þá braut. Þetta var mjög gaman,“ segir Árni og hlær. Á Park Avenue var Árni línukokkur og fékk tíu dollara í laun á tímann, 1.243 krónur íslenskar. Það eru algeng laun í þessum bransa þar í borg og staðfestir Árni að erfitt geti verið að framfleyta sér á þeim. Hann segir þó að reynslan hafi verið ómetanleg og erfiðisins virði. „Maður er ekki í þessu til að græða pening heldur af ástríðu. Það er gaman að vera hluti af teymi þar sem flestir deila þessari ástríðu manns og allir leggjast á eitt til að skapa eitthvað frábært í glundroðanum sem oft vill verða í eldhúsinu. Ég get vel hugsað mér að vinna aftur í New York en nú á Hið blómlega bú hug minn allan. Ég hef aldrei séð jafn mikið af starfsfólki og á Park Avenue. Við vorum oft sex á línunni og aukalega fjórir bara í eftirréttum. Svo var

yfirkokkur og þrír aðstoðaryfirkokkar. Þá voru þjónar sem sáu um að gestum liði vel en svokallaðir „runners“ sáu um að færa gestum matinn og drykkina. Foreldrar mínir komu og borðuðu þarna. Þau sögðu að það væru fleiri að vinna þarna en borða.“ Þannig stóðu sumsé leikar hjá Árna þegar Bryndís og Guðni Páll buðu honum að stjórna þættinumwe. Þau héldu samt sambandi og Árni féllst á endanum á að taka að sér verkið. „Þremur mánuðum síðar hugsaði ég með mér, fjandinn, þetta er góð hugmynd. Kýlum á þetta! Þannig að ég sagði upp í vinnunni og var kominn upp í sveit tveimur vikum síðar.“

Væri gaman að gera aðra þáttaröð

Rúmt ár er nú liðið og enn eru þau búsett í Árdal, þó Árni hafi reyndar eitthvað verið á ferðinni enda á hann nú kærustu í Hollandi. Í Árdal

Guðni Páll tíndi túnfífla í túnfætinum í Árdal. Árni djúpsteikti þá í tempura og þeir voru svo snæddir með hunangi. Og brögðuðust vel.

Verð: 3.290.000 Raðnr: 999043

4ár 75%

3,5 CO2

lítrar

Úrval notaðra bíla og fleiri litir í boði á www.toyotakauptuni.is

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Sími: 570-5070

ólst upp í Breiðholti og fór í FB. Áhuginn á eldamennsku var þegar til staðar hjá honum á þeim árum og tók hann fyrsta árið í kokkanáminu þar. Hann ákvað hins vegar að feta í fótspor foreldra sinna og lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands. „Ég lét blindast af bönkunum,“ segir Árni sem starfaði um skeið í reikningshaldi hjá Glitni. Hann flutti svo til Flórída en þar ætlaði hann að fara að læra viðskiptatölvufræði en kveðst sem betur fer hafa orðið afhuga því. „Þá fluttist ég til New York, greip tækifærið og skellti mér í kokkaskóla,“ segir hann. Árni starfaði á tveimur veitingastöðum á Manhattan. Fyrst á ABC Kitchen á meðan hann var í námi í The French Culinary Institute. Eftir að námi lauk starfaði hann á Park Avenue. „Báðir háklassastaðir,“ segir hann. Eitt eftirminnilegt atvik frá kokkastarfinu var þegar fyrrum Bandaríkjaforseti snæddi á veit-

Betri notaðir bílar

79g

P


viðtal 21

Helgin 28.-30. júní 2013

seríu næsta sumar. Þá yrði hún að vera á næsta stigi. Í fyrstu þáttaröðinni var borgarbarnið Árni að kynnast sveitinni og bændastörfunum. Í þeirri næstu væri hann reynslunni ríkari og ef til vill ögn brattari í tilraunum sínum,“ segir Guðni.

Það eru mikil tækifæri í sveitinni, maður sér það eftir að hafa verið hér í ár. Það er hægt að byggja upp áhugaverð fyrirtæki hér.

er að vísu enginn búskapur þetta sumarið og eftirvinnsla þáttanna hefur reynst svo tímafrek að ekki er enn búið að setja niður í matjurtagarðinn. Guðni Páll segir þó að það standi til bóta. Þættirnir eru að renna sitt skeið á enda, sjöundi þáttur var sýndur á Stöð 2 í vikunni og sá síðasti fer í loftið í næstu viku. Framhaldið segja þau óráðið, mikill vilji sé til að halda áfram og framleiða fleiri þáttaraðir en framleiðsla á svona efni er kostnaðarsöm og hefur reynst þung í fjármögnun. Samt hafi þau öll gegnt mörgum hlutverkum til að láta þessa þáttaröð ganga upp. Þau segjast hafa fengið margar fyrirspurnir um hvort þættirnir verði gefnir út á DVD og vilji gjarnan verða við þeim óskum. Hugmyndir Fréttatíma-manna um að þau gefi út matreiðslubók til að hamra járnið meðan það er heitt fá ekkert sérstakar undirtektir, enda telja þau sig ekki hafa nægan efnivið enn sem komið er. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur næstu þáttaröð? „Það væri gaman að fara í aðra

Markaðurinn kalli eftir góðum afurðum

En hvað stendur upp úr eftir að hafa búið í sveit í eitt ár? Hvað hafa þau lært? „Kannski að hlutirnir eru ekki alltaf eins flóknir og þeir virðast. Við ræktuðum til að mynda baunir og margar tegundir af salati i garðinum okkar. Salatið óx villt og galið og var einstaklega fallegt og

bragðgott. Af hverju er ekki hægt að nálgast þess konar íslenskar afurðir í verslunum hér?“ spyr Bryndís. Þá segjast þremenningarnir hafa öðlast ágætis skilning á því hvernig íslenskur landbúnaður gengur fyrir sig. Þau segjast ánægð með gæði framleiðslunnar en finnst að svigrúm sé til að auka úrvalið töluvert. Þar komi neytendur sterkt inn. „Við teljum að markaðurinn og framleiðendurnir eigi samleið og nauðsynlegt sé að góð tengsl séu þar á milli. Við borgarbörnin eigum mikið undir því að bændurnir séu almennilegir og vandi sig við framleiðsluna en þá kemur á móti metnaður okkar neytendanna til að styðja

góða framleiðendur með því að vanda vöruval. Ég er spennt að sjá hvernig landbúnaðurinn þróast og ég held að það muni velta mikið á neytandanum,“ segir Bryndís og Guðni tekur við: „Við sitjum á gullkistu, hráefnið er gott, hér eru víðir vellir og mikið land til. Ef hægt er að kenna markaðinum að kalla eftir góðri afurð þá fær hann góða afurð.“ Undir þetta tekur Árni. „Áherslan er alltaf að hagræða, að framleiða meira og meira. Það þyrfti að breyta þessu og segja: þetta er varan, svona er hún best og vinna svo í kringum það.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

Ariel fljótandi þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélunum.

Ný Siemens þvottavél

- með öllum þeim eiginleikum sem menn þurfa í dagsins önn.

www.sminor.is

Ný 7 kg þvottavél með íslensku stjórnborði og íslenskum leiðarvísi. 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++. Nýhönnuð tromla („waveDrum”) fer einstaklega vel með þvottinn. 15 mín. hraðþvottakerfi. Við hönnun vélarinnar hefur verið leitast við að gera hana mjög stöðuga og hljóðláta („antiVibration Design”). Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði.

Kynningarverð:

124.900 kr. stgr. Þvottavél, WM 14Q370SN

Hraðkerfi 15

anti-vibration Design

7 kg Tekur mest

Orkuflokkur


22

úttekt

Helgin 28.-30. júní 2013

Eineltisloftárásir í sýndarveruleika Íslensk umræðuhefð hefur verið í brennidepli undanfarin misseri enda má með sanni segja að hún hafi orðið býsna tryllingsleg í kjölfar hrunsins. Heitar tilfinningar, gremja og reiði hafa síðan þá fossað fram á netsíðum, í ummælum við fréttir vefmiðla, á öldum ljósvakans og ekki síst úr munnum stjórnmálamanna sem eiga drjúgan þátt í að búið er að snúa svo upp á tungumálið og brengla hugtakanotukun þannig að orðræðan er svo brjáluð að tungumálið hefur valtað yfir raunveruleikann þannig að eftir stendur afbakaður og ýktur sýndarveruleiki sem er gegnsýrður vænisýki og gífuryrðum sem markar fullkomnun firringar þjóðarinnar á eftirhrunsárunum. Ekkert lát virðst vera á misbeitingu tungumálsins í umræðunni og nú síðast kvartaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, yfir því að hafa nú í mánuð mátt hírast í byrgi sínu við Lækjartorg vegna stöðugra loftáraása andstæðinga sinna.

Loftárásirnar eru um margt skyldar eineltinu sem stjórnmálafólki finnst það verða fyrir að ósekju.

Full fangelsi af landráðafólki

Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

V

ið hugsum með tungumálinu og það er öflugasta stjórntækið sem mannskepnan hefur yfir að ráða. Orð hafa ákveðna merkingu og samkomulag um þá merkingu er grundvöllur eðlilegra boðskipta. Frá hruni hefur stöðugt færst í vöxt að orðum sé gefin ný merking og þau slitin úr samhengi en kveiki samt gömul hughrif í bland við þær ranghugmyndir sem afbökunin hefur í för með sér. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 2001 og efnahagshrunsins 2008 höfum við færst skuggalega hratt í átt að þeim martraðarkennda heimi eftirlitssamfélagsins sem George Orwell lýsti svo eftirminnilega í skáldsögunni 1984. Látum þó Stóra bróður tilhneigingar stjórnvalda í meintum lýðræðisríkjum liggja milli hluta og einbeitum okkur að tungumálinu, enda er þar af nógu að taka. Orwell kynnti „newspeak“ til sögunnar í „dystópíu“ sinni. Fyrirbærið var uppásnúningur alræðisríkisins á tungumálið ætlaður til þess að takmarka sjálfstæða hugsun. Samband milli orða og merkingar var rofið og brenglað þannig að fólk hugsaði eftir línum yfirvalda. Sú verðbólga sem hlaupin er í orð og brenglun hugtaka sem hefur sett alla umræðu hér í allsherjar upplausn getur tæpast talist samsæri stjórnvalda enda virðast hér allir leggjast á eitt um að viðhalda þeirri skekktu heimsmynd taugaveiklunar og ótta sem runninn er undan orðræðu hrunsins. Stjórnmálafólk er þó síður en svo barnanna best og spilar með af miklum ákafa og orðkynngi. Nýjasta dæmið um útblásið hörmungamyndmálið er umkvörtunargrein forsætisráðherra um að hann hafi nú harkað af sér í heilan mánuð undan stöðugum loftárásum fjenda sinna. Í raun má það heita mesta furða hversu ráðamönnum friðsamrar og herlausrar þjóðar er tamt að grípa til stríðsmyndmáls en það hlýtur að vera býsna langt gengið þegar forsætisráðherra ber pólitíska gagnrýni saman við sprengjuárásir og vitaskuld verður þetta óttalegt hjóm þegar hugsað er til sundurtættra líkama almennra borgara í stríðshrjáðum löndum. Það fólk myndi líklega glatt vilja skipta við ráðherrann á glósum frá pólitískum andstæðingum og álitsgjöfum og sprengjuregninu sem á því dynur dagana langa.

Tungumálið var notað til þess að kæfa sjálfstæða hugsun í martraðarkenndri framtíðarsýn rithöfundarins George Orwell, 1984. Á Íslandi eftirhrunsáranna er tungumálið notað til þess að brengla heimssýnina en lokaniðurstaðan verður þó líklega sú sama í báðum tilfellum.

istastjórn.“ Vissulega má margt setja út á verk síðustu ríkisstjórnar en er ekki full langt seilst að tengja ráðherra hennar við sovétkomma sem voru blóðugir upp að öxlum og fyltu gúlögin af andstæðingum sínum? Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hjó við sama tækifæri nær þjóðernistilfinningunni og sagði landsmenn vera nú að upplifa Kópavogsfundinn árið 1662 og Þjóðfundinn 1851 og nú hlyti fólk að skilja betur vanlíðan landsmanna á þeim ólánsstundum. Ógnin að utan var slík að okkur var ekki einu sinni lengur vært á kaffihúsum í Reykjavík eins og þáverandi þingmaður-

og litið á þá sem arftaka hefðar sem á sér rætur i upphafi Íslandsbyggðar.“ Auðmýkt, lítillæti, sjálfsskoðun og tilraun til þess að læra af reynslunni hljóta að vera víðsfjarri þjóð sem sér sig í slíkum dýrðarljóma sama á hverju gengur. Og þar liggur sennilega megin ástæðan fyrir því hversu móttækilegur fjöldinn er fyrir hinu nýja tungumáli veruleikafirringarinnar.

Hvað ráðherra nemur, forseti temur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur farið að dæmi Ólafs Ragnars og náð býsna góðum tökum á innstu hjartastrengjum þjóðarsálarinnar og teflir nú fram þeirri gullbróderuðu Íslandssögu sem Jónas frá Hriflu sérhannaði til þess að efla stolt þjakaðrar þjóðar kotbænda. Jónas stóð þó af sér „Stóru bombuna“ þannig að eitthvað hlýtur framsóknarkynið að vera orðið deigara á 21. öldinni fyrst ráðherran ungi kippir sér upp við smávegis lofrárásir. Loftárásirnar eru um margt skyldar eineltinu sem stjórnmálafólki finnst það verða fyrir að ósekju. Þátttaka í pólitísku orðaskaki virðist vera þeim mörgum um megn og þá er hiklaust gert lítið í sárri þjáningu og sálarangist skólabarna sem lifa í stöðugum ótta og niðurlægingu af völdum eineltis. Sjálfsagt hefur ekkert orð í íslenskri tungu gengisfallið jafn hratt og krónan á liðnum árum annað en þetta.

Málaliðar í veiðihug

Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur í raun náð fullkomnum tökum á mögnLagahugtakið „landráð“ er orðið að tískuorði uðum ýkjustíl sem varla er annað hægt en að eftir hrun og í sumum tilfellum þarf fólk ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leikur léttfingraður á innstu hjartastrengi þjóðarsálarinnar á kenna við hana sjálfa. Sú heimsmynd sem hún annað en vera opið fyrir inngöngu í ESB til þess milli þess sem hann stendur í sprengjuregni. Hann fylgir fordæmi forseta vors, Ólafs Ragnars teiknar upp með sérkennilegu orðfæri er með að fá á sig landráðabrigsl. Þetta fór hæst í umGrímssonar, sem kann svo vel að lyfta þjóðarandanum að hann getur notað sömu hugmyndhinum mestu ólíkindum og þar leynast margir ræðunni um Icesave þar sem nánast annað hvert irnar um fornan og sterkan kjarna þjóðarinnar óháð því hvort hún tróni á toppnum eða liggi óvinir. Hún er einnig eitt helsta eineltisfórnarlambmannsbarn sem ekki hlustaði á Útvarp Sögu var löskuð í svaðinu. Ljósmynd/Hari ið í stjórnmálaumræðunni og fékk meira að segja orðið að landráðamanni og hefði með réttu átt snert af Bobby Fischer-heilkenninu þegar hún fullað vera stungið í steininn í ekki færri en fjögur vissaði sjálfa sig um að rætnir leigupennar væru á launum við ár fyrir ósvinnuna. Eða eins og segir í almennum hegningar- inn Þór Saari benti svo eftirminnilega á: „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert að grafa undan sér. lögum frá 1940: „Hver, sem sekur gerist um verknað, sem árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ekki lengi að greina miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, af einhverjum ferðamönnum. Ferðamennskan sviptir okkur eineltið sem Vigdís og fleiri hafa orðið fyrir og blés reyk yfir annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta Íslendinga því umhverfi sem við búum í og höfum alist upp heildarmyndina í blaðagrein: „Stjórnmálamenn, fjölmiðlaþess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta í.“ Þór hafði einnig orðið var við að útlent innrásarlið hafði menn, bloggarar og margir fleiri taka af fullum krafti þátt í ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur hertekið Þingvelli og Gullfoss og Geysi. eineltinu og oftar en ekki er fórnarlambið einhver sem truflar en 4 ár eða ævilangt.“ vegferð hinna velheppnuðu eða sker sig úr á nokkurn hátt – Ytri ógnir, útlendingar og erlend áhrif hafa á liðnum árum Ólafs þáttur víðförla í skoðunum. Stundum er eins og gefið sé rásmerki og allir orðið að eitri sem mengar hreina þjóðarsál yfirburðarfólksstarfa á tilteknum einstaklingum. Þannig var það t.d. með Jón ins á Íslandi sem fyrir hrun þóttist ákaflega víðsýnt og var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á mestan heiður Bjarnason og nú er það Vigdís Hauksdóttir.“ tilbúið til þess að starfa af fullum krafti í alþjóðasamfélaginu. af þjóðernisverðbólgunni sem hlaupið hefur í umræðuna Ljótt er ef satt er en er þetta virkilega svona í raunveruleikStjórnmálafólk sækir myndmál sitt ítrekað í söguna og og slík er orðkynngi hans að hann hefur getað nýtt sér einanum? Samfélagið og öll umræða galopnuðust í kjölfar netþá ekki síst skakka sýn sína á hana og jafnvel má ganga svo hverja ofurmannlega grunnþætti í eðli Íslendinga bæði til byltingarinnar og umræðan ætti að dýpka og verða hnitmiðlangt að væna suma um hreinar og klára sögufalsanir en þess að hossa þjóðinni í falskri velgengninni og síðan til þess aðari fyrir vikið. Nú eru allir á vaktinni og því ætti aldrei að Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, sá ástæðu til þess að lyfta anda hennar í niðurlægingunni. hafa verið jafn auðvelt að leiðrétta rangfærslur, afhjúpa lygar að vara við slíkum tilþrifum í blaðagrein sem hann skrifaði Leiðarstefið í orðræðu hans var eitthvað á þessa leið á uppog dellu en sjálfsagt er það varla mögulegt á meðan samband eftir þjóðernisbelginginn sem sveif yfir Austurvelli eins og gangstímunum og hefur í grunninn ekkert breyst þótt einorða og merkinga er í uppnámi og ýkjur og öfugmæli fljóta ofvaxinn gasblaðara á 17. júní. hver allt önnur og ný merking sé komin í vaðalinn: „Í áttunda ofan á og verða að viðteknum sannindum áður en yfir lýkur. lagi arfleifðin sem ég nefndi i upphafsorðum, landnámið og Útlendingarnir koma! Útlendingarnir koma! Orwell hlýtur að hringsnúast í gröf sinni. timi vikinganna, sem færði okkur fyrirmyndir, hið djúpstæða viðhorf að sá sem heldur á ókunnar slóðir verðskuldi Ljót fortíð varð að stílbragði í Icesave-deilunni en á alþingi Þórarinn Þórarinsson heiður, að leggja á hafið og nema lönd færi virðingu og sóma. vísaði til dæmis Ásbjörn Óttarsson, þingmaður SjálfstæðisAthafnamenn okkar tima eru ærið oft metnir á slikan kvarða flokksins, allri ábyrgð á „hina ömurlegu Icesave-kommúntoti@frettatiminn.is


Sumarvörur fyrir húðina

Njóttu þess að vera úti í sólinni með Gamla apótekinu

PIPAR \ TBWA • SÍA • 131032

/ APÓTEKIÐ

Aloe vera gel

Aloe vera gelið frá Gamla apótekinu mýkir og nærir húðina. Sérstakir kælandi og græðandi eiginleikar þess hafa góð áhrif.

Hýdrófíl

Hýdrófíl er milt rakakrem fyrir andlit og líkama. Kremið gefur góðan raka, hentar öllum húðgerðum og er tilvalið undir farða.

Eilíf æska

Eilíf æska er húðolía sem þykir þétta og stinna húðina. Eilíf æska hentar sérstaklega vel á þurra húð og sem nuddolía.

Sárakrem

Sárakrem er sótthreinsandi og græðandi krem á rispur, smásár, bleyjuútbrot og minniháttar brunasár. Ómissandi á hvert heimili.

Sólspritt

Sólspritt er sótthreinsandi og kælandi áburður sem virkar mjög vel á sólarexem. Sólspritt dregur úr kláða og minnkar útbrot.

Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is

Fást í öllum helstu apótekum um land allt

VELJUM ÍSLENSKT


24

fréttir

Helgin 28.-30. júní 2013

 Hönnun Litríkur og faLLegur fatnaður í miðbæ Hafnarfjarðar

Innblástur frá öllum heimshornum Fatnaður frá tískufyrirtækinu AndreA Boutique í Hafnarfirði nýtur mikilla vinsælda en litagleði og fjölbreytni einkenna flíkurnar. Við stofnun fyrirtækisins var ætlunin að vera með vefbúð og opna vinnustofu í miðbæ Hafnarfjarðar en svo margir lögðu leið sína á vinnustofuna að henni var breytt alfarið í verslun og vinnustofan flutt annað.

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður rekur verslun og saumastofu og ákvað í upphafi að byggja fyrirtækið hægt upp og eiga alltaf fyrir öllum útgjöldum þess. THE PRODUCT

WHY CHOOSE?

RANGE

Mynd/Hari.

Papernet uses BATP technology, ABSOLUTELY EXCLUSIVE IN EUROPE

Roll g gerði þetta nú eiginlega allt í öfugri röð,“ segir Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður ogSuperior eigandi AndreA BoutiqueWhite 407567 Maxi Jumbo Toilet Paper 407573 Superior Maxi Jumbo Toilet Paper í Hafnarfirði en eftir margra ára White starf sem innkaupastjóri og hönnuður fór hún í tveggja ára nám í fatahönnun við Margarethe skolen við Strikið í Kaupmannahöfn og 407568 Superior Mini Jumbo Toilet Paper White útskrifaðist þaðan árið 2009 með White 407574 Superior Mini Jumbo Toilet Paper láði. „Mér finnst ég vera svo rík að búa að þeirri reynslu sem ég fékk á vinnumarkaðnum áður. Þetta helst allt í hendur og gagnast mér 407569 Superior Toilet Paper Single Wrap White á hverjum degi,“ segir Andrea. Andrea hafði stefnt að því að stofna sitt eigið fyrirtæki og hóf undirbúninginn ásamt Óla, 407570 Superior Toilet Paper Roll manni sínum, ári áður en náminu White

Vistvænar rekstrarvörur

É

- fyrir þig og umhverfið

1

ELIMINATES UNPLEASANT ODOURS

2

AVOIDS BLOCKAGES

Án þess að nota BIOTECH

Eftir 10 daga með BIOTECH

Eftir 30 daga með BIOTECH

Rooms don't smell. No mess. Higher quality service.

No mechanical operation. Makes routine cleaning easier. Toilets are more hygienic.

Engin ólyktELIMINATES

3

PURGING OPERATIONS

Keeps pipes and septic tanks clean. Savings on maintenance costs.

4

SAFEGUARDS Engar THE ENVIRONMENT stíflurCleaner í waste water. Completely biodegradable. klósetti

5

n° 407575 Superior Toilet Paper Roll

White

407576 Superior Toilet Paper Roll

White

cm

cm

10,2

4,5

n° cm cm

cm

cm

n°/cm

material

2 Honey Comb 28,8 250 11,5 9,6

10,3

4,6

8x8

33/227

Recycled

2

m Micro

DERMATOLOGICALLY TESTED

Does not irritate the skin. Safe to use on intimate and mucous parts of the body. Absolutely safe. • DERMA ST

T

DER M A

ST E

m

ST E

TE

n° cm cm

19,8 180 11

9,5

n°/cm

material

24x4 12x2/258 Virgin pulp

Interfold

Engar TEST DERMA stíflur í frárennslislögnum DER M A

í Danmörku lauk. „Óli, sem er grafískur hönnuður og arkitekt, er framkvæmdastjórinn ogn°hann n° m n° cm cm cm cm n°/cm material 2skapaði Micro 300 ímynd 811 37 fyrirtækisins 9,5 27 7,6 6x1 eins 24x2/258 Virgin pulp 2og Micro 810 30,5 9,5 27 6 6x1og48/243 að 247,1 hanna logoið og fleira því Virgin pulp hafði fyrirtækið hafið starfsemi sína áður en ég útskrifaðist. Ég gat því strax hafist handa við að hanna n° m n° cm cm cm cm n° n°/cm material föt, sem var mjög hentugt,“ segir 2 Micro 150 405 37 9,5 19,5 7,6 12x1 24x2/258 Virgin pulp hún. Andrea sá fyrir sér að stofna 2 Micro 140 459 30,5 9,5 19,5 6 12x1 48/243 Virgin pulp vefbúð en vera jafnframt með opna vinnustofu í miðbæ Hafnarfjarðar. „Það komu svo margir á vinnustofn° cm cm cm n°/cm material una aðmég n° þurfi að flýjacm meðn°hana 2 Micro 18,15 165 11 9,5 10 4,5 12x8 12x2/258 Virgin pulp annað og setja upp alvöru verslun í miðbænum,“ segir hún. „Við hönnum undir þremur n° m n° cm cm cm cm n° og n°/cm material merkjum; Andrea, By Black 2 Micro 27,5 250 11 9,5 12,4 4,5 8x6 14x2/258 Virgin pulp mínímí. By black er „basic línan“

407571 Superior Interfold Toilet Paper

White

n° 2

407572 Superior Handtowel V Folded Flushy

White

2

Wave

n° 224

Wave

210

• DERMA ST T TE

BIOTECH pappírinn frá Papernet er frábær nýjung sem kemur í veg fyrir ólykt á salernum, hindrar stíflur í klósettum, heldur frárennslislögnum hreinum og hraðar niðurbroti í rotþróm.

Rekstrarvörur - vinna með þér RV 03/13

Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is

Ólafur Ólason, eiginmaður Andreu og framkvæmdastjóri fyrir- material cm cm n° n°/cm 11 21 hannar 224x40 20x2/260 Virgin pulp tækisins, munstrið í prjónapeysunum og slánum sem eru prjónaðar hjácmGlófa cmí Kópavogi. n° n°/cmMynd/ material Aldís 22 Pálsdóttir 21 210x15

20x2/260

Virgin pulp


dagnyhulda@frettatiminn.is

Klútarnir og kjólarnir litríku hafa notið mikilla vinsælda. Mynd/Aldís Pálsdóttir.

Andrea hannar og framleiðir boli undir merkinu By Black. Mynd/Aldís Pálsdóttir.

MÍNÍMÍMÍNÍMÍ - Svart -hvítt Svarteða hvítt litur MÍNÍMÍ eða litur - Svart hvítt Byeða BLACK litur By BLACK - basic -línan basic línan By BLACK - basic línan

Dagný Hulda Erlendsdóttir

AndreAAndreA - Svart -hvítt Svarteða hvítt grátt AndreA eðavector grátt - Svart vector hvítt eða grátt vector

okkar en undir því merki eru til dæmis hlýrabolir og stuttermabolir svo eitthvað sé nefnt. Mínímí er barnamerki sem við Magndís Anna Waage hönnum saman," segir Andrea. Um það bil helmingur framleiðslunnar fer fram á Íslandi. Við Norðurbakkann í Hafnarfirði er saumastofa og frá upphafi hefur Andrea átt í nánu samstarfi við litla saumastofu í Hong Kong. „Sú saumastofa opnaði á svipuðum tíma og við svo fyrirtækin hafa vaxið saman. Þetta er lítil saumastofa sem saumar fyrir okkur í litlu upplagi og gerir jafnvel bara eitt eintak af kjól ef við óskum þess. Sá sem á saumastofuna saumar til dæmis alla klútana okkar ásamt öllu sem er undir merkjum ByBlack og mínímí. Flest annað framleiðum við hérna heima. Í Hong Kong eru líka gerðir fyrr okkur miðar, þjófavarnir, gínur og fleira,“ segir Andrea brosandi. Andrea og samstarfsfólk hennar leitast við að hafa vörurnar á sanngjörnu verði svo að í búðinni sé eitthvað fyrir alla. „Séu flíkur úr dýru efni og fá eintök framleidd þá er það dýrara. Ég vil hafa búðina þannig að allir geti verslað hjá okkur og við leggjum mikið upp úr því að veita skemmtilega og persónulega þjónustu.“ Í hönnunarferlinu kasta Andrea og samstarfsfólk hennar hugmyndum á milli sín á saumastofunni. Andrea sýndi blaðamanni hugmyndavegg með ýmsum myndum sem notaðar eru við hönnun á haustlínu þessa árs. „Við byrjum á ákveðnum stað og setjum upp myndir, til dæmis núna af ýmis konar þjóðlegum fötum frá Balkan löndunum. Svo skoðum við myndir af frumbyggjum í Malasíu og fáum fleiri hugmyndir þaðan svo þetta er eins og ferðalag og alltaf mjög skemmtilegt ferli,“ segir Andrea sem fær oft góðar hugmyndir að hönnun þegar hún er ekkert sérstaklega að reyna það en viðurkennir að þægilegra væri ef þær kæmu eftir pöntun á vinnutíma. Á stuttum tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og eru klútarnir litríku seldir í versluninni Kistu í Hofi á Akureyri og um borð í vélum Icelandair. Andrea viðurkennir þó að hafa fengið ýmis tilboð en að þau séu ekkert að flýta sér að stækka reksturinn. „Við ákváðum í upphafi að byggja fyrirtækið upp í rólegheitum og eiga fyrir öllu sem við gerum. Hvað verður kemur í ljós en það gengur ótrúlega vel. Fyrirtækið er lítið og því auðvelt að halda utan um reksturinn.“

nafn ognafn merki og fyrirtækis merki fyrirtækis nafn og merki fyrirtækis

Helgin 28.-30. júní 2013

við erum 25

Fyrirtækið hannar undir þremur merkjum. Undir merkinu AndreA er kvenfatnaður. Merkið Mínímí er með föt fyrir börn, hönnuð af Andreu og Magndísi A Waage. „Basic línan“ er framleidd undir merkinu By Black.


26

Berðu þig vel Mest verðlaunuðu bakpokar heims

Futura 32

Futura 28

Vinsælasti dagpokinn.

Frábær nettur dagpoki í styttri dagsferðir. Verð: 22.990 kr.

Verð: 24.990 kr.

dagbækur

„Annars var ég góður með Helle“ Dagbókarfærslur í nafni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á vef Fréttatímans, frettatiminn.is 24. júní 2013 „Ástkæra ylhýra dagbók. Vörslukona hugsana minna. Viskubrunnur minn. Hvar hugsanir mínar sökkva til botns og glóa í eilífðinni. Ég er fullnægður. Ánægður og glaður. Átti góðan dag. Borðaði morgunmat með kollega mínum í ríki Dana. Þar er margt rotið sem fyrr. Einkum tungan. Danir tala eins og þeir séu með rotna tungu. Danska hljómar eins og síðasta setningin sem uppvakningur segir í bíómynd áður en tungan dettur út úr honum. Svo er þessi forsætisráðherra líka hálf rotin. Sósíaldemókrat. Sem merkir líklega vinstri hluti Samfylkingarinnar. Við áttum einn slíkan. En hentum honum. Kjósendur grýttu Helle um daginn. Ekki bara stjórnarandstaðan heldur kjósendur. Kjósendur elska mig. Alveg saman hvernig stjórnarandstaðan innan og utan RÚV lætur. Ég tala skiljanlegt mál. Leigubílstjórísku sem allir skilja. Líka á Útvarpi Sögu. Ég næ að snerta samvisku og hjarta þjóðarinnar. Þess hluta þjóðarinnar sem hefur samvisku og hjarta. Þeir samvisku- og hjartalausu þola mig ekki. En ég læt það toga mig niður. Kveð andstöðuna niður með kjarnyrðum. Með orðum mínum safna ég saman þrám og draumum þjóðarinnar og lem stjórnarandstöðuna með þeim. Húðstrýki þau. Ekki blíðlega. Annars var ég góður með Helle. Þarna sat ekki fyrrum nýlendubúi hjá herra sínum. Engin Nkrumah í heimsókn hjá Bretadrottningu. Nei, þarna var kominn sannur Íslendingur og góður heimsborgari. Ólafs Ragnars-style. Ég benti henni á ýmislegt sem betur mætti fara í ríki Dana. Hver væru helstu mistök þeirra í gegnum tíðina. Og benti henni svo á Ísland sem gott fordæmi um flesta hluti. Hældi henni síðan fyrir að hún hefði ekki misst niður norrænan blæ dönskunnar..."“ Þannig hófst dagbókarfærsla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á vef Fréttatímans, frettatiminn.is daginn eftir fund hans með forsætisráðherra Dana, Helle Thorning-Schmidt. Eins og áður hefur komið fram er það ekki Sigmundur sjálfur sem skrifar dagbókina, heldur er hún spéspegill – til þess gerð að gera lífið skemmtilegra.

25. júní 2013

Aircontact pro 55+15sl

ÁRNASYNIR

Frábær burðarpoki fyrir dömur í lengri göngur. Verð: 49.990 kr.

www.utilif.is

Aircontact 65+10 Margverðlaunaður bakpoki sem hentar vel í lengri ferðir. Verð: 46.990 kr.

Helgin 28.-30. júní 2013

„Kæra dagbók. Ég hlunkaðist niður í dag. Eins og ég hef verið kátur undanfarið. Mér hefur liðið í marga daga eins og ég gæti allt og væri með allt á hreinu. Svo í dag var eins og úr mér allur vindur. Missti mig meira að segja í snúðaát. Át tvo snúða. Ég má ekki borða snúða. Þeir fara ekki af mér. Ég er 20 kílóum þyngri en ég ætti að vera. Ef ég vil vera vel fyrir innan kjörþyngd. Í góðu líkamlegu standi til að sitja næstu 40 árin í stjórnarráðinu. Þessi 20 kíló eru cirka 250 snúðar. Sem ég hef einhvern tímann borðað og vilja ekki fara. Örlítil fróun en endalaus byrði. Ég þarf að hlaupa upp á Litlu kaffistofu til að losna við einn snúð af mér. Til að losna við alla þessa snúða þyrfti ég að róa á kajak í kringum landið. Eða labba norður á Melrakkaslettu eins og Steingrímur J. Fram og til baka. Ég má ekki borða snúða. Fyrst og fremst vegna þess að ég nenni ekki að losa mig við þá. Ég er bara ekki sú týpa. Ég myndi aldrei láta sjá mig hlaupa út á götu. Í þröngum gammósíum. En þetta láta menn hafa sig út í. Það er í raun sorglegt að ég skuli ríkja á tímum þar sem fólk lætur svona. Það hefði hentað mér betur að ríkja á kransæðatímanum. Þegar almennilegir karlmenn átu saltkjöt, reyktu sígarettur og hreyfðu sig ekki nema við engjaslátt. Fengu slag fyrir sjötugt. Það er ekki gott að vera 38 ára forsætisráðherra umkringdur af öldruðum mönnum sem gera allt til að halda í heilsuna. Eins og

þeir ætli að halda sér frískum til níræðs. Eftir 10 ár verða 5 Sigurðar Líndalir í hverjum kvöldfréttatíma. Eftir 20 ár verður það einhver Sigurður Líndalurinn sem les fréttirnar. Og kynnir viðtal við einn Sigurð Líndalinn enn. Kannski mæti ég í ræktina þegar ég verð kominn yfir fimmtugt. Dauðhræddur um að yngri menn hafi mig undir. En kannski verð ég bara eins og Davíð. Maður sér hann ekki fyrir sér á hlaupabretti. Halldór Ásgrímsson lét mynda sig í ræktinni. Hljóp á bretti eins og hamstur. Það er eitthvað bogið við samfélag sem vill hafa hamstur sem forsætisráðherra. Erfiða án sýnilegs árangurs. Kófsveittan við að eyða orku sinni til einskis. Davíð hefur aldrei látið sjá sig sveittan. Hann heldur sér í formi með reiðinni. Reiður maður brennur orku á við mann við erfiðisvinnu. Það er hinn sanni íslenski kúr. Að borða feitt ket en brenna orkunni í ergelsi...“

23. júní 2013

„Ágæta dagbók. Afhverju er ekki Jónsmessuávarp forsætisráðherra? Ágætu landsmenn. Ég ávarpa ykkur á þessum tímamótum þegar sólin rís hæst og nóttin hefur hopað. Og svo bla bla bla. Áramót, 17. júní og svo tveir eldhúsdagar. Þetta er ekki nóg. Prestar predika á hverjum sunnudegi. 52 sinnum ár ári. Þrettán sinnum oftar en forsætisráðherra. Samt stendur þjóðkirkjan höllum fæti. Ekki furða þótt stjórnmálin séu lítilsvirt. Ég mun allavega ávarpa þjóðina 1. desember. Á fullveldisdaginn. Eiginlega er þessi stjórn fullveldisstjórnin. Mynduð til að standa vörð um fullveldið. Sem kratarnir vildu fórna. Fyrir evru. Sem mun brátt verða einskis virði. Ég finn hjá mér löngun til að ávarpa. Ég er ekki eins mikið fyrir að tala við fólk og áður. Það var á In Defence-árunum. Þá var ég til í að sitja í hópi og spjalla. Ráðgera. Skipuleggja. Ég finn mig ekki í því lengur. Leiðist þegar menn heimsækja mig á skrifstofuna og láta eins og við ætluðum að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Mér líður betur með að ávarpa menn. Standa við stólinn minn og skýra framtíðina út fyrir mönnum. Mér nægir að fólk kinki kolli. Ég þarf ekki klapp. En ég þoli ekki þegar fólk ætlar að grípa boltann og rekja hann lengra. Ef boltinn ætti að fara lengra hefði ég farið með hann þangað. Verst á ég með að þola þegar fólk segir einmitt, en... Og svo einhver endemissteypa...“

21. júní 2013

„Kæra dagbók. Jeg var sáttari í dag. Æ, þetta er hallærislegt. Ég held áfram að skrifa ég með é-i. Jeg er of tilgerðarlegt. En það er þjóðlegt. Mig vantar eitthvað svona tákn. Ég kann ekki zetu. Og það er of tilgerðarlegt að nefna sig Sigmundr. Ég þarf hins vegar eitthvað. Eitthvað sem bendir til djúpra róta í þjóðlegri menningu. En ég er sáttari í dag. Skemmti mér vel í þinginu. Það er eiginlega minn heimavöllur. Þjark á málfundi. Þar er ég góður. Ég er eiginlega betri í andstöðu en í stjórn. Og ég ætla að efla mig í henni. Vera í andstöðu við stjórnarandstöðuna. Stjórnarandstöðuandstæðingurinn ég. Þegar stjórnarandstaðan ræðst að mér ætla ég að læðast bak henni og höggva. Afhjúpa veilur í málatilbúnaðinum. Draga fram hvað raunverulega býr að baki orðunum. Gallinn er náttúrlega sá að þegar ég er í stjórnarandstöðuandstöðu þá er enginn í stjórn. Enginn leiðtogi. En hver vill svo sem vera leiðtogi? Leiðtogi er sá sem allir geta hallmælt. Og hrækt á eftir. Auk þess vill enginn leiðsögn. Íslendingur spyr ekki til vegar. Þeir vilja villast á eigin forsendum. Ég get alveg labbað á undan, en það mun enginn fylgja mér...“


eð marinerað og m urtum j d d y r k m u k s r fe

tilboð

30% afsláttur á kassa

MERKIÐ

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

TRYGGIR GÆÐIN

grilllambalæri

1819kr/kg verð áður

Nýtt!

tilboð

25% afsláttur á kassa

kjúklingabringur grand orange tilboð

kjúklingabringur

1724kr/kg

2099kr/kg

verð áður 2298

Gildir til 30. júní á meðan birgðir endast.

mangó-chili tilboð

25% afsláttur á kassa

kryddlegnar Grísakótilettur

tilboð 399kr/stk

2598

30% afsláttur á kassa

Kjúklingaleggir

699kr/kg

verð áður 2799

verð áður 999

tilboð 389kr/pk

tilboð 499kr/stk

verð áður 559

verð áður 429

verð áður 695

Skúffukaka

La Baguette brauð

Kanillengjur

með súkkulaðikremi

tilbúið á 10 mínútum

r sósu

bbq-

599

tilboð 299kr/stk

- nýbakaðar sís Soja- og kóko

verð áður 799

Kr/pk

Alvöru amerískar BBQ-sósur

Cavendish

Sweet Baby Ray

sætar kartöflur

CHICAGO TOWN PIZZUR, EDGE TO EDGE - fljótlegt og þægilegt

tilboð

499kr/PK verð áður 629

eyri Akur og á umar! ís


28

viðtal

Helgin 28.-30. júní 2013

Fyrir mér er að fara í sálfræðitíma jafn eðlilegt og að fara út í búð og kaupa kók.

Ögrar sjálfum sér reglulega Sölvi Tryggvason reynir að fara út fyrir þægindarammann sem oftast. Hann lagði einn upp í ferðalag til Asíu sem hann leit á sem andlega vegferð. Sölvi hefur sterkar skoðanir á samfélaginu og telur 12 spora-kerfi vera hina nýju íslensku þjóðkirkju. Hann er í dag einhleypur og mælir með því að allir prófi að vera fullorðnir og einhleypir.

S hollur borgari Prófaðu grænmetisborgarann frá hälsans Kök og finndu hvað bragðmunurinn er lítill á honum og venjulegum kjötborgara. holl og bragðgóð tilbreyting. iNNihalD Prótein úr soja (60%) og hveiti (17%). laukur, jurtaolía, eggjahvítuduft, salt (1,8%), ger, maltódextrín, trefjar úr ertum, sterkja, bragðefni, maltextrakt (bygg).

ölvi Tryggvason fjölmiðlamaður er nýkominn úr tveggja mánaða ferð um Asíu. „Ég lagði upp í þetta ferðalag í aðra röndina sem andlega vegferð til að kynnast sjálfum mér enn betur. Ég fékk allt það sem ég vildi og meira til út úr ferðinni en á annan hátt en ég hafði búist við. Ég hélt að lærdómurinn yrði alvarlegri en það besta var að mér fannst ég tengjast aftur barninu í mér. Mér fannst ég verða aftur tíu ára þegar ég var í fótbolta á ströndinni, á brimbretti og í göngutúrum. Þegar við fullorðnumst hættir okkur til að gleyma að leika okkur,“ segir Sölvi. Síðasta áratug hefur hann reynt að ferðast mikið um heiminn. Alls hefur hann komið til um þrjátíu landa en margar ferðirnar hafa verið heldur stuttar og fannst honum hann skulda sjálfum sér að fara í alvöru ferð. Hann fór einn út og reiknaði allt eins með að vera einn allan tímann en vinur hann var þó með honum seinni mánuðinn. Sölvi fór til Indónesíu, Malasíu, Tælands og loks til Dubai. Hann segir afar lærdómsríkt að ferðast einn. „Það

er stórt skref út úr þægindarammanum en er samt svo fljótt að venjast.“ Hann fór sína fyrstu utanlandsferð einn árið 2007. Þá var hann í sambandi og hafði pantað ferð fyrir tvo. Sambandinu lauk en Sölvi vildi ekki afbóka ferðina og hélt einn út í heim. „Það var skrýtið, til dæmis að fara í fyrsta skipti einn út að borða, en eftir að hafa gert þetta einu sinni þá minnkar meðvirknin - sérstaklega í útlöndum þar sem enginn þekkir mig. Ef fólki finnst undarlegt að ég gangi einn inn í aðstæður þar sem fólk er oft í pörum þá er það þeirra vandamál,“ segir hann, öruggur í eigin skinni.

Lifir minimalísku lífi

Í Asíuferðinni fór hann út fyrir þægindarammann á fleiri vegu, meðal annars þegar hann fór í fyrsta skipti í teygjustökk. „Ég er mjög lofthræddur þannig að þetta var mjög ólíkt mér. En þetta var bara ákvörðun.“ Hann segir að þetta hafi verið upplifun en reiknar ekki með að fara aftur í teygjustökk. „Ég held að ég þyrfti þá frekar að fara næst í fallhlífastökk.“ Það var líka á listanum að læra á brimbretti sem hann gerði

í ferðinni, hann snorklaði í sjónum, skoðaði framandi dýr og fór í danstíma bæði zumba og salsa. „Ég fór til Indónesíu, Malasíu, Tælands og loks til Dubai. Með því að fara frá Balí í Indónesíu til Dubaí ertu í raun að sjá sitthvorn endann á heiminum. Í Balí eru allir ofboðslega glaðlegir jafnvel þó fólk væri hreinlega svangt. Í Dubaí sá maður síðan allt sem hægt er að gera við peninga. Ég hef ferðast víða en Indónesía var alveg sérstök. Þar er alveg yfirmáta létt orka og stutt í gleðina.“ Eftir öll ferðalögin segist hann vera búinn að kynnast sjálfum sér ansi vel. Ég veit að það er kannski dónalegt en ég spyr hvernig hann hafi efni á öllum þessum ferðalögum. „Ég lifi minimalísku lífi og eyði mjög litlu almennt. Ég lifi ekki dýrt þegar kemur að húsnæði, bíl eða húsgögnum. Ég rek lítinn bíl og held að ég hafi eytt langstærstum hluta þeirra peninga sem ég hef átt aukreitis síðustu tíu ár í ferðalög.“ Hann segist ekki sjá eftir einni einustu krónu. „Peningum sem þú eyðir í það sem verður eftir í sjálfum þér eru peningar sem er vel varið.“ Sölvi er hins vegar þekktur fyrir að


viðtal 29

Helgin 28.-30. júní 2013

svara eftir besta megni þegar hann er hinum megin við borðið. „Það var hringt í mig frá Fréttablaðinu í fyrra og ég spurður hvað ég ætti marga skó. Ég ákvað bara að spila með en síðan er ég í einu kominn með marga upp á móti mér út af því hvað ég á marga skó.“ Ég skynja einlægni í því hvað honum finnst þetta bæði asnalegt og leiðinlegt og ég held að hann sé hreinlega orðinn svolítið hvekktur. „Ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að ég tala helst ekki illa um fólk og kem vel fram við flesta. Ég trúi að gjörðir manns hafi afleiðingar. Það er eitt af því sem mér finnst vanta á Íslandi. Við erum í raun trúlaus þjóð. Þrátt fyrir allt það slæma sem trúarbrögð hafa skilað þá hafa þau mikið

að segja fyrir heilindi fólks. Ég er búinn að umgangast bláókunnugt fólk sem hefði aldrei rænt af mér peningum því það er bara eitthvað sem maður gerir ekki. Samfélagið okkar hér er rótlaust.“ Sölvi telur samt ekki nauðsynlegt að hafa kirkjulega trú og hefur sjálfur farið í gegn um nokkur tímabil. „Ég hafði mína barnatrú. Síðan lærði ég sálfræði í háskóla og eftir hana varð ég í raun hrokafullur rökhyggjumaður. Mér fannst ég hafa öll svörin og að allt annað en vísindi væri bara kukl. Auðvitað er gott að læra gagnrýna hugsun en síðan gerast hlutir í mínu lífi sem verða til þess að ég fer að hugsa hlutina upp á nýtt.“ Hann segist hafa gengið í gegn um erfiðleika en þó ekki meiri en hver

annar. Honum finnst því ekki taka því að fara sérstaklega út í þá. Það sem máli skiptir er útkoman. „Ég hef lent í erfiðum tímabilum sem hafa gert mig auðmjúkari. Ég hef ekki kirkjulega trú.“ Það getur verið erfitt að útskýra eigin persónulegu trú. „Tíðni er eitthvað sem fólk viðurkennir. Útvarp kemur í gegn um tíðnir og sjónvarp kemur í gegn um tíðnir. Það er ómögulegt fyrir okkur mannfólkið að skynja allar tíðnir en ég held að það séu önnur tíðnisvið sem fólk getur stillt sig inn á þannig að það nái stærri hluta af tíðnirófinu.“

Óþægilegt að vera fullur

Hann hefur mikið velt fyrir sér sjálfsrækt og samfélagskipaninni,

og hefur komist að ákveðinni niðurstöðu. „Fyrir mér eru 12 sporasamtök hin nýja íslenska þjóðkirkja. Þannig er mín sýn á íslenskt samfélag. 12 spora-samtök eru þau einu á Íslandi þar sem þúsundir manna koma saman í hverri einustu viku og rækta sig andlega án þess að þar komi til peningaleg eða veraldleg umbun. Kirkjan nær ekki að laða svona marga á sunnudagsmessur. Almennt séð aðhyllist ég umburðarlyndi í trúarbrögðum og ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Trú er mjög persónuleg og það er ljótt að gera lítið úr því hvernig aðrir upplifa sína trú.“ Aftur spyr ég Sölva dónalegrar spurningar, nú hvort Framhald á næstu opnu

ÍSLENSKUR

OSTUR

Sölvi Tryggvason hefur þurft að endurskoða sjálfan sig og finnst stundum eins og hann hafi lifað fleiri en eitt æviskeið. Ljósmynd/Hari

vera vel klæddur þannig að fötin hljóta að kosta sitt. Hann bendir á að sem sjónvarpsmaður hefur hann árum saman fengið fatapeninga, auk þess sem hann kaupi oft föt í útlöndum. Þar með hætti ég að hugsa um fjármál Sölva. Kannski er það þetta sem hann á við þegar hann talar um þunga orku á Íslandi. Hvað er ég að velta fyrir mér hvernig aðrir hafa efni á þessu eða hinu? Við sitjum úti á kaffihúsi við Höfðatorg á öðrum sólardegi sumarsins og talið berst að heimalandinu. „Mér leið eins og ég væri að ganga á vegg þegar ég kom til Íslands. Það er svo þung orka hér. Ég er nýkominn úr umhverfi þar sem fólk á ekki neitt þar sem lítið þurfti til að vera kominn í hláturskast með ókunnugum. Hérna er djúpt á því að fólk hreinlega brosi.“ Orkan er sannarlega létt í kringum Sölva þó hann sé hugsi yfir andrúmslofti og umræðuhefðinni hér. „Það er svo mikil lenska á Íslandi að vera ósammála og ef einhver er ósammála þér þá er hann um leið hálfviti. Ísland er frábært land og hér er frábært fólk en þetta þarf að laga. Nú var Hemmi Gunn að deyja og auðvitað tala allir fallega um hann. Hemmi átti hins vegar erfitt í sínu lífi vegna þess hversu mikið var talað um hann og út af baktali. Mér finnst að maður eigi að æfa sig í því á hverjum degi að stoppa svona lagað. Ef þú situr við borð þar sem verið er að tala illa um annað fólk þá átt þú að standa upp og segja að þú takir ekki þátt í þessu. Það skiptir máli.“ Sölvi er venjulega í hlutverki spyrilsins en hann segist alltaf reyna að

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Íslendingar trúlaus þjóð

ekkert nema ostur

Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS innihalda 100% ost. Þú finnur spennandi og girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is.


30

viðtal

Indónesía heillaði Sölva. Honum finnst orkan þar með eindæmum létt og stutt í gleðina.

Helgin 28.-30. júní 2013

hann eigi við drykkjuvandamál að stríða því ég tengi 12 spora-samtök helst við alkóhólisma en auðvitað eru þau fjölmörg. Hann verður hissa en bregst annars vel við. „Ég hef aldrei átt við drykkjuvandamál að stríða. Ég hef aldrei einu sinni prófað fíkniefni. Nema þegar ég tók nauðgunarlyfið,“ segir hann og vísar til þess þegar hann tók svonefnt nauðgunarlyf þegar hann var að vinna að þætti um lyfjanauðganir fyrir Málið á Skjá einum. „Ég drekk mjög hóflega. Ég tók tímabil í kring um tvítugt þar sem ég datt oft í það en ég vil ekki lengur setja sjálfan mig í þannig ástand að ég upplifi raunveruleikann ekki eins og hann er. Ef ég gerði eitthvað á fylleríi sem mér fannst skemmtilegt

þá hef ég æft mig í að gera þessa sömu hluti edrú og njóta þeirra enn meira.“

Allt of margir á geðlyfjum

Honum liggur á hjarta að efla sjálfsrækt og þykir þess vegna til að mynda miður hversu mikið feimnismál það er að fara til sálfræðings. „Það er árið 2013 og það er tabú hjá sumum að fara í samtalsmeðferð. Fyrir okkur fjölmiðlafólk til að mynda ætti að vera skylda að fara í handleiðslu einu sinni í viku. Það ætti bara að vera hluti af starfskjörum. Pabbi minn er doktor í barnasálfræði og ég lærði sálfræði. Fyrir mér er að fara í sálfræðitíma jafn eðlilegt og að fara út í búð og kaupa kók.“ Beintengt þessu er umræðan um notkun geðlyfja á Íslandi. „Fyrir mér er þetta einfalt. Læknar eru búnir að koma sér vel fyrir í kerfinu þannig að þeir eru orðnir hluti af tryggingakerfinu, allir nema tannlæknar. Ef þú átt við vandamál að stríða sem snúa að tilvistarkrísu eða erfiðleikum í lífinu þá stendur valið á milli þess að fara til sálfræðings eða geðlæknis. Eftir skamman tíma ertu kominn með sjúkrakort sem veitir þér afslátt hjá geðlækni þannig að innan skamms er tíminn hjá honum orðinn meira en helmingi ódýrari en tíminn hjá sálfræðingi. Þetta leiðir af sér að fólk fer frekar til geðlækna. Þeir eru síðan margir, ekki allir en margir, þétt setnir og meðhöndla fólk með lyfjum. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á meðhöndlun geðrænna kvilla sýna að lyfjameðferð ein og sér skilar aldrei eins góðum árangri og ef hún er samþætt samtalsmeðferð. “ Fyrir Hrun stóð til að byrja að niðurgreiða sálfræðiþjónustu á Íslandi en aldrei varð af því. „Hér er allt of mikið af fólki á geðlyfjum sem hefur aldrei farið í samtalsmeðferð.“ Sölvi leggur áherslu á hvað honum finnst það heilbrigt skref að fara í fyrsta skipti í samtalsmeðferð. „Það eru mikil veikindi að vera með stóra og þunga hluti hvílandi á sér og taka aldrei á þeim. Það er miklu heilbrigðara að taka skrefið og byrja að vinna í sínum mánum. Þannig ert þú að segja að þú ætlir að takast á við það sem er í gangi í þínu lífi. Ég er ekki feiminn við að segja að ég hafi farið til sálfræðings. Ég hef ekki gengið í gegn um erfiðari hluti en aðrir. Ég hef bara gengið í gegn um mína hluti og þurft að end-

urskoða mig. Fólk er svo misjafnt. Sumir fara í starf eða hjónaband og líf þeirra er í föstum skorðum þar til það kemur eitthvað áfall. Mér líður eins og að á síðustu fimmtán árum hafi ég lifað fleiri en eitt æviskeið, slíkar breytingar hafa orðið á mínum högum. Þegar ég var unglingur var ég ofboðslega feiminn en í dag hef ég stýrt sjónvarpsþáttum í mörg ár. Þetta er því ég hef sífellt verið að stækka þægindarammann minn. Í dag er gríðarlega margt sem ég treysti mér til að gera sem ég hafði aldrei kjark til að gera.“

Hefur látið af dómhörku

Svotil síðustu tíu ár hefur Sölvi verið í samböndum en hann hefur verið einhleypur síðan á síðasta ári. „Mér finnst nauðsynlegt að prófa að vera fullorðinn og einhleypur. Ef maður nær góðu jafnvægi þá kemst maður á þann stað að maður getur boðið annarri mannesku inn í líf sitt, en hún verður aldrei þitt líf. Það er það sem ég myndi vilja þegar og ef ég fer næst í samband. Þá vil ég vera í góðu jafnvægi með mitt líf, önnur manneskja er með mér og ég er með í hennar lífi. Ég held að það sé heilbrigt.“ Sölvi hefur nóg fyrir stafni og hann er þegar byrjaður að taka viðtöl fyrir næstu seríu af Málinu sem sýnd verður í september. Þá er hann búinn að skrifa undir samning um gerð þriðju seríunnar sem verður sýnd í janúar og tekur við ábendingum í gegn um netfangið solvi@ skjarinn.is. Í millitíðinni leggur hann síðan lokahönd á bók um Jón Pál Sigmarsson kraftlyftingamann. Ég kannaðist við Sölva áður en ég tók þetta viðtal við hann en við höfðum aldrei sest niður og rætt málin eins og nú. Mér finnst ég allt í einu þekkja hann miklu betur og ég tek heils hugar undir þegar hann kemur inn á mikilvægan kost við starf fjölmiðlafólks. „Ég hef í gegn um tíðina neyðst til að láta af dómhörku. Ég hef hitt fólk sem ég hef verið búinn að mynda mér skoðun á í gegn um fjölmiðla, yndislegt fólk sem ég hélt að væru einhverjir vandræðagemlingar. Það hefur kennt mér að maður getur ekki dæmt fólk sem þú þekkir ekki og þú getur ekki dæmt manneskju út frá fyrirsögnum.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Sölvi var einn úti í mánuð en síðan kom vinur hans, Kristinn Jón Ólafsson, út og sjást þeir hér saman í Kuala Lumpur.


FöGnum

s p o r T.i

s

in

aá að heim l s r e v ur Þú get

r T.is o p s r inTeFrí póstsending r

er

is T.

land

sp

t um all

p o r T.i s i n T

in T e r s p or

T. i

Te

s

Ter

rs

sumri...

in

or

T.i s

inTer

sp

o

...við öllu búin 11.990

núnA

núnA

14.990

14.990

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

fullt verð 17.990

fullt verð 17.990

núnA

9.990 fullt verð 10.990

didriksons cascade

didriksons cascade

didriksons tigRis

vatnsvarinn og vindheldur jakki með límdum saumum vatnsvarinn og vindheldur jakki með límdum saumum Regngalli vatnsvarinn og vindheldur með límdum og góðri öndun. dömustærðir. Litir: gulur, og bleikur. og góðri öndun. herrastærðir. Litir: Blár og grænn. saumum. dömu- og herrastærðir. Litir: grænn, fjólublár í dömustærð. Blár, grænn í herrastærðum.

didriksons tigRis pRinted vatnsvarinn og vindheldur regngalli með límdum saumum. stærðir: 120-160. Litir: grænn með gráum buxum.

1.790 didriksons piLegLOves vatnsheldir gúmmívettlingar með límdum saumum. 0-4 ára. Litir: Bláir og bleikir.

GoTT verð

6.990

7.490

núnA

4.490 fullt verð 5.990

9.990

FuLLt veRð: 12.990

didriksons sLasKeman pRinted set

didriksons spLashman Kids

pollagalli með límdum saumum. stærðir: 80-130. Litur: grænn og bleikur.

góð gúmmístígvél á börnin. stærðir: 20- 33. Litir: Blá og bleik.

mckinley ciRRus Útivistarbuxur, vindheldar og vatnsfráhrindandi allt að 10.000 mm. dömustærðir: 36-46. herrastærðir: s-XXXL. Litur: svartar.

mckinley midnight sun 28 28 L bakpoki með innbyggðri regnslá. Litur: Rauður.


32

viðhorf

Helgin 28.-30. júní 2013

Að fasta eða ekki fasta

É

HELGARPISTILL

Haraldur Jónasson

remst

– fyrst og f

% 0 5 afsláttur

1498

kr. kg áður 2999 kr. kg

Verð srúllur, Zewa eldhúkk a

r ú pa r endast rúkallu 162 pak á mann meðan birgði

ódýr!

1í6pk .

Teikning/Hari

hari@ frettatiminn.is

Ég er matmaður og mikill sem slíkur. Ef ég er ekki að borða mat, er ég að elda mat, horfa á einhvern búa til mat í sjónvarpinu eða lesa um mat. Stundum les ég um það hvernig snúa má við þeirri óheppilegu þróun sem matur hefur á útlit og heilsu en yfirleitt er ég samt að borða. Í slíku heilsuriti las ég nýlega að nú þyki það þjóðráð að fasta einn dag í viku. Eftir nokkuð sukk dagana fyrir um og eftir þjóðhátíðardaginn ákvað ég að prófa. Sleppa því að borða einn dag, – nú skyldi aldeilis fastað. Þetta hef ég reyndar prófað einu sinni áður, ekki með mjög góðum árangri. Það var stór pítsa á matseðlinum það kvöldið. En nú er ég eldri, orðinn staðfastur, bæði faðir og eiginmaður. Ég leit á greinina í blaðinu sem áskorun. Má enda vel við því að missa úr máltíð eða tvær. Föstudagurinn varð að sjálfsögðu fyrir valinu og það reyndist mér furðu auðvelt að borða ekkert. Frúin á bænum bauð reyndar systrum sínum í mat heim til okkar þá um kvöldið. Á boðstólum voru pítsur! Staðráðinn í því að falla ekkií freistni eins og þarna um árið ákvað ég að fá mér kvöldgöngu um Hlíðarnar á meðan pítsunni voru gerð skil. Fastan gekk því eins og í sögu. Ég reyndi að drekka vatn og eitthvert tesull. Fannst ég vera á pari við Sollu á grænum, þetta gekk svo vel. Morguninn eftir var byrjað á hrærðu eggi og ég svona frekar stoltur af afrekinu þótt ekki verði meira sagt. Hafði lifað af heilan sólarhring og gott betur án þess að borða svo mikið sem munnbita. Ég, mathákurinn mikli. Þetta var sko sigur andans yfir efninu hugsaði ég og var strax farinn að velta því fyrir mér hvort ég hefði það í mér að gerast grænmetisæta. Seinna um daginn bauð litla systir í pönsur með rjóma eftir útskrift úr Háskólanum. Ja, sei, sei litla barnið bara útskrifað með háskólapróf, hugsa ég þegar

fjórða eða fimmta rjómapönnsan rann ljúflega niður matargatið. Ég segi nokkuð stoltur frá föstunni milli munnbita, fæ þó oftast bágt fyrir. Fjölskyldan keppist við að segja mér að hóf sé best í öllu. Þessar venjulegu línur fólks sem ekki hefur viljastyrk til að fasta heilu og hálfu dagana eins og ég. Eftir veisluna, þegar allir er komir út í bíl finn ég að ekki er allt með felldu. Maginn er byrjaður að mótmæla rjómapönnsunum. Ég reyni að hugsa ekki til þessa þegar við skutlum betri helmingum niður í bæ til að hitta fyrrnefndar systur sínar í meiri pítsu. Eftir skutlið sátum við fjögur eftir í bílnum ég, börnin mín tvö og ein auka frænka. Við vorum boðin í kvöldmat í Kópavoginn. Á leiðinni þangað er Fossvogurinn, uppeldisstöðvar mínar. Þar þekki ég hvert strá og nokkurn veginn einmitt þar sem ég, sem stráklingur, datt í kúamykjuhaug fyrir margt löngu finn ég að maginn er nú hættur að mótmæla og er kominn í stríð. Ég veit ekki hvort það voru minnningarnar um volga kúadelluna sem stigmögnuðu ástandið en nú voru góð ráð dýr. Ansans vesen, hugsaði ég, nú á ég eftir að gera í buxurnar – hérna í Fordinum. Með börnin mín og litlu frænku í aftursætinu. Það á ekki eftir að líta vel úr á ferilskránni. Bensínið var því stigið í botn og við rétt náðum á áfangastað. Húsráðendum bauð ég ekki svo mikið sem góða kvöldið áður en strikið var tekið á náðhúsið. Þetta er nýbygging og ég þakka æðri máttarvöldum fyrir að fyrsta innihurðin þar á bæ var sett á þetta sama náðhús fyrr í vikunni. Eftir þessa reynslu hef ég ákveðið að leggja allar föstuhugsanir á hilluna í bili en mér hefur í stöku sinni síðan verið hugsað til þeirra sem þetta reglulega stunda og ég vona innilega að þeir sömu komist í það minnsta í nágrenni við sæmilegan blómapott daginn eftir. Þó ekki sé nema barnanna vegna.


limtrevirnet.is

Andlit hússins

-fallegar og sterkar bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet - stuttur afgreiðslutími

- hurðaopnarar

- lagerlitur hvítur, boðið upp á málun

- boðið upp á uppsetningu

- gluggar, bæði íkomnir og í lausu Bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet fást í verslunum Húsasmiðjunnar um land allt

Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is


viðtal

Helgin 28.-30. júní 2013

Þetta byrjaði með því að ég fékk martröð nótt eftir nótt.

Yfirgaf fjölskylduna til að þjóna alheiminum Diðrik Sveinn Bogason er eini íslenski munkurinn í Ananda Marga. Hann ferðast um heiminn til að kenna fólki hugleiðslu og jóga og hafði ekki hitt foreldra sína í sjö ár þegar hann kom hingað í heimsókn á dögunum. Þegar hann fyrst flutti út starfaði hann kauplaust fyrir bakarí Ananda Marga í Danmörku en hafði allt sem hann þurfti á að halda, herbergi og mat.

D 4

+

1 flaska af 2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Verð aðeins

1990,-

iðrik Sveinn Bogason er 38 ára gamall íslenskur munkur í hreyfingunni Ananda Marga þar sem hann kallast Acarya Diiptimanananda Avadhuta, eða í daglegu tali Dada Diiptimanananda. Verið er að koma upp miðstöð hreyfingarinnar við Frakkastíg en þar sem hún er ekki tilbúin biður hann mig um að hitta sig í leikskólanum Sælukoti sem Ananda Marga rekur í LitlaSkerjafirði. Á þessum sama stað hélt hann tvo fyrirlestra í vikulangri heimsókn sinni til heimalandsins um tónlist í Ananda marga en hann er nýútskrifaður með meistaragráðu í tónlistarþjóðháttafræði frá Tainan Listaháskólanum í Taívan. Dada Diiptimanananda, Diðrik, er klæddur appelsínugulu frá toppi til táar og segir þetta vera einkennisbúning munka í Ananda Marga. „Appelsínugulur táknar sjálfsfórn líkt og maður gerir þegar maður yfirgefur fjölskyldu sína til að þjóna alheiminum.” Sjö ár eru síðan hann sá síðast fjölskyldu sína; mömmu sína, pabba og tvær systur. Það reyndist þeim þungbært þegar hann ákvað rúmlega tvítugur að flytja af landi brott og gerast munkur. „Þetta var afskaplega erfitt. Þau höfðu áhyggjur og vissu lítið um Ananda Marga. En smátt og smátt hafa þau séð að ég er hamingusamur og hef tækifæri til að kynnast ólíku fólki og menningarsvæðum og hjálpa fólki að bæta heilsu sína með jóga og hugleiðslu.”

Hugleiddi út í Nauthólsvík

Hann var 17 ára þegar hann kynntist Ananda Marga og hafði þegar verið mikið að velta fyrir sér bæði vestrænni og austurlenskri heimspeki. „Þetta byrjaði með því að ég fékk martröð nótt eftir nótt. Þegar ég hafði fengið martröð þriðju nóttina í röð ákvað ég að þetta gengi ekki lengur og að ég þyrfti að fara að stunda hugleiðslu. Ég fletti upp í gulu síðunum í símaskránni og sá fjórar jógahreyfingar. Tvær þeirra voru mjög dýrar

Ljósmyndir/Hari

áltíð fyrir

34

Dada Diiptimanananda, Diðrik, getur bjargað sér á níu tungumálum og er nýútskrifaður úr tónlistarþjóðháttafræði úr háskóla í Taívan.


viðtal 35

Helgin 28.-30. júní 2013

þannig að það kom ekki til greina. Ég vissi að Ananda Marga ræki hér mjög góðan leikskóla þannig að sú hreyfing varð fyrir valinu.” Eftir að hann byrjaði að hugleiða fór hann að lesa bækur um heimspeki Ananda Marga; um útvíkkun hugans, þátttöku í alheimsflæðinu sem hægt er að tengja sig við með hugleiðslu og um þjónustu við annað fólk, hjálparstarf og umhyggju fyrir öðrum. „Þegar ég byrjaði að hugleiða var eins og það lifnaði við lítið fræ sem hafði verið í dvala. Áður en ég fékk martraðirnar hafði ég ekkert hugsað um jóga og hugleiðslu en sumarið eftir að ég kynntist því fékk ég strax mjög mikla ástríðu fyrir því. Ég fór út í Nauthólsvík og hugleiddi hjá sjónum eða fór út í Skógræktarfélag Reykjavíkur sem var rétt hjá heimili mínu. Ég hugleiddi jafnvel í klukkutíma í senn.”

hlusta og syngja. Á einu ári lærði ég í kring um 300 söngva á bengölsku og lærði að lesa bengalska letrið.” Eftir að hafa lokið náminu í Svíþjóð fór hann til Indlands og fékk formlega vígslu sem munkur og var sendur til Taívan að kenna hugleiðslu og jóga. Þar byrjaði Dada að læra kínversku og heillaðist af taívanskri menningu og kínversku.

Hringir vikulega í mömmu

Hann sótti um og fékk styrk frá taívanska utanríkisráðuneytinu sem hann nýtti til að læra kínversku og ljúka háskólagráðu í píanóleik meðfram starfi sínum sem munkur. „Við útskriftina hélt ég 90 mínútna lokatónleika. Það gekk mjög vel. Eftir þetta ákvað ég að fara í meist-

Var trúlofaður

aranám í tónlistarþjóðháttafræði. Það er mikið um tónlist í Ananda Marga og ég sá að með þessu gæti ég sameinað áhuga minn á tónlist og Ananda Marga. “ Síðustu fjögur ár hefur hann rannsakað uppruna og þróun tónlistar innan hreyfingarinnar, ferðast til Indlands til að afla sér heimilda og tekið kúrsa í háskólanum, flesta á kínversku. Í sumar- og vetrarfríum fór hann til Rússlands á vegum Ananda Marga til að kenna hugleiðslu og nú er því svo komið að hann kann eitthvað í níu tungumálum. Hann kann reiprennandi að tala ensku, dönsku, sænsku, þýsku og kínversku, getur lesið og skrifað bengölsku og sanskrít og vel bjargað sér á rússnesku og frönsku.

Dada er nú á ákveðnum tímamótum. Hann kom við á Íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna þar sem hann kemur til með að starfa, væntanlega næstu ár. „Ég festi þar mögulega rætur. Ég verð í New York og borgum þar í kring en líka í Kanada.” Ein af ástæðum þess að hann stoppaði á Íslandi var einmitt að sjá foreldra sína og komu þeir á annan fyrirlesturinn sem hann hélt. „Það var mikil gleði fyrir alla þegar við hittumst aftur. En þó við höfum ekki sést í allan þennan tíma þá reyni ég að hringja í mömmu í hverri viku. Ég fann reyndar fyrir um tveimur árum að ég var farinn að gleyma íslenskunni og byrjaði þá að lesa Moggann á netinu.” Dada talar íslensku

án hreims en eftir að hafa hugsað á ensku og kínversku í mörg ár þá gleymir hann hvernig einstaka orð eru á íslensku. Hann er afar ánægður með að hafa gerst munkur og segist alltaf sáttari við þá ákvörðun eftir því sem lengra líður. Hann er þegar farinn af landi brott þegar þessar línur birtast. Auk þess að starfa fyrir Ananda Marga í Bandaríkjunum verður hugur hans hjá tónlistinni og stefnir hann á að halda áfram rannsóknum á Prabhata Samgiitasöngvunum og hvernig andleg tónlist hefur jákvæð áhrif á hug og líkama. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Til hamingju Reykjavík!

Hann var í Menntaskólanum í Hamrahlíð á þessum tíma og líka í píanónámi í Tónlistarskóla Reykjavíkur. „Það var mjög mikið að gera um veturinn og ég hafði bara tíma fyrir 10 mínútna hugleiðslu á dag. Eftir að ég byrjaði að hugleiða daglega fann ég að þetta voru bestu 10 mínútur dagsins svo ég fór að lengja tímann fyrir hugleiðslu og jóga. Á þessum tíma gerðist hann líka grænmetisæta en samkvæmt jógafræðunum styður skynrænn matur, svokallað sattva-fæði, vel við hugleiðslu. Eftir stúdentspróf hafði hann meiri tíma og einbeitti sér að tónlistarnáminu og hugleiðslu. „Píanónámið studdi hugleiðsluna og hugleiðslan studdi píanónámið. Mér fannst miklu auðveldara að spila þegar ég var búinn að hugleiða og öfugt. Hugleiðslan gaf mér ánægju og ekki bara ánægju heldur innri gleði sem var dýpri en nokkuð annað sem ég hafði upplifað.” Hann átti kærustu á menntaskólaárunum og þau trúlofuðu sig. Upp úr sambandinu slitnaði og hann fann hjá sér sterka löngun til að tileinka líf sitt Ananda Marga. „Ég var eiginlega farinn að lifa eins og munkur, hugleiddi í um fjóra klukkutíma á dag og stundaði svo jóga. Þetta voru allt að sex til sjö tímar sem fóru í þetta. Mig langaði að geta miðlað þessari andlegu visku og starfa fyrir Ananda Marga.”

Pappír er flokkaður á öllum heimilum

Lærði 300 söngva á einu ári

Pappír er nú flokkaður í öllum hverfum borgarinnar. Fjöldi blárra tunna hefur tvöfaldast á nokkrum mánuðum og pappír sem skilað er til endurvinnslu hefur aldrei verið meiri. Enda vita Reykvíkingar að pappír er ekki rusl.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 9 3 1

Dada flutti fyrst til Danmerkur og byrjaði að vinna fyrir lífrænt bakarí, Naturbageriet Sattva, sem Ananda Marga rekur í Kaupmannahöfn. „Ég vann kauplaust en hafði allt sem ég þurfti - herbergi og nógan mat. Síðan keypti ég píanó fyrir sparifé sem ég átti og gat æft mig á það.” Rúmum tveim árum síðar flutti hann til Svíþjóðar og tók þar fimm ára þjálfun til að verða munkur. Fyrsta eitt og hálft árið þurfti hann að taka mjög stranga þjálfun í skóla Ananda Marga í Ydrefors, nálægt Vimmerby, fæðingarbæ Astrid Lindgren, en svo tók aftur við sjálfboðavinna í Sattva-bakaríinu í Stokkhólmi. Hann byrjaði að keyra út vörur bakarísins en fannst það frekar einhæft. „Ég þurfti að keyra í sex til átta tíma á dag, alltaf sömu leiðina en vegna jógaiðkunarinnar var hugurinn jákvæður og ég notaði tímann til að læra Prabhata Samgiita, söngva á bengölsku eftir stofnanda Ananda Marga, P. R. Sarkar. Kökubakarinn okkar á þeim tíma var frá Bengal og hann aðstoðaði mig við að læra að skrifa á bengölsku. Langflestir söngvanna eru á bengölsku en einnig á sjö öðrum tungumálum. Ég skrifaði síðan söngvana niður á kvöldin með stórum stöfum á blað sem ég límdi upp á gluggarúðuna í bílnum. Þegar ég var að keyra gat ég hlustað á söngvana í kassettutækinu og lært textann. Þannig leið tíminn í bílnum hratt við að

Bættu við blárri tunnu ER BLÁA TUNNAN ALLTAF FULL EN GRÁA TÓM? Settu dæmið upp á pappirerekkirusl.is og finndu hvað hentar þínu heimili. Með því að bæta við blárri tunnu getur húsfélagið fækkað gráum tunnum en það er hagkvæmari kostur. Bættu við blárri tunnu með símtali í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is.

Laugateigur 10

Blá tunna Pappír og pappi, sótt að jafnaði á 20 daga fresti: 6.500 kr. á ári.

– Takk fyrir að flokka!

Grá tunna Almennt sorp. Sótt að jafnaði á 10 daga fresti 18.600 kr. á ári.

Var með eina bláa tunnu og þrjár gráar. Þau bættu við blárri tunnu og tóku út eina gráa og spöruðu þannig 12.300 kr. á ári. Hvað hentar þínu heimili?


Ný MacB

Júlí

Mán Þri

Nýjasta kynslóð Intel örgjörva

Ofurhröð tækni með öflugri grafík. Þar að auki er innbyggt Turbo Boost sem tölvan notar þegar þyngri forrit og leikir þurfa á því að halda og fer í allt að 3,3GHz á Intel Core i7 örgjörvanum.

Hraðari flash diskur

MacBook Air býr yfir ótrúlegri flash-tækni, og nýjasta kynslóðin er nú allt að 45% hraðvirkari en sú fyrri. Og er flash-geymslan í nýju MacBook Air allt að 9x hraðvirkari en venjulegir harðir diskar.

Ný þráðlaus tækni

Glæný þráðlaus tækni, kölluð 802.11ac, sem er allt að 3x hraðvirkari en fyrri kynslóð. Einnig dregur 802.11ac netið lengra og því er þráðlausa frelsið enn meira en áður.

Mið Fim Fös Lau Sun

Allt að 30 daga biðstaða Með nýrri tækni getur MacBook Air verið í biðstöðu í allt að 30 daga.


Book Air kemur í verslanir í dag kl. 13:00

10 9 8

11 12 1

7 6 5

2 3 4

Allt að

12 klst

Rafhlöðuending

Alvöru afl, allan daginn MacBook Air 11”

MacBook Air 13”

Aðeins 1,08 kg

Aðeins 1,35 kg

Verð frá: 189.990.-

Verð frá: 219.990.-


38

viðhorf

Helgin 28.-20. júní 2013

Færsla málefna og stofnana milli ráðuneyta

Pólitísk þjóðmenning?

S

Verkjastillandi bólgueyðandi Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn

Hjá þeim sem hafa amkvæmt fylgst með þróun forsetaúrskurði stjórnsýslu í mennum skiptingu ingarmálum vakna stjórnarmálefna milli hinsvegar spurningar ráðuneyta í Stjórnarum hvort til standi ráði Íslands frá 24. að beita pólitískum maí hafa mál er varða afskiptum eða til„þjóðmenningu“ skipunum innan færst frá mennta- og málaflokks sem mikil menningarmálaráðuvinna hefur verið lögð neyti til forsætisí að gera faglegri og ráðuneytisins. Þessi Njörður Sigurjónsson gagnsærri á undanfærsla á málefnum förnum áratugum. Á og stofnunum, sem lektor í menningarbirtast í lista í forstjórnun við Háskólann á að fella úr gildi meginregluna um hæfisetabréfinu, kemur Bifröst lega fjarlægð milli nokkuð spánskt fyrir stjórnmálamanna og úthlutunar sjónir enda hafa ekki faglegar almannafjár til menningarstarfeða efnislegar ástæður verið semi? Förum við aftur til baka til tilgreindar fyrir tilfærslunni. þeirra tíma þegar úthlutanir til Að minnsta kosti hafa þær ekki menningarmála voru grundvallkomið fram í opinberri umræðu og litlar vísbendingar gefnar sem aðar á flokkstengslum og estetískum fordómum afskiptasamra skýra málið. stjórn málamanna? Í stjórnarsáttmálanum sjálfum Við slíkar breytingar og meiri er lítið um skýringar en þar segir bein afskipti stjórnmálamanna af þó að „íslensk þjóðmenning“ menningarmálum koma væntverði í hávegum höfð, áhersla anlega upp margvísleg vandaverði lögð á minjavernd og mál. Sem dæmi má taka að ætli „skráningu Íslandssögunnar“. ráðherra að beita sér í umræðu Hér ætla ég ekki að flækja málin um friðun einstakra minja eða með spurningum sem vakna vegna sérstakrar hugtakanotkun- húsa verður hann sjálfkrafa vanhæfur sem úrskurðarvald í þeim ar, til dæmis hvað er átt við með málum. hugtakinu „þjóðmenning“, eða Flutningur málefna á milli „Íslandssögunni“ í eintölu með ráðuneyta, úr menningarmálagreini, en við fyrstu sýn virðist ráðuneytinu í forsætis, gætu átt sem lítið tillit sé tekið til rannað auðvelda forsætisráðherra sókna í hug- og félagsvísindum að hafa með þessa málaflokka síðustu 30 árin eða svo.

að gera. Þá vakna spurningar um hvers vegna þessir ákveðnu málaflokkar, sem taldir eru upp í forsetaúrskurðinum, eru valdir sérstaklega. Þannig er talað um málefni fornleifa annars vegar og húsfriðunar hins vegar eins og ekki sé ljóst að báðir þessir málaflokkar hafa verið sameinaðir með nýjum lögum undir starfssviði Minjastofnunar Íslands, sem talin er upp neðar á listanum. Hvers vegna er Örnefnanefnd tekin út fyrir sviga? Og hvers vegna eru Árnastofnun og Þjóðminjasafnið, báðar rannsóknastofnanir í nánu samstarfi við Háskóla Íslands, settar undir forsætisráðuneytið? Er ætlunin að hlutast til um starfsemi þessara stofnana eða að gera við þær eitthvað sem ekki er hægt að gera í mennta- og menningarmálaráðuneytinu? Að öllu jöfnu er hringlandaháttur með stóra málaflokka á milli ráðuneyta, sérstaklega þegar þeir eru færðir úr fagráðuneyti, dæmi um slæma stjórnsýslu. Í menningarmálaráðuneytinu hefur verið byggð upp sérþekking á málaflokkunum, ýmsar skaranir eru á milli verksviða innan ráðuneytisins og annað er tengt vegna eignaumsýslu og svo framvegis. Því verður að spyrja: Hvers vegna er ekki hægt að hlúa að þessum málaflokkum innan menningarmálaráðuneytisins þar sem þau hafa verið fram að þessu?

Að öllu jöfnu er hringlandaháttur með stóra málaflokka á milli ráðuneyta, sérstaklega þegar þeir eru færðir úr fagráðuneyti, dæmi um slæma stjórnsýslu. ... Því verður að spyrja: Hvers vegna er ekki hægt að hlúa að þessum málaflokkum innan menningarmálaráðuneytisins þar sem þau hafa verið fram að þessu?

Rithringur.is er vefur fyrir alla rithöfunda

Ganga Íslendingar almennt með rithöfund í maganum?

Fæst án lyfseðils Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

sögur og margt fleira. En í þeim tóku Ganga Íslendingar almennt með rithöfflestir höfundar bókarinnar þátt, und í maganum? Ef svo er get ég bent á en þetta er gjörningur rithringsins, einn góðan vettvang til þess að fá útrás keðjusögur. Hver höfundur lagði sitt til fyrir ritstörf, ef áhugi er fyrir hendi. Ritmálanna en í raun vissum við ekki hvert hringur.is er vefur fyrir alla rithöfunda söguþráðurinn myndi stefna. Endaði og þá sem hafa áhuga á skrifum. Þar með því að út komu tvær mjög skemmtisendir fólk inn sögur og fær gagnrýni legar sögur sem hægt er að hlæja að. á sín eigin verk, þar er bókagagnrýni, Þó að um samvinnuverkefni hafi verið spjall og fleira. Stóri kosturinn er líka að að ræða og lýðræðið haft í hávegum, þá þetta kostar ekki neitt. var stjórnandi verksins Rósa GrímsdóttRithringurinn er ekki nýr af nálinni, ir og ég undirrituð var meðstjórnandi. hann var stofnaður í byrjun árs 2003. Margs ber að gæta þegar útgáfa bókar Hefur því verið haldið upp á 10 ára afer annars vegar. 18 höfundar tóku þátt mæli hans. Var það gert með glæsibrag. Haldin var keppni, að skrifa sögu með Auður A. Hafsteinsdóttir í þessu verki og má með sanni segja að allar sögurnar séu háklassa sögur. þemanu skáldalíf og tóku margir þátt. meðstjórnandi seinni Við gættum okkar vandlega á því að Síðar var kosið um bestu sögurnar, en Rithringsbókarinnar og fara yfir sögurnar hjá hvert öðru og það var auðvitað gert innan Rithringsmeðlimur á Rithringum.is fengum faglærðan prófarkalesara, Ingiins, meðlimir sjálfir kusu. Síðar voru frá byrjun. björgu Elsu Björnsdóttur, sem einnig er veitt vegleg bókaverðlaun. höfundur sögu í bókinni til að prófarkalesa. Við nokkur á Rithringum höfum stigið skrefið Fleiri útgáfumál eru á dagskrá, þar á meðal aðeins lengra. En 13 höfundar, bæði útgefnir og jólasögur. óútgefnir gáfu út smásagnabók, Rithringsbókina, Þessa einstaka samvinna og hvernig bókin var fyrst árið 2012 í desembermánuði. Bókin er á unnin gerir hana afar sérstæða. Emma.is. Allir ættu að finna sögur við sitt hæfi. Heimasíða Nú höfum við farið aftur af stað og erum búin bókanna er: smasogur.com að skila af okkur annarri Rithringsbók sem kom Vonum að þið njótið lestrarins og hafið eins gamút núna í maí 2013. Er hægt að fá hana á Emma.is. an af honum eins og við höfðum af því að semja Sú bók er með þemað: „Þetta var síðasti dagur lífs sögurnar og fara í gegnum allt ferlið á Rithringum. míns“. Bæði ber bókin þetta nafn og allar sögurnar Að þessum orðum sögðum, vona ég undirrituð í bókinni byrja á þessari setningu. Þær hafa allt fyrir hönd okkar allra á Rithringnum að þið lesið litróf ritlistarinnar að geyma. þessa rafbók okkar og síðast en ekki síst að þið Seinni bókin var alfarið unnin á vefnum Ritskráið ykkur á Rithringinn, ef það blundar í ykkur hringur.is, allar ákvarðanir teknar þar. Til dæmis rithöfundarhjarta. höfðum við kápukeppni, gerðum tvær samvinnu-


Vandað vinnurými á besta stað TIL LEIGU Laugavegur 182 105 Reykjavík

Glæsileg 733 m2 skrifstofuhæð sem skiptist í opið rými og skrifstofur. Vandaðar innréttingar, steinteppi á gólfum. Frábært útsýni, næg bílastæði og möguleiki á stæðum í lokaðri bílageymslu.

TIL LEIGU

TIL LEIGU

Austurstræti 12 101 Reykjavík

Suðurlandsbr. 24 108 Reykjavík

Vönduð 155 m2 hæð, skrifstofur og fundarherbergi.

Fjölbreytt skrifstofu- og verslunarhúsnæði á jarðhæð.

Húsnæðið er allt endurnýjað á vandaðan hátt.

Bílageymsla og næg bílastæði, hentug staðsetning.

Frábær staðsetning, útsýni yfir Austurvöll.

Stærð u.þ.b. 986 m2, laust strax.

www.reitir.is Vönduð umgjörð fyrir vinnandi fólk

Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson 840 2100 halldor@reitir.is

Reitir fasteignafélag er stærsta þjónustufyrirtækið á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Reitir hafa yfir að ráða fjölbreyttu fasteignasafni sem samanstendur af um 130 fasteignum sem staðsettar eru víðsvegar um landið.


40

heimili

Helgin 28.-29. júní 2013

 Hönnun gólf- og veggflísar

Marokkósk mynstur á gólfið Eitt af því heitasta í innanhússhönnun um þessar mundir eru gólf- og veggflísar í marokkóskum stíl. Meðal veitingahúsa sem skarta slíkum flísum er kaffihúsið í Iðuhúsinu á Lækjargötu og nýr veitingastaður og gúrme-verslun sem bráðlega mun opna í nýju hóteli í Kirkjuhvoli við Dómkirkjuna. Flísar í þessum stíl brjóta upp nútímalegan og mínimalískan stíl sem hefur verið allsráðandi undanfarin ár og virka í hvaða herbergi sem er, jafnt í eldhús, baðherbergi og stofu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili

 Húsgögn Kr aum selur íslensK a Húsgagnafr amleiðslu

· Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.

S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is

Er vagninn rafmagnslaus ?

Erla Sólveig Óskarsdóttir húsgagnahönnuður við borðin og sófann sem eru í nýrri húsgagnalínu sem hún hefur hannað. Einungis borðin eru komin í framleiðslu enn sem komið er.

Frístunda rafgeymar í miklu úrvali

Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is

Íslenskt stofuborð úr Vogunum Erla Sólveig Óskarsdóttir húsgagnahönnuður fann flinka smiði í Vogum á Vatnsleysuströnd til að framleiða stofuborðin sem hún hefur hannað. Hún leitar nú að framleiðanda fyrir sófann sem hannaður er við borðin.

e

rla Sólveig Óskarsdóttir hönnuður hefur nú sett í framleiðslu stofuborð sem smíðuð verða hér á landi. Borðin eru í tveimur stærðum og má fella hið minna inn í hið stærra, líkt og gömlu innskotsborðin, sem svo vinsæl voru á árum áður, að sögn Erlu. „Þau eru þannig gerð að þau ná yfir sófann og því er gott að nota þau til að borða við eða sem tölvuborð,“ segir hún. Borðin má fella saman og fer lítið fyrir þeim í flutningum. Erlendir ferðamenn hafa tekið borðunum af miklum áhuga en þau eru seld í hönnunarversluninni Kraum í Aðalstræti. Borðin eru smíðuð í Vogum á Vatnsleysuströnd, þar sem Erla segist hafa fundið mjög færa smiði. Hún hefur einnig hannað sófa í sömu línu en framleiðsla á honum er ekki enn komin af stað. Frumgerð sófans er þó til sýnis í Kraum og kannar Erla nú hvar hentugast væri að framleiða hann, hvort sem er

hér á landi eða erlendis, og þá til að mynda í Danmörku. Aðspurð segir Erla umhverfi hönnuða á Íslandi mjög ábótavant og mikill innflutningur húsgagna standi þeim fyrir þrifum. „Opinberir aðilar þurfa að breyta hugarfari sínu og marka sér þá stefnu að kaupa einungis íslensk húsgögn líkt og dönsk yfirvöld hafa gert. Mér finnst sorglegt að sjá dönsk húsgögn í opinberum byggingum hér á landi, sem er svo algengt, í stað þess að sjá fallega, íslenska hönnun. Það myndi breyta miklu fyrir hönnuði og einnig yrði íslensk framleiðsla þannig sýnilegri. Það má ýmsu koma til leiðar með hugarfarsbreytingu,“ segir hún. Erla stefnir á áframhaldandi þróun á þessari húsgagnalínu og gæti hugsað sér að framleiða borðin í ýmsum litum og viðartegundum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


Veldu þér hinn fullkomna kodda

DÝNUR OG KODDAR

minn

mömmu

Koddi

Pabba

Koddi

Koddi

tvei

rir ei

n

tveir f na ir r fy ein pur® m te öllum oddum k u s il he uP á við ka úmi r heilsu

n

r

fy

r stífu

milli stífur

m júkur

Tempur® TradiTional heilsuKoddinn Fyrir alla í fjölskyldunni einnig nýleg almenn verðlækkun í Betra Bak.

15% afsláttur í júní!

EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI

á Tempur heilsudýnum/-rúmum og koddum. C&j stillanlegt með Tempur Cloud DÝNUR OG KODDAR

19.666 kr. á mán.

mán*

aðeins

fæst einnig í stærðunum 2x80x200 cm 2x90x210 cm 2x100x200 cm 120x200 cm 140x200 cm

us

a

r

aFb

orga

ni

aðeins

54.482 kr. á mán.

r

* með 3,5% lántökugjaldi og 340 kr. greiðslugj. pr. afb.

www.betrabak.is www.betrabak.is

Leggur grunn góðum degi Leggur grunn að að góðum degi

temPur sPring Verðdæmi 160x200 cm rúm, dýna og lappir Verð frá kr. 251.000 kr. 213.350 á júníafslætti Þú sparar kr. 37.650 aukahlutur á mynd gafl.

fæst einnig í stærðunum 180x200 cm 180x210 cm 192x203 cm

us

r

va x Ta l a

ni

með fjarstýringu

a

r

aFb

orga

ni

aðeins

18.566 kr. á mán.

r

án* 2 m í1

us

a

C&j stillanlegt með Tempur Cloud dýnu Verðdæmi 2x90x200 cm Verð kr. 740.900 kr. 629.765 á júníafslætti Þú sparar kr. 111.135

DÝNUR OG KODDAR

án* 2 m í1

a

r

Fborga

2 í1

fæst einnig í stærðunum 80x200 cm 90x200 90x210 cm 100x200 cm 120x200 cm 140x200 cm 152x200 cm 180x200 cm 180x210 cm 192x203 cm

temPur Cloud heilsudýna Verðdæmi 160x200 cm Verð kr. 266.000,kr. 226.100,- á júníafsætti Þú sparar kr. 39.900,-

va x Ta l a

DÝNUR OG KODDAR

temPur sPring heilsurúm

va x Ta l a

temPur Cloud heilsudýna

betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16


42

gönguferðir

Helgin 28.-30. júní 2013

 GönGuferðir rósa siGrún Jónsdóttir er nýkomin fr á HornbJarGsvita

Hálendið sveipað dýrðarljóma Rósa Sigrún Jónsdóttir heillaðist ung af náttúru og útivist. Hún er nýkomin frá Hornbjargsvita þar sem hún var leiðsögumaður hjá hópi starfsmanna Arion-banka. Eiginmaður hennar, Páll Ásgeir Ásgeirsson, er einnig mikill útivistarmaður og hafa þau nánast verið með gönguskóna á fótunum frá því þau kynntust.

r

ósa Sigrún Jónsdóttir, myndlistarmaður og leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, drakk í sig ást á náttúru og útivist með móðurmjólkinni. „Ég er alin upp í sveit þar sem ég elti kýr og kindur fram yfir tvítugt, var alltaf úti og í sterku sambandi við náttúruna. Í uppeldi mínu var hálendið sveipað dýrðarljóma og við reyndum að fara í hálendisferðir á hverju sumri,“ segir hún. Rósa Sigrún er gift Páli Ásgeiri Ásgeirssyni sem hefur skrifað fjölda leiðsögubóka um Ísland. Hann starfar einnig sem leiðsögumaður, er mikill náttúruunnandi og náðu þau strax saman þegar þau kynntust árið 1987. „Eftir það höfum við verið með gönguskóna á fótunum,“ segir Rósa. Þau hjónin fara mikið saman í ferðir og nú á miðvikudagsmorgninum sneru þau aftur heim eftir að hafa verið leiðsögumenn í fjögurra daga gönguferð með starfsmönnum Arion-banka á Hornströndum. „Við fórum með þrjátíu manna hóp norður á Hornbjargsvita. Þetta var alveg dýrðleg ferð. Fyrst er ekið til Ísafjarðar, farið með bát inn í botn Lónafjarðar og þaðan er gengið 12 kílómetra með dagpoka yfir á Hornbjargsvita.“ Þar er hús frá árinu 1930 með gistiaðstöðu fyrir

allt að fimmtíu manns með eldhúsi og öllum búnaði. „Þetta er í raun eins og stórt heimili við ysta haf,“ segir Rósa. Frá Hornbjargsvita fóru þau síðan með hópinn í dagsferðir út frá vitanum. „Þarna iðar allt af lífi, fuglinn í björgunum, refurinn og yrðlingarnir, og gróðurinn bókstaflega sprettur upp undan fótum manns.“ Spurð hver sé uppáhalds staðurinn hennar á Íslandi til að fara í gönguferður segir hún óhikað: „Í augnablikinu er þetta í mestu uppáhaldi.“ Hún kom fyrst til Hornstranda árið 1998. Í framhaldinu skrifaði Páll Ásgeir ferðahandbók um Hornstrandir og gengu þau þar mikið til að afla efnis í bókina sem inniheldur kort, ljósmyndir og aðrar upplýsingar. „Við fórum þangað í marga rannsóknarleiðangra og höfum bundist svæðinu tryggðarböndum og reynum að fara þangað allavega einu sinni á ári,“ segir hún. Rósa bendir á að þó víða á Hornströndum séu bæði nýjar og gamlar göngugötur sé þetta ekki auðvelt gönguland, svæðið sé grýtt og mikið um göngur upp og niður. Þetta henti því ekki fólki nema í góðu formi. Fjögurra daga ferðin sem þau eru nýkomin úr hófst á 12 kíló-

Rósa Sigrún Jónsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni. Bæði eru þau miklir göngugarpar. Ljósmynd/Jón Smári Einarsson

Gönguhópur rakst á lágfótu í Hornvík. Refurinn er eina villta landspendýrið þegar hér var numið land. Ljósmynd/Jón Smári Einarsson

metra dagleið. Á degi tvö var farinn langur hringur út á Hornbjarg þar sem gengnir voru um 20 kílómetrar. Þriðji dagurinn var rólegur, þau heimsóttu eyðibýli, kynntu sér refarannsóknir og skoðuðu náttúru og dýralíf í Hrolleifsvík og Bjarnarnesi. Fjórði dagurinn var heimfarardagur. Þá tók trússbátur allt dótið og flutti til Ísafjarðar en hópurinn gekk yfir Kýrskarð, niður í Höfn í Hornvík og um Hafnarskarð niður í Veiðileysifjörð. Fjallgöngur eru líf og yndi þeirra hjóna. Páll Ásgeir stýrir verkefninu „Eitt fjall á viku“ hjá Ferðafélagi Íslands og er Rósa þar fararstjóri. Þau eru saman með

fjölda fastra gönguhópa sem þau ganga með, aðallega dagsferðir á veturna en lengri ferðir á sumrin. Með fram þessu sinnir Rósa myndlistaráhuga sínum og er að fara að opna sýningu í Slunkaríki á Ísafirði með verkum tileinkuðum vestfirskum fjöllum þar sem hún blandar saman bróderingu og blýantsteikningu. Annars gengur lífið sinn vanagang hjá þeim hjónum, þau eru saman með fjölda fastra gönguhópa sem þau ganga með, aðallega dagsferðir á veturna en lengri ferðir á sumrin. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Seiðmagn óbyggðanna Ferðafélag Íslands hefur gefið út Seiðmagn óbyggðanna, ferðaþætti eftir Gerði Steinþórsdóttur. Einstakar ferðalýsingar Gerðar að mestu byggðar á greinum hennar sem birtust í Morgunblaðinu undir heitinu ,,Á slóðum Ferðafélags Íslands.“ Fæst á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 og í helstu bókabúðum.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Bróderuð blýantsteikning eftir Rósu af Traðarhyrnu í Bolungarvík.



44

ferðir

Helgin 28.-30. júní 2013

 útivist ferðafélag barnanna Með skeMMtilega dagskr á allt árið

Villibað og villipiss Innan Ferðafélags Íslands starfar Ferðafélag barnanna sem stendur fyrir skemmtilegum ferðum allt árið um kring. Vinsælustu ferðirnar eru yfir Laugaveg og Kjöl en biðlistar í þær myndast yfirleitt stuttu eftir áramót. „Þegar gengið er með börn úti í náttúrunni er takturinn annar,“ segir Brynhildur Ólafsdóttir, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi barnanna. „Þann 9. júlí förum við í grasa- og galdralækningaferð í Heiðmörk sem tekur tvo tíma og í þá ferð

geta börn allt frá þriggja til fjögurra ári aldri komið. Það verður grasalæknir í ferðinni og við ætlum að tína jurtir á leiðinni og læra hvað hægt er að gera úr þeim.“ Að sögn Brynhildar eru ferðirnar farnar í öllum veðrum og mikill lærdómur fólginn í því. „Þá gerum við öðruvísi hluti eins og að hoppa í polla.“ Ferðafélag barnanna stendur fyrir fjölskylduferð að Valgeirsstöðum í Norðurfirði 25. júlí og þann 28. verða ratleikur og adrenalínklifur á Nesjavöllum.

Ævintýrferð um slóðir drauga og útilegumanna er á dagskránni í ágúst, ásamt sprangi í Vestmannaeyjum og sveppaferð í Heiðmörk. Í september verður svo farið í villibað í Reykjadal. „Þegar við böðum okkur úti köllum við það villibað. Sömuleiðis það að pissa úti, það er villipiss og krefst sérstakrar tækni,“ segir Brynhildur. Nánari upplýsingar má nálgast á síðu Ferðafélags barnanna www.ferdafelagbarnanna.is og á Facebook síðunni Ferðafélag barnanna.

Frábær ferðafélagi

Ratleikur Ferðafélags barnanna á Nesjavöllum í fyrra. Gengið var í blíðskaparveðri úr Dyradal á Nesjavelli. KYNNING

 MagnesíuMúði fyrir betri líðan eftir æfingar og við gigt

Margverðlaunaður magnesíumúði Eftir þungar líkamsæfingar og mikið svitatap er gagnlegt að taka inn steinefnið magnesíum sem tapast við þessar aðstæður. Fyrirtækið Gengur vel ehf. býður upp á magnesíumúða sem borinn er á húðina og er vinsæll hjá fólki með gigt, hlaupurum, fjallageitum og þríþrautarfólki.

M

Gönguferðin þín er á utivist.is

Skoðaðu ferðir á utivist.is

Gengur vel ehf. býður upp á þrjár tegundir af magnesíumúða, Original, Sport og Goodnight og fást þeir í heilsubúðum, TRI, Crossfit Reykjavík, hjá Systrasamlaginu, Fjarðarkaupum og í helstu apótekum.

Sigurður Sigurbjörnsson, maraþonhlaupari mælir með magnesíumúðanum frá Better You. „Með notkun úðans get ég hlaupið lengri vegalengdir án þess að fá krampa. Ég hef bent mörgum hlaupurum á þennan úða og veit að fólk er afar ánægt enda er til mikils að vinna að komast án alls krampa í gegnum löng hlaup og annað erfiði.“

mjög góð og úðinn er örgum reyneinfaldur og handist vel að hægur í notkun. nota magn„Magnesíumúði esíum sem fæðubót hefur verið vinsælt vegna ýmissa kvilla hjá íþróttafólki í svo sem fótaóeirð, ýmsum greinum, svo vöðvakrampa, til slöksem þríþraut, hlaupi, unar fyrir svefninn knattspyrnu, crossfit, og til að hjálpa vöðvsundi, fjallgöngum og unum í endurheimt hjólreiðum enda hefur eftir æfingar. Hingað úðinn fengið fjölmörg til hefur aðeins verið Gígja Þórðardóttir, heilsu- og nýsköpunboðið upp á magnsjúkra þjálfari hjá arverðlaun á síðasta esíum í töflu- eða duftGengur vel ehf. ári. Um síðustu helgi formi en það nýjasta notuðu tvö hjólalið í WOW er magnesíum olíuúði sem úðað keppninni úðann frá Better er beint á húðina,“ segir Gígja You,“ segir Gígja. Þórðardóttir, sjúkraþjálfari og Magnesíum frá Better You er starfsmaður hjá Gengur vel ehf. gert úr Zechstein Magnesíum, Rannsóknir hafa sýnt fram á að einu hreinasta og náttúruúðinn nýtist líkamanum betur legasta formi af magnesíum í en töflur og duft og veldur ekki heiminum og eru þrjár tegundir ónotum í maga eða niðurgangi framleiddar; original, sport og eins og inntaka magnesíums goodnight. Original er magngetur orsakað. esíumklóríð, bætt lindarvatni Að sögn Gígju er magnesíum og er því hreinasta magnesíum steinefni sem líkaminn þarfnast afurðin og vinsæl meðal annars og nauðsynlegt til orkuframhjá gigtarfólki. „Hinar tvær leiðslu ásamt því að stuðla að tegundirnar eru með viðbættum betri heilsu beina, vökvajafnolíum til að auka nuddeiginleika vægi og til stjórnunar á taugavörunnar en einnig er búið að og vöðvasamdrætti. „Vegna núbæta ilmkjarnaolíum út í goodtíma lifnaðarhátta hefur upptaka night til að stuðla að enn betri ró á magnesíum í mataræði okkar fyrir svefninn,“ segir Gígja. minnkað og eins geta streita, Úðarnir fást í heilsubúðum, áfengissýki, vefjagigt, lyfjanotkhjá TRI, Crossfit Reykjavík, un og miklar æfingar valdið tapi Systrasamlaginu, Fjarðará magnesíum úr líkamanum.“ kaupum og í helstu apótekum. Einfalt og þægilegt í notkun Nánari upplýsingar má finna á www.gengurvel.is og á FaceboÞegar magnesíum er borið á ok síðunni Better You Ísland. húðina er upptaka líkamans


Notað‘ann eins og þú hatir hann

Samsung GALAXY XCOVER 2

Bráðsnjall sími sem er kröftugri en gengur og gerist! Öflugur snjallsími í kröftugum umbúðum. Xcover 2 er með stóran snertiskjá, Android 4.1.2 stýrikerfi, 5MP myndavél og að sjálfsögðu íslenska valmynd. Einnig er síminn með IP67 staðal sem þýðir að hann sé bæði vatns-, og rykvarinn. Galaxy Xcover 2 er fullkominn sími fyrir krefjandi aðstæður og því tilvalinn fyrir íslenskt veðurfar.


46

ferðir

Helgin 28.-30. júní 2013

 Ferðir Zurich

Ertu búinn að fá þér Veiðikortið!

Miðborg Zurich er ákaflega falleg og furðulega friðsæl miðað við fjölmennið.

Ókeypis í dýru borginni Urmull af vel launuðum kontoristum og sterkur svissneskur franki eru meðal ástæðna þess að Zurich vermir alla jafna eitt af efstu sætunum yfir dýrustu ferðamannastaði heims. Kristján Sigurjónsson naut lífsins í borginni þrátt fyrir að hafa verið á bremsunni. Hér eru fimm hlutir sem ekkert kostar að gera í Zurich. 1. Sundsprettur í Limmat

00000

Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.-

www.veidikortid.is

sýninu yfir á austurbakka Limmat árinnar og upp á háskólabrekkuna. Við Uraniastrasse 6 er gömul stjörnuathugunarstöð sem hýsir í dag bar. Útsýnið þaðan yfir gömlu byggðina og út að vatni er frábært. Það er óþarfi að versla á barnum þó vissulega geti það verið freistandi.

Í stærstu borg Sviss þykir sjálfsagt að kæla sig niður í öllu því vatni sem rennur í gegnum miðborgina. Fjölda baðklúbba er þar að finna og þeir rukka fyrir aðstöðuna. Við Latten, skammt frá aðallestarstöðinni, er að finna 400 metra sundlaugarbakka, stökkbretti og blakvelli sem borgaryfirvöld reka og það kostar ekkert inn á svæðið.

3. Chagall og Giacometti

2. Útsýnispallar í gamla bænum Háhýsi eru á bannlista í Zurich og það þarf því ekki að fara mjög hátt til að fá fínasta útsýni yfir borgina. Á Lindenhof safnast saman tveir ólíkir hópar; þeir sem hafa gaman af því að tefla undir berum himni og ferðamenn sem vilja dást að út-

Listsköpun og skemmtun var æðstuprestum í Zurich ekki að skapi eftir siðaskiptin. Fagurmálaðir veggir kirkna voru hreinsaðir og íbúarnir þurftu að stelast út fyrir borgarmúrana til að lyfta sér upp. Eftir að klerkarnir lærðu að slaka á voru þekktir listamenn fengnir til að lífga upp á guðshúsin og í Fraumunster kirkjunni er að finna litríka glugga málaða af Marc Chagall og Augusto Giacometti. Á löggustöðunni við Bahnhofquai 3 er stór salur málaður af þeim síðarnefnda. Aðeins þarf að sýna vegabréf í afgreiðslunni til að fá að virða fyrir sér þennan leyndardómsfulla sal.

4. Hjólað eftir bökkunum

Það er óþarfi að kaupa vatn í Zurich því það rennur tært og kalt út úr 1200 brunnum í borginni.

Bílaumferð er frekar lítil í miðborg Zurich og meðfram ám og vötnum liggja stígar. Það er því kjörið að hjóla um og á nokkrum stöðum í borginni er hægt að fá lánað hjól án endurgjalds. Aðeins þarf að leggja fram 20 franka tryggingu. Það er tilvalið að byrja túrinn á því að fá hjól á Bellevue torginu og hjóla meðfram Limmat ánni út að ZürichWest, gamla iðnarhverfinu sem nú

Við Limmat safnast borgarbúar saman til að synda og sleikja sólina. Það kostar ekkert að nýta sér aðstöðuna.

iðar af lífi. Einnig er hægt að fá hjól á aðallestarstöðinni en hjólaleigurnar eru merktar Züri rollt og eru opnar frá morgni og fram á kvöld alla daga.

5. Frítt að drekka

Það eru um tólf hundruð vatnsbrunnar í Zurich og vatnið í þeim er kristaltært og kalt. Það er því algjör óþarfi að kaupa vatn í næstu sjoppu. Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is en þar má lesa meira um ferðalög til Zurich.

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is

T Ú R I S T I


FYRIR STERKAR OG HREINAR TENNUR Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.


48

matur

Helgin 28.-29. júní 2013

 Matreiðslubækur Partíréttir

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Brauðristar­ gæðaeftirlit

Alltaf tilefni til að gleðjast og halda veislu Rósa Guðbjartsdóttir, sælkeri úr Hafnarfirði, segir alltaf tilefni til að gleðjast og halda veislu og að oft séu það litlar og hversdagslegar veislur sem séu þær bestu. „Það þarf ekki alltaf merkilegt tilefni heldur er það fyrst og fremst félagsskapurinn og andrúmsloftið sem skiptir máli og að kunna að njóta stundarinnar og búa til góða stemningu. Svo eru það veitingarnar sem setja punkinn yfir i-ið,“ segir hún.

í

byrjun sumars sendi Rósa frá sér bókina Partíréttir þar sem gefnar eru hugmyndir og uppskriftir að ljúffengum og einföldum réttum í hin ýmsu partí, lítil sem stór. Meðfylgjandi eru tvær sumarlegar uppskriftir úr bókinni.

Ískökusamlokur

í

skökusamlokur eru spennandi meðlæti eða millibiti í sumarblíðunni eða sem eftirréttur. Hentugt að útbúa og geyma í lokuðu íláti í frystinum þar til þær eru bornar á borð.

Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma. Þær hafa verið handsmíðaðar í tæp 70 ár og hvert einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæða­ eftirlitið með öllu þessu ristaða brauði.

piparkökur eða aðrar kexkökur tilbúinn ís, til dæmis mjúkís í pakka kökuskraut, ef vill

Smyrjið ís á milli tveggja kaka, snyrtið með hnífi meðfram hliðunum og stráið kökuskrauti á ísinn. Raðið í frostþolið ílát og frystið. Takið úr frystinum um leið og þær eru bornar fram.

Rósa Guðbjartsdóttir sendi á dögunum frá sér bókina Partíréttir sem inniheldur fjöldann allan af uppskriftum fyrir ýmis tækifæri. Ljósmynd/Páll Jökull Pétursson.


matur 49

Helgin 28.-29. júní 2013  Uppskrift sUmarlegUr eftirréttUr

Eplapönnukökur með jarðarberjum og grískri jógúrt Fátt er sumarlega en berjaeftirréttir á góðviðrisdögum. Hér er einn girnilegur og þó nokkuð hollur – að minnsta kosti af eftirrétti að vera. Innihald 2½ dl ab-mjólk 50 g haframjöl 50 g heilhveiti 1 msk hrásykur 1 stk egg 1 stk rautt epli, afhýtt, kjarnhreinsað og skorið í smáa bita örlítil repjuolía til steikingar

Meðlæti

 j arðarber eða önnur ber eða ávextir

 grískt jógúrt  hlynsíróp eða hunang Aðferð: 1. Hrærið fyrstu fimm hráefnunum saman. Bætið þá eplabitunum saman við. 2. Hitið teflonpönnu og hafið stillt á meðalhita. Látið örlitla olíu á pönnuna ef þurfa þykir.

3. Setjið góða matskeið af deigi á pönnuna og steikið varlega í u.þ.b. fimm mínútur hvora hlið. Hægt er að baka nokkrar pönnukökur í einu. 4. Berið fram með berjum, grískri jógúrt og hlynsírópi eða hunangi. Uppskriftin er fengin af vefnum gottimatinn.is og höfundur uppskriftar er Erna Sverrisdóttir.

Humarsalat sumarsins

Þ

essi réttur er stútfullur af brakandi ferskum salatlaufum og ávöxtum og dásamlegri hvítlauks- og sítrónudressingu sem kyndir undir sanna sumarstemningu.

Hitið hvítlaukinn í smjörinu á pönnu og bætið timjani og/eða steinselju út í og síðan humrinum. Steikið humarinn í nokkrar mínútur og takið af hitanum, saltið og piprið. Skerið avókadó, mangó og melónu í fallega bita. Setjið salatið í stóra skál og raðið ávöxtunum fallega ofan á. Bætið humrinum ofan á (en síið soðið fyrst af), klippið graslauk yfir og sáldrið bláberjum ofan á í lokin. Dreypið ríkulega af dressingunni yfir allt þegar salatið er borið fram. Gott að hafa hvítlauksbrauð með. Dressing 3 msk. ólífuolía 3 msk. sítrónusafi 1 tsk. dijon sinnep 3 hvítlauksrif, marin 1 -2 msk. saxað timjan og/eða steinselja salt og grófmalaður pipar Hráefnið sett í skál og öllu hrært vel saman með gaffli.

ENNEMM / SÍA / NM57655

Aðalréttur fyrir fjóra til sex 1 kíló af humri, án skeljar klípa af smjöri 3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð 2 msk. timjan og/eða steinselja, saxað 1 avókadó 1 mangó melóna (helst kantalópa, appelsínugult kjöt) grænt salat, til dæmis klettasalat eða spínat graslaukur handfylli af bláberjum salt og grófmalaður pipar

Svo létt á brauðið


ROSEBERRY Öflugt gegn blöðrubólgu Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn

Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is

50

heilsa

Helgin 28.-30. júní 2013

 Heilsa jóga og ljúfir tónar utandyr a næsta laugardag

Fjölskyldujóga í Viðey Fjölskyldujógatími verður á túninu við Viðeyjarstofu næsta laugardag frá klukk­ an 13:00 til 14:00. „Í Viðey ætlum við að gera jógaæfingar, fara í leiki, syngja, hugleiða og slaka vel á í lokin við tóna gongsins. Markmiðið er að þátttakendur tengjist í kærleika og hlæi saman,“ segir Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jóga­ kennari. „Gong er risastórt hljóðfæri og tónar þess framkalla aukna slökun líkam­ ans og hvíla hugann. Fyrr í sumar lék ég á gong á hugleiðslu námskeiði í Viðey og þar var lítil stúlka sem sofnaði við gongið sem var mjög fallegt," segir Arnbjörg. Fólk á öllum aldri er velkomið í jógatím­ ann í Viðey og eru æfingarnar skipulagð­

ar þannig að börn fimm ára og eldri geti tekið fullan þátt. Yngri börn eru einnig velkomin en gætu þurft á aðstoð foreldra að halda við jógaæfingarnar. Jógatíminn kostar 500 krónur og er nauðsynlegt að þátttakendur skrái sig fyrirfram en hægt er að senda skrán­ ingar á netfangið akk@graenilotusinn.is. Nánari upplýsingar má nálgast á heima­ síðunum www.graenilotusinn.is og www. videy.com Í lok fjölskyldu jógatímans munu þátttakendur slaka á við ljúfa tóna hljóðfærisins gong. Mynd/Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir.

 Heilsuverslun systr asamlagið vill stuðla að jafnvægi

einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta

Fólk þarf að taka á stressinu H E LG A R B L A Ð

himneskt.is

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur bjóða upp á nýjungar í vörum fyrir jógaiðkendur auk heilsuvarnings hvers konar og hollustuskyndibita. Mynd/Hari

Systur tvær umbyltu gamalli sjoppu og breyttu í sannkallað heilsuhof. Systrasamlagið nefnist heilsuverslunin og kaffihúsið sem þær reka af mikilli ástríðu. Þær segja mikilvægt að róa hugann og vera í núinu til þess að ná jafnvægi.

Þ

að sem við erum mikið að hugsa um er að fólk taki á stressinu,“ segja systurnar Guðrún og Jó­ hanna Kristjánsdætur en þær stofnuðu nýverið Systrasamlagið á einum falleg­ asta stað á Seltjarnarnesinu. Systr­ unum hefur tekist að tryggja frábært vöruframboð í lítilli heilsuvörubúð og kaffihús til að næra líkama og sál. Í Systrasamlaginu er hægt að versla dýrindis heilsudrykki, hollustusnarl, heilsuvörur, alvöru kaffi, nýbakað bakkelsi og það sem er nýtt á Íslandi, jógafatnað sem hægt er að nota við ýmis tækifæri fyrir fólk sem vill gera jóga hluta af sínu lífi. Guðrún og Jóhanna ákváðu að opna búðina á æskuslóðum en þær ólust upp sem börn á þessu svæði þar sem amma og afi þeirra bjuggu og störfuðu. Þreyttir jóga­, líkamsræktar­ og sund­ garpar geta nú svalað þorsta sínum með heilsudrykk og fengið sér hollan bita í stað skyndibita. „Margir eru hissa á því að upplifa eitthvað nýtt, okkur hefur verið vel tekið og kaffið spyrst vel út, við erum með baunir frá Mið­Ameríku sem eru lífrænt vottaðar hér á landi en eru ekki komnar á markað,“ segir Guðrún og er þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Systrasamlagið hefur nú þegar fengið frá því það hóf starfsemi þann 15. júní. Jóhanna hefur mikla reynslu af heilsueflingu, heilsuvörum og jóga

og telja systurnar að jóga eigi að vera hluti af lífi fólks. Taka þurfi á stress­ inu og til þess þurfi að róa hugann og vera í núinu. Telja þær að ekki sé nóg að stunda líkamsrækt heldur geti jóga verið mikil heilsubót fyrir sálina. Í Systrasamlaginu er til dæmis til sölu nýjung í jógafatnaði. Um er að ræða nýjan fatnað sem passar vel við hælaskó og konur geta notað til að mæta endurnærður í vinnuna eða í veisluna eftir jógatímann. Systurnar hafa einnig til sölu íslenska hönnun í vörum til jógaiðkunar, eins og hug­ leiðslupúða og flothettur ásamt ýmsum öðrum vörum eins og jógadýnur, te og jurtir. Systurnar eru ánægðar með þá þróun sem er að eiga sér stað. Áhugi á jóga, sem og hollu líferni, sé að aukast hjá ungu fólki. „Heilsuvörur eru vinsælli hjá stelpum en strákarnir eru að taka við sér og margir farnir að stunda jóga,“ segir Guðrún og bætir við að mikil vitundarvakning sé hjá karl­ mönnum varðandi heilsuna sem sé góð þróun. „Tvítugt fók hugsar mun meira um heilsuna í dag heldur en foreldrar gerðu á þeirra aldri,“ segir Guðrún og hlakkar til að vera í Systrasamlaginu í sumar. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is



74,6%

tíska

Helgin 28.-30. júní 2013

náttúru leg feg urð

 TíSk a SparilegT SumarTrend undir japönSkum áhrifum Lífrænn maskari á góðu verði

kr. 1800

Nýtískulegur kimono

www.gengurvel.is

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

52

S

umarið er tími tónlistarhátíða og festívala, þar sem saman kemur allskonar fólk í þeim tilgangi að njóta tónlistarinnar og skemmta sér. Það má segja að þar verði til einstök tískusveifla sem má kannski lýsa sem blöndu af rokki, bóhem og hippatískunni. Í hárinu eru fléttur og blóm, fötin eru litrík og sumarleg, á fótum má sjá allt frá sandölum yfir í gúmmístígvél. Festíval tískan er alls ekki gjörólík hinni almennu sumartísku og smitast festíval trendin oftar en ekki út á göturnar og öfugt. Eitt af festíval trendunum er kimono, eða réttara sagt vestræn nútímaútgáfa af hinum ævaforna japanska kimono. Kimono er hin fullkomna flík fyrir sumarið, hann er oftast úr silki eða álíka léttu og þægilegu efni, vítt sniðið gerir það að verkum að það loftar vel um mann á heitum sumardögum. Þá er kimono oft skreyttur fallegu og litríku munstri sem gerir hann einstaklega sumarlegan og passar fullkomlega inn í tískuna í dag. Þessi fallega flík gefur lúkkinu aðeins sparilegri svip en kimono er tilvalinn hvort sem er í garðpartýið, í veisluna eða á Austurvöll.

Ert þú búin að prófa ?

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 HELGAR BLAÐ

Sigrún Ásgeirsdóttir sigrun@frettatiminn.is

Fæst í apótekum, Fjarðarkaupum, Heilsubúðinni Hafnarfirði og snyrtivörudeildum Hagkaups

Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58

Fiðluleikarinn Caitlin Moe í Hollywood. Myndir/ NordicPhotos/Getty

Verslunin Belladonna

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Úrval að fallegum dömuskóm

Gestur á tónlistar- og listahátíðinni Coachella.

Fyrirsætan Bonnie Strange á Hurricane tónlistarhátíðinni.

Gestir á tónlistar- og listahátíðinni Coachella.

úr leðri og með skinnfóðri

Stærðir: 36 - 40 Verð: 15.385. og 16.650.-

Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 17, lokað á laugardögum í sumar. Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.

Leikkonan Shenae Grimes í Miami.

Leikkonan Leslie Catalan í Burbank.

Fyrrverandi klappstýran Vanessa Curry.

Teresa Missoni á herratískuviku í Mílanó.


tíska 53

Helgin 28.-30. júní 2013

Ilmaðu vel í sumar

FRÁBÆRAR BÓMULLARBUXUR

Nýju ilmvötnin eru fersk og sumarleg.

Island fantasy frá Britney Spears Nýr ilmur frá Britney Spears. Sólríkur, léttur og dömulegur ilmur.

Nýtt í sumar Puma SYNC handa honum

Nýtt í sumar Puma SYNC handa henni

Gefur sterkan og sjálfstæðan karlmannlegan blæ en ferskir og ávaxtakenndir topptónarnir eru frábærlega endurnærandi. Saman skapa þessir fersku og líflegu ilmtónar orkuríkan og fjörlegan ilm með krydd- og viðarkeim sem vekur þig til dáða. Gefur þér orku, frelsi og öryggi til að taka móti nýjum degi.

Er hreinn, glaðlegur og skemmtilegur ilmur, fullkomin blanda fyrir ungar, kraftmiklar dömur á ferð og flugi. Heillandi ávaxtakennt ilmvatn með hjartatóna lótusblóma og blóm mandarínutrésins. Þyrlað saman við grunntóna kremkennds sandelviðar og ambers. Umluktir flauelskenndri hvítri ferskju sem gefur sætan og saklausan blæ.

Gucci Flora Mandarin Þessi frábæri ilmur blandar frískandi mandarínu saman við suðrænt romm og ananas í pina colada. Í stað kókoshnetunnar koma kremkenndir viðartónar sem eru í senn nútímalegir og óumræðilega kvenlegir. Kröftug túlkun á orku ávaxtarins. Sælutilfinningin er frábær.

Dior Addict Ferskur ávaxtailmur sem unninn er úr trönuberjum, ylang ylang og hvítu moskus.

Stella McCartney Summer

Surprise frá Heidi Klum Nýjasti ilmurinn frá ofurfyrirsætunni Heidi Klum. Kynþokkafullur blóma- og ávaxtailmur.

Nýr sumarilmur fyrir herra í takmörkuðu upplagi. Ferskur og stökkur ilmur sem nær tilfinningu á skörpum ferskleika.

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Lokað á laugardögum í sumar

Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is

Amor Amor in a flash Big Pony 3 frá Ralph Lauren

Big Pony 1 frá Ralph Lauren Gríptu hana ef þú getur! Sjálfsörugg og óttalaus. Hún er fæddur leiðtogi og tilbúin til að takast á við heiminn. Sítrusilmur með greipávexti og bláu lótus blómi sem er orkugefandi og róandi.

Urban Homme Aqua di gioia frá David frá Giorgio Beckham Armani Nýjasti ilmurinn frá David Beckham. Nýja urban lúkkið sem David hefur tileinkað sér er innblástur ilmsins. Afslappaður, nútímanlegur stíll fyrir alvöru karlmenn. Ilmurinn er í takmörkuðu upplagi

Fást í hvítu og svörtu í stærðum M,L,XL,2X á kr. 1.995,-

Flottar buxur

Cherry in the air frá Escada Töfrandi vor- og sumarilmur í takmörkuðu upplagi. Ómótstæðilegur ilmur sem byggður er á afgerandi, ferskri og sætri angan kirsuberjablóma. Einkennist af heillandi Endurnærandi og blöndu safaríkra kvenlegur. Glitrandi rauðra aldina og tónar sem draga fram áfengum sælkeraljómandi blómavönd tónum sem kveikja hreinsaðan með amber lífsþorsta. Létt og ásamt mjög lostaloftkennd endursköpun fullum undirtónum. kirsubersins.

Boss Orange feel good summer

Hrein og fersk túlkun frá Giorgio Armani. Fyrir konur sem leita að ferskum, hreinum og mjúkum ilmi. Inniheldur blóma sítrus með jasmínute.

Hún er uppreisnagjörn og sjálfstæð. Hún lifir eftir sínum eigin reglum. Hún elskar spennuna við að uppgötva nýja hluti. Blómailmur sem er léttur og ferskur og skapar vellíðan með ilmi frá perum og mímósu.

Loverdose frá Diesel Seiðandi blóma- og ávaxtailmur með austurlenskum viðartóni. Ástríðufull með vopn tælingar.

Grípandi ilmur með austurlensku ívafi. Ilmurinn opnar á glitrandi topptóni mandarínu og apríkósu, í kjarnanum er ljúffengur kanill og jasmínblöð og grípandi grunntónar karamellu og vanillu.

Litir: svart,rautt,drapp,hvítt Str. 34-46/48

Pulse NYC frá Beyonce Nýr ilmur frá Beyonce sem er sérstaklega hannaður til heiðurs New York. Pulse NYC þykir mjög góður og fer ekki framhjá neinum.

Bæjarlind 6, sími 554 7030

Ríta tískuverslun

www.rita.is

74,6%

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

Nýtt frá

FATNAÐUR Í STÆRÐUM 42-58

NÝJAR VÖRUR OG FLOTT TILBOÐ Sjáðu úrvalið á www.curvy.is. Eða kíktu við í verslun okkar að Nóatúni 17

Toppur 3.990 kr. 2 litir, str. S - XXL

Skyrta 11.900 kr. 2 litir hvítt og svart, str. 38 - 48

Toppur 4.990 kr. str. S - XXL

“Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá”

Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Nóatúni 17, 105 RVK S. 581-1552

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

síðuna okkar


bækur

54

Helgin 28.-30. júní 2013

 Tinni Síungur á nír æðiSaldri

Stendur sterkari en krónan Hinn hjartahreini og hugprúði blaðamaður Tinni sást fyrst á prenti 1929 í dagblaði í Belgíu. Hann sló í gegn og fór fljótt að birtast aðdáendum sínum í bókum. Tinni er 83 ára á þessu ári en tíminn hefur ekki bitið á honum. Hann er síungur og þótt ævintýri hans séu komin nokkuð til ára sinna eru þau einhvern veginn alltaf fersk.

T

Sú bók þykir víða best geymd gleymd eða á báli. En Tinna fyrirgefst þetta og ýmislegt annað og hann heldur áfram að heilla gamla lesendur sem nýja. Sjálfsagt má að einhverju leyti skýra stöðugar og jafnvel endurnýjaðar vinsældir Tinna með því að hann er fulltrúi horfins heims, sem í endurliti virðist einfaldari og betri en nútíminn sem æðir áfram eftir ljósleiðurum á slíkum ógnarhraða að manneskjan stendur eftir ráðvillt og firrt. Oft illa haldin af fortíðarþrá. Í þessu sambandi má nefna að gömlu, íslensku Tinna bækurnar eru í raun sterkari gjaldmiðill en krónan og hafa staðið af sér hagsveiflur mun

inni er hugarfóstur belgíska teiknarans Georges Remi sem kallaði sig ætíð Hergé. Myndasöguhetjan hlýtur að teljast skriflatasti blaðamaður samanlagðrar dægurmenningarsögunnar en þrátt fyrir að vera titlaður blaðamaður hefur hann varla skilað af sér nema tveimur til þremur greinum í prentun á löngum og æsispennandi ferli. Tinni er dyggðum prýddur, hrekklaus en útsjónarsamur og þrautgóður á raunastundum sem hefur ítrekað komið sér vel á því heimshornaflakki sem höfundur hans sendi hann á í vel yfir tuttugu bókum. Í raun er Tinni sjálfur svo blæbrigðalaus persóna að ef hann nyti ekki furðulegra aukapersóna við teldist hann líklega með leiðinlegri mönnum og ekki þarf að þræta fyrir að bækurnar um hann væru talsvert fátæklegri ef Kolbeinn kafteinn, prófessor Vandráður og rannsóknarlögreglumennirnir Skapti og Skafti lífguðu ekki upp á síðurnar. Tinni er skilgetinn sonur 20. aldarinnar og þvælist í frekar raunsæjum heimi í kringum miðbik síðustu aldar. Hann er því óhjákvæmilega barn síns tíma og hefur fengið nokkrar gusur yfir sig í seinni tíð þegar hann er skoðaður með gleraugum nýrra og upplýstari tíma. Fyrir tuttugu árum eða svo var mikið gert með að Tinni væri samkynhneigður og ýmislegt tínt til því til staðfestingar, ekki síst náin vinátta hans og kínverska piltsins Chang. Því verður svo ekki neitað að konur fyrirfinnast varla í veröld Tinna og þegar þær láta til sín taka þá eru þær sýndar í frekar neikvæðu ljósi. Eftirminnilegasta dæmið um þetta er að sjálfsögðu söngkonan Valía Veinólínó. Ákaflega þreytandi og erfið kona að eiga í samskiptum við. Þá hefur Hergé fengið á baukinn í seinni tíð fyrir rasisma sem þykir æpandi áberandi í bókinni Tinni í Kongó.

betur en hlutabréf í stórfyrirtækjum. Í þeirri fortíðarvakningu sem nú birtist ekki síst í þeirri tísku að enginn þykir maður með mönnum nema eiga vínýl-plötuspilara hafa myndasögurnar sem nutu hvað mestra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum, Lukku-Láki, Ástríkur, Tinni og fleiri orðið að eftirsóttum safngripum. Setið er um notaðar bækur í Góða hirðinum og Kolaportinu og þær ganga kaupum og sölum og hækka í verði eftir því sem milliliðirnir verða fleiri. Útgáfan á Tinna bókunum í smækkaða brotinu svarar að einhverju leyti þörf þeirra sem þrá bara að komast í ævintýrin sjálf, hvort sem það er í fyrsta sinn eða til upprifjunar. Harðasta Tinna fólkið sættir sig þó ekki við neitt nema að fá sígilda myndarammana, sem margir hverjir eru listaverk út af fyrir sig, í fullri stærð. Þetta fólk á þó ýmist bækurnar frá því í gamla daga eða stendur í slagnum um þær á nytjamörkuðunum.

Tvær til viðbótar

Hann er því óhjákvæmilega barn síns tíma og hefur fengið nokkrar gusur yfir sig í seinni tíð þegar hann er skoðaður með gleraugum nýrra og upplýstari tíma.

Tinni og Tobbi standast tímans tönn og selja enn bækur enda naskir við að laða til sín nýja og unga lesendur.

Eitthvað er það í fari hins hjartahreina Tinna sem viðheldur vinsældum hans og gerir það af verkum að áhuginn á honum erfist milli kynslóða. Ekki spillir svo fyrir að leikstjórarnir Steven Spielberg og Peter Jackson ákváðu fyrir nokkrum árum að gera bíómyndaþríleik um hetjuna. Fyrsta myndin, The Adventures of Tintin, í leikstjórn Spielbergs kom út fyrir tveimur árum, féll vel í kramið hjá unga fólkinu og hefur án efa aflað Tinna nýrra lesenda. Forlagið brást fyrir nokkrum misserum við eftirspurninni eftir Tinna og hóf endurútgáfu á bókunum sígildu í smærra broti en áður þekktist. Nú hafa tvær góðar bæst við en Vindlar faraós og Blái lótusinn komu út fyrir skömmu. Í Vindlar faraós ætla Tinni og Tobbi í skemmtisiglingu til Kína en hitta um borð hinn snarruglaða prófessor Fílímon Flanósa sem býður þeim með sér til Egyptalands en þegar þangað er komið flækist Tinni inn í áætlanir óvægins smyglhrings. Í Bláa lótusnum slappar Tinni svo af í góðra vina hópi á Indlandi eftir að hafa flett ofan af alþjóðlegum eiturlyfjasmyglurum. Þangað berast honum óljós skilaboð sem reka hann af stað í enn eitt æsilegt ævintýrið. Tinna bækurnar í nýja brotinu eru nú orðnar átta en auk Bláa lótussins og Vindla faraós eru komnar út Leyndardómur Einhyrningsins, Fjársjóður Rögnvaldar rauða, Leynivopnið, Krabbinn með gylltu klærnar, Skurðgoðið með skarð í eyra og Kolafarmurinn.

Sígildar svívirðingar Kolbeins

Á ANNAN VEG

Kolbeinn kafteinn setur sinn sterka svip á þær Tinna-bækur þar sem hann er í slagtogi með blaðamanninum hjartahreina. Kolbeinn er alger andstæða Tinna; drykkfelldur, veikgeðja og stjórnlaus en að sjálfsögðu góð sál með stórt hjarta. Kjafturinn á Kolbeini er ekki síður mikill og blótsyrði hans og formælingar eru með því eftirminnilegasta í Tinna-bókunum, sérstaklega í þýðingum Lofts Guðmundssonar en þar fær sjóhundurinn að njóta sín á kjarnyrtri íslensku. Hér eru nokkrar sígildar svívirðingar kafteinsins.

HILMAR GUÐJÓNSSON SVEINN ÓLAFUR GUNNARSSON OG ÞORSTEINN BACHMANN Í KVIKMYND EFTIR

HAFSTEIN GUNNAR SIGURÐSSON

THE NORDIC FILM AWARD GOTHENBURG 2003

IPRESCI GOTHENBURG 2003

GRAND JURY PRIZE ANGERS 2003

BEST MUSIC ANGERS 2003

SWEDISH CHURCH AWARD

MYSTERY ISLAND FLICKBOOK

MOVIEZONE AWARD ROTTERDAM 2003

FILMS OG SINDRI KJARTANSSON ÓLAFURGUNNARSSONOGÞORSTEINNBACHMANNTÓNLISTARSTJÓRNKYNNAKVIKMYNDEFTIR HAFSTEIN GUNNAR SIGURÐSSON AÐALHLUTVERK HILMAR GUÐJÓNSSON SVEINN KGBHLJÓÐVINNSLABÍÓHLJÓÐ DATAKA ÁRNI FILIPPUSSON FRAMLEIÐENDUR ÁRNI FILIPPUSSON DAVÍÐ ÓSKAR ÓLAFSSON HREINNKLIPPINGKRISTJÁNLOÐMFJÖRÐLEIKMYNDHÁLFDÁNPEDERSENKVIKMYNBECK TOBIAS MUNTHE THEO YOUNGSTEIN SINDRI KJARTANSSON SAGA EFTIR HAFSTEIN GUNNAR SIGURÐSSON OG SVEIN ÓLAF GUNNARSSON HANDRIT HAFSTEINN GUNNAR SIGURÐSSON LEIKSTJÓRN HAFSTEINN GUNNAR SIGURÐSSON

FRUMSÝND 2. SEPTEMBER

COOL CUTS

The Coproduction Office presents a Zik Zak Filmworks · Essential Filmproduktion · The Bureau · M&M Productions · Production Cast Tómas Lemarquis · Thröstur Leó Gunnarsson · Elı´n Hansdóttir · Anna Fridriksdottir · Hair and Make up Frı´da Metúsalemsdóttir · Costume Design Linda B. Árnadóttir · Tanja Dehmel · Set Design Jón Steinar Ragnarsson · Music slowblow Sound Design Pétur Einarsson · Editing Daniel Dencik · Director of Photography Rasmus Videbæk DFF · Co-Producer Sol Gatti-Pascual · Executive Producers Lene Ingemann · Tivi Magnusson · Susanne Marian and Prof. Dr. Klaus Keil Thorfinnur Omarsson · Lucas Schmidt · Michael Schmid-Ospach · Paul Trijbits · Vinca Wiedemann · Producers Philippe Bober · Kim Magnusson · Skúli Fr. Malmquist · Thorir Snær Sigurjónsson Written and directed by Dagur Kári Supported by Danish Film Institute · Film Council · Filmboard Berlin-Brandenburg · Filmstiftung Nordrhein-Westfalen · Islandic Film Foundation · In cooperation with ZDF Das kleine Fernsehspiel Arte DIGITAL

(WITH ENGLISH SUBTITLES)

GLORIOUSLY WASTED (16) LAU: 18:00, 20:00, 22:00 SUN: 18:00, 20:00, 22:00

*SEE SCHEDULE ON BIOPARADIS.IS

SKÓLANEMAR:

25%

AFSLÁTTUR

GEGN

FRAMVÍSUN

SKÍRTEINIS!

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

 Nei! Níu milljón nautheimsk náhveli!  Fari allir blaðamenn á blálogandi billjón faðma dýpi. Svona er þessi sorpblaðamafía! Fari það í þúsund þorska, að maður hefði þegið að þaggað væri niður í þeim!  Ég skal flytja þig á sjálfvirku færibandi og fabríkera úr þér fiskimél.  Fari það í tuttugu trilljónir af tútnum túnfiskum!  Komdu hérna með mér vesæli vellingur!  Kolsvartir kolkrabbar og billjón blekaðir beinhákarlar.  Trilljón truntufýlur og tryllingsleg trönusíli! Þegar ég kem klónum í þig, skal skal hausskera

 

  

 

þig, kverka þig, slógdraga, roðfletta, flaka og hengja á rá! Lúðulaggar! Lubbaleg lindýr. Lúsugir og grautlinir niðurgöngulaxar. Þú mannkynssmánarblettur! Þú... mannvonnskuskeggapaskeppna! Ættir að hengjast til þerris á hæstu rá! Snautaðu burt, svívirðilegi sjórekni draugur niður í subbulegu marglyttusúpuna! Launmorðingi! Ég ætti að láta þig éta þitt eigið lúsuga skegg! Skammastu þín burt, skítugi skrápháfur, skammarlegi skarkoli, skammarblettur, skemmdur skyrhákall! Gráloðna, grútskítuga, grindhoraða grásleppa. Viðbjóðslegi, vitlausi viðurstyggðar vöðuselur.


Ný 2013 útgáfa af okkar vinsælu ferðakortum komin í verslanir

Hér er að finna helstu upplýsingar sem ferðamenn þurfa á að halda um vegi landsins. Kortin hafa að geyma nýjustu upplýsingar fyrir ferðafólk, m.a. um veganúmer, gististaði, sundlaugar og tjaldstæði.

Ómissandi í bílinn

Nýr Ísland Vegaatlas frá Ferðakortum Glæsileg 84 síðna kortabók með nýjustu upplýsingum um vegakerfi landsins. Inniheldur ítarlega nafnaskrá með yfir 15.000 örnefnum ásamt gagnlegum þemakortum með upplýsingum um gistingu og afþreyingu.

Hlemmur Lauga

atú n

vegur

Brauta

Þve r

hol

t

rholt

IÐNÚ

Sk

iph

olt

Brautarholti 8 Mán. - fim. 9-17 Föstud. 9-16 sími 517 7200 / www.ferdakort.is

Sérverslun með kort


heilabrot

56

Helgin 28.-30. júní 2013

?

Spurningakeppni fólksins 1. Hvað heitir höfuðborg Tyrklands? 2. Hvaða kvikmynd þakka Nýsjálendingar aukinn ferðamannafjölda á fyrstu mánuðum ársins? 3. Hver skrifaði bækurnar Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni? 4. Á hvaða öld hófst kaffidrykkja á Íslandi? 5. Hver leikstýrði kvikmyndinni ET frá árinu 1982? 6. Hvað heitir hlaupakonan unga úr ÍR sem bætti á dögunum Íslandsmet sitt í 800m hlaupi? 7. Hvað heitir bandaríski uppljóstrarinn sem hefur sýnt áhuga á að flýja til Íslands? 8. Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð? 9. Hvaða mánuður er núna samkvæmt gamla, íslenska tímatalinu? 10. Hversu margir hlupu tíu ferðir upp og niður Esjuna í Mt. Esja Ultra-hlaupinu um helgina? 11. Hvað heitir dóttir stjörnuparsins Kanye West og Kim Kardashian? 12. Hver stýrir Brekkusöngnum á næstu Þjóðhátíð í Eyjum í stað Árna Johnsen? 13. Hversu mörgum milljörðum verða íslenskar konur af árlega vegna launamunar kynjanna? 14. Hvaða reynda knattspyrnukona, sem á að baki 103 landsleiki, var ekki valin í landsliðshóp Íslands fyrir Evrópumótið í sumar? 15. Poppararnir Mugison, Lára Rúnars, Ómar Guðjóns og Jónas Sig ferðast um landið í júlí á bát og halda tónleika á sextán stöðum. Hvað heitir báturinn?

innkaupastjóri hjá Oceanus Gourmet 1. Istanbul

3. Pass 4. Á 17. öld

  7. Edward Snowden  5. Steven Spielberg

6. Aníta Hinriksdóttir 8. 112 ár 9. Pass

 11. North  10. Fimm

12. Ingó veðurguð

13. Þrír 14. Pass 15. Húni

8 stig

Sigríður Rut vann í þriðja sinn og er því komin í undanúrslit og skorar á bróður sinn, Bjarna Júlíusson, formann Stangaveiðifélags Reykjavíkur, að taka við.

Bounty-frappó Nammi í glasi!

lögfræðingur 1. Ankara

 

2. The Hobbit

3. Guðrún Helgadóttir 4. Á 18. öld

5. Steven Spielberg

7. Edward Snowden

6 5 8

12. Ingó veðurguð

1 3

13. Pass 14. Olga Færseth 15. Húni

10 stig

FÍTON

142

KÚFFYLLA

H O R Ó K T A I N N N Ú U M E Ö R R U N N A U U N T P U R NEYÐ

mynd: mick Lobb (cc by-SA 2.0)

HLUTI VERKFÆRIS

ÞRÁ

ÍLÁT

KVARSSTEIN

V H E G Ó G S S K R A A U T F Á S A S K A

FORNGYÐINGUR

KELINN HÓTA

ÁTT

RABB

KK NAFN

PENINGAR

DRYKKUR EKKI MARGIR

ÁKÆRA

FLUTTNING

AFKIMA

TAMINN

KVK. NAFN ÓSKAR

B Æ N A R HÁLFGRAS SPÖNN

G R E I P SÆTI EINNIG

O G

E R E L I A A A F S T N A A R I R I L S E T I A Ð BLÖKK EKKI

NUDDA

HINN SEINNI

VESÆLL ÁNA

HEIMILI GLÓÐA

GERA RÍKAN

VEGUR

ERFIÐI TALA

SKÆRUR PÍLA

SPÝTA SÆLA

LÍÐA VEL BOLI

SVARI

FYRIR HÖND

GLÓSA

AFHENDINGAR

A F S A L S AÐHÆFA EYRIR

A U R RÚN FORM

S N I Ð ÚT TVÍHLJÓÐI

A U SAMTÖK

Æ R Ð A K R F Í A T R A Ð U R J U Ú R P R A D G A I N N S N K A A FLANA

HELBER KRASSA

MÁLUM BURT

UMTALS FUGL

AÐ BAKI DÝRAHLJÓÐ

BUNDIÐ

TUNGUMÁL

MYRKUR TÆLA

VINNA

SÆRA

ANGAR

KARLKYN AÐGÁT

LJÁR VAFI

MANNÞVAGA NIÐURLÆGJA

SKRIFARA

VELMEGUN

FJALL

SUNNA

SEFAST

NIÐRA DUGLAUS LÍMBAND

ÞJAKA

RÉTT

PÍPA

LOKAORÐ

MAKA ÆTTARSETUR

TUNGUMÁLS

STÖNGULENDI

FARFA

HAKA

SPIK

LÍTILL SOPI

SPENDÝR

LÖGUR

TÓFT

HLUTAFÉLAG

FUGL

LÚSAEGG

MJAKA

FÚSKA

KASSI SAFNA

STELA

FLAN RENNA

TELJA

OF

ÞÝÐA

FLATBAKA

VELTINGUR DÝRAHLJÓÐ

ERLENDIS

HNÍGA

MÁLMHÚÐA

KROPPA

FAÐMLAG

TALA

STEFNUR

SPERGILL

ÞUKL

KÆLA

RÆÐA LEYNILEGA

NUDDA

Í RÖÐ VERRI HJARTAÁFALL

BUMBA

PATTI

SKYLDI

Bátur mánaðarins 750 kr.

HYGGJA

HRÓPA

STÚTUR

MORKNA

VINGJARNLEIKI

LÍFLÁT

HEILAGUR

ANGRA

ÞRÓTTUR ÁVÍTUR

SKYNDISALA

FRÁ

TÍMI

FLOKKAÐ

FLAGG

SJÓ

Nýbýlavegi 32 S:577-5773

FLÆÐA

SKÍÐAÍÞRÓTT

HELGAR BLAÐ

rennibraut og boltaland fyrir börnin

STYRKJA

ERLENDIS

Staður fjölskyldunnar !

2x16” pizza 2/álegg 2980 kr.

RYK

GABBA

FÆÐA

Salat með kjúklingi eða roastbeef 990 kr.

NIÐURSTAÐA

ÓÞEKKUR

RÉNUN

12”pizza 2/álegg 1050 kr.

SÍÐAN

ER MEÐ

TUNGL

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

7

FALLEGUR

LÚSAEGG

TÍMABIL

8

SKAFFA

AÐ GATA

TÍTLA

3 1

OFMAT

GLEÐI

ÓLÆTI

8 2

SKST.

JAFNINGUR

ATYRÐA

4 8 7 9 6

UMSNÚINN

FYRIRFERÐ

FÁTÆKRAHVERFI

5

2

ENDING

TRÉ

ÓSKERTA

4 1 2

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 143

U F A N G U R L G E R Ú L I T U M A T T S Ó S A I T K K L A G A M R Æ Ð U A F T A N R N A S I G Ð E K Ö S F A S T I M M U R M Á N I N A N T I A L A T A Á R T Í T A UNGUR FUGL

8

3 5 3

10. Fimmtán 11. North

5

 Sudoku fyrir lengr a komna

8. 106 ár 9. Sólmánuður

8 3

8 4 9 5 2 4 2 6 7 8 2 1 3 8 5 7 6

6. Pass

 kroSSgátan

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Sigríður Rut Júlíusdóttir

Tryggvi skorar á Pál Scheving Ingvarsson, verksmiðjustjóra hjá Fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja, að taka við.

 lauSn

74,6%

2 9

mynd: Tracie Hall (cc By-Sa 2.0)

2. The Hobbit

4 1

Svör: 1. Ankara, 2. The Hobbit, 3. Guðrún Helgadóttir, 4. Í byrjun 18. aldar, 5. Steven Spielberg, 6. Aníta Hinriksdóttir, 7. Edward Snowden, 8. 109 ár (Guðrún Björnsdóttir var 109 ára og 310 daga. Hún fæddist 20. október 1888 og lést 26. ágúst 1998), 9. Sólmánuður, 10. Fimm, 11. North, 12. Ingólfur Þórarinsson / Ingó veðurguð, 13. Fimm milljörðum (samkvæmt útreikningum VR), 14. Edda Garðarsdóttir, 15. Húni II.

Tryggvi Már Sæmundsson

 Sudoku

HVERS EINASTA

RÝMI

SKIPTA


NÝR 4BLS BÆKLINGUR

STÚTFULLUR AF NÝJUM SJÓÐHEITUM TILBOÐUM ENN A BETRÐ VER

16GB MINNISLYKILL Örsmár og sérlega glæsilegur Silicon Power Touch T01 minnislykill úr höggvörðu stáli

1.990 4GB 990 • 8GB 1.490 • 32GB 4.990

U V L Ö T D L SPJA

Ð O B L I T

AÐEIN S 147gr

Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

ar tlitsgallað i ú ð ti lí g o lboð Notaðar trúlegu ti i frá ó á r u lv spjaldtö st á verð gðir enda meðan bir

9.990

500GB FLAKKARI

Fisléttur, örsmár og hraðvirkur Diamond USB3.0 ferðaflakkari á ótrúlegu tilboðsverði!

9.990 1TB 14.900 | 1.5TB 24.900

SM Á K ELLT NET ÖR U WW BÆK FUN MEÐ W.TO LINGU A G LVU R KÖR AGNV TEK. Á FUH IRK IS NAP UM P

7”SPJALDTÖLVA

Spjaldtölva fyrir leiki, tónlist, kvikmyndir, internetið og tölvupóstinn með Android 4.1

14.900 ÓTRÚLEGT TILBOÐ!

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


58

skák og bridge

Helgin 28.-30. júní 2013

 Sk ák ak ademían Jóhann Sigr aði á SecuritaS -mótinu í árneShreppi

Frábær skákhátíð á Ströndum Jóhann Hjartarson kom, sá og sigraði á öflugu og bráðskemmtilegu Securitas-móti, sem haldið var í Trékyllisvík á laugardaginn. Sigur Jóhanns var sérlega viðeigandi, því mótið var haldið honum til heiðurs. Meðal keppenda voru stórmeistarar, bændur og börn úr sveitinni, og áhugamenn úr öllum áttum

S

kákhátíð í Árneshreppi var nú haldin í sjötta sinn og var efnt til fjölteflis á Hólmavík, tvískákarmóts í Djúpavík, afmælismóts Jóhanns í Trékyllisvík, og hraðskákmóts í Norðurfirði. Allir heppnuðust þessir viðburðir framúrskarandi vel, og gleðin lá í loftinu á sólbökuðum Ströndum. Á afmælismóti Jóhanns voru tefldar 8 umferðir. Össur Skarphéðinsson alþingismaður, sem þekkir vel til á Ströndum, flutti setningarávarpið og bar verðskuldað lof á stórmeistarann. Össur rifjaði upp nokkur afrek Jóhanns, en hann hefur náð lengst allra Íslendinga í keppninni um heimsmeistaratitilinn og hefur um árabil verið stigahæstur Íslendinga.

Það var svo Oddný Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps, sem lék fyrsta leikinn í skák Ástu Þorbjargar Ingólfsdóttur frá Árnesi gegn sjálfu afmælisbarninu. Þrátt fyrir að vera annálað prúðmenni er Jóhann ekki þekktur fyrir að gefa grið við skákborðið, og hann vann skák eftir skák á mótinu. Stórmeistararnir Jón L. Árnason og Hannes Hlífar Stefánsson voru meðal fórnarlamba Jóhanns, og síðustu umferð skellti hann fornvini sínum Árna Á. Árnasyni, og tryggði sér þannig 8 vinninga af 8 mögulegum! ,,Bikarinn“ sem kom í hlut sigurvegarans var engin pjáturdós: Listilega útskorinn ísbjörn eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum. Ísbjörninn er mikil gersemi, og er ,,eignarbikar“. Sérlegur gestur hátíðarinnar, frú Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, var afar hrifin af handbragði Guðjóns, en hún þekkir allra Íslendinga best til á Grænlandi. Hún var um árabil gift Jonathan Motzfeldt (1938-2010) sem var forsætisráðherra Grænlands í 17 ár.

þurfti leikinn af þar sem einn af Strandaglópum sleit liðbönd – örugglega fyrsta slíka slysið sem sögur fara af á skákhátíð! Á sunnudag lá svo leiðin í Kaffi Norðurfjörð, þar sem slegið var upp 6 umferða hraðskákmóti, til heiðurs kempunni Böðvari Böðvarssyni, sem varð 77 ára þann dag. Böðvar hefur um árabil látið að sér kveða við skákborðið, og unnið margan frækinn sigur. Aftur voru það hinsvegar stórmeistararnir sem voru í aðalhlutverki: Jóhann Hjartarson og Hannes fengu báðir 5 vinninga af 6, og þótt Jóhann hefði unnið í innbyrðis skák þeirra var Hannes hærri á stigum, og hlaut að launum listaverk úr rekaviði eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi.

Íslandsmeistarinn náði sigri í Norðurfirði

Stórmeistarinn, oddvitinn og heimasætan. Oddný Þórðardóttir leikur fyrsta leikinn fyrir Ástu frá Árnesi í skák gegn sjálfum Jóhanni Hjartarsyni.

Hannes Hlífar kom næstur með 7 vinninga, Stefán Bergsson framkvæmdastjóri Skákakademíunnar hreppti bronsið og næstir komu þeir Jón L. og Róbert Lagerman. Bestum árangri ungmenna náði hinn bráðefnilegi Jón Kristinn Þorgeirsson frá Akureyri, sem var sjónarmun á undan Vigni Vatnari Stefánssyni. Um kvöldið var slegið upp dýrindis grillveislu í Trékyllisvík, þar sem 60 gestir og heimamenn gerðu sér glaðan dag. Í kjölfarið fór fram hinn árlegi ,,landsleikur“ heimamanna úr Ungmennafélaginu Leifi heppna og Strandaglópa. Var þar hart barist en drengilega. Heimamenn voru yfir, þegar flauta

Stórmeistarar á Ströndum. Jóhann, Jón L. og Hannes undir Árnestindi.

 Bridge eina íþróttin Sem íSlendingar hafa orðið heimSmeiStar ar í

Norðurlandameistarar heiðraðir

m

ennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson efndi í síðustu viku til móttöku í Ráðherrabústaðnum til að heiðra Norðurlandameistara í bridge í opnum flokki. Flutti ráðherra stutt ávarp, þakkaði mönnum fyrir góð afrek og sagði að það væri með ólíkindum hvað Íslendingar stæðu framarlega í mörgum íþróttagreinum. Ráðherra var boðið að sækja námskeið í Bridgeskólanum næsta vetur. Bridge er eina hópíþróttin sem Íslendingar hafa orðið heimsmeistarar í.

Aðsókn góð í sumarbridge

Aðsókn hefur verið góð í sumarbridge undanfarið. Miðvikudagskvöldið 19. júní mættu 40 pör til leiks. Þrátt fyrir mikinn fjölda para gerðu Gunnlaugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson sér lítið fyrir og unnu næsta öruggan sigur. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Kristján Már Gunnarsson - Gunnlaugur Sævarsson 67,0% 2. Stefán Stefánsson - Bergur Reynisson

62,4%

3. Oddur Hannesson - Árni Hannesson

58,3%

4. Halldór Svanbergsson - Gísli Steingrímsson

57,8%

5. Þorgerður Jónsdóttir - Aðalsteinn Jörgensen

56,8%

Mánudagskvöldið 24. júní var spilaður alheimstvímenningur og þá mættu 30 pör til

leiks. Þar unnu næsta öruggan sigur Ólafur Þór Jóhannesson og Pétur Sigurðsson. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Ólafur Þór Jóhannsson - Pétur Sigurðsson

66,8%

2. Rúnar Einarsson - Stefán Stefánsson

60,9%

3. Páll Valdimarsson - Baldvin Valdimarsson

59,3%

4. Davíð Lúðvíksson - Emma Axelsdóttir

56,1%

5. Birna Stefnisdóttir - Aðalsteinn Steinþórsson

54,7%

Skorið á alheimsvísu getur verið annað. Þar eru Rúnar Einarsson og Stefán Stefánsson í fjórða sæti með 62,70% skor þegar þessar línur eru skrifaðar og Ólafur Þór og Pétur í sjöunda sæti með 61,15% skor.

á hættu. Gunnlaugur sat í norður og heyrði austur opna á einu grandi 15-17 punktar. Kristján kom inn á 2 spöðum á suðurhöndina, vestur doblaði til úttektar, Gunnlaugur pass, opnari 3 hjörtu, suður pass og vestur 3 grönd. Gunnlaugur þurfti að velja sögn og doblaði óhræddur með D5, ÁG874,D109,1093. Öll höndin var svona:

♠ ♥ ♦ ♣

Öruggir sigrar í bikar

Nokkrum leikjum er lokið í bikarkeppni Bridgesambands Íslands. Lögfræðistofa Íslands vann 98-67 impa sigur gegn Rima, Stilling var 96-36 impa sigur gegn Svölu Stelpunum, Lífís/Vís vann 98-38 impa sigur gegn Vinum Þverárhlíðar og SFG vann 12480 impa sigur gegn Vesturhlíð.

Óhræddur við sögn

Spil dagsins er frá sumarbridge 19. júní. Gunnlaugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson fengu hreinan topp fyrir þetta spil, en þeir sátu í NS, austur gjafari og NS

♠ ♥ ♦ ♣

G6 96 KG754 Á862

D5 ÁG874 D109 1093 N

V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

Á987432 D3 63 G5

♠ ♥ ♦ ♣

K10 K1052 Á82 KD74

Frá móttöku hins frækna landsliðs sem varð Norðurlandameistari í dögunum. Frá vinstri eru Jafet Ólafsson, forseti BSÍ, Þorlákur Jónsson, Guðmundur Snorrason, Jón Baldursson, Guðmundur Páll Arnarson, fyrirliði liðsins, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Einarsson, Ragnar Hermannsson og Aðalsteinn Jörgensen.

Útspil Kristjáns var spaðasjöa og sagnhafi drap drottningu norðurs á kóng og tók laufslagina. Kristján ákvað að henda einum tígli sem kostaði líklega slag en varð þess ekki valdandi að toppurinn hvarf. Sagnhafi tók á ás í tígli og þegar suður sýndi eyðu næst, sætti hann sig við 7 slagi. Tíu sagnhafar af 20 reyndu við þrjú grönd í AV. Aðeins tveimur tókst að standa þau þegar vörnin spilaði ekki út spaða. Engum datt þó í hug að dobla þann samning sem var nauðsynlegt til að tryggja toppinn.


NÝJAR LÚXUSÍBÚÐIR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Lindargata 37 er í skuggahverfinu í Reykjavík. Í göngufæri við veitingahús, verslanir, kaffihús, listasöfn, tónlistarhús, höfnina … en samt í rólegu umhverfi. Fjölbreyttar íbúðir í ýmsum stærðar- og verðflokkum. Ný bygging frá traustum aðilum sem byggja hús til framtíðar. Tryggðu þér íbúðina sem hentar þér.

Framkvæmdaaðili:

MANNVERK FRAMKVÆMDIR OG RÁÐGJÖF Frekari upplýsingar má nálgast á: www.lindargata.is Söluaðilar:

Sími: 588 9090

I

www.eignamidlun.is

Sími: 569 7000

I

www.miklaborg.is

Sími: 862 2001

I

www.remax.is


60

sjónvarp

Helgin 28.-30. júní 2013

Föstudagur 28. júní

Föstudagur RÚV

15.40 Ástareldur 17.20 Babar (25:26) 17.42 Unnar og vinur (11:26) 18.05 Hrúturinn Hreinn (14:20) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hið sæta sumarlíf (1:6) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Hemmi Gunn - Minning um mann 21.20 Dýralæknirinn (3:9) (Animal Practice) 21.45 Undrabörn (Wunderkinder) Þessi saga gerist í Úkraínu árið 1941, fyrir og í hernámi Þjóðverja, og segir frá vináttu þriggja barna sem öll hafa mikla tónlistarhæfileika. Þýsk verðlaunamynd frá 2011. 23.25 Banks yfirfulltrúi – Stolnar stundir (2:3) (DCI Banks: Dry Bones) 00.55 The Rolling Stones (The Rolling Stones - Crossfire Hurricane) e 02.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

19.35 Hemmi Gunn - Minning um mann Minningardagskrá um Hermann Gunnarsson.

20:05 Besta svarið (3/8) Frábær spurninga- og skemmtiþáttur þar sem hinn eini sanni Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, stýrir af einstakri snilld.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21:15 Beauty and the Beast (20:22) Bandarísk þáttaröð þar sem þetta sígilda ævintýri er fært í nýjan búningi.

5

RÚV6 Íþróttir

17.00 Álfurkeppnin undanúrslit (Undanúrslit, Spánn - Ítalía) 19.00 360 gráður 19.30 Álfukeppnin undanúrslit (Undanúrslit, Brasilía - Úrúgvæ)

SkjárEinn

19.45 Áhöfnin á Húna (1:9) Hitað upp fyrir þáttaröðina sem hefst 4. júlí.

Sunnudagur

21:20 The Killing (4/12) Þriðja þáttaröðin af þessum æsispennandi sakamálaþáttum, sem byggja á dönsku verðlaunaþáttunum Forbrydelsen. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

21:10 Law & Order (10:18) 4 Bandarískur sakamálaþáttur um störf rannsóknarlögreglumanna og saksóknara í New York borg.

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil 08:45 Pepsi MAX tónlist 15:25 The Good Wife (19:23) 16:10 How to be a Gentleman (7:9) 16:35 The Office (12:24) 17:00 Royal Pains (8:16) 17:45 Dr. Phil 18:30 Minute To Win It 19:15 The Ricky Gervais Show (10:13) 19:40 Family Guy (10:22) 20:05 America's Funniest Home Videos Bráðskemmtilegur fjölskylduþáttur 20:30 The Biggest Loser - NÝTT (1:19) 22:00 Rocky Bandarísk kvikmynd frá árinu 1976. 00:05 Excused 00:30 Nurse Jackie (1:10) 01:00 Flashpoint (2:18) 01:50 Lost Girl (13:22) 02:35 Pepsi MAX tónlist

Laugardagur 29. júní RÚV

STÖÐ 2

08.00 Barnatími 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.30 360 gráður (5:30) e. 08:10 Malcolm In the Middle (12/22) 10.55 Fjallkonan e. 08:30 Ellen 11.25 Nýsköpun - Íslensk vísindi (5:12)e. 09:15 Bold and the Beautiful 11.50 Sporbraut jarðar (3:3) e. 09:35 Doctors (113/175) 12.50 Basl er búskapur (3:7) e. 10:15 Fairly Legal (2/10) 13.20 Fagur fiskur í sjó (10:10) e. 11:00 Drop Dead Diva (11/13) 13.50 Á meðan ég man (3:8) e. 11:50 The Mentalist (6/22) 14.20 Sterkasti maður á Íslandi 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 14.50 Mótókross 13:00 Three Amigos 15.25 Fjársjóður framtíðar II (4:6) e. 14:45 Extreme Makeover: Home Edition fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.55 Popppunktur 2009 (4:16) e. 15:30 Sorry I've Got No Head 16.50 Skólahreysti (4:6) e. 16:00 Leðurblökumaðurinn 17.30 Ástin grípur unglinginn (66:85) 16:25 Ellen 18.15 Táknmálsfréttir 17:10 Bold and the Beautiful 18.25 Golfið (4:12) e. 17:32 Nágrannar 4 5 18.54 Lottó 17:57 Simpson-fjölskyldan (4/22) 19.00 Fréttir 18:23 Veður 19.30 Veðurfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.35 Gunnar á völlum 18:47 Íþróttir 19.45 Áhöfnin á Húna (1:9) 18:54 Ísland í dag 20.10 Enginn má við mörgum (5:7) 19:06 Veður 20.45 Bikarinn (The Cup) 19:15 Simpson-fjölskyldan (20/22) 22.30 Blaðsíða átta (Page Eight) e. 19:35 Arrested Development (3/15) 00.10 Hamskiptingar: Hefnd hinna 20:05 Besta svarið (3/8) 20:50 Apollo 13 Sagan gerist í apríl föllnu e. 02.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 1970 þegar Apollo 13. var skotið á loft en ferðinni var heitið til tunglsins. 23:05 Blue Valentine 00:55 The Edge 02:50 Awake 04:10 Three Amigos 05:50 Fréttir og Ísland í dag

RÚV Íþróttir 17.00 Álfukeppnin undanúrslit (Undanúrslit, Brasilía - Úrúgvæ) 19.00 Golfið 19.30 Álfukeppnin undanúrslit (Undanúrslit, Spánn - Ítalía)

SkjárEinn 12:30 Dr. Phil 09:00 Bretland 2013 - Æfing # 1 14:45 Judging Amy (18:24) 13:00 Bretland 2013 - Æfing # 2 15:30 Psych (7:16) 17:35 Swansea - Arsenal 16:15 The Office (12:24) 19:15 Sumarmótin 2013 16:40 The Ricky Gervais Show (10:13) 20:00 NBA 17:05 Family Guy (10:22) 20:50 Man. Utd. - West Ham 17:30 Britain's Next Top Model (3:13) 22:30 Box: Dawson - Stevenson allt fyrir áskrifendur 18:20 The Biggest Loser (1:19) 19:50 Last Comic Standing (1:10) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 Beauty and the Beast (20:22) 17:45 Arsenal - Norwich 22:00 Octopussy 19:30 PL Classic Matches 00:15 First Family (2:2) 20:00 Manstu 01:45 NYC 22 (3:13) 20:45 Arsenal - Reading 02:35 Excused allt fyrir áskrifendur 4 5 22:25 Manstu 03:00 Beauty and the Beast (20:22) 23:10 Inter - Arsenal - 25.11.05 03:45 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:40 Arsenal - Southampton

SkjárGolf

Birt með fyrirvara um villur í texta og/eða myndabrengl

Hágæða sjónvörp á frábæru verði Gæði NýjuNGar HöNNuN

Sala ÞjóNuSta ÁByrGð

6

509:15 Wedding Daze 6

10:45 Smother allt fyrir áskrifendur 12:15 Hetjur Valhallar - Þór 13:40 An Affair To Rembember fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:35 Wedding Daze 17:05 Smother 18:40 Hetjur Valhallar - Þór 20:05 An Affair To Rembember 22:00 The A Team 4 23:556The Double 01:35 Lethal Weapon 03:30 The A Team

Nýtt vörumerki í Bt

79.900 109.900 179.900 www.godverk.is

the #1 Global major appliances Brand For 4th Consecutive year. Euromonitor International.

6

22:15 Arsenal - Newcastle 23:55 The Battle of the Stars 4

32” 39” 50”

RÚV

08.00 Barnatími 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir / 10.25 Enginn má við mörgum (5:7) e. Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi 10.55 Áhöfnin á Húna (1:9) e. / Kalli kanína og félagar / Ozzy & Drix 11.15 Mugison e. 11:00 Mad 12.35 Útsvar e. 11:10 Big Time Rush 13.40 Simpansi í mannheimum e. 11:35 Young Justice 15.20 Landshornaflakk - „Þræddar 12:00 Bold and the Beautiful götur Þingeyinga“ (1:2) e. 13:45 Mike & Molly (14/23) 15.50 Álfukeppnin í fótbolta 14:15 Pönk í Reykjavík (1/4) allt fyrir áskrifendur 18.05 Táknmálsfréttir 14:45 ET Weekend 18.14 Teitur (32:52) 15:35 Íslenski listinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18.25 Skotta Skrímsli (24:26) 16:05 Sjáðu 18.30 Stundin okkar (9:31) e. 16:35 Pepsi mörkin 2013 19.00 Fréttir 17:55 Latibær 19.30 Veðurfréttir 18:23 Veður / Fréttir Stöðvar 2 19.40 Íslendingar: Svava Jakobsdóttir 19:006 Heimsókn 4 Ljósmóðirin (Call the 5 Midwife II) 20.40 19:15 Lottó 21.35 Álfukeppnin í fótbolta (Úrslita19:20 The Neighbors (7/22) leikurinn) 19:40 Wipeout 00.00 Brúin (2:10) (Broen) e. 20:25 The Three Stooges 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 21:55 The Lucky One 23:35 The Beach RÚV Íþróttir 01:30 Traitor 15.40 Álfukeppnin - upphitun 03:20 Die Hard II 15.50 Álfukeppnin bronsleikur 05:20 The Neighbors (7/22) 17.50 Álfukeppnin - samantekt 18.00 Golfið 18.30 Álfukeppnin bronsleikur 08:55 Bretland 2013 - Æfing # 3 21.35 Álfukeppnin - upphitun 10:00 Flensburg - Hamburg 21.50 Álfukeppnin úrslitaleikur 11:25 The Swing 23.55 Álfukeppnin - samantekt 11:50 Formúla 1 2013 - Tímataka 13:35 NBA SkjárEinn 14:25 Arnór Guðjohnsen 13:05 Dr. Phil 15:10 Þór - Stjarnan allt fyrir áskrifendur 14:35 Last Comic Standing (1:10) 17:00 Winning Time 16:00 How to be a Gentleman (7:9) 18:15 Formúla 1 2013 - Tímataka fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:25 Parenthood (12:18) 20:00 Spænski boltinn 17:15 Royal Pains (8:16) 23:25 Rory Mcllroy á heimaslóðum 18:00 Common Law (7:12) 23:55 The Battle of the Stars 18:45 Blue Bloods (18:23) 02:00 Box - Gennady Golovkin 19:35 Judging Amy (19:24) Matthew Macklin 4 20:20 Top Gear Australia5 (2:6) 21:10 Law & Order (10:18) 22:00 Leverage (5:16) 22:45 Lost Girl (14:22) 16:10 Arsenal - Newcastle 23:30 Nurse Jackie (1:10) 17:50 Inter - Arsenal - 25.11.05 00:00 House of Lies (1:12) 18:20 Sigurður Jónsson 00:25 The Mob Doctor (7:13) 19:05 Lúðvík Arnarson allt fyrir áskrifendur 01:10 Flashpoint (2:18) 19:35 Chelsea - Arsenal - 29.10.11 02:00 Excused 20:05 2001/2002 6fræðsla, sport og skemmtun fréttir, 02:25 Leverage (5:16) 21:00 PL Classic Matches 03:10 Lost Girl (14:22) 21:30 Manstu

08:20 Ramona and Beezus 06:00 ESPN America SkjárGolf 10:00 We Bought a Zoo 07:45 AT&T National 2013 (1:4) 06:00 ESPN America 4 5 6 allt fyrir áskrifendur 12:00 Main Street 11:30 Iceage 10:45 PGA Tour - Highlights (24:45) 06:15 AT&T National 2013 (2:4) 13:35 Babe: Pig in the City 12:50 Kickin It Old Skool 11:40 AT&T National 2013 (1:4) 09:15 Inside the PGA Tour (26:47) allt fyrir áskrifendur 14:40 He's Just Not That Into You 14:40 Champions Tour - Highlights (12:25) 15:10 Ramona and Beezus fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:40 AT&T National 2013 (3:4) 16:50 Main Street 16:45 Iceage 15:35 AT&T National 2013 (1:4) 12:40 PGA Tour - Highlights (24:45) 18:25 We Bought a Zoo 18:05 Kickin It Old Skool fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:35 Inside the PGA Tour (26:47) 13:35 AT&T National 2013 (2:4) 20:25 Babe: Pig in the City 19:50 He's Just Not That Into You 19:00 AT&T National 2013 (2:4) 16:35 Ollie´s Ryder Cup (1:1) 5 6 22:00 The Three Musketeers 22:00 Moneyball 22:00 PGA TOUR 2013: 7 Days (1:1) 17:00 AT&T National 2013 (3:4) 4 5 23:50 The Flock 00:10 The Lazarus Project 23:00 The Open Championship 22:00 LPGA Highlights (8:20) 01:35 Adventures Of Ford Fairlaine 01:50 Hit and Run Official Film 1986 23:20 Ryder Cup Official Film 2008 4 5 03:156The Three Musketeers 03:15 Moneyball 23:55 ESPN America 00:35 ESPN America

Haier – China‘s first global brand. Forbes.

Haier –

STÖÐ 2

Sunnudagur

Bt Skeifan · Bt Glerártorg · Sími 550 4444 · www.bt.is


sjónvarp 61

Helgin 28.-30. júní 2013  Í sjónvarpinu Ljósmóðirin

30. júní STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Hello Kitty / Algjör Sveppi / Grallararnir / Tasmanía / Hundagengið 10:50 Batman: The Brave and the bold 11:10 Xiaolin Showdown 12:00 Nágrannar 13:45 Grillað með Jóa Fel (5/6) 14:20 Besta svarið (3/8) 15:00 The Kennedys (6/8) allt fyrir áskrifendur 15:45 Mr Selfridge (6/10) 16:35 Mike & Molly (14/23) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:00 Hið blómlega bú 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Frasier (4/24) 4 19:25 Pönk í Reykjavík (2/4) 19:50 Harry's Law (6/22) 20:35 Rizzoli & Isles 21:20 The Killing (4/12) 22:05 Mad Men (12/13) 22:55 60 mínútur 23:40 The Daily Show: Global Editon 00:05 Nashville (1/21) 00:50 Suits (12/16) 01:35 Boss (2/10) 02:30 Kingdom of Plants 03:15 Breaking Bad 04:00 How To Marry a Millionaire 05:30 Pönk í Reykjavík (2/4) 05:55 Fréttir

Gleði- og sorgartár á sunnudögum Tilviljun réð því að ég horfði á einn af fyrstu þáttunum í annarri þáttaröð Ljósmóðurinnar á Rúv fyrir nokkrum vikum. Þá sátum við sex ára sonur minn saman í sófanum úrvinda eftir fjöruga helgi. Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru liðnar af þættinum höfðum við sogast inn í ótrúlega atburðarás sem var allt í senn spennandi, ljúf, fjörug og sorgleg. Síðan þá hafa sunnudagskvöldin verið okkar kvöld og sonurinn blikkar mig á sunnudagsmorgnum og minnir á þáttinn um kvöldið sem aðeins hann fær að sjá en ekki yngri systkinin. Saman sitjum við 5

SkjárGolf 4

06:00 ESPN America 06:15 AT&T National 2013 (3:4) 10:45 Golfing World 11:35 AT&T National 2013 (3:4) 16:05 The Open Championship Official Film 1992 17:00 AT&T National 2013 (4:4) 22:30 Ryder Cup Official Film 2012 (1:1) 00:45 ESPN America

föst við skjáinn og lifum okkur inn í gleði og sorgir sögupersónanna. Þættirnir eru byggðir á endurminningum Jennifer Worth og segja frá Jenny Lee, ungri ljósmóður í fátækrahverfi í London árið 1957 sem starfar á fæðingarstofu í klaustri svo áhorfendur fá líka að skyggnast inn í líf nunnanna. Þegar líða fór á þáttaröðina urðu ein nunnan, systir Bernadette, og Turner læknir skotin hvort í öðru sem er snúið þar sem slíkar tilfinningaflækjur rúmast ekki innan þess ramma sem nunnur lifa svo staðan er vægast sagt spennandi.

Aðstæður fjölskyldnanna í fátækrahverfinu eru oft erfiðar og því úrlausnarefnin margvísleg. Ljósmæðurnar eru þeim hæfileikum gæddar að breiða hlýju yfir hvert heimili sem þær koma á og oftar en ekki tekst þeim að gera tilveru skjólstæðinga sinna örlítið bærilegri. Ljósmæðurnar þeysast um hverfið á reiðhjólunum sínum og aðstoða við heimafæðingar sem eru ansi raunverulegar. Eftir næstum því hverja einustu fæðingu horfir sonur minn á mig alvarlegur og spyr hvort það hafi virkilega verið svona vont þegar hann kom í

heiminn. Svarið er alltaf það sama: Já, það var svona vont en gleðin yfir komu hans var alveg jafn ólýsanlega mikil og hjá mömmunum í sjónvarpinu. Næsta sunnudagskvöld verður síðasti þátturinn í bili sýndur en tökur standa yfir á næstu þáttaröð svo aðdáendur þurfa því að sýna þolinmæði í nokkra mánuði og anda inn og út og aftur inn og aftur út.... Dagný Hulda Erlendsdóttir

6

09:50 The Battle of the Stars 11:30 Formúla 1 14:30 Sumarmótin 2013 15:20 Rory Mcllroy á heimaslóðum 15:50 Breiðablik - Valur 17:40 Pepsi mörkin 2013 19:00 Herminator Invitational allt fyrir áskrifendur 19:45 Víkingur Ó - ÍA 22:00 Pepsi mörkin 2013 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:15 Víkingur Ó - ÍA 01:05 Pepsi mörkin 2013

25 % til 5.

vegna gÓðRa UndiRtekta hÖfUM við Ákveðið að fRaMlengja tilboð okkaR til 5. júlÍ.

4

14:55 The Battle of the Stars 16:35 Arsenal - Reading 18:15 Chelsea - Arsenal - 29.10.11 18:45 Manstu allt fyrir áskrifendur 19:30 Inter - Arsenal - 25.11.05 20:00 The Battle of the Stars fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:40 Lúðvík Arnarson 22:10 Sigurður Jónsson 22:55 Arsenal - West Ham



5

júl Í

innRéttingatilboð 25% afSlÁttUR af ÖllUM 6

innRéttingUM til 5. júlÍ

fjÖlbReytt úRval af hURðUM, fRaMhliðUM, klæðningUM og einingUM, gefa þéR endalaUSa MÖgUleika Á að Setja SaMan þitt eigið RýMi. 5

6

Baðherbergi

Sérsmíði

við hÖnnUM og teiknUM fyRiR þig

Þvottahús

Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

Pottaskápar

Allar útfærslur

þitt eR valið

Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

RaftækjaúRval Raftækjaú

15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu.

friform.is Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Opið: Mán. - fim. kl. 09.00 -18.00, Föst. kl. 09.00 - 17.00, Laugardaga lokað í sumar


62

bíó

Helgin 28.-30. júní 2013

 Frumsýnd gr ænt ljós geFið á morð

 Frumsýnd Hjónaruglingur

Nótt lögleysunnar Hrollurinn The Purge hefur glatt þá sem slíkt kunna að meta undanfarið í Bandaríkjunum og nú fá hrollsæknir Íslendingar að fara í gegnum eina nótt skelfingar og bráðrar lífshættu ásamt ósköp venjulegri kjarnafjölskyldu. Yfirfull fangelsi eru orðin að stóru vandamáli og stjórnvöld hafa brugðist við ástandinu með þeirri kolbrjáluðu lausn að gera alla glæpi, morð þar með talin, lögleg í tólf klukkustundir einu sinni á ári. Með þessu móti hefur tekist að ná glæpatíðni aðra daga ársins niður í sögulegt

lágmark en að vonum bíður venjulegt fólk þessa blóðuga dags ekki með neinni eftirvæntingu. Á meðan lögleg glæpaaldan gengur yfir þýðir nefnilega ekkert að hringja í lögregluna eða leita sér hjálpar á súkrahúsum. Hver er næstur sjálfum sér. Ethan Hawke leikur fjölskylduföður sem grípur til örþrifaráða sem gætu splundrað fjölskyldu hans þegar óboðinn gestur brýst inn á heimili fjölskyldunnar þessa hættulegu nótt. Spurningin sem blasir við fjölskyldunni er hversu langt þau eru tilbúin til þess að ganga til þess að

Fölsk hjónabandssæla

Gestagangurinn á hinni árlegu morðnótt getur verið skuggalegur.

vera öryggi sitt og hvort þau komist yfirleitt í gegnum nóttina án þess að verða sjálf að samskonar ófreskjum og þau þurfa að takast á við. Aðrir miðlar: Imdb: 5,6, Rotten Tomatoes: 38%, Metacritic: 41%

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Justins Zackham, sem skrifaði meðal annars gamanmyndina The Bucket List, hefur smalað saman nafntoguðum leikurum fyrir sitt nýjasta grín, The Big Wedding. Þarna eru saman komin Robert De Niro, Diane Keaton, Susan Sarandon og Robin Williams ásamt Katherine Heigl, Amanda Seyfried og fleirum. Don og Ellie (De Niro og Keaton) eru löngu fráskilinn og Don í sambúð með Bebe (Sarandon), bestu vinkonu Ellie. Þegar kjörsonur Dons og Ellie frá Kólumbíu er að fara að kvænast þurfa þau að setja á svið heilmikinn

blekkingarleik fyrir blóðmóður piltsins þar sem sú stendur fast á hefðum og hefur ekki hugmynd um skilnað kjörforeldranna. Bebe þarf því að flytja út af heimilinu og Ellie kemur í hennar stað og tekur sinn gamla sess við hlið Dons. Þetta kallar á alls konar ófyrirséðan misskilning og rugling sem setur blekkingarleikinn í uppnám þannig að afleiðingarnar geta orðið agalegar.

Aðrir miðlar: Imdb: 5,2, Rotten Tomatoes: 7%, Metacritic: 28%

 Frumsýnd Hamagangur í WasHington

«60

LÆSTU KLÓNUM Í

LOBSTER

STYLE «70

SÉRSTAKUR Í SÓKN

HEAVY

SPECIAL «69 GAGGALA—GÓÐAN DAGINN!

SUNNY

STYLE «91

VORBOÐINN LJÚFFENGI

HEALTHY

CHICKEN

Channing Tatum er meira að segja í hvítum hlýrabol, eins og Bruce Willis í Die Hard forðum, þegar hann ræðst gegn innrásarliði í Hvíta húsinu. Jamie Foxx leikur forsetann sem virðist einnig nokkuð liðtækur þegar kemur að átökum.

Niður með Hvíta húsið!

Hvíta húsið í Washington er heldur betur í brennidepli í ár en White House Down er önnur spennumyndin á þessu ári sem fjallar um árás illmenna á húsið og um leið vitaskuld forseta Bandaríkjanna. Gerard Butler lenti óvænt í því fyrr á árinu í Olympus Has Fallen að þurfa að bjarga forsetanum, sem Aaron Eckhart lék, úr klóm hryðjuverkamanna og nú er Channing Tatum mættur á sama stað og kemur forsetanum sem Jamie Foxx leikur að þessu sinni frá bráðum bana. Báðar myndirnar gætu borið stimpilinn Die Hard í Hvíta húsinu enda fer skyldleikinn við þá frábæru mynd ekki á milli mála.

Þ

STYLE

74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Báðir þessir kappar séu skugginn af Bruce Willis í hlutverki New York-löggunnar John McClaine sem fór einn gegn ofurefli í Die Hard.

egar horft er yfir höfundarverk leikstjórans Rolands Emmerich mætti ætla að Hvíta húsið sé sérstakur þyrnir í augum hans. Hann lét geimverur sprengja forsetabústaðinn í tætlur í sumarsmellinum Independence Day fyrir margt löngu og nú stefnir hann þangað herdeild vondra manna sem hafa illt eitt í hyggju og ógna öryggi forsetans sem Jamie Foxx leikur. Einn maður setur stórt strik í áætlun fúlmennanna en fyrir algera tilviljun er lögreglumaðurinn John Cale í skoðunarferð um Hvíta húsið ásamt ungri dóttur sinni akkúrat þegar illmenninn láta til skarar skríða. Okkar maður ætlar sér vitaskuld ekki að láta innrásarmennina komast upp með svona lagað og ræðst í blóðuga varnarbaráttu sem snýst ekki aðeins um líf og limi hans og dóttur hans þar sem hann kemur forseta sínum að sjálfsögðu til hjálpar. Channing Tatum leikur lögreglumanninn vaska en vegur hans hefur vaxið hratt í Hollywood en þær myndir sem hann hefur komið fram í á síðustu misserum hafa allar verið til þess fallnar að auka hróður hans en þar á með-

al eru 21 Jump Street, Magic Mike, Side Effects, G.I. Joe: Retaliation auk þess sem hann er væntanlegur í gamanmyndinni This Is the End sem þykir líkleg til þess að gera það gott. Gerard Butler var í svipuðum sporum og Tatum fyrir skömmu en hann lék brottrekinn lífvörð forseta Bandaríkjanna sem fékk heldur betur æruna uppreista þegar svo heppilega vildi til að hann var á staðnum þegar hryðjuverkamenn gerðu árás á Hvíta húsið. Síðan má segja að báðir þessir kappar séu skugginn af Bruce Willis í hlutverki New York-löggunnar John McClaine sem notaði jólafríið sitt til þess að senda hryðjuverkamenn til heljar á færibandi þegar rummungsþjófar og terroristar réðust á vinnustað eiginkonu hans í miðju jólaglöggi. Aðrir miðlar: Imdb: - Rotten Tomatoes: 58% Metacritic: 61%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


BRINGUSMÁBITAR EL

I NN

FRÁ GRU Ð DA

KJÚKLINGABRINGUR ÁS TA Ð N U M

6 BITAR 9 BITAR

799 999

PIPAR \ TBWA •

SÍA •

131109

MÁLTÍÐ

Bættu 3 bringusmábitum við KFC máltíðina þína

VIÐBÓT 499

6 bitar, franskar og gos

1.199

R A T I B Á M S BRINGU bringu, kryddaðir Gómsætir bitar úr 100% kjúklinga bein, ekkert með leyniuppskrit ofurstans. Engin sem viðbót við vesen. Frábærir einir og sér eða klingabringa. máltíð. Fjórir bitar eru ein heil kjú

svooogott gott


64

menning

Helgin 28.-30. júní 2013

 Barrokk Söfnuðu fyrir virginall

Eina hljóðfæri sinnar tegundar Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Fámennum hópi áhugafólks hefur tekist að afla fjár til kaupa á einstöku hljóðfæri sem tekið var í notkun í Akureyrarkirkju í vikunni. Þetta er lítið hljóðfæri af sembalfjölskyldunni, svokallaður virginall, sem á sér engan sinn líka á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hljóðfærið er smíðað algjörlega eftir þörfum endurreisnar- og snemmbarokktónlistar. Barokksmiðja Hólastiftis ses. heitir menningarfélagið sem stendur að þessum hljóðfærakaupum en stjórn þess er skipuð tónlistarfólki og áhugafólki um barokk. Barokksmiðjan var stofnuð til að auka áhuga Íslendinga á

barokktónlist og öðrum listum og menningu barokktímans. Hápunktur hvers árs í starfi Barokksmiðjunnar er Barokkhátíðin á Hólum sem haldin er síðustu helgina í júní ár hvert. Hátíðin í ár hefst á fimmtudag og þar kennir ýmissa grasa. Þátttakendur eru nú frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Hollandi þannig að hátíðin er alþjóðleg. Hljóðfærið smíðaði Tony Chinnery á Ítalíu, einn færasti sembalsmiður Evrópu. Það kostar um tvær og hálfa milljón króna. Menningarráð Eyþings og Menningarráð Norðurlands vestra styrktu kaupin á hljóðfærinu.

Ertu búinn að fá þér Veiðikortið!

Hljóðfærið, sem kallast virginall, sem er af sembalfjölskyldunni, var smíðað af einum færasta sembalsmiði Evrópu, Tony Chinnery.

 TónliST fyrSTa SólóplaTa Eddu Borg

Feimin vegna eigin tóns

00000

H E LG A R B L A Ð

Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.-

www.veidikortid.is

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Edda Borg nýtur þess að gefa út sína fyrstu plötu. Mynd/Har i

Söngkonan Edda Borg hefur starfað í tónlist í þrjátíu ár en gefur nú loks út fyrstu sólóplötuna sína. Hún er feimin við að leyfa öðrum að heyra eigin tónsmíðar. Tónlistin er svokallað „smooth jazz“ og varð að veruleika með dyggri hjálpa Friðriks Karlssonar, gítarleikara í Mezzoforte ásamt fleirum.

a

ð gefa út plötu er algjörlega ný reynsla fyrir mér. Mig hefur lengið langað til að gefa út eigin tónlist en lengi verið feimin við að leyfa fólki að heyra mínar eigin tónsmíðar og ekki látið verða af því fyrr en núna,“ segir Edda Borg Ólafsdóttir, tónlistarkennari, skólastjóri, söngvari og lagasmiður. Hún gefur út sína fyrsta sólóplötu „No words needed“ þann 4. júlí næstkomandi. Útgáfutónleikarnir verða haldnir á Rósenberg sama kvöld. „Ég hef sungið aðalraddir, bakraddir, spilað á pianó, spilað djasstónlist, stofnað eigin hljómsveit en ekki tekið upp mína eigin plötu fyrr en núna.“ Edda byrjaði að spila á píanó aðeins sex ára gömul og hún hefur starfað við tónlist í 30 ár. „Það var algjörlega ný reynsla fyrir mig að taka upp plötuna vegna þess að þá þurfti ég allt í einu að fara hlusta á öll hljóðfærin, þarna þurfti ég að hlusta öðruvísi og beita heyrninni á annan hátt,“ segir Edda

og segist ánægð yfir því hversu mikið hún hafi lært í gegnum ferlið. Platan „No words needed,“ varð að veruleika með dyggri hjálp Friðriks Karlssonar gítarleikara í Mezzoforte ásamt fleirum hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Friðrik hvatti Eddu til þess að ganga skrefinu lengra með þá tónlist sem hún hafði samið og framleiddi efnið með Eddu frá grunni. Edda vill flokka tónlist sína sem „smooth jass“ eða „fusion jass“ í ætt við tónlist Mezzoforte sem á íslensku hefur verið kallað „bræðingur.“ „ Djassinn er eins konar samræðutónlist og þá er eins og hljóðfæraleikararnir séu að tala saman þegar þeir spila og það finnst mér koma í gegn á minni plötu það er svo mikil tilfinning í sólóunum. Og það má kannski segja að þarna hitti diskóið djassinn,“ segir Edda. Edda segir að tónlistin komi stundum til hennar og jafnvel heilu lögin, „ Það má segja að þegar ég sest niður við píanóið og byrja


menning 65

Helgin 28.-30. júní 2013  TónlEik ar alþjóðlEgT orgElsumar í Hallgrímskirkju

Matthias Giesen í Hallgrímskirkju Austurríski organistinn Matthias Giesen, heldur tvenna tónleika á Klaisorgelið í Hallgrímskirkju en tónleikarnir eru hluti af sumartónleikaröðinni Alþjóðlegt orgelsumar sem stendur yfir í Hallgrímskirkju. Í sumar eru haldnir vikulega fernir tónleikar í Hallgrímskirkju. Í hádeginu á miðvikudögum syngur hinn margviðurkenndi kammerkór Schola Cantorum íslenska og erlenda kórtónlist. Á fimmtudögum koma fram organistar á vegum FÍO (félagi íslenskra organleikara) og leika hádegistónleika. Um helgar eru svo tvennir tónleikar þar sem fram koma margir af þekktustu

míða

að spila, fari ég í hálfgert hugleiðsluástand, þá finnst mér eins og mér sé send laglína og oftar en ekki kemur bara heilt lag, stundum þegar ég er í miðjum samræðum við einhvern, þarf ég að stoppa og skrifa niður laglínuna sem verið er að senda mér,“ segir Edda. Tónskóli Eddu Borg verður 25 ára næsta vetur og eftir reynslu sína með börnum segir Edda að foreldrar eigi að gefa börnum þá gjöf að leyfa þeim að fara í tónlistarnám vegna þess að reynslan af tónlistarnáminu geti haft áhrif á svo marga þætti í lífi þeirra seinna meir. En ekki var langt að sækja í djass áhugann, því að faðir Eddu, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Bolungarvík, hlustaði mikið og spilaði mikið djass á uppvaxtarárum hennar. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

organistum úr orgelheiminum. Fyrri tónleikarnir eru kl. 12 í hádeginu á laugardögum og hinir síðari eru kl. 17 á sunnudögum og standa í eina klukkustund. Giesen vann fyrstu verðlaun í Bayreuth Organ Competition árið 1998 og er hann organisti og tónlistarstjóri í Ágústínusarklaustrinu í St Florian hjá Linz í Austurríki. Hann heldur reglulega tónleika og hefur leikið víða í Evrópu, Norður-Afríku, Japan, Mexíkó og í Ástralíu. Hann mun leika verk eftir V. Lübeck, P. Hindemith, M. Dupré, J.S. Bach, J.G. Albrechtsberger, A.F. Kropfreiter, F. Liszt, og M. Dururflé.

Fyrri tónleikarnir eru á laugardaginn 15. júní kl. 12 og er aðgangseyrir 1.700 kr. Síðari tónleikarnir eru á sunnudag 16. júní kl. 17 og kostar 2.500 kr inn. Meðlimir Listvinafélags Hallgrímskirkju fá frítt inn á orgeltónleika Alþjóðlegs Orgelsumars 2013. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Klaisorgelið í Hallgrímskirkju


66

samtíminn

Helgin 28.-30. júní 2013

 178 ár a gamaLt áróðursbr agð:

Before and after Gamlasáttmála Ástæðan fyrir að Íslendingar halda ekki á lofti hugmyndum um stórt, öflugt og víðfeðmt ríki norrænna manna liggur í því að þjóðin sér þennan tíma með augum pólitískra áhugamanna um og uppúr miðri nítjándu öld. Þá var Ísland ekki í þjóðbraut norræns heimasvæðis heldur nýlenda og afskiptasti útkjálki Evrópu. Hinir ungu og reiðu menn nítjándu aldar drógu upp myndir af fræknum frjálsbornum fornköppum annars vegar og kúguðum kotbændum nýlendutímans hins vegar. Að þeirra mati voru þetta before-and-after-myndir og sýndu afleiðingar þess að þjóðin missti frelsi sitt og sjálfstæði. Þessar myndir leystu úr læðingi mikinn kraft á nítjándu öld. Þær voru leiðarljós sjálfstæðisbaráttunnar. Þær drifu endurreisn hinnar fornu tungu,

sem var orðin æði dönskuskotin. Segja má að Íslendingar hafi lagt niður nútímamál sitt og tekið upp hina fornu tungu. Og í þessu andrúmi endurreisnar myndaðist rými til sjálfsköpunar manna; tíminn hvatti fólk til að gera betur en áður hafði verið gert. Það var að vora á Íslandi. Og eins og þegar bráir af þunglyndissjúklingi þá pökkuðu margir saman og flúðu til Vesturheims. Á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1874 fengu Íslendingar sína fyrstu stjórnarskrá með ýmsum lýðréttindum. Það voru þó ekki þessi lýðréttindi sem blésu Íslendingum kapp í brjóst. Þessi réttindi má rekja til vaxtar borgarstéttar í kjölfar iðnbyltinga og breyttra þjóðfélagshátta, sem enn höfðu ekki

orðið á Íslandi. Það hafði varla orðið nein þéttbýlismyndun á Íslandi sem orð var að gerandi og fyrir utan sýslumenn og presta bjó íslensk borgarstétt í Kaupmannahöfn. Íslendingar fögnuðu því ekki lýðréttindum sínum á þjóðhátíð á Þingvöllum heldur var samkoman í hugum flestra hátíð þjóðernisvakningar. Og hún hafði mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga, einkum ungs fólks. En kannski hefði þessi vakning ekki skilið eftir sig nein varanleg spor ef ekki hefði komið til sauðasölunnar til Bretlands í kjölfar hennar. Þá fengu bændur í fyrsta sinn í margar aldir greidda peninga fyrir afurðir sínar. Og eins og við vitum eru peningar afl þeirra hluta sem gera skal. Og kannski rekjum við þá sögu síðar. -gse

Jónas Hallgrímsson setti fram hefðbundinn before-andafter-áróður í ljóðinu Ísland farsælda frón; sem birtist á fremstu síðum fyrsta hefti Fjölnis 1835.

 Landnámsmenn ÍsLands: LÍtinn áhuga á fuLLveLdismáLum

Landnám í kjölfar alþjóðvæðingar Í tilefni þess að nú er æ oftar vísað til söguskilnings sjálfstæðisbaráttu nítjándu aldar og ríkisstjórnin hefur ráðagerðir uppi um að halda honum á lofti; er fullt tilefni til að rifja upp hvernig það kom til að norrænir menn námu hér land.

Í

sland var numið á tímum hnattvæðingar byggðri á nýrri samskiptatækni. Skip norrænna víkinga voru tæknibylting. Þau gátu siglt lengra og hraðar en nokkur önnur skip þess tíma. Skipin umbreyttu veröld norrænna manna. Þeir voru ekki lengur lokaðir af í dölum, fjörðum og skerjagörðum heldur varð veröld þeirra stór, samfélag þeirra fjölþætt og innan þess myndaðist mikill auður.

Innhaf

Við þekkjum öll hvernig siglingar á Miðjarðarhafinu mótuðu menningu þeirra þjóða sem við hafið búa. Fyrir tíma járnbrautalesta og bifreiða voru samgöngur á landi tímafrekar. Það gat tekið mann þrjár vikur að fara frá Róm til Vínarborgar. Það hefði hins vegar tekið þennan mann skemmri tíma að sigla til Sikileyjar, þaðan til Krítar og loks til Alexandríu í Egyptalandi. Miðjararhafið var þjóðbraut. Viðskipti þjóðanna þvers og kruss yfir hafið sköpuðu aðstæður fyrir menningu sem reis miklu hærra en meðal þjóða sem þurftu að ferðast yfir lönd og fjalllendi. Þjóðir sem nýttu sér stórfljót sem hraðbrautir stækkuðu vissulega viðskiptasvæði sitt en árnar fóru aðeins frá A til B. Hafið gat farið frá A til B, en einnig til C eða D. Árnar og fjallaskörðin gátu af sér tolla og vörugjöld á meðan hafið bauð alltaf upp á nýja möguleika ef kaupin voru orðin of kröpp á gömlum slóðum. Með Víkingaskipunum varð til samskonar innra haf sem tengdi saman heimalönd norrænna manna. Frá Danmörku yfir til Danalaga í Englandi, til skosku eyjanna og ríkis norrænna manna á Írlandi, til Færeyja og Íslands og þaðan yfir til Grænlands og loks aftur yfir hafið til Noregs og þaðan niður til Danmerkur. Heimalönd norrænna manna náðu einnig með ám og

Brautarholti 8 Mán. - fim. 9-17 Föstud. 9-16

sími 517 7200 / www.ferdakort.is

Ingólfur Arnarson hefur verið notaður sem táknmynd manna sem létu ekki beygja sig undir miðstýrt vald heldur freistuðu þess að byggja upp samfélag frjálsra manna á fjarlægri eyju - einskonar Teboðskall. Landnámsfólk Íslands kom hins vegar ekki til að brjótast undan áhrifasvæði norrænna manna í Norður-Atlantshafi; það var þvert á móti hluti þessa svæðis og gat í raun ekki lifað án virkra tengsla við það. Málverk Johan Peter Raadsig (1806 - 1882)

Sú braut sem Íslendingar fetuðu eftir að stórríki norrænna manna lognaðist út af varð svo miklu lakari en sú sem Norðmenn völdu, að segja má að 80 prósent Íslendinga hafi tortímst og ekki komist á leiðarenda.

fljótum djúpt inn í Rússland til austurs. Um tíma hefði mátt telja austurströnd NorðurAmeríku til áhrifasvæðis þeirra.

Verslun og þjóðblöndun

Innan þessa heimasvæðis opnaðist markaður fyrir vörur frá ólíkum löndum framleiddar af ólíkum þjóðum. Þótt okkur sé tamt að hugsa um norræna menn þessa tíma sem víkinga að herja á varnarlausa klausturbúa, þá var hagkerfi þessa stóra svæðis ekki drifið áfram af ránum og þjófnaði. Rupl var vissulega ágæt aukabúgrein og bændum var greitt fyrir þjónustu í leiðöngrum með því herfangi sem þeir gátu gripið með sér. En slíkar einsskiptistekjur hefðu aldrei getað haldið upp jafnágætum lifistandard og gróskumiklu menningarlífi og því sem hélst á þessu svæði í ein 400 til 600 ár. Grunnurinn að því lá í verslun og viðskiptum. Ágætt dæmi um hversu samtvinnað þetta svæði var, er að genabygging nútíma Íslendinga sýnir að þeir eru aðeins að tveimur þriðju hluta skyldir þeim sem nú byggja Noreg en að einum þriðja hluta ættingjar þeirra sem nú byggja skosku eyjarnar og norðurhéröð Skotlands og Írlands. Einhver gæti dregið þá ályktanir að þarna væri komið blóð þess fólks sem norrænir menn hefðu hneppt í þrældóm. Með kristninni hafi þrælahald lagst af og ný þjóð orðið til við samræði herraþjóðarinnar við þræla sína. En þótt þrælahald hafi vissulega verið víðtækt, þá segir þessi genabygging Íslendinga miklu fremur sögu fólksflutninga á þessum tímum. Fólk frá Noregi nam land á skosku eyjunum og Írlandi og blandaðist þeim þjóðum sem þar bjuggu. Þetta fólk flutti síðan á eyjarnar sem voru lengra út

á hafinu, Færeyjar, Ísland og Grænland. Það fólk sem settist að lengst frá upprunalandinu var jafnframt það fólk sem var mest blandað af margra kynslóða aðlögun við stækkandi heimasvæði norrænna manna.

4 af hverjum 5 Íslendingum horfnir

Landnám Íslands var því ekki aðeins afleiðing hnattvæðingar heldur skapaði það ástand þjóðina. Það mætti jafnvel færa að því rök að vonlaust sé að halda uppi sómasamlegu samfélagi á Íslandi nema þjóðin sé virkur hluti stærri heildar. Þegar viðskiptatengsl norrænna þjóða beindust meira í átt til meginlands Evrópu en út á Atlantshafið einangraðist Ísland; var ekki lengur innan hrings heldur komið út á jaðar — jafnvel út fyrir jaðar hins byggilega heims. 125 árum eftir komu fyrstu landsnámsmannanna bjuggu um 100 þúsund manns á Íslandi. Það var þá um einn þriðji hluti þess sem bjó í Noregi á sama tíma. Norðmenn eru í dag fleiri en 4,5 milljón manns. Þriðjungur þess er 1,5 milljón. Íslendingar eru hins vegar ekki nema rúmlega 300 þúsund talsins. Sú braut sem Íslendingar fetuðu eftir að stórríki norrænna manna lognaðist út af varð svo miklu lakari en sú sem Norðmenn völdu, að segja má að 80 prósent Íslendinga hafi tortímst og ekki komist á leiðarenda. Það var kostnaðurinn við einangrun þjóðarinnar.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is



68

dægurmál

Helgin 28.-30. júní 2013

 Í takt við tÍmann Guðmundur Heiðar HelGason

Borðar á Grillhúsinu þegar það er fiskur í mötuneytinu Staðalbúnaður

Eftir að ég byrjaði að vinna í banka þarf ég að vera snyrtilegur. Ég klæði mig í bleiser, skyrtu og bindi á morgnana. Það var draumur sem rættist þegar ég gat farið að vera með bindi í vinnunni en maður getur orðið pínu þreyttur á því. Þegar ég kem heim vippa ég mér oft beint í stuttbuxur. Fötin kaupi ég mér oftast í Selected, ég er svolítið mjór og það er fínt að fá föt fyrir mjónur þar. Svo hef ég verið að versla svolítið í Next, það eru oft aðeins ódýrari föt þar. Ég hef líka verið svolítið hrifinn af Levi’s fyrir hversdagsfötin.

vinum mínum og fá mér aðeins í glas. Á tímabili fór ég oft á Lebowski en það er svolítið síðan ég fór þangað síðast. Svo fer ég stundum á Ellefuna og Ziemsen, það fer bara eftir því í hvernig skapi maður er. Ég var að vinna í Vínbúðinni og hef eftir það rosalegan áhuga á víni. Mér finnst líka gaman að vera svolítið fínn á því og drekka gott léttvín. Á barnum drekk ég samt oftast gin & tónik. Ég spila fótbolta nokkrum sinnum í viku og er að spila í Gulldeildinni. Ég spila frammi og á kantinum, enda er ég léttur á mér og er stundum kallaður Gummi „bullet“. Ég hef rosa gaman af kvikmyndum og fer eins oft í bíó og ég get. Ég horfi hins vegar afar lítið á sjónvarpsþætti, ætli South Park sé ekki það eina sem ég horfi á. Þegar fólk byrjar að tala við mig um Game of Thrones og Breaking Bad stend ég bara og kinka kolli. En planið er reyndar að fara að bæta sig í Breaking Bad.

Vélbúnaður

Hug­ búnaður

Ég er voða mikið eftir á í tæknimálum. Ég á hundgamla tölvu og gamalt túbusjónvarp sem ég fékk í fermingargjöf árið 2001. DVD-

Ég neita því nú ekki að mér finnst gaman að fara út með

Guðmundur Heiðar Helgason er áhugamaður um góð léttvín en pantar sér oftast gin & tónik á barnum.

spilarann minn fékk ég á 700 krónur í Góða hirðinum. Ég náði þó að uppfæra símann um daginn, allt í einu á ég síma sem er ekki með takka heldur bara skjá. Þetta er Samsung Galaxy III og ég er ánægður með hann. Hann virkar vel fyrir Facebook og fleira.

Aukabúnaður

Ég elda því miður rosalega lítið. Ég er nýfluttur inn í íbúð í Kópavogi, á bara einn pott og það er ekki ofn í íbúðinni. Móðir mín hafði reyndar lofað mér örbylgjuofni í innflutningsgjöf en það eru liðnir þrír mánuðir og ég er enn að bíða eftir honum. Þangað til verð ég bara að nota samlokugrillið. Ég borða oft á Grillhúsinu í Kringlunni, sérstaklega á þriðjudögum þegar það er fiskur í matinn í bankanum. Svo er ég rosa hrifinn af pönnupítsunum á Dominos. Við kærastan pöntum oft svoleiðis á sunnudögum. Ég á BMW 318, árgerð 1999. Hann er keyrður 240 þúsund kílómetra og er svolítið harður. Ég nota ekki mikið af snyrtivörum, bara DiFi í hárið, Diesel-rakspíra og rakvél öðru hvoru.

n i m o k l e v ð i Tjaldasalur - ver öngutjöld -g Kúlutjöld - fjölskyldutjöld

Savana

(blár) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 195cm Þyngd 1,45 kg

Verð kr. 13.995,-

Savana Junior

(blár og rauður) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 150 cm Þyngd 0,95 kg

VERÐ 11.995,-

Trekking

(Petrol og Khaki) Kuldaþol -20 Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg

Verð kr. 13.995,-

Micra

(grænn og blár) Kuldaþol -14°C Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg

Verð kr. 16.995,FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS

Ljósmynd/Hari

Guðmundur Heiðar Helgason er 25 ára Kópavogsbúi sem starfar sem þjónustufulltrúi hjá Arionbanka í Kringlunni. Hann og félagar hans hafa vakið athygli fyrir grínþættina Punktinn sem nýlega hófu göngu sína á Mbl.is. Guðmundur keyrir um á BMW og er kallaður Gummi „bullet“.


For

s

kot Þau og h fóru í le Han ún alla ik.* Ha nn rk n ák vað indurn ákvað *Fu að v a a llt a era r. Hún ð telja f sp byrj e enn alla k k and ert a a i lei ð ve ði mjög hesta kjum kja í Ve han vel. gab réfi a. N1

seLanammi

ð sé líklegra að Pabbi heldur að þa * með fiskibragði. ði ula selir borði súkk gabréf N1 fylgir *Öðrum stimpli í Ve lsínubragði pe súkkulaði með ap

VEGABRÉF N1 Leikurinn er kominn á fullt Vegabréf N1 er viðburðarík skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Söfnum stimplum og leikum okkur í fríinu. Hverjum stimpli fylgir glaðningur en í lok sumars verða dregnir út fjölmargir veglegir vinningar. Þar ber hæst glæsilega utanlandsferð fyrir ferðaglaða fjölskyldu.

ýkt flottir vinningar FJÖLSKYLDUFERÐ TIL TENERIFE Í VIKU Í VETUR Flug og gisting fyrir fjóra (2 fullorðnir og 2 börn) á 3ja stjörnu hóteli á Tenerife í vetur. Verðmæti: 680.000 kr.

3X

8X

Broil King

Ipod

Muse 9

Porta Chef Pro ferðagasgrill

Shuffle

ferða DVD spilari

2X

3X

20X

Apple TV

Sony Myndavél

PARTÍPLATTAR

20X

20X

Gjafabréf

Gjafabréf

í Skemmtigarðinn

frá Serrano

20X Gjafakörfur frá Kaffitár

ð

ti r svolí tak unið e a Fóta r h .* um nga nakk Að ga að borða s g a o ir sjött eins os fylg rit lur Do ða gu *Blár e Vegabréfið li í stimp

Vegabréfið er hægt að nálgast á næstu þjónustustöð N1

3X

frá Subway


70

dægurmál

Helgin 28.-30. júní 2013

 TónlisT áhöfnin á húna leggur úr höfn

Popparar syngja fyrir hvalaskoðunarskip „Það er mikill spenningur í loftinu,“ segir Jón Þór Þorleifsson sem skipuleggur hringferð Áhafnarinnar á Húna um landið. Eins og Fréttatíminn hefur greint frá munu nokkrir þekktir popparar sigla hringinn kringum landið í júlí og halda tónleika á sextán stöðum. Poppararnir eru Mugison, Ómar Guðjónsson, Lára Rúnarsdóttir, Guðni Finnsson, Arnar Freyr Gíslason og Jónas Sigurðsson. Fyrstu tónleikarnir eru á Húsavík næsta miðvikudag, 3. júlí. „Allra fyrsta giggið verður reynd-

ar mjög frumlegt. Við ætlum að hita upp fyrir tónleikana með því að halda tónleika fyrir hvalaskoðunarskipin fyrir utan Húsavík. Þetta verða fyrstu tónleikarnir sem haldnir verða úti á ballarhafi,“ segir Jón Þór léttur í bragði. Ýmislegt fleira skemmtilegt er í farvatninu fyrir utan hina hefðbundnu tónleika sem verða um borð í Húna II, en aðgangseyririnn rennur til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Á Reyðarfirði er leikskólakórinn í æfingabúðum að læra sjómannalög til að syngja

fyrir Áhöfnina þegar hún leggst að bryggju á föstudag. Og á Borgarfirði eystri ætlar sextán ára stelpa, Bergrún Sóla, að frumflytja lag sem hún samdi í tilefni heimsóknarinnar. Fyrsti þátturinn um ferðalagið fer í loftið í Sjónvarpinu á laugardagskvöld klukkan 19.45. Myndband Áhafnarinnar við lagið Sumargestur nýtur mikilla vinsælda og fékk 16.296 áhorf fyrsta sólarhringinn á netinu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

Áhöfnin á Húna er við það að leggja úr höfn. Frá vinstri eru Guðni Finns, Jónas Sig, Lára Rúnars, Mugision, Ómar Guðjóns og Arnar Gísla.

 TónlisTarháTíð all Tomorrow’s ParTies á ásbrú um helgina

Beilaði Bale á Balta? Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri var í skemmtilegu viðtali í Virkum morgnun á Rás 2 í byrjun vikunnar. Þar fór hann yfir ferilinn og stöðu mála og geislaði af honum sem fyrr. Athygli vakti þegar Baltasar vakti máls á því að leikhópurinn í næstu mynd hans, stórmyndinni Everest, myndi samanstanda af ungum og upprennandi leikurum. Ekki er nefnilega langt síðan stórleikarinn Christian Bale var orðaður við aðalhlutverkið í myndinni í erlendum fjölmiðlum. Það er því allt útlit fyrir að Bale hafi beilað á Baltasar.

nick Cave er aðalnúmerið á ATP í Keflavík um helgina. Hann mætir með hljómsveit sína, The Bad Seeds, og verður í banastuði eins og jafnan á tónleikum. Ljósmynd/ Nordicphotos/Getty

Veglegur þáttur um Hemma Minning um mann kallast þáttur um Hemma Gunn sem Sjónvarpið sýnir í kvöld, föstudagskvöld. Þátturinn er tæpir tveir klukkutímar að lengd að meðtöldum svipmyndum frá útför Hemma sem fer fram í dag. Þar stigu margir af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og vinir Hemma á stokk, svo sem Björgvin Halldórs-

son, Diddú, Egill Ólafsson, Kristján Jóhannsson og karlakórinn Fóstbræður. Egill Eðvarsson hefur haft veg og vanda af gerð þáttarins en þeir Hemmi voru stórvinir í áratugi en Egill stýrði meðal annars lengst af Á tali þáttunum. Þórhallur Gunnarsson sá um dagskrárgerðina með honum og er kynnir í þættinum. Þar fara þeir yfir

ferilinn og ræða við 50 vini, samferðar- og samstarfsmenn, þar sem jöfnum höndum flugu sprenghlægilegar gamansögur og tilfinningaþrungnar lýsingar á því hversu mikill og traustur vinur karlinn var. Þá tók Þórhallur hús á dætrum Hemma sem ræða opinskátt um föður sinn og sambandið við hann.

Nick Cave kemur til landsins í toppformi Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties verður haldin í fyrsta sinn hérlendis um helgina. Nick Cave og Botnleðja eru aðalnúmerin og segir Tómas Young, skipuleggjandi hátíðarinnar, að tónleikagestir megi eiga von á góðu frá Cave. Sjálfur er Cave spenntari fyrir tónleikunum hér á landi en Glastonbury kvöldið eftir.

Þ

að á að vera sól um helgina og mér líst vel á veðurspána. En ef það kemur brjáluð rigning og rok þá er það bara gott. Þá verður fólk bara inni að horfa á tónleika,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow’s Parties. Hátíðin er haldin á Ásbrú í Reykjanesbæ um helgina. Aðalnúmer hátíðarinnar er Nick Cave & The Bad Seeds og segir Tómas að hljómsveitin sé í toppformi. „Barry, stofnandi ATP, er búinn að sjá þá örugglega tuttugu sinnum. Hann sá þá í Ástralíu um daginn og aftur á Primavera og hann segir að þeir hafi aldrei verið betri. Svo voru þeir að spila á Northside í Danmörku fyrir tveimur vikum og fengu fullt hús hjá bæði Gaffa og Politiken, sex stjörnur. Ég er búinn að fara á Hróarskeldu örugglega 13 sinnum og það er kannski ein hljómsveit á ári sem fær fullt hús bæði hjá Politiken og Gaffa. Ég held að það undirstriki formið sem þetta band er í.“ Hann segir að Cave virðist ekki síður hlakka til Íslandsfararinnar en aðdáendur hans á Íslandi. „Hann var í viðtali hjá Óla Palla og sagðist þar

Dagskráin á all ToMorrow’s ParTies Föstudagur Æla Apparat Organ Quartet The Notwist múm The Fall Botnleðja Mugison Thee Oh Sees Ghostigital Snorri Helgason Kimono Laugardagur Mono Town SQÜrl Nick Cave & The Bad Seeds Hjaltalín Deerhoof Chelsea Light Moving Dead Skeletons Amiina Valgeir Sigurðsson Þá verða sýndar kvikmyndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch velja og Dr. Gunni stjórnar Popppunkti. Ítarlega dagskrá má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

hlakka meira til að spila á laugardaginn en að loka Glastonbury á sunnudaginn.“ Hljómsveitirnar sem spila í kvöld, föstudagskvöld, komu til landsins í gær og þær sem spila á morgun eru væntanlegar í dag. Í gær bættist svo feitur biti við dagskrána þegar tilkynnt var að Botnleðja yrði aðalnúmerið í kvöld. Botnleðjumenn koma ferskir til leiks eftir að hafa haldið tónleika með öllum sínum bestu lögum í Austurbæ í gærkvöldi. „Það er frábært að fá Botnleðju. Þeir spiluðu á All Tomorrow’s Parties fyrir næstum tíu árum þegar hljómsveitin Shellac valdi þá til að spila. Þá held ég að við séum búin að ná til okkar næstum öllum íslensku sveitunum sem hafa spilað á hátíðinni – nema Sigur Rós.“ Miðar með gistingu eru uppseldir en enn er hægt að fá dagpassa og helgarpassa á Miða.is. Tómas segir að dagpassar á laugardaginn séu alveg að klárast en enn sé eitthvað til fyrir föstudag. Rútuferðir eru til og frá Reykjavík á hátíðina. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


HÖFUM OPNAÐ STÓRVERSLUN MEÐ ÚTIVISTARFÖT Í FÁKAFEN 9

VERIÐ VELKOMIN!

ICEWEAR VERSLANIR Þingholtsstræti 2-4 - 101 Reykjavík » Fákafen 9 - 108 Reykjavík » Austurvegi 21 - 870 Vík » www.icewear.is


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... ... fær Róbert Ragnar Spanó dósent við lagadeild Háskóla Íslands sem hefur verið skipaður dómari við Mannréttindadómstól Evrópu.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Rakel SölvadóttiR

ST ÁFÖ NA DÝ YFIR

STÆRÐ: 153 x 203 SM.

www.rumfatalagerinn.is tilboðin gilda frá 28.06 til 03.07

SPARIÐ

20.000

69.950

Ákveðin og drífandi Aldur: 37 ára. Maki: Nei. Börn: Daníel Breki, 10 ára og Ólína Helga, 13 ára. Foreldrar: Ragnheiður Ólafsdóttir, árumiðill og Sölvi Steinberg Pálsson, skipstjóri. Menntun: BS í tölvunarfræði og tveggja ára sálfræðinám. Áhugamál: Fjallgöngur, mótorhjól, samvera með gríslingunum mínum og allt nördadót eins og tölvur, tækni og tölvuleikir. Fyrri störf: Fiskvinnsla, háseti á frystitogara og hugbúnaðarsérfræðingur. Starf: Framkvæmdastjóri og eigandi Skema og ReKode Education. Stjörnumerki: Meyja. Stjörnuspá: Um leið og þú hættir að reyna að sanna mál þitt mun fólk átta sig á að þú hafðir rétt fyrir þér. Treystu eðlisávísun þinni betur, þú veist innst inni hvaða leið er best.

R

akel er mjög góð vinkona og stendur fast við bakið á sínu fólki,“ segir Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir, góð vinkona Rakelar. „Hún er ákveðin og drífandi ásamt því að vera skipulögð og mjög klár. Hún hefur ekki látið neitt stoppa sig við stofnun og rekstur Skema þrátt fyrir að því geti fylgt ýmsar flækjur. Hún er mjög dugleg og ábyrg en á það til að keyra sig áfram í vinnu sem gerð er af ástríðu, án þess að muna eftir að hvíla sig. Rakel hefur sterkar skoðanir á hlutunum og oft skemmtilega sýn á lífið og hefur margoft komið okkur vinkonunum til að flissa eða skellihlæja.“

Rakel er eigandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Skema sem komst á dögunum á lista tímaritsins Forbes yfir þau tíu fyrirtæki sem talin eru líkleg til ná góðum árangri í framtíðinni.

fullt verð: 89.950

ANGel DreAM AMerísk DýNA

Frábær, amerísk dýna á ótrúlegu verði! Í efra lagi er áföst yfirdýna úr hágæðasvampi. Í neðra lagi eru LFK pokagormar. Rúmbotn og fætur fylgja með. Vnr. 8880000262-0

FULLT VERÐ: 4.495

3.596

20% SPARIÐ

2000

eI nS tö k Gæ ðI

90

GÆÐASÆNG!

HØie flOwer sÆNG Góð sæng fyllt með 1100 gr. af polyesterholtrefjum. Hvítt áklæði 100% bómull. Geymslu poki fylgir. Stærð 135 x 200 sm. Vnr. 4039750

VERÐ FRÁ:

9.995

AFSLÁTTUR

jO striMlAGArDíNur Mjög flottar strimlagardínur með samlitu JAQUARD munstri. Fáanlegar í beige og svörtu. Hægt að stytta strimlana bæði á hæð og breidd. Stærðir: 100 x 250 sm. 4.495 nú 3.596 150 x 250 sm. 6.995 nú 5.596 200 x 250 sm. 8.995 nú 7.196 250 x 250 sm. 10.995 nú 8.796 300 x 250 sm. 12.995 nú 10.396 Vnr. 5481100, 5481200

GOLD

ÚR MEMORY FOAM SVAMPI

eGGjAbAkkAlöGuð YfirDýNA úr MeMOrY fOAM Eggjabakkalöguð yfirdýna úr MEMORY FOAM svampi sem eykur þægindi og vellíðan. Svampurinn er sérhannaður með þrýstijafnandi eiginleika og veitir líkamanum góðan stuðning. Þykkt: 5 sm. Fæst í 4 stærðum. Vnr. 810-10-1001 HANDY DýNA Flott og handhæg dýna sem hægt er að leggja saman. Tekur lítið pláss! Stærð 63 x 190 sm. Vnr. 3326400

VERÐ AÐEINS:

7.995

FULLT VERÐ: 6.995

4.995

90 x 200 sm. 9.995 120 x 200 sm. 12.950 140 x 200 sm. 14.950 152 x 203 sm. 16.950

HÆGT AÐ LEGGJA SAMAN

B A S IC

B A S IC

Fr áB ær t ve rð

Fr áB ær t ve rð

PLAYA

NIKKA

B A S IC Fr áB ær t ve rð

BLANCA

KAUPTU OG SPAR 2 AÐU

1000

VERÐ FRÁ:

1.995

SPARIÐ

2000

Enn betri heilsa, endurnýjuð lífsorka. Næsta námskeið hefst 5. júlí.

Skráning í síma

512-8040 www.heilsuhotel.is

sÆNGurverAsett Á tilbOði Frábært tilboð á flottum sængurverasettum. 1 sett: 1.995 nú 2 sett: 2.990 Keyptu 2 sængurverasett og sparaðu 1.000 Vnr. 1240380, 1226980, 1241080

VERÐ FRÁ:

2.995 4.995 FULLT VERÐ: 6.995

krONbOrG luX teYGjulök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir. Ath. mismunandi litir á milli stærða. Stærðir: 90 x 200 x 35 sm. 2.995 140 x 200 x 35 sm. 3.495 180 x 200 x 35 sm. 3.995 Vnr. 1483300

wellPur HeilsukODDi

Frábær heilsukoddi með sérhönnuðum, þrýstijafnandi eiginleika. Styður vel við háls og hnakka og stuðlar að góðum nætursvefni. Stærð: 40 x 60 x 13 sm. Vnr. 4219800

40% AFSLÁTTUR

FULLT VERÐ: 2.495

1.495

NiAGArA HeilsukODDi Tilvalinn í ferðalagið! Stærð: 33 x 33 x 8 sm. Vnr. 4222900


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.