30 08 2013

Page 1

Bergur Þór ingólfsson sló í gegn sem leikstjóri mary Poppins. hann ólst upp í grindavík og er listrænn stjórnandi leikhópsins gral. viðtal 22

Sigríður halldórsdóttir hefur undanfarið búið með fjölskyldu sinni í Barcelona en er mætt til landsins á ný og stýrir landanum á rÚv. michelsenwatch.com

viðtal

16

HelgarBlað

30. ágúst–1. september 2013 35. tölublað 4. árgangur

ókeypis  Viðtal NaNNa BryNdís Hilmarsdóttir aNNar aðalsöNgVari Of mONsters aNd meN

Verðandi afi syngur í Hörpu Helgi Björnsson syngur í Hörpu í október og fagnar brátt afahlutverki

viðtal 20

líffræðikennari og húlladrottning Líffræðikennslan dugar Öldu Brynju Birgisdóttur ekki því hún húllar nær daglega. viðtal 14

síða 24

Heimur heimsfrægðarinnar er ekki raunverulegur. Því hafa nanna Bryndís Hilmarsdóttir og félagar hennar í hljómsveitinni Of Monsters and Men fengið að kynnast eins og þegar ókunnur aðdáandi á tónleikum hrópaði upp: „nanna, i love you“. Hjómsveitin er komin heim eftir 18 mánaða tónleikaferð um heiminn og heldur ókeypis tónleika fyrir íslenska aðdáendur á Vífilsstaðatúni á morgun, laugardag.

ljósmynd/hari

Nanna – ég elska þig!

SÍA

121444

Barnagleraugu frá 0 kr. (Já, þú last rétt)

PIPAR \ TBWA

Einnig í Frét tatímanum í dag:

S y n d i r v i n S t r i m a n n a – S u S h i S m a k k – B e l g a r B r i l l e r a í F ó t B o lta – g ó m S æ t u r S a lt F i S k u r

grindvísk landinn á að sirkusfjölskylda toppa sjálfan sig

MJÓDDIN

Álfabakka 14 Sími 587 2123

FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789

SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949

Öll börn upp að 18 ára aldri eiga rétt á endurgreiðslu frá Þjónustuog þekkingarmiðstöð vegna gleraugnakaupa. Þú getur fengið gleraugu hjá okkur á endurgreiðsluverði Miðstöðvarinnar.

Velkomin í Augastað.

Gleraugnaverslunin þín


2

fréttir

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 tímamót hvolSvöllur 80 ár a

Afmælishátíð alla helgina á Hvolsvelli Hvolsvallarkauptún heldur upp á áttatíu ára afmæli byggðar nú um helgina og verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá alla helgina af því tilefni. Að sögn Árnýjar Láru Karvelsdóttur verður súpurölt á föstudagskvöld þar sem sjö heimili bjóða gestum og gangandi upp á súpu. „Svo á laugardag höldum við árlega kjötsúpuhátíð þar sem ýmis konar sprell verður í boði, eins og kassabílarall, fótboltasprell og svepparígur,” segir hún. Á sunnudag er sjálfur afmælisdagur kauptúnsins og hefst hann á skipulagðri göngu um

elstu götur bæjarins. Í framhaldi af því verður nýbygging að íþróttahúsinu vígð. Klukkan þrjú hefst svo afmælisdagskrá í félagsheimilinu Hvoli þar sem bæði einsöngvarar og hópar flytja tónlistaratriði. „Börn sem unnu stóra upplestrarkeppni ætla að flytja ljóð fyrir okkur,“ segir Árný. Saga Hvolsvallar hefur verið tekin saman og ætla tveir að lesa hana upp fyrir afmælisgesti í Hvoli. „Svo verður sagan sett á heimasíðu sveitarfélagsins eftir helgi,“ segir Árný Lára. „Síðast en ekki síst verður boðið upp á risastóra afmælisköku og ís.“

Íbúar Hvolsvallar skreyta götur sínar fyrir kjötsúpuhátíðina. Þessar stúlkur voru í óða önn að skreyta hús við Túngötu. Ljósmynd/Árný Lára Karvelsdóttir

 SamfélagSmál aBC með námSkeið um þróunar- og hjálparStarf

Ísfirðingar vilja halda í Reykjavíkurflugvöll „Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar framtaki félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni sem stendur fyrir undirskriftarsöfnun, áwww. lending.is, til stuðnings þess að flugsamgöngur við Reykjavík verði óbreyttar. Slíkt er alger forsenda fyrir íbúa þessa lands hvort sem litið er til sjúkraflugs, stjórnsýslu eða annarrar þjónustu sem í boði er í höfuðborg landsins alls,“ segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Þar segir

Samstarf gegn heimilisofbeldi á Suðurnesjum Samstarfsátak gegn heimilisofbeldi á Suðurnesjum hófst 1. febrúar síðastliðinn og hefur gefið góða raun, að því er fram kemur í Víkurfréttum. Lögreglan á Suðurnesjum, félagsþjónusta allra sveitarfélaganna, ásamt Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og kirkjur Keflavíkur og Njarðvíkur standa að átakinu. Markmið þess er að gefa skýr skilaboð til fólks um að ofbeldi á heimilum verði ekki liðið ásamt því að veita þolendum heimilisofbeldis betri þjónustu og leggur lögreglan á Suðurnesjum sérstaka áherslu á rannsókn slíkra mála. Starfsmaður félagsþjónustu veitir fyrstu aðstoð til þolanda og hlúir að börnum séu þau á heimilinu. Þá er gerendum einnig boðið að koma í viðtal og ræða sín mál og veitt hvatning til að leita sér aðstoðar. -dhe

enn fremur: „Sveitarfélagið Ísafjarðarbær hefur áður bent á nauðsyn þess að flugsamgöngur við Reykjavík séu óbreyttar, meðal annars með samstarfi við önnur sveitarfélög, með gerð skýrslu KPMG þar sem fram komu greinilega þau

neikvæðu áhrif sem það hefði á landsbyggðina ef miðstöð innanlandsflugs yrði flutt úr Reykjavík. Einnig hvetur bæjarráð Ísafjarðarbæjar íbúa sína, sem og landsmenn alla, til að kynna sér þessi mál og leggja áðurnefndri undirskriftarsöfnun lið sitt.“

Hitti styrktarbarn sitt í Kenýa Ég sé núna að framlag mitt hefur skipt máli því Teresia lifir betra lífi í dag.

Hættir rekstri leikskólans 101 Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi leikskólans 101, hefur ákveðið að hætta rekstri skólans. „Ég vonaðist til þess að opna hann aftur og óskaði eftir aðstoð og úrræðum frá Barnavernd Reykjavíkur og Reykjavíkurborg til þess að það gæti orðið með trúverðugum hætti en beiðni minni var hafnað. Á ég því engra annarra kosta völ en að loka skólanum fyrir fullt og allt,“ segir í tilkynningu frá Huldu. „Tekið skal fram að þær ásakanir sem fram hafa komið í minn garð eru ekki á rökum reistar. Ég vil jafnframt koma því á framfæri að ég harma mjög þá framkomu í garð barnanna sem gögn í málinu virðast sýna og álagið sem foreldrar barnanna hafa verið undir síðustu daga,“ segir hún ennfremur.

Hvetja fólk til að nota ekki plast Plastpokalaus laugardagur kallast hópur fólks sem vakti athygli á baráttumáli sínu í vikunni. Mælist hópurinn til þess að Íslendingar hætti að nota plastpoka á laugardögum en noti í staðinn margnota taupoka eða bio-poka sem eru umhverfisvænir. Á blaðamannafundi í vikunni kom fram að Íslendingar noti árlega um 50 milljónir burðarpoka úr plasti sem brotnar ekki niður í náttúrunni. Þessi gerviefnanotkun sé bæði óþörf og óábyrg gagnvart náttúrunni. Meðal þeirra sem leggja málstað þessum lið er Dorrit Moussaieff forsetafrú.

TENNIS er skemmtileg hreyfing

Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast.

Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is

Kristín Birna Jónasdóttir hefur verið styrktarforeldri Teresiu í sex ár og hittust þær loks í sumar þegar Kristín fór í námsferð til Kenýa á vegum ABC barnahjálpar.

Kristín Birna Jónasdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Háskóla Íslands, sótti þriggja mánaða námskeið um hjálparstarf hjá ABC barnahjálp og fór í framhaldinu í námsferð til Kenýa. Þar hitti sem hún stúlku sem verið hefur styrktarbarn hennar í sex ár og urðu miklir fagnaðarfundir.

e

ftir að hafa sótt námskeið í þróunar- og hjálparstarfi hjá ABC barnahjálp fór Kristín Birna Jónasdóttir með nemendahópnum í námsferð til Kenýa þar sem þau fengu að spreyta sig á vettvangi. „Ég hafði verið styrktarforeldri í sex ár og fylgst með starfinu hjá ABC barnahjálp og langaði alltaf til að fara í ABC skólann,“ segir Kristín sem svo hóf nám í febrúar á þessu ári. Nemendahópurinn fór svo saman til Kenýa í sumar í þrjár vikur þar sem Kristín hitti styrktarbarnið sitt, hana Teresiu sem nú er þrettán ára. „Það urðu miklir fagnaðarfundir og virkilega gaman að sjá hvað hún er dugleg, hlý og flott stelpa. Ég sé núna að framlag mitt hefur skipt máli því Teresia lifir betra lífi í dag. Við erum orðnar enn meiri vinkonur en áður,“ segir Kristín. Meðal þeirra verkefna sem nemendur ABC skólans leystu í Kenýa var að taka viðtöl við mæður barna í fátækrahverfum og bjóða börnum þeirra skólavist í barnaskóla ABC og segir Kristín að fátækt fólksins sé mikil. „Fólkið í fátækrahverfunum lifir fyrir einn dag í einu og það er ekki mikið um tilbreytingu frá degi til dags. Það eru ekki allir sem hafa efni á að senda börn sín í skóla og því er skipta framlög styrktarforeldra á Íslandi gríðarlega miklu máli og tryggja fátækum börnum í Kenýa menntun.“ Kristín Birna starfar sem náms- og starfsráðgjafi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og kenndi börnunum í skóla ABC í Kenýa

námstækni og tók þátt í daglegu starfi skólans. Frá árinu 2009 hefur ABC barnahjálp boðið upp á námskeið í þróunar- og hjálparstarfi í ABC skólanum. Formaður ABC, Guðrún Margrét Pálsdóttir, hafði í gegnum árin greint aukinn áhuga fólks á hjálparstarfi og vildi skapa vettvang fyrir leikmenn til að fræðast. Nú í september hefjast tvö slík námskeið, eitt morgunnámskeið og annað kvöldnámskeið. Að sögn Bryndísar Stefánsdóttur, skólastjóra ABC skólans, er dagskrá námskeiðanna fjölbreytt. „Við fáum til liðs við okkur kennara og fólk sem býr yfir þekkingu og reynslu af málefnum bágstaddra og nemendur fræðast um framandi lönd og menningu, hitabeltissjúkdóma, vannæringu, skyndihjálp, barnasálfræði, umönnun, sálgæslu og fleira. Fulltrúar ýmissa hjálparsamtaka hér á landi koma einnig og kynna starfsemi sína,“ segir hún. Á námskeiðunum er jafnframt lögð áhersla á að þátttakendur fái hvatningu og byggi upp sjálfstraust sitt með þvi að sýna fram á að hver og einn búi yfir hæfileikum og getu til að láta gott af sér leiða, nær og fjær. Útskrifuðum þátttakendum stendur svo til boða að taka þátt í námsferð til starfsstöðva ABC í Kenýa, líkt og Kristín Birna gerði nú í sumar. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


BURT ÚR BÆNUM flUgfelag.is

með hópinn þinn

Fyrir Ferð

vs. eFtir Ferð

NÁNAri UPPLÝsiNGAr á hopadeild@flugfelag.is eða í síma 570 3075. FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR með því að hrista saman hópinn í alveg nýju landslagi. Starfsmannafélagið gæti komið sér upp vinabæjarfélagi. Það er lærdómsríkt að sjá hvernig vinnufélagarnir fóta sig í öðrum landshlutum. Gerðu árshátíðina ógleymanlega eða komdu liðinu á óvart með spennandi óvissuferð. Frábær ferðatilboð til allra áfangastaða okkar innanlands og líka til Færeyja.


4

fréttir

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

veður

föstuDagur

laugarDagur

sunnuDagur

lemjandi haustrigning Heldur hefur verið að draga úr mætti yfirvofandi óveðurs eftir því sem nær hefur dregið. engu að síður mun rigna og hvessa vestantil. krap og snjór á fjallvegum. enn úrkoma fram eftir n-lands á laugardag. annars styttir upp, en aftur er von á smá rigningu sv-lands um kvöldið. ný lægð og enn meiri rigning síðan á sunnudag. eiginlegu sumri er hér með lokið!

8

4 6

vedurvaktin@vedurvaktin.is

nýr vörulisti markar upphaf nýs rekstrarárs hjá ikea, nýtt verð tekur gildi og fyrirtækið skuldbindur sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár.

höfuðboRgaRsvæðið: lengst af þuRRt, en svalt. Rign. um kvöldið.

skemmtilega á óvart og veita fleirum tækifæri á að skapa heimili sem veitir allri fjölskyldunni ánægju. Ástæðan fyrir því að IKEA getur lækkað verð á mörg þúsund vörum er tvíþætt. Fyrst er að nefna betra innkaupsverð í einhverjum tilvikum vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði. Í öðru lagi styrktist krónan nokkuð fyrr á þessu ári og Seðlabanki Íslands lýsti því yfir að hann myndi grípa inn í til að tryggja nokkuð stöðugt gengi. Viðskiptavinir IKEA njóta góðs af þessum breytingum og með því að ganga ekki lengra í verðhækkunum leggur fyrirtækið sitt á vogarskálarnar til að halda stöðugleika og sýna samfélagslega ábyrgð í verki, ekki síst í ljósi þess að opinberir kjarasamningar eru lausir eftir áramót og nauðsynlegt að halda verðbólgu í skefjum.“ - jh

Bæjarhátíð mosfellsbæjar um helgina Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin í tíunda sinn nú um helgina. Hún hefst í dag, föstudaginn 30. ágúst, og stendur fram á sunnudag, 1. september. Hátíðin er fjölskylduhátíð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreyttir menningarviðburðir

eru í boði, tónleikar, myndlistasýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldi með skrúðgöngu, varðeldi og brekkusöng. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöld þegar stórtónleikar fara fram á Miðbæjartorgi. �

Stærð: 149 x 110 x 60 cm

ÚTSALA YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI

49.900

www.grillbudin.is

VERÐ ÁÐUR 59.900

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Er frá Þýskalandi

10

RigniR s-lands og vestan. hlýnandi. höfuðboRgaRsvæðið: vætusamt lengst af dagsins.

 Dýr avelferð matvælastofnun mætir nýjum lögum um ár amót

Fjölgar starfsfólki vegna dýraverndarlaga

Um tólf hundruð vörur lækka í verði Bestu fréttirnar eru þær að um tólf hundruð vörur lækka í verði, segir Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri IKEA, en nýjum vörulista verslunarinnar verður dreift nú fyrir helgina. „Nýr vörulisti,“ segir í tilkynningu, „markar upphaf nýs rekstrarárs hjá IKEA, nýtt verð tekur gildi og að venju skuldbindur fyrirtækið sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Allt er þetta venju samkvæmt, en það er með mikilli ánægju sem IKEA getur tilkynnt að vöruverð stendur í stað á milli ára að meðaltali. Sumar vörur hækka í verði en um tólf hundruð vörur lækka í verði og það er veruleg kjarabót fyrir heimilin í landinu. Sem dæmi kom ný eldhúslína á markað í byrjun júní og verðið á henni er bundið til loka næsta rekstrarárs, eða í 15 mánuði. Verðið ætti því að koma mörgum

8

9

slydda fRaman af degi n-lands, en léttiR annaRs til.

höfuðboRgaRsvæðið: Rigning, séRstaklega um moRguninn.

 iKea nýr vörulisti borinn inn á heimili

6

10

Rigning á landinu, sums staðaR úRhelli.

7

7

8

8

einar sveinbjörnsson

3

6

10

Þeir sem verða varir við að dýr sé sjúkt, sært, bjargarlaust eða að aðbúnaður sé ekki fullnægjandi eiga að tilkynna slíkt til umráðamanna eða lögreglu. ný dýravelferðarog búfjárlög taka gildi um næstu áramót sem veita eftirlitsaðilum betri tól en áður til að grípa inn í sé velferð dýra ekki tryggð. matvælastofnun hefur tekið við eftirliti með dýravelferð frá Umhverfisstofnun og fjölgar stöðugildum um átta til að framfylgja nýju lögunum.

n

ý lög um dýravelferð og búfjárhald taka gildi um næstu áramót og hefur eftirlit með lögunum hefur verið flutt frá Umhverfisstofnun og sveitarfélögum til Matvælastofnunar (MAST). Þar með er eftirlit með dýravelferð komið á einn stað sem gera á málsmeðferð einfaldari og skilvirkari. Að sögn Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, dýralæknis gæludýra og dýravelferðar hjá MAST, verða nýju dýravelferðarlögin víðtækari og ítarlegri en fyrri lög. „Markmið nýju laganna er að stuðla að velferð dýra, það er að segja að þau séu laus við vanlíðan, hungur, þorsta, ótta, þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma,“ segir hún. Í nýju lögunum kemur fram að dýr séu skyni gæddar verur og ná lögin nú til dýra sem áður hafa ekki fallið undir lög um dýravernd, svo sem tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna. Lögin gilda líka um fóstur sem náð hafa vissu þroskastigi. „Markmið laganna er ennfremur að dýr geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Einnig eru í lögunum mörg nýmæli eins og til dæmis að dýr hafi rétt til að fá lækningu eða líkn, að sveitarfélagi sé skylt að sjá til þess að gripið sé til aðgerða ef um hálfvillt eða villt dýr er að ræða,“ segir Þóra. Þeir sem verða varir við að dýr sé sjúkt, sært, bjargarlaust eða að aðbúnaður sé ekki fullnægjandi eiga að tilkynna slíkt til umráðamanna eða lögreglu. Á vef MAST mast.is er einnig hægt að senda inn slíkar ábendingar undir nafni eða nafnlaust. Lögin fela í sér þá breytingu fyrir gæludýraeigendur að einstaklingsmerkja skal hvert dýr, en áður hefur slíkt verið háð ákvörðun sveitarfélaga. Þóra segir nýju lögin veita MAST víðtækari heimildir við beitingu þvingunarúrræða þegar brotið er gegn ákvæðum þeirra og verður heimilt að beita dag-

þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá mast.

sektum, stjórnvaldssektum eða stöðva starfsemi sé tilefni til þess. „MAST mun einnig verða heimilt að framkvæma vörslusviptingu, leggja tímabundið bann við dýrahaldi eða fara fram á að dýraeigandi verði með dómi sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni hafi hann gerst sekur um stórfellt eða ítrekað brot á lögunum.“ Samhliða samþykkt nýrra laga um dýravelferð voru samþykkt ný lög um búfjárhald sem einnig taka gildi um næstu áramót og færist búfjáreftirlit þá frá sveitarfélögum til MAST og verður tengt eftirliti með dýravelferð. Hvað varðar hefðbundinn búskap segir Þóra að nýju lögin feli fyrst og fremst í sér breytingar og áherslur á aukna dýravelferð innan hefðbundins búskapar. „Reglugerðabreytingar munu koma í kjölfar nýrra laga, sem með ítarlegri leiðbeiningum tryggja dýrum góða velferð með góðum aðbúnaði.“ Hjá MAST starfa nú um sjötíu manns og verður stöðugildum fjölgað um átta vegna gildistöku nýja laganna. dagný hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


13-2259 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Zalibuna Hönnun og uppsetning eins manns sleðarennibrautar niður Kambana.

OPIÐ HÚS HJÁ

STARTUP REYKJAVIK Laugardaginn 31. ágúst býður Startup Reykjavík þér og öllum áhugasömum í höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19. Þar munu teymin kynna verkefnin sín og spjalla við gesti um hugmyndir sínar og ferlið frá hugmynd til nýsköpunar. Húsið verður opið milli kl 13 og 17. Léttar veitingar í boði. Komdu og kynntu þér spennandi starf íslenskra frumkvöðla.

Herberia Framleiðsla og skráning jurtalyfja fyrir Evrópumarkað.

GolfPro Assistant Vefhugbúnaður fyrir golfkennara og nemendur.

Activity Stream Breytir hefðbundnum viðskiptaupplýsingum í rekstrargreind í rauntíma.

Dagskrá 13.00 Húsið opnað

Startup Reykjavík fyrirtæki með kynningarbása

14.00 – 14.20 Einar Gunnar Guðmundsson,

Arion banka og Kristján Freyr Kristjánsson, Klak Innovit segja frá Startup Reykjavík og íslensku frumkvöðlaumhverfi

SAReye Lausnir fyrir viðbragðsaðila.

14.20 – 15.00 Fyrirtækjakynningar SAReye GolfPro Assistant YZ Creation Activity Stream Herberia

Technologies Silverberg Technologies Þróun á mælingarbúnaði fyrir líkamsræktarstöðvar og hugbúnaði fyrir notendur.

15.00 – 15.30 Hlé 15.30 – 16.00 Fyrirtækjakynningar Zalibuna Silverberg Technologies SeeMee Snjohus Software Þoran Distillery

17.00 Opnu húsi lýkur

Þoran Distillery Þróun og framleiðsla fyrsta flokks einmalts viskís til útflutnings.

Snjohus Software Þróun á hugbúnaði fyrir snjallsíma. Vinnur núna að þróun á einkaþjálfaraappi.

SeeMee Ný framsetning á rafrænum ferilskrám.

YZ Creation Hátískufatnaður með fjölbreytilegt notagildi.


6

fréttir

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 nýHer ji Forstjór askipti

Finnur Oddsson tekur við af Þórði

Ert þú með brjóstsviða?

Finnur Oddsson hefur verið ráðinn forstjóri Nýherja og tekur við starfinu af Þórði Sverrissyni. Finnur hefur verið aðstoðarforstjóri Nýherja frá árinu 2012 og var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann tekur til starfa sem forstjóri 1. september. Þórður verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði, að því er fram kemur á síðu fyrirtækisins. „Sú reynsla og þekking sem Finnur hefur mun nýtast félaginu vel á spennandi tímum. Finnur þekkir fyrirtækið vel nú þegar, en hann hefur stýrt innlendum rekstri frá

því í fyrra. Nýherji hefur góða stöðu á markaði og reksturinn innanlands hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við teljum því allar forsendur til þess að félagið geti dafnað vel. Ég þakka Þórði Sverrissyni fyrir hönd Nýherja störf hans í þágu félagsins á undanförnum tólf árum. Félagið hefur vaxið undir hans stjórn og haslað sér völl á nýjum sviðum,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Nýherja.

„Það er mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumunum í Nýherja á þessum tímapunkti. Við búum að afar hæfu starfsfólki, öflugum samstarfsaðilum og ekki síst góðum viðskiptavinum til langs tíma,“ segir Finnur Oddsson. Finnur Oddsson Eiginkona Finns er Sigtekur við forstjórríður Þorgeirsdóttir, lögastarfi Nýherja á fræðingur og MBA, sem sunnudaginn. starfað hefur sem framstjórnar- kvæmdastjóri rekstrarsviðs LOGOS. Þau eiga tvo syni. - jh

 Hegðunarvandi doktorsr annsókn Margrétar sigMarsdóttur PMTO meðferð dró meira úr aðlögunarvanda barna á leik- og grunnskólaaldri en sú þjónusta sem þessum hópi er almennt veitt. Mynd/Nordic Photos/Getty

Dregur úr brjóstsviða á 3 mínútum • Virkar í allt að 4 tíma 2 •

1

Galieve Peppermint

Tuggutöflur með piparmintu bragði

Mixtúra Cool Mint 300 ml Mixtúra með Cool Mint bragði og lykt.

Minni hegðunarerfiðleikar og aukin félagsfærni Í Íslensk rannsókn sem kynnt var í gær sýnir góðar niðurstöður meðferðarúrræðis vegna hegðunarerfiðleika barna.

Galieve Cool Mint mixtúra, dreifa /skammtapoki / Galieve Peppermint tuggutöflur.. Innihaldslýsing: Hver 10 ml skammtur af Galieve Cool Mint inniheldur 500 mg af natríumalgínati, 267 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 160 mg af kalsíumkarbónati. Hver tafla Galieve Peppermint inniheldur: 250 mg af natríumalgínati, 133,5 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 80 mg af kalsíumkarbónati. Ábendingar: Meðferð við einkennum maga- og vélindabakflæðis, svo sem nábít (sýrubakflæði), brjóstsviða og meltingartruflunum (tengdum bakflæði), t.d. eftir máltíðir eða á meðgöngu. Skammtar og lyfjagjöf: Galieve Cool Mint mixtúra: Til inntöku. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 10-20 ml (eða 1-2 skammtapokar) eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum sinnum á dag). Galieve Peppermint tuggutöflur: Til inntöku, eftir að hafa verið tuggin vandlega. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Tvær til fjórar töflur eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum sinnum á sólarhring). Frábendingar: Ekki má nota lyfið hjá sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna, eða ef grunur er um slíkt. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Galieve inniheldur natríum. Þetta þarf að hafa í huga þegar þörf er á mjög saltsnauðu fæði, t.d. í sumum tilvikum hjartabilunar og skerðingar á nýrnastarfsemi. Galieve inniheldur kalsíumkarbónat. Gæta þarf varúðar við meðferð sjúklinga með blóðkalsíumhækkun, nýrnakölkun og endurtekna nýrnasteina sem innihalda kalsíum. Verkun er hugsanlega skert hjá sjúklingum með mjög lága þéttni magasýru. Ef einkenni batna ekki eftir sjö daga, skal endurmeta klínískt ástand. Yfirleitt er ekki mælt með meðferð hjá börnum yngri en 12 ára, nema samkvæmt læknisráði. Galieve Cool Mint mixtúra/skammtapokar inniheldur metýlparahýdroxýbenzóat (E218) og própýlparahýdroxýbenzóat (E216) sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega síðbúnum). Galieve Peppermint tuggutöflur má ekki gefa sjúklingum með fenýlketónmigu, þar sem þær innihalda aspartam.. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. 1. V Strugala er. Al. The journal of international medical research, vol 38 (2010) A randomized, Controlled, Crossover trial to Investigae Times of onset of the perception of soothing and cooling by Over-the-Counter Heartburn Treatments. 2. B.Chevrel, MD. Journal of International Medical Research, vol 8 (1980) A comparative Cross-over Study on the Treatment of heartburn and Epigastric Pain; Liquid Gaviscone and MagnesiumAluminum Antacid Gel.

slensk rannsókn sýnir ræði fyrir börn með hegðgóðar niðurstöður á unarerfiðleika. meðferðarúrræði fyrir „PMTO meðferðarúrforeldra barna með hegðunaræðið er ætlað foreldrum rerfiðleika. Þetta kom fram á og öðrum sem koma að uppeldi barna. Uppalfundi sem haldinn var í Norræna húsinu í gær, fimmtuendur fá í hendur ákveðin dag, á vegum Miðstöðvar verkfæri sem gera þeim kleift að breyta og bæta PMT-foreldrafærni. hegðun barna sinna og Meðferðarúrræðið nefnþannig stuðla að bættri ist Parent Management Training – Oregon aðferð/ aðlögun þeirra á heimili, í PMTO en rannsóknin er Verkefnið er doktorsverkefni skóla og í samfélaginu aldoktorsverkefni Margrétar Margrétar Sigmarsdóttur. mennt. Úrræðið er þróað Sigmarsdóttur, sálfræðings. af dr. Gerald Patterson og Niðurstöður sýndu, að því er fram kem- dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á ur í tilkynningu, að PMTO meðferð dró rannsóknarstofnuninni Oregon Social Lemeira úr aðlögunarvanda barna á leik- og arning Center (OSLC) í Eugene Oregon grunnskólaaldri en sú þjónusta sem þess- í Bandaríkjunum en hefur verið nú verið um hópi er almennt veitt í sveitarfélögum innleitt víða um heim bæði innan Bandalandsins. „Börnin í PMTO hópnum sýndu ríkjanna og í Evrópu,“ segir enn fremur. minni hegðunarerfiðleika og þunglyndVerkefnið hóf göngu sína á Íslandi árið iseinkenni og aukna félagsfærni,“ segir 2000 og hefur verið staðsett á Skólaskrifí tilkynningu. Einn af frumkvöðlum að- stofu Hafnarfjarðar. Frá og með haustinu ferðarinnar, bandaríski sérfræðingur- mun Miðstöð PMT-foreldrafærni, sem inn dr. Marion Forgatch, hélt erindi um sér um innleiðingu aðferðarinnar hér á upphaf, þróun og innleiðingu meðferð- landi, vera hluti af úrræðum Barnaverndarúrræðisins í heiminum. Úrræðið á sér arstofu. Í dag er PMTO meðferð stunduð langa sögu rannsókna, sem sýna að það af um 40 meðferðaraðilum í fimm sveitardregur verulega úr hegðunarerfiðleikum félögum. barna og í dag er það eitt þeirra úrræða sem viðurkenndar stofnanir á alþjóðavísu Jónas Haraldsson mæla með sem viðeigandi meðferðarúr- jonas@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 0 3 2

Stórstjörnusýning Frumsýnum nýja Mercedes-Benz E-Class og CLA-Class um helgina Mercedes-Benz E-Class hefur fengið alveg nýtt og glæsilegt útlit og hlaðinn tækninýjungum. CLA-Class er glænýr og sportlegur lúxusbíll, algerlega óviðjafnanlegur. Að sjálfsögðu verða allar hinar stjörnurnar frá Mercedes-Benz á staðnum. Auk þess mun Mercedes-Benz klúbburinn sýna glæsivagna frá ýmsum tímum á svæðinu. Opið laugardag kl. 10–16 og sunnudag kl. 12–16. Komdu og reynsluaktu stórstjörnunum.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook


8

fréttir

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 Skógr ækt Landgr æðSLuSkógar

Nær milljón trjáplöntur gróðursettar árlega

Á

ferðalögum fólks um landið í sumar hefur það víða tekið eftir breyttri ásýnd landsins vegna viðamikillar skógræktar. Landgræðsluskógar eru umfangsmesta skógræktar- og uppgræðsluverkefni skógræktarfélaganna, að því er fram hjá Skógrækt ríksins. Á vegum verkefnisins hafa skógræktarfélögin séð um gróðursetningu á hátt í einni milljón trjáplantna árlega allt frá árinu 1990. Lætur nærri að gróðursett hafi verið í um 400-500 hektara lands árlega. Ræktunarsvæði Landgræðsluskóga eru víðsvegar á landinu og eru nú um 120 samningsbundin svæði. Fjölbreytni svæðanna er mikil og eru sum þeirra þar sem skilyrði eru hvað best til skógræktar í landinu, á meðan önnur eru þar sem skilyrði eru mjög erfið, til dæmis út við ströndina. Öll svæðin eiga það þó sameiginlegt, segir Skógræktin, að þar er stefnt að því að koma upp vöxtulegum gróðri, græða land og auðga. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gróðursetti 20

milljónustu trjáplöntuna í Landgræðsluskógaverkefninu í Smalaholti í Garðabæ, síðastliðinn laugardag. Fyrir valinu varð myndarlegur askur. Vigdís gróðursetti einnig fyrstu plöntuna í átakinu sem hófst á sama stað vorið 1990 og er þar nú skógur. Hefur verkefnið staðið óslitið allar götur síðan. Samstarfsaðilar skógræktarfélaganna í Landgræðsluskógum eru Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Svæðin eru öll opin almenningi og eru mörg hver orðin ákjósanleg til gönguferða og útivistar. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, aðstoðar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, við gróðursetningu asks í Smalaholti í Garðabæ, 20 milljónustu plöntuna í Landgræðsluskógaverkefninu.

Nóg er af rokinu! Fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar hafa nú unnið rafmagn í sjö mánuði. Rekstur þeirra hefur gengið vonum framar og ljóst er að vindorkan hefur að geyma mikla möguleika. Við munum því halda áfram að rannsaka þennan nýja orkukost og standa vonir til að vindorka geti orðið þriðja stoðin í raforkukerfi Landsvirkjunar ásamt vatnsafli og jarðvarma. Vindmyllur vinna mesta orku á veturna en rennsli til vatnsaflsstöðva er mest á sumrin. Ef frekari rannsóknir staðfesta hagkvæmni vindorku er líklegt að fleiri vindmyllur vinni samhliða vatnsaflsstöðvum okkar allt árið um kring. Um 2000 gestir heimsóttu vindmyllurnar í sumar, enda nýstárleg sjón í íslensku landslagi. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna.

Afkastageta vindmyllanna á uppitíma 2013: 56% 49%

44%

48% 39% 28% 20%

feb.

mars apríl

maí

júní

júlí

ágúst

Aðstæður til virkjunar vindorku eru óvenju hagstæðar á Íslandi. Meðalafkastageta á heimsvísu er 28%. Fylgjast má með orkuvinnslu vindmyllanna í rauntíma á www.landsvirkjun.is. Vindmyllurnar standa við þjóðveg nr. 32, skammt fyrir norðan Búrfell.


fréttir 9

Helgin 30. ágúst-1. september 2013  Átak FÍB Vegna öryggis Barna Á leið Í skólann

Slæmar og óljósar merkingar við skóla

V

etrarstarf grunnskóla landsins er hafið. Þúsundir barna fara því í og úr skóla. Leiðir margra þeirra liggja yfir umferðargötur og við þær. Því er það mjög mikilvægt að allir aðrir vegfarendur, ekki síst þeir sem stjórna vélknúnum farartækjum, fari um með sérstakri gát þar sem barna er að vænta, sérstaklega þar sem þau þurfa að fara yfir umferðargötur. Af þessu tilefni vill Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, vekja sérstaka athygli á þessum málum og hefur óskað eftir þátttöku almennings. Átak félagsins hefur staðið undanfarna daga og lýkur í dag, föstudag. Þar er fólk hvatt til þess að senda FÍB myndir af gangbrautum eða „gervigangbrautum“ sem því finnst ógna öryggi vegfarenda. Það ámælisvert, að mati FÍB, hversu illa gönguleiðir yfir umferðargötur eru merktar hér á landi. „Slæmar og óljósar

Bæði sebrabrautirnar og gangbrautamerkin eru hluti tiltekins alþjóðlegs táknmáls.

merkingar við skóla og í grennd við þá hljóta að teljast sérstaklega varhugaverðar. Skólabörnin eiga heimtingu á því að bestu og öruggustu göngu-

staðirnir yfir umferðargötur séu skilgreindir og merktir löglega og skýrt, svo ekkert fari á milli mála hjá börnunum sjálfum, né heldur ökumönnum

sem um þessar götur aka,“ segir FÍB og heldur áfram: „Í grannlöndum okkar tíðkast að merkja gangbrautir rækilega auk þess

sem ökumönnum er gefið það skýrt og greinilega til kynna þegar þeir nálgast gangbraut. Það er gert með yfirborðsmerkingum, umferðarmerkjum og skiltum sem minna á það að sýna beri sérstaka varúð. Í stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavík hefur sú stefna verið ríkjandi um langt árabil að merkja ekki gangbrautir á lögbundinn hátt með hvítum og svörtum þverröndum. Hins vegar hafa einskonar gervigangbrautir verið gerðar sem skapa fullkomna óvissu bæði gangandi og akandi um það hvort þar sé gangbraut eða ekki. Þetta telur FÍB afar misráðið. Bæði sebrabrautirnar og gangbrautamerkin eru hluti tiltekins alþjóðlegs táknmáls. Það táknmál segir bæði akandi og gangandi að til staðar sé gangbraut yfir götu. Þar beri báðum – akandi og gangandi – skylda til að sýna fyllstu aðgát.“


10

fréttaskýring

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 Siðfr æði ÓvíSt er hvenær frumvarp Sem heimilar StaðgÖngumæðrun verður lagt fr am

Réttindi staðgöngumóður þarf að tryggja Ljóst er að á meðan staðgöngumæðrun er óheimil á Íslandi verður alltaf fólk sem leitar út fyrir landsteinana og lendir í lagaflækjum þegar það kemur aftur til landsins með barnið. Undirbúningur að frumvarpi að lögum sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er í fullum gangi. Meðal álitaatriða sem þarf að taka afstöðu til er hvenær foreldraábyrgð verðandi foreldra verður virk og hver tekur ákvörðunina ef eyða á fóstrinu.

Ö

ll ríki Evrópu eru að skoða staðgöngumæðrun með einhverjum hætti. Með því að ákveða að semja frumvarp um staðgöngumæðrun höfum við tekið forystu á Norðurlöndunum,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Íslands. Hún situr í Norrænu lífsiðfræðinefndinni sem stóð fyrir ráðstefnu í vikunni um tæknifrjóvganir og staðgöngumæðrun frá alþjóðlegu sjónarhorni. Starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra vinnur að frumvarpi til laga sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út að óvíst sé hvort hægt verður að leggja frumvarpið fram á næsta þingi. Salvör segir þetta mikið hitamál enda stórar spurningar sem þurfi að taka afstöðu til hvort sem staðgöngumæðrun sé leyfð eða bönnuð. „Ef þetta er bannað þá fer fólk bara annað. Það hefur sýnt sig. Þá þarf að taka afstöðu til þess hvort skrá á það fólk sem foreldra. Það getur verið erfitt ef löggjafinn viðurkennir ekki staðgöngumæðrun. Löggjafinn gengur út frá því að móðir barnsins sé sú sem fæðir það,“ segir Salvör. Um tíma var engin löggjöf um staðgöngumæðrun í Finnlandi, það er hún var hvorki leyfð né bönnuð. Þá voru dæmi um að fólk frá hinum Norðurlöndunum færi þangað. Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi var við nám og vinnu í Svíþjóð þegar ekki var búið að banna staðgöngumæðrun í Finnlandi og segir að yfirleitt hafi málin fengið farsælan endi. Hún rifjar þó upp eitt mál sem hún segir alls ekki dæmigert, en fór afar illa. Þar var um að

LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST BYLGJAN SENDIR ÚT BEINT FRÁ MOSFELLSBÆ FRÁ KL.12.20-16.00

FRÍTT Í STRÆTÓ, leið 15 08.00-17.00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ AÐ VARMÁ OG VIÐ TUNGUBAKKA 08.00 Fótboltamót Aftureldingar og Intersport 6. 7. og 8. flokk karla og kvenna á Tungubökkum 10.00 7 Tinda hlaupið í Mosfellsbæ ræst. Sjá nánar á: http://www.mos.is/7tindahlaupid/ 14.00 Meistaraflokkur Aftureldingar tekur á móti Sindra frá Hornafirði 16.00 7 tinda hlaupið í Mosfellsbæ, markinu lokað 16.17 Ólympíuleikar vinnustaða

Ástríður Stefánsdóttir segir líklegt er að í fyrstu verði aðeins gagnkynhneigðum hjónum á frjósemisaldri með líkamleg frjósemisvandamál heimilt að nýta sér staðgöngumæður. Mynd NordicPhotos/Getty

ræða sænsk hjón sem nýttu sér þjónustu í Finnlandi til að láta systur eiginmannsins ganga með barn þeirra. „Hjónunum er síðan afhent barnið og faðirinn er einn skráður forsjáraðili. Í Svíþjóð tók afar langan tíma að móðirin, sem eggfruman kom frá, fengi að ættleiða barnið jafnvel þó systir mannsins hefði gefið sitt samþykki fyrir því. Málið var enn ófrágengið þegar barnið var komið á annað ár, vandamál komu upp í sambandinu og hjónin skildu. Þetta var ljótur skilnaður og maðurinn í hefndarhug en þetta endaði með því að systkinin voru áfram skráðir foreldrar barnsins. Þarna var staðgöngumæðrunin sjálf ekki vandamálið heldur sú staðreynd að kerfið var ekki í stakk búið til að takast á við stöðuna. Ef móðirin hefði fengið að ættleiða nýfætt barnið hefði þetta bara verið hefðbundinn skiln-

aður,“ segir Helga Sól. Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur, var í fyrsta vinnuhópnum hjá heilbrigðisráðuneytinu sem skrifaði álitsgerð um staðgöngumæðrun frá lögfræðilegu, læknisfræðilegu og siðfræðilegu sjónarhorni. „Ég tel að við eigum ekki að gera þetta en í því ljósi að búið er að ákveða að vinna frumvarp þá þurfum við að koma með bestu lausnirnar. Að mínu mati þarf staðgöngumóðirin að koma inn í heilbrigðiskerfið eins og hver önnur þunguð kona. Hún verður að hafa fullan yfirráðarétt yfir þunguninni og hún tekur allar ákvarðanir á meðgöngunni en ekki verðandi foreldrar. Foreldrahlutverk þeirra verður þá ekki virkt fyrr en að ættleiðingarferli loknu,“ segir Ástríður. Hún bendir einnig á hversu erfitt og varasamt sé ef ætlunin er að fara framhjá

13.00 - 15.00 ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ ELDRI BORGARA EIRHÖMRUM Vetrardagskráin kynnt fyrir eldri borgurum. Allir velkomnir og heitt á könnunni. 13.00 TÍVOLÍ Á KAUPFÉLAGSPLANINU 13.00 - 18.00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS ÁLAFOSSBÚÐIN – ÁSGARÐUR - KAFFIHÚSIÐ ÁLAFOSSI OG SUNDLAUGIN −13.15 Kammerkór Mosfellsbæjar syngur −14.00 Þjóðdansafélagið með danssýningu barna og fullorðinna og að henni lokinni verður gömludansaball. −14.00 Handboltastrákarnir í Aftureldingu grilla kjúkling frá Ísfugli og bjóða gestum að smakka á meðan birgðir endast. −16.00 Kvennakórinn Heklurnar

11.00 - 18.00 OPNAR VINNUSTOFUR LISTAMANNA

13.00 - 15.00 ÞRAUTABRAUT FYRIR KRAKKA AÐ VARMÁ Hjalti Úrsus og Halla Heimis með þrautabraut fyrir krakka og aflraunir fyrir fullvaxna. við Íþróttamiðstöðina að Varmá.

11.00 - 16.00 HRAFNSHÖFÐI 14, OPIÐ HÚS Myndó ljósmyndastofa, Ólína Margeirsdóttir. Tilboð á passamyndatöku í opnu húsi.

14.00 BARNADAGSKRÁ Á MIÐBÆJARTORGI Lalli töframaður Sveppi og Villi

11.00 - 16.00 ÁSLAND 12, OPIÐ HÚS Helga Sigurðardóttir - Leðurvörur, veski o.fl.

14.00 DÝRAHJÁLP Í KJARNA ViÐ MIÐBÆJARTORG Ættleiðingardagur hjá Dýrahjálp Sætar kisur og kátir hundar sem leita að heimili. Varningur til sölu til styrktar hjálparstarfinu. Tekið á móti dóti og mat fyrir fósturdýrin.

11.00 - 16.00 FLUGUMÝRI 34, OPIÐ HÚS Asdesign, Alda Kristinsdóttir, Kvenfatnaður og fylgihlutir Herdís og Hjördís, Bath and Body works vörur 13.00 - 18.00 HELGALAND 9, OPIÐ HÚS Þórunn Símonardóttir, Gallerý hjá Tótu Ýmsar vörur úr ull, peysur, jakkar og fylgihlutir. 15.00 - 17.00 FELLSÁS 9A, OPIÐ HÚS Bryndís Brynjarsdóttir - Málverk 15.00 - 17.00 LISTASALUR MOSFELLSBÆJAR Veisla í farangrinum Opnun myndlistarsýningar systranna Söru og Svanhildar Vilbergsdætra. Sýningin er afrakstur mánaðarlangrar vinnuferðar til Gammel Have á Fjóni 2012. Þær kalla athæfi sitt dúett-málun, þar sem þær vinna verk sín í sameiningu allt frá hugmynd til framkvæmdar. 12.00 - 17.00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl., 14.00 Kammerkór Mosfellsbæjar syngur. 15.00 Úrslit í sultukeppni 11.00 - 17.00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL Heimalingar, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr Börnin fá að fara á hestbak kl. 14.00-15.00 Https://www.facebook.com/husdyragardurinnhradastadir 12.00 - 17.00 FLUGVÖLLURINN Á TUNGUBÖKKUM Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, forn-dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Elsta flugvél landsins, sem smíðuð var af tveimur Íslendingum á árunum 1931-2 verður til sýnis og reynt verður að setja hana í gangi í fyrsta skipti í tæp 30 ár.

15.00 - 17.00 RITUHÖFÐI Íbúar verða með bílskúrssölu, þar verður hægt að finna handverk, fatnað, bakkelsi og fleira. 15.00 BÓKMENNTAKYNNIG Á HVIRFLI Í MOSFELLSDAL. Kynning á glænýrri bók: Sérðu harm minn, sumarnótt? eftir Bjarka Bjarnason. Sérðu harm minn, sumarnótt? er söguleg skáldsaga sem gerist á Austfjörðum á fyrri hluta síðustu aldar. Bókaútgáfa Óðinsauga í Mosfellsbæ gefur verkið út og bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku kynningarverði. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur kl 14:40. 15.00 AKURHOLT 21 Hljómsveitin Kynslóðabilið heldur tónleika út í garði. Söngvarar eru Nonni Maggi og Siggi Hansa. Hljómsveitina skipa Hans Þór Jensson, Páll Helgason, Arnór Sigurðarson og Jón Bjarni Jónsson. 16.00 ÁLMHOLT 10 Útitónleikar í garðinum heima: Davíð Ólafsson óperusöngvari og gestir skemmta. 16.30 SKÁLAHLÍÐ 46 Útitónleikar í garðinum heima hjá bæjarstjóranum: Hljómsveitin Kókos hitar upp fyrir götugrill. Safnast saman í brekkunni fyrir neðan húsið og ofan Hulduhlíðar. Gústi, Hrafnhildur og Öddi halda uppi fjörinu. Https://www.facebook.com/kokosband

Þetta endaði með því að systkinin voru áfram skráðir foreldrar barnsins. þeirri lagalegu skilgreiningu að móðir sé sú sem fæðir barn. „Ég tel líka að við þurfum að hafa einhvers konar val um hverjar fá að gerast staðgöngumæður, ekki bara líkamleg viðmið heldur þurfa félagslegar aðstæður þeirra að vera góðar, að konan hafi tekjur, sterka félagslega stöðu þannig að ekki þurfi að efast um að hún velur að gerast staðgöngumóðir af velgjörð,“ segir hún. Ástríður telur að Íslendingar séu að fara inn í erfitt tímabil sem ekki er vitað hvernig endar. „Um leið og við opnum fyrir þetta verður alltaf hópur sem er hafnað að fara þessa leið. Það verður erfitt að velja inn hverjir fá að fara þessa leið. Ég reikna með að við byrjum þröngt og heimilum staðgöngumæðrun eingöngu gagnkynhneigðum pörum á frjósemisaldri sem eiga við líkamleg frjósemisvandamál að eiga. Ég sé líka fyrir mér að hommar vilji nýta sér þessa þjónustu. Það væri í anda löggjafar okkar. Og einhleypar konur eiga börn, því þá ekki líka einhleypir karlmenn? Síðan þarf fólk að átta sig á að þó það sé komið með staðgöngumóður þá gengur ferlið í besta falli upp í helmingi tilfella. Það verða alltaf fósturlát sem leiða til vonbrigða og sorgar. Þó það verði gleði þá verður alltaf líka sorg,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

16.00 BÆJARLEIKHÚSIÐ Álfabörnin Þorri og Þura kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið með glænýja sýningu sem hentar börnum á öllum aldri. Miðaverð 1500 kr. Miðapantanir í síma 692 7408 16.30 KARAMELLUKAST Á FLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM 17.00 - 20.00 GÖTUGRILL Í MOSFELLSBÆ Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins. 20.00 - 23.00 STÓRTÓNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI − Hljómsveitin Solar − Hera Björk Þórhallsdóttir − Hljómsveitin Kaleo − Raggi Bjarna og gestir − Stormsveitin − Páll Óskar Hjálmtýsson − Kynnir: Steindi jr. 23.00 BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL MEÐ FLUGELDASÝNINGU. 23.30 STÓRDANSLEIKUR MEÐ PÁLI ÓSKARI AÐ VARMÁ

SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 11.00 - 17.00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL Heimalingar, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr Börnin fá að fara á hestbak kl. 14.00-15.00 13.00 - 18.00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS Álafossbúðin – Ásgarður - Kaffihúsið Álafossi og Sundlaugin 14.00 Handboltastrákarnir í Aftureldingu grilla kjúkling frá Ísfugli og bjóða gestum að smakka á meðan birgðir endast. 14.00 BÆJARLEIKHÚSIÐ Álfabörnin Þorri og Þura kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið með glænýja sýningu sem hentar börnum á öllum aldri. Miðaverð 1500 kr. Miðapantanir í síma 692 7408 16.00 STOFUTÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI Halldór Sveinsson píanóleikari og Sigrún Harðardóttir fiðluleikari Á tónleikunum verður hægt að ylja sér um hjartarrætur með því að hlusta á ljúfar íslenskar dægurlagaperlur, m.a. eftir Sigfús Halldórsson, Þórarin Guðmundsson og Jón Múla. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar á www.mos.is/ituninuheima


style

living with

Rýmum fyRiR nýju Föstudaginn 30. ágúst - sunnudagsins 8. september

Sparaðu

30-60% af völdum vörum - síðustu eintök

Sparaðu

25-50% af öllum sumarvörum - lýkur sunnudaginn 8. september

vextir

0%

*

Kauptu núna

*Nú getur þú fengið 12 mánaða vaxtalausa greiðsludreifingu þegar verslað er með VISA eða MasterCard.

sendum um allt land

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is

mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18


12

viðhorf

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Framtíð Reykjavíkurflugvallar og aðalskipulag höfuðborgarinnar

Frábær tilboð á snjalltækjum Lækkað verð á Nokia Lumia 925 og Samsung Galaxy Note 8.0. Komdu við í næstu verslun Vodafone og kynntu þér málið.

Góð samskipti bæta lífið vodafone.is

3 GB

gagnamagn fylgir*

Undirskriftir tugþúsunda vega þungt

F

Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda og Alþingis um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri hefur komið borgaryfirvöldum á óvart. Það viðurkennir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs. Hið sama gildir raunar um aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar. Friðrik Pálsson, annar formanna átaksins, segir undirskriftirnar hafa safnast hraðar en hann hafði gert ráð fyrir en í gær höfðu nær 60 þúsund manns lýst yfir vilja sínum um að flugvöllurinn verði áfram á núverandi stað í höfuðborginni. Söfnun undirskriftanna hófst 16. ágúst en þær verða afhentar 20. september. Þá rennur út frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulag Reykjavíkur. Í því er Jónas Haraldsson gert ráð fyrir að flugvöllurinn jonas@frettatiminn.is víki fyrir byggð. Af undirtektunum má ráða að landsmenn láta sig framtíð flugvallarins miklu varða og þar er tekið undir rök þeirra sem að undirskriftarsöfnuninni standa. Meðal þeirra helstu eru mikilvægi staðsetningar vallarins vegna sjúkraflugs en fram kemur að um 600-700 sjúkraflug séu árlega til Reykjavíkur. Margir fari beint á skurðarborð og eigi fluginu líf að launa. Þá tryggi Reykjavíkurflugvöllur öryggi landsins í heild. Þaðan megi flytja lækna, lögreglu, sérsveit, björgunaraðila, búnað, fólk og fleira fyrirvaralaust hvert á land sem er. Áhersla er enn fremur lögð á hlutverk vallarins fyrir almenningssamgöngur í landinu með tengingu byggða en fram kemur að um 60 prósent farþega í innanlandsflugi séu íbúar af landsbyggðinni. Aðrar mælingar vekja ekki síður athygli en á síðu aðstandenda söfnunarinnar má lesa að yfir helstu vetrarmánuðina fljúgi fleiri til Akureyrar en ferðist þangað með bíl. Áhersla er lögð á að höfuðborgin þjónusti allt landið, þar sé stór hluti stjórnsýslunnar og helstu embætti hins opinbera. Þangað þurfi einstaklingar og fyrirtæki af öllu landinu að sækja. Þar skipti stöðugar og skjótar samgöngur höfuðmáli. Frammi fyrir þessu standa yfirvöld borgar

og ríkis. Um afstöðu ríkisins þarf ekki að efast. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er áréttað að Reykjavíkurflugvöllur sé grundvallarþáttur í samgöngum landsins. Þjónustuhlutverk hans þurfi áfram að tryggja í nálægð við stjórnsýslu og aðra þjónustu. Borgaryfirvöld horfa hins vegar til þess lands sem undir flugvöllinn fer, vilja þétta byggðina en gert er ráð fyrir fjórtán þúsund manna framtíðarbyggð á því svæði. Þau hafa því viljað flytja flugvöllinn á Hólmsheiði en í því máli þýðir ekki lengur að berja höfðinu við steininn. Í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands um nothæfisstuðul flugvallar á Hólmsheiði var sú hugmynd skotin í kaf og með veðurfræðilegum rökum og öðrum bent á að óráð eitt væri að gera ráð fyrir því að flugvöllur verði lagður á heiðinni. Valkostirnir eru því í raun aðeins tveir, að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað eða að innanlandsflug – og sjúkraflug til borgarinnar flytjist til Keflavíkurflugvallar. Fjöldi undirskriftanna sýnir að síðarnefndi kosturinn hugnast stórum hluta Íslendinga ekki. Það á bæði við um íbúa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Friðrik Pálsson greindi frá því, þegar yfir fimmtíu þúsund manns höfðu lýst vilja sínum um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, að 53 prósent þeirra sem skrifað höfðu undir væru íbúar á höfuðborgarsvæðinu og 47 prósent af landsbyggðinni. Fram hefur komið hjá Páli Hjaltasyni að hann skilji áhyggjur manna af sjúkraflugi og einnig að fólki á vissum hlutum landsins finnist það vera að missa samband við höfuðborgina en bendir um leið á mikilvægi þess fyrir borgina að þétta byggð. Þarna vegast á hagsmunir. Páll lítur á undirskriftarsöfnunina sem athugasemdir við aðalskipulag borgarinnar og segir að farið verði yfir þær faglega, borgin verði að taka tillit til athugasemda þeirra sem vilja halda flugvellinum í Vatnsmýri, eins og annarra. Yfirvöld höfuðborgarinnar gera sér án efa grein fyrir því að gæta verður hagsmuna fleiri en borgarbúa einna þegar kemur að ákvörðun um framtíð flugvallarins. Þar hljóta undirskriftir tugþúsunda landsmanna að vega þungt.

Það er alltaf einhver ástæða fyrir brottfalli úr skóla

Að rækta framtíð lands og þjóðar

Þ

að er margt sameiginlegt með garðyrkju og menntun. Við réttar umhverfisaðstæður og umönnun er hægt að rækta fallegan garð. Án réttra umhverfisaðstæðna og umönnunar deyja blóm, runnar og tré áður en þau ná þroska. Í menntun þurfa börn réttar umhverfisaðstæður og umönnun, annars gengur þeim illa að læra og þá er hætta á að þau detti út úr skólakerfinu. Af hverju hefur íslenska skólakerfið á framhaldsskólastigi hlutfallslega hærra brottfall en í nágrannaríkjunum? Af hverju eigum við í erfiðleikum með að rækta garðinn okkar? Þegar plönturnar vaxa ekki, skiljum við að það er ástæða fyrir því. Ef til vill fá þau ekki nægilega mikið vatn, veður er of kalt eða kannski er moldin ónýt. Það er eins með börnin. Það er alltaf einhver ástæða fyrir því ef börn hætta í skóla. Ef til vill finnst þeim skólinn leiðinlegur, ómerkilegur eða námið ótengt raunveruleikanum. Börn eru forvitin og áhugasöm í eðli sínu og það er mikið „afrek“ að gefa þeim ástæðu til þess að forðast menntun. Það má kenna menningunni í menntakerfinu um brottfall barna

* 3 GB gagnamagn án endurgjalds í 2 mánuði. Eftir það 3 GB á verði 1 GB í 10 mánuði. Án skuldbindingar.

úr skóla . Men nt un Mennt un er f járbygg ist of t á sa m festing. Með því að gefa ólíkum einstakræmi í stað fjölbreytni. lingum þau tækifæri Ma n neskjur na r er u ólíkar og fjölbreyttar. sem þeir þurfa til þess Menntakerfi sem uppað ná sem mestum árhefur samræmi mun angri með fjölbreyttu alltaf skilja stóran hluta og einstaklingsmið nemenda útundan. Góð uðu skólakerfi, getum menntakerfi eiga að einvið náð fram hámarks beita sér að þörfum eingetu einstaklingsins sem síðan á eftir að staklingsins. skila sér í formi aukSamræmd próf eru Sigurjón Arnórsson inna framtíðartekna mikilvæg verkfæri til alþjóðlegur þess að f ylgjast með viðskiptafræðingur fyrir þjóðina. stöðu nema nda og Til þess að rækta falskóla. Samt sem áður hlýtur það legan garð þarfa að planta fræjum að vera helsta takmark skóla að í frjósama mold. Fræin þurfa rétt aðstoða börn til að ná hámarks ár- magn af sól, vökva og næringu. angri í lífinu, finna sérstöðu hvers Mismunandi fræ þurfa mismunog eins og síðan að hjálpa til að andi umhirðu. Til skamms tíma rækta og auka þá hæfileika. mun garðurinn líta út fyrir að vera Ef helsti tilgangur skóla er ár- einungis mold og oft erfitt að sjá angur á samræmdum prófum, þá fyrir sér af hverju öll vinnan og pená menntakerfið eftir að bregðast ingurinn sem settur er í garðinn er þeim sem eru aðeins öðruvísi og þess virði. Með tíma og umönnun þeim sem hafa námsvandamál. Til munu plöntur vaxa upp úr moldinni þess að tryggja vellíðan allra nem- og breytast í fallegan garð. enda þarf að hjálpa þeim sem eiga Framtíð landsins grundvallast við erfiðleika að stríða. Kerfið þarf á því að öll börn fái góða einstakað skilja að fólk er mismunandi og lingsmiðaða menntun því að við með mismunandi þarfir og getu. uppskerum eins og við sáum.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Litli tónsprotinn Áskrift að skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem ungir tónlistarunnendur fá tækifæri til að kynnast töfrum tónlistarinnar.

Lau. 28. sept. 2013 » 14:00 & 16:00

Lau. 14. des. 2013 » 14:00 & 16:00

Lau. 15. feb. 2014 » 14:00

Lau. 26. apríl 2014 » 14:00 & 16:00

Skilaboðaskjóðan

Sun. 15. des. 2013 » 14:00

Jabba-dabba-dú!

Maxímús kætist í kór

Heillandi, litrík og fjörug tónlist úr ævintýrasöngleiknum Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson í nýrri útsetningu tónskáldsins, Jóhanns G. Jóhannssonar, fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Jólatónleikar

Á tónleikunum lifnar töfraheimur kvikmyndanna við í meðförum Sinfóníunnar sem flytur eftirlætislögin úr uppáhaldskvikmyndum á borð við Mary Poppins, Stjörnustríð og Sjóræningja Karíbahafsins. Tónlistin öðlast nýja vídd í líflegum kynningum leikarans Góa.

Nýtt ævintýri um Maxímús Músíkús þar sem tónelska músin slæst í för með stórum hópi kórbarna sem syngja skemmtilega söngva og herma eftir dýrahljóðum, Maxa til mikillar skemmtunar. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson og flytjendur með Sinfóníunni eru hinir ýmsu barnakórar.

Flytjendur: Eyþór Ingi Gunnlaugsson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Sigríður Thorlacius Örn Árnason

Tónleikarnir eru fastur liður í jólaundirbúningi margra fjölskyldna á Íslandi. Hátíðleikinn heillar, með sígildum jólalögum og klassískri balletttónlist í forgrunni. Einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kolbrún Völkudóttir. Einnig koma fram ungir hljóðfæraleikarar, kórar og dansarar. Kynnir er leikarinn góðkunni, Gói.

Hljómsveitarstjóri á tónleikum Litla tónsprotans er Bernharður Wilkinson.

Verð á 4 tónleika aðeins 6.080/7.360 kr.

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10–18 virka daga og 12–18 um helgar


14

viðtal

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Húlladrottning kennir líffræði Alda Brynja Birgisdóttir er húlladrottning í Sirkus Íslands og húllar nánast daglega. Hún er einnig líffræðikennari og heillaðist af kennslunni því hún er svo fjölbreytileg. Öldu Brynju leiddist að vera sú eina sem var að húlla og í fyrra byrjaði hún að kenna húlla hopp.

É

g var alltaf í fimleikum sem krakki. Það var mín fyrsta ástríða í lífinu. Ég hætti síðan í fimleikum en var alltaf að leita að hreyfingu sem ætti vel við mig. Ég var alveg týnd þar til ég kynntist húllahringjum,“ segir Alda Brynja Birgisdóttir. Húllahringirnir komu ekki til sögunnar fyrr en eftir að Alda Brynja hafði kynnst manninum sínum, Lee Nelson, sem hafði verið götulistamaður um allan heim í gervi trúðsins Wally. Þau urðu ástfangin og Lee ákvað að flytja til Íslands. Hann þurfti eitthvað að hafa fyrir stafni og leitaði í það sem hann kunni best, sirkuslistir. Árið 2007 fór hann af stað með handstöðutíma í Kramhúsinu og varð þetta upphafið að Sirkusi Íslands sem þau eru bæði hluti af. „Lee sagði að allar skvísurnar í sirkusskólanum væru vitlausar í að húlla og svo væri þetta góð hreyfing. Hann gaf mér ráð um hvað væri mögulegt að gera en gat lítið sem ekkert sjálfur. Ég byrjaði að dunda mér við þetta og þegar ég fór að geta gert einhver trix varð ekki aftur snúið. Ég varð óð í að geta meira og meira og síðan þá hef ég reynt að læra öll þau trix sem ég kemst í tæri við,“ segir Alda Brynja.

Karlar geta líka húllað

Það sem heillaði hana var að ekki bara var hún að æfa

heim. Fólk er þá búið að læra sama dansinn og dansa með húllahringina þennan dag. Við verðum því bara að mæta í ullarnærbuxunum og húlla úti.“ Aðeins konur hafa mætt á námskeiðin hjá Öldu Brynju en hún segir karlmenn vel geta húllað líka. „Það er algengara að það séu konur sem húlla en það er líka hægt að húlla á mjög karlmannlegan hátt. Ég hef hvatt karlkyns vini mína til að húlla og jafnvel gefið þeim húllahring í afmælisgjöf. Ég er nokkuð viss um að þeir eru að æfa sig í laumi,“ segir hún kómísk.

líkamann heldur líka öðlast hæfileika. „Maður er ekki bara að fá flottari vöðva og stinnari maga heldur getur sýnt afrakstur æfinganna.“ Fyrir ári byrjaði hún að kenna húlla hopp í Kramhúsinu og eru ný námskeið að fara þar af stað. „Það er enginn í sirkusnum sem hefur verið mikið í þessu og mér fannst leiðinlegt að vera alltaf ein og fá ekki örvun frá öðrum sem væru líka að húlla. Ég ákvað því að byrja að kenna og þær eru nú orðnar 7 sem hafa fengið húlla inn í sitt líf og bíða eftir að komast á framhaldsnámskeið. Við ætluðum alltaf að hittast í sumar og húlla úti í sólinni en það varð ekkert af því. Bæði vorum við uppteknar og veðrið ekki það besta.“ Þann 5. október er alþjóðlegur húla hopp-dagur og þá ætlar hópurinn að standa fyrir viðburði. „Það eru viðburðir um allan

Húlla á höndum og fótum

Tímarnir sem hún kennir eru klukkustundar langir og segir hún suma halda að þær séu þá að húlla á mjöðmunum í klukkustund, sem hljóti að vera frekar einhæft. „Við erum líka að húlla á höndum og fótum og læra ný allskonar trix. Þetta er fín æfing fyrir líkamann. Ég var fljót að jafna mig eftir meðgöngu með því að húlla. En tímarnir snúast ekki um brennslu heldur að gera eitthvað flott með húllahringinn og setja saman dansa.“ Húlla hopp er sannarlega stór hluti af lífi Öldu Brynju því hún húllar nánast daglega. „Sirkusinn æfir í húsnæði fimleikadeildar Ármanns. Svo erum við með sýningar, til dæmis á árshátíðum og öðrum skemmtunum.“ Það fór vart fram hjá neinum höfuðborgarbúa að heilt sirkusþorp reis í Vatnsmýrinni í sumar þegar þar var haldin sirkushátíðin Volcano og sýndu þar bæði íslenskir og erlendis sirkuslistamenn. Eftir að meðlimir Sirkus Íslands upplifðu að sýna í alvöru sirkustjaldi ákváðu þeir að safna fyrir einu slíku. „Við fengum þá flugu í höfuðið að Ísland þyrfti að eignast sirkus sem getur ferðast með sirkustjaldið sitt um allt land. Við byrjuðum því að safna í gegn um Karolina Fund.“ Þegar þessar línur eru ritaðar hefur aðeins þriðjungur safnast af þeim 40 þúsund evrum sem þarf til en söfnun lýkur á mánudag. „Þetta fór hægt af stað en núna síðustu dagana hefur hratt bæst við. Þeir sem styrkja okkur fá sirkusmiða í nýja tjaldinu en ef okkur tekst ekki að safna fyrir allri upphæðinni fá allir endurgreitt. Það væri svo ótrúlega gaman ef þetta verður að veruleika,“ segir hún. Ef þeim tekst að safna fyrir sirkustjaldi verður það ekki aðeins nýtt til sýninga heldur einnig til að halda sirkusnámskeið mitsubishi.is fyrir börn og fullorðna.

Eftir að Alda Brynja Hilmarsdóttir kynntist húllahringjum varð ekki aftur snúið.

MITSUBISHI OUTLANDER Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn

Nú á enn betr a verði frá 5.590.0

00 kr.

Fjórhjóladrifi nn og sjálfski ptur

ins frá Eyðsla aðe . 5,5 l/100 km

Outlander kostar frá

5.590.000 kr.

Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur

Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja akstursupplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Nemendurnir spenntir

Þrátt fyrir að líf Öldu Brynju kunni að hafa ævintýralegan ljóma þá er hún í öðru starfi sem er heldur hefðbundið því hún hefur um árabil starfað sem líffræðikennari og er að hefjast fyrsti veturinn hennar sem kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Það er frekar óvenjulegt að fara frá því að vera venjuleg íslensk stúlka sem kennir líffræði og vera allt í einu komin í sirkus. Ég lærði líffræði í háskólanum en fann mig ekki í neinni sérgrein innan fagsins þannig að ég tók kennsluréttindin. Mér finnst virkilega gaman að kenna. Þetta er fjölbreytt starf og maður veit aldrei hvernig dagurinn verður. Ég ætti erfitt með að vera í vinnu þar sem ég veit hvað ég er að fara að gera klukkan þrjú á þriðjudaginn því ég gerði nákvæmlega það sama síðasta þriðjudag klukkan þrjú. Líffræði er skemmtilegt fag og mér finnst líka gaman að vinna með fólki,“ segir hún. Nemendur hennar vita af því að hún er í Sirkus Íslands og finnst það mjög áhugavert. „Þeim finnst þetta mjög spennandi. Það eru allir að vona að ég komi með hringina og kenni þeim í hádeginu. Það verður að koma í ljós,“ segir hún.

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is



16

viðtal

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

SPURNING DAGSINS

Hvernig finnst þér nýja bókin eftir Dan Brown, Inferno?

Fanney Sizemore, teiknari Fyrsta skiptið sem ég bölva því að eiga leikhúsmiða því ég hefði viljað vera heima að lesa!

Gunnar Helgason, leikari Virkilega spennandi.

Guðjón Pedersen, leikstjóri Dan Brown kann að smíða fléttu.

Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs Bókin fékk mig til að draga fram listasögubækurnar og plana ferð til Flórens.

Stefnan að Landinn verði betri en nokkru sinni fyrr Sigríður Halldórsdóttir, einn umsjónarmanna Landans á RÚV, hefur undanfarið ár búið með fjölskyldu sinni í Barcelona á Spáni og stundað þar meistaranám í alþjóðasamskiptum. Hún er nú mætt aftur í Landann og verður annar tveggja aðal kynna þáttarins í vetur.

F Séra Þórhallur Heimisson Bókin er spennandi, full af áhugaverðum fróðleik um Dante, Hinn guðdómlega gamanleik hans og endurreisnartímann - og höfundur glímir við erfiðar siðferðilegar spurningar sem skipta okkur öll máli.

BJART UR

yrir ári flutti Sigríður Halldórsdóttir, fréttamaður í Landanum, ásamt sambýlismanni sínum Jóni Ragnari Ragnarssyni og Urði Ásu, þriggja ára dóttur, til Barcelona til náms. Sigríður er nú útskrifuð með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum en Jón Ragnar er á loka metrunum að klára meistaraverkefni sitt í heimspeki. „Það var dásamlegt að vera á Spáni með Urði, dóttur okkar, eiginlega algjör draumur. Svo er líka gaman og örugglega gagnlegt fyrir hana í framtíðinni að hafa kunnáttu í öðru tungumáli.“ Sigríður segir allt hafa gengið upp hjá þeim fjölskyldunni í Barcelona og að þau hafi fundið leikskóla fyrir dótturina eftir aðeins vikudvöl og á þeim leikskóla var önnur íslensk

stúlka og urðu þær miklar vinkonur. „Okkur fannst mjög gott að vera úti í námi með lítið barn og áttum jafnvel meiri tíma saman öll þrjú heldur en þegar við erum hérna heima að vinna. Við réðum tíma okkar sjálf og lærðum bara frekar á kvöldin þegar hún var sofnuð. Jafnvel fram á nótt ef mikið lá við,“ segir Sigríður og leggur áherslu á að fólk þurfi ekki að mikla það fyrir sér að flytja til útlanda í nám með ungt barn. Spánverjar voru margir hverjir hissa á því að svo ungt fólk eins og þau ætti barn en þau Sigríður og Jón Ragnar eru tuttugu og sjö ára gömul. „Þótt Íslendingum þyki það kannski ekkert sérstaklega ungt er viðhorfið annað hjá Spánverjum, sem ég get svo sem vel skilið. Þar er flest fólk á aldri við mig mikið upp á foreldra sína komið og langt í frá farið að velta fyrir sér barneignum. Þeim fannst við líka svolítið brjáluð að vera tvö ein í útlöndum í námi með barn, langt í burtu foreldrum okkar og öllu okkar baklandi. Þeir áttu eiginlega ekki til orð yfir þessum unglingum frá Íslandi.“ Þau eru ánægð að vera komin aftur heim til Íslands en finna þó fyrir svolitlum söknuði til lífsins á Spáni. Þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu og sjö ára hefur Sigríður starfað á

Það skiptir engu máli hversu mikið maður skipuleggur eða undirbýr sig fyrir tökur. Vedur.is kveður upp sinn dóm og ef hann hentar manni ekki verður maður bara að bíta í það.

RÚV í átta ár með hléum. Fyrst hóf hún störf sem skrifta á Fréttastofu Sjónvarps, varð svo þula, síðar fréttamaður á Austurlandi og var um tíma í hádegisútvarpinu. Aðspurð hvort það hafi verið draumur í æsku að starfa við fjölmiðla segir Sigríður svo ekki vera. „Áhuginn kviknaði þegar ég byrjaði að vinna sem skrifta á Fréttastofunni. Þá eignaðist ég fyrirmyndir og fór að langa til að geta meira og fá að gera meira. Það er alltaf gaman þegar það gengur eftir.“ Umsjónarmenn Landans þeysast nú um landið að sanka að sér efni fyrir veturinn og verður fyrsti þátturinn sendur út fyrsta sunnudag október mánaðar. „Við erum rétt að byrja núna og stefnum að því að ná smá sumri inn í þættina svo allt efnið verði ekki allt tekið upp í skammdeginu. Við fjöllum áfram um áhugavert fólk og fyrirbæri, alls staðar á landinu,“ segir Sigríður. Landinn hefur hlotið nokkur Edduverðlaun á undanförnum árum og vakið athygli fyrir viðtöl við áhugavert fólk um allt land. Að sögn Sigríðar eru fréttamenn Landans með alla anga úti við að hafa upp á áhugaverðum viðmælendum. „Við förum víða og tölum við gríðarlega marga, þannig komumst við á snoðir um ýmislegt. Við erum dugleg að hringja út


viðtal 17

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

tökumennirnir okkar eru eiginlega myndatökumenn í æðra veldi, ásamt því að vera líka klipparar og framleiðslustjórar. Við fréttamennirnir gerum innslögin en svo sjá þeir um töfrana.“ Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á hópnum sem stendur að Landanum en þau Ragnhildur Thorlacius og Leifur Hauksson er farin til annarra starfa, Ragnhildur á fréttastofu RÚV og Leifur hefur nú umsjón með útvarpsþættinum Sjónmáli á Rás eitt. Í þeirra stað eru komin Guðmundur Pálsson, stundum kenndur við Baggalút, og Kristín Sigurðardóttir sem áður var fréttamaður á Fréttastofu RÚV. „Ég bind miklar vonir við þennan nýja hóp þó ég sakni mikið þeirra Ragnhildar og Leifs,“ segir Sigríður og bætir við að metnaðurinn sé mikill og að stefnan í vetur sé að Landinn verði betri en nokkru sinni fyrr.

Sigríður Halldórsdóttir með dóttur sinni Urði Ásu í sólinni í Barcelóna en þar hefur fjölskyldan búið síðasta árið.

Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 1 3 - 2 3 2 6

Velkomin á Advania

6. september 2013

Umbreyting með nýsköpun Michael Schrage

MIT Sloan School’s Center for Digital Business

Sigríður Halldórsdóttir og samstarfsfólk hennar stefna að því í vetur að Landinn verði betri en nokkru sinni fyrr. Ljósmynd/Hari.

um allar trissur í leit að góðu efni og svo berast okkur líka margar góðar ábendingar frá áhorfendum, til dæmis með tölvupósti eða í gegnum Facebook-síðu þáttarins. En svo reynir auðvitað mikið á að við umsjónarmenn þáttarins séum hugmyndaríkir.” Við vinnslu á efni Landans skiptir veðurspáin miklu máli og segir Sigríður vefinn vedur.is vera mikinn áhrifavald í sínu lífi. „Við ferðumst um landið vítt og breitt og söfnum efni og því skiptir máli hvernig veðurspáin er. Það skiptir engu máli hversu mikið maður skipuleggur eða undirbýr sig fyrir tökur. Vedur.is kveður upp sinn dóm og ef hann hentar manni ekki verður maður bara að bíta í það. Þá snýr maður sér bara að einhverju öðru í bili. Vinnuvikan er yfirleitt þannig að við fundum öll saman á mánudögum og ákveðum hvað við ætlum að vinna í þeirri viku og skipuleggjum helst langt fram í tímann. Svo er stokkið af stað ef veður leyfir og unnið frá morgni til kvölds.“ Stundum taka ferðirnar nokkra daga og fór Sigríður í þriggja daga ferð um hálendið á dögunum. Í ferðunum fer myndatökumaður alltaf með fréttamanni og segir Sigríður að þeir eigi stærstan hluta í hverju innslagi. „Mynda-

Jón Gnarr

Borgarstjórinn í Reykjavík

Nýsköpun með tölvuskýjum Steve Midgley Amazon

Snjallar lausnir,

nýsköpun og upplýsingaöryggi Haustráðstefna Advania Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 6. september á Nordica Hilton hóteli. Hún allar meðal annars um snjallar lausnir, nýsköpun og upplýsingaöryggi. Við bjóðum órar fyrirlestralínur sem innihalda flest það sem skiptir máli í upplýsingatækni og stjórnun nútímafyrirtækja: ·

Stafræn útgáfa og framtíðin í upplýsingatækni

·

Reynslusögur og stjórnun

·

Big data, viðskiptagreind og gagnavinnsla

·

Skýjalausnir og hagnýting snjalltækja

Dagskrá og skráning Kíktu á vefinn og skoðaðu dagskrána. Skráning á advania.is/haustradstefna

Guðrúnartún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is

Skráðu þig núna!

24.900 kr.

Ef þú skráir þig fyrir 31. ágúst. Almennt verð: 34.900 kr.


18

matur

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Japanir smakka íslenskt sushi Fyrir nokkrum árum þótti sushi framandi en í dag er þessi japanski matur seldur í víða í matvöruverslunum hér á landi og sushi veitingastöðum fjölgar hratt. Fréttatíminn fékk þrjá Japani, búsetta á Íslandi, þau Toshiki Toma, Kozue Fujiwara og Masashi Fujiwara til að smakka íslenska sushiið sem boðið er upp á í matvöruverslunum. Toshiki hefur búið á Íslandi í tuttugu og eitt ár og er prestur innflytjenda. Masashi og Kozue eru hjón og hefur hann verið búsettur hér á landi í tvö ár og starfar hjá CCP. Kozue flutti til Íslands í maí á þessu ári og sinnir starfi sínu við japanskan háskóla í gegnum netið.

T

um á Íslandi væri ekki mikið og telur oshiki, Kozue og Masashi anska stórmarkaði sem er. smökkuðu sushi frá Nettó, Japönsku smakkararnir vissu ekki Toshiki að Íslendingar ættu að nota Krónunni og Melabúðinni og fyrirfram frá hvaða framleiðanda hver hvalkjöt líka við sushigerð því það sé þótti það mis gott eða mis vont, eftir sushibakki var. Á öllum bökkunum mjúkt og bragðist vel. ,,Íslendingar því hvernig á málið er litið. Japönun- voru laxa nigiri og maki rúllur, ásamt ættu ekki að vera feimnir við að þróa um þóttu hrísgrjónin í öllum tilvik- öðru. Þeim var boðið upp á sódavatn sitt eigið sushi. Það þarf ekki endilega um of hörð. Einn smakkarinn þurfi til að skola sushiinu niður en sögðu að vera eins og í Japan,“ segir hann. að hlaupa að næstu ruslatunnu að vaninn í Japan væri að drekka Masashi starfar að markaðsmálum og losa sig við túnfiskbita en grænt te, bjór eða sake með hjá CCP og veit því sitthvað um annars gekk smökkunin að sushi. Þau voru sammála þau mál og að hans mati ættu sushi framleiðendur að koma mestu leyti áfallalaust fyrir um að sig. Öll voru þau sammála um sushi með eitthvað nýtt sem hinir hafa að sushi væri yfirleitt ferskara úrvalið í ekki til að ná forystu á markog betra á veitingastöðum verslunaðnum. Í Japan er ekki vanen í búðum, hvort sem inn að setja wasabe í það er í Japan eða á Íslandi og að sushisojasósuna eins og gerð sé vandasamt algengt er á Íslandi. verk. Eitt þeirra Þá tíðkast ekki sagði okkur frá heldur að dýfa öllþví að það hefði um bitanum ofan í borðað sushi á sojasósuna, heldfínum íslenskum ur aðeins rétt að veitingastað nýlega dýfa þannig að nokkrir dropar og að það sushi myndi sóma sér vel í hvaða jap- Masashi Fujiwara festist á. Kozue Fujiwara Toshiki Toma K rónan TóK ýó SuShi

Mel a búðin oSuShi The Tr ain

Það hýrnaði yfir hópnum þegar sushi frá Krónunni var borið fram og þótti

Sush úr Melabúðinni lenti í öðru sæti. Masashi fékk sér einn túnfiskbita en

Allir voru Japanirnir sammála um að sushi frá Nettó væri ekki jafn gott

útlit bakkans fallegt og aðlaðandi og þótti það best þeirra þriggja sem í

þótti hann vondur og hljóp að næstu ruslatunnu til að losa sig við hann.

og hjá hinum tveimur verslununum. Uppröðunin á bakkanum þótti

boði voru. Hrísgrjónin þóttu þó ekki alveg eins og Japanir vilja hafa þau. Toshiki Toma Þetta lítur mjög vel út og bragðast vel.

Kozue Fujiwara Laxinn er góður. Hrísgrjónin eru ekki alveg nógu góð og hafa verið kramin við sushigerðina og eru límkennd. Engiferið er mjög gott, alveg frábært. Ég myndi kannski kaupa svona sushi ef það væri á góðu verði.

Masashi Fujiwara Bakkinn lítur vel út en útlitið á sushi skiptir miklu máli. Laxinn er góður. Fiskurinn í makibitanum er mjúkur og góður. Myndi ég borða þetta aftur? ... Tja, kannski.

neTTó SuShi- Go

óreiðukennd og voru allir sammála um að gæðin mættu vera meiri. Toshiki Toma Laxinn á nigiri bitanum er góður en það er of mikið af hrísgrjónum miðað við stærð laxabitans. Annað hvort ætti að vera minna af hrísgrjónum eða stærri laxabiti.

Kozue Fujiwara Þetta er ekki sojasósa og bragðast ekki sem slík. Rækjubitinn var mjög góður.

Masashi Fujiwara Hrísgrjónin eru ekki nógu góð. Þessi túnfiskur er gamall og rotinn!

Toshiki Toma Hrísgrjónin eru of hörð og bragðið af þeim er ekki gott. Ætli það þurfi ekki meira edik til að mýkja þau? Í makibitunum er kjúklingur sem er ekki vaninn í Japan en samt gott.

Kozue Fujiwara Í makibitanum er paprika. Það er svolítið framandi fyrir mig en lítur þó vel út. Hrísgrjónin eru alls ekki góð. Masashi Fujiwara Hrísgrjónin eru hörð. Ég hef nú smakkað betri lax. Venjulega

finnst mér íslenskur lax góður en þessi er ekkert sérstakur. Það er eins og hrísgrjónin í makibitanum séu kramin. Líkt og sá sem gerði sushiið hafi verið svolítið harðhentur við það. Var þetta örugglega keypt í dag?

Bændur og búalið athugið!

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Nú er Bóndabrie kominn í nýjar umbúðir. Gríptu hann með þér í næstu verslun.


SÉRVERSLUN

S N I S N N A M I Ð I S KO T V E BESTA VERÐ Á GÆSASKOTUM

Gerðu verðsamanburð BERETTA ES SYNTHETIC

RIO HAGLASKOT

- Góðð skot á góðuu ver verðði! ði!

26” hlaup og plastskefti. Bakslagsskipt byssa. Hörð plasttaska frá Beretta fylgir. 3 þrengingar og ólarfestingar. Láshús og hlaup er smíðað hjá Beretta á Ítalíu. Byssan er sett saman hjá Beretta á Spáni. Beretta ES er án efa einn besti kostur þegar vanda skal valið í ódýrari hálfsjálfvirkum haglabyssum. Verð aðeins 174.900,-

Rio skotin hafa verið framleidd síðan 1896. Rio skotin hafa svo sannarlega slegið í gegn meðal íslenskra skotmanna. 36 gr. rjúpnaskot aðeins 1.595 kr. pakkinn (25 skot) 42 gr. gæsaskot aðeins 1.895 kr. pakkinn (25 skot) 50 gr. magnum skot aðeins 2.395 kr. pakkinn (25 skot) 24 gr. og 28 gr leirdúfuskot með blýhöglum. 995 kr. pakkinn (25 skot)

STOEGER 2000 SYNTHETIC

PROLOGIC FELULITAFATNAÐUR

Smekkbuxur og jakki í MAX4 felumynstri. Fóðraður galli, algjörlega vatnsheldur með útöndun. Frábært verð. Settið á aðeins 36.995,-

GÆSAVÖÐLUR – GOTT ÚRVAL

Vandaðar vöðlur í felulitum. Verð aðeins frá 16.995,-

SELLIER & BELLOT HAGLASKOT

Stoeger M2000 er hálfsjálfvirk, bakslagsskipt haglabyssa með snúningsbolta. Byssan tekur öll skot upp í 3”. Skeftin eru úr plasti og hlaupið er 26”. Byssunni fylgja ólarfestingar og 5 þrengingar. Stoeger er í eigu Beretta, hönnuð á Ítalíu og framleidd í Tyrklandi. Stoeger haglabyssur eru einhverjar söluhæstu haglabyssur á Íslandi síðustu árin. Verð aðeins 92.900,-

Framleidd síðan 1825. Vinsæl og vönduð skot á góðu verði. 36 gr. rjúpnaskot aðeins 1.695 kr pakkinn (25 skot) 42,5 gr. gæsaskot aðeins 2.195 kr pakkinn (25 skot) 53 gr. geysiöflug Magnum skot. Aðeins 2.595 kr pakkinn (25 skot) 24 gr. leirdúfuskot með blýhöglum. 995 kr pakkinn (25 skot)

BERETTA ES PAKKI

GERVIGÆSIR

Þessar vinsælu sem selst hafa í gámavís í hartnær 10 ár. 12 skeljar með lausum hausum. 8 á beit, 2 í hvíld og 2 á verði. Öll festijárn fylgja með. Frábært verð. Verð aðeins 21.895,-

ESCORT SUPREME

Hálfsjálfvirk, gasskipt haglabyssa frá Hatsan í Tyrklandi. Tekur 2 3/4” og 3” skot. Góð reynsla við íslenskar aðstæður. 5 þrengingar fylgja ásamt skeftisplötum. Verð aðeins 99.900,-

Gerið verð og gæðasamanburð. Gerviálftir aðeins 3.995,Flotgæsir aðeins 2.995,-

ESCORT EXTREME

Vönduð hálfsjálfvirk, bakslagsskipt, 3“ byssa frá Beretta. 3 þrengingar, hörð taska, Dead Ringer mið og byssuskápur fyrir 5 byssur. Aðeins 199.900 fyrir allt þetta.

STOEGER 2000 PAKKI

GERVIENDUR

Vönduð hálfsjálfvirk, bakslagsskipt 3“ byssa. Benelli snúningsboltinn. 5 þrengingar, Dead Ringer mið, 100 skot og byssuskápur fyrir 5 byssur. Aðeins 124.900 fyrir allt þetta.

ÓDÝRIR BYSSUSKÁPAR

Góð hálfsjálfvirk, gasskipt 3“ byssa. 5 þrengingar og skeftishallaplötur. 100 skot, Dead Ringer mið og byssuskápur fyrir 5 byssur. Aðeins 119.900 fyrir allt þetta.

BYSSUR EINUNGIS FÁANLEGAR Í VEIÐIHORNINU SÍÐUMÚLA!

Vönduð pumpa. 3 ½“ byssa með Benelli snúningsboltanum. 5 þrengingar, Dead Ringer mið, 100 skot og byssuskápur fyrir 5 byssur. Aðeins 99.900 fyrir allt þetta.

12 stokkendur. Blandaður hópur. Steggir og kollur; stél, sofandi og vakandi. Blý,ýý, bönd og poki fylgir. Verð sem á sér ekki hliðstæðu. Verð aðeins 12.995,-

Hálfsjálfvirk, gasskiptt haglabyssa. Tekur 2 3/4” og 3” skot. Góð reynsla við íslenskar aðstæður. 5 þrengingar fylgja ásamt skeftisplötum. Plastskefti með stömum innleggjum úr gúmmí sem gefa gott grip. Verð aðeins 89.900,-

NOKKRIR FRÁBÆRIR TILBOÐSPAKKAR

ESCORT EXTREME PAKKI

Viðurkenndir góðir byssuskápar á góðu verði. 3mm stál í hliðum og hurð. Innfelldar lamir. Kólfalæsing. Læsanlegt innra hólf. Gataður í bak fyrir festingar. Skápur fyrir 5 byssur aðeins 39.995,-

STOEGER P350

Stoeger P350 er með pumpulás. Byssan tekur öll skot upp í 3 1/2”. Skeftin eru úr plasti og hlaupið er 26”. Byssunni fylgja ólarfestingar og 3 þrengingar. Stoeger er í eigu Beretta, hönnuð á Ítalíu og framleidd í Tyrklandi. Stoeger haglabyssur eru einhverjar söluhæstu haglabyssur á Íslandi síðustu árin. Verð aðeins 69.900,-

STOEGER P350 PAKKI

ESCORT FIELDHUNTER SYNTHETIC

Einföld og áreiðanleg pumpa sem hefur verið hér á markaði í nokkur ár. 26” hlaup. Plastskefti. 5 þrengingar, magasínpinni og skeftisplötur fylgja. Verð aðeins 49.900,-

ESCORT FIELDHUNTER PAKKI

Góð pumpa. 3“ byssa. 5 þrengingar og skeftishallaplötur. 100 skot, Dead Ringer mið og byssuskápur fyrir 5 byssur. Aðeins 89.900 fyrir allt þetta.

SÍ UMÚLI 8 � REYKJAVIK � SÍMI 568 8410 SÍÐ

STRANDGATA 49 � HAFNARFJÖRÐUR � SÍMI 555 6226

1 9 9 8

2 0 1 3 2010

2011

T R A U S T FJ Ö L S K Y L D U F Y R I R TÆ K I Í 1 5 Á R


20

viðtal

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Helgi Björnsson treður upp með The Capital Dance Orchestra í Eldborgarsal Hörpu í október. Þar syngur hann lög Hauks Morthens. Gestir á tónleikunum verða Björgvin Halldórsson, Sigríður Thorlacius og Bogomil Font. Ljósmynd/Hari

Það er sjaldnast lognmolla í kringum Helga Björnsson. Í vikunni var frumsýnd kvikmyndin Hross í oss sem hann leikur í og hann hefur nýlokið við að leika aðalhlutverki í París norðursins. Næst á dagskrá er undirbúningur fyrir stórtónleika í Hörpu í október þar sem Helgi syngur lög Hauks Morthens við undirleik stórsveitar frá Þýskalandi. Meðfram þessu öllu þarf hann að venjast þeirri tilhugsun að hann er að verða afi.

Treður upp í fjárhúsum og í Hörpu V

ið viðruðum okkur aðeins í stórborginni og svo vorum við að spila þarna, Reiðmennirnir. Við tókum eitt risa gigg á mótinu sjálfu og fyrst við vorum komnir út tókum við tvö önnur gigg. Annað var á klúbbi sem heitir White Trash Fast Food, það er svona skemmtileg rokkbúlla,“ segir Helgi Björnsson tónlistarmaður með meiru. Helgi er nýkominn af Heimsleikum íslenska hestsins í Berlín þar sem hann tróð upp með Reiðmönnum vindanna.

Sérhæfðir „swing“-arar frá Berlín

Berlínarferðin var kannski kærkomið frí fyrir Helga því framundan er stífur undirbúningur fyrir stórtónleika sem hann stendur fyrir í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Þar ætlar Helgi að syngja lög Hauks Morthens við undirleik þýsku hljómsveitarinnar Capital Dance Orchestra. Sveitin leikur einmitt undir á plötunni Helgi syngur Hauk sem kemur út í október. Helgi kynntist hljómsveitinni þegar hann var búsettur í Berlín. „Þetta er mjög skemmtilegt band sem hefur verið lengi starfandi í Þýskalandi og hefur spilað með mörgum stórstjörnum þar í landi. Þeir byrjuðu sem „swing band“ og

hafa sérhæft sig í „swing“-tónlist frá fjórða, fimmta og sjötta áratugnum. Það er rosa stór „swing“-sena í Berlín og hefur verið undanfarin ár. Menn leita í ræturnar þegar þeir leita að „identity“ í Þýskalandi. Fyrir stríð var gullöld í þessum bransa og svo kemur Hitler og skiptingin eftir það,“ segir Helgi.

Þjóðverjarnir hrifnir af íslensku lögunum

Kynni tókust með Helga og meðlimum Capital Dance Orchestra þegar hann fékk þá til að spila á opnun Admiralspalast-leikhússins sem hann rak í Berlín. „Meðeigendur mínir vildu endilega að ég syngi með sveitinni. Þeim í hljómsveitinni leist nú í fyrstu ekkert sérstaklega á það. Hugsuðu sjálfsagt með sér að ég væri „einn af þessum“. Sjálfur var ég ekkert að ýta á eftir þessu en lét til leiðast þegar meðeigendurnir sóttu það fast og fór á æfingu. Þá opnuðust augu þeirra í hljómsveitinni þegar þeir sáu að gamli gat sungið. Þeir voru yfir sig hrifnir og vildu fá mig til að taka þátt í „Stars on Swing“ sem margar stórstjörnur í Þýskalandi hafa tekið þátt með þeim í. Það gafst ekki tími í það en svo kom þessi hugmynd um að taka lög Hauks upp.“ Helgi segir að meðlimir Capital

Dance Orchestra séu spenntir að spreyta sig á lögum Hauks Morthens. „Þarna er mikið af lögum sem þeir þekkja ekki, Brúnaljósin brúnu, Frostrósir, Ég er farmaður og svo framvegis. Þessi íslensku lög hafa ekki ferðast viða. Þeir eru mjög hrifnir af þessari músík og sem mér fannst skemmtilegt. Maður fyllist óneitanlega þjóðarstolti.“ Það er allt orðið svo „grand“ hjá þér, þú tekur varla upp hljóðnema án þess að það sé í Hörpunni lengur. „Nei, það er nú ekki alveg rétt. Ég var til dæmis í Möðrudal á Fjöllum um daginn og tróð upp í fjárhúsunum. Ég var með einn lampa til að lýsa og hann var alltaf að detta út, þetta var eiginlega blikkljós. Þannig að það er allt frá því og upp í Hörpu, allt þarna á milli. Það er bara þannig að þegar maður er kominn með svona stórt band, þetta er svo dýrt, þá verður að gera þetta almennilega. Þetta verður mjög grand og skemmtilegt.“

Tekur því fagnandi að verða afi

Auk yfirvofandi tónleikahalds hefur Helgi nýverið leikið í tveimur kvikmyndum. Annars vegar er það Hross í oss, kvikmynd Benedikts Erlingssonar, sem frumsýnd var í vikunni. Hins vegar er það París norðursins sem Hafsteinn Gunnar

Þá opnuðust augu þeirra í hljómsveitinni þegar þeir sáu að gamli gat sungið.

Sigurðsson leikstýrir eftir handriti Huldars Breiðfjörð. Helgi segir að myndin hafi verið tekin upp á Flateyri í sumar og tökuliðið hafi verið þar í sex eða sjö vikur. „Það var mjög skemmtilegur andi þarna sem vonandi skilar sér upp á hvíta tjaldið. Það er frábær húmor í þessu, mikið af kátbroslegum aðstæðum sem við lendum oft í sjálf,“ segir hann. „Þetta er frábært handrit og mjög skemmtilegt. Myndin fjallar um feðga. Sonurinn flýr úr Reykjavík eftir skilnað og smá sveiflu og reynir að koma lífinu á réttan kjöl fyrir vestan. Þá hringir pabbinn sem er búinn að vera úti í Tælandi í siglingum og boðar komu sína í þetta þorp. Þeir hafa ekki verið í sambandi en hann vill taka upp þráðinn að nýju. Og úr verður skemmtileg sápa.“ Er ekki kurteisi að spyrja hvort aðalhlutverkið þú leikur? „Liggur það ekki ljóst fyrir að ég leikinn soninn?“ segir Helgi og skellir upp úr. „Nei, ég leik víst pabbann sem kemur heim og er eitthvað farinn að meyrna.“ Talandi um það að vera farinn að meyrna. Ertu ekki að fara að verða afi? „Jújú. Ég hef nú ekkert að gera með „prjójekt“ en ég tek því hins vegar fagnandi.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

DYNAMO REYKJAVÍK

Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur ETRI NÝ OG B N! U N N HÖ

Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.

TANN B TANN URSTAR O K VIÐKV REM FYRI G R ÆM S VÆÐI



22

viðtal

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Við erum sirkúsfjölskylda

Bergur Þór Ingólfsson og félagar í leikhópnum Gral halda upp á sex ára afmælið með tveimur sýningum í haust. Ljósmynd/Hari.

Bergur Þór Ingólfsson ólst upp í Grindavík og er listrænn stjórnandi leikhópsins Gral en orðið er stytting á Grindvíska atvinnuleikhúsið en allir í hópnum eiga það sameiginlegt að hafa einhver tengsl við Grindavík. Tólf ára gamall kynntist Bergur eiginkonunni í Grindavík og varð strax skotinn í henni.

B

Guðbergur var eina skáldið frá Grindavík og það var áhugavert fyrir mig þegar ég var lítill að það væri einhver frá þeim stað sem dytti slíkt ónytjuhopp í hug.

ergur Þór Ingólfsson leikstýrði Mary Poppins í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári og er nú að æfa leikarahópinn upp aftur eftir sumarfrí. Í nógu er að snúast hjá Bergi þessa dagana því hann leikur einnig í Jeppa á fjalli, skrifar handrit að barnaleikriti um Hamlet og fagnar sex ára stórafmæli Grindvíska atvinnuleikhússins Gral með uppsetningu á tveimur sýningum í haust.

Grindvísk sirkúsfjölskylda

Bergur ólst upp í Grindavík og er trúr uppruna sínum en allir sem með einhverjum hætti koma að leikhópnum Gral hafa tengingu við Grindavík. „Ef það er eitthvað óljóst með tengsl fólks við Grindavík bara finnum við út úr því. Til dæmis kom í ljós að Erling Jóhannsson átti afa sem ólst upp í

Grindavík. Þetta er svo lítið land að það má alltaf finna tengingu við Grindavík,“ segir Bergur. Öll fjölskylda Bergs hefur með einhverjum hætti komið að starfsemi Gral en eiginkona hans, Eva Vala Guðjónsdóttir, leikmynda-

og búningahönnuður með meiru, starfar með hópnum. Hún er Eskfirðingur sem fór til Grindavíkur tólf ára gömul að passa börn. „Ég sá hana fyrst þá og varð strax skotinn í henni. Við vorum kærustupar þá um tíma en erum núna búin að vera saman í tuttugu ár.“ Gral er lítill leikhópur þar sem mikil fjölskyldustemning ríkir og passa dætur Bergs og Evu börn hinna ef svo ber undir en þau hjónin eiga fjórar dætur sem eru tíu, fimmtán, átján og tuttugu og þriggja ára gamlar. Sú næst elsta er á leiklistarbraut í FG og sú elsta starfar í leikmunadeild Borgarleikhússins. „Við erum svona svolítil sirkúsfjölskylda,“ segir Bergur.

Grindvísk leikverk

Með fróðleik í fararnesti Sveppaferð í Heiðmörk 31. ágúst kl. 10.

Silke Werth, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, leiðir sveppaferð í Heiðmörk í samvinnu við fararstjóra Ferðafélags Íslands. Sveppum verður safnað og fræðst um þá og verkun þeirra. Hvaða sveppi má borða og hverjir eru eitraðir? Hist verður við Öskju, náttúrufræðahús Háskóla Íslands, kl. 10 þar sem hægt verður að sameinast í bíla. Þaðan verður ekið í lest inn í Heiðmörk. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sveppabækur og ílát fyrir sveppina. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna. Leiðsögn verður á ensku og íslensku.

21. september kl. 11 Gönguferð þar sem matur, saga og menning verða meginefnið. Allar nánari upplýsingar á hi.is

Valitor er stuðningsaðili Ferðafélags Íslands.

Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um fræðandi gönguferðir sem hófust á aldarafmæli skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskóla Íslands blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

PIPAR \ TBWA • SÍA • 132404

Næsta ferð:

Leikhópurinn Gral var stofnaður fyrir sex árum og ætla aðstandendur hans að halda sérstaklega upp á afmælið með því að setja upp tvö verk eftir grindvíska höfunda í haust í Tjarnarbíói; Eiðurinn og eitthvað eftir Guðberg Bergsson og barnaleikritið Horn á höfði eftir Berg sjálfan. „Þegar ég skrifaði Horn á höfði voru dætur mínar sérstakir ráðgjafar. Í leikritinu er talað leynimál sem ég fékk að láni hjá þeim. Hluta af textanum las ég upp fyrir þær og spurði hvort þetta væri nógu gott og hverju væri hægt að breyta.“ Horn á höfði hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnasýningin árið 2010 og hefur Bergur nú dustað af henni rykið í tilefni af sex ára afmæli Gral leikhópsins. „Það er alltaf verið að fagna sextugsafmælum núna eins og hjá Ladda, Agli Ólafs og Jakobi Frímanni og þess vegna datt okkur í hug að fagna sex ára stórafmæli Gral með veglegum hætti.“ Eiðurinn og eitthvað eftir Guðberg Bergsson var frumsýnt í vikunni og er það fyrsta leikrit höfundarins og fjallar um skáld sem er með tvær hugmyndir að verkum í huganum og þær vilja báðar fá brautargengi og keppast um athygli hans. Guðbergur Bergsson ólst upp í Grindavík en á bernskuárum Bergs var Guðbergur fluttur frá bænum en kom stundum í heimsókn og gekk þá um bæinn. „Þá sá maður mann sem virtist einhvern veginn ósnertanlegur. Það lá því beint við að Gral leikhópurinn myndi reyna sig við þennan höfund.“

Alltaf mikið undir í starfi leikstjórans

Á bernskuárum sínum langaði Berg mikið að verða leikari en var ekki viss um að það væri mögulegt fyrir venjulegan, lítinn strák úr Grindavík og er hann fyrsti atvinnuleikarinn frá bænum. „Guðbergur var eina skáldið í Grindavík og það var áhugavert fyrir mig þegar ég var lítill að það væri einhver frá Grindavík sem dytti slíkt ónytjuhopp í hug. Um leið og ég vissi að leikarar væru ekki fólk sem sprytti fullskapað upp úr höfði Seifs og að það væri hægt að læra leiklist tók ég þá ákvörðun að verða leikari. Ég horfði á Singing in the Rain og öll áramótaskaupin í sjónvarpinu og hafði mjög gaman af,“ segir Bergur sem getur ekki ímyndað sér í dag að hann hefði átt að starfa við neitt annað en leiklist. Á undanförnum árum hefur Bergur leikstýrt áhugamannasýningum auk þess að starfa í Borgarleikhúsinu og segir hann alltaf jafn gaman að leikstýra, sama hvort það eru stærri eða minni sýningar. „Það er svo gaman að vera leikstjóri og fá að koma til dæmis í skóla og vinna með ungum leikurum yfir afmarkaðan tíma sem svo endar með hvelli og töfrabrögðum á einhverjum rosalegum hápunkti. Svo er leikstjórinn bara farinn og er því svolítið eins og sniðugi afinn í samanburði við kennarana sem eru alltaf með börnunum, allan veturinn og ár eftir ár.“ Í starfi leikstjórans kastar Bergur sér alltaf í verkefnin og reynir að gera sitt besta en segist þó hafa fengið minni svefn en vanalega við uppsetningu á Mary Poppins í fyrra. „Ég var svolítið eins og undin tuska eftir Mary Poppins. Það er gríðarlega viðamikil sýning með risastórum senum,“ segir Bergur sem enn horfir alltaf sjöttu hverju sýningu á Mary Poppins og gefur ráðleggingar ef eitthvað má laga. „Í starfi leikstjórans er alltaf mikið undir, sama hver vettvangurinn er. Þó mestu sé lokið við frumsýningu og ný verkefni hafi tekið við þarf leikstjórinn alltaf að vaka yfir sýningunum og passa upp á að þær haldi fegurð sinni og fagmennsku.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Lambakótilettur

1998 2198

kr./kg

kr./kg

rum

e Við g

Lambahryggur af nýslátruðu

g rir þi

a fy

meir

1998 2298

kr./kg

15 kr./kg

ri balæuðu m a L slátr af ný

8 9 7 1

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

g kr./k

afslátt % ur

ir Bestöti í kj

Lambasúpukjöt af nýslátruðu, 1/2 frampartur

998

ísleAðeins n kjötskt í

kr./kg

ÍM kjúklingalundir

2252 2649

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

kjöt bor ði

kr./kg

kr./kg

Helgartilboð! 20 20 % afsláttur

á staðnum

Hleðsla m/ kókos og súkkulaði, 250 ml

Frey súkkulaði, 4 teg.

199 249

Bakað

% afsláttur

159 198

kr./stk.

kr./stk.

kr./stk.

35

kr./stk.

Snúður m/ súkkulaði og glassúr

Gæðabakstur heilkorna kubbur

329 379

149 199

kr./stk.

kr./stk.

kr./stk.

kr./stk.

% afsláttur

15

% afsláttur

HD epla-, appelsínu- og multivítamínsafar, 1 lítri

195 229

kr./stk.

kr./stk.

Melónur Cantalópe

299

469 kr./kg

Mjólka kryddfeti í kryddolíu

kr./kg

389 429

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Coke light, 2 lítrar

259 299

kr./stk.

kr./stk.


24

viðtal

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Nanna Bryndís byrjaði ung að koma fram undir nafninu Songbird. Smátt og smátt fékk hún fleiri til liðs við sig og úr varð Of Monsters and Men. Ljósmynd/Hari

Við erum ekki orðin rík

É Nanna Bryndís Hilmarsdóttir er komin aftur heim ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Of Monsters and Men eftir 18 mánaða tónleikaferðalag um heiminn. Hennar fyrsta verk eftir að hún lenti var að fá sér hvítlaukspizzu með pepperoni og jalapeno á uppáhalds pizzastaðnum. Nanna var alltaf staðráðin í að verða annað hvort sálfræðingur eða tónlistarkona. Hún segir það stórkostlegt að heyra mannhaf á tónleikum syngja lögin sem hún glamraði á gítar heima í stofu.

sölutölur

Breiðskífan My Head is an Animal er platínuplata í Kanada, Nýja-Sjálandi og á Írlandi. Hún er gullplata í í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Þýskalandi. Smáskífan Little Talks er fimmföld platínuplata í Ástralíu, þreföld platínuplata í Bandaríkjunum og Kanada, og tvöföld platínuplata á Ítalíu, Sviss, Belgíu, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi og Írlandi. Breiðskífan Smáskífan Ísland

26.000

Bandaríkin

882.000

2.723.000

Annars staðar

783.000

1.809.000

Alls

1.691.000

4.532.000

g er búin að vera í svo miklum vinnugír frá því við komum heim. Ég hef vaknað um miðja nótt og fundist ég þurfa að gera eitthvað. Ég er frekar róleg týpa og er enn ekki búin að finna taktinn hér heima aftur,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, lagasmiður, gítarleikari og annar aðalsöngvari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Rúm vika er síðan hljómsveitarmeðlimir komu heim til Íslands eftir 18 mánaða tónleikaferð þar sem hún lék á yfir 230 tónleikum í Evrópu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Ástralíu. Ég bið Nönnu að velja kaffihús til að hittast á fyrir viðtalið og hennar fyrsta val er KEX Hostel. Hún átti alltaf fastan samastað á Faktorý við Smiðjustíg, einum helsta tónleikastað Reykjavíkur, en honum var lokað fyrr í þessum mánuði og verður þar reist hótel í staðinn. „Þetta er mjög sorglegt. Við spiluðum mikið á Faktorý þegar við vorum að byrja. Þar var allt á staðnum þannig að ungar hljómsveitir þurftu ekki að leggja út í mikinn kostnað til að geta haldið tónleika.“ Nanna syrgir líka tónleikastaðinn Nasa við Austurvöll sem einnig var skipt út fyrir hótel. „Ferðamenn sem koma hingað vilja auðvitað kynnast menningunni. Með þessu áframhaldi geta þeir bara farið af hótelinu sínu til að skoða önnur hótel,“ segir hún segir með samblandi af glettni og alvöru.

Amman vildi gítar

Nanna er fædd og uppalin í Garði á Suðurnesjunum. Hana langaði alltaf að verða tónlistarkona en einnig blundaði í henni að gerast sálfræðingur. „Eftir menntaskóla var ég að hugsa um að fara í sálfræði eða heimspeki.“ Sem barn gat hún dundað sér mikið sjálf við að syngja, spila og teikna. Fjórtán ára byrjaði Nanna í tónlistarskóla og svona eftir á að hyggja þá var ekki aftur snúið. „Ég var alltaf að biðja mömmu um að leyfa mér að læra á píanó. Amma stakk þá upp á því að mamma myndi gefa mér gítar því þá yrði ég svo vinsæl í partíum.“ Úr varð að Nanna fór að spila opinberlega undir nafninu Songbird. „Ég byrjaði líklega að kalla mig þetta um 17, 18 ára aldurinn. Smátt og smátt fór ég að þora meira, ég fór að spila á börum og ýmsum viðburðum, til dæmis á Paddy´s í Keflavík. Ég var síðan að taka upp lög heima og fattaði að ég var bara ekki með nógu margar hendur til að gera allt sem ég vildi gera.“ Hún fékk þá til liðs við sig Brynjar Leifsson, góðan vin sinn og gítarleikara. Nokkru síðar heyrði hún Ragnar Þórhallsson syngja í partíi og hugsaði með sér: „Þessi kann sko að syngja!“ Hún spurði þá Ragga hvort hann vildi vera með og þau byrjuðu að semja saman. Arnar Rósenkranz Hilmarsson trommuleikari bættist í hópinn og fjögur tóku þau þátt í Músíktilraunum árið 2010, og sigruðu, undir nafninu Of Monsters and Men. Árni Guðjónsson, píanó- og harmonikkuleikari, og Páll Kristjánsson, bassaleikari, gengu til liðs við hljómsveitina eftir sigurinn en Árni hætti í hljómsveitinni á síðasta ári og fór í skóla.

Ruggað í svefn í rútunni

Sem sigurhljómsveit Músíktilrauna tók hún þátt í Airwaves-tónlistarhátíðinni og bandarísk útvarpsstöð í Seattle, KEXP radio, tók í framhaldinu upp nokkur lög með hljómsveitinni. Lagið Little Talks varð mjög vinsælt á stöðinni og hlustendur vildu ólmir vita meira um þessa íslensku hljómsveit. Árið 2011 spilaði Of Monsters and Men aftur á Airwaves, nú á KEX Hostel og útvarpaði KEXP radio beint frá hátíðinni. Hljómsveitin hafði þá þegar náð nokkrum vinsældum í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hafa aðeins gefið út disk á Íslandi en hún gerði síðan

samning við Universal og diskurinn My Head is an Animal kom út á heimsvísu í apríl 2012. Tónleikaferðalag um heiminn hafði þá hafist í marsmánuði. „Raggi fór að tala um það í flugvélinni á leiðinni heim að þegar við byrjuðum að „túra“ hafi hann verið 24 ára og hann sé núna 26. Svona eins og honum hafi fundist að þessum tíma hafi verið rænt af honum,“ segir Nanna og brosir. Sjálf var hún 22ja ára þegar tónleikaferðalagið hófst en er nú orðin 24 ára. Henni finnst tíminn hafa liðið ótrúlega hratt enda hafi þau unnið mikið á þessum 18 mánuðum sem ferðalagið stóð yfir. „Til að byrja með þá vöknuðum við klukkan níu á morgnana, rótuðum sjálf, fórum á æfingar og tókum hljóðprufu. Núna undir lokin höfum við fengið meiri hjálp og sofið yfirleitt til hádegis. Stundum förum við í viðtöl yfir daginn og erum að vinna í einhverju efni. Síðan eru það bara tónleikar, allt tekið niður, við förum út í rútu og ökum af stað. Við sváfum mjög oft í rútunni. Ég kunni mjög vel við það. Fyrst var það svolítið erfitt, ég varð bílveik og svona en síðan var þetta bara fínt. Það er eins og rútan

væri að rugga manni í svefn og mér fannst það alveg frábært. Nú þarf ég eiginlega að venjast því að sofna bara í rúmi.“

Þrjú í bíó á Menningarnótt

Áður en tónleikaferðalagið hófst leigði Nanna í miðbæ Reykjavíkur ásamt kærastanum sínum, Sigurbirni Kristjánssyni. Þau ákváðu að halda ekki þeirri íbúð og búa núna heima hjá foreldrum Sigurbjörns í Garðabæ. „Við erum að leita að íbúð niðri í bæ. Allt dótið mitt er enn í kössum og mér líður svolítið eins og ég sé að fara aftur út strax í næstu viku,“ segir Nanna en er óviss um hvort þau ætla að leigja eða kaupa enda hvoru tveggja rándýrt. „Við komum úr Garðabænum og ætluðum í bæinn á Menningarnótt en komumst ekki lengra en hingað á KEX því það var svo mikið af fólki. Við ákváðum því bara að fara í bíó.“ Kvikmyndin Bling ring varð fyrir valinu þetta kvöldið. „Ég vissi alveg að hverju ég gekk. Þetta var ágætis afþreying en samt auðvitað Sofia Copila-mynd. Við vorum þarna þrjú í risastórum sal, við tvö og einn maður. Þetta var frekar skondið.“ Nanna


viðtal 25

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Þrátt fyrir annríki á tónleikaferðalaginu náðu hljómsveitarmeðlimir oft notalegri samverustund milli stríða.

Ég á litla systur sem er þriggja ára. Hún var eins árs þegar ég fór út og mér finnst eiginlega leiðinlegast að hafa misst af henni.

og Sigurbjörn hafa verið par í um fimm ár. Hann hefur komið tvisvar út til Nönnu á meðan hljómsveitin var á ferðalaginu. „Við erum flest í sambandi þannig að kærusturnar og kærastinn koma með þegar það er hægt.“ Of Monsters and Men hefur spilað á litlum sem stórum tónleikastöðum, á Hróarskeldu í Danmörku, Glastonbury í Bretlandi, Lollapalooza í Brasilíu og Coachella í Kaliforníuríki. Spurð um eftirminnilegustu tónleikana segir Nanna þá hafa verið í Red Rocks í Colorado í Bandaríkjunum. „Það eru tveir rauðir klettar sem koma saman, stúka þar á milli og svo sviðið niðri. Þetta var svakalega flott og við vorum eiginlega bara að spila úti í eyðimörkinni. Þetta voru geðveikir tónleikar, það lá eitthvað í loftinu. Það var ausandi rigning, allir í alls konar regnjökkum og létu rigninguna ekki á sig fá. Þetta var svakalega gaman.“ Hún segir það ákaflega merkilega upplifun að spila

á stórum tónleikum. „Maður smitast alltaf af gleðinni í áhorfendunum. Það hefur líka verið skrýtið að upplifa að hafa verið heima í stofu að glamra á gítar og segja einhver orð, og síðan sér maður mannhaf á tónleikum syngja nákvæmlega þessi sömu orð. Það er ótrúlega skemmtilegt.“

Misskildu kókauglýsinguna

Of Monsters and Men er orðin heimsfræg og Nanna auðvitað líka. Hún verður hálf feimin þegar ég bendi á þessa staðreynd og ég spyr hvort henni líði eins og hún sé fræg. Henni finnst spurningin greinilega erfið og hugsi á svip segir hún „nei“ nokkrum sinnum með litlum pásum á milli. Hún segist ekkert finna fyrir frægðinni á Íslandi. „Ég held að Íslendingar séu svo feimnir. Ég hef sjálf verið úti og séð fólk sem ég dýrka en Framhald á næstu opnu

www.volkswagen.is

Volkswagen Tiguan

Fullkominn ferðafélagi Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Volkswagen Tiguan eyðir aðeins frá 5 ,8l /100 km

Tiguan kostar aðeins frá

5.360.000 kr.


26

viðtal

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu, einni af fjölmörg um hátíðum sem hljómsveitin spilaði á.

ég myndi aldrei þora að spyrja hvort ég mætti láta taka mynd af mér með því. Það er helst í Bandaríkjunum sem við höfum orðið vör við að fólk vill láta taka mynd af okkur með sér.“ Lög hljómsveitarinnar hafa líka ratað víða. Fréttir bárust af því að Katrín Middleton hertogaynja hafi sett lagið Mountain Sound á lista yfir þau lög sem hún hlustaði á þegar hún beið eftir fæðingu sonar síns. Lagið Dirty Paws var spilað í Appleauglýsingu fyrir nýjan iPhone 5 og lagið er einnig að finna í kynningarmyndbandi fyrir mynd Ben Stillers sem tekin var hér á landi; The secret life of Walter Mitty. Þá er lagið Little Talks í auglýsingu gosdrykkjarframleiðandans Coca Cola. „Við misskildum alveg þessa kókauglýsingu í fyrstu. Við fengum símtal þar sem var spurt hvort strákur mætti spila lagið okkar á kókflöskur fyrir myndband á YouTube og okkur fannst það bara í góðu lagi en fannst pínu skrýtið að fá borgað fyrir eitthvað YouTube-myndband. Svo sáum við

bara að þetta var kókauglýsing.“ Fyrst að talið hefur borist að peningum þá blasir næsta spurning við: Ertu orðin ógeðslega rík? „Ég var alveg að bíða eftir þessari spurningu,“ segir Nanna hlæjandi. „Ég hef oft verið spurð að þessu og fólk er forvitið. Mamma og tengdamamma eru líka oft spurðar hvort við séum ekki orðin rík. Tengdamamma hefur svarað þessu með að benda á að ég búi allavega hjá henni.“ Nanna bendir á að það sé mikill kostnaður sem fylgi því að vera á tónleikaferðalagi. „Við ferðumst á rútu sem kostar mjög mikið. Síðan eru við með fólk í vinnu; umboðsmann, lögfræðing, ljósamann, mann sem sér um að skipuleggja tónleikaferðalagið. Það þarf að eyða miklu til að þetta gangi upp.“ Startkostnaðurinn er því mikill hjá hljómsveit sem er að stíga sín fyrstu skref úti í hinum stóra heimi. Niðurstaðan er því: „Nei, við erum ekki orðin rík.“

Henti harðfisknum þeirra

Rík eða ekki rík, þá hafa hljóm-

sveitarmeðlimir allavega einfaldan matarsmekk. „Þegar við lentum á Íslandi keyrði ég beint á Pizzuna í Garðabæ og þegar ég var að leggja í stæðið kom Arnar og lagði við hliðina á mér. Þetta er orðinn smá brandari innan bandsins hvað við erum öll hrifin af Pizzunni.“ Ég spyr hvað aðgreini pizzurnar þar frá öðrum pizzum en Nanna getur ekki almennilega svarað því til. „Ég fæ mér alltaf hvítlaukspizzu með pepperoni og jalapeno. Engri sósu, bara hvítlauksbrauð með áleggi. Þú verður að prófa þetta!“ Það er hér með komi á dagskrána næst þegar ég fer til Garðabæjar. Garðabær er heimabær þriggja meðlima sveitarinnar; Ragga, Arnars og Kidda Palla. Brynjar er síðan úr Keflavík. „Við Brynjar erum Suðurnesjafólkið,“ segir hún. Þessi mikla tenging við Garðabæ er ein stærsta ástæðan fyrir því að Of Monsters and Men ákváðu að halda þar ókeypis tónleika á morgun, laugardag. Síðasta sumar hélt hljómsveitin útitónleika í

t s m e r f g o – fyrst

ódýr!

r u d n ú d ! Ð O TILB

55

%

r u t t á l afs

rk a m á H k. 6 p ðan

me st! n n a á m ir enda birgð

99

kr. pk.

Verð áður 219ókrrt. opkg. gróft

Krónubrauð, st

Nanna Bryndís og félagar í Of Monsters and Men hafa stimplað sig inn í tónlistarsöguna á stuttum tíma en þau tóku þátt í Músíktilraunum árið 2010. Ljósmynd/Hari

Hljómskálagarðinum í Reykjavík og heppnuðust þeir svo vel að þau vildu endurtaka leikinn á Vífilsstaðatúni í Garðabæ. „Þetta er fínt tún og mikið pláss. Okkur langaði að sýna fólki hvað við erum búin að bralla saman og hafa gaman. Þetta eru í raun eins konar heimkomu- og lokatónleikar.“ Nanna viðurkennir að hún hafi stundum fengið heimþrá á ferðalaginu. „Það var sérstaklega svona undir lokið. Ég á litla systur sem er þriggja ára. Hún var eins árs þegar ég fór út og mér finnst eiginlega leiðinlegast að hafa misst af henni. Svo eru það vinirnir. Ég sé alltaf á Snapchat og Instagram þegar þeir eru að fara í bústað og gera eitthvað skemmtilegt og þá langar mig alltaf með.“ Hljómsveitarmeðlimir hafa haldið í minningar frá Íslandi með veitingum frá þeim sem heimsóttu þau á ferðalaginu. „Gestir koma alltaf með harðfisk og slátur. Þeir sem „túra“ með okkur skilja þetta ekki. Einu sinni voru við með rútubílstjóra sem tjúllaðist þegar við opnuðum harðfisk í rútunni og hann henti fisknum okkar. Þetta var mikið drama og við reyndum að útskýra fyrir honum að þetta væri eðalfiskur frá Íslandi.“

„Nanna, I love you“

Ekki þarf að leita mikið á netinu til að finna athugasemdir frá fólki sem segir hljómsveitina þá bestu í heimi og margir tjá sig um Nönnu persónulega. Ég var ekki lengi að finna nokkra sem dásömuðu fegurð hennar, rödd og hæfileika og vildu einfaldlega giftast henni. Nanna hefur vissulega séð svona athugasemdir á netinu. „Það er rosalega skrýtið að sjá svona frá ókunnugu fólki. Þetta er heimur sem er ekki raunverulegur. Stundum gerist svona á tónleikum líka. Um daginn hrópaði einn strákur til mín: „Nanna, I love you!“ Ég ákvað að grínast í honum og hrópaði til baka að ég elskaði hann líka og að við þyrftum að kynnast betur. Eftir tónleikana sá ég hann svo aftur, hann var þvílíkt vandræðalegur og bað mig um eiginhandaráritun. Svo sagði hann bara „thank you“ og bæ. Þetta var frekar fyndið.“ Bæjaryfirvöld í Garðabæ innréttuðu æfingahúsnæði sérstaklega fyrir Of Monsters and Men en hljómsveitin afþakkaði það, lagði til að yngri hljómsveitir fengju þar

Tónleik a r á V ífilssTa ðaTúni

Túnið opnar klukkan 17 laugardaginn 31. ágúst. Aðalbílastæði tónleikanna verður á Kauptúnssvæðinu í Garðabæ þar sem meðal annars IKEA er til húsa en engin almenn bílaumferð verður leyfð í kringum Vífilsstaði og þar verða engin bílastæði nema fyrir fatlaða. Garðabær býður upp á fríar ferðir með Strætó frá Kauptúnssvæðinu, skiptistöð Strætó í Mjódd og Ásgarði. Ferðirnar verða í gangi allan tímann sem tónleikarnir standa yfir og eftir að þeim lýkur. Hljómsveitirnar Hide Your Kids og Moses Hightower, auk Mugison stíga á svið í þessari röð. Klukkan 20.40 byrja Of Monsters and Men að spila og lýkur tónleikunum klukkan 22.00. Tónleikagestir hafa einnig aðgang að bílastæðum í Molduhrauni í Garðabæ, þar sem meðal annars Marel er til húsa. Ekki verða ferðir með Strætó þaðan.

að njóta sín, og er nú að leita að æfingahúsnæði. „Okkur langar svolítið að fara aðeins út fyrir bæinn, geta aðeins keyrt og verið í friði og ró.“ Vinna við næstu plötu hefst ekki alveg strax enda ekki allir hljómsveitarmeðlimir á landinu næstu tvo mánuði eða svo. „Maður fær svolítið að heyra að nú sé mikil pressa því við erum að gera plötu númer tvö. Fólk er svona að innprenta því í mann en við erum voðalega róleg.“ Stefnt er að því að platan komi út í kring um áramótin 2014-2015. „Eftir áramót þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Þangað til ætlar Nanna að reyna að finna sinn eigin takt. „Ég get verið mjög dugleg en ég á líka stundum til að gleyma mér og tíminn bara flýgur. Mig langar að geta skipulagt mig þannig að kannski frá tíu til þrjú á daginn sé ég bara að vinna í tónlist. Svo ætla ég að vera dugleg að hitta vini og fjölskyldu.“ Mér finnst það hálf kjánalegt, því ég er jú feiminn Íslendingur, en áður en við kveðjumst spyr ég Nönnu hvort ég megi láta taka mynd af mér með henni. Mér nánast til undrunar jánkar hún því eins og ekkert sé eðlilegra. Ef fer sem stefnir þykir barnabörnunum mínum eflaust merkilegt að sjá mynd af ömmu sinni með Nönnu í Of Monsters and Men. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


ALVÖRU

SPORT NÁÐU ÁRANGRI MEÐ

2.990

6.490

12.990 HUMMEL CROSSLITE

ENERGETICS BENITA

Æfingatoppur úr DRY PLUS CLIMALITE efni. Litir: Bleikur, svartur, neongrænn. Stærðir: XS-L.

ENERGETICS GLIMMA

Æfingabuxur úr DRY PLUS efni, renndur vasi að aftan. Litur: Bláar. Stærðir: 36-42.

3.490

HUMMEL CROSSLITE

Íþróttaskór með mjúkum EVA miðsóla,góð útöndun, hentar vel í daglega notkun. Dömustærðir: 37-41. Litir: Svartur/bleikur, blár/appelsínugulur, ljósblár/gulur. Herrastærðir: 42-48. Litir: Dökkblár/appelsínugulur, svartur/limegrænn.

3.990

6.490

3.990 FULLT VERÐ: 5.490

ENERGETICS GLISS CAPRI

Æfingabuxur úr DRY PLUS efni 3/4 sídd. Litir: Svartar, bláar. Stærðir: 36-42.

ENERGETICS GLISS

Æfingatoppur úr DRY PLUS CLIMALITE efni sem heldur svita frá líkamanum, vítt snið. Litir: Fjólublár, blár, svartur. Stærðir: 36-44.

ENERGETICS GLISS

Æfingabuxur úr DRY PLUS efni. Litur: Svartar. Stærðir: 36-42.

ENERGETICS LOLITA

Æfingatoppur með miðlungsstuðningi. Litir: Bleikur, svartur, neongrænn, ljósblár. Stærðir: 36-42.

INTERSPORT LINDUM / SÍMI 585 7260 / LINDIR@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 11 - 19. LAU. 11 - 18. SUN. 12 - 18. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.


28

fótbolti

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Vörn Toby Alderweireld 24 ára varnarmaður sem getur bæði spilað hægri bakvörð og miðvörð. Leikur með Ajax en hefur til að mynda verið orðaður við Arsenal í sumar.

Markvörður Simon Mignolet 25 ára markvörður sem keyptur var til Liverpool í sumar. Hefur byrjað frábærlega með liðinu.

Vörn Vincent Kompany 27 ára fyrirliði belgíska landsliðsins og Manchester City. Óumdeildur leiðtogi beggja liða, sterkur varnarmaður og mikill íþróttamaður.

Vörn Thomas Vermaelen 27 ára varnarmaður í Arsenal. Byrjaði mjög vel með liðinu en olli vonbrigðum á síðasta tímabili eftir að hann var gerður að fyrirliða þess. Hefur glímt talsvert við meiðsli.

Vörn Jan Vertonghen 26 ára leikmaður Tottenham Hotspur sem vakti mikla athygli á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Miðja Kevin De Bruyne 22 ára sóknarsinnaður miðjumaður hjá Chelsea. Stóð sig vel sem lánsmaður hjá Werder Bremen á síðustu leiktíð en fær nú tækifæri á stóra sviðinu.

Miðja Marouane Fellaini Stóri maðurinn með afróið fer ekki framhjá neinum sem fylgist með fótbolta. Hann er 25 ára leikmaður Everton og getur bæði spilað á miðri miðjunni og í framlínunni. Ekki er ólíklegt að hann fylgi David Moyes til Manchester United fyrir lok félagsskiptagluggans.

Miðja Mousa Dembélé 26 ára miðjumaður sem Tottenham keypti af Fulham fyrir ári síðan. Sterkur, fljótur og öruggur með boltann.

KOMD’Í SHAKE Fullorðins

595»

Brandenburg

Barna

295»

Framlína Romelu Lukaku Tvítugur trukkur í framlínu Chelsea sem ætti að verða frábær eftirmaður Didiers Drogba. Raðaði inn mörkum þegar hann var í láni hjá West Brom á síðustu leiktíð.

Framlína Christian Benteke 22 ára bolti sem kom manna mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni í fyrravetur. Skoraði 19 mörk fyrir dapurt lið Aston Villa og var í kjölfarið mjög eftirsóttur. Hann hélt kyrru fyrir hjá liðinu og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum þess.

Framlína Eden Hazard Stjarnan í belgíska fótboltanum er þessi 22 ára strákur. Eldfljótur og klókur og getur losað sig frá varnarmönnum án mikillar fyrirhafnar. Alvöru tía.

Hvað er verið að brugga þarna í Belgíu? Belgar hafa oft á tíðum átt flotta fótboltamenn en landslið þeirra hefur aldrei verið jafn sterkt og nú. Á örfáum árum hafa sprottið upp frábærir leikmenn sem fylgst hafa að í gegnum yngri landsliðin og eru nú farnir að blómstra. Margir þeirra eiga það sameiginlegt að foreldrar þeirra eru innflytjendur í Belgíu. Nær allir þessir leikmenn spila í dag í ensku úrvalsdeildinni.

B

elg íska la ndsl iðið situr í efsta sæti Ariðils í undankeppni HM um þessar mundir. Útlit er fyrir að liðið komist í lokakeppnina sem fer fram í Brasilíu á næsta ári. Þegar horft er yfir mannskapinn hjá Belgum er ekki hægt annað en að búast við að þeir séu til alls líklegir á mótinu. Á nokkrum árum hefur liðið breyst frá því að vera meðal-lið í eitt hið mest spennandi í Evrópu. Ekki þarf annað en að líta á nokkur nöfn í hópnum til að sannfærast þar um; Hazard, Kompany, Benteke, Lukaku, Dembélé og Vertonghen svo einhverjir séu nefndir. En hvað gerðist?

Gullin kynslóð sem á eftir að sanna sig

„Við höfum spilað lengi saman. Margir okkar fóru saman á ólympíuleikana í Peking, dvöldu saman í ólympíuþorpinu, þegar við vorum 18, 19, 20, 21 árs svo við kynntumst mjög vel og stóðum okkur vel á mótinu. Það var kannski byrjunin,“ sagði Marouane Fellaini, miðjumaður í Everton, í viðtali við

tímaritið Esquire fyrir skemmstu. „Þessi hópur var hæfileikaríkur frá unga aldri,“ bætti félagi hans, Kevin Mirallas, við. Belgarnir ungu hafa fyrir löngu fengið viðurnefnið „gullna kynslóðin“. Mörg lið og kynslóðir hafa fengið þann stimpil á sig þó misjafnt sé hvernig þeim hafi gengið að standa undir honum. Tvö nýleg dæmi um sigursælar „gullnar kynslóðir“ eru heimsmeistaralið Frakka með Zidane og Henry innanborðs og landslið Spánverja sem borið hefur verið uppi af Xavi og Iniesta. Spænska liðið getur þakkað árangur sinn tæknilegum yfirburðum og nýjum leikstíl sem leikmönnum var innrættur frá unga aldri. Árangur franska liðsins má hins vegar rekja til breyttra þjóðfélags- og menningaraðstæðna. Þegar leikmenn sem ættaðir voru frá A fríku voru loks boðnir velkomnir þá small allt saman. Ekki þarf mikið að efast um framlag Zidane Zidane sem ættaður er frá Alsír eða Patricks Vieira sem fæddist í Senegal. Belgíska liðið nú um stundir virðist sækja líkindi til beggja þessara liða.


Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Varamenn Thibaut Courtois 21 árs markvörður sem er í láni hjá Atletico Madrid frá Chelsea. Er ætlað að taka við af Petr Cech á næstu árum. Axel Witsel 24 ára miðjumaður sem keyptur var til Zenit í Pétursborg fyrir 32,5 milljónir punda. Steven Defour 25 ára miðjumaður sem spilar með Porto. Var lengi mjög eftirsóttur en alvarleg meiðsli hægðu á frama hans. Nacer Chadli 23 ára vængmaður sem keyptur var til Tottenham Hotspur í sumar. Kevin Mirallas 25 ára framherji í Everton. Zakaria Bakkali 17 ára gutti í PSV sem skoraði þrennu í öðrum leik sínu í hollensku deildinni. Hann er yngsti leikmaðurinn frá upphafi til að skora þrennu í deildinni. Var í kjölfarið valinn í landsliðið en heltist úr lestinni vegna meiðsla.

Fjölþjóðlegur belgískur her

Eftir dapra frammistöðu á heimavelli á EM árið 2000 teiknaði Michel Sablon, stjórnandi hjá knattspyrnusambandi Belgíu, upp tíu ára plan um hvernig næsta kynslóð skyldi þjálfuð. Sablon kveðst telja að 95 prósent liða hafi fylgt leiðbeiningum sambandsins. Öll yngri landslið voru látin spila sama 4-3-3 kerfið sem skilaði því að frá unga aldri vissu allir leikmenn til hvers var ætlast af þeim. „Áður fyrr vorum við með 4-5 leikmenn sem gátu keppt við stóru þjóðirnar. Nú hefur sú tala meira en tvöfaldast,“ segir Sablon. Þegar Belgar kepptu á HM árið 1994 voru allir leikmenn liðsins hvítir. Í vináttuleik gegn Frökkum fyrr í þessum mánuði áttu ellefu af 25 leikmönnum liðsins að minnsta kosti annað foreldri sem ekki var frá Belgíu. Þetta sýnir vel hve samsetning þjóðarinnar hefur breyst á skömmum tíma. Og þessir fótboltamenn eiga ættir að rekja um allan heim; Daniel Van Buyten á þýska mömmu, Vincent Kompany á pabba frá Kongó, Kevin De Bruyne á enska mömmu, Mousa Dembélé á pabba frá Malí og Kevin Mirallas á spænskan pabba. Foreldrar Romelu Lukaku eru frá Kongó og foreldrar Nacer Chadli, Fellaini og Zakaria Bakkali eru frá Marokkó en þeir eru allir fæddir og uppaldir í Belgíu. Christian Benteke er sá eini sem hvorki á belgískt foreldri né er fæddur þar í landi. Hann er fæddur í Kongó og foreldrar hans flýðu land.

Landsliðið sameinar þjóðina

Þar sem helmingur Belga talar flæmsku og hinn helmingurinn frönsku er þjóðin ekkert sérstaklega samheldin. Um tíma var rígur á milli þessara tveggja hópa slíkur að hann smitaðist inn í knattspyrnulandsliðið. Thomas Vermaelen talaði til að mynda við fjölmiðla á flæmsku en Axel Witzel á frönsku. Þessi rígur þekkist ekki í liðinu í dag. Það er ekki síst nýju

mönnunum að þakka en þeir hafa lífgað svo upp á hópinn að fáránlegt væri að rífast eftir gömlu línunum. „Landsliðið er tákn samstöðu í landinu,“ segir Steven Martens, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins. Táknmyndin virðist vera Vincent Kompany. Hann talar fimm tungumál og vinnur að því að ná sér í meistaragráðu í viðskiptafræði meðfram fótboltanum. „Hann er föðurlandsvinur, hann elskar Belgíu,“ segir landsliðsþjálfarinn Marc Wilmots. „Hann sameinar Flæmingja og Vallóna.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

fótbolti 29


OPNUNA

Á MORGUN LAUGARDAG FRÁ 12 T ALLT AÐ

50%

STJÖRNU

TEPPI

NDA ÞIG LÁTTU MY OG FÁÐU MEÐ ELVIS AUN VERÐL

MSE

SGALLAÐAR NOTAÐAR OG LÍTIÐ ÚTLIT U VERÐI SPJALDTÖLVUR Á ÓTRÚLEG FRÁ ST DA EN IR MEÐAN BIRGÐ

OFFIC 2013

4.990

HOME&STUDENT MEÐ NÝRRI ACER FARTÖLVU

OPNUNA TÓNLEIK R VALDIM AR GUÐ AR MUND SPIL AR ÖLL SÍN ÞEKKTU STU LÖ G

AFSLÁTTUR

9.990 30stk - 1stk á mann

AÐ T L AL

0 5

S

D N U ÚS R AF

Þ AFSLÁTTUVERÐ FRÁ VUM L Ö T R FA

HP

RAR PRENTA RVERÐ Á KYNNINGA NÝJUM HP PRENTURUM Á VERÐI FRÁ

4.990 20stk - 1stk á mann

0 0 9 9.

3

ALLT AÐ

5 0% A FSLÁTTU

R

AF SILIC ON MINNISL POWER YKLUM

50% AFSLÁTT

UR AF ÖLLUM McA ÖRYGGISVÖRN fee VERÐ FRÁ UM

1.245 1stk á mann

20%UR T AFSLLUMÁGTIGABYTE AF ÖL URBORÐUM MÓÐ

N VER Ý SLUN

STÆ VERSL RSTA TÖLVUUN HALLA LANDSINS Í RMÚLA 2

ALLT AÐ

2 0% A FSLÁTTU

R

AF ÖLLUM G SKJÁKORIGABYTE TUM

%UR 2FS0 LÁTT

AAF ÖLLUM TNHKEÖRSMSUAML R

U TAKE T


ARHÁTÍÐ

TIL MIÐNÆTTIS Í HALLARMÚLA 2 1000 1000 R EMMESS U S L

%R

LM

ÍS

1000 STK ÍS F EMMESS Í RÁ BOÐI

-14 2 Y 1 Á P R RF U IR S L Y SP BIRGÐ

S AN Ð E M EÐA ENDAST

& P P O P ss o l F y d Can

PP O P L A RNIV ANDY A C U ALVÖR KURSÆTT C OG SY FLOSS

S U K SIR NDS

HOPPU LI KASPPTUKA ASTALI

ÍSTSÓRLSKAEMMTILEGAARN ALL R I T S I L S U SIRK DAGINN

RISA HO Í BOÐI PENNANS

10

ÞÚSUND AFSLÁTT

UR

20ÁT% TUR

AAFFÖLSLULM TtLeASBPOORRÐTUSM

, LYK UM MÚSUMEYRNARTÓL OG H

B T 3

3.0 s USBari u m i min flakk LaCieæsilegur gl

0 0 9 . 19

B T 1

.0 USB 3ari r e w n Po flakk Silicomár ferða örs

0 0 9 . 11

A K S A TRTÖLVU BAKÐP1O7K”I

FA ALLT A FYRIR

2.990

%UR 2FS0 LÁTT

AAF ÖLLU USTBZGULMINAGRI FRÁ SA

OPNUNARHÁTÍÐ

STÆRSTA TÖLVUVERSLUN LANDSINS • HALLARMÚLA 2 • 108 REYKJAVÍK

LAUGARDAGINN 31.ÁGÚST OPIÐ FRÁ 12 TIL MIÐNÆTTIS


32

viðhorf

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Skrikkjóttur sjómannsferill

É

skólavöruverslun

Komdu á rétta staðinn og gerðu

HELGARPISTILL

!

Jónas Haraldsson

góð kaup

Splunkuný og

jonas@ frettatiminn.is

k! áhugaverð bó

Tilboðsverð: 4.690 kr.

Hlemmur Lauga

Brauta

IÐNÚ

Þve

rho lt

rholt

Sk

iph

Brautarholti 8 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-16 sími 517 7210 / www.idnu.is

(Gildir til 10. september n.k.)

olt

Teikning/Hari

Nó a

n

vegur

Ég get ómögulega stært mig af því að hafa migið í saltan sjó. Margir telja það manndómsvígslu að fara á sjóinn og kynnast þannig undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Eflaust er það rétt. Þess í stað var ég í sveit. Það er líka lærdómsríkt. Þau fáu skipti sem ég hef stigið um borð í skip eru sjóferðir sem eru af öðrum toga en handfæra- eða línuveiðar, svo ekki sé minnst á vist í öflugri verkfærum eins og skuttogurum. Sjóferðirnar má telja á fingrum beggja handa, í Akraborg á sínum tíma og með Breiðafjarðarferjunni Baldri. Lengsta siglingin var nokkurra daga ferð með skemmtiferðaskipi í Eyjahafinu gríska. Letilíf um borð í slíku skipi nær víst ekki þeim standard að farþegar teljist hafa migið í saltan sjó. Þó má með góðum vilja færa að því rök að ég hafi unnið á nokkrum skuttogurum fyrir margt löngu, líklega 1976 og 1977, ef rétt er munað. Þá vorum við tveir guttar sem vorum að ljúka félagsfræðinámi munstraðir í hóp fræðimanna sem voru að rannsaka heilsu og aðstæður togarasjómanna og samanburðarhópa í fiskvinnslu í landi. Rannsóknin var viðamikil en meðal fræðimanna í hópnum voru læknar, sálfræðingar og félagsfræðingar sem fóru víða um land og ræddu við sjómenn og landverkafólk. Æskilegast þótti að sigla með áhöfnum skuttogaranna. Því flaug fræðimannahópurinn meðal annars til Akureyrar og sigldi með áhöfn togara út Eyjafjörð og rannsakaði það sem rannsaka þurfti og var síðan settur af í Hrísey. Sami háttur var hafður á um borð í Hafnarfjarðartogara nema hvað fræðingarnir voru sóttir á haf út af lóðsbáti. Loks stóð til að rannsaka áhöfnina á Engey RE 1. Þessi Reykjavíkurtogari var þá tiltölulega nýr, stæðilegt skip og glæsilegt. Sú sjóferð var sögulegust í þessari rannsóknarlotu og rifjaðist upp fyrir mér er ég rak augun í frétt í upphafi þessa mánaðar þar sem sagt var frá því að allri áhöfn Kleifabergs, skuttogara Brims hf., hefði verið sagt upp störfum en stefnt væri að því að ráða sem flesta aftur til starfa á öðrum skipum félagsins. Þótt ég hafi ekki „stundað“ sjóinn síðan á þessu rannsóknartímabili kom skuttogarinn Kleifaberg mér kunnuglega fyrir sjónir. Frá því var greint að hann væri 40 ára gamalt skip og færi nú í úreldingu. Togarinn hefði reynst vel en nú væri tímabært að leggja honum. Var Kleifaberg RE, áður ÓF, ekki Engey RE á sínum æskudögum? Ég sá ekki betur og „gúglaði“ því sögu skipsins. Mikið rétt, þetta var sama skipið nema hvað það fékk Kleifabergsnafnið þegar það var selt til Ólafsfjarðar og hélt nafni þegar það var loks selt til Brims. Þetta mikla aflaskip var smíðað í Póllandi og kom hingað til lands 1974. Á Ólafsfjarðarárum togarans var Björn Valur Gíslason skipstjóri, meðal annarra, núverandi varaformaður Vinstri grænna og fyrrum alþingismaður.

Áhöfnin á Engey RE 1 tók vel á móti rannsóknarhópnum í Reykjavíkurhöfn á sínum tíma. Byrjað var á ljúfum kvöldverði sem kokkur skipsins töfraði fram. Síðar var ákveðið að láta úr höfn og sigla um sundin blá meðan fræðimennirnir sinntu sínu. Að því loknu átti að halda til veiða. Skipstjórinn, reyndur og farsæll aflaskipstjóri fyrr og síðar, gaf skipun um stjórn skipsins meðan á þessu stæði. Læknar hófu síðan sína iðju um borð, sálfræðingar sömuleiðis sem og félagsfræðingarnir. Skipstjórinn kom fyrstur manna í minn hlut. Hann bauð mér til glæsilegra vistarvera sinna þar sem við komum okkur vel fyrir. Hreyfingin á skipinu var þægileg, jafnvel fyrir óvana. Sú dásemd varði hins vegar ekki lengi. Ég var rétt búinn að draga spurningalistann fram þegar mikið högg kom á skipið og í kjölfarið ógnvænlegir skruðningar. Skipið skrapaði greinilega grjót uns það stöðvaðist. Skipstjórinn stökk á fætur og hrópaði: „Þeir eru að stranda skipinu mínu.“ Með það sama var hann rokinn. Ég sat eftir, landkrabbinn, einn í skipstjórakáetu strandaðs skuttogara. Skipverjar þustu til starfa en rannsóknarmennirnir létu lítið fara fyrir sér í þeim hamagangi sem fylgdi. Greinileg mistök höfðu orðið. Þeim sem falin var brúarvaktin meðan rannsóknin færi fram höfðu, einhverra hluta vegna, ekki tekið þá skipun til sín. Því sigldi togarinn milli eyja í Kollafirði með mannlausa brú. Það gat ekki stýrt góðri lukku enda endaði siglingin á skeri, ekki við nöfnu skipsins, heldur Akurey. Það var dapurlegur endir á ferð sem byrjaði svo vel. Rannsóknarteymið, undirritaður þar á meðal, heyrði þegar vél skipsins var knúin til hins ýtrasta og öllum til léttis náði skipstjórinn og hans menn að losa skipið hjálparlaust af strandstað. Karlinn í brúnni tók síðan stefnu á haf út. Okkur datt helst í hug að hann ætlaði sér með stóðið allt í veiðitúrinn en eflaust hefur hann, í samráði við vélstjórann, verið að huga að skemmdum og meta hvernig skipið léti að stjórn. Stuttu síðar var snúið við og siglt til hafnar. Það var ekki hátt risið á fræðingahópnum þegar hann fór frá borði. Engey þurfti að senda í slipp eftir ósköpin en ekki veit ég hvort rannsókninni á sjómönnunum lauk. Mínu sjómannshlutverki lauk að minnsta kosti með strandinu. Skipið átti, sem betur fer, farsælan feril eftir þetta, bæði sem Engey og Kleifaberg – en enginn má sköpum renna. Elli kerling hefur sett mark sitt á aflaskipið góða, úreldingin er fram undan á því skipi sem ég komst næst því að míga í saltan sjó. Óvíst er með öllu hvort Björn Valur hefði ráðið mig á Kleifabergið út á þennan sjómannsferil – eða yfir höfuð tekið séns á því að ræða við mig í skipstjórakáetu sinni!


Mugison Moses Hightower Hide Your Kids

GARÐABÆR OG OF MONSTERS AND MEN BJÓÐA TIL

STÓRTÓNleika

VIÐ VÍFILSSTAÐI Í GARÐABÆ LAUGARDAGINN 31. ÁGÚST

dagskrá 17:00 18:00 18:30 19:30 20:40 22:00

TÚNIÐ OPNAR HIDE YOUR KIDS MOSES HIGHTOWER MUGISON OF MONSTERS AND MEN LOK

ókeypis

aðgangur

LOKANIR Á BÍLAUMFERÐ VIÐ REYKJANESBRAUT OG VÍFILSSTAÐI

Aðalbílastæði tónleikanna verður á Kauptúnssvæðinu í Garðabæ þar sem meðal annars IKEA er til húsa. Boðið verður upp á FRÍAR ferðir með Strætó frá Kauptúni til og frá Vífilsstaðatúni.

Engin almenn bílaumferð verður leyfð í kringum Vífilsstaði, auk þess sem Reykjanesbraut verður lokuð að hluta til um kvöldið.

KOMUM FÓTGANGANDI Frá skiptistöð Strætó í Mjóddinni verður Garðbæingar eru hvattir til að nýta sér boðið upp á FRÍAR ferðir með Strætó til og gönguleiðirnar úr Garðabæ yfir á frá Vífilsstaðatúni. Vífilsstaðatún. Frá Ásgarði, um Bæjarbraut, Karlabraut Bílastæði fyrir fatlaða verða við Vífilsstaði. verður boðið upp á FRÍAR ferðir með Strætó til og frá Vífilsstaðatúni. Frá Álftanesi (Breiðumýri) á klst. fresti á heila tímanum, tilbaka á hálfa tímanum. Verið velkomin á fjölskylduvæna tónleika þar sem við skemmtum okkur vel saman! Allar strætóferðir hefjast kl. 17:00 og standa yfir allan tímann sem dagskrá Sjá nánar á www.gardabaer.is er í gangi og eftir tónleika.

10

MI

N

ME Ð

ST

Félög úr Garðabæ verða með veitingasölu. Einnig verða seldir sérhannaðir bolir til styrktar Barnaspítala Hringsins.

BÍLASTÆÐI OG FRÍAR FERÐIR MEÐ STRÆTÓ

10

MIN

Ó

ÆT

TR

S EÐ

M

Vífilsstaðavegur lokar frá kl. 17 Reykjanesbraut lokar frá kl. 19

NGUR

IN GA

20 M

Ó ÆT STR EÐ NGUR M A N G I 5 M 0 MIN 2


34

matur og vín

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 matur gunnar Páll á vínbarnum færir lesendum uPPskrift að saltfiski

Saltfiskur með kirsuberjatómötum, sinnepi og hvítlauk Fyrir fjóra

Ljósmyndir af mat/Hari

Algjörar samlokur

Ljúffengur saltfiskur og rétta rauðvínið með 800 g útvatnaður saltfiskur 30 g smjör 2 msk ólífuolía pipar eftir smekk 1 box kirsuberjatómatar 1 msk sinnep 2 hvítlauksrif 1 gulur laukur, fínsaxaður

Aðferð: 1. Bakið kirsuberjatómata í ofni við 150 gráðu hita í 35 mínútur. 2. Steikið lauk og hvítlauk í olíu í 5 mínútur, bætið kirsuberjatómötum við, látið malla í 10 mínútur, bragðbætið með pipar og salti eftir smekk. 3. Bræðið smjör og olíu á pönnu. Steikið saltfiskinn í 3 mínútur á hvorri hlið, fer eftir þykkt. 4. Gott er að hafa krydd grjón með.

Fjögur frábær rauðvín með saltfiski Cotes du Rhone Villages 2010. Famille Perrin Flott vín frá Rhonar dalnum í Frakklandi. Blanda af Shyrah og Grenache þrúgum, kröftugur angan af brómberjum, leðri og skógarilmi.

Gunnar Páll Rúnarsson er stofnandi og einn eigenda Vínbarsins. Staðnum var nýlega breytt í veitingastað og nú er hægt að fá þar hádegisverð, kvöldverð og létta rétti yfir daginn.

Ero 2011 nýtt vín frá Sikiley Ero er Nero d´Avola þrúga. Kryddað, góður keimur af kirsuberjum, jarðsveppum með löngu eftirbragði.

La Planta 2011 vín frá Ribera Del Duero Spáni Tempranillo þrúga. Angan af kókos, rauðum berjum, ferskur og stílhreinn.

Museum Real Reserva 2008 frá Cigales Spáni Tinta Del Pais (tempranillo). Gamall vínviður sem gefur af sér þetta fanta kröftuga vín. 2 ár í frönskum eikartunnum. Langt eftirbragð með angan af lakkrís, tóbaksilmi og þéttum ávaxtakeimi.

 vín martin dur an fr æðir íslendinga

Gunnar Páll Rúnarsson

Martin Duran á Grillmarkaðinum

Fyrstu ryðfríu pottarnir frá Rösle gjörbyltu öllu fyrir 70 árum. Í dag eru pottarnir með Multiply „samloku“-kerfi þannig að þeir eru fljótir að hitna og kólna og dreifa hitanum einnig jafnt um pottinn, alveg upp í topp. Rösle pottarnir henta á allar gerðir eldavéla, rafmagns-, gas- og spansuðuhellur .

Martin Duran verður sommelier, eða vínþjónn, á veitingastaðnum Grillmarkaðinum um helgina. Gestir staðarins geta notið fróðleiks hans fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Martin Duran heimsótti Ísland í fyrra og starfaði sem vínþjónn á veitingastaðnum Sushisamba. Þá var settur saman vínseðill með vínum eingöngu frá einum stærsta framleiðanda í heimi, Concha y Toro frá Chile. Duran hefur starfað fyrir marga þekkta veitingastaði og skemmtiferðaskip í Chile sem vínþjónn en undanfarið hefur hann ferðast um heiminn fyrir hönd Concha y Toro og kynnt þeirra vín fyrir vínáhugafólki. Um helgina kemur Martin Duran til með að fræða gesti Grillmarkaðarins um vínin frá Concha y Toro og í boði verða vín sem henta matargerðinni á Grillmarkaðinum. Martin Duran verður vínþjónn á Grillmarkaðinum um helgina og kynnir vín frá Concha y Toro fyrir gestum staðarins. Ljósmynd/Hari


ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –


36

fjölskyldan

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 umhirða barnatanna

Tannþráður nauðsynlegur tannheilsu barna Þegar börn eru þriggja til fjögurra ára gömul er tímabært að hefja notkun á tannþræði því til að viðhalda góðri tannheilsu er dagleg notkun á hans nauðsynleg. Í munnholinu eru bakteríur og ákveðnar tegundir þeirra líma sig við yfirborð tannanna og mynda þar skán. Þá skán verður að hreinsa burt með reglulegu millibili og er það gert með því að bursta tennurnar með tannkremi og hreinsa þær með tannþræði. Hver tönn hefur fimm hliðar og getur tannburstinn aðeins hreinsað þrjár þeirra og því þarf að nota tannþráð á hinar tvær. Tennur barna er nauðsynlegt að bursta tvisvar sinnum á dag í tvær mínútur í senn.

Góð regla er að bursta tennurnar eftir morgunverð og aftur áður en farið er að sofa. Mikilvægt er fyrir foreldra að hafa í huga að börn þurfa aðstoð við tannhirðu upp að tíu ára aldri og sum þurfa aðstoð lengur með tannþráðinn. Með því að mæta reglulega í tanneftirlit má stöðva vöxt á tannskemmdum. Á milli tveggja og þriggja ára aldurs er tímabært að fara með börn í þeirra fyrstu heimsókn til tannlæknis. Upplýsingar af vef embættis landlæknis. Við þriggja til fjögurra ára aldur barna á að hefja notkun á tannþræði. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images.

Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.

S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is

Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill flórsykurs! Hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín líkamans

Persónuleg aðstoðarmanneskja óskast Ég heiti Sunna Valdís og er 7 ára gömul. Ég þarf aðstoðarmanneskju með mér allan sólarhringinn, persónulega aðstoðarmanneskju sem vinnur við að aðstoða mig og fjölskyldu mína við flestar athafnir daglegs lífs. Ég er skemmtileg, glaðlynd og ákveðin stelpa og hef gaman af lífinu. Ég hef gaman af útiveru, tónlist og ýmiskonar föndri eins og flestar 7 ára gamlar stúlkur. Okkur vantar starfsfólk í vaktavinnu (dag, kvöld- og næturvaktir). Nauðsynlegt er að starfsfólkið tali góða íslensku, sé stundvíst, sveigjanlegt, jákvætt, barngott og í góðu líkamlegu formi því ég get lamast og fengið krampa án fyrirvara. Aðstoðarfólk þarf að geta hafið störf sem fyrst. Fyrirspurnir um starfið sendist á pabba minn á netfangið siggijo@gmail.com og rennur umsóknarfrestur út 15. september 2013.

Veruleikinn getur orðið flókinn

Börn hafa plön! E

rtu hjá pabba þínum eða mömmu um helgina?“ spurði Anna Helgu vinkonu sína sem svaraði því til að hún yrði hjá pabba sínum frá föstudegi til fimmtudags. Anna gat ekki leynt vonbrigðum sínum og spurði hvort hún yrði að fara. „Já þetta er vikan hans pabba,“ svaraði Helga sem hlakkaði til að hitta hann, en hún vildi líka leika við Önnu. Hún þekkti engan í nýja hverfinu hans pabba en hann hafði kynnst konu sem átti börn og vildi hún ekki flytja úr sínu hverfi. Það gekk vel hjá börnunum hennar í skólanum og svo bjó pabbi þeirra líka í sama hverfi. Ástin spyr ekki um skólahverfi barnanna en hún getur flækt veruleiki barna sem eiga foreldra á tveimur heimilum. Fyrir utan þá staðreynd að þau sjálf þurfa að aðlagast nýjum aðstæðum þá þurfa vinir þeirra að gera það líka. Það er ekki alltaf hEimur barna auðvelt fyrir vinina og foreldra þeirra að átta sig á hvar þau eru frá degi til dags eða við hvern á að hafa samband þegar á þarf að halda. Eiga þeir að tala við báða foreldra eða á að vera í sambandi við stjúpforeldrið – annað eða bæði? Vinátta er börnum mikilvæg. Vinir eru ekki eingöngu uppspretta skemmtunar, þeir eru líka ómetanlegur stuðningur þegar á móti blæs. Þó vináttusambönd grunnskólabarna séu sterk eru þau ekki alltaf þau áreiðanlegustu. Til að vinatengslin haldi þarf sífellt að endurnýja þau. Meiri hætta er á að besti vinurinn snúi sér eitthvað annað ef aðeins er hægt að leika eftir skóla aðra hvora viku, með tilheyrandi sorg og vanlíðan. Að vera útundan í vinahópnum er vond tilfinning – en hún er líka algeng í stjúpfjölskyldum í fyrstu. Valgerður Það er því mikilvægt að foreldrar styðji börn sín og auðveldi þeim að hitta reglulega vini sína óháð því hvort vinirnir eru í pabbahverfi eða mömmuhverfi. HalldórsAðeins hluti barna býr í göngufæri við báða foreldra sína en í rannsókn á ísdóttir lenskum ungmennum frá 2008 kom í ljós að aðeins 20% barna bjuggu í göngufélagsráðgjafi færi við báða foreldra sína, 45% í 10-30 mínútna akstursfjarlægð og 35% í mikilli fjarlægð. Fjarlægðir kalla á að báðir foreldrar séu tilbúnir stundum til að skutla og kennari börnum sínum á milli hverfa og að þeir kenni þeim á strætó þegar þau hafa aldur til. Séu heimilin opin fyrir vinum barnanna og þeim stundum boðið með í heimsókn og ferðir, auðveldar það þeim að halda vináttunni gangandi og aðlögun í nýjum aðstæðum. Það þarf líka að tryggja að börn komist áfram í tómstundir og í íþróttir óháð hvar þau eru hverju sinni. Rannsóknir benda til að meiri líkur séu á því að börn hætti íþróttastarfi hafi vinir þeirra hætt að mæta svo hér hafa allir foreldrar og börn, óháð fjölskyldugerð, hagsmuna að gæta. Við þurfum að taka höndum saman. Það eru ekki bara skólar, íþróttafélög eða foreldrar sem hafa plön – börn hafa þau líka. Spurningin er hvort við áttum okkur alltaf á því?

Það er mikilvægt að foreldrar styðji börn sín og auðveldi þeim að hitta reglulega vini sína óháð því hvort vinirnir eru í pabbahverfi eða mömmuhverfi.

Fjarlægðir kalla á að báðir foreldrar séu tilbúnir stundum til að skutla börnum sínum á milli hverfa og að þeir kenni þeim á strætó þegar þau hafa aldur til.


Dönsku astma- og ofnæmissamtökin

ÞVOTTAEFNI FYRIR HVERT TILEFNI

Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral

H Silkihönskum, ullarteppum

NÚ ER STÓR OTTU R FRAMUNDAN?

SVART

svartan glæsileikann svo hann

Neutral Storvask til

af öllu tagi.

litríka sokka Fyrir alla muni, ekki láta

NÚ ER

VÍTT

HALTU LÍFI Í LITUNUM

Ensímin í Neutral Hvid vask inn jafn litríkan úr vélinni Fljótandi Neutral leysist vel

hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á NEUTRAL.IS


ið aukakílóin á t besta form.

ögra líkamanum, nslu líkamans

38

ferðalög

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 HaustHeimsókn Borgin við sundið

Kaupmannahöfn frá A til Ö Svona getur íslenska stafrófið nýst íslenskum ferðamönnum í Kaupmannahöfn.

a

lmenningssamgöngur í gömlu höfuðborginni eru góðar og ekki síst til og frá flugvellinum. Það er því alger óþarfi að eyða peningum í leigubíl. Metró kemst á korteri frá Kastrup til Kongens Nytorv og farið kostar um 700 krónur. Leigubíllinn getur hæglega verið hálftíma sömu leið og mælirinn fer örugglega upp í rúmar 5000 íslenskar.

B

akkelsið sem danskir bakarar framleiða og sprauta glassúri yfir er rómað um víða veröld. Enda eru vínarbrauð kölluð Danish í enskumælandi löndum. Heimsfrægðin bíður hins vegar rabbabarahornsins og stjórasnúðsins (Direktør snegl) sem fást í bakaríum Lagkagehuset út um allan bæ.

d

anska krónan virðist ekki ætla að lækka niður fyrir 20 íslenskar og því er um að gera að nýta sér allt það sem kostar lítið eða ekkert í Kaupmannahöfn. Mörg söfn rukka ekki inn einn dag í viku og margir veitingamenn stilla verðinu í hóf á kostnað úrvalsins.

e

lmegade er lítil gata sem er eiginlega miðpunktur Norðurbrúar hverfisins. Hér iðar allt af lífi daginn út og inn enda gott úrval af kaffihúsum, sérverslunum og börum. Akkerið í Elmegade er Laundromat Café hans Friðriks Weisshappel.

É

ljagangur er ekki svo oft á kortum danskra veðurfræðinga en þegar þannig viðrar er forvitnilegt að fylgjast með vaktaskiptum lífvarða Margrétar Þórhildar. Hermennirnir eru í virðulegum vetrarfötum og með risastórar bjarnaskinnshúfur sem verða hvítar um leið og það byrjar að snjóa.

F

rederiksberg er sjálfstætt sveitarfélag í miðri Kaupmannahöfn. Þar eru íhaldsmenn með hreinan meirihluta þó þeir rétt nái 10 prósent fylgi á landsvísu. Ein glæsilegasta gata höfuðborgarsvæðisins er Frederiksberg allé sem liggur upp að hinum fallega Frederiksberg garði.

g

amlaströndin eða Gammel Strand er huggulegt og sólríkt torg. Þar er ljómandi gott að fá sér fiskifrikadellur með heimalöguðu remúlaði í hádeginu á Café Diamanten. Framkvæmdir við metróstöð trufla þó stemninguna á svæðinu um þessar mundir.

H

jólreiðamenn eru í forgangi í umferðinni í Köben og nú er verið að leggja þriggja akgreina hjólastíga á víðförnum slóðum. Það er vissara að muna eftir því að gefa merki þegar á að beygja eða stoppa því annars er hætt við að þú fáir að heyra það frá hinu hjólafólkinu.

ÁSKORUN Nýtt og uppfært átaksnámskeið fyrir þær sem vilja taka heilsuna og útlitið föstum tökum. Allar upplýsingar á hreyfing.is

ar uppskriftir.

Jazz hljómar út um alla Kaupmannahöfn í júlí.

i

slands brygge kallast eitt af hverfum miðborgarinnar. Fyrir Íslendinga er huggulegt að ganga eftir Isafjordsgade og Reykjaviksgade. Hafnarbaðið við Islands brygge götuna er mjög vinsælt á góðviðrisdögum.

Í

sneysla Kaupmannahafnarbúa hefur sennilega aukist töluvert síðustu ár því ísbúðir sem búa til ítalskan kúluís njóta mikilla vinsælda. Siciliansk Is á Vesturbro og Christianshavn þykir standa einna fremst á þessu sviði.

J

azzinn hefur lengi verið vinsæll í Danmörku og þar hafa heimsþekktir jazzleikarar búið í lengri eða skemmri tíma. Nokkrir jazzklúbbar eru starfræktir í borginni og þeirra vinsælastur er sennilega Montmartre við Store Regnegade. Jazz cup á Gothergade er líka skyldustopp fyrir þá sem vilja kaupa plötur. Hin árlega jazzhátíð er haldin í júlí og hún fer ekki framhjá nokkrum manni.

k

aupmannahafnarflugvöllur eða Kastrup, eins og margir kalla hann, hentar vel til tengiflugs fyrir íslenska flugfarþega. Þaðan er flogið til fjölmargra landa og flughöfnin sjálf er vel skipulögð og þægileg. Flugmiðar til Köben eru líka oftar en ekki með þeim ódýrustu sem fást hér á landi.

L

itla hafmeyjan varð hundrað ára í síðustu viku og hún hefur laðað til sín ferðamenn nær allan þann tíma. Margir þeirra verða víst fyrir vonbrigðum með hversu lítil hún er.

m

atarmenning Dana er grunnurinn að þeirri íslensku. Danska hakkebuffið hefur þó ekki skilað sér nógu vel hingað til lands og því nauðsynlegt að koma við á Toldbod Bodega og panta sér „Store dreng“ í næstu ferð. En Stefán Íslandi var einn af fastagestum staðarins og spilaði billjard í bakherberginu ásamt kollegum sínum í Óperunni.

Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill sykurs! Hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín líkamans

n

ýhöfn er sennilega einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Kaupmannahöfn. Veitingastaðirnir við „Den glade side“ njóta góðs af

Thorvaldsensafnið er tileinkað Bertel Thorvaldsen sem var hálfíslenskur þó starfsmenn safnsins haldi því heldur óskýrt á lofti.

því og prísarnir þar eru nokkru hærri en víða annars staðar í borginni.

o

rdrupgaard er listasafn rétt við Bakken í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Viðbygging safnsins var teiknuð af Zaha Hadid, einum þekktasta núlifandi arkitekt heims og þar er oft áhugaverðar sýningar. Þó Louisiana sé sér á báti þá er líka þess virði að heimsækja Ordrupgaard og huggulegt að ganga í skóginum að húsinu.

ó

læti hafa sett svip sinn á borgina með reglulega millibili. Þegar Ungdómshúsið á Norðurbrú var rýmt fyrir 6 árum ríkti eiginlega stríðsástand á götum þessarar friðsælu borgar í nokkra daga.

P r

arken er þjóðarleikvangur Dana og þar eru íslenskir knattspyrnumenn reglulega sólaðir upp úr skónum.

áðhústorginu í Kaupmannahöfn hefur lengi verið haldið í gíslingu af panflautuleikurum. Þeir eru hins vegar farnir annað því framkvæmdir við gerð metróstöðvar yfirgnæfa músíkina. Það hefur því ekki verið jafn notalegt að borða pylsu á torginu í langan tíma því vinnuvélahljóðin venjast betur en flautið.

s

murbrauðsstaðirnir í miðbænum eru skyldustopp á ferðalagi um Kaupmannahöfn. Réttirnir eru klassískir

og uppskriftin víðast sú sama. Hráefnið er hins vegar misgott en Schønnemann og Slotskælderen hos Gitte Kik eru alltaf peninganna virði. Sorgenfri er líka klassísk ur staður og þar er opið fram á kvöld.

t

ívolí tekur T-ið þó vissulega geri Thorvaldsenssafnið líka tilkall til þess. Thorvaldsen var hálfur Íslendingur eða eins og segir í enskum bæklingi safnsins, „his father was from island". Hvort höfundur hafi viljandi viljað villa um fyrir erlendum gestum safnsins skal ósagt látið en þetta er alla vega ekki góð enska.

u

mferðin í Kaupmannahöfn er sjaldnast þung, alla vega miðað við margar aðrar borgir. Þeir sem setjast undir stýri í borginni ættu þó að passa sig í hægri beygjunum því þá er mikil hætta á árekstri við reiðhjól.

Ú

tlendingar með lögheimili í Kaupmannahöfn eru nærri 175 þúsund talsins. Þar af eru 3698 íslenskir ríkisborgarar.

v

ötnin eða Søerne sem skilja Brúarhverfin frá miðborginni eru eitt vinsælasta útivistarsvæði Kaupmannahafnarbúa. Hér skokkar fólk allan sólarhringinn, barnavagnar halda stígnum sléttum og stundum leggur vatnið og þá dregur fólk fram skauta og gönguskíði.


ir

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

ferðalög 39

Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill púðursykurs!

Havnebadet við Islands Brygge er helsta aðdráttarafl hverfisins þar sem götuheitin eru Íslendingum kunnugleg.

og Tuborg þá er Mikkeller barinn á Stefansgade málið. Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Yfirvöld í Kaupmannahöfn halda því fram að Nørrebrogade sé fjölfarnasti hjólastígur í heimi.

Y

tri-Norðurbrú var áður verksmiðjuhverfi en nú er þar aðallega íbúðahúsnæði. Hverfið er sagt byrja við Jagtvej og á því svæði eru tvær götur, Jægerborgsgade og Stefansgade, sem njóta sívaxandi vinsælda meðal þeirra sem vilja gera vel við sig í mat og drykk og versla í öðruvísi búðum.

Þ 4

orrablót Íslendingafélagsins eru nú haldin á Norðurbryggju í Christianshavn þar sem íslenska sendiráðið er til húsa. Einn þekktasti veitingastaður heims, Noma, er í hinum enda hússins en matreiðslumennirnir þar hafa víst ekki komið yfir til að biðja um

+

smakk hjá Íslendingunum.

Æ

sifréttablöðin tvö, Ekstrabladet og BT, hengja upp plaköt út um allan bæ og af fyrirsögnunum að dæma er eitthvað virkilega rotið í Danaveldi. Þær fréttir eiga sjaldnast við rök að styðjast.

Ómissandi með öllum mat

Ö

lið er eitt af því einkennir Danmörku, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Danir eru löngu hættir að fá sér bjór með hádegismatnum en þeir drekka þó meira af áfengi en aðrir Norðurlandabúar. Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað annað en Carlsberg

1 flaska af 2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Verð aðeins

1990,Nýbakað á nokkrum mínútum

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt


Leikfimi fyrir konur 50+ "Fimleikafjólur"

40

heilsa

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 heilsa Fjórir sálFræðingar halda námskeið í núvitundarþjálFun

hefst 3. september kl:17 í íþróttasal Fossvogsskóla Vorönn 15.000 kr Nánari upplýsingar: asdishall@gmail.com / S: 7772383

SVÆÐANUDDNÁM byrjar 5 september n.k.

Nám sem gefur þér möguleika á að geta starfað sjálfstætt. Næsta fornám byrjar fimmtudagskv. 5. sept. n.k. frá kl. 17.00 – 20.00.

Nánari upplýsingar í síma 5521850- 8969653 milli 9.00-12.00 og á heilsusetur.is

Hefur þú misst stjórn á mataræði þínu?

Vilt þú raunverulegan stuðning til betra lífs? "NÝTT LÍF" fyrir byrjendur hefst 9.09. "FRÁHALD Í FORGANG" framhald hefst 3. og 4.9. Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. Hlíðasmára 10 · 201, Kópavogur

KKomdu! Ko omdd om

S: 568 3868/699-2676 matarfikn@matarfikn.is www.matarfikn.is

Byrjum 9. september

Sálfræðingarnir Margrét Bárðardóttir, Herdís Finnbogadóttir, Guðbjörg Daníelsdóttir og Anna Dóra Frostadóttir halda námskeið um núvitund (mindfulness) á Nordica Spa. Þær hafa allar langa reynslu af efninu og iðkun núvitundarþjálfunar og hafa meðal annars haldið sams konar námskeið fyrir krabbameinssjúklinga á Landspítalanum í samstarfi við Krabbameinsfélagið. Ljósmynd Hari

Erum öll að leita að innri friði og ró Velkomin í núið – frá streitu til sáttar er heiti á námskeiði þar sem fólk lærir að nema staðar og sjá hvernig hugurinn vinnur. Morgunnámskeið hefst á mánudaginn en síðdegisnámskeið mánuði síðar.

á

í Kramhúsið Dansnámskeið

SKRÁNING STENDUR YFIR

Húlla Hopp, Afró, Bollywood, Magadans, Balkan, Zúmba, Tangó, Contemporary, Beyoncé, Housedance Housedanc »NÝTT« Burlesqu Burlesque»NÝTT«

Fjölbreytt námskei námskeið fyrir 3ja til 13 ára

»

Dans/skapandi hreyfing, Tónlistarleikhús, Hipp Hopp, Afró, Break

Nútímafólk er langflest undir einhverju álagi en öll eigum við það sameiginlegt að vera að leita að innri friði og ró.

OKKAR LOFORÐ:

Yoga Y Yog oga » Leikfimi oga Leikfim » Pilates

námskeiðinu lærum við að nema staðar og sjá hvernig hugurinn vinnur,“ segir Margrét Bárðardóttir, sálfræðingur en hún og þrír kollegar hennar ætla að halda námskeið sem nefnist Velkomin í núið – frá streitu til sáttar í Nordica Spa í haust. „Nútímafólk er langflest undir einhverju álagi en öll eigum við það sameiginlegt að vera að leita að innri friði og ró,“ segir Margrét. „Þetta námskeið er byggt á efni sem við fengum leyfi til að nota sem Mark Williams prófessor við Oxford er höfundur að, og er byggt á hugrænni atferlismeðferð og sálfræði austrænnar visku.“ „Þessi námskeið eru fyrsta skrefið

Lífrænt og náttúrulegt

í því að læra aðeins að hægja á, nema staðar og sjá hvernig hugurinn vinnur í hugleiðsluæfingum sem kenna okkur að vera hér og nú. Við lærum að nota öll skynfærin til þess að finna fyrir og njóta. Við kennum fólki líka það, sem sagt er í búddískri visku, að þjáningin er hluti á lífinu og það eru til leiðir til að lina þessa þjáningu eða hugarvíl og núvitundarþjálfun er ein leið til þess. Hún hjálpar okkur til að finna leiðir til þess að láta okkur líða betur og komast út úr fjötrum hugans.“ Morgunnámskeið hefst 2. september en síðdegisnámskeið 2 október klukkan 17.30. Skráning er hjá Nordica Spa í síma: 4445090.

Engin óæskileg aukefni

Persónuleg þjónusta

HEILSUSPRENGJA

kramhusid.is

Taktu haustið með trompi

551 5103&551 7860

FRUMKVÖÐULL Í 30 ÁR

Valdar lágkolvetnavörur með 20% afslætti

20%

Valin bætiefni

frá NOW með 25% afslætti

25% ur!

afslátt

láttur!

Gildir frá 29. ágúst til 5. september

afs

Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill sykurs! Helmingi sætari Hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín líkamans

Bættu heilsuna fyrir þig og þína.

Borgartún

1 Fákafen 1 Hæðasmári

www.lifandimarkadur.is


Mögulega besta æfingakerfi í heimi?

Fyrir konur og karla, CLUB FIT, 6-vikna námskeið

ÞOLÞJÁLFUN - LYFTINGAR - STEMNING - ÁRANGUR 50 mínútur 2x eða 3x í viku Club Fit hefur slegið rækilega í gegn og er nú uppfært og enn betra! Tímarnir byggjast á að lyfta lóðum og hlaupa á hlaupabretti. Hraði og þyngdir sem henta hverjum og einum. Þjálfari stýrir hópnum, leiðbeinir og hvetur áfram. Frábær stemning! Þú kemst í flott form áður en þú veist af og hefur gaman af. Allar nánari upplýsingar um verð og tímasetningar á www.hreyfing.is. Pantaðu frían prufutíma á www.hreyfing.is

Innifalið: • Þjálfun 2x eða 3x í viku • Club Fit æfingakerfið sem miðar að því að „ögra“ líkamanum að ná stöðugum framförum án stöðnunar og tryggja að þú náir þínu besta formi • Vöðvahóparnir eru þjálfaðir á þrautskipulagðan og úthugsaðan hátt með hámarksárangur að markmiði • Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu • Þol- og styrktarpróf - fyrir og eftir • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum

Einnig í boði Club Fit 50+ (fyrir konur og karla 50 ára og eldri) og Club Fit MTL fyrir konur.


prjónað

42

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 Pr jónaPistill Einfalt Eða flókið?

Fingravettlingar eru flott jólagjöf Þ

að takast á við nýtt viðfangsefni og læra nýja tækni. Ég á þessa fingravettlinga enn, nokkuð slitna, en vil ekki að henda þeim því þeir mörkuðu áfanga á mínum prjónaferli. En er fingravettlingaprjón flókið? Alls ekki ef maður er búinn að átta sig á því hvernig lykkjurnar skiptast á milli fingra. Þetta er auðvitað aðeins meiri vinna en hefðbundnir vettlingar en nú er hægt að fá styttri sokkaprjóna eða 15cm og jafnvel 10cm sem auðveldar prjónið

eir sem hafa prjónað um tíma og safnað reynslu vilja gjarnan takast á við erfiðari verkefni, smátt og smátt, til að bæta við þekkinguna og fara aðeins út fyrir þægindahringinn. Guðrún Ég man Hannele eftir því þegar ég Henttinen prjónaði hannele@ mína fyrstu storkurinn.is fingravettlinga. Ekki að mig hafi vantað vettlinga, heldur hafði ég löngun til

mikið. Uppskriftin sem hér fylgir er af frekar einföldum fingravettlingum og því byrjendavæn. Fyrir þær/þá sem hafa reynslu af fingravettlingaprjóni má geta þess að þessir eru auðveldir vegna þessa

að þumallinn er prjónaður strax eða á undan hinum fingrunum og hann vísar beint til hliðar þannig að báðir vettlingarnir eru prjónaðir á sama hátt. Garnið er japanskt frá Noro og því verður enginn vettlingur eins. Hér

er notuð ein 50g hnota af garni og það varð smá afgangur. En gæta þarf þessa að fylgja prjónfestunni og bruðla alls ekki með garnið til að þetta hafist. Þá er komin flott jólagjöf sem endurspeglar kunnáttu og færni gefandans!

Landsins mesta úrval

af sófum og sófasettum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir Endalausir möguleikar í stærðum og g áklæðum

Þumallinn er prjónaður strax eða á undan hinum fingrunum og hann vísar beint til hliðar þannig að báðir vettlingarnir eru prjónaðir á sama hátt. Ljósmynd/Hari

Mósel

FINGRAVETTLINGAR FYRIR LITAGLAÐA

Milano

Torino

Rín Lux

% 0-40

DUM

AFS

LÁT

TUR

ÖL AF V

2

Rín

NG

I SÝN

UM

TÖK

IN ARE

Valencia

HÖnnUn: NORO stÆrð: Meðalkvenstærð. Ummál handar fyrir ofan þumal er 20 cm. Efni: Silk Garden Lite frá NORO (45% silki, 45% kid mohair, 10% lambsull). 50g = 125m. Litur á mynd # 3084. Prjónar: Sokkaprjónar (þægilegra að nota styttri prjóna) nr 4. Gætið þess að prjónfestan sé rétt og notið fínni eða grófari prjóna ef með þarf. PrjónfEsta: 21 lykkja og 30 umferðir = 10 x 10 cm. aðfErð: Fingravettlingarnir eru prjónaðir í hring á fimm prjóna í sléttprjóni. Gatafaldur neðst sem er saumaður við. Þumallinn er með tungu og hann er prjónaður fyrst á undan hinum fingrunum.

Orðalykill Roma

VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18

Vertu velkomin! Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

L = lykkja, lykkjur umf = umferð S = slétt s = saman Y = uppsláttur auk:1SH = aukið út með því að lyfta þverbandinu upp á prjóninn aftan frá og prjóna það framan frá – hallar til hægri. auk:1SV = aukið út með því að lyfta þverbandinu upp á prjóninn framan frá og prjóna það aftan frá – hallar til vinstri.

Hægri og vinstri fingravettlingur (báðir eins)

Slítið spottann frá og dragið í gegnum allar L og herðið að.

Fitjið upp 38L með prjónum nr 4. Skiptið L á 4 prjóna = 10+9+10+9 L. Tengið saman í hring og gætið þess að ekki komi snúningur á fitina. Prjónið 4 umf slétt. Næsta umf (gatasnar): *Y, 2Ss. Endurtakið frá * út umferðina. Prjónið slétt þar til 8cm mælast frá gatasnari.

Belgur

Þumaltunga 1. umf: 18S, auk:1SH, 1S, auk:1SV, 19S = 40L. 2. umf: Allar L sléttar. 3. umf: 18S, auk:1SH, 3S, auk:1SV, 19S = 42L. 4. umf: Eins og 2. umf. Aukið þannig út í 2. hverri umf 4 sinnum í viðbót. Þá verða 13L í þumaltungu og 50L samtals á prjónunum. Nú eru 13 þumallykkjur prjónaðar eingöngu og belglykkjurnar settar á nælu eða spotta. Deilið 13L á 3 prjóna og fitjið upp 2 nýjar L bak við þumalinn, tengið í hring = 15L á þumli. Prjónið 17-18 umf (6cm). Úrtaka: *2Ss, endurt frá * þar til 1L er eftir 1S.

Setjið nú L sem biðu á prjóna, 2 prjóna handarbaksmegin 9+10L (1. og 2. prjónn) og 2 prjóna lófamegin 10+9L (3. og 4. prjónn). Fitjið upp 1L bak við þumalinn = 38L. Tengið í hring og prjónið 14 umf eða um 4,5cm. Deilið lykkjunum á milli fingra Nú þarf að skipta L á milli fingra. Gott að setja L hvers fingurs á sér spotta. Fyrst þarf að fitja upp nýjar L á milli fingra, en síðan einnig prjóna upp nýjar lykkjur. Skiptið L fyrir hvern fingur á 3 prjóna.

4. prjóni á prjóna. Tengið garnið við og prjónið upp 2 nýjar L á milli litlafingurs og baugfingurs og fitjið upp 2L á milli baugfingurs og löngutangar = 14L. Prjónið 21 umf. Ljúkið við fingurinn eins og á litlafingri.

Langatöng Setjið fyrstu 5L af 2. prjóni og síðustu 5L af 3. prjóni á prjóna. Tengið garnið við og prjónið upp 2 nýjar L á milli baugfingurs og löngutangar og fitjið upp 2L á milli löngutangar vísifingurs = 14L. Prjónið 24 umf. Ljúkið við fingurinn eins og á hinum fingrunum.

Litlifingur

Vísifingur

Setjið síðustu 4L af 4. prjóni og fyrstu 4L af 1. prjóni á prjóna. Tengið garnið á ný og fitjið upp 2 nýjar L á milli litlafingurs og baugfingurs = 10 L. Skiptið L á 3 prjóna og prjónið slétt 18 umf. Úrtaka: *2Ss, endurt frá * út umf. Slítið frá og dragið spottann í gegnum allar L .

Setjið 5L af 2. prjóni og 5L af 3. prjóni á prjóna. Tengið garnið við og prjónið upp 2 nýjar L á milli löngutangar og vísifingurs = 12L. Prjónið 20 umf. Ljúkið við fingurinn eins og á hinum fingrunum. Gangið frá endum og lokið götum ef einhver eru á milli fingra.

Baugfingur Setjið 5L af 1. prjóni og 5L af

Þýtt og staðfært fyrir hringprjón úr uppskrift frá NORO. Garnið fæst í Storkinum. www.storkurinn.is


Lagfærandi olía sem er eins öflug og serum. Á hverjum morgni er húðin mýkri, fyllri og geislandi. NÝTT

Með Ulkenia olíu, sem er mjög lík náttúrulegri olíu í húð okkar

BLUE THERAPY

SERUM-IN-OIL Næturolía

-

2) SJÁLFSMAT 51 KVENNA Á 4 VIKUM

1)12 EINKALEYFI FYRIR LIFE PLANKTON, 2 EINKALEYFI Á BLÖNDU AF A. FLOS OG L OCHROLECUA OG 2 EINKALEYFI Í VINNSLU FYRIR ULKENIA OLÍU

BI OTH ER M VI RK I N N I H A L DS E F N I 16 E I N K A L E Y F I1)1

Serum-in-oil sameinar lagfærandi mátt olíu og öfluga virkni serumdropa í einu glasi. Serum-in-oil er silkimjúkt og ófitugt, það aðlagast húðinni fljótt og fer djúpt niður í húðlögin.

Árangur2 MÝKRI HÚÐ FYLLRI HÚÐ AUKINN LJÓMI

90% 73% 84%

B E A U T Y F R O M T H E DEEP

BIOTHERM BOMBA Í Hagkaup Kringlunni, Smáralind, Holtagörðum, Spönginni, Garðabæ, Selfossi og Akureyri

Fjöldi góðra tilboða Celluli Eraser og Self tan á 30% afslætti Glæsilegir kaupaukar* þegar þú kaupir vörur fyrir 7.900 kr eða meira • Aquasource rakakrem 15 ml • Aqasource næturkrem 15 ml * á meðan birgðir endast. 1 kaupauki á mann

• Biosource andlitshreinsir 20 ml • Biosource andlitsvatn 30 ml • Lait Corporel húðmjólk 125 ml • Eau Océane ilmur 1,5 ml

29. ágús 4. septe t – mber


44

Flott föt fyrir flottar konur

prjónað

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 Handavinna Mæðgurnar Hafa pr jónað ár atuguM saMan

Stærðir 38-58

Frumlegir vettlingar Mæðgurnar Valgerður Jónsdóttir og Emelía Kristbjörnsdóttir gáfu nýverið út bók með uppskriftum að yfir 50 vettlingum sem þær sjálfar hönnuðu. Markmið bókarinnar er að kveikja prjónaáhuga og hvetja fólk til að hanna sína eigin vettlinga.

s Verslunin Belladonna

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Hugsaðu vel um fæturna

Í meira en hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?

Gerð Arisona Stærðir: 35 - 48 Verð: 12.885.-

Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, lokað á laugardögum í sumar. Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.

Nýjar vörur

Mussa á 8.990 kr. “Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá

tundum er sagt að maður sjái ekki skóginn fyrir trjánum og þannig var það með vettlingaprjón okkar mömmu lengi vel. Mér fannst bara ekkert merkilegt að prjóna vettlinga og finna upp sín eigin munstur. Ég hélt að það gerðu allir,“ segir Valgerður Jónsdóttir, textílkennari til margra ára, sem var að gefa út prjónabók með móður sinni, Emelíu Kristbjörnsdóttur. Bókin heitir Vettlingar frá Vorsabæ og er þar að finna yfir 50 vettlingauppskriftir eftir þær mæðgur. Emelía er húsmóðir í sveit, hefur prjónað í 70 ár og prjónar enn fyrir Handprjónasamband Íslands. „Mamma hefur lengi átt kassa fullan af vettlingum af öllum stærðum og gerðum þar sem afkomendur sóttu sér eitt og eitt par eftir lit og smekk. Það var fyrir um þremur árum sem sonardætur mínar voru að velja sér vettlinga sem ég fór að skoða samsetningu þeirra og fékk vitrun. Þarna var komið efni í bók,“ segir Valgerður. Hráefnið sem þær nota í vettlingana er lopi, léttlopi, kambgarn og smávegis af ullargarni af miðlungsgrófleika. Okkur finnst ullin íslenska best allra í vettlinga, hlýjust og núna eru líka komnir ótrúlega fallegir litir í ullinni. Stór hluti vettlinganna er með hefðbundnum munsturbekkjum og margir með dýramyndum þar sem börnin fá auðvitað sitt. Þá eru vettlingar með hestamyndum, bæði venjulegir belgvettlingar og eins aðrir sem við köllum reiðvettlinga og eru með sérstöku hólfi fyrir litlafingur

Mæðgurnar Valgerður Jónsdóttir og Emelía Kristbjörnsdóttir í útgáfuteiti bókarinnar. Ljósmynd/Sigþrúður Gunnarsdóttir

sem kemur þá yfir tauminn við taumhald,“ segir Valgerður. Markmiðið með bókinni er að kveikja prjónaáhuga og hvetja fólk til að prjóna og hanna sína eigin vettlinga. Í bókinni er stærðarviðmiðunartafla sem þær bjuggu sjálfar til. „Mér hefur lengi fundist vanta svona. Þegar ég hef verið að kenna og börnin eiga að hanna eigin húfu langar sum kannski að prjóna á litla bróður sinn og þá vantar öll viðmið. Með stærðartöflunni er sýnt hvernig hægt er að breyta uppskriftum þannig að þær passi öðrum aldri.“

Sumar uppskriftirnar í bókinni eru einnig sýndar með fleiri en einni garntegund. „Við viljum hvetja fólk til að hugsa út fyrir rammann og sýna að það er ekki alltaf bara ein leið til að prjóna eftir uppskrift,“ segir hún. Þær deila hér með lesendum Fréttatímans uppskrift af maríuhænuvettlingum sem kallast GullaMæja. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Blúndubolur á 2.900 kr. 8 litir

Gulla-Mæja 7-8 ára Tvöfaldur plötulopi Prjónar nr. 5-5½

Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

síðuna okkar

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

AÐHALDSKJÓLAR Fást í S,M,L,XL á kr. 7.450,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Lokað á laugardögum

Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is

Storkurinn - sælkeraverslun hannyrðakonunnar Námskeið í prjóni, hekli og bútasaumi

Laugavegi 59, 2. hæð | 101 Reykjavík | Sími 551 8258 storkurinn@storkurinn.is | www.storkurinn.is

stroff: Fitjið upp 26 lykkjur með svörtu. Deilið L á 4 prjóna og prjónið 1 L sl og 1 L br 16 umferðir. Belgur: Prjónið slétt með rauðu, í fyrstu umf er aukið í 2 L. Prjónið 8 umf. Þá er band prjónað í fyrir þumli (fyrstu 5 L á hægri lófa en síðustu 5 L á vinstri). Prjónið þar til belgurinn mælist 9,5 cm. Skiptið yfir í svart og prjónið bandúrtöku (leiðbeiningar í bókinni). Þumall: Rekið þumalbandið úr og takið upp lykkjurnar. Takið einnig 2-3 L upp í hvoru viki og deilið L á 3 prjóna. Prjónið L saman í vikum í fyrstu umf svo alls verði 12 L í þumlinum. Prjónið 10 umf. Prjónið svo saman fyrstu 2 L á prjóni þar til eftir eru 4-6 L. frágangur: Klippið frá, dragið bandið í gegn og gangið frá endum. Saumið varplegg (kontórsting) eftir miðju handarbaki. Festið sex svartar tölur á hvorn vettling. Úr bókinni Vettlingar frá Vorsabæ


tíska 45

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 Tísk a Bandarísk göTuTísk a undir sk andinavískuM áhrifuM

Töff barnaföt Appaman er ný barnafataverslun í Bæjarlind. Nafnið kemur frá norskum hönnuði verslunarinnar sem lítill eignaðist tuskuapa sem vin. Tveir feður fengu þá flugu í höfuðið að opna hér barnafataverslun ásamt eiginkonum sínum því þeim fannst vanta barnaföt á viðráðanlegu verði.

Margrét Jóna Þórhallsdóttir ásamt Júlíu Margréti dóttur sinni í versluninni í Bæjarlind.

M

aðurinn minn og vinur hans fengu þessa flugu í höfuðið, að opna barnafataverslun,“ segir Margrét Jóna Þórhallsdóttir, einn eigenda verslunarinnar Appaman. Nafnið kemur frá litlum tuskuapa sem stofnandi Appaman, Harald Husum, átti þegar hann var að alast upp í Noregi og saman ferðuðust þeir um landið og lentu í mörgum ævintýrum. Husum býr nú í Bandaríkjunum og segir fötin bera keim af bandarískri götutísku undir skandinavískum áhrifum. „Þetta er frekar töff föt,“ segir Margrét. Tvenn hjón reka verslunina sem opnaði nýverið í Bæjarlind í Kópavogi. Hjónin eiga þrjú börn hvor og er eitt til viðbótar á leiðinni. Eiginmaður Margrétar, Sigurður Jónsson, játar því að það hafi lengið blundað í honum að opna fyrirtæki. Hann og vinur hans, Guðni Rafn Eiríksson, hafi velt fyrir sér hvað vantaði á Íslandi og komist að þeirri niðurstöðu að brýnast væri að opna barnafataverslun sem selur föt á góðu verði. „Okkur hefur fundist barnaföt hér vera svo dýr. Appaman er frekar fínt merki í Bandaríkjunum og við seljum bara á sambærilegu verði og úti,“ segir hann. Þeir fóru á kaupsýningu þar sem þeir heilluðust af Appaman, keyptu prufulínu og prófuðu á börnunum sínum. Nú eru hjónin síðan komin með einkaleyfi á Íslandi. „Við erum með fáa starfsmenn, enga skuldsetningu og vonumst bara til að þetta gangi. „Mér finnst staðsetningin líka fín. Ég þekki það sjálfur að ég nenni ekki með börnin á ákveðna staði,“ segir Sigurður sem finnst þægilegt að geta bara lagt fyrir utan barnafatabúðina, valið fötin og farið aftur heim. „Við karlmennirnir nennum engu veseni,“ segir hann. Margrét Jóna hannaði búðina sjálfa, málaði húsgögn og sá um allt heildarútlitið en í versluninni er að finna sérstakt leiksvæði. Þau eiga eina stelpu og tvo stráka og segir Margrét að hún hafi heillast sérstaklega af strákafötunum. „Það er mikið hugsað um smáatriðin í þessum fötum. Svo eru til mjög flott jakkaföt og stakir jakkar. Þetta er eitthvað sem mér fannst vanta,“ segir hún og bendir á að úlpurnar séu bæði fallegar og hlýjar, og henti íslenskum aðstæðum enda komi sannarlega vetur í New York þar sem höfuðstöðvar Appaman eru.

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

L.I.M.B "CARS" Stærðir 8-20

Stærðir 8-20

23.990,-

23.990,-

Hell Bunny "karen" Stærðir XS-XL

Hell Bunny "Larissa"

Stærðir XS-XL

14.990,-

12.990,-

Appaman er með jakkaföt fyrir stráka.

L.I.M.B "golden"

Hlýjar úlpur fyrir veturinn.

NÝTT FRÁ Hell Bunny "Bandana"

fremstir í kjólum

Stærðir XS-XL

2-BIZ " Delphine"

Stærðir S-XXL

15.990,-

10.990,VERTU VINUR Á FACEBOOK

Audrey kjóll

Skoðið laxdal.is/kjólar Skoðið laxdal.is/kjolar • facebook.com/bernhard laxdal

Einnig til í bláu, svörtu & Ivory Stærðir 8-22

10.990,-

Byoung "Nanzy"

Einnig til svartur Stærðir 36-44

13.990,-

Kjólar & Konfekt Opnunartími: mánudaga-föstudaga 11:00-18:00 laugardaga 11:00-17:00 sunnudaga:12:00-16:00


46

heilabrot

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

?

Spurningakeppni fólksins

 Sudoku

6 9

1. Jón Gunnar Geirdal safnaði mestu allra í

1

Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi

7 4

eða rúmlega einni milljón króna. Hvert rennur féð sem Jón Gunnar safnaði? dóttir á þingi? 4. Er sauðfé á Íslandi fleira en íbúar? 5. Hvað eru íslensku sauðalitirnir margir?

1. Til Rjóðursins

2. Framsóknarflokkinn

6. Hver er bæjarstjóri Vestmannaeyja?

3. Havana 4. Já

Stefán Jónsson

7. Hvar á Íslandi er Gunnarshús, kennt við 8. Frá hvaða landi er Haribo-sælgæti upprunnið? 9. Hvaða lið varð bikarmeistari í knattspyrnu

9.

10. BSÍ

10. Snæðingurinn

sjónvarpsþátt á Stöð 2. Hvað kallast sjón-

11. 1963

11. 1992

varpsþátturinn?

12. Veistu hver ég er?

 14. Miles Davis  15. Sveskja 

14. Rihanna

vistaskipti knattspyrnumannsins Gareth

13. Velskur

15. Sveskja

Bale frá Tottenham til Real Madrid. Hvers

6 stig

lenskur er Bale?

14. Með hverjum er hljómplatan Kind of Blue?

9 stig

15. Hvað kallast þurrkuð plóma?

Ægir sigrar með 9 stigum gegn 6.

Svör: 1. Til Rjóðursins, hvíldar- og endurhæfingarheimilis fyrir langveik og fötluð börn. 2. Framsóknarflokkinn. 3. Havana. 4. Já, meira er af sauðfé. 5. Fjórir: hvítur, gulur eða rauðgulur, svartur og mórauður. 6. Elliði Vignisson. 7. Í Reykjavík (við Dyngjuveg). 8. Þýskalandi. 9. Breiðablik. 10. Fljótt og gott. 11. 1986. 12. Veistu hver ég var? 13. Velskur. 14. Miles Davis. 15. Sveskja.

Súkkulaði & banana-frappó

 kroSSgátan

Stefán skorar á Elínu Aradóttur bónda að taka við.

Syndsamlega góð bananafreisting!

VERÐSKULDUÐ

mynd: Christopher miChel (CC By 2.0)

FLOTI

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

ESPA

S J F Ó H Þ E M U R A R F O S T R A L H O O F F T A F Æ A T A S T K I U N R O K SAMTÍNINGUR Í RÖÐ LÝÐ

FRÉTTU ÞÖRF

S N Æ E L A E N D

TÆPUR

HYGGST HNOÐA

TÚNGUMÁL

Þ A U T L T A

ROMSA

BORGARI

SIGAÐ

SKÓLI

JARÐLAG

SKYGGNI

SKÁL

ÖLDUGANGUR

ÁORKAÐIR FORM

FYRIRHÖFN

FORMUN FLÍK

SEGLADÚKUR FÉLAG

S E T Í L A Ó L G J Ó M M Ó F A T

K R OFÁT

Á SNÍKJUDÝR STEINTEGUND

A G A T TÓNLISTARSTÍLL

GOÐSAGNAVERA FRÍ

AUR ÁTT

HLUTAFÉLAG

HÓPUR POTA

VIÐMÓT

SKYLDI

FÍFLAST ENGI

STEFNA

NAFNORÐ

STELA

M A K L E G GAGN FUGL

A R I AFSTYRMI LJÚKA

L Y K T A INNSTUNGA STYKKI

S T K

K M A N S L E K K Y R Y R Ð U N M N Y T T L A S L U K G I O Ú R H R L V A L L I Ó S K A S J S T A T E N G M I A A K A N Á Ð ÓVILD

BÁGINDI

LÉT Í FRAMMI RAUP

GISINN BIRT

ÁVARPAR

RUNNI

ANDLITSFARÐI EFNI

KÆTTIST RISPA

LAMPI

GÚLPUR

AFL

HVÆS

VÖNTUN KUSK

SKILABOÐ VAGGA

ÞRÁ

SJÚKDÓM

KRAUMA FYRIRBOÐI

ANGRA

SÁL

Í RÖÐ

LÚSAEGG

NÆÐI

B G A F N U R Ý Ð I R Ð E I K H L Ó L L T N R K A A K N Ö S M S I L Ó Ð A M A I L L N D I N I T I R HÁVAÐI

VIÐHALD

EFTIR HÁDEGI

KULNA

ERLENDIS

Í MIÐJU

ÚTMÁ

LANGAÐ

KALLA

AÐSTÆÐUR

mynd: david monniaux (CC By-Sa 3.0)

FÍTON

151

74,6%

HLJÓÐFÆRI BRÚNGRÝTI

 lauSn

1

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 152

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

9

1 7 6 5 3 4 7 3 6 4 3 8 9 4 9 8 6 2 1 4 1 7 2 7

13. Enskur

13. Mikið hefur verið fjallað um væntanleg

12. Pass

2 9 5 1 3

4

 Breiðablik 

8. Þýskalandi

Bylgjunni. Á dögunum byrjaði hann með

2

5

útvarpsþættinum Veistu hver ég var? á

9. Breiðablik

7. Skriðuklaustri

12. Siggi Hlö hefur um nokkurt skeið stjórnað

8. Svíþjóð

6 8 4

 Sudoku fyrir lengr a komna

6. Elliði Vignisson

kirkju?

7. Á Akureyri

5. Þrír

11. Hvaða ár var lokið við að byggja Hallgríms-

2. Framsóknarflokkinn 4. Nei

10. Hvað heitir veitingastaðurinn á BSÍ?

6. Elliði Vignisson

1. Barnaheill 3. Havana

kvenna á dögunum?

5. Fimm

7 2

Þingeyingur

Gunnar Gunnarsson rithöfund?

5 5 8 7

3. Hvað heitir höfuðborg Kúbu?

tölvunarfræðinemi

8

1

2. Fyrir hvaða flokk situr Silja Dögg Gunnars-

Ægir Gauti Þorvaldsson

2

BLÓM EFTIRRIT ÚT EYJA

NÁGRANNI

FUNDA

ENN

AÐALSTITILL

TEITI KUNNÁTTA

TVEIR EINS DÁ

SKÁN

BÓMA

EYJA

KOSNING

SPRIKL

LAP

TVEIR EINS

LANGAR

SVARAÐI

LAUT

SUNDFÆRI

GÖSLA

TÍMABILI

Á FÆTI

MAKA

GLEYMSKA

FARFA

NÝR

TVEIR EINS

SAMSKONAR

MUNNVATN

FRESTUR

MÓÐURLÍF

SAMTALS

INNGANGUR

FUGL

MEGIN

OFREYNA

HÁTTUR

ALÞÝÐA

ÖFUG RÖÐ KÚGUN

NUDDA

KORNABARN

SKRIFA Á

LEIKUR SIÐUR PLANTA

HNÍFJAFN

ÁRÁS

BIFA

LJÓÐUR EFTIR HÁDEGI

LAUFTRÉ

ÓÐ *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

LEGGJA NIÐUR

NÚMER

ÝKJA RIGNING

VÍXILFRAMSAL

NUDDA STARFSGREIN

ÓMILT HELGAR BLAÐ

AUMINGI

TÍMABILS

KÚFFYLLA GUFUHREINSA

HÆÐ

ÓSKERTA

KJARKUR

FÆÐA

KÝTA

ANGAN

HRYGNING

ÞÁTTTAKANDI

SÓDI

ÞYS

Í RÖÐ

BAND

FJÖLDI

LÍTILL

ÁTT

DRULLA

KÖTTUR

Glútenfrí og sykurlaus kökublanda með marga möguleika!

ÞREYTA

DREIFT

ÞURFTI

TVEIR EINS


Dale Carnegie færir manni í hendur verkfæri sem nýtast frá degi til dags í stóru sem smáu. Þau hjálpa til við að bæta samskipti við aðra, ná markmiðum sínum og ekki síst að njóta lífsins til fulls. Námskeiðið hjálpaði mér að finna eldmóðinn og brjótast út úr þægindahringnum í leik og starfi. // Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og hlaupari

skráðu þig núna

DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐ ný námskeið að hefjast Komdu í hóp með þeim sem ná árangri. Þjálf un Dale Car negie vísar þér leiðina til að njóta þín bet ur á meðal fólks, hafa góð áhrif á að ra og nýta hæfileika þína til f ullnust u, hvort sem er í starfi eða einkalífi. Á hverjum degi heyrir þú af fólki sem skarar f ram úr í athafnalífinu, stjór nsýslu, íþrótt um , fjölmiðlum og á sviði menningar og lista. Þetta fólk er í hópi þeir ra 20.000 Íslendinga sem hafa sótt þjálf un Dale Car negie.

// Komdu í ókeypis kynningartíma

// Kynningartímar fyrir önnur námskeið

Fullorðnir miðvikudaginn 4. sept. kl. 20:00 Ungt fólk 10–15 ára þriðjudaginn 3. sept. kl. 19:00 Ungt fólk 16–25 ára þriðjudaginn 3. sept. kl. 20:00

Kynningartími fyrir sölunámskeið 4. sept. kl. 8:30–9.30 Kynningartími fyrir stjórnendanámskeið 10. sept. kl. 8:30–9:30 Kynningartími fyrir þjálfun í kynningum 11. sept. kl. 8:30–9:30

Sjáðu fleiri dagssetningar kynningartíma á dale.is

Skráðu þig á dale.is/fyrirtaeki

555 70 80 H R I N G D U N Ú N A E ÐA S K R Á Ð U Þ I G Á

w w w. d a l e . i s

Ármúla 11, 108 Reykjavík ı Sími 555 7080 ı www.dale.is


48

skák og bridge

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 Sk ák ak ademían HeimSbik armót Fide í noregi Sk artaði FleStum beStu Sk ákmönnum HeimS

Snillingar tefla í Tromsö

F

yrir þremur vikum settust 128 skákmeistarar að tafli á heimsbikarmóti FIDE í íþróttahúsi í Tromsö í Noregi. Þarna voru flestar skærustu stjörnur skákheimsins nema Carlsen og Anand, og tefldu 2ja skáka einvígi með útsláttarsniði. Til mikils var að vinna, því tvö sæti á áskorendamótinu 2014 voru í boði – og auk þess verðlaunapottur upp á samtals 1,6 milljón dollara. Meðal keppenda á 69. breiddar-

gráðu voru stórstjörnur á borð við Kramnik, Aronian, Caruana, Nakamura, Gelfand, Grischuk og Karjakin sem allir eru meðal 10 stigahæstu skákmanna heims, og sægur af öðrum firnasterkum meisturum. Skákveislan í Tromsö nær hámarki í dag þegar Rússarnir Vladimir Kramnik og Dimitry Andreikin tefla fyrstu skákina af fjórum í úrslitaeinvígi – en þeir hafa rutt öllum andstæðingum sínum úr vegi og sitja einir eftir í íþróttahöllinni.

Kramnik í ham

Kramnik. Sýnir enn og aftur að hann er einn besti skákmaður sögunnar.

Kramnik (2795 skákstig) þarf ekki að kynna fyrir skákunnendum. Hann er nú 37 ára og hefur lengi verið meðal þeirra allra bestu – og hann er maðurinn sem hratt sjálfum Kasparov úr hásætinu um aldamótin. Kramnik missti naumlega af sigri á áskorendamótinu í London í vor – ella væri hann en ekki Carlsen á leið í heimsmeistaraeinvígi við Anand. Til að komast í úrslitin í Tromsö þurftu þeir Kramnik og Andreikin að leggja sex andstæðinga hvor. Fyrstur á matseðli Kramniks var sá ágæti en lítt kunni Gillian Bwalya frá Sambíu, síðan kom röðin að rússneska meistaranum Kobalia (2651) og hinum úkraínska Areshchenko (2709). Í fjórðu umferð slátraði rússneski björninn þeim ólseiga Ivanchuk (2731) og hefndi þar

með fyrir tapið gegn honum á áskorendamótinu í London. Næsta fórnarlamb var enn einn Úkraínumaðurinn, hinn firnasterki Korobov (2720) og í undanúrslitum lagði Kramnik svo Frakkann Vachier-Lagrave (2745). Sá síðastnefndi er bjartasta von Frakklands í skákinni og tvímælalaust ein helsta stjarna heimsbikarmótsins í Tromsö. Vachier-Lagrave er aðeins 22 ára, jafnaldri Carlsens, og varð stórmeistari 14 ára. Hann sló út kempur á borð við Gelfand og Caruana, og er nú kominn í 12. sæti heimslistans.

Andreikin stimplar sig inn

En hver er svo þessi Dmitry Andreikin, sem mætir Kramnik mikla í úrslitaeinvígi heimsbikarmótsins? Jú, hann tilheyrir hinum vel lukkaða 1990 árgangi, einsog Carlsen, Vachier-Lagrave og Karjakin. Andreikin varð stórmeistari 17 ára og heimsmeistari unglinga 2010. Hann var meðal keppenda á minningarmótinu um Tal í Moskvu í júní, og tapaði ekki skák þrátt fyrir að vera stigalægstur keppenda. Reyndar vann hann ekki nema eina skák, en gerði átta jafntefli. Sigurskák Andreikins á mótinu var einmitt gegn Kramnik – sem hugsar honum ugglaust þegjandi þörfina þegar þeir tylla sér við taflborðið í dag. Andreikin virðist einhver best smurða

Andreikin. Nýjasta stjarna Rússa.

jafnteflisvél sem lengi hefur komið fram á sjónarsviðið, einsog mótstaflan frá Moskvu ber vitni um. Í Tromsö var sama upp á teningnum. Alls tefldi hann 12 kappskákir í einvígjum gegn sex andstæðingum – og gerði 11 jafntefli! Fimm af viðureignum hans voru útkljáð í atskákum og hraðskákum, og þar hafði Andreikin jafnan sigur. Fórnarlömbin voru Darini frá Íran, Nguyen frá Víetnam og rússnesku ofurstórmeistararnir Dreev, Karjakin, Svidler og Tomashevsky. Skákáhugamenn geta fylgst með glímu Kramniks og Andreikins á chessbomb. com og á heimasíðu heimsbikarmótsins, chessworldcup2013.com. Þar er líka hægt að skoða öll úrslit og skákir frá þessu stórskemmtilega og stjörnum prýdda móti.

 bridge r júpnavallamótið

Sigur í þriðja sinn

H

áfjallaeinmenningsmótið, sem eitt sinn var kennt við Landmannahelli, en nú tvö síðustu árin við Rjúpnavelli, fór fram um síðustu helgi. Þar mættu alls 18 spilarar og spiluðu einmenning þar sem menn voru dregnir saman tilviljunarkennt í 8 spila sveitakeppnisleiki. Að jafnaði var spilað á þremur borðum, en stundum tveimur og stundum fjórum. Í byrjun móts tók Sigurjón Björnsson (sem búsettur er í Kaupmannahöfn) forystuna en fljótlega náði Rúnar Gunnarsson forystunni. Er líða tók á mótið náði Frímann Stefánsson forystunni og jók hana í lokin. Lokastaða efstu para varð þannig:

1. Frímann Stefánsson......................................... 151 2.-3. Ómar Olgeirsson ......................................... 73 2.-3 Ólafur Steinason........................................... 73 4. Rúnar Gunnarsson .......................................... 72,5 5. Þröstur Ingimarsson ....................................... 57 6. Þorlákur Jónsson............................................. 45 7. Sigurjón Björnsson .......................................... 41 8. Birkir Jónsson .................................................. 23

Frímann var þar að vinna í þriðja sinn þetta mót og vinnur bikarinn til eignar. Er hann eini spilarinn sem hefur náð því. Sigurjón Björnsson átti umtalaðasta spil mótsins, en hann sat í vestur í þessu spili. Austur var gjafari og allir á hættu:

Austur 1 2 3 grönd

♠ ♦

suður pass pass pass

vestur 1 grand 3 4

♥ ♥

♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣

8 ÁG109864 K 10964

954 D73 10976 ÁG6 N

V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

norður pass pass p/h

♠ ♥ ♦ ♣

KGD32 5 ÁG54 K53

Á1076 Á1076 K2 D832

Norður hitti á laufásinn út sem var besta útspil varnarinnar. Suður gaf kall með laufatvisti og norður spilaði laufi áfram. Sigurjón drap á kóng og spilaði hjarta. Suður setti tvist, Sigurjón gosa sem var drepinn á drottningu. Norður spilaði laufi og suður taldi það mikla áhættu að reyna spaðaás, inni á laufadrottningu, hræddur við að sagnhafi ætti eyðu í litnum. Hann spilað sig þess í stað út á hjartakóng. Sigurjón drap og byrj-

aði að raða niður trompunum. Norður gætti ekki að sér, fleygði spaðaníu til að gefa suðri talningu (oddatölu spila) – sem setti suður í óverjandi þvingun. Sigurjón fleygði öllum spöðunum í blindum en hélt eftir áttunni heima. Suður varð að fara niður á drottningu blanka í tígli til að halda í spaðavaldið og Sigurjón gat yfirdrepið kóng blankan með ás og fellt drottninguna sem nægði í 10 slagi. Norður gat varist með því að fleygja ekki spaðaníu til að koma í veg fyrir þvingun á suður.

Stórsigur í bikar

Einum leik er lokið í bikarkeppni Bridgesambands Íslands. Komið er á síðari hluta keppninnar og sveit J.E. Skjanna vann stórsigur 139 gegn 46 impum sveitar Rima. Undanúrslit og úrslit bikarkeppni BSÍ fara fram helgina 14.-15. september.

Áfram feiknagóð aðsókn í sumarbridge

Aðsókn í sumarbridge heldur áfram að vera

Sigurjón Björnsson er með verðlaun fyrir bestu tilþrifin á Rjúpnavallamótinu og Frímann Stefánsson með bikar og viðurkenningarskjal fyrir fyrsta sætið. Ljósmynd/Rúnar Gunnarsson

framar vonum og miðvikudagskvöldið 21. ágúst mættu 36 pör til leiks. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1 . Guðný Guðjónsdóttir – Ólöf Þorsteinsdóttir 62,5% 2. Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson 61,0% 3. Ingi Agnarsson – Rúnar Einarsson 60,9% 4. Kristján Snorrason – Birkir Jón Jónsson 59,5% 5. Þórður Sigurðsson – Vilhjálmur Sigurðsson jr58,1% Mánudagskvöldið 26. ágúst mættu 20 pör. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Erla Sigurjónsdóttir – Birkir Jón Jónsson 67,3% 2. Guðrún Kr Jóhannesdóttir – Arngunnur Jónsdóttir 58,3% 3. Helgi Tómasson – Hannes Sigurðsson 58,3% 4. Þóranna Pálsdóttir – Soffía Daníelsdóttir 55,2% 5. Emma Axelsdóttir – Davíð Lúðvíksson 53,0%

FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...

ÚTSALA

Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti Baðherbergisvörur 20 -70% afsláttur Teppi og dúkar 25% afsláttur Revestimiento Ace Negro 33,3x100 cm Ace Blanco 33,3x100 cm Pavimento Crystal Floor White 33,3x33,3 cm Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...


Fyrir þínar bestu stundir!

DÝNUR OG KODDAR

ÚTSÖLULOK

Útsala – síðustu dagarnir – Útsala

Útsölunni lýkur á morgun laugardag

u!

ek

ss

ki

issa af þe m

REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍsAfJöRðUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍsAfJöRðUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍsAfJöRðUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | Ís

stillanleg rúm • heilsurúm og -dýnur • gaflar • sængur • koddar • svefnsófar • hægindastólar o.fl.

REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍsAfJöRðUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍsAfJöRðUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍsAfJöRðUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | Ís

www.betrabak.is

Leggur grunn að góðum degi

betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16


50

sjónvarp

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Föstudagur 30. ágúst RÚV 15.40 Ástareldur 17.20 Sumar í Snædal (6:6) 17.47 Unnar og vinur (20:26) 18.10 Smælki (7:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Draumagarðar e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Gunnar á völlum 19.45 Dagfinnur dýralæknir Dagfinnur dýralæknir uppgötvar að hann skilur það sem dýrin tala sín á milli og þau komast að því að hann skilur þau. Meðal leikenda eru Eddie Murphy, Oliver Platt, Peter Boyle og Richard Schiff. 21.15 Endeavour – Morse hinn ungi Bresk sakamálamynd úr flokki um Morse lögreglufulltrúa í Oxford á yngri árum. Í helstu hlutverkum eru Shaun Evans, Roger Allam, Anton Lesser og Sean Rigby. 22.50 Laus úr prísund Fyrrverandi fanga sem er nýsloppinn úr þriggja ára prísund gengur illa að aðlagast lífinu utan múranna. Leikstjóri er Tim Allen og meðal leikenda eru Tim Allen, Sigourney Weaver, Ray Liotta, Kelsey Grammer og Jeanne Tripplehorn. Bandarísk bíómynd frá 2010. 00.25 Coldplay á Glastonbury 2011 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

STÖÐ 2

Laugardagur 31. ágúst RÚV

08.00 Morgunstundin okkar / Tillý 07:00 Barnatími Stöðvar 2 og vinir / Háværa ljónið Urri / Sebbi 08:10 Malcolm In the Middle (13/22) / Úmísúmí / Abba-labba-lá / Litli 08:30 Ellen (33/170) Prinsinn / Kung Fu Panda - Goðsagnir 09:15 Bold and the Beautiful frábærleikans / Grettir / Nína Pataló 09:35 Doctors (48/175) / Skúli skelfir 10:15 Fairly Legal (1/13) 10.25 360 gráður (14:30) e. 11:00 Drop Dead Diva (7/13) 11.00 Með okkar augum (2:6) e. 11:50 The Mentalist (15/22) 11.30 70 lítil hjörtu e. 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 12.00 Gulli byggir - Í Undirheimum e. 13:00 Dodgeball 12.30 Popppunktur 2009 (11:16) e. 14:35 Extreme Makeover (17/25) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.30 Sumartónleikar í Schönbrunn e. 15:20 Scooby-Doo! Leynifélagið 15.15 Tónleikar frú Carey e. 15:45 Ævintýri Tinna 16.55 Hvað veistu? - Dönsk geimflaug 16:10 Doddi litli og Eyrnastór 17.30 Ástin grípur unglinginn (73:85) 16:25 Ellen (34/170) 18.15 Táknmálsfréttir 17:10 Bold and the Beautiful 4 5 18.25 Golfið e. 17:32 Nágrannar 19.00 Fréttir 17:57 Simpson-fjölskyldan (5/22) 19.30 Veðurfréttir 18:23 Veður 19.40 Ævintýri Merlíns (1:13) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 Æskuævintýri galdrakarlsins. 18:47 Íþróttir Meðal leikenda eru John Hurt, 18:54 Ísland í dag Colin Morgan og Bradley James. 19:06 Veður 20.30 Grunnhyggni Hal 19:15 Ástríður (3/12) 22.20 Endurskoðun málsins 19:40 Arrested Development (12/15) Atriði í myndinni eru ekki við 20:15 Bara grín (4/5) hæfi ungra barna. e. 20:45 Charlie & Boots 00.00 Leyninafn: Hreinsarinn 22:25 American Reunion Atriði í myndinni eru ekki við 00:15 Walk the Line hæfi ungra barna. 02:30 Awake 01.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 03:55 Dodgeball 05:30 Fréttir og Ísland í dag

SkjárEinn

Sunnudagur 1. september

STÖÐ 2

RÚV

08.00 Morgunstundin okkar / Með 07:00 Strumparnir / Villingarnir / afa í vasanum / Stella og Steinn / Elías / Algjör Sveppi / Scooby-Doo! Babar / Kúlugúbbar / Millý spyr / Mystery Inc./ Loonatics Unleashed / Sveppir / Undraveröld Gúnda / KaftMad / Ozzy & Drix / Young Juseinn Karl / Chaplin tice / Big Time Rush 10.13 Fum og fát (17:20) e. 12:00 Bold and the Beautiful 10.25 Ævintýri Merlíns (1:13). e. 13:45 Beint frá býli (4/7) 11.15 Nýsköpun - Íslensk vísindi e. 14:25 Two and a Half Men (4/22) 14:45 The Middle (4/24) allt fyrir áskrifendur 11.45 Gengið um garðinn (3:3) e. 12.20 Mótókross 15:10 ET Weekend 13.00 Sterkasti maður Íslands 15:55 Íslenski listinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.55 HM íslenska hestsins e. 16:25 Sjáðu 14.25 Landsmót UMFÍ e. 16:55 Pepsi mörkin 2013 14.55 Pink Floyd Wish You Were Here e. 18:10 Latibær 16.00 Af hverju fátækt? e. 18:23 Veður 16.55 Sauðfjárrækt 18:306 Fréttir Stöðvar 2 4 5 17.20 Táknmálsfréttir 18:50 Íþróttir 17.30 Poppý kisuló (26:52) 18:55 Ísland í dag - helgarúrval 17.40 Teitur (37:52) 19:10 Lottó 17.50 Kóalabræður (1:13) 19:20 Næturvaktin 18.00 Stundin okkar (15:31) e. 19:50 Veistu hver ég var? (3/8) 18.25 Græn gleði (10:10) 20:30 It's Kind of a Funny Story Hug19.00 Fréttir ljúf mynd með Zach Galifanakis 19.30 Veðurfréttir úr Hangover í aðalhlutverki og 19.40 Ísþjóðin - Gylfi Þór Sigurðsson, fjallar um ungan mann sem er 20.10 Hálfbróðirinn (1:8) vistaður á geðsjúkrahúsi fyrir 21.00 Palme fullorðna. 22.45 Rudo og Cursi e. 22:10 Ted 00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23:55 Seeking Justice 01:40 Like Minds 03:25 Die Hard II 05:25 Fréttir

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 11:05 Dr.Phil 11:45 Dr.Phil 12:30 Kitchen Nightmares (3:17) 10:10 Stjarnan - Valur 13:20 Last Comic Standing (10:10) 11:50 Bayern - Chelsea 14:45 Men at Work (7:10) 13:30 La Liga Report 15:10 Rules of Engagement (2:13) 14:00 Metamót Spretts Beint 15:35 Happy Endings (1:22) 18:00 AC Milan - PSV 16:00 Parks & Recreation (1:22) 19:40 Liverpool - Notts County 16:25 Bachelor Pad (5:6) 21:20 Morecambe - Newcastle allt fyrir áskrifendur 17:55 Rookie Blue (3:13) 23:00 UFC London 2013 18:45 Monroe (4:6) 01:35 Box - D. Geale - D. Barker fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:35 Judging Amy (3:24) 20:20 Last Chance to Live (6:6) 21:15 Law & Order (1:23) 22:00 Leverage (14:16) 08:00 Man. Utd. - Chelsea 22:45 Nurse Jackie (10:10) 09:40 Match Pack 6 423:15 House of Lies (10:12) 5 10:10 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 23:45 Flashpoint (11:18) 11:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun allt fyrir áskrifendur 00:35 Leverage (14:16) 11:35 Man. City - Hull Beint 01:20 Excused 13:45 Cardiff - Everton Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:45 Pepsi MAX tónlist 16:15 Crystal Palace - Sunderl. Beint 18:30 Newcastle - Fulham 20:10 West Ham - Stoke 21:50 Norwich - Southampton 09:40 Garfield: The Movie

06:00 Pepsi MAX tónlist 11:50 Dr.Phil 07:00 KR - Valur 13:55 Gordon Ramsay (3:20) 14:30 Metamót Spretts Beint SkjárEinn 14:25 Judging Amy (2:24) 18:30 Bayern Chelsea Beint 06:00 Pepsi MAX tónlist 15:10 Psych (16:16) 20:40 Meistaradeild Evrópu 08:00 Dr.Phil 15:55 Britain's Next Top Model (12:13) 21:10 La Liga Report 08:40 Pepsi MAX tónlist 16:45 The Office (21:24) 21:40 Einvígið á Nesinu 15:10 The Voice (10:13) 17:10 Family Guy (19:22) 22:35 Pepsi mörkin 2013 allt fyrir áskrifendur 17:25 The Office (21:24) 17:35 The Biggest Loser (10:19) 23:50 Bayern - Chelsea 17:50 Dr.Phil 19:05 Last Comic Standing (10:10) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Happy Endings (1:22) 20:30 Bachelor Pad (5:6) 18:55 Minute To Win It 22:00 Casino Royale 19:40 Family Guy (19:22) 00:25 Rookie Blue (3:13) 16:40 Everton - WBA 20:05 America's Funniest Home Vid. 01:15 NYC 22 (12:13) 18:20 Liverpool - Man. Utd. 20:30 The Biggest Loser (10:19) 02:05 Mad Dogs (3:4) 20:00 Match Pack 4 5 22:00 See No Evil, Hear No Evil 02:55 Upstairs Downstairs (6:6) 20:30 Premier League World allt fyrir áskrifendur 23:45 Excused 03:45 Men at Work (7:10) 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 00:10 Nurse Jackie (10:10) 04:10 Excused 21:30 Football League Show 2013/14 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:40 Flashpoint (11:18) 04:35 Pepsi MAX tónlist 22:00 Arsenal - Tottenham 01:30 Bachelor Pad (4:6) 23:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 03:00 Lost Girl (22:22) 00:10 Messan 03:45 Pepsi MAX tónlist 01:10 Fulham - Arsenal 09:40 Garfield: The Movie 4 5 6 11:00 African Cats SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 4 12:30 Serious Moonlight 06:00 Eurosport SkjárGolf 12:05 Nanny McPhee 13:55 The King's Speech 10:30 The Barclays -(4:4) 06:00 Eurosport 13:40 Benny and Joon 15:50 Garfield: The Movie fréttir, fræðsla, sport og skemmtun allt fyrir áskrifendur 13:30 PGA Tour Highlights (33:45) 11:15 Deutsche Bank Champ.(1:4) 15:15 Soul Surfer 17:10 African Cats 14:25 The Open Champ. 1989 14:15 Inside the PGA Tour (35:47) 17:00 Nanny McPhee 18:40 Serious Moonlight 15:25 Inside the PGA Tour (35:47) 14:40 PGA Tour - Highlights (33:45) 18:40 Benny and Joon fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:05 The King's Speech 15:50 Ryder Cup Official 2012 (1:1) 15:35 Deutsche Bank Champ. (1:4) 20:15 Soul Surfer 22:00 Water for Elephants 18:05 Champions Tour - Highlights 18:35 22:00 Rock of Ages 4 Inside the PGA Tour 5 (35:47) 00:00 J. Edgar 19:00 Deutsche Bank Champ. (1:4) 19:00 Deutsche Bank Champ. (2:4) 00:00 The Night of the White Pants 02:15 The Goods: Live Hard, Sell Hard 22:00 Deutsche Bank Champ. (1:4) 22:00 Deutsche Bank Champ. (2:4) 01:30 In Bruges 03:456 Water for Elephants 4 5 01:00 Eurosport 01:00 Eurosport 03:15 Rock of Ages

5 11:00 African Cats 6

STÖÐ 2

07:00 Strumparnir / Hello Kitty / Villingarnir /UKI / Algjör Sveppi / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör / Grallararnir / Hundagengið / Xiaolin Showdown / Batman: The Brave and the bold 12:00 Nágrannar 13:45 Bara grín (4/5) 14:10 Veistu hver ég var? (3/8) allt fyrir áskrifendur 14:45 Go On (5/22) 15:10 How I Met Your Mother (8/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:35 Hið blómlega bú 16:10 Mannshvörf á Íslandi (8/8) 16:50 Broadchurch (3/8) 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 6 4 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (1/30) 19:10 Næturvaktin 19:50 Harry's Law (15/22) 20:35 Rizzoli & Isles (13/15) 21:20 Broadchurch (4/8) Magnþrunginn spennuþáttur sem fjallar um rannsókn á láti ungs drengs sem finnst í fjörunni í litlum smábæ. 22:10 Bag of Bones (1/2) 23:30 Crossing Lines (8/10) 00:15 60 mínútur 01:00 Nashville (10/21) 01:45 Suits (5/16) 02:30 The Newsroom (7/9) 03:20 The Untold History of The US 04:20 Vesalingarnir:

09:20 La Liga Report 09:50 Real Madrid - Athletic Beint 13:00 Metamót Spretts Beint 17:15 Meistaradeild Evrópu 17:45 Keflavík - Stjarnan Beint 20:10 NBA 21:00 Pepsi mörkin 2013 allt fyrir áskrifendur 22:15 Valencia - Barcelona 00:20 Keflavík - Stjarnan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:10 Pepsi mörkin 2013 6

08:55 Crystal Palace - Sunderland 10:35 Newcastle - Fulham 12:15 Liverpool - Man. Utd. Beint 14:45 Arsenal - Tottenham Beint allt fyrir áskrifendur 17:00 Cardiff - Everton 18:40 Man. City - Hull fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:20 Liverpool - Man. Utd. 22:00 Arsenal - Tottenham allt fyrir áskrifendur 23:40 West Ham - Stoke

12:30 Serious Moonlight 13:55 The King's Speech 15:50 Garfield: The Movie fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárGolf 4 06:00 Eurosport 17:10 African Cats 10:30 Deutsche Bank Champ. (2:4) 18:40 Serious Moonlight 13:05 Deutsche Bank Champ. (2:4) 20:05 The King's Speech 16:05 The Open Champ. 2009 22:00 6 Water for Elephants 4 5 17:00 Deutsche Bank Champ. (3:4) 00:00 J. Edgar 22:00 Deutsche Bank Champ. (3:4) 02:15 The Goods: Live Hard, Sell Hard 01:00 Eurosport 03:45 Water for Elephants

Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is

T Ú R I S T I

4

5

6


www.sonycenter.is 5 ára ábyrgð fylgir öllum sjónvörpum

Frábær kaupauki fylgir besta sjónvarpi í Evrópu* *Skv. EISA. European TV of the year 2013-2014: KDL-55W905A

Sony PS3 fylgir W9 sjónvörpum og Sony XPeriA l með W8 sjónvörpum

frAmúrSKArANdi myNdgæði og eNdAlAuSir möguleiKAr LED 3D SJÓNVARP

• Full HD 1920 x1080 punktar • W8 / 400Hz X-Reality myndvinnslukerfi • W9 / 800Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi • One touch Screen mirroring

42” KDL42W805 Tilboð með XPeriA l 47” KDL47W805 Tilboð með XPeriA l 55” KDL55W805 Tilboð með XPeriA l 40” KDL40W905 Tilboð með 12gB PS3 46” KDL46W905 Tilboð með 12gB PS3 55” KDL55W905 Tilboð með 12gB PS3

eða

249.990.- Fullt verð 359.990.299.000.- Fullt verð 459.990.419.000.- Fullt verð 569.990.329.990.- Fullt verð 449.990.399.990.- Fullt verð 589.990.569.990.- Fullt verð 769.990.-

Tilboð

Tilboð

Tilboð

199.990.-

179.990.-

99.990.-

örþuNNT og floTT á góðu Verði

fráBærT TilBoð - TAKmArKAð mAgN!

glæSileg HöNNuN

• HD Ready 1366 x768 punktar • 100 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Stafrænn móttakari

• Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

• Full HD 1920 x1080 punktar • 100 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma

Tilboð 99.990.- Verð áður 119.990.-

Tilboð 179.990.- Verð áður 199.990.-

Tilboð 199.990.- Verð áður 229.990.-

32” LED SJÓNVARP KDL32R473

Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni 569 7700

42” LED SJÓNVARP KDL42W653

Sony Center Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri 569 7645

46” LED SJÓNVARP KDL46R473

12 mánaða vaxtalaus lán* *3,5% lántökugjald og 330 kr. færslugjald á hvern gjalddaga.


52

menning

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

Opið hús í Borgarleikhúsinu Opið hús á morgun kl 13 – 16! Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fös 6/9 kl. 19:00 1.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Sun 29/9 kl. 13:00 aukas Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k Fim 3/10 kl. 19:00 16.k Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k Fös 4/10 kl. 19:00 17.k Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Sun 22/9 kl. 13:00 11.k Lau 5/10 kl. 19:00 18.k Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fim 26/9 kl. 19:00 13.k Fim 10/10 kl. 19:00 19.k Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Fös 27/9 kl. 19:00 14.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Lau 28/9 kl. 19:00 15.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.

Rautt (Litla sviðið)

Fim 5/9 kl. 20:00 1.k Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k Lau 21/9 kl. 20:00 6.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar.

Starfsfólk Borgarleikhússins lýkur upp dyrunum á morgun, laugardag klukkan 13 til 16, og býður í vöfflukaffi með fjörlegri dagskrá. Gestir á öllum aldri geta upplifað töfra leikhússins, gægst baksviðs, farið í skoðunarferðir og bragðað á ljúffengum vöfflum sem leikhússtjórinn Magnús Geir, mun reiða fram ásamt öðru starfsfólki. Leikarar, leikstjórar, hönnuðir og tæknifólk verða við störf á öllum sviðum hússins; ýmist við æfingar eða sýningar eða til þess að svara spurningum. Mary Poppins og dansarar Íslenska dansflokksins sýna atriði á Stóra sviðinu. Skoppa og Skrítla

skemmta í forsal. Brot úr verkinu Rautt, Lalli töframaður og Sönglist verða á litla sviðinu. Opnar æfingar verða á Jeppa á Fjalli, Húsi Bernhörðu Alba og Óskasteinum. Skoðunarferðir verða reglulega yfir daginn og verður fólk leitt um króka og kima þessa stærsta leikhúss landsins. Ratleikur verður vítt og breitt um forsal með veglegum verðlaunum. Ljósmyndahorn er að finna þar sem Skoppa og Skrítla, Mary Poppins, Bert og sótarar stilla sér upp fyrir myndartökur með yngstu gestunum. Dregið verður í happdrætti á klukkutíma fresti. Áskriftar- og gjafakort í Borgarleikhúsið verða í

verðlaun. Aðalverðlaunin eru flugmiði fyrir tvo til London með WOW air. Í forsal leikhússins verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Allir eru velkomnir á opið hús, ókeypis, í Borgarleikhúsinu. - jh

Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)

Fös 4/10 kl. 20:00 frums Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik

Englar alheimsins (Stóra sviðið)

Fös 30/8 kl. 19:30 20.sýn Sun 1/9 kl. 19:30 22.sýn Lau 31/8 kl. 19:30 21.sýn Fös 6/9 kl. 19:30 23.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús!

Lau 7/9 kl. 19:30 24.sýn Sun 8/9 kl. 19:30 25.sýn

Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)

Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 13:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 16:00 Lokas. Aðeins þessar þrjár sýningar!

Maður að mínu skapi (Stóra sviðið)

Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson!

Harmsaga (Kassinn)

Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Fim 26/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 4.sýn Mið 25/9 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Ofsafengin ástarsaga byggð á sönnu íslensku sakamáli!

Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn

Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 6/10 kl. 19:30 7.sýn

Karíus og Baktus (Kúlan)

Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 19:30 Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 19:30 Karíus og Baktus mæta aftur í október!

Hættuför í Huliðsdal (Kúlan)

Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar!

MÁ BJÓÐA ÞÉR SÆTI Á BESTA STAÐ?

Fjórar sýningar á 13.900 kr.

551 1200 HVERFISGATA 19 LEIKHUSID.IS

MIDASALA@LEIKHUSID.IS

74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

 Bók ahátíð Upphaf Bók avertíðar fyrir komandi jól

Höfundalistinn er fjölbreyttur og Bókmenntahátíð í Reykjavík í ár verður sannkölluð tungumálahátíð. Meðal þeirra höfunda sem sækja Ísland heim eru Madeline Miller og Herman Koch. Ljósmyndir/Nordicphotos/Getty

Sautján erlendir höfundar sækja okkur heim Tíu íslenskir höfundar meðal þátttakenda á Bókahátíð í Reykjavík í september, auk útgefenda, umboðsmanna og menningarblaðamanna víða að.

B

ókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin í ellefta sinn dagana 11.-15. september næstkomandi. Hátíðina sækja sautján erlendir höfundar frá sextán löndum auk þess sem tíu íslenskir höfundar taka þátt. Þá taka þátt tólf erlendir útgefendur og umboðsmenn og hingað til lands kemur fjöldi menningarblaðamanna frá evrópskum stórblöðum til þess að fjalla um hátíðina, meðal annars Politiken, Die Welt, Guardian og BBC. Höfundalistinn er fjölbreyttur og hátíðin í ár verður sannkölluð tungumálahátíð. Höfundar lesa upp á móðurmáli sínu og gestir munu heyra búlgörsku, grænlensku, hollensku, kínversku og rússnesku svo dæmi séu tekin. Þýðingum verður varpað á vegg jafnóðum. Upplestrar fara fram í Hörpu, Iðnó og í Norræna húsinu. Höfundaviðtöl verða í Norræna húsinu í hádeginu og fara þau fram á ensku. Fyrirlestrar verða og málþing verða haldin. Málþing útgefenda er á dagskrá í Norræna húsinu laugardaginn 14. september þar sem útgefendur og umboðsmenn ræða um stöðu bókarinnar og breytta stöðu útgefenda. Málþingið er öllum opið og fer fram á ensku. „Hátíðin nýtur mikillar virðingar á meðal erlendra höfunda og útgefenda. Útgefendur koma til að styrkja tengslin við íslenska höfunda og mynda ný en einnig til að hitta aðra erlenda höfunda,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir hjá Bókmenntahátíð Reykjavíkur. „Koma erlendra útgefenda er afar mikilvæg því á Bókmenntahátíð í Reykjavík myndast góð tengsl þeirra og íslenskra höfunda og einstakt tækifæri gefst til þess að kynna íslenskar bókmenntir á heimavelli. Á upplestrum hafa íslenskir höfundar heillað erlenda útgefendur með sögum sínum og verið gefnir út erlendis í kjölfarið,“ segir hún. Í ár koma margir gestir Bókmenntahátíðar út á ís-

lensku. Antonio Skármeta verður gefinn út af Sögum, Madeline Miller kemur út hjá Sölku, Kiran Desai hjá Múltí Kúltí, Georgi Gospodinov og Mazen Maarouf hjá Dimmu og Kim Leine hjá Draumsýn. Þá hafa sænsku höfundarnir Steve Sem-Sandberg og Kjell Espmark báðir komið út á íslensku hjá Uppheimum og Herman Koch hjá Forlaginu. Sameiginleg dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík og PEN þingsins, þings alþjóðasamtaka rithöfunda, verður í Hörpu og í Norræna húsinu miðvikudaginn 11. september og fimmtudaginn 12. september með þátttöku höfunda hátíðarinnar, til dæmis Douglas Coupland og Svetlönu Alexievich. Þá mun Antonio Skármeta frá Chile taka þátt í dagskrá í Norræna húsinu 10. september þar sem umfjöllunarefnið er valdarán hersins í Chile, 11. september 1973. Í kjölfarið sýnir Bíó Paradís myndina No, sem fjallar um þá atburði sem urðu til þess að einræðisherrann lét af völdum. Með Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst bókavertíðin fyrir jólin. Lesendur kynnast nýjum höfundum eða fá tækifæri til þess að hitta uppáhaldshöfundinn. Jafnvel verður hægt að taka snúning með þeim, því Bókmenntahátíð blæs til Bókaballs í Iðnó laugardaginn 14. september sem er öllum opið, bæði höfundum og lesendum. Bókabarinn verður á annarri hæðinni í Iðnó og verður opinn öll kvöld frá klukkan 21, frá mánudeginum 9. september til laugardagsins 14. september. Hátíðin er öllum opin og er aðgangur ókeypis, nema að Bókaballinu. Allar upplýsingar um höfunda má nálgast www.bokmenntahatid.is, heimasíðu hátíðarinnar. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is



54

samtíminn

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 samtíminn Enn vilja vinstrimEnn samEinast

Syndir vinstrimanna

Vinstri menn í Evrópu misskildu merkingu falls múrsins og töldu að það táknaði endalok stéttaátaka sem grunns stjórnmála á Vesturlöndum.

Eftir frjálshyggjuáratugina eru vinstri menn í Evrópu í sárum. Þeir eru orðnir hluti af valdablokkinni sem brást og hafa misst gagnrýnendahlutverk sitt yfir til nýja hægrisins. Vandi Samfylkingarinnar og VG í dag er hluti þessarar sögu.

Á

n þess að ég vilji blanda mér inn i pólitískt þjark; þá komust Samfylkingin og Vinstri grænir í sinn sambærilega vanda eftir tveimur ólíkum leiðum; sem þó voru sprottnar út frá sama misskilningnum. Sem var sá; að vinstrihluti stjórnmálanna þyrfti að endurskapa sig vegna þess að stéttaátök væru liðin tíð á Vesturlöndum. Endalok sögunnar var þetta kallað. Eftir fall múrsins og Sovétsins fannst mörgum sem aðeins væri ein hugmyndafræði eftir á lífi; frjálshyggjan endurvakta og umbreytta. Það þótti meira að segja kjánalegt að efast um að svo væri. Frjálshyggjan var vísindalega sönnuð kenning og hrun kommúnismans einmitt einn af hornsteinunum í þeirri sönnun. Í tómri glettni var þetta allt í anda Sovétsins nýfallna. Það byggði einmitt líka á vísindalega sönnuðum félagslegum kenningum um endalok sögunnar; Sovétið var óhjákvæmileg niðurstaða og endapunktur langrar þróunar mannlegs samfélags. Eins og frjálshyggjan var næstum í þrjátíu ár; frá 1979 til 2008. Líklega munu sagnfræðingar í framtíðinni skipta þessu tímaskeiði í þrjá jafn langa þætti; eins og það hefði verið leikrit. Í fyrsta þætti eru mikil átök þegar Thatcher, Reagan & co heyja Tony Blair sannaði að gamlir vinstrimenn gátu orðið betri hægrimenn en hægri mennirnir sjálfir. Hann var Thacher 2.0; bæði glaðari og skilvirkari útgáfa af Járnfrúnni.

orrustur við gamla þjóðskipulagið; verkalýðsfélögin og hið opinbera (eða þann hluta þess sem ætlað var að þjóna almenningi). Fyrsta þætti lýkur með hvelli þegar Berlínarmúrinn fellur. Annar þáttur einkennist af úrvinnslu mikilla atburða fyrsta þáttar; ósigur gamla kerfisins verður smátt og smátt öllum persónum verksins ljós. Í sameiningu taka gamlir andstæðingar að samræma hugmyndir sínar og tungutak. Í lok annars þáttar eru allir orðnir eins. Þriðji þáttur hefst á kosningasigri Tony Blair. Upp rís Ný leið, Nýr Verkamannaflokkur og Nýtt Bretland – og miklu glaðara Bretland; vegna þess að nú eru engin átök lengur; allir geta stefnt að sömu markmiðum (vegna þess að engin ástæða er til að deila um þau lengur). Aðlögunarhæfni nýja vinstrisins er svo mikil að í upphafi þriðja þáttar er ekki hægt að þekkja Blair frá Clinton og í lokin er hann orðinn alveg eins og George Bush. Þriðja þætti lýkur svo með Hruninu mikla 2008. Kannski höfum við síðan verið að lifa fyrsta þáttinn í nýju leikriti sem enginn þekkir eða skilur. En kannski erum við föst í eftirmála af þessu leikriti frjálshyggjunnar. Hver veit?

Thacher 2.0 og Thatcher 3.0

Það var náttúrlega flókið mál að búa hefðbundnum vinstri flokkum framhaldslíf eftir alheimssamkomulag um að stéttaátök heyrðu sögunni til. Hvernig getur flokkur sprottinn af sósíalískum meið lifað án stéttaátaka? Hugmynd Blairistana var að taka sósíaldemókratíska

Mjög bragðgott glútenlaust og sykurlaust brauðmix!

módelið (sósíalismi + kapítalismi = Svíþjóð) og blanda það aftur með kapítalisma (Svíþjóð + kapítalismi = New Britain). Þarna var sósíalisminn kominn niður í ¼ hluta af mixtúrunni og algjörlega skaðlaus (og áhrifalaus). Blairisminn var eiginlega Thatcherismi 2.0. Blair gat lýst yfir dauða sósíalískra stefnumála og uppskorið fögnuð á meðan sambærileg yfirlýsing Thatcher kallaði á mótmælaöldu. Munurinn fólst ekki í stefnunni heldur möguleikanum á að framfylgja henni. Blair var lykillinn að sátt í samfélaginu. Ef fólk vildi loka sósíalismasjoppunni átti það að kjósa gamlan sósíalista til að gera það. Blair var betri kapítalískur leiðtogi en íhaldsmennirnir. Samfylkingin var stofnuð kringum þessar hugmyndir. Kapítalisminn hefur unnið og við skulum því láta helvítið vinna fyrir okkur. Notum afraksturinn til að ná fram samfélagslegum breytingum; ekki gömlum sósíalískum kröfum um samtakamátt til að knýja á um samfélag sem er mótað að þörfum lágstéttanna; heldur kröfum nýrra kynslóða um léttara, glaðara og opnara samfélag þar sem meiri sátt ríkir og minna er um átök. Besti flokkurinn og Björt framtíð eru þannig einskonar Samfylking 2.0 (sem myndi þá kallast Thacher 3.0). Þessir flokkar gátu hirt upp gömul markmið og stefnumál Samfylkingarinnar þegar Samfylkingin var orðin löskuð og lúin af setu í þvælukenndum ríkisstjórnum.

Ný innihaldslýsing

En það var líka til vinstra fólk sem gat aldrei almennilega sætt sig við málamiðlun (stéttasamvinnu) sósíaldemókratanna; og hvað þá blygðunarlaust daður Blair og Clinton við frjálshyggju, einkavæðingu og þjónkun við fjármálakerfið. Eftir sem áður mat þetta fólk stöðuna svo; að stéttarátök gætu ekki orðið lengur grunnur stjórnmálaátaka á Vesturlöndum. Það deildi ekki á sjúkdómsgreiningu Blair á vanda vinstrisins en var ósammála útganginum sem hann valdi. Munurinn fólst kannski fyrst og fremst í mismunandi sjálfsmati. Blairistarnir töldu sig borna til að leiða þjóðirnar; á meðan það fólk sem var lengra til vinstri mat hlutverk sitt í stjórnmálum á annan hátt. Það las það úr sögunni að róttækir vinstrimenn höfðu haft mest áhrif með því starfa í smáum samstilltum hópum og halda á lofti einörðum kröfum. Þótt þeim auðnaðist sjaldan að koma þessum kröfum til framkvæmda þá gerðist það oftar en ekki að kröfurnar stálu meginsviði stjórnmálanna og rötuðu inn í stefnuskrár stærri flokka, sem síðan hrintu þeim í framkvæmd. Þetta vinstra fólk sá að til einskis var að nýta þessa vígstöðu til að knýja á um kröfur á grunni hefðbundinna stéttaátaka. Það sölsaði því um og tók upp önnur mál sem helstu baráttumál; einkum kvenfrelsi og umhverfisvernd. VG er

hluti þessarar hreyfingar. Grunnur hennar er ekki lengur stéttarlegur; heldur frekar siðferðislegur. Samfélagið er ekki lengur vettvangur baráttu milli ólíkra stéttarlegra hagsmuna; heldur fer baráttan fyrst og fremst fram innan millistéttarinnar; sem stærðar sinnar vegna hlýtur alltaf að verða áhrifamikil í almennum kosningum. Málum var ekki stillt upp sem stéttarlegum réttlætismálum heldur sem siðferðislegum; kvennabaráttan var ekki stéttarbarátta heldur að mörgu leyti átök um mismunandi siðferði og manngildi – eins og umhverfismálin.

Vinstri stjórn án verkalýðs

Öfugt við alla fyrirrennara sína (nema Kvennalistann) er ekkert verkalýðsráð í Samfylkingunni. Kannski hefur það gleymst; ef til vill hefur það þótt minna um of á átök síðustu aldar. Mér er sagt að það sé verkalýðsráð í VG en enginn viti hvar það sé að finna. En hvort sem er; þá lögðu þessir flokkar litið upp úr samstarfi við verkalýðshreyfinguna, sem þó hlýtur að vera andleg, líkamleg og félagsleg rót allra sósíalískra flokka. Þegar þessir flokkar sátu í einu hreinu vinstri stjórn Íslandssögunnar skilgreindu þeir verkalýðshreyfinguna sem andstæðing; beittu Thacherískri afstöðu og höfnuðu í raun umboði forystumanna verkalýðshreyfingarinnar til að túlka hagsmuni félagsmanna sinna (á þeim forsendum að forystan þekkti ekki lengur raunverulegar þarfir verkalýðsins og sinnti því helst að gæta eigin hags). Þetta leiddi til að atkvæðamestu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar urðu hörðustu gagnrýnendur hinnar hreinu vinstri stjórnar. Eins geggjað og það nú hljómar. Og þegar kom að kosningum kom í ljós að þessir tveir flokkar, VG og Samfylkingin, höfðu hvað minnstan hljómgrunn meðal verkalýðsins og lágstéttanna. Þessir tveir vinstri flokkar voru í raun einu flokkarnir sem ekki höfðu í vopnabúri sínu haldbæra gagnrýni á ríkjandi skipulag; sem þó hafði fallið með braki og brestum yfir alþýðu landsins. Kosningasigur Framsóknar (sirka 8 prósent umfram eðlilegar væntingar) og fylgi lukkuriddaraframboða (sirka önnur 8 prósent) má rekja til að þessi framboð náðu talsambandi við verkafólk, alþýðu, lægri hluta millistéttarinnar og lágstéttirnar; fólk sem stundum er kallað „venjulegt fólk“. Og það var ekki aðeins þessi fylgissveifla (sirka 16%) sem breytti pólitíska landslaginu; heldur höfðu þessi framboð áhrif á alla umræðu langt út fyrir endanlegt fylgi sitt. Þegar komið var fram á kjördag höfðu í raun allir flokkar tekið upp stefnumál þeirra um endurreisn þjóðfélagslegs réttlætis með niðurgreiðslum á lánum heimilanna á kostnað óskilgreindra útlendinga.

Nýja hægrið stal senunni Þessi staða er ekki séríslensk. Þvert á móti er hún einkenni pólitísks ástands í Evrópu og víðar á Vesturlöndum. Hefðbundnir vinstriflokkar hafa misst tengsl sín við verkalýðinn/alþýðuna/lágstéttirnar eftir margra áratuga aðlögunarferli við millistéttina – sem kalla má hina ímynduðu millistétt; því á sama tíma og pólitísk átök (eða uppboð og hrossakaup) fóru fram á heimavelli millistéttarinnar; þá var grafið svo undan fjárhagslegu sjálfstæði þessa hóps að á eftir sat hann með lakari kjör en nokkru sinni og mörg tonn af skuldum sem hann hafði safnað upp til að geta staðið undir væntingum sínum um lifistandard við hæfi. Það er erfitt að þekkja í sundur hefðbundna vinstriflokka og klassíska hægri flokka í evrópskum stjórnmálum. Hver er munurinn á frjálslyndum, íhaldsmönnum eða Verkamannaflokknum breska? Eða Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni? Eftir Hrun virka þessir flokkar allir samsekir í augum hins „venjulega fólks“. Þeir eru allir tilbúnir að verja það kerfi sem í raun leiddi til Hrunsins. Eina virka andstaðan gegn kerfinu sem hrundi kemur frá nýja róttæka hægrinu; flokkum sem spila á andúð gegn alþjóðavæðingu, innflytjendum, efnafólki og elítunni. Gagnrýni þessara flokka hefur fengið mikinn hljómgrunn meðal „venjulegs fólks“; fyrst og fremst vegna þess að þetta er iðulega eina erindið sem beint er til „venjulegs fólks“. Aðrir flokkar eru uppteknir að tala við hærra sett fólk. Þessi hljómgrunnur hefur ekki aðeins skilað sér í fylgisaukningu öfgahægriflokka á Norðurlöndum, Hollandi, Austurríki, Bretlandi og víðar; heldur hefur jaðarstaða þessara flokka meðal alltof keimlíkra flokka á pólitíska sviðinu; gefið stefnumálum þeirra svo mikið vægi að hefðbundnir hægri- og miðflokkar hafa tekið upp lykilmál þeirra; til dæmis andstöðu við innflytjendur og alþjóðlegt samstarf. Nú er rætt um sameiningu Samfylkingar og Vinstri grænna. Ef sú sameining á ekki að verða eins og sameining tveggja gjaldþrota fyrirtækja; þurfa fylgjendur flokkanna að horfast í augu við að þeir hafa misst sess sinn sem helstu gagnrýnendur ríkjandi skipulags og helstu hvatamenn að auknu réttlæti til handa „venjulegu fólki“. Ef sameinaður flokkur á að geta endurheimt þennan sess þarf hann að gera upp við afleiki fortíðarinnar og ná að endurskapa vinstrið þannig að það nái að þjóna hagsmunum verkalýðsins og alþýðunnar á ný. Því stjórnmál á Vesturlöndum munu á næstu árum snúast um stéttarátök sem aldrei fyrr.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


TOYOTA KYNNIR

EGILL &MOSES HIGHTOWER 60 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR

LAUGARDAGINN 26. OKTÓBER Í ELDBORGARSAL HÖRPU SÉRSTAKIR GESTIR

HÖGNI OG LAY LOW MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAGINN KL. 12!

Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050.


56

dægurmál

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 Í takt við tÍmann anna Rut aRnaRdóttiR

Get alltaf borðað pítsu

Anna Rut Arnardóttir er tvítugur Selfyssingur sem leikur í nýrri Spotify-auglýsingu Símans. Anna Rut dúxaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands um síðustu jól með 9,4 í meðaleinkunn og er að hefja nám í vélaverkfræði. Hún spilar á fiðlu og fór á sína fyrstu Þjóðhátíð í sumar. Staðalbúnaður

Ég var að flytja í bæinn og því er fremur lítið í fataskápnum akkúrat núna. Mest af fötunum þar hef ég fundið á flóamörkuðum, Rauða kross búðinni og fleiri stöðum. Það eru aðal búðirnar. Ef ég kaupi mér einhver tískuföt þá geng ég oftast voða lítið í þeim, ég veit ekki af hverju. Ég hugsa að að megi segja að ég klæði mig frekar „kasúal“ en annars fer það eiginlega bara eftir veðrinu. Ég er mjög lítið fyrir fylgihluti, þeir eru eiginlega bara fyrir.

Hugbúnaður

Ég fór í partí fyrir nýnema á föstudaginn en annars er ég ekki orðin mjög sjóuð í skemmtanalífinu. Mér finnst mjög fínt að fara út að skokka og ég ætlaði að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. En svo gafst ég upp á því þegar ég sá veðurspána. Ég ætlaði að hlaupa tíu kílómetra en hefði örugglega gefist upp á leiðinni. Ég var í ræktinni á Selfossi og hef verið að hugsa um að kaupa kort hér í bænum. En ég er ekki á bíl svo ég þyrfti þá að hjóla eða taka Strætó þangað. Ég

tek kannski bara hnébeygjur á ljósum í staðinn. Eina sjónvarpsstöðin sem ég er með núna er RÚV. Ég er með Dexter í tölvunni en fannst það pínu subbulegir þættir á köflum, ég á samt kannski eftir að koma mér betur inn í þá.

Vélbúnaður

Ég er með iPhone eins og meirihluti þjóðarinnar. Ég nota hann nú mest til að tala í hann og fara á netið en það er líka gott að taka myndir á hann, maður þarf ekki lengur að eiga myndavél. Jú, svo nota ég hann líka fyrir Facebook, Instagram og Snapchat. Og Pinterest, það er mjög skemmtilegt. Ég á líka Mactölvu, hvíta. Hún er fjögurra ára en ennþá mjög fín.

Aukabúnaður

Ég hef mjög gaman af matreiðsluþáttum. Ég elda alveg líka, eða reyni alla vega að elda eitthvað, en ég hef meira gaman af því að skoða mat. Þegar ég borða úti fer ég yfirleitt á pítsustaði. Ég get alltaf borðað pítsu. Ég tók sjötta stigið á fiðlu í fyrra og langar að klára áttunda stigið. Ég veit ekki hvernig það á eftir að ganga meðfram náminu. Auk fiðlunnar hef ég áhuga á tísku og hönnun og mér finnst gaman að sauma. Í sumar fór ég á mína fyrstu Þjóðhátíð og það var mjög skemmtilegt. Ég fór líka í eina veiðiferð með pabba. Við veiddum í Ljótapolli rétt hjá Landmannalaugum og ég fékk einn urriða í lokin, þegar ég var alveg að gefast upp. Uppáhalds staðurinn minn er Gjáin í Þjórsárdal, það er algjör ævintýrastaður.

 appafenguR

Relaxing Sounds of Nature Sumum finnst fátt þægilegra en að sofna við hljóðið í rigningunni lemja húsþakið. Þeir sem eiga snjallsíma geta nú sofnað við rigninguna þó engin rigning sé. Appið Relaxing Sounds of Nature býður upp á fjölda hljóða sem róa hugann, hvort sem er fyrir svefn eða bara til að gleyma annríki hversdagsins. Ég nota svokallaða Lite útgáfu sem er ókeypis en einnig er hægt að kaupa útgáfu með enn fleiri möguleikum. Meðal hljóða sem eru í minni útgáfunni eru hljóð í engisprettum, umhverfis- og dýrahljóð úr skógi á Englandi, frumskógarhljóð frá Tælandi, lestarhljóð, hjartsláttur og drungalegt hljóð í yfirgefnu sjóræningjaskipi. Hægt er að blanda hljóðum saman og búa til svokallaðan play-lista. Ég nota appið stundum til að sofna og þá stilli ég hvenær ég vil að slökkt verði á hljóðinu, hvort sem ég vil láta það gerast eftir 15 mínútur eða tvö klukkutíma. Þá er einnig innbyggð vekjaraklukka og þá er hægt að velja hljóð til að vakna við sem eru öllu notalegra en hávært píp í vekjaraklukku. Þetta app er fyrir iPhone en sambærileg öpp eru til fyrir Android- og Windows-síma. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Falleg hönnun er góð gjöf

Opnunartími Mán-fös 10:00-18:00 Laugardaga 10:00-18:00 Sunnudaga 13:00-17:00

www.hrim.is

H ö n n u n a r h ú s Laugavegi 25 - S: 553-3003


w

EYRi | REYKJaVíK | aKuREYRi | REYKJaVíK | aKuREYRi i | REYKJaVíK | aKuREYRi | REYKJaVíK | aKuREYRi | REYKJaVíK | aKuREYRi | REYKJaVíK

Lifðu Lífinu þægiLega!

«

«

Hinn eini sanni! LA-Z-BOY er hágæða vörumerki, þar sem

tiLBoð á StóLum frá La-z-Boy

þægindi, notagildi og ending fara saman. Upplifðu hvíld á nýjan hátt og færðu þægindi inn á þitt heimili með LA-Z-BOY. LA-Z-BOY er eini stóllinn í heiminum sem hefur 18 mismunandi hægindastillingar. LA-Z-BOY er skrásett vörumerki og fæst

«

eingöngu í Húsgagnahöllinni.

59.990 fulltVERÐ: 89.990

utaH La-z-boy stóll. áklæði tveir litir. B:78 D:75 H:103 cm.

139.990

79.990

fulltVERÐ: 159.990

fulltVERÐ: 99.990

andERson La-z-boy stóll. áklæði tveir litir. B:80 D:80 H:104 cm.

aspEn La-z-boy stóll. Svart, vínrautt, brúnt eða ljóst leður. B:85 D:80 H:101 cm.

159.990 fulltVERÐ: 179.990

HaRbouR town La-z-boy stóll. Svart, brúnt, kremlitt leður. B:70 D:70 H:102 cm.

«

pinnaclE La-z-boy stóll. Svart, ljóst eða brúnt leður. B:80 D:85 H:104cm.

fuLL Búð af nýjum StóLum frá La-z-Boy

«

159.990 .990 fulltVERÐ: 179.990

HúsgagnaHöllin • B í l d s h ö f ð a 2 0 • o g Dalsbraut 1 • Akureyri o p i Ð Virka

Reykjavík •

opiÐ

– fyrir lifandi heimili –

Virka daga 10-18, laugard. 11-17 og sunnud. 13-17

daga kl 10–18 og laugardaga 11-16

Eitt símanúmER

558 1100


58

dægurmál

Helgin 30. ágúst-1. september 2013

 nýSkÖpun kúla inventionS leitar fjárfeSta á k arolina fund

Umfjöllun í vinsælum tæknifjölmiðlum Hjá frumkvöðlafyrirtækinu Kúla Inventions hefur á undanförnum árum verið unnið að þróun þrívíddarbúnaðar sem kallast Kúla Deeper og er festur á myndavélar. Nú er þeirri vinnu lokið og er stefnt að framleiðslu á næstu mánuðum. Því leitar Kúla nú fjárfestingarstyrkja á vefsíðunni Karolina Fund. Að sögn Írisar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Kúlu, er hægt að styrkja framtakið með allt frá fjórum evrum og upp í eitt þúsund og fimm hundruð

evrur. „Í staðinn fær fólk þrívíddarkort, þrívíddargleraugu og upp í nokkur stykki af Kúla Deeper búnaðinum. Fyrstu hundrað sem styrkja um fimmtíu og níu evrur fá búnaðinn í staðinn.“ Á undanförnum dögum hefur Kúla Deeper búnaðurinn fengið gríðarlega góð viðbrögð og umfjöllun í virtum tæknimiðlum svo sem á Tech Crunch, Wired og Gizmodo. „Það er ómetanlegt að fá umfjöllun í þessum miðlum núna þegar fjárfest-

ingarferlið stendur yfir. Eiginlega eins og að vinna í lottói,“ segir Íris. „Bloggarar og minni tæknisíður taka efni af þessum síðum svo umfjöllunin er strax kominn víða á netinu.“ Íris segir ávinninginn af umfjöllun í þessum miðlum strax áþreifanlegan. „Þegar Kúla Deeper var slegið inn á Google á miðvikudag komu upp um fjögur þúsund síður og eftir hádegi á fimmtudag var fjöldinn orðinn rúmlega níu þúsund.“ -dhe

Síðasta holl listamanna sem kemur fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í ár var kynnt í vikunni. Alls munu 215 listamenn koma fram á hátíðinni að þessu sinni, þar af 61 erlend sveit. Af íslenskum nöfnum sem bæst hafa í hópinn má nefna Ásgeir Trausta, Sykur, Pétur Ben, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Láru Rúnars, Skepnu, Dísu, Jan Mayen og Mono Town. Stærsta nafnið í erlendu deildinni sem kynnt var í vikunni er kanadíska pönkbandið Fucked Up, breska hljómsveitin Money, Nite Jewel og Jagwar Ma. Nánari upplýsingar um listamennina má finna á heimasíðu Airwaves en þar fer einnig fram miðasala. Örfáir miðar eru eftir. Hátíðin er haldin um mánaðamótin október/nóvember.

Ásgeir Trausti á Airwaves

Ný mynd Sofie á Riff Tvær nýjar og spennandi danskar myndir verða sýndar á Riff-kvikmyndahátíðinni sem hefst 26. september. Annars vegar er þar um að ræða sálfræðitryllinn I lossens time með leikkonunni Sofie Gråbøl sem flestir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Glæpnum, Forbrydelsen. Hins vegar er það Spies og Glistrip, leikin mynd um vináttu tveggja kunnra Dana; Mogens Glistrup, lögfræðings sem leiddist út í stjórnmál og hins umdeilda „ferðakóngs“, milljónamærings og kvennabósa, Simon Spies.

Með Kúla Deeper búnaðinum er hægt að taka þrívíddarmyndir með venjulegum myndavélum.

 SamfélagSmál Heimildarmynd um Örlyg aron SturluSon

Saga Ölla hreyfir við öllum H Körfuknattleiksmaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum í byrjun árs 2000, aðeins átján ára gamall. Örlygur spilaði með Njarðvík og þótti einn sá efnilegasti í sinni grein. Á miðvikudag í næstu viku verður heimildarmyndin Ölli frumsýnd í Sam-bíóunum og í tilefni af því hefur fjölskylda hans stofnað Minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn sem minna mega sín til íþróttaiðkunnar.

Móður Ölla fannst kjörið að nýta tækifærið og heiðra minningu sonar síns með því að láta eitthvað gott af sér leiða í hans nafni.

eimildarmyndin Ölli í leikstjórn Garðars Arnars Arnarsonar verður frumsýnd í Sam-bíóunum miðvikudaginn 4. september og fjallar hún um ævi körfuknattleiksmannsins Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum i byrjun árs 2000, aðeins átján ára gamall. Í tilefni af myndinni hefur fjölskylda Ölla stofnað minningarsjóð sem hefur það að markmiði að styrkja börn frá efnalitlum fjölskyldum til íþróttaiðkunnar. Í stjórn sjóðsins eru Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður, Margrét Sanders framkvæmdastjóri Deloitte og Halla Heimisdóttir, íþróttaog lýðheilsufræðingur. Verndari sjóðsins er Þorgrímur Þráinsson. Að sögn Maríu Rutar Reynisdóttur, umsjónarmanns sjóðsins, fæddist hugmyndin um sjóðinn þegar Garðar Örn hafði samband við móður Örlygs, Særúnu Lúðvíksdóttur, og bað um að fá að gera um hann heimildamynd. „Henni fannst kjörið að nýta tækifærið og heiðra minningu sonar síns með því að láta eitthvað gott af sér leiða í hans nafni.“ María segir jafnframt að á Íslandi sé vaxandi fátækt og að sumar fjölskyldur hafi ekki efni á að greiða æfingagjöld barna sinna né kaupa nauðsynlegan búnað til íþróttaiðkunar. Styrkir úr Minningarsjóði Ölla verða veittir í gegnum félagsþjónustu bæjarfélaga og eftir öðrum viðurkenndum leiðum. „Kennarar, þjálfarar og aðrir geta einnig komið ábendingum til sjóðsins,“ segir María. Áætlað er að úthluta úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári, á haustin og eftir áramót og að hafa jafnvel aukaúthlutun fyrir sumarið þegar leikjanámskeið og keppnisferðalög standa yfir. Síðar í haust stendur til að halda styrktartónleika og skemmtilegan íþróttaviðburð á vegum Minningarsjóðsins. Garðar Örn, leikstjóri myndarinnar, þekkti Örlyg heitinn ekki í lifanda lífi en fékk hugmynd að gerð myndarinnar þegar minningargrein var endurbirt á vef körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur árið 2012. „Saga Ölla hreyfir við öllum og ég vildi fá að segja hana til að fólk fengi að kynnast honum betur. Sjálfur var ég búinn að heyra margar sögur af honum og langaði að koma þeim í kvikmyndaform og halda minningu hans á lofti.“ Að sögn Garðars er kvikmyndin eins og ævisaga á myndrænu formi og fjallar bæði um Ölla sem körfuboltamann og persónu. „Nú er ég

Frá sextán ára aldrei lék Örlygur Aron Sturluson með meistaraflokki UMFN og hampar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 1998. Ljósmynd/Halldór Rósmundur

búinn að vinna að myndinni í eitt og hálft ár og viða að mér miklu af verðmætu efni og taka viðtöl við fjölskyldu hans, vini, ættingja og fólk úr körfuboltanum á Íslandi og hef kynnst Ölla í gegnum það ferli. Hann var ótrúleg manneskja,“ segir Garðar. Þegar Örlygur var aðeins sextán ára gamall byrjaði hann að leika með meistaraflokki UMFN og vakti strax athygli fyrir mikla hæfileika og vann sér sæti sem leikstjórnandi og átti stóran þátt í því að liðið hampaði Íslandsmeistaratitli í lok keppnistímabilsins. Hann var valinn í A-landslið Íslands sumarið 1999 eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum í eitt ár við nám. Hann spilaði þrjá leiki með landsliðinu. Nánari upplýsingar um Minningarsjóðinn og kvikmyndina má nálgast á Facebook-síðunum facebook. com/olli og facebook.com/ minningarsjodurolla. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Minningarsjóður Ölla Hægt er að styrkja Minningarsjóð Ölla með framlögum inn á reikning númer 0322-26021050. Reikningurinn verður í fjárvörslu Deloitte ehf., og er kennitalan 521098-2449.


Er til betra námstæki? Batterí sem endist í allt að 12 klst. Þarf að segja eitthvað meira?

MacBook Air 11”

MacBook Air 13”

frá 174.900 kr.

frá 204.900 kr.

S KÓ L AT I L B O Ð

S KÓ L AT I L B O Ð

Fjórða kynslóð Intel örgjörva. Nýtt Wi-Fi (802.11ac). Hraðari flash gagnageymsla.

Einkahúmor.is

Fullt af spennandi aukahlutum. Komdu og fiktaðu.

Wahoo BlueHR

iPhone 5

Phillips Hue þráðlaust ljósakerfi

frá 109.900 kr.

44.900 kr.

Þráðlaus púlsmælir f. iPhone 4S og 5

Opið

mán. - mið. 10-18.30 fim. 10-21 fös. 10-19 lau. 10-18 sun. 13-18

jónusta, gó ðþ

agsleg ábyr fél

erð og sam ðv

Apple TV 21.900 kr.

frá 13.990 kr.

566 8000 istore.is

í Kringlunni

Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og faglega þjónustu. Að auki renna 1000 kr. af hverju seldu tæki í styrktarsjóð sem úthlutar hreyfihömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... ... fær Alfreð Finnbogason sem heldur uppteknum hætti og raðar inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Einar LövdahL GunnLauGSSon

AFMÆLISTILBOÐ!

Í TILEFNI AF 26 ÁRA AFMÆLI RÚMFATALAGERSINS BJÓÐUM VIÐ UPPÁ KAFFI, KLEINUR OG SAFA Í ÖLLUM VERSLUNUM OKKAR LAUGARDAG OG SUNNUDAG! TILBOÐIN GILDA TIL 04.09.2013 ST ÁFÖ NA DÝ YFIR

SPARIÐ

25.000

Óhræddur við að bera ábyrgð Aldur: 22 ára Maki: Heiðdís Inga Hilmarsdóttir Börn: Barnlaus en undir mikilli pressu að eignast hund. Foreldrar: Gunnlaugur Sigfússon læknir og Jóhanna Lövdahl námsráðgjafi. Menntun: Stúdent frá MR. Er hagfræðinemi við HÍ með íslensku sem aukagrein. Áhugamál: Tónlist, íþróttir, bókmenntir, frumkvöðlastarfsemi og fólk almennt. Fyrri störf: Þjálfari hjá yngri flokkum KR í fótbolta, leikskólinn Hagaborg og blaðamaður hjá Monitor. Stjörnumerki: Fiskarnir. Stjörnuspá: Þú átt það til að greina hlutina í öreindir. Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Illu er best af lokið.

STÆRÐ: 120 X 200 SM. ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

FULLT VERÐ: 79.950

54.950

E

inar er æðislegur litli bróðir og ótrúlega duglegur og ljúfur,” segir Eva Ýr Gunnlaugsdóttir. „Ég hef aldrei séð hann reiðan nema í fótbolta þegar hann var yngri. Þá gat hann stundum orðið reiður og æstur. Einar er mjög metnaðargjarn og óhræddur við að bera ábyrgð og er alveg einstaklega skemmtilegur. Ég held að öllum finnist gott að vera í kringum Einar.“

FÆTUR OG BOTN FYLGJA aNGEL dREaM aMERísK dýNa Frábær amerísk dýna á ótrúlegu verði með áfastri yfirdýna úr hágæða svampi. Fætur fylgja með. Vnr. 8880000260

26

SPARIÐ

5000 AF SÆNG

ÁRA

35% AFSLÁTTUR

Einar Lövdahl hefur verið ráðinn ritstjóri Stúdentablaðsins fyrir skólaárið 2013 til 2014.

KRONBORG LUX aNdadúNsæNG Gæðasæng fyllt með andadúni og smáfiðri. Bómullaráklæði og snúrukantur. Þyngd: 900 gr. Má þvo við 60°C. Stærðir: 135 x 200 sm. 14.950 nú 9.950 135 x 220 sm. 16.950 200 x 220 sm. 24.950 Vnr. 4018850

PLUS ÞÆ G IN D I & GÆÐI

135 X 200 SM. FULLT VERÐ: 14.950

FULLT VERÐ: 1.995

1.295

ZENNa, ZOE OG ROsa sæNGURvERasEtt Flott sængurverasett úr 100% polymíkrófíber. Stærð: 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm. Vnr. 1224450, 1224490, 1224460

ST ÁFÖ NA DÝ YFIR

SPARIÐ

15.000

90 X 200 SM. FULLT VERÐ: 49.950

34.950

FULLT VERÐ: 14.950

33% AFSLÁTTUR

Koddi 50 x 70 sm. 3.995

9.950

9.995

23% AFSLÁTTUR

FULLT VERÐ: 16.950

12.950

RICHMONd NáttBORð Fallegt, hvítt náttborð á frábæru verði! Vnr. 3674076

PLUs B12 JUBILæUM dýNa Miðlungsstíf dýna með 250 pokagormum pr. m2. Innifalið í verði er 4 sm. þykk og góð yfirdýna. Slitsterkt áklæði úr polyester/ polypropylene. Grindin er úr sterkri, ofnþurrkaðri furu. Verð án fóta. Fætur verð frá: 5.995

FOCUs GEstaRúM Góð lausn er gest ber að garði. 10 sm. þykk dýna með BONNELL gormum. Stærð: B80 x L190 sm. Vnr. 3005300

www.rumfatalagerinn.is


ÓKEYPIS

Leikárið er hafið! ÓKEYPIS

ÓKEYPIS


Kæru leik húsg esti r. Nýtt leikár er ha fið af fu llu m kr af ti. Það er í senn metnaða rf ul lt, áleitið og fjörleg t. Fjölbrey tn in he fu r sjalda n veri ð mei ri: Stórfeng með ferskr i ná lg leg klassí k un þa r sem velt er upp gr undval spurni ng um um la r­ lífið sem öl lu m ky nslóðu m er na að íg ru nda. Ísle uðsy nleg t nskr i leik ritu n er gert hátt undi erlend verk og kr r höfði, ný af tm ik la r stórsý ni ngar eiga si nn Færr i komust að sess. en vi ldu á Mýs og men n og Mar síðastliðin n vetu y Poppins r. Nú gefst ný tt tæki færi ti l að stórfenglegu sý sjá þessar ni ngar. Ok ku r er það m ik il ánægja að he fja metnaða rf ul starf sem marka lt fræðslu­ r tí mamót. Mar km iðið er að op en n frekar fy ri na leik húsið r un gu fólk i og glæða áhuga á leik lista ri nnar leynda rdómum . Leik húsið er m an nbæta nd i, þa tæki færi ti l að r gefst ok ku r horfast í augu vi ð ok ku r sjál f, up kenndi na og ja fn pl ifa sa m­ vel að sjá heim in n í ný ju ljósi. Þá er u það ei nn ig tíði nd i að Le ik féla g Reykjav starfsem i í m ið ík ur hefu r á ný bænu m, ja fn fram t þv í að sý na í Bo húsi nu. Hús Be rgarleik­ rn hörðu A lba ve rður í Ga m la bí sý ni ngar geti ha ói svo vi nsæla r ld ið áfra m á St óra sv iðinu. Hið hús lifna r við á sögu fræga ný með mag naðr i stórsý ni ng u. Við er um fu ll ti lh lökk unar fy ri r ný tt leikár og að ta ka þátt í tö bjóðum þér fr unum. Best er auðv itað að slás þúsu nd kortages t í hóp el lefu ta og eiga þa nn ig ör uggt sæti í al la n vetu r. Verið hjar ta nleg a velkom in í Bo rgarleik húsið og Ga m la bíó.

leikhússtjóri Borga

Diskurinn á leiðinni!

Það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum um diskinn með tónlistinni úr Mary Poppins og nú verður hann loksins fáanlegur í miðasölunni og fjölmörgum verslunum frá og með mánudegi. Tryggðu þér eintak!

rleikhússins

Leiðin liggur íÁskriftarkort: Borgarleikhúsið Fjórar sýningar að eigin vali á aðeins 13.900 kr.

or t tark yngri f i r Ásk ára og r 25 fyri

r. k 0 9.00

Með áskriftarkorti færð þú:

• 30% afslátt af miðaverði • Öruggt sæti á þær leik- og danssýningar sem þig langar að sjá • Betri kjör á gjafakortum og viðbótarmiðum • Afslátt af varningi sem seldur er í miðasölu • Afslátt af menningarviðburðum hjá samstarfsaðilum Borgarleikhúsið | Listabraut 3 | Miðasala 568 8000 | borgarleikhus.is


Veldu núna! ný Epískur tón-sjónleikur

st Ný kynslóð, nýir tímar, nýr Hamlet

Frumsýnt 4. október

st Rokkið tekur yfir Borgarleikhúsið Frumsýnt í lok mars

Frumsýnt um áramót

li

Ertu nógu hræddur? Frumsýnt 16. nóvember

li Er framtíðin okkar?

st Hin fullkomna skemmtun

li Hvernig er að vera eða vera ekki...

st Kraftur og mýkt sem snertir

Frumsýnt 19. október

Frumsýnt í byrjun apríl

Sýningar hefjast í maí

Sýningar í október og febrúar

st Súperkallifragilistikexpíallídósum! Sýningar hefjast á ný í september

st Engir leikarar, enginn texti ... Frumsýnt í lok maí

Á fyri skrifta r 25 ára rkort og y ngr i

9.00 0

Frumsýnt í lok janúar

13

r. k 0 . 90

Frumsýnt í lok febrúar

st Meistaraverkið aftur á fjalirnar

li Hver stýrir þessu skipi?

Sýningar hefjast á ný í október

Frumsýnt í lok mars

ný Ástin, dauðinn ... og allur sá djass

ný Bestu vinkonur barnanna í hátíðarskapi

li Sannkallað listaverk

Frumsýnt 16. nóvember

or t iftark igin vali r k s Á r að e in g a n ý s 4

ný Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla st Hjartnæm spennusaga

li Fyrsta leikrit í heimi sem gerist í Kópavogi Frumsýnt í byrjun febrúar

kr.

Frumsýnt í apríl

Sýningar hefjast á ný í september

Borgarleikhúsið | Listabraut 3 | Miðasala 568 8000 | borgarleikhus.is

gb Sígilt verk Lorca Frumsýnt 18. október í Gamla bíói


Opið hús á laugardag! Frábær dagskrá og uppákomur út um allt Borgarleikhús milli kl. 13 og 16 Mary Poppins og Íslenski dansflokkurinn á Stóra sviðinu Skoppa og Skrítla í forsal Rautt, Lalli töframaður og Sönglist á Litla sviðinu Opnar æfingar á Jeppa á Fjalli, Húsi Bernhörðu Alba og Óskasteinum Skoðunarferðir um töfraveröld leikhússins Myndatökur með Skoppu og Skrítlu, Mary Poppins, Bert og sóturum Tæknifikt, búninga- og hárkollumátun Ratleikur, blöðrur og happdrætti Ljúfir leikhústónar, kaffi og ilmandi vöfflur í forsal

Verið hjartanlega velkomin í Borgarleikhúsið!

FÍTON / SÍA

568 8000 | borgarleikhus.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.