30. desember 2011

Page 1

Stjörnur ársins 2011 ÓKEYPIS ÓKEYPIS

úttekt 26 30. desember 2011-1. janúar 2012 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 52. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Gleðilegt ár ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Teikning/Hari

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Við höfum opið um áramótin

Gleðilegt nýtt ár Opið gamlársdag: kl. 8–18 í Lágmúla kl. 8–18 á Smáratorgi

Opið nýársdag: kl. 10–1 í Lágmúla kl. 9–24 á Smáratorgi

ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 57448 11/11

– Lifið heil

www.lyfja.is


2

fréttir

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

 Bank akerfið Tvö þúsund manns hafa misst vinnuna á þremur og hálfu ári

Árið bankamönnum hið erfiðasta frá hruni Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is

V

ið sem fylgjumst með bankakerfinu héldum að 2010 yrði erfiðasta árið innan bankanna en reynslan er að árið 2011 hefur verið það erfiðasta,“ segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF. Ástæðan er að svo langan tíma hefur tekið að koma með sameiginlegar lausnir vegna skuldavanda heimila. Þetta hefur seinkað uppgjöri um allt að einu ári. „Ýmsir stjórnmálamenn voru að

lofa upp í ermina á sér um að það þyrfti að gera meira fyrir heimilin og að það yrði nú jafnvel gert. Þeir jafnvel hvöttu fólk til þess að leita ekki lausnanna,“ segir Friðbert. Hann býst ekki við uppsögnum á komandi ári því þær sem hafa verið í aðdraganda jóla í Arion og Byr-hluta Íslandsbanka. „Nei, ég held ekki. Álagið á starfsmenn fjármálafyrirtækja hefur vaxið svo mjög auk þess sem bankakerfið er komið niður í þá stærð sem það var árin 1990 til 2004. Fjöldi starfsmanna er svipaður og var

þá; innan við fjögur þúsund. Þeir voru 6.000 í byrjun árs 2008.“ Þegar Friðbert lítur til ársins 2012 segir hann að enn verði mikið um úrvinnslu vegna skuldsettra heimila og fyrirtækja. „Því starfi er engan veginn lokið. Það er að koma að þeim hópi sem fékk enga lausn, þessum meðal Jóni og Gunnu.“ Friðbert telur einnig að ólíklegt sé að felldar verði niður skuldir. Aðrar lausnir, eins og að setja fjárhæðir á biðreikninga og skoða í fyllingu tímans, sé líklegri leið. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri SSF.

 Bækur Velta á bók amark aði

Lítilsvirðing við starfsfólk Deloitte „Dylgjur,“ segja bæjarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna um orð Gunnars I. Birgissonar og Aðalsteins Jónssonar, Sjálfstæðisflokki, þess efnis að Deloitte sé hirðendurskoðandi flokkanna. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, lýsir furðu sinni á ummælum þeirra Gunnars og Aðalsteins sem segja einnig að tilboð Deloitte í endurskoðun ársreikninga bæjarins sé svo lágt að annað hvort verði skoðunin nær engin eða að Deloitte stóli á önnur verk hjá bænum í staðinn. Þorvarður bendir á að Deloitte sé eitt stærsta fyrirtækið í Kópavogi, með 230 starfsmenn. „Mér finnst þetta lítilsvirðing við starfsfólk okkar, sem að margt hvert býr í Kópavogi,“ segir hann og leggur áherslu á að Deloitte setji engin skilyrði um önnur verk háð þessu. „Við buðum í verkið. Við höfum þekkingu á því sem við erum að gera og vitum hvað við erum að bjóða í,“ segir hann en Deloitte bauð 27 prósent af áætluðum kostnaði í verkið. - gag

Hlífðargleraugu á alla Gamla árið verður kvatt með flugeldum að vanda. Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna, helsta tekjuöflun þeirra, eru 110 víða um land og þar af 36 á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess selja íþróttafélög og fleiri flugelda. Það verður því væntanlega mikil litadýrð á himni þegar árið 2011 kveður og 2012 tekur við. Rétt er þó að fara að öllu með gát til þess að koma í veg fyrir slys. Í grein sem Gunnar Stefánsson, sviðstjóri björgunar- og slysavarnarsviðs Landsbjargar, birtir í Víkurfréttum bendir hann á að varlega þurfi að fara og leggur áherslu á að farið sé eftir leiðbeiningum. Skothólkar þurfa að vera öruggir og alls ekki má gleyma hlífðargleraugum og ullar- eða skinnhönskum. Gildir það jafnt fyrir unga sem aldna. - jh/Ljósmynd Landsbjörg

Hundruð íslenskra kvenna gætu átt bótarétt á lýtalækna sína Lýtalæknar sem hafa notað sílikonpúða við brjóstastækkanir frá franska framleiðandanum PIP ætla að senda þeim 400 íslensku konum sem bera fyllingarnar bréf með upplýsingum og ráðgjöf um hvað þær þurfi að gera í kjölfar þess að upplýst var um að fyllingarnar stæðust ekki gæðapróf. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir ríkari ábyrgð lagða á dreifingaraðila, sem eru læknarnir í þessu tilfelli,, hér á landi en í Evrópusambandinu. Lög um skaðsemisábyrgð geri líklega læknana ábyrga fyrir gölluðu sílikonpúðunum. Frönsku fyllingarnar hafa verið notaðar hér á landi í um tvo áratugi. Þær voru teknar af markaði í Evrópu í maí 2010 þar sem framleiðandinn notaði annað efni og lakara en það sem hann hafði fengið vottað. Þetta kemur fram á vef landlæknisembættisins. - gag

Tíu söluhæstu veltu hálfum milljarði Gríðarleg velta var í kringum söluhæstu bækur ársins. Könnun Fréttatímans leiðir í ljós að þær hafi selst í rúmlega 135 þúsund eintaka og að heildarsala hafi numið um fimm hundruð milljónum.

T

íu söluhæstu bækur ársins 2011 veltu um hálfum milljarði samkvæmt úttekt Fréttatímans. Bækurnar tíu seldust í um 135 þúsund eintökum en aldrei áður hafa þrjár bækur selst í yfir tuttugu þúsund eintökum á einu ári. Yrsa Sigurðardóttir, Arnaldur Indriðason og Jonas Jonasson eru sigurvegarar bókaársins 2011 samkvæmt heildarsölulista Félag bókaútgefenda. Allir rithöfundarnir þrír seldu meira en tuttugu þúsund eintökum af sínum bókum. Yrsa gerði sér lítið fyrir og náði toppsætinu því sem Arnaldur Indriðason hefur einokað undanfarin sex ár í það minnsta. Sú bók sem kom mest á óvart var örugglega Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir hinn sænska Jonas Jonasson. Íslenskir bókaunnendur heilluðust af sögunni og rifu bókina út í bílförm-

Mest seldu bækur ársins 1

Brakið Yrsa Sigurðardóttir Veröld

2 Einvígið Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell

3

Gamlinginn Jonas Jonasson JPV

4

Heilsuréttir Hagkaups Sólveig Eiríksdóttir - Hagkaup

5

Stóra Disney köku- og brauðbókin Walt Disney - Edda

6

Málverkið Ólafur Jóhann Ólafsson - Vaka-Helgafell

7

Hollráð Hugos Hugó Þórisson - Salka

8

Hjarta mannsins Jón Kalman Stefánsson - Bjartur

9

Stelpur A-Ö Kristín Tómasdóttir - Veröld

10 Konan við 1000° Hallgrímur Helgason - Mál og menning

um. Ætla má að þessar þrjár bækur hafi einar og sér velt rúmlega 230 milljónum. Bókaforlögin Forlagið (en undir þeirri regnhlíf eru meðal annars útgáfurnar JPV, Mál og menning og VakaHelgafell) og Bjartur/Veröld geta vel við unað. Þau eiga samtals sjö bækur á listanum yfir tíu söluhæstu bækurnar, Forlagið fjórar og Bjartur/ Veröld þrjár. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir í samtali við Fréttatímann að menn þar á bæ séu afskaplega sáttir við útkomu ársins og í sama streng tekur Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Fastir gestir eins og árleg matreiðslubók Hagkaups og matreiðslubók Disney eru ofarlega auk þess sem sálfræðingurinn Hugó Þórisson, sem kom út á vegum Sölku, virðist hafa náð að höfða til kaupenda. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is


ENNEMM / SÍA / NM49629

Íslandsbanki og Byr fagna nýju ári í sameiningu

Viðskiptavinir okkar munu njóta enn betri þjónustu á nýju ári!

Íslandsbanki og Byr hafa nú sameinast undir merkjum Íslandsbanka. Við munum byggja á styrk okkar beggja og leggja enn ríkari áherslu á framúrskarandi og persónulega þjónustu. Þú færð allar upplýsingar um sameininguna á islandsbanki.is eða hjá starfsfólki okkar í næsta útibúi. Við tökum vel á móti þér og hlökkum til að gera góða þjónustu enn betri.

islandsbanki.is | Sími 440 4000


4

fréttir veður

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Væg þíða á gamlársdag Þessa síðustu tvo daga ársins blotnar í þeim snjó sem fyrir er, en lítið nær að leysa. Hins vegar verður stórvarasöm hálka á vegum þegar nær að gera þíðu. Reiknað er með slydduéljum á gamlárskvöld á höfuðborgarsvæðinu og smá blæstri og reyndar víða um land. Einn helst að það nái að birta vel upp á Norður- og Austurlandi. Á nýársdag og jafnvel strax á nýársnótt frystir aftur. Þá er gert ráð fyrir nýjum snjó og éljum vestan- og suðvestanlands. Árið 2012 ætlar að heilsa með vetrarveðráttu á ný. Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin. is

Michelsen_255x50_E_0811.indd 1 Fjárfestingafélag Hannesar gjaldþrota

Fjárfestingafélag Hannesar Smárasonar, FI fjárfestingar ehf, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu sem mbl.is vísar til. Félagið, sem áður hét Fjárfestingafélagið Primus ehf, fékk tvö lán hjá Glitni í lok ársins 2007. Þau lán standa nú í 4,7 milljörðum króna. Í fréttinni kemur enn fremur fram að Hannes gekkst í 400 milljóna króna sjálfsskuldarábyrgð vegna lánanna og fellur hún því á hann þar sem þrotabú félagsins á ekki fyrir skuldum. Héraðsdómur hefur þar að auki staðfest fyrsta veðrétt í atvinnuhúsnæði Hannesar að Faxafeni 12 og fimm sumarbústaðalóðum hans við Illagil í Grafningi. -jh

Viðræður Hreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar Þingmenn Hreyfingarinnar hafa undanfarna daga átt í óformlegum viðræðum við oddvita ríkisstjórnarflokkanna um helstu

Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu

2

5

1

1

1

2

2

4

Einars Sveinbjörnssonar

6

veðurfræðings. Veðurvaktin býður upp á veður-

0

2 1

1 3

þjónustu fyrir einstaklinga,

0

fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur

Snjókoma og hvöss SA-átt, fyrst suðvestanlands, en hlánar á láglendi með rigningu eða slyddu þegar frá líður. Höfuðborgarsvæðið: Hríðarveður í fyrramálið og skafrenningur, en þíða síðdegis og rigning.

áherslumál Hreyfingarinnar í stjórnmálum er lúta að þjóðaratkvæðagreiðslum, persónukjöri og nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Hreyfingarinnar. Þar segir að einnig hafi verið rætt um stefnu Hreyfingarinnar í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, almenna leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar. - jh

S-átt og hiti rétt ofan frostmarks víðast hvar. Skýjað að mestu, síst norðaustanlands og smávægileg úrkoma.

Kólnar aftur með éljum sunnan- og vestantil, en birtir upp norðanlands og austan.

Höfuðborgarsvæðið: Dálítill blástur og skúrir eða slydduél

Höfuðborgarsvæðið: Frystir á nýársnótt og él eða snjómugga lengst af dagsins.

veðri og veðurfari.

Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is

 R annsókn kynferðisbrot innan k aþólsku kirkjunnar

04.08.11 15:48

Þrenn viðskiptaverðlaun Samherji hf hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins árið 2011. Í áramótablaði þess kemur fram að tvö síðustu ár hafi verið Samherja sérstaklega hagfelld og fjárfestingar félagsins í Frakklandi, á Spáni og í Kanada hafa þegar skilað félaginu tekjum. Samherji hefur einnig aukið bein umsvif sín hér á landi, nú síðast með kaupum á ÚA. Skúli Mogensen, eigandi Títan fjárfestingafélags, var valinn viðskiptamaður ársins 2011 af Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins. Skúli leiddi hóp fjárfesta sem standa að baki hinu nýja flugfélagi, WOW-Air. Að mati Frjálsrar verslunar er Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Mannvits, maður ársins 2011 í íslensku atvinnulífi. -jh

Iðunn Angela sagði frá upplifun sinni af kynferðisofbeldi og áreitni innan Landakotsskóla Kaþólsku kirkjunnar í júní.

„Ég vil að brotin verði viðurkennd“ Iðunn Angela Andrésdóttir, sem segir að séra Georg, þá skólastjóri Landakotsskóla, hafi misnotað sig til margra ára þegar hún var barn, vill að Kaþólska kirkjan viðurkenni ofbeldið. Iðunn mætir á fund rannsóknarnefndarinnar á nýju ári. Þó nokkrir bíða fundar með nefndarmönnum.

É Ég var hrædd alla skólagönguna. Ég var með magabólgur og stamaði – var nær mállaus – frá um átta til tólf ára aldurs.

g vil að það verði viðurkennt að þetta [kynferðisofbeldi og áreitni] hafi átt sér stað,“ segir Iðunn Angela Andrésdóttir, sem lýsti í viðtali við Fréttatímann í júní kynferðisofbeldi sem hún upplifði á sjöunda áratugnum af hendi séra Georgs, þá skólastjóra við Landakotsskóla Kaþólsku kirkjunnar. Hún fylgdi í fótspor Ísleifs Friðrikssonar sem um miðjan júní sagði frá því ofbeldi sem hann upplifði innan Kaþólsku kirkjunnar. Iðunn hefur fengið bréf frá rannsóknarnefndinni sem kannar viðbrögð Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi við ásökunum um kynferðisbrot og önnur ofbeldisbrot af hendi fyrrum starfsmanna hennar. Nefndin auglýsti eftir því að þeir sem vildu tjá sig gæfu sig fram við hana fyrir desembermánuð. Nefndin hittir á nýju ári hvern og einn og hlustar á frásagnir þeirra og rök. „Þetta er, á því sem heitir, á þessu viðkvæma stigi,“ segir Hrefna Friðriksdóttir dósent við Háskóla Íslands og nefndarmaður. Þó nokkrir hafa haft samband við nefndina eftir birtingu auglýsingarinnar. „1. desember er svo sem ekki heilagur tími. Ef einhver hefði samband á meðan við erum enn að störfum myndum við eflaust tala við viðkomandi,“ segir Hrefna, sem bendir á að nefndin eigi að rannsaka viðbrögð kirkjunnar þegar kirkjunnar menn fréttu af ásökun-

unum en ekki rannsaka sannleika þeirra. Auk Hrefnu skipa Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, og Hjördís Hákonardóttir nefndina. Hjördís leiðir og á nefndin að skila skýrslu 1. september en getur beðið um frest takist henni ekki að ljúka störfum fyrir tilsettan tíma. Iðunn Angela segir ofbeldið aldrei hafa liðið úr minni sínu. Upplifunin hafi verið ósköp ljót. „Ég var hrædd alla skólagönguna. Ég var með magabólgur og stamaði – var nær mállaus – frá um átta til tólf ára aldurs,“ segir hún. Með ofbeldinu var trúnni rænt frá henni. „Ég er trúuð manneskja en ekki eins og ég var. Ég hef aldrei getað farið í Landakotskirkju eftir þetta.“ Hún er þakklát fyrir að málið hafi komið upp og sé nú skoðað. „Já, ég ætlaði ekki að trúa viðbrögðunum sem ég fékk eftir viðtalið í Fréttatímanum, sem Þóra Tómasdóttir tók, birtist. Ég verð ennþá meyr þegar ég hugsa um allan fallega póstinn sem mér barst.“ Sjá nánar um kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni í fréttaannál á síðu 20. Viðtalið við Iðunni má lesa í eldri blöðum á frettatiminn.is. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is



6 

fréttir

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

dýr averndarsambandið Virkt í starfi

Fráleitt að sofið hafi verið á verðinum Sambandið er góðu sambandi við þá sem sinna dýravelferðarmálum og er virkt í alþjóðlegu samstarfi segir formaðurinn vegna ummæla Árna Stefáns Árnasonar. Dýraverndarsamband Íslands er virkt í starfi. Það var stofnuð árið 1914 og er einu alhliða dýraverndarsamtökin á landinu, segir Ólafur R. Dýrmundsson, formaður sambandsins, vegna ummæla Árna Stefáns Árnasonar lögfræðings í viðtali í Fréttatímanum fyrir viku. Þar sagði Árni Stefán að stórefla þyrfti Dýraverndarsamband Íslands sem hafi sofið á verðinum undanfarin ár. „Það er fyrir neðan allar hellur að

segja að samtökin hafi sofið á verðinum,“ segir Ólafur. Rétt sé að þau hafi áður verið í lægð en undanfarin fjögur til fimm ár hafi þau verið að eflast. Hann segir Dýrarverndarsambandið sinna öllum þeim málum sem Árni Stefán hafi nefnt og reyndar fleirum, en í viðtalinu gagnrýndi Árni Stefán meðal annars meðferð dýra og hæg viðbrögð eftirlitsaðila ef eitthvað bæri út af. „Við erum virk í Dýraverndarráði

og bæði í norrænu og alþjóðlegu samstarfi. Þá erum við í góðu sambandi við einstaklinga, félög og stofnanir sem sinna dýravelferðarmálum,“ segir Ólafur og bendir meðal annars á að hann hafi verið að ljúka þriggja ára kjörtímabili sem forseti Norræna dýravelferðarráðsins. Hann segir fólk gjarnan mega koma sér á framfæri og tíunda eigið ágæti en fráleitt sé að gera það á kostnað annarra, í þessu tilviki félagsskapar sem vinni að

Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík

Invest, sem áður hét BG Capital og varð síðar gjaldþrota. Sérstakur saksóknari hefur, segir enn fremur í fréttinni, til rannsóknar lánveitingar Glitnis banka fyrir hrun; til Baugs, Landic Property og 101 Capital, vegna kaupa á danska fasteignafélaginu Keops. -jh

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Svavar Pálsson sýslumann á Húsavík. Þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 14. október síðastliðinn. Skipað er í embættið til fimm ára, að því er fram kemur í tilkynningu innanríkisráðuneytisins. Auk Svavars sóttu um embættið þau Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður á Akranesi og Þorsteinn Pétursson héraðsdómslögmaður. Svavar hefur starfað hjá embætti sýslumannsins á Húsavík frá árinu 2004 og sem settur sýslumaður þar frá árinu 2009. -jh

101 Capital gjaldþrota 101 Capital ehf, félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu sem mbl.is vísar til. 101 Capital ehf átti fyrir hrun meðal annars hlutabréf í FL-Group, en þær eignir félagsins voru í apríl 2008 færðar yfir í Styrk

Makrílveiðar skiluðu 25 milljörðum Makrílveiðar á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og sköpuðu yfir 1000 ársverk á sjó og landi, að því er sjávarútvegsráðuneytið greinir frá. Á liðnu ári var makríl landað í 28 höfnum en nærri 80 prósent þess afla kom að landi í fimm höfnum, Reykjavík, Vopnafirði, Neskaupstað, Eskifirði og Vestmannaeyjum. Á Austfjörðum kom að landi 55 prósent alls makrílafla, 23 prósent í Vestmannaeyjum og um 8400 tonn eða um 5 prósent komu að landi á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 25 milljarða verðmæti jafngildir um 5 prósentum af öllum útflutningstekjum Íslands. - jh

Ólafur R. Dýrmundsson. Ljósmynd Náttúran.is

alúð að bættri meðferð dýra. „Það er gert innan ramma laga og reglna og áhersla lögð á góða reynslu og greinargóða þekkingu og upplýsingagjöf.“ Ólafur segir Dýraverndarsambandið sinna fyrirspurnum, hvort heldur þær berist símleiðis eða með tölvupósti. Þá hafi sambandið til dæmis haldið mjög gott málþing í októberlok um dýravelferðarlöggjöf. Tímabært hafi verið að efna til þeirrar umræðu þar sem reiknað sé með því að Alþingi afgreiði málið næsta vor. Margskonar lagabætur sem Dýraverndarsamband Íslands og Dýraverndarráð lögðu til komi vonandi fram í væntanlegu frumvarpi og grannt verði fylgst með gangi mála sem fyrr því að um mikið hagsmunamál sé að ræða.jonas@frettatiminn.is

ár amót Dýr eru mjög hr ædd við flugelda

Dýr geta farið sér að voða í „hamförum“ sprenginganna Stór og smá dýr hræðast glampa flugelda og ekki síst sprengihvelli þeirra. Hestar fælast, hundar verða mjög órólegir og kettir fela sig undir rúmum meðan ósköpin ganga yfir. Dýraverndarsamband Íslands vill endurskoðun reglna um meðferð flugelda.

Á

ramótin geta reynst dýrum erfið vegna mikillar og langdreginnar notkunar flugelda og sprengiefna, ekki aðeins á gamlárskvöld heldur einnig töluvert um nokkurra daga skeið

Töfrar Suður-Indlands Sprengidrunur og ljósglampar flugelda áramótanna hræða dýr, bæði stór og smá.

Kerala Örfá sæti laus! Um er að ræða 16 daga ævintýralega ferð með íslenskri fararstjórn þar sem farið verður um fegurstu landsvæði Indlands. Einstakt tækifæri til að kynnast framandi menningu og töfrandi náttúru Kerala-héraðs. Dvalið verður á fjögurra og fimm stjörnu glæsihótelum þar sem gestir njóta dekurs og hvíldar við sundlaugabakkann og ströndina. Auk þess bjóðast jógaæfingar og leiðsögn af ýmsu tagi, má þar nefna Ayurveda spa og aðferðir sem notaðar hafa verið um áraraðir til lækninga á mannlegum meinum. Heimsóttir verða útimarkaðir, farið í Kathakali dansleikhús, gist á verndarsvæði villtra dýra, plantekrur skoðaðar, kryddmarkaður heimsóttur, farið í fljótasiglingu á Keralahúsbátum, skoðunarferðir, klæðskerar, kasmír, bómull, silki og margt fleira. Ferð sem enginn ætti að missa af.

Upplýsingar og bókanir í síma 555 4700 eða á www.sunnuferdir.is

Brottfarardagur:

14. febrúar

384.000 kr. Innifalið í verði:

Sjá nánar í ýtarlegri ferðaáætlun á heimasíðu Sunnuferða www.sunnuferðir.is

fyrir og eftir. Vitað er að bæði stór og smá dýr hræðast glampana og ekki síst drunurnar frá sprengingunum, sum svo mjög að þau geta farið sér að voða, til dæmis hross sem hafa ætt í ógöngur á fjöllum og í klettum. Svo segir Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambands Íslands, í pistli á heimsíðu sambandsins. Ólafur segir í viðtali við Fréttatímann að hestamenn hafi til dæmis miklar áhyggjur af ástandinu. Þróunin hafi versnað enda standi sprengingarnar í um vikutíma, frá því að flugeldasala hefst milli jóla og nýárs og fram á þrettánda. „Við höfum ekkert á móti því að fólk njóti flugelda en finnst þetta komið út í öfgar. Dýrin eru virkilega hrædd við þetta,“ segir Ólafur. Hann segir enn fremur í pistli sínum: „Auk hrossa eru m.a. margir hundar og kettir viðkvæmir fyrir þessum „hamförum“ af manna völdum. Gæta þyrfti meira hófs í flugeldanotkun og draga úr sprengikrafti bombanna sem hefur aukist í seinni tíð, og bagalegt er hve margir brjóta settar reglur um notkunartíma flugelda. Fyrr á árum var notkunin svo til alveg bundin við gamlárskvöldið sjálft auk þess sem hávaðinn var minni. Það var hagstæðara dýrunum. Dýraverndarsamband Íslands telur tímabært að stjórnvöld endurskoði reglur um notkun flugelda og sprengiefnis, af ýmsum ástæðum, svo sem vegna mengunar og slysahættu, auk þess álags sem dýr verða fyrir, einkum í þéttbýli og nágrenni þess. Höfum auga með dýrunum og reynum að draga úr álaginu, t.d. með því að hafa ljós í vistarverum þeirra, loka gluggum og hafa þau ekki úti meira en nauð-

synlegt er á meðan mestu „ósköpin“ ganga yfir. Í gripahúsum, svo sem hesthúsum, er algengt að ljós lifa og loka Gæludýra- láta gluggum, jafnvel byrgja þá, og láta eigendur hafa fengið loftræstivifturnar halda loftinu sem róandi lyf hreinustu, jafnvel fyrir hunda hafa útvarp opið. Þess eru dæmi að á gamlárs- gæludýraeigendur leiti aðstoðar kvöld. dýralækna, hafi t.d. fengið róandi lyf fyrir hunda á gamlárskvöld,“ segir í pistlinum, sem Ólafur endar með þessum orðum: „Gleymum ekki dýrunum þegar við gerum okkur dagamun því að við höfum bæði lagalegar og siðferðilegar skyldur til að vernda þau.“ Hann segir hunda verða mjög órólega og ketti fela sig undir rúmum meðan ósköpin ganga yfir. Eftir síðustu áramót ræddi Ólafur við forráðamenn Landssambands hestamanna og í framhaldi af því við lögregluna vegna þessa. Hún vísaði á viðkomandi ráðuneyti. Ólafur segir að þörf sé á að halda áfram með málið. Dýraverndarsambandið muni afla upplýsinga um reglur í Noregi þar sem meiri takmarkanir séu á því hvað leyfist í meðferð flugelda. „Svo er það mengunin,“ segir Ólafur: „Mesta díoxínmengun á höfuðborgarsvæðinu er af völdum flugelda. Stórmerkilegt er að Umhverfisstofnun hafi ekki gripið í taumana vegna þessa.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


Fíton / SÍA

Eimskipafélag Íslands óskar landsmönnum farsældar á nýju ári Dettifoss í Sundahöfn

Gleðilegt nýtt ár


8

fréttir

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

 Ferðalög Ferðafélag Íslands

Heklu skipt út fyrir Vestmannaeyjar Aukin þekking - fjárfesting til framtíðar Háskóli Íslands býður upp á úrval námskeiða í viðskiptafræði með vinnu. Dæmi um námskeið á vormisseri 2012: - Verkefnastjórnun - Inngangur að fjárhagsbókhaldi - Stefnumótun fyrirtækja - Markaðsfærsla þjónustu - Rekstrarstjórnun - Fjármálamarkaðir - Alþjóðamarkaðsfræði og markaðsáætlanir - Stjórnun og skipulagsheildir

Skráðu þig á www.bsv.hi.is

Verkefnið 52 fjöll eða Eitt fjall á viku á vegum Ferðafélags Íslands er nú að fara af stað í þriðja sinn. Verkefnið hefur notið mikilla vinsælda og að sögn Páls Ásgeirs Ásgeirssonar verkefnisstjóra hafa hátt í annað hundrað manns tekið þátt bæði árin. „Í öllum meginatriðum verður verkefnið með svipuðu móti og verið hefur undanfarin tvö ár. Þó eru alltaf smávægilegar breytingar milli ára sem mótast af reynslunni sem safnast fyrir. Þannig hefur til dæmis Hekla verið tekin af dagskránni og skemmtiferð til Vestmannaeyja sett á dagskrá í staðinn en þar ganga þátttakendur á hæstu fjöll Heimaeyjar og kynnast

menningu eyjarskeggja,“ segir Páll Ásgeir. Hann bætir því við að það hafi verið sérlega ánægjulegt að sjá hversu margir þátttakendur hafa tekið miklum framförum á árinu sem er að líða. „Þybbnar sófakartöflur eru orðnar að grannvöxnum og stæltum fjallagörpum með blik í auga og fjaðurmagn í spori,“ segir Páll Ásgeir. Fararstjórar 52 fjalla hópsins á nýju ári verða: Páll Ásgeir Ásgeirsson, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Hjalti Björnsson, Brynhildur Ólafsdóttir, Anna Lára Friðriksdóttir og Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson. Þau eru öll þrautþjálfaðir reynsluboltar með fjölbreyttan feril að baki og ólíka þekkingu á ýmsum sviðum. -óhþ

Botnsúlur í Hvalfirði er eitt þeirra 52 fjalla sem á verður gengið á árinu 2012.

 Hreyfing Yfir tvö hundruð eldri borgarar lyftu lóðum í Hafnarfirði

Náðu árangri með

Fréttatímanum

Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur.

Lyftu og bættu lífsgæðin en hættu samt í ræktinni Eldri borgarar sem sóttu þriggja ára líkamsræktarnámskeið og leið betur eftir en áður hættu samt að æfa að námskeiðinu loknu. Vaninn dró þá aftur í sófann. Næringarfræðingur segir nauðsynlegt að hreyfa sig frá blautu barnsbeini, konur þurfi að stunda styrktaræfingar. Ekki nægi að synda eða ganga.

Þ

Dreifing með Fréttatímanum er ávísun á árangur - skilaboðin rata til sinna.

92,8% íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast vita að Fréttatíminn berst á heimilið * 65% blaðalesenda á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann í viku hverri.**

*Capacent nóvember 2011 **Capacent september 2011

rátt fyrir aukinn styrk og bætta heilsu eldri borgara sem lyftu lóðum á þriggja mánaða líkamsræktarnámskeiði í World Class í Hafnarfirði hætti meirihluti þeirra að lyfta þegar námskeiðinu lauk. Þeir sem stunduðu reglulega hreyfingu áður héldu frekar áfram, segir Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur og nýútskrifuð úr doktorsnámi. „Þeir sem höfðu lítið sem ekkert hreyft sig fyrir námskeiðið hættu frekar en hinir. Þeir höfðu þó aukið styrk sinn, hreyfihæfni og bætt lífsgæði sín mest og því voru það nokkur vonbrigði að þau skyldu ekki halda áfram að stunda styrktaræfingar.“ Ólöf Guðný vann rannsókn á áhrifum styrktaræfinga á færni 237 eldri borgara á þriggja ára tímabili, frá hausti 2008, í námi sínu í samvinnu við Rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala. Hún varði ritgerð sína nú rétt fyrir jólin. „Margt eldra fólk syndir og gengur sem er gott til að viðhalda þreki, en nægir ekki til að viðhalda vöðvastyrk,“ segir hún. „Það er mjög mikilvægt að viðhalda vöðvastyrk, svo að fólk haldi hæfni til að hreyfa sig; geti bjargað sér og lifað eðlilegu lífi. Geri eldra fólk það þarf það ekki að biðja um hjálp og vera öðrum háð.“ Á námskeiðinu voru helstu vöðvar líkamans styrktir og passað að þátttakendur lærðu réttu handtökin í tækjasal. Ólöf hitti fólkið aftur sex til átján mánuðum eftir þátttökuna og mældi.

„Þau sem héldu áfram að lyfta og hreyfa sig héldu styrk sínum langbest,“ segir hún. „Styrktaræfingarnar höfðu meiri áhrif hjá konum en körlum. Þær lyfta allra síst og kjósa heldur að brenna, sem eykur ekki vöðvamassa. Fyrir erum við konur einnig með minni vöðvamassa en karlar og vöðvastyrk og þegar hann rýrnar hefur það áhrif á hreyfihæfni okkar og sjálfsbjörg.“ Niðurstaða rannsóknarinnar var að þátttakendum leið almennt betur eftir námskeiðin en fyrir. „Þeim fannst þau vera líkamlega betur á sig komin og almennt hraustari. Þau höfðu meiri orku og sögðu líka að þau væru félagslega virkari enda hittu þau marga og fannst gaman.“ Ólöf Guðný segir að þau sem hættu að hreyfa sig hafi sagt að hefðu þau haft þjálfara sem tæki á móti þeim; einhvern sem þau þekktu og þekkti til takmarkana eldra fólks hefði þau viljað halda áfram. „Niðurstaðan sýnir okkur að við þurfum að byrja að hreyfa okkur strax í leikskóla og halda því áfram í gegnum lífið,“ segir hún og spyr hvers vegna ekki megi greiða niður íþróttir eldra fólks eða koma upp námskeiðum með fagfólki sem eldra fólk geti gengið að sem vísu. Eldra fólk sé meðvitað um mikilvægi hreyfingar en viti sjaldan hvaða hreyfing skili mestum árangri. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Um fjórðungur eldra fólks sem tók þátt í rannsókn um áhrif styrktaræfinga borðaði of lítið að sögn dr. Ólafar Guðnýjar Geirsdóttur næringarfræðings. „Mun fleiri konur borða of lítið en karlar.“ Þessa varð Ólöf áskynja þegar hún vann rannsókn um áhrif styrktaræfinga á aukinn vöðvamassa eldra fólks. Nauðsynlegt hafi verið að auka matarskammta þessa hóps svo hann skaðaði sig ekki með því að brenna þeim litla vöðvamassa sem það hafði í stað þess að auka hann. „Eldra fólk er almennt meðvitað um að það eigi að passa mataræðið. Það veit allt um hreyfingu og hollt mataræði. Það gerist því hjá sumum að þeir minnka skammtinn um of með árunum. Þegar árin færast yfir höfum við oft minni áhuga og ánægju af mat. Einnig getur það gerst að þegar við tökum út fæðutegundir sem okkur þykja góðar vegna hjarta- og æðasjúkdóma minnkar ánægja okkar af mat og við förum ómeðvitað að borða of lítið.“ Ólöf Guðný segir rétt að orkuþörf minnki aðeins með aldrinum en næringarþörf sé þó nánast sú sama sem þýði að sérstaklega þurfi að vanda fæðuval með árunum. „Orkuþörf minnkar vegna þess að vöðvamassi minnkar og tap á honum margfaldast eftir sextugt.“ Styrktaræfingar eru því nauðsynlegar.

Eldra fólkið sem tók þátt í rannsókn um áhrif hreyfingar fann ekki aðeins fyrir betri líkamlegri líðan heldur einnig andlegri. Mynd/ Ólöf Guðný


arionbanki.is – 444 7000


10

fréttir

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Meiri arður af skoðun en veiðum

Einsdæmi meðal OECD landa

„Afstaða Dýraverndarsambandsins til stórhvalaveiða er skýr. Við viljum þær ekki. Okkar röksemd er að miklu meiri arður sé af hvalaskoðun. Hitt eru bara smámunir,“ segir Ólafur Dýrmundsson, formaður sambandsins. Í Fréttatímanum fyrir viku kom fram að hvalkjöt fyrir milljarða lægi í geymslum Hvals hf. „Alþjóðasamtök hafa verið í sambandi við okkur og við höfum sagt þeim að þessar veiðar muni fjara út af efnahagslegum ástæðum,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að sambandið líti hrefnuveiðar öðrum augum. Þar sé um að ræða nýtingu eins og af venjulegu búfé

Í hlutfalli við önnur skólastig á Íslandi, eru háskólarnir hér með helming fjármögnunar að baki hverjum nemanda á við meðaltal OECD-landanna. Að meðaltali kostar háskólaneminn í OECD-ríkjunum næstum tvöfalt meira en grunnskólaneminn, eða 92 prósentum meira. Hér á landi er staðan allt önnur því að meðaltali er háskólaneminn ódýrari en grunnskólaneminn. Er þetta einsdæmi meðal OECD-ríkjanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem OECD gaf út í haust – skýrslu um menntamál í aðildarríkjum sínum; Education at a glance 2011 og er efni greinar Guðrúnar Sævarsdóttur, dósents og nýs deildarforseta tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, á blaðsíðu 36 í viðhorfskafla Fréttatímans.

Sextíu herbergja hótel í Húsafelli Stefnt er að því að byggja sextíu herbergja hótel í Húsafelli. Breytt eignarhald leigulóða í Húsafelli, bygging hótelsins og samstarf við Landsbankann er meðal þess sem hjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefna Sigmarsdóttir, eigendur Ferðaþjónustunnar í Húsafelli, boða í kynningu

sem Skessuhorn greinir frá. Sparisjóður Mýrasýslu eignaðist leigulóðir í Húsafelli árið 2003. Eftir að Sparisjóðurinn fór í þrot eignaðist Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, allt stofnfé sjóðsins. Ferðaþjónustan Húsafelli ehf hefur nú ákveðið að nýta forkaupsrétt á lóðaleigusamningum í landi Húsafells auk 54 eignarlóða og verslunar- og þjónustulóðar norðaustan við núverandi frístundabyggð. - jh

greinir frá. Sigurvin mun fá titilinn ráðgjafi í hænsarækt hjá íbúunum á Hlíð. Þeir hafa komið í heimsókn til Sigurvins og skoðað hænurnar sem hann er með í bakgarði sínum. Þar er hann með hanann Hrólf og syni hans tvo, Odd Helga og Böðvar, auk myndarlegs hænsnahóps. - jh

eða fiskveiðum. Hið eina sem sambandið hafi sett á oddinn sé aðferðin við lógun dýranna, að þær séu ekki nógu mannúðlegar. - jh

Hænsnarækt á öldrunarheimili Sigurvin Jónsson, hænsnabóndi með meiru á Akureyri, hefur ákveðið að gefa íbúum á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri fjórar hænur með vorinu. Þar stendur til að hefja hæsnarækt og fleira, að því er Vikudagur

 Ár amót Brennur

Fimmtán brennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótabrennur verða víðsvegar um höfuðborgarsvæðið á gamlárskvöld. Flestar eru þær í Reykjavík eða alls tíu talsins.

LEIKHÚSMATSEÐILL Forréttur

Laxatvenna – reyktur og grafinn lax

 Kléberg á Kjalarnesi kl. 20.30 Geldinganes

Valhúsahæð kl. 20.30

Ægisíða kl. 20.30

Viðey

Gufunes við gömlu öskuhaugana kl. 20.30

Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48-52 kl. 20.30 Suðurhlíðar neðan við Fossvogskirkjugarð kl. 20.30

Kópavogsdalur við Smárahvammsvöll kl. 20.30

Rauðavatn kl. 20.30

Suðurfell kl. 20.30

Hvaleyrarvatn

Brasserað fennell, kartöflustappa og ostrusveppir eða...

Ásvellir kl. 20.30

Grillað Lambafille

Með rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu

Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Eftirréttur Jack Daniel’s súkkulaðikaka

Djúpsteiktur ís og súkkulaðihjúpuð jarðarber

Þriggja rétta máltíð á

Hafravatn

Elliðavatn

Bleikja & humar með hollandaise sósu

4.900 kr.

Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is

H

Úlfarsárdalur ofan við Lambhagaveg kl. 15.00

Geirsnef kl. 20.30

Við Arnarnesvog kl. 21.00

Aðalréttir

Ullarnesbrekka kl. 20.30

Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll kl. 20.30

öfuðborgarbúar geta valið á milli fimmtán brenna á gamlárskvöld. Langflestar brennurnar verða í Reykjavík eða tíu allt frá Ægisíðu í Vesturbænum til Klébergs á Kjalarnesi. Önnur sveitarfélög bjóða upp á eina brennu hvert. Tendrað verður í nær öllum brennum klukkan hálf níu um kvöldið. Undantekningarnar eru brenna Fisfélagsins í Úlfarsárdal sem hefst klukkan þrjú um daginn og brenna Stjörnunnar í Garðabæ sem hefst klukkan níu um kvöldið. Flestar brennurnar eru flokkaðar sem litlar brennur en í Reykjavík eru fjórar stórar brennur. Þær eru við Ægisíðu í Vesturbænum, Fylkisbrennan við Rauðavatn, borgarbrennan við Geirsnef og á Gufunesi við gömlu öskuhaugana. Yfirvöld biðla til fólks að hafa ekki flugelda meðferðis á brennurnar en við flestar þeirra verður flugeldasýning í lokin.

Langavatn


Besta forvörnin Rannsóknir* sýna að samvera fjölskyldunnar er ein besta forvörnin gegn vímuefnum. Þær sýna jafnframt að ungmenni vilja gjarnan eyða meiri tíma með fjölskyldunni og njóta stuðnings hennar.

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - 11-2921

Gerum gamlárskvöld að skemmtilegri og ánægjulegri fjölskylduhátíð. Gleðilegt nýtt ár!

Þrjú mikilvægustu heillaráðin í forvörnum eru eftirfarandi: * Verjum sem mestum tíma saman. Klukkutíma samvera foreldra og barna á hverjum degi getur ráðið úrslitum. * Hvetjum börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Okkar stuðningur skiptir sköpum. * Því lengur sem unglingar sniðganga áfengi því ólíklegra er að þeir ánetjist vímuefnum. Hvert ár skiptir máli. Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is eða á facebook.com/forvarnardagur.

*www.rannsoknir.is


12

fréttaskýring

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Marcel Lychau Hansen, Amagermaðurinn, alræmdasti raðmorðingi og nauðgari Danmerkur á síðari tímum. Hér er hann leiddur milli tveggja lögregluþjóna.

Amagermaðurinn

skrímsli í mannsmynd Amagermaðurinn er alræmdasti raðmorðingi og -nauðgari Danmerkur á síðari tímum. Fimm dögum fyrir jól var Marcel Lychau Hansen, sem er hans rétta nafn, fundinn sekur um tvö morð og sex nauðganir. Tveimur dögum fyrir jól var kveðinn upp lífstíðardómur yfir þessum manni sem myrti fyrsta fórnarlamb sitt, svo vitað sé, árið 1987. Jóhann Hlíðar Harðarson fylgdist með réttarhöldunum yfir Amagermanninum í Danmörku og hleypur yfir hryllilega sögu hans.

A

Hann sagði félaga sínum að hann hefði einfaldlega langað til að drepa einhvern og athuga hvort hann gæti lifað með því.

magermaðurinn. Þetta sakleysislega viðurnefni fær hárin til að rísa á flestum Dönum þessi misserin. Amagermaðurinn er alræmdasti raðmorðingi og -nauðgari Danmerkur á síðari tímum. Fimm dögum fyrir jól var Amagermaðurinn fundinn sekur um tvö morð og sex nauðganir. Tveimur dögum fyrir jól var kveðinn upp lífstíðardómur yfir þessum Kviðristu-Kobba Kaupmannahafnar. Glæpina sem Amagermaðurinn var sakfelldur fyrir framdi hann á tímabilinu 1987 til 2010 eða á þrettán ára tímabili. Lögreglan hefur í kjölfarið ákveðið að opna tæplega 20 óupplýst mál og rannsaka hvort Amagermaðurinn geti verið sá seki í einhverjum þeirra. Amagermaðurinn heitir Marcel Lychau Hansen. Hann er 46 ára gamall og 2ja barna faðir. Hann bjó með barnsmóður sinni og æskuunnustu í 20 ár þar til þau skildu fyrir fjórum árum.

Gömul ekkja hittir ungan Amagermanninn

Hin blóðuga slóð Amagermannsins hófst á febrúarkvöldi árið 1987. Þá var hann 22ja ára gamall og starfaði hjá flutningafyrirtæki eldri bróður síns. Nokkrum vikum áður hafði hann, í félagi við bróður sinn og æskufélaga, aðstoðað 73ja ára gamla ekkju, Edith Louise Andrup, við flutninga. Að morgni 17. febrúar fann lögreglan frú

Andrup látna í íbúð sinni. Lík hennar var illa farið og því hafði verið vafið inn í teppi. Hún hafði verið kyrkt. Áður en morðinginn yfirgaf íbúðina skrúfaði hann frá gaskrana í íbúðinni og skildi eftir logandi kerti, að öllum líkindum til þess að eyða öllum sporum um morðið. Gaslyktin barst hins vegar um ganga blokkarinnar og fékk nágrannana til að kalla eftir lögreglu. Fljótlega eftir morðið höfðu Marcel og bróðir hans samband við lögregluna að fyrra bragði og skýrðu frá því að fingraför þeirra væri líklega að finna í íbúðinni vegna flutninganna. Þriðji maðurinn, æskufélagi Amagermannsins, hafði aldrei samband við lögregluna. Við réttarhöldin sagði hann að Marcel hefði játað fyrir sér á sínum tíma að hafa framið morðið. Hann hefði bankað upp á hjá henni að kvöldi 16. febrúar og sagst hafa gleymt nokkrum teppum við flutninginn nokkrum dögum áður. Þegar inn í íbúðina var komið svæfði hann frú Andrup með klóróformi og síðan kyrkti hann hana. Hann rændi skartgripum úr íbúðinni og kom þeim síðar í verð. Hann sagði félaga sínum að sig hefði einfaldlega langað til að drepa einhvern og athuga hvort hann gæti lifað með því.

Æskuvinurinn sagðist hafa verið svo logandi hræddur við Marcel að hann hefði ekki fyrir sitt litla líf þorað að snúa sér til lögreglunnar með þessa vitneskju, auk þess sem hann hefði verið skíthræddur um að Marcel myndi jafnvel flækja sér í málið. Í kjölfar þessa atviks sleit hann öllu sambandi sínu við Marcel.

Kennslukona kyrkt í Fasanaskógi Þremur og hálfu ári síðar, þann 29. ágúst 1990, hjólaði Lene Buchardt Rasmussen af stað frá heimili sínu og áleiðis út í Fasana-

skóginn á Amager. Það var fallegt haustveður þetta síðdegi og kennslukonan fertuga, ætlaði að reyna að finna haförn sem hún taldi sig hafa séð þar nokkrum dögum áður, en fuglaskoðun var helsta áhugamál Lene. Hún lét engan vita af ferðum sínum, en þegar hún hafði ekki skilað sér heim seinna um kvöldið hafði eiginmaður hennar samband við lögregluna. Fimm dögum síðar fundu sporhundar lögreglunnar illa farið lík Lene. Hún hafði verið slegin margsinnis og greinilega veitt morðingja sínum kröftuga mótspyrnu. Að endingu náði hann þó að kyrkja hana með berum höndum og hann hafði sömuleiðis bundið gráa peysu hennar fast um hálsinn á henni. Lene var fullklædd þegar hún fannst þakin greinum og grasi. Engu að síður fundust sæðisFramhald á næstu opnu


NÝÁRSTILBOÐ 35%

Öll blek- og dufthylki með 20% afslætti.

afsláttur

35% Kúlutússpennar

afsláttur

Möppur

Kjölmiðar frá Apli Allir kjölmiðar frá Apli með 35% afslætti.

afsláttur

25%

Rauð, svört, blá.

afsláttur

30%

Gatari Leitz gatari, 10 ára ábyrgð. 4ra gata, tekur 40 blöð.

40% afsláttur

afsláttur

Tilboðin gilda til 15. janúar eða á meðan birgðir endast.

20%

Vottaður gæðapappír

50% afsláttur

Heftari Rapid E15, longarm. Heftar allt að 30 cm inn á pappírinn. Heftigeta: 20 blöð.

afsláttur

35% afsláttur

Plastmöppur Plastmappa með klemmu, rauð, svört, blá.

Verið velkomin í verslanir Pennans í Hallarmúla 4 (ritföng og rekstrarvörur), að Grensásvegi 11 (húsgögn) og í Hafnarstræti 91-93, Akureyri. Söluráðgjafar Pennans eru fyrirtækjum innanhandar með faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu. Nýttu þér þægindin og pantaðu allt fyrir skrifstofuna á einum stað: RITFÖNG - REKSTRARVÖRUR - HÚSGÖGN - KAFFI.

www.penninn.is | sími 540 2050 | pontun@penninn.is

30% Fóthvíla

ENNEMM / SÍA / NM49081

ALLT TIL REIÐU Á NÝJU ÁRI


14

fréttir

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Forsíða bókar um Amagermanninn, sem kom út á árinu.

Marcel þótti efnilegur knattspyrnumaður og þjálfaði síðar yngri og eldri flokka.

blettir á nærfötum hinnar myrtu við rannsókn og krufningu. Þessir sæðisblettir nýttust við sakfellingu rúmum 20 árum síðar. Við réttarhöldin yfir Marcel Lychau Hansen kom fram að nokkrum dögum eftir morðið á Lene Buchardt hefði vitni haft samband við lögreglu. Þar var á ferðinni gamall skólabróðir Marcels og tjáði hann lögregluþjóninum í símann að hann hefði séð Marcel á ferli í Fasanaskóginum um svipað leyti og morðið var framið. Af einhverj-

um óútskýranlegum ástæðum lagði viðkomandi lögregluþjónn ekki trúnað á þessar upplýsingar og/eða lét þær sem vind um eyrun þjóta. Þessar upplýsingar hefðu á sínum tíma getað flýtt handtöku Marcels um 20 ár og bjargað nokkrum konum frá lífsreynslu sem þær munu aldrei jafna sig á.

Nokkur ung fórnarlömb í einni atlögu Að morgni 19. október 1995 vaknaði 23ja ára gömul kona við

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

að ókunnur maður stóð yfir henni. Hún hafði gist hjá vinkonu sinni sem leigði íbúð í stóru húsi á Amager en vinkonan var farin til vinnu. Marcel Lychau Hansen batt konuna og keflaði. Hann fór síðan niður í kjallara þar sem hann fann þrjár sofandi unglingsstúlkur; 15 ára stúlku sem bjó í húsinu ásamt móður sinni (sem var í ferðalagi á Jótlandi) og tvær vinkonur hennar, 14 ára tvíburasystur. Allar voru stúlkurnar hreinar meyjar. Marcel batt stúlkurnar og setti koddaver yfir andlit þeirra allra. Hann náði síðan í konuna af efri hæðinni, dró hana niður í kjallara og tilkynnti stúlkunum að hann hygðist nauðga þeim öllum. Þær mættu sjálfar velja í hvaða röð það gerist og hvort þær vildu veita honum munnmök eða láta nauðga sér. Næstu tvær klukkustundirnar dró hann þær síðan eina af annarri inn á salerni og nauðgaði þeim á víxl. Marcel var óhugnanlega passasamur á meðan á þessum misþyrmingum stóð, hann var með hanska á höndum og lét allar stúlkurnar skola munninn með gosdrykk. Eftir að hafa nauðgað stúlkunum fjórum fór Marcel í rólegheitum í gegnum húsið í leit að verðmætum. Hann stal skartgripum, reiðufé og íþróttabuxum og áður en hann fór hótaði hann fórnarlömbum sínum öllu illu ef þær leituðu til lögreglunnar. Hann skildi stúlkurnar eftir í fjötrum en þeirri elstu tókst fljótlega að losa sig og láta nágranna vita.

Níðingurinn næst

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

Að morgni 3. maí 2005 braust Marcel inn í íbúð 24ra ára stúlku á Amager-stúdentagörðunum. Hann ógnaði henni með hnífi, batt fyrir augu hennar og nauðgaði henni síðan í tvær klukkustundir samfleytt. Marcel fékk sér á meðan á þessu stóð sopa úr mjólkurfernu stúlkunnar og eins fannst handarfar hans á dyrakarmi í íbúðinni. Þetta dugði til að sakfella hann fyrir þennan glæp fimm árum síðar. Það var síðan snemma morguns þann 25. september í fyrra sem Marcel Lychau Hansen framdi sinn síðasta glæp (svo vitað sé). Þá mætti hann 17 ára stúlku sem var á leið til föður síns í sumarhús hans á Amager. Stúlkan mætti Marcel í 100 metra fjarlægð frá sumarhúsinu. Hann réðist aftan að henni, dró hana út af göngustígnum og inn á sumarhúsalóð. Þar sló hann hana nokkrum sinnum í andlitið og ógnaði henni með hnífi á meðan hann nauðgaði henni. Meðan á þessu stóð tókst stúlkunni að hringja í föður sinn sem heyrði hana hrópa

í símann: „Ég vil ekki deyja. Ekki drepa mig!“, áður en Hansen reif af henni símann og sleit sambandinu. Faðir hennar vissi ekki hvar dóttir hans var stödd og gat ekkert aðhafst meðan Hansen lauk við að nauðga stúlkunni. Þegar Hansen hafði lokið sér af skipaði hann stúlkunni að telja upp í 5000 og hljóp svo af stað í átt að Kastrup þar sem reiðhjólið hans stóð. Þarna gerði Hansen gerði þau afdrifaríku mistök að missa smokkinn sem hann hafði notað við nauðgunina. Sporhundur lögreglunnar fann smokkinn sem reyndist verða lykillinn að því að loksins tókst að koma böndum yfir þetta skrímsli sem leikið hafði lausum hala í höfuðborg Danmerkur í tæpan aldarfjórðung. Hann var handtekinn í fyrrahaust og réttarhöldunum lauk sem fyrr segir tveimur dögum fyrir jól.

Óð yfir föður sinn strax á unglingsárum

Réttarhöldin yfir Amagermanninum hafa eðlilega vakið mikla athygli í dönsku samfélagi og fjölmiðlar og almenningur hafa sérstaklega velt fyrir sér spurningunni: Hvernig tekst svona skrímsli að búa á meðal samborgara sinna í rúman aldarfjórðung og fremja alla þessa glæpi? Fjölmiðlar hafa reynt að velta við hverjum steini, finna æskufélaga Marcels og draga upp mynd af lífi þessa manns. Æska Marcels var ekki mjög frábrugðin æsku annarra barna. Hann bjó með foreldrum sínum, þremur systkinum og þýskri móðurömmu sinni á Amager-eyju í Kaupmannahöfn. Hann var þriðji í röð systkina sinna. Faðir hans vann hjá bænum og móðir hans var yfirmaður í ræstingarfyrirtæki. Pabbinn virðist hafa verið geðlurða sem lét Marcel vaða yfir sig þegar sem unglingur og einn æskufélagi Marcels minnist atviks þar sem Marcel lagði sjóðandi heita skeið á kinn föður síns án þess að það kallaði fram nokkur viðbrögð föðurins. Nokkur hundruð metra frá heimili Marcels lá félagsmiðstöðin sem á sínum tíma varð aðgöngumiði hans að smáglæpastarfsemi unglingsáranna. Hann varð meðlimur í smáglæpagengi sem framdi skemmdarverk og stal bílum og vélhjólum.

Hræðilegt skrímsli verður til

Jafnaldrar Marcels lærðu fljótlega að gæta sín á honum, hann var skapbráður og gat átt til að grípa kúlur af billjarðborðinu og þrusa þeim á eftir félögum sínum. Hann þótti hins vegar góður vinur vina sinna og var alltaf reiðubúinn að aðstoða og styðja þá sem stóðu honum næst. Marcel var mikið kvennagull og hann þótti mjög efnilegur fótboltamaður, þjálfarar hans frá þessum tíma hafa lýst þeirri skoðun sinni að hann hefði getað náð langt sem marksækinn sóknarmaður ef hann hefði haft metnað til þess. Marcel er vel gefinn en var þó aldrei mikið gefinn fyrir skólabækurnar. Í 9. bekk komst hann upp á kant við nokkra kennara og í kjölfarið lauk skólagöngu hans fyrir fullt og allt. Á næstu árum virðist sem Mar-

cel þrói til fullkomnunar þennan tvískipta Jekyll&Hyde-persónuleika sem á endanum verður hræðilegasta skrímsli sem danskt þjóðfélag hefur kynnst á síðustu áratugum. Hann fékk vinnu í flutningafyrirtæki eldri bróður síns og hann notfærði sér þá vinnu til að finna staði þar sem brjótast má inn að næturlagi. Marcel fann sér kærustu og saman eignuðust þau tvo syni. Unnusta hans gekk með eldra barnið á sama tíma og hann braut sér leið inn til frú Andrup og kyrkti hana. Fjórum árum síðar fæddist þeim annar drengur.

Fjölskyldufaðirinn

Á 10. áratugnum verður Marcel Lychau Hansen fyrirmyndarfjölskyldufaðir, út á við. Hann starfar við ræstingar á næturnar á Kastrup-flugvelli og í frítíma sínum þjálfar hann yngri og eldri flokka í fótbolta í AB70 á Amager. Hann er vinsæll þjálfari og vel liðinn af öllum. Félagar drengjanna gistu oft hjá Hansen-fjölskyldunni og stórfjölskyldan hittist þar oft og gerði sér glaðan dag. Vorið 2007 ákveður parið að skilja, en þó ekki fyrr en eftir að yngri sonurinn hefur verið fermdur; fjölskyldufaðirinn Marcel vildi ekki eyðileggja fermingu sonar síns. Marcel flutti til Valby og verður fljótlega mjög vinsæll í hverfinu, hann er hjálpsamur nágranni og það þykir gaman að eyða kvöldstund með honum við grillið. Hann ræktar vel sambandið við syni sína og sá yngri þykir gríðarlega efnilegur knattspyrnumaður. En Marcel ræktar sínar myrku hliðar í skugga nætur og í nóvember 2010 tókst lögreglunni loks að hafa hendur í hári hans. Marcel hefur neitað sök frá upphafi og synir hans, sem nú eru 24ra og 20 ára, hafa staðið þétt við hlið hans í gegnum öll réttarhöldin.

Síðasta hálmstráið

Það var svo 19. desember síðastliðinn sem Marcel var fundinn sekur um tvö morð og sex nauðganir. Við það tækifæri ítrekaði Marcel sakleysi sitt og fullyrti að áður en á löngu liði yrði ráðist á fleiri konur. Þar myndi finnast samskonar erfðaefni og lögreglan hefði notað við að sakfella hann fyrir þessa glæpi. Þar með myndi sakleysi hans sannast og í ljós koma að maður með sams konar erfðaefni og hann gengi ennþá laus. Sama dag upplýstu fjölmiðlar að lögreglan hefði komist yfir bréf sem Marcel tókst að smygla úr fangelsinu til elsta sonar síns. Bréfinu fylgdi sæði úr Marcel. Í bréfinu skipaði hann syni sínum að ráðast á konu, misþyrma henni og skilja sæðið eftir á staðnum. Þannig tækist honum að sá efa um að hann gæti verið sekur um þá glæpi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir. Tengdadóttir Marcels fann bréfið og lét lögregluna vita. Hún hefur nú yfirgefið unnusta sinn og nýtur verndar lögreglu. Eins og áður sagði var nú, tveimur dögum fyrir jól, kveðinn upp lífstíðardómur yfir Marcel Lychau Hansen; Amagermanninum. Mörg fórnarlamba hans og ættingjar þeirra voru viðstödd dómsuppkvaðningu og slíkur var fögnuðurinn í dómsalnum að forseti réttarins mátti ítrekað biðja um ró í salnum. Marcel Lychau Hansen getur í fyrsta lagi sótt um náðun eftir 12 ár, en sérfræðingar sem danskir fjölmiðlar hafa rætt við, eru á einu máli um að Amagermaðurinn eigi eftir að eyða mjög mörgum árum á bak við lás og slá áður en ljáð verður máls á að veita honum reynslulausn. Jóhann Hlíðar Harðarson ritstjorn@frettatiminn.is


Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru til taks hvenær sem aðstoðar er þörf. Myndin er tekin kl. 05.23 í fyrrinótt.

Hvað er þinn flugeldasali tilbúinn að leggja á sig fyrir þig?

Á hverju ári sinnum við á annað þúsund hjálparbeiðnum frá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum. Meðal þessara fjölmörgu útkalla má nefna aðstoð vegna óveðurs, eldgosa, ófærðar, sjóslysa, flóða og skipsstranda, björgun búpenings auk fjölda annarra viðvika. Björgunarsveitir okkar fjármagna starfið með margvíslegum hætti en flugeldasalan er langmikilvægust og skiptir sköpum í rekstri okkar. Einkaaðilar hafa seilst inn á þessa aðalfjáröflun okkar í von um hagnað í eigin vasa. Við hvetjum fólk til þess að hugsa fyrst og fremst um eigið öryggi og kaupa flugeldana hjá okkur. Styddu þá sem eru reiðubúnir að styðja þig – kauptu flugeldana af björgunarsveitunum!

Þú þekkir flugeldamarkaði björgunarsveitanna og vörur okkar á þessu merki.

– berst fyrir lífi þínu eru aðalstyrktaraðilar Slysavarnafélagsins Landsbjargar


Við getum treyst á þau nú treysta þau á okkur Ríflega 18 þúsund sjálfboðaliðar starfa undir merkjum Slysavarnafélags Landsbjargar um allt land. Í dag er 3.500 manna útkallshópur tilbúinn að bregðast við þegar neyðarkallið berst. Við erum stoltur samstarfsaðili björgunarsveitanna sem hafa klæðst fatnaði okkar frá árinu 1928. Við viljum minna á að nú þurfum við öll að svara kalli þeirra um stuðning.

Jónsson & Le’macks

jl.is

sÍa

Styðjum flugeldasölur björgunarsveitanna um áramótin.

magazine.66north.is


Starkaður Hróbjartsson Hjálparsveit skáta í Kópavogi


18

fréttir ársins

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Fréttir ársins Icesave-lögin felld úr gildi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði svokölluðum Icesave-lögum staðfestingar 20. febrúar. Þjóðin gekk því til atkvæðagreiðslu um lögin 9. apríl. Úrslit kosninganna urðu þau að 69.462 kjósendur sögðu „já“ eða 40,2 prósent en „nei“ sögðu 103.207 eða 59,8 prósent. Lögin voru þar með felld úr gildi. Þau voru um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga sem undirritaðir voru í London í desember 2010, svonefnda Icesave-samninga. Þeir fjölluðu um ábyrgð íslenska ríkisins á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins vegna kostnaður ríkjanna tveggja af greiðslu innstæðutryggingar til viðskiptavina í útibúum Landsbanka Íslands hf í Bretlandi og Hollandi. Eftirlitsstofnun EFTA ákvað í framhaldi þessa, nú í desember, að leggja mál Íslands fyrir EFTAdómstólinn. Samkvæmt tilskipuninni bar Íslandi að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar til hvers Icesave-sparifjáreiganda að lágmarki sem nemur 20 þúsund evrum.

Frumvarp að nýrri stjórnarskrá Stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnar-

skrá 29. júlí. Í því er gert ráð fyrir að breytingar á stjórnarskrá séu framvegis bornar undir atkvæði allra kosningabærra manna. Samkvæmt frumvarpinu geta tíu af hundraði kjósenda krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt og tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi. Kosningakerfið er tekið til heildarendurskoðunar. Fram kemur að atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vegi jafnt. Meðal annarra nýmæla frumvarpsins er að forseti sitji ekki lengur en þrjú kjörtímabil og enginn ráðherra getur gegnt sama embættinu lengur en í átta ár. Þá kýs Alþingi sér forsætisráðherra með beinni kosningu í kjölfar þingkosninga. Sé alþingismaður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embættinu og varamaður tekur sæti hans.

en varð í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Þjóðvegi eitt yfir Skeiðarársand var lokað frá 21. til 24 maí. Gosið hafði engin teljandi áhrif á bókanir ferðamanna og tjón ferðaþjónustunnar var lítið. Framhald á næstu opnu

Gleðigjafi ársins

Eldgos í Grímsvötnum Eldgos hófst í Grímsvötnum 21. maí. Gosmökkurinn náði 20 kílómetra hæð. Nokkur röskun varð á flugi innanlands vegna gossins. Erlendis var austurhluta loftrýmis Grænlands lokað um hríð. Þá var skoskum og norðurírskum flugvöllum lokað. Loftrými yfir norðausturhluta Danmerkur var lokað auk þess sem flugvöllum í Hamborg, Berlín og Bremen var lokað. Flugumferð komst þó fljótt í eðlilegt horf og röskunin var miklu minni

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, miklu betur þekktur sem Mugison, er óumdeildur gleðigjafi ársins. Hann hefur lyft geði drjúgs hluta landsmanna með tónlist sinni og tónleikahaldi á árinu og segja má að hann sé kominn á þann stall að geta talist ástmögur þjóðarinnar. Mugison hefur ásamt föður sínum keyrt Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, á Ísafirði áfram með miklum glæsibrag síðastliðin ár og þeim fer stöðugt fjölgandi sem vilja leggja leið sína vestur til þess að skemmta sér undir fjölbreyttu tónleikahaldi.

Mugison gaf út hljómplötuna Haglél í haust. Hann hélt útgáfutónleika þann 1. október í troðfullri Fríkirkjunni þar sem hann heillaði mannskapinn með tónlist og gríni. Platan hefur selst í bílförmum og af sinni eðlislægu hógværð og ljúfmennsku ákvað Mugison að þakka fyrir sig með því að bjóða til ókeypis tónleika undir lok ársins. Færri komust að en vildu í Hörpu þegar Mugison steig á stokk en hermt er að þeir sem fengu miða verði ekki samir eftir magnaða upplifunina.



20

fréttir ársins

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012 Nanna Árna

54

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 úttekt kynferðislegt ofbeldi innan

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni

Skrifar bók um uppvakninga

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Eitt stærsta fréttamál ársins var umfjöllun um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar sem leiddi til þess að sérstök rannsóknarnefnd af hálfu kirkjunnar var sett á laggirnar.

Harpa tekin í notkun Harpa, nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús Íslendinga, var formlega opnuð í maí. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir 4. maí en þá flutti Sinfóníuhljómsveit Íslands 9. sinfóníu Beethovens undir stjórn Vladimírs Askenasís. Opnunartónleikar voru haldnir 13. maí en næstu tvo daga var opið hús með fjölbreyttri tónlistardagskrá og komu þá um 32

þúsund manns í húsið eða tíundi hluti þjóðarinnar. Fyrstu fimm mánuðina eftir opnun komu um 350 þúsund gestir í húsið, langt umfram væntingar. Í Hörpu er aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar. Þar er auk þess aðstaða fyrir margháttaðan tónlistarflutning og ráðstefnuhald. Harpa er í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar. Byggingarkostnaður nam 27,5 milljörðum króna. Harpa er þegar orðið eitt helsta kennileiti Reykjavíkur. Framhald á næstu opnu

fessorinn Róbert Spanó að hann hefði umsjón með því SÓLGLER með fylgja kaupum á gleraug að koma rannsóknarnefnd á laggirnar sem færi ofan í saumana á þessum ásökFleiri fórnar unum og hvernig kirkjan löm brást við þeim. Róbert Spánó stýrði áður rannsóknarnefnd Þjóðkirkjunnar, sem rannsakaði ásakanir um kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar fyrrverandi biskups. Í sömu vikunni kom síðan Ísleifur Friðriksson fram TAL T undir nafni 31-44 en hann hafði tveimur vikum áður opnað umræðuna með því nin Maðurinn sem rauf þög að lýsa reynslu sinni nafnlaust í Fréttatímanum. Ísleifur vildi koma fram til að leggja sitt á vogarskálarnar en gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni biskups. Hann sagði viðbrögð kaþólsku kirkjunnar við fjöl-

Tveir menn stíga fram og lýsa kynferðislegu ofbeldi sem Þeir vilja rannsókn og svör frá kaþólska biskupnum á Ísl málið. Nýtt fagráð um kynferðisbrot á vegum innanríkisr

Jóhanna Guðrún

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

Bregður sér í hlutverk Strympu

111589

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

SÍA

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

Andrésdóttir fram undir nafni og mynd í Fréttatímanum og lýsti því hvernig séra George misnotaði hana kynferðislega í þrjú ár eða frá því að hún var tíu ára þar til hún var þrettán ára. „Ef það er til helvíti og mikið svakalega vona ég það, þá er hann er þar. Hann er skelfilegur maður,“ sagði Iðunn Angela í Fréttatímanum þegar hún var spurð um hvernig hún hugsaði til séra George í dag. Æðstu mönnum kaþólsku kirkjunnar voru látnir vita af þessum alvarlegu ásökunum um framferði séra George en þeir skelltu skollaeyrum við lýsingum föður Iðunnar Angelu og beiðni hans um að presturinn og skólastjórinn yrði fluttur úr landi. Í sama blaði lýsti Rut Martine Unnarsdóttir því hvernig séra George misnotaði hana með hjálp Margrétar Müller. Eftir þessa umfjöllun, þriðjudaginn 28. júní, sendi Peter Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, frá sér yfirlýsingu þar sem hann bað alla þá afsökunar og fyrirgefningar sem kunni að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar eins og það var orðað í yfirlýsingunni. Jafnframt tilkynnti hann að farið hefði verið þess á leit við lagapró-

PIPAR \ TBWA

Eftir mikla umræðu um kynferðisbrot innan Þjóðkirkjunnar, og þá sér í lagi ætlað brot Ólafs Skúlasonar heitins, fyrrverandi biskups, gegn dóttur hans og þremur öðrum konum, stigu tveir nafnlausir einstaklingar fram í Fréttatímanum á þjóðhátíðardaginn sjálfan 17. júní og lýsti hryllilegu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi sem þeir sögðust hafa verið beittir af starfsmönnum Landakotsskóla á áttunda áratug í síðustu aldar. Þeir sökuðu séra George, þáverandi skólastjóra skólans og staðgengil biskups kaþólsku kirkjunnar, og þýsku kennslukonuna Margréti Müller um ofbeldið sem mun hafa átt sér stað bæði í skólanum og sumarbúðum að Riftúni í Ölfusi og kirkjuna sjálfa um að þagga málið niður. Bæði séra George og Margrét eru látin. Pétur Bürcher, biskup kaþólskra á Íslandi, fékk bréf frá öðrum manninum þar sem ofbeldinu var lýst og kirkjan var beðin um að taka upp sjálfstæða rannsókn. Þeirri beiðni var sópað undir borð með orðunum að ekkert fyndist um þetta mál innan kirkjunnar og því væri lokið af hennar hálfu. Viku síðar steig Iðunn Angela

Síður 16-20

Kynferðisleg m kaþólsku kirkj

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

50

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

 Frétt askýr

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ing Misno tkun

og oFbel di

innan k

iðunn angela og rut Martin e lýsa kynferð legri misnotk isun og áreitni sem þær urðu af hálfu séra fyrir Georges, þávera ndi skólastjóra Landakotsskól a, þegar þær voru börn. Kaþólska kirkjan var upplýst um framferði séra George s árið 1963 og ítrekað næstu árin. Hann hélt engu að síður áfram að kenna börnum eins og ekkert hefði ískorist. Ábendi ngar eru enn að berast til kirkjunnar en hún hefur lítið sem ekkert aðhafst .

Ó Ó

iðun þegar segi

JL-húsinu Hrin gbraut 121

Við opnu Meistara m kl: ­ deildin

Þóra arnórsdóttir

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

Og lokum

15 leikir í

S Ó K E Y P Idagskrá KEYPIS Óopinni

Tileinkar sigurinn ljóskum í Kópavogi

næsta vetur Fréttir

Heilabrot

4

34 & 50

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

 Fréttask ýring

kynFerðis brot

kirkjunn ar innan k aþólsku

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

sér. Það var nafnlaust vi því að kerfið standi með að fyrst nú finni hann fyrir óla. Sjá ein ísleifur Friðriksson segir um sögu ofbeldis innan Landakotssk sem rauf áratuga þagnarmúr kirkjunnar. Ljósmynd/H við hann í Fréttatímanum í rannsóknarnefnd kaþólsku sem hefur umsjón með skipun viðtal við róbert Spanó ÓKEYPIS ÓKEYPIS

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

Síður

68 Austurveri - Háaleitisbraut Og lokum kl: Við opnum kl:

a g n i rým

l t ú g o a r a V a il k s i, k tæ r a g Valin sýnin komdu og gerðu góð kaup – ig s ir r y f n lu s r e V i r r e V h í l mismunandi úrVa

! r i t t æ l s f a r i g e l u r e V


fréttir ársins 21

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012 ana lily Berst fyrir brott-

FAST Verð

Ó K E Y Pnumdum IS ÓKEYPIS

syni 2

miðlaumfjölluninni forkastanleg og alltof langan tíma hafi tekið fyrir biskupinn Íris að koma rannNorðfjörð sóknarnefndinni  á laggirnar. Tilkynnt var um það 29. ágúst að búið væri rós misnotkun innan kristjáns að skipa rannjunnar á Íslandi sóknarnefndina. Hjördís Hákonð styrkleika TAL TROMP gum í júní ardóttir, fyrrver31-44% ÓDÝRAR A andi hæstaréttardómari, er formaður nefndarinnar en auk mb stíga fra m hennar eiga sæti í henni Hrefna FriðMaría riksdóttir, dósent og Yirga í fjölskyldurétti við  lagadeild Háskóla Íslands og Jón Friðrik Stíllinn Sigurðsson, yfirsálhennar Svövu fræðingur á geðsviði Landspítalans og prófessor við læknadeild TROMP Háskóla Íslands og HáARA ÓDÝR 4% skólans í Reykjavík. Í byrjun nóvember kom fyrsta tilkynningin frá nefndinni þar sem óskað na var eftir gögnum og ábendingum frá þeim sem ættu Þóra Sigurðar erindi við nefndina. Gefinn rabarbari var frestur til 1. desember að vori til að skila inn ábendingum og gögnum. Nefndin skal Stíllinn hans skila niðurstöðum til biskDavíðs ups kaþólsku kirkjunnar fyrir 1. september á næsta ári. 17.-19. júní 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 24. tölublað

gott ár

slæmt ár

fyrir ...

fyrir ...

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

n k aþólsku kirkjunnar

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Trúir á bæn og fyrirgefninguna 24 Viðtal

kajsa fær

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

„Íslenski útgefandinn heitir því á kápu að sagan sé meinfyndin. Það er hún ekki.“

Séra George, sem var skólastjóri landakotsskóla og staðgengill kaþólska biskupsins, er sakaður um grófa kynferðislega misnotkun á ungum dreng. Þýsk kennslukona við skólann er einnig sökuð um að hafa misnotað drenginn. Börnin sem hafa verið klippt út úr myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.

Bækur 34

Rómantísk hippatíska

m var látið viðgangast innan kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík. landi sem hefur þagað þunnu hljóði þrátt fyrir vitneskju um ráðuneytisins er með málin til meðferðar.

tÍska 46

Berserkir netumræðunn ar

Gleraugnaverslunin þín

Liggja

Ó K E Y P I ekki á S ÓKEY skoðu P I S num

MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18

sínum

úttekt 22

FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15

AKUREYRI Hafnarstræti 95 Opið: virka daga 9–17.30

SELFOSS Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18

24.-26. 2. tölublað 1. árgangur 25. tölublað

júní 2011 2. árgangur

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

k aþóls ku

kirkj unna

... Jón Gnarr borgarstjóra Situr enn í stól borgarstjóra tæpum tuttugu mánuðum eftir kosningasigur Besta flokksins og sýnir ekki á sér neitt fararsvið þvert á flesta spádóma. Jón má vel við una. Fjármál borgarinnar komin fyrir vind og sigling meirihlutans virðist stöðug.

r

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

Kynntust í strætó Reykjavík – byggðuí leikskóla í Eþíópíu

rosabaugu r fær „Pikkfa stur við sömu hundaþúfuna“

Bækur 32

Elskar glaðleg a liti tíSka 42

Garðar Unnið

í samvinnu

blómstrandi Garðeigendur sópar fá blóm peninginn með þessumfyrir allan garðplöntum. vinsælu

við Garðyrkjufélag

Íslands

nn angela andrésdóttir fór í landakot r hún var átta sskóla ára. í viðtali ir hún frá því við Fréttatím að þar hafi ann hún orðið fyrir notkun sem misstóð í þrjú ár. Ljósmynd/H

Helgin

24.-26.

júní 2011

 bls.

2

Aldintré á Íslandi

Ýmsir eru farnir eftir leynistigum að feta sig aldinræktunar.

 bls.

Velkomi

Þ

ari

n á Blóm

Brugðist við óræktarjarð-

í bæ

að er okkur Hvergerðingum sérstök bjóða gesti ánægja fyrir kynningu garðyrkju- velkomna að fræðslugöngumá starfsemi á og blómasýnnú er haldin inguna „Blóm tré Hveragerðisbæjar. og leitinni sinni, í bæ“ sem að hæsta gerði eftir í þriðja legt sýningarsvæði Húsið sinn hans Tarzans mikla sumur. mun væntanlega þar sem velgengnií HveraTugþúsundir í miðbænum virða má fyrir garðplöntur síðastliðin hátíðina hygli yngstu berjarunna, vekja hvað fyrir gesta hafa matjurtir sér sumarblóm, kynslóðarinnar ingar á og notið fjölbreyttrar er Tískusýning Allar skreytingar mesta sótt atöllu og fjölæringa. geiranum því sem sem aldrei í höndum en einnig blómanna sýnatvinnu- í bæjarfélaginu auk þess tilheyrir græna áður hefur atburður blómaskreyta Örfyrirlestrar, blómaskreytingar. og áhugamannaverða sem skreytingar sést hér Aldís Hafsteinsdóttir vakið mikla í bæjarfélaginu plöntupúl blómaskreytar ljóðablómastaurar, á landi. Í ár munu um og garðasúpa athygli fegurð. arbúa en norskir í fyrsta erlendir bæjarstjóri hafa fyrir frumleika er í görðum Hveragerðis dagskrá meðal þess eru mættir og danskri sinn taka þátt Þema bæjfjölmarga og blómaskreytar verður til Hveragerðis í tilefni sýningarinnar verða leiktæki þátt í undirbúningi þessa sem á af helgi. í ár er til að taka hafa valið því að Sameinuðu yngstu Auk þess og „skógur“ Sýningin sýningarinnar. kynslóðinauppákomur árið 2011 hefst á heimsvísu. ætti að en henni fyrir þannig sem ár þjóðirnar leiðast. lýkur á í dag, föstudag, að engum skóganna tekur með Skógræktarfélag Setningarathöfn Á innisvæði sunnudaginn kl. 12 ingunni veglegum inna blóma messuhefða verða þúsundir kl. í anda hætti þáttÍslands og mun norrænna 18. ingu. Aldrei til sýnis á afskorUm leið fór fram í meðal Jónsgær, fimmtudag. annars í sýnog við hefur jafnrisablómasýnafurðum um alla standa Hvergerðingar á einum græna geiransmikið magn okkar landsmenn velkomna bjóðtil að njóta af stað. Útbúið verið til lensk garðyrkja þess besta í bæinn sýnis hefur verið við á að sem ísvegnánari býður upp á á heimasíðunni upplýsingar bendum er að finna www.blomibae.is.

Síður 14-19

aukaBlað

4

vegi við sumarbústaði

Flestir sumarbústaðir lyngmóum eru í verið nýttir sem aldrei hafa til ræktunar.

 bls.

Skógrækt og útivist

6

Skógræktarfélag Hveragerðis lifir sé komið góðu lífi þótt það á sjötugsaldurinn.

 bls.

uM Garða

Gulli byggir með BYKO!

www.lyfoghei lsa.i

10

DVD kennsludiskur fylgir með!

BYKO gefur veglega út kennslubók um pallasmíði

m kl:

... Aðalheiði „Heiðu“ Birgisdóttur í Nikita Seldi Nikita til sportvörurisans Amer Sports, sem meðal annars á líka vörumerkin Salamon, Wilson og Atomic. Heiða og félagar komu þar með þessu merkilega frumkvöðlaverkefni sínu í öruggt alþjóðlegt skjól hjá stærsta snjóbrettavöruframleiðanda heims.

24 Viðtal

ÓKEYP K E Y P II SS

á árinu. Þar sinnir hún stjórnandastarfi fyrir UN Women, undirstofnun Sameinuðu þjóðanna.

s

... Karl Sigurbjörnsson

... Ólaf Kristjánsson

biskup Fékk bágt fyrir meðferð biskupsstofu á máli Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur en saga hennar komst í hámæli á nýjan leik í kjölfar útgáfu bókar þar sem hún lýsir hroðalegri misnotkun sem faðir hennar, Ólafur Skúlason biskup, mun hafa beitt hana frá því hún var barnung. Málsmeðferð Karls biskups á þessari sorglegu fortíðarsögu var öll með eindæmum klaufaleg og honum ekki til vegsauka. Karl hefur lýst því yfir að hann ætli að láta af embætti 2012.

þjálfara Breiðabliks Var heitasti fótboltaþjálfari landsins í fyrra þegar hann stýrði Breiðablik að fyrsta Íslandsmeistarartitli félagsins. Var þá jafnvel nefndur sem líklegur arftaki Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. Breiðablik og Ólafur áttu hins vegar hörmulegt sumar þetta árið. Liðið átti aldrei séns í titilinn, harkaði við botn deildarinnar og nafn Ólafs var ekki svo mikið sem nefnt þegar kom að því að skipta um landsliðsþjálfara.

Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar

1.-3. júlí 2011 2. árgangur

JL-húsinu

26. tölublað 2. tölublað 1. árgangur

iðtal nnig

Hari

Með munaðarlausum og fötluðum í Víetnam 24 Viðtal

Bestur áður en hann verður miðaldra og bitur 32

Matur

Fer í það sem hendi er næst

SPORTBÚÐIN - VEIÐIHORNIÐ - VEIDIMADURINN.IS

VEIÐIBLAÐIÐ – EINTAKIÐ ÞITT

GEYMDU BLAÐIÐ

SAGE ER VINSÆLASTA FLUGUSTÖNGIN. ÞAÐ ER EKKI TILVILJUN.

Það er ekki tilviljun að Sage flugustangirnar eru þær vinsælustu í úrvalsflokki flugustanga. Að margra mati eru flugustangirnar frá Sage þær bestu á markaðnum. Því mótmælum við ekki. Allar Sage flugustangir eru hannaðar og þróaðar af flugveiðimönnum og framleiddar í Seattle í Bandaríkjunum. Að kasta fyrir fisk og veiða með Sage er einstök upplifun. Allir fluguveiðimenn verða að eiga að minnsta kosti eina Sage stöng.

Allar Sage stangir eru með lífstíðar ábyrgð frá

SCIERRA MWF SKOTLÍNUSETT

TILBOÐ AÐEINS

9.995,-

SAGE FLIGHT FLUGUVEIÐIPAKKI

SCIERRA HMT LÍNA

Frábær lína frá Scierra og Henrik Mortensen. HMT er án efa bestu kaup í skandinavískum flugulínum.

AÐEINS

10.980,-

framleiðanda!

Ný sending!

Fjögurra hluta hröð stöng. Vandað Sage hjól með diskabremsu. Góð Rio ásamt undirlínu og flotlína taumi. Hólkur fylgir. Aðeins 69.900 fyrir þennan frábæra pakka.

SAGE VANTAGE FLUGUVEIÐIPAKKI

Fjögurra hluta miðhröð stöng, vandað Sage hjól með diskabremsu. Góð Rio flotlína ásamt undirlínu og taumi. Hólkur fylgir. Aðeins 59.900 fyrir þennan frábæra pakka.

AÐEINS

69.900,-

Allar Sage flugustangir framleiddar eru í Bandaríkjunum

AÐEINS

2, 14 & 16

EINHENDUPAKKI AÐEINS

ZPEY ZERO FLUGUVEIÐIPAKKI

79.900,-

REDINGTON CROSSWATER

FLUGUVEIÐIPAKKI Fjögurra hluta miðhröð góðu hjóli með flotlínu, stöng ásamt undirlínu og taumi. Góð Hólkur fylgir. Aðeins Rio flotlína. 29.900.

59.900,-

Fjórblöðungur í Miðju Zpey Zero kom fyrst á markaðinn í ársbyrjun 2010. Hér eru þessi vinsælu sett komin aftur en nú með enn betri og kröftugri stöng. Hleðsla nýju stangarinnar er mun dýpri. Zpey Zero er fáanleg sem 9 feta einhenda fyrir línu 5 og 9,6 feta einhenda fyrir línu 7. Stöngunum fylgir Zpey Switch handfang sem auðvelt er að bæta aftan við hjólsætið og breyta stöngunum þannig í minni tvíhendur. Með því móti er auðveldara að rúllukasta sem er nauðsynlegt í erfiðu baklandi t.d. ef trjágróður eða hár bakki er fyrir aftan veiðimann. Settinu fylgir Zpey Zero fluguhjól sem er úr léttmálmi. Hjólið er “large arbour” og með afar öflugri bremsu. Þá fylgir settinu vönduð Zpey skotlína, undirlína og taumur. Allt settið kemur í vönduðum hólki. Hér er á ferð vandað sett jafnt fyrir byrjendur og reyndari fluguveiðimenn.

REDINGTON PURSUIT

FLUGUVEIÐIPAKKI

AÐEINS

29.900,-

Fjögurra hluta miðhröð stöng ásamt góðu hjóli með flotlínu, undirlínu og taumi. Góð Rio flotlína. Hólkur fylgir. Aðeins 35.900.

AÐEINS

SCIERRA EMERGER

FLUGUVEIÐIPAKKI

Fjögurra hluta miðhröð arbour” fluguhjóli með grafítstöng ásamt “large stillingu. Góð flotlína góðri bremsu og þægilegri ásamt baklínu fylgir settinu auk kastkennslu Emerger á DVD.

35.900,AÐEINS

19.900,-

www.lyfogheilsa.is TVÍHENDUPAKKI AÐEINS

109.900,-

þjálfara KR Náði Íslandsmeistaratitli í Vesturbæinn eftir átta ára bið. Gerði KR að tvöföldum meisturum á fyrsta heila ári sínu sem þjálfari og undir hans stjórn sýndi liðið að auki góða takta í Evrópukeppninni.

... Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur

42

tíSka

FLUGURNAR FÆRÐU HÉR

Scierra skothaus fyrir einhendur ásamt runninglínu. Hannað af danska kastaranum Henrik Mortensen.

... Rúnar Kristinsson

TVÍHENDUPAKKI AÐEINS

39.900,-

VÖNDUÐ UPPSETT SKOTLÍNA MEÐ BAKLÍNU OG TAUMI.

Opnunartímar

08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Austurveri

Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

fyrrum formann Samfylkingarinnar Gaf gömlu samtryggingarreglunni um formenn stjórnmálaflokkanna, sem hljóðar upp á feitt starf hjá ríkinu þegar stjórnmálaferlinum lýkur, langt nef og kom sér fyrir í Kabúl

... Vigdísi Hauksdóttur þingkonu Framsóknarflokksins Náði áður óþekktum hæðum í Bibbu-á-Brávallargötu-isma með nauðgun á þekktum orðtökum og íslenskri tungu og hrifsaði til sín stöðu hirðfíflsins á Alþingi af Árni Johnsen, sem lét þó ekki sitt eftir liggja á árinu.

... Lárus Welding Snorrason Baltasar Kormák kvikmyndaleikstjóra Leikstýrði Hollywood Contraband sem er endurgerð á íslensku spennumyndinni Reykjavík-Rotterdam með vöðvabúntinu Mark Walbergh í aðalhlutverki, en sá kann bæði að hnykla vöðvana og leika. Samstarfið gekk svo vel að þeir félagar hyggjast gera aðra mynd saman.

... Björgólf Guðmundsson fyrrum eiganda Landsbankans Þungi hrunsins og Icesave-reikninga Landsbankans hvílir enn þungt á herðum Björgólfs eldri. Þar ofaná bættust síðla árs ásakanir Ingimars Ingimarssonar, fyrrum viðskiptafélaga hans og Björgólfs yngri í Rússlandi, sem sakaði feðgana um að hafa svikið af sér gosdrykkjaverksmiðju þá sem varð síðar undirstaðan að veldi þeirra.

fyrrverandi bankastjóra Glitnis Var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara á margvíslegum málefnum Glitnis í haust og svo ákærður fyrir sinn þátt í fléttu sem hefur verið kennd við Vafning og Svartháf. Er talið að hún hafi valdið bankanum sem hann stýrði margra milljarða króna tjóni.

! a l a gars

i ð r e V u ð u k k æ l ið ik m á i k tæ litsgölluð ! r fæ r u t s r y f , r u m e k r u t s r y f – a d n a r g o lk e i– n n u if e k s o lk – elko lindum – e

LINDIR

SKEIFAN AlmennAr upplýsingAr 544 4000

GRANDI GRANDI–LINDIR–SKEIFAN–VEFVERSLUN


22 

fréttir ársins

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Nýr stjórnmála- Myrti barnsflokkur Guðmóður sína og fimm ára gamall mundar og Besta Tuttugu maður var handtekinn við Land-

slagur ársins

Drottningin velti kónginum Eitt áhugaverðasta einvígi ársins hlýtur að teljast slagur metsölurithöfundanna Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur um efsta sætið á metsölulista bókaútgefenda. Arnaldur var með bókina Einvígið en Yrsa með bókina Brakið. Arnaldur hefur verið í algjörum sérflokki hvað varðar bóksölu undanfarin ár og selt yfir 20 þúsund bækur síðustu sex bókavertíðir hverri um sig; Kleifarvatn, Konungsbók, Harðskafi, Myrká, Svörtuloft og Furðustrandir. Í fyrra gerði Yrsa harða atlögu að hásæti Arnaldar með hrollvekjunni Ég man þig og í ár bætti hún um betur. Þrátt fyrir að hafa komið út tæpum mánuði seinna en Arnaldur tókst henni að ná efsta sætinu á heildarmetsölulista ársins á listanum sem nær til aðfangadags. Þá hafði Brakið verið á toppi hins vikulega metsölulista í þrjár vikur samfleytt.

Varðskipið Þór Fékk ekki að er tákn um nýja kaupa Grímstíma staði Varðskipið Þór kom nýtt til landsins í októberlok. Fyrsta viðkomuhöfn var í Vestmannaeyjum 26. október en daginn eftir var tekið á móti því með viðhöfn í Reykjavíkurhöfn. Smíði Þórs hófst í október árið 2007 í Chile. Vegna jarðskjálfta þar í febrúar 2010 og flóðbylgju sem reið yfir í kjölfarið varð seinkun á smíðaferlinu. Varðskipin Ægir og Týr hafa þjónað Íslendingum í 40 ár en Þór er hins vegar tákn um nýja tíma. Með komu varðskipsins var stigið nýtt skref í öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins. Nokkrar bilanir hafa komið fram en skipið sjálft og búnaður allur er í ábyrgð og viðgerðir því á kostnað framleiðenda.

Innanríkisráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í lok nóvember að kínverska fjárfestinum Huang Nubo væri óheimilt að kaupa Grímsstaði á fjöllum. Hann hafði leitað eftir kaupum á jörðinni sem er ein sú stærsta hér á landi, um 300 ferkílómetrar, til að koma þar upp ferðaþjónustu. Nubo hefur haft tengsl við Ísland og kom meðal annars á fót kínversk-íslenskri ljóðahátíð. Synjun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra var umdeild, einnig innan ríkisstjórnarinnar. Haft var eftir Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra, sem fer með málefni ferðaþjónustunnar, að áfram yrði reynt að fá Nubo til að fjárfesta hér á landi.

Gyrðir hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Gyrðir Elíasson hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verkið er stílhreint og framúrskarandi skáldverk sem lýsir innri og ytri átökum og er í samræðu við heimsbókmenntirnar, segir í umsögn dómnefndar. Gyrðir, sem er fimmtugur að aldri, gaf út sína fyrstu bók árið 1983. Eftir hann hafa komið út fjölmargar smásagna- og ljóðabækur og fimm skáldsögur. Bókmenntaverðlaunin nema 350.000 dönskum krónum, nær 7,5 milljónum íslenskra króna. Gyrðir veitti verðlaununum viðtöku á Norðurlandaráðsþinginu í Kaupmannahöfn í upphafi nóvember.

Guðmundur Steingrímsson alþingismaður sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst. Um leið spurðist það að hann stefndi að stofnun nýs stjórnmálaflokks í samstarfi við Besta flokkinn. Í desember kynntu Guðmundur og Heiða Kristín Helgadóttir flokkinn sem enn er ónefndur en kynningin fór fram í nafni nýstofnaðs Félags áhugafólks um bjarta framtíð. Þegar spurt er um stefnu segir Guðmundur: „Er það ekki stefna að vilja klára aðildarviðræður, að vilja taka upp aðra mynt, að vilja selja raforku hærra verði og græða þar með á orkuauðlindunum loksins, að vilja að nýja stjórnarskráin fari fyrir dóm þjóðarinnar, að vilja tryggja að þjóðin fái meiri arð af sjávarauðlindinni, að vilja einfaldara regluverk utan um atvinnuvegina, setja fé í nýsköpunarsjóði, skapandi greinar, grænan iðnað…. etc.“ Hann segir fólk sem komi inn í flokkinn vera frjálslynt, Evrópu- og umhverfissinnað. „Þannig flokkar,“ segir Guðmundur, „eru allt í kringum okkur í Evrópu. Radikale venstre í Danmörku er ágætt dæmi.“

spítalann í Fossvogi í maí. Þangað hafði hann keyrt með lík barnsmóður sinnar sem hann myrti í Heiðmörk. Manninum var gert að sæta öryggisgæslu á Sogni en hann var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins í tengslum við manndrápið. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að hann væri ósakhæfur. Hann þarf að greiða 6,2 miljónir króna til foreldra konunnar.

Karl tilkynnti brotthvarf úr biskupsembætti Karl Sigurbjörnsson biskup tilkynnti við upphaf kirkjuþings í haust að hann hygðist láta af embætti á næsta ári. Á komandi ári verða því biskupskosningar. Ýmsir hafa þegar verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir arftakar biskups, ekki síst konur. Má þar nefna Agnesi M. Sigurðardóttur prófast, Arnfríði Guðmundsdóttur, prófessor við guðfræðideild, Sigríði Guðmarsdóttur í Grafarvogsprestakalli og Jónu Hrönn Bolladóttur í Garðasókn. Af tilnefndum körlum má nefna Kristján Val Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, Sigurð Árna Þórðarson í Nessókn og Örn Bárð Jónsson í sömu sókn.

Bestur á vellinum Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina til Kanarí á hreint ótrúlegu verði. Um er að ræða flug til Kanarí 4. janúar. Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á frábærum kjörum. Fjölbreytt gisting í boði á afar hagstæðu verði. Sama verð á flugsæti í boði í heimflugi frá Kanarí 17. janúar.

Gamli brimbrjóturinn Heiðar Helguson hefur borið höfuð og herðar yfir aðra knattspyrnumenn landsins á árinu. Heiðar kann einmitt vel við sig í loftinu þegar inn á völlinn er komið. Hann er fádæma sterkur skallamaður og sýnir að menn þurfa ekki endilega að vera hávaxnir loftorrustur á fótboltavelli eru annars vegar. Heiðar lék stórt hlutverk á síðustu leiktíð þegar lið hans QPR frá Lundúnum vann sig upp í ensku úrvalsdeildina. Í byrjun sumars lék óvissa um hvort hann fengi nýjan samning við liðið, enda verður Heiðar 35 ára í ágúst 2012. Forráðamenn Lundúnarliðsins ákváðu þó að hafa hann með í baráttuna við þá bestu í vetur og sjá örugglega ekki eftir því. Heiðar virtist ekki eiga leika stórt hlutverk í byrjun tímabilsins en eftir að þjálfari liðsins, Neil Warnock, gaf honum tækifæri um miðjan október hefur hann dregið vagninn fyrir QPR, skorað sjö mörk og lagt upp tvö. Eigendur liðsins kunna greinilega vel að meta að hafa Heiðar innan sinna raða og framlengdu í vikunni samning hans til ársins 2013. Heiðar er kominn langan veg frá því að hann kom kornungur frá Dalvík til Þróttar í Reykjavík. Minnast fyrrum liðsfélagar hans af mikilli hlýju. Hann þótti þá ekki sá liprasti með boltann – sagan segir að hann hafi á þessum tíma getað haldið boltanum þrisvar á lofti og þurfti að fleygja sér til að ná þriðju snertingunni – en enginn átti hins vegar séns í hann ef litið er til atriða svo sem ósérhlífni, baráttu og sigurvilja. Aukin tækni kom með meiri ástundun og þjálfun og Heiðar varð einn skæðasti framherji sem Ísland hefur alið.


Nýtt ár, nýr kraftur, nýir tímar Icelandic Group hefur allt frá stofnun, árið 1942, gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku efnahagslífi. Með því að byggja á reynslu Íslendinga af sjávarútvegi og fylgja fast eftir þróun til nútímatækni og nýrra aðferða við veiðar, vinnslu og markaðssetningu hefur fyrirtækið eflst og dafnað á sjötíu árum og náð sterki stöðu á alþjóðamarkaði, til farsældar fyrir land og þjóð. Árið 2012 er afmælisár og markar jafnframt nýjan áfanga í sögu Icelandic Group. Okkar bíða ný verkefni og við stefnum af einurð og dug til móts við nýja tíma. Icelandic Group óskar öllum Íslendingum, til sjávar og sveita, gæfu og gengis á nýju ári.


LUGI F Ð E M K FERS

ÍSLENSKT KJÖT

LAMBALÆRI

TB KJÖ ORÐ

Ú

B

I

1498

R

BESTIR Í KJÖTI

I

Ú

KR./KG

R

KJÖTBORÐ

GRÆN VÍNBER

699

ÍSLENSKT KJÖT

LAMBAHRYGGUR

Ú

TB KJÖ ORÐ

B

BESTIR Í KJÖTI

I

KR./KG

Ú

KJÖTBORÐ

KR./STK.

Komdu í kjötborð Nóatúns og veldu þína fyllingu í lambalærið Ávaxtafylling með sveskjum, þurrkuðum eplum og aprikósum

Fyllt með rjómaosti, trönuberjum, grænpipar og einiberjum

ÍSLENSKT KJÖT

B

I

BESTIR Í KJÖTI

KJÖTBORÐ

Með rjómaosti, trönuberjum, grænpipar og einiberjum

TB KJÖ ORÐ

Ú

KR./KG

R

I

2498

Með trönuberjum, villisveppum og camembert

Ú

HÁTÍðARLAMBALÆRI NÓATÚNS 2011

R

249

R

I

1798

CHATEAU SESAM BAGUETTE

R

KR./KG

ÍSLENSKT KJÖT

Með gráðaosti og döðlum

Ú I

BESTIR Í KJÖTI

KJÖTBORÐ

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

B

R

KR./KG

TB KJÖ ORÐ

Ú

fyrir áramótaveisluna

5989

R

I

Tilbúnir sushibakkar

UNGNAUTALUND ÍSLENSK, HEIL/HÁLF

ICELAND PARTÝBAKKI 2 TEGUNDIR

20 BITA SUSHI VEISLUBAKKI

2798

KR./BAKKI

Kemur í verslanir á morgun, gamlársdag kl. 10:00

1598

KR./PK.

31. DES. GAMLÁRSDAGUR OPIð TIL KL. 15:00 noatun.is


Við gerum meira fyrir þig ÍSLENSKT KJÖT

B

ÐI

BESTIR Í KJÖTI RK

JÖTBOR

ÍSLENSKT KJÖT

TB KJÖ ORÐ

Ú

KR./KG

R

I

3998

Ú

UNGNAUTA RIB EYE

Hafðu það gott um áramótin KJÖRÍS KONFEKT ÍSTERTA 12 MANNA

1998

KR./PK.

GRÍSAHRYGGUR MEð PÖRU

TB KJÖ ORÐ

Ú

B

I

BESTIR Í KJÖTI R

KJÖTBORÐ

CASA FIESTA SÓSUR, 3 TEGUNDIR

ÍSLENSKT KJÖT

199

R

FREYJU SMÁDRAUMUR, RÍS-/BUFFALÓBITAR

EGILS APPELSÍN 2 LÍTRAR

TB KJÖ ORÐ

B

Ú

I

BESTIR Í KJÖTI

299

299

STJÖRNUSNAKK, 3 TEGUNDIR, 90 G

GUNNARS ÍDÝFUR, 2 TEGUNDIR

R

KJÖTBORÐ

KR./PK.

MJÓLKA SKYRTERTUR, 5 TEGUNDIR

989

KR./PK.

KR./PK.

I

KR./KG

Ú

LAMBAFILLE MEð FITURÖND

CASA FIESTA NACHOS, 200 G, 3 TEGUNDIR

339

KR./STK.

3778

KR./PK.

Ú

KR./KG

338

I

1168

R

NÓA KROPP 200 G

199

KR./PK.

KR./STK.

179

KR./STK.


26

stjörnukort ársins 2011

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Fastar stjörnur og aðrar á reiki Frægðarfólkið skín misskært á stjörnuhimninum yfir Íslandi enda er frægð sumra mæld í mínútum og þær þjóta yfir sviðið eins og halastjörnur og brenna hratt upp. Óhjákvæmilega fara sumar stjörnur út af sporbaugi og hverfa sjónum eða að skuggi gleymskunnar fellur á þær. Af og til hrapa stjörnur til jarðar, eins og loftsteinar, og skella svo harkalega að samfélagið nötrar. Nokkrum fastastjörnum verður hins vegar vart haggað og þær skína skært ár eftir ár. Páll Óskar er sjálfsagt lífsseigasta stjarna undangengina ára og heldur stöðu sinni þótt Mugison hafi farið með himinskautum á árinu sem er að líða. Stjarna Egils Gillzeneggers Einarssonar féll aftur á móti með gríðarlegum þunga eftir að ung stúlka kærði líkamsræktarfrömuðinn og rithöfundinn fyrir nauðgun.

Stjörnur ársins 2010  Páll Óskar  Egill Gilzenegger  Tobba Marinós  Vala Grand  Steindi  Ólöf Arnalds  Gísli Örn Garðarsson son)  Sveppi (Sverrir Þór Sverris  Gunnar B. Guðmundsson  Gunnar Nelson  Ari Eldjárn  Hlín Einarsdóttir  Kristinn Hrafnsson  Erpur Eyvindarson  María Sigrún Hilmarsdóttir  Friðrika Hjördís Geirsdóttir

Nýstirni og fastastjörnur Mugison Árið 2011 er ár Mugisons sem límdi sig rækilega í efstu rjáfur stjörnuhiminsins. Þjóðin elskar að elska Mugison sem þakkar fyrir sig af hógværð og örlæti með því að halda ókeypis tónleika í röðum. Þeir sem komust ekki á tónleika hans í Hörpu rétt fyrir jól fengu að hrifast með beinni sjónvarpsútsendingu og gleymdu gremju sinni og svekkelsi yfir því að ná ekki í miða í hrifningarlosta yfir snilld Vestfirðingsins ljúfa. Þrjátíu þúsund eintök af plötunni hans Haglél hafa rokið út og hann fékk flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Alls sex. Fyrir plötu ársins, sem lagahöfundur ársins, textahöfundur ársins, fyrir lag ársins og sem söngvari og flytjandi ársins. Tök hans á þjóðarsálinni eru slík að hann myndi mala forsetakosningarnar í vor færi hann fram.

Páll Óskar Er einhver allra skærasta stjarna Íslands og afrekaskrá hans er orðin ansi löng. Hann var á fleygiferð á þessu ári. Tróð upp með Sinfó í Hörpu við mikinn fögnuð enda fyllti hann húsið fimm sinnum. Tónleikarnir komu síðar út á geisladiski og þeir voru sýndir í sjónvarpinu á milli jóla og nýárs við álíka fögnuð áhorfenda og yfir tónleikum Mugisons í Sjónvarpinu skömmu áður.

Rúnar Rúnarsson Kom, sá og sigraði með Eldfjalli, sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, á árinu. Myndin var frumsýnd í Cannes þar sem góður rómur var gerður að henni en Rúnar hafði áður heillað með stuttumyndum sínum. Theódór Júlíusson skaust aftur upp á stjörnuhimininn með myndinni, eftir stjörnuleik í Mýrinni, en hann fer á kostum í hlutverki manns sem er að komast á

eftirlaunaaldur og á í mikilli innri baráttu. Eldfjall fór sigurför um kvikmyndahátíðir víða um heim og keppir fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin.

Gísli Örn Garðarsson Höfðuðpáfi Vesturportshópsins heldur stöðu sinni á stjörnuhimninum. Sigurganga hópsins er óslitinn og Gísli Örn kláraði árið svo með stæl þegar hann leikstýrði Hróa hetti, jólasýningu Konunglega Shakespeare-leikhússins, við mikinn fögnuð.

Sveppi (Sverrir Þór Sverrisson) Sveppi gefur ekkert eftir frekar en síðustu ár og flest sem hann snertir verður enn að gulli. Hann troðfyllti bíósali um langt skeið með þriðju Sveppamyndinni, Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Hann seldi síðan vænan slatta af leikjabók sinni fyrir börn um jólin.

Ari Eldjárn Varð á örskömmum tíma einn vinsælasti skemmtikraftur landsins og ekkert lát er á vinsældunum og eftirspurninni eftir Ara sem er bókaður langt fram í tímann. Þá hefur hann gert það gott með félögum sínum í Mið-Íslandi í samnefndum sjónvarpsþáttum á Stöð 2.

Tobba Marínós Var blaðakona á Séð og heyrt þegar hún byrjaði að busla í Djúpu lauginni á Skjá einum í byrjun síðasta árs. Þegar hún stökk upp úr lauginni var skammt milli stórra högga og hún átti tvær metsölubækur árið 2010, Makalaus og Dömusiði. 2011 byrjaði vel hjá Tobbu þegar Skjár einn hóf sýningar á sjónvarpsþáttum byggðum á Makalaus. Síðsumars kom framhaldsbókin Lýtalaus

út og með haustinu byrjaði Tobba með sinn eigin þátt á Skjá einum. Þátturinn hét einfaldlega Tobba og þar tókst henni að vekja athygli með ýmsum uppátækjum.

Of Monsters and Men Hljómsveitin sigraði Músíktilraunir í fyrra og hitti í mark með sinni fyrstu plötu, My Head Is an Animal, á árinu. Lagið Little Talks af plötunni gerði það gott í Bandaríkjunum og undir lok ársins rauk fjögurra laga plata sveitarinnar, Into the Woods, upp sölulista iTunes í Bandaríkjunum og Kanada.

Gus Gus Gömlu brýnin sýndu á árinu að þau eru síður en svo dauð úr öllum æðum. Sveitin, sem lengst af var hálfgert jaðarfyrirbæri, sótti fast inn á miðjuna með plötunni Arabian Horse á þessu ári. Sveitin hélt tvenna útgáfutónleika fyrir troðfullu húsi og endurtók svo leikinn aftur skömmu fyrir jól með frábærum tónleikum. Gus Gus gerði líka gott mót þegar kom að tilnefningum til Íslensku tónlistarverðlaunanna og fékk tilnefningar fyrir plötu ársins, lag ársins, sem flytjandi ársins og þrír söngvarar sveitarinnar, Högni Egilsson, Daníel Ágúst Haraldsson og Urður Hákonardóttir, voru tilnefnd sem söngvarar ársins.

Annie Mist Þórisdóttir Þessi 21 árs nemi við Háskóla Íslands vann hug og hjörtu landsmanna í sumar þegar hún tryggði sér heimsmeistaratitil kvenna í Crossfit á heimsleikunum í Los Angeles í Kaliforníu. Hún er einnig Evrópumeistari

kvenna í greininni sem tekur verulega á þannig að titlunum landaði hún af miklu harðfylgi. Verðlaunafé hennar vakti ekki síður athygli hér heima en titillinn en það nam um þrjátíu milljónum íslenskra króna. Þá gerði Annie Mist styrktarsamning við íþróttavöruframleiðandann Reebok - sem hlýtur að teljast afrek út af fyrir sig.

Hilmar Guðjónsson Útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og er kominn langan veg frá Frostaskjólinu þar sem hann hljóp um í hlutverki Rauða ljónsins, lukkudýrs KR-inga, á árum áður. Hann var ráðinn við Borgarleikhúsið eftir útskrift og hefur leikið þar í sýningum á borð við Ofviðrið, Nei, ráðherra!, Galdrakarlinum í OZ og verður í Fanný og Alexander á sviði leikhússins í janúar. Hilmar stóð sig með stakri prýði í hinni vanmetnu kvikmynd Á annan veg á þessu ári og í lok árs var hann valinn í hóp tíu efnilegustu leikara Evrópu, Shooting Star. Hópurinn er kosinn af alþjóðlegri dómnefnd og verður kynntur sérstaklega á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar.

Friðrika Hjördís Geirsdóttir Heldur sínu striki frá því í fyrra þegar hún stýrði vinsælum matreiðsluþætti, smekkfyllti kökunámskeið og mokaði út matreiðslubók fyrir jólin. Allt sem hún kom nálægt varð að gulli og þannig er það enn. Rikka hefur gert bollakökur að meiriháttar tískufyrirbæri og skyggir nú á sjálfan Jóa Fel í sjónvarpskokkadeildinni.

Stjörnuhröp Egill Gilzenegger Hæsta fall ársins, ára ef ekki áratuga, en hrap Egils Gilzeneggers af stjörnuhimninum eftir að átján ára stúlka kærði hann og unnustu hans fyrir nauðgun í byrjun desember. Hvernig sem málið mun þróast er vandséð að Gillzenegger eigi sér viðreisnar von og segja má að kjafturinn á honum og rembutal liðinna ára hafi gert fallið enn hærra. Og enginn skortur er á fólki sem hann hefur stuðað og móðgað sem telur sig nú heldur betur hafa fundið á honum höggstað. Síðasta ár var með þeim betri á ferli Gillz. Hann hafði meira en nóg að gera sem einkaþjálfari, varð fullgildur meðlimur í Rithöfundasambandi Íslands og var fenginn til þess að hanna Símaskrána – að vísu við æði misjafnar undirtektir og hávær mótmæli, einkum úr röðum femínista og kollega hans í rithöfundastétt. Gillzenegger stóð það þó allt af sér og þriðja bók hans, Mannasiðir, rokseldist í lok ársins. Vinsældum Mannasiða ætlaði hann að fylgja eftir í ár með Heilræðum en sú bók var nýútkomin þegar nauðgunarmálið kom upp og hún sést hvergi á sölulistum vertíðarinnar. Hrunið í bóksölunni er ágæt vísbending um að fáir vilji koma nálægt Gillz og þau fyrirtæki sem hafa tengt sig nafni hans og vinsældum eru í ímyndarvandræðum og í nokkru fáti að því er virðist. Þannig situr Stöð 2 uppi með fokdýra þáttaröð byggða á Mannasiðum sem ráðgert var að sýna í byrjun ársins 2012 en þau áform hljóta að vera í uppnámi eins og sakir standa.

Auðunn Blöndal Auddi Blö hefur notið töluverðrar velgengni í sjónvarpi á liðinum árum en Auddi hvarf af Stöð 2 á árinu yfir í ósýnileika útvarpsins þar sem hann stýrir nú þættinum FMBlö á FM 9.57. Talsvert fall ef haft er í huga að Auddi hefur verið fastur á sjónvarpssviði 365 miðla lengi og hefur þar fengið að sprella og leika sér með vinum sínum í alls kyns þáttagerð. Þannig fóru þeir til dæmis mikinn við nokkrar vinsældir, Auddi, Sveppi, Villi Naglbítur og Gillzenegger í ferðaþáttunum Ameríski draumurinn þar sem þeir grínuðust á flakki um Bandaríkin 2010. Félagar Audda úr Strákunum, þeir Pétur Jóhann Sigfússon og þá sérstaklega Sveppi, halda hins vegar enn sínu striki. Vinir Audda hafa þó verið duglegir við að hjálpa félaga sínum með því að mæta reglulega í þáttinn og grínast með honum í útvarpið. Einn fastagestanna hjá Audda var einmitt Gillzenegger sem hefur nú verið útlægur ger frá 365 miðlum í Skaftahlíð.


ÁRANGUR Árangur/ 1

6-vikna byrjendanámskeið

Viltu styrkja þig, léttast, auka þol, orku og vellíðan? Kílóin fjúka á þessu nýuppfærða námskeiði sem hefur aldrei verið betra. Mikil fjölbreytni í æfingum til að tryggja hámarksárangur. Einfaldar, skemmtilegar og árangursríkar æfingar og leiðir til að ná varanlegum tökum á réttu neyslumynstri. Vertu með, njóttu þess að ná árangri í bættri heilsu og vellíðan.

Innifalið í námskeiðunum: • Lokaðir tímar 3x í viku • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal • Aðgangur að 240 opnum tímum á mánuði • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – m.a. jarðsjávarpotti • Mælingar – vigtun og fitumælingar

Árangur/ 2

6-vikna framhaldsnámskeið

Fyrir þær sem eru lengra komnar og vilja taka þjálfunina fastari tökum, komast út úr stöðnun og ná enn betri árangri. Sérstök áhersla á að ná fram sem mestum eftirbruna.

Árangur/ dans fitness 6-vikna námskeið

Átaksnámskeið fyrir þær sem hafa áhuga á að dansa. Fjölbreyttar og skemmtilegar dans samsetningar sem auka þol og fitubruna. Skemmtilegar æfingar sem auðvelt er að fylgja eftir. Dansaðu þig í flott form!

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu, verð og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is

• Hvatning, fróðleikur og uppskriftir frá Ágústu Johnson og Guðbjörgu Finns 2x í viku á lokuðu heimasvæði

Umsögn þáttakanda: „Þið eruð að bjóða upp á námskeið sem ég held að hljóti að vera þau bestu á landsmælikvarða og þó víðar væri farið. Eftir námskeiðin get ég sagt: Frábær kennari, frábær aðstaða, frábært æfingaprógram, ráðgjöf og aðhald, frábær árangur. Hvað er hægt að biðja um meira?“ - Marta K. Sigmarsdóttir Fleiri umsagnir um námskeiðin á www.hreyfing.is


28

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

besta íslensk a platan samkvæmt könnun Fréttatímans

Ljósmynd/Hari

úttekt

Mugison stendur upp úr á frábæru ári Bestu J plötur ársins 2011

ess! Þetta er bara geðveikt, ég þakka fyrir heiðurinn,“ segir Örn Elías Guðmundsson – Mugison – þegar honum er tilkynnt að hann eigi plötu ársins, Haglél. Platan sigraði í viðamikilli kosningu Fréttatímans, sem bransa- og áhugafólk um tónlist tók þátt í. Óhætt er að segja að 2011 hafi verið árið hans Mugisons. Nú fara gæði og vinsældir saman svo um munar, því platan seldist í hátt í 30 þúsund eintök fyrir jólin, sem er örugglega einhvers konar met, að minnsta kosti hvað Örn varðar.

Mugison Haglél 54 stig

GusGus Arabian Horse 28 stig

Sin Fang Summer Echoes 27 stig

Borgar upp lán

„Það er algjör snilld að selja svo mikið að maður fái pening fyrir það,” segir hann. „Maður leit bara á plötur sem einskonar nafnspjöld til að fá fólk á tónleika. Það var kannski séns að maður fengi eitthvað út úr tónleikum, það er að segja ef maður væri einn með kassagítarinn. Ég er þegar búinn að greiða upp eitt lán en á eftir að tækla annað. Geri það fljótlega. Djöfull verður það gaman.” Haglél er fjórða meginplata Mugisons og sú fyrsta sem er eingöngu sungin á íslensku. Þótt þakka megi íslenskunni vinsældirnar að einhverju leyti ætlar Mugison að syngja á ensku næst. „Það eru einhver eitt til tvö ár í næstu plötu. Ætli maður skelli ekki nokkrum lögum í spilun fyrst og detti svo í plötuna. Það er skemmtilegt þetta single-format sem margir eru komnir í. Það er, að gefa út slatta af lögum þar

Sóley We Sink 46 stig

Björk Biophilia 23 stig

til tími er kominn á plötu. Þetta gekk allavega vel upp hjá mér með Haglél.“ Mugison er gríðarlega jarðbundinn og á ekki von á því að endurtaka þessa gríðarlegu sigurgöngu. „Ég held að þetta sé í síðasta skipti í 20 ár eða eitthvað sem ég á bestu plötu ársins. Það verður erfitt að fylgja þessu eftir og ekki fræðilegur möguleiki að maður haldi dampi, vinsældarlega séð. Jafnvel þótt næsta plata verði góð eða jafnvel betri en þessi.“

Frábært ár

Það komu margar frábærar plötur út á þessu ári og samtals voru 42 plötur nefndar í þessari kosningu. Fast á hæla Mugison komu tvær tónlistarkonur sem gerðu framúrskarandi plötur. Hin unga Sóley Stefánsdóttir varð í öðru sæti með frumraun sína í „fullri“ lengd, hina ævintýralegu We Sink, en Lay Low hampaði

-

Lay Low Brotinn strengur 42 stig

Helgi Hrafn Jónsson Big spring 20 stig

bronsinu fyrir meistaraverkið Brotinn strengur, þar sem hún bjó til lög við ljóð íslenskra kvenna. Í næstu sætum komu tvær rokkaðar plötur með hinum endurlífguðu og þó nokkuð goðsagnakenndu Ham (fyrsta alvöru platan síðan 1989!) og þriðja plata rokkhundanna í Reykjavík! Sjálf Björk varð í áttunda sæti með furðuverkið Biophilia og spútniksveit ársins – Hey! – Of Monsters and Men eru ásamt Snorra Helgasyni í 11. til 12. sæti með frumraun sína. Auk allra þessara frábæru platna var árið gleðilegt fyrir margt annað: Mikil aukning varð í sölu á íslenkri tónlist, Iceland Airwaves hefur aldrei heppnast eins vel og svo opnaði lúxushöll tónlistarinnar, Harpan, flestum til allnokkurrar gleði. Áfram veginn og gleðilegt ár!

Dr. Gunni

Ham Svik, harmur og dauði 36 stig

-

Sólstafir Svartir sandar 20 stig

Reykjavík! Locust Sounds 31 stig

11-12. Of Monsters and Men My head is an animal 17 stig 11-12. Snorri Helgason Winter Sun 17 stig 13-14. Ben Frost & Daníel Bjarnason Sólaris 10 stig 13-14. Low Roar Low Roar 10 stig 15. FM Belfast Don’t Want To Sleep 9 stig 16. Samaris Hljóma þú 8 stig 17. Hellvar Stop that Noise 7 stig 18. ADHD ADHD2 6 stig 19-20. Dikta Trust me 5 stig 19-20. Hjálmar Órar 5 stig

Um kosninguna: 32 einstaklingar sendu inn topp 5 lista. Efsta sæti gaf fimm stig, annað sæti fjögur stig og svo koll af kolli. Þessir tóku þátt : Alísa Ugla Kalyanova (Iceland Airwaves), Anna Hildur Hildibrandsdóttir (Útón), Arnar Eggert Thoroddsen (Morgunblaðið), Árni Þór Jónsson (Sýrður rjómi), Ágúst Bogason (Rás 2), Ásgeir Eyjólfsson (Rás 2), Benedikt Reynisson (Gogoyoko), Björn Jónsson (bubbij.123.is), Dana Hákonardóttir (Iceland Airwaves), Dr. Gunni (Fréttatíminn), Egill Harðarson (Rjóminn), Einar Bárðarson (Kaninn), Engilbert Hafsteinsson (Tonlist.is), Freyr Bjarnason (Fréttablaðið), Frosti Logason (X-ið), Georg Atli (Topp 5 á föstudegi), Grímur Atlason (Iceland Airwaves), Halldór Ingi Andrésson (Plotudomar.com), Haukur S Magnússon (Grapevine), Hildur Maral Hamíðsdóttir (Rjóminn), Ingveldur Geirsdóttir (Morgunblaðið), Jóhann Ágúst Jóhannsson (Kraumur), Kamilla Ingibergsdóttir (Iceland Airwaves), Kjartan Guðmundsson (Fréttablaðið), Kristín Gróa Þorvaldsdóttir (Topp 5 á föstudegi), Lilja Katrín Gunnarsdóttir (Séð og heyrt), Matthías Matthíasson (Rás 2), Ólafur Páll Gunnarsson (Rás 2), Ómar Eyþórsson (X-ið), Tómas Young (Útón), Trausti Júlíusson (Fréttablaðið) og Wim Van Hooste (Icelandic Music Museum).


Áramótasteikin fæst í HaGkauP kalkúnn ferskur

pekingönd 2,6 kg

1.749

1.288

kr/kg.

kr/kg.

þetta eina sanna! smjörsprautað kalkúnaskip

franskar andabringur

3.498

3.498

kr/kg.

kr/kg.

úrbeinað og fyllt lambalæri

hangikjöt íslandslamb

2.569

2.998

kr/kg.

kr/kg.

ribeye íslandsnaut

hamborgar hryggur

3.313

1.899

kr/kg.

kr/kg.

salt minni

alvöru sósur

Tilvaldar með ni! áramótasteikin

lagaðar frá grunni

Rjómasveppasósa Rauðvínssósa

Piparsósa

Gildir til 31. desember á meðan birgðir endast.

Púrtvínssósa

Veislusósur sem eru lagaðar úr hágæða hráefni og tilbúnar beint í pottinn.


30

viðtal

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Ragnar Kjartansson drekkur í sig innblástur í tryllingnum í Reykjavík og fær útrás með listsköpun í útlöndum. Og öfugt. Ljósmynd/Hari.

Reykjavík er ólgandi staður á enda veraldar Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson kannar helstu grunnstef rómantíkurinnar, æskuna, ástina og dauðann í verkum sem hann sýnir þessa dagana í galleríinu i8. Annars vegar sýnir hann vídeóverk sem tekið var upp í höggmyndasal Carnegie listasafnsins í Pittsburgh í Bandaríkjunum og hins vegar vatnslitamyndir sem hann málaði í snæviþakinni auðn í Bresku Kólumbíu. Þórarinn Þórarinsson hitti listamanninn í galleríinu og ræddi við hann um eyðileggingarmátt rómantíkurinnar, eilífa endurtekningu hins sama og lífsháska á lendum heimshryggðarinnar.

V

atnslitamyndaröðina kallar Ragnar „Af lendum heimshryggðarinnar í Bresku Cólumbíu“. Nafnið sækir hann til þýska hugtaksins „Weltschmerz“ sem fangar þá drungalegu lífssýn sem einkenndi mörg rómantísku skáldin á sínum tíma. Myndirnar málaði hann í tveggja daga lotu undir berum himni í dapurlegum dal í Kanada á meðan hann hugleiddi dauðann og viskí. „Þetta er risastór auðn. Svo langt sem augað eygir. Dalurinn er fullur af brunnum furutrjám eða grenitrjám. Ég er ekki viss. Jólatrám bara,“ segir Ragnar léttur í bragði. „Þetta er bara náttúrulegt ferli. Eldingu lýstur niður í skóginn, eða eitthvað, og trén brenna en það er eitthvað í þessu,“ segir Ragnar um hina ofurrómantísku vetrargöngu sína. „Þetta er mjög táknrænt umhverfi og það skapast einhver ofurrómantík í þessu klettafjallalandslagi þar sem öll trén eru brunnin.“ Ragnar var í Kanada ásamt tónlistarmanninum Davíð Þór Jónssyni en það var hann sem uppgötvaði dalinn og stefndi Ragnari þangað með penslana. „Við vorum að vinna þarna saman og hann fór í langa ferð um dalinn ásamt

Það var líka svo spennandi að vera þarna vegna þess að þarna eru fjallaljón og birnir.

Málarinn einn með sjálfum sér og dauðum trjám á lendum heimshryggðarinnar.

leiðsögumanni. Hann kom til baka um kvöldið, var mikið niðri fyrir, vakti mig og sagði mér uppnuminn að ég yrði bara að fara þangað og mála. Hann sagði að þetta væri eins og Caspar David Friedrich hækkaður upp í ellefu,“ segir Ragnar og hlær um leið og hann vísar í þekkt atriði um magnaðan magnara í kvikmyndinni This is Spinal Tap.

Lífsháski á slóðum fjallaljóna

„Ég fór svo þangað með náunga sem heitir Clint Wilson. Hann er kanadískur myndlistarmaður og mikill kúreki. Við vorum þarna bara tveir í tvo daga. Hann að mála fjöllin og ég að mála trén,“ segir Ragnar og gengst við því að hafa hugsað um dauðann og viskí á meðan. „Jújú. Við vorum með smá viskí með okkur en ég var mest bara að hugsa um það. Maður má ekki vera fullur í auðninni. Það gengur ekki og þá er voðinn vís,“ segir Ragnar og skellir upp úr. „Það snjóaði svo mikið en við fundum okkur hellisskúta sem við gerðum eiginlega að stúdíói og íverustað. Það var líka svo spennandi að vera þarna vegna þess að þarna eru fjallaljón og birnir. Við þurftum til dæmis að henda steini inn í hellinn og vera tilbúnir með svona bjarnasprey. Þetta er stórhættulegt,“ segir Ragnar, hlær og skiptir yfir í digurbarkalegan karlaróm: „Það er bara á færi hugaðra manna að mála svona vatnslitamyndir. Það er ekki hver sem er sem gæti gert þetta.“ Ragnar segist hafa ýkt þennan háska upp í huganum og miklað hann fyrir sér. Í ákveðnum tilgangi að vísu. „Clint var alveg rólegur og sagði að þarna væri engin hætta en mér finnst þetta „performatíva“ svo mikilvægt í málverkinu. Að þetta sé eins og maður stígi inn í einhverja sögu. Fari inn í einhverja stemningu. Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf hrifist af. Stemningunni í

kringum málverkið á vinnustofunni en ekki beint málverkið sjálft. Maður er alltaf að reyna að fanga stemninguna sem er alltumlykjandi. Ég lít dálítið á myndirnar sem heimild eða minjagripi um þann gjörning að fara í dal heimshryggðarinnar.“

Rómantík ljótleikans

Lífsháskinn og nálægð dauðans er ríkur þáttur í rómantíkinni og þennan þráð fann Ragnar úti í auðninni. „Eins og Knútur íslenskukennari sagði í menntaskólanum þá er rómantík ekki kertaljós og „hyggemusik“. Rómantíkin er hrikaleiki og auðn. Maður veit ekki alveg hvað þetta er. Ég er engan veginn fylgjandi einhverju afturhvarfi eða neinu svoleiðis. En rómantíkin kallar kannski á þessum póst-módernísku tímum fram einhverjar stemningar sem maður þekkir úr listasögunni. Og er ef til vill í raun einhver mannleg leið til þess að takast á við fegurðina,“ segir Ragnar og tekur flugið. „Hitler er náttúrlega hinn endanlegi rómantíker. Alltaf að hlusta á Wagner á meðan á öllum viðbjóðnum stóð. Eftir stríðið, þegar Hitler hafði endanlega drepið rómantíkina, koma módernisiminn og abstrakt expressjónisminn fram sem leiðir til þess að finna nýjan streng eftir þessa hefð sem bjó til allan þennan viðbjóð. Mér finnst líka alltaf svolítið áhugavert hvernig stefna sem bjó til einhvern mesta viðbjóð mannkynssögunnar sé svo upphafin og falleg. Það er ekki alveg hægt að sneiða hjá þessu og þetta er alltaf einhver undirtónn sem maður hugsar dálítið um. Það er bara bein lína frá Goethe til Hitlers sem er náttúrlega bara hræðilegt. Skelfilegt að segja þetta upphátt. Þannig að þegar maður segist vera rómantíker þá er það að einhverju leyti óhugnanlegt. Af því að rómantíkin gengur út á upphafningu. Hún er svo flókið fyrirbæri og leitar víða.“

Eilíf endurtekning hins sama

Ragnar nefnir verk sitt á Feneyjartvíæringnum fyrir tveimur árum sem dæmi um tilraun til þess að fanga stemninguna í kringum málverkið en þar málaði hann eina mynd á dag í hálft ár af manni í sundskýlu sem drakk bjór og reykti. Þessi gjörningur Ragnars vakti umtalsverða athygli og það var eftir Feyneyjaævintýrið sem hann var beðinn um að sýna í Pittsburgh. „Þetta leiðir svona eitt af öðru. Safnstjórinn í Carnegie þekkti til verka minna eftir að ég tók þátt í útskriftarsýningu Markúsar Þórs Andréssonar í C.C.S. Bard

í New York og eftir Feneyjar vildi hann endilega fá mig til að gera eitthvað.“ Endurtekningin er Ragnari hugleikin eins og Feneyjaverkið bar með sér og hann fæst einnig við endurtekninguna í vídeóverkinu Song sem byggði á þriggja vikna löngum gjörningi hans í höggmyndasal Carnegie-listasafnsins. „Ég vinn mjög mikið með endurtekninguna. Vegna þess að hún er bara svo náttúrlegt fyrirbæri fyrir okkur. Við erum hvort sem er alltaf í endurtekningunni. Samkvæmt Søren Kierkegaard finnur maður hámarkshamingju í henni.“ Í verkinu komu þrjár frænkur Ragnars fram og fluttu lágstemmt stef í sex klukkustundir samfellt. Myndavélin hnitar hæga hringi í kringum söngvarana og magnar þannig seiðandi áhrifin af síendurteknum söng þeirra þar sem þær endurtaka „The weight of the world is love.“ „Videóverkið var tekið upp í Pittsburgh þannig að það má segja að þetta komi þaðan en þetta er í raun allt annað en sýnt var þar. Þar var gjörningurinn sýndur en hér er verið að sýna vídeóverk. Sem er eiginlega gerólíkt í eðli sínu. Þú ferð inn í rými sem þú þekkir í Pittsburgh, þennan sal. Hérna er þetta meira eins og einhver fantasíusalur. Ég hef unnið einna mest með þetta tvennt, performansinn og vídeóið. Og síðan eru það alltaf þessi málverk.“

Íslendingar elska brennivín og flugelda

Ragnar segir ýmislegt framundan hjá sér. Bæði heima og erlendis en þó meira ytra. „Annars er ég eiginlega alltaf hérna. Þetta eru bara skottúrar og ég er eins og flugfreyja. Það er voðalega gaman að geta unnið bæði hér heim og úti. Það er svo brjálæðislega innspírerandi að búa í Reykjavík þannig að það er svolítið gott að geta farið út og pústað öllum innblæstrinum. Og svo líka öfugt þegar maður kemur til baka, innblásinn að utan. Eins og frá Bresku Kólombíu og svona. Reykjavík er ótrúlega ólgandi staður á enda veraldar. Talandi um rómantík,“ segir Ragnar og brosir. „Það er svo mikill tryllingur hérna sem er mjög spennandi. Þegar maður er að vinna í, til dæmis, New York finnst manni allt svo rólegt þannig að ég skil aldrei þetta tal um firringu stórborgarinnar. Vegna þess að það er allt eitthvað svo brjálað hérna í Reykjavík. Ég bý niðri í miðbæ og þar finnur maður hvað allt er nálægt. Þarna er eitthvað svo mikil spenna en samt líka í raun mikill kærleikur. Eins hvers konar sveitótryllingur sem brýst fram í ást á flugeldum og brennivíni.“


169 kr/stk


N

æstu árin verður Vatnsdæla saga saumuð út í refil sem ætlað er að prýða nýja Klausturstofu á Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu. Þar verður rakin ættarsaga Hofverja í Vatnsdal, saga af ástum og átökum. Mikill fjöldi fólks mun leggja sitt af mörkum til þessa viðamikla verkefnis, enda refillinn tæplega 50 metra langur og gerð hans margra ára vinna. Samfélagssjóður Landsvirkjunar þakkar aðstandendum fyrir að hafa fengið að taka þátt í gerð Vatnsdælarefilsins með framlagi úr sjóðnum.

„Ek þess vilnask, at hamingja mun fylgja“ Ár hvert styrkir Samfélagssjóður Landsvirkjunar margvísleg verkefni á sviði umhverfismála, menningarstarfs, íþrótta og góðgerðarmála. Meðal þeirra aðila og verkefna sem Samfélagssjóður Landsvirkjunar styrkti á árinu sem er að líða eru Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit, myndlistarsýningin Hljómur norðursins á Galtarvita, Stofnun Árna Magnússon ISLEX vegna hljóðsetningar skandinavískrar orðabókar á netinu, Landssamtök hjólreiðamanna, ráðstefna á vegum Félags kvenna í nýsköpun, Nemar í tölvunarfræði, iðnaðarog vélaverkfræði við HÍ til hönnunar á rafmagnskappakstursbíl, merkingar gönguleiða í nágrenni Húsavíkur og útgáfa göngukorts, tónlistarhátíð í

Mývatnssveit, fjáröflunarátak UN Women á Íslandi, Orkugangan á skíðum í Mývatnssveit, ferð 7. bekkjar grunnskóla Hornafjarðar á First LEGO keppnina í Hollandi, teikning skýringarmynda og hönnun bókarinnar Lífríki Íslands: Vistfræði lands og sjávar, skapandi tónlistarsmiðjur í heimabæjum ungra tónlistarmanna, Sumartónleikar í Skálholti, dansverkið JUST HERE!, Sumartónleikar við Mývatn, Farandþjálfun UÍA, Skapandi smiðjur í rit- og tónlist fyrir börn í Skagafirði, Leikhópurinn Lotta, útileikhús fyrir alla fjölskylduna, héraðshátíðin Ormsteiti, hátíðin Grímsævintýri í Grímsnes- og Grafningshreppi, húsgagnakaup fyrir Hugarafl, Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljóts-

vatni, SAFT og Heimili og skóli til útgáfu námsefnis, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra á Íslandi til þróunar á námsumhverfi fyrir farsíma, kvikmyndahátíðin RIFF, Kammerkór Norðurlands, Stuðningsfélag einstakra barna til að bæta félagsaðstöðu og Ungmennasamband AusturHúnvetninga fyrir héraðsmót á Blönduósi. Sjóðurinn úthlutaði alls 16 milljónum króna árið 2011. Við þökkum skemmtilegt og gefandi samstarf á árinu sem er að líða og hvetjum alla til að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið, menninguna og mannlífið.

Landsvirkjun leggur áherslu á gagnsæi, virkt upplýsingaflæði og gott samstarf við samfélagið. Markmið Landsvirkjunar er að samfélagið njóti góðs af starfsemi fyrirtækisins. Gleðilegt ár!


Fyrirsögnin er sótt í 13. kafla sögu Vatnsdæla: Þenna tíma var sem mest sigling til Íslands, ok í þat mund fœddi Vigdís barn; þat var sveinn; sá var vænn mjök. Ingimundr leit á sveininn og mælti: „Sjá sveinn hefir hyggiligt augnabragð, ok skal eigi seilask til nafns; hann skal heita Þorsteinn,

ok mun ek þess vilnask [óska], at hamingja mun fylgja.“ Íslenzk fornrit VIII, 36-7. Refillinn er hugmynd Jóhönnu E. Pálmadóttur en hönnunarnemar við Listaháskóla Íslands unnu teikningar undir leiðsögn Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur. Heildarlengd refilsins verður 46 metrar.


34

viðhorf

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

Topplistinn Efstu 5 - Vika 52

Verslun 1

2

MacLand

Klapparstíg 30

Spilavinir ehf

Langholtsvegi 126

24 ummæli

16 ummæli

3

Kostur lágvöruverðsverslun ehf

4

IKEA

Dalvegi 10

Kauptúni 4

5

Framköllunarþjónustan Brúartorgi 4

33 ummæli

5 ummæli

4 ummæli

Ný peningamálastefna

Jarðtenging og pólitísk sviðsmyndagerð

V

Vonum seinna er að færast líf í umræður um hver stefnan skal vera í peningamálum landsins. Hluti af þessum pælingum öllum eru vangaveltur um hvaða gjaldmiðil skal brúka svo Ísland fái að dafna sem best. Í glænýju hefti tímaritsins Þjóðmál er að finna tvö kröftug innlegg um myntmálin. Annars vegar skrifar hinn gallharði ESB andstæðingur Gunnar Rögnvaldsson innblásna grein til varnar krónunni undir fyrirsögninni: „Áhlaupið á íslensku krónuna“. Telur Gunnar að þeir sem vilji kasta krónunni fyrir „eitthvað annað“ vera illa haldna af veruleikafirringu sem sé „hættuleg sjálfstæði, fullJón Kaldal veldi og framtíð Íslands.“ kaldal@frettatiminn.is Bendir hann á að evran sé komin í upplausnarástand og sé jafnvel að hverfa af yfirborði jarðar en eftir standi krónan „sem bjargaði Íslandi í gegnum bankahrunið.“ Blandar Gunnar þar sér í hóp fjölmargra sem telja sig sjá fyrir yfirvofandi dauða evrunnar, en endalokum hennar hefur verið spáð svo til óslitið frá því að hún var sett á laggirnar fyrir ríflega áratug. Gunnar er sem sagt á ansi fyrirsjáanlegum slóðum þeirra sem skrifa í Þjóðmál, en tímaritið er nokkurs konar safnaðarrit innvígðra íhaldssamra hægrimanna og bráðskemmtilegt fyrir sinn hatt, þó það nái sjaldnast að koma á óvart í einbeittri óbeit sinni á öllu sem hefur tengst Baugi, Evrópusambandinu og í garð þeirra sem finna má til vinstri við ysta hægrið í Sjálfstæðisflokknum. Í þessu hefti kveður þó einnig við annan tón því hin greinin í Þjóðmálum um gjaldmiðlamálin er eftir Heiðar Má Guðjónsson, fjárfesti og til langs tíma þann þrautseigasta við að knýja umræðuna um hvort Ísland eigi að halda krónunni eða taka upp nýja mynt.

Heiðar hefur verið einn af hvatamönnum þess að hér verði tekinn upp Kanadadollar en sú hugmynd er ekki til umfjöllunar hjá honum í þetta skiptið. Þess í stað beinir hann í stuttri grein sjónum að skuldakreppunni í Evrópu og hlutverki evrunnar og birtir að auki þýðingu sína á nýlegri ritstjórnargrein úr Wall Street Journal, sem hann telur einhverja bestu samantekt sem sést hefur um vandann. Fyrirsögnin á WSJ-leiðaranum fangar efni hans í hnotskurn: „Lausn evru-krísunnar felst ekki í sjálfstæðum myntum“. Þar fá stjórnmálamenn álfunnar almennt á baukinn fyrir að hafa ekki undirgengist þann aga sem felst í að nota alþjóðlega mynt. Í stuttu mál heldur greinarhöfundur því fram að ef evran leysist upp, sem ekki er hægt að útiloka, sé það vegna þess að þegar á reyndi var ekki farið eftir stofnsáttmálanum að baki myntinni, en hann snýst í grunninn um að koma í veg fyrir lausatök ríkisstjórna í peningamálum. Enn harðari orð notar hann svo um hugmyndir þeirra sem telja lausnina á vanda Grikkja vera að taka upp drökmu á nýjan leik, fella gengi hennar svo um leið til að bæta hag útflutningsgreina og laga hagtölur Grikklands til skamms tíma. Þetta hefði í för með sér gríðarlega eyðingu eigna og sparnaðar; Grikkir yrðu í raun gerðir fátækari með því fella virði eigna þeirra og hækka verð á öllum innflutningi, eins og segir í þýðingu Heiðars. Nær sú lýsing ágætlega utan um það sem átti sér stað hér þegar krónan féll fyrir þremur árum. Í haust kom fram á Alþingi að þverpólitískur vilji er fyrir því að nýjar línur verði lagðar um peningamálastefnu landsins, enda tæpast annað í boði ef takast á að létta gjaldeyrishöftum af landinu. Vonandi verða umræður um á þingi með sæmilega jarðtengingu við efnahagslegan raunveruleika fremur en pólitíska sviðsmyndagerð. Þjóðmál gerir vel að leggja sitt af mörkum í þessa mikilvægu hugmyndafræðilegu umræðu.

Umhverfismál

Grænt er ekki vinstri

U

atvinnulíf og átta sig um leið á gildi mræða um umhverfismál á Ísmarkaðslausna. Það eru jafnaðarmenn landi hefur því miður ekki náð að sem skilja sambandið á milli ímyndar þroskast með nægilega góðum landsins og virðisaukningar sem af henni hætti. Að miklu leyti hefur umræðan hlýst fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum snúist um virkjanir á hálendi Íslands mörkuðum. og þar hefur fólki verið skipt í tvo hópa; Þeir sem hafa talað um mikilvægi virkjunarsinna eða verndarsinna og oft stefnu eða aðgerða í umhverfismálum lítill skilningur á málflutningi ólíkra aðila. hafa hingað til á Íslandi verið málaðir Þannig hafa til dæmis röksemdir verndunandstæðingar uppbyggingar í atvinnuarsinna verið sagðar bera vott um fagrar lífi. Þeir hafa verið kaffærðir í tölum um tilfinningar en ekki nógu mikilvægar til aukin hagvöxt, fjölgun starfa og aukin að eiga heima í umræðunni um hagvöxt útflutningsverðmæti. En stuðningsmenn og arðsemi. umhverfisverndar eiga að standa keikir Um leið og umræðan er dýpkuð er Magnús Orri Schram og nota tungumál sem atvinnulífið skilur. mikilvægt að fjarlæga umhverfismálin frá þingmaður SamfylkingarAukin áhersla í umhverfisvernd og ímynd hefðbundinni hægri-vinstri skilgreiningu innar hreinleika á Íslandi mun auka útflutningsstjórnmálanna. Vinstri menn á Íslandi verðmæti, fjölga störfum og auka hagvöxt. hafa verið í fararbroddi umhverfismála á Íslandi og unnið mikilvægt verk, en nú verða aðrir Virkjun og rafbílar flokkar að bregðast við. Umhverfismál eiga ekki og mega ekki vera einkamál vinstri manna. Hversu En um leið mega „verndunarsinnar“ ekki gleyma því nátengdir hagsmunir náttúruverndar og nýja atvinnuað umhverfisvernd snýst ekki eingöngu um verndun lífsins á Íslandi sýna það vel að hægri menn ættu í vatnasviða. Með sjálfbærum virkjunum í anda verndraun að berjast hatrammlega fyrir verndun náttúraráætlunar er hægt að skapa mikil verðmæti . Sala á unnar. Samkeppnislausnir við útblástur gróðurhúsarafmagni eykur tekjur hins opinbera og getur skapað lofttegunda og hvernig grænn vöxtur er talinn leysa grundvöll fyrir sókn í til dæmis rafbílavæðingu eða atvinnumál framtíðarinnar eru fleiri dæmi. Að mörgu almenningssamgöngum. Þannig getur skynsamleg leyti fara umhverfissjónarmið og áherslur vinstri nýting orkuauðlinda skapað grundvöll fyrir mikilli manna um afskipti ríkisins einmitt mjög illa saman. sókn í umhverfismálum. Hefðbundin nálgun hægri manna um markaðslausnir Náið samband ímyndar hreinleika og sóknar ísá að mörgu leyti betri möguleika á að leysa viðfangslenskra vara erlendis annars vegar og hvernig efni umhverfisverndar. arðsemi virkjana getur fjármagnað sókn í umhverfismálum hins vegar, sýnir vel að hagsmunir ólíkra hópa Verðmætasinnar geta farið vel saman. Um leið sýna þau að hefðbundin hægri-vinstri skipting er kemur að umhverfismálum Hér verða jafnaðarmenn að taka forystu. Jafnaðarnær ekki að kalla fram þroskaða umræðu um stöðu menn eiga að losa vinstri og hægri menn úr hefðumhverfismála. Hér þurfa jafnaðarmenn að stíga fram bundnum skotgröfum verndunar og virkjunar og og gerast málsvarar umhverfisverndar í þágu atvinnunálgast umræðuna útfrá sjónarmiði verðmætasköplífs rétt eins og þeir tala máli atvinnulífs í þágu umunar. Jafnaðarmenn eru verðmætasinnar. Jafnaðarhverfismála. menn skilja mikilvægi umhverfisverndar fyrir nútíma

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.


36

viðhorf

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Menntun á Íslandi

Ný stjórnarskrá

Samfélagssáttmáli í boði

A

llt frá því að • Ákvæði um mannstjórnlagaréttindi eru stórefld, ráð skilaði meðal annars ný ákvæði Alþingi frumum rétt til upplýsinga og varpi sínu að nýrri um frelsi fjölmiðla. stjórnarskrá hinn • Náttúrurvernd er 29. júlí síðastliðinn gert hærra undir höfði hef ég með vikuen áður. Tekið er af legum pistlum hér skarið um að auðlindir í Fréttatímanum í þjóðareigu megi ekki leitast við að skýra selja, en einungis leigja út og rökstyðja tilog þá gegn fullu gjaldi. lögurnar. Pistlarnir Þorkell Helgason • Gjörbreytt ákvæði eru nú orðnir tuttsat í stjórnlagaráði um kosningar til Alþingugu að tölu. Þá má is þar sem kveðið er á alla finna á vefsíðu um jafnan atkvæðisrétt óháðan minni: www.thorkellhelgason. búsetu svo og því að kjósendur is. Nú er mál að linni, að minnsta geti valið sér þingmannsefni. kosti að sinni. Einnig ákvæði um að landsÁrið framundan skiptir sköpum kjörstjórn úrskurði um gildi um framvindu stjórnarskrármálskosninga, en ekki þingið sjálft ins. Þingið, en ekki síst þjóðin, eins og nú. verður að koma því í höfn að við • Staða Alþingis er styrkt andeignumst nýjan samfélagssáttspænis framkvæmdavaldinu, mála. meðal annars með því að öll Hvað er í boði? frumvörp séu mótuð á Alþingi. Eftirlitsvald þingsins er eflt. Frumvarp stjórnlagaráðs um nýja • Ítarleg ný ákvæði eru um beint íslenska stjórnarskrá er afrakstur lýðræði, það að almenningur mikillar vinnu ráðsfulltrúa og geti kallað eftir þjóðaratkvæðasérfræðinga stjórnlagaráðs þar greiðslu um lagafrumvörp og sem byggt er á ítarlegri skýrslu jafnvel lagt fram eigin þingmál. stjórnlaganefndar og starfi fyrri • Stjórnarskráin er vernduð með nefnda um málið. Þrátt fyrir vafaskipun Lögréttu sem gefi áliti saman úrskurð Hæstaréttar um um stjórnarskrárgildi lagaógildingu á stjórnlagaþingskosnfrumvarpa að ósk Alþingis, og ingunni hafa fulltrúar ráðsins þarf ekki meirihluta þess til. hlotið stuðning kjósenda og síðan • Ákvæði um forseta Íslands eru Alþingis til verksins. Í frumvarpi gerð skýr en felld burt markstjórnlagaráðs að nýrri stjórnarlausar greinar um hlutverk skrá er meðal annars boðið upp á hans. Honum er aftur á móti eftirfarandi:

ætlað að veita öðrum valdhöfum traust aðhald. • Lögð eru til heilstæð ákvæði um ráðherra og ríkisstjórn sem hefur skort. Með því að Alþingi kjósi forsætisráðherra er tekinn af allur vafi um þingræðið. • Ákvæði til að tryggja óháð val á dómurum og öðrum æðstu embættismönnum eru styrkt. • Sveitarfélögunum er lyft á stall í sérstökum kafla. •· Í fyrsta sinn eru stjórnarskrárákvæði um utanríkismál, til dæmis um að ekki megi afsala valdi til alþjóðlegra samtaka, svo sem Evrópusambandsins, án skýrs vilja þjóðarinnar. • Og að lokum, að framvegis verði þjóðin að staðfesta stjórnarskrárbreytingar. Við, sem sátum í stjórnlagaráði, erum sannfærð um að sú stjórnarskrá sem við gerum tillögu um sé til mikilla bóta, enda stóðum við saman að frumvarpinu í heild.

Árið 2012 verði stjórnarskránni til heilla

Nú er tækifærið til treysta lagalegan grundvöll samfélagsins. Eftir tækifærinu hefur verið beðið allan lýðveldistímann. Notum komandi ár, árið 2012, til að ljúka málsmeðferðinni. Ný stjórnarskrá ætti þá að sjá dagsins ljós eftir kosningar 2013 að fengnu samþykki þings – en ekki síst með beinni staðfestingu þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti.

Auglýsingasími Fréttatímans

531 3300 auglysingar@frettatiminn.is H ELG AR B L AÐ

10-30% áramótaafsláttur

Grunnskólanemar dýrari en þeir sem eru í háskóla

O

að nemendur finni ECD gaf í haust sem minnst fyrir út skýrslu um áhrifum þessa. Þó menntamál í eru takmörk fyrir því aðildarríkjum sínum, hversu langt er hægt Education at a glance að ganga. Það tekur 2011. Þar kemur fram til dæmis verulega ýmislegt áhugavert um í þegar framlög til menntakerfið í aðildarkennslu tæknigreina ríkjum stofnunarinnar. eru skert sérstaklega Við áramót langar mig um 12,2 prósent á að skoða svolítið fjáreinu bretti, líkt og mögnun þess skólastigs raunin varð á fjársem ég starfa við, háGuðrún Sævarsdóttir lögum 2011. Sá niðurskólastigsins. skurður kom ofan á Við íslenska háskóla dósent og deildarforseti er víða rekið metnaðartækni- og verkfræðideildar flatan niðurskurð tvö ár í röð þar á undan. fullt starf og nemendur Háskólans í Reykjavík. Enn er staðan sú fá góða kennslu og þjónustu. Einnig standa sumar háskóla- að íslenskir háskólanemendur fá góða menntun og eiga greiða leið í deildir prýðilega í rannsóknum og framhaldsnám eða vinnu erlendis eru ágætlega samanburðarhæfar að námi loknu við íslenska háskóla. við sambærilegar deildir erlendis. Niðurskurður á starfsemi háÞetta er mjög góður árangur í ljósi skóla er þó kominn inn að beini og þess að í hlutfalli við önnur skólanauðsynlegt að snúa blaðinu við og stig á Íslandi, eru háskólarnir hér styðja við það góða starf sem unnið með helming fjármögnunar á við er í háskólum. meðaltal OECD landanna. MeðÍ tilefni af 100 ára afmæli Háfylgjandi graf sýnir samanburð skóla Íslands lét ríkisstjórnin einn milli allra OECD landa, þar sem og hálfan milljarð renna aukalega meðaltalskostnaður við hvern hátil afmælisbarnsins, og nefndi skólanema er sýndur sem prósent forsætisráðherra í því sambandi af kostnaði við hvern grunnskólanema. Að meðaltali kostar háskóla- sérstaklega námsgreinar sem atvinnulífið kallar eftir. Væntingar neminn í OECD ríkjunum næstum standa til þess að aðrir háskólar tvöfalt meira en grunnskólanemsem sinna lykilhlutverki fyrir inn, eða 92 prósentum meira. Í atvinnulífið muni njóta sambæriraun má sjá það á myndinni að Íslegrar fyrirgreiðslu og er þá rétt að land sker sig algerlega úr sem eina minna á að Háskólinn í Reykjavík landið í OECD þar sem háskólaútskrifar í dag 2/3 þeirra nemenda neminn er að meðaltali ódýrari en sem útskrifast með háskólagráðu grunnskólaneminn. í tæknigreinum á Íslandi. Á nýju Þá kemur einnig fram í þessari ári er tækifæri til að rétta aftur skýrslu OECD, að heildarframlög hlut þeirra greina sem áður voru til menntamála á hvern nemanda skertar sérstaklega. Verkfræði, eru nálægt meðaltali aðildarlandtæknifræði, tölvunarfræði og raunanna. Skiptingin milli skólastiga er vísindi eru þær námsgreinar sem hins vegar allt öðruvísi hér en annhelst reynir á við nýsköpun og uppars staðar þekkist og er háskólastigið með miklu lægri framlög hér byggingu tæknivædds atvinnulífs en skortur á vinnuafli með þann á Íslandi miðað við grunnskólana. bakgrunn stendur hugverkaiðnaði Við síendurtekinn niðurskurð fyrir þrifum. fjárframlaga undanfarin ár, hafa starfsmenn lagt mikið á sig til Prósent af kostnaði við grunnskólanema 350

539

300

- og því augljóslega betri kostur þegar nýju ári er fagnað! • • • • •

Hágæða lífrænt hráefni Lágmarks vinnsla á hráefni Engar transfitusýrur Engin óæskileg aukefni Ekkert MSG

Góðgæti fyrir þá sem vilja lifa vel!

www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg

200

Ísland

150 100 50 0 Brasilía Mexíkó Bandaríkin Þýskaland Chile Holland Sviss Ísrael Frakkland Austurríki Svíþjóð Tékkland Finnland Írland Japan Portúgal OECD meðaltal Nýja Sjáland Spánn Belgía Argentína Danmörk Stóra Bretland Noregur Kórea Ungverjaland Slóvakía Austurríki Pólland Ítalía Ísland

Hollara og bragðbetra

250

Heildarkostnaður pr. nemanda á háskólastigi sem prósent af kostnaði við hvern grunnskólanema á árinu 2008.

Að meðaltali kostar háskólaneminn í OECD ríkjunum næstum tvöfalt meira en grunnskólaneminn, eða 92 prósentum meira ... Ísland sker sig algerlega úr sem eina landið í OECD þar sem háskólaneminn er að meðaltali ódýrari en grunnskólaneminn.


viðhorf 37

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Fært til bókar Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Nýyrði fest í málinu Þeir sem sigla mega búast við ágjöf, svo ekki sé talað um þá sem láta vaða á súðum. Það gildir jafnt um þá sem taka þátt í athafnalífi og þjóðmálaumræðu. Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankamaður, skrifaði grein í Morgunblaðið í ágústlok þar sem hann velti fyrir sér örlögum Húsasmiðjunnar sem hann sagði hafa orðið fyrir barðinu á svokölluðu sjálftökuliði. „Svonefndir kjölfestufjárfestar keyptu hana [Húsasmiðjuna] með „skuldsettri yfirtöku“. Aðferðin var sú að stofna innantóma skel, eignarhaldsfélag án nokkurs raunverulegs eigin fjár, slá stórfelld lán handa skelinni hjá vitorðsmönnum í banka, kaupa fyrirtækið og sameina svo skelinni á eftir. Þá höfðu fjárfestarnir „eignast“ fyrirtækið en látið það borga sjálft sig. Eftir að þeir höfðu náð Húsasmiðjunni fyrir ekkert seldu þeir vitorðsmönnum sínum í fasteignafélagi eignir félagsins á verulegu yfirverði. Þeir tóku þær síðan á leigu á samsvarandi yfirverði til langs tíma. Andvirði eignanna notuðu þeir strax til að greiða sjálfum sér stórfelldan arð. Eftir sátu ótryggðir kröfuhafar og starfsmenn félagsins í mikilli áhættu. Kaupendurnir reyndust ekki raunverulegir fjárfestar heldur „féflettar“. Félagið sligaðist fljótt undan skuldum sem komu sjálfum rekstrinum ekki við og féll í faðm bankans.“ Þarna var Ragnar að skrifa um viðskiptafélagana Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson sem síðar urðu kjölfestufjárfestar í Högum. Þeir sættu sig ekki við ágjöfina og stefndu Ragnari fyrir meiðyrði, það er fyrir nafngiftina „féflettar“. Krefst hvor um sig 800 þúsund króna bóta. Ragnar stendur hins vegar við orð sín. Nafnið fjárfestir sé heiðursnafnbót en Árni og Hallbjörn leggi stund á eignatilfærslur. Því þurfi þeir annað fagheiti. Fleiri hafa notað orðið féflettir, til dæmis Halldór Jónsson verkfræðingur í kjölfar greina Ragnars og nú síðast Jakob F. Ásgeirsson í ritstjóraspjalli í nýjasta tölublaðið tímaritsins Þjóðmál. Þar segir meðal annars: „Bankaflónin og féflettarnir hafa með græðgi sinni unnið frjálsum viðskiptum á Íslandi óbætanlegt tjón.“ Nýyrðið er því að festast í sessi. Hefðu þeir Árni og Hallbjörn leitað ráða lífsreynds ráðgjafa hefðu þeir kannski látið kyrrt liggja því með meiðyrðastefnunni má nokkurn veginn gefa sér það að nýyrðið festist endanlega í málinu.

„De facto“ talsmaður ríkisstjórnarinnar Samskipti fjölmiðla og stjórnmálamanna eru flókin, segir Eygló Harðardóttir, þingmaður og ritari Framsóknarflokksins, á síðu sinni og líkir sambandinu við ástar/haturssamband. Þingmaðurinn ákvað að skoða þetta samband nánar og skoðaði fjölda frétta um formenn stjórnmálaflokkanna. Hún sló nöfn þeirra inn í fréttasafn CreditInfo og skráði fjölda fréttanna. Í fimmta sæti er Margrét Tryggvadóttir, núverandi formaður Hreyfingarinnar, með 3,21%. Það er töluvert minna en 4,76% þingstyrkur Hreyfingarinnar gefur tilefni til, segir Eygló og heldur áfram: „Í 4. sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins m/ 10,30%. Það er um þriðjungi minni umfjöllun en þingstyrkur framsóknarmanna gefur tilefni til en hann er 14,29% af heildarfjölda þingmanna. Í 3. sæti er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, m/ 19,17%. Það er um fjórðungi minni umfjöllun en þingstyrkur sjálfstæðismanna gefur tilefni til en hann er 25,40% af heildarfjölda þingmanna. Í 2. sæti er Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, m/ 33,99%. Það er aðeins meira en þingstyrkur Samfylkingarinnar en hann er 31,75% af heildarfjölda þingmanna. Í 1. sæti er

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna m/ 33,33%. Þessi umfjöllun er um 75% umfram þingstyrk Vinstri Grænna en hann er 19,05% af heildarfjölda þingmanna." Eygló leggur síðan út af þessu og segir það greinilega mat fjölmiðla að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið fréttavænstur á árinu. „Sú staðreynd byggir ekki á þingstyrk hans,“ segir Eygló. „Það gæti tengst því að hann er mun aðgengilegri en forsætisráðherrann og hefur orðið þannig að de facto talsmanni ríkisstjórnarinnar.“

Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

Maður ársins 2011 Eyjólfur Árni rafnsson forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits

Mannvit er stærsta verkfræðistofa á íslandi með um 400 starfsmenn. Á árinu 2010 var hagnaður af rekstri tæplega 600 milljónir króna. Með því að sameina verkfræðistofur í stór fyrirtæki hefur sérhæfing aukist og íslenskar stofur geta nú tekið að sér mörg verkefni, hérlendis sem ytra, sem áður voru aðeins á færi stórra erlendra verkfræðistofa. Það er afrek að nýta íslenska þekkingu og hugvit og skila arðbærum rekstri þegar uppbygging er lítil og fá stór verkefni í gangi.

heimur hF. Borgartún 23, 105 reykjavík. Sími: 512 7575

Frjáls verslun óskar eyjólFi árna, Mannviti og íslenskuM verkFræðistoFuM til haMingju Með titilinn.


38

viðhorf

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Óli og Dorrit mæta bæði

Á HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Áramót verða víst ekki styttri en þetta, gamlársdagur á laugardegi og nýársdagur á sunnudegi. Ólíkleg er þó að það breyti miklu. Menn kveðja gamla árið og fagna því nýja með stæl, eins og vera ber. Við taka janúar og febrúar sem geta verið bæði langir og kaldir, auk þess sem viðbótardagur fylgir komandi febrúar. Nýja árið er sem sagt hlaupár. Það er því fyllsta ástæða til þess að sleppa aðeins fram af sér beislinu og taka á því, dissa Skaupið og detta íða, eins og Baggalútur segir í þjóðsöng áramótanna. Gleði- og galsaskapurinn verður þó að vera innan marka því ekki þarf nauðsynlega að uppfylla öll skilyrði Baggalúts um gamlárspartý, að þar séu í senn freyðivín og fagrar meyjar, flennihýrir sænskir peyjar, kókaplöntur, knöll og ýlur, konfettí og lendaskýlur. Eitthvað af þessu er þó gott að hafa með í samkvæmið, allt eftir smekk hvers og eins. Þar sem pistilskrifarinn er kominn á virðulegan aldur man hann eftir mörgum áramótasamkvæmum. Áður fyrr var fastar tekið á og lítt hugað að morgundeginum, það er að segja nýársdegi. Hann fór því gjarnan fyrir lítið. Á því ágæta blaði sem ég vann lengst af var vinnuskylda þann dag, nema ef svo heppilega vildi til að helgardagur fylgdi í kjölfar hans. Það gat því verið lágt risið á þeim sem þangað mættu til starfa. Í versta tilfelli mínu gat ég hvorki setið né staðið. Samt byrjaði vaktin ekki fyrr en talsvert var liðið á dag. Læst hliðarlega var því nærtækust á nýársvaktinni, sem mér bar þó að stýra. Væntanlega hef ég haft rænu á því að biðja einhvern að glugga í áramótaávarp forsetans og annan að tékka á fyrsta barni ársins. Það eru sígildir standardar. Eitthvað var síðan um óhöpp á völdum flugelda, svona eins og gengur, sviðið hár og súrt í auga. Meira þurfti varla. Síðan var gengið út frá því að líðanin væri heldur skárri fyrsta virka dag ársins. Þá mátti redda því sem út af stóð. Þetta er sem betur fer liðin tíð. Það er ekki eftirsóknarvert að vera illa timbraður. Því er meiri gát höfð en áður þótt vissulega sé gaman að gleðjast

í góðra vina hópi. Það verður svo sannarlega gert um þessi áramót, eins og hin fyrri. Nú búum við hjónin við þann munað að ný kynslóð afbragðskokka hefur tekið við keflinu, synir okkar og tengdasynir, menn sem ekki aðeins hafa áhuga á góðri matagerð, heldur einnig veiðimennsku. Það verður því sameiginleg villibráðarveisla þar sem hver og einn leggur fram feng haustsins. Gæsin verður grafin, steikt og reykt – og kannski eitthvað fleira sem ég kann ekki að nefna – og ef ég þekki mína menn rétt verður vínið vel valið. Taki strákarnir á því með sama hætti og ég gerði stundum á sínum tíma er það þeirra mál og þeirra timburmennska. Ég fer mér hægar. Það er að minnsta kosti einarður ásetningur minn. Ómögulegt er hins vegar að segja fyrir um hvað gerist þegar á hólminn er komið. Nýársnóttin er ung. Stefnan er að minnsta kosti sett á það að vera svo bærilegur til heilsunnar á nýársdag að þrek sé til þess að horfa á endurflutta samantekt á innlendum og erlendum fréttaatburðum hins liðna árs. Tækifæri gefst sjaldnast til þess á gamlárskvöld vegna matargerðar, sprenginga og almenns stuðs. Þess utan má brak í heilanum ekki vera meira en svo að meðtaka megi boðskapinn í nýársávarpi forseta Íslands. Ekki það að ég bíði endilega með öndina í hálsinum eftir ávarpinu en reikna má með því að Ólafur Ragnar tilkynni þjóð sinni hvort hann ætlar að láta gott heita næsta sumar, þegar hann hefur setið fjögur kjörtímabil á Bessastöðum, eða hvort hann ætlar að reyna við það fimmta – og slá með því met. Hann er svolítið í því. Þá verður maður auðvitað að reikna með því sem gefnu að forsetinn hafi gengið fram af þeirri hófsemd í áramótasamkvæminu sínu að hann megi mæla. Baggalútur fullyrti nefnilega, í fyrrnefndum áramótaþjóðsöng, að hann yrði í sama áramótapartýi og þeir. Einhver í þeirra hópi ætlaði að redda skvísum og annar að skaffa bús. Þú kemur með, það verður æði, Óli og Dorrit mæta bæði, sögðu æringjarnir. Varla fara þeir með fleipur. Líklegt

Zumba og Zumba toning

er samt að Óli passi sig, hann er í þannig djobbi. Sennilegra er að Dorrit taki sveiflu. Það er einhvern veginn meira stuð í henni. Ef marka má fréttir og myndir er prótókollinn ekki hennar stíll. Þess vegna ann alþýða manna henni. Hvað um það. Áramótin eru að bresta á. Það skal því tekið undir, hátt og snjallt, í þjóðsöng okkar allra – þótt ekki þurfi endilega að taka allt bókstaflega sem þar kemur fram, að minnsta kosti ekki það sem segir í síðustu hendingunni: Komdu með mér í gamlárspartý gamlárspartý, gamlárspartý þó þér sé það þvert um geð. Komdu með mér í gamlárspartý gamlárspartý, gamlárspartý og taktu litlu systur þínar með. Gleðilegt ár.


ÚTSALAN ER HAFIN AF ÖLLUM VÖRUM i:

Verðdæm

Fullt verð

Útsöluverð

12.990 7.990 4.990 4.490

7.794 4.740 2.994 2.694

Stelpur 3-12 ára Kjóll Pils Hettupeysa Buxur

3.990 3.490 3.990 2.990

2.394 2.094 2.394 1.794

Strákar 3-12 ára Síðermabolur Skyrta Flíspeysa

1.990 3.990 3.490

1.194 2.394 2.094

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

Dömur Kápa Kjóll Gallabuxur Brjóstahaldari, 2 í pk.

KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200


40

bækur

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

 Bækur ársins Tvö þýdd sk áldverk og átta fr æðibækur

Merkilegustu minnis­ varðarnir í bókaútgáfunni Árið sem er brátt liðið telst vera stærsta útgáfuár Íslandssögunnar, að sögn fróðra manna og vísa þeir til titlafjölda. Hvaða ritverk standa uppúr þessari stórsókn bóksjúkrar þjóðar á skóga heimsins?

Í

Í stigveldi bókaiðnaðarins tróna þær [íslenskar skáldsögur] á toppnum. En, þegar litið er yfir allt sviðið og rakið hvað kom út á liðnu ári og því stillt upp í einhverskonar merkisflokka kemur niðurstaðan mér sjálfum á óvart: Af tíu merkilegustu útgáfum þessa árs er meirihlutinn útgáfuverk annars eðlis.

fimmtugustu og annarri viku kemur upp úr kafinu að mest seldu bækur ársins voru tvær íslenskar spennusögur og sænsk skemmtisaga. Verður seint úr því skorið hver selst mest því enn er skiladögum ekki lokið og við lok þeirra verður ekki talið. En, það breytir ekki því að afþreying var sölumest í íslenskri bóksölu þetta árið. Skáldsögur, íslenskar skáldsögur, eru reyndar fyrirferðarmiklar í allri umfjöllun síðustu mánuði ársins – svo hefur verið um langt skeið. Í stigveldi bókaiðnaðarins tróna þær á toppnum. En, þegar litið er yfir allt sviðið og rakið hvað kom út á liðnu ári og því stillt upp í einhverskonar merkisflokka kemur niðurstaðan mér sjálfum á óvart: Af tíu merkilegustu útgáfum þessa árs er meirihlutinn útgáfuverk annars eðlis, sum hef ég reyndar ekki ráðist í að ritdæma, ýtt þeim til hliðar með þeim ásetningi að þær þyrftu lengri tíma, meiri vinnu. En hér er listi yfir þau rit íslensk sem ég tel vera merkilegustu minnisvarða bókaútgáfu liðins árs og er listanum stillt upp í stafrófsröð.

Íslensk listasaga kom út í haust í

fimm bindum. Tildrög hennar voru sérstakt framlag menntaog menningarmálaráðuneytis til Listasafns Íslands og var ritstjórn hennar falin Ólafi Kvaran. Var síðar gerður samningur við Forlagið um útgáfuna en að verkinu kom fjöldi höfunda. Ritið hefur þegar valdið nokkrum umræðum, bæði um hlut kvenna og eins misvægi ólíkra greina innan myndlistar. Verkið er rúmt um brotið og með miklu myndefni en þar er rakin saga hinna borgaralegu lista frá lokum 19. aldar til upphafs þessarar. Hvert bindi kallar á frekari skoðun og verður nánar um þau fjallað hér á nýju ári. Útgáfan verður að teljast stórtíðindi öllum unnendum myndlistar.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is

15% afsláttur af öllum styrkleikum og pakkningastærðum

NJÓTUM ÞESS AÐ HREYFA OKKUR

Fæst án lyfseðils

Kirkjur á Íslandi – 17. bindið í hinni miklu og merkilegu ritröð Þjóðminjasafns, Húsafriðunarnefndar og Biskupsstofu kom út síðla hausts. Átta friðaðar kirkjur í Rangárvallaprófastskirkjudæmi eru grannskoðaðar í þessu bindi sem sameinar í eitt byggingarsögu, listasögu, trúarsögu og menningarsögu. Rit úr þessum flokki eru afar vel unnin, fallega frágengin, vönduð í stíl og á fallegu máli, glæsilega myndunnin og til fyrirmyndar sem prentgripir. Flokkurinn allur hefur ekki verið metinn að verðleikum en mun standa meðan pappírinn dugar. Hann hefur alþjóðlegt gildi því ágrip á ensku fylgir hverjum kafla. Mikilvægt verk og öllum til sóma sem að því koma. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. Nánar verður fjallað um ritið hér síðar. Landnám – ævisaga Gunnars Gunnarssonar

eftir Jón Yngva Jóhannesson fyllir loks myndina af þessu höfuðskáldi okkar á fyrri hluta síðustu aldar, manninum sem freistaði þess síðastur manna að gera íslenskum sagnaefnum skil á danskri tungu. Höfundar okkar tíma líta mjög til annarra tungumála en notast þó einkum við þýðingar. Í Gunnari dragast saman margir þræðir. Hann hafði til að bera ríkan metnað og náði um nokkurt skeið miklum vinsældum sem höfundur, bæði í Danmörku og eins hér á Íslandi. Ævisagan er stór að vöxtum og ætti að hleypa nýju blóði í lestur og umfjöllun á verkum hans. Hún er unnin af nákvæmni, alúð en dregur hvergi dul á bresti Gunnars og skýrir að nokkru fjarveru hans úr vitund okkar og danskra lesenda. Nánar verður fjallað um ritið hér síðar. Útgefandi er Mál og menning.

Mannvist – sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárusdóttur og fleiri kom seint út, glæsilegt verk og merkilegt, ekki síst fyrir þá sök að hér gefst almenningi kostur á að fá á einum stað yfirlit um viðfangsefni og rannsóknir fornleifafræðinnar hér á landi. Ritið er skipulega unnið, þar er litið bæði til eldri rannsókna og nýrri og lesanda kemur á óvart hversu vítt er litið; í þrjátíu og tveimur köflum verður ljóst að mannvistarleifar hér á landi eru miklu meiri en mann grunar og fjölbreytilegri. Takist að koma þeirri þekkingu sem ritið geymir á framfæri mun það gerbreyta áliti almennings á mikilvægi fornleifarannsókna hér á landi. Ritið er læsilegt, aðgengilegt, fallega um brotið og stútfullt af ljósmyndum og skýringarmyndum. Útgefandi er Opna. Nánar verður fjallað um ritið hér síðar. Morkinskinna . Í vor kom út fyrsta útgáfa á þessu merkilega safni konungasagna sem Þormóður Torfason gaf svo heiti á sínum tíma. Ritið er með ítarlegum formála en útgefendur eru þeir Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Er verkið í tveim bindum og tilheyrir hinni miklu útgáfuröð Hins íslenzka fornritafélags sem hófst 1930. Ekki þarf að ítreka hversu mikilvæg útgáfa á fornum textum er bókmenningu okkar. Útgefendur lýsa sögunni sem „hringsóli um konunga“, tilraunum til að skoða fyrirbærið frá nokkrum hliðum og fella inn í hin norrænu hefð frásagnar. Fjarvera Morkinskinnu sökum lítils aðgengis hefur lengi háð okkur en nú er hún komin. Útgefandi er Fornritafélagið.

Reisubók Gúllivers eftir Jonathan Swift kom út síðla hausts í þýðingu og útgáfu Jóns St. Kristjánssonar og fellur í metnaðarfulla röð sígildra þýddra stórvirkja sem Forlagið tók í arf frá Máli og menningu. Reisur Gúllivers höfðu mikil áhrif víða um lönd en í ritinu má sjá skýrar margar hugmyndir átjándu aldar í háðulegum meðförum hins írska höfundar. Þýðingar sígildra heimsbókmennta verða seint oflofaðar; mergmiklar og fullar af uppsafnaðri visku verða þær hið sanna viðmið okkar tíma þegar taka skal til hendinni á ritvellinum. Eina hættan við útgáfu þeirra er að þær týnist í hillunum, öðlist ekki það langlífi sem til stóð. Mál og menning gefur út. Reykvíkingar – Fólkið sem breytti Reykjavík úr bæ í borg er mikil ritröð sem Sögusteinn gefur út í fjölda binda og litu fyrstu tvö bindin dagsins ljós á þessu ári Það er Þorsteinn Jónsson sem stendur að útgáfunni en ritið er merkileg tilraun til að draga saman í eitt ættfræði, byggingarsögu og staðarsögu sem er miðjuð frá húsum í Reykjavík árið 1910. Einn helsti akkur verksins er hið gríðarmikla myndasafn sem höfundurinn hefur safnað um áratugi. Fyrir ættfræðinörda er verkið „möst“, fyrir alla þá sem vilja vita sem mest um borgarsamfélagið ekki síðri nauðsyn. Táknin í málinu. Sölvi Sveinsson sendi frá

sér uppflettirit um táknmyndir sem kom upp í daglegu tali, hverdagsins önn. Í ritið hefur hann safnað í áratugi og árangurinn er prýðilegt uppflettirit um táknheiminn sem við hrærumst í. Í stafrófsröð eru algeng og alkunn sem ókunn tákn talin upp og gerð grein fyrir uppruna, merkingu fyrr og nú, í skilmerkilegum og klárum texta. Þá er hlaupið í málshætti og orðtök sem margir hafa á hraðbergi og táknið skýrt þaðan. Útgefandi er Iðunn.

Tunglið braust inn í húsið er safn

þýddra ljóða sem hrifið hafa Gyrði Elíasson og orðið honum svo hugleikin að hann hefur ráðist í að snúa þeim á íslensku. Viðurkenning Gyrðis af hálfu verðlaunanefndar Norðurlandaráðs fyrr á þessu ári er minni staðfesting á styrku valdi hans á ljóðmálinu íslenska en þessi bók. Fáir ljóðaþýðendur voru á ferli á árinu en safn Gyrðis bætir fjarveru ljóðaþýðenda upp. Frábært safn í fallegri útgáfu. Uppheimar gefa út.

Þúsund og ein þjóðleið eftir Jónas Krist-

jánsson ritstjóra og ferðalang kom út í haust, klædd í mikinn kassa og diskur fylgir. Þetta er merkilegt rit því þar eru dregnar saman upplýsingar um fornar og nýrri leiðir ríðandi um landið. Mikil kort prýða ritið en skammar upplýsingar um það sem við sjáum. Þar verður ferðlangur að bæta um sjálfur með frekari þekkingarleit. Verkið er markviss tilraun til að skapa heildarmynd af reiðleiðum um landið. Nú þarf að rekja á sama hátt gönguleiðir og ákveða bíltroðninga og færa vegi svo landið allt verði skráð til ferðalaga. Merkilegt og mikilvægt rit. Sögur gefa út.


Síðan við opnuðum GAMLA BÍÓ LEIKHÚS 23. september hafa 15.000 manns komið og notið þess að eiga stund í þessu einstaka húsi. Um leið og við þökkum fyrir komuna sendum við öllum landsmönnum okkar bestu hátíðar- og nýárskveðjur. Hlökkum til að sjá ykkur hress á nýju ári!

www.gamlabio.is | 563 4000


42

heimurinn

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Umsátrið um Veggjarstræti

Skandall ársins

Víða var mótmælt á árinu. Í september settust andófsmenn siðspillts fjármálakerfis Wall Street í New York að í Zuccotti-garði á neðri hluta Manhattan. Mánuði síðar höfðu mótmælin breiðst út til hundrað borga í Bandaríkjunum og út um heim. Hreyfingin er heldur sundurlaus en sameinast í kröfu um aukinn jöfnuð, betra velferðarkerfi og skikkanlegri viðskiptahætti. Umsáturshreyfingin vill brjóta upp vanheilagt bandalag auðmanna og stjórnmála; en nálega helmingur auðs í Bandaríkjunum hefur safnast á hendur aðeins eins prósents landsmanna sem einnig hefur undirtökin í stjórnmálum. Heldur hefur fjarað undan hreyfingunni undangengnar vikur. -eb

Í maí var Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, handtekinn á svo dramatískan hátt að reyfarahöfundar stóðu á öndinni. Á freyðvínsfarrými fyrirmenna í Air France-flugvél á Kennedy flugvelli í New York, á leið til fundar við Þýskalandskanslara til að ræða aðgerðir gegn alþjóðlegu fjármálakrísunni, tók sveit vopnaðra lögreglumanna hann höndum en Strauss-Kahn var sakaður um að hafa nauðgað þeldökkri herbergisþernu á Novotel-hótelinu á Manhattan. Fram að því var DSK álitinn skæðasti keppinautur Nicolas Sarkozy í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Dramatíkin í málinu minnkaði ekki þegar saksóknari hætti við ákæru og ásakanir komu fram þess efnis að um viðamikið samsæri væri að ræða. -eb

 Heimsfréttir Árið 2011

 Heimsfréttir Árið 2011

Nagaðar neglur Eftir þriggja ára aðdraganda skall fjármálakreppan af fullum þunga á Evrópu. Ekki svo ýkja leyndur galli opinberaðist í evrukerfinu þegar svakaleg skuldastaða nokkurra ríkja í Suður-Evrópu ætlaði að ríða hinum unga gjaldmiðli að fullu.

Fréttaflóðið 2011

Arabískum harðstjórum var stökkt á bráðan flótta, mótmælendur sátu um Wall Street, Osama bin Laden var drepinn, Evrópuleiðtogar nöguðu neglur, ungmenni ærðust í Bretlandi, forstjóri AGS var handtekinn fyrir nauðgun, fjöldamorðingi rændi sakleysi Norðurlanda og náttúran minnti á mátt sinn. fallna leiðtoga. Sonurinn Kim Jong-un tekur nú við valdataumunum. Hungursneyð hefur sest að í landinu og fátt bendir til þess að nýi leiðtoginn hyggist gera nokkuð í því. Hungursneyð var raunar víða að finna á árinu, einn verst í austurhluta Afríku, sér í lagi í Sómalíu sem virðist aldrei ætla að losna úr eymdinni.

Silfurrefurinn sigraður

Slysið í kjarn­ orku­verinu í Fukushima varð til þess að áætlanir um byggingu fleiri kjarnorkuvera víða um heim voru lagðar til hliðar.

Fyrst voru allra augu á Grikklandi en svo beindust sjónir áhyggjufullra efnahagssveina að Ítalíu. Í báðum löndum tóku embættismenn við af lýðræðislega kjörnum leiðtogum. Lukas Papademos var fenginn til að hreinsa upp eftir George Panadreú sem hrökklaðist frá í kjölfar þess að hafa boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakkann sem fól meðal annars í sér helmings eftirgjöf skulda. Nokkuð sem Evrópuleiðtogar sóru að aldrei yrði endurtekið. Á Ítalíu varð sjálfur silfurrefurinn að játa sig sigraðan. Í ljós kom að Silvio Berlusconi varði tíma sínum einkum með ungum vændiskonum í alræmdum Bunga Bunga veislum á meðan skuldirnar uxu ríkinu yfir höfuð. Við forsætinu tók hagfræðingurinn Maríó Monti – Súper Maríó eins og hann er gjarnan kallaður. Í desember nötruðu stoðir Evrópusambandsins svo enn á ný þegar David Cameron strunsaði af fundi eftir að leiðtogar allra hinna ríkjanna 26 samþykktu að auka mjög efnahagslega samstillingu evruríkjanna.

Náttúran minnir á sig

Hafi maðurinn talið sig skapara eigin örlaga sló náttúran ítrekað á þá tálsýn á árinu. Í febrúar fórust 65 manns í jarðskjálftanum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Tæpum mánuði síðar reið hrina jarðskjálfta yfir norðausturhluta Japans. Gjöreyðing varð á stóru svæði þegar tíu metra há flóðbylgja feykti fólki og mannvirkjum langt upp á land. Kjarnorkuverið í Fukushima rifnaði í sundur svo geislavirk efni flutu um í eyðileggjandi ólgunni. Í vor riðu mannskæðir fellibylir yfir Bandaríkin og í haust gerðu hamfaraflóð víða ógnarusla í Austurlöndum fjær, svo sem í Tælandi. Náttúruhamfaraárinu lauk með flóðum á Filippseyjum núna í desember þegar 650 manns lágu í valnum. -eb HÁSKÓLINN Á BIFRÖST

Velkomin á Bifröst

Nýir tímar í fallegu umhverfi

www.bifrost.is

Hryllingurinn í Útey

Hægri öfgamaðurinn Anders Bhering Breivik varð 77 manns að bana í skelfilegum fjöldamorðum í stjórnarráðshverfinu í Ósló og í sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins í Útey. Ljósmyndir/ Nordicphotos GettyImages

Ó

mögulegt er að saka þann um ýkjur sem heldur því fram að árið 2011 hafi verið viðburðaríkt. Jafnvel þótt fullyrt væri að það sé eitt það tíðindamesta á okkar tímum – í það minnsta á svokölluðum friðartímum. Tvær fréttir risu öðrum ofar; annars vegar arabíska vorið sem blés hverjum harðstjóranum á fætur öðrum frá völdum og hins vegar evrukrísan sem fékk forystumenn Evrópuríkja til að naga neglurnar langt inn í blóðrautt holdið. Upptakturinn fyrir komandi forsetakjör í Bandaríkjunum, Frakklandi og Rússlandi var einnig sleginn á árinu.

Harðstjórum stökkt á flótta

Í Bretlandi hefur lengi verið safnað í púður­ tunnu efna­ hagslegrar örvinglunar ungs lág­ stéttarfólks sem sífellt hefur orðið afskiptara eftir því sem óhófsglaum­ urinn hefur glumið hærra í fjár­ málakerfinu í London.

Árið hófst með látum þegar lýðræðisbylgjan, sem kennd hefur verið við arabíska vorið, reis í Túnis og hlykkjaðist svo um hvert harðstjórnarríkið á fætur öðru. Hrinan hófst raunar rétt fyrir áramótin þegar ungur götusali í Túnis kveikti í sér í mótmælaskyni. Innan við mánuði síðar hrökklaðist Ben Ali, forseti Túnis, frá völdum eftir 23 ár á valdastóli. Ellefu dögum síðar brutust mótmælin út á Tahir-torgi í Kairó. Fjöldi manns lá í valnum áður en Hosni Mubarak Egyptalandsforseti var stökkt á flótta þann 11. febrúar eftir 30 ár á valdastóli. Bylgja lýðræðismótmæla hlykkjaðist svo um MiðAusturlönd og Norður-Afríku. Muammar Gaddafí Líbíuleiðtogi þráaðist lengi við en var loks felldur í heimabæ sínum Sirte í október eftir 42 ár á valdastóli. Undanfarnar vikur hafa logar uppreisnarinnar einkum sviðið einræðisstjórn Sýrlands.

Fleiri fallnir leiðtogar

Fleiri illræmdir leiðtogar féllu á árinu. Eftir áratugarleit banaði handaríkjaher Osama Bin Laden að heimili hans í Pakistan. Nokkru síðar var hinn illræmdi serbneski herforingi Ratko Mladic, sem talinn er bera ábyrgð á þjóðarmorði á múslímum í Srebrenica árið 1995, loksins tekinn höndum. Í Norður Kóreu lést Kim Jong Il núna í desember. Hann tók við valdataumum af föður sínum Kim Il Sung árið 1994 og herti þá enn að sultaról fólksins sem nauðbeygt skrimtir undir harðstjórn Kim-fjölskyldunnar. Harðræðið sést best í hjárænulegri sorgarorgíunni yfir hinum

Barnslegt sakleysi syfjulegra Norðurlanda hvarf á augabragði þann 22. júlí þegar hægri öfgamaðurinn Anders Bhering Breivik varð 77 manns að bana í skelfilegum fjöldamorðum í stjórnarráðshverfinu í Ósló og í sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins í Útey. Fjöldamorðinginn sagðist berjast gegn svokölluðum menningarmarxistum og því sem hann kallaði mengun múslima í Evrópu. Hann vildi sundra Norðmönnum en samstaðan á meðal frænda okkar hefur aldrei verið meiri, svo aðdáun hefur vakið víða um heim. Jens Stoltenberg skipar nú sess meðal helstu leiðtoga heims. Margir tóku andköf þegar Anders Breivik var úrskurðaður ósakhæfur vegna geðröskunar. En menn skildu þó athuga að aðeins með því móti er hægt að halda honum bak við lás og slá um aldur og ævi. Að öðrum kosti væri ítrasta mögulega hámarksrefsing þrjátíu ár.

Ungmenni ærast

Í Bretlandi hefur lengi verið safnað í púðurtunnu efnahagslegrar örvinglunar ungs lágstéttarfólks sem sífellt hefur orðið afskiptara eftir því sem óhófsglaumurinn hefur glumið hærra í fjármálakerfinu í London. Logar fjármálakreppunnar náðu loks að kveikja í tunnunni sem sprakk núna í ágúst eftir að lögregla skaut til bana Mark Duggan, 29 ára gamlan íbúa Tottenham-hverfisins í norður London. Fjöldi ungmenna af ólíkum uppruna þusti að lögreglustöðinni og svo fór allt í bál og brand. Mótmælaaldan barst út í Hackney og náði til Brixton, Croydon og Lewisham í suður London, barst þaðan til Ealing í vesturborginni áður en henni skaut upp í Birmingham, Bristol, Leeds og Liverpool. Í ljós kom gapandi menningarmunur milli ráðandi stétta menntafólks, svo sem í stjórnsýslu, viðskiptum, fjölmiðlum og fræðum, og svo þess fjölmenna hóps sem myndar lægri lög samfélagsins. Svo mikill að hóparnir skilja vart lengur tungumál hvers annars.

heimurinn

dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu­ maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is


Voltaren Dolo

- nú helmingi sterkara en áður!

Hvað er það? • Verkjastillandi • Bólgueyðandi • Hitalækkandi

Hvernig virkar það? • Dregur úr verkjum innan hálftíma • Verkjastillandi áhrif í allt að 6 klst. • Voltaren Dolo 25 mg er lítil tafla, sem auðvelt er að gleypa.

Við hverju? • Vöðva- og liðverkjum • Kvefi og inflúensueinkennum, eins og hita og höfuðverk • Höfuðverk • Tíðaverkjum • Tannpínu

NJÓTUM ÞESS AÐ HREYFA OKKUR

Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Voltaren Dolo® inniheldur 25mg kalíumdíklófenak. Notað við vægum verkjum eins og höfuðverk, tannverk, tíðaverk, gigt- og bakverk. Upphafsskammtur er 1 tafla, en síðan 1 tafla á 4-6 klukkustunda fresti, þó mest 3 töflur (75 mg) á sólarhring. Að hámarki 3 sólarhringar. Gæta skal varúðar hjá þeim sem eru með magasár. Einstaklingar sem eru með ofnæmi fyrir acetýlsalicýlsýru eða öðrum innihalds efnum eiga ekki að nota lyfið. Lyfið má ekki nota samhliða blóðþynnandi lyfjum, þvagræsilyfjum og lyfjum sem innihalda litíum, nema samkvæmt fyrirmælum læknis. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Ef þú ert með barn á brjósti máttu eingöngu nota Voltaren Dolo í samráði við lækni. Börn yngri en 14 ára mega ekki nota Voltaren Dolo. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healtcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


44

fjármál

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012 Au g lý s i n g - k y n n i n g

í n i t s i l n ó t a t s Be ! ð i ý t r a p a t ó Áram

 Uppgreiðsluráðgjöf Sparnaðar

Sparnaður með uppgreiðslu lána M

eð því að tileinka þér uppgreiðsluráðgjöf Sparnaðar, sem er óháð viðskiptabönkunum, sparar þú þér umtalsverðar fjárhæðir í vexti og verðbætur Frelsi er eins og hamingja, við vitum ekki nákvæmlega hvað það er en finnum strax fyrir því ef á það skortir. Neikvæð fjárhagsstaða heimilisins sviptir fjölskylduna möguleikanum á að njóta þess sem hún á og eignast það sem hana vantar. Leiðina til þess að öðlast frelsi á ný er að finna í uppgreiðslu lána og í uppbyggingu sparnaðar. Mikilvægt er að hafa samstarfsaðila sér við hlið sem þú getur treyst og getur veitt þér uppgreiðsluráðgjöf óháða fjármálastofnun. SPARNAÐUR tók stöðu með málefnum sem snerta almenningi í landinu vegna þess ójafnvægis sem hefur ríkt milli almennings og fjármálastofnana. Mikilvægt er að uppgreiðsluráðgjöfin sé ekki takmörkuð við skuldbindingar eins viðskiptabanka.

Það er alls ekki hagstæðast í öllum tilfellum að greiða aukalega inn á höfuðstól lána í viðkomandi viðskiptabanka; hafa þarf í huga að margir greiða mánaðarlega af skuldbindingum hjá fleiri en einni fjármálastofnun. Auk þess eru misjafnar forsendur að baki hverri skuldbindingu fyrir sig. Niðurgreiðslan ein og sér er engin vísindi heldur skiptir mestu máli í hvaða röð lánin eru greidd svo að lánþegi fái sem mestan tekjuafgang á sem skemmstum tíma til þess að losna undan byrðinni af skuldbindingunni. Vel ígrunduð og útfærð uppgreiðsluáætlun með hagsmuni þína að leiðarljósi getur veitt þér frelsi til athafna mun fyrr en ella! Með því að vera í skráður í uppgreiðsluþjónustu SPARNAÐAR, sem er óháð viðskiptabönkunum, getur þú hafið nýtt líf og sparað þér umtalsverðar fjárhæðir í vexti og verðbætur.

Dæmi um einstakling sem greiðir greiðsluseðla án þess að nýta sér uppgreiðsluþjónustu SPARNAÐAR: Heiti láns

Gjalddagi

VISA

Eftirstöðvar

Mánaðargreiðsla

Vextir

Síðasta greiðsla

1.12.201

87.719 22.758 18,00 1.3.2012

Bílalán 1.12.2011

306.070 52.209 8,00 1.5.2012

Yfirdráttur 1.12.2011

324.328

Skuldbreytt lán 1.12.2011

24.055

14,00

1.3.2013

62.716

12,00

1.9.2014

1.792.821

Íbúðalán 1.12.2011 20.623.899 104.867

5,10 1.10.2047

Samtals 23.134.837 266.605 Heildargreiðslur til lánastofnana á greiðslutímabili = 103.272.293* og skuldlaus eftir 38 ár og 1 mánuð.

Dæmi um einstakling sem greiðir greiðsluseðlana og nýtir sér uppgreiðsluþjónustu SPARNAÐAR: Heiti láns VISA

Leigðu L eigðu 6 6.500.000 .5 500.0 000 lög í tvo sólahringa fyrir aðeins 499 kr. Settu saman þinn lagalista fyrir partýið!

Höfuðst.gr.byrjar

Eftirst. Afborgun Höfuðst.gr.

01.12.2011

87.719

22.758

Bílalán

01.03.2012

154.560

Yfirdráttur

01.05.2012

222.975

Skuldbreytt lán 01.07.2012 Íbúðalán

Án uppgr. M/uppgr.

Stytting Sparnaður Kostn. (*1)

0

0 ár, 4 m 0 ár, 4 m

0 ár, 0 m

52.208

22.758

0 ár, 6 m 0 ár, 6 m

22.871

74.966

1 ár, 4 m 0 ár, 8 m

1.516.371

64.641

97.837

01.05.2013 21.778.161

112.255

2 ár, 10 m

162.478 35 ár, 11 m

0

0

0 ár, 0 m

457

0

0 ár, 8 m

11.002

0

1 ár, 4 m

185.387

0

12 ár 23 ár, 11 m 64.525.475

509.777

1 ár, 6 m

Samtals 64.722.321 509.777 Heildargreiðslur til lánastofnana á uppgreiðslutímabili = 42.063.619* Með uppgreiðslu SPARNAÐAR verður viðkomandi í þessu dæmi skuldlaus eftir 12 ár og áætlaður heildarsparnaður á vöxtum og verðbótum nemur 64.722.321* *Forsendur: 5,3% verðbólga næstu 12 mánuði. 4% verðbólga út lánstímann eftir mánuð nr. 12. Ekki er reiknað með aukagreiðslu inn á höfuðstólinn á fyrsta láninu. (*1) Kostnaður er vegna uppgreiðsluþóknunarákvæðis lánveitanda. Ekki er um slíkt að ræða í öllum tilfellum.

Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is

Þú færð Partýpassann á Tónlist.is og í 10-11

Tónlist.is

Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is HELGARBLAÐ


Ert þú búin(n) að strengja áramótheit?

Skrifaðu áramótaheitið í kassann hér að ofan. Klipptu út og geymdu auglýsinguna, t.d. á ísskápnum til að minna þig og fjölskylduna á markmiðið. Til að ná settu marki hefur þú samband við okkur hjá SPARNAÐI. Við veitum þér þjónustu til að öðlast fjárhagslegt frelsi með uppgreiðsluþjónustu lána. Sjá dæmi hér fyrir neðan.

Með eða án uppgreiðsluþjónustu SPARNAÐAR Heildargreiðslur lána 101.423.860 kr.

64.137.520 kr.

37.286.340 kr.

Án uppgreiðsluþjónustu Með uppgreiðsluþjónustu SPARNAÐAR SPARNAÐAR

Mismunur

Hér sést heildarkostnaður lána miðað við uppgefnar verðbólguforsendur – ef ekkert er gert (til vinstri), með uppgreiðsluþjónustu SPARNAÐAR (fyrir miðju) og mismunurinn (til hægri) er sú fjárhæð sem sparast í vexti og verðbætur. Sjá nánar dæmi inn á www.sparnadur.is

Holtasmári 1, Kópavogur Kaupvangsstræti 4, Akureyri Sími: 577-2025 Fax: 577-2032 sparnadur@sparnadur.is www.sparnadur.is


46

matur & vín

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

 Freyðivín

Skálað í freyðivíni

Á

ramótin eru tími til að skála í freyðivíni og ef á að skála er ágætt að vita í hverju er verið að skála. Þær eru tvær aðferðirnar við að búa til freyðivín sem vert er að nefna. Önnur er charmat-aðferðin, einnig þekkt sem ítalska aðferðin, þar sem vínið er látið gerjast í annað sinn í stórum tönkum áður en það er sett á flöskur. Hin, og jafnframt sú flottasta og dýrasta, er kampavínsaðferðin, einnig kölluð hefðbundna aðferðin, þar sem vínið er látið gerjast í annað sinn í flöskunni sjálfri. Það eru þó einungis vín frá Champagne sem mega bera heitið Champagne eða Kampavín. Freyðvín annars staðar frá, sem þó eru framleidd með sömu aðferð, mega ekki bera það nafn. Annars staðar í Frakklandi kallast þau Crémant og á Spáni heita þau Cava svo tvö dæmi séu nefnd. Þess ber að geta að mismunandi þrúgur eru notaðar eftir svæðum og löndum en í Champagne eru aðallega notaðar Chardonnay, Pinot Noir og Pinot Meunier. Þó svo að vín annars staðar frá séu framleidd með kampavínsaðferðinni geta þau innihaldið allt aðrar þrúgur. Kampavínið stendur alltaf fyrir sínu enda er það einn af kostum vínsins að það er ekki árgangstengt og þú gengur að sömu gæðunum ár eftir ár. Kampavín er hins vegar dýrt, sannarlega má finna önnur góð freyðivín á betra verði þó gæðin nái kannski aldrei þeim hæðum sem Kampavínið kemst í. Áhugaverðasti flokkurinn eru þau vín sem eru að lenda í kringum 3 þúsund kallinn í verðlagningu. Þar er hægt að finna virkilega góð vín sem gefa Kampavíni lítið eftir. Fréttatíminn gerði heiðarlega tilraun til að flokka freyðivín eftir verði og gæðum til að lesendur geti glöggvað sig á betur á úrvalinu.

Undir 2.000 kr.

Castillo Perelada Brut Reserva Spánn 750 ml 1.995 kr.

Cava-vín frá Spáni. Milt og greinilega þurrt með epla- og sítruskeimi. Gott og langt eftirbragð. Kampavínslegt.

Villa Jolanda Bava Malvasia Faustino Vina Maipo Brut Prosecco Extra di Castelnuovo Martinez Semi- ChardonnayDry don Bosco Seco Riesling-Chenin Blanc Ítalía Ítalía Spánn 750 ml 1.995 kr.

750 ml 1.999 kr.

750 ml 1.690 kr.

Ítalska útgáfan af Kampavíni og mjög fínt sem slíkt. Létt, milt og ferskt með sítrustónum.

Þetta vín er í sæta og létta flokknum og á lítið sameiginlegt með Kampavíni annað en bobblurnar. Best að skála í einu glasi af þessu og snúa sér svo að öðru.

Cava-vín frá þessum þekkta spænska rauðvínsframleiðanda. Það er hálfsætt og ágætt sem slíkt en nær þó ekki fágun og frískleika góðra cavavína.

Chile 750 ml 1.890 kr

Þetta freyðivín kemur frá Chile og kemur þægilega á óvart. Ferskt með sítrus og eplum. Kannski ekki mjög flókið né fágað en dugar bæði til að skála í og með mat.

Milli 2000 og 4000 kr.

Durrenzimmern Riesling Sekt Extra Trocken

Bailly Lapierre Lemberger Extra Brut Weissherbst Frakkland 750 ml. 2.698 kr

Þýskaland 750 ml 2.913 kr.

Freyðivín úr riesling þrúgunni. Skemmtilegt og flókið. Steinefni og greip. Þurrt og ferskt – kannski aðeins of fersk sýra en ágætis freyðivín.

Virkilega fínn og frísklegur Cremant frá Frakklandi. Fersk sýra, steinefni og sítrus sem gera það létt og skemmtilegt.

Þýskaland

750 ml 2.994 kr. Jarðarberjalitað freyðivín frá Þýskalandi. Hálfþurrt með léttum ávaxtakeim. Full einfalt og rólegt til að gera eitthvað merkilegt.

Castillo Perelada Cuvee Especial Brut Nature Spánn 750 ml. 2.685

Kientz Cremant d’Alsace Brut Frakkland 750 ml 2.799 kr

Klassískur Cava, góður en ekki frábær. Meðalfylling, eplakeimur, sítrus og steinefni. Stendur vel fyrir sínu.

Þessi Cremant frá Alsace steinliggur. Hefur mörg einkenni góðra Kampavína; tiltölulega flókið og með milda sítrus- og perutóna – en á miklu betra verði.

Mumm Gordon Bollinger Brut Rouge Brut Special Cuvee

William Beaufort Brut

Verð: 5.999 kr.

Verð: 7.494 kr.

750 ml 4.721 kr

Bragðmikið og ferskt í mjög góðu jafnvægi milli sætu og beiskju. Grænn ávöxtur og sítruskeimur. Virkilega gott Kampavín á ágætu verði.

Öðruvísi Kampavín. Dauf sérrílykt og örlítið sætara en hin vínin. Greinileg epli, mandla og hneta sem er í ágætu jafnvægi við sítrusávöxtinn. Of dýrt samt.

Þetta er nýtt Kampavín á íslenskum markaði. Það sem er skemmtilegast við þetta vín er verðið enda lang ódýrasta Kampavínið hér á landi. Það er líka skemmtilegt og öðruvísi. Mjúkt í munni með sítrus og smá gerbragði í lokin.

Kampavín, yfir 4000 kr.

Veuve Clicquot Moët & Ponsardin Brut Chandon Brut Imperial Verð: 6.698 kr. Verð: 6.599 kr.

Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is

Þurrt með mildum sítruskeimi sem sker í gegn en þó gott jafnvægi á tungunni milli beiskju og sætu. Þegar á líður kemur pera og meiri ávöxtur í gegn. Mjög gott Kampavín.

Tiltölulega flókið og bragðmikið kampavín, þurrt og með ágætri fyllingu. Jarðtónað með örlítilli möndlu í bland við ávöxt og léttan sítrus. Gott Kampavín með mat.


! k i e st Ă­ t ll A ar Ăş n ja . 2 t fs e h r erlunna P l il Ă° e s s Ă° o b il t 4ra rĂŠtta

ðli inn. Verð å matse Þú velur aðalrÊtt

5.960 kr.

TAR LAX OG LAXATAR LÉTTREYKTUR akarsa og piparrótarkremi ti, vatn með agúrkusala HUMARSÚPA RJÓMALÖGU� um humarhÜlum grilluð með Madeira og

1 2

S FISKUR DAGSINju sinni, er hv ferskasti fiskurinn Ünnum Perlunnar reiðslum útfÌrður af mat eða NAUTAFILLE sellerýrótarkÜku, með kartÜflu- og pum og bearnaisesósu arsvep blÜnduðum skóg eða LAMBABÓGUR arínsósu, rtÜflum, rósm með fondant-ka eti og bearnaisesósu steiktu grÌnm

4

5.960 kr.

Vissir Þú?

AL RÉ TT V EL DU ÞÉ R A�

3

4ra rĂŠtta sjĂĄvarrĂŠttaseĂ°ill

AĂ° uppskriftin af humarsĂşpu Perlunnar kemur frĂĄ belgĂ­sk a matreiĂ°slumeistaranum Pierre Romeyer. Hann er af jafningjum talinn vera einn be sti matreiĂ°slumaĂ°ur sĂ­Ă°ustu ald ar. Hann gaf aldrei Ăşt matreiĂ°slu bĂłk en hann gaf Perlunni all ar sĂ­nar uppskriftir!

BANANATERTA SĂšKKULAĂ?I OG asĂ­u Ă­s meĂ° pist

GjafabrĂŠf Perlunnar

Góð g jÜf við Üll tÌkifÌr i!

MARLAN D FISKUR ER OK KAR FAG

Veitingahúsið Perlan Sími: 562 0200 ¡ Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is Vefur: www.perlan.is


48

heilabrot

Helgin 30. desember 2011- 1. janĂşar 2012

Spurningakeppni fĂłlksins

ďƒ¨

Sudoku

9

2 7

Spurningar

2 6

1. Hver var maður årsins 2010 å Rås 2? 2. Hvað heitir nýjasta varðskipið í flota landhelgisgÌslunnar? 3. Hverslags safn er å Hólmavík?

3 7 1

8

4. Ă? hvaĂ°a spĂŚnsku borg er Ana Botella borgar-

2 4

stjĂłri, fyrst kvenna? 5. Hvort seldist meira af ĂĄfengi Ă­ desember fram aĂ°

4

jĂłlum Ă­ ĂĄr eĂ°a fyrir sĂ­Ă°ustu jĂłl? inni um einkaspĂŚjarann?

ritstjĂłri MannlĂ­fs 1. Einhver bjĂśrgunarsveitarmaĂ°ur.

ďƒź

3. GaldrasafniĂ°. 4. Madrid.

ďƒź

ďƒź

ďƒź

12. Hvar er Cristina Fernåndez de Kirchner ÞjóðhÜfð-

8. Jo Nesbø.

ďƒź

1 5 3

ďƒź

12. ArgentĂ­na.

3 5 2 7

ďƒź

14. West Side Story?

done� og úr hvaða sÜngleik er Það?

15. ArgentĂ­na.

15. HvaĂ°a rĂ­ki er hiĂ° ĂžriĂ°ja fjĂślmennasta Ă­ SuĂ°ur

ďƒ¨

krossgĂĄtan

MYND: JOSÉ-MANUEL BENITOS (CC BY-SA 3.0)

453*5

7&4Š--

)/0š"

4ÂŤ-

1-"/5/"

%63563

,6.#"3*

3Šš"

#0-."(/ 4Âś55

Ă 5%&*-%*

)7"š

4ÂŤ

"/("/

,"--03š

�3Š56

6.'"/(

#",5"-

."4

'03.š*3

/ÂŤ 4,:-%63

(*-%*/(

)3&44

%3"6(63

)š 3&(-"

)Šš

(0-"

)"// :3š*3

(3"4 5&(6/%

Âť)3&*/5 7"5/

'3"."/ 7&3š63

-&*,63

4".5½,

"53*š*

#Âť, 45"'63

'-+5 'Š3/*

,7, /"'/

#3","

#-Âť.

'03.

4-²5563

'ÂŤ-. -"/%

Â?64

6.45"/(

½3-563

4+Ă , %Âť.63

'6(-

'6(-

4,035*3

-œš" 7&-

)&-.*/( 6š

-0'5/&5

4,Âť-*

"-%3"š*

3:,,03/

�3Š-,6/

"//ÂŤ--

Âť."3(*3

'3".3ÂŤ4

)*/%3"

5"/(*

/Š3š"3

47*1"š

(0š.½(/ )&'+"

45&*/ 5&(6/%

Gerum verðtilboð fyrir stÌrri Þorrablót (50-500 manna) Upplýsingar í síma 822-7005 eða veislur@noatun.is

'+"34,*15" 5Š,*

4ÂŤ-%

Sendum um land allt

ĂžORR

5

(-"š #+"3563

NĂłatĂşns

012 INN 2

'-"/"

,7&š+"

SjĂĄĂ°u blaĂ°iĂ° lĂ­ka ĂĄ frettatiminn.is

ĂžJĂ“Ă?LEG Ă ĂžORRA

2

ATH Nýr vefur með krossgåtulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

#Âť, 45"'63

ĂžorrahlaĂ°borĂ°

9

6 3 4 1

'"--"

-*š"

FrÊttatímanum er dreift å Üll heimili å hÜfuðborgarsvÌðinu. Ef Þú fÊkkst ekki blaðið heim, låttu okkur Þå vita með tÜlvupósti å dreifing@frettatiminn.is

6 5 6 9

2 8

ďƒź

8 rĂŠtt.

AmerĂ­ku?

FĂŠkkstu ekki FrĂŠttatĂ­mann heim?

6

13. BrasilĂ­a.

I feel that I still need your love after all that I’ve

Óttar skorar å Þórarinn Leifsson, rithÜfund.

7 3 4 2

11. Veit ĂžaĂ° ekki.

you’ll think it strange. When I try to explain how

10 rĂŠtt

Sudoku fyrir lengr a komna

ďƒź

10. Zik Zak.

14. HvaĂ°a lag hefst ĂĄ orĂ°unum “It won’t be easy,

ďƒź

ďƒ¨

9. KristjĂĄn JĂłhannsson?

fram ĂĄriĂ° 1978?

14. Veit ĂžaĂ° ekki. 15. ArgentĂ­na.

11. HvaĂ°a veitingahĂşs er til hĂşsa ĂĄ BarĂłnsstĂ­g 11a?

7. MagnĂşs Geir?

13. Hvar fĂłr heimsmeistarakeppnin Ă­ knattspyrnu

13. BrasilĂ­u?

ďƒź

6. Robert Downey Jr.

ingi?

ďƒź

ďƒź

9

5. Meira Ă­ ĂĄr.

HĂĄlendinu eftir Steinar Braga?

11. Veit ĂžaĂ° ekki. 12. ArgentĂ­nu.

4. MadrĂ­d.

10. HvaĂ°a kvikmyndafyrirtĂŚki hefur keypt rĂŠttinn ĂĄ

8. Pass.

ďƒź

3. GaldrasafniĂ°.

9. Hvað heitir nýråðinn forstjóri Alcoa í Evrópu?

ďƒź 6. Robert Downey Jr. ďƒź 7. StefĂĄn Baldursson. ďƒź 10. Zik Zak.

2. Þór.

seldu kiljum ĂĄrsins Ă­ verslunum Eymundsson?

5. ĂžaĂ° var Ă­ fyrra.

9. TĂłmas MĂĄr SigurĂ°sson.

1. Ég er ekki með Það.

leikhúsið frumsýnir í janúar? 8. Hvaða norski rithÜfundur å fjórar af tíu mest

ďƒź

7 9 5 1 3 3

rithĂśfundur.

7. Hver leikstýrir Fanný og Alexander sem Borgar-

SvĂśr: 1. ÞórĂ°ur GuĂ°nason, bjĂśrgunarsveitarmaĂ°ur, 2. Þór, 3. GaldrasafniĂ°, 4. Madrid, 5. Ă? fyrra, 6. Robert Downey Jr., 7. StefĂĄn Baldursson, 8. Jo Nesbø, 9. TĂłmas MĂĄr SigurĂ°sson, 10. Zik Zak, 11. ArgentĂ­na steikhĂşs, 12. ArgentĂ­nu (forseti), 13. ArgentĂ­nu, 14. Don´t Cry for me Argentina Ăşr Evitu, 15. ArgentĂ­na

2. Þór.

Ă“ttar Martin NorĂ°fjĂśrĂ°,

6. Hver leikur Sherlock Holmes í nýjustu bíómynd-

4,*(+Âť5"

4-ÂŤ53" 4.ÂŤ6

Â?:4

)-+š'Š3*

4644

ÂŤ55

7&*š*'&3š

#-"/%"

Âś 3½Âš

#&-5*

7"(

4Š

)3:((63 "' )&/%*/(

7&345½Âš

Hrund Þórsdóttir,

9 1 3 5 2

,ÂŤ44"

'Ă 4,

5Âś." &*/*/(


Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.


50

sjónvarp

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Föstudagur 30. desember

Föstudagur RUV

19:35 Liverpool - Newcastle Bein útsending frá leik Liverpool og Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22:55 Summer in Genova 4 Aðalhlutverk Colin Firth, Catherine Keener, Willa Holland, Perla HaneyJardine og Hope Davis.

Laugardagur

11.30 Allt upp á einn disk (4:4) e 12.00 Mumbai kallar (2:7) e 12.30 Í mat hjá mömmu (3:6) e 12.55 Hvítabirnir - Njósnari á ísnum e 13.50 Emma (3:4) e 14.45 Kattakonur e 15.50 Leiðarljós e 16.35 Leiðarljós e 17.25 Otrabörnin (38:41) 17.48 Greppikló 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Önnumatur - Nýársréttir 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Áramótamót Hljómskálans 5 6 Blásið verður til mikillar áramótagleði þar sem valinkunnir tónlistarmenn kveðja árið sem er að líða með angurværum söng og hressandi hljóðfæraslætti. 21.00 E.T. 22.55 Focker-fjölskyldan 00.35 Óvinur ríkisins 02.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 22.30 Áramótaskaupið Árið 2011 í spéspegli. Fram koma margir af þekktustu leikurum þjóðarinnar.

20:15 Spaugstofuannáll 2011 Nú sjáum við brot af því besta úr þáttum vetrarins hingað til.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21.00 Jonas Kaufmann á Listahátíð Tónleikar tenórsöngvarans Jonasar Kaufmann með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð.

20:10 The Victoria's Secret Fashion Show Flottustu fyrirsætur heims skarta sínu fegursta.

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil e 08:45 Rachael Ray e 09:30 Pepsi MAX tónlist 14:00 America's Next Top Model e 14:50 Love's Christmas Journey e 16:20 Rachael Ray 17:05 Dr. Phil 17:50 Cherry Goes Breastfeeding e 18:40 Púðurkarlarnir e 19:05 America's Funniest ... OPIÐ e 19:30 Will & Grace (2:25) e 19:55 Being Erica (7:13) 20:45 Hæ Gosi - bak við tjöldin 21:15 HA? (14:31) 22:05 Jonathan Ross (6:19) 22:55 Summer in Genova 00:30 Hæ Gosi (7:8) e 01:00 Hæ Gosi (8:8) e 01:30 Hringfarar (3:3) e 02:00 30 Rock (18:23) e 02:25 Whose Line is it Anyway? e 02:50 Whose Line is it Anyway? e 5 03:15 Real Hustle6 (6:8) e 03:40 Smash Cuts (6:52) e 04:05 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

Laugardagur 31. desember RUV

08.00 Morgunstundin okka / Litli 07:00 Barnatími Stöðvar 2 draugurinn Laban / Mókó / Sæfarar / 08:15 Oprah Otrabörnin / Múmínálfarnir / Spurt og 08:55 Í fínu formi sprellað / Engilbert ræður / Teiknum 09:10 Bold and the Beautiful dýrin / Lóa /Skrekkur íkorni 09:30 Doctors (25/175) / Grettir / Geimverurnar 10:15 Ramsay’s Kitchen Nightmares 10.25 Rottan í ræsinu e 11:05 Off the Map (7/13) 11.50 Lemúrar e 11:50 Under the Sea 3D 12.35 Tíu mínútna sögur – Misræmi 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 12.50 Táknmálsfréttir 13:00 Pretty Woman 13.00 Fréttir 15:55 Barnatími Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.15 Veðurfréttir 17:05 Bold and the Beautiful 13.20 Lottó 17:30 The Simpsons (7/23) 13.25 Íþróttaannáll 2011 e 17:58 Nágrannar 15.15 Andlit norðursins e 18:23 Veður 16.50 Fyrir þá sem minna mega sín e 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 5 18.00 Hlé 18:47 Íþróttir 20.00 Ávarp forsætisráðherra, 18:54 Ísland í dag 20.20 Svipmyndir innlendar 2011 19:11 Veður 21.25 Svipmyndir erlendar 2011 19:20 The Simpsons (13/23) 22.30 Áramótaskaupið Leikstjóri er 19:45 Wipeout USA (1/18) Gunnar Björn Guðmundsson og 20:30 Mamma Mia! Ein vinsælasta handritshöfundar ásamt honum dans- og söngvamynd síðari ára Anna Svava Knútsdóttir, Sævar með Amöndu Seyfried, Merryl Sigurgeirsson, Hjálmar HjálmarsStreep, Colin Firth og Pierce son, Örn Úlfar Sævarsson og Brosnan í aðalhlutverkum. Baldvin Z. Myndin gerist á Grikklandi þar 23.25 Trompeteria í Hallgrímskirkju sem Sophie ætlar að halda 23.58 Kveðja frá RÚV Útvarpsstjóri draumabrúðkaup sitt en langar flytur áramótakveðju frá RÚV. að hafa uppi á föður sínum fyrir 00.10 Notting Hill e daginn stóra. 02.10 Mugison e 22:20 Titanic S 03.15 MS GRM e 01:30 The Big Lebowski Kostuleg 04.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok mynd frá hinum óborganlegu

STÖÐ 2

Sunnudagur RUV

08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir kisukló / Teitur / Herramenn / 07:25 Waybuloo Skellibær / Töfrahnötturinn / Disney07:45 Brunabílarnir stundin / Finnbogi og Felix / Sígildar 08:10 Algjör Sveppi teiknimyndir / Gló magnaða / Skúli 09:45 Latibær skelfir / Enyo / Býflugnamyndin 09:55 Bardagauppgjörið 12.00 Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri 10:20 Herbie: Fully Loaded 12.30 Landinn e 12:00 Fréttir Stöðvar 2 13.00 Ávarp forseta Íslands, 12:30 Algjör Sveppi og leitin allt að fyrir Villaáskrifendur 13.25 Ávarp forseta Íslands á táknmáli 14:00 Kryddsíld 2011 13.40 Svipmyndir Innanlands 2011 e 16:00 Lottó fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.40 Svipmyndir Erlendis 2011 e 16:05 102 Dalmatians 15.30 Nýárstónleikar í Vínarborg 17:50 Friends (10/24) 17.55 Táknmálsfréttir 18:15 Sleepless in Seattle 18.00 Stundin okkar 20:00 Ávarp forsætisráðherra 18.25 Önnumatur - Nýársréttir e 20:15 Spaugstofuannáll 2011 4 5 6 19.00 Fréttir 21:05 Ljósvakavíkingarnir 19.20 Veðurfréttir samantekt 22:45 Little Britain Christmas Special 19.25 Landinn 23:20 Little Britain Christmas Special 19.55 Bakka-Baldur 21.00 Jonas Kaufmann á Listahátíð 23:55 Groundhog Day 23.00 Ástarsorg Peter fer til Havaí 01:35 Rocky Horror Picture Show Ódauðleg kvikmynd þar sem frá- til að jafna sig eftir sambandsbær tónlist leikur stórt hlutverk. slit en veit ekki að kærastan fyrrverandi verður á sama hóteli Skólakrakkarnir Brad Majors og hann og hefur með sér nýjan og Janet Weiss eru á leið til kærasta. Gamanmynd frá 2008. fundar við háskólaprófessor. Á 00.50 María Antoníetta e leiðinni bilar bíllinn og þau leita aðstoðar í nærliggjandi húsi. Þar 02.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok ræður ríkjum klæðskiptingurinn Frank N Further. 03:15 The Mummy 05:15 Liar Liar

6

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 07:50 Rachael Ray e 09:15 Dr. Phil e Coen-bræðrum sem fjallar um 11:30 Being Erica (7:13) e Jeff Lebowski er tekinn í mis12:15 America's Next Top Model e SkjárEinn 08:20 Real Madrid - Barcelona gripum fyrir forríkan nafna sinn. 13:00 Makalaus (8/9/10:10) e 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:05 Pepsi mörkin Hann flækist þar með í flókinn 14:30 The Karate Kid: Part II 08:25 Rachael Ray e 12:00 Íþróttaárið 2011 blekkingarvef ósvífinna manna 16:25 HA? (14:31) e 10:30 Dr. Phil e 13:40 Einvígið á Nesinu sem hafa nafna hans að féþúfu. 17:15 Jonathan Ross (6:19) e 12:00 Pan Am (6:13) e 14:30 Herminator Invitational 2011 03:25 Pretty Woman 18:05 America's Funniest Home ...e 12:50 Makalaus (5/6/7:10) e 15:15 Herminator Invitational 2011 18:30 Outsourced (16:22) e 14:50 The Karate Kid 16:00 Íþróttaárið 2011 allt fyrir áskrifendur 18:55 The Office (11:27) e 16:55 America's Funniest Home e 17:40 HLÉ Á DAGSKRÁ 19:20 30 Rock (18:23) e 17:20 Simply Red: Farewell 21:00 Íþróttaárið 2011 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:35 Into the Wind 19:45 America's Funniest Home e 18:20 Duran Duran e 22:40 Pepsi mörkin 17:30 Fuchse Berlin - Melsungen 20:10 The Victoria's Secret Fash. Show 19:10 Mad Love (8:13) e 18:55 Real Madrid - Barcelona 19:35 America's Funniest Home e 21:00 Everything She Wanted - NÝTT 20:40 Barcelona - Real Madrid 20:00 The American Music Awards e 22:30 Edge of Darkness e 22:30 UFC 115 08:55 Premier League Review 22:20 Besta útihátíðin 2011 e 00:30 4 House (17:23) e 5 6 09:50 Liverpool - Newcastle 01:20 Scream Awards 2011 e 01:20 Whose Line is it Anyway? e allt fyrir áskrifendur 11:35 Premier League World 03:20 Ungfrú Heimur 2011 e 01:45 Real Hustle (7:8) e 12:05 Premier League Preview 14:35 Sunnudagsmessan allt fyrir áskrifendur 05:20 Pepsi MAX tónlist 02:10 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:35 Man. Utd. - Blackburn Beint 15:55 Swansea - QPR 14:45 Arsenal - QPR Beint 17:45 Sunderland - Everton fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:00 Chelsea - Aston Villa 19:35 Liverpool Newcastle Beint allt fyrir áskrifendur 07:15 Mamma Mia! 07:00 The Secret Life of Bees 18:45 Swansea - Tottenham 21:45 Premier League Preview 09:05 Four Christmases 08:45 Liar Liar 20:30 Stoke Wigan 22:15 Premier League World allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:30 Bride Wars 10:10 Night at the Museum 08:00 How the Grinch Stole Christmas 22:45 4 5 6 22:15 Bolton - Wolves Liverpool - Newcastle 12:00 Pink Panther II 12:00 The Sorcerer’s Apprentice 10:00 Twister 00:00 Man. Utd. - Blackburn allt fyrir áskrifendur 4 514:00 Liar Liar 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 Four Christmases fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:00 Gosi 01:45 Arsenal - QPR SkjárGolf 16:00 Bride Wars 16:00 Night at the Museum 14:00 How the Grinch Stole Christmas 06:00 ESPN America fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Pink Panther II 18:00 The Sorcerer’s Apprentice 16:00 Twister SkjárGolf 07:00 PGA Championship 2011 (4:4) 4 5 20:00 Mamma Mia! 6 20:00 The Secret Life of Bees 18:00 Gosi 06:00 ESPN America 11:00 Opna breska meistaramótið 22:00 Body of Lies 22:00 Seven Pounds 20:00 Slumdog Millionaire 08:35 ADT Skills Challenge 18:00 Golfing World 4 5 (1:1) 6 4 00:05 Titanic 00:00 Rocky Horror Picture Show 22:00 Stig Larsson þríleikurinn 11:35 Golfing World 18:50 Dubai World Championship 03:15 Hot Tub Time Machine 02:00 Kingpin 00:25 Curious Case of Benjamin Button 12:25 Ryder Cup 2010 (2:4) 22:00 4 Golfing World 5 04:556 Body of Lies 04:00 Seven Pounds 03:05 Dirty Rotten Scoundrels 23:10 PGA TOUR Year-in-Review 2011 22:50 Ryder Cup Official Film 2010 06:00 Knight and Day 04:50 Stig Larsson þríleikurinn 00:00 ESPN America 00:05 ESPN America


sjónvarp 51

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

1. janúar

 Í sjónvarpinu Kr abbinn. The Bic C

STÖÐ 2 07:00 Lalli 07:10 Áfram Díegó, áfram! 08:00 Svampur Sveinsson 08:25 Algjör Sveppi 09:55 The Princess and the Frog 11:35 Alice In Wonderland 13:25 Kryddsíld 2011 15:30 The Holiday 17:45 Norður Evrópumeistaramótið í samallt fyrir áskrifendur kvæmisdönsum 2011 18:30 Fréttir Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:55 Helgi Björnsson í Hörpu 20:20 Knight and Day 22:10 Inglourious Basterds Leikstjórinn Quentin Tarantino fékk til liðs við sig einvala lið leikara til að segja söguna 4 af hóp bandarískra gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni sem hafa það eitt að markmiði að myrða nasista. Meðal leikara eru Brad Pitt, Diane Kruger og Christoph Waltz. 00:40 Yes Man 02:25 The Object of My Affection Rómantísk gamanmynd með Jennifer Aniston í aðalhlutverki. Nina og George virðast vera hið fullkomna par, búa saman, hafa sömu áhugamál og eru bestu vinir. Vandinn er bara sá að George er hommi og því þarf hún að finna sér annan mann. Það gerist og hún verður ólétt. Hún hefur hins vegar engan áhuga á að ala barnið upp með þessum leiðindanáunga. 04:15 Lakeview Terrace

Kvenlegri en Rescue Me og kaldhæðnislegri en Aðþrengdar eiginkonur Er vert að hafa áhyggjur? Hvernig ætla framleiðendur Krabbans í Sjónvarpinu; kaldhæðinslega, bandaríska þáttarins um baráttu Cathy Jamison við krabbamein, að toppa fyrstu þáttaröðina? Hún er í sérflokki. Bar með sér nýjabrum, svona eins og Lost gerði í fyrstu, já, eða True Blood. Þættirnir eru samt líklega skyldari Rescue Me (bara kvenlegri) og Desperate Houswives (bara kaldhæðinslegri en jafnfyndnir). Svona þáttaraðir sem vart er hægt að bíða eftir milli vikna. Koma á óvart. Áhorfendur voru látnir halda að Cathy hefði látist úr sjúkdómnum 5

6

andaðu léttar Reykingamenn sem ætla að leggja öskubakkann á hilluna eiga bandamann í Lyfju Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa þeim sem ætla að losa sig við reykinn með góðu pakkatilboði frá Nicotinell. Aðstoð við þá sem vilja hætta

allt fyrir áskrifendur

5

5

Í Lyfju Lágmúla býðst þér stutt viðtal við lyfjafræðing eða lyfjatækni sem veitir þér stuðning og hollráð til að hætta að reykja. Þú getur fengið heilsufarsmælingar, t.d. á blóðþrýstingi og blóðfitu. Við erum þér innan handar þegar þú tekur upp heilsusamlegan lífsstíl. 6 Við minnum á reyksímann: 800 6030 og reyklaus.is

6

Lyfja býður öll lyfjaform Nicotinell.

Ódýrt og nýtt Nicotinell á lægra verði í Lyfju Stór og lítill Nicotinell-pakki á lægra verði en einn stór.* Tilboðið gildir til 22. janúar, 2012.

4.850 kr. Stórt Nicotinell fruit: 5.120

kr.

Lítill Nicotinell Tropical fruit: 943

kr.

= 6.063 kr.

*Gildir einnig með 4 mg Nicotinell Fruit 204 stk. og litlum 2 mg Tropical Fruit á 6.419 kr. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.

Íslenska sia.is lYF 57729 12/11

06:00 ESPN America 07:55 Ryder Cup 2010 (3:4) 12:10 Ryder Cup 2010 (4:4) 18:20 Presidents Cup Official Film 19:10 The Open Champ. Official Film 20:05 US Open 2008 - Official Film 21:05 PGA TOUR Year-in-Review 2011 22:00 Champions Tour Year-in-Review 22:55 Ryder Cup Official Film 2010 00:10 ESPN America

réði ekki lengur við alzheimer-sjúkdóm sinn. Þrautreyndir leikarar fara með aðalhlutverkin, þau Laura Linney og Oliver Platt. Og hin óskarsverðlaunatilnefnda Gabourey Sidibe, sem leikur Andreu og er meðal nemenda Cathy, fær aukið vægi í þessari annarri þáttaröð. Nú hefur Paul misst vinnuna og Cathy hefur ekið á hressilegan mann, sem er með henni í krabbameinsmeðferðinni. Nú er að krossa fingur og vona að þáttaröðin gefi þeirri fyrstu ekkert eftir þrátt fyrir að hjónabandinu sé borgið og allir viti af sjúkdómnum. Þættirnir geta varla staðið hinum mikið að baki, því þegar er búið að framleiða þriðju þáttaröðina. The Big C fær fjórar stjörnur. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

- Lifi› heil

07:05 Swansea - Tottenham 08:50 Arsenal - QPR 10:35 Chelsea - Aston Villafréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:20 WBA - Everton Beint allt fyrir áskrifendur 14:45 Sunderland - Man. City Beint 17:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:25 WBA - Everton 4 23:10 Sunnudagsmessan 00:30 Sunderland - Man. City 02:15 Sunnudagsmessan 4

í fyrstu seríunni. Þá hafði hún; haldið framhjá eiginmanninum Paul, sem aldrei hafði neitt í gáfur hennar að gera, gert lækninn sinn ástfanginn af sér, sem var svo miklu yngri, leynt alla ættingja og vini vitneskju um sjúkdóminn og fengið „umhverfisvæna“ bróður sinn, sem bjó í ruslagámi, til að búa í húsi. Flottasta atriðið var samt hvernig hún hugðist skilja við son sinn. Hún hafði pakkað gjöfum, misstórum og dýrum, fyrir alla afmælisdaga hans og leigt geymsluskúr undir. Útpæld flétta í gegnum þættina. Enginn vissi af leyndarmálinu, krabbameininu, nema Marlene og hún dó. Hún stytti sér aldur þegar hún

www.lyfja.is

12:15 Íþróttaárið 2011 13:55 Arnold Classic 15:35 Nedbank Golf Challenge 22:10 Dallas - Miami

SkjárGolf



Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík – Keflavík


52 

bíó

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

empire Bestu myndirnar 2011

Topp 20 samkvæmt Empire:

Drive á toppnum Kvikmyndatímaritið Empire hefur á vef sínum tekið saman lista yfir 20 bestu myndir ársins sem er að líða og sjálfsagt kemur fáum á óvart að á toppnum trónir Drive þar sem Ryan Gosling sýnir stórleik í hlutverki dularfulls og járngrimms ökuþórs. Gosling er einnig í ellefta sætinu ásamt Michelle Williams í myndinni Blue Valentine. Sjálfur Tinni kemst ekki lengra en í nítjánda sætið en fimmta Fast&The Furiousmyndin rekur lestina í því tuttugasta. Samkvæmt Empire má segja að aksturshetjur hafi átt þetta ár þar sem í öðru sæti er heimildarmyndin Senna sem fjallar um formúlukappann Ayrton Senna da Silva.

Ryan Gosling er frábær í hlutverki nafnlausa ökuþórsins í Drive.

 Frumsýnd

1. Drive 2. Senna 3. The King’s Speech 4. Harry Potter And The Deathly Hallows – Part 2 5. The Artist 6. Tinker Tailor Soldier Spy 7. True Grit 8. Bridesmaids 9. Rise Of The Planet Of The Apes 10. Black Swan 11. Blue Valentine 12. The Fighter 13. Hanna 14. We Need To Talk About Kevin 15. The Inbetweeners Movie 16. Super 8 17. Incendies 18. The Tree Of Life 19. The Adventures Of Tintin: The Secret Of The Unicorn 20. Fast Five

str auss -Kahn Á leið í bíó

Depardieu daðrar við Kahn

Sá mistæki, en af og til frábæri leikstjóri, Abel Ferrara (King of New York, Bad Lieutenant) er byrjaður að vinna að handriti bíómyndar sem sækir innblástur í kynlífshneyksli Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Frönsku leikararnir Gérard Depardieu og Isabelle Adjani eru sögð áhugasöm um að leika í myndinni. Depardieu hefur þó ekki viljað staðfesta neitt í þeim efnum en segir aðspurður að almennt sé hann mjög góður í því að leika persónur sem honum líkar illa við eða telji sig ekki líkjast á nokkurn hátt.

frumsýnd Sherlock Holmes: A Game of Shadows

Iðjuleysingi passar börn Brandarakallinn Jonah Hill, sem síðast gerði það gott með Brad Pitt í Moneyball, er nú mættur til leiks í gamanmyndinni The Sitter. Hann leikur iðjuleysingjann og metnaðarlausa menntaskólanemann Noha. Hann býr hjá móður sinni og gerir helst ekkert annað en að glápa á sjónvarpið móðurinni til nokkurs ama. Henni tekst þó að fá letihauginn til þess að gæta þriggja barna fyrir sig eina kvöldstund svo hún komist á stefnumót. Noah telur barnapössunina verða ljúft verk og löðurmannlegt og sér fyrir sér notalegt kvöld fyrir framan sjónvarpið. Hann á þó eftir að komast að því all harkalega að þetta er ekkert grín og fyrr en varir er hann búinn að róta sér í hættuleg vandræði með börnin í eftirdragi. Aðrir miðlar: Imdb: 5.5, Rotten Tomatoes: 25%, Metacritic: 39

Nokkrar góðar á árinu hlýtur að setja ný viðmið þegar íslenskir krimmar eru annars vegar.

Hodejegerne  Nikolaj Coster-Waldau, einn aðalvondi kallinn í Game of Thrones, fer hamförum í hlutverki ískalds skúrksins og Aksel Hennie er ekkert minna en frábær í túlkun sinni á smávaxna lúðanum sem lærir sína lexíu svo um munar.

Borgríki  Sleppum öllum málalengingum og komum okkur beint að kjarna málsins: Borgríki Ólafs Jóhannessonar er ferlega flott og grjóthörð glæpamynd sem

K A K A

Holmes og Watson komast heldur betur í hann krappann þegar illfyglið Moriarty lætur til skarar skríða.

The Fighter  Hér er boðið upp á allan pakkann; bræðrabönd í tilfinningaflækju, ást, reiði, vonbrigði og von með nokkrum ógleymanlegum gæsahúðaratriðum þannig að The Fighter er alveg 12 Klovn The Movie  lotu mynd. Þeir félagar nýta sér út í ystu æsar að vera lausir undan þeim hömlum sem sjónvarpið setur þeim óhjákvæmilega og leyfa sér að vera svo sjúkir að Mission Impossible: þegar maður gengur út Ghost Protocol  úr bíóinu er manni enn Allt leikur þetta í lúkunum á hlátur í huga þó það að teiknimyndaleikstjóranum finnast maður vera svolítið Brad Bird sem skilar ef sér óhreinn fyrir að hafa hlegið fjörugustu og skemmtiað vitleysunni fylgi með í legustu hasarmynd ársins, kaupunum. sem er svo gott sem búið. - úr dómum Fréttatímans

Á R S I N S

Svakaleg 190 skota terta!

Kveðjum árið með stæl!

Holmes hittir ofjarl sinn Nýja Sherlock Holmes-myndin, A Game of Shadows, er síðasta stórmyndin sem ratar í íslensk kvikmyndahús á þessu ári. Myndin kemur í kjölfar vinsælda Sherlock Holmes frá árinu 2009. Sem fyrr fer Robert Downey jr. með hlutverk Holmes og Jude Law leikur hinn trausta félaga hans Dr. Watson. Noomi Rapace gengur nú til lið við þá félaga og að þessu sinni mætir Holmes loks erkióvini sínum, sjálfum Napoleon glæpannna, prófessor Moriarty.

S

2 0 1 1

Öllum helstu og skemmtilegustu persónueinkennum Holmes er haldið til haga

herlock Holmes er ein mest kvikmyndaða skáldsagnapersóna kvikmyndasögunnar og mikill fjöldi leikara hefur því brugðið sér í gervi þessa sérlundaða snillings. Basil Rathbone sérhæfði sig í Sherlock í nokkrum myndum upp úr 1940 en menn eins og Christopher Plummer, Michael Caine og Peter Cushing hafa tekist á við Holmes í ýmsum útgáfum. Jeremy Brett gerði Holmes frábær skil í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu fyrir rösklega tveimur áratugum og Benedict Cumberbatch leikur spæjarann í nýjum breskum sjónvarpsþáttum þar sem Holmes og Watson hafa verið færðir til samtímans og leysa þeir sakamál í London á öndverðri 21. öldinni. Og Robert Downey Jr. hefur tekið léttan snúning á persónu Holmes í tvígang. Í Sherlock árið 2009 og nú aftur í Sherlock Holmes: A Game of Shadows. Downey og leikstjórinn Guy Richie koma að Holmes úr annarri átt en venjulega og galsinn í bæði Holmes og myndunum er miklum mun meiri en gamalgrónir aðdáendur Holmes hafa átt að venjast. Þessi uppfærsla á Holmes virkar þó vel hjá Downey og gerir persónuna aðgengilegri yngri áhorfendum sem ekki hafa fengið almennilegt Holmes-uppeldi. Hér er Holmes kærulaus, kaldhæðinn og snjall en fyrir vikið nokkuð mannlegri en Sherlock hefur verið hingað til. Richie og Downey byggja persónu hans þó á gamla grunninum frá höfundinum Arthur Conan Doyle og öllum helstu og skemmtilegustu persónueinkennum Holmes er haldið til haga. Hann hefur til dæmis enn ákaflega gaman að því að dulbúast og bregða sér í ýmis gervi, er frábær hnefaleikari og sekkur í djúpt þunglyndi þegar hann fær ekki að nota ofvirkan hug sinn til þess að leysa flókin sakamál. Í sögum Conan Doyle var Holmes beinlínis dópisti og sprautaði sig með kókaínupplausn þegar honum leiddist. Í A Game of Shadows mætir Holmes erkióvini sínum, sjálfum prófessor Moriarty, sem ætlar

bíó

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

sér að koma af stað stríði í Evrópu. Margir söknuðu Moriartys í fyrri myndinni en þó mátti vera ljóst að á bak við skúrkinn þar var einhver ennþá verri. Moriarty er vitsmunalegur jafnoki Holmes og jafnvel aðeins klárari þannig að Sherlock má hafa sig allan við í eltingarleik sínum við óvininn sem alltaf er skrefi á undan. Jude Law endurtekur rullu sína sem Dr. Watson, hinn hundtryggi aðstoðarmaður Holmes, en nýliðarnir í þessari mynd eru Jared Harris sem leikur Moriarty, Noomi Rapace og Stephen Fry. Rapace leikur spákonu sem flækist í vef Moriartys en Fry leikur Mycroft, eldri bróður Holmes. Sá kom lítillega við sögu í bókunum um Holmes og þótti ef eitthvað var gáfaðari en Sherlock þannig að kappinn er að þessu sinni umsetinn vitringum sem geta slegið hann út í greindarvísitölumetingi. Hasarinn í A Game of Shadows byrjar þegar austurríski krónprinsinn finnst látinn í London og hinn glámskyggni lögregluforingi Lestrade ákveður að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Holmes sér auðvitað miklu lengra en nef Lestrade nær og telur víst að prinsinn hafi verið myrtur og að morðið sér liður í stóru samsæri. Eftir örlítið grúsk berast böndin að sjálfum Moriarty og þeir félagar Holmes og Watson þurfa að gefa sig alla í æsilegan eltingaleik upp á líf, dauða og framtíð heimsins við Napoleon glæpanna. Aðrir miðlar: Imdb: 7.8, Rotten Tomatoes: 59%, Metacritic: 48


KOMIN Í BÍÓ


Frettatiminn-30-12-2011.pdf

1

12/29/11

11:27 AM

Óskum að þú eigir gott og heilsuríkt ár

Seltjarnarnes

Laugar

Kringlan C

Háskólinn í Reykjavík

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Turninn

Hafnarfjörður Öllum kortum hjá World Class fylgir: Aðgangur að sólarhringsopnun Aðgangur að 9 heilsuræktarstöðvum Aðgangur að 3 sundlaugum Aðgangur að yfir 340 hóptímum á viku www.worldclass.is

Hjá World Class er frábær aðstaða fyrir börnin


Mosfellsbær

Spöngin

r a ú n a j .

9 t s efja ar

k h k o ð u i ð í e s a k s eim

m á n Ný

ih r r ý n ðá

s i . s s la

c d l r o w . w w w

u t n n y K

li a v r ú þér

Ögurhvarf

World Class alltaf nálægt þér Reiknaðu dæmið til enda www.worldclass.is


56

tíska

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Fangar líkamslykt móður sinnar

Falleg og björt sumarlína frá Chanel

Hin 53 ára gamla Madonna undirbýr nú markaðssetningu á nýjasta ilmi sínum Truth or Dare sem er væntanlegur á markað í apríl. Innblástur við gerð ilmsins fær söngkonan frá móður sinni en markmið Madonnu er að fanga líkamslykt hennar í ilmvatnsglas. Auglýsingaherferð ilmsins átti að hefjast fyrir alvöru í næstu viku en lykilauglýsingin lak út á veraldarvefinn fyrr í vikunni. Þar má sjá söngkonuna ofurfótósjoppaða og nakta en ilmurinn er felldur inn í myndina. Ekki hefur sést mikið af söngkonunni síðustu misseri og segja sumir tískuspekúlantar þetta örvæntingarfullt hróp Madonnu á athygli.

Nú, þegar við erum á lokaspretti þessa árs, keppast snyrtivörufyrirtækin við að kynna nýju snyrtivörulínurnar sem væntanlegar eru á nýju ári. Tískurisinn Chanel er eitt þessara fyrirtækja en á dögunum var nýja vorlínan þaðan kynnt; Harmonie de Printemps – sem er sumarleg og sæt lína. Hún er bleiktóna og samanstendur af varalitum, augnskuggapalléttu, kinnalitum og þremur fallegum tegundum naglalakks sem heitir eftir sumarmánuðunum. Chanel-naglalakk virðast alltaf fá mestu athyglina þess sem finna má í snyrtivörulínu fyrirtækisins hverju sinni og ekki skrítið því naglalakk þaðan er jafnan valið naglalakk ársins.

Tímalaus tíska á áramótunum Ótrúlegt hvað tíminn líður. Enn eitt árið hefur nú flogið frá okkur og erum við nú komin að því að fagna nýjum áfanga í lífi okkar. Áramótabrjálæðið er handan horns og við þykjumst vera tilbúin í að sprengja okkur yfir í næsta ár. Spariklæðnaðurinn er rifinn úr hillunum og gerum við okkur klár í að fagna fagmannlega í okkar fínasta pússi með nánustu fjölskyldu og vinum með kampavín í annarri og stjörnuljós í hinni. Svo virðist sem þetta kvöld hafi yfir sér að bera tímaleysi þegar tískan er annars vegar. Ár hvert eru það einkum glamúrlegir pallíettukjólar fyrir stelpurnar og smókingjakkaföt fyrir strákana sem gilda. Það skiptir eiginlega ekki hvaða ár er eða áratugur. Svo virðist sem þessi sérstaki áramótafatnaður muni aldrei víkja fyrir einhverju öðru þetta tiltekna kvöld. Andlitsmálning kvennanna er óhefðbundnari en venjulega og skvetta þær glimmerfarðanum framan í sig í stíl við kjólinn. Himinháir hælar verða svo fyrir valinu án þess að kvenþjóðin taki nokkurt tillit til veðurs eða aðstæðna. Þetta virðist svo vera síðasti dagurinn til að belgja sig út af hátíðarmat hjá flestum. Margir landsmenn strengja áramótaheit; lofa sér því að léttast um nokkur kíló og reynast reglulegir gestir í líkamsræktarstöðinni. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi siður kemur upprunalega, en eitt er víst að hann er ekkert voðalega áreiðanlegur – áramótaheit flestra virðast eiga það sammerkt að þau eru brotin fyrr en seinna.

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

María Rún Baldursdóttir 21 árs Skór: Einvera Buxur: Forever21 Bolur: Kalda Hálsmen: Forever21 „Persónulega finnst mér of mikið að klæðast stuttum glanskjólum í kuldanum. Ég vil frekar klæða mig í þægileg en töff föt sem passa vel við mig sjálfa. Þessar buxur sem ég fékk í Forever21 eru krúttlegar og passa vel við rokkaða skóna.“

Fjölbreytilegir varalitir og dökkir augnskuggar Alþjóðlega snyrtivörufyrirtækið Revlon kynnti á dögunum tvær nýjar snyrtivörulínur sem unnar voru í samstarfi við leikkonurnar Emmu Stone, 23 ára, og Oliviu Wilde, 28 ára. Emma tók að sér að hanna fjölbreytilega varaliti sem samanstanda af varalitum úr allri Emma Stone. litaflórunni. Olivia Wilde fór aðra leið og hannaði aðeins dökka augnskugga sem einkennast af glamúr og glæsileika. Báðar línurnar eru væntanlegar í byrjun árs í verslanir Revlon og á veraldarvefinn og fylgir sögunni að þessar snyrtivörur verði á sanngjörnu verði. Olivia Wilde.

Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir 21 árs Kjóll: H&M Sokkabuxur: Oriblu Skór: Bianco „Þessi kjóll sem ég keypti í H&M finnst mér mjög sætur og skemmtilegur. Fallegt snið á honum og fallegur litur. Fannst hann upplagður fyrir áramótin.“

5

dagar dress

Fjölbreytileg áramótatíska Fimm stúlkur opnuðu fataskápinn sinn fyrir Fréttatímanum og frumsýndu áramótadressið í ár. Áramótatískan virðist vera fjölbreytileg, skemmtileg og allt virðist vera leyfilegt.

Veronika Ómarsdóttir 20 ára Skór. Gallerí Ozone Sokkabuxur: Oriblu Kjóll: Dúkkuhúsið Skyrta: Gallerí Ozone Skinn: Kolaportið „Þetta eru þægileg föt sem eru mátulega glamúrus fyrir áramótin. Feldinn valdi ég sérstaklega til þess að halda á mér hita í köldu veðrinu.“

Ástrós Erla Benediktsdóttir 20 ára Skór: Manía Sokkabuxur: Vila Pils: Götumarkaður Blússa: Spúútnik Hálsmen: Six Armbönd: Fatamarkaður „Ég kýs að vera í litríkum fötum á áramótunum. Finnst það eiga vel við alla litina sem við sprengjum upp með rakettunum. Hálsmenið finnst mér einnig passa vel við þetta kvöld. Fín föt á nýju ári.“

Sigrún Svanhvít Kristinsdóttir 20 ára Kjóll: Kiss Sokkabuxur: Oriblu Skór: Fókus „Mér finnst kjóllinn mjög glamúrús og áramótalegur. Maður getur aldrei verið með nóg að glimmeri og glamúr á áramótunum. Kjólinn keypti ég í Kiss og hann er með opið bak sem mér finnst mjög töff.“



tíska

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

Ofmetnasta tískufyrirmyndin

Að mati tískutímaritsins Vogue er hin breska Pippa Middleton ofmetnasta tískufyrirmynd liðins árs. Allt frá því að hún gekk niður altarið ásamt systur sinni hefur athyglin beinst að henni og hefur hún verið undir smásjá tískugagnrýnenda. Vogue segir fatastíl Pippu gamaldags og ekki í samræmi við nútímalega tísku. Pennarnir á Vogue benda þó á að fatnaðurinn sé útpældur, fágaður og kvenlegur en því miður vanti allan persónulega blæ.

Í lok hvers árs útnefnir fyrirtækið PETA „The Grinch“ ársins sem kennt er við Trölla þann sem stal jólunum. Fyrirtækið hefur barist gegn framleiðslu loðfelda í mörg ár og útnefndu þau Janet Jackson sem Trölla þetta árið þar sem hún framleiðir loðfeldi fyrir nýju fatalínu sína. Talsmaður PETA segir Janet lítið vit hafa á tísku og bætir því við að dýrin sem hún klæðist séu jafn dauð og ferill hennar. Þau sem einnig komu til greina sem Trölli þetta árið voru þau Kim Kardashian og Cameron Crowe.

Luis Vuitton kærir Hangover 2

Tískuhúsið Luis Vuitton hefur lagt fram kæru á hendur Warnes Bros vegna kvikmyndarinnar vinsælu Hangover 2, sem Warner Bros framleiddu og fara þeir hjá Luis Vuitton fram á margra milljóna dala skaðabætur. Einkum er það ein sena í kvikmyndinni sem fór fyrir brjóstið á þeim hjá Luis Vuitton: Sena sem fram fer á flugvellinum þar sem leikararnir Zach Galifianakis og Ed Hlems sitja með tösku sín á milli sín sem er eftirlíking Luis Vuitton-tösku. Í kvikmyndinni segir þó Zach þetta vera ekta Luis Vuittontösku en það segir tískuhúsið rangar upplýsingar. Einnig hefur Luis Vuitton kært töskufyrirtækið Diophy sem sérhæfir sig í að hanna töskur í líkingu frægu Luis Vuitton-töskurnar.

Litur nærbuxna hefur þýðingu á áramótunum

PETA velur Trölla ársins

Victoria’s Secret-fyrirtækið frumsýndi myndband í vikunni þar sem fyrirsætur fyrirtækisins tjá sig um nærbuxurnar sem þær ætla að klæðast á áramótunum. Svo virðist sem hver og einn litur hafi alveg ákveðna þýðingu og segja fyrirsæturnar mikilvægt að þegar litur nærbuxna sé valinn verði að gera það af stakri kostgæfni, ekki síst fyrir þetta mikilvæga kvöld. Þær sem klæðast rauðum nærbuxum, eins og hollenska fyrirsætan Doutzen Kroes ætlar að gera, óska eftir meiri rómantík á nýju ári en þeirri sem var til að dreifa á því gamla; bleikar nærbuxur vísa á heppni,

Zach Galifianakis

Diophy taska

hvítar nærbuxur tákna frið og fjólubláar nærbuxur eru heitingar á góða heilsu – eins og hin brasilíska

Adriana Lima óskar helst eftir og ætlar að undirstrika með nærbuxum sínum á áramótum.

Tísk a

Forever21 opnar fleiri höfuðstöðvar í Evrópu

Gossip Girl stjarnan Leighotn Meester.

58

Bandaríska tískukeðjan Forever21 hefur skapað sér stórt hlutverk í tískuheiminum á síðustu árum og er hugsuð sem fataverslun í líkingu við hina ódýru H&M-verslunarkeðju. Alls er um að ræða 480 verslanir sem flestar eru staðsettar í Bandaríkjunum en nú er verslunarkeðjan að teygja arma sína yfir til Evrópu og Asíu. Í lok næsta mánaðar mun verslunin opna höfuðstöðvar París og Berlín og eru þetta góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga sem elskum að versla tískuvörur á sanngjörnu verði.

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

Id ol sö nkon an Carrie Und er woo d.

Fy rir sæ ta n Ca mila Al ve s.

X factor dómarinn Paula Abdul.

Glamúrkjólar fyrir áramótin

L

angerma glamúrkjólar í allskonar litum eru vinsælir í Hollywood um þessar mundir. Segja má að þessi fatnaður sé ágæt upphitun fyrir áramótasamkvæmið og getur almúginn tekið glósur frá glamúrkjólum stjarnanna. Þeir eru yfirleitt mjög stuttir og er um að gera fyrir okkur í kuldanum að nota þykkar sokkabuxur undir kjólanna.

Hótelerfinginn Nicki Hilton

Vinsælustu vörumerki stjarnanna á liðnu ári

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

Stjörnurnar eru duglegar við að markaðssetja nafn sitt og hrúgast inn á hverju ári kynstrin öll af snyrtivörum og fatalínum sem kenndar eru við þær. Á þessu ári, sem nú er að ljúka, voru þó nokkur vörumerki sem stóðu upp úr og seldust meira en önnur. Söngkonan Katy Perry sló öll sölumet með naglalakkslínunni

sinni sem hún vann í samstarfi við naglalakksrisann OPI. Shatter-naglalakkið vinsæla, sem seldist upp hér á landi, kom upphaflega frá henni; við þornun myndar lakkið mynstur. Segja má segja að Perry sé drottning naglalakksins, enda þekkt fyrir að skarta fjölbreytilegum og fallegum nöglum dag hvern.

Hin breska sjónvarpsstjarna Alexa Chung var valin tískufyrirmynd ársins í Bretlandi á þessu ári sem hangir saman við þá staðreynd að hún hannaði vinsælustu stjörnufatalínuna á þessu ári. Þar sló hún við Olsen-systrum sem hafa undanfarin ár verið á toppi tískunnar og selt meira af fötum en nokkur önnur stjarna. Táningsstjarnan Justin Bieber var einn af óteljandi stjörnum sem

framleiddu ilmvatn þetta árið en ilmur hans rauk beint á toppinn. Ilmurinn, sem aðeins er ætlaður fyrir ungar stelpur, seldist upp á fyrsta mánuðum eftir að hann kom á markað og nú, níu mánuðum eftir fyrstu framleiðslu, er hann enn mest seldi ilmur Bandaríkjanna. Hann veit greinilega hvað stelpur vilja og er nú að vinna að sínum öðrum ilmi.


...OG VIÐ ERUM BARA RÉTT AÐ BYRJA!

PIPAR\TBWA • SÍA • 111531

www.markid.is

sími 553 5320

HÓPKAUP HEFUR, Í KRAFTI FJÖLDANS, NÁÐ AÐ SPARA ÍSLENDINGUM 160.000.000 KR. Á ÁRINU SEM NÚ ER AÐ LÍÐA. ÁRIÐ 2012 ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR OG MARKMIÐ OKKAR ER AÐ SPARA ÍSLENDINGUM HVORKI MEIRA NÉ MINNA EN 500.000.000 KR. Á ÁRINU. VIÐ ÞÖKKUM FRÁBÆRAR MÓTTÖKUR!

hópkaup.is

í krafti fjöldans

Ármúla 40


menning

Helgin 30. desember 2011- 1. janĂşar 2012

ďƒ¨

bĂŚkur Ă“feigur SigurĂ°sson

Ă? ĂştrĂĄs Ă­ Austur-EvrĂłpu „Ég sĂĄ Ăžetta nĂş ekki fyrir ĂžvĂ­ bĂłkin er mjĂśg lĂłkal og ĂŠg skrifaĂ°i hana til aĂ° skemmta sjĂĄlfum mĂŠr,“ segir rithĂśfundurinn Ă“feigur SigurĂ°sson en ĂştgĂĄfurĂŠtturinn aĂ° bĂłk hans um eldklerkinn JĂłn SteingrĂ­msson, sem kom Ăşt Ă­ fyrra, hefur veriĂ° seldur til fimm landa; BĂşlgarĂ­u, Ungverjalands, TĂŠkklands, SlĂłvakĂ­u og Danmerkur. „Þetta er mjĂśg ĂĄnĂŚgjulegt ĂžvĂ­ mĂŠr Ăžykir mjĂśg vĂŚnt um Austur-EvrĂłpu. Ég hef ferĂ°ast Ăžar mikiĂ° og meĂ°al annars bĂşiĂ° meĂ° sĂ­gaunum. SĂ­Ă°an bjĂł ĂŠg Ă­ DanmĂśrku Ăžannig aĂ° Ăžessi lĂśnd eru mĂŠr mjĂśg kĂŚr,“ segir Ă“feigur.

SĂ­mi 531 3300

ďƒ¨

Gleðilegt nýtt år! Fanný og Alexander (Stóra sviðið)

Fim 5/1 kl. 20:00 fors Fim 26/1 kl. 20:00 aukas FĂśs 6/1 kl. 19:00 frums Sun 5/2 kl. 20:00 5.k MiĂ° 11/1 kl. 20:00 2.k Fim 9/2 kl. 20:00 6.k MiĂ° 15/2 kl. 20:00 7.k Lau 14/1 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Sun 15/1 kl. 20:00 3.k FĂśs 17/2 kl. 20:00 9.k MiĂ° 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Sun 22/1 kl. 20:00 aukas MiĂ° 25/1 kl. 20:00 4.k FĂśs 24/2 kl. 20:00 10.k Hin stĂłrbrotna fjĂślskyldusaga loks ĂĄ sviĂ°

Fim 1/3 kl. 20:00 11.k FĂśs 2/3 kl. 20:00 12.k Fim 8/3 kl. 20:00 FĂśs 9/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 FĂśs 23/3 kl. 20:00

Galdrakarlinn Ă­ Oz (StĂłra sviĂ°iĂ°)

Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Sun 29/1 kl. 14:00 Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 14/1 kl. 13:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Lau 21/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Sun 22/1 kl. 14:00 Einn vinsĂŚlasti fjĂślskyldusĂśngleikur allra tĂ­ma

Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00

KirsuberjagarĂ°urinn (StĂłra sviĂ°iĂ°)

Sun 8/1 kl. 20:00 Fim 19/1 kl. 20:00 Fim 12/1 kl. 20:00 FĂśs 20/1 kl. 19:00 SannkĂślluĂ° leikhĂşsperla um ĂĄstir, drauma og vonir.

FĂśs 27/1 kl. 19:00

NEI, RĂ Ă?HERRA! (StĂłra sviĂ°iĂ°)

FÜs 30/12 kl. 20:00 FÜs 13/1 kl. 19:00 Lau 7/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00 Gríman: à horfendasýning årsins 2011

Mån 9/1 kl. 20:00 fors Sun 22/1 kl. 20:00 4.k Þri 10/1 kl. 20:00 fors Mið 25/1 kl. 20:00 5.k Mið 11/1 kl. 20:00 frums Fim 26/1 kl. 20:00 6.k Sun 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Sun 5/2 kl. 20:00 7.k Mið 18/1 kl. 20:00 3.k Nýtt verk úr smiðju Vesturports

Lau 11/2 kl. 20:00 8.k Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Lau 18/2 kl. 20:00 9.k Sun 19/2 kl. 20:00

JesĂşs litli (Litla sviĂ°)

Sun 8/1 kl. 20:00 aukas MannbÌtandi upplifun! Grímusýning årsins 2010

NýdÜnsk í nånd (Litla sviðið)

FÜs 6/1 kl. 22:00 1.k FÜs 13/1 kl. 22:00 3.k Lau 7/1 kl. 22:00 2.k Lau 14/1 kl. 22:00 4.k Aftur å svið - aðeins Þessar sýningar

FĂśs 20/1 kl. 22:00 5.k

-Ă‚UUV HKBGBLPSUJÂĄ MJGOB WJÂĄ

Â˜Ă—TVOEJS ĂŒTMFOEJOHB GFOHV HKBGBLPSU #PSHBSMFJLIĂ—TTJOT ĂŒ KĂ‘MBHKĂ“G /KĂ‘UUV UĂ“GSBOOB TUSBY PH CĂ‘LBÂĄV NJÂĄB .JÂĄBTBMB ] ] XXX CPSHBSMFJLIVT JT

Heimsljós (Stóra sviðið) Sun 22.1. Kl. 19:30 9. sýn. Lau 28.1. Kl. 19:30 10. sýn. Sun 29.1. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 4.2. Kl. 19:30 12. sýn. Ö Sun 5.2. Kl. 19:30 13. sýn. Ö Lau 11.2. Kl. 19:30 1. Aukas.

Sun 12.2. Kl. 19:30 2. Aukas. Lau 18.2. Kl. 19:30 14. sýn. Ö Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn. Ö Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn. Ö Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn. Ö Ö

Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 8.1. Kl. 19:30 33. sýn. Fim 12.1. Kl. 19:30 34. sýn.

FÜs 20.1. Kl. 19:30 37. sýn. Lau 21.1. Kl. 19:30 38. sýn.

Hreinsun (Stóra sviðið) FÜs 30.12. Kl. 19:30 15. sýn. Fim 5.1. Kl. 19:30 16. sýn.

FÜs 13.1. Kl. 19:30 17. sýn.

Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Fim 29.12. Kl. 13:30 2. sýn. U FÜs 30.12. Kl. 13:30 4. sýn. U Sun 8.1. Kl. 13:30 6. sýn. Ö Fim 29.12. Kl. 15:00 3. sýn. U FÜs 30.12. Kl. 15:00 5. sýn. U Sun 8.1. Kl. 15:00 7. sýn. U

Judy Garland (ĂžjóðleikhĂşskjallarinn) Lau 8.1. Kl. 16:00

On Misunderstanding (Kassinn) Fim 29.12. Kl. 20:00 2. sýn.

FÜs 30.12. Kl. 20:00 3. sýn.

-ĂłhĂž

kvenna ĂĄr Ă­ erlenda poppinu

Fimm plĂśtur sem settu mark sitt ĂĄ ĂĄriĂ° M

eðal platna sem sjåst nú ítrekað å bestu-plÜturårsins listunum eru Ünnur plata Þjóðlagarokksveitarinnar Bon Iver, The Hunter með Þungarokkssveitinni Mastodon, El Camino með rokkdúettinum The Black Keys, Watch The Thorne, samstarfsverkefni rapphÜfundanna Jay-Z og Kanye West og Bad As Me, sem Þykir sýna að Tom Waits å enn mikið inni. à rsins 2011 verður Þó líklega helst minnst fyrir Það að hafa verið mjÜg gott år fyrir tónlistarkonur.

Engin var eins vinsĂŚl og breska sĂśngkonan Adele, sem fylgdi plĂśtunni 19 eftir meĂ° plĂśtunni 21 (hĂşn var 21 ĂĄrs Ăžegar platan var tekin upp). MeĂ° kĂĄntrĂ­og soulskotnu poppi, sem hinn margslungni upptĂśkumaĂ°ur Rick Rubin vann meĂ° henni, sigraĂ°i Adele heiminn og seldi plĂśtuna Ă­ milljĂłnavĂ­s. BallaĂ°an Someone Like You hljĂłmaĂ°i allsstaĂ°ar, meĂ°al annars ĂĄ Ă?slandi Ăžar sem hĂşn var ĂĄ toppi vinsĂŚldarlista vikum saman. Ă? ĂĄrslok fĂŠkk Adele sex Grammy tilnefningar og ĂĄtti plĂśtu ĂĄrsins aĂ° mati stĂłrblaĂ°sins Rolling Stone.

Lady Gaga – Born This Way

U U U U

Ă“feigur SigurĂ°sson ĂĄ leiĂ° aĂ° leggja Austur-EvrĂłpu aĂ° fĂłtum sĂŠr.

Adele – 21

Axlar - BjĂśrn (Litla sviĂ°iĂ°)

Fim 29.12. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 7.1. Kl. 19:30 4. sýn. Sun 8.1. Kl. 19:30 5. sýn. Lau 14.1. Kl. 19:30 6. sýn. Sun 15.1. Kl. 19:30 7. sýn. Lau 21.1. Kl. 19:30 8. sýn.

BĂłkin um JĂłn SteingrĂ­msson fĂŠkk evrĂłpsku bĂłkmenntaverĂ°launin Ă­ lok nĂłvember sem ein af tĂłlf bestu skĂĄldsĂśgum Ă­ EvrĂłpu ĂĄ ĂĄrinu 2010. Ă“feigur dregur ekki fjÜður yfir ĂĄhrifin sem verĂ°launin Ăžau hafi haft. „Þessi verĂ°laun opna glugga ĂžvĂ­ forlĂśg Ă­ flestum EvrĂłpulĂśndum eru nĂş aĂ° skoĂ°a bĂłkina. Ég er mjĂśg glaĂ°ur meĂ° Ăžetta.“ Og nĂŚsta bĂłk er aĂ° verĂ°a klĂĄr aĂ° sĂśgn Ă“feigs. „Ég er aĂ° leggja lokahĂśnd ĂĄ hana og er Ăžegar byrjaĂ°ur ĂĄ nĂŚstu bĂłk Ăžar ĂĄ eftir. Ăžetta verĂ°ur skĂĄldsaga sem gerist ĂĄ tĂ­unda ĂĄratug sĂ­Ă°ustu aldar. Svona einhvers konar forhrunsbĂłk,“ segir Ă“feigur.

Ă meĂ°an Adele seldi 13 milljĂłn eintĂśk af plĂśtunni sinni, seldi Lady Gaga ekki „nema“ ĂĄtta milljĂłn af sinni annarri plĂśtu, Born This Way. Þótt platan eigi ĂĄgĂŚta spretti innihĂŠlt hĂşn ekki alveg sĂśmu poppsnilldina og fyrsta plata Gaga. SĂśngkonan var ĂĄ tĂłnleikaferĂ°alagi mestan hluta ĂĄrsins og grĂŚddi mest allra poppkvenna ĂĄ ĂĄrinu (U2 grĂŚddi Þó mest allra poppara fyrir tĂłnleikaferĂ° sĂ­na fyrri hluta ĂĄrsins).

PJ Harvey – Let England Shake

Hin enska PJ Harvey åtti gríðarlega gott år með tíundu plÜtunni sinni, sem er Þemaplata um stríð. Platan fÊkk fljúgandi góða dóma og stóð uppi sem plata årsins í årslok hjå fjÜlmÜrgum tímaritum,

LjĂłsmynd/Nordic Photo/Gettu Images.

60

Ăžar ĂĄ meĂ°al hjĂĄ NME, Mojo, Uncut og The Guardian.

Florence And The Machine – Ceremonials

Florence And The Machine, hljĂłmsveit leidd af sĂśngkonunni og lagahĂśfundinum Florence Welch, jĂłk ĂĄ fylgi sitt meĂ° annarri plĂśtunni sinni. Ăžar var flĂşraĂ° listapopp Ă­ boĂ°i og var innihaldinu oft lĂ­kt viĂ° tĂłnlist Kate Bush (sjĂĄlf kom Kate Bush meĂ° tvĂŚr plĂśtur ĂĄ ĂĄrinu sem fengu prýðisgóða dĂłma). Q tĂłnlistarblaĂ°iĂ° valdi plĂśtu Florence plĂśtu ĂĄrsins.

Amy Winehouse – Lioness: Hidden Treasures Amy lÊst í júlí og innritaði sig inn í 27 åra klúbb Joplin, Corbain og kó. DånarorsÜk: Langvarandi sukk. SÜngkonan hafði lengi unnið að Þriðju plÜtu sinni og einhverskonar útgåfa af henni í bland við tilfallandi efni kom út í desemberbyrjun. Meðal annarra tónlistarmanna sem kvÜddu okkur endanlega å årinu voru John Barry, sem er Þekktastur sem hÜfundur James Bond tónlistar, írski blúsrokkarinn Gary Moore og rapparinn Heavy D. Dr. Gunni


Áfram veginn 2012

„Áfram veginn í Chevrolet ek ég inn á vonbjarta hamingjubraut...“

Opið frá 10 - 18 og 12 - 16 á laugardögum Bílabúð Benna - Chevrolet - Tangarhöfða 8-12 - 590 2000 Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3330 Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - 461 3636

Sérfræðingar í bílum


dægurmál

62 

Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012

tónlist Sala hljómdisk a

Söluaukning um þriðjung frá árinu 2010 Hljómplötuframleiðendur brosa breitt þessa dagana því árið í ár er á pari við árið 2008 hvað varðar sölu á hljómdiskum. Salan er 32 prósentum meiri en árið 2010 og gott betur því Eiður Arnarsson hjá Senu segir árið í ár það besta frá 2008 þó ekki jafnist það á við bestu árin sem voru 2006 og 2007. „Þetta var mjög gott ár í útgáfu og auðvitað snýst salan um diskana sjálfa. Fólk hafði áhuga á þeirri tónlist sem kom út á árinu og það

skilaði sér,“ segir Eiður. Óhætt er að segja að Mugison hafi borið höfuð og herðar yfir aðra tónlistarmenn í sölu því diskur hans Haglél hefur selst í þrjátíu þúsund eintökum. Eiður segir að þótt salan á Hagléli sé aldeilis með ólíkindum þá standi Mugison ekki einn undir þeirri miklu söluaukningu sem menn sjá frá því í fyrra. „Ef við tækjum Mugison út úr jöfnunni þá væri aukningin samt tíu prósent,“ segir Eiður.

Að sögn Eiðs þá seldu þeir tónlistarmenn sem á eftir Mugison koma á sölulistanum jafnmikið og þeir söluhæstu gera að venju ár hvert. „Páll Óskar og Sinfó, Of Monsters and Men og Helgi Björns og Reiðmenn vindanna eru í kringum tíu þúsund eintök. Sem er auðvitað alveg frábært,“ segir Eiður og bætir við að nýjasta plata Helga Björns og Reiðmannanna sé sú þriðja í röð sem fari yfir tíu þúsund Páll Óskar og Of Monsters and Men komu á eftir eintaka múrinn. -óhþ Mugison á sölulista ársins.

Frikki velgir dönskum matgæðingi undir uggum Viðtökur nýjasta útibús Laundromats, kaffihúss Friðriks Weisshappel í Kaupmannahöfn, hafa verið framar vonum. Staðurinn er við Gammel Kongevej en beint á móti honum er kaffihúsið Meyer sem er kennt við eigandann sem heitir Claus Meyer og er vinsælasti matgæðingur Dana. Sá á til dæmis meirihlutann í hinu fræga veitingahúsi Noma, nokkur önnur kaffihús þar að auki og bakarí. Meyer er eins konar danskur Jamie Oliver, er reglulega með sjónvarpsþætti og

gefur út matreiðslubækur. Laundromat opnaði í byrjun desember það hristi greinilega upp í Meyer. Rétt áður en Friðrik opnaði við Gammel Kongevej gegnt Meyer breytti sá danski opnunartíma staðar síns. Lýkur hann nú upp dyrum sínum snemma dags rétt eins og Laundromat. Bætti hann líka á morgunverðarseðilinn beikoni og ýmsu öðru öðru góðgæti, sem hafði ekki verið þar áður, en er í boði á Laundromat.

ELLA sýnir á tískuvikunni í New York

Íslenska tískuhúsið ELLA er að leggjast í útrás. Viðtökur við fatnaði þess hafa verið góðar.

E

Elínrós Líndal og liði hennar hjá ELLU gengur allt í haginn. Ljósmynd/

Grafarþögn á uppboði

Grafarþögn eftir Arnald Indriðason fór á uppboð í Grikklandi á dögunum. Fjórir útgefendur börðust harkalega um bókina en loks var það forlagið Metachmio sem bar sigur úr býtum. Arnaldur er ekki í slæmum félagsskap hjá því forlagi því meðal annarra höfunda forlagsins eru margir af vinsælustu glæpasagnahöfundum Norðurlanda, höfundar á borð við hinn norska Jo Nesbo og hin sænsku Camillu Låckberg, Åsu Larsson, Hakan Nesser og Johan Theorin.

tísk a Útr ás í íslenskri fatahönnun

Aldís Pálsdóttir

Cal-ið hjarta

Söngfuglinn Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur sótt um skilnað frá öldruðum og moldríkum eiginmanni sínum Cal Worthington, bílasala og fyrrum sjónvarpsstjörnu. Þau giftu sig með pompi og pragt í sumar og létu fortölur um aldursmun, sem er 49 ár, sem vind um eyru þjóta. Ástin spyr nefnilega hvorki um stétt né stöðu né aldur. Og þó, því nú hefur Anna Mjöll sótt um skilnað vegna óleysanlegs ágreinings

eins og það er orðað í bandarískum miðlum. Ekki er vitað hvert ágreiningsefnið óleysanlega er og því óvíst hvort hálfa öldin sem skildi þau að hafi, þegar allt kemur til alls, verið orsökin? Eftir situr Cal Worthington með brostið hjarta eða kalið eftir því hvernig menn vilja orða það.

2

LLA – nýtt íslenskt tískuhús mun sýna þriðju línuna sína; haust-línuna 2012 á tískuvikunni í New York í febrúar komandi. Sýningin er á vegum ISTOK, sölu- og dreifingarmiðstöðvar, sem mun jafnframt aðstoða við koma tískulínunni á framfæri í Bandaríkjunum. Elínrós Líndal er listrænn stjórnandi ELLU en hönnuður er Katrín María Káradóttir. Lilja Björg Rúnarsdóttir stýrir klæðskeraverkstæði ELLU, en alls eru starfsmenn fyrirtækisins sex talsins. Elínrós segir, í samtali við Fréttatímann, það hafa staðið til að sýna hjá ISTOK fyrir hálfu ári en hún hafi þá talið rétt að bíða átekta. „Ég vildi einblína á heimamarkað og koma öllum ferlum framleiðslunnar í góðan farveg áður en við færum á erlendan markað með merkið,“ segir Elínrós. Alek Bimbiloski er eigandi ISTOK en bróðir hans Risto er yfirhönnuður yfir prjónverki KENZO og var áður einn af yfirhönnuðum hjá Louis Vuitton. „Samstarfið með Risto og Alek kom til vegna þess að þeir eiga framleiðslufyrirtæki í Makedóníu. Risto er einn af ráðgjöfum okkar hjá ELLU og kom það til vegna þess að honum líkaði hugmyndafræðin og hönnun okkar vel. Hann framleiddi hluta af fyrstu línunum okkar, þá aðallega handprjónuðu peysurnar okkar og kasmír-yfirhafnirnar,“ segir Elínrós og bætir við að fyrirhugað sé að færa stærri hluta af vetrarlínu ELLU til Makedóníu. „Þar rekur fjölskylda Risto lítið fyrirtæki sem sinnir nokkrum öðrum hátískumerkjum í Evrópu. Þar fáum við persónulega þjónustu. Verksmiðjan býður upp á góð gæði, starfsfólki er greitt í það minnsta 30 prósentum hærri laun en tíðkast á þessu svæði og aðbúnaður þess er góður,“ segir Elínrós sem er bjartsýn á framtíðina. „Varðandi væntingar um sölu erum við ágætlega bjartsýn. Íslenski markaðurinn hefur sýnt það og sannað að það er markaður fyrir vöru sem þessa. Við höfum einnig selt vörur okkar í gegnum heimasíðuna www.ellabyel.com. Svo nú þegar eru konur farnar að klæðast ELLU víðsvegar um heiminn.“

519 þúsund til UN Women 27 SEK

3 5 kg

7,5

Það er magnaður stígandi í þessari. Rauðar kúlur með hala sem springa út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi ljósagangur sem endar síðan með miklum hávaða og látum. Ein af þeim betri.

„Svo nú þegar eru konur farnar að klæðast ELLU víðsvegar um heiminn“

ELLA tilkynnti nýlega um styrk sinn til UN Women á Íslandi en fyrirtækið gaf 1.000 af hverju seldu ilmvatni til samtakanna. Styrkurinn nam 519 þúsund krónum. „Ég held að nú sé góður tími fyrir tískuhús sem setur sínar eigin reglur. Það er ákaflega margt gert í heimi tískunnar sem fólk hefur lokað augun fyrir. Að geta klætt sig vönduðum fatnaði sem búinn er til í sátt við náttúruna og samfélagið hljómar eitthvað svo frelsandi. ELLA gerir það með því að leggja áherslu á gæði í stað magns, með það að leiðarljósi að skapa velmegun en ekki fátækt.” Nánari upplýsingar gefur, Elínrós Líndal listrænn stjórnandi og eigandi ELLU.



HE LG A RB L A Ð

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Vigdís, Bragi og Ólafur í Egyptalandi

Egypska forlagið Animar hefur keypt útgáfuréttinn af bókum eftir þrjá íslenska rithöfunda. Um er að ræða Tröllkirkjuna eftir Ólaf Gunnarsson, Gæludýrin eftir Braga Ólafsson og Z ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur. Allar þessar bækur munu koma út á arabísku á næstunni. -óhþ

Síðasti sjéns á Nasa

Tónlistarskemmtunin Síðasti Sjens verður haldin í þriðja sinn á Nasa á næst síðasta kvöldi ársins í kvöld, föstudagskvöld. Þá verður allt hækkað í botn með dansi og glensi. Hljómsveit ársins, Of Monsters and Men, treður upp auk Retro Stefson og Rich Aucoin frá Halifax en sá náungi batt endahnútinn á Iceland Airwaves og slær hvergi af þegar hann tryllir lýðinn. Hægt er nálgast miða á midi.is og í verslunum Brim við Laugaveg og í Kringlunni. Húsið opnar kukkan 22 og skemmtunin hefst skömmu síðar.

Vicky á lista Rolling Stone

Tónlistarskríbentinn David Fricke hjá hinu goðsagnarkennda tónlistartímariti Rolling Stone setur plötuna Cast a Light með hinu öfluga rokkbandi Vicky á lista sinn yfir áhugaverðustu plötur ársins 2011 – þeirra sem flugu undir radar. Fricke segist aðeins hafa heyrt hluta af tónleikum Vicky á Iceland Airwaves en það hafi dugað honum til þess að heyra uppáhaldslag sitt í ár, How Do You Feel? Hann leynir hvergi hrifningu sinni á plötunni og segir vel þess virði að hafa uppi á henni og mælir með því að fólk hefji leitina á iTunes. Í herbúðum Vicky ríkir vitaskuld mikill fögnuður og á heimasíðu sveitarinnar segir: „Vá þvílíkur heiður!“

Frelsi og breytingar

„Orkan sem fer af stað núna 2012 merkir frelsi, breytingar, nýjungar, hugmyndir. Ef heldur áfram að halla á fólk getur það á endanum ekki gert annað en líkt eftir atgervi músarinnar. Ef hún er komin út í horn stekkur hún á þig. Það er líka í mannlegu eðli,“ segir Hermundur Rósinkranz talnaspekingur þegar hann horfir fram á veginn og spáir í árið 2012 í samtali við Fréttatímann sem birt er í heild á www. frettatiminn. is.

Hrósið … ... fær Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, en hann mun taka við sem forstjóri Alcoa í Evrópu nú um áramótin. Tómas er þekktur af prúðmennsku og framganga hans innan Alcoa ber félaginu góðan vitnisburð.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.